Hoppa yfir valmynd

Spurt og svarað: Spurningakannanir

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gengst fyrir könnun um líðan framhaldsskólanema í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema.

Könnunin er send til 2.500 nemenda slembiúrtaks úr nemendaskrám framhaldsskólanna – þú lentir í því úrtaki. Þar sem um slembiúrtak er að ræða ræður tilviljun ein því að lentir í úrtakinu núna.
Í spurningalistanum eru spurningar tengdar bakgrunni þínum, svo sem hvernig nám þú stundar, kyn og búseta. Einnig eru spurningar sem snúa að skólastarfi og þinni upplifun á því. Spurt er sérstaklega um skert skólastarf vegna faraldurs kórónaveirunnar, andlega líðan, félagslíf, atvinnumál námsmanna o.fl.
Enginn hefur aðgang að þínum svörum, þ.e.a.s. svörum sem einkenna þig persónulega.

Þar sem engum svörum er safnað með þeim hætti að þau einkenni einhverja ákveðna manneskju eru svörin þín í raun mat á hvernig nemandi sem er eins og þú myndi svara ef allir framhaldsskólanemendur væru spurðir.
Ábyrgðaraðilar könnunarinnar eru mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanemenda (SÍF).

SÍF átti frumkvæðið að senda út könnun til framhaldsskólanemenda ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að veita þeim lið með þátttöku mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og hagsmunarsamtök framhaldsskólanemenda vinna sameiginlega úr gögnunum.

Könnunin er einnig unnin með stuðningi Landssambands íslenskra stúdenta, Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Landssambands ungmennafélaga.
Svörin eru greind og sett fram sem samanlagðar tölur fyrir alla framhaldsskólanema, eins og með meðaltölum og prósentum.

Gögnin eru aldrei greind niður á einstaklinga, og könnunin uppbyggð þannig að það er ómögulegt, þar sem engum persónuauðkennum er safnað með svörunum.
Ef þú ert skráð/ur í framhaldsskóla þegar úrtakið er dregið er möguleiki á því að þú getir aftur lent í slembiúrtaki þar sem allir í þýðinu (þ.e. nemendur skráðir í framhaldsskóla) hafa jafnar líkur á því að lenda í úrtaki. Það er þó mjög ólíklegt að þú lendir ítrekað í úrtaki. Um 10% líkur eru á því að lenda í úrtaki í hvert sinn. En að lenda í úrtaki tvisvar sinnum í röð er ennþá ólíklegra, eða um 1% líkur. Að lenda þrisvar í röð er ennþá ólíklegra, eða 0,1%! Það er minna en líkurnar á því að eignast tvíbura.
Með könnuninni er ætlunin að kanna hagi, líðan og nám framhaldsskólanemenda með það fyrir augum að bæta skólastarf en framhaldsskólar, menntayfirvöld, hagsmunasamtök framhaldsskólanemenda og allir sem koma að ákvarðanatöku og skipulagningu framhaldsskólanáms hafa aðgang að niðurstöðum um þessi atriði.

Könnunin er því afar mikilvæg til þess að ákvarðanir og skipulag geti byggt á staðreyndum, gögnum, og bestu þekkingu á hverjum tíma á þessum þáttum. Án þinnar þátttöku í könnuninni getur það reynst erfiðara en það þarf að vera.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira