Hoppa yfir valmynd
12. október 2017

569. mál - Tekjur og gjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess

146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 866 — 569. mál.Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni og Birni Leví Gunnarssyni um tekjur og gjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess.
1. Hverjar eru tekjur og gjöld ráðuneytisins og þeirra stofnana sem heyra undir málefnasvið ráðherra og hver er áætluð þróun útgjalda samkvæmt fjármálaáætlun 2018–2022? Óskað er eftir sundurliðun eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun, sundurliðað í launakostnað og rekstrarkostnað, skipt eftir lögbundnum verkefnum, þ.m.t. tímabundnum verkefnum, yfirstandandi og fyrirhuguðum, og öðrum kostnaðarliðum.

 

Samhljóða fyrirspurn hefur verið send öðrum ráðherrum, þ.m.t. fjármála- og efnahagsráðherra. Í svari hans sem unnið var í samráði ráðuneyta er fjárlagaferlinu, samkvæmt nýjum lögum um opinber fjármál, lýst. Litið er svo á að það svar eigi við um öll ráðuneyti og er því vísað til þessa svars fjármála- og efnahagsráðherra sem svar við þessari fyrirspurn.


Þessari fyrirspurn var því miður ekki svarað fyrir lok 146. löggjafarþings og er svarið því ekki að finna á vef Alþingis. Utanríkisráðherra vill engu að síður svara fyrirspurninni og hún því hér með birt á vef ráðuneytisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira