Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. nóvember 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Leiðbeiningar til ríkisstofnana um notkun á tölvuskýjalausnum

Undanfarið hefur orðið mikil þróun á þeirri tækni sem hefur verið nefnd skýjaþjónusta (e. Cloud Computing). Með henni getur notandinn sjálfur afgreitt sig á netinu, t.d. við notkun á tölvukerfum, tölvuumhverfum eða tölvuinnviðum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samstarfi við Persónuvernd og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hefur tekið saman gátlista um hverju stofnanir þurfa að huga að áður en tekin er ákvörðun um notkun tölvuskýja.

Gátlistinn er lifandi skjal sem mun taka breytingum eftir því sem tækniframfarir, lög og reglur gefa tilefni til.

Tækifæri til hagræðingar og til að auka sveigjanleika í rekstri hafa verið helstu drifkraftar í útbreiðslu á þessari högun upplýsingatækni, en meðal hindrana eru ýmis atriði er lúta að lögsögu, öryggi og stjórn gagna. Umræða um notkun opinberra aðila á skýjalausnum beinist einkum að áleitnum álitaefnum á sviði upplýsingaöryggis, þ. á m. um aðgengileika, varðveislu og leynd upplýsinga. Jafnframt þarf að huga að öðrum álitaefnum s.s. um um stjórn upplýsinga í skýinu og flutning þeirra úr landi.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum