Hoppa yfir valmynd

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Jónas HallgrímssonÁ degi íslenskrar tungu eru árlega veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og þá eru jafnframt veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls. Í reglum menningar- og viðskiptaráðuneytisins um verðlaunin segir: 

  1. Verðlaunin heita Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
  2. Þau skulu veitt á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember ár hvert. Þau ber að veita einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Ráðgjafanefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til menntamálaráðherra um verðlaunahafa og rökstyður val sitt. Menningar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn og greinir frá verðleikum verðlaunahafa eða felur það einhverjum úr framkvæmdastjórn. Auk þess er heimilt að veita stofnunum og fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu.

Þessi hafa hlotið Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar:

  1. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og grunnskólakennari, 1996
  2. Gísli Jónsson menntaskólakennari, 1997
  3. Þórarinn Eldjárn rithöfundur, 1998
  4. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, 1999
  5. Magnús Þór Jónsson, Megas, 2000
  6. Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, 2001
  7. Jón Böðvarsson, 2002   
  8. Jón S. Guðmundsson, 2003
  9. Silja Aðalsteinsdóttir, 2004
  10. Guðrún Helgadóttir, 2005
  11. Njörður P. Njarðvík, 2006
  12. Sigurbjörn Einarsson, 2007
  13. Herdís Egilsdóttir, kennari, 2008
  14. Þorsteinn frá Hamri, rithöfundur og skáld, 2009
  15. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu Þjóðanna í tungumálum, fyrrverandi forseti Íslands og leikhússtjóri, 2010
  16. Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, 2011
  17. Hannes Pétursson rithöfundur, 2012
  18. Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður, 2013
  19. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur 2014
  20. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur 2015
  21. Sigurður Pálsson skáld 2016
  22. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, 2017
  23. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, 2018
  24. Jón G. Friðjónsson prófessor, 2019
  25. Gerður Kristný, skáld, 2020
  26. Arnaldur Indriðason, rithöfundur 2021
  27. Bragi Valdimar Skúlason skáld, grínisti, auglýsingamaður og uppfræðari, 2022 

Sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu hafa hlotið:

  1. Orðanefnd byggingarverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, 1996
  2. Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands, 1996
  3. Hið íslenska bókmenntafélag, 1997
  4. Blaðamannafélag Íslands, 1998
  5. Félag íslenskra leikskólakennara, 1998
  6. Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum, 1999
  7. Mjólkursamsalan, 1999
  8. Stóra upplestrarkeppnin, 2000
  9. Dr. Richard N. Ringler, 2000
  10. Félag framhaldsskólanema, 2001
  11. Námsflokkar Reykjavíkur, 2001
  12. Íslensk plöntuheiti, rafræn útgáfa, 2002
  13. Með íslenskuna að vopni, hagyrðingakvöld Vopnfirðinga, 2002
  14. Lesbók Morgunblaðisins, 2003
  15. Spaugstofan, 2003
  16. Kvæðamannafélagið Iðunn, 2004
  17. Strandagaldur, 2004
  18. Lestrarmenning í Reykjanesbæ, 2005
  19. Bókaútgáfan Bjartur, 2005
  20. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands, 2006
  21. Leikhópurinn Hugleikur, 2006
  22. Samtök kvenna af erlendum uppruna, 2007
  23. Fréttastofa Útvarps, 2007
  24. Landnámssetur Íslands í Borgarnesi, 2008
  25. Útvarpsleikhúsið, 2008
  26. Þórbergssetur á Hala í Suðursveit, 2009 ( http://www.thorbergur.is/)
  27. Baggalútur (www.baggalutur.is), 2009
  28. Möguleikhúsið 2010
  29. Hljómsveitin Hjálmar 2010
  30. Hljómsveitin Stuðmenn, 2011
  31. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, 2012
  32. Máltæknisetur 2013 ( arnastofnun.is/is/maltaeknisetur )
  33. Ljóðaslamm Borgarbókasafns 2013 (www.borgarbokasafn.is)
  34. Vefnámskeiðið Icelandic Online 2014
  35. Lestrarhátíð í Bókmenntaborg 2014
  36. Bubbi Morthens tónlistarmaður 2015
  37. Ævar vísindamaður (Ævar Þór Benediktsson) 2016
  38. Gunnar Helgason, rithöfundur, 2017
  39. Verkefnið Skáld í skólum, 2018
  40. Reykjavíkurdætur, 2019
  41. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi, 2020
  42. Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona, 2021
  43. Tungumálatöfrar, Ísafirði, 2022

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 2.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum