Hoppa yfir valmynd

Fréttir


Dags.TitillEfni
02.09.2024Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnuskapandi verkefna í þróunarríkjum

<p><span>Utanríkisráðuneytið tekur nú á móti umsóknum um styrki til <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodleg-throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/heimsmarkmidasjodur-atvinnulifs/">Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífsins um þróunarsamvinnu</a>&nbsp;vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum, en sjóðurinn tekur við umsóknum tvisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 10. september nk., en hámarksstyrkur nemur 30 m.kr. á þriggja ára tímabili.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefni skulu jafnan styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran hagvöxt og mannsæmandi atvinnutækifæri í þróunarríkjum, auk þess að hafa tengingu við önnur heimsmarkmið sem Ísland leggur áherslu á í þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Nánari upplýsingar er að finna í <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/Samstarf-vid-atvinnulifid/2024%20Verklagsreglur%20Heimsmarkmi%c3%b0asj%c3%b3%c3%b0s.pdf">verklagsreglum sjóðsins</a>.</span></p> <p>Öllum umsóknum skal skila í tölvupósti á [email protected], þar sem fyrirspurnum er sömuleiðis svarað sem og á Heimstorgi Íslandsstofu.</p> <p>Þá er vakin athygli á því að <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodleg-throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/throunarfrae/">Þróunarfræ</a>, sem er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga vegna þróunarsamvinnuverkefna, tekur við umsóknum allt árið um kring. Umsóknum skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís þar sem þær eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári.</p>

29.08.2024Landgræðsluskóli GRÓ útskrifar 23 sérfræðinga frá Afríku og Asíu

<p><span>Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í vikunni 23 sérfræðinga á sviði sjálfbærrar landnýtingar og endurheimtar vistkerfa. Nemendurnir koma frá níu samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem nemendur frá Kenía útskrifast úr skólanum en hinir nemendurnir eru frá Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Nígeríu, Úganda og Úsbekistan.</span></p> <p><span>Landgræðsluskólinn er einn fjögurra skóla sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, en hinir starfa á sviði jafnréttis, jarðhita og sjávarútvegs. GRÓ starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Alls hefur nú 221 nemandi útskrifast úr sex mánaða námi við Landgræðsluskóla GRÓ. Samtals hefur 1.741 sérfræðingur útskrifast úr fimm til sex mánaða námi í GRÓ-skólunum fjórum.</span></p> <p><span>Landgræðsluskóli GRÓ er hýstur í Landbúnaðarháskóla Íslands og fór útskriftarathöfnin fram í húsnæði skólans á Keldnaholti. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti ræðu við útskriftina og færði nemendum hamingjuóskir utanríkisráðherra, ásamt Berglindi Orradóttur, starfandi forstöðumanni Landgræðsluskóla GRÓ.&nbsp;</span></p> <p><span>Tveir nemendur fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarhópsins. „Á meðan á dvöl okkar stóð höfum við orðið vitni að því hve víðtæk áhrif landhnignunar geta verið fyrir umhverfið, efnahagslífið og ekki síst líf fólks. Reynsla Íslands hefur sýnt okkur að með yfirgripsmikilli þekkingu og réttri færni er hægt að bregðast við áskorunum og stuðla að jákvæðum breytingum.&nbsp; Ég er þess fullviss að við búum nú yfir nauðsynlegri þekkingu og færni til að takast á við landhnignun á staðbundnum, svæðisbundnum og alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Doston Tuvalov frá ríkisháskólanum í Samarkand í Úsbekistan.</span></p> <p><span>Mercy Nyambura Ngure frá ráðuneyti vatns-, hreinlætis- og áveitumála í Kenía, tók undir varðandi hversu vel námið mun nýtast nemendum í störfum sínum heima fyrir. „Nú þegar við snúum aftur heim eigum við eftir að standa frammi fyrir áskorunum, en jafnvel á okkar erfiðustu stundum skulum við muna seiglu birkitrjánna. Já, við getum og við munum endurheimta vistkerfin okkar!“</span></p> <p><span>Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, afhentu nemendum útskriftarskírteinin og sleit Ragnheiður jafnframt athöfninni.&nbsp;</span></p> <p><span>Útskriftarhópurinn var sá sautjándi frá stofnun skólans árið 2007. Nemendur koma frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans, sem eru t.d. ráðuneyti, umhverfisstofnanir, héraðsstjórnir, félagasamtök og háskóla- og rannsóknastofnanir. Líkt og síðustu ár sóttu námið tveir sérfræðingar sem starfa á vistvöngum sem tilheyra verkefninu Maðurinn og lífhvolfið (e. Man and Biosphere) á vegum UNESCO. Allar eiga samstarfsstofnanirnar það sameiginlegt að vinna að málefnum tengdum sjálfbærri landnýtingu, endurheimt vistkerfa og landvernd.</span></p>

01.08.2024Utanríkisráðherra heilsar upp á stúlknalið Ascent Soccer frá Malaví

<p><span>Stúlknalið knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer frá Malaví hitti í gær Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og hélt fyrir hana kynningu. Stúlkurnar ferðuðust til Íslands til þess að taka þátt í knattspyrnumótinu Rey Cup sem fram fór um liðna helgi.&nbsp;</span></p> <p><span>Drengjalið Ascent Soccer vakti mikla athygli með þátttöku sinni á mótinu í fyrra og nú ákvað akademían, í samstarfi við knattspyrnufélagið Þrótt, að veita stúlknaliðinu tækifæri til að taka þátt. Þetta er í fyrsta skipti sem stúlknaliðið tekur þátt í alþjóðlegu móti í Evrópu og er viðbúið að þátttaka stúlknanna muni sömuleiðis vekja mikla athygli heima fyrir.</span></p> <p><span>„Það var einstaklega gaman að fá að hitta þessar frábæru fyrirmyndir. Þær veittu mér svo sannarlega innblástur og ég efast ekki um að ferðalag þeirra og þátttaka í mótinu eigi eftir að koma til með að valdefla stúlkur í Malaví og víðar,“ segir Þórdís Kolbrún.&nbsp;</span></p> <p><span>Ascent Soccer veitir efnilegum knattspyrnuiðkendum aðgang að menntun og tækifæri til að stunda knattspyrnu við góðar aðstæður í Lilongwe, höfuðborg Malaví. Leiðarljós akademíunnar er að koma iðkendum í atvinnumennsku eða í nám erlendis á knattspyrnutengdum skólastyrkjum. Ascent Soccer hefur sett sér það markmið að ná kynjajöfnuði innan skólans fyrir lok árs 2025, en akademían er nú þegar leiðandi í þjálfun stúlkna í landinu og átti meðal annars fimm fulltrúa í A-landsliði Malaví sem vann COSAFA-mótið (Council of Southern Africa Football Associations) í fyrra í fyrsta sinn í sögu landsins. Þrátt fyrir framfarir er þátttaka stúlkna í knattspyrnu í Malaví afar takmörkuð og ýmsar hindranir sem standa í vegi fyrir þátttöku þeirra.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Ísland setur jafnrétti kynjanna í forgang í sinni þróunarsamvinnu og brást sendiráð Íslands í Lilongwe því vel við þegar Ascent Soccer hafði samband um mögulegt samstarf nú í vor. Stuðningur utanríkisráðuneytisins vegna þátttöku stúlknaliðsins á Rey Cup er liður í því samstarfi, en með stuðningi Íslands mun Ascent Soccer einnig halda hæfileikamót í samstarfshéruðum Íslands, Mangochi og Nkhotakota, sem felur í sér þátttöku rúmlega 1500 stúlkna á aldrinum tíu til tólf ára þar sem áhersla verður lögð á vitundarvakningu um menntunartækifæri sem geta fylgt íþróttaiðkun. Þá mun akademían skipuleggja tólf viðburði þar sem ungar stúlkur fá að heyra beint frá nemendum hjá Ascent, þar á meðal landsliðskonum, um mikilvægi náms og íþrótta og tækifærunum sem því geta fylgt.</span></p>

31.07.2024Ársskýrsla GRÓ 2023 komin út

<p><span>Alls útskrifuðust 92 sérfræðingar árið 2023 úr fimm til sex mánaða námi í skólunum fjórum sem starfræktir eru á vegum GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, það er Jafnréttisskólanum, Jarðhitaskólanum, Landgræðsluskólanum og Sjávarútvegsskólanum. Þá útskrifuðust fimm fyrrverandi nemendur með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu á skólastyrk frá GRÓ, en á árinu voru alls 36 fyrrverandi nemendur í framhaldsnámi við íslenska háskóla á skólastyrk frá GRÓ.&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta er meðal þess sem kemur fram í <a href="https://www.grocentre.is/gro/moya/gro/index/publication/gro-annual-report-2023" target="_blank">ársskýrslu GRÓ</a>, sem nú er komin út, en þar er greint frá starfi skólanna fjögurra og miðstöðvarinnar árið 2023. Ýmis styttri námskeið voru einnig haldin á vettvangi í samstarfsríkjum með rúmlega 300 þátttakendum. Árið 2023 skráðu á sjöunda þúsund sig á námskeið á vegum skólanna sem aðgengileg eru á netinu og var einu nýju netnámskeiði hleypt af stokkunum.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Starfsemi GRÓ er mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslands en þar hefur um áratugabil verið unnið mikilvægt starf til að efla sjálfbæra þróun í samstarfslöndum um heim allan. Sérþekking Íslands á sviði jafnréttismála, jarðhita, landgræðslu og sjávarútvegs, og sú velsæld sem skapast hefur hér á landi á grundvelli hennar, sýnir hvaða möguleikar geta opnast í öðrum löndum með eflingu þekkingar sem miðar að því að stuðla að sjálfbærri þróun og framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>GRÓ starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Í skýrslunni er sérstakur viðauki um starf hvers skóla á vegum GRÓ og einnig að finna sögur af starfi nemenda eftir útskrift og upplýsingar um áhrifin af starfinu. Í skýrslunni er starfið í fyrsta sinn fært inn í árangursramma GRÓ þar sem umfang starfseminnar er sett fram á samræmdan hátt. Vinnu við mótun árangursrammans lauk einmitt á síðasta ári og er hann hluti af breytingakenningu GRÓ, sem er sú aðferðafræði sem UNESCO notar við árangursstjórnun.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Árið 2023 vann GRÓ með margvíslegum hætti að því að efla samstarfið við UNESCO og tengslanet útskrifaðra nemenda. Í fyrsta sinn var staðið fyrir viðburðum þar sem útskrifaðir nemendur GRÓ komu saman í heimaríkjum sínum, þvert á málefnasviðin, í samstarfi við UNESCO og sendiráð Íslands. Að auki má nefna að gerð var úttekt á styrkveitingum GRÓ til framhaldsnáms til útskrifaðra nemenda.&nbsp;</span></p>

31.07.2024Opnun á skurðstofu til meðhöndlunar fæðingarfistils í Síerra Leóne

<p><span>Ný skurðstofa til meðhöndlunar fæðingarfistils var vígð við hátíðlega athöfn á ríkissjúkrahúsinu í borginni Bo í Síerra Leóne fyrr í mánuðinum. Endurbæturnar á skurðstofunni voru fjármagnaðar af íslenskum stjórnvöldum og eru hluti af verkefni sem Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) vinnur í samstarfi við stjórnvöld í Síerra Leóne.</span></p> <p><span>Skurðstofan mun gera ríkissjúkrahúsinu í Bo kleift að stórauka getu sína til að þjónusta konur sem þjást af fæðingafistli, auk þess sem hún verður notuð fyrir aðrar aðgerðir sem snúa að heilsu kvenna og mæðra, þar með talið keisaraskurði. Hingað til hafa konur sem þjást af fæðingafistli frá Bo og nágrenni þurft að ferðast til höfuðborgarinnar Freetown til þess að hljóta viðeigandi meðhöndlun sem er í um fjögurra tíma akstursfjarlægð.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Opnun nýrrar skurðstofu á þessu fátæka svæði í Síerra Leóne er mikilvægt skref fram á við og mun hafa mikil og langvarandi áhrif á líf fjölda kvenna og fjölskyldna þeirra. Fæðingarfistill er alvarleg og sorgleg afleiðing barnsfæðinga ungra stúlkna í þróunarríkjum og vanrækt jafnréttismál sem kemur verst niður á fátækum konum og stúlkum. Ísland hefur um árabil stutt alþjóðlega baráttu gegn fæðingarfistli og mun halda því áfram,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Fæðingarfistill getur myndast þegar vandamál koma upp við fæðingu, til dæmis hjá unglingsstúlkum sem fá ekki viðeigandi aðstoð, en þess eru einnig dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga með þeim afleiðingum að stúlkurnar hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og/eða hægðum sem leitt getur til félagslegrar útskúfunar. Verkefnið í heild miðar að því að styrkja forvarnir og viðbrögð við fæðingarfistli, meðal annars með vitundarvakningu um hefðir sem geta aukið líkurnar á því að konur þrói með sér fæðingarfistil. Þar að auki er lagt upp með að styrkja getu heilbrigðisstofnana til þess að veita konum viðunandi læknismeðferð og styrkja félagslega aðlögun þeirra eftir aðgerð.</span></p> <p><span>Við opnunarathöfnina sagði Ferreh Musu Marrah sögu sína, en erfið og löng fæðing sem hún gekk í gegnum 16 ára gömul leiddi til þess að hún þróaði með sér fæðingarfistil sem hafði djúpstæð áhrif á hana, bæði líkamlega og andlega. Marrah átti erfitt með að halda þvagi og hægðum sem leiddi til þess að hún reyndi að taka sitt eigið líf. Með aðstoð frá móður sinni&nbsp; hlaut Murrah viðeigandi meðferð í Freetown við fæðingarfistlinum ásamt endurhæfingu sem meðal annars fólst í því að þjálfa hana sem klæðskera. Í dag hefur hún náð fullum bata og heitir því að beita sér fyrir&nbsp; vitundarvakningu vegna fæðingarfistils og að styðja aðrar konur sem glíma við kvillann.&nbsp;</span></p> <p><span>Fulltrúi frá sendiráði Íslands í Freetown, Kjartan Atli Óskarsson, flutti ávarp við opnunarathöfnina. Í ræðu sinni sagði hann að hugrekki kvenna á borð við Marrah veittu íslenskum stjórnvöldum innblástur og sýndu fram á mikilvægi þess að styðja verkefni sem miða að því að tryggja heilsu kvenna og efla mæðravernd. Kjartan lagði jafnframt áherslu á mikilvægi verkefnisins í stuðningi við kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og hvatti aðra hagsmunaaðila til þess að setja þessi markmið í forgang.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

12.06.2024Loftslagsverkefni Íslands í Úganda þegar farið að skila árangri

<p>Ný og betri skólaeldhús sem greidd eru af íslensku þróunarfé hafa verið sett upp í tuttugu grunnskólum á Karamoja-svæðinu í Úganda undanfarna mánuði. Með þessu næst fram verulegur sparnaður á eldivið auk þess sem stuðlað er að fæðuöryggi skólabarna. Til stendur að endurbæta rúmlega fimmtíu skólaeldhús til viðbótar á svæðinu áður en árið er liðið fyrir fjárframlög frá Íslandi.&nbsp;</p> <p>Sendiráð Íslands í Kampala <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/25/Island-stydur-vid-faeduoryggi-skolabarna-med-loftslagsverkefni-i-Uganda/" target="_blank">undirritaði í ársbyrjun samning til eins árs við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;(World Food Programme – WFP) á sviði loftslagsmála í Úganda. Orkusparandi eldunaraðstaða verður sett upp samtals í 74 skólum og þúsundir trjáa gróðursett á einu snauðasta svæði landsins, Karamoja sem er í norðausturhluta þess. </p> <p><span class="blockqoude">„Það er alltaf ánægjulegt að sjá verkefni bera jafn skjótan og áþreifanlegan árangur eins og þessi samvinna Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Úganda. Breytt loftslag og neikvæðar afleiðingar þess eru stöðugt í brennidepli og hafa þess vegna fengið meira vægi í allri þróunarsamvinnu Íslands. Það skiptir gríðarlegu máli enda koma afleiðingar loftslagsbreytinga jafnan verr niður á konum og börnum, ekki síst í fátækari ríkjum eins og Úganda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <h2>Alþjóðahreyfing Lions styður einnig uppbygginguna</h2> <p>Nú þegar verkefnið er rétt tæplega hálfnað hefur orkusparandi eldunaraðstaða verið sett upp í tuttugu skólum í héruðunum Amudat, Kaabong og Moroto og húsakynnin endurbætt þar sem þess hefur þurft. Fyrr í mánuðinum fóru fulltrúar sendiráðsins á vettvang til að kynna sér framgang verkefnisins og tók Hildigunnur Engilbertsdóttir forstöðumaður þátt í athöfnum í tveimur skólum þar sem eldhúsin voru formlega tekin í notkun.</p> <p><span class="blockqoude">„Það var magnað að sjá með eigin augum hversu miklu þessi nýja aðstaða breytir. Í fyrsta lagi nota nýju eldavélarnar aðeins þriðjung af þeim eldivið sem þurfti áður, sem þýðir bæði minni losun gróðurhúsalofttegunda og færri tré sem höggvin eru niður. Af þessu leiðir líka að skólarnir geta notað þá fjármuni sem sparast í þarfari hluti. Þá hefur aðstaða starfsfólks, sem áður vann í reykjarsvælu, stórbatnað. Síðast en ekki síst stuðlum við nú að því að tryggja börnum næringarríkar skólamáltíðir en vannæring hefur verið viðvarandi vandamál hér í Karamoja. Krakkarnir sem við hittum töluðu einmitt um að maturinn gerði þau bæði hraustari og hressari og lýstu yfir mikilli ánægju með nýju skólaeldhúsin,“ segir Hildigunnur.</span> </p> <p>Árangurinn af verkefninu er raunar þegar farinn að vekja athygli því alþjóðahreyfing Lions ætlar að styðja við uppsetningu orkusparandi eldunaraðstöðu í um fjörutíu skólum til viðbótar við þá 74 sem Ísland styður í Karamoja. Alls verða því skólarnir 113 sem á næstu misserum verða komnir með umhverfisvænni eldunaraðstöðu.</p> <p>Samhliða þessu er áformað að 400.000 loftslagsþolin akasíu- og dísartré verði gróðursett í nágrenni við skólana. Fulltrúar sendiráðsins lögðu sitt af mörkum og gróðursettu tré í öllum skólunum sem þeir heimsóttu. </p> <h2>Mikil fátækt og skólasókn léleg</h2> <p>Fátækt er óvíða meiri í Úganda en á Karamoja-svæðinu. Þrír af hverjum fjórum íbúum lifa við mikla fátækt og skólasókn barna er almennt léleg. Þá hefur umhverfi á svæðinu hnignað jafnt og þétt, meðal annars af völdum skógarhöggs vegna kolavinnslu.</p> <p>Verkefnið með WFP er í samræmi við þróunaráætlun Úganda og stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sérstaklega þeim markmiðum er snúa að umhverfis- og loftslagsmálum. Verkefnið styður jafnframt við markmið um bætta menntun, námsumhverfi og næringu barna.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er áherslustofnun fyrir mannúðaraðstoð Íslands og er jafnframt samstarfsaðili í heimaræktuðum skólamáltíðum í tvíhliða samstarfslöndunum Malaví og Síerra Leóne. Þá leiðir Ísland ásamt öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna svokallað Skólamáltíðarbandalag.</p>

24.05.2024Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar 23 nemendur frá 14 löndum

<p><span>Tuttugu og þrír nemendur, fjórtán konur og níu karlar, útskrifuðust frá Jafnréttisskóla GRÓ í dag, í sextándu útskrift skólans frá því hann tók til starfa árið 2009. Útskriftarnemendurnir koma að þessu sinni frá fjórtán löndum: Úganda, Suður-Afríku, Gana, Keníu, Palestínu, Indlandi, Malaví, Bosníu Hersigóvínu, Sri Lanka, Nepal, Pakistan og í fyrsta skiptið frá Madagaskar, Liberíu og Rúanda.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span>Hópurinn kom til landsins í byrjun janúar og hafa nemendurnir síðan lokið sex þverfaglegum námskeiðum á sviði jafnréttismála. Tvenn verðlaun kennd við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og verndara Jafnréttisskólans, voru veitt við athöfnina. Annars vegar í flokki hagnýtra verkefna, sem féllu Ramatu Issah frá Gana í skaut, og hins vegar í flokki rannsóknarverkefna sem veitt voru Mihitha Basnayake frá Sri Lanka.&nbsp;</span></p> <p><span>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ, fluttu ávörp við útskriftina. Ólöf Garðarsdóttir, sviðsforseti Hugvísindasviðs, Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, og Védís Ólafsdóttir verkefnisstjóri við skólann afhentu prófskírteini og viðurkenningagripi. Elizabeth Achola Mang'eni frá Kenía flutti lokaávarp fyrir hönd nemenda, Enas Dajani frá Palestínu las ljóð eftir Mahmoud Darwish og Hameeda Syed frá Indlandi flutti frumsamið ljóð um nemendahópinn. Útskriftin fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, við Háskóla Íslands.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Jafnréttisskólinn heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands en hann er hluti af GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Jafnréttisskólinn stendur árlega fyrir fimm mánaða diplómanámi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum og veitir auk þess styrki til doktorsnáms. GRÓ skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn eru mikilvægur þáttur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.&nbsp;</span></p>

17.05.2024Sjávarútvegsskóli GRÓ útskrifar 25 sérfræðinga

<p><span>Tuttugu og fimm sérfræðingar frá fimmtán löndum voru útskrifaðir frá Sjávarútvegsskóla GRÓ við hátíðlega athöfn á miðvikudaginn. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði og er sá 25. sem lýkur námi við skólann. Með útskriftinni á miðvikudaginn hafa því 488 nemendur frá 60 samstarfslöndum útskrifast frá skólanum.</span></p> <p><span>Athöfninni var stýrt af forstöðumanni Hafrannsóknarstofnunar, Þorsteini Sigurðssyni, en stofnunin hefur hýst skólann frá upphafi. Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, færði útskriftarhópnum hamingjukveðjur frá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Þá færði Elín Hafrannsóknastofnun sérstakar þakkir fyrir framúskarandi framlag til starfsemi Sjávarútvegsskólans í meira en aldarfjórðung.</span></p> <p><span>Þá vék hún að þeim áskorunum sem blasa við vistkerfum sjávar og vatna vegna ofveiða, hlýnunar jarðar, súrnunar og mengunar. Fiskveiðiþjóðir heims yrðu að vinna saman að því að finna lausnir á þessu og tryggja sjálfbærar veiðar til framtíðar. „Og, þið sem nú útskrifist frá Sjávarútvegsskólanum, hafið hér mikilvægu hlutverki að gegna,“ sagði hún.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður GRÓ, og Þór Heiðar Ásgeirsson, forstöðumaður Sjávarútvegsskólann, ávörpuðu einnig samkomuna. Fyrir hönd nemenda þakkaði Eric T. S. Patten, frá Líberíu, starfsfólki Sjávarútvegsskólans, öllum fyrirlesurum, umsjónarmönnum og öðrum er að þjálfunarnáminu komu fyrir vel unnin störf. „Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn okkar og menningu náðum við vel saman. Við hjálpuðumst að og hvöttum hvert annað til dáða. Þau tengsl sem við mynduðum og sú færni sem við öðluðumst mun nýtast vel þegar heim kemur.“&nbsp;</span></p> <p><span>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, samanstendur af Sjávarútvegsskólanum, Jarðhitaskólanum, Landgræðsluskólanum og Jafnréttisskólanum. Skólarnir eru allir mikilvægir hlekkir í þróunarsamvinnu Íslands.</span></p>

03.05.2024Sendiskrifstofa Íslands í Síerra Leóne formlega opnuð

<p><span>Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina. Timothy M. Kabba, utanríkisráðherra Síerra Leóne, flutti ávarp og þá tóku Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiskrifstofunnar, og Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, einnig til máls.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það skiptir máli að nú sé loksins búið að opna sendiskrifstofuna okkar í Freetown formlega en undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Helstu verkefni skrifstofunnar snúa að þróunarsamvinnu og þar með er Síerra Leóne orðið þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, til viðbótar við Malaví og Úganda. Við viljum gera gagn auk þess að dýpka samstarf við Síerra Leóne og opnun sendiskrifstofunnar í Freetown er mikilvægur áfangi á þeirri vegferð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018. Þá með svæðaverkefni í fiskimálum í Vestur-Afríku, í samstarfi við Alþjóðabankann og stjórnvöld í landinu. Ísland hefur einnig stutt við uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), og bætt kyn- og frjósemisheilbrigði kvenna og stúlkna í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</span></p> <p><span>Fyrirætlunum Íslands um aukna þróunarsamvinnu og opnun sendiráðs hefur verið fagnað af stjórnvöldum, sem og öðrum framlagsríkjum.&nbsp;</span></p> <p><span>Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda við að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði á þeim svæðum sem Ísland styður. Þróunarsamvinna Íslands í Síerra Leóne er í samræmi við áherslur Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu félagslegra innviða, jafnréttismál og mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

24.04.2024Sjálfstæð þjóð með sterka rödd á alþjóðavettvangi

<p><span>Víðsjárverð staða alþjóðamála, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, varnarbarátta Úkraínu sem og staða og stefna Íslands á alþjóðlegum vettvangi var í brennidepli í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2024/04/24/Opnunaravarp-a-radstefnunni-Althjodasamvinna-a-krossgotum-Hvert-stefnir-Island/">opnunarávarpi</a>&nbsp;Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á árlegri ráðstefnu um alþjóðamál sem fram fór í Norræna húsinu í dag.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðstefnan Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?&nbsp; er haldin á síðasta degi vetrar, var og er haldin á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Ráðherra lagði áherslu á mikilvægi þess að Ísland tali áfram skýrt á alþjóðavettvangi fyrir þeim gildum sem landið stendur fyrir. Þrátt fyrir smæð landsins hafi þjóðin rödd sem hlustað sé eftir á alþjóðlegum vettvangi, sérstaklega í samfloti með minni líkt þenkjandi ríkjum á borð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sem oftar en ekki tali einni röddu.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Við erum sjálfstæð, en við erum ekki hlutlaus. Við erum herlaus, en ekki varnarlaus. Við erum auðmjúk, en höfum sjálfstraust. Við erum fá, en framlag okkar skiptir máli,“ sagði Þórdís Kolbrún.&nbsp;</span></p> <h2><span>Tveggja ríkja lausn til friðar</span></h2> <p><span>Í ræðu sinni ítrekaði ráðherra afstöðu Íslands til átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísland hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi á Gaza, vernd almennra borgara og fordæmt allar aðgerðir sem hamlað hafa því að lífsnauðsynleg mannúðaraðstoð berist almennum borgurum á Gaza svæðinu.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Nánast algjör samstaða er meðal okkar vina- og bandalagsríkja um að tveggja ríkja lausn sé líklegasta leiðin til þess að stöðugleiki og friður geti orðið á svæðinu,“ sagði Þórdís Kolbrún og minnti á að Ísland hafi gengið fram fyrir skjöldu í þágu þess að Palestínumenn fái sitt eigið ríki. „Varanleg lausn mun krefjast bæði hugrekkis og fórna af beggja hálfu.“&nbsp;</span></p> <h2><span>Þjóð sem á og getur lagt af mörkum</span></h2> <p><span>Í samræmi við nýsamþykkta þingsályktun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands er ætlunin að framlög til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar aukist jafnt og þétt næstu árin. Ráðherra sagði stjórnvöld staðráðin í að halda áfram á sömu braut, enda sýni nýleg jafningjarýni þróunarnefnda OECD að framlag Íslands hafi skilað áþreifanlegum árangri.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru ekki af léttara taginu,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Átök og óstöðugleiki, náttúruhamfarir og breytt loftslag hafa rekið milljónir á flótta og hundruð milljóna þurfa á neyðaraðstoð að halda. Við, sem búum við svo mikla velsæld, bæði getum og eigum að leggja okkar af mörku og bregðast við mikilli neyð.“&nbsp;</span></p> <h2><span>Mikilvægasta framlag Vesturlanda til að tryggja eigið öryggi</span></h2> <p><span>Þá undirstrikaði ráðherra sömuleiðis mikilvægi þess að Ísland standi vaktina ásamt vinaþjóðum í varnarmálunum, gegn niðurrifs- og eyðileggingaröflum sem reyni að ala á sundrung meðal bandalagsþjóða.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ísland á stöðugt að leita leiða til þess að leggja sitt af mörkum, því það sem ræður mestu um öryggi okkar, og það sama má reyndar segja um nánast allar aðrar þjóðir, er ekki hvort við getum varið okkur sjálf, heldur hvort sameiginlegar varnir og fælingarmáttur bandalagsríkja okkar dugi,“ sagði Þórdís Kolbrún.&nbsp;</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra lagði áherslu á að hvergi verði hvikað frá stuðningi við varnarstríð Úkraínu, enda sé stuðningurinn mikilvægasta framlag Vesturlanda til að tryggja eigið öryggi, varnir og velsæld.</span></p> <p><span class="blockqoude"> „Friður án frelsis er Úkraínu lítils virði og meiriháttar ógn við heimsmynd okkar,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Fleiri ríki en Rússland myndu draga þann lærdóm af stríðinu að þau séu hafin yfir alþjóðalög og landamæri séu í besta falli til viðmiðunar. Kostnaður við að styðja Úkraínu nú bliknar í samanburði við þann kostnað og fórnir sem yrði að færa í alþjóðasamfélagi lögleysu og landvinningastríða.“&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Að endingu þakkaði utanríkisráðherra Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta Íslands, sem hélt hátíðarerindi á ráðstefnunni, fyrir farsælt samstarf.&nbsp;</span></p> <p><span>Ávarp utanríkisráðherra má lesa í heild sinni <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2024/04/24/Opnunaravarp-a-radstefnunni-Althjodasamvinna-a-krossgotum-Hvert-stefnir-Island/">hér</a>.&nbsp;</span></p>

17.04.2024Efnahagsleg valdefling og stuðningur við jaðarsettar fjölskyldur í Úganda skilar árangri

<p><span>Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, sem styður við HIV smitaða, alnæmissjúka, aðstandendur þeirra og eftirlifendur í dreifbýli Úganda, hefur gefið góða raun að því er kemur fram í nýlegri <a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Final%20MTR%20Report%20for%20HWI%20project%20in%20Uganda.pdf">miðannaúttekt</a>&nbsp;á verkefninu, sem fjármagnað er af utanríkisráðuneytinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Samkvæmt niðurstöðunum hefur staða heimila sem verkefnið náði til batnað innan samfélaga og merki um að efnahagsleg valdefling hafi skilað tilætluðum árangri, en rík áhersla er lögð á kynjajafnrétti við framkvæmd þess. Þannig hafi verkefnið náð þeim markmiðum sem að var stefnt á tímabilinu.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er einstaklega ánægjulegt að sjá í þessari úttekt hvernig stuðningur Íslands hefur skipt sköpum fyrir þennan viðkvæma og jaðarsetta hóp,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. „Sem fyrr eru það konur og börn sem eru í hvað viðkvæmustu stöðunni og því er afar dýrmætt að Hjálparstarf kirkjunnar geti veitt þennan stuðning. Þá kristallast hér enn og aftur reynsla okkar að með skýrri og einbeittri nálgun í þróunarsamvinnu, með nánu samstarfi við félagasamtök og yfirvöld í héraði, getum við náð góðum árangri.”&nbsp;</span></p> <h2><span>Viðkvæmir hópar í forgrunni</span></h2> <p><span>Skjólstæðingar verkefnisins eru fyrst og fremst börn sem misst hafa foreldra sína af völdum alnæmis og búa ein, en sömuleiðis einstæðir foreldrar með HIV og ömmur sem hafa börn á framfæri og búa við sára fátækt. Síðan 2016 hefur aðstoðin verið veitt í sveitarfélögunum Rakai og Lyantonde í samstarfi við grasrótarsamtökin Rakai Community Based AIDS Organization (RACOBAO) sem sprottin eru upp úr hjálparstarfi Lúterska heimssambandsins á svæðinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Við framkvæmd verkefnisins er lögð áhersla á að bæta lífsskilyrði fólks með heildrænum stuðningi, meðal annars með byggingu stöndugra húsa með grunnhúsbúnaði og eldunaraðstöðu, og þá eru einnig reistir kamrar og vatnstankar. Þar að auki fá fjölskyldurnar geitur, verkfæri, útsæði og fleira sem miðar að því að auka fæðuval og fjölbreytni. Þá er einnig hugað að efnahagslegri valdeflingu og sálfræðilegum stuðningi. &nbsp;</span></p> <p><span>Hjálparstarf kirkjunnar er eitt fjögurra lykil félagasamtaka með rammasamninga um verkefni til þróunarsamvinnu og eru hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök&nbsp; &nbsp;</span></p>

12.04.2024Aldrei meira fé verið varið til þróunarsamvinnu

<p><span>Þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC) birti í gær bráðabirgðatölur um framlög til opinberrar þróunaraðstoðar (ODA) á síðasta ári. Þar kemur fram að samanlögð framlög DAC-ríkja hafa aldrei verið hærri, en þau jukust um 1,8 prósent að raunvirði á árinu 2023 miðað við árið á undan, og námu um 224 milljörðum bandaríkjadala. Framlög Íslands til þróunarsamvinnu á árinu 2023 námu 0,36 prósentum af vergum þjóðartekjum (VÞT) samanborið við 0,34 prósent árið á undan. Að meðaltali veita aðildarríki DAC 0,37 prósentum af VÞT til málaflokksins.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Nýju tölurnar frá DAC endurspegla því miður vaxandi þörf og neyð á heimsvísu. Fjöldi vopnaðra átaka, hækkun á verði matvæla og annarra nauðþurfta, náttúruhamfarir og loftslagsbreytingar eru á meðal þess sem veldur og þá er víða ástæða til að hafa áhyggjur af þróun mannréttindamála. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa hækkað framlög til þróunarsamvinnu til þess að mæta þessari þörf og leggur sem fyrr áherslu á mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál í sínum stuðningi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Hækkun framlaga til þróunarsamvinnu á síðustu tveimur árum má að miklu leyti rekja til stuðnings aðildarríkja DAC við Úkraínu í kjölfar innrásarstríðs Rússlands. Þannig nam stuðningurinn alls 40,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári sem er hæsta upphæð framlaga til þróunarsamvinnu sem hefur runnið til eins ríkis á einu ári.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Auk stuðnings við Úkraínu má rekja aukningu framlaga til mannúðaraðstoðar sem og kjarnaframlaga til alþjóðastofnana. Hlutfall framlaga DAC-ríkja sem varið hefur verið innanlands til móttöku flóttafólks og hælisleitenda hefur á sama tíma minnkað úr 14,7 prósentum í 13,8 prósent.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Þá hækkuðu framlög til fátækustu ríkjanna (Least Developed Countries - LDCs)&nbsp; úr 30,7 milljörðum árið 2022 í 31,6 milljarða bandaríkjadala á liðnu ári, sem er viðsnúningur frá árinu á undan þegar um umtalsverða lækkun var að ræða. Í þessum ríkjum nema framlög til þróunarsamvinnu um tveimur þriðju af erlendri fjármögnun og eru því lykilþáttur í fjármögnun sjálfbærrar þróunar í þessum ríkjum.&nbsp;</span></p> <p><span></span>OECD-DAC er samstarfsvettvangur OECD-ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu&nbsp; samkvæmt sameiginlegum viðmiðum og stuðlar að faglegu aðhaldi. Alls eiga 32 af 38 aðildarríkjum OECD sæti í nefndinni.&nbsp;</p>

03.04.2024Byggingar úr endurunnu plasti rísa í Síerra Leóne

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa&nbsp; stutt við verkefni á sviði vatns- og hreinlætismála í afskekktum sjávarþorpum Síerra Leóne frá árinu 2018, í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og þarlend stjórnvöld. Samstarfið við UNICEF á sviði vatns- og hreinlætismála er eitt af lykilverkefnum sendiráðs Íslands í Freetown.&nbsp;</span></p> <p><span>Þörfin fyrir bætt aðgengi að vatns- og hreinlætisaðstöðu er mikil í Síerra Leóne, sérstaklega í fiskimannasamfélögum. Með samstarfinu stuðlar Ísland að bættum aðgangi viðkvæmra fiskimannasamfélaga að hreinu vatni og hreinlæti en verkefnið kemur til með að veita rúmlega 53 þúsund manns í 16 samfélögum aðgang að hreinu vatni og viðunandi hreinlætisaðstöðu.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Auk áskorana tengdum aðgangi að vatni- og hreinlæti hefur plastmengun töluverð áhrif á lífsviðurværi samfélaga í sjávarþorpunum. Enn fremur setur plastið bæði fæðuöryggi og efnahag Síerra Leóne í hættu. Sem hluti af verkefninu hafa verið settar upp tvær endurvinnslustöðvar í þorpunum Tombo og Konakrydee. Þar hafa ungmenni verið þjálfuð í hvernig nýta megi plastúrgang og annað sorp til framleiðslu, t.d. á múrsteinum og orkusparandi eldhlóðum. Er plasti m.a. safnað af nærliggjandi ströndum og í samfélögum sem taka þátt í verkefninu.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig eru múrsteinar sem búnir eru til í endurvinnslustöðvunum nú m.a. nýttir til að byggja húsnæði fyrir salernisaðstöðu við nærliggjandi grunnskóla og þá hyggst UNICEF nýta múrsteinana í fleiri byggingar á komandi misserum. Lagt er upp með að allar byggingar innan verkefnisins séu umhverfisþolnar og með aðgengi fyrir fatlað fólk.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Samstarfið við UNICEF hefur gengið vel og það er afar ánægjulegt að sjá hvernig plastmengunin fer minnkandi í samfélögunum sem verkefnið nær til. Það er ljóst að það eru sóknarfæri á þessu sviði sem nýta má betur og það er frábært fyrsta skref að sjá byggingar rísa úr endurunnu múrsteinunum“ segir Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Síerra Leóne.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Starfsfólk endurvinnslustöðvanna hefur í nógu að snúast og oft og tíðum er svo mikil eftirspurn eftir framleiðslunni að ekki er hægt að mæta henni. Af þessum sökum eru hlutaðeigandi samfélög hvött til að safna meira plasti til endurvinnslu og skipuleggja reglulega söfnunardaga&nbsp; í þeim tilgangi að þrífa strandlengjuna og nærumhverfið og þannig sjá endurvinnslustöðinni fyrir efni til frekari framleiðslu.</span></p>

02.04.2024Hjálparstarf kirkjunnar stuðlar að valdeflingu ungmenna í Kampala

<p><span>Stuðningur Hjálparstarfs kirkjunnar við verkefni sem snýr að valdeflingu ungmenna í fátækrarhverfum Kampala, höfuðborg Úganda, hefur skilað góðum árangri og mætt sárri þörf ungmenna í krefjandi aðstæðum. Þetta kemur fram í <a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Final%20endline%20evaluation%20report%20YEP%20in%20Uganda.pdf">nýrri óháðri úttekt</a>&nbsp;sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu VIG, en Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil verið einn af lykil samstarfsaðilum utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefnið er framkvæmt af félagasamtökunum Uganda Youth Development Link (UYDEL) og Lúterska heimssambandinu (Lutheran World Federation) og er fjármagnað með stuðningi í gegnum rammasamning við utanríkisráðuneytið.&nbsp;</span></p> <p><span>Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt við verkefnið frá 2017 sem er ætlað til að minnka atvinnuleysi og tengda fátækt í fátækrahverfum Kampala. Atvinnutækifæri í höfuðborginni eru fá og mörg ungmenni skortir menntun og þjálfun til að eiga möguleika á að sækja um störf eða ráðast í sjálfstæðan atvinnurekstur. Þá eru börn og unglingar í fátækrahverfum útsett fyrir misnotkun sökum fátæktar og þá rekur neyðin ungmenni til að taka þátt í glæpagengjum eða selja líkama sína til að sjá sér farborða. Markmið verkefnisins er að unga fólkið öðlist verkkunnáttu sem eykur atvinnumöguleika þeirra. Einnig að unglingarnir taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrki sjálfsmyndina og þau séu upplýst um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu.&nbsp;</span></p> <h2><span>Jákvæðar niðurstöður þrátt fyrir krefjandi aðstæður</span></h2> <p><span>Niðurstöður lokaúttektar núverandi verkefnafasa eru jákvæðar. Þrátt fyrir áskoranir í starfi, m.a. vegna COVID-19 faraldursins, náði verkefnið settum markmiðum, m.a. hvað varðar aukna samfélagsvitund, nýliðun meðal ungmenna, starfsþjálfun og námslok. Þá fengu tveir af hverjum þremur þátttakenda störf í kjölfar þjálfunar, þrátt fyrir hindranir sem enn á eftir að yfirstíga. Þar að auki hefur verulegur árangur náðst hvað varðar aukið aðgengi ungmennanna að kynfræðslu og getnaðarvörnum, en úttektin sýnir fram á minnkaða áhættuhegðun meðal 82% þátttakenda og að 92% þátttakenda hafi nú grunnþekkingu á sviði kynheilbrigðis.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er afar ánægjulegt að sjá þennan góða árangur sem verkefni íslenskra félagasamtaka hafa skilað. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar falla vel að stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu, einkum hvað varðar aðstoð við jaðarsetta hópa og samfélög líkt og UYDEL hefur gert í fátækrahverfum Kampala“ segir Davíð Bjarnason, deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>Í niðurstöðu úttektarinnar eru 18 tillögur settar fram er varða þjálfun og endurgjöf, atvinnu og lífsskilyrði, valdeflingu ungmenna, kynjasamþættingu og varnir gegn misnotkun, auk tillagna er varða stjórnsýslu verkefnisins.&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og úttektin ber með sér tekur verkefnið á mikilvægum málaflokkum og þá þykja áherslur UYDEL hafa stuðlað að því að þróunarmarkmiðum Úganda hafi verið mætt. Félagasamtökin taka þannig virkan þátt á landsvísu og eru stefnumótandi hvað varðar atvinnusköpun og aukin tækifæri fyrir viðkvæman hóp ungmenna í fátækrahverfum Kampala.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

13.03.2024Skóli og athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis afhent í Úganda

<p><span>Sendiráð Íslands í Kampala í Úganda afhenti í nýliðinni viku héraðsyfirvöldum í Buikwe-héraði annars vegar nýtt athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og hins vegar fullbúinn grunnskóla. Skólinn er sá fimmtugasti sem byggður er fyrir íslenskt þróunarfé frá því byggðaþróunarverkefni Íslands hófst í héraðinu árið 2015. Nemendafjöldinn í þessum skólum er um helmingur íslenskra barna á grunn- og framhaldsskólaaldri.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ísland hefur átt í þróunarsamvinnu við Úganda í bráðum 25 ár og er árangur samstarfsins fyrir löngu orðinn áþreifanlegur, sér í lagi á sviði menntunar. Nýtt athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis er sömuleiðis mikilvægt framlag í þágu jafnréttis og mun án efa styrkja samfélagið í Buikwe-héraði enn frekar,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Athvarfið fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er það fyrsta sem reist er í Buikwe-héraði, öðru af samstarfshéruðum Íslands í Úganda. Fyrsta skóflustungan var tekin í lok október og nú liðlega fjórum mánuðum síðar afhenti Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, bygginguna héraðsyfirvöldum við formlega athöfn. Byggingin er liður í jafnréttisverkefni íslenskra stjórnvalda í samvinnu við héraðsyfirvöld sem miðar meðal annars að því að takast á við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í strandbyggðum. Rétt eins og víða annars staðar í landinu er kynbundið misrétti viðvarandi og útbreitt í Buikwe og kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi sömuleiðis.</span></p> <h2><span>Fimmtugasti skólinn afhentur</span></h2> <p><span>Sama dag afhenti svo Hildigunnur yfirvöldum í Buikwe nýjan grunnskóla í byggðarlaginu Wakisi nærri bökkum Nílar. Afhendingin markar tímamót því skólinn er sá fimmtugasti sem reistur er fyrir íslenskt þróunarfé í Buikwe frá því að byggðaþróunarsamstarf Íslands og héraðsyfirvalda hófst árið 2015. Um þrjátíu þúsund nemendur sækja þessa fimmtíu skóla en fjórir þeirra eru á framhaldsskólastigi. Til samanburðar bjuggu í fyrra rúmlega sextíu þúsund börn og unglingar á aldrinum 6-18 ára á Íslandi. Á þessum níu árum hafa því verið byggðir fyrir íslenskt þróunarfé skólar í Buikwe fyrir nemendafjölda sem samsvarar helmingi íslenskra barna og unglinga á skólaaldri á hverjum tíma.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er ánægjulegt að afhenda byggingar sem endurspegla áherslur Íslands í þróunarsamvinnu: jafnrétti, grunnmenntun og vatns- og hreinlætismál. Við erum sannfærð um að skólinn og athvarfið hafi jákvæð áhrif á samfélagið í Buikwe-héraði,“ segir Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.</span></p> <p><span>Auk fullbúinna kennslustofa fylgja Wakisi-skólanum nýtt eldhús, sem búið er orkusparandi eldunaraðstöðu, og endurbætt salernisaðstaða með sturtum og brennsluofnum fyrir tíðavörur. Með slíkri aðstöðu er spornað við brottfalli unglingsstúlkna úr skólum en blæðingar þykja ennþá feimnismál og skammarefni. Þá eru bæði skólastofur og salerni hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga. Loks fylgja skólanum íbúðir fyrir skólastjóra og yfirkennara en fjarvistir starfsfólks sem þarf um langan veg að fara í vinnu eru hamlandi þáttur í skólastarfi í landinu. 750 börn stunda nám við skólann.</span></p> <p><span>Buikwe er annað tveggja samstarfshéraða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda, hitt er Namayingo. Verkefni Íslands í héruðunum tveimur eru einkum á sviði menntamála og vatns- og hreinlætismála. Kynjajafnrétti, mannréttindi og umhverfismál eru þverlæg áhersluatriði í þróunarsamvinnu í Úganda. Framkvæmd verkefnanna er undir forystu héraðsyfirvalda með stuðningi og eftirliti af hálfu Íslands. Þau eru skipulögð í samræmi við þróunaráætlun Úganda, þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

08.03.2024Sláandi munur á framkvæmd laga um jafnrétti á vinnumarkaði

<span></span> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Munur á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði er mun meiri en áður hefur verið talið samkvæmt <a href="https://openknowledge.worldbank.org/server/api/core/bitstreams/d891abb1-ca9c-42cd-989f-32d3885189a2/content" target="_blank">nýrri skýrslu Alþjóðabankans</a>. Rúmum þriðjungi munar á þeim réttindum sem karlar og konur njóta.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Jafnréttisverkefni Alþjóðabankans um konur, atvinnulíf og lagaumgjörð eða Women, Business and the Law (WBL) hefur staðið yfir frá árinu 1971 og felst í reglulegri gagnasöfnun og greiningum á lagaumgjörð og regluverki sem hafa áhrif á tækifæri kvenna til atvinnu og frumkvöðlastarfs. Niðurstöðurnar, sem birtar eru í árlegri skýrslu, gefa því góða yfirsýn yfir þau lög og reglur sem hafa áhrif á efnahagslega valdeflingu kvenna og þróun mála í einstökum löndum og á heimsvísu.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Nú eru jafnframt í fyrsta skipti birtir mælikvarðar sem&nbsp; mæla framkvæmd laga um jafnrétti í samtals 190 ríkjum. Niðurstöðurnar eru sláandi. Samkvæmt lögum &nbsp;njóta konur einungis um 2/3 sömu réttinda og karlar. Könnun á framkvæmd laganna leiðir hins vegar í ljós að munurinn er enn meiri í raun. Ríki heims hafa að meðtali einungis innleitt um 40% þeirra kerfa sem nauðsynleg eru til að framfylgja gildandi lögum.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Mestur er munurinn þegar kemur að öryggi og njóta konur einungis þriðjung þeirrar verndar sem karlar njóta, svo sem þegar kemur að vernd gagnvart heimilisofbeldi, kynferðislegri áreitni og barnahjónaböndum. Sem dæmi má nefna að 151 ríki hefur sett lög er banna kynferðislega áreitni á vinnustað en einungis 39 banna kynferðislega áreitni á almannafæri. Þetta komi oft í veg fyrir að konur geti til dæmis nýtt sér almenningssamgöngur með öruggum hætti til og frá vinnu.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Yfirhagfræðingur Alþjóðabankans bendir á í tilefni af útgáfu skýrslunnar að um allan heim megi finna lög og reglur sem hamli því að konur standi jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Ef staða kynjanna yrði jöfnuð mætti auka verðmætasköpun í heiminum um fimmtung. </span></p> <p class="Meginml"><span>&nbsp;</span></p>

28.02.2024Nýr samstarfssamningur við Alþjóðaráð Rauða krossins undirritaður í Genf

<p><span>Íslensk stjórnvöld undirrituðu í gær nýjan samstarfssamning um stuðning Íslands við Alþjóðaráð Rauða krossins (International Committee of the Red Cross, ICRC) til næstu þriggja ára. Anna Jóhannsdóttir, staðgengill ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands ásamt Robert Mardini, framkvæmdastjóra ICRC. Samkvæmt samningnum munu framlög íslenskra stjórnvalda til ICRC nema 30 milljónum króna árlega á tímabilinu 2024-2026.</span></p> <p><span class="blockqoude">&nbsp;<span style="font-size: 11pt;">„</span>Stuðningur alþjóðaráðsins snýr ekki síst að lagalegri vernd og aðstoð við fórnarlömb vopnaðra átaka á grundvelli mannúðarlaga. Með fyrirsjáanlegum og áreiðanlegum framlögum til næstu þriggja ára leggur Ísland sitt af mörkum til brýnustu mannúðarverkefna stofnunarinnar,<span style="font-size: 11pt;">“</span> segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.</span></p> <p>Stofnunin er skilgreind sem samstarfsaðili í mannúðaraðstoð í stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028. Auk samningsins sem undirritaður var í dag eiga íslensk stjórnvöld í samstarfi við Rauða krossinn á&nbsp; Íslandi (RKÍ) á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu og styðja verkefni ICRC og IFRC (Alþjóðaráð Rauða hálfmánans) gegnum rammasamninga við RKÍ. Tilkynnt var um 25 m.kr. viðbótarframlag til RKÍ þann 30. janúar sl., vegna viðbragða ICRC við þeirri neyð sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs.&nbsp;</p>

28.02.2024Mikill árangur af verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ber­sýni­leg­ur ár­ang­ur hef­ur náðst í ís­lensku verk­efni á vegum SOS Barnaþorpanna á Íslandi gegn kyn­ferð­is­legri mis­notk­un á börn­um í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, skil­að fjölg­un á slík­um mál­um á borði lög­reglu og eflt fræðslu til kenn­ara, nem­enda og al­menn­ings.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Árið 2019 gerðu SOS Barna­þorp­in á Ís­landi samn­ing við utanríkisráðu­neyt­ið um fjár­mögn­un þró­un­ar­verk­efn­is í Ogou-hér­aði í Tógó. Verk­efn­ið var fram­lengt út árið 2025 og mið­ar að því að styðja barna­fjöl­skyld­ur og sam­fé­lag­ið í for­vörn­um gegn kyn­ferð­is­legri misneyt­ingu á börn­um, einkum stúlk­um. Verk­efn­ið fel­ur í sér fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir, stuðn­ing og umönn­un barna og stúlkna sem hafa orð­ið fyr­ir slíku of­beldi með áherslu á að halda ung­um stúlk­um í skóla.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kyn­ferð­is­leg mis­notk­un á barn­ung­um stúlk­um er mik­ill vá­gest­ur sem herj­að hef­ur í árarað­ir á Ogou hér­að. Sam­fé­lags­leg gildi gera það að verk­um að kyn­ferð­is­leg misneyt­ing á börn­um, barnagift­ing­ar stúlkna og brott­fall ung­lings­stúlkna úr grunn­skól­um vegna þung­un­ar eru að­kallandi vanda­mál á svæð­inu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er oft brugð­ist við þess­um mál­um með of mik­illi mildi. Flest­ar kær­ur falla nið­ur af þeirri ein­földu ástæðu að for­eldr­arn­ir vilja ekki fylgja kær­unni eft­ir. Afr­íku­bú­ar eru fé­lags­lynd­ir og ná­grann­arn­ir eru þeim mik­il­væg­ir. Þannig að þeg­ar ná­granni ger­ist brot­leg­ur er svo erfitt að kæra hann, fara í gegn­um ferl­ið og koma lög­um yfir hann. Þetta er okk­ar helsta áskor­un við að fást við vanda­mál­ið,“ seg­ir starfs­mað­ur barna­vernd­ar í Ogou hér­aði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt frá SOS segir að mik­ill og góð­ur ár­ang­ur hafi náðst í þessu verk­efni sem nær til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota. 208 þeirra voru við það að hætta í skóla en héldu þess í stað áfram og 30 fóru í starfs­nám. Fræðsla hef­ur líka náð til 175 kenn­ara í öll­um tíu skól­um svæð­is­ins og 16.587 barna og ung­menna í sam­fé­lag­inu. „Með­al al­menn­ings hef­ur verk­efn­ið náð til yfir 40 þús­und manns. Ár­ang­ur­inn er ber­sýni­leg­ur,“ segir þar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í meðfylgjandi heimildamynd er rætt við Írena var að­eins nýorð­in 13 ára þeg­ar hún varð ólétt eft­ir nauðg­un. Allt í einu voru fram­tíð­ar­draum­ar þess­ar­ar ungu stúlku í upp­námi. Hún var kom­in með unga­barn í fang­ið áður en hún varð 14 ára og svo fór að hún hrakt­ist úr grunn­skóla­námi af þess­um völd­um.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/LyZXclwmcvk?si=8CDi50N03M2QGXOq" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web- &lt;p&gt;&lt;span style=">Í meðfylgjandi heimildamynd er rætt við Írena var að­eins nýorð­in 13 ára þeg­ar hún varð ólétt eft­ir nauðg­un. Allt í einu voru fram­tíð­ar­draum­ar þess­ar­ar ungu stúlku í upp­námi. Hún var kom­in með unga­barn í fang­ið áður en hún varð 14 ára og svo fór að hún hrakt­ist úr grunn­skóla­námi af þess­um völd­um.</span></p> </iframe>

13.02.2024Kynningarfundur um samstarf við atvinnulífið í þróunarríkjum

<p><span>Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, stendur fyrir kynningarfundi um samstarf við atvinnulífið í þróunarríkjum fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi kl. 9:30. Fundurinn fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, 4. hæð Grósku. Rafræn þátttaka er einnig möguleg.&nbsp;</span></p> <p><span>Fundinum er ætlað að beina sjónum íslensks atvinnulífs og sérfræðinga að samstarfsmöguleikum í þróunarríkjum og mikilvægi þess að byggja upp efnahag fátækari ríkja. Einkageirinn getur lagt gríðarmikið af mörkum til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem eru sameiginleg markmið okkar allra. Með því að renna styrkari stoðum undir atvinnu- og viðskiptalíf í þessum löndum geta íslensk fyrirtæki og sérfræðingar jafnframt eflt samkeppnishæfni sína á framtíðarmörkuðum. Fundurinn er liður í fundaröð um atvinnulífsuppbyggingu í þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span><strong>Skráning á fundinn er <a href="http://web.islandsstofa.is/explorecrmis-azxai/pages/uf8kpmdhee6qeqanoiabta.html?PageId=3c245fb847c7ee119079000d3a2001b4" target="_blank">hér</a>.</strong><br /> <br /> Meðal efnis verður:</span></p> <p><span>1. Almenn kynning á tæknilegri aðstoð íslenskra sérfræðinga í þróunarsamvinnu (ráðgjafalistum fyrir sérfræðinga).</span></p> <p><span>2. Kynning á samningi við Development Aid, gagnagrunni sem verður aðgengilegur öllum íslenskum fyrirtækjum og felur m.a. í sér:</span></p> <ul> <li><span>Upplýsingar um alþjóðleg viðskiptatækifæri (útboð)</span></li> <li><span>Upplýsingar um fjármögnunarmöguleika um allan heim (styrki</span></li> <li><span>Upplýsingaöflun og greiningu á framlaga- og fjármögnunarstofnunum</span></li> <li><span>Rafrænn vettvangur fyrirtækjastefnumóta</span></li> <li><span>Greiningartæki til að meta hugsanlega samstarfsaðila og samkeppnisaðila</span></li> <li><span>Upplýsingar fyrirtæki sem hafa komist á úrtakslista fyrir útboð þau sem hafa unnið útboðin.</span></li> <li><span>Upplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum (black listed).</span></li> </ul> <p><span>3. Kynning á Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu sem opnað hefur á ný, fyrir styrkumsóknir íslenskra fyrirtækja.</span></p> <p><span>4. Spurningar og svör&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Þann 1. mars verður haldinn fundur um ráðgjafalista fyrir sérfræðinga í sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda</strong>, verndun hafs og vatna og verður sá fundur auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Kynningarfundir fyrir sérfræðinga á öðrum áherslusviðum verða haldnir síðar á árinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Frekari upplýsingar má nálgast <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodleg-throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/heimsmarkmidasjodur-atvinnulifs/" target="_blank">hér</a>.</span></p> <p><span>Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á <a href="mailto:[email protected]" target="_blank">[email protected]</a>.</span></p>

05.02.2024Ísland styður við mannréttindi í Malaví

<p><span>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Malaví, ásamt fulltrúum sendiráðs Noregs og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), undirrituðu á föstudaginn samning um stuðning við stofnanir og samtök sem standa vörð um mannréttindi í landinu. Þá var fyrsta skóflustungan að nýrri stjórnsýslubyggingu í Mangochi-héraði tekin fyrr í vikunni, en framkvæmdin markar tímamót því hún er fjármögnuð sameiginlega af íslenskum og malavískum stjórnvöldum.&nbsp;</span></p> <p><span>Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví, skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd í höfuðstöðvum UNDP í Lilongwe. Verkefninu er ætlað að efla réttarkerfið sem og styrkja stoðir og sjálfstæði stofnana sem láta sig mannréttindi í Malaví varða. Má þar nefna Mannréttindastofnun Malaví, skrifstofu umboðsmanns sem og frjáls félagasamtök sem vinna að þessum málum. Sérstök áhersla er lögð á hagsmuni og réttindi ólíkra og viðkvæmra jaðarsettra hópa, þar á meðal hinsegin fólks og fatlaðra. Verkefnið, sem er til þriggja ára, er í samræmi við aukna mannréttindaáherslu í þróunarsamvinnu Íslands.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ísland tekur alvarlega skuldbindingu sína, um að virða, vernda og efla mannréttindi í verki, bæði alþjóðlega og í samstarfsríkjum Íslands,“ sagði Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, í ávarpi sem hún flutti við athöfn í tilefni af undirrituninni.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá fundaði Elín með Nancy Tembo, utanríkisráðherra Malaví, þar sem blómleg þróunarsamvinna Íslands og Malaví til áratuga var efst á baugi, en í ár verða liðin 35 ár síðan samstarf ríkjanna hófst.<br /> </span></p> <h2><span>Í takt við áherslur Íslands í þróunarsamvinnu</span></h2> <p><span></span>Mannréttindi eru áherslumál í utanríkisstefnu Íslands og ofarlega á baugi í allri þróunarsamvinnu. Sendiráð Íslands í Lilongwe hefur um árabil stutt við grundvallarréttindi fólks í gegnum sérstök héraðsþróunarverkefni í landinu með áherslu á efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðustu ár hefur sendiráðið svo innleitt frekari áherslu á borgaraleg réttindi.</p> <p>Fyrr í vikunni var efnt til hátíðlegrar athafnar í Mangochi, öðru tveggja samstarfshéraða Íslands í Malaví, þar sem fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri byggingu fyrir fundarsal og fjármálaskrifstofu héraðsstjórnarinnar. Richard Chimwendo Banda, ráðherra sveitastjórnamála, var viðstaddur athöfnina. Stuðningur Íslands við framkvæmdina er liður í að efla getu héraðsstjórnarinnar til að sinna sjálf framkvæmd héraðsverkefna í samræmi við vandaða og góða stjórnsýsluhætti. Um leið styður verkefnið við valddreifingarstefnu malavískra stjórnvalda. Það markar tímamót að því leyti að framkvæmdirnar eru fjármagnaðar í sameiningu af íslenskum og malavískum stjórnvöldum. Áætlaður kostnaður við bygginguna nemur um 180 milljónum íslenskra króna og þar af greiða íslensk stjórnvöld um 60 prósent kostnaðarins.</p> <p>Í síðustu viku fór jafnframt fram samráðsfundur í Malaví með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og útsendum starfsmönnum í sendiráðum Íslands í Afríku. Auk þess að ráða ráðum sínum og skerpa á markvissri framkvæmd tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndunum kynnti hópurinn sér verkefnin sem unnið er að í Malaví og hitti fulltrúa félagasamtaka sem starfa þar. Má þar nefna Þroskahjálp, sem vinnur að verkefni í landinu ásamt sambærilegum innlendum samtökum. Ísland starfar nú í þremur samtarfslöndum í Afríku; Malaví, Úganda og Síerra Leóne þar sem sendiráðin hafa umsjón með undirbúningi, skipulagi og framkvæmd verkefna.&nbsp;</p>

02.02.2024Verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólks um mikilvægi heimsmarkmiðanna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í vikunni var verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólks um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir mannréttindi og frið haldin í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. Eliza Reid, forsetafrú og formaður dómnefndar veitti verðlaun fyrir framúrskarandi tillögur sem bárust í keppnina en hún hefur um nokkurra ára skeið verið verndari Félags Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkeppnin var haldin í tilefni af 75 ára afmælis Félags Samaeinuðu þjóðanna í fyrra en um ræðir endurvakningu á samkeppni sem félagið stóð fyrir um árabil í blaði Æskunnar. Alls bárust tæplega 40 frábærar tillögur í keppnina af öllu landinu frá nemendum á grunn- og framhaldsskólastigi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Dómnefndin kaus að lokum með tveimur sigur tillögum og veitti þar að auki sex auka verðlaun. Það voru þau Þröstur Flóki Klemensson, nemandi við Háteigsskóla með söguna sína um Anahi og Berglindi og Eybjört Ísól Torfadóttir, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík með smásögur sínar um heimsmarkmiðin sem báru sigur úr býtum í samkeppninni sem fjallaði um heimsmarkmiðin og mikilvægi þeirra fyrir mannréttindi og frið og í heiminum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þröstur Flóki og Eybjört Ísól unnu bæði flug og gistingu ásamt forráðamönnum sínum til New York með Icelandair að heimsækja fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna undir handleiðslu framkvæmdastjóra félagsins, ásamt bókagjöf frá Angústúru.</span></p>

25.01.2024Ísland styður við fæðuöryggi skólabarna með loftslagsverkefni í Úganda

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja samstarf við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála í Úganda sem jafnframt stuðlar að auknu fæðuöryggi fátækra skólabarna. Orkusparandi eldunaraðstaða verður sett upp í tugum skóla og þúsundir trjáa gróðursett á einu snauðasta svæði landsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Abdirahman Meygag, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme – WFP) í Úganda, undirrituðu samning um fjármögnun verkefnisins í gær, á alþjóðlegum degi menntunar. Nemur heildarupphæðin 300 þúsund bandaríkjadölum, jafnvirði 41 milljónar króna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span>Verkefnið miðar að því að draga úr kolefnislosun vegna skólamáltíða með uppsetningu á orkusparandi eldunaraðstöðu í 74 skólum í Karamoja í norðaustanverðu Úganda þar sem 42.000 nemendur stunda nám. Um leið stuðlar verkefnið að auknu fæðuöryggi þar sem bætt eldunaraðstaða er mikilvægur liður í að tryggja börnum næringarríkar skólamáltíðir.&nbsp; Matreiðslufólk í skólum mun einnig fá þjálfun og fræðslu um sjálfbæra matvinnslu og næringarríka og umhverfisvæna matargerð.</p> <h2>Mikilvægt verkefni þar sem þörfin er hvað mest</h2> <p> Fátækt er óvíða meiri í Úganda en á Karamoja-svæðinu. Þrír af hverjum fjórum íbúum lifa við mikla fátækt og vannæring barna er viðvarandi. Það hefur meðal annars þær afleiðingar að skólasókn þeirra er almennt léleg. Þá hefur umhverfi á svæðinu hnignað jafnt og þétt, meðal annars af völdum skógarhöggs vegna kolavinnslu.</p> <p>Orkusparandi eldunaraðstaða í skólum svæðisins þýðir að helmingi færri tré eru höggvin í eldivið en ella, eða um 24.000 í stað 59.000 á ári hverju. Samhliða bættri aðstöðu verða 400.000 loftslagsþolin akasíu- og dísartré gróðursett í nágrenni við skólana. Þá fá íbúar héraðanna fræðslu um orkusparandi eldhlóðir til heimilisnota með það að markmiði að auka notkun þeirra.&nbsp;</p> <p>Verkefnið er í samræmi við þróunaráætlun Úganda og stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sérstaklega þeim markmiðum er snúa að umhverfis- og loftslagsmálum. Verkefnið styður jafnframt við markmið um bætta menntun, námsumhverfi og næringu barna.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er áherslustofnun fyrir mannúðaraðstoð Íslands og er jafnframt samstarfsaðili í heimaræktuðum skólamáltíðum í tvíhliða samstarfslöndunum Malaví og Síerra Leóne. Þá leiðir Ísland ásamt öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna svokallað Skólamáltíðarbandalag.</p>

23.01.2024Ísland styður sérstaklega við fátækustu íbúa Malaví

<p>Íslensk stjórnvöld hafa veitt 50 m.kr. viðbótarframlag í sérstakan sjóð Alþjóðabankans og ríkisstjórnar Malaví sem fjármagnar aðgerðir til að styðja þau allra fátækustu í landinu. </p> <p>Áætlað er að 4.4 milljónir íbúa í Malaví búi við alvarlegan fæðuskort vegna bágborinnar stöðu efnahagsmála og ítrekaðra uppskerubresta.  Malaví er afar berskjaldað fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga og hafa þurrkar og flóð haft skelfilegar afleiðingar  undanfarin ár og valdið mannfalli og gríðarlegu tjóni á ræktarsvæðum og innviðum.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Viðbótarframlag Íslands er eyrnamerkt svokölluðum grænum störfum fyrir þau sem búa við sárafátækt í Malaví. Verkefnið er mikilvægur liður í að auka þekkingu og getu viðkvæmra samfélaga til að vera betur í stakk búin til að takast á við náttúruhamfarir. Störfin eru m.a. við landgræðslu, verndun vatns og sérstakar aðgerðir til að auka viðnámsþrótt samfélaga gegn flóðum og þurrkum. </p> <h2>Afar ánægjulegt að sjá ávinninginn af eigin raun</h2> <p>Með launaðri vinnu eykst fæðuöryggi þátttakenda, stuðlað er að samfélagslegum stöðugleika og unnið er að uppbyggingu mikilvægra innviða á borð við stíflur og varnargarðar. Ríkisstjórn Malaví stefnir á að skapa 520.000 græn störf á árinu og fjölga þannig þeim heimilum sem fá mánaðarlegar stuðningsgreiðslur.</p> <p><span class="blockqoude">„Það er mjög ánægjulegt að sjá hvernig þetta verkefni hefur bætt hag þeirra allra verst settu í Malaví. Mörgum foreldrum er nú gert kleift að brauðfæða fjölskylduna út mánuðinn og þá hef ég hitt nokkrar fjölskyldur sem ná meira að segja að leggja fyrir hluta af mánaðarlegu upphæðinni til að byggja upp heimili sín og akra eftir náttúruhamfarir. Þá erum við auðvitað sérstaklega ánægð með að framkvæmd verkefnisins er að fullu í höndum stjórnvalda í Malaví sema tryggir sjálfbærni þess,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví.</span></p> <p>Ísland og Bandaríkin eru stofnaðilar að sjóði Alþjóðabankans sem komið var á fót árið 2022 og var stofnaður á ögurstundu fyrir malavískan efnahag. Ísland hefur skuldbundið sig til að leggja til sjóðsins 420 m.kr. yfir þriggja ára tímabil. Tilkynnt var um viðbótarframlag Íslands á saman tíma og tilkynnt var um þátttöku Evrópusambandsins, Írlands, Noregs og Bretlands í verkefninu.&nbsp; Ísland á sæti í verkefnastjórn sjóðsins ásamt öðrum framlagsríkjum og sinnir eftirliti með reglubundnum heimsóknum á verkefnasvæðin. </p>

18.01.2024Ísland fjármagnar verkefni gegn fæðingarfistli í Namayingo héraði í Úganda

<p>Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að fjármagna sérstakt verkefni gegn fæðingarfistli í Namayingo-héraði í Úganda í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Ísland styður nú við svipuð verkefni með UNFPA í öllum samstarfsríkjunum þremur í Afríku.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Gift Malunga, yfirmaður UNFPA í Úganda, undirrituðu samning um verkefnið í sendiráði Íslands í Kampala í gær.&nbsp; Það verður unnið í samstarfi við héraðsyfirvöld í Namayingo ásamt frjálsum félagasamtökum með sérþekkingu á málinu. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um þrjár milljónir bandaríkjadala yfir þriggja ára tímabil.&nbsp;</p> <h2>Alvarlegt og viðvarandi vandamál</h2> <p>Fæðingarfistill er alvarlegt og viðvarandi vandamál í fátækustu ríkjum heims þar sem algengt er að barnungar stúlkur eignist börn, en kvillinn þekkist varla á Vesturlöndum. Orsök fæðingarfistils er rifa í fæðingavegi, t.d. milli ristils og legganga sem ekki er meðhöndluð. Konur sem þjást af fæðingarfistli eiga því oft erfitt með að hafa stjórn á þvaglátum eða hægðum. Í Úganda er áætlað að á bilinu 75.000 til 100.000 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli. Á hverju ári bætast við um 1.900 ný tilfelli og er biðtími eftir aðgerð fimm ár. Tíðni þungana meðal unglingsstúlkna í landinu er sú hæsta í Austur-Afríku og hefur aukist á undanförnum árum en unglingsstúlkur eru útsettari fyrir fæðingarfistli sökum þess að hafa ekki náð fullum líkamlegum þroska við barnsburð. Mæðradauði er einnig mikill en ein af hverjum fimm konum í Úganda deyr af barnsförum á unglingsaldri.&nbsp;</p> Í Namayingo, öðru samstarfshéraða Íslands í Úganda, eignast konur að meðaltali 7,8 börn á lífsleiðinni samanborið við 5,2 börn á landsvísu. Heilbrigðiskerfi héraðsins er mjög ábótavant en enginn fæðingar- eða kvensjúkdómalæknir starfar þar og næsti spítali í sextíu kílómetra fjarlægð. Í héraðinu eru yfir 230 þúsund íbúar.&nbsp;<br /> <h2>Heildræn nálgun til að takast á við afleiðingarnar</h2> <p>Neikvæð áhrif fæðingarfistils á líf kvenna og stúlkna eru margþætt og verður verkefnið unnið samkvæmt heildrænni nálgun til að takast á við bæði orsakir og afleiðingar fæðingarfistils. Þannig verður lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir sem snúa að vitundarvakningu í samfélaginu og eflingu heilbrigðiskerfisins. Þá verður áhersla lögð á bætta mæðravernd, hugarfarsbreytingu varðandi þunganir unglingsstúlkna og aðgerðir til að draga úr kynferðis- og kynbundnu ofbeldi. Jafnframt verður konum og stúlkum sem þjáðst hafa af fæðingarfistli veitt endurhæfing og stuðningur við að fóta sig í samfélaginu á ný.&nbsp;</p> <p> Ísland fjármagnar svipuð verkefni með UNFPA í Malaví og Síerra Leóne. Með stuðningi við verkefnið í Úganda leggur Ísland því sitt af mörkum í að berjast gegn fæðingarfistli í öllum tvíhliða samstarfsríkjum sínum á sviði þróunarsamvinnu.&nbsp;</p> <p>Meginverkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er að bæta og tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi, og gegnir stofnunin lykilhlutverki í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.&nbsp;</p>

08.01.2024Vítahringur vannæringar, árása og sjúkdóma ógnar lífi barna á Gaza

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Börn á&nbsp;Gaza&nbsp;eru enn föst í lífshættulegum vítahring sjúkdóma, vannæringar og stigvaxandi árása nú þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá því Ísraelsmenn hófu hernaðaraðgerðir á svæðinu. Þúsundir saklausra barna hafa fallið í árásunum og eftirlifendur glíma við síversnandi&nbsp;lífsskilyrði&nbsp;dag frá degi.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Börnin á&nbsp;Gaza&nbsp;eru stödd í martröð sem versnar með hverjum degi,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í tilkynningu. „Þau eru drepin í árásum og lífi þeirra sem eftir standa er ógnað af sjúkdómum og skorti á næringu og vatni. Það verður að vernda börn og almenna borgara fyrir þessum ofbeldisverkum og tryggja aðgengi þeirra að nauðsynjum.“&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Vaxandi áhyggjur af yfirvofandi hungursneyð</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.unicef.is/vitahringur-vannaeringar-arasa-og-sjukdoma-ognar-lifi-milljon-barna-a-gaza" target="_blank">frétt </a>UNICEF&nbsp;kemur fram að vikuna fyrir jól fjölgaði tilfellum niðurgangspesta hjá börnum undir fimm ára úr 48 þúsund í 71 þúsund. Það að tilfellum fjölgi um 3.200 á dag segir&nbsp;UNICEF&nbsp;vera skýrt merki um að velferð barna og heilsu hraki ört við þessar skelfilegu aðstæður.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Undir lok síðasta árs varaði&nbsp;Integrated&nbsp;Food&nbsp;Security&nbsp;Phase&nbsp;Classification&nbsp;(IPC) við yfirvofandi hungursneyð á&nbsp;Gaza&nbsp;og segir í tilkynningu&nbsp;UNICEF&nbsp;að rannsóknir stofnunarinnar sýni að börnum fjölgi sem búa við ófullnægjandi næringu. Þannig er um 90% barna undir tveggja ára aldri að neyta einhæfrar fæðu úr aðeins tveimur eða færri fæðuhópum. Flestar fjölskyldur segja börnin aðeins neyta korns – að brauði meðtöldu– og mjólkur.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;segir vert að hafa áhyggjur af því að versnandi aðstæður barna og fjölskyldna auki líkur á að ástandið endi með hungursneyð. Þess ber að geta að mikið þarf til að lýst sé yfir hungursneyð, svo það gefur vísbendingu um hversu slæmt ástandið er.&nbsp;UNICEF&nbsp;kveðst sérstakar áhyggjur hafa af næringarskorti&nbsp;rúmlega&nbsp;155 þúsund þungaðra kvenna og kvenna með barn á brjósti og rúmlega 135 þúsund barna undir tveggja ára aldri.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF segir vart þurfa að nefna að ómeðhöndluð vannæring og sjúkdómar séu banvæn blanda hjá viðkvæmum hópum eins og börnum. „Þá hjálpar engum að mikilvægir innviðir sem tryggja vatn, hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónusta á&nbsp;Gaza&nbsp;hafa ýmist verið stórskemmdir eða gjöreyðilagðir og því takmarkað mjög möguleikann á að meðhöndla alvarlega vannæringu og útbreiðslu sjúkdóma.“&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá upphafi átaka og árása hefur&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, unnið að því að dreifa nauðsynlegum hjálpargögnum til&nbsp;Gaza-strandarinnar. Þar á meðal bóluefnum, sjúkragögnum, hreinlætispökkum,&nbsp;næringarfæði&nbsp;og -aðstoð auk eldsneytis, vatns, vatnstanka, brúsa, ferðasalerna, tjalddúka, vetrarfatnaðar og hlýrra teppa.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;kallar eftir því að vöruflutningar verði heimilaðir á ný svo hægt sé að fylla á hillur í verslunum sem og eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til bjargar og draga úr þjáningu þeirra með neyðaraðstoð.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF&nbsp;vinnur ötullega að því að tryggja börnum á&nbsp;Gaza&nbsp;lífsnauðsynlega aðstoð. En við þurfum nauðsynlega á betra og öruggara aðgengi til að bjarga lífi barna,“ segir&nbsp;Russell&nbsp;í tilkynningu. „Framtíð þúsunda barna á&nbsp;Gaza&nbsp;hangir á bláþræði og heimurinn getur ekki, og má ekki, bara standa og horfa á. Ofbeldisverkum og þjáningu barna verður að linna.</span></p>

21.12.2023Tveir nýir grunnskólar afhentir í Úganda

<p><span>Tveir nýir grunnskólar sem byggðir voru fyrir íslenskt þróunarfé hafa verið afhentir yfirvöldum í Namayingo-héraði í Úganda. Á dögunum voru ný salernishús tekin í notkun í sjö skólum til viðbótar.&nbsp;</span></p> <p><span>Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar sendiráðs Íslands í Kampala afhentu yfirvöldum og skólastjórnendum í Namayingo, öðru af samstarfshéruðum Íslands í Úganda, nýjar byggingar í grunnskólunum í Dowhe og Busiula í vikunni. Þegar framkvæmdir hófust í septemberbyrjun voru skólarnir svo illa farnir að af þeim stafaði hætta fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Rúmlega 1.600 drengir og stúlkur stunda nám við skólana. Börnin eru nú í jólafríi en þegar þau koma aftur bíða þeirra nýjar og betri kennslustofur.&nbsp;</span></p> <p><span>Auk kennslustofanna fylgja skólunum ný eldhús fyrir skólamáltíðir, sem búin eru orkusparandi eldunaraðstöðu, og salerni með sturtum og brennsluofnum fyrir tíðavörur. Með slíkri aðstöðu er spornað við brottfalli unglingsstúlkna úr skólum en blæðingar þykja ennþá feimnismál og skammarefni. Þá eru bæði skólabyggingar og salerni hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga. Loks fylgja skólunum íbúðir fyrir skólastjóra og yfirkennara en fjarvistir starfsfólks sem þarf um langan veg að fara í vinnu eru hamlandi þáttur í skólastarfi í landinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Í nóvember afhenti sendiráð Íslands í Kampala yfirvöldum í Namayingo ný salernishús í sjö grunnskólum í héraðinu og tryggðu þar með þúsundum stúlkna og drengja aðgengi að hreinni og öruggri salernisaðstöðu. Hjólastólaaðgengi er við öll húsin sem eru líka búin salernum, sturtum og brennsluofnum fyrir tíðavörur.&nbsp;</span></p> <p><span>Afhending skólabygginganna í Dowhe og Busiula marka lok yfirstandandi samstarfs Íslands og Namayingo. Á grundvelli þess hafa alls átta nýir skólar verið byggðir, vatns- og hreinlætisaðstaða í byggðarlögum stórbætt og ráðist í ýmsar aðgerðir á sviði loftslagsmála og kynjajafnréttis. Viðræður standa nú yfir um næsta fasa samstarfsins sem gert er ráð fyrir að nái yfir tímabilið 2024-2026.&nbsp;</span></p> <p><span>Namayingo er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda. Þar búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er þar af skornum skammti og styrkir Ísland héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu. Framkvæmd verkefnanna er undir forystu héraðsyfirvalda með stuðningi og eftirliti af hálfu Íslands. Þau eru skipulögð í samræmi við þróunaráætlun Úganda, þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

20.12.2023Stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028 samþykkt

<p><span>Alþingi samþykkti einróma á föstudag þingsályktun um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028. Stefnan byggir á því sem vel hefur tekist á undanförnum árum, niðurstöðum úttekta og nýafstaðinni <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/06/Nidurstodur-ur-jafningjaryni-a-throunarsamvinnu-Islands-kynntar/" target="_blank">jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC)</a>&nbsp;þar sem meðal annars var lögð áhersla á mikilvægi þess að Ísland hafi áfram skýra og einbeitta nálgun í sinni þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulagið um aðgerðir til að takast á við og bregðast við loftslagsbreytingum, og aðrir alþjóðlegir sáttmálar sem Ísland er aðili að, varða veginn í nýrri stefnu. Á sama tíma er tekið mið af þeim áskorunum sem fátækari ríki heims standa frammi fyrir, styrkleikum og sérþekkingu Íslands og þeim gildum sem íslenskt samfélag hefur í heiðri til að mynda mannréttindum, kynjajafnrétti og réttindum hinsegin fólks.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ég hlakka til að koma nýrri stefnu í framkvæmd, enda er hún metnaðarfull bæði hvað varðar áherslumál og framlög til þróunarsamvinnu, en með stefnunni höfum við stigið mikilvægt skref í átt að 0,7% markmiðinu. Það er ánægjulegt að finna fyrir þverpólitískri sátt um málaflokkinn og það starf sem unnið hefur verið á síðastliðnum árum, enda hefur víða tekist að lyfta grettistaki með markvissum stuðningi og áherslu á afmarkaða málaflokka og samstarfshéruð – í stað þess að kasta netinu of vítt,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í Malaví, Úganda og Síerra Leóne hefur náðst umtalsverður árangur. Í þessum þremur löndum hafa til dæmis um 700 þúsund manns, eða tvöfaldur íbúafjöldi Íslands, fengið aðgang að hreinu vatni og bættu hreinlæti sem hefur dregið mjög úr tíðni niðurgangspesta og vatnstengdra sjúkdóma. Þar njóta jafnframt nær 80 þúsund börn árlega góðs af bættu námsumhverfi á borð við skólabyggingar, þjálfun kennara og námsgögn, og hafa úttektir sýnt fram á umtalsvert bættan námsárangur meðal barna í þeim skólum sem Ísland hefur stutt.&nbsp;</span></p> <h2><span>Kjarnaframlög til fjölþjóðastofnana og tvíhliða samstarf í Afríku í forgrunni</span></h2> <p><span>Yfirmarkmið nýrrar stefnu er „útrýming fátæktar, virðing fyrir mannréttindum og bætt lífsskilyrði“ auk þess sem mannréttindi og jafnrétti kynjanna annars vegar og umhverfis- og loftslagsmál hins vegar eru bæði sértæk og þverlæg markmið, sem þýðir að þau skuli lögð til grundvallar og samþætt í allt starf. Lögð er áhersla á fjóra málaflokka:&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Mannréttindi og jafnrétti kynjanna</span></li> <li><span>Mannauð og grunnstoðir samfélaga</span></li> <li><span>Loftslagsmál og náttúruauðlindir</span></li> <li><span>Mannúðaraðstoð og störf í þágu stöðugleika og friðar</span></li> </ul> <p><span>Sem fyrr munu íslensk stjórnvöld nýta fjölbreyttar leiðir við framkvæmd stefnunnar, þar á meðal tvíhliða þróunarsamvinnu við Malaví, Úganda og Síerra Leóne og samstarf við fjölþjóðlegar stofnanir með áherslu á Alþjóðabankann, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).&nbsp;</span></p> <p><span>Á sviði mannúðaraðstoðar verður stuðningi einkum beint til lykilstofnana á því sviði: Mat-væla¬áætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) og samræmingarskrifstofu aðgerða Samein¬uðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) en því til viðbótar verði áfram haft samstarf við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og alþjóðaráð Rauða kross¬ins (ICRC).&nbsp; Þá verður áfram haft samstarf við félagasamtök, GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og aðila atvinnulífs auk þess sem unnið verður að því að efla samstarf við fræðasamfélagið.</span></p> <p><span>Stefnuna má <a href="https://www.althingi.is/altext/154/s/0533.html" target="_blank">nálgast á vef Alþingis ásamt fylgiskjölum</a>.</span></p>

15.12.2023Fjögur fyrirtæki fá styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs

<p><span>Fjögur fyrirtæki fengu í vikunni styrki frá utanríkisráðuneytinu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum. Markmið sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Fyrirtækin sem um er að ræða eru Tern systems, As We Grow, Creditinfo Group og Verkís. Hér fyrir neðan má lesa nánar um verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni:</span></p> <h2><span>Uppbygging flugsamgangna í Eþíópíu&nbsp;</span></h2> <p><span>Tern systems, hlaut 29.060.000 króna styrk til&nbsp; verkefnisins „Air Traffic Management Information System (ATMIS)“ sem er ætlað að styðja við uppbyggingu flugsamgangna í Eþíópíu sem fara ört vaxandi. Góðar samgöngur eru forsenda framfara og í stóru landi eru flugsamgöngur mikilvægur þáttur í að stuðla að ferðafrelsi og styrkja útflutning, ekki síst þar sem vegasamgöngur eru erfiðar. Aðal markmið verkefnisins er að bæta öryggi og gæði flugsamgangna innanlands í Eþíópíu og að þróa upplýsingakerfi yrir flugvelli. Kerfið mun veita flugumferðarstjórum aðgang að veðurgögnum og öðrum flugtengdum upplýsingum. Verkefnið verður þróað í náinni samvinnu við heimamenn og í samstarfi við eþíópísk flugmálayfirvöld. Mikilvæg auka afurð verkefnisins er miðlun þekkingar frá Íslandi til Eþíópíu á sviði tölvuvæðingar flugumferðarstjórnar auk þess að veita ungu tæknimenntuðu fólki í Eþíópíu spennandi atvinnutækifæri.&nbsp;&nbsp;</span></p> <h2><span>Valdefling handverkskvenna í Perú</span></h2> <p><span>As We Grow hlaut 28.660.000 króna styrk til verkefnis í Perú. Fyrirtækið hyggst, í samstarfi við samstarfsaðila sína í Perú og með tilstyrk Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífsins, hefja þriggja ára verkefni til valdeflingar handverkskvenna í Perú og framleiðslu á umhverfisvænum fatnaði. Verkefnið byggir á langri reynslu félagsins á umhverfisvænni framleiðslu í Perú og kröfuhörðum viðskiptavinum á erlendum mörkuðum - auk þeirra verkefna sem As We Grow hefur þegar unnið með góðum árangri í samvinnu við hópa kvenna í Perú. Í dag er enn mikill kynjamunur þegar kemur að menntun, efnahagslegri þátttöku og pólitískri valdeflingu í Perú. Helsti ávinningur af verkefninu er að með samstarfi, þjálfun og námskeiðum stýrðum af hönnunarteymi As We Grow munu handverkskonur í Perú læra um strauma og stefnu alþjóðlegu tískuhúsanna, skilja gæðakröfur markaðarins - og hvernig best sé að mæta þeim kröfum. Með þessa reynslu og þekkingu í farteskinu, verða konurnar betur í stakk búnar til að þróa eigin vörur og byggja upp fyrirtæki í framtíðinni sem eru samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði.&nbsp; &nbsp;</span></p> <h2><span>Aukin viðskiptatækifæri fyrir afrísk fyrirtæki með betri upplýsingum um lánshæfi&nbsp;</span></h2> <p><span>Creditinfo Group hlaut 29.060.000 króna styrk til að auka tækifæri til viðskipta fyrir afrísk fyrirtæki og meðvitund um sjálfbærni og varnir gegn peningaþvætti. Creditinfo Group var stofnað á Íslandi árið 1997 og er nú með starfsemi í yfir 30 löndum, þar með talið 20 ríkjum í Afríku. Ein af lykilforsendum öflugs fjármálamarkaðar er aðgengi að upplýsingum. Í mörgum Afríkuríkjum er skortur á upplýsingum um lánshæfi og fleira takmarkandi þáttur í hagvexti þeirra. Aukin krafa í alþjóðasamfélaginu um lánshæfisgögn, sjálfbærnigögn og gögn um áreiðanleika viðskipta getur einangrað ríki og hindrað vöxt þeirra, séu þessi gögn ekki til staðar. Því hefur Creditinfo Group lagt kapp á að auka við slíkt aðgengi í þeim afríkuríkjum sem félagið starfar í. Styrkurinn nýtist við að efla enn frekar aðgengi að gögnum á fjórum lykilmörkuðum Creditinfo Group í Afríku: Senegal, Fílabeinsströndinni, Kenía og Úganda. Hann nýtist til að efla fjármálaaðgengi þeirra ríkja og stuðla að því að þau standi ríkari ríkjum jafnfætis þegar kemur að aðgengi þeirra að lánshæfisupplýsingum, sjálfbærniupplýsingum og upplýsingum sem nýtast í vörnum gegn peningaþvætti.&nbsp;</span></p> <h2><span>Mat á jarðvarmaauðlindum á Indlandi og fýsileikakönnun í framhaldinu&nbsp;</span></h2> <p><span>Verkís hlaut 8.718.000 króna styrk fyrir tólf mánaða verkefni, sem miðar að því að meta jarðvarmaauðlindir á Indlandi, einkum í Himalaya/Indlandsskaga-svæðinu. Í fyrsta hluta verður unnið úr fyrirliggjandi gögnum um 350 svæði sem þykja fýsileg til jarðhitavinnslu og úr þeim valin þrjú svæði fyrir síðari hluta verkefnisins til fýsileikakönnunnar (pre-feasibility study). Hún miðar að því að meta hentugustu notkunarmöguleika svæðanna, svo sem til hitaveitu, iðnaðar, ferðamennsku og/eða samþættrar nýtingar. Indland byggir á kolum fyrir orkuframleiðslu og er mjög háð innflutningi á jarðefnaeldsneyti en þarf vegna loftslags- og orkuöryggismála að byggja meira á grænum orkugjöfum. Landið hefur mikla möguleika á nýtingu jarðvarma og uppbyggingu virkjana og þar hafa Íslendingar þekkingu fram að færa. Verkefnið verður unnið í samstarfi við þarlenda sérfræðinga og í samtali við sveitarfélög á þeim svæðum sem verða fyrir valinu. Fýsileikakönnun er undanfari frekari jarðfræðirannsókna og undirbúnings fyrir nýtingu jarðvarma. Slík uppbygging myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærsamfélagið með minni mengun og lægri orkukostnaði fyrir heimili og fyrirtæki og mögulega tækifærum í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Það myndi örva efnahag svæðisins og auka atvinnutækifæri og velsæld íbúa.&nbsp;<br /> &nbsp;<br /> Lesa má nánar um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífsins á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/" target="_blank">vef sjóðsins</a>.</span></p>

14.12.2023UNICEF áformar að ná til 93,7 milljóna barna á næsta ári

<span></span><span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Gert er ráð fyrir að árið 2024 þurfi börn um allan heim á lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda. Til að bregðast við sláandi fjölgun barna í neyð, sem búa ýmist við átök, hamfarir, sjúkdóma, vannæringu eða áhrif loftslagsbreytinga stefnir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á að ná til 93,7 milljóna barna um allan heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Milljónir barna á heimsvísu standa frammi fyrir flóknum og umfangsmiklum mannúðarkrísum árið 2024. Aukið fjármagn er nauðsynlegt til þess að gera UNICEF og samstarfsaðilum kleift að styðja við börn í neyð frá því augnabliki sem neyðarástand skellur á, en einnig undirbúa börn og samfélög undir framtíðar áskoranir,“ sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þessi árlega aðgerðaráætlun og mat UNICEF á fjárþörf komandi árs undirstrikar hversu brýnt það er að takast á við þær áskoranir sem herja sérstaklega á börn. Á átakasvæðum búa börn við ofbeldi og landflótta, standa daglega frammi ógnum af líkamlegum skaða, tilfinningalegum og sálrænum áföllum, takmörkunum á menntun og annarri nauðsynlegri þjónustu. Samtímis glíma börn á ólíkum svæðum um heiminn við aukna hættu á misnotkun vegna viðvarandi ofbeldis.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Versnandi loftslagsbreytingar auka einnig umfang neyðarinnar en börn bera þungann af umhverfisáskorunum sem stofna heilsu þeirra og lífi í hættu, skapa matar- og vatnsóöryggi og takmarka aðgang þeirra að menntun.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/unicef-stefnir-a-a%C3%B0-na-til-937-milljona-barna-i-neyd" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

12.12.2023Síerra Leóne: WASH-verkefni veitir hálfri milljón íbúa aðgengi að hreinu vatni

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í samstarfi við stjórnvöld á Íslandi og Bretlandi veitir hálfri milljón íbúa Síerra Leóne aðgang að hreinu vatni. Innlendi fréttamiðillinn Sierraloaded segir í umfjöllun um verkefnið að samstarfið sé til marks um þann góða árangur sem náðst hefur með alþjóðlegri samvinnu og einbeittum aðgerðum til sjálfbærrar þróunar, einkum á mikilvægu sviði eins og aðgengi að vatni og bættu hreinlæti.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur sérhæft sig í svokölluðum WASH verkefnum í mörgum þróunarríkjum, þar sem lögð er áhersla á þrennt: bætt aðgengi að hreinu vatni, koma upp viðunandi salernisaðstöðu og bæta almennt hreinlæti. Fréttamiðillinn segir að Síerra Leóne hafi eins mörg önnur ríki í þeim heimshluta staðið frammi fyrir áskorunum við að tryggja gott aðgengi að hreinu neysluvatni. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Samstillt átak UNICEF og samstarfsaðila, einkum ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Bretlands, vinnur bug á þessum áskorunum og skilar áþreifanlegum ávinningi fyrir íbúa svæðisins. Þetta átak samræmist þeirri heildaráætlun að tryggja aðgengi að hreinu vatni sem eru grundvallarmannréttindi. Jákvæð áhrif á heilsu eru augljós þar sem samfélög hafa nú tryggan aðgang að hreinu vatni. Auk þess eykur aðgengi að vatni framleiðni þar sem einstaklingar, sérstaklega konur og börn sem bera oft ábyrgð á vatnssöfnun, geta nýtt tíma sinn og orku í menntun og atvinnustarfsemi. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://sierraloaded.sl/news/unicef-partners-safe-water-access-half-million-people-sierra-leone/" target="_blank">Fréttin í Sierraloaded</a></span></p>

08.12.2023Félag Sameinuðu þjóðanna efnir til samkeppni meðal ungs fólks

<span></span> <p class="Meginml"><span>Félag Sameinuðu þjóðanna fagnar 75 ára afmæli á árinu og efnir af því tilefni til samkeppni á meðal ungs fólks í 8. – 10. bekk í grunnskólum og í framhaldsskólum um mikilvægi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í tengslum við mannréttindi og frið í heiminum. Um ræðir endurvakningu á yfir 50 ára gamalli samkeppni sem síðast var haldin árið 1970!</span></p> <p class="Meginml"><span>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi ásamt Icelandair leitar eftir hugmyndum ungs fólks um það með hvaða hætti heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna stuðla að mannréttindum og friði í heiminum. Tillögur á öllum tungumálum eru velkomnar. Hugmyndum má skila í mynd- og/eða ritmáli. Texti má vera vélritaður eða handskrifaður, lágmarks orðafjöldi er 200 orð. Verkið getur þannig t.d. verið skoðanagrein, pistill, örsaga, prósaljóð, myndaritgerð, myndskýrsla eða myndasaga. Litið verður sérstaklega til þess að verkefnin endurspegli persónulega sýn þátttakenda. Innsendingarform: PDF, JPEG eða PNG.</span></p> <p class="Meginml"><span>Öllum tillögum skal skila inn rafrænt á netfangið [email protected] ásamt upplýsingum um nafn, skóla, aldur, netfang og símanúmer. Skilafrestur er til og með 31. desember 2023.</span></p> <p class="Meginml"><span>Tilkynnt verður um sigurvegara um miðjan janúar 2024.</span></p>

07.12.2023Ísland bakhjarl mannréttindasamtaka í Úganda

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við afrísku mannréttindasamtökin DefendDefenders. Samtökin, sem hafa höfuðstöðvar í Úganda, beita sér fyrir stuðningi við fólk sem berst fyrir mannréttindum, þar á meðal réttindum hinsegin fólks. 75 ár eru um þessar mundir frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt.&nbsp;</span></p> <p><span>Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Hassan Shire, framkvæmdastjóri DefendDefenders undirrituðu samning um stuðning í höfuðstöðvum samtakanna í dag. Um er að ræða kjarnaframlag sem nemur 200 þúsund bandaríkjadölum, jafnvirði 28 milljóna króna. Samningurinn er liður í viðleitni Íslands við að styðja við mannréttindi í Afríku, ekki síst hinsegin fólks. Staða þess er víða mjög bágborin og fer versnandi, til dæmis í Úganda þar sem stjórnvöld samþykktu fyrr á árinu stórhert viðurlög við samkynhneigð.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://defenddefenders.org/">DefendDefenders</a> eru með höfuðstöðvar í Úganda en hafa starfsemi víðar í Austur-Afríku og á Afríkuhorninu svonefnda. Samtökin styðja við og vernda fólk sem berst fyrir mannréttindum, þar á meðal réttindum hinsegin fólks, og veita því skjól fyrir aðkasti og ofsóknum. Þetta gera þau meðal annars með því að efla samstarf mannréttindasamtaka á svæðinu, auka þekkingu á málaflokknum og með því að veita baráttufólk fyrir mannréttindum nauðsynlega þjálfun. Samtökin njóta mikillar virðingar á sínu sviði og njóta þau stuðnings ýmissa líkt þenkjandi ríkja Íslands, Norðurlanda þar á meðal.</span></p> <p><span>DefendDefenders hafa einnig ráðgjafahlutverk á vettvangi efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) og áheyrnaraðild að Afríska mannréttindaráðinu. Samtökin eru einu afrísku mannréttindasamtökin sem taka þátt í starfi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span></p> <p><span>Stuðningur við DefendDefenders er í samræmi við aukna áherslu Íslands á mannréttindi og stuðning við félagasamtök. Ísland heldur áfram að styðja við verkefni í Úganda á sviði grunnþjónustu, með það að markmiði að veita íbúum í fátækum héruðum landsins betri aðgang að vatni, hreinlæti og menntun, sem eru grunnmannréttindi.&nbsp;</span></p> <p><span>10. desember nk. eru 75 ár liðin frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þá var yfirlýsing SÞ um baráttufólk fyrir mannréttindum (e. UN Declaration on Human Rights Defenders) samþykkt fyrir 25 árum.</span></p>

05.12.2023UNICEF: Gaza aftur orðinn hættulegasti staðurinn fyrir börn

<p>„Í dag er Gaza-svæðið aftur orðið að hættulegasta stað á jörðu fyrir börn. Eftir sjö daga hlé frá hryllilegu ofbeldi og árásum hafa árásir hafist á ný. Fleiri börn munu vafalaust deyja í kjölfarið,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastýra UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, yfirlýsingu í kjölfar þess að árásir á Gaza hófust á ný fyrir helgi eftir tímabundið vopnahlé. „Fyrir hlé var sagt að meira en 5.300 palestínsk börn hafi verið drepin á 48 dögum af stanslausum sprengjuárásum. Utan þessa fjölda eru þau börn sem enn er saknað og hugsanlega eru grafin undir sprengjurústum,“ segir Russell.</p> <p>Russell óttast einnig að ef ofbeldið heldur áfram á þessum mælikvarða og sama offorsi megi gera ráð fyrir að fleiri hundruð börn til viðbótar muni láta lífið og slasast daglega.Ef ekki er hægt að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð, eins og vatn, mat, afhendingu sjúkragagna og búnaðar, teppi og hlý föt til þeirra sem þurfa á því að halda, stefni í enn frekari mannúðarhamfarir. Þetta þarf ekki að vera svona – í sjö daga var smá von fyrir börn sem föst eru í þessari skelfilegu martröð,“ segir Russell.</p> <p>Á meðan hléinu stóð var um 30 börnum sleppt úr gíslingu á Gaza og fengu þau að sameinast fjölskyldum sínum örugglega á ný. Mannúðarhléið gerði það einnig að verkum að hægt var að afhenda aukna neyðaraðstoð til íbúa á Gaza. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og samstarfsaðilar gátu því stutt við fjölskyldur og börn í neyð og hafið fjölskyldusameiningu á svæðinu.</p> <p>„Þetta var ekki nærri nóg til að mæta umfangi neyðarinnar sem er á svæðinu, en þetta var byrjun. Nú þurfum við aukið öruggt og fyrirsjáanlegt aðgengi til að ná til þeirra barna sem hafa slasast, hafa verið á flótta og orðið fyrir áföllum. Einnig þurfum við að koma vistum til barna sem eru viðkvæm fyrir kulda og því blauta veðri sem er framundan,“ segir Russell.</p> <p>„Börn þurfa varanlegt vopnahlé ef þau eiga að komast af. Við skorum á alla aðila að tryggja að börn fái vernd og aðstoð, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar mannúðarlaga. Öll börn í Palestínu og Ísrael eiga skilið frið og von um betri framtíð.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/gaza-aftur-ordid-haettulegasti-stadur-a-jordu" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p>

05.12.2023Tengda­mamma tár­að­ist og mamma fékk gæsa­húð/ SOS

30.11.2023UNCESCO skólarnir orðnir rúmlega tuttugu

<span></span> <p><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Menntaskólinn að Laugarvatni er orðinn UNESCO-skóli en þeim hefur fjölgað hratt á síðustu misserum. Í síðustu viku varð Menntaskólinn í Reykjavík UNESCO skóli og um miðjan mánuðinn bættist Fjölbrautarskóli Snæfellinga í hópinn. Alls eru UNESCO-skólar hér á landi því orðnir 21 talsins, einn leikskóli, sjö grunnskólar og 13 framhaldsskólar.</span></p> <p style="text-align: start;"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Menntaskólinn á Laugarvatni fagnaði þessum tímamótum í sögu skólans með því að vekja athygli á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi sem haldinn er árlega 25. nóvember. Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla, heimsækir skólann á næstunni og heldur kynningu fyrir starfsfólk og nemendur skólans um UNESCO-skóla og heimsmarkmiðin.</span></p> <p><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu og styður við framgang aðgerðar 8 í menntastefnu stjórnvalda, raddir unga fólksins – virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum, auk þess að styðja við stefnu um barnvænt Ísland og að efla lýðræðis- og mannréttindamenntun. </span></p> <p><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://un.is/unesco-skolar/" target="_blank">Frekari upplýsingar um verkefnið</a></span></p>

29.11.2023Óháð úttekt staðfestir áþreifanlegan árangur Íslands í Malaví

<p><span>Áratugalangt samstarf Íslands við Mangochi-hérað í Malaví hefur skilað áþreifanlegum árangri fyrir íbúa héraðsins, að því er fram kemur í nýrri óháðri úttekt sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu GOPA. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í höfuðborginni Lilongwe, segir úttektina staðfesta að héraðsnálgunin beri árangur. Nú njóta yfir 54 þúsund heimili Mangochi-héraðs góðs af bættri heilbrigðisþjónustu, sem hafa verið byggð upp á vegum Íslands, en megininntak verkefna Íslands í héraðinu snýr að mæðra- og ungbarnavernd, menntamálum og vatns- og hreinlætismálum.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er afskaplega ánægjulegt að fá óháða úttekt í hendurnar sem staðfestir það sem við höfum lengi vitað, að verkefnin sem Ísland hefur styrkt undanfarna áratugi skili sér í raunverulegum breytingum fyrir íbúa þessa fátæka héraðs og í raun undraverðum árangri þegar kemur að heilbrigði og lífslíkum,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <h2><span>Nýburadauði minnkað um 47 prósent og 300 þúsund manns fengið aðgang að hreinu vatni</span></h2> <p><span>Stuðningur Íslands hefur meðal annars falið í sér byggingu tveggja stórra sjúkrahúsa, tuttugu svæðisheilbrigðisstofnana og 22 heilsugæsla og smærri heilsupósta í 60 þorpum héraðsins, en þessir smærri heilsupóstar gegna mikilvægu hlutverki í heilsuvernd í nærumhverfi íbúa. Þessi uppbygging á stóran þátt í því að frá árinu 2017 hefur tilfellum nýburadauða fækkað um 47 prósent í héraðinu og mæðradauða um 31 prósent. Þá njóta nú yfir 300 þúsund manns góðs af auknu aðgengi að heilnæmu vatni vegna verkefna Íslands í Mangochi.</span></p> <p><span>Inga Dóra segir héraðsnálgun Íslands í þróunarsamvinnu sem og árangurinn af henni ennfremur hafa vakið verðskuldaða athygli meðal annarra framlagsríkja og alþjóðastofnana. Í héraðsnálgun felst náið samstarf við héraðsstjórnir að uppbyggingu innviða og getu til að bæta grunnþjónustu við íbúa. Slík nálgun hefur marga kosti fyrir smáa samstarfsaðila líkt og Ísland, þar sem framlag okkar nær samlegðaráhrifum í gegnum ólíka geira, og fámennt landateymi nær að vinna samstíga með starfsfólki héraðsstjórnar til að hámarka árangur af okkar framlagi. Héraðsnálgun Íslands hefur reynst árangursrík í að efla getu héraðstjórnvalda, skilað sýnilegum árangri og vekur vaxandi áhuga annarra framlagsríkja.</span></p> <h2><span>Árangur við krefjandi aðstæður</span></h2> <p><span>Í úttekt GOPA er bent á að innleiðing verkefna í Mangochi-héraði hafi verið takmörkum háð árin 2020-2021, einkum vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Inga Dóra segir að það hafi verið töluverð áskorun að halda framkvæmdum af þessari stærðargráðu gangandi á tímum heimsfaraldurs. Þá hafi önnur áföll sömuleiðis skekið Malaví á verkefnatímanum líkt og þurrkar og flóð og þá hafi Ísland reynt eftir fremsta megni að aðstoða Malaví við að fást við hremmingarnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Sautján tillögur til úrbóta eru lagðar fram í úttekt GOPA. Inga Dóra telur að þær komi til með að reynast gagnlegar við að bæta héraðsnálgun Íslands enn frekar og móta áframhaldandi stuðning Íslands og verkefnalok í héraðinu. Þar sé Ísland nú á hvers manns vitorði eftir langvarandi stuðning, sem haldi áfram að nýtast fólkinu í þessu fátæka héraði til frambúðar.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/GOPA_MBSPII_Evaluation_Report_Final_Version_20231120.pdf" target="_blank">Hér má nálgast lokaúttekt GOPA</a> á héraðsverkefni Íslands í Mangochi héraði 2017-2023 (á ensku).<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

17.11.2023Endurnýjun samstarfssamnings við UNESCO um þróunarsamvinnu

<p><span>Nýr samningur við Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um áframhaldandi stuðning Íslands við þróunarsamvinnuverkefni stofnunarinnar var undirritaður í höfuðstöðvum UNESCO í París í gær. Samningurinn kveður á um stuðning til fimm ára með árlegu framlagi sem nemur 51 milljón króna, en samningar til fleiri ára veita stofnunum fyrirsjáanleika og eru því í takt við bestu alþjóðlegu starfsvenjur.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er afar ánægjulegt að geta fest þetta góða samstarf í sessi og undirstrika um leið áframhaldandi áherslu Íslands á tjáningarfrelsi, frjálsa fjölmiðlun, menntun og málefni hafsins í þróunarsamvinnu og lykilhlutverk UNESCO í þeim efnum. Langtímastuðningur við þessa ólíku málaflokka er ekki síst mikilvægur á tímum aukinnar spennu í alþjóðamálum,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Samningurinn byggir á góðu samstarfi Íslands og UNESCO um þróunarsamvinnuverkefni sem hófst árið 2019. Í honum felst stuðningur við fjögur verkefni sem falla einkar vel að áherslum Íslands í þróunarsamvinnu hvað varðar lýðræði og borgaraleg réttindi sem og eflingu grunninnviða og menntunar.</span></p> <p><span>Tvö verkefnanna snúa að frjálsri fjölmiðlun og tjáningarfrelsi með því að tryggja öryggi blaðafólks og efla fjölmiðlaumhverfi í fátækari löndum&nbsp; (<a href="https://www.unesco.org/en/multi-donor-programme-freedom-expression-and-safety-journalists">Multi-Donor Programme on Freedom of Expression and Safety of Journalists</a> og <a href="https://www.unesco.org/en/international-programme-development-communication">International Programme for the Development of Communication</a>). Þriðja verkefnið (<a href="https://www.unesco.org/en/caped">CapED - Capacity Development for Education</a>) snýr að eflingu menntunarkerfa, meðal annars í gegnum þjálfun kennara og auknu aðgengi að iðnmenntun í fátækustu ríkjunum. Þar að auki mun nýi samstarfssamningurinn við UNESCO fela í sér stuðning við verkefni Alþjóðahaffræðinefndar UNESCO en fyrr á árinu hlaut Ísland sæti í framkvæmdastjórn nefndarinnar til loka árs 2025.</span></p> <p><span>Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu, og Julien Pellaux, skrifstofustjóri hjá Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) undirrituðu samninginn.&nbsp;</span></p> <p><span>Norðurlönd og UNESCO eiga árlegt samráð um þróunarsamvinnuverkefni stofnunarinnar til að veita ráðgjöf og eftirlit. Ísland tók sæti í framkvæmdastjórn UNESCO í nóvember 2021 og sinnir samhæfingu á meðal Norðurlandanna um málefni stofnunarinnar.</span></p>

16.11.2023Árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví ræddur á fundi utanríkisráðherra

<p><span>Góður árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, mikilvægi jafnréttismála og loftslagsmál voru ofarlega á baugi á fundi Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Nancy Tembo, utanríkisráðherra Malaví, sem fram fór í morgun.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Við eigum í einstöku sambandi við Malaví, en ríkin fagna 35 ára samstarfsafmæli þróunarsamvinnu á næsta ári. Það er auðvitað sérstakt ánægjuefni að sjá þann áþreifanlega árangur sem samstarfsverkefni okkar í Malaví hafa skilað þjóðinni,” segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span></span>Nancy Tembo tók þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga, sem er nýlokið í Hörpu, en markmið heimsóknar hennar var ekki síður til að styrkja sambandið við Ísland. Ráðherrann kemur frá Mangochi-héraði í Malaví, sem hefur einmitt verið eitt helsta samstarfshérað Íslands í landinu.</p> <h2>Áhersla lögð á að halda áfram góðu samstarfi þjóðanna</h2> <p>Ráðherrarnir ræddu sömuleiðis erfitt efnahagsástand í Malaví. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins, innrásar Rússa í Úkraínu og endurtekinna náttúruhamfara hefur efnahagur landsins versnað mjög, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær neyðarlán til Malaví að upphæð 178 milljóna Bandaríkjadala. Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi áframhaldandi samstarfs ríkjanna á sviði þróunarsamvinnu og alþjóðamála.&nbsp;</p> <p><span>Í för með utanríkisráðherra Malaví voru Halima Daud, staðgengill heilbrigðisráðherra, og Habiba Osman, sem gegnir stöðu framkvæmdastýru hjá Mannréttindastofnun Malaví. Þær þekkja vel til verkefna Íslands í Malaví&nbsp; og hafa komið að samstarfinu með einum eða öðrum hætti.&nbsp;</span></p> <p><span>Stór hluti verkefna Íslands í Malaví hefur beinst að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu með áherslu á mæðra- og ungbarnaheilsu. Þá hefur Ísland nýlega hafið stuðning við Mannréttindastofnun landsins í samræmi við auknar áherslur á mannréttindi í þróunarsamvinnu. Stofnunin sinnir meðal annars vöktun og eftirfylgni með mannréttindabrotum í landinu, til dæmis hvað varðar kynbundið ofbeldi, réttindi fatlaðs fólks, fólks á flótta og hinsegin fólks.&nbsp; &nbsp;</span></p> <h2>Margir fundir á skömmum tíma</h2> <p>Auk þátttöku í Heimsþinginu átti utanríkisráðherra Malaví og sendinefnd fundi með utanríkismálanefnd og þróunarsamvinnunefnd þar sem þær ræddu um samstarf Íslands í landinu. Auk þess heimsóttu þær Íslandsstofu til að kynna sér markaðsstarf Íslands í ferðmálum, en Malaví hefur mikinn áhuga á því að byggja upp ferðaþjónustu í landinu.</p> <p>Nancy Tembo tók þátt í pallborðsumræðu á Heimsþinginu þar sem að hún kom inn á þær áskoranir sem Malaví, lítið Afríkuríki með eitt minnsta kolefnisfótspor í heimi, stendur frammi fyrir vegna afleiðinga loftslagsbreytinga.&nbsp; </p> <p>Habiba Osman átti einnig fundi með ýmsum mannréttindasamtökum hérlendis, þar á meðal Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, Samtökunum 78 og Jafnréttisskólanum.&nbsp;</p>

10.11.2023Mannúðarráðstefna um Gaza í París

<span></span> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Martin Griffiths mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær til þess á mannúðarráðstefnunni í París um Gaza að hlé yrði gert á yfirstandandi átökum og varð að ósk sinni því um svipað leyti var greint frá því að stjórnvöld í Ísrael hefði samþykkt daglegt fjögurra klukkustunda hlé á bardögum.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í myndbandsskilaboðum á ráðstefnunni „viðurstyggileg hryðjuverk" Hamas gegn Ísrael og kallaði eftir skilyrðislausri lausn allra gísla. Guterres lagði áherslu á brýna þörf fyrir áþreifanlegar aðgerðir til að takast á við endalausa martröð mannúðar sem blasir við óbreyttum borgurum á Gaza. Þótt einhver aðstoð hafi borist til Gaza lagði Guterres áherslu á að hún væri ófullnægjandi í ljósi þess hversu þörfin væri gríðarleg meðal óbreyttra borgara. Hann kallaði eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, fullri virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og verndun nauðsynlegra mannvirkja eins og sjúkrahúsa, aðstöðu Sameinuðu þjóðanna, neyðarskýla og skóla.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Guterres hvatti alþjóðasamfélagið til að efla aðstoð og lagði áherslu á mikilvægi þess að íbúar GAZA fái viðvarandi aðgang að vistum, þar á meðal eldsneyti. Að auki kallaði hann eftir framlögum til ákalls Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstöð í þágu íbúa Gaza.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Philippe Lazzarini yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, vakti athygli á sorglegu ástandi barna á Gaza og sagði frá örvæntingarfullum óskum þeirra um mat og vatn. Í máli hans kom fram að </span><span style="color: #222222; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">rúmlega 700 þúsund manns hafi leitað skjóls í 150 skólum og öðrum byggingum UNRWA. Aðbúnaðurinn sé víða óviðunandi með öllu. Húsakynnin troðfull og matur og vatn af skornum skammti. Salernis- og hreinlætisaðstaða er svo slæm, að lýðheilsu stafar hætta af.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ráðstefnan í París er haldin að frumkvæði Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hann tilkynnti á ráðstefnunni að <span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frakkland ætli að auka mannúðaraðstoð við íbúa Gaza úr 20 milljónum evra í 100 milljónir.</span><strong><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> </span></strong></span></p>

03.11.2023Börn eru fórnarlömb átakanna, segir Barnaheill

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alþjóðasamtökin Save the Children - Barnaheill kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Palestínu og Ísrael og fara fram á að skref verði tekin til að vernda líf barna. „Börn eru fórnalömb átakanna og eru í mikill hættu á að slasast eða láta lífið.&nbsp;Fjöldi þeirra barna sem hafa látist í árásunum síðastliðnar þrjár vikur er meiri en fjöldi þeirra barna sem hafa látist árlega í vopnuðum átökum á heimsvísu síðan árið 2019,“ segir í frétt Barnaheilla.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar kemur fram að frá 7. október hafi að minnsta kosti&nbsp;3.324 börn&nbsp;látið lífið í átökunum, þar af 3.195 börn á Gaza, 33 á Vesturbakkanum og 29 í Ísrael. „Börn eru um&nbsp;40%&nbsp;af öllum þeim sem hafa látið lífið í átökunum og enn eru um þúsund barna saknað. Því má ætla að tölurnar séu mun hærri í raun. Þá er mikill fjöldi barna slasaður og hættan á því að börn láti lífið af völdum áverka hefur aldrei verið meiri. Fjölmörg sjúkrahús eru ekki lengur starfhæf vegna rafmagnsleysis og umsáturs af hálfu ríkisstjórnar Ísraels sem hindrar innflutning á nauðsynlegum sjúkragögnum,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af auknu mannfalli vegna áframhaldandi aðgerða ísraelskra hersveita og kalla því eftir tafarlausu vopnahléi. Mikill skortur sé á nauðsynjum á svæðinu, samtökin hafi komið einum vörubíl með 45.000 vatnsflöskum inn á Gaza og von sé á annarri sendingu á næstu dögum. „Hvert tækifæri til að veita aðstoð á svæðinu er mikilvægt en þessar sendingar mæta á engan hátt þeirri miklu þörf sem er á svæðinu.Vatn, matur, eldsneyti og sjúkragögn eru af mjög skornum skammti og skortur á eldsneyti gerir dreifingu á nauðsynjum erfitt fyrir. Stór hluti íbúa Gaza treystir á mannúðaraðstoð en lokað hefur verið fyrir þær helstu leiðir sem voru notaðar til að veita aðstoð. Því hefur ákallið um hjálp aukist enn frekar,“ segja Barnaheill.</span></p>

31.10.2023Mid-Year Trends 2023/ UNHCR

31.10.2023Toll of Israel-Palestine crisis on children ‘beyond devastating’/ UN News

31.10.2023International Migration Outlook 2023/ OECD

30.10.2023Athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis rís í Buikwe

<span></span> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fulltrúar Buikwe-héraðs í Úganda og sendiráðs Íslands í Kampala tóku fyrir helgi fyrstu skóflustunguna að athvarfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis í héraðinu. Degi áður voru samningar um framkvæmdir undirritaðir í sendiráðinu að undangengnu útboði.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ekkert slíkt athvarf er í héraðinu og þurfa þolendur því oft að fara langan veg til að komast í öruggt skjól frá kvölurum sínum. Framkvæmdir við bygginguna eru þegar hafnar. Vonast er til að þeim verði lokið á fyrstu vikum ársins 2024 og athvarfið geti þá hafið starfsemi.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Bygging er liður í jafnréttisverkefni íslenskra stjórnvalda í samvinnu við héraðsyfirvöld sem miðar meðal annars að því að takast á við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í strandbyggðum héraðsins. Rétt eins og víða annars staðar í landinu er kynbundið misrétti viðvarandi og útbreitt í Buikwe og kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi sömuleiðis. Áreiðanlegar vísbendingar eru um að slíkt ofbeldi hafi aukist meðan á COVID-19 faraldrinum stóð og í kjölfar hans. Þannig <a href="https://www.ubos.org/wp-content/uploads/publications/02_2022VAWG_qualitative_report.pdf"><em>sýna kannanir</em></a> að önnur hver kona í Úganda verði fyrir líkamlegu ofbeldi eða kynferðisofbeldi af hálfu maka og næstum allar konur (95%) verði fyrir slíku ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, annað hvort í nánu sambandi eða af hendi annarra.&nbsp;</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Buikwe er annað tveggja samstarfshéraða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda, hitt er Namayingo. Verkefni Íslands í héruðunum tveimur eru einkum á sviði menntamála og vatns- og hreinlætismála. Kynjajafnrétti, mannréttindi og umhverfismál eru þverlæg áhersluatriði í þróunarsamvinnu í Úganda.</span></p>

27.10.2023Þrjátíu milljónir frá Rauða krossinum til Marokkó og Líbíu

<span></span> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu er lokið. Félagið sendir alls 30 milljónir króna til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf vegna hamfara sem urðu í þessum tveimur löndum með örfárra daga millibili í september síðastliðnum.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;">Í Marokkó varð öflugur jarðskjálfti þann 8. september og í Líbíu varð gríðarlegt flóð þann 11. september. Báðir þessir atburðir urðu þúsundum einstaklinga að bana og gerðu mikinn fjölda fólks heimilislaust.</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;">Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Marokkó og Líbíu hafi frá upphafi neyðar á hvorum stað og veitt mikilvæga neyðaraðstoð. </span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„<span style="padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;">Þau hafa meðal annars aðstoðað við að rýma hættusvæði, flutt særða á sjúkrahús og veitt fyrstu hjálp og sálrænan stuðning í samvinnu við yfirvöld á hverjum stað. Í framhaldinu hafa þau dreift nauðsynjavörum sem veita skjól og hreinlæti og haldið áfram að veita sálfélagslegan stuðning fyrir íbúa á vergangi,” segir í fréttinni.</span></span>&nbsp;</p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„<span style="padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;">Á báðum stöðum er nú þörf á gríðarlegri endurbyggingu. Það þarf að endurbyggja heimili, samfélög og líf fólks eftir þessar stórfelldu hamfarir og hjálpa fólki að vinna úr áföllunum sem þeim fylgja. Rauða kross hreyfingin vinnur nú hörðum höndum að þessu verkefni, en það mun taka langan tíma.</span>”</span>&nbsp;</p>

24.10.2023Dagur Sameinuðu þjóðanna í skugga átaka

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag, haldinn í skugga vaxandi átaka í heiminum, þar sem meðal annars 35 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hjá UNRWA, Flóttmannastofnun Palestínu, hafa látið lífið á síðustu dögum. Sjötíu og átta ár eru liðin í dag frá því Sameinuðu þjóðirnar urðu til með gildistöku sáttmálans um stofnun samtakanna, 24. október 1945.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við syrgjum og minnumst. Þetta eru ekki einungis tölur. Þetta eru vinir okkar og samstarfsfélagar, flestir kennarar. UNRWA syrgir þennan mikla missi. Þessi þrettán þúsund manna stofnun sem starfar víðs vegar um hernumdu svæðin í Palestínu hefur unnið sleitulaust með öðru mannúðarsstarfsfólki Sameinuðu þjóðanna á Gaza við að aðstoða dauðskelkaða borgara,“ segir á vef samtakanna.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, minnir á að sáttmálinn eigi rætur að rekja til staðfestu um að koma á friði.</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> „</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á þessum degi Sameinuðu þjóðanna skulum við skuldbinda okkur með von og ákveðni til að byggja upp betri heim í samræmi við væntingar okkar,</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">“</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> sagði hann. „Við lifum í tvístruðum heimi. En við getum og verðum að vera sameinaðar þjóðir," sagði hann.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Meðal minningarviðburða sem fyrirhugaðir eru í dag eru tónleikar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, undir þemanu „loftslagsaðgerðir í forgang“, en sá málaflokkur er einn af lykilatriðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst í aðdraganda COP28 ráðstefnunnar í Dubai í næsta mánuði.</span></p> <p>&nbsp;</p>

24.10.2023Dagur Sameinuðu þjóðanna : Norðurlöndin virk í starfi samtakanna/ UNRIC

24.10.2023Harnessing knowledge and information to transform global food crisis response/ Alþjóðabankablogg

24.10.2023Fulltrúar níu eyríkja í Kyrrahafi kynna sér íslenskan sjávarútveg

<p><span>Fulltrúar níu eyríkja í Kyrrahafi eru staddir hér á landi í þeim tilgangi að fá innsýn í árangur Íslands við uppbyggingu á sjálfbærum sjávarútvegi. Ferðinni, sem Alþjóðabankinn hefur milligöngu um í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsskóla GRÓ, er ætlað að gefa sérfræðingum í sjávarútvegi á Kyrrahafseyjum tækifæri til að læra af þjóð sem er „leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum fiskveiðum“, eins og segir í frétt Alþjóðabankans.</span></p> <p><span>Í hópnum eru sérfræðingar, leiðtogar og höfðingjar frá Kíribatí, Marshalleyjum, Palá, Samóaeyjum, Salómonseyjum, Tonga, Túvalú og Vanúatú. Þeir kynna sér á næstu tíu dögum nútímalegan sjálfbæran sjávarútveg á Íslandi, tækni og þróun blómlegs einkageira, sem sögð er hvetjandi fyrirmynd fyrir Kyrrahafseyjar.</span></p> <p><span>Xavier Vincent, helsti fiskveiðisérfræðingur Alþjóðabankans í Kyrrahafi, bendir í fréttatilkynningu bankans á möguleika Kyrrahafseyríkja til að efla sjávarútveg enn frekar, sérstaklega með vinnslu á landi og nýtingu jarðhitaauðlinda. Heimsóknin gefi fyrirheit um að þessi tækifæri verði nýtt og að Kyrrahafsþjóðirnar geti náð meiri verðmætum úr fiskveiðum sínum, líkt og Ísland.</span></p> <p><span>Sjávarútvegsskóli GRÓ skipuleggur dagskrá heimsóknarinnar, meðal annars í samvinnu við Háskólann á Akureyri.&nbsp; Auk þess að heimsækja íslenskar stofnanir og ráðuneyti fara gestirnir í nokkur íslensk fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Akureyri, Dalvík, Hvammstanga, Hauganesi og Siglufirði, allt frá litlum fjölskyldumfyrirtækjum til tækni- og nýsköpunarfyrirtækja.</span></p>

19.10.2023Safnanir vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs

<span></span><span></span> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun. Þolendur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa á mikilli mannúðaraðstoð að halda.</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að ástandið á svæðinu sé gríðarlega erfitt og neyðin mikil, sérstaklega á Gaza. Þar séu rafmagns- og vatnsbirgðir að þrotum komnar og fólk skortir mat, húsaskjól og læknisaðstoð.</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Um þessar mundir er Alþjóðaráðið að undirbúa sendingu af ríflega 60 tonnum af hjálpargögnum til Gaza sem verða send um leið og færi gefst, auk þess sem það er í sambandi við báða aðila átakanna til að minna á mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt, ásamt því að óska eftir því að gíslar Hamas-samtakanna séu látnir lausir án tafar,“ segir í fréttinni.</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Svona er hægt að styrkja söfnunina:</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/" title="Stakur styrkur">Styrkja í gegnum heimasíðu Rauða krossins</a><br /> <br /> SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)&nbsp;<br /> Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.&nbsp;<br /> Aur: @raudikrossinn eða 1235704000&nbsp;<br /> Kass: raudikrossinn eða 7783609&nbsp;<br /> Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><a href="https://www.unicef.is/neydarsofnun-fyrir-born-a-gaza" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF:</a></span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">Sendu&nbsp;SMS-ið&nbsp;<strong><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">NEYD</span></strong>&nbsp;í númerið&nbsp;<strong><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">1900</span></strong>&nbsp;til að styrkja um 2.900 krónur.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">Frjáls framlög:</span><strong style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">&nbsp;701-26-102015</strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">&nbsp;Kennitala:&nbsp;</span><strong style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">481203-2950</strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;"></span></p> <p style="box-sizing: border-box; margin-top: 0px; margin-bottom: 20px; font-size: 1.5rem; line-height: 2.25rem; color: #1e1e1e; font-family: UniversLTStd, Gibson, -apple-system, BlinkMacSystemFont, 'Segoe UI', Roboto, 'Helvetica Neue', Arial, sans-serif, 'Apple Color Emoji', 'Segoe UI Emoji', 'Segoe UI Symbol', 'Noto Color Emoji'; background-color: #ffffff;">&nbsp;</p>

18.10.2023Sameinuðu þjóðirnar krefjast vopnahlés nú þegar

<span></span> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna <span style="text-decoration: underline;">lýsti hryllingi yfir dauða hundruð óbreyttra borgara</span> í árásinni á Al-Ahli sjúkrahúsið í gærkvöldi. GUTERRES fordæmdi árásina og lagði áherslu á að heilbrigðisstofnanir og starfsfólk þeirra nytu verndar alþjóðalaga. <span style="text-decoration: underline;">Hann krefst þess jafnframt að tafarlaust vopnahlé taki gildi</span> til að greiða fyrir mannúðaraðstoð við þúsundir íbúa Gaza sem bíða enn eftir að þeim berist vistir. <span style="text-decoration: underline;">Flutningabílar hafa síðustu daga verið í biðstöðu við Rafah landamærastöðina og staðan var óbreytt í morgun</span>.&nbsp;</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti árásinni í gærkvöldi sem „algerlega ósættanlegri“ og bæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, fordæmdu ódæðið. Upplausnin á Gazaströndinni hefur hrakið um eina milljón íbúa á vergang og margir þeirra hafa leitað öryggis á sjúkrahúsum, í skólum og öðrum opinberum stofnunum. </span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Boðað hefur verið til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásarinnar á Al-Ahli sjúkrahúsið á Gaza í gærkvöldi. Fundurinn hefst klukkan fjórtán að íslenskum tíma. Drög að ályktun frá Brasilíu þar sem kallað er eftir „mannúðarhléi“ verða borin undir fundinn.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að minnsta kosti 3,300 Palestínumenn, konur og börn í meirihluta, hafa verið drepin og 1,300 eru sárir frá því loftárásir Ísraels hófust á Gaza ströndinni 7. október, í kjölfar heiftarlegrar árásar Hamas á Ísrael þar sem 1,400 voru drepin.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég er skelfingu lostin yfir fregnum af látnum og særðum börnum og konum eftir árásina á Al Ahli sjúkrahúsið á Gaza í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um atburðina eru enn að berast og tala látinna óljós, en aðstæður á svæðinu hrikalegar,“ <a href="https://www.unicef.is/yfirlysing-framkv%C3%A6mdastjora-unicef-catherine-russell1" target="_blank">sagði</a>&nbsp;Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali í gær.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þetta undirstrikar þau lífshættulegu áhrif sem stríðið hefur á börn og fjölskyldur. Á 11 dögum hafa hundruð barna týnt lífi sínu á hörmulegan hátt og þúsundir til viðbótar hafa slasast. Áætlað er að yfir 300 þúsund börn séu á flótta frá heimilum sínum,“ sagði Russell.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði, eins og sjúkrahús, eru algjörlega óviðunandi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar ákall sitt um tafarlaust vopnahlé til þess að tryggja vernd barna í neyð og aðgengi þeirra að öruggri og tímanlegri mannúðaraðstoðar til barna í neyð,“ sagði Russell.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Öll börn, sama hvar í heiminum, eiga skilið frið og öryggi,“ sagði Russell að lokum.</span></p> <p class="Meginml"><span>&nbsp;</span></p>

17.10.2023Íslensk stjórnvöld fjármagna nýja fæðingardeild sem rís í Makanjira

<p><span>Forseti Malaví, ásamt ráðherrum og starfsfólki sendiráðs Íslands í Lilongwe, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri fæðingardeild sem mun rísa á afskekktu svæði Mangochi-héraðs fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Þetta var gleðileg athöfn þar sem miklum og góðum árangri af heilbrigðisverkefnum þróunarsamvinnu Íslands í Malaví til áratuga var fagnað.&nbsp;</span></p> <h2>Langar ferðir eftir brýnni fæðingaraðstoð úr sögunni</h2> <p><span>Nýja kvennadeildin, sem tekur til starfa á næsta ári, rís við sveitasjúkrahúsið í Makanjira og mun gjörbreyta aðstæðum kvenna og barna í Mangochi-héraði. Ungbarna- og mæðradauði á þessu svæði er með því hæsta sem gerist í Malaví, en til þessa hafa barnshafandi mæður neyðst til að aka ríflega 100 kílómetra leið, eftir torfærnum vegi sem er ófær nokkra mánuði á ári, á aðalspítala héraðsins til að sækja brýna fæðingaraðstoð.<br /> <br /> Íbúar Makanjira, sem telja yfir 200 þúsund, hafa lengi beðið eftir þessari þjónustu en kvennadeildin verður fullbúin tveimur skurðstofum, rannsóknarstofu, röntgenaðstöðu, nýbura- og fyrirburadeild og með rennandi vatni og rafmagni.<br /> <br /> Um er að ræða talsverða fjárfestingu af hálfu Íslands, en kostnaður við byggingu fæðingardeildarinnar nemur um 340 milljónum króna.<br /> </span></p> <h2>Áþreifanlegur árangur af stuðningi Íslands</h2> <p><span>Verkefnið er hluti af umfangsmikilli þróunarsamvinnu Íslands í Mangochi-héraði, þar sem áhersla hefur verið lögð á að bæta mæðra- og ungbarnaheilsu á afskekktum svæðum. Á síðustu tuttugu árum hefur Ísland m.a. byggt kvennadeild við Mangochi spítala sem þjónustar 1,4 milljónir íbúa, og fjármagnað stærstu heilsugæsluna í héraðinu auk 28 minni heilsugæslustöðva á afskekktum svæðum, 15 fæðingarheimili, 10 biðstofur fyrir verðandi mæður og 38 heimili fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Húsakostirnir eru allir með rennandi vatni og rafmagni, sem er alls ekki sjálfgefið á þessum slóðum, og yfir 100 heilbrigðisstarfsfólk hefur verið ráðið á heilsugæslurnar.<br /> <br /> Þessi heildræni stuðningu Íslands við uppbyggingu heilsuinnviða í Mangochi-héraði hefur skilað miklum og áþreifanlegum árangri. Þannig hefur dregið úr barnadauða (undir fimm ára) um 53 prósent á síðustu 10 árum, og einnig úr ungbarnadauða eða um 47 prósent á sama tímabili. Þá hefur mæðradauði sömuleiðis dregist saman um 31 prósent á síðasta áratug. Um einstakan árangur er að ræða, en í Mangochi-héraði eru um 70 þúsund fæðingar á ári, samanborið við um 4.400 fæðingar árlega á Íslandi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <h2>Gjörbreytir lífi fjölskyldna og mun bjarga lífum</h2> <p>Forseti Malaví, Lazarus Chakwera, þakkaði íslenskum stjórnvöldum kærlega fyrir veittan stuðning við athöfnina í gær. Hann kvaðst þess fullviss að kvennadeildin komi til með að gjörbreyta lífi fjölskyldna í Makanjira og hét því um leið að setja vegaframkvæmdir í forgang til að auka aðgengi íbúa að annarri grunnþjónustu. Þá vakti forsetinn athygli á því að Ísland, með um þriðjung af íbúafjölda Mangochi-héraðs, hefði verið sárafátækt land fyrir um 70 árum en væri nú í aðstöðu til að taka þátt í lífsbjargandi verkefnum í tvíhliða þróunarsamvinnu.&nbsp;</p> <p><span class="blockqoude">Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví,&nbsp; þakkaði í ræðu sinni fyrir gott samstarf við héraðsyfirvöld, sem væri grunnurinn að þeim góða árangri sem hefur náðst. „Þróunarsamvinna Íslands byggist á náinni samvinnu við innlend stjórnvöld sem tryggir eignarhald og sjálfbærni verkefna,“ sagði Inga Dóra í ræðu sinni. „Nýleg úttekt sýnir að árangur hefur náðst í öllum þáttum þróunarsamvinnu Íslands og Mangochi héraðs og sýnir mikilvægi þess að áfram verði byggt á þessum góða árangri í frekara samstarfi við stjórnvöld í Malaví.”</span></p>

13.10.2023Closing the loop: 3 barriers to decent youth employment in Africa’s waste management sector/ INCLUDE

13.10.2023UNICEF launches US$ 20 million appeal to support 96,000 children affected by recent earthquakes in western Afghanistan/ UNICEF

13.10.2023GRÓ tók þátt í UNESCO-deginum 2023/ GRÓ

13.10.2023Gaza: Nowhere to go, as humanitarian situation reaches ‘lethal low’/ UN News

13.10.2023UNHCR launches urgent funding appeal to support earthquake survivors in Afghanistan/ UNHCR

13.10.2023UNICEF UNDIRRITAR NÝJAN SAMNING UM KAUP OG DREIFINGU Á MALARÍUBÓLUEFNI/ UNICEF

13.10.2023Libya: Flood survivors find refuge on the roof/ OCHA

13.10.2023Most Out-of-School Children Are in Rural Areas. Education Systems Must Serve Them Better/ CGDev

13.10.2023Mið-Austurlönd: Mörg hundruð látin og átökin breiðast út/ UN Women

13.10.2023Úttekt á fyrirkomulagi styrkveitinga fyrir meistara- og doktorsnema í gegnum þjálfunaráætlanir GRÓ

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ný óháð&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Final_report_230823_complete%20version.pdf" target="_blank">úttekt á fyrirkomulagi styrkveitinga fyrir meistara- og doktorsnema í gegnum þjálfunaráætlanir GRÓ</a>&nbsp;staðfestir að styrkveitingar til framhaldsnáms séu í takt við hlutverk GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Þær styðja einnig við stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í úttektinni kemur fram að styrkjaprógrammið sé skynsamlegt framhald 5-6 mánaða þjálfunarinnar á Íslandi og eitt af meginhlutverkum GRÓ. Í úttektinni kemur fram að nemendur hafa haft veruleg áhrif heima fyrir og vísbendingar eru um að framlag þeirra hafi haft jákvæð áhrif á samstarfsstofnanir í efnaminni ríkjum.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Úttektin er óháð og byggir á spurningakönnun meðal nemenda, rýnihópum, viðtölum við helstu haghafa og skoðun á fyrirliggjandi gögnum, þ.m.t. fyrirkomulagi erlendis á sambærilegum verkefnum.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í úttektinni eru 10 megintillögur lagðar fram:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ ætti að leggja styrkveitingar á framhaldsstigi upp sem stefnumiðað áframhald af 5-6 mánaða þjálfun/diplómanámi sem endurspeglar hvernig vönduð menntun getur hámarkað áhrif þróunarsamvinnu til að ná markmiðum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og heimsmarkmiðanna.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skólarnir fjórir, í samvinnu við GRÓ, eru hvattir til að skoða ólíka kosti til að þróa samræmda klasanálgun við styrkveitingar með það fyrir augum að auka hagkvæmni og skilvirkni.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skólarnir fjórir ættu að leita leiða til að auka þátttöku ólíkra samstarfsstofnana í styrkjaprógramminu, sem leið til að auka skuldbindingu þeirra og efla getu einstaklinga og stofnana.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ er ráðlagt að setja upp sérstaka fjárhagsáætlun til fimm ára sem byggir á spá og mati á þörfum núverandi nemenda til að auðvelda áætlangerð til lengri tíma sem spannar alla skólana.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ og skólarnir fjórir ættu að þróa áætlun um kynningu og öflun fjármuna til viðbótar við grunnfjármögnun utanríkisráðuneytisins.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ og skólarnir fjórir eru hvattir til að leita tækifæra til þverfaglegrar framkvæmdar í gegnum breytingakenningu 2022-2027 og vöktunar hennar, og tryggja að betur sé fjallað um þverlæg málefni líkt og kynjajafnrétti.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Utanríkisráðuneytið ætti að tryggja að staða forstöðumanns GRÓ sé til þriggja ára hið minnsta til að tryggja samfellu í stjórnun og stofnanaminni.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skólarnir fjórir ættu að halda áfram að taka forystu í ákvarðanatöku sem varðar menntun og rannsóknir í ljósi þess að akademískt frelsi skólanna hefur sýnt fram á góðan árangur til þessa.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ og skólarnir fjórir ættu að þróa sameiginlegan ramma fyrir styrkveitingar sem byggir á bestu starfsháttum og setja tengil á heimasíðu GRÓ fyrir allar upplýsingar sem tengjast styrkjaprógramminu.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ, í samvinnu við skólana, er hvatt til að skoða fýsileika þess að gera formlegt samkomulag við samstarfsháskóla á Íslandi og alþjóðlega til að auka akademíska og félagslega velferð styrkhafa, og til að styrkja tengslin milli akademíu og þróunarsamvinnu.</span></li> </ul>

11.10.2023UNICEF segir ekkert réttlæta dráp, limlestingar og brottnám barna

<span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ekkert réttlætir dráp, limlestingar og brottnám barna. Þetta eru&nbsp;alvarleg réttindabrot sem UNICEF fordæmir af heilum hug,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu í gær vegna ástandsins í Ísrael og Palestínu.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Innan við 72 klukkustundum eftir að árásir og átök brutust þar út hafa borist óhugnanlegar lýsingar á alvarlegum brotum gegn börnum þar sem fjölmörg börn og aðrir saklausir borgara hafa látið lífið og særst. &nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell segir í yfirlýsingu sinni að UNICEF fordæmi þessi alvarlegu brot og ítrekar að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna kalli eftir því að börnum sem haldið sé í gíslingu á Gaza verði tafarlaust og örugglega sleppt úr haldi svo þau geti sameinast fjölskyldum sínum og forráðamönnum. &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við krefjum alla aðila máls að vernda börn frá skaða í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög. Ég lýsi einnig þungum áhyggjum yfir því úrræði að hindra afhendingu rafmagns, matvæla, eldsneytis og vatns á Gaza, sem getur stefnt lífi barna í frekari hættu,“ segir Russell og leggur einnig áherslu á nauðsyn þess að stríðandi fylkingar leggi niður vopn og hætti árásum á innviði almennings. &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell leggur enn fremur áherslu á að mannúðarstofnanir verði að fá að sinna sínu starfi og fá öruggt aðgengi að börnum og fjölskyldum þeirra svo hægt sé að koma nauðsynlegri þjónustu og hjálpargögnum til þeirra, hvar svo sem þau eru.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég minni alla aðila á að í þessu stríði, eins og í öllum styrjöldum, eru það börn sem þjást fyrst og þjást mest,“ segir Russell að lokum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/yfirlysing-framkv%C3%A6mdastjora-unicef-catherine-russell" target="_blank">Vefur UNICEF</a></span></p>

09.10.2023Mannfjöldaskýrsla Sameinuðu þjóðanna gefin út á Íslandi: Konur ráði barneignum

<p>Konur eiga að geta valið hvort, hvenær og hversu mörg börn þær vilja eignast. Þetta er meginboðskapur árlegrar skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, sem að þessu sinni ber titilinn: Átta milljónir mannslífa, óendanlegir möguleikar: rökin fyrir réttindum og vali. </p> <p>Skýrslan var kynnt í Kvennaskólanum í morgun og var þetta í fyrsta sinn sem skýrslan er formlega gefin út og kynnt hér á landi. Viðburðurinn fór fram í Kvennaskólanum fyrir fullum sal nemenda í kynjafræðum og var stýrt af Völu Karen Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna hér á landi sem fékk til liðs við sig Elínu R. Sigurðardóttur, skrifstofustjóra þróunarsamvinnuskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu og tvo gesti frá Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna, Ulla E. M<span>ü</span>ller frá svæðisskrifstofu Norðurlandanna ásamt Klaus Simoni Petersen frá aðalskrifstofunni í New York.</p> <p>Tæpt ár er liðið frá því að jarðarbúar urðu átta milljarðar að tölu. UNFPA gerir fólksfjölgun og fólksfækkun að umtalsefni í skýrslu ársins og segir að líkamar kvenna eigi ekki að vera skotmörk þegar rætt er um fjölgun eða fækkun mannkyns. Í skýrslunni segir að í sögulegu ljósi hafi stefnur í frjósemismálum –&nbsp; sem ýmist er ætlað að fjölga eða fækka fæðingum – í flestum tilvikum reynst árangurslausar og geti grafið undan réttindum kvenna. „Mörg ríki hafa kynnt áætlanir til að stækka fjölskyldur með því að bjóða konum og maka þeirra fjárhagslegan hvata og umbun, en samt heldur fæðingartíðnin áfram að vera minna en tvö börn á hverja konu. Og viðleitni til að draga úr fólksfjölgun með þvinguðum ófrjósemisaðgerðum og þvinguðum getnaðarvörnum hefur falið í sér gróf mannréttindabrot,“ segir í skýrslunni.</p> <iframe width="1098" height="618" src="https://www.youtube.com/embed/yYvfaGHugQs" title="8 Billion Lives, Infinite Possibilities: The case for rights and choices" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p>Vakin er sérstök athygli á því að óheyrilegar margar konur og stúlkur hafi ekki rétt til að taka upplýstar ákvarðanir um líkama sinn þegar kemur að kynlífi, notkun getnaðarvarna eða að leita til heilsugæslu. Ný rannsókn í 68 ríkjum sýni að 44 prósent kvenna hafi ekki slíkan rétt. Þá hafi 257 milljónir kvenna um heim allan óuppfyllta þörf fyrir öruggar og áreiðanlegra getnaðarvarnir.</p> <p>„Fjölskylduáætlanir má ekki nota sem tæki til að ná frjósemismarkmiðum. Þær eiga að vera tæki til að styrkja einstaklinga. Konur eiga að geta valið hvort, hvenær og hversu mörg börn þær vilja eignast, óháð þvingunum frá álitsgjöfum eða embættismönnum,“ segir í World Population Report.</p>

04.10.2023Ný bók: Foreign Aid and Its Unintended Consequences, eftir Dirk-Jan Koch/ Routledge

02.10.2023Sextíu prósenta fjölgun fylgdarlausra flóttabarna á Miðjarðarhafi

<span></span> <p class="parag" style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Miðjarðarhafið er orðinn kirkjugarður fyrir börn og framtíð þeirra, sem reyna að komast yfir til Evrópu í von um betra líf,“ segir Regina De Dominicis, svæðisstjóri UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu og sérstakur umsjónarmaður flóttamannamála í Evrópu. </span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">Það sem af er ári hafa rúmlega 11.600 börn flúið yfir Miðjarðarhafið án foreldra sinna eða forsjáraðila, &nbsp;60 prósent fleiri en í fyrra en þá flúðu 7.200 fylgdarlaus börn yfir hafið.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF segir að dauðsföll og mannshvörf á Miðjarðarhafsleiðinni hættulegu hafi þrefaldast í sumar miðað við sumarið 2022. Á milli júní og ágúst á þessu ári létust að minnsta kosti 990 manns, þar á meðal börn, en í fyrra nam fjöldinn 334 manns. Raunverulegur fjöldi dauðsfalla er þó líklega mun hærri, þar sem mörg börn sem leggja ferðalagið á sig eru hvergi skráð eða finnast aldrei. Sem dæmi um þessa gífurlegu aukningu koma daglega um 4.800 manns á flótta til eyjarinnar Lampedusa á suður Ítalíu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Stríð, átök, ofbeldi og fátækt eru meðal helstu ástæðna að baki þessum mikla fjölda fólks á flótta. Rannsóknir sýna að fylgdarlaus börn eiga í mikilli hættu á að vera misnotuð á ferð sinni yfir Miðjarðarhafið, þá sérstaklega stúlkur og börn frá Afríku, sunnan Sahara. Fylgdarlaus börn sem hætta ein í þessa ferð eru ítrekað sett í yfirfulla gúmmíbáta eða aðra lélega báta sem þola ekki slæm veðurskilyrði. Aðstæðurnar eru sérstaklega slæmar fyrir börn og er mikill skortur á svæðisbundinni og samræmdri leitar- og björgunargetu á svæðinu sem eykur hættuna fyrir börn sem neyðast til flýja heimalönd sín,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/fjoldi-fylgdarlausra-barna-a-flotta-fra-nordu-afriku-eykst-um-60-prosent" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</span></p>

22.09.2023Utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Utanríkisráðherra undirritaði fjóra nýja rammasamninga við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í vikunni í tengslum við 78. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur sem hæst í New York. Í ráðherraviku allsherjarþingsins koma leiðtogar allra aðildarríkjanna 193 saman og hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sótt fjölda viðburða í vikunni auk þess sem hún hefur fundað með utanríkisráðherrum fjölmargra ríkja bæði nær og fjær.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ráðherravika allsherjarþingsins býður upp á tækifæri til þess að vinna traust ríkja úr öllum heimsálfum, byggja brýr og styrkja alþjóðakerfið, nú þegar hriktir í stoðum þess. Ísland leggur mikla áherslu á að standa með alþjóðalögum og því kerfi stofnana sem standa um þau vörð,“ segir Þórdís Kolbrún.</span></p> <h4><span>Fjórir nýir rammasamningar</span></h4> <p><span>Þórdís Kolbrún undirritaði samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til þriggja ára. Samningurinn er umgjörð um víðtækt og vaxandi samstarf Íslands og UNICEF og byggir á bestu starfsvenjum í þróunarsamvinnu sem miða að auknum og fyrirsjáanlegum kjarnaframlögum.</span></p> <p><span>Þá var rammasamningur við Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) framlengdur til þriggja ára. UN Women er ein af fjórum áherslustofnunum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og hafa íslensk stjórnvöld stutt hana ötullega frá því að hún var sett á laggirnar árið 2010.</span></p> <p><span>Í gær skrifaði Þórdís Kolbrún undir rammasamning við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) um áframhaldandi stuðning íslenskra stjórnvalda við stofnunina til næstu fimm ára. Palestína er eitt af áhersluríkjum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu og hafa íslensk stjórnvöld stutt starfsemi UNRWA um áratuga skeið með kjarnaframlögum auk þess sem íslenskir sérfræðingar hafa verið sendir til starfa á vegum stofnunarinnar.</span></p> <p><span>Á mánudag framlengdi utanríkisráðherra samning íslenskra stjórnvalda við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til þriggja ára. UNFPA er ein af fjórum áherslustofnunum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og samstarfið við stofnunina hefur farið vaxandi undanfarin ár. Stofnunin vinnur að kyn- og frjósemisheilbrigðismálum, aðgengi að mæðravernd og tryggingu frjósemisréttinda. UNFPA er leiðandi í að veita þjónustu við þolendur kynferðisbrota á átakasvæðum.</span></p> <h4><span>Samkomulag við Andorra um vinnudvöl ungs fólks undirritað</span></h4> <p><span>Fjórir tvíhliða fundir voru á dagskrá ráðherra í dag, þar á meðal með utanríkisráðherra Liechtenstein þar sem komandi formennska landsins í Evrópuráðinu var á dagskrá. Þá fundaði ráðherra jafnframt með utanríkisráðherrum Bútan, Kósovó og Fílabeinsstrandarinnar þar sem tvíhliða málefni sem og staða og horfur í alþjóðamálum voru á meðal helstu umræðuefna.</span></p> <p><span>Á tvíhliða fundi með Andorra í vikunni undirritaði Þórdís Kolbrún samkomulag um vinnudvöl ungs fólks (Youth Mobility) sem gerir ungu fólki frá Íslandi mögulegt að búa og starfa í Andorra í tvö ár, en Ísland hefur þegar gert sambærilega samninga við Bretland, Japan og Kanada. Fyrr í vikunni sótti ráðherra jafnframt fundi með utanríkisráðherrum Panama, Síle og Djibútí.&nbsp;</span></p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">The signing of an MoU on youth mobility between <a href="https://twitter.com/hashtag/Andorra?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#Andorra</a> and Iceland will provide our young people with important opportunities to gain new perspectives and further strengthen our close bond.<br /> <br /> Pleased to be a part of the moment at my meeting with <a href="https://twitter.com/mubachfont?ref_src=twsrc%5etfw">@mubachfont</a> today at <a href="https://twitter.com/hashtag/UNGA78?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#UNGA78</a>… <a href="https://t.co/s90DqbfJOX">pic.twitter.com/s90DqbfJOX</a></p> — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) <a href="https://twitter.com/thordiskolbrun/status/1704837521249583126?ref_src=twsrc%5etfw">September 21, 2023</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script> <p><span>Á mánudag átti utanríkisráðherra fund með Derek Chollet, ráðgjafa Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem tvíhliða málefni, varnarmál og málefni norðurslóða voru meðal annars rædd. Þórdís Kolbrún sótti sömuleiðis fund samtakanna International Crisis Group sem vinna að rannsóknum og greiningum á átakasvæðum.</span></p> <h4><span>Utanríkisráðherra í ræðustól allsherjarþingsins á morgun</span></h4> <p><span>Þessu til viðbótar hefur utanríkisráðherra jafnframt sótt ýmsa fjölþjóðlega viðburði í ráðherravikunni.&nbsp;<br /> Á þriðjudag flutti ráðherra opnunarávarp á viðburði á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem Ísland er í formennsku, en þar var ný skýrsla um aðgerðir til að binda enda á plastmengun fyrir árið 2040 á dagskrá.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Á þriðjudag var ráðherra viðstödd viðburð á vegum forseta Malaví. Þar var „vinum Malaví“ þakkað fyrir veittan stuðning og jafnframt farið yfir helstu efnahagsumbætur stjórnvalda eftir ítrekaðar náttúruhamfarir, eftirköst heimsfaraldursins og verðhækkanir vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Malaví er eitt þriggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Á miðvikudaginn undirritaði ráðherra nýjan <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/09/21/Island-undirritar-nyjan-hafrettarsamning-STh-um-liffraedilega-fjolbreytni/">samning</a>&nbsp;undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna (BBNJ) um líffræðilega fjölbreytni og sótti viðburð á vegum Kanada um tilefnislausar fangelsanir. Þá sat ráðherra fund í öryggisráði SÞ þar sem málefni Úkraínu voru til umræðu.</span></p> <p><span>Í gær fór fram fundur norrænna þróunarmálaráðherra en fundurinn er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Til umræðu voru áhrif innrásar Rússa í Úkraínu á þróunarsamvinnu, leiðir til þess að styrkja tengsl við hið hnattræna suður og hvernig Norðurlöndin geti stillt saman strengi við að efla þátt atvinnulífsins í þróunarsamvinnu.</span></p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">Honor to chair a meeting of the Nordic Ministers for Development Cooperation <a href="https://twitter.com/IcelandUN?ref_src=twsrc%5etfw">@IcelandUN</a> today. Nordic cooperation in the field <a href="https://twitter.com/hashtag/devcoop?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#devcoop</a> leads to much greater results than what we are able to achieve individually.<br /> <br /> As trusted donors, building on the relationship we have… <a href="https://t.co/MXnjdbAR1C">pic.twitter.com/MXnjdbAR1C</a></p> — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) <a href="https://twitter.com/thordiskolbrun/status/1704960629541335466?ref_src=twsrc%5etfw">September 21, 2023</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script> <p><span>Þá flutti ráðherra ávarp á ráðherrafundi um Leiðtogafund um framtíðina (e. Summit of the Future). Um er að ræða framtak António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem snýst um hvernig og hvort alþjóðasamfélagið geti gert með sér sáttmála um hvernig stýra megi sameiginlegum hagsmunamálum og skapað réttlæti og jöfnuð fyrir komandi kynslóðir.</span></p> <p><span>Á fimmtudag flutti Þórdís Kolbrún sömuleiðis ávarp á sérstökum viðburði skipulögðum af Evrópusambandinu í tengslum við stöðu mála í Belarús. Þar var samstaða við lýðræðishreyfingu Belarús áréttuð en Svetlana Tsiakhnouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, sótti jafnframt fundinn.&nbsp;</span></p> <p><span>Annað kvöld flytur svo utanríkisráðherra ávarp fyrir allsherjarþinginu. Reiknað er með að Þórdís Kolbrún stígi í ræðustól um kl. 14:30 að staðartíma og verður ræðan sýnd í <a href="https://media.un.org/en/webtv">beinu vefstreymi</a>&nbsp;á vef Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

22.09.2023Fulltrúar Íslands viðstaddir útskriftarathöfn vegna fæðingarfistils í Síerra Leóne

<p><span>Þrjátíu og tvær ungar konur útskrifuðust frá Aberdeen Women‘s Centre (AWC) spítalanum í Síerra Leóne á dögunum eftir vel heppnaðar aðgerðir sem laga fæðingarfistil. Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Síerra Leóne, var viðstödd útskriftarhátíðina ásamt tveimur öðrum fulltrúum utanríkisráðuneytisins en íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2019 stutt fjárhagslega við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um að útrýma fæðingarfistli í landinu.</span></p> <p><span>Fæðingarfistill myndast oft hjá unglingsstúlkum við að fæða börn en þess eru einnig dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga, með þeim afleiðingum að stúlkurnar hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum eða hægðum sem veldur þeim oft mikilli skömm og leiðir til félagslegrar útskúfunar. Konurnar sem nú voru útskrifaðar höfðu dvalið á spítalanum frá því í júní þar sem þær nutu umönnunar bæðir fyrir og eftir aðgerðirnar ásamt því að fá ýmiskonar hagnýta þjálfun.</span></p> <p><span>Stjórnvöld í Síerra Leóne hafa lagt mikla áherslu á það að útrýma fæðingarfistli í landinu og hleypti heilbrigðisráðherra landsins, Dr. Austin Demby, fimm ára landsáætlun gegn fæðingarfistli af stokkunum í vor. UNFPA, með fjárstuðningi frá Íslandi, veitti stjórnvöldum tæknilega aðstoð við gerð áætlunarinnar sem miðar að því að auka forvarnir gegn fæðingarfistli, efla umönnnum fyrir sjúklinga, styrkja samstarf milli hagsmunaraðila, tryggja fjármagn og efla eftirlit með það að leiðarljósi að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne. Samhliða kynningunni á landsáætluninni var stofnað aðgerðarteymi framkvæmdaraðila sem koma að fæðingarfistilsverkefnum í Síerra Leóne.</span></p> <p><span>Til þess að styðja við viðleitni stjórnvalda í Síerra Leóne hefur íslenska utanríkisráðuneytið frá 2019 fjárhagslega stutt verkefni UNFPA sem vinnur að markmiði stjórnvalda um að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne. Lögð er áhersla á að styrkja forvarnir, meðal annars með vitundarvakningu um skaðlegar hefðir sem geta aukið líkurnar á því að konur þrói með sér fæðingarfistil, og að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, þar á meðal aðgengi að aðgerðum til að lækna fæðingarfistil. Einnig fá konur og stúlkur félagslega valdeflingu eftir að aðgerðin hefur farið fram.&nbsp;</span></p> <h2><span>Saga hinnar 24 ára gömlu Siu Bonsu</span></h2> <p><span>Við útskriftarhátíðina sagði hin 24 ára gamla Sia Bonsu frá reynslu sinni af fæðingarfistli. Hún hafði 16 ára gömul gengið í gegnum erfiða fæðingu þar sem að barnið hennar fæddist andvana. Sia varð svo fyrir frekara áfall þegar í ljós kom að fæðingin hafði leitt til þess að hún hafði þróað með sér fæðingarfistil.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ég glímdi við mikinn og langvarandi þvagleka sem varð þess valdandi að barnsfaðir minn yfirgaf mig. Eftir að hafa gengið í gegnum kennaranám og hafið störf sem kennari lenti ég í því einn daginn að nemendur kvörtuðu yfir þvaglykt í kennslustofunni. Ég upplifði mikla skömm þar sem samfélagið hæddist að mér. Foreldrum mínum fannst ástandið á mér vera vandræðalegt“&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Sia heyrði í fyrsta skipti um fæðingarfistilsaðgerðir á AWC í gegnum umræður sem áttu sér stað á útvarpsstöð í Kono, heimahéraðinu hennar í Síerra Leóne. Umræðurnar mörkuðu upphafið að bataferli hennar og ferðaðist hún til Freetown í apríl 2023 til þess að heimsækja spítalann.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Hjúkrunarfræðingur fullvissaði mig um að hægt væri að lækna fæðingarfistil. Sem betur fer sneri ég aftur til AWC til þess að gangast undir aðgerðina. Miðstöðinni, með stuðningi styrkaraðila, hefur tekist að lækna mig án þess að ég hafi sjálf þurft að borga krónu!“&nbsp;</span></p> <p><span>Sia minntist á að fjölmargar aðrar konur í Síerra Leóne glímdu við fæðingarfistil: <span class="blockqoude">„Ég lít á sjálfa mig sem sendiherra sem getur rætt við þessar konur um mikilvægi þess að leita sér meðferðar við fæðingarfistli en til þess að það skili árangri þurfum við allan þann stuðning sem við getum fengið. Ég hvet því stuðningsaðila til þess að viðhalda stuðningi sínum til þess að létta lund allra þeirra kvenna sem glíma við fæðingarfistil í Síerra Leóne.“&nbsp;</span><br /> </span></p>

20.09.2023A fair share of climate finance?/ ODI

19.09.2023Staða kvenna í Afganistan rædd að frumkvæði Íslands

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu í gær fyrir viðburði í New York, í samstarfi við UN Women, um stöðu kvenna í Afganistan, í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti þar opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan eftir </span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">valdatöku talíbana fyrir rúmum tveimur árum og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kerfisbundin brot á mannréttindum afganskra kvenna og útilokun þeirra frá nánast öllum sviðum samfélagsins í Afganistan undir stjórn talíbana eru eitt alvarlegasta mannréttindabrot í heiminum í dag. Afganskar konur – innanlands og í útlegð – hafa kallað eftir því að sterkustu mögulegu orðum verði beitt til að fordæma stefnu og starfshætti Talíbana, sem samkvæmt skýrslunni „Staða kvenna og stúlkna í Afganistans“ sem kom út í sumar, felur í sér kynbundnar ofsóknir og kerfisbundna aðskilnaðarstefnu kynjanna.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Jafnrétti kynjanna og efling og verndun mannréttinda eru forgangsmál ríkisstjórnar Íslands. Í ljósi þessa hefur Ísland ítrekað vakið heimsathygli á hrikalegum aðstæðum kvenna og stúlkna í Afganistan, meðal annars á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, í mannréttindaráði SÞ og á öðrum fundum háttsettra embættismanna. Þá hefur Ísland aukið fjármagn til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Viðburðurinn kemur í kjölfar fundar sem forsætisráðherra átti með hópi afganskra kvenna sem sóttu 67. þing kvennanefndarinnar, CSW67, í mars síðastliðnum um það hvernig þjóðarleiðtogar geta notað raddir sínar, vettvang, áhrif og völd til að styðja afganskar konur.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ljóst er að þrátt fyrir skelfilegar mannúðarþarfir afgönsku þjóðarinnar og víðtæka fordæmingu alþjóðasamfélagsins hafa yfirvöld haldið áfram árásum sínum á réttindi kvenna með það að markmiði að útrýma konum kerfisbundið úr opinberu lífi. </span></p>

18.09.2023UNGA78: Allsherjarþingið hefst á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ráðherravika allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna stendur yfir alla þessa viku og hefst í dag með leiðtogafundi um heimsmarkmiðin. Einnig verður boðað til leiðtogafundar um loftslagsmál og ráðherrafunda um heilbrigðismál, fjármögnun þróunar og undirbúningsfundar fyrir leiðtogafund um framtíðina, sem haldinn verður á næsta ári. Hundruð hliðarviðburða hafa verið skipulagðir í&nbsp; ráðherravikunni og Ísland stendur fyrir einum slíkum – um konur í Afganistan – sem fram fer í dag.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra taka þátt í störfum ráðherravikunnar. Forsætisráðherra stýrir meðal annars hringborði á leiðtogafundinum um heimsmarkmiðin og utanríkisráðherra flytur ræðu Íslands í almennri umræðu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þetta er ekki tíminn til að setja sig í stellingar. Aðgerðir er það sem heimurinn þarfnast,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna áður en allsherjarþingið var sett. “Fjölpóla heimur er í mótun. Það getur verið jafnvægisþáttur, en fjölpóla heimur getur einnig leitt til vaxandi spennu, sundrungar og enn verra ástands.”</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Guterres lagði áherslu á mikilvægi málamiðlana og sagði að í ráðherravikunni yrði meðal annars rætt um mikilvægustu málaflokka samtímans, loftslagsmál, heilsu, stríðsátök, hækkandi framfærslukostnað og vaxandi ójöfnuð.</span></p>

16.09.2023Ísland veitir fjárstuðning til uppbyggingar sjálfbærra fiskveiða í þróunarríkjum

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa undirritað <a href="https://www.wto.org/english/news_e/pres23_e/pr932_e.htm" target="_blank">samning</a>&nbsp;við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) um fjárstuðning til þróunarríkja við að koma á fót sjálfbærri fiskveiðistjórnun. Stuðningurinn nemur 500 þúsund svissneskum frönkum, en Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands í Genf, við sérstakt tilefni ásamt Ngozi Okonjo-Iweala, framkvæmdastýru Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.</span></p> <p><span>Þá átti ráðuneytisstjóri sömuleiðis fund með aðstoðarframkvæmdastýru WTO í tengslum við samningaviðræður um ríkisstyrki í sjávarútvegi, sem Einar Gunnarsson fastafulltrúi Íslands í Genf, stýrir.</span></p> <h3><span>Haustlota mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafin</span></h3> <p><span>Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins tók þátt í 54. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Genf í vikunni. Hann ávarpaði mannréttindaráðið tvívegis fyrir hönd Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Þá flutti fastafulltrúi Íslands jafnframt sameiginlegt ávarp Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna um stöðu mannréttinda í Afganistan og Súdan.</span></p> <p><span>Ísland á mikið og gott samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin á vettvangi mannréttindaráðsins og í þessari fundarlotu verða flutt um þrjátíu ávörp í nafni ríkjanna átta. Þá flytur Ísland einnig nokkur ávörp eitt og sér. Ávörpin má lesa á vefsíðu fastanefndar Íslands í Genf.</span></p> <p><span>Í yfirstandandi lotu á Ísland aðild að nýrri ályktun sem fjallar um ólaunaða og launaða umönnunarvinnu sem,&nbsp; falla oftar en ekki í hlut kvenna og er því mikilvægt jafnréttismál. Auk Íslands eiga Argentína, Mexíkó og Spánn aðild að kjarnahópnum.</span></p> <p><span>Ráðuneytisstjóri fundaði jafnframt með Nada Al-Nashif aðstoðarmannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingarinnar, bakslag í jafnréttismálum, málefni hinsegin fólks og mannréttindamál í Afganistan og Íran voru til umræðu. Þá átti ráðuneytisstjóri fund með hópi fastafulltrúa í Genf þar sem framboð Íslands til mannréttindaráðsins og staða og horfur í mannréttindamálum heimsins voru í brennidepli. &nbsp;</span></p> <p><span>Mannréttindaráðið fundar þrisvar á ári, fjórar til sex vikur í senn. Þess utan kemur það saman til að ræða einstök og brýn mannréttindamál. Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um átján mánaða skeið á árabilinu 2018-2019 og sækist nú eftir kjöri í ráðið í heilt kjörtímabil árin 2025-2027. Kosningar fara fram á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna haustið 2024.</span></p>

14.09.2023Staða hinsegin fólks í Úganda og stuðningur við Úkraínu til umræðu á fundi með þróunarmálaráðherra Noregs

<p><span>Stuðningur við Úkraínu og staða hinsegin fólks í Úganda voru ofarlega á baugi á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Anne Beathe Tvinnereim, þróunarmálaráðherra Noregs, sem haldinn var í Ósló í gær.</span></p> <p><span></span>Íslensk og norsk stjórnvöld eru meðal þeirra ríkja sem hafa haft sig hvað mest í frammi og gagnrýnt harðlega ný og umdeild lög í Úganda sem herða viðurlög við samkynhneigð. Ráðherrarnir ræddu mögulegar leiðir til að bregðast við þeim mannréttindabrotum sem í lögunum felast og hvernig koma&nbsp; megi á samtali um málefni og réttindi hinsegin fólks í landinu.</p> <p><span class="blockqoude">„Það er ömurlegt að sjá hvernig mannréttindi hinsegin fólks í Úganda eru nú fótum troðin. Allar ákvarðanir í þessa veru eru einungis til þess fallnar að ala á fordómum, hatri og útskúfun minnihlutahópa, sem eru engu samfélagi til heilla. Samkynhneigð er enn álitin glæpur í yfir sjötíu aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og víða um heim á sér nú stað alvarlegt bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Bæði Ísland og Noregur hafa beitt sér fyrir umbótum í mannréttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og við munum halda því áfram,” segir Þórdís Kolbrún.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p>Ráðherrarnir ræddu sömuleiðis áframhaldandi stuðning við Úkraínu og áætlanir þar að lútandi, en íslensk stjórnvöld hafa veitt á annan milljarð króna til stuðnings Úkraínu frá því að Rússland réðst inn í landið.&nbsp;</p> <p>Þá fjölluðu ráðherrarnir jafnframt um samstarf ríkjanna innan Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) en Ísland mun taka sæti í FAO-ráðinu á næsta ári þar sem Noregur á nú þegar sæti. Þá gefst tækifæri til enn nánara samstarfs milli ríkjanna, enda leggja þau bæði mikla áherslu á málefni hafsins. Að lokum var rætt um norrænt samstarf og frekari þátttöku atvinnulífs í uppbyggingu og fjárfestingum í þróunarríkjum, sem er mikilvægur þáttur í fjármögnun Heimsmarkmiðanna.&nbsp;</p> <h3>Málefni Úkraínu einnig til umræðu á fundi með forseta Alþjóðabankans&nbsp;</h3> <p> Utanríkisráðherra tók jafnframt þátt í fyrsta fundi ráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna (NB8) með Ajay Banga, forseta Alþjóðabankans, sem tók við embætti í júní. Löng hefð er fyrir því að forseti Alþjóðabankans fundi árlega með ráðherrum kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, til að fara yfir þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni og koma áherslum kjördæmisins á framfæri innan bankans.&nbsp; &nbsp;</p> <p>Breytingar á hlutverki alþjóðlegra þróunarbanka var ofarlega á baugi á fundinum. Mikil umbótavinna á sér nú stað innan Alþjóðabankans,&nbsp; sem miðar að því að endurskoða alla starfshætti, þar á meðal fjárhags- og rekstrarkerfi í því skyni að&nbsp; gera bankanum betur kleift að takast á við þær&nbsp; áskoranir sem þróunarríkin standa frammi fyrir. Málefni Úkraínu voru einnig ofarlega á blaði á fundinum en Alþjóðabankinn hefur gegnt leiðandi hlutverki í fjárhagslegum stuðningi við Úkraínu, ekki síst til að milda áhrif stríðsins á fátækari ríki heims.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p> <p><span class="blockqoude">„Alþjóðabankinn hefur um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Það er ánægjulegt að sjá hversu kröftug, raunsæ og metnaðarfull áform nýs forseta bankans eru og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs“ segir Þórdís Kolbrún.</span></p>

14.09.2023Putting Poverty Back on the Map: Introducing the World Bank’s New Geospatial Poverty Portal/ Alþjóðabankablogg

14.09.2023Börn tvöfalt líklegri en fullorðnir til að búa við matarskort

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Á heimsvísu eru börn rúmlega 50 prósent þeirra sem búa við sárafátækt, þrátt fyrir að vera aðeins þriðjungur jarðarbúa. Börn eru meira en tvöfalt líklegri en fullorðnir til þess að skorta mat, hreinlætisaðstöðu, skjól, heilbrigðisþjónustu og menntun sem þörf er á til þess að lifa og dafna. Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðabankans, býr eitt af hverjum sex börnum á heimsvísu við sárafátækt. Alls eru 333 milljónir barna sem komast af með minna en 300 krónur á dag, eða 2,15 Bandaríkjadali, en á árunum 2013 til 2022 voru það um 383 milljónir barna. Þótt árangur hafi náðst og börnum fækkað lítillega í þessum hópi hægði heimsfaraldur COVID-19 mjög á framförum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> Skýrslan – <a href="https://www.unicef.org/documents/child-poverty-trends" target="_blank">Global Trends in Child Monetary Poverty According to International Poverty Lines</a>&nbsp;– kemur út í aðdraganda fundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst í næstu viku í höfuðstöðvum samtakanna í New York. Þar koma helstu þjóðarleiðtogar heims saman og ræða meðal annars þróun og framtíð heimsmarkmiðanna. Alþjóðabankinn skilgreinir sárafátækt sem einstaklinga sem lifa á innan við 2,15 dölum á dag, eða sem nemur um 300 krónum miðað við núverandi gengi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fyrsta markmið heimsmarkmiðanna er að binda enda á fátækt fyrir árið 2030. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að það muni ekki nást án aukinna aðgerða. Líkt og Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF segir, hefur alþjóðasamfélaginu tekist að lyfta milljónum barna upp úr fátækt en samt sem áður hafa áföll líkt og COVID-19, loftslagsbreytingar og efnahagslegar niðursveiflur dregið úr framförum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> „Enn eru milljónir barna sem búa við mikla fátækt. Við getum ekki brugðist þessum börnum heldur þarf að tryggja þeim aðgang að nauðsynlegri þjónustu, þar á meðal menntun, heilbrigðisþjónustu, og félagslega vernd. Að binda enda á sárafátækt er stefnumótandi ákvörðun stjórnvalda,“ segir Russell.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skýrslan sýnir einnig fram á að 40 prósent barna sunnan Sahara í Afríku búi við sárafátækt. Ástæður sem liggja þar að baki eru til dæmis hröð fólksfjölgun, heimsfaraldurinn, átök og loftslagshamfarir.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Luis-Felipe Lopez-Calva framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum segir nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öll börn eigi skýra leið út úr fátækt og hafi jafnan aðgang að menntun, heilbrigðisþjónustu, næringu, félagslegri vernd og öryggi. Hann segir skýrsluna brýn áminningu um að ekki megi tapa baráttunni gegn fátækt og ójöfnuði og að málefni barna þurfi að vera í forgrunni.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.org/documents/child-poverty-trends" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

12.09.2023Kennsluefni um flóttafólk komið út á íslensku

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttamannastofnun Sameinu þjóðanna, UNHCR, hefur í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna þýtt kennsluefni um flóttafólk sem er aðgengilegt á netinu og ókeypis. Það tekur mið af mismunandi aldurshópum og býður upp á teiknimyndir, stutt myndbönd og tillögur að umræðu í kennslustofunni, hópavinnu og verkefni, en felur einnig í sér markvissa handbók fyrir kennara ásamt kennsluáætlunum. Námsefnið hefur verið þróað af UNHCR og hefur þegar verið þýtt á nokkur önnur tungumál. Félag Sameinuðu þjóðanna annaðist íslensku útáfuna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við höfum heyrt frá kennurum á Íslandi að það sé veruleg vöntun á námsefni sem þessu og við erum mjög ánægð með að geta hjálpað. Vaxandi fjöldi fólks á flótta á heimsvísu er eitthvað sem við sjáum bersýnilega í íslensku samfélagi, svo að slíkt efni hefði ekki getað komið á mikilvægari tíma. Það hefur verið frábært að starfa með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í þessu ferli og við erum ánægð að geta gefið það loksins út núna þegar skólar hefjast að nýju,“ segir Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Málefni flóttafólks eru til stöðugrar umræðu, í fréttum, á samfélagsmiðlum og við matarborðið. Því miður eru þessi mál umlukin mörgum ranghugmyndum og misskilningi,“ segir Annika Sandlund, fulltrúi Flóttamannastofnunar SÞ á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Börnin okkar erfa flókinn heim og því skuldum við þeim að tryggja að þau hafi réttar staðreyndir, tölur og þekkingu til að hjálpa þeim að skilja ástand og stöðu flóttamála í heiminum. Við erum afar ánægð með að geta komið þessu efni á framfæri nú í íslensku samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi,“ segir hún.</span></p>

08.09.2023Nýr samningur við frjáls félagasamtök í Úganda

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í sendiráði Íslands í Kampala hefur verið undirritaður samningur við samtökin Child Care and Youth Empowerment Foundation (CCAYEF). Um er að ræða innanlands samtök sem vinna að því að bæta lífskjör barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">CCAYEF styðja stjórnvöld í Buikwe-héraði, sem er annað af tveimur samstarfshéruðum Íslands í Úganda, við innleiðingu úrbóta í vatns- og hreinlætismálum. Í því felst að tryggja að heimili í völdum fiskiþorpum hafi aðgang að og nýti bætta vatns- og hreinlætisaðstöðu. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla getu héraðsyfirvalda á þessu sviði. Þar að auki er þeim ætlað að efla samfélög í að sækja rétt sinn og hvetja til samskipta við þjónustuaðila og yfirvöld.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samningurinn er til eins árs og gildir til október 2024 og hljóðar upp á tæpar 19 milljónir íslenskra króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hildigunnur Engilbertsdóttir forstöðukona sendiráðsins undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands.</span></p>

08.09.2023Metfjöldi barna á flótta í Suður-Ameríku og Karíbahafi

<p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Metfjöldi barna er nú á flótta í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Samkvæmt velferðarviðvörun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru börn á flótta á svæðinu óvíða fleiri í heiminum. Þrjú svæði eru sérstaklega nefnd í greiningu UNICEF, Darién frumskógurinn milli Kólumbíu og Panama, Venesúela, og norðurhluti Mið-Ameríku og Mexíkó.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt Garry Conille, framkvæmdastjóra UNICEF í Suður-Ameríku og Karíbahafinu, eru sífellt fleiri börn á flótta í þessum heimshluta, þau eru yngri en áður og frá fleiri löndum, jafnvel ríkjum Afríku og Asíu. „Aukið ofbeldi, óstöðugleiki, fátækt og loftslagsáhrif valda því að sífellt fleiri börn eru á flótta. Á ferð þeirra eru þau berskjölduð fyrir sjúkdómum, ofbeldi, og misnotkun og jafnvel þó þau komist á áfangastað er öryggi þeirra fjarri því tryggt,“ segir Conille.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Árið 2021 flúðu minnst 29 þúsund börn í gegnum hættulegan Darien-frumskóginn. Árið 2022 hækkaði sú tala upp í 40 þúsund börn og það sem af er ári hafa yfir 60 þúsund börn, helmingur þeirra undir fimm ára aldri, flúið gegnum frumskóginn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Upplýsingar frá bandarísku toll- og landamæragæslunni gefa einnig til kynna að meira en 149 þúsund börn hafi farið yfir landamærin yfir til Bandaríkjanna árið 2021, 155 þúsund börn árið 2022 og á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafa meira en 83 þúsund börn náð að landamærunum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Um allan heim eru börn um 13 prósent alls fólks á flótta en á svæðinu í Suður-Ameríku og Karíbahafinu eru börn um 25 prósent þeirra sem eru á flótta sem er hæsta hlutfall í heimi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur af miklum krafti með samstarfsaðilum og stjórnvöldum á svæðinu til þess að stuðla að öruggum fólksflutningaleiðum, bjóða upp á mannúðaraðstoð og veita börnum nauðsynlega þjónustu.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/yrcwwuoeL1Y?si=liXnqM07Sn2xtiF7" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna heldur áfram að hvetja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja réttindi, öryggi og velferð fólks og barna á flótta, meðal annars með því bæta aðgengi að nauðsynlegri þjónustu á svæðinu, setja af stað aðgerðir sem sporna gegn ofbeldi, tryggja menntunarmöguleika fyrir börn, ungt fólk og fjölskyldur, stækka öruggar flóttaleiðir fyrir börn og fjölskyldur, og efla fjölskyldusameiningarferli í aðildarlöndunum. &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p>

07.09.2023Herferð Flóttamannastofnunar SÞ: Von fjarri heimahögum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, hefur hrundið af stað alþjóðlegri herferð sem kallast „Von fjarri heimahögum“ eða „Hope Away from Home“ til að afla stuðnings og kalla eftir skuldbindingu þjóða um að standa vörð um réttindi einstaklinga sem flýja átök, ofbeldi og ofsóknir. Herferðinni er hleypt af stokkunum á tímum fordómalausra nauðungarflutninga en 110 milljónir einstaklinga eru á flótta um heim allan og búa við vaxandi ógnir um hæli og vernd, að því er segir í frétt frá stofnuninni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á þörf fyrir samúð, góðvild og samstöðu gagnvart þeim sem flýja mótlæti og fordæmir hindranir, takmarkanir og mismunun gagnvart þeim. Lögð er áhersla á ábyrgð alþjóðasamfélagsins að veita öryggi og vernd og tryggja að flóttafólk geti lifað með reisn. Andúð á flóttafólki, ströng inntökustefna og útlendingahatur grafa undan grundvallarréttindum til að leita öryggis víðs vegar um heiminn og neyða flóttafólk í hættulegar ferðir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að fleiri þjóðir bjóði flóttafólk ríkulega velkomið og verndi það, en í dag eru það sérstaklega lág- og meðaltekjuríki sem bera þungann af fjölda flóttamanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Markmið herferðarinnar er að breyta alþjóðlegri samstöðu í áþreifanlegar aðgerðir og lausnir með alþjóðlegu samstarfi, lagaumbótum og stefnubreytingum. Á næstu þremur árum ætlar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar að beita sér fyrir breytingum á fimm lykilsviðum, þar á meðal aðgengi að öruggu landsvæði, viðunandi aðstæðum fyrir flóttafólk og fjölgun varanlegra lausna. Herferðin kallar einnig eftir stuðningi við þjóðir og samfélög sem hafa lítið fjármagn og hýsa flóttamenn.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #333333; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNHCR er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árleg kjarnaframlög til UNHCR samkvæmt rammasamningi. Reglubundin og óeyrnamerkt framlög Íslands gera stofnuninni kleift að forgangsraða í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda á hverjum tíma. Sem liður í eftirfylgni með þróunarsamvinnuframlagi Íslands gerðist Ísland aðili að framkvæmdanefnd UNHCR (e. Executive Committee, ExCom). Nefndin er ráðgefandi auk þess sem hún leggur mat á vinnuáætlanir UNHCR og afgreiðir fjárhagsáætlanir stofnunarinnar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unhcr.org/hope/" target="_blank">Vefur herferðarinnar</a></span></p>

05.09.2023Um fimm milljónir barna í brýnni þörf á mannúðaraðstoð í Malí

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nærri fimm milljónir barna eru í brýnni þörf á mannúðaraðstoð í Malí. Þar á meðal er þörf á næringu, menntun og verndarþjónustu, auk aðgangs að hreinu vatni. Samkvæmt fulltrúum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, má gera ráð fyrir að nærri ein milljón barna undir fimm ára aldri glími við bráðavannæringu það sem eftir lifir árs. Þar af eigi um 200 þúsund börn á hættu að deyja úr hungri án nauðsynlegrar mannúðaraðstoðar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">"Malí er að ganga í gegnum flókna mannúðarkreppu og þarf á brýnum stuðningi að halda til þess að afstýra hörmungum fyrir börn sem verða verst úti í átökum sem þau hafa ekki átt þátt í að skapa,“ segir Ted Chaiban, aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í mannúðaraðgerðum og birgðamálum í <a href="https://www.unicef.is/vidvarandi-atok-gera-born-i-mali-enn-vidkvaemari-fyrir-vannaeringu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef stofnunarinnar. „UNICEF hefur verið á vettvangi í gegnum sum erfiðustu ár Malí og mun Barnahjálpin halda áfram aðstoð sinni svo lengi sem á henni er þörf,“ sagði Ted Chaiban.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Auk ofbeldis og átaka í Malí hafa loftslagsáföll leitt til gríðarlegrar aukningar fólks á flótta víðsvegar í landinu á síðustu mánuðum. Af þeim 377 þúsund manns sem eru á flótta, eru börn meiri en helmingur þeirra og eru nú að minnsta kosti 1,6 milljónir barna í Malí í brýnni þörf á vernd.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við verðum að gera það sem við getum til að hjálpa viðkvæmum fjölskyldum, sérstaklega börnum og konum, með því að vinna náið með samstarfsaðilum okkar til að koma í veg fyrir hungursneyð, og takast á við bráða fæðuóöryggi og vannæringu,“ sagði Carl Skau, aðstoðarframkvæmdastjóri Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna kalla eftir öruggu aðgengi til þess að mæta þörfum barna í Malí en þörf er á um 184 milljónum Bandaríkjadala til þess að ná til 4,7 milljóna barna í Malí fyrir loka árs. &nbsp;</span></p>

31.08.2023Soldiers and Citizens/ UNDP

31.08.2023Landgræðsluskóli GRÓ útskrifar 23 nemendur

<span></span> <p>Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í vikunni fjölmennasta nemendahópinn frá upphafi, 23 sérfræðinga, 12 konur og 11 karla. Alls hafa 198 sérfræðingar útskrifast frá Landgræðsluskólanum á sextán starfsárum skólans.</p> <p>Landgræðsluskólinn er eitt fjögurra þjálfunarprógramma, sem rekin eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Einnig eru starfandi á vegum GRÓ Jafnréttisskóli, Jarðhitaskóli og Sjávarútvegsskóli. Heildarfjöldi útskrifaðra nemenda úr skólunum fjórum er nú 1.646. Þá hafa<span>&nbsp; </span>103 fyrrverandi nemendur lokið meistaragráðu með skólastyrk frá GRÓ við íslenska háskóla og 22 hafa lokið doktorsprófi. Þá hafa rúmlega 4.000 sótt styttri námskeið sem skipulögð hafa verið af GRÓ skólunum fjórum á vettvangi. </p> <p>Nemendurnir eru allir sérfræðingar á sviði sjálfbærrar landnýtingar og vistheimtar og koma frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans í Asíu og Afríku. Þau eru frá átta löndum: Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Nígeríu, Úganda og Úsbekistan. Tveir nemendanna, sem bæði eru frá Nígeríu, starfa fyrir landsvæði sem eru hluti af alþjóðlega netverkinu „Maðurinn og lífhvolfið“ (Man and the Biosphere MAB) á vegum UNESCO. Utanríkisráðuneytið styrkir árlega tvo nemenda frá slíkum MAB svæðum yfir fimm ára tímabil og er þetta í annað skipti sem MAB nemendur koma til námsins í gegnum umrætt samstarf. </p> <p>Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hýsir Landgræðsluskólann, og Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður skólans. Sjöfn og Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður GRÓ, afhentu nemendum útskriftarskírteinin.</p>

30.08.2023Exclusive: 'Rot is so much deeper' — decades of Ethiopia aid manipulation/ Devex

30.08.2023Publication: Digital-in-Health: Unlocking the Value for Everyone/ WorldBank

29.08.2023Börn eiga að vera í forgrunni allra loftslagsaðgerða ​

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í fyrsta sinn gefið út opinberar leiðbeiningar til aðildarríkja, með vísan í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, um að þau verði að tryggja börnum hreint, heilbrigt og sjálfbært umhverfi með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tilmælin eru sem gefin voru út í dag eru ítarleg útlistun og staðfesting á skyldum aðildarríkja gagnvart Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og hamfarahlýnun. Sáttmálinn var gefinn út árið 1989 og er útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en 196 ríki fullgiltu hann. Hér á Íslandi var það gert þann 27. nóvember 1992 og hann síðar lögfestur 20. febrúar árið 2013.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nýju leiðbeiningarnar bera yfirskriftina&nbsp;„Almenn athugasemd 26 um réttindi barna og umhverfið með sérstaka áherslu á loftslagsbreytingar“&nbsp;tekur sérstaklega fyrir loftslagsvána, hrun líffræðilegs fjölbreytileika, mengun og útlistar gagnaðgerðum til að vernda börn, líf þeirra og sjónarmið, að því er fram kemur í frétt UNICEF.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Börn um allan heim hafa leitt baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Skorað á stjórnvöld og fyrirtæki að grípa til aðgerða til að vernda Jörðina og framtíð þeirra. Með Athugasemd 26 er nefndin ekki aðeins að taka undir og lyfta sjónarmiðum barna, heldur líka að skilgreina réttindi barna í tengslum við umhverfismál sem aðildarríki verða að virða, vernda og uppfylla. Í heild og þegar í stað,“ segir Philip Jaffé í Barnaréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Almenn athugasemd 26 tiltekur að aðildarríki beri ekki aðeins skylda til að vernda börn gegn yfirvofandi skaða heldur einnig gegn fyrirsjáanlegum brotum gegn réttindum þeirra í framtíðinni, ýmist vegna aðgerða eða aðgerðaleysis viðkomandi ríkja. Enn fremur er undirstrikað að hægt sé að gera ríki ábyrg fyrir umhverfisspjöllum, ekki aðeins innan þeirra landamæra, heldur einnig fyrir aðkomu að skaðlegum umhverfisáhrifum og loftslagsbreytingum utan þeirra.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Öll þau 196 ríki sem fullgilt hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru hvött til að grípa til tafarlausra aðgerða til að hætta að nota kol, olíu og gas í þrepum og færa sig að endurnýjanlegri orkugjöfum, bæta loftgæði og tryggja aðgengi að hreinu vatni, ráðast í gagngerar breytingar á landbúnaðar- og sjávarútveg til að framleiða hollar og sjálfbærar afurðir og verja líffræðilegan fjölbreytileika vistkerfa.</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/born-i-forgrunni-allra-loftslagsadgerda" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

28.08.2023Ósýnilegar konur í Afganistan segja frá

<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„<a href="https://www.afteraugust.org/" target="_blank">Eftir ágúst</a>“ er yfirskrift á vefsvæði UN Women í þeim tilgangi að skrásetja og deila reynslu og lífi kvenna og stúlkna í Afagnistan með heiminum. Titillinn undirstrikar þann breytta veruleika sem blasir við konum eftir valdatöku talíbana í landinu 15.ágúst 2021. Vefsvæðið er andsvar við tilraunum talíbana að gera afganskar konur ósýnilegar og byggist á því „sjónarmiði að þegar óréttlæti er orðið að daglegu brauði er þögnin óafsakanleg,“ eins og segir á<a href="https://unwomen.is/afganistan-after-august-frasogn-hira/" target="_blank"> vef</a> UN Women.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur: „Tvö ár eru frá því að talíbanar tóku völd í&nbsp;Afganistan&nbsp;í annað sinn.&nbsp;Síðan þá hefur veruleiki kvenna og stúlkna í ríkinu umturnast og búa þær við kúgun, áreiti og ofbeldi. Konur og stúlkur í Afganistan hafa misst öll helstu grundvallarmannréttindi sín, þær mega ekki stunda nám, hafa verið hraktar af vinnumarkaðnum og ferða- og tjáningarfrelsi þeirra hefur verið skert verulega. Öll sú vinna sem hefur verið unnin í átt að jafnrétti kynjanna þar síðastliðna áratugi er orðin að engu og misréttið hefur áhrif á allt þeirra líf.“</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women segir að þrátt fyrir mótlætið mæti afganskar konur og stúlkur ógnarstjórn og kúgunaraðferðum talíbana með óttalausri seiglu og baráttuhug og að þær haldi áfram að mótmæla, veita viðnám og tjá sig. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.afteraugust.org/" target="_blank">After August</a></span></p>

24.08.2023Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra á fundi með framkvæmdastjóra hjá Alþjóðabankanum

<span></span> <p class="paragraph"><span class="normaltextrun" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áttu í dag fund í utanríkisráðuneytinu með Jorge Familiar framkvæmdastjóra fjárreiða (Vice President and Treasurer) hjá Alþjóðabankanum í Washington.&nbsp;</span><span class="eop" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p class="paragraph"><span class="normaltextrun" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Heimsóknin hingað til lands er sú fyrsta í hringferð hans um Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin til að kynna fjárhagslega hlið breytinga á starfsemi bankans sem nú eru til umræðu. Umfangsmikil umbótavinna hefur staðið yfir undanfarið ár sem nefnd hefur verið framþróun Alþjóðabankans eða „Evolving the World Bank“. Hún snertir alla þætti starfsemi bankans þar á meðal&nbsp; framtíðarsýn og hlutverk hans, fjárhagslíkan og rekstrarlíkan. Stefnt&nbsp; er að því að heildstæðar tillögur liggi fyrir til samþykktar á ársfundi bankans sem haldinn verður í Marrakesh í Marokkó í október næstkomandi.</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p class="paragraph"><span class="normaltextrun" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tilgangur þessarar vinnu er að tryggja að bankinn sé til þess fallinn að takast sem best á við fjölþættar áskoranir samtímans, ekki síst hnattrænar áskoranir á borð við loftslagsmál, samhliða því að vinna að útrýmingu fátæktar og bættum lífskjörum í samstarfslöndum bankans.</span><span class="eop" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p>

21.08.2023Valdaránið í Níger ógnar velferð tveggja milljóna barna

<span></span><span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fulltrúi&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Níger í kjölfar valdaráns þar í landi í síðasta mánuði ógna velferð og réttindum rúmlega tveggja milljóna barna sem þurfi nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda. Hjálpargögn séu nú strand við landamæri Níger og kallar&nbsp;UNICEF&nbsp;eftir því að málsaðilar tryggi öruggt aðgengi fyrir mannúðaraðstoð og starfsfólk svo hægt sé að bregðast við neyðarástandi barna.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF&nbsp;heldur áfram að dreifa nauðsynlegri mannúðaraðstoð til barna og í síðasta mánuði komum við næringarríku jarðhnetumauki til 1.300 heilsugæslumiðstöðva, eða sem nemur meðhöndlun vannæringar fyrir ríflega 100 þúsund börn á næstu mánuðum. Þetta er hins vegar ekki nóg,“ segir&nbsp;Stefano&nbsp;Savi, fulltrúi&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Níger.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Savi&nbsp;segir í <a href="https://www.unicef.is/hjalpargogn-komast-ekki-inn-i-niger-og-ogna-velfred-milljona-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF að meira þurfi að gera þar sem skortur á rafmagni undanfarið sé skaðlegur fyrir þá innviði sem reiði sig á það, svo sem heilbrigðisstofnanir og 95% köldu keðjunnar svokölluðu sem tryggir örugga dreifingu lyfja og bóluefna víðs vegar um landið.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við höfum miklar áhyggjur af því að nauðsynlegar hjálpargagnasendingar strandi nú við landamæri Níger. Eins og staðan er núna er&nbsp;UNICEF&nbsp;með tvo gáma fasta við landamæri Benín, 19 gáma í höfninni&nbsp;Cotonou&nbsp;og 29 gáma á leiðinni sjóleiðis með næringar- og sjúkragögnum,“ segir&nbsp;Savi&nbsp;og bendir á að nauðsynlegt sé að engar frekari tafir verði á þessum sendingum ef þær eigi að skila tilætluðum árangri í þágu barna í Níger, sem&nbsp;UNICEF&nbsp;þjónar fyrst og fremst.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;„UNICEF&nbsp;kallar eftir því að allir málsaðilar þessarar krísu í landinu tryggi öruggt aðgengi mannúðarstofnana og hjálpargagna svo hægt sé að ná til barna í viðkvæmri stöðu og fjölskyldna þeirra. Við köllum einnig eftir því að framlög til mannúðarmála verði varin áhrifum&nbsp;viðskiptabanns&nbsp;sem í gildi er.“</span></p>

14.08.2023Glæpahópar ræna konum og börnum á Haítí

<span></span><span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áframhaldandi átök og ólga á Haítí ógnar lífi og velferð barna og kvenna þar sem aldrei fyrr. Samkvæmt nýrri skýrslu&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur orðið sprenging í mannránum þar undanfarin misseri. Nær 300 tilfelli eru staðfest á fyrstu sex mánuðum þessa árs sem jafngildir heildarfjölda alls síðasta árs og er þrefalt meira en allt árið 2021.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í flestum tilfellum eru börn og konur numin á brott af vopnuðum skæruhópum sem nýta sér manneskjurnar í fjárhagslegum eða taktískum tilgangi í stöðubaráttu við aðra glæpahópa.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF segir í frétt að þolendur í þessum málum glími við andlegar og líkamlegar afleiðingar lífsreynslunnar, oft um árabil.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Ólýsanlegt ofbeldi</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þær frásagnir sem við heyrum frá samstarfsfólki okkar í&nbsp;UNICEF&nbsp;og öðrum stofnunum á vettvangi eru sláandi og fullkomlega óásættanlegar,“ segir&nbsp;Gary&nbsp;Conille, svæðisstjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;í Suður- og Mið-Ameríku og Karíbahafi.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Konur og börn eru ekki vörur til að selja eða nýta til kúgunar í samningagerð og ættu aldrei að þurfa að upplifa svo ólýsanlegt ofbeldi. Það er mikið áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í þessum málum og er það ógn við bæði íbúa Haítí og þau sem hingað eru komin til að aðstoða,“ segir&nbsp;Conille.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ástandinu á Haítí er ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem algjörum hörmungum. 5,2 milljónir einstaklinga, nær helmingur allra íbúa, þurfa á mannúðaraðstoð að halda, þar af nærri þrjár milljónir barna. Aukning í ofbeldisverkum, ránum, þjófnaði og öðrum glæpum er nær stjórnlaus og vegatálmar stríðandi fylkinga og glæpahópa torvelda mjög öllu hjálparstarfi og ógna velferð starfsfólks.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>UNICEF til staðar fyrir börn og íbúa Haítí</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, krefst þess að öll þau sem numin hafa verið á brott verði látin laus og þeim tryggð örugg endurkoma til síns heima.&nbsp;UNICEF&nbsp;mun hvergi hvika í því verkefni sínu að tryggja börnum og íbúum Haítí nauðsynlega mannúðaraðstoð og stuðning á þessum erfiðu og myrku tímum þar sem náttúruhamfarir og ófriður hafa plagað íbúa um árabil.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Auk þess að vera til staðar í þeim krísum sem dunið hafa á Haítí gegnir&nbsp;UNICEF&nbsp;sömuleiðis mikilvægu hlutverki í að styðja börn og þolendur áðurnefndra ofbeldisglæpa og mannrána. Ásamt samstarfsaðilum tryggjum við lífsnauðsynlega aðstoð, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sálrænni aðstoð og öruggum&nbsp;barnvænum&nbsp;svæðum þar sem börn geta hafið vegferð sína að bata.</span></p>

31.07.2023Global Climate Litigation Report: 2023 Status Review/ UNEP

28.07.2023The impact of COVID-19 on global health/ Alþjóðabankinn

28.07.2023UK Small Island Developing States Strategy 2022–2026/ Breska ríkisstjórnin

26.07.2023Malavískir strákar ætla sér sigur á Rey Cup

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Opnunarhátíð Rey Cup verður haldin síðdegis og fyrstu leikirnar á mótinu fara fram í fyrramálið. Íslenskir fjölmiðlar hafa að vonum vakið athygli á komu knattspyurnuliðs frá Malaví. Liðið kemur hingað fyrir tilstilli tveggja Íslendinga sem báðir hafa tengsl við sendiráð Íslands í Lilongve, höfuðborg Malaví, en Ísland hefur átt í samstarfi við stjórnvöld í Malaví í rúma þrjá ártugi á sviði þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt RÚV í gær segja malavísku strákarnir að þeir ætli sér sigur á Rey Cup en í mótinu taka þátt 134 lið skipuð strákum á aldrinum 14 til 16 ára. Malavísku strákarnir spila með liði knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer í Malaví, einu knattspyrnuakademíunni í landinu, og flestir drengjanna hafa alist upp við mikla fátækt eins og þorri íbúa landsins. Í æfingaleikjum hafa þeir sýnt hvað í þá er spunnið, þeir unnu 3. flokk Aftgureldingar 5-0 og 3. flokk Víkings 5-1 í gær.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Það verður því fróðlegt að fylgjast með frammistöðu þeirra á sjálfu mótinu. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-07-26-fotboltalid-fra-malavi-aetlar-ser-sigur-a-rey-cup-388666" target="_blank">Frétt RÚV</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.visir.is/g/20232442296d/vilja-rey-cup-bikarinn-til-afriku" target="_blank">Frétt Vísis</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/07/22/otruleg_upplifun_malaviskra_drengja_a_islandi/" target="_blank">Frétt Mbl</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

26.07.2023Sierra Leone: 2023 presidential election and international reaction/ House of Commons, UK

21.07.2023Bólusetningar barna: Viðsnúningur eftir bakslag

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ný gögn frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) sýna jákvæða þróun í bólusetningum barna í heiminum eftir nokkurra ára bakslag vegna heimsfaraldurs COVID-19. Í fyrra bentu samtökin á að heimsfaraldur COVID-19 hefði ýtt undir mestu afturför í bólusetningum barna í þrjá áratugi og því jákvætt að sjá þróunina snúast við á ný.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á heimsvísu náðu almennar bólusetningar til fjögurra milljóna fleiri barna árið 2022 í samanburði við árið á undan. Í mörgum efnaminni ríkjum heims er hlutfallið þó enn undir því sem það var fyrir heimsfaraldurinn sem setur börn í hættu vegna útbreiðslu lífshættulegra sjúkdóma, að mati UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt nýjum gögnum sem WHO og UNICEF birtu í vikunni misstu 20,5 milljónir barna af einni eða fleiri almennum bólusetningum árið 2022 samanborið við 24,5 milljónir barna árið 2021. Hlutfall barna sem hefur misst af einni eða fleiri bólusetningum er þó enn hærra en fyrir heimsfaraldur, þegar talan var 18,4 milljónir barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þrátt fyrir að þessar tölur séu uppörvandi þá segja meðaltöl á heimsvísu ekki alla söguna og fela þær alvarlegt og viðvarandi misrétti milli efnameiri og efnaminni ríkja heims. „Af þeim 73 löndum sem sáu verulegan samdrátt í almennum bólusetningum á meðan á heimsfaraldrinum stóð hafa 34 þeirra staðið í stað eða haldið áfram að lækka. Sem dæmi má nefna að bólusetningar gegn mislingum hafa ekki náð sér jafn vel á strik eins og aðrar bólusetningar, sem setur 35,2 milljónir barna í hættu á að smitast af sjúkdómnum. Þegar lönd og svæði dragast aftur úr þá eru það börnin sem borga fyrir það,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/unicef-arangur-nadst-i-bolusetningum-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, segir að á bak við þessa jákvæðu þróun megi einnig sjá alvarleg viðvörunarmerki. „Þar til fleiri lönd ná að fylla í eyðurnar í almennum bólusetningum munu börn allsstaðar vera í hættu á að smitast af eða deyja af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Veirur eins og mislingar þekkja engin landamæri.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp sameinuðu þjóðanna, hefur í áratugi lagt kapp við að sinna bólusetningum barna gegn lífshættulegum sjúkdómum. Árlega styðja UNICEF og samstarfsaðilar bólusetningar hjá hátt í helmingi allra barna í heiminum í yfir 100 löndum.&nbsp;Heimsfaraldur COVID-19 hafði áhrif á bólusetningar barna nánast um allan heim, sérstaklega vegna álags á heilbrigðiskerfi, skorts á heilbrigðisstarfsfólki og vegna sóttvarnaraðgerða. Börn sem fæddust rétt fyrir og í faraldrinum misstu því mörg af fyrstu bólusetningunum sínum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF undirstrikar nú þá brýnu þörf fyrir að stórauka enn frekar átak í bólusetningum barna, auka fjármagn sem rennur til bólusetninga, byggja traust til bólusetninga og styrkja bólusetningarkerfi um allan heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hægt er að skoða gögnin í rannsókn WHO og UNICEF&nbsp;<a href="https://data.unicef.org/resources/dataset/immunization/">HÉR</a>.</span></p> <p>&nbsp;</p>

21.07.2023The paths to equal: Twin indices on women’s empowerment and gender equality/ UN Women og UNDP

19.07.2023An Ambitious IDA for a Decade of Crisis/ CGDev

19.07.2023The State of Food Security and Nutrition in the World 2023/ FAO og fleiri

19.07.2023Metfjöldi flóttafólks í heiminum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttafólk í heiminum hefur aldrei verið fleira en í fyrra. Heildarfjöldinn nálgast 110 milljónir. &nbsp;Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kallar eftir samstilltum aðgerðum. Fjölgun fólks á flótta á síðasta ári skýrist af stríðinu í Úkraínu og endurskoðuðu mati á fjölda afganskra flóttamanna, auk nýrra átaka sem blossað hafa upp, sérstaklega í Súdan.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Innrás Rússa í Úkraínu, samhliða átökum annars staðar og umrót af völdum loftslagsbreytinga, hafa haft í för með sér að fleira fólk en nokkru sinni hraktist frá heimilum sínum á síðasta ári. Þetta hefur aukið á þörfina fyrir tafarlausar, sameiginlegar aðgerðir til að draga úr orsökum og áhrifum landflótta, að því er segir í tilkynningu UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ársskýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, almenn þróun um þvingaðan fólksflótta -&nbsp;<a href="https://www.unhcr.org/global-trends" target="_blank">Global Trends in Forced Displacement</a>&nbsp;2022 -&nbsp; kom út á dögunum og þar segir að í lok árs 2022 hafi fjöldi fólks sem stökkt hefur verið á flótta vegna stríðs, ofsókna, ofbeldis og mannréttindabrota náð metfjölda eða 108,4 milljónir. Það er 19,1 milljón fleiri en árið áður.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fátt bendir til að það hægi á fjölgun fólks sem neyðst hefur til að flýja heimili sín á heimsvísu árið 2023. Á þessu ári hafa þannig brotist út átök í Súdan sem hrundu af stað nýjum flóttamannastraumi með þeim afleiðingum að áætlað er að heildarfjöldinn í heiminum hafi náð 110 milljónum á vormánuðum. „Þessar tölur sýna okkur að sumir eru allt of fljótir að grípa til vopna og allt of seinir að leita lausna. Afleiðingin er eyðilegging, landflótti og hörmungar fyrir allar þær milljónir manna sem stökkt er á flótta,“ sagði Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Af þeim sem hröktust á flótta í heiminum voru 35,2 landflóttamenn, fólk sem flúði yfir alþjóðleg landamæri í leit að öryggi, en meirihluti –&nbsp;58&nbsp;prósent, 62,5 milljónir manna – voru á vergangi í heimalöndum sínum vegna átaka og ofbeldis.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Stríðið í Úkraínu var helsta orsök fólksflótta árið 2022. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu jókst úr 27.300 í lok árs 2021 í 5,7 milljónir í lok árs 2022. Leita þarf aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar til að finna dæmi um að svo margir leggist á flótta svo hratt sem raun ber vitni. Tölur um fjölda flóttamanna frá Afganistan voru verulega hærri í lok árs 2022 vegna endurskoðaðs mats á fjölda Afgana, sem leitað hafa hælis í Íran, en margir þeirra höfðu komið þangað á fyrri árum.&nbsp;Á sama hátt endurspeglaði skýrslan hærri tölur í Kólumbíu og Perú um fjölda Venesúelabúa.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölurnar staðfesta einnig að hvort heldur miðað er við efnahagslegan styrk eða íbúafjölda, eru það enn sem fyrr lág- og millitekjulönd heimsins – ekki auðug ríki – sem hýsa flest fólk á flótta. Um 46 lágtekjuríki með minna en 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu á heimsvísu hýsa meira en 20 prósent allra flóttamanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þrátt fyrir að flóttafólki fjölgi sýnir&nbsp;Global Trends&nbsp;skýrslan einnig að þeir sem neyddir eru til að flýja eru ekki dæmdir í ævilanga útlegð, heldur geta þeir farið heim, sjálfviljugir og með öruggum hætti. Árið 2022 sneru yfir 339 þúsund flóttamenn aftur til 38 landa, og&nbsp;þótt sú tala hafi verið lægri en árið áður sneru töluvert margir sjálfviljugir heim til Suður-Súdan, Sýrlands, Kamerún og Fílabeinsstrandarinnar. Á sama tíma sneru 5,7 milljónir manna á vergangi innanlands árið 2022 aftur til sinna heimahaga, einkum innan Eþíópíu, Mjanmar, Sýrlandi, Mósambík og&nbsp;Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í lok árs 2022 var áætlað að 4,4 milljónir manna um allan heim væru ríkisfangslausir eða af óskilgreindu þjóðerni, tveimur prósentum fleiri en í lok árs 2021.&nbsp;</span></p>

18.07.2023Níu félagasamtök fá fjórtán styrki til þróunarsamvinnuverkefna

<p>Utanríkisráðuneytið hefur gert samninga við níu íslensk félagasamtök um styrki vegna fjórtán þróunarsamvinnuverkefna, samtals að fjárhæð 77 milljónir. Tvenn samtök fá að þessu sinni úthlutað í fyrsta sinn, Íslenska barnahjálpin og Björt Sýn, en bæði samtökin starfa í þágu barna í Kenía. Alls bárust sextán umsóknir frá tíu félagasamtökum.</p> <p>Eftirfarandi félagasamtök fengu styrki til þróunarsamvinnuverkefna:</p> <p><strong>ABC barnahjálp</strong>&nbsp;hlýtur þrjá styrki til þróunarsamvinnuverkefna, tvö verkefnanna eru í Úganda og eitt í Pakistan. Verkefnin í Úganda fela í sér stuðning við uppbyggingu á malaríudeild við heilsugæslu og byggingu á heimavist við skóla í Rockoko í Pader héraði. ABC barnahjálp hefur unnið að uppbyggingu á svæðinu síðan 2007, einkum&nbsp; á sviði menntunar og heilbrigðismála. Í verkefni þeirra í Pakistan er lögð áhersla á stuðning við klæðskeranám fyrir konur sem hafa ekki hlotið formlega menntun.</p> <p><strong>Aurora velgerðarsjóður</strong>&nbsp;fær tvo styrki til þróunarsamvinnuverkefna í Síerra Leóne, annars vegar vegna verkefnis um valdeflingu ungra frumkvöðla þar sem ungu fólki er boðin þjálfun í nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi og rekstri fyrirtækja. Stefnt er að því að minnsta kosti 250 ungir og upprennandi frumkvöðlar muni njóta góðs af hinum ýmsu námskeiðum. Hins vegar hljóta samtökin áframhaldandi styrk vegna leirkeramik verkstæðisins Lettie Stuart Pottery en verkefnið veitir ungu fólki&nbsp; í Síerra Leóne tæknikunnáttu í gegnum nám í leirkeramikgerð. Með verkefninu leitast samtökin eftir að gera ungu fólki kleift að afla sér atvinnu í þessari skapandi grein, en talið er að 60 prósents ungs fólks í landinu sé án atvinnu.</p> <p><strong>Björt Sýn</strong> fær nýliðastyrk sem snýr að uppbyggingu íbúðarhúss fyrir börn á munaðarleysingjaheimilinu Takk Kenya í Homa Bay sýslu í Kenía. Samtökin hafa stutt við heimilið um nokkurra ára skeið en þau reka einnig skóla fyrir yngstu deildir á heimilinu. Íbúðarhúsið mun veita um 60 börnum bætta aðstöðu.</p> <p><strong>CLF á Íslandi</strong> fær styrk til eins árs til að bæta aðgengi nemenda í CLF skólanum í Úganda að stafrænni tækni, kennslu og eflingu í að nýta stafræna tækni í námi og starfi. Áhersla verður á stúlkur og nemendur með fatlanir. Aukin færni í stafrænni tækni hefur valdeflandi áhrif og kemur til með að hjálpa nemendum að verða samkeppnishæfari á atvinnumarkaði eftir að námi lýkur.</p> <p><strong>Íslenska Barnahjálpin</strong> hlýtur nýliðastyrk en verkefni samtakanna miðar að því að bæta húsnæði og klára framkvæmdir við skólahúsnæði samtakanna í fátækrahverfinu Kariobangi North í Naíróbí í Kenía. Með verkefninu vilja samtökin bæta aðbúnað, byggja upp og stuðla að&nbsp; betri námsaðstöðu og öryggi fyrir nemendur í skólanum, en markhópurinn eru nemendur í viðkvæmri stöðu á aldrinum þriggja til átján ára.</p> <p><strong>Landssamtökin Þroskahjálp</strong>&nbsp;hljóta áframhaldandi styrk til langtíma þróunarsamvinnu-verkefnis sem ætlað er að efla stuðning og þjónustu við fötluð börn í Mangochi héraði í Malaví, sem er annað tveggja samstarfshéraða Íslands í landinu. Verkefnið er fjölþætt og samastendur m.a. af stuðningi, fræðslu og ráðgjöf við inngildingu í&nbsp; leik- og grunnskólum í héraðinu, samstarfi við héraðsyfirvöld um stuðning við fötluð börn á svæðinu sem og stuðningi við hagsmunasamtök mæðra til að efla viðhorf og auka fræðslu um réttindi og skyldur gagnvart fötluðu fólki.</p> <p><strong>Samband Íslenskra Kristniboðsfélaga</strong>&nbsp;hlýtur styrk til að bæta aðgengi íbúa í Pókót héraði í Kenía að hreinu vatni með því að bora eftir vatni og setja upp vatnsdælu sem gengur fyrir sólarorku. Með verkefninu leitast samtökin eftir að veita íbúum svæðisins stöðugan aðgang að hreinu vatni og stuðla þannig að bættum lífsskilyrðum, en ekkert aðgengi er að hreinu vatni á svæðinu.</p> <p><strong>Vinir Kenía</strong> fá styrk til að framkvæma verkefni sem snýr að vatnsöflun fyrir skóla í Tansaníu. Markmiðið er að tryggja um 1800 nemendum varanlegan aðgang að hreinu vatni í nágrenni skólans en ekkert aðgengi er að vatni við skólann. Við núverandi aðstæður er neysluvatn á svæðinu að mestu sótt í Viktoríuvatn, sem er í um átta kílómetra fjarlægð frá skólanum sem bitnar á nemendum sem þurfa að sækja vatn á skólatíma.</p> <p><strong>Kynningar- og fræðsluverkefni</strong></p> <p>Af styrkjum til þróunarsamvinnuverkefna var fimm milljónum króna varið til kynningar- og fræðsluverkefna innanlands, en styrkjunum er ætlað að efla þátttöku og þekkingu almennings á alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Eftirfarandi styrkir voru samþykkir:</p> <p><strong>ABC Barnahjálp</strong> hlýtur styrk til að gefa út 35 ára afmælisblað en í blaðinu verður lögð áhersla á jákvæð áhrif íslenskra heimila á menntun barna í efnaminni ríkjum.</p> <p><strong>Landssamtökin Þroskahjálp</strong> hljóta styrk til að búa til kynningarefni um þróunarsamvinnuverkefni samtakanna í Malaví sem leggur áherslu á stuðning og aðstæður fatlaðra barna og fólks í Mangochi héraði.</p> <p><strong>Styrktarfélagið Broskarlar</strong>&nbsp;fær stuðning til að vinna að nýrri heimasíðu samtakanna. Meginmarkmið verkefnisins er að gera störf samtakanna sýnilegri almenningi en styrktarfélagið vinnur að þróunarsamvinnuverkefninu „Menntun í ferðatösku“ í Kenía&nbsp; sem er stutt af utanríkisráðuneytinu.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-felagasamtok/styrkir-til-felagasamtaka/">Styrkir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega</a>. Næsta úthlutun er áætluð í byrjun árs 2024. </p>

17.07.2023Þingsályktunartillaga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands komin í Samráðsgátt

<p>Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um <a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3507">alþjóðlega þróunarsamvinnu hefur verið lögð fram í Samráðsgátt</a>. Samkvæmt lögum skal utanríkisráðherra leggja fram tillögu um stefnu í alþjóðlegum þróunarmálum fimmta hvert ár, en stefnan sem nú er lögð fram nær til tímabilsins 2024-2028. Í gegnum samráðsgátt óskar utanríkisráðuneytið nú eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra hagaðila um stefnuna. </p> <p>Stefnan byggist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulaginu um aðgerðir til að takast á við og bregðast við loftslagsbreytingum og öðrum alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Lagt til að framlög til þróunarsamvinnu hækki úr 0,35 prósentum af vergum þjóðartekjum árið 2024 í 0,46 prósent af vergum þjóðartekjum árið 2028.</p> <p>Áherslur stefnunnar taka mið af þeim áskorunum sem fátækari ríki heims standa frammi fyrir og þeim styrkleikum og sérþekkingu sem Ísland hefur fram að færa. Áherslurnar koma skýrt fram í fjórum málefnasviðum: </p> <ol> <li>Mannréttindum og jafnrétti kynjanna.</li> <li>Mannauði og grunnstoðum samfélaga. </li> <li>Loftslagsmálum og náttúruauðlindum</li> <li>Mannúðaraðstoð og störfum í þágu friðar og stöðugleika. </li> </ol> <p>Þá eru mannréttindi og jafnrétti kynjanna annars vegar og umhverfis- og loftslagsmál hins vegar þverlæg málefni sem samþætt eru í allri þróunarsamvinnu.</p> <p>Framkvæmd stefnunnar fer fram í gegnum tvíhliða þróunarsamvinnu, samstarf við fjölþjóðlegar stofnanir, félagasamtök, GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, aðila atvinnulífs og fræðasamfélagið.</p> <p>Umsögnum um stefnuna skal skilað í Samráðsgátt eigi síðar en 18. ágúst næstkomandi.</p>

14.07.2023Ísland eykur stuðning sinn við konur í Afganistan

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita viðbótarframlög til stofnana og sjóða sem berjast fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna í Afganistan. Veittar verða samtals 150 milljón króna sem renna til Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og UN Women’s Peace and Humanitarian Fund (WPHF), sem er sjóður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem veitir styrki til félagasamtaka sem eru leidd af konum.</span></p> <p><span>„Ástandið í Afganistan eftir valdatöku talíbana er skelfilegt. Þrengt hefur verið svo að mannréttindum kvenna og stúlkna í landinu að talið er að tveggja áratuga framfarir í jafnréttismálum hafi nú þurrkast út. Í mínum huga er því afar brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum og sýni konum og stúlkum í Afganistan einarðan stuðning,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Samkvæmt sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda- og jafnréttismála má líkja ofsóknum talíbana gegn konum við kynjaða aðskilnaðarstefnu þar sem konur eru niðurlægðar og útilokaðar ákerfisbundinn hátt af stjórnvöldum. Konur í Afganistan þurfa að hylja andlit sitt utan heimilis, þær mega ekkert fara án karlkyns velsæmisvarðar, þeim er meinuð stjórnmálaþátttaka og menntun stúlkna eftir sjötta bekk í grunnskóla er óheimil. Aðgangur kvenna að heilbrigðisþjónustu er sömuleiðis afar takmarkaður og því erfitt fyrir konur að tilkynna og leita réttlætis í kjölfar ofbeldis. Nýverið bönnuðu talíbanar einnig rekstur snyrtistofa í Afganistan sem er enn eitt skrefið í aðför talíbana að þátttöku kvenna í opinberu lífi en snyrtistofur hafa verið ákveðinn griðarstaður fyrir konur. Þróunin hefur leitt til þess að geðheilsa kvenna í Afganistan hefur farið hríðversnandi og hefur sjálfsvígstíðni aukist.&nbsp;</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa um árabil veitt mannúðaraðstoð til Afganistan. Á þessu ári hafa framlög að auki runnið til Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (UN Special Trust Fund for Afghanistan, STFA). Stofnanir og sjóðir Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum leggja megináherslu á matvælaaðstoð, næringu og heilbrigðismál en konum og stúlkum sem leita sér slíkrar aðstoðar hefur fjölgað til muna frá síðasta ári.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

11.07.2023Tvö fyrirtæki fá styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins

<p><span>Íslensku fyrirtækin Verkís og Fisheries Technologies hlutu á dögunum styrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Heildarframlag styrkja úr sjóðnum voru að þessu sinni tæplega 24 milljónir króna á móti framlagi fyrirtækjanna.</span></p> <p><span>Verkís hlaut styrk upp á rúmar níu milljónir króna vegna verkefnisins Geothermal Ukraine en verkefnið er á sviði jarðhita og kemur til framkvæmdar í Úkraínu. Þá hlaut fyrirtækið Fisheries Technologies 14 milljóna króna styrk vegna verkefnisins CARICE en verkefnið snýr að innleiðingu upplýsingakerfa vegna fiskveiða í Karíbahafi.</span></p> <p><span>„Það er virkilega ánægjulegt að sjá þegar fyrirtæki taka upp á því sjálf að setja á laggirnar þróunarverkefni í þeim tilgangi að styrkja önnur samfélög, fjölga þar störfum og stuðla að aukinni hagsæld. Ég hlakka til að fylgjast með verkefnum Verkís og Fisheries Technologies á þessum sviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er búið að opna á ný fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. september næstkomandi. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu má finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/heimsmarkmidasjodur-atvinnulifs/" target="_blank">vef utanríkisráðuneytisins</a>.&nbsp;</span></p>

16.06.2023Litlar sem engar viðhorfsbreytingar til jafnréttismála í heilan áratug

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><strong><span style="color: #222222; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-weight: normal;">Níu af hverjum tíu karlmönnum í heiminum eru haldnir&nbsp;</span></strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„<strong><span style="color: #222222; font-weight: normal;">grundvallar fordómum” gegn konum ef marka má <a href="https://hdr.undp.org/content/2023-gender-social-norms-index-gsni" target="_blank">nýja skýrslu</a>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna. Hún byggir á viðhorfskönnun, sem nær til 85 prósenta heimsbyggðarinnar. Samkvæmt henni hefur ekki orðið nein umtalsverð viðhorfsbreyting síðastliðinn áratug.&nbsp;&nbsp;</span></strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Það sem verra er, er að skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;</span><a href="https://www.undp.org/" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"><span style="color: #4db2ec;">UNDP</span></a><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">, bendir til að bakslag hafi orðið í jafnréttismálum,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Þar kemur fram að helmingur íbúa 80 ríkja telur enn að karlar séu betri pólitískir leiðtogar en konur og rúmlega 40 prósent að þeir séu betri forstjórar. Fjórðungur telur réttlætanlegt að eiginmaður leggi hendur á konu sína. 45 prósent telja að karlar eigi meiri rétt á atvinnu en konur. Hlutfall kvenna í forystu ríkisstjórna eða ríkja hefur haldist óbreytt, um 10 prósent, frá 1995.</span></p> <p style="text-align: start;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þessir fordómar eru ríkjandi víðast hvar, óháð hnattstöðu, tekjum, þróunarstigi eða menningu. Samkvæmt skýrslunni hefur bakslag í réttindamálum kvenna og víðtækar afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins, orðið til að breyta stöðunni til hins verra,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir ennfremur: „Þrátt fyrir að femínískum hópum, jafnréttissinnum, kvennasamtökum og félagslegum hreyfingum sem berjast fyrir jafnrétti, hafi vaxið ásmeginn, bendir skýrsla Sameinuðu þjóðanna til að litlar sem engar framfarir hafi orðið í að breyta viðhorfum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölunum var safnað á árunum 2017 til 2022 og hafa litlar breytingar orðið frá síðustu skýrslu 2020.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://unric.org/is/fjordi-hver-telur-rettlaetanlegt-ad-eiginmadur-berji-konu-sina/" target="_blank">Frétt UNRIC</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p>

16.06.20232023 GENDER SOCIAL NORMS INDEX (GSNI)/ UNDP

15.06.2023Metár í neyðarstöfnunum UNICEF – ársskýrsla landsnefndar komin út ​

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Aðeins ein landsnefnd UNICEF í heiminum safnaði hlutfallslega hærri framlögum en sú íslenska árið 2022 en Íslendingar eiga sem fyrr heimsmet í hlutfallslega flestum Heimsforeldum. Síðasta ár var metár hjá landsnefnd UNICEF á Íslandi, aldrei fyrr hefur jafnmikið safnast í neyðarsafnanir í þágu barna um allan heim. Tekjur jukust um 17,4 prósent milli ára og þegar upp var staðið var rúmlega 745 milljónum króna ráðstafað til verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á árinu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Þetta er meðal þess sem fram kemur </span><a href="https://uniceficeland.cdn.prismic.io/uniceficeland/9a79edc5-a64f-43bc-9d97-0017503a234d_Arssky%CC%81rsla_UNICEF_2022_vefur.pdf" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">í ársskýrslu UNICEF á Íslandi</a><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"> fyrir árið 2022 sem birtist í gær. „Það er ekki hægt annað en að standa auðmjúk gagnvart þeim árangri sem náðist á síðasta ári því þar endurspeglast ótrúlegur stuðningur fólks, fyrirtækja og stjórnvalda við réttindi barna. Fjárframlög í neyðarsafnanir slógu öll met og með framlögum Heimsforeldra tryggðum við jafnframt dýrmæt framlög í verkefni sem ekki ná í fréttirnar, þar með taldar reglubundnar bólusetningar, menntun og aðgengi að hreinu vatni og næringu. Þá erum við ekki síður stolt af öflugu réttindastarfi okkar á Íslandi, með sveitarfélögum, skólum og stjórnvöldum - og opnun UNICEF Akademíunnar - til að tryggja að öll þekkjum við réttindi barna,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Metár í neyðarsöfnunum</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Sá atburður sem umfram allt annað setti mark sitt á árið 2022 var stríðið í Úkraínu og þar stóð hvorki á hjálpsemi né samkennd landsmanna. Langstærsta hlutfall þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í neyðarsafnanir UNICEF á Íslandi var vegna Úkraínu eða alls 184.744.382 krónur,“ segir UNICEF í <a href="https://www.unicef.is/arsskyrsla-unicef-sogulegt-metar-hja-unicef-a-islandi" target="_blank">frétt</a>.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þótt ástandið í Úkraínu hafi fengið mikla athygli stóð UNICEF á Íslandi fyrir mörgum öðrum neyðarsöfnunum árið 2022, meðal annars vegna mannúðarkrísu á Afríkuhorninu, jarðskjálfta í Afganistan og líkt og fyrri ár, var safnað fyrir börn í Sýrlandi og Jemen. Þegar árið 2022 var gert upp höfðu alls safnast 206.685.407 krónur í allar neyðarsafnanir UNICEF á Íslandi á árinu.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Framlög í heimsklassa</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tekjur UNICEF á Íslandi á árinu 2022 námu 1.000.816.025 krónum, sem er 17,4% aukning frá árinu áður, og hafa tekjurnar aldrei verið meiri. Rétt rúmlega 60% af tekjunum komu frá Heimsforeldrum, mánaðarlegum styrktaraðilum UNICEF, sem voru um 25 þúsund í fyrra. Þessi mikli stuðningur íslensku þjóðarinnar við markmið UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fyrir öll börn skilaði sér í því að framlag landsnefndar UNICEF á Íslandi var hlutfallslega næsthæst allra landsnefnda á árinu. Þessi stuðningur og velvild sýnir fyrst og fremst það mikla traust sem UNICEF nýtur meðal almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til góðra verka í þágu velferðar og réttinda barna um allan heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Landsnefnd UNICEF á Íslandi ráðstafaði alls 672.610.115 krónum til alþjóðlegra verkefna UNICEF auk þess sem ráðstafað var til innlendra verkefna og réttindagæslu 72.753.259 krónum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alls námu því framlög UNICEF á Íslandi til verkefna UNICEF um allan heim 745.363.374 krónum árið 2022, eða 77,1% af hverri krónu sem gefin var til landsnefndarinnar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF á Íslandi árið 2022 fóru 4 krónur í stjórnun, 5 krónur í kynningarmál og 14 krónur í að safna næstu 100 krónum til að hjálpa enn fleiri börnum sem á þurfa að halda.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eftirtektarverður stuðningur íslenska ríkisins</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF getur þess sérstaklega í frétt um ársskýrsluna að íslenska ríkið teljist til fyrirmyndarstyrktaraðila UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á heimsvísu vegna bæði hárra kjarnaframlaga, sem námu 150 milljónum króna árið 2022, og mikils stuðnings miðað við höfðatölu. UNICEF er skilgreind sem ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í marghliða þróunarsamvinnu Íslands og er samstarf íslenska ríkisins og UNICEF til fyrirmyndar. „Auk kjarnaframlaga til UNICEF lætur íslenska ríkið einnig til sín taka í samstarfi við UNICEF í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Framlög íslenska ríkisins til verkefna UNICEF í Úkraínu, Kenía, Úganda, Síerra Leóne og Palestínu námu, að kjarnaframlögum meðtöldum, alls rúmum 784 milljónum króna á síðasta ári. Við færum íslenskum stjórnvöldum hjartans þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af þessum stuðningi sem við getum öll verið stolt af.“</span></p>

14.06.2023Our Common Agenda Policy Brief 8: Information Integrity on Digital Platforms/ SÞ

06.06.2023Niðurstöður úr jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands kynntar

<p><span>Jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið birt. Carsten Staur, formaður nefndarinnar kynnti <a href="https://www.oecd.org/dac/oecd-development-co-operation-peer-reviews-iceland-2023-a1552817-en.htm" target="_blank">helstu niðurstöður skýrslunnar</a>&nbsp;og fór yfir styrkleika og áskoranir í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands á kynningarfundi á mánudag. Hann benti á að niðurstöður rýninnar væru jákvæðar og að Ísland hafi sýnt í verki hvernig lítið framlagsríki getur náð umtalsverðum árangri með skýrri og einbeittri nálgun.&nbsp;</span></p> <p><span>„Niðurstöðurnar undirstrika að þrátt fyrir smæð hefur Ísland náð að hámarka framlag sitt með því að nýta styrkleika sína og sérþekkingu, til dæmis á sviði jafnréttismála. Í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem ég mun leggja fram á Alþingi í haust legg ég áherslu á að við höldum áfram þessari vegferð og nýtum okkur þær nytsamlegu ábendingar sem fram koma í skýrslunni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni koma fram tíu tilmæli til Íslands og er ætlað að leiða til umbóta. Má þar nefna framlög til þróunarsamvinnu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum, samráð um nýja þróunarsamvinnustefnu og samræmingu stefnumála í þágu sjálfbærrar þróunar. Þá sé rými til að gera árangursstjórnun heildstæðari, bæta samstarfsáætlanir við tvíhliða samstarfslönd og tryggja að stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum nái yfir allt þróunarstarf Íslands. Utanríkisráðuneytið mun vinna úr tilmælunum og gera áætlun um að koma þeim til framkvæmdar.&nbsp;</span></p> <p><span>Jafningjarýni er fastur liður í störfum DAC og undirgangast öll aðildarríki slíka rýni reglulega. Þetta er í annað sinn sem þróunarsamvinna Íslands er rýnd með þessum hætti. Jafningjarýni er framkvæmd af sérfræðingum OECD og fulltrúum tveggja aðildarríkja nefndarinnar, en í þetta sinn tóku Slóvakía og Kórea þátt í rýni Íslands.&nbsp;</span></p> <p><span>Hver jafningjarýni felur í sér mikilvægan lærdóm fyrir öll aðildarríki nefndarinnar. Því eru teknar saman stuttar samantektir um aðferðir sem reynst hafa framlagsríkjum vel í að bæta starf sitt. Gerðar voru <a href="https://www.oecd.org/development-cooperation-learning?tag-key+partner=iceland&%3bsubmodel=in+practice#search" target="_blank">fimm samantektir fyrir starf Íslands</a>, meðal annars um úttekt sem Ísland lét gera á kostnaði við móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hluti af þróunarsamvinnu.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

02.06.2023FO-herferð UN Women í þágu kvenna í Síerra Leóne

<p>UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað árlegri FO-herferð með spánýjum FO-varningi, sem í ár er svört derhúfa með dökkgráu FO-merki. FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sierra-leone-kynjakvoti-a-vinnumarkadi-logfestur/">uppræta kynbundið ofbeldi</a>&nbsp;og styðja við þolendur. Herferðin í ár er studd af utanríkisráðuneytinu og birtu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2023/06/02/Baetum-lif-kvenna-og-stulkna-i-Sierra-Leone/">grein a</a>f því tilefni.&nbsp;</p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ávarpaði samkomuna fyrir hönd utanríkisráðherra og kom inn á það í ræðu sinni að það væri sannarlega viðeigandi fyrir utanríkisráðunheytið að styrkja FO herferðina að þessu sinni í ljósi þess að íslensk stjórnvöld muni opna sendiráð í Freetown í Sierra Leóne síðar á árinu.&nbsp;</p> <p>UN Women segir í frétt að hugmyndir um kynjahlutverk í Síerra Leóne hafi verið til þess fallnar að útiloka konur frá atvinnu- og stjórnmálaþátttöku og menntun. „Vegna úreltra hugmynda um kyn og kynjahlutverk er kynbundið ofbeldi víðtækt og algengt í landinu. Þessar staðalímyndir hafa þó ekki aðeins neikvæð áhrif á líf kvenna og stúlkna, heldur einnig drengja sem þurfa að gangast við óheilbrigðum væntingum til karlmennsku.</p> <p>Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og skipulega, m.a. í þeim tilgangi að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt stig ólæsis, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi.“</p> <ul> <li>61% kvenna&nbsp;á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar&nbsp;líkamlegu ofbeldi&nbsp;einhvern tímann á ævi sinni.</li> <li>67% stúlkna&nbsp;á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi.</li> <li>Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%).</li> <li>Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%).&nbsp;Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne.</li> <li>30% stúlkna&nbsp;á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur.</li> <li>21%&nbsp;stúlkna&nbsp;á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast a.m.k. eitt barn.</li> <li>83% kvenna&nbsp;og stúlkna á aldrinum 15-49 ára hafa verið limlestar á kynfærum.</li> </ul> <p><strong>Fokk ofbeldi</strong></p> <p>UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi um allan heim. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sierra-leone-489-hlotid-adstod-i-one-stop-midstod-a-einu-ari/">„One Stop“ miðstöðvar</a>&nbsp;fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda.</p> <p>FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Sierra Leone. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning.</p>

02.06.2023Eva Harðardóttir nýr formaður Félags Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eva Harðardóttir var kosinn nýr formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á aðalfundi félagsins í fyrradag sem haldinn var í nýju húsnæði félagsins að Sigtúni 42. Á þessu ári eru 75 ár liðin frá stofnun félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en systurfélög eru starfandi í rúmlega eitt hundrað löndum. <a href="https://www.canva.com/design/DAFjFPZ_QKM/jyON2Ube7xkKBBHD6c0LyQ/view?utm_content=DAFjFPZ_QKM&%3butm_campaign=share_your_design&%3butm_medium=link&%3butm_source=shareyourdesignpanel#1" target="_blank">Ársskýrsla</a>&nbsp;félagsins var kynnt á aðalfundinum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kosið er til stjórnar í félaginu á tveggja ára fresti. Auk Evu skipa nýja stjórn þau Páll Ásgeir Davíðsson, Védís Sigrúnar Ólafsdóttir, Susan Christianen, Unnur Lárusdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir, Þórður Kristinsson og Þorvarður Atli Þórisson.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og alþingismaður lét af störfum sem stjórnarformaður eftir tveggja ára setu og fjögur ár í stjórn, en auk hennar létu Svava Jónsdóttir, Sveinn H. Guðmarsson, Böðvar Ragnarsson, Sigurður Ingi Sigurpálsson og Sólveig Þorvaldsdóttir einnig af stjórnarsetu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">“Það er mikill heiður og ábyrgð fólgin í því að taka við sem formaður félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á 75 ára afmælisári félagsins. Ekki bara vegna þess að félagið á sér langa og merkilega sögu heldur einnig vegna þess að þau markmið sem sett voru við stofnun félagsins, árið 1948, eiga fullt erindi við okkur í dag: Að stuðla að alþjóðafriði, öryggi, samvinnu og samstarfi í anda hugsjóna Sameinuðu þjóðanna” segir Eva Harðardóttir nýkjörinn stjórnarformaður en hún hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2022.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eva starfar sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lýkur doktorsnámi þaðan í haust með áherslu á hnattræna borgaravitund. Eva hefur einnig starfað fyrir UNICEF í Malaví við stefnumótun og innleiðingu verkefna á sviði félags-, mannréttinda og menntamála og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af því að vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

01.06.2023Hjálparstarf kirkjunnar í Úganda: Heimsfaraldurinn bítur

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">HIV smituðum fækkar meðal íbúa á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda. Þar hafa samtökin aðstoðað um tuttugu ára skeið smitaða einstaklinga, alnæmissjúka, auk aðstandenda þeirra og eftirlifendur í tveimur sveitarhéruðum, Rakai og Lyantonde. Unnið er&nbsp;<span style="font-size: 11pt;">í samstarfi við grasrótarsamtökin Rakai Community Based AIDS Organization, (RACOBAO) sem sprottin eru upp úr hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins á svæðinu. </span></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Heildarframlag Hjálparstarfsins til verkefnisins árið 2022 var 20,5 milljónir króna og þar af var framlag utanríkisráðuneytisins 16,3 milljónir króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Sú jákvæða þróun hélt áfram á árinu 2022 að HIV smitum fækkar meðal íbúa á þessum verkefnasvæðum Hjálparstarfsins. Greinileg merki eru um færri smit á meðal þungaðra kvenna. Nýsmit á meðal ungra barna og hvítvoðunga eru nú fátíð,“ segir í <a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/heimsfaraldurinn-kastar-longum-skugga/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Hjálparstarfsins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Dr. Moses Nkinaika, þakkar þessa jákvæðu þróun þeim verkefnum sem lúta að því að berjast gegn HIV/AIDS og þeirri þjónustu sem var sett á fót og er enn í boði á verkefnasvæðunum. Þeirra á meðal verkefni Hjálparstarfsins þar sem m.a. er lögð áhersla á að vernda líf og heilsu íbúanna og að veita börnum jafnt sem fullorðnum sálfélagslegan stuðning, að því kemur fram í ítarlegri stöðuskýrslu frá RACOBAO.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Heimsfaraldurinn bítur</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það skyggir hins vegar á þessar góðu fréttir að árið 2022 glímdi almenningur jafnt sem stjórnvöld í Úganda enn við áhrif heimsfaraldursins sem m.a. kom fram í ótímabærri þungun ungra stúlkna. Ástæða þessa er einföld; fullorðnir karlmenn notfæra sér neyð stúlknanna sem hafa lítil sem engin fjárráð. Á hluta verkefnasvæðisins, í Lyantonde, voru færðar til bókar 2.372 þungaðar unglingsstúlkur á síðustu átta mánuðum ársins. Margar stúlkur misstu öryggisnet sitt í heimsfaraldrinum sem byggði oft á sambandi við kennara eða skólastjórnendur,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur að margar stúlkur gangi í hjónaband allt of ungar og þoli hvers kyns kynbundið ofbeldi. „Hjónabönd ungra stúlkna grundvallast oftar en ekki á aukinni fátækt vegna heimsfaraldursins þar sem foreldrar þeirra hafa fá eða engin önnur úrræði en að gefa dætur sínar barnungar í hjónaband til að verða sér úti um peninga fyrir nauðþurftum. Í Rakaí má finna 128 slík tilfelli stað á aðeins sex mánuðum þar sem stúlkur á grunnskólaaldri voru gefnar í hjónaband, segir í skýrslu RACOBAO.“</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Bætt lífsskilyrði</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Skjólstæðingar verkefnisins í Rakai og Lyantonde eru fyrst og fremst börn sem misst hafa foreldra sína af völdum alnæmis og búa ein, en líka HIV smitaðir einstæðir foreldrar og ömmur sem hafa börn á framfæri og búa við sára fátækt.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áhersla er lögð á að bæta lífsskilyrði fólksins sem býr við nístandi skort með því að reisa múrsteinshús sem eru útbúin grunnhúsbúnaði og eldaskála með hlóðum sem spara eldsneyti. Reistir eru kamrar við hlið húsanna, fólkið fær fræðslu um samband hreinlætis og smithættu og hvernig bæta má hreinlætisaðstöðu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðgengi fólksins að hreinu vatni er aukið með því að koma upp stórum vatnssöfnunartönkum við hlið íbúðarhúsanna. Þetta er afar mikilvægt og ekki síst í því ljósi að þegar börnin þurfa ekki að fara eftir vatni um langan veg, hafa þau tíma til að sækja skólann. Hættan á kynferðislegri misnotkun minnkar einnig þegar stúlkur þurfa ekki að fara fjarri heimilinu eftir vatni í morgunsárið.“</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Vítahringurinn rofinn</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í fréttinni kemur fram að fólkið fái auk þess geitur, verkfæri, fræ og útsæði til grænmetisræktunar, allt í þeim tilgangi að auka fæðuval og möguleika fjölskyldnanna til að afla sér tekna. „Með fjölbreyttari fæðu verður heilsa fjölskyldnanna betri og með meiri tekjum aukast líkur á að börnin geti sótt skóla og fengið menntun. Með aukinni menntun minnka líkur á að stúlkur verði gefnar barnungar í hjónaband og eignist börn á unglingsaldri. Með stuðningi er vítahringur fátæktar rofinn.“</span></p>

31.05.2023Hundruð barna hafa látið lífið í átökunum í Súdan

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að 13,6 milljónir barna í Súdan þurfi á mannúðaraðstoð að halda nú þegar gríðarhörð átök hafa geisað í landinu í sex vikur. Talsmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;segir að hundruð barna hafi látið lífið og þúsundir til viðbótar særst á þessum tíma. Ekki sé þó hægt að staðfesta þær tölur, sökum þess hversu hörð átökin eru.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt á vef UNICEF&nbsp;segir að stofnunin hafi þó lyft grettistaki við þessar erfiðu aðstæður og haldi áfram að veita börnum þá aðstoð sem þau þurfa á að halda.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Meðal þess sem&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áorkað ásamt samstarfsaðilum undanfarið er að:</span></p> <ul> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">flytja 2.300 tonn af hjálpargögnum til flóttafólks í&nbsp;Madani&nbsp;og héraða víðs vegar um landið. Meðal annars sjúkragögn, næringu, vatn, hreinlætisþjónustu og námsgögn.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">viðhalda bólusetningarverkefnum í 12 héruðum með því að útvega og dreifa bóluefnum og viðhalda flutningsleiðum. Að minnsta kosti 244 þúsund börn hafa fengið bólusetningu við lömunarveiki síðan átök hófust 15. apríl síðastliðinn.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">hafa haldið 80 prósent næringarmiðstöðva starfhæfum um allt land fyrir börn sem glíma við alvarlega vannæringu.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">dreifa miklu magni af næringarríku jarðhnetumauki, sjúkra- og hreinlætisgagna til ríflega 300 munaðarlausra barna í&nbsp;Khartoum&nbsp;sem án aðstoðar eru dauðvona vegna næringarskorts.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">útvega 104 þúsund einstaklingum aðgengi að hreinu vatni með vatnsflutningabílum, viðhaldi og starfrækslu vatnsveitukerfa.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">veita hið minnsta 5.500 börnum og forráðamönnum sálræna aðstoð. Viðhaldið og starfrækt 356 námsmiðstöðvar í 10 ríkjum, þar á meðal í Vestur-Darfur, og tryggt tæplega 17 þúsund stúlkum og drengjum&nbsp;barnvænt&nbsp;og öruggt svæði til að stunda nám og leika sér.</span></li> </ul> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Ástandið dauðadómur ef ekkert er að gert&nbsp;</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna kallar eftir auknu fjármagni til að mæta þeim lífsnauðsynlegu verkefnum sem börn í Súdan þurfa á að halda. James&nbsp;Elder, talsmaður&nbsp;UNICEF, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi í dag.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Allar þær ógnir sem að súdönskum börnum steðja eiga þær á hættu að verða dauðadómur. Ég biðst forláts á því segja hlutina svo hreint út, en tími er lúxus sem börn í Súdan búa ekki við. Ef ég orða hlutina öðruvísi þá er ég að svíkja þann ískyggilega raunveruleika sem þau búa við,“ segir&nbsp;Elder.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er einnig mikilvægt að það komi afdráttarlaust fram að skilvirkasta leiðin til að tryggja öryggi og velferð þessara barna liggur í höndum þeirra sem ber lagaleg skylda til að vernda þau.&nbsp;UNICEF&nbsp;krefst þess því enn einu sinni að stríðandi fylkingar axli ábyrgð og verndi súdönsk börn og hlífi nauðsynlegum&nbsp;grunninnviðum&nbsp;sem þau reiða sig á til að lifa.“</span></p> <p><span></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><br /> </span></p>

31.05.2023Digitalization and Digital Skills Gaps in Africa/ Brookings

30.05.2023Konur í Afríku fæða sífellt færri börn

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Talið er að 1,4 milljarður manna búi í Afríkuríkjum og samkvæmt mannfjöldaspám fyrir nokkrum árum áttu Afríkubúar að verða 3,4 milljarðar um næstu aldamót. Þessi fjölgun um tvo milljarða manna í álfunni leiddi til svartra skýrslna um að álag á takmarkaðar náttúruauðlindir gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir umheiminn. Í Evrópu var óttast að milljónir Afríkubúa myndu flýja fátækt, stríð og hundur og leita norður á bóginn. Aðrir óttuðust að loftslagið þyldi ekki þessa mannfjölgun í álfunni og hnattræn hlýnun myndi verða stjórnlaus. Margt bendir til þess að þessar spár gangi ekki eftir, að minnsta kosti ekki að öllu leyti.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Stóru breyturnar í þessu samhengi eru annars vegar færri dauðsföll barna og hins vegar færri fæðingar. Barnadauði hefur alltaf verið mikill í mörgum Afríkuríkjum og hver kona hefur að jafnaði átt mörg börn til að tryggja framtíð fjölskyldunnar, í von um að sum barnanna lifi og annist síðar á lífsleiðinni foreldrana og aðra aldraða fjölskyldumeðlimi. Á síðustu áratugum hefur betri heilbrigðisþjónusta, bólusetningar og hagvöxtur dregið mjög úr barnadauða, og þar af leiðandi leitt af sér fólksfjölgun. En nú virðist fæðingartíðnin í fjölda Afríkuríkja lækka og nýjar mannfjöldaspár gera ráð fyrir að hún lækki meira og hraðar en fyrri spár gáfu til kynna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á síðasta ári endurskoðaði Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, spá um fólksfjölgun í Afríku sunnan Sahara. Í fjölmennasta landi Afríku, Nígeríu, þar sem áætlað er að 213 milljónir manna búi í dag, áætlaði UNFPA fyrir nokkrum árum að íbúum myndi fjölga í um 900 milljónir á næstu sjötíu árum. Nú er áætlað að fjölgin nemi 550 milljónum íbúa. Á meðan nígerískar konur fæddu að meðaltali 5,8 börn árið 2016, er þessi tala fimm árum síðar komin niður í 4,6 börn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þróunin er sú sama í mörgum öðrum Afríkuríkjum, samkvæmt tölum úr rannsóknum bandarísku þróunarsamvinnustofnunarinnnar, USAID, The Demographic and Health Surveys (DHS). Fyrir tuttugu árum fæddu konur í Úganda að meðaltali tæplega sjö börn en fjöldinn er nú kominn niður í um fimm. Í Malí hefur fæðingartíðni lækkað úr 6,3 í 5,7 á undanförnum árum og í Gambíu hefur hún lækkað úr 5,6 í 4,4. Í Senegal hefur fæðingartíðni lækkað í 3,9 og í Gana lækkaði hún úr 4,2 í 3,8 á aðeins þremur árum. Á meðan kenískar konur fæddu að meðaltali 6,7 börn árið 1989 er fæðingartíðni nú komin niður í minna en 3.3. Í Norður-Afríku hefur fæðingartíðni helmingast úr sex börnum í þrjú frá árinu 1980. Níger er enn með hæstu fæðingartíðni í heimi en þar hefur hún líka lækkað úr 7,6 í 6,2 börn á síðustu tíu árum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Byggt á grein í<a href="https://www.panoramanyheter.no/afrika-barne-og-modrehelse-befolkning/afrikanske-kvinner-foder-stadig-faerre-barn/337274" target="_blank"> Panoramanyheter</a></span></p>

30.05.2023What is driving the learning crisis? Clues from the initial rollout of the Global Education Policy Dashboard/ Alþjóðabankablogg

30.05.2023First WFP food assistance distributed in Khartoum/ WFP

30.05.2023UN agencies warn of rising hunger risk in 18 'hotspots'/ UN News

30.05.2023African Diaspora Leadership for the Growth to 2.5 Billion: An Opportunity for Engagement/ CGDev

30.05.2023UNHCR warns of human suffering due to Malawi’s ‘back to camp’ refugee policy/ UNHCR

30.05.2023Cyclone Mocha survivors face new perils: monsoon season and shrinking funds/ WFP

30.05.2023Baráttan fyrir afganskar konur og stúlkur heldur áfram

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women í Afganistan hafa sent frá sér&nbsp;</span><a href="https://asiapacific.unwomen.org/en/stories/statement/2023/05/from-un-women-afghanistan-to-all" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">yfirlýsingu</a><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að samtökin haldi starfsemi sinni áfram þar í landi og þar segir enn fremur að baráttan fyrir konur og stúlkur aldrei hafi verið jafn mikilvæg og nú.&nbsp;„Skuldbinding okkar við konur og stúlkur í Afganistan er sterkari en nokkru sinni áður.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">,,Baráttan fyrir réttindum kvenna er hörð alls staðar í heiminum. En hvergi hafa fleiri líf verið undir henni komin en í Afganistan þessa dagana. Hvergi í heiminum hefur umboð okkar verið meira véfengt, ástæða tilveru okkar verið meira dregin í efa og áhrif okkar verið meira undir nálarauga en í Afganistan,“ segir í yfirlýsingunni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur að nýjasta aðförin að kvenréttindum – að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sima-bahous-gagnrynir-bann-talibana-a-storf-afganskra-kvenna/">banna afgönskum konum að vinna fyrir frjáls félagasamtök og Sameinuðu þjóðirnar</a>&nbsp;– brjóti gegn því „hver við erum, hvað við trúum á og þau gildi sem alþjóðasamfélagið var byggt á. Það er hápunkturinn á næstum tveimur árum af skipunum, tilskipunum og hegðun sem hafa haft það að markmiði að eyða afgönskum konum og stúlkum kerfisbundið úr opinberu lífi.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women ítrekar að samtökin starfi áfram í Afganistan. „Við munum halda áfram að vinna að nýsköpun, betrumbæta og hugsa hlutina upp á nýtt. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja árangur sem hefur áhrif á líf kvenna og stúlkna. Við verðum og munum marka leið fram á við. Fyrir UN Women mun þessi leið áfram hafa tvennt að leiðarljósi – áhersla á raddir afganskra kvenna og stúlkna með gildin okkar að leiðarljósi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Baráttan fyrir réttindum kvenna í Afganistan snýst ekki aðeins um réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Hún snýst um baráttuna fyrir réttindum hverrar einustu konu um allan heim sem hefur einhvern tíma verið kúguð eða þögguð niður fyrir það eitt að vera kona.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://unwomen.is/yfirlysing-fra-un-women-i-afganistan-barattan-fyrir-afganskar-konur-og-stulkur-heldur-afram/" target="_blank">Nánar á vef UN Women</a>&nbsp;</span></p>

26.05.2023Ársskýrsla UNICEF komin út

<p>Á ári gríðarlegra áskorana og fjölþættra ógna sem steðja að börnum um allan heim hefur&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, unnið þrotlaust að markmiðum sínum um betri heim fyrir öll börn og náð eftirtektarverðum&nbsp;árangri&nbsp;í þágu réttinda og velferðar barna.</p> <p>Í dag birti&nbsp;UNICEF&nbsp;ársskýrslu sína þar sem farið er yfir helstu áskoranir og árangur ársins 2022 sem litað var af eftirmálum heimsfaraldursins, stríðsátökum, loftslagsbreytingum, efnahagsþrengingum, sjúkdómum og verstu matvæla- og&nbsp;næringarkrísu&nbsp;nútímasögunnar hjá mörgum fátækustu ríkjum veraldar.</p> <p>Einstaklingum sem þurftu á mannúðaraðstoð að halda á árinu fjölgaði úr 235 milljónum árið 2021 í 274 milljónir í fyrra.&nbsp;Í frétt á vef UNICEF er greint frá eftirtöldum árangri UNICEF á síðasta ári:</p> <ul> <li>356.3 milljónir&nbsp;barna undir fimm ára aldri nutu góðs af verkefnum til að draga úr vannæringu af öllu tagi á árinu. Fleiri en nokkru sinni.&nbsp;182.4 milljónir&nbsp;barna nutu góðs af vinnu í að snemmbærri greiningu og meðhöndlun á rýrnun (e.&nbsp;Wasting), alvarlegasta formi vannæringar.</li> <li>77.9 milljónir&nbsp;barna voru bólusett gegn&nbsp;mislingum&nbsp;og&nbsp;27 milljónir&nbsp;barna fengu bólusetningar í ríkjum þar sem neyð og&nbsp;mannúðarkrísa&nbsp;ríkti.</li> <li>37.9 milljónir&nbsp;barna og ungmenna sem ekki voru í skóla (þar af 49 prósent stúlkur) fengu aðgengi að menntun á árinu, þar af&nbsp;3,1 milljónir&nbsp;barna á flótta og vergangi og&nbsp;18.6 milljónir&nbsp;barna sem búa við&nbsp;mannúðarkrísu.</li> <li>UNICEF&nbsp;skalaði&nbsp;upp verkefni sem beinast að forvörnum gegn ofbeldi, hagnýtingu og öðrum skaðlegum aðgerðum gegn börnum, þar á meðal með foreldranámskeiðum sem náðu til 11.8 milljóna forráðamanna árið 2022, samanborið við 3 milljónir árið 2021.</li> <li>Fjöldi barna, ungmenna og forráðamanna sem fékk aðgengi að samfélagslegri heilbrigðisþjónustu og sálrænum stuðningi á árinu ríflega tvöfaldaðist milli ára, úr 12 milljónum árið 2021 í&nbsp;25,2 milljónir&nbsp;á því&nbsp;siðasta.</li> <li>Verkefni sem beinast að þátttöku barna með fötlun náðu til&nbsp;4,5 milljóna&nbsp;barna í 142 löndum.</li> <li>26 milljónir&nbsp;einstaklinga fengu aðgengi að, í það minnsta, grunnhreinlætisaðgerðum,&nbsp;30,6 milljónir&nbsp;að vatni, 23,6 milljónir&nbsp;hreinlæti og&nbsp;39 milljónir&nbsp;fengu aðgengi að vatns- og hreinlætisþjónustu (WASH) í neyðaraðstæðum.</li> <li>Með stuðningi&nbsp;UNICEF&nbsp;gátu stjórnvöld á viðkomandi svæðum náð til&nbsp;129 milljóna barna&nbsp;með beinum fjárstuðningi.</li> <li>Á&nbsp;COP27&nbsp;ráðstefnunni varð hagsmunagæslusamstarfsverkefni UNICEF í Children´s Environmental&nbsp;Rights&nbsp;Initiative&nbsp;til þess að hlutverk barna og ungmenna í baráttunni gegn&nbsp;hamfarahlýnun&nbsp;var formlega viðurkennt.</li> <li>UNICEF&nbsp;náði til og virkjaði&nbsp;tugi milljóna barna&nbsp;í réttindagæslu og fræðslu.</li> </ul> <p><a href="https://www.unicef.org/reports/unicef-annual-report-2022" target="_blank">Ársskýrsla UNICIEF</a></p>

26.05.2023THE TALIBAN’S WAR ON WOMEN/ Amnesty International

25.05.2023Fimmtándi útskriftarhópurinn frá Jafnréttisskólanum lýkur námi

<p>Sextán konur og sjö karlar útskrifuðust í gær frá Jafnréttisskóla GRÓ en útskriftin er sú fimmtánda frá því skólinn tók til starfa. Útskriftarnemendurnir koma að þessu sinni frá sextán löndum, Kamerún, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Jamaíka, Kenía, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nepal, Pakistan, Síerra Leóne, Srí Lanka, Úganda, Simbabve og Tansaníu. Alls hafa 218 sérfræðingar frá þróunarríkjum og átakasvæðum lokið námi við skólann frá stofnun hans, árið 2009.</p> <p>Árgangurinn sem útskrifaðist í gær kom hingað til lands í byrjun árs og nemendurnir hafa lokið sex þverfaglegum einingum á sviði jafnréttismála. Tvenn verðlaun kennd við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands voru veitt í gær, líkt og áður við útskrift nemenda, annars vegar í flokki hagnýtra verkefna og hins vegar í flokki rannsóknarverkefna. Í fyrri flokknum hlaut Sana Salim Lokhandwala frá Pakistan verðlaun og hinum flokknum Bijal Dipak La frá Tansaníu.</p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands fluttu ávörp við útskriftina og Irma Erlingsdóttir forstöðumaður skólans og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ afhentu prófskírteini. Wevyn Helen Awiti Muganda frá Kenía flutti lokaávarp fyrir hönd nemenda. Útskriftin fór fram í Háskóla Íslands.</p> <p>Jafnréttisskólinn heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands en hann er hluti af GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Jafnréttisskólinn býður upp á diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum og veitir auk þess styrki til doktorsnáms. GRÓ skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn eru allir mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslands.</p>

24.05.2023Nemendur GRÓ tóku á móti bókagjöf frá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO

<span></span> <p style="text-align: left;">Vegleg bókagjöf með alls tæplega fjörutíu þýddum bókum eftir íslenska rithöfunda var afhent nemendum Landgræðsluskóla GRÓ nýlega. Gefandinn var Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og verða bækurnar varðveittar í húsnæði GRÓ að Grensásvegi þar sem nemendur Jarðhitaskólans, Landgræðsluskólans og Sjávarútvegsskólans búa á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur. </p> <p style="text-align: left;">Hugmyndin með bókasafninu er að þangað geti nemendur sótt sér afþreyingu og um leið kynnst íslenskri menningu, sögu og bókmenntahefð. Bækurnar eru af ólíkum toga, er þar m.a. um að ræða fornsögur, nýjar og gamlar fagurbókmenntir, glæpasögur, vísindaskáldsögur og<span>&nbsp; </span>fræðabækur. Hugmyndin er að bækurnar geti gefið nemendum GRÓ, sem koma einkum frá lágtekjuríkjum í Afríku, Asíu og S- Ameríku, nýja sýn á landið og lífið á Íslandi, til viðbótar við þann fróðleik sem þau afla sér á sínum sérfræðisviðum.</p> <p style="text-align: left;">GRÓ starfar undir merkjum UNESCO og er því einkar ánægjulegt að taka á móti svo veglegri bókagjöf frá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Áður hafði GRÓ fengið bækur að gjöf frá Miðstöð íslenskra bókmennta og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins og því er kominn ágætis vísir að bókasafni í GRÓ húsið. </p>

23.05.2023Alþjóðlegur baráttudagur gegn fæðingarfistli

<span></span> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í dag, á alþjóðlegum degi baráttunnar gegn fæðingarfistli, minnir Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, á afrískan málshátt sem segir að sólaruppkoma og sólarlag eigi ekki að gerast í tvígang hjá fæðandi konu. „Því miður er talið að fæðingar hálfrar milljónar kvenna og stúlkna í Afríku sunnan Sahara, í Asíu, Arabaríkjum, Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu standi yfir mun lengur en málshátturinn varar við – oft með skelfilegum afleiðingum,“ segir í frétt í tilefni dagsins.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">UNFPA bendir á að langvarandi erfið fæðing geti leitt til andláts móður, andvana fæðingar og alvarlegra örkumla, fæðingarfistils, sem veldur meðal annars þvagleka. Konur með fæðingarfistil eru næmar fyrir líkamlegum kvillum eins og sýkingum og ófrjósemi, auk ýmissa geðrænna sjúkdóma sem leiða af fordómum og útskúfun.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><strong>ÍSLAND MIKILVIRK SAMSTARFSÞJÓÐ</strong></span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Mannfjöldasjóðurinn hefur í tuttugu ár leitt alþjóðlega herferð til að binda enda á fæðingarfistil með forvörnum, ýmiss konar meðferð og málsvarnastarfi. Ísland hefur um langt árabil unnið með UNFPA að því að útrýma fæðingarfistli í samstarfslöndum, Malaví og Síerra Leóne.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í lok síðasta árs opnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra nýja miðstöð fæðingarfistils við fæðingardeild héraðssjúkrahússins í Mangochi héraði í Malaví. Miðstöðin veitir heildstæðan stuðning við konur og stúlkur sem þjást af fæðingarfistli og/eða hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Einnig var á þessum degi á síðasta ári gerður nýr samningur um samstarfsverkefni við UNFPA í Síerra Leóne. Það verkefni tekur á heildstæðan hátt á orsökum og afleiðingum fæðingarfistils. Á síðasta ári fóru 104 konur í skimun og 42 undirgengust skurðaðgerð. Auk þess fengu 54 konur og stúlkur kennslu og hagnýta þjálfun í klæðskurði og sápugerð sem nýtist til framfærslu í tengslum við endurhæfingu vegna fæðingarfistils.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><a href="https://malawi.unfpa.org/en/news/fistula-repairs-offer-hope-women-and-girls-mangochi?fbclid=IwAR0RNcigNvSjMnLvPmvVJB8K-NcYUjAkeJRWVvyCdNwActm083zB0dTH1AQ" target="_blank">Sjá nánar frétt frá UNFPA í Malaví</a></span></p>

22.05.2023Vannæring barna í Malaví: Árangur síðustu ára í hættu

<span></span><span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Að minnsta kosti 573 þúsund börn undir fimm ára aldri eiga á hættu að þjást af vannæringu í Malaví samkvæmt nýrri tilkynningu frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar er varað við því að árangur liðinna ára í baráttunni gegn langvarandi vannæringu barna þar í landi sé nú í hættu. Glíman við fjölþættan vanda matvælaskorts, síversnandi loftlagshamfara, útbreiðslu sjúkdóma, efnahagslegan óstöðugleika og fjármögnunarvanda félagslega kerfisins í landinu eru sagðar helsta ógnin við velferð barna.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Íbúar Malaví eru enn að takast á við afleiðingar fellibylsins&nbsp;Freddy&nbsp;sem gekk yfir í mars síðastliðnum og 659 þúsund manns eru nú á vergangi í landinu. Þar af fjöldamörg börn. Kólerufaraldur í landinu hefur nú þegar kostað tæplega 1.800 manns lífið.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Hröð aukning síðustu mánuði</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í nýrri matsskýrslu&nbsp;UNICEF&nbsp;á stöðu mannúðaraðstoðar í landinu kemur fram að síðastliðin fimm ár hefur orðið aukning í fjölda tilfella vannærðra barna í Malaví og hefur aukist hratt undanfarna mánuði.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur sent út ákall um aukinn stuðning til að mæta nauðsynlegum þörfum 6,5 milljóna einstaklinga, þar af 3,3 milljóna barna, í Malaví á þessu ári. Það felur í sér að útvega forgangshjálpargögnum á borð við næringarríku jarðhnetumauki, aðgengi að öruggu drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.unicef.is/vannaering-barna-i-malavi-arangur-sidustu-ara-i-haettu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF segir að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi UNICEF, með aðstoð samstarfsaðila og styrktaraðila, aðstoðað stjórnvöld í Malaví að skima ríflega 140 þúsund börn undir fimm ára aldri fyrir bráðavannæringu.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ef við fáum ekki aukinn fjárstuðning munu fátæk börn og börn í viðkvæmri stöðu ekki hafa aðgengi að grunnþjónustu og lífsbjörg,“ segir&nbsp;Gianfranco&nbsp;Rotigliano, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Malaví. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„En auk neyðaraðstoðar þá er nauðsynlegt að fjárfesta í langtímalausnum til að styrkja mikilvæga innviði og tryggja bolmagn samfélaga til að takast á við endurtekið neyðarástand og áskoranir.“&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Stuðningur íslenska ríkisins til fyrirmyndar</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þess ber að geta að eitt af stærstu samstarfsverkefnum íslenska ríkisins og&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, meðal annars Malaví.&nbsp;<a href="https://www.unicef.is/islensk-stjornvold-storauka-kjarnaframlog-til-unicef">FYRR Á ÞESSU ÁRI</a>&nbsp;tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, um hækkun á kjarnaframlögum íslenska ríkisins til&nbsp;UNICEF&nbsp;um 50%. Eða úr 150 milljónum í 230 milljónir á þessu ári. Við það tilefni fagnaði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi, þeirri ákvörðun og hrósaði íslenskum stjórnvöldum fyrir að fara fram með góðu fordæmi í ljósi þess að fjölmargar þjóðir hafa dregið úr framlögum sínum til þróunarsamvinnu að undanförnu. Íslenska ríkið er sömuleiðis álitið fyrirmyndarstyrktaraðili hjá UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mikils stuðnings miðað við höfðatölu.</span></p>

19.05.2023Úkraína: Fjármunir frá Íslandi nýttust vel

<span></span> <p><span style="color: #262626; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;">UN Women á Íslandi fékk á dögunum heimsókn frá Tetyönu Kudina, verkefnastýru hjá UN Women í Úkraínu. Tetyana var stödd á Íslandi í tengslum við Kynjaþingið 2023 sem fram fór í Veröld á laugardag. Tetyana sagði okkur frá þeim verkefnum sem hún og samstarfsfólk hennar hafa unnið að síðastliðið ár og fór jafnframt yfir þau verkefni sem hægt var að styrkja með fjármagni frá Íslandi.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women hefur verið&nbsp;<span style="text-decoration: underline; padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;"><a href="https://ukraine.unwomen.org/en"><span style="color: #282828; text-decoration: none;">starfandi í Úkraínu</span></a></span>&nbsp;frá árinu 2015 og komið þar að margvíslegum verkefnum. Aðalskrifstofur stofnunarinnar eru staðsettar í Kiev, en skrifstofan var&nbsp;<span style="text-decoration: underline; padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;"><a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-starfsfolk-un-women-i-ukrainu-sjalft-a-flotta/"><span style="color: #282828; text-decoration: none;">rýmd í upphafi stríðs</span></a>&nbsp;</span>og sinnti starfsfólk vinnu tímabundið frá öðrum stöðum ýmist innan Úkraínu eða utan. Flest snéri starfsfólkið þó aftur til starfa í Kiev í júní í fyrra.</span></p> <p><span style="color: #28241f; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;"><strong>Verkefnin breyttust eftir að stríð braust út</strong></span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að sögn Tetyönu hafa áherslur UN Women í Úkraínu breyst talsvert í kjölfar stríðsins og flokkast nú flest verkefnin sem neyðar- og mannúðaraðstoð. UN Women opnaði nýverið skrifstofu í borginni Dnipro í austur Úkraínu, nærri þeim svæðum þar sem mestu átökin eiga sér stað. Þá starfrækir UN Women einnig skrifstofu í Lviv, í vesturhluta Úkraínu.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tetyana segir að skipta megi verkefnum UN Women í Úkraínu upp í þrjár meginstoðir. „Sú fyrsta er mannúðar- og neyðaraðstoð, en fyrir ári síðan höfðum við ekki komið að slíkum verkefnum áður. Núna er UN Women aftur á móti orðið hluti af mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna (IASC) sem er gríðarlega mikilvægt. Önnur meginstoðin tengist kynjajafnrétti og verkefnum sem miða að því að auka pólitíska þátttöku kvenna svo og samvinnu við stjórnvöld. Þriðja stoðin er það sem mætti kalla snemmtæka íhlutun (e. early recovery), og eru það verkefni sem styðja við uppbyggingu samfélagsins eftir stríð. Það gerum við til dæmis með því að styðja við lítil kvenrekin fyrirtæki, með því að veita konum starfsþjálfun og með því að veita sálræna- og lagalega aðstoð til kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið,“ útskýrir Tetyana.</span></p> <p><span style="color: #28241f; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;"><strong>Fjármagn frá Íslandi nýttist vel</strong></span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá því að stríðið braust út fyrir rúmu ári síðan, hefur verkefnum UN Women í Úkraínu fjölgað og þörfin eftir fjármagni aukist samhliða því. UN Women í Úkraínu hefur veitt 2,2 milljónum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í landinu og hafa fjármunirnir nýst um 35 þúsund konum. UN Women á Íslandi sendi 26 milljónir til Úkraínu í fyrra, en þessir fjármunir söfnuðust meðal annars í gegnum neyðarherferð landsnefndarinnar. Tetyana segir fjármunina sem koma frá landsnefndum gríðarlega mikilvæga. Það fjármagn sé ekki bundið ákveðnum verkefnum og gefi UN Women í Úkraínu svigrúm til að bregðast hratt og örugglega við neyðinni þar sem hún var stærst.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fjármagnið frá Íslandi var ekki bundið neinum skilmálum sem þýddi að við gátum veitt því þangað sem þörfin var mest. Eftir því sem leið á stríðið varð þörfin og ákallið eftir sálrænni- og lagalegri aðstoð meiri og fjármagnið gerði okkur til dæmis kleift að bregðast við því ákalli,“ útskýrir Tetyena.</span></p> <p><span style="color: #28241f; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;"><strong>Félagasamtök mikilvægur samstarfsaðili</strong></span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Líkt og í öðrum löndum starfar UN Women í Úkraínu mjög náið með frjálsum félagasamtökum. Tetyana segir slíka samvinnu gera UN Women kleift að bregðast hratt við og ná til jaðarsettra hópa.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er í gegnum frjálsu félagasamtökin sem við höfum getað veitt svo mikla neyðaraðstoð til kvenna. Þau búa yfir þekkingunni og reynslunni og geta brugðist hratt og örugglega við á tímum neyðar.“</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women hefur fjármagnað starfsemi um 22 kvenrekinna félagasamtaka í Úkraínu. Þessi félagasamtök reka m.a. athvörf fyrir konur með fatlanir, veita konum sem misst höfðu heimili sín atvinnutækifæri og starfsþjálfun og sinna&nbsp;<span style="text-decoration: underline; padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;"><a href="https://unwomen.is/hiv-smitadar-maedur-i-ukrainu-i-obaerilegri-stodu/"><span style="color: #282828; text-decoration: none;">konum með HIV</span></a></span>. Tetyana tekur fram að með stuðningi til félagasamtaka sé hægt að nálgast fólk á svæðum sem nú eru undir stjórn Rússa og þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég get ekki ítrekað nógu oft hversu mikilvægt það er að opinberar stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar styðji við frjáls félagasamtök þegar neyð skellur á. Þegar stríðið hófst í Úkraínu lamaðist allt og áherslur stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins voru fyrst um sinn á viðbragði við nýjum veruleika. Á meðan á þessu stóð voru það frjáls félagasamtök, drifin áfram að miklu leyti af sjálfboðaliðum, sem brugðust við neyðinni og komu fólki til aðstoðar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að þau hafi stuðning í formi fjármagns og leiðsagnar frá okkur á tímum sem þessum.“</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nánar á <a href="https://unwomen.is/ukraina-fjarmunir-fra-islandi-nyttust-vel/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women</span></p>

19.05.2023UNICEF TIL STAÐAR FYRIR BÖRN Í KJÖLFAR FELLIBYLJARINS Í MJANMAR OG BANGLADESS/ Unicef

19.05.2023Unnið að bættum veðurmælingum og aðgengi að veðurspám í Malaví

<span></span> <span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Veðurstofa Malaví vinnur að því í samstarfi við systurstofnanir á Íslandi og í Noregi að byggja upp veðurathugunarnet og bæta veðurþjónustu í landinu. Í ljósi tíðari ofsaveðra í þessum heimshluta skiptir þessi vinna höfuðmáli til að bæta spár um veður og aðra upplýsingagjöf til landsmanna. Jórunn Harðardóttir rannsóknarstjóri á Veðurstofu Íslands tók á dögunum þátt í vinnufundi í Malaví ásamt fulltrúum heimamanna og Norðmanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á fundinum var annars vegar unnið að verkefni sem kallast á ensku „Institutional Support and Capacity Building for Weather and Climate Services“ þar sem norska og malavíska veðurstofan vinna í sameiningu að bættri veðurþjónustu í Malaví, meðal annars með uppsetningu snjallsímaforrits um veðurspár. Hins vegar voru tekin fyrstu skrefin innan svokallaðs SOFF verkefnis en sú skammstöfun stendur fyrir „Systematic Observations Financing Facility“ og vísar til fjölþjóðlegs sjóðs sem hefur það meginmarkmið að byggja upp veðurathugunarnet í þróunarríkjum og eyþróunarríkjum (SIDS). Í Malaví standa veðurstofur Malaví, Noregs og Íslands ásamt Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, að SOFF verkefninu, með aðstoð Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Áætlað er að SOFF uppbyggingu ljúki í Malaví í lok næsta árs.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ísland var eitt fyrsta ríki heims til þess að leggja fram fjármagn til SOFF og greiðir um sjötíu milljónir króna til sjóðsins á árunum 2022 til 2024.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Víðtækari og tímanlegri veðurathuganir, sem eru notaðar er inn í alþjóðleg veðurspálíkönum, skipta sköpum til að bæta hnattrænar veðurspár sem eru forsenda þess að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um snemmbúnar viðvaranir fyrir allan heiminn árið 2027," segir Jórunn. Hún telur augljósan samfélagslegan ávinning að SOFF verkefninu fyrir Malaví, en ekki síður á alþjóðavísu þar sem árlegur fjárhagslegur ávinningur af bættu hnattrænu veðurathuganakerfi er talinn í hundruð milljarða króna. &nbsp;</span></p>

16.05.2023Súdan: Mánuður blóðugra linnulausra átaka

<span></span> <p>Nú er mánuður liðinn frá því vopnuð átök brutust út í Súdan og ástandið á átakasvæðunum er mjög slæmt. Yfir eitt þúsund sjálfboðaliðar Rauða krossins eru að störfum í landinu, en erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til þolenda vegna ótryggs ástands, að því er fram kemur í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/slaemt-astand-i-sudan-eftir-manud-af-atokum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi.</p> <p>Átökin hafa staðið yfir linnulaust síðan 15. maí, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til samninga um vopnahlé, og vegna þeirra hafa yfir 750 manns látist og yfir fimm þúsund særst. Átökin eru að mestu bundin við svæðið í kringum höfuðborgina Kartúm og Darfúr-hérað, en ekki er hægt að útiloka að þau stigmagnist í öðrum landshlutum. Átökin hafa valdið alvarlegum truflunum á grunnþjónustu í landinu svo sem heilbrigðisþjónustu og vatnsveitum og valdið skorti á mat og eldsneyti, auk þess sem verð á öllum grunnvörum hefur rokið upp.&nbsp;</p> <p>Það er hættulegt að vera á ferðinni og mikið um gripdeildir og sprengjuárásir, en aðstaða Rauða krossins í Súdan hefur orðið fyrir barðinu á hvoru tveggja.&nbsp;</p> <p>Að minnsta kosti 700 þúsund manns eru á vergangi innan Súdan og yfir 170 þúsund manns eru á vergangi í nágrannaríkjum eins og Egyptalandi, Tsjad, Suður-Súdan og Eþíópíu. Gert er ráð fyrir að fjöldi flóttafólks haldi áfram að aukast vegna átaka og aðstæðna innan Súdans.&nbsp;</p> <p><strong>Viðbrögð Rauða krossins í Súdan&nbsp;</strong></p> <p>Rauði krossinn í Súdan hefur sent yfir 1000 sjálfboðaliða til starfa, en þeir starfa fyrst og fremst í tíu héruðum. Þessir sjálfboðaliðar hafa í ótal horn að líta. Þeir sinna sjúkraflutningum, veita líkamlega og sálræna skyndihjálp, fjarlæga og grafa látna einstaklinga og styðja við læknateymi á sjúkrahúsum, ásamt því að setja upp aðstöðu fyrir fólk sem er á vergangi og sinna þörfum þeirra, veita þeim þjónustu og hjálpa þeim að finna týnda ástvini.&nbsp;</p> <p>Þessi sjálfboðaliðar Rauða krossins standa um leið frammi fyrir mörgum alvarlegum vandamálum. Í fyrsta lagi er mjög erfitt að tryggja öryggi þeirra, en auk þess eru innviðir í Súdan í mjög slæmu ástandi; bankakerfið hefur að hluta til lamast, það er eldsneytis- og rafmagnsskortur, það er erfitt að halda tengslum við umheiminn, hjálpargögn eru ekki að berast, forgangsröðum er ólík á mismunandi svæðum og það er erfitt að fanga athygli fjársterkra aðila sem gættu styrkt starfsemina.</p>

12.05.2023Neyðaraðstoð: Hjálparstarf kirkjunnar með nýtt verkefni í Malaví

<span></span> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hjálparstarf kirkjunnar hóf að nýju þróunarsamvinnu í Malaví á þessu ári og hefur hrundið af stað verkefni til næstu þriggja ára. Verkefnið nær til þúsunda heimila í Chikwawa í suðurhluta landsins sem er sérstaklega viðkvæmt fyrir veðuröfgum, allt frá langvarandi þurrkum til flóða og fellibylja. Verkefnið miðar fyrst og fremst að því að auka viðnámsþrótt samfélaga og tryggja fæðuöryggi. Í marsmánuði reið fellibylurinn Freddy yfir svæðið og ölli gríðarlegu manntjóni og skemmdum á innviðum, heimilum og ræktunarlandi.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Með rammasamningi við utanríkisráðuneytið var Hjálparstarfi kirkjunnar unnt að bregðast hratt við aðstæðum í Chikwawa og í samvinnu við norræn systursamtök tókst því að vera fyrst til austurhluta Chikwawa. Þar var veitt brýn neyðaraðstoð í formi peningagjafa, ungar stúlkur fengu sæmdarsett, fræ og áburður var gefinn til íbúa til að hefja ræktun að nýju og gerðar voru umbætur í vatns- og hreinlætisaðstöðu fólks sem dvelur í tímabundnum skýlum.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Það er afar ánægjulegt að geta tekið þátt í neyðaraðstoð á nýju verkefnasvæði okkar í Malaví með svo stuttum fyrirvara. Samstarf okkar við systurstofnanir okkar í Noregi og Danmörku tryggði að þetta var mögulegt en þau voru bæði með starfsemi í Malaví og víkkuðu út sín verkefni til að gera okkur þetta kleift,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Hann bætir við að rammasamningur við utanríkisráðuneytið sé forsenda þessa samstarfs og gerði Hjálparstarfinu mögulegt að bregðast strax við.”</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe heimsótti verkefnið með framkvæmdastjóra norska hjálparstarfsins á dögunum til að heyra frá fólki á svæðinu hvernig framkvæmd verkefnisins gengur. Þetta er í fyrsta skipti sem norrænu samtökin vinna saman að neyðaraðstoð en norska hjálparstarf kirkjunnar vinnur að umfangsmiklum þróunar- og neyðarverkefnum í landinu.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Það var átakanlegt að hitta fjölskyldur sem misstu allt sitt á einni nóttu, heimili, eignir og ræktarsvæði sem er lífsviðurværi þeirra. Það var jafnframt einstakt að skynja þrautseigju fólksins sem þegar hefur hafist handa við að koma sér og fjölskyldum sínum fyrir að nýju við afar erfiðar aðstæður,” segir Inga Dóra Pétursdóttir. Fjárhagslegur stuðningur var veittur til 700 fjölskyldna á svæðinu í gær og ungum stúlkum voru gefin sæmdarsett sem hafa að geyma meðal annars nærföt, hreinlætisvörur og endurnýtanleg dömubindi.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Neyðaraðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar í austurhluta Chikwawa er lífsnauðsynleg en svæðið er afskekkt og aðgengi erfitt því vegir eru illa farnir og brýr brotnar, auk þess sem íbúar á sævðinu hafa litla aðstoð fengið frá því að hörmungarnar riðu yfir.</span></p>

12.05.20232023 Global Report on Internal Displacement/ IDMC

10.05.2023Hreinlætisaðstaða í Namayingo héraði tekur stakkaskiptum

<span></span> <p><span>Efnt var á dögunum til viðburðar í Namayingo héraði í Úganda af hálfu íslenska sendiráðins og héraðsstjórnarinnar þar sem fulltrúar sendiráðsins afhentu héraðinu formlega sextán mannvirki sem öll tengjast bættri hreinlætisaðstöðu. Samkvæmt áætlun um byggðaþróun í héraðinu hefur Ísland lagt áherslu á að koma á kynskiptum salernum og hreinlætisaðstöðu í héraðinu, ekki síst skólum. Mikil ánægja ríkir í héraðinu með stuðning Íslands eins og kom fram í viðburðinum sem var fjölsóttur af almenningi, fulltrúum héraðsstjórnarinnar og starfsfólki og nemendum skóla.</span></p> <p><span>Á undanförnum misserum hefur samstarfið við héraðsyfirvöld í Namayingo einkum beinst að þremur hreppum við strendur Viktoríuvatns. Lögð er áhersla á að veita aðgang að hreinu vatni, bættri salernisaðstöðu og stuðla að góðu hreinlæti. Meðal þeirra mannvirkja sem afhent var ný hreinlætisaðstaða við þrjá grunnskóla og eina fæðingardeild við heilsugæslustöð í Banda-hreppi. Samningurinn við héraðið um byggðaþróun rennur út í lok árs og ráðgert er að framkvæmda úttekt á verkefnu síðar á árinu og ásamt því að hefja undirbúning að framhaldsáfanga.</span></p> <p><span>Buikwe hefur um árabil verið samstarfshérað Íslands og fulltrúar sendiráðsins í Kampala fóru þangað í eftirlitsferð í síðustu viku til að skoða fimm byggingarsvæði. Þar er verið að byggja einn grunnskóla og fjórar sólarknúnar vatnsveitur.</span></p>

09.05.2023Ársskýrsla UN Women komin út

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er því ekki að ástæðulausu sem jafnréttismálin eru og verða áfram mikilvægur þáttur utanríkisstefnunnar. Þau eru samþætt starfi okkar á sviði alþjóða-, öryggis- og þróunarmála og endurspeglast í á þriðja hundrað verkefna og viðburða sem efnt var til á liðnu ári. Sjálf reyni ég sífellt, hvert sem ég fer, að láta jafnréttisrödd Íslands heyrast. Þörfin er mikil, því bakslagið er raunverulegt. En utanríkisþjónustan er ekki eyland. Við reiðum okkur á samstarf við stofnanir á borð við UN Women og frjáls félagasamtök,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra meðal annars í ávarpi í nýútkominni <a href="https://eadn-wc02-4283996.nxedge.io/wp-content/uploads/2023/04/Arsskyrsla-2022.pdf" target="_blank">ársskýrslu UN Women</a>&nbsp;fyrir síðasta ár.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í ársskýrslunni kemur fram að heildartekjur UN Women á Íslandi jukust um 13 prósent á milli ára og námu tæplega 296 milljónum króna árið 2022. Framlög ljósbera, mánaðarlegra styrktaraðila samtakanna, voru líkt og síðastliðin ár helsta fjáröflunarleið samtakanna og jukust þau um 5 prósent á milli ára og námu tæpum 198 milljónum króna. Annað söfnunarfé frá einstaklingum og fyrirtækjum og sala á varningi nam rúmlega 62 milljónum króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ljósberar UN Women á Íslandi eru hryggjarstykki samtakanna og skipuðu lykilsess í fjáröflun samtakanna árið 2022, en langstærsti hluti framlaga UN Women á Íslandi til verkefna UN Women á heimsvísu kom frá ljósberum,“ segir í skýrslunni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í skýrslunni kemur fram að UN Women á Íslandi hafi átt í margra ára farsælu samstarfi við utanríkisráðuneytið. „Árið 2022 var ekki gildandi rammasamningur á milli aðilanna, en hins vegar fór af stað innri rýni á samstarfsfyrirkomulagi við landsnefndir UN Women, UNICEF og Félag SÞ á Íslandi og birtist skýrslan opinberlega á vef utanríkisráðuneytisins í febrúar 2023. Þó að rammasamningur hafi ekki verið til staðar, studdi utanríkisráðuneytið hins vegar við starf UN Women á Íslandi með kynningarstyrkjum sem gerði landsnefndinni kleift að halda úti öflugum götukynningum og vekja athygli á kvenmiðaðri neyðaraðstoð með „Náðir þú að pakka“ herferðinni. Sömuleiðis hlaust styrkur til að kynna táknrænar jólagjafir UN Women á Íslandi og kynningarstyrkur með það að markmiði að tryggja aukna upplýsingagjöf frá UN Women til fjölmiðla og stjórnvalda,“ segir í ársskýrslu UN Women.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Arna Grímsdóttir, lögfræðingur, lét af störfum sem stjórnarformaður UN Women á Íslandi eftir sex ára setu og Anna Steinsen var kosin stjórnarformaður í hennar stað. Framkvæmdastýra er Stella Samúelsdóttir.</span></p>

08.05.2023Rauði krossinn á Íslandi sendir 46 milljónir til Tyrklands og Sýrlands

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Rauði krossinn á Íslandi sendir alls 46 milljónir króna til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf vegna mannskæðu jarðskjálftanna sem urðu í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir þremur mánuðum. Samtökin hófu neyðarsöfnun vegna jarðskjálftanna sama dag og fréttir bárust af hamförunum og með framlögum almennings og fyrirtækja söfnuðust rúmlega 23 milljónir króna. Fimmtán milljónir króna voru sendar fljótlega eftir jarðaskjálftana en sú upphæð kom að hluta frá neyðarsöfnuninni, að hluta frá Mannvinum Rauða krossins og með stuðningi utanríkisráðuneytisins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þeim fjárstyrk hefur nú verið fylgt eftir með 31 milljóna króna viðbótarframlagi sem styður við áframhaldandi mannúðarstarf í Sýrlandi. Ástandið þar í landi er sérlega bágborið vegna vopnaðra átaka sem hafa staðið yfir í meira en áratug með tilheyrandi eyðileggingu og mannfalli. Því er þörfin fyrir fjárhagsaðstoð meiri þar en í Tyrklandi, eins og fram kemur í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/46-milljonir-til-tyrklands-og-syrlands-vegna-skjalftanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Rauða krossins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ljóst er að yfir 14,7 milljónir einstaklinga urðu fyrir áhrifum vegna skjálftanna, 60 þúsund manns týndu lífi og milljónir lentu á vergangi. Nú, þremur mánuðum síðar, þurfa þessir einstaklingar enn á miklum stuðningi að halda, sérstaklega fjárhagsaðstoð, eftir að hafa misst heimili sín, lífsviðurværi og allar eigur. Heilu samfélögin, jafnvel heilu borgirnar, neyðast nú til að byrja upp á nýtt og sú vegferð er rétt að byrja. Fjölskyldur eiga líka erfitt með að jafna sig á því áfalli sem þau hafa orðið fyrir og eru margar hverjar í tímabundnu húsaskjóli sem er ekki nægilega öruggt. Því er brýn þörf fyrir áframhaldandi stuðning og fjármagn til að styðja bæði við áríðandi þarfir sem og langtíma uppbyggingu,“ segir meðal annars í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rauði krossinn þakkar öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg og stutt neyðarsöfnunina og segir að hver einasta króna verði nýtt í hjálparstarf á hamfarasvæðinu og komi að góðum notum til að mæta þeim miklu erfiðleikum sem fólkið á hamfarasvæðunum standi frammi fyrir. </span></p>

08.05.2023“Things have just gotten worse” The impact of the global food, fuel and finance crisis on older people/ Help Age International

08.05.2023Tímamót í Malaví: Skrifað undir nýja samninga við héraðsstjórnir

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í síðustu viku var skrifað undir tvo nýja samninga af hálfu sendiráðs Íslands í Lilongve, annars vegar við fyrsta áfanga héraðsþróunarverkefnis í Nkhotakota til ársins 2027 og hins vegar tveggja ára framlengingu á samningi um héraðsþróunarverkefni í Mangochi. Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Malaví tóku þátt í athöfn af þessu tilefni og skrifuðu undir samningana, ásamt fulltrúum héraðanna og forstöðumanni sendiráðs Íslands.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nkhotakota er nýtt samstarfshérað í Malaví og héraðsþróunarverkefnið verður framkvæmt í samræmi við aðferðafræði Íslands, svonefnda héraðsnálgun, þar sem áhersla er lögð á eignarhald heimamanna. Verkefnin lúta að umbótum í grunnþjónustu við íbúana, á sviði heilbrigðismála, menntunar, vatns- og hreinlætis, jafnréttis kynjanna, valdeflingu ungmenna, auk loftslags- og umhverfismála. Héraðsyfirvöld eru framkvæmdaaðilar en sendiráð Íslands og utanríkisráðuneytið sinna eftirliti og úttektum. Heildarframlagið á verkefnatímabilinu nemur 1,6 milljarði íslenskra króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nýr tveggja ára samningur við héraðsstjórn Mangochi, þar sem Ísland hefur stutt byggðaþróunarverkefni í rúman áratug, felur í sér að ljúka stórum verkefnum frá síðustu árum sem hafa tafist af ýmsum ástæðum, eins og heimsfaraldrinum og verðhækkunum. Um er að ræða meðal annars nýja fæðingardeild í sveitarfélaginu Makanjira og nýja skrifstofubyggingu fyrir héraðsyfirvöld. Nýja fæðingardeildin kemur til með að gjörbylta fæðingaraðstöðu og mæðra- og ungbarnavernd í þessari afskekktu sveit þar sem konur á barneignaaldri er rúmlega sextíu þúsund. Í dag þurfa þær að leita þjónustu á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi, í hundrað kílómetra fjarlægð, um vegi sem eru jafnan ófærir yfir rigningartímann. Heildarkostnaður er áætlaður 550 milljónir króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sosten Gwengwe fjármálaráðherra Malaví sagði við athöfnina að gott samstarf Malaví og Ísland bæri ávöxt sem sæist í bættum lífsgæðum íbúaanna. „Ísland studdi sambærileg verkefni í Mangochi og nú bætist Nkhotakota við sem samstarfshérað. Það sýnir traust og vilja íslenskra stjórnvalda til þess að halda áfram þróunarsamvinnu í Malaví og bæta lífsgæði fólks,“ sagði ráðherrann. Richard Chimwendo Banda ráðherra sveitarstjórnarmála skrifaði einnig undir samningana.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands sagði við athöfnina að þetta væri stór stund í langri sögu þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Nú væri Ísland að færa út kvíarnar og hefja samstarf við nýtt hérað á sömu forsendum og í Mangochi, nýta þróunaráætlanir heimamanna og ná til þeirra sem búa við lökustu kjörin.</span></p>

05.05.2023Global Report on Food Crises 2023/ WFP

05.05.2023Samráðsfundur um stefnu Íslands í þróunarsamvinnu

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í vikunni fór fram samráðsfundur um stefnu íslenskra stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Utanríkisráðuneytið boðaði til fundarins og bauð til samráðs fjölmarga einstaklinga sem hafa á einn eða annan hátt haft aðkomu að þróunarsamvinnu síðustu árin, meðal annars frá félagasamtökum, landsnefndum stofnana Sameinuðu þjóðanna, GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, atvinnulífinu, stofnunum, ráðuneytum og fræðasamfélaginu. Þátttakendur á samráðsfundinum voru um fimmtíu talsins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt lögum 121/2008 leggur utanríkisráðherra fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fimmta hvert ár. Núgildandi stefna gildir til ársloka og að undanförnu hefur verið unnið að mótun nýrrar stefnu fyrir árin 2024 til 2028. Mikilvægur liður í stefnumótunarvinnunni er samráð við hagsmunaaðila á Íslandi og var samráðsfundurinn hluti af því. Stefnan verður jafnframt kynnt og rædd af þróunarsamvinnunefnd og sett í samráðsgátt stjórnvalda, en þá gefst einnig tækifæri til að leggja fram athugasemdir.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á fundinum var bæði rætt um áherslur Íslands og hvernig framkvæmdinni er best háttað.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði fundinn og þakkaði gestum í fundalok innlega fyrir þátttökuna, enda verða umræður og innlegg fundargesta nýtt við vinnslu stefnunnar.</span></p>

03.05.2023Eitt barn af hverjum sjö nýtur verndar gegn líkamlegum refsingum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Einungis eitt barn af hverjum sjö á heimsvísu nýtur verndar laga gegn líkamlegum refsingum sem er algengasta form ofbeldis gegn börnum, allt frá léttum kinnhesti til grófra líkamsárása. Alþjóðlegur dagur helgaður útrýmingu líkamlegra refsinginga var síðastliðinn sunnudag og þá birtu alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children ákall um afnám allra tegunda líkamlegra refsinga fyrir árið 2030, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt skilgreiningu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á líkamlegri refsingu er hún „sérhver refsing þar sem líkamlegu valdi er beitt og ætlað er að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, hversu léttvæg sem hún kunni að vera.“ Barnaheill – Save the Chrildren segja að þrátt fyrir aðgerðir undanfarinna ára til að banna ofbeldi af þessu tagi hafa aðeins 65 ríki af 199 lögfest slíkt bann sem nær einnig til heimila.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samtökin benda á að líkamlegar refsingar leiði til þúsunda dauðsfalla barna á hverju ári auk þess sem fjölmörg börn verði fyrir alvarlegu líkamstjóni, að ógleymdri þeirri niðurlægingu sem felst í verknaðinum. „Ýmiss konar líkamsrefsingar sem börn eru beitt myndu flokkast sem pyntingar ef þær væru framkvæmdar af fullorðnum,“ segir í frétt Save the Children.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Afríkuríkið Sambía var síðasta ríkið til að lögformlega banna líkamlegar refsingar í öllum aðstæðum í lífi barna.</span></p>

03.05.2023Tekur þrjár aldir að útrýma barnahjónaböndum ​

<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að óbreyttu tekur það þrjár aldir að útrýma barnahjónaböndum. Þetta kemur fram í nýrri <a href="https://data.unicef.org/resources/is-an-end-to-child-marriage-within-reach/" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að þrátt fyrir að hlutfall ungra stúlkna sem giftast á barnsaldri hafi minnkað um tvö prósentustig, úr 21 í 19, gangi 12 milljónir barnungra stúlkna í hjónaband á hverju ári og 640 milljónir stúlkna og kvenna hafi gifst áður en þær náðu átján ára aldri.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í skýrslunni er bent á að barnahjónabönd séu brot á réttindum barna en viðhorf foreldra sé oft á þá leið að ráðahagurinn sé „verndarráðstöfun“ fyrir stúlkurnar. UNICEF segir að afleiðingar snemmbærra hjónabanda séu vel rannsakaðar. Þær sýni að stúlkur sem þvingaðar séu í hjónaband séu ólíklegri en aðrar stúlkur til að sækja sér menntun og þær séu í meiri hættu að verða snemma barnshafandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF hefur sérstakar áhyggjur af þróuninni í löndunum sunnan Sahara í Afríku þar sem hlutfall barnahjónabanda fer hækkandi. Reiknað er með því að barnungum giftum stúlkum fjölgi þar um tíu af hundraði fyrir árið 2030. Í skýrslunni er bent á að stúlkur í þessum heimshluta standi nú frammi fyrir mestri hættu á að vera neyddar í hjónaband en ein af hverjum þremur stúlkum er gift fyrir átján ára aldur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnahjónaböndum hefur fækkað í Suður-Asíu en í þeim heimshluta er enn um 45 prósent allra slíkra hjónabanda og þrátt fyrir verulegar framfarir á Indlandi er enn þriðjungur barnahjónabanda í því landi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Catherine Russell framkvæmdastjóri UNICEF segir barnahjónabönd eyðileggja vonir og drauma stúlkna, þær ættu ekki að vera brúðir heldur skólastúlkur.</span></p>

28.04.2023Ísland sendir hæsta fjárframlagið til UN Women óháð höfðatölu sjöunda árið í röð

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á aðalfundi landsnefndar UN Women í vikunni kom fram að söfnunartekjur samtakanna á Íslandi sem sendar voru til stuðnings verkefna UN Women á heimsvísu voru tæplega 156 milljónir króna árið 2022. Þetta er sjöunda árið í röð sem UN Women á Íslandi sendir hæsta fjárframlag allra þrettán landsnefndanna í kjarnasjóð UN Women, óháð höfðatölu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðalfundur UN Women á Íslandi fór fram í nýju húsnæði samtakanna við Sigtún 42, á miðvikudaginn. Arna Grímsdóttir, lögfræðingur, lét þá af störfum sem stjórnarformaður UN Women á Íslandi eftir sex ára setu og Anna Steinsen var kosin stjórnarformaður í hennar stað. Þá hætti Kristín Ögmundsdóttir einnig stjórnarsetu eftir sex ára setu, en hún hefur gegnt stöðu gjaldkera. María Rún Bjarnadóttir og Sævar Helgi Bragason voru kosin ný í stjórn UN Women á Íslandi til næstu tveggja ára.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég hef verið formaður í sex ár og þessi tími er mér ógleymanlegur. Ég þakka stjórn og ungmennaráði fyrir samstarfið og fyrir að gefa tíma sinn og krafta til UN Women á Íslandi. Ég þakka einnig starfsfólki UN Women á Íslandi fyrir sitt kraftmikla og öfluga starf. Dæmi um hugmyndaauðgi starfsfólks er FO-herferð ársins 2022 sem var söguleg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn var safnað í hinsegin sjóð UN Women,“&nbsp;sagði Arna Grímsdóttir að aðalfundi UN Women loknum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum kvenna og hef barist fyrir því að allar konur séu valdefldar, óháð stöðu, uppruna og búsetu. UN Women á Íslandi hefur verið að gera frábæra hluti og við viljum gera enn betur í framtíðinni. Ég er mjög spennt fyrir því að taka áfram þátt í þessari vinnu með starfsfólki og stjórn UN Women á Íslandi,“&nbsp;sagði Anna Steinsen, nýr stjórnarformaður UN Women á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að loknum aðalfundi er stjórn UN Women á Íslandi nú skipuð: Önnu Steinsen, formanni, Ólafi Elínarsyni, varaformanni, Árna Matthíassyni, gjaldkera, auk þeirra sitja í stjórn Áslaug Eva Björnsdóttir, Ólafur Stephensen, Fida Abu Libdeh, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, María Rún Bjarnadóttir, Sævar Helgi Bragason og Fönn Hallsdóttir, sem fulltrúi ungmennaráðs UN Women á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, Ljósberar, voru rúmlega 9.600 í lok ársins 2022 og hafa aldrei verið fleiri.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://unwomen.is/anna-steinsen-kosin-nyr-stjornarformadur-un-women-a-islandi/" target="_blank">Nánar á vef UN Women</a></span></p>

27.04.2023Sjávarútvegsskóli GRÓ útskrifar 22 sérfræðinga

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tuttugu og tveir sérfræðingar frá fjórtán löndum útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla GRÓ í gær. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði og er 24. árgangurinn sem lýkur námi við skólann.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alls hafa nú 464 sérfræðingar frá 66 löndum lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum. Þá hafa 19 lokið meistaranámi og 16 doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi frá honum. Einnig hefur Sjávarútvegskólinn haldið fjöldamörg styttri námskeið og vinnustofur í samstarfslöndum, stutt útskrifaða nemendur til þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum og tekið á móti erlendum sendinefndum sem komið hafa til landsins að kynna sér íslenskan sjávarútveg.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í útskriftarhópnum að þessu sinni voru sex sérfræðingar frá tveimur Vestur-Afríku, löndum sem Ísland átt í nánu samstarfi við síðustu ár á sviði þróunarsamvinnu, Síerra Leóne og Líberíu. Sjávarútvegsskólinn hefur einnig verið að auka samstarf við lönd í Rómönsku Ameríku og smáeyþróunarríki (SIDS) í Karíbahafinu, en frá þessum svæðum komu átta sérfræðingar. Að venju komu líka allmargir sérfræðingar frá Austur-Afríku og Suður-Asíu. Flestir útskrifuðust af Fiskveiðistjórnunarlínu (9), þá af Stofnstærðarlínu (6), Fiskeldislínu (4) og Gæðastjórnunarlínu (3).</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri HAFRÓ, hýsistofnunar Sjávarútvegsskólans, bauð gesti velkomna og stýrði samkomunni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ,&nbsp;<a href="https://www.grocentre.is/static/files/FTP/NEWS/nina-ftp-2023-graduation-speech.pdf">ávarpaði</a>&nbsp;gesti fyrir hönd GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu – og færði útskriftarhópnum hamingjuóskir utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Nína vakti athygli á að þjálfunarverkefnin fjögur sem rekin eru undir hatti GRÓ miðstöðvarinnar hafa nú starfað samanlagt í 100 ár og hafa útskrifað nákvæmlega 1.600 sérfræðinga hvaðanæva að úr heiminum. Hún sagðist vera afar stolt af þessum stækkandi hópi útskrifaðra GRÓ sérfræðinga. Hún hefði hitt marga þeirra á ferð sinni til Kenía og Úganda nýverið. Áform væru uppi hjá GRÓ um að auðvelda þessum hópi að eiga samskipti þvert á þjálfunarverkefnin fjögur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þá flutti Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu ræðu&nbsp;og færði útskriftarhópnum hamingjuóskir ráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Áslaug gerði að umtalsefni mikilvægi rannsókna og nýsköpunar. Þrátt fyrir að margt væri vel gert í íslenskum sjávarútvegi þá væru fjöldamargar áskoranir sem takast þyrfti á við, ekki hvað síst í loftslagsmálum. Hún vonaðist til að sérfræðingarnir sem nú væru að útskrifast hjá Sjávarútvegsskólanum tækju virkan þátt í umræðu um þessi mál eftir að þeir sneru heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Julie Ingham, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, þakkaði framlag þeirra fjölmörgu sem koma að þjálfunarnámi skólans, kennurum, umsjónarmönnum, fyrirtækjunum og öðrum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að því loknu kynnti hún sérfræðingana sem nú voru að ljúka námi sínu hér á landi og stýrði afhendingu útskriftarskírteina.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Athöfnin endaði með&nbsp;<a href="https://www.grocentre.is/static/files/FTP/NEWS/chadwick-ftp-2023-graduation-speech.pdf">stuttri tölu</a>&nbsp;frá Chadwick Bironga Henry, frá Kenía, fyrir hönd nemenda. Hann þakkaði Sjávarútvegsskólanum og öllum samstarfsaðilum hans fyrir það tækifæri að fá að taka þátt í þjálfunarnáminu hér á landi. Auk þess að hafa aflað sér nýrrar þekkingar og hæfni á sínu sérsviði sagði hann að sterk vináttutengsl hefðu myndast meðal nemenda, leiðbeinenda og GRÓ starfsfólks, tengsl sem myndu nýtast í leik og starfi um ókomna tíð.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Rannsóknir á reykofnum</strong></span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/euLGX352SvE" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í meðfylgjandi viðtölum við þrjá nemendur frá Sierra Leóne, Geraldeen Labor-Sesay, Josephine May Kabba og Benrina Demoh Kanu, sem starfa allar hjá Sjávarútvegsráðuneytinu í Síerra Leóne, kemur fram að þær hafa verið að rannsaka ávinninginn af Matis ofnum umfram aðrar tegundir ofna til að reykja fisk. Niðurstöður rannsókna þeirra benda eindregið til þess að Matis ofninn hafi talsverða yfirburði umfram aðra ofna varðandi gæði, hagkvæmni og vinnuskilyrði kvenna. Niðurstöður þeirra ættu því að nýtst vel í því stóra verkefni að endurnýja gamla úrelta reykofna sem enn eru í notkun í Síerra Leóne og um alla Vestur-Afríku.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sjávarútvegsskólinn hefur starfað frá árinu 1998 og er eitt fjögurra þjálfunarverkefna sem rekið er undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og sem hafa frá upphafi verið ein af helstu stoðum í íslenskri þróunarsamvinnu. Hin verkefnin eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Jarðhitaskólinn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Miðstöðin starfar á þeim sviðum þar sem Ísland hefur sérþekkingu sem getur nýst þróunarlöndum við að stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

27.04.2023Bridging the Gender Digital Divide/ UNICEF

27.04.20232021-2022: TWO YEARS OF GLOBAL HARM TO CIVILIANS FROM THE USE OF EXPLOSIVE WEAPONS/ Explosive Weapons Monitor

25.04.2023Allt í hers höndum í Súdan og hjálparstarf liggur niðri

<span></span> <span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Allt starf alþjóðlegra mannúðarsamtaka liggur meira og minna niðri í Súdan meðan blóðugir bardagar geisa í höfuðborginni Kartúm og víðar milli stjórnarhersins og RSF sveita uppreisnarmanna. Erfitt reynist að finna leiðir til þess að halda áfram mannúðarstarfi og tryggja á sama tíma öryggi starfsfólks. Á upphafsdegi átakanna, laugardaginn 15. apríl, voru þrír starfsmenn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, myrtir og aðrir tveir starfsmenn særðir. Tilraunir til að koma á vopnahléi hafa ítrekað fari út um þúfur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áður en til átakanna kom voru um það bili sextán milljónir íbúa Súdan háðir matvæla- og mannúðaraðstoð, eða þriðjungur þjóðarinnar, sem telur um 46 milljónir. Innan landsins voru að minnsta kosti fjórar milljónir flóttamanna eða fólks á vergangi. Þessum fjölmenna og viðkvæma hópi sinntu um eitt hundrað alþjóðleg og innlend samtökum af mismunandi stærðum og gerðum, í landi þar sem innviðir eru óburðugir og aðstæður víða erfiðar. Allt starf liggur nú tímabundið niðri meðan byssukjaftarnir hafa orðið.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í höfuðborginni Kartúm er þegar farið að gæta vöruskorts á eldsneyti, mat, lyfjum og ýmsu öðru. Stöðugar truflanir eru á rafmagns- og netsambandi með tilheyrandi erfiðleikum í samskiptum. Margar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús hafa orðið fyrir sprengjuárásum og starfsemi því sjálfhætt. Aðrar heilbrigðisstofnanir hafa fyllst af særðu fólki og takmarkað hvað hjúkrunarfólk getur gert í þessum aðstæðum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölur um fallna hækka dag frá degi, á fimmta hundrað hið minnsta hafa týnt lífi, og mörg þúsund særst. Nýjustu tölur segja að 459 fallna og rúmlega fjögur þúsund sára. Tugþúsundir hafa flúið til grannríkja, Egyptalands, Tjad og Suður-Súdan, og erlendum ríkisborgurum og sendiráðsstarfsfólki er flogið með herflugvélum frá landinu eftir því sem unnt er. Í dag freista til dæmis bresk stjórnvöld þess að koma breskum ríkisborgurum brott frá Súdan með herþyrlum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Leiðtogar hersveitanna tveggja sem berjast í Súdan eru Abdel Fattah Burhan hershöfðingi og yfirmaður hersins, og Mohammed Hamdan Dagalo, hershöfðingi vopnaðrar uppreisnarsveitar sem kallast Rapid Support Forces (RSF). Hershöfðingjarnir tveir komust til valda eftir að mótmæli lýðræðissinna leiddu til þess að Omar al-Bashir, sem lengi hélt um stjórnartauma, var vikið frá völdum árið 2019. Árið 2021 sameinuðust herforingjarnir tveir um völdin en ágreiningur um aðlögun RSF sveitanna að stjórnarhernum leiddi til þess að upp úr sauð milli fyrrverandi samherja – með afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á.</span></p>

24.04.2023UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnahléi í Súdan

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir tafarlausu vopnahléi í Súdan þar sem hörð átök síðustu daga hafa kostað fjölda barna og óbreytta borgara lífið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóra&nbsp;UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Að minnsta kosti 9 börn hafa látið lífið og rúmlega 50 særst í árásum og átökum í&nbsp;Khartoum,&nbsp;Darfur&nbsp;og Norður-Kordofan. Hættulegt ástand í landinu gerir það að verkum að afar erfitt reynist að safna og staðfesta upplýsingar yfir tölu látinna og særðra og á meðan átök halda áfram munu börn halda áfram að gjalda fyrir það,“ segir&nbsp;Russell.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fjölmargar óttaslegnar fjölskyldur eru fastar í skotlínunni með lítið sem ekkert aðgengi að rafmagni auk þess sem hætta er á matar-, vatns- og lyfjaskorti. Þúsundir fjölskyldna hafa neyðst til að flýja heimili sín.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell&nbsp;segir að átökin hafi haft skelfilegar afleiðingar á mannúðarstarf í Súdan og meðal annars raskað umönnun 50 þúsund alvarlega vannærðra barna sem þurfa aðhlynningu allan sólarhringinn. Þá ógni átökin&nbsp;svokallaðri&nbsp;kaldri keðju&nbsp;UNICEF&nbsp;sem tryggir örugga dreifingu bóluefna og annarra lyfja sem þarfnast kælingar, þar sem raforkuöryggi er lítið og víða er ómögulegt að fylla á eldsneytisbirgðir fyrir vararafstöðvar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fyrir þessi átök var þörfin fyrir mannúðaraðstoð í Súdan í hæstu hæðum. Ljóst er að vegna ástandsins geta&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar ekki veitt mikilvægu aðstoð ef öryggi starfsfólks er ógnað líkt og raunin er. Hugur okkar er hjá aðstandendum samstarfsfólks okkar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, sem létu lífið eða hafa særst í þessum árásum. Starfsfólk&nbsp;UNICEF, sem og annarra mannúðarstofnana, hafa verið rænd af vopnuðum einstaklingum en árásir sem þessar á starfsfólk og stofnanir eru árás á börnin og fjölskyldurnar sem við vinnum fyrir.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Catherine&nbsp;Russell&nbsp;segir&nbsp;UNICEF&nbsp;taka undir ákall António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé og að stríðandi fylkingar virði alþjóðalög um vernd barna í stríði og rétt þeirra til mannúðaraðstoðar í þessu skelfilega stríðsástandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF&nbsp;krefst þess einnig að stríðandi fylkingar hætti tafarlaust árásum á mikilvæga samfélagslega innviði sem börn þurfa á að halda, svo sem vatns- og hreinlætisþjónustu, heilbrigðisstofnanir og skóla,“ segir&nbsp;Russell&nbsp;að lokum.&nbsp;</span></p>

21.04.2023Bakslag í bólusetningum barna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Um 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðastliðnum þremur árum, samkvæmt nýrri <a href="https://www.unicef.org/reports/state-worlds-children-2023" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Ýmsar ástæður liggja að baki en heimsfaraldur COVID-19 spilar þar stórt hlutverk. Í skýrslunni kemur fram að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki minnkaði traust almennings til bólusetninga í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð fyrir skýrslugerðina. Í flestum tilvikum var fólk yngra en 35 ára og konur í meirihluta þeirra sem segjast bera minna traust til bólusetninga barna eftir að faraldurinn hófst.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á hverju ári gefur UNICEF út skýrslu um stöðu barna í heiminum og er umfjöllunarefnið í ár bólusetningar vegna þess bakslags sem hefur átt sér stað í bólusetningum barna. Í fyrra bentu UNICEF og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) á að heimsfaraldur COVID-19 hefði ýtt undir&nbsp;</span><span style="font-size: 14.6667px; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.org/press-releases/WUENIC2022release" target="_blank"><span style="font-size: 14.6667px; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">mestu afturför í bólusetningum barna í þrjá ára</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">tugi.</span></a></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;Í nýju skýrslunni er varað við því að 67 milljónir barna hafi misst af reglubundnum bólusetningum á árunum 2019 til 2021 og að bólusetningum hafi fækkað í 112 löndum. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn því langt frá því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um bólusetningar barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF bendir á að það sé þörf á að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða til marks um langtímaþróun. Góðu fréttirnar eru þær að stuðningur við bólusetningar barna við margvíslegum sjúkdómum á borð við mænusótt, mislinga og barnaveiki er áfram tiltölulega hár og í næstum helmingi þeirra 55 ríkja sem voru hluti af rannsókninni töldu yfir 80 prósent svarenda bóluefni mikilvæg fyrir börn,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/bakslag-i-bolusetningum-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst náðu vísindamenn að þróa hratt bóluefni sem bjargaði ótal lífum. En þrátt fyrir þann sögulega árangur dreifðist ótti og rangar upplýsingar um hinar ýmsu tegundir bóluefna jafn víða og vírusinn sjálfur,” segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þessi gögn eru viðvörunarmerki sem vert er að hafa áhyggjur af. Við getum ekki leyft því að gerast að traust á venjubundnum bólusetningum verði enn eitt fórnarlamb heimsfaraldursins. Þá gæti næsta bylgja dauðsfalla orðið meðal barna með mislinga, barnaveiki eða aðra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir.”&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Mislingatilfelli tvöfaldast milli ára</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Árlega styðja UNICEF og samstarfsaðilar bólusetningar gegn lífshættulegum sjúkdómum hjá hátt í helmingi allra barna í heiminum í yfir 100 löndum sem bjarga lífi tveggja til þriggja milljóna barna á hverju ári. Heimsfaraldur COVID-19 hafði áhrif á bólusetningar barna nánast um allan heim, sérstaklega vegna álags á heilbrigðiskerfi, skorts á heilbrigðisstarfsfólki og sóttvarnaraðgerða. Börn sem fæddust rétt fyrir og í faraldrinum misstu því mörg af fyrstu bólusetningunum sínum og því brýnt að bregðast við til að koma í veg fyrir að banvænir sjúkdómar fari að breiðast út aftur. Sem dæmi má nefna að árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga samanborið við árið á undan. Fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jókst um 16% á sama tímabili.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Til eru bóluefni við þessum hættulegu sjúkdómum en alltof mörg börn, sérstaklega í jaðarsettustu samfélögunum, fá ekki notið þeirra. Af þeim 67 milljónum barna sem misstu af reglubundnum bólusetningum milli 2019 og 2021 voru 48 milljónir barna sem fengu engar bólusetningar (svokallað “zero-dose”). Undir lok árs 2021 voru flest þeirra barna búsett á Indlandi og í Nígeríu. Þau gögn sem kynnt eru í skýrslunni sýna vel þetta misrétti og þar kemur fram að 1 af hverjum 5 börnum sem búa á efnaminnstu heimilunum höfðu ekki fengið neina bólusetningu á meðan talan var eitt af hverjum tuttugu börnum í þeim efnameiri. Börn sem hafa ekki fengið neina bólusetningu búa oft á dreifbýlum svæðum sem erfitt er að ná til eða í fátækrahverfum stórborga.&nbsp;&nbsp;</span></p>

19.04.2023IDA and MDB Reform: The Case for Greater Ambition/ CGDev

19.04.2023School feeding investment in Africa remains low despite high returns/ Devex

19.04.2023Nýtt samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Kamuzu háskólans í Malaví

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Heilbrigðisvísindasvið Kamuzu-háskólans (KUHeS) í Malaví hafa hafið samstarf um framhaldsnám. Fyrsti nemandinn, Tadala K. Phiri, var á dögunum tekinn inn í lyfjafræðideild KUHeS. Hún&nbsp;skoðar virkni efna sem hafa verið í þróun við Háskóla Íslands gegn sveppasýkingum sem finnast í hitabeltislöndum.</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.hi.is/frettir/samstarf_vid_kamuzu_haskola_i_malavi_um_framhaldsnam_i_lyfjafraedi?fbclid=IwAR1kYjcIrhPXNW905W4CPZgXDyHdk7pU5cDPT2PtRDOUNBAFbKScLwbL0E8" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Háskóla Íslands segir að KUHeS hafi á undanförnum árum unnið að því að byggja upp framhaldsnám í lyfjavísindum, tveggja ára námi til M.Phil-prófs frá lyfjafræðideild sviðsins. Þau tímamót urðu á dögunum að fyrsti nemandinn, Tadala K. Phiri, var tekinn in í námið. Námið fer fram við lyfjafræðideildir KUHeS og HÍ og í samstarfi við tvö íslensk fyrirtæki, Hananja, sem vinnur að þróun nýrra lyfja, og Capretto, sem þróar lækningatæki.&nbsp;</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í náminu leggur Tadala sérstaka áherslu að greina stofna sem finnast í hitabeltislöndum og valda sveppasýkingum í húð, og leiðir til að vinna gegn þeim. Til að greina þessa sveppi prófar hún að nýta lítið tæki sem nefnist Raman, sem byggist á leisitækni, ekki ósvipað leisihitamæli. Markmiðið er að þróa einfalda aðferð til þess að greina þá stofna sem valda sveppasýkingum í Malaví og í framhaldinu kanna hvort örverudrepandi efni sem finna má í brjóstamjólk megi nýta til að útrýma slíkum sýkingum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rannsóknir þeirra Halldórs Þormars og&nbsp;Þórdísar Kristmundsdóttur, sem bæði eru prófessorar emeritus við HÍ, hafa sýnt að brjóstamjólk hefur einstaka eiginleika til að ráða niðurlögum sjúkdómsvaldandi veira, baktería og sveppa. Verkefnið er unnið í bænum Mangochi í Malaví og fer hluti vinnu Tadala fram við Mangochi District Hospital og hluti verkefnisins verður unninn&nbsp;við Háskóla Íslands. Mangochi hérað er helsta samstarfshérað íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og Íslendingar stuðlað að bættri lýðheilsu á margvíslegan hátt í héraðinu á undanförnum árum og áratugum.</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þetta samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Kamuzu-háskóla nýtur stuðning Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins sem miðar meðal annars að því að styðja við stúdenta- og starfsmannaskipti milli háskóla. Fyrirtækið Hananja styður einnig verkefnið.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Leiðbeinendur Tadala í meistaranáminu verða þau Frider Chimimba og Baxter H. Kachingwe frá KUHeS og Helga Helgadottir, Ingibjörg Hilmarsdóttir og Sveinbjörn Gizurarson, sem starfa við lyfjafræði- og lækndadeildir Háskóla Íslands. Sá síðastnefndi hefur um árabil unnið með vísindamönnum í Malaví, meðal annars að þróun nýrra lyfja og uppbyggingu lyfjaverksmiðju í landinu í gegnum Hananja, en Sveinbjörn er framkvæmdastjóri félagsins auk þess að vera prófessor við lyfjafræðideild.</span></p>

18.04.2023Könnun um heimsmarkmiðin meðal barna og ungmenna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, sækir ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna í New York í júlí &nbsp;fyrir hönd ungmenna á Íslandi þar sem landrýnisskýrsla Íslands verður lögð fram öðru sinni. Í skýrslunni verður meðal annars samantekt um áherslur barna og ungmenna á Íslandi og Rebekka kemur til með að ávarpa þingið til að koma rödd og áherslum ungmenna á framfæri.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Til þess að tryggja að samantektin endurspegli raunverulega áherslur ungs fólks á Íslandi hefur Rebekka útbúið&nbsp;<a href="https://forms.gle/UKR1dTEtaWRwMDDM8"><span style="color: windowtext;">könnun</span></a>&nbsp;þar sem öllum á aldrinum 15–35 ára gefst kostur á að koma sínum áherslum á framfæri. Svörin verða notuð í samantektina og nýtast þau þannig til þess að þrýsta á íslensk stjórnvöld til að gera betur í málefnum ungs fólks á Íslandi í tengslum við innleiðingu heimsmarkmiðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðeins örfáar mínútur tekur að svara&nbsp;<a href="https://forms.gle/UKR1dTEtaWRwMDDM8"><span style="color: windowtext;">könnuninni</span></a>&nbsp;og hún verður hún opin til 21. apríl næstkomandi. Landssamband ungmennafélaga LUF „hvetur öll til þess að taka þátt og tryggja þannig sterka aðkomu ungs fólks að vinnu landrýnisskýrslunnar og innleiðingu stjórnvalda á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem rödd ungs fólks skiptir samfélagi okkar gríðarlega miklu máli,“ eins og segir í <a href="https://luf.is/hvad-finnst-ther-um-innleidingu-islands-a-heimsmarkmidum-sth/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef LUF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fundurinn í New York í sumar er svokallaður HLPF fundur – United Nations High Level Political Forum – og fer fram árlega. Hvert aðildarríki kynnir á nokkurra ára fresti landrýnisskýrslur – Voluntary National Review – þar sem farið er yfir stöðuna á innleiðingu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun í hverju landi fyrir sig. Þessar skýrslur eru hluti af alþjóðlegri eftirfylgni með framgangi heimsmarkmiðanna og mælst er til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum inn slíkum skýrslum á gildistíma heimsmarkmiðanna. Ísland skilaði seinast inn&nbsp;<a href="https://sustainabledevelopment.un.org/content/documents/23408VNR_Iceland_report_140619.pdf"><span style="color: windowtext;">landrýnisskýrslu árið 2019</span></a>.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Vinna við gerð skýrslunnar hefur staðið yfir hjá stjórnvöldum undanfarna mánuði þar sem ýmsir aðilar innan stjórnsýslunnar, atvinnulíf, borgarasamfélag og ungmenni koma meðal annars til með að segja frá sjónarmiðum. Ein opna í skýrslunni verður tileinkuð börnum og ungmennum.&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/ungmennarad/"><span style="color: windowtext;">Ungmennaráð heimsmarkmiðanna</span></a>&nbsp;mun skrifa eina blaðsíðu í skýrslunni þar sem áherslur barna koma fram og svo á sömu opnu verður blaðsíða fyrir áherslur ungmenna á Íslandi, eins og segir á vef LUF.</span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; letter-spacing: 0.2pt;">Rebekka hefur mikla reynslu af ýmsum sjálfboðastörfum og hagsmunabarátta stúdenta innan Háslóla Íslands hefur verið hennar helsti vettvangur að undanförnu þar sem hún gegnir nú starfi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Rebekka er með BA-gráðu í lögfræði en hefur einnig stundað nám í líffræði. Þá hefur hún einnig starfað sem landvörður og laganemi meðfram námi ásamt því að sinna stjórnarstörfum hjá Ungum umhverfissinnum og Náttúruverndarsamtökum Austurlands.</span></p>

17.04.2023Nýir rammasamningar við landsnefndir UN Women og UNICEF og Félag Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Utanríkisráðherra hefur undirritað rammasamninga við landsnefndir UN Women og UNICEF á Íslandi auk Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Samningarnir ná til kynningar- og fræðslumála á sviði alþjóðlegar þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.</span></p> <p><span>„Ísland á í fjölþættu samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og UN Women og UNICEF eru meðal okkar helstu áherslustofnana. Samningarnir munu veita félögunum dýrmætan fyrirsjáanleika sem auðveldar þeim skipulagningu verkefna. Þá er mjög mikilvægt að starfsemi stofnananna sé miðlað til almennings í gegnum félögin þrjú og fólk hvatt til að styðja við starfsemi þeirra,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í margþættu samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna og landsnefndir UN Women og UNICEF. Samningarnir eru liður í áherslu ráðuneytisins á upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega þróunarsamvinnu. Markmið samninganna er að auka þekkingu á þeim hnattrænu áskorunum sem til staðar eru, auka gagnsæi og skilvirkni.&nbsp;</span></p> <p><span>Landsnefnd UN Women á Íslandi styður og styrkir starfsemi UN Women í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna. Markmið landsnefndarinnar er að afla fjár til verkefna UN Women, kynna og auka áhuga landsmanna á starfsemi UN Women og vera málsvari kvenna í efnaminni ríkjum með það að leiðarljósi að störf þeirra séu órjúfanlegur hluti efnahags- og félagslegrar framþróunar.&nbsp;</span></p> <p><span>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið hafa frá árinu 1948 starfað saman að kynningu á málefnum Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Stefna félagsins er að vinna markvisst að aukinni þekkingu almennings á starfsemi Sameinuðu þjóðanna, að heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna njóti viðtæks stuðnings í samfélaginu og þorri þjóðarinnar styðji við alþjóðlega þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Landsnefnd UNICEF á Íslandi styður og styrkir starfsemi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en stofnunin er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í yfir 190 löndum á heimsvísu. Hlutverk landsnefndarinnar á Íslandi er meðal annars að afla fjárstuðnings við verkefni UNICEF á heimsvísu,&nbsp; kynna og auka áhuga landsmanna á starfsemi UNICEF, standa vörð um réttindi barna á Íslandi og hvetja til virkrar þátttöku ungs fólks og barna í samfélaginu.</span></p>

11.04.2023Jákvæð niðurstaða í jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands

<p><span>Jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands var tekin fyrir á fundi nefndarinnar í París fyrir helgi. Niðurstöðurnar eru afar jákvæðar fyrir Ísland en þar kemur meðal annars fram að með skýrri og einbeittri nálgun á tiltekin málefnasvið, stofnanir og samstarfslönd, hafi Ísland nýtt styrkleika sína í þróunarsamvinnu og hámarkað framlag sitt til málaflokksins þrátt fyrir smæð.</span></p> <p><span>„Það er sannarlega ánægjulegt að fá það staðfest af Þróunarsamvinnunefnd OECD að Ísland hafi með nálgun sinni og starfsaðferðum hámarkað framlag sitt til málaflokksins. Það er lykilatriði fyrir lítið ríki eins og Ísland að halda áherslum skýrum og setja áfram í forgrunn að þátttaka okkar sé virðisaukandi í hinu stóra samhengi. Á sama tíma er gagnlegt að fá ábendingar um hvernig við getum enn frekar eflt starfið, og við munum leggja áherslu á að koma tilmælunum til framkvæmdar á næstu misserum. Jafningjarýnin er enn fremur kröftugt innlegg inn í yfirstandandi stefnumótunarvinnu, en ég mun leggja fram þingsályktun um þróunarsamvinnustefnu til næstu fimm ára á haustþingi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni er starf í þágu kynjajafnréttis og valdeflingar kvenna nefnt sem dæmi um málaflokk þar sem Ísland hefur látið til sín taka á alþjóðlegum vettvangi og í tvíhliða starfi. Sökum þess hve Ísland nýtur mikils trúverðugleika á því sviði og skýrrar nálgunar sé sýnileiki og árangur af starfinu umtalsvert meiri en fjárframlög gefa til kynna. Nálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu hlaut einnig mikið lof, enda hafi stuðningur við tiltekin héruð í samstarfsríkjunum reynst árangursrík leið til að koma stuðningi Íslands beint til fátækra samfélaga og eignarhald heimamanna sé því sterkt. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að samstarfsaðilar beri Íslandi vel söguna, enda hafi mikil áhersla verið lögð á að bæta verklag og vinna í takt við bestu starfsvenjur, en samstarfsaðilar frá Úganda og Malaví greindu frá samstarfinu við Ísland á fundinum.</span></p> <p><span>Í skýrslunni er auk þess fjallað um áskoranir og tækifæri til að efla starfið enn fremur, svo sem hvað varðar framlög til þróunarsamvinnu, heildræna árangursstjórnun, landaáætlanir, samræmingu stefnumála í þágu sjálfbærrar þróunar, stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum, starfsemi GRÓ þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, starfsmannamál og samræmingu innan ráðuneytisins.&nbsp;</span></p> <p><span>Jafningjarýni er fastur liður í störfum DAC, en í henni felst ítarleg greining á starfi Íslands, skipulagi, áherslum, framkvæmd og starfsháttum. Niðurstöðurnar eru teknar saman í skýrslu sem birt verður opinberlega innan nokkurra vikna og gefin út á heimasíðu OECD og utanríkisráðuneytisins. Er þetta í annað sinn sem sinn sem þróunarsamvinna Íslands er rýnd á forsendum jafningjarýni en síðast fór slík úttekt fram árið 2017.&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrirhugaður er opinn kynningarfundur um niðurstöður skýrslunnar 2. júní næstkomandi, en nánari upplýsingar verða kynntar síðar.&nbsp;</span></p>

31.03.2023Þrettán frjáls félagasamtök með verkefni í sautján ríkjum

<span></span> <span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Fjölmörg frjáls félagasamtök á Íslandi eiga í samstarfi við utanríkisráðuneytið á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar og verkefnin er víðs vegar um heiminn. Á síðasta ári fengu þrettán frjáls félagasamtök styrki frá utanríkisráðuneytinu til verkefna í fimmtán þjóðríkjum. Hér eru fjögur nýleg dæmi um fréttir af þessu mikilvæga starfi frá SOS Barnaþorpunum, ABC barnahjálp og Barnaheill – Save the Children á Íslandi, auk fréttar frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.</span><span></span>&nbsp;</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Úr sára­fá­tækt í múr­steina­fram­leiðslu</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Med­ina er ein­stæð fjög­urra barna móð­ir í smá­bæn­um Eteya í Eþí­óp­íu. Eft­ir að eig­in­mað­ur henn­ar lést stóð Med­ina eft­ir ein með börn­in og eng­ar tekj­ur. Árið 2018 var staða fjöl­skyld­unn­ar orð­in svo al­var­leg að börn­in fengu ekki grunn­þörf­um sín­um mætt og þau gátu auk þess ekki sótt skóla. Med­ina fékk þá inn­göngu í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barna­þorp­anna sem SOS á Ís­landi fjár­magn­ar og þrem­ur árum síð­ar hafði henni held­ur bet­ur tek­ist að snúa tafl­inu við sér í vil. Med­ina hef­ur með þess­um mikla dugn­aði sýnt okk­ur í sinni tær­ustu mynd af hverju fjöl­skyldu­efl­ing SOS Barna­þorp­anna er svona mik­il­væg. Við tök­um fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð. Nú eru á sjötta hundrað fjöl­skyld­ur með yfir 1600 börn­um ann­að hvort út­skrif­uð eða að út­skrif­ast úr fjöl­skyldu­efl­ing­unni sem hófst árið 2018.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/7lcAYJ2PA-Q" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.sos.is/sos-sogur/fjolskylduefling/ur-sarafataekt-i-mursteinaframleidslu/" target="_blank">Nánar á vef SOS</a></span></p> <p><strong style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Áveitan lýkur vatnsverkefni í Búrkína Fasó</strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Haraldur Pálsson og Jóhanna Sólrún Norðfjörð, eigendur Áveitunnar á Akureyri hafa á undanförnum árum, ásamt góðum hópi starfsmanna og vina, farið reglulega til Búrkína Fasó og hjálpað til við hin ýmsu verk – en þó aðallega mjög stórt vatnsverkefni fyrir skólann og ræktunarlandið þeirra. Fékk fyrirtækið nýlega styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrir nýjasta verkefnið, sem gerði það að verkum að hægt var að framkvæma meira en ella og var verkið unnið með heimamönnum. Í janúar fór síðasti hópurinn á þeirra vegum til Búrkína Fasó.</span></p> <p><span style="font-size: 14.6667px; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.abc.is/aveitan-likur-vatnsverkefni-i-burkina-faso/" target="_blank">Nánar á vef ABC</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Börn í Sýrlandi skelfingu lostin við að sofa í tjöldum á meðan stormar geisa</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Úrhellisrigning og flóð hafa undanfarið valdið miklum skaða í bæði flóttamannabúðum og þorpum víða í norðanverðu Sýrlandi þar sem jarðskjálftar skullu nýlega á og eru börn of óttaslegin til að sofa í tjöldum. Flóðin hafa valdið miklum skaða fyrir fleiri en 4.000 fjölskyldur í norðanverðu Sýrlandi, sérstaklega í búðum settum upp fyrir fólk á vergangi. Að minnsta kosti 375 tjöld sem veittu fjölskyldum skjól hafa eyðilagst eða eru svo illa farin að ekki er lengur hægt að búa í þeim. Yfir 530 tjöld til viðbótar hafa skemmst. Flóðin hafa þar að auki lokað fyrir vegi og komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð nái til fólks sem enn þarf á henni að halda vegna jarðskjálftanna í síðasta mánuði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/born-i-syrlandi-skelfingu-lostin-vid-ad-sofa-i-tjoldum-a-medan-stormar-geisa" target="_blank">Nánar á vef Barnaheilla</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>UNICEF styður menntun barna í Kongó í skugga átaka</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, styrkir nú uppsetningu tímabundinna skólasvæða, þjálfun kennara og útvegar námsgögn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem harðnandi átök í austurhéruðum landsins hafa raskað verulega menntun barna síðastliðið ár. Samkvæmt nýjustu gögnum&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur skólaganga nærri 750 þúsund barna raskast verulega í tveimur stríðshrjáðustu héruðum austurhluta Kongó. Frá janúar í fyrra til mars í ár hafa 2.100 skólar í Norður-Kivu&nbsp;og&nbsp;Ituri-héruðum&nbsp;neyðst til að hætta starfsemi af öryggisástæðum. Þúsundir fjölskyldna hafa neyðst til að flýja heimili sín í leit að öryggi og áætlar&nbsp;UNICEF&nbsp;að nærri 240 þúsund börn séu á vergangi í flóttamannabúðum í kringum&nbsp;Goma, höfuðborg Norður-Kivu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/unicef-stydur-menntun-barna-i-kongo-i-skugga-ataka" target="_blank" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 14.6667px;">Nánar á vef UNICEF</a></span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

30.03.2023Þyrla leigð fyrir íslenskt þróunarfé dreifir mat til nauðstaddra í Malaví

<span></span> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Með fjárstuðningi frá Íslandi til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, í Malaví hefur tekist að dreifa 24 tonnum af mat með þyrlu til nauðstaddra í suðurhluta landsins. Dánartölur vegna fellibylsins Freddy hækka daglega og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 676 látnir í Malaví og 650 þúsund íbúar á vergangi. Flestir hafast við í þeim 500 bráðabirgðaskýlum sem komið hefur verið upp frá því óveðrið reið yfir um miðjan mánuðinn.</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve tókst WFP með fjárstuðningi frá Íslandi að leigja þyrlu frá Suður-Afríku til að dreifa mat til þeirra svæða þar sem ekki hefur enn tekist að komast til landleiðina. “Það er ánægulegt að segja frá því að Ísland var eitt af fyrstu framlagsríkjunum til þess að veita lífsnauðsynlegan stuðning,” segir Inga Dóra.</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að mati samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, þarf Malaví tafarlausa aðstoð til að takast á við sjúkdóma sem breiðast þessa dagana hratt út í bráðabirgðaskýlunum fyrir þá sem misstu heimili sín en héldu lífi. Mengað drykkjarvatn og ófullnægjandi hreinlætisaðstaða eru kjöraðstæður fyrir útbreiðslu sjúkdóma eins og kóleru sem var útbreidd í landinu áður en óveðrið skall á. Bráðir öndunarfærasjúkdómar hafa einnig gert vart við sig í sumum skýlunum og malaríutilvikum fjölgar.</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Khumbize Kandodo Chiponda heilbrigðisráðherra Malaví segir skort á heilbrigðisstarfsfólki eina helstu áskorun stjórnvalda. Hún segir að á síðustu tveimur vikum hafi verið ráðnir 300 heilbrigðisstarfsmenn en þörf sé á fleirum og Malaví þurfi um þrjár milljónir bandarískra dala til að takast á við ástandið í heilbrigðismálum eftir fellibylinn.</span></p>

29.03.2023Ísland eykur stuðning við friðaruppbyggingu og sáttamiðlun á vegum Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa gert nýjan fjögurra ára samstarfssamning við skrifstofu alþjóðastjórnmála og friðaruppbyggingar hjá Sameinuðu þjóðunum, Department of Political and Peacebuilding Affairs, DPPA. Framlag Íslands verður tvöfalt hærra en fyrri samningur og framlagið nemur 20 milljónum króna á ári í takt við langtímaáætlun DPPA, sem gildir næstu fjögur árin, 2023-2026.&nbsp;Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd Íslands ásamt varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Rosemary A. DiCarlo.</span></p> <p><span>Stuðningurinn miðar að því að tryggja forystuhlutverk Sameinuðu þjóðanna við friðaruppbyggingu og sáttamiðlun víðs vegar í heiminum. Þar að auki vinnur DPPA sérstaklega að virkri þátttöku kvenna í slíkum umleitunum auk þess að tryggja samræmi og samlegð milli öryggismála, þróunarsamvinnu og mannréttindamála. Þær áherslur falla sérstaklega vel að þjóðaröryggisstefnu Íslands og samstarfið er lykilhluti af þróunarsamvinnustefnu Íslands um fyrirbyggjandi störf í þágu friðar með áherslu á þátttöku kvenna.&nbsp;</span></p> <p><span>„Nýr fjögurra ára samningur við DPPA með tvöfalt hærri framlögum undirstrikar áframhaldandi áherslu Íslands á forystuhlutverki Sameinuðu þjóðanna í friðaruppbyggingu og sáttamiðlun. Við sjáum fjölgun átaka í heiminum og aukna spenna í alþjóðamálum. Það er áhersluatriði af hálfu Íslands að úrlausn þeirra byggist á friðarferlum sem taka mið af alþjóðalögum og framkvæmd eru með virkri þátttöku kvenna,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Ísland hefur frá árinu 2018 stutt DPPA en stuðningurinn skiptir miklu máli fyrir getu Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við verkefnum sem ekki er gert ráð fyrir í kjarnaframlögum og kallað er eftir með skömmum fyrirvara. DPPA styður þannig við friðaruppbyggingu og sáttarferli um heim allan, ekki síst í þeim þrjátíu löndum þar sem sérstakir erindrekar samtakanna starfa, auk þess að starfa með öðrum undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Samstarfið stuðlar með beinum hætti að framfylgd heimsmarkmiðanna um frið og réttlæti (16), jafnrétti kynjanna (5) og samvinnu um heimsmarkmiðin (17).<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.03.2023Margir hafa týnt ástvinum vegna átaka í Úkraínu

<span></span> <p><span style="background: white; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Fyrir ári setti Rauði krossinn upp sérstaka skrifstofu til að sinna þeim þúsundum fjölskyldna sem hafa týnt ástvinum vegna vopnaðra átaka í Úkraínu en fjölskyldusameiningar eru eitt helsta verkefni samtakanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Leitarþjónusta alþjóðaráðs Rauða krossins er eitt elsta verkefni hreyfingarinnar, en í yfir 150 ár hefur hún hjálpað fólki sem hefur orðið viðskila við ástvini sína að sameinast þeim á ný og á þann hátt hefur hún sinnt einni af grundvallarskyldum alþjóðaráðsins, samkvæmt Genfar-sáttmálanum. Leitarþjónusta alþjóðaráðs hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að koma fjölskyldumeðlimum aftur í samband, finna og bera kennsl á týnda einstaklinga, vernda reisn hinna látnu og mæta þörfum fjölskyldna þeirra sem eru týndir um allan heim.</span></p> <p style="font-stretch: inherit;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alþjóðaráð Rauða krossins opnaði sérstaka skrifstofu innan leitarþjónustu sinnar í mars 2022 til að sinna átökunum milli Rússlands og Úkraínu. Hlutverk hennar er að vera hlutlaus milliliður milli stríðandi fylkinga og draga úr þjáningu fjölskyldna sem hafa ekki fengið fréttir af afdrifum ástvina sinna vegna átakanna, annað hvort vegna þess að þeir hafa verið handsamaðir af óvinum eða vegna þess að þau misstu sambandið eftir að hafa flúið heimili sín.</span></p> <p style="font-stretch: inherit;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skrifstofan safnar saman, miðstýrir og sendir út upplýsingar um örlög og staðsetningu fólks sem hefur verið hneppt í varðhald eða fallið í hendur óvina sinna, hvort sem það er í hernaði eða ekki. Hún fylgist með örlögum þessara einstaklinga og fjölskyldna þeirra á meðan þeir eru á valdi óvina sinna, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir, til að koma í veg fyrir að þeir hverfi og til að viðhalda fjölskyldutengslum.</span></p> <p style="font-stretch: inherit;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skrifstofan er staðsett í Genf og vinnur náið með öðrum aðilum innan alþjóðahreyfingar Rauða krossins um allan heim til að samhæfa aðgerðir. Hún er skipuð þverfaglegu teymi sem inniheldur fólk sem talar bæði rússnesku og úkraínsku og eru sérfræðingar á sviði fjölskyldusameininga, leitar að týndu fólki, réttarfræði, gagnastjórnunar og gagnagreiningar. Leitarþjónusta alþjóðaráðs Rauða krossins mun starfa eins lengi og þörf er á til að veita fjölskyldum upplýsingar um ástvini sína.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/almennar-frettir/margir-hafa-tynt-astvinum-vegna-ataka-i-ukrainu/" target="_blank">Nánar á vef Rauða krossins</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

28.03.2023Menntunarátak í Níger til að draga úr fólksfjölgun og barnahjónaböndum

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hvergi í heiminum er fæðingartíðni hærri en í Afríkuríkinu Níger. Þar stendur nú yfir átak til að auka möguleika stúlkna til menntunar í þeim tilgangi að hægja á fólksfjölgun í landinu. Atvinnuleysi meðal ungs fólks fer síhækkandi og hvergi í heiminum eru barnahjónabönd fleiri, 76 prósent stúlkna giftar fyrir átján ára aldur og 28 prósent fyrir fimmtán ára aldur.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fjölskyldur í Níger eiga að meðaltali sjö börn. Mikil mannfjöldaaukning hefur átt sér stað undanfarna áratugi, frá 3,5 milljónum árið 1960 til um 25 milljóna í dag. Miðgildi aldurs í landinu er nú 14,5 ár og tveir af hverjum fimm Nígerbúum eða 40,8% lifa undir fátæktarmörkum. Flestir þeirra eða 95% búa á dreifbýlum svæðum þar sem fátæktartíðnin er mun hærri, sérstaklega á Dosso, Zinder og Maradi svæðunum,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/menntunaratak-i-niger-til-ad-draga-ur-folksfjolgun-og-barnahjonabondum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samtökin vinna með yfirvöldum í Níger að því að mennta stúlkur um fjölskylduskipulagningu og reka svokallaða eiginmannaskóla. Þar fá stúlkur meðal annars fræðslu um getnaðarvarnir og tíðarhringinn, að því er segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ráðamenn höfðu lagt fram áætlanir um að ná notkun á nútímalegum getnaðarvörnum upp í 50% fyrir árið 2020 en tölfræðin sýnir hins vegar að markmiðið var ef til vill of metnaðarfullt og hefur ekki náðst, þrátt fyrir að hægt sé að sjá breytingu í hegðun á sumum svæðum. Ef mannfjöldaaukning helst eins og hún er, má búast við að 600.000 ný börn hefji skólagöngu á hverju ári, sem þýðir að opna þyrfti 12.000 nýja skóla árlega. Frekar hefur dregið úr fjölda skóla en 890 skólum var lokað af öryggisástæðum í Níger í ágúst 2022. Samkvæmt skýrslu frá UNICEF leiddi þetta til þess að 78.000 börn gátu ekki lengur sótt skóla, þar af 38.000 stúlkur. Í nýlegri skýrslu Barnaheilla – Save the Children kemur fram að Níger er eitt af þeim löndum þar sem mikil hætta er á að menntakerfið hrynji.“</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/menntunaratak-i-niger-til-ad-draga-ur-folksfjolgun-og-barnahjonabondum" target="_blank">Nánar á vef Barnaheilla</a></span></p>

27.03.2023Fyrrverandi nemendur GRÓ skólanna hittast í fyrsta sinn í Kenía

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kenía stæði ekki jafn framarlega í nýtingu jarðvarma eins og raun ber vitni ef ekki hefði komið til samstarfsins við Jarðhitaskólann á Íslandi. Þetta er álit fyrrverandi kenískra nemenda skólans, sem hittust á fyrsta sameiginlega viðburði GRÓ í Næróbí fyrr í mánuðinum. Auk Jarðhitaskólans hafa Sjávarútvegsskóli og Jafnréttisskóli GRÓ starfað í landinu.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kenía hefur verið eitt helsta samstarfsríki GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Samstarfið við Kenía nær aftur til ársins 1982, eða í rúma fjóra áratugi. Flestir útskrifaðir nemendur eru frá Kenía, 175 talsins, þar af sóttu 146 nám í Jarðhitaskólanum. Af heildarfjöldanum hafa 29 fengið styrki tl meistaranáms og níu til doktorsnáms.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ starfar undir merkjum UNESCO, Menningar-, vísinda- og menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna og starfrækir fjóra skóla hér á landi, sem áður voru kenndir við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn fram á svæðisskrifstofu UNESCO fyrir Austur-Afríku, sem staðsett er í Nærobí en 30% af fyrrverandi nemendum GRÓ koma frá því svæði. Starf GRÓ er fjármagnað af utanríkisráðuneytinu, sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Margir kenískir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans hafa verið leiðandi í þróun nýtingar jarðvarma í heimalandinu. Nokkrir þeirra lýstu því mikilvæga hlutverki sem Jarðhitaskólinn hefur gegnt í jarðhitamálum í landinu og hvernig rannsóknir nemendanna hafi stuðlað að nýtingu á jarðhitaauðlindinni með svo góðum árangri að 47 prósent allrar raforku í landinu kemur í dag frá jarðvarmavirkjunum. Kenía framleiðir meira rafmagn með jarðvarma en Ísland, en uppsett afl í jarðvarmavirkjunum í Kenía var 944 MW í lok árs 2021 en 756 MW á sama tíma á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á viðburðinum flutti Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, kynningu á sögu og starfi GRÓ í Austur-Afríku og dr. Alexandros Makarigakis, deildarstjóri náttúruvísindasviðs og svæðisvatnafræðingur hjá svæðisskrifstofunni, kynnti starf UNESCO á svæðinu. Markmið viðburðarins var tvíþætt, annars vegar að kanna hvernig efla megi samstarf GRÓ og svæðisskrifstofu UNESCO í Kenía, og hins vegar hvernig GRÓ getur stuðlað að virku tengslaneti fyrrverandi nemenda skólanna í þessum heimshluta.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.grocentre.is/gro/media/news/category/1/gro-alumni-in-kenya-meet-with-unescos-regional-office-for-eastern-africa" target="_blank">Nánar á vef GRÓ</a></span></p>

27.03.2023UN World Water Development Report 2023/ UN

27.03.2023Átta ár liðin frá upphafi borgarastyrjaldar í Jemen

<span></span> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í lok síðustu viku var minnst þeirra sorglegu tímamóta að átta ár voru liðin frá því borgarastyrjöld hófst með ólýsanlegum hörmungum fyrir börn og aðra íbúa. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, greindi frá því að 11 milljónir jemenskra barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda, rúmlega 540 þúsund börn undir fimm ára aldri þjáist vegna lífshættulegrar vannæringar og að á tíu mínútna fresti deyi barn af sjúkdómum og orsökum, sem hægt væri að afstýra.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Síðastliðin átta ár höfum við flutt ykkur fréttir af skelfilegum aðstæðum barna í Jemen, hungrinu, hættunum, mannréttindabrotunum og dauðsföllum. Til eru sex og sjö stafa tölur yfir fjölda ungra og saklausra barna sem daglega glíma við allt það versta sem hugsast getur, enda hefur lengi verið talað um Jemen sem versta stað á jörðu til að vera barn. Þessar tölur eru líklega hættar að hreyfa við alþjóðasamfélaginu og almenningur nánast farinn að taka þessu skelfingarástandi sem óumflýjanlegum hlut og ljós vonarinnar hugsanlega í einhverjum tilfellum tekið að dofna,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/atta-ar-af-stridi-i-jemen" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"></span><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Eftir átta ár upplifa mörg börn og fjölskyldur þeirra að þau séu stödd í vítahring vonleysis,“segir Peter Hawkins, fulltrúi UNICEF í Jemen, sem bendir á að það sem börn og íbúar Jemen þurfi fyrst og fremst á að halda, sé varanlegur friður. Svo hægt sé að græða sár síðustu ára og vinna upp allt sem glatast hefur.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"></span><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Við öll þurfum því að tryggja að við höldum glæðum í ljósi vonarinnar hjá börnum og öðrum íbúum Jemen. Sýna þeim að við gefumst aldrei upp í því gríðarstóra verkefni sem það er, að bæta líf þeirra, tryggja velferð og öryggi uns friður kemst á,“ segir í frétt UNICEF.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/atta-ar-af-stridi-i-jemen" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

22.03.2023Uppfylla þarf réttinn til hreins drykkjarvatns um heim allan

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light';">Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi alþjóðlegri vatnskreppu í nýrri skýrslu – <a href="World Development Report 2023" target="_blank">World Development Report 2023</a>&nbsp;– sem gefin er út í dag, á alþjóðlegum degi vatnsins. Þar er dregin upp dökk mynd af vaxandi vatnsskorti í heiminum og skýrsluhöfundar segja árstíðabundinn skort halda áfram að aukast vegna loftslagsbreytinga. Um 26 prósent jarðarbúa hafa ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og 46 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um vatnsskort í heiminum hefst dag í New York.</span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið upp á <a href="https://www.worldwaterday.org/stories-2023/story/un-world-water-development-report-2023" target="_blank">alþjóðlegan dag vatnsins</a>&nbsp;22. mars í yfir þrjá áratugi en í ár markar dagurinn opnun fyrstu <a href="https://sdgs.un.org/conferences/water2023" target="_blank">alþjóðlegu vatnsráðstefnu</a>&nbsp;sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið frá 1977. Gerðar eru miklar væntingar til ráðstefnunnar enda er ljóst að langt er í land fyrir alþjóðasamfélagið til að ná sjötta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um hreint vatn og salernisaðstöðu fyrir alla fyrir árið 2030. </span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Ísland tekur virkan þátt á vatnsráðstefnunni og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flytur ræðu síðar í </span><span style="font-family: 'FiraGO Light';">vikunni. Þá er fastafulltrúi Íslands einn af varaforsetum ráðstefnunnar og stýrir þar fundum vatnsráðstefnunnar eftir þörfum. Ísland leiðir sömuleiðis vinahóp SÞ um landgræðslu, ásamt<span style="color: black; background: white;"> Namibíu, en hópurinn fundar á hliðarlínum vatnsráðstefnunnar og ræðir þar meðal annars um samspil og samlegðaráhrif vatns og endurheimt lands.</span></span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Á Íslandi er hægt að fullyrða að allir hafi greiðan aðgang að hreinu drykkjarvatni á viðráðanlegu verði. Um fjórðungur mannkyns þarf hins vegar að sækja drykkjarvatn í læki og vötn, stundum langar leiðir, eða borga háa upphæð fyrir vatn sem oft er mengað. Vatnskrísan hefur mest áhrif á viðkvæmustu hópana en meira en þúsund börn deyja daglega af völdum veikinda sem stafa af skorti á hreinu vatni og takmörkuðu aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu.</span></p> <p><strong><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Samvinna í samstarfsríkjum</span></strong></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að koma hreinu drykkjarvatni til íbúa og að bæta aðgang að salernis- og hreinlætisaðstöðu í samstarfsríkjum í tvíhliða þróunarsamvinnu. Í Mangochi héraði í Malaví hefur Ísland tryggt aðgang að hreinu drykkjarvatni fyrir 390 þúsund manns. Í Úganda hefur Ísland unnið með héraðsstjórninni í Buikwe við að tryggja aðgang að hreinu vatni fyrir um 65 þúsund manns og með UNICEF í norður-Úganda við að bæta vatns- og hreinlætisaðstöðu í flóttamannabyggðum þar sem yfir 40 þúsund manns hafa notið góðs af stuðningi Íslands og 45 þúsund manns munu bætast við þann fjölda með nýju verkefni. Í Síerra Leóne hefur Ísland í samstarfi við UNICEF tryggt um 60 þúsund manns í strandbyggðum landsins aðgang að hreinu vatni og bættri salernis- og hreinlætisaðstöðu og við það munu bætast um 50 þúsund manns á næstu árum með nýju verkefni. </span></p> <p><strong><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Dökkt útlit</span></strong></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Ljóst er að flest áhrif loftslagsbreytinga koma beint niður á vatni. Allt frá hækkandi sjávarborðs til flóða og þurrka. Í nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, IPCC, er dregin upp dökk mynd af stöðu mála. Antonío Guterres aðalramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði við útgáfu skýrslunnar að „mannkynið er á þunnum ís - og sá ís bráðnar hratt“. Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni hefur flóðum fjölgað um 134 prósent frá árinu 2000 og lengd þurrka aukist um 29 prósent á sama tímabili. </span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Í Malaví, samstarfslandi Íslands, reið nýlega yfir fellibylurinn Freddy sem hefur skapað neyðarástand fyrir þá hópa sem þegar voru í viðkvæmri stöðu. Óttast er að stormurinn hafi víðtækar afleiðingar, meðal annars á aðgengi að hreinu drykkjarvatni, og að kólerufaraldur stigmagnist að nýju en kólerufaraldur hefur verið í landinu síðasta árið eftir að fellibylur reið yfir í byrjun síðasta árs. Íslensk stjórnvöld ákváðu að veita 71 milljón króna framlag til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, vegna þessa neyðarástands.</span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Ísland er meðlimur í vinahópi Sameinuðu þjóðanna um börn og heimsmarkmiðin en fulltrúi vinahópsins flytur ræðu á vatnsráðstefnunni þar sem áhersla er lögð á velferð barna í þessum málaflokki. Þar kemur meðal annars fram að um þriðjungur barna búa í óstöðugum ríkjum en þessi börn eru 20 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma sem stafa af skorti á hreinu vatni og takmörkuðu aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu heldur en af völdum sprengju eða byssukúlu. </span></p> <p>&nbsp;</p>

21.03.2023Young poets lend their talents to promote peace, marking the 75th anniversary of UN peacekeeping/ UN News

21.03.2023How Africa’s new Free Trade Area will turbocharge the continent’s agriculture industry/ World Economic Forum

21.03.2023Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna heita auknum stuðningi við fátækustu ríkin næsta áratuginn

<span></span><span></span> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að efla stuðning við fátækustu ríki heims næstu tíu árin. Þetta var niðurstaða fimmtu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fátækustu ríkin, 46 talsins, sem var haldin í Doha í Katar fyrr í mánuðinum. Að ráðstefnunni komu fulltrúar fjölmargra ríkja, þar á meðal Íslands, alþjóðastofnana, einkageirans, borgarasamfélags og ungmenna.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Undir þemanu „Frá möguleikum til velmegunar“ var á ráðstefnunni kappkostað að knýja fram breytingar í þágu þeirra 1,2 milljarðs manna sem búa í fátækustu ríkjunum. Alþjóðasamfélagið lýsti yfir vilja til að endurnýja og styrkja skuldbindingar sínar og byggja upp samstarf til framtíðar.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala, sem sótti ráðstefnuna, hafa margar áskoranir hindrað umbætur í fátækustu löndunum á undanförnum árum, þar á meðal heimsfaraldur, loftslagsbreytingar og vaxandi ójöfnuður.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í aðgerðaáætluninni er gerð grein fyrir yfirgripsmiklum ráðstöfunum til að sigrast á kerfislægum áskorunum, draga úr fátækt, efla stuðning við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og byggja upp viðnámsþrótt í þeim löndum sem höllustum fæti standa.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Áætlunin skiptist í sex forgangssvið:</span></p> <ul> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Fjárfesta í fólki, uppræta fátækt og byggja upp getu til að skilja engan eftir;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Nýta kraft vísinda, tækni og nýsköpunar til að berjast gegn margbreytilegu varnarleysi&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">og til að ná heimsmarkmiðunum;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Styðja við skipulagsbreytingar sem stuðla að velsæld;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Efla alþjóðaviðskipti fátækustu landanna og styðja svæðisbundið samstarf;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Takast á við loftslagsbreytingar og hnignun umhverfis, eftirköst heimsfaraldurs og&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">byggja upp viðnám gegn framtíðaráföllum í þágu áhættuupplýstrar sjálfbærrar&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">þróunar;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Virkja alþjóðlega samstöðu, endurnýja alþjóðlegt samstarf og skapandi stjórntæki og&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">stefna að sjálfbærri útskrift úr ríkjahópnum.</span></li> </ul> <p style="background: #fdfdfd; text-align: left;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Sameinuðu þjóðunum var falið að tryggja samhæfingu til að auðvelda samræmda framkvæmd og samræmi í eftirfylgni og eftirliti með áætluninni á landsvísu, svæðisbundið og á heimsvísu.<br /> </span><br /> <span></span></p>

21.03.2023Ísland styður kosningaverkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna í Síerra Leóne

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hafa gert með sér <a href="https://www.undp.org/sierra-leone/press-releases/iceland-contributes-usd-200-000-support-peaceful-and-inclusive-elections-sierra-leone" target="_blank">samning</a>&nbsp;um að Ísland leggi fram tæplega 30 milljónir króna – 200 þúsund bandaríska dali – í sérstakan sjóð í umsjón UNDP sem ætlað er að stuðla að friðsamlegri framkvæmd fyrirhugaðra kosninga í landinu í júní á þessu ári. Framlaginu er sérstaklega ætlað að stuðla að því að kjósendur nýti kosningarétt sinn, ekki síst konur, ungmenni og fólk með fötlun.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Almennar kosningar verða haldnar í Síerra Leóne í júní og kosið verður til forseta, þings og sveitarstjórna í landinu. Þetta verða fimmtu kosningarnar í landinu frá því borgarastríðinu lauk árið 2002. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hefur veitt stjórnvöldum stuðning í tengslum við fyrri kosningar og hefur nú sett á laggirnar tveggja ára verkefni sem ætlað er að efla skipulag og framkvæmd kosninga og stuðla að friðsamlegum kjördegi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að mati UNDP er stuðningur við lýðræðisuppbyggingu og kosningar áfram talið mikilvægt viðfangsefni því þrátt fyrir almennt friðsælt stjórnmálaástand undanfarin ár og tiltölulega friðsamlegar kosningar árið 2018, glímir Síerra Leóne við fjölmargar áskoranir varðandi stjórnarhætti og stjórnarfar. Vantraust til stjórnvalda hefur til dæmis aukist. Óeirðir brutust út milli borgara og lögreglu í ágúst síðastliðnum sem má rekja til versnandi lífskjara fólks í landinu vegna hárrar verðbólgu og hækkandi olíuverðs. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tveggja ára verkefninu sem Ísland styrkir er ætlað að styðja við undirbúning,&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">framkvæmd og eftirmála kosninganna. Það samanstendur af þremur meginþáttum:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">styrkja getu landskjörstjórnarinnar og annarra stofnana sem koma að framkvæmd kosninganna til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu á skilvirkan hátt;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">auka gagnsæi í kosningaferlinu í gegnum vitundarvakningu og aðgengi almennings að hlutlægum upplýsingum; og </span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">efla gagnsæi og tryggja þátttökumöguleika allra hópa í samfélaginu með sérstaka áherslu á konur, ungmenni og fatlað fólk en þessir hópar hafa átt á brattann að sækja þegar kemur að skráningu á kjörskrá og við greiðslu atkvæða í kosningum.</span></li> </ul> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Einnig verður veittur stuðningur eftir að kosningum lýkur, með áherslu á aðgerðir sem stuðla að langtímauppbyggingu friðar, öryggis og trausts milli borgara og valdhafa.</span></p>

20.03.2023Stjórnsýslubygging og grunnskóli afhent í Buikwe héraði

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í liðinni viku afhenti íslenska sendiráðið í Kampala héraðsstjórn Buikwe tvær byggingar sem reistar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé í héraðinu. Annars vegar er um að ræða grunnskóla fyrir átta hundruð nemendur og hins vegar stjórnsýslubyggingu fyrir velferðar- og jafnréttismál. Buikwe er annað tveggja héraða í Úganda sem Ísland styður í byggðaþróun sem felur í sér uppbyggingu á grunnþjónustu við íbúa og stuðning við stjórnsýslu héraðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Framkvæmdir við stjórnsýsluhúsnæði fyrir deild velferðar- og jafnréttismála hafa staðið yfir frá því í nóvember á síðasta ári. Byggingin kallast „Gender Building Block“ en húsnæðið er hluti af undirbúningi verkþáttar fyrir efnahagslega valdeflingu kvenna og ungmenna. Það á að þjóna öllum 445 þúsundum íbúum héraðsins, ekki síst þeim &nbsp;sem hafa orðið fyrir kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Í báðum samstarfshéruðunum hafa farið fram stöðugreingar á slíku ofbeldi og skýrslur með tillögum um úrbætur liggja fyrir. Í nýju byggingunni er skrifstofurými fyrir rúmlega tuttugu starfsmenn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Einnig fór fram afhending á St. Peter´s Senyi grunnskólanum en sá skóli mun þjóna um átta hundruð nemendum. Þá eru framkvæmdir hafnar við Kirugu grunnskólann í Buikwe, sem einnig mun þjóna um átta hundruað nemendum. Kirugu grunnskólinn er einn af fimm framkvæmdaverkefnum sem eru í gangi á þessu ári í Buikwe með stuðningi Íslands. Hin fjögur verkefnin eru á sviði vatnsmála. </span></p>

20.03.2023Sahel: Milljónir barna í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Tíu milljónir barna í þremur ríkjum á&nbsp;Mið-Sahel svæðinu í Afríku – Búrkína Fasó, Malí og Níger - eru í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð vegna stigvaxandi átaka. Þetta eru tvöfalt fleiri börn en árið 2020, samkvæmt <a href="https://www.unicef.is/stigvaxandi-atok-og-loftlagshamfarir-ogna-milljonum-barna-a-mid-sahel-svaedinu" target="_blank">nýrri&nbsp;velferðarviðvörun</a>&nbsp;frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hátt í&nbsp;fjórar milljónir barna í nágrannalöndum eru einnig í hættu þar sem átök milli vopnaðra hópa og þjóðaröryggissveita teygja sig yfir landamærin.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Börn lenda í auknum mæli á milli í vopnuðum átökum, sem fórnarlömb aukinna hernaðarátaka eða sem skotmörk vopnaðra hópa,“ segir Marie-Pierre Poirier, svæðisstjóri UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna voru þrisvar sinnum fleiri börn drepin í&nbsp;Búrkína Fasó á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 en á sama tímabili árið 2021. Flest barnanna létust af völdum skotsára í árásum á þorp eða vegna heimatilbúinna sprengja eða sprengileifa.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Sumir vopnaðir hópar&nbsp;víðsvegar um Malí, Búrkína Fasó og í auknum mæli í Níger, nota aðferðir sem fela í sér umsátur um bæi og þorp og vinna skemmdarverk á vatnskerfum. Vopnaðir hópar sem eru á móti menntun brenna og ræna skóla vísvitandi. Yfir 8,300 skólum hefur verið lokað í löndunum þremur ýmist vegna beinna árása, að kennarar hafa flúið, foreldrar voru á vergangi eða of hræddir til að senda börn sín í skóla.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Samkvæmt <a href="https://www.unicef.org/child-alert/central-sahel-extreme-jeopardy" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF er Mið-Sahel eitt af þeim svæðum á jörðinni sem verður hvað verst úti vegna loftslagskrísunnar. Hitastig í Sahel hækkar 1,5 sinnum hraðar en meðaltal heimsins og úrkoma þar er óreglulegri og ákafari. Þessi mikla úrkoma veldur flóðum sem eyðileggja uppskeru og menga takmarkaðar vatnsauðlindir.&nbsp;Sem dæmi má nefna að árið 2022 skemmdust 38 þúsund heimili í Níger í verstu flóðum síðustu ára.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">UNICEF er á vettvangi og með samstarfsaðilum höfum við ná að veita börnum og fjölskyldum í Mið-Sahel lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð. Sem dæmi um árangur ársins 2022 má nefna:&nbsp;</span></p> <ul> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Nærri 365.000 börn á svæðinu fengu geðheilbrigðisþjónustu og sálrænan stuðning;&nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">1,2 milljónir börnum tryggð formleg eða óformleg menntun;&nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">1,1 milljón barna hafa verið bólusett gegn mislingum;&nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Yfir 446.000 börn og konur fengu grunnheilbrigðisþjónustu; &nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">674.000 börn undir fimm ára aldri fengu meðferð við alvarlegri rýrnun; &nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nærri 820.000 manns fengu aðgang að öruggu vatni til drykkjar og heimilisnota.&nbsp; &nbsp;</span></li> </ul> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF sendir út neyðarkallið nú þar sem ástandið er grafalvarlegt en mannúðaraðstoð til að takast á við það verulega vanfjármögnuð. Stórauka þarf framlög til neyðaraðgerða og loftlagsaðlögunar ríkjanna.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Umfang neyðarinnar í Mið-Sahel og í auknum mæli í nágrannalöndunum krefst brýnna mannúðaraðgerða sem og sveigjanlegrar langtímafjárfestingar í nauðsynlegri félagsþjónustu sem mun hjálpa til við að styrkja félagslega samheldni, sjálfbæra þróun og tryggja börnum betri framtíð,“ segir Marie-Pierre Poirier.&nbsp;</span></p>

16.03.2023Tveggja vikna þjóðarsorg í Malaví vegna mikilla náttúruhamfara

<p>Lazarus Chakwera forseti Malaví lýsti yfir fjórtán daga þjóðarsorg frá og með gærdeginum í kjölfar mikillar eyðileggingar og manntjóns af völdum hitabeltisstormsins Freddy. Mikið úrhelli var enn í gær af völdum stormsins en veðrið var farið að ganga niður í morgun. Stjórnvöld í Malaví og Sameinuðu þjóðirnar sendu út neyðarkall til allra framlagsríkja í gær, meðal annars um aðstoð við leit og björgun fólks.</p> <p>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Malaví stóru samhæfingarstjóri Sameinuðu þjóðanna og yfirmaður almannavarna fyrir upplýsingafundi í gærkvöldi fyrir fulltrúa sendiráða þar sem kom fram að ástandið er mjög alvarlegt. Þá var staðfest að 324 hefðu látið lífið en jafnframt sagt að tölur yfir látna hækki hratt. Rúmlega 160 þúsund manns eru á vergangi og hafast við í skólum og bráðabirgðaskýlum en talið er að alls hafi um 377 þúsund manns orðið fyrir beinum áhrifum af hamförunum.</p> <p>„Vitað er að fjöldi manns er í lífshættu í þremur héruðum í suðurhluta landsins en ekki hefur verið hægt að komast til þeirra þar sem vegir og brýr eru farnar í sundur. Malavísk yfirvöld sendu tvo báta til að komast að svæðunum en báðum bátunum hvolfdi. Blessunarlega fundust hermennirnir sem voru í bátunum hálfum sólarhring síðar á lífi. Ekki er hægt að notast við þyrlu sem stjórnvöld eiga þar sem skyggni er enn slæmt. Dæmi eru um að allt af fimmtán manns höfðust við í tré vegna flóðanna en þegar tréð féll fórust allir,“ segir Inga Dóra og bætir við að yfirmaður almannavarna segi það tímaspursmál hvort hægt verði að bjarga fólki sem hefst við á þessum svæðum.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar fá sérfræðinga frá Suður Afríku með betri búnað til að bjarga fólki á næstu dögum. Inga Dóra segir að Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, hafi leitað eftir stuðningi frá Íslandi til að aðstoða við að koma búnaðinum til landsins.</p> <p>Líkt og áður hefur komið fram hófst kólerufaraldur fyrir ári í kjölfar fellibylsins Ana og breiddist faraldurinn fljótlega um land allt. Einungis á þessu ári hafa 160 manns látið lífið af völdum kóleru. Að sögn Ingu Dóru er ljóst að margir óttast að faraldurinn fari úr böndunum þar sem vatnsflaumur er enn mikill og vatns- og hreinlætisaðstöðu mjög ábótavant, meðal annars í þeim skólum og tímabundnu búðum þar sem tæplega hundrað þúsund manns hafast við.</p> <p>Matvælaóöryggi var mikið á þeim svæðum sem fellibylurinn fór yfir þar sem þessi sömu héruð misstu alla uppskeru á síðasta ári vegna fyrri fellibylsins. Ísland lagði WFP til 500 þúsund Bandaríkjadali í nóvember tili að veita mánaðarleg framlög til þeirra sem bjuggu við mestan skort. „Nú hefur allt ræktarland farið undir vatn og engar líkur á uppskeru á næstu mánuðum. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir stuðningi frá Íslandi til að veita mataraðstoð til fólks á vergangi í tímabundnum búðum.</p> <p>Að sögn Ingu Dóru er Alþjóðbankinn að endurskipuleggja verkefni sín í Malaví og mun beina framlögum til að bregðast við afleiðingum fellibylsins. Bankinn mun einnig veita umfangsmikinn matvælastuðning á næstu dögum ásamt því að sækjast eftir frekara fjármagni í gegnum Alþjóðaframfarastofnunina, IDA. Þá hefur Evrópusambandið, Þýskaland, Noregur og Belgía heita fjármagni til nauðstaddra.</p>

15.03.2023UNICEF: Stóraukin hætta á vannæringu barna í Sýrlandi

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Í dag eru tólf ár frá upphafi stríðsátaka í Sýrlandi og milljónir sýrlenskra barna eru í stóraukinni hættu á vannæringu, segir&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ekkert lát er á átökum stríðandi fylkinga í landinu&nbsp;og jarðskjálftarnir stóru í síðasta mánuði hafa enn aukið neyð almennings.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá upphafi átakanna í Sýrlandi 15. mars 2011 hafa nærri 13 þúsund börn látið lífið og særst samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Heil kynslóð barna hefur verið svipt barnæsku sinni og þekkir ekkert annað en átök, ótta og sífelldan flótta undan árásum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áætlað er að ríflega 609 þúsund sýrlensk börn undir fimm ára aldri glími við vaxtarröskun vegna langvarandi vannæringar sem getur haft óafturkræf áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra til frambúðar. Tíðni bráðavannæringar hefur sömuleiðis aukist. Á milli áranna 2021 og 2022 varð 48 prósenta aukning í tilfellum alvarlegrar bráðavannæringar hjá börnum á aldrinum 6-59 mánaða. Vannæring af því tagi veikir ónæmiskerfi barna og þau eru ellefu sinnum líklegri til að láta lífið vegna ýmissa veikinda en ella. Langdregin átök gera það einnig að verkum að efnahagur landsins er í molum og nú lifa 90 prósent íbúa í fátækt. Verst koma þessar efnahagsþrengingar niður á velferð og réttindum barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fyrir jarðskjálftana stóru í febrúar þurftu ríflega 3,7 milljónir sýrlenskra barna á næringaraðstoð að halda og nærri 7 milljónir á mannúðaraðstoð að halda. Ljóst er að neyðin eftir hamfarirnar hefur stóraukist.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;<strong>Líf á bláþræði</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Sýrlensk börn geta ekki beðið lengur. Eftir áralöng stríðsátök og tvo skelfilega jarðskjálfta hangir framtíð milljóna barna á bláþræði,“ segir&nbsp;Adele&nbsp;Khodr, svæðisstjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. „Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra að sýna þessum börnum að framtíð þeirra skiptir máli og sé líka okkar forgangsatriði.&nbsp;Við verðum að bregðast við þörfum barna hvar sem þau eru í Sýrlandi og styðja við þau kerfi sem veita þá mikilvægu þjónustu sem þau þurfa svo nauðsynlega á að halda,“ segir&nbsp;Khodr.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur þrotlaust að því ásamt samstarfsaðilum að bæði greina vannæringu barna tímanlega en einnig að veita og auka við lífsbjargandi meðferðarþjónustu við vannærð börn. UNICEF&nbsp;útvegar einnig mikið magn hjálpargagna, sjúkragagna og&nbsp;heilbrigðisþjónustu, aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisþjónustu til að auka lífslíkur barna í neyð. Löngu áður en núverandi átök hófust í Sýrlandi fyrir tólf árum og allar götur síðan hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;verið á vettvangi og til staðar fyrir sýrlensk börn. Aldrei fyrr hafa fleiri börn þurft á aðstoð að halda.&nbsp;</span></p> <p><a href="https://www.unicef.is/hjalp">UNICEF á Íslandi hefur frá upphafi átakanna haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Hægt er að styðja við verkefni UNICEF í þágu sýrlenskra barna hér.</a> </p> <p>&nbsp;</p>

15.03.2023Ísland eitt fjórtán ríkja með hæstu einkunn

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ísland er eitt fjórtán ríkja í heiminum þar sem konur búa við jafnan rétt á við karla í atvinnulífinu, samkvæmt nýrri árlegri skýrslu Alþjóðabankans, <a href="https://openknowledge.worldbank.org/server/api/core/bitstreams/d6a1d22a-6880-4d92-b5f9-d05b3d46f61c/content" target="_blank">Women, Business and Law 2023</a>. Tvær þjóðir bættust á listann frá síðasta ári, Þýskaland og Holland, en hin ríkin tólf eru Belgía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Írland, Lettland, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Svíþjóð, auk Íslands. Verulega hefur hins vegar dregið úr framförum og þær hafa ekki verið minni milli ára í tvo áratugi. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rýnt er í lagaumhverfi og regluverk sem tengist vinnumarkaðsrétti kvenna í þessum árlegu skýrslum Alþjóðabankans. Skýrslan í ár veitir fyrsta heildstæða matið á árlegum gögnum sem safnað hefur verið um hálfrar aldar skeið. Skýrsluhöfundar segja að framfarir á þessum fimm áratugum hafi verið ótrúlegar en alls hafa um tvö þúsund lög um jafnrétti kynjanna verið samþykkt á þessum tíma. Að meðaltali hefur staða kvenna batnað um tvo þriðju á tímabilinu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Löndunum er raðað á lista Alþjóðabankans á kvarða þar sem 100 merkir fullan og jafnan rétt kvenna. Af 190 þjóðum á listanum eru 99 með einkunnina 80 eða hærri en neðstu löndin fá minna en 30 á þessum kvarða, eins og Jemen, Súdan og Katar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">En þrátt fyrir framfarir hafa konur enn aðeins þrjá fjórðu af lagalegum réttindum karla og um 2,4 milljarðar kvenna á vinnualdri hafa enn ekki sömu lagalegu réttindi og karlmenn. Frá því í fyrra hefur aðeins í átján löndum verið innleiddar umbætur með lögum í átt að jafnrétti kynjanna. Helmingur allra umbótanna var í löndum sunnan Sahara í Afríku.</span></p>

14.03.2023UNICEF fagnar hækkun kjarnaframlaga frá íslenskum stjórnvöldum

<span></span> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Á sama tíma og fjölmargar þjóðir hafa dregið saman í framlögum sínum til þróunarsamvinnu er fagnaðarefni að sjá íslensk stjórnvöld fara fram með góðu fordæmi og bæta í þetta mikilvæga starf svo um munar, nú þegar þörfin hefur aldrei verið meiri. Það sem Ísland skortir í stærð bætum við upp með kjarki og góðu fordæmi. Það er óskandi að önnur ríki taki eftir. Við erum afar þakklát þessari hækkun framlaga enda vitum við hversu mikilvægur stuðningurinn er fyrir börn í viðkvæmri stöðu á þessum vályndu tímum,“&nbsp;segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku að hækka kjarnaframlög til áherslustofnana í þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.unicef.is/islensk-stjornvold-storauka-kjarnaframlog-til-unicef" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF segir að kjarnaframlög sem þessi séu gríðarlega mikilvæg fyrir stofnanir eins og UNICEF og gefi þeim svigrúm til að bregðast við aðkallandi aðstæðum á sem skilvirkastan hátt. „Kjarnaframlög eru mikilvæg fyrir UNICEF þar sem þau gera okkur kleift að bregðast hratt við neyðartilvikum, stækka lífsbjargandi verkefni og vera brautryðjendur í nýjum lausnum sem hjálpa okkur að mæta þörfum barna og samfélaga þeirra, frá fæðingu til unglingsára. UNICEF er þakklátt samstarfsaðilum eins og Íslandi fyrir framlagið í reglubundin verkefni, sem gerir okkur kleift að ná sem mestum árangri fyrir öll börn,“&nbsp;segir Karin Hulshof, aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt UNICEF er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að starf UNICEF sé mikilvægara en nokkru sinni. „Ísland er stoltur bakhjarl UNICEF og það er okkur mikil ánægja að tilkynna um aukin kjarnaframlög til stofnunarinnar. Með sífellt flóknari áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir og börn og ungmenni fara ekki síst varhluta af er það starf sem UNICEF innir af hendi mikilvægara en nokkru sinni fyrr.“</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Hvað eru kjarnaframlög?</strong></span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í marghliða þróunarsamvinnu Íslands og er samstarf íslenska ríkisins við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, afar gott og náið. Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndarstyrktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mikils stuðnings miðað við höfðatölu. Kjarnaframlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og því gerir hátt hlutfall þeirra UNICEF kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki endilega í kastljósi fjölmiðla og umheimsins.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þegar lögð eru saman framlög ríkisins til kjarnaverkefna og sértækra verkefna UNICEF auk framlaga Heimsforeldra, fyrirtækja og almennings til landsnefndar UNICEF á Íslandi er Ísland einn stærsti styrktaraðili UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á heimsvísu miðað við höfðatölu. Það er staðreynd sem Íslendingar geta verið afar stoltir af,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þrjár helstu áherslustofnanir Íslands í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna eru UNICEF, UN Women og UNFPA, Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna. </span></p>

13.03.2023Langlífasti hitabeltisstormur sögunnar gerir usla í Malaví

<span></span> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hitabeltisstormurinn Freddy fór yfir suðurhluta Malaví í nótt með ofsaveðri, hellirigningu og hávaðaroki, flóðum og skriðuföllum. Að minnsta kosti ellefu eru látin og sextán saknað eftir að hús í grennd við Blantyre urðu undir aurskriðum. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins í Lilongve eru innviðaskemmdir miklar og veruleg hætta á að yfirstandandi kólerufaraldur fari aftur algerlega úr böndunum. Spáð er áframhaldandi úrhelli í dag en það dregur úr ofsanum þegar líður á daginn.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Freddy er þegar orðinn langlífasti hitabeltisstormur sögunnar á suðurhveli jarðar. Hann hefur verið á ferð um Indlandshaf í rúman mánuð og stöðugt gengið í endurnýjun lífdaga allt frá því hann myndaðist fyrst undan strönd Norður-Ástralíu 6. febrúar. Hvað eftir annað hefur Freddy gengið á land á Madagaskar og Mósambík, á mismunandi stöðum, og hvarvetna skilið eftir sig slóð eyðileggingar, auk manntjóns. Að minnsta kosti 41 hefur látið lífið í veðurhamnum, sautján á Madagaskar, ellefu í Mósambík og Malaví, og tveir í Simbabve.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir að á 32 daga ferðalagi hafi hitabeltisstormurinn orðið að langlífustu hitabeltislægð sögunnar. Fellibylurinn John átti fyrra met, en hann var viðvarandi á Mið-Kyrrahafi í 31 dag árið 1994.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Óttast er að tölur um manntjón af völdum ofsaveðursins eigi eftir að hækka því sambandslaust er við ýmiss svæði þar sem hamfarirnar voru mestar.</span></p>

10.03.2023Starf Rauða krossins kynnt fyrir öllum landsfélögum heims

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Í vikunni kynnti Rauði krossinn á Íslandi vinnu sína í þágu verndar, jafnréttis og þátttöku án aðgreiningar á stórum netfundi sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hélt fyrir landsfélög Rauða krossins um allan heim.&nbsp;Fundurinn var haldinn til að kynna nýja matsaðferð til að meta getu, samsetningu og skuldbindingu Rauða kross stofnana, félaga og deilda til að takast á við hvers kyns ofbeldi, mismunun og útilokun. Í frétt Rauða krossins segir að þessi vegferð Rauða krossins á Íslandi hafi aðeins verið möguleg með dyggum og öflugum stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, bæði hvað varðar úttektina á starfinu hér heima og stuðninginn við alþjóðlega samstarfsaðila.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Með því að fylgja niðurstöðum úttekta eftir verður hægt að tryggja að Rauða kross hreyfingin sé örugg hreyfing og opin öllum, þar sem reisn, aðgengi, þátttaka og öryggi er þungamiðja í allri starfsemi,“ segir í frétt Rauða krossins af fundinum.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur að Rauði krossinn á Íslandi hafi öðlast dýrmæta reynslu og náð góðum árangri í þessari vinnu og því hafi félaginu verið boðið að deila reynslu sinni með alþjóðasambandinu öllu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Félagið hefur á undanförnum mánuðum nýtt matsaðferð alþjóðasambandsins til að framkvæma mat á því hvernig vernd, jafnrétti og þátttöku án aðgreiningar er sinnt í starfi félagsins, bæði gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum, en matið tekur einnig á vörnum félagsins gegn kynferðislegri misneytingu, misnotkun og áreitni. Samhliða matinu fer einnig fram fræðsla fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða. Á sama tíma hefur félagið stutt helstu alþjóðlegu samstarfsaðila okkar; félög Rauða krossins í Malaví, Sierra Leóne og Sómalíu, við að framkvæma sams konar mat á eigin starfi.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á fundinum var einnig fjallað um mikilvægi þess að framkvæma mat á þessum þáttum, sem og mikilvægi þess að nýta reynslu annarra landsfélaga sem eru á sömu vegferð.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er mjög mikilvægt að tileinka sér fjölbreytileika og inngildingu sem gildi til að bæði stýra og bæta starf okkar,” segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri á alþjóðasviði Rauða krossins, sem sá um kynninguna. „Að skilja hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem félag til að tryggja að við séum örugg og að öll geti tekið jafnan þátt er grundvöllur að því að sýna að við skiptum máli og höfum áhrif, ásamt því að heiðra þá arfleið sem Rauði krossinn á Íslandi hefur byggt upp í áratugi, um leið og við lítum til framtíðar.”&nbsp;</span></p>

10.03.2023New report confirms game-changing impact of health and nutrition in school/ WFP

09.03.2023Tæplega sextán milljónir barna fá skólamáltíðir daglega

<span></span> <p>Ísland var fyrst framlagsríkja heims til að eiga samstarf við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, um heimaræktaðar máltíðir fyrir skólabörn. Börn í skólum í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví, voru þau fyrstu sem fengu daglegar skólamáltíðir árið 2012. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heimsótti í ferð sinni til Malaví í desember síðastliðnum skóla þar sem nemendur hafa í rúmlega tíu ár fengið heimaræktaðan mat með stuðningi frá Íslandi. WFP veitir 15,5 milljónum barna í 78 löndum skólamáltíðir daglega.</p> <p>Í dag, annan fimmtudag í mars, er alþjóðlegur dagur skólamáltíða. WFP segir í tilefni dagsins að á <span>hverjum degi fari milljónir barna um allan heim í skóla á fastandi maga – svengd hafi áhrif á einbeitingu þeirra og getu til að læra. „Það eru líka milljónir barna - sérstaklega stúlkur - sem einfaldlega fara ekki í skóla vegna þess að fjölskyldur þeirra þurfa á þeim að halda til að hjálpa á ökrunum eða sinna heimilisstörfum. Í löndum þar sem átök geisa eru börn tvöfalt líklegri til að vera utan skóla en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum - 2,5 sinnum líklegri þegar um stúlkur er að ræða,“ segir í grein frá stofnuninni.</span></p> <p><span>WFP hefur sex áratuga reynslu af stuðningi við skólamáltíðir og heilsuverkefni og vinnur með meira en hundrað löndum til að því að koma á fót sjálfbærum innlendum áætlunum um skólamáltíðir. Lokamarkmið WFP er að hvetja til og auðvelda eignarhald ríkisins á þessum áætlunum - umskipti sem þegar hafa átt sér stað í 48 löndum. </span></p>

09.03.2023Ready to learn and thrive: School health and nutrition around the world - 2023/ WFP ofl.

09.03.2023UN Women: Konur í vítahring vannæringar

<span></span> <p>Ný skýrsla UNICEF sýnir að vannæring meðal barnshafandi kvenna og kvenna með börn á brjósti hefur aukist um 25 prósent frá árinu 2020 í þeim löndum þar sem næringarkrísan í heiminum er verst. Ástandið er sérstaklega hættulegt í tólf löndum: Afganistan, Búrkína Fasó, Tsjad, Eþíópíu, Kenía, Malí, Níger, Nígeríu, Sómalíu, Suður-Súdan, Súdan og Jemen og hefur versnað vegna stríðsins í Úkraínu, heimsfaraldurs COVID-19 og áframhaldandi þurrka, átaka og óstöðugleika.&nbsp;</p> <p>Skýrslan <span></span>- <a href="https://uniceficeland.cdn.prismic.io/uniceficeland/1be08dd5-c244-4391-933c-17b9515b714b_CNR+2022+-+Undernourished+and+Overlooked+-+Full+Report_En+%28final%29.pdf" target="_blank">Undernourished and Overlooked</a>&nbsp;– er fyrsta heildræna yfirlitið yfir næringarstöðu stúlkna og kvenna á heimsvísu. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að þessi mikla aukning setji mæður og börn þeirra í mikla hættu. Meira en einn milljarður stúlkna og kvenna í heiminum í dag þjáist af vannæringu, skorti á nauðsynlegum næringarefnum og blóðleysi, með skelfilegum afleiðingum á líf þeirra og heilsu.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Móðir klárar að undirbúa matinn og setur hann fyrir framan börnin sín. Hún hefur geymt stærstu skammtana og þá ferskustu fyrir þau. Í dag, þegar peningar og matur eru af skornum skammti, borðar hún minna eða sleppir máltíðum alveg til að tryggja að restin af fjölskyldunni fái nóg. Svona lítur matartíminn út hjá milljónum kvenna um allan heim, og fyrir margar þeirra er ástandið að versna,” segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í inngangi skýrslunnar og ítrekar að þörf sé á tafarlausum aðgerðum alþjóðasamfélagsins til að bregðast við stöðunni.&nbsp;&nbsp;</p> <p><strong>Áframhaldandi kynjamisrétti gert stöðuna verri&nbsp;</strong></p> <p>Vannæring á meðgöngu og við brjóstagjöf getur einnig leitt til alvarlegrar vannæringar hjá börnum. Á heimsvísu þjást að minnsta kosti 51 milljón barna undir 2 ára aldri af vaxtaskerðingu vegna vannæringar. Helmingur þeirra tilfella koma fram á meðgöngu og á fyrstu sex mánuðunum í lífi barnsins, þegar það er sem mest háð næringu frá móður sinni.</p> <p>&nbsp;„Til að koma í veg fyrir vannæringu hjá börnum verðum við einnig að takast á við vannæringu hjá ungum stúlkum og konum," segir Russell.&nbsp;</p> <p>Suður-Asía og Afríka sunnan Sahara eru enn helstu áhættusvæði næringarkrísunnar. Samkvæmt skýrslunni eru jaðarsettar stúlkur og konur sem lifa við fátækt í mestri hættu. Ófullnægjandi næring getur leitt til skerts ónæmiskerfis og aukinnar hættu á lífshættulegum fylgikvillum - þar á meðal á meðgöngu og við fæðingu - með alvarlegum afleiðingum á afkomu, vöxt og framtíð barna þeirra. Áframhaldandi kynjamisrétti hefur gert stöðuna enn verri en árið 2021 bjuggu 126 milljónir fleiri kvenna við fæðuóöryggi en karlar, samanborið við 49 milljónum fleiri árið 2019.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF sinnir næringarverkefnum í öllum þeim löndum sem verða fyrir mestum áhrifum næringarkrísunnar og hefur aukið viðbrögð sín til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla vannæringu kvenna og barna. Með skýrslunni skorar UNICEF á stjórnvöld, samstarfsaðila í þróunarsamvinnu og styrktaraðila að bregðast tafarlaust við stöðunni áður en hún versnar enn frekar. UNICEF leggur meðal annars áherslu á að forgangsraða aðgengi unglingsstúlkna og kvenna að næringarríku og öruggu mataræði;&nbsp; tryggja að unglingsstúlkur og konur í lág- og millitekjuríkjum hafi ókeypis aðgang að nauðsynlegri næringarþjónustu, bæði fyrir og á meðgöngu, og á meðan þær eru með barn á brjósti; og að flýta fyrir útrýmingu barnabrúðkaupa og óréttlátrar skiptingar á mat, tekjum og heimilisstörfum.&nbsp;</p>

08.03.2023Ísland eykur stuðning sinn við UN Women, UNICEF og UNFPA

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til UN Women,&nbsp;UNICEF og UNFPA sem eru þrjár áherslustofnanir Íslands í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. Hækkun framlaganna er umtalsverð og er hluti af aukinni áherslu íslenskra stjórnvalda á þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Kjarnaframlög eru þess eðlis að þau gefa stofnunum svigrúm til að bregðast við aðkallandi aðstæðum á sem skilvirkastan hátt. Ísland hefur lagt áherslu á slík framlög til þess að tryggja fyrirsjáanleika í samstarfinu, og til að gera stofnununum kleift að mæta þörfum þar sem þær eru mestar hverju sinni.</span></p> <p><span>„Hækkun kjarnaframlaga til okkar helstu samstarfsstofnana Sameinuðu þjóðanna kemur til í samhengi aukinnar neyðar í Úkraínu vegna innrásar Rússlands, sem og ástandsins í Afganistan. Þá er mikilvægt að nefna að efnahags- og mannúðarlegar afleiðingar innrásar Rússlands í Úkraínu á fátæk ríki víðs vegar um heim eru gífurlegar. Þess vegna er lykilatriði að styrkja áherslustofnanir okkar hjá Sameinuðu þjóðunum enda eru þær vel í stakk búnar til að takast á við þessar áskoranir í nánu samstarfi við heimamenn,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Til viðbótar við kjarnaframlög er samstarf Íslands við UN Women í þróunarsamvinnu viðamikið. Ísland styður verkefni stofnunarinnar sem miða að valdeflingu kvenna í Palestínu og Malaví og styður einnig við verkefni UN Women tengt griðarstöðum sýrlenskra kvenna í flóttamannabúðum í Jórdaníu.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá er Ísland forysturíki í aðgerðabandalagi Kynslóð jafnréttis (Generation Equality Forum) – sem UN Women stendur fyrir - sem starfar að upprætingu kynbundins ofbeldis gagnvart konum og stúlkum. Skuldbindingar Íslands í verkefninu snúa að aðgerðum til að uppræta kynbundið ofbeldi með auknum forvörnum, bættu samráði um aðgerðir gegn ofbeldi, og eflingu þjónustu og stuðningsúrræða við bæði þolendur og gerendur.</span></p> <p><span>Stærstu samstarfsverkefni Íslands og UNICEF hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, Malaví, Úganda og, frá og með þessu ári, einnig Síerra Leóne. Þá styrkir Ísland einnig landaskrifstofu UNICEF í Palestínu, ásamt því að styrkja jafnréttissjóð UNICEF sem vinnur að eflingu menntunar stúlkna. Þá er Ísland langtíma stuðningsaðili samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám kynlimlestingar kvenna.</span></p> <p><span>Meginverkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er að bæta og tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi, og gegnir stofnunin í lykilhlutverki í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Starfsemi UNFPA í alvarlegu mannúðarástandi er umfangsmikið, og hefur Ísland styrkt verkefni stofnunarinnar í Úkraínu og Afganistan. Þá hafa UNFPA og utanríkisráðuneytið nýlega sett af stað samstarfsverkefni í Malaví sem snýr að útrýmingu fæðingarfistils í landinu á næstu árum, og byggir verkefnið á góðum árangri í svipuðu samstarfsverkefni í Síerra Leóne.</span></p>

08.03.2023Kynjajafnrétti náð eftir þrjár aldir að óbreyttu

<span></span> <p>Að mati António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er sá árangur sem náðst hefur í réttindamálum kvenna að hverfa fyrir augum okkar allra víðs vegar um heiminn. Hann segir í ávarpi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars, að síðustu spár bendi til þess að miðað við núverandi þróun taki það þrjú hundruð ár að ná fullu jafnrétti kynjanna.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands sótti 67. Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í New York þessa vikuna. Hún var þátttakandi í hliðarviðburði Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku. Viðburðurinn fjallaði um viðbrögð Norðurlandanna við stafrænu ofbeldi. Fulltrúi UN Women á Íslandi ræddi við forsætisráðherra í New York, meðal annars um bakslagið í jafnréttisbaráttunni sem mörgum hefur orðið tíðrætt um að undanförnu (sjá meðfylgjandi myndband).</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2funwomenIsland%2fvideos%2f524035549912191%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowfullscreen="true" allow="autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="background: white; color: black;">„Bakslagið hefur verið á mörgum vígstöðum. Það var áberandi þegar þjóðir heims voru margar hverjar að herða þungunarrofslöggjöfina, að þá var Ísland að fara í þveröfuga átt og samþykkti framsækna þungunarrofs löggjöf sem tryggir og viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þannig við höfum bæði verið að stíga skref áfram, en við finnum auðvitað fyrir bakslaginu líka. Eitt dæmi um það, er það sem við erum að ræða á þessari ráðstefnu: Þessi stafræna veröld þar sem við sjáum mikið stafrænt ofbeldi, ekki síst gagnvart konum og yngri konum sérstaklega. Þannig að við erum núna að fara leggja fram tillögu um aðgerðir gegn hatursorðræðu sem ég vona að muni taka þau mál upp á yfirborðið. Svo höfum við samþykkt ákveðið lagaákvæði um kynferðislega friðhelgi sem á að takast á við stafrænt kynferðisofbeldi.“</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Jafnréttismál hafa sem kunnugt er verið um langt árabil þverlæg áhersla í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Átta af hverjum tíu þróunarsamvinnuverkefnum hafa sérstök jafnréttismarkmið. Ísland hlaut á síðasta ári gullvottun frá UNDP, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, fyrir vinnu á sviði jafnréttismála og þróunarsamvinnu. Þá hefur Ísland markað sér stöðu í samstarfi sem beinir sjónum að kvennakúgun í einstaka löndum, meðal annars Íran og Afganistan.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Verkefnið „Kynslóð jafnréttis“ –<a href="https://forum.generationequality.org/" target="_blank"> Generation Equality Forum</a> – er veigamikið samstarf á sviði jafnréttismála af hálfu utanríkisráðuneytisins og Ísland leiðir einnig alþjóðlegt aðgerðarbandalag gegn kynbundnu ofbeldi. </span></p>

07.03.2023CSW67: Mikilvægt að alþjóðasamfélagið standi með afgönskum konum/ UN Women

07.03.2023Norrænir ráðherrar ræddu stafrænt ofbeldi

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ráðherrar allra Norðurlandanna ræddu viðbrögð og lausnir við stafrænu ofbeldi á</span><a href="https://unwomen.is/csw67-taeknin-og-moguleikar-hennar-thema-fundarins-i-ar/" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">&nbsp;67. Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna</a><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">. Hliðarviðburður formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni&nbsp;„Pushing back the push back: Nordic solution to online gender-based violence“&nbsp;fór fram í ECOSOC sal aðalbyggingar Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Framsögufólk á viðburðinum voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Sirið Stenberg félags- og menningarmálaráðherra Færeyja, Naaja H. Nathanielsen fjármála- og jafnréttismálaráðherra Grænlands, Paulina Brandberg jafnréttismálaráðherra Svíþjóðar, Marie Bjerre jafnréttis- og tæknimálaráðherra Danmerkur, Gry Haugsbakken menningar- og jafnréttismálaráðherra Noregs og Thomas Blomqvist ráðherra Norræns samstarfs og jafnréttismála í Finnlandi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, stýrði fundinum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://unwomen.is/csw67-norraenir-radherrar-raeddu-starfraent-ofbeldi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women segir að fundurinn hafi verið vel sóttur og sérlega áhugaverður. Meðal þess sem rætt var voru þær áskoranir sem Norðurlöndin standa frammi fyrir þegar kemur að baráttunni gegn stafrænu ofbeldi og mikilvægi þess að netið verði öruggt rými fyrir öll. Þá var fjallað um mikilvægi alþjóðasamstarfs á þessum vettvangi sem öðrum, enda þrífst stafrænt ofbeldi alls staðar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Í upphafi viðburðarins bað María Rún norrænu ráðherrana að forðast það að vera „leiðinlegir“ og hvatti þá heldur til að ræða málefnið á persónulegum nótum. Óhætt er að fullyrða að ráðherrarnir hafi orðið við þeirri bón og ræddu þeir málin af áhuga og einlægni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Norrænu ráðherrarnir voru sammála um að uppfæra þurfi kynferðisbrotalög hvers lands svo þau nái einnig til stafræns ofbeldis. Lagabreytingar í Svíþjóð þýða að nú sé hægt að kæra nauðgun þó að ekki hafi orðið líkamleg snerting. Paulina Brandberg, jafnréttismálaráðherra Svíþjóðar segir lagabreytinguna endurspegla hugarfarsbreytingu í garð stafræns ofbeldis.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fólki þótti stafrænt ofbeldi vera minna ofbeldi því það var engin líkamleg snerting á milli geranda og þolanda. En í raun hefur þetta gríðarlegar afleiðingar fyrir þann sem hefur orðið fyrir nauðgun með þvingunum og hótunum til að framkvæma kynferðislegar athafnir stafrænt. Þessir einstaklingar þurfa að takast á við það að brotið sé aðgengilegt á netinu alla tíð. Nú er hægt að kæra fyrir nauðgun af þessu tagi í Svíþjóð.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Lagabreytingar ekki nóg</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í inngangi sínum nefnir Katrín Jakobsdóttir þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu sem lögð var fram í upphafi árs og er ætlað að taka á hatursorðræðu á netinu. Ráðherrarnir voru þó sammála um að lagabreytingar séu ekki nóg, árangur muni ekki nást í þessum málaflokki nema með aukinni fræðslu til grunnskólabarna um tæknilæsi og jafnrétti.</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Lagabreytingar uppræta ekki rót vandans. Rót vandans er feðraveldið og kvenhatur og við þurfum að grípa inn í strax ef uppræta á rótina. Til þess þarf öfluga fræðslu á öllum stigum menntakerfisins samhliða betri reglugerðunum og lagabreytingum sem styðja við upprætingu stafræns ofbeldis og hatursorðræðu,“ sagði Naaja H. Nathanielsen fjármála- og jafnréttismálaráðherra Grænlands.</span></p>

07.03.2023Women in parliament 2022/ IPU

06.03.2023Samningar við UNICEF um vatnsverkefni í norðurhluta Úganda

<span></span> <p><span>Í síðustu viku voru undirritaðir samningar í Kampala, höfuðborg Úganda, milli íslenska sendiráðsins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Samningurinn hljóðar upp á rúmlega fjörutíu milljóna króna stuðning við vatns,- salernis- og hreinlætisverkefni, WASH, í héraðinu sem kennt er við Vestur-Níl í norðurhluta Úganda, við landamærin að lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</span></p> <p><span>Um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefnið sem unnið er af hálfu UNICEF í fátækum héruðum en íslensk stjórnvöld hafa áður veitt rúmlega 3,5 milljónum bandarískra dala til WASH-verkefna í héraðinu. Nú bætast við 3 milljónir bandaríkjadala.</span></p> <p><span>Verkefnin koma til með að nýtast um 45 þúsund íbúum, ekki síst konum og börnum. Íslendingar hafa um árabil stutt við íbúa í þessu héraði, meðal annars með uppbyggingu á fiskmarkaði í Panyimur á bökkum Albertsvatns. Þar var líka reistur varnargarður, kostaður af íslensku þróunarfé, vegna hækkunar á vatnsyfirborði stöðuvatnsins.</span></p> <p><span>Samningana undirrituðu Dr. Munir Safieldin af hálfu UNICEF og Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.</span></p>

03.03.2023Somalia calls for help as 1.8 million Somali children under 5 experience acute malnutrition and health complications/ WHO

03.03.2023CSW67: Nýsköpun er forsenda framþróunar/ UN Women

03.03.2023Fyrrverandi nemendur GRÓ-skólanna hittast í Úganda

<span></span><span></span> <p>Um þrjátíu fyrrverandi nemendur GRÓ-skólanna fjögurra sem starfræktir eru á Íslandi komu saman í sendiráði Íslands í Kampala í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans, Sjávarútvegssólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans hittast í Úganda. Sumir nemendanna sem komu á samkomuna eru komnir á eftirlaun og voru við nám á Íslandi fyrir mörgum áratugum, en aðrir útskrifuðust á síðasta ári.</p> <p>Viðburðurinn var skipulagður í tengslum við heimsókn Nínu Bjarkar Jónsdóttur forstöðumanns GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, til Úganda. Markmið heimsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar að eiga fundi með fyrrverandi nemendum skólanna og samstarfsaðilum GRÓ, og hins vegar að eiga fundi með fulltrúum UNESCO í þessum heimshluta, en GRÓ starfar undir merkjum UNESCO.</p> <p>Um 30 prósent nemenda GRÓ-skólanna hafa komið frá Austur-Afríku og allir skólarnir hafa verið mjög virkir í Úganda. Alls hafa 109 Úgandabúar sótt fimm til sex mánaða námið á Íslandi, þrír hafa lokið meistaraprófi með styrk frá GRÓ og fjórir doktorsgráðu. Ellefu stutt námskeið hafa verið haldin í Úganda.</p>

02.03.2023HUMANITARIAN RESPONSE PLAN ETHIOPIA/ OCHA

02.03.2023Malawi battles deadliest cholera outbreak in its history/ Devex

02.03.2023Rauði krossinn fær 28 milljónir til að mæta kóleru í Malaví

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum 28 milljón króna viðbótarframlag í gegnum rammasamning um mannúðaraðstoð til að fjármagna verkefni Rauða krossins í Mangochi-héraði í Malaví til að bregðast við kólerufaraldri, þeim versta sem hefur geisað í landinu í tvo áratugi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað náið með Rauða krossinum í Malaví að margs konar uppbyggingar- og mannúðarverkefnum á undanförnum tuttugu árum,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og aðstoð Mannvina Rauða krossins höfum við séð jákvæðan árangur af starfi okkar, sem er borið uppi af sjálfboðaliðum Rauða krossins í Malaví. Við höfum séð jákvæða þróun varðandi til dæmis jafnrétti kynjanna, aukna vernd stúlkna og kvenna, bætt fæðuöryggi og aðgengi að vatni og hreinlæti. Hins vegar teflir kólerufaraldur á borð við þennan árangrinum í tvísýnu og þess vegna er mikilvægt að sporna við honum hratt og vel. Framlag utanríkisráðuneytisins kemur sér því einstaklega vel fyrir systkini okkar í Malaví sem standa frammi fyrir þessum áskorunum,“ segir Atli í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/28-milljonir-til-ad-maeta-koleru-i-malavi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fyrstu smitin voru tilkynnt í febrúar 2022 á Machinga-svæðinu, en í mars á síðasta ári var faraldri lýst yfir. Þurrkar og næringarskorturinn sem þeim fylgir hafa haft mikil áhrif á stór svæði í Malaví og gert samfélögin, og sérstaklega börn, berskjölduð og aukið líkur á að þau láti lífið í faraldrinum. Í lok janúar höfðu 1108 manns látist og yfir 34 þúsund veikst og sem stendur eru flestir veikir í Mangochi-héraði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Malaví er landlukt land sem deilir landamærum með Mósambík, Sambíu og Tansaníu í suðurhluta Afríku. Það er eitt fátækasta land heims, þrátt fyrir verulegar umbætur í efnahags og skipulagsmálum til að stuðla að hagvexti á síðustu áratugum, sem hafa verið studdar af utanríkisráðuneytinu í gegnum sendiráð Íslands í höfuðborginni, Lilongve. Yfir 80 prósent íbúa starfa við landbúnað og atvinnulífið er afar viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áföllum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá árinu 2016 hefur starf Rauða krossins á Íslandi í Malaví snúist um að efla seiglu samfélagsins á ýmsan hátt með fjárhagslegum stuðningi frá utanríkisráðuneyti og í samstarfi við önnur landsfélög Rauða krossins. Þetta hefur verið gert með því að stuðla að lýðheilsu, inngildingu og valdeflingu og auka aðgang að hreinu vatni, auka hreinlæti og draga úr hættu á hamförum. Verkefni Rauða krossins hafa stuðlað að aukinni bólusetningartíðni hjá börnum yngri en fimm ára, aukinni viðurkenningu á getnaðarvörnum og stutt skólagöngu stúlkna og ungmenna.</span></p>

01.03.2023UNICEF telur að 2,5 milljónir barna í Tyrkland þurfi mannúðaraðstoð

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, áætlar að 2,5 milljónir barna í Tyrklandi þurfi tafarlaust á mannúðaraðstoð að halda. Þegar hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;náð til nærri 277 þúsund einstaklinga og fært þeim hjálpargögn og tæplega 200 þúsund fengið sálrænan stuðning. Tveggja daga heimsókn Catherine Russell, framkvæmdastjóra&nbsp;UNICEF til Tyrklands lauk í vikunni en þar hitti hún fyrir börn og fjölskyldur sem lentu í skjálftunum stóru við landamæri Tyrklands og Sýrlands fyrr í mánuðinum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Skjálftarnir voru algjörar hörmungar fyrir börn og fjölskyldur á þessum svæðum og hvert sem við fórum sáum við afleiðingarnar. Fjölskyldur sundraðar og daglegu lífi fólks algjörlega umturnað. Hver byggingin á fætur annarri rústir einar og í rústunum sást teppi, leikfang, barnabók og aðrar leifar af lífi barns sem ýmist hefur misst allt sitt eða látið lífið,“ segir&nbsp;Russell.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell&nbsp;lagði áherslu á mikilvægi þjónustu við eftirlifendur, vatn, hreinlæti og sálrænan stuðning við börn sem búa nú við erfiðar aðstæður. Hún heimsótti&nbsp;barnvæn&nbsp;svæði&nbsp;UNICEF&nbsp;í borginni&nbsp;Gaziantep&nbsp;þar sem fjölskyldur og börn fá slíkan stuðning og aðstoð við að ná sér. Hún hitti fjölskyldur í&nbsp;Kahramanmaras&nbsp;og tímabundna húsnæðismiðstöð þar sem búa 17 þúsund einstaklingar – nærri einn þriðji þeirra eru börn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;vinnur náið með stjórnvöldum og stofnunum Tyrklands í að veita börnum og fjölskyldum sálrænan stuðning í kjölfar hamfaranna. Einnig við að setja upp barnvæn svæði, tímabundnar kennslustofur, aðstoða fylgdarlaus börn og önnur sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og sameina fjölskyldur. Þá vinnur&nbsp;UNICEF&nbsp;einnig að því að meta skemmdir á vatnsveitum og þjónustu og veitir heilbrigðis- og næringarþjónustu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ljóst er að risavaxin verkefni í bæði í brýnum mannúðarstörfum sem og langtímauppbyggingu eru&nbsp;fram undan&nbsp;á hamfarasvæðum og mun&nbsp;UNICEF&nbsp;ekki láta sitt eftir liggja í að verja og tryggja réttindi og velferð tyrkneskra og sýrlenskra barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/milljonir-tyrkneskra-barna-thurfa-adstod" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

01.03.2023Ísland leggur fram 350 milljónir í áheitasöfnun vegna Jemen

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á mannúðarráðstefnu vegna neyðarinnar í Jemen í vikunni upplýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra að Ísland legði fram 350 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í landinu fyrir tímabilið 2023 til 2025. Hún ítrekaði eldri áheit að upphæð 95 milljónir króna fyrir árið í ár. Alls bárust 31 fyrirheit um framlög á ráðstefnunni að upphæð 1,16 milljónir bandaríkjadala.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eftir átta ára stríðsástand ríkir enn neyðarástand í Jemen. Rúmlega 21 milljón manns, tveir af hverjum þremur íbúum landsins, þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda á árinu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að sex mánaða vopnahlé stríðandi fylkinga á síðasta ári hafi bætt ástandið hjá óbreyttum borgurum um tíma ríkir skelfileg neyð í landinu, einkum vegna þess að grunnþjónusta er að miklu leyti horfin og efnahagsástandið fer versnandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Jemen er einnig í hringiðu hamfarahlýnunar með síendurteknum náttúruhamförum þar sem flóð og þurrkar ógna lífi fólks á víxl og setja öryggi þess og velferð í uppnám. Að mati hjálparstofnana þarf 4,3 milljónir bandarískra dala til þess að aðstoða íbúa. Einungis náðist á áheitaráðstefnunni í vikunni að safna fjórðungi þeirrar upphæðar.</span></p>

28.02.2023Malaví: Sextíu ungmenni útskrifast úr verknámi

<span></span><span></span><span></span><span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sextíu ungmenni frá Mangochi-héraði fögnuðu vel í síðustu viku að hafa lokið fjögurra mánaða verknámi við hátíðlega athöfn að viðstöddum fulltrúum frá&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">héraðsskrifstofu Mangochi, ráðuneyti ungmenna og íþrótta í Malaví, þingmönnum&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">héraðsins og fulltrúum frá sendiráði Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Unga fólkið á það sameiginlegt að vera frá afskekktum sveitarfélögum í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">héraðinu, Makanjira og Lulanga, en þau voru valin úr hópi umsækjenda til að&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">stunda verknám í húsasmíði, bifvélavirkjun, klæðskurði, múraraiðn, og rafvirkjun. Í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">útskriftargjöf fengu nemendurnir ýmis tæki og tól eins og borvélar, verkfæri,&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">saumavélar og hlífðarfatnað til að gera þeim auðveldara að stíga fyrstu skrefin í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">atvinnulífinu en oftast er hár kostnaður á slíkum búnaði þröskuldur sem reynist&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">ungmennum erfitt er að yfirstíga.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Ísland hefur stutt héraðsyfirvöld í Mangochi um sérstakt tilraunaverkefni frá árinu&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">2021 við að styðja við efnahagslega valdeflingu og tækifæri ungmenna í héraðinu.&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Verknám 120 ungmenna er hluti af því verkefni og er þetta annar árgangurinn sem&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">útskrifast. Verkefnið hefur einni aðstoðað sjö ungmennahópa sem hafa hlotið&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">þjálfun í tækni og frumkvöðlafræðum, aðstoð við aðgengi að mörkuðum auk þess&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">sem þeim hefur verið séð fyrir búnaði til að efla starfsemi þeirra.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Áætlaður íbúafjöldi Malaví eru rúmar 20 milljónir en meira en helmingur&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">þjóðarinnar er yngri en 18 ára og 77 prósent eru yngri en 24 ára. Atvinnutækifæri&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">fyrir ungmenni í landinu eru mjög fá og því mikilvægt að stuðla að margvíslegri&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">þjálfun og aðstoð við ungt fólk í héraðinu til efla að atvinnuþátttöku þeirra og í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">baráttunni gegn fátækt. Talið er að rúmur helmingur íbúa í Mangochi héraði sé á&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">aldrinum 10 til 29 ára, eða rúm hálf milljón.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Tilgangur verkefnisins er að virkja og efla þann mikla fjölda ungmenna í dreifbýli&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Mangochi og veita þeim hagnýta færni og þjálfun til að bæta lífskjör sín. Í ræðu&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">sinni þakkaði einn þingmanna héraðsins Íslandi fyrir framlag sitt til ungmenna í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">hans kjördæmi og lofaði að hann skyldi láta kné fylgja kviði og sjá til þess að&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">ungmennin fengu tækifæri við hæfi í heimasveitum sínum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Við höfum fengið að fylgjast með þeim sem útskrifuðust í fyrra og séð hvað þeim&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">gengur vel. Nemendurnir sem eru að útskrifast hafa sýnt mikla þrautseigu og nú&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">treystum við því að nærsamfélagið taki við og gefi þeim tækifæri til að sýna sig og&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">sanna, því það er bæði skortur á atvinnutækifærum fyrir ungt fólk og þörf á&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">vinnuafli með þessa sérhæfingu,“ segir Sigurður Þráinn Geirsson, verkefnafulltrúi&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">við sendiráð Íslands í Lilongve. „Við vonumst til að þessi þjálfun muni aðstoða og&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">stuðla að virkri atvinnuþátttöku ungmennanna í Mangochi,“ bætir hann við.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Sendiráð Íslands í Malaví hefur unnið með héraðsyfirvöldum að&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">byggðaþróunarverkefni til að efla grunnþjónustu í Mangochi-héraði frá árinu 2012.</span></p>

27.02.2023Manngerðar þjáningar og saklaust fólk

<span></span> <p><span style="text-align: justify;">Þær þjáningar sem vopnuð átök í Úkraínu hafa valdið almennum borgurum eru ólýsanlegar. Enda þótt hægt sé að nefna tölur eins og þær að þriðjungur úkraínsku þjóðarinnar hafi orðið að flýja heimili sín segja þær enga heildarsögu og ná ekki að varpa ljósi á þau skelfilegu áhrif sem vopnuð átök hafa á samfélög og íbúa þess.</span></p> <p style="text-align: justify;">Á Íslandi búa rétt tæplega 390 þúsund manns. Sá fjöldi sinnum tuttugu hefur þurft að yfirgefa Úkraínu vegna átakanna, eða rétt um átta milljónir. Aðrar sex milljónir eru á flótta innan Úkraínu. Hér er ótaldar aðrar þær þjáningar sem almennir borgarar hafa orðið fyrir vegna átakanna svo sem ástvinamissir, að særast eða slasast, rafmagnsleysi, skortur á hreinu vatni og sú skelfing og ótti sem milljónir búa við, ásamt óvissu um hvort eða hvernig átökunum muni linna.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Mannanna verk </strong></p> <p style="text-align: justify;">Hjá Rauða krossinum tölum við oft um tvenns konar hamfarir. Annars vegar náttúruhamfarir, sem við á Íslandi þekkjum ágætlega vel, og hins vegar manngerðar hamfarir. Vopnuð átök eru manngerðar hamfarir, enda er það val þeirra sem fara með völd hverju sinni að hefja átök eða ekki.</p> <p style="text-align: justify;">En það er líka mannanna verk að bregðast við hamförum, hvort sem þær eru af náttúrunnar hendi eða okkar mannanna. Það er óhætt að segja að strax á fyrsta degi, þann 24. febrúar 2022, varð ljóst að landsmenn allir létu sig átökin varða. Ekki bara voru þau nær okkur en mörg önnur, heldur snertu þau strengi í brjóstum okkar allra og fólk fann sig knúið til að veita hjálparhönd til að lina þjáningar þolenda átakanna. Um 300 milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna Úkraínu sem hafa nýst í lífsbjargandi mannúðarstarf þar í landi og til að aðstoða úkraínskt flóttafólk.</p> <p style="text-align: justify;"><strong>Sérstaða Rauða krossins á átakasvæðum</strong></p> <p style="text-align: justify;">Rauði krossinn á Íslandi er hluti af alþjóðahreyfingu sem hefur mjög sérstöku hlutverki að gegna. Ekki aðeins tryggja Genfarsamningarnir frá 1949 og 1977, sem eru alþjóðalög sem gilda í vopnuðum átökum, Rauða krossinum sérstakt aðgengi að þolendum sem önnur hjálparsamtök hafa oft ekki, heldur byggir Rauði krossinn ávallt bæði á staðbundinni getu og utanaðkomandi stuðningi. </p> <p style="text-align: justify;">Það þýðir að heimafólk á vegum Rauða krossins, bæði sjálfboðaliðar og starfsmenn, er fyrst til að bregðast við neyð og fær til þess stuðning frá hreyfingunni. Það er einmitt þess vegna sem það kemur oft í hlut Rauða krossins að dreifa og koma lífsbjargandi hjálpargögnum til þolenda fyrir Sameinuðu þjóðirnar og aðra aðila. Með því að nýta þessa styrkleika hefur alþjóða Rauða kross hreyfingin gert allt hvað hún getur til að koma til móts við þolendur átakanna, en því miður eru þarfirnar svo miklar að hvorki Rauði krossinn né aðrir geta mætt þeim nema að takmörkuðu leyti. </p> <p><strong>Mannúðaraðstoð Rauða krossins til þolenda átakanna í Úkraínu </strong></p> <p>Í árslok 2022 hafði Rauði krossinn veitt alls 14,5 milljónum einstaklingum grunnaðstoð og bætt aðgengi 10,6 milljóna að hreinu vatni. <span></span>Einnig hafa 1,2 milljónir einstaklinga hlotið um 30 milljarða króna í beina fjárhagsaðstoð. Hvað varðar heilbrigðisaðstoð hefur Rauði krossinn aðstoðað 1,2 milljónir einstaklinga með aðgang að læknisaðstoð, stutt 170 heilsugæslur í landinu með lyfjum, lækningabúnaði og tækjum og þjálfað um 88 þúsund einstaklinga í skyndihjálp, sem er lífsnauðsynleg þekking, sérstaklega á átakasvæðum. Auk þess hefur Rauði krossinn veitt 328 þúsund einstaklingum sálrænan stuðning og áfallahjálp. Þá hefur hreyfingunni tekist að greiða aðgengi að vatni sem 10,6 milljónir íbúa Úkraínu hafa notið góðs af og þrjár milljónir hafa fengið hreinlætisvörur. </p> <p>Á grundvelli sérstaks aðgengis að átakasvæðum hefur Rauða krossinum tekist að koma yfir tíu þúsund einstaklingum á brott frá umsetnum borgum og bæjum til öruggari staða. Fimmtán þúsund stríðsfangar hafa verið heimsóttir af Rauða krossinum og um fjögur þúsund manns hafa fengið upplýsingar um týnda ástvini sem þau hafa orðið viðskila við vegna átakanna. Alls hafa tæplega 125 þúsund sjálfboðaliðar frá 58 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans tekið þátt í þessu starfi.</p> <p><strong>Ómetanlegur stuðningur frá Íslandi bjargar mannslífum</strong></p> <p>Sem fyrr segir virðast atburðirnir sem hófust 24. febrúar í fyrra og það sem á eftir hefur fylgt snert strengi í brjóstum landsmanna. Almenningur lagði ekki aðeins neyðarsöfnun Rauða krossins lið með hætti sem við höfum sjaldan séð áður heldur gerðu fyrirtæki og stjórnvöld það líka, auk fjölmargra félaga og klúbba. Fyrir það eru kollegar okkar hjá Rauða krossinum í Úkraínu ævinlega þakklát, enda var með okkar stuðningi hægt að gera enn meira en ella. </p> <p>En það er ekki bara fjármagnið sem fer til hjálparstarfa sem skiptir máli, heldur líka sá samhugur og hluttekning sem fylgdi framlögunum. Það skiptir líka máli – mjög miklu máli. Þá hafa alls farið níu sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi til Úkraínu og nágrannaríkja til hjálparstarfa og von er á enn fleirum. </p> <p><strong>Hvað næst?</strong></p> <p>Þótt við hjá Rauða krossinum séum sátt með þann árangur sem við, með ykkar stuðningi, höfum náð við afar erfiðar og krefjandi aðstæður vonum við að þjáningum almennra borgara linni hið fyrsta. Því þeim getur linnt með ákvörðun þeirra sem hafa til þess vald. </p> <p>Þangað til það gerist mun Rauði krossinn á Íslandi halda áfram að styðja við mannúðaraðgerðir Rauða kross hreyfingarinnar í Úkraínu, bæði með fjárframlögum en einnig munu sendifulltrúar okkar sinna þar mannúðarverkefnum á komandi misserum. Allt það er einungis hægt með stuðningi Mannvina Rauða krossins, þeirra sem lögðu neyðarsöfnuninni lið, fyrirtækja og samstarfsaðila sem og að sjálfsögðu íslenskum stjórnvöldum. Takk fyrir ykkar stuðning við þolendur átakanna í Úkraínu. </p> <p>--</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. <a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/mannvinir/">Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.</a></p>

27.02.2023Eitt af ár auknum átökum Rússlands og Úkraínu/ Rauði krossinn

27.02.2023Hjálparstarfið sendir 25 milljónir króna til neyðaraðstoðar í kjölfar jarðskjálftanna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hjálparstarf kirkjunnar sendi í liðinni viku rúmar 25 milljónir króna til systurstofnana í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance, sem veita fórnarlömbum jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi neyðaraðstoð. Upphaflega stóð til að leggja hjálparsamtökum á svæðinu til ellefu milljónir króna en þegar ljóst er að neyð fólksins í löndunum tveimur er enn meiri en leit út fyrir í upphafi ákvað Hjálparstarfið að hækka framlagið. Framlag Hjálparstarfsins er að meðtöldum veglegum styrk utanríkisráðuneytisins til verkefnisins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hófst um leið og ljóst var hversu alvarlegir atburðir voru. Þá strax höfðu systursamtök Hjálparstarfsins á staðnum hafið mat á því hvernig bregðast ætti við með sem skilvirkustum hætti. Á sama tíma var hjálpargögnum dreift; mat, lyfjum, dýnum, teppum og hlýjum klæðnaði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Upplýsingar frá hamfarasvæðunum staðfesta nú að þörfin er margföld miðað við þá stöðu sem viðbragðsaðilar töldu í upphafi að væri við að eiga. Tyrknesk yfirvöld greindu frá því í tilkynningu á sunnudag að yfir 100.000 byggingar væru ónýtar með öllu, og þá taldar þær sem hrundu til jarðar strax eða þær sem eru svo illa farnar eftir skjálftana að niðurrif þeirra er óumflýjanlegt.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölfræði tyrkneskra yfirvalda er ekki síst ógnvænleg í því ljósi að í fyrrnefndum byggingum voru 384.500 íbúðir sem eru ónýtar. Ef þessi tölfræði er sett í íslenskt samhengi má vísa til Fasteignaskrár Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem segir að fjöldi íbúða á Íslandi í árslok 2022 hafi verið&nbsp; 158.939.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í Sýrlandi er ljóst að eyðileggingin er gríðarleg. Greint hefur verið frá milljónum manna sem eiga hvergi höfði sínu að halla. Hins vegar berast ekki nákvæmar upplýsingar frá skjálftasvæðunum þar um umfang eyðileggingarinnar. Það er mat Hjálparstarfs kirkjunnar að vegna jarðskjálftana, sem bættu gráu ofan á svart eftir áralangt borgarastríð, muni 25 milljóna króna framlagið best nýtast systursamtökum í ACT Alliance sem starfa í Sýrlandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eftirlifendur náttúruhamfaranna hafast nú við á götum úti eða í neyðarskýlum. Þeir eru allslausir að kalla og háðir neyðaraðstoð. Næstu vikurnar þarf að hlúa að slösuðum, skjóta skjólshúsi yfir þá sem hafa misst heimili sín og miðla hjálpargögnum til þeirra sem hafa misst aleigu sína. Verkefnin eru óteljandi og af margvíslegum toga.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fram hefur komið að þegar hafa yfir 50 þúsund manns fundist látin. Hvorki tyrknesk yfirvöld né sýrlensk hafa gefið út hversu margra er saknað. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, (WHO) telur að 26 milljónir manna í löndunum tveimur eigi um sárt að binda og þurfi á neyðaraðstoð að halda.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/hjalparstarfid-sendir-25-milljonir-krona-til-neydaradstodar/" target="_blank">Nánar á vef Hjálparstarfsins</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p>

24.02.2023Fótspor íslenskrar þróunarsamvinnu í Mangochi héraði

<p>Vatnsskrifstofa Mangochi héraðs tók að sér það metnaðarfulla verkefni að beiðni sendiráðs Íslands í Malaví að kortleggja alla innviði og byggingar sem fjármagnaðar hafa verið af hálfu íslenskra stjórnvalda síðasta áratuginn. Kortið er gagnvirkt og sýnir hvar skólabyggingar, heilsugæslustöðvar, vatnsveitukerfi og fæðingadeildir eru í héraðinu en auk þess að sýna upplýsingar um byggingarnar á kortinu er hægt skoða myndir og fá helstu upplýsingar um stuðning Íslands á tilteknum stöðum.</p> <p>Verkefnið var metnaðarfullt enda tók það um ár að ljúka við að merkja inn allar staðsetningar sem sýna núna 48 heilbrigðisstofnanir sem hafa notið stuðnings, 12 grunnskóla og rúmlega 1100 vatnspósta. Næsta skref er að merkja inn fótspor Íslands í héraðinu frá tímum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1989 til 2012.</p> <p><strong>Rúmlega þriggja áratuga samstarf</strong></p> <p>Þróunarsamvinna Íslands í Malaví spannar yfir rúma þrjá áratugi. Malaví er eitt fátækasta land í heimi, álíka að landræðilegri stærð og Ísland en íbúafjöldi er rúmar 20 milljónir. Samstarf Íslands í landinu hefur að mestu verið í gegnum svokallaða héraðsnálgun þar sem lagt er upp með að byggja upp félagslega innviði á sviði menntunar, heilsu og vatns- og hreinlætismála í samstarfi við héraðsyfirvöld. Nálgunin gengur út á að styðja fjárlagslega við langtíma áætlanir héraðsyfirvalda/sveitarstjórnar til uppbyggingar á þessum sviðum auk þess að veita tæknilegan stuðning. Þessi nálgun setur eignarhald heimamanna í öndvegi og úttektir hafa sýnt fram á góðan árangur samstarfsins.</p> <iframe title="kort frá Google sem sýnir fótspor Íslands" src="https://www.google.com/maps/d/embed?mid=18xQC_ez6Lt30EouGzhD_pb-8KAbFh78&%3behbc=2E312F" width="640" height="480"></iframe> <p>Frá árinu 2012 hefur Ísland unnið í einu fjölmennesta héraði landsins, Mangochi sem telur ríflega 1,2 milljón íbúa. Náin samvinna Íslands og héraðsyfirvalda í Mangochi hefur vakið athygli og fleiri stærri framlagsríki eru að taka upp þessa nálgun. Það er ekki síst áhersla Íslands á að styðja við innviða uppbyggingu á þessum sem sviðum sem vekur athygli. Á síðustu árum hefur Ísland fjárfest ríkulega í þessari félagslegu uppbyggingu Mangochi eða fyrir rúmlega 41 milljónir bandaríkjadala. Á árinu hefst samstarf við nýtt hérað, Nkhotakota, sem byggir á sömu nálgun.</p> <p>„Árangurinn af því að styðja við framkvæmdir á sviði heilsu, menntunar og aðgengi að hreinu vatni eru langtíma lausnir og bæta lífsgæði og lífsmöguleika þeirra fátækustu um leið og byggingarnar eru starfhæfar,” segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðukona íslenska sendiráðsins í Lilongve. „Með fjárhagslegum stuðningi og náinni samvinnu á síðustu tíu árum hafa til dæmis tólf grunnskólar verið byggðir upp á heildrænan hátt með 84 skólastofur og 42 kennarahús, mæðra- og ungbarnadeild byggð á héraðssjúkrahúsinu sem þjónar um 50 þúsund konum á barneignaraldri og börnum undir fimm ára, níu&nbsp;fæðingadeildir og 21 heilsupóstar í dreifbýli sem tryggja 71 þúsund konum og börnum grunnheilbrigðisþjónustu í sveitum héraðsins, og ellefu hundruð vatnspóstar og tvö sólardrifin vatnskerfi sem veita 360.000 manns aðgang að hreinu vatni.”</p> <p>Að auki hefur stuðningur Íslands við byggðaþróunarverkefnið í Mangochi veitt heildrænan stuðning við þessa geira hvað varðar þjálfun og ráðningu starfsfólks við heilbrigðistofnanir og skóla, sem núna eru á launaskrá ríkisins, og valdeflingu samfélagsinnviða, líkt og heilbrigðisnefnda í sveitum, skólanefnda og mæðrahópa sem aðstoða við að fá fólk til að nýta sér og styðja við notkun á nýjum innviðum og viðhalda þeim. Auk þessa hafa skrifstofur fjármála, innkaupa- og framkvæmdasvið héraðsins fengið aðstoð. Skrifstofa jafnréttismála og ungmenna í héraðinu hefur einnig verið styrkt til að framkvæma aðgerðir fyrir efnahagslega valdeflingu þessara hópa.</p>

23.02.2023Kona deyr af barnsförum á tveggja mínútna fresti

<span></span><span></span> <p><span>Kona deyr á tveggja mínútna fresti á meðgöngu eða við fæðingu, samkvæmt nýjustu gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eða tæplega átta hundruð konur á degi hverjum. Frá árinu 2016 hafa orðið litlar framfarir á þessu sviði og í fátækustu ríkjum heims fjölgar hlutfallslega konum sem deyja af barnsförum. Flest dauðsfallanna verða vegna alvarlegra blæðinga, sýkinga, óöruggra fósturláta og sjúkdóma eins og alnæmis, sem hægt væri að koma í veg fyrir eða meðhöndla.</span></p> <p><span>Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá WHO og fleiri stofnunum Sameinuðu þjóðanna – </span><a href="https://www.who.int/publications/i/item/9789240068759" target="_blank">Trends in Maternal Mortality 2000-2020</a> – deyja konur af barnsförum einkum í fátækustu ríkjum heims og þeim ríkjum þar sem stríð geisa. Mæðradauði er mestur í Afríku sunnan Sahara en af þeim konum sem létust af barnsförum á árinu 2020 létust sjö af hverjum tíu í þeim heimshluta. Í stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Sómalíu, Suður-Súdan, Súdano g Jemen eru að jafnaði tvöfalt fleiri konur sem látast af barnsförum en í löndum þar sem friður ríkir.</p> <p><span>"Þótt þungun eigi að vera tími gríðarlegrar vonar og jákvæðrar reynslu fyrir allar konur, þá er hún átakanlega hættuleg reynsla fyrir milljónir um allan heim sem skortir aðgang að hágæða og sómasamlegri heilbrigðisþjónustu," sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í yfirlýsingu í gær, þegar skýrslan kom út.</span></p> <p><span>Samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á að ná dánartíðni mæðra niður í sjötíu konur miðað við hver 100 þúsund lifandi fædd börn fyrir árið 2030. Langt er í land með að ná því markmiði því árið 2020 létust alls 223 mæður af barnsförum þegar notað er sama viðmið.</span></p>

23.02.2023Trends in maternal mortality 2000 to 2020/ WHO o.fl

22.02.2023Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna stríðsins í Úkraínu sló öll fyrri met

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Í þessari viku er ár liðið frá innrásinni í Úkraínu og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vekur athygli á því á þessum tímamótum að milljónir barna lifa enn við stríð og afleiðingar þess. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna stríðsins í Úkraínu sló öll fyrri met.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Stuðningur Heimsforeldra á Íslandi, almennings, fyrirtækja og stjórnvalda við verkefni&nbsp;UNICEF&nbsp;sló öll met í fyrra – en því miður er stríðið hvergi nærri búið og neyðin&nbsp;ennþá&nbsp;gríðarleg. Við treystum því að Íslendingar haldi áfram að styðja við lífsbjargandi starf&nbsp;UNICEF&nbsp;í Úkraínu svo um muni,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Eitt ár af stríði hefur rænt börn Úkraínu nánast öllu: heimili, ástvinum, skólum, leikvöllum, vinum, sálarró, lífi og limum. Von og þrautseigja verða þó aldrei af þeim tekin og&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur staðið sleitulausa vakt við að tryggja þrautseigjuna og halda í vonina,“ segir hún.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt UNICEF segir að líf úkraínskra barna hafi umturnast og þau upplifað ólýsanlegan hrylling. Hundruð barna hafi látið lífið og enn fleiri særst, börn og fjölskyldur hafi neyðst til að flýja heimili sín og óvissan og óttinn heltekið líf allra Úkraínumanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„En í gegnum þetta allt hafa úkraínsk börn líka sýnt ótrúlegan styrk og þrautseigju. Með stuðningi Heimsforeldra og allra þeirra þúsunda einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi sem lagt hafa neyðarsöfnun okkar lið á árinu hefur&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, getað sinnt lífsnauðsynlegu hjálparstarfi í þágu milljóna barna og fjölskyldna þeirra.&nbsp;En stríðinu er því miður langt í frá lokið og áframhaldandi stuðningur við börn Úkraínu nauðsynlegur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/ar-af-stridi-i-ukrainu-tryggjum-vonina" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

22.02.20232023 Hunger Funding Gap Report: What's Needed to Stop the Global Hunger Crisis/ Action Against Hunger

22.02.2023Development Co-operation Report 2023: Debating the Aid System/ OECD

21.02.2023Stuðningur Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna mikilvægur flóttafólki frá Úkraínu

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Fjárframlög frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum hafa hjálpað til við að veita nauðsynlegan stuðning við fólk á flótta vegna stríðsins í Úkraínu, segir í grein á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í tilefni af því að á föstudag er liðið rétt ár frá hernaðarinnrás Rússa í Úkraínu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Á einu ári, hafa 5.3 milljónir manna verið á vergangi innan Úkraínu, á meðan 8 milljónir til viðbótar hafa flúið til annarra Evrópulanda þar á meðal Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna,“ segir í greininni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir einnig að stórfellt neyðarástand ríki enn í mannúðarmálum í Úkraínu, og skjót viðbrögð framlagsríkja hafi hjálpað Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að bregðast við með aðstoð og vernd til stríðshrjáðra íbúa landsins, auk flóttafólks frá Úkraínu, sem hafi verið hýst í öðrum löndum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Á vetrarmánuðunum setti UNHCR af stað svokallaða „vetrarviðbragðsáætlun“ sem miðaði að því að hjálpa flóttafólki að lifa af kuldann. Þetta verkefni hefur falið í sér að veita stuðning í formi skjóls, smávægilegra viðgerða á heimilum, útdeilingu vetrarfatnaðar og beina aðstoð í formi peninga,“ segir í greininni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Yfir 4.3 milljónir manna, sem urðu fyrir barðinu á stríðinu, fengu aðstoð innan landamæra Úkraínu af Flóttamannastofnuninni árið 2022 sem hluti af neyðarviðbrögðum hennar. Aðstoðin spannaði allt frá teppum og eldhúsáhöldum til byggingarefnis, skjóls, lögfræðiaðstoðar og ráðgjafar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><br /> <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/93967-eitt-ar-lidid-studningur-fra-nordurlondunum-og-eystrasaltslondunum-mikilvaegur-i-ad-hjalpa-ukrainumonnum-a-flotta.html" target="_blank">Nánar á vef UNHCR</a></span></p>

20.02.2023Beyond the headlines: 8 issues we’re tracking in 2023/ Brookings

20.02.2023Yfirmaður SIDA víkur í vor/ Om Världen

20.02.2023Hæsta framlag sögunnar úr neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna ​

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu á laugardag um hæsta framlag allra tíma, 250 milljónir Bandaríkjadala, úr neyðarsjóði samtakanna, CERF. Fjárframlaginu er ætlað að styðja við bakið á bágstaddasta fólkinu í nokkrum af gleymdustu kreppum samtímans og afstýra hungursneyð, að því er segir í <a href="https://cerf.un.org/sites/default/files/resources/CERF%20releases%20US%24250%20million%20to%20avert%20famine.pdf" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Sameinuðu þjóðunum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Um heim allan eru í dag 339 milljónir manna í þörf fyrir mannúðaraðstoð sem er aukning um 25 prósent frá síðasta ári,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Framlaginu verður ráðstafað í nítján ríkjum, meðal annars Afganistan, Búrkína Fasó, Haítí, Malí, Nígeríu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á síðasta ári fengu um 160 milljónir manna stuðning úr neyðarsjóðnum en að sögn Sameinuðu þjóðanna eykst þörfin fyrir mannúðaraðstoð hraðar en getan til að bregðast við henni. Á þessu ári þarf um 54 milljarða Bandaríkjadala til að mæta þörfum 240 milljóna manna en óttast er að í besta falli náist helmingur þeirrar fjárhæðar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Auk fyrrnefndra ríkja sem njóta stuðnings fjárframlags neyðarsjóðsins verður hluta fjárins varið til að styðja mannúðaraðstoð í undirfjármögnuðum kreppum eins og í Tjad, Kolumbíu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eritreu, Eþíópíu, Hondúras, Kenía, Líbanon, Madagaskar, Pakistan og Súdan.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna&nbsp;er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

17.02.2023Utanríkisráðuneytið fjármagnar þrjár ungliðastöður hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa fyrir rafrænum kynningarfundi um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag í næstu viku, 22. febrúar. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíkar ungliðastöður.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfrækja svokallað ungliðaverkefni þar sem ungu fagfólki er gefið tækifæri til að öðlast reynslu á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu undir umsjón sérfræðinga. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíkar ungliðastöður, hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, UN Women og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">OCHA staðan er hjá skrifstofu stofnunarinnar á Vesturbakkanum í Jerúsalem, UN Women staðan er á landaskrifstofu í Amman í Jórdaníu og WFP staðan er á landaskrifstofu í Freetown, Síerra Leóne.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fundurinn á miðvikudag stendur yfir milli kl 12:00-13:15.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><br /> Nánari upplýsingar um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna og stöðurnar má finna á&nbsp;<a href="https://l.facebook.com/l.php?u=http%3a%2f%2fwww.utn.is%2fjpo%3ffbclid%3dIwAR1hBb4n0Nvozqw6bX2wVxx-P406ueet-g8IGZ8QD8dsa9iQMUxir8CJUs8&%3bh=AT14bU9sf0-1PilSsvy37f7BqwWeFu2RP1Mbxe3vg3hoctNhnhoTnsPP9ZLd_kRftScmKsaX2avXUO3CKzT50bkEHP1yKlBdFyCw6RIaC7xJT4-_hHOddSHAOyvueCDVfA&%3b__tn__=q&%3bc%5b0%5d=AT0A85Njxp4AxlXz0RuKz1axZbtJsJ_K6fgMf8txvl1rnea1bUzXjxhbLcAMh4A1Hlh_2CZ1-nIWKNgUVmPMMu5w8wtscpAcQ-foAGLRz57Y77P7wnzBlE66IwthiH0kmYMOeRbdAg6isv2-h6ufdEjsU7fH" target="_blank">www.utn.is/jpo</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Linkur á fundinn:&nbsp;<a href="https://us06web.zoom.us/j/81460057643?pwd=THhOSFFvZWdzK0NYK3hsanNYRy9wQT09&%3bfbclid=IwAR2QoQRlhEz3yfJur-gm7P7OxwR_GStNLV4eHORfRWvauY9CvO2rR69zuks" target="_blank">https://us06web.zoom.us/j/81460057643...</a></span></p> <br />

16.02.20235 charts that show the impact 2022 had on global development/ World Economic Forum

16.02.2023Nýtt lofthreinsiver tífaldar afköst föngunar og förgunar

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Framkvæmdir eru hafnar á nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, Mammoth, sem í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, mun tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koldíoxíði (CO2) úr andrúmslofti á svæðinu. Fyrir er Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa haustið 2021 og var fyrsta sinnar tegundar í heiminum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarka hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni kemur fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af CO2 úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Með nýja lofthreinsiverinu, fara afköst föngunar á Hellisheiði úr fjórum þúsundum tonna af CO2 á ári í alls 40 þúsund tonn en því er síðan fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir. Mörg tækifæri felast í föngun og förgun CO2 beint úr andrúmsloftinu en Carbfix hlaut ásamt samstarfsaðilum sínum, Heirloom og Verdox, tvenn Milestone verðlaun í fyrri umferð XPRIZE Carbon Removal verðlaunanna. Einnig stendur til að byggja svokallaða DAC þróunarstöð sem mun ýta undir tækniþróun fyrirtækja sem sérhæfa sig í föngun koldíoxíðs beint úr andrúmsloftin og vilja farga með Carbfix tækninni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/verkefni/stakt-verkefni/?itemid=b1cd6108-a2e9-11ed-9bb5-005056bc4727http%3a%2f%2f" target="_blank">Nánar á vef heimsmarkmiðanna</a></span></p>

15.02.2023Türkiye-Syria earthquakes: WFP reaches communities with life-saving assistance as death toll mounts/ WFP

15.02.2023Equatorial Guinea confirms first-ever Marburg virus disease outbreak/ WHO

15.02.2023Disillusionment after elections in Malawi/ D+C

15.02.2023Is The DAC Still Fit for Purpose?/ CGDev

15.02.2023UN's effort to map internet access from space expands beyond schools/ Devex

15.02.2023Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 400 milljónum vegna hörmunganna í Sýrlandi

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór í dag fram á tæplega 400 milljóna dala framlög til að standa straum af stuðningi við bágstadda í Sýrlandi vegna jarðskjálftanna. Sambærilegt ákall um aðstoð við Tyrkland er í undirbúningi. Að <a href="António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór í dag fram á tæplega 400 milljóna dala framlög til að standa straum af stuðningi við bágstadda í Sýrlandi vegna jarðskjálftanna. Sambærilegt ákall um aðstoð við Tyrkland er í undirbúningi. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, voru 50 milljónir dala greiddir úr Neyðarsjóði samtakanna strax eftir hörmungarnar. „Skilvirkasta leiðin til að sýna fólkinu samstöðu er með því að láta fé af hendi í þessa söfnun vegna hamfaranna,“ sagði Guterres á blaðamannafundi í gær. „Okkur er öllum ljóst að lífsnauðsynleg aðstoð hefur ekki borist á þeim hraða og í því umfangi sem nauðsynlegt er. Þessar hamfarir eru með þeim skæðustu á síðustu árum. Viku eftir eyðileggingu jarðskjálftanna, róa milljónir manna lífróður, heimislausir í frosthörkum. Við erum að gera allt sem við getum. En meira þarf til.“ Í frétt UNRIC segir að allt Sameinuðu þjóða kerfið og samstarfsmenn þess í mannúðarmálum muni leggjast á eitt til að koma brýnni, lífsnauðsynlegri hjálp til nærri fimm milljóna Sýrlendinga. „Þar á meðal eru skýli, heilbrigðisþjónusta, matvæli og vernd. Ellefu bíla lest er nú á leið um Bab Al-Salam landamærastöðina á mörku Tyrklands og Sýrlands og margar fleiri eru á leiðinni,“ segir í fréttinni. „Það má ekki auka á þjáningar af völdum þessara sögulegu náttúruhamfara með því að við bætist hindranir af mannavöldum; svo sem skortur á aðgangi, fjármagni og birgðum. Tryggja ber að aðstoð berist úr öllum áttum, frá öllum aðilum, um alla vegi, án hindrana,“ sagði Guterres. Í gær fagnaði hann ákvörðun Sýrlandsstjórnar um að opna tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og norðvestur Sýrlands í þrjá mánuði svo hæt sé að koma mannúðaraðstoð til skila." target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, voru 50 milljónir dala greiddir úr Neyðarsjóði samtakanna strax eftir hörmungarnar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Skilvirkasta leiðin til að sýna fólkinu samstöðu er með því að láta fé af hendi í þessa söfnun vegna hamfaranna,“ sagði Guterres á blaðamannafundi í gær. „Okkur er öllum ljóst að lífsnauðsynleg aðstoð hefur ekki borist á þeim hraða og í því umfangi sem nauðsynlegt er. Þessar hamfarir eru með þeim skæðustu á síðustu árum. Viku eftir eyðileggingu jarðskjálftanna, róa milljónir manna lífróður, heimilislausir í frosthörkum. Við erum að gera allt sem&nbsp;<a href="https://unric.org/is/sameinudu-thjodinar-beita-ser-af-fullu-afli-i-tyrklandi-og-syrlandi/">við getum</a>. En meira þarf til.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt UNRIC segir að allt Sameinuðu þjóða kerfið og samstarfsmenn þess í mannúðarmálum muni leggjast á eitt til að koma brýnni, lífsnauðsynlegri hjálp til nærri fimm milljóna Sýrlendinga. „Þar á meðal eru skýli, heilbrigðisþjónusta, matvæli og vernd. Ellefu bíla lest er nú á leið um Bab Al-Salam landamærastöðina á mörkum Tyrklands og Sýrlands og margar fleiri eru á leiðinni,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það má ekki auka á þjáningar af völdum þessara sögulegu náttúruhamfara með því að við bætist hindranir af mannavöldum; svo sem skortur á aðgangi, fjármagni og birgðum. Tryggja ber að aðstoð berist úr öllum áttum, frá öllum aðilum, um alla vegi, án hindrana,“ sagði Guterres.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í gær<a href="https://news.un.org/en/story/2023/02/1133437">&nbsp;fagnaði hann</a>&nbsp;ákvörðun Sýrlandsstjórnar um að opna tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og norðvestur Sýrlands í þrjá mánuði svo hæt sé að koma mannúðaraðstoð til skila.</span></p>

14.02.2023Loftslagsbreytingar og átök valda gríðarlegri mannúðarþörf

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Að vinna með fólki sem er á flótta innan eigin lands getur reynst töluverð áskorun í samanburði við að vinna með flóttafólki, þar sem umboð, lög og reglugerðir eru umtalsvert óskýrari. Fólk sem er á flótta innan eigin lands er eðli málsins samkvæmt innan landamæra síns eigin ríkis og lítur því að þeim stjórnvöldum sem eru þar við völd, sem þýðir að ríkið sjálft er ábyrgt fyrir velferð þeirra. Fólk á flótta innan eigin lands flytjast oft til svæða þar sem erfitt reynist fyrir okkur að veita mannúðaraðstoð og af því leiðir er þetta fólk á meðal viðkvæmustu hópa í heiminum,“ segir Kjartan Atli Óskarsson starfsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, í Juba, Suður-Súdan.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í viðtali sem birtist á vef UNHCR segir Kjartan Atli að honum hafi fundist spennandi að fá tækifæri til að vinna í mannúðarmálum, sérstaklega á stað eins og Suður-Súdan. „Ástandið í Suður-Súdan er töluvert frábrugðið því sem maður er vanur frá Íslandi – sem dæmi má nefna að það ríkir útgöngubann á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna á kvöldin – og það má því með sanni segja að með því að koma hingað hafi ég stígið stórt skref út fyrir þægindaramann.“</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">- Hvers vegna valdir þú að vinna fyrir UNHCR?</span></strong><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: Arial, sans-serif;"> </span></strong><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það sem mér fannst áhugavert við að vinna fyrir UNHCR var að stofnunin vinnur með málaflokk sem fer aðeins vaxandi. Ef litið er til fjölgunar flóttafólks og fólks sem er á flótta innan eigin lands á heimvísu, er ljóst að þarfir þessa fólks munu aðeins halda áfram að aukast. Staðan í málefnum flóttafólks er krefjandi og tel ég mig geta lagt mitt af mörkum í því mikilvæga starfi sem unnið er á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Það sem mér þótti enn fremur áhugavert var að fá frekari innsýn í hvernig viðbrögð við mannlegri neyð virka – sér í lagi þegar að kemur að fólki sem er á flótta innan eigin lands (Internally Displaced Persons) eða IDPs eins og þetta er kallað í daglegu tali. IDPs er fjarlægt hugtak fyrir einstakling frá Íslandi og því er það mikil áskorun að vinna í kringum þann málaflokk.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áður en Kjartan Atli hóf störf hjá UNHCR starfaði hann í áritunardeild og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, meðal annars við að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð erlendis. „Sú reynsla hefur eflaust kveikt þennan neista hjá mér að fara að starfa hjá UNHCR og hjálpa þeim sem eru í neyð,“ segir Kjartan í viðtalinu sem má lesa í heild á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/93677-sogur-af-vettvangi-loftslagsbreytingar-og-atok-valda-gridarlegri-mannudarthorf.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNHCR – á íslensku. Viðtalið tók Aðalsteinn Halldórsson.</span></p> <p>&nbsp;</p>

10.02.2023Fátækt og hungur eykst á ný eftir framfaraskeið síðustu áratuga

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fátækt og fæðuóöryggi á heimsvísu eykst á ný eftir framfaraskeið síðustu áratuga. Truflanir á aðfangakeðjum, loftslagsbreytingar, heimsfaraldur kórónuveirunnar, efnahagsþrengingar, hækkun vaxta, verðbólga og innrásin í Úkraínu hafa leitt til þess að matvælakerfi heimsins hafa orðið fyrir fordæmalausum skakkaföllum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þannig hljóðar hluti yfirlýsingar yfirmanna nokkurra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt voru í vikunni. Að yfirlýsingunni standa yfirmenn Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna búa 349 milljónir manna í 79 ríkjum við matvælaóöryggi. Vannæring færist einnig í vöxt eftir þrjú samfelld ár þar sem vannærðum fækkaði. Horfur eru dökkar og áætlað að matvælabirgðir dragist saman. Þörfin er sérstaklega skelfileg í 24 ríkjum, þar af 16 í Afríku, sem FAO og WFP hafa skilgreint sem hungursvæði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í yfirlýsingunni kemur fram að til þess að bregðast við hækkun á verði matvæla, eldsneytis og áburðar hafi ríkisstjórnir varið yfir 710 milljörðum bandarískra dala til félagslegra verndarráðstafana og niðurgreiðslna sem um einn milljarður manna nýtur góðs af. Hins vegar hefður einungis 4,3 milljörðum Bandaríkjadala verið varið til slíkra útgjalda í lágtekjuríkjum borið saman við 507,6 milljarða í hátekjuríkjum.</span></p>

10.02.2023Rauði krossinn á Íslandi sendir 30 milljónir til jarðskjálftasvæðanna ​

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að verja 30 milljónum króna til mannúðaraðgerða Rauða hálfmánans og Alþjóða Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi vegna jarðskjálftanna á mánudag. Samdægurs hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað neyðarsöfnun sem hefur gengið afar vel en nú þegar hafa safnast hátt í níu milljónir króna með öflugum stuðningi landsmanna.</p> <p>Stuðningur Rauða krossins á Íslandi til þolenda skjálftanna samanstendur af 12 milljónum króna sem koma úr söfnun Rauða krossins og frá Mannvinum Rauða krossins, auk 18 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p>„Við erum landsmönnum ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn við neyðarsöfnun Rauða krossins sem og utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins. Fjármagnið mun nýtast í lífsbjargandi mannúðaraðstoð sem kollegar okkar sinna nótt sem nýtan dag í báðum löndum og fjármagnið gerir Rauða hálfmánanum í báðum löndum kleift að halda hjálparstarfinu gangandi og auka umfang þess, en auk þess felst einnig mikilvægur andlegur stuðningur í þessari hjálp, sem veitir kraft í þessum erfiðu aðstæðum og öllu því uppbyggingarstarfi sem framundan er,” segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/raudi-krossinn-a-islandi-sendir-30-milljonir-til-jardskjalftasvaedanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins segir að skjálftarnir hafa valdi gríðarlegum skemmdum á innviðum og híbýlum fólks og kostað þúsundir mannslífa. Talið seé að fjöldi látinna og særðra eigi enn eftir að hækka, þar sem mikill fjöldi fólks sé enn fast í rústunum. Auk þess sé víða síma-, rafmagns- og eldsneytisleysi og mikill kuldi í ofanálag.</p> <p>„Aðstæður á vettvangi eru því gríðarlega slæmar í báðum ríkjum og hafa fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsfólks tyrkneska og sýrlenska Rauða hálfmánans unnið sleitulaust við leit og björgun frá því skjálftarnir áttu sér stað, ásamt því að skipuleggja og veita lífsbjargandi mannúðaraðstoð á vettvangi, hlúa að þolendum skjálftanna og veita sálrænan stuðning. Aðstæður eru sérstaklega erfiðar í Sýrlandi, þar sem stór hluti innviða landsins eru í molum og aðgangur að heilbrigðisaðstoð takmarkaður eftir tólf ára vopnuð átök. Á skjálftasvæðunum í Tyrklandi eru auk heimamanna fjöldi sýrlenskra flóttamanna og því margir sem þurfa að treysta á utanaðkomandi mannúðaraðstoð í kjölfar þessara náttúruhamfara,“ segir í fréttinni.</p> <p>„Það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við neyðarástandinu sem hefur komið upp í Tyrklandi og Sýrlandi vegna skjálftanna,” segir Atli Viðar. „Okkur berast skelfilegar tölur af mannfalli sem hækka í hvert sinn sem við lesum fréttir og gríðarlegur fjöldi fólks hefur misst heimili sín, allt sem það á og jafnvel fjölskyldumeðlimi líka. Milljónir einstaklinga á hamfarasvæðunum eru nú í ómögulegri stöðu og hafa hvorki þak yfir höfuðið né aðgang að heitum mat, hvað þá heilbrigðisþjónustu og sálrænum stuðningi. Rauði krossinn á Íslandi er í beinu sambandi við tyrkneska og sýrlenska Rauða hálfmánann og kemur öllum stuðningi Íslendinga beint til skila til þeirra svo þau geti brugðist við neyð þessa fólks með sem besta megni og sem allra fyrst.</p> <p><strong>Áhersla á fólk í viðkvæmri stöðu</strong></p> <p>Fjármagnið sem Rauði krossinn sendir verður hluti af neyðarbeiðni Alþjóðasambands Rauða krossins, sem hljóðar upp á samtals 200 milljónir svissneskra franka. Framkvæmd mannúðaraðgerða er fyrst og fremst á herðum tyrkneska og sýrlenska Rauða hálfmánans en með dyggum stuðningi Alþjóða Rauða krossins, þar sem áhersla verður lögð á að tryggja þolendum skjálftanna húsaskjól ásamt aðgengi að mat, vatni, hreinlæti, heilbrigðisþjónustu og áfallahjálp. Áhersla verður lögð á tryggja aðstoð til þeirra sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, svo sem langveikt fólk, fylgdarlaus börn, fólk með fötlun og þolendur ofbeldis.</p> <p>Fjölmargir hafa misst ástvini sína í jarðskjálftunum og enn aðrir hafa orðið viðskila við fjölskyldumeðlimi og/eða bíða frétta af þeim. Hægt er að leita til leitarþjónustu Rauða krossins til þess að komast í samband við fjölskyldur sínar eða til að komast að því hvað varð um nána ættingja sem saknað er. Hægt er að panta tíma þar með því að senda póst á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected].</a></p>

09.02.2023Skelfilegt ástand í Sómalíu – ákall um stuðning

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðlegar mannúðarstofnanir birtu í gær ákall um fjárstuðning við íbúa Sómalíu þar sem um rúmlega átta milljónir íbúa, um helmingur þjóðarinnar, þarf á brýnni mannúðaraðstoð að halda. Ákallið nemur 2,6 milljörðum Bandaríkjadala, rúmlega 370 milljörðum íslenskra króna. Miklar líkur eru á því að lýst verði yfir hungursneyð í landinu á vormánuðum.</p> <p>Að sögn Adam Abdelmoula mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna fyrir Sómalíu kom þrautseigja heimamanna og umfang mannúðaraðstoðar í veg fyrir að hungursneyð yrði lýst yfir á síðasta ári. Hann sagði hins vegar milljónir mannslífa í húfi og full ástæða væri til að óttast að lýsa þurfi yfir hungursneyð frá apríl til júní á þessu ári, og lengur ef mannúðaraðstoð verði ekki fullnægjandi og þurrkar haldi áfram eins og spár geri ráð fyrir.</p> <p>Lengstu og alvarlegustu þurrkar í Sómalíu hafa leitt til þess að landið er orðið gróðursnautt. Nánast úrkomulaust hefur verið fimm regntímabil í röð og þurrkarnir hafa hrakið rúmlega 1,4 milljónir íbúa á flótta. Búpeningur hefur drepist í stórum stíl, lífsviðurværi fólks er horfið og þúsundir barna fá enga mjólk. Þótt tækilegum hungurmörkum hafi ekki verið náð er ástandið afar ógnvekjandi, dauðsföll eru miklu fleiri en eðlilegt getur talist, og ekkert útlit fyrir að dánartíðnin minnki á komandi misserum.</p> <p>Óttast er að fjármagn til mannúðaraðstoðar dragist saman á næstunni og því er líklegt að 8,3 milljónir íbúa Sómalífu búi við sult í vor þar af 727 þúsund sem verði í bráðri hættu.</p>

08.02.2023Ísland styður við vatns- og hreinlætisverkefni í Síerra Leóne

<span></span> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">Nýju samstarfsverkefni Íslands, stjórnvalda í Síerra Leóne og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum landsins var formlega hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn í fiskiþorpinu Goderich í dag. Verkefnið er til fjögurra ára og mun ná til sextán afskekktra fiskiþorpa í sex héruðum þar sem aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu ásamt annarri grunnþjónustu er afar ábótavant</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">„Við erum ánægð með áframhaldandi samstarf Íslands við stjórnvöld í Síerra Leóne og UNICEF um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum. Nýja verkefnið byggir á lærdómi úr fyrra samstarfsverkefni okkar og beitir heildstæðri nálgun með það að markmiði að bæta lífskjör fiskimannasamfélaga, en áhersla hefur verið lögð á stuðning til þeirra í þróunarsamvinnu Íslands í landinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um þennan áfanga.</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">Sjávarútvegsráðherra Síerra Leóne og aðrir fulltrúar stjórnvalda, fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu og yfirmaður UNICEF í landinu ásamt haghöfum voru viðstaddir athöfnina í morgun. Stefnt er að opnun sendiráðs Íslands í Síerra Leóne á árinu og verður samstarfsverkefnið sem nú er formlega hafið eitt af lykilverkefnum í samstarfinu á komandi árum.</span></p> <h2><span style="font-size: 12pt;"></span><strong><span style="font-size: 12pt;">53 þúsund manns njóti góðs af verkefninu</span></strong></h2> <p><strong><span style="font-size: 12pt;"></span></strong><span style="font-size: 12pt;">Aðgangur að fullnægjandi vatns- og hreinlætisaðstöðu í Síerra Leóne er almennt afar takmarkaður og ástandið er jafnan verra við sjávarsíðuna. Vatnsbornir sjúkdómar á borð við niðurgangspestir, malaríu og vannæringu eru þar algengir sem hefur neikvæð áhrif á heilsu og velferð íbúanna. Gert er ráð fyrir að í heildina munu rúmlega 53 þúsund manns í þessum 16 fiskimannasamfélögum njóta góðs af verkefninu, þar á meðal börn en lögð er sérstök áhersla á að bæta aðstæður barna og kvenna í samfélögunum.</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2023/01/09/Nytt-heildstaett-verkefni-um-uppbyggingu-vatns-og-hreinlaetisadstodu-i-sjavarbyggdum-i-Sierra-Leone/"><span style="font-size: 12pt;">Greint var frá verkefninu í Heimsljósi</span></a><span style="font-size: 12pt;">, upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál, á dögunum. Þar kemur meðal annars fram að &nbsp;vatnsveitur og hreinlætisaðstaða verði byggð upp við heilsugæslustöðvar, skóla og löndunarstaði þar sem jafnan er margt um manninn. Jafnframt verður stutt við byggingu og starfsemi leikskóla og fræðslu og aðgengi að aðstöðu fyrir tíðaheilbrigði stúlkna. Leitast verður við að samþætta umhverfis- og loftslagsmál í alla verkþætti og stutt við viðleitni til að draga úr plastmengun í þorpunum.</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">Utanríkisráðuneytið hefur átt í farsælu samstarfi við stjórnvöld í Síerra Leóne og UNICEF um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í fiskimannasamfélögum í landinu síðan 2019 og byggist nýja verkefnið á þeim grunni.</span></p>

08.02.2023Íþróttadagur norrænu sendiráðanna í Kampala

<span></span> <p>Norrænu sendiráðin í Kampala, höfuðborg Úganda, stóðu fyrir norrænum íþróttadegi í nýliðinum mánuði eftir þriggja ára hlé vegna heimsfaraldursins<span>. Norræni íþróttadagurinn hefur verið haldinn árlega um tuttugu ára skeið, þar sem norrænt samfélag í Úganda kemur saman til að skemmta sér einn dag, keppa í mismunandi íþróttagreinum, og kynnast.</span></p> <p><span>Ísland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk kepptu í átta íþróttagreinum, fótbolta, körfubolta, petanque, blaki, boðhlaupi, boðsundi og öðrum íþróttum fyrir börn. Einnig var boðið upp á góðan hádegis- og kvöldverð í skólanum. </span></p> <p><span>Auk þess var ákveðið að efna til happdrættis fyrir viðburðinn þar sem ágóðinn rennur til Street Child Uganda en það eru staðbundin samtök sem veita börnum aðgang að menntun. Ísland var í þriðja sæti en Danmörk vann keppnina. </span></p>

08.02.2023Neyðarsöfnun Hjálparstarfsins vegna jarðskjálftanna

<span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið neyðarsöfnun vegna jarðskjálftans sem varð á landamærum Tyrklands og Sýrlands aðfaranótt mánudags. Þegar er ljóst að þúsundir hafa farist og tugþúsundir eiga um sárt að binda. Hamfarirnar eru af þeirri stærðargráðu að alþjóðleg neyðaraðstoð er aðkallandi. Tugir ríkja hafa þegar boðið fram aðstoð sína.</p> <p>Hjálparstarfið leggur til að lágmarki ellefu milljónir króna sem systurstofnanir Hjálparstarfsins innan Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna - ACT Alliance - munu ráðstafa þar sem neyðin er sárust. Kirkens Nødhjelp, systurstofnun Hjálparstarfsins í Noregi, hefur til dæmis starfað í Sýrlandi um langt árabil og gat brugðist tafarlaust við. Sama á við um systurstofnanir Hjálparstarfsins í nágrannaríkjum Tyrklands og Sýrlands sem hófu dreifingu hjálpargagna aðeins fáum klukkustundum eftir að fyrstu jarðskjálftarnir riðu yfir. </p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar bendir í <a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/neydarsofnun-vegna-jardskjalftanna-i-tyrklandi-og-syrlandi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á að borgarastríðið í Sýrlandi, sem hefur staðið í tólf ár, geri landið sérstaklega viðkvæmt fyrir áföllum. „Vegna stríðsins er talið að um tólf milljónir manna séu í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. Yfir sex milljónir manna eru á vergangi innan landamæra Sýrlands og lítið færri eru sýrlenskir flóttamenn í nágrannaríkjum; Líbanon, Jórdaníu og á hamfarasvæðunum við landamærin í Tyrklandi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Framlag Hjálparstarfs kirkjunnar til brýnnar aðstoðar við fórnarlömb jarðskjálftans er að meðtöldum veglegum styrk frá utanríkisráðuneytinu og styrkjum Hjálparliða, einstaklinga sem styrkja starfið með reglubundnum hætti.</p> <p><a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/neydarsofnun-vegna-jardskjalftanna-i-tyrklandi-og-syrlandi/" target="_blank">Upplýsingar um söfnunina</a></p>

07.02.2023UNICEF, Rauði krossinn og Barnaheill hefja neyðarsöfnun

<span></span> <p>Björgunarsveitir í Tyrklandi og Sýrlandi halda enn í vonina um að finna fólk á lífi í húsarústum eftir stóra skjálftann í fyrrinótt og eftirskjálfta í gær. Þegar hafa verið staðfest yfir fimm þúsund dauðsföll og óttast er sú tala eigi eftir að hækka. UNICEF, Rauði krossinn og Barnaheill hafa öll hafið neyðarsöfnun vegna jarðskjálftans og afleiðinga hans. Við blasir brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og samtökin biðla til almennings að leggja söfnuninni lið og styðja við lífsbjargandi hjálparstarf.</p> <p>„Þúsundir barna og fjölskyldur þeirra eru í hættu eftir tvo stóra jarðskjálfta og tugi eftirskjálfta í suð-austurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands í gær. … Þúsundir bygginga hafa hrunið til grunna. Þúsundir fjölskyldna eru án heimilis. Og í Sýrlandi, þar sem ástandið var nógu skelfilegt fyrir vegna áralangra stríðsátaka og&nbsp;mannúðarkrísu, þurfa börn og fjölskyldur nauðsynlega á áframhaldandi stuðningi þínum að halda,“ segir meðal annars í frétt UNICEF.</p> <p>„Barnaheill – Save the Children vinna nú hörðum höndum að því að bregðast við þeirri neyð sem blasir við í kjölfar skjálftanna. Þúsundir barna í Tyrklandi og Sýrlandi eru slösuð, hafa misst fjölskyldur sínar og hafa þurft að yfirgefa heimili sín um miðja nótt en mikið næturfrost er nú á svæðinu og því brýnt að börnin fái skjól sem fyrst. Um 2.800 byggingar hafa eyðilagst í Tyrklandi. Þá er einnig fjöldi barna fastur í rústum. Það er því gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið bregðist skjótt við og sendi björgunarsveitir, vistir, lyf og fólk til að bjarga þeim sem bjargað verður. Hver klukkustund skiptir máli!“ sagði meðal annars í frétt Barnaheilla um neyðarsöfnun samtakanna.</p> <ul> <li><a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/" target="_blank">Neyðarsöfnun Rauða krossins</a></li> <li><a href="https://www.unicef.is/hjalp" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF</a></li> <li><a href="https://www.styrkja.is/barnaheillneydarsofnun" target="_blank">Neyðarsöfnun Barnaheilla – Save the Children</a></li> </ul>

06.02.2023Alþjóðadagur gegn limlestingum á kynfærum stúlkna

<span></span> <p>Talið er að tvö hundruð milljónir kvenna og stúlkna hafi sætt limlestingum á kynfærum, flestar á barnsaldri. Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn þeim verknaði - International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation&nbsp;(FGM). Tilgangur dagsins er að fylkja liði um útrýmingu þessa verknaðar sem er skýlaust brot á mannréttindum og aðför að heilbrigði kvenna.</p> <p><span>„Þótt framfarir hafi orðið - stúlkur í dag eru þriðjungi ólíklegri til að gangast undir limlestingu á kynfærum en fyrir þrjátíu árum – er mikið verk óunnið. Karlar og strákar geta verið öflug rödd í ákallinu um breytingar. FGM, sem felur í sér sköddun á kynfærum kvenna án læknisfræðilegra ástæðna, getur valdið heilsufarslegum fylgikvillum, þar á meðal alvarlegum sýkingum, langvinnum verkjum, þunglyndi, ófrjósemi og dauða. Verknaðurinn er alþjóðlega viðurkenndur sem mannréttindabrot, uppruni þess er óljós, en limlestingarnar hafa verið stundað af samfélögum í gegnum aldirnar. Vissulega hefur hnignun orðið á undanförnum áratugum, en hraðinn verður að vera tíu sinnum hraðari til að ná heimsmarkmiðinu um engin atvik fyrir árið 2030,“ segir í <a href="https://www.unfpa.org/events/international-day-zero-tolerance-female-genital-mutilation" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.</span></p> <p><span>Þema dagsins er samstarf við karla og stráka til að umbreyta félagslegum og kynjaviðmiðunum til að binda enda á verknaðinn. „Nú þegar átta ár eru eftir af þessum áratug aðgerða getur samstarf við karla og drengi gegnt lykilhlutverki í að uppræta framkvæmdina, umbreyta rótgrónum félagslegum og kynjabundnum viðmiðum og gera stúlkum og konum kleift að átta sig á réttindum sínum og möguleikum hvað varðar heilsu, menntun, tekjur og jafnrétti. Með því að hvetja til þátttöku karla og drengja getur alþjóðasamfélagið flýtt fyrir brotthvarfi þessa verknaðar og lyft röddum kvenna og stúlkna. </span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9l5_S5tod6M" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span>Í fyrra gerði Ísland fjögurra ára samning við UNFPA um stuðning við samstarfsverkefni UNFPA og UNICEF um upprætingu limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Samstarfsverkefnið hófst árið 2008 og hefur að markmiði að uppræta FGM í sautján ríkjum þar sem FGM útbreitt, fyrir 2030. Fjórði fasi verkefnisins hófst í 2022 en þrátt fyrir umtalsverðan árangur víðsvegar blasir við að markmiðið um upprætingu FGM mun ekki nást. Þá hefur COVID 19-faraldurinn leitt til röskunar á framgangi verkefnisins en FGM, eins og kynbundið ofbeldi almennt, jókst á tímum heimsfaraldursins.</span></p> <p><span>Að mati UNFPA getur samstarf við karla og drengi haft mest áhrif á heimsvísu við að binda enda á FGM fyrir árið 2030. UNFPA hvetur þá til að vera hluti af netsamtalinu, taka þátt á samfélagsmiðlum og deila með heiminum myllumerkinu: #MenEndFGM!</span></p>

03.02.2023Hringfarinn styrkir ABC barnahjálp í verkefni Broskalla í Afríku

<span></span> <p>Styrktarfélagið Broskallar hjálpar nemendum á fátækustu svæðum í Afríku að komast í háskóla með því að veita aðgang að kennslukerfi sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa þróað. Hringfarinn Kristján Gíslason styrkti verkefnið um fimm milljónir króna og hefur stuðlað að aðkomu fleiri íslenskra samtaka. Broskallar vinnur nú meðal annars með ABC barnahjálp og hefur skóli á vegum samtakanna fullan aðgang að efni kennslukerfisins í gegnum spjaldtölvur sem nemendur fá frá styrktarfélaginu fyrir tilstilli Hringfarans.</p> <p>Í frétt á vef ABC barnahjálpar segir að kennslukerfið nefnist „tutor-web“ og hafi að geyma kennsluefni, meðal annars í stærðfræði, tölfræði og tölvunarfræði, ásamt æfingum sem aðstoða nemendur við að tileinka sér námsefnið. Kerfið var þróað af þeim Gunnari Stefánssyni, prófessor við Raunvísindadeild HÍ, og Önnu Helgu Jónsdóttur, dósent við sömu deild, í samstarfi við tölvunarfræðinga. Það hefur undanfarinn áratug verið nýtt í tölfræði- og stærðfræðikennslu bæði við Háskóla Íslands og í framhaldsskólum hér á landi.</p> <p><strong>Menntun í ferðatösku</strong></p> <p>Þeir nemendur sem standa sig vel vinna sér inn rafmyntina „Broskalla“ (SmileyCoin) og hún er geymd í rafrænu veski og hægt að nýta til að kaupa vöru eða þjónustu af ýmsu tagi. Starfsemin í Kenýa fer fram í gegnum verkefnið „Menntun í ferðatösku“ en það inniheldur spjaldtölvur fyrir nemendur og þjón (server) sem geymir námsefnið. Kristján hefur staðið að baki kostnaði við kaup á spjaldtölvum fyrir heimavist ABC skólans í Næróbí í Kenýa. „Verkefnið hefur gengið vel og nemendur hafa sýnt mikinn áhuga á að standa sig vel og leysa verkefnin. Fyrstu nemendurnir hafa þegar útskrifast og fengu þeir spjaldtölvu í verðlaun,“ segir í fréttinni.</p> <p><a href="https://www.abc.is/spjaldtolvur-i-fataekrahverfum/" target="_blank">Nánar á vef ABC</a></p>

02.02.2023Barnaheill: Vetrarklæðnaður og teppi í frosthörkum Úkraínu

<span></span> <span></span> <p>Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children – vekja athygli á því að raforkuframleiðsla í Úkraínu hafi minnkað um meira en helming frá því í október þegar Rússar settu aukinn kraft í árásir. Samtökin veita börnum og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð, dreifa meðal annars&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/styrkja-starfid/heillagjafir/hlyr-fatnadur-fyrir-flottafolk">vetrarklæðnaði&nbsp;</a>og&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/styrkja-starfid/heillagjafir/teppi">teppum&nbsp;</a>til barna á svæðum þar sem átök eru. Enn fremur gefa samtökin fjölskyldum hitara, kol fyrir ofna, mat, reiðufé, eldsneyti, veita sálrænan stuðning og fleira.</p> <p>„Rafmagnsleysi hefur áhrif á allt landið og mörg heimili eru oft rafmagnslaus í 8-12 klukkustundir á dag,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/born-bua-vid-rafmagnsleysi-i-miklum-kulda-i-ukrainu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla. „Þetta kemur sér illa yfir vetrarmánuðina en í janúar hefur kuldinn farið niður í fimmtán stiga frost sums staðar í landinu. Rafmagnsnotkun sjúkrahúsa er í forgangi og er reynt að tryggja að sjúkrahús hafi ávallt rafmagn. Fjöldi barna fæðist á sjúkrahúsunum í Úkraínu við erfiðar aðstæður.“</p> <p>,,Börn sem fæðast í kulda fæðast ekki við góðar aðstæður. Við reynum eftir bestu getu að halda spítalanum gangandi með rafmagni en stundum verður rafmagnslaust. Þá getum við einungis veitt fyrstu aðstoð og óskað eftir brottflutningi fyrir nýbura og aðra sjúklinga,” segir forstjóri héraðssjúkrahúss í Sumy héraði, sem liggur við landamæri Rússlands. Í Sumy hafa átök verið hörð milli Rússa og Úkraínumanna.</p> <p>Nánar á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/born-bua-vid-rafmagnsleysi-i-miklum-kulda-i-ukrainu" target="_blank">fréttasíðu</a>&nbsp;alþjóðsamtaka Barnaheilla.</p>

02.02.2023FORESIGHT AFRICA 2023/ Brookings

01.02.2023Rauði krossinn á Íslandi sendir 28 milljónir króna til Sómalíu

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi sendi nýverið um 28 milljónir króna &nbsp;til Sómalíu til að mæta alvarlegum fæðuskorti í landinu. Fjármagnið verður notað til að veita lífsbjargandi mannúðaraðstoð á svæðinu með því að gefa fólki aðgang að vatni, matvælum, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisaðstoð.</p> <p>Tugmilljónir í fjölda ríkja í Afríku sunnan Sahara standa frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti, en ástandið er einna verst í Sómalíu, þar sem milljónir eru á barmi hungursneyðar og fæðuskorturinn hefur leitt til ýmissa félagslegra vandamála. Ýmsir áhrifaþættir hafa skapað þessar erfiðu aðstæður, fyrst og fremst langvinnir þurrkar sem orsakast af loftslagsbreytingum og vopnuðum átökum í Evrópu sem hamla matvælaflutningum.</p> <p>„Það ástand sem við erum að verða vitni að sýnir okkur glögglega að heimurinn er ein heild og það sem gerist á einu svæði getur hæglega haft áhrif á önnur svæði jafnvel þótt þau séu víðsfjarri í kílómetrum talið,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>&nbsp;„Átökin í Úkraínu, ofan í miklar og neikvæðar loftslagsbreytingar, hafa þannig skert aðgengi milljóna að stöðugri og næringarríkri fæðu og er ástandið víða svo alvarlegt að mikill fjöldi barna og fullorðinna stendur jafnvel frammi fyrir hungurdauða verði ekkert að gert. Því miður hafa átökin í Úkraínu einnig haft þau áhrif að kastljós fjölmiðla og áhugi almennings nær æ sjaldnar til annarra neyðarástanda, jafnvel af þeirri stærðargráðu sem margir tugir milljóna standa frammi fyrir í Afríku<span>,“ segir hann.</span></p> <p>„Við hjá Rauða krossinum viljum með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins leggja okkar lóð á vogarskálarnar og hvetja almenning á Íslandi til að leggja okkur lið svo fólk geti haft val um að dvelja á sínum heimaslóðum í stað þess að leggja mögulega á flótta með þeim hættum sem því fylgja,“ segir Atli Viðar að lokum.</p>

01.02.2023Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þakkar Íslandi stuðninginn

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, lofar mjög skuldbindingu Íslands til þess að aðstoða og vernda flóttafólk um allan heim, með auknum fjárframlögum Íslands til stofnunarinnar fyrir árið 2022.</p> <p>„Með rúmlega 100 milljónir manna sem eru neyddar frá heimilum sínum um gjörvallan heim vegna stríðs, ofbeldis, ofsókna og mannréttindabrota, er mannúðar- og verndarþörf mikil. Við treystum á stuðning framlagsríkja og Ísland á í því sambandi skilið viðurkenningu fyrir að bregðast skjótt við alþjóðlegum aðstæðum með því að auka fjárframlög sín,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi UNHCR fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin.</p> <p>Á síðasta ári lagði Ísland fram hæsta fjárframlagið í þágu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á heimsvísu og lagði alls til 4,2 milljónir Bandaríkjadala, sem er 120 prósenta aukning frá árinu á undan. Af framlaginu lagði Ísland til tæpar 1,5 milljónir Bandaríkjadala sem svokallað óeyrnamerkt fjármagn, sem er þreföldun frá fyrra ári. Slík fjármögnun er lífsnauðsynleg og gerir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kleift að bregðast við neyðartilvikum sem þróast hratt, eins og raunin varð til að mynda í Úkraínu á síðasta ári, auk þess að veita vernd og lífsbjargandi aðstoð í langvinnum og oft gleymdum krísum um allan heim.</p> <p>„Þökk sé þessum fjármunum getum við aðstoðað flóttafólk, ekki aðeins við að finna öryggi, heldur einnig til að geta endurbyggt líf sitt með því að tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og lífsviðurværi. Sem lítið land er alþjóðleg þátttaka Íslands í flóttamannavernd öðrum innblástur,“ segir Henrik M. Nordentoft. „Við vonum að Ísland haldi áfram þessu mikilvæga verkefni og beiti sömu sterku skuldbindingu um vernd flóttafólks heima fyrir.“</p> <p>Árið 2022, reyndist vera sorglegt þegar að kom að nauðungarflutningum. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til stærstu og mest vaxandi flóttamannavanda frá síðari heimsstyrjöldinni. Um þessar mundir hafa tæplega 8 milljónir manna flúið land og um 6 milljónir manna eru á flótta innanlands í Úkraínu.</p> <p>Nánar á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/92271-flottamannastofnun-sth-thakkar-islandi-studninginn-vid-adstod-og-vernd-a-flottafolki-um-allan-heim.html" target="_blank">vef UNHCR</a></p>

31.01.2023COVID-19: Einn af hverjum þúsund jarðarbúum hafa látist

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hvorki jarðskjálftar, þurrkar né aðrar náttúruhamfarir hafa í skráðri sögu kostað fleiri mannslíf en heimsfaraldur COVID-19. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans fjalla í nýjum skýrslum um faraldurinn og afleiðingar hans. Fram kemur að áætlaður fjöldi dauðsfalla af völdum faraldursins sé kominn upp í rúmlega 6,5 milljónir einstaklinga á innan við þremur árum, sem svarar til þess að einn af hverjum þúsund jarðarbúum hafi látist af völdum veirunnar. Samtökin meta það svo að heimurinn sé ekki reiðubúinn fyrir næsta heimsfaraldur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rauði krossinn segir að COVID-19 sé hörmung án hliðstæðna. Kórónuveirufaraldurinn hafi verið stærsta hörmung í manna minnum, nánast á hvaða mælikvarða sem er. Auk dauðsfalla hafi heilu hagkerfin orðið fyrir skakkaföllum. Félagsleg og hagræn áhrif heimsfaraldursins séu á sama tíma einnig gríðarleg. Enn fremur hafa óbein áhrif heimsfaraldursins snert líf nánast allra samfélaga á jörðinni. Engar hörmungar á undanförnum áratugum hafa haft slík gríðarleg áhrif.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Getan til að koma í veg fyrir, greina og bregðast snemma við neyðarástandi á sviði lýðheilsu samhliða öðrum áföllum og streitu er mannúðarleg, félagsleg og efnahagsleg nauðsyn af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er að áföll og streita, þar á meðal öfgar í veðurfari, verða tíðari og ákafari og geta okkar til að bregðast við þeim er takmörkuð. Hitt er að skilyrði fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma, þar með talin fólksfjölgun, ófyrirséð þéttbýlismyndun, ferðalög milli landa og viðskipti, halda áfram að vaxa um fyrirsjáanlega framtíð. Við höfum einfaldlega ekki efni á að bíða lengur. Við verðum að fjárfesta í miklu sterkari viðbúnaðarkerfum. Með því munum við fjárfesta í framtíð okkar,“ segir í skýrslu Rauða krossins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skýrslurnar: </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.ifrc.org/sites/default/files/2023-01/2023_everyone-counts-report-covid_EN.pdf" target="_blank">EVERYONE COUNTS COVID-19/ Rauði krossinn</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.ifrc.org/document/world-disasters-report-2022" target="_blank">World Disaster Report 2022/ Rauði krossinn</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

31.01.2023UNICEF kallar eftir vernd barna í Palestínu og Ísrael/ UNICEF

30.01.2023EVERYONE COUNTS COVID-19/ Rauði krossinn

30.01.2023World Disaster Report 2022/ Rauði krossinn

30.01.2023Measuring inclusive teaching practices that support learning for all/ Alþjóðabankablogg

30.01.2023Börnum sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda fjölgar um 20% á milli ára/ Barnaheill

30.01.2023Húsfyllir á kynningarfundi um nýsköpunarsjóð á sviði hreinnar orku í Lilongve

<span></span> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sendiráð Íslands í Lilongve stóð fyrir kynningarfundi í síðustu viku um sjóð Norræna þróunarsjóðsins Energy and Environment Partnership Trust Fund (EEP Africa) í Lilongve. Ísland hefur unnið að þróunarsamvinnu í Malaví í yfir þrjá áratugi og umhverfis- og loftslagtengd verkum að verða leiðandi í baráttunni við loftslagsvandann.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve leiðir kynningin á sjóðnum vonandi til fjölgunar umsókna frá Malaví og fleiri styrkja. Ísland gerðist aðili að EEP Africa á síðasta ári með 200 milljóna króna framlagi frá 2022-2025 og styður það við stefnu ríkisstjórnarinnar um stuðning við loftslagstengd verkefni í þróunarsamvinnu. Áherslur sjóðsins samræmast áherslum Íslands um þróunartengda loftslagssamvinnu á sviði sjálfbærrar orku, jafnréttis og auðlindanýtingar.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">EEP Africa veitir styrki til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í 15 löndum Afríku til nýsköpunar á sviði loftslagsverkefna með áherslu á hreina orku. Hvert verkefni getur hlotið styrki frá 40 milljónum og allt upp í 150 milljónir og þau verkefni sem sýna framúrskarandi árangur að verkefnatíma liðnum fá frekari fjárfestingu.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> „Ljóst er að það er mikill áhugi í Malaví á sjóðnum og þeim möguleikum sem fjárfesting frá EEP Africa getur haft í för með sér því færri komust að en vildu á kynningarfundinn. Fulltrúar sjóðsins sögðu frá starfssemi sjóðsins og fóru yfir umsóknarferlið og veittu góð ráð. Einnig voru fulltrúar malavískra fyrirtækja sem þegar hafa hlotið stuðning frá EEP Africa með kynningu á verknum sínum,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Dæmi um framúrskarandi verkefni frá Malaví eru Wala og Yellow Solar Power. Wala, sem var lítið fyrirtæki í eigu kvenna, hefur tekið stórstígum framförum á tveimur árum eftir að það hlaut 200 þúsund evra styrk til þess að þróa sólarknúin vatnsveitukerfi og hefur skapað tæplega 200 ný störf. Yellow Solar Power sérhæfir sig í dreifingu á sólarknúnum ljósum til heimilisnota í dreifbýli þar sem er ekkert rafmagn. Fyrirtækið fékk 500 þúsund evra styrk fyrir tveimur árum og hefur nú þegar náð til 48 þúsund manns og ráðið 400 manns í vinnu.</span></p> <p>&nbsp;</p>

27.01.2023Nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p>Á fjórða fundi leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga, LUF, í vikunni var Isabel Alejandra Díaz kosin ungmennafulltrúi Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna, á sviði mennta, vísinda og menningar. Næst flestu atkvæðin hlaut Benedikt Bjarnason, fulltrúi Ung norræn, og hann mun starfa sem varafulltrúi. Þetta er í fyrsta skipti kosið er á lýðræðislegan hátt í stöðu ungmennafulltrúa á sviði mennta, vísinda og menningar.&nbsp;</p> <p>Isabel býr yfir nokkurri reynslu á sviðinu, en hún hefur setið í háskólaráði HÍ, Röskvu, auk þess að hafa verið kjörin forseti Stúdentaráðs HÍ. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri Tungumálatöfra og setið í ýmsum hópum á sviði mennta-, menningar- og félagsmála, til dæmis samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna á vegum Jafnréttisráðs og samhæfingarhópi stjórnvalda um atvinnu- og menntaúrræði.</p> <p>„Ég er sannfærð um að hlutverk rannsókna, lista og nýsköpunarstarfs sé að skila þekkingu inn í samfélagið í takt við það sem það þarfnast hverju sinni, og að það sé órjúfanlegur þáttur þeirrar sjálfbærrar þróunar sem við viljum sjá í umhverfinu okkar. Það tengist óhjákvæmilega heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nauðsyn þess að innleiðing þeirra sé skýr og markviss. Þessi tiltekna&nbsp;staða ungmennafulltrúa getur sannarlega verið liður í því að miðla meðal annars starfsemi UNESCO til ungs fólks, skapa heildstæðari sýn á aðkomu þeirra og í senn verið rödd þess gagnvart stjórnvöldum þegar kemur að mennta, vísinda og menningarmálum,“ sagði Isabel í framboðsræðu sinni.</p> <p>Hún mun sitja á aðalráðstefnu UNESCO, í íslensku UNESCO nefndinni, sækja norræna samráðsfundi og ungmennaþing UNESCO í fyrir hönd íslenskra ungmenna.</p> <p>Skipun og þátttaka ungmennafulltrúans er samstarf LUF, Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og menningar- og viðskiptaráðuneytisins.</p> <p>Nánar á vef LUF</p> <p><a href="https://luf.is/isabel-alejandra-diaz-nyr-ungmennafulltrui-a-svidi-mennta-visinda-og-menningar/">https://luf.is/isabel-alejandra-diaz-nyr-ungmennafulltrui-a-svidi-mennta-visinda-og-menningar/</a></p>

27.01.2023Escalating violence leaves hundreds dead and hundreds of thousands on the move in eastern DRC/ UNHCR

27.01.2023Global Report on Trafficking in Persons / UNODC

27.01.2023Evolving the World Bank’s Twin Goals/ CGDev

27.01.2023Sameinuðu þjóðirnar vara við að hætta stuðningi við Afganistan/ UNRIC

26.01.2023Urðu vitni að hugrekki og staðfestu afganskra kvenna

<span></span> <p>Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna átti nýverið <a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/news/2023/01/afghanistan-top-un-delegation-tells-taliban-to-end-confinement-deprivation-abuse-of-womens-rights" target="_blank">fund</a>&nbsp;með talíbanastjórninni í Afganistan um stöðu kvenna og stúlkna í landinu. Farið var fram á að talíbanastjórnin afturkalli reglur sem banni afgönskum konum að starfa fyrir alþjóðleg og innlend félagasamtök í þróunarmálum. Sendinefndin var leidd af aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Amina Mohammed og Simu Sami Bahous, framkvæmdastýru UN Women.</p> <p>Sendinefndin fundaði með fulltrúum talíbanastjórnarinnar bæði í Kabúl og Kandahar. Bannið var harðlega gagnrýnt, enda er það skýrt brot á réttindum kvenna og heftir starfsemi hjálparsamtaka í landinu.</p> <p>Í grein á vef UN Women segir að afganskar konur sem starfa innan þróunarsamvinnu séu ómissandi starfskraftur, sér í lagi vegna allra þeirra hafta og banna sem talíbanastjórnin hefur komið á. „Konur geta gert það sem menn gera, en menn geta ekki gert það sem konur gera,“ er haft eftir afganskri starfskonu UN Women. „Vegna hafta og strangra reglna um samskipti kynjanna mega karlmenn ekki dreifa sæmdarsettum til kvenna, veita þeim heilbrigðisþjónustu eða áfallahjálp. Heimili sem rekin eru af konum og hafa ekki karlkyns fjölskyldumeðlim til að sækja mataraðstoð fyrir sig, hafa reitt sig á aðstoð starfskvenna félagasamtaka til að dreifa mataraðstoð til þeirra. Þessar fjölskyldur eiga nú á aukinni hættu að verða útundan þegar matar- og neyðaraðstoð er veitt. Þá torveldar bannið rekstur kvennaathvarfa, sem hafa fengið að starfa með sérstöku leyfi talíbana,“ segir í greininni.</p> <p>Stór hluti afgönsku þjóðarinnar reiðir sig á mannúðaraðstoð til að draga fram lífið. Frá því í janúar 2022 og fram til nóvember sama ár, veittu mannúðar- og félagasamtök um 22 milljónum Afgana matar- og neyðaraðstoð. 12 milljónir hlutu heilbrigðisþjónustu, 6 milljónir barna og barnshafandi kvenna hlutu aðstoð til að koma í veg fyrir bráða vannæringu, 10,4 milljón einstaklingar fengu úthlutuðu vatni og hreinlætisvörum, svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>Samkvæmt&nbsp;<a href="https://asiapacific.unwomen.org/en/digital-library/publications/2023/01/gender-alert-no-3#view">skýrslu UN Women</a>&nbsp;um kynjuð áhrif bannsins, kemur í ljós að talíbanastjórnin hefur framfylgt þessu banni með markvissari hætti en öðrum reglum sem settar hafa verið frá valdatöku þeirra. Hingað til hefur það verið í sjálfsvald héraðsstjóra sett hvort og hvernig þeir framfylgi bönnum sem yfirstjórnin í Kabúl setur.</p> <p>Sima Sami Bahous, framkvæmdastýra UN Women, segir stofnunina styðja afganskar konur í baráttunni fyrir mannréttindum sínum. &nbsp;„Í Afganistan urðum vitni að hugrekki og staðfestu afganskra kvenna sem neita að láta afmá sig úr opinberu lífi. Þær munu halda áfram að berjast fyrir réttindum sínum og það er skylda okkar að styðja þær í baráttunni. Atburðarrásin sem hófst árið 2021 í Afganistan er mikið áhyggjuefni. Það sýnir okkur hversu auðvelt er að svipta konur grundvallarmannréttindum sínum á ekki lengri tíma en nokkrum dögum. UN Women stendur sem áður með afgönskum konum og við munum tryggja að raddir þeirra haldi áfram að hljóma.“</p> <p>Sjá ítarlegri <a href="https://unwomen.is/urdu-vitni-ad-hugrekki-og-stadfestu-afganskra-kvenna/" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef UN Women</p>

25.01.2023Menntun: Tímabært að breyta fyrirheitum í markvissar aðgerðir

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;"><span>Gögn frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sýna að um 244 milljónir drengja og stúlkna eru enn utan skóla á þessu ári. Að auki geta 70 prósent 10 ára barna í lág- og meðaltekjulöndum ekki lesið og skilið einfaldan texta.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;">„Fyrirheit sem gefin voru á síðasta ári á tímamótaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að umbreyta menntun á heimsvísu verða að komast í framkvæmd,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni alþjóða menntadagsins í gær, 24. janúar.</p> <p><span>Þema alþjóðadagsins í ár er „að fjárfesta í fólki, forgangsraða menntun". Sérstök áhersla er lögð á stúlkur og konur í Afganistan sem hefur verið bannað að sækja framhaldsskóla og háskóla í kjölfar yfirtöku talíbana í ágúst 2021.</span></p> <p>&nbsp;„Við skulum skapa menntakerfi, sem styður samfélög jöfnunar, sterkra hagkerfa og takmarkalausa drauma sérhvers nemanda í heiminum,” sagði Guterres í ávarpinu. Hann varaði sérstaklega við vanfjárfestingu í menntun. <span>"Það hefur alltaf verið áfall fyrir mig að menntun hafi fengið svo lítinn forgang í mörgum stefnumálum stjórnvalda og í alþjóðlegu samstarfi," sagði hann og minnti á leiðtogafundinn á síðasta ári um að „endurhugsa kennslustofuna“ og umbreyta menntakerfum svo nemendur fái aðgang að þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ná árangri. </span></p> <p><span>Fulltrúar rúmlega 130 þjóða skuldbundu sig &nbsp;í lok ráðstefnunnar til að tryggja að alhliða gæðamenntun verði meginstoð opinberrar stefnu og fjárfestinga.</span></p> <p><span>„Nú er rétti tíminn fyrir öll lönd að breyta skuldbindingum sínum á leiðtogafundinum yfir í markvissar aðgerðir sem skapa stuðnings- og námsumhverfi án aðgreiningar fyrir alla nemendur," sagði Guterres. "Nú er einnig kominn tími til að binda enda á öll lög sem fela í sér mismunun og allar venjur sem hindra aðgang að menntun," bætti hann við. "Ég skora sérstaklega á yfirvöld í Afganistan í reynd að snúa við svívirðilegu banni við aðgengi stúlkna að framhaldsmenntun."&nbsp; </span></p>

25.01.2023Úkraína: Röskun á menntun rúmlega fimm milljóna barna

<span></span> <p>Tæpu ári eftir innrásina í Úkraínu hafa stríðsátökin raskað menntun rúmlega fimm milljóna barna segir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í ákalli þar sem kallað er eftir auknum alþjóðlegum stuðningi til að tryggja að börn dragist ekki enn lengra aftur úr. Tryggja verði menntun barna í Úkraínu og löndunum þar sem úkraínsk börn hafa leitað hælis.</p> <p>„Skólar og menntun frá unga aldri leggur ótrúlega mikilvægan grunn að mótun og öryggi barna. Að missa úr námi getur haft afleiðingar fyrir lífstíð,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu. „Það er enginn pásutakki. Það er hreinlega ekki valmöguleiki að fresta menntun barna og taka svo upp þráðinn án þess að stefna framtíð heillar kynslóðar í voða.“</p> <p>Þúsundir skóla, leikskóla og aðrar menntastofnanir hafa skemmst eða eyðilagst í Úkraínu síðasta árið og vegna árása á íbúabyggð og stofnanir eru foreldrar skiljanlega hikandi við að senda börn í skólann af öryggisástæðum.</p> <p>UNICEF vinnur með stjórnvöldum í Úkraínu að því að koma börnum aftur í nám. Í skólastofurnar þegar það er talið öruggt og í gegnum fjarkennslu eða öðrum leiðum í nærumhverfi þeirra þegar annað er ekki í boði. 1,9 milljónir barna hafa nýtt sér fjarkennslufyrirkomulagið og 1,3 milljónir barna nýtt sér blöndu námi með mætingu í kennslu stofu og fjarkennslu. Árásir á rafmagns- og orkuinnviði hafa hins vegar valdið rafmagnsleysi og orkuskorti sem skapað hefur miklar áskoranir í að halda fjarkennslu gangandi.</p> <p>Utan landamæra Úkraínu eru staðan einnig áhyggjuefni. UNICEF áætlar að 2 af hverjum 3 úkraínskum börnum á flótta séu ekki að sækja skóla í móttökulandinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður, eins og skólakerfi viðkomandi ríkja séu við þolmörk og þeirrar staðreyndar að margar fjölskyldur ákváðu að velja fjarkennslu yfir skóla í móttökuríkjunum þar sem von þeirra var að komast fljótlega aftur heim. Stríðið hefur hins vegar dregist á langinn.</p> <p>„UNICEF mun halda áfram að vinna með stjórnvöldum í Úkraínu og móttökuríkjum til að finna lausnina svo hægt verði að tryggja nám barna á átakasvæðum Úkraínu og utan landamæranna,“ segir Khan.</p> <p>UNICEF ítrekar fyrri ákölls ín um að Rússar láti af árásum á skóla og aðra mikilvæga innviði almennings sem börn og fjölskyldur reiða sig á.</p> <p>Alþjóðlegi menntadagurinn var í gær, 24. janúar.</p> <p>&nbsp;</p>

24.01.2023Ísland bregst við efnahagsvanda Malaví á ögurstundu

<span></span><span></span> <p><span>Í gær var í Malaví skrifað undir samninga við nýstofnaðan körfusjóð Alþjóðabankans í þágu landsins en Ísland og Bandaríkin voru fyrst framlagsríkja til að greiða í sjóðinn. Ísland leggur til 3 milljónir Bandaríkjadala fyrir tímabilið 2022-2024 en Bandaríkin 4,4 milljónir. Formleg athöfn og undirritun var í fjármálaráðuneytinu í Lilongve að viðstöddum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra, sveitastjórnarráðherra og ráðherra jafnréttismála, ásamt sendiherra Bandaríkjanna, forstöðukonu íslenska sendiráðsins og umdæmisstjóra Alþjóðabankans í Malaví.&nbsp;</span></p> <p><span>Malaví gengur í gegnum erfiða efnahagskreppu með óðaverðbólgu og gjaldeyrisskorti sem kemur verst niður á þeim allra fátækustu í landinu. Eftirköst af COVID-19, hækkandi vöru- og innflutningsverð vegna innrásar Rússa í Úkraínu, nátturuhamfarir vegna loftslagsbreytinga í sambland við mikinn skuldahalla ríkisins hefur valdið fjölættum bráðavanda-.</span></p> <p><span>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins hafa framlagsríki í Malaví unnið þétt með stjórnvöldum undanfarna mánuði en Ísland leiddi samráðshóp framlagsríkja sem hafa gefið fyrirheit um 50 milljóna dala stuðning í sjóðinn á næstu mánuðum. „Sjóðurinn mun skapa öryggisnet fyrir fólk sem býr við sárafátækt með mánaðarlegum framlögum sem stjórnvöld veita í gegnum nýtt rafrænt stuðningskerfi en áætlað er að minnsta kostir fjórar milljónir Malava búi við alvarlegt fæðuöryggi þessa mánuðina. Framlög sjóðsins renna í gegnum Seðlabankann og ríkissjóð og skapa þannig mikilvægt gjaldeyrissvigrúm og bæta samningsstöðu stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrisstjóðinn um að opna lánalínur til landsins,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Fram kom í máli fjármálaráðherra Malaví í gær að stofnun sjóðsins marki vatnaskil í þróunarsamvinnu í Malaví. Framlög framlagsríkja í sameiginlegan sjóð skapi mikilvægan vettvang til stefnumótunar, samræmingar og samhæfingar milli framlagsríkja sem skapi hagræðingu fyrir stjórnvöld að skila stöðluðum áfanga- og fjármálaskýrslum til allra.&nbsp;</span></p> <p><span>Snör viðbrögð Íslands og Bandaríkjanna gerðu Alþjóðabankanum kleift að koma sjóðnum á fót á aðeins fjórum mánuðum og Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans (IDA) hefur nýlega samþykkt að veita 100 milljónir Bandaríkjadala aukaframlag í sjóðinn til þess að fjölga grænum störfum fyrir ungmenni til að efla viðnámsþrótt gegn hamfaraveðrum, gegn mánaðarlegri framfærslu. en í heild mun IDA veita 533 milljónum Bandaríkjadala í sjóðinn.&nbsp;</span></p>

23.01.2023UN Women: Yfir eitt hundrað milljónir hafa safnast með FO varningi

<span style="font-size:11.0pt;font-family:'Calibri',sans-serif; mso-ascii-theme-font:minor-latin;mso-fareast-font-family:Calibri;mso-fareast-theme-font: minor-latin;mso-hansi-theme-font:minor-latin;mso-bidi-font-family:'Times New Roman'; mso-bidi-theme-font:minor-bidi;mso-ansi-language:IS;mso-fareast-language:EN-US; mso-bidi-language:AR-SA;"></span> <p>Á síðustu sjö árum eða frá árinu 2015 hefur almenningur á Íslandi styrkt starf UN Women á heimsvísu um 105 milljónir króna með kaupum á FO varningi. Fyrsta herferð landsnefndar UN Women undir formerkjum „Fokk ofbeldi“ fól í sér sölu á FO armböndum. Síðan þá hefur ýmiss konar FO varningur verið framleiddur undir sömu formerkjum og seldur til styrktar verkefnum UN Women sem miða að því að uppræta kynbundið ofbeldi.</p> <p>Árið 2022 var nýr tónn sleginn og ákveðið að framleiða FO vettlinga til styrktar <a href="https://unwomen.is/un-women-berst-fyrir-rettindum-hinsegin-folks/" target="_blank">hinsegin verkefnum</a>&nbsp;UN Women. Þörfin var knýjandi þar sem hinsegin sjóður UN Women hafði&nbsp;staðið tómur síðan í maí 2022.</p> <p>Vettlingarnir sem framleiddir voru af VARMA í samstarfi við Sjóvá og hannaðir af Védísi Jónsdóttur, prjónahönnuði, hafa verið einstaklega vinsælir og landsnefndin hefur ekki annað eftirspurn frá því að þeir voru kynntir. Samtals söfnuðust 14.974.410 krónur með sölu á FO vettlingunum. </p> <p>„Íslenska landsnefnd UN Women á Íslandi vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir stuðninginn í gegnum árin. Það skiptir máli að styðja við starf UN Women með þessu hætti. Það er almenningi á Íslandi að þakka að hinsegin sjóðurinn er ekki lengur tómur. Það er einnig þeim að þakka að íslenska landsnefndin&nbsp;<a href="https://unwomen.is/un-women-a-islandi-i-hopi-med-bill-and-melinda-gates-foundation/">sendir hæsta framlag</a>&nbsp;allra landsnefnda til kjarnaverkefna UN Women ár eftir ár. Það er vel við hæfi að hefja árið 2023 á því að senda þakkir til þeirra þúsunda mánaðarlegra styrktaraðila og bakhjarla sem gera þennan árangur raunhæfan,“ segir á vef UN Women.</p>

11.01.2023Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna veitir stuðning til Kamerún og Búrúndi

<span></span> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, hefur í vikunni veitt neyðarstyrki til tveggja ríkja í Afríku, Kamerún og Búrúndi, vegna alvarlegrar stöðu mannúðarmála í löndunum. Til Kamerún er varið sem nemur sex milljónum Bandaríkjadala og til Búrúndi þremur og hálfri milljón.</p> <p>Á nýliðnu ári áttu tæplega fjórar milljónir íbúa Kamerún allt undir mannúðaraðstoð, ýmist vegna ofbeldis eða flóða. Hundruð þúsunda neyddust til að flýja heimili sín og misstu þar með lífsviðurværi sitt og fæðuöryggi. Mannúðarkreppan í Kamerún er verulega undirfjármögnuð og á síðasta ári tókst einungis að afla fjár fyrir 42 prósentum af áætlaðri fjárþörf. Sameinuðu þjóða stofnanir og alþjóðastofnanir ráðstafa neyðarstyrknum, þar á meðal Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuð þjóðanna, FAO, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.</p> <p>Neyðarfjármagni til Búrúndi verður ráðstafað af tveimur fyrrnefndum stofnunum, WFP og FAO, en í landinu eru tæplega fjörutíu þúsund íbúar sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Öfgar í veðurfari síðla nýliðins ár settu strik í reikninginn hjá þjóðinni, fyrst seinkaði regntímabilinu og síðan komu úrhellisrigningar sem leiddu til þess að smábændur misstu mikið af uppskerunni. Níu af hverjum tíu íbúum landsins eru smábændur. Þeir og fjölskyldur þeirra horfa fram á „mögur“ misseri, hækkun á matvælum og færri atvinnutækifærum í landbúnaði. Neyðarstyrkur CERF verður nýttur í þágu viðkvæmustu heimilanna.</p>

11.01.2023Global Economic Prospects/ Alþjóðabankinn

10.01.2023Fimm milljónir barna yngri en fimm ára létust árið 2021

<span></span> <p>Áætlað er að fimm milljónir barna undir fimm ára aldri hafi látið lífið á árinu 2021 samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ungbarnadauða. Þar segir að 2,1 milljónir barna og ungmenna á aldrinum 5-24 ára hafi látið lífið það ár og&nbsp;1,9 milljón börn hafi fæðst andvana, eða eitt barn eða ungmenni á 4,4 sekúndna fresti. Mörg þessara dauðsfalla hefði verið hægt að koma í veg fyrir.&nbsp;</p> <p>„Á hverjum degi standa allt of margir foreldrar frammi fyrir þeir martröð að missa barn,“ segir&nbsp;Vidhya&nbsp;Ganesh, gagnagreiningastjóri hjá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. „Við ættum aldrei að sætta okkur við harmleiki sem þessa sem óumflýjanlega þegar hægt er að kom í veg fyrir að þeir eigi sér stað. Við getum vel náð árangri en til þess þarf raunverulegan pólitískan vilja og markvissa fjárfestingu í réttlátu aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn og konur.“</p> <p>Skýrslan sýnir einnig jákvæð teikn um minni hættu á ótímabæru andláti í öllum aldurshópum á heimsvísu frá árinu 2000. Alþjóðlega hefur hlutfall barna sem láta lífið fyrir fimm ára aldur lækkað um 50 prósent frá upphafi aldarinnar og hjá eldri börnum hefur hlutfallið lækkað um 36 prósent. Hlutfall andvana fæddra barna lækkaði um 35 prósent á sama tíma. Þetta sýnir að árangur hefur náðst og hann er rakið til aukinnar fjárfestingar í styrkingu grunnheilbrigðiskerfa með þarfir kvenna, barna og ungmenna í huga.</p> <p><strong>Hægt á jákvæðri þróun frá 2010</strong></p> <p>Þó er bent á að verulega hægðist á þessum árangri frá árinu 2010 og 54 ríki munu að óbreyttu ekki ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um dánartíðni barna undir fimm ára aldri. Skýrslan varar við því að ef ekki verður ráðist í tafarlausar aðgerðir til að bæta heilbrigðisþjónustu muni nærri 59 milljónir barna og ungmenna láta lífið fyrir árið 2030 og 16 milljónir barna fæðast andvana.</p> <p>„Það er gríðarlegt ójafnrétti að lífslíkur barna ráðist einungis af því hvar þau fæddust í heiminum og þau búi ekki við réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Dr.&nbsp;Anshu&nbsp;Banerjee, yfirmaður Maternal, Newborn, Child and Adolescent Health and Ageing&nbsp;hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni,&nbsp;WHO. „Öll börn, alls staðar, þurfa á sterkri grunnheilbrigðisþjónustu að halda sem mætir þörfum þeirra og fjölskyldna þeirra.“</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að ástandið hvað þetta varðar sé verst í ríkjum Afríku sunnan Sahara&nbsp;og í suðurhluta Asíu. Í Afríkuríkjunum fæddust aðeins 29 prósent allra barna í heiminum en þangað má rekja 56 prósent allra andláta barna undir fimm ára aldri árið 2021. Í Suður-Asíu er hlutfallið 26 prósent. Börn sem fæðast í ríkjum Afríku sunnan&nbsp;Sahara&nbsp;eru fimmtánfalt líklegri til að deyja á fyrstu árum ævi sinnar en börn sem fæðast í Evrópu og Norður-Ameríku.</p> <p>Ofangreinda skýrslu má lesa í&nbsp;<a href="https://data.unicef.org/resources/levels-and-trends-in-child-mortality/">HEILD SINNI HÉR.</a></p> <p>Nánar á <a href="https://www.unicef.is/barn-eda-ungmenni-let-lifid-a-4-sekundna-fresti-arid-2021">vef</a>&nbsp;UNICEF</p>

09.01.2023‘Urgent need’ for more accountability from social media giants to curb hate speech: UN experts/ UN News

09.01.2023Nýtt heildstætt verkefni um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í Síerra Leóne

<span></span> <p>Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Síerra Leóne, undirrituðu nýverið samstarfssamning um áframhaldandi stuðning við uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í Síerra Leóne. Um er að ræða umfangsmikið og samþætt verkefni til fjögurra ára, frá 2022 til 2026, sem mun ná til sextán afskekktra fiskiþorpa þar sem innviðir og grunnþjónusta er afar takmörkuð.</p> <p>Verkefnið byggir á farsælu samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNICEF með stjórnvöldum í Síerra Leóne frá árinu 2019 um uppbyggingu vatns- og hreinlætismála í sjávarbyggðum Þörfin fyrir bætt aðgengi að vatns- og hreinlætisaðstöðu í landinu er mikil, sérstaklega í fiskimannasamfélögum þar sem aðgengi að neysluhæfu vatni til drykkjar og hreinlætis er áskorun og tíðni vatnsborinna sjúkdóma há. Þörf fyrir frekari og víðtækari uppbyggingu er því mikil á þessu sviði og undirbúningsvinna fyrir áframhald verkefnisins hefur staðið yfir síðastliðin ár.</p> <p>Í verkefninu er lagt upp með metnaðarfulla og heildstæða nálgun, með það að markmiði að bæta lífskjör íbúa fátækra og jaðarsettra fiskimannasamfélaga. Sérstök áhersla er lögð á að bæta aðstæður barna og kvenna í samfélögunum auk þess sem leitast er við að samþætta umhverfis- og loftslagsmál í alla verkþætti. Samhliða uppbyggingu á vatnsveitum og hreinlætisaðstöðu, meðal annars við heilsugæslustöðvar, skóla og löndunarstöðvar, verður stutt við byggingu og starfsemi leikskóla, aðgengi að aðstöðu og fræðslu fyrir tíðaheilbrigði stúlkna og byggingu á fisklöndunarpöllum með aðgengi að vatni og sólarknúinni lýsingu. Enn fremur verður stutt við viðleitni til að draga úr plastmengun við löndunarstaði og jafnframt verður stuðlað að endurvinnslu og atvinnusköpun með uppbyggingu endurvinnslustöðva þar sem konur og ungmenni fá þjálfun í nýtingu plastúrgangs og annars sorps til framleiðslu á nytsamlegum vörum.</p> <p>Stefnt er að opnun sendiráðs Íslands í Síerra Leóne á árinu og þetta verður eitt af lykilverkefnum í samstarfinu á komandi árum. </p>

06.01.2023UNICEF vill ná til 110 milljóna barna í 155 löndum

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur birt ákall fyrir árið 2023 þar sem óskað eftir 10,3 milljörðum Bandaríkjadala til að ná til 110 milljóna barna í neyð í 155 þjóðríkjum. „Í dag eru fleiri börn sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda en nokkru sinni fyrr frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Um allan heim standa börn frammi fyrir sögulegri samtvinnaðri kreppu - allt frá átökum og flótta til smitsjúkdómafaraldurs og aukinnar vannæringar,“ segir í ákalli UNICEF.</p> <p><span>Stofnunin bendir á að 400 milljónir barna búi á svæðum þar sem átök geisa. Þá sé talið að um einn milljarður barna – næstum helmingur allra barna í heiminum – búi í löndum sem eru mjög viðkvæm fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Enn fremur hafi að minnsta kosti 36,5 milljónir barna verið fluttar frá heimilum sínum og 8 milljónir barna undir 5 ára aldri í 15 löndum eigi á hættu að deyja vegna vannæringar. </span></p> <p>„<span>En ástandið er langt frá því að vera vonlaust</span>,“ segir UNICEF. <span>„Við vitum hvernig á að ná til barna sem eru í mestri hættu og í mestri þörf. Afgerandi og tímabærar mannúðaraðgerðir geta bjargað lífi barna og jafnframt sáð fræjum fyrir framtíðina. Í sífellt sveiflukenndari heimi þar sem fleiri börn búa við neyð en nokkru sinni fyrr er mikilvægt að UNICEF og samstarfsaðilar njóti stuðning, sem þýðir tímanlega og sveigjanlega fjármögnun. Það gerir okkur kleift að bregðast hratt við kreppum og sjá fyrir framtíðaráhættu.“</span></p>

05.01.2023Miklar áhyggjur af matvælaöryggi í heiminum á árinu

<span></span> <p><span>Nú þegar innrásin í Úkraínu hefur staðið yfir í tæpt ár og loftslagsbreytingar halda áfram að valda usla í ýmsum heimshlutum eins og á Horni Afríku telja sérfræðingar að enn eitt ár fari í hönd með skelfilegum afleiðingum fyrir matvælaöryggi heimsins. </span></p> <p><span>Innrás Rússa í Úkraínu leiddi til hækkunar á heimsmarkaðsverði á korni og áburði þar sem afar erfitt var að koma við útflutningi frá Úkraínu. Þótt samningur fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna hafi auðveldað sum birgðamálin þýðir hár áburðarkostnaður að margir bændur hafa ekki fjárhagslega burði til að kaupa áburð. </span></p> <p><span>Ástandið gæti orðið enn hættulegra fyrir þá viðkvæmustu, að mati David Beasley, framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP. „</span>Ég hef miklar áhyggjur. Ég óttast skort á matvælum á þessu ári. Ef við tökumst ekki á við þann vanda á skjótan, áhrifaríkan og skipulegan hátt - þá hef ég áhyggjur af því að við munum lenda í miklum erfiðumleikum um allan heim á árinu," sagði Beasley í samtali við fréttaveituna Devex.</p> <p><span>Áætlað er að 828 milljónir manna búi nú við hungur og tvöfalt fleiri búa við alvarlegt fæðuóöryggi en fyrir þremur árum. Íbúar 49 ríkja draga fram lífið við hungurmörk.</span></p> <p><span>Fæðuöryggi er meðal helstu umræðuefna á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos sem fram fer dagana 16.-20. Janúar.</span></p>

05.01.2023The future of food and agriculture - Drivers and triggers for transformation/ FAO

04.01.2023Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna skora á Öryggisráðið

<span></span> <p>Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna er skorað á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að endurnýja samþykkt sem heimilar að mannúðaraðstoð sé veitt yfir landamæri norðvesturhluta Sýrlands í gegnum Tyrkland. Fyrri samþykkt rennur út eftir viku og segir í yfirlýsingunni að takist ekki að endurnýja hana geti það haft skelfilegar afleiðingar fyrir 4,1 milljónir einstaklinga sem búi á hlutlausum svæðum sem ekki lúta stjórn viðkomandi stjórnvalda. Meirihluti þessa fólks eru börn og konur sem þurfa nauðsynlega á aðstoðinni að halda í vetrarhörkunni sem brátt nær hámarki og í miðjum kólerufaraldri á svæðinu.</p> <p>Undir yfirlýsingu skrifa leiðtogar&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;OCHA, Samhæfingarskrifstofu aðgerða í SÞ í mannúðarmálum,&nbsp;IOM, Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar,&nbsp;UNHCR, Flóttamannastofnunar SÞ,&nbsp;WFP, Matvælaáætlunar SÞ og&nbsp;WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.</p> <p>„Afstaða okkar er skýr. Mannúðaraðstoð og öryggi aðstoðarinnar verður að tryggja svo hægt sé að ná til þeirra sem þurfa með öruggum, beinum og skilvirkum leiðum. Án landamærasamstarfs Sameinuðu þjóðanna munu milljónir einstaklinga á vergangi ekki hafa aðgengi að mat, skjóli, aðstoð til að takast á við vetraraðstæður, eftirliti, meðferð og greiningu, öruggu drykkjarvatni og vernd gegn kynbundnu ofbeldi. Takist ekki að framlengja Samþykkt 2642 þýðir það einnig að eftirlitskerfi Sameinuðu þjóðanna (United&nbsp;Nations&nbsp;Monitoring&nbsp;Mechanism) verður gagnslaust til að staðfesta ástand mannúðaraðstoðar og verkefna við landamærin,“ segir í yfirlýsingunni.</p> <p>„Árið 2022, ásamt samstarfsfélögum okkar, gátum við að meðaltali flutt hjálpargögn og veitt mannúðaraðstoð til 2,7 milljóna einstaklinga í hverjum mánuði í gegnum landamæri Tyrklands og Sýrlands.“</p> <p>Bent er á að ólíkt fyrri samþykktum, þar sem landamæraaðgerðirnar voru framlengdar um tólf mánuði hafi síðasta samþykkt Öryggisráðsins aðeins veitt heimild til sex mánaða. Það hafi skapað mikla óvissu, hækkað flækjustig og kostnað við allar aðgerðir og sett miklar hömlur á það mannúðarstarf sem nauðsynlegt er að veita.</p> <p>„Þær milljónir einstaklinga sem treysta á þessa líflínu þvert á landamæri til að halda lífi verða að sjá þessa samþykkt endurnýjaða tafarlaust.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/mannudarstofnanir-sameinudu-thjodanna-skora-a-oryggisradid" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p>

03.01.2023Yfir þrjú hundruð milljónir þurfa mannúðaraðstoð á árinu

<span></span> <p>Á þessu ári þurfa 339 milljónir á mannúðaraðstoð að halda, samkvæmt mati Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í mannúðarmálum, OCHA. Hlutfall þeirra sem draga fram lífið á mannúðaraðstoð hefur tvöfaldast í prósentum á fjórum árum, segir í skýrslu stofnunarinnar, Global Humanitarian Overview 2023. Kallað er eftir 51,5 milljörðum Bandaríkjadala til að mæta þörfinni á þessu ári sem er rúmlega 10 milljarða dala hækkun milli ára.</p> <p>Á nýliðnu ári stóð heimurinn frammi fyrir alvarlegra hungri en dæmi eru um í langan tíma og gripið var til viðamikilla aðgerða til að afstýra hungursneyð. Um fimmtíu milljónir manna voru við hungurmörk í 45 ríkjum. Matvælaóöryggi fór vaxandi á árinu vegna stríðsátaka, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hækkaði verð á matvælum, eldsneyti og áburði með tilheyrandi hækkun á verðbólgu í flestum ríkjum. </p> <p>Á síðasta ári barst OCHA meira fjármagn frá framlagsríkjum en nokkru sinni fyrr en jafnframt var árið í fyrra það ár sem undirfjármögnun mannúðaraðstoðar var mest. Í fyrsta sinn fékk OCHA minna en helming þess fjár sem stofnunin taldi nauðsynlegt. „Bilið milli þarfa og fjármögnunar hefur aldrei verið meira og aldrei eins mikið áhyggjuefni,“ segir í skýrslunni.</p>

30.12.2022Nýtt verkefni Barnaheilla í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

<span></span> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hafa hafið þróunarverkefni í Goma í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó til að styðja við og vernda börn er búa á götunni. Mörg börn hafa ekki í nein hús að venda og búa á götunni í Goma. </p> <p>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/barnaheill-save-the-children-a-islandi-hefja-throunarverkefni-i-goma" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla kemur fram að börnin hafi orðið aðskila við fjölskyldur sínar af margvíslegum ástæðum, eins og vegna vanrækslu og fátæktar. Eins hafa börn orðið viðskila við fjölskyldur sínar sem eru á vergangi vegna átaka sem varað hafa í áratugi, tíðra eldgosa frá Nyiragongo eldfjallinu og mikilla flóða.</p> <p>„Þar sem Goma er staðsett á átakasvæði er mikill viðbúnaður lögreglu og hers í borginni. Götubörn eru útsett fyrir margvíslegu ofbeldi af þeirra hendi, svo sem barsmíðum og nauðgunum. Eins þekkjast svokallaðar hreinsanir, þar sem götubörn eru myrt í skjóli nætur. Börn sem búa á götunni eiga á hættu að smitast af kynsjúkdómum, verða fórnarlömb glæpa og taka eigið líf. Til að deyfa sársaukann leiðast mörg barnanna út í neyslu eiturlyfja og eiturefna. Til að mynda að sniffa bensín, lím, hamp og neyta áfengis,“ segir í fréttinni.</p> <p>Á dögunum heimsótti Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Goma og vann að undirbúningi verkefnis Barnaheilla á svæðinu. Verkefnið sem er til þriggja ára miðar að því að styðja við og vernda börn er búa á götunni í Goma og veita þeim möguleika á menntun. Barnaheill munu vinna með kongólsku frjálsu félagasamtökunum CAJED og Gingando auk DIVAS félagsmálayfirvöldum í Goma að því að vernda og valdefla götubörn í borginni. Börnunum verður boðið að snúa aftur til náms, hvort heldur sem er bóklegs eða verklegs. Auk þess verður börnunum boðin sálfræðiaðstoð og valdefling í gegnum Capoeira dans. </p> <p>Verkefnið beitir heildrænni nálgun og veitir börnum, foreldrum og samfélaginu forvarnafræðslu til að stuðla að því að koma í veg fyrir að börn lendi á götunni og dregur þannig úr líkum á því hörmulega ofbeldi sem götubörn eru útsett fyrir.</p>

29.12.2022Stríðsátök, hungur og öfgaveður einkenndu árið sem er að kveðja

<span></span> <p>Árið sem er að kveðja var viðburðarríkt þegar horft er til mannúðarmála og þróunarsamvinnu og litið yfir fréttir úr <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/">Heimsljósi</a>, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þessa tvo stóru málaflokka. Mannúðarmálin voru fyrirferðarmest í 282 fréttum Heimsljóss á árinu, hörmungar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu báru þar hæst en einnig kom Horn Afríku oft við sögu vegna matvælaskorts, þurrka, dýrtíðar og stríðsátaka. Sá heimshluti hefur verið á barmi hungursneyðar í marga mánuði.</p> <p>Hundrað milljónir manna neyddust til að flýja heimili sín á árinu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Innrásin í Úkraínu á stóran þátt í þeirri fjölgun en 7,8 milljónir manna hafa flúið átökin í landinu. Stríðsátök í Eþíópíu, Sýrlandi, Mjanmar, Jemen og Búrkínó Fasó leiddu til upplausnar samfélaga, auk þeirra þúsunda sem lentu á vergangi vegna loftslagsbreytinga, meðal annars í gífurlegum flóðum í Pakistan. Þá létust 15 þúsund íbúar Evrópu vegna hitabylgju síðastliðið sumar.</p> <p>Í uppgjöri Sameinuðu þjóðanna um heilbrigðismál á árinu er varað við því að COVID-19 heimsfaraldurinn sé enn áhyggjuefni á heimsvísu. Dauðsföll af völdum COVID-19 voru komin í eina milljón í ágúst. Á árinu hafi einnig komið upp alvarleg tilvik kóleru, ebólu og apabólu – sem nú er nefnd mpox. Heilbrigðisstarfsfólki og fulltrúum hjálparsamtaka hafi tekist að hemja þessa lífshættulegu sjúkdóma. Einnig benda Sameinuðu þjóðirnar á að markmiðinu um að útrýma HIV/alnæmi fyrir árið 2030 sé ógnað en hins vegar hafi nýtt bóuefni gegn malaríu vakið vonir um að hægt sé að vinna bug á þeim banvæna sjúkdómi.</p> <p>Á árinu var tilkynnt um þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinunu, Síerra Leóne. Sendiráð verður opnað í Freetown á næsta ári en samstarf þjóðanna hófst árið 2018. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fór í vinnuferð til Malaví fyrstu daga desembermánaðar, endurnýjaði þar samstarfssamning milli landanna og ýtti úr vör nýju þróunarverkefni í héraðinu Nkhotakota. </p> <p>Í upphafi árs lét António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ljós væntingar um að árið 2022 yrði ár batans. Það gekk ekki eftir.</p>

28.12.2022270 fjöl­skyld­ur laus­ar úr viðj­um fá­tækt­ar

<span></span> <p>Alls 270 barna­fjöl­skyld­ur í Eþí­óp­íu sem bjuggu við sára­fá­tækt fyr­ir fjór­um árum eru nú í lok árs 2022 út­skrif­að­ar úr fjöl­skyldu­efl­ingu SOS og farn­ar að standa á eig­in fót­um, þökk sé stuðn­ingi frá Ís­landi. Þetta er afrakst­ur fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS en verk­efna­svæð­ið er í bæn­um Eteya og ná­grenni sem nefnt er Tulu-Moye. </p> <p>Verk­efn­ið hófst árið 2018 og á að ljúka í lok árs 2023. Fjöl­skyld­ur í sára­fá­tækt voru vald­ar af verk­efna­stjórn á staðn­um, alls 566 for­eldr­ar og 1611 börn. 270 fjöl­skyld­ur eru út­skrif­að­ar og stefnt er að því að út­skrifa 360 fjöl­skyld­ur með 900 börn­um á ár­inu 2023.</p> <p>Í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/fjolskylduefling/270-fjolskyldur-lausar-ur-vidjum-fataektar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá SOS Barnaþorpunum segir að for­eldr­arn­ir séu um­vafð­ir víð­tæku sam­fé­lags­legu stuðn­ingsneti sem ger­i það að verk­um að þeir afla sér tekna og fjöl­skyld­urn­ar verða sjálf­bær­ar. Börn­in fá því grunn­þörf­um sín­um mætt og þau geta hald­ið áfram námi. For­eldr­arn­ir hafa til­eink­að sér heil­brigð­ar upp­eldisað­ferð­ir með því að sækja nám­skeið þar að lút­andi og hef­ur vit­und for­eldra stór­auk­ist um ör­yggi og vernd barna.</p> <p>„Þetta er ein­mitt lyk­ill­inn að fram­tíð­inni fyr­ir börn­in, að þau geti búið áfram hjá for­eldr­um sín­um og stund­að nám. Það er svona sem við rjúf­um víta­hring sára­fá­tækt­ar, að vera til stað­ar fyr­ir þess­ar fjöl­skyld­ur og fylgj­ast með þeim taka fram­tíð­ina í sín­ar hend­ur, fara að afla sér tekna og verða sjálf­bær­ar. Þetta eru mik­il gleði­tíð­indi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Verk­efn­ið efl­ir ekki bara fjöl­skyld­urn­ar sem í því eru held­ur líka inn­við­ina í nærsam­fé­lag­inu. Opn­að­ur var leik­skóli sem nýt­ist 223 börn­um for­eldra í krefj­andi að­stæð­um og börn í fá­tæk­um fjöl­skyld­um fengu náms­gögn. Fjöl­skyldu­efl­ing­in stóð af sér COVID-19 og náði að lág­marka áhrif far­ald­urs­ins á fjöl­skyld­urn­ar á svæð­inu.</p> <p>„En erf­ið­ar áskor­an­ir blasa líka við fólk­inu. Há verð­bólga er í Eþí­óp­íu sem hef­ur hægt á ár­angri verk­efn­is­ins. Stríð­ið í Úkraínu og þurrk­ar á Horni Afr­íku hafa þar mik­il áhrif. Stjórn­laus­ar verð­hækk­an­ir eru á nauð­synja­vöru svo SOS hef­ur veitt matarað­stoð og brugð­ist við vannær­ingu barna. Lána­stofn­an­ir fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar veita vaxta­laus lán en verð­bólg­an hef­ur gert for­eldr­un­um erfitt fyr­ir með sparn­að sem seink­ar end­ur­greiðslu lán­anna. Fólk­ið fær þó áfram stuðn­ing frá lána­fyr­ir­tækj­un­um.“</p> <p>Fjölskylduefling SOS í Eteya og Tylu-Moye er fjármögnuð af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með stuðningi SOS-fjölskylduvina og utanríkisráðuneytisins.</p>

23.12.2022Jákvæð úttekt á heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Í óháðri úttekt alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis á samstarfi utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu er lagt til að heimsmarkmiðasjóðurinn starfi áfram með líku sniði og áður, með ólíkum gluggum fyrir forkönnunar- og verkefnastyrki. Megin niðurstaða úttektarinnar er jákvæð og lagt til að Ísland hefji nýtt starfstímabil heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu og hlúð verði að þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í ráðgjafalistum ráðuneytisins og alþjóðlegu samstarfi.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/Final%20Report%20-%20Evaluation%20of%20Icelandic%20Private%20Sector%20Cooperation%20VF.pdf">Úttektin</a> var unnin af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Niras. Hún beindist að ólíkum þáttum í samstarfi utanríkisráðuneytisins við aðila atvinnulífsins og samstarfstækifæri fyrir Ísland í gegnum nágrannaríki og alþjóðlegar samstarfsstofnanir.</p> <p>Í úttektinni segir að í ljósi þess að einkageirinn á Íslandi sé tiltölulega lítill sé lagt til að þematískt og landfræðilegt umfang sjóðsins verði áfram víðtækt, en möguleiki sé til staðar fyrir sérstakar áherslur til að styðja við stefnu stjórnvalda. Einnig er lagt að skoðaðar verði leiðir til að styðja betur við fyrirtæki við mótun og framkvæmd verkefna með sérfræðiráðgjöf. </p> <p>Úttektin beindist að fjórum þáttum í samstarfi utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið: </p> <ul> <li>Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu;</li> <li>Kostun ráðgjafa í sérhæfð verkefni alþjóðastofnana, svokallaða ráðgjafalista;</li> <li>Samstarf við Íslandsstofu; </li> <li>Styrkveitingar í gegnum Rannís, sjóð sem nefnist Þróunarfræ. &nbsp;</li> </ul> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu var settur á laggirnar 2019 til þriggja ára. Hefðbundnum reynslutíma sjóðsins lauk við árslok 2021, en var sá reynslutími var framlengdur um eitt ár vegna áhrifa COVID-19 faraldursins, enda að mörgu leyti erfitt um vik að sinna starfi á vettvangi. </p> <p>Alls hafa 24 fyrirtæki hlotið styrk úr sjóðnum – af 54 umsóknum – og nema styrkupphæðir alls um 324 milljónum króna. Á tímabilinu 2017-2021 veitti ráðuneytið enn fremur tæplega 180 milljónum króna til ráðgjafaverkefna alþjóðastofnana í gegnum ráðgjafalista. Sjóðurinn Þróunarfræ á vegum Rannís hefur veitt tveimur verkefnum styrki frá því sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2021. </p> <p>Í úttektinni kemur fram það mat að heimsmarkmiðasjóðurinn hafi náð þeim megin markmiðum sínum að byggja upp samstarf við fyrirtæki. Sjóðurinn hafi náð til fyrirtækja sem hefðu að líkindum ekki annars tekið þátt í þróunarsamvinnuverkefnum. Í úttektinni segir að þesss sjáist einnig merki að fyrirtæki hafi aðlagað lausnir að þróunarmörkuðum og að nýjar lausnir hafi nýst samstarfsaðilum og haghöfum. Sjóðurinn hafi einnig náð árangri hvað varðar að veita fyrirtækjum ný tækifæri, þróun nýrra lausna og hafi virkjað íslenskt hugvit og fjármagn þróunarríkjum til góða. Í úttektinni kemur fram að umsýsla af hálfu ráðuneytisins hafi verið skilvirk, en þó gerður sá fyrirvari að sjóðurinn hafi verið að slíta barnsskónum. Fyrirsjáanlegt sé að umsýsla muni aukast í náinni framtíð.</p>

22.12.2022Opinber framlög til þróunarsamvinnu aldrei hærri en árið 2021

<span></span> <p>Framlög til opinberrar þróunarsamvinnu hafa aldrei verið hærri en árið 2021 samkvæmt nýjum tölum frá DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, sem birtar voru í vikunni. Skýrist það ekki síst af háum framlögum það ár í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar.</p> <p>Alls nam opinber þróunaraðstoð DAC-ríkjanna tæpum 186 milljörðum dollara sem samsvarar um 0,33 prósentum af samanlögðum vergum þjóðartekjum þeirra. Aukningin á milli ára var 8,5 prósent og má fyrst og fremst rekja hana til framlaga vegna COVID-19 sem voru að miklu leyti í formi bóluefna. Séu framlög í formi bóluefna dregin frá jókst þróunaraðstoð um 4,8 prósentum í samanburði við 2020. Heildarframlög tengd COVID-19 námu um 22 milljörðum dollara eða um 12 prósentum af heildaraðstoð DAC-ríkja. </p> <p>Fimm ríki náðu viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum sé ráðstafað til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Lúxemborg og Þýskaland. Hæst var hlutfallið í Lúxemborg eða 0,99 prósent. Heildarframlag Ísland nam 0,28 prósentum samkvæmt DAC og hækkaði um 0,01 prósentustig á milli ára.</p> <p>Þau ríki sem lögðu fram hæstu framlögin til opinberrar þróunaraðstoðar 2021 voru Bandaríkin, 47,8 milljarðar dollara, Þýskaland, 33,3 milljarðar, Japan 17,6 milljarðar, Bretar 15,7 milljarðar og Frakkar 5,5 milljarðar). </p> <p>Þau ríki sem fengu hæstu framlögin voru Indland, Bangladesh, Afganistan, Eþíópía og Jórdanía.</p> <p><a href="https://www.oecd.org/dac/financing-sustainable-development/development-finance-standards/official-development-assistance.htm">Sjá tölur DAC um opinbera þróunarsamvinnu (ODA)</a></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/sites/fd3d1d29-en/index.html?itemId=%2fcontent%2fcomponent%2ffd3d1d29-en">Sjá upplýsingar um Ísland hjá Þróunarsamvinnunefndinni</a></span></p>

21.12.2022Úkraína: UNICEF styður við fjölskyldur í viðkvæmri stöðu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur nú að því með félagsmálaráðuneyti Úkraínu að útvega 102 milljónir Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð til að styðja við 123 þúsund fjölskyldur í viðkvæmri stöðu þar í landi.&nbsp;&nbsp;Þar á meðal eru fjölskyldur með fjögur eða fleiri börn, fjölskyldur sem eiga börn með fötlun eða&nbsp;sérþarfir. Alls um hálf milljón íbúa munu njóta góðs af þessu framtaki.</p> <p>UNICEF&nbsp;er einnig að styðja verkefni félagsmálaráðuneytis Úkraínu og úkraínsku lestarsamgöngustofnunarinnar (Ukrzaliznytsia) sem miðar að því að tryggja að skemmtilegar og námstengdar gjafir berist börnum í stríðshrjáðum svæðum austurhluta Úkraínu, þar á meðal í borgum eins og&nbsp;Kharkiv&nbsp;og&nbsp;Kherson&nbsp;sem nýlega urðu aðgengilegar á ný.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur lagt til 30 þúsund skólatöskur og skriffæri í verkefnið sem miðar að því að styðja við menntun og andlega heilsu barna.</p> <p>„Fjölskyldur í Úkraínu hafa haft litla ástæðu til að gleðjast í aðdraganda jólanna en við vonum að með því að styðja við bakið á fjölskyldum í viðkvæmri stöðu með fjárhagsaðstoð og skólagögnum getum við fært foreldrum og börnum von í þessum erfiða vetri,“ segir&nbsp;Murat&nbsp;Sahin, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Úkraínu.</p> <p>Nú þegar veturinn harðnar og árásir á mikilvæga orkuinnviði halda áfram stefnir í þungan vetur hjá almenningi í Úkraínu. Til að veita fjölskyldum aðgengi að hlýjum svæðum þá rekur&nbsp;UNICEF&nbsp;nú yfir 140 samkomustaði sem heita „Spilno“ sem í lauslegri þýðingu er úkraínska orðið yfir að „samveru“. Þessir samverustaðir veita fólki aðgengi að hlýjum&nbsp;barnvænum&nbsp;svæðum þar sem börn geta leikið sér, fengið aðstoð og stuðning, hitt jafnaldra sína en einnig heilsufarsskoðun og aðgengi að annarri&nbsp;félagsþjónstu.</p> <p>„Á tímum sem þessum þar sem fjölskyldur líta um öxl á það sem á daga þeirra hefur drifið á árinu þá er í okkar huga algjörlega nauðsynlegt að veita smá „venjulegheitum“ í líf þeirra og tækifæri til að gleyma stund og stað,“ segir&nbsp;Sahin. „Líkt og við höfum gert allt árið 2022 mun&nbsp;UNICEF&nbsp;halda áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á úkraínskum börnum og fjölskyldum á nýju ári.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/unicef-vinnur-med-stjornvoldum-i-ukrainu-og-stydur-vid-fjolskyldur" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></p>

20.12.2022Grípa til hræðilegra neyðarúrræða til að brauðfæða börn sín

<span></span><span></span> <p>Afganskar fjölskyldur grípa til hræðilegra neyðarúrræða til að geta séð fjölskyldum sínum fyrir mat, selja allar eigur sínar, gefa börnum sínum deyfilyf gegn hungurverkjum, selja líffæri sín og selja barnungar dætur sínar, allt niður í eins árs gamlar. UN Women vekur athygli á stöðu kvenna í Afganistan og segir hana hafa versnað til muna frá því talibanar hrifsuðu til sín völdin fyrir rúmu ári.</p> <p>Algjört efnahagslegt hrun landsins auk tíðra náttúruhamfara á borð við þurrka, flóð og jarðskjálfta hafa orsakað uppskerubresti og haft þær afleiðingar að um 90 prósent afgönsku þjóðarinnar er nú á barmi hungursneyðar.</p> <p>Rithöfundurinn og fréttastjórinn Christina Lamb líkir atburðarrásinni sem hrundið var af stað fyrir rúmu ári síðan við það að verða vitni að hægum dauða heillar þjóðar. Lýsingin í upphafi fréttarinnar er fengin úr&nbsp;<a href="https://www.thetimes.co.uk/article/afghanistan-taliban-help-afghanaid-christina-lamb-christmas-appeal-6w8hk8hbv?fbclid=IwAR210fZkxqOR57pUHn_s5wXUJdUIjtsZNrAaM4_ooPX0qUZP4EERpylWngY">grein hennar</a>&nbsp;í The Times. Hún segir einnig frá því þegar hún hitti Fatimu, átta ára, í janúar á þessu ári og lýsir stúlkunni sem feiminni með augun full af sorg. Faðir Fatimu hafði neyðst til að selja hana í hjónaband svo hægt væri að brauðfæða aðra fjölskyldumeðlimi, en stórfjölskylda Fatimu telur þrjátíu einstaklinga sem draga nú fram lífið á einungis átta brauðhleifum á dag.</p> <p>Flóð og þurrkar í Afganistan hafa eyðilagt uppskerur og stríðið í Úkraínu hefur heft kornflutning til landsins. Meirihluti þjóðarinnar glímir við sult og um 70 prósent barna eru vannærð. Mæðra- og ungbarnadauði hefur margfaldast á síðastliðnu ári því barnshafandi mæður svelta sig til að geta gefið börnum sínum meira að borða.</p> <p>Lamb segir afgönsku þjóðina þó búa yfir einstakri þrautseigju eftir að hafa lifað við stríð síðustu fjóra áratugina. En það þarf meira en þrautsegju til að komast í gegnum það neyðarástand sem nú ríkir í landinu. Afganir segja gríðarlega mikilvægt að vita af því að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim og sé tilbúin til að veita þeim stuðning.</p> <p>UN Women hefur sinnt&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-gerir-un-women-i-afganistan/">verkefnum í Afganistan</a>&nbsp;í tuttugu ár. Stofnunin og starfsfólk hennar hafa þurft að bregðast hratt við gjörbreyttum aðstæðum og á í stöðugu samtali við talíbanastjórnina svo hægt sé að tryggja áframhaldandi störf í landinu. Meðal mikilvægustu verkefnanna eru mannréttindagæsla og undanfarna mánuði hefur stofnunin eflt til muna þjónustu við þolendur ofbeldis, meðal annars með því að koma á fót kvennaathvörfum, veita konum fjárstuðning, sálgæslu og aðra auðsynlega þjónustu.</p> <p>„Táknræn jólagjöf UN Women á Íslandi í ár er neyðarpakki til kvenna í Afganistan. Vegna þeirra&nbsp;<a href="https://unwomen.is/ljosagangan-2022-konur-eru-ad-berjast-fyrir-mannrettindum-ohad-kyni/">takmarkana sem afganskar konur</a>&nbsp;búa við eiga þær erfitt með að nálgast nauðsynjar á borð við hreinlætisvörur. Neyðarpakkinn tekur mið af sértækum þörfum kvenna og auðveldar þeim að viðhalda persónulegu hreinlæti,“ segir í frétt frá UN Women.</p>

16.12.2022Þúsundir barna fögnuðu komu íslenska utanríkisráðherrans

<span></span> <p>Um tíu þúsund manns fögnuðu með söng og dansi komu utanríkisráðherra í fjölmennasta grunnskóla Mangochi héraðs í Malaví, um sjö þúsund nemendur ásamt kennurum, skólastjórnendum, foreldrum og öðrum gestum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti skólann á lokadegi vinnuheimsóknar sinnar til Malaví fyrir réttri viku.</p> <p>Nemendur röðuðu sér meðfram veginum að skólanum á löngum kafla og höfðu útbúið skilti með ýmiss konar áletrunum eins og „Iceland a wonderful partner“ (Ísland er dásamlegur samstarfsaðili) og „Takupokelereani balendo bithu pano pa koche Model school“ (Hjartanlega velkomnir, gestir okkar, til fyrirmyndarskólans Koche).</p> <p>Koche grunnskólinn er einn þeirra tólf skóla í Mangochi héraði sem nýtur góðs af stuðningi Íslands í menntamálum þar sem áhersla er lögð á að bæta gæði menntunar og aðbúnað skólanna með því að byggja nýjar skólastofur, bæta bókakost, koma upp salernisaðstöðu fyrir stúlkur og drengi, skiptistaðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum, ásamt aðgengi að hreinu vatni og skólamáltíðum á hverjum morgni. </p> <p>Við Koche skólann hafa auk þess verið byggð fjögur kennarahús, skólaþróunarmiðstöð og sérstök kennslustofa fyrir börn með sérþarfir. Aðgengi að vatni hefur einnig verið tryggt með fjórum vatnskrönum við skólann og kennarahúsin hafa verið tengd vatnsveitu héraðsins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/o4FHE4jkAdM" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Meðal atriða á skemmtidagskrá á lóð skólans voru tónlistaratriði, tíu ára stúlka sagði frá stuðningi Íslands við skólann og tveir ungir strákar ræddu sín á milli um skólann og tíunduðu breytingarnar á skólanum eftir aðkomu Íslendinga. </p> <p>Alls njóta rúmlega þrjátíu þúsund börn og unglingar góðs af stuðningi Íslands við uppbyggingu á tólf grunnskólum í Mangochi héraði. Auk endurbóta í skólunum sjálfum er lögð á hersla á samstarf við nærsamfélagið og foreldra með hvatningu um að börn sæki skóla og eins til þess að draga úr brottfalli. Stutt er við þjálfun og endurmenntun kennara og einnig er sérstakur stuðningur veittur yngsta aldursstiginu með byggingu tveggja leikskóla.</p>

14.12.2022Tilraunaverkefni með ungu fólki og konum í Malaví

<span></span><span></span> <p>Ísland styður við tilraunaverkefni í valdeflingu kvenna og ungmenna í Mangochi héraði í Malaví. Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra var tekið með kostum og kynjum þegar hún heimsótti Malembo þorpið í nýliðinni viku og kynnti sér verkefnin sem eiga að virkja og efla ungmenni í dreifbýli Mangochi og veita þeim hagnýta færni og þjálfun til að bæta lífskjör og efnahagslegar aðstæður.</p> <p>„Það er alltaf hvetjandi að vera í kringum unga frumkvöðla. Ég kem sjálf úr litlu sjávarþorpi á Íslandi og er því persónulega spennt að sjá ykkar hugmyndir að lausnum. Þið, unga fólkið&nbsp;í Malaví, eruð framtíð þessa lands, hugmyndir ykkar og velgengni er undirstaða velgengni Malaví,“ sagði Þórdís Kolbrún í ávarpi.</p> <p>Tilraunaverkefnið felst meðal annars í því að mótuð hafa verið stefnumið hafa verið mótuð fyrir efnahagslega valdeflingu í héraðinu. Unnið er með þrettán samvinnufélögum, sex kvenna- og sjö ungmennahópum, samtals um 580 einstaklingum, sem hafa hlotið þjálfun í tækni, framleiðslu og viðskiptum. Einnig er stutt við bætt aðgengi að mörkuðum og fjármagni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/_m_Pd_O81EM" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Chilale Youth Fishing Cooperative samanstendur af 60 konum og 45 körlum sem hafa hlotið þjálfun í framleiðslu og viðskiptum og fengið báta, veiðarfæri og björgunarvesti.</p> <p>Ungmennahópurinn telur 120 drengi og stúlkur sem hafa hlotið stuðning til náms í húsasmíði, bifvélavirkjun, klæðskeraiðn, múraraiðn og rafvirkjun. Af þeim útskrifuðust sextíu í sumar og önnur sextíu ungmenni hófu þjálfun í október.</p> <p>Um 43 prósent þjóðarinnar er undir fjórtán ára aldri og atvinnutækifæri fyrir ungmenni í landinu, sérstaklega úti í sveitum, mjög takmörkuð. Því leggja stjórnvöld í Malaví mikla áhersla á að stuðla að margvíslegri þjálfun og bæta menntun til efla að atvinnuþátttöku og draga úr sárafátækt.</p>

13.12.2022Fjölbrautarskóli Suðurlands sautjándi UNESCO skólinn

<span></span> <p>Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSU, er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir sautján talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og tíu framhaldsskólar. FSU hefur verið með sérstaka áfanga í boði um heimsmarkmiðin sem allir nýnemar skólans verða að taka. Á haustönn er áfangi um félagslegu heimsmarkmiðin og á vorönn áfangi um umhverfismál.</p> <p>Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla hélt fyrirlestur um heimsmarkmiðin fyrir nemendur skólans ásamt því að funda með stjórnendum og starfsfólki skólans um UNESCO-skóla. Í kjölfarið var ákveðið að sækja um UNESCO aðild.</p> <p>UNESCO –skólar er eitt elsta skólanet í heimi, starfrækt frá árinu 1953. Skólarnir eru nú um 12.000 talsins og starfa í yfir 180 löndum um allan heim. UNESCO-skólar leggja áherslu á heimsmarkmiðin, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamvinnu og frið og mannréttindi.</p>

09.12.2022Áratugur frá upphafi samstarfs um heimaræktaðar skólamáltíðir

<p><span>Ísland var fyrst framlagsríkja til að taka höndum saman við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, um næringaríkar heimaræktaðar skólamáltíðir fyrir grunnskólanemendur í Malaví. Fyrir réttum tíu árum var samstarfið innsiglað með hátíð í Kankhande skólanum í Mangochi héraði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti einmitt þann skóla í dag í vinnuferð sinni í Malaví til að kynna sér verkefnið.</span></p> <p><span>WFP hefur frá árinu 2012 séð um 327 nemendum í Kankhande grunnskólanum fyrir skólamáltíðum með stuðningi frá Íslandi. Skólanum eru lagðar til 700-1.200 Bandaríkjadalir á önn til að kaupa hráefni í skólamáltíðir og veltur upphæðin á fjölda nemenda við skólann hverju sinni. Máltíðirnar eru unnar úr hráefnum frá bændum í nágrenninu og skapar þannig atvinnutækifæri í héraðinu. Þar að auki þjálfar WFP bændur og styður við nýsköpun í framleiðsluaðferðum. Heimaræktaðar máltíðir hafa sannað gildi sitt og stofnunin hefur að markmiði að allar skólamáltíðir verði heimaræktaðar um heim allan.&nbsp;</span></p> <p><span>Halima Daud vararáðherra sveitarstjórnarmála heiðraði heimamenn á hátíð á skólalóðinni í dag í tilefni af heimsókn íslenska utanríkisráðherrans, en einnig kynntu fulltrúar WFP, kennarar, skólastjóri, fulltrúar héraðsins og bændur hugmyndafræðina að baki verkefninu og þann augljósa árangur sem það hefur á mörgum sviðum. Heimaræktaðar skólamáltíðir auka sjálfbærni og hafa auk jákvæðra áhrifa á skólagöngu, nám og næringu barna, margföldunaráhrif á þróun í samfélaginu öllu til heilla.</span></p> <p><span>Samstarfsáætlun Íslands og WFP fyrir tímabilið 2021-2024 nær til 12,742 nemenda í tíu grunnskólum og 1.500 bænda í Mangochi héraði.&nbsp;</span></p> <p><span>Til að bregðast við COVID-19 faraldrinum og lokunum skóla beindu sendiráðið og WFP fjármagni úr skólamáltíðaverkefninu til fjölskyldna skólabarna svo hægt væri að tryggja áfram næringaríkar máltíðir fyrir börnin í skólunum sem verkefnið styður. Þegar skólar opnuðu aftur í september 2021 hófust skólamáltíðir á ný.</span></p>

09.12.2022Tilkynnt um nýtt samstarfsverkefni í Malaví um sólarknúið rafmagn

<p>Sendiráð Íslands í Lilongve og EnDev, verkefnastoð þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar GiZ, hafa undanfarin þrjú ár staðið að verkefni í Malaví um að veita skólum og heilsugæslustöðvum aðgang að sólarknúnu rafmagni og orkusparandi eldhlóðum til að draga úr eldiviðarnotkun við eldamennsku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti í dag um að undirbúningur að nýju og viðameira samstarfsverkefni sé langt kominn. Snemma á nýju ári fjölgi skólum og heilsugæslustöðvum sem fá rafmagnskerfi.</p> <p>Nýja verkefnið nær til beggja samstarfshéraða Íslands í Malaví, Mangochi og Nkhotakota.</p> <p>„Malaví er eitt þeirra ríkja sem ber óréttmætan kostnað af loftslagsbreytingum, með eitt minnsta kolefnisfótspor í heimi en á sama tíma á meðal þeirra landa sem verst eru í stakk búin til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta verkefni er því tímabært og fellur fullkomlega að nýrri landaáætlun um þróunarsamvinnu Íslands og Malaví þar sem aðlögun að loftslagsbreytingum verður miðlæg í öllu okkar þróunarstarfi,“ sagði Þórdís Kolbrún í ávarpi í Mangochi í dag.</p> <p>Í samstarfinu við EnDev fólst líka þróun, framleiðsla og dreifing á „Chitofu 3-in-1“, sem er orkusparandi fiskvinnsluhlóð sem gefur notendum möguleika á að forsjóða, steikja og reykja fisk, eða aðra matvöru, og nota til þess allt að 80 prósent minni eldivið en áður. </p> <p>Fishland Ladies er sá hópur sem hefur náð bestum árangri í notkun Chitofu hlóðarinnar við fiskvinnslu. Hópurinn samanstendur af ungum mæðrum frá Msaka þorpi, sem flestar voru einstæðar og unnu við fiskvinnslu. Þessi hópur er einn af fjórum ungmennahópum sem EnDev valdi til þess að taka þátt og hefur á aðeins tveimur árum náð undraverðum árangri. Frá þeim er nú seldur unninn fiskur í verslunarkeðjum í borgum Malaví í stað þess að selja aðeins í Msaka þorpinu. Í dag á hópurinn eigin bát sem er afar óvenjulegt fyrir konur, auk þess sem þær reka hárgreiðslustofur, fataviðgerð og fataverslanir. Afkoman nýtist ekki aðeins þeim persónulega því þær gefa ríkulega til baka til samfélagsins og góðgerðamála.</p>

08.12.2022Þrír grunnskólar afhentir héraðsyfirvöldum í Úganda

<p><span>Íslensk stjórnvöld afhentu héraðsyfirvöldum í Buikwe héraði í Úganda alls þrjá endurbætta grunnskóla í lok síðasta mánaðar, en endurbætur á skólunum er hluti af samstarfsverkefni Íslands og Buikwe héraðs á sviði menntamála. Í verkefninu fólst meðal annars endurnýjun og endurbætur á kennslustofum, eldhúsum og starfsmannahúsum. Einnig var byggð ný hreinlætisaðstaða fyrir bæði kennara og nemendur. Til viðbótar var ferðin nýtt í eftirlitsferð til St. Peter´s Ssenyi grunnskólans í Buikwe héraði, þar sem endurbætur standa enn yfir.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í Kampala, embættismenn Buikwe og skólastjórnendur voru viðstaddir afhendingu skólanna.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá undirritaði Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda, nýverið samstarfssamning við héraðsyfirvöld í Namayingo héraði um uppbyggingu fimm almenningssalerna með vatnsveitu í þorpunum Lugala og Lufudu. Að auki verður byggð upp þvottaaðstaða fyrir drengi í grunnskóla í Busiula þorpinu. Verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefni íslenskra stjórnvalda og héraðsstjórninni í Namayingo og miðar að því að bæta lífsgæði íbúa fiskiþorpa í héraðinu.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

07.12.2022Miðstöð fæðingarfistils í nafni Lilju Dóru opnuð í Malaví

<span></span> <p>Í dag var formlega tekin í notkun ný miðstöð og skurðstofa við héraðssjúkrahúsið í Mangochi í Malaví þar sem boðið er upp heildstæðan stuðning við konur og stúlkur sem þjást af fæðingarfistli og/eða hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. </p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Halima Daud vararáðherra sveitarstjórnarmála Malaví opnuðu miðstöðina sem er samvinnuverkefni íslenskra og malavískra stjórnvalda í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.</p> <p>Miðstöðin nefndist „Lilja’s Fistula and One Stop Centre“ til minningar um Lilju Dóru Kolbeinsdóttur sem lést úr leghálskrabbameini fyrir tveimur árum. Hún var ötull talsmaður kynjajafnréttis og kynheilbrigðis og helgaði stærstan hluta ævi sinnar þróunarstarfi í Afríku, meðal annars sem forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví.</p> <p>„Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru hornsteinar utanríkisstefnu okkar og þróunarsamvinnu. Það er viðeigandi virðingarvottur að minnast arfleifðar Lilju Dóru og tilfinningaþrungin stund fyrir okkur að sjá sýn hennar verða að veruleika hér í dag. Ég vænti þess að miðstöðin bæti lífsgæði kvenna og stúlkna í Mangochi sem búa ekki aðeins við örkuml í kjölfar fæðingar heldur einnig alvarlega félagslega smán,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.</p> <p>Starfið í miðstöðinni felst í sálrænum stuðningi, fistúluaðgerðum auk efnahagslegrar valdeflingar fyrir konur sem dvelja þar. Enn fremur er fræðsla veitt í samfélaginu um einkenni, orsakir og afleiðingar fistils en hluti af dagskránni í dag var samtal ráðherra við konur og stúlkur sem hafa læknast af fæðingarfistli.</p>

07.12.2022Byggðaþróunarverkefni í Nkhotakota héraði ýtt úr vör

<p><span>Byggðaþróunarverkefni héraðsstjórnarr&nbsp;Nkhotakota héraðs&nbsp;og íslenskra stjórnvalda gegnum sendiráð Íslands í Lilongve var formlega ýtt úr vör á&nbsp;skólalóð grunnskóla í héraðinu í gær.&nbsp;</span>Við fjölmenna setningarathöfn, að viðstöddum ráðherra sveitarstjórnarmála, þingmönnum og fulltrúum héraðsstjórnarinnar, afhenti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra héraðinu tvo sjúkrabíla, tvo verkefnabíla, tvö þúsund skólaborð, tuttugu fæðingarrúm, auk ómskoðunartækja og súrefnismæla.</p> <p>„Það eru sannarlega tímamót í langri sögu þróunarsamvinnu Íslands í Malaví nú þegar við hefjum samstarf í nýju héraði, meðal annars fyrir áeggjan stjórnvalda í Malaví. Við fögnum þessu upphafi, ég skynja að væntingarnar eru miklar og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum séð árangur af þessu samstarfi í þágu íbúa héraðsins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráherra í ávarpi við setningarathöfnina.</p> <p>Nkhotakota er annað samstarfshérað Íslands í þróunarsamvinnu í Malaví en Íslendingar hafa undanfarna áratugi beint stuðningi sínum einkum að Mangochi héraði og lagt áherslu á umbætur í grunnþjónustu við íbúa. Samstarfið við héraðsyfirvöld í Nkhotakota byggir á sama verklagi, byggðaþróun og eflingu grunnþjónustu. Veigamesti stuðningurinn er uppbygging fimmtán grunnskóla með áherslu á stuðning við yngsta aldursstigið en einnig verður stutt við heilbrigðiskerfið til að bæta mæðra- og ungbarnaheilsu. Þá verður unnið að betra aðgengi að hreinu vatni, meðal annars með uppbyggingu vatnskerfa og grenndarkrana í sveitum. Ísland mun styðja fjögur sveitarfélög sem liggja við vatnið við að hefta útbreiðslu á kóleru með því að bæta salernis- og hreinlætisaðstöðu.</p> <p>Nkhotakota hérað er miðsvæðis í Malaví og liggur við strendur Malavívatns. Héraðið er frekar fámennt á malavískan mælikvarða með rúmlega 400 þúsund íbúa.</p>

05.12.2022Blásið til sóknar í Malaví gegn kynferðislegu ofbeldi

<span></span> <p>Sendiráð Íslands í Lilongve gerði á dögunum samstarfssamninga um jafnréttismál við tvenn frjáls félagasamtök, Gender Justice Unit og Go Fund a Girl Child, og Mannréttindaskristofu Malaví. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra átti í gær fund með fulltrúum þessara samstarfsaðila og afhenti við það tækifæri Mannréttindastofnun Malaví bifreið, sem er hluti af fyrrnefndum samningi, til að auka rannsóknargetu stofnunarinnar á kynferðisofbeldi og kynferðislegu áreiti.</p> <p>Samstarfið er til marks um aukna áherslu á jafnréttismál í öllu þróunarstarfi Íslands í Malaví en einnig um aukna samvinnu við staðbundin frjáls félagasamtök.<span></span>Samstarfið felst í heildstæðum stuðningi til að fyrirbyggja og uppræta kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í opinbera geiranum og á stærri vinnustöðum.</p> <p>„Kynbundið ofbeldi er því miður útbreitt vandamál í Malaví eins og víðast hvar annars staðar í heiminum og Ísland leggur mikla áherslu á að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni í verkefnum sem studd eru af Íslandi í samstarfshéruðunum. Því er ákaflega ánægjulegt að búið sé að tryggja samstarf við félög og stofnun sem sérhæfa sig í umbótum á þessu sviði,“ sagði utanríkisráðherra að loknum fundinum.</p> <p>Samkvæmt nýlegum ábendingum í jafnréttisvottunarferli Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sem Ísland undirgekkst fyrst þjóða, ber Íslandi að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi í sameiginlegum þróunarverkefnum með héraðsstjórnum Mangochi og Nhkotakota. Íslenska sendiráðið í Lilongwe gerði því samstarfssamninga í því skyni að efla getu héraðsstjórnanna til þess að sinna því hlutverki.</p> <p>Nýleg lýðheilsukönnun í Malaví sýndi að 34 prósent allra aðspurðra kvenna og stúlkna höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi og þar af höfðu 24 prósent þeirra orðið fyrir ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. Tæplega helmingur hafði ekki sagt neinum frá ofbeldinu vegna skammar, af ótta við að vera ekki trúað, eða vegna vanþekkingar á því hvar þær gætu leitað réttar síns. Skýrsla Mannréttindastofnunar Malaví frá 2021 leiddi í ljós að 70 prósent stjórnenda hafa litla sem enga þekkingu á málaflokknum.</p>

05.12.2022Samstarfssamningur Íslands og Malaví endurnýjaður á tvíhliða fundi

<span></span> <p>Samstarfssamningur Íslands og Malaví var endurnýjaður í dag á tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum ríkjanna í Lilongve, höfuðborg Malaví. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra átti tvíhliða fund í morgun með Nancy Tembo utanríkisráðherra Malaví þar sem samstarfssamningurinn var formlega endurnýjaður.</p> <p>Þórdís Kolbrún er í fyrstu vinnuheimsókn sinni til samstarfsríkis í þróunarsamvinnu til<span>&nbsp; </span>þess að kynnast aðstæðum í Malaví og sjá árangur verkefna sem njóta stuðnings íslenskra stjórnvalda. Hún mun meðal annars heimsækja samstarfshéruð Íslands, Mangochi og Nhkotakota.</p> <p>Malaví er elsta samstarfsríki Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og upphaf samstarfsins má rekja allt aftur til ársins 1989. Fyrsti samstarfssamningurinn var gerður árið 1999 og uppfærður fáeinum árum síðar. Samningurinn var nýlega yfirfarinn og uppfærður af ráðuneytum beggja ríkjanna og lítilsháttar breytingar gerðar.</p> <p>Ísland hefur lengst af stutt byggðaþróunarverkefni í Mangochi héraði og frá árinu 2012 í beinu samstarfi við héraðsstjórvöld. Verkefnin hafa einkum snúið að félagslegum innviðum á sviði vatns- og hreinlætismála, heilsu og menntunar, auk verkefna um kynjajafnrétti og valdeflingu ungmenna. Verið er að skoða hvernig leggja megi ríkari áherslu á loftslags- og umhverfismál á næstu árum því afleiðingar loftslagsbreytinga ógna efnahagslegum framförum í landinu og stefna matvælaöryggi<span>&nbsp; </span>í hættu.</p> <p>„Við höfum átt í árangursríku samstarfi á fjórða áratug og það er mér tilhlökkunarefni að sjá með eigin augum afrakstur af samvinnu þjóðanna á næstu dögum. Með endurnýjun á samstarfssamningnum staðfestum við vilja Íslands og Malaví til að halda áfram að vinna saman að framförum með framtíðarsýn stjórnvalda í Malaví að leiðarljósi,“ sagði utanríkisráðherra eftir undirritun samningsins í utanríkisráðuneytinu í Lilongve.</p> <p>Í máli Nancy Tembo utanríkisráðherra Malaví kom skýrt fram mikil ánægja með langt og farsælt samstarf við Ísland. Hún hrósaði sértaklega verklagi Íslands í þróunarsamvinnu, svokallaðri héraðsnálgun, þar sem unnið er beint með tilteiknum héraðsyfirvöldum að umbótum í grunnþjónustu við íbúa. </p> <p>Í samningnum er kveðið á um réttindi og skyldur Íslands gagnvart malavískum stjórnvöldum og þar eru meðal annars ákvæði um útboðs- og innkaupsferla og ákvæði gegn spillingu, auk ákvæða um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi og áreiti.</p> <p>Ísland starfar einnig með stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Malaví og innlendum frjálsum félagasamtökum. Enn fremur hafa á annað hundrað sérfræðingar frá Malaví stundað nám á Íslandi við GRÓ skólana, Jafnréttisskólann, Landgræðsluskólann, Sjávarútvegsskólann og Jarðhitaskólann.</p> <p>Ráðherra átti einnig fundi með frjálsum félagasamtökum í dag, Gender Justice Unit og Go Fund a Girl Child, auk Mannréttindaskristofu Malaví, en Ísland gerði nýlega samstarfssamninga við þau um jafnréttismál. Í gær heimsótti utanríkisráðherra SOS Barnaþorp í höfuðborginni Lilongve, sjá fréttir í, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunarsamvinnu og mannúðarmál.</p>

04.12.2022Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra

<span></span> <p>Helmingur barna á SOS barnaheimilinu í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti SOS-barnaþorpið í dag, á fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví, elsta samstarfsríkis Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p>SOS Barnaþorpin eru fjögur í Malaví og samtökin sjá 433 umkomulausum og yfirgefnum börnum fyrir heimilum í landinu, þar af eiga 166 þeirra styrktarforeldra á Íslandi. Hlutfallið er enn hærra í barnaþorpinu í Lilongve, eða 43 börn af 88. Hope Msosa, aðstoðarframkvæmdastjóri SOS í Malaví tók á móti ráðherra og sagði frá helstu verkefnum samtakanna í landinu.</p> <p>„Frjáls félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og ráðuneytið gerði fyrr á árinu rammasamninga við nokkur þeirra, þar á meðal SOS Barnaþorpin, sem við höfum átt langt og farsælt samstarf við. Það er mjög ánægjulegt að kynnast starfi samtakanna í Malaví og sjá með eigin augum að velferð barnanna er sett í öndvegi. Mér finnst einnig mikið koma til þeirrar nýju áherslu samtakanna að styðja við nærsamfélagið með verkefnum á sviði fjölskyldueflingar,“ segir Þórdís Kolbrún.</p> <p>Fyrr á þessu ári hófu SOS Barnaþorpin á Íslandi að styðja við sérstakt fjölskyldueflingarverkefni í Malaví. Markmið þess að er að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. Stuðningurinn nær til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem vegna bágra aðstæðna heima fyrir fá ekki grunnþörfum sínum mætt. Önnur 15 þúsund börn frá 500 heimilum njóta óbeint góðs af verkefninu því hluti þess er að styðja veikbyggða innviði í samfélaginu. Alls eru um ein milljón barna í Malaví sem hafa misst annað foreldri sitt eða báða og þurfa á ríkum stuðningi að halda.</p> <p>Hluti af kostnaði við fjölskyldueflingarverkefnið kemur frá utanríkisráðuneytinu gegnum rammasamning við SOS Barnaþorpin á Íslandi.</p> <p>Utanríkisráðherra kemur einnig til með að eiga fund með fulltrúum Rauða krossins í Malaví í vikunni en Rauði krossinn á Íslandi hefur um tveggja áratuga skeið átt í samstarfi við systurfélagið í Malaví.</p>

01.12.2022Bólusetningarherferð í Malaví gegn landlægri kóleru

<span></span><span></span> <p>Í vikunni hófst í Malaví herferð á vegum stjórnvalda gegn kólerufaraldri sem geisar í öllum 29 héruðum landsins. Átakið beinist að 2,9 milljónum einstaklinga, ársgömlum og eldri, og hefur þann tilgang að gefa bóluefni gegnum munn til að slá á yfirstandandi faraldur og hefta frekari útbreiðslu þessa alvarlega sjúkdóms. Herferðin stendur aðeins yfir í fáeina daga, og lýkur annað kvöld, en hún nær til þeirra þrettán héraða þar sem veikindin eru útbreiddust.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur fyrir milligöngu Alþjóðasamráðshóps um bólusetningu, haft milligöngu um öflun 2,9 milljóna bóluefna fyrir ríkisstjórn Malaví, sem fjármögnuð eru af alþjóðlega bólusetningarbandalaginu, GAVI. </p> <p>„Þessi bólusetningarherferð kemur á mikilvægum tíma nú þegar regntímabilið er hafið og vatn er auðmengað. En bóluefni eru bara eitt atriði af mörgum til að tryggja varnir gegn kóleru. Það er líka nauðsynlegt að leggja hönd á plóginn við að meðhöndla sjúka og bæta vatn og hreinlætiskerfi,“ segir Dr. Neema Rusibamayila Kimambo, fulltrúi WHO í Malaví. </p> <p>Þetta er önnur herferðin gegn kóleru í Malaví á árinu, sú fyrsta var í júní í sumar í suðurhluta landsins og náði til rúmlega einnar og hálfrar milljónar manna. Héruðin þrettán sem herferðin nær til að þessu sinni voru ákvörðuð í kjölfar ítarlegrar greiningar á sögulegum og núverandi faraldsfræðilegum gögnum og áhættuþáttum. </p> <p>Kólerufaraldurinn sem nú geisar í Malaví hófst í febrúar á þessu ári. Alls hafa verið skráð rúmlega eitt þúsund tilfelli og 299 dauðsföll.</p>

01.12.2022Ísland og UNICEF bæta vatns og hreinlætisaðstöðu í skólum og heilsugæslustöðvum í Úganda

<p><span>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Úganda fóru nýlega með fulltrúum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, til héraðanna Terego og Madi-Okollo í norðurhluta landsins til að heimsækja tvær heilsugæslustöðvar og þrjá grunnskóla sem íslensk stjórnvöld hafa stutt á svæðinu. Samstarf Íslands og UNICEF felur í sér að bæta aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu í skólum og heilsugæslustöðvum í norðurhluta Úganda þar sem fjöldi flóttamanna hefst við.</span></p> <p><span>Sem dæmi um árangur af samstarfinu má nefna Onyomu grunnskólann en þar höfðu nemendur og kennarar til þessa notað þrjú salerni saman. Hlutfallið var þannig að eitt salerni var fyrir 242 drengi og eitt fyrir 197 stúlkur, en á landsvísu er ekki mælt með að það séu fleiri en 40 manns á hvert salerni. Eftir að nýja aðstaðan bættist við varð hlutfallið 1:48 fyrir drengi og 1:39 fyrir stúlkur.&nbsp;</span></p> <p><span>Á meðal þess sem UNICEF leggur einnig áherslu á er að bæta við hreinlætisaðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum, en ein helsta ástæða þess að stúlkur missa úr eða hætta í skóla á þessum slóðum er skortur á aðgengi að hreinlætisvörum eða aðstöðu vegna blæðinga.&nbsp;</span></p> <p><span>Sendiráð Íslands í Úganda hefur átt farsælt samstarf við UNICEF síðastliðin fjögur ár. Stuðningur Íslands beinist bæði að flóttafólki og gistisamfélögum þeirra í héruðunum Adjumani, Terego og Madi-Okollo í Vestur-Níl í norðurhluta Úganda.</span></p>

30.11.2022Össur þjálfar úkraínska stoðtækjafræðinga

<p><span>Verkefni heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar í Úkraínu gengur vonum framar og aðstæður í stríðshrjáðu landinu hafa ekki hamlað möguleikum á þjálfun úkraínska stoðtækjafræðinga. Össur fékk sem kunnugt er styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrr á árinu til þess að vinna með úkraínskum sérfræðingum við að útvega stoðtæki til þeirra fjölmörgu sem hafa misst útlimi í stríðsátökunum.</span></p> <p><span>Verkefnið felst þó ekki síður í klínískri þjálfun stoðtækjafræðinga og annarra sérfræðinga úr heilbrigðisstéttum og fræðslu um nýjustu stoðtækjalausnir. Í þeim erindagjörðum hafa úkraínskir stoðtækjafræðingar og aðrir fulltrúar frá Úkraínu farið í þjálfun á vegum Össurar, bæði í Hollandi og Noregi. Þrír úkraínskir stoðtækjafræðingar komu til Osló í þjálfun í ágúst ásamt úkraínskum hermanni að nafni Ruslan Serbov sem hafði særst í Mariupol í maí. Þá fór dr. Anton Jóhannesson stoðtækjasérfræðingur Össurar til Lviv seint í september og hélt fjölsótt námskeið fyrir heimamenn. Eins er námskeið fyrirhugað um miðjan desember.</span></p> <p><span>Össur gefur vörur í verkefnið og til þessa hafa fjórar vörusendingar farið til Úkraínu frá vöruhúsi fyrirtækisins í Hollandi. Fyrirtækið hætti starfsemi í Rússlandi í febrúar þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og hét því að gefa vörur og klíníska sérþekkingu til Úkraínu með því að vinna beint með stoðtækjasérfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum til að tryggja sjálfbæra endurhæfingarþjónustu.</span></p> <p><span>Forstjóri Össurar, Sveinn Sölvason, segir: „Við erum afar þakklát fyrir styrkinn sem var úthlutaður úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu enda hefur það gert okkur kleift að veita mikilvæga þjálfun til handa úkraínskum stoðtækjafræðingum sem koma til með að setja vörur Össurar á einstaklinga sem hafa orðið fyrir aflimun í yfirstandandi stríði. Klínísk þekking er ekki síður mikilvæg í ástandinu sem nú ríkir þar sem aflimuðum fjölgar því miður dag frá degi og áhersla okkar er að byggja upp þekkingu sem mun nýtast til langframa enda munu einstaklingarnir þurfa á þjónustu að halda um ókomin ár.“</span></p>

28.11.2022UNICEF fordæmir ofbeldisverk gegn börnum í Íran

<span></span> <p>„UNICEF&nbsp;fordæmir öll ofbeldisverk gegn börnum og krefst þess að tafarlaust verði látið af þeim í ljósi fregna að yfir 50 börn hafi látið lífið og enn fleiri særst í átökum innan Íran undanfarið.“ Þannig hefst yfirlýsing&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;vegna ástandsins í Íran.</p> <p>„UNICEF&nbsp;hefur sömuleiðis þungar áhyggjur af áframhaldandi áhlaupum og leitum sem framkvæmdar hafa verið í skólum í landinu. Það er ófrávíkjanleg krafa að skólar séu öruggur staður fyrir börn.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur átt í beinum samskiptum við stjórnvöld í Íran og komið þessum áhyggjum á framfæri frá því fyrstu fregnir bárust af því að börn væru að láta lífið þar í landi,“ segir í yfirlýsingunni sem gefin var út í gær, sunnudag.</p> <p>„Íran er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu&nbsp;þjóðanna&nbsp;og ber skylda til að virða, verja og viðhalda réttindum barna til lífs, einkalífs, skoðanafrelsis og friðsamlegra samkoma.“</p> <p>„UNICEF&nbsp;brýnir fyrir stjórnvöldum að virða rétt allra barna til friðsamlegra samkoma– burtséð frá því hver eða hvaðan þau eru. Það sem barni er fyrir bestu ætti ávallt að vera í forgrunni allra aðgerða stjórnvalda sem bera að skapa öruggt umhverfi til að börn geti nýtt réttindi sín undir öllum kringumstæðum. Börn eiga að vera með fjölskyldum sínum, í samfélögum sínum og aldrei þar sem þau eru svipt þessum réttindum.“</p> <p>„Við tökum enn á ný undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að „öryggissveitir haldi aftur af sér við óþarfa og óhóflega valdbeitingu í aðgerðum sínum.“ Börn og ungmenni þarf að vernda fyrir öllum þeim aðgerðum sem ógna lífi þeirra, frelsi, andlegri líðan og líkamlegri heilsu. Of margir foreldrar hafa nú upplifað ólýsanlegan sársauka þess að missa barn í þessum átökum. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð, sem og ástvinum þeirra og nærsamfélögum.“</p> <p>UNICEF&nbsp;hefur starfað í Íran í nærri sjö áratugi við að styðja nauðsynlega þjónustu fyrir börn og unnið að réttindum þeirra til heilbrigðisþjónustu, næringar, menntun og barnavernd. Milljónir barna í Íran hafa notið góðs af&nbsp;þeirri&nbsp;vinnu og hún hjálpað þeim að dafna og blómstra sem einstaklingar á fullorðinsárum.</p> <p>„Íran er auðugt af ungu fólki og börnum sem þjóðin nýtur góðs af. Þarfir þeirra, langanir og velferð verður að vera sett í forgang undir öllum kringumstæðum. UNICEF&nbsp;mun halda áfram vinnu sinni í landinu með viðeigandi stjórnvöldum, samstarfsaðilum og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna til að styðja við og uppfylla réttinda allra barna og ungmenna í Íran.“</p>

25.11.2022Breytingakenning GRÓ til næstu fimm ára mörkuð

<span></span> <p>GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, hefur markað sér breytingakenningu, Theory of Change, sem tekur til áranna 2022-2027. Breytingakenningin er unnin eftir aðferðarfræði UNESCO við árangursstjórnun og skýrir leiðina sem GRÓ mun fara til að vinna að breytingum í átt til sjálfbærni. Þannig er markað hvaða langtímaáhrifum GRÓ stefnir að með starfinu og síðan hvernig GRÓ mun vinna markvisst til að stuðla að þeim breytingum.</p> <p>Breytingakenningin var unnin í nánu samstarfi GRÓ, þjálfunaráætlananna fjögurra og stjórnar GRÓ, auk sérfræðinga utanríkisráðuneytisins á sviði þróunarsamvinnu. Smiðshöggið á breytingakenninguna var rekið á vinnustofu þann 6. október, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Þar komu ofangreindir aðilar saman til að ræða breytingakenninguna og hvernig GRÓ geti hámarkað árangurinn af starfinu og vaxið til framtíðar. </p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra leit inn á vinnustofuna þar sem hún undirstrikaði merka sögu þjálfunaráætlananna fjögurra, Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans.</p> <ul> <li><a href="https://www.grocentre.is/gro/moya/gro/index/publication/gro-theory-of-change">Breytingarkenning GRÓ</a></li> </ul>

25.11.2022Ísland styður fjögur jafnréttisverkefni í Malaví

<span></span> <p>Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefur fjórum samstarfsverkefnum á sviði jafnréttismála verið hrundið af stað. Þau snúa að heildstæðum stuðningi til að fyrirbyggja og uppræta kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni. Verkefnin verða unnin í samvinnu við jafnréttisráðuneyti Malaví, Mannréttindastofnun Malaví, héraðsyfirvöld í samstarfshéruðum Íslands og með ákveðnum malavískum frjálsum félagasamtökum.</p> <p>„Sendiráð Íslands í Malaví hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á verkefni er snúa að jafnréttismálum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands. „Jafnréttislög, sem samþykkt voru á þingi í Malaví árið 2013, kveða meðal annars á um jafnan rétt kynjanna, afnám mismununar og kynbundins ofbeldis. Lögin voru mikið framfaraskref en þrátt fyrir það er staða kvenna í landinu bág, og kynbundið ofbeldi útbreitt vandamál. Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins situr Malaví ítrekað í einu af neðstu fimmtán sætum listans, sem Ísland hefur verið efst á listanum síðastliðin þrettán ár. </p> <p>Verkefnið með jafnréttisráðuneytinu felur í sér stuðning við að ljúka vinnu við nýja jafnréttisáætlun og kynna hana á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi og samstarfið við Mannréttindastofnun Malaví lítur að stuðningi við rannsóknir ásakana um kynferðislegt ofbeldi og áreitni.</p> <p>„Með aukinni áherslu sendiráðsins á jafnréttisverkefni hefur skapast samstarfsvettvangur þar sem opinberir aðilar, öflug staðbundin og alþjóðleg félagasamtök ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna sinna jafnréttisverkefnum með stuðningi Íslands á landsvísu, með áherslu á samstarfshéruðin. Þessi vettvangur skapar tækifæri fyrir ólíka framkvæmdaaðila til þess að samhæfa vinnu sína eins og með reglulegum samráðsfundum,“ segir Inga Dóra. </p>

24.11.2022Fimm konur drepnar á hverri klukkustund af fjölskyldumeðlimi

<span></span> <p><span>Fimm konur eru myrtar á hverri klukkustund af fjölskyldumeðlimum, segir í nýrri skýrslu UN Women. Rúmlega helmingur kvenna og stúlkna sem myrtar voru á síðasta ári voru drepnar af maka eða nánum ættingja. Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst á morgun, föstudag, með <a href="https://www.facebook.com/events/s/ljosaganga-un-women-2022/2043628399179440/" target="_blank">ljósagöngu</a>&nbsp;UN Women. </span></p> <p><span>Dauðsföllin eru „skelfilega mörg“ segir í frétt frá Sameinuðu þjóðunum sem segjast óttast að raunverulegt ástand sé líklega mun verra. Í <a href="https://www.unwomen.org/en/digital-library/publications/2022/11/gender-related-killings-of-women-and-girls-improving-data-to-improve-responses-to-femicide-feminicide" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;kemur fram að 45 þúsund konur og stúlkur hafi á síðasta ári verið drepnar af maka eða nánum ættingja innan fjölskyldunnar. </span></p> <p><span>Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna voru 81.100 konur og stúlkur drepnar af yfirlögðu ráði á síðasta ári. „</span><span>Af öllum konum og stúlkum sem myrtar voru af yfirlögðu ráði á síðasta ári voru um 56 prósent drepnar af mökum eða öðrum fjölskyldumeðlimum...&nbsp;sem sýnir að heimilið er ekki öruggur staður fyrir margar konur og stúlkur," eins og segir í frétt frá UN Women.</span></p> <p><span>Kvennamorð eru flest framin í Asíuríkjum en í þeim heimshluta voru 17,800 konur og stúlkur drepnar á síðast ári. Þegar kemur að fjölskylduofbeldi eru Afríkuríkin verst, segir í skýrslunni. Enn fremur segir í skýrslunni að marktæk fjölgun kvennamorða hafi orðið í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar árið 2020 í Bandaríkjunum og Vestur- og Suður-Evrópu.</span></p> <p><span>Þótt í átta af hverjum tíu morðum séu það karlmenn sem eru myrtir eru gerendur þeirra í langflestum tilvikum utan fjölskyldunnar. Aðeins í ellefu prósenta tilvika voru þeir myrtir af maka eða nánum ættingja.</span></p>

23.11.2022Óttast að barnahjónaböndum fjölgi á næstum árum

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;">Talið er að tólf milljónir stúlkna yngri en átján ára gangi í hjónaband á ári hverju, þar af um tvær milljónir yngri en fimmtán ára. Að mati alþjóðasamtakanna Barnaheilla - Save The Children er ástæða til að óttast fjölgun barnahjónabanda á næstu árum vegna ytri aðstæðna í heiminum eins og stríðsátaka, heimsfaraldurs kórónuveirunnar og verstu matvælakreppu um langt árabil. Samtökin telja að tíu milljónir stúlkna til viðbótar verði giftar fyrir lok áratugsins.</p> <p>Í nýrri skýrslu Save the Children – <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/pdf/Global-Girlhood-Report-2022_Girls-on-the-Frontline.pdf/" target="_blank">Global Girlhood Report 2022: Girls on the frontline</a>&nbsp;– er sérstök athygli vakin á því að stúlkur á átakasvæðum séu tuttugu prósent líklegri til að enda í hjónabandi á barnsaldri borið saman við jafnöldrur þeirra í friðsælum heimshlutum. Þar kemur enn fremur fram að 90 milljónir stúlkna – ein af hverjum fimm í heiminum – búi á átakasvæði sem hafi skelfleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, og framtíðartækifæri.</p> <p>Í skýrslunni segir að þótt tekist hafi að koma í veg fyrir 25 milljónir barnahjónabanda á árunum 2008 til 2018 sé fjarri lagi að heimurinn sé á réttri leið hvað varðar fyrirheitið um að útrýma barnahjónaböndum fyrir árið 2030 eins og kveðið sé á um í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>„Átök hafa skelfileg áhrif á fjölskyldur og neyða þær til að flýja heimili sín, skóla og störf til að flytja í tímabundnar búðir, sem oft einkennast af þrengslum, lítilli þjónustu, takmörkuðum möguleikum til tekjuöflunar, og næstum engri vernd gegn ofbeldi. Þótt börn beri þungann af hvaða stríði sem er, vitum við að stúlkur eru skotmörk hrottalegs ofbeldis vegna kyns þeirra - í öllum átökum,“ segir Inger Ashing framkvæmdastýra Save the Children.</p> <p>Hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum er í vestur- og miðhluta Afríku.</p>

22.11.2022Konur, líf, frelsi – einkunnarorð ljósagöngunnar á föstudag

<span></span> <p>Ljósaganga UN Women á Íslandi fer fram föstudaginn 25. nóvember kl. 17:00 á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi.</p> <p>Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er: Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í meira en mánuð. Þau sem leiða gönguna í ár eru <span>Zohreh Aria frá Íran og Zahra Mesbah frá Afganistan</span>. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni.</p> <p>Alþjóðlega sextán daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvennmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81 þúsund konur um allan heim myrtar árið 2020, 58 prósent þeirra voru myrtar af maka eða fjölskyldumeðlimi. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á ellefu mínútna fresti. </p> <p>„Kvennmorð eru gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á lögum sem takmarka mannréttindi þeirra. Með því að taka þátt í Ljósagöngunni í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ segir í frétt UN Women.</p> <p><a href="https://facebook.com/events/s/ljosaganga-un-women-2022/2043628399179440/" target="_blank">Gangan</a> hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.</p> <p>Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og tónlistaratriði. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr.</p> <p>UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu.</p> <p>&nbsp;</p>

21.11.2022Samtal við þingmenn um þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (FFÞ) buðu þingmönnum í síðustu viku til umræðu og fræðslu í Iðnó um alþjóðlega þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Þar voru haldin fróðleg og áhugaverð erindi um þróunarsamvinnu og boðið upp á samtal þar sem fulltrúar viðkomandi félaga sátu fyrir svörum.</p> <p>Viðburðurinn, sem styrktur var af utanríkisráðuneytinu, var ætlaður þingmönnum sem taka ákvarðanir um málaflokkinn og þeim sem hafa áhuga á honum. Mæting var góð og spunnust áhugaverðar umræður um málaflokkinn. Vel þótti til takast og höfðu margir á orði að mikilvægt væri að halda viðburð sem þennan með reglubundnum hætti.</p> <p>,,Þetta var vel skipulagt. Upplýsingar voru á mannamáli, engar langlokur og náðuð þið að tengja okkur við bitran raunveruleika og hörmungar fólks á öllum aldri og kynjum i þróunarlöndum heimsins. Og ekki síst nauðsyn þess fyrir heiminn allan að taka af festu og ábyrgð á aðstæðum fólks sem þarf sannanlega á hjálp okkar að halda. Það er allt undir og þið komuð því vel til skila. Tilfinningin var einnig sú eftir fundinn að við Íslendingar erum lánsöm þjóð að hafa fagfólk með mikla þekkingu sem fer fyrir okkur i þróunar- og hjálparstarfi,‘‘ er haft eftir einum þingmanni á vef Félags Sameinuðu þjóðanna.</p> <p style="text-align: start;">Þar segir enn fremur að markmið þróunarsamvinnu krefjist aukinnar umræðu, þar með talið mannúðaraðstoðar, og hvernig megi sem best nýta þá fjármuni sem settir eru í málaflokkinn þannig að þeir komi til móts við þarfir þeirra sem mest þurfi á aðstoð að halda.</p> <p style="text-align: start;">Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (FFÞ) eru: ABC barnahjálp, Barnaheill, CLF á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Rauði Krossinn á Íslandi, SOS Barnaþorp, UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi. Viðburðurinn var haldinn sem hluti af fræðsluvettvanginum“ Þróunarsamvinna ber ávöxt“.</p>

18.11.2022UNICEF sker upp herör gegn mismunun og fordómum

<span></span> <p>Kynþáttafordómar og mismunun gagnvart börnum á grundvelli þjóðernis, tungumáls og trúar eru algengir víðs vegar um veröldina, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadagur barna er á sunnudaginn, 20. nóvember. </p> <p>Í skýrslunni er horft til áhrifa mismununar gagnvart börnum og sýnt fram á að hvaða marki kynþáttafordómar og mismunun hafi áhrif á menntun þeirra, heilsu, aðgengi að skráðum fæðingarvottorðum og síðast en ekki síst á réttlátu dómskerfi. </p> <p>„<span>Kerfislægir kynþáttafordómar og mismunun </span>geta leitt til þess að börn búi við skort <span>og útskúfun sem getur varað alla ævi," sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. "Þ</span>að<span> særir okkur öll. Að vernda réttindi allra barna – hver sem þau eru, hvaðan sem þau koma – er öruggasta leiðin til að byggja upp friðsælli, velmegandi og réttlátari heim fyrir alla." </span></p> <p><span>Í skýrslunni kemur fram að börn úr jaðarsettum þjóðernis-, tungumála- og trúarhópum, frá 22 lág- og meðaltekjulöndum sem </span>lögð voru til grundvallar í greiningu<span>, eru langt á eftir jafnöldrum sínum</span> í efnameiri löndum<span> í lestrarfærni.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rZNEDdtExyI" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í tilefni af alþjóðadeginum á sunnudag hefur landsnefnd UNICEF á Íslandi hleypt af stokkunum nýju kynningarátaki sem hófst í morgun með frumsýningu á áhrifamiklu myndbandi sem er framleitt í samstarfi við Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason, kvikmyndaframleiðanda. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p>

17.11.2022Ísland og Noregur veita Matvælaáætlun SÞ stuðning í Malaví

<span></span> <p><span>Sendiráð Íslands og Noregs hafa veitt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, í Malaví fjárhagslegan stuðning í viðbrögðum við matvælaskorti í landinu. Nú fer í hönd „magra” tímabilið þar sem margir Malavar hafa lítið sem ekkert til hnífs og skeiðar. Sameiginlega framlag norrænu þjóðanna tveggja nemur 4,1 milljón bandaríkra dala, eða rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Skrifað var undir samning um stuðninginn í Lilongve í gær.</span></p> <p><span>Paul Turnbull umdæmisstjóri WFP í Malaví hrósar ríkisstjórnum Íslands og Noregs fyrir „eindreginn vilja til að tryggja fæðuöryggi þeirra sem eru viðkvæmastir á þessu einstaklega erfiða tímabili,” eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá WFP og sendiráðum Íslands og Noregs í Malaví.</span></p> <p><span>Framlaginu verður ráðstafað með beinum fjárframlögum til íbúa héraðanna Balaka og Chikwawa þar sem smábændur hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna hækkandi orku-og matvælaverðs. </span></p> <p><span>Talið er að um 3,8 milljónir manna séu í bráðri hættu vegna matvælaskorts og þurfi á matvælaaðstoð að halda á tímabilinu fram til mars á næsta ári. Fjölgun þeirra sem þurfa á slíkum stuðningi að halda nemur rúmlega 130 prósentum miðað við sama tíma í fyrra. Malaví hefur orðið fyrir illa úti í matvælakreppunni í heiminum þar sem hrikaleg áhrif náttúruhamfara hafa leitt til hækkandi verðs á matvælum, orku og aðföngum. Átökin í Úkraínu hafa einnig stuðlað að verðhækkunum. </span></p> <p><span>„Ísland er staðfast í stuðningi við berskjaldaða íbúa Malaví sem horfast í augu við hungur,” segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví. „Aukin hætta á loftslagstengdum áföllum fyrir fátæk sveitaheimili eykur á vítahring fæðuóöryggis og þess vegna tók Ísland þátt í samstarfi við WFP um stuðning við heimili í viðkvæmri stöðu um að draga úr, stjórna og sýna seiglu gagnvart áhrifum þessara áfalla.“ </span></p> <p><span>Ríkisstjórn Malaví þakkar Noregi og Íslandi fyrir rausnarlegt framlag til að bregðast við „magra” tímabilinu 2022-2023,“ segir Charles Kalemba, ráðuneytisstjóri sveitastjórnarráðuneytisins. „Stuðningur þeirra tryggir að færri Malavíbúar líði hungur og að Malaví geti áfram einbeitt sér að þróunarmarkmiðum sínum eins og þau eru útlistuð í stefnunni Malaví 2063.“</span></p> <p><span>Frá árinu 2014 hefur Ísland stutt við heimaræktaðar skólamáltíðir</span><span> WFP í Mangochi og nýlega aukið stuðning til byggja upp seiglu gagnvart loftslagsbreytingum</span><span> í sama héraði. Að auki studdi Ísland starfsemi WFP sem tengist viðbrögðum við COVID-19 á landsvísu jafnframt því að veita fórnarlömbum flóða í Chikwawa-héraði stuðning fyrr á árinu.</span></p> <p><span><a href="https://www.wfp.org/news/iceland-and-norway-help-wfp-mount-response-hunger-peaks-malawi" target="_blank">Fréttatilkynning WFP</a></span></p>

16.11.2022Fólksfjölgun í heiminum stöðvast árið 2080

<span></span><span></span> <p>Jarðarbúar verða flestir árið 2080 eða 10,4 milljarðar manna. Samkvæmt nýjustu mannfjöldaspám Sameinuðu þjóðanna er áætlað að helmingur fólksfjölgunar verði í níu löndum: Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Egyptalandi, Eþíópíu, Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Filippseyjum, Tansaníu og Bandaríkjunum.</p> <p>Eins og sagt var frá í fréttum í gær, í tilefni af þeim tímamótum að við jarðarbúar vorum orðnir átta milljarðar talsins, eru auknar lífslíkur ein ástæða mannfjölgunar. Aldraðir – eldri en 65 ára – eru nú um tíu prósent mannkyns en verða sextán prósent árið 2050. Lífslíkur hafa aukist mismikið milli heimshluta, mest í Suður-Kóreru þar sem lífslíkur hafa aukist um þrjátíu ár á fimmtíu ára tímabili. Í Afríku hefur ævilengd aukist um tíu ár frá aldamótum.</p> <p>Árið 1950 fæddi hver kona að jafnaði fimm börn. Á síðasta ári fæddu konur í heiminum að jafnaði 2,3 börn. Áfram er reiknað með fækkun fæðinga og því spáð að talan verði komin niður í 2,1 fæðingu að jafnaði um miðja öldina. Fæðingartíðni í Evrópu er komin niður í 1,6 fæðingar á hverja konu. Í álfunni eru einungis 25 prósent íbúa yngri en 25 ára en hlutfallið er 60 prósent í Afríkuríkjum. Þar er fæðingartíðnin um 4,7 börn.</p> <p>Í mörg ár hafa lífslíkur í heiminum aukist en á síðustu árum hefur orðið breyting á. Milli áranna 2019 og 2021 lækkuðu þær úr 72,8 árum í 71 ár. Helsta ástæðan er sögð vera heimsfaraldur kórónuveirunnar.</p>

15.11.2022Mannkyn átta milljarðar: Fögnum fjölbreytileika og framförum

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;">Í dag, 15. nóvember 2022, verðum við átta milljarðar sem búum þessa jörð. „Á þessum tímamótum er tilefni til að fagna fjölbreytileika og framförum um leið og hugað er að sameiginlegri ábyrgð mannkyns á jörðinni,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.</p> <p>Mannkyni fjölgar mest vegna þess að fólk lifir lengur. Fernt vegur þyngst, betri lýðheilsa, betri næring, aukið persónulegt hreinlæti og framfarir í læknavísindum. En mannkyni fjölgar líka hratt vegna þess að í sumum löndum fæðast mörg börn.</p> <p>Það tók mannkynið tólf ár að fjölga úr sjö milljörðum í átta. Mannfjöldaspár segja að eftir fimmtán ár verði íbúar jarðarinnar níu milljarðar. Árið 2037. Það er til marks um að heildarfjölgun jarðarbúa hægir á sér.</p> <p>Í löndum þar sem flest börn fæðast að jafnaði í hverri fjölskyldu eru að jafnaði lægstu tekjur á mann. Fólksfjölgun í heiminum hefur því með tímanum orðið sífellt meiri meðal fátækustu ríkja heims. Flest þeirra eru í Afríku sunnan Sahara. Sameinuðu þjóðirnar benda á að i þessum löndum geti viðvarandi og hröð fólksfjölgun komið í veg fyrir að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun náist sem er „besta leið heimsins í átt að hamingjusamri og heilbrigðri framtíð,“ eins og segir í <a href="https://www.un.org/en/dayof8billion" target="_blank">frétt</a>&nbsp;samtakanna.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar vekja líka athygli á því að þótt mannfjölgun auki umhverfisáhrif séu hækkandi tekjur á mann helsti drifkraftur ósjálfbærs framleiðslu- og neyslumynsturs. „Þau ríki þar sem neysla og losun gróðurhúsalofttegunda er mest eru þau ríki þar sem tekjur eru hæstar, ekki þau ríki þar sem mannfjölgunin er mikil.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/l7BJj7Webf8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf með afgerandi hætti að draga úr ósjálfbæru framleiðslu- og neyslumynstri til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. „Samt gæti hægari fólksfjölgun í marga áratugi hjálpað til við að draga úr frekari uppsöfnun umhverfisskaða á síðari hluta yfirstandandi aldar,“ segir í fréttinni.</p> <p><a href="https://www.unfpa.org/8billion">Vefur Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna: 8 billions – A world of Infinite Possibilities</a> </p>

14.11.2022Stefnir í enn eitt metár hungurs í heiminum

<span></span> <p>Óttast er að árið 2022 verði enn eitt metár matvælaskorts í heiminum. Matvælakreppan leiðir til þess að sífellt fleiri eiga nánast ekki til hnífs og skeiðar. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, kallar eftir skjótum aðgerðum vegna alvarlegs fæðuskorts og vill að komist verði að rótum vandans. </p> <p>Matvælakreppan samtvinnast af mörgum þáttum eins og loftslagsbreytingum, stríðsátökum og efnahagserfiðleikum. Hún hefur leitt til mikillar fjölgunar hungraðra á þessu ári, úr 282 milljónum í 345 milljónir. Snemma árs ákvað WFP að auka stuðning við ört stækkandi hóp hungraðra og setti markið að ná til 153 milljóna manna á árinu. Um mitt ár hafði tekist að koma matvælaaðstoð til 111,2 milljóna.</p> <p>„Við stöndum frammi fyrir fordómalausri matvælakreppu og það eru blikur á lofti um að við höfum enn ekki séð það versta,“ segir David Beasly framkvæmdastjóri WFP. „Síðustu þrjú árin hefur hungur í heiminum slegið hvert metið á fætur öðru. Ástandið getur vernsað og gerir það nema til komi stórt og samstillt átaka til að takast á við rætur kreppunnar.“</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar í mannúðarmálum halda enn aftur að hungursneyð í fimm löndum: Afganistan, Eþíópíu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen. Þá berast þessa dagana fregnir af gífurlegu hungri íbúa Haíti, því mesta sem sögur fara af á eynni.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er leiðandi á sviði matvælaaðstoðar og fæðuöryggis. Stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2020 fyrir baráttu þeirra gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum.&nbsp;Íslensk stjórnvöld ákváðu í síðasta mánuði að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vegna alvarlegs mannúðarástands víðsvegar um heim.</p>

11.11.2022Buikwe: Nýtt húsnæði fyrir velferðar- og jafnréttismál

<span></span> <p>Sendiráð Íslands í Kampala hefur nýlega samþykkt að kosta byggingu skrifstofuhúsnæðis fyrir deild velferðar- og jafnréttismála í öðru samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe. Um er að ræða hluta af undirbúningsáfanga samstarfsverkefnis héraðsstjórnvalda og Íslands sem kallast „Efnahagsleg valdefling kvenna og ungmenna í Buikwe-héraði”.</p> <p>Deildin býr við mjög lélega vinnuaðstöðu og skortir nauðsnynlegan búnað. Bættur aðbúnaður mun gera starfsfólki kleift að að sinna sem best verkefninu og þeim mikilvægu málaflokkum sem undir deildina heyra, þar á meðal eru velferðarmál, jafnréttismál og atvinnumál. </p> <p>Samningur um byggingu húsnæðisins var undirritaður í vikunni og fyrsta skóflustungan var tekin í gær, 10. nóvember. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið snemma á næsta ári. </p>

10.11.2022Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hungurs í Afríku

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun til að styðja við viðbrögð vegna yfirvofandi hungursneyðar í Afríku, sem ógnar 146 milljónum íbúa um alla álfuna. Þar af eru 22 milljónir á Horni Afríku sem standa frammi fyrir alvarlegu fæðuóöryggi.</p> <p>„Það er bæði þörf á fjármagni og pólitískum vilja alþjóðasamfélagsins til að bregðast við þeim alvarlega fæðuskorti sem við blasir í Afríku. Án fullnægjandi viðbragða mun mikill fjöldi fólks látast úr hungri og sjúkdómum sem tengjast alvarlegum fæðuskorti, vannæringu og hungri. Afleiðingarnar munu vara í ár og jafnvel áratugi. Hungur og fæðuskort má rekja til veikra innviða, fátæktar, aukinnar verðbólgu, orkukreppu og vopnaðra átaka Úkraínu og öðrum ríkjum, auk þeirra alvarlegu og neikvæðu breytinga sem eru að verða af völdum loftslagsbreytinga,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/neydarsofnun-rauda-krossins-a-islandi-vegna-hungurs-i-afriku/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</p> <p>Í Sómalíu, þar sem Rauði krossinn á Íslandi hefur veitt stuðning frá árinu 2012, er fjöldi vannærðra barna sem þarfnast umönnunar kominn yfir 1,8 milljónir&nbsp;á þessu ári og eitt af hverjum sex börnum þjáist nú af alvarlegri vannæringu.</p> <p>„Við erum að upplifa hungur af stærðargráðu sem átti aldrei að sjást aftur,“ segir Kristín S. Hjámtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Um eða yfir 20 ríki í Afríku standa frammi fyrir svo alvarlegum vanda að alþjóðasamfélagið verður bregðast við á afgerandi hátt til að afstýra þeim hörmungum, þjáningum og hungurdauða sem alltof margir standa annars frammi fyrir. Við í Rauða krossinum, ásamt systurfélögum okkar í Afríku, gerum hvað við getum, en betur má ef duga skal,“ bætir Kristín við og kallar eftir aukinni samábyrgð fyrirtækja, almennings og stjórnvalda. „Okkur ber siðferðisleg skylda til að leggja okkar af mörkum og þar með einnig koma í veg fyrir að mikill fjöldi fólks neyðist til að leggja á flótta. Það má ekki gleyma því að á bak við þennan fjölda er raunverulegt fólk; karlar, konur og börn sem berjast fyrir lífi sínu og takast á við daglegt hungur sem getur að lokum leitt til dauða.“</p> <p>Útlit er fyrir að ástandið komi til með að versna en þó er margt sem hægt er að gera til að bjarga mannslífum. Það þarf hins vegar að bregðast hratt við og veita lífsbjargandi aðstoð til þeirra milljóna íbúa sem þurfa á mataraðaðstoð að halda.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi ásamt alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum hvetur almenning til að kynna sér hvað er að gerast í Afríku og leggja sitt af mörkum til mannúðarviðbragða. Áherslan er lögð á að bjarga mannslífum. Rauða kross-hreyfingin veitir neyðaraðstoð eins og að úthluta peningum og matarbirgðum fyrir börn og bæta aðgengi að hreinu vatni og grunnheilbrigðisþjónustu. Á sama tíma þurfum við að gera meira, hraðar og betur með hjálp nærsamfélagsins.</p> <p>Hægt er að veita stuðning með því að senda HJÁLP í síma 1900, leggja inn með Aur/Kass: raudikrossinn eða leggja beint inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649.</p>

10.11.2022Kanna kælingu epla undir Himaljafjöllum með jarðvarma frá lághitasvæðum

<span></span> <p>Eplabændur í Kinnaur héraði í Himachal héraðinu í norðurhluta Indlands undir Himaljafjöllum eru áhugasamur um tilraunaverkefni á vegum íslenska þróunarfyrirtækisins GEG ehf. um nýtingu á jarðvarma frá lághitasvæðum til að kæla ávexti, einkum epli, sem héraðið er þekkt fyrir. Á dögunum heimsótti óháður ráðgjafi heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu verkefnasetur GEG á Indandi. Heimsmarkmiðasjóðurinn, sem rekinn er af utanríkisráðuneytinu, styrkir verkefnið.</p> <p>Í fjallahéraðinu er að finna jarðvarma á lághitasvæðum og verkefnið snýst um að rannsaka möguleika á því að nýta hann til að keyra gufudrifna kæliklefa fyrir epli. Sú aðferð yrði til muna ódýrari leið til að kæla ávextina en nýting á raforku, auk þess að eplin geymast lengur í kælum og bændur fá hærra verð fyrir þau á markaði. Engar kæligeymslur eru fyrir hendi í héraðinu.</p> <p>Guðni Bragason sendiherra Íslands á Indlandi átti fund í sumar með Jai Ram Thakur, forsætisráðherra fylkisins. Tilgangur var sá að kynna jarðvarmaverkefni GEG í fylkinu en forsætisráðherrann er áhugasamur um jarðvarmanýtingu, ekki aðeins fyrir landbúnaðarframleiðslu í Kinnaur heldur einnig fyrir framþróun ferðamennsku og fiskeldis.</p> <p>Ráðgjafi heimsmarkmiðasjóðsins heimsótti eplabúgarða og ræddi við eplaræktendur. Hann fór einnig í vettvangsheimsókn á vatnasvæði Satluj árinnar þar sem fyrsta borun á vegum GEG fór fram í síðasta mánuði. Einnig var farið í heimsóknir á nokkur önnur möguleg lágvarðhitasvæði.</p> <p>Verkefninu á að ljúka í árslok 2023. </p>

09.11.2022Sima Bahous framkvæmdastýra UN Women heiðursgestur viðburðar í HÍ

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi stendur á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember, fyrir viðburðinum&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/events/391807699738698/">„Moving Forward: Partnership for an Equal World“</a>, sem fram fer í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst klukkan 10:00.</p> <p>Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, verður heiðursgestur viðburðarins. Hún ræðir meðal annars mikilvægt samstarf UN Women við Ísland í erindi sínu, en stofnunin á í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld og ríkislögreglu um jafnréttismál, að því er fram kemur í&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sima-bahous-framkvaemdastyra-un-women-heidursgestur-vidburdar-i-hi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women. Þá er stuðningur Íslendinga við verkefni stofnunarinnar eftirtektarverður, en íslenska landsnefndin hefur sent hæsta framlag allra landsnefnda til verkefna UN Women á heimsvísu sjö ár í röð, óháð höfðatölu. Bahous fjallar jafnframt um stöðu jafnréttismála í heiminum í dag og helstu áskoranir sem blasa við UN Women í framtíðinni.</p> <p>Eliza Reid, forsetafrú, setur viðburðinn og eftir erindi Bahous fara fram pallborðsumræður um stöðu jafnréttis og mikilvægi samvinnu til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur í jafnréttismálum á síðastliðnum árum.</p> <p>Þátttakendur í pallborði eru Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi ráðherra, Andrés Ingi Jónsson þingmaður, Tatjana Latinovic, formaður kvenréttindafélags Íslands, Askur Hannesson meðlimur Ungmennaráðs UN Women á Íslandi, og Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor Háskóla Íslands. Umræðustjóri er Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra.</p> <p></p>

08.11.2022Tekið á móti börnum í birtu hvenær sólarhringsins sem er

<p>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe og þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar GiZ/Energising Development afhentu formlega í síðustu viku sólarknúin rafmagnskerfi sem sjá fjórum skólum og fjórum heilsugæslum í Mangochi héraði fyrir hreinni, ódýrri og endurnýjanlegri orku.</p> <p>Athöfnin fór fram á heilsugæslunni í Kadango-þorpi. Þar fjármagnaði Ísland byggingu fæðingardeildar og biðskýlis fyrir verðandi mæður. Nú á heilsugæslan sólarknúið rafmagnskerfi sem veitir lýsingu innan- og utandyra og inni á heimilum starfsfólks rétt hjá, auk þess að tryggja rafmagn fyrir heilbrigðistæki og tól sem eru notuð þar.</p> <p>„Við vorum vön að biðja barnshafandi konur og aðstandendur þeirra að koma með vasaljós eða lampa á fæðingardeildina svo við gætum annast þær í myrkrinu. Í dag get ég stolt sagt þeim að við getum tekið á móti þeim og börnunum þeirra í birtu hér í Kadango, hvenær sem er sólarhringsins og engin þörf fyrir þær sjálfar að koma með ljós,“ segir Emma Godwe forstöðukona heilsugæslunnar.</p> <p>Sólarknúnu rafmagnskerfin anna orkuþörf það vel að heilsugælslan hefur nær ekkert þurft að reiða sig á rafveitukerfið í landinu sem er bæði dýrt og óstöðugt. í Malaví hafa tæplega 12 prósent þjóðarinnar aðgang að rafmagni sem er mjög óstöðugt og oft bara í fáeinar klukkustundir á dag. Því hefur sólarorkan sparað rekstrarkostnað auk þess að bæta heilbrigðisþjónustu og aðstöðu starfsfólks. Afhendingin á rafmagnskerfunum var lokaáfangi á verkefni GiZ/Energising Development (EnDev) sem fjármagnað var af Íslandi í þrjú ár. Meginmarkmið verkefnisins var að veita skólum og heilsugæslum aðgang að sólarknúnu rafmagni og orkusparandi eldhlóðum til að draga úr eldiviðarnotkun við eldamennsku. Þessi aðstoð er hluti af heildstæðum stuðningu Íslands við Mangochi héraði.</p> <p>„Ísland hefur fjárfest mikið í að mæðra- og ungbarnavernd og menntun barna í sveitum Mangochi sem eru afskekktar en fjölmennar. Í dag fögnum þessari mikilvægu viðbót og við sjáum strax ávinningin: heilbrigðisþjónusta er tryggð dag sem nótt, starfsfólk er ánægðara í starfi þegar það fær aðgang að stöðugu rafmagni fyrir tæki og heimili sín. Og að orkan sé græn og sjálfbær ef viðhaldið á réttan hátt, er gríðarlega mikilvægt fyrir Malaví og okkur sem framlagsríki. Samstarfið við GiZ/EnDev hefur verið einkar ánægjulegt og gengið vel en þau hafa enn fremur þjálfað héraðsyfirvöld sem eiga að viðhalda og gera við kerfin og þannig stuðla að sjálfbærni þeirra til lengri tíma,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri við sendiráð Íslands í Lilongve.</p>

08.11.2022Tvær milljónir barna utan skóla í Pakistan vegna flóða

<span></span> <p>Tvær milljónir barna í Pakistan glata réttindum sínum til menntunar í kjölfar verstu flóða í sögu landsins sem eyðilögðu og skemmdu um 27 þúsund skóla. „Eftir að hafa upplifað eitt lengsta tímabil án skóla í veröldinni vegna heimsfaraldursins þá bíður þessara barna áframhaldandi óvissa sem ógnar framtíð þeirra,“ segir&nbsp;Robert&nbsp;Jenkins, alþjóðlegur yfirmaður menntamála hjá&nbsp;UNICEF, eftir að hafa heimsótt flóðasvæði Pakistan í vikunni.</p> <p>Um tveir mánuðir eru liðnir frá því milljónir Pakistana misstu heimili sín, lífsviðurværi og öryggi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lætur í ljós áhyggjur af skori á aðgengi að menntun eftir hamfarirnar.</p> <p>„Hamfaraflóðin í Pakistan lögðu undir sig stóran hlut landsins og á þeim svæðum sem verst urðu úti sést enn rétt svo í húsþök skólabygginga, tveimur mánuðum síðar. Því lengur sem skólar eru lokaðir því meiri hætta er á börn eigi ekki afturkvæmt á skólabekk sem aftur eykur hættuna á þau endi í barnaþrælkun, barnahjónaböndum eða sem þolendur annars konar misnotkunar og ofbeldis,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Þar kemur enn fremur að á þeim svæðum sem urðu verst úti í flóðunum hafi verið fyrir viðkvæm samfélög. „Einn af hverjum þremur drengjum og stúlkum voru ekki í skóla fyrir hamfarirnar og helmingur barna glímdi við vaxtar- og þroskaskerðingar sökum vannæringar.&nbsp;UNICEF&nbsp;lýsir áhyggjum sínum yfir því að núverandi ástand geti aukið þá neyð.“</p> <p>UNICEF hefur&nbsp;komið&nbsp;upp rúmlega 500 tímabundnum skólasvæðum á verst settu svæðunum og veitt nemendum og kennurum stuðning með skólagögnum. Að auki þjálfar UNICEF kennara til veita sálfélagslega aðstoð og heilsueftirlit og styðja þannig við andlega og líkamlega heilsu barna.</p> <p>„Fyrir mörg börn sem aldrei höfðu haft aðgengi að skóla eru þessi tímabundnu kennslusvæði þeirra fyrsta reynsla af námi. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að þau haldi áfram að mennta sig þegar þau snúa aftur heim,“ segir&nbsp;Jenkins.</p>

07.11.2022Loftslagsráðstefnan hafin í Egyptalandi

<span></span> <p>Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP27, hófst í Sharm el-Shekh í Egyptalandi í gær. Þar setjast á rökstóla fram til 18. nóvember oddvitar ríkja, ráðherrar og samningamenn, ásamt borgarstjórum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og fulltrúum fyrirtækja.</p> <p><span>Að sögn UNRIC, Upplýsingjaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, byggir 27. ráðstefna aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál&nbsp;<a href="https://unfccc.int/cop27">COP27</a> á niðurstöðum síðustu loftslagsráðstefnunni,&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/climatechange/cop26">COP26</a>,&nbsp;í Glasgow. „Þar ber hæst brýn þörf fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla loftslagsþol og aðlögun að óumflýjanlegum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá mun marglofuð aðstoð til þróunarríkija til að fjármagan loftslagsaðgerðir verða í brennidepli,“ segir í <a href=" https://unric.org/is/ad-skila-arangri-i-thagu-folksins-og-planetunnar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC.</span></p> <p><span>„Markmið&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/10/1129947">COP27</a>&nbsp;er að endurnýja samstöðu ríkja til að tryggja árangur hins sögulega Parísarsamkomulags. Ráðstefnan er haldin á tímum vaxandi orkukreppu, öfgaveðurfars og samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sem aldrei hefur verið meiri. Aldrei hefur verið brýnna að skila árangri í þágu fólksins og plánetunnar,“ segir þar enn fremur.</span></p> <p><span>Hér má sjá greinar um&nbsp;<a href="https://unric.org/is/fimm-leidir-rikja-til-ad-adlagast-loftslagskreppunni/">aðlögun að loftslagsbreytingum</a>&nbsp;sem búast má við að verði í brennidepli á ráðstefnunni. Þá má finna umfjöllun um skýrslur Sameinuðu þjóðanna sem birtar eru í aðdraganda COP27 um <a href="https://unric.org/is/hiti-haekkad-tvofalt-meira-i-evropu-en-ad-medallagi-i-heiminum/">hækkun hitastigs</a>&nbsp;í Evrópu, losun&nbsp;<a href="https://unric.org/is/unep-engin-truverdug-leid-til-ad-na-1-5c-markinu/">CO2</a>, bráðnun&nbsp;<a href="https://unric.org/is/unesco-heimsthekktir-joklar-verda-horfnir-fyrir-2050/">jökla</a>, þörf á&nbsp;<a href="https://unric.org/is/unep-adlogun-ad-loftslagsbreytingum-ber-ad-setja-i-forgang/">fjármögnun aðlögunar</a>&nbsp;og um&nbsp;<a href="https://unric.org/is/ur-haloftum-i-idur-jardar-og-skofatnad-bjarkar/">förgun</a>&nbsp;kolefnis. Hér má svo sjá útskýringar á helstu&nbsp;<a href="https://unric.org/is/ad-afrugla-cop27-helstu-hugtok-loftslagsbreytinga/">hugtökum</a>&nbsp;í umræðum um loftslagsbreytingar.</span></p>

04.11.2022Afhending skóla og almenningssalerna í Buikwe og Namayingo

<span></span> <p>Á allra síðustu dögum hefur mörgum verkefnum verið lokið í samstarfshéruðum Íslands í Úganda, Buikwe og Namayingo, meðal annars skólabyggingum og almenningssalernum. Verkefnin eru huti af viðamiklu samstarfi íslenskra stjórnvalda með héraðsyfirvöldum á sviði mennta- og hreinlætismála.</p> <p>Afhending Baskerville grunnskóla- og framhaldsskóla í Buikwe héraði fór fram 27. október. Í verkefninu fólst endurnýjun og endurbætur á kennslustofum, húsnæði fyrir skólastjóra, tölvuherbergi og bókasafni. Alls eru þrír grunnskólar í Buikwe enn í endurbyggingu og verða afhentir þegar þeir eru tilbúnir, Kalagala UMEA, Ssi og Zzitwe, og St. Peter´s Senyi.</p> <p>Fyrsta nóvember voru fjórar hreinlætisaðstöður afhentar í Namayingo, þrjár fyrir almenning en sú fjórða fyrir Siabone grunnskólann með séraðstöðu fyrir stelpur og stráka.. </p> <p>Daginn eftir varð afhending í Namayingo á hreinlætisaðstöðu í Busiula grunnskólanum, einnig í Mulombi, Mutumba B og Famu. Í framhaldinu var Mutumba grunnskólinn afhentur, þar sem endurnýjun og endurbætur voru gerðar á skólastofu, stjórnunarbyggingu, eldhúsi skólans, starfsmannahúsi og eldhúsi og að lokum hreinlætisaðstöður fyrir stelpur og stráka. Í gær voru tvær aðrar hreinlætisaðstöður afhentar, fyrir Maruba og Lufudu grunnskólana. </p> <p>Sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í Kampala, embættismenn Buikwe og Namayingo héraðanna og skólastjórnendur voru viðstödd afhendinguna. </p>

03.11.2022Varað við uppflosnun og átökum vegna loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Loftslagsbreytingar leiddu til þess að 22,2 milljónir manna lentu á vergangi á síðasta ári og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að árið 2050 gæti þessi tala verið komin upp í 216 milljónir. Í nýrri skýrslu bendir stofnunin á margfalda áhættu af loftslagsbreytingum vegna félagslegrar spennu og uppflosnunar samfélaga vegna takmarkaðra auðlinda.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://www.wfp.org/publications/wfp-climate-action-fragile-contexts" target="_blank">WFP Climate Action in Fragile Contexts</a>&nbsp;– kemur fram að í þeim tuttugu löndum sem eru viðkvæmust fyrir áhrifum loftslagsbreytinga séu vopnuð átök í tólf ríkjum. Þá bendir stofnunin á þá staðreynd að íbúar þessara ríkja hafi fengið óverulegan hluta af fjárhagsstuðningi sem alþjóðasamfélagið veitir vegna loftslagsbreytinga.</p> <p>„Til að takast á við loftslagskreppuna og tryggja fæðuöryggi á heimsvísu er brýn þörf á að forgangsraða aðgerðum í loftslagsmálum á viðkvæmum svæðum þar sem átök geisa. Beina þarf fjármagni til þessara viðkvæmu staða til að styðja samfélög til að laga sig að loftslagsbreytingum, bæta friðarhorfur og hverfa frá síendurteknum vítahringjum áfalla sem kalla á mannúðaraðstoð,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti svipuðum skoðunum á upplýsingafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann telur nauðsynlegt að ræða viðbrögð við loftslagsbreytingum í ljósi áhrifa þeirra á stríðsátök og uppflosnun samfélaga. Hann kvaðst vænta að þessar afleiðingar verði ræddar á COP27 loftslagsráðstefnunni sem hefst í Egyptalandi um helgina.</p>

02.11.2022Fótboltar til malavískra skólabarna

<span></span> <p>Börn í SOS barnaþorpum í Malaví fengu á dögunum afhenta að gjöf fótbolta frá Samtökum íslenskra ólympíufara. Samtökin gáfu alls 48 fótbolta til malavískra barna sem DHL, alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna, sá um að koma á áfangastað.</p> <p>„SÍÓ ætl­ar að hvetja þjóða­sam­tök ólymp­íufara á hinum Norð­ur­lönd­un­um að gera slíkt hið sama og von­andi með stuðn­ingi við­kom­andi þró­un­ar­stofn­un­ar. Von stend­ur til að þessi bolta­send­ing sé að­eins byrj­un­in á far­sælu sam­starfi SÍÓ við SOS Barna­þorp­in í Mala­ví og önn­ur lönd í Afr­íku," seg­ir Jón Hjaltalín Magnús­son, formað­ur SÍÓ, í frétt á vef SOS.</p> <p>Þar segir ennfremur að öll börn eigi rétt á að leika sér og stunda íþróttir, það efli líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. „Eitt af sam­fé­lags­leg­um lang­tíma­mark­mið­um Sam­taka ís­lenskra ólympíufara (SÍÓ) er að að­stoða við stofn­un og efl­ingu íþrótta­fé­laga í þró­un­ar­lönd­um í sam­starfi við nær­liggj­andi skóla. Stuðn­ing­ur­inn felst meðal annars í að gefa bolta og ann­an bún­að og nám­skeið fyr­ir kenn­ara og þjálf­ara,“ segir í fréttinni.</p>

01.11.2022Neyðarástand vegna flóða í Suður-Súdan

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, hvetur til alþjóðlegs stuðnings við mannúðarstarf í Suður-Súdan, fjórða árið í röð, vegna gríðarlegra rigninga og flóða. Stofnunin segir að einnig sé ástæða til að óttast að loftslagsbreytingar á komandi árum geri aðstæður enn verri. </p> <p>Vatn þekur nú tvo þriðju hluta landsins. Rúmlega níu hundruð þúsund manns hafa orðið fyrir beinum búsifjum vegna flóðanna. Þau hafa sópað burt heimilum og búpeningur hefur drepist og valdið því að þúsundir hafa orðið að flýja. Afleiðingarnar sjást meðal annars í miklum matarskorti. Vatnsból hafa einnig mengast og aukið hættuna á sjúkdómum og faröldrum. </p> <p>Í héraðinu Unity State er höfuðborgin Bentiu orðin að eyju. Allir vegir til og frá borginni eru ófærir og aðeins með bátum og flugvélum er unnt að halda úti líflínu mannúðaraðstoðar til að veita hálfri milljón íbúa aðstoð. Búðir flóttamanna í landinu eru undir vatnsyfirborði en varðar með varnargörðum. Fólk vinnur dag og nótt við að dæla vatni með öllum tiltækum ráðum til þess að halda vatninu í skefjum og afstýra því að varnargarðarnir gefi sig.</p> <p>Í grannríkjum eru rúmlega 2,3 milljónir flóttamanna frá Suður-Súdan og talið er að innanlands séu álíka margir, eða um 2,2 milljónir íbúa á vergangi, auk þeirra 340 þúsunda íbúa sem hafast við í flóttamannabúðum.</p>

31.10.2022Uppbygging lyfjaframleiðslu í Malaví að hefjast

<span></span> <p>Líklegt er að þegar á næstu tveimur árum verði unnt að hefja lyfjaframleiðslu í Malaví með áherslu á lífsnauðsynleg lyf fyrir börn, auk bóluefna. Íslenska fyrirtækið Hananja ehf. og heilbrigðisvísindadeild háskólans í Malaví (Kamuzu University of Health Sciences, KUHeS), verða í samstarfi um uppbygginguna. Áformað er að byggja sjö þúsund fermetra lyfjaverksmiðju á vegum skólans í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Blantyre en fyrst um sinn verður framleiðslan í húsnæði skólans í borginni.</p> <p>Hananja ehf fékk fyrr á árinu 27 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu, úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, í þeim tilgangi að byggja upp og setja á fót óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju í Malaví. Verkefnið ber biblíuheitið Rephaiah, lyf Drottins.</p> <p>Sveinbjörn Gizurarson prófessor og framkvæmdastjóri Hananja ehf. segir dánartölur barna, yngri en fimm ára, háar í Malaví og unnt sé að bjarga stórum hluta þeirra barna með réttum lyfjum og lyfjaformum. Hann hefur átt fundi með Lazarus M. Chakwera forseta Malaví og Khumbize Kandodo Chiponda heilbrigðisráðherra sem báðir eru hvatamenn að verkefninu.</p> <p>„Það er þegar mikili spurn eftir ákveðnum lyfjum í allri Afríku sunnan Sahara og við sjáum enga þörf á því að bíða lengur eftir að hefja framleiðslu, bæði fyrir innlendan markað og alþjóðlegan,“ segir Sveinbjörn.</p>

28.10.2022Engin trúverðug leið til að ná Parísarsamkomulaginu

<span></span> <p>Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, verður ekki unnt að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar. Samkvæmt nýrri árlegri skýrslu stofnunarinnar er engin trúverðug leið er til að ná því takmarki að hlýnun jarðar haldist innan við 1,5° á celsíus.&nbsp; Kerfisbundinna umbreytinga sé þörf til þess að hægt sé að forðast loftslagshamfarir.</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, <a href="https://unric.org/is/unep-engin-truverdug-leid-til-ad-na-1-5c-markinu/" target="_blank">greinir frá</a>. <span></span>Í skýrslunni – <a href="https://www.unep.org/resources/emissions-gap-report-2022" target="_blank">Emissions Gap&nbsp;Report&nbsp;2022: The Closing Window – Climate crisis calls for rapid transformation of societies</a>&nbsp;– er birt spá um það hvað útblástur gróðurhúsalofttegunda verði mikill 2030 og hve mikill losunin megi vera til að hægt sé að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.</p> <p>„Í skýrslunni er sýnt fram á að uppfærð landsmarkmið frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, hafi lítil áhrif á spár um losun koltvísýrings 2030. Þar með sé langt í land með að ákvæðum Parísarsamningins um að halda hlýnun jarðar inna við 2°C, og helst 1,5°C verði náð. Ef ekki kemur til stefnubreyting má búast við að hlýnunin verði orðin 2,8°C&nbsp;við aldarlok,“ segir í frétt UNRIC.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/lQxlFi7nG4Y" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að mati skýrsluhöfunda þarf ekkert minna en algjöra umbreytingu þvert á öll kerfi til að tryggja þann gríðarmikla nauðsynlega niðurskurð til að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Þörf sé á 45 prósent niðurskurði miðað við núverandi stefnumótun til að ná 1,5°C markinu og 30 prósent til að halda hlýnunin innan við &nbsp;2°C.</p> <p>Sjá skýrsluna í heild&nbsp;<a href="https://www.unep.org/resources/emissions-gap-report-2022">hér</a>.</p>

27.10.2022UN Women og 66°Norður vinna með samvinnufélagi kvenna í Tyrklandi

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi og fyrirtækið 66°Norður hafa með stuðningi utanríkisráðuneytisins komið á þriggja ára samstarfi við samvinnufélagið SADA sem rekið er af sýrlenskum flóttakonum í samstarfi við tyrkneskar konur í Tyrklandi. Félagið heldur úti þríþættri starfsemi, textílframleiðslu, leðurvinnslu og veitingaþjónustu.</p> <p>Fulltrúar UN Women á Íslandi og&nbsp;<a href="https://www.66north.com/is">66°Norður</a>&nbsp;heimsóttu SADA í borginni Gaziantep í suðurhluta Tyrklands nýlega. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast starfsemi og umgjörð SADA Cooperative betur, en það var stofnað í mars árið 2019 með stuðningi frá UN Women,&nbsp; ASAM (Association for Solidarity with Asylum Seekers and Migrants) og Alþjóðavinnumálastofnuninni, ILO.</p> <p>Samkvæmt grein á vef UN Women er hugmyndin að SADA sprottin frá konunum sjálfum og markmiðið er að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/un-women/utryming-fataektar/">efla atvinnuþátttöku kvenna</a>&nbsp;á svæðinu, efla tengsl á milli flóttafólks og heimamanna og styðja við varanlegt fjárhagslegt sjálfstæði kvennanna.</p> <p>Aðeins 15 prósent af þeim sýrlensku konum sem búsettar eru í Tyrklandi hafa einhverskonar fasta atvinnu. Önnur 12 prósent reyna að framleiða vörur eða taka að sér tilfallandi verkefni gegn greiðslu. Flestar fá lág laun fyrir vinnu sína, vinna langa vinnudaga og við óviðunandi aðstæður. Af þeim konum sem ekki eru á vinnumarkaði, formlegum eða óformlegum, segjast aðeins 17 prósent vera í atvinnuleit. Umönnun barna, foreldra eða veikra fjölskyldumeðlima, heimilishald og heilsubrestir eru helstu ástæður þess að sýrlenskar konur komast ekki á atvinnumarkað.</p> <p><a href="https://unwomen.is/sada-kona-er-heimili-annarrar-konu/" target="_blank">Nánar á vef UN Women</a></p>

26.10.2022Málþing um framtíð þróunarmála og lífskjaraskýrslu Íslands

<span></span> <p>Á morgun, fimmtudaginn 27. október, fer fram málþing um framtíð þróunarmála og þann hluta lífskjaraskýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sem fjallar sérstaklega um Ísland. „Röskun lífs á óvissutímum: mótun framtíðarinnar í heimi umbreytinga“ – er yfirskrift skýrslunnar.</p> <p>Í síðustu lífskjaraskýrslu UNDP (Human Development Report) er því haldið fram að sífellt meiri óvissa valdi röskun á lífi fólks á fordæmalausan hátt. Í kynningu á málþinginu segir: „Þróunin undanfarin tvö ár hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir fólk um allan heim. Stríðið í Úkraínu fylgdi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins og þessir atburðir skullu á heiminum á tímum gríðarlegra félagslegra og efnahagslegra umskipta, loftslagsbreytinga og aukinnar sundrungar. Í fyrsta skipti á þeim 32 árum sem UNDP hefur tekið saman lífskjaralistann (Human Development Index), hefur lífskjörum almennt hnignað í heiminum tvö ár í röð.</p> <p>Þó eru ýmsir möguleikar á óvissutímum. Opin og frjáls umræða er lykillinn að því að takast á við óvissuna. Stefnur sem miða að fjárfestingum, tryggingum og nýsköpun munu leyfa fólki að takast á við óvissutíma. Á málþinginu verða þessar spurningar til umræðu ásamt því hvernig þær tengjast íslensku samhengi.“</p> <p>Málþingið fer fram í hádeginu á morgun, kl. 12:00-13:00, á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins flytur inngangserindi og Henrik Fredborg Larsen skrifstofustjóri UNDP kynnir Íslandshluta skýrslunnar. Í pallborðsumræðum taka þátt Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, Jón Geir Pétursson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði og Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Umræðum stýrir Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands.</p> <p>Viðburðurinn fer fram á ensku.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/events/660378452446118/" title="https://www.facebook.com/events/660378452446118/">Viðburðinn á Facebook.</a></p>

26.10.2022Veðuröfgar koma til með að ógna lífi allra barna að óbreyttu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kynnti í gær nýja skýrslu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>um nauðsyn þess að vernda börn fyrir auknum veðuröfgum. Þar er dregin upp sú svarta framtíðarsýn að öll börn í heiminum, um tveir milljarðar, komi að óbreyttu til með að búa við linnulitlar hitabylgjur um miðja öldina því nú þegar fjölgi slíkum hitabylgjum ört og bitni á 559 milljónum barna.</p> <p>Skýrslan ber yfirskriftina<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span><a href="https://www.unicef.org/reports/coldest-year-rest-of-their-lives-children-heatwaves" target="_blank">„The<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Coldest<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Year<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>of<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>the<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Rest of<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Their Lives: Protecting Children from<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>the<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Escalating<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Impacts<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>of<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Heatwaves.<span style="font-family: 'FiraGO Light';">“</span></a><span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span> Hún er gefin út í aðdraganda COP27 loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði.&nbsp;</p> <p>„Á árinu 2022 hafa hitabylgjur á bæði suður- og norðurhveli jarðar slegið öll met og reynir UNICEF með skýrslunni að varpa ljósi á alvarlegar afleiðingar þessa á börn. Nú þegar sjást afleiðingar þessa greinilega á sögulegum flóðum í Pakistan og miklum hamfaraþurrkum á Afríkuhorninu,“ segir í frétt frá UNICEF. Skýrsluhöfundar áætla að fyrir árið 2050 muni öll börn jarðar, rúmlega tveir milljarðar barna, upplifa aukna tíðni hitabylgja hvort heldur tekst að ná markmiðum um litla losun gróðurhúsalofttegunda og hækkun hitastigs um 1,7 gráður, eða mikla losun gróðurhúsalofttegunda með áætlaða hækkun hitastigs jarðar um 2,4 gráður árið 2050.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Fleiri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>b<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>rn munu ver<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>a fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>hrifum lengri, heitari og fleiri hitabylgja <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span> n<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>stu <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>rj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>t<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>u <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>rum sem <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>gna mun heilsu <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>eirra og velferð. Hversu skelfilegar afleiðingar þessarar þróunar verða veltur á þeim ákvörðunum sem við tökum NÚNA. Það er algjört lágmark að ríki heims setji<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>markmiðið um hámarkshlýnun<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>jar<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>ar <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> 1,5 gr<span style="font-family: 'FiraGO Light';">áð</span>ur og tv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>faldi a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>l<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>gunarframl<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>g s<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>n fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>ri<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> 2025. <span style="font-family: 'FiraGO Light';">Þ</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> er eina leiðin<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>til<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> bjarga framt<span style="font-family: 'FiraGO Light';">íð</span> barnanna og framt<span style="font-family: 'FiraGO Light';">íð</span> <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>essarar pl<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>netu,<span style="font-family: 'FiraGO Light';">“</span> segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>mdastj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>ri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF, <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>myrk <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> m<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>li. Hún segir ljóst a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> gera <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>urfi meira en l<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>gmarksmarkmi<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> gera r<span style="font-family: 'FiraGO Light';">áð</span> fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> dag.&nbsp;</p> <p>&nbsp;„Loftslagsöfgar ársins 2022 eiga að hringja viðvörunarbjöllum yfir þeim gríðarlegu hættum sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Vanessa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Nakate, loftlagsa<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>ger<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>asinni og G<span style="font-family: 'FiraGO Light';">óð</span>ger<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>arsendiherra<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF. <span style="font-family: 'FiraGO Light';">„</span>Hitabylgjur eru auglj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>st merki um <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>. Eins hl<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ý</span>tt og <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>etta <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>r hefur veri<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> n<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>r <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>llum heimshornum <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þá</span> er mj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>g l<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>klegt a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>etta ver<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>i samt sem áður kaldasta ár það sem eftir er ævi okkar. Það er búið að snúa hitastýringunni á plánetunni en þrátt fyrir það eru þjóðarleiðtogar ekki enn farnir að svitna. Okkar eina val er því að hækka hitann undir þeim og krefjast þess að þau leiðrétti þá stefnu sem við erum á. Leiðtogar heimsins verða að gera þetta á<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>COP27<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>r<span style="font-family: 'FiraGO Light';">áð</span>stefnunni, fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>ll b<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>rn og <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þá</span> s<span style="font-family: 'FiraGO Light';">é</span>rstaklega <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>au vi<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>kv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>mustu <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span> verst settu sv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æð</span>unum. Ef <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>au gr<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>pa ekki til a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>ger<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">–</span> og <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> strax<span style="font-family: 'FiraGO Light';">–</span> s<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ý</span>nir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>essi sk<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ý</span>rsla a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> hitabylgjur muni ver<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>a enn alvarlegri en þegar er spáð.“&nbsp;</p> <p><a href="https://www.unicef.is/kaldasta-ar-sem-eftir-er-aevi-theirra" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></p> <p>&nbsp;</p>

25.10.2022Hreint drykkjarvatn mannréttindi en ekki munaður

<span></span> <p>Fjórðungur jarðarbúa hefur enn ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni þótt tveir milljarðar hafi fengið slíkan aðgang á síðustu tveimur áratugum. Í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Alþjóðabankanum er skorað á ríkisstjórnir að byggja upp örugg neysluvatnskerfi, bæði til að tryggja aukið aðgengi að auðlindinni og til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.</p> <p>Samkvæmt sjötta heimsmarkmiðinu um sjálfbæra þróun á að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu fyrir árið 2030. Í skýrslunni – <a href="https://www.who.int/publications/i/item/9789240060807" target="_blank">State of the World´s Drinking Water</a>&nbsp;– er minnt á að aðgengi að vatni og viðunandi salernisaðstöðu felur í sér grundvallarmannréttindi.</p> <p>Í skýrslunni segir að loftslagsbreytingar valdi því að þurrkar og flóð verði tíðari og alvarlegri en áður með þeim afleiðingum að vatnsöryggi og vatnsforði raskast. Hröð borgarvæðing geri borgaryfirvöldum víða örðugt að flytja vatn til milljóna íbúa, einkum þar sem óskipulög samfélög hafa myndast, ekki síst í fátækrahverfum.</p> <p>„Með því að auka aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur tekist að bjarga mörgum mannslífum, einkum börnum. En loftslagsbreytingar spilla þeim árangri,“ segir Maria Neira yfirmaður þeirrar deildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem fer með umhverfismál, loftslagsbreytingar og heilsu. „Við verðum að spýta í lófana til að tryggja að sérhver einstaklingur hafi aðgengi að hreinu drykkjarvatni, eitthvað sem er mannréttindi en ekki munaður,“ bætir hún við.</p> <p>Í skýrslunni er gerð grein fyrir því hvernig vatn, heilsa og þróun samtvinnast og þar er að finna tillögur um aðgerðir fyrir stjórnvöld og samstarfsaðila um skipulag, samræmingu og stýringu vatnsveitna.</p> <p>„Það skiptir miklu máli fyrir heilsu, hagvöxt og umhverfi að fjárfesta í vatni og hreinlætisaðstöðu. Heilbrigðari börn verða heilbrigðari á fullorðingsaldri og leggja þar af leiðandi meira af mörkum til efnahags og samfélags,“ segir Saroj Kumar Jha, yfirmaður verkefnisins <a href="https://www.globalwaters.org/resources/assets/world-bank-water-global-practice" target="_blank">Water Global Practice</a>&nbsp;hjá Alþjóðabankanum. </p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa eins og kunnugt er í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfsríkjum lagt mikið kapp á að koma hreinu drykkjarvatni til íbúa og bæta aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu.</p>

24.10.2022Þörf á endurnýjaðri von um samstöðu

<span></span> <p>Í dag, á <a href="https://www.un.org/en/observances/un-day" target="_blank">stofndegi Sameinuðu þjóðanna</a>, kallar António Guterres aðalframkvæmdastjóri samtakanna eftir því að glæða gildi sáttmála Sameinuðu þjóðanna lífi í hverju heimshorni. Hann kallaði jafnframt eftir endurnýjaðri von og vissu um samstöðu á heimsvísu í ávarpi sem hann flutti í tilefni dagsins.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar upp úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar og stofnskrá samtakanna var staðfest á þessum degi, 24. október, árið 1945. „Á sama tíma og við höldum upp á dag Sameinuðu þjóðanna skulum við blása nýju lífi í von og trú okkar á því hverju við getum áorkað þegar við vinnum saman öll sem eitt,“ sagði Guterres og minnti á að samtökin hefðu verið stofnuð til þess að afstýra átökum og byggja upp alþjóðasamvinnu.</p> <p>„Í dag reynir á samtökin okkar sem aldrei fyrr. En Sameinuðu þjóðirnar voru gerðar fyrir svona augnablik.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/EglRJEQlsmo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Eitt af megin markmiðum Sameinuðu þjóðanna er <span></span>að binda enda á sárafátækt, draga úr ójöfnuði og bjarga heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. </p> <p>Guterres benti í ávarpi sínu á að Sameinuðu þjóðirnar ættu að standa vörð um jörðina, meðal annars með því að segja skilið við jarðefnaeldsneyti og hefja byltingu endurnýjanlegrar orku. <span></span>Hann vakti einnig athygli á því hvernig Sameinuðu þjóðirnar freista þess að skapa jöfn tækifæri og frelsi fyrir konur og stúlkur og tryggja um leið mannréttindi fyrir alla.</p> <p>Í tengslum við heimsmarkmiðin og aukið vægi þróunarsamvinnustefnu Íslands í þróunarstarfi og mannúðarmálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er ein staða hjá fastanefnd Íslands í New York <span></span>skilgreind sem staða þróunarsamvinnufulltrúa. Markmiðið er að fylgja betur eftir áherslum Íslands innan stofnana Sameinuðu þjóðanna sem sinna málaflokkum sem tengjast þróunarstarfi.</p>

21.10.2022Tuttugu og þrír sérfræðingar útskrifast frá Jarðhitaskóla GRÓ

<p>Tuttugu og þrír sérfræðingar frá tólf löndum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ í gær. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði og er sá 43. sem lýkur námi við skólann. Alls hafa nú 766 nemendur frá 65 löndum lokið námi frá Jarðhitaskólanum. Þá hafa 79 lokið meistaranámi og fimm doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi frá skólanum. Einnig hefur Jarðhitaskólinn haldið fjöldamörg styttri námskeið á vettvangi sem og á netinu.</p> <p>Í fyrsta sinn voru nemendur frá Perú í útskriftarhópnum, en áhersla Jarðhitaskólans á uppbyggingu jarðhita í rómönsku Ameríku hefur aukist síðustu ár. Miklar frosthörkur yfir köldustu vetrarmánuðina ógna mannslífum í byggðum í Andesfjallgarðinum en þar er að finna jarðhita sem nýta mætti samfélögunum á svæðinu til hagsbóta. Í ár voru einnig nemendur frá Afríku, Asíu og Karabíska hafinu í hópnum. Sérfræðingarnir halda nú til sinna heimalanda, en allir starfa þeir hjá samstarfsstofnunum Jarðhitaskólans eða fyrirtækjum á sviði orkumála.</p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri hélt ávarp við útskriftina og færði útskriftarhópnum hamingjuóskir utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Einnig héldu erindi Bjarni Gautason, sviðsstjóri vöktunar og fræðslu ÍSOR sem er hýsistofnun Jarðhitaskólans, Guðni Axelsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans og Peter Ndirangu Maina frá Kenía sem hélt ávarp fyrir hönd <a>nemenda</a>. Guðni afhenti nemendum útskriftarskírteinin ásamt Nínu Björk Jónsdóttur, forstöðumanni GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. </p> <p>Jarðhitaskólinn hefur starfað frá árinu 1979 og er ein fjögurra þjálfunaráætlana sem reknar eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. Hinar áætlanirnar eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Eftir útskrift Jarðhitaskólans í gær hafa nú alls 1.578 nemendur frá yfir 100 löndum lokið þjálfun hér á Íslandi á vegum þjálfunaráætlana GRÓ.</p> <p>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og hefur frá upphafi verið ein af helstu stoðum í íslenskri þróunarsamvinnu. Miðstöðin starfar á þeim sviðum þar sem Ísland hefur sérþekkingu sem getur nýst þróunarlöndum við að stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Nánari upplýsingar um miðstöðina má finna á vef GRÓ <a href="https://www.grocentre.is/is">www.grocentre.is</a></p>

19.10.2022Heilsufari kvenna og barna í heiminum hrakar

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur heilsufari kvenna og barna í heiminum hrakað á síðustu árum vegna stríðsátaka, heimsfaraldurs kórónuveirunnar og loftslagsbreytinga. Óttast er að verra heilsufar hafi hrikalegar afleiðingar á lífshorfur barna, ungs fólks og kvenna.</p> <p>Gögn sem lögð voru til grundvallar skýrslugerðinni sýna augljósa afturför þvert á nánast alla mælikvarða um líðan barna, marga hverja sem eru lykilmælikvarðar heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Frá útgáfu síðustu skýrslu um konur og börn fyrir tveimur árum mælist staðan verri nú hvað varðar fæðuöryggi, hungur og barnahjónabönd, auk þess áhætta vegna ofbeldis í nánum samböndum, þunglyndi og kvíði unglinga er marktækt meiri.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/protectthepromise.png?amp%3bproc=200x200" style="float: left;" />Skýrslan ber heitið „Verndum loforðið“ (<a href="https://protect.everywomaneverychild.org/" target="_blank">Protect the Promise</a>) og útgefendur eru meðal annars Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að talið sé að 25 milljónir barna hafi annað hvort verið vanbólusett eða óbólusett á árinu 2021, eða sex milljónum fleiri en árið 2019. Það eykur hættu á smiti af banvænum sjúkdómum. Þá misstu milljónir barna af formlegri skólagöngu á tímum heimfaraldursins og 80 prósent barna í 104 löndum urðu fyrir námstapi vegna lokunar skóla.</p> <p>Frá upphafi heimsfaraldursins hafa 10,5 milljónir barna misst foreldri eða forsjársaðila vegna COVID-19.</p>

18.10.2022Þríðjungur kvenna í þróunarríkjum barnshafandi á unglingsaldri

<span></span> <p>Því sem næst þriðjungur allra kvenna í þróunarríkjunum verður barnshafandi nítján ára eða yngri. Fylgikvillar fæðinga eru ein helsta dánarorsök unglingsstúlkna en barnungar mæður eru líka í áhættuhópi þegar kemur að alvarlegum mannréttindabrotum. Líkurnar á því að þær eignist fleiri börn á unglingsaldri eru enn fremur miklar.</p> <p>Þessar upplýsingar komu meðal annars fram í <a href="https://www.unfpa.org/featured-publication/motherhood-childhood-untold-story" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrr á árinu en nú er yfirstandandi ljósmyndasýningin „Barnungar mæður“ í Smáralind á vegum sjóðsins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Sýningunni lýkur 24. október.</p> <p>Á hverju ári er áætlað að um tvær milljónir stúlkna eignist börn fyrir fimmtán ára aldur. Barnæsku þeirra er skipt út fyrir móðurhlutverk – oft gegn þeirra vilja. Stúlkur í slíkri stöðu geta staðið fyrir miklum hindrunum í lífinu þar sem þær ná oft ekki að mennta sig, giftast ungar og margar hverjar lifa með alvarlegum heilsufarsvandamálum tengdum meðgöngu þar sem þær hafa ekki náð fullum líkamsþroska.</p> <p>Ljósmyndarinn Pieter ten Hoopen og fjölmiðlakonan Sofia Klemming Nordenskiöld hittu barnungar mæður í fimm löndum og þremur heimsálfum. Sögur þeirra sýna raunveruleikann sem barnungar mæður standa frammi fyrir og sýna okkur hvers vegna þær urðu mæður svona ungar, hvaða erfiðleikum þær standa frammi fyrir, í hverju hamingja þeirra felst og frá brostnum og nýjum draumum – þeirra eigin og fyrir hönd barna þeirra. </p> <p>Með átakinu #childmothers, leitast Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Plan International, við að gefa þessum stúlkum rödd. „Það þarf að leggja meira af mörkum til að vernda stúlkur í þessari stöðu og gera þeim kleift að taka eigin ákvarðanir. Þá er ekki síst mikilvægt að ná til þeirra sem eru nú þegar orðnar mæður og tryggja möguleika þeirra á að snúa aftur í skóla og fylgja draumum sínum,“ eins og segir í frétt á vef Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Íslensk stjórnvöld styðja við margvísleg verkefni UNFPA, meðal annars í Malaví og Síerra Leóne, sem eru samtarfsríki Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, um afnám barnahjónabanda og aðgengi að skurðaðgerðum vegna fæðingarfistils. Þar að auki hefur Ísland lengi stutt við samstarfsverkefnis UNFPA og UNICEF um afnám kynfæralimlestinga á konum og stúlkum í 17 löndum.&nbsp;&nbsp;UNFPA er ein af fjórum áherslustofnunum utanríkisráðuneytisins í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

17.10.2022Börn líða mest fyrir efnahagskreppuna í kjölfar átakanna í Úkraínu

<span></span> <p>Vaxandi verðbólga og átökin í Úkraínu hafa leitt til 19 prósenta aukningar á fátækt barna í austanverðri Evrópu og Mið-Asíu samkvæmt nýrri <a href="https://www.unicef.org/press-releases/child-poverty-across-eastern-europe-and-central-asia-soars-19-cent-ukraine-war-and" target="_blank">greiningu</a>&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Greiningin var birt í morgun á<a href="https://www.un.org/en/observances/day-for-eradicating-poverty" target="_blank"> alþjóðlegum degi um útrýmingu fátæktar</a>. Varað er við því að brottfall barna úr skólum aukist til muna og jafnframt að ungbarnadauði aukist.</p> <p>Greiningin byggir á gögnum frá 22 löndum í þessum heimshluta. Hún sýnir að börn bera þyngstu byrðarnar af efnahagskreppunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar. Þótt hlutfall barna af mannfjölda sé rétt um 25 prósent fjölgar börnum í hópi fátækra sem nemur um 40 prósentum. </p> <p>Börn í Rússlandi verða verst úti í efnahagskreppunni. Um 2,8 milljónir rússneskra barna búa nú á heimilum undir fátæktarmörkum eða þrjú af hverjum fjórum börnum sem greiningin náði til. Í Úkraínu hefur börnum sem búa við fátækt fjölgað um hálfa milljón og í Rúmeníu fjölgar fátækum börnum um 110 þúsund.</p> <p>Að mati UNICEF gæti þessi þróun leitt til þess að 4,500 börn til viðbótar deyi fyrir fyrsta afmælisdaginn og brottfall úr skóla gæti aukist um 117 þúsund börn á árinu. Í greiningunni er bent á að því fátækari sem fjölskyldur verða því hærra hlutfall tekna fer í mat, eldsneyti og aðrar nauðsynjar. Þegar framfærslan eykst verður ekkert eftir til að mæta öðrum þörfum, eins og til heilbrigðisþjónustu og menntunar. </p> <p>„Framfærslukreppan sem fylgir í kjölfarið þýðir að fátækustu börnin hafa enn minni möguleika á að fá aðgang að nauðsynlegri þjónustu og eiga frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi og misnotkun. <span></span>Og í mörgum tilvikum varir fátækt barna ævilangt og viðheldur vítahring erfiðleika og báginda kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslu UNICEF. </p>

14.10.2022Hálfur heimurinn ekki viðbúinn hamförum

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um að draga úr hættu á hamförum, UNDRR, og Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, sem birt var í gær er varað við því að í helmingi landa heims séu ekki til staðar viðunandi viðvörunarkerfi um fjölþátta hættu.</p> <p>Í gær, 13. október var alþjóðlegur dagur til að draga úr hættu á hamförum – <a href="https://iddrr.undrr.org/" target="_blank">International Day for Disaster Risk Reduction</a>. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn að staðan er verst að þessu leyti meðal þróunarríkja sem finna mest fyrir loftslagsbreytingum. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/8TRMd85okqo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Heimurinn er að bregðast við með því að fjárfesta í verndun lífs og lífsviðurværis þeirra sem eru í fremstu víglínu. Þeir sem hafa gert minnst til að valda loftslagskreppunni greiða hæsta verðið,” sagði António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ í meðfylgjandi myndbandi í tilefni alþóðadagsins. </p> <p>Skýrslan – <a href="https://www.undrr.org/publication/global-status-multi-hazard-early-warning-systems-target-g" target="_blank">Global Status of Multi-Hazard Early Warning Systems - Target G </a>– er byggð á nýjum gögnum sem sýna að dánartíðni vegna hamfara er átta sinnum hærri í löndum sem búa við takmörkuð viðvörunarkerfi í sambanburði við lönd þar sem slík kerfi er fyrir hendi.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/thrisvar-sinnum-fleiri-flyja-loftslags-hamfarir-en-strid/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, flýja þrisvar sinnum fleiri loftslagsbreytingar en stríð.</p>

13.10.2022Matvælakreppan að breytast í hamfarir

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri hnattrænni hungurvísitölu – 2022 Global Hunger Index (GHI) – þurfum við að horfast í augu við grimman veruleika. Eitruð blanda stríðsátaka, loftslagsbreytinga og heimsfaraldursins kórónuveirunnar hefur leitt til þess að milljónir jarðarbúa hafi orðið fyrir áföllum, ekki síst með hækkuðu verði á matvælum. </p> <p>„Nú leiða átökin í Úkraínu til þess að verð á matvælum, áburði og eldsneyti breytir kreppu í hamfarir,“ segir í skýrslu samtakanna <a href="https://www.concern.net/" target="_blank">Concern Worldwide</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.welthungerhilfe.org/" target="_blank">Welthungerhilfe</a> sem árlega gefa út hungurvísitöluna, nú í sautjánda sinn.</p> <p>Samkvæmt vísitölunni er hungur alvarlegast í fimm löndum —Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Madagaskar og Jemen— en einnig á hættulegu stigi í Búrúndí, Sómalíu, Suður-Súdan og Sýrlandi. Í 35 löndum til viðbótar er hungur útbreitt en hægt er að skoða gagnvirkt kort í skýrslunni um alvarleika hungurs í heiminum.</p> <p><a href="https://www.globalhungerindex.org/" target="_blank">Skýrslan</a></p> <p>&nbsp;</p>

12.10.2022Haustfundur hnattræna jafnréttissjóðsins í Reykjavík

<span></span> <p><span>Haustfundur hnattræna jafnréttissjóðsins, Global Equality Fund (GEF), fór fram í Safnahúsinu á Hverfisgötu í Reykjavík í síðustu viku. Fundinn sóttu mannréttindafrömuðir í málefnum hinsegin fólks víðs vegar að í heiminum ásamt fulltrúum sjóðsins, annarra framlagsríkja, og fulltrúum frjálsra félagasamtaka, bæði íslenskra og erlendra.</span></p> <p><span>Þetta er í fyrsta sinn sem fundur á vegum sjóðsins fer fram á Íslandi og jafnframt fyrsti fundur sjóðsins í raunheimum eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar.</span></p> <p><span>Sjóðurinn beinir stuðningi sínum að mannréttindum hinsegin fólks. Að honum standa bæði einkaaðilar og opinberir aðilar sem eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til þessa málaflokks um heim allan. Ísland hefur styrkt sjóðinn frá árinu 2020 og ákveðið var að tvöfalda árleg framlög til sjóðsins fyrr á þessu ári með skuldbindingu um stuðning sem nemur um 26 milljónum króna fram til ársins 2025.</span></p> <p><span>„Verkefnin sem sjóðurinn styður við eru meira áríðandi nú en nokkurn tímann áður vegna síaukinna árása á mannréttindi og síminnkandi athafnafrelsis frjálsra félagasamtaka um heim allan. Mismunun, ofbeldi og áreiti einkennir enn reynsluheim hinsegin fólks,“ sagði Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri. "Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur af löndum heims glæpavæða sambönd samkynhneigðra en það er mikilvæg áminning um það að reisn, öryggi og frelsi eru ekki sjálfgefin gildi og krefjast því stöðugrar vöktunar,“ bætir hann við.</span></p> <p><span>Ísland hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks á vettvangi alþjóðastofnana, sérstaklega á þeim vettvangi þar sem Ísland hefur átt sæti, til dæmis í framkvæmdastjórn UNESCO og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

12.10.2022Margt breyst til hins betra í lífi stúlkna

<span></span> <p>Í gær var fagnað tíu ára afmæli alþjóðadags stúlkubarna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notaði tilefnið með því að líta um öxl og draga fram breytingar á heimi stúlkna síðasta áratuginn.</p> <p>„Þegar gögnin eru skoðuð má sjá að líf stúlkna hefur um margt breyst til hins betra á þessu tímabili, sem gefur okkur öllum von um að hægt sé að knýja á um breytingar. En margt er óunnið enn og aðgerða er þörf til að gera betur og hraða umbreytingum til hins betra fyrir allar stúlkur. Skoðum sex dæmi um það sem breyst hefur á þessum tíu árum.“</p> <p><strong>1. Fleiri stúlkur eru nú að ljúka framhaldsnámi en fyrir áratug.</strong></p> <p>Að tryggja framhaldsmenntun stúlkna er einhver verðmætasta fjárfesting sem ríki geta farið í – fyrir stúlkurnar sjálfar og samfélögin. Stúlkur sem ljúka framhaldsnámi eru síður líklegar til að vera gefnar í barnahjónabönd, verða barnshafandi sem unglingar auk þess sem tekjumöguleikar þeirra á lífstíðinni stórbatna. Aukið aðgengi stúlkna að menntun bætir mæðravernd og dregur úr barnadauða. Á árunum 2012 til 2020 jókst hlutfall stúlkna sem lauk því sem skilgreina mætti sem unglingadeildarnámi (lower&nbsp;secondary&nbsp;school) úr 69% í 77% á meðan hlutfall framhaldsmenntunar stúlkna (upper&nbsp;secondary&nbsp;school) fór úr 49% í 59%.</p> <p>Þó þessi þróun sé vissulega jákvæð má sjá að þetta þýðir að ein af hverjum fimm stúlkum á heimsvísu er ekki að ljúka unglingadeildarnámi og nær fjórar af hverjum tíu stúlkum ljúka ekki námsstiginu þar fyrir ofan. Þessi hlutföll eru auðvitað misjöfn milli heimshluta og svæða og víða mun verri en annars staðar, til að mynda í Austur- og suðurhluta Afríku.</p> <p><strong>2. Færri unglingsstúlkur á heimsvísu eru að eignast börn</strong></p> <p>Barneignir á unglingsaldri hafa margvísleg neikvæð áhrif á líf, heilsu og velferð stúlkna, barna þeirra og samfélaga í heild. Á heimsvísu er helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15-19 ára tengdar vandkvæðum á meðgöngu og í fæðingum.</p> <p>Á heimsvísu hefur&nbsp;fæðingarhlutfall&nbsp;hjá stúlkum 15-19 ára lækkað úr 51 fæðingu per 1000 stúlkur í 42 fæðingar á hverja þúsund stúlkur. Og þó jákvæð þróun í þessa veru hafi einnig mælst meðal minna þróaðra ríkja þá er fæðingatíðni unglingsstúlkna þar nær tvöfalt hærri, um 94 fæðingar á hverjar þúsund stúlkur.</p> <p><strong>3. Aðgengi stúlkna að getnaðarvörnum aukist</strong></p> <p>Hjá mörgum stúlkum eru barneignir hvorki skipulagðar né velkomnar. Barneignum stúlkna, sérstaklega þeirra sem eiga sér stað utan hjónabands, getur fylgt smán og félagsleg einangrun auk þess sem líkur á að þær flosni úr námi eða verði þvingaðar í hjónaband aukast. Stúlkur glíma hins vegar víða við verulega skert aðgengi að getnaðarvörnum, smánun, skort á aðgengi að góðum upplýsingum og rétti til að taka eigin ákvarðanir.</p> <p>Á heimsvísu hefur þróun réttinda stúlkna í þessa veru verið hæg og aðgengi einungis aukist um fimm prósentustig, úr 55% í 60%, frá 2012. Það þýðir að 4 af hverjum 10 stúlkum á aldrinum 15-19 ára, sem vilja ekki verða óléttar, hafa ekki aðgengi að nútímalegum aðferðum til þess. Í Suður-Asíu, Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og Afríku neðan&nbsp;Sahara&nbsp;eru það innan við helmingur stúlkna í dag.</p> <p><strong>4. Hlutfall nýrra&nbsp;HIV&nbsp;smita hjá 15-19 ára stúlkum hefur lækkað um 33%</strong></p> <p>Helsti áhrifaþátturinn í&nbsp;HIV-faraldrinum er margvísleg kynbundið ójafnrétti, meðal annars barnahjónabönd, kynbundið ofbeldi, skortur á aðgengi að þjónustu, upplýsingum og skortur á sjálfræði. Á heimsvísu hefur nýjum&nbsp;HIV-smitum meðal unglingsstúlkna fækkað um 33% síðastliðinn áratug. Úr 180 þúsund í 60 þúsund. En þrátt fyrir það þá eru þrjú af hverjum fjórum ný smit í aldurshópnum 15-19 ára stúlkur.</p> <p>&nbsp;<strong>5.&nbsp;Barnahjónaböndum hefur fækkað</strong></p> <p>Barnahjónabönd ræna stúlkur barnæskunni og stjórn yfir eigin lífi. Síðastliðinn áratug hefur hlutfall kvenna sem gefnar voru í hjónaband sem börn lækkað úr 23% í 19%.<br /> Mestur árangur hefur náðst í Suður-Asíu þar sem líkurnar á að stúlkur endi í barnahjónabandi hefur hrapað úr 46% í 28%. Milljónir stúlkna um allan heim eru þó enn í áhættuhópi.</p> <p><strong>6. Kynfæralimlestingum&nbsp;hefur fækkað</strong></p> <p>Þessi skelfilega athöfn brýtur gegn réttindum stúlkna, ógnar heilsu þeirra og velferð og styrkir ríkjandi kynjamisrétti í samfélögum. Jákvæðar fréttir eru að í því 31 ríki sem slíkar&nbsp;limlestingar&nbsp;eru algengastar hefur hlutfall stúlkna á aldrinum 15-19 ára sem neyddar eru til að gangast undir þær lækkað úr 41% í 34%. Þessi þróun er þó ekki nærri því nógu hröð til að teljast ásættanleg miðað við&nbsp;sjálfbærnimarkmiðum&nbsp;Sameinuðu þjóðanna um að útrýma&nbsp;kynfæralimlestingum&nbsp;stúlkna fyrir árið 2030.</p> <p><strong>Árangur hefur náðst en nú þarf að gefa í</strong></p> <p>Tölfræðin sýnir okkur að það er hægt að ná árangri og í mörgu tilliti sé líf stúlkna víða betra í dag en fyrir áratug síðan. En tölurnar sýna okkur líka að nú þurfi að gefa í og hraða umbreytingum til hins betra. Í núverandi ástandi&nbsp;loftslagsbreytinga, stríðsátaka, eftirkasta heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 þar að fjárfesta auka fjárfestingu í menntun, heilbrigðisþjónustu og vernd stúlkna til að hjálpa þeim að lifa og dafna.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem ber heitið „<a href="https://www.unicef.org/reports/adolescent-girls-programme-strategy">ADOLESCENT&nbsp;GIRLS&nbsp;PROGRAMME&nbsp;STRATEGY“&nbsp;</a>þar sem nánar er útlistað hvernig ætti að hraða þessum breytingum á næstu árum.</p> <p>En þessum breytingum þarf að fylgja skuldbinding og fjárfesting í rannsóknir, öflun og greiningu á gögnum fyrir börn og ungmenni. Sérstaklega í þeim hópum sem vanalega eru jaðarsettir í tiltækum kynjagögnum. Hjá&nbsp;LGBTIQ+ og börnum á aldrinum 10-14 ára, og á sviðum þar sem gögn eru takmörkuð, eins og kynjahlutverk, andlega líðan&nbsp;o.s.fv.&nbsp;&nbsp;Góð gögn sem þessi eru nauðsynleg til að keyra áfram upplýsta stefnumótun og ákvarðanatöku og þrýsting á stjórnvöld um allan heim að forgangsraða í þágu stúlkna.</p> <p>Stúlkur eru tilbúnar í annan áratug af aðgerðum. Við verðum að standa með þeim.</p> <p><a href="https://www.unicef.is/althjodadagur-stulkubarna-thetta-hefur-breyst-a-aratug" target="_blank">Greinin á vef UNICEF</a></p>

11.10.2022Ljósmyndasýning um barnungar mæður í þróunarríkjum

<p><span>Í dag var ljósmyndasýning Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um barnungar mæður í þróunarríkjum opnuð í Smáralind. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra opnaði sýninguna og flutti ávarp.&nbsp;</span></p> <p><span>„Með sýningunni er verið að ljá stúlkum rödd sem ekki hafa hana almennt ekki. Það er ekki á hverjum degi að við fáum innsýn í heim ungra stúlkna í fátækari ríkjum heims og það er svo sannarlega mikilvægt að þeirra rödd fái að heyrast ef uppfylla á markmið okkar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórdís Kolbrún.&nbsp;</span></p> <p><span>Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, bauð fólk velkomið en Félag Sameinuðu þjóðanna hefur umsjón með verkefninu og hlaut til þess styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrr á árinu. Þá sagði Pernille Fenger, skrifstofustjóri norrænu skrifstofu UNFPA, frá sýningunni sem samanstendur af ljósmyndum eftir Pieter ten Hoopen frá verkefnasvæðum UNFPA. Nemendur úr 9. og 10. bekk Salaskóla voru einnig viðstaddir opnunina.&nbsp;</span></p> <p><span>UNFPA áætlar að á hverju ári eignist um tvær milljónir stúlkna undir 15 ára aldri börn. Slíkar áhættumeðgöngur geta haft í för með sér alvarleg heilsufarsleg vandamál sem hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra.</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa stutt við margvísleg verkefni UNFPA, meðal annars í Malaví og Síerra Leóne, sem eru samtarfsríki Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, um afnám barnahjónabanda og aðgengi að skurðaðgerðum vegna fæðingarfistils. Þar að auki hefur Ísland lengi stutt við samstarfsverkefnis UNFPA og UNICEF um afnám kynfæralimlestinga á konum og stúlkum í 17 löndum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Sýningin er sett upp í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins 11. október. Í dag tilkynnti ráðherra sömuleiðis um framlag til jafnréttissjóðs UNICEF sem nemur tæplega 30 milljónum króna árlega næstu þrjú árin. Sjóðurinn gegnir lykilhlutverki í að ýta úr vör verkefnum stofnunarinnar sem hafa að meginmarkmiði að bæta menntun fátækra stúlkna og skapa þeim tækifæri.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">This <a href="https://twitter.com/hashtag/DayOfTheGirl?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#DayOfTheGirl</a> , 🇮🇸 is proud to announce multi-year gender thematic funding to <a href="https://twitter.com/UNICEF?ref_src=twsrc%5etfw">@UNICEF</a> to support Girls Education, Learning and Skills. Investing in girls education empowers them, enhances well-being &amp; enriches societies. Everyone has a right to education <a href="https://twitter.com/hashtag/LetAfghanGirlsLearn?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#LetAfghanGirlsLearn</a></p> — MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) <a href="https://twitter.com/MFAIceland/status/1579854548084355073?ref_src=twsrc%5etfw">October 11, 2022</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script>

11.10.2022Alþjóðadagur stúlkubarnsins haldinn í tíunda sinn

<span></span> <p class="MsoNormal">Í dag er í tíunda sinn haldinn <a href="https://www.un.org/en/observances/girl-child-day" target="_blank">alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins</a>. Sameinuðu þjóðirnar benda á að 130 milljónir stúlkna fái enga formlega menntun. Eftir heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur orðið gífurleg fjölgun þungana meðal unglingsstúlkna, fjölgun barnahjónabanda og fjölgun stúlkna utan skóla.</p> <p class="MsoNormal">„Við ættum að hugsa um bjarta framtíð. Mín skilaboð til ungra stúlkna er að gefast ekki upp. Það er allt í lagi að vera hrædd. Það er allt í lagi að gráta. Allt slíkt er í lagi. En að gefast upp kemur ekki til greina. Eftir hverja myrka nótt, kemur bjartur morgundagur,“&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/09/1127121">segir</a>&nbsp;Mursal Fasihi, 17 ára gömul afgönsk stúlka sem neitar að gefa upp vonina um að snúa aftur á skólabekk.</p> <p class="MsoNormal">Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir í <a href="https://unric.org/is/menntun-valdeflir-stulkur-i-lifi-og-starfi/" target="_blank">frétt</a>, í tilefni dagsins, að stúlkum í Afganistan hafi verið vikið úr skóla eftir valdatöku Talíbana fyrir rúmu ári. Margar þeirra, ekki síst stúlkur sem líða fyrir fátækt og/eða búa afskekkt, súpi seyðið ástandinu. Þær séu þvingaðar í snemmbær hjónabönd og barneignir á unglingsaldri.</p> <p class="MsoNormal">„Þessa stundina eru 1,1 milljarður stúlkna að leggja grunn að framtíð sinni. Á hverjum degi flytja þær mörk og ryðja hindrunum úr vegi. Þær takast á við málefni á borð við barnahjónabönd, ójöfnuð í menntun og heilsugæslu, ofbeldi, og loftslagsóréttlæti. Stúlkur hafa sýnt og sýna enn að ekkert stöðvar þær,“ segir í fréttinni.</p> <p class="MsoNormal">Þar segir enn fremur að reynslan sýni að öðlist þær 600 milljónir unglingsstúlkna, sem nú eru í heiminum, hæfni og tækifæri, reynist þær aflvakar framfara, ekki aðeins í þágu kvenna heldur fullt eins mikið drengja og karla. „Valdefling kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna eru þýðingarmikil í því að þoka áfram heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Mikilvægt er við öll gerum reikningsskil og fjárfestum í framtíð, sem trúir á virkni, forystu og möguleika kvenna.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qQrL68660s8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal">Fyrir átta árum, árið 2014, var haldin hér á landi vika vitunarvakningar um stöðu unglingsstúlkna, í tengslum við alþjóðadag stúlkubarnsins. Þá voru meðal annars haldnir tónleikar í Iðnó í samstarfi með KÍTÓN, með stúlkum og hljómsveitum þar sem stúlkur og konur voru í aðalhlutverkum. Þá var gefið út meðfylgjandi myndband með túlkun þeirra á „stelpuyfirlýsingunni“ en yfirskrift vikunnar var: Sterkar stelpur – sterk samfélög. Frjáls félagasamtök í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnun Íslands stóðu að átakinu.</p>

10.10.2022Afhending almenningssalerna í Mutumba

<span></span> <p>Í síðustu viku fór fram afhending af hálfu sendiráðs Íslands í Kampala á almenningssalernum í þorpinu Mutumba í Namayingo héraði í Úganda. Bygging salerna er hluti af byggðaþróunarverkefni sem íslensk stjórnvöld vinna með héraðsstjórninni til að bæta lífsgæði íbúa fiskiþorpa í héraðinu. Almenningssalernin koma<span>&nbsp;til með að þjóna 2500 manns.</span></p> <p>Íbúar Mutumba hafa nú ókeypis aðgang að almenningssalernum, þar á meðal fyrir fatlað fólk. Tuttugu salerni og tólf sturtur voru byggðar sem skiptast jafnt milli kvenna og karla.</p> <p>Afhendingin í Mutumba dró að sér mikla athygli og heimsmenn lýstu yfir miklu þakklæti til Íslendinga. Viðunandi salernisaðstaða er viðvarandi áskorun í mörgum þróunarríkjum og samkvæmt nýjustu gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa tæplega 700 milljónir manna lítinn eða mjög takmarkaðan aðgang að salernum. Í sjötta heimsmarkmiðinu segir að eigi síðar en árið 2030 hafi allir jafnan aðgang að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu og enginn þurfi að ganga örna sinna utan dyra. Þar segir ennfremur að í þessu tilliti verði sérstaklega hugað að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. </p>

07.10.2022Markmiðið um að útrýma fátækt fjarlægist

<span></span> <p>Ólíklegt er að heimurinn nái langþráðu markmiði um að binda enda á sárafátækt fyrir árið 2030, að mati Alþjóðabankans. Ástæðurnar eru áhrif „óvenjulegra“ áfalla á hagkerfi heimsins, ekki síst heimsfaraldur kórónaveirunnar og innrás Rússa í Úkraínu. </p> <p>Í nýrri skýrslu sem birt var á vikunni - <a href="https://www.worldbank.org/en/publication/poverty-and-shared-prosperity" target="_blank">Poverty and Shared Prosperity 2022</a>&nbsp;– segir Alþjóðabankinn að hækkun á matvæla- og orkuverði hafi hindrað skjótan bata eftir að COVID-19 leiddi til „mesta viðsnúnings“ fyrir fátækt í heiminum í áratugi. </p> <p>Bankinn telur ólíklegt að það dragi úr sárafátækt á þessu ári því hagvaxtarhorfur á heimsvísu hafi versnað í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, efnahagslægðar í Kína og vaxandi verðbólgu. </p> <p>„Miðað við núverandi þróun munu 574 milljónir manna - nærri sjö prósent íbúa heimsins - enn lifa á innan við 2,15 Bandaríkjadölum á dag árið 2030, flestir í Afríku,“ segir í skýrslunni. </p> <p>Í yfirlýsingu hvatti David Malpass, forseti Alþjóðabankans, til meiriháttar stefnubreytinga til að auka hagvöxt og stuðla að því að hefja aðgerðir til að útrýma fátækt. „Framfarir í þá átt að draga úr sárafátækt hafa í meginatriðum stöðvast í takt við dvínandi hagvöxt á heimsvísu,“ segir hann.</p>

07.10.2022Birgðastöð UNICEF afgreitt 480 þúsund tonn af hjálpargögnum á árinu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fagnar þessa dagana 60 ára afmæli alþjóðlegu birgðastöðvar sinnar í Kaupmannahöfn. Um er að ræða stærsta mannúðarvöruhús í heiminum sem sér um dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna til verkefna UNICEF&nbsp;um allan heim. </p> <p>„Þörfin fyrir mannúðaraðstoð fyrir börn hefur aldrei verið meiri og starfsemi alþjóðlegu&nbsp;birgðastöðvar&nbsp;UNICEF&nbsp;því aldrei mikilvægari,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF.&nbsp;„Í okkar huga er besta leiðin til að halda upp á þessi tímamót sú að auka enn við verkefni okkar til að ná að dreifa mikilvægum hjálpargögnum til allra barna sem aðstoða þau að lifa af neyðarástand hvar sem það skapast.&nbsp;UNICEF&nbsp;er stjórnvöldum og íbúum Danmerkur afar þakklátt fyrir mikilvægt starf og stuðning í þágu verkefna&nbsp;UNICEF&nbsp;og erum við full bjartsýni fyrir næstu 60 ár af því samstarfi.“</p> <p>Það sem af er þessu ári hafa 480 þúsund tonn af hjálpar- og neyðargögnum verið send frá vöruhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar af rúmlega 1.400 vöruflutningabílar með rúmlega 10.400 tonn af hjálpargögnum vegna stríðsins í Úkraínu.</p> <p>„Það var magnað að sjá með eigin augum hversu tæknilegt vöruhúsið er, hversu mikil nýsköpun fer þar fram og hversu hratt er hægt að bregðast við þegar neyðarástand skapast,“ segir Steinunn Jakobsdóttir&nbsp;kynningarstjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi sem heimsótti birgðastöðin í Kaupmannahöfn á dögunum. „Á þeim stutta tíma sem ég var þarna þá var verið að pakka allskyns vörum til að senda til Pakistan, Afganistan og Afríkuhornsins. Þarna er unnið hratt og skipulega allan sólarhringinn, alla daga til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir lífsnauðsynlegum hjálpargögnum fyrir börn í neyð. Hjálpargögnum sem meðal annars fólk hér á landi hefur tryggt börnum með kaupum á Sönnum gjöfum, sem Heimsforeldrar eða með stuðningi við neyðarsafnanirnar okkar, og færum við þeim öllum hjartans þakkir.“</p> <p>Birgðastöðin hóf starfsemi sína árið 1962 og voru skrifstofur og vöruhúsið – sem í dag er stærsta mannúðarvöruhús veraldar – gjöf frá dönskum stjórnvöldum til&nbsp;UNICEF&nbsp;á sínum tíma.</p> <p><a href="https://www.unicef.is/" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></p>

06.10.2022Malaví: Stutt heimildamynd um árangur á sviði mæðra- og ungbarnaverndar

<span></span> <p>Sendiráði Íslands í Lilongwe var á dögunum boðið að halda kynningu á starfi sínu á sviði mæðra- og ungbarnaverndar í Malaví á alþjóðlegri Rótarý-ráðstefnu, þeirri fyrstu sem haldin er á Íslandi. Ein af áherslunum á þinginu var “Björgum mæðrum og börnum þeirra”. Sendiráðið þáði boðið og útbjó stutta heimildamynd um þann árangur sem náðst hefur á sviði mæðra- og ungbarnaverndar með eflingu grunnþjónustu og innviða í Mangochi héraði sem sýnd var gestum ráðstefnunnar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/eGiWQJakXXc" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Við undirbúning á heimildamyndinni fóru fulltrúar sendiráðsins á vettvang í fylgd Dr. Chimwemwe Thambo, héraðslæknisins í Mangochi, og skoðuðu nýju fæðingardeildina við héraðssjúkrahúsið sem byggð var 2019 með fjárhagslegum stuðningi frá Íslandi en hún jafnframt sú stærsta í héraðinu. Fulltrúar sendiráðsins ræddu við framlínufólk á sjúkrahúsinu og heimsóttu auk fæðingadeildarinnar mistöð sem er tileinkuð mæðra- og ungbarnaverd sem einnig var byggð með fjárhagslegum stuðningi frá Íslandi. </p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/grafmalawi.png?amp%3bproc=600x315" />Þegar kemur að uppbyggingu heilbrigðismála Mangochi er sérstök áhersla lögð á á mæðra- og ungbarnaheilsu en í Malaví er eitt hæsta hlutfall mæðradauða í heiminum. Opnun fæðingardeildarinnar markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins, því í fyrra hlutu heilbrigðisyfirvöld í Mangochi verðlaun fyrir þann framúrskarandi árangur sem náðst hefur í þjónustu við mæður og börn. Stuðningurinn frá Íslandi hefur skilað sér í mælanlegum árangri, meðal annars í lækkandi mæðradauða og hækkandi bólusetningarhlutfalli barna yngri en eins árs. </p> <p>Á grafísku myndinni má sjá árángurinn sem náðst hefur í gegnum verkefnin í Mangochi frá árinu 2012.</p>

06.10.2022Skálmöldin í Mósambík hrakið milljón íbúa á flótta

<span></span> <p>Í þessari viku eru fimm ár liðin frá því ofbeldishrina hófst í Cabo Delgado-héraði í norðurhluta Mósambík. Á þeim tíma hefur um ein milljóna manna neyðst til að flýja heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, krefst þess að ofbeldinu verði hætt og stofnunin hvetur alþjóðasamfélagið til að veita varanlegan stuðning við að draga úr þjáningum íbúa á hrakhólum.</p> <p>Enn er mikið um átök á þessu svæði og UNHCR segir í <a href="https://www.unhcr.org/news/briefing/2022/10/633be4474/nearly-1-million-people-fled-five-years-northern-mozambique-violence.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að mikið ofbeldi og upplausn hafi mjög slæm áhrif á líf almennra borgara. „Fólk hefur orðið vitni að því að ástvinir þeirra hafa verið drepnir, hálshöggnir og þeim nauðgað og hús þeirra og aðrir innviðir brenndir til grunna. Einnig hafa karlar og drengir verið skráðir nauðugir í vopnaða hópa. Lífsgæði hafa tapast og skólum lokað ásamt því að aðgengi að nauðsynjum, eins og matvælum og heilbrigðisþjónustu, hefur verið takmarkað. Margir hafa orðið fyrir áfalli eftir að hafa margsinnis neyðst til að flytja til að bjarga lífi sínu,“ segir í fréttinni.</p> <p>Á fimm árum hefur ástand mannúðarmála í Cabo Delgado haldið áfram að versna og átökin hafa nú borist inn í nágrannahéraðið Nampula þar sem fjórar árásir vopnaðra hópa voru gerðar í september. <span></span></p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna bregst stöðugt við þörfum þeirra íbúa í Cabo Delgado-, Nampula- og Niassa-héruðum sem eru á vergangi með mannúðaraðstoð og vernd. „Við veitum skjól og húsbúnað, aðstoðum þá sem þjást af kynbundnu ofbeldi með löglegum, læknisfræðilegum og sálrænum stuðningi og styðjum fólk sem hefur flutt úr landi til að afla sér lögformlegra gagna. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna styður einnig við fólk í öðrum áhættuhópum, meðal annars börn, fatlað fólk og aðraða."&nbsp;</p>

06.10.2022Tveir nýir UNESCO skólar

<span></span> <p>Tveir nýir UNESCO skólar bættust nýlega við UNESCO skólanetið, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Laugarnesskóli.</p> <p style="text-align: start;">UNESCO skólar á Íslandi eru því orðnir fjórtán talsins, einn leikskóli, fimm grunnskólar og átta framhaldsskólar. Þess má geta að Laugarnesskóli er fyrsti grunnskólinn á vegum Reykjavíkurborgar til að verða UNESCO skóli.&nbsp;Enn fleiri skólar bíða nú einnig eftir aðild en umsóknarferlið tekur fáeina mánuði.</p> <p style="text-align: start;">Mennta- og barnamálaráðuneytið gerði nýlega fjögurra ára samning við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um UNESCO skólaverkefnið. Meginmarkmið samningsins eru að að styðja við innleiðingu á helstu þemum UNESCO-skóla, sem eru alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin, friður og mannréttindi á leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólastigi. </p> <p style="text-align: start;">Markmið samningsins er einnig að styðja við framgang aðgerðar átta í menntastefnu stjórnvalda, Raddir unga fólksins – virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum; að styðja við stefnu um Barnvænt Ísland og að efla lýðræðis- og mannréttindamenntun.</p>

04.10.2022OCHA: Kallað eftir fjárstuðningi vegna neyðar í Pakistan

<span></span> <p>Úrhelli og flóð hafa leitt til fordæmalausra hamfara í Pakistan frá því í sumar og valdið miklu manntjóni og eignatjóni. Samhæfingarskrifstofa aðgeðra Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, kallaði í morgun eftir 120 milljörðum íslenskra króna til að aðstoða 20,6 milljónir Pakistana í neyð.</p> <p>Bráðabirgðamat Alþjóðabankans bendir til þess að í beinu framhaldi af flóðunum gæti hlutfall fátæktar í landinu hugsanlega aukist um 4,5 til 7,0 prósentustig og hrakið á bilinu 9,9 til 15,4 milljónum manna út í sárafátækt. Konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir fátækt, þar sem aðeins 22,6 prósent kvenna í Pakistan eru virkar á vinnumarkaði og tekjur kvenna að meðaltali um 16 prósent af tekjum karla.</p> <p>Um 33 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á þessum miklu rigningum og flóðum, þar af að minnsta kosti 7,9 milljónir manna sem hafa lent á vergangi. Af þeim hafast um 598 þúsund við í hjálparbúðum. Talið er að nærri 800 þúsund flóttamenn séu hýstir í meira en 40 umdæmum.</p> <p>Samkvæmt yfirvöldum landsins í slysavörnum (National Disaster Management Authority, NDMA) létu yfir 1.600 manns lífið á tímabilinu 14. júní til 28. september og yfir 12.800 manns slösuðust í kjölfar náttúruhamfaranna. Börn eru þriðjungur í skráðum dauðsföllum og meiðslum. </p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum í heiminum. Hún er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023.&nbsp;</p>

03.10.2022Umsóknarfrestur Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs framlengdur til 17. október

<p>Enn er opið fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu og hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til og með mánudeginum 17. október. Sjóðurinn ver allt að 200 m.kr. til samstarfsverkefna íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum á yfirstandandi ári. Fyrirtæki tefla fram fjárfestingu, nýskapandi þekkingu og lausnum til verkefna í þróunarlöndum. Áhersla er á að verkefnin skapi atvinnu og nýja þekkingu í þróunarlöndum auk þess að styðja við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>Áhrifamikil leið til að uppræta fátækt og bæta lífskjör í heiminum er að styðja við atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í þróunarríkjum. Aðkoma einkageirans er lykilforsenda árangurs í þróunarsamvinnu á heimsvísu. Framlag hans hefur á liðnum áratug aukist um 10% á ársgrundvelli og nemur nú helmingi af heildarþróunarframlagi til jafns við framlag hins opinbera. </p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu hefur stutt verkefni á ólíkum sviðum svo sem endurnýjanlegrar orku, sjávarútvegs- og fiskimála, fjármála- og lögfræðiráðgjafar, matvælaframleiðslu og heilbrigðistækni. Sjóðurinn leggur áherslu á að verkefni styðji við einhver hinna þverlægu markmiða þróunarstefnu Íslands og stuðli að mannréttindum, hafi jákvæð loftslags- og umhverfisáhrif eða efli jafnrétti kynjanna.</p> <p><span class="blockqoude">,,Á þriðja tug íslenskra fyrirtækja hafa þegar notið stuðnings úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Íslensk fyrirtæki búa yfir þekkingu og hæfni sem getur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum í þróunarlöndum og geta um leið búið í haginn fyrir framtíðarmakaði. Ég hvet íslensk fyrirtæki til að skoða tækifæri í þróunarsamvinnu með stuðningi Heimsmarkmiðasjóðsins“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu var stofnaður í lok árs 2018. Hann veitir fyritækjum allt að 200.000 evru styrk til verkefna í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/aherslulond/">þróunarlöndum</a>&nbsp; á móti sama eða hærra framlagi fyrirtækja. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er þremur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>&nbsp;fyrir miðnætti mánudaginn 17. október nk. Nánari upplýsingar er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/">heimasíðu utanríkisráðuneytisins.</a></p>

30.09.2022Aukið kynjamisrétti afleiðing átakanna í Úkraínu

<span></span> <p>Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft afar neikvæð áhrif á konur og stúlkur um allan heim, aukið kynjamisrétti og leitt til aukins fæðuskorts, aukinnar vannæringar og orkufátæktar. Í nýrri skýrslu UN WOMEN - <a href="https://www.unwomen.org/sites/default/files/2022-09/Policy-paper-Global-gendered-impacts-of-the-Ukraine-crisis-en.pdf" target="_blank">Global gendered impacts of the Ukraine crisis</a>&nbsp;– er farið yfir fyrirliggjandi gögn og gerð tillaga um að sem fyrst verði hugað að afleiðingum átakanna fyrir konur og stúlkur.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að framfærslukreppan sem nú hefur skapast hafi í för með sér bráða ógn við lífsviðurværi, heilbrigði og velferð kvenna og framtíð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Kreppan sé knúin áfram af röskun stríðsins á olíu- og gasbirgðir, skorti á matvörum eins og hveiti-, maísolíu og sólblómaolíu með þeim afleiðingum að verðlag á matvælum, eldneyti og áburði hefur rokið upp úr öllu valdi. </p> <p>Átökin valdi einnig sýnilegri aukningu á kynbundnu ofbeldi, barnahjónaböndum, brottfalli stúlkna úr skólum og ólaunaðri umönnun sem leggst einkum á konur og stúlkur. Slíkt álag stofni líkamlegri og andlegri heilsu kvenna og stúlkna í enn frekari hættu. </p> <p>Skýrsla UN Women er viðbót við rit sem unnin voru af viðbragðshópi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um hnattrænt hættuástand um afleiðingar stríðsins í Úkraínu og viðbrögð og endurreisn á heimsvísu.</p> <p>Niðurstöður skýrslunnar undirstrika þau hnattrænu áhrif á jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna sem hafa orðið til vegna loftslagsbreytinga, hnignunar umhverfisins og heimsfaraldurs COVID-19. Í lok skýrslunnar eru tillögur um nauðsynlegar ráðstafanir til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030 með því að efla þátttöku kvenna, leiðtogahæfni og ákvarðanatöku ásamt því að tryggja framboð af matvælum og orku.</p>

29.09.2022UN Women: Öflugasta landsnefndin í heiminum

<span></span> <p>Í nýútkominni ársskýrslu UN Women er sérstaklega minnst á glæsilegan árangur íslensku landsnefndarinnar á sviði fjáröflunar. Ársskýrslan er fyrir árið 2021 en það ár sendi UN Women á Íslandi út hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda sjötta árið í röð, óháð höfðatölu. UN Women á Íslandi er því einn helsti styrktaraðili verkefna UN Women á heimsvísu.</p> <p>Í&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/annual-report/2022">ársskýrslu UN Women</a>&nbsp;kemur fram að stofnunin safnaði 556,3 milljónum Bandaríkjadala frá styrktaraðilum árið 2021. Þetta er hæsta fjárhæð sem stofnunin hefur fengið til verkefna frá upphafi og gerir henni kleift að halda áfram að vinna að jafnrétti öllum til handa. Í skýrslunni er helstu styrktaraðilum þakkaður stuðningurinn, þeirra á meðal er íslenska landsnefndin en þrír helstu styrktaraðilarnir eru BHP Billiton, Bill og Melinda Gates Foundation og landsnefnd UN Women á Íslandi.</p> <p>Samkvæmt frétt á vef landsnefndarinnar eru 9.590 Íslendingar helstu stuðningsaðilar jafnréttis um allan heim. „UN Women á Íslandi er ein tólf landsnefnda UN Women. Landsnefndir vinna að því að vekja athygli almennings á starfi UN Women og stöðu kvenna um allan heim, afla fjár til starfsins og hvetja ríkisstjórnir sínar til að taka þátt í því,“ segir í fréttinni.</p> <p>Eitt helsta markmið UN Women á Íslandi er að safna fjármagni til þess að styðja við öll þau mikilvægu verkefni UN Women á heimsvísu. Þetta gerir landsnefndin með ýmsum fjáröflunarleiðum, en þó einna helst með stuðningi okkar tryggu Ljósbera, sem eru hjartað í starfisamtakanna.</p> <p>„Þó einstakur árangur UN Women á Íslandi sé fagnaðarefni, sýnir það jafnframt hversu fjársvelt stofnunin og verkefni hennar eru.&nbsp;<a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/">Ljósberar UN Women á Íslandi</a>&nbsp;eru um 9.590 talsins og er framlag þessara einstaklinga og fyrirtækja í sama flokki og framlög ríkustu einstaklinga heims. 9.590 Íslendingar veita þriðja hæsta fjármagni til verkefna UN Women, sæti á eftir sjálfri Gates fjölskyldunni. Það er nokkuð sem við og Ljósberar okkar geta verið stolt af.“</p> <p><strong>Enn langt í land</strong></p> <p>Enn er langt í land ef Heimsmarkmið 5 um jafnrétti á að nást fyrir árið 2030. Á síðustu tveimur árum hefur orðið mikið bakslag í jafnréttismálum, meðal annars vegna afleiðinga og viðbragða við COVID-19 heimsfaraldrinum.</p> <p>Kynbundið ofbeldi hefur aukist, konur sinna ólaunuðum umönnunarstörfum af meiri mæli og eru líklegri til að búa við sárafátækt. Þá eru um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/metfjoldi-a-flotta-vegna-ataka-og-loftslagsbreytinga/">100 milljónir á flótta</a>&nbsp;á heiminum í dag og hefur sú tala aldrei verið hærri.</p> <p>Loftslagsbreytingar hafa jafnframt neikvæð&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">áhrif á framgang jafnréttis</a>&nbsp;og jöfnuðar og stigmagna aðeins þann ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Konur og stúlkur eru þannig líklegri til að verða fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga en karlmenn vegna veikrar samfélagsstöðu sinnar.</p> <p>Áframhaldandi stuðningur við UN Women er því gríðarlega mikilvægur næstu árin, bæði til að sporna við því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum en einnig til að tryggja að Heimsmarkmiðin náist fyrir árið 2030.</p>

28.09.2022Miklar umbætur í vatnsmálum í Buikwe

<span></span> <p>Rúmlega 65 þúsund íbúar 38 fiskiþorpa í Buikwe héraði hafa á síðustu árum fengið aðgang að hreinu vatni fyrir tilstuðlan íslenskrar þróunarsamvinnu í samstarfi við héraðsyfirvöld. Áformað er að setja upp 120 vatnspósta til viðbótar fyrir 55 þúsund íbúa og þá kemur verkefnið til með að nýtast 120 þúsund íbúum í 78 þorpum.</p> <p>Fyrr í mánuðinum kom út myndband frá danska fyrirtækinu Grundfos um vatnsverkefnin í Buikwe en í þeim eru nýttir vatnssjálfsalar frá danska fyrirtækinu, AQtaps, þar sem neytendur greiða rafrænt smáupphæð fyrir vatnið. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NqYSyvPmfTY" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Verkefnið ber heitið <em>Buikwe District Fishing Community Development Programme – Water Project</em> og beinist að því að byggja ný vatnskerfi í strandbyggðum í Buikwe til að tryggja aðgang að hreinu vatni. </p> <p>Arthur Kayaga, vatnsfulltrúi héraðsins, segir frá verkefninu í myndbandinu en nýju vatnspóstarnir fela í sér talsvert þróaðra fyrirkomulag heldur en brunndælurnar sem voru notaðar áður. Kayaga leggur áherslu á að þetta hafi auðveldað fólki að ná í heilnæmt vatn, á hvaða tíma sólarhrings sem er. </p> <p>Áður en ráðist var í þessar framkvæmdir sótti fólk vatn úr Viktoríuvatni þar sem gæði vatnsins eru ótrygg. Því fylgdu ýmsar áskoranir eins og hætta á vatnstengdum sjúkdómum. Jafnframt styttist vegalengdin til að sækja vatnið sem ekki síst kemur sér vel fyrir konur og stúlkur sem oftast sjá um að sækja vatn. Öryggi þeirra eykst því með nýja kerfinu. <span></span></p>

27.09.2022UNHCR: Öflugur stuðningur hjálpar milljónum landflótta Úkraínumanna

<span></span> <p>„Skjót viðbrögð, stuðningur og fjárframlög Íslendinga, sem og annarra Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða, gerði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kleift að bregðast fljótt og samfellt við neyðarástandinu í Úkraínu og nærliggjandi löndum,“ segir í frétt frá Flóttamannastofnun SÞ, UNHCR, sem skrifuð er á íslensku á vef stofnunarinnar.</p> <p>Í fréttinni segir enn fremur: „Það sem af er árinu 2022 hafa Íslendingar lagt til rúma 3,1 milljón Bandaríkjadala til Flóttamannastofnunarinnar, en af því runnu 788.563 Bandaríkjadalir til aðgerða í Úkraínu. 772.499 Bandaríkjadalir voru ekki eyrnamerktir. Árið 2021 lögðu Íslendingar til rúmlega 1,8 milljónir Bandaríkjadala, en þar af voru 26% ekki eyrnamerkt.“</p> <p>Fram í fréttinn að frá því að stríðið hófst í Úkraínu hafi yfir 7,1 milljón flóttamanna frá Úkraínu farið yfir landamærin inn í nágrannalöndin og sumir hafi haldið för sinni áfram til að leita skjóls í löndum víða um Evrópu. „Um leið eru meira en 6,9 milljónir manna í Úkraínu vegalausar í eigin landi og standa frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum, þar á meðal skorti á húsaskjóli, fæði, gistingu, grunninnviðum og aðgangi að atvinnu og menntun.“</p> <p>„Nú þegar vetrarmánuðirnir nálgast þurfa hins vegar margir á brýnum og viðvarandi stuðningi að halda til að takast á við sívaxandi kuldann. Til dæmis er þörf á öruggum gististöðum, viðgerðum á skemmdum heimilum, hlýjum fatnaði og sálfélagslegum stuðningi.“</p> <p><a href="https://www.unhcr.org/" target="_blank">Nánar á vef UNHCR</a></p> <p><span></span></p>

26.09.2022Sendinefnd frá Síerra Leone heimsækir Ísland í tengslum við þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Sendinefnd frá sjávarútvegsráðuneyti Síerra Leóne var í heimsókn á Íslandi í síðustu viku í boði utanríkisráðuneytisins í tengslum við þróunarsamvinnu landanna. Fyrir nefndinni fór Emma Josephine Kowa, sjávarútvegsráðherra, en sendinefndin átti fundi með fulltrúum ráðuneytisins og kynnti sér starfsemi helstu stofnana á sviði sjávarútvegs – Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Sjávarútvegsskóla GRÓ og Matís.</p> <p>Á dagskránni var einnig heimsókn í matvælaráðuneytið og vettvangsferð um Reykjanes þar sem sendinefndin fékk meðal annars innsýn í sögu íslensks sjávarútvegs, fylgdist með eftirlitsflugi dróna á vegum Fiskistofu og heimsótti frystihús og fyrirtæki.</p> <p>Þetta er fyrsta heimsókn sendinefndar frá Síerra Leóne til Íslands. Heimsóknin er hluti af undirbúningi fyrir nýtt verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Gert er ráð fyrir að slíkt verkefni geti orðið veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu landanna, með sterkri aðkomu íslenskra sérfræðinga og stofnana á því sviði. Verkefnið mun miða að því að styðja stjórnvöld í Síerra Leóne í takti við áherslur þeirra í málaflokknum og efla þeirra eigin fiskveiðistjórnunar- og eftirlitskerfi ásamt því að bæta aðstæður við meðferð afla í fiskiþorpum. &nbsp;</p> <p>„Ég get sagt með fullri vissu að Síerra Leóne bíður þess með óþreyju að komið verði á fót sendiráði Íslands í höfuðborg okkar, Freetown. <span data-slate-node="text">Það mun dýpka þau tengsl sem fyrir eru og áframhaldandi samstarf milli landanna,“ sagði Emma Josephine Kowa sjávarútvegsráðherra á fundi með Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. </span></p> <p>Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018 með þátttöku í svæðaverkefni Alþjóðabankans í fiskimálum, með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda og bæta lífsviðurværi fólks í fátækum fiskimannasamfélögum á heildstæðan hátt. Ísland hefur einnig stutt við þjálfun og uppbyggingu á getu ráðuneyta og stofnana fyrir skilvirka og sjálfbæra fiskveiðistjórnun í gegnum árin í samstarfi við Sjávarútvegsskóla GRÓ og hafa tólf sérfræðingar frá Síerra Leóne útskrifast frá skólanum. </p> <p>Síerra Leóne er nýtt tvíhliða samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu og þar er unnið að opnun sendiráðs sem mun fyrst og fremst sinna þróunarsamvinnu. Landið er meðal þeirra fátækustu í heimi og samkvæmt nýjasta lífskjaralista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, er Síerra Leóne í tíunda neðsta sæti þjóða heims.</p>

23.09.2022Námskeið á Selfossi í samhæfingu alþjóðlegrar rústabjörgunar

<span></span> <p><span style="background-color: white;">Í vikunni hefur staðið yfir á Selfossi alþjóðlegt námskeið í samhæfingu rústabjörgunarveita á vegum utanríkisráðuneytisins. Á námskeiðinu var farið yfir samhæfingu alþjóðlegra björgunarteyma á vettvangi og æfingar skipulagðar í viðbrögðum. Þátttakendur voru tuttugu og fjórir frá fjórtán löndum og kennarar tíu frá sjö löndum.</span></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina sem sérhæfir sig í leit og rústabjörgun.<span style="background: white; color: black;"> Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þátt í samræmingarstarfi Sameinuðu þjóðanna og rekur </span>Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina <span style="background: white; color: black;"><a href="https://www.landsbjorg.is/icelandic-association-for-search-and-rescue" target="_blank">ICE-SAR</a> sem var stofnuð með samkomulagi milli Landsbjargar og utanríkisráðuneytisins. </span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Eins og kunnugt er hafa íslenskar björgunarsveitir tekið þátt í verkefnum erlendis frá árinu 1999 og farið í útköll til hamfarasvæða í útlöndum þar sem sérþekking þeirra hefur verið nýtt, meðal annars við rústabjörgun eftir jarðskjálfta. <a href="https://www.insarag.org/" target="_blank">INSARAG</a>&nbsp;(International Search and Rescue Advisory Goup) er alþjóðlegur samstarfsvettvangur undir hatti Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna, <a href="https://www.unocha.org/" target="_blank">OCHA</a>, um rústabjörgun (USAR – Urban Search and Rescue).</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">INSARAG var stofnað 1991 og Ísland er eitt af stofnríkjum samtakanna.</span></p>

23.09.2022Fylkja liði gegn yfirvofandi hungursneyð

<span></span> <p>Þjóðarleiðtogar, mannúðarsamtök og einkaaðilar hétu í gær alls 280 milljónum dala – tæpum 40 milljörðum króna – til að berjast gegn síversnandi vannæringu barna í heiminum. Frá því í júlí nema slíkar skuldbindingar alls 577 milljónum dala, um 82 milljörðum króna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ráðstafar að minnsta kosti 60 prósent þeirrar upphæðar til að halda áfram lífsbjargandi verkefnum.</p> <p>UNICEF stóð fyrir viðburði í gær á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ásamt Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna (USAID), Children‘s Investment Fund Foundation (CIFF) og stjórnvöldum í Senegal í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Yfirskrift viðburðarins var The Child Malnutrition Crisis: Pledging to Save Lives.</p> <p>Ríkisstjórnir Kanada, Írlands, Hollands og Bretlands, auk Aliko Dangote Foundation, Bill &amp; Melinda Gates Foundation, CIFF, Eleanor Crook Foundatiion, Greta Thunberg Foundation, Humanitarian Services of The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints og King Philanthopies komu þar saman og hétu því að leggja málstaðnum lið. </p> <p>„Hamfaraþurrkar vegna loftslagsbreytinga, átök og hækkandi matvælaverð hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir ung börn víða um heim sem glíma nú við alvarlega vannæringu sem aldrei fyrr. Í þeim löndum sem verst hafa orðið úti, þar á meðal á Afríkuhorni og í Sahel verður barn alvarlega vannært á hverri einustu mínútu samkvæmt nýjustu greiningu UNICEF,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>„Milljónir barna eru á heljarþröm þess að verða hungurmorða – ef ekkert verður að gert endar þetta með hörmungum,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þakklæti er okkur hjá UNICEF efst í huga yfir þessum framlögum sem okkur hafa borist en það þarf meira af óbundnu fjármagni til að ná til barna áður en það er um seinan. Við getum ekki staðið hjá og látið börn deyja, ekki þegar við höfum allt sem þarf til að koma í veg fyrir það, greina og meðhöndla alvarlega vannæringu og rýrnun.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/fylkja-lidi-i-barattunni-gegn-yfirvofandi-hungursneyd" target="_blank">Sjá nánar á vef UNICEF</a></p>

22.09.2022Úganda: Þakklæti heimamanna fyrir umbætur í menntun

<span></span> <p>Sendiráði Íslands í Kampala barst á dögunum meðfylgjandi myndband frá Ssebaggala, biskupi Mukono biskupsdæmisins í Úganda. Hann vildi með myndbandinu koma á framfæri þakklæti fyrir menntaverkefni sem unnið hefur verið að í héraðinu með stuðningi frá Íslandi. Verkefnið beinist að endurnýjun og endurbótum á innviðum og aðstöðu í skólum í Buikwe héraði með það að leiðarljósi að auka gæði kennslu og velferð nemenda og starfsfólks.</p> <p>Menntaverkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefni Íslands í Buikwe um bætta grunnþjónustu héraðsstjórnarinnar við efnalítil fiskiþorp við strendur Viktoríuvatns. Í skólum héraðsins hafa verið byggðar nýjar kennslustofur, starfsmannahús, eldhús og stjórnunarbyggingar, auk þess sem salernisaðstæður hafa verið bættar fyrir nemendur og starfsfólk. </p> <p>&nbsp;<span>&nbsp;</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/XQkYYPB_2Ok" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í myndbandinu koma margir fram til að tjá sig um breytingarnar í skólunum. Yfirkennari eins skólans tjáir sig um framfarir sem orðið hafa í þeim skóla vegna stuðnings frá Íslandi. Áður en framkvæmdir hófust á skólanum voru þar 700 nemendur en í dag eru 1600 nemendur við skólann. Einnig er nú aðgengi fyrir hendi að skólastofum með nægilegt pláss fyrir nemendur og bækur, bókahillur og skólabekkir til staðar.</p> <p>Musaasizi Kizito Julius, menntamálafulltrúi héraðsins, talar um mikilvægi góðs aðgengis að frambærilegum skólum til að betrumbæta menntun barnanna. Fyrir framkvæmdirnar voru mikil þrengsli og yfirleitt um þrír bekkir saman í einni skólastofu. Hver bekkur þurfti að snúa í ákveðna átt til að skilja sig frá hinum bekkjunum. </p> <p>Í lokin þakkar Ssebaggala biskup íslenska ríkinu fyrir verkefnið, með von um frekara samstarf af hálfu Íslands í héraðinu tengda menntun barna. </p>

21.09.2022Erindi í Háskóla Íslands um ástandið í Eþíópíu

<span></span> <p>Á morgun, fimmtudaginn 22. september, flytur Sophie Gebreyes framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu erindi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og námsbrautar í mannfræði um ástandið í Eþíópíu og verkefni Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Sophie hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum hjá hjálparsamtökum í Afríku og í Suður-Ameríku, þar með talið hefur hún verið framkvæmdastjóri LWF í Eþíópíu frá árinu 2013. Sophie lærði lögfræði í Addis Ababa og lauk meistaragráðu í frönsku og þróunarfræðum frá The University of Winnipeg. </p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í samstarfi við LWF/DWS í Eþíópíu í áratugi og stærsta verkefni samtakanna í þróunarsamvinnu hefur verið þar frá árinu 2007. Í ár og í fyrra hefur Hjálparstarfið einnig fjármagnað mannúðaraðstoð í norðanverðu landinu með stuðningi utanríkisráðuneytisins þar sem hörð átök hafa verið milli stjórnarhers Eþíópíu og Frelsishers Tigray.</p> <p>Viðburðurinn verður í stofu 103 á Háskólatorgi klukkan 17 til 18 og eru öll velkomin að hlýða á erindið.</p>

20.09.2022Fjórðungur jarðarbúa býr í óstöðugum ríkjum

<span></span> <p class="MsoNormal">Stríð Rússa gegn Úkraínu, langvarandi faraldur kórónuveirunnar og tjón af völdum hamfarahlýnunar eru þrír samverandi þættir sem veikja stöðu fátækustu ríkja heims, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Sameinuðu þjóðann, OECD, um óstöðug ríki.</p> <p class="MsoNormal">Samkvæmt skýrslunni - <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/development/states-of-fragility-2022_c7fedf5e-en" target="_blank">States of Fragility 2022</a>&nbsp;– sem kom út í gær eru sextíu ríki í flokki óstöðugra ríkja, fleiri en nokkru sinni frá því OECD hóf útgáfu árlegra samantekta fyrir sjö árum um ríki sem búa við efnahagslegar, umhverfislegar, félagslegar og pólitískar ógnir, sem þau hafa ekki burði til að takast á við.</p> <p class="MsoNormal">Í þessum sextíu ríkjum, svæðum eða heimshlutum býr um fjórðungur mannkyns, eða 24 prósent jarðarbúa. Um 73 prósent lifa við sárafátækt og þar búa 95 prósent þeirra 274 milljóna manna sem Sameinuðu þjóðirnar telja að þurfi á mannúðaraðstoð að halda.</p> <p class="MsoNormal">„Við lifum tíma sem skilgreindir eru út frá margþættum ógnum, áföllum og óvissu,“ segir í skýrslu OECD.</p> <p class="MsoNormal">Aðeins einn af hverjum þremur einstaklingum í óstöðugum ríkjum hefur fengið bóluefni gegn COVID-19, samanborið við þrjá af fjórum í vel stæðum ríkjum OECD. Þá er vakin athygli á því í skýrslunni að óstöðugu ríkin sextíu standa einungis undir 4 prósenta losun gróðurhúsalofttegunda en verða hins vegar illilega fyrir barðinu á náttúruhamförum sem tengjast hamfarahlýnun.</p> <p class="MsoNormal">Þau fimm ríki á lista OECD sem er verst stödd eru Sómalía, Suður-Súdan, Afganistan, Jemen og Miðafríkulýðveldið. Ný ríki á listanum eru Benín, Tímor-Leste og Túrkmenistan. Engin ríki hurfu af listanum frá fyrra ári.</p>

19.09.2022CERF úthlutun til vanfjármagnaðrar mannúðaraðstoðar

<span></span> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, lagði fram á dögunum hundrað milljónir bandarískra dala til að styrkja vanfjármagnaðar mannúðaraðgerðir í ellefu löndum Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og Miðausturlöndum. Í þessum ríkjum er lífi fólks og lífsviðurværi ógnað af stríðsátökum, loftslagsbreytingum, hungri og nauðungarflutningum. Um er að ræða rúmlega 200 milljónir manna sem að mati sjóðsins búa við gífurlega örbirgð.</p> <p>Að sögn Martin Griffiths mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna draga milljónir fjölskyldna fram lífið án lífsbjargandi stuðnings, einkum á svæðum þar sem bágindin fá litla athygli á alþjóðavettvangi. Fjármögnun frá neyðarsjóð CERF er hugsuð til þess að fylla skarð vanfjármagnaðrar mannúðaraðstoðar og Jemen fær að þessu sinni hæsta framlagið, 20 milljónir Bandaríkjadala. </p> <p>Önnur lönd sem fá stuðning eru Suður-Súdan, Mjanmar, Nígería, Bangladess, Úganda, Venesúela, Malí, Kamerún, Mósambík og Alsír.</p> <p>„Milljónir manna verða fyrir fordæmalausum erfiðleikum í átökum, þurrkum, flóðum og öðru neyðarástandi í mannúðarmálum þar sem umfangið hefur farið gríðarlega fram úr þeim úrræðum sem við höfum yfir að ráða. Þessi CERF úthlutun mun taka á þeim vanda," segir Griffiths. "Ég þakka framlagsríkjum sem þegar hafa heitið 502 milljónum dala í CERF á þessu ári og hvet þá til að halda áfram að einbeita sér að þessum vanfjármögnuðu kreppum. Viðvarandi stuðningur þýðir að mannúðarsamtök geta náð til fleiri og bjargað fleiri mannslífum."</p> <p>Með þessari fjármögnun hefur CERF úthlutað 250 milljónum dala það sem af er ári. CERF er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð.</p>

15.09.2022Nítján nemendur útskrifast frá Landgræðsluskóla GRÓ

<span></span> <p>Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í gær nítján sérfræðinga, sjö konur og tólf karla, frá átta löndum. Landgræðsluskólinn er eitt fjögurra þjálfunarprógramma sem rekin eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið miðstöðvarinnar er að byggja upp færni og þekkingu í þróunarlöndunum á sviðum þar sem sérþekking Íslendinga nýtist. Einnig eru starfandi á vegum GRÓ Jarðhitaskóli, Sjávarútvegsskóli og Jafnréttisskóli.</p> <p>Með nýútskrifaða hópnum í dag er heildarfjöldi nemenda sem lokið hafa sex mánaða námi á vegum GRÓ kominn upp í 1555. Þá hafa 98 lokið meistaragráðu með stuðningi GRÓ, tuttugu doktorsgráðu og á fjórða þúsund setið stutt námskeið á vettvangi.</p> <p>Nemendurnir nítján koma frá átta löndum: Mongólíu, Kyrgystan, Uzbekistan, Gana, Úganda, Malaví, Lesótó og Nígeríu. Öll eru þau sérfræðingar sem starfa á sviði sjálfbærrar landnýtingar og vistheimtar í heimalöndum sínum. Fjórir nemendanna eru frá Mongólíu og voru sendiherra landsins gagnvart Íslandi, hr. Tuvdendori Janabazar og eiginkona hans, Batsanaa Bayartogtokh, viðstödd útskriftina í gær. Mongólía hefur verið eitt af áherslulöndum skólans frá upphafi og alls hafa 32 nemendur frá landinu útskrifast frá Landgræðsluskóla GRÓ.</p> <p>Þá voru í útskriftarhópnum tveir nemendur, frá Malaví og Nígeríu, sem starfa fyrir landsvæði sem eru hluti af alþjóðlega netverkinu „Maðurinn og lífhvolfið“ (Man and the Biosphere MAB) á vegum UNESCO. Utanríkisráðuneytið mun styrkja yfir fimm ára tímabil tvo nemendur á hverju ári sem starfa fyrir MAB svæði víða um heim til þátttöku í Landgræðsluskóla GRÓ.</p> <p>Ávörp fluttu Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hýsir Landgræðsluskólann. &nbsp;</p>

15.09.2022Fjölsótt netnámskeið Jarðhitaskólans um jarðvarmaorku

<span></span> <p>Þrjú hundruð þátttakendur frá um tuttugu löndum á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu tóku þátt í þriðju námskeiðaröð Jarðhitaskólans „Netnámskeið um jarðvarmaorku“. Þessum námskeiðum er beint að þeim sem taka ákvarðanir í samstarfslöndum okkar um þróun jarðvarmaauðlinda og kynna fyrir þeim alla möguleika sem jarðvarmi hefur upp á að bjóða. </p> <p>Fyrsta þáttaröðin beindist að Afríku, önnur að rómönsku Ameríku og Karíbahafi en þessi þriðja, sem haldin var á dögunum, beindist að Asíu og Kyrrahafi. Margir af fyrrverandi nemendum skólans og helstu sérfræðingar Íslands á sviði jarðhita kynntu og ræddu um mikla möguleika og efnahagslega hagkvæmni auðlindarinnar, allt frá orkuframleiðslu til snyrtivöruframleiðslu til fiskeldis, auk tengdra ávinninga. </p> <p>Námskeiðinu var mjög vel tekið og ljóst að þessi nýi vettvangur skapar skólanum tækifæri til að miðla jarðhitaþekkingu enn frekar og með aðgengilegri hætti. </p> <p>Alls fluttu rúmlega þrjátíu sérfræðingar erindi á námskeiðinu.</p>

14.09.2022Aukin framlög til mannúðarstofnana vegna hamfara í Sómalíu og Pakistan

<p><span>Utanríkisráðherra hefur ákveðið að bregðast við neyðarástandi í Sómalíu og Pakistan með viðbótarfjármagni til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða þrjátíu milljóna króna framlag til WFP vegna afleiðinga langvarandi þurrka í Sómalíu og þrjátíu milljóna króna framlag til UNHCR í kjölfar mannskæðra flóða í Pakistan.</span></p> <p><span>„Áhrifa loftslagsbreytinga gætir nú þegar víða um heim og eru íbúar fátækari ríkja þar í mestri hættu. Okkur ber skylda til að leggja okkar að mörkum og veita neyðaraðstoð þegar hamfarir sem þessar verða,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Í Sómalíu standa um sjö milljónir íbúa frammi fyrir hungursneyð eftir verstu þurrka í fjörutíu ár. Fjögur regntímabil í röð hafa brugðist og útlit er fyrir að það næsta muni einnig bregðast. Talið er að alls 1,5 milljónir barna undir fimm ára aldri séu þar vannærð og þar af glíma hátt í fjögur hundruð þúsund við lífshættulega vannæringu. Rúm ein milljón manns hefur hrakist frá heimilum sínum vegna þurrkanna, þar af 750 þúsund á þessu ári.&nbsp;</span></p> <p><span>Neyðarástand ríkir einnig í Pakistan þar sem um 33 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á verstu flóðum þar í marga áratugi. Talið er að rúmlega eitt þúsund manns, fjölmörg börn þar á meðal, hafi farist frá því miklar rigningar hófust um miðjan júní. UNHCR áætlar að um fimm hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín vegna flóða og hafist nú við í flóttamannabúðum. Nærri ein milljón heimila hefur eyðilagst og 700 þúsund búfjár drepist. Þá hafa miklar skemmdir orðið á innviðum með þeim afleiðingum að íbúar eiga erfitt um vik að koma sér á öruggari staði og erfitt er að koma neyðaraðstoð til bágstaddra.</span></p>

13.09.2022Tógólísa besta myndin á kvikmyndahátíð kvenna

<span></span> <p>Tógólísa, heimildamynd Öldu Lóu Leifsdóttur, um rokkbúðir stúlkna í Tógó, var á dögunum valin besta myndin á kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles. Myndin fjallar um rokkbúðir í Tógó í Vestur-Afríku, verkefni samtakanna Stelpur rokka! í samstarfi við félagið Sól í Tógó og Association Mirlinda. Verkefnið hefur notið stuðnings utanríkisráðuneytisins allt frá árinu 2016. Í fyrra fékk verkefnið áframhaldandi styrk til næstu ára en jafnframt er stutt við rekstur tónlistarmiðstöðvar í Tógó.</p> <p>Kvikmynd Öldu Lóu var valin besta myndin í flokki heimildamynda á kvikmyndahátíðinni City of Angels Women´s Film Festival. Í rokkbúðunum í Tógó hittast að jafnaði um fimmtíu stúlkur að sumri og hausti til að spila og syngja gospeltónlist sem þær þekkja úr kirkjunni og dansa við vestur-afrískt rapp og popp. Í myndinni kynnast áhorfendur stúlkunum sem taka þátt og kennurunum sem stýra búðunum, jafnframt er dregin upp mynd af samfélagi sem hefur gengið í gegnum mikil umskipti og fjallað um breytt viðhorf kvennanna til þeirra sjálfra og samfélagsins.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2ftogolisa%2fvideos%2f726281855108861%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowfullscreen="true" allow="autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p>Rokkbúðirnar hafa meðal annars þann tilgang að því að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft en slíkt rými er oftar en ekki ætlað drengjum. Stúlkur á aldrinum 9-19 ára koma víða að í Tógó til að sækja rokkbúðirnar og tógóskar tónlistarkonur taka þátt í að kenna eða heimsækja búðirnar.</p>

12.09.2022Öryggi og friður samfélaga á landamærum Malaví og Mósambík

<span></span> <p>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Malaví voru viðstaddir athöfn í Mangochi héraði á dögunum þegar verkefni sem ætlað er að stuðla að friðsamlegum samfélögum á landamærum Malaví og Mósambík var ýtt úr vör. Sendiráð Íslands og Írlands í Malaví styrkja verkefnið fjárhagslega en það er unnið í samráði við héraðsyfirvöld Mangochi og stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Timothy Mtambo, ráðherra þjóðareiningar og friðar, var heiðursgestur viðburðarins.</p> <p>Malaví og Mósambík deila 1.750km löngum landamærum sem lítið eftirlit er með. Að mati sérfræðinga er hætta á því að átök í norðurhluta Mósambík leiði til aukins óstöðuleika í nágrannahéruðunum í Malaví vegna aukinna flutninga yfir landamærin og bágu efnahagsástandi. Ráðherrann fagnaði verkefninu og ítrekaði að þótt Malaví væri friðsamt ríki væri vaxandi spenna og átök innan samfélaga áhyggjuefni sem bæri að fyrirbyggja og leysa. </p> <p>Til að draga úr líkum á átökum vegur einna þyngst að efla grunnþjónustu og auka efnahagsleg tækifæri íbúa á landamæraþorpum. Þetta hefur Ísland gert í gegnum héraðsþróunarverkefnin í Mangochi með umfangsmiklum verkefnum á sviði uppbyggingar heilsuinnviða, bættu aðgengi að vatni og grunnskólanámi, efnahagslegri valdeflingu kvenna og ungmenna og stuðningi við héraðsskrifstofuna. </p> <p>Til þess að auka viðnám í þorpum hefur Ísland stutt margvísleg verkefni í Makanjira sem er fátækt afskekkt svæði við landamæri Mósambík. „Stuðningur Íslands við þorp í Makanjira nemur um tveimur milljónum Bandaríkjadala og veitir heildstæða aðstoð við fátækt fólk, efnahagsleg tækifæri og aðgengi að grunnþjónustu. Við vitum að fátækt og atvinnuleysi ungs fólks er drifkraftur átaka,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. </p> <p>Verkefnið byggir á grunni laga um frið og samheldni (Peace and Unity Bill) sem var samþykkt í mars. Lögin fela í sér að færa sveitarfélögum/samfélögum tæki og tól sem geri þeim kleift að bera kennsl á, fyrirbyggja og leysa átök innan og milli hópa. Stuðst verður við landsáætlun um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi sem samþykkt var í fyrra. Aðgerðarætlun Malaví var unnin af skrifstofu forseta Malaví með tæknilegri aðstoð UN Women og fjárhagslegri aðstoð Íslands. <span>&nbsp;&nbsp;</span></p>

12.09.2022Lífskjaravísitala UNDP: Lífskjör rýrna í níu af hverjum tíu ríkjum

<span></span> <p>Ítrekaðar kreppur hamla framförum með þeim afleiðingum að lífskjör rýrna í níu ríkjum af hverjum tíu samkvæmt nýútkominni Lífskjaravísitölu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP: The Human Develpment Index. „Heimurinn hefur farið úr einni kreppu í aðra og hefur fest í hlutverki slökkviliðs og verið ófær um að ráðast að rótum þess vanda sem við er að glíma. Ef ekki er breytt snarlega um stefnu má búast við enn frekari skorti og óréttlæti,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Ísland er í þriðja sæti á lífskjaralistanum líkt og síðast. Sviss og Noregur eru í efstu sætunum.</p> <p>Lífskjaraskýrsla UNDP nefnist „Óvissir tímar, röskun lífs: Að skapa framtíðina í heimi umbreytinga,“ (“Uncertain Times, Unsettled Lives: Shaping our Future in a&nbsp;Transforming&nbsp;World”). Í henni er því haldið fram að sífellt meiri óvissa valdi röskun á lífi fólks á fordæmalausan hátt. </p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/lifsgaedi-i-heiminum-afturfor-i-9-af-hverjum-10-rikjum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, hefur ástandið undanfarin tvö ár haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir milljarða manna um allan heim. Stríðið í Úkraínu fylgdi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurins, sem skullu á heiminum á tíma gríðarlegra félagslegra og efnahagslegra umskipta, hættulegra breytinga á plánetunni og aukinnar sundrungar.</p> <p>Í fyrsta skipti á þeim 32 árum sem UNDP hefur tekið saman lífskjaravísitöluna (The Human Development Index), hefur lífskjörum almennt hnignað í heiminum tvö ár í röð. Lífskjör hafa minnkað og eru komin aftur á það stig sem þau voru að meðaltali í heiminum 2016. Þetta þýðir að stór hluti þess árangurs, sem náðst hafði í að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, hefur gengið til baka.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/747474374?h=25e06850bf" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>„Veröldin er að reyna að staulast á fætur eftir tvær kreppur, hvora a á fætur annarri,“ segir Achim Steiner, forstóri UNDP. „Það sverfur að vegna dýrtíðar og orkukreppu. Þá er freistandi fyrir ráðamenn að grípa til skammtímalausna til að vinna bug á orkukreppunni á borð við niðurgreiðslu jarðefnaeldsneytis. Hins vegar slær það aðeins á frest óumflýjanlegum langtíma kerfisbundnum breytingum. Við erum sem stendur sem lömuð gagnvart þessum breytingum. Óvissa ríkir í heiminum og við þurfum á endurnýjun hnattrænnar samstöðu að hald til þess að glíma við innbyrðist tengdar, sameiginlegar áskoranir.“</p> <p>Hann segir að markmið nýrrar greiningar sé að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig hægt er brjótast út úr blindgötunni og marka nýja braut úr hnattrænni óvissu. „Við höfum skamman tíma til stefnu til endurræsa kerfi okkar og tryggja framtíð sem byggir á markvissum loftslagsaðgerðum og nýjum tækifærum fyrir alla.“</p> <p><a href="https://hdr.undp.org/human-development-report-2021-22" target="_blank">Vefur Human Developing Report 2021-22</a></p>

05.09.2022GRÓ tók þátt í UNESCO deginum

<p>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tók þátt í UNESCO deginum sem íslenska UNESCO nefndin skipulagði þann 1. september sl. Þar komu saman fulltrúar þeirra ráðuneyta, stofnana og annarra aðila sem tengjast starfi UNESCO á Íslandi á einn eða annan hátt en GRÓ starfar undir merkjum UNESCO. Dagurinn var kjörið tækifæri til að heyra af ólíku starfi sem tengist UNESCO á Íslandi, kynnast innbyrðis og skoða möguleika til frekara samstarfs. UNESCO dagurinn fór fram á Þingvöllum, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO.</p> <p>Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, kynnti á fundinum starf GRÓ og þjálfunarprógrammanna fjögurra sem eru starfrækt á vegum miðstöðvarinnar en fulltrúar allra þeirra voru viðstaddir fundinn. Þá sagði hún frá stærstu verkefnunum framundan, eins og þeirri vinnu sem nú er á lokametrunum við að setja miðstöðinni breytingakenningu (e. Theory of change). Þar er um að ræða aðferðafræði við árangursstjórnun sem UNESCO leggur áherslu á í sínu starfi. Í breytingakenningunni er skýrt frá því hvernig GRÓ mun vinna markvisst að þeim langtímaáhrifum sem stefnt er að með starfinu. Samhliða verður settur fram árangursrammi fyrir GRÓ, þar sem greint er frá því hvernig árangur af einstaka þáttum í starfinu verður mældur. Einnig mun GRÓ setja fram stefnumörkun um áherslur í starfinu næstu fimm árin. </p> <p>Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ, sagði frá samstarfi við verkefnið Maðurinn og lífhvolfið innan UNESCO (e. Man and the Biosphere - MAB). GRÓ mun árlega á tímabilinu 2022-2026 bjóða tveimur ungum sérfræðingum sem starfa hjá svæðum í þróunarríkjum sem tilheyra MAB netverkinu til að taka þátt í sex mánaða þjálfuninni á Íslandi. Sjöfn sagði einnig frá þátttöku Landgræðsluskólans í hliðarviðburði á ársfundi MAB, sem fram fór í höfuðstöðvum UNESCO í París í júní sl.</p> <p>Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ, sagði frá samstarfi við UNESCO um gerð netnámskeiðs sem mun bera heitið Karlmenn, drengir og karlmennskur (Men, Boys and Masculinities). Námskeiðið verður fjórða netnámskeiðið sem Jafnréttisskólinn framleiðir innan edX netverksins og er stefnt að því að hleypa því af stokkunum í ágúst á næsta ári. Netnámskeið af þessu tagi eru öllum opin og hægt að sækja þau án endurgjalds. Þannig gera þau fólki sem hefur takmarkaðan aðgang að menntun tækifæri til mennta sig. Námskeiðin sem Jafnréttisskólinn hefur þegar sett á netið hafa verið mjög vinsæl og hefur stór hluti skráðra þátttakenda komið frá þróunarlöndum.</p> <p>Meðal annarra sem fluttu erindi á UNESCO deginum voru Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, sem sagði frá setu Íslands í framkvæmdastjórn UNESCO árin 2021-2025 og starfi Íslands innan UNESCO. Þá tóku einnig til máls fulltrúar Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Vigdísarstofnunar, UNESCO skólanna, og Kötlu og Reykjaness jarðvanga.</p>

02.09.2022GRÓ tekur í notkun húsnæði fyrir nemendur á Grensásvegi

<span> </span> <p><span>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu hefur tekið á leigu húsnæði að Grensásvegi 14 til að hýsa nemendur GRÓ, gestakennara og framhaldsnemendur á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu íbúar hússins, nemendur Jarðhitaskólans, flytja inn mánudaginn 5. september. Í húsinu er aðstaða til að hýsa allt að 28 manns og að auki góð félagsaðstaða fyrir nemendur. Með húsinu skapast því möguleikar fyrir nemendur GRÓ að kynnast og eiga aukin samskipti.</span></p> <p><span>GRÓ starfrækir fjögur þjálfunarprógrömm á Íslandi undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, þ.e. Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Öll vinna þau að því að efla getu stofnana og einstaklinga í þróunarríkjunum á sviðum þar sem Ísland býr yfir sérþekkingu og hafa um áratugaskeið verið ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um GRÓ á <a href="https://www.grocentre.is/is">vef miðstöðvarinnar.</a><br /> </span></p>

02.09.2022Konur og jaðarsettir hópar verst úti í flóðunum í Pakistan

<span></span> <p>Konur, stúlkur og jaðarsettir hópar verða verst úti í hamfaraflóðunum í Pakistan að mati Adil Sheraz framkvæmdastjóra CARE hjálparsamtakanna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/08/1125752">sent út neyðarkall</a>&nbsp;sökum ástandsins og hafið neyðarsöfnun til að bregðast við þörfinni.</p> <p>„Við vitum að konur, stúlkur og jaðarsettir hópar verða hvað verst úti þegar náttúruhamfarir dynja á en eiga jafnframt erfiðast með að nálgast neyðaraðstoð. Barnshafandi konur á hamfarasvæðunum geta ekki fætt börn sín við viðunandi aðstæður þar sem flóðin hafa skolað burt heimilum og heilbrigðisstofnunum. Þetta stefnir lífi þeirra og barna þeirra í hættu,“ segir Adil Sheraz.</p> <p>Fulltrúar Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, telja að um 650 þúsund barnshafandi konur séu búsettar á hamfarasvæðunum og hafi ekki aðgang að viðunandi heilbrigðisþjónustu.</p> <p>„Mest ríður á að tryggja aðgang að hreinu vatni, matvælum, lyfjum og heilbrigðisþjónustu. Óttast er að vatnsbornar sýkingar á borð við iðrasýkinga sem valda uppköstum og niðurgangi breiðist hratt út meðal fólks á hamfarasvæðunum,“ segir í <a href="https://unwomen.is/konur-og-jadarsettir-hopar-verst-uti-i-flodunum-i-pakistan/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p> <p>Þar kemur fram að flóðin, sem hófust í júní, hafi farið yfir 72 prósent af landsvæði Pakistan og kostað meira en 1.100 mannslíf. Þau hafi lagt heimili, skólabyggingar og sjúkrastofnanir í rúst. Að auki hafa vegir og aðrir mikilvægir innviðir eyðilagst í vatnsflaumnum. Óttast sé að fleiri flóð verði á næstu vikum og kunni að valda enn frekari mannskaða og eyðileggingu.</p> <p>„Það er staðreynd að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/kynbundid-ofbeldi/">kynbundið ofbeldi eykst</a>&nbsp;á tímum hamfara og átaka. Á svæðunum sem verst hafa orðið úti í flóðunum, sefur fólk úti undir berum himni og fjölskyldur hafa splundrast. Þetta ástand gerir konur og stúlkur berskjaldaðri gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. UN Women er á staðnum og vinnur að því að greina þarfir kvenna, stúlkna og jaðarsettra hópa á flóðasvæðunum. UN Women og samstarfsaðilar hafa veitt konum, stúlkum og&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/">jaðarsettum hópum neyðaraðstoð</a>&nbsp;á borð við húsaskjól, matvæli, læknisaðstoð og hreinlætisvörur,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>Þá hefur UN Women tryggt aðgengi kvenna og stúlkna að lögfræðiaðstoð, áfallahjálp og peningagreiðslum án skilmála.</p> <p>Hér er hægt að lesa nánar um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">kynjuð áhrif loftslagsbreytinga</a>.</p>

02.09.2022Reykjavík Geothermal setur á fót jarðhitarannsóknarstofu í Eþíópíu

<span></span> <p>Jarðhitaþróunarfélagið Reykjavík Geothermal (<a href="https://www.rg.is/" target="_blank">RG</a>) hyggst setja á fót rannsóknarstofu á sviði jarðhita í Eþíópíu í samstarfi við heimamenn, bæði opinbera aðila og einkaaðila. Til þess hefur félagið hlotið styrk frá utanríkisráðuneytinu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu.</p> <p>Rannsóknarstofan mun sérhæfa sig í vatns- og gassýnagreiningum tengdum jarðhitaverkefnum í Eþíópíu. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun jarðhita þar í landi og standa vonir til að á næstu árum nái framleiðsla á rafmagni með jarðhita allt að 1000 MWe. Hingað til hafa öll sýni tengd jarðhita verið send úr landi til greiningar með tilheyrandi kostnaði og hættu á að sýni eyðileggist eða týnist á leiðinni. Rannsóknarstofan, sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar í Eþíópíu, einfaldar til muna rannsóknarferlið og nýtast fjölmörgum aðilum.</p> <p>Meginmarkmið verkefnisins er að þjóna jarðhitaþróun í landinu og vinna þannig að þremur heimsmarkmiðum, markmiði sjö um sjálfbæra orku, markmiði átta um góða atvinnu og hagvöxt og markmiði átta um aðgerðir í loftlagsmálum. Verkefnið hefur einnig jákvæð áhrif á fleiri heimsmarkmið og rannsóknarstofan gæti til dæmis tekið að sér efnagreiningar á drykkjarvatni en takmarkað aðgengi er að hreinu drykkjarvatni í Eþíópíu. Um er að ræða verkefni til tveggja ára að fjárhæð 583.000 evra og fær fyrirtækið hámarksstyrk úr sjóðnum sem nemur 200.000 evrum.</p> <p>Uppbygging rannsóknarstofu krefst góðs samstarfs við rannsóknarstofnanir hér heima og í Eþíópíu. Við ráðningar verður horft til jafnréttis kynjanna, góðrar menntunnar en jafnframt að auka tækifæri heimamanna til rannsóknarsamstarfs. Rannsóknarstofan er mikilvægur hlekkur í þróun jarðhitaverkefna en einnig nýtingu og þróun verkefna sem tengjast matvælaframleiðslu og endurnýjanlegum orkugjöfum.</p> <p>Reykjavík Geothermal er jarðhitaþróunarfélag stofnað árið 2008. Félagið hefur unnið að þróun jarðhita víða í heiminum með áherslu á háhita til raforkuframleiðslu. Félagið hefur verið með starfsemi í Eþíópíu frá árinu 2011 og lokið yfirborðsrannsóknum á þremur jarðhitasvæðum. Í dag er verið að bora jarðhitaholur sem RG er að þróa í samstarfi við meðfjárfesta í Tulu Moye svæðinu í Oromia-héraði í Eþíópíu og boranir hefjast einnig í lok árs á Corbetti svæðinu, syðst í Oromiu. </p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 3. október. Nánari upplýsingar ásamt umsóknargögnum er að finna á&nbsp;<a href="https://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>. </p>

01.09.2022Þrjár milljónir barna í neyð vegna hamfaraflóða í Pakistan

<span></span> <p>Rúmlega þrjár milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð og eru í aukinni hættu vegna vatnsborinna sjúkdóma, vannæringar og drukknunar í hamfaraflóðunum í Pakistan.&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með stjórnvöldum og samstarfsaðilum við að bregðast við nauðsynlegum þörfum barna og fjölskyldna þeirra á hamfarasvæðum.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.unicef.is/3-milljonir-barna-i-neyd-vegna-hamfarafloda-i-pakistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF hafa 33 milljónir íbúa Pakistan, þar af 16 milljónir barna, orðið fyrir áhrifum gríðarþungra monsúnrigninga í ár sem fylgt hafa hamfaraflóð og skriðuföll. Rúmlega 1.100 manns, þar af yfir 350 börn, hafa látið lífið og vel á annað þúsund manns slasast. Hátt í 300 þúsund heimili eru gjöreyðilögð&nbsp;og hátt í 700 þúsund heimili hafa skemmst. Stórfljót hafa flætt yfir bakka sína, stíflur sömuleiðis og heimili, sveitabæir og innviðir á borð við vegi, brýr, skóla, sjúkrahús og&nbsp;heilsugæslur&nbsp;hafa orðið fyrir skemmdum.</p> <p>„Þegar hörmungar sem þessar gerast eru það alltaf börnin sem eru verða verst úti,“ segir&nbsp;Abdullah&nbsp;Fadil, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Pakistan. „Þessi hamfaraflóð hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.“</p> <p>„Til að útskýra hversu mikil rigning hefur fylgt monsúntímabilinu nú þá er hún þrefalt meiri en 30 ára meðaltal á landsvísu og rúmlega&nbsp;fimmfalt&nbsp;yfir 30 ára meðaltali í ákveðnum héruðum. Líkt og greint hefur verið frá í fréttum hafa stjórnvöld í Pakistan lýst yfir neyðarástandi,“ segir í frétt UNICEF.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><strong>UNICEF er á vettvangi</strong><br /> Fjáröflunarákall&nbsp;UNICEF, sem hluti af neyðarákalli Sameinuðu þjóðanna vegna&nbsp;ástandsins, hljóðar upp á 37 milljónir Bandaríkjadala til að ná til barna og fjölskyldna þeirra á næstu mánuðum með sjúkragögn, nauðsynleg lyf, bóluefni, mæðraverndarpakka, hreint og öruggt drykkjarvatn, hreinlætisbúnað og næringarfæði,&nbsp;auk þess sem komið verður upp tímabundnum skólastofum og námsgögn útveguð.</p> <p>Samkvæmt loftslagsáhættumati&nbsp;UNICEF&nbsp;(Children‘s&nbsp;Climate&nbsp;Risk&nbsp;Index&nbsp;(CCRI)), er Pakistan viðkvæmt svæði þar sem börn eru álitin í gríðarmikilli áhættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Pakistan er í 14. sæti af 163 löndum á áhættumatslista stofnunarinnar.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Stuðningur <a href="https://www.unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">Heimsforeldra</a>&nbsp;skiptir sköpum í veita&nbsp;UNICEF&nbsp;svigrúm til að bregðast skjótt við neyðarástandi sem þessu um allan heim.&nbsp; </p>

31.08.2022SÞ: Neyðaráætlun í þágu Pakistan

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa kynnt neyðaráætlun í þágu Pakistan. Ætlunin er að verja 160 milljónum Bandaríkjadala til að hjálpa landinu að glíma við verstu flóð í marga áratugi.&nbsp;Markmiðið&nbsp;er að koma 5,2 milljónum nauðstaddra til hjálpar.&nbsp;</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/neydaraaetlun-kynnt-guterres-til-pakistan/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskristofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, er talið að alls hafi 33 milljónir manna orðið fyrir barðinu á flóðunum. Rúmlega eitt þúsund manns, að stórum hluta börn, hafa týnt lífi frá því miklar rigningar hófust um miðjan júní, að sögn Jens Lærke talsmanns Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (<a href="https://www.unocha.org/">OCHA</a>).</p> <p>„Pakistan líður miklar þrautir,“&nbsp;<a href="https://www.un.org/sg/">sagði</a>&nbsp;António Guterres í ávarpi sem flutt var af myndbandi þegar neyðaráætlunin fyrir næstu sex mánuði var kynnt í Islamabad og Genf.</p> <p>Talsmaður aðalframkvæmdastjórans tilkynnti síðdegis í gær að „vegna þess harmleiks sem milljónir manna glíma við“ muni Guterres halda til landsins á föstudag til að sýna pakistönsku þjóðinni samstöðu. Í myndbandsávarpinu sagði Guterres að „pakistanska þjóðin stæði frammi fyrir monsúnrigningum á sterum – látlausum hamförum vegna rigninga og flóða.“</p> <p>Að sögn Lærke, talsmanns OCHA, hafa 500 þúsund hrökklast frá heimilum sínum vegna flóða og hafast við í búðum. Nærri ein milljón heimila hafa orðið fyrir skakkaföllum og 700 þúsund búfjár hefur drepist. Þá hafa miklar skemmdir orðið á innviðum. Nærri 3500 kílómetrar&nbsp; vega og 150 brýr hafa skemmst með þeim afleiðingum að íbúarnir eiga óhægt um vik að koma sér á öruggari staði. Þar að auki veldur þetta erfiðleikum við að koma neyðarástand til þurfandi fólks .</p>

31.08.2022Sendiráðið í Kampala: Áhersla á mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum

<span></span> <p>Flóð og skriðuföll í Úganda fyrr í mánuðinum, sem urðu 26 að aldurtila og skemmdu yfir 4000 heimili, eru eitt dæmi af mörgum til marks um öfga í veðurfari vegna loftslagsbreytinga. Í sendiráði Íslands í Kampala er vaxandi áhersla lögð á aðgerðir tengdar loftslagsbreytingum í samstarfshéruðunum, Buikwe og Namayingo. Í gær var skrifað undir samning við ráðgjafahóp á þessu sviði.</p> <p>Muhammed Semambo frá loftslagsbreytingadeild vatns- og umhverfisráðuneytisins leiðir ráðgjafahópinn sem fær það hlutverk að meta áhættu samstarfshéraðanna gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga og styðja þau síðan til að móta aðgerðaráætlun vegna loftslagsbreytinga, eins og krafist er í lögum í Úganda frá 2021. </p> <p>Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðsins lagði við undirritun samningsins áherslu á mikilvægi loftslags- og umhverfismála fyrir þróun og einnig fyrir verndun mannréttinda, með vísan í núgildandi þróunarsamvinnustefnu Íslands.</p> <p>Forsetar ríkja í austanverðri Afríku og af horni Afríku <a href="https://www.iom.int/news/african-heads-state-and-governments-meet-uganda-call-concerted-efforts-tackle-climate-change" target="_blank">komu saman</a>&nbsp;fyrir réttum mánuði í Kampala til að stilla saman strengi gagnvart sívaxandi ógn af loftslagsbreytingum. Samkvæmt <a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2021/10/27/climate-change-could-further-impact-africa-s-recovery-pushing-86-million-africans-to-migrate-within-their-own-countries#:~:text=WASHINGTON%2C%20October%2027%2C%202021%E2%80%94,their%20own%20countries%20by%202050" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Alþjóðabankans eru líkur á því að allt að 86 milljónir íbúa Afríku neyðist til þess að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga fyrir miðja öldina verði ekkert að gert.</p>

30.08.2022Grunnskóli afhentur skólayfirvöldum í Namayingo

<span></span><span></span> <p><span>Fulltrúi sendiráðs Íslands í Kampala afhenti nýverið Bukewa grunnskólann til&nbsp;</span>skólayfirvalda í Namayingo héraði en endurbætur á skólum í héraðinu eru hluti af þróunarverkefni með héraðsyfirvöldum sem hófst á síðasta ári. Verkefnin eru fyrst og fremst á tveimur sviðum, í menntamálum og stuðningi við vatns,- salernis- og hreinlætismál. Einnig er veittur stuðningur við að efla stjórnsýslu héraðsins á fyrrnefndum sviðum.</p> <p>Í verkinu í Bukewa fólst endurnýjun og endurbætur á innviðum og aðstöðu skólans. Byggðar voru sjö kennslustofur, fjögur starfsmannahús, eldhús og stjórnunarbygging. Eldri kennslustofur og starfsmannahús voru einnig endurnýjuð, skólinn girtur af og leikvöllurinn jafnaður. Þá var bætt við salernum fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Í skólanum eru hátt í 1100 nemendur. Verkið hófst í ársbyrjun á þessu ári, lauk í júlí og skólinn var afhentur 17. ágúst. Samningsupphæðin var tæplega 500 þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 70 milljónir króna.</p> <p>Sendiráð Íslands í Kampala sá um fjárframlög og eftirfylgni með verkinu fyrir Íslands hönd. Bukewa grunnskólinn er fimmti skólinn sem Ísland hefur kostað og afhent héraðinu en einn skóli í viðbót verður afhentur í september.</p> <p>Markmiðið er að bæta gæði náms en auk innviða er stutt við kaup á búnaði, námsbókum og þjálfun kennara í öllum sex skólum sem verkefnið nær til. Það felur einnig í sér aðgerðir sem miða að því að bæta aðgengi að heilnæmu vatni og auka hreinlæti. Í því felast meðal annars framkvæmdir við vatnsveitur og bygging salerna. Markmiðið er að auka lífsgæði og draga úr sjúkdómum sem tengjast vatni.</p> <p>Valdefling kvenna er einnig áhersluþáttur og gerð er krafa um að konur fái tækifæri til að starfa við byggingaframkvæmdir. Það hefur tekist vonum framar og konur eru við margvísleg störf sem þær höfðu takmarkaðan aðgang að áður.</p>

29.08.202270 prósent tíu ára barna skilja ekki einfaldan ritaðan texta

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar boða til leiðtogafundar um miðjan næsta mánuð til að bregðast við þeirri djúpu alþjóðlegu kreppu í menntamálum sem blasir við í heiminum, þeirri dýpstu sem sögur fara af. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Alþjóðabankanum, UNICEF, UNESCO og fleirum, er talið að 70 prósent tíu ára barna skilji ekki einfaldan ritaðan texta. Þetta hlutfall var 57 prósent fyrir heimsfaraldurinn.</p> <p>Leiðtogafundurinn er haldinn að frumkvæði aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og stendur yfir í þrjá daga, 16., 17., og 19. september í New York. „Á leiðtogafundinum gefst einstakt tækifæri til að setja menntun í öndvegi alþjóðlegrar pólitískrar dagskrár til að virkja aðgerðir, metnað, samstöðu og lausnir um endurheimt námstaps sem tengist heimsfaraldrinum og sá fræjum til að umbreyta menntun í ört breyttum heimi,“ segir í kynningartexta um fundinn sem ber yfirskriftina „<a href="https://www.un.org/en/transforming-education-summit" target="_blank">Transforming Education Summit</a>.“</p> <p>Þess er vænst að á leiðtogafundinum verði sammælst um innlendar og alþjóðlegar skuldbindingar um umbreytingu menntunar með áherslu á aukna þátttöku og stuðning almennings við þær gagngeru breytingar. Reiknað er með að António Guterras aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skrifi undir yfirlýsingu um framtíðarsýn í menntamálum að fundi loknum.</p> <p>Skýrsla Alþjóðabankans og fleiri fyrr í sumar – <a href="https://www.worldbank.org/en/topic/education/publication/state-of-global-learning-poverty" target="_blank">The State of Global Learning Poverty: 2022 Update</a>&nbsp;– sýnir að langvarandi lokanir skóla í heimsfaraldrinum og ófullnægjandi mótvægisaðgerðir höfðu alvarleg áhrif á menntun barna og ungmenna. Nefnd eru dæmi frá Rómönsku Ameríku og Karíbahafseyjum þar sem talið er að 80 prósent grunnskólabarna geti nú ekki skilið einfaldan skrifaðan texta en hlutfallið var 50 prósent fyrir heimsfaraldur. Svipað hlutfall barna í Suður-Asíu, eða 78 prósent, skortir lágmarksfærni í læsi en var 60 prósent fyrir faraldurinn. Í sunnanverðri Afríku var skólum að jafnaði ekki lokað jafn lengi og víða annars staðar í heiminum og námstapið því ekki jafn mikið. Engu að síður er ólæsi útbreitt eða um 89 prósent meðal tíu ára barna í þeim heimshluta.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zn2iOknOka8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Sameinuðu þjóðirnar benda á að þetta alvarlega ástand í menntamálum hafi gerst í mörgum tilvikum hægt og hljótt en það hafi skelfileg áhrif á framtíð barna og ungmenna um allan heim. Verði ekki brugðist við komi neikvæð áhrif menntunarskorts til með að hamla sameiginlegri leit okkar að friði, réttlæti, mannréttindum og sjálfbærri þróun um ókomna áratugi.</p>

26.08.2022Barnaheill: Haustsöfnun til styrktar verkefni í Síerra Leóne

<span></span> <p>Barnaheill hafa hrundið af stað haustsöfnun fyrir styrktar þróunarverkefni samtakanna í Pujehun héraði í Síerra Leóne, fátækasta héraði landsins. „Ofbeldi í skólum er gríðarlega algengt vandamál í landinu en níu af hverjum tíu börnum verða fyrir ofbeldi í skólum. Tvær af hverjum þremur stúlkum verða fyrir kynferðisofbeldi í skólum og 18 prósent stúlkna er nauðgað, oft í ,,skiptum” fyrir betri einkunnir,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna.</p> <p>Guðrún bætir við að þetta sé hræðilegur veruleiki fyrir börn og Barnaheill leggi mikla áherslu á að fræða börn, foreldra, kennara, þorpshöfðingja og annað fullorið fólk um ofbeldi. Haustsöfnun Barnaheilla er haldinn nú í annað sinn og Elíza Reid forsetafrú keypti fyrsta armbandið. </p> <p>Armbandið kostar kr. 2.500 og einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök hafa það til sölu. Einnig er hægt að kaupa armbandið á völdum Olísstöðvum og í&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/styrkja-starfid/gjafir/index/lina/linu-armband-1">vefverslun Barnaheilla.</a></p>

25.08.2022ABC barnahjálp: Ný kvenna- og fæðingardeild opnuð í Úganda

<span></span> <p><span>Kvenna- og fæðingardeild var formlega opnuð fyrr í mánuðinum á skólalóð ABC barnahjálpar í Rockoko í norðurhluta Úganda. ABC barnahjálp fjármagnaði framkvæmdir með stuðningi utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og annarra styrktaraðila. „Við erum gríðarlega stolt af því að geta fært samfélaginu í Rockoko þessa nýju aðstöðu sem gjörbreytir allri heilbrigðisþjónustu á svæðinu,“ segir Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar.</span></p> <p><span>Skóli á vegum íslensku samtakanna hefur verið starfræktur i þorpinu Rockoko í Padel-héraði í rúmlega aldarfjórðung. Fyrir fjórum árum fauk þak af húsnæði skólaskrifstofunnar og heilsugæslu skólans í ofsveðri og þá var heilsugæslan lögð niður og skrifstofan færð yfir í kennarastofu. Að sögn Laufeyjar óskuðu skólastjórnendur og forystufólk í héraðinu fyrr á árinu eftir stuðningi ABC barnahjálpar við að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslu í þorpinu sem myndi þjóna stóru svæði. Ákveðið var að ABC kæmi að uppbyggingu kvenna- og fæðingardeildar.</span></p> <p><span>„Það var mikill hátíðisdagur í byrjun mánaðarins þegar við opnuð heilsugæsluna formlega,“ segir Laufey en hún ásamt þingmanni kjördæmisins, öðrum fulltrúum héraðsins, starfsfólki og öllum nemendum skólans tóku þátt í viðhöfn í tilefni opnunarinnar. „Þetta var mikill hátíðisdagur enda gríðarleg ánægja og þakklæti sem skein út úr hverju andliti og öllum ræðum og kveðjum sem voru fluttar þennan dag.“ </span></p> <p><span>Daginn eftir var fyrsti opnunardagur kvenna- og fæðingardeildarinnar. „Já, okkur brá heldur betur í brún þegar við mættum snemma morguns og við sáum á annað hundrað manns í röð fyrir utan hliðið. Á fyrsta dagi voru 372 sjúklingar skráðir, 80 prósent þeirra konur og börn, og því engum vafa undirorpið að þörfin er gríðarleg,“ segir Laufey.</span></p> <p><span>Tólf sjúkrarúm eru á kvennadeildinni og tvö rúm á fæðingardeildinni. Þar er ennfremur skurðdeild þar sem aðstaða er fyrir skurðaðgerðir eins og keisaraskurði og minniháttar inngrip, auk aðstöðu fyrir konur til að jafna sig eftir aðgerðir.</span></p> <p><span>Á síðusta áratug hefur tekist að draga talsvert úr mæðradauða í Úganda. Árið 2011 létust 438 konur af barnsförum, miðað við þúsund fædd börn, en sú tala var komin niður í 368 árið 2021. „Með nýju kvenna- og fæðingardeildinni leggja Íslendingar sitt af mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður, ekki síst með því að tryggja betri aðstæður við fæðingar og draga þannig úr bæði mæðra- og barnadauða,“ segir Laufey Birgisdóttir hjá ABC barnahjálp.</span></p>

24.08.2022UNICEF ítrekar ákall um tafarlaust vopnahlé í Úkraínu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar ákall sitt um tafaralaust vopnahlé í Úkraínu, að öll börn hljóti þá vernd sem þau eiga rétt á og hætt verði tafarlaust að beita sprengjuvopnum í íbúðabyggðum og ráðast á opinberar byggingar og innviði. Eins og sagt var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2022/08/22/Taeplega-eitt-thusund-born-latist-eda-saerst-i-Ukrainu/">Heimsljósi</a>&nbsp;fyrr í vikunni hafa tæplega eitt þúsund börn látist eða særst í átökum á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því innrás Rússa hófst.</p> <p>„Þessar tölur eru aðeins þær sem Sameinuðu þjóðirnar hafa náð að staðfesta. Við teljum að þær séu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>i<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>raun mun hærri. Það er sprengjuregn sem kostar flest börn lífið. Þessi stríðsvopn gera ekki greinarmun á hermönnum og almennum borgurum, sérstaklega þegar þeim er varpað á<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>íbúðabyggðir- eins og raunin hefur verið í Úkraínu, í Mariupol, Luhansk, Kremenchuk<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og Vinnytsia,” segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span> Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkvæmdastjóri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF í yfirlýsingu.</p> <p>„Enn og aftur sjáum við, líkt og í öllum öðrum stríðum, hvernig skeytingarlausar ákvarðanir fullorðinna setja börn í lífshættu. Það er engin leið að heyja stríð af þessu tagi án þess að skaða börn. Á sama tíma má ekki gleyma þeim börnum sem komist hafa lífs af en hafa séð og upplifað hræðilega hluti sem munu skilja eftir sálrænt ör um ókomna tíð. Eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að ganga í gegnum,“ segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell.&nbsp;</p> <p>Hún bendir á að eftir viku ætti skólaárið í Úkraínu að hefjast.&nbsp;</p> <p>„Skólakerfi Úkraínu er í molum vegna þessara átaka og vegna þess hvernig skólar hafa verið notaðir sem skotmörk þora foreldrar og forráðamenn ekki að senda börnin sín í skóla. Við áætlum að einn af hverjum tíu skólum hafi skemmst eða<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>verið eyðilagðir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>á þessu hálfa ári. Öll börn þurfa skóla og menntun, líka þau sem lifa í neyðarástandi. Börnin í Úkraínu og þau sem flúið hafa eru engin undantekning þar á.“&nbsp;</p> <p><strong>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi&nbsp;</strong></p> <p>UNICEF hefur verið að störfum í Úkraínu frá upphafi stríðs og í mörg ár þar áður við að tryggja réttindi barna og velferð. Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til að tryggja áframhald á þau mikilvægu verkefni UNICEF vegna stríðsins í Úkraínu er hægt að styðja neyðarsöfnunina<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span><a href="https://www.unicef.is/ukraina" target="_blank">HÉR</a>.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p>

23.08.2022Börn á horni Afríku á heljarþröm vegna þurrka

<span></span> <p>Börnum á Afríkuhorninu og í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sahel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>bíður dauðinn einn vegna alvarlegrar vannæringar og vatnsborinna sjúkdóma ef ekkert er að gert.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við þessu í dag í tilefni af „viku vatnsins“ sem nú stendur yfir.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>„Sagan sýnir að þegar við glímum við hátt hlutfall alvarlegrar bráðavannæringar ofan á banvæna faraldra á borð við kóleru og niðurgangspestir þá eykst dánartíðni barna verulega. Þegar hreint vatn er ekki til staðar eða óöruggt aukast ógnir sem steðja að börnum margfalt,“ segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkvæmdastjóri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF. „Um allt Afríkuhorn og Sahel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>eru milljónir barna aðeins einum sjúkdómi frá stórslysi.“<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>Frá því í febrúar<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>síðastliðnum<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>til júlí hefur fjöldi fólks án öruggs aðgengis að hreinu vatni aukist verulega, úr 9,5 milljónum í 16,2 milljónir á þurrkasvæðum Eþíópíu, Kenía og Sómalíu.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>Í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Búrkína<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Fasó,<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Tjad, Malí, Níger og Nígeríu auka þurrkar, átök og ótryggt ástand mjög á vatnsöryggi þessara ríkja. Og líf og velferð 40 milljóna barna eru undir. Hvergi deyja fleiri börn vegna mengaðs vatns og skorts á hreinlætisaðstöðu en í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sahel, samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p><strong>Gríðarlegar verðhækkanir á vatni</strong></p> <p>Flestir íbúar Afríkuhornsins reiða sig á vatnssendingar en á svæðunum þar sem staðan er verst hafa fjölskyldur ekki lengur efni á vatninu.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <ul> <li>Í Kenía hefur verð á vatni hækkað verulega í 23 héruðum. Mest í Mandera 400% og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Garissa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>um 206% samanborið við janúar 2021.&nbsp;</li> <li>Í Eþíópíu hefur verð á vatni tvöfaldast í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Oromia<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>í júní og hækkað um 50% í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sómalíu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>samanborið við upphaf hamfaraþurrkanna í október 2021.&nbsp;</li> <li>Í Sómalíu hefur meðalverð á vatni hækkað um 85% í Suður-Mudug<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og 55-75% í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Buurhakaba<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Ceel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Berde, samanborið við meðalverð í janúar 2022.&nbsp;</li> </ul> <p>Í Sómalíu hefur geisað faraldur niðurgangs og kóleru á öllum þurrkasvæðunum, en vannærð börn eru ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna vatnsborinna sjúkdóma en vel nærð börn. 8.200 tilfelli frá janúar til júní eru tvöfalt fleiri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>tilfelli<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>en á sama tímabili í fyrra.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Tveir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>þriðju hlutar<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>þessara tilfella eru börn undir fimm ára.&nbsp;</p> <p>Frá júní í fyrra til júní í ár hafa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og samstarfsaðilar meðhöndlað 1,2 milljónir tilfella af niðurgangi hjá börnum undir fimm ára aldri á verstu þurrkasvæðum Eþíópíu, Afar, Sómalíu og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Oromia.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>er á vettvangi á öllum þessum hamfarasvæðum að veita lífsbjargandi aðstoð.&nbsp;</p> <p>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>biðlar til þjóðarleiðtoga, almennings og alþjóðasamfélagsins til að tryggja fjármagn svo hægt sé að mæta þeirri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>mannúðarkrísu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>sem nú geisar sem og að tryggja langtímauppbyggingu til að rjúfa vítahring neyðar í þessum heimshluta.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p><a href="https://www.unicef.is/neydarakall" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi</a></p>

23.08.2022Grunnskólabörn deila skólamáltíðum með yngri systkinum

<span></span> <p>Foreldrar grunnskólabarna í Karamoja héraði í norðausturhluta Úganda hafa gripið til þess neyðarúrræðis að senda börnin í skóla með yngri systkini þeirra, þau yngstu á bakinu. Mikill matarskortur er í héraðinu og oft er eina vonin um mat fyrir yngstu börnin fólgin í því að fá hluta af skólamáltíð eldri bræðra eða systra.</p> <p>Á myndinni er Natalina, tíu ára, sem fer í skólann á hverjum morgni með tvær systur sínar, Maritu og Önnu, en sú yngri er tveggja ára. Í skólanum fær Natalina disk af maísgraut (posho) sem hún deilir með systrum sínum.</p> <p>Alþjóðasamtökin Save the Children, Barnaheill, <a href="https://www.savethechildren.net/news/children-north-east-uganda-take-younger-siblings-school-food-hunger-crisis" target="_blank">segja</a>&nbsp;að fjórir af hverjum tíu íbúum Karamoja héraðs búi við sult eða um hálf milljón einstaklinga. Héraðið hefur um langt árabil verið eitt það snauðasta í landinu en það á landamæri að Kenía og Suður-Súdan. Í Karamoja hafa vopnuð glæpagengi sett mark sitt á mannlífið í áraraðir en á síðustu árum hafa öfgar í veðurfari og sjúkdómar einnig gert lífsbaráttuna erfiðari. Skriðuföll og flóð einkenndu um tíma ástandið í héraðinu á síðasta ári en nú er langvarandi þurrkatíð – á hefðbundnu regntímabili – með tilheyrandi horfelli búpenings, uppskerubresti og vatnsskorti.</p> <p>Save the Children segja að tæplega 92 þúsund börn og tæplega 10 þúsund barnshafandi konur þjáist af bráðri vannæringu og þurfi taflarlausa hjálp.</p>

22.08.2022Tæplega eitt þúsund börn látist eða særst í Úkraínu

<span></span> <p>Að minnsta kosti 16 prósent þeirra barna sem týndu lífi í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst fyrir rúmu hálfu ári höfðu ekki náð fimm ára aldri. Frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar, fram til 10. ágúst létust eða særðust ekki færri en 942 börn í Úkraínu, að meðaltali fimm börn á degi hverjum. Alls fórust 356 börn og 586 voru særð.</p> <p>Alþjóðasamtökin Save the Children, Barnaheill, <a href="https://www.savethechildren.net/news/least-16-children-killed-six-months-war-ukraine-aged-under-5" target="_blank">vekja athygli</a>&nbsp;á þessum upplýsingum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, OHCHR. Samkvæmt gögnunum létust á fyrrnefndu tímabli 59 börn yngri en fimm ára, eða 16 prósent þeirra 356 barna sem létu lífið í átökunum. Að mati Sameinuðu þjóðanna er líklegt að fleiri börn hafi týnt lífi en opinber gögn segja til um en langflest barnanna eru drepin í loftárásum eða öðrum öðrum árásum með sprengivopnum í þéttbýli. </p> <p>Milljónir barna frá Úkraínu hafa flúið heimili sín en áætlað er að 3,1 milljón barna búi sem flóttabörn í nágrannalöndum. Talið er að um þrjár milljónir barna hafist við innan Úkraínu.</p> <p>Samkvæmt nýjustu tölum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna hafa 5,514 almennir borgarar fallið í Úkraínu og 7,698 særst.</p>

19.08.2022Alþjóðlegi mannúðardagurinn: 140 starfsmenn myrtir á síðasta ári

<span></span> <p>Á síðasta ári voru 140 starfsmenn hjálparsamtaka teknir af lífi, 203 særðust og mannræningjar sviptu 117 starfsmenn frelsi. Alls voru því 460 einstaklingar að störfum fyrir mannúðarsamtök fórnarlömb átaka á árinu 2021. Þessar tölfræði upplýsingar birti OCHA, skrifstofa samhæfingar aðgerða í mannúðarmálum, í tilefni <a href="https://www.un.org/en/observances/humanitarian-day" target="_blank">alþjóðalega mannúðardagsins</a>&nbsp;í dag, 19. ágúst.</p> <p>Af þeim sem létust voru allir nema tveir heimamenn og OCHA segir það sýna glöggt þá hættu sem innlendir starfsmenn mannúðarsamtaka standi oft frammi fyrir. Það sem af er þessu ári hefur verið ráðist á 168 starfsmenn hjálparsamtaka og dauðsföllin eru orðin 44 talsins. Ofbeldið er einkum í Suður-Súdan, Afganistan og Sýrlandi.</p> <p>Fleiri hjálparstarfsmenn hafa ekki verið myrtir á einu ári frá því árið 2013. Hins vegar er óttast að mannfall aukist verulega á þessu ári vegna átakanna í Úkraínu.</p> <p><strong>Vikulöng herferð</strong></p> <p>Í tilefni dagsins kynnir OCHA vikulanga herferð til að heiðra starfsmenn mannúðarsamtaka, undir yfirskriftinni #ItTakesAVillage. „Á sama hátt og orðatiltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ þarf „þorp“ mannúðarliða sem starfa með viðkomandi samfélögum til að koma stuðningi og von til fólks sem lendir í áföllum,“ segir Martin Grtiffiths yfirmaður OCHA. „Alþjóðlegi mannúðardagurinn í ár byggir á þessari myndlíkingu um sameiginlega viðleitni og biðlar til fólks um heim allan að sýna þakklæti fyrir mannúðarstarf, hver sem framkvæmir það."</p> <p>Almenningi er boðið að fylgjast með #ItTakesAVillage á samfélagsmiðlum, deila, líka við og tjá sig – og OCHA hvetur fólk til að nota hvert tækifæri til að sýna samstöðu með þeim sem þurfa á aðstoð að halda og þakklæti til þeirra sem starfa að mannúðarmálum.</p> <p>Alþjóðlegi mannúðardagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 en dagurinn var valinn til að minnast sprengjuárásarinnar á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak árið 2003 þar sem 22 hjálparstarfsmenn létu lífið.</p> <p>Sjá nánar frétt UNRIC: <a href="https://unric.org/is/hjalparstarf-ljos-i-myrkrinu/" target="_blank">Hjálparstarf: Ljós í myrkrinu</a></p>

18.08.2022Kornfarmur frá Úkraínu á leið til sveltandi íbúa Eþíópíu

<span></span> <p>Fyrsti kornfarmurinn frá Úkraínu á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, frá innrás Rússa í febrúar, er á leiðinni til Afríku. Flutningaskip með korninu lét úr höfn í Yuzhny við Svartahaf á þriðjudag. Yfirvofandi hungursneyð ógnar sem kunnugt er lífi ríflega 20 milljóna íbúa á horni Afríku.</p> <p>Talsmenn WFP segja þetta mikilvægan áfanga í viðleitni til að koma bráðnauðsynlegu úkraínsku korni út úr stríðshrjáðu landinu og inn á heimsmarkað til að ná til fólks sem orðið hefur verst úti í matvælakreppunni. „Að opna hafnirnar í Svartahafi er það mikilvægasta sem við getum gert núna til að hjálpa hungruðum í heiminum,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP.</p> <p>Ko