Hoppa yfir valmynd

Hönnun og arkitektúr

Hönnun og arkitektúr

Meginmarkmið stjórnvalda á sviði menningar er að jafna og bæta tækifæri til ný- og atvinnusköpunar í menningarstarfi, listum og skapandi greinum. Meginmarkmið á sviði nýsköpunar er að hér þrífist alþjóðlega samkeppnishæft umhverfi rannsókna og nýsköpunar þar sem áhersla er lögð á gæði, samstarf og árangur og skilvirkni í opinberu stuðningskerfi. Málefni hönnunar og arkitektúrs þvera málefnasvið menningar og nýsköpunar en framtíðarsýn stefnumótunar á því sviði er að aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs sé nýtt markvisst til að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild.

Stefna hönnunar og arkitektúrs

Stefnumótun í málefnum hönnunar og arkitektúrs til 2030 – Útlínur framtíðar, var kynnt í febrúar 2023. Leiðir að meginmarkmiðum stefnunnar tengjast fimm áherslusviðum sem nánar er fjallað um í stefnuskjalinu; verðmætasköpun, menntun framsækinna kynslóða, hagnýtingu hönnunar sem breytingaafls, sjálfbærri innviðauppbyggingu og kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr. Stefnan var mótuð í samvinnu við fjölda samstarfsaðila, hag- og fagaðila gegnum Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Stefnunni verður framfylgt með tveimur aðgerðaáætlunum. Sjá nánar í stefnuskjali.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs var komið á fót að frumkvæði stjórnvalda árið 2008 til að efla íslensk hönnun og arkitektúr sem listgreinar og grundvöll þeirra til atvinnusköpunar. Miðstöðin, sem rekin er sem eignarhaldsfélag, er beintengd grasrót og atvinnulífi hönnunargreina en að henni standa níu fagfélög með alls 1200 félaga sem eiga hana og reka með stuðningi stjórnvalda í gegnum menningar- og viðskiptaráðuneyti. Hlutverk miðstöðvarinnar hefur vaxið í takt við vöxt hönnunargreina undanfarinn áratug. Sjá nánar á vef miðstöðvarinnar.

Hönnunarsjóður

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs; þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviðum hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar ár hvert. Stjórn Hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra. Sjóðnum stýrir fimm manna stjórn sem skipuð er til þriggja ára í senn. Sjá nánar á vef Hönnunarsjóðs.

Aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023–2026

Þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs var samþykkt 30. maí 2023. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir aðgerðir og framvindu þeirra.

VerkefniRáðuneytiStaða verkefnis
Efling HönnunarsjóðsMenningar- og viðskiptaráðuneytiðKomið vel á veg
Skilgreining mælikvarða og miðlun virðisauka hönnunarMenningar- og viðskiptaráðuneytiðUndirbúningur hafinn
Virkjun hönnunardrifinnar nýsköpunarMenningar- og viðskiptaráðuneytiðUndirbúningur hafinn
Lög um málefni hönnunar og arkitektúrsMenningar- og viðskiptaráðuneytiðEkki hafið
Aukið framboð náms og endurmenntunar í hönnunargreinumMenningar- og viðskiptaráðuneytiðHafið
Verndun, miðlun og rannsóknir á menningararfi íslensks arkitektúrsMenningar- og viðskiptaráðuneytiðHafið
Fræðsla um höfundarétt og hönnunarverndMenningar- og viðskiptaráðuneytiðHafið
Safnafræðsla í Hönnunarsafni ÍslandsMenningar- og viðskiptaráðuneytiðLokið
Þátttaka í Feneyjatvíæringnum í arkitektúrMenningar- og viðskiptaráðuneytiðUndirbúningur hafinn
Aukning hlutar hönnuða í úthlutun listamannalaunaMenningar- og viðskiptaráðuneytiðHafið
Samfélagsleg nýting hönnunardrifinnar nýsköpunarMenningar- og viðskiptaráðuneytiðUndirbúningur hafinn
Aukið vægi hönnunar í útboðum og samkeppnumMenningar- og viðskiptaráðuneytiðHafið
Heildstæð stefnumótun í mannvirkjagerðInnviðaráðuneytiðUndirbúningur hafinn
Miðlægur rannsóknavettvangur fyrir innviðiInnviðaráðuneytiðUndirbúningur hafinn
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum