Hoppa yfir valmynd
02. nóvember 2021 Utanríkisráðuneytið

Ræða um varnarmál á þingi Norðurlandaráðs

Ég þakka þér Antti fyrir framúrskarandi formennsku í norræna varnarsamstarfinu í ár og óska þér til hamingju með hana. 

Samstarfið hefur reynst framúrskarandi vettvangur til að ræða stöðu mála og næstu skref í norræna varnarsamstarfinu, og öryggismálin út frá nærumhverfinu sem og öryggis- og varnarpólitík. 

Ég fagna því að hafa hér vettvang fyrir skoðanaskipti norrænna ríkja um þær áskoranir í varnarmálum sem við okkur blasa. 

Við norrænu ríkin stöndum öll frammi fyrir sömu ógnum við öryggi okkar og deilum strategískum hagsmunum – þótt birtingarmyndin sé ekki ávallt hin sama. 

Samstarf okkar til að mæta þessum áskorunum þarf áfram að byggjast á styrkleikum hvers og eins. 

Ég vil gjarnan tiltaka þrjár strategískar áskoranir í þessu sambandi sem kalla á athygli okkar um þessar mundir.

Í fyrsta lagi truflandi hegðun Rússlands, brot gegn alþjóðalögum og fjölþáttaaðgerðir sem áfram grafa undan alþjóðakerfinu sem byggir á alþjóðalögum. Atlantshafsbandalagið er staðfast í tvíþættri nálgun sinni gagnvart Rússlandi, en það er augljóst að Rússland hefur ekki áhuga á að eiga samtalið. Það er því raunveruleg áskorun að koma á samtali. Við verðum samt sem áður að leggja áfram okkar lóð á vogarskálarnar til að af því geti orðið – og erum  á sama tíma staðföst í okkar meginreglum.

Stuðningur Rússlands við stjórn Lukashenkos ýtir undir óstöðugleika í austurhluta Atlantshafsbandalagsins. Við stöndum með bandalagsríkjum okkar, Póllandi, Litháen og Lettlandi, sem standa frammi fyrir því að Belarús beiti mannfólki í fjölþáttaaðgerðum sínum gegn nágrönnum sínum.

Í öðru lagi er Kína ríki sem ekki deilir lýðræðislegum gildum okkar, sem leitast við að laga alþjóðakerfið að eigin hagsmunum og er vaxandi öryggisáskorun fyrir Evrópu og í víðara samhengi. 

Við eigum að leitast við að efla samstarf um að efla/kynna gildin okkar, styrkja viðnámsþol, vernda stoðinnviði og halda tæknilegu forskoti okkar.

Í þriðja og síðasta lagi hafa loftslagsbreytingar djúpstæðar afleiðingar fyrir frið og öryggi á alþjóðavísu. Norðurlöndin geta gegnt mikilvægu hlutverki við að efla skilning og takast á við loftslagsbreytingar sem skýra og afgerandi öryggisógn.

Takk fyrir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira