Hoppa yfir valmynd

Bókmenntir

Miðstöð íslenskra bókmennta og bókmenntasjóður

Miðstöð íslenskra bókmennta og bókmenntasjóði er ætlað efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Hlutverk sitt rækir miðstöðin með því að a) styrkja útgáfu íslenskra ritverka og útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslenska tungu með fjárframlögum úr bókmenntasjóði, b) kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra og c) efla bókmenningu á Íslandi. Bókmenntasjóður tók við hlutverki Bókmenntakynningarsjóðs, Menningarsjóðs og þýðingarsjóðs. Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta sér um veitingu styrkja úr bókmenntasjóði.

Greiðslur til höfunda vegna notkunar bóka á bókasöfnum

Í bókmenntalögum er mælt fyrir um greiðslur til höfunda vegna notkunar bóka þeirra á bókasöfnum og annast sérstök úthlutunarnefnd þá úthlutun, en hún er skipuð af ráðherra til þriggja ára í senn. Rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar, tónskáld og eftirlifandi makar rétthafa eða börn (undir 18 ára aldri) látinna rétthafa geta sótt um hjá sjóðnum og fengið greitt árlega miðað við útlán verka. Rithöfundasamband Íslands hefur umsjón með greiðslum til höfunda.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.1.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum