HeimsljósUpplýsingaveita um þróunar- og mannúðarmál
Ísland styður unglingsmæður í Úganda og börn þeirra
Ísland er bakhjarl nýs verkefnis Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stuðning við unglingsmæður og börn þeirra í Úganda. Verkefnið ber yfirskriftina „Valdefling unglingsmæðra og barna þeirra – tveggja kynslóða nálgun“. Þar verður sjónum beint að unglingsmæðrum í tveimur héruðum í vesturhluta landsins, Kyegegwa og Kikube, og þær aðstoðaðar við að brjótast úr fátækt um leið og ung börn þeirra fá þjónustu sem stuðlar að þroska þeirra og framförum.
NánarHeimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Stjórnvaldi sem fer með opinbera þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð ber skylda til að upplýsa almenning um árangurinn af því starfi.
Heimsljósi er ætlað að viðhalda og glæða umræðu um þennan málaflokk sem er ein meginstoð íslenskrar utanríkisstefnu.
Skráðu þig á póstlista Heimsljóss