Hoppa yfir valmynd

Fréttir


Dags.TitillEfni
03.10.2022Umsóknarfrestur Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs framlengdur til 17. október

<p>Enn er opið fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu og hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til og með mánudeginum 17. október. Sjóðurinn ver allt að 200 m.kr. til samstarfsverkefna íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum á yfirstandandi ári. Fyrirtæki tefla fram fjárfestingu, nýskapandi þekkingu og lausnum til verkefna í þróunarlöndum. Áhersla er á að verkefnin skapi atvinnu og nýja þekkingu í þróunarlöndum auk þess að styðja við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>Áhrifamikil leið til að uppræta fátækt og bæta lífskjör í heiminum er að styðja við atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í þróunarríkjum. Aðkoma einkageirans er lykilforsenda árangurs í þróunarsamvinnu á heimsvísu. Framlag hans hefur á liðnum áratug aukist um 10% á ársgrundvelli og nemur nú helmingi af heildarþróunarframlagi til jafns við framlag hins opinbera. </p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu hefur stutt verkefni á ólíkum sviðum svo sem endurnýjanlegrar orku, sjávarútvegs- og fiskimála, fjármála- og lögfræðiráðgjafar, matvælaframleiðslu og heilbrigðistækni. Sjóðurinn leggur áherslu á að verkefni styðji við einhver hinna þverlægu markmiða þróunarstefnu Íslands og stuðli að mannréttindum, hafi jákvæð loftslags- og umhverfisáhrif eða efli jafnrétti kynjanna.</p> <p><span class="blockqoude">,,Á þriðja tug íslenskra fyrirtækja hafa þegar notið stuðnings úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Íslensk fyrirtæki búa yfir þekkingu og hæfni sem getur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum í þróunarlöndum og geta um leið búið í haginn fyrir framtíðarmakaði. Ég hvet íslensk fyrirtæki til að skoða tækifæri í þróunarsamvinnu með stuðningi Heimsmarkmiðasjóðsins“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu var stofnaður í lok árs 2018. Hann veitir fyritækjum allt að 200.000 evru styrk til verkefna í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/aherslulond/">þróunarlöndum</a>&nbsp; á móti sama eða hærra framlagi fyrirtækja. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er þremur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>&nbsp;fyrir miðnætti mánudaginn 17. október nk. Nánari upplýsingar er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/">heimasíðu utanríkisráðuneytisins.</a></p>

30.09.2022Aukið kynjamisrétti afleiðing átakanna í Úkraínu

<span></span> <p>Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft afar neikvæð áhrif á konur og stúlkur um allan heim, aukið kynjamisrétti og leitt til aukins fæðuskorts, aukinnar vannæringar og orkufátæktar. Í nýrri skýrslu UN WOMEN - <a href="https://www.unwomen.org/sites/default/files/2022-09/Policy-paper-Global-gendered-impacts-of-the-Ukraine-crisis-en.pdf" target="_blank">Global gendered impacts of the Ukraine crisis</a>&nbsp;– er farið yfir fyrirliggjandi gögn og gerð tillaga um að sem fyrst verði hugað að afleiðingum átakanna fyrir konur og stúlkur.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að framfærslukreppan sem nú hefur skapast hafi í för með sér bráða ógn við lífsviðurværi, heilbrigði og velferð kvenna og framtíð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Kreppan sé knúin áfram af röskun stríðsins á olíu- og gasbirgðir, skorti á matvörum eins og hveiti-, maísolíu og sólblómaolíu með þeim afleiðingum að verðlag á matvælum, eldneyti og áburði hefur rokið upp úr öllu valdi. </p> <p>Átökin valdi einnig sýnilegri aukningu á kynbundnu ofbeldi, barnahjónaböndum, brottfalli stúlkna úr skólum og ólaunaðri umönnun sem leggst einkum á konur og stúlkur. Slíkt álag stofni líkamlegri og andlegri heilsu kvenna og stúlkna í enn frekari hættu. </p> <p>Skýrsla UN Women er viðbót við rit sem unnin voru af viðbragðshópi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um hnattrænt hættuástand um afleiðingar stríðsins í Úkraínu og viðbrögð og endurreisn á heimsvísu.</p> <p>Niðurstöður skýrslunnar undirstrika þau hnattrænu áhrif á jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna sem hafa orðið til vegna loftslagsbreytinga, hnignunar umhverfisins og heimsfaraldurs COVID-19. Í lok skýrslunnar eru tillögur um nauðsynlegar ráðstafanir til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030 með því að efla þátttöku kvenna, leiðtogahæfni og ákvarðanatöku ásamt því að tryggja framboð af matvælum og orku.</p>

29.09.2022UN Women: Öflugasta landsnefndin í heiminum

<span></span> <p>Í nýútkominni ársskýrslu UN Women er sérstaklega minnst á glæsilegan árangur íslensku landsnefndarinnar á sviði fjáröflunar. Ársskýrslan er fyrir árið 2021 en það ár sendi UN Women á Íslandi út hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda sjötta árið í röð, óháð höfðatölu. UN Women á Íslandi er því einn helsti styrktaraðili verkefna UN Women á heimsvísu.</p> <p>Í&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/annual-report/2022">ársskýrslu UN Women</a>&nbsp;kemur fram að stofnunin safnaði 556,3 milljónum Bandaríkjadala frá styrktaraðilum árið 2021. Þetta er hæsta fjárhæð sem stofnunin hefur fengið til verkefna frá upphafi og gerir henni kleift að halda áfram að vinna að jafnrétti öllum til handa. Í skýrslunni er helstu styrktaraðilum þakkaður stuðningurinn, þeirra á meðal er íslenska landsnefndin en þrír helstu styrktaraðilarnir eru BHP Billiton, Bill og Melinda Gates Foundation og landsnefnd UN Women á Íslandi.</p> <p>Samkvæmt frétt á vef landsnefndarinnar eru 9.590 Íslendingar helstu stuðningsaðilar jafnréttis um allan heim. „UN Women á Íslandi er ein tólf landsnefnda UN Women. Landsnefndir vinna að því að vekja athygli almennings á starfi UN Women og stöðu kvenna um allan heim, afla fjár til starfsins og hvetja ríkisstjórnir sínar til að taka þátt í því,“ segir í fréttinni.</p> <p>Eitt helsta markmið UN Women á Íslandi er að safna fjármagni til þess að styðja við öll þau mikilvægu verkefni UN Women á heimsvísu. Þetta gerir landsnefndin með ýmsum fjáröflunarleiðum, en þó einna helst með stuðningi okkar tryggu Ljósbera, sem eru hjartað í starfisamtakanna.</p> <p>„Þó einstakur árangur UN Women á Íslandi sé fagnaðarefni, sýnir það jafnframt hversu fjársvelt stofnunin og verkefni hennar eru.&nbsp;<a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/">Ljósberar UN Women á Íslandi</a>&nbsp;eru um 9.590 talsins og er framlag þessara einstaklinga og fyrirtækja í sama flokki og framlög ríkustu einstaklinga heims. 9.590 Íslendingar veita þriðja hæsta fjármagni til verkefna UN Women, sæti á eftir sjálfri Gates fjölskyldunni. Það er nokkuð sem við og Ljósberar okkar geta verið stolt af.“</p> <p><strong>Enn langt í land</strong></p> <p>Enn er langt í land ef Heimsmarkmið 5 um jafnrétti á að nást fyrir árið 2030. Á síðustu tveimur árum hefur orðið mikið bakslag í jafnréttismálum, meðal annars vegna afleiðinga og viðbragða við COVID-19 heimsfaraldrinum.</p> <p>Kynbundið ofbeldi hefur aukist, konur sinna ólaunuðum umönnunarstörfum af meiri mæli og eru líklegri til að búa við sárafátækt. Þá eru um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/metfjoldi-a-flotta-vegna-ataka-og-loftslagsbreytinga/">100 milljónir á flótta</a>&nbsp;á heiminum í dag og hefur sú tala aldrei verið hærri.</p> <p>Loftslagsbreytingar hafa jafnframt neikvæð&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">áhrif á framgang jafnréttis</a>&nbsp;og jöfnuðar og stigmagna aðeins þann ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Konur og stúlkur eru þannig líklegri til að verða fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga en karlmenn vegna veikrar samfélagsstöðu sinnar.</p> <p>Áframhaldandi stuðningur við UN Women er því gríðarlega mikilvægur næstu árin, bæði til að sporna við því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum en einnig til að tryggja að Heimsmarkmiðin náist fyrir árið 2030.</p>

28.09.2022Miklar umbætur í vatnsmálum í Buikwe

<span></span> <p>Rúmlega 65 þúsund íbúar 38 fiskiþorpa í Buikwe héraði hafa á síðustu árum fengið aðgang að hreinu vatni fyrir tilstuðlan íslenskrar þróunarsamvinnu í samstarfi við héraðsyfirvöld. Áformað er að setja upp 120 vatnspósta til viðbótar fyrir 55 þúsund íbúa og þá kemur verkefnið til með að nýtast 120 þúsund íbúum í 78 þorpum.</p> <p>Fyrr í mánuðinum kom út myndband frá danska fyrirtækinu Grundfos um vatnsverkefnin í Buikwe en í þeim eru nýttir vatnssjálfsalar frá danska fyrirtækinu, AQtaps, þar sem neytendur greiða rafrænt smáupphæð fyrir vatnið. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NqYSyvPmfTY" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Verkefnið ber heitið <em>Buikwe District Fishing Community Development Programme – Water Project</em> og beinist að því að byggja ný vatnskerfi í strandbyggðum í Buikwe til að tryggja aðgang að hreinu vatni. </p> <p>Arthur Kayaga, vatnsfulltrúi héraðsins, segir frá verkefninu í myndbandinu en nýju vatnspóstarnir fela í sér talsvert þróaðra fyrirkomulag heldur en brunndælurnar sem voru notaðar áður. Kayaga leggur áherslu á að þetta hafi auðveldað fólki að ná í heilnæmt vatn, á hvaða tíma sólarhrings sem er. </p> <p>Áður en ráðist var í þessar framkvæmdir sótti fólk vatn úr Viktoríuvatni þar sem gæði vatnsins eru ótrygg. Því fylgdu ýmsar áskoranir eins og hætta á vatnstengdum sjúkdómum. Jafnframt styttist vegalengdin til að sækja vatnið sem ekki síst kemur sér vel fyrir konur og stúlkur sem oftast sjá um að sækja vatn. Öryggi þeirra eykst því með nýja kerfinu. <span></span></p>

27.09.2022UNHCR: Öflugur stuðningur hjálpar milljónum landflótta Úkraínumanna

<span></span> <p>„Skjót viðbrögð, stuðningur og fjárframlög Íslendinga, sem og annarra Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða, gerði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kleift að bregðast fljótt og samfellt við neyðarástandinu í Úkraínu og nærliggjandi löndum,“ segir í frétt frá Flóttamannastofnun SÞ, UNHCR, sem skrifuð er á íslensku á vef stofnunarinnar.</p> <p>Í fréttinni segir enn fremur: „Það sem af er árinu 2022 hafa Íslendingar lagt til rúma 3,1 milljón Bandaríkjadala til Flóttamannastofnunarinnar, en af því runnu 788.563 Bandaríkjadalir til aðgerða í Úkraínu. 772.499 Bandaríkjadalir voru ekki eyrnamerktir. Árið 2021 lögðu Íslendingar til rúmlega 1,8 milljónir Bandaríkjadala, en þar af voru 26% ekki eyrnamerkt.“</p> <p>Fram í fréttinn að frá því að stríðið hófst í Úkraínu hafi yfir 7,1 milljón flóttamanna frá Úkraínu farið yfir landamærin inn í nágrannalöndin og sumir hafi haldið för sinni áfram til að leita skjóls í löndum víða um Evrópu. „Um leið eru meira en 6,9 milljónir manna í Úkraínu vegalausar í eigin landi og standa frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum, þar á meðal skorti á húsaskjóli, fæði, gistingu, grunninnviðum og aðgangi að atvinnu og menntun.“</p> <p>„Nú þegar vetrarmánuðirnir nálgast þurfa hins vegar margir á brýnum og viðvarandi stuðningi að halda til að takast á við sívaxandi kuldann. Til dæmis er þörf á öruggum gististöðum, viðgerðum á skemmdum heimilum, hlýjum fatnaði og sálfélagslegum stuðningi.“</p> <p><a href="Nánar á vef UNHCR" target="_blank">Nánar á vef UNHCR</a></p> <p><span></span></p>

26.09.2022Sendinefnd frá Síerra Leone heimsækir Ísland í tengslum við þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Sendinefnd frá sjávarútvegsráðuneyti Síerra Leóne var í heimsókn á Íslandi í síðustu viku í boði utanríkisráðuneytisins í tengslum við þróunarsamvinnu landanna. Fyrir nefndinni fór Emma Josephine Kowa, sjávarútvegsráðherra, en sendinefndin átti fundi með fulltrúum ráðuneytisins og kynnti sér starfsemi helstu stofnana á sviði sjávarútvegs – Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Sjávarútvegsskóla GRÓ og Matís.</p> <p>Á dagskránni var einnig heimsókn í matvælaráðuneytið og vettvangsferð um Reykjanes þar sem sendinefndin fékk meðal annars innsýn í sögu íslensks sjávarútvegs, fylgdist með eftirlitsflugi dróna á vegum Fiskistofu og heimsótti frystihús og fyrirtæki.</p> <p>Þetta er fyrsta heimsókn sendinefndar frá Síerra Leóne til Íslands. Heimsóknin er hluti af undirbúningi fyrir nýtt verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Gert er ráð fyrir að slíkt verkefni geti orðið veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu landanna, með sterkri aðkomu íslenskra sérfræðinga og stofnana á því sviði. Verkefnið mun miða að því að styðja stjórnvöld í Síerra Leóne í takti við áherslur þeirra í málaflokknum og efla þeirra eigin fiskveiðistjórnunar- og eftirlitskerfi ásamt því að bæta aðstæður við meðferð afla í fiskiþorpum. &nbsp;</p> <p>„Ég get sagt með fullri vissu að Síerra Leóne bíður þess með óþreyju að komið verði á fót sendiráði Íslands í höfuðborg okkar, Freetown. <span data-slate-node="text">Það mun dýpka þau tengsl sem fyrir eru og áframhaldandi samstarf milli landanna,“ sagði Emma Josephine Kowa sjávarútvegsráðherra á fundi með Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. </span></p> <p>Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018 með þátttöku í svæðaverkefni Alþjóðabankans í fiskimálum, með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda og bæta lífsviðurværi fólks í fátækum fiskimannasamfélögum á heildstæðan hátt. Ísland hefur einnig stutt við þjálfun og uppbyggingu á getu ráðuneyta og stofnana fyrir skilvirka og sjálfbæra fiskveiðistjórnun í gegnum árin í samstarfi við Sjávarútvegsskóla GRÓ og hafa tólf sérfræðingar frá Síerra Leóne útskrifast frá skólanum. </p> <p>Síerra Leóne er nýtt tvíhliða samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu og þar er unnið að opnun sendiráðs sem mun fyrst og fremst sinna þróunarsamvinnu. Landið er meðal þeirra fátækustu í heimi og samkvæmt nýjasta lífskjaralista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, er Síerra Leóne í tíunda neðsta sæti þjóða heims.</p>

23.09.2022Námskeið á Selfossi í samhæfingu alþjóðlegrar rústabjörgunar

<span></span> <p><span style="background-color: white;">Í vikunni hefur staðið yfir á Selfossi alþjóðlegt námskeið í samhæfingu rústabjörgunarveita á vegum utanríkisráðuneytisins. Á námskeiðinu var farið yfir samhæfingu alþjóðlegra björgunarteyma á vettvangi og æfingar skipulagðar í viðbrögðum. Þátttakendur voru tuttugu og fjórir frá fjórtán löndum og kennarar tíu frá sjö löndum.</span></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina sem sérhæfir sig í leit og rústabjörgun.<span style="background: white; color: black;"> Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þátt í samræmingarstarfi Sameinuðu þjóðanna og rekur </span>Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina <span style="background: white; color: black;"><a href="https://www.landsbjorg.is/icelandic-association-for-search-and-rescue" target="_blank">ICE-SAR</a> sem var stofnuð með samkomulagi milli Landsbjargar og utanríkisráðuneytisins. </span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Eins og kunnugt er hafa íslenskar björgunarsveitir tekið þátt í verkefnum erlendis frá árinu 1999 og farið í útköll til hamfarasvæða í útlöndum þar sem sérþekking þeirra hefur verið nýtt, meðal annars við rústabjörgun eftir jarðskjálfta. <a href="https://www.insarag.org/" target="_blank">INSARAG</a>&nbsp;(International Search and Rescue Advisory Goup) er alþjóðlegur samstarfsvettvangur undir hatti Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna, <a href="https://www.unocha.org/" target="_blank">OCHA</a>, um rústabjörgun (USAR – Urban Search and Rescue).</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">INSARAG var stofnað 1991 og Ísland er eitt af stofnríkjum samtakanna.</span></p>

23.09.2022Fylkja liði gegn yfirvofandi hungursneyð

<span></span> <p>Þjóðarleiðtogar, mannúðarsamtök og einkaaðilar hétu í gær alls 280 milljónum dala – tæpum 40 milljörðum króna – til að berjast gegn síversnandi vannæringu barna í heiminum. Frá því í júlí nema slíkar skuldbindingar alls 577 milljónum dala, um 82 milljörðum króna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ráðstafar að minnsta kosti 60 prósent þeirrar upphæðar til að halda áfram lífsbjargandi verkefnum.</p> <p>UNICEF stóð fyrir viðburði í gær á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ásamt Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna (USAID), Children‘s Investment Fund Foundation (CIFF) og stjórnvöldum í Senegal í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Yfirskrift viðburðarins var The Child Malnutrition Crisis: Pledging to Save Lives.</p> <p>Ríkisstjórnir Kanada, Írlands, Hollands og Bretlands, auk Aliko Dangote Foundation, Bill &amp; Melinda Gates Foundation, CIFF, Eleanor Crook Foundatiion, Greta Thunberg Foundation, Humanitarian Services of The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints og King Philanthopies komu þar saman og hétu því að leggja málstaðnum lið. </p> <p>„Hamfaraþurrkar vegna loftslagsbreytinga, átök og hækkandi matvælaverð hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir ung börn víða um heim sem glíma nú við alvarlega vannæringu sem aldrei fyrr. Í þeim löndum sem verst hafa orðið úti, þar á meðal á Afríkuhorni og í Sahel verður barn alvarlega vannært á hverri einustu mínútu samkvæmt nýjustu greiningu UNICEF,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>„Milljónir barna eru á heljarþröm þess að verða hungurmorða – ef ekkert verður að gert endar þetta með hörmungum,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þakklæti er okkur hjá UNICEF efst í huga yfir þessum framlögum sem okkur hafa borist en það þarf meira af óbundnu fjármagni til að ná til barna áður en það er um seinan. Við getum ekki staðið hjá og látið börn deyja, ekki þegar við höfum allt sem þarf til að koma í veg fyrir það, greina og meðhöndla alvarlega vannæringu og rýrnun.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/fylkja-lidi-i-barattunni-gegn-yfirvofandi-hungursneyd" target="_blank">Sjá nánar á vef UNICEF</a></p>

22.09.2022Úganda: Þakklæti heimamanna fyrir umbætur í menntun

<span></span> <p>Sendiráði Íslands í Kampala barst á dögunum meðfylgjandi myndband frá Ssebaggala, biskupi Mukono biskupsdæmisins í Úganda. Hann vildi með myndbandinu koma á framfæri þakklæti fyrir menntaverkefni sem unnið hefur verið að í héraðinu með stuðningi frá Íslandi. Verkefnið beinist að endurnýjun og endurbótum á innviðum og aðstöðu í skólum í Buikwe héraði með það að leiðarljósi að auka gæði kennslu og velferð nemenda og starfsfólks.</p> <p>Menntaverkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefni Íslands í Buikwe um bætta grunnþjónustu héraðsstjórnarinnar við efnalítil fiskiþorp við strendur Viktoríuvatns. Í skólum héraðsins hafa verið byggðar nýjar kennslustofur, starfsmannahús, eldhús og stjórnunarbyggingar, auk þess sem salernisaðstæður hafa verið bættar fyrir nemendur og starfsfólk. </p> <p>&nbsp;<span>&nbsp;</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/XQkYYPB_2Ok" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í myndbandinu koma margir fram til að tjá sig um breytingarnar í skólunum. Yfirkennari eins skólans tjáir sig um framfarir sem orðið hafa í þeim skóla vegna stuðnings frá Íslandi. Áður en framkvæmdir hófust á skólanum voru þar 700 nemendur en í dag eru 1600 nemendur við skólann. Einnig er nú aðgengi fyrir hendi að skólastofum með nægilegt pláss fyrir nemendur og bækur, bókahillur og skólabekkir til staðar.</p> <p>Musaasizi Kizito Julius, menntamálafulltrúi héraðsins, talar um mikilvægi góðs aðgengis að frambærilegum skólum til að betrumbæta menntun barnanna. Fyrir framkvæmdirnar voru mikil þrengsli og yfirleitt um þrír bekkir saman í einni skólastofu. Hver bekkur þurfti að snúa í ákveðna átt til að skilja sig frá hinum bekkjunum. </p> <p>Í lokin þakkar Ssebaggala biskup íslenska ríkinu fyrir verkefnið, með von um frekara samstarf af hálfu Íslands í héraðinu tengda menntun barna. </p>

21.09.2022Erindi í Háskóla Íslands um ástandið í Eþíópíu

<span></span> <p>Á morgun, fimmtudaginn 22. september, flytur Sophie Gebreyes framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu erindi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og námsbrautar í mannfræði um ástandið í Eþíópíu og verkefni Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Sophie hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum hjá hjálparsamtökum í Afríku og í Suður-Ameríku, þar með talið hefur hún verið framkvæmdastjóri LWF í Eþíópíu frá árinu 2013. Sophie lærði lögfræði í Addis Ababa og lauk meistaragráðu í frönsku og þróunarfræðum frá The University of Winnipeg. </p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í samstarfi við LWF/DWS í Eþíópíu í áratugi og stærsta verkefni samtakanna í þróunarsamvinnu hefur verið þar frá árinu 2007. Í ár og í fyrra hefur Hjálparstarfið einnig fjármagnað mannúðaraðstoð í norðanverðu landinu með stuðningi utanríkisráðuneytisins þar sem hörð átök hafa verið milli stjórnarhers Eþíópíu og Frelsishers Tigray.</p> <p>Viðburðurinn verður í stofu 103 á Háskólatorgi klukkan 17 til 18 og eru öll velkomin að hlýða á erindið.</p>

20.09.2022Fjórðungur jarðarbúa býr í óstöðugum ríkjum

<span></span> <p class="MsoNormal">Stríð Rússa gegn Úkraínu, langvarandi faraldur kórónuveirunnar og tjón af völdum hamfarahlýnunar eru þrír samverandi þættir sem veikja stöðu fátækustu ríkja heims, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Sameinuðu þjóðann, OECD, um óstöðug ríki.</p> <p class="MsoNormal">Samkvæmt skýrslunni - <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/development/states-of-fragility-2022_c7fedf5e-en" target="_blank">States of Fragility 2022</a>&nbsp;– sem kom út í gær eru sextíu ríki í flokki óstöðugra ríkja, fleiri en nokkru sinni frá því OECD hóf útgáfu árlegra samantekta fyrir sjö árum um ríki sem búa við efnahagslegar, umhverfislegar, félagslegar og pólitískar ógnir, sem þau hafa ekki burði til að takast á við.</p> <p class="MsoNormal">Í þessum sextíu ríkjum, svæðum eða heimshlutum býr um fjórðungur mannkyns, eða 24 prósent jarðarbúa. Um 73 prósent lifa við sárafátækt og þar búa 95 prósent þeirra 274 milljóna manna sem Sameinuðu þjóðirnar telja að þurfi á mannúðaraðstoð að halda.</p> <p class="MsoNormal">„Við lifum tíma sem skilgreindir eru út frá margþættum ógnum, áföllum og óvissu,“ segir í skýrslu OECD.</p> <p class="MsoNormal">Aðeins einn af hverjum þremur einstaklingum í óstöðugum ríkjum hefur fengið bóluefni gegn COVID-19, samanborið við þrjá af fjórum í vel stæðum ríkjum OECD. Þá er vakin athygli á því í skýrslunni að óstöðugu ríkin sextíu standa einungis undir 4 prósenta losun gróðurhúsalofttegunda en verða hins vegar illilega fyrir barðinu á náttúruhamförum sem tengjast hamfarahlýnun.</p> <p class="MsoNormal">Þau fimm ríki á lista OECD sem er verst stödd eru Sómalía, Suður-Súdan, Afganistan, Jemen og Miðafríkulýðveldið. Ný ríki á listanum eru Benín, Tímor-Leste og Túrkmenistan. Engin ríki hurfu af listanum frá fyrra ári.</p>

19.09.2022CERF úthlutun til vanfjármagnaðrar mannúðaraðstoðar

<span></span> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, lagði fram á dögunum hundrað milljónir bandarískra dala til að styrkja vanfjármagnaðar mannúðaraðgerðir í ellefu löndum Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og Miðausturlöndum. Í þessum ríkjum er lífi fólks og lífsviðurværi ógnað af stríðsátökum, loftslagsbreytingum, hungri og nauðungarflutningum. Um er að ræða rúmlega 200 milljónir manna sem að mati sjóðsins búa við gífurlega örbirgð.</p> <p>Að sögn Martin Griffiths mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna draga milljónir fjölskyldna fram lífið án lífsbjargandi stuðnings, einkum á svæðum þar sem bágindin fá litla athygli á alþjóðavettvangi. Fjármögnun frá neyðarsjóð CERF er hugsuð til þess að fylla skarð vanfjármagnaðrar mannúðaraðstoðar og Jemen fær að þessu sinni hæsta framlagið, 20 milljónir Bandaríkjadala. </p> <p>Önnur lönd sem fá stuðning eru Suður-Súdan, Mjanmar, Nígería, Bangladess, Úganda, Venesúela, Malí, Kamerún, Mósambík og Alsír.</p> <p>„Milljónir manna verða fyrir fordæmalausum erfiðleikum í átökum, þurrkum, flóðum og öðru neyðarástandi í mannúðarmálum þar sem umfangið hefur farið gríðarlega fram úr þeim úrræðum sem við höfum yfir að ráða. Þessi CERF úthlutun mun taka á þeim vanda," segir Griffiths. "Ég þakka framlagsríkjum sem þegar hafa heitið 502 milljónum dala í CERF á þessu ári og hvet þá til að halda áfram að einbeita sér að þessum vanfjármögnuðu kreppum. Viðvarandi stuðningur þýðir að mannúðarsamtök geta náð til fleiri og bjargað fleiri mannslífum."</p> <p>Með þessari fjármögnun hefur CERF úthlutað 250 milljónum dala það sem af er ári. CERF er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð.</p>

15.09.2022Nítján nemendur útskrifast frá Landgræðsluskóla GRÓ

<span></span> <p>Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í gær nítján sérfræðinga, sjö konur og tólf karla, frá átta löndum. Landgræðsluskólinn er eitt fjögurra þjálfunarprógramma sem rekin eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið miðstöðvarinnar er að byggja upp færni og þekkingu í þróunarlöndunum á sviðum þar sem sérþekking Íslendinga nýtist. Einnig eru starfandi á vegum GRÓ Jarðhitaskóli, Sjávarútvegsskóli og Jafnréttisskóli.</p> <p>Með nýútskrifaða hópnum í dag er heildarfjöldi nemenda sem lokið hafa sex mánaða námi á vegum GRÓ kominn upp í 1555. Þá hafa 98 lokið meistaragráðu með stuðningi GRÓ, tuttugu doktorsgráðu og á fjórða þúsund setið stutt námskeið á vettvangi.</p> <p>Nemendurnir nítján koma frá átta löndum: Mongólíu, Kyrgystan, Uzbekistan, Gana, Úganda, Malaví, Lesótó og Nígeríu. Öll eru þau sérfræðingar sem starfa á sviði sjálfbærrar landnýtingar og vistheimtar í heimalöndum sínum. Fjórir nemendanna eru frá Mongólíu og voru sendiherra landsins gagnvart Íslandi, hr. Tuvdendori Janabazar og eiginkona hans, Batsanaa Bayartogtokh, viðstödd útskriftina í gær. Mongólía hefur verið eitt af áherslulöndum skólans frá upphafi og alls hafa 32 nemendur frá landinu útskrifast frá Landgræðsluskóla GRÓ.</p> <p>Þá voru í útskriftarhópnum tveir nemendur, frá Malaví og Nígeríu, sem starfa fyrir landsvæði sem eru hluti af alþjóðlega netverkinu „Maðurinn og lífhvolfið“ (Man and the Biosphere MAB) á vegum UNESCO. Utanríkisráðuneytið mun styrkja yfir fimm ára tímabil tvo nemendur á hverju ári sem starfa fyrir MAB svæði víða um heim til þátttöku í Landgræðsluskóla GRÓ.</p> <p>Ávörp fluttu Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hýsir Landgræðsluskólann. &nbsp;</p>

15.09.2022Fjölsótt netnámskeið Jarðhitaskólans um jarðvarmaorku

<span></span> <p>Þrjú hundruð þátttakendur frá um tuttugu löndum á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu tóku þátt í þriðju námskeiðaröð Jarðhitaskólans „Netnámskeið um jarðvarmaorku“. Þessum námskeiðum er beint að þeim sem taka ákvarðanir í samstarfslöndum okkar um þróun jarðvarmaauðlinda og kynna fyrir þeim alla möguleika sem jarðvarmi hefur upp á að bjóða. </p> <p>Fyrsta þáttaröðin beindist að Afríku, önnur að rómönsku Ameríku og Karíbahafi en þessi þriðja, sem haldin var á dögunum, beindist að Asíu og Kyrrahafi. Margir af fyrrverandi nemendum skólans og helstu sérfræðingar Íslands á sviði jarðhita kynntu og ræddu um mikla möguleika og efnahagslega hagkvæmni auðlindarinnar, allt frá orkuframleiðslu til snyrtivöruframleiðslu til fiskeldis, auk tengdra ávinninga. </p> <p>Námskeiðinu var mjög vel tekið og ljóst að þessi nýi vettvangur skapar skólanum tækifæri til að miðla jarðhitaþekkingu enn frekar og með aðgengilegri hætti. </p> <p>Alls fluttu rúmlega þrjátíu sérfræðingar erindi á námskeiðinu.</p>

14.09.2022Aukin framlög til mannúðarstofnana vegna hamfara í Sómalíu og Pakistan

<p><span>Utanríkisráðherra hefur ákveðið að bregðast við neyðarástandi í Sómalíu og Pakistan með viðbótarfjármagni til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða þrjátíu milljóna króna framlag til WFP vegna afleiðinga langvarandi þurrka í Sómalíu og þrjátíu milljóna króna framlag til UNHCR í kjölfar mannskæðra flóða í Pakistan.</span></p> <p><span>„Áhrifa loftslagsbreytinga gætir nú þegar víða um heim og eru íbúar fátækari ríkja þar í mestri hættu. Okkur ber skylda til að leggja okkar að mörkum og veita neyðaraðstoð þegar hamfarir sem þessar verða,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Í Sómalíu standa um sjö milljónir íbúa frammi fyrir hungursneyð eftir verstu þurrka í fjörutíu ár. Fjögur regntímabil í röð hafa brugðist og útlit er fyrir að það næsta muni einnig bregðast. Talið er að alls 1,5 milljónir barna undir fimm ára aldri séu þar vannærð og þar af glíma hátt í fjögur hundruð þúsund við lífshættulega vannæringu. Rúm ein milljón manns hefur hrakist frá heimilum sínum vegna þurrkanna, þar af 750 þúsund á þessu ári.&nbsp;</span></p> <p><span>Neyðarástand ríkir einnig í Pakistan þar sem um 33 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á verstu flóðum þar í marga áratugi. Talið er að rúmlega eitt þúsund manns, fjölmörg börn þar á meðal, hafi farist frá því miklar rigningar hófust um miðjan júní. UNHCR áætlar að um fimm hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín vegna flóða og hafist nú við í flóttamannabúðum. Nærri ein milljón heimila hefur eyðilagst og 700 þúsund búfjár drepist. Þá hafa miklar skemmdir orðið á innviðum með þeim afleiðingum að íbúar eiga erfitt um vik að koma sér á öruggari staði og erfitt er að koma neyðaraðstoð til bágstaddra.</span></p>

13.09.2022Tógólísa besta myndin á kvikmyndahátíð kvenna

<span></span> <p>Tógólísa, heimildamynd Öldu Lóu Leifsdóttur, um rokkbúðir stúlkna í Tógó, var á dögunum valin besta myndin á kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles. Myndin fjallar um rokkbúðir í Tógó í Vestur-Afríku, verkefni samtakanna Stelpur rokka! í samstarfi við félagið Sól í Tógó og Association Mirlinda. Verkefnið hefur notið stuðnings utanríkisráðuneytisins allt frá árinu 2016. Í fyrra fékk verkefnið áframhaldandi styrk til næstu ára en jafnframt er stutt við rekstur tónlistarmiðstöðvar í Tógó.</p> <p>Kvikmynd Öldu Lóu var valin besta myndin í flokki heimildamynda á kvikmyndahátíðinni City of Angels Women´s Film Festival. Í rokkbúðunum í Tógó hittast að jafnaði um fimmtíu stúlkur að sumri og hausti til að spila og syngja gospeltónlist sem þær þekkja úr kirkjunni og dansa við vestur-afrískt rapp og popp. Í myndinni kynnast áhorfendur stúlkunum sem taka þátt og kennurunum sem stýra búðunum, jafnframt er dregin upp mynd af samfélagi sem hefur gengið í gegnum mikil umskipti og fjallað um breytt viðhorf kvennanna til þeirra sjálfra og samfélagsins.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2ftogolisa%2fvideos%2f726281855108861%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowfullscreen="true" allow="autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p>Rokkbúðirnar hafa meðal annars þann tilgang að því að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft en slíkt rými er oftar en ekki ætlað drengjum. Stúlkur á aldrinum 9-19 ára koma víða að í Tógó til að sækja rokkbúðirnar og tógóskar tónlistarkonur taka þátt í að kenna eða heimsækja búðirnar.</p>

12.09.2022Öryggi og friður samfélaga á landamærum Malaví og Mósambík

<span></span> <p>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Malaví voru viðstaddir athöfn í Mangochi héraði á dögunum þegar verkefni sem ætlað er að stuðla að friðsamlegum samfélögum á landamærum Malaví og Mósambík var ýtt úr vör. Sendiráð Íslands og Írlands í Malaví styrkja verkefnið fjárhagslega en það er unnið í samráði við héraðsyfirvöld Mangochi og stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Timothy Mtambo, ráðherra þjóðareiningar og friðar, var heiðursgestur viðburðarins.</p> <p>Malaví og Mósambík deila 1.750km löngum landamærum sem lítið eftirlit er með. Að mati sérfræðinga er hætta á því að átök í norðurhluta Mósambík leiði til aukins óstöðuleika í nágrannahéruðunum í Malaví vegna aukinna flutninga yfir landamærin og bágu efnahagsástandi. Ráðherrann fagnaði verkefninu og ítrekaði að þótt Malaví væri friðsamt ríki væri vaxandi spenna og átök innan samfélaga áhyggjuefni sem bæri að fyrirbyggja og leysa. </p> <p>Til að draga úr líkum á átökum vegur einna þyngst að efla grunnþjónustu og auka efnahagsleg tækifæri íbúa á landamæraþorpum. Þetta hefur Ísland gert í gegnum héraðsþróunarverkefnin í Mangochi með umfangsmiklum verkefnum á sviði uppbyggingar heilsuinnviða, bættu aðgengi að vatni og grunnskólanámi, efnahagslegri valdeflingu kvenna og ungmenna og stuðningi við héraðsskrifstofuna. </p> <p>Til þess að auka viðnám í þorpum hefur Ísland stutt margvísleg verkefni í Makanjira sem er fátækt afskekkt svæði við landamæri Mósambík. „Stuðningur Íslands við þorp í Makanjira nemur um tveimur milljónum Bandaríkjadala og veitir heildstæða aðstoð við fátækt fólk, efnahagsleg tækifæri og aðgengi að grunnþjónustu. Við vitum að fátækt og atvinnuleysi ungs fólks er drifkraftur átaka,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. </p> <p>Verkefnið byggir á grunni laga um frið og samheldni (Peace and Unity Bill) sem var samþykkt í mars. Lögin fela í sér að færa sveitarfélögum/samfélögum tæki og tól sem geri þeim kleift að bera kennsl á, fyrirbyggja og leysa átök innan og milli hópa. Stuðst verður við landsáætlun um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi sem samþykkt var í fyrra. Aðgerðarætlun Malaví var unnin af skrifstofu forseta Malaví með tæknilegri aðstoð UN Women og fjárhagslegri aðstoð Íslands. <span>&nbsp;&nbsp;</span></p>

12.09.2022Lífskjaravísitala UNDP: Lífskjör rýrna í níu af hverjum tíu ríkjum

<span></span> <p>Ítrekaðar kreppur hamla framförum með þeim afleiðingum að lífskjör rýrna í níu ríkjum af hverjum tíu samkvæmt nýútkominni Lífskjaravísitölu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP: The Human Develpment Index. „Heimurinn hefur farið úr einni kreppu í aðra og hefur fest í hlutverki slökkviliðs og verið ófær um að ráðast að rótum þess vanda sem við er að glíma. Ef ekki er breytt snarlega um stefnu má búast við enn frekari skorti og óréttlæti,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Ísland er í þriðja sæti á lífskjaralistanum líkt og síðast. Sviss og Noregur eru í efstu sætunum.</p> <p>Lífskjaraskýrsla UNDP nefnist „Óvissir tímar, röskun lífs: Að skapa framtíðina í heimi umbreytinga,“ (“Uncertain Times, Unsettled Lives: Shaping our Future in a&nbsp;Transforming&nbsp;World”). Í henni er því haldið fram að sífellt meiri óvissa valdi röskun á lífi fólks á fordæmalausan hátt. </p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/lifsgaedi-i-heiminum-afturfor-i-9-af-hverjum-10-rikjum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, hefur ástandið undanfarin tvö ár haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir milljarða manna um allan heim. Stríðið í Úkraínu fylgdi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurins, sem skullu á heiminum á tíma gríðarlegra félagslegra og efnahagslegra umskipta, hættulegra breytinga á plánetunni og aukinnar sundrungar.</p> <p>Í fyrsta skipti á þeim 32 árum sem UNDP hefur tekið saman lífskjaravísitöluna (The Human Development Index), hefur lífskjörum almennt hnignað í heiminum tvö ár í röð. Lífskjör hafa minnkað og eru komin aftur á það stig sem þau voru að meðaltali í heiminum 2016. Þetta þýðir að stór hluti þess árangurs, sem náðst hafði í að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, hefur gengið til baka.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/747474374?h=25e06850bf" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>„Veröldin er að reyna að staulast á fætur eftir tvær kreppur, hvora a á fætur annarri,“ segir Achim Steiner, forstóri UNDP. „Það sverfur að vegna dýrtíðar og orkukreppu. Þá er freistandi fyrir ráðamenn að grípa til skammtímalausna til að vinna bug á orkukreppunni á borð við niðurgreiðslu jarðefnaeldsneytis. Hins vegar slær það aðeins á frest óumflýjanlegum langtíma kerfisbundnum breytingum. Við erum sem stendur sem lömuð gagnvart þessum breytingum. Óvissa ríkir í heiminum og við þurfum á endurnýjun hnattrænnar samstöðu að hald til þess að glíma við innbyrðist tengdar, sameiginlegar áskoranir.“</p> <p>Hann segir að markmið nýrrar greiningar sé að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig hægt er brjótast út úr blindgötunni og marka nýja braut úr hnattrænni óvissu. „Við höfum skamman tíma til stefnu til endurræsa kerfi okkar og tryggja framtíð sem byggir á markvissum loftslagsaðgerðum og nýjum tækifærum fyrir alla.“</p> <p><a href="https://hdr.undp.org/human-development-report-2021-22" target="_blank">Vefur Human Developing Report 2021-22</a></p>

05.09.2022GRÓ tók þátt í UNESCO deginum

<p>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tók þátt í UNESCO deginum sem íslenska UNESCO nefndin skipulagði þann 1. september sl. Þar komu saman fulltrúar þeirra ráðuneyta, stofnana og annarra aðila sem tengjast starfi UNESCO á Íslandi á einn eða annan hátt en GRÓ starfar undir merkjum UNESCO. Dagurinn var kjörið tækifæri til að heyra af ólíku starfi sem tengist UNESCO á Íslandi, kynnast innbyrðis og skoða möguleika til frekara samstarfs. UNESCO dagurinn fór fram á Þingvöllum, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO.</p> <p>Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, kynnti á fundinum starf GRÓ og þjálfunarprógrammanna fjögurra sem eru starfrækt á vegum miðstöðvarinnar en fulltrúar allra þeirra voru viðstaddir fundinn. Þá sagði hún frá stærstu verkefnunum framundan, eins og þeirri vinnu sem nú er á lokametrunum við að setja miðstöðinni breytingakenningu (e. Theory of change). Þar er um að ræða aðferðafræði við árangursstjórnun sem UNESCO leggur áherslu á í sínu starfi. Í breytingakenningunni er skýrt frá því hvernig GRÓ mun vinna markvisst að þeim langtímaáhrifum sem stefnt er að með starfinu. Samhliða verður settur fram árangursrammi fyrir GRÓ, þar sem greint er frá því hvernig árangur af einstaka þáttum í starfinu verður mældur. Einnig mun GRÓ setja fram stefnumörkun um áherslur í starfinu næstu fimm árin. </p> <p>Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ, sagði frá samstarfi við verkefnið Maðurinn og lífhvolfið innan UNESCO (e. Man and the Biosphere - MAB). GRÓ mun árlega á tímabilinu 2022-2026 bjóða tveimur ungum sérfræðingum sem starfa hjá svæðum í þróunarríkjum sem tilheyra MAB netverkinu til að taka þátt í sex mánaða þjálfuninni á Íslandi. Sjöfn sagði einnig frá þátttöku Landgræðsluskólans í hliðarviðburði á ársfundi MAB, sem fram fór í höfuðstöðvum UNESCO í París í júní sl.</p> <p>Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ, sagði frá samstarfi við UNESCO um gerð netnámskeiðs sem mun bera heitið Karlmenn, drengir og karlmennskur (Men, Boys and Masculinities). Námskeiðið verður fjórða netnámskeiðið sem Jafnréttisskólinn framleiðir innan edX netverksins og er stefnt að því að hleypa því af stokkunum í ágúst á næsta ári. Netnámskeið af þessu tagi eru öllum opin og hægt að sækja þau án endurgjalds. Þannig gera þau fólki sem hefur takmarkaðan aðgang að menntun tækifæri til mennta sig. Námskeiðin sem Jafnréttisskólinn hefur þegar sett á netið hafa verið mjög vinsæl og hefur stór hluti skráðra þátttakenda komið frá þróunarlöndum.</p> <p>Meðal annarra sem fluttu erindi á UNESCO deginum voru Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, sem sagði frá setu Íslands í framkvæmdastjórn UNESCO árin 2021-2025 og starfi Íslands innan UNESCO. Þá tóku einnig til máls fulltrúar Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Vigdísarstofnunar, UNESCO skólanna, og Kötlu og Reykjaness jarðvanga.</p>

02.09.2022GRÓ tekur í notkun húsnæði fyrir nemendur á Grensásvegi

<span> </span> <p><span>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu hefur tekið á leigu húsnæði að Grensásvegi 14 til að hýsa nemendur GRÓ, gestakennara og framhaldsnemendur á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu íbúar hússins, nemendur Jarðhitaskólans, flytja inn mánudaginn 5. september. Í húsinu er aðstaða til að hýsa allt að 28 manns og að auki góð félagsaðstaða fyrir nemendur. Með húsinu skapast því möguleikar fyrir nemendur GRÓ að kynnast og eiga aukin samskipti.</span></p> <p><span>GRÓ starfrækir fjögur þjálfunarprógrömm á Íslandi undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, þ.e. Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Öll vinna þau að því að efla getu stofnana og einstaklinga í þróunarríkjunum á sviðum þar sem Ísland býr yfir sérþekkingu og hafa um áratugaskeið verið ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um GRÓ á <a href="https://www.grocentre.is/is">vef miðstöðvarinnar.</a><br /> </span></p>

02.09.2022Konur og jaðarsettir hópar verst úti í flóðunum í Pakistan

<span></span> <p>Konur, stúlkur og jaðarsettir hópar verða verst úti í hamfaraflóðunum í Pakistan að mati Adil Sheraz framkvæmdastjóra CARE hjálparsamtakanna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/08/1125752">sent út neyðarkall</a>&nbsp;sökum ástandsins og hafið neyðarsöfnun til að bregðast við þörfinni.</p> <p>„Við vitum að konur, stúlkur og jaðarsettir hópar verða hvað verst úti þegar náttúruhamfarir dynja á en eiga jafnframt erfiðast með að nálgast neyðaraðstoð. Barnshafandi konur á hamfarasvæðunum geta ekki fætt börn sín við viðunandi aðstæður þar sem flóðin hafa skolað burt heimilum og heilbrigðisstofnunum. Þetta stefnir lífi þeirra og barna þeirra í hættu,“ segir Adil Sheraz.</p> <p>Fulltrúar Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, telja að um 650 þúsund barnshafandi konur séu búsettar á hamfarasvæðunum og hafi ekki aðgang að viðunandi heilbrigðisþjónustu.</p> <p>„Mest ríður á að tryggja aðgang að hreinu vatni, matvælum, lyfjum og heilbrigðisþjónustu. Óttast er að vatnsbornar sýkingar á borð við iðrasýkinga sem valda uppköstum og niðurgangi breiðist hratt út meðal fólks á hamfarasvæðunum,“ segir í <a href="https://unwomen.is/konur-og-jadarsettir-hopar-verst-uti-i-flodunum-i-pakistan/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p> <p>Þar kemur fram að flóðin, sem hófust í júní, hafi farið yfir 72 prósent af landsvæði Pakistan og kostað meira en 1.100 mannslíf. Þau hafi lagt heimili, skólabyggingar og sjúkrastofnanir í rúst. Að auki hafa vegir og aðrir mikilvægir innviðir eyðilagst í vatnsflaumnum. Óttast sé að fleiri flóð verði á næstu vikum og kunni að valda enn frekari mannskaða og eyðileggingu.</p> <p>„Það er staðreynd að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/kynbundid-ofbeldi/">kynbundið ofbeldi eykst</a>&nbsp;á tímum hamfara og átaka. Á svæðunum sem verst hafa orðið úti í flóðunum, sefur fólk úti undir berum himni og fjölskyldur hafa splundrast. Þetta ástand gerir konur og stúlkur berskjaldaðri gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. UN Women er á staðnum og vinnur að því að greina þarfir kvenna, stúlkna og jaðarsettra hópa á flóðasvæðunum. UN Women og samstarfsaðilar hafa veitt konum, stúlkum og&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/">jaðarsettum hópum neyðaraðstoð</a>&nbsp;á borð við húsaskjól, matvæli, læknisaðstoð og hreinlætisvörur,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>Þá hefur UN Women tryggt aðgengi kvenna og stúlkna að lögfræðiaðstoð, áfallahjálp og peningagreiðslum án skilmála.</p> <p>Hér er hægt að lesa nánar um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">kynjuð áhrif loftslagsbreytinga</a>.</p>

02.09.2022Reykjavík Geothermal setur á fót jarðhitarannsóknarstofu í Eþíópíu

<span></span> <p>Jarðhitaþróunarfélagið Reykjavík Geothermal (<a href="https://www.rg.is/" target="_blank">RG</a>) hyggst setja á fót rannsóknarstofu á sviði jarðhita í Eþíópíu í samstarfi við heimamenn, bæði opinbera aðila og einkaaðila. Til þess hefur félagið hlotið styrk frá utanríkisráðuneytinu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu.</p> <p>Rannsóknarstofan mun sérhæfa sig í vatns- og gassýnagreiningum tengdum jarðhitaverkefnum í Eþíópíu. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun jarðhita þar í landi og standa vonir til að á næstu árum nái framleiðsla á rafmagni með jarðhita allt að 1000 MWe. Hingað til hafa öll sýni tengd jarðhita verið send úr landi til greiningar með tilheyrandi kostnaði og hættu á að sýni eyðileggist eða týnist á leiðinni. Rannsóknarstofan, sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar í Eþíópíu, einfaldar til muna rannsóknarferlið og nýtast fjölmörgum aðilum.</p> <p>Meginmarkmið verkefnisins er að þjóna jarðhitaþróun í landinu og vinna þannig að þremur heimsmarkmiðum, markmiði sjö um sjálfbæra orku, markmiði átta um góða atvinnu og hagvöxt og markmiði átta um aðgerðir í loftlagsmálum. Verkefnið hefur einnig jákvæð áhrif á fleiri heimsmarkmið og rannsóknarstofan gæti til dæmis tekið að sér efnagreiningar á drykkjarvatni en takmarkað aðgengi er að hreinu drykkjarvatni í Eþíópíu. Um er að ræða verkefni til tveggja ára að fjárhæð 583.000 evra og fær fyrirtækið hámarksstyrk úr sjóðnum sem nemur 200.000 evrum.</p> <p>Uppbygging rannsóknarstofu krefst góðs samstarfs við rannsóknarstofnanir hér heima og í Eþíópíu. Við ráðningar verður horft til jafnréttis kynjanna, góðrar menntunnar en jafnframt að auka tækifæri heimamanna til rannsóknarsamstarfs. Rannsóknarstofan er mikilvægur hlekkur í þróun jarðhitaverkefna en einnig nýtingu og þróun verkefna sem tengjast matvælaframleiðslu og endurnýjanlegum orkugjöfum.</p> <p>Reykjavík Geothermal er jarðhitaþróunarfélag stofnað árið 2008. Félagið hefur unnið að þróun jarðhita víða í heiminum með áherslu á háhita til raforkuframleiðslu. Félagið hefur verið með starfsemi í Eþíópíu frá árinu 2011 og lokið yfirborðsrannsóknum á þremur jarðhitasvæðum. Í dag er verið að bora jarðhitaholur sem RG er að þróa í samstarfi við meðfjárfesta í Tulu Moye svæðinu í Oromia-héraði í Eþíópíu og boranir hefjast einnig í lok árs á Corbetti svæðinu, syðst í Oromiu. </p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 3. október. Nánari upplýsingar ásamt umsóknargögnum er að finna á&nbsp;<a href="https://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>. </p>

01.09.2022Þrjár milljónir barna í neyð vegna hamfaraflóða í Pakistan

<span></span> <p>Rúmlega þrjár milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð og eru í aukinni hættu vegna vatnsborinna sjúkdóma, vannæringar og drukknunar í hamfaraflóðunum í Pakistan.&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með stjórnvöldum og samstarfsaðilum við að bregðast við nauðsynlegum þörfum barna og fjölskyldna þeirra á hamfarasvæðum.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.unicef.is/3-milljonir-barna-i-neyd-vegna-hamfarafloda-i-pakistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF hafa 33 milljónir íbúa Pakistan, þar af 16 milljónir barna, orðið fyrir áhrifum gríðarþungra monsúnrigninga í ár sem fylgt hafa hamfaraflóð og skriðuföll. Rúmlega 1.100 manns, þar af yfir 350 börn, hafa látið lífið og vel á annað þúsund manns slasast. Hátt í 300 þúsund heimili eru gjöreyðilögð&nbsp;og hátt í 700 þúsund heimili hafa skemmst. Stórfljót hafa flætt yfir bakka sína, stíflur sömuleiðis og heimili, sveitabæir og innviðir á borð við vegi, brýr, skóla, sjúkrahús og&nbsp;heilsugæslur&nbsp;hafa orðið fyrir skemmdum.</p> <p>„Þegar hörmungar sem þessar gerast eru það alltaf börnin sem eru verða verst úti,“ segir&nbsp;Abdullah&nbsp;Fadil, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Pakistan. „Þessi hamfaraflóð hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.“</p> <p>„Til að útskýra hversu mikil rigning hefur fylgt monsúntímabilinu nú þá er hún þrefalt meiri en 30 ára meðaltal á landsvísu og rúmlega&nbsp;fimmfalt&nbsp;yfir 30 ára meðaltali í ákveðnum héruðum. Líkt og greint hefur verið frá í fréttum hafa stjórnvöld í Pakistan lýst yfir neyðarástandi,“ segir í frétt UNICEF.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><strong>UNICEF er á vettvangi</strong><br /> Fjáröflunarákall&nbsp;UNICEF, sem hluti af neyðarákalli Sameinuðu þjóðanna vegna&nbsp;ástandsins, hljóðar upp á 37 milljónir Bandaríkjadala til að ná til barna og fjölskyldna þeirra á næstu mánuðum með sjúkragögn, nauðsynleg lyf, bóluefni, mæðraverndarpakka, hreint og öruggt drykkjarvatn, hreinlætisbúnað og næringarfæði,&nbsp;auk þess sem komið verður upp tímabundnum skólastofum og námsgögn útveguð.</p> <p>Samkvæmt loftslagsáhættumati&nbsp;UNICEF&nbsp;(Children‘s&nbsp;Climate&nbsp;Risk&nbsp;Index&nbsp;(CCRI)), er Pakistan viðkvæmt svæði þar sem börn eru álitin í gríðarmikilli áhættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Pakistan er í 14. sæti af 163 löndum á áhættumatslista stofnunarinnar.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Stuðningur <a href="https://www.unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">Heimsforeldra</a>&nbsp;skiptir sköpum í veita&nbsp;UNICEF&nbsp;svigrúm til að bregðast skjótt við neyðarástandi sem þessu um allan heim.&nbsp; </p>

31.08.2022SÞ: Neyðaráætlun í þágu Pakistan

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa kynnt neyðaráætlun í þágu Pakistan. Ætlunin er að verja 160 milljónum Bandaríkjadala til að hjálpa landinu að glíma við verstu flóð í marga áratugi.&nbsp;Markmiðið&nbsp;er að koma 5,2 milljónum nauðstaddra til hjálpar.&nbsp;</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/neydaraaetlun-kynnt-guterres-til-pakistan/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskristofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, er talið að alls hafi 33 milljónir manna orðið fyrir barðinu á flóðunum. Rúmlega eitt þúsund manns, að stórum hluta börn, hafa týnt lífi frá því miklar rigningar hófust um miðjan júní, að sögn Jens Lærke talsmanns Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (<a href="https://www.unocha.org/">OCHA</a>).</p> <p>„Pakistan líður miklar þrautir,“&nbsp;<a href="https://www.un.org/sg/">sagði</a>&nbsp;António Guterres í ávarpi sem flutt var af myndbandi þegar neyðaráætlunin fyrir næstu sex mánuði var kynnt í Islamabad og Genf.</p> <p>Talsmaður aðalframkvæmdastjórans tilkynnti síðdegis í gær að „vegna þess harmleiks sem milljónir manna glíma við“ muni Guterres halda til landsins á föstudag til að sýna pakistönsku þjóðinni samstöðu. Í myndbandsávarpinu sagði Guterres að „pakistanska þjóðin stæði frammi fyrir monsúnrigningum á sterum – látlausum hamförum vegna rigninga og flóða.“</p> <p>Að sögn Lærke, talsmanns OCHA, hafa 500 þúsund hrökklast frá heimilum sínum vegna flóða og hafast við í búðum. Nærri ein milljón heimila hafa orðið fyrir skakkaföllum og 700 þúsund búfjár hefur drepist. Þá hafa miklar skemmdir orðið á innviðum. Nærri 3500 kílómetrar&nbsp; vega og 150 brýr hafa skemmst með þeim afleiðingum að íbúarnir eiga óhægt um vik að koma sér á öruggari staði. Þar að auki veldur þetta erfiðleikum við að koma neyðarástand til þurfandi fólks .</p>

31.08.2022Sendiráðið í Kampala: Áhersla á mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum

<span></span> <p>Flóð og skriðuföll í Úganda fyrr í mánuðinum, sem urðu 26 að aldurtila og skemmdu yfir 4000 heimili, eru eitt dæmi af mörgum til marks um öfga í veðurfari vegna loftslagsbreytinga. Í sendiráði Íslands í Kampala er vaxandi áhersla lögð á aðgerðir tengdar loftslagsbreytingum í samstarfshéruðunum, Buikwe og Namayingo. Í gær var skrifað undir samning við ráðgjafahóp á þessu sviði.</p> <p>Muhammed Semambo frá loftslagsbreytingadeild vatns- og umhverfisráðuneytisins leiðir ráðgjafahópinn sem fær það hlutverk að meta áhættu samstarfshéraðanna gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga og styðja þau síðan til að móta aðgerðaráætlun vegna loftslagsbreytinga, eins og krafist er í lögum í Úganda frá 2021. </p> <p>Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðsins lagði við undirritun samningsins áherslu á mikilvægi loftslags- og umhverfismála fyrir þróun og einnig fyrir verndun mannréttinda, með vísan í núgildandi þróunarsamvinnustefnu Íslands.</p> <p>Forsetar ríkja í austanverðri Afríku og af horni Afríku <a href="https://www.iom.int/news/african-heads-state-and-governments-meet-uganda-call-concerted-efforts-tackle-climate-change" target="_blank">komu saman</a>&nbsp;fyrir réttum mánuði í Kampala til að stilla saman strengi gagnvart sívaxandi ógn af loftslagsbreytingum. Samkvæmt <a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2021/10/27/climate-change-could-further-impact-africa-s-recovery-pushing-86-million-africans-to-migrate-within-their-own-countries#:~:text=WASHINGTON%2C%20October%2027%2C%202021%E2%80%94,their%20own%20countries%20by%202050" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Alþjóðabankans eru líkur á því að allt að 86 milljónir íbúa Afríku neyðist til þess að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga fyrir miðja öldina verði ekkert að gert.</p>

30.08.2022Grunnskóli afhentur skólayfirvöldum í Namayingo

<span></span><span></span> <p><span>Fulltrúi sendiráðs Íslands í Kampala afhenti nýverið Bukewa grunnskólann til&nbsp;</span>skólayfirvalda í Namayingo héraði en endurbætur á skólum í héraðinu eru hluti af þróunarverkefni með héraðsyfirvöldum sem hófst á síðasta ári. Verkefnin eru fyrst og fremst á tveimur sviðum, í menntamálum og stuðningi við vatns,- salernis- og hreinlætismál. Einnig er veittur stuðningur við að efla stjórnsýslu héraðsins á fyrrnefndum sviðum.</p> <p>Í verkinu í Bukewa fólst endurnýjun og endurbætur á innviðum og aðstöðu skólans. Byggðar voru sjö kennslustofur, fjögur starfsmannahús, eldhús og stjórnunarbygging. Eldri kennslustofur og starfsmannahús voru einnig endurnýjuð, skólinn girtur af og leikvöllurinn jafnaður. Þá var bætt við salernum fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Í skólanum eru hátt í 1100 nemendur. Verkið hófst í ársbyrjun á þessu ári, lauk í júlí og skólinn var afhentur 17. ágúst. Samningsupphæðin var tæplega 500 þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 70 milljónir króna.</p> <p>Sendiráð Íslands í Kampala sá um fjárframlög og eftirfylgni með verkinu fyrir Íslands hönd. Bukewa grunnskólinn er fimmti skólinn sem Ísland hefur kostað og afhent héraðinu en einn skóli í viðbót verður afhentur í september.</p> <p>Markmiðið er að bæta gæði náms en auk innviða er stutt við kaup á búnaði, námsbókum og þjálfun kennara í öllum sex skólum sem verkefnið nær til. Það felur einnig í sér aðgerðir sem miða að því að bæta aðgengi að heilnæmu vatni og auka hreinlæti. Í því felast meðal annars framkvæmdir við vatnsveitur og bygging salerna. Markmiðið er að auka lífsgæði og draga úr sjúkdómum sem tengjast vatni.</p> <p>Valdefling kvenna er einnig áhersluþáttur og gerð er krafa um að konur fái tækifæri til að starfa við byggingaframkvæmdir. Það hefur tekist vonum framar og konur eru við margvísleg störf sem þær höfðu takmarkaðan aðgang að áður.</p>

29.08.202270 prósent tíu ára barna skilja ekki einfaldan ritaðan texta

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar boða til leiðtogafundar um miðjan næsta mánuð til að bregðast við þeirri djúpu alþjóðlegu kreppu í menntamálum sem blasir við í heiminum, þeirri dýpstu sem sögur fara af. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Alþjóðabankanum, UNICEF, UNESCO og fleirum, er talið að 70 prósent tíu ára barna skilji ekki einfaldan ritaðan texta. Þetta hlutfall var 57 prósent fyrir heimsfaraldurinn.</p> <p>Leiðtogafundurinn er haldinn að frumkvæði aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og stendur yfir í þrjá daga, 16., 17., og 19. september í New York. „Á leiðtogafundinum gefst einstakt tækifæri til að setja menntun í öndvegi alþjóðlegrar pólitískrar dagskrár til að virkja aðgerðir, metnað, samstöðu og lausnir um endurheimt námstaps sem tengist heimsfaraldrinum og sá fræjum til að umbreyta menntun í ört breyttum heimi,“ segir í kynningartexta um fundinn sem ber yfirskriftina „<a href="https://www.un.org/en/transforming-education-summit" target="_blank">Transforming Education Summit</a>.“</p> <p>Þess er vænst að á leiðtogafundinum verði sammælst um innlendar og alþjóðlegar skuldbindingar um umbreytingu menntunar með áherslu á aukna þátttöku og stuðning almennings við þær gagngeru breytingar. Reiknað er með að António Guterras aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skrifi undir yfirlýsingu um framtíðarsýn í menntamálum að fundi loknum.</p> <p>Skýrsla Alþjóðabankans og fleiri fyrr í sumar – <a href="https://www.worldbank.org/en/topic/education/publication/state-of-global-learning-poverty" target="_blank">The State of Global Learning Poverty: 2022 Update</a>&nbsp;– sýnir að langvarandi lokanir skóla í heimsfaraldrinum og ófullnægjandi mótvægisaðgerðir höfðu alvarleg áhrif á menntun barna og ungmenna. Nefnd eru dæmi frá Rómönsku Ameríku og Karíbahafseyjum þar sem talið er að 80 prósent grunnskólabarna geti nú ekki skilið einfaldan skrifaðan texta en hlutfallið var 50 prósent fyrir heimsfaraldur. Svipað hlutfall barna í Suður-Asíu, eða 78 prósent, skortir lágmarksfærni í læsi en var 60 prósent fyrir faraldurinn. Í sunnanverðri Afríku var skólum að jafnaði ekki lokað jafn lengi og víða annars staðar í heiminum og námstapið því ekki jafn mikið. Engu að síður er ólæsi útbreitt eða um 89 prósent meðal tíu ára barna í þeim heimshluta.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zn2iOknOka8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Sameinuðu þjóðirnar benda á að þetta alvarlega ástand í menntamálum hafi gerst í mörgum tilvikum hægt og hljótt en það hafi skelfileg áhrif á framtíð barna og ungmenna um allan heim. Verði ekki brugðist við komi neikvæð áhrif menntunarskorts til með að hamla sameiginlegri leit okkar að friði, réttlæti, mannréttindum og sjálfbærri þróun um ókomna áratugi.</p>

26.08.2022Barnaheill: Haustsöfnun til styrktar verkefni í Síerra Leóne

<span></span> <p>Barnaheill hafa hrundið af stað haustsöfnun fyrir styrktar þróunarverkefni samtakanna í Pujehun héraði í Síerra Leóne, fátækasta héraði landsins. „Ofbeldi í skólum er gríðarlega algengt vandamál í landinu en níu af hverjum tíu börnum verða fyrir ofbeldi í skólum. Tvær af hverjum þremur stúlkum verða fyrir kynferðisofbeldi í skólum og 18 prósent stúlkna er nauðgað, oft í ,,skiptum” fyrir betri einkunnir,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna.</p> <p>Guðrún bætir við að þetta sé hræðilegur veruleiki fyrir börn og Barnaheill leggi mikla áherslu á að fræða börn, foreldra, kennara, þorpshöfðingja og annað fullorið fólk um ofbeldi. Haustsöfnun Barnaheilla er haldinn nú í annað sinn og Elíza Reid forsetafrú keypti fyrsta armbandið. </p> <p>Armbandið kostar kr. 2.500 og einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök hafa það til sölu. Einnig er hægt að kaupa armbandið á völdum Olísstöðvum og í&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/styrkja-starfid/gjafir/index/lina/linu-armband-1">vefverslun Barnaheilla.</a></p>

25.08.2022ABC barnahjálp: Ný kvenna- og fæðingardeild opnuð í Úganda

<span></span> <p><span>Kvenna- og fæðingardeild var formlega opnuð fyrr í mánuðinum á skólalóð ABC barnahjálpar í Rockoko í norðurhluta Úganda. ABC barnahjálp fjármagnaði framkvæmdir með stuðningi utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og annarra styrktaraðila. „Við erum gríðarlega stolt af því að geta fært samfélaginu í Rockoko þessa nýju aðstöðu sem gjörbreytir allri heilbrigðisþjónustu á svæðinu,“ segir Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar.</span></p> <p><span>Skóli á vegum íslensku samtakanna hefur verið starfræktur i þorpinu Rockoko í Padel-héraði í rúmlega aldarfjórðung. Fyrir fjórum árum fauk þak af húsnæði skólaskrifstofunnar og heilsugæslu skólans í ofsveðri og þá var heilsugæslan lögð niður og skrifstofan færð yfir í kennarastofu. Að sögn Laufeyjar óskuðu skólastjórnendur og forystufólk í héraðinu fyrr á árinu eftir stuðningi ABC barnahjálpar við að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslu í þorpinu sem myndi þjóna stóru svæði. Ákveðið var að ABC kæmi að uppbyggingu kvenna- og fæðingardeildar.</span></p> <p><span>„Það var mikill hátíðisdagur í byrjun mánaðarins þegar við opnuð heilsugæsluna formlega,“ segir Laufey en hún ásamt þingmanni kjördæmisins, öðrum fulltrúum héraðsins, starfsfólki og öllum nemendum skólans tóku þátt í viðhöfn í tilefni opnunarinnar. „Þetta var mikill hátíðisdagur enda gríðarleg ánægja og þakklæti sem skein út úr hverju andliti og öllum ræðum og kveðjum sem voru fluttar þennan dag.“ </span></p> <p><span>Daginn eftir var fyrsti opnunardagur kvenna- og fæðingardeildarinnar. „Já, okkur brá heldur betur í brún þegar við mættum snemma morguns og við sáum á annað hundrað manns í röð fyrir utan hliðið. Á fyrsta dagi voru 372 sjúklingar skráðir, 80 prósent þeirra konur og börn, og því engum vafa undirorpið að þörfin er gríðarleg,“ segir Laufey.</span></p> <p><span>Tólf sjúkrarúm eru á kvennadeildinni og tvö rúm á fæðingardeildinni. Þar er ennfremur skurðdeild þar sem aðstaða er fyrir skurðaðgerðir eins og keisaraskurði og minniháttar inngrip, auk aðstöðu fyrir konur til að jafna sig eftir aðgerðir.</span></p> <p><span>Á síðusta áratug hefur tekist að draga talsvert úr mæðradauða í Úganda. Árið 2011 létust 438 konur af barnsförum, miðað við þúsund fædd börn, en sú tala var komin niður í 368 árið 2021. „Með nýju kvenna- og fæðingardeildinni leggja Íslendingar sitt af mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður, ekki síst með því að tryggja betri aðstæður við fæðingar og draga þannig úr bæði mæðra- og barnadauða,“ segir Laufey Birgisdóttir hjá ABC barnahjálp.</span></p>

24.08.2022UNICEF ítrekar ákall um tafarlaust vopnahlé í Úkraínu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar ákall sitt um tafaralaust vopnahlé í Úkraínu, að öll börn hljóti þá vernd sem þau eiga rétt á og hætt verði tafarlaust að beita sprengjuvopnum í íbúðabyggðum og ráðast á opinberar byggingar og innviði. Eins og sagt var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2022/08/22/Taeplega-eitt-thusund-born-latist-eda-saerst-i-Ukrainu/">Heimsljósi</a>&nbsp;fyrr í vikunni hafa tæplega eitt þúsund börn látist eða særst í átökum á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því innrás Rússa hófst.</p> <p>„Þessar tölur eru aðeins þær sem Sameinuðu þjóðirnar hafa náð að staðfesta. Við teljum að þær séu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>i<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>raun mun hærri. Það er sprengjuregn sem kostar flest börn lífið. Þessi stríðsvopn gera ekki greinarmun á hermönnum og almennum borgurum, sérstaklega þegar þeim er varpað á<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>íbúðabyggðir- eins og raunin hefur verið í Úkraínu, í Mariupol, Luhansk, Kremenchuk<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og Vinnytsia,” segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span> Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkvæmdastjóri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF í yfirlýsingu.</p> <p>„Enn og aftur sjáum við, líkt og í öllum öðrum stríðum, hvernig skeytingarlausar ákvarðanir fullorðinna setja börn í lífshættu. Það er engin leið að heyja stríð af þessu tagi án þess að skaða börn. Á sama tíma má ekki gleyma þeim börnum sem komist hafa lífs af en hafa séð og upplifað hræðilega hluti sem munu skilja eftir sálrænt ör um ókomna tíð. Eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að ganga í gegnum,“ segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell.&nbsp;</p> <p>Hún bendir á að eftir viku ætti skólaárið í Úkraínu að hefjast.&nbsp;</p> <p>„Skólakerfi Úkraínu er í molum vegna þessara átaka og vegna þess hvernig skólar hafa verið notaðir sem skotmörk þora foreldrar og forráðamenn ekki að senda börnin sín í skóla. Við áætlum að einn af hverjum tíu skólum hafi skemmst eða<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>verið eyðilagðir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>á þessu hálfa ári. Öll börn þurfa skóla og menntun, líka þau sem lifa í neyðarástandi. Börnin í Úkraínu og þau sem flúið hafa eru engin undantekning þar á.“&nbsp;</p> <p><strong>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi&nbsp;</strong></p> <p>UNICEF hefur verið að störfum í Úkraínu frá upphafi stríðs og í mörg ár þar áður við að tryggja réttindi barna og velferð. Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til að tryggja áframhald á þau mikilvægu verkefni UNICEF vegna stríðsins í Úkraínu er hægt að styðja neyðarsöfnunina<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span><a href="https://www.unicef.is/ukraina" target="_blank">HÉR</a>.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p>

23.08.2022Börn á horni Afríku á heljarþröm vegna þurrka

<span></span> <p>Börnum á Afríkuhorninu og í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sahel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>bíður dauðinn einn vegna alvarlegrar vannæringar og vatnsborinna sjúkdóma ef ekkert er að gert.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við þessu í dag í tilefni af „viku vatnsins“ sem nú stendur yfir.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>„Sagan sýnir að þegar við glímum við hátt hlutfall alvarlegrar bráðavannæringar ofan á banvæna faraldra á borð við kóleru og niðurgangspestir þá eykst dánartíðni barna verulega. Þegar hreint vatn er ekki til staðar eða óöruggt aukast ógnir sem steðja að börnum margfalt,“ segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkvæmdastjóri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF. „Um allt Afríkuhorn og Sahel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>eru milljónir barna aðeins einum sjúkdómi frá stórslysi.“<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>Frá því í febrúar<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>síðastliðnum<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>til júlí hefur fjöldi fólks án öruggs aðgengis að hreinu vatni aukist verulega, úr 9,5 milljónum í 16,2 milljónir á þurrkasvæðum Eþíópíu, Kenía og Sómalíu.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>Í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Búrkína<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Fasó,<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Tjad, Malí, Níger og Nígeríu auka þurrkar, átök og ótryggt ástand mjög á vatnsöryggi þessara ríkja. Og líf og velferð 40 milljóna barna eru undir. Hvergi deyja fleiri börn vegna mengaðs vatns og skorts á hreinlætisaðstöðu en í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sahel, samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p><strong>Gríðarlegar verðhækkanir á vatni</strong></p> <p>Flestir íbúar Afríkuhornsins reiða sig á vatnssendingar en á svæðunum þar sem staðan er verst hafa fjölskyldur ekki lengur efni á vatninu.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <ul> <li>Í Kenía hefur verð á vatni hækkað verulega í 23 héruðum. Mest í Mandera 400% og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Garissa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>um 206% samanborið við janúar 2021.&nbsp;</li> <li>Í Eþíópíu hefur verð á vatni tvöfaldast í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Oromia<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>í júní og hækkað um 50% í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sómalíu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>samanborið við upphaf hamfaraþurrkanna í október 2021.&nbsp;</li> <li>Í Sómalíu hefur meðalverð á vatni hækkað um 85% í Suður-Mudug<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og 55-75% í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Buurhakaba<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Ceel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Berde, samanborið við meðalverð í janúar 2022.&nbsp;</li> </ul> <p>Í Sómalíu hefur geisað faraldur niðurgangs og kóleru á öllum þurrkasvæðunum, en vannærð börn eru ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna vatnsborinna sjúkdóma en vel nærð börn. 8.200 tilfelli frá janúar til júní eru tvöfalt fleiri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>tilfelli<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>en á sama tímabili í fyrra.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Tveir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>þriðju hlutar<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>þessara tilfella eru börn undir fimm ára.&nbsp;</p> <p>Frá júní í fyrra til júní í ár hafa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og samstarfsaðilar meðhöndlað 1,2 milljónir tilfella af niðurgangi hjá börnum undir fimm ára aldri á verstu þurrkasvæðum Eþíópíu, Afar, Sómalíu og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Oromia.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>er á vettvangi á öllum þessum hamfarasvæðum að veita lífsbjargandi aðstoð.&nbsp;</p> <p>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>biðlar til þjóðarleiðtoga, almennings og alþjóðasamfélagsins til að tryggja fjármagn svo hægt sé að mæta þeirri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>mannúðarkrísu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>sem nú geisar sem og að tryggja langtímauppbyggingu til að rjúfa vítahring neyðar í þessum heimshluta.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p><a href="https://www.unicef.is/neydarakall" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi</a></p>

23.08.2022Grunnskólabörn deila skólamáltíðum með yngri systkinum

<span></span> <p>Foreldrar grunnskólabarna í Karamoja héraði í norðausturhluta Úganda hafa gripið til þess neyðarúrræðis að senda börnin í skóla með yngri systkini þeirra, þau yngstu á bakinu. Mikill matarskortur er í héraðinu og oft er eina vonin um mat fyrir yngstu börnin fólgin í því að fá hluta af skólamáltíð eldri bræðra eða systra.</p> <p>Á myndinni er Natalina, tíu ára, sem fer í skólann á hverjum morgni með tvær systur sínar, Maritu og Önnu, en sú yngri er tveggja ára. Í skólanum fær Natalina disk af maísgraut (posho) sem hún deilir með systrum sínum.</p> <p>Alþjóðasamtökin Save the Children, Barnaheill, <a href="https://www.savethechildren.net/news/children-north-east-uganda-take-younger-siblings-school-food-hunger-crisis" target="_blank">segja</a>&nbsp;að fjórir af hverjum tíu íbúum Karamoja héraðs búi við sult eða um hálf milljón einstaklinga. Héraðið hefur um langt árabil verið eitt það snauðasta í landinu en það á landamæri að Kenía og Suður-Súdan. Í Karamoja hafa vopnuð glæpagengi sett mark sitt á mannlífið í áraraðir en á síðustu árum hafa öfgar í veðurfari og sjúkdómar einnig gert lífsbaráttuna erfiðari. Skriðuföll og flóð einkenndu um tíma ástandið í héraðinu á síðasta ári en nú er langvarandi þurrkatíð – á hefðbundnu regntímabili – með tilheyrandi horfelli búpenings, uppskerubresti og vatnsskorti.</p> <p>Save the Children segja að tæplega 92 þúsund börn og tæplega 10 þúsund barnshafandi konur þjáist af bráðri vannæringu og þurfi taflarlausa hjálp.</p>

22.08.2022Tæplega eitt þúsund börn látist eða særst í Úkraínu

<span></span> <p>Að minnsta kosti 16 prósent þeirra barna sem týndu lífi í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst fyrir rúmu hálfu ári höfðu ekki náð fimm ára aldri. Frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar, fram til 10. ágúst létust eða særðust ekki færri en 942 börn í Úkraínu, að meðaltali fimm börn á degi hverjum. Alls fórust 356 börn og 586 voru særð.</p> <p>Alþjóðasamtökin Save the Children, Barnaheill, <a href="https://www.savethechildren.net/news/least-16-children-killed-six-months-war-ukraine-aged-under-5" target="_blank">vekja athygli</a>&nbsp;á þessum upplýsingum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, OHCHR. Samkvæmt gögnunum létust á fyrrnefndu tímabli 59 börn yngri en fimm ára, eða 16 prósent þeirra 356 barna sem létu lífið í átökunum. Að mati Sameinuðu þjóðanna er líklegt að fleiri börn hafi týnt lífi en opinber gögn segja til um en langflest barnanna eru drepin í loftárásum eða öðrum öðrum árásum með sprengivopnum í þéttbýli. </p> <p>Milljónir barna frá Úkraínu hafa flúið heimili sín en áætlað er að 3,1 milljón barna búi sem flóttabörn í nágrannalöndum. Talið er að um þrjár milljónir barna hafist við innan Úkraínu.</p> <p>Samkvæmt nýjustu tölum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna hafa 5,514 almennir borgarar fallið í Úkraínu og 7,698 særst.</p>

19.08.2022Alþjóðlegi mannúðardagurinn: 140 starfsmenn myrtir á síðasta ári

<span></span> <p>Á síðasta ári voru 140 starfsmenn hjálparsamtaka teknir af lífi, 203 særðust og mannræningjar sviptu 117 starfsmenn frelsi. Alls voru því 460 einstaklingar að störfum fyrir mannúðarsamtök fórnarlömb átaka á árinu 2021. Þessar tölfræði upplýsingar birti OCHA, skrifstofa samhæfingar aðgerða í mannúðarmálum, í tilefni <a href="https://www.un.org/en/observances/humanitarian-day" target="_blank">alþjóðalega mannúðardagsins</a>&nbsp;í dag, 19. ágúst.</p> <p>Af þeim sem létust voru allir nema tveir heimamenn og OCHA segir það sýna glöggt þá hættu sem innlendir starfsmenn mannúðarsamtaka standi oft frammi fyrir. Það sem af er þessu ári hefur verið ráðist á 168 starfsmenn hjálparsamtaka og dauðsföllin eru orðin 44 talsins. Ofbeldið er einkum í Suður-Súdan, Afganistan og Sýrlandi.</p> <p>Fleiri hjálparstarfsmenn hafa ekki verið myrtir á einu ári frá því árið 2013. Hins vegar er óttast að mannfall aukist verulega á þessu ári vegna átakanna í Úkraínu.</p> <p><strong>Vikulöng herferð</strong></p> <p>Í tilefni dagsins kynnir OCHA vikulanga herferð til að heiðra starfsmenn mannúðarsamtaka, undir yfirskriftinni #ItTakesAVillage. „Á sama hátt og orðatiltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ þarf „þorp“ mannúðarliða sem starfa með viðkomandi samfélögum til að koma stuðningi og von til fólks sem lendir í áföllum,“ segir Martin Grtiffiths yfirmaður OCHA. „Alþjóðlegi mannúðardagurinn í ár byggir á þessari myndlíkingu um sameiginlega viðleitni og biðlar til fólks um heim allan að sýna þakklæti fyrir mannúðarstarf, hver sem framkvæmir það."</p> <p>Almenningi er boðið að fylgjast með #ItTakesAVillage á samfélagsmiðlum, deila, líka við og tjá sig – og OCHA hvetur fólk til að nota hvert tækifæri til að sýna samstöðu með þeim sem þurfa á aðstoð að halda og þakklæti til þeirra sem starfa að mannúðarmálum.</p> <p>Alþjóðlegi mannúðardagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 en dagurinn var valinn til að minnast sprengjuárásarinnar á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak árið 2003 þar sem 22 hjálparstarfsmenn létu lífið.</p> <p>Sjá nánar frétt UNRIC: <a href="https://unric.org/is/hjalparstarf-ljos-i-myrkrinu/" target="_blank">Hjálparstarf: Ljós í myrkrinu</a></p>

18.08.2022Kornfarmur frá Úkraínu á leið til sveltandi íbúa Eþíópíu

<span></span> <p>Fyrsti kornfarmurinn frá Úkraínu á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, frá innrás Rússa í febrúar, er á leiðinni til Afríku. Flutningaskip með korninu lét úr höfn í Yuzhny við Svartahaf á þriðjudag. Yfirvofandi hungursneyð ógnar sem kunnugt er lífi ríflega 20 milljóna íbúa á horni Afríku.</p> <p>Talsmenn WFP segja þetta mikilvægan áfanga í viðleitni til að koma bráðnauðsynlegu úkraínsku korni út úr stríðshrjáðu landinu og inn á heimsmarkað til að ná til fólks sem orðið hefur verst úti í matvælakreppunni. „Að opna hafnirnar í Svartahafi er það mikilvægasta sem við getum gert núna til að hjálpa hungruðum í heiminum,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP.</p> <p>Kornfarmurinn um borð í skipinu Brave Commander, 23 þúsund tonn, kemur til með að verða nýttur í suðurhluta Eþíópíu þar sem WFP freistar þess að styðja við hálfa aðra milljón einstaklinga sem berjast við hungurvofuna vegna langvinnra þurrka.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/hbOyeuUAO5A" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Á heimsvísu standa nú 345 milljónir manna í meira en 80 löndum frammi fyrir bráðu fæðuóöryggi en allt að 50 milljónir manna í 45 löndum eiga á hættu að verða ýtt út í hungursneyð án mannúðarstuðnings.&nbsp;Hungurkreppan sem nú ríkir er drifin áfram af nokkrum þáttum, þar á meðal stríðsátökum, loftslagsáhrifum og COVID-19 heimsfaraldrinum. <span></span>Stríðið í Úkraínu bætir gráu ofan á svart en frá landinu voru flutt út allt að sex milljónir tonna af korni á mánuði áður en átökin hófust í febrúar. </p>

18.08.2022UNICEF á Íslandi opnar UNICEF-Akademíuna

<span></span> <p>Í gær opnaði UNICEF á Íslandi nýjan rafrænan fræðsluvettvang sem ber heitið&nbsp;<a href="https://www.unicef.is/" target="_blank">UNICEF-AKADEMÍAN</a>. Opnunin fór fram í húsakynnum Akademías í Borgartúni. Í UNICEF-Akademíunni er boðið upp á fræðslumyndbönd og námskeið fyrir börn og fullorðna, ásamt réttindafræðsluefni fyrir skóla. UNICEF á Íslandi hefur það að markmiði að auka þekkingu á réttindum barna og UNICEF-Akademían er því opin öllum og gjaldfrjáls. &nbsp;</p> <p>„Við höfum einbeitt okkur að réttindafræðslu undanfarin ár með það að markmiði að byggja upp þekkingu á Barnasáttmálanum, jafnt meðal barna og innan stjórnkerfisins, og stuðla þannig að betri ákvörðunatöku þegar kemur að málefnum barna. Þekking er grunnurinn að öllum framförum og lykillinn að árangri í réttindabaráttu,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsteymis UNICEF á Íslandi.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Á heimasíðu Akademíunnar er að finna námskeið fyrir sveitarfélög og skóla, ásamt áhugaverðu fræðsluefni fyrir börn og fullorðna þar sem sérfræðingar UNICEF fræða um mannréttindi og Barnasáttmálann og Ævari Þór Benediktssyni, sendiherra UNICEF á Íslandi, meðal annars bregður fyrir.</p> <p>Jafnt aðgengi að réttindafræðslu um allt land</p> <p>Undanfarin ár hefur UNICEF á Íslandi frætt mikinn fjölda barna og starfsfólks sveitarfélaga í gegnum verkefnin Barnvæn sveitarfélög, Réttindaskóli og -frístund og UNICEF-Hreyfinguna. Verkefnin eru unnin um allt land og mun rafrænn fræðsluvettvangur tryggja jafnt aðgengi barna og fullorðinna að fræðslu sem byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Sérstakur gestur á opnun UNICEF-Akademíunnar var Marie Wernham, &nbsp;sérfræðingur hjá UNICEF í réttindafræðslu, sem brýndi fyrir gestum opnunarinnar hversu mikilvægt það er að allir læri um réttindi barna. Þá fjallaði Hjördís Freyja Kjartandsdóttir, meðlimur ungmennaráðs UNICEF, um mikilvægi þess að sýna börnum þá virðingu sem þau eiga skilið, gefa börnum rödd og að hlusta á hugmyndir þeirra og skoðanir. „Það er svo ótrúlega mikilvægt að þið, fullorðna fólkið, hlustið á okkur og takið þeirri fræðslu sem þið fáið alvarlega og með opnum augum. Við hjá UNICEF sjáum börn sem unga borgara og réttindahafa nútímans sem eru hæf í að taka ákvarðanir í málefnum sem tengjast þeim. [...] Við verðum að vinna saman, bera virðingu fyrir hvort öðru og efla framtíðina,“ sagði Hjördís, og uppskar mikið lófaklapp.</p> <p>Við hvetjum alla að kynna sér fræðsluvettvanginn UNICEF-Akademían í kynningarmyndbandi&nbsp;<a href="https://youtu.be/az3VQHO75zg">HÉR</a>&nbsp;og skoða þá fræðslu sem er öllum opin að kostnaðarlausu á www.unicef.is.</p> <p>Verkefnið er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt og þróað í samstarfi við Akademías.&nbsp;</p> <p><a href="https://www.unicef.is/thekking-er-lykillinn-ad-arangri-i-rettindabarattu">https://www.unicef.is/thekking-er-lykillinn-ad-arangri-i-rettindabarattu</a></p>

17.08.2022UNICEF: Milljónir barna bólusettar gegn malaríu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur gert <a href="https://www.unicef.is/milljonir-barna-munu-fa-bolusetningu-gegn-malariu" target="_blank">tímamótasamning</a>&nbsp;við framleiðslufyrirtækið GSK sem sérhæfir sig í RTS,S bóluefninu. Það er fyrsta bóluefnið gegn malaríu sem verndar börn gegn þeim lífshættulega sjúkdómi. Með samningnum er ætlað að tryggja 18 milljónir skammta af bóluefninu á næstu þremur árum.</p> <p>Árið 2020 létust nærri hálf milljón barna í Afríku úr malaríu en sjúkdómurinn berst með moskítóflugum og er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri.</p> <p>„Með þessu er verið að senda skýr skilaboð til þeirra sem þróa bóluefni gegn malaríu að halda vinnu sinni áfram, vegna þess að bóluefni gegn malaríu eru nauðsynleg og eftirsótt,“ segir Etleva Kadilli, framkvæmdastjóri birgðarstöðvar UNICEF. „Við vonumst til þess að þetta sé bara byrjunin. Þörf er á áframhaldandi nýsköpun til að þróa ný bóluefni, auka framboð og skapa heilbrigðari bóluefnamarkað.“</p> <p>Kadilli segir þetta vera stórt skref fram á við í sameiginlegri viðleitni til að bjarga lífi barna og draga úr hættum malaríu samhliða öðrum forvörnum sem hafa verið notaðar til þessa gegn smiti.</p> <p>RTS,S bóluefnið er afrakstur 35 ára rannsókna og þróunar og er fyrsta bóluefnið sem til er gegn sníkjusjúkdómum. Þar sem framboðið er enn takmarkað verða börn sem búa á svæðum þar sem hættan og þörfin er mest sett í forgang.</p> <p>&nbsp;</p>

17.08.2022Rakarastofuviðburður á malavíska þinginu með stuðningi Íslands

<span></span> <p><span>Í vikunni fór fram vel heppnaður Rakarastofuviðburður í malavíska þinginu fyrir þingnefnd um mannfjöldaþróun í landinu. „Það er afar ánægjulegt að hugmyndafræði Rakarastofuviðburða sé orðin þekkt í Malaví og þyki árangursríkt verkfæri til þess að ná til fólks. Það er brýnt að það hægist á fólksfjölgun í Malaví því ljóst er að það er ekki nóg af náttúruauðlindum fyrir hratt vaxandi þjóð og innviðir eins og mennta- og heilbrigðiskerfi geta ekki einu sinni annað eftirspurn eins og er. Skilaboðum um að draga úr barnafjölda hefur verið beint til kvenna í fjölda ára en það er afar mikilvægt að slíkum skilaboðum sé líka beint til karlmanna og hvetja þá einnig til að taka ábyrgð,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span>Zindaba Chisiza fræðimaður við háskóla Malaví stýrði umræðum. Hópurinn ræddi kyn- og frjósemismál, jafnrétti kynjanna og hvernig hægt er að auka aðkomu og ábyrgð karlmanna í landinu til þess að draga úr hraðri fólksfjölgun. Yfir daginn þróaði nefndin einnig áhrifarík skilaboð til þess að ná til karlmanna auk þess að kortleggja leiðir til þess að koma skilaboðunum áfram á sem áhrifaríkastan hátt. Í lok dags setti hver og einn þingmaður sér persónulegt markmið um hvernig þeir gætu haft áhrif í kjördæmum sínum.&nbsp; </span></p> <p><span>Þingnefndin er ný en hún tók til starfa undir stjórn þingforseta á alþjóðlegum degi ungmenna, 12. ágúst. Tímabært þótti að endurvekja nefndina sem hafði legið í dvala í átta ár en fólksfjölgun er afar mikil í Malaví. Samkvæmt könnun frá 2018 var 51 prósent þjóðarinnar undir 18 ára aldri og búist er við að íbúafjöldinn tvöfaldist fyrir árið 2038. Svo hröð fólksfjölgun hefur í för með sér ýmsar alvarlegar áskoranir. </span></p> <p><span>Ephraim Abel Kayembe formaður nefndarinnar leitaði til sendiráðs Íslands í Lilongwe til að styðja við Rakarastofuviðburð fyrir 22 þingmenn nefndarinnar. „Við vissum að Ísland hefur haldið árangursríka Rakarastofuviðburði bæði hér í Malaví og um allan heim og við vorum viss að þessi aðferðafræði myndi henta einstaklega vel fyrir hagnýta þjálfun fyrir þingnefndina,“ segir Ebhraim Abel. Gætt var að því að þátttakendur væru einnig í öðrum þingnefndum til þess að þekkingin færi sem víðast.</span></p> <p><span>„Augu mín opnuðust fyrir þessum málaflokki þegar ég heimsótti heilsugæslu í Mangochi héraði þar sem fæddust 40 börn að meðaltali daglega. Í sömu heimsókn fór ég í grunnskóla í grenndinni en þá áttaði ég mig á því að til þess að geta staðið undir markmiðum stjórnvalda um að hafa 40 börn í skólastofu þyrfti að byggja eina skólastofu á hverjum einasta degi í þessu þorpi til að koma börnunum fyrir“ segir Ben Phiri, varaformaður þingnefndarinnar og fyrrverandi sveitarstjórnarráðherra. „Öllum er ljóst að ekki verður hægt að ná því markmiði sem Malaví hefur sett sér, að komast úr því að vera lágtekjuríki fyrir árið 2063, án þess að hægja á þessari hröðu fólksfjölgun“ segir Ben. </span></p> <p><span><em>Verkfærakista Rakarastofu (Barbershop Toolbox) var þróuð af Íslandi árið 2015 til að auka þátttöku karla í að stuðla að jafnrétti kynjanana. Tvær Rakarastofur (e. Barbershops) voru haldnar í Malaví í nóvember 2018 og voru þær fyrstu rakarastofurnar sem haldnar voru í Afríku. Verkfærakista fyrir Rakarastofur voru staðfærðar og þýddar á þjóðtungu Malava árið 2021 og hefur fjöldi viðburða verið haldinn í Malaví frá þeim tíma.</em></span><span><br /> <br /> </span></p>

17.08.2022Góð þátttaka á námskeiði um heimsmarkmiðin

<span></span><span></span> <p>,,Námskeiðið gekk frábærlega og það var gaman að sjá þennan mikla og aukna áhuga á heimsmarkmiðunum,‘‘ segir Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO skóla á Íslandi. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóð fyrir námskeiði fyrir kennara um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Salaskóla í Kópavogi á dögunum.&nbsp; </p> <p><span>,,</span>Þetta er í annað sinn sem við höldum þetta námskeið og það var fljótt að fyllast og við þurftum í raun að loka fyrir skráningu. En við ætlum að halda svona námskeið aftur því eftirspurnin er greinilega mikil.‘‘</p> <p>Á námskeiðinu var meðal annars farið í merkingu og markmið heimsmarkmiðanna og hvernig þau eru hugsuð út frá kennslu. Þátttakendur á námskeiðinu fengu í hendur tæki og tól til að nýta með markvissum hætti. Kennarar voru ánægðir með námskeiðið og fannst gott að fá betri innsýn og skilning á heimsmarkmiðunum.</p> <p>,,Námskeiðið var mjög fræðandi og flott, vel skipulagt. Ég fer með innblástur inn í kennsluna í haust,‘‘sagði einn þátttakandi. <span>&nbsp;</span>Annar sagði: ,,Það var uppbyggjandi að sjá ýmsa möguleika sem hægt er að nýta til að kenna nemendum um heimsmarkmiðin.‘‘</p> <p>Fyrirlesari á námskeiðinu var Eva Harðardóttir, sem er uppeldis- og menntunarfræðingur og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Rannsóknaráhersla hennar í doktorsnámi snýr að ungu flóttafólki og alþjóðlegri borgaravitund. Eva hefur starfað sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur kennt fjölmörg námskeið m.a. um lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungs fólks. Eva starfaði sem menntunarsérfræðingur á vegum UNICEF í Malaví frá 2013-2016.</p> <p>Kristrún sagði frá UNESCO skólum og kynnti skólanet UNESCO skóla. ,,Við sjáum aukinn áhuga hjá skólum að verða UNESCO skólar, en þar eru áherslurnar einmitt á heimsmarkmiðin, einnig menntun, vísindi, frið og mannréttindi. Skólanetið, sem er öllum opið, hefur að geyma fjölbreytt námsefni sem fellur vel að grunnþáttum aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla.‘‘</p> <p>Skólar sem hafa áhuga á að gerast UNESCO skólar geta haft samband við Kristrúnu,&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a></p> <p>&nbsp;</p>

12.08.2022Alþjóðadagur æskunnar í dag

<span></span> <p>Helmingur mannkyns er yngri en þrjátíu ára og þetta hlutfall verður komið í 57 prósent árið 2030. Í dag, á alþjóðlegum degi æskunnar, hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þátttöku allra þjóðfélagshópa og lýsa áhyggjum sínum yfir því að jafn stór hópur ungs fólks hafi jafn lítil áhrif og raun ber vitni í alþjóða stjórnmálum.</p> <p>António Guterra aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í ákvörðunum, sérstaklega í loftslagsmálum. Hann bendir á að til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þurfi heimurinn að virkja alla möguleika allra kynslóða. Samstaða kynslóðanna sé lykillinn að sjálfbærri þróun.</p> <p>Á Íslandi starfar ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Það samanstendur af tólf fulltrúum, frá öllum landshlutum, á aldursbilinu 13-18 ára. Ungmennaráðið kemur saman sex sinnum á ári og fundar þess á milli í gegnum fjarfundabúnað. Þá fundar ungmennaráðið árlega með ríkisstjórn og á jafnframt áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin. Hlutverk ráðsins er að fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin ásamt því að koma sínum áherslumálum á framfæri og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, <a href="https://unric.org/is/aeskulydsdagurinn-haesti-medalaldur-norraenna-thjodthinga-a-islandi/" target="_blank">vekur athygli</a>&nbsp;á því í tilefni dagsins að hlutur ungs fólks í stjórnmálum á Norðurlöndum sé tiltölulega góður miðað við veröldina í heild. Þróunin hafi verið í þá átt að meðalaldur hafi fari lækkandi á þjóðþingum, en það gildi reyndar síður um Ísland og Danmörku.</p>

11.08.2022Malavísk ungmenni útskrifast úr verklegri þjálfun með stuðningi Íslands

<span></span> <p>Mikil gleði ríkti í útskriftarathöfn fyrir ungmenni sem fór fram í Mangochi héraði, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Eftir nokkra mánuði af þjálfun og námi fögnuðu ungmennin árangrinum við hátíðlega athöfn að viðstöddum fulltrúum frá héraðstjórninni í Mangochi og sendiráði Íslands í Lilongwe.</p> <p>Á þessu ári var sett af stað sérstakt tilraunaverkefni um efnahaglega valdeflingu ungmenna undir verkefnastoðinni um grunnþjónustu í Mangochi sem Ísland hefur stutt frá árinu 2012. </p> <p>„Tilraunaverkefnið sem var sett af stað í byrjun árs hefur tekist einstaklega vel og það er afar ánægjulegt að sjá ungmennin útskrifast eftir margra mánaða þjálfun og nám,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe. „Við vonumst til að þessi þjálfun muni aðstoða og stuðla að virkri atvinnuþátttöku ungmennanna í Mangochi,“ bætir hún við. </p> <p>Sextíu ungmenni frá afskekktum sveitum í héraðinu hlutu verklega þjálfun á ýmsum sviðum, til að mynda í húsasmíði, bifvélavirkjun, klæðskurði, múraraiðn, og rafvirkjun. Í útskriftargjöf fengu nemendurnir ýmis tæki og tól til sem munu nýtast þeim til að hefja störf.</p> <p>Tilgangur verkefnisins er að virkja og efla þann mikla fjölda ungmenna í dreifbýli Mangochi og veita þeim hagnýta færni og þjálfun til að bæta lífskjör og félagslegar og efnahagslegar aðstæður þeirra og fjölskyldna. </p> <p>Áætlaður íbúafjöldi Malaví er um 18,6 milljónir en meira en helmingur þjóðarinnar er yngri en 18 ára og 77 prósent eru yngri en 24 ára. <span></span>Atvinnutækifæri fyrir ungmenni í landinu eru mjög fá og því mikilvægt að stuðla að margvíslegri þjálfun til efla að atvinnuþátttöku í baráttunni gegn fátækt.</p>

11.08.2022Afganistan: Óttinn hefur raungerst

<span></span> <p>„Liðnir eru 344 dagar síðan talíbanar tóku völd í Afganistan. Fyrir flestar afganskar konur og stúlkur hefur hver dagur frá 15. ágúst 2021 haft í för með sér&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-gerir-un-women-i-afganistan/">nýjar takmarkanir</a>&nbsp;á réttindum þeirra, aðbúnaði og samfélagslegri þátttöku. Þegar ég flutti síðast erindi á þessum vettvangi, mánuði eftir valdatökuna, sagði ég að þær framfarir sem orðið höfðu á réttindum afganskra kvenna og stúlkna væru í hættu. Í dag er ég hér komin til að segja ykkur að sá ótti hefur raungerst,“ sagði Alison Davidian fulltrúi UN Women í Afganistan í erindi hjá Sameinuðu þjóðunum á dögunum.</p> <p>Tæpt ár er liðið frá því talíbanar hrifsuðu til sín völdin í Afganistan. Alison sagði að frá þeim tíma hafi hún orðið vitni að því hvernig réttindi kvenna hefðu verið frá þeim tekin og ofbeldi aukist í þeirra garð. Hún nefndi dæmi:</p> <ul> <li>Afganistan er eina landið í heiminum þar sem stúlkum er bannað að stunda gagnfræðiskólanám. </li> <li>Konum er bannað að vinna utan heimilisins, ef frá eru talin nokkur sértæk störf. </li> <li>Engar konur eru í stjórnunarstöðum lengur og Kvennamálaráðuneytið hefur verið afnumið. Konum hefur verið bannað að taka þátt í stjórnmálum. </li> <li>Konur eru neyddar til að ferðast með karlkyns velsæmisverði séu þær að ferðast lengra en 78 kílómetra. </li> <li>Konum ber skylda til að hylja andlit sitt utan heimilisins.</li> </ul> <p>„Þessar reglur takmarka mjög getu kvenna til að vinna fyrir sér og fjölskyldum sínum, sækja sér heilbrigðisþjónustu eða menntun og takmarka um leið getu Afganistans til að vinna sér leið úr þeim efnahagsþrengingum sem landið gengur í gegnum. Ekkert af því sem ég segi ykkur er lengur fréttnæmt. Erindi mitt í dag fjallar um hvaða þýðingu þessi boð og bönn hafa á hversdag kvenna og stúlkna í Afganistan – konur og stúlkur sem ég hef hitt í gegnum starf mitt í öllum héruðum landsins. Konur sem hefðu þar til nýlega sjálfar geta flutt þetta erindi en mega í dag ekki yfirgefa heimili sín, mæta í vinnu eða sýna andlit sitt opinberlega.“</p> <p>Nánar á <a href="https://unwomen.is/afganistan-ottinn-hefur-raungerst/" target="_blank">vef </a>UN Women en einnig má horfa má á erindi&nbsp;<a href="https://media.un.org/en/asset/k1f/k1fkyhdvaf">Alison Davidian hér</a><span style="color: #262626; font-size: 13pt; font-family: Montserrat;">.</span></p>

10.08.2022Hundrað og fimmtíu milljónir máltíða gegnum smáforrit

<span></span> <p>Frá því Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, opnaði smáforritið <a href="https://sharethemeal.org/" target="_blank">ShareTheMeal</a>&nbsp;árið 2015 hafa 150 milljónir máltíða verið gefnar gegnum appið. Það byggir á þeirri einföldu hugmyndafræði að almenningur gefi máltíðir fyrir þá upphæð sem hver og einn hefur efni á – hvort sem það er ein stök máltíð eða máltíðir fyrir heilt ár.</p> <p>Í íslenskum krónum kostar ein máltíð frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna um 112 krónur – og þyrfti að fimmfalda þá upphæð til að eiga fyrir venjulegum kaffibolla á íslensku kaffihúsi. ShareTheMeal var frá upphafi ákaflega vel tekið og núna á dögunum var keypt hundrað og fimmtugasta máltíðin gegnum appið. </p> <p>WFP fagnar þessum áfanga og segir í <a href="https://www.wfp.org/stories/sharethemeal-wfp-app-marks-150-million-meals-milestone" target="_blank">frétt</a>&nbsp;ánægjulegt að ná þessum árangri nú þegar stofnunin horfi fram á mesta hungur í heiminum um langt árabil. Stefnt sé að því á þessu ári að ná til 152 milljóna manna og því hafi verið kallað eftir 22,2 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega þrjú þúsund milljörðum íslenskra króna. „Nú þegar 828 milljónir einstaklinga fara svangir að sofa á hverju kvöldi skiptir hvert framlag máli,“ segir í fréttinni.</p> <p>Forritið gerir notendum kleift að gefa lífsnauðsynlega máltíð til barna og fjölskyldna út um allan heim. Notandinn velur landið sem á að fá fjárframlagið og WFP notar það til þess meðal annars að fjármagna átaksverkefni í skólamáltíðum, næringarverkefnum eða neyðaraðstoð. </p> <p>Frá því ShareTheMeal kom út hafa einstaklingar í rúmlega 200 löndum gefið máltíðir gegnum appið, á 14 tungumálum og 52 gjaldmiðlum.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum íslenskra stjórnvalda í mannúðarmálum og Ísland hefur meðal annars um langt árabil unnið með WFP að tryggja börnum í Malaví skólamáltíðir daglega.</p> <p>&nbsp;</p>

09.08.2022Næringarskortur ógnar lífi þúsunda barna á Haítí

<span></span> <p>Skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu, næringu og vatni vegna aukinna átaka, gríðarlegar verðhækkanir, verðbólga og skortur á matvælaöryggi í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;á Haítí gerir það að verkum að eitt af hverjum fimm börnum þar þjáist nú af bráðavannæringu.</p> <p>Þetta kemur fram í <a href="https://www.unicef.is/hormungarastand-a-haiti-naeringarskortur-ognar-lifi-barna" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að ofbeldisfull átök glæpagengja undanfarin misseri í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil, einu af hverfum höfuðborgarinnar Port-au-Prince, hafi víða lokað á aðgengi íbúa að heilbrigðisþjónustu. Vannæring barna er þar mikið vandamál.</p> <p>Samkvæmt nýjustu upplýsingum&nbsp;UNICEF&nbsp;þjást um 20 prósent barna undir fimm ára aldri í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;að bráðavannæringu. Það er fimm prósentum yfir neyðarviðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.</p> <p>„Við getum ekki setið hjá og horft upp á börn farast úr vannæringu og tengdum kvillum. Þúsundir barna eru í lífshættu þar sem flestar&nbsp;heilsugæslur&nbsp;í nágrenni þeirra eru lokaðar. Ofbeldisverkum í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;verður að linna svo vannærð börn geti fengið þá neyðaraðstoð sem þau þurfa sárlega á að halda,“ segir Bruna&nbsp;Maes, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;á Haítí.</p> <p>Greining á stöðu mála í apríl síðastliðnum sýndi fram á skelfilega næringarstöðu barna á svæðinu. Síðan þá hefur orðið mikil aukning á átökum glæpagengja sem dregið hefur úr aðgengi fólks að grunnþjónustu. Ofan á það og fyrri neyð samfélagsins bætist svo fæðuskortur, verðbólga, verðhækkanir. Allt kemur þetta verst niður á börnunum.</p> <p>UNICEF&nbsp;og heilbrigðisráðuneytið á Haítí hafa unnið að því að dreifa&nbsp;næringarfæði, næringarmjólk og nauðsynlegum lyfjum auk þess að styðja við heilbrigðisstarfsfólk til að auka skimun og þjónustu vegna vannæringarmála. Undanfarið hafa 9.506 börn verið&nbsp;skimuð&nbsp;vegna alvarlegrar vannæringar og nær tvö þúsund börn fengið meðhöndlun.</p> <p>Um 250 þúsund manns búa í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;og á síðustu vikum hafa á 471 látið lífið í átökum glæpagengja, særst eða horfið sporlaust. Þrjú þúsund manns hafa flúið heimili sín, þar á meðal hundruð fylgdarlausra barna.</p> <p>Frá 20. júlí hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;dreift nærri einni milljón lítra af&nbsp;drykkjarvatni,&nbsp;dreift&nbsp;500 hreinlætispökkum og sett af stað tvær færanlegar&nbsp;heilsugæslur&nbsp;á svæðinu til að veita íbúum aðgengi að heilbrigðis- og næringarþjónustu.</p> <p>UNICEF&nbsp;kallar eftir því að stríðandi fylkingar í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;láti af ofbeldisverkum sínum til að tryggja saklausum íbúum aðgengi að lífsnauðsynlegri grunnþjónustu.</p>

08.08.2022Alþjóðlegur dagur frumbyggja á morgun

<span></span> <p>Talið er að frumbyggjar í heiminum séu 476 milljónir talsins og búseta þeirra dreifist yfir 90 lönd. Þótt frumbyggjar séu innan við fimm prósent íbúa í veröldinni teljast þeir til fimmtán prósenta þeirra fátækustu. Á morgun, 9. ágúst, er alþjóðlegur dagur frumbyggja.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/Picture7.png?amp%3bproc=200x200" style="float: right;" />Frumbyggjar tala yfirgnæfandi meirihluta þeirra sjö þúsund tungumála sem töluð er í heiminum. Þeir eru fulltrúar fimm þúsund ólíkra menningarheima sem byggja á siðum og þekkingu langt aftur í aldir. Þeir búa yfir fjölbreyttum hugmyndum um þróun byggða á þeirra eigin heimsmynd og forgangsröðun. Á sama tíma standa frumbyggjaþjóðir frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, svo sem litlu eða takmörkuðu aðgengi að hreinlætisaðstöðu, skorti á hreinu vatni, ófullnægjandi læknisþjónustu, víðtækum fordómum og mismunun, auk landtöku og ágangi á jarðir þeirra.</p> <p>Til þess að vekja athygli á þörfum frumbyggja var 9. ágúst valinn sem alþjóðlegur dagur frumbyggja árið 1994. „Hlutverk frumbyggjakvenna við varðveislu og miðlun hefðbundinnar þekkingar“ er þema alþjóðadagsins í ár. Sameinuðu þjóðirnar efna til <a href="https://us02web.zoom.us/j/81206090975" target="_blank">opins rafræns fundar</a>&nbsp;á morgun með áherslu á þema dagsins.</p>

05.08.2022Lífslíkur í Afríku hækkuðu um tíu ár á tveimur áratugum

<p>Lífslíkur íbúa Afríku hækkuðu að meðaltali um tíu ár á tuttugu ára tímabili frá árunum 2000 til 2019, að því er fram kemur í greiningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. Þessi hækkun er meiri en í öðrum heimshlutum en bent er á að neikvæð áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar ógni þessari jákvæðu þróun. Mjög hefur dregið úr ungbarnadauða í Afríku á síðustu árum og það skýrir öðru fremur þessar framfarir ásamt betri forvörnum og meðhöndlun smitsjúkdóma.</p> <p>Lífslíkur Afríkubúa voru 56 ár í árslok 2019 en 46 ár í byrjun aldarinnar. Hins vegar eru lífslíkur í álfunni enn talsvert minni borið saman við meðaltal jarðarbúa en á heimsvísu eru lífslíkur 64 ár að meðaltali og sú tala hækkaði um fimm ár á fyrrnefndu tímabili. Reikna má með að þessar tölur lækki vegna dauðsfalla af völdum COVID-19.</p> <p>Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár árið 2021 og meðalævilengd kvenna 84,1 ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar er hugtakið meðalævilengd sagt sýna hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Þar segir líka að aldursbundin dánartíðni hafi lækkað á undanförnum áratugum og því megi vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd.</p>

04.08.2022Miklu fleiri konur en karlar búa við fæðuóöryggi

<span></span> <p>Á síðasta ári voru 150 milljón fleiri konur en karlar sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Samkvæmt niðurstöðu greiningar mannúðarsamtakanna CARE dregur úr fæðuöryggi þegar ójöfnuður kynjanna eykst.</p> <p><a href="https://www.careevaluations.org/evaluation/food-security-and-gender-equality/" target="_blank">Greiningin</a> mun vera sú fyrsta sem gerð er í langan tíma á tengslum fæðuöryggis og kynjajafnréttis. Hún náði til 109 landa og sýnir að á árunum 2018 til 2021 fjölgaði konum í hópi hungraðra 8,4 sinnum hraðar en körlum. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að því meira sem kynjamisréttið er í landinu því fleiri eru hungraðir og vannærðir,“ segir í <a href="https://www.care.org/news-and-stories/press-releases/care-analysis-150-million-more-women-than-men-were-hungry-in-2021/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá CARE.</p> <p>Einnig er bent á að í samfélögum, þar sem fæðuóöryggi er mikið og foreldrar deila því litla sem á boðstólum er fyrst og fremst til barna, fái konur ávallt minnst að borða, marga daga alls ekkert.</p> <p>Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands enda grundvallarmannréttindi og forsendur framfara og þróunar. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri samvinnu, að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til þátttöku, áhrifa og ábata af þróunarsamvinnuverkefnum Íslands.</p>

03.08.2022Hungur breiðist út á horni Afríku

<span></span> <p>Alvarlegur fæðuskortur ógnar lífi fólks í löndum sem kennd eru við horn Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, birti í gær neyðarákall um fjárhagslegan stuðning til að veita lífsbjargandi aðgerðir í þágu íbúa þessa heimshluta, að fjárhæð 123,7 milljónir bandarískra dala, rúma 17 milljarða íslenskra króna.</p> <p>Talið er að rúmlega 80 milljónir manna í sjö löndum – Djíbútí, Eþíópíu, Kenía, Sómalíu, Suður-Súdan, Súdan og Úganda – hafi varla til hnífs og skeiðar. Tæplega 40 milljónir manna til viðbótar búa við mikla vannæringu og hafa þurft að selja eigur sínar til að fæða fjölskyldur sínar. </p> <p>Stríðsátök, loftslagsbreytingar og heimsfaraldur leggjast á eitt um að skapa alvarlegan matarskort í þessum heimshluta sem kann að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir líf og heilsu íbúanna.</p> <p>„Hungur er bein ógn við heilsu og afkomu milljóna íbúa á horni Afríku en sulturinn veikir einnig varnir líkamans og opnar dyr fyrir sjúkdóma,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. Hann segir stofnunina leita til alþjóðasamfélagsins um stuðning við þá tvíþættu ógn sem við að er glíma, veita vannærðu fólki aðstoð og verja það gegn smitsjúkdómum.</p> <p>Óttast er að komandi regntímabil verði líkt og þau síðustu án úrkomu sem eykur á bjargarleysið. Þegar hafa borist fréttir af dauðsföllum meðal barna og fæðandi kvenna og WHO segir mislinga hafa komið upp í sex löndum af sjö. Einnig berjist ríkin við faraldra kóleru- og heilahimnubólgu sökum versnandi hreinlætis. Hreint vatn er af skornum skammti og stöðugt fleiri flosna upp af heimilum sínar. Margt fólk fer fótgangandi að heiman í leit að matvælum, vatni og beitarlandi fyrir búpening.</p> <p>Talið er að nú þegar séu um 4,2 milljónir flótta- og farandfólks í löndunum sjö og líklegt að þeim fjölgi eftir því sem fleiri neyðast til að yfirgefa heimili sín.</p>

02.08.2022„Við komum til bæjarins í leit að lífi“

<span></span> <p>Í útjaðri bæjarins Belet Sveina í Suður-Sómalíu brýtur Maryam Muse Duale litlar spýtur með höndunum og kveikir eld í moldinni til að halda hita á börnum sínum um nætur. <span data-slate-node="text">Maríaam hefur komið sér upp fátæklegu skýli úr stöfum og klæðum sem skýlir þó ekki fyrir kalda næturloftinu. </span><span data-slate-node="text">Börnin sitja á mottu og bíða eftir mat frá mannúðarstofnunum. </span><span data-slate-node="text">Þegar maturinn kemur deilir hún honum fyrst til barnanna. </span><span data-slate-node="text" data-slate-fragment="JTVCJTdCJTIydHlwZSUyMiUzQSUyMnBhcmFncmFwaCUyMiUyQyUyMmNoaWxkcmVuJTIyJTNBJTVCJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMiVDMyU4RCUyMCVDMyVCQXRqYSVDMyVCMHJpJTIwYiVDMyVBNmphcmlucyUyMEJlbGV0JTIwU3ZlaW5hJTIwJUMzJUFEJTIwU3UlQzMlQjB1ci1TJUMzJUIzbWFsJUMzJUFEdSUyMGJyJUMzJUJEdHVyJTIwTWFyeWFtJTIwTXVzZSUyMER1YWxlJTIwdXBwJTIwbGl0bGFyJTIwc3AlQzMlQkR0dXIlMjAlQzMlQUQlMjBoJUMzJUI2bmR1bnVtJTIwb2clMjBrdmVpa2lyJTIwZWxkJTIwJUMzJUFEJTIwbW9sZGlubmklMjB0aWwlMjBhJUMzJUIwJTIwaGFsZGElMjBoaXRhJTIwJUMzJUExJTIwYiVDMyVCNnJudW51bSUyMCVDMyVBMSUyMG4lQzMlQTZ0dXJuYXIuJTIwJTIyJTJDJTIyZHVtbXklMjIlM0ElNUIwJTJDMCU1RCUyQyUyMmhvdmVyaW5nJTIyJTNBZmFsc2UlN0QlMkMlN0IlMjJ0ZXh0JTIyJTNBJTIyTWFyJUMzJUFEYWFtJTIwaGVmaXIlMjBnaiVDMyVCNnJ0JTIwcyVDMyVBOXIlMjAlQzMlQjZyc25hdXR0JTIwc2slQzMlQkRsaSUyMCVDMyVCQXIlMjBzdCVDMyVCNmZ1bSUyMG9nJTIwa2wlQzMlQTYlQzMlQjB1bSUyQyUyMCUyMiUyQyUyMmR1bW15JTIyJTNBJTVCMCUyQzElNUQlMkMlMjJob3ZlcmluZyUyMiUzQWZhbHNlJTdEJTJDJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMmhlbGR1ciUyMGVra2klMjBrYWxkYSUyMG4lQzMlQTZ0dXJsb2Z0aW51JTIwJUMzJUJBdGkuJTIwJTIyJTJDJTIyZHVtbXklMjIlM0ElNUIwJTJDMiU1RCUyQyUyMmhvdmVyaW5nJTIyJTNBZmFsc2UlN0QlMkMlN0IlMjJ0ZXh0JTIyJTNBJTIyQiVDMyVCNnJuJTIwaGVubmFyJTIwc2l0amElMjAlQzMlQTElMjBtb3R0dSUyMG9nJTIwYiVDMyVBRCVDMyVCMGElMjBlZnRpciUyMG1hdCUyMGZyJUMzJUExJTIwbWFubiVDMyVCQSVDMyVCMGFyc3RvZm51bnVtLiUyMCUyMiUyQyUyMmR1bW15JTIyJTNBJTVCMCUyQzMlNUQlMkMlMjJob3ZlcmluZyUyMiUzQWZhbHNlJTdEJTJDJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMiVDMyU5RWVnYXIlMjAlQzMlQkVhJUMzJUIwJTIwa2VtdXIlMjBkZWlsaXIlMjBoJUMzJUJBbiUyMGZ5cnN0JTIwbWUlQzMlQjAlMjBiJUMzJUI2cm51bnVtLiUyMCUyMiUyQyUyMmR1bW15JTIyJTNBJTVCMCUyQzQlNUQlMkMlMjJob3ZlcmluZyUyMiUzQWZhbHNlJTdEJTJDJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMkZvcmVsZHJhciUyMGJvciVDMyVCMGElMjAlQzMlQkVhJUMzJUIwJTIwc2VtJTIwZWZ0aXIlMjBlci4lMjAlMjIlMkMlMjJkdW1teSUyMiUzQSU1QjAlMkM1JTVEJTdEJTVEJTdEJTVE">Foreldrar borða afganginn.</span></p> <p>Á þessa leið hefst frásögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, um bágindin í Sómalíu vegna langvarandi þurrka og yfirvofandi hungursneyðar. Líkt og margt annað sveitafólk stendur Maryam frammi fyrir nýjum veruleika, ólíkum þeim sem hún bjó við fyrir fáeinum misserum. Þurrkatímabilið sem hófst síðla árs árið 2020 kallar á sífellt ömurlegri aðstæður. </p> <p>Fyrir ekki svo löngu stundaði fjölskylda Maryams geitabúskap, safnaði eldiviði og hafði ofan í sig og á. Eftir þrjú regntímabil án úrkomu er landið uppþornað, geiturnar hafa drepist og fjölskyldan að örmagnast. Tekin var sú ákvörðun að fara til bæjarins Belet Sveina í leit að stuðningi. „Við komum til bæjarins til að leita að lífi,“ segir Maryam.</p> <p>Í flóttamannabúðum farandfólks í þorpinu þar sem Maryam og börn hennar hafa fengið tímabundið skjól þarf að útvega þeim allt sem til þarf, mat, vatn og lyf. Feðurnir eru farnir í burtu til að leita uppi tilfallandi störf eða dvelja í sveitinni til að líta eftir eigum fjölskyldunnar. Konur og börn í búðunum lifa meðal ókunnugra og fjarri vernd ættingja með aukinni hættu á því að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eða öðrum líkamlegum skaða, að ekki sé minnst á sjúkdómsfaraldra. Efnahagslegur og sálrænn tollur fylgir því að flýja að heiman. </p> <p>„Það er mikill munur á fortíð okkar og nútíð vegna þess að í fortíðinni bjuggum við á heimilum okkar og ef okkur skorti eitthvað vissum við alltaf hvert við ættum að leita. Nú erum við algerlega háð velvild annarra,“ segir Maryam.</p> <p>Níu hundruð þúsund manns hafa flosnað upp af heimilum sínum á yfirstandandi þurrkatímabili í Sómalíu og reiknað er með að sú tala hækki á næstunni. Sjö milljónir íbúa búa við sult.</p>

29.07.2022Heimurinn færist fjær heimsmarkmiðinu um ekkert hungur

<span></span> <p>Ný árleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um hungur í heiminum sýnir að vannærðu fólki sem býr við fæðuóöryggi fjölgaði á síðasta ári um 46 milljónir og alls um 150 milljónir frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í árslok síðasta árs drógu 828 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk.</p> <p>„Það er raunveruleg hætta á að þessar tölur hækki enn frekar á komandi mánuðum. Markaðsverð á matvælum, eldsneyti og áburði er í hæstu hæðum vegna átakanna í Úkraínu sem gæti leitt til hungursneyðar um allan heim. Afleiðingin verður hnattrænn óstöðugleiki, hungursneyð og fjöldaflutningar í áður óþekktri stærðargráðu. Við verðum strax að bregðast við til að afstýra þessum yfirvofandi hamförum," segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP.</p> <p>Skýrslan – <a href="https://www.fao.org/documents/card/en/c/cc0639en" target="_blank">The State of Food Security and Nutrition in the World</a>&nbsp;– gefur vísbendingar um að heimurinn sé að færast lengra frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að binda enda á hungur, fæðuóöryggi og vannæringu fyrir árið 2030. Miðað við þessa þróun er því spáð að árið 2030 búi um 670 milljónir manna við sult, eða um 8 prósent jarðarbúa. Það er sama hlutfall og árið 2015 þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru kynnt, meðal annars annað heimsmarkmiðið: Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.</p> <p>Skýrslan er gefin út af fimm stofnunum Sameinuðu þjóðanna, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO, Alþjóðasjóði um landbúnaðarþróun, IFAD, Barnahjálp SÞ, UNICEF, Matvælaáætlun SÞ ,WFP, og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. </p>

28.07.2022Mikil fjölgun flóttafólks í Afríku

<span></span><span></span> <p>Þrefalt fleiri íbúar Afríku eru nú á flótta en fyrir réttum áratug, alls 36 milljónir. Flóttafólki í álfunni fjölgar ár frá ári, einkum vegna átaka, ofbeldis og ofsókna. Alls bættust 3,7 milljónir í þennan hóp á síðasta ári, 12 prósentum fleiri en árið áður. Hlutfall Afríkubúa í heildarfjölda flóttafólks í heimnum er komið upp í 44 prósent.</p> <p>Þorri þeirra sem hrekjast burt af heimilum sínum eru á hrakhólum innan eigin ríkis, eða 75 prósent. Fjórðungur flýr yfir landamæri og veldur álagi á nærliggjandi samfélög og ríki sem eru engan veginn í stakk búinn til að taka á móti skyndilegum straumi flóttafólks. </p> <p>Af rúmlega fimmtíu ríkjum Afríku kemur flóttafólk einkum frá átta ríkjum. Mest hefur fjölgunin á síðustu misserum verið í Eþíópíu vegna skálmaldarinnar í Tigray héraði. Alls hafa 4,7 milljónir íbúa stöðu flóttafólks. Litlu færri, eða 4,6 milljónir íbúa Suður-Súdan, eru á vergangi vegna langvinnra átaka í landinu. Hlutfall flóttafólks af íbúafjölda er hvergi hærra í heiminum, eða 40 prósent.</p> <p>Einnig hrekst fólk burt af heimilum sínum í miklum mæli í Búrkínó Fasó, Súdan, Nígeríu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Miðafríkuríkinu og Mósambík.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, <a href="https://www.unicef.org/eap/press-releases/nearly-37-million-children-displaced-worldwide-highest-number-ever-recorded" target="_blank">benti á það fyrr í sumar</a>&nbsp;að aldrei frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, hafi fleiri börn verið á hrakhólum en einmitt nú. Í lok síðasta árs voru þau 36,5 milljónir talsins.</p> <p>Nánar á <a href="https://reliefweb.int/report/world/record-36-million-africans-forcibly-displaced-44-percent-global-total" target="_blank">Reliefweb</a></p>

27.07.2022Námskeið fyrir kennara um heimsmarkmiðin

<span></span> <p><span style="color: #0a0a0a;">Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiði fyrir kennara um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Námskeiðið verður haldið 11. ágúst í Salaskóla í Kópavogi frá kl. 9-12.</span></p> <p style="font-size: inherit;"><span style="color: #0a0a0a;">Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, verður farið í merkingu og markmið heimsmarkmiðanna og og hvernig hægt er að nýta þau í námi. Þátttakendur á námskeiðinu fá í hendur tæki og tól til að nýta með markvissum hætti.</span></p> <p style="font-size: inherit;"><span style="color: #0a0a0a;">Kennari á námskeiðinu er Eva Harðardóttir sem býr yfir mikilli þekkingu á heimsmarkmiðunum og hefur meðal annars byggt námskeið sín á þeim grunni. Eva er uppeldis- og menntunarfræðingur og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Rannsóknaráhersla hennar í doktorsnámi snýr að ungu flóttafólki og alþjóðlegri borgaravitund. Eva hefur starfað sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur kennt fjölmörg námskeið m.a. um lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungs fólks. Eva starfaði sem menntunarsérfræðingur á vegum UNICEF í Malaví frá 2013-2016.</span></p> <p><span style="color: #0a0a0a;">Námskeiðsgjald er kr. 5.000 og hægt er að sækja um styrk frá Kennarasambandi Íslands. Skráning sendist á <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</span></p>

26.07.2022Óttast um heilsufar flóttafólks í gistiríkjum

<span></span> <p>Ástæða er til að óttast um heilsufar flótta- og farandfólks í gistiríkjum sökum þess að sá hópur býr við lakara aðgengi að heilbrigðisþjónustu en íbúar viðkomandi ríkja, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Ekki hefur áður verið unnin rannsókn á þessu sviði og <span>Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO segir skýrsluna marka tímamót, viðvörunarbjöllum sé hringt.</span></p> <p>Rannsóknin varpar ljósi á heilsufarsáhættu, áskoranir og hindranir sem milljónir flótta- og farandfólks standa frammi fyrir daglega. Hún leiðir í ljós mikið misræmi milli heilsu þessa hóps borið saman við íbúa í gistiríkjunum. Þá sýnir rannsóknin að margt farandverkafólk vinnur hættuleg störf og krefjandi án viðunandi félags- og heilsuverndar eða fullnægjandi aðbúnaðar um vinnuvernd.</p> <p><span class="ts-alignment-element" style="font-size: 10.5pt; font-family: 'Segoe UI', sans-serif;">"</span>Flóttamenn og farandverkamenn eru nánast fjarverandi í alþjóðlegum könnunum og heilbrigðisgögnum, sem gerir þessa viðkvæmu hópa nánast ósýnilega þegar unnið er að endurbótum heilbrigðiskerfa og þjónustu," segir Tedros.</p> <p><span>Hann bendir á að einn milljarður manna eða einn af hverjum átta íbúum jarðar sé flótta- eða farandverkamaður og sú tala hækki jafnt og þétt. „Sífellt fleiri verða á faraldsfæti til að bregðast við vaxandi átökum, loftslagsbreytingum, auknum ójöfnuði og neyðarástandi á heimsvísu, svo sem COVID-19 heimsfaraldrinum. Þessi þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir mörgum hindrunum, þar á meðal beinum útlögðum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, mismunun og ótta við gæsluvarðhald eða brottvísun," sagði Tedros.</span></p> <p><span>Hann skorar á stjórnvöld allra ríkja og samtök sem vinna með flótta- og farandfólki til að taka höndum saman til að vernda og efla heilsu þessa hóps. Í skýrslunni eru settar fram leiðir til að ná fram réttlátari heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar sem setur velferð allra í forgang.</span></p>

25.07.2022Ísland veitir 80 milljónum til uppbyggingar í Afganistan

<p><span>Íslensk stjórnvöld munu veita alls 80 milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan) til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu samhliða mannúðaraðstoð. Mikil neyð ríkir í Afganistan og áætla Sameinuðu þjóðirnar að rúmlega helmingur þjóðarinnar þurfi á alþjóðlegri mannúðaraðstoð að halda. Félagslegir innviðir eru að hruni komnir og aðgengi að grunnþjónustu er afar slæmt. Þá bættist mannskæður jarðskjálfti í síðasta mánuði ofan á aðrar hörmungar í landinu. Samhliða aukinni mannúðaraðstoð til Afganistan er því mikilvægt að leggja til þróunarverkefna í landinu með það að markmiði að takast á við skaðleg áhrif neyðarástands á grunnþjónustu og nauðsynleg lífsviðurværi.</span></p> <p><span>„Algjört neyðarástand ríkir í Afganistan og þörfin á bæði mannúðar- og þróunaraðstoð ákaflega brýn. Því er afar mikilvægt að Ísland leggi sitt að mörkum til þess að bregðast við þeim hörmungum sem þarna hafa átt sér stað, bæði af völdum náttúru og manna,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Fjórtán stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem starfa á vettvangi í Afganistan hafa aðgang að sjóðnum, þar á meðal UNDP, UNESCO, UNFPA, UNHCR og UN Women sem eru mikilvægar samstafsstofnanir Íslands í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Sjóðurinn forgangsraðar verkefnum sem leggja áherslu á að tryggja grunnþjónustu, sjá fólki fyrir nauðþurftum, stuðla að efnahagslegum bata, verja landbúnað gegn náttúruhamförum og auka viðnámsþrótt og félagslega samheldni. Nánari upplýsingar um sjóðinn <a href="http://www.stfa.af/" target="_blank">má finna hér</a>.</span></p>

25.07.2022„Afleiðingarnar mældar í mannslífum“

<span></span> <p>Samkvæmt gögnum sem Sameinuðu þjóðirnar birtu á dögunum hefur á undanförnum misserum verulega dregið úr bólusetningum barna, meira en nokkru sinni á síðustu þremur áratugum. Alls hafa um 25 milljónir ungbarna misst af bólusetningum gegn ýmsum banvænum sjúkdómum.</p> <p>Tölurnar, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hafa gefið út, sýna að hlutfall barna sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefni gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta lækkaði um heil fimm prósent á árunum 2029 til 2021, niður í 81 prósent.</p> <p>Ástæður samdráttarins eru af margvíslegum toga, meðal annars fjölgun barna sem búa á átakasvæðum og ýmiss konar truflunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Þetta er rauð viðvörun um heilsu barna. Við höfum orðið vitni af mesta samdrætti bólusetninga barna um áratugaskeið. Afleiðingarnar verða mældar í mannslífum,“ er haft eftir Catharine Russell framkvæmdastjóra UNICEF í <a href="https://news.un.org/en/story/2022/07/1122592">frétt </a>frá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Hún segir COVID-19 enga afsökun. Lengi hafi verið ljóst að átak þyrfti til að bólusetja þær milljónir barna sem misst hafi af bólusetningum á síðustu árum ella sé óhjákvæmilegt að við verðum vitni af fleiri faröldrum, veikari börnum og enn meira álagi á heilbrigðiskerfi.</p> <p>Flest barnanna sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn lífshættulegum sjúkdómum á síðustu árum eru flest í lágtekju- og millitekjuríkjum eins og Indlandi, Nígeríu, Indónesíu, Eþíópíu og Filippseyjum.</p>

22.07.2022Samráðsfundur um landaáætlun Íslands í Malaví

<p><span></span>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe og annarra haghafa sátu samráðsfund í vikunni til að ræða landaáætlun Íslands í Malaví fyrir árin 2022-2025. Fundinn sátu héraðstjórar og fulltrúar héraðsstjórna Mangochi og Nkhotakota héraða, auk fulltrúa frjálsra félagasamtaka og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Einnig sátu fundinn fulltrúar frá öðrum framlagsríkjum og og deildarstjórar sveitarstjórnarráðuneytisins og jafnréttisráðuneytisins.</p> <p>Á fundinum fóru fram uppbyggilegar samræður um það sem vel hefur tekist í tvíhliðsamstarfi hingað til, hvernig byggja megi á lærdómi fyrri samstarfsverkefna og hvernig framlag Íslands í Malaví geti nýst best á því tímabili sem landaáætlunin nær yfir.</p> <p><span style="background: white; color: #333333;">Ísland og Malaví hafa starfað saman á sviði þróunarsamvinnu í rúma þrjá áratugi eða frá árinu 1989</span>. Frá 2012 hefur verið lögð áhersla á héraðsnálgun í Malaví og það ár var undirritaður samstarfssamningur við ráðuneyti sveitarstjórnarmála og héraðsyfirvöld í Mangochi um eflingu grunnþjónustu í þágu íbúa. Samhliða verkefnum tengdum samstarfssamningi Íslands við Mangochi er nú unnið hörðum höndum að undirbúningi á samstarfssamningi um eflingu grunnþjónustu við íbúa í Nhkotahéraði í samstarfi við héraðsyfirvöld.</p> <p><span style="background: white; color: #333333;">Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er stuðningur við bætt lífskjör í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda um að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði í þeim héruðum sem Ísland styður.</span></p>

22.07.2022Endurbætur á sex grunnskólum í Namayingo

<span></span> <p>Ný og endurbætt aðstaða við sex grunnskóla í Namayingo héraði í Úganda var tekin í notkun með viðhöfn á dögunum. Þróunarsamvinna Íslands og Úganda byggist sem kunnugt er á samstarfi við stjórnvöld og héraðsstjórnir tveggja fiskimannasamfélaga við Viktoríuvatn, Buikwe og Namayingo, og felur í sér umbætur í grunnþjónustu og lífsgæðum, meðal annars á sviði menntunar.</p> <p>Undanfarin misseri hefur verið unnið að margvíslegri uppbyggingu í menntamálum sex grunnskóla sem héraðsstjórnin taldi úrbætur mikilvægastar. Um er að ræða bæði nýbyggingar og endurbætur á skólastofum, stjórnunarhúsnæði, kennarahúsum, skólaeldhúsa og salernum fyrir bæði drengi og stúlkur, auk húsbúnaðar fyrir nemendur og kennara. Einnig voru við athöfnina afhent sex vélhjól fyrir skrifstofu héraðsins í vatns-, salernis og hreinlætismálum.</p> <p>Margt ráðamanna kom saman í Namayingo af þessu tilefni, meðal annars fulltrúar tveggja ráðuneyta, ráðuneyta sveitastjórna og mennta- og íþróttamála, fulltrúar héraðsstjórnar og þingmenn, auk annarra gesta. Finnbogi Rútur Arnarson verkefnastjóri við sendiráð Íslands í Kampala var fulltrúi Íslands.</p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru lögð til grundvallar verkefnum Íslands í Úganda ásamt markmiðum stjórnvalda í Úganda sem nefnd eru við Vision 2040 eða framtíðarsýn árið 2040. Sérstaklega er horft til úrbóta í menntamálum, vatns-, salernis- og hreinlætismálum (WASH), eflingar héraðsstjórnunarstigsins, mannréttinda, jafnréttis kynjanna og umhverfislegrar sjálfbærni. </p>

19.07.2022Stöðug fjölgun flóttafólks í heilan áratug

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kemur fram að fólki sem er tilneytt að að flýja heimili sín hafi fjölgað á hverju ári undanfarinn áratug og hafi ekki ekki verið fleiri frá því mælingar hófust. „Þeirri þróun er aðeins hægt að snúa við með nýrri samstilltri friðarviðleitni,“ segir í skýrslunni, <a href="https://www.unhcr.org/62a9d1494/global-trends-report-2021" target="_blank">Global Trends Report 2021.</a></p> <p>Í árslok 2021 voru 89,3 milljónir á flótta vegna stríðs, ofbeldis, ofsókna og mannréttindabrota. Þetta er 8 prósenta aukning frá árinu áður og vel rúmlega tvöföldun frá því fyrir tíu árum. Frá þeim tíma hefur komið til sögunnar innrás Rússa í Úkraínu, sem olli skjótustu og umfangsmestu kreppu vegna nauðungarflótta frá síðari heimsstyrjöld. Þessu til viðbótar má nefna önnur neyðaratvik, allt frá Afríku til Afganistans og víðar, sem valda því að samtals er fjöldi flóttamanna nú kominn yfir 100 milljónir.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Fjöldinn hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn,“ sagði Filippo Grandi, Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;„Annað hvort mun alþjóðasamfélagið grípa til aðgerða í sameiningu til að takast á við þennan mannlega harmleik, leysa átök og finna varanlegar lausnir, eða þessi hræðileg þróun heldur áfram.”&nbsp;&nbsp;</p> <p>Síðasta ár var eftirtektarvert fyrir fjölda átaka sem stigmögnuðust og ný sem blossuðu upp. Alls 23 lönd, með samanlagt 850 milljónir íbúa, stóðu frammi fyrir miðlungs- eða miklum átökum, að mati Alþjóðabankans.&nbsp;Á sama tíma hafa matarskortur, verðbólga og loftslagskreppan magnað erfiðleika fólks og aukið þörf á mannúðaraðstoð, samtímis því að fjármögnunarhorfur virðast ekki bjartar víðs vegar í heiminum. </p> <p>Fjöldi flóttamanna jókst á síðasta ári um 27,1 milljón. Flóttamönnum fjölgaði meðal annars í Úganda, Tsjad og Súdan. Tekið var enn og aftur á móti flestum flóttamönnum í nágrannalöndum hamfarasvæða, sem búa yfir fáum úrræðum. Fjöldi hælisleitenda náði 4,6 milljónum, sem er 11 prósenta aukning.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Á síðasta ári fjölgaði fólki á flótta undan átökum í eigin landi fimmtánda árið í röð. Það telur nú 53,2 milljónir. Aukningin var knúin áfram af vaxandi ofbeldi eða átökum á ýmsum stöðum, til dæmis í Mjanmar. Átökin í Tigray í Eþíópíu og öðrum svæðum hafa ýtt undir flótta milljóna manna innan landsins. Uppreisnarástand á Sahel-svæðinu olli nýjum landflótta, einkum í Búrkína Fasó og Tsjad. Hraði og umfang fólksflótta er enn meiri en tiltækar lausnir fyrir þá sem eru á flótta. Á meðal úrræða má nefna að flóttamenn snúi aftur heim, séu sendir til annara landa eða aðlagist mótttökuríkinu&nbsp;</p> <p>Þrátt fyrir þetta má finna vonarglætu í nýju skýrslunni.&nbsp;Fjöldi þeirra flóttamanna og fólks sem hafði verið á flótta innanlands sem snúið hafði heim jókst árið 2021 og er nú svipaður og var fyrir COVID-19. Þessi fjölgun nam 71 prósenti en heildarfjöldinn var þó ekki mikill.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Þótt við verðum vitni að skelfilegum nýjum flóttamannavanda og vandinn sem fyrir var hafi aukist og sé óleystur, eru einnig dæmi um að lönd og samfélög hafi unnið saman að því að leita lausna fyrir flóttafólk,“ bætti Grandi við. „Þetta er að gerast á ýmsum stöðum – til dæmis má nefna svæðisbundið samstarf um að gera flóttamönnum frá Fílabeinsströndinni kleift að snúa aftur heim. Þetta getur verið fyrirmynd fyrir aðra og helst á umfangsmeiri hátt.“&nbsp;&nbsp;</p> <p>Og þótt áætlaður fjöldi ríkisfangslausra hafi aukist lítillega árið 2021, öðluðust um 81.200 einstaklingar ríkisborgararétt eða fengu hann staðfestan – sem er mesta fækkun ríkisfangsleysis frá upphafi IBelong herferðar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 2014.&nbsp;</p> <h6><span>Byggt á grein á vef UNHCR.</span></h6>

18.07.2022Hungur í Sómalíu og framlag Rauða krossins

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina veitt rúmlega 28 milljónum íslenskra króna til mannúðaraðgerða í Sómalíu á árinu. Þessi fjárstuðningur kemur til viðbótar við sömu fjárhæð sem veitt var í aðgerðir í Sómalíu í lok árs 2021. Í þessum heimshluta, svokallölluðu horni Afríku, ríkir nú mikil neyð og í Sómalíu einni eru rúmlega fjórar milljónir íbúa&nbsp;í brýnni þörf fyrir fæðu, vatn og heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Í frétt Rauða krossins kemur fram að loftslagsbreytingar og miklir þurrkar hafi eyðilagt uppskeru og drepið búfé víða og neytt næstum 700 þúsund íbúa til þess að yfirgefa heimili sín í leit að fæðu, vatni, atvinnu eða bithaga fyrir búfénað. „Þrjú ár í röð hefur regntímabilið brugðist í Sómalíu og á sumum svæðum er þetta fjórða árið. Auk þurrkanna hafa aðstæður lengi verið erfiðar í Sómalíu vegna áratugalangra átaka, endurtekinna loftslagsáfalla, engisprettu- og&nbsp; sjúkdómafaraldra. Áhrif heimsfaraldsins COVID-19 hafa einnig haft áhrif í landinu. Ofan á þetta bætast áhrifin af átökum í Úkraínu. Hækkun eldsneytisverðs hefur áhrif um alla Afríku og þannig hefur hærra eldsneytisverðs hækkað verð á öllum matvörum.“</p> <p>Rauði krossinn segir að á sama tíma og mikið hungur vofi yfir víða í Afríku beinist athygli heimsins að átökunum í Úkraínu. Brýnt sé að athyglinni verði einnig beint að fæðuöryggi íbúa víða í Afríku til að koma í veg fyrir hungursneyð sem yfirvofandi er í þessum heimshluta.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Óttast er að neyðin í tengslum við þurrkana í ár verði ein sú versta í 40 ár. Talið er að yfir 20 milljón íbúar horns Afríku muni þurfa á brýnni fæðutengdri aðstoð á næstu 12 mánuðum. Að ógleymdum þeim íbúum sem þurfa fæðuaðstoð annars staðar í álfunni. Þetta er áminning um hversu illa hefur tekist að bregðast við loftslagsbreytingum og vernda viðkvæmustu íbúa jarðar fyrir áhrifum aukinna öfga í veðurfari sem eru að raungerast víða um heim. Undanfarin 10 ár hafa 85% náttúruhamfara orsakast af atburðum tengdum öfgafullu veðri. </p> <p>Sómalski Rauði hálfmáninn hefur langa reynslu af því að bregðast við neyð sem þessari. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða hálfmánans eru hluti af samfélaginu og veita dýrmæta þjónustu allt árið um kring. Rauði hálfmáninn þekkir aðstæður og þær lausnirnar sem henta svæðinu best. Þau hafa til að mynda hjálpað þúsundum fjölskyldna að endurbæta hefðbundin vatnsforðakerfi. Undanfarið ár hefur Rauði hálfmáninn með aðstoð Rauða kross hreyfingarinnar veitt yfir 650 þúsund íbúum aðstoð í Sómalíu.</p> <p>Yfir 468 þúsund hafa notið góðs af bættu aðgengi að vatni og hreinlæti, 165 þúsund íbúa notið góðs af heilbrigðisþjónustu meðal annars hjá færanlegum heilsugæslum og yfir 18 þúsund íbúar hafa fengið beina fjárhagsaðstoð. Hugað er að vernd, jafnrétti og þátttöku viðkvæmra hópa í aðgerðunum, brugðist er við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem reynslan sýnir að getur aukist í neyðaraðstæðum sem nú ríkja á svæðinu. Sómalski Rauði hálfmáninn mun halda áfram að bregðast við þessari neyð íbúa á komandi mánuðum og árum.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við störf Sómalska Rauða hálfmánans í meira en áratug. Til fjölda ára hefur það falið í sér stuðning við færanlega heilsugæslu þar sem boðið er upp á grunnheilsugæslu og ungbarnaeftirlit fyrir börn undir fimm ára aldri, auk dreifingu orkuríkra fæðubótaefna til vannærðra. Rauði krossinn á Íslandi, í samvinnu við Kanadíska Rauða krossinn, hefur einnig unnið með Sómalska Rauða hálfmánanum að því að styrkja getu landsfélagsins í að greina mismunandi þarfir fólks í neyðarástandi og bregðast við þörfum þeirra viðkvæmust sem og að veita þeim hópum vernd og tækifæri til þátttöku í samfélaginu,“ segir í fréttinni.&nbsp;&nbsp;</p>

15.07.2022Ísland styður við kyn- og frjósemisheilbrigði í Mangochi-héraði

<span></span> <p>Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning við félagasamtökin IPAS í Malaví um bætta heilbrigðisþjónustu fyrir konur og stúlkur sem þjást af eftirköstum ólögmætra þungunarrofa í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. </p> <p>Verkefnið, sem framkvæmt verður í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Mangochi, byggist á samstarfi sendiráðs Íslands í Malaví við IPAS. Samningurinn hljóðar upp á 315 þúsund bandaríkjadali og er markmiðið að efla við kyn- og frjósemisheilbrigði í héraðinu, en Ísland styður þar nú þegar við bætt aðgengi að getnaðarvörnum í samvinnu við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</p> <p>Mikill fjöldi kvenna og stúlkna á barneignaraldri gengst undir þungunarrof við óöruggar og óheilsusamlegar aðstæður í Malaví en löggjöf landsins heimilar þungunarrof einungis ef meðganga ógnar lífi verðandi móður. Afleiðingarnar ólögmæts þungunarrofs eru oft lífshættulegar, en um fimmtungur mæðradauðatilfella í Malaví má rekja til slíkra aðgerða og afleiðinga þeirra. IPAS-samtökin kortlögðu þann fjölda kvenna og stúlkna sem þurfti á bráðaaðgerð að halda vegna vandkvæða eftir óörugg þungunarrof. Samkvæmt úttekt IPAS koma að meðaltali 77 stúlkur og konur daglega til slíkra bráðaaðgerða í landinu og er tíðnin einna hæst í Mangochi. </p> <p>Verkefnið fellur vel að mannréttinda- og jafnréttisáherslum Íslands í þróunarsamvinnu og styður um leið við mikilvægan en jafnframt vanræktan þátt á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis.</p> <p>IPAS eru alþjóðleg frjáls félagasamtök sem starfa að bættu aðgengi að getnaðarvörnum og þungunarrofi við öruggar aðstæður víða um heim. </p>

08.07.2022MAR Advisors kanna tækifæri fyrir víetnamískt sjávarfang í Evrópu með aðstoð Heimsmarkmiðasjóðs

<span></span> <p>Ráðgjafafyrirtækið MAR Advisors hefur hlotið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að kanna tækifæri til að bæta aðgengi sjávarfangs frá Víetnam að mörkuðum í Evrópu. Stór hluti sjávarfangs frá þróunarlöndum fer flókna leið á markaði og fyrirtæki í virðiskeðjunni hafa ekki hvata til þess að kynna uppruna framleiðslunnar. Framleiðsla á sjávarfangi í Víetnam nemur 7-8 milljónum tonna og er landið í fjórða sæti yfir þau lönd sem framleiða mest í heiminum. Rúmlega helmingur af framleiðslunni kemur frá fiskeldi, t.d rækja og pangasius. Stór hluti framleiðslu í Víetnam fer fram hjá tiltölulega smáum fyrritækjum með takmarkaðan aðgang að evrópskum mörkuðum.</p> <p>Forkönnunarverkefnið gefur tækifæri til að kanna forsendur, í samvinnu við framleiðendur á pangasius og rækju, fyrir því að koma á einfaldari og hagkvæmari virðiskeðju í Víetnam. Markmiðið er að auka arðsemi framleiðanda og tryggja betri gæði fyrir neytendur og vinna þannig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um góða atvinnu og hagvöxt (númer 8), um ábyrga neyslu og framleiðslu (númer 12) og um líf í vatni (númer 14). Náið samstarf framleiðanda við söluaðila og tæknilegar lausnir sem mæta kröfum neytenda um gagnsæi eru til þess fallnar að auka skilvirkni og skila hærra afurðaverði til framleiðanda. Verði niðurstöður jákvæðar verður ráðist í framhaldsverkefni sem nær til fleiri fyrirtækja í Víetnam og mögulega í nágrannaríkjum. Stefnt er því að ljúka undirbúningsverkefninu í janúar 2023.&nbsp;</p> <p>MAR Advisors er sérhæft ráðgjafafyrirtæki í alþjóðlegum sjávarútvegi og innviðafjárfestingum. Samstarfsaðili í Víetnam er Maranda ltd og smærri fyrirtæki með starfsemi við Mekong-fljótið.</p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á <a href="https://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>.</p>

07.07.2022RetinaRisk hlýtur styrk úr Heimsmarkmiðasjóði til að koma í veg fyrir blindu á meðal fólks með sykursýki á Indlandi

<span></span> <p><span>Heilbrigðistæknifyrirtækið RetinaRisk hlýtur 10 milljóna króna styrk úr&nbsp;Heimsmarkmiðasjóði&nbsp;atvinnulífs um þróunarsamvinnu&nbsp;vegna verkefnisins&nbsp;<em>Bylting í augnskimun til að koma í veg fyrir blindu á meðal fólks með sykursýki á Indlandi</em>. Styrkurinn mun gera fyrirtækinu kleift að veita um tvö hundruð þúsund efnalitlum <em></em>sjúklingum á Indlandi aðgang að augnskimun á næsta ári en RetinaRisk áhættureiknirinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á alþjóðavísu, getur tvöfaldað skimunargetu á Indlandi með einstaklingsmiðaðri nálgun.</span></p> <p><span>Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðingu í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu á augnbotnaskemmdum og viðeigandi meðferð. Til mikils er að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og að sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. Á Indlandi eru yfir 70 milljónir einstaklinga með sykursýki og gert er ráð fyrir sá fjöldi muni nærri tvöfaldist á næstu tveimur áratugum. Eins og staðan er í dag hafa fáir aðgang að reglulegri augnskimun og það er því til mikils að vinna fyrir sjúklinga og heilbrigðisyfirvöld að bæta skimunargetuna og auka skilvirkni. </span></p> <p><span>RetinaRisk gerir ráð fyrir að um tvö hundruð þúsund manns undir tekjumörkum fái aðgang að augnskimun á styrktímabilinu í gegnum aukna skilvirkni sjúkrahúsa sem gefa um þriðjung sinnar þjónustu að jafnaði til þessa markhóps. Styrkurinn gerir fyrirtækinu kleift að koma á fót innleiðingarteymi sem starfar innan og í samstarfi við góðgerðaspítalann Sankara Nethralaya í Chennai á Indlandi. Spítalinn er sérhæfður í augnlækningum og veitir um 35% af allri þjónustu sinni ókeypis til fólks sem hefur ekki efni á henni. Vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk býður upp á, gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að finna </span><span>þá sjúklinga sem eru í mestri áhættu</span> <span>og koma þannig í veg fyrir sjónskerðingu og blindu. Áhættureiknirinn gerir einnig einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf til sjúklinga og snjallari forgangsröðun mögulega.</span></p> <p><span>Verkefnið styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, einkum SDG 3 um að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu en einnig með því að gera augnskimun skilvirkari og hagkvæmari (SDG 12), koma í veg fyrir að fólk detti út af vinnumarkaði vegna sjónskerðingar (SDG 8), minnka kolefnissporið (SDG 13) á sama tíma og auka klínískt öryggi og valdefla sjúklinga.</span></p> <p><span>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á <a href="https://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>.&nbsp;</span></p>

05.07.2022Viðbótarframlag í sjóð Alþjóðabankans um neyðaraðstoð við Úkraínu

<span></span> <p>Íslensk stjórnvöld munu veita alls 360 milljónir í sjóð Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu. </p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins tilkynnti um 100 milljóna króna framlag í umræddan sjóð á alþjóðlegri ráðstefnu um uppbyggingu í Úkraínu sem fór fram í Lugano í Sviss í dag og í gær. Á ráðstefnunni kynntu úkraínsk stjórnvöld áform sín er varða enduruppbyggingu í kjölfar innrásar Rússlands og lögðu upp hverslags stuðning ríkið mun þurfa í því víðamikla verkefni.</p> <p>Framlagið er til viðbótar við þær 260 milljónir króna sem íslensk stjórnvöld veittu fyrr á árinu í sjóð Alþjóðabankans en íslensk stjórnvöld tilkynntu fyrr á þessu ári að heildarframlag vegna Úkraínu muni að lágmarki nema einum milljarði króna á þessu ári.</p> <p>Sviss, í samstarfi við Úkraínu, stóð fyrir ráðstefnunni en fulltrúar yfir 40 ríkja og stofnana tóku þar þátt. Lýstu þau yfir algjörum stuðningi við Úkraínu og uppbyggingu ríkisins og fordæmdu ólögmæta innrás Rússlands í landið. </p> <p>Sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna má finna <a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/urc2022_lugano-declaration.pdf">hér</a>. </p>

30.06.2022Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fundaði með aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO)

<p>Í byrjun vikunnar átti Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, fund með Qu Dongyu, aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm. Á fundinum voru ræddar áherslur Ísland í starfi stofnunarinnar, m.a. á sviði fiskveiðistjórnunar, fæðu úr höfunum, málefna smárra eyþróunarríkja, áhrif loftslagsbreytinga á ríki heims og einnig afleiðingar stríðsins í Úkraínu á fæðuöryggi í heiminum og hlutverk stofnunarinnar í þeim málum.</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn þakkaði Íslandi fyrir stuðning við starf stofnunarinnar, einkum á sviði fiskveiða og fiskeldis og með því að kosta stöðu sérfræðings í fiskveiðum við stofnunina sem sinnir málefnum smárra eyþróunarríkja. Lýstu þeir báðir yfir gagnkvæmum vilja til að endurnýja samstarfssamning Ísland og FAO frá árinu 2019 sem miðar m.a. að því að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu lífríkis sjávar, styðja við smá eyþróunarríki og vinna að framgangi bláa hagkerfisins. </p> <p><span>Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna&nbsp;var sett á fót árið 1945 og var Ísland á meðal stofnríkja. Stofnunin er leiðandi afl í baráttunni gegn hungri í&nbsp;heiminum og markmið hennar er að tryggja öllum matvælaöryggi og reglulegan aðgang að nægum hágæða mat í því skyni að geta átt virkt og heilbrigt líf.&nbsp;Á vettvangi FAO hefur Ísland ávallt lagt sérstaka áherslu á málefni hafsins, fiskveiðar og alþjóðlega fiskveiðistjórnun en stofnunin er eini alheimsvettvangurinn fyrir sjávarútvegsmál og gegnir því afar miklu hlutverki fyrir allar fiskveiðiþjóðir.</span></p>

29.06.2022Verkís hlýtur styrk til að kanna tækifæri til beinnar notkunar á jarðhita í Djibútí

<br /> Verkfræðistofan Verkís hlaut á dögunum styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að kanna tækifæri til beinnar notkunar á jarðhita í Afríkuríkinu Djibútí. Rannsóknir á orkuauðlindum síðustu áratugi hafa leitt í ljós að í Djibútí eru til staðar tækifæri til að vinna jarðvarma en enn hefur ekki tekist að auka jarðhitanýtingu. Um er að ræða forkönnunarverkefni sem mun leiða í ljós hvort nýta megi jarðhita með beinum hætti til atvinnusköpunar við Assal-vatn. Verkefnið styður við þverlæg markmið í þróunarsamvinnu Íslands að því er lítur að mannréttindum, sjálfbærni og umhverfisvernd og styður meðal annars við heimsmarkmið númer 8 um góða atvinnu og hagvöxt og númer 13 um aðgerðir í loftslagmálum. Einnig er stefnt að því að skoða sérstaklega hvort og hvernig það geti stutt við heimsmarkmið númer 5 um jafnrétti kynjanna.<br /> <br /> Verkefnið verður unnið í samstarfi við opinbera Jarðhitaþróunarskrifstofu Djibútí, the Djiboutian Office of Geothermal Development (ODDEG). Skrifstofan hefur það hlutverk að styðja við uppbyggingu jarðhitaauðlinda og þróa jarðvarmaverkefni sem miða að því að bæta lífsgæði þjóðarinnar og þannig draga úr olíuinnflutningi og losun gróðurhúsalofttegunda. Verkís hefur áður tekið þátt í verkefnum í landinu og þekkir vel til aðstæðna þar hvað varðar orkuöryggi, jafnréttismál og fátækt.<br /> <br /> Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir verkefni eins og þetta geta skipt miklu máli. Ef vel til tekst mun það auka viðnámsþrótt í viðkvæmu samfélagi, skapa atvinnu og örva hagvöxt á grundvelli sjálfbærrar auðlindanýtingar. „Verkefni á borð við það sem Verkís hyggst nú ráðast í fellur vel að stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um að stuðla að uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa í þróunarlöndum og styðja með þeim hætti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslensk fyrirtæki búa yfir mikilli þekkingu á sviði jarðhitatækni og hef ég fulla trú á að forkönnun Verkís muni leiða til stærri verkefna þar sem hægt verður að nýta jarðhita með beinum hætti í Djibútí,“ segir Þórdís Kolbrún.

27.06.2022Ársskýrsla GRÓ 2020-2021 komin út

<p>Fyrsta ársskýrsla <a href="https://www.grocentre.is/is">GRÓ&nbsp;&nbsp;̶&nbsp; Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu</a>&nbsp;er komin út. Skýrslan nær yfir fyrstu tvö árin í starfsemi miðstöðvarinnar, 2020-2021. GRÓ er sjálfstæð miðstöð sem tók til starfa 1. janúar 2020 og starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Miðstöðin fellur undir utanríkisráðuneytið sem sinnir eftirliti og umsýslu með framlögum til hennar.</p> <p>GRÓ skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, hafa starfað um áratugaskeið og frá upphafi verið ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Allir vinna þeir að því að efla getu stofnana og einstaklinga í þróunarríkjunum á sviðum þar sem Ísland býr yfir sérþekkingu.</p> <p>Í ársskýrslunni er stutt samantekt á íslensku á því sem bar hæst þessi fyrstu tvö ár í starfi miðstöðvarinnar. Þá er á ítarlegri hátt sagt á ensku frá miðstöðinni og stjórnun og rekstri hennar. Einnig er gerð grein fyrir starfi skólanna fjögurra, sem starfa undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, á tímabilinu. Allir skólarnir fjórir störfuðu með nokkuð eðlilegum hætti árið 2021, en árið 2020 hafði heimsfaraldurinn veruleg áhrif á starfsemina. Þá er fjallað um fjármál miðstöðvarinnar og gefin dæmi um árangur af starfi skólanna á þessum tveimur árum.</p> <ul> <li><a href="/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/GR%c3%93%20Annual%20Report%202020-2021_FINAL.pdf"><span class="pdf">Ársskýrsla GRÓ 2020-2021</span></a></li> </ul>

24.06.2022Össur hlýtur styrk úr Heimsmarkmiðasjóði til að styðja við fórnarlömb stríðsátakanna í Úkraínu

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur hlotið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu fyrir verkefni sem fyrirtækið setti nýlega af stað í Úkraínu. Fjöldi aflimaðra í landinu hefur aukist gríðarlega undanfarið vegna stríðsátakanna og mun Össur vinna með úkraínskum sérfræðingum við að útvega fjölda einstaklinga í neyð nauðsynleg stoðtæki.<br /> <br /> Össur gefur vörur í verkefnið en styrkurinn, sem nemur 30 milljónum íslenskra króna, verður nýttur til að auka við þjálfun stoðtækjafræðinga og annarra heilbrigðisaðila í Úkraínu. Sérfræðingar Össurar munu leiða kennslu og sérhæfða aðstoð varðandi nýjustu stoðtækjalausnir til handa einstaklingum sem misst hafa útlimi vegna stríðsins. Þekkingin sem af þessu hlýst mun nýtast við að efla stoðtækjaþjónustu í landinu til langframa.<br /> <br /> Össur er í samstarfi við góðgerðafélagið Prosthetika ásamt meðlimum Ukraine Prosthetic Assistance Project en bæði félög hafa veitt mannúðaraðstoð í Úkraínu um árabil. Samstarfið mun tryggja að einstaklingar sem misst hafa útlimi sökum stríðsátakanna verði tengdir við stoðtækjafræðinga í Úkraínu sem hafa þekkingu og burði til að setja vörur Össurar á sjúklinga ásamt því að geta veitt áframhaldandi endurhæfingarþjónustu. <br /> <br /> „Össur er í einstakri stöðu til að veita mannúðaraðstoð í formi stoðtækja til fórnarlamba stríðsins í Úkraínu,“ sagði Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. „Okkar markmið er að vinna með sérfræðingum í landinu til að auka þekkingu og efla þjálfun þeirra sem koma til með að setja vörur okkar á sjúklinga. Sú sjálfbæra nálgun mun sjá til þess að sjúklingar fái viðeigandi endurhæfingu í sínu nærumhverfi eftir því sem aðstæður leyfa. Við erum afar þakklát utanríkisráðuneytinu fyrir styrkinn úr Heimsmarkmiðasjóðnum en það eflir okkur enn frekar til dáða í þessu mikilvæga verkefni.“ <br /> <br /> Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir framlag Össurar skipta miklu fyrir þann aukna fjölda aflimaðra í landinu sem ekki hefur aðgang að nauðsynlegum stoðtækjum. „Með því að auka aðgengi að stoðtækjum og efla þjálfun og fræðslu á þessu sviði í Úkraínu er verið að veita mikilvæga mannúðaraðstoð á stríðstímum ásamt því að styðja innviði landsins til langframa. Framlag Össurar mun stuðla að auknum lífsgæðum til handa þeim sem hafa misst útlimi í innrás og ofbeldisverkum Rússlands,“ segir Þórdís Kolbrún.<br /> <br /> Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á <a href="http://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>.

22.06.2022Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs styrkir fimm fyrirtæki til þróunarsamvinnuverkefna

<p style="text-align: left;">Fimm fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni, jarðhitatækni og fiskveiða hljóta styrki til þróunarsamvinnuverkefna úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Verkefnin koma til framkvæmda í Djíbútí, Eþíópíu, Indlandi, Víetnam og Úkraínu. Samningar þess efnis voru undirritaðir af fulltrúum fyrirtækjanna og ráðuneytisins í gær. Heildarframlag úr sjóðnum er 72 milljónir króna á móti framlagi fyrirtækjanna fimm.</p> <p>Á sviði sjávarútvegs fær fyrirtækið MAR Advisors 2ja m.kr. forkönnunarstyrk vegna verkefnisins <em>MarAnda - bætt aðgengi sjávarfangs frá Víetnam að mörkuðum í Evrópu</em>. &nbsp;Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri segir að með nútímalegum lausnum megi auka frelsi smárra framleiðenda í Víetnam til að efla atvinnustarfsemi fyrir einstaklinga og bæta framleiðsluferla sjávarfangs á grundvelli upprunavottunar og sjálfbærni og auka með því hagkvæmni og einfalda virðiskeðju við útflutning.</p> <p>Tvö fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni fá styrk. Össur fær tæplega 30 m.kr. styrk vegna verkefnisins <em>Þróunaraðstoð til handa fórnarlömbum stríðsátaka í Úkraínu</em>.&nbsp; Fjöldi aflimaðra í landinu hefur aukist gríðarlega undanfarið vegna stríðsátakanna og að sögn Margrétar Láru Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs, stefnu og sjálfbærni, mun fyrirtækið útvega vörur og eru sérfræðingar Össur byrjaðir að þjálfa úkraínskra sérfræðinga við að útvega fjölda einstaklinga í neyð nauðsynleg stoðtæki.</p> <p>RetinaRisk fær 10 m.kr. styrk vegna verkefnisins <em>Bylting í eftirliti augnskimunar til að forða blindu á Indlandi</em>. Að sögn Sigurbjargar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Retina Risk, er stefnt að því að um 200 þúsund efnalitlir sjúklingar fái aðgang að augnskimun á næsta ári gegnum áhættureikni fyrirtækisins um sykursýki, sem getur forðað blindu. </p> <p>Tvö verkefni á sviði jarðhitatækni fá styrk að þessu sinni. Verkís fær 4 m.kr. forkönnunarstyrk vegna verkefnisins <em>Bein jarðhitanotkun í Assai vatni Djíbútí</em>.&nbsp; Egill Viðarsson framkvæmdastjóri Verkís segir að með verkefninu muni fyrirtækið geta greint hvernig auka megi tækifæri til atvinnustarfsemi og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda, á borð við jarðhita, í einu fátækasta landi Afríku.</p> <p>Reykjavik Geothermal fær tæplega 30 m.kr. styrk til að vinna að stofnun jarðhitarannsóknarstofu í Eþíópíu. „Með þessu er markmið okkar að skapa fjölbreytt störf, flýta rannsóknum á sviði jarðhita og þar með auðvelda og flýta jarðhitanýtingu í einu af fátækari löndum Afríku,“ segir Snorri Guðbrandsson, framkvæmdastjóri. </p> <p><span class="blockqoude">„Það er afar ánægjulegt að sjá íslensk fyrirtæki tefla fram hugviti, sérþekkingu og fjármagni til að styðja við sjálfbæra þróun, aukna hagsæld og atvinnutækifæri í fátækustu og stríðshrjáðustu löndum heims. Íslenskt atvinnulíf hefur heilmikið fram að færa þegar kemur að þróunarsamvinnu, eins og þessi verkefni sýna svo glöggt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri lýsti við undirritun samninganna mikilli ánægju með metnaðarfull og fjölbreytt verkefni sem sýndu vel hvernig íslensk stjórnvöld og íslensk fyrirtæki gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna gegnum þróunarsamvinnuverkefni.</p> <p>Markmið Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs er að styðja við íslensk fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun gegnum samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/">á Stjórnarráðsvefnum</a>. Næsti frestur til að sækja um er 3. október n.k.</p> <p><em>Á myndinni eru frá vinstri: Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri, Margrét Lára Friðriksdóttir, Össur, Edda Heiðrún Geirsdóttir, Össur, Egill Viðarsson, Verkís, Kjartan Due Nielsen, Verkís, Ægir Þór Steinarsson, RetinaRisk, Magnús Bjarnason, MAR Advisors,&nbsp;Sigurbjörg Jónsdóttir, RetinaRisk,&nbsp;Gústav Arnar Magnússon, MAR Advisors og Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. </em></p>

15.06.2022Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Afríkuríkja funduðu í Helsinki

<p>Tuttugasti fundur utanríkisráðherra Afríkuríkja og Norðurlanda fór fram í Helsinki í gær. Friðar- og öryggismál, þar á meðal áhrif stríðsins í Úkraínu, sjálfbær samfélög, baráttan við <span>loftslagsbreytingar</span>&nbsp;og aukið samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja í alþjóðakerfinu voru meðal helstu umræðuefna ráðherranna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sótti fundinn.</p> <p><span class="blockqoude">„Þetta er mikilvægt tækifæri til að efla samskipti Norðurlanda og Afríkuríkja. Með hnattvæðingunni fylgja sameiginlegar áskoranir sem öll ríki þurfa að vinna saman að því að leysa. Afríka glímir við margar erfiðar áskoranir en þar eru einnig mikil tækifæri eins og við heyrðum frá fulltrúum ungs fólks frá Afríku. Unga fólkið þarf að vera hluti af samtalinu og við þurfum að skapa þeim aukin tækifæri,“ sagði Þórdís Kolbrún.</span></p> <p>Um er að ræða árlega fundi sem haldnir eru til skiptis á Norðurlöndum og í Afríkuríkjum. Fyrsti slíki fundurinn fór fram árið 2000 að undirlagi þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar. Upphaflega sóttu tíu líkt þenkjandi Afríkuríki fundinn en á síðari árum hefur hann vaxið að umfangi og var alls 25 Afríkuríkjum boðið til fundarins að þessu sinni.</p> <p>Tilgangur fundanna er að styrkja tengsl og varpa ljósi á víðtækt samstarf Afríkuríkja og Norðurlandanna, umfram þróunarsamstarf. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og framtíðarsýn Afríkusambandsins sem nefnist Markmið 2063 (e. Agenda 2063).</p> <p>Samhliða fundinum átti utanríkisráðherra einnig tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Alsír og Rúanda.</p>

14.06.2022Alþjóðabankinn styrkir smábændur í Afganistan

<span></span> <p>Alþjóðabankinn tilkynnti í gær um 25 milljarða króna lífsbjargandi fjárstuðning við smábændur í Afganistan, eða sem nemur tæplega 200 milljónum Bandaríkjadala. Um það bil helmingur afgönsku þjóðarinnar býr við sult, um 19,7 milljónir íbúa, sem merkir að það getur ekki nært sig daglega.</p> <p>Áhrif innrásar Rússa í Úkraínu er helsta ástæða aukins fæðuóöryggis í Afganistan, eins og víðar, að því er segir í <a href="https://news.un.org/en/story/2022/06/1120242" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna þar sem Qu Dongyu forstjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, FAO, fagnar fjárstuðningi Alþjóðabankans. Matvælaverð hefur hækkað mikið síðustu mánuði, auk þess sem kostnaður við matvælaframleiðslu hefur aukist, ekki síst vegna hækkunar á verði áburðar.</p> <p>Fjárstuðningur Alþjóðabankans fer til verkefnis í Afganistan sem hefur það markmið að auka innlenda landbúnaðarframleiðslu smábænda. FAO kemur til með að stýra verkefninu í Afganistan. „Þetta er söguleg stund fyrir fátæka bændur í Afganistan og mikilvægur áfangi í sameiginlegri viðleitni okkar að afstýra yfirvofandi hörmunum og gera raunverulega breytingu í lífi fólks sem stendur höllum fæti,“ er haft eftir Qu Dongyu.</p> <p>Því sem næst ein milljón íbúa Afganistan nýtur góðs af stuðningi Alþjóðabankans, einkum konur til sveita, en 150 þúsund þeirra fá þjálfun í ræktunartækni og næringarfræðum. Einn af verkefnaþáttunum er að auka aðgengi að vatni til áveitu, en einnig verður lögð áhersla á að bæta jarðveg og auka vatnsvernd.</p> <p>Reiknað er með að rúmlega 1,9 milljónir Afgana hafi tekjur af verkefninu gegn vinnuframlagi.</p> <p>Alþjóðabankinn er ein af fjórum megin samstarfsstofnunum Íslands á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu og meðal stærstu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum.</p>

13.06.2022Úkraína: Rannsaka 124 tilkynningar um kynferðisbrot

<span></span> <p>Ásökunum um kynferðisofbeldi af hendi rússneskra hermanna í Úkraínu heldur áfram að fjölga, að sögn Pramilu Patten, sérstaks fulltrúa framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar kynferðisbrot sem eiga sér stað í vopnuðum átökum. UN Women <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-rannsaka-124-tilkynningar-um-kynferdisbrot/" target="_blank">greinir frá</a>&nbsp;og hefur eftir Patten að mikið ósamræmi sé á milli þess hryllings sem á sér stað á átakasvæðum og þeim metnaði sem alþjóðasamfélagið hefur fyrir því að útrýma nauðgunum sem stríðsvopni.</p> <p>Patten kynnti nýjan rammasamning um forvarnir og viðbrögð við stríðstengd kynferðisbrot fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Rammasamningurinn á að styrkja baráttuna gegn kynferðisglæpum í stríði og tryggja að gerendur séu dregnir til saka fyrir glæpi sína.</p> <p>Patten segir rammasamninginn&nbsp;<a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-oskir-kvenna-hunsadar/">forgangsraða þörfum kvenna</a>&nbsp;og stúlkna á átakasvæðum.</p> <p>„Þarfir kvenna og stúlkna á tímum átaka eru alltof oft settar til hliðar eða meðhöndlaðar sem eftirþanki.“</p> <p><strong>124 brot til rannsóknar</strong></p> <p>Þótt alþjóðalög og fjölmargar ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna skilgreini nauðganir á átakatímum sem stríðsglæp, vantar enn upp á eftirfylgnina að sögn Patten.</p> <p>„Í ný-yfirstaðinni heimsókn minni til Úkraínu kom bersýnilega í ljós hið mikla misræmi sem ríkir á milli ásetnings alþjóðasamfélagsins og raunveruleikans sem konur búa við á átakatímum,“ sagði hún og vísar þar til þeirrar staðreyndar að nauðgunum er enn beitt sem stríðsvopni án þess að refsingar liggi við.</p> <p>Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur þegar til&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/06/1119832">rannsóknar 124 mál</a>&nbsp;um að nauðgunum hafi markvisst verið beitt sem stríðsvopni í Úkraínu.</p> <p><a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-starfsfolk-un-women-i-ukrainu-sjalft-a-flotta/">UN Women í Úkraínu&nbsp;tryggir</a>&nbsp;þolendum viðeigandi aðstoð og sér til þess að stofnanir, félagasamtök sem og úkraínsk stjórnvöld séu meðvituð um hvernig eigi að meðhöndla slík mál; hvert eigi að beina þeim og hvernig eigi að tikynna þau. Þá hefur UN Women í Úkraínu beitt sér fyrir aukinni öryggisgæslu í von um að tryggja enn frekar öryggi kvenna og stúlkna.&nbsp;Að sögn Eriku Kvapilova, fulltrúa UN Women í Úkraínu, hefur stofnunin einnig komið á samstarfi við félag lögfræðinga svo hægt sé að tryggja þolendum lagalega aðstoð.</p> <p><strong>Hræðilegar frásagnir</strong></p> <p>Þótt úkraínskar konur og<strong> s</strong>túlkur séu meirihluti þolenda hefur nauðgunum einnig verið beitt gegn karlmönnum og ungum drengum.</p> <p>Komið hefur verið á fót neyðarlínu í Úkraínu þangað sem tilkynna má brot um heimilisofbeldi, mansal og kynferðisofbeldi. Frásagnirnar eru hræðilegar, að sögn Patten. Tilkynningar hafa borist um hópnauðganir, þvingað vændi og dæmi eru um að fjölskyldumeðlimir séu þvingaðir til að vera vitni að því þegar brotið er á ástvinum.</p> <p>Patten segir gríðarlega mikilvægt að forgangsraða þjónustu til þolenda kynferðisofbeldis strax.</p> <p>„Í stríði er erfitt að halda nákvæmt „bókhald“ … en ef við bíðum of lengi með að hefja gagnaöflun, þá verður það orðið of seint. Við þurfum ekki nákvæmar tölur til að geta brugðist við þörfinni strax.“</p> <span></span>

10.06.2022Símaleikir nýttir til vitundarvakningar um loftslagsvána

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar nýta sér í vaxandi mæli símaleiki til þess að ná til almennings um mikilvægar áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hlýnun jarðar er eitt af brýnu viðfangsefnum samtímans og Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hefur þróað símaleik um markmið Parísarsamkomulagins sem heitir einfaldlega: <a href="https://www.mission1point5.org/game" target="_blank">Mission 1,5</a>.</p> <p>Fréttaveita Sameinuðu þjóðanna segir frá því að starfsmaður UNDP, Cassie Flynn, hafi tekið eftir því í lestarferðum til og frá vinnu að fjölmargir verið að spila leiki á símum sínum. Hún hafi kíkt yfir öxlina á samferðafólki og séð að einn var að spila Angry Birds og annar Candy Crush. Þá hefði henni flogið í hug að nýta mætti þennan vettvang til þess að koma áríðandi upplýsingum til almennings, ná til fólks gegnum símaleiki, því margir leikjanna hefjast á hálfrar mínútu auglýsingu. </p> <p>„Í stað þess að þær auglýsingar væru kynning á öðrum símaleik væri til dæmis hægt að kynna loftslagsbreytingar,“ segir hún. Og þar með fæddist hugmyndin um Mission 1,5 sem nú er orðin að veruleika. Gegnum leikinn fræðist fólk um hlýnun jarðar og afleiðingar loftslagsbreytinga, auk þess að geta komið tillögum að lausnum á framfæri svo ná megi einu helsta markmiði Parísarsamkomulagins um að halda hækkun hitastigs jarðar undir 1,5 gráðum á Celsíus.</p> <p>Í <a href="https://news.un.org/en/story/2022/05/1119292" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN News kemur fram að sex milljónir manna hafi þegar leikið Mission 1,5 í 58 löndum og helmingur þátttakenda hafi lokið leiknum. Þá virkar leikurinn líka eins og skoðanakönnun því þátttakendur eru beðnir um álit á nokkrum leiðum sem þeir telja árangursríkastar til að bregðast við vandanum. Þannig verður til umfangsmesta könnun á viðhorfi almennings til aðsteðjandi hamfarahlýnunar. Þær upplýsingar hafa verið nýttar og ræddar á mörgum þjóðþingum auk þess sem umræða um þau viðhorf hafa verið tekin upp á fundum G20 ríkjanna og á síðustu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26.</p>

08.06.2022Brýn þörf á samtakamætti um björgun hafsins

<span></span> <p>Í dag, 8. júní, er <a href="https://unworldoceansday.org/" target="_blank">alþjóðlegur dagur hafsins</a>. Markmiðið með deginum er <span style="background: white; color: black;">að auka vitund almennings um hafið og þess mikilvæga hlutverks sem höfin hafa í daglegu lífi okkar og velferð. „Endurnýjun: sameiginleg aðgerð fyrir hafið“ er þema dagsins af hálfu Sameinuðu þjóðanna og undirstrikar brýna nauðsyn þess að íbúar jarðar taki höndum saman um að bjarga hafinu.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Í lok þessa mánaðar verður haldin önnur alþjóðleg ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um hafið: <a href="https://www.un.org/en/conferences/ocean2022" target="_blank">UN Ocean Conference</a>. Þá koma saman þjóðarleiðtogar, frumkvöðlar, ungmenni og fulltrúar frjálsra félagasamtaka í Lissabon, höfuðborg Portúgal, til þess meðal annars að ræða nýjungar byggðar á vísindum um nýjan kafla í alþjóðlegum aðgerðum til bjargar hafinu.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rhAez13aBlg" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span style="background: white; color: black;">Hafráðstefna&nbsp;</span>á vegum Sameinuðu þjóðanna var síðast haldin 2017 en annarri ráðstefnunni hefur verið ítrekað frestað. Megintilgangur hennar er að endurnýja fyrirheit um að ná heimsmarkmiði 14, Líf í vatni - Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.</p> <p>Einnig má nefna að í ár er alþjóðlegt ár fiskveiða (International year of artisanal fisheries) og fiskeldis í smáum stíl og einnig stendur nú yfir UNESCO <a href="https://www.oceandecade.org/" target="_blank">áratugur vísinda&nbsp;&nbsp;í þágu hafsins</a>.</p> <p>Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram dagana 27. júní til 1. júlí. Gestgjafar eru ríkisstjórnir Portúgal og Kenía.</p>

07.06.2022Skólar í Úkraínu enn lokaðir eftir 100 daga átök

<span></span> <p>Á fyrstu hundrað dögum stríðsins í Úkraínu hafa 1.888 skólar verið eyðilagðir eða skemmdir frá því að vopnaátök hófust 24. febrúar síðastliðinn. Úkraínska menntamálaráðuneytið segir stríðið nú þegar hafa haft gífurleg áhrif á menntun 7,5 milljón úkraínskra barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi greinir frá.</p> <p>„Með hverjum deginum sem líður er líf barna og framtíð þeirra í mikilli hættu, þar sem við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að aldrei fyrr hafa jafn margar árásir á skólabyggingar átt sér stað,” segir Onno van Manen, svæðisstjóri Barnaheilla - Save the Children í Úkraínu.</p> <p>Á fyrstu hundrað dögum stríðsins í Úkraínu hafa 6,7 milljónir manna þurft að flýja land sitt, þar af helmingur barna. Það þýðir að daglega þurfa að meðaltali 33.500 börn að ganga í gegnum þessar hörmungar. Á sama tíma eru mörg börn eins og María, 13 ára, sem nýta skólabyggingar sem skýli frá árásum.</p> <p>María flúði frá austur Donetsk svæðinu með móður sinni og sex&nbsp;ára bróður&nbsp;þegar árásir hófust á bæinn þeirra. Ferðalagið byrjaði með tveggja daga lestarferð sem endaði með því að finna barnvænt svæði Barnaheilla þar sem þau gátu komið sér fyrir í skólabyggingu.</p> <p>„Þegar við fjarlægðumst bæinn okkar varð mér svo létt þegar ég heyrði ekki lengur í sprengingunum. En á sama tíma ótrúlega leið yfir því að vera yfirgefa heimilið mitt,” sagði María. „Það er allt breytt, við búum í öðruvísi umhverfi og það er fullt af fólki hérna. Mér líður samt í rauninni vel, líkamlega, en andlega hefur þetta verið mjög erfitt.“ Barnaheill í Úkraínu leggja fjölskyldunni til þjónustu og vernd, auk fjárstuðnings fyrir nauðsynjavörum, mat og lyfjum.</p> <p><strong>Áhrif á líf barna gífurleg</strong></p> <p>Eins og stendur eru allir skólar í Úkraínu lokaðir. Á hamfarasvæðum er skólaþjónustan oft það fyrsta sem er lokað, þrátt fyrir mikilvægi þess að börn komist í skóla og jafnframt eru skólar síðastir til að opna þegar samfélagið fer að taka við sér á ný. Barnaheill í Úkraínu hafa aðstoðað úkraínsk stjórnvöld og sveitarfélög við að efla fjarkennslukerfi landsins til að börn hafi aðgang að rafrænu skólaefni.</p> <p>„Hver árás á skólabyggingar er árás á börn, rétt eins og hvert stríð er stríð gegn börnum,“ heldur van Manen áfram. Barnaheill í Úkraínu afhenda námsgögn til allra þeirra barna sem þau ná til, leikföng og bækur til að halda þeim við námið. Samtökin eru í samstarfi við menntamálaráðuneyti landsins við að koma á fót fleiri fjarkennslusvæðum fyrir börn víða um landið. Svæðin bjóða börnum öryggi til náms þar sem þau fá meðal annars tölvu eða önnur sambærileg tæki í hendur eða þau nota sín eigin tæki.</p> <p>Lev, 11 ára drengur, býr nú í skýli í Chernivtsi um eitt þúsund kílómetra frá heimili sínu í Kharkiv. Hann hefur ekki farið í skólann frá því stríðið hófst, en hann hefur þó náð að læra áfram á netinu. „Ég hef ekki séð skólann minn lengi. Ég ætlaði að fara í skólann 24. febrúar, en ég gat það ekki,“ segir Lev, sem byrjaði að læra á netinu tveimur dögum áður en stríðið hófst. Mörg börn hafa ekki haft neinn möguleika til að læra síðustu hundrað dagana.<br /> <br /> <strong>Fjarkennsla á vernduðum skólasvæðum</strong></p> <p>Barnaheill – Save the Children hafa sent ákall til aðila stríðsins um að stöðva með öllu árásir á skóla og sömuleiðis draga sig frá öllum skólabyggingum. Viðvera stríðsfylkinga á skemmdum skólasvæðum er með öllu óásættanleg, það stöðvar ekki einungis allt skólastarf heldur býður upp á frekari stríðsátök í framhaldinu. Skólasvæði verða að vera vernduð og örugg svæði þar sem tækifæri til að læra og leika er ávallt í forgrunni.</p> <p>Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children&nbsp;hafa starfað í Úkraínu síðan 2014 og hafa veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Þau eru til staðar fyrir þann gífurlega fjölda fólks á flótta sem hefur orðið fyrir stríðsátökunum. Með nánu og góðu samstarfi við önnur mannúðarsamtök leggja samtökin fram tjöld, mat, eldsneyti og fjárframlög, barnavörur og sálræna aðstoð fyrir fjölskyldur á flótta. Ein af lykilstoðum í framlagi samtakanna er tækifærið til að halda áfram námi með fjarkennsluformi fyrir þau börn sem hafa þurft að yfirgefa heimili og skóla.</p> <p><strong>Stríðið bitnar verst á börnum – söfnun enn í gangi</strong></p> <p>Stríðið í Úkraínu bitnar verst á börnum sem eiga að njóta verndar öllum stundum, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Neyðarsöfnun Barnaheilla er enn í gangi og stuðningur þinn skiptir okkur miklu. Framlag þitt mun renna til mannúðaraðstoðar samtakanna sem miðar að því að ná til barna eins og Maríu og Lev með nauðsynlega aðstoð en einnig öruggt umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að halda áfram námi.</p> <p><a href="https://www.styrkja.is/barnaheillneydarsofnun" target="_blank">Neyðarsöfnun</a> Barnaheilla er enn í gangi. </p>

03.06.2022Svört skýrsla Sameinuðu þjóðanna um áður óþekkt umfang mannúðaraðstoðar

<span></span> <p>Heimurinn stendur frammi fyrir áður óþekktu umfangi mannúðaraðstoðar, segir í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). <span></span>Á þessu ári samtvinnast áföll vegna loftslagsbreytinga, stríðsátök og heimsfaraldur COVID-19 með þeim afleiðingum að verð á matvöru og eldsneyti hækkar dag frá degi. Það þýðir að tugir milljónir manna búa við sult og hungursvæðum fjölgar víðs vegar um heiminn.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni – <a href="https://docs.wfp.org/api/documents/WFP-0000139904/download/?_ga=2.15474742.188351571.1654591525-1770120465.1647515398&%3b_gac=1.217977060.1654251348.Cj0KCQjw4uaUBhC8ARIsANUuDjXF-pKtH-ySHLgFEi8S6jn-lC8KjQwXisJvL7f7o24SxcdV4GfNnnAaAr0qEALw_wcB" target="_blank">The Hunger Hot Spots</a>&nbsp;– að á aðeins tveimur árum hafi tvöfaldast sá fjöldi sem býr við alvarlegan matarskort. Fyrir heimsfaraldur bjuggu 135 milljónum við sult en 276 milljónir í byrjun þessa árs. Að mati FAO og WFP er reiknað með að áhrif innrásar Rússa í Úkraínu leiði til þess að hungruðum fjölgi enn frekar og fari upp í 323 milljónir.</p> <p>Metfjöldi býr nú við yfirvofandi hungursneyð, eða 49 milljónir manna í 46 löndum. Þá eru 750 þúsund manns á svæðum þar sem fólk verður hungurmorða á degi hverjum. Af þeim hópi eru 400 þúsund í Tigray héraði Eþíópíu en aðrir heimshlutar þar sem fólk sveltur til dauða eru Jemen, Suður-Súdan, Sómalía og Afganistan. </p> <p>Hvergi hefur þó enn verið lýst opinbera yfir hungursneyð en þegar slíkt er gert í tilteknu landi eða svæði er ástandið orðið svo slæmt að 30 prósent barna þjást af bráðavannæringu, 20 prósent íbúa fá innan við 2.100 hitaeiningar á dag og tveir fullorðnir, eða fjögur börn á hverja 10.000 íbúa, deyja daglega vegna matarskorts. Síðast var lýst yfir hungursneyð í Sómalíu árið 2011.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að meðal afleiðinga stríðsátakanna í Úkraínu sé aukinn pólitískur <span></span>og efnahagslegur óstöðugleiki víðs vegar um heiminn, einkum í Asíu, Suður-Afríku og Miðausturlöndum. Verðbólga og kostnaðarhækkanir leiði enn fremur til þess að alþjóðastofnanir og hjálparsamtök verða að draga úr stuðningi á sama tíma og sveltandi fólki fjölgar.</p>

03.06.2022Lokaúttekt lýsir umtalsverðum árangri í Buikwe héraði

<span></span> <p><span>„Stuðningur Íslands hefur stuðlað að umbyltingu hvað varðar aðgengi að vatni, hreinlætismálum og menntun barna í samfélögum Buikwe héraðs við strendur Viktoríuvatns en rík áhersla er lögð á mikilvægi þess að hlúa að verkefnaþáttum sem tryggja sjálfbærni til framtíðar í áframhaldandi starfi Íslands á svæðinu,“ segir meðal annars í lokaúttekt á öðrum áfanga byggðaþróunarverkefnis Íslands í Buikwe í Úganda.</span></p> <p><span>Meginþungi þróunarsamvinnu Íslands í Úganda byggir á svonefndri héraðsnálgun þar sem unnið er í náinni samvinnu við héraðsyfirvöld. Öðrum áfanga byggðaþróunarverkefnis Íslands í Buikwe héraði er nýlokið og nýr áfangi að hefjast. Verkefnastoðir eru tvær, annars vegar er samvinna á sviði menntamála og hins vegar á sviði vatns- og hreinlætismála. Markmið byggðaþróunarverkefnisins er að bæta lífsskilyrði og velferð almennings í tuttugu samfélögum á bökkum Viktoríuvatns. Stuðningur beindist til fjögurra hreppa innan Buikwe héraðs, Najja, Ngogwe, Nyenga og Ssi Bukunja á tímabilinu 2018 til 2022.</span></p> <p><span>Um 26 þúsund manns nutu góðs af vatns- og hreinlætisverkefninu með aðgengi að heilnæmu vatni. Í menntaverkefnum voru 87 skólastofur og 19 skrifstofur byggðar í 19 skólum. Auk þess voru 92 skólastofur endurnýjaðar og 21 íbúð byggð fyrir starfsfólk skóla. Þá voru fjórar rannsóknarstofur byggðar og þær voru einnig útbúnar tækjum. Salernisaðstöðu var komið upp í níu skólum og 21 skólaeldhús byggt. Nemendur fengu í hendur tæplega 24 þúsund námsbækur í grunngreinum. </span></p> <p>Á verkefnatímanum nam umfang verkefna um 320 milljónum íslenskra króna í vatns- og hreinlætisverkefnum og um 870 milljónum íslenskra króna í menntaverkefnum.</p>

02.06.2022Verkefni Barnaheilla í Síerra Leóne gegn ofbeldi á börnum

<span></span> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hófu þróunarverkefni í Síerra Leóne haustið 2021 með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/verkefni-barnaheilla-i-sierra-leone-gegn-ofbeldi-a-bornum" target="_blank">Verkefni Barnaheilla</a>&nbsp;ber heitið&nbsp;„Segðu nei við ofbeldi“ (Say no to Violence)&nbsp;og fer fram í tíu skólum í Pujehun héraði, fátækasta héraði landsins, en margir þeirra eru í afskekktum þorpum sem ekki er hægt að ná til nema á báti. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda stelpur og stráka gegn ofbeldi í skólum. Barnaheill vinna náið með systursamtökum sínum í Síerra Leóne sem fara með framkvæmd verkefnisins.</p> <p>Í byrjun maí fór starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til Síerra Leóne, þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála og Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að skoða verkefni Barnaheilla sem og að eiga tæknilegt samtal við starfsfólk sem vinnur að verkefni Barnaheilla í Síerra Leóne.</p> <p>Starfsfólk Barnaheilla heimsótti fimm samfélög þar sem verkefnið hefur verið innleitt. Þar fékk starfsfólk að kynnast börnum sem þar ganga í skóla, foreldrum þeirra, kennurum, skólastjórnendum og öðrum meðlimum samfélagsins. Starfsfólk Barnaheilla tók rýnihópaviðtöl og fékk þannig betri innsýn inn í líf barna og fullorðinna í samfélögunum. Úr viðtölunum kom í ljós að flest börnin, ef ekki öll, voru meðvituð um hvað ofbeldi væri og hvernig ætti að tilkynna slíkt ef þau verða fyrir ofbeldi. Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne standa fyrir hjálparlínunni 922 og er það ein af mörgum tilkynningaleiðum sem börnin nýta sér. Einnig vissu þau flest að þau gætu tilkynnt ofbeldi til skólastjóra eða ,,höfðingja samfélagsins“.</p> <p>Ofbeldi í skólum hefur lengi tíðkast í Síerra Leóne, þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi bæði kennara og annarra nemenda. Í þeim þorpum sem starfsfólk Barnaheilla heimsótti var oft mikill munur á samþykktum samfélagslegum venjum. Tíðni ofbeldis var mismunandi eftir samfélögum og refsingar misþungar. Öll samfélögin hafa fengið eða munu koma til með að fá fræðslu um ofbeldi, t.d. hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi, bregðast við ofbeldi, koma auga á dulið ofbeldi og fleira.</p> <p>Í Síerra Leóne ríkir eitt mesta kynjaójafnrétti í heiminum og eru stúlkur og konur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt samfélagslegt vandamál í landinu, 13% stúlkna ganga í hjónaband fyrir 15 ára aldur en 40% fyrir 18 ára aldur og 64% kvenna á aldrinum 15-49 ára verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Þá hafa 86% kvenna sætt limlestingu á kynfærum.</p> <p>Tæknilegt samtal á milli starfsfólks Barnaheilla á Íslandi og starfsfólks Barnaheilla í Síerra Leóne stóð yfir tvo síðustu daga heimsóknarinnar. Þá hafði starfsfólk Barnaheilla á Íslandi fengið góða innsýn inn í líf barna í skólunum þar sem verkefnið hefur verið innleitt. Markmiðið með tæknilegu samtali er að deila þekkingu á milli verkefna og aðstæðna á Íslandi og í Síerra Leóne. Þar hafði starfsfólk tækifæri til að ræða um hindranir og áskoranir sem snúa að ofbeldi gegn börnum sem finnast í samfélögunum. Einnig ræddi starfsfólk samtakanna um leiðir til þess að búa til betra samfélag fyrir börn, án ofbeldis.</p>

02.06.2022Mikil fjölgun árása á menntastofnanir

<span></span> <p>Rúmlega níu þúsund nemendur, kennarar og fræðimenn urðu fyrir skaða, særðust eða létust í árásum á menntastofnanir á síðustu tveimur árum, samkvæmt nýútkominni árlegri skýrslu: <a href="https://protectingeducation.org/publication/education-under-attack-2022/" target="_blank">Education under Attack 2022</a>. Rúmlega fimm þúsund árásir voru gerðar á menntastofnanir, nemendur eða kennara á árunum 2020 og 2021, mun fleiri en árin á undan.</p> <p>Skýrslan er gefin út af samtökunum Global Coalition to Protect Education from Attack (GCPEA). Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að árásum á menntastofnanir fjölgaði um þriðjung frá árinu 2019 til 2020 að meðtöldum þeim tilvikum þar sem skólar eru nýttir í hernaðarlegum tilgangi. </p> <p>Á síðasta ári varð ekkert lát á slíkum árásum, jafnvel þótt menntastofnunum hafi víða verið lokað vegna heimsfaraldursins. Þá hafa á fyrstu mánuðum þessa árs enn fleiri skólar orðið fyrir árásum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Frá upphafi átakanna 24. febrúar hafa á annað þúsund skólar, allt frá leikskólum til háskóla, verið skemmdir í árásum.</p> <p>Meðal þeirra ríkja þar sem árásum á skóla fjölgar eru Búrkína Fasó, Kólumbía, Eþíópía, Malí, Mjanmar og Nígería.</p>

01.06.2022Allar vanræktustu mannúðarkreppurnar í Afríku

<span></span> <p>Of lítil athygli beinist að mannúðarvanda í Afríku þar sem milljónir manna eru á vergangi víðs vegar um álfuna og draga fram lífið við linnulaus stríðsátök og yfirvofandi ótta um hungurdauða, að mati norska flóttamannaráðsins (NRC) sem hefur tekið saman árlegan lista yfir tíu vanræktustu mannúðarkreppurnar í heiminum. Þær eru allar í Afríku.</p> <p>„Með stríðinu í Úkraínu sem fangar athyglina óttast ég að þjáningar Afríkubúa verði enn ósýnilegri en áður,“ segir Jan Egeland framkvæmdastjóri NRC í yfirlýsingu í dag.</p> <p>Löndin tíu sem NRC telur að búi við vanræktustu mannúðarkreppurnar eru: Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (DRC), Búrkína Fasó, Kamerún, Suður-Súdan, Tjad, Malí, Súdan, Nígería, Búrúndi og Eþíópía.</p> <p>Þetta er í fyrsta sinn sem allar tíu kreppurnar á lista ráðsins eru í Afríku. Til grundvallar listanum eru ýmsar viðmiðanir, meðal annars skortur á viðbrögðum alþjóðasamfélagsins, fátækleg umfjöllun fjölmiðla og skortur á fjármagni miðað við fjárþörf.</p> <p>Lýðstjórnarlýðveldið Kongó er annað árið í röð í efsta sæti á lista NRC en þriðjungur þjóðarinnar var við hungurmörk á síðasta ári eða um 27 milljónir manna. Á sama tíma voru 5,5, milljónir á hrakhólum innan lands og ein milljón flúin til nágrannaríkja. Hins vegar voru engar alþjóðlegar fjáröflunarráðstefnur haldnar vegna Kongó. Sameinuðu þjóðirnar telja fjárþörfina nema tveimur milljörðum Bandaríkjadala en aðeins hefur tekist að ná 44 prósentum af þeirri upphæð. <span></span></p> <p>Sjá nánar á <a href="https://www.nrc.no/shorthand/fr/the-worlds-most-neglected-displacement-crises-in-2021/index.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;NRC</p>

01.06.2022Úkraína: Rúmlega fimm milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð

<span></span> <p>„Nú í vikunni eru þau sorglegu tímamót að 100 dagar eru liðnir frá því að stríðið í Úkraínu hófst,“ segir í frétt&nbsp;frá UNICE, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. „Á þeim tíma hafa næstum tvö af hverjum þremur börnum landsins neyðst til að flýja heimili sín, að minnsta kosti 262 börn hafa verið drepin og yfir 400 særst alvarlega. Hundruð skóla og meira en 250 heilsugæslustöðvar hafa eyðilagst í árásunum.“&nbsp;</p> <p>UNICEF áætlar að ríflega 5 milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda, þar af þrjár milljónir barna innan Úkraínu. Samkvæmt tölum frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) eru að meðaltali tvö börn drepin á hverjum degi í Úkraínu, aðallega vegna sprengjuárása á þéttbýliskjarna.&nbsp; Aðstæður barna í austur- og suðurhluta Úkraínu þar sem bardagar hafa harðnað versna með hverjum deginum sem líður.&nbsp;&nbsp;</p> <p><strong>Ítrekað ákall um vopnahlé</strong>&nbsp;</p> <p>„Þetta eru ömurleg tímamót. Hundrað dagar af stríði þar sem lífi milljóna barna hefur verið splundrað og heimili og skólar lagðir í rúst. Börn þurfa vopnahlé og frið og brýna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum. Án tafarlauss vopnahlés munu börn frá Úkraínu halda áfram að þjást og afleiðingar stríðsins munu einnig halda áfram að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir börn í neyð um allan heim,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF varar við þeim skelfilegu afleiðingum sem stríðið hefur á öryggi barna. Börn sem eru á flótta undan stríði eru í verulegri hættu á að verða viðskila við fjölskyldur sínar og eiga hættu á að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali. Flest barna á flótta hafa orðið fyrir djúpum áföllum og þurfa tafarlaust vernd, stöðugleika og sálrænan stuðning.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu og veitt þar nauðsynlega mannúðaraðstoð í austurhluta landsins. UNICEF er nú á vettvangi í Úkraínu og nágrannaríkjum og vinnur nú ásamt samstarfsaðilum við að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra að komast í öruggt skjól, tryggja aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, næringu, sálfræðiþjónustu, fjárhagsaðstoð og menntun.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF ítrekar enn á ný ákall um tafarlaust vopnahlé í Úkraínu og krefst þess að virtar séu alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börn og tryggja að hjálparsamtök geti umsvifalaust fengið fullan aðgang að þeim svæðum þar sem börn eru í neyð og þurfa hjálp.&nbsp;&nbsp;</p> <p><strong>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi í fullum gangi&nbsp;</strong></p> <p>UNICEF á Íslandi hóf neyðarsöfnun fyrir börn frá Úkraínu í febrúar og hefur henni verið mjög vel tekið.&nbsp;&nbsp;„Við erum full þakklætis yfir öllum þeim stuðningi sem almenningur og fyrirtæki á Íslandi hafa sýnt í verki síðustu 100 dagana. Það hafa verið fjölmargar skólasafnanir, styrktarsýningar og tónleikar, börn hafa haldið tombólu og selt listaverk fyrir jafnaldra sína í Úkraínu svo dæmi séu tekin. Þessi mikli stuðningur frá Íslandi hefur meðal annars nýst í að koma upp barnvænum svæðum þar sem börn og fjölskyldur þeirra á flótta fær aðstoð, nauðsynlega þjónustu og ráðgjöf,“ segir Steinunn. </p> <p>Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og hægt er að leggja henni lið <a href="http://unicef.is/ukraina" target="_blank">hér</a>.&nbsp;&nbsp;</p> <p><span style="background: white; color: black;">Myndin er af Sofiya og Liza sem flúðu stríðið ásamt kennurum sínum og komu til Búkarest til að finna öruggari stað til að búa á. Fjölskyldur þeirra eru enn í Odessa og þær bíða eftir að komast aftur til foreldra sinna um leið og óhætt verður að snúa heim. Nú ganga þær í skóla í Búkarest, þar sem úkraínskir kennarar hafa skipulagt námskeið og skólatíma fyrir börn á flótta frá Úkraínu.</span></p> <p>Nánar á <a href="https://www.unicef.is/100-dagar-af-stridi-i-ukrainu" target="_blank">vef </a>UNICEF</p>

31.05.2022Malaví: Saumavél bjargaði fjölskyldunni

<span></span> <p>SOS Barna­þorp­in á Ís­landi settu ný­lega á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/fjolskylduefling/ny-fjolskylduefling-i-ruanda/" target="_blank" title="Ný Fjölskylduefling í Rúanda">Rúanda</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/fjolskylduefling/sos-island-med-fjolskyldueflingu-i-malavi/" target="_blank" title="SOS Ísland með fjölskyldueflingu í Malaví">Mala­ví</a>&nbsp;og bæt­ast þau við sam­bæri­legt verk­efni sem samtökin hafa starf­rækt í Eþí­óp­íu frá árinu 2018. Í Mala­ví er fjöl­skyldu­fefl­ing­in í ná­grenni barna­þorps­ins í Nga­bu og í þeim bæ syðst í Mala­ví er kom­in góð reynsla á slíkt verk­efni sem rek­ið var af SOS í Nor­egi.</p> <p>Á ferð fulltrúa SOS til Mala­ví fyrr á ár­inu hitt­u þeir Ari­ann­es, fimm barna ein­stæða hús­móður, sem er ný­út­skrif­uð úr fjöl­skyldu­efl­ingu í Nga­bu. Fjöl­skyld­an var á mörk­um þess að leys­ast upp áður en fjöl­skyldu­efl­ing­in kom til sög­unn­ar.</p> <p>&nbsp;„Ég gat ekki séð fyr­ir börn­un­um og sent þau í skóla. Hér verð­ur reglu­lega upp­skeru­brest­ur og börn­in fengu stund­um að­eins eina mál­tíð á dag. Eitt barn­anna minna er fatl­að og átti sér­stak­lega erfitt því við átt­um ekki ör­ugg­an samastað,” seg­ir Ari­ann­es en með að­stoð fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar varð al­ger við­snún­ing­ur á lífi fjöl­skyld­unn­ar.&nbsp;</p> <p>&nbsp;Ari­ann­es er hæfi­leika­rík sauma­kona og eft­ir að henni var hjálp­að að kaupa sauma­vél fór hún að afla tekna. Hún hafði loks efni á að kaupa mat og skóla­gögn fyr­ir börn­in og eign­að­ist eig­ið hús­næði.</p> <p>Þessi smá­vægi­lega að­stoð er miklu stærri en hún virð­ist í fyrstu eins og Ari­ann­es út­skýr­ir. „Það sem fjöls­kyldu­efl­ing­in gerði fyr­ir okk­ur var að koma í veg fyr­ir að börn­in hætti í skóla, að þau myndu svelta og mjög lík­lega leið­ast út í vændi. Það eru því mið­ur ör­lög margra barna hér á þessu svæði,” seg­ir Ari­ann­es en með­al af­leið­inga vænd­is er mik­il út­breiðsla HIV til­fella með til­heyr­andi dauðs­föll­um og eft­ir standa mun­að­ar­laus börn.</p> <p>Char­les Mt­hengomwacha, verk­efn­is­stjóri fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar sem SOS á Ís­landi rek­ur skammt frá, und­ir­strik­ar hversu stórt þetta vanda­mál er. „Að­eins hér á Nga­bu svæð­inu eru 13.500 börn í raun­veru­legri hættu á að verða mun­að­ar­laus."</p> <p>Ari­ann­es vildi að lok­um koma á fram­færi þakk­læti til Ís­lend­inga sem styðja við fjöl­skyldu­efl­ing­una. Hún lít­ur nú björt­um aug­um til fram­tíð­ar. „Ég finn mik­ið ör­yggi í því að búa í eig­in hús­næði og ég afla tekna með sauma­mennsk­unni. Börn­in fá að borða og þau sækja skóla.”</p> <p>Heimild: <a href="https://www.sos.is/sos-sogur/fjolskylduefling/saumavel-bjargadi-fjolskyldunni/" target="_blank">Vefur SOS Barnaþorpanna</a></p>

30.05.2022Tveir nýir UNESCO skólar

<span></span> <p>Tveir skólar bættust nýlega við UNESCO skólanetið hér á landi, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Patreksskóli. Þar með eru UNESCO skólarnir á Íslandi orðnir tólf talsins, sjö framhaldsskólar, fjórir grunnskólar og einn leikskóli.</p> <p><a href="https://www.un.is/2022/05/tveir-nyir-unesco-skolar/" target="_blank">Félag Sameinuðu þjóðanna</a> fer fyrir skólanetinu á Íslandi í samstarfi við íslensku UNESCO nefndina en það byrjaði sem tilraunaverkefni árið 2015. Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu. Skólanet UNESCO skóla er eitt elsta skólanet í heimi en það hefur verið starfrækt frá árinu 1953. Nú eru um 11.500 skólar sem tilheyra netinu og starfa í 182 löndum um allan heim.</p> <p>Að vera UNESCO-skóli felur í sér samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverjum af fjórum þemum UNESCO-skóla. Þau eru:&nbsp;alþjóðasamvinna,&nbsp;starfsemi Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun&nbsp;og&nbsp;friður og mannréttindi.</p> <p>UNESCO-skólarnir halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna, til dæmis alþjóðadaga mannréttinda, jafnréttis, læsis, hafsins, barnsins, friðar og vísinda. Skólarnir standa jafnframt árlega fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Þetta geta verið þemadagar eða viðburðir sem tengjast gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum.</p> <p>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi aðstoðar skóla í umsóknarferlinu og veitir ráðgjöf við innleiðingu verkefnisins. Verkefnastjóri UNESCO skóla á Íslandi er Kristrún María Heiðberg,&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a></p>

27.05.2022Sjö íslensk félagasamtök hljóta styrki til þróunarsamvinnuverkefna í Afríku

<p>Utanríkisráðuneytið hefur gert samninga við sjö íslensk félagasamtök um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar í ríkjum í Afríku. Árlega eru veittir styrkir til slíkra verkefna undir hatti samstarfs ráðuneytisins við félagasamtök í þróunarsamvinnu en fjölbreytt flóra samtaka er til staðar hér á landi. Íslensk félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki sem samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu. Markmiðið með samstarfi ráðuneytisins og félagasamtaka er meðal annars að draga úr fátækt og að leggja lóð á vogarskálarnar í þágu sjálfstæðs, þróttmikils og fjölbreytilegs borgaralegs samfélags í þróunarríkjum.</p> <p>Auglýstar voru allt að 50 milljónir króna til úthlutunar árið 2022 og bárust alls níu umsóknir frá átta félagasamtökum að heildarupphæð 132 milljónir króna. Því var eftirspurn eftir styrkjum töluvert umfram það sem auglýst var. Þess ber að geta að stærstu félagasamtökin í þróunarsamvinnu; Barnaheill á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn og SOS Barnaþorp eru með rammasamning við ráðuneytið til þriggja ára og sækja ekki um einstaka styrki.</p> <p><strong>Styrktarfélagið Broskarlar</strong> fær áframhaldandi stuðning til tveggja ára fyrir verkefnið „menntun í ferðatösku.“ Verkefnið miðar að því að aðstoða börn sem búa við sárafátækt á völdum svæðum í Kenía við að ná betri tökum á stærðfræði (með hvatakerfi) og auka þannig möguleika þeirra á að ná inntökuskilyrðum til að hefja háskólanám.</p> <p><strong>ABC barnahjálp</strong> hlýtur styrk til eins árs til að styðja við uppbyggingu á kvennadeild, barnadeild og almennri deild á Rackoko heilsugæslunni í Pader héraði í Úganda. ABC hefur unnið að uppbyggingu á svæðinu síðan 2007, einkum varðandi uppbyggingu skóla og menntunar. Samstarfsaðili er ABC Children’s Aid Uganda.</p> <p><strong>Aurora velgerðarsjóður</strong> fær styrk til eins árs vegna verkefnis um valdeflingu ungmenna, í Freetown og víðar í Síerra Leóne, með þjálfun í upplýsingatækni og viðskiptarekstri. Miðar verkefnið að því að ungt fólk öðlist tækifæri og þekkingu til að gera varanlega breytingu á eigin lífi.</p> <p><strong>Candle Light Foundation á Íslandi</strong> fær styrk til eins árs til að bæta aðgengi fatlaðra stúlkna sem sækja Candle Light skólann í Úganda. Áhersla er lögð á að gera öll svæði skólans aðgengileg, sett séu upp hjálpartæki á salerni, uppsetningu rampa og að skólalóð verði þannig úr garði gerð að notendur hjólastóla og annarra hjálpartækja komist leiðar sinnar hjálparlaust.</p> <p> <strong>Landssamtökin Þroskahjálp</strong> hljóta styrk til eins árs til verkefnis sem nefnist samráðsvettvangur um stuðning við fötluð börn í Mangochi, Malaví. Markmið verkefnisins er þríþætt: að auka samstarf og samráð um málefni fatlaðra barna í Mangochi, að fjölga fötluðum börnum sem sækja skóla og leikskóla og styðja mæður fatlaðra barna til að stofna foreldrasamtök/hagsmunasamtök í héraðinu.</p> <p><strong>Samband Íslenskra Kristniboðsfélaga</strong> fær styrk til eins árs vegna stuðnings við menntun barna og ungmenna í vestanverðri Pókot sýslu í Kenía. Unnið er gegn kynjahalla í framhaldsskólum með því að hlúa að hagsmunum ungra stúlkna sem frekar virðast flosna upp úr námi en drengir. Er það gert með byggingu heimavista fyrir stúlkur við framhaldsskóla til að auka öryggistilfinningu þeirra.</p> <p><strong>Vinir Kenía</strong> fá nýliðastyrk sem snýr að vatnsöflun til skóla í Tansaníu. Rúmlega 2500 börn stunda nám við skólann og mun verkefnið tryggja þeim aðgengi að hreinu vatni allan ársins hring. Undir núverandi fyrirkomulagi fær skólinn vatn einu sinni í viku sem dugir skammt ásamt því að kostnaðurinn er talsverður. Mörg börn koma með vatn á brúsa í skólann eða þurfa að sækja það með því að ferðast talsverða vegalengd sem getur verið hættulegt.</p> <p>Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Næsta úthlutun er áætluð í byrjun árs 2023. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins.</p>

25.05.2022„Vonin býr í Afríku“

<span></span> <p>„Á degi Afríku fagnar heimurinn miklum fyrirheitum og tækifærum hinnar fjölbreyttu og þróttmiklu heimsálfu,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni Dags Afríku sem er haldinn hátíðlegur 25. maí ár hvert. „Vonin býr í Afríku,“ bætti hann við og vísaði til ungu kynslóðarinnar í Afríkuríkjum þar sem sjö af hverjum tíu íbúum er yngri en þrjátíu ára.</p> <p>Dagur Afríku hefur verið haldinn hátíðlegur frá stofnun samtaka um einingu Afríku 25. maí 1963 sem breyttist síðar í Afríkusambandið (AU). Dagurinn nefndist lengi vel frelsisdagur Afríku. </p> <p>Allt frá því Ísland hóf formlega tvíhliða þróunarsamvinnu á áttunda áratug síðustu aldar hafa samstarfsríkin fyrst og fremst verið í Afríku. Í dag eru samstarfsríkin tvö, Malaví og Úganda, auk þess sem greint hefur verið frá því að Síerra Leóne verði innan tíðar samstarfsríki Íslands. Verkefni íslenskrar þróunarsamvinnu hafa síðustu árin einkum verið unnin í samvinnu við héraðsstjórnir í samstarfsríkjunum þar sem lögð hefur verið áhersla á umbætur í grunnþjónustu sveitarfélaganna við íbúana, einkum á sviði lýðheilsu, vatns- og hreinlætismála og menntunar. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun eru leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p>António Guterres lagði áherslu á það í ávarpi sínu að horfurnar út við sjóndeildhringinn fyrir Afríku væru bjartar þrátt fyrir margvíslegar áskoranir sem hamli því að álfan blómstri. Hann nefndi sérstaka heimsfaraldur kórónuveirunnar og hrikalegra áhrifa hennar á hagkerfi álfunnar ásamt loftslagsbreytingum, viðvarandi stríðsátökum og alvarlegum matarskorti. Hann minnti líka á að innrásin í Úkraínu gerði illt verra og hefði alvarlegar afleiðingar í þróunarríkjum, ekki síst í Afríku.</p> <p>Afríkubandalagið hefur tilnefnt árið 2022 sem ár næringar. Guterres hvatti til þess í ávarpi sínu að heimurinn taki undir með öllum íbúum Afríku um að efla fæðuöryggi og tryggja næringu hvers og eins. „Við verðum einnig að efla viðleitni okkar til að binda enda á heimsfaraldurinn, umbylta alþjóðlegu fjármálakerfi, stöðva loftslagsbreytingar og þagga niður í byssum allra átaka.“</p> <p>Þá hét hann því að Sameinuðu þjóðirnar myndu styðja og standa stolt með íbúum álfunnar um velmegandi og friðsæla Afríku.</p>

24.05.2022Metfjöldi á flótta vegna átaka og loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Flóttafólk í heiminum hefur aldrei verið fleira en í dag. Eitt hundrað milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, ofsókna eða loftslagsbreytinga, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNCHR.</p> <p>„Hundrað milljónir er vægðarlaus tala – alvarleg og skelfileg í senn.&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/05/1118772">Þetta eru mettölur</a>&nbsp;sem við hefðum helst aldrei viljað sjá,“ segir Filippo Grandi, framkvæmdarstjóri Flóttamannastofnunarinnar. „Vonandi verður þetta hvati fyrir okkur til að vinna að því að leysa og koma í veg fyrir vopnuð átök, hætta ofsóknum og takast á við orsakir þess að saklaust fólk neyðist til að flýja heimili sín.“</p> <p>Í lok árs 2021 hafði fjöldi fólks á flótta náð níutíu milljónum, meðal annars vegna vopnaðra átaka í Eþíópíu, Búrkína Fasó, Mjanmar, Nígeríu,&nbsp;<a href="https://unwomen.is/afganistan-staf-un-women-had-godvild-talibana/">Afganistan</a>&nbsp;og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Stríðið í Úkraínu í upphafi ársins hefur neytt um átta milljónir til þess að yfirgefa heimili sín. Þar af hafa um sex milljónir flúið til annarra ríkja Evrópu, þar með talið til Íslands.</p> <p><strong>Eitt prósent jarðarbúa á flótta</strong></p> <p>Hundrað milljónir er því sem nemur eitt prósent jarðarbúa. Rúmur helmingur þeirra, eða um 53,2 milljónir, eru á&nbsp;<a href="https://unwomen.is/jemen-13-milljonir-thungadra-kvenna-thjast-af-vannaeringu/">flótta innan eigin ríkis</a>&nbsp;vegna vopnaðra átaka.</p> <p>Ofsaveður á borð við flóð, storma og hitabeltisstorma knúðu 23,7 milljónir á flótta frá heimilum sínum í 2021, aðallega í Asíu og Kyrrahafinu.</p> <p>„Viðbrögð alþjóðasamfélagsins við fólki sem flúið hefur átökin í Úkraínu hafa almennt verið jákvæð. Samkenndin er enn á lífi og við þurfum að sjá samskonar samkennd við öllum krísum. Mannúaraðstoð er viðbragð en ekki lækning við þeirri krísu sem við stöndum frammi fyrir. Eina leiðin til að snúa þessari þróun við er að stuðla að friði og öryggi. Saklaust fólk á ekki að þurfa að taka þá ómögulegu ákvörðun um að búa við óöryggi og lífshættu heima hjá sér eða að flýja út í óöryggi og óvissu,“ segir Grandi.</p> <p><strong>Kvenmiðuð neyðaraðstoð aldrei mikilvægari</strong></p> <p><a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/">Stríðsátök hafa ólík áhrif</a>&nbsp;á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum eru konur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við skort þegar stríðsátök geisa. Þá margfaldast tíðni mæðra- og ungbarnadauða á stríðstímum.</p> <p>UN Women hefur lagt mikla áherslu á að kvenmiðuð neyðaraðstoð sé veitt á átakatímum, ekki aðeins í sínum verkefnum heldur einnig verkefnum annarra viðbragðsaðila og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægi kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú.</p> <p>Heimild: <a href="https://unwomen.is/metfjoldi-a-flotta-vegna-ataka-og-loftslagsbreytinga/" target="_blank">UN Women</a></p>

24.05.2022Fæðingarfistilsverkefni hleypt af stokkunum í Síerra Leóne

<span></span> <p>Í gær, á alþjóðlegum degi baráttunnar gegn fæðingarfistli, var samstarfsverkefni Íslands, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, og heilbrigðisyfirvalda í Síerra Leóne formlega hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn í Freetown. Verkefnið miðar að því að útrýma fæðingarfistli í landinu.</p> <p>Verkefnið tekur á heildstæðan hátt á orsökum og afleiðingum fæðingarfistils fyrir konur og stúlkur. Það snýr meðal annars að fyrirbyggjandi aðgerðum um vitundarvakningu, fræðslu og betra aðgengi að bættri mæðravernd. Einnig er áformað að auka framboð á skurðaðgerðum og bæta eftirfylgd með þeim konum og stúlkum sem gangast undir skurðaðgerðir með valdeflandi verkefnum sem renna stoðum undir lífsafkomu þeirra. </p> <p>Náið verður unnið með stjórnvöldum í Síerra Leóne við innleiðingu verkefnisins og lögð áhersla á að efla getu heilbrigðisstofnana til að veita viðunandi fæðingar-, kyn- og frjósemisþjónustu.</p> <p>Ísland hefur um árabil stutt <a href="https://endfistula.org/">alþjóðlegu baráttuna gegn fæðingarfistli</a> sem leidd er af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal verkefni sjóðsins í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2022/05/23/Vilja-utryma-faedingafistli-i-Malavi-gegnum-throunarsamvinnu-Islands/" target="_blank">Malaví</a>&nbsp;og Síerra Leóne. Fæðingarfistill er viðvarandi vandamál í fátækustu löndunum þar sem margar barnungar stúlkur eignast börn en fæðingarfistill þekkist varla á Vesturlöndum. Talið er að þúsundir kvenna og stúlkna þjáist af fæðingarfistli í heiminum, flestar í ríkjum Afríku.</p>

23.05.2022Vilja útrýma fæðingafistli í Malaví gegnum þróunarsamvinnu Íslands

<span></span> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) gegn fæðingarfistli víðs vegar í heiminum, meðal annars í Malaví, sem er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í alþjóðlegri tvíhliða þróunarsamvinnu. Í dag er alþjóðadagur um útrýmingu á fæðingarfistli þar sem vakin er athygli á einum vanræktasta lýðheilsuvanda samtímans. </p> <p>Um tvær milljónir kvenna þjást af fæðingarfistli (obstetric fistula) samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Í Malaví er talið að um 0,6 prósent kvenna þjáist af fæðingarfistli. Mikill líkamlegur sársauki og skömm fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga, með þeim afleiðingum að konur hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til félagslegrar útskúfunar. </p> <p><strong>Saga Liviness Inoki</strong></p> <p>Liviness Inoki er þrítug, þriggja barna móðir sem býr í afskekktu þorpi í Mangochi héraði í Malaví. Hún fékk fæðingarfistil eftir að hafa gengið í gegnum barnsfæðingu með þriðja barn sitt án þess að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það hafði í kjölfarið alvarlegar afleiðingar fyrir hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég varð félagslega útskúfuð úr samfélaginu um tveggja ára skeið, enginn vildi vera í kringum mig út af lyktinni. Það var erfitt að finna vinnu og það hafði gríðarleg fjárhagsleg áhrif á mig og fjölskylda,“, segir Liviness. </p> <p>Hún hafði lengi reynt að leita sér aðstoðar en án árangurs. Hún var ítrekað gerð afturreka og henni sagt að aðgerðir væru ekki framkvæmdar í Malaví. En dag einn hitti Liviness heilbrigðisfulltrúa nálægt heimili sínu sem sagði henni frá því að núna gætu konur eins og hún, sem þjást af fæðingarfistli, sótt þjónustu við héraðssjúkrahúsið í Mangochi bæ. Þar er stefnt að reglubundum aðgerðum sem verða því aðgengilegar konum í heimabyggð.</p> <p>„Aðgerðin breytti lífi mínu til hins betra. Ég get núna séð fyrir fjölskyldu minni og verið virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu,“ segir Liviness sem fékk loksins þá þjónustu sem hún þarfnaðist. Hún gekkst undir skurðaðgerð sér að kostnaðurlausu til að laga fæðingarfistilinn á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi, með stuðningi frá Íslandi og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</p> <p><strong>Ótímabærar þunganir unglingsstúlkna</strong></p> <p>Fæðingarfistill er oftast afleiðing af ótímabærum barnsburði unglingsstúlkna sem ekki hafa náð nægilegum líkamlegum þroska til að fæða barn þar sem þær eru enn að þroskast sjálfar líkamlega og andlega. Eins og í tilfelli Liviness myndast fæðingafistill þegar viðeigandi heilbrigðisþjónusta í kringum barnsburð og fæðingu er ekki til staðar, inngrip og gæði fæðingarþjónustunnar af skornum skammti eða koma til of seint í fæðingarferlinu til að koma í veg fyrir að fistillinn myndist.</p> <p>Nýlega fóru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, þær Uchizi Chihana og Ragnheiður Matthíasdóttir, í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs, samstafshéraðs Íslands í þróunarsamvinnu til síðustu þrjátíu ára, til kynna sér nánar starfsemi Íslands í héraðinu meðal annars þann stuðning sem Ísland veitir í baráttunni gegn fæðingafistli með því að hitta Liviness. </p> <p>„Það var einstaklega fróðlegt að fá beina innsýn inn í stuðning Íslands í baráttunni að binda enda á fæðingarfistil í Mangochi héraði með því að tala beint við Liviness og fræðast um líf hennar og þær áskoranir sem hún þurfti að takast á við,“ segir Ragnheiður.</p> <p>Á síðasta ári voru framkvæmdar 55 aðgerðir á konum með fæðingarfistil með stuðningi frá Íslandi. „Með nýrri skurðstofu sem verður opnuð bráðlega við héraðssjúkrahúsið verður hægt að veita konum eins og Liviness, sem þjást af fæðingarfisfistli, enn betri þjónustu,“ segir Uchizi Chiana.</p>

23.05.2022Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

<span></span> <p>Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve. </p> <span></span> <p>Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir hagnýtt verkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía en einkum að stofnun kvenmiðaðrar miðstöðvar um réttlæti og ábyrgð. Verðlaun fyrir rannsóknarverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.</p> <p>Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. </p> <p>Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla. </p>

20.05.2022Starf UN Women í Afganistan háð góðvild talíbana

<span></span> <p>„Afganskar konur mega ekki nota almenningssamgöngur eða fara í flug nema í fylgd karlkyns ættingja. Þær mega ekki taka leigubíl, fara einar út í matvöruverslun, eða njóta almenningsgarða nema á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. Hina daga vikunnar eru garðarnir ætlaðir karlmönnum. Það ríkir því algjör aðskilnaður kynjanna og grundvallarmannréttindi afganskra kvenna eru ekki lengur til staðar,“ segir Alison Davidian, yfirmaður landsskrifstofu UN Women í Afganistan um stöðu kvenna í landinu.</p> <p>Í <a href="https://unwomen.is/afganistan-staf-un-women-had-godvild-talibana/" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef UN Women er fjallað um konur í Afganistan og þar segir að frá því að talíbanar tóku sér völd í Afganistan í ágúst í fyrra, hafi réttindi kvenna og stúlkna í landinu horfið með öllu. Talíbanastjórnin tilkynnti 7. maí síðastliðinn að konur væru skyldugar til að hylja andlit sitt og líkama á almannafæri.</p> <p>„Fyrir 15. ágúst 2021 voru konur&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2021/10/news-afghan-women-leaders-speak-at-the-un">28% þingmanna</a>&nbsp;í Afganistan og um 30% opinberra starfsmanna. Stúlkur gátu stundað framhaldsnám og starfrækt var sérstakt jafnréttismálaráðuneyti. Alison segir að þessi framfaraskref hafi horfið á einu augabragði; jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum sagt að snúa ekki aftur til opinberra starfa. Síðan þá hafa hver grundvallarmannréttindin á fætur öðrum verið hrifsuð af afgönskum konum.“</p> <p><strong>Níu af hverjum tíu orðið fyrir ofbeldi</strong></p> <p>„Þessar miklu takmarkanir á réttindum kvenna ofan á algjört efnahagslegt hrun landsins þýðir að afganskar konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir sárafátækt og viðvarandi hungri. Þær hafa engar bjargir því þær mega ekki einu sinni fara út úr húsi einar, hvað þá vinna,“ útskýrir Alison.</p> <p>Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn og valdatöku talíbana, höfðu níu af hverjum tíu konum í Afganistan orðið fyrir ofbeldi af hendi maka einhvern tímann á lífsleiðinni. Að sögn Alison er líklegt að þessi tala hafi hækkað í kjölfar COVID-19 og þeirra miklu efnahagsþrenginga sem nú eru.</p> <p>„Takmarkanir talíbana á líf kvenna hefur einnig áhrif á fjölskyldulíf þeirra. Margar fjölskyldur misstu aðra fyrirvinnu sína og nú þurfa eiginmenn að fylgja konum sínum allt, meira að segja út í matvörubúð. Þetta hefur því líka gríðarleg áhrif á líf afganskra karla og eykur núninginn heima fyrir.“</p> <p><strong>Flókin og viðkvæm staða</strong></p> <p>UN Women hefur starfað í Afganistan í tæpa tvo áratugi. Meðal&nbsp;helstu verkefna UN Women í Afganistan&nbsp;eru mannréttindagæsla og verkefni sem stuðla að jafnrétti og veita alhliða þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. UN Women í Afganistan mun á næstu sex mánuðum efla enn frekar þjónustu við konur í neyð, m.a. með því að koma á fót kvennaathvörfum.</p> <p>Aðspurð segir Alison starfsumhverfi UN Women í Afganistan óstöðugt og erfitt. Rekstur kvennaathvarfa og annarra þjónustumiðstöðva UN Women er háð góðvild yfirmanna talíbana í hverju héraði fyrir sig.</p> <p>Í næstu viku mun hún ferðast um landið og eiga í áframhaldandi samtali og samningaviðræðum við talíbanastjórnir um uppbyggingu svokallaðra „one-stop centre“ fyrir konur. Í slíkum miðstöðvum hljóta konur húsaskjól, starfsþjálfun, sálgæslu, læknis- og lögfræðiaðstoð og dagvistun fyrir börn sín.</p> <p><strong>Eins ólíkir og þeir eru margir</strong></p> <p>„Talíbanar eru mannlegir og eru eins ólíkir og þeir eru margir og skoðanir þeirra endurspegla það. Þeir eru aftur á móti í flókinni stöðu hvað kvenréttindi varðar. Þeir eiga annað hvort á hættu á að fá alþjóðasamfélagið enn frekar upp á móti sér, eða hermenn sína og stuðningsmenn. Þannig þeir reyna að segja sem minnst. Margir í talíbanastjórninni vita af rekstri kvennaathvarfa UN Women og vita af þörfinni – þeir sjá raðirnar af konum og einstæðum mæðrum sem betla og grátbiðja yfirvöld um aðstoð á hverjum einasta degi.</p> <p>„Vegna þessa láta margir þeirra rekstur athvarfanna viðgangast. Það er umhverfið sem við störfum við. Við treystum því að þeir láti sem þeir viti ekki af okkur og að við fáum að starfa óáreitt í þágu kvenna. En það hefur líka gerst að athvörfum hefur verið lokað fyrirvaralaust. Þetta krefst stöðugra samningaviðræðna við hverja einustu yfirstjórn í hverju einasta héraði landsins,“ útskýrir Alison.</p> <p>Sem dæmi um þetta ósamræmi í orðum talíbana eru yfirlýsingar þeirra um skólagöngu stúlkna. Talíbanastjórnin hefur ítrekað lofað því að stúlkur fái að snú aftur til náms, en svo hefur skólum&nbsp; verið lokað strax á fyrsta skóladegi.</p> <p>„Við þurfum að aðstoða þá við að láta þessi loforð rætast,“ segir Alison. „Við þurfum að sýna þeim að kvenréttindi eru ekki vestræn hugmyndafræði og því höfum við verið að biðla til annarra ríkja sem eru múslimatrúar um að styðja við okkur. Ýmsir þjóð- og trúarhöfðingar frá nágrannaríkjunum hafa stigið fram og bent á að ekkert í íslam banni skólagöngu stúlkna. Þetta eykur á þrýstinginn.“</p> <p>Stuðningur einkageirans nauðsynlegur</p> <p>Innt eftir því hvað almenningur á Íslandi geti gert til að styðja við afganskar konur og stúlkur á þessum tímum, segir Alison að fólk geti m.a.&nbsp;<a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/">stutt við samtök</a>&nbsp;á borð við UN Women með fjárframlögum.</p> <p>„Fjárstuðningur er nauðsynlegur því búið er að frysta alþjóðlegt fjármagn til landsins sem gerir starfsumhverfi okkar mjög erfitt. Fólk getur einnig stutt við þau sem flúið hafa Afganistan til Íslands og verið þeim innan handar. Það er einnig mjög hjálplegt að fylgja afgönskum baráttukonum á samfélagsmiðlum til að tryggja að raddir þeirra heyrist og berist sem víðast.“</p> <p>Alison hvetur jafnframt íslensk fyrirtæki til að sýna frumkvæði í þessum efnum.</p> <p>„Einkageirinn þarf að taka frumkvæðið í uppbyggingu Afganistan þar sem ríkisstjórnir gera það ekki. Talíbanar eru ekki viðurkenndir sem opinber stjórn landsins og alþjóðasamfélagið hefur því sett öll þróunarframlög til landsins í frost. Þörfin er gríðarleg, um 90% þjóðarinnar er á barmi hungursneyðar, atvinnuleysi er í hámarki og erfiður vetur hefur gert stöðuna enn verri,“ segir Alison að lokum.</p>

19.05.2022Íslenskir námsmenn styðja flóttafólk á Íslandi í leit að menntun

<span></span> <p>Verkefnið „<a href="https://www.studentrefugees.is/" target="_blank">Student Refugees</a>“ á vegum Landssambands íslenskra stúdenta, LÍS, veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð og leiðsögn við að sigrast á hindrunum sem mæta þeim innan menntakerfisins. Guðbjörg Erla Hallgrímsdóttur, alþjóðafulltrúi hjá LÍS og fulltrúi Student Refugees, segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/80269-flottafolk-a-islandi-saekir-ser-menntun-med-adstod-sjalfbodalida-ur-rodum-namsmanna.html" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, að stutt hafi verið við bakið á um 50 hælisleitendum og flóttamönnum á Íslandi í sjálfboðaliðastarfi gegnum verkefnið. </p> <p>Karolis Zibas, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum og löndum Balkanskaga, lofar framtaksverkefnið. „Aðgangur að menntun er ein grunnforsenda þess að flóttafólk geti tekið framtíð sína í eigin hendur. Student Refugees sér ekki aðeins um að útvega ungu flóttafólki á Íslandi nauðsynlega aðstoð heldur styrkir verkefnið einnig tengsl þeirra við samfélagið“.</p> <p>Í greininni kemur fram að í augnablikinu sé verið að gera verkefnið sjálfstæðara og síður háð LÍS sem skiptir um stjórn á hverju ári. Markmiðið sé að tryggja áframhaldandi stuðning við ungt flóttafólk á Íslandi. „Við viljum að fólk mennti sig. Það auðveldar þeim að verða hluti af samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls“, segir Guðbjörg Erla.</p> <p>Í greininni er sögð saga afganska flóttamannsins Sayed Khanoghli sem stefnir á útskrift úr menntaskóla sumarið 2023 og í framhaldinu vonast hann til að hefja háskólanám og byggja upp framtíð á Íslandi.</p> <p>„Það er ekki auðvelt að yfirgefa heimaland sitt þegar öryggi manns er ógnað og sumir láta mér líða eins og ég eigi ekki heima hér, en mig langar virkilega að aðlagast samfélaginu. Ég tala íslenskuna ekki að alveg reiprennandi ennþá en það er allt að koma og þegar ég útskrifast opnast mörg tækifæri,“ segir Sayed sem er einnig formaður ungliðahreyfingar Amnesty og vinnur hlutastarf til að afla tekna.</p> <p>„Ég vona að ég geti orðið ríkisborgari þegar fram líða stundir. Ég er mjög hrifinn af landinu og á marga vini hér.“</p> <p><a href="https://www.unhcr.org/neu/is/80269-flottafolk-a-islandi-saekir-ser-menntun-med-adstod-sjalfbodalida-ur-rodum-namsmanna.html" target="_blank">Greinin í heild</a></p>

18.05.2022Ákall UNICEF: Hækkandi matvælaverð og niðurskurður ávísun á alvarlega vannæringu barna

<span></span><span></span> <p>Hafin er neyðarsöfnun á vegum UNICEF á Íslandi vegna alvarlegrar vannæringar barna. UNICEF bendir á að stríðið í Úkraínu, efnahagsþrengingar vegna COVID og loftlagsbreytingar hafi víðtæk áhrif á matvælaverð sem leiða muni til aukinnar vannæringar milljóna barna.</p> <p>Fyrir stríðið í Úkraínu fjölgaði börnum mjög sem glíma við alvarlega rýrnun, en nú varar&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, við því að víðtæk áhrif þess séu að skapa hættuástand og&nbsp;matvælakreppu sem aðeins muni versna.</p> <p>Þetta kemur fram í nýrri velferðarviðvörun frá&nbsp;UNICEF, (e.&nbsp;Child&nbsp;Alert), sem aðeins er gefnar út þegar brýna nauðsyn krefur. Skýrslan sem ákallinu fylgir ber yfirskriftina&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/child-alert/severe-wasting">„SEVERE&nbsp;WASTING: AN&nbsp;OVERLOOKED&nbsp;CHILD&nbsp;SURVIVAL&nbsp;EMERGENCY.“</a></p> <p>„Áður en stríðið í Úkraínu fór að ógna matvælaöryggi um víða veröld voru átök, loftslagsbreytingar&nbsp;og heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 að hafa skelfileg áhrif á getu foreldra til að gefa börnum sínum að borða,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, í ákallinu. „Heimurinn er á leifturhraða að verða púðurtunna fyrir sjúkdóma hjá börnum sem vel er hægt að koma í veg fyrir, sem og fyrir börn sem glíma við rýrnun.“</p> <p>Rýrnun er alvarlegasta birtingarform vannæringar og UNICEF segir að í dag séu að minnsta kosti tíu milljónir barna sem ekki hafa aðgengi að bestu meðferðinni við þessum lífshættulega ástandi sem er næringarríkt jarðhnetumauk. </p> <p><strong>Stríð, loftlagsvá og þurrkar skapa neyðarástand</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;varar við því að samspil nokkurra lykilþátta skapi neyðarástand í fæðuöryggi og þar með aukningu alvarlegrar rýrnunar hjá börnum á heimsvísu. Fyrst að nefna sé stríðið í Úkraínu, efnahagserfiðleikar ríkja vegna heimsfaraldursins og viðvarandi þurrkatíð í mörgum löndum vegna&nbsp;hamfarahlýnunar.</p> <p>Gangi spár eftir mun verð á næringarríku jarðhnetumauki hækka um 16 prósent á næstu sex mánuðum vegna skarpra hækkana á hráefnisverði. Einungis þessi hækkun gæti skilið 600 þúsund börn eftir án aðgengis að þessari lífsnauðsynlegu meðferð.</p> <p>„Fyrir milljón börn ár hvert skilja þessir litlu pokar af jarðhnetumauki á milli lífs og dauða. Sextán prósenta hækkun hljómar viðráðanleg í alþjóðlegu samhengi matvöruverðs, en við enda þessarar aðfangakeðju er vannært barn sem á allt sitt undir,“ segir&nbsp;Russell.</p> <p><strong>Hættulegasta form vannæringar</strong></p> <p>Alvarleg rýrnun, þar sem börn teljast of grönn miðað við hæð með þeim afleiðingum að ónæmiskerfi þeirra veikist verulega, er bráðasta, sýnilegasta og lífshættulegasta birtingarform vannæringar. Á heimsvísu þjást 13,6 milljónir barna undir fimm ára aldri af þessum sjúkleika í dag og til hans má rekja dauða eins af hverjum fimm börnum í þessum aldurshópi.&nbsp;</p> <p>Í Suður-Asíu er tíðni alvarlegrar rýrnunar verst þar sem nærri eitt af hverjum 22 börnum glíma við rýrnun. Það er þrefalt meira en í Afríku sunnan&nbsp;Sahara. Og víða um heim eru ríki að sjá fordæmalausa tíðni alvarlegrar rýrnunar. Í Afganistan er áætlað að 1,1 milljón barna muni þjást af rýrnun á þessu ári. Helmingi fleiri en árið 2018 þar í landi.&nbsp;Þurrkatíð á horni Afríku er að verða þess valdandi að áætlað er að fjöldinn þar fari úr 1,7 milljón í tvær milljónir barna og 26 prósent aukningu er spáð á&nbsp;Sahel-svæði Afríku, samanborið við 2018.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/OvQiiVW_Ywo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>UNICEF&nbsp;skorar á þjóðir að bregðast við&nbsp;</strong></p> <p>Velferðarviðvörun&nbsp;UNICEF&nbsp;telur einnig áhyggjuefni hversu lág framlög til baráttunnar gegn rýrnun séu. Lítil von sé um að þau nái því sem var fyrir heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi 2028. Á heimsvísu fari aðeins um 2,8 prósent af opinberri þróunarsamvinnu til heilbrigðisþjónustu í baráttu gegn rýrnun. Og aðeins 0,2 prósent af&nbsp;heildarframlögum til þróunarsamvinnu.</p> <p>Til að tryggja að öll börn fái viðeigandi meðferð við alvarlegri rýrnun og vannæringu kallar&nbsp;UNICEF&nbsp;meðal annars eftir:&nbsp;</p> <ul> <li>Að stjórnvöld auki opinber framlög sín af þróunarfé til næringaraðstoðar um að minnsta kosti 59% umfram það sem þau voru árið 2019 svo hægt verði að ná til barna í þeim 23 ríkjum sem verst eru sett.</li> <li>Þjóðir taki meðhöndlun við rýrnun undir hatt heilbrigðisþjónustu og langtímaþróunarsamvinnu svo öll börn njóti góðs af meðferðaraðstoð, ekki aðeins þau sem búa við&nbsp;mannúðarkrísu.</li> <li>Tryggð verði sértæk ráðstöfun fyrir&nbsp;næringarfæði&nbsp;í fjárhagsáætlunum til að takast á við&nbsp;hungurkreppuna&nbsp;í heiminum, svo&nbsp;hægt verði að bregðast tafarlaust við þörfum barna sem glíma við alvarlega rýrnun.&nbsp;</li> </ul> <p>„Það er engin ástæða til að barn þjáist vegna alvarlegrar rýrnunar. Ekki þegar við höfum lausnir til að takast á við og koma í veg fyrir það. Tíminn er að renna út til að virkja samtakamátt alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla vannæringu áður en ástandið verður enn verra,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, að lokum.</p> <p><a href="https://www.unicef.is/neydarakall" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF</a></p>

18.05.2022Fyrrverandi nemendur GRÓ skólanna á Íslandi hittast í Malaví

<span></span> <p>Alls hafa 54 nemendur frá Malaví stundað nám við <a href="https://www.grocentre.is/is">GRÓ skólana</a>&nbsp;fjóra á Íslandi: Jarðhitaskólann, Jafnréttisskólann, Landgræðsluskólann og Sjávarútvegsskólann sem starfa undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.</p> <p><span>Nýverið hittust þessir fyrrverandi nemendur skólana í boði sendiráðs Íslands í Lilongwe til að tengjast hvert öðru og samstarfsaðilum sendiráðsins í landinu. „Það var einstaklega gaman að standa fyrir þessum viðburði, að fá að hitta einstaklinga frá Malaví sem hafa búið og stundað nám á Íslandi og komið aftur heim til að nýta þekkingu úr náminu við störf sín í Malaví,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span>Að hennar sögn er mikilvægt fyrir sendiráðið í Lilongwe að mynda tengslanet við þessa einstaklinga, ásamt því að tengja þá við þær stofnanir sem Ísland vinnur með í Malaví. Einn fyrrverandi nemandi Sjávarútvegasskólann hefur til dæmis komið að verkefnum tengdum fiskvinnslu og efnahagslegri valdeflingu kvenna í Mangochi héraði, sem hefur verið studd af Íslandi í gegnum héraðsverkefnið um bætta grunnþjónustu í Mangochi. „Það samstarf er gott dæmi um það hvernig nokkrir þræðir íslenskrar þróunarsamvinna tvinnast saman og skila mjög góðum árangri,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Viðburðinn heppnaðist vel og rætt var um að hópurinn komi aftur saman á næstu misserum til að eiga í formlegri umræðum um samstarf á sviðum skólana í Malaví. „Við höfum mikinn áhuga á að reyna að stuðla að frekari samvinnu á milli fyrrum GRÓ nemenda og tengja þá við störf íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe. </span></p> <p><span>GRÓ-skólarnir starfa á sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérþekkingu og meginmarkmið þeirra er að stuðla að nýrri þekkingu, hæfni og lausnum í fátækari ríkjum og í ríkjum þar sem átök hafa geisað sem nýtist til framfara, með áherslu á stjórnkerfi ríkjanna og stofnanir.</span></p> <p><span>Skólarnir hafa starfað mislengi en Jarðhita- og Sjávarútvegsskólinn hafa verið starfræktir í meira en fjóra áratugi en Landgræðslu- og Jafnréttisskólinn í yfir áratug. Allir eru þeir mikilvæg stoð í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands en GRÓ er þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu um uppbyggingu færni og þekkingar í þróunarríkjum.</span></p>

17.05.2022Þungar áhyggjur af fordómum gegn hinsegin fólki

<span></span> <p>Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lætur í ljós áhyggjur af stöðu hinsegin fólks í ávarpi í dag, 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð LGBTIQ+ fólks. Ísland hefur eins og kunnugt er skipað sér á undanförum árum í fremstu röð ríkja sem berjast fyrir félagslegu jafnrétti og fjölbreytileika.</p> <p>„Ég hef þungar áhyggjur af áframhaldandi ofbeldi, glæpavæðingu, hatursáróðri og harðræði sem LGBTIQ+ fólk sætir. Ekki síst er ástæða til að hafa áhyggjur af nýjum tilraunum til að útiloka þennan hóp frá menntun, atvinnu, heilsugæslu, íþróttum og húsnæði,“ sagði Guterres í ávarpinu.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/lgbtiq-sth-lysa-andstodu-vid-kynhneigdar-leidrettingu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er samkynhneigð bönnuð í 69 ríkjum í heiminum. Það þýðir að um tveir milljarðar manna eða þriðjungur mannkyns, sætir mismunun og mannréttindabrotum.</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að berjast gegn ofbeldi í garð hinsegin fólks, gera skaðlega háttsemi gegn því útlæga, tryggja fórnarlömbum réttlæti og stuðning, og binda endi á hvers kyns ofsóknir, mismunun og glæpavæðingu.</p> <p>„Sameinuðu þjóðirnar eru stoltar af því að styðja grundvallaréttindi og virðingu allra jarðarbúa, þar á meðal LGBTIQ+ fólks,“ segir Guterres. „Ég hvet alla til þess að leggjast á árarnar með okkur til að byggja heim friðar, samheldni, frelsis og jafnréttis fyrir alla.“</p> <p>Í tilefni dagsins tók Kristján Andri Stefánsson sendiherra í Brussel, ásamt Davíð Samúelssyni eiginmanni sínum, og öðrum sendiherrum í Brussel þátt í regnbogamyndatöku við Egmont höllina þar sem belgíska utanríkisráðuneytið hefur aðsetur.</p> <p>Ísland sýndi einnig samstöðu með aðild að sérstakri <a href="https://www.gov.uk/government/news/idahobit-2022-diplomats-for-equality-brussels-joint-statement?fbclid=IwAR0zZI8oG-RO2czi6bOgqMUhcyyxkIc2Pu2gXxtZVZKHFxd-KIPuIeGgWug" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;í tilefni dagsins ásamt 35 öðrum ríkjum.</p> <p>Þá var í dag <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/17/Island-verdur-gestgjafi-IDAHOT-Forum-2023/">greint frá því </a>að&nbsp;<span>árlegur samráðsfundur IDAHOT+ Forum verði haldinn á Íslandi á næsta ári í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Þetta verður í tíunda sinn sem efnt er til þessa samráðs sem sameinar evrópskar ríkisstjórnir, aðgerðasinna, borgaralegt samfélag og aðra hagsmunaaðila til að meta framgang réttinda hinsegin fólks í álfunni.&nbsp;</span></p>

17.05.2022Vilja útrýma barnaþrælkun fyrir árið 2025

<span></span><span></span><span></span> <p>Fulltrúar þjóða sem taka þátt í fimmtu alþjóðaráðstefnunni um útrýmingu barnaþrælkunar hvetja til þess að því takmarki verði náð fyrir árið 2025. Samkvæmt nýjustu tölum um barnaþrælkun er tíunda hvert barn í heiminum þvingað til líkamlegra starfa, eða um 160 milljónir barna.</p> <p>Alþjóðaráðstefnan er að þessu sinni haldin í fyrsta sinn í Afríkuríki, í Suður-Afríku, en í þeirri álfu er barnaþrælkun útbreiddust og framfarir minnstar. Samhljómur er meðal allra þátttakenda um að herða sóknina gegn barnaþrælkun. Síðustu árin, í heimsfaraldri kórónuveirunnar, hefur hún aukist á ný, einkum meðal barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Um sjötíu prósent allra barna í nauðungarvinnu starfa að landbúnaðarstörfum.</p> <p>„Við erum hér vegna þess að við deildum sameiginlegri sannfæringu um að barnaþrælkun, í hvaða mynd sem hún birtist, er óvinur, sem dregur úr þroska barna okkar og hamlar framförum. Engin siðmenning, ekkert land og ekkert hagkerfi getur litið svo á að það sé í fararbroddi framfara ef árangur og auðævi byggjast á striti barna,“ sagði Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku á ráðstefnunni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ombTwldE3Kw" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Samkvæmt Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) hefur í fyrsta sinn í tuttugu ár orðið bakslag í baráttunni gegn barnaþrælkun. „Einhverjir gætu sagt að barnaþrælkun sé óhjákvæmileg afleiðing fátæktar en það er rangt. Við getum aldrei sætt okkur við barnaþrælkun. Ráðast þarf að rótum vandans eins og fátækt en barnaþrælkun er brot á grundvallar mannréttindum og markmið okkar hlýtur alltaf að vera það að börn séu frjáls undan oki vinnuþrælkunar. Við getum ekki unnt okkur hvíldar fyrr en því marki er náð,“ sagði Guy Ryder framkvæmdastjóri ILO á ráðstefnunni.</p> <p><a href="https://www.5thchildlabourconf.org/en" target="_blank">Ráðstefnunni</a> í Durban lýkur á föstudag.</p>

16.05.2022Fjöldi kvenna fær lækningu við fæðingarfistli - takk Ísland!

<span></span> <p>Þrjátíu og tvær ungar konur voru útskrifaðar á dögunum eftir vel heppnaðar aðgerðir gegn fæðingarfistli frá kvennamiðstöð í Síerra Leóne. Miðstöðin, Aberdeen Women´s Centre, nýtur fjárstuðnings frá íslenskum stjórnvöldum en utanríkisráðuneytið hefur frá árinu 2017 falið Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) að ráðstafa framlögum í herferð sjóðsins um árangursmiðaðar aðgerðir til að útrýma fæðingarfistli.</p> <p>Í útskriftarhátíð – „gladi gladi“ á máli heimamanna – hvatti Sibeso Mululuma, fulltrúi UNFPA, ungu konurnar til þess að fara í heimabyggð sína og taka að sér hlutverk sendiherra með því að tala við aðrar konur sem þjást af fæðingarfistli til að leita sér aðstoðar. Liz Goodall, læknir og fistúlusérfræðingur við kvennamiðstöðina tók í sama streng og sagði: „Þið vitið allar hvað það þýðir að lifa með fæðingarfistli. Ég hvet ykkur til að fræða konur í samfélögum ykkar og fá þær til að sækja sér hjálp.“</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/slfistill%20copy.jpg?amp%3bproc=AlbumMyndStor" style="float: left; top: 330.955px; width: 406.444px; height: 527.778px;" />Fæðingarfistill myndast oft hjá unglingsstúlkum við að fæða börn en þess eru einnig dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga, með þeim afleiðingum að stúlkurnar hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til félagslegrar útskúfunar.</p> <p>Við útskriftarhátíðina tók Sarah Bangura, 22ja ára, til máls og sagði: „Nú er ég eðlileg manneskja á ný. Ég hef stjórn á þvaglátum. Ég missti virðinguna sem kona vegna þess að ég pissaði ómeðvitað á mig. Ég gat ekki átt í samskiptum við fólk. Mér leið ömurlega. Eftir aðgerðina get ég glöð setið meðal fólks. Ég er þakklát öllum þeim sem hafa stutt verkefnið, ekki síst UNFPA og ríkisstjórn Íslands. Hjúkrunarfólk á kvennamiðstöðinni á líka lof skilið fyrir fagmennsku.“</p> <p>Á síðasta ári voru gengust 184 konur undir aðgerð vegna fæðingarfistils og þær aðgerðir tókust vel í 93 prósent tilvika. Alls voru 353 konur skimaðar vegna fistilsins. Frá árinu 2011 hefur Aberdeen Women´s Centre, framkvæmt 1731 árangursríkar aðgerðir.</p>

13.05.2022Tilkynnt um viðbótarframlag frá Íslandi á áheitaráðstefnu um Sýrland

<span></span> <p><span>Heildarframlög íslenskra stjórnvalda í þágu sýrlensku þjóðarinnar á þessu ári og fram til ársloka 2024 nema 550 milljónum króna. Tilkynnt var um 60 milljóna króna viðbótarframlag á áheitaráðstefnu í vikunni um Sýrland. Framlagsríki og alþjóða hjálparstofnanir gáfu fyrirheit um 6,7 milljónir Bandaríkjadala á ráðstefnunni sem haldin var í Brussel.</span></p> <p><span>Í máli Högna Kristjánssonar staðgengils sendiherra Íslands á ráðstefnunni kom fram að átökin í Sýrlandi eru ein flóknasta og langvinnasta mannúðarkrísa&nbsp; sem um getur, tæplega fimmtán milljónir Sýrlendinga þurfi á mannúðaraðstoð að halda, efnahagsleg hnignun sé hröð og matvælaóöryggi fari sívaxandi. Það leiði til enn frekari örvæntingar, fátæktar og varnarleysis sýrlensku þjóðarinnar.</span></p> <p><span>„Skuldbinding okkar við sýrlensku þjóðina er enn jafn traust og áður. Flóttamannavandinn í Sýrlandi heldur áfram að vera einn sá mesti í heiminum. Þess vegna er viðvarandi stuðningur alþjóðasamfélagsins við sýrlensku þjóðina enn jafn lífsnauðsynlegur og áður. Við getum ekki litið undan,“ sagði Högni.</span></p> <p><span>Alls tóku fulltrúar 55 þjóða og 22 alþjóðlegra hjálparsamtaka þátt í áheitaráðstefnunni sem fram fór í sjötta sinn. Stríðsátök í Sýrlandi hafa hins vegar staðið yfir í rúmlega ellefu ár.</span></p>

11.05.2022Hringrásarhagkerfi og nútímavæðing fiskveiða í Kenía

<span></span> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu hefur veitt fyrirtækinu Pólar toghlerar ehf. fjárstyrk til að ráðast í undirbúningsverkefni í Kenía við að innleiða hringrásarhagkerfi og ný vinnubrögð við fiskveiðar og meðferð sjávarfangs. Samstarfsaðili er Kaldara Group ehf., auk heimamanna í Kenía.</p> <p>Markmiðið er að ný vinnubrögð og tækni við veiðar geti leitt til umhverfisvænni, hagkvæmari og sjálfbærra veiða í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.&nbsp;</p> <p>Í undirbúningsverkefninu verða kannaðar forsendur fyrir því í samvinnu við sjómenn og aðra hagsmunaaðila í Kenía, að innleiða notkun á nýrri tegund Plúto plast fiskihlera og notkun á einangruðum endurvinnanlegum fiskikössum, svokölluðum „minitubs“. Samhliða því verða skoðaðar leiðir til að bæta vinnubrögð við meðferð aflans, allt frá veiðum til markaðar. Verði niðurstöður jákvæðar verður ráðist í framhaldsverkefni og innleiðingu.</p> <p>Stefnt er að því að bæði fiskihlerarnir og fiskikassarnir verði framleiddir í Kenía, að hluta til úr endurunnu plasti, sem stuðlar að hringrásarhagkerfi, bættu umhverfi, atvinnuuppbyggingu og atvinnuþróun.</p> <p>Við innleiðingu mun almenningur í Kenía eiga kost á heilnæmari fiskafurðum og atvinnu við að safna plastúrgangi og skila honum til samstarfsaðila gegn gjaldi.</p> <p>Pluto fiskihlerarnir þurfa ekki viðnám við botn til að opna fiskitrollið, eru mun léttari í togi og leiða til hagkvæmari og sjálfbærra veiða. Með fiskikössunum og kælingu er unnt að varðveita gæði aflans mun betur en nú er og þar með að nýta sjávarauðlindina betur, tryggja gæði og heilnæmt sjávarfang.</p> <p>Stefnt er að því að ljúka undirbúningsverkefninu í nóvember á þessu ári.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/heimsmarkmidasjodur-atvinnulifs/">Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu</a> veitir íslenskum fyrirtækjum styrki til fjárfestinga í nýjum tækifærum í þróunarlöndum. Verkefni sem fjárfest er í þurfa að styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran hagvöxt í þróunarlandinu. Næsti umsóknarfrestur er til 3. október.</p>

11.05.2022Staða kvenna í Afganistan mikið áhyggjuefni

<span></span> <p>Sima Bahous framkvæmdastýra UN Women lýsir yfir áhyggjum af ákvörðun talíbanastjórnarinnar í Afganistan um að takmarka frelsi afganskra kvenna enn frekar. Á dögunum tilkynnti talíbanastjórnin að afganskar konur væru nú skyldugar til að hylja andlit sín á almannafæri.</p> <p>Frá því talíbanar hrifsuðu völdin í Afganistan í ágúst í fyrra hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið skert. Konum er að mestu meinað að stunda vinnu, ferðast einar, sækja skóla og búa við skert lagaleg- og fjárhagsleg réttindi. Nú hefur þeim líka verið skylt að hylja andlit sín á almannafæri. Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, lýsir yfir áhyggjum af ákvörðun talíbana.</p> <p>„Rétturinn til að ferðast telst til grundvallarmannréttinda og er forsenda þess að konur geti nýtt til fullnustu önnur réttindi sín. Í samfélögum þar sem konur búa við skert réttindi, er samfélaginu sem heild settar skorður. Ekki er hægt að líta á nýjustu ákvörðun talíbana sem annað en enn eina árásina á réttindi kvenna og stúlkna,“ segir í&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/statement/2022/05/statement-on-afghanistan-by-ms-sima-bahous-un-women-executive-director">yfirlýsingu Bahous</a>.</p> <p>„Þessi brot á mannréttindum kvenna og stúlkna kostar Afganistan ríkulega og aftrar efnahagslegri framþróun í landinu. Áætlað er að Afganistan verði af einum milljarði Bandaríkjadala, eða um fimm prósent af þjóðarframleiðslu, með núverandi hömlum á atvinnuþátttöku kvenna. Meirihluti þjóðarinnar býr við sárafátækt, meira en helmingur þarf á brýnni mannúðaraðstoð að halda og heil kynslóð mun alast upp við fæðuóöryggi og hungur. Frekari takmarkanir á réttindum kvenna mun aðeins aftra enduruppbyggingu landsins.“</p> <p>UN Women tekur undir orð framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og hvetur talíbanastjórnina til að standa við gefin loforð hvað varðar réttindi afganskra kvenna. Við hvetjum stjórnina til að veita konum aftur ferðafrelsi sitt og réttinn til vinnu og náms.“</p> <p><a href="https://unwomen.is/yfirlysing-fra-simu-bahous-um-stoduna-i-afganistan/" target="_blank">Nánar á vef UN Women.</a></p>

09.05.2022UNICEF fordæmir enn eina árásina á skóla í Úkraínu

<span></span> <p>„UNICEF&nbsp;fordæmir harðlega enn eina árás á skóla í Úkraínu sem ljóst var að almennir borgarar, þar á meðal börn, höfðu leitað skjóls í,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu. Greint var frá því um helgina að minnst sextíu sé saknað eftir loftárásir rússneska hersins á skólabyggingu í&nbsp;Luhansk&nbsp;í Úkraínu. Óttast er um afdrif þeirra sem þar héldu til.</p> <p>„Við vitum ekki enn hversu mörg börn kunna að hafa látið lífið eða særst í árásinni, en við óttumst hið versta. Að árásin hafi fjölgað enn í hópi þeirra hundruð barna sem látið hafa lífið í þessu stríði. Fjölskyldur sem urðu fyrir árásinni hefðu undir eðlilegum kringumstæðum átt að vera að halda upp á Mæðradaginn, ekki að syrgja ástvini sína,“ segir&nbsp;Russell.</p> <p>„Skólar eiga aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, að vera skotmörk í stríðsrekstri. Að beina árásum að almennum borgurum og stofnunum þeirra er gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum. Þessi síðasta árás er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum sem við höfum þegar séð í þessu stríði þar sem líf og réttindi almennra borgara eru virt að vettugi.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/ukraina " target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi</a></p>

06.05.2022Aukin framlög til Rauða krossins vegna sendifulltrúa í Úkraínu

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær&nbsp;um viðbótarfjármagn til Rauða krossins, 25 milljónir króna,&nbsp;til að aðstoða félagið við að senda sendifulltrúa á vettvang í Úkraínu. Fulltrúi Rauða krossins á Íslandi átti í gær fund með fulltrúum Rauða krossins í Úkraínu.</p> <p>„Ástandið í Úkraínu er afar flókið og mismunandi eftir landshlutum og jafnvel innan einstaka landssvæða. Ástandið er augljóslega verst þar sem átök standa yfir og á þeim svæðum þar sem hörð átök hafa átt sér stað” segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi eftir fundinn með Maksym Dotsenko framkvæmdastjóra og Illya Kletskovskyy aðstoðarframkvæmdastjóra Rauða krossins í Úkraínu í gær. Fundurinn var liður í fimm daga vettvangsferð landsfélaga Rauða krossins sem styðja mannúðaraðgerðir á svæðinu, meðal annars til að kanna hvernig landsfélögin geta betur stutt við systurfélag sitt í Úkraínu.&nbsp;</p> <p><span></span>„Úkraínski Rauði krossinn er að vinna ótrúlegt starf við afar erfiðar aðstæður og hafa til dæmis útvegað og dreift rúmlega 5.400 tonnum af mikilvægri mannúðarastoð til þolenda átakanna með aðstoð Rauða kross hreyfingarinnar. Rauði krossinn gerir hins vegar svo miklu meira en það, til dæmis er heilbrigðiskerfið mjög þanið vegna átakanna og til að bregðast við því hefur Rauði krossinn þjálfað 45.600 einstaklinga í skyndihjálp svo fleiri séu í stakk búnir að veita fyrstu hjálp, þjálfað um 2.000 manns til að veita fræðslu um hvernig varast eigi jarðsprengjur og eru að undirbúa að setja á laggirnar færanleg heilsugæsluteymi til að þjónusta betur þær sjö milljónir flóttamanna sem hafa flúið heimili sín en eru enn innan Úkraínu og að sjálfsögðu aðra landsmenn,” segir Atli Viðar.&nbsp;</p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna stendur enn yfir. Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu og öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt sitt af mörkum. Nú þegar hafa sjö sendifulltrúar Rauða krossins verið sendir til Úkraínu og nágrannaríkjanna og fleiri eru væntanlegir á vettvang. </p> <p>„Í heildina hefur úkraínski Rauði krossinn veitt milljón einstaklingum aðstoð frá því átökin hófust. Slíkt væri ekki hægt nema því Rauða kross hreyfingin leggst á eitt við að aðstoða fólk. Á átakasvæðunum höfum við séð hvernig Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur náð að semja um brottflutning óbreyttra borgara frá Mariupol undir afar erfiðum kringumstæðum og vinnur ötullega að því að halda innviðum á borð við spítala og vatnsveitukerfum gangandi. Allt í allt hefur Rauði krossinn í Úkraínu og Alþjóðaráð Rauða krossins aðstoðað um 90.000 óbreytta borgara við að komast frá átakasvæðum til öruggari svæða innan Úkraínu,” segir Atli Viðar.&nbsp;</p> <p>„Hjálparstarf innan Úkraínu er mjög umfangsmikið og flókið. Þess væri óskandi að fleiri mannúðarsamtök og stofnanir hefðu tækifæri til að starfa og sinna þolendum átakanna en raun ber vitni. Því miður er Rauði krossinn nánast einu alþjóðlegu mannúðarsamtökin sem geta starfað á svæðinu en þó ekki óhindrað. Starfið er erfitt og til dæmis veldur skortur á eldsneyti því að mannúðarstarf er ekki eins skilvirkt og það gæti verið og við vildum.”&nbsp;</p>

06.05.2022Jemen: Rúmlega ein milljón barnshafandi kvenna alvarlega vannærð

<span></span> <p>Frá því vopnuð átök hófust í Jemen árið 2015 hafa 4,3 milljónir þjóðarinnar flúið heimili sín, 75 prósent þeirra konur og börn. Mörg hafa komið sér fyrir í óskipulögðum tjaldbúðum hér og þar í vestur- og suðurhluta landsins. UN Women segir að um 1,3 milljónir barnshafandi kvenna eða kvenna með barn á brjósti, og 2,2 milljónir barna yngri en fimm ára, þjáist af alvarlegri vannæringu.</p> <p>„Meðal áskoranna&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">kvenna á flótta</a>&nbsp;í Jemen er hið andlega álag sem fylgir því að vera á vergangi og búa við vopnuð átök, óttinn við kynbundið ofbeldi og mansal, tekjuleysi, heimilisleysi, fæðuskortur og skortur á heilbrigðisþjónustu,“ segir í <a href="https://unwomen.is/jemen-13-milljonir-thungadra-kvenna-thjast-af-vannaeringu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women. </p> <p>Á sama tíma og Ísland hefur verið í fyrsta sæti á lista um kynjajafnrétti, The Global Gender Gap Index, hefur Jemen verið í næst neðsta sæti. Atvinnuþátttaka kvenna er þar almennt mjög lág, þær búa við takmörkuð lagaleg réttindi og þátttaka þeirra í stjórnmálum er með því lægsta sem gerist í heiminum.</p> <p>UN Women hefur starfað í&nbsp;<a href="https://arabstates.unwomen.org/en/countries/yemen">Jemen frá árinu 2014</a>&nbsp;og vinnur náið með frjálsum félagasamtökum að því að styðja við konur og stúlkur í landinu. Verkefni UN Women í Jemen eru aðallega þríþætt:</p> <ul> <li>Mannúðaraðstoð</li> <li>Samræma kynjasjónarmið á milli viðbragðsaðila, stofnana Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka</li> <li>Auka þátttöku kvenna í friðarviðræðum og enduruppbyggingu, samkvæmt ályktun&nbsp;<a href="https://www.un.org/womenwatch/osagi/wps/">Öryggisráðs SÞ nr. 1325</a></li> </ul> <p>Í frétt UN Women er <a href="https://unwomen.is/jemen-13-milljonir-thungadra-kvenna-thjast-af-vannaeringu/" target="_blank">sögð áhrifamikil saga</a>&nbsp;þriggja barna móður sem missti eiginmann sinn í sprenginu fyrir sjö árum. </p>

05.05.2022Fjárfesting í ljósmæðrum gæti bjargað 4,3 milljónum mannslífa

<span></span> <p>Hægt væri að bjarga 4,3 milljónum mannslífa á ári hverju ef ljósmæður væru til staðar við hverja fæðingu. Í þeirri tölu er miðað við að ljósmæður gætu komið í veg fyrir 65 prósent allra dauðsfalla nýbura, andvana fæddra barna og mæðra. Á heimsvísu skortir 900 þúsund ljósmæður, einkum í ríkjum Afríku. Þetta kemur fram í&nbsp;<a href="https://www.unfpa.org/sowmy" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) Alþjóðasamtaka ljósmæðra (ICM) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).</p> <p>Í dag, 5. maí, er alþjóðlegur dagur ljósmæðra. Í dag eru líka liðin eitt hundrað ár frá því alþjóðasamtök ljósmæðra voru stofnuð, en landssamtök ljósmæðra í heiminum eru 143 talsins. Þema dagsins vísar í aldarafmælið: <a href="https://idm2022.com/" target="_blank">100 ára framþróun</a>.</p> <p>Íslenskar ljósmæður eru með söfnun í gangi í þágu barnshafandi kvenna í Úkraínu. Margar þeirra hafast við í neðanjarðarbyrgjum, á lestarstöðvum og í kjöllurum sjúkrahúsa, oft við skelfilegar aðstæður. Íslenskar ljósmæður <a href="https://www.ljosmaedrafelag.is/um-felagid/frettir/nanar/8403/sofnun-fyrir-faedingapokkum-handa-barnshafandi-konum-i-ukra" target="_blank">styrkja verkefni</a>&nbsp;sem er skipulagt af pólskum ljósmæðrum sem hafa tekið höndum saman og safna fyrir og útbúa neyðar-fæðingapakka sem komið er til kvenna í Úkraínu. Í pökkunum eru meðal annars fæðingaáhöld, sterílir hanskar, sótthreinsir, bindi og hlý teppi ásamt því nauðsynlegasta fyrir nýbura. Ljósmæðradagurinn <span>verður haldinn hátíðlegur hér á landi föstudaginn 13. maí.&nbsp;</span></p> <p><strong>Áttunda fæðingardeildin opnuð í fyrra í Mangochi</strong></p> <p>Í Malaví, öðru samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur um árabil verið lögð áhersla á stuðning við barnshafandi konur. Fyrir þremur árum var tekin í notkun <span></span>fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi og í fyrra var áttunda fæðingardeildin opnuð. Slíkar deildir tryggja konum sem búa í afskekktum sveitum héraðsins mæðravernd og fæðingarþjónustu. Fæðingardeildirnar sinna um 45 þúsund konum. </p> <p>Samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er stefnt að því eigi síðar en árið 2030 að komið verði í veg fyrir nýburadauða og andlát barna undir fimm ára aldri, sem unnt er að afstýra, og stefnt að því að öll lönd nái tíðni nýburadauða niður í tólf af hverjum þúsund börnum sem fæðast á lífi og dánartíðni barna undir fimm ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum þúsund börnum sem fæðast á lífi.&nbsp;</p> <p>Alþjóðlegur dagur ljósmæðra hefur verið haldinn 5. maí frá árinu 1992 með því markmiði að vekja athygli á ljósmæðrastarfinu og baráttu ljósmæðra fyrir öryggi barnshafandi kvenna um heim allan.</p>

05.05.2022Menntun barna í Úkraínu eitt af stóru verkefnum UNICEF

<span></span> <p>Að minnsta kosti einn af hverjum sex skólum sem nýtur stuðnings&nbsp;UNICEF&nbsp;í austurhluta Úkraínu hefur verið skemmdur eða eyðilagður frá því stríðið hófst. „Táknrænt fyrir áhrifin sem átökin hafa á líf og framtíð barna,“ segir Murat Sahin fulltrúi UNICEF í Úkraínu. </p> <p>„Það sem hófst sem hefðbundið skólaár, með tilheyrandi vonum og væntingum barna eftir heimsfaraldur&nbsp;COVID-19, er nú orðið að martröð. Í staðinn hafa hundruð barna látið lífið og skólaárinu lýkur með lokun skóla vegna stríðsins og eyðileggingu menntastofnana,“ segir&nbsp;Sahin&nbsp;í <a href="https://www.unicef.is/unicef-tryggir-menntun-barna-nu-%C3%BEegar-skolar-ukrainu" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Í síðustu viku voru árásir gerðar á tvo skóla í Úkraínu. Frá því stríðið hófst í febrúar hafa hundruð skóla orðið fyrir árásum. Margir þeirra fengu nýtt hlutverk sem upplýsingamiðstöðvar, öruggt skjól, dreifingamiðstöðvar fyrir nauðsynjar eða nýttir í hernaðarlegum tilgangi.</p> <p>„Skólar eru nauðsynlegir fyrir börn í neyð. Þeir veita þeim öruggan stað til að vera á, vott af eðlilegu lífi á erfiðum tímum og tryggja að þau gjaldi ekki fyrir þau réttindi sem þau hafa verið svipt í framtíðinni. Menntun getur líka verið lífsnauðsynleg og veitt börnum fræðslu um margvíslegar hættur á stöðum eins og í austurhluta Úkraínu þar sem sprengjur og stríðsleifar frá fyrri tíð liggja víða enn sem hráviði, tengja þau við önnur börn, foreldra þeirra og veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu og sálrænum stuðning,“ segir í tilkynningunni.</p> <p>„Það getur skilið milli vonar og örvæntingar hjá milljónum barna að tryggja aðgengi að menntun við aðstæður sem þessar,“ segir&nbsp;Sahin. „Þetta er nauðsynlegt fyrir framtíð þeirra og framtíð Úkraínu.“</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ásamt samstarfsaðilum, vinnur að því að ná til eins margra barna og mögulegt er til að tryggja örugg og viðeigandi námstækifæri fyrir þau. </p> <p>Það felur meðal annars í sér:</p> <ul> <li>Fjarkennsluvettvanginn „All&nbsp;Ukraine&nbsp;Online&nbsp;Education&nbsp;Platform“ fyrir nemendur í 5.-11. bekk sem þróað var af mennta- og vísindamálaráðuneytinu með stuðningi&nbsp;UNICEF&nbsp;á meðan á heimsfaraldri&nbsp;COVID-19 stóð til að ná til yfir 80 þúsund nemenda innan Úkraínu.</li> <li>Í tugum neðanjarðarlestarstöðvum í&nbsp;Kharkiv, þar sem börn hafa neyðst til að leita skjóls, hafa sjálfboðaliðar sett upp svæði þar sem kennarar, sálfræðingar og íþróttakennarar virkja börn reglulega.</li> <li>Fræðsluefni á fjarkennsluforritinu&nbsp;Numo, fyrir börn á leikskólaaldri sem stutt er af&nbsp;UNICEF, fær reglulega hundruð þúsunda&nbsp;áhorfenda.</li> <li>Áframhaldandi netherferð til að upplýsa almenning um hættur sprengjuleifa (EORE) sem þróað var af&nbsp;UNICEF&nbsp;og almannavörnum Úkraínu hefur náð til 8 milljóna notenda.</li> <li>Nær 250 þúsund börn hafa notið góðs af skólagögnum frá&nbsp;UNICEF&nbsp;í skýlum, neðanjarðarlestarstöðvum og öðrum stöðum sem hýsa börn á flótta.</li> <li>Fyrir börn sem flúið hafa Úkraínu styður&nbsp;UNICEF&nbsp;stjórnvöld og sveitarstjórnir á staðnum til að taka á móti þeim börnum inn skólakerfið, auk þess að veita þeim aðgengi að menntun með öðrum leiðum eins og með fjarkennslu.</li> </ul> <p>„Þrátt fyrir hrylling stríðsins þá hefur verið lyft grettistaki í að tryggja áframhaldandi nám barna,“ segir&nbsp;Sahin&nbsp;í tilkynningunni. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf átökum að linna svo hægt sé að endurreisa kennslustofur og tryggja að skólar verði&nbsp;aftir&nbsp;öruggur og skemmtilegur staður til að læra í.“</p> <p>Börn og skóla ber að vernda með öllum ráðum líkt og kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. Stríðandi fylkingum ber að forðast það að nota sprengjur í íbúðabyggð&nbsp;og skóla sem skotmörk.</p> <p>Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til að tryggja áframhald á þessu mikilvæga starfi&nbsp;UNICEF&nbsp;vegna stríðsins í Úkraínu,&nbsp;<a href="https://www.unicef.is/ukraina">STYRKTU ÞÁ NEYÐARSÖFNUN&nbsp;UNICEF&nbsp;Á ÍSLANDI.</a></p> <p>Sendu&nbsp;SMS-ið&nbsp;UNICEF&nbsp;í númerið&nbsp;1900&nbsp;til að styrkja um 1.900 kr.<br /> Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:&nbsp;701-26-102060 kt. 481203-2950.<br /> Þá tökum við sömuleiðis við&nbsp;AUR&nbsp;greiðslum í númerið&nbsp;123-789-6262&nbsp;eða með því að skrifa&nbsp;@unicef.</p>

04.05.2022Náðir þú að pakka? Herferð UN Women um stríð og konur

<span></span> <p>UN Women á Íslandi hóf í gær kynningar- og fræðsluherferð með yfirskriftinni:&nbsp;Náðir þú að pakka?&nbsp;Verkefninu er ætlað að vekja almenning til umhugsunar um sértæk áhrif stríðs og átaka á líf kvenna og stúlkna. Samhliða fræðslunni verður efnt til söfnunar fyrir konur á flótta. UN Women á Íslandi biðlar til almennings að senda senda sms-ið&nbsp;KONUR&nbsp;í&nbsp;1900&nbsp;(1900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð.</p> <p>Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag. Sameinuðu þjóðirnar telja að þeim muni fjölga umtalsvert samhliða auknum áhrifum loftslagsbreytinga, sem þegar er farið að gæta víða um heim. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar átta milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90 prósent konur og börn.</p> <p>„Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það sé vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Sjaldan er hugsað fyrir&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">sértækum þörfum kvenna og stúlkna</a>&nbsp;og er átakinu&nbsp;Náðir þú að pakka?&nbsp;ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu,“ segir í <a href="https://unwomen.is/nadir-thu-ad-pakka-ny-herferd-un-women-a-islandi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p> <p>Í fréttinni segir að stríðsátök hafi ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu og kyni. Á meðan karlmenn séu líklegri til að deyja í átökum þá séu konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. „Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/gGriSWq1JZo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>UN Women beitir sér af alefli fyrir því að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta.&nbsp;Tryggja verði öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna. Hægt er að sýna stuðning með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr)</p>

03.05.2022Starfsfólk UN Women í Úkraínu á vergangi í eigin landi

<span></span> <p>Nánast allt alþjóðlegt starfsfólk UN Women í Úkraínu hefur verið flutt burt úr landinu og til nágrannaríkja en um þrjátíu innlendir starfsmenn hafa kosið að vera áfram og sinna störfum sínum undir gjörbreyttum aðstæðum. Flestir þessara starfsmanna eru konur með börn og þau hafa verið flutt til svæða Úkraínu sem teljast enn sem komið örugg, að því er fram kemur í <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-starfsfolk-un-women-i-ukrainu-sjalft-a-flotta/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;landsnefndar UN Women á Íslandi.</p> <p>Erika Kvapilova fulltrúi&nbsp;<a href="https://ukraine.un.org/en/about/our-team">UN Women í Úkraínu</a> segir hún stöðuna afar flókna. Töluvert hafi verið um að fólk snúi aftur til Úkraínu þrátt fyrir ótryggt ástand og viðvarandi átök. Ástæðurnar séu margþættar, en flestir snúi aftur heim vegna fjárhagserfiðleika og til þess að sameinast aftur fjölskyldu sinni. „Staðan er flókin og aðstæður breytast dag frá degi. Starfsfólk UN Women í Úkraínu er sjálft á vergangi innan eigin ríkis þar sem það þarf að flýja heimili sín í kjölfar átakanna. Það haldi þó starfi sínu áfram þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður,“ útskýrir Erika.</p> <p>Helsta þörfin núna, að hennar sögn, er að tryggja aukið fjármagn til frjálsra félagasamtaka sem sinna þörfum fólks á flótta og jaðarsettra hópa í Úkraínu.</p> <p><strong>Verið að rannsaka nauðganir sem stríðsvopn</strong></p> <p>Á síðustu vikum hafa hryllilegar sögur borist um að rússneskir hermenn&nbsp;<a href="https://www.theguardian.com/world/2022/apr/25/evidence-ukraine-women-raped-before-being-killed-say-doctors-russia-war">nauðgi úkraínskum konum</a>&nbsp;og að nauðgunum sé markvisst beitt sem stríðsvopni. Aðspurð hvort verið sé að bregðast við slíkum tilkynningum segir Erika að sérstök nefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna (HRC) og embætti mannréttindafulltrúa SÞ séu að rannsaka tilkynningar um slík mannréttindabrot. Mannréttindaráðið hafi nú þegar 75 tilkynningar til rannsóknar.</p> <p>„Rannsókn slíkra mála heyrir ekki undir UN Women. Við aftur á móti tryggjum þolendum viðeigandi aðstoð og sjáum til þess að stofnanir, félagasamtök og stjórnvöld séu meðvituð um hvernig eigi að meðhöndla slík mál; hvert eigi að beina þeim og hvernig eigi að tikynna þau. Þá höfum við barist fyrir því að öryggisgæsla sé aukin, í von um að tryggja öryggi kvenna og stúlkna. Við höfum jafnframt gert samstarfssamning við samtök lögfræðinga sem munu sjá um að reka þessi mál fyrir hönd þolenda.“</p> <p>Erika segir eitt mikilvægasta verkefni UN Women núna sé að styðja með öllum&nbsp;<a href="https://unwomen.is/club-eney-ukraina/">ráðum við frjáls félagasamtök</a>&nbsp;sem enn eru við störf í Úkraínu, m.a. við kvennaathvörf og gistiskýli fyrir heimilislausar konur.“</p> <p>Erika bendir á að þarfir kvenna í Úkraínu séu ólíkar eftir landssvæðum. Í austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað hörðust, þurfa konur á brýnni neyðaraðstoð að halda. Á öðrum svæðum sé áhersla lögð á að tryggja konum á flótta húsnæði og fjárhagslegan stuðning.</p> <p>„Í austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað verst, liggur mest á að koma neyðaraðstoð til kvenna og fjölskyldna þeirra, þar með talið mat, vatni, lyfjum, hreinlætisvörum og öðrum nauðsynjum. Staðan er allt önnur í vesturhluta landsins og verkefnin miða frekar að því að sinna flóttafólki; finna þeim húsnæði, veita þeim fjárhagslega aðstoð, heilbrigðisþjónustu, lögfræðiþjónustu og áfallahjálp ásamt því að aðstoða þau við atvinnuleit og koma börnum í skóla. Önnur mikilvæg verkefni eru að ná til viðvkæmra hópa, t.d. fólk með fatlanir, Róma fólk og heimilislausa og finna viðunandi húsnæði fyrir þá. Svo eru það konur með HIV, sem þurfa nauðsynlega á lyfjum sínum að halda en hafa ekki fengið.“</p> <p>UN Women heldur áfram að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð til kvenna sem flúið hafa stríðið í Úkraínu. Hægt er að hjálpa með því að senda sms-ið KONUR í &nbsp;númerið 1900 (1.900 kr).</p>

02.05.2022Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu

<span></span> <p>Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla <span></span>fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu.</p> <p>„Skýli er mjög vítt skilgreint í þessu samhengi. Í raun kem ég að því að hugsa um uppbyggingu á samastað fyrir fólk frá a-ö. Íbúafjöldi í Lviv hefur aukist mjög mikið síðastliðnar vikur og gistrými er uppurið. Nú þegar er kerfi í gangi þar sem úkraínska ríkið greiðir gestgjöfum í borginni hálfa evru fyrir að hýsa fólk. Mögulega mun það kerfi halda áfram að ganga vel og Rauða kross hreyfingin hefur ákveðið að efla það í stað þess að búa til okkar eigin kerfi. En það er þó kannski líklegra, þar sem ástandið gæti varað lengi, að nauðsynlegt sé að byggja upp húsnæði. Þá þarf að kanna möguleikann á því að reisa búðir eða íbúðarhúsnæði sem eru hugsaðar til lengri tíma fyrir fólk sem ætlar sér ekki að fara lengra, en einnig skammtímabúðir fyrir fólk sem er meira eins og vegahótel, fólk sem stoppar stutt áður en það heldur svo áfram, t.d. til Póllands. Það er ekki hægt að byggja tjaldbúðir eins og þekkist víða annars staðar þar sem veturinn er kaldur og einnig eru margskonar innviðir til staðar sem hægt er að byggja ofan á sem ekki er hægt alls staðar í heiminum,“ segir Orri.</p> <p>Hann bætir við að í rauninni sé verið að byggja upp heilt sveitarfélag með öllu því sem þarf að huga að í því samhengi, allt frá skólpi, sorphirðu, vatni, rafmagni, fjarskiptamöstrum og svo íbúðarhúsnæðinu sjálfu. „Við þurfum að huga að því að styrkja markaðinn, að vinnuafl og slíkt komi innanlands frá en sé ekki utanaðkomandi og það helst i hendur við CASH-verkefni sem er mismunandi eftir stöðum hvort henti eða ekki – þ.e. þegar fólk fær afhenta peninga til þess að nota. Það má alls ekki skapa verðbólgum til dæmis ef lítið er um vörur en á nokkuð starfhæfum markaði getur þetta komið sér afskaplega vel fyrir alla.“</p> <p>Áður hefur Orri starfað við að koma upp vettvangssjúkrahúsum í Cox Bazar í Bangladesh, <span></span>Al Hol í Sýrlandi og á Bahamas eftir náttúruhamfarir.</p> <p>„Rauði krossinn þakkar Mannvinum, öllum þeim sem gefið hafa til neyðarsöfnunar Rauða krossins og utanríkisráðuneytinu kærlega fyrir þeirra framlag sem gerir félaginu m.a. kleift að senda sendifulltrúa til starfa á vettvangi en nú þegar eru sex aðrir að störfum í nágrannalöndum Úkraínu,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/sendifulltrui-i-ukrainu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</p>

29.04.2022Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð

<span></span> <p>Sjötta árið í röð sendi landsnefnd UN Women á Íslandi hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda til&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/what-we-do">alþjóðlegra verkefna UN Women</a>, óháð höfðatölu. Það er árangur sem samtökin eru afar stolt af en þakklæti til þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa stutt samtökin um árabil var Örnu Grímsdóttur formanni stjórnarinnar efst í huga í ávarpi á aðalfundi landsnefndarinnar í gær.</p> <p>UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Á árinu 2021 skráðu 1.159 manns sig sem Ljósbera, mánaðarlega styrktaraðila UN Women á Íslandi sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Ljósberar UN Women eru bakbein samtakanna og ómetanlegur stuðningur þeirra gerir UN Women á Íslandi kleift að senda þessi háu framlög,“ segir í <a href="https://unwomen.is/ingibjorg-solrun-og-arni-ny-i-stjorn-un-women-a-islandi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá landsnefndinni.</p> <p>Á aðalfundinum kom fram að árið 2021 markaðist af áframhaldandi heimsfaraldri og bakslagi í jafnréttisbaráttunni. „Þörfin fyrir UN Women hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi líta á hlutverk sitt alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þeirra vofveiflegu aðstæðna sem uppi eru í Úkraínu og Afganistan svo dæmi séu tekin. UN Women á Íslandi mun halda áfram að beita sér fyrir því að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">kvenmiðuð neyðaraðstoð</a>&nbsp;sé sett í forgrunn og veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum,“ segir í fréttinni.</p> <p><strong>Ingibjörg Sólrún og Árni Matthíasson ný í stjórn</strong></p> <p>Breytingar urðu á stjórn landsnefndarinnar en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Matthíasson, blaðamaður taka sæti í&nbsp;<a href="https://unwomen.is/um-okkur/">stjórn samtakanna</a>, en Bergur Ebbi Benediktsson og Kristján Hjálmarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.</p> <p>Ný stjórn er því skipuð eftirfarandi:</p> <ul> <li>Arna Grímsdóttir, lögmaður (formaður stjórnar)</li> <li>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og svæðisstjóri UN Women</li> <li>Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri</li> <li>Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri</li> <li>Áslaug Eva Björnsdóttir,&nbsp;stafrænn leiðtogi</li> <li>Árni Matthíasson,&nbsp;netstjóri mbl.is</li> <li>Ólafur Elínarson, aðstoðarmaður félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra</li> <li>Fönn Hallsdóttir,&nbsp;fulltrúi ungmennaráðs</li> <li>Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri</li> <li>Anna Steinsen, tómstunda- og félagsmálafræðingur</li> </ul>

29.04.2022Ógnvekjandi fjölgun mislingatilfella í heiminum

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), lýsa yfir áhyggjum af mikilli fjölgun mislingatilfella á heimsvísu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, um 79 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Það sé til marks um aukna hættu á faröldrum annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. Kjöraðstæður kunni að hafa myndast fyrir slíkt.</p> <p>WHO segir í <a href="https://www.afro.who.int/news/vaccine-preventable-disease-outbreaks-rise-africa" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að rúmlega sautján þúsund tilfelli af mislingum hafi verið skráð í Afríkuríkjum á fyrstu mánuðum þessa árs eða 400 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Mislingafaraldur var skráður í tuttugu ríkjum. Á síðasta ári greindust faraldrar mænusóttar í 24 Afríkuríkjum og í 13 ríkjum komu upp faraldrar gulusóttar.</p> <p>Fram kemur í <a href="https://www.unicef.is/unicef-og-who-utbreidsla-mislinga-mikid-ahyggjuefni" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF að ástæðan fyrir þessari þróun sé fyrst og fremst það rof sem orðið hefur á hefðbundnum grunnbólusetningum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID, aukin misskipting í aðgengi að bóluefnum og skert fjármögnun til bólusetninga á heimsvísu. Allt þetta skilji stóran hóp barna eftir berskjaldaðan fyrir&nbsp;mislingum&nbsp;og öðrum sjúkdómum sem bóluefni koma í veg fyrir.</p> <p>„Hætta á stærri faraldri eykst svo í beinu samræmi við&nbsp;tilslakanir&nbsp;á&nbsp;COVID-takmörkunum og þeirri staðreynd að milljónir manna eru nú á flótta vegna stríðsátaka eða&nbsp;annarrar&nbsp;neyðar í löndum eins og Úkraínu, Eþíópíu, Sómalíu og Afganistan. Takmörkuð heilbrigðisþjónusta, bólusetningar, skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og mikil mannmergð skapa kjöraðstæður fyrir dreifingu hvers kyns smitsótta,“ segir UNICEF.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Wc3Cbf_WXps" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Árið 2020 urðu 23 milljónir barna af reglubundnum bólusetningum í gegnum grunnheilbrigðisþjónstu,&nbsp;sem er mesti fjöldi frá 2009 og aukning um 3,8 milljónir frá því árið 2019. UNICEF&nbsp;og&nbsp;WHO&nbsp;segja í skýrslunni að 21 stór mislingafaraldur orðið á heimsvísu síðustu tólf mánuði. Flest tilfellin eru skráð í Afríku og&nbsp;landsvæðum&nbsp;við Austur-Miðjarðarhaf.</p> <p>UNICEF,&nbsp;WHO&nbsp;og samstarfsaðilar á borð við bólusetningarbandalagið Gavi, M&amp;R1, Bill og Melinda&nbsp;Gates&nbsp;Foundation&nbsp;og fleiri styðja nú umfangsmiklar aðgerðir til að vinna upp það sem glatast hefur í bólusetningum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19.&nbsp;UNICEF&nbsp;vinnur að því að vekja athygli á stöðunni nú þegar <a href="https://www.who.int/campaigns/world-immunization-week/2022" target="_blank">alþjóðleg vika bólusetninga</a>&nbsp;stendur sem hæst.</p>

29.04.2022Tæplega þrjú hundruð flóttamenn um borð í Ocean Viking

<span></span> <p>Á síðustu dögum hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 295 einstaklingum á Miðjarðarhafi í tveimur björgunaraðgerðum, þar af 132 fylgdarlausum börnum. Skipið er gert út af hálfu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í samvinnu við samtökin SOS Mediterranee. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi, meðal annars frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p>Björgunarskipið Ocean Viking er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf og samvinnuverkefni fjölmargra landsfélaga Rauða krossins sem aðstoða fólk á flótta víðsvegar í löndum Afríku, í Mið-Austurlöndum og Evrópu. </p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum segir að sá sorglegi atburður hafi orðið við seinni björgunina að tólf einstaklingar hafi farist eftir að gúmmíbáti var siglt frá Líbíu. Fimmtán einstaklingar féllu í sjóinn vegna þrengsla og öldugangs, þremur var bjargað en hinir tólf drukknuðu. Atvikið varð áður en skipverjar á Ocean Viking sáu bátinn.</p> <p>„Líkt og hægt er að ímynda sér upplifir fólkið erfiðar tilfinningar í kjölfar hræðilegra atburða sem þessa og teymi Rauða krossins veitir þeim sálrænan stuðning,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/bjorgunarskipid-ocean-viking-bjargar-folki/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins.</p> <p><a href="https://go.ifrc.org/emergencies/5425#data">Hér má lesa um aðgerðir Rauða krossins á Miðjarðarhafi.</a></p>

28.04.2022Gullvottun í jafnréttismálum og Ísland efst á lista yfir framlög til málaflokksins

<span></span> <p>Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hefur veitt Íslandi gullvottun fyrir vinnu á sviði jafnréttismála og þróunarsamvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá OECD er Ísland efst á lista þjóða yfir framlög til jafnréttismála sem hlutfall af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Af framlögum Íslands runnu 88 prósent til verkefna sem tengjast jafnréttismálum og valdeflingu kvenna og stúlkna.</p> <p>Utanríkisráðherra tók formlega við viðurkenningu um gullvottunina úr höndum Achim Steiner, yfirmanni UNDP, við sérstaka athöfn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Markmið vottunarinnar er meðal annars að efla stjórnendur og starfsfólk utanríkisráðuneytisins, einkum á sviði þróunarsamvinnu, í stefnumótun og framkvæmd verkefna í jafnréttismálum, og styrkja áherslur á sviði jafnréttismála í samvinnu við stjórnvöld í samstarfsríkjum Íslands.</p> <p>„Um 2,5 milljarðar kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem í gildi eru lög sem fela í sér mismunun á grundvelli kynferðis,“ sagði Achim Steiner við athöfnina. „Gullvottunin sem Ísland hlýtur hér í dag undirstrikar frumkvöðlastarf Íslands á sviði jafnréttismála og drifkraft við að brjóta niður þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir jafnrétti á heimsvísu. Ísland er lykilsamstarfsaðili UNDP í jafnréttismálum, en jafnrétti kynjanna er undirstaða sjálfbærrar þróunar og forsenda þess hægt sé að útrýma fátækt í heiminum.“</p> <p>Meðal þeirra atriða sem voru nefnd sérstaklega framúrskarandi í úttekt UNDP vegna jafnréttisvottunarinnar má nefna frumkvæði Íslands innan mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um árlegan jafnlaunadag sem haldinn hefur verið hátíðlegur frá árinu 2020, vinnu Íslands á sviði þróunarsamvinnu í Malaví þar sem unnið er heildstætt með samfélögum við að stuðla að kyn- og frjósemisheilbrigði og starfi í Úganda þar sem Ísland aðstoðar héraðsyfirvöld við útrýma skaðlegum samfélagsviðhorfum um tíðir kvenna og þar með auka aðgengi stúlkna að menntun.&nbsp;</p> <p>„Jafnréttismál eru sennilega mikilvægasta mannréttindamálið. Gullið undirstrikar leiðtogahlutverk Íslands á sviði jafnréttismála og hlökkum við til frekara samstarfs við UNDP á þessu sviði,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við athöfnina.</p> <p><strong>Verjum hlutfallslega mestu til jafnréttismála</strong></p> <p>Samkvæmt nýjum tölum frá Þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, var á árunum 2019 til 2020 varið alls 56,5 milljörðum Bandaríkjadala af framlögum til tvíhliða þróunarsamvinnu til jafnréttismála, eða að meðaltali 45 prósentum af heildarframlögum. Af einstaka framlagsríkjum ráðstafaði Ísland hlutfallslega mestu til málaflokksins eða 88 prósentum. Kanada er með sama hlutfall og Írland, Holland og Svíþjóð fylgja fast á eftir.</p>

27.04.2022Ísland veitir 80 milljónum til Eþíópíu

<p><span>Á framlagaráðstefnu sem fram fór í Genf í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld að þau myndu veita 80 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Eþíópíu á þessu ári. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Evrópusambandið, Eþíópía, Kenía og Sómalía stóðu fyrir ráðstefnunni vegna yfirvofandi hungursneyðar af völdum þurrka á svæðinu sem kennt er við horn Afríku.&nbsp;</span></p> <p><span>Þurrkarnir eru þeir verstu í rúma fjóra áratugi og valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, það er Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Áætla Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð vofi yfir 15-16 milljónum manna verði ekkert að gert.&nbsp;</span></p> <p><span>Framlag Íslands mun renna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem hlýtur 50 milljónir króna og 30 milljónir króna renna til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Framlagið er til viðbótar við kjarnaframlög Íslands til stofnananna sem nema 200 milljónum króna á árinu. Ísland lagði einnig sitt af mörkum til að bregðast við ástandinu í Eþíópíu í árslok 2021 með 50 milljóna króna framlagi til WFP.&nbsp;</span></p>

27.04.2022Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

<span></span> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.</span></p> <p><span>Ísland veitir árlega kjarnaframlög til stofnunar Sameinuðu þjóðanna um&nbsp;jafnrétti&nbsp;og valdeflingu kvenna, UN Women, ásamt því að veita framlög í verkefni stofnunarinnar í Palestínu og Malaví og stuðning við griðarstaði sýrlenskra kvenna í flóttamannabúðum í Jórdaníu.</span></p> <p><span>Undanfarin ár hefur kjarnaframlag Íslands til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, numið 130 milljónum króna, en verður á þessu ári 150 milljónir króna. Stærstu samstarfsverkefni Íslands og UNICEF hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og þá veittu íslensk stjórnvöld 250 milljónum króna í mannúðarákall UNICEF vegna flutnings á COVID-19 bóluefnum innan þróunarríkja.&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundi með framkvæmdastjóra Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, skrifaði ráðherra undir nýjan samning við stofnunina um stuðning um 200 þúsund Bandaríkjadali á ári til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Ísland hefur aukið kjarnaframlög sín til stofnunarinnar umtalsvert á síðustu árum, úr 31,5 milljón króna árlega á árunum 2017-2020 í 70 milljónir árið 2021. Nú hefur verið ákveðið að hækka kjarnaframlög Íslands til UNFPA í 120 milljón króna á þessu ári.&nbsp;Nýlega veitti Ísland fimmtíu milljón króna framlag til mannúðarverkefna UNFPA í Úkraínu og fjörtíu milljónir króna til UNFPA í Afganistan. Þá hafa UNFPA og utanríkisráðuneytið nýlega sett af stað nýtt samstarfsverkefni í Síerra Leóne sem hefur það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ástæða þess að við hækkum framlög okkar til þessara mikilvægu stofnana Sameinuðu þjóðanna er meðal annars til þess að bregðast við þeirri neyð sem víða blasir við, þar á meðal í Úkraínu og Afganistan. Ísland hefur lagt áherslu á að veita óeyrnamerkt kjarnaframlög til þess að tryggja fyrirsjáanleika og að stofnanirnar geti brugðist við þar sem neyðin er mest hverju sinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p>

27.04.2022Skólasetning Jarðhitaskólans: 23 nemendur hefja nám

<span></span> <p>Jarðhitaskólinn var settur í gær í 43. sinn en hann er elstur fjögurra skóla sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Næstu sex mánuðina verða í skólanum sérfræðingar frá tólf þjóðríkjum, alls 23 nemendur.</p> <p>Jarðhitaskólinn er í fyrsta sinn hýstur af Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, og námið fer fram í nýjum húsakynnum í Kópavogi. Guðni Axelsson, forstöðumaður skólans, bauð nemendur velkomna við skólasetninguna í gær en auk hans ávörpuðu nemendur þau Bjarni Gautason sviðsstjóri ÍSOR og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ.</p> <p>Nemendur skólans í ár koma frá Dóminíska lýðveldinu, El Salvador, Filippseyjum, Gvatemala, Indlandi, Indónesíu, Kenía, Kólumbíu, Montserrat, Níkaragva, Perú og Tansaníu.</p>

26.04.2022Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga

<span></span> <p>Liam Neeson, góðgerðarsendiherra&nbsp;UNICEF&nbsp;og stórleikari,&nbsp;fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli&nbsp;UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin.</p> <p>„Bóluefni eru einhver merkilegasta árangurssaga mannkyns,“ segir Liam&nbsp;Neeson&nbsp;í tilkynningu&nbsp;UNICEF. „Síðustu 75 árin hafa milljarðar barna verið bólusettir, þökk sé vísindafólki, heilbrigðisstarfsfólki og sjálfboðaliðum. Ef þú hefur einhvern tímann verið bólusett/ur, eða látið bólusetja barn, þá ert þú hlekkur í gríðarlangri keðju þeirra sem standa saman um bætta velferð mannkyns. Við lifum nú áhyggjulaus um bólusótt og mænusótt ógnar ekki lengur meirihluta heimsbyggðarinnar. Umræðan um bóluefni síðustu ár hefur misst sjónar af öllu því góða sem bólusetningar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að fagna því góða, því það er eitt stærsta afrek mannkynssögunnar.“</p> <p><strong>Samfélagsmiðlafjáröflun þar sem læk verða að lausn</strong></p> <p>Fyrir hvert einasta „like“, deilingu eða athugasemd við færslur á samfélagsmiðlum, þar sem minnst er á&nbsp;„UNICEF“&nbsp;með myllumerkinu&nbsp;#longlifeforall&nbsp;fram til 10. maí verður einn&nbsp;Bandaríkjadalur&nbsp;gefinn til&nbsp;UNICEF, upp að 10 milljónum dala, og með þeim peningum verður fjárfest í bólusetningaþjónustu um allan heim. Styrktaraðilar verkefnisins eru [email protected] verkefni United Nations Foundation og Bill og Melinda Gates Foundation. </p> <p>UNICEF segir að þrátt fyrir allt það mikla sem áunnist hafi í bólusetningum barna um allan heim hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum árið 2020. „Þetta bil verður aðeins brúað með auknu átaki og fjárfestingu í bólusetningum á heimsvísu,“ segir UNICEF.&nbsp;</p> <p><strong>UNICEF leiðandi afl í bólusetningu barna í heiminum</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;er leiðandi afl í að útvega og dreifa bóluefnum í yfir 100 löndum um allan heim. Í&nbsp;samastarfi&nbsp;við bólusetningarbandalagið&nbsp;Gavi og samstarfsaðila, útvegar&nbsp;UNICEF&nbsp;45 prósent af öllu bóluefni í heiminum fyrir börn undir fimm ára aldri.&nbsp;UNICEF&nbsp;vinnur einnig með stjórnvöldum í yfir 130 löndum við að styðja við og styrkja heilbrigðis- og bólusetningaverkefni í hverju þeirra.&nbsp;</p> <p>„Undanfarin tvö ár hafa kennt okkur að heilbrigðiskerfi sem skilur sum börn eftir berskjölduð er heilbrigðiskerfi sem skilur öll börn eftir berskjölduð,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Besta leiðin fyrir heimsbyggðina að ná sér eftir þennan heimsfaraldur – og búa sig undir heilbrigðisvá framtíðarinnar – er að fjárfesta í heilbrigðiskerfum og bólusetningum og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn.“&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/xD9aurb2YK0" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Alþjóðleg vika bólusetninga er haldin hátíðleg á hverju ári í apríl undir forystu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem leiðir saman alþjóðlega samstarfsaðila til að minna á mikilvægi bólusetninga til að vernda fólk á öllum aldri gegn alvarlegum sjúkdómum. Þema vikunnar í ár er langlífi fyrir alla eða „#LongLifeForAll“.</p> <p>Framlög <a href="https://www.unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">heimsforeldra UNICEF</a>&nbsp;nýtast meðal annars í að bólusetja börn gegn lífshættulegum sjúkdómum. </p>

25.04.2022Miklar vonir bundnar við bóluefni gegn malaríu

<span></span> <p>Rúmlega ein milljón barna í Malaví, Gana og Kenía hafa þegar fengið einn eða fleiri bóluefnaskammta gegn malaríu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) væntir þess að bóluefnið geti bjargað fjörutíu til áttatíu þúsund börnum í Afríku frá dauða á ári hverju. </p> <p>Í dag er alþjóðadagur malaríu,<a href="https://www.who.int/campaigns/world-malaria-day/2022" target="_blank"> World Malaria Day</a>, með yfirskriftinni „Beislum nýsköpun til þess að draga úr byrði malaríu og björgum mannslífum.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/N1D6BTw0i9I" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Fyrsta bóluefnið gegn þessum banvæna sjúkdómi var kynnt árið 2019. Fyrstu bólusettu börnin voru í Malaví, samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, en þar er malaría banvænasti sjúkdómurinn og leggur árlega að velli um 2,500 manns, einkum börn. </p> <p>Fyrstu vísbendingar um árangur af bóluefninu, RTS,S, eru jákvæðar að mati WHO sem telur að bóluefnið sé öruggt og dragi verulega úr dánarlíkum af völdum malaríu. Þessar niðurstöður leiddu til þess að WHO gaf út tímamóta tilmæli um aukna notkun bóluefnisins árið 2020 meðal barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára í ríkjum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur.</p> <p>Árið 2020 greindust 241 milljón nýrra tilvika af malaríu og skráð dauðsföll voru 627 þúsund í 85 löndum. Rúmlega tvö af hverjum þremur dauðsföllum voru meðal barna yngri en fimm ára í Afríkuríkjum.</p>

25.04.2022Ísland tvöfaldar framlög til hnattræna jafnréttissjóðsins

<span></span> <p>Árlegt framlag Íslands til hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund, GEF) verður tvöfaldað með nýjum samningi sem utanríkisráðherra undirritaði á föstudag. Sjóðurinn beinir stuðningi sínum að mannréttindum hinsegin fólks um allan heim.&nbsp;</p> <p>Ísland hefur styrkt hnattræna jafnréttissjóðinn frá árinu 2020 og árleg framlög hafa verið hundrað þúsund Bandaríkjadalir. Nýi samningurinn gerir hins vegar ráð fyrir 200 þúsund dala framlagi til ársins 2025 eða því sem nemur um 26 milljónum króna.&nbsp;</p> <p>Ísland hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks á vettvangi alþjóðastofnana, sérstaklega á þeim vettvangi þar sem Ísland hefur átt sæti, til dæmis í framkvæmdastjórn UNESCO og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þá styður Ísland einnig við átaksverkefnið „UN Free and Equal“ sem rekið er innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum.</p> <p>Undirritunin fór fram á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með Uzra Zeya, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem ber ábyrgð á málefnum mannréttinda og lýðræðis, og Jessicu Stern, sérlegs ráðgjafa Bandaríkjaforseta í málefnum hinsegin fólks.</p>

25.04.2022Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu

<span></span> <p><span>Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku.</span></p> <p><span>Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundabúnað en viðstaddir voru Denys Smyhal forsætisráðherra Úkraínu og fjármálaráðherrann Sergii Marchenko, sem lýstu brýnni þörf úkraínskra stjórnvalda fyrir fjárhagslegan stuðning til að standa undir samfélagslegri grunnþjónustu og til enduruppbyggingar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undirstrikaði í ávarpi algjöra samstöðu Íslands með Úkraínu. „Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og frelsi. Við viljum leggja allt það af mörkum sem við getum til þess að styðja úkraínsku þjóðina til sigurs gegn árás Rússa. Þessi efnahagslegi stuðningur er hluti af því,“ sagði utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Á föstudag tók ráðherra þátt í ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem viðbrögð bankans við efnahagslegum áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu verða einnig ofarlega á baugi.</span></p> <p><span>Alþjóðabankinn lækkaði á dögunum spá um hagvöxt á heimvísu á árinu vegna innrásar Rússa í Úkraínu, úr 4,1 prósenti niður í 3,2 prósent. Bankinn ætlar að veita 170 milljörðum Bandaríkjadala til að efnaminni þjóða til að takast á við samspil stríðs, heimsfaraldurs og óðaverðbólgu.</span></p> <p><span>Alþjóðabankinn er ein af fjórum megin samstarfsstofnunum Íslands á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span></p>

22.04.2022Intellecon og BBA//Fjeldco styrkt til að kanna nýtingu jarðvarma til að þurrka te í Kenía

Ráðgjafafyrirtækið Intellecon ehf. og lögfræðistofan BBA//Fjeldco hyggjast, með stuðningi Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu, kanna möguleikann á fjölnýtingu jarðvarma við þurrkun á te í Kenía í samstarfi við þarlenda aðila, Geothermal Development Company og Rosekey Foods. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku.<br /> <br /> Terækt er mikilvæg atvinnugrein í Kenía en hún felur í sér töluverð umhverfisáhrif. Með fjölnýtingu jarðvarma má draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum atvinnugreinarinnar. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega við markmið átta um góða atvinnu og hagvöxt, markmið tólf um ábyrga neyslu og framleiðslu og markmið þrettán um aðgerðir í loftlagsmálum. Verkefnið getur stuðlað að markverðum árangri við að hefta útblástur koltvísýrings (CO2) frá Kenía. Árið 2002 var áætlað að í Kenía hafi verið brennd 155 þúsund tonn af timbri til að þurrka te og önnur matvæli. Um 1,8 tonn af koltvísýringi sleppur út í andrúmsloftið fyrir hvert tonn af timbri sem er brennt. Því má áætla að árið 2002 hafi um 300 þúsund tonnum af koltvísýringi verið sleppt út í andrúmsloftið vegna þurrkunar matvæla í Kenía. Til að setja þennan útblástur í samhengi þá hafa Íslendingar frá árinu 1912 til 2019 sparað um 400 þúsund tonn af koltvísýringi með því að nýta jarðvarma frekar en kol.<br /> <br /> Verkefnið er samstarfsverkefni ráðgjafafyrirtækisins Intellecon og lögfræðistofunnar BBA//Fjeldco sem hafa mikla og vaxandi reynslu af verkefnum tengdum jarðhita og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum í þróunarlöndum. Ef vel tekst til í samstarfi landanna á sviði orkugeira og matvælaframleiðslu standa vonir til þess að fleiri tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar verði til þar í landi.<br /> <br /> Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst einnig möguleiki til aukinna viðskipta á nýjum mörkuðum. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 3. maí. Nánari upplýsingar er að finna á <a href="http://utn.is/atvinnulifogthroun">utn.is/atvinnulifogthroun</a>.

22.04.2022Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku

<span></span> <p>„Á degi móður jarðar er viðeigandi að fagna náttúrunni og fjölskrúðugu dýralífi, en ekki síður að leita lausna á þeim vanda sem notkun „svartra” orkugjafa á borð við olíu og kol hefur valdið,“ segir í <a href="https://unric.org/is/dagur-jardar-fljotandi-vindmyllur-nyjung-i-hreinni-orku/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl.</p> <p>UNRIC segir að dagur jarðar sé kjörið tækifæri til þess að gefa sér tíma til að hugsa um nýja kosti í orkumálum og hreinni orku. Dæmi um slíkt séu fljótandi vatnsmyllur. „Einn af þeim endurnýjanlegu orkugjöfum sem sækja má til náttúrunnar er vindorka, en hana má ekki síður beisla á hafi úti en á landi. Auðvitað eru það fyrst og fremst ríki með langa strandlengju sem geta nýtt sér slíkt. Nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr kostur sem auðveldar nýtingu vindsins: fljótandi vindmyllur.</p> <p>Fram kemur í fréttinni að margar ástæður séu fyrir því að beisla vind á hafi úti. Vindmyllugarðar geti beislað meiri orku einfaldlega af því að vindhraði sé meiri á hafinu. Önnur ástæða sé andstaða gegn vindmyllum á landi. Þær þyki valda sjónmengun og margir vilji vindmyllur alls staðar annars staðar en í sínum eigin garði. Þá segir að þeirri tækni sem búi að baki vindmyllum á sjó hafi fleygt fram undanfarið.</p> <p>„Hingað til hafa vindmyllur þurft á stoðum á sjávarbotni að halda og því hefur einungis verið hægt að staðsetja þær á grunnsævi, oftast nærri landi. Þetta hefur ekki valdið löndum á borð við Danmörku og Holland vandræðum af landfræðilegum ástæðum. Fyrsta vindorkubú Dana á hafi er nú orðið meir en þrjátíu ára. Fjótandi vindmyllur þurfa hins vegar ekki að vera festar niður og því opnast miklir möguleikar. Hægt verður að koma þeim fyrir óháð dýpi.“</p> <p>Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna er orkunotkun helsti orsakavaldur loftslagsbreytinga. Sextíu prósent losunar allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til orkunotkunar. Þrír milljarðar manna treysta á eldivið, kol, viðarkol eða úrgang dýra til eldamennsku og hita. Af þeim sökum er&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/merki/?itemid=d50e3b2e-3f29-11e9-9436-005056bc530c">sjöunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;um sjálfbæra þróun helgað því að „tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.” Þar er gert ráð fyrir því að auka hlut endurnýjanlegrar orku í heiminum.</p> <p><a href="https://www.un.org/en/observances/earth-day" target="_blank">Alþjóðlegur dagur móður jarðar</a> er helgaður fræðslu um umhverfismál og hét áður Dagur jarðar. Sameinuðu þjóðirnar breyttu heiti hans árið 2009 í alþjóðlegan dag móður jarðar.</p>

20.04.2022Óttast mikla fjölgun sárafátækra á árinu

<span></span> <p>Á þessu ári er líklegt að sárafátækum í heiminum fjölgi um 263 milljónir, einkum vegna hækkunar á verði matvæla eftir innrás Rússa í Úkraínu, en einnig vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukins ójafnaðar í heimum. Þetta kemur fram í skýrslu hjálparsamtakanna, Oxfam, sem birt var í aðdragana <a href="https://www.worldbank.org/en/meetings/splash/spring" target="_blank">vorfundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins</a>, en fundurinn fer fram þessa dagana í Washington.</p> <p>Fjölgun sárafátækra um 263 milljónir jafngildir því að allir íbúar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Spánar hefðu um 250 krónur íslenskar í tekjur á dag, en viðmiðunarmörk sárafátæktar eru 1,90 bandarískir dalir. Oxam segir í skýrslunni – <a href="https://www.oxfam.org/en/research/first-crisis-then-catastrophe" target="_blank">First Crisis, Then Catastrophe</a>&nbsp;– að líklegt sé að í árslok búi um 860 milljónir manna við sárafátækt.</p> <p>Að mati Oxfam er hætta á að framfarir síðustu tveggja áratuga þurrkist út vegna innrásarinnar í Úkraínu með hækkun matvælaverðs, uppskerubresti og truflunum á flutningi hrávöru. Meðal ríkra þjóða er matarkostnaður um 17 prósent að útgjöldum heimila en allt að 40 prósent í fátækari ríkjum eins og í löndunum sunnan Sahara í Afríku.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að fjölmargar ríkisstjórnir lágtekjuríkja séu komnar í alvarlega skuldakreppu og þær gætu neyðst til þess að skera niður opinber útgjöld til að greiða kröfuhöfum.</p>

19.04.2022Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku

<span></span> <p>Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn.</p> <p>Alvarlegast er ástandið í Sómalíu þar sem hungursneyð vofir yfir. Í Kenía býr um hálf milljón íbúa við sult og vannæring er víða í Eþíópíu og fer vaxandi.</p> <p>„Af fyrri reynslu vitum við hversu mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar mannúðarástand versnar hratt en geta okkar til að bregðast við er takmörkuð vegna skorts á fjármagni,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Við höfum líkt og margar aðrar mannúðarstofnanir varað við því um margra mánaða skeið og þurrkar í þessum heimshluta gætu orðið hrikalegir,“ segir hann.</p> <p>Innrás Rússa í Úkraínu eykur líkur á útbreiddu og alvarlegu hungri í Afríku. Matvælaverð hefur rokið upp síðustu vikur og verð á eldsneyti sömuleiðis. Íbúar þurrkasvæðanna á horni Afríku eru taldir í mestri hættu að finna fyrir áhrifum innrásarinnar vegna þess að þeir treysta á innflutning á hveiti frá löndunum við Svartahafið. Matarkarfan <span></span>hefur hækkað um tugi prósenta, mest í Eþíópíu um 66 prósent, og flutningskostnaður hefur í sumum tilvikum tvöfaldast frá áramótum.</p> <p>Langvarandi þurrkar einkenndu þennan heimshluta árin 2016 og 2017 en þá tókst með snemmbúnum aðgerðum að bjarga mannslífum og afstýra yfirvofandi hungursneyð. Að sögn WFP eru aðrar og verri aðstæður í dag vegna fjárskorts og því er óttast að ekki verði unnt að grípa í taumana í tæka tíð sem kann að hafa skelfilegar afleiðingar.</p>

12.04.2022Opinber framlög til þróunarsamvinnu í sögulegu hámarki

<span></span> <p>Annað árið í röð náðu opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum sögulegu hámarki. Þau námu 179 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári og hækkuðu um 4,4 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í <a href="https://www.oecd.org/dac/covid-19-assistance-to-developing-countries-lifts-foreign-aid-in-2021-oecd.htm">nýútgefnum tölum</a> frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um opinber framlög til þróunarsamvinnu árið 2021. </p> <p>Þessa þróun má að miklu leyti rekja til aukinna framlaga í tengslum við aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og dreifingu bóluefna í þróunarríkjum. Þannig námu framlög OECD ríkjanna til bóluefnaaðstoðar vegna COVID-19 alls 6,3 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 3,5 prósentum af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Þá nema heildarframlög í tengslum við viðbrögð vegna COVID-19 um 18,7 milljörðum Bandaríkjadala, sem þýðir að 10,5 prósent af opinberum framlögum til þróunarsamvinnu á síðasta ári fóru í viðbrögð vegna faraldursins. </p> <p>„OECD ríkin hafa enn og aftur sýnt að jafnvel á krepputímum munu þau stíga upp og veita fátækari ríkjum og fólki stuðning,“ sagði Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, þegar tölurnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að átak síðustu ára hafi verið mikilvægt skref í því að auka stuðning við fátækari ríki, en þar megi ekki láta staðar numið. Heimurinn standi nú frammi fyrir nýrri mannúðarkrísu með tilefnislausri árás Rússlands á Úkraínu, en þróunarríki verði verst fyrir barðinu á minna framboði og hærra verði á matvælum og helstu hrávörum. </p> <p>Ísland er á meðal þeirra ríkja þar sem framlög til þróunarsamvinnu hækkuðu hlutfallslega mest á milli ára, eða um 11,7 prósent. Aukningin var mest á Ítalíu (34,5 prósent), í Suður-Kóreu (20,7 prósent) og Slóveníu (19 prósent). Þá náðu fimm ríki viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita því sem nemur 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu; Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. </p>

05.04.2022Ísland styður við móttöku flóttamanna í Moldóvu

<p><span>Íslensk stjórnvöld tilkynntu í dag um 50 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til að bregðast við álagi á innviði í Moldóvu vegna komu flóttamanna frá Úkraínu.&nbsp;</span></p> <p><span>María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín, tilkynnti um framlagið á áheitaráðstefnu til stuðnings Moldóvu. Utanríkisráðherra Þýskalands stóð fyrir ráðstefnunni í samstarfi við kollega sína frá Frakklandi og Rúmeníu, auk forsætisráðuneytis Moldóvu. Þegar hafa rúmlega 400 þúsund manns flúið yfir landamæri Úkraínu til Moldóvu frá því að innrás Rússlands hófst 24. febrúar síðastliðinn og fjórðungur þeirra fengið vernd í landinu. Aðrir halda áfram til annarra ríkja. Móldóva er fátækasta ríki Evrópu og þar búa um 2,6 milljónir. Því er mikilvægt að Ísland og samstarfsríki komi til móts við það mikla álag sem þar hefur skapast.&nbsp;</span></p> <p><span>Fulltrúar um fjörtíu ríkja tóku þátt í ráðstefnunni og söfnuðust áheit að því sem nemur 695 milljónum evra. Framlag Íslands er hluti af því <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/03/24/Forsaetisradherra-tok-thatt-i-leidtogafundi-NATO/" target="_blank">framlagi sem forsætisráðherra tilkynnti um</a>&nbsp;í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins 24. mars síðastliðinn. Íslensk stjórnvöld hafa nú veitt rúmlega hálfum milljarði króna til alþjóðlegs hjálparstarfs vegna stríðsins í Úkraínu.</span></p>

05.04.2022Íslenskur sérfræðingahópur á sviði fiskveiða skoðar samstarf í Síerra Leóne

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum unnið að undirbúningi að auknu tvíhliða þróunarsamstarfi við Síerra Leóne en eitt helsta markmiðið er að vinna með stjórnvöldum að nýju verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Á dögunum fóru fulltrúar ráðuneytisins og fulltrúar stofnana á sviði fiskimála til Síerra Leóne til þess að greina möguleika og tækifæri í frekara samstarfi.</span></p> <p><span>Fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í atvinnulífi Síerra Leóne. Á annað hundruð þúsund einstaklingar starfa við veiðar og vinnslu og um hálf milljón íbúa byggir afkomu sína að fullu eða að hluta á fiskveiðum. Fiskur er stór þáttur í neyslu almennings og mikilvægur fyrir fæðuöryggi í landinu.&nbsp;</span>Vaxtarmöguleikar eru taldir umtalsverðir í greininni en þörf er á öflugri fiskveiðistjórnun og eftirliti. Álag er einnig á fiskistofna og ólöglegar veiðar erlendra skipa umtalsvert vandamál.</p> <p><span>Í ferðina til Síerra Leóne fóru fulltrúar Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar, MATÍS og Sjávarútvegsskóla GRÓ. Þeir áttu ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytisins fund með Emmu Kowa Jalloh sjávarútvegsráðherra landsins og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Einnig voru fundir haldnir með öðrum fulltrúum samstarfsríkja og stofnana sem starfað hafa að fiskimálum.</span></p> <p><span>Enn fremur voru haldnir vinnufundir þar sem fulltrúar Síerra Leóne kynntu fyrir hópnum áherslur sínar og íslensku stofnanirnar kynntu nálganir sínar. Þá heimsótti hópurinn tvö fiskiþorp þar sem góð innsýn fékkst í smábátaveiðar og vinnu kvenna sem starfa í kringum virðiskeðju fiskveiða. Sérfræðingahópurinn heldur nú áfram vinnu með ráðuneytinu við að skilgreina mögulegt samstarfsverkefni. </span></p> <p><span>Vonir standa til þess að seinni hluta ársins geti farið af stað nýtt verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins í Síerra Leóne, þar sem íslensk þekking nýtist við tækniaðstoð og þjálfun. </span></p>

04.04.2022Um 25 milljónir manna í Austur-Afríku búa við sult vegna þurrka

<span></span> <p>Verstu þurrkar í fjörutíu ár hafa leitt til alvarlegs matarskorts í austurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. Að mati Alþjóðabjörgunarnefndarinnar, IRC, hafa nú þegar þrettán milljónir manna sáralítið að borða og búa aukin heldur við vatnsskort. Óttast er að ástandið versni á næstu mánuðum.</p> <p>Alvarleg vannæring meðal íbúa fyrrnefndra þriggja þjóða hefur aldrei verið meiri, segir í <a href="https://www.rescue.org/press-release/east-africa-25-million-people-face-extreme-hunger-if-drought-continues" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá IRC, sem er að auka hjálparstarf í þessum heimshluta og birtir ákall til framlagsríkja og alþjóðasamfélagsins að rétta fram hjálparhönd til að vernda líf, lífsviðurværi og afstýra hungursneyð. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) <a href="https://www.unep.org/news-and-stories/story/verge-record-drought-east-africa-grapples-new-climate-normal" target="_blank">varaði</a>&nbsp;við mjög alvarlegu ástandi í löndunum í austanverðri Afríku vegna þurrka þegar á síðasta ári.</p> <p>„La Nina veðurfyrirbærið og loftslagsbreytingar hafa leitt til þess að þurrkar hafa ekki verið meiri í Eþíópíu í rúmlega fjóra áratugi,“ segir Frank McManus umdæmisstjóri IRC í Eþíópíu. Hann bætir við að rúmlega þrjú hundruð þúsund manns hafi lent á vergangi í leit að vatni, fæði og nýjum haga fyrir búpening. Hann bendir á að þörfin fyrir mannúðaraðstoð aukist þegar þurrkar bætast við stríðsátökin í landinu sem ekki sér fyrir endann á.</p> <p>„Stríðið í Úkraínu gerir illt verra. Aukinn eldsneytiskostnaður getur leitt til hækkandi verðs á matvælum og fæstir geta keypt hveiti sem hefur að langmestu leyti verið flutt inn frá Úkraínu og Rússlandi.“</p>

01.04.2022COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir

<span></span> <p>Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar.</p> <p>„<a href="https://data.unicef.org/resources/are-children-really-learning-foundational-skills-report/" target="_blank">Eru börn í alvöru að læra?</a>“ nefnist skýrslan sem byggir á gögnum um áhrif COVID-19 á skólagöngu barna borið saman við stöðu grunnskólabarna áður en faraldurinn hófst. Fram kemur að 147 milljónir barna hafi misst úr námi meira en annan hvern dag á síðustu tveimur árum. </p> <p>Auk gagna um námstap er í skýrslunni fjallað um brottfall nemenda sem við blasir nú þegar skólar hafa tekið til starfa. Tölur frá Líberíu sýna til dæmis að 43 prósent nemenda hafa ekki snúið aftur til náms eftir faraldurinn. Börnum utan skóla í Suður-Afríku fjölgaði þrefalt frá mars 2020 til júní 2021. Í Úganda skiluðu sér hins vegar níu af hverju tíu börnum eftir tveggja ára lokun skóla sem opnuðu aftur í ársbyrjun. Í Malaví jókst brottfall unglingsstúlkna og sömu sögu er að segja frá Kenía þar sem brottfall stúlkna er tvöfalt meira en drengja, 16 prósent á móti 8 prósentum.</p> <p>Að mati UNICEF eru börn utan skóla einhver viðkvæmustu og jaðarsettustu börn hvers samfélags. Þau eru síst líkleg til þess að geta lesið, skrifað eða leyst einföld stærðfræðidæmi. Þau eru líka svipt öryggisnetinu sem skólasamfélagið veitir sem setur þau í aukna hættu á því að verða fyrir misbeitingu, búa við ævilanga fátækt og vesöld. </p>

31.03.2022Ísland veitir 400 milljónum í neyðaraðstoð í Afganistan

<p><span>Utanríkisráðherra tilkynnti um samtals 400 milljóna króna framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Afganistan á fjáröflunarfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þar af er 360 milljóna króna framlag fyrir tímabilið 2022-2024 sem skiptist milli Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Þá tilkynnti ráðherra einnig um fjörtíu milljóna króna framlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Um er að ræða áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu og lykilstofnanir í verkefnum Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.&nbsp;</span></p> <p><span>Afganska þjóðin stendur frammi fyrir mikilli neyð en áætlað er að 24 milljónir íbúa þurfi á mannúðaraðstoð að halda þar sem lífskjör hafa hríðversnað og um helmingur afgönsku þjóðarinnar býr við mikið fæðuóöryggi. Í ávarpi sínu ítrekaði utanríkisráðherra einnig mikilvægi þess að tryggja aðgang stúlkna að menntun.&nbsp;</span></p> <p><span>„Áframhaldandi skerðing grundvallar mannréttinda undir stjórn Talibana veldur miklum vonbrigðum. Einkum er ákvörðun þeirra um að útiloka stúlkur frá mið- og gagnfræðiskólanámi mikið áhyggjuefni og mun valda miklum skaða, ekki einungis fyrir stúlkurnar sjálfar og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir framtíð Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra meðal annars.&nbsp;</span></p> <p><span>Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til fundarins í dag í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa í Afganistan en mannúðarákall Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan þetta árið nemur 4,4 milljörðum Bandaríkjadala. Er þetta stærsta ákall Sameinuðu þjóðanna til þessa, enda hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð þrefaldast frá því sem hún var í fyrra. Ísland leggur eftir sem áður áherslu á fyrirsjáanleg framlög, ekki síst í mannúðaraðstoð.&nbsp;</span></p>

31.03.2022Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar hafa komið 900 þúsund manns til hjálpar í Úkraínu með lífsnauðsynlegri aðstoð frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar. Að <a href="https://unric.org/is/ukraina-fjoldi-flottamanna-kominn-yfir-4-milljonir/" target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er bílalest Sameinuðu þjóðanna komin til Kharkiv í norður Úkraínu sem barist hefur verið um. Flutningabílarnir komu matvælum, hjúkrunargögnum og öðrum nauðsynjum til þúsunda manna.</p> <p>Úkraínski Rauði krossinn sér um að dreifa gögnunum til þeirra samfélaga sem minnst mega sín í borginni og úthverfum hennar. UNRIC segir að nú hafi tekist að safna andvirði 505 milljóna Bandaríkjadala til hjálparstarfs í Úkraínu, eða sem nemur 44 prósentum af þeirri upphæð sem talin er nauðsynleg til að koma bágstöddum Úkraínubúum til hjálpar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/TYGwLctCYmI" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>#Football4Ukraine</strong></p> <p>UNRIC segir líka frá því að sex þekktir einstaklingar úr heimi knattspyrnunnar hvetji almenning til að láta fé af hendi rakna í þágu flóttamanna og annarra bágstaddra Úkraínumanna. Myllumerki átaksins er&nbsp;<a href="https://football4ukraine.org/donate/en/f4u" target="_blank">#Football4Ukraine</a>&nbsp;og því er ætlað að safna fé fyrir Flóttamannastofnun SÞ (UNCHR) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) í þágu íbúa Úkraínu.</p> <p>Leikmennirnir leika í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi og hafa komið fram í myndbandi, sem dreift er á samfélagsmiðlum. Sum þeirra þekkja af eigin reynslu að vera flóttamenn, þar á meðal Alphonso Davies (Bayern&nbsp;München), Mahmoud Dahoud (Borussia Dortmund) og markvörðurinn Asmir Begovic (Everton). Auk þeirra eru í framvarðarsveitinni Lucy Bronze, knattspyrnukona ársins 2020 (Manchester City), Ada Hegerberg (Lyon) og Juan Mata (Manchester United).</p>

30.03.2022Helmingur allra þungana án ásetnings

<span></span> <p>Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur.</p> <p>Rúmlega sex af hverjum tíu þungunum sem ekki eru áformaðar lýkur með þungunarrofi. Margar slíkar aðgerðir, eða um 45 prósent, eru gerðar við ófullkomnar aðstæður og í sumum tilvikum leiðir þungunarrofið til andláts móður. Samkvæmt skýrslunni eru 5-13 prósent mæðradauða rakin til þungunarrofs við ófullkomnar aðstæður.</p> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, gefur út skýrsluna sem heitir: Að sjá það ósýnilega: Um aðgerðir gegn vanræktri kreppu ófyrirséðra þungana ‑ <a href="https://www.unfpa.org/swp2022">Seeing the Unseen: The case for action in the neglected crisis of unintended pregnancy.&nbsp;</a><a href="https://reliefweb.int/node/3832519"></a><a href="https://www.unfpa.org/swp2022"></a></p> <p>Í skýrslunni kemur fram að líklegt sé að innrásin í Úkraínu og önnur stríðsátök í heiminum fjölgi þungunum án ásetnings af tvíþættum ástæðum, annars vegar verra aðgengi að getnaðarvörnum og hins vegar auknu kynferðisofbeldi. Þá segir í skýrslunni að fjölmargir aðrir þættir endurspegli þann þrýsting sem samfélög setja á konur og stúlkur um að þær verði mæður.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/FEs19O_qztI" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Talið er að 257 milljónir kvenna í heiminum sem vilja forðast að verða barnshafandi noti ekki öruggar getnaðarvarnir. Þá er talið – þar sem gögn liggja fyrir – að tæplega fjórðungur kvenna hafi ekki vald til þess að segja nei við kynlífi.</p> <p>„Þessi skýrsla opnar augu okkar fyrir yfirþyrmandi fjölda þungana án ásetnings og sýnir að ekki hefur tekist að tryggja konum og stúlkum grundvallar mannréttindi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA.</p> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

29.03.2022Verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó skilar góðum árangri

<span></span> <p>Samkvæmt <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/FINAL%20REPORT_Mid-Term%20Evaluation_SOS%20CV%20TOGO_Eng%20Version.pdf">úttekt</a>&nbsp;á verkefni SOS Barnaþorpa um forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Ogou héraði í Tógó hefur vitundarvakning hefur gengið vel. Enn fremur eru samfélög nú betur meðvituð um afleiðingar af kynferðislegri misneytingu á börnum og þörfina á að tilkynna slík mál og draga gerendur til ábyrgðar.</p> <p>Utanríkisráðuneytið styður <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/almennar-frettir/sos-island-med-verkefni-gegn-kynferdislegri-misneytingu-a-bornum-i-togo/" target="_blank">verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó</a>&nbsp;og fékk staðbundinn óháðan úttektaraðila til að framkvæma miðannarúttekt á verkefninu í samvinnu við SOS Barnaþorpin á Íslandi og í Tógó. Verkefnið felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning og umönnun barna og stúlkna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misneytingu og ofbeldi með áherslu á að halda ungum stúlkum í skóla. Heildarkostnaður þess er rúmlega 45 milljónir, markhópurinn 40 þúsund íbúar og verkefnatíminn þrjú ár, frá 2019 til 2022. Úttektin spannaði aðgerðir sem inntar voru af hendi frá janúar 2020 til júní 2021. </p> <p>Stuðningur af ólíkum toga stóð fórnarlömbum til boða: sálfræði-, læknisfræði-, lögfræðilegur, auk stuðnings til að snúa aftur til náms. Að mati úttektaraðila minnkaði slíkur stuðningur skaðann af ofbeldi fyrir fórnarlömb og fjölskyldur þeirra, auk samfélagsins. Alls nutu 77 stúlkubörn sem voru fórnarlömb ofbeldis slíks stuðnings en vitundarvakning hefur einnig orðið til þess að mál eru nú frekar tilkynnt. Á fyrri hluta árs 2021 bárust 73 tilkynningar til yfirvalda en 49 allt fyrra ár auk þess sem börn eru nú fremur líkleg til að segja foreldrum frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Vandamálið er umfangsmikið og ólíkar hindranir sem bygga á félags- og menningarlegum þáttum eru í veginum í þessum viðkvæma málaflokki. </p> <p>Af þáttum sem hafa gengið sérstaklega vel að mati úttektaraðila er efnahagsleg valdefling heimila og einnig að gefa mæðrum í þorpum umsýsluhlutverk (Super Nagan). Sex tillögur eru settar fram sem varða stefnu innan verkefnisins, auk ellefu tillagna sem varða framkvæmd, sem hægt er að byggja á í síðari hluta verkefnisins. Sumir verkefnaþættir eru á eftir áætlun og aðrir hafa ekki komist til framkvæmda vegna COVID-19 faraldursins. Ráðdeildar hefur þó verið gætt í fjárumsýslu og framkvæmd, og 51 prósent af verkefnafé verið nýtt ef miðað er við upprunalegar áætlanir. Líkur eru til að verkefnið komist á gott skrið og því ljúki á réttum tíma þó mögulega þurfi að framlengja verkefnatíma sem nemur einum ársfjórðungi. Auk þess telja úttektaraðilar líkur standa til að verkefnið muni skila áætluðum árangri og ná framúrskarandi árangri hvað varðar tiltekna þætti.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/uttektir/">Úttektir á þróunarsamvinnuverkefnum</a></p>

29.03.2022UN Women styður jaðarsettustu hópa Úkraínu

<span></span> <p>Úkraínsku félagasamtökin Club Eney eru meðal þeirra sem hlotið hafa fjárstuðning frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women). UN Women segir að samtökin&nbsp;<a href="https://untf.unwomen.org/en/stories/news/2022/03/ngo-club-eney-continuing-essential-work-for-the-most-marginalized-women-and-girls-in-ukraine">starfi í þágu jaðarsettustu kvenna Úkraínu</a>, ekki síst kvenna með HIV, heimilislausra kvenna sem margar sem höfðu flúið átökin á Krímskaga, kvenna sem neyta ávanabindandi lyfja og kvenna í kynlífsiðnaði og vændi.</p> <p>Club Eney hefur þurft að bregðast hratt við og aðlaga starfsemi sína að gjörbreyttum aðstæðum eftir að innrásina svo þau geti áfram veitt konum þjónustu og ráðgjöf. Áður höfðu samtökin þurft að bregðast við breyttu landslagi sökum COVID-19 heimsfaraldursins.</p> <p>„Það er gríðarlega mikilvægt að jaðarsettir samfélagshópar&nbsp;<a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-oskir-kvenna-hunsadar/">gleymist ekki á tímum átaka</a>, líkt og hætta er á. UN Women hefur frá upphafi unnið náið með grasrótarsamtökum í hverju landi þar sem UN Women starfar.&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2021/3/compilation-womens-organizations-leave-no-one-behind-in-covid-19-response">Kvenrekin grasrótarsamtök</a>&nbsp;búa yfir staðbundinni þekkingu, lausnum og grunnstoðum sem UN Women styrkir með fjármagni, leiðsögn og búnaði,“ segir í <a href="https://unwomen.is/club-eney-ukraina/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women.</p> <p><strong>Almenningur vill ekki styðja við þessar konur</strong></p> <p>„Fjármagn til okkar var takmarkað fyrir, en hvarf nánast þegar átökin hófust. Almenningur vill ekki styðja við konur í vændi, konur sem neyta eiturlyfja eða konur með HIV. Þess vegna þurftum við nauðsynlega á alþjóðlegum fjárstuðningi að halda,“ sagði Vielta Parkhomenko formaður samtakanna um fjárveitinguna frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>COVID-19 heimsfaraldurinn hafði að sögn UN Women þegar skert aðgengi þessara kvenna að lífsbjargandi þjónustu, meðal annars vegna reglna um fjöldatakmarkanir, sóttkví og einangrun, og almennra lokana. Með fjárstyrknum gat Club Eney aðlagað starf sitt að breyttum aðstæðum og starfað áfram þrátt fyrir COVID-19 takmarkanir. Stuðningurinn gerir þeim kleift að halda áfram að þjónusta jaðarsettar konur á stríðstímum. Samtökin starfa meðal annars í borgunum Kyiv, Poltava, Cherkasy, Kryvyi Rih og Ternopil.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/cCHAcOmiZAc" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Styrktarsjóður Sameinuðu þjóðanna um afnáms ofbeldis gegn hefur starfað frá árinu 1996 og markmið hans er að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim.&nbsp; Helstu áherslur sjóðsins eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum.</p> <p>Ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum en ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Á tímum átaka margfaldast tíðni heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis, sérstaklega í garð berskjaldaðra hópa. „Það er því afskaplega mikilvægt að samtök á borð við Club Eney geti áfram veitt þjónustu og stuðning á tímum sem þessum,“ segir landsnefnd UN Women á Íslandi.</p>

28.03.2022Sameinuðu þjóðirnar kanna alvarleg mannréttindabrot og stríðsglæpi í Úkraínu

<span></span> <p>Fimmtíu manna mannréttindasveit Sameinuðu þjóðanna safnar nú upplýsingum um mannréttindabrot í átökum í Úkraínu. Að <a href="https://unric.org/is/ukraina-sth-kanna-alvarleg-mannrettindabrot-og-stridsglaepi/" target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, hefur sveitin þegar sannreynt dauða 1035 óbreyttra borgara frá því Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar og særðir eru 1650 talsins.</p> <p>Matilda Bogner&nbsp;yfirmaður sveitarinnar&nbsp;segir engan vafa leika á að þessar tölur séu mun hærri. Hún segir nauðynlegt að kanna upplýsingar sem hafi borist um fjöldagrafir í borginni Mariupol. Þær sjást á myndum sem teknar hafa verið úr gervihnöttum og ein þeirra kann að hýsa jarðneskar leifar allt að 200 manna.</p> <p>„Fjöldi látinna og særðra óbreyttra borgara og eyðilegging borgarlegra skotmarka bendir eindregið til þess að þau grundvallarsjónarmið að gera skuli greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum þáttum hafi ekki verið virt, meðalhófs hafi ekki verið gætt og reglan um viðvaranir sömuleiðis. Sama máli gegnir um bann við &nbsp;árásum af handahófi,“ segir Bogner.</p> <p>Hún nefndi sérstaklega tvö dæmi. Annars vegar þegar 47 óbreyttir borgarar voru drepnir þegar tveir skólar og nokkur fjölbýlishús í Chernihiv voru eyðilögð 3. mars. „Allt bendir til að hér hafi verið um loftárásir Rússa að ræða,“ segir Bogner.</p> <p>Hitt dæmið er þegar sjúkrahús númer 3 í Mariupol var eyðilagt, einnig í rússneskri loftárás. Sautján óbreyttir borgarar, þar á meðal börn og ófrískar konur, voru særðir. Ein hinna særðu gekkst undir keisaraskurðaðgerð við kertaljós, en hvorki tókst að bjarga móður né barni.</p> <p><strong>Eyðilegging í Úkraínu</strong></p> <p>Einnig er mannréttindasveitin að kanna ásakanir um handófskenndar stórskotaliðsárásir Úkraínumanna í Donetsk og fleiri svæðum undir stjórn svokallaðra „lýðvelda.“ Enn er verið að kanna ásakanir um að Rússar skjóti á og drepi óbreytta borgara sem verið er að flytja á brott í bifreiðum, „án þess að gera nokkrar varúðarráðstafanir eða vara við.“&nbsp;Þá eru Rússar sakaðir um að drepa óbreytta borgara í friðsamlegum mótmælum. </p> <p>„Þessar árásir valda ómældum mannlegum þjáningum og kunna að fela í sér stríðsglæpi og þær verða að hætta,“ segir Bogner.</p> <p>Sjö blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn hafa verið drepnir í átöknum og ráðist á tólf til viðbótar og hafa fimm þeirra særst.</p> <p><strong>Allsherjarþingið krefst verndar fyrir óbreytta borgara</strong></p> <p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/03/1114632">samþykkti</a>&nbsp;með miklum meirhluta atkvæða í síðustu viku ályktun þar sem þess var krafist að óbreyttum borgurum yrði þyrmt og að hjálparstarfsmenn fengju að athafna sig hindrunarlaust. Þá var Rússland gagnrýnt fyrir að bera ábyrgð neyðarástandi frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu fyrir mánuði.&nbsp;</p> <p>140 ríki samþykktu tillöguna en 38 sátu hjá. Fimm ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni, en auk Rússland voru það Eritrea, Hvíta-Rússland, Norður-Kórea og Sýrland.</p>

28.03.2022Nánast öll afganska þjóðin býr við sult

<span></span> <p>Afganska þjóðin stendur frammi fyrir hungri af áður óséðri stærðargráðu,&nbsp;<a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/AFG%20Food%20Security%20Update%20%236%20%28February%202022%29.pdf">samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna</a>. UN Women <a href="https://unwomen.is/95-prosent-afgonsku-thjodarinnar-byr-vid-hungursneyd/" target="_blank">vekur athygli</a>&nbsp;á því að mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið bregðist við neyðinni. Frysting neyðaraðstoðar vegna valdatöku talíbana, þurrkar, uppskerubrestir og ein mesta kuldatíð sem sést hefur í Afganistan í fjörutíu ár hafa lagst á eitt við að skapa það neyðarástand sem nú ríkir í landinu.</p> <p>UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn. UN Women í Afganistan hefur einnig komið á fót tveimur griðarstöðum þar sem konur hljóta menntun, starfsþjálfun, sálræna aðstoð og daggæslu fyrir börn sín.</p> <p>Einstaklingum sem búa við sult hefur fjölgað um níu milljónir á rúmu hálfu ári, frá 14 milljónum í júlí 2021 til 23 milljónir í mars á þessu ári. Fjölskyldur hafa gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi að metta börn sín, meðal annars að takmarka máltíðir við eina á dag, stofna til gríðarlegra skulda og selja líffæri sín eða dætur.</p> <ul> <li>95% afgönsku þjóðarinnar fær ekki nægan mat</li> <li>100% heimila þar sem konan er eina fyrirvinnan búa við hungur</li> <li>Sjúkrahús um allt land eru yfirfull af vannærðum börnum, sum svo veikburða að þau geta sig ekki hreyft</li> <li>80% þjóðarinnar býr við sárafátækt og tekjuleysi</li> </ul> <p><strong>Stúlkur fá ekki skólamáltíðir</strong></p> <p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hugðust dreifa skólamáltíðum til afganskra barna til að vinna gegn ástandinu. Í byrjun vikunnar bárust aftur á móti fregnir af því að stúlkum hafi verið meinaður aðgangur að skólum, sama dag og skólastarf stúlkna átti að hefjast að nýju eftir valdatöku talíbana. Það þýðir að stúlkur fá ekki aðgang að skólamáltíðum heldur búa áfram við sult og langvarandi næringarskort.</p> <p>„Afganskar konur vilja aðgengi að menntun og störfum. Þær vilja ekki ölmusur. Þær vilja ekki láta koma fram við sig eins og annars flokks þegna, heldur vilja taka fullan þátt í afgönsku samfélagi. Það er gríðarlega mikilvægt að grunnmannréttindi kvenna séu virt. Þegar Kabúl féll, missti ég um hríð alla von. Þegar ég sá svo afganskar konur úti á götum að mótmæla, endurheimti ég vonina. Það verður ekki auðvelt að þagga niður í þessari kynslóð,“ sagði&nbsp;<a href="https://asiapacific.unwomen.org/en/news-and-events/stories/2021/10/afghan-women-leaders-speak-at-the-un">Mariam Safi, afgönsk fræðikona</a>.</p> <p>Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því að&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/03/1114482">afganskar stúlkur fái að mennta sig</a>&nbsp;og sagði það óréttlátt og engum til hags að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín.</p> <p>„Það að neita afgönskum stúlkum réttinn að menntun er gróft brot á mannréttindum þeirra og gerir þær enn berskjaldaðri fyrir ofbeldi, sárafátækt og misnotkun.“</p>

25.03.2022Rúmlega helmingur allra barna í Úkraínu verið hrakinn á flótta

<span></span> <p>Í gær var mánuður liðinn frá því Rússar hófu innrás í Úkraínu með þeim afleiðingum að alls 4,3 milljónir barna, ríflega helmingur allra barna í Úkraínu, hafa neyðst til að flýja heimili sín. Samkvæmt tilkynningu frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 1,8 milljónir barna flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og 2,5 milljónir barna eru á vergangi innanlands.</p> <p>„Ekki síðan í síðari heimsstyrjöldinni hefur annar eins fjöldi barna neyðst til að flýja heimili sín á svo skömmum tíma og í þessu stríði,“ segir í&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu. „Þetta eru óhugnanleg tímamót sem gætu haft varanlegar afleiðingar fyrir næstu kynslóðir. Öryggi barna, velferð þeirra og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu er ógnað vegna þrotlausra árása og skelfilegs ofbeldis,“ bætir&nbsp;hún við.</p> <p>Samkvæmt tölum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa 78 börn látist og 105 börn særst á þeim mánuði sem liðinn er frá upphafi átaka. Þetta eru þó aðeins staðfestar tölur Sameinuðu þjóðanna og talið líklegt að þær séu í raun mun hærri.</p> <p>Loftárásir hafa haft skelfilegar afleiðingar á nauðsynlega innviði og aðgengi almennings að grunnþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) greinir frá&nbsp;52 árásum á starfsemi heilbrigðisstofnana. Menntamálaráðuneyti Úkraínu segir að skemmdir hafi orðið á yfir 500 skólabyggingum, 1,4 milljónir barna hafa nú ekki aðgengi að öruggu vatni, 4,6 milljónir manna hafa takmarkað aðgengi að vatni eða eiga á hættu að verða vatnslaus. Þá vantar 450 þúsund börn á aldrinum 6-23 mánaða næringaraðstoð.</p> <p>„Á fáeinum vikum þá hefur stríðið gjöreyðilagt svo margt fyrir börnum í Úkraínu. Börn þurfa tafarlaust frið, vernd og öryggi,“ segir&nbsp;Russell.&nbsp;„UNICEF&nbsp;kallar sem fyrr eftir vopnahléi nú þegar og að réttindi og vernd barna verði tryggð. Stofnanir og nauðsynlegir innviðir sem börn reiða sig á eiga aldrei að vera í skotlínu stríðsátaka.“</p> <p><strong>Starf&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar vinna þrotlaust að því að ná til barna í Úkraínu og í nágrannaríkjum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð. Í Úkraínu hefur UNICEF flutt sjúkragögn til 49 sjúkrahúsa á 9 landsvæðum, þar á meðal Kænugarði, Kharkiv, Dnipro, og&nbsp;Lviv.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur aukið stuðning við færanleg barnaverndarteymi sín sem starfa á vettvangi og fjölgað þeim úr 22 í 50 og nú þegar hafa borist 63 flutningabílar af hjálpargögnum til aðstoðar 2,2 milljónum íbúa Úkraínu. Á komandi vikum mun&nbsp;UNICEF&nbsp;svo hefja úthlutun á neyðarfjármagni til handa viðkvæmustu fjölskyldunum og koma upp barnvænum&nbsp;svæðum á lykilsvæðum um allt landið.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur frá upphafi átaka í Úkraínu staðið fyrir neyðarsöfnun vegna stríðsins. Viðbrögð almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hafa verið vonum framar og tugir milljóna safnast til góðra verka. Samtakamáttur íslensku þjóðarinnar hefur verið aðdáunarverður.</p> <p><a href="https://unicef.is/forsetahjonin-settu-atak-unicef-heimsins-bestu-foreldrar">Í vikunni hóf&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi svo átak undir yfirskriftinni „Heimsins bestu foreldrar“</a>&nbsp;til að fjölga Heimsforeldrum enda hefur mikilvægi þeirra sýnt sig undanfarið, sem endranær. Mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu&nbsp;UNICEF&nbsp;til að vera til staðar þar sem neyðin er og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar skálmöld skellur á, rétt eins og kom á daginn í Úkraínu fyrir mánuði síðan.</p> <p>Í átakinu sem hófst í vikunni munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði&nbsp;renna beint til starfs&nbsp;UNICEF&nbsp;vegna Úkraínu. Ísland á heimsmet í fjölda Heimsforeldra og minnum við því þann mikla fjölda núverandi Heimsforeldra einnig á að alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofu&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi og hækka núverandi framlag sitt, ef áhugi er á. </p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;er með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Í öllum þessum verkefnum, nær og fjær, skiptir hvert framlag máli.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

24.03.2022Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar

<span></span> <p>Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. Þetta kemur fram í&nbsp;<a href="https://www.humanitarianresponse.info/sites/www.humanitarianresponse.info/files/documents/files/03_2022_un_women_rapid_assessment_womens_csos_eng.pdf" target="_blank">nýrri skýrslu UN Women</a>&nbsp;í Úkraínu. Ástæðan er sú að starfsfólk félagasamtaka hefur sjálft verið neytt á flótta, hefur ekki aðgang að rafmagni eða öðrum búnaði til að sinna starfi sínu eða kemst ekki að heiman vegna linnulausa árása rússneskra hersveita. Í neyðarástandinu hefur einnig borið á því að reynslulítil félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa stigið inn til að veita neyðaraðstoð.</p> <p>„Sem þjálfaður aðili í skipulagningu neyðar- og viðbragðsáætlana hef ég séð fjölda sjálfboðaliða, hópa og samtaka sem aldrei hafa unnið við þessar aðstæður, nú stíga inn án þess að hafa fullan skilning á þörfum þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta hefur orðið til þess að mannréttindi hafa verið brotin, fólk í neyð hefur mætt fordómum og verið vísað burt og viðkvæmir hópar gleymast. Það er gríðarlega mikilvægt að veita viðbragðsaðilum rétta þjálfun, stuðning og eftirlit,“ sagði einn viðmælenda UN Women, sem starfað hefur hjá úkraínskum félagasamtökum um árabil.</p> <p>UN Women hefur veitt móttökuríkjum á borð við Moldóvu ráðgjöf og aðstoð við móttöku fólks á flótta með kvenmiðaða neyðaraðstoð að leiðarljósi. Þá vinnur UN Women í Úkraínu að því að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, þar með talið kvenna með fatlanir, aldraðra kvenna og karla, LGBTQ og Róma kvenna.</p> <p>Í <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-oskir-kvenna-hunsadar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women segir að konur og karlar um alla Úkraínu búi nú í stöðugum ótta um líf sitt og fjölskyldna sinna. Þeir sem geta, hafi flúið heimili sín og standi frammi fyrir áður óþekktum áskorunum. „En fjöldi fólks hefur ekki tök á því að flýja og neyðist til að vera um kyrrt í hersetnum borgum. Aðrir verða eftir til að sinna framlínustörfum, meðal annars hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og slökkviliðsfólk. Neyðarskýli og neðanjarðarbyrgi eru óaðgengileg fólki með skerta hreyfigetu og erfitt er fyrir þennan hóp að skýla sér á heimilum sínum. Það sama á við um aldraða og sjúklinga. Þessir einstaklingar eiga einnig erfitt með að verða sér úti um mat og aðrar nauðsynjar, sérstaklega þegar þjónusta til þeirra liggur niðri.“</p> <p><strong>Óttast um börn sín</strong></p> <p>Samkvæmt skýrslu UN Women er mesta þörfin á lífsbjargandi aðstoð á borð við matvæli, sérstaklega barnamat, lyf, hreinlætisvörur – þar með talið bleium – og vatn. Félagasamtök sem vinna með UN Women í Úkraínu segja að konur óski fyrst og fremst eftir nauðsynjum fyrir börn sín og óttast stöðugt um líf þeirra og heilsu, sérstaklega heilsu ungbarna og nýbura.</p> <p>„Áföllin og streitan sem fylgja stríði hafa gríðarleg áhrif á heilsu óléttra kvenna og mjólkandi kvenna. Streitan getur orðið til þess að fæðing fari fyrr af stað og að þær framleiði ekki næga mjólk fyrir nýfædd börn sín. Víða er þurrmjólk og barnamatur ófáanlegt. Aukin tíðni mæðra- og ungbarnadauða er því miður fylgifiskur átaka,“ segir í fréttinni.</p> <p>Mörg félagasamtök hafa miklar áhyggjur af þolendum heimilis- og kynferðisofbeldis og segja&nbsp;<a href="https://unwomen.is/atok-margfalda-likur-a-kynbundnu-ofbeldi/">tíðni kynbundins ofbeldis hafa aukist</a>&nbsp;frá því átök hófust. Félagasamtök hafa jafnframt vakið athygli á því að konur hafa ítrekað verið útilokaðar frá friðarviðræðum fram að þessu og að&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/speech/2022/03/speech-crises-multiply-threats-women-are-the-solution-multipliers">óskir þeirra hafi verið hunsaðar</a>. Þess í stað hafa þarfir sjálfboðaliða sem nú berjast við innrásarher Rússa verið settar í forgang. Ákall kvenna eftir lyfjum fyrir börn og aldraða, þurrmjólk, barnamat og hreinlætisvörur hefur því mætt daufum eyrum.</p> <p>UN Women tryggir kvenmiðaða&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">neyðaraðstoð í Úkraínu</a>&nbsp;og nágrannalöndum. Hægt er að hjálpað með því að senda sms-ið&nbsp;KONUR&nbsp;í síma&nbsp;1900.</p>

23.03.2022Milljónir barna aldrei þekkt annað en stríðsástand

<span></span> <p>Í Sýrlandi þurfa 6,5 milljónir barna á neyðaraðstoð að halda, 2,5 milljónir barna eru utan skóla og um ein milljón barna þjáist af vannæringu. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa unnið í Sýrlandi frá árinu 2012 og hafa aðstoðað yfir fimm milljónir manna, þar af þrjár milljónir barna.</p> <p>Um þessar mundir er þess minnst að átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í ellefu ár, átök sem „eru lifandi martröð fyrir börn og fjölskyldur þeirra,“ eins og segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/11-ar-fra-thvi-ad-atokin-i-syrlandi-hofust" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum. „Milljónir barna hafa aldrei þekkt annað en stríðsástand. Rannsóknir hafa sýnt fram á að átökin munu hafa langvarandi áhrif á börn, en þau þjást mörg af andlegri vanlíðan, streitu og kvíða og munu bera þess merki það sem eftir er ævinnar.“</p> <p>Barnaheill segja að meirihluti barna í Sýrlandi búi við mikla fátækt og óviðunandi aðstæður. Þau verði vitni að sprengjuárásum allt í kring og upplifa sig óörugg. Óbreyttir borgarar verði fyrir árásum og árið 2021 hafi 15 skólar orðið fyrir árásum.</p> <p>„Sýrland er í miðri efnahagskreppu þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn, átök, gengisfelling gjaldmiðla og skortur á grunnvörum stuðlar að fjárhagslegri baráttu fjölskyldna út um allt land. Verð á matarkörfu hækkaði um 97% frá desember 2020 til desember 2021 sem þýðir að á síðasta ári eyddu fjölskyldur 41% af tekjum sínum í mat. Um 12 milljónir, sem gerir 55% þjóðarinnar, búa við fæðuóöryggi. Fjölskyldur neyðast til að draga verulega úr neyslu á mat og margar eru alfarið háðar neyðaraðstoð. 22% barna hafa neyðst til þess að hætta í skóla til þess að taka þátt í að sjá fyrir heimilinu.“</p> <p>Yousef, 12 ára, er eitt af þeim börnum sem hefur misst foreldra sína í átökunum og býr við mikla fátækt.</p> <p>„Ég hef búið hjá afa mínum síðustu þrjú ár. Vegna átakanna og fjárhagslegra þrenginga þá búum við í ókláruðu húsi. Báðir foreldrar mínir eru dánir. Mamma dó fyrir níu árum í loftárás en ég slasaðist illa í þeirri árás sem olli varanlegum meiðslum í fótum. Pabbi minn dó fyrir þremur árum vegna veikinda. Hann var vanur að fara með mig á spítalann í læknismeðferð en nú er enginn til þess að fara með mig.“</p> <p>Neyðaraðstoð Barnaheilla styður við barnavernd, menntun barna, fæðuöryggi, veitir heilbrigðisaðstoð og aðra grunnþjónustu. Í kjölfar átaka í Úkraínu hafa aldrei verið meiri fólksflutningur í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. <span>„</span>Mikilvægt er að styðja við þau börn sem flýja Úkraínu en ekki má missa sjónar á þeim börnum sem hafa búið við átök í Sýrlandi síðustu 11 ár," segir í frétt Barnaheilla.</p>

22.03.2022Guterres óttast að stríðið grafi undan baráttu gegn loftslagsbreytingum

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að hernaður Rússlands í Úkraínu valdi ekki aðeins verðhækkunum á matvælum og eldsneyti, heldur kunni að setja strik í reikninginn í loftslagsmálum. Hann segir að þróunarríki verði fyrir barðinu á hærri verðbólgu, vatxahækkunum og þyngri skuldabyrði. En afleiðingarnar kunni að vera alvarlegar fyrir alla heimsbyggðina.</p> <p>„Helstu hagkerfi heims grípa nú í hvaða haldreipi sem er til að skipta út rússnesku jarðefnaeldsneyti. Slíkar skammtímaráðstafanir kunna að stuðla að því að notkun jarðefnaeldsneytis verði ávanabindandi til lengri tíma og loki því einnar og hálfrar gráðu glugganum,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn á ráðstefnu vikurtisins Economist um sjálfbærni í dag. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, <a href="https://unric.org/is/guterres-ukrainustridid-kann-ad-grafa-undan-barattu-gegn-loftslagsbreytingum/" target="_blank">greinir</a>&nbsp;frá.</p> <p>Guterres lýsti áhyggjum sínum af því að ríki heims verði svo gagntekin af þeirri nauðsyn að finna skammtímalausn á þessum vanda að þau vanræki eða leggi til hliðar stefnumið um að skera niður notkun jarðefnaeldsneytis.</p> <p>„Þetta er glórulaust. Fíknin í jarðefnaeldsneyti leiðir til gjöreyðingar. Og síðustu atburðir sýna okkur að svo lengi sem við erum háð notkun jarðefnaeldsneytsins, grafa átök og hamfarir undan hagkerfi heimsins og orkuöryggi.“</p> <p>Guterres sagði að veröldin yrði að „laga gallaða orku-samsetningu heimsins.“ Hann benti á að tími væri af skornum skammti til að draga úr losun koltvísýrings um 45 prósent. Í stað þess að leggja til hliðar aðgerðir til að draga úr kolefni í alheimshagkerfinu, beri að gefa í og hraða þróuninni átt til endurnýjanlegrar orku.</p> <p>„Hvernig höldum við einnar komma fimm hugsjóninni á lífi?,<span>“</span> spurði Guterres og svaraði sjálfur spurningunni með því að leggja áherslu á nauðsyn þess að hætta smám saman notkun kola og alls jarðefnaeldsneytis. Hann sagði að eina leiðin til orkuöryggis væru hröð, sanngjörn og sjálfbær orkuskipti.</p> <p>Guterres hvatti ríki heims til að endurskoða landsmarkmið um loftslagsmál í tengslum við Parísarsáttmálann árlega þangað til þau uppfyllti 1,5 gráðu markmiðið. Þá þyrfti að hraða kolefnisjöfnun mikilvægra geira á borð við sjóflutninga, stál- og sementsframleiðslu. Á sama tíma bæri að vernda þá sem höllustum fæti standa og tryggja að aðlögun að loftslagsbreytingum væri sinnt samhliða þessum aðgerðum.</p> <p>„Með þessu móti getum við flutt 1.5 gráðu markmiðið af gjörgæsludeildinni yfir í endurhæfingu,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn.</p>

22.03.2022UN Women: Dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta

<span></span> <p>Meðal verkefna UN Women í Moldóvu er að dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjárhagsaðstoð.&nbsp;Þá hefur UN Women barist fyrir því að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">kvenmiðuð neyðaraðstoð</a>&nbsp;sé veitt. UN Women á Íslandi segir í <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-eg-upplifi-oryggi-og-er-haett-ad-fa-kvidakost/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að mikilvægt sé að konur hljóti strax upplýsingar um réttindi sín, húsaskjól og áfallahjálp við komuna til gistilands. </p> <p>UN Women í Moldóvu og UNICEF hafa tekið höndum saman til að tryggja að þörfum kvenna og barna á flótta sé mætt. Þar sem úkraínskum karlmönnum á aldrinum 18 til 60 hefur verið meinað að yfirgefa landið, eru konur og börn meiri hluti fólks á flótta.</p> <p>Liðinn er mánuður frá því að rússneski herinn hóf innrás í Úkraínu. Síðan þá hafa um 3,5 milljónir verið neyddar á flótta og talið er að um 12 milljónir sitji fastar í umsetnum borgum og bæjum án rafmagns, hita eða vista. Meiri hluti þeirra er flúið hafa átökin í Úkraínu hafa leitað skjóls í Póllandi, eða um 2 milljónir.&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/feature-story/2022/03/in-moldova-women-mobilize-to-help-refugees-from-ukraine">Moldóva</a>&nbsp;er það land sem hefur tekið á móti næstflestu flóttafólki, eða rúmlega hálfri milljón.</p> <p><strong>Sex dagar ofan í kjallara</strong></p> <p>UN Women segir frá Veru, einstæðri fjögurra barna móður sem flúði til Moldóvu frá Kyiv. </p> <p>„Fyrst þegar átökin hófust, földum við okkur í kjallaranum. Við vorum þar í sex daga. Á tímabili gullu neyðarvarnirnar fjórum sinnum á dag og börnin gátu ekkert sofið. Það var engan mat að fá og ég vissi ekki hvernig ég gæti útvegað matvörur því verslanir voru tómar, það seldist allt upp. Sem einstæð móðir með fjögur börn og ekkert bakland, þá tókst mér ekki að útvega okkur nægar vistir.“</p> <p>Þegar sprengjuregnið færðist nær heimili Veru og barna hennar, ákvað hún að flýja í von um að koma börnum sínum í öruggt skjól.</p> <p>„Við yfirgáfum Kyiv klukkan 7 að morgni og komum að landamærum Moldóvu sólarhring síðar. Ég ætlaði fyrst til Póllands, en fólk þurfti að bíða í þrjá daga á lestarstöðinni til að komast þangað.“</p> <p>Landamæraverðir, sjálfboðaliðar og félagasamtök hafa tekið á móti þeim sem flúið hafa stríðið til Moldóvu.&nbsp; Vera segir hjálpsemi fólks og gæska þess hafa komið sér í opna skjöldu.</p> <p>„Við fengum mat, heita drykki og hlýjan fatnað við komuna. Börnin mín höfðu ekki fengið heita máltíð í meira en viku. Ég upplifi öryggi hér. Ég er hætt að fá taugakippi og kvíðaköst. Ég er loksins róleg.“</p> <p>Hægt er að styðja við neyðaraðstoð UN Women með því að senda sms-ið&nbsp;KONA&nbsp;í síma&nbsp;1900.</p>

21.03.2022UNICEF: Tæplega níu hundruð tonn af hjálpargögnum til Úkraínu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nú sent 85 flutningabíla með 858 tonn af hjálpargögnum til Úkraínu og nágrannaríkja. Alls fóru 780 tonn inn í Úkraínu en afgangurinn til nærliggjandi ríkja sem tekið hafa á móti mörgum flóttamönnum síðustu vikur. Þetta kemur fram í <a href="https://unicef.is/unicef-komid-858-tonnum-af-hjalpargognum-til-ukrainu-og-nagrannarikja" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF&nbsp;og þar segir að meiri hjálpargögn séu nú þegar á leiðinni.&nbsp;</p> <p>Vörubílarnir eru drekkhlaðnir af nauðsynlegum sjúkragögnum, lyfjum og öðru sem skortur er á, hreinlætisvörum, skólagögnum, barnvænni afþreyingu fyrir börn og ungmenni, að ógleymdum hlýjum teppum og vetrarfatnaði, svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun vegna verkefna&nbsp;UNICEF&nbsp;í og við Úkraínu frá því innrásin hófst.&nbsp;UNICEF&nbsp;hafði þar áður verið að störfum í átta ár á átakasvæðum í austurhluta Úkraínu, en við innrásina þurfti að róa að því öllum árum að bregðast við á vettvangi um allt land og við nærliggjandi landamæri. Í frétt UNICEF segir að stuðningur almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hér á landi við neyðarsöfnun hafi verið aðdáunarverður og tugir milljóna hafi safnast.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í fréttinni er Heimsforeldrum hrósað og sagt að mánaðarleg framlög þeirra tryggi getu&nbsp;UNICEF&nbsp;til að vera til staðar þar sem neyðin er mest og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skellur á, líkt og gerðist í Úkraínu í síðasta mánuði. </p> <p>„Íslendingar eiga heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað höfðatölu&nbsp;og telur hvert eitt og einasta framlag til góðra verka&nbsp;UNICEF&nbsp;í þágu réttinda barna um allan heim. Því gleymum ekki að þrátt fyrir það grettistak sem&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur að undanförnu lyft í Úkraínu þá er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Þar, nær og fjær, skiptir stuðningur þinn máli."&nbsp;</p>

18.03.2022Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda

<span></span> <p>Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun.</p> <p>„Ísland leggur áherslu á að styðja aðgerðir til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og fátækt. Í Úganda hefur COVID-19 heimsfaraldurinn haft neikvæð áhrif á heilsu, nám og lífsviðurværi samfélaga, ekki síst stúlkur. Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda leggjum við áherslu á handþvott með sápu til verndar börnum gegn niðurgangspestum og öndunarfærasýkingum, meðal annars kórónuveirunni. Bætt hreinlætisaðstaða bætir skólasókn sem leiðir til aukins þroska barna,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.</p> <p>Auk endurbóta á hreinlætisaðstöðu kostar Ísland gerð veggspjalda sem minna nemendur skólanna á mikilvægi persónulegra sóttvarna, handþvottar með sápu og hreinu vatni.</p> <p>„Mannréttindi eru áhersluatriði í stefnu Íslands í þróunarsamvinnu og UNICEF gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að réttindum og velferð barna í heim allan. Við erum ánægð með að leggja okkar af mörkum til þessa verkefnis UNICEF til að bæta hreinlætisaðstöðu í fyrrnefndum 600 skólum,“ segir Þórdís.</p> <p>„Í Úganda hafa skólar verið opnir í tvo mánuði og til að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra er mikilvægt að fjárfesta í sýkingavörnum og eftirliti með fullnægjandi vatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu. Þannig getum við takmarkað útsetningu fyrir sjúkdómum og smitum meðal nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólanna. Með þessari viðbótarfjárveitingu frá íslenskum stjórnvöldum stuðlar UNICEF að því að draga úr sjúkdómum í skólum landsins, bæði vatnsbornum sjúkdómum og þeim sem tengjast ófullnægjandi hreinlæti,“ segir Munir Safieldin fulltrúi UNICEF í Úganda.</p>

18.03.2022Áhrif loftslagsbreytinga á kynbundið ofbeldi rætt á hliðarviðburði

<span></span> <p>UN Women á Íslandi og forsætisráðuneytið stóðu fyrir hliðarviðburði í vikunni í tengslum við&nbsp;<a href="https://unwomen.is/fundur-kvennanefndar-sth-tekur-a-loftslagsbreytingum/">66. Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;(CSW66) sem stendur nú yfir í New York. Viðburðurinn kallaðist&nbsp;„Hinar gleymdu raddir – Áhrif loftslagsbreytinga á ofbeldi gegn konum og þar fjölluðu Christina Lamb, Erna Huld Íbrahimsdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir um hin ríku tengsl á milli&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/explainer/2022/02/explainer-how-gender-inequality-and-climate-change-are-interconnected">loftslagsbreytinga og kynbundins ofbeldis</a>.</p> <p>Christina Lamb er fréttastjóri erlendra frétta hjá The Sunday Times og höfundur bókarinnar&nbsp;Líkami okkar, þeirra vígvöllur.&nbsp;Í erindi sínu fjallaði hún meðal annars um áhrif stríðs og náttúruhamfara á konur.</p> <p>„Í síðasta mánuði var ég stödd í Afganistan sem, eins og margir vita, glímir nú við mestu þurrka sem landið hefur séð í fjörtíu ár. Ég hitti fjölskyldu sem var svo full örvæntingar að þau höfðu ákveðið að selja 8 ára dóttur sína í hjónaband bara svo þau gætu átt mat fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Og nú voru þau einnig að reyna að selja burt 3-mánaða barn sitt. Þetta var ekki einangrað atvik, það er fjöldi fólks í sömu aðstöðu, ekki aðeins í Afganistan, heldur einnig í Malaví, í Kenya, Chad og Bangladesh. Allt þetta fólk glímir við afleiðingar loftslagsbreytinga.“</p> <p>Lamb minntist jafnframt á áhrif stríðsins í Úkraínu á matarskort í Yemen og Afganistan. Hún benti á að samanlagt framleiða Rússland og Úkraína um 30% alls hveitis í heiminum. Viðbúið er að framleiðsla hveitis muni dragast saman vegna stríðsins sem&nbsp; þýðir að lönd eins og Afganistan og Yemen, sem þegar glíma við gríðarlegan matarskort, munu eiga enn erfiðara um vik með að afla sér byrgða</p> <p><strong>Þau jaðarsettustu í framlínunni</strong></p> <p>Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, hélt öflugt erindi um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna</a>. Hún vitnaði m.a. í&nbsp;António Guterres sem sagði mannkynið vera í stríði við náttúruna. „Um leið og við áttum okkur á hversu háð við erum vistkerfi Jarðarinnar, verður okkur ljóst að við eigum ekki aðeins í stríði við náttúruna, heldur einnig okkur sjálf. Þau okkar sem standa á framlínunni, eru þau sem eru hvað jaðarsettust,“ sagði Tinna.</p> <p>Erna Huld Íbrahimsdóttir, túlkur og kynjafræðingur frá Afganistan, gerði áhrif valdatöku talíbana á&nbsp;<a href="https://unwomen.is/lysa-yfir-miklum-ahyggjum-af-lifi-og-rettindum-afganskra-kvenna/">mannréttindi kvenna í Afganistan</a>&nbsp;að umfjöllunarefni sínu.</p> <p>„Afganskar konur misstu ekki hluta af nýfengnum réttindum sínum, heldur voru öll grundvallarmannréttindi þeirra hrifsuð af þeim. Þú hefur ekki rétt til lífs þegar þú hefur ekki einu sinni réttinn til að ferðast eða almenn mannréttindi. Enn á 21. öldinni erum við að neita konum um réttinn til náms, eitt mikilvægasta tólið í jafnréttisbaráttunni.“</p> <p>66. Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna (CSW66) stendur yfir til 25. mars.&nbsp;<a href="https://teamup.com/ksjgjdxx23dqs947md">Fjöldi áhugaverðra viðburða fara fram á fundinum</a>&nbsp;sem eru opnir öllum.</p>

17.03.2022Ísland tilkynnir um 125 milljóna króna framlag til Jemen

<span></span> <p>Á framlagsráðstefnu til að tryggja lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð fyrir almenna borgara í Jemen söfnuðust 1300 milljónir bandarískra dala eða tæplega þriðjungur þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett sér að markmiði. Utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um 125 milljóna króna framlag Íslands til Jemen. Alls tilkynntu 36 framlagsríki um fjárframlög á ráðstefnunni í gær.</p> <p>Framlag Íslands skiptist milli áherslustofna í mannúðaraðstoð: Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).<br /> <br /> Ráðstefnan, sem skipulögð var af stjórnvöldum í Svíþjóð og Sviss, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, hefur verið haldin ár hvert frá því að stríðið í Jemen braust út fyrir um sjö árum. Rúmlega 23 milljónir manna eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð og innviðir landsins eru fyrir löngu að hruni komnir.</p> <p>„Mannúðarþörf fer vaxandi á ógnarhraða í heiminum, en samúð og samstaða dugar ekki til. Íbúar Jemen þurfa á aðstoð að halda. Í dag heyrðum við frá svo mörgum löndum að Jemen hefur ekki gleymst og ég þakka styrktaraðilum fyrir lífsbjargandi framlag þeirra," sagði Martin Griffiths mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnunni í gær.</p> <p>Hann bætti við að ástæða væri til að óttast að innrás Rússa í Úkraínu gæti leitt til að torsóttara verði að afla fjár fyrir íbúa Jemen. Það væri því enn brýnna að leita lausna á styrjaldarástandinu sem ríkt hefur í sjö ár.</p> <p>Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) neyddist til að skera niður matarskammta átta milljóna manna í upphafi þessa árs vegna fjárskorts. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði á fundi Öryggisráðsins í vikunni að aðeins hefði tekist að afla 11 prósent þeirra 887,9 milljóna dala sem stofnunin þyrfti á að halda til að brauðfæða þrettán milljónir manna næsta hálfa árið.</p>

16.03.2022Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum

<span></span> <p>Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. Að <a href="https://unric.org/is/innrasin-i-ukrainu-gaeti-valdid-hungursneyd-i-throunarrikjum/" target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hefur matur, eldsneyti og áburður snarhækkað í verði og birgðaflutningar raskast. </p> <p>„Allt þetta kemur harðast niður á hinum fátækustu í heiminum,“<a href="https://news.un.org/en/story/2022/03/1113882">&nbsp;sagði</a>&nbsp;António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. „Nú er sáð fræjum óstöðugleika og óróa um allan heim. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir flóðbylgju hungurs og hruns alþjóðlega matvælakerfisins. Þar að auki sjást þess skýr merki að þetta stríð hefur sogað til sín fjármagn og dregið til sín<a href="https://unric.org/is/sth-hefur-komid-halfri-milljon-til-adstodar-innan-ukrainu/">&nbsp;athygli</a>&nbsp;frá öðrum svæðum þar sem neyð ríkir.”</p> <p>UNRIC vekur athygli á því að rúmlega helmingur sólblómaolíu og 30 prósent hveitis komi frá Rússlandi og Úkraínu. Helmingur hveitis sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kaupir í þágu bágstaddra í heiminum kemur frá Úkraínu einni.</p> <p>45 Afríkuríki sem eru í hópi lágtekjuríkja heims, flytja inn að minnsta kosti þriðjung hveitis frá Úkraínu og Rússlandi. Átján þeirra flytja inn meira en helming frá þessum þjóðum.</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn hvatti ríki heims til að fitja upp á skapandi lausnum til að fjármagna mannúðar- og þróunarstarf um allan heim, sýna rausn og láta þegar í stað af hendi fé sem lofað hefur verið.</p> <p>„Í stuttu máli má segja að þróunarríkjum er greitt bylmingshögg. Þau standa andspænis hverri raun á fætur annarri. Fyrir utan stríðið í Úkraínu skulum við ekki gleyma COVID og áhrifum loftslagsbreytinga, sérstaklega þurrkum.“</p>

16.03.2022Fjölskylduefling SOS: Nýtt verkefni í Rúanda

<span></span> <p>SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa hrund­ið af stað nýrri fjöl­skyldu­efl­ingu í Rú­anda. Þetta er fimmta fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efn­ið frá upp­hafi sem er á ábyrgð SOS á Ís­landi. Und­ir­bún­ing­ur hófst um síðustu ára­mót og <span></span>verk­efn­ið hefst form­lega í byrj­un næsta mánaðar. Það er til fjög­urra ára eða út árið 2025.</p> <p>Fjöl­skyldu­efl­ing SOS er for­varn­ar­verk­efni. Markmiðið er að forða börn­um frá að­skiln­aði við illa stadda for­eldra sína í sára­fá­tækt með því að styðja fjöl­skyld­urn­ar til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is. SOS á Ís­landi rek­ur tvö önn­ur slík verk­efni, eitt í Eþí­óp­íu og ann­að í Mala­ví.</p> <p>Verk­efn­ið í Rú­anda er í Nyamiyaga hlut­an­um í Gicumbi hér­aði og skjól­stæð­ing­arnir eru um 1.400 börn og ung­menni og for­eldr­ar þeirra í 300 fjöl­skyld­um sem búa við sára­fá­tækt. Af 21 þús­und íbú­um þessa svæð­is búa yfir 6.200 við ör­birgð. Þjóð­armorð­in árið 1994 lögðu áður veik­byggða inn­viði lands­ins í rúst og þjóðin glím­ir enn við af­leið­ing­ar þeirra.</p> <p>Fjög­ur SOS barna­þorp eru í Rú­anda og í þeim eru 47 börn sem eiga SOS-for­eldra á Ís­landi. Verk­efna­svæð­ið er ná­lægt barna­þorp­inu í Byumba, höf­uð­borg Gicumbi hérðs. Þar búa tólf börn sem eiga SOS-for­eldra á Ís­landi.</p> <p><strong>Mik­ið of­beldi gegn börn­um</strong></p> <p>Yf­ir­skrift verk­efn­is­ins er&nbsp;Uburumbuke Iwacu&nbsp;eða&nbsp;Velsæld í fjölskyldum og samfélagi. Markmið þess er að ráð­ast á rót helstu vanda­mála sem ógna vel­ferð barna á svæð­inu og má þar helst nefna háa tíðni of­beld­is gegn börn­um, van­rækslu, yf­ir­gef­in börn og sundr­ungu í fjöl­skyld­um. Vanda­mál­in sem verk­efn­ið mun ráð­ast gegn eru meðal annars ör­birgð og vannær­ing, tak­mörk­uð þekk­ing á rétt­ind­um barna, færni í já­kvæðu upp­eldi, barna­vernd, heil­brigð­is­þjón­ustu, hrein­læti, kynja­jafn­rétti, vernd gegn HIV og kyn­bund­ið of­beldi.</p> <p>Fjöl­skyldu­efl­ing SOS hef­ur ver­ið í Rú­anda í fimmtán ár og nýja verkefnið byggir á þeirri reynslu og þekk­ingu sem þar hef­ur skap­ast. Verkefnið er fjármagnað af íbúða­leigu­fyr­ir­tæk­inu Heimsta­den að mestu leyti. Heimsta­den fjár­magn­ar fyrsta verk­efnis­ár­ið að fullu en 90% síð­ustu þrjú árin. Mót­fram­lag SOS er sem fyrr fjár­magn­að af styrktarað­il­um,&nbsp;<a href="https://www.sos.is/styrkja/gerast-fjolskylduvinur/" title="Gerast fjölskylduvinur">SOS-fjölskylduvinum</a>. Heild­ar­kostn­að­ur þess er um 715.000 evr­ur.</p> <p>Verk­efn­i SOS í Eþí­óp­íu og Mala­ví eru að stærst­um hluta fjár­mögn­uð með stuðn­ingi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins en mót­fram­lag SOS á Ís­landi sem fyrr með fram­lög­um SOS-fjöl­skyldu­vina.</p>

15.03.2022Utanríkisráðherra undirritar rammasamninga við félagasamtök

<p><span>Utanríkisráðherra undirritaði í gær rammasamninga við fjögur íslensk félagasamtök sem starfa á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Rammasamningarnir munu veita félagasamtökunum fyrirsjáanleika sem auðveldar skipulagningu verkefna og eykur viðbragðsflýti samtakanna, til dæmis þegar neyðarástand skapast.&nbsp;</span></p> <p><span>Gengið var til samninga við Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn á Íslandi til að styðja verkefni á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Einnig var gerður samningur við SOS Barnaþorpin á Íslandi vegna þróunarsamvinnuverkefna.&nbsp;</span></p> <p><span>„Við stöndum á ákveðnum tímamótum með undirritun þessara samninga. Undanfarin tvö ár hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu aukast og er því mikilvægt fyrir Ísland að leggja sitt af mörkum og gera enn meira til að standa við skuldbindingar okkar til alþjóðsamfélagsins. Þátttaka í þessum verkefnum er hluti af skyldum okkar sem þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samstarfi,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við undirritunina. „Félagasamtök gegna hér mikilvægu hlutverki sem traustir samstarfsaðilar og eru mikil verðmæti fólgin í samstarfinu,“ sagði ráðherra ennfrekar.&nbsp;</span></p> <p><span>Samstarf stjórnvalda við íslensk félagasamtök á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu á sér langa sögu og hefur fjölbreytni verkefna aukist á undanförnum árum. Lagt er upp með að eiga gott samstarf við öflug og virk félagasamtök sem stuðla að árangri í þróunarsamvinnu, framgangi heimsmarkmiðanna og bættum lífskjörum í þróunarríkjum.<br /> </span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Barnaheill – Save the Children á Íslandi</strong> leggur áherslu á forvarnir og viðbrögð gegn ofbeldi á börnum. Hafa samtökin mikla reynslu í málaflokknum og hyggjast framkvæma þróunarsamvinnuverkefni í Síerra Leóne og Líberíu sem lúta að forvörnum gegn ofbeldi gagnvart börnum og þjónustu við þolendur. Á sviði mannúðaraðstoðar hyggjast samtökin leggja áherslu á uppbyggingu barnvænna svæða og að veita börnum heildstæða þjónustu sem verða fyrir ofbeldi.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Hjálparstarf kirkjunnar</strong> leggur áherslu á stuðning við fólk og samfélög með það að leiðarljósi að auka sjálfbærni þeirra, virkja þátttakendur og byggja upp staðbundna þekkingu til að hraða þróun. Verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru unnin í Afríku og er lögð áhersla á að auka viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum, bætta lífsafkomu og jafnrétti kynjanna, og vinnu gegn fátækt. Á sviði mannúðar leggur Hjálparstarf kirkjunnar áherslu á aðstoð í samvinnu við Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance og hjálparstarf Lúterska heimssambandsins (Luterian World Federation, LWF).&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Rauði krossinn á Íslandi</strong> nær á hverju ári til þúsunda þolenda hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim. Gegnir Rauði krossinn stoðhlutverki við stjórnvöld á sviði mannúðarmála, líkt og önnur landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans gera hvert í sínu landi. Á sviði þróunarsamvinnu er áhersla lögð á viðnámsþrótt og samfélagslega drifin þróunarverkefni, sjálfbæra endurheimt skóglendis og verkefni á sviði jafnréttismála. Á sviði mannúðaraðstoðar mun RKÍ byggja á reynslu af fyrri rammasamningi og halda áfram að efla það starf sem nú þegar er unnið á þessu sviði.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>SOS Barnaþorpin á Íslandi </strong>leggja áherslu á fjölskyldueflingu, sem felur í sér forvarnarverkefni þar sem sárafátækar barnafjölskyldur fá stuðning til að efla sjálfbærni og eigin þrótt. Eru áherslur þessar tilkomnar vegna reynslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á þessum sviðum hvað varðar aðkomu að mótun verkefna, fjármögnun og eftirlit, og áherslna Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og SOS Barnaþorpanna á heimsvísu.<br /> <strong></strong></span></p>

15.03.2022Sýrlensk börn særð á líkama og sál eftir ellefu ár af stríði

<span></span> <p>Frá því stríðið hófst í Sýrlandi fyrir ellefu árum hafa tæplega þrettán þúsund börn látið lífið eða særst í átökunum.&nbsp;Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi bendir UNICEF á að dauðsföll barna séu fleiri en sem nemur öllum íbúum Mosfellsbæjar á síðasta ári.&nbsp;Í gær létu þrjú börn lífið þegar sprengjuleifar sprungu á jörðu niðri í&nbsp;Aleppo. </p> <p>Ellefu ár eru liðin frá því átök hófust í Sýrlandi með tilheyrandi mannúðarkreppu. UNICEF segir í frétt að þessum átökum, árásum og fólksflótta, sem skilur börn eftir á vergangi í eigin landi, sé hvergi nærri lokið. Og áhrifanna gætir mest á lífi saklausra barna.&nbsp;</p> <p>UNICEF segir að 900 börn hafi látist eða særst í átökum í Sýrlandi á síðasta ári. „Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi þá er það aðeins minna en sem nemur öllum börnum, 14. ára og yngri, sem bjuggu á Seltjarnarnesi á síðasta ári (931).&nbsp;Jarðsprengjur, sprengjuleifar og önnur ósprungin hergögn voru helsta ástæða þess að börn létu lífið eða særðust í Sýrlandi í fyrra.“</p> <p>„Nærri fimm milljónir barna hafa fæðst í Sýrlandi frá árinu 2011 og hafa aldrei þekkt annað en stríð og átök. Í mörgum hlutum Sýrlands lifa börn í sífelldum ótta við hættuna af yfirvofandi árásum, jarðsprengjum og öðrum leifum stríðsins,“ segir Bo Viktor&nbsp;Nylund, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Sýrlandi, í tilkynningu vegna þessara sorglegu tímamóta stríðsins þar í landi.</p> <p>Í Sýrlandi og nærliggjandi ríkjum eru 5,8 milljónir barna sem þarfnast mannúðaraðstoðar.&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar vinna áfram sem endranær þrotlaust að vernd þessara barna, réttindagæslu og velferð. Ekki síst að hjálpa þeim að vinna úr því sálræna áfalli sem fylgir því að alast upp sem barn í stríði og á sífelldum flótta.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur um árabil staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn frá Sýrlandi.&nbsp;<a href="https://unicef.is/hjalp">Hér finnur þú upplýsingar um hvernig þú getur styrkt þá söfnun.</a></p>

15.03.2022Ísland veitir neyðaraðstoð til Malaví í kjölfar hitabeltisstorms ​

<span></span> <p>Ísland hefur svarað samræmdu neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna um stuðning við Malaví í kjölfar hitabeltisstormsins Ana sem reið yfir suðurhluta landsins í lok janúar og hafði í för með sér mikla eyðileggingu. Neyðarástand ríkir í þessum hluta Malaví og Ísland hefur ákveðið að veita 40 milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) til að tryggja fæðuöryggi í þremur héruðum sem urðu verst úti.</p> <p>„Eftir greiningu á skammtíma og langtíma þörfum sem hafa skapast vegna náttúruhamfaranna teljum við brýnast að tryggja fæðuöryggi, en 445 þúsund manns eru í þörf fyrir mataraðstoð eins og stendur,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir&nbsp;forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Með framlagi Íslands fá 45 þúsund einstaklingar fjárstyrk til eins mánaðar til að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir lífsnauðsynjum.</p> <p>Mikil flóð, úrhelli og ofsavindar skullu á átján sveitarfélögum í sunnanverðu Malaví. Um 190 þúsund manns misstu heimili sín og enn fleiri töpuðu matarbirgðum, búpeningi og horfa fram á eyðilögð ræktarsvæði. Mikill meirihluti landsmanna í Malaví lifir á sjálfsþurftarbúskap og því misstu margir aleiguna. Afleiðingar stormsins sjást meðal annars á því að tæplega ein milljón einstaklinga er talin þurfa á brýnni mannúðaraðstoð að halda. Margir hafast við í tímabundnum búðum sem hafa verið settar upp í skólum en að auki eru margt flóttamanna í þessum búðum frá Mósambík sem einnig varð illa úti í storminum.</p> <p>&nbsp;Alls eru 46 dauðsföll staðfest í Malaví, átján er enn leitað og meira en 200 særðust, samkvæmt tölum frá malavískum stjórnvöldum. Sameiginlega ákallið miðar að því að virkja aðgerðir til stuðnings viðbrögðum stjórnvalda til að bregðast við ástandinu og aðstoða þá íbúa í sex héruðum í sunnanverðu landinu sem líða mestan skort.</p>

10.03.2022Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. </p> <p>„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem almenningur, Mannvinir Rauða krossins, fyrirtæki og stjórnvöld hafa sýnt lífsbjargandi mannúðarstarfi Rauða krossins með fjárframlögum,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Þarfirnar eru svo miklar að hver króna skiptir máli. Við á Íslandi erum sannarlega að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og það er tekið eftir okkar stuðningi og hlýhug.“ </p> <p>Auk fjármagns til mannúðaraðgerða eru sex sendifulltrúar Rauða krossins á leið til Úkraínu og nágrannaríkja með stuðningi utanríkisráðuneytisins þar sem þeir sinna hjálparstarfi næstu vikur og mánuði. </p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram og félagið áformar að senda frekara fjármagn með stuðningi almennings, Mannvina Rauða krossins, fyrirtækja og stjórnvalda því ljóst er að neyðin í Úkraínu og nágrannaríkjum þess þar sem flóttafólk leitar skjóls vex dag frá degi, að því er segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/70-milljonir-til-mannudaradgerda-i-ukrainu-og-nagrannarikjum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi.</p> <p>Helmingur fjármagnsins fer til mannúðaraðgerða innan Úkraínu þar sem lögð er áhersla á neyðaraðstoð eins og dreifingu matvæla, tryggt aðgengi að vatni og öðrum nauðsynjum. Jafnframt er lögð áhersla á að tryggja virkni nauðsynlegra innviða landsins, t.d. með því að styðja við spítala og heilsugæslur með læknisbúnaði og lyfjum og gera við og halda vatnsveitum gangandi. </p> <p>Staða Rauða krossins sem hlutlaus og óhlutdræg hreyfing á átakasvæðum tryggir starfsfólki og sjálfboðaliðum aðgengi að svæðum þar sem aðrir hafa annað hvort mjög takmarkað eða jafnvel ekkert aðgengi að almennum borgurum. Þá leggur Alþjóðaráð Rauða krossins þunga áherslu á að stríðandi fylkingar virði skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum sem eiga að vernda almenna borgara, borgaraleg mannvirki og innviði frá árásum. Þá er mikilvægt að almennir borgarar geti flúið átakasvæði á öruggan hátt með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins. </p> <p>„Við erum mjög þakklát fyrir stuðning almennings, fyrirtækja og íslenskra stjórnvalda,“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Stuðningur og samhugur almennings á Íslandi með þeim sem þjást vegna ástandsins í Úkraínu er afar vel metinn. Því meiri stuðning sem við fáum þeim mun meira getur Rauði krossinn gert fyrir fólk sem þjáist vegna átakanna og á þann hátt komið til móts við þarfir almennra borgara.“</p> <p>Hinn helmingur söfnunarfjárins verður notaður til að taka á móti flóttafólki í nágrannaríkjum Úkraínu þar sem hátt í tvær milljónir hafa leitað skjóls, aðallega konur og börn. Sérstök áhersla verður lögð á að styðja mannúðarstarf Rauða krossins í Moldóvu </p> <p>Rauði krossinn bendir á að nú sé mikilvægast að safna fjármunum&nbsp;til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. &nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/styrkja-starfid/">Hægt er að leggja söfnuninni lið hér</a> eða með því að senda smsið HJALP í 1900.</p> <p>Fólk er einnig hvatt til að <a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/mannvinir/" target="_blank">gerast Mannvinir</a>, þ.e. mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins, til þess að styrkja við starf Rauða kross til lengri tíma. </p>

09.03.2022UNICEF kemur 62 tonnum af hjálpargögnum til Úkraínu

<span></span> <p>Um helgina komu sex&nbsp;fulllestaðir&nbsp;flutningabílar frá UNICEF til&nbsp;Lviv&nbsp;í vesturhluta Úkraínu með alls 62 tonn af hjálpargögnum. Sendingin kemur frá alþjóðlegu vöruhúsi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Kaupmannahöfn og meðal hjálpargagna eru hlífðarfatnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk, margvísleg sjúkragögn, þar á meðal lyf, skyndihjálparpakkar, ljósmóðurpakkar og tæki og búnaður til skurðaðgerða. Hátt í 20 þúsund hlý teppi og vetrarfatnaður fyrir börn eru einnig á leið til Úkraínu gegnum Pólland frá vöruhúsi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Tyrklandi.</p> <p>„Staða barna og fjölskyldna í Úkraínu versnar með hverjum degi. Þessi hjálpargögn munu hjálpa okkur að veita konum, börnum og heilbrigðisstarfsfólki nauðsynlega aðstoð,“ segir&nbsp;Murat&nbsp;Sahin, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Úkraínu í <a href="https://unicef.is/unicef-kemur-62-tonnum-af-hjalpargognum-til-ukrainu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá stofnuninni.</p> <p>Þar segir að frá því átök&nbsp;hörðnuðu&nbsp;í Úkraínu hafi fjölskyldur neyðst til að leggjast á flótta eða leita skjóls neðanjarðar án aðgengis að nauðsynlegri þjónustu. Heilbrigðisstofnanir hafi þurft að færa starfsemi sína í kjallara og skýli. Um allt landið séu hundruð þúsunda án vatns og þá sé farið að bera á lyfjaskorti og skorti á öðrum nauðsynlegum sjúkragögnum.</p> <p>„UNICEF&nbsp;vinnur allan sólarhringinn að því að skala upp neyðaraðstoð í Úkraínu og undirbúning frekari aðgerða þegar til hömlum og öryggisráðstöfunum verður aflétt svo hægt verði að nálgast og veita íbúum aðstoð sem búa á svæðum sem verst urðu úti,“ segir&nbsp;Sahin. &nbsp;</p> <p>UNICEF&nbsp;vinnur einnig þrotlaust að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna á flótta yfir landamæri nágrannaríkja. Partur af því er að koma&nbsp;<a href="https://unicef.is/blair-punktar-unicef-taka-moti-bornum-vid-landamaeri-ukrainu">upp&nbsp;barnvænum&nbsp;svæðum, svokölluðum Bláum punktum (Blue&nbsp;Dots)</a>&nbsp;á flóttaleiðum þar sem fólk á flótta fær aðstoð, nauðsynjar og ráðgjöf.</p> <p>UNICEF&nbsp;ítrekar&nbsp;nú sem fyrr ákall sitt um&nbsp;vopnahlé&nbsp;í Úkraínu svo mannúðarstofnanir geti sinnt vinnu sinni og náð til þeirra sem á þurfa að halda. Vopnahlé myndi einnig gefa fjölskyldum færi á að sækja mat, vatn, læknisaðstoð eða flýja í öryggi á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.&nbsp;</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu á ófriðartímum í austurhluta landsins að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð. UNICEF er nú á vettvangi stríðsátaka að tryggja hreint vatn, hjálpargögn, skólagögn, félags- og sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð.&nbsp;</p> <p>Neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu er í fullum gangi. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um styrktarleiðir<a href="https://unicef.is/ukraina">&nbsp;á vef UNICEF á Íslandi.</a></p>

08.03.2022"Hún hefði dáið, ef ekki væri fyrir nýju fæðingardeildina"

<span></span> <p>Alþjóðlegur dagur kvenna – International Women´s Day – er haldinn í dag og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem konur og stúlkur um allan heim standa frammi fyrir á hverjum degi. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu kvenna og stúlkna. Í Malaví, samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur því staða kvenna í landinu er ekki eins og þekkist, eins og til dæmis Íslandi. </p> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni sem miðar að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í verkefnum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, meðal annars í Malaví. </p> <p>Mikil aukning var á barnahjónaböndum og ótímabærum þungunum ungra stúlkna í kjölfar COVID-19 faraldursins. Samkvæmt tölum frá UN Women í Malaví, urðu 5901 unglingsstúlkur ófrískar og 5971 stúlkur voru giftar fyrir aldur fram á fimm mánaða tímabili frá mars til júlí 2020 í Mangochi héraði. Ísland studdi sérstakt átak UN Women í kjölfarið til að sporna gegn ótímabærum þungunum, uppræta barnahjónabörn og berjast gegn kynbundnu ofbeldi sem jókst gríðarlega í kjölfar skólalokana. Á síðasta ári voru til dæmis fjörutíu barnungar stúlkur leystar úr hjónabandi og þær fengu stuðning til að hefja skólagöngu að nýju.&nbsp;</p> <p>Fatima Hamis, er ein af þessum mörgu stúlkum. Í dag er hún er sautján ára og býr í Mangochi héraði með ömmu sinni og afa og árs gamalli dóttur sinni. Þegar hún var fimmtán ára varð hún ófrísk og í kjölfarið þurfti hún að hætta í skóla ásamt því að móðir hennar lét hana yfirgefa heimilið og giftast barnsföður sínum.</p> <p>Fatima fæddi dóttur sína í apríl 2021 á fæðingardeildinni við héraðssjúkrahúsið í Mangochi bæ, sem var fjármagnað af Íslandi og opnað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra árið 2019. Opnun nýrrar fæðingardeildar markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins. Á lóð fæðingardeildarinnar er einnig miðstöð ungbarna- og mæðraverndar en þar sótti Fatima einnig þjónustu á sviði mæðraverndar meðan hún var ófrísk.</p> <p>Fatima gekk í gegnum mjög erfiða fæðingu, hún missti mikið blóð og rifnaði illa, sökum aldurs síns, sem er algengt þegar stúlkur ganga í gegnum erfiða barnsfæðingu en hafa ekki náð ákveðnum líkamlegum þroska. „Hún hefði dáið ef ekki hefði verið fyrir nýju fæðingardeildina, gamla fæðingardeildin var ekki útbúin öllum þeim nauðsynlegu tólum og tækjum sem þurfti að nota til að bjarga lífi hennar,“ segir amma Fatimu.</p> <p>Í gegnum verkefnastoðina í Mangochi – Mangochi Basic Services Programme – fjármagnaða af Íslandi frá árinu 2012, kom félagsráðgjafi til móts við Fatimu og hjálpaði henni að leita aftur til og sameinast fjölskyldu sinni eftir fæðinguna. Félagsráðgjafinn talaði við ömmu og afa Fatimu og sannfærði þau um að taka við mæðgunum og gæta barnabarns síns á meðan Fatima gæti farið aftur í skóla.</p> <p>Í dag er Fatima byrjuð aftur í skóla og stefnir hún á að vera blaðamaður þegar hún verður eldri. Félagsráðgjafinn heimsækir fjölskylduna einu sinni í mánuði ásamt því að útvega henni viðeigandi bækur og skólagögn.</p> <p>„ Ég er svo glöð að vera farin byrjuð aftur í skólanum,. Ég saknaði vina minna og ég hlakka svo til að standast lokaprófin svo ég geti haldið áfram að mennta mig,“ segir Fatima að lokum.</p> <p><strong>Vettvangsheimsókn</strong> </p> <p>Nýlega fóru tveir nýir starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs, samstafshéraðs Íslands í þróunarsamvinnu til síðustu þrjátíu ára, til kynna sér nánar starfsemi Íslands í héraðinu.</p> <p>„Við fengum að kynnast margvíslegum þáttum þróunarsamvinnunnar í Mangochi og tókum viðtöl við fjölmarga einstaklinga sem allir hafa það sameiginlegt að íslensk þróunarsamvinna hefur að einhverju leyti haft áhrif á líf þeirra til hins betra,“ segir Uchizi Chihana, starfsmaður sendiráðs Íslands i Lilongwe.</p> <p>„Að fá beina innsýn inn í verkefnin út í héraði er ótrúlega fræðandi og frábært að fá tækifæri að kynnast verkefnum sem Ísland fjármagnar á þennan hátt, með því að tala beint við fólkið sjálft, að fræðast um líf þeirra, áskoranir og árangur á þennan persónulegan máta. Við fengum meðal annars að ræða við Fatima sem þurfti að giftast aðeins fimmtán ára gömul, sem er því miður ekkert einsdæmi því í Malaví er hlutfall barnahjónabanda með því hæsta í heiminum og önnur hver stúlka gift fyrir átján ára aldur,“ segir Ragnheiður Matthíasdóttir, starfsnemi í sendiráði Íslands í Lilongwe.</p>

04.03.2022 Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar

<p><span>Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. Framlagið skiptist milli þriggja samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda: Rauða krossins á Íslandi - 45 milljónir, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) – 50 milljónir, og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) – 50 milljónir. Heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu nema því tveimur milljónum evra, tæpum 300 milljónum króna.&nbsp;Auk þess er stefnt að því að styðja við áætlun um efnahagslega neyðaraðstoð til Úkraínu sem Alþjóðabankinn hefur í undirbúningi.</span></p> <p><span>Neyð fer vaxandi í Úkraínu með degi hverjum í kjölfar innrásar Rússa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) áætlar að rúm milljón úkraínskra borgara sé þegar á flótta, meirihluti þeirra konur og börn. Þá eru ýmsir innviðir samfélagsins í lamasessi, þar með talin heilbrigðisþjónusta. Áætlað er að um 80 þúsund konur í Úkraínu fæði börn á næstu þremur mánuðum og óttast er að margar þeirra búi við skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu.</span></p> <p><span>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefur áratuga reynslu af starfi í Úkraínu og nágrannaríkjum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, ekki síst fæðingarhjálp og mæðravernd. Jafnframt veitir stofnunin aðstoð við þolendur kynferðisofbeldis.</span></p> <p><span>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) starfar í Úkraínu og nágrannaríkjum. Í ljósi þess að börn eru stór hluti fólks á flótta hefur stofnunin sett af stað teymi sem huga að vernd barna. Teymin eru með hreyfanlega staðsetningu og gegna því hlutverki að veita börnum sálrænan stuðning og aðra nauðsynlega þjónustu.</span></p> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) starfar í samvinnu við Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og landsfélög í nágrannaríkjum. Fjármagnið vegna Úkraínu kemur til viðbótar við samningbundin framlög utanríkisráðuneytisins og RKÍ um alþjóðlega mannúðaraðstoð.</span></p> <p><span>Áður hafði utanríkisráðherra tilkynnt um eina milljón evra í mannúðaraðstoð vegna Úkraínu sem skiptist jafnt á milli Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).</span></p>

04.03.2022Hjálparstarf kirkjunnar með fjáröflun vegna Úkraínu

<span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir fjáröflun vegna Úkraínu <span></span>en fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Hjálparstarfið tekur þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi með því að senda fjárframlag til systurstofnana í Alþjóðlegu Hjálparstarfi kirkna – ACT Alliance.</p> <p>Á fundi í gær samþykkti fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar einróma ályktun og ákall til íslenskra stjórnvalda vegna stríðsátaka í Úkraínu. Þar segir meðal annars:</p> <p>„Hjálparstarf kirkjunnar hefur miklar áhyggjur vegna stríðsátaka í Úkraínu og skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllum mætti í alþjóðasamfélaginu til að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í landinu og að stríðandi fylkingar beri virðingu fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hvetur íslensk stjórnvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stríðandi fylkingar virði Genfarsamningana og þyrmi lífi og heilsu almennra borgara á átakasvæðum og starfsfólks hjálparsamtaka sem veitir mannúðaraðstoð á vettvangi.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu svo fljótt sem verða má og taka þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi, þar með talið að tryggja örugga flóttaleið fyrir fólkið sem hefur neyðst til að flýja heimkynni sín.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar skorar á íslensk stjórnvöld að stuðla að því að friðsamleg samskipti komist á milli þjóða á ný og að komið verði í veg fyrir stigmögnun átaka og að þau breiðist út til annarra landa.“</p> <p>Hægt er að leggja starfinu lið með eftirfarandi hætti:</p> <ul> <li>Leggja inn á söfnunarreikning númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499</li> <li>Gefa stakt framlag á vefsíðu: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/</li> <li>Hringja í söfnunarsímanúmer 907 2003 (2500 krónur)</li> <li>Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400</li> </ul>

03.03.2022Þörf á meiri fræðslu- og málsvarastarfi um konur, frið og öryggi

<span></span> <p>Samkvæmt nýútgefinni <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/U%cc%81ttekt%20a%cc%81%20landsa%cc%81%c3%a6tlun%20I%cc%81slands%20um%20konur,%20fri%c3%b0%20og%20o%cc%88ryggi,%202018-2022.pdf">úttekt</a>&nbsp;á landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018 til 2022 er þörf á frekari fræðslu- og málsvarastarfi. Alls eru 26 tillögur settar fram í úttektinni sem var framkvæmd af Alþjóðamálastofnun Háskóla með það að markmiði að meta árangur <a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/UTR-Landsaetlun-konur-fridur-oryggi-2018.pdf">landsáætlunar Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022</a> og leggja fram tillögur um það hvað betur megi fara í starfi Íslands í málaflokknum.</p> <p>Í landsáætlun eru settar fram aðgerðir af Íslands hálfu til að styðja við málefni sem varða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi og aðrar tengdar ályktanir. Áætlunin byggir á fjórum meginþáttum: fræðslu og málsvarastarfi; þátttöku; fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu; og samstarfi og samráði. </p> <p>Samkvæmt meginniðurstöðum er enn verk að vinna þegar kemur að fræðslu- og málsvarastarfi. Þátttaka hefur verið efld, meðal annars með aðkomu Jafnréttisskóla GRÓ að þjálfun kvenna frá átakasvæðum og þátttöku skólans í samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins við UN Women í Mósambík. Þá tekur Ísland virkan þátt í tengslaneti norrænna kvenna í friðarumleitunum (Nordic Women Mediators), en bent er á að þörf sé fyrir að slík þátttaka sé betur skilgreind til að hún skili haldbærum árangri. </p> <p>Hvað varðar þætti sem tengjast fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu, þá hefur Ísland unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast málefnasviðinu. Meðal annars eru tvö verkefni sem hafa verið framkvæmd undir merkjum 1325 í Mósambík og Malaví. Nokkrir framkvæmdaþættir eru á hendi annarra aðila en utanríkisráðuneytisins, svo sem vinna gegn mansali, sem hefur tekist vel, og fræðsla fyrir konur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Því verkefni er sinnt, en þó eru lagðar fram tillögur umbóta. Loks er talið að eftirfylgni með áætluninni sé ábótavant, auk samstarfs og samráði innanlands vegna framkvæmdar. </p> <p>Tillögur í úttektinni verða nýttar til að fylgja eftir framkvæmd núverandi áætlunar til loka árs 2022 og einnig verða ábendingar lagðar til grundvallar í mótun nýrrar áætlunar sem stefnt er að taki gildi í upphafi árs 2023.</p>

03.03.2022Átök margfalda líkur á kynbundnu ofbeldi

<span></span> <p>„UN Women hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. UN Women er staðfast í því að halda starfi sínu í þágu kvenna og stúlkna í Úkraínu áfram á neyðartímum,“&nbsp;<a href="https://eca.unwomen.org/en/stories/statement/2022/02/statement-by-un-women-executive-director-sima-bahous-on-ukraine">segir Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women</a>. Hún segir lífi óbreyttra borgara teflt í hættu og ítrekar að átök margfalda líkur á að konur og stúlkur séu beittar kyndbundnu ofbeldi, sér í lagi þær sem eru á flótta og eiga ekki í nein hús að venda.</p> <p>„Það er mikilvægt að þessir áhættuþættir séu hafðir í huga í öllum viðbragðsáætlunum vegna átakanna í Úkraínu. Þá er mikilvægt að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnirnar taki mið af þörfum sem flestra.“</p> <p>Bahous segir UN Women vinna áfram náið með kvenreknum félagasamtökum í Úkraínu enda séu þau ómissandi þáttur í því að halda röddum kvenna á lofti á neyðartímum.</p> <p>„Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að málsaðilar eigi þess í stað í diplómatísku samtali. Hann hefur ítrekað mikilvægi þess að aðilarríki Sþ veiti tafarlausa mannúðar- og neyðaraðstoð til íbúa Úkraínu. Nú þegar alþjóðasamfélagið safnast saman að baki Úkraínu á þessum hræðilegu tímum, hvet ég þjóðir heims til að gleyma ekki sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstoð er veitt.“</p> <p><strong>Hver er staðan í Úkraínu í dag?</strong></p> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja að alls hafa 227 óbreyttir borgarar þegar látist í sprengjuárásum rússneskra hersins, þar af um 13 börn. Þá hafa um 525 særst, þar af 26 börn, og hætt er við því að sú tala hækki hratt þegar átökin halda áfram stigmagnast. </p> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja&nbsp;<a href="https://reliefweb.int/report/ukraine/ukraine-humanitarian-impact-situation-report-500-pm-eet-1-march-2022">mikinn fjölda íbúa innikróaða í borgum sem setið er um</a>, þar með talið í borgunum Volnovakha og Mariupol í Donetska héraði. Vatns- og matarbirgðir fara þverrandi í borgunum tveimur, sem og lyf og aðrar nauðsynjar, en ómögulegt er að koma matarsendingum til fólksins.</p> <p>Borgir á borð við Kíev Chernihiv, Kharkiv, Kherson og Sumy hafa verið undir stöðugum árásum rússneska hersins undanfarna daga. Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á byggingum og innviðum borganna. Einnig hafa orðið skemmdir á rafmagnslínum og vatnsbólum sem hamlar mjög starfi sjúkrahúsa, sem flest hafa orðið að færa sjúklinga og nýbura niður í kjallara húsa.</p> <p>Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er þörf á einum milljarði Bandaríkja dala svo hægt sé að bregðast við þörfum þeirra sex milljóna Úkraínubúa sem orðið hafa fyrir áhrifum stríðsins. Þá er þörf á um 551 milljónum Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til þeirra 677 þúsunda sem flúið hafa til Póllands, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldóvu. Þar sem karlmönnum á aldrinum 18 til 60 ára hefur verið meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna, er&nbsp;<a href="https://unwomen.is/konur-meirihluti-theirra-sem-eru-a-flotta-i-ukrainu/">meirihluti þeirra sem nú eru á flótta mæður og börn þeirra</a>.</p> <p>Heimild: <a href="https://unwomen.is/atok-margfalda-likur-a-kynbundnu-ofbeldi/" target="_blank">UN Women</a></p>

02.03.2022Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins

<span></span> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. „Allt fé sem safnast verður varið til að koma til móts við íbúa Úkraínu, til að koma nauðsynjavörum til íbúa og sjúkrastofnanna og tryggja aðgang að matvælum, vatni, hreinlætisvörum og nauðsynlegum lækningabúnaði fyrir særða,” segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Alþjóða Rauði krossinn undirbýr nú eina umfangsmestu aðgerðir í Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar þar sem allt kapp er lagt á að koma nauðsynlegri mannúðaraðstoð til íbúa Úkraínu og þeirra þúsunda sem eru á flótta vegna átakanna. Að mati Rauða krossins er ljóst að mjög alvarlegt ástand hefur skapast fyrir íbúa Úkraínu og fyrirséð að neyð almenna borgara aukist dag frá degi.</p> <p>Víða í Úkraínu eru bardagar háðir á götum úti, hundruð þúsunda íbúa hafa lagt á flótta og búist er við að um fimm milljónir fólks muni flýja, mikill meirihluti yfir landamærin til Póllands. Rauði krossinn hefur nú þegar opnað fjölda móttökustöðva á landamærum í Póllandi og fleiri löndum sem eiga landamæri að Úkraínu þar sem er veitt heilbrigðisþjónusta og neyðaraðstoð.</p> <p>Rauði krossinn segir að erfitt sé fyrir íbúa að nálgast nauðsynjar í Úkraínu. Margt fólk dvelji í neðanjarðarbyrgjum og erfitt sé að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um ástandið á mörgum landsvæðum í landinu. Úkraínski Rauði krossinn fær mikið af neyðarbeiðnum frá íbúum í bráðum vanda. Allt kapp er lagt á að koma matarpökkum, vatni og öðrum nauðsynjum til fólks, auk þess að styðja við heilbrigðisstofnanir í landinu.</p> <p>Rauði krossinn hefur þungar áhyggjur af brotum á alþjóða mannúðarlögum í þessum átökum. Samkvæmt þeim lögum njóta almennir borgarar griða sem og borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum er skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum og hlífa verður óbreyttum borgurum og innviðum sem tryggja að nauðsynleg þjónusta sé veitt íbúum.</p> <p>Fjöldi landsfélaga Rauða krossins í Evrópu hefur hafið söfnun og væntanleg er neyðarbeiðni frá alþjóða Rauði krossinn vegna umfangsmikilla fyrirhugaðra aðgerða.</p> <p>Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opinn. Hægt er að hafa samband vegna til að sálrænan stuðning, ráðgjöf og hlustun.</p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram næstu daga.</p> <p>Hægt er að veita mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum:</p> <ul> <li>SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)</li> <li>Aur: @raudikrossinn eða 1235704000</li> <li>Kass: raudikrossinn eða 7783609</li> <li>Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649</li> </ul>

02.03.2022Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar telja að tólf milljónir manna þurfi á skjóli og vernd að halda innan Úkraínu. Þá kunni að þurfa að aðstoða allt að fjórar miljónir flóttamanna í nágrannaríkjunum. Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/ukraina-gaeti-ordid-mesti-flottamannastraumur-aldarinnar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC – Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna – hafa birgðaflutningar og grunnþjónusta raskast í Úkraínu.</p> <p>„Fjölskyldur með ung börn haldast við neðanjarðar í kjöllurum eða jarðlestastöðum,“ segir Martin Griffiths yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. „Fólk hleypur skelfingu lostið til að bjarga lífi sínu á meðan sírenur væla og ærandi sprengingar heyrast. Þetta er dimmasta stund úkraínsku þjóðarinnar. Við verðum að svara með samúð og samstöðu.“</p> <p>Fyrsta stig ætlunar hjálparstarfs felur í sér að afla 1,1 milljarðs Bandaríkjadala til að styðja við milljónir manna í Úkraínu í þrjá mánuði, til að byrja með. Gert er ráð fyrir fjárstuðningi til þeirra sem minnst mega sín sem felst meðal annars í því að útvega mat, vatn og hreinlætisaðastöðu. Þá verður stutt við bakið á fólki til að tryggja heilsugæslu og kennslu. Þá verða byggð skýli í stað eyðilagðra bygginga. Yfirvöldum verður jafnframt veitt aðstoð við að koma á fót miðstöðvum til að greiða götu fólks sem flosnað hefur upp og til að hindra kynferðislegt ofbeldi.</p> <p>„Við stöndum frammi fyrir því sem gæti orðið mesti flóttamannastraumur í Evrópu á þessari öld. Aðstoð fólks í nágrannaríkjunum er þung á metunum en meira þarf til að hjálpa og vernda þá sem eru nýkomnir,“ segir Filippo Grandi forstjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.</p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að átökin í Úkraínu gætu haft keðjuverkun i för með sér. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, kaupir meira en helming hveitis síns í Úkraínu. Ef uppskeran raskast gæti það valdið verðhækkun og aukið hungur í heiminum.“</p>

01.03.2022Rúmlega fimmtán hundruð sérfræðingar frá þróunarríkjum útskrifaðir frá GRÓ skólunum

<span></span> <p>Tuttugu og sjö sérfræðingar á sviði sjávarútvegs- og fiskimála, frá sextán löndum í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Mið-Ameríku, útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla GRÓ í dag. Eftir útskriftina hefur heildarfjöldi útskrifaðra sérfræðinga frá skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu farið yfir fimmtán hundruð manna markið, en alls er fjöldinn 1.513.</p> <p>Enn fremur hafa 95 lokið meistaranámi og átján doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi GRÓ skólanna. Þá hefur GRÓ einnig haldið fjölmörg styttri námskeið í samstarfslöndum sínum sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa sótt.</p> <p>Hópurinn sem útskrifaðist úr Sjávarútvegsskóla GRÓ í dag er 23. árgangur skólans frá upphafi, en skólinn tók til starfa árið 1998. Ellefu útskriftarnemendur sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, sex á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar, sex á sviði stofnmats og fjórir á sviði sjálfbærs fiskeldis. Frá upphafi hafa alls 442 sérfræðingar lokið námi frá Sjávarútvegsskóla GRÓ frá yfir 60 samstarfslöndum.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp við útskriftina, en Sjávarútvegsskóli GRÓ er hýstur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands. „Menntun, á borð við þessa, hjálpar okkur í því eilífðar verkefni að bæta heiminn. Það er mjög mikilvægt að við deilum þekkingu okkar og rannsóknum með það að markmiði að gera betur. Jafnvel þótt heimsins höf aðskilji okkur, er svo margt sem við getum gert saman og nú þegar loftslagsvá vofir yfir, þá einfaldlega verðum við. Ég óska nemendum, og okkur öllum, til hamingju með daginn.“</p> <p>GRÓ er sjálfstæð miðstöð sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. GRÓ tók til starfa, sem sérstök eining innan utanríkisráðuneytisins, 1. janúar 2020. GRÓ skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, hafa starfað um áratugaskeið og frá upphafi verið ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Allir vinna þeir að því að efla getu stofnana og einstaklinga í þróunarríkjunum á sviðum þar sem Ísland býr yfir sérþekkingu.</p> <p>Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við tvo útskriftarnemendur:</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JrqAzm9VK3M" title="Carolyn Chinguo Munthal" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/m_EwaO7cloo" title="Abubakary Saad Mbadjo" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Sjá frekari upplýsingar á vefsíðunni: <a href="http://www.grocentre.is/">www.grocentre.is</a>.</p>

01.03.2022UNICEF: Haldið börnum úr skotlínu stríðasátaka

<span></span> <p>„Ástandið hjá börnum sem föst eru í skotlínu átakanna í Úkraínu versnar með hverri mínútunni,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í dag.</p> <p>„Við höfum fengið tilkynningar um sjúkrahús, skóla, vatnsveitur og munaðarleysingjaheimili sem sætt hafa árásum. Sprengjum er varpað í&nbsp;íbúabyggð&nbsp;og jarðsprengjur á víðavangi frá fyrri tímum ógna sífellt lífi og velferð barna á flótta í Úkraínu,“ segir&nbsp;Russell.</p> <p>„Börn hafa verið drepin. Börn hafa særst og börn eru í sálrænu áfalli vegna ofbeldisverka allt í kringum þau. Við förum fram á vopnahlé sem myndi gera mannúðarsamtökum kleift að ná til fólks sem er innlyksa eftir fimm daga af loftárásum og stríðsrekstri. Það myndi gera fjölskyldum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti kleift að sækja sér matvæli og vatn, læknisþjónustu og að yfirgefa átakasvæði í leit að öryggi.“</p> <p>„Við ítrekum ákall okkar til allra sem að þessu standa að vernda líf óbreyttra borgara og nauðsynlega innviði. Og að virt séu alþjóðalög og siðferðisskyldur um að halda börnum úr skotlínu stríðsátaka. Við verðum að vernda börnin í Úkraínu. NÚNA. Þau þurfa frið.“</p> <p>UNICEF&nbsp;hefur um árabil verið að störfum á ófriðartímum í austurhluta Úkraínu og er á vettvangi að tryggja hreint vatn, heilbrigðisþjónustu,&nbsp;skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð.&nbsp;</p> <p><a href="https://unicef.is/ukraina">UNICEF&nbsp;á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna.</a></p>

28.02.2022Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu

<span></span> <p>Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.</p> <p>Hún segir að eftirlit og eftirfylgni sé engu síður mikilvægt svo hægt sé að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, einnig þeirra jaðarsettustu. „Einnig viljum við beina tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau beiti sér fyrir því að tala fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið,“ segir hún.</p> <p>Barnshafandi konur og sængurkonur búa að sögn Stellu við aukna ógn við líf sitt og nýfæddra barna sinna. Hún segir konur með fatlanir jafnframt eiga erfiðara með að komast í öruggt skjól og það sama gildi um Róma konur, sem séu meðal þeirra mest jaðarsettu í úkraínsku samfélagi. Þessir hópar eigi á hættu að gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. </p> <p>UN Women á Íslandi deilir áhyggjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um velferð úkraínsku þjóðarinnar í kjölfar innrásar rússneska hersins inn í landið. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og heldur starfinu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram.&nbsp;<a href="https://eca.unwomen.org/en/where-we-are/ukraine">Verkefni UN Women í Úkraínu</a>&nbsp;hafa að miklu leyti snúist að því að efla&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2020/10/from-where-i-stand-nadia-tutarieva?fbclid=IwAR1lFBI4j2X8xy3rRy5KTU5wemc3goZYBLoZJRHFpuD49W5LbI9ZQ6y9GVI">pólitíska þátttöku kvenna og aðkomu kvenna að friðarviðræðum</a>&nbsp;– en átök hafa staðið í landinu frá 2014, allt síðan rússnesk yfirvöld tóku yfir Krímskaga. Þörfin fyrir verkefni UN Women í Úkraínu hefur því síst minnkað í kjölfar innrásarinnar.</p> <p>UN Women fylgist jafnframt náið með þróun mála í nágrannaríkjum Úkraínu, þangað sem&nbsp;<a href="https://unwomen.is/15-milljon-ukrainumanna-fluid-sidan-atok-hofust/">margir hafa flúið í leit að öruggu skjóli</a>. Að sögn Stellu þarf að tryggja að fólki á flótta sé veitt áfallahjálp og neyðaraðstoð við komuna í gistiland.</p>

28.02.2022SOS Barnaþorpin: Neyðarsöfnun vegna barna í Úkraínu

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hófu á föstudag <a href="https://www.sos.is/styrkja/neydarsofnun/">neyðarsöfnun</a> fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Stjórn SOS á Íslandi hefur ákveðið að leggja til fimm milljónir króna í neyðaraðstoð til SOS í Úkraínu.</p> <p>„Ljóst er að SOS Barnaþorpin í Úkraínu munu þurfa mikla aðstoð á næstunni og eru landssamtök SOS víða um heim að undirbúa söfnun. Hjálparstarfsemi SOS í Úkraínu er mjög víðtæk og nær til um um 2.300 einstaklinga, allt í þágu barna og viðbúið er að sú tala muni hækka allverulega á næstu dögum. Áætlað er að á þriðja milljón Úkraínumanna muni leggja á flótta eða verða á vergangi í heimalandi sínu,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi samtakanna.</p> <p>Hann segir að fimmtíu Íslendingar séu SOS-foreldrar barna í Úkraínu en þar eru um 150 börn og ungmenni í umsjá SOS. Þau búa ýmist með SOS fjölskyldum sínum í barnaþorpinu í Brovary eða hjá fósturfjölskyldum á vegum SOS. Að sögn Hans Steinars er ein helsta áskorun stjórnenda SOS í Úkraínu að veita starfsfólki áfallahjálp því margir séu í losti.</p> <p><strong>Barnaþorp rýmt</strong></p> <p>„Barnaþorpið í Brovary hefur verið rýmt og 99 börn og fósturforeldrar þeirra í Luhanks héraði í austurhluta landsins hafa verið flutt um set til vestur Úkraínu. Það var gert til að tryggja öryggi þeirra og draga úr hættunni á að þau upplifi ótta og kvíða. Þrjár skrifstofur SOS eru í Luhansk. Það eru 300 fósturfjölskyldur sem leggja allt sitt traust á SOS Banaþorpin og hafa gert síðastliðin átta ár,“ segir Hans Steinar og bætir við að landsskrifstofa SOS í Kænugarði sé starfhæf.&nbsp;</p> <p>„Við upplifum okkur algerlega hjálparlaus. Forgangsmál okkar núna er að vernda eins mörg börn og við getum," sagði Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu á fundi með öllum landssamtökum SOS.</p> <p>SOS Barnaþorpin starfa óháð trú og stjórnmálum og það endurspeglast í samskiptum SOS í þessum löndum. „Ég er í nánu sambandi við SOS Barnaþorpin í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Við erum í sama liði – í liði með börnunum. Við munum halda áfram að vernda börnin fyrir hryllingi stríðsins," sagði Serhii Lukashov.</p>

24.02.2022Neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu

<span></span> <p>Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu sem hófust í morgun. Alþjóða Rauði krossinn er þegar með umfangsmikla mannúðaraðstoð í landinu vegna ástandsins sem hefur varað í austur Úkraínu undanfarin átta ár og vinnur hönd í hönd með Rauða krossinum í Úkraínu við að mæta þörfum almennra borgara og lina þjáningar vegna vopnaðra átaka.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/almennar-frettir/neydarsofnun-vegna-vopnadra-ataka-i-ukrainu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að fyrirséð sé að neyð almennra borgara aukist aukist dag frá degi haldi átökin áfram og óttast sé að bæði skortur á vatni og matvælum aukist. „Mannúðaraðstoð Rauða krossins leitast fyrst og fremst við að vernda óbreytta borgara, minna deiluaðila á skyldur sínar í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög stuðla að því að nauðsynlegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur verði ekki gerðir að skotmörkum,“ segir í fréttinni.&nbsp;</p> <p>„Við hvetjum alla stríðandi aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög í hvívetna,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins sem minnir á að samkvæmt þeim njóti almennir borgarar griða og einnig borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum sé skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Við vitum ekki hvort eða hvernig átökin munu vinda upp á sig,“ segir Kristín en bendir á að ljóst sé að mannúðarvandi almennra borgara í Úkraínu muni aukast og hún kveðst einnig óttast að talsverður fjöldi neyðist til að flýja land vegna átakanna. „Flestir munu líklega leita til nágrannaríkja þar sem Rauði krossinn hefur þegar hafið undirbúning á móttöku fólks en það er einnig viðbúið að hingað muni einhverjir leita skjóls,“ segir hún.&nbsp;</p> <p>Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning.&nbsp;</p> <p>Hægt er að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum:&nbsp;</p> <p>SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)</p> <p>Aur: @raudikrossinn eða 1235704000</p> <p>Kass: raudikrossinn eða 7783609</p> <p>Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649&nbsp;</p>

23.02.2022Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum

<p>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána.</p> <p>Ákveðið hefur verið að auka framlög í Græna Loftslagssjóðinn (Green Climate Fund) og nema þau nú um 80 milljónum króna á ári. Jafnframt var ákveðið að hefja stuðning við Aðlögunarsjóðinn (Adaptation Fund) með árlegum framlögum að upphæð 50 milljónir króna. Einnig mun nú hefjast stuðningur við verkefni Sustainable Energy for All (SEforALL) á sviði jafnréttis og orkuskipta um samtals 50 milljónir króna á tveimur árum og gerður hefur verið rammasamningur um framlög til skrifstofu Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) sem nemur um 27 milljónum króna á ári.</p> <p>Í samræmi við alþjóðasamþykktir hafa íslensk stjórnvöld lagt aukna áherslu á loftslagsmál í þróunarsamvinnu. Hafa framlög til loftlagstengdra verkefna þannig farið hækkandi og námu þau 2,7 milljörðum króna á síðasta ári. Samhliða vaxandi framlögum til þróunarsamvinnu hækka framlög til loftlagstengdra verkefna að lágmarki um 500 milljónir króna á þessu ári. Er þar um að ræða hreint viðbótarfjármagn eins og ítrekað hefur verið kallað eftir, nú síðast á COP26.</p> <p>Þessi ákvörðun er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem loftslagsmál eru sett í forgang og lýst yfir vilja til þess að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn hlýnun jarðar og við að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins.</p>

22.02.2022Afturför í jafnréttismálum á síðustu tveimur árum

<span></span> <p>COVID-19 heimsfaraldurinn, loftslagsbreytingar og átök hafa orðið til þess að afturför hefur orðið í jafnréttismálum í heiminum á síðustu tveimur árum. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, vakti máls á þessu í erindi á&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/executive-board/documents/2022/first-regular-session-2022?fbclid=IwAR1nbibeB61OeiqXV_oGF24wBAr6DVfYSjYxqAAFbf4lB8tTAQdm4CgYMOE"><span style="text-decoration-line: none; color: windowtext;">fyrsta stjórnarfundi UN Women í New York</span></a>&nbsp;sem fór fram rafrænt í síðustu viku.</p> <p>Ísland á sæti fyrir hönd Vesturlandahópsins í stýrinefnd UN Women. Stýrinefndin hefur stefnumótandi hlutverk og eftirlit með störfum UN Women.</p> <p>„Í fyrsta sinn í áratugi sjáum við að þeim sem búa við sárafátækt hefur fjölgað. Kynjahalli ríkir enn á vinnumörkuðum um allan heim og konum er enn víða meinuð þátttaka í ákvarðanatökum og friðarviðræðum. Konur hafa takmarkaðri aðgang að getnaðarvörnum og kynheilbrigðisþjónustu nú en fyrir COVID-19, og tíðni kynbundins ofbeldis hefur farið vaxandi, þar með talið starfrænt kynferðisofbeldi. UN Women leikur lykilhlutverk í því að koma heiminum aftur á sporið hvað varðar jafnrétti kynjanna,“&nbsp;<a href="https://estatements.unmeetings.org/estatements/60.0123/20220214/XrYJRjCr6Lx6/Hgu8c6ACLNRb_en.pdf?fbclid=IwAR3_J0nHIpcgNVMGIEwImS28UzNNbnR_WIjiTGOi_rhTfkeXLWS5nbl8HqQ"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">sagði Jörundur í ræðu sinni</span></a>.</p> <p>Hann hvatti aðildarríki UN Women til að koma í framkvæmd stefnuáætlun stofnunarinnar um að stíga enn fastar til jarðar í jafnréttismálum og tryggja að „enginn verði skilinn eftir“ (Leaving No One Behind), en það er slagorð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p><strong>Áframhaldandi stuðningur Íslands við UN Women</strong></p> <p>„Það þarf að styrkja samstarf við grasrótina og koma á nýju samstarfi svo hægt sé að tryggja árangur í jafnréttismálum. Félagasamtök, sérstaklega kvennasamtök og mannréttindafrömuðir, þurfa á stuðningi UN Women að halda, og öfugt. Það þarf jafnframt að efla tengsl við einkageirann og alþjóðlegar fjármálastofnanir til að tryggja áframhaldandi árangur og fjármagn. Þá er mikilvægt að hvetja karlmenn og drengi til að gerast jákvætt breytiafl í þágu jafnréttis.“</p> <p>Þá talaði Jörundur fyrir mikilvægi þess að aðildarríki beini fjármagni til stofnunarinnar svo hún geti sinnt hlutverki sínu, þar með talið að veita&nbsp;<a href="https://unwomen.is/4-milljonir-ibua-haiti-thurfa-a-brynni-adstod-ad-halda/"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">kvenmiðaða neyðarastoð á tímum hamfara</span></a>&nbsp;og átaka. Að lokum ítrekaði hann stuðning íslenskra stjórnvalda við verkefni og málefni UN Women.</p> <p> Hann bauð jafnframt&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sima-bahous-skipud-framkvaemdastyra-un-women/"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">nýja framkvæmdarstýru UN Women, Simu Bahous</span></a>, velkomna til starfa. Hún hefur þegar lagt mikla áherslu á að styrkja og styðja betur við landskrifstofur UN Women og starfsemi UN Women í viðtökuríkjum.</p> <p><strong>Hvað er fastanefnd Ísland hjá Sameinuðu þjóðunum?</strong></p> <p>Hlutverk fastanefndarinnar að framkvæma utanríkisstefnu Íslands á vettvangi&nbsp;Sameinuðu þjóðanna. Áherslur í starfi&nbsp;fastanefndar fara eftir þeim markmiðum og þeirri stefnu sem&nbsp;stjórnvöld hafa á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Fastanefndin tekur þannig þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum&nbsp;UN Women í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og&nbsp;stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Heimild: <a href="https://unwomen.is/kvennasamtok-thurfa-a-studningi-un-women-ad-halda-og-ofugt/" target="_blank">Frétt</a>&nbsp;á vef landsnefndar UN Women</p>

21.02.2022UN Women: Íslensk framlög til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis

<span></span> <p>Tæplega tvö þúsund konur hafa nýtt sér verkefni UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis en verkefnið er stutt af landsnefnd UN Women á Íslandi með fjármagni sem fékk af sölu FO bolsins hjá landsnefnd UN Women á Íslandi haustið 2021.</p> <p>„Eftir að hafa setið fræðslufund á vegum UN Women um mikilvægi sálrænnar aðstoðar í kjölfar áfalla, ákvað ég að kynna mér málið betur. Miðstöðvarnar sem UN Women rekur fyrir þolendur kynbundins ofbeldis veittu mér kraft og öruggt rými til þess að tjá mig og mér leið sem þungu fargi væri af mér létt,“ segir Salima Fanta í <a href="https://unwomen.is/un-women-hefur-verid-min-lifsbjorg/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women en hún er ein þeirra kvenna sem hafa nýtt sér starfsemi miðstöðvar UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. Í miðstöðvunum hljóta konurnar ekki aðeins sálræna aðstoð, heldur einnig stuðning og félagsskap annarra kvenna, lagalega aðstoð og heilbrigðisþjónustu.</p> <p>„Eiginmaður minn var sonur þorpshöfðingja og átti margar geitur. Saman áttum við tvær dætur og stórar fjölskyldur. Þegar átökin hófust 2013 neyddumst við til þess að vera á stöðugum flótta til að tryggja öryggi okkar og hjarða okkar. Einn dag, þegar við vorum nærri landamærunum við Kamerún var ráðist á okkur. Ég hélt á sex mánaða dóttur okkar í fanginu og eldri dóttir okkar var við hlið mér þegar við urðum vitni að því þegar hermenn myrtu manninn minn, bræður hans og mína og hirðingjana okkar. Ég stóð stjörf við líkin þeirra þegar hermennirnir snéru sér að mér, skáru af mér hárið með sveðju og skáru hægra brjóst mitt sem síðar varð svo sýkt að það varð mér næstum að aldurtila. Þegar ég frétti að þeir höfðu brennt aldraðan föður minn lifandi, hrundi allt. Ég gat ekki meira. Ég varð dofin og sinnulaus og á endanum var ég lögð inn á geðdeild, þar sem ég lá hlekkjuð við rúmið mitt í sex mánuði. Í dag get ég talað um það sem gerðist og reynt að vinna mig úr áföllunum með aðstoð annarra. UN Women og verkefni þeirra hafa verið mín lífsbjörg og veitt mér tækifæri til að byggja mig og líf mitt aftur upp,“ segir Salima Fanta.</p> <p><strong>Eitt fátækasta ríki heims</strong></p> <p>Mið-Afríkulýðveldið (Central African Republic) er&nbsp;<a href="https://africa.unwomen.org/en/where-we-are/west-and-central-africa">eitt fátækasta ríki heims þrátt fyrir mikil náttúruleg auðæfi</a>. Um 72% íbúa landsins bjuggu undir fátæktarmörkum árið 2020, sem er 2% fleiri en árið 2019. Lægri kaupmáttur sökum átaka og áhrifa COVID-19 hefur ýtt fleiri íbúum undir fátæktarmörk, meiri hluti þeirra eru konur.</p> <p><a href="https://unwomen.is/agodi-fo-bolarins-til-gleymdu-kvennanna-i-mid-afrikulydveldinu/">Tíðni kynbundins ofbeldis í Mið-Afríkulýðveldinu er sérlega há</a>&nbsp;og eru fjölskyldur kvennanna og eiginmenn þeirra á meðal gerenda. Brjóst stúlkna eru straujuð niður (89,4%), kynfæri þeirra eru limlest (85%) og um 78% stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á barnsaldri. Meira en helmingur giftra kvenna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af hendi maka og 55% þeirra eru beittar fjárhagslegu ofbeldi. Þá hefur 58% kvenna verið beittar kynferðislegu ofbeldi af hendi skæruliðahópa og friðargæsluliða.</p> <p>UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu segir gríðarlega mikilvægt að ná til þorpshöfðingja og trúarleiðtoga landsins til að sporna við kynbundnu ofbeldi. Þá þarf að efla fræðslu til almennings svo að konur og stúlkur viti hvaða þjónustu þær geti sótt sér og hver réttur þeirra sé.&nbsp;<a href="https://unwomen.is/115-milljonir-til-un-women-i-mid-afrikulydveldinu/">Framlag af sölu FO bolsins 2021</a>&nbsp;hefur gert UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu kleift að efla sálræna þjónustu til kvenna á borð við Salimu og ná til trúarleiðtoga, höfðingja og fjölmiðla með fræðslu um skaðsemi kynbundis ofbeldis og siða á borð við kynfæralimlestingu og þvinguð barnahjónabörn.</p>

18.02.2022Leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun

<span></span> <p>Í vikunni var haldinn í Ósló alþjóðlegur leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun. Talið er að 15 prósent jarðarbúa, einn milljarður manna, sé með fötlun. Af þeim búa 80 prósent í lág- og millitekjuríkjum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í <a href="https://unric.org/is/milljardur-manna-glimir-vid-fotlun/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að fólk með fötlun á Íslandi sé um 55 þúsund talsins. </p> <p>Noregur, Gana og alþjóðlegt bandalag um fötlun (IDA) héldu leiðtogafundinn - T<a href="https://www.globaldisabilitysummit.org/">he Global Disability Summit</a>&nbsp;- sem fór að mestu leyti fram með fjarfundabúnaði. Markmið fundarins var að „fylkja liði um skuldbindingar til að greiða fyrir breytingum og aðgerðum til að auka þátttöku fólks sem glímir við fötlun í samfélaginu,“ eins og segir í frétt UNRIC.</p> <p>Þar kemur fram að milljónir fólks með fötlun líði fyrir fordóma, mismunun og hindranir, sem standi í vegi fyrir fullri þjóðfélagsþátttöku. „Fatlað fólk hefur einnig orðið sérstaklega hart úti í COVID-19 faraldrinum. Hlutfallslega fleiri í þeim hópi hafa látist vegna þrálátra tálmana í heilbrigðiskerfum. Þá hafa margir nemendur með fötlun ekki fengið aðgang að tækni og hjálpargögnum til að geta stundað fjarnám með skilvirkum hætti. Víða hefur fatlað fólk misst vinnuna.“ </p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi til fundarins að fólk með fötlun hafi verið fyrst til að þola brottrekstur og síðast til að vera endurráðið. Þá hafi konur og stúlkur í þessum hópi orðið enn frekar fyrir barðinu á ofbeldi og misnotkun. „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur fram á, með sársaukafullum hætti, brýna nauðsyn þess að við vinnum öll saman að því að efla réttindi fatlaðs fólks um allan heim.“</p> <p> Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði í opnunarræðu: „Það eru aðeins átta ár til stefnu að hrinda í framkvæmd ákvæðum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Við verðum því að sjá til þess að fólk með fötlun geti tekið fullan þátt í félagslegri- og efnahagslegri þróun til jafns við aðra í samfélaginu.“</p> <p>Auk forsætisráðherra Noregs og Nana Addo Dankwa Akufo-Addo forseta Gana ávörpuðu fulltrúar fimmtán ríkisstjórna fundinn. Fjöldi stofnana Sameinuðu þjóðanna og samtaka á borð við Rauða Krossinn og Save the Chiledren - Barnaheill tóku þátt í fundinum. Alls voru 4400 fulltrúar á leiðtogafundinum og 2200 á sérstökum ungmennafundi, að sögn UNRIC.</p> <p><span>Þetta er annar leiðtogafundurinn á heimsvísu sem haldinn er um stöðu fólks með fatlanir en hinn fyrri fór fram í London árið 2018.</span></p> <p><a href="https://www.globaldisabilitysummit.org/pages/global-disability-summit-2022-norway" target="_blank">Vefur fundarins</a>.</p>

17.02.2022Annað fárviðri á skömmum tíma skekur Madagaskar

<span></span> <p>Mikil neyð ríkir í Madagaskar eftir að fellibylurinn Batsirai reið yfir eyjuna í síðustu viku en í fárviðrinu fórust 120 íbúar. Þetta er annar fellibylurinn sem skellur á landinu á innan við tveimur vikum. UN Women vekur athygli á því að fellibylurinn hafi valdið miklu tjóni á eignum, innviðum og ræktarlandi á eyjunni, þar sem um 77 prósent íbúanna lifa þegar undir fátækramörkum.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja gríðarlega mikilvægt að koma matvælum, vistum og hreinlætisvörum til íbúa á hamfarasvæðinu, en&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/02/1111702">fellibylurinn eyðilagði um 17 þúsund heimili</a>.&nbsp;Um 120 þúsund íbúar eiga í engin hús að venda.</p> <p>Hitabeltisstormurinn Ana fór yfir suðausturströnd Afríku 24. janúar og olli bæði manntjóni og eignatjóni í Mósambík, Madagaskar og Malaví. Alls létust um 90 manns en mikil flóð fylgdu storminum sem lögðu híbýli, vegi og ræktarland í rúst.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2022/02/1111842">Stormurinn hafði gríðarleg áhrif á líf og heilsu um 200 þúsund íbúa</a>, þar af um fimm þúsund barnshafandi kvenna sem þurfa nauðsynlega á áframhaldandi heilbrigðisþjónustu að halda. „Til að bregðast við þörfinni hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna komið á fót heilsugæslum á hjólum sem reyna að sinna þörfum óléttra kvenna sem búsettar eru á hamfarasvæðunum sem hafa einangrast sökum flóða,“ segir í frétt&nbsp;UN Women.</p> <p>Þar segir enn fremur að UN Women og UNFPA hafi dreift sæmdarsettum til kvenna á hamfarasvæðum Mósambík. „Þegar fólk hefur misst allt sitt í kjölfar náttúruhamfara er mikilvægt að geta tryggt konum sértæka neyðaraðstoð og hreinlætisvörur á borð við tíðarvörur, nærfatnað, sápu, tannkrem og tannbursta svo þær geti viðhaldið reisn og persónulegu hreinlæti,“ segir UN Women.</p>

17.02.2022Alþjóðabankinn varar við skuldavanda þróunarríkja

<span></span> <p>Hagkerfi þróunarríkja hafa orðið hvað harðast úti í alþjóðlegum efnahagssamdrætti af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans. Yfirvofandi skuldakreppa gæti gert illt verra, segir bankinn, ásamt aukinni verðbólgu og vaxtahækkunum. Að mati bankans þurfa þróunarríkin því að skapa heilbrigðara umhverfi fjármálageirans.</p> <p>Margar fátækustu þjóðir heims standa frammi fyrir alvarlegri skuldakreppu sem flækir stórkostlega viðleitni þeirra til að ná sér eftir efnahagssamdráttinn af völdum faraldursins. Rúmlega sjötíu lágtekjuþjóðir standa frammi fyrir því að auka endurgreiðslu skulda upp á tæplega ellefu milljarða Bandaríkjadala – 140 milljarða íslenskra króna – á þessu ári sem er aukning um 45 prósent frá árinu 2020. Það ár þurftu þróunarríki að auka verulega lántökur.</p> <p>Í skýrslu þessa árs – <a href="https://www.worldbank.org/en/publication/wdr2022" target="_blank">World Development Report: Finance for An Equitable Recovery</a>&nbsp;– er fyrst og fremst fjallað um skuldir þróunarríkja. Þar er því haldið fram að skuldasöfnun lág- og millitekjuríka sé alvarlegri en meðal annarra þjóða vegna þess hversu óstöðug hagkerfin eru og þau séu því viðkvæmari fyrir efnahagslegum breytum eins og vaxandi verðbólgu og vaxtastigi.</p> <p>Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans en þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans.</p> <p><a href="Íslandssíða Alþjóðabankans" target="_blank">Íslandssíða Alþjóðabankans</a></p>

16.02.2022Íslenskur stuðningur við friðaruppbygginu á landamærum Malaví og Mósambík

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík.</p> <p>Verkefninu er stýrt af Heimsmarkmiðasjóði Sameinuðu þjóðanna í Malaví með þátttöku fjölmargra stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er markmiðið með verkefninu að fyrirbyggja átök, mannréttindabrot og kynbundið ofbeldi í þremur héruðunum sem eiga landamæri að Mósambík. Verkefnið hefur beina skírskotun í landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi, en Ísland var eina framlagsríkið sem studdi við þá áætlun eins og fram kom í <a href="https://www.visir.is/g/20212187727d/fyrsta-landsaaetlun-malavi-um-konur-frid-og-oryggi-kynnt" target="_blank">fréttum</a>&nbsp;á síðasta ári.</p> <p>„Greining af hálfu Sameinuðu þjóðanna á stöðunni sýnir að átök kunna að magnast upp við landamæri Malaví og þá sérstaklega í Mangochihéraði þar sem við höfum verið í þróunarsamvinnu í rúma þrjá áratugi. Spenna er nú þegar nokkur milli íbúa við landamærin vegna ýmissa hagsmuna, auk deilna um land og trúarbrögð, og því mikilvægt er að bregðast við sem fyrst. Þá er talið að mansal á konum og börnum sé útbreitt við landamærin,“ segir Inga Dóra.</p> <p>Verkefnaskjalið hefur verið unnið í nánu samráði við sendiráð Íslands í Lilongwe. Ísland hyggst að sögn Ingu Dóru taka virkan þátt í framkvæmd verkefnisins og leggur áherslu á að sitja í framkvæmdastjórn þess. Grannt verður fylgst með framgangi verkefnisins og árangri þar sem áhugi er á að innleiða verkefnið í fleiri héruðum við landamæri Mósambík, Malaví og Tansaníu sýni það góðan árangur. Þetta er fyrsta verkefni Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði í Malaví og getur gegnt mikilvægu hlutverki í að fyrirbyggja að mannúðarástand skapist á landamærunum.</p> <p>Ísland leggur verkefninu til 70 milljónir króna.</p>

15.02.2022Bráðavannæring og barnaþrælkun eykst í Afganistan

<span></span> <p>Allt að fimmtungur fjölskyldna í Afganistan hefur neyðst til þess að senda börn sín til vinnu vegna tekjuhruns síðastliðið hálft ár, frá valdatöku Talibana í landinu. Að mati alþjóðasamtakanna Save the Children – Barnaheill er um ein milljón barna í nauðungarvinnu, barnaþrælkun, og önnur milljón barna býr samkvæmt upplýsingum frá UNICEF við bráðavannæringu. </p> <p>Save the Children gerði nýlega könnun á fjórtán hundruð heimilum í sjö héruðum Afganistan. Hún sýnir að 82 prósent heimila hafa misst stóran hluta tekna sinna frá valdaskiptunum í ágúst síðastliðnum, þar af kváðust 18 prósent foreldra ekki eiga annarra kosta völ en að senda börnin til vinnu. Miðað við að einungis eitt barn í hverri fjölskyldu sé þröngvað til vinnu reiknast Save the Children til að rúmlega milljón barna í landinu sé í ánauð vinnuþrælkunar.</p> <p>Samkvæmt könnuninni hefur rúmlega þriðjungur aðspurðra misst allar tekjur heimilisins og rúmur fjórðungur misst meira en helming tekna. Fjölskyldur í borgum hafa orðið hvað harðast úti og helmingur fjölskyldna í höfuðborginni Kabúl kvaðst engar tekjur hafa.</p> <p>Verð á matvælum hefur hækkað mikið vegna efnahagskreppunnar í landinu og leitt til þess að <span></span>margar fjölskyldur hafa ekki efni á mat. Um 36 prósent fjölskyldna greindu frá því að matur væri keyptur fyrir lánsfé og 39 prósent kváðust fá lánaðan mat frá betur stæðum fjölskyldum.</p> <p>UNICEF telur að ríflega þrettán milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda og rúmlega milljón við bráðavannæringu. „<span>Meira en helmingur heimila glímir við margþætta fátækt og grunnþjónusta hins langhrjáða ríkis er í molum. Erfiður og kaldur vetur, náttúruhamfarir og neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur enn aukið byrði barna sem nú þurfa aðstoð sem aldrei fyrr. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið að störfum í Afganistan í 65 ár og mun aldrei gefast upp við að tryggja réttindi barna í Afganistan, skjól, hreint vatn, næringu og aðstoð,“ segir í <a href="https://unicef.is/neydin-i-afganistan-i-mali-og-myndum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</span></p> <p><span><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur" target="_blank">Ákall fyrir Afganistan – neyðarsöfnun UNICEF</a></span></p>

14.02.2022Reykjanesbær fyrsta sveitarfélagið með nýja nálgun í aðlögun flóttafólks

<span></span> <p>„Ég mun aldrei gleyma þeim raunum sem við höfum upplifað á undanförnum fjórum árum, en þá sá ég enga framtíð fyrir börnin mín og konuna mína. Núna er allt breytt. Þetta er heimili mitt núna. Þetta er landið mitt,“ segir Khalifa Mushib sem kom til Íslands ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum í janúar á síðasta ári. Fjölskyldan er frá Írak og fær tækifæri til að aðlagast og hefja nýtt líf í Reykjanesbæ – sem er fyrsta sveitarfélagið á Norðurlöndum sem tekur þátt í verkefninu #WithRefugees á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.</p> <p>Fjölskyldan fékk nýlega dvalarleyfi á Íslandi. Þau komu hingað til lands eftir tveggja og hálfs árs harða lífsbaráttu í Grikklandi. „Í Írak hafa verið átök í rúmlega 45 ár og það er ekki til hreint vatn né aðgangur að lyfjum. Það er ekkert líf þar. Við flúðum til Grikklands og vorum heppin að við þurftum einungis eina tilraun á bátnum til að komast yfir Miðjarðarhafið. Sumar fjölskyldur reyna að fara yfir allt að tíu sinnum en það tekur aðeins eina sekúndu að missa barnið þitt eða fjölskylduna þína,“ segir Khalifa.</p> <p>Aðstæðurnar á eyjunni Kos voru langt frá því að vera viðunandi. Þar bjuggu þau ásamt þúsundum annarra í yfirfullu móttökurými. Þó nokkur margar fjölskyldur deildu með sér hjólhýsi, málarekstur þeirra gekk hægt og sérstaklega erfitt var að fá tíma hjá lækni. Ahlim, eiginkona Khalifa, var þá komin tvo mánuði á leið. Hún upplifði erfiðleika á meðgöngu, fékk ekki tíma hjá lækni og missti fóstrið. Það var þá sem Khalifa Mushib ákvað að þau hefðu ekki um annan kost að velja en leita hælis í öðru landi. Þær sögur sem hann hafði heyrt um Ísland sannfærðu hann um það að þetta fámenna ríki í norðri væri öruggt og þar lægi framtíð hans og fjölskyldunnar.</p> <p>„Ég er úrskurðaður blindur og þegar þú ert blindur í Írak er ekkert fyrir þig að gera. Engin störf og kerfið hjálpar þér ekki neitt. Fólkið hérna hefur verið svo hjálpsamt. Börnin mín eru í skóla, æfa íþróttir og eiga íslenska vini,“ segir Khalifa. „Mér finnst veðrið ekki einu sinni svo slæmt. Það getur verið ansi kalt í Írak.“</p> <p>Reykjanesbær hefur ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndum hafið innleiðingu nýrrar starfsáætlunar á samræmda móttöku flóttafólks sem miðar að því að hjálpa fólkinu að aðlagast samfélaginu hraðar og betur. „Starfsemin er enn þá í þróun en þetta snýst fyrst og fremst um að hjálpa fólkinu að aðlagast og að það fái þá þjónustu sem það þarf og að henni sé fylgt eftir. Fyrsta skrefið er að veita flóttafólki öryggistilfinningu, með því að aðstoða það við að finna húsnæði og skapa fjárhagslegt öryggi,“ segir Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ.</p> <p>Byggt á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/74273-fjolskylda-fra-irak-faer-dvalarleyfi-og-hefur-nytt-lif-a-islandi.html " target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>&nbsp;</p>

11.02.2022Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum

<span></span> <p>Í dag er alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. UN Women fagnar deginum og segir markmið hans að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. „Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og COVID-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna,“ segir á vef landsnefndar UN Women á Íslandi.</p> <p>Vakin er athygli á eftirfarandi staðreyndum:</p> <ul> <li>33% alls vísindafólks í heiminum eru konur</li> <li>Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum</li> <li>22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur</li> <li>28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur</li> </ul> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/2P7zvb0_wPM" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Þessi&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/in-focus/2022/02/in-focus-international-day-of-women-and-girls-in-science"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar</span></a>&nbsp;til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum. Á alheimsráðstefnunni&nbsp;<a href="https://unwomen.is/radstefnan-kynslod-jafnrettis-30-juni-2-juli-er-ollum-opin/"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">Kynslóð jafnréttis í fyrra</span></a>&nbsp;samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026,“ segir UN Women.</p>

11.02.2022Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður

<span></span> <p>Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. <span>WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021.&nbsp;Ísland veitir árleg kjarnaframlög til stofnunarinnar auk viðbótarframlaga vegna neyðartilvika. Í fyrra námu heildarframlög Íslands til WFP vegna mannúðaraðstoðar 230 milljónum króna.</span></p> <p><span>Ástand mannúðarmála í heiminum hefur ekki verið verra frá því á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Talið er að nú þurfi 285 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda samanborið við 135 milljónir fyrir tveimur árum. Af þessum fjölda eru 45 milljónir sem draga fram lífið við hungurmörk. Meginástæður er stríðsátök, loftslagsbreytingar og afleiðingar heimsfaraldursins.</span></p> <p><span>Ísland hefur haft nýsköpun að leiðarljósi í samstarfinu við WFP. Þannig hefur Ísland fjármagnað smærri tilraunaverkefni, til dæmis í Malaví og Mósambík sem þykja hafa gefið góða raun og hafa í kjölfarið verið tekin upp í öðrum löndum.</span></p>

10.02.2022Ákall UNICEF vegna hræðilegra aðstæðna barna í Sýrlandi

<span></span> <p>„Klukkan tifar fyrir börnin í norðurhluta Sýrlands og hver dagur skiptir máli. Hvert framlag gerir gagn,“ segir í <a href="https://unicef.is/veturinn-hardur-og-atokin-aukast-bornin-i-syrlandi-thurfa-hjalp" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF á Íslandi sem leitar nú eftir stuðningi Íslendinga til að tryggja þessum börnum hlý föt, öruggt skjól, lífsnauðsynlega þjónustu og réttindi í baráttu við náttúruöflin og aðstæður í heimalandinu, sem þau eiga enga sök á.</p> <p>„Veturinn hefur verið óvenju harður í Sýrlandi og tugþúsundir barna í norðurhluta landsins hafast nú við í tjöldum, neyðarskýlum og tímabundnu húsnæði meðan frostharkan slær víða met. Bara síðustu tvær vikur hafa að minnsta kosti fimm börn látið lífið í norðvesturhluta landsins vegna kuldans. Harðnandi átök, með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu, í landshlutanum hafa enn aukið þeirra neyð,“ segir í fréttinni.</p> <p>Á síðasta ár náði UNICEF 87 prósentum af markmiði sínu í dreifingu vetrarfatnaðar og fengu 109.178 börn í flóttamannabúðum, tímabundnum skýlum og öðrum viðkvæmum byggðum og aðstæðum vetrarpakka. UNICEF veitti 11,3 milljónum manna í Sýrlandi mannúðaraðstoð, þar af 7,3 milljónum barna. Fólki sem þarf á mannúðaraðstoð að halda fjölgaði úr 11,1 milljón árið 2020 í 13,4 milljónir árið 2021. Þessi fjölgun var drifin áfram að efnahagskreppu, auknum átökum í norðvesturhluta landsins og víðar, fjölda fólks á flótta innanlands, almannaþjónustu sem er í lamasessi og ekki síst áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Um 1,5 milljónir Sýrlendinga fengu bólusetningu gegn COVID-19.</p> <p>Í lok árs 2021 þurftu rúmlega þrettán milljónir íbúa Sýrlands á mannúðaraðstoð að halda, þar af sex milljónir barna. Tæplega sjö milljónir manna eru á flótta innanlands og UNICEF segir að rúmlega tvær og hálf milljón barna búi á svæðum sem erfitt sé að ná til.</p> <p>Nú eru liðin hartnær ellefu ár frá því <span></span>stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð allan þann tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">Heimsforeldrum</a>&nbsp;og þeim sem stutt hafa&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/syrland">neyðarsöfnun UNICEF</a>.</p> <p>Hægt er að hjálpa með að senda&nbsp;SMS-ið STOPP í númerið&nbsp;1900&nbsp;til að gefa 1.900 krónur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sýrland.</p>

09.02.2022Horn Afríku: Horfellir og hungur af völdum langvinnra þurrka ​

<span></span> <p>Þurrkar valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, búa um þrettán milljónir íbúa þessara landa við sult og seyru. Jafn langvinnir þurrkar hafa ekki verið á þessum slóðum í rúmlega fjörutíu ár, eða frá árinu 1981.</p> <p>Þrjú regntímabil í beit hefur úrkoma verið sáralítil sem hefur leitt til uppskerubrests og búfjárfellis. Vatnsskortur og ógrösugt beitiland hefur neytt fjölskyldur til búferlaflutninga með tilheyrandi átökum milli samfélaga, að því er WFP segir í <a href="https://www.wfp.org/news/13-million-people-facing-severe-hunger-drought-grips-horn-africa" target="_blank">frétt</a>. Illu heilli eru horfur á áframhaldandi þurrkatíð og því óttast að aðstæður kunni enn að kárna á komandi mánuðum.</p> <p>„Uppskeran er farin fyrir bí, búfénaður horfellur, og hungur eykst í síendurteknum þurrkum í þessum heimshluta,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Ástandið kallar á tafarlausar mannúðaraðgerðir og viðvarandi stuðning til að byggja upp viðnámsþrótt í þessum samfélögum til framtíðar.“</p> <p>Þurrkarnir hafa sérílagi haft alvarleg áhrif á bændur í suður- og suðausturhluta Eþíópíu, suðaustur og norðurhluta Kenía og alla sunnanverða Sómalíu. Þeir leiða til verðhækkana á nauðsynjum og aukinnar verðbólgu. Spurn eftir vinnuafli í landbúnaði dregst aukinheldur saman sem dregur enn frekar úr getu fjölskyldna til að kaupa matvæli. Vannæring er útbreidd meðal fólks í þessum heimshluta og kann að versna verði ekki gripið til tafarlausra aðgerða, að mati WFP.</p> <p>Minnt er á að árið 2011 hafi 250 þúsund manns dáið úr hungri í Sómalíu. WFP birtir í vikunni ákall um 40 milljarða króna framlög til að mæta hörmungaraðstæðum 4,5 milljóna íbúa á horni Afríku næsta hálfa árið.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðarmálum. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum.</p>

07.02.2022UNICEF fær stuðning til að hraða dreifingu bóluefna í þróunarríkjum

<p><span>Utanríkisráðuneytið mun verja 250 milljónum króna til að styðja við starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til að hraða dreifingu og aðgengi að COVID-19 bóluefnum í þróunarríkjum. Ísland hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings baráttu þróunarríkja gegn heimsfaraldrinum og áhrifum hans en auk framlagisins til UNICEF hafa stjórnvöld veitt rúmum milljarði króna til COVAX bóluefnasamstarfsins.&nbsp;</span></p> <p><span>„Alþjóðlegt samstarf um jafnan og sanngjarnan aðgang að bóluefni gegn COVID-19 og dreifingu þeirra á heimsvísu hefur skipt sköpum. UNICEF gegnir þar mikilvægu hlutverki og býr að dýrmætri reynslu um framkvæmd bólusetninga í þróunarlöndum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Framlag Íslands til UNICEF er undir formerkjum alþjóðlega bóluefnasamstarfsins ACT-A (Access to COVID-19 Tools Accelerator) en þar gegnir stofnunin lykilhlutverki í því að tryggja að bóluefni sem fjármögnuð eru í gegnum samstarfið komist á leiðarenda. Stofnunin sér um flutning á bóluefnum innan þróunarríkja, tæknilega aðstoð við framkvæmd bólusetninga, stuðning við heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, ásamt almenningsfræðslu um bóluefnin.&nbsp;</span></p> <p><span>Ísland hefur einnig stutt einstök verkefni í samstarfsríkjum í tvíhliða þróunarsamvinnu til að sporna gegn víðtækum samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins.&nbsp; &nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

07.02.2022Ellefu börn látast í Sýrlandi af völdum vetrarkulda og átaka

<span></span> <p>Að minnsta kosti sex börn létust og eitt særðist alvarlega í átökum í landamærabænum&nbsp;Athmeh&nbsp;í norðvesturhluta Sýrlands í síðustu viku. Önnur fimm börn hafa látist í vetrarhörkum síðustu tvær vikur.</p> <p>Bertrand&nbsp;Bainvel, starfandi yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, segir áhyggjuefni hversu harðnandi átök fara í og við&nbsp;Idlib&nbsp;í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er ári. Á svæðinu búi 1,2 milljónir barna sem þegar þurfi mikla aðstoð. Margar fjölskyldur eru á vergangi eftir að hafa neyðst til að flýja átök annars staðar frá í landinu.</p> <p>„Á síðasta ári áttu 70 prósent þeirra alvarlegu réttindabrota gegn börnum sem skráð voru í Sýrlandi sér stað í norðvesturhluta landsins. Þessi auknu átök nú verða í óvenju hörðum og köldum vetraraðstæðum hér. Metfrost hefur mælst í landshlutanum sem og víðar í Sýrlandi. Að minnsta kosti fimm sýrlensk börn hafa látist í norðurhluta Sýrlands bara á síðustu tveimur vikum vegna vetrarhörkunnar,“ segir&nbsp;Bainvel.</p> <p>Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst.&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">Heimsforeldrum</a>&nbsp;og þeim sem stutt hafa&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/syrland">neyðarsöfnun UNICEF</a>.</p> <p>&nbsp;</p>

04.02.2022Hjálparstarf hafið í Malaví í kjölfar ofsaveðurs

<span></span> <p>Hjálparstarf er hafið á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví til aðstoðar við þúsundir íbúa sem misstu heimili sín í veðurofsanum af völdum heitabeltisstormsins Ana í síðustu viku. Talið er að um hundrað manns hafi farist í ofveðrinu og flóðunum sem því fylgdi, þar af 33 í Malaví.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur þegar veitt fimmtán þúsund íbúum stuðning, einkum í því skyni að bæta hreinlæti og afstýra þannig vatnsbornum sjúkdómum eins og kóleru. Enn fremur hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ákveðið að verja rúmum 60 milljónum króna til að bregðast við neyðinni.</p> <p>Lazarus Chakwera forseti Malaví segir að þörf sé á meiri stuðningi en forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í síðustu viku. Um eitt hundrað þúsund íbúar Malaví eru á hrakhólum eftir veðurofsann og talið er að skemmdir hafa orðið á tæplega 200 þúsund heimilum. Héruðin sem urðu verst úti voru Chikwawa, Mulanje, Nsanje og Phalombe.</p> <p>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe hefur borist beiðni um stuðning frá samstarfshéraði Íslands, Mangochi, en beðið er eftir sameiginlegu ákalli frá ríkisstjórn Malaví og stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem væntanlega verður birt næstkomandi mánudag.</p> <p>Mannfall af völdum stormsins var mest á Madagaskar þar sem að minnsta kosti 48 fórust. Um 20 manns létu lífið í Mósambík.</p>

03.02.2022Leitað að verkefnastjóra fyrir trjáræktarátak í Afríku

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi styður trjáræktarátak Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Stefnt er að því að planta og verja hundruð milljóna trjáa næsta áratuginn í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Rauði krossinn á Íslandi leitar að verkefna- og samhæfingarstjóra fyrir trjáræktarátakið. </p> <p>Stefnt er að því að planta og verja 500 milljóna trjáa á ári, næstu tíu árin, í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Átakinu er ætlað að stuðla að aðlögun og mildun loftslagsbreytinga. Stuðningur Rauða krossins á Íslandi felst meðal annars í stuðningi við stórt trjáræktarverkefni í Sierra Leóne (<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/fjolmidlatorg/frettayfirlit/almennar-frettir/samfelagsleg-trjaraekt-i-sierra-leone-til-ad-sporna-vid-ahrifum-loftslagsbreytinga-og-auka-faeduoryggi/">sjá fyrri frétt</a>), þátttöku í tæknilegum vinnuhóp framtaksverkefnisins og stuðningi við stöðu verkefna- og samhæfingarstjóra framtaksverkefnisins en sú staða hefur nú verið auglýst.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Verkefna- og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra Leóne. Starfið krefst ferðalaga um Afríku sunnan Sahara þar sem það felur í sér samhæfingu verkefna sem falla undir framtaksverkefnið og tæknilega aðstoð til landsfélaga sem innleiða trjáræktarverkefni. Starfið felur einnig í sér eftirlit og úttektir, stefnumótun, áætlanagerð og fjáröflun. Nánar má lesa um stöðuna á&nbsp;<a href="https://alfred.is/starf/tree-planting-and-care-coordinator">alfred.is</a></p>

03.02.2022Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum

<span></span> <p>Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt nýútgefinni skýrslu stofnananna eru horfur dökkar fyrir tímabilið frá febrúar til maí á þessu ári og viðbúið að hungur setji líf milljóna manna í bráða hættu.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni – <a href="https://docs.wfp.org/api/documents/WFP-0000136243/download/?_ga=2.31706046.100148635.1643878891-1435261767.1616513018" target="_blank">Hunger Hotspots FAO-WFP early warnings on acute food insecurity</a>&nbsp;– er brýn þörf á markvissum mannúðaraðgerðum til bjargar mannslífum á fyrrnefndum tuttugu svæðum. Sérstaklega eru slíkar aðgerðir mikilvægar til að afstýra hungri og dauða í Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Ennfremur er óttast um aðstæður íbúa Afganistan þar sem sífellt fleiri búa við sult.</p> <p>Í skýrslunni er gerð grein fyrir tillögum um forgangsröðun neyðarviðbragða og aðgerða í hverju landi fyrir sig. </p>

02.02.2022Fjölskyldur á heljarþröm vegna langvarandi þurrka í Eþíópíu ​

<span></span> <p>Síðastliðin þrjú rigningatímabil í Eþíópíu hafa brugðist með tilheyrandi&nbsp;uppskerubresti, vatnsskorti og búfjárdauða sem skilið hafa hundruð þúsunda barna og fjölskyldna eftir á heljarþröm.&nbsp;Landssvæði&nbsp;í suður- og austurhluta Eþíópíu, Afar, Oromia, SNNPR&nbsp;og&nbsp;Somali&nbsp;héruð, hafa orðið verst úti. „Áhrif þessara þurrka eru skelfileg,“ segir&nbsp;Gianfranco&nbsp;Rotigliano, fulltrúi&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;í Eþíópíu.</p> <p>„Börn og fjölskyldur þeirra berjast nú fyrir lífi sínu við þessar aðstæður og áætlað er að 6,8 milljónir Eþíópíubúa muni þurfa á bráðri neyðaraðstoð að halda um miðjan næsta mánuð. Við erum einnig að sjá mikla fólksflutninga frá þessum verstu&nbsp;svæðum,“ segir&nbsp;Rotigliano&nbsp;í tilkynningu frá&nbsp;UNICEF.</p> <p>„Á svæðunum&nbsp;Oromia&nbsp;og&nbsp;Somali&nbsp;eru nú um 225 þúsund vannærð börn og rúmlega 100 þúsund óléttar konur eða konur með börn á brjósti sem þurfa næringaraðstoð ekki seinna en núna. Skortur á hreinu vatni eykur enn á vanda þessara kvenna og barna. Ef börnin neyðast til að drekka óhreint vatn gerir það þau augljóslega berskjölduð fyrir ótal sjúkdómum. Þar á meðal niðurgangi sem er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri hér,“ segir&nbsp;Rotigliano.</p> <p>UNICEF&nbsp;vinnur að því í samstarfi við stjórnvöld á hverju svæði að veita nauðsynlega neyðaraðstoð og koma til móts við þarfir íbúa. Meðal annars með því að laga borholur, brunna og vantsveitukerfi, flytja vatn, vatnstanka, meðhöndla alvarlega vannærð börn og tryggja barnavernd og neyðarkennslustofur.</p> <p>UNICEF&nbsp;áætlar að þurfa 31 milljón Bandaríkjadala – fjóra milljarða íslenskra króna - til að <a href="https://www.unicef.org/ethiopia/documents/unicef-ethiopia-emergency-drought-appeal" target="_blank">bregðast við neyðinni</a>&nbsp;á þurrkasvæðum Eþíópíu. Heildarfjárþörf&nbsp;UNICEF&nbsp;vegna mannúðaraðstoðar í Eþíópíu alls á árinu nemur rúmum 350 milljónum dala, 45 milljörðum íslenskra króna.</p> <p>Það er í verkefni sem þessi hjá&nbsp;UNICEF&nbsp;sem stuðningur <a href="https://unicef.is/skraning" target="_blank">Heimsforeldra</a>&nbsp;UNICEF&nbsp;skiptir sköpum.&nbsp; </p>

01.02.2022Hefðin rænir börn æskunni og tækifærum til að mennta sig

<span></span> <p>„Það er gefandi og lærdómsríkt að fá að vinna með Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og sérstaklega að svo heildstæðum verkefnum eins og að styrkja stöðu stúlkna og ungmenna í landinu. Ég vonast til þess að reynsla mín, menntun, og þá sérstaklega sjónarhorn mannfræðinnar, nýtist til góðs í verkefnunum og almennt með starfi sjóðsins hér í Síerra Leóne,“ segir Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir mannfræðingur sem er einn þriggja íslenskra ungliða sem starfa hjá stofnununum Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Friðsemd flutti til Sierra Leóne í nóvember síðastliðnum og hóf störf sem ungliði á landsskrifstofu UNFPA í höfuðborginni Freetown. Friðsemd er mannfræðingur með MA gráðu í hnattrænni heilsu og hefur áður starfað í Afríkuríki því hún vann fyrir fáeinum árum að bættri kyn- og frjósemisheilsu og valdeflingu stúlkna í Úganda. Eitt helsta hlutverk hennar hjá UNFPA er að styðja við kyn- og frjósemisheilsu ungmenna, sérstaklega stúlkna í Sierra Leóne.</p> <p>„Konur standa frammi fyrir ýmsum vandamálum allt frá barnsaldri. Kynbundið ofbeldi er útbreitt í landinu og limlestingar á kynfærum stúlkna svo algeng hefð að um 90 prósent kvenna hafa orðið fyrir slíkri misþyrmingu. Barnahjónabönd eru einnig algeng í Sierra Leóne en 29,6 prósent kvenna sem nú eru á aldrinum 20-24 ára voru giftar fyrir 18 ára aldur, og 8,6 prósent kvenna í sama aldurshópi voru giftar fyrir 15 ára aldur. Hefðin rænir börn æskunni og tækifærum til að mennta sig, og hefur slæm heilsufarsleg, andleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif á börn,“ segir Friðsemd.</p> <p>Auk þess að koma að verkefni UNFPA gegn fæðingarfistli, styður Friðsemd meðal annars við framlag landsskrifstofunnar til alþjóðlegs verkefnis UNFPA og UNICEF gegn barnahjónaböndum. Um er að ræða verkefni sem er unnið í 12 af þeim löndum með hafa hæstu tíðni barnahjónabanda.</p> <p>„Verkefnið miðar að því að styðja við bágstaddar stúlkur sem eru í áhættuhópi hvað varðar barnahjónabönd. Árið 2021 studdi Mannfjöldasjóður Sierra Leóne samtals 4034 stúlkur í gegnum verkefnið, í 67 þorpum þriggja héraða. Áhersla er á að ná til þeirra verst stöddu fyrst; stúlkna á strjálbýlum svæðum með lítið eða ekkert aðgengi að þjónustu sem þær eiga rétt á, stúlkna í mikilli fátækt, stúlkna með fatlanir, þeirra sem eru nú þegar óléttar eða giftar, og þeirra sem ekki hafa kost á menntun. Í gegnum verkefnið er unnið heildstætt að því að uppræta siðinn,“ segir hún.</p> <p>Ítarlegri umfjöllun um verkefni Friðsemdar í Síerra Leóne er að finna í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2022/02/01/Unnid-ad-baettum-hag-stulkna-i-Sierra-Leone/">Heimsljósi</a>, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunarsamvinnu og mannúðarmál.</p>

01.02.2022Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF

<span></span> <p>„Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við&nbsp;UNICEF&nbsp;og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir&nbsp;Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar.</p> <p>Tilkynnt var um ráðningu&nbsp;Russell&nbsp;í desember síðastliðnum en hún tók formlega við starfinu á dögunum og tekur við af Henriettu&nbsp;Fore&nbsp;sem gegnt hafði starfinu frá ársbyrjun 2018 við góðan orðstír.&nbsp;Fore&nbsp;hafði beðist lausnar úr embætti í ágúst síðastliðnum af persónulegum ástæðum vegna veikinda eiginmanns hennar.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unicef.is/catherine-russell-nyr-framkvaemdastjori-unicef" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá landsnefnd UNICEF á Íslandi hefur Catherine&nbsp;Russell&nbsp; víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum í bandaríska stjórnkerfinu og kemur með mikla sérfræðiþekkingu inn í starf&nbsp;UNICEF. Frá 2020 til 2022 var hún aðstoðarmaður forseta Bandaríkjanna og skrifstofustjóri starfsmannamála forsetans í Hvíta húsinu. Þar áður hafði hún frá árinu 2013 til 2017 verið sendiherra fyrir&nbsp;Global&nbsp;Women‘s&nbsp;Issues&nbsp;í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Í þeirri stöðu bar hún ábyrgð á að innleiða hagsmuna-, réttinda- og baráttumál kvenna í alla þætti utanríkisstefnu Bandaríkjanna, var fulltrúi Bandaríkjanna í yfir 45 löndum, vann með erlendum stjórnvöldum, alþjóðasamtökum og félögum í almannaþágu. Þá var hún í forsvari fyrir innleiðingu framtaksins „<a href="https://www.state.gov/u-s-global-strategy-to-empower-adolescent-girls/" target="_blank">U.S&nbsp;Global&nbsp;Strategy&nbsp;to&nbsp;Empower&nbsp;Adolescent&nbsp;Girls</a>“ sem þykir mikið tímamótastefnumál.</p> <p>Þar áður hafði hún starfað sem staðgengill aðstoðarmanns Bandaríkjaforseta í tíð&nbsp;Baracks&nbsp;Obama, yfirráðgjafi utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í alþjóðlegum málefnum kvenna svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>„Á tímum sem þessum þar sem milljónir barna standa frammi fyrir því að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs&nbsp;Covid&nbsp;og annarra erfiðleika er&nbsp;UNICEF&nbsp;í fremstu röð til að verja réttindi þeirra og framtíð. Ég hlakka mikið til vinnunnar sem&nbsp;framundan&nbsp;er,“ segir&nbsp;Russell&nbsp;í tilkynningu frá&nbsp;UNICEF.</p> <p>Catherine&nbsp;Russell&nbsp;er áttundi framkvæmdastjóri í sögu&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og býður landsnefnd&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi hana hjartanlega velkomna til starfa.&nbsp;</p>

31.01.2022Úganda: Unnið að úrbótum í vatnsmálum í nýju samstarfshéraði

<span></span> <p><span>Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðgengi íbúa Namahyingo héraðs í Úganda að neysluvatni. Í þessu nýja samstarfshéraði Íslendinga eru úrbætur á því sviði ofarlega á blaði hjá héraðsstjórninni. Vatnsmál eru í miklum ólestri í héraðinu og algengt að fólk sæki mengað vatn í polla með tilheyrandi heilsufarsvandamálum.</span></p> <p>Verkfræðingur á vegum sendiráðs Íslands og héraðsstjórnarinnar fann leið til að grafa upp eitt af vatnsbólunum. Það er með uppsprettuvatni, en mengað af dýrum og mönnum. Steypt var í kringum vatnsbólið, vatnið leitt í stokk með fimm hreinsanlegum síum og þar streymir nú út um þriggja tommu rör hreint neysluvatn allan sólarhringinn.</p> <p><span>„Öll aðstaða til að sækja vatnið er til fyrirmyndar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi. „Tuttugu lítra brúsi fyllist á augabragði og konurnar sem sækja vatnið eru himinlifandi.“</span></p> <p><span>Sambærilegar endurbætur hafa verið gerðar á sex vatnsbólum og héraðsstjórnin hefur óskað eftir endurgerð sex annarra. Vinna við þau vatnsból er þegar hafin.</span></p> <p><span>Af hálfu sendiráðsins hefur einnig verið unnið í Namahyingo að því að gera upp fimmtíu borholur sem höfðu drabbast niður og stóðu ónothæfar. Sumar borholurnar höfðu staðið ónotaðar um langt árabil en þær hafa nú verið gerðar upp, endurklæddar og handpumpum komið fyrir.</span></p> <p><span>Úrbæturnar leiða strax til þess að aðgengi þúsunda íbúa að hreinu neysluvatni hefur batnað á mörgum stöðum í héraðinu og þar með fækkar löngum ferðum kvenna og stúlkna eftir vatni.</span></p> <p><span>Namayhingo hérað er í Úganda austanverðu og heitir eftir héraðshöfuðborginni. Héraðið liggur að Viktoríuvatni og áherslan í samstarfi Íslands við héraðsstjórnina er á umbætur í grunnþjónustu við íbúa fiskiþorpanna við vatnið.</span></p>

28.01.2022Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví

<span></span> <p>„Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. </p> <p>Undanfarna viku hefur hópur frá SOS heimsótt Malaví og meðal annars kynnt sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Mangochi héraði. Í hópnum voru einnig Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, Jóhannes Ásbjörnsson framkvæmdastjóri og Jón Ragnar Jónsson kvikmyndatökumaður og ljósmyndari.</p> <p>Ísland og Malaví hafa unnið saman á sviði þróunarsamvinnu í þrjá áratugi í Mangochi héraði við Malavívatn. Heimsókn þangað gefur því mjög góða innsýn inn í þá fjölmörgu þætti sem studdir eru í gegnum þróunarsamvinnuna og gaf gestunum tækifæri til að sjá áþreifanlegan árangur af samstarfi Íslands síðustu áratugi. Hópurinn kynnti sér starfsemina í Mangochi í fylgd starfsfólks sendiráðs Íslands í Lilongwe sem hafði aðkomu að undirbúning ferðarinnar og skipulagningu heimsókna.</p> <p>SOS hópurinn heimsótti meðal annars einn af tólf samstarfsskólum undir verkefnastoðinni um eflingu grunnþjónustu í Mangochi héraði. Menntun er ein af meginstoðum samstarfsins og hefur það markmið að efla grunnmenntun rúmlega 30 þúsund barna og unglinga sem stunda nám við skólana. Hópurinn heimsótti Koche grunnskólann þar sem nemendur eru um sex þúsund. </p> <p>Hópurinn fékk einnig innsýn í vatns- og hreinlætismál í héraðinu með því að heimsækja heimili í sveitaþorpi til að sjá hvernig nýleg salernis- og handþvottaaðstaða er útfærð. Mikill árangur hefur náðst á síðustu árum við að tryggja íbúum héraðsins aðgang að hreinu vatni og endurbættri salernisaðstöðu, en stuðningur frá Íslandi tryggir meðal ananrs um 385 þúsund manns aðgang að hreinu drykkjarhæfu vatni. Með bættri vatns- og hreinlætisaðstöðu er lagður grunnur að bættri heilsu íbúa, ekki síst gagnvart niðurgangspestum og kóleru. Ekkert tilfelli kóleru hefur komið upp á undanförnum árum í héraðinu og verulega hefur dregið úr niðurgangspestum. Að lokum heimsóttu gestirnir<span>&nbsp; </span>fæðingadeildina við héraðssjúkrahúsið í Mangochibænum en opnun fæðingardeildarinnar árið 2019 af þáverandi utanríkisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins á sviði mæðra og ungbarnaheilsu.</p> <p>„Heimsóknir okkar í Koche grunnskólann, fæðingarheimilið og vistarverur fólks í sveitum héraðsins sýndu okkur svo ekki verður um villst að stuðningur Íslendinga við malavísku þjóðina er gríðarlega mikilvægur fyrir samfélagið á staðnum. Um leið sýndi þessi heimsókn okkur stóra samhengið í því hversu mikilvæg starfsemi bæði íslenskra yfirvalda og SOS Barnaþorpanna er í Malaví. Samfélagsleg arðsemi hefur margfaldast með starfsemi beggja þessara aðila í Malaví og mun halda áfram að gera," segir Hans Steinar.</p> <p>SOS Barnaþorpin hafa starfað í Malaví frá árinu 1986 og reka þar fjögur barnaþorp ásamt fjölskyldueflingarverkefni í suðurhluta landsins. Markmið ferðarinnar var að kynna sér betur það mikilvæga starf sem samtökin sinna í landinu og gera heimildarmynd til að miðla því og upplifun af ferðalaginu í sjónvarpsþætti sem verður sýndur á Íslandi síðar á árinu.</p>

27.01.2022Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda

<span></span><span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð. </p> <p>Menntamálaráðuneyti Úganda gerir kröfu um að skólar setji upp viðunandi hreinlætisaðstöðu fyrir nemendur og kennara í kjölfar opnunarinnar.</p> <p>Til að aðstoða skóla við hefja kennslu hefur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áform um að leggja til hreinlætisvörur til skólanna í því skyni að uppfylla kröfur stjórnvalda og sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið, gegnum sendiráð Íslands í Kampala, að styðja við framtak UNICEF eftir að beiðni barst frá stofnuninni um að taka þátt í þessu stóra verkefni.</p> <p>Grunn- og framhaldsskólar í Úganda eru tæplega fjórtán þúsund talsins, nemendur um fimmtán milljónir. Að mati sendiráðsins í Kampala er stuðningur við opnun skóla í landinu afar mikilvægt verkefni og vilji til þess að koma til móts við hreinlætiskröfur stjórnvalda.</p>

27.01.2022UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan

<span></span> <p>Meira en helmingur afgönsku þjóðarinnar er í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. UN Women í Afganistan vinnur að því að koma á fót griðarstöðum fyrir konur og börn þeirra og afla gagna um stöðu afganskra kvenna og þarfir þeirra svo hægt sé að veita fjármunum þangað sem þeirra er helst þörf.</p> <p>UN Women segir í <a href="http://UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að í kjölfar valdatöku talíbana í ágúst á síðasta ári hafi öll þróunaraðstoð til landsins verið fryst. Nú standi stór hluti Afgana frammi fyrir viðvarandi hungri, atvinnuleysi og sárafátækt, verði ekkert að gert.</p> <p>António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, biðlar til&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/01/1109492">alþjóðasamfélagsins um að endurskoða afstöðu</a>&nbsp;sína gagnvart frystingu fjármagns til Afganistan. Án þróunaraðstoðar verði afgönsku þjóðinni steypt í sárafátækt. Íbúar landsins séu þegar orðnir örvæntingafullir og úrkula vonar.</p> <p>„Foreldrar hafa selt ungbörn sín til að fæða eldri systkini. Sjúkrahús eru flest án hita og anna ekki öllum þeim börnum sem þangað leita vegna vannæringar. Fólk notar húsmuni sem eldivið til að halda á sér hita í kuldanum og stendur frammi fyrir gríðarlegu atvinnuleysi. Þörfin eftir aðstoð er gríðarleg,“ sagði hann.</p> <p><strong>Einstæðar og fráskildar konur í viðkvæmri stöðu</strong></p> <p>Guterres ítrekaði jafnframt ákall sitt til talíbana um að virða réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Síðan talíbanar komust til valda hafa&nbsp;<a href="https://unwomen.is/gleymum-ekki-konum-i-afganistan/">réttindi kvenna og stúlkna verið hrifsuð af þeim</a>&nbsp;og margar konur farið huldu höfði af ótta við refsingar og ofbeldi. Í hópi þeirra eru kennarar, mannréttindafrömuðir, stjórnmálakonur og fjölmiðlakonur. Einstæðar og fráskildar konur&nbsp;<a href="https://www.theguardian.com/global-development/2021/sep/08/they-came-for-my-daughter-afghan-single-mothers-face-losing-children-under-taliban?fbclid=IwAR0iBPPgUSHwuXPQqBcTdMNj_68MNfPoW-gGgUWSOvQzC_5PevGxDDVvQNw">eru í sérlega viðkvæmri stöðu</a>&nbsp;og eiga á hættu að missa forræði yfir börnum sínum undir sjaría lögum. Þær hafa jafnframt enga möguleika á að afla sér tekna undir þeim hömlum sem talíbanar hafa sett konum.</p> <p>„Konur og stúlkur eru fjarverandi á vinnustöðum og skólastofum út um allt Afganistan. Heil kynslóð stúlkna býr við þann raunveruleika að mega ekki láta ljós sitt skína. Vísindakonur, lögfræðingar og kennarar fá ekki að sinna störfum sínum og á meðan verður Afganistan, og heiminum öllum, af framlagi þeirra. Ekkert land getur þrifist samhliða því að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín.“</p> <p>UN Women er í Afganistan og sinnir þörfum afganskra kvenna og stúlkna. Meðal verkefna UN Women í Afganistan er að veita konum á flótta neyðarpakka og -aðstoð, heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf, auk þess að koma á fót griðastöðum fyrir konur og börn eins og fyrr segir. </p>

26.01.2022Styrkur til mannúðaraðstoðar í Afganistan

<span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum tuttugu milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita mannúðaraðstoð í Afganistan í samstarfi við Christian Aid. „Markmiðið er að spyrna við og veita almenningi stuðning til að tryggja fæðuöryggi, húsaskjól og vernda börn, sérstaklega stúlkur. SVegna hrikalegar slæmrar efnahagsstöðu eftir að Talibanar tóku völdin má segja að matarskortur og óöryggi almennt sé algjört og mannréttindi fótumtroðin,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Stríðsátök og óeirðir hafa geisað í Afganistan í tæplega fjóra áratugi og ástandið í landinu hefur farið versnandi á undanförnum mánuðum með vaxandi fátækt, verðhækkunum og matvælaskorti. Að sögn Bjarna hafa Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðsamfélagið ítrekað mikilvægi þess að viðhalda flæði fjármagns og mannúðaraðstoðar til Afganistan til að vernda það sem unnist hefur í þróunarstarfi undanfarna áratugi og til að koma í veg fyrir algjöra hnignun í landinu. </p> <p>„Markmiðið er að létta á afleiðingum í kjölfar yfirtöku talibana í Afganistan, tryggja húsaskjól og fæðuöryggi sem og aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fyrir fólk í landinu,“ segir Bjarni. „Stuðningurinn miðar einnig að því að auka viðnámsþrótt og velferð barna og fullorðinna. Áætlað er að ná til um 21 þúsund einstaklinga hvað varðar skjól og húsbúnað, 14 þúsund hvað varðar lífsviðurværi, 33 þúsund vegna fæðuöryggis og um 28 þúsund einstaklinga vegna vatns- og hreinlætismála. Þörfin við að aðstoða konur er sérstaklega brýn þar sem Talibanar, sem tóku við stjórn landsins á síðasta ári, munu nánast þurrka út framfarir sem orðið hafa á réttindum kvenna síðustu tuttugu árin,“ segir hann.</p> <p>Verkefnið er hluti af mannúðarákalli ACT Alliance, samtaka hjálparstarfs kirkna.</p>

26.01.2022UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi

<span></span><strong><span></span></strong> <p>Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unicef.is/unicef-ottast-oryggi-barna-nordausturhluta-syrlands" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF eru í norðausturhluta Sýrlands hátt í tíu þúsund börn og mæður þeirra í haldi eða föst í Al-Hol og Roj búðunum. „Þau koma frá yfir 60 löndum og berjast við að halda lífi í skelfilegum aðstæðum og miklum vetrarhörkum. Þau eru öll í mjög viðkvæmri stöðu og þurfa vernd,“ segir í fréttinni.</p> <p>UNICEF bendir á að á meðan átökin halda áfram eykst hættan á því að börn verði fyrir skaða eða verði neydd til að ganga til liðs við vígahópa. Ofbeldið gæti einnig breiðst út til annarra fangelsa og í búðir fyrir fólk á flótta. &nbsp;</p> <p>„UNICEF krefur alla aðila í norðausturhluta og annarsstaðar í Sýrlandi að vernda börn, alltaf. Við skorum enn og aftur á öll hlutaðeigandi aðildarríki að grípa til brýnna aðgerða í þágu barna og koma börnum og mæðrum þeirra aftur til sinna heimalanda,“ segir Bo Viktor Nylund, talsmaður UNICEF í Sýrlandi.</p> <p>UNICEF heldur áfram að vinna með yfirvöldum á svæðinu, styðja við skipulagningu fyrir brottför, undirbúa börn og mæður þeirra til að snúa aftur heim til sinna heimalanda og hjálpa börnunum að aðlagast að nýju.</p> <p>Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð frá þeim tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">Heimsforeldrum</a>&nbsp;og þeim sem stutt hafa&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/syrland">neyðarsöfnun&nbsp;</a>UNICEF.</p> <p>„Klukkan tifar fyrir börnin í norðausturhluta Sýrlands. Hver dagur skiptir máli og nú þarf samrýmdar aðgerðir,“ segir Nylund.</p>

25.01.2022Styrkur til mannúðaraðstoðar í norðurhluta Eþíópíu

<span></span><span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum 20 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til mannúðaraðstoðar í Amhara fylki sem er nágranna fylki Tigray í norðurhluta Eþíópíu. „Í kjölfar átaka sem geisað hafa í landinu er ljóst að þörfin fyrir mannúðaraðstoð hefur sjaldan verið meiri, einkum lífsbjargandi aðgerðir sem tryggja fólki aðgang að vatni, fæðu og lífsviðurværi,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkunnar.</p> <p>Hann segir að mikil eyðilegging hafi orðið á innviðum samfélagsins, skólum, heilsustofnunum og vatnskerfum.&nbsp;„Við komum til með að nýta styrkinn til verkefna í samvinnu við Lúterska heimssambandið sem er samstarfsaðili Hjálparstarfs kirkjunnar á vettvangi. Verkefnið mun ná til um 20 þúsund manna,“ segir hann.</p> <p>Átök hafa sem kunnugt er geisað í nyrstu fylkjum Eþíópíu í rúmt ár. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til fylkjanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum.</p> <p>„Markmiðið er að fólk sem þurft hefur að yfirgefa heimili sín vegna ófriðarins og býr við óöruggar aðstæður og líður skort á helstu nauðsynjum fái fæðu, hreint vatn og aðgang að hreinlætisaðstöðu og geti verið öruggt þar sem það er og snúið heim þegar aðstæður lagast,“ segir Bjarni. </p> <p>„Fólk sem þurft hefur að flýja vopnuð átök í Tigray býr við skelfilegar aðstæður, þessi góði stuðningur íslenskra yfirvalda gerir kleift að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Sophie Gebreyes framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu.</p>

25.01.2022Aukinn stuðningur Íslands við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví

<span></span> <p><span>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) lýsti í gær ánægju sinni með framlag frá Íslandi um frekari stuðning við skólamáltíðir í Malaví. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe var Ísland fyrsta þjóðin til að styðja við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví árið 2012. „Það reyndist svo vel að WFP hyggst innleiða þá aðferð í nánast öllum samstarfslöndum sínum,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Framlag Íslands nemur 1,7 milljónum bandarískra dala, rúmlega 220 milljónum íslenskra króna, og felur í sér stuðning um að efla heimaræktaðar skólamáltíðir í Mangochi héraði næstu þrjú árin.</span></p> <p><span>„Framlagið viðheldur og eykur aðgengi að menntun með því að veita næringarríkar skólamáltíðir fyrir þrettán þúsund börn. Maturinn kemur frá fimmtán hundruð bændum í héraðinu sem einnig njóta góðs af verkefninu, öðlast aukna færni í framleiðslu, meðhöndlun og markaðssetningu uppskerunnar,“ segir í <a href="https://www.wfp.org/news/iceland-extends-its-support-strengthen-home-grown-school-feeding-malawi-0" target="_blank">frétt</a>&nbsp;WFP.</span></p> <p><span>Haft er eftir Paul Turnbull umdæmisstjóra WFP að skólamáltíðir stuðli að betri næringu barnanna, betri heilsu og hvetji þau til náms. „Við hrósum ríkisstjórn Íslands fyrir traustan stuðning við hugmyndafræðina um heimaræktaðar skólamáltíðir sem styrkir einnig efnahag Malaví og alla fæðuvirðiskeðjuna.“</span></p> <p><span>„Ísland er mjög ánægt með áframhaldandi og öflugt samstarf við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórn Malaví,“ segir Inga Dóra í frétt WFP. „Dagleg næringarrík skólamáltíð er sterk hvatning til foreldra að senda börn í skóla og hvatning til að góðrar mætingar. Heimaræktaðar skólamáltíðir styðja við það hvetjandi námsumhverfi sem við viljum skapa í skólunum sem Ísland styður í Mangochi,“ segir hún. </span></p> <p><span>WFP segir í frétt sinni að alþjóðlegar rannsóknir sýni að skólamáltíðir hafa bæði skammtíma og langtímaáhrif til góðs, hver króna skili sér tuttugufalt til baka í fjárfestingu með meiri mannauði og sterkara hagkerfi. Samkvæmt könnun í Malaví fyrir þremur árum drógu skólamáltíðir úr fjarvist nemenda um fimm prósent og ári áður sýndi könnun að skólamáltíðir bættu skólasókn úr 77 prósentum í 92 prósent.</span></p> <p><span>Inga Dóra segir í samtali við Heimsljós að nýsköpun sé stór hluti af verkefninu með WFP og áhersla verði lögð á að skapa atvinnutækifæri fyrir konur og ungmenni með því að þróa nýjar ræktunarleiðir og geymsluaðferðir meðal bænda í nágrenni skólanna. </span></p>

24.01.2022GRÓ skólarnir störfuðu með nokkuð eðlilegum hætti þrátt fyrir heimsfaraldur

<span></span><span></span> <p>Öllum skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tókst að halda starfi sínu áfram á síðasta ári með nokkuð eðlilegum hætti og taka á móti nemendum í sex mánaða þjálfunarnámið, þrátt fyrir ýmsar áskoranir tengdar COVID-19 heimsfaraldrinum. Mikil röskun varð á starfinu árið 2020 og þurftu þrír skólanna þá að fresta komu nemenda um eitt ár. Þeir komust hingað loks í fyrra en þá sóttu 90 sérfræðingar frá þróunarlöndunum þjálfun við skólana fjóra hér á landi. Að auki var aftur hægt að standa fyrir námskeiðum á vettvangi.</p> <p>GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu stóð fyrir fræðslu- og umræðufundi <span></span>um starfið síðastliðinn föstudag. Á fundinum var fjallað um stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, samstarf með Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC), áherslur í starfi UNESCO og ýmislegt fleira.</p> <p>Fjórir skólar eru starfræktir á vegum GRÓ á Íslandi. Er þar um að ræða <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/gest">Jafnréttisskólann</a></span> sem er hýstur hjá Háskóla Íslands, <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/gtp">Jarðhitaskólann</a></span> sem er starfræktur hjá Íslenskum orkurannsóknum, <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/lrt">Landgræðsluskólann</a></span> sem starfar í Landbúnaðarháskólanum og <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/ftp">Sjávarútvegsskólann</a></span>, sem er rekinn af Hafrannsóknarstofnun. Skólarnir starfa á sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérþekkingu og vinna að því að byggja upp getu einstaklinga, samtaka og stofnana í þróunarlöndunum og þar sem átök hafa geisað. Skólarnir hafa starfað um áratugaskeið og verið einn af mikilvægustu þáttum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Alls hafa skólarnir útskrifað um 1500 sérfræðinga og staðið fyrir fjölda viðburða og námskeiða í samstarfslöndum. Skólarnir voru árið 2020 færðir undir GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem er sjálfstæð miðstöð á vegum utanríkisráðuneytisins sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Á fundinum voru samankomnir fulltrúar í stjórn GRÓ, starfsmenn skólanna fjögurra og þeirra hýsistofnana sem þeir starfa hjá, sem og starfsfólk utanríkisráðuneytisins. Þjónustusamningar GRÓ við hýsistofnanirnar fjórar gera ráð fyrir að GRÓ bjóði með reglubundnum hætti upp á kynningar um málefni sem tengjast GRÓ og starfi skólanna. Fundurinn var liður í að sinna því hlutverki GRÓ. <span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p>Á fundinum sagði Elín Flygenring sendiherra, sem stýrði framboði Íslands til framkvæmdastjórnar UNESCO 2021-2025, frá setu Íslands í stjórninni og áherslum í starfi UNESCO. <span></span>Erla Hlín Hjálmarsdóttir, deildarstjóri árangurs og úttekta, fjallaði um stefnu Íslands í þróunarmálum og mikilvægi úttekta og árangursmælinga í þróunarstarfi og Sara Ögmundsdóttir deildarstjóri fjármála og tölfræði, fjallaði um starf Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) sem Ísland á sæti í. Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, stýrði fundinum þar sem fram fór lífleg umræða um starf GRÓ, starfið framundan og þann árangur sem starfið hefur skilað allt frá því fyrsti skólinn var stofnaður árið 1979.</p>

24.01.2022Saga Piusar vakti áhuga á alþjóðlegu hjálparstarfi

<span></span> <p>Pius Mugami Njeru fyrrverandi nemandi og núverandi starfsmaður ABC barnahjálpar í Kenía kom hingað til lands í lok síðasta árs til þess að segja sögu sína og kynna fyrir nemendum á Íslandi árangur af alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu. <span>&nbsp;</span>ABC barnahjálp hlaut styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bjóða Piusi til landsins og hann heimsótti framhaldssskóla og börn í fermingarfræðslu.&nbsp;<span>Í dag, 24. janúar, er alþjóðlegur dagur menntunar.</span></p> <p>Að sögn Írisar Óskar Friðriksdóttur verkefnastjóra hjá ABC barnahjálp ólst Pius upp við mikla fátækt í Mathare fátæktarhverfinu í Naíróbí en fékk tækifæri til að ganga í skóla með stuðningi frá ABC. Íris segir að hann hafi verið frábær námsmaður og hafi fengið verðlaun fyrir námsárangur. Hann er í dag útskrifaður frá háskóla í borginni og starfar sem bókari hjá Mathare Children‘s Education sem er samstarfsaðili ABC barnahjálpar. „Hann er börnunum einstaklega mikil fyrirmynd þar sem hann er einn af þeim - fyrrverandi nemandi. Börnin sjá í honum að það er hægt að eignast betra líf, öðlast fleiri tækifæri, ef maður menntar sig,“ segir hún.</p> <p>Mathare er næst stærsta fátækrahverfi í Nairóbí, höfuðborg Kenía, en þar búa um 500 þúsund manns við mikla fátækt. „Allflest húsin eru um níu fermetrar að stærð, eitt rými, byggt úr&nbsp; járnplötum án nokkurrar einangrunar. Það eru engar vatnslagnir, ekkert löglegt rafmagn eða steypt gólf. Um það bil 100 fjölskyldur eru um hvert og eitt klósett og þröngar göturnar einkennast af skólpi sem rennur að Mathare ánni sem rennur meðfram dalnum. Tækifæri fyrir ungt fólk eru af skornum skammti og mörg ungmenni leiðast út í glæpastarfsemi.“</p> <p>ABC barnahjálp hefur starfað um árabil í Naíróbí, þar með talið í Mathare hverfinu, þar sem um 200 börn eru studd til náms í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem ABC veitir nokkrum einstaklingum styrk til náms á háskólastigi. Einnig búa um 100 börn og unglingar á heimavist ABC. Markhópur ABC barnahjálpar eru að mestu börn sem áður voru götubörn eða áttu í erfiðum aðstæðum. Samheldinn hópur starfsmanna og kennara starfar með börnunum </p> <p>„Kynning Piusar og saga hans hlaut góðar undirtektir meðal nemenda á Íslandi sem fengu mörg áhuga <span>&nbsp;</span>á þróunarsamvinnu og alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfarið og þar með var markmiði með heimsókninni náð,“ segir Íris Ósk.</p>

21.01.2022Annar eldsvoði ársins í flóttamannabúðum Rohingja

<span></span> <p>Mikill eldsvoði varð í Cox‘s Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess síðastliðinn sunnudag. Búðirnar eru heimili þúsunda Rohingja sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð í nágrannaríkinu Mjanmar. Þetta er í&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/01/1109102">annað sinn á árinu</a>&nbsp;sem eldur brýst út í Cox‘s Bazar.</p> <p>Eldsins varð fyrst vart seinni part sunnudags og var fljótur að breiðast út um búðirnar, sem eru meðal fjölmennustu flóttamannabúða heims. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt en einhverjir slösuðust í eldinum. Upptök eldsins eru enn ókunn.</p> <p>„Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist við og hafa veitt íbúum búðanna neyðaraðstoð, matvæli, vatn, hreinlætisvörur og sæmdarsett. Stærsta verkefnið nú er að endurreisa búðirnar svo hægt sé að koma fólki í skjól, en kalt er á svæðinu á þessum tíma árs,“ segir í <a href="https://unwomen.is/annar-eldsvodi-arsins-i-staerstu-flottamannabudum-heims/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p> <p>Mikill eldsvoði varð í flóttamannabúðunum 2. janúar þar sem þjónustumiðstöð og spítali rekinn af Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) eyðilagðist, auk annarra bygginga.</p> <p>Eldhætta er mikil í búðunum vegna þéttrar byggðar og ófullnægjandi húsnæðis og eldunaraðstöðu. Af þeim rúmlega milljón Rohingjum sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð mjanmarska hersins búa um 600 þúsund þeirra í Cox‘s Bazar. Meirihluti þeirra eru konur og börn.</p> <p>UN Women og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna ítreka að þó mikil þörf sé á matvælaaðstoð til íbúa búðanna sé einnig gríðarlega mikilvægt að koma til þeirra&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/01/1109432">nauðsynjum á borð við hreinlætisvörur</a>, þvottaefni og fatnaði svo hægt sé að tryggja persónulegt hreinlæti og öryggi.</p>

21.01.2022UN Women á Íslandi stýrir hliðarviðburði hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p>Hvernig má ná jöfnuði og valdefla konur og stúlkur <a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/" target="_blank">í tengslum við loftslagsbreytingar</a>&nbsp;og viðbragðsáætlunum við þeim? Þessi spurning verður umræðuefni árslegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (<a href="https://www.unwomen.org/en/csw" target="_blank">CSW</a>) sem haldinn verður í mars. Forsætisráðuneytið hefur gert samning við UN Women á Íslandi um skipulag og umsjón með hliðarviðburði íslenskra stjórnvalda á fundinum.</p> <p>Sökum COVID-19 verða allir hliðarviðburðir rafrænir í ár. Íslenski viðburðinn verður í samræmi við meginþema þingsins og honum verður streymt rafrænt.</p> <p><a href="https://www.unwomen.org/en/csw">Kvennanefndafundir Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;hafa farið fram árlega frá árinu 1946. Fundurinn í ár er sá 66. í röðinni og fer fram dagana 14. til 25. mars. Á fundinum verður farið yfir árangur af samþykktum niðurstöðum liðinna funda. Í ár verður farið yfir niðurstöður 61. fundar kvennanefndar SÞ sem fram fór árið 2017. „Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim með ályktunum sínum og stefnumótunum,“ segir í <a href="https://unwomen.is/fundur-kvennanefndar-sth-tekur-a-loftslagsbreytingum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p>

20.01.2022Kallað eftir 52 milljörðum króna í mannréttindabaráttu

<span></span> <p>Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í gær fjármögnunarákall fyrir nýhafið ár með hvatningu til ríkja og einkaaðila um að leggja fram rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala – ríflega 52 milljarða íslenskra króna – í þágu mannréttinda.</p> <p>Mannréttindastjórinn undirstrikar að vernd og efling efnahagslegra, menningarlegra og félagslegra réttinda verði áfram ein helsta áherslan í störfum skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Að mati Bachelet „gildir einu hversu frjálsir einstaklingar eru til að tjá sig og mótmæla, raunverulegt frelsi þeirra er ekki tryggt ef þá skortir mat, menntun og þak yfir höfuðið,“ eins og hún orðaði það.</p> <p>Bachelet benti á að nú þegar heimurinn glímir þriðja árið í röð við heimsfaraldur kórónuveirunnar verði mannréttindaskrifstofan að berjast gegn þeim ójöfnuði sem faraldurinn hefur leitt af sér og styðja við bakið á viðkvæmum þjóðfélagshópum sem orðið hafa verst úti. „Kjarninn í starfinu snýst þó um að snúa við kerfislægri kynþáttahyggju og styrkja ábyrgð löggæsluyfirvalda sem taka þátt í dauða fólks af afrískum uppruna,“ sagði hún.</p> <p>Skrifstofa mannréttindastjóra er mjög háð frjálsum framlögum og fékk á síðasta ári 62 prósent þeirra framlaga sem óskað hafði verið eftir.</p>

19.01.2022Talibanar: Kerfisbundin mismunun og ofbeldi í garð kvenna

<span></span> <p>Leiðtogar Talibana í Afganistan beita sér fyrir kerfisbundinni og umfangsmikilli mismunun og ofbeldi í garð kvenna, að því er hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu. Sérfræðingarnir ítreka fyrri áhyggjur sínar af ákvörðunum sem teknar voru í kjölfar valdaköku Talibana í ágúst á síðasta ári. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) <a href="https://unric.org/is/serfraedingar-sth-saka-talibana-um-kerfisbundna-utilokun-kvenna/" target="_blank">greinir</a>&nbsp;frá.</p> <p>Að mati sérfræðinganna fela aðgerðirnar í sér refsingu kvenna og stúlkna byggða á kynbundinni hlutdrægni og skaðlegum aðferðum sem Talibanar hafa sammælst um. Meðal slíkra aðgerða er að hindra konur til að snúa aftur til fyrri starfa, krafa um að karlkyns ættingi fylgi þeim í almannarými, bann við að konur noti almenningssamgöngur, auk strangra skilyrða um klæðaburð.</p> <p><span></span>„Við höfum áhyggjur af áframhaldandi og kerfisbundinni útilokun kvenna í félagslegu, efnahagslegu og pólitísku tilliti í landinu. Þetta á enn frekar við um konur sem eru sökum kynþáttar, trúar eða tungumáls í minnihluta,“ segja sérfræðingarnir. Þar eiga þeir við Hazara, Tadsjika, Hindúa og önnur samfélög sem standa höllum fæti.</p> <p>Sérfræðingarnir benda enn fremur á aukna hættu á misnotkun kvenna og stúlkna, þar á meðal mansal til að þvinga konur til að ganga í hjónaband, jafnvel á barnsaldri. Jafnframt ýmiss konar kynferðislega misnotkun og þrælkun.</p> <p>„Auk þess að skerða verulega ferða-, tjáningar og félagsfrelsi kvenna og þátttöku þeirra í opinberum og pólitískum malefnum, eru konar sviptar vinnu og lífsviðurværi með þeim afleiðingum að þær verða fátækt að bráð,“ segja sérfræðingarnir. „Sérstaklega verða konur sem eru í forsvari fyrir heimili hart úti. Þjáningar kvenna bætast við hrikalegar aðstæður í landinu.“</p> <p><strong>Útilokun frá menntun</strong></p> <p>„Ástæða er til að benda að konum er áfram meinað að njóta þeirra grunnréttinda að hafa aðgang að að framhaldsmenntun. Það er gert með því að krefjast aðskilnaðar kvenna og karla og krefja konur um sérstakan klæðaburð,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>„Í dag stöndum við frammi fyrir tilraun til að fjarlægja konur og stúlkur úr öllu opinberu lífi í Afganistan. Þar á meðal eru stofnanir og verkferli sem ætlað var að hjálpa eða vernda konur sem standa höllum fæti,“ segja sérfræðingarnir og vísa þar til lokunar kvennamálaráðuneytisins og óháðu mannréttindanefndarinnar. Þá hafa ýmsir þjónustuaðilar, kvennaathvörf og fleira lokað af ótta við ofbeldi.</p> <p>Þeir hvetja alþjóða samfélagið til að auka mannúðaraðstoð við afgönsku þjóðina og minna á að fjárhagsvandinn bitni harðast á viðkvæmum hópum, þar á meðal konum, börnum og minnihlutahópum.</p> <p>Alls standa rúmlega þrjátíu óháðir mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna að <a href="https://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=28029&%3bLangID=E" target="_blank">yfirlýsingunni</a>.</p>

18.01.2022UNICEF kemur milljarði bóluefna gegn COVID-19 til skila

<span></span> <p>UNICEF hefur nú náð að dreifa einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 til efnaminni ríkja heimsins gegnum COVAX samstarfið. Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda um nýliðna helgi.</p> <p>„Í samvinnu við&nbsp;samstarfsaðila&nbsp;okkar er COVAX leiðandi í stærstu bóluefnaöflun og dreifingu í sögunni og hefur samstarfið náð að dreifa bóluefnum til 144 landa. En vinnan sem hefur farið í að ná þessum tímamótum er aðeins áminning um þá vinnu sem eftir er. Þar sem svo margir eiga enn eftir að fá sinn fyrsta skammt, við vitum að það er mikið verk framundan,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu á bóluefnum til efnaminni ríkja heims fyrir hönd COVAX samstarfsins. Auk þess vinnur UNICEF með samstarfsaðilum í að bregðast við beinum áhrifum heimsfaraldursins á börn og fjölskyldur um allan heim. Það er meðal annars með hjálp Heimsforeldra og þeirra sem hafa stutt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi, sem þetta er mögulegt. Auk þess hefur íslenska ríkið stutt dyggilega við COVAX samstarfið með beinum framlögum og með því að gefa umframskammta.</p>

17.01.2022Skattaafsláttur fyrir stuðning við almannaheillastarfsemi

<span></span> <p>UN Women vekur athygli á því að þeir einstaklingar sem styrkja almennaheillastarfsemi eins og UN Women á Íslandi – að lágmarki um tíu þúsund krónur á ári – <span>&nbsp;</span>geta nýtt framlag sitt til þess að lækka skattstofn sinn og þannig fengið hluta fjárhæðarinnar til baka gegnum endurgreiðslu skatta. Þessi breyting varð með nýjum lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi sem samþykkt voru 1. nóvember á síðasta ári.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/11/17/Haegt-ad-stydja-vid-almannaheillastarfsemi-og-fa-skattafradratt-med-gildistoku-nyrra-laga/?fbclid=IwAR35YBquIRo3N5sdSG-4xNDs-HMriIBI16Rq-qfYWUgmT_9OdA2GJHBtw-U">Lögin</a>&nbsp;veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem styrkja UN Women eða önnur félög eða stofnanir sem sinna almennaheillastarfsemi færi á því að lækka skatta sína. Hámarksskattafsláttur hjá einstaklingi fæst fyrir 350.000 króna framlag. Fyrir hjón er sú upphæð 700.000 krónur.</p> <p>„Þetta þýðir einnig að ljósberar geta hækkað núverandi framlag sitt, án þess í raun að greiða meira; UN Women hlýtur hærri styrk en gefandinn greiðir í raun áfram sömu upphæð þegar endurgreiðslan hefur skilað sér,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>„Það hefur því aldrei verið jafn auðvelt að styrkja okkar góða starf og láta gott af sér leiða. Við hvetjum sem flesta til þess að skrá sig sem ljósbera með því að smella&nbsp;<a href="http://www.ljosberi.is/">hér</a>&nbsp;og byrja að nýta sér skattaafsláttinn til góðra verka. UN Women sér síðan um að koma öllum upplýsingum til skattsins ár hvert.“</p> <p>Frádráttur fyrirtækja getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. „Þetta gefur þess vegna fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í starfi UN Women og njóta skattaafsláttar á sama tíma,“ segir í fréttinni.</p>

14.01.2022Ráðstafa 20 milljörðum króna til mannúðaraðgerða

<span></span> <p>Martin Griffith yfirmaður samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA)&nbsp;úthlutaði í gær 150 milljónum bandarískra dala – um 20 milljörðum íslenskra króna – úr neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF) til að styrkja vanfjármagnaðar aðgerðir í mannúðarmálum í þrettán ríkjum Afríku, Ameríku, Asíu og Miðausturlöndum.</p> <p>„Þessi fjármögnun er björgunarhringur fyrir þær milljónir manna sem búa við þær aðstæður að afleiðingar áfalla sem riðið hafa eru vanfjármagnaðar. Þetta er stærsta einstaka úthlutun CERF og kemur til með nýtast í þeirri viðleitni að viðkvæm samfélög fái brýnustu nauðsynjar. Fjármögnun neyðarsjóðsins frá framlagsríkjum gerir okkur kleift að ganga lengra og ná fljótt til þeirra sem mest þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Griffith.</p> <p>Í frétt frá OCHA segir að í nýlegri spá á þörf fyrir alþjóðlegt mannúðarstarf á árinu sé talið að 274 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda, fleiri en marga síðustu áratugi. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra stefna að því að veita 183 milljónum manna aðstoð, þeim sem búa við mest bágindi, og verja til þess 41 milljarði Bandaríkjadala.</p> <p>Þau þrettán ríki sem fá að þessu sinni úthlutað úr neyðarsjóðnum eru Sýrland, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Súdan, Mjanmar, Búrkína Fasó, Tjad, Níger, Haítí, Líbanon, Madagaskar, Kenía, Angóla og Hondúras.</p> <p>„Ég þakka öllum styrktaraðilum CERF sem með örlæti hafa gert þennan stuðning mögulegan. Saman gerum við gæfumuninn,“ segir Martin Griffith. Ísland er í hópi ríkja sem greiða árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi en sjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd.</p>

13.01.2022Aðeins þriðjungur unglinga á flótta í framhaldsskóla

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kallaði í lok síðasta árs eftir alþjóðlegu átaki til að tryggja framhaldsskólamenntun fyrir börn og ungmenni á flótta, í ljósi þess að skráning þeirra í skóla og háskóla er mjög lítil. Ákallið kemur í kjölfar útgáfu á skýrslu UNHCR um stöðu menntunar árið 2021, <a href="https://www.unhcr.org/publications/education/612f85d64/unhcr-education-report-2021-staying-course-challenges-facing-refugee-education.html" target="_blank">Staying the course: The Challenges Facing Refugee Education</a>. Í skýrslunni er lögð áhersla á sögur ungs flóttafólks um allan heim og baráttu þess við að halda áfram með nám sitt á fordæmalausum tímum vegna COVID-19 faraldursins.</p> <p>„Framhaldsskólaganga ætti að vera tími fyrir vöxt, þroska og tækifæri. Hún eykur atvinnumöguleika, heilbrigði, sjálfstæði og leiðtogahæfileika berskjaldaðra ungra einstaklinga sem verða síður þvingaðir í barnaþrælkun. Engu að síður sýna gögn sem flóttamannastofnunin safnaði í 40 löndum að heildarskráningarhlutfall flóttafólks í framhaldsskóla á árunum 2019-2020 var aðeins 34 prósent. Í næstum öllum löndum er þetta hlutfall lægra en hjá börnum sem fædd eru í viðkomandi landi,“ segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/70289-frettatilkynning-um-skyrslu-um-stodu-menntunar.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNHCR.</p> <p>Þar kemur enn fremur fram að líklegt þyki að faraldurinn hafi enn frekar dregið úr tækifærum flóttafólks. COVID-19 hafi raskað lífi margra barna en fyrir ungmenni á flótta, sem þegar standi frammi fyrir miklum hindrunum við að sækja nám og gæti útrýmt allri von þeirra um að hljóta nauðsynlega menntun.</p> <p>„Nýlegum framförum í skólagöngu barna og ungmenna á flótta hefur verið stofnað í hættu,“ segir Filippo Grandi, framkvæmdastjóri UNHCR. „Ef við ætlum að takast á við þessa áskorun þarf stórt og samræmt átak og við getum ekki vanrækt skyldu okkar í þessu máli.“</p> <p>UNHCR biðlar til þjóða að tryggja réttindi allra barna, þar á meðal barna á flótta, til að fá aðgang að framhaldsskólamenntun og tryggja að þau séu hluti af menntakerfi landanna og skipulagi þar að lútandi. Þar að auki þurfa ríki sem taka á móti mörgum vegalausum einstaklingum aðstoð við að styrkja innviði: fleiri skóla, viðeigandi námsgögn, kennaramenntun í sérhæfðum greinum, stuðning og aðstöðu fyrir táningsstúlkur og fjárfestingar í tækni og tengimöguleikum til að standa jafnfætis öðrum.</p> <p>Gögnin sýna einnig að frá mars 2019 til mars 2020 var skráningarhlutfall flóttafólks á grunnskólastigi 68 prósent. Skráning á æðri menntunarstigum var fimm prósent, sem var tveggja prósenta hækkun frá ári til árs og aukning sem þýðir umfangsmiklar breytingar fyrir þúsundir flóttamanna og samfélög þeirra. Þetta er aukning sem veitir einnig von og hvatningu fyrir yngra flóttafólk sem stendur frammi fyrir yfirþyrmandi áskorunum við að sækja sér menntun.</p> <p>„Þetta hlutfall er þó lágt í samanburði við alþjóðlegar tölur og án mikillar aukningar á aðgengi að framhaldsskólamenntun verður markmið UNHCR og samstarfsaðila „15by30,“ að 15 prósent flóttafólks sé skráð á æðra menntunarstig árið 2030, áfram utan seilingar,“ segir í fréttinni.</p>

12.01.2022Sjö helstu ógnir við velferð barna árið 2022

<span></span> <p>Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children telja að sjö áskoranir&nbsp;verði helstu ógnir við velferð barna árið 2022. „Eftir tvö krefjandi ár þar sem heimsfaraldur hefur eyðilagt efnahagskerfi, reynt á þolmörk heilbrigðiskerfa og mótað stjórnmál, vona margir að betri tímar taki við nú þegar við hringjum inn árið 2022. Það er hins vegar ljóst að fjöldi samtengdra vandamála munu að öllum líkindum setja svip sinn á nýja árið,“ segir á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/allt-fra-hungursneyd-til-loftslagsbreytinga-7-helstu-ognir-vid-velferd-barna-arid-2022" target="_blank">vef</a>&nbsp;samtakanna þar sem farið er yfir fyrrnefndar sjö ógnir.&nbsp;</p> <p><strong>Áskorun 1: Komast í gegnum hungur sem er alvarlegra en nokkru sinni fyrr</strong></p> <p>Árið 2021 hafa milljónir barna glímt við vannæringu vegna COVID-19, átaka og loftslagsbreytinga. Áætlað er að árið 2022 muni 2 milljónir barna láta lífið fyrir 5 ára aldur af sökum vannæringar. Í byrjun desember komu leiðtogar G20-ríkjanna saman í Japan (margir í fjarfundi) til þess að ræða þetta vaxandi vandamál, en munu þeir efna loforð sín?</p> <p><strong>Áskorun 2: Hefja aftur skólastarf eftir tveggja ára slitrótt nám</strong></p> <p>Börn í Úganda, sem hafa mörg ekki gengið í skóla frá því í mars 2020, vonast til að geta snúið aftur í skóla á nýju ári. Áætlað er að um 117 milljónir barna á heimsvísu séu enn utan skóla vegna Covid-19. Þar að auki voru 260 milljónir barna ekki í skóla áður en faraldurinn hófst. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa rekið „catch up clubs“ til að sjá til þess að nemendur dragist ekki of langt aftur úr á meðan skólar eru lokaðir. Því lengur sem börn eru utan skóla því minni líkur eru á því að þau snúi aftur til náms. Stúlkur eru líklegri til að hætta námi,&nbsp;oft vegna þess að þær eru neyddar í hjónabönd. Áhrif lokana skóla eru mikil en nýleg rannsókn sýndi að fjöldi barna sem getur ekki lesið einfaldan texta við 10 ára aldur hefur aukist úr 53% fyrir COVID-19, upp í 70% í dag.</p> <p><strong>Áskorun 3: Fá leiðtoga til að hætta að tala og grípa til aðgerða varðandi loftslagsbreytingar</strong></p> <p>COP26 loftslagsráðstefnan í Glasgow í nóvember 2021 sýndi aukna ákveðni og óþolinmæði grasrótarhreyfinga ungmenna, með Gretu Thunberg fremsta í flokki. Loforð þjóðarleiðtoga á ráðstefnunni í Glasgow eru ekki nógu róttæk miðað við hversu alvarlegt vandamálið er. Aðgerðaleysi fullorðinna mun bitna mest á börnum. Næsta loftslagsráðstefna, COP27, mun leiða í ljós hvort leiðtogar geti breytt innantómum loforðum Glasgow ráðstefnunnar yfir í aðgerðir sem munu stuðla að öruggari framtíð fyrir börn.</p> <p><strong>Áskorun 4: Metfjöldi býr við átök</strong></p> <p>Aldrei áður hafa jafn margir búið á átakasvæðum. Í dag búa um 200 milljónir barna á stríðssvæðum, sem er 20% aukning frá árinu áður. Mörg þeirra voru nú þegar að berjast við hungursneyð og afleiðingar loftslagsbreytinga. Mannréttindasamtök reyna að vernda börn gegn verstu afleiðingum stríða, en þau hafa meðal annars fengið 112 lönd til að skrifa undir&nbsp;Safe School Declaration&nbsp;sem bannar stríðsátök við skóla.</p> <p><strong>Áskorun 5: Skert mannréttindi barna vegna baráttu gegn hryðjuverkum</strong></p> <p>Undanfarið hefur vígahópum sem eru ekki á vegum yfirvalda fjölgað mikið. Börn eru oft neydd til liðs við þessa hópa en þegar yfirvöld handsama börnin eru þau oft látin sæta hörðum refsingum. Börn sem eru talin tilheyra ISIS samtökunum eru föst í búðum í Norð-austur Sýrlandi og börnum sem eru meðlimir vígahópa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó er haldið föngum, svipt ríkisborgararétt sínum og er mismunað. Árið 2022 verður að halda áfram vinnunni við að ná börnum úr haldi vígahópa, koma þeim aftur á heimaslóðir og inn í samfélagið og reyna að halda í hluta barnæsku þeirra.</p> <p><strong>Áskorun 6: Finna hæli fyrir börn sem hafa verið hrakin á flótta</strong></p> <p>Börn á flótta hafa ekki verið fleiri frá því í seinni heimstyrjöldinni, en á árunum 2005 til 2020 fjölgaði þeim úr 4 milljónum upp í 10 milljónir. Myndir af bágstöddum, jafnvel deyjandi börnum að flýja yfir landamæri hreyfa reglulega við almenningi og hafa áhrif á stefnumótun. Það lítur ekki út fyrir að flóttamannastraumurinn muni minnka árið 2022, spurningin er hvort börn geti átt von á því að vera veitt hjálparhönd.</p> <p><strong>Áskorun 7: Koma í veg fyrir hærri tíðni barnadauða af völdum COVID-19</strong></p> <p>Síðastliðin 30 ár hefur tíðni barnadauða lækkað um næstum 60%. Aukið álag á heilbrigðiskerfi vegna COVID-19 hefur hinsvegar orðið til þess að sjúkdómar sem voru í rénum eru farnir að rísa aftur. Dauðsföllum af völdum malaríu hefur fækkað í gegnum árin, en síðan COVID-19 faraldurinn hófst hefur malaríudauðsföllum fjölgað í 32 löndum. Talið er að tíðni barnadauða gæti hækkað árið 2022, í fyrsta sinn í marga áratugi. Það hafa þó einnig einhverjar framfarir átt sér stað t.d. fyrsta virka bóluefnið gegn malaríu. Þetta veitir okkur von um það að þróun á bóluefnum, sem faraldurinn ýtti undir, muni hjálpa börnum þegar til lengri tíma er litið.</p> <p>„Það verður að takast á við þessi vandamál af krafti til að koma í veg fyrir enn eitt árið þar sem réttindi barna á heimsvísu fara dvínandi,“ segir á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/allt-fra-hungursneyd-til-loftslagsbreytinga-7-helstu-ognir-vid-velferd-barna-arid-2022" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla.</p>

11.01.2022Ákall Sameinuðu þjóðanna um 655 milljarða króna til afgönsku þjóðarinnar

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar kölluðu í gær eftir rúmlega 655 milljarða króna framlögum til mannúðaraðstoðar í Afganistan, fimm milljörðum bandarískra dala, sem jafnframt er hæsta upphæð sem kallað hefur verið eftir í sögu samtakanna fyrir einstakt ríki. Grunnþjónusta við íbúa er í molum og með væntanlegum framlögum ætla Sameinuðu þjóðirnar að koma 22 milljónum stríðshrjáðra Afgana til aðstoðar innan landamæra og 5,7 milljóna utan þeirra.</p> <p>Martin Griffith yfirmaður samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sagði að 4,4 milljarða Bandaríkjadala þyrfti til þess eins að greiða laun heilbrigðisstarfsfólks og annarra – og ekkert af því fjármagni færi í gegnum hendur Talíbana. Þá kallaði Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) eftir 623 milljónum dala – tæplega 82 milljörðum króna – til stuðnings flóttamannasamfélögum í fimm nágrannríkjum.</p> <p>Afganska þjóðin, tæplega 42 milljónir íbúa, hefur búið við stríðsátök í fjóra áratugi. Eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í ágúst á síðasta ári hefur ástandið farið hríðversnandi með vaxandi fátækt og verðhækkunum á matvælum og öðrum nauðsynjum. Rúmlega helmingur þjóðarinnar þarf á alþjóðlegri mannúðaraðstoð að halda.</p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra úthlutaði í lok desember 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Afganistan, og fól Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) að ráðstafa framlaginu.</p>

11.01.2022WHO telur unnt að útrýma leghálskrabbameini

<span></span> <p>Nú stendur yfir alþjóðlegur mánuður til að vekja fólk til vitundar um leghálskrabbamein á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem er næst algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum á barneignaaldri í heiminum. „„Leghálskrabbamein gæti orðið fyrsta tegund krabbameins sem tekst að uppræta,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO í <a href="https://unric.org/is/haegt-ad-utryma-leghalskrabbameini/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</p> <p><a href="https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/krabbamein-a-o/oll-krabbamein/leghals-krabbamein">Undanfarinn áratug</a>&nbsp;hafa 11-12 konur af hverjum 100 þúsund greinst á Íslandi með leghálskrabbamein og 2-3 af hverjum 100 þúsund látist á hverju ári.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að koma megi í veg fyrir leghálskrabbamein með bólusetningu og viðeigandi eftirfylgni og meðferð í kjölfar skimunar. „Leghálskrabbamein er næst algengasta krabbameinstegund sem hrjáir konur og er bæði algengast og banvænast í ríkjum sem eru neðarlega á&nbsp;<a href="http://hdr.undp.org/en/content/human-development-index-hdi">lista</a>&nbsp;yfir lífskjör í heiminum. Árið 2020 greindust rúmlega 600 þúsund konur með leghálskrabbamein í heiminum. Dró það rúmlega 340 þúsund kvenna til dauða,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir enn fremur að fáir sjúkdómar endurspegli jafnvel ójöfnuð í heiminum og þessi tegund krabbameins. Nærri 90% dauðsfalla væru í lág- eða meðaltekjuríkjum, þar sem heilbrigðiskerfi eru veikburða og meðferð ófullnægjandi eða ekki fyrir hendi.</p> <p>„Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og systurstofnun hennar Alþjóða krabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) hafa í sameiningu tekið saman djarfa, samstillta&nbsp;<a href="https://www.paho.org/en/towards-healthier-generations-free-diseases/global-strategy-elimination-cervical-cancer">áætlun</a>&nbsp;um að útrýma þessu banvæna krabbameini sem lýðheilsuógn. Markmiðið er að draga úr tíðninni þannig að hún verði aðeins fjögur tilvik á hverjar 100 þúsund konur. Til þess þarf að ná þremur skilgreinum markmiðum á ævi ungu kynslóðar samtímans. Þar er fyrst til að taka að bólusetja 90% stúlkna gegn&nbsp;<a href="https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item17727/HPV-veiran-(Human-Papilloma-Virus)">HPV-veirunni</a>&nbsp;fyrir 15 ára aldur. Í annan stað að skima 70% kvenna um 35 ára aldur og aftur við 45 ára aldur. Loks ber 90% kvenna með forstig krabbamein að fá meðferð og sama hlutfall þeirra sem hafa fengið ífarandi krabbamein njóti þeirra úrræða sem tiltæk eru.“</p> <p>Hverju ríki ber að stefna að því að ná svokölluðum 90-70-90 markmiðum fyrir 2030 með það fyrir augum að útrýma leghálskrabbameinu fyrir næstu aldamót.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rTViRKW4PIU" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>Dánartíðni á Íslandi lækkað um 90%</strong></p> <p>Í frétt UNRIC kemur fram að tíðni leghálskrabbameins hafi farið lækkandi á Íslandi undanfarna áratug, þökk sé skipulagðri skimun með leghálsstroki. „Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella“, segir í fréttinni með tilvísun í heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands.</p>

10.01.2022Nær 90 prósent framlaga Íslands í þágu jafnréttismála

<span></span> <p>Ísland er í öðru sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samkvæmt <a href="https://www.oecd.org/development/gender-development/Development-finance-for-gender-equality-2021.pdf">úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD</a> (DAC) fara tæplega 90 prósent framlaga Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu til verkefna sem stuðla að kynjajafnrétti.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í <a href="https://www.althingi.is/altext/149/s/0416.html">þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023</a> og er sett fram sem sérstakt markmið auk þess sem lögð verður frekari áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða í verkefni og framlög til þróunarsamvinnu. Í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví, Úganda og Síerra Leóne hafa kynjasjónarmið til að mynda verið samþætt í verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála.</p> <p>Í úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) yfir fjármögnun í þágu kynjajafnréttis og valdeflingu kvenna fyrir árið 2021 kemur fram að framlög í þágu jafnréttismála í tvíhliða þróunarsamvinnu hafa hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og hafa aldrei verið hærri. Á árunum 2018-2019 fóru um 44,5 prósent framlaga DAC ríkjanna í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti.</p>

10.01.2022„Þurftum að grátbiðja um mat og vatn“

<span></span> <p>UN Women styður við rekstur kvennaathvarfa í Eþíópíu í samstarfi við þarlend grasrótarsamtök. Þar hljóta konur öruggt skjól, læknis- og sálfræðiþjónustu sem og starfsþjálfun. Konurnar fá einnig aðgang að smálánum til að koma undir sig fótunum að nýju. Margar konur sem þangað leita hafa verið beittar ofbeldi af hendi smyglara sem hafa lofað þeim störfum í efnuðum Arabíuríkjum. Ein þeirra er Alem Kifle, sem yfirgaf heimili sitt í Eþíópíu þegar COVID-19 heimsfaraldurinn skall á landinu.</p> <p>Atvinnuleysi í Eþíópíu jókst til muna í heimsfaraldrinum og Kifle gat ekki séð börnum sínum fyrir mat. Landamæralokanir heftu för fólks og í örvæntingu leitaði Kifle til smyglara sem lofuðu fólki atvinnu í öðrum ríkjum. För Kifle endaði þó í þriggja mánaða fangavist í ókunnugu landi áður en hún var send aftur heim til Eþíópíu.</p> <p>„Lögreglan lét okkur sofa við hliðina á klósetinu. Við þurftum að grátbiðja þá um mat og vatn. Þú ert einskis virði þegar þú ert ólöglegur innflytjandi,“ lýsir Kifle. „Ég var blásnauð þegar ég kom heim og ég var þunglynd. Sonur minn bjó á götunni og dóttir mín bjó hjá fyrrum nágranna. Fjölskylda mín vildi ekkert með mig hafa.“</p> <p>Talið er að um 550 þúsund einstaklingar hafi snúið heim til Eþíópíu frá Arabíuskaganum í kjölfar COVID-19. „Mörg þeirra urðu fyrir&nbsp;<a href="https://unwomen.is/90-prosent-farandverkakvenna-naudgad-a-leid-sinni/">miklum áföllum og ofbeldi</a>&nbsp;á leið sinni. Aðrir höfðu sætt illri meðferð af hendi vinnuveitanda. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda fólks sem þurfti á aðstoð að halda, var fátt um úrræði. Neyðarskýli fyrir þolendur voru of þéttskipuð, ekki var hægt að huga að sóttvörnum og starfsfólk var bæði fáliðað og illa þjálfað,“ segir í <a href="https://unwomen.is/thu-ert-einskis-virdi-thegar-thu-ert-ologlegur-innflytjandi/" target="_blank">grein</a>&nbsp;UN Women.</p> <p>Kifle hlaut þjálfun í rekstri og matvælaframleiðslu meðan hún dvaldi í athvarfinu og rekur nú lítið kaffihús í heimabæ sínum. Börnin hennar tvö búa hjá henni. Hún segir að verkefni UN Women hafi veitt henni kraft og hvatningu til að takast á við framtíðina.</p>

07.01.2022Nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS í Malaví

<span></span> <p style="text-align: left;">Nýtt fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni hefst á næstu vik­um í Mala­ví sem fjár­magn­að er af SOS Barna­þorp­unum á Ís­landi. Markmið fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS er að forða börn­um frá að­skiln­aði við bágstadda foreldra og styðja fjöl­skyld­una til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is.</p> <p style="text-align: left;">Fjöl­skyldu­efl­ing­in er í Nga­bu í Chikwawa hér­aði, í suðurhluta Malaví, og nær beint til 1500 barna og ung­menna í 400 fjöl­skyld­um sem fá ekki grunn­þörf­um sín­um mætt vegna bágra að­stæðna for­eldra þeirra eða for­ráða­manna. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna njóta 15 þús­und skóla­börn af 500 heim­il­um einnig óbeint njóta góðs af verk­efn­inu út árið 2024 því verk­efn­ið mun styðja við afar veik­byggða inn­viði sam­fé­lags­ins.</p> <p style="text-align: left;">„Fjöl­skyld­urn­ar fá að­stoð í formi mennt­un­ar, heilsu­gæslu, ráð­gjaf­ar, barna­gæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yf­ir­stíga erf­ið­leika og lifa betra lífi sem fjöl­skylda. For­eldr­ar fá að­stoð til að afla sér tekna og með­al úr­ræða er að veita þeim vaxta­laus smá­lán eins og reynst hef­ur vel í verk­efni okk­ar í Eþí­óp­íu,“ segir Hans Steinar.</p> <p style="text-align: left;">Í Chikwawa hér­aði búa um 150 þús­und manns. Um 15% barna und­ir 18 ára aldri á svæð­inu hafa misst báða for­eldra og 11% hafa misst ann­að for­eldr­ið. „Inn­við­ir á svæð­inu eru tak­mark­að­ir og til marks um það má nefna að árið 2018 var sjúk­dóms­tíðni 50% og með­al­fjöldi nem­enda í kennslu­stund var 107. Brott­fall barna í grunn­skól­um er 3,1%. Þeg­ar for­eldr­ar veikj­ast geta þeir ekki afl­að tekna og börn­in hætta því í skóla til að geta afl­að tekna fyr­ir fjöl­skyld­una,“ segir hann.</p> <p style="text-align: left;"><strong>Eft­ir­lit frá Ís­landi</strong></p> <p style="text-align: left;">SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa um langt skeið unn­ið að und­ir­bún­ingi þessa verk­efn­is ásamt heima­mönn­um í Mala­ví og álfu­skrif­stofu SOS í Add­is Ababa í Eþí­óp­íu. Verk­efn­ið sjálft er unn­ið af heima­mönn­um en mán­að­ar­leg­ir fjar­fund­ir fara fram með SOS á Ís­landi þar sem far­ið verð­ur yfir fram­vindu verk­efn­is­ins hverju sinni, ár­ang­ur og áskor­an­ir. Einnig verð­ur far­ið í eft­ir­lits­ferð­ir á vett­vang eft­ir því sem að­stæð­ur leyfa.</p> <p style="text-align: left;">„Inn­an­húss­þekk­ing okk­ar og reynsla frá fyrri verk­efn­um kem­ur að miklu gagni. SOS á Ís­landi fjár­magn­ar ann­að slíkt verk­efni í Eþí­óp­íu með góð­um ár­angri og hef­ur auk­in­held­ur hald­ið upp slík­um verk­efn­um í Venesúela, Gín­ea Bis­sá og á Fil­ipps­eyj­um,“ segir Hans Steinar.</p> <p style="text-align: left;">Verk­efn­ið í Mala­ví er til fjög­urra ára og er heild­ar­kostn­að­ur þess er um 125 millj­ón­ir króna. Al­menn­ing­ur get­ur tek­ið þátt í að styrkja fjöl­skyldu­efl­ing­una með því að ger­ast&nbsp;<a href="https://www.sos.is/styrkja/gerast-fjolskylduvinur/" title="Gerast fjölskylduvinur">SOS-fjöl­skyldu­vin­ur</a>&nbsp;og greiða mán­að­ar­legt fram­lag að eig­in vali. SOS-fjöl­skyldu­vin­ir fá reglu­lega frétt­ir af gangi mála á verk­efna­svæð­un­um okk­ar í fjöl­skyldu­efl­ing­unni. SOS Barna­þorp­in hafa starf­að í Mala­ví frá ár­inu 1986 og reka þar fjög­ur barna­þorp og sjá hundruð­ mun­að­ar­lausra og yf­ir­gef­inna barna fyr­ir fjöl­skyld­um og heim­il­um. Sam­tök­in hafa unn­ið mörg sam­bæri­leg fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni með góð­um ár­angri í Nga­bu frá 2016.</p>

06.01.2022Stríðsátök og þurrkar ógna lífi milljóna í Eþíópíu

<span></span> <p>Eþíópía er það land í heiminum þar sem þörf fyrir mannúðaraðstoð verður hvað mest í heiminum á þessu ári, að Afganistan undanskildu. Alþjóðlega björgunarnefndin – International Rescue Committe – <a href="https://www.rescue.org/article/crisis-ethiopia-climate-change-meets-conflict" target="_blank">birti</a>&nbsp;í gær umfjöllun um grafalvarlegt ástand í landinu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa.</p> <p>Rúmt ár er liðið frá því blóðug stríðsátök hófust í nyrsta héraði landsins, Tigray héraði, milli stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray með tilheyrandi mannfalli og flótta rúmlega tveggja milljóna manna. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til héraðanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum.</p> <p>Áhrif loftslagsbreytinga hafa sett líf fólks úr skorðum í suðurhluta landsins. „Við ferðumst langan veg til að sækja vatn sem er erfitt þegar hungrið sverfur að,“ segir Fatima, átta barna móðir sem missti lífsviðurværi sitt í þurrkum í Somali héraði. Í suðurhluta Eþíópíu eru að <a href="https://reliefweb.int/report/ethiopia/ethiopia-humanitarian-bulletin-3-january-2022" target="_blank">sögn OCHA</a>&nbsp;– samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum – að minnsta átta milljónir íbúa sem þurfa á lífsbjargandi aðstoð að halda á árinu.</p> <p>Þurrkarnir í sunnan og austanverðu landinu, í landbúnaðarhéruðunum Somali, Austur- og Suður-Oromia, hafa þegar haft hræðileg áhrif á líf bænda sem horfa fram á uppskerubrest vegna þurrka þriðja regntímabilið í röð.</p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð.</p> <p>&nbsp;</p>

06.01.2022Blóðug byrjun á nýju ári í Sýrlandi

<span></span> <p>„Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands,“ segir&nbsp;Kambou&nbsp;Fofana, starfandi yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.&nbsp; Hann lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála í landshlutanum en rúmlega 70 prósent allra brota gegn börnum í Sýrlandi í fyrra urðu í norðvesturhluta landsins.&nbsp;</p> <p>„Í vikunni var svo gerð árás á&nbsp;vatnsstöð&nbsp;sem&nbsp;UNICEF&nbsp;styrkir í þorpinu&nbsp;Arshani&nbsp;fyrir utan&nbsp;Idlib&nbsp;í norðvesturhéraðinu,“ segir&nbsp;Fofana&nbsp;í tilkynningu vegna málsins. „Árásin gerði það að verkum að þjónusta stöðvarinnar lá niðri og stöðvaði dreifingu á vatni til rúmlega 240 þúsund manns.“&nbsp;</p> <p>Fofana&nbsp;fordæmir árásir sem þessar.</p> <p>„Börn og mikilvæg þjónusta við þau ætti aldrei að þurfa að sæta árásum. Þetta skelfilega stríð gegn börnum í Sýrlandi hefur nú staðið í ellefu ár. Hversu mikið lengur getur þetta viðgengist?“&nbsp;</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur undanfarin ár haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Til að styðja við neyðarsöfnunina er hægt að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040,&nbsp; kt. 481203-2950 – eða senda&nbsp;SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.)</p>

05.01.2022Sjötíu milljónir frá Rauða krossinum til Afganistan og Sómalíu

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og Sómalíu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins. „Þessi stuðningur skiptir sköpum fyrir þá sem verst standa í Afganistan og sýnir hvernig íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn geta tekið höndum saman og komið til móts við þarfir þeirra sem þjást vegna ofbeldis, vopnaðra átaka og hungurs,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.</p> <p>Stuðningur við mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Afganistan nemur um 28,5 milljónum króna. Auk þeirra erfiðleika sem hafa fylgt valdatöku Talibana ríkja í landinu miklir þurrkar og stór hluti þjóðarinnar býr við matarskort og hungur sem gæti aukist mikið verði ekki brugðist hratt við.&nbsp;„Við fögnum heildstæðri nálgun íslenskra stjórnvalda en eins og kunnugt er buðu íslensk stjórnvöld tugum Afgana alþjóðlega vernd á Íslandi eftir valdatöku Talibana í ágúst síðastliðnum en að auki hafa stjórnvöld stutt mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í landinu um tæpar 70 milljónir króna,“ segir Atli Viðar. Hann bendir á að vegna ástandsins í Afganistan hafi mjög fá ef nokkur hjálparsamtök jafn greitt aðgengi að þolendum og geti veitt þeim mannúðaraðstoð eins og Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn.</p> <p>Ástandið í Sómalíu er einnig mjög slæmt að sögn Atla, þótt það fái ekki mikla athygli í fjölmiðlum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC World Disaster Report 2020) er Sómalía það ríki heimsins sem er viðkvæmast fyrir loftslagsbreytingum sem koma ofan í viðkvæmt ástand í landinu vegna átaka sem þar hafa ríkt undanfarin ár. Áhrif loftslagsbreytinga má þegar finna og í strandbæjum getur fólk ekki lengur treyst á grunn lífsviðurværi, fiskveiðar og búfjárrækt.</p> <p>Nærri þrjár milljónir Sómala búa við mikið fæðuóöryggi, auk þess að kljást við útbreiðslu erfiðra sjúkdóma á við kóleru, mislinga, malaríu og COVID-19. Sómalíski Rauði hálfmáninn, með stuðningi alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, hefur brugðist við með beinum stuðningi við lífsviðurværi íbúa, heilbrigðisþjónustu og bætt aðgengi að vatni og hreinlæti auk þess að huga að vernd hinna viðkvæmustu í öllu starfi sínu. Stuðningur við starfið nemur um 28.5 milljónum króna. Auk þess verður varið um 15 milljónum í verkefni sómalíska Rauði hálfmánans sem snýr að aukinni viðbragðsgetu Rauða hálfmánans svo hann geti betur tekist á við áskoranirnar sem fylgja COVID-19 ofan á þær áskoranir sem fyrir voru.</p> <p>„Þess má geta að við erum ofboðslega stolt af því að Tombólubörn á Íslandi studdu jafnaldra sína í Sómalíu sem standa frammi fyrir hungri með framlögum sínum á árinu 2021 sem námu alls tæpum 95 þúsund krónum,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/lifsbjargandi-mannudaradstod-islenskra-stjornvalda-og-rauda-krossins-til-tholenda-hungurs-ofbeldis-og-vopnadra-ataka-i" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</p> <p>Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu, Tombólubörnum og Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn.&nbsp;</p>

04.01.2022Hafa ekki bæði efni á upphitun húsa og mat fyrir börnin

<span></span> <p>„Mæður tjáðu mér að á komandi vetri verði þær milli steins og sleggju, annað hvort þurfi þær að gefa börnum sínum að borða og láta þau frjósa, eða halda á þeim hita og láta þau svelta. Þær hafi ekki efni á bæði kyndingu og mat,“ sagði David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) undir lok síðasta árs eftir heimsókn til Sýrlands. Stofnunin þarf yfir 500 milljónir Bandaríkjadala fyrir maí á þessu ári til að bregðast við neyðinni í landinu.</p> <p>„Fleiri Sýrlendingar en nokkru sinni þurfa að velta fyrir sér hvernig þeir komast í gegnum daginn með tómum kæliskápum, minnkandi matarskömmum og mörkuðum fullum af vörum sem þeir hafa ekki lengur efni á að kaupa,“ segir í <a href="https://www.wfp.org/stories/2021-photos-people-heart-one-syrias-toughest-years" target="_blank">yfirlitsgrein</a>&nbsp;frá WFP um hörmulegt ástand í Sýrlandi þar sem stofnunin veitti 5,7 milljónum íbúa matvælaaðstoð á nýliðnu ári.</p> <p>Í mars síðastliðnum var þess minnst að stríðsátökin í Sýrlandi hefðu staðið yfir í heilan áratug. Þá gerði WFP ítarlega könnun á matvælaóörygginu í landinu sem leiddi í ljós að það hafði versnað til muna. Á aðeins einu ári höfðu 4,5 milljónir íbúa bæst í hóp þeirra sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Samtals 12,4 milljónir Sýrlendinga gátu ekki brauðfætt sig, fleiri en nokkru sinni fyrr.</p> <p>„Eftir átök í áratug var lífsbaráttan harðari en áður fyrir meirihluta sýrlenskra fjölskyldna. Árið 2021 voru 6,8 milljónir manna á vergangi að berjast við að endurreisa tilveru sína eftir fjölda ára harmleik, óvissu og ólýsanlegan missi. Vonin um frið lifir en á sama tíma hafa margar fjölskyldur klárað sparifé sitt og geta ekki tekist á við efnahagskreppuna. Allt árið urðu nauðsynjar dýrari en áður og samtímis féll gengi sýrlenska pundsins. Fjölskyldur náðu ekki endum saman.“</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum íslenskra stjórnvalda í mannúðaraðstoð. Þau veita kjarnaframlög til stofnunarinnar í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá WFP eftir föngum.</p>

03.01.20222022 verði ár batans

<p><span>António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, biðlar til aðildarríkja að skuldbinda sig til þess að gera árið 2022 að ári endurheimtar og bata eftir erfiðleika og bakslag síðustu ára.&nbsp;</span></p> <p><span>„Heimurinn tekur á móti 2022 með það fyrir augum að nú reyni verulega á vonir okkar um framtíðina, því við okkur blasir aukin fátækt og ójöfnuður, ójöfn dreifing bóluefna vegna COVID-19, skortur á skuldbindingum vegna loftslagsbreytinga, áframhaldandi átök, sundrung og upplýsingaóreiða,“ segir Guterres meðal annars í ávarpi sínu. Hann áréttaði þó að allt væru þetta áskoranir sem mannkyn geti staðist ef við skuldbindum okkur til þess að gera árið 2022 að ári batans, fyrir okkur öll.&nbsp;</span></p> <p><span>„Bata eftir heimsfaraldurinn, með djarfri áætlun um að bólusetja alla, alls staðar. Efnahagsbata, þar sem vel stæð ríki styðja þróunarríki með fjármögnun, fjárfestingu og niðurfellingu skulda. Bata eftir tortryggni og sundrung, með nýrri áherslu á vísindi, staðreyndir og skynsemi. Bata eftir átök, með samræðum, málamiðlunum og sáttum. Og bata fyrir plánetuna okkar, með loftslagsskuldbindingum sem eru í samræmi við umfang vandans og brýna þörf,“ segir Guterres.</span></p> <p><span><em>Ávarp António Guterres má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:</em><br /> </span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/w7OhpDcxFBY" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

30.12.2021Tvö hundruð milljónir króna í alþjóðlega mannúðaraðstoð

<p>Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur þörf á mannúðaraðstoð aldrei verið meiri og eykst dag frá degi. Áætlað er að um 274 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda á næsta ári, tæplega fjörutíu milljónum fleiri en á árinu sem er að kveðja. Skýrist það meðal annars af aukinni fátækt, stríðsátökum, áhrifum loftslagsbreytinga og COVID-19 heimsfaraldrinum.</p> <p>Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil.&nbsp;Í Afganistan glímir yfir helmingur þjóðarinnar, eða 22,8 milljónir manna,&nbsp;við fæðuóöryggi og í Eþíópíu er&nbsp;áætlað að 9,4 milljónir þurfi á matvælaaðstoð að halda. Í Jemen hefur neyðarástand ríkt lengi, en stríðsátök hafa geisað í landinu frá árinu 2015.&nbsp;Þá eiga Afganistan, Eþíópía og Jemen&nbsp;það jafnframt sammerkt að milljónir manna&nbsp;á flótta innanlands eru sérstaklega berskjaldaðar og þarfnast brýnnar aðstoðar. </p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að úthluta 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í&nbsp;fyrrnefndum ríkjum, Afganistan, Eþíópíu og Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur verið falið að ráðstafa framlaginu. Báðar stofnanirnar eru áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð.</p> <p>&nbsp;</p>

28.12.2021Tæplega fjögur hundruð látin á Filippseyjum

<span></span> <p>Staðfest er að 397 eru látin og 83 er enn saknað á Filippseyjum eftir fellibylinn Rai fór yfir eyjarnar 16. desember síðastliðinn.&nbsp;Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir hörmungarnar og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað fjársöfnun á grunni <a href="https://reliefweb.int/report/philippines/philippines-super-typhoon-rai-odette-humanitarian-needs-and-priorities-dec-2021" target="_blank">viðbragðsáætlunar</a>&nbsp;upp á fjórtán milljarða íslenskra króna.</p> <p>Fellibylurinn, sem heimamenn kalla Odette, olli miklum skaða í sex af sautján héruðum Filippseyja. Auk þeirra tæpra 400 íbúa sem fórust í fellibylnum slösuðust á annað þúsund og 630 þúsund lentu á vergangi. Um 200 þúsund hús skemmdust í ofaveðrinu. Óttast er að hópsmit COVID-19 fari sem eldur í sinu um neyðarskýli, sérstaklega í einu þeirra, þar sem alltof margir hafa leitað skjóls.</p> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, úthlutaði þegar tólf milljónum Bandaríkjadala til hjálparstarfa á vegum ýmissa stofnana sameinuðu þjóðanna á vettvangi, eins og Barnahjálparinnar, UNICEF, Mannfjöldasjóðsins, UNFPA og Matvælaáætlunarinnar, WFP. Neyðarsjóðurinn er einn af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi. Sjóðnum er ætlað að grípa þegar inn í skyndilega neyð eins og á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins.</p>

23.12.2021 Nýtt almenningsrými í Gaza hannað fyrir konur og stúlkur

<span></span> <p>Haya Promenade er heiti á nýju almenningsrými í Gaza sem hannað er með þarfir kvenna og stúlkna að leiðarljósi. Verkefnið var styrkt af UN Women og er liður í því að gera borgarrými að öruggu svæði fyrir konur og stúlkur. &nbsp;</p> <p>UN Women segir í <a href="https://unwomen.is/nytt-almenningsrymi-i-gaza-hannad-fyrir-konur-og-stulkur/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að í upphafi verksins hafi verið gerðar úttektir á um 134 almenningsrýmum í Gaza um ástæður þess að konur og stúlkur noti ekki slík svæði kannaðar. Niðurstöður leiddu í ljós að um 50 prósent íbúa á Gaza telja sig&nbsp;<a href="https://palestine.unwomen.org/en/news-and-events/stories/2021/11/new-safe-public-space-opened-by-un-and-partners-in-gaza">ekki örugg í almenningsrýmum</a>&nbsp;og forðast að nota þau.</p> <p>„Þegar vinna við hönnun Haya Promenade svæðisins hófst var leitað til ólíkra hópa eftir ráðgjöf, meðal annars kvenna og ungmenna. Þetta var gert því svæðið átti að uppfylla þarfir allra, en einnig hvetja konur og stúlkur til að láta sig borgarmál varða og raddir sínar hljóma,“ segir í fréttinni.</p> <p><strong>Skorti sárlega örugg rými</strong></p> <p>Einn ráðgjafanna er 17 ára gömul stúlka sem sagði einstakt að koma á svæði sem hún hafði aðstoðað við að hanna.</p> <p>„Þetta hefur vakið áhuga minn á borgarhönnun og hvernig megi fá almenning til að taka aukinn þátt í mótun opinberra rýma. Ég er stolt að hafa lagt mitt af mörkum til að gera borgina okkar að öruggara rými fyrir konur og stúlkur,“ sagði hún.</p> <p>Haya Promenade er í einu fátækasta svæðinu á Gaza. Þar skorti að mati UN Women sárlega vel hannað borgarrými þar sem konur og stúlkur gátu notið samvista með fjölskyldum sínum án þess að upplifa sig óöruggar. Við hönnun svæðisins var séð til þess að aðgengi væri gott, að skiptiaðstaða væri til staðar, auk þjónustumiðstöðvar.</p> <p>Eitt af verkefnum UN Women síðustu ár hefur verið að skapa&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/what-we-do/ending-violence-against-women/creating-safe-public-spaces">öruggar borgir fyrir konur og stúlkur</a>&nbsp;og er Haya Promenade hluti af því verkefni. Konur eru ólíklegri til að taka fullan þátt í samfélaginu upplifi þær sig&nbsp;<a href="https://unwomen.is/herferdir-verkefni/orugg-borg/">óöruggar í almenningsrýmum</a>. Þær eru líklegri til að takmarka ferðir utandyra, forðast almenningssamgöngur, fara síður út eftir myrkur og því líklegri til að einangrast. UN Women er ein af áherslustofnununum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p>Hægt er að styðja verkefni sem þetta með því að <a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/" target="_blank">gerast ljósberi</a>&nbsp;UN Women á Íslandi.</p>

23.12.2021Kynfæralimlestingar stúlkna viðvarandi heilsufarsvá í heimsfaraldri

<span></span> <p>Nýlokið er úttekt á samstarfsverkefni sem Ísland styður með tveimur stofnunum Sameinuðu þjóðanna um upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna fyrir árið 2030. Meginniðurstöður benda til þess að verkefnið sé vel til þess fallið að bregðast við því vandamáli sem kynfæralimlestingar stúlkna og kvenna eru&nbsp;á heimsvísu.&nbsp;Verkefnið er leitt af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Það nær til sautján ríkja.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.unfpa.org/admin-resource/joint-evaluation-unfpa-unicef-joint-programme-elimination-female-genital-mutilation" target="_blank">úttektinni</a>&nbsp;hefur verkefnið&nbsp;stuðlað að aukinni&nbsp;þjónustu við fórnarlömbin auk þess að bæta forvarnir og umönnun þeirra sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda.&nbsp;Þá er bent á mikilvægi þess að setja&nbsp;málefnið í forgang hjá stjórnvöldum og svæðisbundnum&nbsp;stofnunum. Um er að ræða þriðju úttekt á framkvæmd verkefnisins, frá 2018 til 2021. Fulltrúi Íslands sat í samráðshópi framlagsríkja um úttektina, ásamt fulltrúum Noregs og Austurríkis.</p> <p>„Í COVID-19 faraldrinum hefur komið í ljós að viðvarandi vandamál aukast, og gjarnan er vísað til „krísu innan krísu“, og má segja að sú sé raunin með kynfæralimlestingar stúlkna. <span>&nbsp;</span>Aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tengdri þjónustu er ábótavant og enn sem komið er, taka fáar alhliða stefnur mið af menntun, heilsu og kyni. Þá hefur leiðum til að auka fræðslu og stuðning við stúlkur og fjölskyldur þeirra fækkað, meðal annars vegna þess að skólahald er skert,“ segir María Mjöll Jónsdóttir skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Hún segir að Ísland hafi lagt áherslu á&nbsp;baráttuna gegn&nbsp;limlestingum&nbsp;á kynfærum kvenna og stúlkna í alþjóðlegu þróunarsamvinnu um árabil. </p> <p>„Limlestingar&nbsp;á kynfærum kvenna ná til allra aðgerða sem fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að hluta til eða algerlega, og þeirra áverka sem koma til sökum slíkra aðgerða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur bent á að slíkar limlestingar hafi engan heilsufarslegan ábata í för með sér, en felur í sér margvíslega áhættu, meðal annars hættu á alvarlegum blæðingum, sýkingum, vandkvæðum við fæðingar og fjölgun andvana fæddra barna. Menningarlegar ástæður og siðir liggja til grundvallar og styðja við þá hugmynd að&nbsp;limlestingar&nbsp;á kynfærum kvenna séu öllum stúlkum nauðsynlegar sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir hjónaband og fullorðinsár.&nbsp;Limlestingar&nbsp;á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu misrétti og ofbeldi. Þá helst þessi siður oft í hendur við barnahjónabönd og veldur því að stúlkur hætta fyrr í skóla en kynfæralimlestingar eru gerðar á stúlkubörnum, allt frá ungbörnum til 15 ára aldurs. Talið er að yfir 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum hafa undirgengist kynfæralimslestingar,“ segir María Mjöll.</p> <p>Ísland heldur áfram að styðja samstarfsverkefnið í fjórða framkvæmdaáfanga þess sem hefst á næsta ári og sá stuðningur er hluti af <a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/GEF-Iceland.pdf" target="_blank">skuldbindingum</a>&nbsp;Íslands á vettvangi verkefnisins „Kynslóð jafnréttis“ þar sem Ísland leiðir alþjóðlegt aðgerðarbandalag um kynbundið ofbeldi. Skuldbindingar Íslands voru kynntar af forsætisráðherra í júlí í París á þessu ári. </p>

22.12.2021Ísland styður verkefni sem miðar að því að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne

<p><span>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Argentina Matavel-Piccin, yfirmaður skrifstofu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) fyrir Vestur- og Mið-Afríku, hafa skrifað undir samstarfssamning um verkefni sem styður stjórnvöld í Síerra Leóne í viðleitni sinni við að útrýma fæðingarfistli í landinu. Um er að ræða nokkuð algengt og mjög alvarlegt vandamál í landinu, en með verkefninu munu lífsgæði fjölda kvenna batna til mikilla muna. Verkefnið verður unnið í náinni samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Síerra Leóne en frjáls félagasamtök taka jafnframt þátt í því.</span></p> <p><span>Fæðingarfistill er alvarlegt og viðvarandi vandamál í fátækustu ríkjum heims þar sem algengt er að barnungar stúlkur eignist börn, en kvillinn þekkist varla á Vesturlöndum. Talið er að um 2.400 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli í Síerra Leóne og fjöldi bætist við á hverju ári.</span></p> <p><span>„Fæðingarfistill er ein alvarlegasta og sorglegasta afleiðing barnsfæðinga ungra stúlkna í þróunarríkjum. Ísland hefur í meira en áratug stutt alþjóðlega baráttu gegn fæðingarfistli, bæði með fjárframlögum til UNFPA og í alþjóðlegu málsvarastarfi fyrir kyn- og frjósemisheilsu og réttindum kvenna,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við undirritunina. Þá ítrekaði hún að jafnrétti kynjanna og mannréttindi væru forgangsmarkmið í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og að stuðningur við baráttuna gegn fæðingarfistli væri í samræmi við þær áherslur. „Við erum mjög stolt af því að vera hluti af þessu verkefni í Síerra Leóne,“ sagði hún.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9q0otZT8Jv0" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Verkefnið byggist á smærra verkefni UNFPA gegn fæðingarfistli sem Ísland hóf að styðja í Síerra Leóne árið 2020. Fyrr á þessu ári hóf utanríkisráðuneytið að skoða, í samstarfi við UNFPA og heilbrigðisyfirvöld í Síerra Leóne, hvernig auka mætti umfang verkefnisins og ná því metnaðarfulla markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu. Úr varð nýtt samstarfsverkefni sem er sérstaklega í þágu fátækra stúlkna og kvenna sem hafa verið jaðarsettar vegna fæðingarfistils. Verkefnið beinist bæði að orsökum og afleiðingum fæðingarfistils. Þannig verður beitt fyrirbyggjandi aðgerðum sem snúa að fræðslu og vitundarvakningu í samfélögum og betra aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu. Þá verður líka lögð áhersla á bætta mæðravernd, auk ókeypis skurðaðgerða til að lækna fistilinn. Jafnframt verður stutt við stúlkur og konur sem gangast undir skurðaðgerðir með valdeflandi verkefnum sem styrkja afkomugrundvöll þeirra. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um sjö milljónir Bandaríkjadala yfir fimm ára tímabil.</span></p> <p><span>„Fæðingarfistill er vanrækt heilsufars- og mannréttindamál sem kemur verst niður á jaðarsettum konum og stúlkum. Vandamálið er hluti af kynjaójafnrétti og félagslegum gildum sem standa í vegi fyrir valdeflingu kvenna og stúlkna,“ sagði Argentina Matavel-Piccin, yfirmaður skrifstofu UNFPA fyrir Vestur- og Mið-Afríku, af þessu tilefni. Hún sagði jafnframt að verkefnið sem Ísland styðji nálgist viðfangsefnið með yfirgripsmiklum og heildstæðum hætti. „Langvarandi samstarf okkar við ríkisstjórn Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í áframhaldandi verkefni UNFPA við að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne sem og á heimsvísu, og gerir konum um allan heim kleift að endurheimta sína mannlegu reisn.“&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er unnið að undirbúningi að auknu tvíhliða samstarfi Íslands við Síerra Leóne og verkefnið verður eitt af lykilverkefnum á sviði jafnréttismála í landinu á komandi árum.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

22.12.2021UNICEF sendir hjálpargögn á hamfarasvæði Filippseyja

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 845 þúsund börn á hamfarasvæðum fellibyljsins&nbsp;Rai&nbsp;á Filippseyjum þarfnist neyðaraðstoðar.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur brugðist við og sent nauðsynleg grunnhjálpargögn á vettvang meðan áframhaldandi mat er lagt á ástandið og þörfina.</p> <p>Að sögn UNICEF er nauðsynlegt að tryggja næringu, vatn, lyf, föt, tímabundið skjól og viðbragðspakka við hamförum til heilbrigðisstofnana, svo fátt eitt sé nefnt.&nbsp;</p> <p>„Hugur okkar er hjá börnunum og fjölskyldum þeirra sem lentu í fellibylnum. Fjölmörg börn munu verja hátíðunum í ár svöng, köld, án þaks yfir höfuðið og í áfalli.&nbsp;UNICEF&nbsp;vinnur að því að koma til móts við brýnustu þarfir þessa fólks&nbsp;ásamt&nbsp;stjórnvöldum og samstarfsaðilum á svæðinu,“ segir&nbsp;Oyunsaikhan&nbsp;Dendevonorov, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;á Filippseyjum.</p>

21.12.202166°Norður og UN Women fá styrk til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur

<span></span> <p>66°Norður og UN Women á Íslandi hafa fengið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu til að vinna að verkefni til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur frá þróunarríkjum í Tyrklandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður skrifuðu undir samning í gær um tæplega 30 milljóna króna styrk ráðuneytisins gegn sambærilegu mótframlagi fyrirtækisins.</p> <p>Verkefnið snýr að því að vinna að atvinnusköpun fyrir konur á flótta frá Sýrlandi, Afganistan og Írak, en þær fá þjálfun í fataframleiðslu með fjárhagslegt sjálfstæði að leiðarljósi. Þær læra að endurnýta efni og styrkja með því hringrásarhagkerfi innan SADA miðstöðvarinnar sem hýsir þær. Samvinnuverkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar í Tyrklandi og er starfrækt í samstarfi við UN Women, en UN Women á Íslandi mun vinna að framgangi verkefnisins og hafa eftirlit með því.</p> <p>Þórdís Kolbrún segir að framlag 66°Norður og UN Women á Íslandi sýni vel hvers fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi séu megnug þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Flóttakonurnar hafa flestar misst maka sinn og eru fyrirvinnur heimila sinna. Staða þeirra er bág og réttindi takmörkuð. Þetta verkefni skapar tekjur fyrir áframhaldandi starfsemi SADA miðstöðvarinnar, sem er þeirra eina tekjulind, stuðningsnet og athvarf,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins.</p> <p>„Það er virkilega ánægjulegt að sjá þetta samstarfsverkefni með UN Women og SADA miðstöðinni verða að veruleika sem hefði ekki verið mögulegt nema með stuðningi frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins,“ segir Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður. „Fyrirtækið hefur ávallt haft jafnrétti og sjálfbærni í öndvegi og hringrásarkerfið er leiðarljós starfseminnar þar sem við endurnýtum og gefum afgangsefnum framhaldslíf. Í þessu verkefni erum við að styðja við valdeflingu kvenna á flótta og á sama tíma að efla sjálfbærni,“ segir Bjarney.</p> <p>„Samvinnuverkefni sem þetta, þar sem stjórnvöld, einkafyrirtæki, frjáls félagasamtök og alþjóðastofnun vinna saman, er nýtt af nálinni og ótrúlega spennandi tækifæri fyrir UN Women á Íslandi,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Verkefnið hefur bein áhrif á atvinnutækifæri flóttakvenna, stuðlar að fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og þróun hringrásarhagkerfis. Vonandi verður verkefnið hvatning fyrir önnur fyrirtæki til að taka þátt í þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefnum og efla um leið sjálfbærni og fjárhagslegt sjálfstæði<span>&nbsp; </span>kvenna og stúlkna um allan heim. Við hjá UN Women á Íslandi erum mjög þakklát fyrir stuðning utanríkisráðuneytisins og 66°Norður og hlökkum mikið til samstarfsins næstu þrjú árin,“ segir Stella.</p> <p>Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8), nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9) og samvinnu um markmiðin (markmið 17).</p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi.&nbsp;Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins&nbsp;<a href="http://www.utn.is/atvinnulifssjodur">www.utn.is/atvinnulifssjodur</a>.</p>

21.12.2021Sáraroð frá Kerecis til hjálpar efnalitlum í þróunarríkjum ​

<span></span><span></span><span></span> <p><span>Framlag úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu verður nýtt til að styðja við samstarf lækningafyrirtækisins Kerecis og egypska Ahl Masr-sjúkrahússins um að nota íslenskt sáraroð við meðhöndlun alvarlegra brunasára. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis hafa undirritað samning um 30 milljóna króna stuðning ráðuneytisins úr Heimsmarkmiðasjóðnum við samfélagsverkefni Kerecis í Egyptalandi.</span></p> <p>„Alvarleg brunaslys sem tengjast notkun á steinolíu við eldamennsku eru sorglega algeng í Egyptalandi og einn af hverjum þremur sem lenda á sjúkrahúsi vegna slíkra áverka deyr af sárum sínum,“ segir Guðmundur Fertram, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis. „Við trúum því að okkur vörur geti bjargað mannslífum og aukið lífsgæði þeirra sem slasast með þessum hætti. Þess vegna ætlum við að kenna egypskum læknum að nota íslenskt sáraroð í brunameðferðum og erum þakklát fyrir stuðning ráðuneytisins. Hann gefur verkefninu aukinn slagkraft, auk þess að vera okkur mikil hvatning til góðra verka.“</p> <p>Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um heilsu og vellíðan (markmið 3), jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8) og nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9). Fyrir tveimur árum valdi Kerecis ákveðin markmið af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og framgangur þeirra er rekinn þvert á starfsemi fyrirtækisins og birtur í ársskýrslu þess.</p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra, segir að framlag Kerecis skipti sköpum fyrir fátæka sjúklinga óháð kyni, aldri og efnahag en flestir brunasjúklingar í Egyptaland eru konur og börn á leikskólaaldri.. „Bætt brunameðferð með íslensku sáraroði leiðir til þess að þau snúi fyrr aftur til náms eða vinnu auk þess sem langtíma færniskerðing og útlitslýti minnkar, sem aftur leiðir til aukinnar atvinnuþátttöku og minni útskúfunar. Þetta framlag Kerecis er því afar mikilvægt og stuðlar beinlínis að auknu jafnrétti. Ég hvet íslensk fyrirtæki til að leggjast á árar með okkur við að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með aðstoð Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins í gær.</p> <p>Ahl Masr er góðgerðaspítali sem sérhæfir sig í meðhöndlun efnaminni sjúklinga, þeim að kostnaðarlausu. Kerecis veitir sérfræðingum Ahl Masr þjálfun og útvegar þeim lækningavörur. Verkefnið miðar einnig að því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun við notkun sáraroðs við brunameðferð í þróunarlöndum. Einnig verður unnið að því að þjálfa sérfræðinga sem geti annast kynningu og dreifingu á sáraroði til brunameðferð víðar í fátækari ríkjum heims í Afríku og Miðausturlöndum.</p> <p>Kerecis er ört vaxandi fyrirtæki og lækningavörur fyrirtækisins hafa sannað gildi sitt í óháðum rannsóknum. Þær eru m.a. notaðar við meðhöndlum þrálátra sára, t.d. vegna sykursýki og bruna í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er stefna fyrirtækisins að koma að mannúðarmálum, stuðla að sjálfbærni og hagvexti, auk þess að&nbsp; auka aðgengi sjúklinga að fyrsta flokks meðferðum óháð efnahag.</p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi.&nbsp; Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins&nbsp; utn.is/atvinnulifssjodur</p>

21.12.2021Rauði krossinn styrkir flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu

<span></span> <p>Rauði krossinn hefur ákveðið að efla COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styrkja flutning á 30 súrefnisvélum til sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Hluti framlaganna er greiddur með stuðningi utanríkisráðuneytisins í formi rammasamnings um alþjóðlega mannúðaraðstoð. </p> <p>„Þessi stuðningur bætist við fyrri stuðning við baráttuna gegn heimsfaraldrinum,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-stydur-vid-flutning-a-30-surefnisvelum-til-somaliu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum. „Árið 2020 veitti Rauði krossinn á Íslandi tæpum 30 milljónum króna til COVID-19 viðbragða Rauða kross hreyfingarinnar í Afríku og í Mið-Austurlöndum auk þess að senda fjóra sendifulltrúa til að taka þátt í COVID-19 viðbrögðum. Sendifulltrúarnir hafa tekið þátt í starfi hreyfingarinnar frá höfuðstöðvum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf, frá svæðisskrifstofu Alþjóðasambandsins í Evrópu, skrifstofu Alþjóðasambandsins í Líbanon og á COVID-19 sjúkraeiningu í Jemen.“</p> <p>Á heimsvísu eru viðbrögð Rauða kross hreyfingarinnar mjög yfirgripsmikil. Viðbrögðunum má skipta í þrjá meginþætti:</p> <ul> <li>Að viðhalda og efla heilbrigði og hreinlæti&nbsp;</li> <li>Takast á við félagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldsins&nbsp;&nbsp;</li> <li>Að efla og byggja upp landsfélög hreyfingarinnar á sjálfbæran hátt svo þau verði betur búin að takast á við stóráföll og afleiðingar þeirra.&nbsp;</li> </ul> <p>Í fréttinni segir að líkt og Rauði krossinn á Íslandi hafi mikilvægu hlutverki að gegna innan almannavarna á Íslandi gegni önnur landsfélög hreyfingarinnar mikilvægu stoðhlutverki við sín yfirvöld þó hlutverkin geti verið mismunandi á milli landa. Víða reki landsfélögin heilsugæslur og jafnvel spítala, landsfélög í Afríku og Mið-Austurlöndum hafi mikla reynslu af samfélagslegri heilbrigðisþjónustu, eftirliti með faröldrum og heilbrigðisfræðslu svo fátt eitt sé nefnt. „Landsfélög eru því mörg hver vel sett til að taka þátt í bólusetningaraðgerðum. Landsfélög hafa einnig hugað að sálfélagslegum stuðningi og brugðist við félags og efnahagslegum afleiðingum faraldursins með matar og fjárstuðningi, skjóli og félagslegri aðhlynningu.“</p> <p>Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt Sómalíska Rauða hálfmánann og önnur landsfélög í baráttunni gegn COVID-19.&nbsp;</p>

20.12.202190 prósent farandverkakvenna nauðgað á leið sinni

<span></span> <p><a href="https://www.un.org/en/observances/migrants-day">Alþjóðadagur farandverkafólks</a>&nbsp;var síðastliðinn laugardag, 18. desember. Deginum er ætlað að vekja athygli á þeim hættum og mannréttindabrotum sem farandverkafólk býr við. Í tilefni dagsins lýsti UN Women á Íslandi í <a href="https://unwomen.is/90-prosent-farandverkakvenna-naudgad-a-leid-sinni/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;stöðu farandverkakvenna en stofnunin berst fyrir bættum hag þeirra. UN Women staðhæfir að níu af hverjum tíu konum sem ferðast frá Norður-Afríku til Ítalíu segi að þeim hafi verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leiðinni.</p> <p>Farandverkafólk (e. migrants) er fólk sem yfirgefur heimili sín ýmist af frjálsum vilja; í leit að atvinnu, bættum efnahag, menntun, eða af neyð; flýr hamfarir, stríð, efnahagskreppur, mismunun. UN Women segir að erfitt sé að áætla fjölda farandverkafólks í heiminum, því hluti þeirra ferðist ólöglega á milli landa og er því hvergi á skrá. Árið 2020 var áætlað að um 218 milljón einstaklingar, eða um 3,6 prósent jarðarbúa, hafi verið farandverkafólk.</p> <p>„Margt farandverkafólk yfirgefur heimili sín af&nbsp;<a href="https://unwomen.is/80-milljonir-a-flotta-i-heiminum-i-dag/">sömu ástæðu og flóttafólk</a>, en munurinn er sá að það sækir ekki um alþjóðalega vernd við komuna til gistilandsins. Líkt og konur á flótta, eru farandverkakonur útsettar fyrir hverskyns kynbundnu ofbeldi á leið sinni til gistilands. Ofbeldið er ekki einangrað tilfelli í lífi þeirra, heldur gerist ítrekað. 90% þeirra kvenna sem ferðast frá Norður Afríku til Ítalíu segja að þeim hafði verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leið sinni. Konur sem ferðast ólöglega á milli landa verða gjarnan fórnarlömb mansals sökum veikrar stöðu sinnar,“ segir UN Women.</p> <p><a href="https://www.unwomen.org/en/digital-library/publications/2021/10/policy-brief-from-evidence-to-action-tackling-gbv-against-migrant-women-and-girls">Hætturnar sem farandverkakonur búa við</a>&nbsp;hafa margfaldast síðan COVID-19 heimsfaraldurinn skall á. </p> <p>Meðal annars vegna:</p> <ul> <li>Ferðatakmarkana&nbsp;– sem urðu til þess að konurnar leituðu annara leiða til að komast milli landa, oft með aðstoð smyglara.</li> <li>Aukinnar fátæktar&nbsp;– sem ýtti undir að konur þáðu vafasöm atvinnutilboð, mörg hver hættuleg og ólögleg.</li> <li>Einangrunar&nbsp;– konur sem unnu sem launalausar húshjálpir voru lokaðar inni á heimilunum og sættu gjarnan ofbeldi og illri meðferð.</li> </ul> <p>„UN Women berst fyrir réttindum farandverkakvenna með ýmsum hætti. Mikil áhersla er lögð á að tryggja öfluga alþjóðlega vinnulöggjöf til að standa vörð um réttindi farandverkafólks. Þá er mikilvægt að efla þjónustu við þolendur ofbeldis sem UN Women gerir með stuðningi til kvenrekinna grasrótarsamtaka. UN Women vinnur einnig að því að afla gagna um farandverkakonur, því án þeirra er ekki hægt að móta öfluga löggjöf sem verndar þær.</p> <p>Hægt er að leggja málefninu lið með því að gerast <a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/manadarlegur-styrkur/" target="_blank">ljósberi UN Women</a>&nbsp;á Íslandi.</p>

17.12.2021Samstarf við Síerra Leóne rætt á fundi þróunarsamvinnunefndar

<span></span> <p>Þróunarsamvinnunefnd fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær og voru framlög til þróunarsamvinnu á næsta ári og samstarf Íslands við Síerra Leóne til umræðu, ásamt ýmsum öðrum málum. Áhersla var á fyrirsjáanlega aukna þörf á mannúðar- og neyðaraðstoð á næstu árum, meðal annars vegna þeirra truflana sem heimsfaraldurinn hefur valdið í hagkerfi heimsins. Þá var rætt um margvíslegar áherslur Íslands sem tengjast mannréttindum, einkum réttindum barna og kvenna.</p> <p>Þróunarsamvinnunefnd starfar samkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu og sinnir meðal annars ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands ásamt því að fylgjast með framkvæmd hennar. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skipar fulltrúa og varamenn þeirra til fjögurra ára í senn. Er nefndin samsett fimm fulltrúum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðraðstoðar, tveimur fulltrúum skipuðum í samráði við samstarfsnefnd háskólastigsins og tveimur fulltrúum skipuðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Að auki sitja í nefndinni fulltrúar frá hverjum þingflokki á Alþingi. Formaður nefndarinnar er skipaður án tilnefningar af ráðherra og gegnir Þórir Guðmundsson nú því hlutverki.</p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sótti fundinn. Ráðherra ítrekaði á fundinum að bakslag á sviði þróunarsamvinnu væri víða og að nauðsynlegt væri fyrir Ísland að vera í stöðu til að veita sveigjanleg framlög sem nýtast þar sem þörfin er mest. Þá áréttaði hún mikilvægi góðs samstarfs við nefndina og kallaði eftir innleggi og áherslum frá fulltrúum hennar. Mikilvægt væri fyrir Ísland að vera vakandi fyrir samstarfstækifærum ásamt því að meta reglulega áhrif framlaga til þróunarsamvinnu.<br /> <br /> </p>

17.12.2021Endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar lokið

<span></span> <p>Í vikunni lauk 20. endurfjármögnun <a href="https://ida.worldbank.org/en/ida">Alþjóðaframfarastofnunar Alþjóðabankans</a> (IDA) sem er sú umfangsmesta í sögu stofnunarinnar. Samtals settu 48 ríki fram áheit um 23,5 milljarða Bandaríkjadala framlög til næstu ára. Ísland hefur verið aðili að stofnuninni frá upphafi, frá 1960.</p> <p>Framlög til IDA eru hæstu einstöku framlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og nema þau tæplega 1,8 milljarði 2023-2025. Stofnunin veitir hagstæð lán til 74 fátækustu ríkja veraldar og hún er lykilstofnun í baráttunni gegn fátækt. Um þriðjungur lánanna rennur til loftslagstengdra verkefna.</p> <p>Stofnunin gefur út skuldabréf og fjórfaldar með því framlög frá þátttökuríkjum. Heildarumfang endurfjármögnunarinnar er því 93 milljarðar Bandaríkjadala.</p> <p>„Það er ánægjulegt að Ísland skuli geta tekið þátt í endurfjármögnun þessarar mikilvægu stofnunar með svo rausnarlegum hætti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Við höfum tekið virkan þátt í samningaviðræðunum og stefnumótun sem endurspeglast meðal annars í áherslum stofnunarinnar á jafnrétti og sjálfbærni.“ </p> <p>Sérstök áhersla lögð á að styðja viðspyrnu í þessum ríkjum í kjölfar heimsfaraldursins sem hamlar efnahagsvexti og eykur skuldavanda þessara ríkja. Fátækt hefur aukist og um í þriðjungi IDA-ríkja standa íbúarnir nú frammi fyrir fæðuskorti. &nbsp;</p> <p>Rausnarlegur stuðningur framlagsríkja verður meðal annars til þess að um 15 milljónir manna fá aðgang að heilnæmu vatni,<span>&nbsp; </span>yfir 100 milljónir barna munu fá grunnbólusetningar og 400 milljónir manna munu njóta gunnheilbrigðisþjónustu og fæðuaðstoðar. </p> <p>Enn fremur mun stór hluti stuðningsins verða nýttur til að fást við loftlagsvá, með sérstakri áherslu á að styðja lönd við að aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Jafnframt mun stofnunin leitast við að gera ríki betur í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir, þar á meðal útbreiðslu heimsfaraldurs, efnahagsþrengingar, náttúruvá og bættum réttindum kvenna og stúlkna. Stuðningur IDA nýtist fátækum ríkjum um víða veröld en um 70% af framlögunum renna til Afríkuríkja.</p> <p><a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2021/12/15/global-community-steps-up-with-93-billion-support-package-to-boost-resilient-recovery-in-world-s-poorest-countries" target="_blank">Fréttatilkynning frá IDA</a></p>

16.12.2021Konur á Gaza kalla eftir neyðaraðstoð og stuðningi

<span></span> <p>Gríðarleg þörf er á fjármagni til verkefna UN Women í Palestínu, segir á <a href="https://unwomen.is/konur-a-gaza-kalla-eftir-neydaradstod-og-studningi/" target="_blank">vef</a>&nbsp;landsnefndar samtakanna á Íslandi. Þar kemur fram að íbúar á Gaza glími enn við afleiðingar átakanna í maí á þessu ári. Þá létust 253 Palestínumenn í átökum, þar af 38 konur og 66 börn. Tvö þúsund til viðbótar særðust, helmingur þeirra konur og börn. Áætlað er að um 10 prósent þeirra hafi hlotið varanlega örorku af sárum sínum.</p> <p>„UN Women í Palestínu&nbsp;<a href="https://palestine.unwomen.org/en/digital-library/publications/2021/06/gender-and-wars-in-gaza-untangled">styður við konur á Gaza</a>&nbsp;með ýmsum hætti, en verkefnin eru mörg og stór og fjármagn skortir. Innviðir á svæðinu eru ónýtir, um 800 íbúðarhús urðu óíbúðarhæf eftir átökin og meira en þúsund heimili og verslanahúsnæði til viðbótar skemmdust töluvert. Vatnsból, rafstöðvar og vegir skemmdust og skólar og sjúkrahús glíma við rafmagnsleysi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þótt karlar séu líklegri til að láta lífið í átökum á svæðinu hafa þær gríðarlegar afleiðingar fyrir konur, að sögn UN Women. Palestínskar ekkjur eru á meðal þeirra berskjölduðustu á svæðinu. Þær búa við tekjuleysi, hafa oft misst heimili sín og eru réttindalausar samkvæmt lögum þegar kemur að forræði yfir börnum sínum og eignum.</p> <p><strong>Þrengsli auka líkur á ofbeldi</strong></p> <p>Eftir átökin glíma um 90 prósent heimila á Gaza við algjöran vatnsskort og konur eiga erfitt með að baða sig í sameiginlegum rýmum vegna hefða. Ekkjur neyðast oft til að flytjast inn á ættingja eða vini vegna stöðu sinnar. Þrengsli og tekjuleysi kvennanna veldur núningi við gistifjölskyldur og eykur líkur á&nbsp;<a href="https://unwomen.is/thad-fyllir-mig-stolti-ad-vera-hluti-af-thessu-starfi/">kynbundnu ofbeldi</a>. Meiri hluti kvenna á Gaza býr við atvinnuleysi og fátækt.</p> <p>Konur á Gaza hafa sjálfar kallað eftir matargjöfum og vatni, fjárstyrk, sæmdarsettum, sálrænni aðstoð og aðgangi að mæðravernd fyrir óléttar konur.</p> <p>UN Women hlustar á raddir kvenna og hefur unnið hörðum höndum að því að:</p> <ul> <li>Veita fjárstuðning til einstæðra kvenna svo þær geti keypt nauðsynjar og borgað leigu</li> <li>Veita konum á vergangi farsíma svo þær geti nálgast upplýsingar og sálræna aðstoð sérfræðinga í gengum símatíma</li> <li>Styðja atvinnutækifæri kvenna með sérmenntun, t.d. verkfræðinga, hönnuða og hagfræðinga, í verkefnum sem miða að uppbyggingu svæðisins</li> <li>Þjálfa hjúkrunarfræðinga og ljósmæður</li> </ul> <p>Þá leggur UN Women allt kapp á að palestínskar konur og stúlkur eigi sæti við samningsborðið þegar kemur að friðarviðræðum, uppbyggingu og neyðaraðstoð til að tryggja að þörfum þeirra sé einnig mætt.</p> <p>Hægt er að leggja þessu málefni lið með því að <a href="https://gjafaverslun.unwomen.is/product/salraen-adstod" target="_blank">kaupa táknræna jólagjöf</a>&nbsp;UN Women á Íslandi sem er sálræn aðstoð til palestínskrar konu.</p>

15.12.2021Rúmlega helmingur afgönsku þjóðarinnar háður matvælaaðstoð

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er í kapphlaupi við tímann við að afstýra hörmungum milljóna íbúa Afganistan. Um 23 milljónir, rúmlega helmingur þjóðarinnar, býr við alvarlegan matarskort á sama tíma og vetur gengur í garð og hitastig fellur niður fyrir frostmark.</p> <p>„Það sem er að gerast í Afganistan er einfaldlega skelfilegt,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP sem er nýkominn úr heimsókn til landsins. „Ég hitti fjölskyldur þar sem enginn er í vinnu, ekkert reiðufé, enginn matur, mæður selja eitt barn til að fæða annað og heppnu börnin eru þau sem komast á sjúkrahús. Heimurinn getur ekki horft í aðra átt meðan afganska þjóðin sveltur.“</p> <p>Mary-Ellen NcGroarty umdæmisstjóri WFP í Afganistan sagði í gær að Afganistan stæði frammi fyrir hungri og sárafátækt í þeim mæli sem hún hafi ekki séð á þeim rúmlega tveimur áratugum sem hún hefur starfað í landinu. Ný könnun WFP meðal Afgana sýnir að 98 prósent íbúa fá ekki nóg að borða, 17 prósent fleiri en fyrir þremur mánuðum.</p> <p>WFP kallar eftir 2,6 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi aðgerða á næsta ári í Afganistan. Að mati stofnunarinnar hefur neyðin þrefaldast á skömmum tíma. Hallærið eykst nú þegar vetur er genginn í garð en WFP hyggst veita 23 milljónum íbúa aðstoð í janúarmánuði svo fremi að fjármögnun verði tryggð. Á þessu ári hefur stofnunin stutt við bakið á 15 milljónum íbúa.</p> <p>WFP er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum.</p>

14.12.2021UNICEF: Heimsfaraldurinn grefur undan áratuga framförum í réttindum barna

<span></span><span></span><span></span> <p>Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur grafið undan áratuga framförum í réttindum barna með aukinni fátækt, skertri heilbrigðisþjónustu, lakara aðgengi að menntun, næringu, barnavernd og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Í <a href="https://www.unicef.org/reports/unicef-75-preventing-a-lost-decade" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;er kastljósinu beint að afleiðingum heimsfaraldursins. „Í gegnum tíðina hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;lagt grunn að heilbrigðara og öruggara umhverfi fyrir börn um allan heim með frábærum árangri fyrir milljónir barna. Þessum árangri er nú ógnað,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 er stærsta ógn við framfarir í þágu barna í 75 ára sögu okkar. Fleiri börn á heimsvísu búa nú við hungur, ofbeldi, misnotkun, fátækt, skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, matvælaöryggi og grunnþjónustu. Staða barna hefur tekið mörg&nbsp;skref aftur á bak.“</p> <iframe width="560" height="315" title="Staða barna hefur tekið mörg skref aftur á bak" src="https://www.youtube.com/embed/5x2V7sxiIr8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í skýrslunni kemur fram að börnum sem búa við fjölþætta fátækt vegna heimsfaraldursins hafi fjölgað um 100 milljónir eða sem nemur 10 prósentum frá árinu 2019. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar er áætlað, jafnvel þó miðað sé við bestu mögulegu sviðsmyndina, að það muni taka sjö til átta ár að ná jafnvægi í þeim fjölda barna sem býr við fátækt og endurheimta þá stöðu sem var fyrir heimsfaraldurinn.&nbsp;.&nbsp;</p> <p>Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar -&nbsp;<span><a href="https://www.unicef.org/reports/unicef-75-preventing-a-lost-decade" target="_blank">Preventing a lost decade: Urgent action to reverse the devastating impact of COVID-19 on children and young people</a> -</span>&nbsp;má nefna að börnum sem búa á heimili þar sem fjárhagsleg fátækt ríkir hefur fjölgað um 60 milljónir frá því fyrir heimsfaraldurinn og að árið 2020 hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum eða fjórum milljónum fleiri börn en árið 2019.&nbsp;</p> <p>Aðrar niðurstöður:&nbsp;</p> <ul> <li>Á hápunkti faraldursins voru 1,6 milljarðar barna ekki í skóla vegna lokana;</li> <li>Geðheilbrigðisvandi hefur hrjáð rúmlega 13 prósent ungmenna á aldrinum 10-19 ára á heimsvísu. Þá raskaði heimsfaraldurinn nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu hjá 93% þjóða á heimsvísu;</li> <li>10 milljón fleiri barnahjónabönd munu verða að veruleika vegna afleiðinga faraldursins næsta áratuginn;</li> <li>Fjöldi barna í barnaþrælkun hefur náð 160 milljónum á heimsvísu og hefur sá fjöldi aukist um 8,4 milljónir á síðustu fjórum árum. Fátækt vegna faraldursins setur 9 milljónir barna til viðbótar í hættu á að vera þvinguð til vinnu fyrir árslok 2022.</li> <li>50 milljónir barna eru langt undir kjörþyngd, hættulegustu tegund vannæringar, og áætlað er að þessi tala hækki um 9 milljónir fyrir árslok 2022.</li> </ul> <p>Nánar á <a href="https://unicef.is/covid-19-staersta-askorun-i-75-ara-sogu-unicef" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF á Íslandi.</p>

14.12.2021Menntun barna og bóluefnasamstarf rædd á ráðherrafundi

<span></span> <p>Þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlanda hittust á sérstökum fjarfundi í gær og ræddu mikilvægi menntunar á átaka- og hamfarasvæðum, áhrif heimsfaraldursins á skólagöngu barna í þróunarríkjum og þýðingu skólamáltíða. Framlag Norðurlandanna til bóluefnasamstarfs var ofarlega á baugi og áskoranir tengdar framleiðslu og dreifingu bóluefnanna í þróunarríkjum. Þá voru réttindi fatlaðs fólks í þróunarríkjum og staðan í Eþíópíu einnig til umræðu.</p> <p>„Það verður að vera forgangsverkefni í alþjóðastarfi að tryggja bóluefni handa heilbrigðisstarfsfólki, öldruðum og öðrum viðkvæmum hópum, líkt og við gerðum þegar við fengum aðgengi að bóluefni fyrir ári síðan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, meðal annars á fundinum. „Bóluefni er, engu að síður, aðeins hluti af jöfnunni. Við þurfum einnig að horfa til víðtækari eflingar heilbrigðiskerfa. Viðbrögð við heimsfaraldrinum mega ekki vera á kostnað annars bólusetningarstarfs gegn öðrum sjúkdómum eða annarrar heilbrigðisþjónustu.“</p> <p>Auk Þórdísar Kolbrúnar sóttu fundinn Anne Beathe Tvinnereim, þróunarmálaráðherra Noregs, Flemming Møller Mortensen, þróunarmálaráðherra Danmerkur, Matilda Ernkrans, þróunarmálaráðherra Svíþjóðar og Ville Skinnari, þróunarmálaráðherra Finnlands, sem stýrði fundinum en Finnar fara nú með formennsku í samstarfi Norðurlandanna.</p>

13.12.2021Aukinn kostnaður við heilbrigðisþjónustu fjölgar sárafátækum

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar telja að rúmlega hálfur milljarður manna í heiminum búi nú við sárafátækt eða enn meiri örbirgð vegna kostnaðar við heilbrigðisþjónustu af völdum COVID-19. Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í útbreiðslu almennrar heilbrigðisþjónustu í heiminum.</p> <p>Þetta kemur fram í <a href="https://unric.org/is/covid-19-halfur-miljardur-orbirgd-ad-brad/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) með tilvísun í tvær <a href="https://www.who.int/news/item/12-12-2021-more-than-half-a-billion-people-pushed-or-pushed-further-into-extreme-poverty-due-to-health-care-costs" target="_blank">skýrslur</a>&nbsp;sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðabankinn gáfu út í gær, á&nbsp;<a href="http://international%20universal%20health%20coverage%20day./">alþjóðlegum degi heilbrigðisþjónustu í þágu allra</a> og sýna glögglega afleiðingar COVID-19 á aðgang að heilbrigðisþjónustu og greiðslu fyrir hana.</p> <p>Í&nbsp;<a href="https://www.un.org/sg/en/node/261122">ávarp</a>i á alþjóðadeginum sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að nú þegar þriðja ár heimsfaraldursins færi í hönd væri brýnt að „efla heilbrigðiskerfi okkar til að tryggja jöfnuð, þanþol og getu til að mæta þörfum allra, þar á meðal á sviði geðheilbrigðis.“ Hann bætti við að „höggbylgjur heilbrigðisvárinnar hafi komið harðast niður á þeim ríkjum sem skortir heilbrigðiskerfi sem geta útvegað gæðaþjónustu á viðráðanlegu verði fyrir alla.“ </p> <p>Hann benti einnig á að ef ná ætti markmiðum um að allir jarðarbúar nytu góðs af heilbrigðisþjónustu fyrir árið 2030, þyrftu ríkisstjórnir að skuldbinda sig til að fjárfesta í og efla þær lausnir sem hefðu þegar sannað sig. „Ójöfn dreifing COVID-19 bóluefnis undanfarið ár er siðferðisbrestur á heimsvísu. Við verðum að læra af reynslunni. Heimsfaraldrinum lýkur ekki í einu einasta landi fyrr en hann er upprættur alls staðar,“ sagði Guterres.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að árið 2020 hafi heimsfaraldurinn leikið heilbrigðiskerfi víðast hvar grátt. Margt hafi setið á hakanum og sem dæmi eru nefnd að dregið hafi úr almennum bólusetningum í fyrsta skipti í tíu ár og dauðsföllum af völdum berkla og mýrarköldu (malaríu) hafi fjölgað.</p>

13.12.2021Tvöföldun framlaga Íslands til Hnattræna jafnréttissjóðsins

<span></span> <p>Ísland ætlar að tvöfaldar framlög sín til Hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund) en sjóðurinn beinir stuðningi sínum sérstaklega að mannréttindum hinsegin fólks. Tilkynnt var um framlagið á fundi Alþjóðamálastofnunar og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins á föstudag. Framlagið nam áður eitt hundrað þúsund Bandaríkjadölum en verður tvö hundruð þúsund.&nbsp;</p> <p>Jafnframt var tilkynnt um stuðning Íslands við átaksverkefnið UN Free and Equal sem starfar innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Í verkefninu felast upplýsingaherferðir í samvinnu við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem berjast fyrir afglæpavæðingu á samböndum hinsegin fólks og vinna gegn ofbeldi og mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar.&nbsp;</p> <p>Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn 10. desember ár hvert en á föstudaginn voru 73 ár liðin síðan mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Af því tilefni buðu Alþjóðamálastofnun, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið til umræðu um loftslagsbreytingar og mannréttindi í Veröld – húsi Vigdísar. „Baráttan fyrir mannréttindum er jafn mikilvæg í dag og fyrir meira en 70 árum. Á tímum heimsfaraldursins höfum við séð bakslag í þeirri baráttu á alþjóðavísu og því mikilvægara sem aldrei fyrr að standa vörð um grundvallarréttindi fólks,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra meðal annars í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/12/10/Avarp-a-radstefnu-a-althjodlega-mannrettindadeginum/">ávarpi</a>&nbsp;sínu.&nbsp;</p> <p>Hún áréttaði einnig mikilvægi þess að auka umræðu um áhrif loflagsbreytinga á mannréttindi: „Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á líf fólks víða um heim, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Ég fagna því aukinni umræðu á alþjóðavettvangi um áhrif loftslagsbreytinga á mannréttindi,” sagði hún.</p> <p>&nbsp;</p>

13.12.2021Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu nemendur

<strong><span></span></strong><span></span> <p>Tuttugu nemendur útskrifuðust frá Jafnréttisskóla GRÓ á föstudag. Nemendurnir koma frá fimmtán löndum og þar á meðal eru í fyrsta sinn nemendur frá Egyptalandi, Kína, Mexíkó, Mongólíu, Namibíu og Nepal. Alls hafa 172 nemendur frá 31 landi nú útskrifast með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, en skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009.</p> <p>Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Eru skólarnir fjórir hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa tæplega 1.500 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana, auk þess sem fjölmargir hafa sótt styttri námskeið sem haldin eru í samstarfslöndum. Einnig styðja skólarnir nemendur til framhaldsnáms við íslenska háskóla.</p> <p>Í athöfninni voru veitt tvenn verðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur. Þau féllu að þessu sinni í hlut Pamelu Chavarría Machado frá Mexíkó, sem fjallaði um viðbrögð samfélagsins í Mexíkóborg við ofbeldi í nánum samböndum. Verðlaun fyrir bestu ritgerðina hlaut Daria Burnasheva en hún fjallaði um loftslagsbreytingar út frá jafnréttismálum og málefnum frumbyggja í Jakútíu í N-Rússlandi. Þátttaka hennar í skólanum er tilkomin vegna áherslna Íslands á jafnréttismál á vettvangi norðurslóða og fjármögnuð af fjárveitingu til norðurslóðamála en ekki af þróunarfé.</p> <p><strong>Ráðherra hvatti nemendur til dáða</strong></p> <p>„Við erum mjög stolt af GRÓ skólunum fjórum og nemendum þeirra sem vinna framúrskarandi starf á sínu sérsviði um allan heim,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þegar hún óskaði útskriftarnemendunum velfarnaðar og hvatti þau til að nýta þekkingu sína til góðra verka í heimalöndum sínum.&nbsp;</p> <p>Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti einnig ávarp við útskriftina og afhenti nemendum prófskírteinin, ásamt Nínu Björk Jónsdóttur, forstöðumanni GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Ólöfu Garðarsdóttur, forseta fræðasviðs Hugvísindasviðs Hí en Jafnréttisskólinn er hýstur þar. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskólans, bauð gesti velkomna og þá flutti fulltrúi nemenda, Namutebi Bernah Namatovu frá Úganda, ávarp.</p> <p>Í ræðu sinni sagði Þórdís Kolbrún frá áherslum ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi og í þróunarsamvinnu. Minnti hún ennfremur á að góður árangur við að jafna hag kynjanna á Íslandi sé til kominn vegna áratuga þrautlausrar vinnu og að sterkar konur hafi rutt brautina. Í þessu samhengi þakkaði ráðherra Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Jafnréttisskóla GRÓ, sem var viðstödd athöfnina og nefndi einnig föðurömmu sína, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, sem sat á þingi fyrir þrjátíu árum.&nbsp;</p> <p>„Á Íslandi höfum við séð frá fyrstu hendi hvernig allir bera hag af jafnara samfélagi. Þar sem allir geta elt drauma sína, hvert sem kyn þeirra er, og þar sem konur og karlar geta einnig tekið virkan þátt í fjölskyldulífi og uppeldi barna sinna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum Jafnréttisskóla GRÓ á fót. Til að hjálpa fólki um allan heim sem er að vinna að framgangi jafnréttismála að gerast boðberar breytinga,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Ég vona að tími ykkar hér á Íslandi, í Jafnréttisskóla GRÓ, hafi ekki aðeins gefið ykkur færni og aðferðir til að nýta þekkingu ykkar heima fyrir, heldur einnig fyllt ykkur af ástríðu og krafti sem nýtist í vinnu ykkar í þágu kynjajafnréttis.“</p>

10.12.2021Ísland tvöfaldar framlög í sjóð til stuðnings hinsegin fólks

<p><span>Ísland mun tvöfalda framlög sín til Hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund) en sjóðurinn beinir stuðningi sínum sérstaklega að mannréttindum hinsegin fólks. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um þetta á fundi Alþjóðamálastofnunar og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins í dag. Framlagið til sjóðsins nam áður hundrað þúsund Bandaríkjadölum en verður tvö hundruð þúsund.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðherra tilkynnti jafnframt um stuðning Íslands við átaksverkefnið UN Free and Equal sem starfar innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Verkefnið sér um upplýsingaherferðir í samvinnu við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem berjast fyrir afglæpavæðingu á samböndum hinsegin fólks og vinna gegn ofbeldi og mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar.&nbsp;</span></p> <p><span>„Sjóðurinn og átaksverkefnið vinna bæði mikilvæga vinnu við að auka vernd og réttindi hinsegin fólks,“ sagði ráðherra við tilefnið.&nbsp;</span></p> <p><span>Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn 10. desember ár hvert en í dag eru 73 ár liðin síðan mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Af því tilefni buðu Alþjóðamálastofnun, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið til umræðu um loftslagsbreytingar og mannréttindi í Veröld – húsi Vigdísar. „Baráttan fyrir mannréttindum er jafn mikilvæg í dag og fyrir meira en 70 árum. Á tímum heimsfaraldursins höfum við séð bakslag í þeirri baráttu á alþjóðavísu og því mikilvægara sem aldrei fyrr að standa vörð um grundvallarréttindi fólks,” sagði Þórdís Kolbrún meðal annars <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/12/10/Avarp-a-radstefnu-a-althjodlega-mannrettindadeginum/">í ávarpi sínu</a>.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá áréttaði hún einnig mikilvægi þess að auka umræðu um áhrif loflagsbreytinga á mannréttindi: „Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á líf fólks víða um heim, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Ég fagna því aukinni umræðu á alþjóðavettvangi um áhrif loftslagsbreytinga á mannréttindi.”<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

08.12.2021Ísland setur 95 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Framlag Íslands til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) verður 95 milljónir króna á næsta ári. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, greindi frá þessari ákvörðun á framlagaráðstefnu sjóðsins í dag, en Ísland mun veita 45 milljón króna viðbótarframlag auk venjubundins 50 milljón króna framlags sem Ísland greiðir samkvæmt rammasamningi við sjóðinn.&nbsp;</span></p> <p><span>Í ávarpi sínu á ráðstefnunni benti ráðherra á þá staðreynd að mannúðarþörf hafi aukist umtalsvert undanfarin ár. Áætlað er að 247 milljónir manna muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda á næsta ári, sem er um 17 prósent aukning frá yfirstandandi ári. Þá undirstrikaði ráðherra mikilvægi þess að beina sérstakri athygli að konum og stúlkum í allri neyðaraðstoð.&nbsp;</span></p> <p><span>„Aukin fátækt og hungur hefur alla jafna meiri áhrif á konur og stúlkur og í neyðaraðstæðum. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og annarri misnotkun,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars.&nbsp;</span></p> <p><span>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sinna mannúðaraðstoð um allan heim en CERF tryggir að lífsbjargandi fjármagn berist hratt og örugglega þangað sem þess er þörf. Þar með eykur sjóðurinn viðbragðsflýti mannúðarkerfis Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki leggur CERF áherslu á bæði undirfjármögnuð og gleymd neyðarsvæði.&nbsp;</span></p> <p><span>Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2006 og heyrir undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Á síðastliðnum 15 árum hefur sjóðurinn veitt um 980 milljörðum króna (7,5 milljarða bandaríkjadala) til stofnana Sameinuðu þjóðanna. Fjármagnið hefur gert CERF kleift að stuðla að fæðuöryggi um tíu milljón manna á ári hverju, tryggt aðgengi tuttugu milljón manna að heilbrigðisþjónustu og átta milljón manna að vatni og hreinlætisaðstöðu.&nbsp;</span></p> <p><span>Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands, þar sem lögð er áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar, var rammasamningur við CERF endurnýjaður fyrir tímabilið 2020-2023. Ársframlög Íslands til sjóðsins nema um 50 milljónum króna. Heildarframlag Íslands á framlagaráðstefnu CERF fyrir 2022 felur því í sér 50 milljón króna framlagið samkvæmt rammasamningi að viðbættu 45 milljón króna viðbótarframlagi.&nbsp;</span></p>

08.12.2021Ísland afhendir skólabyggingar í Úganda

<span></span> <p>Ný sérbygging fyrir deild menntamála í Namayingo héraði í Úganda var formlega afhent forseta héraðsstjórnar við hátíðlega athöfn í dag, en byggingin er hluti stofnanauppbyggingar í þessu samstarfshéraði Íslands. Í næstu viku verða auk þess þrjár kennslubyggingar, með fjórum kennslustofum hver, afhentar héraðsstjórninni. Utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráð Íslands í Kampala, fjármagnar framkvæmdirnar og sinnir eftirliti með þeim.</p> <p>Eins og greint var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/08/06/Samstarf-hafid-vid-Namayingo-herad-i-Uganda/">Heimsljósi fyrr á þessu ári</a> hófu íslensk stjórnvöld þróunarsamvinnu við Namayingo hérað í Úganda í sumar, en fyrir átti Ísland í samstarfi við héruðin Kalangala og Buikwe í landinu. Í Namayingo héraði, sem er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda, búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er af skornum skammti í þeim þorpum og mun Ísland styrkja héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu.</p> <p>Framkvæmdir á skólabyggingunum sem nú eru afhentar hófust fyrir rúmum fimm mánuðum og munu hafa áhrif á um tólf hundruð nemendur. Við skólann var byggð stjórnsýslueining sem inniheldur meðal annars kennarastofu og skrifstofur skólastjóra og yfirkennara. Þá var byggt nýtt eldhús með orkusparandi hlóðum, sex kennaraíbúðir og þrjár nýjar kennslubyggingar. Einnig var byggð upp salernisaðstaða fyrir starfsfólk og nemendur, með sturtum og sérstökum brennurum fyrir tíðavörur. Við hvert hús er tíu þúsund lítra vatnssafntankur og þá er tuttugu þúsund lítra safntankur fyrir samfélagið í nágrenni skólans. Allar byggingarnar eru með sólarsellum.</p> <p>Þess má geta að tvö sambærileg skólaverkefni, í skólum með annars vegar 740 nemendum og hins vegar 580 nemendum, verða auk þess afhent fyrir lok árs.</p>

06.12.2021Þórdís Kolbrún á fundi þróunarmiðstöðvar OECD

<p><span>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag þátt í ráðherrafundi Development Centre, þróunarmiðstöðvar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þar sem sjónum var beint að nauðsyn þess að öll ríki heims hafi aðgang að bjargráðum til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins.</span></p> <p><span>Þórdís Kolbrún tók þátt í umræðu í gegnum fjarfundarbúnað um mikilvægi þess að bilið verði brúað milli þróunarríkja og auðugra ríkja hvað varðar aðgang að bóluefnum gegn COVID-19. „Heimsfaraldurinn hefur reynst vera stærsta áskorunin fyrir alþjóðasamfélagið og heimshagkerfið í áratugi,“ sagði hún meðal annars í ræðu sinni. „Það er brýnt verkefni að tryggja jafnt aðgengi að bóluefnum og sýna þannig samstöðu með öllum jarðarbúum.“</span></p> <p><span>Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra vék einnig að framlagi Íslands til alþjóðlegs bóluefnasamstarfs. Íslensk stjórnvöld hafa lagt rúmlega milljarð króna til að bæta aðgang þróunarríkja að bóluefnum og hafa auk þess skuldbundið sig til að gefa á fjórða hundruð þúsund umframskammta af bóluefnum til efnaminni ríkja.</span></p> <p><span>Á fundinum var einnig fjallað um aðgengi þróunarríkja að fjármagni til enduruppbyggingar í kjölfar heimsfaraldursins og vandann sem fylgir þungri skuldabyrði fátækustu ríkjanna.</span></p> <p><span>Þróunarmiðstöð OECD styður þróunarríki við stefnumótun sem miðar að sjálfbærum vexti og velferð. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók við starfi framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar fyrr á þessu ári og opnaði hún fundinn.</span></p>

06.12.2021Konur í Afganistan og Palestínu njóta góðs af jólagjöfum UN Women

<p><span>Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu.&nbsp;</span></p> <p><span>„Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu.&nbsp;</span></p> <p><span>„Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við.</span></p> <p><span>Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á <a href="https://unwomen.is/taknraenar-jolagjafir-un-women-veita-von-og-taekifaeri/" target="_blank">vefsíðu UN Women</a>.&nbsp;</span></p>

02.12.2021Mikil fjölgun þeirra sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda

<span></span> <p>Á næsta ári koma 274 milljónir manna til með að þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjölgun þeirra sem búa við slík bágindi nemur 39 milljónum milli ára, 17 prósentum. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum sem eru í brýnustu þörf. Það kallar á 41 milljarða dala útgjöld.</p> <p>Þetta kemur fram í í yfirliti Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) – <a href="https://gho.unocha.org/" target="_blank">Global Humanitarian Overview</a>&nbsp;– sem er víðtækasta opinbera greining á mannúðarþörf í heiminum. Yfirlitið veitir glögga mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum í mannúðaraðgerðum.</p> <p>„Loftslagsvandinn bitnar fyrst og fremst á viðkvæmasta fólkinu í heiminum. Stríðsátök dragast á langinn og óstöðugleiki hefur aukist í mörgum heimshlutum eins og Eþíópíu, Mjamar og Afganistan,“ segir Martin Griffith framkvæmdastjóri OCHA. „Heimsfaraldrinum er ólokið og fátæk ríki fá ekki bóluefni,“ bætir hann við.</p> <p>Griffith bendir á að rúma eitt prósent mannkyns sé á hrakhólum, hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sárafátækt aukist á nýjan leik. Konur og stúlkur verði oftast verst úti og hungursneyð vofi yfir 45 milljónum manna í 43 löndum.</p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árlega óeyrnamerkt kjarnaframlög til OCHA samkvæmt rammasamningi en gerð rammasamninga til alþjóðastofnana er í takt við áherslur Íslands um mikilvægi fyrirsjáanleika og sveigjanleika framlaga.</p>

01.12.2021UNICEF stefnir í metár í sölu „Sannra gjafa“

<span></span> <p>UNICEF á Íslandi setur stefnuna á enn eitt metárið í sölu „Sannra gjafa“ en það eru gjafir sem geta tryggt ótal nauðstöddum börnum um allan heim lífsnauðsynlega hjálp. Um er að ræða gjafir eins og jarðhnetumauk gegn vannæringu, bóluefni, vetrarfatnað og vatnshreinsitöflur. Á síðasta ári voru keyptar „Sannar gjafir“ fyrir tæpar 33 milljónir króna.</p> <p>Vinsælasta gjöfin í fyrra&nbsp;voru 100 pakkar af jarðhnetumauki en alls tryggðu landsmenn börnum í neyð&nbsp;137.200 slíka pakka á síðasta ári með þeirri gjöf. „Í flestum tilfellum þarf vannært barn aðeins þrjá slíka á dag í nokkrar vikur til að hljóta fullan bata. Það voru því ansi mörg líf sem gjafirnar björguðu það árið,“ segir í frétt á vef UNICEF.</p> <p>„Tugir þúsunda barna hafa notið góðs af Sönnum gjöfum frá Íslandi í gegnum tíðina og hafa þessar hentugu, umhverfisvænu og fallegu gjafir sem skipta svo miklu máli aldrei verið vinsælli. Þetta eru gjafir sem koma að miklu gagni fyrir þau börn og fjölskyldur sem njóta góðs af og munu ekki gleymast. Sannar gjafir endurspegla því að okkar mati hinn sanna anda jólanna,“ segir UNICEF.</p> <p>Samtökin eru einnig með til sölu sérstök&nbsp;<a href="https://sannargjafir.is/vara/jolakort-stekkjastaur/">jólakort&nbsp;</a>og&nbsp;<a href="https://sannargjafir.is/vara/jolamerkimidar-skyrgams/">gjafamerkimiða</a>,&nbsp;hvort tveggja&nbsp;með myndum af íslensku jólasveinunum eftir&nbsp;Brian&nbsp;Pilkington. Hvert kort og merkimiði er ígildi mismunandi hjálpargagna sem bjarga og bæta líf barna í neyð. Einnig er hægt að kaupa <a href="https://sannargjafir.is/vara/mondlugjofin/" target="_blank">möndlugjöf</a>&nbsp;sem er ígildi tveggja hlýrra teppa, 50 skammta af næringarríku jarðhnetumauki og eins fótbolta.</p> <p>Á árinu tók UNICEF í gagnið nýja og endurbætta <a href="https://sannargjafir.is/">heimasíðu</a>&nbsp;„Sannra gjafa“ þar sem fólk getur skrifað persónulega kveðju til viðtakanda, hlaðið upp mynd að eigin vali til að skreyta gjafabréfið og ýmist valið að láta senda þér það útprentað í pósti eða fengið sent í tölvupósti.</p>

30.11.2021Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt

<span></span> <p>Börnum sem búa á átakasvæðum fjölgaði um tæplega 20 prósent á síðasta ári. Samkvæmt úttekt alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children búa nú rétt um 200 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum þar sem jafnframt er viðvarandi matarskortur. Fjölgun barna á stríðshrjáðum svæðum er að hluta til skýrð með vopnuðum átökum í Mósambík en einnig áframhaldandi ófriði í Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu og Jemen.</p> <p>Í skýrslu Save the Children kemur jafnframt fram að rúmlega 330 milljónir barna eiga í hættu að vera nauðug skráð í vopnaða hópa eða í stjórnarher viðkomandi lands, þrisvar sinnum fleiri en fyrir þremur áratugum. Samkvæmt úttektinni eru börn í Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Filippseyjum og Írak í mestri hættu að vera þvinguð til að bera vopn í átökum eða taka beinan þátt í stríðsaðgerðum.</p> <p>Aðeins einu sinni í sögunni hafa fleiri börn búið á átakasvæðum en það var árið 2008 þegar 208 milljónir barna ólust upp við stríðsástand. Í frétt frá Save the Children segir að þessi mikla fjölgun á síðasta ári sýni glöggt að heimsfaraldurinn og ákall Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé hafi litlu breytt.</p> <p>Skýrsla Save the Children nefnist „<a href="https://www.savethechildren.net/news/number-children-living-deadliest-war-zones-rises-20-new-high-%E2%80%93-save-children" target="_blank">Stop the War on Children: A Crisis of Recruitment</a>“ og kemur nú í sjötta sinn.</p>

29.11.2021Heimsfaraldur: Konur upplifa meira óöryggi

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu frá UN Women kemur fram að önnur hver kona hefur sjálf verið beitt ofbeldi eða þekkir til konu sem hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Að mati skýrsluhöfunda sýna niðurstöðurnar svart á hvítu að konur upplifa meira óöryggi í dag en fyrir daga faraldursins.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://data.unwomen.org/sites/default/files/documents/Publications/Measuring-shadow-pandemic.pdf" target="_blank">Measuring the shadow pandemic: Violence against women during COVID-19</a>&nbsp;– er staðhæft að fjárhagsvandræði, atvinnuleysi, fæðuóöryggi og heimilisleysi hafa haft gríðarleg áhrif á samfélög á tímum COVID-19. Efnahagslegir þættir hafi aukið andlegt álag á fjölskyldur og leitt til mikillar aukningar á tíðni heimilisofbeldis.</p> <p>Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að:</p> <ul> <li>1 af hverjum 4&nbsp;konum upplifir hræðslu og óöryggi heima hjá sér eftir að COVID-19 skall á</li> <li>245 milljónir&nbsp;kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum</li> <li>21 prósent&nbsp;svarenda hafa upplifað heimilisofbeldi síðan COVID-19 hófst</li> <li>40 prósent&nbsp;svarenda upplifa sig óörugga í almannarými eftir að COVID-19 skall á</li> <li>3 af hverjum 5&nbsp;konum telja kynbundið áreiti í almannarýmum hafa aukist eftir COVID-19</li> </ul> <p>António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, bendir á að með samstilltu átaki sé hægt að útrýma þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er.</p> <p>„Ofbeldi gegn konum er ekki óumflýjanlegur þáttur í lífi okkar. Við vitum að heildrænar langtímalausnir sem taka á rót vandans og standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna skila árangri. Við getum knúið fram breytingar. Nú þarf alþjóðasamfélagið í sameiningu að lyfta grettistaki og útrýma kynbundnu ofbeldi fyrir árið 2030,“ sagði Guterres á&nbsp;fundi allsherjarnefndar Sameinuðu þjóðanna&nbsp;í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að fyrsta 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi var haldið.</p> <p>UN Women á Íslandi er eitt þeirra félagasamtaka sem er í forsvari fyrir&nbsp;<a href="https://unwomen.is/gleymum-ekki-konum-i-afganistan/">16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi</a>. Átakið hófst árlega hófst 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.</p>

26.11.2021Konur í Mið-Afríkulýðveldinu fá ágóða FO-bolanna

<span></span> <p>Safnast hafa 11,5 milljónir króna vegna sölu nýs FO-bols og rennur ágóðinn óskertur til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við höfum sent 11,5 milljónir króna til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu,” segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</p> <p><span>Að sögn Stellu hefur almenningur streymt í verslanir Vodafone og vefverslun unwomen.is undanfarnar vikur, nælt sér í bol og stutt um leið við starf UN Women.&nbsp;</span>Hún segir að á hverri klukkustund sé kona eða stúlka í Mið-Afríkulýðveldinu beitt kynferðisofbeldi. Mið-Afríkulýðveldið hafi verið&nbsp; nefnt „gleymda ríkið“ þar sem staða íbúa er sérstaklega slæm í ljósi stöðugra átaka undanfarin ár. </p> <p>„Í þessum átökum hafa nauðganir og kynferðisofbeldi verið notað sem stríðsvopn og glímir fjöldi kvenna og stúlkna við skelfilegar afleiðingar þess. UN Women gleymir ekki og veitir þolendum ofbeldis í Mið-Afríku sálræna aðstoð og aðstoðar þá við að sækja sér læknis- og lögfræðiaðstoð,“ segir Stella og bætir við að einnig veiti UN Women heilbrigðisstarfsfólki þjálfun við að bera kennsl á ummerki heimilisofbeldis og hvernig nálgast eigi þolendur.</p> <p>„Við hjá UN Women á Íslandi eigum í einstöku samstarfi við Vodafone sem styðja við verkefni UN Women með þeim hætti að greiða fyrir framleiðslu á FO húfum og bolum undanfarin fimm ár. Styrkur Vodafone hefur gert UN Women á Íslandi kleift að senda yfir 70 milljónir til verkefna UN Women víðsvegar um heim nú fimm ár í röð. Við erum afar þakklát og stolt af samstarfi okkar við Vodafone sem sýnir þor og dug við að styðja við útrýmingu ofbeldis bæði hér á Íslandi og á heimsvísu. Einnig erum við gríðarlega þakklát öllum þeim sem hafa keypt FO bolinn og taka um leið skýra afstöðu gegn ofbeldi,“ segir Stella.</p> <p>Enn eru nokkrir FO bolir <a href="https://gjafaverslun.unwomen.is/product/fo-bolurinn-2021" target="_blank">til sölu</a>&nbsp;og UN Women hvetur fólk til að næla sér í eintak og styðja við þetta mikilvæga málefni.</p>

25.11.2021Gleymum ekki konum í Afganistan

<span></span> <p>Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi.</p> <p>Í nýrri skýrslu UN Women kemur fram að&nbsp;tvær af hverjum þremur&nbsp;konum greindu frá því að þær eða kona sem þær þekkja, hafi verið beittar ofbeldi og að þær væru líklegri til að standa frammi fyrir fæðuóöryggi. Aðeins&nbsp;ein af hverjum 10&nbsp;konum sagði að þolendur myndu leita til lögreglu til að fá aðstoð.</p> <p>Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að níu af hverjum tíu&nbsp;konum í Afganistan séu beittar ofbeldi af maka sínum á lífsleiðinni og að sú tala fari hækkandi með hverjum deginum. „Frá því að Talíbanar tóku yfir Afganistan, hefur aðgengi þolenda að viðeigandi aðstoð versnað til muna. Samt hefur þörfin aukist. Tíðni barnahjónabanda fer hækkandi og kynbundið ofbeldi aukist til muna, innan sem utan heimila. Skipuð hefur verið ríkisstjórn í Afganistan sem hefur engar konur og Kvenna- og jafnréttisráðuneyti landsins hefur verið lagt niður,“ segir Stella í <a href="https://unwomen.is/gleymum-ekki-konum-i-afganistan/" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef UN Women.</p> <p><strong>Alþjóðasamfélagið hefur brugðist</strong></p> <p>„Í sumum héruðum Afganistan er konum sagt að mæta ekki til vinnu og yfirgefa ekki heimili sín án karlkyns ættingja. Ráðist er á kvennaathvörf og starfsfólk þeirra áreitt. Staða kvenna og stúlkna í Afganistan er grafalvarleg en engu að síðar halda konur áfram að berjast fyrir réttindum sínum og krefjast jafnréttis. Það hefur ekki breyst og mun ekki breytast. Afganskar konur hafa verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum sínum um aldir og á því er ekkert lát.</p> <p><a href="https://unwomen.is/lysa-yfir-miklum-ahyggjum-af-lifi-og-rettindum-afganskra-kvenna/">Alþjóðasamfélagið</a>&nbsp;hefur brugðist konum í Afganistan. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að ræður á tyllidögum verði að raunverulegum aðgerðum til að tryggja konum grundvallarmannréttindi. Við getum öll sýnt afgönskum konum samstöðu og tryggt að raddir&nbsp; þeirra heyrist með því að hlusta. Tryggja þarf þátttöku kvenna í samningaviðræðum við Talíbana og að konur séu hafðar með í ráðum við skipulag og veitingu mannúðar- og neyðaraðstoðar. Við tökum tökum þátt í þessum aðgerðum með því að styrkja starf samtaka sem styðja við afganskar konur.</p> <p>Við hjá UN Women gleymum ekki, við erum á staðnum, við dreifum neyðarpökkum til kvenna og barna þeirra og grípum þolendur og kvenaðgerðasinna sem gefast ekki upp þrátt fyrir &nbsp;skelfilegar aðstæður,“ segir Stella og hvetur Íslendinga að kveikja á kerti af virðingu við&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2021/10/take-five-hasina-safi">óþrjótandi baráttu afganskra kvenna</a>&nbsp;fyrir lífi án ofbeldis.</p>

25.11.2021Fyrsta landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi kynnt

<span></span> <p><span>Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum og dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. Í aðdraganda átaksins var í vikunni kynnt fyrsta landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. </span></p> <p><span>Malaví bætist þá í hóp þeirra 98 (51%) aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa gefið út slíka áætlun en Ísland var á meðal fyrstu ríkja til að gera landsáætlun fyrir konur, frið og öryggi árið 2008 og vinnur nú að fjórðu áætlun sinni. </span></p> <p><span>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe studdi Ísland við aðgerðaráætlunina í Malaví sem hluta af þróunarsamvinnu ríkjanna. Hún segir að verkefnið hafi byrjað árið 2019 þegar gerður var samstarfssamningur milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. </span></p> <p><span>„Við fyrstu sýn eiga Ísland og Malaví ekki mikið sameiginlegt en þó hafa ríkin tvö búið að mestu leyti við stöðugleika og frið frá sjálfstæði. Samt sem áður er mikilvægt að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut og missa ekki sjónar af þeirri nauðsynlegu vinnu sem felst í að viðhalda friði. Í þessu samhengi er mikilvægt að berjast gegn kynbundu ofbeldi af krafti og nýta öll þau tól sem gagnast okkur í þeirri baráttu. Leggja þarf sérstaka áherslu á að uppræta kynbundið ofbeldi í Malaví en um er að ræða grafalvarlega árás á heilsu og mannréttindi kvenna,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Með stuðningi frá Íslandi vann UN Women í Malaví eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem starfa á málefnasviðinu. Þá setti forsetaskrifstofa landsins á fót stýrihóp sem starfaði að þróun landsáætlunarinnar í samstarfi við UN Women. </span></p> <p><span>Meginmarkmið áætlunarinnar er að sögn Ingu Dóru að tryggja að ferlar og aðgerðir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna. Hún segir mikilvægt að efla þátt kvenna og stúlkna í þessu samhengi þar sem oftar en ekki verði þær útundan í slíku starfi. „Auk áherslu á þátttöku og forvarnir er einnig leitast við að tryggja vernd kvenna og stúlkna, og þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu og endurhæfingu. Áætlunin hefur einnig að langtíma markmiði að fyrirbyggja átök og stuðla að varanlegum friði og öryggi,“ segir hún.</span></p> <p><span>Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar, með samþykkt ályktunar 1325 árið 2000. Ályktunin hvetur aðildaríkin til að gera landsáætlanir til að vinna að markmiðum hennar og hrinda aðgerðum í framkvæmd. Ályktanir öryggisráðsins um konur, frið og öryggi eru nú orðnar níu talsins, og þegar vísað er til ályktunar 1325 er jafnframt verið að vísa til þeirra. </span></p>

24.11.2021Stuðningur við ungar mæður í Kyrgistan

<span></span> <p>Eitt af verkefnum UN Women er að styðja við bakið á ungum mæðrum sem stunda jarðaberjaræktun í hrjóstugum sveitum Kyrgistan. Konurnar fá fjármagn, fræðslu og tól til að stunda sjálfbæra ræktun.</p> <p>Á <a href="https://unwomen.is/un-women-stydur-vid-maedur-i-kyrgistan/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women segir af Kursanali kyzy Begimai, 24 ára, sem býr í litlu þorpi á landamærum Kyrgistan og Tadsjikistan. Svæðið er hrjóstugt og harðbýlt og þar er mikið um átök. Flestir vinnufærir karlmenn þorpsins hafa flutt búferlum til Rússlands til að afla tekna og skilja konur og börn eftir.</p> <p>Þrátt fyrir ungan aldur fer Kursanali fyrir hópi fimm ungra mæðra sem komið hafa á fót jarðaberjaræktun á landskika rétt utan við þorpið. Verkefnið er styrkt af UN Women sem veitti hópnum fjármagn til að kaupa þúsund jarðaberjaplöntur, áburð og tól til að hefja ræktun. Kursanali og samtarfskonur hennar hlutu jafnframt fræðslu í ræktun og rekstri.</p> <p>Fyrsta uppskera kvennanna var um þrjú tonn af jarðaberjum og deildist ágóðinn jafnt á milli þeirra. Kursanali segir vinnuna vera uppsprettu mikillar gleði fyrir sig og aðra þorpsbúa.</p> <p><a href="https://eca.unwomen.org/en/where-we-are/kyrgyzstan">UN Women</a>&nbsp;hefur veitt Kursanali og samstarfskonum hennar áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf til að viðhalda rekstrinum.</p> <p>„Líkt og margar konur, var ég óörugg þegar ég kynnti hugmynd mína fyrir UN Women. Ég átti erfitt með að koma fyrir mig orði og horfa í augun á þeim sem ég talaði við. Þökk sé UN Women hef ég hlotið fræðslu og fyrir vikið orðið virkari í samfélagi mínu. Ég hef lært mikilvægi þess að stunda sjálfbæran búskap en jafnframt áttað mig á mikilvægi þess að konur séu þátttakendur í friðarviðræðum og uppbyggingu á átaksvæðum eins og þessu. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er lykilþáttur í að örva hagvöxt og stuðla að öryggi.“</p> <p>Ein af megináherslum UN Women er að efla fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla að aukinni atvinnuþátttöku þeirra. „Það gerum við með verkefnum sem þessum, þar sem konur hljóta fjárstuðning og fræðslu til að koma á fót eigin rekstri. Þannig geta konurnar séð sér og fjölskyldum sínum farborða, eflt nærsamfélög sín og lifað sjálfstæðu lífi,“ segir á vef UN Women.</p> <p><a href="https://unwomen.is/verkefnin/hlutverk-un-women/">Hér</a>&nbsp;má lesa nánar um hlutverk UN Women.</p>

23.11.2021COVID-19 búnaður til samstarfshéraða í Úganda

<span></span> <p>Búnaður til að bregðast við COVID-19 faraldrinum hefur verið afhentur tveimur fátækum samstarfshéruðum Íslands í Úganda, Buikwe og Namayingo. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala bárust beiðnir frá báðum héruðum um aðstoð, samtals að upphæð rúmlega 300 þúsund bandarískra dala, rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. </p> <p>„Buikwe hérað er eitt þeirra verst settu í landinu með tilliti til COVID-19 og í Namayingo er getan til að sporna gegn COVID-19 veik og mikil þörf fyrir aðstoð til að styrkja getu heilbrigðisstofna þar til að takast á við faraldurinn og styrkja viðbragðsgetu héraðsins,“ segir Þórdís en búnaðurinn sem var afhentur fyrr í mánuðinum samanstendur af hlífðarbúnaði, prófunarsettum, sótthreinsiefnum, súrefnishylkjum, rúmum, dýnum, hjólastólum, tjöldum og fleiru.</p> <p>Að sögn Þórdísar fylgist sendiráðið í Kampala með og vaktar þennan stuðning eins og önnur verkefni sem studd eru fyrir fjármagn frá Íslandi í Úganda. <span></span>„Fulltrúar sendiráðsins heimsóttu héruðin nýverið og fylgdust með innleiðingu stuðningsins. Fram kom að mikil ánægja er með þessa kærkomnu gjöf frá Íslandi, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og héraðsstjórnvalda. Íslenskum stjórnvöldum og íslenskum skattborgurum voru sendar hlýjar þakklætiskveðjur.“</p> <p>&nbsp;</p>

22.11.2021Jarðhitaskólinn útskrifar 25 sérfræðinga

<span></span> <p><span>Tuttugu og fimm sérfræðingar frá fjórtán þjóðríkjum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ síðastliðinn föstudag, eftir sex mánaða nám á Íslandi. Jarðhitaskólinn er elstur skólanna fjögurra sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í samvinnu við UNESCO. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið jafn hátt í útskriftarhópnum, tólf konur og þrettán karlar.</span></p> <p><span>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ávarpaði útskriftarhópinn og flutti honum hamingjuóskir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Martin sagði að þau hefðu öll á síðustu mánuðum orðið vitni að því hvað jarðvarmi gegni stóru hlutverki á Íslandi og hvernig það sem gerist undir yfirborði jarðar hafi bein áhrif á lífið á eldfjallaeyju. Martin kvaðst hafa alist upp í Vestmannaeyjum, hann hefði verið ungbarn þegar hann og fjölskyldan sigldu frá eyjunni um miðja nótt eftir að eldgos hófst í Heimaey. „Ísland hefur á þessu ári verið ykkur eins og kennslubók í jarðfræði með eldgos nánast í bakgarðinum,“ sagði hann.</span></p> <p><span>Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ og Guðni Axelsson forstöðumaður Jarðhitaskólans afhentu skírteinin við athöfnina. Flestir sérfræðinganna sem útskrifuðust að þessu seinni voru frá Kenía, sex talsins, þrír komu frá Eþíópíu og Indónesíu, tveir frá Ekvador, El Salvador og Níkaragva, og einn frá Alsír, Kína, Djibútí, Indlandi, Íran, Filippseyjum, Úganda og Kólumbíu, sá fyrsti frá síðasttalda landinu.</span></p> <p><span>Jarðhitaskólinn hefur starfað í rúmlega fjóra áratugi, frá árinu 1979, og hefur útskrifað 743 vísindamenn frá 64 löndum. Skólinn er hýstur af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) og rekinn af opinberum framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span></p>

22.11.2021Börn eru bjartsýnni á betri heim en fullorðnir

<span></span> <p>Ný alþjóðleg könnun&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;og&nbsp;Gallup&nbsp;sýnir að&nbsp;ungt fólk í dag er helmingi líklegra en fullorðnir til að telja heiminn fara batnandi. Þau eru þó óþolinmóðari eftir aðgerðum gegn yfirvofandi krísum og mikill meirihluti þeirra telur hættur steðja að börnum á netinu. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í tilefni alþjóðadags barna, sem haldinn varhátíðlegur um allan heim á laugardag, 20. nóvember. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims.</p> <p>Kynslóðakönnunin, sem ber yfirskriftina&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/globalinsight/media/2266/file">The&nbsp;Changing&nbsp;Childhood&nbsp;Project</a>, er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem nokkrar kynslóðir eru spurðar út í heimssýn sína og hvernig það sé að vera barn í dag. Könnunin náði til 21 þúsund einstaklinga í tveimur aldurshópum, 15-24 ára og 40 ára og eldri í 21 landi í Afríku, Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Hægt er að skoða niðurstöðurnar á skemmtilegri <a href="https://changingchildhood.unicef.org/">gagnvirkri heimasíðu</a> þar sem hægt er að máta eigin viðhorf við niðurstöður könnunarinnar. </p> <p>„Það er enginn skortur á ástæðum til svartsýni í heiminum í dag:&nbsp;Hamfarahlýnun, heimsfaraldur, fátækt og misskipting, aukið vantraust og þjóðernishyggja. En hér er ástæða til bjartsýni: Börn og ungmenni neita að horfa á heiminn í gegnum sömu svartsýnisgleraugun og fullorðnir,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Í samanburði við eldri kynslóðir þá er æska heimsins vongóð, alþjóðlega þenkjandi og staðráðin í að gera veröldina að betri stað. Unga fólkið í dag hefur vissulega áhyggjur af vandamálum framtíðarinnar en sjá sig frekar sem hluta af lausninni.“</p> <p>Sjá nánar <a href="https://unicef.is/born-bjartsynni-betri-heim-en-fullordnir" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF</p>

19.11.2021Íbúar í Tombo geta nú skrúfað frá krana til að fá heilnæmt drykkjarvatn

<span></span> <p>Íbúar sjávarþorpsins Tombo í Síerra Leóne geta nú skrúfað frá krana til að fá heilnæmt drykkjarvatn. Áður þurftu margir þeirra að sækja vatn í handgrafna brunna sem oft voru mengaðir. Þorpsbúar hafa einnig aðgengi að bættri hreinlætisaðstöðu en almenningssalerni fyrir karla og konur, lýst upp með sólarrafhlöðum, hafa verið reist víðs vegar um þorpið, meðal annars við löndunarstöðvar þar sem jafnan er mikið um manninn. Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegi klósettdagurinn (World Toilet Day) þar sem vakin er athygli á mikilvægi hreinlætis og salernisaðstöðu á lýðheilsu, jafnrétti kynjanna, menntun, efnahagsþróun og umhverfisvernd.</p> <p>Íslendingar hafa um árabil unnið að verkefnum í Síerra Leóne í samstarfi við sjávarútvegsráðuneytið og UNICEF. „Stuðningurinn felst einkum í bættu aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu sem eykur lífsgæði íbúanna í fiskiþorpunum,“ segir Davíð Bjarnason deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. „Verkefnin snúa bæði að bættu lífsviðurværi íbúa og bættri meðferð afla sem landað er. Þrátt fyrir áskoranir tengdar COVID-19 við innleiðingu og framkvæmd verkefnanna hefur umtalsverður og sjáanlegur árangur náðst á verkefnatímanum, en stefnt er að því að framkvæmd þessara verkefna ljúki á næsta ári.“ </p> <p>Aðgengi að fullnægjandi vatns- og hreinlætisaðstöðu í Síerra Leóne er almennt afar takmarkað en aðeins 68 prósent af landsmönnum hafa aðgengi að heilnæmu drykkjavatni, en um 40 prósent í sveitahéruðum. Í fiskiþorpum er ástandið jafnan verra og vatnsbornir sjúkdómar algengir sem hefur sérstaklega neikvæð áhrif á heilsu og velferð barna.</p> <p>Bygging vatnsveitu í fiskiþorpinu Tombo sem veitir rúmlega 40 þúsund manns aðgengi að vatni, meðal annars í skólum og heilsugæslustöðvum. Vatnsveitan er heilmikið mannvirki en hún samanstendur af 19 km af lögnum, 136 vatnspóstum og 544 krönum – og þjónar fleiri einstaklingum en allar íslenskar vatnsveitur að undanskildum Veitum. </p> <p>Enn fremur hafa 18.500 íbúar þorpanna Goderich og Konacrydee fengið aðgengi að vatni. Vatnsveiturnar eru knúnar af sólarorku. Auk þess hafa búar nú aðgengi að almenningssalernum víðvegar um þorpin og hafa hlotið þjálfun í að byggja salerniaðstöðu á heimilum sínum. Vatns- og hreinlætisnefndir hafa verið stofnaðar í öllum þorpunum sem sjá um viðhald og rekstur, auk þess sem stuðlað hefur verið að vitundarvakningu íbúa um hreinlætismál og mikilvægi þess að útrýma saurmengun í þorpunum. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/jdCypJeEBkQ" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að sögn Davíðs skilar aukið aðgengi að vatni og hreinlæti sér einnig í bættri meðferð fisks í þorpunum, en þar verður einnig byggð löndunaraðstaða með aðgengi að vatni. <span></span>Hann segir að viðræður eigi sér stað um frekara samstarf í fleiri sjávarþorpum og ljóst að þörfin sé brýn víða í Síerra Leóne.</p>

19.11.2021Þroskahjálp í Malaví: Vilja auka samfélagsþáttöku fatlaðra í Mangochi

<span></span> <p>„Með heimsókn og nýju verkefni Þroskahjálpar í Mangochi héraði er bundin von við að hægt verði að auka framgang í málefnum fatlaðra í héraðinu en fatlað fólk í Malaví býr við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hugsast getur. Fötluð börn eru gjarnan geymd heima, oft falin fyrir utanaðkomandi og fá ekki nær alltaf að fara í skóla, enda skólar alls vanbúnir að taka á móti þeim. Vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur haft og mun hafa á efnahag þjóða má telja víst að staða fatlaðs fólks verði enn erfiðari þar eins og í öðrum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe en fulltrúar landssamtakanna Þroskahjálpar og sendiráðsins hafa undanfarna viku heimsótt grunnskóla og leikskóla víðsvegar um Mangochi hérað í Malaví. </p> <p>Þroskahjálp fékk nýverið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að styðja við menntun og samfélagsþátttöku fatlaðra barna í Mangochi héraði í Malaví, samstarfshéraði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu og vinna að vitundarvakningu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en stjórnvöld í Malaví gerðust aðili að samningnum árið 2009. </p> <p>Sendiráð Íslands í Lilongwe aðstoðaði starfsmenn Þroskahjálpar við skipulagningu funda og heimsókna í Lilongwe og Mangochi ásamt því að kynna starfsemi Íslands og héraðsyfirvalda í málefnum fatlaðra barna í Mangochi.</p> <p>„Menntun er ein af meginstoðum við eflingu grunnþjónustu í Mangochi héraði í gegnum tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Markmiðið er að efla grunnmenntun barna við 12 samstarfsskóla sem einnig felur í sér að bæta aðgengi fatlaðra barna að námstækifærum. Frá 2012 hefur Ísland í samstarfi við héraðsstjórnina Mangochi þjálfað ellefu kennara í sérkennslu fatlaðra barna en kennararnir styðja við um það bil 250 börn með sérþarfir í tveimur skólanna. <span></span>Tólf salerni, eitt við hvern samstarfsskóla, hafa einnig verið reist en salernin eru sérstaklega útbúin fyrir fötluð börn,“ segir Inga Dóra.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/fatlmal2.JPG?amp%3bproc=VerkefniTiles" style="left: 37.4px; top: 583.8px; width: 700.6px; height: 154px;" /></p> <p>&nbsp;</p>

19.11.2021Börn vilja orðið, valdið og virðinguna!

<span></span> <p>Á morgun, 20. nóvember, er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur um allan heim og UNICEF brýnir fyrir almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum að gefa börnum orðið því að til þess að við getum í sameiningu unnið að betri heimi þurfa börn að vera virkir þátttakendur í þeirri vegferð. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmálans, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims&nbsp;þar sem segir meðal annars: &nbsp;„Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“</p> <p>Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi, börnum og ungmennum sem hafa tekið þá afstöðu að vera hluti af breytingum til batnaðar í samfélaginu okkar, frekar en að sætta sig við fordóma fyrri tíma. „Nú er að vaxa úr grasi upplýstasta kynslóð barna í sögunni sem hafa hugmyndir um hvernig breyta megi heiminum. Þau vilja orðið, valdið og virðinguna til að tjá skoðanir sínar. Nú er það okkar að hlusta,“ segir í frétt á vef UNICEF.</p> <p><strong>Skilaboðin eru skýr: Hlustið á okkur!</strong></p> <p>UNICEF á Íslandi vann myndbandið með Ungmennaráði UNICEF auk fulltrúa frá Antirasistunum, Menntakerfinu okkar og Eiði Welding, varaformanni CP félagsins. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa upplifað fordóma, fordóma vegna húðlitar síns eða þjóðernis, vegna fötlunar eða að ekki sé tekið mark á þeim eða skoðunum þeirra vegna þess að þau eru börn.</p> <p>„Við vorum kallaðar skítugar til þess að niðurlægja okkur,“ segja Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum. Þær segja að nú sé tíminn til að fræða og dreifa visku um fjölbreytileikann til næstu kynslóða.</p> <p>Menntakerfið okkar, hópur fjögurra ungmenna sem vilja uppfæra og betrumbæta íslenska menntakerfið vilja sjá til þess að starfshættir grunnskóla mótist af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þau vilja tortíma fordómum, binda endi á einelti og nútímavæða menntakerfið því fordómar séu fáfræði.</p> <p>Eiður Welding, varaformaður CP félagsins, sendir þau skilaboð að nú sé tíminn til að sperra eyrun og hlusta, fyrir bætt samfélag. „Hundruð, ef ekki þúsundir fatlaðra barna eru með sterka rödd og hafa mikið að segja en samfélagið hlustar ekki,“ segir Eiður.</p> <p>„Við upplifum fordóma á hverjum degi fyrir það eitt að vera börn,“ segja fulltrúar í Ungmennaráði UNICEF á Íslandi. „Það er ekki hlustað þegar við segjum frá ofbeldi, þegar við upplifum vanlíðan, þegar við fjöllum um loftlagsmál, gagnrýnum menntakerfið eða þurfum hjálp.“</p> <p>Börnin hafa fengið orðið og skilaboðin til fullorðinna eru skýr: Ekki verða kynslóðin sem fer í sögubækurnar fyrir að afskrifa skoðanir barna. Verið breytingin sem fer í sögubækurnar fyrir að hlusta á þau!</p> <p>Myndbandið má horfa á&nbsp;<a href="https://www.youtube.com/watch?v=ecCQUJennXE">hér</a>&nbsp;og hvetjum við alla til að hlusta og deila þessum mikilvægu skilaboðum sem víðast.</p>

18.11.2021Sérhvert barn fái næringarríka máltíð fyrir árið 2030

<span></span> <p>Fimm stofnanir Sameinuðu þjóðanna lýsa yfir stuðningi við bandalag rúmlega sextíu ríkja og samtaka sem kallast Skólamáltíðarbandalagið (<a href="https://schoolmealscoalition.org/" target="_blank">School Meals Coalition</a>). Yfirlýst markmið þess er að sérhverju barni í heiminum standi til boða næringarrík skólamáltíð fyrir árið 2030. Frumkvæðið er að hálfu Frakka og Finna.</p> <p>„Með áformum um stuðning við heilbrigði og næringu gefst áhrifamikil leið til þess að styðja við börn og unglinga í vexti og þroska,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu framkvæmdastjóra stofnananna fimm, Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunarinnar (UNESCO), Barnahjálparinnar (UNICEF), Matvælaáætlunarinnar (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).</p> <p>Í yfirlýsingunni er bent á að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa leitt af sér mikla truflun á skólahaldi og námi barna og unglinga. Milljónir nemenda hafi ekki fengið skólamáltíðir eða notið góðs af bólusetningum eða sálfélegslegum stuðningi. Á heimsvísu séu enn rúmlega 150 milljónir barna utan skóla.</p> <p>Þar segir enn fremur að skólabörn séu ekki þau einu sem komi til með að njóta góðs af átakinu því <span></span>áherslan verði á staðbundinn ræktaðan mat og það feli í sér fyrirheit um stuðning við smábændur og veitingafyrirtæki í viðkomandi héruðum. Átakið nái til sjö heimsmarkmiða.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9BrQeXEGx4o" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Ísland hefur um árabil verið í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um skólamáltíðir fyrir börn í Mangochi hérðai í Malaví. Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fjallað um frumkvæði Íslands um skólamáltíðir og samstarfið við WFP.</p>

17.11.2021Ísland kjörið í framkvæmdastjórn UNESCO

<p><span>Ísland var kosið í framkvæmdastjórn Mennta-, vísinda og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í dag með yfirgnæfandi stuðningi á aðalráðstefnu stofnunarinnar sem nú stendur yfir í París. Innan Vesturlandahópsins voru Austurríki og Tyrkland einnig í framboði. Ísland hlaut flest atkvæði í kosningunni, eða 168 en 178 ríki greiddu atkvæði. <br /> <br /> Ríkisstjórnin tók ákvörðun um framboðið árið 2018 og hefur fastanefnd Íslands hjá UNESCO, utanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið sem og íslenska UNESCO-landsnefndin unnið síðustu ár að því að efla störf Íslands innan stofnunarinnar. Í framkvæmdastjórn sitja 58 ríki og er almennt mikil samkeppni meðal hinna 193 aðildarríkja UNESCO um sæti í framkvæmdastjórn.<br /> <br /> Stjórnin starfar með umboð frá aðalráðstefnu stofnunarinnar og ber m.a. ábyrgð á eftirfylgni ákvarðana,&nbsp; greinir starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar sem framkvæmdastjóri leggur fyrir, leiðbeinir um verkefni og sinnir eftirlitshlutverki með þeim.&nbsp;<br /> <br /> UNESCO er sérstofnun SÞ sem hefur það að markmiði að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu í málaflokkum stofnunarinnar. UNESCO ber m.a. höfuðábyrgð innan SÞ-kerfisins á innleiðingu heimsmarkmiðs fjögur um menntun og er sú stofnun SÞ sem hefur sérstakt umboð til að efla tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Þá sinnir stofnunin margvíslegum verkefnum með áherslu á vísindi, menningu og menningararf og heldur m.a. úti hinni þekktu Heimsminjaskrá.<br /> <br /> Framkvæmd heimsmarkmiða SÞ, jafnrétti, mannréttindamiðuð nálgun, virk þátttaka ungmenna og aðgengi allra (e. inclusion) verða rauður þráður í áherslum Íslands á meðan setu í framkvæmdastjórn stendur. Ísland mun vinna að því að UNESCO sé og haldi áfram að vera áhrifarík og skilvirk stofnun á sínu sviði og vinni eftir samræmdri stefnu, skilvirkum stjórnunarháttum og í góðu samstarfi við aðrar undirstofnanir SÞ. Ísland mun einnig styðja áframhaldandi endurbótastarf og þróun UNESCO með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp traust starf í þeim mikilvægu málaflokkum sem stofnunin sinnir.&nbsp;<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið gerði rammasamning við UNESCO árið 2019 sem fjallar um margvíslegan stuðning Íslands og samvinnu við UNESCO á sviði þróunarsamvinnu. Studd eru verkefni á sviði menntunar, tjáningarfrelsis og öryggis fjölmiðlafólks. Eitt af stærstu verkefnum Íslands í þróunarsamvinnu hefur nýlega færst frá Háskólum SÞ yfir á vettvang UNESCO og starfa nú fjórir skólar undir merkjum stofnunarinnar sem GRÓ, Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. Þá eru fulltrúar Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar á vettvangi UNESCO, í fjölþjóðlegum stýrihópi um áratug frumbyggjatungumála (e. International Decade of Indigenous Languages).<br /> </span></p> <p><span>Framboð Íslands naut stuðnings Norðurlanda sem skipst hafa á um setu í stjórninni frá upphafi. Á stjórnartímabilinu eru fulltrúar Íslands ábyrgir fyrir samhæfingu og upplýsingamiðlun á meðal norrænna ráðuneyta og fastanefnda vegna málefnastarfs innan UNESCO.<br /> <br /> Nánari upplýsingar á íslensku um starf UNESCO má finna á <a href="https://unesco.is/">unesco.is</a><br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

17.11.2021Allir heilbrigðisfulltrúar í Mangochi á nýjum reiðhjólum

<span></span> <p>„Dagurinn markaði stóran áfanga í þróunarsamvinnu Íslands og héraðsstjórnar Mangochi héraðs í Malaví því sendiráðið afhenti í gær 570 reiðhjól til allra heilbrigðisfulltrúa í umdæminu. Reiðhjólin eru hluti af stuðningi Íslands við eflingu grunnþjónustu á sviði heilbrigðismála í héraðinu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe.</p> <p>Heilbrigðisfulltrúar (Health Surveillance Assistants - HSAs) sinna lykilhlutverki í lýðheilsumálum í Malaví. Þeir fara á milli húsa í afskekktum þorpum og fylgjast með heilsu og hreinlæti, fæðingum og dauðsföllum, veikindum og vannæringu, svo fátt eitt sé nefnt. Heilbrigðisfulltrúar fá einnig kennslu og eru þjálfaðir í bólusetningum, fyrstu hjálp og sjúkdómsgreiningu og þjóna sem tengiliðir íbúana við heilbrigðiskerfið en erfitt er að tryggja íbúum aðgengi að heilbrigðisþjónustu í héraði með rúmlega 1,2 milljón íbúa á 6000 ferkílómetra svæði.</p> <p>Í Mangochi héraði sinna heilbrigðisfulltrúar fleiri einstaklingum og stærri svæðum en gengur og gerist annarsstaðar í landinu. Til að mynda sinnir hver og einn heilbrigðisfulltrúi í Mangochi um 2300 einstaklingum en mælt er með því að fulltrúar hafi einungis 100 einstaklinga á sinni könnu. Fulltrúarnir þurfa einnig að ferðast langar vegalengdir á erfiðum vegum við krefjandi aðstæður. Nýju reiðhjólin auðvelda því heilbrigðisfulltrúunum að sinna þessu mikilvæga og ábyrgðamikla starfi að bæta aðgengi þorpsbúa að grunnheilbrigðisþjónustu.<span>&nbsp; </span></p> &nbsp;<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5R19L5W-q0M" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span><strong>&nbsp;</strong></span></p> <p><span><strong>Árangur af samvinnu Íslands og Malaví</strong></span></p> <p>Mikill framgangur hefur verið í eflingu á heilbrigðisþjónustu á héraðsstigi í Mangochi frá árinu 2012. Fjögur sveitafélög í Mangochi<span>&nbsp; </span>hafa fengið vottun stjórnvalda fyrir að sjá öllum heimilum fyrir drykkjarhæfu vatni og viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Í kjölfarið hefur stórlega dregið úr hvers kyns pestum, ekkert nýtt tilfelli kóleru hefur verið skráð frá árinu 2012 og færri börn þjást af niðurgangspestum en áður. Sextán heilsupóstar á afskekktum svæðum í héraðinu hafa verið byggðir og fimm póstar verða byggðir á næstu mánuðum. Fjórtán starfsmannahús fyrir heilbrigðisfulltrúa hafa einnig verið reist og þrjú hús verða byggð á næstu mánuðum.</p> <p>Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári en valið byggist á mælanlegum stöðlum yfirvalda um framfarir. Árangurinn er að miklu leyti þakkaður samstarfi við Ísland.</p> <p>Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fylgst með heilbrigðisfulltrúa að störfum í Mangochi.</p> <p>&nbsp;</p>

17.11.2021Hundruð flóttamanna bjargað á Miðjarðarhafi

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla. Björgunarskipið Ocean Viking, sem alþjóða Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti, er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf.&nbsp;Um borð í skipinu eru læknar og hjúkrunarfólk. Í bakvarðarsveit björgunarskipsins er Þórir Guðmundsson. Hann starfar með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu sem hefur aðsetur í Búdapest. </p> <p>Áhöfn björgunarskipsins hefur þegar bjargað hundruð kvenna, karla og barna sem freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið á illa búnum tré- eða gúmmíbátum. Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að aðstæður fólks í þessum bátskænum séu oftar en ekki mjög erfiðar. „Fólk hefur verið á reki í marga daga í yfirfullum bátum þar sem matur og drykkjarvatn er af skornum skammti. Í hópi flóttamanna eru jafnvel ung börn ein á ferð án foreldra eða fylgdarmanna,“ segir í fréttinni.</p> <p>Fyrr í mánuðinum aðstoðaði Ocean Viking annað björgunarskip, sem var með 800 manns um borð, með því að útvega matvæli og og önnur hjálpargögn. „Það var gott dæmi um samstarf í hjálparstarfi – og reyndar tók flóttafólkið í Ocean Viking fullan þátt í að ferja hjálpargögnin yfir til fólksins í hinu skipinu.“</p> <p>Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri en skipið er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land á mánudag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.&nbsp;Síðustu dagana var mikill öldugangur og grenjandi rigning þannig að flóttafólkið var orðið mjög hrakið þegar skipið lagði loks að bryggju. Þar tók ítalski Rauði krossinn á móti þeim.</p> <p>Sjá nánar í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-stydur-vid-verkefni-althjoda-rauda-krossins-vid-midjardarhaf" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á heimasíðu Rauða krossins. </p>

16.11.2021Fyrsti rammasamningur Íslands við UNFPA

<p><span>Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Ib Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), skrifuðu í gær undir rammasamning um stuðning Íslands við UNFPA. Með samningnum formfestir Ísland stuðning sinn við stofnunina og fylgir eftir skuldbindingu í verkefninu <a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/GEF-Iceland.pdf" target="_blank">Kynslóð jafnréttis</a>&nbsp;sem forsætisráðherra Íslands tilkynnti á leiðtogafundi í París síðastliðið sumar.&nbsp;</span></p> <p><span>Samningurinn gildir til loka árs 2023 og leggur áherslu á svokölluð kjarnaframlög sem veita stofnuninni fyrirsjáanleika og sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Íslensk stjórnvöld þrefalda með samningnum kjarnaframlög til UNFPA á næstu tveimur árum og nema þau 100 milljónum króna árið 2022.&nbsp;</span></p> <p><span>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og sinnir fæðingarþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd. Jafnframt vinnur sjóðurinn með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið hans um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum hefðum svo sem limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

16.11.2021UNICEF: Hrollvekjandi fréttir af fjölgun barnahjónabanda í Afganistan

<span></span> <p>„Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þeim fregnum að barnahjónaböndum fjölgi hratt í Afganistan,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu segir hún að&nbsp;UNICEF&nbsp;hafi upplýsingar um að fjölskyldur í neyð séu að bjóða barnungar stúlkur sínar í skiptum fyrir heimanmund. Stúlkur allt niður í 20 daga gamlar. </p> <p>„Fyrir nýjustu vendingar í stjórnmálum landsins höfðu&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar skráð 183&nbsp;tilfelli&nbsp;um barnahjónabönd og 10&nbsp;tilfelli&nbsp;um sölu á börnum á árunum 2018 og 2019. Og það bara í héruðunum&nbsp;Herat&nbsp;og&nbsp;Baghdis. Börnin sem þar um ræddi voru frá sex mánaða gömul upp í sautján ára,“ segir&nbsp;Fore&nbsp;í yfirlýsingu sinni.</p> <p>UNICEF&nbsp;áætlar að 28 prósent afganskra stúlkna og kvenna á aldrinum 15-49 ára hafi verið giftar fyrir átján ára aldur. „COVID-heimsfaraldurinn, áframhaldandi matarskortur&nbsp;og yfirvofandi vetur hefur stóraukið á neyð fjölskyldna í Afganistan. Árið 2020 var nærri helmingur afgönsku þjóðarinnar svo fátækur að&nbsp;hann&nbsp;leið skort á nauðsynjum á borð við næringu og hreint vatn. Hið alvarlega efnahagsástand sem nú ríkir steypir fleiri fjölskyldum í hyl fátæktar og neyðir þær til að taka&nbsp;örvæntingarfullar&nbsp;ákvarðanir á borð við þær að senda börn sín til vinnu eða selja barnungar dætur sínar í hjónaband.“</p> <p>Fore&nbsp;segir að nú megi fæstar unglingsstúlkur í Afganistan stunda nám og aukin hætta sé á að fleiri endi nauðugar í hjónabandi á barnsaldri. Menntun sé oft besta vörnin gegn barnahjónaböndum og barnaþrælkun.</p> <p>„UNICEF&nbsp;heldur áfram vinnu sinni með samstarfsaðilum að vekja samfélög til vitundar um hættur hjónabanda af þessu tagi og skaðann sem þau geta valdið stúlkum til lífstíðar. Stúlkur sem neyddar eru í hjónaband fyrir 18 ára aldur eru ólíklegri til að halda áfram námi og mun líklegri til að sæta heimilisofbeldi, mismunun, misnotkun og glíma við geðræn vandkvæði.“</p> <p><strong>Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða</strong></p> <p>Fore&nbsp;segir&nbsp;UNICEF&nbsp;byrjað með fjárstuðningsverkefni í Afganistan, þar sem útdeilt er peningum, til að bregðast við hungri, barnaþrælkun og barnahjónaböndum meðal viðkvæmustu hópanna. Áform séu um að auka þessa þjónustu og aðra félagsþjónustu á næstu mánuðum.</p> <p>„UNICEF&nbsp;mun líka vinna með trúarleiðtogum til að tryggja að þeir taki ekki þátt í „Nekah“ (hjónabandssamningnum) fyrir ungar stúlkur. En þetta er ekki nóg. Við köllum eftir því að stjórnvöld á öllum stigum grípi til aðgerða til að styðja og vernda viðkvæmar fjölskyldur og stúlkur. Við hvetjum stjórnvöld til að opna skóla fyrir stúlkur og leyfa konum að halda áfram kennslustörfum án tafar. Framtíð heillar kynslóðar stúlkna að veði.“</p> <p><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Afganistan</a></p>

15.11.2021Heimsókn Barnaheilla til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó

<span></span> <p>,,Það var virkilega lærdómsríkt að fá að heimsækja heilsugæslur á vegum Save the Children og það flotta starf sem þar er unnið. Við heimsóttum meðal annars neyðarmóttöku fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en þar fá börnin mjög gott utanumhald. Þau fá viðeigandi lyf eins og sýklalyf til þess að koma í veg fyrir ýmsar sýkingar. Einnig fá stúlkur neyðarpilluna. Börnin hitta svo sálfræðing í kjölfarið og fá sálfræðiaðstoð og eftirfylgni næstu sex mánuðina. Einnig er lögfræðingur innan handar sem hjálpar börnunum að kæra ofbeldið og fara með málið fyrir dómstól. Þetta er virkilega flott starf sem þarna er unnið,” segir Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa staðið fyrir mannúðarverkefni í Suður-Kívu í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó undanfarið ár. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Er það meðal annars gert með stuðningi við svokölluð barnvæn svæði. </p> <p>Í síðasta mánuði fór starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til Kinshasa höfuðborgar Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála og Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að eiga tæknilegt samtal við starfsfólk sem vinnur að framkvæmd verkefnis Barnaheilla í Suður-Kívu sem og annað starfsfólk Barnaheilla í Kongó sem vinnur að því að koma í veg fyrir og bregðast við kynbundnu ofbeldi. Verkefni Barnaheilla – Save the Children í höfuðborginni voru skoðuð og fékk starfsfólk Barnaheilla innsýn inn í það góða starf sem unnið er þar, auk þess sem starfsfólk Barnaheilla tók þátt í þjálfun á viðbrögðum við kynferðisofbeldi á vegum Barnaheilla – Save the Children í Kongó. </p> <p>Frá heimsókninni er nánar greint á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/11/15/Heimsokn-Barnaheilla-til-Lydstjornarlydveldisins-Kongo-/" target="_blank">vef</a>&nbsp;Heimsljóss.</p>

12.11.2021Veik rödd barna með fötlun og fáir að hlusta ​

<span></span> <p>Eitt af hverjum tíu börnum í heiminum býr við fötlun, eða því sem næst 240 milljónir barna. Fötluð börn fá margvíslega skerta þjónustu á sviðum eins og heilbrigði, menntun og félagslegri vernd, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Skýrslan nefnist: „<a href="https://data.unicef.org/resources/children-with-disabilities-report-2021/" target="_blank">Seen, Counted, Included</a>“ og staðfestir að sögn Henriettu Fore, framkvæmdastýru UNICEF, það sem löngum var vitað. Hún segir að börn með fötlun standi frammi fyrir mörgum og fjölþættum áskorunum, rödd þeirra sé veik, fáir að hlusta og alltof oft séu þau einfaldlega skilin eftir. <span></span></p> <p>Skýrslan varpar ljósi á bága stöðu þessa þjóðfélagshóps og fram kemur meðal annars að börn með fötlun séu 42 prósent minni líkur á því að tileinka sér grunnþekkingu í lestri og stærðfræði, líkurnar á því að fötluð börnum standi engin skólavist til boða sé 49 prósent meiri en meðal ófatlaðra. Þegar litið er á heilsufarsþætti sýnir skýrslan að börn með fötlun eru 25 prósent líklegri en ófötluð börn að vera undir kjörþyngd og 34 prósent líklegri til að búa við vaxtarhömlun. Þá eru 53 prósent þeirra líklegri til að þjást af öndunarfærasýkingum.</p> <p>Í samanburðinum við ófötluð börn kemur fram í skýrslunni að 51 prósent meiri líkur séu á því að fatlað barn sé óhamingjusamt og 32 prósent meiri líkur á því að fötluð börn sæti líkamlegri refsingu.</p> <p>Með skýrslunni hvetur UNICEF stjórnvöld hvarvetna í heiminum til þess að veita börnum með fötlun jöfn tækifæri. Stjórnvöld eru jafnframt hvött til þess að hafa samráð við fatlaða í stefnumörkun í málefnum þeirra.</p>

11.11.2021UNICEF fordæmir ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands

<span></span> <p>„Ég lýsi yfir miklum áhyggjum yfir því alvarlega ástandi sem ríkir nú á meðal&nbsp;farandsfólks&nbsp;og hælisleitenda í Evrópu og ytri landamærum Evrópusambandsins,“ segir&nbsp;Afshan&nbsp;Khan, yfirmaður flóttamannahjálpar&nbsp;UNICEF í Evrópu, í <a href="https://www.unicef.org/press-releases/unicef-deeply-concerned-about-instrumentalization-and-pushbacks-children-europes" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;um ástandið sem myndast hefur&nbsp;milli<a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/30762/95bqes/ofremdarastand-a-landamaerum-hvita-russlands">&nbsp;Hvíta-Rússlands og Evrópusambandsins á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands</a>.</p> <p>„Nú berast okkur fregnir af því að börn neyðist til að dvelja við skelfilegar aðstæður, séu rekin aftur og haldið við landamærin. Þetta er skýrt brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir&nbsp;Khan&nbsp;í yfirlýsingu&nbsp;sinni. Börn og fjölskyldur þeirra eiga rétt á því að leita hælis og fá sanngjarna málsmeðferð á einstaklingsbundnum þörfum sínum.“</p> <p>Khan&nbsp;segir að&nbsp;UNICEF&nbsp;taki undir með systurstofnunum sínum,&nbsp;UNHCR,&nbsp;IOM&nbsp;og&nbsp;OHCHR&nbsp;í að fordæma þær aðgerðir sem gripið hafi verið til gagnvart fólki í austurhluta Evrópu og hvar sem slíkt viðgengst. Þær brjóti gegn alþjóðalögum og stofni líf barna í hættu án þess að það sem þeim sé fyrir bestu sé haft að leiðarljósi né að tillit&nbsp;&nbsp;sé tekið til þeirrar hættu sem steðjar að þeim snúi þau aftur heim.</p> <p>Khan&nbsp;segir þörf á að þjóðarleiðtogar nái þverpólitískri sátt á ný um vernd barna. „Börn á flótta og í leit að vernd ætti aldrei að nýta í pólitískum tilgangi og tryggja verður réttindi þeirra til að leita sér hælis án undantekninga.“</p> <p>Í yfirlýsingu sinni segir&nbsp;Khan&nbsp;að&nbsp;UNICEF&nbsp;sé til taks og reiðubúin að vinna með stjórnvöldum Evrópusambandsins, Austur-Evrópu og á vesturhluta&nbsp;Balkan-skaga sem og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnunum til að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð, vernd og&nbsp;barnvænar&nbsp;vistarverur fyrir öll börn á alþjóðlegum&nbsp;landamærum.</p> <p>„Í sameiningu getum við – og verðum– að tryggja að réttinda barna séu tryggð, virt og í hávegum höfð alls staðar. Barn er alltaf barn, burtséð frá aðstæðum.“</p> <div>&nbsp;</div>

10.11.2021Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur

<span></span> <p>Baráttan gegn loftslagsbreytingum er nátengd baráttunni gegn kynbundnum ójöfnuði og fyrir bættum réttindum kvenna og stúlkna, segir í sameiginlegri yfirlýsingu UN Women og skosku heimastjórnarinnar sem birt var á loftslagsráðstefnunni (COP26) í Glasgow í gær. Í yfirlýsingunni eru leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hvattir til þess að beita sér í þágu jafnréttis svo takmarka megi áhrif loftslagsbreytinga á jörðina.</p> <p>Í yfirlýsingunni segir að áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur og þá sérstaklega þær sem búa í fátækari ríkjum heims. Viðbragðsáætlanir þurfi því að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. </p> <p>„Þau sem menga minnst verða verst fyrir barði loftslagsbreytinga. Þeirra á meðal eru konur og stúlkur í fátækari ríkjum heims. Stúlkur eru líklegri til að verða teknar úr námi og konur ólíklegri en karlmenn til að finna nýja atvinnu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Það er gríðarlega mikilvægt verkefni að tryggja að konur og stúlkur séu einnig í forystu hlutverki þegar kemur að lausnum vegna loftslagsbreytinga. Við þurfum að gera meira til að tryggja jöfnuð og jafna þátttöku kvenna og stúlkna,“ sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. </p> <p>Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, tók undir orð hennar og sagði að markmiðinu um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu verði ekki náð nema konur og stúlkur verði með í ráðum og fái sæti við samningaborðið.<span>&nbsp; </span></p> <p>„Þessi yfirlýsing er mikilvægt tól til að viðhalda þeim meðbyr sem við höfum. Konur og stúlkur þurfa að taka forystu í nýsköpun og viðbragði við loftslagsbreytingum. Ég hvet alla kvenleiðtoga að taka skýra afstöðu og undirrita yfirlýsinguna,“ sagði Bahous.</p> <p>UN Women á Íslandi hvetur Íslendinga til að taka <a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/" target="_blank">próf</a>&nbsp;þar sem sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna koma berlega í ljós. </p>

08.11.2021Framkvæmdastjóri hjá UN Women ræddi framlag Íslands til jafnréttismála

<p>Stuðningur og þátttaka Íslands í átaksverkefni UN Women og bakslag í jafnréttismálum á alþjóðavísu voru efst á baugi á fundi þeirra Guðlaugs Þór Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Lopu Banerjee, einum af framkvæmdastjórum stofnunarinnar í morgun.</p> <p>Ísland er eitt forysturíkja átaksverkefnis Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna - UN Women – sem ber yfirskriftina Kynslóð jafnréttis (<em>e. Generation Equality Forum</em>). Í tengslum við það veitir Ísland aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi forystu ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Stýrihópur utanríkisráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um þátttöku íslenskra stjórnvalda í verkefninu hefur frá árinu 2020 unnið að mótun stefnu aðgerðabandalagsins og gerð skuldbindinga bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.</p> <p>Vaxandi þungi bakslags í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi var jafnframt til umfjöllunar á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Banerjee í utanríkisráðuneytinu dag. Ráðherra sagði að kynjajafnrétti væri lykilinn að sjálfbærri þróun og að velgengni norrænna ríkja mætti m.a. rekja til árangurs þeirra á sviði jafnréttismála. „Þá sögu munum við halda áfram að segja á alþjóðavettvangi því virðing fyrir jafnrétti og mannréttindum borganna eru lykilþættir í aukinni hagsæld þjóðanna. Það á einnig við um félagslega og efnahagslega uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/GEF-Iceland.pdf">Í skuldbindingum Íslands</a> í tengslum við verkefnið er lögð áhersla á stefnumótun og lagasetningu sem hefur m.a. að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi með auknum forvörnum, bættu samráði um aðgerðir gegn ofbeldi og eflingu þjónustu og stuðningsúrræða við bæði þolendur og gerendur. Lögð er áhersla á að ná betur til drengja og karla í forvarnarstarfi og að ráðist verði í aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi og úrbætur í réttarvörslukerfinu sem fylgi eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.&nbsp;</p> <p>Þá munu íslensk stjórnvöld þrefalda kjarnaframlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA á næstu tveimur árum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og veita kjarnaframlög sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni.</p> <p>Í samstarfi við UN Women ráðast íslensk stjórnvöld jafnframt í átaksverkefni sem leggur áherslu á þátttöku karla og drengja í forvörnum og aðgerðum sem miða að því að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í því augnamiði eykur Ísland framlög sín til UN Women um eina milljón bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 123 milljónum króna, til næstu tveggja ára.</p> <p><em>Kynslóð jafnréttis</em>&nbsp;er stærsta verkefni UN Women hingað til og meðal helstu áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Átakið stendur yfir í fimm ár og er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.&nbsp;Ríki, alþjóðastofnanir, frjáls félagasamtök og einkafyrirtæki voru valin á grundvelli umsókna til að leiða aðgerðabandalög um verkefni á sex málefnasviðum. Markmiðið er að vinna markvisst að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

08.11.2021Hungur: Tugir milljóna á brún hengiflugsins

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði við því í morgun að 45 milljónir íbúa 43 þjóðríkja væru á barmi hungursneyðar, eða þremur milljónum fleiri en áætlað var fyrr á árinu. Alvarlegur matarskortur hefur aukist hratt á síðustu misserum sem sést best á því að árið 2019 voru 27 milljónir manna í sambærilegri stöðu.</p> <p>„Tugir milljóna manna eru á brún hengiflugsins. Stríðsátök, loftslagsbreytingar og heimsfaraldur kórónuveirunnar fjölga stöðugt þeim sem búa við raunverulegan sult, og síðustu tölur sýna að það eru rúmlega 45 milljónir manna sem færast sífellt nær því að verða hungurmorða,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP eftir ferð til Afganistan. Þar er stofnunin að byggja upp stuðning við 23 milljónir manna sem búa við sult og seyru.</p> <p>Beasley bætir við að eldsneytisverð fari hækkandi, verð á matvælum sömuleiðis, og allt þetta leiði til aukinna hörmunga líkt og nú birtast í Afganistan, og löndum þar sem ástandið hefur verð alvarlegt um langt skeið, eins og í Jemen og Sýrlandi.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og önnur mannúðarsamtök freista þess að aðstoða milljónir manna sem búa við sult. Þörfin fyrir aðstoð er hins vegar miklu meiri en framlög til hjálparstarfsins. WFP telur að kostnaðurinn við að afstýra hungursneyð hafi hækkað upp í sjö milljarða bandarískra dala, úr 6,6 milljörðum fyrr á árinu.</p> <p>Í frétt frá WFP kemur fram að fjölskyldur sem standi frammi fyrir bráða fæðuóöryggi þurfi einnig að taka hrikalegar ákvarðanir til að þrauka. Greining stofnunarinnar í 43 þjóðríkjum sýni að fjölskyldur neyðist til að borða minna, eða sleppa algerlega máltíðum, fæða börnin fremur en þá fullorðnu, gifta ungar dætur eða taka börn úr skóla, selja eignir og búpening eða annað sem unnt er að selja í skiptum fyrir máltíð.</p> <p>Á þessu ári hefur Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna staðið fyrir umfangsmestu aðgerðum í sögu stofnunarinnar, veitt matvælaaðstoð til 139 milljóna manna í 85 löndum.</p>

05.11.2021UNICEF: Hafnarfjarðarbær tilnefndur til hvatningaverðlauna

<span></span><span></span> <p>Í morgun bárust þær fréttir að Hafnarfjarðarbær er tilnefndur til Hvatningarverðlauna Barnvænna sveitarfélaga UNICEF (e. Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards)&nbsp;fyrir verkefni sitt „Brúin“ í flokknum „barnvæn félagsþjónusta“. &nbsp;Almenningi gefst kostur á að&nbsp;<a href="https://childfriendlycities.org/2021-inspire-awards/vote/">taka þátt í netkosningu verðlaunanna</a>&nbsp;og hægt er að kjósa sitt uppáhaldsverkefni til 14. nóvember næstkomandi.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JDD_rR54VEg" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Samkvæmt frétt frá UNICEF er markmið Brúarinnar að samþætta þjónustu Hafnarfjarðarbæjar og auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. „Bæjaryfirvöld hafa frá árinu 2018 þróað verklag í þeim tilgangi að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins. Áhersla er lögð á að veita þjónustu á fyrri stigum með aðkomu brúarteyma leik-og grunnskólanna. Ásamt því hefur samvinna fagfólks verið efld á milli fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar,“ segir í fréttinni.&nbsp;<a href="https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/bruin/">Nánar er hægt að lesa um verkefnið á vef bæjarins hér.&nbsp;</a></p> <p>Tilkynnt verður um sigurvegara 17. nóvember næstkomandi og UNICEF hvetur að sjálfsögðu alla til að&nbsp;<a href="https://childfriendlycities.org/2021-inspire-awards/vote/">greiða þessu flotta framtaki Hafnfirðinga atkvæði sitt á vefsíðu Inspire Awards.</a>&nbsp;Á vefsíðunni er einnig hægt að horfa á kynningarmyndband um verkefnið og greiða atkvæði í fleiri flokkum verðlaunanna.</p>

04.11.2021Mikil aukning fjármagns frá einkageiranum til þróunarríkja ​

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;">Fjármagnsstreymi til þróunarríkja hefur vaxið jafnt og þétt síðasta áratuginn, að mestu leyti fyrir tilverknað fjármagns frá einkageiranum. Á síðasta áratug hækkuðu fjárframlög einkageirans til þróunarríkja um tíu prósent á ári en á sama tíma hækkuðu opinber fjárframlög um tvö prósent ár hvert. Árið 2010 nam opinbert fjármagn til þróunarríkjanna 64 prósentum en árið 2019 voru hlutföllin á milli einka- og opinbers fjármagns nánast þau sömu.</p> <p><span>Þessar upplýsingar koma fram í nýrri grein frá Alþjóðabankanum í Washington sem nefnist <a href="https://thedocs.worldbank.org/en/doc/9eb18daf0e574a0f106a6c74d7a1439e-0060012021/original/A-Changing-Landscape-Trends-in-Official-Financial-Flows-and-the-Aid-Architecture-November-2021.pdf" target="_blank">„A Changing Landscape: Trends in Official Financial Flows and the Aid Architecture.“</a></span></p> <p><span>Greinarhöfundar segja að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi tafið áætlanir og framfarir um heim allan, einkum í þróunarríkjum, þar sem flóknar áskoranir voru fyrir hendi áður en faraldurinn skall á. „Í þessum ríkjum hefur utanaðkomandi fjárstuðningur, einkum í gegnum þróunarsamvinnu, verið uppspretta stuðnings við efnahagslegar umbreytingar og framfarir í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.“</span></p> <p><span>Í greininni kemur líka fram að fjármagn sem framlagsríki hafi ekki ráðstafað til tiltekinna viðtökuríkja hafi fjórfaldast á síðustu tveimur áratugum og hafi náð 70 milljörðum bandarískra dala árið 2019, eða rúmlega fimmtungi allra opinberra framlaga til þróunarríkja. „Vaxandi hlutdeild fjármagns sem ekki er úthlutað til tiltekinna viðtakenda bendir til vaxandi áherslu á alþjóðlegan og svæðisbundinn stuðning og stuðning við neyðaraðstoð, mannúðaraðstoð og stuðning við flóttafólk í framlagsríkjunum,“ segir í greininni.</span></p>

04.11.2021Fermingarbörn safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku

<span></span> <p>Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús um land allt þessa dagana með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigli. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.</p> <p>Meðal þess sem börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá að kynnast aðstæðum sem fólkið á verkefnasvæðum býr við og rætt er um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi. </p> <p>Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Fyrir söfnunina fá börnin leiðbeiningar um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Börnunum er uppálagt að fara alltaf&nbsp; tvö og tvö saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á meðan fjáröflun stendur.&nbsp;&nbsp; </p> <p>„Með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Börn í fermingarfræðslu hafa í meira en tuttugu ár lagt sitt af mörkum með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en árið 2019 söfnuðu þau&nbsp;rúmum 7,2 milljónum króna með þessum hætti.&nbsp;</p> <p>Styðja má fjáröflun fermingarbarna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefa 2.500 krónur eða leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499. </p>

03.11.2021Ísland eykur framlag sitt til loftslagstengdrar þróunarsamvinnu

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ávarpaði í dag viðburð Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem haldinn var af tilefni loftlagsráðstefnunarinnar í Glasgow, COP26. Þar tilkynnti hann jafnframt þátttöku Íslands í fjármögnun verkefnis UNDP til stuðnings loftslagstengdrar þróunarsamvinnu. Framlag Íslands nemur 150 milljónum króna til næstu þriggja ára.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>„Ísland er staðfast í að leggja sín lóð á vogarskálarnar þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftlagsbreytingum. Aðstoð við þróunarríki er lykilatriði og við munum halda áfram að auka framlög okkar til loftlagstengdrar þróunarsamvinnu. Hér spilar stuðningur okkar við verkefni UNDP mikilvægan þátt og við hlökkum til samstarfsins,“ <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/11/03/Avarp-a-vidburdi-UNDP-um-Climate-Promise-a-COP26/" target="_blank">sagði ráðherra meðal annars í ávarpi sínu</a>.</span></p> <p><span>Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á árangur þróunarríkja við að takast á við loftlagsbreytingar, og þá sérstaklega hvernig UNDP og samstarfaðilar hafa, undir verkefninu „UNDP Climate Promise“, aðstoðað 120 þróunarríki við að skila metnaðarfullum landsákvörðuðum framlögum til Parísarsamningsins. Þá var einnig tilkynnt um næsta áfanga verkefnisins, sem miðar að því veita breiðan stuðning til hundrað þróunarríkja við framkvæmd landsákvarðaðra framlaga þeirra.</span></p> <p><span>UNDP er leiðandi stofnun á sviði umhverfistengdrar þróunarsamvinnu og spilar lykilhlutverk í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við framkvæmd Parísarsamningsins í þróunarríkjum.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

03.11.2021Opnað fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna

<p>Opnað hefur verið fyrir&nbsp;<a href="https://www.surveymonkey.com/r/8KXHG5K">umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.</a>&nbsp;Forsætisráðherra fer með skipun ráðsins en óskað er eftir börnum sem eru tilbúin að sitja í ráðinu í tvö ár, frá og með janúar 2022. </p> <p>Átta meðlimir ungmennaráðsins verða kosnir á barnaþingi umboðsmanns barna sem haldið verður í Hörpu dagana 18.-19. nóvember. Þar verða saman komin um 150 börn allstaðar að af landinu og munu þau hljóta kjörlista með upplýsingum um hvern frambjóðenda og persónuupplýsingum. Fjórir meðlimir ráðsins verða svo valdir í kjölfarið, af valnefnd á vegum forsætisráðuneytisins. Val á þeim einstaklingum miðast við að tryggja fjölbreytileika barnanna í ráðinu.</p> <p>Í ungmennaráðinu sitja tólf börn og skulu þau vera 13-18 ára á meðan á skipunartímabilinu stendur. Öll börnin í ráðinu skulu því vera fædd á árunum 2006-2009. Leitast er eftir því að hafa fjölbreyttan hóp barna í ráðinu, þá sér í lagi með tilliti til kynjahlutfalls og búsetu en áhersla hefur verið lögð á að vera með fulltrúa úr öllum landshlutum. Ráðið heldur að meðaltali einn netfund í mánuði, og hittist í persónu á lengri fundum 3-4 sinnum yfir árið. Forsætisráðuneytið stendur undir öllum kostnaði við ferðalög og fundarhöld og því ekki reiknað með að börn beri kostnað af setu í ráðinu.</p> <p>Hlutverk ungmennaráðs heimsmarkmiðanna er fyrst og fremst að vinna með málefni tengd heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, og vinna að því að koma sjónarmiðum barna á framfæri. Þetta er eina ungmennaráðið sem starfar innan stjórnsýslunnar og gefur það sínar ráðleggingar til ráðuneyta og ýmissa stofnanna eftir óskum. Einnig hefur ráðið greiðan aðgang að ráðuneytunum til að koma sínum málefnum á framfæri og funda til að mynda árlega með ríkisstjórn. &nbsp;</p> <p>Ungmennaráðið heldur á lofti ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þá sér í lagi hvað varðar áhrif barna á ákvarðanatöku og rétt þeirra til að láta í ljós skoðanir sínar.</p> <p><a href="https://www.surveymonkey.com/r/8KXHG5K" target="_blank">Hægt verður að gefa kost á sér í ráðið&nbsp;hér</a>, en lokað verður fyrir umsóknir klukkan 23.59, mánudaginn 15. nóvember. Öllum frambjóðendum verður tilkynnt um niðurstöður kosninga og valnefndar fyrir 10. desember.</p> <p><span><strong><em>Uppfært: Barnaþingi, sem halda átti í Hörpu dagana 18.-19. nóvember, hefur verið frestað í ljósi aðstæðna. Umsóknarfrestur til þátttöku í ungmennaráði heimsmarmiðanna hefur jafnframt verið lengdur til 3. desember 2021. Vonir standa til um að hægt verði að kjósa um meðlimi ungmennaráðsins á barnaþingi í janúar 2022.</em></strong> </span></p> <p>&nbsp;</p>

03.11.2021Rúmlega fjörutíu milljónir við dauðans dyr vegna matarskorts

<span></span> <p>„Við þurfum rúmlega sex milljarða Bandaríkjadala til þess að hjálpa 42 milljónum manna sem eru við dauðans dyr, ef við komum þeim ekki til bjargar. Það er ekki flókið,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Í <a href="https://www.wfp.org/stories/42-million-people-are-knocking-famines-door-and-us66-billion-could-save-them-now" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá stofnuninni segir að 42 milljónir manna í 43 þjóðríkjum dragi fram lífið við hungurmörk.</p> <p>Að mati WFP væri unnt að tryggja þessu fólki eina máltíð á dag næsta árið með rúmlega 800 milljarða króna fjárframlagi. Án matar bíði þeirra ekkert annað en sultur. </p> <p>Beasley segir að þótt heimsfaraldur kórónuveiru auki á vandann hvarvetna eigi þó stríðsátök að mannavöldum stóran þátt í auknum óstöðugleika sem birtist í nýrri hungurbylgju í heiminum. Mannleg eymd af þessum völdum sé ólýsanleg.</p> <p>Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er orðin mest í Afganistan en ástandið er grafalvarlegt í löndum eins og Eþíópíu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen. Alls búa 22,8 milljónir Afgana við alvarlegan matarskort eða fleiri en síðustu tíu árin sem Sameinuðu þjóðirnar hafa metið matvælaóöryggi. Þá hefur hungruðum í heiminum fjölgað um 15 milljónir frá því kórónuveirufaraldurinn hófst.</p> <p>Aldrei í sögu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hafa verkefni stofnunarinnar verið jafn umfangsmikil en á þessu ári veitir hún 139 milljónum manna matvælaaðstoð. WFP er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins á sviði mannúðarmála.</p>

02.11.2021Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að hamfarahlýnun grafi undan réttindum barna á hverjum einasta degi. „Nánast hvert einasta barn í heiminum verður nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar. Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Um það bil 1 milljarður barna - næstum helmingur allra barna í heiminum - er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógnar heilsu þeirra, menntun og öryggi,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Samtökin eru áberandi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem fer nú í Glasgow í Skotlandi. UNICEF vill tryggja að loftlagskrísan verði viðurkennd sem krísa fyrir framtíð allra barna. Um 20 ungir loftslagsaðgerðarsinnar eru staddir á ráðstefnunni á vegum UNICEF, margir hverjir frá löndum sem hafa orðið illa úti vegna áhrifa hamfarahlýnunar.</p> <p>„COP26 verður að vera COP fyrir börnin,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Framtíð milljarða barna veltur á því að þjóðarleiðtogar taki afgerandi ákvarðanir um losun gróðurhúsalofttegunda og stýri okkur af þeirri braut sem við erum á núna.“</p> <p>UNICEF hefur lengi sett umhverfismálin í forgang og birti í ágúst síðastliðnum skýrsluna&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/reports/climate-crisis-child-rights-crisis">‘The Climate Crisis Is a Child Rights Crisis: Introducing the Children’s Climate Risk Index</a>’. Þar kynnti UNICEF í fyrsta sinn sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðull (child-focused climate risk index) sem er heildræn greining á þeim áhættum sem steðja að börnum vegna hamfarahlýnunar, unnin út frá sjónarhóli barnsins. „Börn bera enga ábyrgð á hækkandi hitastigi á heimsvísu en það eru þau sem munu bera mestan skaða af,“ segir UNICEF og undirstrikar að niðurstöður COP26 komi til með að móta líf allra barna. Því skorar UNICEF á þjóðarleiðtoga og fyrirtæki að tryggja eftirfarandi:</p> <ul> <li>Auka fjárfestingu&nbsp;til loftslagsaðgerða: Til þess að vernda börn, samfélög og þá hópa sem eru viðkvæmastir fyrir áhrifum hamfarahlýnunar þá verður að aðlaga mikilvæga þjónustu að þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar, þar á meðal vatns- og hreinlætiskerfi, heilbrigðisþjónustu og skóla. Efnameiri ríki verða að stórauka árleg framlög sín til loftslagsaðgerða og aðlögunar þar sem núverandi loforð eru langt í frá nægileg;</li> <li>Draga úr losun&nbsp;gróðurhúsalofttegunda: Til þess að afstýra verstu áhrifum hamfarahlýnunar þarf yfirgripsmiklar og brýnar aðgerðir. Lönd verða að skuldbinda sig til að minnka losun sina um að minnsta kosti 45% fyrir árið 2030 til þess að &nbsp;koma í veg fyrir að hitastig hækki um meira en 1,5 gráður;</li> <li>Tryggja þátttöku ungmenna&nbsp;í öllum innlendum og alþjóðlegum loftslagsviðræðum og ákvörðunum, þar með talið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). Börn og ungmenni verða að vera þátttakendur í öllum ákvörðunum er snúa að loftslagsmálum;&nbsp;</li> <li>Veita börnum fræðslu&nbsp;um loftslagsmál sem er gagnleg fyrir aðlögun þeirra og undirbúning undir áhrif hamfarahlýnunar. Börn og ungmenni munu þurfa að kljást við hinar hrikalegu afleiðingar hamfarahlýnunar og vatnsóöryggis þó að þau beri minnsta ábyrgð. Okkur ber skylda til að hjálpa öllum börnum og komandi kynslóðum;</li> <li>Tryggja sjálfbæra og jafna uppbyggingu&nbsp;eftir COVID-19 svo hæfni komandi kynslóða til að takast á við og bregðast við hamfarahlýnun verði ekki skert.&nbsp;</li> </ul>

01.11.2021Börn flosna upp vegna loftslagsbreytinga í vaxandi mæli

<span></span> <p>Hækkandi hitastig, hækkun sjávarborðs og niðurbrot lands leiddu til þess á síðasta ári að tíu milljónir barna flosnuðu upp frá heimilum sínum. Alþjóðsamtökin Save the children – Barnaheill, vara við því í nýrri skýrslu útgefinni í aðdraganda COP26 í Glasgow, að þessi börn og þúsundir annarra eigi aldrei afturkvæmt heim. Samtökin segja að uppflosnun fólks vegna loftslagsbreytinga sé komin til að vera og vandinn verði sífellt meiri. </p> <p>Samkvæmt <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/document/walking-into-the-eye-of-the-storm-how-the-climate-crisis-is-driving-child-migration-and-displacement/?_ga=2.164239546.465765105.1635763197-96525545.1633944748" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;lentu þrjátíu milljónir manna á hrakhólum á síðasta ári vegna breytinga á veðurfari, þriðjungurinn á barnsaldri, eða „þrisvar sinnum fleiri en fóru á vergang vegna átaka og ofbeldis,“ eins og segir í skýrslunni.</p> <p>Rannsókn Save the Children byggir á niðurstöðum rúmlega 420 rannsóknarskýrslna um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á börn ásamt viðtölum við 125 sérfræðinga. Einnig er rætt við 239 börn sem búa á áhættusvæðum í fimm heimsálfum, Fiji, Írak, Malí, Mósambík og Perú.</p> <p>Fram kemur í <a href="https://www.savethechildren.net/news/climate-crises-force-rising-numbers-children-their-homes-every-year-no-way-back" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Save the Children um skýrsluna að börn í öllum heimsálfunum fyndu þegar fyrir hrikalegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þeirra. Mörg þeirra hefðu neyðst til að flýja heimkynni sín, oftast úr dreifbýli í þéttbýli, og stundum hefðu þau þurft að ferðast ein. Sum barnanna nefndu að loftslagsbreytingarnir væru að auka á fátækt þeirra og kyrrsetja þau á áhættustöðum. „Sum börn slepptu máltíðum, mættu ekki í skóla, voru þvinguð til vinnu, í barnahjónabönd, götubetl, eða misnotuð kynferðislega,“ segir í fréttinni.</p>

29.10.2021Ráðherra lagði áherslu á græna orku á ráðherrafundi um loftslagsmál

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í ráðherrafundi um loftslagsmál á vegum forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þann 26. október. Fundinum var ekki síst ætlað að auka á þrýsting um árangur á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem hefst í Glasgow þann 1. nóvember.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðherra sagði frá áherslum og aðgerðum Íslands varðandi loftslagsmál og staðfesti að Ísland styður metnaðarfullar loftslagsaðgerðir. Hann sagði jafnframt að þörfin fyrir aðgerðir hefði aldrei verið brýnni en nú í aðdraganda COP26 og í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem lýst er í nýlegri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).&nbsp;</span></p> <p><span>„Umbreytingin yfir í græna orku á heimsvísu er grundvallaratriði í baráttunni við loftslagsbreytingar,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/10/26/Raeda-a-radherrafundi-forseta-allsherjarthings-STh-um-loftslagsmal/" target="_blank">í ræðu sinni</a>. „Hún getur hjálpað við að ná ýmsum heimsmarkmiðanna, svo sem markmiðum um kynjajafnrétti, matvælakerfi og sjálfbæra neyslu og framleiðslu.“</span></p> <p><span>Hann benti jafnframt á að mikilvægi þess að minnka útblástur í öllum atvinnugreinum og þess að auka stórlega bindingu kolefnis bæði með náttúrulegum aðferðum og með virkri fjarlægingu úr útblæstri.&nbsp;</span></p> <p><span>Ísland hafi sett sér loftslagsmarkmið sem ganga lengra en kröfur Parísarsamningsins, þar með talið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, í samstarfi við ESB og Noreg, um 55 prósent fyrir 2030. Stefnan sé einnig að ná kolefnishlutleysi í síðasta lagi 2040 og að hætta allri notkun jarðefnaeldsneytis í síðasta lagi 2050.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðherra kom að lokum inn á fjármögnun loftslagsaðgerða á alþjóðavísu. Hluti af endurnýjuðu landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins sé að auka við slíka fjármögnun og að sú aukning haldi áfram á næstu árum.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.10.2021SOS á Ís­landi send­ir rúm­ar 3 millj­ón­ir króna til Haítí

<span></span> <p>SOS Barna­þorp­in á Ís­landi senda á næstu dög­um rúmar þrjár milljónir króna til SOS á Haítí vegna neyð­ar­að­stoð­ar í kjöl­far jarð­skjálftanna í ág­úst síðastliðnum. Í neyð­ar­söfn­un í haust söfn­uð­ust rúmar ellefu hundruð þúsund krónur og SOS á Ís­landi bæt­ti við tveim­ur millj­ón­um króna úr neyð­ar­sjóði sam­tak­anna. Framlagi SOS verður var­ið í neyð­ar­að­gerð­ir á Haítí.</p> <p>Í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/almennar-frettir/sos-a-islandi-sendir-rumar-milljonir-krona-til-haiti/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef SOS segir að enn rík­i ringul­reið eft­ir skjálfta að stærð­inni 7,2 sem reið yfir vest­ur­hluta eyjunn­ar 14. ág­úst og neyð­in sé því enn mik­il. „SOS Barna­þorp­in og fleiri hjálp­ar­sam­tök eru á staðnum en helstu verk­efni SOS eru að tryggja ör­yggi og vel­ferð barna og fjöl­skyldna þeirra,“ segir í fréttinni.</p> <p>For­gangs­verk­efni SOS á Haítí eru meðal annars upp­setn­ing á barn­væn­um svæð­um og að veita umkomu­laus­um börn­um stuðn­ing og börn­um sem hafa orð­ið við­skila við fjöl­skyld­ur sín­ar. „Rík áhersla er á að sam­eina fjöl­skyld­ur. Þá hef­ur SOS skóli í Les Cayes ver­ið opn­að­ur fyr­ir nem­end­ur, SOS send­ir starfs­fólk til að hjálpa í neyð­ar­skýl­um og ver­ið er að setja á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­hjálp. Sam­hliða þessu er SOS einnig að að­stoða starfs­fólk okk­ar sem skjálft­inn kom illa nið­ur á.“</p> <p><strong>Skóla­göngu 230 þús­und barna ógn­að</strong></p> <p>Samtökin benda á að raun­veru­leg hætta sé á að yfir 230 þús­und börn hætti í skóla ef skól­ar opni ekki fljótt aft­ur. Skað­leg­ar af­leið­ing­ar þess yrðu óbæt­an­leg­ar. Tíu þús­und pökk­um með skóla­gögn­um verður dreift til barna sem jarð­skjálft­inn kom verst nið­ur á og fleiri nem­end­ur fá að­stoð eft­ir því sem þörf­in kem­ur bet­ur í ljós.</p> <p>Sam­kvæmt síð­ustu upp­lýs­ing­um frá Haítí hafa 2.207 fund­ist látn­ir, 320 er enn sakn­að, 12.268 eru slasaðir, 52.952 hús eyði­lögð­ust og 77.066 hús urðu fyr­ir skemmd­um.</p> <p>„Fé­lags­hag­fræði­leg áhrif skjálft­ans versna með hverj­um degi,“ segir í frétt SOS. „At­vinnu­leysi er að aukast þar sem starf­semi fyr­ir­tækja hef­ur víða lagst nið­ur eða hrein­lega þurrk­ast út. Fjöl­skyld­ur upplifa fæðuóör­yggi í aukn­um mæli, þung­an­ir stúlkna á barns­aldri aukast sem og af­brot, sér­stak­lega með­al ung­linga­gengja.“</p> <p>Skjól­stæð­ing­ar SOS Barna­þorp­anna á Haítí eru um 11.700 tals­ins í þremur barnaþorpum en bú­ast má við að þeim fjölgi verulega á næst­unni. Um 1300 þeirra eru börn og ung­menni í barna­þorp­um en auk barna­fjöl­skyld­na í fjöl­skyldu­efl­ingu.&nbsp;</p>

28.10.2021Góður framgangur samstarfsverkefnis Íslands og UN Women í Mósambík

<p>Ný landsstefna hefur verið mótuð og innleidd til að bæta þjónustu við fórnarlömb heimilisofbeldis í Mósambík og 822 einstaklingar hafa fengið þjálfun í heildrænni nálgun fyrir umsýslu og umönnun fórnarlamba þar í landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum miðannarúttektar á verkefni UN Women sem Ísland styður í Mósambík.</p> <p>Fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku þátt í samráðshópi úttektarinnar fyrir Íslands hönd. Verkefnið ber yfirskriftina „Skilvirk þátttaka af hálfu kvenna og stúlkna á sviði friðar, öryggis og enduruppbyggingar í Mósambík“ (e. Promoting women and girl‘s effective participation in peace, security and recovery in Mozambique).</p> <p>Árangur af verkefninu hefur verið margvíslegur og hefur markmiðum fyrir ólíka verkþætti verið náð. Yfir 1500 konur frá frjálsum félagasamtökum hafa fengið þjálfun í friðar- og öryggismálum, auk þess sem samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar. Því til viðbótar hafa yfir 200 karlmenn fengið þjálfun í hvernig virkja megi konur til þátttöku í friðarferlum. Alls er talið að almenn kynning og fræðsla vegna verkefnisins hafi náð til 21 milljón einstaklinga.</p> <p>Framlag Íslands fól m.a. í sér að sex nemendur hlutu þjálfun hjá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ á Íslandi og luku diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Þessir nemendur komu úr lykilstofnunum í Mósambík sem stuðla að friði og öryggi, s.s. frá lögreglu, her og fræðastofnunum og munu nemendurnir hafa hlutverki að gegna í áframhaldandi innleiðingu verkefnisins.</p> <p>Verkefnið hófst í desember 2017 og var framlengt án frekari fjárveitingar til 2022. Verkefnið hefur verið innleitt í 17 sveitarfélögum (e. Districts) í sjö héruðum (e. Provinces) landsins og nemur heildarumfang þess 4,5 milljónum bandaríkjadollara. Meginmarkmið verkefnisins eru þríþætt: (1) mótun landsáætlunar um konur frið og öryggi (NAP 1325), (2) stuðla að getu stjórnvalda til að fylgja eftir og framkvæma áætlunina í öllum landshlutum, og (3) að veita samþætta þjónustu fyrir konur og stúlkur sem eru fórnarlömb ofbeldis, og jafnframt stuðla að sjálfstæði þeirra og efnahagslegum framgangi.</p> <p>Þrátt fyrir góðan árangur verkefnisins á ýmsum sviðum, telja skýrsluhöfundar að úrbóta sé enn þörf til að auka heildarárangur verkefnisins. Niðurstöður miðannarúttektarinnar eru settar fram í skýrslum á <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/Evaluation%20Mid-Term%20Report%20UNW%20WPS%20Mozambique_final%203.pdf">ensku</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/Relatorio%20de%20Avalia%c3%a7%c3%a3o%20MT%20UNW%20MPS%20Mo%c3%a7ambiquePT_11July_final.pdf">portúgölsku</a>.</p>

27.10.2021Risaeðla varar þjóðir heims við útrýmingu

<p><span>Risaeðla ryðst inn í sal allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og segir ráðvilltum og hræddum diplómötum og þjóðarleiðtogum að nú sé kominn tími til að mannfólkið hætti að afsaka sig og grípi til aðgerða í loftslagsmálum. Mannkynið sé að tortíma sjálfu sér. „Við vorum allavega með loftstein,“ segir risaeðlan, „hver er ykkar afsökun?“</span></p> <p><span>Svona hefst myndband sem Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Heimsfrægt fólk var fengið til þess að tala fyrir risaeðluna en á íslensku er það enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem ljáir risaeðlunni rödd sína. Á öðrum tungumálum eru það meðal annars Jack Black (enska), Eiza González (spænska), Nikolaj Coster-Waldau (danska) og Aïssa Maïga (franska) sem tala fyrir risaeðluna.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/sm67PpD4czE" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er á meðal þeirra sem vekja athygli á myndbandinu í dag. Herferðin beinir kastljósinu meðal annars að neikvæðum áhrifum niðurgreiðslna á jarðefnaeldsneyti, en árlega eyða ríki heims um 423 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 54 þúsund milljarða króna, í að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti. Upphæðin er fjórum sinnum hærri en sú sem kallað er eftir til að styðja þróunarríki í baráttunni við loftlagsbreytingar og þrisvar sinnum hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma sárafátækt. Einnig væri hægt að nýta upphæðina til að borga fyrir COVID-19 bólusetningar fyrir allt mannkyn.</span></p> <p><span>„Heimsfaraldur COVID-19 hefur afhjúpað úreltar áherslur á heimsvísu, þar með talið að ríki heims eyði milljörðum dollara í niðurgreiðslu jarðefnaeldsneyta á meðan milljónir manna búa við fátækt og áhrif loftlagsbreytinga aukast. Við verðum að vera hreinskilin og spyrja okkur sjálf hvort að niðurgreiðsla jarðefnaeldsneytis sé rökrétt nýting á skattfé?“ segir Achim Steiner, framkvæmdarstjóri UNDP í fréttatilkynningu í tengslum við herferðina.</span></p> <p><span>Niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti gagnast ekki meirihluta mannkyns, þær eru bæði afkastalitlar og ýta undir ójöfnuð. Þvert á þróunarríki fara um helmingur opinberra útgjalda til stuðnings á neyslu jarðefnaeldsneytis en eingöngu um 20 prósent af íbúum njóta góðs af samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).</span></p> <p><span>Hægt er að lesa meira um herferðina „Don‘t Choose Extinction“ á <a href="https://www.dontchooseextinction.com" target="_blank">www.dontchooseextinction.com</a>. Þar má nálgast upplýsingar um hvað bæði einstaklingar og ríki geta gert til að tækla loftlagsbreytingar.</span></p> <p><span>UNDP er leiðandi á sviði þróunarsamvinnu hjá Sameinuðu þjóðunum og loftlagsmála og er ein af samstarfsstofnunum Íslands í þróunarsamvinnu.</span></p>

22.10.2021Efla tæknilega innviði og hjálparstarf í Afríku

<p><span>Upplýsingatæknifyrirtækið Origo er nýr samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu „Brúun hins stafræna bils“&nbsp;sem miðar að því að efla getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Fjárfesting í slíkri uppbyggingu stóreykur getu landsfélaga til að framkvæma hjálparstarf með meiri skilvirkni og hagkvæmni að því er segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">frétt Rauða krossin</a><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">s</a>. Verkefnið nýtur fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda en fyrirtækin Íslandsbanki, Reiknistofa bankanna og ST2 styðja það einnig og veita því tæknilegan stuðning með þátttöku starfsfólks sem býr yfir sérþekkingu á fjölbreyttum sviðum í upplýsinga- og samskiptatækni.</span></p> <p><span>Guðný Nielsen, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir mörg landsfélög Rauða krossins í Afríku búa við mjög bágan kost og reiði sig á gamla og jafnvel úrelta tækni,</span></p> <p>„Þannig að tækifærin til að stórefla árangur og gera landsfélögin betur í stakk búin fyrir miklar framtíðaráskoranir eru í raun óteljandi. Það er mjög spennandi að taka þátt í slíkri uppbyggingu. Bæði fyrir okkur en ekki síst íslensk fyrirtæki sem búa yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði og hafa hér tækifæri til þess að virkja þessa þekkingu utan landssteinanna, í sumum af fátækustu ríkjum heims,“ segir Guðný á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">vef Rauða krossins</a>.</p> <p><span>António Guterres&nbsp;aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að hraði sjálfbærrar þróunar sé of hægur og&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2018/09/1020342">hvatt einkageirann</a> til að vera drifkraftur í þeirri vegferð. Það gera sömuleiðis íslensk stjórnvöld sem fyrir nokkrum árum settu á fót sérstakan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem nú ber heitið <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu</a>. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims.</span></p> <p><span><strong>Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks</strong></span></p> <p><span>Guðrún Svava Kristinssdóttir sér um samræmingu samfélagslegrar ábyrgðar hjá Origo og segir fyrirtækið leita leiða til þess að styðja við góð málefni hvar sem þau finnast, hvort sem það er í þágu viðskiptavina eða góðgerðarstarf.</span></p> <p><span>„Origo vinnur að þróun lausna sem leitast við að bæta samfélagið. Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks. Má sem dæmi nefna heilbrigðislausnir Origo sem beita sér að því að bæta upplifun og þjónustu innan heilbrigðiskefisins, einnig Timian innkaupakerfið sem sýnir kolefnisspor vara í innkaupum og Justly Pay – hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að komast í gegnum jafnlaunavottun með stafrænum hætti. Við trúum á opna þekkingu, frjálsa dreifingu hugmynda og hugvits og að með því að deila sem mestri þekkingu milli fólks leiði hún til samlegðaráhrifa í uppbyggingu betra samfélags fyrir alla“, segir Guðrún Svava við Rauða krossinn.</span></p> <p><span>Origo tekur meðal annars mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og styður sérstaklega við fjögur heimsmarkmið; 5, jafnrétti kynjanna, 9, nýsköpun og uppbygging, 12, ábyrg neysla og 13, aðgerðir í loftslagsmálum.&nbsp;</span>„Þetta samstarfsverkefni við Rauða krossinn vinnur einmitt meðal annars að heimsmarkmiðum 5 og 9 svo það passar einstaklega vel við okkar markmið.“</p> <p><strong>Lítil verk gleðja</strong></p> <p>Anton Stefánsson, vefforritari hjá Origo, hefur verið í hvað mestu samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og hefur í störfum sínum aðstoðað landsfélagið við að halda úti og uppfæra vefsíðu sína.</p> <p>„Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði í þessu frábæra samstarfi var hvað ég gat í raun hjálpað rosalega mikið með því einfaldlega að deila minni þekkingu,“ segir Anton. „Undanfarna mánuði hef ég verið að funda með starfsfólki Rauða krossins í Sierra Leone á Teams og hjálpaði þeim við að uppfæra vefsíðuna þeirra og eitt af mínum fyrstu verkum var sýna þeim hvernig þau gátu uppfært hlekk í fæti á vefsíðunni sem hafði vísað inná ranga Facebook síðu í dágóðan tíma. Þetta litla verk gerði þau strax svo glöð og ég fann fyrir svo miklu þakklæti,“&nbsp;segir Anton.</p> <p>Brúun hins stafræna bils er langtímaverkefni Rauða krossins sem hófst árið 2013 og mun halda áfram næstu árin, með stuðningi stjórnvalda og fyrirtækja, segir í frétt Rauða krossins.</p> <p>Fréttina í heild sinni má lesa á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">vef Rauða krossins</a>.</p>

21.10.2021Glænýr FO bolur til stuðnings „gleymdu kvennanna“ í Mið-Afríkulýðveldinu

<span></span> <p>Konur og stúlkur í Mið-Afríkulýðveldinu eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi en á hverri klukkustund er kona eða stúlka þar í landi beitt kynferðisofbeldi. UN Women á Íslandi hóf í dag sölu á FO bolnum 2021 og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu.</p> <p>Að sögn UN Women er talað er um Mið-Afríkulýðveldið sem gleymda ríkið þar sem staða íbúa þjóðarinnar er sérstaklega slæm. Íbúar landsins hafa glímt við spillingu, skæruliðahópa, stjórnarfarslegan óstöðugleika, þjóðernisátök og stríðsástand í áratugi. Innviðir eru í lamasessi og fátækt er gríðarleg þrátt fyrir mikil náttúruleg auðæfi.</p> <ul> <li>Heildaríbúafjöldi í Mið-Afríkulýðveldinu (CAR) er rétt rúmlega 4,8 milljónir manna</li> <li>Um 2,8 milljónir íbúa Mið-Afríkulýðveldisins (57% þjóðarinnar) þurfa á neyðaraðstoð að halda</li> <li>742.000 manns er á vergangi innan eigin ríkis - 60% þeirra eru konur</li> <li>Á hverri klukkustund er kona eða stúlka í CAR<span>&nbsp; </span>beitt kynferðisofbeldi.</li> </ul> <p>Í þessum átökum hafa nauðganir að sögn UN Women verið notaðar sem stríðsvopn og fjöldi kvenna glímir við skelfilegar afleiðingar þess. Á átakatímum og í kjölfar COVID-19 hefur heimilisofbeldi, þvinguð barnahjónabönd og kynlífsþrælkun aukist til muna. Konur glíma þar að auki við sárafátækt og skert réttindi og tækifæri.</p> <p>„Konur í Mið-Afríkulýðveldinu eru á meðal fátækustu íbúa landsins og að auki ómenntaðar og ólæsar að mestu. Engu að síður eru það einna helst konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða, efla samfélagsleg tengsl og hafa verið í lykilhlutverki í því að koma á samskiptum milli ólíkra samfélagshópa í landinu í átökunum,“ segir í frétt frá UN Women.</p> <p><strong>Hvað gerir UN Women?</strong></p> <p>UN Women er á staðnum og veitir þolendum ofbeldis sálræna aðstoð og aðstoðar þá við að sækja sér læknis- og lögfræðiaðstoð. Einnig veitir UN Women heilbrigðisstarfsfólki þjálfun við að bera kennsl á ummerki heimilisofbeldis og hvernig best sé að nálgast þolendur. Að sama skapi starfarUN Women starfar með stjórnvöldum að því að styrkja og breyta lögum landsins til að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. </p> <p>Með því að kaupa FO bolinn veitir þú „gleymdu konunum“ í Mið-Afríkulýðveldinu von og neyðaraðstoð.<span>&nbsp; </span>Tryggðu þér eintak á unwomen.is og í verslunum Vodafone. Takmarkað upplag!</p> <p>Vodafone á Íslandi kostaði framleiðslu á FO bolnum og rennur því allur ágóði beint til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu.</p> <p>&nbsp;</p>

20.10.2021Jemen: Fjögur börn drepin eða limlest daglega frá því átök hófust

<span></span> <p>„Átökin í Jemen hafa náð enn einum ömurlegum hápunktinum: Að minnsta kosti 10 þúsund börn hafa verið drepin eða limlest síðan átök hófust í mars 2015. Það jafngildir fjórum börnum á hverjum degi,“&nbsp;sagði James Elder, talsmaður UNICEF fyrir Jemen, á blaðamannafundi í Genf í gær. Samkvæmt <a href="https://unicef.is/unicef-jemen-born-drepin-limlest-hverjum-degi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF hafa börn verið drepin í sprengjuárásum á heimili sín, skóla eða heilsugæslur og misst útlimi við að stíga á jarðsprengjur. </p> <p>„Þessi tíu þúsund börn eru einungis þær tölur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið staðfestar og ætla má að raunveruleg tala sé mun hærri,“ segir í fréttinni þar sem segir enn fremur að mannúðarkrísan í Jemen sé ein sú sú versta í heiminum í dag þar sem ofbeldisfull og langvinn átök, efnahagshrun, fátækt, hungur og brostnir innviðir setja meira en 11 milljónir barna í landinu í hættu. </p> <p>UNICEF segir að á sama tíma og verulega hefur dregið úr alþjóðlegum fjárstuðningi til neyðaraðgerða í landinu hefur þörfin aldrei verið meiri:</p> <ul> <li>Fjögur af hverjum fimm börnum í landinu þarfnast neyðaraðstoðar;</li> <li>400 þúsund börn eru í lífshættu vegna alvarlegrar bráðavannæringar;</li> <li>Meira en tvær milljónir barna eru ekki í skóla;</li> <li>Tveir þriðju kennara hafa ekki fengið greidd reglubundin laun í meira en fjögur ár;</li> <li>1,7 milljónir barna eru á vergangi innan Jemen vegna ofbeldisins. Fleiri fjölskyldur leggja nú á flótta eftir því sem átök aukast í kringum borgina Marib.</li> </ul> <p>„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er á staðnum og vinnur með samstarfsaðilum við að hjálpa þeim börnum og fjölskyldum sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Sem dæmi má nefna að UNICEF styður börn sem þurfa meðferð við alvarlegri bráðavannæringu á meira en 4,000 heilsugæslustöðvum í Jemen, við tryggjum hreint vatn til yfir 5 milljóna manna og höfum hjálpað 620 þúsund börnum að halda áfram menntun á þessu ári. 1,5 milljón heimili fá fjárstuðning í hverjum ársfjórðungi og við þjálfum heilbrigðisstarfsfólk sem getur veitt þjónustu í afskekktum dreifbýlum. Að auki veitir UNICEF börnum sem hafa lent í áföllum sálrænan stuðning, fræðum börn og fjölskyldur um hættur vegna jarðsprengja og aðstoðum börn sem hafa slasast eða misst útlimi vegna átakanna,“ segir í fréttinni.</p> <p>Haft er eftir James Elder að ekki sé hægt að ofmeta alvarleika neyðarástandsins í Jemen þar sem landsframleiðsla hefur hrunið um 40% síðan átök hófust, mikill fjöldi hefur misst vinnuna og stór hluti opinberra starfsmanna, þar á meðal læknar, kennarar og hreinlætisstarfsfólk, fær ekki reglubundin laun. Elder lýsir því að hafa hitt kennara og barnalækna, sem þrátt fyrir að hafa ekki fengið greidd laun&nbsp;í langan tíma, mæta áfram í vinnuna til að bjarga vannærðum börnum og tryggja rétt barna til menntunar. Þau færi fórnir á hverjum degi og selji eignir sínar til að eiga fyrir mat fyrir börnin sín.</p> <p>„Börnin í Jemen svelta ekki vegna skorts á mat – þau svelta vegna þess að fjölskyldur þeirra eiga ekki efni á mat. Þau svelta vegna þess að fullorðnir halda áfram stríði þar sem börn eru stærstu fórnarlömbin,“ segir Elder.</p> <p>Til þess að UNICEF og önnur hjálparsamtök geti náð til allra þeirra barna sem þurfa hjálp þarf nauðsynlega að auka alþjóðlegan fjárstuðning.</p> <p>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börnin í Jemen er alltaf í gangi og hægt er að hjálpa með því að senda SMS-ið JEMEN í 1900 (1900 krónur).</p>

19.10.2021Stefnt að því að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne á næstu árum

<span></span> <p>Á síðasta ári fóru 129 konur og stúlkur í skurðaðgerð og eftirmeðferð vegna fæðingarfistils í Síerra Leóne fyrir tilstilli stuðnings Íslands við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) gegn fistli. Hann er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum en víða í fátækum ríkjum er hann yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel óþekkt að lækning sé til. Ísland undirbýr nú að auka samstarf við UNFPA með það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum. </p> <p>„Meginmarkmið verkefnisins er að stuðla að auknum lífsgæðum stúlkna og kvenna með aðgerðum sem draga úr hættu á og lækna fistil,“ segir Ásdís Bjarnadóttir sérfræðingur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Fistlinum hefur verið lýst sem örkumli kvenna, einkum ungra kvenna og stúlkna, sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til þess að þær upplifa mikla skömm og víða er þeim útskúfað félagslega.“</p> <p>Meðal samstarfsaðila er kvennamiðstöðin Aberdeen Women‘s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir vegna fæðingafistils og endurhæfingu. Þar fengu fyrrnefndar 129 konur og stúlkur meðferð á síðasta ári. </p> <p>Barnahjónabönd eru algeng í Síerra Leóne og ótímabærar barneignir bein afleiðing þeirra. Það hefur í för með sér aukna hættu á fæðingarfistli en rúmlega 20 prósent kvenna sem fæða barn árlega í landinu eru yngri en 19 ára. Nákvæmar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne eru ekki til en talið er að um 2.400 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli þar.</p> <p>Nánar í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/10/19/Aukid-samstarf-vid-UNFPA-gegn-faedingarfistli-i-Sierra-Leone/">pistli</a>&nbsp;í Heimsljósi.</p>

18.10.2021Hungruðum fjölgar um 140 milljónir

<strong><span></span></strong> <p>Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir því á laugardag, á alþjóðlega matvæladeginum, að bæta þyrfti fæðuöryggi fyrir þann hluta mannkyns sem býr við örbirgð. Tæplega einn milljarður jarðarbúa hefur ekki nóg að borða.</p> <p>Í ávarpi í tilefni dagsins kallaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir kröftugum aðgerðum og fjárfestingum til að efla staðbundna matvælaframleiðslu. Hann sagði að hartnær fjörutíu pósent alls mannkyns, um þrír milljarðar jaðarbúa, hafi ekki efni á heilsusamlegri fæðu. Meðal þeirra sem væru í mestri áhættu nefndi hann flóttafólk og þau sem væru á hrakhólum innan eigin ríkis vegna átaka.</p> <p>„Heimsfaraldurinn hefur leitt til þess að þeim sem eiga tæpast til hnífs og skeiðar hefur fjölgað um 140 milljónir. Á sama tíma taka framleiðsluaðferðir okkar, neysla og matarsóun þungan toll af jörðinni og ógnar náttúruauðlindum okkar, loftslagi og náttúrulegu umhverfi – og kostar okkur himinháar fjárhæðir,“ sagði Guterres.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/I_s5KWVCb48" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Myndband frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um umfang verkefna stofnunarinnar sem veitir um 100 milljónum manna í 88 löndum matvælaaðstoð á hverju ári.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar vara við því að hungur færist í aukana og tilgreinir sem ástæður stríðsátök, fólksflutninga, loftslagsbreytingar og efnahagsleg áhrif COVID-19.</p> <p>Alþjóðlegi matvæladagurinn, 16. október, er jafnframt stofndagur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), sem sett var á laggirnar þann dag árið 1945.</p>

15.10.2021Hungurvísitalan 2021: Vannærðum fjölgar hratt

<span></span> <p>Heimsfaraldur, loftslagsbreytingar og stríðsátök kynda undir aukið hungur í heiminum. Samkvæmt nýútgefinni alþjóðlegri hungurvísitölu (<a href="https://www.globalhungerindex.org/pdf/en/2021.pdf" target="_blank">Global Hunger Index</a>) lifa íbúar tæplega fimmtíu þjóðríkja við hungurmörk og þeim fjölgaði um 320 milljónir á síðasta ári. Samkvæmt öðru heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna á hungri að vera útrýmt í heiminum árið 2030. Þróunin síðustu misserin er í öfuga átt.</p> <p>Marga undanfarna áratugi, allt frá árinu 1960, fækkaði vannærðu fólki í heiminum jafnt og þétt. Það þótti því ekki óraunhæft árið 2015 að samþykkja heimsmarkmið 2.1 með þessum orðum: „Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.“</p> <p>Nú blasir hins vegar við önnur mynd og „baráttan gegn hungri er komin hættulega langt af leið,“ eins og skýrsluhöfundar Global Hunger Index segja. Niðurstöður skýrslunnar eru samhljóða gögnum frá Sameinuðu þjóðunum sem sagt var frá nýlega og sýndi fjölgun hungraða um 320 milljónir milli ára. Það merkir að alls býr tæplega þriðjungur jarðarbúa – 2,4 milljarðar – við hungurmörk.</p>

14.10.2021Óttast um öryggi barna í varðhaldi í Líbíu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir&nbsp;flóttafólk&nbsp;og hælisleitendur í&nbsp;Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu. UNICEF&nbsp;segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni í nýlegum fjöldahandtökum stjórnvalda.</p> <p>„Börn í leit að vernd sæta alvarlegum mannréttindabrotum í Líbíu, þar á meðal þessu handahófskennda varðhaldi,“ segir&nbsp;Cristina&nbsp;Brugiolo, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Líbíu. „Börnum er haldið í skaðlegum og ómannúðlegum aðstæðum í þessum stöðvum. Við getum gert ráð fyrir að heildarfjöldi barna í haldi sé mun hærri en uppgefið er, þar sem börn eru meðal annars vistuð í klefa með fullorðnum mönnum.“</p> <p>Þessar varðhaldsstöðvar eru yfirfullar og mun fleiri einstaklingar vistaðir þar en gert er ráð fyrir. Stærst þessara stöðva er „Al&nbsp;Mabandi“ þar sem 5 þúsund manns eru nú í haldi, eða fjórum sinnum fleiri en gert er ráð fyrir. Þar á meðal 100 börn og 300 konur.</p> <p>UNICEF&nbsp;og fleiri mannúðarsamtök skora á stjórnvöld í Líbíu að vernda börn og tryggja að þau sæti ekki aðskilnaði við foreldra, forráðamenn og fjölskyldur.&nbsp;UNICEF&nbsp;kallar einnig eftir því að öll börn verði þegar í stað látin laus úr varðhaldi í Líbíu.</p> <p>„UNICEF&nbsp;hefur boðið fram sérfræðiaðstoð sína í að hjálpa stjórnvöldum að finna önnur og mannúðlegri úrræði fyrir börnin,“ segir&nbsp;Brugiolo.</p> <p>Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda hafa verið handteknir í Líbíu á síðustu dögum en margir hinna handteknu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða stjórnarhátta víðs vegar um Afríku á umliðnum árum, að því er fram kemur í <a href="https://unicef.is/ottast-um-oryggi-barna-i-vardhaldi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF á Íslandi.</p>

13.10.2021Afganistan efst á baugi á kjördæmisfundi Alþjóðabankans ​

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag þátt í fjarfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem málefni Afganistan voru helsta umfjöllunarefnið.</p> <p>Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Hartwig Schafer, yfirmaður Suður-Asíusviðs Alþjóðabankans, sem fór yfir stöðuna varðandi verkefni bankans í Afganistan en hlé hefur verið gert á starfsemi í landinu meðan horfur eru metnar.</p> <p>Ísland hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn, sem og aðrar alþjóðastofnanir, gæti þess að sá mannúðarstuðningur sem veittur er til Afganistan komi konum og stúlkum til góða, ekki síður en körlum.</p> <p>Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málefnasviðum.</p>

13.10.2021„Líkami okkar, þeirra vígvöllur“

<span></span> <p>UN Women á Íslandi efnir á morgun, 14. október, til málþings með yfirheitinu „Líkami okkar, þeirra vígvöllur“ þar sem Christina Lamb, fréttastjóri erlendra frétta hjá breska stórblaðinu The Sunday Times og margverðlaunaður rithöfundur, flytur erindi um samnefnda bók sína sem kom út fyrr á árinu: Our Bodies, Their Battlefield. Málþingið verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar milli klukkan 16:30 og 18:00 og fer fram á ensku.</p> <p>Á málþinginu ræðir Christina Lamb inntak bókar sinnar sem sögð er gríðarlega mikilvæg heimild um sértæk áhrif stríðs á konur, beitingu kynferðisofbeldis og nauðgana sem vopn í stríðsátökum og afleiðingar alls þessa á líf kvenna og samfélaga þeirra. Christina Lamb hefur starfað sem fréttaritari í meira en þrjá áratugi og hefur fyrst og fremst flutt fréttir af átakasvæðum fyrir The Sunday Times. Líkami okkar, þeirra vígvöllur er níunda bók Lamb en aðrar eru meðal annars The girl from Aleppo, Farewell Kabul auk þess sem hún er meðhöfundur að I am Malala. </p> <p>Að loknu famsöguerindinu fara fram pallborðsumræður þar sem eftirfarandi sérfræðingar taka þátt:</p> <ul> <li>Salvator Nkurunziza, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu</li> <li>Erna Huld Ibrahimsdóttir, þýðandi, túlkur og kynjafræðingur.</li> <li>Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur í friði og öryggis- og mannúðarmálum hjá svæðisskrifstofu UN Women í Evrópu og Mið-Asíu</li> </ul> <p>Skráning á viðburð <a href="https://www.facebook.com/events/4387542501323579" target="_blank">hér</a>.</p> <p>Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis.</p>

12.10.2021Skurðstofa opnar í Mangochi vegna fæðingarfistils

<span></span> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna gegn fæðingarfistli víðs vegar í heiminum, meðal annars í Malaví, sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Sawu Mponda er átján ára og býr í Makanjira, afskekktu svæði í Mangochi héraði. Hún fékk fæðingarfistil eftir að hafa gengið í gegnum erfiða og langa barnsfæðingu í febrúar á þessu ári með fyrsta barn sitt sem hafði þær afleiðingar að gat myndaðist á þvagblöðruna.</p> <p>„Ég áttaði mig á því þremur dögum eftir fæðinguna að eitthvað mikið væri að. Ég gat ekki haldið þvagi,“ segir Sawu sem leitaði því til héraðssjúkrahússins í Mangochi í Malaví, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð til að laga fæðingarfistilinn. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að gangast undir aðgerðina. Núna get ég haldið áfram að lifa mínu eðlilega lífi,“ segir Sawu í samtali við Heimsljós.</p> <p>Héraðssjúkrahúsið í Mangochi með stuðningi frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og fjármagni frá Íslandi hefur á þessu ári framkvæmt sextán aðgerðir á konum með fæðingarfistil en markmiðið er að búið verði að framkvæma fimmtíu aðgerðir í lok árs. Í lok þessa mánaðar verður opnuð sérstök skurðstofa á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi þar sem loksins verður hægt að bjóða stúlkum og konum upp á örugga meðferð og þjónustu gegn fæðingarfistli. Nú bíða 24 konur eftir aðgerð en áætla má að fleiri konur sæki þjónustuna á næstu mánuðum þegar fréttir berast af opnuninni. </p> <p>Stuðningurinn gegn fæðingarfistli hefur einnig verið í formi þjálfunar en sextíu konur sem hafa verið læknaðar af fæðingarfistli hafa fengið þjálfun í þeim tilgangi að tala fyrir og bera kennsl á konur sem þjást af þessum sökum í Mangochi héraði í Malaví.</p> <p><strong>Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins</strong></p> <p>Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins var haldinn í gær og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem stúlkur standa frammi fyrir á hverjum degi. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi í hvívetna og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu stúlkubarnsins. Í Malaví er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur. Samkvæmt tölum frá Mannfjöldasjóði SÞ í Malaví er önnur hver stúlka gift fyrir 18 ára aldur, sem er eitt hæsta hlutfall í heiminum. „Þegar stúlkur giftast snemma eru þær í meiri hættu á að verða fyrir heimilisofbeldi, smitast af HIV og verða barnshafandi áður en þær ná líkamlegum og andlegum þroska. Þá eru rúmlega fjórðungur kvenna sem fæða barn árlega í landinu stúlkur sem eru yngri en 19 ára. Ein af alvarlegri afleiðingum ótímabærs barnsburðar unglingsstúlkna er fæðingarfistill,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. </p> <p>Hún segir að fæðingarfistill (obstetric fistula) sé oftast afleiðing af ótímabærum barnsburði ungra stúlkna sem ekki hafa náð nægilegum líkamlegum þroska til að fæða barn þar sem þær eru enn börn sjálfar. „Þar af leiðandi ganga stúlkurnar oftar en ekki í gegnum erfiðari og lengri fæðingar en þær konur sem náð hafa líkamlegum þroska. Þó að flestar unglingsstúlkur fái fæðingarfistil við að fæða börn eru þess dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir að hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir en stúlkurnar rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt, sem leiðir til þess að þær eru útskúfaðar félagslega,“ segir hún. </p>

12.10.2021Stafræn gjá milli kynjanna í brennidepli á alþjóðadegi stúlkubarnsins

<span></span> <p>„Stúlkur eru í dag hluti af stafrænni kynslóð. Það er skylda okkar að ganga til liðs við þær í öllum sínum fjölbreytileika, auka áhrif þeirra í ákvarðanatöku í stafrænum heimi og ryðja burt hindrunum á stafrænum vettvangi,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær í ávarpi á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins.</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að gjá hafi myndast milli kynjanna í netnotkun. Samtökin hvetji til þess að gjáin verði brúuð. <a href="https://unwomen.is/slaandi-stadreyndir-um-stulkur/" target="_blank">UN Women</a>&nbsp;segir að slagorð alþjóðadagins sé „stafræn framtíð, okkar kynslóð“ og það sé innblásið af þeim öflugu stúlkum um allan heim sem berjast fyrir réttindum sínum, auknum tækifærum og jafnrétti. „Á þessum alþjóðadegi stúlkubarnsins kallar UN Women eftir auknu aðgengi stúlkna að netinu og menntunar á sviði forritunar og tölvunarfræða.“</p> <p>UNRIC segir að gjáin milli kynjanna í nettokun hafi stækkað með árunum, hún hafi verið 11 prósent árið 2013 en 17 prósent árið 2019. Munurinn sé mestur í fátækustu ríkjum heims, allt upp í 43 prósent. Fram kemur í <a href="https://unric.org/is/bruum-stafraena-kynjabilid/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC að 2,2 milljarðar ungs fólks undir 25 ára aldri hafi ekki netaðgang heima hjá sér og það bitni harðar á stúlkum en drengjum. „Á heimsvísu er hlutfall stúlkna í svokölluðum STEM greinum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði) 15 prósent eða minna, í tveimur þriðju hlutum ríkja.</p> <p>“Fjárfestingar sem miða að því að brúa stafræna kynjabilið geta skilað miklum arði. Sameinuðu þjóðirnar eru staðráðnar í því að vinna með stúlkum með það fyrir augum að þessi kynslóð stúlkna, hverjar sem þær eru og hverjar sem aðstæður þeirra eru, geti &nbsp;notið hæfileika sinna,” segir António Guterres í frétt UNRIC og kveðst binda vonir við alþjóðlegt samstarf um jafnrétti kynjanna í tækni og nýsköpun sem hleypt var af stokkunum í sumar.</p> <p>UN Women vekur athygli á því að stúlkur búi enn við skert mannréttindi og tækifæri samanborið við drengi.</p> <ul> <li>1 af hverjum 4&nbsp;stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára eru hvorki í námi né vinnu, samanborið við 1 af hverjum 10 drengjum á sama aldri.</li> <li>435 milljónir&nbsp;stúlkna og kvenna lifa á innan við 244 krónum á dag.</li> <li>47 milljónir&nbsp;kvenna og stúlkna búa við fátækramörk í dag vegna COVID-19.</li> <li>60% þjóðríkja&nbsp;eru enn með lög sem mismuna stúlkum og konum, m.a. lög sem banna konum að erfa eignir og eiga eignir.</li> </ul> <p style="background: white;">UN Women vinnur að því að efla réttindi stúlkna um allan heim, meðal annars með því að þrýsta á lagabreytingar, efla menntun þeirra og atvinnuþátttöku, styðja við pólitíska þátttöku kvenna og veita kvenmiðaða neyðaraðstoð.</p>

11.10.2021Sextíu stúlkur deyja dag hvern af barnsförum

<span></span> <p>Barnahjónabönd leiða til þess að rúmlega 22 þúsund stúlkur deyja árlega af barnsförum, eða rúmlega sextíu stúlkur dag hvern. Í dag, á <a href="https://www.un.org/en/observances/girl-child-day" target="_blank">alþjóðadegi stúlkubarnsins</a>, kemur út skýrsla frá Barnaheillum – Save the Children sem nefnist: <a href="https://www.savethechildren.org/us/about-us/media-and-news/2021-press-releases/child-marriage-kills-more-than-60-girls-a-day" target="_blank">Global Girlhood Report 2021: Girls’ Rights in Crisis</a>. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í tíu ár, frá 2011.</p> <p>„Helsta dánarorsök táningsstúlkna er barnsfæðing vegna þess að þær eru ekki líkamlega tilbúnar að ganga með barn,“ segir Janti Soeripto framkvæmdastjóri Save the Children. „Barnahjónabönd eru ein versta og banvænasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis gagnvart stúlkum. Á hverju ári eru milljónir stúlkna þvingaðar í hjónabönd með körlum sem eru oft miklu eldri, ráðahag sem rænir þær tækifærum til náms og sviptir þær lífi í mörgum tilvikum.“</p> <p>Barnahjónabönd eru algengust í vestur- og mið Afríku og þar er dánartíðni ungra stúlkna af barnsförum langhæst í heiminum, eða 26 stúlkur daglega. </p> <p>Í skýrslunni er bent á að á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru hafi framfarir í baráttunni gegn barnahjónaböndum stöðvast, eftir samfellt framfaraskeið síðasta aldarfjórðunginn þar sem afstýrt var 80 milljónum slíkra hjónabanda. Aðstæður í faraldrinum setja stúlkur í aukna hættu gagnvart hverskyns kynbundnu ofbeldi, með lokunum skóla og aukinni fátækt eiga þær í vök að verjast og óttast er að tíu milljónir stúlkna verði þvingaðar í hjónabönd á þessum áratug.</p> <p>„Það má undir engum kringumstæðum hunsa þá heilsufarslegu áhættu sem fylgir því að börn eignist börn. Ríkisstjórnir verða að forgangsraða í þágu stúlkna og tryggja að þær séu verndaðar fyrir barnahjónaböndum og ótímabærum dauðsföllum af barnsförum,“ segir Janti Soeripto. </p>

08.10.2021Trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi

<span></span> <p><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/samfelagsleg-trjaraekt-i-sierra-leone-til-ad-sporna-vid-ahrifum-loftslagsbreytinga-og-auka-faeduoryggi" target="_blank">Rauði krossinn</a> á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, mun í samstarfi við <a href="http://sierraleoneredcross.org/">Rauða krossinn í Sierra Leone</a>&nbsp;og <a href="https://www.grocentre.is/lrt">Landgræðsluskólann</a>&nbsp;hefja trjáræktarverkefni í nokkrum héruðum í Sierra Leone á komandi vikum og mánuðum. Verkefnið byggir á þátttöku samfélaga á áherslusvæðum í verkefninu og hefur margþættan tilgang að sögn Atla Viðars Thorstensen sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins. </p> <p>„Verkefnið hefur ekki eingöngu þann tilgang að binda gróðurhúsalofttegundir með endurheimt skóglendis og stuðla þannig meðal annars að endurheimt lífríkis, heldur munu trén einnig binda vatn í jarðveginn og þannig koma í veg fyrir flóð og með tímanum auka fæðuöryggi fólks á svæðinu. Þetta er mjög þarft verkefni með hliðsjón af loftslagsbreytingum og aukinni tíðni hamfara, svo sem flóða og þurrka sem oft valda miklu tjóni og fæðuskorti. Við erum utanríkisráðuneytinu mjög þakklát fyrir þeirra stuðning og sömuleiðis Landgræðsluskólanum sem mun hafa mikilvægu hlutverki að gegna við þjálfun sjálfboðaliða og starfsfólks hjá Rauða krossinum í Sierra Leone sem koma til með að innleiða verkefnið.“</p> <p>„Fyrir hönd þeirra sem munu njóta góðs af verkefninu vil ég þakka utanríkisráðuneytinu, Landgræðsluskólanum og Rauða krossinum á Íslandi fyrir þennan mikilvæga stuðning“, segir Kpawuru Sandy framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sierra Leone. “Skógarhögg og eyðing skóga er mjög mikið vandamál hér í Sierra Leone og það þarf að bregðast við þeim vanda strax. Það hefur ekki aðeins í för með sér bætt lífsgæði fyrir þá sem eru hvað fátækastir heldur bindur aukin trjárækt einnig gróðurhúsalofttegundir sem gagnast ekki aðeins íbúum Sierra Leone. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu verkefni, bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar sem munu koma til með að innleiða stærstan hluta af verkefninu með stuðningi frá kollegum okkar í Alþjóðasambandi Rauða krossins, Rauða kross félögunum á Íslandi og í Finnlandi og Landgræðsluskólanum á Íslandi.”</p> <p>Að auki styrkir utanríkisráðuneytið samfélagslegt heilbrigðisverkefni Rauða krossins í Sierra Leone þar sem markmiðið er að styrkja samfélög á svæðinu og styðja í átt að auknu heilbrigði, ofbeldisforvörnum og auknu kynjajafnrétti auk þess sem veitt eru smálán til að koma á sjálfbærum smáiðnaði í þeim samfélögum sem verkefnið nær til.</p> <p>Sierra Leone er lítið land í Vestur Afríku með rúmlega sjö milljón íbúum. Landið er eitt það fátækasta í heimi og rúmur helmingur þjóðarinnar dregur fram lífið á minna en 170 krónum á dag. Sierra Leone er jafnframt það land þar sem barna- og mæðradauði er hvað hæstur. „Aðstæður almennings í Sierra Leone eru nánast eins ólíkar íslenskum aðstæðum og hugsast getur“ segir Atli Viðar. „Fátækt er gífurlega útbreidd og hún bitnar meira á konum og stúlkum og með okkar aðkomu viljum við spyrna gegn fátækt og vinna að auknu kynjajafnrétti. Það er forsenda þróunar, bæði í Sierra Leone og annars staðar.</p> <p>Við vonumst eftir því að fá bæði almenning og fyrirtæki í landinu í lið með okkur í þessu mikilvæga verkefni. Loftslagsbreytingar eru fyrirbæri sem varða okkur öll og trjárækt í fjarlægu landi eins og Sierra Leone þar sem gróður vex hraðar en víðast hvar annars staðar er mikilvæg, skilvirk og hagkvæm mótvægisaðgerð sem ekki sé minnst á aukin lífsgæði þeirra sem njóta verkefnisins.“</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi leggur ríka áherslu á samstarf við fyrirtæki á Íslandi. Fyrr á þessu ári hleypti félagið af stokkunum nýjum sjóði,&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/sjalfbaernisjodur">Sjálfbærnissjóði&nbsp;</a>Rauða krossins Íslandi, sem er hugsaður til að færa fyrirtækjum nýja leið til efla samfélagslega ábyrgð sína. Hugmyndafræði sjóðsins er að tengja markmið fyrirtækja um sjálfbærni og samfélagsábyrgð við framlög til verkefna Rauða krossins, með því að beita alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og mælikvörðum, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ESG (umhverfi, samfélag, stjórnhættir).&nbsp;</p>

08.10.2021Hungur blasir við milljónum afganskra barna

<p>Áætlað er að helmingur afganskra barna undir fimm ára aldri glími við bráðavannæringu á næstu vikum og mánuðum. Yfirmenn&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Afganistan segja skelfingarástand ríkja í næringarmálum barna og staða fæðuöryggis sé verulega slæm um allt land.</p> <p>Hervé&nbsp;Ludovic&nbsp;De&nbsp;Lys, yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Afganistan, og Mary-Ellen&nbsp;McGroarty, yfirmaður&nbsp;WFP&nbsp;í Afganistan, luku tveggja daga heimsókn sinni til&nbsp;Herat&nbsp;í gær með því að senda út sameiginlegt neyðarákall til heimsbyggðarinnar vegna stöðu mála þar í landi.</p> <p>„Fjórtán milljónir íbúa Afganistan standa nú frammi fyrir alvarlegu fæðuóöryggi og vita ekki hvaðan næsta máltíð kemur. Áætlað er að 3,2 milljónir barna undir fimm ára aldri glími við bráðavannæringu á þessu ári. Að minnsta kosti ein milljón þessara barna verður í bráðri lífshættu án nauðsynlegrar meðhöndlunar,“ segir í <a href="https://unicef.is/hungur-og-kuldi-blasir-vid-milljonum-barna-i-afganistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</p> <p> <strong>Selja allt sem þau eiga fyrir mat</strong></p> <p>De&nbsp;Lys&nbsp;og&nbsp;McGroarty&nbsp;ræddu í heimsókn sinni meðal annars við&nbsp;Jahan&nbsp;Bibi&nbsp;sem á 18 mánaða gamla dóttur sem nú liggur inni á sjúkrahúsinu í&nbsp;Herat&nbsp;að fá meðferð við alvarlegri bráðavannæringu. Hún kom með dóttur sína á sjúkrahúsið því hún gat ekki lengur haft hana á brjósti.</p> <p>„Við eigum engan mat heima. Við erum að selja allt sem við eigum til að kaupa mat, en samt á ég ekkert að borða. Ég er veikburða og framleiði ekki neina mjólk fyrir barnið mitt,“ segir&nbsp;Jahan&nbsp;Bibi.</p> <p>Veturinn nálgast nú óðfluga í Afganistan en hann getur orðið verulega kaldur og harður á þessum slóðum. Hjálparstofnanir eru því í kapphlaupi við tímann til að aðstoða afganskar fjölskyldur.</p> <p>„Fjölskyldum sem eiga ekki til hnífs og skeiðar fjölgar hratt og heilsu barna og mæðra hrakar,“ segir&nbsp;De&nbsp;Lys. „Börn eru að veikjast og fjölskyldur geta ekki sótt nauðsynlega meðferð. Faraldur&nbsp;mislinga&nbsp;og niðurgangs vegna óhreins vatns mun aðeins auka á þessa neyð.“</p> <p>Samkvæmt könnun&nbsp;WFP, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, er matarskortur á 95 prósent heimila í Afganistan, fullorðnir borða minna og sleppa máltíðum svo börn þeirra geti fengið meira.</p> <p>„Við höfum gríðarmiklar áhyggjur af þessum fórnum sem fjölskyldur neyðast til að færa,“ segir&nbsp;McGroarty&nbsp;hjá&nbsp;WFP. „Ef við gerum ekki meira núna mun vannæring aðeins verða stærra vandamál og alvarlegra. Alþjóðasamfélagið verður að láta af hendi fjármagnið sem okkur var lofað fyrir nokkrum vikum. Ef ekki, gætu áhrifin orðið óafturkallanleg.“</p> <p><strong>Starf&nbsp;UNICEF&nbsp;og&nbsp;WFP&nbsp;líflína fyrir hungraðar fjölskyldur</strong></p> <p>Þessar tvær stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru nú að bæta við hundrað svona færanlegum heilbrigðis- og næringarteymum í landinu en þau voru fyrir 168 talsins. Teymin eru líflína fyrir mæður og börn á svæðum sem erfitt er að ná til. Með teymunum kemur grunnþjónustan til þeirra.</p> <p>Frá ársbyrjun 2021 hefur&nbsp;WFP&nbsp;veitt 8,7 milljónum manna matar- og næringaraðstoð, þar af 400 þúsund verðandi mæðrum og konum með barn á brjósti og 790 þúsund börnum undir fimm ára aldri.</p> <p>Hægt var að veita fjórum milljónum manna aðstoð í september síðastliðnum. Það sem af er þessu ári höfðu 210 þúsund börn með alvarlega bráðavannæringu fengið meðferð í gegnum þjónustu á vegum&nbsp;UNICEF.</p> <p>Næringarríkt jarðhnetumauk fyrir 42 þúsund börn og næringarmjólk fyrir 5.200 börn hefur einnig borist síðustu átta vikur í gegnum samstarfsaðila&nbsp;UNICEF. En hvort tveggja gerir kraftaverk í meðhöndlun vannæringar hjá börnum.</p> <p><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börnin í Afganistan undanfarnar vikur. Þú getur lagt þitt af mörkum hér.</a>&nbsp;&nbsp;</p>

07.10.2021Líbería: Stuðningur við forvarnastarf Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi

<span></span> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hlaut á dögunum styrk frá utanríkisráðuneytinu til að vinna hagkvæmnisathugun í samstarfi við systurfélag sitt Save the Children í Líberíu. Markmið verkefnisins er að kanna mögulega snertifleti fyrir frekara samstarf sem snýr að forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum í Líberíu, í samræmi við stefnu stjórnvalda í Líberíu og á Íslandi um alþjóðlega þróunarsamvinnu.<span>&nbsp; </span></p> <p>Að sögn Guðrúnar Helgu Jóhannsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Barnaheilla eru aðstæður barna í Líberíu erfiðar en 90 prósent barna, yngri en 14 ára, búa við líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi af hálfu foreldra eða forráðamanna. Hún segir að 14 prósent barna í landinu séu hneppt í þrælkun og 36% stúlkna séu giftar fyrir 18 ára aldur. Um 43 prósent <span></span>kvenna búi við heimilisofbeldi af hálfu maka og 44% stúlkna og kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum. </p> <p>„Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt vandamál í Líberíu, þar á meðal nauðganir, misnotkun, áreitni og ofbeldi. 89 prósent allra tilkynntra kynferðisbrotamála í landinu varða börn. Kynferðisofbeldi á börnum í skólum er mjög algengt en 18% stúlkna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi kennara eða skólastjórnenda í von um góðar einkunnir eða fyrir lægri skólagjöld. Það hallar mikið á stúlkur í menntakerfinu í Líberíu og foreldrar meirihluta stúlkna í 7. og 8. bekk hvetja til kynlífsathafna með kennurum sínum eða skólastjórnendum, því það þýðir að þær hljóti frekari menntun,“ segir Guðrún Helga. </p> <p>Menntakerfi í Líberíu er mjög veikburða sem sést vel á því að um 40 prósent nemenda eru að minnsta kosti þremur árum á eftir í námi. Fyrir kórónuveirufaraldurinn voru 16 prósent barna á skólaaldri ekki í skóla, en vegna COVID-19 þurftu 1,4 milljón börn til viðbótar að hætta námi. Meira en helmingur skólabarna lýkur ekki námi, mun fleiri stúlkur en drengir. </p> <p>Tilkynntum kynferðisafbrotum hefur fækkað undanfarin ár í Líberíu en rannsóknir benda til þess að brotaþolar tilkynni síður ofbeldið nú en áður, að sögn Guðrúnar Helgu. “Réttarkerfið í Líberíu er ekki hvetjandi fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis að kæra ofbeldið en aðeins 6 prósent tilkynntra brota eru kærð og fara alla leið fyrir dóm og aðeins 2 prósent þeirra mála enda með því að gerandi sé sakfelldur. Brotaþolar tilkynna ekki kynferðisbrot helst vegna ótta við fordæmingu samfélagsins en einnig vegna þess kostnaður sem fylgir því að kæra,“ segir hún.</p> <p><span></span>Markmið tæknilegrar aðstoðar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu er að bregðast við þeirri neyð sem þar ríkir um kynferðisofbeldi gegn börnum. Barnaheill – Save the Children vinna á Íslandi að forvörnum gegn ofbeldi á börnum, þar á meðal kynferðisofbeldi og hafa flutt út sérþekkingu sína í málaflokknum, meðal annars til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og vinna að því að aðlaga nálgunina að aðstæðum í landinu. Tæknilega aðstoðin í Líberíu mun byggja á þeirri reynslu. </p> <p>Leiði hagkvæmnisathugunin í ljós að aðstoð Barnaheilla sé fýsileg munu samtökin bregðast við ákalli Save the Children í Líberíu og undirbúa verkefnislýsingu fyrir langtímaverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu. Tæknilega aðstoðin mun lúta að forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi á börnum.</p>

06.10.2021Fleiri börn í sárri fátækt fá tækifæri til betra lífs

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt <a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/starfid-utanlands/" target="_blank">Hjálparstarfi kirkjunnar</a>&nbsp;styrk til að halda áfram þróunarsamvinnu í sveitahéruðum í Rakai- og Lyantonde-umdæmum í Úganda. Styrkurinn gerir samtökunum kleift að starfa áfram með staðbundnu hjálparsamtökunum <a href="https://racobao.org/" target="_blank">RACOBAO</a>&nbsp;að því að bæta lífsskilyrði munaðarlausra barna og fólks með HIV/alnæmi sem býr við örbirgð og er útsett fyrir misnotkun og félagslegri útilokun.</p> <p>Að sögn Bjarna Gíslasonar framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar er markmiðið með starfinu að fólkið hafi bjargráð og aukið þolgæði gagnvart sjúkdómnum og neikvæðum afleiðingum hans. „Stuðningurinn skiptir gríðarlegu máli. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið húsaskjól og aukið aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fá þær tækifæri til að hefja ræktun. Með ræktun verður fæða þeirra fjölbreyttari. Með fjölbreyttari fæðu verður heilsan betri og með tekjum af sölu afurða aukast líkur á að börnin geti sótt skóla og fengið menntun. Með aukinni menntun minnka líkur á að stúlkur verði gefnar barnungar í hjónaband og eignist börn á unglingsaldri. Og þannig verður vítahringur sárafátæktar rofinn,“ segir Bjarni.</p> <p>Styrkur ráðuneytisins, rúmar 65 milljónir króna, svarar til 80 prósent af kostnaði við verkefnið næstu fjögur árin eða til loka árs 2025. Á þeim tíma verða múrsteinshús reist fyrir 32 fjölskyldur með um 130 börn, auk þess sem sem vatnssöfnunartankar, útikamrar og eldaskálar verða reistir <span></span>við hlið húsanna. Ráðgjafar vinna með fjölskyldunum sem fá fræðslu um smitleiðir HIV og annarra sjúkdóma. Auk þess fá áttatíu fjölskyldur geitur, verkfæri og útsæði til ræktunar svo þær geti bætt fæðuöryggi sitt og afkomumöguleika. Öll aðstoðin er veitt í samráði við íbúana á svæðinu. </p> <p>Samstarf Hjálparstarfs kirkjunnar og RACOBAO (Rakai Community Based AIDS Organization) nær aftur um 20 ár. Í skýrslu samtakanna um starfið fyrri hluta ársins 2021 kemur fram að COVID-19 hafi haft neikvæð áhrif á líf fólks í Úganda eins og annars staðar en fyrstu tilfellin í landinu voru greind í mars 2020. Takmarkanir vegna faraldursins hafa haft slæm áhrif á afkomu bænda sem lifa af sölu landbúnaðarafurða þar sem mörkuðum var lokað og bannað var að flytja fólk, dýr og afurðir milli svæða. Fátækt hefur því aukist á verkefnasvæðinu vegna heimsfaraldursins sem og kynbundið ofbeldi og vanræksla barna. Þrátt fyrir faraldurinn og samkomutakmarkanir hefur RACOBAO tekist að halda starfinu áfram af fullum krafti. <span></span><span></span></p>

05.10.2021Sjöunda hvert barn í heiminum með greinda geðröskun

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er eitt af hverjum sjö börnum&nbsp;og ungmennum&nbsp;á aldrinum&nbsp;10 til 19 ára í heiminum&nbsp;er með&nbsp;greinda&nbsp;geðröskun.&nbsp;Þar kemur fram að á hverju ári taki um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf.&nbsp;Áhrif COVID-19 hafi gert slæmt ástand verra&nbsp;og&nbsp;ætla megi að neikvæð áhrif heimsfaraldursins á geðheilsu og líðan barna og ungmenna gætu varað í mörg ár.&nbsp;</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/unicef-islandi-akall-gedheilbrigdismalum-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að á sama tíma&nbsp;sé&nbsp;verulegt ósamræmi&nbsp;á&nbsp;milli&nbsp;þarfa barna og ungmenna og þess fjármagns sem varið er í geðheilbrigðismál&nbsp;á heimsvísu.&nbsp;„Að meðaltali er einungis 2,1%&nbsp;af útgjöldum ríkja til heilbrigðismála varið í geðheilbrigðismál,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þema skýrslunnar,&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/reports/state-of-worlds-children-2021?utm_source=referral&%3butm_medium=media&%3butm_campaign=sowc-web"><em>State of&nbsp;the&nbsp;World‘s&nbsp;Children&nbsp;2021</em></a>,&nbsp;er geðheilbrigðismál&nbsp;og&nbsp;er hún ítarlegasta greining&nbsp;Barnahjálparinnar&nbsp;á&nbsp;geðheilsu barna, ungmenna og umönnunaraðila þeirra&nbsp;á þessari öld. Sérstök áhersla er lögð á hvernig áhætta&nbsp;og verndandi&nbsp;þættir&nbsp;á heimilum barna, í skólanum og úti í samfélaginu hafa áhrif á geðheilbrigði&nbsp;þeirra.&nbsp;„UNICEF sendir með skýrslunni skýrt ákall til ríkisstjórna heimsins um að grípa til&nbsp;alvöru&nbsp;aðgerða og fjárfestinga í geðheilbrigðismálum barna&nbsp;og ungmenna&nbsp;þvert á svið, stórbæta aðgengi að&nbsp;snemmtækri&nbsp;þjónustu&nbsp;og&nbsp;upplýsingagjöf og vinna markvisst gegn fordómum&nbsp;gagnvart geðsjúkdómum.“&nbsp;&nbsp;</p>

04.10.2021Yfirlýsing UNICEF vegna aðgerða stjórnvalda í Eþíópíu

<span></span> <p>UNICEF&nbsp;hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda í Eþíópíu að vísa fulltrúa&nbsp;samtakanna og öðrum yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna, úr landi. Ákvörðunin er sögð bæði sorgleg og mikið áhyggjuefni, að því er segir í yfirlýsingunni.</p> <p>„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur haft starfsstöð í Eþíópíu í rúm 60 ár og á þeim tíma unnið ötullega að því að auka og verja réttindi barna í landinu. Nú þegar aðstæður fólks í landinu versna, og börn bera þar mestan skaða af, er starf okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Við eru fullviss um að teymin sem starfa á vettvangi við að bjarga lífi barna vinni þar sem fyrr með hlutleysi, mannúð og sjálfstæði að leiðarljósi. Vinna okkar þar mun halda áfram. Okkar helsta og eina forgangsatriði er að styðja við börn sem á aðstoð þurfa að halda, hvar svo sem þau eru.“</p> <p>Stjórnvöld í Eþíópíu tilkynntu fyrir helgi að sjö yfirmönnum Sameinuðu&nbsp;þjóðanna&nbsp;í landinu, meðal annars frá&nbsp;UNICEF, hefði verið vísað úr landi fyrir „afskiptasemi að innanríkismálum.“ </p> <p>„Það var gert í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir áhyggjum af því að&nbsp;vegatálmar&nbsp;stjórnvalda hindruðu nauðsynlegt hjálparstarf í landinu og ógnuðu fæðuöryggi hundruð þúsunda í&nbsp;Tigray-héraði. Mikil átök í norðurhluta Eþíópíu að undanförnu og&nbsp;mannúðarkrísa&nbsp;sem þeim hefur fylgt, hefur vakið hörð viðbrögð frá&nbsp;alþjóðasamfélaginu,“ segir í <a href="https://unicef.is/yfirlysing-unicef-vegna-ethiopiu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p>

01.10.2021Þróunarsamstarf í Karíbahafi: Íslenskt hugvit við uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfa

<span></span> <p>„Ef vel tekst til gætu öll sautján ríki ríkjasamsbands Karíbahafs fylgt á eftir og&nbsp;innleitt kerfið hjá sér,“ segir Vilhjálmur Hallgrímsson fyrirtækisins Fisheries Technologies sem hlaut í vikunni styrk úr Samstarfssjóði atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna&nbsp;til innleiðslu á upplýsingakerfi fyrir fiskveiðar í tveimur af sautján eyríkjum Karíbahafs, St. Lucia og Dominica. Styrkurinn er til marks um að sífellt fleiri íslensk fyrirtæki nýti samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðli með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípi um leið ný tækifæri til uppbyggingar.</p> <p>Að mati Vilhjálms Hallgrímssonar framkvæmdastjóra Fisheries Technologies eru miklir hagsmunir í húfi, öflugra fiskveiðistjórnunarkerfi geti stutt mjög við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpunar á sviði sjálfbærra fiskveiða og um leið unnið gegn fátækt og hungri.&nbsp;</p> <p>Vilhjálmur kveðst þakklátur stuðningi sjóðsins við verkefnið. ,,Grunnfjárfesting hins opinbera í verkefninu gerir fyrirtækinu kleift að fara í samstarf þar sem íslenskt hugvit og sérfræðiþekking á sviði fiskveiðistjórnunar mun nýtast við atvinnuuppbyggingu smárra þróunarríkja í Karíbahafi. Með þessu er um leið stutt við nokkur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um að draga úr fátækt, hungri og ábyrga neyslu og framleiðslu.&nbsp; Þau byggja á tækifærum þessarar ríkja við söfnun og úrvinnslu upplýsinga um fiskveiðar sem auðvelda mun fiskveiðistjórnun og auka virði útflutnings á þessu sviði gegnum upprunavottorð.“</p> <p>Að sögn Vilhjálms býr mikil þekking í starfsfólki Fisheries Tecehnolgies ehf. sem hefur um árabil starfað að þróun lausna bæði á sviði eftirlits og hafrannsókna á Íslandi. Fyrirtækið hefur&nbsp;meðal annars annast þróun og rekstur núverandi upplýsingakerfa Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar sem notuð eru við fiskveiðistjórnun á Íslandi í dag. „Árangur í Karíbahafi getur leitt til þess að fleiri þróunarríki þar sem fiskveiðar eru umfangsmiklar geti innleitt kerfið hjá sér. Betri stjórnun auðlindanna er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu eyjanna til lengri tíma.“</p> <p>Fisheries Technologies hefur&nbsp; sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu á sviði fiskimála. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við svæðisbundin samtök, fyrirtæki og stjórnvöld í Karíbahafi.</p> <p>Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að jafnrétti og&nbsp;aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarríki. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 evrum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi.</p> <p><span style="color: #212121;"><a href="https://www.heimstorg.is/heimsmarkmidasjodur_haust_2021/" target="_blank">Heimstorg</a>&nbsp;Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/" target="_blank">vef Stjórnarráðsins</a>.</span></p>

30.09.2021Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda um Afganistan

<span></span> <p>Utanríkisráðherrar Norðurlandana áttu í gær fund með Martin Griffiths, yfirmann Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála (OCHA) þar sem þeir ræddu stöðuna í málefnum Afganistans. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók þátt á fundinum fyrir hönd Íslands.&nbsp;</p> <p><span>Í máli Martins Griffiths kom fram að nú sé afar brýnt að koma hjálpargögnum til almennra borgara og tryggja grunnþjónustu í landinu. Íslensk stjórnvöld hafa lagt 85 milljónir króna til mannúðarsamstarfs á undanförnum vikum í kjölfar yfirtöku talibana og leggja áherslu á áframhaldandi samráð við Norðurlöndin um framtíð þróunarsamstarfs og mannréttinda í landinu. </span></p> <p>Flemming Møller Mortensen, þróunarmálaráðherra Danmerkur stýrði fundinum, en auk Maríu Mjallar sátu Per Olsson Fridh, þróunarmálaráðherra Svíþjóðar, Jens Frølich Holte, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Noregs og Elina Kalkku, sviðstjóri utanríkisráðuneytis Finnlands fundinn. &nbsp;&nbsp;</p>

30.09.2021Ísland tók þátt í mannúðaraðgerðum á Haítí

<span></span> <p><span style="color: black;">Ísland tók þátt í mannúðaraðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Haíti í kjölfar jarð<span class="x-1688262098size">skjálftans sem reið yfir vesturhluta landsins um miðjan ágústmánuð. Upptök skjálftans urðu um 160 km vestur af höfuðborginni Port-au-Prince og hann mældist 7,2 stig á Richter. </span></span></p> <p><span class="x-1688262098size" style="color: black;">Ólafur Loftsson </span><span style="color: black;">fór á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og utanríkisráðuneytisins til Haíti. Þar starfaði hann fyrir Miðstöð Sameinuðu þjóðanna fyrir hamfaramat (United Nations Disaster Assessment Center, <a href="https://www.unocha.org/our-work/coordination/un-disaster-assessment-and-coordination-undachttp://" target="_blank">UNDAC</a>) frá 25. ágúst fram í miðjan september. <span class="x-1688262098size">„Það var sérstök tilfinning að koma aftur hingað eftir jarðskjálftann 2010. Dagarnir voru langir og við vorum stanslaust að vinna í greiningu á því hvaða hjálpargögn vantaði og leiða saman aðila til að koma þeim eins skjótt til þeirra sem á þurftu að halda. Það er líka ljóst að það mun taka langan tíma fyrir þetta fátæka land að rétta úr kútnum og að áfram verði kallað eftir virkum stuðningi alþjóðasamfélagsins,“ segir Ólafur.</span></span></p> <p><span style="color: black;">UNDAC hafði það hlutverk <span class="x-1688262098size">að aðstoða stjórnvöld við að framkvæma mat á </span>aðstæðum og samhæfa neyðaraðgerðir á vettvangi. Teymi <span class="x-1688262098size">UNDAC var staðsett á þremur stöðum á Haíti, í Port au Prince, Les Cayes og í Jeremie, en gífurleg eyðilegging varð á innviðum landsins, eins og skólum, sjúkrahúsum, vatnsveitum og samgöngumannvirkjum.</span></span></p> <p><span class="x-1688262098size" style="color: black;">„Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur tími og það var mikil reynsla og ánægja að vinna með öllu þessu góða fólki,“ segir Ólafur.</span></p>

30.09.2021Rauði krossinn: Fjörutíu milljónir til Afganistan

<span></span> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í vikunni. „Við erum ljómandi ánægð með þann stuðning sem neyðarsöfnunin hefur fengið og ljóst að landsmenn sýna Afgönum og aðstæðum þeirra mikinn skilning. Það höfum við fundið svo skýrt“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.</p> <p>Í kjölfar söfnunarinnar sendir Rauði krossinn á Íslandi alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið. Íslensk stjórnvöld styðja líka myndarlega starf Rauða krossins í Afganistan, þar sem þau hafa þegar styrkt alþjóðaráð Rauða krossins um 30 milljónir króna. Sjö milljónir hafa safnast frá almenningi og deildum Rauða krossins og tæpar þrjár milljónir verða nýttar af rammasamningi Rauða krossins við utanríkisráðuneytið. Áhersla verður lögð á heilbrigðisaðstoð sem og að auka fæðuöryggi í landi þar sem miklir þurrkar hafa geisað og aðgengi að matvælum oft takmarkað, mjög lítið eða nánast ekkert.</p> <p>Fjármagnið frá Íslandi verður nýtt í mjög aðkallandi aðstoð fyrir íbúa í Afganistan og hægt verður að veita þúsundum Afgana, ef ekki tugþúsundum aðstoð. „Það sýnir okkur svo skýrt að framlag hvers og eins telur og að samtakamáttur okkar hér á Íslandi getur sannarlega haft lífsbjargandi áhrif í fjarlægum löndum eins og núna í Afganistan“, segir Atli að lokum og þakkar landsmönnum, stjórnvöldum og deildum Rauða krossins innilega fyrir stuðninginn við stríðshrjáða í Afganistan.</p> <p>Síðast en ekki síst þakkar Rauði krossinn einnig Mannvinum sem gera samtökunum kleift að bregðast við og halda uppi hjálparstarfi um allan heim á neyðarstundum.&nbsp;</p>

30.09.2021Sautján sérfræðingar útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ

<span></span> <p>Sautján sérfræðingar voru í vikunni útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ (<a href="https://www.grocentre.is/lrt" target="_blank">GRÓ LRT</a>), átta konur og níu karlar, frá átta löndum í Afríku og Mið-Asíu: Eþíópíu, Gana, Kirgistan, Mongólíu, Lesótó, Malaví, Tadsíkistan og Úganda. Öll hafa þau stundað nám við skólann í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu undanfarna sex mánuði. </p> <p>Á útskriftarathöfninni ávarpaði Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, útskriftarhópinn og áréttaði mikilvægi þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en landgræðsla og sjálfbær landnýting er ein þeirra leiða til að ná til dæmis markmiði 15 um <em>Líf á landi</em>. Einnig tóku til máls á útskriftarathöfninni Dr Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður GRÓ LRT, og tveir nemar skólans, Paulean Kadammanja frá Malaví og Ganzorig Ugliichimeg frá Mongólíu, fyrir hönd nemahópsins. <span>Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu afhenti skírteinin. Í</span> lok athafnar óskaði Dr Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, hópnum til hamingju og lýsti yfir ánægju með veru nemahópsins innan veggja Landbúnaðarháskólans á Keldnaholti, þar sem Landgræðsluskólinn er starfræktur.</p> <p>Þetta er í fyrsta sinn sem Landgræðsluskólinn útskrifar nemendur úr sex-mánaða náminu undir merkjum GRÓ, en skólinn varð hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í byrjun árs 2020. Vegna heimsfaraldurins reyndist ekki unnt að taka á móti sérfæðingum frá samstarfslöndum Landgræðsluskólans í Afríku og Mið-Asíu árið 2020. „Það var því ánægjulegt að geta byrjað sex-mánaða námið í byrjun apríl í ár, þrátt fyrir flækjustig vegna ferðalaga á milli landa og heimsálfa, sóttkvíar við komu til landsins og margföld COVID-próf,“ segir Sjöfn Vilhelmsdóttir.</p> <p>Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Skólinn hefur starfað frá árinu 2007 og hafa alls 156 sérfræðingar frá samstarfsstofnunum skólans í Afríku og Asíu útskrifast úr skólanum. Stofnanirnar eru ýmist ráðuneyti, umhverfisstofnanir, héraðsstjórnir og félagasamtök, eða háskóla- og rannsóknastofnanir, allt aðilar sem vinna að málefnum sem tengjast landgræðslu, jarðvegs-og loftslagsrannsóknum og vinnu með landnotendum, eins og bændum og öðrum sem nýta land til síns viðurværis. </p>

29.09.2021Nýliðastyrkur til uppbyggingar á heimili fyrir barnungar mæður

<span></span> <p><span>Heimili fyrir ungar stúlkur í Kenía, átján ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna, hlut á dögunum nýliðastyrk frá utanríkisráðuneytinu til frekari uppbyggingar á starfseminni. Að rekstrinum stendur styrktarfélag sem ber nafn heimilisins, Haven Rescue Home (HRH). Anna Þóra Baldursdóttir veitir félaginu forstöðu og býr í Kenía.</span></p> <p><span>„Í Kenía ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngunni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér,“ segir Anna Þóra.</span></p> <p><span>Hún segir að mörg heimili taki við ungbörnum sem fjölskyldur gefi frá sér því aðeins örfá heimili séu starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn. „Markmið okkar er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar. Með þessu móti er vítahringur fátæktar brotinn, en flestar þessara stúlkna koma frá fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt. Þessi lausn veitir mæðrum og börnum það einstaka tækifæri að fóta sig saman í lífinu,“ segir Anna Þóra.</span></p> <p><span>Styrktarfélagið leitast við að sú vinna sem fram fer á heimilinu sé fagleg og geri skjólstæðingana sterka til að geta framfleytt sér og börnum sínum. Á heimilinu vinnur menntaður félagsráðgjafi, sálfræðingur í hlutastarfi, leikskólakennari ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa unnið lengi á heimilinu og fengið viðeigandi þjálfun. Frá árinu 2017 hefur heimilið hýst 63 einstaklinga, ýmist í lengri eða skemmri tíma og nú búa um 20 á heimilinu. </span></p> <p><span>Að sögn Önnu Þóru hyggst styrktarfélagið með stuðningnum frá utanríkisráðuneytinu byggja upp starfsemi sína á nýju landi, meðal annars með því að bora eftir hreinu vatni, setja upp sólarsellur og byggja kjúklingabú fyrir 2000 kjúklinga. &nbsp;Með þessari uppbyggingu vonast Styrktarfélagið til að geta veitt öruggt aðgengi að hreinu vatni, draga úr vatns- og rafmagnskostnaði og auka sjálfbærni heimilisins. Kjúklingaræktunin er ætluð til sölu á eldiskjúklingi til að afla fjár fyrir heimilið. </span></p> <p><span>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;</span><a href="http://www.utn.is/felagasamtok"><span>hér</span></a><span>.</span></p>

29.09.2021Legó styrkir UNICEF um níu milljarða til að dreifa bóluefni

<span></span> <p>LEGO&nbsp;Foundation&nbsp;hefur tilkynnt um 70 milljóna dala styrk til&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna verkefna stofnunarinnar innan&nbsp;COVAX-samstarfsins og&nbsp;ACT-A. Með styrknum, sem jafngildir ríflega 9 milljörðum króna, verður&nbsp;LEGO&nbsp;Foundation&nbsp;stærsti styrktaraðili&nbsp;UNICEF&nbsp;í þessum verkefnum úr hópi einkaaðila. Framlagið er hluti af loforði sjóðsins um að leggja 150 milljónir dala til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 um allan heim.</p> <p>Í <a href="https://unicef.is/lego-foundation-styrkir-unicef-um-9-milljarda" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF&nbsp;segir að framlagið muni flýta mjög fyrir bólusetningu á framlínustarfsmönnum á borð við heilbrigðisstarfsmönnum, kennurum og forráðamönnum barna.</p> <p>„Síðustu átján mánuði hefur líf milljóna barna um allan heim verið sett á bið vegna heimsfaraldursins,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF.</p> <p>„Börn, líkt og við hin, vilja endurheimta venjulegt líf sitt.&nbsp;UNICEF&nbsp;trúir því að með jafnt aðgengi allra að bóluefni við&nbsp;COVID-19 sé öruggasta leiðin fyrir allar þjóðir út úr þessum heimsfaraldri. Við erum afar þakklát&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;fyrir að deila þeirri bjargföstu trú okkar og vonum að rausnarlegur stuðningur þeirra verði öðrum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum innblástur.“</p> <p>Eins og staðan er í dag hafa 5,8 milljarðar bóluefnaskammta verið gefnir um allan heim. Aðeins tvö prósent þeirra hafa farið til Afríku.&nbsp;</p> <p>Fjármagnið frá&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;mun nýtast til að styðja við dreifingu&nbsp;UNICEF&nbsp;á bóluefnum og aðstoð við framkvæmd fullbólusetningar 14 milljóna einstaklinga við eðlilegar aðstæður, og rúmlega 10 milljónir einstaklinga sem búa við&nbsp;mannúðarkrísu.</p> <p>„Framlag okkar byggir á kjarnagildum&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;um að finna skapandi lausnir á erfiðum áskorunum, huga að&nbsp;börnum&nbsp;og samfélögum þeirra og í krafti samstarfs að taka á vandamálum og tækifærum sem stafa af heimsfaraldri&nbsp;COVID-19,“ segir Anne-Birgitte&nbsp;Albrectsen, forstjóri&nbsp;Lego&nbsp;Foundation, í tilkynningunni.</p> <p>UNICEF&nbsp;og&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;hafa starfað saman frá árinu 2015 með áherslu á velferð og valdeflingu barna í gegnum skapandi leik og lærdóm.</p>

28.09.2021Börn í dag upplifa mun alvarlegri loftslagsáhrif en fyrri kynslóðir

<span></span> <p>Niðurstöður nýrrar skýrslu alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children sýna að börn fædd í dag finna töluvert meira fyrir öfgakenndum loftslagsbreytingum í samanburði við fólk fætt árið 1960. Í skýrslunni lýsa börn frá 11 löndum með eigin orðum hvernig loftlagsbreytingar hafa nú þegar haft áhrif á líf þeirra. Þar er enn fremur lýst skelfilegum áhrifum loftslagsbreytinga á framtíð barna ef ekki er gripið til aðgerða strax. Auk þess má finna í skýrslunni ráðleggingar um það hvernig berjast megi gegn loftslagsbreytingum.</p> <p>Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children stóðu fyrir rannsókninni í samvinnu við alþjóðateymi loftslagsrannsókna í Virje Háskólanum í Brussel þar sem skoðuð voru áhrif loftslagsbreytinga á börn. Skýslan nefnist&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/born-into-the-climate-crisis-1-.pdf">Born into the Climate Crisis: Why we must act now to secure children’s rights.</a>&nbsp;Að því er fram kemur á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/loftslagskrisan" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla á Íslandi sýna niðurstöður að nauðsynlegt sé að grípa til enn frekari loftslagsaðgerða. „Án þeirra munu börn fædd í dag upplifa að meðaltali sjö sinnum fleiri hitabylgjur á ævi sinni heldur en afar þeirra og ömmur. Þau munu að meðaltali upplifa 2,6 sinnum fleiri þurrka, 2,8 sinnum fleiri flóð, næstum þrisvar sinnum fleiri uppskerubresti og tvisvar sinnum fleiri skógarelda,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir enn fremur að loftslagsbreytingar hafi mest áhrif á börn sem búa í fátækari löndum eða samfélögum, þar sem þau eru nú þegar í mun meiri hættu vegna vatnstengdra hörmunga, hungurs og vannæringar. Einnig séu heimili þeirra oftar viðkvæmari fyrir flóðum, stormum og öðrum ofsaveðrum. Loftlagsbreytingar ógni áratuga baráttu gegn hungri og glæpum og auki hættuna á að milljónir barna muni festast í langvarandi fátækt.</p> <p>„Alþjóðasamtök Barnaheilla leggja áherslu á að það sé ennþá tími til að snúa þessari dökku framtíðarsýn við. Ef hlýnun jarðar yrði takmörkuð við 1,5 gráður myndi þessi aukna hætta á hitabylgjum falla um 45%, þurrkar myndu minnka um 39%, flóð um 38%, uppskerubrestir um 28% og skógareldar um 10%.“</p> <p>Samtökin benda á að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu ekki bara siðferðisleg skylda okkar, heldur sé það líka lagaleg skylda stjórnvalda að hámarka hagsæld barna í hverju samfélagi.</p> <p>„Þrátt fyrir þetta eru börn að jafnaði ekki höfð með í ákvörðunartöku varðandi loftslagsmál, jafnvel þó að loftslagsbreytingar muni hafa mest áhrif á líf barna á komandi áratugum. Börn verða að fá að spila lykilhlutverk í ákvörðunum varðandi loftslagsbreytingar sérstaklega þær sem hafa áhrif á misrétti og mismunun. Stjórnvöld þurfa því ekki bara að hlusta á börn heldur líka að bregðast við ráðleggingum þeirra.“</p> <p>Til að lágmarka áhrif loftslagsbreytinga á líf milljónir barna kalla alþjóðasamtök Barnaheilla eftir því að lágmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. Það sé hægt með því að hraða ferlinu við að færa okkur úr jarðefnaeldsneyti, auka fjárlög til loftslagsmála og hlusta á raddir barna, kröfur þeirra og réttindi þegar kemur að loftslagsskuldbindingum. Einnig er að mati samtakkan mikilvægt að ríki komi upp viðbragðsáætlunum fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eru berskjölduð fyrir loftslagsbreytingum.</p>

27.09.2021Loftslagsmál og mannréttindi efst á baugi í ræðu ráðherra á allsherjarþinginu

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, talaði fyrir aðgerðum í loftslagsmálum, jafnari dreifingu bóluefna og mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga fyrir hagsæld og framþróun ríkja í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.</p> <p>Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma.</p> <p>Í ræðu sinni hvatti Guðlaugur Þór til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p> <p>Ráðherra sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/24/Skuldbindingar-Islands-kynntar-a-leidtogafundi-um-orkumal/">heimserindreki orkumála</a>&nbsp;beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór.</p> <p>Umhverfisvernd og auðlindanýting voru einnig rauður þráður í ræðunni, sérstaklega málefni hafsins. Þar hefði Ísland beitt sér fyrir aukinni samvinnu á grundvelli hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og eflt svæðisbundna samvinnu, meðal annars gegn plastmengun á vettvangi Norðurskautsráðsins, samhliða því að vinna að alþjóðasamningum. </p> <p>Guðlaugur Þór brýndi ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum.</p> <p>Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <ul> <li><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/09/27/Raeda-utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-a-76.-allsherjarthingi-Sameinudu-thjodanna/">Ræða utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í heild sinni</a></li> </ul> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/KUyTCeZRK4k" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

27.09.2021Bóluefni frá Íslandi komið til Afríku

<p><span>Fyrstu skammtarnir sem Ísland gefur af AstraZeneca bóluefninu gegn COVID-19 hafa borist Fílabeinsströndinni í Afríku. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem gefin var út af hálfu <a href="https://www.gavi.org/news/media-room/iceland-renews-commitment-global-equitable-access-vaccines-first-doses-arrive-cote-ivoire" target="_blank">bólusetningarbandalagsins Gavi</a>&nbsp;í síðustu viku. Alls fóru 35.700 skammtar frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar, en Ísland hefur gefið alla 125.726 umframskammta af bóluefninu AstraZeneca í bóluefnasamstarfið COVAX í gegnum samstarf við Svíþjóð. Fleiri skammtar verða sendir til annarra viðtökuríkja á næstunni en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru einungis 3,6 prósent íbúa í Afríku nú fullbólusett.</span></p> <p><span>Utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hafa unnið saman að því að koma þeim AstraZeneca bóluefnaskömmtum sem ekki verða nýttir hér á landi til annarra ríkja þar sem þörfin er mest í gegnum bóluefnasamstarfið COVAX. Íslensk stjórnvöld hafa til viðbótar við gjafir á umframskömmtum veitt rúmlega einum milljarði íslenskra króna til COVAX.</span></p> <p><span>„Tryggt aðgengi allra jarðarbúa að bóluefni gegn kórónuveirunni er mikið réttætismál og þar lætur Ísland ekki sitt eftir liggja. En það eru einnig sameiginlegir hagsmunir okkar allra að sjúkdómurinn verði kveðinn niður á heimsvísu sem fyrst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</span></p> <p><span>COVAX er bóluefnastoð alþjóðlegs samstarfs til þess að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn COVID-19. Stærstur hluti framlags Íslands hefur runnið til COVAX-AMC sem snýr að kaupum og dreifingu COVID-19 bóluefnaskammta fyrir þróunarlönd. Bólusetningarbandalagið Gavi hefur umsjón með þessum þætti samstarfsins, en UNICEF sér um flutning á bóluefnum á áfangastað.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

24.09.2021Menntun í ferðatösku áfram í boði í Kenía

<span></span> <p>Styrktarfélagið Broskallar hlaut á dögunum áframhaldandi styrk við verkefnið Menntun í ferðatösku sem félagið hefur rekið í Kenía undanfarin ár. Verkefnið felur í sér tæknistudda kennslu til að aðstoða börn, sem búa við sára fátækt á völdum svæðum í Kenía, við að ljúka grunnskóla- og framhaldsskólanámi, þannig að þau eigi möguleika á að ná inntökuskilyrðum í háskóla. </p> <p>Að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Brosköllum fer námið fram í gegnum spjaldtölvur sem komið er fyrir á völdum bókasöfnum ásamt því að séð er til þess að bókasafnið geti nettengt tölvurnar svo nemendurnir hafi aðgang að æfingarkefinu „tutor-web“ sem þróað var í samvinnu við aðra aðila. </p> <p>„Í fyrri fasa verkefnisins var tölvunum komið fyrir í skólum en eftir COVID-19 og í ljósi skólalokanna víða í heiminum var ákveðið að leggja aðal áherslu á nám í bókasöfnum. Á söfnunum er nemendum lánuð spjöldin en auk einkunna umbunar æfingakerfið með sérhæfðri rafmynt, brosköllum. Nemendur fá að safna brosköllum til að kaupa spjöldin. Nemendum er einnig gefin minni umbun í brosköllum til að kaupa ávexti, dömubindi og fleira í bókasöfnunum,“ segir Gunnar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/DUUSFEG_EIk" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Lögð er áhersla á stærðfræðikunnáttu og Gunnar segir ástæðuna fyrir því meðal annars vera þá að nemendur í Kenía séu almennt læsir og ljúki grunnskóla sem skyldunámi. „Margir nemendanna halda áfram og ljúka framhaldsskóla en falla síðan á inntökuprófum í háskóla. Þetta á sérstaklega við um fátækari svæðin þar sem nemendur hafa ekki aðgang að kennurum sem hafa gott vald á efninu. Hugmyndafræði verkefnisins byggir þannig á reynslu aðstandenda félagsins af kennslu og kennsluhugbúnaði ásamt samvinnu í Kenía.“</p> <p>Á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því verkefnið var fyrst kynnt í bókasöfnum hafa yfir 1000 nemendur klárað æfingasöfn með notkun spjaldanna og yfir 200 nemendur hafa keypt spjaldtölvur fyrir broskalla.&nbsp;</p> <p>Því er við að bæta að Gunnar Stefánsson, sem er prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, heldur erindi í Háskóla Íslands á þriðjudag um notkun rafmynta og tölvustudda kennslu á fátækustu svæðum Kenía. Erindið er hluti af fyrirlestrarröðinni „Bálkakeðjur á þriðjudögum“. Fyrirlesturinn<span>&nbsp; </span>verður í sal 3 í Háskólabíói en honum verður einnig <a href="https://eu01web.zoom.us/j/67464692062" target="_blank">streymt</a>.</p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank">hér</a>.</p>

23.09.2021Styrkur til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um menntun afskiptra nemenda í Kenía

<span></span> <p>Á dögunum hlaut Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) styrk frá utanríkisráðuneytinu til áframhaldandi eflingar afskiptra nemenda í Pókot-sýslu í Kenía. Verkefnið felur í sér að bæta aðstöðu til menntunar í tveimur grunnskólum og tveimur framhaldsskólum í sýslunni og styrkja þannig viðkomandi einstaklinga og samfélög til frambúðar.</p> <p><span>Að sögn Ragnars Gunnarssonar framkvæmdastjóra SÍK styrkir bætt aðstaða aukin gæði kennslu og virka þátttöku nemenda. „Orðstír skólanna í nærsamfélaginu eykst og þar með metnaður foreldra að senda börnin í skóla og að þau ljúki námi. Sá þáttur er sérstaklega mikilvægur fyrir stúlkur sem lenda annars auðveldlega í hefðbundnum heimilisstörfum, limlestingu á kynfærum og ótímabærri giftingu,“ segir hann og bætir við að &nbsp;almennt muni ólæsi minnka og verða hverfandi með tímanum. </span></p> <p><span>Verkefnið miðar að því að byggja tvær kennslustofur við hvorn grunnskólann og eina 140 manna heimavist við hvorn stúlknaframhaldsskólann.</span></p> <p><span>SÍK hefur starfað í Pókot um áraraðir og samtökin starfa með heimamönnum og með stuðningi yfirvalda í héraði og á landsvísu. Ragnar segir að markhópar verkefnisins séu annars vegar piltar og stúlkur á grunnskólaaldri sem fá bætt tækifæri til náms í skólunum og hins vegar stúlkur á framahaldsskólaaldri. Í síðarnefnda hópnum er sérstaklega hugað að öryggi stúlknanna og lögð áhersla á að koma þeim sem flestum áfram í nám á háskólastigi. „Áherslan á heimavistir stúlkna á sér rætur í biturri reynslu af öðru fyrirkomulagi þar sem stúlkur hafa verið áreittar og jafnvel beittar ofbeldi á leið í og úr dagskóla. Reynslan sýnir að heimavist tryggir betur öryggi þeirra og velferð. Auk þess hafa stúlkurnar yfirleitt betri aðstöðu til heimanáms á heimavist með aðgengi að upplýstum skólastofum heldur en í þröngum og illa upplýstum húsakosti heima við,“ segir hann.</span></p> <p><span>Að mati Ragnars ýtir verkefnið undir aukinn metnað kennara og nemenda, dregur úr brottfalli og eykur skilning samfélaganna á gildi menntunar. Verkefnið&nbsp; hefur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og þá helst markmið fjögur um menntun fyrir alla og fimmta markmiðið um jafnrétti kynjanna. </span></p> <p><span>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;</span><a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank"><span>hér</span></a><span>.</span></p>

22.09.2021Stelpur rokka áfram í Tógó

<span></span> <p>Undanfarin ár hafa samtökin <a href="http://stelpurrokka.is/" target="_blank">Stelpur rokka!</a>&nbsp;í samstarfi við Sól í Tógó og Association Mirlinda staðið fyrir rokkbúðum fyrir stúlkur í Tógó með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Nýlega fékk verkefnið áframhaldandi styrk og stendur því til að halda rokkbúðir næstu fjögur árin í það minnsta ásamt því að styðja við rekstur tónlistarmiðstöðvar í Tógó. </p> <p>Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi. „Rokkbúðirnar njóta mikilla vinsælda og myndast jafnan langur biðlisti í þær,“ segir Áslaug Einarsdóttir framkvæmdastýra hjá samtökunum Stelpur rokka! „Rokkbúðirnar í ár eru nýafstaðnar en 40 stúlkur rokkuðu saman í viku í lok ágúst &nbsp;í bænum Tsévie, skammt frá höfuðborginni Lomé. Þátttakendur rokkbúðanna lærðu á hljóðfæri, sömdu lög og æfðu hópdansa og afraksturinn var fluttur á opinberum lokatónleikum þar sem 5 nýskipaðar hljómsveitir komu fram ásamt kennurum og starfsfólki rokkbúðanna,“ segir hún.</p> <p>Að sögn Áslaugar miða rokksumarbúðirnar meðal annars að því að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft en slíkt rými er oftar en ekki ætlað drengjum. „Stúlkur á aldrinum 9-19 ára koma víða að í Tógó til að sækja rokkbúðirnar og tógóskar tónlistarkonur taka þátt í að kenna eða heimsækja búðirnar. Þar með myndast öflugt tengslanet milli stúlknanna og kvennanna,“ segir Áslaug.</p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank">hér</a>.</p>

21.09.2021UNGA76: Sjálfbær auðlindanýting, loftslagsmál og mannréttindi leiðarstefin

<p><span>Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem sett var með formlegum hætti í síðustu viku. Að þessu sinni verður þingið blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna heimsfaraldursins. Íslenskir ráðamenn taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum.<br /> <br /> „Ísland hefur verið öflugur málsvari alþjóðalaga, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og síðast en ekki síst mannréttinda og jafnréttis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þau mál verða í forgrunni hjá Íslandi á þessu allsherjarþingi ásamt aðgerðum vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga. Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </span></p> <p><span>Venju samkvæmt flytur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ræðu Íslands á allsherjarþinginu og hún er á dagskrá 27. september.&nbsp;<br /> <br /> Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpar leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður í tengslum við allsherjarþingið á morgun, 22. september. Á morgun tekur utanríkis- og þróunarmálaráðherra einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir.&nbsp;<br /> <br /> Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur þá þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum.&nbsp; Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en Ísland hefur tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis.&nbsp;<br /> <br /> Hægt er að fylgjast með allsherjarþinginu og helstu viðburðum<a href="https://gadebate.un.org/generaldebate76/en/"> á netinu</a>.<br /> <br /> </span></p>

20.09.2021UNICEF: Tryggja þarf jafnan rétt stúlkna til náms í Afganistan

<span></span> <p><span>UNICEF fagnar því að skólar séu að opna aftur víða í Afganistan eftir að hafa verið lokaðir svo mánuðum skiptir vegna COVID-19. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir þó mikið áhyggjuefni ef skilja á stúlkur eftir í þeirri ákvörðun.</span></p> <p><span>„Við höfum miklar áhyggjur af því hversu margar stúlkur fá ekki að snúa aftur til náms núna. Það má ekki gerast að stúlkur verði skildar eftir. Það er algjörlega nauðsynlegt að stúlkur, þar með taldar eldri stúlkur, fái að halda menntun sinni áfram án tafa. Til að það gerist þurfum við kvenkyns kennara aftur til starfa,“ segir Fore í yfirlýsingu.</span></p> <p><span>Í <a href="https://unicef.is/tryggja-tharf-jafnan-rett-stulkna-til-nams-i-afganistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF á Íslandi bendir hún á að fyrir núverandi mannúðarkrísu í Afganistan hafi 4,2 milljónir barna ekki verið skráð í skóla. 60 prósent þeirra stúlkur.</span></p> <p><span>„Hver dagur sem stúlkur eru sviptar rétti sínum til menntunar er glatað tækifæri fyrir þær, fjölskyldur þeirra og samfélög.“</span></p> <p><span>Menntamál í Afganistan hafa tekið þó nokkrum framförum síðustu tvo áratugi. Fjöldi skóla hefur þrefaldast og námsmönnum fjölgað úr einni milljón í 9,5 milljónir.</span></p> <p><span>„Þetta eru mikilvægar umbætur fyrir afgönsk börn sem við verðum að sýna virðingu og verja. UNICEF hvetur til að réttur allra barna til náms í Afganistan verði virtur. UNICEF mun halda áfram baráttu sinni og réttindagæslu til að tryggja jafnan rétt stúlkna og drengja til náms og tækifæra í friðsælu og uppbyggilegu Afganistan,“ segir Fore að lokum.</span></p>

17.09.2021UNICEF afhjúpar táknræna útstillingu fyrir tapaðar skólastundir barna

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;afhjúpaði í dag táknræna útstillingu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í&nbsp;New&nbsp;York&nbsp;sem telur klukkustundir af kennslu sem börn hafa tapað vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19. Verkið ber yfirskriftina „Við megum engan tíma missa“ („No&nbsp;Time&nbsp;to&nbsp;Lose“).</p> <p>"Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu eigin persónu í skólastofum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 og&nbsp;skólalokana. Fyrir vikið hafa börn orðið af mikilvægri menntun og öðrum jákvæðum og uppbyggilegum tengslum við skóla.&nbsp;Því lengra sem líður eykst hættan á að mörg þessara barna snúi ekki aftur í skóla, verði send út að vinna eða gift barnung. Framtíð þeirra er í húfi," segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Að þessu tilefni hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;stillt upp stórri klukku, sem lítur út eins og krítartafla í tómri kennslustofu, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og sýnir í rauntíma áætlaðar stundir af kennslu sem tapast hafa. Í kennslustofunni eru 18 tóm skrifborð, eitt fyrir hvern mánuð sem heimsfaraldurinn hefur raskað skólastarfi um allan heim.&nbsp;</p> <p>76.&nbsp;Allsherjarþing&nbsp;Sameinuðu þjóðanna hefst í dag og er útstillingunni ætlað að brýna fyrir þjóðarleiðtogum frá öllum heimshornum mikilvægi þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar í heimsfaraldrinum.&nbsp;</p> <p><strong>Heil kynslóð svikin um tækifæri</strong></p> <p>„Við erum að snuða heila kynslóð og framtíð þeirra hangir á bláþræði fyrir vikið. Við verðum að setja enduropnun skóla í forgang og styðja við þau sem af mestu hafa orðið. Við megum engan tíma missa,“ segir&nbsp;António&nbsp;Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í tilkynningu.&nbsp;</p> <p>Á heimsvísu hafa um 131 milljón skólabarna orðið af þremur fjórðu af námi sínu með viðveru í kennslustofu frá mars 2020 til september 2021. Af þeim hafa 77 milljónir orðið af nær öllu sínu námi í eigin persónu. Um 27 prósent þjóða búa enn við að skólar séu ýmist að fullu eða að hluta lokaðir vegna faraldursins. Samkvæmt nýjustu tölum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, búa 870 milljónir nemenda á öllum stigum við einhvers konar röskun á námi sínu.&nbsp;</p> <p><strong>Hver kennslustund dýrmæt</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;ítrekar áskorun sína til stjórnvalda, hvar svo sem þau eru í veröldinni, að opna skóla á ný eins fljótt og auðið er og taka nauðsynleg skref til að tryggja óraskaða kennslu í skólum með viðeigandi&nbsp;sóttvörnum.&nbsp;</p> <p>„Hver klukkustund sem barn ver í&nbsp;skólastofu&nbsp;er dýrmæt. Hún er tækifæri til að víkka sjóndeildarhring þeirra og hámarka hæfileika þeirra,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF.</p> <p>„1,8 billjónir klukkustunda er óskiljanlega mikill tími. Það er sömuleiðis óskiljanlegt að forgangsraða ekki aðgerðum vegna&nbsp;COVID-19&nbsp;í þágu barna og framtíðar þeirra. Við verðum að opna þessa lokuðu skóla eins fljótt og hægt er. Klukkan tifar.“</p>

17.09.2021Ný stjórn ungmennaráðs UN Women

<span></span> <p>Aðalfundur ungmennráðs UN Women á Íslandi fór fram á dögunum. Ný sjö kvenna stjórn var kosin en eingöngu konur buðu sig fram. <a href="https://unwomen.is/ungmennarad/">Ný stjórn ungmennráðsins</a>&nbsp;samanstendur af eftirfarandi: Erna Benediktsdóttir, Fönn Hallsdóttir, Gerður Ævarsdóttir, Hulda Sif Högnadóttir, Líney Helgadóttir, Sólrún Ásta Reynisdóttir og Védís Drótt Cortez.</p> <p>Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum. Það gera meðlimir ráðsins fyrst og fremst með fræðslu og kynningum í grunn- og framhaldsskólum. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan. En einnig stendur ráðið fyrir vitundarvakningar- og fjáröflunarviðburðum.</p> <p>Síðastliðið starfsár ungmennaráðsins var með óvenjulegu sniði vegna samkomutakmarkana vegna heimsfaraldursins. Stjórn ráðsins aðlagaði sig fljótt og bauð upp á skólakynningar í gegnum Zoom og Teams. Fjarkynningar voru 24 og samkvæmt <a href="https://unwomen.is/ny-stjorn-ungmennrads-un-women/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UN Women efldi þetta nýja fyrirkomulag fræðslu á landsbyggðinni. </p> <p>Ný fræðslunefnd eingöngu skipuð strákum, var sett á fót. Markmiðið með því var að jafna kynjahlutföll í skólakynningum. Samfélagsmiðlar ungmennaráðsins blómstruðu í höndum stjórnarinnar með ýmsum liðum, líkt og „femínistar tala“, þar sem fjölbreyttur hópur femínista tók yfir Instagram ungmennráðsins og fjallaði um fjölbreyttar leiðir í femínisma. Á meðal femínista voru Sóley Tómasdóttir, Vilhelm Neto, Ingileif Friðriksdóttir og Sema Erla.</p> <p>Á aðalfundinum var farið yfir liðið starfsár, fulltrúar aktívistahópsins&nbsp;Antírasistar&nbsp;héldu erindi ásamt aktívistahópnum&nbsp;Öfgum.</p> <p>Í frétt UN Women er fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf og nýrri stjórn óskað góðs gengis.</p>

16.09.2021Ný framkvæmdastýra UN Women frá Jórdaníu

<span></span> <p>Sima Sami Bahous&nbsp; hefur verið skipuð ný framkvæmdastýra UN Women. Sima tekur við af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem lét af störfum í ágúst. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti skipunina í vikubyrjun.</p> <p>Sima, sem er jórdönsk, hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum bæði innan grasrótarinnar og á alþjóðavettvangi. Hún var áður fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði á svæðisskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ í Arabaríkjunum &nbsp;á árunum 2012-2016.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unwomen.is/sima-bahous-skipud-framkvaemdastyra-un-women/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women á Íslandi hefur Sima gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan jórdanska stjórnarráðsins og verið útnefnd sérlegur ráðgjafi Jórdaníukonungs. Hún er með doktorsgráðu í samskiptum og þróunarfræðum, MA próf í bókmenntum og BA gráðu í enskum bókmenntum.</p> <p>Sima tekur við stöðu framkvæmdastýru UN Women af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem gegnt hafði stöðunni frá árinu 2013.</p> <p>Phumzile er kennari að mennt og með doktorsgráðu í kennslufræðum. Hún hefur lengi verið virk í kvenréttindabaráttunni, bæði í heimalandi sínu Suður Afríku og á alþjóðvettvangi. Phumzile gegndi embætti varaforseta Suður Afríku á árunum 2005 til 2008 og var virk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður afrískra stjórnvalda á sínum yngri árum.</p> <p>„Á sama tíma og UN Women á Íslandi býður Sima Bahous velkomna til starfa, kveðja samtökin Phumzile og þakka henni fyrir einstakt starf í þágu kvenna og stúlkna um allan heim,“ segir í fréttinni.</p>

15.09.2021Rauði krossinn fagnar komu kvótaflóttafólks til landsins

<span></span> <p>“Við komum til að geta átt líf,” sagði sýrlenskur fjölskyldufaðir sem kom til landsins í síðustu viku og fékk hér vernd í boði íslenskra stjórnvalda. Alls komu 33 sýrlenskt kvótaflóttafólk eða sex fjölskyldur til landsins frá Líbanon. Enn er von á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar. Fólkið átti að koma á síðasta ári en það tafðist vegna heimsfaraldursins. Síðast var tekið á móti flóttafólki í boði stjórnvalda haustið 2019.</p> <p>Að því er fram kemur í <a href="http://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-fagnar-komu-kvotaflottafolks-til-landsins-og-oskar-eftir-fleiri-sjalfbodalidum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi hefur biðin verið fólkinu erfiðust. „Flest hafa þau búið í Líbanon, þangað sem þau flúðu, í fjölda ára við afar erfiðan kost. Enda er Líbanon það land sem hýsir hlutfallslega flesta flóttamenn á heimsvísu. Fæst áttu þau möguleika á að afla sér nægra tekna til að hafa í sig og á og börn hafa sum ekki komist mikið í skóla. Ástandið vegna COVID19 gerði síðan allt mun erfiðara. Ósk þeirra er að hefja nýtt líf á Íslandi, læra tungumálið, stunda nám og vinnu. Fá tækifæri til að eignast mannsæmandi líf,“ segir í fréttinni.</p> <p>Starfsfólk Fjölmenningarsetur og Rauða krossins á Íslandi tóku á móti fjölskyldunum við komuna til landsins. Eftir að fjölskyldurnar hafa lokið sóttkví fara þær í þau sveitarfélög þar sem þau fá stuðning fyrstu árin í nýjum heimkynnum, í Árborg, Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri.&nbsp;</p> <p>„Rauði krossinn fagnar komu fólksins hingað til lands, eftir langa bið. Félagið hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956, þegar flóttafólk kom hingað til lands í fyrsta sinn í boði stjórnvalda, eða yfir 65 ára tímabil. Í þennan tíma hefur Rauði krossinn gegnt mikilvægu hlutverki í móttöku, aðlögun og hagsmunagæslu flóttafólks ásamt aðstoð og þjónustu við fólk sem kemur á eigin vegum í leit að alþjóðlegri vernd.“</p> <p>Um miðjan október er síðan von á afgönsku flóttafólki frá Íran og eftir það er gert ráð fyrir einstaklingum frá ýmsum Afríkuríkjum. Þeir koma frá Kenýa.</p> <p>Rauði krossinn segir að undanfarin ár hafi stjórnvöld lagt metnað í að þróa kerfi og þjónustu í kringum samræmda móttöku flóttafólks sem er ætlað að aðstoða allt flóttafólk á sambærilegan hátt. "Rauði krossinn sinnir hlutverki sínu við móttökuna í nánu samráði og samvinnu við stjórnvöld, félagsþjónustur sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila eins og Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun sem koma nú að verkefninu með auknum krafti. Meginverkefni sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða krossins er að veita flóttafólki sálfélagslegan stuðning leiðsögu- og tungumálavina enda sýnir reynslan að það að greiða fyrir tengslum inn í samfélagið gegnum persónulegan vinskap getur skipt sköpum við að festa hér rætur,“ segir í fréttinni.</p> <p><strong>Auglýst eftir sjálfboðaliðum</strong></p> <p>Rauði krossinn auglýsir nú eftir fleiri sjálfboðaliðum til að vera fólkinu innan handar, sérstaklega í grennd við ofangreind sveitarfélög sem og í Reykjanesbæ. „Allir geta gert eitthvað til að auðvelda nýju íbúunum að aðlagast íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að sem flestir í samfélaginu taki þátt í því að bjóða fólkið velkomið. Við bendum áhugasömum að hafa samband í s. 570-4000 eða skrá sig beint gegnum&nbsp;<a href="http://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi">vefinn okkar.</a>“</p> <p>Til fróðleiks má vekja athygli á því að ferðaþjónustu- og fjölskyldufyrirtækið Guðmundur Jónasson sem nú heitir GJTravel hefur frá upphafi, frá 1956, boðist til að sækja flóttafólkið á Keflavíkurflugvöll endurgjaldslaust. Bílstjórarnir sem nú sinna því verkefni eru barnabörn Guðmundar heitins og finnst jafn sjálfsagt að leggja sitt af mörkum við að bjóða nýja íbúa velkomna hingað, úr sárri neyð. „Rauði krossinn þakkar þeim innilega dyggan stuðning og telur framlag þeirra sannarlega til eftirbreytni.“</p>

14.09.2021UNICEF hvetur þjóðarleiðtoga til að aðstoða í Afganistan

<span></span> <p>„Hjálpið okkur. Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa með börnunum í Afganistan og fólkinu sem aðstoðar þau,“ sagði Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, í ávarpi á ráðherrafundi um ástandið í Afganistan í&nbsp;Genf&nbsp;í gær. Í ákalli lagði&nbsp;Fore&nbsp;áherslu á að þjóðir létu ekki sitt eftir liggja og fjármögnuðu af fullum þunga neyðaraðgerðir við&nbsp;mannúðarkrísunni&nbsp;í Afganistan.</p> <p>Á fundinum, sem António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boðaði til, fengu ráðherrar að heyra hvernig tíu milljónir afganskra barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af. Hvernig ein milljón afganskra barna muni þjást af alvarlegri bráðavannæringu á þessu ári án aðgerða. Hvernig 600 þúsund Afgana, þar af helmingur þeirra börn, hafi neyðst til að flýja heimili sín á árinu og hvernig tala fylgdarlausra barna í landinu hækkar dag frá degi. Hvernig aðgerða sé þörf og það strax.</p> <p>Í ávarpi vék&nbsp;Fore&nbsp;að árangri&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi, en&nbsp;Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna&nbsp;hefur verið til staðar fyrir fólkið í Afganistan í nærri sjötíu ár.</p> <p>„Bara síðustu tvær vikur hefur UNICEF&nbsp;útvegað 170 þúsund manns drykkjarvatn í miðjum þurrkum. Haldið úti færanlegum teymum heilbrigðisstarfsmanna í fjórtán héruðum til að halda áfram að veita íbúum grunnheilbrigðisþjónustu. Síðustu vikuna í ágúst veitti&nbsp;UNICEF&nbsp;fjögur þúsund vannærðum börnum undir fimm ára aldri nauðsynlega næringarmeðferð,“ sagði&nbsp;Fore.</p> <p>Hún benti á að ekkert af þessum væri mögulegt án framlínustarfsmanna&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi og starfsfólks&nbsp;UNICEF&nbsp;í Afganistan. Þau væru nú sem endranær reiðubúin að hætta lífi sínu til að þjóna börnunum í Afganistan. En þörf væri á frekari fjárstuðningi frá öllum þjóðum.</p> <p>„Án ykkar stuðnings er hætt við að þessi lífsnauðsynlega þjónusta stöðvist og eymd þjóðar í sárum aukist enn. Ríki heimsins geta ekki látið það gerast.“</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur undanfarnar vikur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í&nbsp;Afganistan. Viðbrögð landsmanna hafa verið virkilega jákvæð. Enn er hægt að styðja söfnunina með því að&nbsp;senda&nbsp;SMS-ið BARN í númerið 1900 ( til að gefa 1.900 krónur) eða gefa frjálst framlag&nbsp;<a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">hér</a>.&nbsp;</p>

14.09.2021Íslensk þekking nýtt í orkuskiptum á Kómorum

<span></span> <p><span>„Við viljum sjá fleiri burðug og kraftmikil íslensk fyrirtæki skoða samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðla með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípa um leið ný tækifæri til uppbyggingar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna veitti á dögunum styrk í verkefni lögfræðistofunnar <a href="https://www.bbafjeldco.is/" target="_blank">BBA // Fjeldco</a>&nbsp;um ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómorum í Indlandshafi. </span></p> <p><span>Ráðherra segir fagnaðarefni að íslenskt hugvit og sérfræðiþekking nýtist til uppbyggingar lagaramma um endurnýjanlega orku í einu fátækasta ríki Afríku. Kómorur eigi auk þess margt sameiginlegt með Íslandi, bæði eru eldfjallaeyjur sem vilja nýta endurnýjanlegar auðlindir sínar vel.</span></p> <p><span>Stjórnvöld á Kómorum, eyríki í Indlandshafi, stefna að því að nýta endurnýjanlega orkugjafa í auknum mæli í stað dísilolíu í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. BBA // Fjeldco annast undirbúning og drög að reglugerðum um nýtingu á sólarorku, vindorku og vatnsafls á eyjunum í samstarfi við ÍSOR, Verkís,&nbsp;Intellecon&nbsp;og ráðgjafa frá&nbsp;Kómorum.</span></p> <p><span>Baldvin Björn Haraldsson einn eigenda BBA // Fjeldco lýsir yfir mikilli ánægju með styrkinn. „Ég er þakklátur fyrir að geta stutt við atvinnuþróun sem eflir notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á Kómorum. Þetta hefði ekki verið mögulegt án grunnfjárfestingar hin opinbera í verkefninu. Það tækifæri kom til í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við stjórnvöld á Kómorum sviði jarðhitanýtingar – verkefni sem stutt var af UNDP, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna.“</span></p> <p><span>Með skýrum lagaramamma á þessu sviði standa vonir til að hægt verði að fá fleiri erlenda fjárfesta og &nbsp;samstarfsaðila til samstarfs. Aukið aðgengi almennings og fyrirtækja að grænni raforku á sanngjörnu verði er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu Kómora til lengri tíma. </span></p> <p><span>BBA // Fjeldco ehf. hefur sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu, meðal annars á sviði orkumála, og hefur mikla reynslu af alþjóðlegu samstarfi. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við UNDP á Kómorum og því er þekking til staðar á stjórnsýslu og stofnunum þar í landi.</span></p> <p><span>Samstarfssjóður við atvinnulíf&nbsp; um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarlandi. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 Bandaríkjadölum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. </span></p> <p><a href="https://www.heimstorg.is/heimsmarkmidasjodur_haust_2021/"><span>Heimstorg</span></a><span> Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á </span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/"><span>vef Stjórnarráðsins</span></a><span>.</span></p>

13.09.202125 milljóna viðbótarframlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnu ráðherra tilkynnti um 25 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Genf í dag. Framlagið rennur til samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og bætist það við fjárframlög íslenskra stjórnvalda til Afganistans að undanförnu. </p> <p>Guðlaugur Þór <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/09/13/Avarp-a-aheitaradstefnu-Sameinudu-thjodanna-vegna-Afganistans/">ávarpaði ráðstefnuna </a>í gegnum fjarfundarbúnað þar sem hann tilkynnti um stuðning Íslands. Fjárhæðin kemur til viðbótar við 30 milljóna króna framlags til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og 30 milljóna króna framlags til Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem tilkynnt var um í ágúst. </p> <p>„Með þessu viljum við svara ákalli Sameinuðu þjóðanna um tafarlausan stuðning við afgönsku þjóðina, ekki síst til að tryggja virðingu fyrir alþjóðlegum mannréttindum og mannúðarlögum, óhindraðan aðgang mannúðarstofnana, og vernd afganskra borgara. Síðast enn ekki síst verðum við standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna í Afganistan og að tryggja að það sem hefur áunnist í þeirri baráttu glatist ekki. Veturinn er handan við hornið, og hann er afar harður í Afganistan. Það er því mikilvægt að bregðast hratt við,“ segir Guðlaugur Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðhera. &nbsp;&nbsp;</p> <p>Í kjölfar valdatöku talibana í Afganistan hefur hagur almennings í landinu versnað til muna. Miklir þurrkar hafa bætt gráu ofan á svart og heimfaraldur kórónuveiru svo aukið álagið á veikburða heilbrigðisþjónustu. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18 milljónir, þurfi á mannúðaraðstoð að halda og yfir hálf milljón hafi hrakist á flótta. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

13.09.2021Áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu leirkeraverkstæðis í Freetown

<span></span> <p><a href="https://aurorafoundation.is/" target="_blank">Aurora velgerðasjóður</a> er búinn að byggja upp, ásamt samstarfsaðilum, vel starfhæft leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone. Þar er einnig rekinn skóli þar sem nemendur læra að verða keramikerar. Utanríkisráðuneytið studdi við frekari uppbyggingu á verkstæðinu á síðasta ári og nú hefur verkefnið hlotið áframhaldandi styrk frá ráðuneytinu.&nbsp;</p> <p><span>Verkefnið hefur gengið vel að sögn Regínu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra Aurora sjóðsins. Hún segir að gífurlegt atvinnuleysi sé í Síerra Leone, einkum meðal ungs fólks og að staðan hafi versnað á undanförnu ári í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. </span></p> <p><span>„Lettie Stuart Pottery verkstæðið er einstakt því það eru fá verkstæði í Afríku sem státa af getu til&nbsp; hábrennslu og þekkingar heimamanna til að búa til góða keramikvöru. Verkefnið er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu sem og að taka þessa þekkingu á næsta stig. Vörur handunnar í Síerra Leóne úr hráefni frá nærumhverfinu eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu, einkum þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari,“ segir Regína.</span></p> <p><span>Regína segir að á undanförnum misserum hafi verkstæðið vakið töluverða athygli innanlands. „Rétt áður en COVID skall á var ákveðið að bjóða upp á námskeið um helgar á verkstæðinu þar sem fólki gæfist kostur á að búa til sína eigin hluti og prófa sparkbekkina, sem notaðir eru í leirlistinni. Mikill áhugi kviknaði strax en vegna COVID var lokað á slíkt fljótt aftur. Í byrjun árs 2021 var aftur farið af stað með námskeiðin og þau hafa vakið gífurlega athygli. Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu keramikvara er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi í Síerra Leóne. Hráefni og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi keramikera í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og listhandverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar,“ segir Regína.</span></p> <p><span>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;</span><a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank"><span>hér</span></a><span>.</span></p>

13.09.2021Sómalíland: Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa

<span></span> <p>Endurteknar náttúruhamfarir og átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi, sem er í norðvesturhluta Sómalíu. „Þessar aðstæður hafa hrakið mikinn fjölda fólks á flótta innan Sómalílands og glímir flóttafólkið ekki aðeins við náttúruhamfarir og óöryggi heldur líka sjúkdóma og faraldra á borð við malaríu, mislinga, kórónuveiruna ofan á vaxandi vannæringu sem er afleiðing af auknum fæðuskorti í landinu,“ segir Ísabella Ósk Másdóttir hjá Rauða krossinum á Íslandi.</p> <p>Hún segir að til að bæta gráu ofan á svart sé staða stúlkna og kvenna slæm í landinu enda þótt margt hafi áunnist í þeim efnum og ástæða sé til aukinnar bjartsýni, meðal annars fyrir tilstilli Rauða krossins á Íslandi. „Það er augljóst að aðstæðurnar sem fólkið í Sómalílandi glímir við dag hvern eru afar erfiðar og til lengri tíma hafa þær ekki aðeins neikvæð áhrif á líkamlega heilsu þess heldur einnig verulega neikvæð áhrif á andlega heilsu. Forsenda þess að fólk hafi kraft til að bregðast við erfiðum aðstæðum er að það hafi von og þá skiptir gott geðheilbrigði sköpum. </p> <p>Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er heilbrigðiskerfi Sómalílands eitt það veikburðasta í heimi. „Íbúar landsins búa því við afar skert aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og sálfélagslegum stuðningi til að vinna úr erfiðleikum og áföllum. Í grein sem háskólinn í Cambridge birti árið 2019 var það mat sérfræðinga að vopnuð átök, fátækt, atvinnuleysi og víðtæk ofnotkun örvandi efna hafi haft neikvæð áhrif á andlega heilsu íbúa Sómalílands og í raun valdið sprengingu andlegra veikinda þar í landi sem lítið hafi verið fjallað um til þessa. Þá hefur heimsfaraldur COVID-19 einnig haft áhrif og valdið þjóðinni enn meiri berskjöldun gagnvart neikvæðum áhrifum á andlega heilsu og líðan,“ segir Ísabella.</p> <p>Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Af þeim verkefnum má sérstaklega nefna færanlega heilsugæslu í Hargeisa sem verið hefur megin langtímaverkefni félaganna. Heilsugæslunni er ætlað að þjónusta um 25 þorp og bæi í nágrenni Hargeisa, höfuðborgar landsins, með rúmlega 30 þúsund íbúa, og eina heilbrigðisþjónustan sem íbúum svæðisins stendur til boða. Frá upphafi hefur verkefnið miðað að því að sinna bólusetningum, næringarskimunum barna og mæðravernd auk hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu og lækninga og fræðslu á sviði heilbrigðis. Það var svo fyrr á þessu ári sem Rauði krossinn á Íslandi, þökk sé styrktaraðilum, gat bætt sálrænum og sálfélagslegum stuðningi við þá fræðslu og þjálfun sem starfsfólk heilsugæslunnar hlýtur.</p> <p>Nánar á <a href="http://http://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-a-islandi-tryggir-salraenan-studning-fyrir-ibua-berskjaldadra-samfelaga-somalilands" target="_blank">vef</a>&nbsp;Rauða krossins</p>

10.09.2021CLF á Íslandi: Áframhaldandi uppbygging í Úganda í þágu stúlkna

<span></span> <p>Félagasamtökin CLF á Íslandi hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá utanríkisráðuneytinu til að halda áfram uppbyggingu á Candle Light High School í Mukono héraði í Úganda. Skólinn býður ungum stúlkum sem eiga erfitt uppdráttar upp á nám þar sem áhersla er lögð á öruggt umhverfi, sálrænan stuðning og valdeflingu. </p> <p><a href="https://clf.is/" target="_blank">CLF á Íslandi</a> hefur áralanga reynslu af stuðningi við skólastarf í landinu og hefur styrkt verkmenntaskóla Candle Light Foundation í sama skólahúsnæði í Úganda þar sem ungum stúlkum stendur til boða verknám sem er sniðið að félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Markmið CLF á Íslandi hefur frá upphafi verið að stuðla að menntun og að efla hæfni stúlkna í Úganda til að standa á eigin fótum, efla atvinnumöguleika þeirra og framtíðartækifæri. </p> <p>Verkefnið snýst um áframhaldandi uppbyggingu Candle Light High School í Úganda en fjármagn frá utanríkisráðuneytinu verður meðal ananrs nýtt til að byggja hús sem mun hýsa tvær kennslustofur auk skólabókasafns og rannsóknarstofu. Rosette Nabuuma, framkvæmdarstýra CLF í Úganda, segir að stækkun skólans hjálpi samtökunum að mæta þörf stúlkna í nærsamfélaginu til að öðlast menntun og muni einnig bæta skólaumhverfið og gæði náms til muna. </p> <p>Með byggingunni gefst færi á að veita yfir 100 stúlkum til viðbótar tækifæri til að stunda nám í skólanum. Áætlað er að hægt verði að taka á móti rúmlega 100 nýjum nemendum eða um 200 nemendum í heildina. </p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok">hér</a>.</p>

09.09.2021Verkefni SOS framlengd í Eþíópíu og Sómalíu

<span></span> <p><u5:p></u5:p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu að framlengja verkefni sem samtökin hafa unnið að, síðustu þrjú árin í Eþíópíu og Sómalíu. Annar vegar er um að ræða verkefni á sviði fjölskyldueflingar og hins vegar atvinnueflingu ungmenna. Alls nemur styrkur ráðuneytisins við framlengingu verkefnanna rúmlega 136 milljónum króna en mótframlag SOS nemur rúmlega 34 milljónum króna sem fjármagnað er með framlögum styrktaraðila.</p> <p><u5:p></u5:p>Rúm­ar 44 millj­ón­ir styrkupp­hæð­ar­inn­ar renna í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþí­óp­íu. „Þar hjálp­um við barna­fjöl­skyld­um í sára­fá­tækt að standa á eig­in fót­um með því mark­miði að þær verði sjálf­bær­ar. Þannig drög­um við úr hætt­unni á að­skiln­aði og efl­um for­eldr­ana svo þeir geti hugs­að um börn­in og þau stund­að nám,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna.</p> <p><u5:p></u5:p>Verk­efnið hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en hefur nú verið fram­lengt út des­em­ber 2023. „Á þessu svæði hjálp­um við 560 for­eldr­um og 1562 börn­um þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyld­urn­ar út­skrif­ist úr fjöl­skyldu­efl­ing­unni og til að há­marka ár­ang­ur­inn ákváð­um við að fram­lengja verk­efn­ið um tvö ár. Hætt er við að mik­il vinna hefði far­ið í súg­inn ef við hefð­um lát­ið stað­ar num­ið nú í árs­lok,“ segir Hans Steinar.</p> <p><u5:p></u5:p>Árið 2018 hófst verk­efnið „At­vinnu­hjálp unga fólks­ins“ í Moga­dis­hu í Sómal­íu og Har­geisa í Sómalílandi en þar er at­vinnu­leysi ungs fólks um 70 prósent. „Sómal­ía og Sómalí­land telj­ast óör­ugg lönd þar sem hryðju­verka­hóp­ar hafa lengi unn­ið gegn friði og ör­yggi. Slík­ir hóp­ar reyna meðal annars að höfða til at­vinnu­lausra ung­menna og því er verk­efn­ið okk­ar mik­il­vægt í þeirri við­leitni að örva efna­hag­inn og vinna að heil­brigð­um upp­gangi og friði í lönd­un­um tveim­ur,“ segir Hans Steinar.</p> <p><u5:p></u5:p>Ár­ang­ur verk­efn­is­ins er það góð­ur hing­að til, að sögn Hans, að ákveð­ið var að fram­lengja það um þrjú ár, til ársloka 2024.</p>

09.09.2021Skólalokanir auka ójöfnuð í Suður-Asíu að mati UNICEF

<span></span> <p>Lokanir á skólum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 hafa skapað gríðarlega misskiptingu og ójöfnuð í námstækifærum barna í Suður-Asíu.&nbsp;Aðgerðir stjórnvalda til að auka fjarkennslu hafa borið takmarkaðan árangur. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á stöðu náms á Indlandi, í Pakistan, á&nbsp;Srí&nbsp;Lanka&nbsp;og&nbsp;Maldíveyjum.</p> <p>Lokanir á skólum hafa raskað námi 434 milljóna barna í heimshlutanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar&nbsp;UNICEF&nbsp;telur verulegur hluti nemenda og foreldra þeirra að börnin séu að læra mun minna en fyrir heimsfaraldurinn. </p> <p>Um 80 prósent barna á aldrinum 14-18 ára á Indlandi upplifa að þau séu að læra minna en þegar þau voru í skólastofum í eigin persónu. Á&nbsp;Srí&nbsp;Lanka&nbsp;segja 69 prósent foreldra að grunnskólabörn þeirra séu að læra minna eða umtalsvert minna en áður. Stúlkur,