Hoppa yfir valmynd

Fréttir


Dags.TitillEfni
16.04.2024Ísland eykur framlög sín til mannúðarmála í Súdan

<p><span>Alvarleg staða mannúðarmála í Súdan var meginefni alþjóðlegrar framlagaráðstefnu sem fram fór í París í gær. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sótti fundinn fyrir Íslands hönd og tilkynnti um samtals 140 m.kr. framlag íslenskra stjórnvalda til mannúðarstarfs í Súdan á næstu tveimur árum.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Súdanska þjóðin hefur gengið í gegnum ólýsanlegar hörmungar undanfarið ár og stór hluti þjóðarinnar hrakist á flótta. Fregnir af kynþáttabundnu og kynferðislegu ofbeldi, morðum og limlestingum sýna því miður að alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindalög eru virt að vettugi. Það er mikilvægt að Ísland geti lagt af mörkum til mannúðarstarfs í landinu og tekið undir ákall alþjóðasamfélagsins um vopnahlé og mannúðaraðgengi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Utanríkisráðherrar Frakklands og Þýskalands voru gestgjafar ráðstefnunnar ásamt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði fundinn og fulltrúar helstu mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaráðs Rauða krossins og frjálsra félagasamtaka voru á meðal þátttakenda.</span></p> <p><span>Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf ríflega helmingur súdönsku þjóðarinnar, yfir 25 milljónir manna, á mannúðaraðstoð að halda, tæplega helmingurinn börn. Átján milljónir eru á barmi hungursneyðar, tíu milljónum fleiri en áður en átökin brutust út. Yfir átta milljónir íbúa landsins hafa þurft að flýja heimkynni sín, að stórum hluta konur og börn.&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundinum tilkynnti ráðuneytisstjóri um framlag Íslands til mannúðarmála í Súdan sem mun nema 70 m.kr. á ári á tímabilinu 2024-2025 og skiptast milli tveggja áherslustofnana í mannúðarstarfi Íslands, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA).&nbsp;</span></p> <p><span>WFP er stærsta stofnun Sameinuðu þjóðanna á sviði fæðuöryggis og gegnir lykilhlutverki við útdeilingu mataraðstoðar á átakasvæðum í Súdan. OCHA semur um aðgengi mannúðarstofnana á vettvangi og samhæfir starf þeirra. Úthlutað er úr svæðasjóði OCHA til innlendra og alþjóðlegra mannúðarstofnana og frjálsra félagasamtaka á sviði mannúðarmála, einkum til mataraðstoðar, heilbrigðis- og hreinlætismála, menntamála og verndar.</span></p> <p><span>Þetta er í annað sinn sem íslensk stjórnvöld veita viðbótarframlag vegna stöðu mannúðarmála í Súdan, en utanríkisráðherra tilkynnti í júní 2023 um 50 m.kr. viðbótarkjarnaframlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á framlagaráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá hefur neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland er aðili að, úthlutað 35 milljónum bandaríkjadala til mannúðar- og neyðaraðstoðar vegna Súdan það sem af er þessu ári, en árið 2023 námu úthlutanir vegna Súdan samtals 53 milljónum bandaríkjadala, eða sem nemur átta prósent allra úthlutana úr sjóðnum árið 2023.</span></p>

03.04.2024Byggingar úr endurunnu plasti rísa í Síerra Leóne

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa&nbsp; stutt við verkefni á sviði vatns- og hreinlætismála í afskekktum sjávarþorpum Síerra Leóne frá árinu 2018, í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og þarlend stjórnvöld. Samstarfið við UNICEF á sviði vatns- og hreinlætismála er eitt af lykilverkefnum sendiráðs Íslands í Freetown.&nbsp;</span></p> <p><span>Þörfin fyrir bætt aðgengi að vatns- og hreinlætisaðstöðu er mikil í Síerra Leóne, sérstaklega í fiskimannasamfélögum. Með samstarfinu stuðlar Ísland að bættum aðgangi viðkvæmra fiskimannasamfélaga að hreinu vatni og hreinlæti en verkefnið kemur til með að veita rúmlega 53 þúsund manns í 16 samfélögum aðgang að hreinu vatni og viðunandi hreinlætisaðstöðu.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Auk áskorana tengdum aðgangi að vatni- og hreinlæti hefur plastmengun töluverð áhrif á lífsviðurværi samfélaga í sjávarþorpunum. Enn fremur setur plastið bæði fæðuöryggi og efnahag Síerra Leóne í hættu. Sem hluti af verkefninu hafa verið settar upp tvær endurvinnslustöðvar í þorpunum Tombo og Konakrydee. Þar hafa ungmenni verið þjálfuð í hvernig nýta megi plastúrgang og annað sorp til framleiðslu, t.d. á múrsteinum og orkusparandi eldhlóðum. Er plasti m.a. safnað af nærliggjandi ströndum og í samfélögum sem taka þátt í verkefninu.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig eru múrsteinar sem búnir eru til í endurvinnslustöðvunum nú m.a. nýttir til að byggja húsnæði fyrir salernisaðstöðu við nærliggjandi grunnskóla og þá hyggst UNICEF nýta múrsteinana í fleiri byggingar á komandi misserum. Lagt er upp með að allar byggingar innan verkefnisins séu umhverfisþolnar og með aðgengi fyrir fatlað fólk.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Samstarfið við UNICEF hefur gengið vel og það er afar ánægjulegt að sjá hvernig plastmengunin fer minnkandi í samfélögunum sem verkefnið nær til. Það er ljóst að það eru sóknarfæri á þessu sviði sem nýta má betur og það er frábært fyrsta skref að sjá byggingar rísa úr endurunnu múrsteinunum“ segir Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Síerra Leóne.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Starfsfólk endurvinnslustöðvanna hefur í nógu að snúast og oft og tíðum er svo mikil eftirspurn eftir framleiðslunni að ekki er hægt að mæta henni. Af þessum sökum eru hlutaðeigandi samfélög hvött til að safna meira plasti til endurvinnslu og skipuleggja reglulega söfnunardaga&nbsp; í þeim tilgangi að þrífa strandlengjuna og nærumhverfið og þannig sjá endurvinnslustöðinni fyrir efni til frekari framleiðslu.</span></p>

02.04.2024Hjálparstarf kirkjunnar stuðlar að valdeflingu ungmenna í Kampala

<p><span>Stuðningur Hjálparstarfs kirkjunnar við verkefni sem snýr að valdeflingu ungmenna í fátækrarhverfum Kampala, höfuðborg Úganda, hefur skilað góðum árangri og mætt sárri þörf ungmenna í krefjandi aðstæðum. Þetta kemur fram í <a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Final%20endline%20evaluation%20report%20YEP%20in%20Uganda.pdf">nýrri óháðri úttekt</a>&nbsp;sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu VIG, en Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil verið einn af lykil samstarfsaðilum utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefnið er framkvæmt af félagasamtökunum Uganda Youth Development Link (UYDEL) og Lúterska heimssambandinu (Lutheran World Federation) og er fjármagnað með stuðningi í gegnum rammasamning við utanríkisráðuneytið.&nbsp;</span></p> <p><span>Hjálparstarf kirkjunnar hefur stutt við verkefnið frá 2017 sem er ætlað til að minnka atvinnuleysi og tengda fátækt í fátækrahverfum Kampala. Atvinnutækifæri í höfuðborginni eru fá og mörg ungmenni skortir menntun og þjálfun til að eiga möguleika á að sækja um störf eða ráðast í sjálfstæðan atvinnurekstur. Þá eru börn og unglingar í fátækrahverfum útsett fyrir misnotkun sökum fátæktar og þá rekur neyðin ungmenni til að taka þátt í glæpagengjum eða selja líkama sína til að sjá sér farborða. Markmið verkefnisins er að unga fólkið öðlist verkkunnáttu sem eykur atvinnumöguleika þeirra. Einnig að unglingarnir taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrki sjálfsmyndina og þau séu upplýst um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu.&nbsp;</span></p> <h2><span>Jákvæðar niðurstöður þrátt fyrir krefjandi aðstæður</span></h2> <p><span>Niðurstöður lokaúttektar núverandi verkefnafasa eru jákvæðar. Þrátt fyrir áskoranir í starfi, m.a. vegna COVID-19 faraldursins, náði verkefnið settum markmiðum, m.a. hvað varðar aukna samfélagsvitund, nýliðun meðal ungmenna, starfsþjálfun og námslok. Þá fengu tveir af hverjum þremur þátttakenda störf í kjölfar þjálfunar, þrátt fyrir hindranir sem enn á eftir að yfirstíga. Þar að auki hefur verulegur árangur náðst hvað varðar aukið aðgengi ungmennanna að kynfræðslu og getnaðarvörnum, en úttektin sýnir fram á minnkaða áhættuhegðun meðal 82% þátttakenda og að 92% þátttakenda hafi nú grunnþekkingu á sviði kynheilbrigðis.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er afar ánægjulegt að sjá þennan góða árangur sem verkefni íslenskra félagasamtaka hafa skilað. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar falla vel að stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu, einkum hvað varðar aðstoð við jaðarsetta hópa og samfélög líkt og UYDEL hefur gert í fátækrahverfum Kampala“ segir Davíð Bjarnason, deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>Í niðurstöðu úttektarinnar eru 18 tillögur settar fram er varða þjálfun og endurgjöf, atvinnu og lífsskilyrði, valdeflingu ungmenna, kynjasamþættingu og varnir gegn misnotkun, auk tillagna er varða stjórnsýslu verkefnisins.&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og úttektin ber með sér tekur verkefnið á mikilvægum málaflokkum og þá þykja áherslur UYDEL hafa stuðlað að því að þróunarmarkmiðum Úganda hafi verið mætt. Félagasamtökin taka þannig virkan þátt á landsvísu og eru stefnumótandi hvað varðar atvinnusköpun og aukin tækifæri fyrir viðkvæman hóp ungmenna í fátækrahverfum Kampala.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

13.03.2024Skóli og athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis afhent í Úganda

<p><span>Sendiráð Íslands í Kampala í Úganda afhenti í nýliðinni viku héraðsyfirvöldum í Buikwe-héraði annars vegar nýtt athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og hins vegar fullbúinn grunnskóla. Skólinn er sá fimmtugasti sem byggður er fyrir íslenskt þróunarfé frá því byggðaþróunarverkefni Íslands hófst í héraðinu árið 2015. Nemendafjöldinn í þessum skólum er um helmingur íslenskra barna á grunn- og framhaldsskólaaldri.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ísland hefur átt í þróunarsamvinnu við Úganda í bráðum 25 ár og er árangur samstarfsins fyrir löngu orðinn áþreifanlegur, sér í lagi á sviði menntunar. Nýtt athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis er sömuleiðis mikilvægt framlag í þágu jafnréttis og mun án efa styrkja samfélagið í Buikwe-héraði enn frekar,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Athvarfið fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er það fyrsta sem reist er í Buikwe-héraði, öðru af samstarfshéruðum Íslands í Úganda. Fyrsta skóflustungan var tekin í lok október og nú liðlega fjórum mánuðum síðar afhenti Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, bygginguna héraðsyfirvöldum við formlega athöfn. Byggingin er liður í jafnréttisverkefni íslenskra stjórnvalda í samvinnu við héraðsyfirvöld sem miðar meðal annars að því að takast á við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í strandbyggðum. Rétt eins og víða annars staðar í landinu er kynbundið misrétti viðvarandi og útbreitt í Buikwe og kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi sömuleiðis.</span></p> <h2><span>Fimmtugasti skólinn afhentur</span></h2> <p><span>Sama dag afhenti svo Hildigunnur yfirvöldum í Buikwe nýjan grunnskóla í byggðarlaginu Wakisi nærri bökkum Nílar. Afhendingin markar tímamót því skólinn er sá fimmtugasti sem reistur er fyrir íslenskt þróunarfé í Buikwe frá því að byggðaþróunarsamstarf Íslands og héraðsyfirvalda hófst árið 2015. Um þrjátíu þúsund nemendur sækja þessa fimmtíu skóla en fjórir þeirra eru á framhaldsskólastigi. Til samanburðar bjuggu í fyrra rúmlega sextíu þúsund börn og unglingar á aldrinum 6-18 ára á Íslandi. Á þessum níu árum hafa því verið byggðir fyrir íslenskt þróunarfé skólar í Buikwe fyrir nemendafjölda sem samsvarar helmingi íslenskra barna og unglinga á skólaaldri á hverjum tíma.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er ánægjulegt að afhenda byggingar sem endurspegla áherslur Íslands í þróunarsamvinnu: jafnrétti, grunnmenntun og vatns- og hreinlætismál. Við erum sannfærð um að skólinn og athvarfið hafi jákvæð áhrif á samfélagið í Buikwe-héraði,“ segir Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.</span></p> <p><span>Auk fullbúinna kennslustofa fylgja Wakisi-skólanum nýtt eldhús, sem búið er orkusparandi eldunaraðstöðu, og endurbætt salernisaðstaða með sturtum og brennsluofnum fyrir tíðavörur. Með slíkri aðstöðu er spornað við brottfalli unglingsstúlkna úr skólum en blæðingar þykja ennþá feimnismál og skammarefni. Þá eru bæði skólastofur og salerni hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga. Loks fylgja skólanum íbúðir fyrir skólastjóra og yfirkennara en fjarvistir starfsfólks sem þarf um langan veg að fara í vinnu eru hamlandi þáttur í skólastarfi í landinu. 750 börn stunda nám við skólann.</span></p> <p><span>Buikwe er annað tveggja samstarfshéraða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda, hitt er Namayingo. Verkefni Íslands í héruðunum tveimur eru einkum á sviði menntamála og vatns- og hreinlætismála. Kynjajafnrétti, mannréttindi og umhverfismál eru þverlæg áhersluatriði í þróunarsamvinnu í Úganda. Framkvæmd verkefnanna er undir forystu héraðsyfirvalda með stuðningi og eftirliti af hálfu Íslands. Þau eru skipulögð í samræmi við þróunaráætlun Úganda, þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

08.03.2024Sláandi munur á framkvæmd laga um jafnrétti á vinnumarkaði

<span></span> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Munur á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði er mun meiri en áður hefur verið talið samkvæmt <a href="https://openknowledge.worldbank.org/server/api/core/bitstreams/d891abb1-ca9c-42cd-989f-32d3885189a2/content" target="_blank">nýrri skýrslu Alþjóðabankans</a>. Rúmum þriðjungi munar á þeim réttindum sem karlar og konur njóta.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Jafnréttisverkefni Alþjóðabankans um konur, atvinnulíf og lagaumgjörð eða Women, Business and the Law (WBL) hefur staðið yfir frá árinu 1971 og felst í reglulegri gagnasöfnun og greiningum á lagaumgjörð og regluverki sem hafa áhrif á tækifæri kvenna til atvinnu og frumkvöðlastarfs. Niðurstöðurnar, sem birtar eru í árlegri skýrslu, gefa því góða yfirsýn yfir þau lög og reglur sem hafa áhrif á efnahagslega valdeflingu kvenna og þróun mála í einstökum löndum og á heimsvísu.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Nú eru jafnframt í fyrsta skipti birtir mælikvarðar sem&nbsp; mæla framkvæmd laga um jafnrétti í samtals 190 ríkjum. Niðurstöðurnar eru sláandi. Samkvæmt lögum &nbsp;njóta konur einungis um 2/3 sömu réttinda og karlar. Könnun á framkvæmd laganna leiðir hins vegar í ljós að munurinn er enn meiri í raun. Ríki heims hafa að meðtali einungis innleitt um 40% þeirra kerfa sem nauðsynleg eru til að framfylgja gildandi lögum.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Mestur er munurinn þegar kemur að öryggi og njóta konur einungis þriðjung þeirrar verndar sem karlar njóta, svo sem þegar kemur að vernd gagnvart heimilisofbeldi, kynferðislegri áreitni og barnahjónaböndum. Sem dæmi má nefna að 151 ríki hefur sett lög er banna kynferðislega áreitni á vinnustað en einungis 39 banna kynferðislega áreitni á almannafæri. Þetta komi oft í veg fyrir að konur geti til dæmis nýtt sér almenningssamgöngur með öruggum hætti til og frá vinnu.</span></p> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Yfirhagfræðingur Alþjóðabankans bendir á í tilefni af útgáfu skýrslunnar að um allan heim megi finna lög og reglur sem hamli því að konur standi jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Ef staða kynjanna yrði jöfnuð mætti auka verðmætasköpun í heiminum um fimmtung. </span></p> <p class="Meginml"><span>&nbsp;</span></p>

28.02.2024Mikill árangur af verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ber­sýni­leg­ur ár­ang­ur hef­ur náðst í ís­lensku verk­efni á vegum SOS Barnaþorpanna á Íslandi gegn kyn­ferð­is­legri mis­notk­un á börn­um í Tógó. Verk­efn­ið hef­ur náð til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota, skil­að fjölg­un á slík­um mál­um á borði lög­reglu og eflt fræðslu til kenn­ara, nem­enda og al­menn­ings.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Árið 2019 gerðu SOS Barna­þorp­in á Ís­landi samn­ing við utanríkisráðu­neyt­ið um fjár­mögn­un þró­un­ar­verk­efn­is í Ogou-hér­aði í Tógó. Verk­efn­ið var fram­lengt út árið 2025 og mið­ar að því að styðja barna­fjöl­skyld­ur og sam­fé­lag­ið í for­vörn­um gegn kyn­ferð­is­legri misneyt­ingu á börn­um, einkum stúlk­um. Verk­efn­ið fel­ur í sér fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir, stuðn­ing og umönn­un barna og stúlkna sem hafa orð­ið fyr­ir slíku of­beldi með áherslu á að halda ung­um stúlk­um í skóla.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kyn­ferð­is­leg mis­notk­un á barn­ung­um stúlk­um er mik­ill vá­gest­ur sem herj­að hef­ur í árarað­ir á Ogou hér­að. Sam­fé­lags­leg gildi gera það að verk­um að kyn­ferð­is­leg misneyt­ing á börn­um, barnagift­ing­ar stúlkna og brott­fall ung­lings­stúlkna úr grunn­skól­um vegna þung­un­ar eru að­kallandi vanda­mál á svæð­inu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er oft brugð­ist við þess­um mál­um með of mik­illi mildi. Flest­ar kær­ur falla nið­ur af þeirri ein­földu ástæðu að for­eldr­arn­ir vilja ekki fylgja kær­unni eft­ir. Afr­íku­bú­ar eru fé­lags­lynd­ir og ná­grann­arn­ir eru þeim mik­il­væg­ir. Þannig að þeg­ar ná­granni ger­ist brot­leg­ur er svo erfitt að kæra hann, fara í gegn­um ferl­ið og koma lög­um yfir hann. Þetta er okk­ar helsta áskor­un við að fást við vanda­mál­ið,“ seg­ir starfs­mað­ur barna­vernd­ar í Ogou hér­aði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt frá SOS segir að mik­ill og góð­ur ár­ang­ur hafi náðst í þessu verk­efni sem nær til 257 stúlkna sem eru þo­lend­ur kyn­ferð­is­brota. 208 þeirra voru við það að hætta í skóla en héldu þess í stað áfram og 30 fóru í starfs­nám. Fræðsla hef­ur líka náð til 175 kenn­ara í öll­um tíu skól­um svæð­is­ins og 16.587 barna og ung­menna í sam­fé­lag­inu. „Með­al al­menn­ings hef­ur verk­efn­ið náð til yfir 40 þús­und manns. Ár­ang­ur­inn er ber­sýni­leg­ur,“ segir þar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í meðfylgjandi heimildamynd er rætt við Írena var að­eins nýorð­in 13 ára þeg­ar hún varð ólétt eft­ir nauðg­un. Allt í einu voru fram­tíð­ar­draum­ar þess­ar­ar ungu stúlku í upp­námi. Hún var kom­in með unga­barn í fang­ið áður en hún varð 14 ára og svo fór að hún hrakt­ist úr grunn­skóla­námi af þess­um völd­um.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/LyZXclwmcvk?si=8CDi50N03M2QGXOq" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web- &lt;p&gt;&lt;span style=">Í meðfylgjandi heimildamynd er rætt við Írena var að­eins nýorð­in 13 ára þeg­ar hún varð ólétt eft­ir nauðg­un. Allt í einu voru fram­tíð­ar­draum­ar þess­ar­ar ungu stúlku í upp­námi. Hún var kom­in með unga­barn í fang­ið áður en hún varð 14 ára og svo fór að hún hrakt­ist úr grunn­skóla­námi af þess­um völd­um.</span></p> </iframe>

13.02.2024Kynningarfundur um samstarf við atvinnulífið í þróunarríkjum

<p><span>Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, stendur fyrir kynningarfundi um samstarf við atvinnulífið í þróunarríkjum fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi kl. 9:30. Fundurinn fer fram í húsakynnum Íslandsstofu, 4. hæð Grósku. Rafræn þátttaka er einnig möguleg.&nbsp;</span></p> <p><span>Fundinum er ætlað að beina sjónum íslensks atvinnulífs og sérfræðinga að samstarfsmöguleikum í þróunarríkjum og mikilvægi þess að byggja upp efnahag fátækari ríkja. Einkageirinn getur lagt gríðarmikið af mörkum til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem eru sameiginleg markmið okkar allra. Með því að renna styrkari stoðum undir atvinnu- og viðskiptalíf í þessum löndum geta íslensk fyrirtæki og sérfræðingar jafnframt eflt samkeppnishæfni sína á framtíðarmörkuðum. Fundurinn er liður í fundaröð um atvinnulífsuppbyggingu í þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span><strong>Skráning á fundinn er <a href="http://web.islandsstofa.is/explorecrmis-azxai/pages/uf8kpmdhee6qeqanoiabta.html?PageId=3c245fb847c7ee119079000d3a2001b4" target="_blank">hér</a>.</strong><br /> <br /> Meðal efnis verður:</span></p> <p><span>1. Almenn kynning á tæknilegri aðstoð íslenskra sérfræðinga í þróunarsamvinnu (ráðgjafalistum fyrir sérfræðinga).</span></p> <p><span>2. Kynning á samningi við Development Aid, gagnagrunni sem verður aðgengilegur öllum íslenskum fyrirtækjum og felur m.a. í sér:</span></p> <ul> <li><span>Upplýsingar um alþjóðleg viðskiptatækifæri (útboð)</span></li> <li><span>Upplýsingar um fjármögnunarmöguleika um allan heim (styrki</span></li> <li><span>Upplýsingaöflun og greiningu á framlaga- og fjármögnunarstofnunum</span></li> <li><span>Rafrænn vettvangur fyrirtækjastefnumóta</span></li> <li><span>Greiningartæki til að meta hugsanlega samstarfsaðila og samkeppnisaðila</span></li> <li><span>Upplýsingar fyrirtæki sem hafa komist á úrtakslista fyrir útboð þau sem hafa unnið útboðin.</span></li> <li><span>Upplýsingar um fyrirtæki og einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum (black listed).</span></li> </ul> <p><span>3. Kynning á Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu sem opnað hefur á ný, fyrir styrkumsóknir íslenskra fyrirtækja.</span></p> <p><span>4. Spurningar og svör&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Þann 1. mars verður haldinn fundur um ráðgjafalista fyrir sérfræðinga í sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda</strong>, verndun hafs og vatna og verður sá fundur auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Kynningarfundir fyrir sérfræðinga á öðrum áherslusviðum verða haldnir síðar á árinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Frekari upplýsingar má nálgast <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodleg-throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/heimsmarkmidasjodur-atvinnulifs/" target="_blank">hér</a>.</span></p> <p><span>Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á <a href="mailto:[email protected]" target="_blank">[email protected]</a>.</span></p>

05.02.2024Ísland styður við mannréttindi í Malaví

<p><span>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Malaví, ásamt fulltrúum sendiráðs Noregs og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), undirrituðu á föstudaginn samning um stuðning við stofnanir og samtök sem standa vörð um mannréttindi í landinu. Þá var fyrsta skóflustungan að nýrri stjórnsýslubyggingu í Mangochi-héraði tekin fyrr í vikunni, en framkvæmdin markar tímamót því hún er fjármögnuð sameiginlega af íslenskum og malavískum stjórnvöldum.&nbsp;</span></p> <p><span>Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví, skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd í höfuðstöðvum UNDP í Lilongwe. Verkefninu er ætlað að efla réttarkerfið sem og styrkja stoðir og sjálfstæði stofnana sem láta sig mannréttindi í Malaví varða. Má þar nefna Mannréttindastofnun Malaví, skrifstofu umboðsmanns sem og frjáls félagasamtök sem vinna að þessum málum. Sérstök áhersla er lögð á hagsmuni og réttindi ólíkra og viðkvæmra jaðarsettra hópa, þar á meðal hinsegin fólks og fatlaðra. Verkefnið, sem er til þriggja ára, er í samræmi við aukna mannréttindaáherslu í þróunarsamvinnu Íslands.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ísland tekur alvarlega skuldbindingu sína, um að virða, vernda og efla mannréttindi í verki, bæði alþjóðlega og í samstarfsríkjum Íslands,“ sagði Elín R. Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, í ávarpi sem hún flutti við athöfn í tilefni af undirrituninni.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá fundaði Elín með Nancy Tembo, utanríkisráðherra Malaví, þar sem blómleg þróunarsamvinna Íslands og Malaví til áratuga var efst á baugi, en í ár verða liðin 35 ár síðan samstarf ríkjanna hófst.<br /> </span></p> <h2><span>Í takt við áherslur Íslands í þróunarsamvinnu</span></h2> <p><span></span>Mannréttindi eru áherslumál í utanríkisstefnu Íslands og ofarlega á baugi í allri þróunarsamvinnu. Sendiráð Íslands í Lilongwe hefur um árabil stutt við grundvallarréttindi fólks í gegnum sérstök héraðsþróunarverkefni í landinu með áherslu á efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Síðustu ár hefur sendiráðið svo innleitt frekari áherslu á borgaraleg réttindi.</p> <p>Fyrr í vikunni var efnt til hátíðlegrar athafnar í Mangochi, öðru tveggja samstarfshéraða Íslands í Malaví, þar sem fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri byggingu fyrir fundarsal og fjármálaskrifstofu héraðsstjórnarinnar. Richard Chimwendo Banda, ráðherra sveitastjórnamála, var viðstaddur athöfnina. Stuðningur Íslands við framkvæmdina er liður í að efla getu héraðsstjórnarinnar til að sinna sjálf framkvæmd héraðsverkefna í samræmi við vandaða og góða stjórnsýsluhætti. Um leið styður verkefnið við valddreifingarstefnu malavískra stjórnvalda. Það markar tímamót að því leyti að framkvæmdirnar eru fjármagnaðar í sameiningu af íslenskum og malavískum stjórnvöldum. Áætlaður kostnaður við bygginguna nemur um 180 milljónum íslenskra króna og þar af greiða íslensk stjórnvöld um 60 prósent kostnaðarins.</p> <p>Í síðustu viku fór jafnframt fram samráðsfundur í Malaví með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og útsendum starfsmönnum í sendiráðum Íslands í Afríku. Auk þess að ráða ráðum sínum og skerpa á markvissri framkvæmd tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndunum kynnti hópurinn sér verkefnin sem unnið er að í Malaví og hitti fulltrúa félagasamtaka sem starfa þar. Má þar nefna Þroskahjálp, sem vinnur að verkefni í landinu ásamt sambærilegum innlendum samtökum. Ísland starfar nú í þremur samtarfslöndum í Afríku; Malaví, Úganda og Síerra Leóne þar sem sendiráðin hafa umsjón með undirbúningi, skipulagi og framkvæmd verkefna.&nbsp;</p>

02.02.2024Verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólks um mikilvægi heimsmarkmiðanna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í vikunni var verðlaunaafhending í samkeppni ungs fólks um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir mannréttindi og frið haldin í Mannréttindahúsinu að Sigtúni 42. Eliza Reid, forsetafrú og formaður dómnefndar veitti verðlaun fyrir framúrskarandi tillögur sem bárust í keppnina en hún hefur um nokkurra ára skeið verið verndari Félags Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkeppnin var haldin í tilefni af 75 ára afmælis Félags Samaeinuðu þjóðanna í fyrra en um ræðir endurvakningu á samkeppni sem félagið stóð fyrir um árabil í blaði Æskunnar. Alls bárust tæplega 40 frábærar tillögur í keppnina af öllu landinu frá nemendum á grunn- og framhaldsskólastigi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Dómnefndin kaus að lokum með tveimur sigur tillögum og veitti þar að auki sex auka verðlaun. Það voru þau Þröstur Flóki Klemensson, nemandi við Háteigsskóla með söguna sína um Anahi og Berglindi og Eybjört Ísól Torfadóttir, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík með smásögur sínar um heimsmarkmiðin sem báru sigur úr býtum í samkeppninni sem fjallaði um heimsmarkmiðin og mikilvægi þeirra fyrir mannréttindi og frið og í heiminum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þröstur Flóki og Eybjört Ísól unnu bæði flug og gistingu ásamt forráðamönnum sínum til New York með Icelandair að heimsækja fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna undir handleiðslu framkvæmdastjóra félagsins, ásamt bókagjöf frá Angústúru.</span></p>

30.01.2024Áframhaldandi stuðningur við UNRWA til skoðunar

<p><span>Utanríkisráðherra ákvað á föstudag að fresta greiðslu kjarnaframlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), í kjölfar ásakana um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hafi átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas 7. október síðastliðinn, þar til samráð hefur verið haft við samstarfsríki og frekari skýringa leitað hjá stofnuninni. Í framhaldi hefur utanríkisráðuneytið verið í virkum samskiptum við Norðurlöndin og önnur samstarfsríki um viðbrögð við málinu og sótti fund varaframkvæmdastjóra UNRWA í gær, mánudag. Þá ræddi ráðherra málið í ríkisstjórn í dag og mun enn fremur eiga fund sama efnis með utanríkismálanefnd Alþingis á morgun.&nbsp;</span></p> <p><span>Á næstu dögum mun ráðuneytið halda áfram nánu samráði við Norðurlöndin og fleiri líkt þenkjandi ríki um framhald málsins. Fyrirhugað er að áframhaldandi stuðningur við UNRWA verði, að því samráði loknu, metinn með hliðsjón af öllum fyrirliggjandi upplýsingum og aðstæðum.&nbsp;</span></p> <p><span>Samkvæmt rammasamningi sem undirritaður var við UNRWA í september 2023 fyrir tímabilið 2024-2028 nemur kjarnaframlag Íslands til UNRWA 110 m.kr. á ári. Samkvæmt samningi er miðað við að framlagið sé greitt á fyrstu þremur mánuðum ársins og hefði samkvæmt því verið send frá ráðuneytinu í síðasta lagi í lok mars. Það er því ekki útilokað að Ísland standi við þær skuldbindingar þrátt fyrir frestun.&nbsp;&nbsp;</span></p> <h2><span>Fjöldi ríkja boða frestun framlaga</span></h2> <p><span>Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, gaf út yfirlýsingu á föstudag og upplýsti um þessar alvarlegu ásakanir. Tilkynnti hann að í ljósi alvarleika málsins hefði UNRWA sagt viðkomandi starfsmönnum upp umsvifalaust og að rannsókn á sannleiksgildi þeirra yrði hafin án tafar.</span></p> <p><span>Fljótlega í kjölfar frétta af ásökununum á hendur starfsmanna UNRWA tilkynnti fjöldi ríkja að þau myndu fresta greiðslu framlaga til stofnunarinnar. Þau ríki sem tilkynnt hafa um einhvers konar frestun framlaga eru, auk framkvæmdastjórnar ESB; Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Ítalía, Ástralía, Finnland, Kanada, Holland, Eistland, Lettland, Litháen, Japan, Austurríki og Rúmenía, auk Íslands, Danmerkur sem hyggst fylgja afstöðu ESB í málinu og Svíþjóðar sem mun a.m.k. fresta greiðslu framlaga annarra en kjarnaframlaga.</span></p> <h2><span>Víðtækur stuðningur Íslands&nbsp;</span></h2> <p><span>Ísland hefur um árabil stutt stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem starfa að málefnum palestínskra flóttamanna á Vesturbakkanum, Gaza og í nágrannaríkjum. Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA miðað við höfðatölu og voru umtalsverð viðbótarframlög veitt í lok síðasta árs samkvæmt ákvörðun ráðherra vegna ástandsins á Gaza, alls um 225 m.kr. Auk þess hafa reglubundin mannúðarframlög verið veitt í svæðasjóð vegna Palestínu á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Þá hefur Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF), sem Ísland er aðili að, jafnframt úthlutað til mannúðar- og neyðaraðstoðar á svæðinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Á sviði þróunarsamvinnu hefur Ísland stutt við tvenn frjáls félagasamtök með starfsemi á Vesturbakkanum og Gaza um alllangt skeið. Annars vegar er um að ræða Women’s Centre for Legal Aid and Counselling (WCLAC), samtaka sem veita félags- og lögfræðilegan stuðning til kvenna auk málsvarastarfs varðandi mannréttindi kvenna á Vesturbakkanum og á Gaza, hins vegar Palestinian Medical Relief Society (PMRS) sem veitir heildræna heilbrigðisþjónustu til íbúa landsins.</span></p> <h2><span>Viðbótarframlög til Palestínu tilkynnt í morgun</span></h2> <p><span>Enn fremur var í morgun tilkynnt um ákvörðun <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/30/Vidbotarframlog-til-Rauda-krossins-og-Althjodabankans-vegna-Palestinu/" target="_blank">utanríkisráðherra</a>&nbsp;um að ganga frá samningum við Alþjóðabankann og Rauða krossinn um frekari framlög til Palestínu, en samtals nema árleg framlög samkvæmt þessum viðbótarsamningum yfir 80 m.kr. Framlagið til Rauða krossins á Íslandi mun styðja við starfsemi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem starfar með palestínska hálfmánanum á Gaza og veitir nauðsynlega og lífsbjargandi aðstoð. Samningurinn við Alþjóðabankann er til fimm ára og rennur framlagið í sjóð á vegum bankans sem styður við enduruppbyggingu og endurreisn innviða í Palestínu, einkum á Gaza.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

30.01.2024Viðbótarframlög til Rauða krossins og Alþjóðabankans vegna Palestínu

<p><span>Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita viðbótarframlög til Rauða krossins á Íslandi vegna þeirrar neyðar sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá hefur verið ákveðið að Ísland verði aðili að sjóði á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun við enduruppbyggingu og endurreisn innviða í Palestínu.</span></p> <p><span>„Ísland hefur undanfarið veitt verulega fjármuni til svæðisins vegna þeirra hörmunga sem íbúar ganga nú í gegnum. Með þessu sýnum við enn frekari stuðning okkar í verki. Með framlaginu til Alþjóðabankans felst mikilvægur stuðningur við endurreisn Palestínu að átökunum loknum, en bankinn mun hafa lykilhlutverki að gegna í þeim efnum. Við horfum líka til ástandsins nú, sem er skelfilegt, og höldum áfram að leggja af mörkum til mannúðarstarfs,“ segir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Um er að ræða 25 milljóna króna framlag til Rauða krossins á Íslandi til að styðja við starfsemi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem starfar með palestínska Rauða hálfmánanum á Gaza og veitir nauðsynlega og lífsbjargandi aðstoð. Þá hefur ráðherra ákveðið að ganga frá samningi við Alþjóðabankann um framlög til næstu fimm ára í sjóð (Palestinian Partnership for Infrastructure Development) sem styður við enduruppbyggingu og endurreisn innviða í Palestínu, einkum á Gaza. Árlegt framlag í sjóðinn mun nema 400 þúsund Bandaríkjadölum. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hin Norðurlöndin eiga þegar aðild að sjóðnum og hafa jákvæða reynslu af störfum hans, en önnur aðildarríki eru Bretland, Ástralía, Frakkland, Holland, Ítalía, Króatía og Portúgal.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

25.01.2024Ísland styður við fæðuöryggi skólabarna með loftslagsverkefni í Úganda

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja samstarf við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála í Úganda sem jafnframt stuðlar að auknu fæðuöryggi fátækra skólabarna. Orkusparandi eldunaraðstaða verður sett upp í tugum skóla og þúsundir trjáa gróðursett á einu snauðasta svæði landsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Abdirahman Meygag, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme – WFP) í Úganda, undirrituðu samning um fjármögnun verkefnisins í gær, á alþjóðlegum degi menntunar. Nemur heildarupphæðin 300 þúsund bandaríkjadölum, jafnvirði 41 milljónar króna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span>Verkefnið miðar að því að draga úr kolefnislosun vegna skólamáltíða með uppsetningu á orkusparandi eldunaraðstöðu í 74 skólum í Karamoja í norðaustanverðu Úganda þar sem 42.000 nemendur stunda nám. Um leið stuðlar verkefnið að auknu fæðuöryggi þar sem bætt eldunaraðstaða er mikilvægur liður í að tryggja börnum næringarríkar skólamáltíðir.&nbsp; Matreiðslufólk í skólum mun einnig fá þjálfun og fræðslu um sjálfbæra matvinnslu og næringarríka og umhverfisvæna matargerð.</p> <h2>Mikilvægt verkefni þar sem þörfin er hvað mest</h2> <p> Fátækt er óvíða meiri í Úganda en á Karamoja-svæðinu. Þrír af hverjum fjórum íbúum lifa við mikla fátækt og vannæring barna er viðvarandi. Það hefur meðal annars þær afleiðingar að skólasókn þeirra er almennt léleg. Þá hefur umhverfi á svæðinu hnignað jafnt og þétt, meðal annars af völdum skógarhöggs vegna kolavinnslu.</p> <p>Orkusparandi eldunaraðstaða í skólum svæðisins þýðir að helmingi færri tré eru höggvin í eldivið en ella, eða um 24.000 í stað 59.000 á ári hverju. Samhliða bættri aðstöðu verða 400.000 loftslagsþolin akasíu- og dísartré gróðursett í nágrenni við skólana. Þá fá íbúar héraðanna fræðslu um orkusparandi eldhlóðir til heimilisnota með það að markmiði að auka notkun þeirra.&nbsp;</p> <p>Verkefnið er í samræmi við þróunaráætlun Úganda og stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, sérstaklega þeim markmiðum er snúa að umhverfis- og loftslagsmálum. Verkefnið styður jafnframt við markmið um bætta menntun, námsumhverfi og næringu barna.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er áherslustofnun fyrir mannúðaraðstoð Íslands og er jafnframt samstarfsaðili í heimaræktuðum skólamáltíðum í tvíhliða samstarfslöndunum Malaví og Síerra Leóne. Þá leiðir Ísland ásamt öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna svokallað Skólamáltíðarbandalag.</p>

23.01.2024Ísland styður sérstaklega við fátækustu íbúa Malaví

<p>Íslensk stjórnvöld hafa veitt 50 m.kr. viðbótarframlag í sérstakan sjóð Alþjóðabankans og ríkisstjórnar Malaví sem fjármagnar aðgerðir til að styðja þau allra fátækustu í landinu. </p> <p>Áætlað er að 4.4 milljónir íbúa í Malaví búi við alvarlegan fæðuskort vegna bágborinnar stöðu efnahagsmála og ítrekaðra uppskerubresta.  Malaví er afar berskjaldað fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga og hafa þurrkar og flóð haft skelfilegar afleiðingar  undanfarin ár og valdið mannfalli og gríðarlegu tjóni á ræktarsvæðum og innviðum.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Viðbótarframlag Íslands er eyrnamerkt svokölluðum grænum störfum fyrir þau sem búa við sárafátækt í Malaví. Verkefnið er mikilvægur liður í að auka þekkingu og getu viðkvæmra samfélaga til að vera betur í stakk búin til að takast á við náttúruhamfarir. Störfin eru m.a. við landgræðslu, verndun vatns og sérstakar aðgerðir til að auka viðnámsþrótt samfélaga gegn flóðum og þurrkum. </p> <h2>Afar ánægjulegt að sjá ávinninginn af eigin raun</h2> <p>Með launaðri vinnu eykst fæðuöryggi þátttakenda, stuðlað er að samfélagslegum stöðugleika og unnið er að uppbyggingu mikilvægra innviða á borð við stíflur og varnargarðar. Ríkisstjórn Malaví stefnir á að skapa 520.000 græn störf á árinu og fjölga þannig þeim heimilum sem fá mánaðarlegar stuðningsgreiðslur.</p> <p><span class="blockqoude">„Það er mjög ánægjulegt að sjá hvernig þetta verkefni hefur bætt hag þeirra allra verst settu í Malaví. Mörgum foreldrum er nú gert kleift að brauðfæða fjölskylduna út mánuðinn og þá hef ég hitt nokkrar fjölskyldur sem ná meira að segja að leggja fyrir hluta af mánaðarlegu upphæðinni til að byggja upp heimili sín og akra eftir náttúruhamfarir. Þá erum við auðvitað sérstaklega ánægð með að framkvæmd verkefnisins er að fullu í höndum stjórnvalda í Malaví sema tryggir sjálfbærni þess,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví.</span></p> <p>Ísland og Bandaríkin eru stofnaðilar að sjóði Alþjóðabankans sem komið var á fót árið 2022 og var stofnaður á ögurstundu fyrir malavískan efnahag. Ísland hefur skuldbundið sig til að leggja til sjóðsins 420 m.kr. yfir þriggja ára tímabil. Tilkynnt var um viðbótarframlag Íslands á saman tíma og tilkynnt var um þátttöku Evrópusambandsins, Írlands, Noregs og Bretlands í verkefninu.&nbsp; Ísland á sæti í verkefnastjórn sjóðsins ásamt öðrum framlagsríkjum og sinnir eftirliti með reglubundnum heimsóknum á verkefnasvæðin. </p>

18.01.2024Ísland fjármagnar verkefni gegn fæðingarfistli í Namayingo héraði í Úganda

<p>Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að fjármagna sérstakt verkefni gegn fæðingarfistli í Namayingo-héraði í Úganda í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Ísland styður nú við svipuð verkefni með UNFPA í öllum samstarfsríkjunum þremur í Afríku.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Gift Malunga, yfirmaður UNFPA í Úganda, undirrituðu samning um verkefnið í sendiráði Íslands í Kampala í gær.&nbsp; Það verður unnið í samstarfi við héraðsyfirvöld í Namayingo ásamt frjálsum félagasamtökum með sérþekkingu á málinu. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um þrjár milljónir bandaríkjadala yfir þriggja ára tímabil.&nbsp;</p> <h2>Alvarlegt og viðvarandi vandamál</h2> <p>Fæðingarfistill er alvarlegt og viðvarandi vandamál í fátækustu ríkjum heims þar sem algengt er að barnungar stúlkur eignist börn, en kvillinn þekkist varla á Vesturlöndum. Orsök fæðingarfistils er rifa í fæðingavegi, t.d. milli ristils og legganga sem ekki er meðhöndluð. Konur sem þjást af fæðingarfistli eiga því oft erfitt með að hafa stjórn á þvaglátum eða hægðum. Í Úganda er áætlað að á bilinu 75.000 til 100.000 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli. Á hverju ári bætast við um 1.900 ný tilfelli og er biðtími eftir aðgerð fimm ár. Tíðni þungana meðal unglingsstúlkna í landinu er sú hæsta í Austur-Afríku og hefur aukist á undanförnum árum en unglingsstúlkur eru útsettari fyrir fæðingarfistli sökum þess að hafa ekki náð fullum líkamlegum þroska við barnsburð. Mæðradauði er einnig mikill en ein af hverjum fimm konum í Úganda deyr af barnsförum á unglingsaldri.&nbsp;</p> Í Namayingo, öðru samstarfshéraða Íslands í Úganda, eignast konur að meðaltali 7,8 börn á lífsleiðinni samanborið við 5,2 börn á landsvísu. Heilbrigðiskerfi héraðsins er mjög ábótavant en enginn fæðingar- eða kvensjúkdómalæknir starfar þar og næsti spítali í sextíu kílómetra fjarlægð. Í héraðinu eru yfir 230 þúsund íbúar.&nbsp;<br /> <h2>Heildræn nálgun til að takast á við afleiðingarnar</h2> <p>Neikvæð áhrif fæðingarfistils á líf kvenna og stúlkna eru margþætt og verður verkefnið unnið samkvæmt heildrænni nálgun til að takast á við bæði orsakir og afleiðingar fæðingarfistils. Þannig verður lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir sem snúa að vitundarvakningu í samfélaginu og eflingu heilbrigðiskerfisins. Þá verður áhersla lögð á bætta mæðravernd, hugarfarsbreytingu varðandi þunganir unglingsstúlkna og aðgerðir til að draga úr kynferðis- og kynbundnu ofbeldi. Jafnframt verður konum og stúlkum sem þjáðst hafa af fæðingarfistli veitt endurhæfing og stuðningur við að fóta sig í samfélaginu á ný.&nbsp;</p> <p> Ísland fjármagnar svipuð verkefni með UNFPA í Malaví og Síerra Leóne. Með stuðningi við verkefnið í Úganda leggur Ísland því sitt af mörkum í að berjast gegn fæðingarfistli í öllum tvíhliða samstarfsríkjum sínum á sviði þróunarsamvinnu.&nbsp;</p> <p>Meginverkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er að bæta og tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi, og gegnir stofnunin lykilhlutverki í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.&nbsp;</p>

08.01.2024Vítahringur vannæringar, árása og sjúkdóma ógnar lífi barna á Gaza

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Börn á&nbsp;Gaza&nbsp;eru enn föst í lífshættulegum vítahring sjúkdóma, vannæringar og stigvaxandi árása nú þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá því Ísraelsmenn hófu hernaðaraðgerðir á svæðinu. Þúsundir saklausra barna hafa fallið í árásunum og eftirlifendur glíma við síversnandi&nbsp;lífsskilyrði&nbsp;dag frá degi.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Börnin á&nbsp;Gaza&nbsp;eru stödd í martröð sem versnar með hverjum degi,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í tilkynningu. „Þau eru drepin í árásum og lífi þeirra sem eftir standa er ógnað af sjúkdómum og skorti á næringu og vatni. Það verður að vernda börn og almenna borgara fyrir þessum ofbeldisverkum og tryggja aðgengi þeirra að nauðsynjum.“&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Vaxandi áhyggjur af yfirvofandi hungursneyð</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.unicef.is/vitahringur-vannaeringar-arasa-og-sjukdoma-ognar-lifi-milljon-barna-a-gaza" target="_blank">frétt </a>UNICEF&nbsp;kemur fram að vikuna fyrir jól fjölgaði tilfellum niðurgangspesta hjá börnum undir fimm ára úr 48 þúsund í 71 þúsund. Það að tilfellum fjölgi um 3.200 á dag segir&nbsp;UNICEF&nbsp;vera skýrt merki um að velferð barna og heilsu hraki ört við þessar skelfilegu aðstæður.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Undir lok síðasta árs varaði&nbsp;Integrated&nbsp;Food&nbsp;Security&nbsp;Phase&nbsp;Classification&nbsp;(IPC) við yfirvofandi hungursneyð á&nbsp;Gaza&nbsp;og segir í tilkynningu&nbsp;UNICEF&nbsp;að rannsóknir stofnunarinnar sýni að börnum fjölgi sem búa við ófullnægjandi næringu. Þannig er um 90% barna undir tveggja ára aldri að neyta einhæfrar fæðu úr aðeins tveimur eða færri fæðuhópum. Flestar fjölskyldur segja börnin aðeins neyta korns – að brauði meðtöldu– og mjólkur.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;segir vert að hafa áhyggjur af því að versnandi aðstæður barna og fjölskyldna auki líkur á að ástandið endi með hungursneyð. Þess ber að geta að mikið þarf til að lýst sé yfir hungursneyð, svo það gefur vísbendingu um hversu slæmt ástandið er.&nbsp;UNICEF&nbsp;kveðst sérstakar áhyggjur hafa af næringarskorti&nbsp;rúmlega&nbsp;155 þúsund þungaðra kvenna og kvenna með barn á brjósti og rúmlega 135 þúsund barna undir tveggja ára aldri.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF segir vart þurfa að nefna að ómeðhöndluð vannæring og sjúkdómar séu banvæn blanda hjá viðkvæmum hópum eins og börnum. „Þá hjálpar engum að mikilvægir innviðir sem tryggja vatn, hreinlætisaðstöðu og heilbrigðisþjónusta á&nbsp;Gaza&nbsp;hafa ýmist verið stórskemmdir eða gjöreyðilagðir og því takmarkað mjög möguleikann á að meðhöndla alvarlega vannæringu og útbreiðslu sjúkdóma.“&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá upphafi átaka og árása hefur&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, unnið að því að dreifa nauðsynlegum hjálpargögnum til&nbsp;Gaza-strandarinnar. Þar á meðal bóluefnum, sjúkragögnum, hreinlætispökkum,&nbsp;næringarfæði&nbsp;og -aðstoð auk eldsneytis, vatns, vatnstanka, brúsa, ferðasalerna, tjalddúka, vetrarfatnaðar og hlýrra teppa.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;kallar eftir því að vöruflutningar verði heimilaðir á ný svo hægt sé að fylla á hillur í verslunum sem og eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til bjargar og draga úr þjáningu þeirra með neyðaraðstoð.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF&nbsp;vinnur ötullega að því að tryggja börnum á&nbsp;Gaza&nbsp;lífsnauðsynlega aðstoð. En við þurfum nauðsynlega á betra og öruggara aðgengi til að bjarga lífi barna,“ segir&nbsp;Russell&nbsp;í tilkynningu. „Framtíð þúsunda barna á&nbsp;Gaza&nbsp;hangir á bláþræði og heimurinn getur ekki, og má ekki, bara standa og horfa á. Ofbeldisverkum og þjáningu barna verður að linna.</span></p>

21.12.2023Tveir nýir grunnskólar afhentir í Úganda

<p><span>Tveir nýir grunnskólar sem byggðir voru fyrir íslenskt þróunarfé hafa verið afhentir yfirvöldum í Namayingo-héraði í Úganda. Á dögunum voru ný salernishús tekin í notkun í sjö skólum til viðbótar.&nbsp;</span></p> <p><span>Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar sendiráðs Íslands í Kampala afhentu yfirvöldum og skólastjórnendum í Namayingo, öðru af samstarfshéruðum Íslands í Úganda, nýjar byggingar í grunnskólunum í Dowhe og Busiula í vikunni. Þegar framkvæmdir hófust í septemberbyrjun voru skólarnir svo illa farnir að af þeim stafaði hætta fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Rúmlega 1.600 drengir og stúlkur stunda nám við skólana. Börnin eru nú í jólafríi en þegar þau koma aftur bíða þeirra nýjar og betri kennslustofur.&nbsp;</span></p> <p><span>Auk kennslustofanna fylgja skólunum ný eldhús fyrir skólamáltíðir, sem búin eru orkusparandi eldunaraðstöðu, og salerni með sturtum og brennsluofnum fyrir tíðavörur. Með slíkri aðstöðu er spornað við brottfalli unglingsstúlkna úr skólum en blæðingar þykja ennþá feimnismál og skammarefni. Þá eru bæði skólabyggingar og salerni hönnuð með þarfir fatlaðs fólks í huga. Loks fylgja skólunum íbúðir fyrir skólastjóra og yfirkennara en fjarvistir starfsfólks sem þarf um langan veg að fara í vinnu eru hamlandi þáttur í skólastarfi í landinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Í nóvember afhenti sendiráð Íslands í Kampala yfirvöldum í Namayingo ný salernishús í sjö grunnskólum í héraðinu og tryggðu þar með þúsundum stúlkna og drengja aðgengi að hreinni og öruggri salernisaðstöðu. Hjólastólaaðgengi er við öll húsin sem eru líka búin salernum, sturtum og brennsluofnum fyrir tíðavörur.&nbsp;</span></p> <p><span>Afhending skólabygginganna í Dowhe og Busiula marka lok yfirstandandi samstarfs Íslands og Namayingo. Á grundvelli þess hafa alls átta nýir skólar verið byggðir, vatns- og hreinlætisaðstaða í byggðarlögum stórbætt og ráðist í ýmsar aðgerðir á sviði loftslagsmála og kynjajafnréttis. Viðræður standa nú yfir um næsta fasa samstarfsins sem gert er ráð fyrir að nái yfir tímabilið 2024-2026.&nbsp;</span></p> <p><span>Namayingo er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda. Þar búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er þar af skornum skammti og styrkir Ísland héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu. Framkvæmd verkefnanna er undir forystu héraðsyfirvalda með stuðningi og eftirliti af hálfu Íslands. Þau eru skipulögð í samræmi við þróunaráætlun Úganda, þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

20.12.2023Stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028 samþykkt

<p><span>Alþingi samþykkti einróma á föstudag þingsályktun um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028. Stefnan byggir á því sem vel hefur tekist á undanförnum árum, niðurstöðum úttekta og nýafstaðinni <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/06/06/Nidurstodur-ur-jafningjaryni-a-throunarsamvinnu-Islands-kynntar/" target="_blank">jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC)</a>&nbsp;þar sem meðal annars var lögð áhersla á mikilvægi þess að Ísland hafi áfram skýra og einbeitta nálgun í sinni þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulagið um aðgerðir til að takast á við og bregðast við loftslagsbreytingum, og aðrir alþjóðlegir sáttmálar sem Ísland er aðili að, varða veginn í nýrri stefnu. Á sama tíma er tekið mið af þeim áskorunum sem fátækari ríki heims standa frammi fyrir, styrkleikum og sérþekkingu Íslands og þeim gildum sem íslenskt samfélag hefur í heiðri til að mynda mannréttindum, kynjajafnrétti og réttindum hinsegin fólks.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ég hlakka til að koma nýrri stefnu í framkvæmd, enda er hún metnaðarfull bæði hvað varðar áherslumál og framlög til þróunarsamvinnu, en með stefnunni höfum við stigið mikilvægt skref í átt að 0,7% markmiðinu. Það er ánægjulegt að finna fyrir þverpólitískri sátt um málaflokkinn og það starf sem unnið hefur verið á síðastliðnum árum, enda hefur víða tekist að lyfta grettistaki með markvissum stuðningi og áherslu á afmarkaða málaflokka og samstarfshéruð – í stað þess að kasta netinu of vítt,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í Malaví, Úganda og Síerra Leóne hefur náðst umtalsverður árangur. Í þessum þremur löndum hafa til dæmis um 700 þúsund manns, eða tvöfaldur íbúafjöldi Íslands, fengið aðgang að hreinu vatni og bættu hreinlæti sem hefur dregið mjög úr tíðni niðurgangspesta og vatnstengdra sjúkdóma. Þar njóta jafnframt nær 80 þúsund börn árlega góðs af bættu námsumhverfi á borð við skólabyggingar, þjálfun kennara og námsgögn, og hafa úttektir sýnt fram á umtalsvert bættan námsárangur meðal barna í þeim skólum sem Ísland hefur stutt.&nbsp;</span></p> <h2><span>Kjarnaframlög til fjölþjóðastofnana og tvíhliða samstarf í Afríku í forgrunni</span></h2> <p><span>Yfirmarkmið nýrrar stefnu er „útrýming fátæktar, virðing fyrir mannréttindum og bætt lífsskilyrði“ auk þess sem mannréttindi og jafnrétti kynjanna annars vegar og umhverfis- og loftslagsmál hins vegar eru bæði sértæk og þverlæg markmið, sem þýðir að þau skuli lögð til grundvallar og samþætt í allt starf. Lögð er áhersla á fjóra málaflokka:&nbsp;</span></p> <ul> <li><span>Mannréttindi og jafnrétti kynjanna</span></li> <li><span>Mannauð og grunnstoðir samfélaga</span></li> <li><span>Loftslagsmál og náttúruauðlindir</span></li> <li><span>Mannúðaraðstoð og störf í þágu stöðugleika og friðar</span></li> </ul> <p><span>Sem fyrr munu íslensk stjórnvöld nýta fjölbreyttar leiðir við framkvæmd stefnunnar, þar á meðal tvíhliða þróunarsamvinnu við Malaví, Úganda og Síerra Leóne og samstarf við fjölþjóðlegar stofnanir með áherslu á Alþjóðabankann, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).&nbsp;</span></p> <p><span>Á sviði mannúðaraðstoðar verður stuðningi einkum beint til lykilstofnana á því sviði: Mat-væla¬áætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) og samræmingarskrifstofu aðgerða Samein¬uðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) en því til viðbótar verði áfram haft samstarf við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og alþjóðaráð Rauða kross¬ins (ICRC).&nbsp; Þá verður áfram haft samstarf við félagasamtök, GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og aðila atvinnulífs auk þess sem unnið verður að því að efla samstarf við fræðasamfélagið.</span></p> <p><span>Stefnuna má <a href="https://www.althingi.is/altext/154/s/0533.html" target="_blank">nálgast á vef Alþingis ásamt fylgiskjölum</a>.</span></p>

14.12.2023UNICEF áformar að ná til 93,7 milljóna barna á næsta ári

<span></span><span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Gert er ráð fyrir að árið 2024 þurfi börn um allan heim á lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda. Til að bregðast við sláandi fjölgun barna í neyð, sem búa ýmist við átök, hamfarir, sjúkdóma, vannæringu eða áhrif loftslagsbreytinga stefnir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á að ná til 93,7 milljóna barna um allan heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Milljónir barna á heimsvísu standa frammi fyrir flóknum og umfangsmiklum mannúðarkrísum árið 2024. Aukið fjármagn er nauðsynlegt til þess að gera UNICEF og samstarfsaðilum kleift að styðja við börn í neyð frá því augnabliki sem neyðarástand skellur á, en einnig undirbúa börn og samfélög undir framtíðar áskoranir,“ sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þessi árlega aðgerðaráætlun og mat UNICEF á fjárþörf komandi árs undirstrikar hversu brýnt það er að takast á við þær áskoranir sem herja sérstaklega á börn. Á átakasvæðum búa börn við ofbeldi og landflótta, standa daglega frammi ógnum af líkamlegum skaða, tilfinningalegum og sálrænum áföllum, takmörkunum á menntun og annarri nauðsynlegri þjónustu. Samtímis glíma börn á ólíkum svæðum um heiminn við aukna hættu á misnotkun vegna viðvarandi ofbeldis.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Versnandi loftslagsbreytingar auka einnig umfang neyðarinnar en börn bera þungann af umhverfisáskorunum sem stofna heilsu þeirra og lífi í hættu, skapa matar- og vatnsóöryggi og takmarka aðgang þeirra að menntun.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/unicef-stefnir-a-a%C3%B0-na-til-937-milljona-barna-i-neyd" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

12.12.2023Síerra Leóne: WASH-verkefni veitir hálfri milljón íbúa aðgengi að hreinu vatni

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í samstarfi við stjórnvöld á Íslandi og Bretlandi veitir hálfri milljón íbúa Síerra Leóne aðgang að hreinu vatni. Innlendi fréttamiðillinn Sierraloaded segir í umfjöllun um verkefnið að samstarfið sé til marks um þann góða árangur sem náðst hefur með alþjóðlegri samvinnu og einbeittum aðgerðum til sjálfbærrar þróunar, einkum á mikilvægu sviði eins og aðgengi að vatni og bættu hreinlæti.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur sérhæft sig í svokölluðum WASH verkefnum í mörgum þróunarríkjum, þar sem lögð er áhersla á þrennt: bætt aðgengi að hreinu vatni, koma upp viðunandi salernisaðstöðu og bæta almennt hreinlæti. Fréttamiðillinn segir að Síerra Leóne hafi eins mörg önnur ríki í þeim heimshluta staðið frammi fyrir áskorunum við að tryggja gott aðgengi að hreinu neysluvatni. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Samstillt átak UNICEF og samstarfsaðila, einkum ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Bretlands, vinnur bug á þessum áskorunum og skilar áþreifanlegum ávinningi fyrir íbúa svæðisins. Þetta átak samræmist þeirri heildaráætlun að tryggja aðgengi að hreinu vatni sem eru grundvallarmannréttindi. Jákvæð áhrif á heilsu eru augljós þar sem samfélög hafa nú tryggan aðgang að hreinu vatni. Auk þess eykur aðgengi að vatni framleiðni þar sem einstaklingar, sérstaklega konur og börn sem bera oft ábyrgð á vatnssöfnun, geta nýtt tíma sinn og orku í menntun og atvinnustarfsemi. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://sierraloaded.sl/news/unicef-partners-safe-water-access-half-million-people-sierra-leone/" target="_blank">Fréttin í Sierraloaded</a></span></p>

08.12.2023Félag Sameinuðu þjóðanna efnir til samkeppni meðal ungs fólks

<span></span> <p class="Meginml"><span>Félag Sameinuðu þjóðanna fagnar 75 ára afmæli á árinu og efnir af því tilefni til samkeppni á meðal ungs fólks í 8. – 10. bekk í grunnskólum og í framhaldsskólum um mikilvægi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í tengslum við mannréttindi og frið í heiminum. Um ræðir endurvakningu á yfir 50 ára gamalli samkeppni sem síðast var haldin árið 1970!</span></p> <p class="Meginml"><span>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi ásamt Icelandair leitar eftir hugmyndum ungs fólks um það með hvaða hætti heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna stuðla að mannréttindum og friði í heiminum. Tillögur á öllum tungumálum eru velkomnar. Hugmyndum má skila í mynd- og/eða ritmáli. Texti má vera vélritaður eða handskrifaður, lágmarks orðafjöldi er 200 orð. Verkið getur þannig t.d. verið skoðanagrein, pistill, örsaga, prósaljóð, myndaritgerð, myndskýrsla eða myndasaga. Litið verður sérstaklega til þess að verkefnin endurspegli persónulega sýn þátttakenda. Innsendingarform: PDF, JPEG eða PNG.</span></p> <p class="Meginml"><span>Öllum tillögum skal skila inn rafrænt á netfangið [email protected] ásamt upplýsingum um nafn, skóla, aldur, netfang og símanúmer. Skilafrestur er til og með 31. desember 2023.</span></p> <p class="Meginml"><span>Tilkynnt verður um sigurvegara um miðjan janúar 2024.</span></p>

07.12.2023Ísland bakhjarl mannréttindasamtaka í Úganda

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við afrísku mannréttindasamtökin DefendDefenders. Samtökin, sem hafa höfuðstöðvar í Úganda, beita sér fyrir stuðningi við fólk sem berst fyrir mannréttindum, þar á meðal réttindum hinsegin fólks. 75 ár eru um þessar mundir frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt.&nbsp;</span></p> <p><span>Hildigunnur Engilbertsdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, og Hassan Shire, framkvæmdastjóri DefendDefenders undirrituðu samning um stuðning í höfuðstöðvum samtakanna í dag. Um er að ræða kjarnaframlag sem nemur 200 þúsund bandaríkjadölum, jafnvirði 28 milljóna króna. Samningurinn er liður í viðleitni Íslands við að styðja við mannréttindi í Afríku, ekki síst hinsegin fólks. Staða þess er víða mjög bágborin og fer versnandi, til dæmis í Úganda þar sem stjórnvöld samþykktu fyrr á árinu stórhert viðurlög við samkynhneigð.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://defenddefenders.org/">DefendDefenders</a> eru með höfuðstöðvar í Úganda en hafa starfsemi víðar í Austur-Afríku og á Afríkuhorninu svonefnda. Samtökin styðja við og vernda fólk sem berst fyrir mannréttindum, þar á meðal réttindum hinsegin fólks, og veita því skjól fyrir aðkasti og ofsóknum. Þetta gera þau meðal annars með því að efla samstarf mannréttindasamtaka á svæðinu, auka þekkingu á málaflokknum og með því að veita baráttufólk fyrir mannréttindum nauðsynlega þjálfun. Samtökin njóta mikillar virðingar á sínu sviði og njóta þau stuðnings ýmissa líkt þenkjandi ríkja Íslands, Norðurlanda þar á meðal.</span></p> <p><span>DefendDefenders hafa einnig ráðgjafahlutverk á vettvangi efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) og áheyrnaraðild að Afríska mannréttindaráðinu. Samtökin eru einu afrísku mannréttindasamtökin sem taka þátt í starfi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span></p> <p><span>Stuðningur við DefendDefenders er í samræmi við aukna áherslu Íslands á mannréttindi og stuðning við félagasamtök. Ísland heldur áfram að styðja við verkefni í Úganda á sviði grunnþjónustu, með það að markmiði að veita íbúum í fátækum héruðum landsins betri aðgang að vatni, hreinlæti og menntun, sem eru grunnmannréttindi.&nbsp;</span></p> <p><span>10. desember nk. eru 75 ár liðin frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þá var yfirlýsing SÞ um baráttufólk fyrir mannréttindum (e. UN Declaration on Human Rights Defenders) samþykkt fyrir 25 árum.</span></p>

06.12.2023Ísland ítrekar enn á ný ákall sitt um tafarlaust vopnahlé á Gaza

<span>Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í dag.&nbsp;<br /> <br /> Utanríkisráðherra Frakklands boðaði til fundarins, en sérstakir gestir hans voru Philippe Lazzarini, yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og M. Martin Griffiths, framkvæmdastjóri samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Þá tóku einnig þátt um 70 fulltrúar ríkja, alþjóðastofnana og alþjóðlegra hjálparsamtaka.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Í ræðu Íslands var sömuleiðis ákall um tafarlausa lausn gísla, óhindrað aðgengi að nauðþurftum og framfylgd alþjóðalaga ítrekað, í samræmi við ályktun Alþingis frá 9. nóvember sl. um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Loks undirstrikuðu íslensk stjórnvöld að langtímalausn deilunnar felist í tveggja ríkja lausn sem byggi á alþjóðalögum.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Ísland hefur lagt 225 m.kr. til UNRWA frá því að átökin hófust 7. október og er meðal hæstu framlagsþjóða til stofnunarinnar miðað við höfðatölu.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2023/12/06/Follow-up-conference-of-the-International-Humanitarian-Conference-for-the-Civilian-Population-in-Gaza-Videoconference-6-December-2023/">Hér</a> er hægt að lesa ávarp Íslands sem flutt var á fundinum í dag.&nbsp;</span>

06.12.2023Ísland veitir 100 milljónum króna aukalega í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 100 m.kr. viðbótarframlag í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (e. UN Central Emergency Response Fund, CERF). Tilkynnt var um aukninguna á árlegri framlagaráðstefnu Neyðarsjóðsins sem fram fór í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> <span class="blockqoude">„Sjóðurinn gegnir lykilhlutverki þegar neyðarástand skapast og bregst skjótt við, hvort sem er vegna hamfara eða átaka, og því er afar þýðingarmikið fyrir Ísland að vera aðili að honum. Í þessu samhengi var mikilvægt að sjá hversu hratt og fumlaust Neyðarsjóðurinn brást við með stórri úthlutun til bágstaddra eftir að átökin brutust út á Gaza,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Neyðarsjóðnum var komið á fót árið 2006 til að efla viðbrögð Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum og í kjölfar náttúruhamfara. Sjóðurinn leggur áherslu á skjótar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og í sumum tilfellum gleymd. Á þessu ári hefur sjóðurinn úthlutað samtals 604 milljónum bandaríkjadala til mannúðar- og neyðaraðstoðar í 40 ríkjum eða svæðum, meðal annars á Gaza og í Afganistan, Jemen, Bangladess, Búrkína Fasó, Malí, Mjanmar, Haítí og Venesúela.&nbsp;<a href="https://cerf.un.org/sites/default/files/resources/CERF_2023_allocations_20231116.pdf">Hér</a> má sjá mynd yfir dreifingu framlaga á yfirstandandi ári. &nbsp;<br /> <br /> Frá stofnun Neyðarsjóðsins hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð í heiminum margfaldast og farið úr 32 milljónum einstaklinga árið 2006 í 250 milljónir árið 2023. Alls hefur 131 ríki lagt í Neyðarsjóðinn frá stofnun hans, þar á meðal 59 ríki sem einnig hafa sjálf notið góðs af framlögum úr sjóðnum.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Neyðarsjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðarmála og veita íslensk stjórnvöld árlegu framlagi í sjóðinn samkvæmt rammasamningi, en auk þess hefur Ísland jafnan lagt sig fram um að veita árslokaframlögum í sjóðinn. Með viðbótarframlaginu nú, sem tilkynnt var um í New York í dag, nema framlög Íslands í Neyðarsjóðinn á þessu ári samtals 220 m.kr.&nbsp;</span></p>

05.12.2023UNICEF: Gaza aftur orðinn hættulegasti staðurinn fyrir börn

<p>„Í dag er Gaza-svæðið aftur orðið að hættulegasta stað á jörðu fyrir börn. Eftir sjö daga hlé frá hryllilegu ofbeldi og árásum hafa árásir hafist á ný. Fleiri börn munu vafalaust deyja í kjölfarið,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastýra UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, yfirlýsingu í kjölfar þess að árásir á Gaza hófust á ný fyrir helgi eftir tímabundið vopnahlé. „Fyrir hlé var sagt að meira en 5.300 palestínsk börn hafi verið drepin á 48 dögum af stanslausum sprengjuárásum. Utan þessa fjölda eru þau börn sem enn er saknað og hugsanlega eru grafin undir sprengjurústum,“ segir Russell.</p> <p>Russell óttast einnig að ef ofbeldið heldur áfram á þessum mælikvarða og sama offorsi megi gera ráð fyrir að fleiri hundruð börn til viðbótar muni láta lífið og slasast daglega.Ef ekki er hægt að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð, eins og vatn, mat, afhendingu sjúkragagna og búnaðar, teppi og hlý föt til þeirra sem þurfa á því að halda, stefni í enn frekari mannúðarhamfarir. Þetta þarf ekki að vera svona – í sjö daga var smá von fyrir börn sem föst eru í þessari skelfilegu martröð,“ segir Russell.</p> <p>Á meðan hléinu stóð var um 30 börnum sleppt úr gíslingu á Gaza og fengu þau að sameinast fjölskyldum sínum örugglega á ný. Mannúðarhléið gerði það einnig að verkum að hægt var að afhenda aukna neyðaraðstoð til íbúa á Gaza. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og samstarfsaðilar gátu því stutt við fjölskyldur og börn í neyð og hafið fjölskyldusameiningu á svæðinu.</p> <p>„Þetta var ekki nærri nóg til að mæta umfangi neyðarinnar sem er á svæðinu, en þetta var byrjun. Nú þurfum við aukið öruggt og fyrirsjáanlegt aðgengi til að ná til þeirra barna sem hafa slasast, hafa verið á flótta og orðið fyrir áföllum. Einnig þurfum við að koma vistum til barna sem eru viðkvæm fyrir kulda og því blauta veðri sem er framundan,“ segir Russell.</p> <p>„Börn þurfa varanlegt vopnahlé ef þau eiga að komast af. Við skorum á alla aðila að tryggja að börn fái vernd og aðstoð, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar mannúðarlaga. Öll börn í Palestínu og Ísrael eiga skilið frið og von um betri framtíð.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/gaza-aftur-ordid-haettulegasti-stadur-a-jordu" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p>

30.11.2023UNCESCO skólarnir orðnir rúmlega tuttugu

<span></span> <p><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Menntaskólinn að Laugarvatni er orðinn UNESCO-skóli en þeim hefur fjölgað hratt á síðustu misserum. Í síðustu viku varð Menntaskólinn í Reykjavík UNESCO skóli og um miðjan mánuðinn bættist Fjölbrautarskóli Snæfellinga í hópinn. Alls eru UNESCO-skólar hér á landi því orðnir 21 talsins, einn leikskóli, sjö grunnskólar og 13 framhaldsskólar.</span></p> <p style="text-align: start;"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Menntaskólinn á Laugarvatni fagnaði þessum tímamótum í sögu skólans með því að vekja athygli á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi sem haldinn er árlega 25. nóvember. Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla, heimsækir skólann á næstunni og heldur kynningu fyrir starfsfólk og nemendur skólans um UNESCO-skóla og heimsmarkmiðin.</span></p> <p><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu og styður við framgang aðgerðar 8 í menntastefnu stjórnvalda, raddir unga fólksins – virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum, auk þess að styðja við stefnu um barnvænt Ísland og að efla lýðræðis- og mannréttindamenntun. </span></p> <p><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://un.is/unesco-skolar/" target="_blank">Frekari upplýsingar um verkefnið</a></span></p>

29.11.2023Óháð úttekt staðfestir áþreifanlegan árangur Íslands í Malaví

<p><span>Áratugalangt samstarf Íslands við Mangochi-hérað í Malaví hefur skilað áþreifanlegum árangri fyrir íbúa héraðsins, að því er fram kemur í nýrri óháðri úttekt sem unnin var af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu GOPA. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í höfuðborginni Lilongwe, segir úttektina staðfesta að héraðsnálgunin beri árangur. Nú njóta yfir 54 þúsund heimili Mangochi-héraðs góðs af bættri heilbrigðisþjónustu, sem hafa verið byggð upp á vegum Íslands, en megininntak verkefna Íslands í héraðinu snýr að mæðra- og ungbarnavernd, menntamálum og vatns- og hreinlætismálum.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Það er afskaplega ánægjulegt að fá óháða úttekt í hendurnar sem staðfestir það sem við höfum lengi vitað, að verkefnin sem Ísland hefur styrkt undanfarna áratugi skili sér í raunverulegum breytingum fyrir íbúa þessa fátæka héraðs og í raun undraverðum árangri þegar kemur að heilbrigði og lífslíkum,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <h2><span>Nýburadauði minnkað um 47 prósent og 300 þúsund manns fengið aðgang að hreinu vatni</span></h2> <p><span>Stuðningur Íslands hefur meðal annars falið í sér byggingu tveggja stórra sjúkrahúsa, tuttugu svæðisheilbrigðisstofnana og 22 heilsugæsla og smærri heilsupósta í 60 þorpum héraðsins, en þessir smærri heilsupóstar gegna mikilvægu hlutverki í heilsuvernd í nærumhverfi íbúa. Þessi uppbygging á stóran þátt í því að frá árinu 2017 hefur tilfellum nýburadauða fækkað um 47 prósent í héraðinu og mæðradauða um 31 prósent. Þá njóta nú yfir 300 þúsund manns góðs af auknu aðgengi að heilnæmu vatni vegna verkefna Íslands í Mangochi.</span></p> <p><span>Inga Dóra segir héraðsnálgun Íslands í þróunarsamvinnu sem og árangurinn af henni ennfremur hafa vakið verðskuldaða athygli meðal annarra framlagsríkja og alþjóðastofnana. Í héraðsnálgun felst náið samstarf við héraðsstjórnir að uppbyggingu innviða og getu til að bæta grunnþjónustu við íbúa. Slík nálgun hefur marga kosti fyrir smáa samstarfsaðila líkt og Ísland, þar sem framlag okkar nær samlegðaráhrifum í gegnum ólíka geira, og fámennt landateymi nær að vinna samstíga með starfsfólki héraðsstjórnar til að hámarka árangur af okkar framlagi. Héraðsnálgun Íslands hefur reynst árangursrík í að efla getu héraðstjórnvalda, skilað sýnilegum árangri og vekur vaxandi áhuga annarra framlagsríkja.</span></p> <h2><span>Árangur við krefjandi aðstæður</span></h2> <p><span>Í úttekt GOPA er bent á að innleiðing verkefna í Mangochi-héraði hafi verið takmörkum háð árin 2020-2021, einkum vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Inga Dóra segir að það hafi verið töluverð áskorun að halda framkvæmdum af þessari stærðargráðu gangandi á tímum heimsfaraldurs. Þá hafi önnur áföll sömuleiðis skekið Malaví á verkefnatímanum líkt og þurrkar og flóð og þá hafi Ísland reynt eftir fremsta megni að aðstoða Malaví við að fást við hremmingarnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Sautján tillögur til úrbóta eru lagðar fram í úttekt GOPA. Inga Dóra telur að þær komi til með að reynast gagnlegar við að bæta héraðsnálgun Íslands enn frekar og móta áframhaldandi stuðning Íslands og verkefnalok í héraðinu. Þar sé Ísland nú á hvers manns vitorði eftir langvarandi stuðning, sem haldi áfram að nýtast fólkinu í þessu fátæka héraði til frambúðar.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/GOPA_MBSPII_Evaluation_Report_Final_Version_20231120.pdf" target="_blank">Hér má nálgast lokaúttekt GOPA</a> á héraðsverkefni Íslands í Mangochi héraði 2017-2023 (á ensku).<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

16.11.2023Árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví ræddur á fundi utanríkisráðherra

<p><span>Góður árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, mikilvægi jafnréttismála og loftslagsmál voru ofarlega á baugi á fundi Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Nancy Tembo, utanríkisráðherra Malaví, sem fram fór í morgun.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Við eigum í einstöku sambandi við Malaví, en ríkin fagna 35 ára samstarfsafmæli þróunarsamvinnu á næsta ári. Það er auðvitað sérstakt ánægjuefni að sjá þann áþreifanlega árangur sem samstarfsverkefni okkar í Malaví hafa skilað þjóðinni,” segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span></span>Nancy Tembo tók þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga, sem er nýlokið í Hörpu, en markmið heimsóknar hennar var ekki síður til að styrkja sambandið við Ísland. Ráðherrann kemur frá Mangochi-héraði í Malaví, sem hefur einmitt verið eitt helsta samstarfshérað Íslands í landinu.</p> <h2>Áhersla lögð á að halda áfram góðu samstarfi þjóðanna</h2> <p>Ráðherrarnir ræddu sömuleiðis erfitt efnahagsástand í Malaví. Í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins, innrásar Rússa í Úkraínu og endurtekinna náttúruhamfara hefur efnahagur landsins versnað mjög, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær neyðarlán til Malaví að upphæð 178 milljóna Bandaríkjadala. Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi áframhaldandi samstarfs ríkjanna á sviði þróunarsamvinnu og alþjóðamála.&nbsp;</p> <p><span>Í för með utanríkisráðherra Malaví voru Halima Daud, staðgengill heilbrigðisráðherra, og Habiba Osman, sem gegnir stöðu framkvæmdastýru hjá Mannréttindastofnun Malaví. Þær þekkja vel til verkefna Íslands í Malaví&nbsp; og hafa komið að samstarfinu með einum eða öðrum hætti.&nbsp;</span></p> <p><span>Stór hluti verkefna Íslands í Malaví hefur beinst að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu með áherslu á mæðra- og ungbarnaheilsu. Þá hefur Ísland nýlega hafið stuðning við Mannréttindastofnun landsins í samræmi við auknar áherslur á mannréttindi í þróunarsamvinnu. Stofnunin sinnir meðal annars vöktun og eftirfylgni með mannréttindabrotum í landinu, til dæmis hvað varðar kynbundið ofbeldi, réttindi fatlaðs fólks, fólks á flótta og hinsegin fólks.&nbsp; &nbsp;</span></p> <h2>Margir fundir á skömmum tíma</h2> <p>Auk þátttöku í Heimsþinginu átti utanríkisráðherra Malaví og sendinefnd fundi með utanríkismálanefnd og þróunarsamvinnunefnd þar sem þær ræddu um samstarf Íslands í landinu. Auk þess heimsóttu þær Íslandsstofu til að kynna sér markaðsstarf Íslands í ferðmálum, en Malaví hefur mikinn áhuga á því að byggja upp ferðaþjónustu í landinu.</p> <p>Nancy Tembo tók þátt í pallborðsumræðu á Heimsþinginu þar sem að hún kom inn á þær áskoranir sem Malaví, lítið Afríkuríki með eitt minnsta kolefnisfótspor í heimi, stendur frammi fyrir vegna afleiðinga loftslagsbreytinga.&nbsp; </p> <p>Habiba Osman átti einnig fundi með ýmsum mannréttindasamtökum hérlendis, þar á meðal Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, Samtökunum 78 og Jafnréttisskólanum.&nbsp;</p>

10.11.2023Mannúðarráðstefna um Gaza í París

<span></span> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Martin Griffiths mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær til þess á mannúðarráðstefnunni í París um Gaza að hlé yrði gert á yfirstandandi átökum og varð að ósk sinni því um svipað leyti var greint frá því að stjórnvöld í Ísrael hefði samþykkt daglegt fjögurra klukkustunda hlé á bardögum.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í myndbandsskilaboðum á ráðstefnunni „viðurstyggileg hryðjuverk" Hamas gegn Ísrael og kallaði eftir skilyrðislausri lausn allra gísla. Guterres lagði áherslu á brýna þörf fyrir áþreifanlegar aðgerðir til að takast á við endalausa martröð mannúðar sem blasir við óbreyttum borgurum á Gaza. Þótt einhver aðstoð hafi borist til Gaza lagði Guterres áherslu á að hún væri ófullnægjandi í ljósi þess hversu þörfin væri gríðarleg meðal óbreyttra borgara. Hann kallaði eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, fullri virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og verndun nauðsynlegra mannvirkja eins og sjúkrahúsa, aðstöðu Sameinuðu þjóðanna, neyðarskýla og skóla.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Guterres hvatti alþjóðasamfélagið til að efla aðstoð og lagði áherslu á mikilvægi þess að íbúar GAZA fái viðvarandi aðgang að vistum, þar á meðal eldsneyti. Að auki kallaði hann eftir framlögum til ákalls Sameinuðu þjóðanna um mannúðaraðstöð í þágu íbúa Gaza.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Philippe Lazzarini yfirmaður palestínsku flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, vakti athygli á sorglegu ástandi barna á Gaza og sagði frá örvæntingarfullum óskum þeirra um mat og vatn. Í máli hans kom fram að </span><span style="color: #222222; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">rúmlega 700 þúsund manns hafi leitað skjóls í 150 skólum og öðrum byggingum UNRWA. Aðbúnaðurinn sé víða óviðunandi með öllu. Húsakynnin troðfull og matur og vatn af skornum skammti. Salernis- og hreinlætisaðstaða er svo slæm, að lýðheilsu stafar hætta af.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ráðstefnan í París er haldin að frumkvæði Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hann tilkynnti á ráðstefnunni að <span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frakkland ætli að auka mannúðaraðstoð við íbúa Gaza úr 20 milljónum evra í 100 milljónir.</span><strong><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> </span></strong></span></p>

03.11.2023Börn eru fórnarlömb átakanna, segir Barnaheill

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alþjóðasamtökin Save the Children - Barnaheill kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Palestínu og Ísrael og fara fram á að skref verði tekin til að vernda líf barna. „Börn eru fórnalömb átakanna og eru í mikill hættu á að slasast eða láta lífið.&nbsp;Fjöldi þeirra barna sem hafa látist í árásunum síðastliðnar þrjár vikur er meiri en fjöldi þeirra barna sem hafa látist árlega í vopnuðum átökum á heimsvísu síðan árið 2019,“ segir í frétt Barnaheilla.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar kemur fram að frá 7. október hafi að minnsta kosti&nbsp;3.324 börn&nbsp;látið lífið í átökunum, þar af 3.195 börn á Gaza, 33 á Vesturbakkanum og 29 í Ísrael. „Börn eru um&nbsp;40%&nbsp;af öllum þeim sem hafa látið lífið í átökunum og enn eru um þúsund barna saknað. Því má ætla að tölurnar séu mun hærri í raun. Þá er mikill fjöldi barna slasaður og hættan á því að börn láti lífið af völdum áverka hefur aldrei verið meiri. Fjölmörg sjúkrahús eru ekki lengur starfhæf vegna rafmagnsleysis og umsáturs af hálfu ríkisstjórnar Ísraels sem hindrar innflutning á nauðsynlegum sjúkragögnum,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af auknu mannfalli vegna áframhaldandi aðgerða ísraelskra hersveita og kalla því eftir tafarlausu vopnahléi. Mikill skortur sé á nauðsynjum á svæðinu, samtökin hafi komið einum vörubíl með 45.000 vatnsflöskum inn á Gaza og von sé á annarri sendingu á næstu dögum. „Hvert tækifæri til að veita aðstoð á svæðinu er mikilvægt en þessar sendingar mæta á engan hátt þeirri miklu þörf sem er á svæðinu.Vatn, matur, eldsneyti og sjúkragögn eru af mjög skornum skammti og skortur á eldsneyti gerir dreifingu á nauðsynjum erfitt fyrir. Stór hluti íbúa Gaza treystir á mannúðaraðstoð en lokað hefur verið fyrir þær helstu leiðir sem voru notaðar til að veita aðstoð. Því hefur ákallið um hjálp aukist enn frekar,“ segja Barnaheill.</span></p>

03.11.2023Ísland tvöfaldar framlög til mannúðaraðstoðar á Gaza og kallar áfram eftir tafarlausu mannúðarhléi

<div> <p paraid="537484759" paraeid="{5e107b8e-92e2-494c-a4e1-f21c1af8ecf5}{28}"><span data-contrast="auto">Íslensk stjórnvöld ætla að&nbsp; tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gaza. Þetta var tilkynnt í neyðarumræðu um stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem fulltrúi Íslands <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/10/27/Island-kallar-eftir-mannudarhlei/">ítrekaði ákall um tafarlaust hlé</a> á átökunum. </span></p> </div> <div> <p paraid="1765832390" paraeid="{4ce0cdb5-1bc3-4550-8fe9-5e351ec794e7}{130}"><span data-contrast="auto">„Mannúðarhlé er forsenda þess að hjálparstofnanir og aðrir viðbragðsaðilar geti veitt almennum borgurum á Gaza lífsbjargandi aðstoð og dreift nauðþurftum. Þess vegna hefur Ísland kallað skýrt eftir tafarlausu hléi undanfarna daga, jafnt á opinberum vettvangi, sem og í samtölum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda og á allsherjarþinginu. Framlagið sem tilkynnt var í gær er liður í að styðja við starf stofnana Sameinuðu þjóðanna á Gaza til að standa vörð um mannlega reisn og draga úr þjáningum almennra borgara,“ segir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.</span></p> </div> <div> <p paraid="749261807" paraeid="{59effcfb-5df5-4eb5-b64a-06157ab96630}{153}"><span data-contrast="auto">Í <a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/permanent-mission-of-iceland-to-the-united-nations/statements/statement/2023/11/02/Statement-at-the-Emergency-Special-Session-of-the-UN-General-Assembly/">ræðunni </a>á allsherjarþinginu kom fram að í ljósi óásættanlegs mannfalls og þeirrar neyðar sem ríkir á svæðinu væri þörf á</span><span data-contrast="auto"> tafarlausu mannúðarhléi,</span><span data-contrast="auto"> óheftu mannúðaraðgengi- og aðstoð á Gaza. Svara yrði ákalli um vernd almennra borgara og nauðþurftir, þ.m.t. eldsneyti. Þá lýstu íslensk stjórnvöld yfir áhyggjum af fregnum af mögulegum brotum gegn alþjóðalögum sem yrði að rannsaka.</span></p> </div> <div> <p paraid="833806855" paraeid="{521e2907-d3cd-49bb-999f-33b9c6daf640}{112}"><span data-contrast="auto">Sömuleiðis var lögð áhersla á að koma í veg fyrir frekari stigmögnun átakanna og skapa skilyrði fyrir pólitíska langtímalausn og frið á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar. </span></p> </div> <div class="OutlineElement Ltr SCXW138904058 BCX0" style="margin: 0px; padding: 0px; user-select: text; -webkit-user-drag: none; -webkit-tap-highlight-color: transparent; overflow: visible; cursor: text; clear: both; position: relative; direction: ltr; font-family: 'Segoe UI', 'Segoe UI Web', Arial, Verdana, sans-serif; font-size: 12px; background-color: #ffffff;"> <p class="Paragraph SCXW138904058 BCX0" paraid="656236059" paraeid="{12ceba92-9a83-4ff9-8834-26ca32320a27}{162}" style="margin: 0px; padding: 0px; user-select: text; -webkit-user-drag: none; -webkit-tap-highlight-color: transparent; overflow-wrap: break-word; white-space-collapse: preserve; vertical-align: baseline; font-kerning: none; background-color: transparent; color: windowtext; text-align: justify;"><span data-contrast="auto">Ísland hyggst leggja til 70 m.kr. viðbótarframlag til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) en <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/10/14/Island-styrkir-neydaradstod-Sameinudu-thjodanna-a-Gaza/">þar með nema framlög íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar á Gaza frá því að stríðsátökin brutust út alls 140 m.kr</a>. UNRWA er ein af samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum og meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem nú ríkir. Yfir 690.000 manns hafa leitað skjóls í neyðarskýlum stofnunarinnar af þeim 1,4 milljónum manna sem nú eru vegalaus á Gaza.&nbsp; </span></p> &nbsp;&nbsp; <p class="Paragraph SCXW138904058 BCX0" paraid="656236059" paraeid="{12ceba92-9a83-4ff9-8834-26ca32320a27}{162}" style="margin: 0px; padding: 0px; user-select: text; -webkit-user-drag: none; -webkit-tap-highlight-color: transparent; overflow-wrap: break-word; white-space-collapse: preserve; vertical-align: baseline; font-kerning: none; background-color: transparent; color: windowtext; text-align: justify;"><span data-contrast="auto"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/10/30/Yfirlysing-Islands-a-neydarfundi-allsherjarthings-Sameinudu-thjodanna/ ">Yfirlýsing Íslands á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 30. október</a>. </span></p> </div>

30.10.2023Athvarf fyrir þolendur kynbundins ofbeldis rís í Buikwe

<span></span> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fulltrúar Buikwe-héraðs í Úganda og sendiráðs Íslands í Kampala tóku fyrir helgi fyrstu skóflustunguna að athvarfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis í héraðinu. Degi áður voru samningar um framkvæmdir undirritaðir í sendiráðinu að undangengnu útboði.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ekkert slíkt athvarf er í héraðinu og þurfa þolendur því oft að fara langan veg til að komast í öruggt skjól frá kvölurum sínum. Framkvæmdir við bygginguna eru þegar hafnar. Vonast er til að þeim verði lokið á fyrstu vikum ársins 2024 og athvarfið geti þá hafið starfsemi.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Bygging er liður í jafnréttisverkefni íslenskra stjórnvalda í samvinnu við héraðsyfirvöld sem miðar meðal annars að því að takast á við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi í strandbyggðum héraðsins. Rétt eins og víða annars staðar í landinu er kynbundið misrétti viðvarandi og útbreitt í Buikwe og kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi sömuleiðis. Áreiðanlegar vísbendingar eru um að slíkt ofbeldi hafi aukist meðan á COVID-19 faraldrinum stóð og í kjölfar hans. Þannig <a href="https://www.ubos.org/wp-content/uploads/publications/02_2022VAWG_qualitative_report.pdf"><em>sýna kannanir</em></a> að önnur hver kona í Úganda verði fyrir líkamlegu ofbeldi eða kynferðisofbeldi af hálfu maka og næstum allar konur (95%) verði fyrir slíku ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, annað hvort í nánu sambandi eða af hendi annarra.&nbsp;</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Buikwe er annað tveggja samstarfshéraða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda, hitt er Namayingo. Verkefni Íslands í héruðunum tveimur eru einkum á sviði menntamála og vatns- og hreinlætismála. Kynjajafnrétti, mannréttindi og umhverfismál eru þverlæg áhersluatriði í þróunarsamvinnu í Úganda.</span></p>

27.10.2023Þrjátíu milljónir frá Rauða krossinum til Marokkó og Líbíu

<span></span> <p class="Meginml"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu er lokið. Félagið sendir alls 30 milljónir króna til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf vegna hamfara sem urðu í þessum tveimur löndum með örfárra daga millibili í september síðastliðnum.</span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;">Í Marokkó varð öflugur jarðskjálfti þann 8. september og í Líbíu varð gríðarlegt flóð þann 11. september. Báðir þessir atburðir urðu þúsundum einstaklinga að bana og gerðu mikinn fjölda fólks heimilislaust.</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p class="Meginml"><span style="color: black; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;">Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Marokkó og Líbíu hafi frá upphafi neyðar á hvorum stað og veitt mikilvæga neyðaraðstoð. </span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„<span style="padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;">Þau hafa meðal annars aðstoðað við að rýma hættusvæði, flutt særða á sjúkrahús og veitt fyrstu hjálp og sálrænan stuðning í samvinnu við yfirvöld á hverjum stað. Í framhaldinu hafa þau dreift nauðsynjavörum sem veita skjól og hreinlæti og haldið áfram að veita sálfélagslegan stuðning fyrir íbúa á vergangi,” segir í fréttinni.</span></span>&nbsp;</p> <p class="Meginml"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„<span style="padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;">Á báðum stöðum er nú þörf á gríðarlegri endurbyggingu. Það þarf að endurbyggja heimili, samfélög og líf fólks eftir þessar stórfelldu hamfarir og hjálpa fólki að vinna úr áföllunum sem þeim fylgja. Rauða kross hreyfingin vinnur nú hörðum höndum að þessu verkefni, en það mun taka langan tíma.</span>”</span>&nbsp;</p>

24.10.2023Dagur Sameinuðu þjóðanna í skugga átaka

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Dagur Sameinuðu þjóðanna er í dag, haldinn í skugga vaxandi átaka í heiminum, þar sem meðal annars 35 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hjá UNRWA, Flóttmannastofnun Palestínu, hafa látið lífið á síðustu dögum. Sjötíu og átta ár eru liðin í dag frá því Sameinuðu þjóðirnar urðu til með gildistöku sáttmálans um stofnun samtakanna, 24. október 1945.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við syrgjum og minnumst. Þetta eru ekki einungis tölur. Þetta eru vinir okkar og samstarfsfélagar, flestir kennarar. UNRWA syrgir þennan mikla missi. Þessi þrettán þúsund manna stofnun sem starfar víðs vegar um hernumdu svæðin í Palestínu hefur unnið sleitulaust með öðru mannúðarsstarfsfólki Sameinuðu þjóðanna á Gaza við að aðstoða dauðskelkaða borgara,“ segir á vef samtakanna.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, minnir á að sáttmálinn eigi rætur að rekja til staðfestu um að koma á friði.</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> „</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á þessum degi Sameinuðu þjóðanna skulum við skuldbinda okkur með von og ákveðni til að byggja upp betri heim í samræmi við væntingar okkar,</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">“</span><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> sagði hann. „Við lifum í tvístruðum heimi. En við getum og verðum að vera sameinaðar þjóðir," sagði hann.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="color: black; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Meðal minningarviðburða sem fyrirhugaðir eru í dag eru tónleikar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, undir þemanu „loftslagsaðgerðir í forgang“, en sá málaflokkur er einn af lykilatriðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst í aðdraganda COP28 ráðstefnunnar í Dubai í næsta mánuði.</span></p> <p>&nbsp;</p>

24.10.2023Fulltrúar níu eyríkja í Kyrrahafi kynna sér íslenskan sjávarútveg

<p><span>Fulltrúar níu eyríkja í Kyrrahafi eru staddir hér á landi í þeim tilgangi að fá innsýn í árangur Íslands við uppbyggingu á sjálfbærum sjávarútvegi. Ferðinni, sem Alþjóðabankinn hefur milligöngu um í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsskóla GRÓ, er ætlað að gefa sérfræðingum í sjávarútvegi á Kyrrahafseyjum tækifæri til að læra af þjóð sem er „leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum fiskveiðum“, eins og segir í frétt Alþjóðabankans.</span></p> <p><span>Í hópnum eru sérfræðingar, leiðtogar og höfðingjar frá Kíribatí, Marshalleyjum, Palá, Samóaeyjum, Salómonseyjum, Tonga, Túvalú og Vanúatú. Þeir kynna sér á næstu tíu dögum nútímalegan sjálfbæran sjávarútveg á Íslandi, tækni og þróun blómlegs einkageira, sem sögð er hvetjandi fyrirmynd fyrir Kyrrahafseyjar.</span></p> <p><span>Xavier Vincent, helsti fiskveiðisérfræðingur Alþjóðabankans í Kyrrahafi, bendir í fréttatilkynningu bankans á möguleika Kyrrahafseyríkja til að efla sjávarútveg enn frekar, sérstaklega með vinnslu á landi og nýtingu jarðhitaauðlinda. Heimsóknin gefi fyrirheit um að þessi tækifæri verði nýtt og að Kyrrahafsþjóðirnar geti náð meiri verðmætum úr fiskveiðum sínum, líkt og Ísland.</span></p> <p><span>Sjávarútvegsskóli GRÓ skipuleggur dagskrá heimsóknarinnar, meðal annars í samvinnu við Háskólann á Akureyri.&nbsp; Auk þess að heimsækja íslenskar stofnanir og ráðuneyti fara gestirnir í nokkur íslensk fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík, Akureyri, Dalvík, Hvammstanga, Hauganesi og Siglufirði, allt frá litlum fjölskyldumfyrirtækjum til tækni- og nýsköpunarfyrirtækja.</span></p>

19.10.2023Safnanir vegna neyðar fyrir botni Miðjarðarhafs

<span></span><span></span> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Rauði krossinn á Íslandi ætlar að bregðast við neyðarkalli Alþjóðaráðs Rauða krossins vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs og styrkja mannúðarstarf á svæðinu með neyðarsöfnun. Þolendur átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þurfa á mikilli mannúðaraðstoð að halda.</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að ástandið á svæðinu sé gríðarlega erfitt og neyðin mikil, sérstaklega á Gaza. Þar séu rafmagns- og vatnsbirgðir að þrotum komnar og fólk skortir mat, húsaskjól og læknisaðstoð.</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Um þessar mundir er Alþjóðaráðið að undirbúa sendingu af ríflega 60 tonnum af hjálpargögnum til Gaza sem verða send um leið og færi gefst, auk þess sem það er í sambandi við báða aðila átakanna til að minna á mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt, ásamt því að óska eftir því að gíslar Hamas-samtakanna séu látnir lausir án tafar,“ segir í fréttinni.</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Svona er hægt að styrkja söfnunina:</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/" title="Stakur styrkur">Styrkja í gegnum heimasíðu Rauða krossins</a><br /> <br /> SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)&nbsp;<br /> Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.&nbsp;<br /> Aur: @raudikrossinn eða 1235704000&nbsp;<br /> Kass: raudikrossinn eða 7783609&nbsp;<br /> Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><a href="https://www.unicef.is/neydarsofnun-fyrir-born-a-gaza" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF:</a></span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">Sendu&nbsp;SMS-ið&nbsp;<strong><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">NEYD</span></strong>&nbsp;í númerið&nbsp;<strong><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">1900</span></strong>&nbsp;til að styrkja um 2.900 krónur.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">Frjáls framlög:</span><strong style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">&nbsp;701-26-102015</strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">&nbsp;Kennitala:&nbsp;</span><strong style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">481203-2950</strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;"></span></p> <p style="box-sizing: border-box; margin-top: 0px; margin-bottom: 20px; font-size: 1.5rem; line-height: 2.25rem; color: #1e1e1e; font-family: UniversLTStd, Gibson, -apple-system, BlinkMacSystemFont, 'Segoe UI', Roboto, 'Helvetica Neue', Arial, sans-serif, 'Apple Color Emoji', 'Segoe UI Emoji', 'Segoe UI Symbol', 'Noto Color Emoji'; background-color: #ffffff;">&nbsp;</p>

18.10.2023Sameinuðu þjóðirnar krefjast vopnahlés nú þegar

<span></span> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna <span style="text-decoration: underline;">lýsti hryllingi yfir dauða hundruð óbreyttra borgara</span> í árásinni á Al-Ahli sjúkrahúsið í gærkvöldi. GUTERRES fordæmdi árásina og lagði áherslu á að heilbrigðisstofnanir og starfsfólk þeirra nytu verndar alþjóðalaga. <span style="text-decoration: underline;">Hann krefst þess jafnframt að tafarlaust vopnahlé taki gildi</span> til að greiða fyrir mannúðaraðstoð við þúsundir íbúa Gaza sem bíða enn eftir að þeim berist vistir. <span style="text-decoration: underline;">Flutningabílar hafa síðustu daga verið í biðstöðu við Rafah landamærastöðina og staðan var óbreytt í morgun</span>.&nbsp;</span></p> <p class="Meginml" style="text-align: left;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti árásinni í gærkvöldi sem „algerlega ósættanlegri“ og bæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, fordæmdu ódæðið. Upplausnin á Gazaströndinni hefur hrakið um eina milljón íbúa á vergang og margir þeirra hafa leitað öryggis á sjúkrahúsum, í skólum og öðrum opinberum stofnunum. </span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Boðað hefur verið til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásarinnar á Al-Ahli sjúkrahúsið á Gaza í gærkvöldi. Fundurinn hefst klukkan fjórtán að íslenskum tíma. Drög að ályktun frá Brasilíu þar sem kallað er eftir „mannúðarhléi“ verða borin undir fundinn.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að minnsta kosti 3,300 Palestínumenn, konur og börn í meirihluta, hafa verið drepin og 1,300 eru sárir frá því loftárásir Ísraels hófust á Gaza ströndinni 7. október, í kjölfar heiftarlegrar árásar Hamas á Ísrael þar sem 1,400 voru drepin.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég er skelfingu lostin yfir fregnum af látnum og særðum börnum og konum eftir árásina á Al Ahli sjúkrahúsið á Gaza í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um atburðina eru enn að berast og tala látinna óljós, en aðstæður á svæðinu hrikalegar,“ <a href="https://www.unicef.is/yfirlysing-framkv%C3%A6mdastjora-unicef-catherine-russell1" target="_blank">sagði</a>&nbsp;Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali í gær.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þetta undirstrikar þau lífshættulegu áhrif sem stríðið hefur á börn og fjölskyldur. Á 11 dögum hafa hundruð barna týnt lífi sínu á hörmulegan hátt og þúsundir til viðbótar hafa slasast. Áætlað er að yfir 300 þúsund börn séu á flótta frá heimilum sínum,“ sagði Russell.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði, eins og sjúkrahús, eru algjörlega óviðunandi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar ákall sitt um tafarlaust vopnahlé til þess að tryggja vernd barna í neyð og aðgengi þeirra að öruggri og tímanlegri mannúðaraðstoðar til barna í neyð,“ sagði Russell.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Öll börn, sama hvar í heiminum, eiga skilið frið og öryggi,“ sagði Russell að lokum.</span></p> <p class="Meginml"><span>&nbsp;</span></p>

17.10.2023Íslensk stjórnvöld fjármagna nýja fæðingardeild sem rís í Makanjira

<p><span>Forseti Malaví, ásamt ráðherrum og starfsfólki sendiráðs Íslands í Lilongwe, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýrri fæðingardeild sem mun rísa á afskekktu svæði Mangochi-héraðs fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Þetta var gleðileg athöfn þar sem miklum og góðum árangri af heilbrigðisverkefnum þróunarsamvinnu Íslands í Malaví til áratuga var fagnað.&nbsp;</span></p> <h2>Langar ferðir eftir brýnni fæðingaraðstoð úr sögunni</h2> <p><span>Nýja kvennadeildin, sem tekur til starfa á næsta ári, rís við sveitasjúkrahúsið í Makanjira og mun gjörbreyta aðstæðum kvenna og barna í Mangochi-héraði. Ungbarna- og mæðradauði á þessu svæði er með því hæsta sem gerist í Malaví, en til þessa hafa barnshafandi mæður neyðst til að aka ríflega 100 kílómetra leið, eftir torfærnum vegi sem er ófær nokkra mánuði á ári, á aðalspítala héraðsins til að sækja brýna fæðingaraðstoð.<br /> <br /> Íbúar Makanjira, sem telja yfir 200 þúsund, hafa lengi beðið eftir þessari þjónustu en kvennadeildin verður fullbúin tveimur skurðstofum, rannsóknarstofu, röntgenaðstöðu, nýbura- og fyrirburadeild og með rennandi vatni og rafmagni.<br /> <br /> Um er að ræða talsverða fjárfestingu af hálfu Íslands, en kostnaður við byggingu fæðingardeildarinnar nemur um 340 milljónum króna.<br /> </span></p> <h2>Áþreifanlegur árangur af stuðningi Íslands</h2> <p><span>Verkefnið er hluti af umfangsmikilli þróunarsamvinnu Íslands í Mangochi-héraði, þar sem áhersla hefur verið lögð á að bæta mæðra- og ungbarnaheilsu á afskekktum svæðum. Á síðustu tuttugu árum hefur Ísland m.a. byggt kvennadeild við Mangochi spítala sem þjónustar 1,4 milljónir íbúa, og fjármagnað stærstu heilsugæsluna í héraðinu auk 28 minni heilsugæslustöðva á afskekktum svæðum, 15 fæðingarheimili, 10 biðstofur fyrir verðandi mæður og 38 heimili fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Húsakostirnir eru allir með rennandi vatni og rafmagni, sem er alls ekki sjálfgefið á þessum slóðum, og yfir 100 heilbrigðisstarfsfólk hefur verið ráðið á heilsugæslurnar.<br /> <br /> Þessi heildræni stuðningu Íslands við uppbyggingu heilsuinnviða í Mangochi-héraði hefur skilað miklum og áþreifanlegum árangri. Þannig hefur dregið úr barnadauða (undir fimm ára) um 53 prósent á síðustu 10 árum, og einnig úr ungbarnadauða eða um 47 prósent á sama tímabili. Þá hefur mæðradauði sömuleiðis dregist saman um 31 prósent á síðasta áratug. Um einstakan árangur er að ræða, en í Mangochi-héraði eru um 70 þúsund fæðingar á ári, samanborið við um 4.400 fæðingar árlega á Íslandi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <h2>Gjörbreytir lífi fjölskyldna og mun bjarga lífum</h2> <p>Forseti Malaví, Lazarus Chakwera, þakkaði íslenskum stjórnvöldum kærlega fyrir veittan stuðning við athöfnina í gær. Hann kvaðst þess fullviss að kvennadeildin komi til með að gjörbreyta lífi fjölskyldna í Makanjira og hét því um leið að setja vegaframkvæmdir í forgang til að auka aðgengi íbúa að annarri grunnþjónustu. Þá vakti forsetinn athygli á því að Ísland, með um þriðjung af íbúafjölda Mangochi-héraðs, hefði verið sárafátækt land fyrir um 70 árum en væri nú í aðstöðu til að taka þátt í lífsbjargandi verkefnum í tvíhliða þróunarsamvinnu.&nbsp;</p> <p><span class="blockqoude">Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví,&nbsp; þakkaði í ræðu sinni fyrir gott samstarf við héraðsyfirvöld, sem væri grunnurinn að þeim góða árangri sem hefur náðst. „Þróunarsamvinna Íslands byggist á náinni samvinnu við innlend stjórnvöld sem tryggir eignarhald og sjálfbærni verkefna,“ sagði Inga Dóra í ræðu sinni. „Nýleg úttekt sýnir að árangur hefur náðst í öllum þáttum þróunarsamvinnu Íslands og Mangochi héraðs og sýnir mikilvægi þess að áfram verði byggt á þessum góða árangri í frekara samstarfi við stjórnvöld í Malaví.”</span></p>

14.10.2023Ísland styrkir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna á Gaza

<p><span>Utanríkisráðherra hefur ákveðið að svara kalli Sameinuðu þjóðanna um framlög til neyðaraðstoðar í Palestínu með 70 milljóna króna framlagi frá íslenskum stjórnvöldum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Framlagið bætist við reglubundið framlag Íslands til stofnunarinnar, sem er ein af samstarfsstofnunum Íslands í mannúðarmálum.<span style="white-space: pre;"></span></span></p> <p><span><span style="white-space: pre;"></span><span class="blockqoude">„Sú hryllilega atburðarás sem á sér stað á Gaza svæðinu bitnar helst á almennum borgurum. Fórnarlömbin eru hundruð þúsunda. Ísland hefur fordæmt illvirki hryðjuverkasamtakanna Hamas og minnt Ísrael á mikilvægi þess að farið sé að alþjóðalögum, þar á meðal mannúðarrétti. Slík orð skipta máli, en með því að leggja raunverulegt fjárhagslegt framlag til að hjálpa fórnarlömbum þessa ástands leggjum við af mörkum eitthvað sem getur hjálpað til við að lina þjáningar hluta þeirra sem þjást og eru fórnarlömb aðstæðna. Ég vona að ríki heims muni standa saman um að huga að öryggi og aðstæðum almennra borgara í viðbrögðum sínum við því sem nú á sér stað,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></span></p> <p><span>Ísland hefur átt í samstarfi við UNRWA um áratuga skeið en stofnunin sinnir Palestínuflóttafólki á Gaza, Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem auk þeirra sem hafast við í Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi. Stofnunin veitir víðtæka mannúðaraðstoð og vernd, grunnmenntun, heilbrigðis- og félagsþjónustu. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem nú ríkir og aðstoðar jafnt flóttafólk sem aðra sem eiga um sárt að binda vegna átakanna.&nbsp;</span></p> <p><span>Í september sl. undirritaði utanríkisráðherra rammasamning við UNRWA um áframhaldandi stuðning íslenskra stjórnvalda við stofnunina til næstu fimm ára. Með viðbótarframlaginu sem tilkynnt var í dag verða framlög Íslands til stofnunarinnar í ár á pari við samningsbundin framlög næstu ára.</span></p>

13.10.2023Úttekt á fyrirkomulagi styrkveitinga fyrir meistara- og doktorsnema í gegnum þjálfunaráætlanir GRÓ

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ný óháð&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Final_report_230823_complete%20version.pdf" target="_blank">úttekt á fyrirkomulagi styrkveitinga fyrir meistara- og doktorsnema í gegnum þjálfunaráætlanir GRÓ</a>&nbsp;staðfestir að styrkveitingar til framhaldsnáms séu í takt við hlutverk GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Þær styðja einnig við stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í úttektinni kemur fram að styrkjaprógrammið sé skynsamlegt framhald 5-6 mánaða þjálfunarinnar á Íslandi og eitt af meginhlutverkum GRÓ. Í úttektinni kemur fram að nemendur hafa haft veruleg áhrif heima fyrir og vísbendingar eru um að framlag þeirra hafi haft jákvæð áhrif á samstarfsstofnanir í efnaminni ríkjum.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Úttektin er óháð og byggir á spurningakönnun meðal nemenda, rýnihópum, viðtölum við helstu haghafa og skoðun á fyrirliggjandi gögnum, þ.m.t. fyrirkomulagi erlendis á sambærilegum verkefnum.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í úttektinni eru 10 megintillögur lagðar fram:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ ætti að leggja styrkveitingar á framhaldsstigi upp sem stefnumiðað áframhald af 5-6 mánaða þjálfun/diplómanámi sem endurspeglar hvernig vönduð menntun getur hámarkað áhrif þróunarsamvinnu til að ná markmiðum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og heimsmarkmiðanna.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skólarnir fjórir, í samvinnu við GRÓ, eru hvattir til að skoða ólíka kosti til að þróa samræmda klasanálgun við styrkveitingar með það fyrir augum að auka hagkvæmni og skilvirkni.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skólarnir fjórir ættu að leita leiða til að auka þátttöku ólíkra samstarfsstofnana í styrkjaprógramminu, sem leið til að auka skuldbindingu þeirra og efla getu einstaklinga og stofnana.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ er ráðlagt að setja upp sérstaka fjárhagsáætlun til fimm ára sem byggir á spá og mati á þörfum núverandi nemenda til að auðvelda áætlangerð til lengri tíma sem spannar alla skólana.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ og skólarnir fjórir ættu að þróa áætlun um kynningu og öflun fjármuna til viðbótar við grunnfjármögnun utanríkisráðuneytisins.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ og skólarnir fjórir eru hvattir til að leita tækifæra til þverfaglegrar framkvæmdar í gegnum breytingakenningu 2022-2027 og vöktunar hennar, og tryggja að betur sé fjallað um þverlæg málefni líkt og kynjajafnrétti.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Utanríkisráðuneytið ætti að tryggja að staða forstöðumanns GRÓ sé til þriggja ára hið minnsta til að tryggja samfellu í stjórnun og stofnanaminni.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skólarnir fjórir ættu að halda áfram að taka forystu í ákvarðanatöku sem varðar menntun og rannsóknir í ljósi þess að akademískt frelsi skólanna hefur sýnt fram á góðan árangur til þessa.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ og skólarnir fjórir ættu að þróa sameiginlegan ramma fyrir styrkveitingar sem byggir á bestu starfsháttum og setja tengil á heimasíðu GRÓ fyrir allar upplýsingar sem tengjast styrkjaprógramminu.</span></li> <li><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ, í samvinnu við skólana, er hvatt til að skoða fýsileika þess að gera formlegt samkomulag við samstarfsháskóla á Íslandi og alþjóðlega til að auka akademíska og félagslega velferð styrkhafa, og til að styrkja tengslin milli akademíu og þróunarsamvinnu.</span></li> </ul>

11.10.2023UNICEF segir ekkert réttlæta dráp, limlestingar og brottnám barna

<span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ekkert réttlætir dráp, limlestingar og brottnám barna. Þetta eru&nbsp;alvarleg réttindabrot sem UNICEF fordæmir af heilum hug,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu í gær vegna ástandsins í Ísrael og Palestínu.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Innan við 72 klukkustundum eftir að árásir og átök brutust þar út hafa borist óhugnanlegar lýsingar á alvarlegum brotum gegn börnum þar sem fjölmörg börn og aðrir saklausir borgara hafa látið lífið og særst. &nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell segir í yfirlýsingu sinni að UNICEF fordæmi þessi alvarlegu brot og ítrekar að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna kalli eftir því að börnum sem haldið sé í gíslingu á Gaza verði tafarlaust og örugglega sleppt úr haldi svo þau geti sameinast fjölskyldum sínum og forráðamönnum. &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við krefjum alla aðila máls að vernda börn frá skaða í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög. Ég lýsi einnig þungum áhyggjum yfir því úrræði að hindra afhendingu rafmagns, matvæla, eldsneytis og vatns á Gaza, sem getur stefnt lífi barna í frekari hættu,“ segir Russell og leggur einnig áherslu á nauðsyn þess að stríðandi fylkingar leggi niður vopn og hætti árásum á innviði almennings. &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell leggur enn fremur áherslu á að mannúðarstofnanir verði að fá að sinna sínu starfi og fá öruggt aðgengi að börnum og fjölskyldum þeirra svo hægt sé að koma nauðsynlegri þjónustu og hjálpargögnum til þeirra, hvar svo sem þau eru.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég minni alla aðila á að í þessu stríði, eins og í öllum styrjöldum, eru það börn sem þjást fyrst og þjást mest,“ segir Russell að lokum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/yfirlysing-framkv%C3%A6mdastjora-unicef-catherine-russell" target="_blank">Vefur UNICEF</a></span></p>

09.10.2023Mannfjöldaskýrsla Sameinuðu þjóðanna gefin út á Íslandi: Konur ráði barneignum

<p>Konur eiga að geta valið hvort, hvenær og hversu mörg börn þær vilja eignast. Þetta er meginboðskapur árlegrar skýrslu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, sem að þessu sinni ber titilinn: Átta milljónir mannslífa, óendanlegir möguleikar: rökin fyrir réttindum og vali. </p> <p>Skýrslan var kynnt í Kvennaskólanum í morgun og var þetta í fyrsta sinn sem skýrslan er formlega gefin út og kynnt hér á landi. Viðburðurinn fór fram í Kvennaskólanum fyrir fullum sal nemenda í kynjafræðum og var stýrt af Völu Karen Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna hér á landi sem fékk til liðs við sig Elínu R. Sigurðardóttur, skrifstofustjóra þróunarsamvinnuskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu og tvo gesti frá Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna, Ulla E. M<span>ü</span>ller frá svæðisskrifstofu Norðurlandanna ásamt Klaus Simoni Petersen frá aðalskrifstofunni í New York.</p> <p>Tæpt ár er liðið frá því að jarðarbúar urðu átta milljarðar að tölu. UNFPA gerir fólksfjölgun og fólksfækkun að umtalsefni í skýrslu ársins og segir að líkamar kvenna eigi ekki að vera skotmörk þegar rætt er um fjölgun eða fækkun mannkyns. Í skýrslunni segir að í sögulegu ljósi hafi stefnur í frjósemismálum –&nbsp; sem ýmist er ætlað að fjölga eða fækka fæðingum – í flestum tilvikum reynst árangurslausar og geti grafið undan réttindum kvenna. „Mörg ríki hafa kynnt áætlanir til að stækka fjölskyldur með því að bjóða konum og maka þeirra fjárhagslegan hvata og umbun, en samt heldur fæðingartíðnin áfram að vera minna en tvö börn á hverja konu. Og viðleitni til að draga úr fólksfjölgun með þvinguðum ófrjósemisaðgerðum og þvinguðum getnaðarvörnum hefur falið í sér gróf mannréttindabrot,“ segir í skýrslunni.</p> <iframe width="1098" height="618" src="https://www.youtube.com/embed/yYvfaGHugQs" title="8 Billion Lives, Infinite Possibilities: The case for rights and choices" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p>Vakin er sérstök athygli á því að óheyrilegar margar konur og stúlkur hafi ekki rétt til að taka upplýstar ákvarðanir um líkama sinn þegar kemur að kynlífi, notkun getnaðarvarna eða að leita til heilsugæslu. Ný rannsókn í 68 ríkjum sýni að 44 prósent kvenna hafi ekki slíkan rétt. Þá hafi 257 milljónir kvenna um heim allan óuppfyllta þörf fyrir öruggar og áreiðanlegra getnaðarvarnir.</p> <p>„Fjölskylduáætlanir má ekki nota sem tæki til að ná frjósemismarkmiðum. Þær eiga að vera tæki til að styrkja einstaklinga. Konur eiga að geta valið hvort, hvenær og hversu mörg börn þær vilja eignast, óháð þvingunum frá álitsgjöfum eða embættismönnum,“ segir í World Population Report.</p>

02.10.2023Sextíu prósenta fjölgun fylgdarlausra flóttabarna á Miðjarðarhafi

<span></span> <p class="parag" style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Miðjarðarhafið er orðinn kirkjugarður fyrir börn og framtíð þeirra, sem reyna að komast yfir til Evrópu í von um betra líf,“ segir Regina De Dominicis, svæðisstjóri UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu og sérstakur umsjónarmaður flóttamannamála í Evrópu. </span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: #1e1e1e;">Það sem af er ári hafa rúmlega 11.600 börn flúið yfir Miðjarðarhafið án foreldra sinna eða forsjáraðila, &nbsp;60 prósent fleiri en í fyrra en þá flúðu 7.200 fylgdarlaus börn yfir hafið.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF segir að dauðsföll og mannshvörf á Miðjarðarhafsleiðinni hættulegu hafi þrefaldast í sumar miðað við sumarið 2022. Á milli júní og ágúst á þessu ári létust að minnsta kosti 990 manns, þar á meðal börn, en í fyrra nam fjöldinn 334 manns. Raunverulegur fjöldi dauðsfalla er þó líklega mun hærri, þar sem mörg börn sem leggja ferðalagið á sig eru hvergi skráð eða finnast aldrei. Sem dæmi um þessa gífurlegu aukningu koma daglega um 4.800 manns á flótta til eyjarinnar Lampedusa á suður Ítalíu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Stríð, átök, ofbeldi og fátækt eru meðal helstu ástæðna að baki þessum mikla fjölda fólks á flótta. Rannsóknir sýna að fylgdarlaus börn eiga í mikilli hættu á að vera misnotuð á ferð sinni yfir Miðjarðarhafið, þá sérstaklega stúlkur og börn frá Afríku, sunnan Sahara. Fylgdarlaus börn sem hætta ein í þessa ferð eru ítrekað sett í yfirfulla gúmmíbáta eða aðra lélega báta sem þola ekki slæm veðurskilyrði. Aðstæðurnar eru sérstaklega slæmar fyrir börn og er mikill skortur á svæðisbundinni og samræmdri leitar- og björgunargetu á svæðinu sem eykur hættuna fyrir börn sem neyðast til flýja heimalönd sín,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/fjoldi-fylgdarlausra-barna-a-flotta-fra-nordu-afriku-eykst-um-60-prosent" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</span></p>

22.09.2023Fulltrúar Íslands viðstaddir útskriftarathöfn vegna fæðingarfistils í Síerra Leóne

<p><span>Þrjátíu og tvær ungar konur útskrifuðust frá Aberdeen Women‘s Centre (AWC) spítalanum í Síerra Leóne á dögunum eftir vel heppnaðar aðgerðir sem laga fæðingarfistil. Ásdís Bjarnadóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Síerra Leóne, var viðstödd útskriftarhátíðina ásamt tveimur öðrum fulltrúum utanríkisráðuneytisins en íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2019 stutt fjárhagslega við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um að útrýma fæðingarfistli í landinu.</span></p> <p><span>Fæðingarfistill myndast oft hjá unglingsstúlkum við að fæða börn en þess eru einnig dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga, með þeim afleiðingum að stúlkurnar hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum eða hægðum sem veldur þeim oft mikilli skömm og leiðir til félagslegrar útskúfunar. Konurnar sem nú voru útskrifaðar höfðu dvalið á spítalanum frá því í júní þar sem þær nutu umönnunar bæðir fyrir og eftir aðgerðirnar ásamt því að fá ýmiskonar hagnýta þjálfun.</span></p> <p><span>Stjórnvöld í Síerra Leóne hafa lagt mikla áherslu á það að útrýma fæðingarfistli í landinu og hleypti heilbrigðisráðherra landsins, Dr. Austin Demby, fimm ára landsáætlun gegn fæðingarfistli af stokkunum í vor. UNFPA, með fjárstuðningi frá Íslandi, veitti stjórnvöldum tæknilega aðstoð við gerð áætlunarinnar sem miðar að því að auka forvarnir gegn fæðingarfistli, efla umönnnum fyrir sjúklinga, styrkja samstarf milli hagsmunaraðila, tryggja fjármagn og efla eftirlit með það að leiðarljósi að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne. Samhliða kynningunni á landsáætluninni var stofnað aðgerðarteymi framkvæmdaraðila sem koma að fæðingarfistilsverkefnum í Síerra Leóne.</span></p> <p><span>Til þess að styðja við viðleitni stjórnvalda í Síerra Leóne hefur íslenska utanríkisráðuneytið frá 2019 fjárhagslega stutt verkefni UNFPA sem vinnur að markmiði stjórnvalda um að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne. Lögð er áhersla á að styrkja forvarnir, meðal annars með vitundarvakningu um skaðlegar hefðir sem geta aukið líkurnar á því að konur þrói með sér fæðingarfistil, og að bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, þar á meðal aðgengi að aðgerðum til að lækna fæðingarfistil. Einnig fá konur og stúlkur félagslega valdeflingu eftir að aðgerðin hefur farið fram.&nbsp;</span></p> <h2><span>Saga hinnar 24 ára gömlu Siu Bonsu</span></h2> <p><span>Við útskriftarhátíðina sagði hin 24 ára gamla Sia Bonsu frá reynslu sinni af fæðingarfistli. Hún hafði 16 ára gömul gengið í gegnum erfiða fæðingu þar sem að barnið hennar fæddist andvana. Sia varð svo fyrir frekara áfall þegar í ljós kom að fæðingin hafði leitt til þess að hún hafði þróað með sér fæðingarfistil.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Ég glímdi við mikinn og langvarandi þvagleka sem varð þess valdandi að barnsfaðir minn yfirgaf mig. Eftir að hafa gengið í gegnum kennaranám og hafið störf sem kennari lenti ég í því einn daginn að nemendur kvörtuðu yfir þvaglykt í kennslustofunni. Ég upplifði mikla skömm þar sem samfélagið hæddist að mér. Foreldrum mínum fannst ástandið á mér vera vandræðalegt“&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Sia heyrði í fyrsta skipti um fæðingarfistilsaðgerðir á AWC í gegnum umræður sem áttu sér stað á útvarpsstöð í Kono, heimahéraðinu hennar í Síerra Leóne. Umræðurnar mörkuðu upphafið að bataferli hennar og ferðaðist hún til Freetown í apríl 2023 til þess að heimsækja spítalann.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Hjúkrunarfræðingur fullvissaði mig um að hægt væri að lækna fæðingarfistil. Sem betur fer sneri ég aftur til AWC til þess að gangast undir aðgerðina. Miðstöðinni, með stuðningi styrkaraðila, hefur tekist að lækna mig án þess að ég hafi sjálf þurft að borga krónu!“&nbsp;</span></p> <p><span>Sia minntist á að fjölmargar aðrar konur í Síerra Leóne glímdu við fæðingarfistil: <span class="blockqoude">„Ég lít á sjálfa mig sem sendiherra sem getur rætt við þessar konur um mikilvægi þess að leita sér meðferðar við fæðingarfistli en til þess að það skili árangri þurfum við allan þann stuðning sem við getum fengið. Ég hvet því stuðningsaðila til þess að viðhalda stuðningi sínum til þess að létta lund allra þeirra kvenna sem glíma við fæðingarfistil í Síerra Leóne.“&nbsp;</span><br /> </span></p>

19.09.2023Staða kvenna í Afganistan rædd að frumkvæði Íslands

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Forsætisráðherra og íslensk stjórnvöld stóðu í gær fyrir viðburði í New York, í samstarfi við UN Women, um stöðu kvenna í Afganistan, í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti þar opnunarávarp og fjallaði um skelfilega stöðu kvenna og stúlkna í Afganistan eftir </span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">valdatöku talíbana fyrir rúmum tveimur árum og skyldu alþjóðasamfélagsins til að beita sér í málinu. Rithöfundurinn og blaðakonan Christina Lamb stýrði pallborðsumræðum kvenna úr ólíkum áttum sem allar hafa tekið þátt í frelsisbaráttu afganskra kvenna.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kerfisbundin brot á mannréttindum afganskra kvenna og útilokun þeirra frá nánast öllum sviðum samfélagsins í Afganistan undir stjórn talíbana eru eitt alvarlegasta mannréttindabrot í heiminum í dag. Afganskar konur – innanlands og í útlegð – hafa kallað eftir því að sterkustu mögulegu orðum verði beitt til að fordæma stefnu og starfshætti Talíbana, sem samkvæmt skýrslunni „Staða kvenna og stúlkna í Afganistans“ sem kom út í sumar, felur í sér kynbundnar ofsóknir og kerfisbundna aðskilnaðarstefnu kynjanna.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Jafnrétti kynjanna og efling og verndun mannréttinda eru forgangsmál ríkisstjórnar Íslands. Í ljósi þessa hefur Ísland ítrekað vakið heimsathygli á hrikalegum aðstæðum kvenna og stúlkna í Afganistan, meðal annars á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, í mannréttindaráði SÞ og á öðrum fundum háttsettra embættismanna. Þá hefur Ísland aukið fjármagn til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Viðburðurinn kemur í kjölfar fundar sem forsætisráðherra átti með hópi afganskra kvenna sem sóttu 67. þing kvennanefndarinnar, CSW67, í mars síðastliðnum um það hvernig þjóðarleiðtogar geta notað raddir sínar, vettvang, áhrif og völd til að styðja afganskar konur.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ljóst er að þrátt fyrir skelfilegar mannúðarþarfir afgönsku þjóðarinnar og víðtæka fordæmingu alþjóðasamfélagsins hafa yfirvöld haldið áfram árásum sínum á réttindi kvenna með það að markmiði að útrýma konum kerfisbundið úr opinberu lífi. </span></p>

18.09.2023UNGA78: Allsherjarþingið hefst á leiðtogafundi um heimsmarkmiðin

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ráðherravika allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna stendur yfir alla þessa viku og hefst í dag með leiðtogafundi um heimsmarkmiðin. Einnig verður boðað til leiðtogafundar um loftslagsmál og ráðherrafunda um heilbrigðismál, fjármögnun þróunar og undirbúningsfundar fyrir leiðtogafund um framtíðina, sem haldinn verður á næsta ári. Hundruð hliðarviðburða hafa verið skipulagðir í&nbsp; ráðherravikunni og Ísland stendur fyrir einum slíkum – um konur í Afganistan – sem fram fer í dag.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra taka þátt í störfum ráðherravikunnar. Forsætisráðherra stýrir meðal annars hringborði á leiðtogafundinum um heimsmarkmiðin og utanríkisráðherra flytur ræðu Íslands í almennri umræðu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þetta er ekki tíminn til að setja sig í stellingar. Aðgerðir er það sem heimurinn þarfnast,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna áður en allsherjarþingið var sett. “Fjölpóla heimur er í mótun. Það getur verið jafnvægisþáttur, en fjölpóla heimur getur einnig leitt til vaxandi spennu, sundrungar og enn verra ástands.”</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Guterres lagði áherslu á mikilvægi málamiðlana og sagði að í ráðherravikunni yrði meðal annars rætt um mikilvægustu málaflokka samtímans, loftslagsmál, heilsu, stríðsátök, hækkandi framfærslukostnað og vaxandi ójöfnuð.</span></p>

14.09.2023Börn tvöfalt líklegri en fullorðnir til að búa við matarskort

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Á heimsvísu eru börn rúmlega 50 prósent þeirra sem búa við sárafátækt, þrátt fyrir að vera aðeins þriðjungur jarðarbúa. Börn eru meira en tvöfalt líklegri en fullorðnir til þess að skorta mat, hreinlætisaðstöðu, skjól, heilbrigðisþjónustu og menntun sem þörf er á til þess að lifa og dafna. Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðabankans, býr eitt af hverjum sex börnum á heimsvísu við sárafátækt. Alls eru 333 milljónir barna sem komast af með minna en 300 krónur á dag, eða 2,15 Bandaríkjadali, en á árunum 2013 til 2022 voru það um 383 milljónir barna. Þótt árangur hafi náðst og börnum fækkað lítillega í þessum hópi hægði heimsfaraldur COVID-19 mjög á framförum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> Skýrslan – <a href="https://www.unicef.org/documents/child-poverty-trends" target="_blank">Global Trends in Child Monetary Poverty According to International Poverty Lines</a>&nbsp;– kemur út í aðdraganda fundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hefst í næstu viku í höfuðstöðvum samtakanna í New York. Þar koma helstu þjóðarleiðtogar heims saman og ræða meðal annars þróun og framtíð heimsmarkmiðanna. Alþjóðabankinn skilgreinir sárafátækt sem einstaklinga sem lifa á innan við 2,15 dölum á dag, eða sem nemur um 300 krónum miðað við núverandi gengi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fyrsta markmið heimsmarkmiðanna er að binda enda á fátækt fyrir árið 2030. Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að það muni ekki nást án aukinna aðgerða. Líkt og Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF segir, hefur alþjóðasamfélaginu tekist að lyfta milljónum barna upp úr fátækt en samt sem áður hafa áföll líkt og COVID-19, loftslagsbreytingar og efnahagslegar niðursveiflur dregið úr framförum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> „Enn eru milljónir barna sem búa við mikla fátækt. Við getum ekki brugðist þessum börnum heldur þarf að tryggja þeim aðgang að nauðsynlegri þjónustu, þar á meðal menntun, heilbrigðisþjónustu, og félagslega vernd. Að binda enda á sárafátækt er stefnumótandi ákvörðun stjórnvalda,“ segir Russell.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skýrslan sýnir einnig fram á að 40 prósent barna sunnan Sahara í Afríku búi við sárafátækt. Ástæður sem liggja þar að baki eru til dæmis hröð fólksfjölgun, heimsfaraldurinn, átök og loftslagshamfarir.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Luis-Felipe Lopez-Calva framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum segir nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öll börn eigi skýra leið út úr fátækt og hafi jafnan aðgang að menntun, heilbrigðisþjónustu, næringu, félagslegri vernd og öryggi. Hann segir skýrsluna brýn áminningu um að ekki megi tapa baráttunni gegn fátækt og ójöfnuði og að málefni barna þurfi að vera í forgrunni.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.org/documents/child-poverty-trends" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

12.09.2023Kennsluefni um flóttafólk komið út á íslensku

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttamannastofnun Sameinu þjóðanna, UNHCR, hefur í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna þýtt kennsluefni um flóttafólk sem er aðgengilegt á netinu og ókeypis. Það tekur mið af mismunandi aldurshópum og býður upp á teiknimyndir, stutt myndbönd og tillögur að umræðu í kennslustofunni, hópavinnu og verkefni, en felur einnig í sér markvissa handbók fyrir kennara ásamt kennsluáætlunum. Námsefnið hefur verið þróað af UNHCR og hefur þegar verið þýtt á nokkur önnur tungumál. Félag Sameinuðu þjóðanna annaðist íslensku útáfuna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við höfum heyrt frá kennurum á Íslandi að það sé veruleg vöntun á námsefni sem þessu og við erum mjög ánægð með að geta hjálpað. Vaxandi fjöldi fólks á flótta á heimsvísu er eitthvað sem við sjáum bersýnilega í íslensku samfélagi, svo að slíkt efni hefði ekki getað komið á mikilvægari tíma. Það hefur verið frábært að starfa með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í þessu ferli og við erum ánægð að geta gefið það loksins út núna þegar skólar hefjast að nýju,“ segir Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Málefni flóttafólks eru til stöðugrar umræðu, í fréttum, á samfélagsmiðlum og við matarborðið. Því miður eru þessi mál umlukin mörgum ranghugmyndum og misskilningi,“ segir Annika Sandlund, fulltrúi Flóttamannastofnunar SÞ á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Börnin okkar erfa flókinn heim og því skuldum við þeim að tryggja að þau hafi réttar staðreyndir, tölur og þekkingu til að hjálpa þeim að skilja ástand og stöðu flóttamála í heiminum. Við erum afar ánægð með að geta komið þessu efni á framfæri nú í íslensku samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi,“ segir hún.</span></p>

08.09.2023Nýr samningur við frjáls félagasamtök í Úganda

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í sendiráði Íslands í Kampala hefur verið undirritaður samningur við samtökin Child Care and Youth Empowerment Foundation (CCAYEF). Um er að ræða innanlands samtök sem vinna að því að bæta lífskjör barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">CCAYEF styðja stjórnvöld í Buikwe-héraði, sem er annað af tveimur samstarfshéruðum Íslands í Úganda, við innleiðingu úrbóta í vatns- og hreinlætismálum. Í því felst að tryggja að heimili í völdum fiskiþorpum hafi aðgang að og nýti bætta vatns- og hreinlætisaðstöðu. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Með þessum aðgerðum er stefnt að því að efla getu héraðsyfirvalda á þessu sviði. Þar að auki er þeim ætlað að efla samfélög í að sækja rétt sinn og hvetja til samskipta við þjónustuaðila og yfirvöld.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samningurinn er til eins árs og gildir til október 2024 og hljóðar upp á tæpar 19 milljónir íslenskra króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hildigunnur Engilbertsdóttir forstöðukona sendiráðsins undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands.</span></p>

08.09.2023Metfjöldi barna á flótta í Suður-Ameríku og Karíbahafi

<p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Metfjöldi barna er nú á flótta í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Samkvæmt velferðarviðvörun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru börn á flótta á svæðinu óvíða fleiri í heiminum. Þrjú svæði eru sérstaklega nefnd í greiningu UNICEF, Darién frumskógurinn milli Kólumbíu og Panama, Venesúela, og norðurhluti Mið-Ameríku og Mexíkó.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt Garry Conille, framkvæmdastjóra UNICEF í Suður-Ameríku og Karíbahafinu, eru sífellt fleiri börn á flótta í þessum heimshluta, þau eru yngri en áður og frá fleiri löndum, jafnvel ríkjum Afríku og Asíu. „Aukið ofbeldi, óstöðugleiki, fátækt og loftslagsáhrif valda því að sífellt fleiri börn eru á flótta. Á ferð þeirra eru þau berskjölduð fyrir sjúkdómum, ofbeldi, og misnotkun og jafnvel þó þau komist á áfangastað er öryggi þeirra fjarri því tryggt,“ segir Conille.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Árið 2021 flúðu minnst 29 þúsund börn í gegnum hættulegan Darien-frumskóginn. Árið 2022 hækkaði sú tala upp í 40 þúsund börn og það sem af er ári hafa yfir 60 þúsund börn, helmingur þeirra undir fimm ára aldri, flúið gegnum frumskóginn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Upplýsingar frá bandarísku toll- og landamæragæslunni gefa einnig til kynna að meira en 149 þúsund börn hafi farið yfir landamærin yfir til Bandaríkjanna árið 2021, 155 þúsund börn árið 2022 og á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafa meira en 83 þúsund börn náð að landamærunum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Um allan heim eru börn um 13 prósent alls fólks á flótta en á svæðinu í Suður-Ameríku og Karíbahafinu eru börn um 25 prósent þeirra sem eru á flótta sem er hæsta hlutfall í heimi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur af miklum krafti með samstarfsaðilum og stjórnvöldum á svæðinu til þess að stuðla að öruggum fólksflutningaleiðum, bjóða upp á mannúðaraðstoð og veita börnum nauðsynlega þjónustu.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/yrcwwuoeL1Y?si=liXnqM07Sn2xtiF7" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna heldur áfram að hvetja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja réttindi, öryggi og velferð fólks og barna á flótta, meðal annars með því bæta aðgengi að nauðsynlegri þjónustu á svæðinu, setja af stað aðgerðir sem sporna gegn ofbeldi, tryggja menntunarmöguleika fyrir börn, ungt fólk og fjölskyldur, stækka öruggar flóttaleiðir fyrir börn og fjölskyldur, og efla fjölskyldusameiningarferli í aðildarlöndunum. &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p>

07.09.2023Herferð Flóttamannastofnunar SÞ: Von fjarri heimahögum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, hefur hrundið af stað alþjóðlegri herferð sem kallast „Von fjarri heimahögum“ eða „Hope Away from Home“ til að afla stuðnings og kalla eftir skuldbindingu þjóða um að standa vörð um réttindi einstaklinga sem flýja átök, ofbeldi og ofsóknir. Herferðinni er hleypt af stokkunum á tímum fordómalausra nauðungarflutninga en 110 milljónir einstaklinga eru á flótta um heim allan og búa við vaxandi ógnir um hæli og vernd, að því er segir í frétt frá stofnuninni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á þörf fyrir samúð, góðvild og samstöðu gagnvart þeim sem flýja mótlæti og fordæmir hindranir, takmarkanir og mismunun gagnvart þeim. Lögð er áhersla á ábyrgð alþjóðasamfélagsins að veita öryggi og vernd og tryggja að flóttafólk geti lifað með reisn. Andúð á flóttafólki, ströng inntökustefna og útlendingahatur grafa undan grundvallarréttindum til að leita öryggis víðs vegar um heiminn og neyða flóttafólk í hættulegar ferðir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að fleiri þjóðir bjóði flóttafólk ríkulega velkomið og verndi það, en í dag eru það sérstaklega lág- og meðaltekjuríki sem bera þungann af fjölda flóttamanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Markmið herferðarinnar er að breyta alþjóðlegri samstöðu í áþreifanlegar aðgerðir og lausnir með alþjóðlegu samstarfi, lagaumbótum og stefnubreytingum. Á næstu þremur árum ætlar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar að beita sér fyrir breytingum á fimm lykilsviðum, þar á meðal aðgengi að öruggu landsvæði, viðunandi aðstæðum fyrir flóttafólk og fjölgun varanlegra lausna. Herferðin kallar einnig eftir stuðningi við þjóðir og samfélög sem hafa lítið fjármagn og hýsa flóttamenn.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #333333; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNHCR er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árleg kjarnaframlög til UNHCR samkvæmt rammasamningi. Reglubundin og óeyrnamerkt framlög Íslands gera stofnuninni kleift að forgangsraða í þágu þeirra sem mest þurfa á að halda á hverjum tíma. Sem liður í eftirfylgni með þróunarsamvinnuframlagi Íslands gerðist Ísland aðili að framkvæmdanefnd UNHCR (e. Executive Committee, ExCom). Nefndin er ráðgefandi auk þess sem hún leggur mat á vinnuáætlanir UNHCR og afgreiðir fjárhagsáætlanir stofnunarinnar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unhcr.org/hope/" target="_blank">Vefur herferðarinnar</a></span></p>

05.09.2023Um fimm milljónir barna í brýnni þörf á mannúðaraðstoð í Malí

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nærri fimm milljónir barna eru í brýnni þörf á mannúðaraðstoð í Malí. Þar á meðal er þörf á næringu, menntun og verndarþjónustu, auk aðgangs að hreinu vatni. Samkvæmt fulltrúum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, má gera ráð fyrir að nærri ein milljón barna undir fimm ára aldri glími við bráðavannæringu það sem eftir lifir árs. Þar af eigi um 200 þúsund börn á hættu að deyja úr hungri án nauðsynlegrar mannúðaraðstoðar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">"Malí er að ganga í gegnum flókna mannúðarkreppu og þarf á brýnum stuðningi að halda til þess að afstýra hörmungum fyrir börn sem verða verst úti í átökum sem þau hafa ekki átt þátt í að skapa,“ segir Ted Chaiban, aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í mannúðaraðgerðum og birgðamálum í <a href="https://www.unicef.is/vidvarandi-atok-gera-born-i-mali-enn-vidkvaemari-fyrir-vannaeringu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef stofnunarinnar. „UNICEF hefur verið á vettvangi í gegnum sum erfiðustu ár Malí og mun Barnahjálpin halda áfram aðstoð sinni svo lengi sem á henni er þörf,“ sagði Ted Chaiban.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Auk ofbeldis og átaka í Malí hafa loftslagsáföll leitt til gríðarlegrar aukningar fólks á flótta víðsvegar í landinu á síðustu mánuðum. Af þeim 377 þúsund manns sem eru á flótta, eru börn meiri en helmingur þeirra og eru nú að minnsta kosti 1,6 milljónir barna í Malí í brýnni þörf á vernd.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við verðum að gera það sem við getum til að hjálpa viðkvæmum fjölskyldum, sérstaklega börnum og konum, með því að vinna náið með samstarfsaðilum okkar til að koma í veg fyrir hungursneyð, og takast á við bráða fæðuóöryggi og vannæringu,“ sagði Carl Skau, aðstoðarframkvæmdastjóri Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna kalla eftir öruggu aðgengi til þess að mæta þörfum barna í Malí en þörf er á um 184 milljónum Bandaríkjadala til þess að ná til 4,7 milljóna barna í Malí fyrir loka árs. &nbsp;</span></p>

31.08.2023Landgræðsluskóli GRÓ útskrifar 23 nemendur

<span></span> <p>Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í vikunni fjölmennasta nemendahópinn frá upphafi, 23 sérfræðinga, 12 konur og 11 karla. Alls hafa 198 sérfræðingar útskrifast frá Landgræðsluskólanum á sextán starfsárum skólans.</p> <p>Landgræðsluskólinn er eitt fjögurra þjálfunarprógramma, sem rekin eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Einnig eru starfandi á vegum GRÓ Jafnréttisskóli, Jarðhitaskóli og Sjávarútvegsskóli. Heildarfjöldi útskrifaðra nemenda úr skólunum fjórum er nú 1.646. Þá hafa<span>&nbsp; </span>103 fyrrverandi nemendur lokið meistaragráðu með skólastyrk frá GRÓ við íslenska háskóla og 22 hafa lokið doktorsprófi. Þá hafa rúmlega 4.000 sótt styttri námskeið sem skipulögð hafa verið af GRÓ skólunum fjórum á vettvangi. </p> <p>Nemendurnir eru allir sérfræðingar á sviði sjálfbærrar landnýtingar og vistheimtar og koma frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans í Asíu og Afríku. Þau eru frá átta löndum: Gana, Kirgistan, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Nígeríu, Úganda og Úsbekistan. Tveir nemendanna, sem bæði eru frá Nígeríu, starfa fyrir landsvæði sem eru hluti af alþjóðlega netverkinu „Maðurinn og lífhvolfið“ (Man and the Biosphere MAB) á vegum UNESCO. Utanríkisráðuneytið styrkir árlega tvo nemenda frá slíkum MAB svæðum yfir fimm ára tímabil og er þetta í annað skipti sem MAB nemendur koma til námsins í gegnum umrætt samstarf. </p> <p>Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hýsir Landgræðsluskólann, og Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður skólans. Sjöfn og Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður GRÓ, afhentu nemendum útskriftarskírteinin.</p>

29.08.2023Börn eiga að vera í forgrunni allra loftslagsaðgerða ​

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur í fyrsta sinn gefið út opinberar leiðbeiningar til aðildarríkja, með vísan í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, um að þau verði að tryggja börnum hreint, heilbrigt og sjálfbært umhverfi með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tilmælin eru sem gefin voru út í dag eru ítarleg útlistun og staðfesting á skyldum aðildarríkja gagnvart Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og hamfarahlýnun. Sáttmálinn var gefinn út árið 1989 og er útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en 196 ríki fullgiltu hann. Hér á Íslandi var það gert þann 27. nóvember 1992 og hann síðar lögfestur 20. febrúar árið 2013.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nýju leiðbeiningarnar bera yfirskriftina&nbsp;„Almenn athugasemd 26 um réttindi barna og umhverfið með sérstaka áherslu á loftslagsbreytingar“&nbsp;tekur sérstaklega fyrir loftslagsvána, hrun líffræðilegs fjölbreytileika, mengun og útlistar gagnaðgerðum til að vernda börn, líf þeirra og sjónarmið, að því er fram kemur í frétt UNICEF.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Börn um allan heim hafa leitt baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Skorað á stjórnvöld og fyrirtæki að grípa til aðgerða til að vernda Jörðina og framtíð þeirra. Með Athugasemd 26 er nefndin ekki aðeins að taka undir og lyfta sjónarmiðum barna, heldur líka að skilgreina réttindi barna í tengslum við umhverfismál sem aðildarríki verða að virða, vernda og uppfylla. Í heild og þegar í stað,“ segir Philip Jaffé í Barnaréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Almenn athugasemd 26 tiltekur að aðildarríki beri ekki aðeins skylda til að vernda börn gegn yfirvofandi skaða heldur einnig gegn fyrirsjáanlegum brotum gegn réttindum þeirra í framtíðinni, ýmist vegna aðgerða eða aðgerðaleysis viðkomandi ríkja. Enn fremur er undirstrikað að hægt sé að gera ríki ábyrg fyrir umhverfisspjöllum, ekki aðeins innan þeirra landamæra, heldur einnig fyrir aðkomu að skaðlegum umhverfisáhrifum og loftslagsbreytingum utan þeirra.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Öll þau 196 ríki sem fullgilt hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru hvött til að grípa til tafarlausra aðgerða til að hætta að nota kol, olíu og gas í þrepum og færa sig að endurnýjanlegri orkugjöfum, bæta loftgæði og tryggja aðgengi að hreinu vatni, ráðast í gagngerar breytingar á landbúnaðar- og sjávarútveg til að framleiða hollar og sjálfbærar afurðir og verja líffræðilegan fjölbreytileika vistkerfa.</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/born-i-forgrunni-allra-loftslagsadgerda" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

28.08.2023Ósýnilegar konur í Afganistan segja frá

<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„<a href="https://www.afteraugust.org/" target="_blank">Eftir ágúst</a>“ er yfirskrift á vefsvæði UN Women í þeim tilgangi að skrásetja og deila reynslu og lífi kvenna og stúlkna í Afagnistan með heiminum. Titillinn undirstrikar þann breytta veruleika sem blasir við konum eftir valdatöku talíbana í landinu 15.ágúst 2021. Vefsvæðið er andsvar við tilraunum talíbana að gera afganskar konur ósýnilegar og byggist á því „sjónarmiði að þegar óréttlæti er orðið að daglegu brauði er þögnin óafsakanleg,“ eins og segir á<a href="https://unwomen.is/afganistan-after-august-frasogn-hira/" target="_blank"> vef</a> UN Women.</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur: „Tvö ár eru frá því að talíbanar tóku völd í&nbsp;Afganistan&nbsp;í annað sinn.&nbsp;Síðan þá hefur veruleiki kvenna og stúlkna í ríkinu umturnast og búa þær við kúgun, áreiti og ofbeldi. Konur og stúlkur í Afganistan hafa misst öll helstu grundvallarmannréttindi sín, þær mega ekki stunda nám, hafa verið hraktar af vinnumarkaðnum og ferða- og tjáningarfrelsi þeirra hefur verið skert verulega. Öll sú vinna sem hefur verið unnin í átt að jafnrétti kynjanna þar síðastliðna áratugi er orðin að engu og misréttið hefur áhrif á allt þeirra líf.“</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women segir að þrátt fyrir mótlætið mæti afganskar konur og stúlkur ógnarstjórn og kúgunaraðferðum talíbana með óttalausri seiglu og baráttuhug og að þær haldi áfram að mótmæla, veita viðnám og tjá sig. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.afteraugust.org/" target="_blank">After August</a></span></p>

24.08.2023Utanríkisráðherra og fjármálaráðherra á fundi með framkvæmdastjóra hjá Alþjóðabankanum

<span></span> <p class="paragraph"><span class="normaltextrun" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áttu í dag fund í utanríkisráðuneytinu með Jorge Familiar framkvæmdastjóra fjárreiða (Vice President and Treasurer) hjá Alþjóðabankanum í Washington.&nbsp;</span><span class="eop" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p class="paragraph"><span class="normaltextrun" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Heimsóknin hingað til lands er sú fyrsta í hringferð hans um Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin til að kynna fjárhagslega hlið breytinga á starfsemi bankans sem nú eru til umræðu. Umfangsmikil umbótavinna hefur staðið yfir undanfarið ár sem nefnd hefur verið framþróun Alþjóðabankans eða „Evolving the World Bank“. Hún snertir alla þætti starfsemi bankans þar á meðal&nbsp; framtíðarsýn og hlutverk hans, fjárhagslíkan og rekstrarlíkan. Stefnt&nbsp; er að því að heildstæðar tillögur liggi fyrir til samþykktar á ársfundi bankans sem haldinn verður í Marrakesh í Marokkó í október næstkomandi.</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p> <p class="paragraph"><span class="normaltextrun" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tilgangur þessarar vinnu er að tryggja að bankinn sé til þess fallinn að takast sem best á við fjölþættar áskoranir samtímans, ekki síst hnattrænar áskoranir á borð við loftslagsmál, samhliða því að vinna að útrýmingu fátæktar og bættum lífskjörum í samstarfslöndum bankans.</span><span class="eop" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p>

21.08.2023Valdaránið í Níger ógnar velferð tveggja milljóna barna

<span></span><span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fulltrúi&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið í Níger í kjölfar valdaráns þar í landi í síðasta mánuði ógna velferð og réttindum rúmlega tveggja milljóna barna sem þurfi nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda. Hjálpargögn séu nú strand við landamæri Níger og kallar&nbsp;UNICEF&nbsp;eftir því að málsaðilar tryggi öruggt aðgengi fyrir mannúðaraðstoð og starfsfólk svo hægt sé að bregðast við neyðarástandi barna.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF&nbsp;heldur áfram að dreifa nauðsynlegri mannúðaraðstoð til barna og í síðasta mánuði komum við næringarríku jarðhnetumauki til 1.300 heilsugæslumiðstöðva, eða sem nemur meðhöndlun vannæringar fyrir ríflega 100 þúsund börn á næstu mánuðum. Þetta er hins vegar ekki nóg,“ segir&nbsp;Stefano&nbsp;Savi, fulltrúi&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Níger.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Savi&nbsp;segir í <a href="https://www.unicef.is/hjalpargogn-komast-ekki-inn-i-niger-og-ogna-velfred-milljona-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF að meira þurfi að gera þar sem skortur á rafmagni undanfarið sé skaðlegur fyrir þá innviði sem reiði sig á það, svo sem heilbrigðisstofnanir og 95% köldu keðjunnar svokölluðu sem tryggir örugga dreifingu lyfja og bóluefna víðs vegar um landið.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Við höfum miklar áhyggjur af því að nauðsynlegar hjálpargagnasendingar strandi nú við landamæri Níger. Eins og staðan er núna er&nbsp;UNICEF&nbsp;með tvo gáma fasta við landamæri Benín, 19 gáma í höfninni&nbsp;Cotonou&nbsp;og 29 gáma á leiðinni sjóleiðis með næringar- og sjúkragögnum,“ segir&nbsp;Savi&nbsp;og bendir á að nauðsynlegt sé að engar frekari tafir verði á þessum sendingum ef þær eigi að skila tilætluðum árangri í þágu barna í Níger, sem&nbsp;UNICEF&nbsp;þjónar fyrst og fremst.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;„UNICEF&nbsp;kallar eftir því að allir málsaðilar þessarar krísu í landinu tryggi öruggt aðgengi mannúðarstofnana og hjálpargagna svo hægt sé að ná til barna í viðkvæmri stöðu og fjölskyldna þeirra. Við köllum einnig eftir því að framlög til mannúðarmála verði varin áhrifum&nbsp;viðskiptabanns&nbsp;sem í gildi er.“</span></p>

14.08.2023Glæpahópar ræna konum og börnum á Haítí

<span></span><span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áframhaldandi átök og ólga á Haítí ógnar lífi og velferð barna og kvenna þar sem aldrei fyrr. Samkvæmt nýrri skýrslu&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur orðið sprenging í mannránum þar undanfarin misseri. Nær 300 tilfelli eru staðfest á fyrstu sex mánuðum þessa árs sem jafngildir heildarfjölda alls síðasta árs og er þrefalt meira en allt árið 2021.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í flestum tilfellum eru börn og konur numin á brott af vopnuðum skæruhópum sem nýta sér manneskjurnar í fjárhagslegum eða taktískum tilgangi í stöðubaráttu við aðra glæpahópa.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF segir í frétt að þolendur í þessum málum glími við andlegar og líkamlegar afleiðingar lífsreynslunnar, oft um árabil.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Ólýsanlegt ofbeldi</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þær frásagnir sem við heyrum frá samstarfsfólki okkar í&nbsp;UNICEF&nbsp;og öðrum stofnunum á vettvangi eru sláandi og fullkomlega óásættanlegar,“ segir&nbsp;Gary&nbsp;Conille, svæðisstjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;í Suður- og Mið-Ameríku og Karíbahafi.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Konur og börn eru ekki vörur til að selja eða nýta til kúgunar í samningagerð og ættu aldrei að þurfa að upplifa svo ólýsanlegt ofbeldi. Það er mikið áhyggjuefni hversu mikil aukning hefur orðið í þessum málum og er það ógn við bæði íbúa Haítí og þau sem hingað eru komin til að aðstoða,“ segir&nbsp;Conille.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ástandinu á Haítí er ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem algjörum hörmungum. 5,2 milljónir einstaklinga, nær helmingur allra íbúa, þurfa á mannúðaraðstoð að halda, þar af nærri þrjár milljónir barna. Aukning í ofbeldisverkum, ránum, þjófnaði og öðrum glæpum er nær stjórnlaus og vegatálmar stríðandi fylkinga og glæpahópa torvelda mjög öllu hjálparstarfi og ógna velferð starfsfólks.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>UNICEF til staðar fyrir börn og íbúa Haítí</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, krefst þess að öll þau sem numin hafa verið á brott verði látin laus og þeim tryggð örugg endurkoma til síns heima.&nbsp;UNICEF&nbsp;mun hvergi hvika í því verkefni sínu að tryggja börnum og íbúum Haítí nauðsynlega mannúðaraðstoð og stuðning á þessum erfiðu og myrku tímum þar sem náttúruhamfarir og ófriður hafa plagað íbúa um árabil.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Auk þess að vera til staðar í þeim krísum sem dunið hafa á Haítí gegnir&nbsp;UNICEF&nbsp;sömuleiðis mikilvægu hlutverki í að styðja börn og þolendur áðurnefndra ofbeldisglæpa og mannrána. Ásamt samstarfsaðilum tryggjum við lífsnauðsynlega aðstoð, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sálrænni aðstoð og öruggum&nbsp;barnvænum&nbsp;svæðum þar sem börn geta hafið vegferð sína að bata.</span></p>

26.07.2023Malavískir strákar ætla sér sigur á Rey Cup

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Opnunarhátíð Rey Cup verður haldin síðdegis og fyrstu leikirnar á mótinu fara fram í fyrramálið. Íslenskir fjölmiðlar hafa að vonum vakið athygli á komu knattspyurnuliðs frá Malaví. Liðið kemur hingað fyrir tilstilli tveggja Íslendinga sem báðir hafa tengsl við sendiráð Íslands í Lilongve, höfuðborg Malaví, en Ísland hefur átt í samstarfi við stjórnvöld í Malaví í rúma þrjá ártugi á sviði þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt RÚV í gær segja malavísku strákarnir að þeir ætli sér sigur á Rey Cup en í mótinu taka þátt 134 lið skipuð strákum á aldrinum 14 til 16 ára. Malavísku strákarnir spila með liði knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer í Malaví, einu knattspyrnuakademíunni í landinu, og flestir drengjanna hafa alist upp við mikla fátækt eins og þorri íbúa landsins. Í æfingaleikjum hafa þeir sýnt hvað í þá er spunnið, þeir unnu 3. flokk Aftgureldingar 5-0 og 3. flokk Víkings 5-1 í gær.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Það verður því fróðlegt að fylgjast með frammistöðu þeirra á sjálfu mótinu. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-07-26-fotboltalid-fra-malavi-aetlar-ser-sigur-a-rey-cup-388666" target="_blank">Frétt RÚV</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.visir.is/g/20232442296d/vilja-rey-cup-bikarinn-til-afriku" target="_blank">Frétt Vísis</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/07/22/otruleg_upplifun_malaviskra_drengja_a_islandi/" target="_blank">Frétt Mbl</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

21.07.2023Bólusetningar barna: Viðsnúningur eftir bakslag

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ný gögn frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) sýna jákvæða þróun í bólusetningum barna í heiminum eftir nokkurra ára bakslag vegna heimsfaraldurs COVID-19. Í fyrra bentu samtökin á að heimsfaraldur COVID-19 hefði ýtt undir mestu afturför í bólusetningum barna í þrjá áratugi og því jákvætt að sjá þróunina snúast við á ný.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á heimsvísu náðu almennar bólusetningar til fjögurra milljóna fleiri barna árið 2022 í samanburði við árið á undan. Í mörgum efnaminni ríkjum heims er hlutfallið þó enn undir því sem það var fyrir heimsfaraldurinn sem setur börn í hættu vegna útbreiðslu lífshættulegra sjúkdóma, að mati UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt nýjum gögnum sem WHO og UNICEF birtu í vikunni misstu 20,5 milljónir barna af einni eða fleiri almennum bólusetningum árið 2022 samanborið við 24,5 milljónir barna árið 2021. Hlutfall barna sem hefur misst af einni eða fleiri bólusetningum er þó enn hærra en fyrir heimsfaraldur, þegar talan var 18,4 milljónir barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þrátt fyrir að þessar tölur séu uppörvandi þá segja meðaltöl á heimsvísu ekki alla söguna og fela þær alvarlegt og viðvarandi misrétti milli efnameiri og efnaminni ríkja heims. „Af þeim 73 löndum sem sáu verulegan samdrátt í almennum bólusetningum á meðan á heimsfaraldrinum stóð hafa 34 þeirra staðið í stað eða haldið áfram að lækka. Sem dæmi má nefna að bólusetningar gegn mislingum hafa ekki náð sér jafn vel á strik eins og aðrar bólusetningar, sem setur 35,2 milljónir barna í hættu á að smitast af sjúkdómnum. Þegar lönd og svæði dragast aftur úr þá eru það börnin sem borga fyrir það,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/unicef-arangur-nadst-i-bolusetningum-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, segir að á bak við þessa jákvæðu þróun megi einnig sjá alvarleg viðvörunarmerki. „Þar til fleiri lönd ná að fylla í eyðurnar í almennum bólusetningum munu börn allsstaðar vera í hættu á að smitast af eða deyja af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir. Veirur eins og mislingar þekkja engin landamæri.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp sameinuðu þjóðanna, hefur í áratugi lagt kapp við að sinna bólusetningum barna gegn lífshættulegum sjúkdómum. Árlega styðja UNICEF og samstarfsaðilar bólusetningar hjá hátt í helmingi allra barna í heiminum í yfir 100 löndum.&nbsp;Heimsfaraldur COVID-19 hafði áhrif á bólusetningar barna nánast um allan heim, sérstaklega vegna álags á heilbrigðiskerfi, skorts á heilbrigðisstarfsfólki og vegna sóttvarnaraðgerða. Börn sem fæddust rétt fyrir og í faraldrinum misstu því mörg af fyrstu bólusetningunum sínum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF undirstrikar nú þá brýnu þörf fyrir að stórauka enn frekar átak í bólusetningum barna, auka fjármagn sem rennur til bólusetninga, byggja traust til bólusetninga og styrkja bólusetningarkerfi um allan heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hægt er að skoða gögnin í rannsókn WHO og UNICEF&nbsp;<a href="https://data.unicef.org/resources/dataset/immunization/">HÉR</a>.</span></p> <p>&nbsp;</p>

19.07.2023Metfjöldi flóttafólks í heiminum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flóttafólk í heiminum hefur aldrei verið fleira en í fyrra. Heildarfjöldinn nálgast 110 milljónir. &nbsp;Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kallar eftir samstilltum aðgerðum. Fjölgun fólks á flótta á síðasta ári skýrist af stríðinu í Úkraínu og endurskoðuðu mati á fjölda afganskra flóttamanna, auk nýrra átaka sem blossað hafa upp, sérstaklega í Súdan.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Innrás Rússa í Úkraínu, samhliða átökum annars staðar og umrót af völdum loftslagsbreytinga, hafa haft í för með sér að fleira fólk en nokkru sinni hraktist frá heimilum sínum á síðasta ári. Þetta hefur aukið á þörfina fyrir tafarlausar, sameiginlegar aðgerðir til að draga úr orsökum og áhrifum landflótta, að því er segir í tilkynningu UNHCR, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ársskýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, almenn þróun um þvingaðan fólksflótta -&nbsp;<a href="https://www.unhcr.org/global-trends" target="_blank">Global Trends in Forced Displacement</a>&nbsp;2022 -&nbsp; kom út á dögunum og þar segir að í lok árs 2022 hafi fjöldi fólks sem stökkt hefur verið á flótta vegna stríðs, ofsókna, ofbeldis og mannréttindabrota náð metfjölda eða 108,4 milljónir. Það er 19,1 milljón fleiri en árið áður.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fátt bendir til að það hægi á fjölgun fólks sem neyðst hefur til að flýja heimili sín á heimsvísu árið 2023. Á þessu ári hafa þannig brotist út átök í Súdan sem hrundu af stað nýjum flóttamannastraumi með þeim afleiðingum að áætlað er að heildarfjöldinn í heiminum hafi náð 110 milljónum á vormánuðum. „Þessar tölur sýna okkur að sumir eru allt of fljótir að grípa til vopna og allt of seinir að leita lausna. Afleiðingin er eyðilegging, landflótti og hörmungar fyrir allar þær milljónir manna sem stökkt er á flótta,“ sagði Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Af þeim sem hröktust á flótta í heiminum voru 35,2 landflóttamenn, fólk sem flúði yfir alþjóðleg landamæri í leit að öryggi, en meirihluti –&nbsp;58&nbsp;prósent, 62,5 milljónir manna – voru á vergangi í heimalöndum sínum vegna átaka og ofbeldis.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Stríðið í Úkraínu var helsta orsök fólksflótta árið 2022. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu jókst úr 27.300 í lok árs 2021 í 5,7 milljónir í lok árs 2022. Leita þarf aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar til að finna dæmi um að svo margir leggist á flótta svo hratt sem raun ber vitni. Tölur um fjölda flóttamanna frá Afganistan voru verulega hærri í lok árs 2022 vegna endurskoðaðs mats á fjölda Afgana, sem leitað hafa hælis í Íran, en margir þeirra höfðu komið þangað á fyrri árum.&nbsp;Á sama hátt endurspeglaði skýrslan hærri tölur í Kólumbíu og Perú um fjölda Venesúelabúa.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölurnar staðfesta einnig að hvort heldur miðað er við efnahagslegan styrk eða íbúafjölda, eru það enn sem fyrr lág- og millitekjulönd heimsins – ekki auðug ríki – sem hýsa flest fólk á flótta. Um 46 lágtekjuríki með minna en 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu á heimsvísu hýsa meira en 20 prósent allra flóttamanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þrátt fyrir að flóttafólki fjölgi sýnir&nbsp;Global Trends&nbsp;skýrslan einnig að þeir sem neyddir eru til að flýja eru ekki dæmdir í ævilanga útlegð, heldur geta þeir farið heim, sjálfviljugir og með öruggum hætti. Árið 2022 sneru yfir 339 þúsund flóttamenn aftur til 38 landa, og&nbsp;þótt sú tala hafi verið lægri en árið áður sneru töluvert margir sjálfviljugir heim til Suður-Súdan, Sýrlands, Kamerún og Fílabeinsstrandarinnar. Á sama tíma sneru 5,7 milljónir manna á vergangi innanlands árið 2022 aftur til sinna heimahaga, einkum innan Eþíópíu, Mjanmar, Sýrlandi, Mósambík og&nbsp;Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í lok árs 2022 var áætlað að 4,4 milljónir manna um allan heim væru ríkisfangslausir eða af óskilgreindu þjóðerni, tveimur prósentum fleiri en í lok árs 2021.&nbsp;</span></p>

18.07.2023Níu félagasamtök fá fjórtán styrki til þróunarsamvinnuverkefna

<p>Utanríkisráðuneytið hefur gert samninga við níu íslensk félagasamtök um styrki vegna fjórtán þróunarsamvinnuverkefna, samtals að fjárhæð 77 milljónir. Tvenn samtök fá að þessu sinni úthlutað í fyrsta sinn, Íslenska barnahjálpin og Björt Sýn, en bæði samtökin starfa í þágu barna í Kenía. Alls bárust sextán umsóknir frá tíu félagasamtökum.</p> <p>Eftirfarandi félagasamtök fengu styrki til þróunarsamvinnuverkefna:</p> <p><strong>ABC barnahjálp</strong>&nbsp;hlýtur þrjá styrki til þróunarsamvinnuverkefna, tvö verkefnanna eru í Úganda og eitt í Pakistan. Verkefnin í Úganda fela í sér stuðning við uppbyggingu á malaríudeild við heilsugæslu og byggingu á heimavist við skóla í Rockoko í Pader héraði. ABC barnahjálp hefur unnið að uppbyggingu á svæðinu síðan 2007, einkum&nbsp; á sviði menntunar og heilbrigðismála. Í verkefni þeirra í Pakistan er lögð áhersla á stuðning við klæðskeranám fyrir konur sem hafa ekki hlotið formlega menntun.</p> <p><strong>Aurora velgerðarsjóður</strong>&nbsp;fær tvo styrki til þróunarsamvinnuverkefna í Síerra Leóne, annars vegar vegna verkefnis um valdeflingu ungra frumkvöðla þar sem ungu fólki er boðin þjálfun í nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi og rekstri fyrirtækja. Stefnt er að því að minnsta kosti 250 ungir og upprennandi frumkvöðlar muni njóta góðs af hinum ýmsu námskeiðum. Hins vegar hljóta samtökin áframhaldandi styrk vegna leirkeramik verkstæðisins Lettie Stuart Pottery en verkefnið veitir ungu fólki&nbsp; í Síerra Leóne tæknikunnáttu í gegnum nám í leirkeramikgerð. Með verkefninu leitast samtökin eftir að gera ungu fólki kleift að afla sér atvinnu í þessari skapandi grein, en talið er að 60 prósents ungs fólks í landinu sé án atvinnu.</p> <p><strong>Björt Sýn</strong> fær nýliðastyrk sem snýr að uppbyggingu íbúðarhúss fyrir börn á munaðarleysingjaheimilinu Takk Kenya í Homa Bay sýslu í Kenía. Samtökin hafa stutt við heimilið um nokkurra ára skeið en þau reka einnig skóla fyrir yngstu deildir á heimilinu. Íbúðarhúsið mun veita um 60 börnum bætta aðstöðu.</p> <p><strong>CLF á Íslandi</strong> fær styrk til eins árs til að bæta aðgengi nemenda í CLF skólanum í Úganda að stafrænni tækni, kennslu og eflingu í að nýta stafræna tækni í námi og starfi. Áhersla verður á stúlkur og nemendur með fatlanir. Aukin færni í stafrænni tækni hefur valdeflandi áhrif og kemur til með að hjálpa nemendum að verða samkeppnishæfari á atvinnumarkaði eftir að námi lýkur.</p> <p><strong>Íslenska Barnahjálpin</strong> hlýtur nýliðastyrk en verkefni samtakanna miðar að því að bæta húsnæði og klára framkvæmdir við skólahúsnæði samtakanna í fátækrahverfinu Kariobangi North í Naíróbí í Kenía. Með verkefninu vilja samtökin bæta aðbúnað, byggja upp og stuðla að&nbsp; betri námsaðstöðu og öryggi fyrir nemendur í skólanum, en markhópurinn eru nemendur í viðkvæmri stöðu á aldrinum þriggja til átján ára.</p> <p><strong>Landssamtökin Þroskahjálp</strong>&nbsp;hljóta áframhaldandi styrk til langtíma þróunarsamvinnu-verkefnis sem ætlað er að efla stuðning og þjónustu við fötluð börn í Mangochi héraði í Malaví, sem er annað tveggja samstarfshéraða Íslands í landinu. Verkefnið er fjölþætt og samastendur m.a. af stuðningi, fræðslu og ráðgjöf við inngildingu í&nbsp; leik- og grunnskólum í héraðinu, samstarfi við héraðsyfirvöld um stuðning við fötluð börn á svæðinu sem og stuðningi við hagsmunasamtök mæðra til að efla viðhorf og auka fræðslu um réttindi og skyldur gagnvart fötluðu fólki.</p> <p><strong>Samband Íslenskra Kristniboðsfélaga</strong>&nbsp;hlýtur styrk til að bæta aðgengi íbúa í Pókót héraði í Kenía að hreinu vatni með því að bora eftir vatni og setja upp vatnsdælu sem gengur fyrir sólarorku. Með verkefninu leitast samtökin eftir að veita íbúum svæðisins stöðugan aðgang að hreinu vatni og stuðla þannig að bættum lífsskilyrðum, en ekkert aðgengi er að hreinu vatni á svæðinu.</p> <p><strong>Vinir Kenía</strong> fá styrk til að framkvæma verkefni sem snýr að vatnsöflun fyrir skóla í Tansaníu. Markmiðið er að tryggja um 1800 nemendum varanlegan aðgang að hreinu vatni í nágrenni skólans en ekkert aðgengi er að vatni við skólann. Við núverandi aðstæður er neysluvatn á svæðinu að mestu sótt í Viktoríuvatn, sem er í um átta kílómetra fjarlægð frá skólanum sem bitnar á nemendum sem þurfa að sækja vatn á skólatíma.</p> <p><strong>Kynningar- og fræðsluverkefni</strong></p> <p>Af styrkjum til þróunarsamvinnuverkefna var fimm milljónum króna varið til kynningar- og fræðsluverkefna innanlands, en styrkjunum er ætlað að efla þátttöku og þekkingu almennings á alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Eftirfarandi styrkir voru samþykkir:</p> <p><strong>ABC Barnahjálp</strong> hlýtur styrk til að gefa út 35 ára afmælisblað en í blaðinu verður lögð áhersla á jákvæð áhrif íslenskra heimila á menntun barna í efnaminni ríkjum.</p> <p><strong>Landssamtökin Þroskahjálp</strong> hljóta styrk til að búa til kynningarefni um þróunarsamvinnuverkefni samtakanna í Malaví sem leggur áherslu á stuðning og aðstæður fatlaðra barna og fólks í Mangochi héraði.</p> <p><strong>Styrktarfélagið Broskarlar</strong>&nbsp;fær stuðning til að vinna að nýrri heimasíðu samtakanna. Meginmarkmið verkefnisins er að gera störf samtakanna sýnilegri almenningi en styrktarfélagið vinnur að þróunarsamvinnuverkefninu „Menntun í ferðatösku“ í Kenía&nbsp; sem er stutt af utanríkisráðuneytinu.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-felagasamtok/styrkir-til-felagasamtaka/">Styrkir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega</a>. Næsta úthlutun er áætluð í byrjun árs 2024. </p>

17.07.2023Þingsályktunartillaga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands komin í Samráðsgátt

<p>Þingsályktunartillaga um stefnu stjórnvalda um <a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3507">alþjóðlega þróunarsamvinnu hefur verið lögð fram í Samráðsgátt</a>. Samkvæmt lögum skal utanríkisráðherra leggja fram tillögu um stefnu í alþjóðlegum þróunarmálum fimmta hvert ár, en stefnan sem nú er lögð fram nær til tímabilsins 2024-2028. Í gegnum samráðsgátt óskar utanríkisráðuneytið nú eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra hagaðila um stefnuna. </p> <p>Stefnan byggist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, Parísarsamkomulaginu um aðgerðir til að takast á við og bregðast við loftslagsbreytingum og öðrum alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Lagt til að framlög til þróunarsamvinnu hækki úr 0,35 prósentum af vergum þjóðartekjum árið 2024 í 0,46 prósent af vergum þjóðartekjum árið 2028.</p> <p>Áherslur stefnunnar taka mið af þeim áskorunum sem fátækari ríki heims standa frammi fyrir og þeim styrkleikum og sérþekkingu sem Ísland hefur fram að færa. Áherslurnar koma skýrt fram í fjórum málefnasviðum: </p> <ol> <li>Mannréttindum og jafnrétti kynjanna.</li> <li>Mannauði og grunnstoðum samfélaga. </li> <li>Loftslagsmálum og náttúruauðlindum</li> <li>Mannúðaraðstoð og störfum í þágu friðar og stöðugleika. </li> </ol> <p>Þá eru mannréttindi og jafnrétti kynjanna annars vegar og umhverfis- og loftslagsmál hins vegar þverlæg málefni sem samþætt eru í allri þróunarsamvinnu.</p> <p>Framkvæmd stefnunnar fer fram í gegnum tvíhliða þróunarsamvinnu, samstarf við fjölþjóðlegar stofnanir, félagasamtök, GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, aðila atvinnulífs og fræðasamfélagið.</p> <p>Umsögnum um stefnuna skal skilað í Samráðsgátt eigi síðar en 18. ágúst næstkomandi.</p>

14.07.2023Ísland eykur stuðning sinn við konur í Afganistan

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita viðbótarframlög til stofnana og sjóða sem berjast fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna í Afganistan. Veittar verða samtals 150 milljón króna sem renna til Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og UN Women’s Peace and Humanitarian Fund (WPHF), sem er sjóður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem veitir styrki til félagasamtaka sem eru leidd af konum.</span></p> <p><span>„Ástandið í Afganistan eftir valdatöku talíbana er skelfilegt. Þrengt hefur verið svo að mannréttindum kvenna og stúlkna í landinu að talið er að tveggja áratuga framfarir í jafnréttismálum hafi nú þurrkast út. Í mínum huga er því afar brýnt að Ísland leggi sitt af mörkum og sýni konum og stúlkum í Afganistan einarðan stuðning,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Samkvæmt sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda- og jafnréttismála má líkja ofsóknum talíbana gegn konum við kynjaða aðskilnaðarstefnu þar sem konur eru niðurlægðar og útilokaðar ákerfisbundinn hátt af stjórnvöldum. Konur í Afganistan þurfa að hylja andlit sitt utan heimilis, þær mega ekkert fara án karlkyns velsæmisvarðar, þeim er meinuð stjórnmálaþátttaka og menntun stúlkna eftir sjötta bekk í grunnskóla er óheimil. Aðgangur kvenna að heilbrigðisþjónustu er sömuleiðis afar takmarkaður og því erfitt fyrir konur að tilkynna og leita réttlætis í kjölfar ofbeldis. Nýverið bönnuðu talíbanar einnig rekstur snyrtistofa í Afganistan sem er enn eitt skrefið í aðför talíbana að þátttöku kvenna í opinberu lífi en snyrtistofur hafa verið ákveðinn griðarstaður fyrir konur. Þróunin hefur leitt til þess að geðheilsa kvenna í Afganistan hefur farið hríðversnandi og hefur sjálfsvígstíðni aukist.&nbsp;</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa um árabil veitt mannúðaraðstoð til Afganistan. Á þessu ári hafa framlög að auki runnið til Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (UN Special Trust Fund for Afghanistan, STFA). Stofnanir og sjóðir Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum leggja megináherslu á matvælaaðstoð, næringu og heilbrigðismál en konum og stúlkum sem leita sér slíkrar aðstoðar hefur fjölgað til muna frá síðasta ári.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

11.07.2023Tvö fyrirtæki fá styrki úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins

<p><span>Íslensku fyrirtækin Verkís og Fisheries Technologies hlutu á dögunum styrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Heildarframlag styrkja úr sjóðnum voru að þessu sinni tæplega 24 milljónir króna á móti framlagi fyrirtækjanna.</span></p> <p><span>Verkís hlaut styrk upp á rúmar níu milljónir króna vegna verkefnisins Geothermal Ukraine en verkefnið er á sviði jarðhita og kemur til framkvæmdar í Úkraínu. Þá hlaut fyrirtækið Fisheries Technologies 14 milljóna króna styrk vegna verkefnisins CARICE en verkefnið snýr að innleiðingu upplýsingakerfa vegna fiskveiða í Karíbahafi.</span></p> <p><span>„Það er virkilega ánægjulegt að sjá þegar fyrirtæki taka upp á því sjálf að setja á laggirnar þróunarverkefni í þeim tilgangi að styrkja önnur samfélög, fjölga þar störfum og stuðla að aukinni hagsæld. Ég hlakka til að fylgjast með verkefnum Verkís og Fisheries Technologies á þessum sviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er búið að opna á ný fyrir umsóknir í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. september næstkomandi. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu má finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/heimsmarkmidasjodur-atvinnulifs/" target="_blank">vef utanríkisráðuneytisins</a>.&nbsp;</span></p>

19.06.2023Aukin framlög til UNHCR vegna átakanna í Súdan

<p><span>Alvarleg staða mannúðarmála vegna átakanna í Súdan var meginefni framlagaráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Genf í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnuna um fjarfundabúnað og tilkynnti um fimmtíu milljón króna viðbótarframlag Íslands til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem leiðir viðbrögð Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.&nbsp;</span></p> <p><span>„Afleiðingar átakanna í Súdan hafa verið skelfilegar fyrir íbúa landsins. Við þessar aðstæður er lykilatriði að veita viðkvæmum hópum vernd og lífsbjargandi mannúðaraðstoð en á ráðstefnunni kom einnig fram skýr krafa um að stríðandi fylkingar virði alþjóðleg mannúðarlög og semji um frið án frekari tafar,“ segir Þórdís Kolbrún.</span></p> <p><span>Frá því átök brutust út í Súdan um miðjan apríl síðastliðinn hefur 1,8 milljón íbúa þurft að flýja heimkynni sín. Þar af hafa 400 þúsund manns leitað skjóls í nærliggjandi ríkjum, en talið er að um helmingur súdönsku þjóðarinnar þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

16.06.2023Litlar sem engar viðhorfsbreytingar til jafnréttismála í heilan áratug

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><strong><span style="color: #222222; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-weight: normal;">Níu af hverjum tíu karlmönnum í heiminum eru haldnir&nbsp;</span></strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„<strong><span style="color: #222222; font-weight: normal;">grundvallar fordómum” gegn konum ef marka má <a href="https://hdr.undp.org/content/2023-gender-social-norms-index-gsni" target="_blank">nýja skýrslu</a>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna. Hún byggir á viðhorfskönnun, sem nær til 85 prósenta heimsbyggðarinnar. Samkvæmt henni hefur ekki orðið nein umtalsverð viðhorfsbreyting síðastliðinn áratug.&nbsp;&nbsp;</span></strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Það sem verra er, er að skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;</span><a href="https://www.undp.org/" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"><span style="color: #4db2ec;">UNDP</span></a><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">, bendir til að bakslag hafi orðið í jafnréttismálum,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Þar kemur fram að helmingur íbúa 80 ríkja telur enn að karlar séu betri pólitískir leiðtogar en konur og rúmlega 40 prósent að þeir séu betri forstjórar. Fjórðungur telur réttlætanlegt að eiginmaður leggi hendur á konu sína. 45 prósent telja að karlar eigi meiri rétt á atvinnu en konur. Hlutfall kvenna í forystu ríkisstjórna eða ríkja hefur haldist óbreytt, um 10 prósent, frá 1995.</span></p> <p style="text-align: start;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þessir fordómar eru ríkjandi víðast hvar, óháð hnattstöðu, tekjum, þróunarstigi eða menningu. Samkvæmt skýrslunni hefur bakslag í réttindamálum kvenna og víðtækar afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins, orðið til að breyta stöðunni til hins verra,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir ennfremur: „Þrátt fyrir að femínískum hópum, jafnréttissinnum, kvennasamtökum og félagslegum hreyfingum sem berjast fyrir jafnrétti, hafi vaxið ásmeginn, bendir skýrsla Sameinuðu þjóðanna til að litlar sem engar framfarir hafi orðið í að breyta viðhorfum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölunum var safnað á árunum 2017 til 2022 og hafa litlar breytingar orðið frá síðustu skýrslu 2020.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://unric.org/is/fjordi-hver-telur-rettlaetanlegt-ad-eiginmadur-berji-konu-sina/" target="_blank">Frétt UNRIC</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p>

15.06.2023Framlög aukin til mannúðarmála í Sýrlandi og grannríkjum

<p>Framlög Íslands til mannúðarmála í Sýrlandi og grannríkjum munu nema samtals 840 milljónum króna næstu þrjú árin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti þetta á framlagaráðstefnu í Brussel í dag.</p> <p>Meginþema ráðstefnunnar í Brussel var mikilvægi friðarumleitana í Sýrlandi þar sem Sameinuðu þjóðirnar gegna veigamiklu hlutverki.</p> <p>„Staða mannúðarmála í Sýrlandi og nágrannaríkjunum er stærsta og eitt allra flóknasta viðfangsefnið sem alþjóðasamfélagið hefur staðið frammi fyrir og jarðskjálftarnir í febrúar juku frekar á þann vanda. Við slíkar aðstæður er okkur skylt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og veita mannúðaraðstoð og vernd,“ segir utanríkisráðherra.</p> <p>Á fundinum tilkynnti ráðherra um framlag Íslands fyrir tímabilið 2024-2026 að upphæð samtals 840 milljónir króna til verkefna Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess. Framlagið skiptist milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), svæðasjóða OCHA fyrir Líbanon og Sýrland og Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women).</p> <p>Framlagaráðstefnan fyrir Sýrland er skipulögð af Evrópusambandinu ár hvert og er meginvettvangur fyrir fjármögnun alþjóðasamfélagsins á mannúðaraðstoð og öðrum stuðningi við almenna borgara í Sýrlandi og við flóttafólk í grannríkjum. Á þeim þrettán árum sem liðin eru frá því að átök brutust út í Sýrlandi hafa 14 milljónir íbúa landsins þurft að flýja heimkynni sín og hefur Ísland stutt við verkefni Sameinuðu þjóðanna á svæðinu í meira en áratug.</p>

15.06.2023Metár í neyðarstöfnunum UNICEF – ársskýrsla landsnefndar komin út ​

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Aðeins ein landsnefnd UNICEF í heiminum safnaði hlutfallslega hærri framlögum en sú íslenska árið 2022 en Íslendingar eiga sem fyrr heimsmet í hlutfallslega flestum Heimsforeldum. Síðasta ár var metár hjá landsnefnd UNICEF á Íslandi, aldrei fyrr hefur jafnmikið safnast í neyðarsafnanir í þágu barna um allan heim. Tekjur jukust um 17,4 prósent milli ára og þegar upp var staðið var rúmlega 745 milljónum króna ráðstafað til verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á árinu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Þetta er meðal þess sem fram kemur </span><a href="https://uniceficeland.cdn.prismic.io/uniceficeland/9a79edc5-a64f-43bc-9d97-0017503a234d_Arssky%CC%81rsla_UNICEF_2022_vefur.pdf" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">í ársskýrslu UNICEF á Íslandi</a><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"> fyrir árið 2022 sem birtist í gær. „Það er ekki hægt annað en að standa auðmjúk gagnvart þeim árangri sem náðist á síðasta ári því þar endurspeglast ótrúlegur stuðningur fólks, fyrirtækja og stjórnvalda við réttindi barna. Fjárframlög í neyðarsafnanir slógu öll met og með framlögum Heimsforeldra tryggðum við jafnframt dýrmæt framlög í verkefni sem ekki ná í fréttirnar, þar með taldar reglubundnar bólusetningar, menntun og aðgengi að hreinu vatni og næringu. Þá erum við ekki síður stolt af öflugu réttindastarfi okkar á Íslandi, með sveitarfélögum, skólum og stjórnvöldum - og opnun UNICEF Akademíunnar - til að tryggja að öll þekkjum við réttindi barna,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Metár í neyðarsöfnunum</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Sá atburður sem umfram allt annað setti mark sitt á árið 2022 var stríðið í Úkraínu og þar stóð hvorki á hjálpsemi né samkennd landsmanna. Langstærsta hlutfall þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í neyðarsafnanir UNICEF á Íslandi var vegna Úkraínu eða alls 184.744.382 krónur,“ segir UNICEF í <a href="https://www.unicef.is/arsskyrsla-unicef-sogulegt-metar-hja-unicef-a-islandi" target="_blank">frétt</a>.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þótt ástandið í Úkraínu hafi fengið mikla athygli stóð UNICEF á Íslandi fyrir mörgum öðrum neyðarsöfnunum árið 2022, meðal annars vegna mannúðarkrísu á Afríkuhorninu, jarðskjálfta í Afganistan og líkt og fyrri ár, var safnað fyrir börn í Sýrlandi og Jemen. Þegar árið 2022 var gert upp höfðu alls safnast 206.685.407 krónur í allar neyðarsafnanir UNICEF á Íslandi á árinu.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Framlög í heimsklassa</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tekjur UNICEF á Íslandi á árinu 2022 námu 1.000.816.025 krónum, sem er 17,4% aukning frá árinu áður, og hafa tekjurnar aldrei verið meiri. Rétt rúmlega 60% af tekjunum komu frá Heimsforeldrum, mánaðarlegum styrktaraðilum UNICEF, sem voru um 25 þúsund í fyrra. Þessi mikli stuðningur íslensku þjóðarinnar við markmið UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fyrir öll börn skilaði sér í því að framlag landsnefndar UNICEF á Íslandi var hlutfallslega næsthæst allra landsnefnda á árinu. Þessi stuðningur og velvild sýnir fyrst og fremst það mikla traust sem UNICEF nýtur meðal almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til góðra verka í þágu velferðar og réttinda barna um allan heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Landsnefnd UNICEF á Íslandi ráðstafaði alls 672.610.115 krónum til alþjóðlegra verkefna UNICEF auk þess sem ráðstafað var til innlendra verkefna og réttindagæslu 72.753.259 krónum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alls námu því framlög UNICEF á Íslandi til verkefna UNICEF um allan heim 745.363.374 krónum árið 2022, eða 77,1% af hverri krónu sem gefin var til landsnefndarinnar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF á Íslandi árið 2022 fóru 4 krónur í stjórnun, 5 krónur í kynningarmál og 14 krónur í að safna næstu 100 krónum til að hjálpa enn fleiri börnum sem á þurfa að halda.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eftirtektarverður stuðningur íslenska ríkisins</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF getur þess sérstaklega í frétt um ársskýrsluna að íslenska ríkið teljist til fyrirmyndarstyrktaraðila UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á heimsvísu vegna bæði hárra kjarnaframlaga, sem námu 150 milljónum króna árið 2022, og mikils stuðnings miðað við höfðatölu. UNICEF er skilgreind sem ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í marghliða þróunarsamvinnu Íslands og er samstarf íslenska ríkisins og UNICEF til fyrirmyndar. „Auk kjarnaframlaga til UNICEF lætur íslenska ríkið einnig til sín taka í samstarfi við UNICEF í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Framlög íslenska ríkisins til verkefna UNICEF í Úkraínu, Kenía, Úganda, Síerra Leóne og Palestínu námu, að kjarnaframlögum meðtöldum, alls rúmum 784 milljónum króna á síðasta ári. Við færum íslenskum stjórnvöldum hjartans þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af þessum stuðningi sem við getum öll verið stolt af.“</span></p>

06.06.2023Niðurstöður úr jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands kynntar

<p><span>Jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið birt. Carsten Staur, formaður nefndarinnar kynnti <a href="https://www.oecd.org/dac/oecd-development-co-operation-peer-reviews-iceland-2023-a1552817-en.htm" target="_blank">helstu niðurstöður skýrslunnar</a>&nbsp;og fór yfir styrkleika og áskoranir í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands á kynningarfundi á mánudag. Hann benti á að niðurstöður rýninnar væru jákvæðar og að Ísland hafi sýnt í verki hvernig lítið framlagsríki getur náð umtalsverðum árangri með skýrri og einbeittri nálgun.&nbsp;</span></p> <p><span>„Niðurstöðurnar undirstrika að þrátt fyrir smæð hefur Ísland náð að hámarka framlag sitt með því að nýta styrkleika sína og sérþekkingu, til dæmis á sviði jafnréttismála. Í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem ég mun leggja fram á Alþingi í haust legg ég áherslu á að við höldum áfram þessari vegferð og nýtum okkur þær nytsamlegu ábendingar sem fram koma í skýrslunni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni koma fram tíu tilmæli til Íslands og er ætlað að leiða til umbóta. Má þar nefna framlög til þróunarsamvinnu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum, samráð um nýja þróunarsamvinnustefnu og samræmingu stefnumála í þágu sjálfbærrar þróunar. Þá sé rými til að gera árangursstjórnun heildstæðari, bæta samstarfsáætlanir við tvíhliða samstarfslönd og tryggja að stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum nái yfir allt þróunarstarf Íslands. Utanríkisráðuneytið mun vinna úr tilmælunum og gera áætlun um að koma þeim til framkvæmdar.&nbsp;</span></p> <p><span>Jafningjarýni er fastur liður í störfum DAC og undirgangast öll aðildarríki slíka rýni reglulega. Þetta er í annað sinn sem þróunarsamvinna Íslands er rýnd með þessum hætti. Jafningjarýni er framkvæmd af sérfræðingum OECD og fulltrúum tveggja aðildarríkja nefndarinnar, en í þetta sinn tóku Slóvakía og Kórea þátt í rýni Íslands.&nbsp;</span></p> <p><span>Hver jafningjarýni felur í sér mikilvægan lærdóm fyrir öll aðildarríki nefndarinnar. Því eru teknar saman stuttar samantektir um aðferðir sem reynst hafa framlagsríkjum vel í að bæta starf sitt. Gerðar voru <a href="https://www.oecd.org/development-cooperation-learning?tag-key+partner=iceland&%3bsubmodel=in+practice#search" target="_blank">fimm samantektir fyrir starf Íslands</a>, meðal annars um úttekt sem Ísland lét gera á kostnaði við móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hluti af þróunarsamvinnu.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

02.06.2023FO-herferð UN Women í þágu kvenna í Síerra Leóne

<p>UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað árlegri FO-herferð með spánýjum FO-varningi, sem í ár er svört derhúfa með dökkgráu FO-merki. FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sierra-leone-kynjakvoti-a-vinnumarkadi-logfestur/">uppræta kynbundið ofbeldi</a>&nbsp;og styðja við þolendur. Herferðin í ár er studd af utanríkisráðuneytinu og birtu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2023/06/02/Baetum-lif-kvenna-og-stulkna-i-Sierra-Leone/">grein a</a>f því tilefni.&nbsp;</p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ávarpaði samkomuna fyrir hönd utanríkisráðherra og kom inn á það í ræðu sinni að það væri sannarlega viðeigandi fyrir utanríkisráðunheytið að styrkja FO herferðina að þessu sinni í ljósi þess að íslensk stjórnvöld muni opna sendiráð í Freetown í Sierra Leóne síðar á árinu.&nbsp;</p> <p>UN Women segir í frétt að hugmyndir um kynjahlutverk í Síerra Leóne hafi verið til þess fallnar að útiloka konur frá atvinnu- og stjórnmálaþátttöku og menntun. „Vegna úreltra hugmynda um kyn og kynjahlutverk er kynbundið ofbeldi víðtækt og algengt í landinu. Þessar staðalímyndir hafa þó ekki aðeins neikvæð áhrif á líf kvenna og stúlkna, heldur einnig drengja sem þurfa að gangast við óheilbrigðum væntingum til karlmennsku.</p> <p>Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og skipulega, m.a. í þeim tilgangi að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt stig ólæsis, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi.“</p> <ul> <li>61% kvenna&nbsp;á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar&nbsp;líkamlegu ofbeldi&nbsp;einhvern tímann á ævi sinni.</li> <li>67% stúlkna&nbsp;á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi.</li> <li>Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%).</li> <li>Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%).&nbsp;Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne.</li> <li>30% stúlkna&nbsp;á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur.</li> <li>21%&nbsp;stúlkna&nbsp;á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast a.m.k. eitt barn.</li> <li>83% kvenna&nbsp;og stúlkna á aldrinum 15-49 ára hafa verið limlestar á kynfærum.</li> </ul> <p><strong>Fokk ofbeldi</strong></p> <p>UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi um allan heim. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sierra-leone-489-hlotid-adstod-i-one-stop-midstod-a-einu-ari/">„One Stop“ miðstöðvar</a>&nbsp;fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda.</p> <p>FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Sierra Leone. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning.</p>

02.06.2023Eva Harðardóttir nýr formaður Félags Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eva Harðardóttir var kosinn nýr formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á aðalfundi félagsins í fyrradag sem haldinn var í nýju húsnæði félagsins að Sigtúni 42. Á þessu ári eru 75 ár liðin frá stofnun félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en systurfélög eru starfandi í rúmlega eitt hundrað löndum. <a href="https://www.canva.com/design/DAFjFPZ_QKM/jyON2Ube7xkKBBHD6c0LyQ/view?utm_content=DAFjFPZ_QKM&%3butm_campaign=share_your_design&%3butm_medium=link&%3butm_source=shareyourdesignpanel#1" target="_blank">Ársskýrsla</a>&nbsp;félagsins var kynnt á aðalfundinum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kosið er til stjórnar í félaginu á tveggja ára fresti. Auk Evu skipa nýja stjórn þau Páll Ásgeir Davíðsson, Védís Sigrúnar Ólafsdóttir, Susan Christianen, Unnur Lárusdóttir, Viktoría Valdimarsdóttir, Þórður Kristinsson og Þorvarður Atli Þórisson.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og alþingismaður lét af störfum sem stjórnarformaður eftir tveggja ára setu og fjögur ár í stjórn, en auk hennar létu Svava Jónsdóttir, Sveinn H. Guðmarsson, Böðvar Ragnarsson, Sigurður Ingi Sigurpálsson og Sólveig Þorvaldsdóttir einnig af stjórnarsetu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">“Það er mikill heiður og ábyrgð fólgin í því að taka við sem formaður félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á 75 ára afmælisári félagsins. Ekki bara vegna þess að félagið á sér langa og merkilega sögu heldur einnig vegna þess að þau markmið sem sett voru við stofnun félagsins, árið 1948, eiga fullt erindi við okkur í dag: Að stuðla að alþjóðafriði, öryggi, samvinnu og samstarfi í anda hugsjóna Sameinuðu þjóðanna” segir Eva Harðardóttir nýkjörinn stjórnarformaður en hún hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2022.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eva starfar sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lýkur doktorsnámi þaðan í haust með áherslu á hnattræna borgaravitund. Eva hefur einnig starfað fyrir UNICEF í Malaví við stefnumótun og innleiðingu verkefna á sviði félags-, mannréttinda og menntamála og hefur víðtæka þekkingu og reynslu af því að vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

01.06.2023Hjálparstarf kirkjunnar í Úganda: Heimsfaraldurinn bítur

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">HIV smituðum fækkar meðal íbúa á verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda. Þar hafa samtökin aðstoðað um tuttugu ára skeið smitaða einstaklinga, alnæmissjúka, auk aðstandenda þeirra og eftirlifendur í tveimur sveitarhéruðum, Rakai og Lyantonde. Unnið er&nbsp;<span style="font-size: 11pt;">í samstarfi við grasrótarsamtökin Rakai Community Based AIDS Organization, (RACOBAO) sem sprottin eru upp úr hjálparstarfi Lútherska heimssambandsins á svæðinu. </span></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Heildarframlag Hjálparstarfsins til verkefnisins árið 2022 var 20,5 milljónir króna og þar af var framlag utanríkisráðuneytisins 16,3 milljónir króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Sú jákvæða þróun hélt áfram á árinu 2022 að HIV smitum fækkar meðal íbúa á þessum verkefnasvæðum Hjálparstarfsins. Greinileg merki eru um færri smit á meðal þungaðra kvenna. Nýsmit á meðal ungra barna og hvítvoðunga eru nú fátíð,“ segir í <a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/heimsfaraldurinn-kastar-longum-skugga/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Hjálparstarfsins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Dr. Moses Nkinaika, þakkar þessa jákvæðu þróun þeim verkefnum sem lúta að því að berjast gegn HIV/AIDS og þeirri þjónustu sem var sett á fót og er enn í boði á verkefnasvæðunum. Þeirra á meðal verkefni Hjálparstarfsins þar sem m.a. er lögð áhersla á að vernda líf og heilsu íbúanna og að veita börnum jafnt sem fullorðnum sálfélagslegan stuðning, að því kemur fram í ítarlegri stöðuskýrslu frá RACOBAO.</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Heimsfaraldurinn bítur</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það skyggir hins vegar á þessar góðu fréttir að árið 2022 glímdi almenningur jafnt sem stjórnvöld í Úganda enn við áhrif heimsfaraldursins sem m.a. kom fram í ótímabærri þungun ungra stúlkna. Ástæða þessa er einföld; fullorðnir karlmenn notfæra sér neyð stúlknanna sem hafa lítil sem engin fjárráð. Á hluta verkefnasvæðisins, í Lyantonde, voru færðar til bókar 2.372 þungaðar unglingsstúlkur á síðustu átta mánuðum ársins. Margar stúlkur misstu öryggisnet sitt í heimsfaraldrinum sem byggði oft á sambandi við kennara eða skólastjórnendur,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur að margar stúlkur gangi í hjónaband allt of ungar og þoli hvers kyns kynbundið ofbeldi. „Hjónabönd ungra stúlkna grundvallast oftar en ekki á aukinni fátækt vegna heimsfaraldursins þar sem foreldrar þeirra hafa fá eða engin önnur úrræði en að gefa dætur sínar barnungar í hjónaband til að verða sér úti um peninga fyrir nauðþurftum. Í Rakaí má finna 128 slík tilfelli stað á aðeins sex mánuðum þar sem stúlkur á grunnskólaaldri voru gefnar í hjónaband, segir í skýrslu RACOBAO.“</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Bætt lífsskilyrði</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Skjólstæðingar verkefnisins í Rakai og Lyantonde eru fyrst og fremst börn sem misst hafa foreldra sína af völdum alnæmis og búa ein, en líka HIV smitaðir einstæðir foreldrar og ömmur sem hafa börn á framfæri og búa við sára fátækt.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áhersla er lögð á að bæta lífsskilyrði fólksins sem býr við nístandi skort með því að reisa múrsteinshús sem eru útbúin grunnhúsbúnaði og eldaskála með hlóðum sem spara eldsneyti. Reistir eru kamrar við hlið húsanna, fólkið fær fræðslu um samband hreinlætis og smithættu og hvernig bæta má hreinlætisaðstöðu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðgengi fólksins að hreinu vatni er aukið með því að koma upp stórum vatnssöfnunartönkum við hlið íbúðarhúsanna. Þetta er afar mikilvægt og ekki síst í því ljósi að þegar börnin þurfa ekki að fara eftir vatni um langan veg, hafa þau tíma til að sækja skólann. Hættan á kynferðislegri misnotkun minnkar einnig þegar stúlkur þurfa ekki að fara fjarri heimilinu eftir vatni í morgunsárið.“</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Vítahringurinn rofinn</span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í fréttinni kemur fram að fólkið fái auk þess geitur, verkfæri, fræ og útsæði til grænmetisræktunar, allt í þeim tilgangi að auka fæðuval og möguleika fjölskyldnanna til að afla sér tekna. „Með fjölbreyttari fæðu verður heilsa fjölskyldnanna betri og með meiri tekjum aukast líkur á að börnin geti sótt skóla og fengið menntun. Með aukinni menntun minnka líkur á að stúlkur verði gefnar barnungar í hjónaband og eignist börn á unglingsaldri. Með stuðningi er vítahringur fátæktar rofinn.“</span></p>

31.05.2023Hundruð barna hafa látið lífið í átökunum í Súdan

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að 13,6 milljónir barna í Súdan þurfi á mannúðaraðstoð að halda nú þegar gríðarhörð átök hafa geisað í landinu í sex vikur. Talsmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;segir að hundruð barna hafi látið lífið og þúsundir til viðbótar særst á þessum tíma. Ekki sé þó hægt að staðfesta þær tölur, sökum þess hversu hörð átökin eru.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt á vef UNICEF&nbsp;segir að stofnunin hafi þó lyft grettistaki við þessar erfiðu aðstæður og haldi áfram að veita börnum þá aðstoð sem þau þurfa á að halda.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Meðal þess sem&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áorkað ásamt samstarfsaðilum undanfarið er að:</span></p> <ul> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">flytja 2.300 tonn af hjálpargögnum til flóttafólks í&nbsp;Madani&nbsp;og héraða víðs vegar um landið. Meðal annars sjúkragögn, næringu, vatn, hreinlætisþjónustu og námsgögn.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">viðhalda bólusetningarverkefnum í 12 héruðum með því að útvega og dreifa bóluefnum og viðhalda flutningsleiðum. Að minnsta kosti 244 þúsund börn hafa fengið bólusetningu við lömunarveiki síðan átök hófust 15. apríl síðastliðinn.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">hafa haldið 80 prósent næringarmiðstöðva starfhæfum um allt land fyrir börn sem glíma við alvarlega vannæringu.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">dreifa miklu magni af næringarríku jarðhnetumauki, sjúkra- og hreinlætisgagna til ríflega 300 munaðarlausra barna í&nbsp;Khartoum&nbsp;sem án aðstoðar eru dauðvona vegna næringarskorts.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">útvega 104 þúsund einstaklingum aðgengi að hreinu vatni með vatnsflutningabílum, viðhaldi og starfrækslu vatnsveitukerfa.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">veita hið minnsta 5.500 börnum og forráðamönnum sálræna aðstoð. Viðhaldið og starfrækt 356 námsmiðstöðvar í 10 ríkjum, þar á meðal í Vestur-Darfur, og tryggt tæplega 17 þúsund stúlkum og drengjum&nbsp;barnvænt&nbsp;og öruggt svæði til að stunda nám og leika sér.</span></li> </ul> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Ástandið dauðadómur ef ekkert er að gert&nbsp;</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna kallar eftir auknu fjármagni til að mæta þeim lífsnauðsynlegu verkefnum sem börn í Súdan þurfa á að halda. James&nbsp;Elder, talsmaður&nbsp;UNICEF, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi í dag.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Allar þær ógnir sem að súdönskum börnum steðja eiga þær á hættu að verða dauðadómur. Ég biðst forláts á því segja hlutina svo hreint út, en tími er lúxus sem börn í Súdan búa ekki við. Ef ég orða hlutina öðruvísi þá er ég að svíkja þann ískyggilega raunveruleika sem þau búa við,“ segir&nbsp;Elder.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er einnig mikilvægt að það komi afdráttarlaust fram að skilvirkasta leiðin til að tryggja öryggi og velferð þessara barna liggur í höndum þeirra sem ber lagaleg skylda til að vernda þau.&nbsp;UNICEF&nbsp;krefst þess því enn einu sinni að stríðandi fylkingar axli ábyrgð og verndi súdönsk börn og hlífi nauðsynlegum&nbsp;grunninnviðum&nbsp;sem þau reiða sig á til að lifa.“</span></p> <p><span></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><br /> </span></p>

30.05.2023Konur í Afríku fæða sífellt færri börn

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Talið er að 1,4 milljarður manna búi í Afríkuríkjum og samkvæmt mannfjöldaspám fyrir nokkrum árum áttu Afríkubúar að verða 3,4 milljarðar um næstu aldamót. Þessi fjölgun um tvo milljarða manna í álfunni leiddi til svartra skýrslna um að álag á takmarkaðar náttúruauðlindir gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir umheiminn. Í Evrópu var óttast að milljónir Afríkubúa myndu flýja fátækt, stríð og hundur og leita norður á bóginn. Aðrir óttuðust að loftslagið þyldi ekki þessa mannfjölgun í álfunni og hnattræn hlýnun myndi verða stjórnlaus. Margt bendir til þess að þessar spár gangi ekki eftir, að minnsta kosti ekki að öllu leyti.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Stóru breyturnar í þessu samhengi eru annars vegar færri dauðsföll barna og hins vegar færri fæðingar. Barnadauði hefur alltaf verið mikill í mörgum Afríkuríkjum og hver kona hefur að jafnaði átt mörg börn til að tryggja framtíð fjölskyldunnar, í von um að sum barnanna lifi og annist síðar á lífsleiðinni foreldrana og aðra aldraða fjölskyldumeðlimi. Á síðustu áratugum hefur betri heilbrigðisþjónusta, bólusetningar og hagvöxtur dregið mjög úr barnadauða, og þar af leiðandi leitt af sér fólksfjölgun. En nú virðist fæðingartíðnin í fjölda Afríkuríkja lækka og nýjar mannfjöldaspár gera ráð fyrir að hún lækki meira og hraðar en fyrri spár gáfu til kynna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á síðasta ári endurskoðaði Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, spá um fólksfjölgun í Afríku sunnan Sahara. Í fjölmennasta landi Afríku, Nígeríu, þar sem áætlað er að 213 milljónir manna búi í dag, áætlaði UNFPA fyrir nokkrum árum að íbúum myndi fjölga í um 900 milljónir á næstu sjötíu árum. Nú er áætlað að fjölgin nemi 550 milljónum íbúa. Á meðan nígerískar konur fæddu að meðaltali 5,8 börn árið 2016, er þessi tala fimm árum síðar komin niður í 4,6 börn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þróunin er sú sama í mörgum öðrum Afríkuríkjum, samkvæmt tölum úr rannsóknum bandarísku þróunarsamvinnustofnunarinnnar, USAID, The Demographic and Health Surveys (DHS). Fyrir tuttugu árum fæddu konur í Úganda að meðaltali tæplega sjö börn en fjöldinn er nú kominn niður í um fimm. Í Malí hefur fæðingartíðni lækkað úr 6,3 í 5,7 á undanförnum árum og í Gambíu hefur hún lækkað úr 5,6 í 4,4. Í Senegal hefur fæðingartíðni lækkað í 3,9 og í Gana lækkaði hún úr 4,2 í 3,8 á aðeins þremur árum. Á meðan kenískar konur fæddu að meðaltali 6,7 börn árið 1989 er fæðingartíðni nú komin niður í minna en 3.3. Í Norður-Afríku hefur fæðingartíðni helmingast úr sex börnum í þrjú frá árinu 1980. Níger er enn með hæstu fæðingartíðni í heimi en þar hefur hún líka lækkað úr 7,6 í 6,2 börn á síðustu tíu árum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Byggt á grein í<a href="https://www.panoramanyheter.no/afrika-barne-og-modrehelse-befolkning/afrikanske-kvinner-foder-stadig-faerre-barn/337274" target="_blank"> Panoramanyheter</a></span></p>

30.05.2023Baráttan fyrir afganskar konur og stúlkur heldur áfram

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women í Afganistan hafa sent frá sér&nbsp;</span><a href="https://asiapacific.unwomen.org/en/stories/statement/2023/05/from-un-women-afghanistan-to-all" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">yfirlýsingu</a><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að samtökin haldi starfsemi sinni áfram þar í landi og þar segir enn fremur að baráttan fyrir konur og stúlkur aldrei hafi verið jafn mikilvæg og nú.&nbsp;„Skuldbinding okkar við konur og stúlkur í Afganistan er sterkari en nokkru sinni áður.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">,,Baráttan fyrir réttindum kvenna er hörð alls staðar í heiminum. En hvergi hafa fleiri líf verið undir henni komin en í Afganistan þessa dagana. Hvergi í heiminum hefur umboð okkar verið meira véfengt, ástæða tilveru okkar verið meira dregin í efa og áhrif okkar verið meira undir nálarauga en í Afganistan,“ segir í yfirlýsingunni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur að nýjasta aðförin að kvenréttindum – að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sima-bahous-gagnrynir-bann-talibana-a-storf-afganskra-kvenna/">banna afgönskum konum að vinna fyrir frjáls félagasamtök og Sameinuðu þjóðirnar</a>&nbsp;– brjóti gegn því „hver við erum, hvað við trúum á og þau gildi sem alþjóðasamfélagið var byggt á. Það er hápunkturinn á næstum tveimur árum af skipunum, tilskipunum og hegðun sem hafa haft það að markmiði að eyða afgönskum konum og stúlkum kerfisbundið úr opinberu lífi.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women ítrekar að samtökin starfi áfram í Afganistan. „Við munum halda áfram að vinna að nýsköpun, betrumbæta og hugsa hlutina upp á nýtt. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja árangur sem hefur áhrif á líf kvenna og stúlkna. Við verðum og munum marka leið fram á við. Fyrir UN Women mun þessi leið áfram hafa tvennt að leiðarljósi – áhersla á raddir afganskra kvenna og stúlkna með gildin okkar að leiðarljósi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Baráttan fyrir réttindum kvenna í Afganistan snýst ekki aðeins um réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Hún snýst um baráttuna fyrir réttindum hverrar einustu konu um allan heim sem hefur einhvern tíma verið kúguð eða þögguð niður fyrir það eitt að vera kona.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://unwomen.is/yfirlysing-fra-un-women-i-afganistan-barattan-fyrir-afganskar-konur-og-stulkur-heldur-afram/" target="_blank">Nánar á vef UN Women</a>&nbsp;</span></p>

26.05.2023Ársskýrsla UNICEF komin út

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á ári gríðarlegra áskorana og fjölþættra ógna sem steðja að börnum um allan heim hefur&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, unnið þrotlaust að markmiðum sínum um betri heim fyrir öll börn og náð eftirtektarverðum&nbsp;árangri&nbsp;í þágu réttinda og velferðar barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í dag birti&nbsp;UNICEF&nbsp;ársskýrslu sína þar sem farið er yfir helstu áskoranir og árangur ársins 2022 sem litað var af eftirmálum heimsfaraldursins, stríðsátökum, loftslagsbreytingum, efnahagsþrengingum, sjúkdómum og verstu matvæla- og&nbsp;næringarkrísu&nbsp;nútímasögunnar hjá mörgum fátækustu ríkjum veraldar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Einstaklingum sem þurftu á mannúðaraðstoð að halda á árinu fjölgaði úr 235 milljónum árið 2021 í 274 milljónir í fyrra.&nbsp;Í frétt á vef UNICEF er greint frá eftirtöldum árangri UNICEF á síðasta ári:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">356.3 milljónir&nbsp;barna undir fimm ára aldri nutu góðs af verkefnum til að draga úr vannæringu af öllu tagi á árinu. Fleiri en nokkru sinni.&nbsp;182.4 milljónir&nbsp;barna nutu góðs af vinnu í að snemmbærri greiningu og meðhöndlun á rýrnun (e.&nbsp;Wasting), alvarlegasta formi vannæringar.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">77.9 milljónir&nbsp;barna voru bólusett gegn&nbsp;mislingum&nbsp;og&nbsp;27 milljónir&nbsp;barna fengu bólusetningar í ríkjum þar sem neyð og&nbsp;mannúðarkrísa&nbsp;ríkti.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">37.9 milljónir&nbsp;barna og ungmenna sem ekki voru í skóla (þar af 49 prósent stúlkur) fengu aðgengi að menntun á árinu, þar af&nbsp;3,1 milljónir&nbsp;barna á flótta og vergangi og&nbsp;18.6 milljónir&nbsp;barna sem búa við&nbsp;mannúðarkrísu.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;skalaði&nbsp;upp verkefni sem beinast að forvörnum gegn ofbeldi, hagnýtingu og öðrum skaðlegum aðgerðum gegn börnum, þar á meðal með foreldranámskeiðum sem náðu til 11.8 milljóna forráðamanna árið 2022, samanborið við 3 milljónir árið 2021.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fjöldi barna, ungmenna og forráðamanna sem fékk aðgengi að samfélagslegri heilbrigðisþjónustu og sálrænum stuðningi á árinu ríflega tvöfaldaðist milli ára, úr 12 milljónum árið 2021 í&nbsp;25,2 milljónir&nbsp;á því&nbsp;siðasta.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Verkefni sem beinast að þátttöku barna með fötlun náðu til&nbsp;4,5 milljóna&nbsp;barna í 142 löndum.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">26 milljónir&nbsp;einstaklinga fengu aðgengi að, í það minnsta, grunnhreinlætisaðgerðum,&nbsp;30,6 milljónir&nbsp;að vatni, 23,6 milljónir&nbsp;hreinlæti og&nbsp;39 milljónir&nbsp;fengu aðgengi að vatns- og hreinlætisþjónustu (WASH) í neyðaraðstæðum.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Með stuðningi&nbsp;UNICEF&nbsp;gátu stjórnvöld á viðkomandi svæðum náð til&nbsp;129 milljóna barna&nbsp;með beinum fjárstuðningi.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á&nbsp;COP27&nbsp;ráðstefnunni varð hagsmunagæslusamstarfsverkefni UNICEF í Children´s Environmental&nbsp;Rights&nbsp;Initiative&nbsp;til þess að hlutverk barna og ungmenna í baráttunni gegn&nbsp;hamfarahlýnun&nbsp;var formlega viðurkennt.</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;náði til og virkjaði&nbsp;tugi milljóna barna&nbsp;í réttindagæslu og fræðslu.</span></li> </ul> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.org/reports/unicef-annual-report-2022" target="_blank">Ársskýrsla UNICIEF</a></span></p>

25.05.2023Fimmtándi útskriftarhópurinn frá Jafnréttisskólanum lýkur námi

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sextán konur og sjö karlar útskrifuðust í gær frá Jafnréttisskóla GRÓ en útskriftin er sú fimmtánda frá því skólinn tók til starfa. Útskriftarnemendurnir koma að þessu sinni frá sextán löndum, Kamerún, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Jamaíka, Kenía, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nepal, Pakistan, Síerra Leóne, Srí Lanka, Úganda, Simbabve og Tansaníu. Alls hafa 218 sérfræðingar frá þróunarríkjum og átakasvæðum lokið námi við skólann frá stofnun hans, árið 2009.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Árgangurinn sem útskrifaðist í gær kom hingað til lands í byrjun árs og nemendurnir hafa lokið sex þverfaglegum einingum á sviði jafnréttismála. Tvenn verðlaun kennd við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands voru veitt í gær, líkt og áður við útskrift nemenda, annars vegar í flokki hagnýtra verkefna og hins vegar í flokki rannsóknarverkefna. Í fyrri flokknum hlaut Sana Salim Lokhandwala frá Pakistan verðlaun og hinum flokknum Bijal Dipak La frá Tansaníu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands fluttu ávörp við útskriftina og Irma Erlingsdóttir forstöðumaður skólans og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ afhentu prófskírteini. Wevyn Helen Awiti Muganda frá Kenía flutti lokaávarp fyrir hönd nemenda. Útskriftin fór fram í Háskóla Íslands.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Jafnréttisskólinn heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands en hann er hluti af GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Jafnréttisskólinn býður upp á diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum og veitir auk þess styrki til doktorsnáms. GRÓ skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn eru allir mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslands.</span></p>

24.05.2023Nemendur GRÓ tóku á móti bókagjöf frá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO

<span></span> <p style="text-align: left;">Vegleg bókagjöf með alls tæplega fjörutíu þýddum bókum eftir íslenska rithöfunda var afhent nemendum Landgræðsluskóla GRÓ nýlega. Gefandinn var Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og verða bækurnar varðveittar í húsnæði GRÓ að Grensásvegi þar sem nemendur Jarðhitaskólans, Landgræðsluskólans og Sjávarútvegsskólans búa á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur. </p> <p style="text-align: left;">Hugmyndin með bókasafninu er að þangað geti nemendur sótt sér afþreyingu og um leið kynnst íslenskri menningu, sögu og bókmenntahefð. Bækurnar eru af ólíkum toga, er þar m.a. um að ræða fornsögur, nýjar og gamlar fagurbókmenntir, glæpasögur, vísindaskáldsögur og<span>&nbsp; </span>fræðabækur. Hugmyndin er að bækurnar geti gefið nemendum GRÓ, sem koma einkum frá lágtekjuríkjum í Afríku, Asíu og S- Ameríku, nýja sýn á landið og lífið á Íslandi, til viðbótar við þann fróðleik sem þau afla sér á sínum sérfræðisviðum.</p> <p style="text-align: left;">GRÓ starfar undir merkjum UNESCO og er því einkar ánægjulegt að taka á móti svo veglegri bókagjöf frá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Áður hafði GRÓ fengið bækur að gjöf frá Miðstöð íslenskra bókmennta og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins og því er kominn ágætis vísir að bókasafni í GRÓ húsið. </p>

23.05.2023Alþjóðlegur baráttudagur gegn fæðingarfistli

<span></span> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í dag, á alþjóðlegum degi baráttunnar gegn fæðingarfistli, minnir Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, á afrískan málshátt sem segir að sólaruppkoma og sólarlag eigi ekki að gerast í tvígang hjá fæðandi konu. „Því miður er talið að fæðingar hálfrar milljónar kvenna og stúlkna í Afríku sunnan Sahara, í Asíu, Arabaríkjum, Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu standi yfir mun lengur en málshátturinn varar við – oft með skelfilegum afleiðingum,“ segir í frétt í tilefni dagsins.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">UNFPA bendir á að langvarandi erfið fæðing geti leitt til andláts móður, andvana fæðingar og alvarlegra örkumla, fæðingarfistils, sem veldur meðal annars þvagleka. Konur með fæðingarfistil eru næmar fyrir líkamlegum kvillum eins og sýkingum og ófrjósemi, auk ýmissa geðrænna sjúkdóma sem leiða af fordómum og útskúfun.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><strong>ÍSLAND MIKILVIRK SAMSTARFSÞJÓÐ</strong></span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Mannfjöldasjóðurinn hefur í tuttugu ár leitt alþjóðlega herferð til að binda enda á fæðingarfistil með forvörnum, ýmiss konar meðferð og málsvarnastarfi. Ísland hefur um langt árabil unnið með UNFPA að því að útrýma fæðingarfistli í samstarfslöndum, Malaví og Síerra Leóne.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í lok síðasta árs opnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra nýja miðstöð fæðingarfistils við fæðingardeild héraðssjúkrahússins í Mangochi héraði í Malaví. Miðstöðin veitir heildstæðan stuðning við konur og stúlkur sem þjást af fæðingarfistli og/eða hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Einnig var á þessum degi á síðasta ári gerður nýr samningur um samstarfsverkefni við UNFPA í Síerra Leóne. Það verkefni tekur á heildstæðan hátt á orsökum og afleiðingum fæðingarfistils. Á síðasta ári fóru 104 konur í skimun og 42 undirgengust skurðaðgerð. Auk þess fengu 54 konur og stúlkur kennslu og hagnýta þjálfun í klæðskurði og sápugerð sem nýtist til framfærslu í tengslum við endurhæfingu vegna fæðingarfistils.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"><a href="https://malawi.unfpa.org/en/news/fistula-repairs-offer-hope-women-and-girls-mangochi?fbclid=IwAR0RNcigNvSjMnLvPmvVJB8K-NcYUjAkeJRWVvyCdNwActm083zB0dTH1AQ" target="_blank">Sjá nánar frétt frá UNFPA í Malaví</a></span></p>

22.05.2023Vannæring barna í Malaví: Árangur síðustu ára í hættu

<span></span><span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Að minnsta kosti 573 þúsund börn undir fimm ára aldri eiga á hættu að þjást af vannæringu í Malaví samkvæmt nýrri tilkynningu frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar er varað við því að árangur liðinna ára í baráttunni gegn langvarandi vannæringu barna þar í landi sé nú í hættu. Glíman við fjölþættan vanda matvælaskorts, síversnandi loftlagshamfara, útbreiðslu sjúkdóma, efnahagslegan óstöðugleika og fjármögnunarvanda félagslega kerfisins í landinu eru sagðar helsta ógnin við velferð barna.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Íbúar Malaví eru enn að takast á við afleiðingar fellibylsins&nbsp;Freddy&nbsp;sem gekk yfir í mars síðastliðnum og 659 þúsund manns eru nú á vergangi í landinu. Þar af fjöldamörg börn. Kólerufaraldur í landinu hefur nú þegar kostað tæplega 1.800 manns lífið.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Hröð aukning síðustu mánuði</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í nýrri matsskýrslu&nbsp;UNICEF&nbsp;á stöðu mannúðaraðstoðar í landinu kemur fram að síðastliðin fimm ár hefur orðið aukning í fjölda tilfella vannærðra barna í Malaví og hefur aukist hratt undanfarna mánuði.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur sent út ákall um aukinn stuðning til að mæta nauðsynlegum þörfum 6,5 milljóna einstaklinga, þar af 3,3 milljóna barna, í Malaví á þessu ári. Það felur í sér að útvega forgangshjálpargögnum á borð við næringarríku jarðhnetumauki, aðgengi að öruggu drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu svo fátt eitt sé nefnt.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.unicef.is/vannaering-barna-i-malavi-arangur-sidustu-ara-i-haettu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF segir að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi UNICEF, með aðstoð samstarfsaðila og styrktaraðila, aðstoðað stjórnvöld í Malaví að skima ríflega 140 þúsund börn undir fimm ára aldri fyrir bráðavannæringu.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ef við fáum ekki aukinn fjárstuðning munu fátæk börn og börn í viðkvæmri stöðu ekki hafa aðgengi að grunnþjónustu og lífsbjörg,“ segir&nbsp;Gianfranco&nbsp;Rotigliano, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Malaví. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„En auk neyðaraðstoðar þá er nauðsynlegt að fjárfesta í langtímalausnum til að styrkja mikilvæga innviði og tryggja bolmagn samfélaga til að takast á við endurtekið neyðarástand og áskoranir.“&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Stuðningur íslenska ríkisins til fyrirmyndar</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þess ber að geta að eitt af stærstu samstarfsverkefnum íslenska ríkisins og&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, meðal annars Malaví.&nbsp;<a href="https://www.unicef.is/islensk-stjornvold-storauka-kjarnaframlog-til-unicef">FYRR Á ÞESSU ÁRI</a>&nbsp;tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, um hækkun á kjarnaframlögum íslenska ríkisins til&nbsp;UNICEF&nbsp;um 50%. Eða úr 150 milljónum í 230 milljónir á þessu ári. Við það tilefni fagnaði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi, þeirri ákvörðun og hrósaði íslenskum stjórnvöldum fyrir að fara fram með góðu fordæmi í ljósi þess að fjölmargar þjóðir hafa dregið úr framlögum sínum til þróunarsamvinnu að undanförnu. Íslenska ríkið er sömuleiðis álitið fyrirmyndarstyrktaraðili hjá UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mikils stuðnings miðað við höfðatölu.</span></p>

19.05.2023Úkraína: Fjármunir frá Íslandi nýttust vel

<span></span> <p><span style="color: #262626; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;">UN Women á Íslandi fékk á dögunum heimsókn frá Tetyönu Kudina, verkefnastýru hjá UN Women í Úkraínu. Tetyana var stödd á Íslandi í tengslum við Kynjaþingið 2023 sem fram fór í Veröld á laugardag. Tetyana sagði okkur frá þeim verkefnum sem hún og samstarfsfólk hennar hafa unnið að síðastliðið ár og fór jafnframt yfir þau verkefni sem hægt var að styrkja með fjármagni frá Íslandi.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women hefur verið&nbsp;<span style="text-decoration: underline; padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;"><a href="https://ukraine.unwomen.org/en"><span style="color: #282828; text-decoration: none;">starfandi í Úkraínu</span></a></span>&nbsp;frá árinu 2015 og komið þar að margvíslegum verkefnum. Aðalskrifstofur stofnunarinnar eru staðsettar í Kiev, en skrifstofan var&nbsp;<span style="text-decoration: underline; padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;"><a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-starfsfolk-un-women-i-ukrainu-sjalft-a-flotta/"><span style="color: #282828; text-decoration: none;">rýmd í upphafi stríðs</span></a>&nbsp;</span>og sinnti starfsfólk vinnu tímabundið frá öðrum stöðum ýmist innan Úkraínu eða utan. Flest snéri starfsfólkið þó aftur til starfa í Kiev í júní í fyrra.</span></p> <p><span style="color: #28241f; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;"><strong>Verkefnin breyttust eftir að stríð braust út</strong></span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að sögn Tetyönu hafa áherslur UN Women í Úkraínu breyst talsvert í kjölfar stríðsins og flokkast nú flest verkefnin sem neyðar- og mannúðaraðstoð. UN Women opnaði nýverið skrifstofu í borginni Dnipro í austur Úkraínu, nærri þeim svæðum þar sem mestu átökin eiga sér stað. Þá starfrækir UN Women einnig skrifstofu í Lviv, í vesturhluta Úkraínu.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tetyana segir að skipta megi verkefnum UN Women í Úkraínu upp í þrjár meginstoðir. „Sú fyrsta er mannúðar- og neyðaraðstoð, en fyrir ári síðan höfðum við ekki komið að slíkum verkefnum áður. Núna er UN Women aftur á móti orðið hluti af mannúðarteymi Sameinuðu þjóðanna (IASC) sem er gríðarlega mikilvægt. Önnur meginstoðin tengist kynjajafnrétti og verkefnum sem miða að því að auka pólitíska þátttöku kvenna svo og samvinnu við stjórnvöld. Þriðja stoðin er það sem mætti kalla snemmtæka íhlutun (e. early recovery), og eru það verkefni sem styðja við uppbyggingu samfélagsins eftir stríð. Það gerum við til dæmis með því að styðja við lítil kvenrekin fyrirtæki, með því að veita konum starfsþjálfun og með því að veita sálræna- og lagalega aðstoð til kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið,“ útskýrir Tetyana.</span></p> <p><span style="color: #28241f; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;"><strong>Fjármagn frá Íslandi nýttist vel</strong></span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá því að stríðið braust út fyrir rúmu ári síðan, hefur verkefnum UN Women í Úkraínu fjölgað og þörfin eftir fjármagni aukist samhliða því. UN Women í Úkraínu hefur veitt 2,2 milljónum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í landinu og hafa fjármunirnir nýst um 35 þúsund konum. UN Women á Íslandi sendi 26 milljónir til Úkraínu í fyrra, en þessir fjármunir söfnuðust meðal annars í gegnum neyðarherferð landsnefndarinnar. Tetyana segir fjármunina sem koma frá landsnefndum gríðarlega mikilvæga. Það fjármagn sé ekki bundið ákveðnum verkefnum og gefi UN Women í Úkraínu svigrúm til að bregðast hratt og örugglega við neyðinni þar sem hún var stærst.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fjármagnið frá Íslandi var ekki bundið neinum skilmálum sem þýddi að við gátum veitt því þangað sem þörfin var mest. Eftir því sem leið á stríðið varð þörfin og ákallið eftir sálrænni- og lagalegri aðstoð meiri og fjármagnið gerði okkur til dæmis kleift að bregðast við því ákalli,“ útskýrir Tetyena.</span></p> <p><span style="color: #28241f; padding: 0cm; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; border: 1pt none windowtext;"><strong>Félagasamtök mikilvægur samstarfsaðili</strong></span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Líkt og í öðrum löndum starfar UN Women í Úkraínu mjög náið með frjálsum félagasamtökum. Tetyana segir slíka samvinnu gera UN Women kleift að bregðast hratt við og ná til jaðarsettra hópa.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er í gegnum frjálsu félagasamtökin sem við höfum getað veitt svo mikla neyðaraðstoð til kvenna. Þau búa yfir þekkingunni og reynslunni og geta brugðist hratt og örugglega við á tímum neyðar.“</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UN Women hefur fjármagnað starfsemi um 22 kvenrekinna félagasamtaka í Úkraínu. Þessi félagasamtök reka m.a. athvörf fyrir konur með fatlanir, veita konum sem misst höfðu heimili sín atvinnutækifæri og starfsþjálfun og sinna&nbsp;<span style="text-decoration: underline; padding: 0cm; border: 1pt none windowtext;"><a href="https://unwomen.is/hiv-smitadar-maedur-i-ukrainu-i-obaerilegri-stodu/"><span style="color: #282828; text-decoration: none;">konum með HIV</span></a></span>. Tetyana tekur fram að með stuðningi til félagasamtaka sé hægt að nálgast fólk á svæðum sem nú eru undir stjórn Rússa og þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda.</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég get ekki ítrekað nógu oft hversu mikilvægt það er að opinberar stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar styðji við frjáls félagasamtök þegar neyð skellur á. Þegar stríðið hófst í Úkraínu lamaðist allt og áherslur stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins voru fyrst um sinn á viðbragði við nýjum veruleika. Á meðan á þessu stóð voru það frjáls félagasamtök, drifin áfram að miklu leyti af sjálfboðaliðum, sem brugðust við neyðinni og komu fólki til aðstoðar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að þau hafi stuðning í formi fjármagns og leiðsagnar frá okkur á tímum sem þessum.“</span></p> <p><span style="color: #262626; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nánar á <a href="https://unwomen.is/ukraina-fjarmunir-fra-islandi-nyttust-vel/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women</span></p>

19.05.2023Unnið að bættum veðurmælingum og aðgengi að veðurspám í Malaví

<span></span> <span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Veðurstofa Malaví vinnur að því í samstarfi við systurstofnanir á Íslandi og í Noregi að byggja upp veðurathugunarnet og bæta veðurþjónustu í landinu. Í ljósi tíðari ofsaveðra í þessum heimshluta skiptir þessi vinna höfuðmáli til að bæta spár um veður og aðra upplýsingagjöf til landsmanna. Jórunn Harðardóttir rannsóknarstjóri á Veðurstofu Íslands tók á dögunum þátt í vinnufundi í Malaví ásamt fulltrúum heimamanna og Norðmanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á fundinum var annars vegar unnið að verkefni sem kallast á ensku „Institutional Support and Capacity Building for Weather and Climate Services“ þar sem norska og malavíska veðurstofan vinna í sameiningu að bættri veðurþjónustu í Malaví, meðal annars með uppsetningu snjallsímaforrits um veðurspár. Hins vegar voru tekin fyrstu skrefin innan svokallaðs SOFF verkefnis en sú skammstöfun stendur fyrir „Systematic Observations Financing Facility“ og vísar til fjölþjóðlegs sjóðs sem hefur það meginmarkmið að byggja upp veðurathugunarnet í þróunarríkjum og eyþróunarríkjum (SIDS). Í Malaví standa veðurstofur Malaví, Noregs og Íslands ásamt Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, að SOFF verkefninu, með aðstoð Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Áætlað er að SOFF uppbyggingu ljúki í Malaví í lok næsta árs.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ísland var eitt fyrsta ríki heims til þess að leggja fram fjármagn til SOFF og greiðir um sjötíu milljónir króna til sjóðsins á árunum 2022 til 2024.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Víðtækari og tímanlegri veðurathuganir, sem eru notaðar er inn í alþjóðleg veðurspálíkönum, skipta sköpum til að bæta hnattrænar veðurspár sem eru forsenda þess að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um snemmbúnar viðvaranir fyrir allan heiminn árið 2027," segir Jórunn. Hún telur augljósan samfélagslegan ávinning að SOFF verkefninu fyrir Malaví, en ekki síður á alþjóðavísu þar sem árlegur fjárhagslegur ávinningur af bættu hnattrænu veðurathuganakerfi er talinn í hundruð milljarða króna. &nbsp;</span></p>

16.05.2023Súdan: Mánuður blóðugra linnulausra átaka

<span></span> <p>Nú er mánuður liðinn frá því vopnuð átök brutust út í Súdan og ástandið á átakasvæðunum er mjög slæmt. Yfir eitt þúsund sjálfboðaliðar Rauða krossins eru að störfum í landinu, en erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til þolenda vegna ótryggs ástands, að því er fram kemur í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/slaemt-astand-i-sudan-eftir-manud-af-atokum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi.</p> <p>Átökin hafa staðið yfir linnulaust síðan 15. maí, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til samninga um vopnahlé, og vegna þeirra hafa yfir 750 manns látist og yfir fimm þúsund særst. Átökin eru að mestu bundin við svæðið í kringum höfuðborgina Kartúm og Darfúr-hérað, en ekki er hægt að útiloka að þau stigmagnist í öðrum landshlutum. Átökin hafa valdið alvarlegum truflunum á grunnþjónustu í landinu svo sem heilbrigðisþjónustu og vatnsveitum og valdið skorti á mat og eldsneyti, auk þess sem verð á öllum grunnvörum hefur rokið upp.&nbsp;</p> <p>Það er hættulegt að vera á ferðinni og mikið um gripdeildir og sprengjuárásir, en aðstaða Rauða krossins í Súdan hefur orðið fyrir barðinu á hvoru tveggja.&nbsp;</p> <p>Að minnsta kosti 700 þúsund manns eru á vergangi innan Súdan og yfir 170 þúsund manns eru á vergangi í nágrannaríkjum eins og Egyptalandi, Tsjad, Suður-Súdan og Eþíópíu. Gert er ráð fyrir að fjöldi flóttafólks haldi áfram að aukast vegna átaka og aðstæðna innan Súdans.&nbsp;</p> <p><strong>Viðbrögð Rauða krossins í Súdan&nbsp;</strong></p> <p>Rauði krossinn í Súdan hefur sent yfir 1000 sjálfboðaliða til starfa, en þeir starfa fyrst og fremst í tíu héruðum. Þessir sjálfboðaliðar hafa í ótal horn að líta. Þeir sinna sjúkraflutningum, veita líkamlega og sálræna skyndihjálp, fjarlæga og grafa látna einstaklinga og styðja við læknateymi á sjúkrahúsum, ásamt því að setja upp aðstöðu fyrir fólk sem er á vergangi og sinna þörfum þeirra, veita þeim þjónustu og hjálpa þeim að finna týnda ástvini.&nbsp;</p> <p>Þessi sjálfboðaliðar Rauða krossins standa um leið frammi fyrir mörgum alvarlegum vandamálum. Í fyrsta lagi er mjög erfitt að tryggja öryggi þeirra, en auk þess eru innviðir í Súdan í mjög slæmu ástandi; bankakerfið hefur að hluta til lamast, það er eldsneytis- og rafmagnsskortur, það er erfitt að halda tengslum við umheiminn, hjálpargögn eru ekki að berast, forgangsröðum er ólík á mismunandi svæðum og það er erfitt að fanga athygli fjársterkra aðila sem gættu styrkt starfsemina.</p>

12.05.2023Neyðaraðstoð: Hjálparstarf kirkjunnar með nýtt verkefni í Malaví

<span></span> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hjálparstarf kirkjunnar hóf að nýju þróunarsamvinnu í Malaví á þessu ári og hefur hrundið af stað verkefni til næstu þriggja ára. Verkefnið nær til þúsunda heimila í Chikwawa í suðurhluta landsins sem er sérstaklega viðkvæmt fyrir veðuröfgum, allt frá langvarandi þurrkum til flóða og fellibylja. Verkefnið miðar fyrst og fremst að því að auka viðnámsþrótt samfélaga og tryggja fæðuöryggi. Í marsmánuði reið fellibylurinn Freddy yfir svæðið og ölli gríðarlegu manntjóni og skemmdum á innviðum, heimilum og ræktunarlandi.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Með rammasamningi við utanríkisráðuneytið var Hjálparstarfi kirkjunnar unnt að bregðast hratt við aðstæðum í Chikwawa og í samvinnu við norræn systursamtök tókst því að vera fyrst til austurhluta Chikwawa. Þar var veitt brýn neyðaraðstoð í formi peningagjafa, ungar stúlkur fengu sæmdarsett, fræ og áburður var gefinn til íbúa til að hefja ræktun að nýju og gerðar voru umbætur í vatns- og hreinlætisaðstöðu fólks sem dvelur í tímabundnum skýlum.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Það er afar ánægjulegt að geta tekið þátt í neyðaraðstoð á nýju verkefnasvæði okkar í Malaví með svo stuttum fyrirvara. Samstarf okkar við systurstofnanir okkar í Noregi og Danmörku tryggði að þetta var mögulegt en þau voru bæði með starfsemi í Malaví og víkkuðu út sín verkefni til að gera okkur þetta kleift,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Hann bætir við að rammasamningur við utanríkisráðuneytið sé forsenda þessa samstarfs og gerði Hjálparstarfinu mögulegt að bregðast strax við.”</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe heimsótti verkefnið með framkvæmdastjóra norska hjálparstarfsins á dögunum til að heyra frá fólki á svæðinu hvernig framkvæmd verkefnisins gengur. Þetta er í fyrsta skipti sem norrænu samtökin vinna saman að neyðaraðstoð en norska hjálparstarf kirkjunnar vinnur að umfangsmiklum þróunar- og neyðarverkefnum í landinu.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">„Það var átakanlegt að hitta fjölskyldur sem misstu allt sitt á einni nóttu, heimili, eignir og ræktarsvæði sem er lífsviðurværi þeirra. Það var jafnframt einstakt að skynja þrautseigju fólksins sem þegar hefur hafist handa við að koma sér og fjölskyldum sínum fyrir að nýju við afar erfiðar aðstæður,” segir Inga Dóra Pétursdóttir. Fjárhagslegur stuðningur var veittur til 700 fjölskyldna á svæðinu í gær og ungum stúlkum voru gefin sæmdarsett sem hafa að geyma meðal annars nærföt, hreinlætisvörur og endurnýtanleg dömubindi.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Neyðaraðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar í austurhluta Chikwawa er lífsnauðsynleg en svæðið er afskekkt og aðgengi erfitt því vegir eru illa farnir og brýr brotnar, auk þess sem íbúar á sævðinu hafa litla aðstoð fengið frá því að hörmungarnar riðu yfir.</span></p>

10.05.2023Hreinlætisaðstaða í Namayingo héraði tekur stakkaskiptum

<span></span> <p><span>Efnt var á dögunum til viðburðar í Namayingo héraði í Úganda af hálfu íslenska sendiráðins og héraðsstjórnarinnar þar sem fulltrúar sendiráðsins afhentu héraðinu formlega sextán mannvirki sem öll tengjast bættri hreinlætisaðstöðu. Samkvæmt áætlun um byggðaþróun í héraðinu hefur Ísland lagt áherslu á að koma á kynskiptum salernum og hreinlætisaðstöðu í héraðinu, ekki síst skólum. Mikil ánægja ríkir í héraðinu með stuðning Íslands eins og kom fram í viðburðinum sem var fjölsóttur af almenningi, fulltrúum héraðsstjórnarinnar og starfsfólki og nemendum skóla.</span></p> <p><span>Á undanförnum misserum hefur samstarfið við héraðsyfirvöld í Namayingo einkum beinst að þremur hreppum við strendur Viktoríuvatns. Lögð er áhersla á að veita aðgang að hreinu vatni, bættri salernisaðstöðu og stuðla að góðu hreinlæti. Meðal þeirra mannvirkja sem afhent var ný hreinlætisaðstaða við þrjá grunnskóla og eina fæðingardeild við heilsugæslustöð í Banda-hreppi. Samningurinn við héraðið um byggðaþróun rennur út í lok árs og ráðgert er að framkvæmda úttekt á verkefnu síðar á árinu og ásamt því að hefja undirbúning að framhaldsáfanga.</span></p> <p><span>Buikwe hefur um árabil verið samstarfshérað Íslands og fulltrúar sendiráðsins í Kampala fóru þangað í eftirlitsferð í síðustu viku til að skoða fimm byggingarsvæði. Þar er verið að byggja einn grunnskóla og fjórar sólarknúnar vatnsveitur.</span></p>

09.05.2023Ársskýrsla UN Women komin út

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er því ekki að ástæðulausu sem jafnréttismálin eru og verða áfram mikilvægur þáttur utanríkisstefnunnar. Þau eru samþætt starfi okkar á sviði alþjóða-, öryggis- og þróunarmála og endurspeglast í á þriðja hundrað verkefna og viðburða sem efnt var til á liðnu ári. Sjálf reyni ég sífellt, hvert sem ég fer, að láta jafnréttisrödd Íslands heyrast. Þörfin er mikil, því bakslagið er raunverulegt. En utanríkisþjónustan er ekki eyland. Við reiðum okkur á samstarf við stofnanir á borð við UN Women og frjáls félagasamtök,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra meðal annars í ávarpi í nýútkominni <a href="https://eadn-wc02-4283996.nxedge.io/wp-content/uploads/2023/04/Arsskyrsla-2022.pdf" target="_blank">ársskýrslu UN Women</a>&nbsp;fyrir síðasta ár.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í ársskýrslunni kemur fram að heildartekjur UN Women á Íslandi jukust um 13 prósent á milli ára og námu tæplega 296 milljónum króna árið 2022. Framlög ljósbera, mánaðarlegra styrktaraðila samtakanna, voru líkt og síðastliðin ár helsta fjáröflunarleið samtakanna og jukust þau um 5 prósent á milli ára og námu tæpum 198 milljónum króna. Annað söfnunarfé frá einstaklingum og fyrirtækjum og sala á varningi nam rúmlega 62 milljónum króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ljósberar UN Women á Íslandi eru hryggjarstykki samtakanna og skipuðu lykilsess í fjáröflun samtakanna árið 2022, en langstærsti hluti framlaga UN Women á Íslandi til verkefna UN Women á heimsvísu kom frá ljósberum,“ segir í skýrslunni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í skýrslunni kemur fram að UN Women á Íslandi hafi átt í margra ára farsælu samstarfi við utanríkisráðuneytið. „Árið 2022 var ekki gildandi rammasamningur á milli aðilanna, en hins vegar fór af stað innri rýni á samstarfsfyrirkomulagi við landsnefndir UN Women, UNICEF og Félag SÞ á Íslandi og birtist skýrslan opinberlega á vef utanríkisráðuneytisins í febrúar 2023. Þó að rammasamningur hafi ekki verið til staðar, studdi utanríkisráðuneytið hins vegar við starf UN Women á Íslandi með kynningarstyrkjum sem gerði landsnefndinni kleift að halda úti öflugum götukynningum og vekja athygli á kvenmiðaðri neyðaraðstoð með „Náðir þú að pakka“ herferðinni. Sömuleiðis hlaust styrkur til að kynna táknrænar jólagjafir UN Women á Íslandi og kynningarstyrkur með það að markmiði að tryggja aukna upplýsingagjöf frá UN Women til fjölmiðla og stjórnvalda,“ segir í ársskýrslu UN Women.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Arna Grímsdóttir, lögfræðingur, lét af störfum sem stjórnarformaður UN Women á Íslandi eftir sex ára setu og Anna Steinsen var kosin stjórnarformaður í hennar stað. Framkvæmdastýra er Stella Samúelsdóttir.</span></p>

08.05.2023Rauði krossinn á Íslandi sendir 46 milljónir til Tyrklands og Sýrlands

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Rauði krossinn á Íslandi sendir alls 46 milljónir króna til að styðja við hjálpar- og mannúðarstörf vegna mannskæðu jarðskjálftanna sem urðu í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir þremur mánuðum. Samtökin hófu neyðarsöfnun vegna jarðskjálftanna sama dag og fréttir bárust af hamförunum og með framlögum almennings og fyrirtækja söfnuðust rúmlega 23 milljónir króna. Fimmtán milljónir króna voru sendar fljótlega eftir jarðaskjálftana en sú upphæð kom að hluta frá neyðarsöfnuninni, að hluta frá Mannvinum Rauða krossins og með stuðningi utanríkisráðuneytisins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þeim fjárstyrk hefur nú verið fylgt eftir með 31 milljóna króna viðbótarframlagi sem styður við áframhaldandi mannúðarstarf í Sýrlandi. Ástandið þar í landi er sérlega bágborið vegna vopnaðra átaka sem hafa staðið yfir í meira en áratug með tilheyrandi eyðileggingu og mannfalli. Því er þörfin fyrir fjárhagsaðstoð meiri þar en í Tyrklandi, eins og fram kemur í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/46-milljonir-til-tyrklands-og-syrlands-vegna-skjalftanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Rauða krossins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ljóst er að yfir 14,7 milljónir einstaklinga urðu fyrir áhrifum vegna skjálftanna, 60 þúsund manns týndu lífi og milljónir lentu á vergangi. Nú, þremur mánuðum síðar, þurfa þessir einstaklingar enn á miklum stuðningi að halda, sérstaklega fjárhagsaðstoð, eftir að hafa misst heimili sín, lífsviðurværi og allar eigur. Heilu samfélögin, jafnvel heilu borgirnar, neyðast nú til að byrja upp á nýtt og sú vegferð er rétt að byrja. Fjölskyldur eiga líka erfitt með að jafna sig á því áfalli sem þau hafa orðið fyrir og eru margar hverjar í tímabundnu húsaskjóli sem er ekki nægilega öruggt. Því er brýn þörf fyrir áframhaldandi stuðning og fjármagn til að styðja bæði við áríðandi þarfir sem og langtíma uppbyggingu,“ segir meðal annars í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rauði krossinn þakkar öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg og stutt neyðarsöfnunina og segir að hver einasta króna verði nýtt í hjálparstarf á hamfarasvæðinu og komi að góðum notum til að mæta þeim miklu erfiðleikum sem fólkið á hamfarasvæðunum standi frammi fyrir. </span></p>

08.05.2023Tímamót í Malaví: Skrifað undir nýja samninga við héraðsstjórnir

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í síðustu viku var skrifað undir tvo nýja samninga af hálfu sendiráðs Íslands í Lilongve, annars vegar við fyrsta áfanga héraðsþróunarverkefnis í Nkhotakota til ársins 2027 og hins vegar tveggja ára framlengingu á samningi um héraðsþróunarverkefni í Mangochi. Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Malaví tóku þátt í athöfn af þessu tilefni og skrifuðu undir samningana, ásamt fulltrúum héraðanna og forstöðumanni sendiráðs Íslands.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nkhotakota er nýtt samstarfshérað í Malaví og héraðsþróunarverkefnið verður framkvæmt í samræmi við aðferðafræði Íslands, svonefnda héraðsnálgun, þar sem áhersla er lögð á eignarhald heimamanna. Verkefnin lúta að umbótum í grunnþjónustu við íbúana, á sviði heilbrigðismála, menntunar, vatns- og hreinlætis, jafnréttis kynjanna, valdeflingu ungmenna, auk loftslags- og umhverfismála. Héraðsyfirvöld eru framkvæmdaaðilar en sendiráð Íslands og utanríkisráðuneytið sinna eftirliti og úttektum. Heildarframlagið á verkefnatímabilinu nemur 1,6 milljarði íslenskra króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nýr tveggja ára samningur við héraðsstjórn Mangochi, þar sem Ísland hefur stutt byggðaþróunarverkefni í rúman áratug, felur í sér að ljúka stórum verkefnum frá síðustu árum sem hafa tafist af ýmsum ástæðum, eins og heimsfaraldrinum og verðhækkunum. Um er að ræða meðal annars nýja fæðingardeild í sveitarfélaginu Makanjira og nýja skrifstofubyggingu fyrir héraðsyfirvöld. Nýja fæðingardeildin kemur til með að gjörbylta fæðingaraðstöðu og mæðra- og ungbarnavernd í þessari afskekktu sveit þar sem konur á barneignaaldri er rúmlega sextíu þúsund. Í dag þurfa þær að leita þjónustu á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi, í hundrað kílómetra fjarlægð, um vegi sem eru jafnan ófærir yfir rigningartímann. Heildarkostnaður er áætlaður 550 milljónir króna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sosten Gwengwe fjármálaráðherra Malaví sagði við athöfnina að gott samstarf Malaví og Ísland bæri ávöxt sem sæist í bættum lífsgæðum íbúaanna. „Ísland studdi sambærileg verkefni í Mangochi og nú bætist Nkhotakota við sem samstarfshérað. Það sýnir traust og vilja íslenskra stjórnvalda til þess að halda áfram þróunarsamvinnu í Malaví og bæta lífsgæði fólks,“ sagði ráðherrann. Richard Chimwendo Banda ráðherra sveitarstjórnarmála skrifaði einnig undir samningana.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands sagði við athöfnina að þetta væri stór stund í langri sögu þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Nú væri Ísland að færa út kvíarnar og hefja samstarf við nýtt hérað á sömu forsendum og í Mangochi, nýta þróunaráætlanir heimamanna og ná til þeirra sem búa við lökustu kjörin.</span></p>

05.05.2023Samráðsfundur um stefnu Íslands í þróunarsamvinnu

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í vikunni fór fram samráðsfundur um stefnu íslenskra stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Utanríkisráðuneytið boðaði til fundarins og bauð til samráðs fjölmarga einstaklinga sem hafa á einn eða annan hátt haft aðkomu að þróunarsamvinnu síðustu árin, meðal annars frá félagasamtökum, landsnefndum stofnana Sameinuðu þjóðanna, GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, atvinnulífinu, stofnunum, ráðuneytum og fræðasamfélaginu. Þátttakendur á samráðsfundinum voru um fimmtíu talsins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt lögum 121/2008 leggur utanríkisráðherra fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fimmta hvert ár. Núgildandi stefna gildir til ársloka og að undanförnu hefur verið unnið að mótun nýrrar stefnu fyrir árin 2024 til 2028. Mikilvægur liður í stefnumótunarvinnunni er samráð við hagsmunaaðila á Íslandi og var samráðsfundurinn hluti af því. Stefnan verður jafnframt kynnt og rædd af þróunarsamvinnunefnd og sett í samráðsgátt stjórnvalda, en þá gefst einnig tækifæri til að leggja fram athugasemdir.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á fundinum var bæði rætt um áherslur Íslands og hvernig framkvæmdinni er best háttað.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ávarpaði fundinn og þakkaði gestum í fundalok innlega fyrir þátttökuna, enda verða umræður og innlegg fundargesta nýtt við vinnslu stefnunnar.</span></p>

03.05.2023Eitt barn af hverjum sjö nýtur verndar gegn líkamlegum refsingum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Einungis eitt barn af hverjum sjö á heimsvísu nýtur verndar laga gegn líkamlegum refsingum sem er algengasta form ofbeldis gegn börnum, allt frá léttum kinnhesti til grófra líkamsárása. Alþjóðlegur dagur helgaður útrýmingu líkamlegra refsinginga var síðastliðinn sunnudag og þá birtu alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children ákall um afnám allra tegunda líkamlegra refsinga fyrir árið 2030, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samkvæmt skilgreiningu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna á líkamlegri refsingu er hún „sérhver refsing þar sem líkamlegu valdi er beitt og ætlað er að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, hversu léttvæg sem hún kunni að vera.“ Barnaheill – Save the Chrildren segja að þrátt fyrir aðgerðir undanfarinna ára til að banna ofbeldi af þessu tagi hafa aðeins 65 ríki af 199 lögfest slíkt bann sem nær einnig til heimila.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samtökin benda á að líkamlegar refsingar leiði til þúsunda dauðsfalla barna á hverju ári auk þess sem fjölmörg börn verði fyrir alvarlegu líkamstjóni, að ógleymdri þeirri niðurlægingu sem felst í verknaðinum. „Ýmiss konar líkamsrefsingar sem börn eru beitt myndu flokkast sem pyntingar ef þær væru framkvæmdar af fullorðnum,“ segir í frétt Save the Children.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Afríkuríkið Sambía var síðasta ríkið til að lögformlega banna líkamlegar refsingar í öllum aðstæðum í lífi barna.</span></p>

03.05.2023Tekur þrjár aldir að útrýma barnahjónaböndum ​

<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að óbreyttu tekur það þrjár aldir að útrýma barnahjónaböndum. Þetta kemur fram í nýrri <a href="https://data.unicef.org/resources/is-an-end-to-child-marriage-within-reach/" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að þrátt fyrir að hlutfall ungra stúlkna sem giftast á barnsaldri hafi minnkað um tvö prósentustig, úr 21 í 19, gangi 12 milljónir barnungra stúlkna í hjónaband á hverju ári og 640 milljónir stúlkna og kvenna hafi gifst áður en þær náðu átján ára aldri.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í skýrslunni er bent á að barnahjónabönd séu brot á réttindum barna en viðhorf foreldra sé oft á þá leið að ráðahagurinn sé „verndarráðstöfun“ fyrir stúlkurnar. UNICEF segir að afleiðingar snemmbærra hjónabanda séu vel rannsakaðar. Þær sýni að stúlkur sem þvingaðar séu í hjónaband séu ólíklegri en aðrar stúlkur til að sækja sér menntun og þær séu í meiri hættu að verða snemma barnshafandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF hefur sérstakar áhyggjur af þróuninni í löndunum sunnan Sahara í Afríku þar sem hlutfall barnahjónabanda fer hækkandi. Reiknað er með því að barnungum giftum stúlkum fjölgi þar um tíu af hundraði fyrir árið 2030. Í skýrslunni er bent á að stúlkur í þessum heimshluta standi nú frammi fyrir mestri hættu á að vera neyddar í hjónaband en ein af hverjum þremur stúlkum er gift fyrir átján ára aldur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Barnahjónaböndum hefur fækkað í Suður-Asíu en í þeim heimshluta er enn um 45 prósent allra slíkra hjónabanda og þrátt fyrir verulegar framfarir á Indlandi er enn þriðjungur barnahjónabanda í því landi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Catherine Russell framkvæmdastjóri UNICEF segir barnahjónabönd eyðileggja vonir og drauma stúlkna, þær ættu ekki að vera brúðir heldur skólastúlkur.</span></p>

28.04.2023Ísland sendir hæsta fjárframlagið til UN Women óháð höfðatölu sjöunda árið í röð

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á aðalfundi landsnefndar UN Women í vikunni kom fram að söfnunartekjur samtakanna á Íslandi sem sendar voru til stuðnings verkefna UN Women á heimsvísu voru tæplega 156 milljónir króna árið 2022. Þetta er sjöunda árið í röð sem UN Women á Íslandi sendir hæsta fjárframlag allra þrettán landsnefndanna í kjarnasjóð UN Women, óháð höfðatölu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðalfundur UN Women á Íslandi fór fram í nýju húsnæði samtakanna við Sigtún 42, á miðvikudaginn. Arna Grímsdóttir, lögfræðingur, lét þá af störfum sem stjórnarformaður UN Women á Íslandi eftir sex ára setu og Anna Steinsen var kosin stjórnarformaður í hennar stað. Þá hætti Kristín Ögmundsdóttir einnig stjórnarsetu eftir sex ára setu, en hún hefur gegnt stöðu gjaldkera. María Rún Bjarnadóttir og Sævar Helgi Bragason voru kosin ný í stjórn UN Women á Íslandi til næstu tveggja ára.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég hef verið formaður í sex ár og þessi tími er mér ógleymanlegur. Ég þakka stjórn og ungmennaráði fyrir samstarfið og fyrir að gefa tíma sinn og krafta til UN Women á Íslandi. Ég þakka einnig starfsfólki UN Women á Íslandi fyrir sitt kraftmikla og öfluga starf. Dæmi um hugmyndaauðgi starfsfólks er FO-herferð ársins 2022 sem var söguleg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn var safnað í hinsegin sjóð UN Women,“&nbsp;sagði Arna Grímsdóttir að aðalfundi UN Women loknum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum kvenna og hef barist fyrir því að allar konur séu valdefldar, óháð stöðu, uppruna og búsetu. UN Women á Íslandi hefur verið að gera frábæra hluti og við viljum gera enn betur í framtíðinni. Ég er mjög spennt fyrir því að taka áfram þátt í þessari vinnu með starfsfólki og stjórn UN Women á Íslandi,“&nbsp;sagði Anna Steinsen, nýr stjórnarformaður UN Women á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að loknum aðalfundi er stjórn UN Women á Íslandi nú skipuð: Önnu Steinsen, formanni, Ólafi Elínarsyni, varaformanni, Árna Matthíassyni, gjaldkera, auk þeirra sitja í stjórn Áslaug Eva Björnsdóttir, Ólafur Stephensen, Fida Abu Libdeh, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, María Rún Bjarnadóttir, Sævar Helgi Bragason og Fönn Hallsdóttir, sem fulltrúi ungmennaráðs UN Women á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, Ljósberar, voru rúmlega 9.600 í lok ársins 2022 og hafa aldrei verið fleiri.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://unwomen.is/anna-steinsen-kosin-nyr-stjornarformadur-un-women-a-islandi/" target="_blank">Nánar á vef UN Women</a></span></p>

27.04.2023Sjávarútvegsskóli GRÓ útskrifar 22 sérfræðinga

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tuttugu og tveir sérfræðingar frá fjórtán löndum útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla GRÓ í gær. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði og er 24. árgangurinn sem lýkur námi við skólann.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alls hafa nú 464 sérfræðingar frá 66 löndum lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum. Þá hafa 19 lokið meistaranámi og 16 doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi frá honum. Einnig hefur Sjávarútvegskólinn haldið fjöldamörg styttri námskeið og vinnustofur í samstarfslöndum, stutt útskrifaða nemendur til þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum og tekið á móti erlendum sendinefndum sem komið hafa til landsins að kynna sér íslenskan sjávarútveg.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í útskriftarhópnum að þessu sinni voru sex sérfræðingar frá tveimur Vestur-Afríku, löndum sem Ísland átt í nánu samstarfi við síðustu ár á sviði þróunarsamvinnu, Síerra Leóne og Líberíu. Sjávarútvegsskólinn hefur einnig verið að auka samstarf við lönd í Rómönsku Ameríku og smáeyþróunarríki (SIDS) í Karíbahafinu, en frá þessum svæðum komu átta sérfræðingar. Að venju komu líka allmargir sérfræðingar frá Austur-Afríku og Suður-Asíu. Flestir útskrifuðust af Fiskveiðistjórnunarlínu (9), þá af Stofnstærðarlínu (6), Fiskeldislínu (4) og Gæðastjórnunarlínu (3).</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri HAFRÓ, hýsistofnunar Sjávarútvegsskólans, bauð gesti velkomna og stýrði samkomunni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ,&nbsp;<a href="https://www.grocentre.is/static/files/FTP/NEWS/nina-ftp-2023-graduation-speech.pdf">ávarpaði</a>&nbsp;gesti fyrir hönd GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu – og færði útskriftarhópnum hamingjuóskir utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Nína vakti athygli á að þjálfunarverkefnin fjögur sem rekin eru undir hatti GRÓ miðstöðvarinnar hafa nú starfað samanlagt í 100 ár og hafa útskrifað nákvæmlega 1.600 sérfræðinga hvaðanæva að úr heiminum. Hún sagðist vera afar stolt af þessum stækkandi hópi útskrifaðra GRÓ sérfræðinga. Hún hefði hitt marga þeirra á ferð sinni til Kenía og Úganda nýverið. Áform væru uppi hjá GRÓ um að auðvelda þessum hópi að eiga samskipti þvert á þjálfunarverkefnin fjögur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þá flutti Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, skrifstofustjóri sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu ræðu&nbsp;og færði útskriftarhópnum hamingjuóskir ráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Áslaug gerði að umtalsefni mikilvægi rannsókna og nýsköpunar. Þrátt fyrir að margt væri vel gert í íslenskum sjávarútvegi þá væru fjöldamargar áskoranir sem takast þyrfti á við, ekki hvað síst í loftslagsmálum. Hún vonaðist til að sérfræðingarnir sem nú væru að útskrifast hjá Sjávarútvegsskólanum tækju virkan þátt í umræðu um þessi mál eftir að þeir sneru heim.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Julie Ingham, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, þakkaði framlag þeirra fjölmörgu sem koma að þjálfunarnámi skólans, kennurum, umsjónarmönnum, fyrirtækjunum og öðrum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að því loknu kynnti hún sérfræðingana sem nú voru að ljúka námi sínu hér á landi og stýrði afhendingu útskriftarskírteina.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Athöfnin endaði með&nbsp;<a href="https://www.grocentre.is/static/files/FTP/NEWS/chadwick-ftp-2023-graduation-speech.pdf">stuttri tölu</a>&nbsp;frá Chadwick Bironga Henry, frá Kenía, fyrir hönd nemenda. Hann þakkaði Sjávarútvegsskólanum og öllum samstarfsaðilum hans fyrir það tækifæri að fá að taka þátt í þjálfunarnáminu hér á landi. Auk þess að hafa aflað sér nýrrar þekkingar og hæfni á sínu sérsviði sagði hann að sterk vináttutengsl hefðu myndast meðal nemenda, leiðbeinenda og GRÓ starfsfólks, tengsl sem myndu nýtast í leik og starfi um ókomna tíð.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Rannsóknir á reykofnum</strong></span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/euLGX352SvE" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í meðfylgjandi viðtölum við þrjá nemendur frá Sierra Leóne, Geraldeen Labor-Sesay, Josephine May Kabba og Benrina Demoh Kanu, sem starfa allar hjá Sjávarútvegsráðuneytinu í Síerra Leóne, kemur fram að þær hafa verið að rannsaka ávinninginn af Matis ofnum umfram aðrar tegundir ofna til að reykja fisk. Niðurstöður rannsókna þeirra benda eindregið til þess að Matis ofninn hafi talsverða yfirburði umfram aðra ofna varðandi gæði, hagkvæmni og vinnuskilyrði kvenna. Niðurstöður þeirra ættu því að nýtst vel í því stóra verkefni að endurnýja gamla úrelta reykofna sem enn eru í notkun í Síerra Leóne og um alla Vestur-Afríku.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sjávarútvegsskólinn hefur starfað frá árinu 1998 og er eitt fjögurra þjálfunarverkefna sem rekið er undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og sem hafa frá upphafi verið ein af helstu stoðum í íslenskri þróunarsamvinnu. Hin verkefnin eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Jarðhitaskólinn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Miðstöðin starfar á þeim sviðum þar sem Ísland hefur sérþekkingu sem getur nýst þróunarlöndum við að stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

25.04.2023Allt í hers höndum í Súdan og hjálparstarf liggur niðri

<span></span> <span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Allt starf alþjóðlegra mannúðarsamtaka liggur meira og minna niðri í Súdan meðan blóðugir bardagar geisa í höfuðborginni Kartúm og víðar milli stjórnarhersins og RSF sveita uppreisnarmanna. Erfitt reynist að finna leiðir til þess að halda áfram mannúðarstarfi og tryggja á sama tíma öryggi starfsfólks. Á upphafsdegi átakanna, laugardaginn 15. apríl, voru þrír starfsmenn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, myrtir og aðrir tveir starfsmenn særðir. Tilraunir til að koma á vopnahléi hafa ítrekað fari út um þúfur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áður en til átakanna kom voru um það bili sextán milljónir íbúa Súdan háðir matvæla- og mannúðaraðstoð, eða þriðjungur þjóðarinnar, sem telur um 46 milljónir. Innan landsins voru að minnsta kosti fjórar milljónir flóttamanna eða fólks á vergangi. Þessum fjölmenna og viðkvæma hópi sinntu um eitt hundrað alþjóðleg og innlend samtökum af mismunandi stærðum og gerðum, í landi þar sem innviðir eru óburðugir og aðstæður víða erfiðar. Allt starf liggur nú tímabundið niðri meðan byssukjaftarnir hafa orðið.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í höfuðborginni Kartúm er þegar farið að gæta vöruskorts á eldsneyti, mat, lyfjum og ýmsu öðru. Stöðugar truflanir eru á rafmagns- og netsambandi með tilheyrandi erfiðleikum í samskiptum. Margar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús hafa orðið fyrir sprengjuárásum og starfsemi því sjálfhætt. Aðrar heilbrigðisstofnanir hafa fyllst af særðu fólki og takmarkað hvað hjúkrunarfólk getur gert í þessum aðstæðum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölur um fallna hækka dag frá degi, á fimmta hundrað hið minnsta hafa týnt lífi, og mörg þúsund særst. Nýjustu tölur segja að 459 fallna og rúmlega fjögur þúsund sára. Tugþúsundir hafa flúið til grannríkja, Egyptalands, Tjad og Suður-Súdan, og erlendum ríkisborgurum og sendiráðsstarfsfólki er flogið með herflugvélum frá landinu eftir því sem unnt er. Í dag freista til dæmis bresk stjórnvöld þess að koma breskum ríkisborgurum brott frá Súdan með herþyrlum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Leiðtogar hersveitanna tveggja sem berjast í Súdan eru Abdel Fattah Burhan hershöfðingi og yfirmaður hersins, og Mohammed Hamdan Dagalo, hershöfðingi vopnaðrar uppreisnarsveitar sem kallast Rapid Support Forces (RSF). Hershöfðingjarnir tveir komust til valda eftir að mótmæli lýðræðissinna leiddu til þess að Omar al-Bashir, sem lengi hélt um stjórnartauma, var vikið frá völdum árið 2019. Árið 2021 sameinuðust herforingjarnir tveir um völdin en ágreiningur um aðlögun RSF sveitanna að stjórnarhernum leiddi til þess að upp úr sauð milli fyrrverandi samherja – með afleiðingum sem enn sér ekki fyrir endann á.</span></p>

24.04.2023UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnahléi í Súdan

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir tafarlausu vopnahléi í Súdan þar sem hörð átök síðustu daga hafa kostað fjölda barna og óbreytta borgara lífið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóra&nbsp;UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Að minnsta kosti 9 börn hafa látið lífið og rúmlega 50 særst í árásum og átökum í&nbsp;Khartoum,&nbsp;Darfur&nbsp;og Norður-Kordofan. Hættulegt ástand í landinu gerir það að verkum að afar erfitt reynist að safna og staðfesta upplýsingar yfir tölu látinna og særðra og á meðan átök halda áfram munu börn halda áfram að gjalda fyrir það,“ segir&nbsp;Russell.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fjölmargar óttaslegnar fjölskyldur eru fastar í skotlínunni með lítið sem ekkert aðgengi að rafmagni auk þess sem hætta er á matar-, vatns- og lyfjaskorti. Þúsundir fjölskyldna hafa neyðst til að flýja heimili sín.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell&nbsp;segir að átökin hafi haft skelfilegar afleiðingar á mannúðarstarf í Súdan og meðal annars raskað umönnun 50 þúsund alvarlega vannærðra barna sem þurfa aðhlynningu allan sólarhringinn. Þá ógni átökin&nbsp;svokallaðri&nbsp;kaldri keðju&nbsp;UNICEF&nbsp;sem tryggir örugga dreifingu bóluefna og annarra lyfja sem þarfnast kælingar, þar sem raforkuöryggi er lítið og víða er ómögulegt að fylla á eldsneytisbirgðir fyrir vararafstöðvar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fyrir þessi átök var þörfin fyrir mannúðaraðstoð í Súdan í hæstu hæðum. Ljóst er að vegna ástandsins geta&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar ekki veitt mikilvægu aðstoð ef öryggi starfsfólks er ógnað líkt og raunin er. Hugur okkar er hjá aðstandendum samstarfsfólks okkar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, sem létu lífið eða hafa særst í þessum árásum. Starfsfólk&nbsp;UNICEF, sem og annarra mannúðarstofnana, hafa verið rænd af vopnuðum einstaklingum en árásir sem þessar á starfsfólk og stofnanir eru árás á börnin og fjölskyldurnar sem við vinnum fyrir.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Catherine&nbsp;Russell&nbsp;segir&nbsp;UNICEF&nbsp;taka undir ákall António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé og að stríðandi fylkingar virði alþjóðalög um vernd barna í stríði og rétt þeirra til mannúðaraðstoðar í þessu skelfilega stríðsástandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF&nbsp;krefst þess einnig að stríðandi fylkingar hætti tafarlaust árásum á mikilvæga samfélagslega innviði sem börn þurfa á að halda, svo sem vatns- og hreinlætisþjónustu, heilbrigðisstofnanir og skóla,“ segir&nbsp;Russell&nbsp;að lokum.&nbsp;</span></p>

21.04.2023Bakslag í bólusetningum barna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Um 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðastliðnum þremur árum, samkvæmt nýrri <a href="https://www.unicef.org/reports/state-worlds-children-2023" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Ýmsar ástæður liggja að baki en heimsfaraldur COVID-19 spilar þar stórt hlutverk. Í skýrslunni kemur fram að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki minnkaði traust almennings til bólusetninga í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð fyrir skýrslugerðina. Í flestum tilvikum var fólk yngra en 35 ára og konur í meirihluta þeirra sem segjast bera minna traust til bólusetninga barna eftir að faraldurinn hófst.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á hverju ári gefur UNICEF út skýrslu um stöðu barna í heiminum og er umfjöllunarefnið í ár bólusetningar vegna þess bakslags sem hefur átt sér stað í bólusetningum barna. Í fyrra bentu UNICEF og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) á að heimsfaraldur COVID-19 hefði ýtt undir&nbsp;</span><span style="font-size: 14.6667px; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.org/press-releases/WUENIC2022release" target="_blank"><span style="font-size: 14.6667px; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">mestu afturför í bólusetningum barna í þrjá ára</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">tugi.</span></a></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;Í nýju skýrslunni er varað við því að 67 milljónir barna hafi misst af reglubundnum bólusetningum á árunum 2019 til 2021 og að bólusetningum hafi fækkað í 112 löndum. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn því langt frá því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um bólusetningar barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF bendir á að það sé þörf á að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða til marks um langtímaþróun. Góðu fréttirnar eru þær að stuðningur við bólusetningar barna við margvíslegum sjúkdómum á borð við mænusótt, mislinga og barnaveiki er áfram tiltölulega hár og í næstum helmingi þeirra 55 ríkja sem voru hluti af rannsókninni töldu yfir 80 prósent svarenda bóluefni mikilvæg fyrir börn,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/bakslag-i-bolusetningum-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst náðu vísindamenn að þróa hratt bóluefni sem bjargaði ótal lífum. En þrátt fyrir þann sögulega árangur dreifðist ótti og rangar upplýsingar um hinar ýmsu tegundir bóluefna jafn víða og vírusinn sjálfur,” segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þessi gögn eru viðvörunarmerki sem vert er að hafa áhyggjur af. Við getum ekki leyft því að gerast að traust á venjubundnum bólusetningum verði enn eitt fórnarlamb heimsfaraldursins. Þá gæti næsta bylgja dauðsfalla orðið meðal barna með mislinga, barnaveiki eða aðra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir.”&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Mislingatilfelli tvöfaldast milli ára</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Árlega styðja UNICEF og samstarfsaðilar bólusetningar gegn lífshættulegum sjúkdómum hjá hátt í helmingi allra barna í heiminum í yfir 100 löndum sem bjarga lífi tveggja til þriggja milljóna barna á hverju ári. Heimsfaraldur COVID-19 hafði áhrif á bólusetningar barna nánast um allan heim, sérstaklega vegna álags á heilbrigðiskerfi, skorts á heilbrigðisstarfsfólki og sóttvarnaraðgerða. Börn sem fæddust rétt fyrir og í faraldrinum misstu því mörg af fyrstu bólusetningunum sínum og því brýnt að bregðast við til að koma í veg fyrir að banvænir sjúkdómar fari að breiðast út aftur. Sem dæmi má nefna að árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga samanborið við árið á undan. Fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jókst um 16% á sama tímabili.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Til eru bóluefni við þessum hættulegu sjúkdómum en alltof mörg börn, sérstaklega í jaðarsettustu samfélögunum, fá ekki notið þeirra. Af þeim 67 milljónum barna sem misstu af reglubundnum bólusetningum milli 2019 og 2021 voru 48 milljónir barna sem fengu engar bólusetningar (svokallað “zero-dose”). Undir lok árs 2021 voru flest þeirra barna búsett á Indlandi og í Nígeríu. Þau gögn sem kynnt eru í skýrslunni sýna vel þetta misrétti og þar kemur fram að 1 af hverjum 5 börnum sem búa á efnaminnstu heimilunum höfðu ekki fengið neina bólusetningu á meðan talan var eitt af hverjum tuttugu börnum í þeim efnameiri. Börn sem hafa ekki fengið neina bólusetningu búa oft á dreifbýlum svæðum sem erfitt er að ná til eða í fátækrahverfum stórborga.&nbsp;&nbsp;</span></p>

19.04.2023Nýtt samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Kamuzu háskólans í Malaví

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Heilbrigðisvísindasvið Kamuzu-háskólans (KUHeS) í Malaví hafa hafið samstarf um framhaldsnám. Fyrsti nemandinn, Tadala K. Phiri, var á dögunum tekinn inn í lyfjafræðideild KUHeS. Hún&nbsp;skoðar virkni efna sem hafa verið í þróun við Háskóla Íslands gegn sveppasýkingum sem finnast í hitabeltislöndum.</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.hi.is/frettir/samstarf_vid_kamuzu_haskola_i_malavi_um_framhaldsnam_i_lyfjafraedi?fbclid=IwAR1kYjcIrhPXNW905W4CPZgXDyHdk7pU5cDPT2PtRDOUNBAFbKScLwbL0E8" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Háskóla Íslands segir að KUHeS hafi á undanförnum árum unnið að því að byggja upp framhaldsnám í lyfjavísindum, tveggja ára námi til M.Phil-prófs frá lyfjafræðideild sviðsins. Þau tímamót urðu á dögunum að fyrsti nemandinn, Tadala K. Phiri, var tekinn in í námið. Námið fer fram við lyfjafræðideildir KUHeS og HÍ og í samstarfi við tvö íslensk fyrirtæki, Hananja, sem vinnur að þróun nýrra lyfja, og Capretto, sem þróar lækningatæki.&nbsp;</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í náminu leggur Tadala sérstaka áherslu að greina stofna sem finnast í hitabeltislöndum og valda sveppasýkingum í húð, og leiðir til að vinna gegn þeim. Til að greina þessa sveppi prófar hún að nýta lítið tæki sem nefnist Raman, sem byggist á leisitækni, ekki ósvipað leisihitamæli. Markmiðið er að þróa einfalda aðferð til þess að greina þá stofna sem valda sveppasýkingum í Malaví og í framhaldinu kanna hvort örverudrepandi efni sem finna má í brjóstamjólk megi nýta til að útrýma slíkum sýkingum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rannsóknir þeirra Halldórs Þormars og&nbsp;Þórdísar Kristmundsdóttur, sem bæði eru prófessorar emeritus við HÍ, hafa sýnt að brjóstamjólk hefur einstaka eiginleika til að ráða niðurlögum sjúkdómsvaldandi veira, baktería og sveppa. Verkefnið er unnið í bænum Mangochi í Malaví og fer hluti vinnu Tadala fram við Mangochi District Hospital og hluti verkefnisins verður unninn&nbsp;við Háskóla Íslands. Mangochi hérað er helsta samstarfshérað íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og Íslendingar stuðlað að bættri lýðheilsu á margvíslegan hátt í héraðinu á undanförnum árum og áratugum.</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þetta samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Kamuzu-háskóla nýtur stuðning Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins sem miðar meðal annars að því að styðja við stúdenta- og starfsmannaskipti milli háskóla. Fyrirtækið Hananja styður einnig verkefnið.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p style="font-size: 1.125rem;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Leiðbeinendur Tadala í meistaranáminu verða þau Frider Chimimba og Baxter H. Kachingwe frá KUHeS og Helga Helgadottir, Ingibjörg Hilmarsdóttir og Sveinbjörn Gizurarson, sem starfa við lyfjafræði- og lækndadeildir Háskóla Íslands. Sá síðastnefndi hefur um árabil unnið með vísindamönnum í Malaví, meðal annars að þróun nýrra lyfja og uppbyggingu lyfjaverksmiðju í landinu í gegnum Hananja, en Sveinbjörn er framkvæmdastjóri félagsins auk þess að vera prófessor við lyfjafræðideild.</span></p>

18.04.2023Könnun um heimsmarkmiðin meðal barna og ungmenna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rebekka Karlsdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar, sækir ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna í New York í júlí &nbsp;fyrir hönd ungmenna á Íslandi þar sem landrýnisskýrsla Íslands verður lögð fram öðru sinni. Í skýrslunni verður meðal annars samantekt um áherslur barna og ungmenna á Íslandi og Rebekka kemur til með að ávarpa þingið til að koma rödd og áherslum ungmenna á framfæri.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Til þess að tryggja að samantektin endurspegli raunverulega áherslur ungs fólks á Íslandi hefur Rebekka útbúið&nbsp;<a href="https://forms.gle/UKR1dTEtaWRwMDDM8"><span style="color: windowtext;">könnun</span></a>&nbsp;þar sem öllum á aldrinum 15–35 ára gefst kostur á að koma sínum áherslum á framfæri. Svörin verða notuð í samantektina og nýtast þau þannig til þess að þrýsta á íslensk stjórnvöld til að gera betur í málefnum ungs fólks á Íslandi í tengslum við innleiðingu heimsmarkmiðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðeins örfáar mínútur tekur að svara&nbsp;<a href="https://forms.gle/UKR1dTEtaWRwMDDM8"><span style="color: windowtext;">könnuninni</span></a>&nbsp;og hún verður hún opin til 21. apríl næstkomandi. Landssamband ungmennafélaga LUF „hvetur öll til þess að taka þátt og tryggja þannig sterka aðkomu ungs fólks að vinnu landrýnisskýrslunnar og innleiðingu stjórnvalda á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem rödd ungs fólks skiptir samfélagi okkar gríðarlega miklu máli,“ eins og segir í <a href="https://luf.is/hvad-finnst-ther-um-innleidingu-islands-a-heimsmarkmidum-sth/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef LUF.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fundurinn í New York í sumar er svokallaður HLPF fundur – United Nations High Level Political Forum – og fer fram árlega. Hvert aðildarríki kynnir á nokkurra ára fresti landrýnisskýrslur – Voluntary National Review – þar sem farið er yfir stöðuna á innleiðingu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun í hverju landi fyrir sig. Þessar skýrslur eru hluti af alþjóðlegri eftirfylgni með framgangi heimsmarkmiðanna og mælst er til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum inn slíkum skýrslum á gildistíma heimsmarkmiðanna. Ísland skilaði seinast inn&nbsp;<a href="https://sustainabledevelopment.un.org/content/documents/23408VNR_Iceland_report_140619.pdf"><span style="color: windowtext;">landrýnisskýrslu árið 2019</span></a>.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Vinna við gerð skýrslunnar hefur staðið yfir hjá stjórnvöldum undanfarna mánuði þar sem ýmsir aðilar innan stjórnsýslunnar, atvinnulíf, borgarasamfélag og ungmenni koma meðal annars til með að segja frá sjónarmiðum. Ein opna í skýrslunni verður tileinkuð börnum og ungmennum.&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/ungmennarad/"><span style="color: windowtext;">Ungmennaráð heimsmarkmiðanna</span></a>&nbsp;mun skrifa eina blaðsíðu í skýrslunni þar sem áherslur barna koma fram og svo á sömu opnu verður blaðsíða fyrir áherslur ungmenna á Íslandi, eins og segir á vef LUF.</span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; letter-spacing: 0.2pt;">Rebekka hefur mikla reynslu af ýmsum sjálfboðastörfum og hagsmunabarátta stúdenta innan Háslóla Íslands hefur verið hennar helsti vettvangur að undanförnu þar sem hún gegnir nú starfi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Rebekka er með BA-gráðu í lögfræði en hefur einnig stundað nám í líffræði. Þá hefur hún einnig starfað sem landvörður og laganemi meðfram námi ásamt því að sinna stjórnarstörfum hjá Ungum umhverfissinnum og Náttúruverndarsamtökum Austurlands.</span></p>

17.04.2023Nýir rammasamningar við landsnefndir UN Women og UNICEF og Félag Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Utanríkisráðherra hefur undirritað rammasamninga við landsnefndir UN Women og UNICEF á Íslandi auk Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Samningarnir ná til kynningar- og fræðslumála á sviði alþjóðlegar þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.</span></p> <p><span>„Ísland á í fjölþættu samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og UN Women og UNICEF eru meðal okkar helstu áherslustofnana. Samningarnir munu veita félögunum dýrmætan fyrirsjáanleika sem auðveldar þeim skipulagningu verkefna. Þá er mjög mikilvægt að starfsemi stofnananna sé miðlað til almennings í gegnum félögin þrjú og fólk hvatt til að styðja við starfsemi þeirra,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í margþættu samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna og landsnefndir UN Women og UNICEF. Samningarnir eru liður í áherslu ráðuneytisins á upplýsingagjöf, kynningu og fræðslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega þróunarsamvinnu. Markmið samninganna er að auka þekkingu á þeim hnattrænu áskorunum sem til staðar eru, auka gagnsæi og skilvirkni.&nbsp;</span></p> <p><span>Landsnefnd UN Women á Íslandi styður og styrkir starfsemi UN Women í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna. Markmið landsnefndarinnar er að afla fjár til verkefna UN Women, kynna og auka áhuga landsmanna á starfsemi UN Women og vera málsvari kvenna í efnaminni ríkjum með það að leiðarljósi að störf þeirra séu órjúfanlegur hluti efnahags- og félagslegrar framþróunar.&nbsp;</span></p> <p><span>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið hafa frá árinu 1948 starfað saman að kynningu á málefnum Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Stefna félagsins er að vinna markvisst að aukinni þekkingu almennings á starfsemi Sameinuðu þjóðanna, að heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna njóti viðtæks stuðnings í samfélaginu og þorri þjóðarinnar styðji við alþjóðlega þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Landsnefnd UNICEF á Íslandi styður og styrkir starfsemi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en stofnunin er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í yfir 190 löndum á heimsvísu. Hlutverk landsnefndarinnar á Íslandi er meðal annars að afla fjárstuðnings við verkefni UNICEF á heimsvísu,&nbsp; kynna og auka áhuga landsmanna á starfsemi UNICEF, standa vörð um réttindi barna á Íslandi og hvetja til virkrar þátttöku ungs fólks og barna í samfélaginu.</span></p>

13.04.2023Ísland styrkir innviðaverkefni UNDP í Úkraínu

Íslensk stjórnvöld ætla að veita 72 milljónum króna til innviðaverkefnis Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu. Markmiðið er að styrkja grunnorkuinnviði í landinu sem eru víða í lamasessi vegna árása Rússlands. <br /> <br /> Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 72 milljóna króna framlagi til verkefnis á vegum Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Úkraínu. Það styður vinnu stjórnvalda við endurbyggingu rafstöðva og dreifikerfa, svo tryggja megi áframhaldandi aðgang að lífsbjargandi grunnþjónustu á stríðshrjáðum svæðum, einkum í Kharkiv og nágrenni. Framlagið er hluti af mannúðar- og efnahagsaðstoð Íslands við Úkraínu.<br /> <br /> “Kerfisbundnar árásir Rússlands á borgaralega orkuvinniði í Úkraínu eru gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum og þær hafa haft í för með sér miklar þjáningar fyrir almenning í landinu. Uppbygging á sjálfbærum orkuinnviðum er lykilforsenda þess að lina þessar þjáningar og leggja um leið grunninn að endurreisn til framtíðar. Stuðningur og samstaða Íslands með Úkraínu er óbilandi og við erum stolt af því að styðja við starf UNDP á sviði þróunar og mannúðarmála í Úkraínu,” segir utanríkisráðherra. <br /> <br /> Grunninnviðir í Úkraínu, ekki síst orkuinnviðir, hafa sætt kerfisbundnum árásum af hálfu Rússlands frá því að innrásarstríðið hófst. Framleiðslugeta rafmagns hefur minnkað til muna og viðvarandi skortur er nú á rafmagni, gasi og vatni víða um landið. Brýn þörf er á stuðningi við að byggja upp á ný og viðhalda orkuinnviðum auk þess að koma til móts við þörf fyrir mannúðaraðstoð og efnahagsuppbyggingu í landinu.<br /> <br /> Ísland hefur frá upphafi innrásarinnar stutt við uppbyggingu orkuinnviða í Úkraínu og er þess skemmst að minnast þegar íslensk dreifi- og veitufyrirtæki <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/02/21/Raforkubunadur-af-ymsu-tagi-til-Ukrainu/">sendu raforkubúnað </a>af ýmsu tagi til Úkraínu. Þá hafa íslensk stjórnvöld lagt 1,5 milljónir bandaríkjadala í orkusjóð fyrir Úkraínu (Ukraine Energy Support Fund) á vegum evrópsks samstarfsvettvangs um orkumál (Energy Community).

11.04.2023Jákvæð niðurstaða í jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands

<p><span>Jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands var tekin fyrir á fundi nefndarinnar í París fyrir helgi. Niðurstöðurnar eru afar jákvæðar fyrir Ísland en þar kemur meðal annars fram að með skýrri og einbeittri nálgun á tiltekin málefnasvið, stofnanir og samstarfslönd, hafi Ísland nýtt styrkleika sína í þróunarsamvinnu og hámarkað framlag sitt til málaflokksins þrátt fyrir smæð.</span></p> <p><span>„Það er sannarlega ánægjulegt að fá það staðfest af Þróunarsamvinnunefnd OECD að Ísland hafi með nálgun sinni og starfsaðferðum hámarkað framlag sitt til málaflokksins. Það er lykilatriði fyrir lítið ríki eins og Ísland að halda áherslum skýrum og setja áfram í forgrunn að þátttaka okkar sé virðisaukandi í hinu stóra samhengi. Á sama tíma er gagnlegt að fá ábendingar um hvernig við getum enn frekar eflt starfið, og við munum leggja áherslu á að koma tilmælunum til framkvæmdar á næstu misserum. Jafningjarýnin er enn fremur kröftugt innlegg inn í yfirstandandi stefnumótunarvinnu, en ég mun leggja fram þingsályktun um þróunarsamvinnustefnu til næstu fimm ára á haustþingi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni er starf í þágu kynjajafnréttis og valdeflingar kvenna nefnt sem dæmi um málaflokk þar sem Ísland hefur látið til sín taka á alþjóðlegum vettvangi og í tvíhliða starfi. Sökum þess hve Ísland nýtur mikils trúverðugleika á því sviði og skýrrar nálgunar sé sýnileiki og árangur af starfinu umtalsvert meiri en fjárframlög gefa til kynna. Nálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu hlaut einnig mikið lof, enda hafi stuðningur við tiltekin héruð í samstarfsríkjunum reynst árangursrík leið til að koma stuðningi Íslands beint til fátækra samfélaga og eignarhald heimamanna sé því sterkt. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að samstarfsaðilar beri Íslandi vel söguna, enda hafi mikil áhersla verið lögð á að bæta verklag og vinna í takt við bestu starfsvenjur, en samstarfsaðilar frá Úganda og Malaví greindu frá samstarfinu við Ísland á fundinum.</span></p> <p><span>Í skýrslunni er auk þess fjallað um áskoranir og tækifæri til að efla starfið enn fremur, svo sem hvað varðar framlög til þróunarsamvinnu, heildræna árangursstjórnun, landaáætlanir, samræmingu stefnumála í þágu sjálfbærrar þróunar, stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum, starfsemi GRÓ þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, starfsmannamál og samræmingu innan ráðuneytisins.&nbsp;</span></p> <p><span>Jafningjarýni er fastur liður í störfum DAC, en í henni felst ítarleg greining á starfi Íslands, skipulagi, áherslum, framkvæmd og starfsháttum. Niðurstöðurnar eru teknar saman í skýrslu sem birt verður opinberlega innan nokkurra vikna og gefin út á heimasíðu OECD og utanríkisráðuneytisins. Er þetta í annað sinn sem sinn sem þróunarsamvinna Íslands er rýnd á forsendum jafningjarýni en síðast fór slík úttekt fram árið 2017.&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrirhugaður er opinn kynningarfundur um niðurstöður skýrslunnar 2. júní næstkomandi, en nánari upplýsingar verða kynntar síðar.&nbsp;</span></p>

31.03.2023Þrettán frjáls félagasamtök með verkefni í sautján ríkjum

<span></span> <span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Fjölmörg frjáls félagasamtök á Íslandi eiga í samstarfi við utanríkisráðuneytið á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar og verkefnin er víðs vegar um heiminn. Á síðasta ári fengu þrettán frjáls félagasamtök styrki frá utanríkisráðuneytinu til verkefna í fimmtán þjóðríkjum. Hér eru fjögur nýleg dæmi um fréttir af þessu mikilvæga starfi frá SOS Barnaþorpunum, ABC barnahjálp og Barnaheill – Save the Children á Íslandi, auk fréttar frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.</span><span></span>&nbsp;</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Úr sára­fá­tækt í múr­steina­fram­leiðslu</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Med­ina er ein­stæð fjög­urra barna móð­ir í smá­bæn­um Eteya í Eþí­óp­íu. Eft­ir að eig­in­mað­ur henn­ar lést stóð Med­ina eft­ir ein með börn­in og eng­ar tekj­ur. Árið 2018 var staða fjöl­skyld­unn­ar orð­in svo al­var­leg að börn­in fengu ekki grunn­þörf­um sín­um mætt og þau gátu auk þess ekki sótt skóla. Med­ina fékk þá inn­göngu í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barna­þorp­anna sem SOS á Ís­landi fjár­magn­ar og þrem­ur árum síð­ar hafði henni held­ur bet­ur tek­ist að snúa tafl­inu við sér í vil. Med­ina hef­ur með þess­um mikla dugn­aði sýnt okk­ur í sinni tær­ustu mynd af hverju fjöl­skyldu­efl­ing SOS Barna­þorp­anna er svona mik­il­væg. Við tök­um fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð. Nú eru á sjötta hundrað fjöl­skyld­ur með yfir 1600 börn­um ann­að hvort út­skrif­uð eða að út­skrif­ast úr fjöl­skyldu­efl­ing­unni sem hófst árið 2018.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/7lcAYJ2PA-Q" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.sos.is/sos-sogur/fjolskylduefling/ur-sarafataekt-i-mursteinaframleidslu/" target="_blank">Nánar á vef SOS</a></span></p> <p><strong style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Áveitan lýkur vatnsverkefni í Búrkína Fasó</strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Haraldur Pálsson og Jóhanna Sólrún Norðfjörð, eigendur Áveitunnar á Akureyri hafa á undanförnum árum, ásamt góðum hópi starfsmanna og vina, farið reglulega til Búrkína Fasó og hjálpað til við hin ýmsu verk – en þó aðallega mjög stórt vatnsverkefni fyrir skólann og ræktunarlandið þeirra. Fékk fyrirtækið nýlega styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrir nýjasta verkefnið, sem gerði það að verkum að hægt var að framkvæma meira en ella og var verkið unnið með heimamönnum. Í janúar fór síðasti hópurinn á þeirra vegum til Búrkína Fasó.</span></p> <p><span style="font-size: 14.6667px; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.abc.is/aveitan-likur-vatnsverkefni-i-burkina-faso/" target="_blank">Nánar á vef ABC</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Börn í Sýrlandi skelfingu lostin við að sofa í tjöldum á meðan stormar geisa</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Úrhellisrigning og flóð hafa undanfarið valdið miklum skaða í bæði flóttamannabúðum og þorpum víða í norðanverðu Sýrlandi þar sem jarðskjálftar skullu nýlega á og eru börn of óttaslegin til að sofa í tjöldum. Flóðin hafa valdið miklum skaða fyrir fleiri en 4.000 fjölskyldur í norðanverðu Sýrlandi, sérstaklega í búðum settum upp fyrir fólk á vergangi. Að minnsta kosti 375 tjöld sem veittu fjölskyldum skjól hafa eyðilagst eða eru svo illa farin að ekki er lengur hægt að búa í þeim. Yfir 530 tjöld til viðbótar hafa skemmst. Flóðin hafa þar að auki lokað fyrir vegi og komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð nái til fólks sem enn þarf á henni að halda vegna jarðskjálftanna í síðasta mánuði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/born-i-syrlandi-skelfingu-lostin-vid-ad-sofa-i-tjoldum-a-medan-stormar-geisa" target="_blank">Nánar á vef Barnaheilla</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>UNICEF styður menntun barna í Kongó í skugga átaka</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, styrkir nú uppsetningu tímabundinna skólasvæða, þjálfun kennara og útvegar námsgögn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem harðnandi átök í austurhéruðum landsins hafa raskað verulega menntun barna síðastliðið ár. Samkvæmt nýjustu gögnum&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur skólaganga nærri 750 þúsund barna raskast verulega í tveimur stríðshrjáðustu héruðum austurhluta Kongó. Frá janúar í fyrra til mars í ár hafa 2.100 skólar í Norður-Kivu&nbsp;og&nbsp;Ituri-héruðum&nbsp;neyðst til að hætta starfsemi af öryggisástæðum. Þúsundir fjölskyldna hafa neyðst til að flýja heimili sín í leit að öryggi og áætlar&nbsp;UNICEF&nbsp;að nærri 240 þúsund börn séu á vergangi í flóttamannabúðum í kringum&nbsp;Goma, höfuðborg Norður-Kivu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/unicef-stydur-menntun-barna-i-kongo-i-skugga-ataka" target="_blank" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 14.6667px;">Nánar á vef UNICEF</a></span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

30.03.2023Þyrla leigð fyrir íslenskt þróunarfé dreifir mat til nauðstaddra í Malaví

<span></span> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Með fjárstuðningi frá Íslandi til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, í Malaví hefur tekist að dreifa 24 tonnum af mat með þyrlu til nauðstaddra í suðurhluta landsins. Dánartölur vegna fellibylsins Freddy hækka daglega og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 676 látnir í Malaví og 650 þúsund íbúar á vergangi. Flestir hafast við í þeim 500 bráðabirgðaskýlum sem komið hefur verið upp frá því óveðrið reið yfir um miðjan mánuðinn.</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve tókst WFP með fjárstuðningi frá Íslandi að leigja þyrlu frá Suður-Afríku til að dreifa mat til þeirra svæða þar sem ekki hefur enn tekist að komast til landleiðina. “Það er ánægulegt að segja frá því að Ísland var eitt af fyrstu framlagsríkjunum til þess að veita lífsnauðsynlegan stuðning,” segir Inga Dóra.</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að mati samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, þarf Malaví tafarlausa aðstoð til að takast á við sjúkdóma sem breiðast þessa dagana hratt út í bráðabirgðaskýlunum fyrir þá sem misstu heimili sín en héldu lífi. Mengað drykkjarvatn og ófullnægjandi hreinlætisaðstaða eru kjöraðstæður fyrir útbreiðslu sjúkdóma eins og kóleru sem var útbreidd í landinu áður en óveðrið skall á. Bráðir öndunarfærasjúkdómar hafa einnig gert vart við sig í sumum skýlunum og malaríutilvikum fjölgar.</span></p> <p class="MsoNormal"><span lang="EN-US" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Khumbize Kandodo Chiponda heilbrigðisráðherra Malaví segir skort á heilbrigðisstarfsfólki eina helstu áskorun stjórnvalda. Hún segir að á síðustu tveimur vikum hafi verið ráðnir 300 heilbrigðisstarfsmenn en þörf sé á fleirum og Malaví þurfi um þrjár milljónir bandarískra dala til að takast á við ástandið í heilbrigðismálum eftir fellibylinn.</span></p>

29.03.2023Ísland eykur stuðning við friðaruppbyggingu og sáttamiðlun á vegum Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa gert nýjan fjögurra ára samstarfssamning við skrifstofu alþjóðastjórnmála og friðaruppbyggingar hjá Sameinuðu þjóðunum, Department of Political and Peacebuilding Affairs, DPPA. Framlag Íslands verður tvöfalt hærra en fyrri samningur og framlagið nemur 20 milljónum króna á ári í takt við langtímaáætlun DPPA, sem gildir næstu fjögur árin, 2023-2026.&nbsp;Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd Íslands ásamt varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Rosemary A. DiCarlo.</span></p> <p><span>Stuðningurinn miðar að því að tryggja forystuhlutverk Sameinuðu þjóðanna við friðaruppbyggingu og sáttamiðlun víðs vegar í heiminum. Þar að auki vinnur DPPA sérstaklega að virkri þátttöku kvenna í slíkum umleitunum auk þess að tryggja samræmi og samlegð milli öryggismála, þróunarsamvinnu og mannréttindamála. Þær áherslur falla sérstaklega vel að þjóðaröryggisstefnu Íslands og samstarfið er lykilhluti af þróunarsamvinnustefnu Íslands um fyrirbyggjandi störf í þágu friðar með áherslu á þátttöku kvenna.&nbsp;</span></p> <p><span>„Nýr fjögurra ára samningur við DPPA með tvöfalt hærri framlögum undirstrikar áframhaldandi áherslu Íslands á forystuhlutverki Sameinuðu þjóðanna í friðaruppbyggingu og sáttamiðlun. Við sjáum fjölgun átaka í heiminum og aukna spenna í alþjóðamálum. Það er áhersluatriði af hálfu Íslands að úrlausn þeirra byggist á friðarferlum sem taka mið af alþjóðalögum og framkvæmd eru með virkri þátttöku kvenna,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Ísland hefur frá árinu 2018 stutt DPPA en stuðningurinn skiptir miklu máli fyrir getu Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við verkefnum sem ekki er gert ráð fyrir í kjarnaframlögum og kallað er eftir með skömmum fyrirvara. DPPA styður þannig við friðaruppbyggingu og sáttarferli um heim allan, ekki síst í þeim þrjátíu löndum þar sem sérstakir erindrekar samtakanna starfa, auk þess að starfa með öðrum undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Samstarfið stuðlar með beinum hætti að framfylgd heimsmarkmiðanna um frið og réttlæti (16), jafnrétti kynjanna (5) og samvinnu um heimsmarkmiðin (17).<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.03.2023Margir hafa týnt ástvinum vegna átaka í Úkraínu

<span></span> <p><span style="background: white; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Fyrir ári setti Rauði krossinn upp sérstaka skrifstofu til að sinna þeim þúsundum fjölskyldna sem hafa týnt ástvinum vegna vopnaðra átaka í Úkraínu en fjölskyldusameiningar eru eitt helsta verkefni samtakanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Leitarþjónusta alþjóðaráðs Rauða krossins er eitt elsta verkefni hreyfingarinnar, en í yfir 150 ár hefur hún hjálpað fólki sem hefur orðið viðskila við ástvini sína að sameinast þeim á ný og á þann hátt hefur hún sinnt einni af grundvallarskyldum alþjóðaráðsins, samkvæmt Genfar-sáttmálanum. Leitarþjónusta alþjóðaráðs hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að koma fjölskyldumeðlimum aftur í samband, finna og bera kennsl á týnda einstaklinga, vernda reisn hinna látnu og mæta þörfum fjölskyldna þeirra sem eru týndir um allan heim.</span></p> <p style="font-stretch: inherit;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alþjóðaráð Rauða krossins opnaði sérstaka skrifstofu innan leitarþjónustu sinnar í mars 2022 til að sinna átökunum milli Rússlands og Úkraínu. Hlutverk hennar er að vera hlutlaus milliliður milli stríðandi fylkinga og draga úr þjáningu fjölskyldna sem hafa ekki fengið fréttir af afdrifum ástvina sinna vegna átakanna, annað hvort vegna þess að þeir hafa verið handsamaðir af óvinum eða vegna þess að þau misstu sambandið eftir að hafa flúið heimili sín.</span></p> <p style="font-stretch: inherit;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skrifstofan safnar saman, miðstýrir og sendir út upplýsingar um örlög og staðsetningu fólks sem hefur verið hneppt í varðhald eða fallið í hendur óvina sinna, hvort sem það er í hernaði eða ekki. Hún fylgist með örlögum þessara einstaklinga og fjölskyldna þeirra á meðan þeir eru á valdi óvina sinna, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir, til að koma í veg fyrir að þeir hverfi og til að viðhalda fjölskyldutengslum.</span></p> <p style="font-stretch: inherit;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skrifstofan er staðsett í Genf og vinnur náið með öðrum aðilum innan alþjóðahreyfingar Rauða krossins um allan heim til að samhæfa aðgerðir. Hún er skipuð þverfaglegu teymi sem inniheldur fólk sem talar bæði rússnesku og úkraínsku og eru sérfræðingar á sviði fjölskyldusameininga, leitar að týndu fólki, réttarfræði, gagnastjórnunar og gagnagreiningar. Leitarþjónusta alþjóðaráðs Rauða krossins mun starfa eins lengi og þörf er á til að veita fjölskyldum upplýsingar um ástvini sína.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/almennar-frettir/margir-hafa-tynt-astvinum-vegna-ataka-i-ukrainu/" target="_blank">Nánar á vef Rauða krossins</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

28.03.2023Menntunarátak í Níger til að draga úr fólksfjölgun og barnahjónaböndum

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hvergi í heiminum er fæðingartíðni hærri en í Afríkuríkinu Níger. Þar stendur nú yfir átak til að auka möguleika stúlkna til menntunar í þeim tilgangi að hægja á fólksfjölgun í landinu. Atvinnuleysi meðal ungs fólks fer síhækkandi og hvergi í heiminum eru barnahjónabönd fleiri, 76 prósent stúlkna giftar fyrir átján ára aldur og 28 prósent fyrir fimmtán ára aldur.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fjölskyldur í Níger eiga að meðaltali sjö börn. Mikil mannfjöldaaukning hefur átt sér stað undanfarna áratugi, frá 3,5 milljónum árið 1960 til um 25 milljóna í dag. Miðgildi aldurs í landinu er nú 14,5 ár og tveir af hverjum fimm Nígerbúum eða 40,8% lifa undir fátæktarmörkum. Flestir þeirra eða 95% búa á dreifbýlum svæðum þar sem fátæktartíðnin er mun hærri, sérstaklega á Dosso, Zinder og Maradi svæðunum,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/menntunaratak-i-niger-til-ad-draga-ur-folksfjolgun-og-barnahjonabondum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Samtökin vinna með yfirvöldum í Níger að því að mennta stúlkur um fjölskylduskipulagningu og reka svokallaða eiginmannaskóla. Þar fá stúlkur meðal annars fræðslu um getnaðarvarnir og tíðarhringinn, að því er segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Ráðamenn höfðu lagt fram áætlanir um að ná notkun á nútímalegum getnaðarvörnum upp í 50% fyrir árið 2020 en tölfræðin sýnir hins vegar að markmiðið var ef til vill of metnaðarfullt og hefur ekki náðst, þrátt fyrir að hægt sé að sjá breytingu í hegðun á sumum svæðum. Ef mannfjöldaaukning helst eins og hún er, má búast við að 600.000 ný börn hefji skólagöngu á hverju ári, sem þýðir að opna þyrfti 12.000 nýja skóla árlega. Frekar hefur dregið úr fjölda skóla en 890 skólum var lokað af öryggisástæðum í Níger í ágúst 2022. Samkvæmt skýrslu frá UNICEF leiddi þetta til þess að 78.000 börn gátu ekki lengur sótt skóla, þar af 38.000 stúlkur. Í nýlegri skýrslu Barnaheilla – Save the Children kemur fram að Níger er eitt af þeim löndum þar sem mikil hætta er á að menntakerfið hrynji.“</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/menntunaratak-i-niger-til-ad-draga-ur-folksfjolgun-og-barnahjonabondum" target="_blank">Nánar á vef Barnaheilla</a></span></p>

27.03.2023Fyrrverandi nemendur GRÓ skólanna hittast í fyrsta sinn í Kenía

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kenía stæði ekki jafn framarlega í nýtingu jarðvarma eins og raun ber vitni ef ekki hefði komið til samstarfsins við Jarðhitaskólann á Íslandi. Þetta er álit fyrrverandi kenískra nemenda skólans, sem hittust á fyrsta sameiginlega viðburði GRÓ í Næróbí fyrr í mánuðinum. Auk Jarðhitaskólans hafa Sjávarútvegsskóli og Jafnréttisskóli GRÓ starfað í landinu.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Kenía hefur verið eitt helsta samstarfsríki GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Samstarfið við Kenía nær aftur til ársins 1982, eða í rúma fjóra áratugi. Flestir útskrifaðir nemendur eru frá Kenía, 175 talsins, þar af sóttu 146 nám í Jarðhitaskólanum. Af heildarfjöldanum hafa 29 fengið styrki tl meistaranáms og níu til doktorsnáms.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">GRÓ starfar undir merkjum UNESCO, Menningar-, vísinda- og menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna og starfrækir fjóra skóla hér á landi, sem áður voru kenndir við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn fram á svæðisskrifstofu UNESCO fyrir Austur-Afríku, sem staðsett er í Nærobí en 30% af fyrrverandi nemendum GRÓ koma frá því svæði. Starf GRÓ er fjármagnað af utanríkisráðuneytinu, sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Margir kenískir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans hafa verið leiðandi í þróun nýtingar jarðvarma í heimalandinu. Nokkrir þeirra lýstu því mikilvæga hlutverki sem Jarðhitaskólinn hefur gegnt í jarðhitamálum í landinu og hvernig rannsóknir nemendanna hafi stuðlað að nýtingu á jarðhitaauðlindinni með svo góðum árangri að 47 prósent allrar raforku í landinu kemur í dag frá jarðvarmavirkjunum. Kenía framleiðir meira rafmagn með jarðvarma en Ísland, en uppsett afl í jarðvarmavirkjunum í Kenía var 944 MW í lok árs 2021 en 756 MW á sama tíma á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á viðburðinum flutti Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, kynningu á sögu og starfi GRÓ í Austur-Afríku og dr. Alexandros Makarigakis, deildarstjóri náttúruvísindasviðs og svæðisvatnafræðingur hjá svæðisskrifstofunni, kynnti starf UNESCO á svæðinu. Markmið viðburðarins var tvíþætt, annars vegar að kanna hvernig efla megi samstarf GRÓ og svæðisskrifstofu UNESCO í Kenía, og hins vegar hvernig GRÓ getur stuðlað að virku tengslaneti fyrrverandi nemenda skólanna í þessum heimshluta.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.grocentre.is/gro/media/news/category/1/gro-alumni-in-kenya-meet-with-unescos-regional-office-for-eastern-africa" target="_blank">Nánar á vef GRÓ</a></span></p>

27.03.2023Átta ár liðin frá upphafi borgarastyrjaldar í Jemen

<span></span> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í lok síðustu viku var minnst þeirra sorglegu tímamóta að átta ár voru liðin frá því borgarastyrjöld hófst með ólýsanlegum hörmungum fyrir börn og aðra íbúa. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, greindi frá því að 11 milljónir jemenskra barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda, rúmlega 540 þúsund börn undir fimm ára aldri þjáist vegna lífshættulegrar vannæringar og að á tíu mínútna fresti deyi barn af sjúkdómum og orsökum, sem hægt væri að afstýra.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Síðastliðin átta ár höfum við flutt ykkur fréttir af skelfilegum aðstæðum barna í Jemen, hungrinu, hættunum, mannréttindabrotunum og dauðsföllum. Til eru sex og sjö stafa tölur yfir fjölda ungra og saklausra barna sem daglega glíma við allt það versta sem hugsast getur, enda hefur lengi verið talað um Jemen sem versta stað á jörðu til að vera barn. Þessar tölur eru líklega hættar að hreyfa við alþjóðasamfélaginu og almenningur nánast farinn að taka þessu skelfingarástandi sem óumflýjanlegum hlut og ljós vonarinnar hugsanlega í einhverjum tilfellum tekið að dofna,“ segir í <a href="https://www.unicef.is/atta-ar-af-stridi-i-jemen" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"></span><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Eftir átta ár upplifa mörg börn og fjölskyldur þeirra að þau séu stödd í vítahring vonleysis,“segir Peter Hawkins, fulltrúi UNICEF í Jemen, sem bendir á að það sem börn og íbúar Jemen þurfi fyrst og fremst á að halda, sé varanlegur friður. Svo hægt sé að græða sár síðustu ára og vinna upp allt sem glatast hefur.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"></span><span style="color: #1e1e1e; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Við öll þurfum því að tryggja að við höldum glæðum í ljósi vonarinnar hjá börnum og öðrum íbúum Jemen. Sýna þeim að við gefumst aldrei upp í því gríðarstóra verkefni sem það er, að bæta líf þeirra, tryggja velferð og öryggi uns friður kemst á,“ segir í frétt UNICEF.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #1e1e1e; font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/atta-ar-af-stridi-i-jemen" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

22.03.2023Uppfylla þarf réttinn til hreins drykkjarvatns um heim allan

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light';">Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi alþjóðlegri vatnskreppu í nýrri skýrslu – <a href="World Development Report 2023" target="_blank">World Development Report 2023</a>&nbsp;– sem gefin er út í dag, á alþjóðlegum degi vatnsins. Þar er dregin upp dökk mynd af vaxandi vatnsskorti í heiminum og skýrsluhöfundar segja árstíðabundinn skort halda áfram að aukast vegna loftslagsbreytinga. Um 26 prósent jarðarbúa hafa ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og 46 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um vatnsskort í heiminum hefst dag í New York.</span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið upp á <a href="https://www.worldwaterday.org/stories-2023/story/un-world-water-development-report-2023" target="_blank">alþjóðlegan dag vatnsins</a>&nbsp;22. mars í yfir þrjá áratugi en í ár markar dagurinn opnun fyrstu <a href="https://sdgs.un.org/conferences/water2023" target="_blank">alþjóðlegu vatnsráðstefnu</a>&nbsp;sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið frá 1977. Gerðar eru miklar væntingar til ráðstefnunnar enda er ljóst að langt er í land fyrir alþjóðasamfélagið til að ná sjötta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um hreint vatn og salernisaðstöðu fyrir alla fyrir árið 2030. </span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Ísland tekur virkan þátt á vatnsráðstefnunni og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum flytur ræðu síðar í </span><span style="font-family: 'FiraGO Light';">vikunni. Þá er fastafulltrúi Íslands einn af varaforsetum ráðstefnunnar og stýrir þar fundum vatnsráðstefnunnar eftir þörfum. Ísland leiðir sömuleiðis vinahóp SÞ um landgræðslu, ásamt<span style="color: black; background: white;"> Namibíu, en hópurinn fundar á hliðarlínum vatnsráðstefnunnar og ræðir þar meðal annars um samspil og samlegðaráhrif vatns og endurheimt lands.</span></span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Á Íslandi er hægt að fullyrða að allir hafi greiðan aðgang að hreinu drykkjarvatni á viðráðanlegu verði. Um fjórðungur mannkyns þarf hins vegar að sækja drykkjarvatn í læki og vötn, stundum langar leiðir, eða borga háa upphæð fyrir vatn sem oft er mengað. Vatnskrísan hefur mest áhrif á viðkvæmustu hópana en meira en þúsund börn deyja daglega af völdum veikinda sem stafa af skorti á hreinu vatni og takmörkuðu aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu.</span></p> <p><strong><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Samvinna í samstarfsríkjum</span></strong></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að koma hreinu drykkjarvatni til íbúa og að bæta aðgang að salernis- og hreinlætisaðstöðu í samstarfsríkjum í tvíhliða þróunarsamvinnu. Í Mangochi héraði í Malaví hefur Ísland tryggt aðgang að hreinu drykkjarvatni fyrir 390 þúsund manns. Í Úganda hefur Ísland unnið með héraðsstjórninni í Buikwe við að tryggja aðgang að hreinu vatni fyrir um 65 þúsund manns og með UNICEF í norður-Úganda við að bæta vatns- og hreinlætisaðstöðu í flóttamannabyggðum þar sem yfir 40 þúsund manns hafa notið góðs af stuðningi Íslands og 45 þúsund manns munu bætast við þann fjölda með nýju verkefni. Í Síerra Leóne hefur Ísland í samstarfi við UNICEF tryggt um 60 þúsund manns í strandbyggðum landsins aðgang að hreinu vatni og bættri salernis- og hreinlætisaðstöðu og við það munu bætast um 50 þúsund manns á næstu árum með nýju verkefni. </span></p> <p><strong><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Dökkt útlit</span></strong></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Ljóst er að flest áhrif loftslagsbreytinga koma beint niður á vatni. Allt frá hækkandi sjávarborðs til flóða og þurrka. Í nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, IPCC, er dregin upp dökk mynd af stöðu mála. Antonío Guterres aðalramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði við útgáfu skýrslunnar að „mannkynið er á þunnum ís - og sá ís bráðnar hratt“. Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni hefur flóðum fjölgað um 134 prósent frá árinu 2000 og lengd þurrka aukist um 29 prósent á sama tímabili. </span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Í Malaví, samstarfslandi Íslands, reið nýlega yfir fellibylurinn Freddy sem hefur skapað neyðarástand fyrir þá hópa sem þegar voru í viðkvæmri stöðu. Óttast er að stormurinn hafi víðtækar afleiðingar, meðal annars á aðgengi að hreinu drykkjarvatni, og að kólerufaraldur stigmagnist að nýju en kólerufaraldur hefur verið í landinu síðasta árið eftir að fellibylur reið yfir í byrjun síðasta árs. Íslensk stjórnvöld ákváðu að veita 71 milljón króna framlag til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, vegna þessa neyðarástands.</span></p> <p><span style="color: black; background: white; font-family: 'FiraGO Light';">Ísland er meðlimur í vinahópi Sameinuðu þjóðanna um börn og heimsmarkmiðin en fulltrúi vinahópsins flytur ræðu á vatnsráðstefnunni þar sem áhersla er lögð á velferð barna í þessum málaflokki. Þar kemur meðal annars fram að um þriðjungur barna búa í óstöðugum ríkjum en þessi börn eru 20 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma sem stafa af skorti á hreinu vatni og takmörkuðu aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu heldur en af völdum sprengju eða byssukúlu. </span></p> <p>&nbsp;</p>

21.03.2023Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna heita auknum stuðningi við fátækustu ríkin næsta áratuginn

<span></span><span></span> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að efla stuðning við fátækustu ríki heims næstu tíu árin. Þetta var niðurstaða fimmtu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fátækustu ríkin, 46 talsins, sem var haldin í Doha í Katar fyrr í mánuðinum. Að ráðstefnunni komu fulltrúar fjölmargra ríkja, þar á meðal Íslands, alþjóðastofnana, einkageirans, borgarasamfélags og ungmenna.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Undir þemanu „Frá möguleikum til velmegunar“ var á ráðstefnunni kappkostað að knýja fram breytingar í þágu þeirra 1,2 milljarðs manna sem búa í fátækustu ríkjunum. Alþjóðasamfélagið lýsti yfir vilja til að endurnýja og styrkja skuldbindingar sínar og byggja upp samstarf til framtíðar.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala, sem sótti ráðstefnuna, hafa margar áskoranir hindrað umbætur í fátækustu löndunum á undanförnum árum, þar á meðal heimsfaraldur, loftslagsbreytingar og vaxandi ójöfnuður.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Í aðgerðaáætluninni er gerð grein fyrir yfirgripsmiklum ráðstöfunum til að sigrast á kerfislægum áskorunum, draga úr fátækt, efla stuðning við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og byggja upp viðnámsþrótt í þeim löndum sem höllustum fæti standa.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Áætlunin skiptist í sex forgangssvið:</span></p> <ul> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Fjárfesta í fólki, uppræta fátækt og byggja upp getu til að skilja engan eftir;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Nýta kraft vísinda, tækni og nýsköpunar til að berjast gegn margbreytilegu varnarleysi&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">og til að ná heimsmarkmiðunum;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Styðja við skipulagsbreytingar sem stuðla að velsæld;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Efla alþjóðaviðskipti fátækustu landanna og styðja svæðisbundið samstarf;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Takast á við loftslagsbreytingar og hnignun umhverfis, eftirköst heimsfaraldurs og&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">byggja upp viðnám gegn framtíðaráföllum í þágu áhættuupplýstrar sjálfbærrar&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">þróunar;</span></li> <li style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Virkja alþjóðlega samstöðu, endurnýja alþjóðlegt samstarf og skapandi stjórntæki og&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">stefna að sjálfbærri útskrift úr ríkjahópnum.</span></li> </ul> <p style="background: #fdfdfd; text-align: left;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; color: black;">Sameinuðu þjóðunum var falið að tryggja samhæfingu til að auðvelda samræmda framkvæmd og samræmi í eftirfylgni og eftirliti með áætluninni á landsvísu, svæðisbundið og á heimsvísu.<br /> </span><br /> <span></span></p>

21.03.2023Ísland styður kosningaverkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna í Síerra Leóne

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;"><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hafa gert með sér <a href="https://www.undp.org/sierra-leone/press-releases/iceland-contributes-usd-200-000-support-peaceful-and-inclusive-elections-sierra-leone" target="_blank">samning</a>&nbsp;um að Ísland leggi fram tæplega 30 milljónir króna – 200 þúsund bandaríska dali – í sérstakan sjóð í umsjón UNDP sem ætlað er að stuðla að friðsamlegri framkvæmd fyrirhugaðra kosninga í landinu í júní á þessu ári. Framlaginu er sérstaklega ætlað að stuðla að því að kjósendur nýti kosningarétt sinn, ekki síst konur, ungmenni og fólk með fötlun.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Almennar kosningar verða haldnar í Síerra Leóne í júní og kosið verður til forseta, þings og sveitarstjórna í landinu. Þetta verða fimmtu kosningarnar í landinu frá því borgarastríðinu lauk árið 2002. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hefur veitt stjórnvöldum stuðning í tengslum við fyrri kosningar og hefur nú sett á laggirnar tveggja ára verkefni sem ætlað er að efla skipulag og framkvæmd kosninga og stuðla að friðsamlegum kjördegi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að mati UNDP er stuðningur við lýðræðisuppbyggingu og kosningar áfram talið mikilvægt viðfangsefni því þrátt fyrir almennt friðsælt stjórnmálaástand undanfarin ár og tiltölulega friðsamlegar kosningar árið 2018, glímir Síerra Leóne við fjölmargar áskoranir varðandi stjórnarhætti og stjórnarfar. Vantraust til stjórnvalda hefur til dæmis aukist. Óeirðir brutust út milli borgara og lögreglu í ágúst síðastliðnum sem má rekja til versnandi lífskjara fólks í landinu vegna hárrar verðbólgu og hækkandi olíuverðs. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tveggja ára verkefninu sem Ísland styrkir er ætlað að styðja við undirbúning,&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">framkvæmd og eftirmála kosninganna. Það samanstendur af þremur meginþáttum:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">styrkja getu landskjörstjórnarinnar og annarra stofnana sem koma að framkvæmd kosninganna til að gera þeim kleift að sinna hlutverki sínu á skilvirkan hátt;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">auka gagnsæi í kosningaferlinu í gegnum vitundarvakningu og aðgengi almennings að hlutlægum upplýsingum; og </span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">efla gagnsæi og tryggja þátttökumöguleika allra hópa í samfélaginu með sérstaka áherslu á konur, ungmenni og fatlað fólk en þessir hópar hafa átt á brattann að sækja þegar kemur að skráningu á kjörskrá og við greiðslu atkvæða í kosningum.</span></li> </ul> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Einnig verður veittur stuðningur eftir að kosningum lýkur, með áherslu á aðgerðir sem stuðla að langtímauppbyggingu friðar, öryggis og trausts milli borgara og valdhafa.</span></p>

20.03.2023Stjórnsýslubygging og grunnskóli afhent í Buikwe héraði

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í liðinni viku afhenti íslenska sendiráðið í Kampala héraðsstjórn Buikwe tvær byggingar sem reistar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé í héraðinu. Annars vegar er um að ræða grunnskóla fyrir átta hundruð nemendur og hins vegar stjórnsýslubyggingu fyrir velferðar- og jafnréttismál. Buikwe er annað tveggja héraða í Úganda sem Ísland styður í byggðaþróun sem felur í sér uppbyggingu á grunnþjónustu við íbúa og stuðning við stjórnsýslu héraðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Framkvæmdir við stjórnsýsluhúsnæði fyrir deild velferðar- og jafnréttismála hafa staðið yfir frá því í nóvember á síðasta ári. Byggingin kallast „Gender Building Block“ en húsnæðið er hluti af undirbúningi verkþáttar fyrir efnahagslega valdeflingu kvenna og ungmenna. Það á að þjóna öllum 445 þúsundum íbúum héraðsins, ekki síst þeim &nbsp;sem hafa orðið fyrir kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Í báðum samstarfshéruðunum hafa farið fram stöðugreingar á slíku ofbeldi og skýrslur með tillögum um úrbætur liggja fyrir. Í nýju byggingunni er skrifstofurými fyrir rúmlega tuttugu starfsmenn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Einnig fór fram afhending á St. Peter´s Senyi grunnskólanum en sá skóli mun þjóna um átta hundruð nemendum. Þá eru framkvæmdir hafnar við Kirugu grunnskólann í Buikwe, sem einnig mun þjóna um átta hundruað nemendum. Kirugu grunnskólinn er einn af fimm framkvæmdaverkefnum sem eru í gangi á þessu ári í Buikwe með stuðningi Íslands. Hin fjögur verkefnin eru á sviði vatnsmála. </span></p>

20.03.2023Sahel: Milljónir barna í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Tíu milljónir barna í þremur ríkjum á&nbsp;Mið-Sahel svæðinu í Afríku – Búrkína Fasó, Malí og Níger - eru í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð vegna stigvaxandi átaka. Þetta eru tvöfalt fleiri börn en árið 2020, samkvæmt <a href="https://www.unicef.is/stigvaxandi-atok-og-loftlagshamfarir-ogna-milljonum-barna-a-mid-sahel-svaedinu" target="_blank">nýrri&nbsp;velferðarviðvörun</a>&nbsp;frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hátt í&nbsp;fjórar milljónir barna í nágrannalöndum eru einnig í hættu þar sem átök milli vopnaðra hópa og þjóðaröryggissveita teygja sig yfir landamærin.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Börn lenda í auknum mæli á milli í vopnuðum átökum, sem fórnarlömb aukinna hernaðarátaka eða sem skotmörk vopnaðra hópa,“ segir Marie-Pierre Poirier, svæðisstjóri UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna voru þrisvar sinnum fleiri börn drepin í&nbsp;Búrkína Fasó á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 en á sama tímabili árið 2021. Flest barnanna létust af völdum skotsára í árásum á þorp eða vegna heimatilbúinna sprengja eða sprengileifa.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Sumir vopnaðir hópar&nbsp;víðsvegar um Malí, Búrkína Fasó og í auknum mæli í Níger, nota aðferðir sem fela í sér umsátur um bæi og þorp og vinna skemmdarverk á vatnskerfum. Vopnaðir hópar sem eru á móti menntun brenna og ræna skóla vísvitandi. Yfir 8,300 skólum hefur verið lokað í löndunum þremur ýmist vegna beinna árása, að kennarar hafa flúið, foreldrar voru á vergangi eða of hræddir til að senda börn sín í skóla.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Samkvæmt <a href="https://www.unicef.org/child-alert/central-sahel-extreme-jeopardy" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF er Mið-Sahel eitt af þeim svæðum á jörðinni sem verður hvað verst úti vegna loftslagskrísunnar. Hitastig í Sahel hækkar 1,5 sinnum hraðar en meðaltal heimsins og úrkoma þar er óreglulegri og ákafari. Þessi mikla úrkoma veldur flóðum sem eyðileggja uppskeru og menga takmarkaðar vatnsauðlindir.&nbsp;Sem dæmi má nefna að árið 2022 skemmdust 38 þúsund heimili í Níger í verstu flóðum síðustu ára.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">UNICEF er á vettvangi og með samstarfsaðilum höfum við ná að veita börnum og fjölskyldum í Mið-Sahel lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð. Sem dæmi um árangur ársins 2022 má nefna:&nbsp;</span></p> <ul> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Nærri 365.000 börn á svæðinu fengu geðheilbrigðisþjónustu og sálrænan stuðning;&nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">1,2 milljónir börnum tryggð formleg eða óformleg menntun;&nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">1,1 milljón barna hafa verið bólusett gegn mislingum;&nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Yfir 446.000 börn og konur fengu grunnheilbrigðisþjónustu; &nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">674.000 börn undir fimm ára aldri fengu meðferð við alvarlegri rýrnun; &nbsp;</span></li> <li><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Nærri 820.000 manns fengu aðgang að öruggu vatni til drykkjar og heimilisnota.&nbsp; &nbsp;</span></li> </ul> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF sendir út neyðarkallið nú þar sem ástandið er grafalvarlegt en mannúðaraðstoð til að takast á við það verulega vanfjármögnuð. Stórauka þarf framlög til neyðaraðgerða og loftlagsaðlögunar ríkjanna.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Umfang neyðarinnar í Mið-Sahel og í auknum mæli í nágrannalöndunum krefst brýnna mannúðaraðgerða sem og sveigjanlegrar langtímafjárfestingar í nauðsynlegri félagsþjónustu sem mun hjálpa til við að styrkja félagslega samheldni, sjálfbæra þróun og tryggja börnum betri framtíð,“ segir Marie-Pierre Poirier.&nbsp;</span></p>

17.03.2023Neyðarframlag vegna náttúruhamfara í Malaví

<p>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 500.000 Bandaríkjadölum (jafnvirði 71 milljóna króna) til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, vegna neyðarástands sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy. Framlagið nýtist stjórnvöldum í Malaví til björgunaraðgerða, við flutning á neyðargögnum og til þess að kaupa mat fyrir þær þúsundir sem reiða sig á matvælastuðning eftir hamfarirnar.</p> <p>„Þegar óvænt neyð skapast í samstarfsríki okkar, eins og í þessu tilviki, kallar hún á skjót viðbrögð okkar. Við treystum fáum samstarfsaðilum betur en Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, til að koma framlaginu til þeirra sem þurfa mest á því að halda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.<br /> <br /> „Við bregðumst við eins og hratt og mögulegt er við þessar aðstæður en hversu víðtækar afleiðingar þessar náttúruhamfarir hafa í Malaví kemur ekki í ljós fyrr en úttekt á því liggur fyrir. Það er ljóst að Malaví þarf verulegan stuðning,“ segir Paul Turnbull umdæmisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, í Malaví. Hann þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir skjót viðbrögð við skyndilegri neyð.<br /> <br /> Sendiráð Íslands í Lilongwe hefur langa og góða reynslu af samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í Malaví en stofnunin er jafnframt áherslustofnun Íslands í mannúðarmálum. Malaví hefur verið tvíhliða samstarfsland Íslands í 33 ár. Í desember síðastliðnum sótti utanríkisráðherra landið heim og sá meðal annars afrakstur samstarfsverkefna Íslands og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í landinu. Í tvíhliða samstarfslöndum reynir Ísland eftir bestu getu að veita neyðaraðstoð þegar hamfarir ganga yfir.<br /> <br /> Alls hafa verið staðfest 324 dauðsföll í Malaví af völdum óveðursins og 160 þúsund manns hafa misst heimili sín.</p>

16.03.2023Tveggja vikna þjóðarsorg í Malaví vegna mikilla náttúruhamfara

<p>Lazarus Chakwera forseti Malaví lýsti yfir fjórtán daga þjóðarsorg frá og með gærdeginum í kjölfar mikillar eyðileggingar og manntjóns af völdum hitabeltisstormsins Freddy. Mikið úrhelli var enn í gær af völdum stormsins en veðrið var farið að ganga niður í morgun. Stjórnvöld í Malaví og Sameinuðu þjóðirnar sendu út neyðarkall til allra framlagsríkja í gær, meðal annars um aðstoð við leit og björgun fólks.</p> <p>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Malaví stóru samhæfingarstjóri Sameinuðu þjóðanna og yfirmaður almannavarna fyrir upplýsingafundi í gærkvöldi fyrir fulltrúa sendiráða þar sem kom fram að ástandið er mjög alvarlegt. Þá var staðfest að 324 hefðu látið lífið en jafnframt sagt að tölur yfir látna hækki hratt. Rúmlega 160 þúsund manns eru á vergangi og hafast við í skólum og bráðabirgðaskýlum en talið er að alls hafi um 377 þúsund manns orðið fyrir beinum áhrifum af hamförunum.</p> <p>„Vitað er að fjöldi manns er í lífshættu í þremur héruðum í suðurhluta landsins en ekki hefur verið hægt að komast til þeirra þar sem vegir og brýr eru farnar í sundur. Malavísk yfirvöld sendu tvo báta til að komast að svæðunum en báðum bátunum hvolfdi. Blessunarlega fundust hermennirnir sem voru í bátunum hálfum sólarhring síðar á lífi. Ekki er hægt að notast við þyrlu sem stjórnvöld eiga þar sem skyggni er enn slæmt. Dæmi eru um að allt af fimmtán manns höfðust við í tré vegna flóðanna en þegar tréð féll fórust allir,“ segir Inga Dóra og bætir við að yfirmaður almannavarna segi það tímaspursmál hvort hægt verði að bjarga fólki sem hefst við á þessum svæðum.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar fá sérfræðinga frá Suður Afríku með betri búnað til að bjarga fólki á næstu dögum. Inga Dóra segir að Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, hafi leitað eftir stuðningi frá Íslandi til að aðstoða við að koma búnaðinum til landsins.</p> <p>Líkt og áður hefur komið fram hófst kólerufaraldur fyrir ári í kjölfar fellibylsins Ana og breiddist faraldurinn fljótlega um land allt. Einungis á þessu ári hafa 160 manns látið lífið af völdum kóleru. Að sögn Ingu Dóru er ljóst að margir óttast að faraldurinn fari úr böndunum þar sem vatnsflaumur er enn mikill og vatns- og hreinlætisaðstöðu mjög ábótavant, meðal annars í þeim skólum og tímabundnu búðum þar sem tæplega hundrað þúsund manns hafast við.</p> <p>Matvælaóöryggi var mikið á þeim svæðum sem fellibylurinn fór yfir þar sem þessi sömu héruð misstu alla uppskeru á síðasta ári vegna fyrri fellibylsins. Ísland lagði WFP til 500 þúsund Bandaríkjadali í nóvember tili að veita mánaðarleg framlög til þeirra sem bjuggu við mestan skort. „Nú hefur allt ræktarland farið undir vatn og engar líkur á uppskeru á næstu mánuðum. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur óskað eftir stuðningi frá Íslandi til að veita mataraðstoð til fólks á vergangi í tímabundnum búðum.</p> <p>Að sögn Ingu Dóru er Alþjóðbankinn að endurskipuleggja verkefni sín í Malaví og mun beina framlögum til að bregðast við afleiðingum fellibylsins. Bankinn mun einnig veita umfangsmikinn matvælastuðning á næstu dögum ásamt því að sækjast eftir frekara fjármagni í gegnum Alþjóðaframfarastofnunina, IDA. Þá hefur Evrópusambandið, Þýskaland, Noregur og Belgía heita fjármagni til nauðstaddra.</p>

15.03.2023UNICEF: Stóraukin hætta á vannæringu barna í Sýrlandi

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Í dag eru tólf ár frá upphafi stríðsátaka í Sýrlandi og milljónir sýrlenskra barna eru í stóraukinni hættu á vannæringu, segir&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Ekkert lát er á átökum stríðandi fylkinga í landinu&nbsp;og jarðskjálftarnir stóru í síðasta mánuði hafa enn aukið neyð almennings.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá upphafi átakanna í Sýrlandi 15. mars 2011 hafa nærri 13 þúsund börn látið lífið og særst samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Heil kynslóð barna hefur verið svipt barnæsku sinni og þekkir ekkert annað en átök, ótta og sífelldan flótta undan árásum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áætlað er að ríflega 609 þúsund sýrlensk börn undir fimm ára aldri glími við vaxtarröskun vegna langvarandi vannæringar sem getur haft óafturkræf áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra til frambúðar. Tíðni bráðavannæringar hefur sömuleiðis aukist. Á milli áranna 2021 og 2022 varð 48 prósenta aukning í tilfellum alvarlegrar bráðavannæringar hjá börnum á aldrinum 6-59 mánaða. Vannæring af því tagi veikir ónæmiskerfi barna og þau eru ellefu sinnum líklegri til að láta lífið vegna ýmissa veikinda en ella. Langdregin átök gera það einnig að verkum að efnahagur landsins er í molum og nú lifa 90 prósent íbúa í fátækt. Verst koma þessar efnahagsþrengingar niður á velferð og réttindum barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fyrir jarðskjálftana stóru í febrúar þurftu ríflega 3,7 milljónir sýrlenskra barna á næringaraðstoð að halda og nærri 7 milljónir á mannúðaraðstoð að halda. Ljóst er að neyðin eftir hamfarirnar hefur stóraukist.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;<strong>Líf á bláþræði</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Sýrlensk börn geta ekki beðið lengur. Eftir áralöng stríðsátök og tvo skelfilega jarðskjálfta hangir framtíð milljóna barna á bláþræði,“ segir&nbsp;Adele&nbsp;Khodr, svæðisstjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. „Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra að sýna þessum börnum að framtíð þeirra skiptir máli og sé líka okkar forgangsatriði.&nbsp;Við verðum að bregðast við þörfum barna hvar sem þau eru í Sýrlandi og styðja við þau kerfi sem veita þá mikilvægu þjónustu sem þau þurfa svo nauðsynlega á að halda,“ segir&nbsp;Khodr.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur þrotlaust að því ásamt samstarfsaðilum að bæði greina vannæringu barna tímanlega en einnig að veita og auka við lífsbjargandi meðferðarþjónustu við vannærð börn. UNICEF&nbsp;útvegar einnig mikið magn hjálpargagna, sjúkragagna og&nbsp;heilbrigðisþjónustu, aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisþjónustu til að auka lífslíkur barna í neyð. Löngu áður en núverandi átök hófust í Sýrlandi fyrir tólf árum og allar götur síðan hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;verið á vettvangi og til staðar fyrir sýrlensk börn. Aldrei fyrr hafa fleiri börn þurft á aðstoð að halda.&nbsp;</span></p> <p><a href="https://www.unicef.is/hjalp">UNICEF á Íslandi hefur frá upphafi átakanna haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Hægt er að styðja við verkefni UNICEF í þágu sýrlenskra barna hér.</a> </p> <p>&nbsp;</p>

15.03.2023Ísland eitt fjórtán ríkja með hæstu einkunn

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ísland er eitt fjórtán ríkja í heiminum þar sem konur búa við jafnan rétt á við karla í atvinnulífinu, samkvæmt nýrri árlegri skýrslu Alþjóðabankans, <a href="https://openknowledge.worldbank.org/server/api/core/bitstreams/d6a1d22a-6880-4d92-b5f9-d05b3d46f61c/content" target="_blank">Women, Business and Law 2023</a>. Tvær þjóðir bættust á listann frá síðasta ári, Þýskaland og Holland, en hin ríkin tólf eru Belgía, Kanada, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Írland, Lettland, Lúxemborg, Portúgal, Spánn og Svíþjóð, auk Íslands. Verulega hefur hins vegar dregið úr framförum og þær hafa ekki verið minni milli ára í tvo áratugi. </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rýnt er í lagaumhverfi og regluverk sem tengist vinnumarkaðsrétti kvenna í þessum árlegu skýrslum Alþjóðabankans. Skýrslan í ár veitir fyrsta heildstæða matið á árlegum gögnum sem safnað hefur verið um hálfrar aldar skeið. Skýrsluhöfundar segja að framfarir á þessum fimm áratugum hafi verið ótrúlegar en alls hafa um tvö þúsund lög um jafnrétti kynjanna verið samþykkt á þessum tíma. Að meðaltali hefur staða kvenna batnað um tvo þriðju á tímabilinu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Löndunum er raðað á lista Alþjóðabankans á kvarða þar sem 100 merkir fullan og jafnan rétt kvenna. Af 190 þjóðum á listanum eru 99 með einkunnina 80 eða hærri en neðstu löndin fá minna en 30 á þessum kvarða, eins og Jemen, Súdan og Katar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">En þrátt fyrir framfarir hafa konur enn aðeins þrjá fjórðu af lagalegum réttindum karla og um 2,4 milljarðar kvenna á vinnualdri hafa enn ekki sömu lagalegu réttindi og karlmenn. Frá því í fyrra hefur aðeins í átján löndum verið innleiddar umbætur með lögum í átt að jafnrétti kynjanna. Helmingur allra umbótanna var í löndum sunnan Sahara í Afríku.</span></p>

14.03.2023UNICEF fagnar hækkun kjarnaframlaga frá íslenskum stjórnvöldum

<span></span> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Á sama tíma og fjölmargar þjóðir hafa dregið saman í framlögum sínum til þróunarsamvinnu er fagnaðarefni að sjá íslensk stjórnvöld fara fram með góðu fordæmi og bæta í þetta mikilvæga starf svo um munar, nú þegar þörfin hefur aldrei verið meiri. Það sem Ísland skortir í stærð bætum við upp með kjarki og góðu fordæmi. Það er óskandi að önnur ríki taki eftir. Við erum afar þakklát þessari hækkun framlaga enda vitum við hversu mikilvægur stuðningurinn er fyrir börn í viðkvæmri stöðu á þessum vályndu tímum,“&nbsp;segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku að hækka kjarnaframlög til áherslustofnana í þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://www.unicef.is/islensk-stjornvold-storauka-kjarnaframlog-til-unicef" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF segir að kjarnaframlög sem þessi séu gríðarlega mikilvæg fyrir stofnanir eins og UNICEF og gefi þeim svigrúm til að bregðast við aðkallandi aðstæðum á sem skilvirkastan hátt. „Kjarnaframlög eru mikilvæg fyrir UNICEF þar sem þau gera okkur kleift að bregðast hratt við neyðartilvikum, stækka lífsbjargandi verkefni og vera brautryðjendur í nýjum lausnum sem hjálpa okkur að mæta þörfum barna og samfélaga þeirra, frá fæðingu til unglingsára. UNICEF er þakklátt samstarfsaðilum eins og Íslandi fyrir framlagið í reglubundin verkefni, sem gerir okkur kleift að ná sem mestum árangri fyrir öll börn,“&nbsp;segir Karin Hulshof, aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt UNICEF er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að starf UNICEF sé mikilvægara en nokkru sinni. „Ísland er stoltur bakhjarl UNICEF og það er okkur mikil ánægja að tilkynna um aukin kjarnaframlög til stofnunarinnar. Með sífellt flóknari áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir og börn og ungmenni fara ekki síst varhluta af er það starf sem UNICEF innir af hendi mikilvægara en nokkru sinni fyrr.“</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Hvað eru kjarnaframlög?</strong></span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í marghliða þróunarsamvinnu Íslands og er samstarf íslenska ríkisins við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, afar gott og náið. Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndarstyrktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mikils stuðnings miðað við höfðatölu. Kjarnaframlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og því gerir hátt hlutfall þeirra UNICEF kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki endilega í kastljósi fjölmiðla og umheimsins.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þegar lögð eru saman framlög ríkisins til kjarnaverkefna og sértækra verkefna UNICEF auk framlaga Heimsforeldra, fyrirtækja og almennings til landsnefndar UNICEF á Íslandi er Ísland einn stærsti styrktaraðili UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á heimsvísu miðað við höfðatölu. Það er staðreynd sem Íslendingar geta verið afar stoltir af,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þrjár helstu áherslustofnanir Íslands í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna eru UNICEF, UN Women og UNFPA, Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna. </span></p>

13.03.2023Langlífasti hitabeltisstormur sögunnar gerir usla í Malaví

<span></span> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hitabeltisstormurinn Freddy fór yfir suðurhluta Malaví í nótt með ofsaveðri, hellirigningu og hávaðaroki, flóðum og skriðuföllum. Að minnsta kosti ellefu eru látin og sextán saknað eftir að hús í grennd við Blantyre urðu undir aurskriðum. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins í Lilongve eru innviðaskemmdir miklar og veruleg hætta á að yfirstandandi kólerufaraldur fari aftur algerlega úr böndunum. Spáð er áframhaldandi úrhelli í dag en það dregur úr ofsanum þegar líður á daginn.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Freddy er þegar orðinn langlífasti hitabeltisstormur sögunnar á suðurhveli jarðar. Hann hefur verið á ferð um Indlandshaf í rúman mánuð og stöðugt gengið í endurnýjun lífdaga allt frá því hann myndaðist fyrst undan strönd Norður-Ástralíu 6. febrúar. Hvað eftir annað hefur Freddy gengið á land á Madagaskar og Mósambík, á mismunandi stöðum, og hvarvetna skilið eftir sig slóð eyðileggingar, auk manntjóns. Að minnsta kosti 41 hefur látið lífið í veðurhamnum, sautján á Madagaskar, ellefu í Mósambík og Malaví, og tveir í Simbabve.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir að á 32 daga ferðalagi hafi hitabeltisstormurinn orðið að langlífustu hitabeltislægð sögunnar. Fellibylurinn John átti fyrra met, en hann var viðvarandi á Mið-Kyrrahafi í 31 dag árið 1994.</span></p> <p><span style="font-size: 10pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Óttast er að tölur um manntjón af völdum ofsaveðursins eigi eftir að hækka því sambandslaust er við ýmiss svæði þar sem hamfarirnar voru mestar.</span></p>

10.03.2023Starf Rauða krossins kynnt fyrir öllum landsfélögum heims

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Í vikunni kynnti Rauði krossinn á Íslandi vinnu sína í þágu verndar, jafnréttis og þátttöku án aðgreiningar á stórum netfundi sem Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans hélt fyrir landsfélög Rauða krossins um allan heim.&nbsp;Fundurinn var haldinn til að kynna nýja matsaðferð til að meta getu, samsetningu og skuldbindingu Rauða kross stofnana, félaga og deilda til að takast á við hvers kyns ofbeldi, mismunun og útilokun. Í frétt Rauða krossins segir að þessi vegferð Rauða krossins á Íslandi hafi aðeins verið möguleg með dyggum og öflugum stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, bæði hvað varðar úttektina á starfinu hér heima og stuðninginn við alþjóðlega samstarfsaðila.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Með því að fylgja niðurstöðum úttekta eftir verður hægt að tryggja að Rauða kross hreyfingin sé örugg hreyfing og opin öllum, þar sem reisn, aðgengi, þátttaka og öryggi er þungamiðja í allri starfsemi,“ segir í frétt Rauða krossins af fundinum.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir enn fremur að Rauði krossinn á Íslandi hafi öðlast dýrmæta reynslu og náð góðum árangri í þessari vinnu og því hafi félaginu verið boðið að deila reynslu sinni með alþjóðasambandinu öllu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Félagið hefur á undanförnum mánuðum nýtt matsaðferð alþjóðasambandsins til að framkvæma mat á því hvernig vernd, jafnrétti og þátttöku án aðgreiningar er sinnt í starfi félagsins, bæði gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum, en matið tekur einnig á vörnum félagsins gegn kynferðislegri misneytingu, misnotkun og áreitni. Samhliða matinu fer einnig fram fræðsla fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða. Á sama tíma hefur félagið stutt helstu alþjóðlegu samstarfsaðila okkar; félög Rauða krossins í Malaví, Sierra Leóne og Sómalíu, við að framkvæma sams konar mat á eigin starfi.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á fundinum var einnig fjallað um mikilvægi þess að framkvæma mat á þessum þáttum, sem og mikilvægi þess að nýta reynslu annarra landsfélaga sem eru á sömu vegferð.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það er mjög mikilvægt að tileinka sér fjölbreytileika og inngildingu sem gildi til að bæði stýra og bæta starf okkar,” segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri á alþjóðasviði Rauða krossins, sem sá um kynninguna. „Að skilja hvar við stöndum og hvert við viljum stefna sem félag til að tryggja að við séum örugg og að öll geti tekið jafnan þátt er grundvöllur að því að sýna að við skiptum máli og höfum áhrif, ásamt því að heiðra þá arfleið sem Rauði krossinn á Íslandi hefur byggt upp í áratugi, um leið og við lítum til framtíðar.”&nbsp;</span></p>

09.03.2023Tæplega sextán milljónir barna fá skólamáltíðir daglega

<span></span> <p>Ísland var fyrst framlagsríkja heims til að eiga samstarf við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, um heimaræktaðar máltíðir fyrir skólabörn. Börn í skólum í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví, voru þau fyrstu sem fengu daglegar skólamáltíðir árið 2012. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heimsótti í ferð sinni til Malaví í desember síðastliðnum skóla þar sem nemendur hafa í rúmlega tíu ár fengið heimaræktaðan mat með stuðningi frá Íslandi. WFP veitir 15,5 milljónum barna í 78 löndum skólamáltíðir daglega.</p> <p>Í dag, annan fimmtudag í mars, er alþjóðlegur dagur skólamáltíða. WFP segir í tilefni dagsins að á <span>hverjum degi fari milljónir barna um allan heim í skóla á fastandi maga – svengd hafi áhrif á einbeitingu þeirra og getu til að læra. „Það eru líka milljónir barna - sérstaklega stúlkur - sem einfaldlega fara ekki í skóla vegna þess að fjölskyldur þeirra þurfa á þeim að halda til að hjálpa á ökrunum eða sinna heimilisstörfum. Í löndum þar sem átök geisa eru börn tvöfalt líklegri til að vera utan skóla en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum - 2,5 sinnum líklegri þegar um stúlkur er að ræða,“ segir í grein frá stofnuninni.</span></p> <p><span>WFP hefur sex áratuga reynslu af stuðningi við skólamáltíðir og heilsuverkefni og vinnur með meira en hundrað löndum til að því að koma á fót sjálfbærum innlendum áætlunum um skólamáltíðir. Lokamarkmið WFP er að hvetja til og auðvelda eignarhald ríkisins á þessum áætlunum - umskipti sem þegar hafa átt sér stað í 48 löndum. </span></p>

09.03.2023UN Women: Konur í vítahring vannæringar

<span></span> <p>Ný skýrsla UNICEF sýnir að vannæring meðal barnshafandi kvenna og kvenna með börn á brjósti hefur aukist um 25 prósent frá árinu 2020 í þeim löndum þar sem næringarkrísan í heiminum er verst. Ástandið er sérstaklega hættulegt í tólf löndum: Afganistan, Búrkína Fasó, Tsjad, Eþíópíu, Kenía, Malí, Níger, Nígeríu, Sómalíu, Suður-Súdan, Súdan og Jemen og hefur versnað vegna stríðsins í Úkraínu, heimsfaraldurs COVID-19 og áframhaldandi þurrka, átaka og óstöðugleika.&nbsp;</p> <p>Skýrslan <span></span>- <a href="https://uniceficeland.cdn.prismic.io/uniceficeland/1be08dd5-c244-4391-933c-17b9515b714b_CNR+2022+-+Undernourished+and+Overlooked+-+Full+Report_En+%28final%29.pdf" target="_blank">Undernourished and Overlooked</a>&nbsp;– er fyrsta heildræna yfirlitið yfir næringarstöðu stúlkna og kvenna á heimsvísu. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að þessi mikla aukning setji mæður og börn þeirra í mikla hættu. Meira en einn milljarður stúlkna og kvenna í heiminum í dag þjáist af vannæringu, skorti á nauðsynlegum næringarefnum og blóðleysi, með skelfilegum afleiðingum á líf þeirra og heilsu.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Móðir klárar að undirbúa matinn og setur hann fyrir framan börnin sín. Hún hefur geymt stærstu skammtana og þá ferskustu fyrir þau. Í dag, þegar peningar og matur eru af skornum skammti, borðar hún minna eða sleppir máltíðum alveg til að tryggja að restin af fjölskyldunni fái nóg. Svona lítur matartíminn út hjá milljónum kvenna um allan heim, og fyrir margar þeirra er ástandið að versna,” segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í inngangi skýrslunnar og ítrekar að þörf sé á tafarlausum aðgerðum alþjóðasamfélagsins til að bregðast við stöðunni.&nbsp;&nbsp;</p> <p><strong>Áframhaldandi kynjamisrétti gert stöðuna verri&nbsp;</strong></p> <p>Vannæring á meðgöngu og við brjóstagjöf getur einnig leitt til alvarlegrar vannæringar hjá börnum. Á heimsvísu þjást að minnsta kosti 51 milljón barna undir 2 ára aldri af vaxtaskerðingu vegna vannæringar. Helmingur þeirra tilfella koma fram á meðgöngu og á fyrstu sex mánuðunum í lífi barnsins, þegar það er sem mest háð næringu frá móður sinni.</p> <p>&nbsp;„Til að koma í veg fyrir vannæringu hjá börnum verðum við einnig að takast á við vannæringu hjá ungum stúlkum og konum," segir Russell.&nbsp;</p> <p>Suður-Asía og Afríka sunnan Sahara eru enn helstu áhættusvæði næringarkrísunnar. Samkvæmt skýrslunni eru jaðarsettar stúlkur og konur sem lifa við fátækt í mestri hættu. Ófullnægjandi næring getur leitt til skerts ónæmiskerfis og aukinnar hættu á lífshættulegum fylgikvillum - þar á meðal á meðgöngu og við fæðingu - með alvarlegum afleiðingum á afkomu, vöxt og framtíð barna þeirra. Áframhaldandi kynjamisrétti hefur gert stöðuna enn verri en árið 2021 bjuggu 126 milljónir fleiri kvenna við fæðuóöryggi en karlar, samanborið við 49 milljónum fleiri árið 2019.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF sinnir næringarverkefnum í öllum þeim löndum sem verða fyrir mestum áhrifum næringarkrísunnar og hefur aukið viðbrögð sín til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla vannæringu kvenna og barna. Með skýrslunni skorar UNICEF á stjórnvöld, samstarfsaðila í þróunarsamvinnu og styrktaraðila að bregðast tafarlaust við stöðunni áður en hún versnar enn frekar. UNICEF leggur meðal annars áherslu á að forgangsraða aðgengi unglingsstúlkna og kvenna að næringarríku og öruggu mataræði;&nbsp; tryggja að unglingsstúlkur og konur í lág- og millitekjuríkjum hafi ókeypis aðgang að nauðsynlegri næringarþjónustu, bæði fyrir og á meðgöngu, og á meðan þær eru með barn á brjósti; og að flýta fyrir útrýmingu barnabrúðkaupa og óréttlátrar skiptingar á mat, tekjum og heimilisstörfum.&nbsp;</p>

08.03.2023Ísland eykur stuðning sinn við UN Women, UNICEF og UNFPA

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til UN Women,&nbsp;UNICEF og UNFPA sem eru þrjár áherslustofnanir Íslands í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. Hækkun framlaganna er umtalsverð og er hluti af aukinni áherslu íslenskra stjórnvalda á þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Kjarnaframlög eru þess eðlis að þau gefa stofnunum svigrúm til að bregðast við aðkallandi aðstæðum á sem skilvirkastan hátt. Ísland hefur lagt áherslu á slík framlög til þess að tryggja fyrirsjáanleika í samstarfinu, og til að gera stofnununum kleift að mæta þörfum þar sem þær eru mestar hverju sinni.</span></p> <p><span>„Hækkun kjarnaframlaga til okkar helstu samstarfsstofnana Sameinuðu þjóðanna kemur til í samhengi aukinnar neyðar í Úkraínu vegna innrásar Rússlands, sem og ástandsins í Afganistan. Þá er mikilvægt að nefna að efnahags- og mannúðarlegar afleiðingar innrásar Rússlands í Úkraínu á fátæk ríki víðs vegar um heim eru gífurlegar. Þess vegna er lykilatriði að styrkja áherslustofnanir okkar hjá Sameinuðu þjóðunum enda eru þær vel í stakk búnar til að takast á við þessar áskoranir í nánu samstarfi við heimamenn,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Til viðbótar við kjarnaframlög er samstarf Íslands við UN Women í þróunarsamvinnu viðamikið. Ísland styður verkefni stofnunarinnar sem miða að valdeflingu kvenna í Palestínu og Malaví og styður einnig við verkefni UN Women tengt griðarstöðum sýrlenskra kvenna í flóttamannabúðum í Jórdaníu.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá er Ísland forysturíki í aðgerðabandalagi Kynslóð jafnréttis (Generation Equality Forum) – sem UN Women stendur fyrir - sem starfar að upprætingu kynbundins ofbeldis gagnvart konum og stúlkum. Skuldbindingar Íslands í verkefninu snúa að aðgerðum til að uppræta kynbundið ofbeldi með auknum forvörnum, bættu samráði um aðgerðir gegn ofbeldi, og eflingu þjónustu og stuðningsúrræða við bæði þolendur og gerendur.</span></p> <p><span>Stærstu samstarfsverkefni Íslands og UNICEF hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, Malaví, Úganda og, frá og með þessu ári, einnig Síerra Leóne. Þá styrkir Ísland einnig landaskrifstofu UNICEF í Palestínu, ásamt því að styrkja jafnréttissjóð UNICEF sem vinnur að eflingu menntunar stúlkna. Þá er Ísland langtíma stuðningsaðili samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám kynlimlestingar kvenna.</span></p> <p><span>Meginverkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er að bæta og tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi, og gegnir stofnunin í lykilhlutverki í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Starfsemi UNFPA í alvarlegu mannúðarástandi er umfangsmikið, og hefur Ísland styrkt verkefni stofnunarinnar í Úkraínu og Afganistan. Þá hafa UNFPA og utanríkisráðuneytið nýlega sett af stað samstarfsverkefni í Malaví sem snýr að útrýmingu fæðingarfistils í landinu á næstu árum, og byggir verkefnið á góðum árangri í svipuðu samstarfsverkefni í Síerra Leóne.</span></p>

08.03.2023Kynjajafnrétti náð eftir þrjár aldir að óbreyttu

<span></span> <p>Að mati António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er sá árangur sem náðst hefur í réttindamálum kvenna að hverfa fyrir augum okkar allra víðs vegar um heiminn. Hann segir í ávarpi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars, að síðustu spár bendi til þess að miðað við núverandi þróun taki það þrjú hundruð ár að ná fullu jafnrétti kynjanna.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands sótti 67. Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í New York þessa vikuna. Hún var þátttakandi í hliðarviðburði Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku. Viðburðurinn fjallaði um viðbrögð Norðurlandanna við stafrænu ofbeldi. Fulltrúi UN Women á Íslandi ræddi við forsætisráðherra í New York, meðal annars um bakslagið í jafnréttisbaráttunni sem mörgum hefur orðið tíðrætt um að undanförnu (sjá meðfylgjandi myndband).</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2funwomenIsland%2fvideos%2f524035549912191%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowfullscreen="true" allow="autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span style="background: white; color: black;">„Bakslagið hefur verið á mörgum vígstöðum. Það var áberandi þegar þjóðir heims voru margar hverjar að herða þungunarrofslöggjöfina, að þá var Ísland að fara í þveröfuga átt og samþykkti framsækna þungunarrofs löggjöf sem tryggir og viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Þannig við höfum bæði verið að stíga skref áfram, en við finnum auðvitað fyrir bakslaginu líka. Eitt dæmi um það, er það sem við erum að ræða á þessari ráðstefnu: Þessi stafræna veröld þar sem við sjáum mikið stafrænt ofbeldi, ekki síst gagnvart konum og yngri konum sérstaklega. Þannig að við erum núna að fara leggja fram tillögu um aðgerðir gegn hatursorðræðu sem ég vona að muni taka þau mál upp á yfirborðið. Svo höfum við samþykkt ákveðið lagaákvæði um kynferðislega friðhelgi sem á að takast á við stafrænt kynferðisofbeldi.“</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Jafnréttismál hafa sem kunnugt er verið um langt árabil þverlæg áhersla í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Átta af hverjum tíu þróunarsamvinnuverkefnum hafa sérstök jafnréttismarkmið. Ísland hlaut á síðasta ári gullvottun frá UNDP, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, fyrir vinnu á sviði jafnréttismála og þróunarsamvinnu. Þá hefur Ísland markað sér stöðu í samstarfi sem beinir sjónum að kvennakúgun í einstaka löndum, meðal annars Íran og Afganistan.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Verkefnið „Kynslóð jafnréttis“ –<a href="https://forum.generationequality.org/" target="_blank"> Generation Equality Forum</a> – er veigamikið samstarf á sviði jafnréttismála af hálfu utanríkisráðuneytisins og Ísland leiðir einnig alþjóðlegt aðgerðarbandalag gegn kynbundnu ofbeldi. </span></p>

07.03.2023Norrænir ráðherrar ræddu stafrænt ofbeldi

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ráðherrar allra Norðurlandanna ræddu viðbrögð og lausnir við stafrænu ofbeldi á</span><a href="https://unwomen.is/csw67-taeknin-og-moguleikar-hennar-thema-fundarins-i-ar/" style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">&nbsp;67. Kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna</a><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">. Hliðarviðburður formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni&nbsp;„Pushing back the push back: Nordic solution to online gender-based violence“&nbsp;fór fram í ECOSOC sal aðalbyggingar Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Framsögufólk á viðburðinum voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Sirið Stenberg félags- og menningarmálaráðherra Færeyja, Naaja H. Nathanielsen fjármála- og jafnréttismálaráðherra Grænlands, Paulina Brandberg jafnréttismálaráðherra Svíþjóðar, Marie Bjerre jafnréttis- og tæknimálaráðherra Danmerkur, Gry Haugsbakken menningar- og jafnréttismálaráðherra Noregs og Thomas Blomqvist ráðherra Norræns samstarfs og jafnréttismála í Finnlandi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, stýrði fundinum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í <a href="https://unwomen.is/csw67-norraenir-radherrar-raeddu-starfraent-ofbeldi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women segir að fundurinn hafi verið vel sóttur og sérlega áhugaverður. Meðal þess sem rætt var voru þær áskoranir sem Norðurlöndin standa frammi fyrir þegar kemur að baráttunni gegn stafrænu ofbeldi og mikilvægi þess að netið verði öruggt rými fyrir öll. Þá var fjallað um mikilvægi alþjóðasamstarfs á þessum vettvangi sem öðrum, enda þrífst stafrænt ofbeldi alls staðar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Í upphafi viðburðarins bað María Rún norrænu ráðherrana að forðast það að vera „leiðinlegir“ og hvatti þá heldur til að ræða málefnið á persónulegum nótum. Óhætt er að fullyrða að ráðherrarnir hafi orðið við þeirri bón og ræddu þeir málin af áhuga og einlægni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Norrænu ráðherrarnir voru sammála um að uppfæra þurfi kynferðisbrotalög hvers lands svo þau nái einnig til stafræns ofbeldis. Lagabreytingar í Svíþjóð þýða að nú sé hægt að kæra nauðgun þó að ekki hafi orðið líkamleg snerting. Paulina Brandberg, jafnréttismálaráðherra Svíþjóðar segir lagabreytinguna endurspegla hugarfarsbreytingu í garð stafræns ofbeldis.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Fólki þótti stafrænt ofbeldi vera minna ofbeldi því það var engin líkamleg snerting á milli geranda og þolanda. En í raun hefur þetta gríðarlegar afleiðingar fyrir þann sem hefur orðið fyrir nauðgun með þvingunum og hótunum til að framkvæma kynferðislegar athafnir stafrænt. Þessir einstaklingar þurfa að takast á við það að brotið sé aðgengilegt á netinu alla tíð. Nú er hægt að kæra fyrir nauðgun af þessu tagi í Svíþjóð.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><strong>Lagabreytingar ekki nóg</strong></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í inngangi sínum nefnir Katrín Jakobsdóttir þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu sem lögð var fram í upphafi árs og er ætlað að taka á hatursorðræðu á netinu. Ráðherrarnir voru þó sammála um að lagabreytingar séu ekki nóg, árangur muni ekki nást í þessum málaflokki nema með aukinni fræðslu til grunnskólabarna um tæknilæsi og jafnrétti.</span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Lagabreytingar uppræta ekki rót vandans. Rót vandans er feðraveldið og kvenhatur og við þurfum að grípa inn í strax ef uppræta á rótina. Til þess þarf öfluga fræðslu á öllum stigum menntakerfisins samhliða betri reglugerðunum og lagabreytingum sem styðja við upprætingu stafræns ofbeldis og hatursorðræðu,“ sagði Naaja H. Nathanielsen fjármála- og jafnréttismálaráðherra Grænlands.</span></p>

06.03.2023Samningar við UNICEF um vatnsverkefni í norðurhluta Úganda

<span></span> <p><span>Í síðustu viku voru undirritaðir samningar í Kampala, höfuðborg Úganda, milli íslenska sendiráðsins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Samningurinn hljóðar upp á rúmlega fjörutíu milljóna króna stuðning við vatns,- salernis- og hreinlætisverkefni, WASH, í héraðinu sem kennt er við Vestur-Níl í norðurhluta Úganda, við landamærin að lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</span></p> <p><span>Um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefnið sem unnið er af hálfu UNICEF í fátækum héruðum en íslensk stjórnvöld hafa áður veitt rúmlega 3,5 milljónum bandarískra dala til WASH-verkefna í héraðinu. Nú bætast við 3 milljónir bandaríkjadala.</span></p> <p><span>Verkefnin koma til með að nýtast um 45 þúsund íbúum, ekki síst konum og börnum. Íslendingar hafa um árabil stutt við íbúa í þessu héraði, meðal annars með uppbyggingu á fiskmarkaði í Panyimur á bökkum Albertsvatns. Þar var líka reistur varnargarður, kostaður af íslensku þróunarfé, vegna hækkunar á vatnsyfirborði stöðuvatnsins.</span></p> <p><span>Samningana undirrituðu Dr. Munir Safieldin af hálfu UNICEF og Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.</span></p>

03.03.2023Fyrrverandi nemendur GRÓ-skólanna hittast í Úganda

<span></span><span></span> <p>Um þrjátíu fyrrverandi nemendur GRÓ-skólanna fjögurra sem starfræktir eru á Íslandi komu saman í sendiráði Íslands í Kampala í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans, Sjávarútvegssólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans hittast í Úganda. Sumir nemendanna sem komu á samkomuna eru komnir á eftirlaun og voru við nám á Íslandi fyrir mörgum áratugum, en aðrir útskrifuðust á síðasta ári.</p> <p>Viðburðurinn var skipulagður í tengslum við heimsókn Nínu Bjarkar Jónsdóttur forstöðumanns GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, til Úganda. Markmið heimsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar að eiga fundi með fyrrverandi nemendum skólanna og samstarfsaðilum GRÓ, og hins vegar að eiga fundi með fulltrúum UNESCO í þessum heimshluta, en GRÓ starfar undir merkjum UNESCO.</p> <p>Um 30 prósent nemenda GRÓ-skólanna hafa komið frá Austur-Afríku og allir skólarnir hafa verið mjög virkir í Úganda. Alls hafa 109 Úgandabúar sótt fimm til sex mánaða námið á Íslandi, þrír hafa lokið meistaraprófi með styrk frá GRÓ og fjórir doktorsgráðu. Ellefu stutt námskeið hafa verið haldin í Úganda.</p>

02.03.2023Rauði krossinn fær 28 milljónir til að mæta kóleru í Malaví

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum 28 milljón króna viðbótarframlag í gegnum rammasamning um mannúðaraðstoð til að fjármagna verkefni Rauða krossins í Mangochi-héraði í Malaví til að bregðast við kólerufaraldri, þeim versta sem hefur geisað í landinu í tvo áratugi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Rauði krossinn á Íslandi hefur starfað náið með Rauða krossinum í Malaví að margs konar uppbyggingar- og mannúðarverkefnum á undanförnum tuttugu árum,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og aðstoð Mannvina Rauða krossins höfum við séð jákvæðan árangur af starfi okkar, sem er borið uppi af sjálfboðaliðum Rauða krossins í Malaví. Við höfum séð jákvæða þróun varðandi til dæmis jafnrétti kynjanna, aukna vernd stúlkna og kvenna, bætt fæðuöryggi og aðgengi að vatni og hreinlæti. Hins vegar teflir kólerufaraldur á borð við þennan árangrinum í tvísýnu og þess vegna er mikilvægt að sporna við honum hratt og vel. Framlag utanríkisráðuneytisins kemur sér því einstaklega vel fyrir systkini okkar í Malaví sem standa frammi fyrir þessum áskorunum,“ segir Atli í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/28-milljonir-til-ad-maeta-koleru-i-malavi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fyrstu smitin voru tilkynnt í febrúar 2022 á Machinga-svæðinu, en í mars á síðasta ári var faraldri lýst yfir. Þurrkar og næringarskorturinn sem þeim fylgir hafa haft mikil áhrif á stór svæði í Malaví og gert samfélögin, og sérstaklega börn, berskjölduð og aukið líkur á að þau láti lífið í faraldrinum. Í lok janúar höfðu 1108 manns látist og yfir 34 þúsund veikst og sem stendur eru flestir veikir í Mangochi-héraði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Malaví er landlukt land sem deilir landamærum með Mósambík, Sambíu og Tansaníu í suðurhluta Afríku. Það er eitt fátækasta land heims, þrátt fyrir verulegar umbætur í efnahags og skipulagsmálum til að stuðla að hagvexti á síðustu áratugum, sem hafa verið studdar af utanríkisráðuneytinu í gegnum sendiráð Íslands í höfuðborginni, Lilongve. Yfir 80 prósent íbúa starfa við landbúnað og atvinnulífið er afar viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áföllum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Frá árinu 2016 hefur starf Rauða krossins á Íslandi í Malaví snúist um að efla seiglu samfélagsins á ýmsan hátt með fjárhagslegum stuðningi frá utanríkisráðuneyti og í samstarfi við önnur landsfélög Rauða krossins. Þetta hefur verið gert með því að stuðla að lýðheilsu, inngildingu og valdeflingu og auka aðgang að hreinu vatni, auka hreinlæti og draga úr hættu á hamförum. Verkefni Rauða krossins hafa stuðlað að aukinni bólusetningartíðni hjá börnum yngri en fimm ára, aukinni viðurkenningu á getnaðarvörnum og stutt skólagöngu stúlkna og ungmenna.</span></p>

01.03.2023UNICEF telur að 2,5 milljónir barna í Tyrkland þurfi mannúðaraðstoð

<span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, áætlar að 2,5 milljónir barna í Tyrklandi þurfi tafarlaust á mannúðaraðstoð að halda. Þegar hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;náð til nærri 277 þúsund einstaklinga og fært þeim hjálpargögn og tæplega 200 þúsund fengið sálrænan stuðning. Tveggja daga heimsókn Catherine Russell, framkvæmdastjóra&nbsp;UNICEF til Tyrklands lauk í vikunni en þar hitti hún fyrir börn og fjölskyldur sem lentu í skjálftunum stóru við landamæri Tyrklands og Sýrlands fyrr í mánuðinum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Skjálftarnir voru algjörar hörmungar fyrir börn og fjölskyldur á þessum svæðum og hvert sem við fórum sáum við afleiðingarnar. Fjölskyldur sundraðar og daglegu lífi fólks algjörlega umturnað. Hver byggingin á fætur annarri rústir einar og í rústunum sást teppi, leikfang, barnabók og aðrar leifar af lífi barns sem ýmist hefur misst allt sitt eða látið lífið,“ segir&nbsp;Russell.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Russell&nbsp;lagði áherslu á mikilvægi þjónustu við eftirlifendur, vatn, hreinlæti og sálrænan stuðning við börn sem búa nú við erfiðar aðstæður. Hún heimsótti&nbsp;barnvæn&nbsp;svæði&nbsp;UNICEF&nbsp;í borginni&nbsp;Gaziantep&nbsp;þar sem fjölskyldur og börn fá slíkan stuðning og aðstoð við að ná sér. Hún hitti fjölskyldur í&nbsp;Kahramanmaras&nbsp;og tímabundna húsnæðismiðstöð þar sem búa 17 þúsund einstaklingar – nærri einn þriðji þeirra eru börn.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">UNICEF&nbsp;vinnur náið með stjórnvöldum og stofnunum Tyrklands í að veita börnum og fjölskyldum sálrænan stuðning í kjölfar hamfaranna. Einnig við að setja upp barnvæn svæði, tímabundnar kennslustofur, aðstoða fylgdarlaus börn og önnur sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og sameina fjölskyldur. Þá vinnur&nbsp;UNICEF&nbsp;einnig að því að meta skemmdir á vatnsveitum og þjónustu og veitir heilbrigðis- og næringarþjónustu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Ljóst er að risavaxin verkefni í bæði í brýnum mannúðarstörfum sem og langtímauppbyggingu eru&nbsp;fram undan&nbsp;á hamfarasvæðum og mun&nbsp;UNICEF&nbsp;ekki láta sitt eftir liggja í að verja og tryggja réttindi og velferð tyrkneskra og sýrlenskra barna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/milljonir-tyrkneskra-barna-thurfa-adstod" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

01.03.2023Ísland leggur fram 350 milljónir í áheitasöfnun vegna Jemen

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á mannúðarráðstefnu vegna neyðarinnar í Jemen í vikunni upplýsti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra að Ísland legði fram 350 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í landinu fyrir tímabilið 2023 til 2025. Hún ítrekaði eldri áheit að upphæð 95 milljónir króna fyrir árið í ár. Alls bárust 31 fyrirheit um framlög á ráðstefnunni að upphæð 1,16 milljónir bandaríkjadala.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eftir átta ára stríðsástand ríkir enn neyðarástand í Jemen. Rúmlega 21 milljón manns, tveir af hverjum þremur íbúum landsins, þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda á árinu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að sex mánaða vopnahlé stríðandi fylkinga á síðasta ári hafi bætt ástandið hjá óbreyttum borgurum um tíma ríkir skelfileg neyð í landinu, einkum vegna þess að grunnþjónusta er að miklu leyti horfin og efnahagsástandið fer versnandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Jemen er einnig í hringiðu hamfarahlýnunar með síendurteknum náttúruhamförum þar sem flóð og þurrkar ógna lífi fólks á víxl og setja öryggi þess og velferð í uppnám. Að mati hjálparstofnana þarf 4,3 milljónir bandarískra dala til þess að aðstoða íbúa. Einungis náðist á áheitaráðstefnunni í vikunni að safna fjórðungi þeirrar upphæðar.</span></p>

28.02.2023Malaví: Sextíu ungmenni útskrifast úr verknámi

<span></span><span></span><span></span><span></span><span></span><span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sextíu ungmenni frá Mangochi-héraði fögnuðu vel í síðustu viku að hafa lokið fjögurra mánaða verknámi við hátíðlega athöfn að viðstöddum fulltrúum frá&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">héraðsskrifstofu Mangochi, ráðuneyti ungmenna og íþrótta í Malaví, þingmönnum&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">héraðsins og fulltrúum frá sendiráði Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Unga fólkið á það sameiginlegt að vera frá afskekktum sveitarfélögum í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">héraðinu, Makanjira og Lulanga, en þau voru valin úr hópi umsækjenda til að&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">stunda verknám í húsasmíði, bifvélavirkjun, klæðskurði, múraraiðn, og rafvirkjun. Í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">útskriftargjöf fengu nemendurnir ýmis tæki og tól eins og borvélar, verkfæri,&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">saumavélar og hlífðarfatnað til að gera þeim auðveldara að stíga fyrstu skrefin í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">atvinnulífinu en oftast er hár kostnaður á slíkum búnaði þröskuldur sem reynist&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">ungmennum erfitt er að yfirstíga.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Ísland hefur stutt héraðsyfirvöld í Mangochi um sérstakt tilraunaverkefni frá árinu&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">2021 við að styðja við efnahagslega valdeflingu og tækifæri ungmenna í héraðinu.&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Verknám 120 ungmenna er hluti af því verkefni og er þetta annar árgangurinn sem&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">útskrifast. Verkefnið hefur einni aðstoðað sjö ungmennahópa sem hafa hlotið&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">þjálfun í tækni og frumkvöðlafræðum, aðstoð við aðgengi að mörkuðum auk þess&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">sem þeim hefur verið séð fyrir búnaði til að efla starfsemi þeirra.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Áætlaður íbúafjöldi Malaví eru rúmar 20 milljónir en meira en helmingur&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">þjóðarinnar er yngri en 18 ára og 77 prósent eru yngri en 24 ára. Atvinnutækifæri&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">fyrir ungmenni í landinu eru mjög fá og því mikilvægt að stuðla að margvíslegri&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">þjálfun og aðstoð við ungt fólk í héraðinu til efla að atvinnuþátttöku þeirra og í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">baráttunni gegn fátækt. Talið er að rúmur helmingur íbúa í Mangochi héraði sé á&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">aldrinum 10 til 29 ára, eða rúm hálf milljón.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Tilgangur verkefnisins er að virkja og efla þann mikla fjölda ungmenna í dreifbýli&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Mangochi og veita þeim hagnýta færni og þjálfun til að bæta lífskjör sín. Í ræðu&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">sinni þakkaði einn þingmanna héraðsins Íslandi fyrir framlag sitt til ungmenna í&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">hans kjördæmi og lofaði að hann skyldi láta kné fylgja kviði og sjá til þess að&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">ungmennin fengu tækifæri við hæfi í heimasveitum sínum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">„Við höfum fengið að fylgjast með þeim sem útskrifuðust í fyrra og séð hvað þeim&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">gengur vel. Nemendurnir sem eru að útskrifast hafa sýnt mikla þrautseigu og nú&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">treystum við því að nærsamfélagið taki við og gefi þeim tækifæri til að sýna sig og&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">sanna, því það er bæði skortur á atvinnutækifærum fyrir ungt fólk og þörf á&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">vinnuafli með þessa sérhæfingu,“ segir Sigurður Þráinn Geirsson, verkefnafulltrúi&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">við sendiráð Íslands í Lilongve. „Við vonumst til að þessi þjálfun muni aðstoða og&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">stuðla að virkri atvinnuþátttöku ungmennanna í Mangochi,“ bætir hann við.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Sendiráð Íslands í Malaví hefur unnið með héraðsyfirvöldum að&nbsp;</span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">byggðaþróunarverkefni til að efla grunnþjónustu í Mangochi-héraði frá árinu 2012.</span></p>

27.02.2023Hjálparstarfið sendir 25 milljónir króna til neyðaraðstoðar í kjölfar jarðskjálftanna

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hjálparstarf kirkjunnar sendi í liðinni viku rúmar 25 milljónir króna til systurstofnana í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance, sem veita fórnarlömbum jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi neyðaraðstoð. Upphaflega stóð til að leggja hjálparsamtökum á svæðinu til ellefu milljónir króna en þegar ljóst er að neyð fólksins í löndunum tveimur er enn meiri en leit út fyrir í upphafi ákvað Hjálparstarfið að hækka framlagið. Framlag Hjálparstarfsins er að meðtöldum veglegum styrk utanríkisráðuneytisins til verkefnisins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hófst um leið og ljóst var hversu alvarlegir atburðir voru. Þá strax höfðu systursamtök Hjálparstarfsins á staðnum hafið mat á því hvernig bregðast ætti við með sem skilvirkustum hætti. Á sama tíma var hjálpargögnum dreift; mat, lyfjum, dýnum, teppum og hlýjum klæðnaði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Upplýsingar frá hamfarasvæðunum staðfesta nú að þörfin er margföld miðað við þá stöðu sem viðbragðsaðilar töldu í upphafi að væri við að eiga. Tyrknesk yfirvöld greindu frá því í tilkynningu á sunnudag að yfir 100.000 byggingar væru ónýtar með öllu, og þá taldar þær sem hrundu til jarðar strax eða þær sem eru svo illa farnar eftir skjálftana að niðurrif þeirra er óumflýjanlegt.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Tölfræði tyrkneskra yfirvalda er ekki síst ógnvænleg í því ljósi að í fyrrnefndum byggingum voru 384.500 íbúðir sem eru ónýtar. Ef þessi tölfræði er sett í íslenskt samhengi má vísa til Fasteignaskrár Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem segir að fjöldi íbúða á Íslandi í árslok 2022 hafi verið&nbsp; 158.939.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í Sýrlandi er ljóst að eyðileggingin er gríðarleg. Greint hefur verið frá milljónum manna sem eiga hvergi höfði sínu að halla. Hins vegar berast ekki nákvæmar upplýsingar frá skjálftasvæðunum þar um umfang eyðileggingarinnar. Það er mat Hjálparstarfs kirkjunnar að vegna jarðskjálftana, sem bættu gráu ofan á svart eftir áralangt borgarastríð, muni 25 milljóna króna framlagið best nýtast systursamtökum í ACT Alliance sem starfa í Sýrlandi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Eftirlifendur náttúruhamfaranna hafast nú við á götum úti eða í neyðarskýlum. Þeir eru allslausir að kalla og háðir neyðaraðstoð. Næstu vikurnar þarf að hlúa að slösuðum, skjóta skjólshúsi yfir þá sem hafa misst heimili sín og miðla hjálpargögnum til þeirra sem hafa misst aleigu sína. Verkefnin eru óteljandi og af margvíslegum toga.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fram hefur komið að þegar hafa yfir 50 þúsund manns fundist látin. Hvorki tyrknesk yfirvöld né sýrlensk hafa gefið út hversu margra er saknað. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, (WHO) telur að 26 milljónir manna í löndunum tveimur eigi um sárt að binda og þurfi á neyðaraðstoð að halda.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/hjalparstarfid-sendir-25-milljonir-krona-til-neydaradstodar/" target="_blank">Nánar á vef Hjálparstarfsins</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></p>

24.02.2023Fótspor íslenskrar þróunarsamvinnu í Mangochi héraði

<p>Vatnsskrifstofa Mangochi héraðs tók að sér það metnaðarfulla verkefni að beiðni sendiráðs Íslands í Malaví að kortleggja alla innviði og byggingar sem fjármagnaðar hafa verið af hálfu íslenskra stjórnvalda síðasta áratuginn. Kortið er gagnvirkt og sýnir hvar skólabyggingar, heilsugæslustöðvar, vatnsveitukerfi og fæðingadeildir eru í héraðinu en auk þess að sýna upplýsingar um byggingarnar á kortinu er hægt skoða myndir og fá helstu upplýsingar um stuðning Íslands á tilteknum stöðum.</p> <p>Verkefnið var metnaðarfullt enda tók það um ár að ljúka við að merkja inn allar staðsetningar sem sýna núna 48 heilbrigðisstofnanir sem hafa notið stuðnings, 12 grunnskóla og rúmlega 1100 vatnspósta. Næsta skref er að merkja inn fótspor Íslands í héraðinu frá tímum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá 1989 til 2012.</p> <p><strong>Rúmlega þriggja áratuga samstarf</strong></p> <p>Þróunarsamvinna Íslands í Malaví spannar yfir rúma þrjá áratugi. Malaví er eitt fátækasta land í heimi, álíka að landræðilegri stærð og Ísland en íbúafjöldi er rúmar 20 milljónir. Samstarf Íslands í landinu hefur að mestu verið í gegnum svokallaða héraðsnálgun þar sem lagt er upp með að byggja upp félagslega innviði á sviði menntunar, heilsu og vatns- og hreinlætismála í samstarfi við héraðsyfirvöld. Nálgunin gengur út á að styðja fjárlagslega við langtíma áætlanir héraðsyfirvalda/sveitarstjórnar til uppbyggingar á þessum sviðum auk þess að veita tæknilegan stuðning. Þessi nálgun setur eignarhald heimamanna í öndvegi og úttektir hafa sýnt fram á góðan árangur samstarfsins.</p> <iframe title="kort frá Google sem sýnir fótspor Íslands" src="https://www.google.com/maps/d/embed?mid=18xQC_ez6Lt30EouGzhD_pb-8KAbFh78&%3behbc=2E312F" width="640" height="480"></iframe> <p>Frá árinu 2012 hefur Ísland unnið í einu fjölmennesta héraði landsins, Mangochi sem telur ríflega 1,2 milljón íbúa. Náin samvinna Íslands og héraðsyfirvalda í Mangochi hefur vakið athygli og fleiri stærri framlagsríki eru að taka upp þessa nálgun. Það er ekki síst áhersla Íslands á að styðja við innviða uppbyggingu á þessum sem sviðum sem vekur athygli. Á síðustu árum hefur Ísland fjárfest ríkulega í þessari félagslegu uppbyggingu Mangochi eða fyrir rúmlega 41 milljónir bandaríkjadala. Á árinu hefst samstarf við nýtt hérað, Nkhotakota, sem byggir á sömu nálgun.</p> <p>„Árangurinn af því að styðja við framkvæmdir á sviði heilsu, menntunar og aðgengi að hreinu vatni eru langtíma lausnir og bæta lífsgæði og lífsmöguleika þeirra fátækustu um leið og byggingarnar eru starfhæfar,” segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðukona íslenska sendiráðsins í Lilongve. „Með fjárhagslegum stuðningi og náinni samvinnu á síðustu tíu árum hafa til dæmis tólf grunnskólar verið byggðir upp á heildrænan hátt með 84 skólastofur og 42 kennarahús, mæðra- og ungbarnadeild byggð á héraðssjúkrahúsinu sem þjónar um 50 þúsund konum á barneignaraldri og börnum undir fimm ára, níu&nbsp;fæðingadeildir og 21 heilsupóstar í dreifbýli sem tryggja 71 þúsund konum og börnum grunnheilbrigðisþjónustu í sveitum héraðsins, og ellefu hundruð vatnspóstar og tvö sólardrifin vatnskerfi sem veita 360.000 manns aðgang að hreinu vatni.”</p> <p>Að auki hefur stuðningur Íslands við byggðaþróunarverkefnið í Mangochi veitt heildrænan stuðning við þessa geira hvað varðar þjálfun og ráðningu starfsfólks við heilbrigðistofnanir og skóla, sem núna eru á launaskrá ríkisins, og valdeflingu samfélagsinnviða, líkt og heilbrigðisnefnda í sveitum, skólanefnda og mæðrahópa sem aðstoða við að fá fólk til að nýta sér og styðja við notkun á nýjum innviðum og viðhalda þeim. Auk þessa hafa skrifstofur fjármála, innkaupa- og framkvæmdasvið héraðsins fengið aðstoð. Skrifstofa jafnréttismála og ungmenna í héraðinu hefur einnig verið styrkt til að framkvæma aðgerðir fyrir efnahagslega valdeflingu þessara hópa.</p>

24.02.2023Ísland sendir neyðarbirgðir til Tyrklands

<p><span>Fraktflugvél á vegum íslenskra stjórnvalda flaug í nótt með 100 tonn af neyðarbirgðum til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi þar sem milljónir manna eru húsnæðislausar. Þá hefur utanríkisráðherra ákveðið að veita 50 milljón króna neyðarframlagi til Sýrlands vegna ástandsins sem skapaðist þar í kjölfar skjálftanna fyrr í mánuðinum.</span></p> <p><span>Neyðarbirgðunum, sem samanstanda af 1500 tjöldum og 8400 teppum, var flogið frá Lahore í Pakistan og áætlað er að vélin lendi síðdegis í dag í Adana í Tyrklandi. Fastanefnd Tyrklands hjá Atlantshafsbandalaginu óskaði eftir aðstoð bandalagsríkja við flutning neyðarbirgðanna og kom Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri bandalagsins beiðninni á framfæri í lok fundar varnarmálaráðherra bandalagsins 15. febrúar síðastliðinn.&nbsp;</span></p> <p><span class="blockqoude">„Staðan á jarðskjálftasvæðunum í Tyrlandi er skelfileg. Ísland tók virkan þátt í björgunarstarfinu þar sem okkar fólk frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg vann fórnfúst starf fyrstu dagana eftir jarðskjálftana. Nú aðstoðum við með því að sjá um flutninga á 100 tonnum af neyðarbirgðum til Tyrklands, tjöld og teppi fyrir fólk sem misst hefur allt sitt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <h2><span>&nbsp;Stuðningur við Sýrland</span></h2> <p><span>Utanríkisráðherra hefur einnig ákveðið að veita 50 milljón króna neyðarframlagi til Sýrlands vegna jarðskjálftanna 6. febrúar síðastliðinn til að koma til móts við ákall Samhæfingaskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). OCHA áætlar að um níu milljónir manna hafi orðið fyrir áhrifum af jarðskjálftunum.</span></p> <p><span class="blockqoude">„Við megum ekki gleyma fólkinu í Sýrlandi, þar sem stríð hefur staðið yfir í tólf ár og leitt af sér miklar hörmungar fyrir íbúana. Jarðskjálftarnir eru enn eitt höggið fyrir þessar brotthættu byggðir og þörfin fyrir aðstoð alþjóðasamfélagsins aldrei verið brýnni,“ segir Þórdís Kolbrún um framlagið til Sýrlands.&nbsp;</span></p> <p><span>Framlaginu er veitt í svæðasjóð OCHA fyrir Sýrland sem er ætlað að auka skilvirkni mannúðaraðstoðar á svæðinu og einnig færa aðstoðina nær þeim sem hana þurfa.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

23.02.2023Kona deyr af barnsförum á tveggja mínútna fresti

<span></span><span></span> <p><span>Kona deyr á tveggja mínútna fresti á meðgöngu eða við fæðingu, samkvæmt nýjustu gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, eða tæplega átta hundruð konur á degi hverjum. Frá árinu 2016 hafa orðið litlar framfarir á þessu sviði og í fátækustu ríkjum heims fjölgar hlutfallslega konum sem deyja af barnsförum. Flest dauðsfallanna verða vegna alvarlegra blæðinga, sýkinga, óöruggra fósturláta og sjúkdóma eins og alnæmis, sem hægt væri að koma í veg fyrir eða meðhöndla.</span></p> <p><span>Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá WHO og fleiri stofnunum Sameinuðu þjóðanna – </span><a href="https://www.who.int/publications/i/item/9789240068759" target="_blank">Trends in Maternal Mortality 2000-2020</a> – deyja konur af barnsförum einkum í fátækustu ríkjum heims og þeim ríkjum þar sem stríð geisa. Mæðradauði er mestur í Afríku sunnan Sahara en af þeim konum sem létust af barnsförum á árinu 2020 létust sjö af hverjum tíu í þeim heimshluta. Í stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Sómalíu, Suður-Súdan, Súdano g Jemen eru að jafnaði tvöfalt fleiri konur sem látast af barnsförum en í löndum þar sem friður ríkir.</p> <p><span>"Þótt þungun eigi að vera tími gríðarlegrar vonar og jákvæðrar reynslu fyrir allar konur, þá er hún átakanlega hættuleg reynsla fyrir milljónir um allan heim sem skortir aðgang að hágæða og sómasamlegri heilbrigðisþjónustu," sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, í yfirlýsingu í gær, þegar skýrslan kom út.</span></p> <p><span>Samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á að ná dánartíðni mæðra niður í sjötíu konur miðað við hver 100 þúsund lifandi fædd börn fyrir árið 2030. Langt er í land með að ná því markmiði því árið 2020 létust alls 223 mæður af barnsförum þegar notað er sama viðmið.</span></p>

22.02.2023Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna stríðsins í Úkraínu sló öll fyrri met

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Í þessari viku er ár liðið frá innrásinni í Úkraínu og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vekur athygli á því á þessum tímamótum að milljónir barna lifa enn við stríð og afleiðingar þess. Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna stríðsins í Úkraínu sló öll fyrri met.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Stuðningur Heimsforeldra á Íslandi, almennings, fyrirtækja og stjórnvalda við verkefni&nbsp;UNICEF&nbsp;sló öll met í fyrra – en því miður er stríðið hvergi nærri búið og neyðin&nbsp;ennþá&nbsp;gríðarleg. Við treystum því að Íslendingar haldi áfram að styðja við lífsbjargandi starf&nbsp;UNICEF&nbsp;í Úkraínu svo um muni,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Eitt ár af stríði hefur rænt börn Úkraínu nánast öllu: heimili, ástvinum, skólum, leikvöllum, vinum, sálarró, lífi og limum. Von og þrautseigja verða þó aldrei af þeim tekin og&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur staðið sleitulausa vakt við að tryggja þrautseigjuna og halda í vonina,“ segir hún.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt UNICEF segir að líf úkraínskra barna hafi umturnast og þau upplifað ólýsanlegan hrylling. Hundruð barna hafi látið lífið og enn fleiri særst, börn og fjölskyldur hafi neyðst til að flýja heimili sín og óvissan og óttinn heltekið líf allra Úkraínumanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„En í gegnum þetta allt hafa úkraínsk börn líka sýnt ótrúlegan styrk og þrautseigju. Með stuðningi Heimsforeldra og allra þeirra þúsunda einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi sem lagt hafa neyðarsöfnun okkar lið á árinu hefur&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, getað sinnt lífsnauðsynlegu hjálparstarfi í þágu milljóna barna og fjölskyldna þeirra.&nbsp;En stríðinu er því miður langt í frá lokið og áframhaldandi stuðningur við börn Úkraínu nauðsynlegur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.unicef.is/ar-af-stridi-i-ukrainu-tryggjum-vonina" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></span></p>

21.02.2023Stuðningur Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna mikilvægur flóttafólki frá Úkraínu

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Fjárframlög frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum hafa hjálpað til við að veita nauðsynlegan stuðning við fólk á flótta vegna stríðsins í Úkraínu, segir í grein á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í tilefni af því að á föstudag er liðið rétt ár frá hernaðarinnrás Rússa í Úkraínu.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Á einu ári, hafa 5.3 milljónir manna verið á vergangi innan Úkraínu, á meðan 8 milljónir til viðbótar hafa flúið til annarra Evrópulanda þar á meðal Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna,“ segir í greininni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þar segir einnig að stórfellt neyðarástand ríki enn í mannúðarmálum í Úkraínu, og skjót viðbrögð framlagsríkja hafi hjálpað Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að bregðast við með aðstoð og vernd til stríðshrjáðra íbúa landsins, auk flóttafólks frá Úkraínu, sem hafi verið hýst í öðrum löndum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Á vetrarmánuðunum setti UNHCR af stað svokallaða „vetrarviðbragðsáætlun“ sem miðaði að því að hjálpa flóttafólki að lifa af kuldann. Þetta verkefni hefur falið í sér að veita stuðning í formi skjóls, smávægilegra viðgerða á heimilum, útdeilingu vetrarfatnaðar og beina aðstoð í formi peninga,“ segir í greininni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Yfir 4.3 milljónir manna, sem urðu fyrir barðinu á stríðinu, fengu aðstoð innan landamæra Úkraínu af Flóttamannastofnuninni árið 2022 sem hluti af neyðarviðbrögðum hennar. Aðstoðin spannaði allt frá teppum og eldhúsáhöldum til byggingarefnis, skjóls, lögfræðiaðstoðar og ráðgjafar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><br /> <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/93967-eitt-ar-lidid-studningur-fra-nordurlondunum-og-eystrasaltslondunum-mikilvaegur-i-ad-hjalpa-ukrainumonnum-a-flotta.html" target="_blank">Nánar á vef UNHCR</a></span></p>

20.02.2023Hæsta framlag sögunnar úr neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna ​

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu á laugardag um hæsta framlag allra tíma, 250 milljónir Bandaríkjadala, úr neyðarsjóði samtakanna, CERF. Fjárframlaginu er ætlað að styðja við bakið á bágstaddasta fólkinu í nokkrum af gleymdustu kreppum samtímans og afstýra hungursneyð, að því er segir í <a href="https://cerf.un.org/sites/default/files/resources/CERF%20releases%20US%24250%20million%20to%20avert%20famine.pdf" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Sameinuðu þjóðunum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Um heim allan eru í dag 339 milljónir manna í þörf fyrir mannúðaraðstoð sem er aukning um 25 prósent frá síðasta ári,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Framlaginu verður ráðstafað í nítján ríkjum, meðal annars Afganistan, Búrkína Fasó, Haítí, Malí, Nígeríu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Á síðasta ári fengu um 160 milljónir manna stuðning úr neyðarsjóðnum en að sögn Sameinuðu þjóðanna eykst þörfin fyrir mannúðaraðstoð hraðar en getan til að bregðast við henni. Á þessu ári þarf um 54 milljarða Bandaríkjadala til að mæta þörfum 240 milljóna manna en óttast er að í besta falli náist helmingur þeirrar fjárhæðar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Auk fyrrnefndra ríkja sem njóta stuðnings fjárframlags neyðarsjóðsins verður hluta fjárins varið til að styðja mannúðaraðstoð í undirfjármögnuðum kreppum eins og í Tjad, Kolumbíu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eritreu, Eþíópíu, Hondúras, Kenía, Líbanon, Madagaskar, Pakistan og Súdan.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna&nbsp;er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

17.02.2023Utanríkisráðuneytið fjármagnar þrjár ungliðastöður hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Utanríkisráðuneytið og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa fyrir rafrænum kynningarfundi um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag í næstu viku, 22. febrúar. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíkar ungliðastöður.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfrækja svokallað ungliðaverkefni þar sem ungu fagfólki er gefið tækifæri til að öðlast reynslu á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu undir umsjón sérfræðinga. Í ár fjármagnar utanríkisráðuneytið þrjár slíkar ungliðastöður, hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, UN Women og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">OCHA staðan er hjá skrifstofu stofnunarinnar á Vesturbakkanum í Jerúsalem, UN Women staðan er á landaskrifstofu í Amman í Jórdaníu og WFP staðan er á landaskrifstofu í Freetown, Síerra Leóne.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fundurinn á miðvikudag stendur yfir milli kl 12:00-13:15.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><br /> Nánari upplýsingar um ungliðaverkefni Sameinuðu þjóðanna og stöðurnar má finna á&nbsp;<a href="https://l.facebook.com/l.php?u=http%3a%2f%2fwww.utn.is%2fjpo%3ffbclid%3dIwAR1hBb4n0Nvozqw6bX2wVxx-P406ueet-g8IGZ8QD8dsa9iQMUxir8CJUs8&%3bh=AT14bU9sf0-1PilSsvy37f7BqwWeFu2RP1Mbxe3vg3hoctNhnhoTnsPP9ZLd_kRftScmKsaX2avXUO3CKzT50bkEHP1yKlBdFyCw6RIaC7xJT4-_hHOddSHAOyvueCDVfA&%3b__tn__=q&%3bc%5b0%5d=AT0A85Njxp4AxlXz0RuKz1axZbtJsJ_K6fgMf8txvl1rnea1bUzXjxhbLcAMh4A1Hlh_2CZ1-nIWKNgUVmPMMu5w8wtscpAcQ-foAGLRz57Y77P7wnzBlE66IwthiH0kmYMOeRbdAg6isv2-h6ufdEjsU7fH" target="_blank">www.utn.is/jpo</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Linkur á fundinn:&nbsp;<a href="https://us06web.zoom.us/j/81460057643?pwd=THhOSFFvZWdzK0NYK3hsanNYRy9wQT09&%3bfbclid=IwAR2QoQRlhEz3yfJur-gm7P7OxwR_GStNLV4eHORfRWvauY9CvO2rR69zuks" target="_blank">https://us06web.zoom.us/j/81460057643...</a></span></p> <br />

16.02.2023Nýtt lofthreinsiver tífaldar afköst föngunar og förgunar

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-family: 'FiraGO Light', sans-serif; font-size: 11pt;">Framkvæmdir eru hafnar á nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, Mammoth, sem í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, mun tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koldíoxíði (CO2) úr andrúmslofti á svæðinu. Fyrir er Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa haustið 2021 og var fyrsta sinnar tegundar í heiminum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarka hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni kemur fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af CO2 úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Með nýja lofthreinsiverinu, fara afköst föngunar á Hellisheiði úr fjórum þúsundum tonna af CO2 á ári í alls 40 þúsund tonn en því er síðan fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir. Mörg tækifæri felast í föngun og förgun CO2 beint úr andrúmsloftinu en Carbfix hlaut ásamt samstarfsaðilum sínum, Heirloom og Verdox, tvenn Milestone verðlaun í fyrri umferð XPRIZE Carbon Removal verðlaunanna. Einnig stendur til að byggja svokallaða DAC þróunarstöð sem mun ýta undir tækniþróun fyrirtækja sem sérhæfa sig í föngun koldíoxíðs beint úr andrúmsloftin og vilja farga með Carbfix tækninni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/verkefni/stakt-verkefni/?itemid=b1cd6108-a2e9-11ed-9bb5-005056bc4727http%3a%2f%2f" target="_blank">Nánar á vef heimsmarkmiðanna</a></span></p>

15.02.2023Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 400 milljónum vegna hörmunganna í Sýrlandi

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór í dag fram á tæplega 400 milljóna dala framlög til að standa straum af stuðningi við bágstadda í Sýrlandi vegna jarðskjálftanna. Sambærilegt ákall um aðstoð við Tyrkland er í undirbúningi. Að <a href="António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór í dag fram á tæplega 400 milljóna dala framlög til að standa straum af stuðningi við bágstadda í Sýrlandi vegna jarðskjálftanna. Sambærilegt ákall um aðstoð við Tyrkland er í undirbúningi. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, voru 50 milljónir dala greiddir úr Neyðarsjóði samtakanna strax eftir hörmungarnar. „Skilvirkasta leiðin til að sýna fólkinu samstöðu er með því að láta fé af hendi í þessa söfnun vegna hamfaranna,“ sagði Guterres á blaðamannafundi í gær. „Okkur er öllum ljóst að lífsnauðsynleg aðstoð hefur ekki borist á þeim hraða og í því umfangi sem nauðsynlegt er. Þessar hamfarir eru með þeim skæðustu á síðustu árum. Viku eftir eyðileggingu jarðskjálftanna, róa milljónir manna lífróður, heimislausir í frosthörkum. Við erum að gera allt sem við getum. En meira þarf til.“ Í frétt UNRIC segir að allt Sameinuðu þjóða kerfið og samstarfsmenn þess í mannúðarmálum muni leggjast á eitt til að koma brýnni, lífsnauðsynlegri hjálp til nærri fimm milljóna Sýrlendinga. „Þar á meðal eru skýli, heilbrigðisþjónusta, matvæli og vernd. Ellefu bíla lest er nú á leið um Bab Al-Salam landamærastöðina á mörku Tyrklands og Sýrlands og margar fleiri eru á leiðinni,“ segir í fréttinni. „Það má ekki auka á þjáningar af völdum þessara sögulegu náttúruhamfara með því að við bætist hindranir af mannavöldum; svo sem skortur á aðgangi, fjármagni og birgðum. Tryggja ber að aðstoð berist úr öllum áttum, frá öllum aðilum, um alla vegi, án hindrana,“ sagði Guterres. Í gær fagnaði hann ákvörðun Sýrlandsstjórnar um að opna tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og norðvestur Sýrlands í þrjá mánuði svo hæt sé að koma mannúðaraðstoð til skila." target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, voru 50 milljónir dala greiddir úr Neyðarsjóði samtakanna strax eftir hörmungarnar.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Skilvirkasta leiðin til að sýna fólkinu samstöðu er með því að láta fé af hendi í þessa söfnun vegna hamfaranna,“ sagði Guterres á blaðamannafundi í gær. „Okkur er öllum ljóst að lífsnauðsynleg aðstoð hefur ekki borist á þeim hraða og í því umfangi sem nauðsynlegt er. Þessar hamfarir eru með þeim skæðustu á síðustu árum. Viku eftir eyðileggingu jarðskjálftanna, róa milljónir manna lífróður, heimilislausir í frosthörkum. Við erum að gera allt sem&nbsp;<a href="https://unric.org/is/sameinudu-thjodinar-beita-ser-af-fullu-afli-i-tyrklandi-og-syrlandi/">við getum</a>. En meira þarf til.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í frétt UNRIC segir að allt Sameinuðu þjóða kerfið og samstarfsmenn þess í mannúðarmálum muni leggjast á eitt til að koma brýnni, lífsnauðsynlegri hjálp til nærri fimm milljóna Sýrlendinga. „Þar á meðal eru skýli, heilbrigðisþjónusta, matvæli og vernd. Ellefu bíla lest er nú á leið um Bab Al-Salam landamærastöðina á mörkum Tyrklands og Sýrlands og margar fleiri eru á leiðinni,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það má ekki auka á þjáningar af völdum þessara sögulegu náttúruhamfara með því að við bætist hindranir af mannavöldum; svo sem skortur á aðgangi, fjármagni og birgðum. Tryggja ber að aðstoð berist úr öllum áttum, frá öllum aðilum, um alla vegi, án hindrana,“ sagði Guterres.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í gær<a href="https://news.un.org/en/story/2023/02/1133437">&nbsp;fagnaði hann</a>&nbsp;ákvörðun Sýrlandsstjórnar um að opna tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og norðvestur Sýrlands í þrjá mánuði svo hæt sé að koma mannúðaraðstoð til skila.</span></p>

14.02.2023Loftslagsbreytingar og átök valda gríðarlegri mannúðarþörf

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Að vinna með fólki sem er á flótta innan eigin lands getur reynst töluverð áskorun í samanburði við að vinna með flóttafólki, þar sem umboð, lög og reglugerðir eru umtalsvert óskýrari. Fólk sem er á flótta innan eigin lands er eðli málsins samkvæmt innan landamæra síns eigin ríkis og lítur því að þeim stjórnvöldum sem eru þar við völd, sem þýðir að ríkið sjálft er ábyrgt fyrir velferð þeirra. Fólk á flótta innan eigin lands flytjast oft til svæða þar sem erfitt reynist fyrir okkur að veita mannúðaraðstoð og af því leiðir er þetta fólk á meðal viðkvæmustu hópa í heiminum,“ segir Kjartan Atli Óskarsson starfsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, í Juba, Suður-Súdan.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í viðtali sem birtist á vef UNHCR segir Kjartan Atli að honum hafi fundist spennandi að fá tækifæri til að vinna í mannúðarmálum, sérstaklega á stað eins og Suður-Súdan. „Ástandið í Suður-Súdan er töluvert frábrugðið því sem maður er vanur frá Íslandi – sem dæmi má nefna að það ríkir útgöngubann á starfsfólk Sameinuðu þjóðanna á kvöldin – og það má því með sanni segja að með því að koma hingað hafi ég stígið stórt skref út fyrir þægindaramann.“</span></p> <p><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">- Hvers vegna valdir þú að vinna fyrir UNHCR?</span></strong><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: Arial, sans-serif;"> </span></strong><strong><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span></strong></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Það sem mér fannst áhugavert við að vinna fyrir UNHCR var að stofnunin vinnur með málaflokk sem fer aðeins vaxandi. Ef litið er til fjölgunar flóttafólks og fólks sem er á flótta innan eigin lands á heimvísu, er ljóst að þarfir þessa fólks munu aðeins halda áfram að aukast. Staðan í málefnum flóttafólks er krefjandi og tel ég mig geta lagt mitt af mörkum í því mikilvæga starfi sem unnið er á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Það sem mér þótti enn fremur áhugavert var að fá frekari innsýn í hvernig viðbrögð við mannlegri neyð virka – sér í lagi þegar að kemur að fólki sem er á flótta innan eigin lands (Internally Displaced Persons) eða IDPs eins og þetta er kallað í daglegu tali. IDPs er fjarlægt hugtak fyrir einstakling frá Íslandi og því er það mikil áskorun að vinna í kringum þann málaflokk.“</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Áður en Kjartan Atli hóf störf hjá UNHCR starfaði hann í áritunardeild og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, meðal annars við að aðstoða íslenska ríkisborgara í neyð erlendis. „Sú reynsla hefur eflaust kveikt þennan neista hjá mér að fara að starfa hjá UNHCR og hjálpa þeim sem eru í neyð,“ segir Kjartan í viðtalinu sem má lesa í heild á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/93677-sogur-af-vettvangi-loftslagsbreytingar-og-atok-valda-gridarlegri-mannudarthorf.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNHCR – á íslensku. Viðtalið tók Aðalsteinn Halldórsson.</span></p> <p>&nbsp;</p>

10.02.2023Fátækt og hungur eykst á ný eftir framfaraskeið síðustu áratuga

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Fátækt og fæðuóöryggi á heimsvísu eykst á ný eftir framfaraskeið síðustu áratuga. Truflanir á aðfangakeðjum, loftslagsbreytingar, heimsfaraldur kórónuveirunnar, efnahagsþrengingar, hækkun vaxta, verðbólga og innrásin í Úkraínu hafa leitt til þess að matvælakerfi heimsins hafa orðið fyrir fordæmalausum skakkaföllum.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Þannig hljóðar hluti yfirlýsingar yfirmanna nokkurra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt voru í vikunni. Að yfirlýsingunni standa yfirmenn Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna búa 349 milljónir manna í 79 ríkjum við matvælaóöryggi. Vannæring færist einnig í vöxt eftir þrjú samfelld ár þar sem vannærðum fækkaði. Horfur eru dökkar og áætlað að matvælabirgðir dragist saman. Þörfin er sérstaklega skelfileg í 24 ríkjum, þar af 16 í Afríku, sem FAO og WFP hafa skilgreint sem hungursvæði.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Í yfirlýsingunni kemur fram að til þess að bregðast við hækkun á verði matvæla, eldsneytis og áburðar hafi ríkisstjórnir varið yfir 710 milljörðum bandarískra dala til félagslegra verndarráðstafana og niðurgreiðslna sem um einn milljarður manna nýtur góðs af. Hins vegar hefður einungis 4,3 milljörðum Bandaríkjadala verið varið til slíkra útgjalda í lágtekjuríkjum borið saman við 507,6 milljarða í hátekjuríkjum.</span></p>

10.02.2023Rauði krossinn á Íslandi sendir 30 milljónir til jarðskjálftasvæðanna ​

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að verja 30 milljónum króna til mannúðaraðgerða Rauða hálfmánans og Alþjóða Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi vegna jarðskjálftanna á mánudag. Samdægurs hrinti Rauði krossinn á Íslandi af stað neyðarsöfnun sem hefur gengið afar vel en nú þegar hafa safnast hátt í níu milljónir króna með öflugum stuðningi landsmanna.</p> <p>Stuðningur Rauða krossins á Íslandi til þolenda skjálftanna samanstendur af 12 milljónum króna sem koma úr söfnun Rauða krossins og frá Mannvinum Rauða krossins, auk 18 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p>„Við erum landsmönnum ótrúlega þakklát fyrir stuðninginn við neyðarsöfnun Rauða krossins sem og utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins. Fjármagnið mun nýtast í lífsbjargandi mannúðaraðstoð sem kollegar okkar sinna nótt sem nýtan dag í báðum löndum og fjármagnið gerir Rauða hálfmánanum í báðum löndum kleift að halda hjálparstarfinu gangandi og auka umfang þess, en auk þess felst einnig mikilvægur andlegur stuðningur í þessari hjálp, sem veitir kraft í þessum erfiðu aðstæðum og öllu því uppbyggingarstarfi sem framundan er,” segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/raudi-krossinn-a-islandi-sendir-30-milljonir-til-jardskjalftasvaedanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins segir að skjálftarnir hafa valdi gríðarlegum skemmdum á innviðum og híbýlum fólks og kostað þúsundir mannslífa. Talið seé að fjöldi látinna og særðra eigi enn eftir að hækka, þar sem mikill fjöldi fólks sé enn fast í rústunum. Auk þess sé víða síma-, rafmagns- og eldsneytisleysi og mikill kuldi í ofanálag.</p> <p>„Aðstæður á vettvangi eru því gríðarlega slæmar í báðum ríkjum og hafa fjölmennar sveitir sjálfboðaliða og starfsfólks tyrkneska og sýrlenska Rauða hálfmánans unnið sleitulaust við leit og björgun frá því skjálftarnir áttu sér stað, ásamt því að skipuleggja og veita lífsbjargandi mannúðaraðstoð á vettvangi, hlúa að þolendum skjálftanna og veita sálrænan stuðning. Aðstæður eru sérstaklega erfiðar í Sýrlandi, þar sem stór hluti innviða landsins eru í molum og aðgangur að heilbrigðisaðstoð takmarkaður eftir tólf ára vopnuð átök. Á skjálftasvæðunum í Tyrklandi eru auk heimamanna fjöldi sýrlenskra flóttamanna og því margir sem þurfa að treysta á utanaðkomandi mannúðaraðstoð í kjölfar þessara náttúruhamfara,“ segir í fréttinni.</p> <p>„Það skiptir gríðarlega miklu máli að bregðast hratt við neyðarástandinu sem hefur komið upp í Tyrklandi og Sýrlandi vegna skjálftanna,” segir Atli Viðar. „Okkur berast skelfilegar tölur af mannfalli sem hækka í hvert sinn sem við lesum fréttir og gríðarlegur fjöldi fólks hefur misst heimili sín, allt sem það á og jafnvel fjölskyldumeðlimi líka. Milljónir einstaklinga á hamfarasvæðunum eru nú í ómögulegri stöðu og hafa hvorki þak yfir höfuðið né aðgang að heitum mat, hvað þá heilbrigðisþjónustu og sálrænum stuðningi. Rauði krossinn á Íslandi er í beinu sambandi við tyrkneska og sýrlenska Rauða hálfmánann og kemur öllum stuðningi Íslendinga beint til skila til þeirra svo þau geti brugðist við neyð þessa fólks með sem besta megni og sem allra fyrst.</p> <p><strong>Áhersla á fólk í viðkvæmri stöðu</strong></p> <p>Fjármagnið sem Rauði krossinn sendir verður hluti af neyðarbeiðni Alþjóðasambands Rauða krossins, sem hljóðar upp á samtals 200 milljónir svissneskra franka. Framkvæmd mannúðaraðgerða er fyrst og fremst á herðum tyrkneska og sýrlenska Rauða hálfmánans en með dyggum stuðningi Alþjóða Rauða krossins, þar sem áhersla verður lögð á að tryggja þolendum skjálftanna húsaskjól ásamt aðgengi að mat, vatni, hreinlæti, heilbrigðisþjónustu og áfallahjálp. Áhersla verður lögð á tryggja aðstoð til þeirra sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, svo sem langveikt fólk, fylgdarlaus börn, fólk með fötlun og þolendur ofbeldis.</p> <p>Fjölmargir hafa misst ástvini sína í jarðskjálftunum og enn aðrir hafa orðið viðskila við fjölskyldumeðlimi og/eða bíða frétta af þeim. Hægt er að leita til leitarþjónustu Rauða krossins til þess að komast í samband við fjölskyldur sínar eða til að komast að því hvað varð um nána ættingja sem saknað er. Hægt er að panta tíma þar með því að senda póst á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected].</a></p>

09.02.2023Skelfilegt ástand í Sómalíu – ákall um stuðning

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðlegar mannúðarstofnanir birtu í gær ákall um fjárstuðning við íbúa Sómalíu þar sem um rúmlega átta milljónir íbúa, um helmingur þjóðarinnar, þarf á brýnni mannúðaraðstoð að halda. Ákallið nemur 2,6 milljörðum Bandaríkjadala, rúmlega 370 milljörðum íslenskra króna. Miklar líkur eru á því að lýst verði yfir hungursneyð í landinu á vormánuðum.</p> <p>Að sögn Adam Abdelmoula mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna fyrir Sómalíu kom þrautseigja heimamanna og umfang mannúðaraðstoðar í veg fyrir að hungursneyð yrði lýst yfir á síðasta ári. Hann sagði hins vegar milljónir mannslífa í húfi og full ástæða væri til að óttast að lýsa þurfi yfir hungursneyð frá apríl til júní á þessu ári, og lengur ef mannúðaraðstoð verði ekki fullnægjandi og þurrkar haldi áfram eins og spár geri ráð fyrir.</p> <p>Lengstu og alvarlegustu þurrkar í Sómalíu hafa leitt til þess að landið er orðið gróðursnautt. Nánast úrkomulaust hefur verið fimm regntímabil í röð og þurrkarnir hafa hrakið rúmlega 1,4 milljónir íbúa á flótta. Búpeningur hefur drepist í stórum stíl, lífsviðurværi fólks er horfið og þúsundir barna fá enga mjólk. Þótt tækilegum hungurmörkum hafi ekki verið náð er ástandið afar ógnvekjandi, dauðsföll eru miklu fleiri en eðlilegt getur talist, og ekkert útlit fyrir að dánartíðnin minnki á komandi misserum.</p> <p>Óttast er að fjármagn til mannúðaraðstoðar dragist saman á næstunni og því er líklegt að 8,3 milljónir íbúa Sómalífu búi við sult í vor þar af 727 þúsund sem verði í bráðri hættu.</p>

08.02.2023Ísland styður við vatns- og hreinlætisverkefni í Síerra Leóne

<span></span> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">Nýju samstarfsverkefni Íslands, stjórnvalda í Síerra Leóne og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum landsins var formlega hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn í fiskiþorpinu Goderich í dag. Verkefnið er til fjögurra ára og mun ná til sextán afskekktra fiskiþorpa í sex héruðum þar sem aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu ásamt annarri grunnþjónustu er afar ábótavant</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">„Við erum ánægð með áframhaldandi samstarf Íslands við stjórnvöld í Síerra Leóne og UNICEF um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum. Nýja verkefnið byggir á lærdómi úr fyrra samstarfsverkefni okkar og beitir heildstæðri nálgun með það að markmiði að bæta lífskjör fiskimannasamfélaga, en áhersla hefur verið lögð á stuðning til þeirra í þróunarsamvinnu Íslands í landinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um þennan áfanga.</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">Sjávarútvegsráðherra Síerra Leóne og aðrir fulltrúar stjórnvalda, fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu og yfirmaður UNICEF í landinu ásamt haghöfum voru viðstaddir athöfnina í morgun. Stefnt er að opnun sendiráðs Íslands í Síerra Leóne á árinu og verður samstarfsverkefnið sem nú er formlega hafið eitt af lykilverkefnum í samstarfinu á komandi árum.</span></p> <h2><span style="font-size: 12pt;"></span><strong><span style="font-size: 12pt;">53 þúsund manns njóti góðs af verkefninu</span></strong></h2> <p><strong><span style="font-size: 12pt;"></span></strong><span style="font-size: 12pt;">Aðgangur að fullnægjandi vatns- og hreinlætisaðstöðu í Síerra Leóne er almennt afar takmarkaður og ástandið er jafnan verra við sjávarsíðuna. Vatnsbornir sjúkdómar á borð við niðurgangspestir, malaríu og vannæringu eru þar algengir sem hefur neikvæð áhrif á heilsu og velferð íbúanna. Gert er ráð fyrir að í heildina munu rúmlega 53 þúsund manns í þessum 16 fiskimannasamfélögum njóta góðs af verkefninu, þar á meðal börn en lögð er sérstök áhersla á að bæta aðstæður barna og kvenna í samfélögunum.</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2023/01/09/Nytt-heildstaett-verkefni-um-uppbyggingu-vatns-og-hreinlaetisadstodu-i-sjavarbyggdum-i-Sierra-Leone/"><span style="font-size: 12pt;">Greint var frá verkefninu í Heimsljósi</span></a><span style="font-size: 12pt;">, upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál, á dögunum. Þar kemur meðal annars fram að &nbsp;vatnsveitur og hreinlætisaðstaða verði byggð upp við heilsugæslustöðvar, skóla og löndunarstaði þar sem jafnan er margt um manninn. Jafnframt verður stutt við byggingu og starfsemi leikskóla og fræðslu og aðgengi að aðstöðu fyrir tíðaheilbrigði stúlkna. Leitast verður við að samþætta umhverfis- og loftslagsmál í alla verkþætti og stutt við viðleitni til að draga úr plastmengun í þorpunum.</span></p> <p><span style="font-size: 12pt;"></span><span style="font-size: 12pt;">Utanríkisráðuneytið hefur átt í farsælu samstarfi við stjórnvöld í Síerra Leóne og UNICEF um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í fiskimannasamfélögum í landinu síðan 2019 og byggist nýja verkefnið á þeim grunni.</span></p>

08.02.2023Íþróttadagur norrænu sendiráðanna í Kampala

<span></span> <p>Norrænu sendiráðin í Kampala, höfuðborg Úganda, stóðu fyrir norrænum íþróttadegi í nýliðinum mánuði eftir þriggja ára hlé vegna heimsfaraldursins<span>. Norræni íþróttadagurinn hefur verið haldinn árlega um tuttugu ára skeið, þar sem norrænt samfélag í Úganda kemur saman til að skemmta sér einn dag, keppa í mismunandi íþróttagreinum, og kynnast.</span></p> <p><span>Ísland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk kepptu í átta íþróttagreinum, fótbolta, körfubolta, petanque, blaki, boðhlaupi, boðsundi og öðrum íþróttum fyrir börn. Einnig var boðið upp á góðan hádegis- og kvöldverð í skólanum. </span></p> <p><span>Auk þess var ákveðið að efna til happdrættis fyrir viðburðinn þar sem ágóðinn rennur til Street Child Uganda en það eru staðbundin samtök sem veita börnum aðgang að menntun. Ísland var í þriðja sæti en Danmörk vann keppnina. </span></p>

08.02.2023Neyðarsöfnun Hjálparstarfsins vegna jarðskjálftanna

<span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið neyðarsöfnun vegna jarðskjálftans sem varð á landamærum Tyrklands og Sýrlands aðfaranótt mánudags. Þegar er ljóst að þúsundir hafa farist og tugþúsundir eiga um sárt að binda. Hamfarirnar eru af þeirri stærðargráðu að alþjóðleg neyðaraðstoð er aðkallandi. Tugir ríkja hafa þegar boðið fram aðstoð sína.</p> <p>Hjálparstarfið leggur til að lágmarki ellefu milljónir króna sem systurstofnanir Hjálparstarfsins innan Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna - ACT Alliance - munu ráðstafa þar sem neyðin er sárust. Kirkens Nødhjelp, systurstofnun Hjálparstarfsins í Noregi, hefur til dæmis starfað í Sýrlandi um langt árabil og gat brugðist tafarlaust við. Sama á við um systurstofnanir Hjálparstarfsins í nágrannaríkjum Tyrklands og Sýrlands sem hófu dreifingu hjálpargagna aðeins fáum klukkustundum eftir að fyrstu jarðskjálftarnir riðu yfir. </p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar bendir í <a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/neydarsofnun-vegna-jardskjalftanna-i-tyrklandi-og-syrlandi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á að borgarastríðið í Sýrlandi, sem hefur staðið í tólf ár, geri landið sérstaklega viðkvæmt fyrir áföllum. „Vegna stríðsins er talið að um tólf milljónir manna séu í bráðri þörf fyrir mannúðaraðstoð. Yfir sex milljónir manna eru á vergangi innan landamæra Sýrlands og lítið færri eru sýrlenskir flóttamenn í nágrannaríkjum; Líbanon, Jórdaníu og á hamfarasvæðunum við landamærin í Tyrklandi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Framlag Hjálparstarfs kirkjunnar til brýnnar aðstoðar við fórnarlömb jarðskjálftans er að meðtöldum veglegum styrk frá utanríkisráðuneytinu og styrkjum Hjálparliða, einstaklinga sem styrkja starfið með reglubundnum hætti.</p> <p><a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/neydarsofnun-vegna-jardskjalftanna-i-tyrklandi-og-syrlandi/" target="_blank">Upplýsingar um söfnunina</a></p>

07.02.2023UNICEF, Rauði krossinn og Barnaheill hefja neyðarsöfnun

<span></span> <p>Björgunarsveitir í Tyrklandi og Sýrlandi halda enn í vonina um að finna fólk á lífi í húsarústum eftir stóra skjálftann í fyrrinótt og eftirskjálfta í gær. Þegar hafa verið staðfest yfir fimm þúsund dauðsföll og óttast er sú tala eigi eftir að hækka. UNICEF, Rauði krossinn og Barnaheill hafa öll hafið neyðarsöfnun vegna jarðskjálftans og afleiðinga hans. Við blasir brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og samtökin biðla til almennings að leggja söfnuninni lið og styðja við lífsbjargandi hjálparstarf.</p> <p>„Þúsundir barna og fjölskyldur þeirra eru í hættu eftir tvo stóra jarðskjálfta og tugi eftirskjálfta í suð-austurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands í gær. … Þúsundir bygginga hafa hrunið til grunna. Þúsundir fjölskyldna eru án heimilis. Og í Sýrlandi, þar sem ástandið var nógu skelfilegt fyrir vegna áralangra stríðsátaka og&nbsp;mannúðarkrísu, þurfa börn og fjölskyldur nauðsynlega á áframhaldandi stuðningi þínum að halda,“ segir meðal annars í frétt UNICEF.</p> <p>„Barnaheill – Save the Children vinna nú hörðum höndum að því að bregðast við þeirri neyð sem blasir við í kjölfar skjálftanna. Þúsundir barna í Tyrklandi og Sýrlandi eru slösuð, hafa misst fjölskyldur sínar og hafa þurft að yfirgefa heimili sín um miðja nótt en mikið næturfrost er nú á svæðinu og því brýnt að börnin fái skjól sem fyrst. Um 2.800 byggingar hafa eyðilagst í Tyrklandi. Þá er einnig fjöldi barna fastur í rústum. Það er því gríðarlega mikilvægt að alþjóðasamfélagið bregðist skjótt við og sendi björgunarsveitir, vistir, lyf og fólk til að bjarga þeim sem bjargað verður. Hver klukkustund skiptir máli!“ sagði meðal annars í frétt Barnaheilla um neyðarsöfnun samtakanna.</p> <ul> <li><a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/" target="_blank">Neyðarsöfnun Rauða krossins</a></li> <li><a href="https://www.unicef.is/hjalp" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF</a></li> <li><a href="https://www.styrkja.is/barnaheillneydarsofnun" target="_blank">Neyðarsöfnun Barnaheilla – Save the Children</a></li> </ul>

06.02.2023Alþjóðadagur gegn limlestingum á kynfærum stúlkna

<span></span> <p>Talið er að tvö hundruð milljónir kvenna og stúlkna hafi sætt limlestingum á kynfærum, flestar á barnsaldri. Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn þeim verknaði - International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation&nbsp;(FGM). Tilgangur dagsins er að fylkja liði um útrýmingu þessa verknaðar sem er skýlaust brot á mannréttindum og aðför að heilbrigði kvenna.</p> <p><span>„Þótt framfarir hafi orðið - stúlkur í dag eru þriðjungi ólíklegri til að gangast undir limlestingu á kynfærum en fyrir þrjátíu árum – er mikið verk óunnið. Karlar og strákar geta verið öflug rödd í ákallinu um breytingar. FGM, sem felur í sér sköddun á kynfærum kvenna án læknisfræðilegra ástæðna, getur valdið heilsufarslegum fylgikvillum, þar á meðal alvarlegum sýkingum, langvinnum verkjum, þunglyndi, ófrjósemi og dauða. Verknaðurinn er alþjóðlega viðurkenndur sem mannréttindabrot, uppruni þess er óljós, en limlestingarnar hafa verið stundað af samfélögum í gegnum aldirnar. Vissulega hefur hnignun orðið á undanförnum áratugum, en hraðinn verður að vera tíu sinnum hraðari til að ná heimsmarkmiðinu um engin atvik fyrir árið 2030,“ segir í <a href="https://www.unfpa.org/events/international-day-zero-tolerance-female-genital-mutilation" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.</span></p> <p><span>Þema dagsins er samstarf við karla og stráka til að umbreyta félagslegum og kynjaviðmiðunum til að binda enda á verknaðinn. „Nú þegar átta ár eru eftir af þessum áratug aðgerða getur samstarf við karla og drengi gegnt lykilhlutverki í að uppræta framkvæmdina, umbreyta rótgrónum félagslegum og kynjabundnum viðmiðum og gera stúlkum og konum kleift að átta sig á réttindum sínum og möguleikum hvað varðar heilsu, menntun, tekjur og jafnrétti. Með því að hvetja til þátttöku karla og drengja getur alþjóðasamfélagið flýtt fyrir brotthvarfi þessa verknaðar og lyft röddum kvenna og stúlkna. </span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9l5_S5tod6M" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p><span>Í fyrra gerði Ísland fjögurra ára samning við UNFPA um stuðning við samstarfsverkefni UNFPA og UNICEF um upprætingu limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Samstarfsverkefnið hófst árið 2008 og hefur að markmiði að uppræta FGM í sautján ríkjum þar sem FGM útbreitt, fyrir 2030. Fjórði fasi verkefnisins hófst í 2022 en þrátt fyrir umtalsverðan árangur víðsvegar blasir við að markmiðið um upprætingu FGM mun ekki nást. Þá hefur COVID 19-faraldurinn leitt til röskunar á framgangi verkefnisins en FGM, eins og kynbundið ofbeldi almennt, jókst á tímum heimsfaraldursins.</span></p> <p><span>Að mati UNFPA getur samstarf við karla og drengi haft mest áhrif á heimsvísu við að binda enda á FGM fyrir árið 2030. UNFPA hvetur þá til að vera hluti af netsamtalinu, taka þátt á samfélagsmiðlum og deila með heiminum myllumerkinu: #MenEndFGM!</span></p>

03.02.2023Hringfarinn styrkir ABC barnahjálp í verkefni Broskalla í Afríku

<span></span> <p>Styrktarfélagið Broskallar hjálpar nemendum á fátækustu svæðum í Afríku að komast í háskóla með því að veita aðgang að kennslukerfi sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa þróað. Hringfarinn Kristján Gíslason styrkti verkefnið um fimm milljónir króna og hefur stuðlað að aðkomu fleiri íslenskra samtaka. Broskallar vinnur nú meðal annars með ABC barnahjálp og hefur skóli á vegum samtakanna fullan aðgang að efni kennslukerfisins í gegnum spjaldtölvur sem nemendur fá frá styrktarfélaginu fyrir tilstilli Hringfarans.</p> <p>Í frétt á vef ABC barnahjálpar segir að kennslukerfið nefnist „tutor-web“ og hafi að geyma kennsluefni, meðal annars í stærðfræði, tölfræði og tölvunarfræði, ásamt æfingum sem aðstoða nemendur við að tileinka sér námsefnið. Kerfið var þróað af þeim Gunnari Stefánssyni, prófessor við Raunvísindadeild HÍ, og Önnu Helgu Jónsdóttur, dósent við sömu deild, í samstarfi við tölvunarfræðinga. Það hefur undanfarinn áratug verið nýtt í tölfræði- og stærðfræðikennslu bæði við Háskóla Íslands og í framhaldsskólum hér á landi.</p> <p><strong>Menntun í ferðatösku</strong></p> <p>Þeir nemendur sem standa sig vel vinna sér inn rafmyntina „Broskalla“ (SmileyCoin) og hún er geymd í rafrænu veski og hægt að nýta til að kaupa vöru eða þjónustu af ýmsu tagi. Starfsemin í Kenýa fer fram í gegnum verkefnið „Menntun í ferðatösku“ en það inniheldur spjaldtölvur fyrir nemendur og þjón (server) sem geymir námsefnið. Kristján hefur staðið að baki kostnaði við kaup á spjaldtölvum fyrir heimavist ABC skólans í Næróbí í Kenýa. „Verkefnið hefur gengið vel og nemendur hafa sýnt mikinn áhuga á að standa sig vel og leysa verkefnin. Fyrstu nemendurnir hafa þegar útskrifast og fengu þeir spjaldtölvu í verðlaun,“ segir í fréttinni.</p> <p><a href="https://www.abc.is/spjaldtolvur-i-fataekrahverfum/" target="_blank">Nánar á vef ABC</a></p>

02.02.2023Barnaheill: Vetrarklæðnaður og teppi í frosthörkum Úkraínu

<span></span> <span></span> <p>Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children – vekja athygli á því að raforkuframleiðsla í Úkraínu hafi minnkað um meira en helming frá því í október þegar Rússar settu aukinn kraft í árásir. Samtökin veita börnum og fjölskyldum þeirra neyðaraðstoð, dreifa meðal annars&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/styrkja-starfid/heillagjafir/hlyr-fatnadur-fyrir-flottafolk">vetrarklæðnaði&nbsp;</a>og&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/styrkja-starfid/heillagjafir/teppi">teppum&nbsp;</a>til barna á svæðum þar sem átök eru. Enn fremur gefa samtökin fjölskyldum hitara, kol fyrir ofna, mat, reiðufé, eldsneyti, veita sálrænan stuðning og fleira.</p> <p>„Rafmagnsleysi hefur áhrif á allt landið og mörg heimili eru oft rafmagnslaus í 8-12 klukkustundir á dag,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/born-bua-vid-rafmagnsleysi-i-miklum-kulda-i-ukrainu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla. „Þetta kemur sér illa yfir vetrarmánuðina en í janúar hefur kuldinn farið niður í fimmtán stiga frost sums staðar í landinu. Rafmagnsnotkun sjúkrahúsa er í forgangi og er reynt að tryggja að sjúkrahús hafi ávallt rafmagn. Fjöldi barna fæðist á sjúkrahúsunum í Úkraínu við erfiðar aðstæður.“</p> <p>,,Börn sem fæðast í kulda fæðast ekki við góðar aðstæður. Við reynum eftir bestu getu að halda spítalanum gangandi með rafmagni en stundum verður rafmagnslaust. Þá getum við einungis veitt fyrstu aðstoð og óskað eftir brottflutningi fyrir nýbura og aðra sjúklinga,” segir forstjóri héraðssjúkrahúss í Sumy héraði, sem liggur við landamæri Rússlands. Í Sumy hafa átök verið hörð milli Rússa og Úkraínumanna.</p> <p>Nánar á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/born-bua-vid-rafmagnsleysi-i-miklum-kulda-i-ukrainu" target="_blank">fréttasíðu</a>&nbsp;alþjóðsamtaka Barnaheilla.</p>

01.02.2023Rauði krossinn á Íslandi sendir 28 milljónir króna til Sómalíu

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi sendi nýverið um 28 milljónir króna &nbsp;til Sómalíu til að mæta alvarlegum fæðuskorti í landinu. Fjármagnið verður notað til að veita lífsbjargandi mannúðaraðstoð á svæðinu með því að gefa fólki aðgang að vatni, matvælum, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisaðstoð.</p> <p>Tugmilljónir í fjölda ríkja í Afríku sunnan Sahara standa frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti, en ástandið er einna verst í Sómalíu, þar sem milljónir eru á barmi hungursneyðar og fæðuskorturinn hefur leitt til ýmissa félagslegra vandamála. Ýmsir áhrifaþættir hafa skapað þessar erfiðu aðstæður, fyrst og fremst langvinnir þurrkar sem orsakast af loftslagsbreytingum og vopnuðum átökum í Evrópu sem hamla matvælaflutningum.</p> <p>„Það ástand sem við erum að verða vitni að sýnir okkur glögglega að heimurinn er ein heild og það sem gerist á einu svæði getur hæglega haft áhrif á önnur svæði jafnvel þótt þau séu víðsfjarri í kílómetrum talið,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>&nbsp;„Átökin í Úkraínu, ofan í miklar og neikvæðar loftslagsbreytingar, hafa þannig skert aðgengi milljóna að stöðugri og næringarríkri fæðu og er ástandið víða svo alvarlegt að mikill fjöldi barna og fullorðinna stendur jafnvel frammi fyrir hungurdauða verði ekkert að gert. Því miður hafa átökin í Úkraínu einnig haft þau áhrif að kastljós fjölmiðla og áhugi almennings nær æ sjaldnar til annarra neyðarástanda, jafnvel af þeirri stærðargráðu sem margir tugir milljóna standa frammi fyrir í Afríku<span>,“ segir hann.</span></p> <p>„Við hjá Rauða krossinum viljum með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins leggja okkar lóð á vogarskálarnar og hvetja almenning á Íslandi til að leggja okkur lið svo fólk geti haft val um að dvelja á sínum heimaslóðum í stað þess að leggja mögulega á flótta með þeim hættum sem því fylgja,“ segir Atli Viðar að lokum.</p>

01.02.2023Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þakkar Íslandi stuðninginn

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, lofar mjög skuldbindingu Íslands til þess að aðstoða og vernda flóttafólk um allan heim, með auknum fjárframlögum Íslands til stofnunarinnar fyrir árið 2022.</p> <p>„Með rúmlega 100 milljónir manna sem eru neyddar frá heimilum sínum um gjörvallan heim vegna stríðs, ofbeldis, ofsókna og mannréttindabrota, er mannúðar- og verndarþörf mikil. Við treystum á stuðning framlagsríkja og Ísland á í því sambandi skilið viðurkenningu fyrir að bregðast skjótt við alþjóðlegum aðstæðum með því að auka fjárframlög sín,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi UNHCR fyrir Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin.</p> <p>Á síðasta ári lagði Ísland fram hæsta fjárframlagið í þágu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á heimsvísu og lagði alls til 4,2 milljónir Bandaríkjadala, sem er 120 prósenta aukning frá árinu á undan. Af framlaginu lagði Ísland til tæpar 1,5 milljónir Bandaríkjadala sem svokallað óeyrnamerkt fjármagn, sem er þreföldun frá fyrra ári. Slík fjármögnun er lífsnauðsynleg og gerir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kleift að bregðast við neyðartilvikum sem þróast hratt, eins og raunin varð til að mynda í Úkraínu á síðasta ári, auk þess að veita vernd og lífsbjargandi aðstoð í langvinnum og oft gleymdum krísum um allan heim.</p> <p>„Þökk sé þessum fjármunum getum við aðstoðað flóttafólk, ekki aðeins við að finna öryggi, heldur einnig til að geta endurbyggt líf sitt með því að tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og lífsviðurværi. Sem lítið land er alþjóðleg þátttaka Íslands í flóttamannavernd öðrum innblástur,“ segir Henrik M. Nordentoft. „Við vonum að Ísland haldi áfram þessu mikilvæga verkefni og beiti sömu sterku skuldbindingu um vernd flóttafólks heima fyrir.“</p> <p>Árið 2022, reyndist vera sorglegt þegar að kom að nauðungarflutningum. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til stærstu og mest vaxandi flóttamannavanda frá síðari heimsstyrjöldinni. Um þessar mundir hafa tæplega 8 milljónir manna flúið land og um 6 milljónir manna eru á flótta innanlands í Úkraínu.</p> <p>Nánar á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/92271-flottamannastofnun-sth-thakkar-islandi-studninginn-vid-adstod-og-vernd-a-flottafolki-um-allan-heim.html" target="_blank">vef UNHCR</a></p>

31.01.2023COVID-19: Einn af hverjum þúsund jarðarbúum hafa látist

<span></span> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Hvorki jarðskjálftar, þurrkar né aðrar náttúruhamfarir hafa í skráðri sögu kostað fleiri mannslíf en heimsfaraldur COVID-19. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans fjalla í nýjum skýrslum um faraldurinn og afleiðingar hans. Fram kemur að áætlaður fjöldi dauðsfalla af völdum faraldursins sé kominn upp í rúmlega 6,5 milljónir einstaklinga á innan við þremur árum, sem svarar til þess að einn af hverjum þúsund jarðarbúum hafi látist af völdum veirunnar. Samtökin meta það svo að heimurinn sé ekki reiðubúinn fyrir næsta heimsfaraldur.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"></span><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Rauði krossinn segir að COVID-19 sé hörmung án hliðstæðna. Kórónuveirufaraldurinn hafi verið stærsta hörmung í manna minnum, nánast á hvaða mælikvarða sem er. Auk dauðsfalla hafi heilu hagkerfin orðið fyrir skakkaföllum. Félagsleg og hagræn áhrif heimsfaraldursins séu á sama tíma einnig gríðarleg. Enn fremur hafa óbein áhrif heimsfaraldursins snert líf nánast allra samfélaga á jörðinni. Engar hörmungar á undanförnum áratugum hafa haft slík gríðarleg áhrif.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">„Getan til að koma í veg fyrir, greina og bregðast snemma við neyðarástandi á sviði lýðheilsu samhliða öðrum áföllum og streitu er mannúðarleg, félagsleg og efnahagsleg nauðsyn af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er að áföll og streita, þar á meðal öfgar í veðurfari, verða tíðari og ákafari og geta okkar til að bregðast við þeim er takmörkuð. Hitt er að skilyrði fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma, þar með talin fólksfjölgun, ófyrirséð þéttbýlismyndun, ferðalög milli landa og viðskipti, halda áfram að vaxa um fyrirsjáanlega framtíð. Við höfum einfaldlega ekki efni á að bíða lengur. Við verðum að fjárfesta í miklu sterkari viðbúnaðarkerfum. Með því munum við fjárfesta í framtíð okkar,“ segir í skýrslu Rauða krossins.</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Skýrslurnar: </span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.ifrc.org/sites/default/files/2023-01/2023_everyone-counts-report-covid_EN.pdf" target="_blank">EVERYONE COUNTS COVID-19/ Rauði krossinn</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"><a href="https://www.ifrc.org/document/world-disasters-report-2022" target="_blank">World Disaster Report 2022/ Rauði krossinn</a></span></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">&nbsp;</span></p>

30.01.2023Húsfyllir á kynningarfundi um nýsköpunarsjóð á sviði hreinnar orku í Lilongve

<span></span> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Sendiráð Íslands í Lilongve stóð fyrir kynningarfundi í síðustu viku um sjóð Norræna þróunarsjóðsins Energy and Environment Partnership Trust Fund (EEP Africa) í Lilongve. Ísland hefur unnið að þróunarsamvinnu í Malaví í yfir þrjá áratugi og umhverfis- og loftslagtengd verkum að verða leiðandi í baráttunni við loftslagsvandann.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve leiðir kynningin á sjóðnum vonandi til fjölgunar umsókna frá Malaví og fleiri styrkja. Ísland gerðist aðili að EEP Africa á síðasta ári með 200 milljóna króna framlagi frá 2022-2025 og styður það við stefnu ríkisstjórnarinnar um stuðning við loftslagstengd verkefni í þróunarsamvinnu. Áherslur sjóðsins samræmast áherslum Íslands um þróunartengda loftslagssamvinnu á sviði sjálfbærrar orku, jafnréttis og auðlindanýtingar.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">EEP Africa veitir styrki til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í 15 löndum Afríku til nýsköpunar á sviði loftslagsverkefna með áherslu á hreina orku. Hvert verkefni getur hlotið styrki frá 40 milljónum og allt upp í 150 milljónir og þau verkefni sem sýna framúrskarandi árangur að verkefnatíma liðnum fá frekari fjárfestingu.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;"> „Ljóst er að það er mikill áhugi í Malaví á sjóðnum og þeim möguleikum sem fjárfesting frá EEP Africa getur haft í för með sér því færri komust að en vildu á kynningarfundinn. Fulltrúar sjóðsins sögðu frá starfssemi sjóðsins og fóru yfir umsóknarferlið og veittu góð ráð. Einnig voru fulltrúar malavískra fyrirtækja sem þegar hafa hlotið stuðning frá EEP Africa með kynningu á verknum sínum,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span class="dre-glossary-match" style="font-size: 11pt; font-family: 'FiraGO Light', sans-serif;">Dæmi um framúrskarandi verkefni frá Malaví eru Wala og Yellow Solar Power. Wala, sem var lítið fyrirtæki í eigu kvenna, hefur tekið stórstígum framförum á tveimur árum eftir að það hlaut 200 þúsund evra styrk til þess að þróa sólarknúin vatnsveitukerfi og hefur skapað tæplega 200 ný störf. Yellow Solar Power sérhæfir sig í dreifingu á sólarknúnum ljósum til heimilisnota í dreifbýli þar sem er ekkert rafmagn. Fyrirtækið fékk 500 þúsund evra styrk fyrir tveimur árum og hefur nú þegar náð til 48 þúsund manns og ráðið 400 manns í vinnu.</span></p> <p>&nbsp;</p>

27.01.2023Nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p>Á fjórða fundi leiðtogaráðs Landssambands ungmennafélaga, LUF, í vikunni var Isabel Alejandra Díaz kosin ungmennafulltrúi Íslands á vegum Sameinuðu þjóðanna, á sviði mennta, vísinda og menningar. Næst flestu atkvæðin hlaut Benedikt Bjarnason, fulltrúi Ung norræn, og hann mun starfa sem varafulltrúi. Þetta er í fyrsta skipti kosið er á lýðræðislegan hátt í stöðu ungmennafulltrúa á sviði mennta, vísinda og menningar.&nbsp;</p> <p>Isabel býr yfir nokkurri reynslu á sviðinu, en hún hefur setið í háskólaráði HÍ, Röskvu, auk þess að hafa verið kjörin forseti Stúdentaráðs HÍ. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri Tungumálatöfra og setið í ýmsum hópum á sviði mennta-, menningar- og félagsmála, til dæmis samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna á vegum Jafnréttisráðs og samhæfingarhópi stjórnvalda um atvinnu- og menntaúrræði.</p> <p>„Ég er sannfærð um að hlutverk rannsókna, lista og nýsköpunarstarfs sé að skila þekkingu inn í samfélagið í takt við það sem það þarfnast hverju sinni, og að það sé órjúfanlegur þáttur þeirrar sjálfbærrar þróunar sem við viljum sjá í umhverfinu okkar. Það tengist óhjákvæmilega heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nauðsyn þess að innleiðing þeirra sé skýr og markviss. Þessi tiltekna&nbsp;staða ungmennafulltrúa getur sannarlega verið liður í því að miðla meðal annars starfsemi UNESCO til ungs fólks, skapa heildstæðari sýn á aðkomu þeirra og í senn verið rödd þess gagnvart stjórnvöldum þegar kemur að mennta, vísinda og menningarmálum,“ sagði Isabel í framboðsræðu sinni.</p> <p>Hún mun sitja á aðalráðstefnu UNESCO, í íslensku UNESCO nefndinni, sækja norræna samráðsfundi og ungmennaþing UNESCO í fyrir hönd íslenskra ungmenna.</p> <p>Skipun og þátttaka ungmennafulltrúans er samstarf LUF, Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og menningar- og viðskiptaráðuneytisins.</p> <p>Nánar á vef LUF</p> <p><a href="https://luf.is/isabel-alejandra-diaz-nyr-ungmennafulltrui-a-svidi-mennta-visinda-og-menningar/">https://luf.is/isabel-alejandra-diaz-nyr-ungmennafulltrui-a-svidi-mennta-visinda-og-menningar/</a></p>

26.01.2023Urðu vitni að hugrekki og staðfestu afganskra kvenna

<span></span> <p>Sendinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna átti nýverið <a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/news/2023/01/afghanistan-top-un-delegation-tells-taliban-to-end-confinement-deprivation-abuse-of-womens-rights" target="_blank">fund</a>&nbsp;með talíbanastjórninni í Afganistan um stöðu kvenna og stúlkna í landinu. Farið var fram á að talíbanastjórnin afturkalli reglur sem banni afgönskum konum að starfa fyrir alþjóðleg og innlend félagasamtök í þróunarmálum. Sendinefndin var leidd af aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Amina Mohammed og Simu Sami Bahous, framkvæmdastýru UN Women.</p> <p>Sendinefndin fundaði með fulltrúum talíbanastjórnarinnar bæði í Kabúl og Kandahar. Bannið var harðlega gagnrýnt, enda er það skýrt brot á réttindum kvenna og heftir starfsemi hjálparsamtaka í landinu.</p> <p>Í grein á vef UN Women segir að afganskar konur sem starfa innan þróunarsamvinnu séu ómissandi starfskraftur, sér í lagi vegna allra þeirra hafta og banna sem talíbanastjórnin hefur komið á. „Konur geta gert það sem menn gera, en menn geta ekki gert það sem konur gera,“ er haft eftir afganskri starfskonu UN Women. „Vegna hafta og strangra reglna um samskipti kynjanna mega karlmenn ekki dreifa sæmdarsettum til kvenna, veita þeim heilbrigðisþjónustu eða áfallahjálp. Heimili sem rekin eru af konum og hafa ekki karlkyns fjölskyldumeðlim til að sækja mataraðstoð fyrir sig, hafa reitt sig á aðstoð starfskvenna félagasamtaka til að dreifa mataraðstoð til þeirra. Þessar fjölskyldur eiga nú á aukinni hættu að verða útundan þegar matar- og neyðaraðstoð er veitt. Þá torveldar bannið rekstur kvennaathvarfa, sem hafa fengið að starfa með sérstöku leyfi talíbana,“ segir í greininni.</p> <p>Stór hluti afgönsku þjóðarinnar reiðir sig á mannúðaraðstoð til að draga fram lífið. Frá því í janúar 2022 og fram til nóvember sama ár, veittu mannúðar- og félagasamtök um 22 milljónum Afgana matar- og neyðaraðstoð. 12 milljónir hlutu heilbrigðisþjónustu, 6 milljónir barna og barnshafandi kvenna hlutu aðstoð til að koma í veg fyrir bráða vannæringu, 10,4 milljón einstaklingar fengu úthlutuðu vatni og hreinlætisvörum, svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>Samkvæmt&nbsp;<a href="https://asiapacific.unwomen.org/en/digital-library/publications/2023/01/gender-alert-no-3#view">skýrslu UN Women</a>&nbsp;um kynjuð áhrif bannsins, kemur í ljós að talíbanastjórnin hefur framfylgt þessu banni með markvissari hætti en öðrum reglum sem settar hafa verið frá valdatöku þeirra. Hingað til hefur það verið í sjálfsvald héraðsstjóra sett hvort og hvernig þeir framfylgi bönnum sem yfirstjórnin í Kabúl setur.</p> <p>Sima Sami Bahous, framkvæmdastýra UN Women, segir stofnunina styðja afganskar konur í baráttunni fyrir mannréttindum sínum. &nbsp;„Í Afganistan urðum vitni að hugrekki og staðfestu afganskra kvenna sem neita að láta afmá sig úr opinberu lífi. Þær munu halda áfram að berjast fyrir réttindum sínum og það er skylda okkar að styðja þær í baráttunni. Atburðarrásin sem hófst árið 2021 í Afganistan er mikið áhyggjuefni. Það sýnir okkur hversu auðvelt er að svipta konur grundvallarmannréttindum sínum á ekki lengri tíma en nokkrum dögum. UN Women stendur sem áður með afgönskum konum og við munum tryggja að raddir þeirra haldi áfram að hljóma.“</p> <p>Sjá ítarlegri <a href="https://unwomen.is/urdu-vitni-ad-hugrekki-og-stadfestu-afganskra-kvenna/" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef UN Women</p>

25.01.2023Menntun: Tímabært að breyta fyrirheitum í markvissar aðgerðir

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;"><span>Gögn frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sýna að um 244 milljónir drengja og stúlkna eru enn utan skóla á þessu ári. Að auki geta 70 prósent 10 ára barna í lág- og meðaltekjulöndum ekki lesið og skilið einfaldan texta.</span></p> <p style="background: #fdfdfd;">„Fyrirheit sem gefin voru á síðasta ári á tímamótaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að umbreyta menntun á heimsvísu verða að komast í framkvæmd,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni alþjóða menntadagsins í gær, 24. janúar.</p> <p><span>Þema alþjóðadagsins í ár er „að fjárfesta í fólki, forgangsraða menntun". Sérstök áhersla er lögð á stúlkur og konur í Afganistan sem hefur verið bannað að sækja framhaldsskóla og háskóla í kjölfar yfirtöku talíbana í ágúst 2021.</span></p> <p>&nbsp;„Við skulum skapa menntakerfi, sem styður samfélög jöfnunar, sterkra hagkerfa og takmarkalausa drauma sérhvers nemanda í heiminum,” sagði Guterres í ávarpinu. Hann varaði sérstaklega við vanfjárfestingu í menntun. <span>"Það hefur alltaf verið áfall fyrir mig að menntun hafi fengið svo lítinn forgang í mörgum stefnumálum stjórnvalda og í alþjóðlegu samstarfi," sagði hann og minnti á leiðtogafundinn á síðasta ári um að „endurhugsa kennslustofuna“ og umbreyta menntakerfum svo nemendur fái aðgang að þeirri þekkingu og færni sem þarf til að ná árangri. </span></p> <p><span>Fulltrúar rúmlega 130 þjóða skuldbundu sig &nbsp;í lok ráðstefnunnar til að tryggja að alhliða gæðamenntun verði meginstoð opinberrar stefnu og fjárfestinga.</span></p> <p><span>„Nú er rétti tíminn fyrir öll lönd að breyta skuldbindingum sínum á leiðtogafundinum yfir í markvissar aðgerðir sem skapa stuðnings- og námsumhverfi án aðgreiningar fyrir alla nemendur," sagði Guterres. "Nú er einnig kominn tími til að binda enda á öll lög sem fela í sér mismunun og allar venjur sem hindra aðgang að menntun," bætti hann við. "Ég skora sérstaklega á yfirvöld í Afganistan í reynd að snúa við svívirðilegu banni við aðgengi stúlkna að framhaldsmenntun."&nbsp; </span></p>

25.01.2023Úkraína: Röskun á menntun rúmlega fimm milljóna barna

<span></span> <p>Tæpu ári eftir innrásina í Úkraínu hafa stríðsátökin raskað menntun rúmlega fimm milljóna barna segir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í ákalli þar sem kallað er eftir auknum alþjóðlegum stuðningi til að tryggja að börn dragist ekki enn lengra aftur úr. Tryggja verði menntun barna í Úkraínu og löndunum þar sem úkraínsk börn hafa leitað hælis.</p> <p>„Skólar og menntun frá unga aldri leggur ótrúlega mikilvægan grunn að mótun og öryggi barna. Að missa úr námi getur haft afleiðingar fyrir lífstíð,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu. „Það er enginn pásutakki. Það er hreinlega ekki valmöguleiki að fresta menntun barna og taka svo upp þráðinn án þess að stefna framtíð heillar kynslóðar í voða.“</p> <p>Þúsundir skóla, leikskóla og aðrar menntastofnanir hafa skemmst eða eyðilagst í Úkraínu síðasta árið og vegna árása á íbúabyggð og stofnanir eru foreldrar skiljanlega hikandi við að senda börn í skólann af öryggisástæðum.</p> <p>UNICEF vinnur með stjórnvöldum í Úkraínu að því að koma börnum aftur í nám. Í skólastofurnar þegar það er talið öruggt og í gegnum fjarkennslu eða öðrum leiðum í nærumhverfi þeirra þegar annað er ekki í boði. 1,9 milljónir barna hafa nýtt sér fjarkennslufyrirkomulagið og 1,3 milljónir barna nýtt sér blöndu námi með mætingu í kennslu stofu og fjarkennslu. Árásir á rafmagns- og orkuinnviði hafa hins vegar valdið rafmagnsleysi og orkuskorti sem skapað hefur miklar áskoranir í að halda fjarkennslu gangandi.</p> <p>Utan landamæra Úkraínu eru staðan einnig áhyggjuefni. UNICEF áætlar að 2 af hverjum 3 úkraínskum börnum á flótta séu ekki að sækja skóla í móttökulandinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður, eins og skólakerfi viðkomandi ríkja séu við þolmörk og þeirrar staðreyndar að margar fjölskyldur ákváðu að velja fjarkennslu yfir skóla í móttökuríkjunum þar sem von þeirra var að komast fljótlega aftur heim. Stríðið hefur hins vegar dregist á langinn.</p> <p>„UNICEF mun halda áfram að vinna með stjórnvöldum í Úkraínu og móttökuríkjum til að finna lausnina svo hægt verði að tryggja nám barna á átakasvæðum Úkraínu og utan landamæranna,“ segir Khan.</p> <p>UNICEF ítrekar fyrri ákölls ín um að Rússar láti af árásum á skóla og aðra mikilvæga innviði almennings sem börn og fjölskyldur reiða sig á.</p> <p>Alþjóðlegi menntadagurinn var í gær, 24. janúar.</p> <p>&nbsp;</p>

24.01.2023Ísland bregst við efnahagsvanda Malaví á ögurstundu

<span></span><span></span> <p><span>Í gær var í Malaví skrifað undir samninga við nýstofnaðan körfusjóð Alþjóðabankans í þágu landsins en Ísland og Bandaríkin voru fyrst framlagsríkja til að greiða í sjóðinn. Ísland leggur til 3 milljónir Bandaríkjadala fyrir tímabilið 2022-2024 en Bandaríkin 4,4 milljónir. Formleg athöfn og undirritun var í fjármálaráðuneytinu í Lilongve að viðstöddum fjármálaráðherra, utanríkisráðherra, sveitastjórnarráðherra og ráðherra jafnréttismála, ásamt sendiherra Bandaríkjanna, forstöðukonu íslenska sendiráðsins og umdæmisstjóra Alþjóðabankans í Malaví.&nbsp;</span></p> <p><span>Malaví gengur í gegnum erfiða efnahagskreppu með óðaverðbólgu og gjaldeyrisskorti sem kemur verst niður á þeim allra fátækustu í landinu. Eftirköst af COVID-19, hækkandi vöru- og innflutningsverð vegna innrásar Rússa í Úkraínu, nátturuhamfarir vegna loftslagsbreytinga í sambland við mikinn skuldahalla ríkisins hefur valdið fjölættum bráðavanda-.</span></p> <p><span>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins hafa framlagsríki í Malaví unnið þétt með stjórnvöldum undanfarna mánuði en Ísland leiddi samráðshóp framlagsríkja sem hafa gefið fyrirheit um 50 milljóna dala stuðning í sjóðinn á næstu mánuðum. „Sjóðurinn mun skapa öryggisnet fyrir fólk sem býr við sárafátækt með mánaðarlegum framlögum sem stjórnvöld veita í gegnum nýtt rafrænt stuðningskerfi en áætlað er að minnsta kostir fjórar milljónir Malava búi við alvarlegt fæðuöryggi þessa mánuðina. Framlög sjóðsins renna í gegnum Seðlabankann og ríkissjóð og skapa þannig mikilvægt gjaldeyrissvigrúm og bæta samningsstöðu stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrisstjóðinn um að opna lánalínur til landsins,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Fram kom í máli fjármálaráðherra Malaví í gær að stofnun sjóðsins marki vatnaskil í þróunarsamvinnu í Malaví. Framlög framlagsríkja í sameiginlegan sjóð skapi mikilvægan vettvang til stefnumótunar, samræmingar og samhæfingar milli framlagsríkja sem skapi hagræðingu fyrir stjórnvöld að skila stöðluðum áfanga- og fjármálaskýrslum til allra.&nbsp;</span></p> <p><span>Snör viðbrögð Íslands og Bandaríkjanna gerðu Alþjóðabankanum kleift að koma sjóðnum á fót á aðeins fjórum mánuðum og Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans (IDA) hefur nýlega samþykkt að veita 100 milljónir Bandaríkjadala aukaframlag í sjóðinn til þess að fjölga grænum störfum fyrir ungmenni til að efla viðnámsþrótt gegn hamfaraveðrum, gegn mánaðarlegri framfærslu. en í heild mun IDA veita 533 milljónum Bandaríkjadala í sjóðinn.&nbsp;</span></p>

23.01.2023UN Women: Yfir eitt hundrað milljónir hafa safnast með FO varningi

<span style="font-size:11.0pt;font-family:'Calibri',sans-serif; mso-ascii-theme-font:minor-latin;mso-fareast-font-family:Calibri;mso-fareast-theme-font: minor-latin;mso-hansi-theme-font:minor-latin;mso-bidi-font-family:'Times New Roman'; mso-bidi-theme-font:minor-bidi;mso-ansi-language:IS;mso-fareast-language:EN-US; mso-bidi-language:AR-SA;"></span> <p>Á síðustu sjö árum eða frá árinu 2015 hefur almenningur á Íslandi styrkt starf UN Women á heimsvísu um 105 milljónir króna með kaupum á FO varningi. Fyrsta herferð landsnefndar UN Women undir formerkjum „Fokk ofbeldi“ fól í sér sölu á FO armböndum. Síðan þá hefur ýmiss konar FO varningur verið framleiddur undir sömu formerkjum og seldur til styrktar verkefnum UN Women sem miða að því að uppræta kynbundið ofbeldi.</p> <p>Árið 2022 var nýr tónn sleginn og ákveðið að framleiða FO vettlinga til styrktar <a href="https://unwomen.is/un-women-berst-fyrir-rettindum-hinsegin-folks/" target="_blank">hinsegin verkefnum</a>&nbsp;UN Women. Þörfin var knýjandi þar sem hinsegin sjóður UN Women hafði&nbsp;staðið tómur síðan í maí 2022.</p> <p>Vettlingarnir sem framleiddir voru af VARMA í samstarfi við Sjóvá og hannaðir af Védísi Jónsdóttur, prjónahönnuði, hafa verið einstaklega vinsælir og landsnefndin hefur ekki annað eftirspurn frá því að þeir voru kynntir. Samtals söfnuðust 14.974.410 krónur með sölu á FO vettlingunum. </p> <p>„Íslenska landsnefnd UN Women á Íslandi vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir stuðninginn í gegnum árin. Það skiptir máli að styðja við starf UN Women með þessu hætti. Það er almenningi á Íslandi að þakka að hinsegin sjóðurinn er ekki lengur tómur. Það er einnig þeim að þakka að íslenska landsnefndin&nbsp;<a href="https://unwomen.is/un-women-a-islandi-i-hopi-med-bill-and-melinda-gates-foundation/">sendir hæsta framlag</a>&nbsp;allra landsnefnda til kjarnaverkefna UN Women ár eftir ár. Það er vel við hæfi að hefja árið 2023 á því að senda þakkir til þeirra þúsunda mánaðarlegra styrktaraðila og bakhjarla sem gera þennan árangur raunhæfan,“ segir á vef UN Women.</p>

13.01.2023Ísland veitir viðbótarframlag til mannúðaraðstoðar

<p><span>Í ljósi bágs mannúðarástands víða um heim ákvað Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra að veita 250 milljón króna viðbótarframlag til alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar um áramótin. Framlagið rennur til áherslustofnana Íslands í mannúðarmálum: Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF), Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og til starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Moldóvu.&nbsp;</span></p> <p><span>Á árinu 2022 þurftu 274 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda og er áætlað að sú tala hækki í 339 milljónir á þessu ári. Áhrif langvarandi átaka til að mynda, í Sýrlandi, Jemen og Afganistan, ný átök svo sem stríðið í Úkraínu og alvarlegar afleiðingar loftlagsbreytinga víða í þróunarríkjum settu mark sitt á árið 2022.&nbsp;</span></p> <p><span>„Staða mannúðarmála er skelfileg víða um heim og er nauðsynlegt að efnaðar þjóðir eins og Ísland leggi sitt af mörkum í að bregðast við ástandinu. Mannúðaraðstoð Íslands hefur farið hækkandi síðustu ár, og liggur fyrir að hún haldi áfram að vaxa á yfirstandandi ári. Við Íslendingar erum ákaflega lánsöm og höfum ríka skyldu til að leggja okkar af mörkum,“ segir Þórdís Kolbrún.&nbsp;</span></p> <p><span>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna veitir neyðarstyrki með áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir og gerir Íslandi kleift að leggja sitt af mörkum á fleiri landssvæðum og málefnasviðum en ella. Þrátt fyrir vaxandi neyð í heiminum drógust framlög til CERF saman á árinu 2022.&nbsp;</span></p> <p><span>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum, meðal annars varðandi aðgengi fyrir mannúðaraðstoð og virðingu fyrir mannúðarlögum. Stofnunin greiddi fyrir mannúðaraðgengi í Úkraínu og gegndi lykilhlutverki í útflutningi á korni frá Úkraínu um Svartahaf.</span></p> <p><span>UNHCR stendur vörð um réttindi og velferð fólks á flótta. Frá upphafi átaka í Úkraínu hafa um átta milljónir manna leitað skjóls í Evrópu og þar á meðal í Moldóvu. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og ekki í stakk búið til að taka á móti þeim mikla fjölda sem þangað hafa leitað, og er staðan sérstaklega viðkvæm þegar vetrarkuldi herjar á.&nbsp;&nbsp;</span></p>

11.01.2023Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna veitir stuðning til Kamerún og Búrúndi

<span></span> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, hefur í vikunni veitt neyðarstyrki til tveggja ríkja í Afríku, Kamerún og Búrúndi, vegna alvarlegrar stöðu mannúðarmála í löndunum. Til Kamerún er varið sem nemur sex milljónum Bandaríkjadala og til Búrúndi þremur og hálfri milljón.</p> <p>Á nýliðnu ári áttu tæplega fjórar milljónir íbúa Kamerún allt undir mannúðaraðstoð, ýmist vegna ofbeldis eða flóða. Hundruð þúsunda neyddust til að flýja heimili sín og misstu þar með lífsviðurværi sitt og fæðuöryggi. Mannúðarkreppan í Kamerún er verulega undirfjármögnuð og á síðasta ári tókst einungis að afla fjár fyrir 42 prósentum af áætlaðri fjárþörf. Sameinuðu þjóða stofnanir og alþjóðastofnanir ráðstafa neyðarstyrknum, þar á meðal Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuð þjóðanna, FAO, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.</p> <p>Neyðarfjármagni til Búrúndi verður ráðstafað af tveimur fyrrnefndum stofnunum, WFP og FAO, en í landinu eru tæplega fjörutíu þúsund íbúar sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Öfgar í veðurfari síðla nýliðins ár settu strik í reikninginn hjá þjóðinni, fyrst seinkaði regntímabilinu og síðan komu úrhellisrigningar sem leiddu til þess að smábændur misstu mikið af uppskerunni. Níu af hverjum tíu íbúum landsins eru smábændur. Þeir og fjölskyldur þeirra horfa fram á „mögur“ misseri, hækkun á matvælum og færri atvinnutækifærum í landbúnaði. Neyðarstyrkur CERF verður nýttur í þágu viðkvæmustu heimilanna.</p>

10.01.2023Fimm milljónir barna yngri en fimm ára létust árið 2021

<span></span> <p>Áætlað er að fimm milljónir barna undir fimm ára aldri hafi látið lífið á árinu 2021 samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ungbarnadauða. Þar segir að 2,1 milljónir barna og ungmenna á aldrinum 5-24 ára hafi látið lífið það ár og&nbsp;1,9 milljón börn hafi fæðst andvana, eða eitt barn eða ungmenni á 4,4 sekúndna fresti. Mörg þessara dauðsfalla hefði verið hægt að koma í veg fyrir.&nbsp;</p> <p>„Á hverjum degi standa allt of margir foreldrar frammi fyrir þeir martröð að missa barn,“ segir&nbsp;Vidhya&nbsp;Ganesh, gagnagreiningastjóri hjá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. „Við ættum aldrei að sætta okkur við harmleiki sem þessa sem óumflýjanlega þegar hægt er að kom í veg fyrir að þeir eigi sér stað. Við getum vel náð árangri en til þess þarf raunverulegan pólitískan vilja og markvissa fjárfestingu í réttlátu aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn og konur.“</p> <p>Skýrslan sýnir einnig jákvæð teikn um minni hættu á ótímabæru andláti í öllum aldurshópum á heimsvísu frá árinu 2000. Alþjóðlega hefur hlutfall barna sem láta lífið fyrir fimm ára aldur lækkað um 50 prósent frá upphafi aldarinnar og hjá eldri börnum hefur hlutfallið lækkað um 36 prósent. Hlutfall andvana fæddra barna lækkaði um 35 prósent á sama tíma. Þetta sýnir að árangur hefur náðst og hann er rakið til aukinnar fjárfestingar í styrkingu grunnheilbrigðiskerfa með þarfir kvenna, barna og ungmenna í huga.</p> <p><strong>Hægt á jákvæðri þróun frá 2010</strong></p> <p>Þó er bent á að verulega hægðist á þessum árangri frá árinu 2010 og 54 ríki munu að óbreyttu ekki ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um dánartíðni barna undir fimm ára aldri. Skýrslan varar við því að ef ekki verður ráðist í tafarlausar aðgerðir til að bæta heilbrigðisþjónustu muni nærri 59 milljónir barna og ungmenna láta lífið fyrir árið 2030 og 16 milljónir barna fæðast andvana.</p> <p>„Það er gríðarlegt ójafnrétti að lífslíkur barna ráðist einungis af því hvar þau fæddust í heiminum og þau búi ekki við réttindi til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Dr.&nbsp;Anshu&nbsp;Banerjee, yfirmaður Maternal, Newborn, Child and Adolescent Health and Ageing&nbsp;hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni,&nbsp;WHO. „Öll börn, alls staðar, þurfa á sterkri grunnheilbrigðisþjónustu að halda sem mætir þörfum þeirra og fjölskyldna þeirra.“</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að ástandið hvað þetta varðar sé verst í ríkjum Afríku sunnan Sahara&nbsp;og í suðurhluta Asíu. Í Afríkuríkjunum fæddust aðeins 29 prósent allra barna í heiminum en þangað má rekja 56 prósent allra andláta barna undir fimm ára aldri árið 2021. Í Suður-Asíu er hlutfallið 26 prósent. Börn sem fæðast í ríkjum Afríku sunnan&nbsp;Sahara&nbsp;eru fimmtánfalt líklegri til að deyja á fyrstu árum ævi sinnar en börn sem fæðast í Evrópu og Norður-Ameríku.</p> <p>Ofangreinda skýrslu má lesa í&nbsp;<a href="https://data.unicef.org/resources/levels-and-trends-in-child-mortality/">HEILD SINNI HÉR.</a></p> <p>Nánar á <a href="https://www.unicef.is/barn-eda-ungmenni-let-lifid-a-4-sekundna-fresti-arid-2021">vef</a>&nbsp;UNICEF</p>

09.01.2023Nýtt heildstætt verkefni um uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í Síerra Leóne

<span></span> <p>Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Síerra Leóne, undirrituðu nýverið samstarfssamning um áframhaldandi stuðning við uppbyggingu vatns- og hreinlætisaðstöðu í sjávarbyggðum í Síerra Leóne. Um er að ræða umfangsmikið og samþætt verkefni til fjögurra ára, frá 2022 til 2026, sem mun ná til sextán afskekktra fiskiþorpa þar sem innviðir og grunnþjónusta er afar takmörkuð.</p> <p>Verkefnið byggir á farsælu samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNICEF með stjórnvöldum í Síerra Leóne frá árinu 2019 um uppbyggingu vatns- og hreinlætismála í sjávarbyggðum Þörfin fyrir bætt aðgengi að vatns- og hreinlætisaðstöðu í landinu er mikil, sérstaklega í fiskimannasamfélögum þar sem aðgengi að neysluhæfu vatni til drykkjar og hreinlætis er áskorun og tíðni vatnsborinna sjúkdóma há. Þörf fyrir frekari og víðtækari uppbyggingu er því mikil á þessu sviði og undirbúningsvinna fyrir áframhald verkefnisins hefur staðið yfir síðastliðin ár.</p> <p>Í verkefninu er lagt upp með metnaðarfulla og heildstæða nálgun, með það að markmiði að bæta lífskjör íbúa fátækra og jaðarsettra fiskimannasamfélaga. Sérstök áhersla er lögð á að bæta aðstæður barna og kvenna í samfélögunum auk þess sem leitast er við að samþætta umhverfis- og loftslagsmál í alla verkþætti. Samhliða uppbyggingu á vatnsveitum og hreinlætisaðstöðu, meðal annars við heilsugæslustöðvar, skóla og löndunarstöðvar, verður stutt við byggingu og starfsemi leikskóla, aðgengi að aðstöðu og fræðslu fyrir tíðaheilbrigði stúlkna og byggingu á fisklöndunarpöllum með aðgengi að vatni og sólarknúinni lýsingu. Enn fremur verður stutt við viðleitni til að draga úr plastmengun við löndunarstaði og jafnframt verður stuðlað að endurvinnslu og atvinnusköpun með uppbyggingu endurvinnslustöðva þar sem konur og ungmenni fá þjálfun í nýtingu plastúrgangs og annars sorps til framleiðslu á nytsamlegum vörum.</p> <p>Stefnt er að opnun sendiráðs Íslands í Síerra Leóne á árinu og þetta verður eitt af lykilverkefnum í samstarfinu á komandi árum. </p>

06.01.2023UNICEF vill ná til 110 milljóna barna í 155 löndum

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur birt ákall fyrir árið 2023 þar sem óskað eftir 10,3 milljörðum Bandaríkjadala til að ná til 110 milljóna barna í neyð í 155 þjóðríkjum. „Í dag eru fleiri börn sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda en nokkru sinni fyrr frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Um allan heim standa börn frammi fyrir sögulegri samtvinnaðri kreppu - allt frá átökum og flótta til smitsjúkdómafaraldurs og aukinnar vannæringar,“ segir í ákalli UNICEF.</p> <p><span>Stofnunin bendir á að 400 milljónir barna búi á svæðum þar sem átök geisa. Þá sé talið að um einn milljarður barna – næstum helmingur allra barna í heiminum – búi í löndum sem eru mjög viðkvæm fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Enn fremur hafi að minnsta kosti 36,5 milljónir barna verið fluttar frá heimilum sínum og 8 milljónir barna undir 5 ára aldri í 15 löndum eigi á hættu að deyja vegna vannæringar. </span></p> <p>„<span>En ástandið er langt frá því að vera vonlaust</span>,“ segir UNICEF. <span>„Við vitum hvernig á að ná til barna sem eru í mestri hættu og í mestri þörf. Afgerandi og tímabærar mannúðaraðgerðir geta bjargað lífi barna og jafnframt sáð fræjum fyrir framtíðina. Í sífellt sveiflukenndari heimi þar sem fleiri börn búa við neyð en nokkru sinni fyrr er mikilvægt að UNICEF og samstarfsaðilar njóti stuðning, sem þýðir tímanlega og sveigjanlega fjármögnun. Það gerir okkur kleift að bregðast hratt við kreppum og sjá fyrir framtíðaráhættu.“</span></p>

05.01.2023Miklar áhyggjur af matvælaöryggi í heiminum á árinu

<span></span> <p><span>Nú þegar innrásin í Úkraínu hefur staðið yfir í tæpt ár og loftslagsbreytingar halda áfram að valda usla í ýmsum heimshlutum eins og á Horni Afríku telja sérfræðingar að enn eitt ár fari í hönd með skelfilegum afleiðingum fyrir matvælaöryggi heimsins. </span></p> <p><span>Innrás Rússa í Úkraínu leiddi til hækkunar á heimsmarkaðsverði á korni og áburði þar sem afar erfitt var að koma við útflutningi frá Úkraínu. Þótt samningur fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna hafi auðveldað sum birgðamálin þýðir hár áburðarkostnaður að margir bændur hafa ekki fjárhagslega burði til að kaupa áburð. </span></p> <p><span>Ástandið gæti orðið enn hættulegra fyrir þá viðkvæmustu, að mati David Beasley, framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP. „</span>Ég hef miklar áhyggjur. Ég óttast skort á matvælum á þessu ári. Ef við tökumst ekki á við þann vanda á skjótan, áhrifaríkan og skipulegan hátt - þá hef ég áhyggjur af því að við munum lenda í miklum erfiðumleikum um allan heim á árinu," sagði Beasley í samtali við fréttaveituna Devex.</p> <p><span>Áætlað er að 828 milljónir manna búi nú við hungur og tvöfalt fleiri búa við alvarlegt fæðuóöryggi en fyrir þremur árum. Íbúar 49 ríkja draga fram lífið við hungurmörk.</span></p> <p><span>Fæðuöryggi er meðal helstu umræðuefna á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos sem fram fer dagana 16.-20. Janúar.</span></p>

04.01.2023Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna skora á Öryggisráðið

<span></span> <p>Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna er skorað á Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að endurnýja samþykkt sem heimilar að mannúðaraðstoð sé veitt yfir landamæri norðvesturhluta Sýrlands í gegnum Tyrkland. Fyrri samþykkt rennur út eftir viku og segir í yfirlýsingunni að takist ekki að endurnýja hana geti það haft skelfilegar afleiðingar fyrir 4,1 milljónir einstaklinga sem búi á hlutlausum svæðum sem ekki lúta stjórn viðkomandi stjórnvalda. Meirihluti þessa fólks eru börn og konur sem þurfa nauðsynlega á aðstoðinni að halda í vetrarhörkunni sem brátt nær hámarki og í miðjum kólerufaraldri á svæðinu.</p> <p>Undir yfirlýsingu skrifa leiðtogar&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;OCHA, Samhæfingarskrifstofu aðgerða í SÞ í mannúðarmálum,&nbsp;IOM, Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar,&nbsp;UNHCR, Flóttamannastofnunar SÞ,&nbsp;WFP, Matvælaáætlunar SÞ og&nbsp;WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.</p> <p>„Afstaða okkar er skýr. Mannúðaraðstoð og öryggi aðstoðarinnar verður að tryggja svo hægt sé að ná til þeirra sem þurfa með öruggum, beinum og skilvirkum leiðum. Án landamærasamstarfs Sameinuðu þjóðanna munu milljónir einstaklinga á vergangi ekki hafa aðgengi að mat, skjóli, aðstoð til að takast á við vetraraðstæður, eftirliti, meðferð og greiningu, öruggu drykkjarvatni og vernd gegn kynbundnu ofbeldi. Takist ekki að framlengja Samþykkt 2642 þýðir það einnig að eftirlitskerfi Sameinuðu þjóðanna (United&nbsp;Nations&nbsp;Monitoring&nbsp;Mechanism) verður gagnslaust til að staðfesta ástand mannúðaraðstoðar og verkefna við landamærin,“ segir í yfirlýsingunni.</p> <p>„Árið 2022, ásamt samstarfsfélögum okkar, gátum við að meðaltali flutt hjálpargögn og veitt mannúðaraðstoð til 2,7 milljóna einstaklinga í hverjum mánuði í gegnum landamæri Tyrklands og Sýrlands.“</p> <p>Bent er á að ólíkt fyrri samþykktum, þar sem landamæraaðgerðirnar voru framlengdar um tólf mánuði hafi síðasta samþykkt Öryggisráðsins aðeins veitt heimild til sex mánaða. Það hafi skapað mikla óvissu, hækkað flækjustig og kostnað við allar aðgerðir og sett miklar hömlur á það mannúðarstarf sem nauðsynlegt er að veita.</p> <p>„Þær milljónir einstaklinga sem treysta á þessa líflínu þvert á landamæri til að halda lífi verða að sjá þessa samþykkt endurnýjaða tafarlaust.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/mannudarstofnanir-sameinudu-thjodanna-skora-a-oryggisradid" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p>

03.01.2023Yfir þrjú hundruð milljónir þurfa mannúðaraðstoð á árinu

<span></span> <p>Á þessu ári þurfa 339 milljónir á mannúðaraðstoð að halda, samkvæmt mati Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í mannúðarmálum, OCHA. Hlutfall þeirra sem draga fram lífið á mannúðaraðstoð hefur tvöfaldast í prósentum á fjórum árum, segir í skýrslu stofnunarinnar, Global Humanitarian Overview 2023. Kallað er eftir 51,5 milljörðum Bandaríkjadala til að mæta þörfinni á þessu ári sem er rúmlega 10 milljarða dala hækkun milli ára.</p> <p>Á nýliðnu ári stóð heimurinn frammi fyrir alvarlegra hungri en dæmi eru um í langan tíma og gripið var til viðamikilla aðgerða til að afstýra hungursneyð. Um fimmtíu milljónir manna voru við hungurmörk í 45 ríkjum. Matvælaóöryggi fór vaxandi á árinu vegna stríðsátaka, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hækkaði verð á matvælum, eldsneyti og áburði með tilheyrandi hækkun á verðbólgu í flestum ríkjum. </p> <p>Á síðasta ári barst OCHA meira fjármagn frá framlagsríkjum en nokkru sinni fyrr en jafnframt var árið í fyrra það ár sem undirfjármögnun mannúðaraðstoðar var mest. Í fyrsta sinn fékk OCHA minna en helming þess fjár sem stofnunin taldi nauðsynlegt. „Bilið milli þarfa og fjármögnunar hefur aldrei verið meira og aldrei eins mikið áhyggjuefni,“ segir í skýrslunni.</p>

30.12.2022Nýtt verkefni Barnaheilla í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

<span></span> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hafa hafið þróunarverkefni í Goma í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó til að styðja við og vernda börn er búa á götunni. Mörg börn hafa ekki í nein hús að venda og búa á götunni í Goma. </p> <p>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/barnaheill-save-the-children-a-islandi-hefja-throunarverkefni-i-goma" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla kemur fram að börnin hafi orðið aðskila við fjölskyldur sínar af margvíslegum ástæðum, eins og vegna vanrækslu og fátæktar. Eins hafa börn orðið viðskila við fjölskyldur sínar sem eru á vergangi vegna átaka sem varað hafa í áratugi, tíðra eldgosa frá Nyiragongo eldfjallinu og mikilla flóða.</p> <p>„Þar sem Goma er staðsett á átakasvæði er mikill viðbúnaður lögreglu og hers í borginni. Götubörn eru útsett fyrir margvíslegu ofbeldi af þeirra hendi, svo sem barsmíðum og nauðgunum. Eins þekkjast svokallaðar hreinsanir, þar sem götubörn eru myrt í skjóli nætur. Börn sem búa á götunni eiga á hættu að smitast af kynsjúkdómum, verða fórnarlömb glæpa og taka eigið líf. Til að deyfa sársaukann leiðast mörg barnanna út í neyslu eiturlyfja og eiturefna. Til að mynda að sniffa bensín, lím, hamp og neyta áfengis,“ segir í fréttinni.</p> <p>Á dögunum heimsótti Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Goma og vann að undirbúningi verkefnis Barnaheilla á svæðinu. Verkefnið sem er til þriggja ára miðar að því að styðja við og vernda börn er búa á götunni í Goma og veita þeim möguleika á menntun. Barnaheill munu vinna með kongólsku frjálsu félagasamtökunum CAJED og Gingando auk DIVAS félagsmálayfirvöldum í Goma að því að vernda og valdefla götubörn í borginni. Börnunum verður boðið að snúa aftur til náms, hvort heldur sem er bóklegs eða verklegs. Auk þess verður börnunum boðin sálfræðiaðstoð og valdefling í gegnum Capoeira dans. </p> <p>Verkefnið beitir heildrænni nálgun og veitir börnum, foreldrum og samfélaginu forvarnafræðslu til að stuðla að því að koma í veg fyrir að börn lendi á götunni og dregur þannig úr líkum á því hörmulega ofbeldi sem götubörn eru útsett fyrir.</p>

29.12.2022Stríðsátök, hungur og öfgaveður einkenndu árið sem er að kveðja

<span></span> <p>Árið sem er að kveðja var viðburðarríkt þegar horft er til mannúðarmála og þróunarsamvinnu og litið yfir fréttir úr <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/">Heimsljósi</a>, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þessa tvo stóru málaflokka. Mannúðarmálin voru fyrirferðarmest í 282 fréttum Heimsljóss á árinu, hörmungar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu báru þar hæst en einnig kom Horn Afríku oft við sögu vegna matvælaskorts, þurrka, dýrtíðar og stríðsátaka. Sá heimshluti hefur verið á barmi hungursneyðar í marga mánuði.</p> <p>Hundrað milljónir manna neyddust til að flýja heimili sín á árinu, fleiri en nokkru sinni fyrr. Innrásin í Úkraínu á stóran þátt í þeirri fjölgun en 7,8 milljónir manna hafa flúið átökin í landinu. Stríðsátök í Eþíópíu, Sýrlandi, Mjanmar, Jemen og Búrkínó Fasó leiddu til upplausnar samfélaga, auk þeirra þúsunda sem lentu á vergangi vegna loftslagsbreytinga, meðal annars í gífurlegum flóðum í Pakistan. Þá létust 15 þúsund íbúar Evrópu vegna hitabylgju síðastliðið sumar.</p> <p>Í uppgjöri Sameinuðu þjóðanna um heilbrigðismál á árinu er varað við því að COVID-19 heimsfaraldurinn sé enn áhyggjuefni á heimsvísu. Dauðsföll af völdum COVID-19 voru komin í eina milljón í ágúst. Á árinu hafi einnig komið upp alvarleg tilvik kóleru, ebólu og apabólu – sem nú er nefnd mpox. Heilbrigðisstarfsfólki og fulltrúum hjálparsamtaka hafi tekist að hemja þessa lífshættulegu sjúkdóma. Einnig benda Sameinuðu þjóðirnar á að markmiðinu um að útrýma HIV/alnæmi fyrir árið 2030 sé ógnað en hins vegar hafi nýtt bóuefni gegn malaríu vakið vonir um að hægt sé að vinna bug á þeim banvæna sjúkdómi.</p> <p>Á árinu var tilkynnt um þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinunu, Síerra Leóne. Sendiráð verður opnað í Freetown á næsta ári en samstarf þjóðanna hófst árið 2018. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fór í vinnuferð til Malaví fyrstu daga desembermánaðar, endurnýjaði þar samstarfssamning milli landanna og ýtti úr vör nýju þróunarverkefni í héraðinu Nkhotakota. </p> <p>Í upphafi árs lét António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ljós væntingar um að árið 2022 yrði ár batans. Það gekk ekki eftir.</p>

28.12.2022270 fjöl­skyld­ur laus­ar úr viðj­um fá­tækt­ar

<span></span> <p>Alls 270 barna­fjöl­skyld­ur í Eþí­óp­íu sem bjuggu við sára­fá­tækt fyr­ir fjór­um árum eru nú í lok árs 2022 út­skrif­að­ar úr fjöl­skyldu­efl­ingu SOS og farn­ar að standa á eig­in fót­um, þökk sé stuðn­ingi frá Ís­landi. Þetta er afrakst­ur fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS en verk­efna­svæð­ið er í bæn­um Eteya og ná­grenni sem nefnt er Tulu-Moye. </p> <p>Verk­efn­ið hófst árið 2018 og á að ljúka í lok árs 2023. Fjöl­skyld­ur í sára­fá­tækt voru vald­ar af verk­efna­stjórn á staðn­um, alls 566 for­eldr­ar og 1611 börn. 270 fjöl­skyld­ur eru út­skrif­að­ar og stefnt er að því að út­skrifa 360 fjöl­skyld­ur með 900 börn­um á ár­inu 2023.</p> <p>Í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/fjolskylduefling/270-fjolskyldur-lausar-ur-vidjum-fataektar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá SOS Barnaþorpunum segir að for­eldr­arn­ir séu um­vafð­ir víð­tæku sam­fé­lags­legu stuðn­ingsneti sem ger­i það að verk­um að þeir afla sér tekna og fjöl­skyld­urn­ar verða sjálf­bær­ar. Börn­in fá því grunn­þörf­um sín­um mætt og þau geta hald­ið áfram námi. For­eldr­arn­ir hafa til­eink­að sér heil­brigð­ar upp­eldisað­ferð­ir með því að sækja nám­skeið þar að lút­andi og hef­ur vit­und for­eldra stór­auk­ist um ör­yggi og vernd barna.</p> <p>„Þetta er ein­mitt lyk­ill­inn að fram­tíð­inni fyr­ir börn­in, að þau geti búið áfram hjá for­eldr­um sín­um og stund­að nám. Það er svona sem við rjúf­um víta­hring sára­fá­tækt­ar, að vera til stað­ar fyr­ir þess­ar fjöl­skyld­ur og fylgj­ast með þeim taka fram­tíð­ina í sín­ar hend­ur, fara að afla sér tekna og verða sjálf­bær­ar. Þetta eru mik­il gleði­tíð­indi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Verk­efn­ið efl­ir ekki bara fjöl­skyld­urn­ar sem í því eru held­ur líka inn­við­ina í nærsam­fé­lag­inu. Opn­að­ur var leik­skóli sem nýt­ist 223 börn­um for­eldra í krefj­andi að­stæð­um og börn í fá­tæk­um fjöl­skyld­um fengu náms­gögn. Fjöl­skyldu­efl­ing­in stóð af sér COVID-19 og náði að lág­marka áhrif far­ald­urs­ins á fjöl­skyld­urn­ar á svæð­inu.</p> <p>„En erf­ið­ar áskor­an­ir blasa líka við fólk­inu. Há verð­bólga er í Eþí­óp­íu sem hef­ur hægt á ár­angri verk­efn­is­ins. Stríð­ið í Úkraínu og þurrk­ar á Horni Afr­íku hafa þar mik­il áhrif. Stjórn­laus­ar verð­hækk­an­ir eru á nauð­synja­vöru svo SOS hef­ur veitt matarað­stoð og brugð­ist við vannær­ingu barna. Lána­stofn­an­ir fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar veita vaxta­laus lán en verð­bólg­an hef­ur gert for­eldr­un­um erfitt fyr­ir með sparn­að sem seink­ar end­ur­greiðslu lán­anna. Fólk­ið fær þó áfram stuðn­ing frá lána­fyr­ir­tækj­un­um.“</p> <p>Fjölskylduefling SOS í Eteya og Tylu-Moye er fjármögnuð af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með stuðningi SOS-fjölskylduvina og utanríkisráðuneytisins.</p>

23.12.2022Jákvæð úttekt á heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Í óháðri úttekt alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis á samstarfi utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu er lagt til að heimsmarkmiðasjóðurinn starfi áfram með líku sniði og áður, með ólíkum gluggum fyrir forkönnunar- og verkefnastyrki. Megin niðurstaða úttektarinnar er jákvæð og lagt til að Ísland hefji nýtt starfstímabil heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu og hlúð verði að þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í ráðgjafalistum ráðuneytisins og alþjóðlegu samstarfi.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/Final%20Report%20-%20Evaluation%20of%20Icelandic%20Private%20Sector%20Cooperation%20VF.pdf">Úttektin</a> var unnin af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Niras. Hún beindist að ólíkum þáttum í samstarfi utanríkisráðuneytisins við aðila atvinnulífsins og samstarfstækifæri fyrir Ísland í gegnum nágrannaríki og alþjóðlegar samstarfsstofnanir.</p> <p>Í úttektinni segir að í ljósi þess að einkageirinn á Íslandi sé tiltölulega lítill sé lagt til að þematískt og landfræðilegt umfang sjóðsins verði áfram víðtækt, en möguleiki sé til staðar fyrir sérstakar áherslur til að styðja við stefnu stjórnvalda. Einnig er lagt að skoðaðar verði leiðir til að styðja betur við fyrirtæki við mótun og framkvæmd verkefna með sérfræðiráðgjöf. </p> <p>Úttektin beindist að fjórum þáttum í samstarfi utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið: </p> <ul> <li>Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu;</li> <li>Kostun ráðgjafa í sérhæfð verkefni alþjóðastofnana, svokallaða ráðgjafalista;</li> <li>Samstarf við Íslandsstofu; </li> <li>Styrkveitingar í gegnum Rannís, sjóð sem nefnist Þróunarfræ. &nbsp;</li> </ul> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu var settur á laggirnar 2019 til þriggja ára. Hefðbundnum reynslutíma sjóðsins lauk við árslok 2021, en var sá reynslutími var framlengdur um eitt ár vegna áhrifa COVID-19 faraldursins, enda að mörgu leyti erfitt um vik að sinna starfi á vettvangi. </p> <p>Alls hafa 24 fyrirtæki hlotið styrk úr sjóðnum – af 54 umsóknum – og nema styrkupphæðir alls um 324 milljónum króna. Á tímabilinu 2017-2021 veitti ráðuneytið enn fremur tæplega 180 milljónum króna til ráðgjafaverkefna alþjóðastofnana í gegnum ráðgjafalista. Sjóðurinn Þróunarfræ á vegum Rannís hefur veitt tveimur verkefnum styrki frá því sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2021. </p> <p>Í úttektinni kemur fram það mat að heimsmarkmiðasjóðurinn hafi náð þeim megin markmiðum sínum að byggja upp samstarf við fyrirtæki. Sjóðurinn hafi náð til fyrirtækja sem hefðu að líkindum ekki annars tekið þátt í þróunarsamvinnuverkefnum. Í úttektinni segir að þesss sjáist einnig merki að fyrirtæki hafi aðlagað lausnir að þróunarmörkuðum og að nýjar lausnir hafi nýst samstarfsaðilum og haghöfum. Sjóðurinn hafi einnig náð árangri hvað varðar að veita fyrirtækjum ný tækifæri, þróun nýrra lausna og hafi virkjað íslenskt hugvit og fjármagn þróunarríkjum til góða. Í úttektinni kemur fram að umsýsla af hálfu ráðuneytisins hafi verið skilvirk, en þó gerður sá fyrirvari að sjóðurinn hafi verið að slíta barnsskónum. Fyrirsjáanlegt sé að umsýsla muni aukast í náinni framtíð.</p>

22.12.2022Opinber framlög til þróunarsamvinnu aldrei hærri en árið 2021

<span></span> <p>Framlög til opinberrar þróunarsamvinnu hafa aldrei verið hærri en árið 2021 samkvæmt nýjum tölum frá DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, sem birtar voru í vikunni. Skýrist það ekki síst af háum framlögum það ár í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar.</p> <p>Alls nam opinber þróunaraðstoð DAC-ríkjanna tæpum 186 milljörðum dollara sem samsvarar um 0,33 prósentum af samanlögðum vergum þjóðartekjum þeirra. Aukningin á milli ára var 8,5 prósent og má fyrst og fremst rekja hana til framlaga vegna COVID-19 sem voru að miklu leyti í formi bóluefna. Séu framlög í formi bóluefna dregin frá jókst þróunaraðstoð um 4,8 prósentum í samanburði við 2020. Heildarframlög tengd COVID-19 námu um 22 milljörðum dollara eða um 12 prósentum af heildaraðstoð DAC-ríkja. </p> <p>Fimm ríki náðu viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum sé ráðstafað til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Lúxemborg og Þýskaland. Hæst var hlutfallið í Lúxemborg eða 0,99 prósent. Heildarframlag Ísland nam 0,28 prósentum samkvæmt DAC og hækkaði um 0,01 prósentustig á milli ára.</p> <p>Þau ríki sem lögðu fram hæstu framlögin til opinberrar þróunaraðstoðar 2021 voru Bandaríkin, 47,8 milljarðar dollara, Þýskaland, 33,3 milljarðar, Japan 17,6 milljarðar, Bretar 15,7 milljarðar og Frakkar 5,5 milljarðar). </p> <p>Þau ríki sem fengu hæstu framlögin voru Indland, Bangladesh, Afganistan, Eþíópía og Jórdanía.</p> <p><a href="https://www.oecd.org/dac/financing-sustainable-development/development-finance-standards/official-development-assistance.htm">Sjá tölur DAC um opinbera þróunarsamvinnu (ODA)</a></p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/sites/fd3d1d29-en/index.html?itemId=%2fcontent%2fcomponent%2ffd3d1d29-en">Sjá upplýsingar um Ísland hjá Þróunarsamvinnunefndinni</a></span></p>

21.12.2022Úkraína: UNICEF styður við fjölskyldur í viðkvæmri stöðu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur nú að því með félagsmálaráðuneyti Úkraínu að útvega 102 milljónir Bandaríkjadala í fjárhagsaðstoð til að styðja við 123 þúsund fjölskyldur í viðkvæmri stöðu þar í landi.&nbsp;&nbsp;Þar á meðal eru fjölskyldur með fjögur eða fleiri börn, fjölskyldur sem eiga börn með fötlun eða&nbsp;sérþarfir. Alls um hálf milljón íbúa munu njóta góðs af þessu framtaki.</p> <p>UNICEF&nbsp;er einnig að styðja verkefni félagsmálaráðuneytis Úkraínu og úkraínsku lestarsamgöngustofnunarinnar (Ukrzaliznytsia) sem miðar að því að tryggja að skemmtilegar og námstengdar gjafir berist börnum í stríðshrjáðum svæðum austurhluta Úkraínu, þar á meðal í borgum eins og&nbsp;Kharkiv&nbsp;og&nbsp;Kherson&nbsp;sem nýlega urðu aðgengilegar á ný.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur lagt til 30 þúsund skólatöskur og skriffæri í verkefnið sem miðar að því að styðja við menntun og andlega heilsu barna.</p> <p>„Fjölskyldur í Úkraínu hafa haft litla ástæðu til að gleðjast í aðdraganda jólanna en við vonum að með því að styðja við bakið á fjölskyldum í viðkvæmri stöðu með fjárhagsaðstoð og skólagögnum getum við fært foreldrum og börnum von í þessum erfiða vetri,“ segir&nbsp;Murat&nbsp;Sahin, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Úkraínu.</p> <p>Nú þegar veturinn harðnar og árásir á mikilvæga orkuinnviði halda áfram stefnir í þungan vetur hjá almenningi í Úkraínu. Til að veita fjölskyldum aðgengi að hlýjum svæðum þá rekur&nbsp;UNICEF&nbsp;nú yfir 140 samkomustaði sem heita „Spilno“ sem í lauslegri þýðingu er úkraínska orðið yfir að „samveru“. Þessir samverustaðir veita fólki aðgengi að hlýjum&nbsp;barnvænum&nbsp;svæðum þar sem börn geta leikið sér, fengið aðstoð og stuðning, hitt jafnaldra sína en einnig heilsufarsskoðun og aðgengi að annarri&nbsp;félagsþjónstu.</p> <p>„Á tímum sem þessum þar sem fjölskyldur líta um öxl á það sem á daga þeirra hefur drifið á árinu þá er í okkar huga algjörlega nauðsynlegt að veita smá „venjulegheitum“ í líf þeirra og tækifæri til að gleyma stund og stað,“ segir&nbsp;Sahin. „Líkt og við höfum gert allt árið 2022 mun&nbsp;UNICEF&nbsp;halda áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á úkraínskum börnum og fjölskyldum á nýju ári.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/unicef-vinnur-med-stjornvoldum-i-ukrainu-og-stydur-vid-fjolskyldur" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></p>

20.12.2022Grípa til hræðilegra neyðarúrræða til að brauðfæða börn sín

<span></span><span></span> <p>Afganskar fjölskyldur grípa til hræðilegra neyðarúrræða til að geta séð fjölskyldum sínum fyrir mat, selja allar eigur sínar, gefa börnum sínum deyfilyf gegn hungurverkjum, selja líffæri sín og selja barnungar dætur sínar, allt niður í eins árs gamlar. UN Women vekur athygli á stöðu kvenna í Afganistan og segir hana hafa versnað til muna frá því talibanar hrifsuðu til sín völdin fyrir rúmu ári.</p> <p>Algjört efnahagslegt hrun landsins auk tíðra náttúruhamfara á borð við þurrka, flóð og jarðskjálfta hafa orsakað uppskerubresti og haft þær afleiðingar að um 90 prósent afgönsku þjóðarinnar er nú á barmi hungursneyðar.</p> <p>Rithöfundurinn og fréttastjórinn Christina Lamb líkir atburðarrásinni sem hrundið var af stað fyrir rúmu ári síðan við það að verða vitni að hægum dauða heillar þjóðar. Lýsingin í upphafi fréttarinnar er fengin úr&nbsp;<a href="https://www.thetimes.co.uk/article/afghanistan-taliban-help-afghanaid-christina-lamb-christmas-appeal-6w8hk8hbv?fbclid=IwAR210fZkxqOR57pUHn_s5wXUJdUIjtsZNrAaM4_ooPX0qUZP4EERpylWngY">grein hennar</a>&nbsp;í The Times. Hún segir einnig frá því þegar hún hitti Fatimu, átta ára, í janúar á þessu ári og lýsir stúlkunni sem feiminni með augun full af sorg. Faðir Fatimu hafði neyðst til að selja hana í hjónaband svo hægt væri að brauðfæða aðra fjölskyldumeðlimi, en stórfjölskylda Fatimu telur þrjátíu einstaklinga sem draga nú fram lífið á einungis átta brauðhleifum á dag.</p> <p>Flóð og þurrkar í Afganistan hafa eyðilagt uppskerur og stríðið í Úkraínu hefur heft kornflutning til landsins. Meirihluti þjóðarinnar glímir við sult og um 70 prósent barna eru vannærð. Mæðra- og ungbarnadauði hefur margfaldast á síðastliðnu ári því barnshafandi mæður svelta sig til að geta gefið börnum sínum meira að borða.</p> <p>Lamb segir afgönsku þjóðina þó búa yfir einstakri þrautseigju eftir að hafa lifað við stríð síðustu fjóra áratugina. En það þarf meira en þrautsegju til að komast í gegnum það neyðarástand sem nú ríkir í landinu. Afganir segja gríðarlega mikilvægt að vita af því að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim og sé tilbúin til að veita þeim stuðning.</p> <p>UN Women hefur sinnt&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-gerir-un-women-i-afganistan/">verkefnum í Afganistan</a>&nbsp;í tuttugu ár. Stofnunin og starfsfólk hennar hafa þurft að bregðast hratt við gjörbreyttum aðstæðum og á í stöðugu samtali við talíbanastjórnina svo hægt sé að tryggja áframhaldandi störf í landinu. Meðal mikilvægustu verkefnanna eru mannréttindagæsla og undanfarna mánuði hefur stofnunin eflt til muna þjónustu við þolendur ofbeldis, meðal annars með því að koma á fót kvennaathvörfum, veita konum fjárstuðning, sálgæslu og aðra auðsynlega þjónustu.</p> <p>„Táknræn jólagjöf UN Women á Íslandi í ár er neyðarpakki til kvenna í Afganistan. Vegna þeirra&nbsp;<a href="https://unwomen.is/ljosagangan-2022-konur-eru-ad-berjast-fyrir-mannrettindum-ohad-kyni/">takmarkana sem afganskar konur</a>&nbsp;búa við eiga þær erfitt með að nálgast nauðsynjar á borð við hreinlætisvörur. Neyðarpakkinn tekur mið af sértækum þörfum kvenna og auðveldar þeim að viðhalda persónulegu hreinlæti,“ segir í frétt frá UN Women.</p>

16.12.2022Þúsundir barna fögnuðu komu íslenska utanríkisráðherrans

<span></span> <p>Um tíu þúsund manns fögnuðu með söng og dansi komu utanríkisráðherra í fjölmennasta grunnskóla Mangochi héraðs í Malaví, um sjö þúsund nemendur ásamt kennurum, skólastjórnendum, foreldrum og öðrum gestum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti skólann á lokadegi vinnuheimsóknar sinnar til Malaví fyrir réttri viku.</p> <p>Nemendur röðuðu sér meðfram veginum að skólanum á löngum kafla og höfðu útbúið skilti með ýmiss konar áletrunum eins og „Iceland a wonderful partner“ (Ísland er dásamlegur samstarfsaðili) og „Takupokelereani balendo bithu pano pa koche Model school“ (Hjartanlega velkomnir, gestir okkar, til fyrirmyndarskólans Koche).</p> <p>Koche grunnskólinn er einn þeirra tólf skóla í Mangochi héraði sem nýtur góðs af stuðningi Íslands í menntamálum þar sem áhersla er lögð á að bæta gæði menntunar og aðbúnað skólanna með því að byggja nýjar skólastofur, bæta bókakost, koma upp salernisaðstöðu fyrir stúlkur og drengi, skiptistaðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum, ásamt aðgengi að hreinu vatni og skólamáltíðum á hverjum morgni. </p> <p>Við Koche skólann hafa auk þess verið byggð fjögur kennarahús, skólaþróunarmiðstöð og sérstök kennslustofa fyrir börn með sérþarfir. Aðgengi að vatni hefur einnig verið tryggt með fjórum vatnskrönum við skólann og kennarahúsin hafa verið tengd vatnsveitu héraðsins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/o4FHE4jkAdM" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Meðal atriða á skemmtidagskrá á lóð skólans voru tónlistaratriði, tíu ára stúlka sagði frá stuðningi Íslands við skólann og tveir ungir strákar ræddu sín á milli um skólann og tíunduðu breytingarnar á skólanum eftir aðkomu Íslendinga. </p> <p>Alls njóta rúmlega þrjátíu þúsund börn og unglingar góðs af stuðningi Íslands við uppbyggingu á tólf grunnskólum í Mangochi héraði. Auk endurbóta í skólunum sjálfum er lögð á hersla á samstarf við nærsamfélagið og foreldra með hvatningu um að börn sæki skóla og eins til þess að draga úr brottfalli. Stutt er við þjálfun og endurmenntun kennara og einnig er sérstakur stuðningur veittur yngsta aldursstiginu með byggingu tveggja leikskóla.</p>

14.12.2022Tilraunaverkefni með ungu fólki og konum í Malaví

<span></span><span></span> <p>Ísland styður við tilraunaverkefni í valdeflingu kvenna og ungmenna í Mangochi héraði í Malaví. Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra var tekið með kostum og kynjum þegar hún heimsótti Malembo þorpið í nýliðinni viku og kynnti sér verkefnin sem eiga að virkja og efla ungmenni í dreifbýli Mangochi og veita þeim hagnýta færni og þjálfun til að bæta lífskjör og efnahagslegar aðstæður.</p> <p>„Það er alltaf hvetjandi að vera í kringum unga frumkvöðla. Ég kem sjálf úr litlu sjávarþorpi á Íslandi og er því persónulega spennt að sjá ykkar hugmyndir að lausnum. Þið, unga fólkið&nbsp;í Malaví, eruð framtíð þessa lands, hugmyndir ykkar og velgengni er undirstaða velgengni Malaví,“ sagði Þórdís Kolbrún í ávarpi.</p> <p>Tilraunaverkefnið felst meðal annars í því að mótuð hafa verið stefnumið hafa verið mótuð fyrir efnahagslega valdeflingu í héraðinu. Unnið er með þrettán samvinnufélögum, sex kvenna- og sjö ungmennahópum, samtals um 580 einstaklingum, sem hafa hlotið þjálfun í tækni, framleiðslu og viðskiptum. Einnig er stutt við bætt aðgengi að mörkuðum og fjármagni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/_m_Pd_O81EM" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Chilale Youth Fishing Cooperative samanstendur af 60 konum og 45 körlum sem hafa hlotið þjálfun í framleiðslu og viðskiptum og fengið báta, veiðarfæri og björgunarvesti.</p> <p>Ungmennahópurinn telur 120 drengi og stúlkur sem hafa hlotið stuðning til náms í húsasmíði, bifvélavirkjun, klæðskeraiðn, múraraiðn og rafvirkjun. Af þeim útskrifuðust sextíu í sumar og önnur sextíu ungmenni hófu þjálfun í október.</p> <p>Um 43 prósent þjóðarinnar er undir fjórtán ára aldri og atvinnutækifæri fyrir ungmenni í landinu, sérstaklega úti í sveitum, mjög takmörkuð. Því leggja stjórnvöld í Malaví mikla áhersla á að stuðla að margvíslegri þjálfun og bæta menntun til efla að atvinnuþátttöku og draga úr sárafátækt.</p>

13.12.2022Fjölbrautarskóli Suðurlands sautjándi UNESCO skólinn

<span></span> <p>Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSU, er orðinn UNESCO-skóli. Alls eru því UNESCO-skólar á Íslandi orðnir sautján talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og tíu framhaldsskólar. FSU hefur verið með sérstaka áfanga í boði um heimsmarkmiðin sem allir nýnemar skólans verða að taka. Á haustönn er áfangi um félagslegu heimsmarkmiðin og á vorönn áfangi um umhverfismál.</p> <p>Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla hélt fyrirlestur um heimsmarkmiðin fyrir nemendur skólans ásamt því að funda með stjórnendum og starfsfólki skólans um UNESCO-skóla. Í kjölfarið var ákveðið að sækja um UNESCO aðild.</p> <p>UNESCO –skólar er eitt elsta skólanet í heimi, starfrækt frá árinu 1953. Skólarnir eru nú um 12.000 talsins og starfa í yfir 180 löndum um allan heim. UNESCO-skólar leggja áherslu á heimsmarkmiðin, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamvinnu og frið og mannréttindi.</p>

09.12.2022Áratugur frá upphafi samstarfs um heimaræktaðar skólamáltíðir

<p><span>Ísland var fyrst framlagsríkja til að taka höndum saman við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, um næringaríkar heimaræktaðar skólamáltíðir fyrir grunnskólanemendur í Malaví. Fyrir réttum tíu árum var samstarfið innsiglað með hátíð í Kankhande skólanum í Mangochi héraði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti einmitt þann skóla í dag í vinnuferð sinni í Malaví til að kynna sér verkefnið.</span></p> <p><span>WFP hefur frá árinu 2012 séð um 327 nemendum í Kankhande grunnskólanum fyrir skólamáltíðum með stuðningi frá Íslandi. Skólanum eru lagðar til 700-1.200 Bandaríkjadalir á önn til að kaupa hráefni í skólamáltíðir og veltur upphæðin á fjölda nemenda við skólann hverju sinni. Máltíðirnar eru unnar úr hráefnum frá bændum í nágrenninu og skapar þannig atvinnutækifæri í héraðinu. Þar að auki þjálfar WFP bændur og styður við nýsköpun í framleiðsluaðferðum. Heimaræktaðar máltíðir hafa sannað gildi sitt og stofnunin hefur að markmiði að allar skólamáltíðir verði heimaræktaðar um heim allan.&nbsp;</span></p> <p><span>Halima Daud vararáðherra sveitarstjórnarmála heiðraði heimamenn á hátíð á skólalóðinni í dag í tilefni af heimsókn íslenska utanríkisráðherrans, en einnig kynntu fulltrúar WFP, kennarar, skólastjóri, fulltrúar héraðsins og bændur hugmyndafræðina að baki verkefninu og þann augljósa árangur sem það hefur á mörgum sviðum. Heimaræktaðar skólamáltíðir auka sjálfbærni og hafa auk jákvæðra áhrifa á skólagöngu, nám og næringu barna, margföldunaráhrif á þróun í samfélaginu öllu til heilla.</span></p> <p><span>Samstarfsáætlun Íslands og WFP fyrir tímabilið 2021-2024 nær til 12,742 nemenda í tíu grunnskólum og 1.500 bænda í Mangochi héraði.&nbsp;</span></p> <p><span>Til að bregðast við COVID-19 faraldrinum og lokunum skóla beindu sendiráðið og WFP fjármagni úr skólamáltíðaverkefninu til fjölskyldna skólabarna svo hægt væri að tryggja áfram næringaríkar máltíðir fyrir börnin í skólunum sem verkefnið styður. Þegar skólar opnuðu aftur í september 2021 hófust skólamáltíðir á ný.</span></p>

09.12.2022Tilkynnt um nýtt samstarfsverkefni í Malaví um sólarknúið rafmagn

<p>Sendiráð Íslands í Lilongve og EnDev, verkefnastoð þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar GiZ, hafa undanfarin þrjú ár staðið að verkefni í Malaví um að veita skólum og heilsugæslustöðvum aðgang að sólarknúnu rafmagni og orkusparandi eldhlóðum til að draga úr eldiviðarnotkun við eldamennsku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti í dag um að undirbúningur að nýju og viðameira samstarfsverkefni sé langt kominn. Snemma á nýju ári fjölgi skólum og heilsugæslustöðvum sem fá rafmagnskerfi.</p> <p>Nýja verkefnið nær til beggja samstarfshéraða Íslands í Malaví, Mangochi og Nkhotakota.</p> <p>„Malaví er eitt þeirra ríkja sem ber óréttmætan kostnað af loftslagsbreytingum, með eitt minnsta kolefnisfótspor í heimi en á sama tíma á meðal þeirra landa sem verst eru í stakk búin til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta verkefni er því tímabært og fellur fullkomlega að nýrri landaáætlun um þróunarsamvinnu Íslands og Malaví þar sem aðlögun að loftslagsbreytingum verður miðlæg í öllu okkar þróunarstarfi,“ sagði Þórdís Kolbrún í ávarpi í Mangochi í dag.</p> <p>Í samstarfinu við EnDev fólst líka þróun, framleiðsla og dreifing á „Chitofu 3-in-1“, sem er orkusparandi fiskvinnsluhlóð sem gefur notendum möguleika á að forsjóða, steikja og reykja fisk, eða aðra matvöru, og nota til þess allt að 80 prósent minni eldivið en áður. </p> <p>Fishland Ladies er sá hópur sem hefur náð bestum árangri í notkun Chitofu hlóðarinnar við fiskvinnslu. Hópurinn samanstendur af ungum mæðrum frá Msaka þorpi, sem flestar voru einstæðar og unnu við fiskvinnslu. Þessi hópur er einn af fjórum ungmennahópum sem EnDev valdi til þess að taka þátt og hefur á aðeins tveimur árum náð undraverðum árangri. Frá þeim er nú seldur unninn fiskur í verslunarkeðjum í borgum Malaví í stað þess að selja aðeins í Msaka þorpinu. Í dag á hópurinn eigin bát sem er afar óvenjulegt fyrir konur, auk þess sem þær reka hárgreiðslustofur, fataviðgerð og fataverslanir. Afkoman nýtist ekki aðeins þeim persónulega því þær gefa ríkulega til baka til samfélagsins og góðgerðamála.</p>

08.12.2022Þrír grunnskólar afhentir héraðsyfirvöldum í Úganda

<p><span>Íslensk stjórnvöld afhentu héraðsyfirvöldum í Buikwe héraði í Úganda alls þrjá endurbætta grunnskóla í lok síðasta mánaðar, en endurbætur á skólunum er hluti af samstarfsverkefni Íslands og Buikwe héraðs á sviði menntamála. Í verkefninu fólst meðal annars endurnýjun og endurbætur á kennslustofum, eldhúsum og starfsmannahúsum. Einnig var byggð ný hreinlætisaðstaða fyrir bæði kennara og nemendur. Til viðbótar var ferðin nýtt í eftirlitsferð til St. Peter´s Ssenyi grunnskólans í Buikwe héraði, þar sem endurbætur standa enn yfir.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í Kampala, embættismenn Buikwe og skólastjórnendur voru viðstaddir afhendingu skólanna.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá undirritaði Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda, nýverið samstarfssamning við héraðsyfirvöld í Namayingo héraði um uppbyggingu fimm almenningssalerna með vatnsveitu í þorpunum Lugala og Lufudu. Að auki verður byggð upp þvottaaðstaða fyrir drengi í grunnskóla í Busiula þorpinu. Verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefni íslenskra stjórnvalda og héraðsstjórninni í Namayingo og miðar að því að bæta lífsgæði íbúa fiskiþorpa í héraðinu.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

07.12.2022Miðstöð fæðingarfistils í nafni Lilju Dóru opnuð í Malaví

<span></span> <p>Í dag var formlega tekin í notkun ný miðstöð og skurðstofa við héraðssjúkrahúsið í Mangochi í Malaví þar sem boðið er upp heildstæðan stuðning við konur og stúlkur sem þjást af fæðingarfistli og/eða hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. </p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Halima Daud vararáðherra sveitarstjórnarmála Malaví opnuðu miðstöðina sem er samvinnuverkefni íslenskra og malavískra stjórnvalda í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.</p> <p>Miðstöðin nefndist „Lilja’s Fistula and One Stop Centre“ til minningar um Lilju Dóru Kolbeinsdóttur sem lést úr leghálskrabbameini fyrir tveimur árum. Hún var ötull talsmaður kynjajafnréttis og kynheilbrigðis og helgaði stærstan hluta ævi sinnar þróunarstarfi í Afríku, meðal annars sem forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví.</p> <p>„Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru hornsteinar utanríkisstefnu okkar og þróunarsamvinnu. Það er viðeigandi virðingarvottur að minnast arfleifðar Lilju Dóru og tilfinningaþrungin stund fyrir okkur að sjá sýn hennar verða að veruleika hér í dag. Ég vænti þess að miðstöðin bæti lífsgæði kvenna og stúlkna í Mangochi sem búa ekki aðeins við örkuml í kjölfar fæðingar heldur einnig alvarlega félagslega smán,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.</p> <p>Starfið í miðstöðinni felst í sálrænum stuðningi, fistúluaðgerðum auk efnahagslegrar valdeflingar fyrir konur sem dvelja þar. Enn fremur er fræðsla veitt í samfélaginu um einkenni, orsakir og afleiðingar fistils en hluti af dagskránni í dag var samtal ráðherra við konur og stúlkur sem hafa læknast af fæðingarfistli.</p>

07.12.2022Byggðaþróunarverkefni í Nkhotakota héraði ýtt úr vör

<p><span>Byggðaþróunarverkefni héraðsstjórnarr&nbsp;Nkhotakota héraðs&nbsp;og íslenskra stjórnvalda gegnum sendiráð Íslands í Lilongve var formlega ýtt úr vör á&nbsp;skólalóð grunnskóla í héraðinu í gær.&nbsp;</span>Við fjölmenna setningarathöfn, að viðstöddum ráðherra sveitarstjórnarmála, þingmönnum og fulltrúum héraðsstjórnarinnar, afhenti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra héraðinu tvo sjúkrabíla, tvo verkefnabíla, tvö þúsund skólaborð, tuttugu fæðingarrúm, auk ómskoðunartækja og súrefnismæla.</p> <p>„Það eru sannarlega tímamót í langri sögu þróunarsamvinnu Íslands í Malaví nú þegar við hefjum samstarf í nýju héraði, meðal annars fyrir áeggjan stjórnvalda í Malaví. Við fögnum þessu upphafi, ég skynja að væntingarnar eru miklar og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum séð árangur af þessu samstarfi í þágu íbúa héraðsins,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráherra í ávarpi við setningarathöfnina.</p> <p>Nkhotakota er annað samstarfshérað Íslands í þróunarsamvinnu í Malaví en Íslendingar hafa undanfarna áratugi beint stuðningi sínum einkum að Mangochi héraði og lagt áherslu á umbætur í grunnþjónustu við íbúa. Samstarfið við héraðsyfirvöld í Nkhotakota byggir á sama verklagi, byggðaþróun og eflingu grunnþjónustu. Veigamesti stuðningurinn er uppbygging fimmtán grunnskóla með áherslu á stuðning við yngsta aldursstigið en einnig verður stutt við heilbrigðiskerfið til að bæta mæðra- og ungbarnaheilsu. Þá verður unnið að betra aðgengi að hreinu vatni, meðal annars með uppbyggingu vatnskerfa og grenndarkrana í sveitum. Ísland mun styðja fjögur sveitarfélög sem liggja við vatnið við að hefta útbreiðslu á kóleru með því að bæta salernis- og hreinlætisaðstöðu.</p> <p>Nkhotakota hérað er miðsvæðis í Malaví og liggur við strendur Malavívatns. Héraðið er frekar fámennt á malavískan mælikvarða með rúmlega 400 þúsund íbúa.</p>

05.12.2022Blásið til sóknar í Malaví gegn kynferðislegu ofbeldi

<span></span> <p>Sendiráð Íslands í Lilongve gerði á dögunum samstarfssamninga um jafnréttismál við tvenn frjáls félagasamtök, Gender Justice Unit og Go Fund a Girl Child, og Mannréttindaskristofu Malaví. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra átti í gær fund með fulltrúum þessara samstarfsaðila og afhenti við það tækifæri Mannréttindastofnun Malaví bifreið, sem er hluti af fyrrnefndum samningi, til að auka rannsóknargetu stofnunarinnar á kynferðisofbeldi og kynferðislegu áreiti.</p> <p>Samstarfið er til marks um aukna áherslu á jafnréttismál í öllu þróunarstarfi Íslands í Malaví en einnig um aukna samvinnu við staðbundin frjáls félagasamtök.<span></span>Samstarfið felst í heildstæðum stuðningi til að fyrirbyggja og uppræta kynferðislegt ofbeldi og kynferðislega áreitni í opinbera geiranum og á stærri vinnustöðum.</p> <p>„Kynbundið ofbeldi er því miður útbreitt vandamál í Malaví eins og víðast hvar annars staðar í heiminum og Ísland leggur mikla áherslu á að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni í verkefnum sem studd eru af Íslandi í samstarfshéruðunum. Því er ákaflega ánægjulegt að búið sé að tryggja samstarf við félög og stofnun sem sérhæfa sig í umbótum á þessu sviði,“ sagði utanríkisráðherra að loknum fundinum.</p> <p>Samkvæmt nýlegum ábendingum í jafnréttisvottunarferli Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sem Ísland undirgekkst fyrst þjóða, ber Íslandi að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi í sameiginlegum þróunarverkefnum með héraðsstjórnum Mangochi og Nhkotakota. Íslenska sendiráðið í Lilongwe gerði því samstarfssamninga í því skyni að efla getu héraðsstjórnanna til þess að sinna því hlutverki.</p> <p>Nýleg lýðheilsukönnun í Malaví sýndi að 34 prósent allra aðspurðra kvenna og stúlkna höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi og þar af höfðu 24 prósent þeirra orðið fyrir ofbeldi á síðustu tólf mánuðum. Tæplega helmingur hafði ekki sagt neinum frá ofbeldinu vegna skammar, af ótta við að vera ekki trúað, eða vegna vanþekkingar á því hvar þær gætu leitað réttar síns. Skýrsla Mannréttindastofnunar Malaví frá 2021 leiddi í ljós að 70 prósent stjórnenda hafa litla sem enga þekkingu á málaflokknum.</p>

05.12.2022Samstarfssamningur Íslands og Malaví endurnýjaður á tvíhliða fundi

<span></span> <p>Samstarfssamningur Íslands og Malaví var endurnýjaður í dag á tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum ríkjanna í Lilongve, höfuðborg Malaví. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra átti tvíhliða fund í morgun með Nancy Tembo utanríkisráðherra Malaví þar sem samstarfssamningurinn var formlega endurnýjaður.</p> <p>Þórdís Kolbrún er í fyrstu vinnuheimsókn sinni til samstarfsríkis í þróunarsamvinnu til<span>&nbsp; </span>þess að kynnast aðstæðum í Malaví og sjá árangur verkefna sem njóta stuðnings íslenskra stjórnvalda. Hún mun meðal annars heimsækja samstarfshéruð Íslands, Mangochi og Nhkotakota.</p> <p>Malaví er elsta samstarfsríki Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og upphaf samstarfsins má rekja allt aftur til ársins 1989. Fyrsti samstarfssamningurinn var gerður árið 1999 og uppfærður fáeinum árum síðar. Samningurinn var nýlega yfirfarinn og uppfærður af ráðuneytum beggja ríkjanna og lítilsháttar breytingar gerðar.</p> <p>Ísland hefur lengst af stutt byggðaþróunarverkefni í Mangochi héraði og frá árinu 2012 í beinu samstarfi við héraðsstjórvöld. Verkefnin hafa einkum snúið að félagslegum innviðum á sviði vatns- og hreinlætismála, heilsu og menntunar, auk verkefna um kynjajafnrétti og valdeflingu ungmenna. Verið er að skoða hvernig leggja megi ríkari áherslu á loftslags- og umhverfismál á næstu árum því afleiðingar loftslagsbreytinga ógna efnahagslegum framförum í landinu og stefna matvælaöryggi<span>&nbsp; </span>í hættu.</p> <p>„Við höfum átt í árangursríku samstarfi á fjórða áratug og það er mér tilhlökkunarefni að sjá með eigin augum afrakstur af samvinnu þjóðanna á næstu dögum. Með endurnýjun á samstarfssamningnum staðfestum við vilja Íslands og Malaví til að halda áfram að vinna saman að framförum með framtíðarsýn stjórnvalda í Malaví að leiðarljósi,“ sagði utanríkisráðherra eftir undirritun samningsins í utanríkisráðuneytinu í Lilongve.</p> <p>Í máli Nancy Tembo utanríkisráðherra Malaví kom skýrt fram mikil ánægja með langt og farsælt samstarf við Ísland. Hún hrósaði sértaklega verklagi Íslands í þróunarsamvinnu, svokallaðri héraðsnálgun, þar sem unnið er beint með tilteiknum héraðsyfirvöldum að umbótum í grunnþjónustu við íbúa. </p> <p>Í samningnum er kveðið á um réttindi og skyldur Íslands gagnvart malavískum stjórnvöldum og þar eru meðal annars ákvæði um útboðs- og innkaupsferla og ákvæði gegn spillingu, auk ákvæða um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi og áreiti.</p> <p>Ísland starfar einnig með stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Malaví og innlendum frjálsum félagasamtökum. Enn fremur hafa á annað hundrað sérfræðingar frá Malaví stundað nám á Íslandi við GRÓ skólana, Jafnréttisskólann, Landgræðsluskólann, Sjávarútvegsskólann og Jarðhitaskólann.</p> <p>Ráðherra átti einnig fundi með frjálsum félagasamtökum í dag, Gender Justice Unit og Go Fund a Girl Child, auk Mannréttindaskristofu Malaví, en Ísland gerði nýlega samstarfssamninga við þau um jafnréttismál. Í gær heimsótti utanríkisráðherra SOS Barnaþorp í höfuðborginni Lilongve, sjá fréttir í, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunarsamvinnu og mannúðarmál.</p>

04.12.2022Helmingur barnanna á íslenska SOS-foreldra

<span></span> <p>Helmingur barna á SOS barnaheimilinu í Lilongve, höfuðborg Malaví, á íslenska SOS-foreldra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti SOS-barnaþorpið í dag, á fyrsta degi vinnuheimsóknar til Malaví, elsta samstarfsríkis Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p>SOS Barnaþorpin eru fjögur í Malaví og samtökin sjá 433 umkomulausum og yfirgefnum börnum fyrir heimilum í landinu, þar af eiga 166 þeirra styrktarforeldra á Íslandi. Hlutfallið er enn hærra í barnaþorpinu í Lilongve, eða 43 börn af 88. Hope Msosa, aðstoðarframkvæmdastjóri SOS í Malaví tók á móti ráðherra og sagði frá helstu verkefnum samtakanna í landinu.</p> <p>„Frjáls félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og ráðuneytið gerði fyrr á árinu rammasamninga við nokkur þeirra, þar á meðal SOS Barnaþorpin, sem við höfum átt langt og farsælt samstarf við. Það er mjög ánægjulegt að kynnast starfi samtakanna í Malaví og sjá með eigin augum að velferð barnanna er sett í öndvegi. Mér finnst einnig mikið koma til þeirrar nýju áherslu samtakanna að styðja við nærsamfélagið með verkefnum á sviði fjölskyldueflingar,“ segir Þórdís Kolbrún.</p> <p>Fyrr á þessu ári hófu SOS Barnaþorpin á Íslandi að styðja við sérstakt fjölskyldueflingarverkefni í Malaví. Markmið þess að er að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. Stuðningurinn nær til 1500 barna og ungmenna í 400 fjölskyldum sem vegna bágra aðstæðna heima fyrir fá ekki grunnþörfum sínum mætt. Önnur 15 þúsund börn frá 500 heimilum njóta óbeint góðs af verkefninu því hluti þess er að styðja veikbyggða innviði í samfélaginu. Alls eru um ein milljón barna í Malaví sem hafa misst annað foreldri sitt eða báða og þurfa á ríkum stuðningi að halda.</p> <p>Hluti af kostnaði við fjölskyldueflingarverkefnið kemur frá utanríkisráðuneytinu gegnum rammasamning við SOS Barnaþorpin á Íslandi.</p> <p>Utanríkisráðherra kemur einnig til með að eiga fund með fulltrúum Rauða krossins í Malaví í vikunni en Rauði krossinn á Íslandi hefur um tveggja áratuga skeið átt í samstarfi við systurfélagið í Malaví.</p>

01.12.2022Bólusetningarherferð í Malaví gegn landlægri kóleru

<span></span><span></span> <p>Í vikunni hófst í Malaví herferð á vegum stjórnvalda gegn kólerufaraldri sem geisar í öllum 29 héruðum landsins. Átakið beinist að 2,9 milljónum einstaklinga, ársgömlum og eldri, og hefur þann tilgang að gefa bóluefni gegnum munn til að slá á yfirstandandi faraldur og hefta frekari útbreiðslu þessa alvarlega sjúkdóms. Herferðin stendur aðeins yfir í fáeina daga, og lýkur annað kvöld, en hún nær til þeirra þrettán héraða þar sem veikindin eru útbreiddust.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur fyrir milligöngu Alþjóðasamráðshóps um bólusetningu, haft milligöngu um öflun 2,9 milljóna bóluefna fyrir ríkisstjórn Malaví, sem fjármögnuð eru af alþjóðlega bólusetningarbandalaginu, GAVI. </p> <p>„Þessi bólusetningarherferð kemur á mikilvægum tíma nú þegar regntímabilið er hafið og vatn er auðmengað. En bóluefni eru bara eitt atriði af mörgum til að tryggja varnir gegn kóleru. Það er líka nauðsynlegt að leggja hönd á plóginn við að meðhöndla sjúka og bæta vatn og hreinlætiskerfi,“ segir Dr. Neema Rusibamayila Kimambo, fulltrúi WHO í Malaví. </p> <p>Þetta er önnur herferðin gegn kóleru í Malaví á árinu, sú fyrsta var í júní í sumar í suðurhluta landsins og náði til rúmlega einnar og hálfrar milljónar manna. Héruðin þrettán sem herferðin nær til að þessu sinni voru ákvörðuð í kjölfar ítarlegrar greiningar á sögulegum og núverandi faraldsfræðilegum gögnum og áhættuþáttum. </p> <p>Kólerufaraldurinn sem nú geisar í Malaví hófst í febrúar á þessu ári. Alls hafa verið skráð rúmlega eitt þúsund tilfelli og 299 dauðsföll.</p>

01.12.2022Ísland og UNICEF bæta vatns og hreinlætisaðstöðu í skólum og heilsugæslustöðvum í Úganda

<p><span>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Úganda fóru nýlega með fulltrúum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, til héraðanna Terego og Madi-Okollo í norðurhluta landsins til að heimsækja tvær heilsugæslustöðvar og þrjá grunnskóla sem íslensk stjórnvöld hafa stutt á svæðinu. Samstarf Íslands og UNICEF felur í sér að bæta aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu í skólum og heilsugæslustöðvum í norðurhluta Úganda þar sem fjöldi flóttamanna hefst við.</span></p> <p><span>Sem dæmi um árangur af samstarfinu má nefna Onyomu grunnskólann en þar höfðu nemendur og kennarar til þessa notað þrjú salerni saman. Hlutfallið var þannig að eitt salerni var fyrir 242 drengi og eitt fyrir 197 stúlkur, en á landsvísu er ekki mælt með að það séu fleiri en 40 manns á hvert salerni. Eftir að nýja aðstaðan bættist við varð hlutfallið 1:48 fyrir drengi og 1:39 fyrir stúlkur.&nbsp;</span></p> <p><span>Á meðal þess sem UNICEF leggur einnig áherslu á er að bæta við hreinlætisaðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum, en ein helsta ástæða þess að stúlkur missa úr eða hætta í skóla á þessum slóðum er skortur á aðgengi að hreinlætisvörum eða aðstöðu vegna blæðinga.&nbsp;</span></p> <p><span>Sendiráð Íslands í Úganda hefur átt farsælt samstarf við UNICEF síðastliðin fjögur ár. Stuðningur Íslands beinist bæði að flóttafólki og gistisamfélögum þeirra í héruðunum Adjumani, Terego og Madi-Okollo í Vestur-Níl í norðurhluta Úganda.</span></p>

30.11.2022Össur þjálfar úkraínska stoðtækjafræðinga

<p><span>Verkefni heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar í Úkraínu gengur vonum framar og aðstæður í stríðshrjáðu landinu hafa ekki hamlað möguleikum á þjálfun úkraínska stoðtækjafræðinga. Össur fékk sem kunnugt er styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrr á árinu til þess að vinna með úkraínskum sérfræðingum við að útvega stoðtæki til þeirra fjölmörgu sem hafa misst útlimi í stríðsátökunum.</span></p> <p><span>Verkefnið felst þó ekki síður í klínískri þjálfun stoðtækjafræðinga og annarra sérfræðinga úr heilbrigðisstéttum og fræðslu um nýjustu stoðtækjalausnir. Í þeim erindagjörðum hafa úkraínskir stoðtækjafræðingar og aðrir fulltrúar frá Úkraínu farið í þjálfun á vegum Össurar, bæði í Hollandi og Noregi. Þrír úkraínskir stoðtækjafræðingar komu til Osló í þjálfun í ágúst ásamt úkraínskum hermanni að nafni Ruslan Serbov sem hafði særst í Mariupol í maí. Þá fór dr. Anton Jóhannesson stoðtækjasérfræðingur Össurar til Lviv seint í september og hélt fjölsótt námskeið fyrir heimamenn. Eins er námskeið fyrirhugað um miðjan desember.</span></p> <p><span>Össur gefur vörur í verkefnið og til þessa hafa fjórar vörusendingar farið til Úkraínu frá vöruhúsi fyrirtækisins í Hollandi. Fyrirtækið hætti starfsemi í Rússlandi í febrúar þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og hét því að gefa vörur og klíníska sérþekkingu til Úkraínu með því að vinna beint með stoðtækjasérfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum til að tryggja sjálfbæra endurhæfingarþjónustu.</span></p> <p><span>Forstjóri Össurar, Sveinn Sölvason, segir: „Við erum afar þakklát fyrir styrkinn sem var úthlutaður úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu enda hefur það gert okkur kleift að veita mikilvæga þjálfun til handa úkraínskum stoðtækjafræðingum sem koma til með að setja vörur Össurar á einstaklinga sem hafa orðið fyrir aflimun í yfirstandandi stríði. Klínísk þekking er ekki síður mikilvæg í ástandinu sem nú ríkir þar sem aflimuðum fjölgar því miður dag frá degi og áhersla okkar er að byggja upp þekkingu sem mun nýtast til langframa enda munu einstaklingarnir þurfa á þjónustu að halda um ókomin ár.“</span></p>

28.11.2022UNICEF fordæmir ofbeldisverk gegn börnum í Íran

<span></span> <p>„UNICEF&nbsp;fordæmir öll ofbeldisverk gegn börnum og krefst þess að tafarlaust verði látið af þeim í ljósi fregna að yfir 50 börn hafi látið lífið og enn fleiri særst í átökum innan Íran undanfarið.“ Þannig hefst yfirlýsing&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;vegna ástandsins í Íran.</p> <p>„UNICEF&nbsp;hefur sömuleiðis þungar áhyggjur af áframhaldandi áhlaupum og leitum sem framkvæmdar hafa verið í skólum í landinu. Það er ófrávíkjanleg krafa að skólar séu öruggur staður fyrir börn.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur átt í beinum samskiptum við stjórnvöld í Íran og komið þessum áhyggjum á framfæri frá því fyrstu fregnir bárust af því að börn væru að láta lífið þar í landi,“ segir í yfirlýsingunni sem gefin var út í gær, sunnudag.</p> <p>„Íran er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu&nbsp;þjóðanna&nbsp;og ber skylda til að virða, verja og viðhalda réttindum barna til lífs, einkalífs, skoðanafrelsis og friðsamlegra samkoma.“</p> <p>„UNICEF&nbsp;brýnir fyrir stjórnvöldum að virða rétt allra barna til friðsamlegra samkoma– burtséð frá því hver eða hvaðan þau eru. Það sem barni er fyrir bestu ætti ávallt að vera í forgrunni allra aðgerða stjórnvalda sem bera að skapa öruggt umhverfi til að börn geti nýtt réttindi sín undir öllum kringumstæðum. Börn eiga að vera með fjölskyldum sínum, í samfélögum sínum og aldrei þar sem þau eru svipt þessum réttindum.“</p> <p>„Við tökum enn á ný undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að „öryggissveitir haldi aftur af sér við óþarfa og óhóflega valdbeitingu í aðgerðum sínum.“ Börn og ungmenni þarf að vernda fyrir öllum þeim aðgerðum sem ógna lífi þeirra, frelsi, andlegri líðan og líkamlegri heilsu. Of margir foreldrar hafa nú upplifað ólýsanlegan sársauka þess að missa barn í þessum átökum. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð, sem og ástvinum þeirra og nærsamfélögum.“</p> <p>UNICEF&nbsp;hefur starfað í Íran í nærri sjö áratugi við að styðja nauðsynlega þjónustu fyrir börn og unnið að réttindum þeirra til heilbrigðisþjónustu, næringar, menntun og barnavernd. Milljónir barna í Íran hafa notið góðs af&nbsp;þeirri&nbsp;vinnu og hún hjálpað þeim að dafna og blómstra sem einstaklingar á fullorðinsárum.</p> <p>„Íran er auðugt af ungu fólki og börnum sem þjóðin nýtur góðs af. Þarfir þeirra, langanir og velferð verður að vera sett í forgang undir öllum kringumstæðum. UNICEF&nbsp;mun halda áfram vinnu sinni í landinu með viðeigandi stjórnvöldum, samstarfsaðilum og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna til að styðja við og uppfylla réttinda allra barna og ungmenna í Íran.“</p>

25.11.2022Breytingakenning GRÓ til næstu fimm ára mörkuð

<span></span> <p>GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, hefur markað sér breytingakenningu, Theory of Change, sem tekur til áranna 2022-2027. Breytingakenningin er unnin eftir aðferðarfræði UNESCO við árangursstjórnun og skýrir leiðina sem GRÓ mun fara til að vinna að breytingum í átt til sjálfbærni. Þannig er markað hvaða langtímaáhrifum GRÓ stefnir að með starfinu og síðan hvernig GRÓ mun vinna markvisst til að stuðla að þeim breytingum.</p> <p>Breytingakenningin var unnin í nánu samstarfi GRÓ, þjálfunaráætlananna fjögurra og stjórnar GRÓ, auk sérfræðinga utanríkisráðuneytisins á sviði þróunarsamvinnu. Smiðshöggið á breytingakenninguna var rekið á vinnustofu þann 6. október, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Þar komu ofangreindir aðilar saman til að ræða breytingakenninguna og hvernig GRÓ geti hámarkað árangurinn af starfinu og vaxið til framtíðar. </p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra leit inn á vinnustofuna þar sem hún undirstrikaði merka sögu þjálfunaráætlananna fjögurra, Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans.</p> <ul> <li><a href="https://www.grocentre.is/gro/moya/gro/index/publication/gro-theory-of-change">Breytingarkenning GRÓ</a></li> </ul>

25.11.2022Ísland styður fjögur jafnréttisverkefni í Malaví

<span></span> <p>Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefur fjórum samstarfsverkefnum á sviði jafnréttismála verið hrundið af stað. Þau snúa að heildstæðum stuðningi til að fyrirbyggja og uppræta kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg áreitni. Verkefnin verða unnin í samvinnu við jafnréttisráðuneyti Malaví, Mannréttindastofnun Malaví, héraðsyfirvöld í samstarfshéruðum Íslands og með ákveðnum malavískum frjálsum félagasamtökum.</p> <p>„Sendiráð Íslands í Malaví hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á verkefni er snúa að jafnréttismálum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands. „Jafnréttislög, sem samþykkt voru á þingi í Malaví árið 2013, kveða meðal annars á um jafnan rétt kynjanna, afnám mismununar og kynbundins ofbeldis. Lögin voru mikið framfaraskref en þrátt fyrir það er staða kvenna í landinu bág, og kynbundið ofbeldi útbreitt vandamál. Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins situr Malaví ítrekað í einu af neðstu fimmtán sætum listans, sem Ísland hefur verið efst á listanum síðastliðin þrettán ár. </p> <p>Verkefnið með jafnréttisráðuneytinu felur í sér stuðning við að ljúka vinnu við nýja jafnréttisáætlun og kynna hana á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi og samstarfið við Mannréttindastofnun Malaví lítur að stuðningi við rannsóknir ásakana um kynferðislegt ofbeldi og áreitni.</p> <p>„Með aukinni áherslu sendiráðsins á jafnréttisverkefni hefur skapast samstarfsvettvangur þar sem opinberir aðilar, öflug staðbundin og alþjóðleg félagasamtök ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna sinna jafnréttisverkefnum með stuðningi Íslands á landsvísu, með áherslu á samstarfshéruðin. Þessi vettvangur skapar tækifæri fyrir ólíka framkvæmdaaðila til þess að samhæfa vinnu sína eins og með reglulegum samráðsfundum,“ segir Inga Dóra. </p>

24.11.2022Fimm konur drepnar á hverri klukkustund af fjölskyldumeðlimi

<span></span> <p><span>Fimm konur eru myrtar á hverri klukkustund af fjölskyldumeðlimum, segir í nýrri skýrslu UN Women. Rúmlega helmingur kvenna og stúlkna sem myrtar voru á síðasta ári voru drepnar af maka eða nánum ættingja. Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst á morgun, föstudag, með <a href="https://www.facebook.com/events/s/ljosaganga-un-women-2022/2043628399179440/" target="_blank">ljósagöngu</a>&nbsp;UN Women. </span></p> <p><span>Dauðsföllin eru „skelfilega mörg“ segir í frétt frá Sameinuðu þjóðunum sem segjast óttast að raunverulegt ástand sé líklega mun verra. Í <a href="https://www.unwomen.org/en/digital-library/publications/2022/11/gender-related-killings-of-women-and-girls-improving-data-to-improve-responses-to-femicide-feminicide" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;kemur fram að 45 þúsund konur og stúlkur hafi á síðasta ári verið drepnar af maka eða nánum ættingja innan fjölskyldunnar. </span></p> <p><span>Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna voru 81.100 konur og stúlkur drepnar af yfirlögðu ráði á síðasta ári. „</span><span>Af öllum konum og stúlkum sem myrtar voru af yfirlögðu ráði á síðasta ári voru um 56 prósent drepnar af mökum eða öðrum fjölskyldumeðlimum...&nbsp;sem sýnir að heimilið er ekki öruggur staður fyrir margar konur og stúlkur," eins og segir í frétt frá UN Women.</span></p> <p><span>Kvennamorð eru flest framin í Asíuríkjum en í þeim heimshluta voru 17,800 konur og stúlkur drepnar á síðast ári. Þegar kemur að fjölskylduofbeldi eru Afríkuríkin verst, segir í skýrslunni. Enn fremur segir í skýrslunni að marktæk fjölgun kvennamorða hafi orðið í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar árið 2020 í Bandaríkjunum og Vestur- og Suður-Evrópu.</span></p> <p><span>Þótt í átta af hverjum tíu morðum séu það karlmenn sem eru myrtir eru gerendur þeirra í langflestum tilvikum utan fjölskyldunnar. Aðeins í ellefu prósenta tilvika voru þeir myrtir af maka eða nánum ættingja.</span></p>

23.11.2022Óttast að barnahjónaböndum fjölgi á næstum árum

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;">Talið er að tólf milljónir stúlkna yngri en átján ára gangi í hjónaband á ári hverju, þar af um tvær milljónir yngri en fimmtán ára. Að mati alþjóðasamtakanna Barnaheilla - Save The Children er ástæða til að óttast fjölgun barnahjónabanda á næstu árum vegna ytri aðstæðna í heiminum eins og stríðsátaka, heimsfaraldurs kórónuveirunnar og verstu matvælakreppu um langt árabil. Samtökin telja að tíu milljónir stúlkna til viðbótar verði giftar fyrir lok áratugsins.</p> <p>Í nýrri skýrslu Save the Children – <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/pdf/Global-Girlhood-Report-2022_Girls-on-the-Frontline.pdf/" target="_blank">Global Girlhood Report 2022: Girls on the frontline</a>&nbsp;– er sérstök athygli vakin á því að stúlkur á átakasvæðum séu tuttugu prósent líklegri til að enda í hjónabandi á barnsaldri borið saman við jafnöldrur þeirra í friðsælum heimshlutum. Þar kemur enn fremur fram að 90 milljónir stúlkna – ein af hverjum fimm í heiminum – búi á átakasvæði sem hafi skelfleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, og framtíðartækifæri.</p> <p>Í skýrslunni segir að þótt tekist hafi að koma í veg fyrir 25 milljónir barnahjónabanda á árunum 2008 til 2018 sé fjarri lagi að heimurinn sé á réttri leið hvað varðar fyrirheitið um að útrýma barnahjónaböndum fyrir árið 2030 eins og kveðið sé á um í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>„Átök hafa skelfileg áhrif á fjölskyldur og neyða þær til að flýja heimili sín, skóla og störf til að flytja í tímabundnar búðir, sem oft einkennast af þrengslum, lítilli þjónustu, takmörkuðum möguleikum til tekjuöflunar, og næstum engri vernd gegn ofbeldi. Þótt börn beri þungann af hvaða stríði sem er, vitum við að stúlkur eru skotmörk hrottalegs ofbeldis vegna kyns þeirra - í öllum átökum,“ segir Inger Ashing framkvæmdastýra Save the Children.</p> <p>Hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum er í vestur- og miðhluta Afríku.</p>

22.11.2022Konur, líf, frelsi – einkunnarorð ljósagöngunnar á föstudag

<span></span> <p>Ljósaganga UN Women á Íslandi fer fram föstudaginn 25. nóvember kl. 17:00 á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi.</p> <p>Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er: Konur, líf, frelsi, sem er jafnframt slagorð mótmælanna sem hafa staðið yfir í Íran í meira en mánuð. Þau sem leiða gönguna í ár eru <span>Zohreh Aria frá Íran og Zahra Mesbah frá Afganistan</span>. Auk þeirra munu fleiri einstaklingar frá Afganistan og Íran ganga fremst í göngunni.</p> <p>Alþjóðlega sextán daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi beinir kastljósinu í ár að kvennmorðum (e. femicide). Samkvæmt tölum frá UN Women voru 81 þúsund konur um allan heim myrtar árið 2020, 58 prósent þeirra voru myrtar af maka eða fjölskyldumeðlimi. Þetta samsvarar því að kona sé myrt á heimili sínu á ellefu mínútna fresti. </p> <p>„Kvennmorð eru gróf brot á grunnmannréttindum kvenna og rétti þeirra til lífs, frelsis og öryggis. Í tilfellum Afganistan og Íran, eru kvennmorð einnig framin af ógnarstjórn ríkjanna m.a. fyrir brot á lögum sem takmarka mannréttindi þeirra. Með því að taka þátt í Ljósagöngunni í ár, sýnum við samstöðu með því hugrakka fólki sem leggur líf sitt í hættu í þágu kvenréttinda.“ segir í frétt UN Women.</p> <p><a href="https://facebook.com/events/s/ljosaganga-un-women-2022/2043628399179440/" target="_blank">Gangan</a> hefst klukkan 17:00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar og gengið verður suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.</p> <p>Á Bríetartorgi verður síðan boðið upp á heitt kakó og tónlistaratriði. Kerti verða seld á staðnum á 500 kr.</p> <p>UN Women á Íslandi hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu.</p> <p>&nbsp;</p>

21.11.2022Samtal við þingmenn um þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (FFÞ) buðu þingmönnum í síðustu viku til umræðu og fræðslu í Iðnó um alþjóðlega þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Þar voru haldin fróðleg og áhugaverð erindi um þróunarsamvinnu og boðið upp á samtal þar sem fulltrúar viðkomandi félaga sátu fyrir svörum.</p> <p>Viðburðurinn, sem styrktur var af utanríkisráðuneytinu, var ætlaður þingmönnum sem taka ákvarðanir um málaflokkinn og þeim sem hafa áhuga á honum. Mæting var góð og spunnust áhugaverðar umræður um málaflokkinn. Vel þótti til takast og höfðu margir á orði að mikilvægt væri að halda viðburð sem þennan með reglubundnum hætti.</p> <p>,,Þetta var vel skipulagt. Upplýsingar voru á mannamáli, engar langlokur og náðuð þið að tengja okkur við bitran raunveruleika og hörmungar fólks á öllum aldri og kynjum i þróunarlöndum heimsins. Og ekki síst nauðsyn þess fyrir heiminn allan að taka af festu og ábyrgð á aðstæðum fólks sem þarf sannanlega á hjálp okkar að halda. Það er allt undir og þið komuð því vel til skila. Tilfinningin var einnig sú eftir fundinn að við Íslendingar erum lánsöm þjóð að hafa fagfólk með mikla þekkingu sem fer fyrir okkur i þróunar- og hjálparstarfi,‘‘ er haft eftir einum þingmanni á vef Félags Sameinuðu þjóðanna.</p> <p style="text-align: start;">Þar segir enn fremur að markmið þróunarsamvinnu krefjist aukinnar umræðu, þar með talið mannúðaraðstoðar, og hvernig megi sem best nýta þá fjármuni sem settir eru í málaflokkinn þannig að þeir komi til móts við þarfir þeirra sem mest þurfi á aðstoð að halda.</p> <p style="text-align: start;">Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu (FFÞ) eru: ABC barnahjálp, Barnaheill, CLF á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Rauði Krossinn á Íslandi, SOS Barnaþorp, UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi. Viðburðurinn var haldinn sem hluti af fræðsluvettvanginum“ Þróunarsamvinna ber ávöxt“.</p>

18.11.2022UNICEF sker upp herör gegn mismunun og fordómum

<span></span> <p>Kynþáttafordómar og mismunun gagnvart börnum á grundvelli þjóðernis, tungumáls og trúar eru algengir víðs vegar um veröldina, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadagur barna er á sunnudaginn, 20. nóvember. </p> <p>Í skýrslunni er horft til áhrifa mismununar gagnvart börnum og sýnt fram á að hvaða marki kynþáttafordómar og mismunun hafi áhrif á menntun þeirra, heilsu, aðgengi að skráðum fæðingarvottorðum og síðast en ekki síst á réttlátu dómskerfi. </p> <p>„<span>Kerfislægir kynþáttafordómar og mismunun </span>geta leitt til þess að börn búi við skort <span>og útskúfun sem getur varað alla ævi," sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. "Þ</span>að<span> særir okkur öll. Að vernda réttindi allra barna – hver sem þau eru, hvaðan sem þau koma – er öruggasta leiðin til að byggja upp friðsælli, velmegandi og réttlátari heim fyrir alla." </span></p> <p><span>Í skýrslunni kemur fram að börn úr jaðarsettum þjóðernis-, tungumála- og trúarhópum, frá 22 lág- og meðaltekjulöndum sem </span>lögð voru til grundvallar í greiningu<span>, eru langt á eftir jafnöldrum sínum</span> í efnameiri löndum<span> í lestrarfærni.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rZNEDdtExyI" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í tilefni af alþjóðadeginum á sunnudag hefur landsnefnd UNICEF á Íslandi hleypt af stokkunum nýju kynningarátaki sem hófst í morgun með frumsýningu á áhrifamiklu myndbandi sem er framleitt í samstarfi við Hannes Þór Halldórsson, leikstjóra og fyrrverandi landsliðsmarkvörð og Hannes Þór Arason, kvikmyndaframleiðanda. Með átakinu vill UNICEF, í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, vekja athygli á réttindum barna og skera upp herör gegn fordómum, mismunun og réttindabrotum.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p>

17.11.2022Ísland og Noregur veita Matvælaáætlun SÞ stuðning í Malaví

<span></span> <p><span>Sendiráð Íslands og Noregs hafa veitt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, í Malaví fjárhagslegan stuðning í viðbrögðum við matvælaskorti í landinu. Nú fer í hönd „magra” tímabilið þar sem margir Malavar hafa lítið sem ekkert til hnífs og skeiðar. Sameiginlega framlag norrænu þjóðanna tveggja nemur 4,1 milljón bandaríkra dala, eða rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Skrifað var undir samning um stuðninginn í Lilongve í gær.</span></p> <p><span>Paul Turnbull umdæmisstjóri WFP í Malaví hrósar ríkisstjórnum Íslands og Noregs fyrir „eindreginn vilja til að tryggja fæðuöryggi þeirra sem eru viðkvæmastir á þessu einstaklega erfiða tímabili,” eins og segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá WFP og sendiráðum Íslands og Noregs í Malaví.</span></p> <p><span>Framlaginu verður ráðstafað með beinum fjárframlögum til íbúa héraðanna Balaka og Chikwawa þar sem smábændur hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna hækkandi orku-og matvælaverðs. </span></p> <p><span>Talið er að um 3,8 milljónir manna séu í bráðri hættu vegna matvælaskorts og þurfi á matvælaaðstoð að halda á tímabilinu fram til mars á næsta ári. Fjölgun þeirra sem þurfa á slíkum stuðningi að halda nemur rúmlega 130 prósentum miðað við sama tíma í fyrra. Malaví hefur orðið fyrir illa úti í matvælakreppunni í heiminum þar sem hrikaleg áhrif náttúruhamfara hafa leitt til hækkandi verðs á matvælum, orku og aðföngum. Átökin í Úkraínu hafa einnig stuðlað að verðhækkunum. </span></p> <p><span>„Ísland er staðfast í stuðningi við berskjaldaða íbúa Malaví sem horfast í augu við hungur,” segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Malaví. „Aukin hætta á loftslagstengdum áföllum fyrir fátæk sveitaheimili eykur á vítahring fæðuóöryggis og þess vegna tók Ísland þátt í samstarfi við WFP um stuðning við heimili í viðkvæmri stöðu um að draga úr, stjórna og sýna seiglu gagnvart áhrifum þessara áfalla.“ </span></p> <p><span>Ríkisstjórn Malaví þakkar Noregi og Íslandi fyrir rausnarlegt framlag til að bregðast við „magra” tímabilinu 2022-2023,“ segir Charles Kalemba, ráðuneytisstjóri sveitastjórnarráðuneytisins. „Stuðningur þeirra tryggir að færri Malavíbúar líði hungur og að Malaví geti áfram einbeitt sér að þróunarmarkmiðum sínum eins og þau eru útlistuð í stefnunni Malaví 2063.“</span></p> <p><span>Frá árinu 2014 hefur Ísland stutt við heimaræktaðar skólamáltíðir</span><span> WFP í Mangochi og nýlega aukið stuðning til byggja upp seiglu gagnvart loftslagsbreytingum</span><span> í sama héraði. Að auki studdi Ísland starfsemi WFP sem tengist viðbrögðum við COVID-19 á landsvísu jafnframt því að veita fórnarlömbum flóða í Chikwawa-héraði stuðning fyrr á árinu.</span></p> <p><span><a href="https://www.wfp.org/news/iceland-and-norway-help-wfp-mount-response-hunger-peaks-malawi" target="_blank">Fréttatilkynning WFP</a></span></p>

16.11.2022Fólksfjölgun í heiminum stöðvast árið 2080

<span></span><span></span> <p>Jarðarbúar verða flestir árið 2080 eða 10,4 milljarðar manna. Samkvæmt nýjustu mannfjöldaspám Sameinuðu þjóðanna er áætlað að helmingur fólksfjölgunar verði í níu löndum: Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Egyptalandi, Eþíópíu, Indlandi, Nígeríu, Pakistan, Filippseyjum, Tansaníu og Bandaríkjunum.</p> <p>Eins og sagt var frá í fréttum í gær, í tilefni af þeim tímamótum að við jarðarbúar vorum orðnir átta milljarðar talsins, eru auknar lífslíkur ein ástæða mannfjölgunar. Aldraðir – eldri en 65 ára – eru nú um tíu prósent mannkyns en verða sextán prósent árið 2050. Lífslíkur hafa aukist mismikið milli heimshluta, mest í Suður-Kóreru þar sem lífslíkur hafa aukist um þrjátíu ár á fimmtíu ára tímabili. Í Afríku hefur ævilengd aukist um tíu ár frá aldamótum.</p> <p>Árið 1950 fæddi hver kona að jafnaði fimm börn. Á síðasta ári fæddu konur í heiminum að jafnaði 2,3 börn. Áfram er reiknað með fækkun fæðinga og því spáð að talan verði komin niður í 2,1 fæðingu að jafnaði um miðja öldina. Fæðingartíðni í Evrópu er komin niður í 1,6 fæðingar á hverja konu. Í álfunni eru einungis 25 prósent íbúa yngri en 25 ára en hlutfallið er 60 prósent í Afríkuríkjum. Þar er fæðingartíðnin um 4,7 börn.</p> <p>Í mörg ár hafa lífslíkur í heiminum aukist en á síðustu árum hefur orðið breyting á. Milli áranna 2019 og 2021 lækkuðu þær úr 72,8 árum í 71 ár. Helsta ástæðan er sögð vera heimsfaraldur kórónuveirunnar.</p>

16.11.2022Áhersla á loftslagstengda þróunarsamvinnu og jafnréttismál á COP27

<p>Ísland var formlega tekið inn í samstarfshóp ríkja um fjármögnun aðlögunaraðgerða vegna afleiðinga loftslagbreytinga í þróunarríkjum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í vikunni. Samstarfið er í samræmi við stóraukna áherslu íslenskra stjórnvalda á loftslagstengda þróunarsamvinnu en fulltrúar Íslands hafa fundað með öllum helstu samstarfaðilum á þeim vettvangi á ráðstefnunni, svo sem Græna loftslagssjóðnum, Aðlögunarsjóðnum, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), UNIDO, SEforAll auk annarra.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra tók þátt í lokaviðburði jafnréttisdags COP27 á vegum SEforAll (<em>Sustainable Energy for All</em>) þar sem hún áréttaði stuðning Íslands við SEforALL þá sérstaklega verkefni um valdeflingu kvenna í orkuiðnaði. Hún reifaði ennfremur mikilvægi jafnréttis í stefnu íslenskra stjórnvalda, sem ein af grunnstoðum Íslands í þróunarsamvinnu.</p> <p>Í seinni viku loftslagsráðstefnunnar hefur utanríkisráðuneytið einkum beint sjónum sínum að jafnréttismálum. Fulltrúi Íslands tók þátt í pallborðsumræðum um þörfina fyrir fjármagn til að jafnréttis verði gætt við orkuskiptin. Helstu áherslur í umræðunni voru um leiðir til að bæta aðgengi kvenna að loftslagstengdri fjármögnun fyrir orkuverkefni sem geta haft mikla þýðingu til að flýta orkuskiptum í þróunarríkjum.</p> <p>Loftslagsráðstefnunni lýkur á föstudaginn.</p>

15.11.2022Mannkyn átta milljarðar: Fögnum fjölbreytileika og framförum

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;">Í dag, 15. nóvember 2022, verðum við átta milljarðar sem búum þessa jörð. „Á þessum tímamótum er tilefni til að fagna fjölbreytileika og framförum um leið og hugað er að sameiginlegri ábyrgð mannkyns á jörðinni,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.</p> <p>Mannkyni fjölgar mest vegna þess að fólk lifir lengur. Fernt vegur þyngst, betri lýðheilsa, betri næring, aukið persónulegt hreinlæti og framfarir í læknavísindum. En mannkyni fjölgar líka hratt vegna þess að í sumum löndum fæðast mörg börn.</p> <p>Það tók mannkynið tólf ár að fjölga úr sjö milljörðum í átta. Mannfjöldaspár segja að eftir fimmtán ár verði íbúar jarðarinnar níu milljarðar. Árið 2037. Það er til marks um að heildarfjölgun jarðarbúa hægir á sér.</p> <p>Í löndum þar sem flest börn fæðast að jafnaði í hverri fjölskyldu eru að jafnaði lægstu tekjur á mann. Fólksfjölgun í heiminum hefur því með tímanum orðið sífellt meiri meðal fátækustu ríkja heims. Flest þeirra eru í Afríku sunnan Sahara. Sameinuðu þjóðirnar benda á að i þessum löndum geti viðvarandi og hröð fólksfjölgun komið í veg fyrir að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun náist sem er „besta leið heimsins í átt að hamingjusamri og heilbrigðri framtíð,“ eins og segir í <a href="https://www.un.org/en/dayof8billion" target="_blank">frétt</a>&nbsp;samtakanna.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar vekja líka athygli á því að þótt mannfjölgun auki umhverfisáhrif séu hækkandi tekjur á mann helsti drifkraftur ósjálfbærs framleiðslu- og neyslumynsturs. „Þau ríki þar sem neysla og losun gróðurhúsalofttegunda er mest eru þau ríki þar sem tekjur eru hæstar, ekki þau ríki þar sem mannfjölgunin er mikil.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/l7BJj7Webf8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf með afgerandi hætti að draga úr ósjálfbæru framleiðslu- og neyslumynstri til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. „Samt gæti hægari fólksfjölgun í marga áratugi hjálpað til við að draga úr frekari uppsöfnun umhverfisskaða á síðari hluta yfirstandandi aldar,“ segir í fréttinni.</p> <p><a href="https://www.unfpa.org/8billion">Vefur Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna: 8 billions – A world of Infinite Possibilities</a> </p>

14.11.2022Stefnir í enn eitt metár hungurs í heiminum

<span></span> <p>Óttast er að árið 2022 verði enn eitt metár matvælaskorts í heiminum. Matvælakreppan leiðir til þess að sífellt fleiri eiga nánast ekki til hnífs og skeiðar. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, kallar eftir skjótum aðgerðum vegna alvarlegs fæðuskorts og vill að komist verði að rótum vandans. </p> <p>Matvælakreppan samtvinnast af mörgum þáttum eins og loftslagsbreytingum, stríðsátökum og efnahagserfiðleikum. Hún hefur leitt til mikillar fjölgunar hungraðra á þessu ári, úr 282 milljónum í 345 milljónir. Snemma árs ákvað WFP að auka stuðning við ört stækkandi hóp hungraðra og setti markið að ná til 153 milljóna manna á árinu. Um mitt ár hafði tekist að koma matvælaaðstoð til 111,2 milljóna.</p> <p>„Við stöndum frammi fyrir fordómalausri matvælakreppu og það eru blikur á lofti um að við höfum enn ekki séð það versta,“ segir David Beasly framkvæmdastjóri WFP. „Síðustu þrjú árin hefur hungur í heiminum slegið hvert metið á fætur öðru. Ástandið getur vernsað og gerir það nema til komi stórt og samstillt átaka til að takast á við rætur kreppunnar.“</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar í mannúðarmálum halda enn aftur að hungursneyð í fimm löndum: Afganistan, Eþíópíu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen. Þá berast þessa dagana fregnir af gífurlegu hungri íbúa Haíti, því mesta sem sögur fara af á eynni.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er leiðandi á sviði matvælaaðstoðar og fæðuöryggis. Stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2020 fyrir baráttu þeirra gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum.&nbsp;Íslensk stjórnvöld ákváðu í síðasta mánuði að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vegna alvarlegs mannúðarástands víðsvegar um heim.</p>

11.11.2022Buikwe: Nýtt húsnæði fyrir velferðar- og jafnréttismál

<span></span> <p>Sendiráð Íslands í Kampala hefur nýlega samþykkt að kosta byggingu skrifstofuhúsnæðis fyrir deild velferðar- og jafnréttismála í öðru samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe. Um er að ræða hluta af undirbúningsáfanga samstarfsverkefnis héraðsstjórnvalda og Íslands sem kallast „Efnahagsleg valdefling kvenna og ungmenna í Buikwe-héraði”.</p> <p>Deildin býr við mjög lélega vinnuaðstöðu og skortir nauðsnynlegan búnað. Bættur aðbúnaður mun gera starfsfólki kleift að að sinna sem best verkefninu og þeim mikilvægu málaflokkum sem undir deildina heyra, þar á meðal eru velferðarmál, jafnréttismál og atvinnumál. </p> <p>Samningur um byggingu húsnæðisins var undirritaður í vikunni og fyrsta skóflustungan var tekin í gær, 10. nóvember. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tilbúið snemma á næsta ári. </p>

10.11.2022Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hungurs í Afríku

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun til að styðja við viðbrögð vegna yfirvofandi hungursneyðar í Afríku, sem ógnar 146 milljónum íbúa um alla álfuna. Þar af eru 22 milljónir á Horni Afríku sem standa frammi fyrir alvarlegu fæðuóöryggi.</p> <p>„Það er bæði þörf á fjármagni og pólitískum vilja alþjóðasamfélagsins til að bregðast við þeim alvarlega fæðuskorti sem við blasir í Afríku. Án fullnægjandi viðbragða mun mikill fjöldi fólks látast úr hungri og sjúkdómum sem tengjast alvarlegum fæðuskorti, vannæringu og hungri. Afleiðingarnar munu vara í ár og jafnvel áratugi. Hungur og fæðuskort má rekja til veikra innviða, fátæktar, aukinnar verðbólgu, orkukreppu og vopnaðra átaka Úkraínu og öðrum ríkjum, auk þeirra alvarlegu og neikvæðu breytinga sem eru að verða af völdum loftslagsbreytinga,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/neydarsofnun-rauda-krossins-a-islandi-vegna-hungurs-i-afriku/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</p> <p>Í Sómalíu, þar sem Rauði krossinn á Íslandi hefur veitt stuðning frá árinu 2012, er fjöldi vannærðra barna sem þarfnast umönnunar kominn yfir 1,8 milljónir&nbsp;á þessu ári og eitt af hverjum sex börnum þjáist nú af alvarlegri vannæringu.</p> <p>„Við erum að upplifa hungur af stærðargráðu sem átti aldrei að sjást aftur,“ segir Kristín S. Hjámtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Um eða yfir 20 ríki í Afríku standa frammi fyrir svo alvarlegum vanda að alþjóðasamfélagið verður bregðast við á afgerandi hátt til að afstýra þeim hörmungum, þjáningum og hungurdauða sem alltof margir standa annars frammi fyrir. Við í Rauða krossinum, ásamt systurfélögum okkar í Afríku, gerum hvað við getum, en betur má ef duga skal,“ bætir Kristín við og kallar eftir aukinni samábyrgð fyrirtækja, almennings og stjórnvalda. „Okkur ber siðferðisleg skylda til að leggja okkar af mörkum og þar með einnig koma í veg fyrir að mikill fjöldi fólks neyðist til að leggja á flótta. Það má ekki gleyma því að á bak við þennan fjölda er raunverulegt fólk; karlar, konur og börn sem berjast fyrir lífi sínu og takast á við daglegt hungur sem getur að lokum leitt til dauða.“</p> <p>Útlit er fyrir að ástandið komi til með að versna en þó er margt sem hægt er að gera til að bjarga mannslífum. Það þarf hins vegar að bregðast hratt við og veita lífsbjargandi aðstoð til þeirra milljóna íbúa sem þurfa á mataraðaðstoð að halda.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi ásamt alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum hvetur almenning til að kynna sér hvað er að gerast í Afríku og leggja sitt af mörkum til mannúðarviðbragða. Áherslan er lögð á að bjarga mannslífum. Rauða kross-hreyfingin veitir neyðaraðstoð eins og að úthluta peningum og matarbirgðum fyrir börn og bæta aðgengi að hreinu vatni og grunnheilbrigðisþjónustu. Á sama tíma þurfum við að gera meira, hraðar og betur með hjálp nærsamfélagsins.</p> <p>Hægt er að veita stuðning með því að senda HJÁLP í síma 1900, leggja inn með Aur/Kass: raudikrossinn eða leggja beint inn á reikning Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649.</p>

10.11.2022Kanna kælingu epla undir Himaljafjöllum með jarðvarma frá lághitasvæðum

<span></span> <p>Eplabændur í Kinnaur héraði í Himachal héraðinu í norðurhluta Indlands undir Himaljafjöllum eru áhugasamur um tilraunaverkefni á vegum íslenska þróunarfyrirtækisins GEG ehf. um nýtingu á jarðvarma frá lághitasvæðum til að kæla ávexti, einkum epli, sem héraðið er þekkt fyrir. Á dögunum heimsótti óháður ráðgjafi heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu verkefnasetur GEG á Indandi. Heimsmarkmiðasjóðurinn, sem rekinn er af utanríkisráðuneytinu, styrkir verkefnið.</p> <p>Í fjallahéraðinu er að finna jarðvarma á lághitasvæðum og verkefnið snýst um að rannsaka möguleika á því að nýta hann til að keyra gufudrifna kæliklefa fyrir epli. Sú aðferð yrði til muna ódýrari leið til að kæla ávextina en nýting á raforku, auk þess að eplin geymast lengur í kælum og bændur fá hærra verð fyrir þau á markaði. Engar kæligeymslur eru fyrir hendi í héraðinu.</p> <p>Guðni Bragason sendiherra Íslands á Indlandi átti fund í sumar með Jai Ram Thakur, forsætisráðherra fylkisins. Tilgangur var sá að kynna jarðvarmaverkefni GEG í fylkinu en forsætisráðherrann er áhugasamur um jarðvarmanýtingu, ekki aðeins fyrir landbúnaðarframleiðslu í Kinnaur heldur einnig fyrir framþróun ferðamennsku og fiskeldis.</p> <p>Ráðgjafi heimsmarkmiðasjóðsins heimsótti eplabúgarða og ræddi við eplaræktendur. Hann fór einnig í vettvangsheimsókn á vatnasvæði Satluj árinnar þar sem fyrsta borun á vegum GEG fór fram í síðasta mánuði. Einnig var farið í heimsóknir á nokkur önnur möguleg lágvarðhitasvæði.</p> <p>Verkefninu á að ljúka í árslok 2023. </p>

09.11.2022Sima Bahous framkvæmdastýra UN Women heiðursgestur viðburðar í HÍ

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi stendur á morgun, fimmtudaginn 10. nóvember, fyrir viðburðinum&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/events/391807699738698/">„Moving Forward: Partnership for an Equal World“</a>, sem fram fer í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst klukkan 10:00.</p> <p>Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, verður heiðursgestur viðburðarins. Hún ræðir meðal annars mikilvægt samstarf UN Women við Ísland í erindi sínu, en stofnunin á í nánu samstarfi við íslensk stjórnvöld og ríkislögreglu um jafnréttismál, að því er fram kemur í&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sima-bahous-framkvaemdastyra-un-women-heidursgestur-vidburdar-i-hi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women. Þá er stuðningur Íslendinga við verkefni stofnunarinnar eftirtektarverður, en íslenska landsnefndin hefur sent hæsta framlag allra landsnefnda til verkefna UN Women á heimsvísu sjö ár í röð, óháð höfðatölu. Bahous fjallar jafnframt um stöðu jafnréttismála í heiminum í dag og helstu áskoranir sem blasa við UN Women í framtíðinni.</p> <p>Eliza Reid, forsetafrú, setur viðburðinn og eftir erindi Bahous fara fram pallborðsumræður um stöðu jafnréttis og mikilvægi samvinnu til að sporna gegn því bakslagi sem orðið hefur í jafnréttismálum á síðastliðnum árum.</p> <p>Þátttakendur í pallborði eru Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi ráðherra, Andrés Ingi Jónsson þingmaður, Tatjana Latinovic, formaður kvenréttindafélags Íslands, Askur Hannesson meðlimur Ungmennaráðs UN Women á Íslandi, og Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor Háskóla Íslands. Umræðustjóri er Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra.</p> <p></p>

08.11.2022Tekið á móti börnum í birtu hvenær sólarhringsins sem er

<p>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe og þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar GiZ/Energising Development afhentu formlega í síðustu viku sólarknúin rafmagnskerfi sem sjá fjórum skólum og fjórum heilsugæslum í Mangochi héraði fyrir hreinni, ódýrri og endurnýjanlegri orku.</p> <p>Athöfnin fór fram á heilsugæslunni í Kadango-þorpi. Þar fjármagnaði Ísland byggingu fæðingardeildar og biðskýlis fyrir verðandi mæður. Nú á heilsugæslan sólarknúið rafmagnskerfi sem veitir lýsingu innan- og utandyra og inni á heimilum starfsfólks rétt hjá, auk þess að tryggja rafmagn fyrir heilbrigðistæki og tól sem eru notuð þar.</p> <p>„Við vorum vön að biðja barnshafandi konur og aðstandendur þeirra að koma með vasaljós eða lampa á fæðingardeildina svo við gætum annast þær í myrkrinu. Í dag get ég stolt sagt þeim að við getum tekið á móti þeim og börnunum þeirra í birtu hér í Kadango, hvenær sem er sólarhringsins og engin þörf fyrir þær sjálfar að koma með ljós,“ segir Emma Godwe forstöðukona heilsugæslunnar.</p> <p>Sólarknúnu rafmagnskerfin anna orkuþörf það vel að heilsugælslan hefur nær ekkert þurft að reiða sig á rafveitukerfið í landinu sem er bæði dýrt og óstöðugt. í Malaví hafa tæplega 12 prósent þjóðarinnar aðgang að rafmagni sem er mjög óstöðugt og oft bara í fáeinar klukkustundir á dag. Því hefur sólarorkan sparað rekstrarkostnað auk þess að bæta heilbrigðisþjónustu og aðstöðu starfsfólks. Afhendingin á rafmagnskerfunum var lokaáfangi á verkefni GiZ/Energising Development (EnDev) sem fjármagnað var af Íslandi í þrjú ár. Meginmarkmið verkefnisins var að veita skólum og heilsugæslum aðgang að sólarknúnu rafmagni og orkusparandi eldhlóðum til að draga úr eldiviðarnotkun við eldamennsku. Þessi aðstoð er hluti af heildstæðum stuðningu Íslands við Mangochi héraði.</p> <p>„Ísland hefur fjárfest mikið í að mæðra- og ungbarnavernd og menntun barna í sveitum Mangochi sem eru afskekktar en fjölmennar. Í dag fögnum þessari mikilvægu viðbót og við sjáum strax ávinningin: heilbrigðisþjónusta er tryggð dag sem nótt, starfsfólk er ánægðara í starfi þegar það fær aðgang að stöðugu rafmagni fyrir tæki og heimili sín. Og að orkan sé græn og sjálfbær ef viðhaldið á réttan hátt, er gríðarlega mikilvægt fyrir Malaví og okkur sem framlagsríki. Samstarfið við GiZ/EnDev hefur verið einkar ánægjulegt og gengið vel en þau hafa enn fremur þjálfað héraðsyfirvöld sem eiga að viðhalda og gera við kerfin og þannig stuðla að sjálfbærni þeirra til lengri tíma,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri við sendiráð Íslands í Lilongve.</p>

08.11.2022Tvær milljónir barna utan skóla í Pakistan vegna flóða

<span></span> <p>Tvær milljónir barna í Pakistan glata réttindum sínum til menntunar í kjölfar verstu flóða í sögu landsins sem eyðilögðu og skemmdu um 27 þúsund skóla. „Eftir að hafa upplifað eitt lengsta tímabil án skóla í veröldinni vegna heimsfaraldursins þá bíður þessara barna áframhaldandi óvissa sem ógnar framtíð þeirra,“ segir&nbsp;Robert&nbsp;Jenkins, alþjóðlegur yfirmaður menntamála hjá&nbsp;UNICEF, eftir að hafa heimsótt flóðasvæði Pakistan í vikunni.</p> <p>Um tveir mánuðir eru liðnir frá því milljónir Pakistana misstu heimili sín, lífsviðurværi og öryggi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lætur í ljós áhyggjur af skori á aðgengi að menntun eftir hamfarirnar.</p> <p>„Hamfaraflóðin í Pakistan lögðu undir sig stóran hlut landsins og á þeim svæðum sem verst urðu úti sést enn rétt svo í húsþök skólabygginga, tveimur mánuðum síðar. Því lengur sem skólar eru lokaðir því meiri hætta er á börn eigi ekki afturkvæmt á skólabekk sem aftur eykur hættuna á þau endi í barnaþrælkun, barnahjónaböndum eða sem þolendur annars konar misnotkunar og ofbeldis,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Þar kemur enn fremur að á þeim svæðum sem urðu verst úti í flóðunum hafi verið fyrir viðkvæm samfélög. „Einn af hverjum þremur drengjum og stúlkum voru ekki í skóla fyrir hamfarirnar og helmingur barna glímdi við vaxtar- og þroskaskerðingar sökum vannæringar.&nbsp;UNICEF&nbsp;lýsir áhyggjum sínum yfir því að núverandi ástand geti aukið þá neyð.“</p> <p>UNICEF hefur&nbsp;komið&nbsp;upp rúmlega 500 tímabundnum skólasvæðum á verst settu svæðunum og veitt nemendum og kennurum stuðning með skólagögnum. Að auki þjálfar UNICEF kennara til veita sálfélagslega aðstoð og heilsueftirlit og styðja þannig við andlega og líkamlega heilsu barna.</p> <p>„Fyrir mörg börn sem aldrei höfðu haft aðgengi að skóla eru þessi tímabundnu kennslusvæði þeirra fyrsta reynsla af námi. Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að þau haldi áfram að mennta sig þegar þau snúa aftur heim,“ segir&nbsp;Jenkins.</p>

07.11.2022Loftslagsráðstefnan hafin í Egyptalandi

<span></span> <p>Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP27, hófst í Sharm el-Shekh í Egyptalandi í gær. Þar setjast á rökstóla fram til 18. nóvember oddvitar ríkja, ráðherrar og samningamenn, ásamt borgarstjórum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og fulltrúum fyrirtækja.</p> <p><span>Að sögn UNRIC, Upplýsingjaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, byggir 27. ráðstefna aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál&nbsp;<a href="https://unfccc.int/cop27">COP27</a> á niðurstöðum síðustu loftslagsráðstefnunni,&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/climatechange/cop26">COP26</a>,&nbsp;í Glasgow. „Þar ber hæst brýn þörf fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, efla loftslagsþol og aðlögun að óumflýjanlegum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá mun marglofuð aðstoð til þróunarríkija til að fjármagan loftslagsaðgerðir verða í brennidepli,“ segir í <a href=" https://unric.org/is/ad-skila-arangri-i-thagu-folksins-og-planetunnar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC.</span></p> <p><span>„Markmið&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/10/1129947">COP27</a>&nbsp;er að endurnýja samstöðu ríkja til að tryggja árangur hins sögulega Parísarsamkomulags. Ráðstefnan er haldin á tímum vaxandi orkukreppu, öfgaveðurfars og samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu sem aldrei hefur verið meiri. Aldrei hefur verið brýnna að skila árangri í þágu fólksins og plánetunnar,“ segir þar enn fremur.</span></p> <p><span>Hér má sjá greinar um&nbsp;<a href="https://unric.org/is/fimm-leidir-rikja-til-ad-adlagast-loftslagskreppunni/">aðlögun að loftslagsbreytingum</a>&nbsp;sem búast má við að verði í brennidepli á ráðstefnunni. Þá má finna umfjöllun um skýrslur Sameinuðu þjóðanna sem birtar eru í aðdraganda COP27 um <a href="https://unric.org/is/hiti-haekkad-tvofalt-meira-i-evropu-en-ad-medallagi-i-heiminum/">hækkun hitastigs</a>&nbsp;í Evrópu, losun&nbsp;<a href="https://unric.org/is/unep-engin-truverdug-leid-til-ad-na-1-5c-markinu/">CO2</a>, bráðnun&nbsp;<a href="https://unric.org/is/unesco-heimsthekktir-joklar-verda-horfnir-fyrir-2050/">jökla</a>, þörf á&nbsp;<a href="https://unric.org/is/unep-adlogun-ad-loftslagsbreytingum-ber-ad-setja-i-forgang/">fjármögnun aðlögunar</a>&nbsp;og um&nbsp;<a href="https://unric.org/is/ur-haloftum-i-idur-jardar-og-skofatnad-bjarkar/">förgun</a>&nbsp;kolefnis. Hér má svo sjá útskýringar á helstu&nbsp;<a href="https://unric.org/is/ad-afrugla-cop27-helstu-hugtok-loftslagsbreytinga/">hugtökum</a>&nbsp;í umræðum um loftslagsbreytingar.</span></p>

04.11.2022Afhending skóla og almenningssalerna í Buikwe og Namayingo

<span></span> <p>Á allra síðustu dögum hefur mörgum verkefnum verið lokið í samstarfshéruðum Íslands í Úganda, Buikwe og Namayingo, meðal annars skólabyggingum og almenningssalernum. Verkefnin eru huti af viðamiklu samstarfi íslenskra stjórnvalda með héraðsyfirvöldum á sviði mennta- og hreinlætismála.</p> <p>Afhending Baskerville grunnskóla- og framhaldsskóla í Buikwe héraði fór fram 27. október. Í verkefninu fólst endurnýjun og endurbætur á kennslustofum, húsnæði fyrir skólastjóra, tölvuherbergi og bókasafni. Alls eru þrír grunnskólar í Buikwe enn í endurbyggingu og verða afhentir þegar þeir eru tilbúnir, Kalagala UMEA, Ssi og Zzitwe, og St. Peter´s Senyi.</p> <p>Fyrsta nóvember voru fjórar hreinlætisaðstöður afhentar í Namayingo, þrjár fyrir almenning en sú fjórða fyrir Siabone grunnskólann með séraðstöðu fyrir stelpur og stráka.. </p> <p>Daginn eftir varð afhending í Namayingo á hreinlætisaðstöðu í Busiula grunnskólanum, einnig í Mulombi, Mutumba B og Famu. Í framhaldinu var Mutumba grunnskólinn afhentur, þar sem endurnýjun og endurbætur voru gerðar á skólastofu, stjórnunarbyggingu, eldhúsi skólans, starfsmannahúsi og eldhúsi og að lokum hreinlætisaðstöður fyrir stelpur og stráka. Í gær voru tvær aðrar hreinlætisaðstöður afhentar, fyrir Maruba og Lufudu grunnskólana. </p> <p>Sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í Kampala, embættismenn Buikwe og Namayingo héraðanna og skólastjórnendur voru viðstödd afhendinguna. </p>

03.11.2022Varað við uppflosnun og átökum vegna loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Loftslagsbreytingar leiddu til þess að 22,2 milljónir manna lentu á vergangi á síðasta ári og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að árið 2050 gæti þessi tala verið komin upp í 216 milljónir. Í nýrri skýrslu bendir stofnunin á margfalda áhættu af loftslagsbreytingum vegna félagslegrar spennu og uppflosnunar samfélaga vegna takmarkaðra auðlinda.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://www.wfp.org/publications/wfp-climate-action-fragile-contexts" target="_blank">WFP Climate Action in Fragile Contexts</a>&nbsp;– kemur fram að í þeim tuttugu löndum sem eru viðkvæmust fyrir áhrifum loftslagsbreytinga séu vopnuð átök í tólf ríkjum. Þá bendir stofnunin á þá staðreynd að íbúar þessara ríkja hafi fengið óverulegan hluta af fjárhagsstuðningi sem alþjóðasamfélagið veitir vegna loftslagsbreytinga.</p> <p>„Til að takast á við loftslagskreppuna og tryggja fæðuöryggi á heimsvísu er brýn þörf á að forgangsraða aðgerðum í loftslagsmálum á viðkvæmum svæðum þar sem átök geisa. Beina þarf fjármagni til þessara viðkvæmu staða til að styðja samfélög til að laga sig að loftslagsbreytingum, bæta friðarhorfur og hverfa frá síendurteknum vítahringjum áfalla sem kalla á mannúðaraðstoð,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti svipuðum skoðunum á upplýsingafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann telur nauðsynlegt að ræða viðbrögð við loftslagsbreytingum í ljósi áhrifa þeirra á stríðsátök og uppflosnun samfélaga. Hann kvaðst vænta að þessar afleiðingar verði ræddar á COP27 loftslagsráðstefnunni sem hefst í Egyptalandi um helgina.</p>

02.11.2022Fótboltar til malavískra skólabarna

<span></span> <p>Börn í SOS barnaþorpum í Malaví fengu á dögunum afhenta að gjöf fótbolta frá Samtökum íslenskra ólympíufara. Samtökin gáfu alls 48 fótbolta til malavískra barna sem DHL, alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna, sá um að koma á áfangastað.</p> <p>„SÍÓ ætl­ar að hvetja þjóða­sam­tök ólymp­íufara á hinum Norð­ur­lönd­un­um að gera slíkt hið sama og von­andi með stuðn­ingi við­kom­andi þró­un­ar­stofn­un­ar. Von stend­ur til að þessi bolta­send­ing sé að­eins byrj­un­in á far­sælu sam­starfi SÍÓ við SOS Barna­þorp­in í Mala­ví og önn­ur lönd í Afr­íku," seg­ir Jón Hjaltalín Magnús­son, formað­ur SÍÓ, í frétt á vef SOS.</p> <p>Þar segir ennfremur að öll börn eigi rétt á að leika sér og stunda íþróttir, það efli líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. „Eitt af sam­fé­lags­leg­um lang­tíma­mark­mið­um Sam­taka ís­lenskra ólympíufara (SÍÓ) er að að­stoða við stofn­un og efl­ingu íþrótta­fé­laga í þró­un­ar­lönd­um í sam­starfi við nær­liggj­andi skóla. Stuðn­ing­ur­inn felst meðal annars í að gefa bolta og ann­an bún­að og nám­skeið fyr­ir kenn­ara og þjálf­ara,“ segir í fréttinni.</p>

01.11.2022Neyðarástand vegna flóða í Suður-Súdan

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, hvetur til alþjóðlegs stuðnings við mannúðarstarf í Suður-Súdan, fjórða árið í röð, vegna gríðarlegra rigninga og flóða. Stofnunin segir að einnig sé ástæða til að óttast að loftslagsbreytingar á komandi árum geri aðstæður enn verri. </p> <p>Vatn þekur nú tvo þriðju hluta landsins. Rúmlega níu hundruð þúsund manns hafa orðið fyrir beinum búsifjum vegna flóðanna. Þau hafa sópað burt heimilum og búpeningur hefur drepist og valdið því að þúsundir hafa orðið að flýja. Afleiðingarnar sjást meðal annars í miklum matarskorti. Vatnsból hafa einnig mengast og aukið hættuna á sjúkdómum og faröldrum. </p> <p>Í héraðinu Unity State er höfuðborgin Bentiu orðin að eyju. Allir vegir til og frá borginni eru ófærir og aðeins með bátum og flugvélum er unnt að halda úti líflínu mannúðaraðstoðar til að veita hálfri milljón íbúa aðstoð. Búðir flóttamanna í landinu eru undir vatnsyfirborði en varðar með varnargörðum. Fólk vinnur dag og nótt við að dæla vatni með öllum tiltækum ráðum til þess að halda vatninu í skefjum og afstýra því að varnargarðarnir gefi sig.</p> <p>Í grannríkjum eru rúmlega 2,3 milljónir flóttamanna frá Suður-Súdan og talið er að innanlands séu álíka margir, eða um 2,2 milljónir íbúa á vergangi, auk þeirra 340 þúsunda íbúa sem hafast við í flóttamannabúðum.</p>

31.10.2022Uppbygging lyfjaframleiðslu í Malaví að hefjast

<span></span> <p>Líklegt er að þegar á næstu tveimur árum verði unnt að hefja lyfjaframleiðslu í Malaví með áherslu á lífsnauðsynleg lyf fyrir börn, auk bóluefna. Íslenska fyrirtækið Hananja ehf. og heilbrigðisvísindadeild háskólans í Malaví (Kamuzu University of Health Sciences, KUHeS), verða í samstarfi um uppbygginguna. Áformað er að byggja sjö þúsund fermetra lyfjaverksmiðju á vegum skólans í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Blantyre en fyrst um sinn verður framleiðslan í húsnæði skólans í borginni.</p> <p>Hananja ehf fékk fyrr á árinu 27 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu, úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, í þeim tilgangi að byggja upp og setja á fót óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju í Malaví. Verkefnið ber biblíuheitið Rephaiah, lyf Drottins.</p> <p>Sveinbjörn Gizurarson prófessor og framkvæmdastjóri Hananja ehf. segir dánartölur barna, yngri en fimm ára, háar í Malaví og unnt sé að bjarga stórum hluta þeirra barna með réttum lyfjum og lyfjaformum. Hann hefur átt fundi með Lazarus M. Chakwera forseta Malaví og Khumbize Kandodo Chiponda heilbrigðisráðherra sem báðir eru hvatamenn að verkefninu.</p> <p>„Það er þegar mikili spurn eftir ákveðnum lyfjum í allri Afríku sunnan Sahara og við sjáum enga þörf á því að bíða lengur eftir að hefja framleiðslu, bæði fyrir innlendan markað og alþjóðlegan,“ segir Sveinbjörn.</p>

28.10.2022Engin trúverðug leið til að ná Parísarsamkomulaginu

<span></span> <p>Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, verður ekki unnt að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar. Samkvæmt nýrri árlegri skýrslu stofnunarinnar er engin trúverðug leið er til að ná því takmarki að hlýnun jarðar haldist innan við 1,5° á celsíus.&nbsp; Kerfisbundinna umbreytinga sé þörf til þess að hægt sé að forðast loftslagshamfarir.</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, <a href="https://unric.org/is/unep-engin-truverdug-leid-til-ad-na-1-5c-markinu/" target="_blank">greinir frá</a>. <span></span>Í skýrslunni – <a href="https://www.unep.org/resources/emissions-gap-report-2022" target="_blank">Emissions Gap&nbsp;Report&nbsp;2022: The Closing Window – Climate crisis calls for rapid transformation of societies</a>&nbsp;– er birt spá um það hvað útblástur gróðurhúsalofttegunda verði mikill 2030 og hve mikill losunin megi vera til að hægt sé að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.</p> <p>„Í skýrslunni er sýnt fram á að uppfærð landsmarkmið frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26, hafi lítil áhrif á spár um losun koltvísýrings 2030. Þar með sé langt í land með að ákvæðum Parísarsamningins um að halda hlýnun jarðar inna við 2°C, og helst 1,5°C verði náð. Ef ekki kemur til stefnubreyting má búast við að hlýnunin verði orðin 2,8°C&nbsp;við aldarlok,“ segir í frétt UNRIC.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/lQxlFi7nG4Y" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að mati skýrsluhöfunda þarf ekkert minna en algjöra umbreytingu þvert á öll kerfi til að tryggja þann gríðarmikla nauðsynlega niðurskurð til að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Þörf sé á 45 prósent niðurskurði miðað við núverandi stefnumótun til að ná 1,5°C markinu og 30 prósent til að halda hlýnunin innan við &nbsp;2°C.</p> <p>Sjá skýrsluna í heild&nbsp;<a href="https://www.unep.org/resources/emissions-gap-report-2022">hér</a>.</p>

28.10.2022Íslenskir hjálparstarfsmenn til aðstoðar í Pakistan

<p><span>Tveir íslenskir hjálparstarfsmenn, Ólafur Loftsson og Orri Gunnarson, taka nú þátt í vatnshreinsiverkefni í Pakistan á vegum almannavarna Norðurlanda en kröftugar rigningar undanfarna mánuði hafa valdið þar einhverjum mestu flóðum í manna minnum. Hátt í tíu milljón manns hafa hrakist á flótta og hátt í tvö þúsund farist.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Íslensku hjálparstarfsmennirnir eru hluti af ellefu manna sérhæfðri sveit Norðurlandabúa sem hefur aðsetur í Khipro, í Sindh héraði, um 350 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Karachi. Þar sinna þeir færanlegri vatnshreinsistöð sem flutt var á staðinn frá Danmörku. Hreinsaðir eru 60 til 80 þúsund lítrar af vatni á dag sem síðan er annað hvort afhent heimafólki eða dreift á sérstaka vatnspósta í nágrenninu. Stöðin framleiðir um 60 til 70 þúsund lítra af hreinu vatni daglega, en það dugir sem drykkjarvatn fyrir tíu til tuttugu þúsund íbúa.&nbsp;</span></p> <p><span>Samtímis leggja hjálparstarfsmennirnir heimafólki lið við endurnýjun og viðhald búnaðar sem fyrir var á flóðasvæðunum. Þannig er leitast við að tryggja að heimafólk hafi áfram aðgang að hreinu vatni þegar danska neyðarstöðin verður flutt á brott, en hún þarf að vera til reiðu ef sambærilegt neyðarástand skapast annars staðar.&nbsp;</span></p> <p><span>Skortur á hreinu vatni er bráðdrepandi fylgifiskur flóða á heitum svæðum. Vatnselgurinn mengar hefðbundin vatnsból og þau verða gróðrastía fyrir hvers konar bakteríur og smitsjúkdóma.&nbsp;</span></p> <p><span>Enn hafast milljónir við í neyðarbúðum á flóðasvæðunum, þrátt fyrir að nú hafi loksins dregið úr tíu vikna linnulitlu úrhelli sem hófst í ágúst síðastliðnum. Vatn, sem safnast hefur fyrir, hefur enn ekki fundið sér farveg&nbsp; og því eru heilu byggðarlögin enn umflotin.</span></p>

27.10.2022UN Women og 66°Norður vinna með samvinnufélagi kvenna í Tyrklandi

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi og fyrirtækið 66°Norður hafa með stuðningi utanríkisráðuneytisins komið á þriggja ára samstarfi við samvinnufélagið SADA sem rekið er af sýrlenskum flóttakonum í samstarfi við tyrkneskar konur í Tyrklandi. Félagið heldur úti þríþættri starfsemi, textílframleiðslu, leðurvinnslu og veitingaþjónustu.</p> <p>Fulltrúar UN Women á Íslandi og&nbsp;<a href="https://www.66north.com/is">66°Norður</a>&nbsp;heimsóttu SADA í borginni Gaziantep í suðurhluta Tyrklands nýlega. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast starfsemi og umgjörð SADA Cooperative betur, en það var stofnað í mars árið 2019 með stuðningi frá UN Women,&nbsp; ASAM (Association for Solidarity with Asylum Seekers and Migrants) og Alþjóðavinnumálastofnuninni, ILO.</p> <p>Samkvæmt grein á vef UN Women er hugmyndin að SADA sprottin frá konunum sjálfum og markmiðið er að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/un-women/utryming-fataektar/">efla atvinnuþátttöku kvenna</a>&nbsp;á svæðinu, efla tengsl á milli flóttafólks og heimamanna og styðja við varanlegt fjárhagslegt sjálfstæði kvennanna.</p> <p>Aðeins 15 prósent af þeim sýrlensku konum sem búsettar eru í Tyrklandi hafa einhverskonar fasta atvinnu. Önnur 12 prósent reyna að framleiða vörur eða taka að sér tilfallandi verkefni gegn greiðslu. Flestar fá lág laun fyrir vinnu sína, vinna langa vinnudaga og við óviðunandi aðstæður. Af þeim konum sem ekki eru á vinnumarkaði, formlegum eða óformlegum, segjast aðeins 17 prósent vera í atvinnuleit. Umönnun barna, foreldra eða veikra fjölskyldumeðlima, heimilishald og heilsubrestir eru helstu ástæður þess að sýrlenskar konur komast ekki á atvinnumarkað.</p> <p><a href="https://unwomen.is/sada-kona-er-heimili-annarrar-konu/" target="_blank">Nánar á vef UN Women</a></p>

26.10.2022Málþing um framtíð þróunarmála og lífskjaraskýrslu Íslands

<span></span> <p>Á morgun, fimmtudaginn 27. október, fer fram málþing um framtíð þróunarmála og þann hluta lífskjaraskýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sem fjallar sérstaklega um Ísland. „Röskun lífs á óvissutímum: mótun framtíðarinnar í heimi umbreytinga“ – er yfirskrift skýrslunnar.</p> <p>Í síðustu lífskjaraskýrslu UNDP (Human Development Report) er því haldið fram að sífellt meiri óvissa valdi röskun á lífi fólks á fordæmalausan hátt. Í kynningu á málþinginu segir: „Þróunin undanfarin tvö ár hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir fólk um allan heim. Stríðið í Úkraínu fylgdi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins og þessir atburðir skullu á heiminum á tímum gríðarlegra félagslegra og efnahagslegra umskipta, loftslagsbreytinga og aukinnar sundrungar. Í fyrsta skipti á þeim 32 árum sem UNDP hefur tekið saman lífskjaralistann (Human Development Index), hefur lífskjörum almennt hnignað í heiminum tvö ár í röð.</p> <p>Þó eru ýmsir möguleikar á óvissutímum. Opin og frjáls umræða er lykillinn að því að takast á við óvissuna. Stefnur sem miða að fjárfestingum, tryggingum og nýsköpun munu leyfa fólki að takast á við óvissutíma. Á málþinginu verða þessar spurningar til umræðu ásamt því hvernig þær tengjast íslensku samhengi.“</p> <p>Málþingið fer fram í hádeginu á morgun, kl. 12:00-13:00, á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins flytur inngangserindi og Henrik Fredborg Larsen skrifstofustjóri UNDP kynnir Íslandshluta skýrslunnar. Í pallborðsumræðum taka þátt Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, Jón Geir Pétursson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði og Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Umræðum stýrir Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands.</p> <p>Viðburðurinn fer fram á ensku.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/events/660378452446118/" title="https://www.facebook.com/events/660378452446118/">Viðburðinn á Facebook.</a></p>

26.10.2022Veðuröfgar koma til með að ógna lífi allra barna að óbreyttu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kynnti í gær nýja skýrslu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>um nauðsyn þess að vernda börn fyrir auknum veðuröfgum. Þar er dregin upp sú svarta framtíðarsýn að öll börn í heiminum, um tveir milljarðar, komi að óbreyttu til með að búa við linnulitlar hitabylgjur um miðja öldina því nú þegar fjölgi slíkum hitabylgjum ört og bitni á 559 milljónum barna.</p> <p>Skýrslan ber yfirskriftina<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span><a href="https://www.unicef.org/reports/coldest-year-rest-of-their-lives-children-heatwaves" target="_blank">„The<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Coldest<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Year<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>of<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>the<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Rest of<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Their Lives: Protecting Children from<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>the<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Escalating<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Impacts<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>of<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Heatwaves.<span style="font-family: 'FiraGO Light';">“</span></a><span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span> Hún er gefin út í aðdraganda COP27 loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði.&nbsp;</p> <p>„Á árinu 2022 hafa hitabylgjur á bæði suður- og norðurhveli jarðar slegið öll met og reynir UNICEF með skýrslunni að varpa ljósi á alvarlegar afleiðingar þessa á börn. Nú þegar sjást afleiðingar þessa greinilega á sögulegum flóðum í Pakistan og miklum hamfaraþurrkum á Afríkuhorninu,“ segir í frétt frá UNICEF. Skýrsluhöfundar áætla að fyrir árið 2050 muni öll börn jarðar, rúmlega tveir milljarðar barna, upplifa aukna tíðni hitabylgja hvort heldur tekst að ná markmiðum um litla losun gróðurhúsalofttegunda og hækkun hitastigs um 1,7 gráður, eða mikla losun gróðurhúsalofttegunda með áætlaða hækkun hitastigs jarðar um 2,4 gráður árið 2050.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Fleiri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>b<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>rn munu ver<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>a fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>hrifum lengri, heitari og fleiri hitabylgja <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span> n<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>stu <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>rj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>t<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>u <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>rum sem <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>gna mun heilsu <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>eirra og velferð. Hversu skelfilegar afleiðingar þessarar þróunar verða veltur á þeim ákvörðunum sem við tökum NÚNA. Það er algjört lágmark að ríki heims setji<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>markmiðið um hámarkshlýnun<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>jar<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>ar <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> 1,5 gr<span style="font-family: 'FiraGO Light';">áð</span>ur og tv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>faldi a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>l<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>gunarframl<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>g s<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>n fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>ri<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> 2025. <span style="font-family: 'FiraGO Light';">Þ</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> er eina leiðin<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>til<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> bjarga framt<span style="font-family: 'FiraGO Light';">íð</span> barnanna og framt<span style="font-family: 'FiraGO Light';">íð</span> <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>essarar pl<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>netu,<span style="font-family: 'FiraGO Light';">“</span> segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>mdastj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>ri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF, <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>myrk <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> m<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>li. Hún segir ljóst a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> gera <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>urfi meira en l<span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>gmarksmarkmi<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> gera r<span style="font-family: 'FiraGO Light';">áð</span> fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> dag.&nbsp;</p> <p>&nbsp;„Loftslagsöfgar ársins 2022 eiga að hringja viðvörunarbjöllum yfir þeim gríðarlegu hættum sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Vanessa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Nakate, loftlagsa<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>ger<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>asinni og G<span style="font-family: 'FiraGO Light';">óð</span>ger<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>arsendiherra<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF. <span style="font-family: 'FiraGO Light';">„</span>Hitabylgjur eru auglj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ó</span>st merki um <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>. Eins hl<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ý</span>tt og <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>etta <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span>r hefur veri<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> <span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span> n<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>r <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>llum heimshornum <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þá</span> er mj<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>g l<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>klegt a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>etta ver<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>i samt sem áður kaldasta ár það sem eftir er ævi okkar. Það er búið að snúa hitastýringunni á plánetunni en þrátt fyrir það eru þjóðarleiðtogar ekki enn farnir að svitna. Okkar eina val er því að hækka hitann undir þeim og krefjast þess að þau leiðrétti þá stefnu sem við erum á. Leiðtogar heimsins verða að gera þetta á<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>COP27<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>r<span style="font-family: 'FiraGO Light';">áð</span>stefnunni, fyrir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>ll b<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ö</span>rn og <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þá</span> s<span style="font-family: 'FiraGO Light';">é</span>rstaklega <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>au vi<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>kv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æ</span>mustu <span style="font-family: 'FiraGO Light';">á</span> verst settu sv<span style="font-family: 'FiraGO Light';">æð</span>unum. Ef <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>au gr<span style="font-family: 'FiraGO Light';">í</span>pa ekki til a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>ger<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">–</span> og <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> strax<span style="font-family: 'FiraGO Light';">–</span> s<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ý</span>nir <span style="font-family: 'FiraGO Light';">þ</span>essi sk<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ý</span>rsla a<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span> hitabylgjur muni ver<span style="font-family: 'FiraGO Light';">ð</span>a enn alvarlegri en þegar er spáð.“&nbsp;</p> <p><a href="https://www.unicef.is/kaldasta-ar-sem-eftir-er-aevi-theirra" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></p> <p>&nbsp;</p>

25.10.2022Hreint drykkjarvatn mannréttindi en ekki munaður

<span></span> <p>Fjórðungur jarðarbúa hefur enn ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni þótt tveir milljarðar hafi fengið slíkan aðgang á síðustu tveimur áratugum. Í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Alþjóðabankanum er skorað á ríkisstjórnir að byggja upp örugg neysluvatnskerfi, bæði til að tryggja aukið aðgengi að auðlindinni og til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.</p> <p>Samkvæmt sjötta heimsmarkmiðinu um sjálfbæra þróun á að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu fyrir árið 2030. Í skýrslunni – <a href="https://www.who.int/publications/i/item/9789240060807" target="_blank">State of the World´s Drinking Water</a>&nbsp;– er minnt á að aðgengi að vatni og viðunandi salernisaðstöðu felur í sér grundvallarmannréttindi.</p> <p>Í skýrslunni segir að loftslagsbreytingar valdi því að þurrkar og flóð verði tíðari og alvarlegri en áður með þeim afleiðingum að vatnsöryggi og vatnsforði raskast. Hröð borgarvæðing geri borgaryfirvöldum víða örðugt að flytja vatn til milljóna íbúa, einkum þar sem óskipulög samfélög hafa myndast, ekki síst í fátækrahverfum.</p> <p>„Með því að auka aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur tekist að bjarga mörgum mannslífum, einkum börnum. En loftslagsbreytingar spilla þeim árangri,“ segir Maria Neira yfirmaður þeirrar deildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem fer með umhverfismál, loftslagsbreytingar og heilsu. „Við verðum að spýta í lófana til að tryggja að sérhver einstaklingur hafi aðgengi að hreinu drykkjarvatni, eitthvað sem er mannréttindi en ekki munaður,“ bætir hún við.</p> <p>Í skýrslunni er gerð grein fyrir því hvernig vatn, heilsa og þróun samtvinnast og þar er að finna tillögur um aðgerðir fyrir stjórnvöld og samstarfsaðila um skipulag, samræmingu og stýringu vatnsveitna.</p> <p>„Það skiptir miklu máli fyrir heilsu, hagvöxt og umhverfi að fjárfesta í vatni og hreinlætisaðstöðu. Heilbrigðari börn verða heilbrigðari á fullorðingsaldri og leggja þar af leiðandi meira af mörkum til efnahags og samfélags,“ segir Saroj Kumar Jha, yfirmaður verkefnisins <a href="https://www.globalwaters.org/resources/assets/world-bank-water-global-practice" target="_blank">Water Global Practice</a>&nbsp;hjá Alþjóðabankanum. </p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa eins og kunnugt er í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfsríkjum lagt mikið kapp á að koma hreinu drykkjarvatni til íbúa og bæta aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu.</p>

24.10.2022Þörf á endurnýjaðri von um samstöðu

<span></span> <p>Í dag, á <a href="https://www.un.org/en/observances/un-day" target="_blank">stofndegi Sameinuðu þjóðanna</a>, kallar António Guterres aðalframkvæmdastjóri samtakanna eftir því að glæða gildi sáttmála Sameinuðu þjóðanna lífi í hverju heimshorni. Hann kallaði jafnframt eftir endurnýjaðri von og vissu um samstöðu á heimsvísu í ávarpi sem hann flutti í tilefni dagsins.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar upp úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar og stofnskrá samtakanna var staðfest á þessum degi, 24. október, árið 1945. „Á sama tíma og við höldum upp á dag Sameinuðu þjóðanna skulum við blása nýju lífi í von og trú okkar á því hverju við getum áorkað þegar við vinnum saman öll sem eitt,“ sagði Guterres og minnti á að samtökin hefðu verið stofnuð til þess að afstýra átökum og byggja upp alþjóðasamvinnu.</p> <p>„Í dag reynir á samtökin okkar sem aldrei fyrr. En Sameinuðu þjóðirnar voru gerðar fyrir svona augnablik.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/EglRJEQlsmo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Eitt af megin markmiðum Sameinuðu þjóðanna er <span></span>að binda enda á sárafátækt, draga úr ójöfnuði og bjarga heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. </p> <p>Guterres benti í ávarpi sínu á að Sameinuðu þjóðirnar ættu að standa vörð um jörðina, meðal annars með því að segja skilið við jarðefnaeldsneyti og hefja byltingu endurnýjanlegrar orku. <span></span>Hann vakti einnig athygli á því hvernig Sameinuðu þjóðirnar freista þess að skapa jöfn tækifæri og frelsi fyrir konur og stúlkur og tryggja um leið mannréttindi fyrir alla.</p> <p>Í tengslum við heimsmarkmiðin og aukið vægi þróunarsamvinnustefnu Íslands í þróunarstarfi og mannúðarmálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er ein staða hjá fastanefnd Íslands í New York <span></span>skilgreind sem staða þróunarsamvinnufulltrúa. Markmiðið er að fylgja betur eftir áherslum Íslands innan stofnana Sameinuðu þjóðanna sem sinna málaflokkum sem tengjast þróunarstarfi.</p>

21.10.2022Framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna heimsækir Ísland

<p>David Beasley, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), er staddur hér á landi og fundaði með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í hádeginu. Alvarleg staða mannúðarmála í heiminum og stuðningur Íslands við WFP voru á meðal umræðuefna fundarins en íslensk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að þau myndu tvöfalda kjarnaframlag sitt til stofnunarinnar á þessu ári eða sem nemur hundrað milljón krónum. </p> <p>„Þörfin á mannúðaraðstoð hefur aldrei verið meiri og skýrist hún meðal annars af aukinni fátækt, stríðsátökum, áhrifum loftslagsbreytinga og COVID-19 faraldrinum. Við Beasley áttum gott samtal um stöðu mála og hét ég honum áframhaldandi stuðning íslenskra stjórnvalda við mikilvæg störf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórdís Kolbrún um fundinn.</p> <p>Beasley hóf daginn á heimsókn í Alþingi þar sem hann ræddi bæði við utanríkismálanefnd. Síðar í dag heldur hann svo á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2020 fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum. Þá hefur stofnunin um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og veita íslensk stjórnvöld árleg kjarnaframlög til hennar auk þess að bregðast við neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum. </p>

21.10.2022Tuttugu og þrír sérfræðingar útskrifast frá Jarðhitaskóla GRÓ

<p>Tuttugu og þrír sérfræðingar frá tólf löndum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ í gær. Hópurinn hefur dvalið á Íslandi við nám síðustu sex mánuði og er sá 43. sem lýkur námi við skólann. Alls hafa nú 766 nemendur frá 65 löndum lokið námi frá Jarðhitaskólanum. Þá hafa 79 lokið meistaranámi og fimm doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi frá skólanum. Einnig hefur Jarðhitaskólinn haldið fjöldamörg styttri námskeið á vettvangi sem og á netinu.</p> <p>Í fyrsta sinn voru nemendur frá Perú í útskriftarhópnum, en áhersla Jarðhitaskólans á uppbyggingu jarðhita í rómönsku Ameríku hefur aukist síðustu ár. Miklar frosthörkur yfir köldustu vetrarmánuðina ógna mannslífum í byggðum í Andesfjallgarðinum en þar er að finna jarðhita sem nýta mætti samfélögunum á svæðinu til hagsbóta. Í ár voru einnig nemendur frá Afríku, Asíu og Karabíska hafinu í hópnum. Sérfræðingarnir halda nú til sinna heimalanda, en allir starfa þeir hjá samstarfsstofnunum Jarðhitaskólans eða fyrirtækjum á sviði orkumála.</p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri hélt ávarp við útskriftina og færði útskriftarhópnum hamingjuóskir utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Einnig héldu erindi Bjarni Gautason, sviðsstjóri vöktunar og fræðslu ÍSOR sem er hýsistofnun Jarðhitaskólans, Guðni Axelsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans og Peter Ndirangu Maina frá Kenía sem hélt ávarp fyrir hönd <a>nemenda</a>. Guðni afhenti nemendum útskriftarskírteinin ásamt Nínu Björk Jónsdóttur, forstöðumanni GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. </p> <p>Jarðhitaskólinn hefur starfað frá árinu 1979 og er ein fjögurra þjálfunaráætlana sem reknar eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. Hinar áætlanirnar eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Eftir útskrift Jarðhitaskólans í gær hafa nú alls 1.578 nemendur frá yfir 100 löndum lokið þjálfun hér á Íslandi á vegum þjálfunaráætlana GRÓ.</p> <p>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og hefur frá upphafi verið ein af helstu stoðum í íslenskri þróunarsamvinnu. Miðstöðin starfar á þeim sviðum þar sem Ísland hefur sérþekkingu sem getur nýst þróunarlöndum við að stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Nánari upplýsingar um miðstöðina má finna á vef GRÓ <a href="https://www.grocentre.is/is">www.grocentre.is</a></p>

19.10.2022Ísland eykur framlag sitt til mannúðarmála

<p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að tvöfalda kjarnaframlög sín til tveggja mannúðarstofnana, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), vegna alvarlegs mannúðarástands víðsvegar um heim. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum þurfa rúmlega 300 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda á þessu ári. Hefur þeim fjölgað um tæpar 40 milljónir það sem af er ári og nær tvöfaldast frá því áður en COVID-19 faraldurinn braust út. Viðbótarframlagið nemur alls 200 milljónum króna og renna hundrað milljónir til hvorrar stofnunar.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ástand heimsmála er viðkvæmt og það þjónar bæði hagsmunum okkar Íslendinga og er siðferðisleg skylda okkar að leggja af mörkum til þess að draga úr þeirri neyð sem ríkir víða um heim og getur orðið kveikjan að enn meiri hörmungum. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur haft mjög slæm áhrif á aðgengi að matvöru, leitt til hærra verðs og mikils óstöðugleika í framleiðslu og afhendingu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Fjöldi fólks á flótta í heiminum er yfir hundrað milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Mér finnst mikilvægt að Ísland bregðist við þessu ástandi og þess vegna hækkum við framlög okkar til þessara áherslustofnana Íslands í þróunar- og mannúðarmálum nú,“ segir Þórdís Kolbrún.&nbsp;</span></p> <p><span>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er leiðandi á sviði matvælaaðstoðar og fæðuöryggis. Stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2020 fyrir baráttu þeirra gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum.&nbsp;</span></p> <p><span>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stendur vörð um réttindi og velferð flóttamanna, einstaklinga á vergangi í heimalandi, ríkisfangslausra, hælisleitenda og einstaklinga sem snúa aftur til síns heimalands. Hlutverk stofnunarinnar er að veita vernd, skjól, lífsafkomu og grunnþjónustu.&nbsp;</span></p> <p><span>Kjarnaframlög eru óeyrnamerkt og fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar og gerir stofnununum kleyft að bregðast við hratt og örugglega þar sem neyðin er mest. Að auki veitir Ísland neyðarframlög vegna neyðartilvika og er sú upphæð breytileg á milli ára.</span></p>

19.10.2022Heilsufari kvenna og barna í heiminum hrakar

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur heilsufari kvenna og barna í heiminum hrakað á síðustu árum vegna stríðsátaka, heimsfaraldurs kórónuveirunnar og loftslagsbreytinga. Óttast er að verra heilsufar hafi hrikalegar afleiðingar á lífshorfur barna, ungs fólks og kvenna.</p> <p>Gögn sem lögð voru til grundvallar skýrslugerðinni sýna augljósa afturför þvert á nánast alla mælikvarða um líðan barna, marga hverja sem eru lykilmælikvarðar heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Frá útgáfu síðustu skýrslu um konur og börn fyrir tveimur árum mælist staðan verri nú hvað varðar fæðuöryggi, hungur og barnahjónabönd, auk þess áhætta vegna ofbeldis í nánum samböndum, þunglyndi og kvíði unglinga er marktækt meiri.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/protectthepromise.png?amp%3bproc=200x200" style="float: left;" />Skýrslan ber heitið „Verndum loforðið“ (<a href="https://protect.everywomaneverychild.org/" target="_blank">Protect the Promise</a>) og útgefendur eru meðal annars Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að talið sé að 25 milljónir barna hafi annað hvort verið vanbólusett eða óbólusett á árinu 2021, eða sex milljónum fleiri en árið 2019. Það eykur hættu á smiti af banvænum sjúkdómum. Þá misstu milljónir barna af formlegri skólagöngu á tímum heimfaraldursins og 80 prósent barna í 104 löndum urðu fyrir námstapi vegna lokunar skóla.</p> <p>Frá upphafi heimsfaraldursins hafa 10,5 milljónir barna misst foreldri eða forsjársaðila vegna COVID-19.</p>

18.10.2022Þríðjungur kvenna í þróunarríkjum barnshafandi á unglingsaldri

<span></span> <p>Því sem næst þriðjungur allra kvenna í þróunarríkjunum verður barnshafandi nítján ára eða yngri. Fylgikvillar fæðinga eru ein helsta dánarorsök unglingsstúlkna en barnungar mæður eru líka í áhættuhópi þegar kemur að alvarlegum mannréttindabrotum. Líkurnar á því að þær eignist fleiri börn á unglingsaldri eru enn fremur miklar.</p> <p>Þessar upplýsingar komu meðal annars fram í <a href="https://www.unfpa.org/featured-publication/motherhood-childhood-untold-story" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrr á árinu en nú er yfirstandandi ljósmyndasýningin „Barnungar mæður“ í Smáralind á vegum sjóðsins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Sýningunni lýkur 24. október.</p> <p>Á hverju ári er áætlað að um tvær milljónir stúlkna eignist börn fyrir fimmtán ára aldur. Barnæsku þeirra er skipt út fyrir móðurhlutverk – oft gegn þeirra vilja. Stúlkur í slíkri stöðu geta staðið fyrir miklum hindrunum í lífinu þar sem þær ná oft ekki að mennta sig, giftast ungar og margar hverjar lifa með alvarlegum heilsufarsvandamálum tengdum meðgöngu þar sem þær hafa ekki náð fullum líkamsþroska.</p> <p>Ljósmyndarinn Pieter ten Hoopen og fjölmiðlakonan Sofia Klemming Nordenskiöld hittu barnungar mæður í fimm löndum og þremur heimsálfum. Sögur þeirra sýna raunveruleikann sem barnungar mæður standa frammi fyrir og sýna okkur hvers vegna þær urðu mæður svona ungar, hvaða erfiðleikum þær standa frammi fyrir, í hverju hamingja þeirra felst og frá brostnum og nýjum draumum – þeirra eigin og fyrir hönd barna þeirra. </p> <p>Með átakinu #childmothers, leitast Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Plan International, við að gefa þessum stúlkum rödd. „Það þarf að leggja meira af mörkum til að vernda stúlkur í þessari stöðu og gera þeim kleift að taka eigin ákvarðanir. Þá er ekki síst mikilvægt að ná til þeirra sem eru nú þegar orðnar mæður og tryggja möguleika þeirra á að snúa aftur í skóla og fylgja draumum sínum,“ eins og segir í frétt á vef Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Íslensk stjórnvöld styðja við margvísleg verkefni UNFPA, meðal annars í Malaví og Síerra Leóne, sem eru samtarfsríki Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, um afnám barnahjónabanda og aðgengi að skurðaðgerðum vegna fæðingarfistils. Þar að auki hefur Ísland lengi stutt við samstarfsverkefnis UNFPA og UNICEF um afnám kynfæralimlestinga á konum og stúlkum í 17 löndum.&nbsp;&nbsp;UNFPA er ein af fjórum áherslustofnunum utanríkisráðuneytisins í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

17.10.2022Börn líða mest fyrir efnahagskreppuna í kjölfar átakanna í Úkraínu

<span></span> <p>Vaxandi verðbólga og átökin í Úkraínu hafa leitt til 19 prósenta aukningar á fátækt barna í austanverðri Evrópu og Mið-Asíu samkvæmt nýrri <a href="https://www.unicef.org/press-releases/child-poverty-across-eastern-europe-and-central-asia-soars-19-cent-ukraine-war-and" target="_blank">greiningu</a>&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Greiningin var birt í morgun á<a href="https://www.un.org/en/observances/day-for-eradicating-poverty" target="_blank"> alþjóðlegum degi um útrýmingu fátæktar</a>. Varað er við því að brottfall barna úr skólum aukist til muna og jafnframt að ungbarnadauði aukist.</p> <p>Greiningin byggir á gögnum frá 22 löndum í þessum heimshluta. Hún sýnir að börn bera þyngstu byrðarnar af efnahagskreppunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar. Þótt hlutfall barna af mannfjölda sé rétt um 25 prósent fjölgar börnum í hópi fátækra sem nemur um 40 prósentum. </p> <p>Börn í Rússlandi verða verst úti í efnahagskreppunni. Um 2,8 milljónir rússneskra barna búa nú á heimilum undir fátæktarmörkum eða þrjú af hverjum fjórum börnum sem greiningin náði til. Í Úkraínu hefur börnum sem búa við fátækt fjölgað um hálfa milljón og í Rúmeníu fjölgar fátækum börnum um 110 þúsund.</p> <p>Að mati UNICEF gæti þessi þróun leitt til þess að 4,500 börn til viðbótar deyi fyrir fyrsta afmælisdaginn og brottfall úr skóla gæti aukist um 117 þúsund börn á árinu. Í greiningunni er bent á að því fátækari sem fjölskyldur verða því hærra hlutfall tekna fer í mat, eldsneyti og aðrar nauðsynjar. Þegar framfærslan eykst verður ekkert eftir til að mæta öðrum þörfum, eins og til heilbrigðisþjónustu og menntunar. </p> <p>„Framfærslukreppan sem fylgir í kjölfarið þýðir að fátækustu börnin hafa enn minni möguleika á að fá aðgang að nauðsynlegri þjónustu og eiga frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi og misnotkun. <span></span>Og í mörgum tilvikum varir fátækt barna ævilangt og viðheldur vítahring erfiðleika og báginda kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslu UNICEF. </p>

14.10.2022Hálfur heimurinn ekki viðbúinn hamförum

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu frá skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um að draga úr hættu á hamförum, UNDRR, og Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, sem birt var í gær er varað við því að í helmingi landa heims séu ekki til staðar viðunandi viðvörunarkerfi um fjölþátta hættu.</p> <p>Í gær, 13. október var alþjóðlegur dagur til að draga úr hættu á hamförum – <a href="https://iddrr.undrr.org/" target="_blank">International Day for Disaster Risk Reduction</a>. Samkvæmt skýrslunni sýna gögn að staðan er verst að þessu leyti meðal þróunarríkja sem finna mest fyrir loftslagsbreytingum. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/8TRMd85okqo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Heimurinn er að bregðast við með því að fjárfesta í verndun lífs og lífsviðurværis þeirra sem eru í fremstu víglínu. Þeir sem hafa gert minnst til að valda loftslagskreppunni greiða hæsta verðið,” sagði António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ í meðfylgjandi myndbandi í tilefni alþóðadagsins. </p> <p>Skýrslan – <a href="https://www.undrr.org/publication/global-status-multi-hazard-early-warning-systems-target-g" target="_blank">Global Status of Multi-Hazard Early Warning Systems - Target G </a>– er byggð á nýjum gögnum sem sýna að dánartíðni vegna hamfara er átta sinnum hærri í löndum sem búa við takmörkuð viðvörunarkerfi í sambanburði við lönd þar sem slík kerfi er fyrir hendi.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/thrisvar-sinnum-fleiri-flyja-loftslags-hamfarir-en-strid/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, flýja þrisvar sinnum fleiri loftslagsbreytingar en stríð.</p>

14.10.2022Ísland veitir sérstakt framlag til enduruppbyggingar í Úkraínu

<p><span>Íslensk stjórnvöld eru stofnaðilar í nýjum sjóði á vegum Alþjóðabankans sem er ætlað að styðja stjórnvöld í Úkraínu við að mæta efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum innrásar Rússlands og hefja enduruppbyggingu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti um stofnaðild og framlag Íslands á sérstökum ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu, sem haldinn var í tengslum við&nbsp; ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington á miðvikudag. Framlag Íslands í sjóðinn nemur einni milljón Bandaríkjadala eða um 143 milljónum króna.&nbsp;</span></p> <p><span>Fundurinn hófst á því að Volodymir Zelensky forseti Úkraínu og Denys Smyhal forsætisráðherra Úkraínu ávörpuðu fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Röktu þeir stöðuna og sögðu skipta miklu að umheimurinn brygðist við hertum árásum Rússa á óbreytta borgara og innviði landsins með því að standa enn þéttar við bakið á Úkraínu. Sergii Marcheko, fjármálaráðherra Úkraínu, sat ráðherrafundinn í Washington.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðherrar og leiðtogar alþjóðastofnana sem sátu fundinn tóku undir ákall leiðtoga Úkraínu og lögðu áherslu á mikilvægi þess að byggja upp orkukerfi í Úkraínu, viðhalda nauðsynlegri almannaþjónustu og örva efnahagslíf landsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Alþjóðabankinn, Evrópusambandið og stjórnvöld í Úkraínu gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í síðasta mánuði þar sem fram kom að kostnaður við enduruppbyggingu Úkraínu nemi nú þegar 349 milljörðum Bandaríkjadala. Sú tala eigi eftir að hækka eftir því sem stríðið dregst á langinn.&nbsp;</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa heitið að veita að lágmarki einum milljarði króna á þessu ári til mannúðaraðstoðar og efnahagslegs stuðnings við Úkraínu. Þar af hafa um 360 milljónir runnið til verkefna á vegum Alþjóðabankans til viðbótar við þær 143 milljónir sem tilkynnt var um á miðvikudag. Nemur stuðningur Íslands til Úkraínu á vegum Alþjóðabankans því 503 milljónum króna á árinu.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

13.10.2022Matvælakreppan að breytast í hamfarir

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri hnattrænni hungurvísitölu – 2022 Global Hunger Index (GHI) – þurfum við að horfast í augu við grimman veruleika. Eitruð blanda stríðsátaka, loftslagsbreytinga og heimsfaraldursins kórónuveirunnar hefur leitt til þess að milljónir jarðarbúa hafi orðið fyrir áföllum, ekki síst með hækkuðu verði á matvælum. </p> <p>„Nú leiða átökin í Úkraínu til þess að verð á matvælum, áburði og eldsneyti breytir kreppu í hamfarir,“ segir í skýrslu samtakanna <a href="https://www.concern.net/" target="_blank">Concern Worldwide</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.welthungerhilfe.org/" target="_blank">Welthungerhilfe</a> sem árlega gefa út hungurvísitöluna, nú í sautjánda sinn.</p> <p>Samkvæmt vísitölunni er hungur alvarlegast í fimm löndum —Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Madagaskar og Jemen— en einnig á hættulegu stigi í Búrúndí, Sómalíu, Suður-Súdan og Sýrlandi. Í 35 löndum til viðbótar er hungur útbreitt en hægt er að skoða gagnvirkt kort í skýrslunni um alvarleika hungurs í heiminum.</p> <p><a href="https://www.globalhungerindex.org/" target="_blank">Skýrslan</a></p> <p>&nbsp;</p>

12.10.2022Haustfundur hnattræna jafnréttissjóðsins í Reykjavík

<span></span> <p><span>Haustfundur hnattræna jafnréttissjóðsins, Global Equality Fund (GEF), fór fram í Safnahúsinu á Hverfisgötu í Reykjavík í síðustu viku. Fundinn sóttu mannréttindafrömuðir í málefnum hinsegin fólks víðs vegar að í heiminum ásamt fulltrúum sjóðsins, annarra framlagsríkja, og fulltrúum frjálsra félagasamtaka, bæði íslenskra og erlendra.</span></p> <p><span>Þetta er í fyrsta sinn sem fundur á vegum sjóðsins fer fram á Íslandi og jafnframt fyrsti fundur sjóðsins í raunheimum eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar.</span></p> <p><span>Sjóðurinn beinir stuðningi sínum að mannréttindum hinsegin fólks. Að honum standa bæði einkaaðilar og opinberir aðilar sem eiga það sameiginlegt að vilja leggja sitt af mörkum til þessa málaflokks um heim allan. Ísland hefur styrkt sjóðinn frá árinu 2020 og ákveðið var að tvöfalda árleg framlög til sjóðsins fyrr á þessu ári með skuldbindingu um stuðning sem nemur um 26 milljónum króna fram til ársins 2025.</span></p> <p><span>„Verkefnin sem sjóðurinn styður við eru meira áríðandi nú en nokkurn tímann áður vegna síaukinna árása á mannréttindi og síminnkandi athafnafrelsis frjálsra félagasamtaka um heim allan. Mismunun, ofbeldi og áreiti einkennir enn reynsluheim hinsegin fólks,“ sagði Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri. "Staðreyndin er sú að meira en þriðjungur af löndum heims glæpavæða sambönd samkynhneigðra en það er mikilvæg áminning um það að reisn, öryggi og frelsi eru ekki sjálfgefin gildi og krefjast því stöðugrar vöktunar,“ bætir hann við.</span></p> <p><span>Ísland hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks á vettvangi alþjóðastofnana, sérstaklega á þeim vettvangi þar sem Ísland hefur átt sæti, til dæmis í framkvæmdastjórn UNESCO og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

12.10.2022Margt breyst til hins betra í lífi stúlkna

<span></span> <p>Í gær var fagnað tíu ára afmæli alþjóðadags stúlkubarna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notaði tilefnið með því að líta um öxl og draga fram breytingar á heimi stúlkna síðasta áratuginn.</p> <p>„Þegar gögnin eru skoðuð má sjá að líf stúlkna hefur um margt breyst til hins betra á þessu tímabili, sem gefur okkur öllum von um að hægt sé að knýja á um breytingar. En margt er óunnið enn og aðgerða er þörf til að gera betur og hraða umbreytingum til hins betra fyrir allar stúlkur. Skoðum sex dæmi um það sem breyst hefur á þessum tíu árum.“</p> <p><strong>1. Fleiri stúlkur eru nú að ljúka framhaldsnámi en fyrir áratug.</strong></p> <p>Að tryggja framhaldsmenntun stúlkna er einhver verðmætasta fjárfesting sem ríki geta farið í – fyrir stúlkurnar sjálfar og samfélögin. Stúlkur sem ljúka framhaldsnámi eru síður líklegar til að vera gefnar í barnahjónabönd, verða barnshafandi sem unglingar auk þess sem tekjumöguleikar þeirra á lífstíðinni stórbatna. Aukið aðgengi stúlkna að menntun bætir mæðravernd og dregur úr barnadauða. Á árunum 2012 til 2020 jókst hlutfall stúlkna sem lauk því sem skilgreina mætti sem unglingadeildarnámi (lower&nbsp;secondary&nbsp;school) úr 69% í 77% á meðan hlutfall framhaldsmenntunar stúlkna (upper&nbsp;secondary&nbsp;school) fór úr 49% í 59%.</p> <p>Þó þessi þróun sé vissulega jákvæð má sjá að þetta þýðir að ein af hverjum fimm stúlkum á heimsvísu er ekki að ljúka unglingadeildarnámi og nær fjórar af hverjum tíu stúlkum ljúka ekki námsstiginu þar fyrir ofan. Þessi hlutföll eru auðvitað misjöfn milli heimshluta og svæða og víða mun verri en annars staðar, til að mynda í Austur- og suðurhluta Afríku.</p> <p><strong>2. Færri unglingsstúlkur á heimsvísu eru að eignast börn</strong></p> <p>Barneignir á unglingsaldri hafa margvísleg neikvæð áhrif á líf, heilsu og velferð stúlkna, barna þeirra og samfélaga í heild. Á heimsvísu er helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15-19 ára tengdar vandkvæðum á meðgöngu og í fæðingum.</p> <p>Á heimsvísu hefur&nbsp;fæðingarhlutfall&nbsp;hjá stúlkum 15-19 ára lækkað úr 51 fæðingu per 1000 stúlkur í 42 fæðingar á hverja þúsund stúlkur. Og þó jákvæð þróun í þessa veru hafi einnig mælst meðal minna þróaðra ríkja þá er fæðingatíðni unglingsstúlkna þar nær tvöfalt hærri, um 94 fæðingar á hverjar þúsund stúlkur.</p> <p><strong>3. Aðgengi stúlkna að getnaðarvörnum aukist</strong></p> <p>Hjá mörgum stúlkum eru barneignir hvorki skipulagðar né velkomnar. Barneignum stúlkna, sérstaklega þeirra sem eiga sér stað utan hjónabands, getur fylgt smán og félagsleg einangrun auk þess sem líkur á að þær flosni úr námi eða verði þvingaðar í hjónaband aukast. Stúlkur glíma hins vegar víða við verulega skert aðgengi að getnaðarvörnum, smánun, skort á aðgengi að góðum upplýsingum og rétti til að taka eigin ákvarðanir.</p> <p>Á heimsvísu hefur þróun réttinda stúlkna í þessa veru verið hæg og aðgengi einungis aukist um fimm prósentustig, úr 55% í 60%, frá 2012. Það þýðir að 4 af hverjum 10 stúlkum á aldrinum 15-19 ára, sem vilja ekki verða óléttar, hafa ekki aðgengi að nútímalegum aðferðum til þess. Í Suður-Asíu, Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og Afríku neðan&nbsp;Sahara&nbsp;eru það innan við helmingur stúlkna í dag.</p> <p><strong>4. Hlutfall nýrra&nbsp;HIV&nbsp;smita hjá 15-19 ára stúlkum hefur lækkað um 33%</strong></p> <p>Helsti áhrifaþátturinn í&nbsp;HIV-faraldrinum er margvísleg kynbundið ójafnrétti, meðal annars barnahjónabönd, kynbundið ofbeldi, skortur á aðgengi að þjónustu, upplýsingum og skortur á sjálfræði. Á heimsvísu hefur nýjum&nbsp;HIV-smitum meðal unglingsstúlkna fækkað um 33% síðastliðinn áratug. Úr 180 þúsund í 60 þúsund. En þrátt fyrir það þá eru þrjú af hverjum fjórum ný smit í aldurshópnum 15-19 ára stúlkur.</p> <p>&nbsp;<strong>5.&nbsp;Barnahjónaböndum hefur fækkað</strong></p> <p>Barnahjónabönd ræna stúlkur barnæskunni og stjórn yfir eigin lífi. Síðastliðinn áratug hefur hlutfall kvenna sem gefnar voru í hjónaband sem börn lækkað úr 23% í 19%.<br /> Mestur árangur hefur náðst í Suður-Asíu þar sem líkurnar á að stúlkur endi í barnahjónabandi hefur hrapað úr 46% í 28%. Milljónir stúlkna um allan heim eru þó enn í áhættuhópi.</p> <p><strong>6. Kynfæralimlestingum&nbsp;hefur fækkað</strong></p> <p>Þessi skelfilega athöfn brýtur gegn réttindum stúlkna, ógnar heilsu þeirra og velferð og styrkir ríkjandi kynjamisrétti í samfélögum. Jákvæðar fréttir eru að í því 31 ríki sem slíkar&nbsp;limlestingar&nbsp;eru algengastar hefur hlutfall stúlkna á aldrinum 15-19 ára sem neyddar eru til að gangast undir þær lækkað úr 41% í 34%. Þessi þróun er þó ekki nærri því nógu hröð til að teljast ásættanleg miðað við&nbsp;sjálfbærnimarkmiðum&nbsp;Sameinuðu þjóðanna um að útrýma&nbsp;kynfæralimlestingum&nbsp;stúlkna fyrir árið 2030.</p> <p><strong>Árangur hefur náðst en nú þarf að gefa í</strong></p> <p>Tölfræðin sýnir okkur að það er hægt að ná árangri og í mörgu tilliti sé líf stúlkna víða betra í dag en fyrir áratug síðan. En tölurnar sýna okkur líka að nú þurfi að gefa í og hraða umbreytingum til hins betra. Í núverandi ástandi&nbsp;loftslagsbreytinga, stríðsátaka, eftirkasta heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 þar að fjárfesta auka fjárfestingu í menntun, heilbrigðisþjónustu og vernd stúlkna til að hjálpa þeim að lifa og dafna.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sett á laggirnar nýtt verkefni sem ber heitið „<a href="https://www.unicef.org/reports/adolescent-girls-programme-strategy">ADOLESCENT&nbsp;GIRLS&nbsp;PROGRAMME&nbsp;STRATEGY“&nbsp;</a>þar sem nánar er útlistað hvernig ætti að hraða þessum breytingum á næstu árum.</p> <p>En þessum breytingum þarf að fylgja skuldbinding og fjárfesting í rannsóknir, öflun og greiningu á gögnum fyrir börn og ungmenni. Sérstaklega í þeim hópum sem vanalega eru jaðarsettir í tiltækum kynjagögnum. Hjá&nbsp;LGBTIQ+ og börnum á aldrinum 10-14 ára, og á sviðum þar sem gögn eru takmörkuð, eins og kynjahlutverk, andlega líðan&nbsp;o.s.fv.&nbsp;&nbsp;Góð gögn sem þessi eru nauðsynleg til að keyra áfram upplýsta stefnumótun og ákvarðanatöku og þrýsting á stjórnvöld um allan heim að forgangsraða í þágu stúlkna.</p> <p>Stúlkur eru tilbúnar í annan áratug af aðgerðum. Við verðum að standa með þeim.</p> <p><a href="https://www.unicef.is/althjodadagur-stulkubarna-thetta-hefur-breyst-a-aratug" target="_blank">Greinin á vef UNICEF</a></p>

11.10.2022Ljósmyndasýning um barnungar mæður í þróunarríkjum

<p><span>Í dag var ljósmyndasýning Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um barnungar mæður í þróunarríkjum opnuð í Smáralind. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra opnaði sýninguna og flutti ávarp.&nbsp;</span></p> <p><span>„Með sýningunni er verið að ljá stúlkum rödd sem ekki hafa hana almennt ekki. Það er ekki á hverjum degi að við fáum innsýn í heim ungra stúlkna í fátækari ríkjum heims og það er svo sannarlega mikilvægt að þeirra rödd fái að heyrast ef uppfylla á markmið okkar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórdís Kolbrún.&nbsp;</span></p> <p><span>Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, bauð fólk velkomið en Félag Sameinuðu þjóðanna hefur umsjón með verkefninu og hlaut til þess styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrr á árinu. Þá sagði Pernille Fenger, skrifstofustjóri norrænu skrifstofu UNFPA, frá sýningunni sem samanstendur af ljósmyndum eftir Pieter ten Hoopen frá verkefnasvæðum UNFPA. Nemendur úr 9. og 10. bekk Salaskóla voru einnig viðstaddir opnunina.&nbsp;</span></p> <p><span>UNFPA áætlar að á hverju ári eignist um tvær milljónir stúlkna undir 15 ára aldri börn. Slíkar áhættumeðgöngur geta haft í för með sér alvarleg heilsufarsleg vandamál sem hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra.</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa stutt við margvísleg verkefni UNFPA, meðal annars í Malaví og Síerra Leóne, sem eru samtarfsríki Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, um afnám barnahjónabanda og aðgengi að skurðaðgerðum vegna fæðingarfistils. Þar að auki hefur Ísland lengi stutt við samstarfsverkefnis UNFPA og UNICEF um afnám kynfæralimlestinga á konum og stúlkum í 17 löndum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Sýningin er sett upp í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins 11. október. Í dag tilkynnti ráðherra sömuleiðis um framlag til jafnréttissjóðs UNICEF sem nemur tæplega 30 milljónum króna árlega næstu þrjú árin. Sjóðurinn gegnir lykilhlutverki í að ýta úr vör verkefnum stofnunarinnar sem hafa að meginmarkmiði að bæta menntun fátækra stúlkna og skapa þeim tækifæri.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">This <a href="https://twitter.com/hashtag/DayOfTheGirl?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#DayOfTheGirl</a> , 🇮🇸 is proud to announce multi-year gender thematic funding to <a href="https://twitter.com/UNICEF?ref_src=twsrc%5etfw">@UNICEF</a> to support Girls Education, Learning and Skills. Investing in girls education empowers them, enhances well-being &amp; enriches societies. Everyone has a right to education <a href="https://twitter.com/hashtag/LetAfghanGirlsLearn?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#LetAfghanGirlsLearn</a></p> — MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) <a href="https://twitter.com/MFAIceland/status/1579854548084355073?ref_src=twsrc%5etfw">October 11, 2022</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script>

11.10.2022Alþjóðadagur stúlkubarnsins haldinn í tíunda sinn

<span></span> <p class="MsoNormal">Í dag er í tíunda sinn haldinn <a href="https://www.un.org/en/observances/girl-child-day" target="_blank">alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins</a>. Sameinuðu þjóðirnar benda á að 130 milljónir stúlkna fái enga formlega menntun. Eftir heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur orðið gífurleg fjölgun þungana meðal unglingsstúlkna, fjölgun barnahjónabanda og fjölgun stúlkna utan skóla.</p> <p class="MsoNormal">„Við ættum að hugsa um bjarta framtíð. Mín skilaboð til ungra stúlkna er að gefast ekki upp. Það er allt í lagi að vera hrædd. Það er allt í lagi að gráta. Allt slíkt er í lagi. En að gefast upp kemur ekki til greina. Eftir hverja myrka nótt, kemur bjartur morgundagur,“&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/09/1127121">segir</a>&nbsp;Mursal Fasihi, 17 ára gömul afgönsk stúlka sem neitar að gefa upp vonina um að snúa aftur á skólabekk.</p> <p class="MsoNormal">Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir í <a href="https://unric.org/is/menntun-valdeflir-stulkur-i-lifi-og-starfi/" target="_blank">frétt</a>, í tilefni dagsins, að stúlkum í Afganistan hafi verið vikið úr skóla eftir valdatöku Talíbana fyrir rúmu ári. Margar þeirra, ekki síst stúlkur sem líða fyrir fátækt og/eða búa afskekkt, súpi seyðið ástandinu. Þær séu þvingaðar í snemmbær hjónabönd og barneignir á unglingsaldri.</p> <p class="MsoNormal">„Þessa stundina eru 1,1 milljarður stúlkna að leggja grunn að framtíð sinni. Á hverjum degi flytja þær mörk og ryðja hindrunum úr vegi. Þær takast á við málefni á borð við barnahjónabönd, ójöfnuð í menntun og heilsugæslu, ofbeldi, og loftslagsóréttlæti. Stúlkur hafa sýnt og sýna enn að ekkert stöðvar þær,“ segir í fréttinni.</p> <p class="MsoNormal">Þar segir enn fremur að reynslan sýni að öðlist þær 600 milljónir unglingsstúlkna, sem nú eru í heiminum, hæfni og tækifæri, reynist þær aflvakar framfara, ekki aðeins í þágu kvenna heldur fullt eins mikið drengja og karla. „Valdefling kvenna og stúlkna og jafnrétti kynjanna eru þýðingarmikil í því að þoka áfram heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Mikilvægt er við öll gerum reikningsskil og fjárfestum í framtíð, sem trúir á virkni, forystu og möguleika kvenna.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qQrL68660s8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal">Fyrir átta árum, árið 2014, var haldin hér á landi vika vitunarvakningar um stöðu unglingsstúlkna, í tengslum við alþjóðadag stúlkubarnsins. Þá voru meðal annars haldnir tónleikar í Iðnó í samstarfi með KÍTÓN, með stúlkum og hljómsveitum þar sem stúlkur og konur voru í aðalhlutverkum. Þá var gefið út meðfylgjandi myndband með túlkun þeirra á „stelpuyfirlýsingunni“ en yfirskrift vikunnar var: Sterkar stelpur – sterk samfélög. Frjáls félagasamtök í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnun Íslands stóðu að átakinu.</p>

10.10.2022Afhending almenningssalerna í Mutumba

<span></span> <p>Í síðustu viku fór fram afhending af hálfu sendiráðs Íslands í Kampala á almenningssalernum í þorpinu Mutumba í Namayingo héraði í Úganda. Bygging salerna er hluti af byggðaþróunarverkefni sem íslensk stjórnvöld vinna með héraðsstjórninni til að bæta lífsgæði íbúa fiskiþorpa í héraðinu. Almenningssalernin koma<span>&nbsp;til með að þjóna 2500 manns.</span></p> <p>Íbúar Mutumba hafa nú ókeypis aðgang að almenningssalernum, þar á meðal fyrir fatlað fólk. Tuttugu salerni og tólf sturtur voru byggðar sem skiptast jafnt milli kvenna og karla.</p> <p>Afhendingin í Mutumba dró að sér mikla athygli og heimsmenn lýstu yfir miklu þakklæti til Íslendinga. Viðunandi salernisaðstaða er viðvarandi áskorun í mörgum þróunarríkjum og samkvæmt nýjustu gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa tæplega 700 milljónir manna lítinn eða mjög takmarkaðan aðgang að salernum. Í sjötta heimsmarkmiðinu segir að eigi síðar en árið 2030 hafi allir jafnan aðgang að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu og enginn þurfi að ganga örna sinna utan dyra. Þar segir ennfremur að í þessu tilliti verði sérstaklega hugað að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. </p>

07.10.2022Markmiðið um að útrýma fátækt fjarlægist

<span></span> <p>Ólíklegt er að heimurinn nái langþráðu markmiði um að binda enda á sárafátækt fyrir árið 2030, að mati Alþjóðabankans. Ástæðurnar eru áhrif „óvenjulegra“ áfalla á hagkerfi heimsins, ekki síst heimsfaraldur kórónaveirunnar og innrás Rússa í Úkraínu. </p> <p>Í nýrri skýrslu sem birt var á vikunni - <a href="https://www.worldbank.org/en/publication/poverty-and-shared-prosperity" target="_blank">Poverty and Shared Prosperity 2022</a>&nbsp;– segir Alþjóðabankinn að hækkun á matvæla- og orkuverði hafi hindrað skjótan bata eftir að COVID-19 leiddi til „mesta viðsnúnings“ fyrir fátækt í heiminum í áratugi. </p> <p>Bankinn telur ólíklegt að það dragi úr sárafátækt á þessu ári því hagvaxtarhorfur á heimsvísu hafi versnað í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, efnahagslægðar í Kína og vaxandi verðbólgu. </p> <p>„Miðað við núverandi þróun munu 574 milljónir manna - nærri sjö prósent íbúa heimsins - enn lifa á innan við 2,15 Bandaríkjadölum á dag árið 2030, flestir í Afríku,“ segir í skýrslunni. </p> <p>Í yfirlýsingu hvatti David Malpass, forseti Alþjóðabankans, til meiriháttar stefnubreytinga til að auka hagvöxt og stuðla að því að hefja aðgerðir til að útrýma fátækt. „Framfarir í þá átt að draga úr sárafátækt hafa í meginatriðum stöðvast í takt við dvínandi hagvöxt á heimsvísu,“ segir hann.</p>

07.10.2022Birgðastöð UNICEF afgreitt 480 þúsund tonn af hjálpargögnum á árinu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fagnar þessa dagana 60 ára afmæli alþjóðlegu birgðastöðvar sinnar í Kaupmannahöfn. Um er að ræða stærsta mannúðarvöruhús í heiminum sem sér um dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna til verkefna UNICEF&nbsp;um allan heim. </p> <p>„Þörfin fyrir mannúðaraðstoð fyrir börn hefur aldrei verið meiri og starfsemi alþjóðlegu&nbsp;birgðastöðvar&nbsp;UNICEF&nbsp;því aldrei mikilvægari,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF.&nbsp;„Í okkar huga er besta leiðin til að halda upp á þessi tímamót sú að auka enn við verkefni okkar til að ná að dreifa mikilvægum hjálpargögnum til allra barna sem aðstoða þau að lifa af neyðarástand hvar sem það skapast.&nbsp;UNICEF&nbsp;er stjórnvöldum og íbúum Danmerkur afar þakklátt fyrir mikilvægt starf og stuðning í þágu verkefna&nbsp;UNICEF&nbsp;og erum við full bjartsýni fyrir næstu 60 ár af því samstarfi.“</p> <p>Það sem af er þessu ári hafa 480 þúsund tonn af hjálpar- og neyðargögnum verið send frá vöruhúsinu í Kaupmannahöfn. Þar af rúmlega 1.400 vöruflutningabílar með rúmlega 10.400 tonn af hjálpargögnum vegna stríðsins í Úkraínu.</p> <p>„Það var magnað að sjá með eigin augum hversu tæknilegt vöruhúsið er, hversu mikil nýsköpun fer þar fram og hversu hratt er hægt að bregðast við þegar neyðarástand skapast,“ segir Steinunn Jakobsdóttir&nbsp;kynningarstjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi sem heimsótti birgðastöðin í Kaupmannahöfn á dögunum. „Á þeim stutta tíma sem ég var þarna þá var verið að pakka allskyns vörum til að senda til Pakistan, Afganistan og Afríkuhornsins. Þarna er unnið hratt og skipulega allan sólarhringinn, alla daga til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir lífsnauðsynlegum hjálpargögnum fyrir börn í neyð. Hjálpargögnum sem meðal annars fólk hér á landi hefur tryggt börnum með kaupum á Sönnum gjöfum, sem Heimsforeldrar eða með stuðningi við neyðarsafnanirnar okkar, og færum við þeim öllum hjartans þakkir.“</p> <p>Birgðastöðin hóf starfsemi sína árið 1962 og voru skrifstofur og vöruhúsið – sem í dag er stærsta mannúðarvöruhús veraldar – gjöf frá dönskum stjórnvöldum til&nbsp;UNICEF&nbsp;á sínum tíma.</p> <p><a href="https://www.unicef.is/" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></p>

06.10.2022Malaví: Stutt heimildamynd um árangur á sviði mæðra- og ungbarnaverndar

<span></span> <p>Sendiráði Íslands í Lilongwe var á dögunum boðið að halda kynningu á starfi sínu á sviði mæðra- og ungbarnaverndar í Malaví á alþjóðlegri Rótarý-ráðstefnu, þeirri fyrstu sem haldin er á Íslandi. Ein af áherslunum á þinginu var “Björgum mæðrum og börnum þeirra”. Sendiráðið þáði boðið og útbjó stutta heimildamynd um þann árangur sem náðst hefur á sviði mæðra- og ungbarnaverndar með eflingu grunnþjónustu og innviða í Mangochi héraði sem sýnd var gestum ráðstefnunnar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/eGiWQJakXXc" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Við undirbúning á heimildamyndinni fóru fulltrúar sendiráðsins á vettvang í fylgd Dr. Chimwemwe Thambo, héraðslæknisins í Mangochi, og skoðuðu nýju fæðingardeildina við héraðssjúkrahúsið sem byggð var 2019 með fjárhagslegum stuðningi frá Íslandi en hún jafnframt sú stærsta í héraðinu. Fulltrúar sendiráðsins ræddu við framlínufólk á sjúkrahúsinu og heimsóttu auk fæðingadeildarinnar mistöð sem er tileinkuð mæðra- og ungbarnaverd sem einnig var byggð með fjárhagslegum stuðningi frá Íslandi. </p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/grafmalawi.png?amp%3bproc=600x315" />Þegar kemur að uppbyggingu heilbrigðismála Mangochi er sérstök áhersla lögð á á mæðra- og ungbarnaheilsu en í Malaví er eitt hæsta hlutfall mæðradauða í heiminum. Opnun fæðingardeildarinnar markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins, því í fyrra hlutu heilbrigðisyfirvöld í Mangochi verðlaun fyrir þann framúrskarandi árangur sem náðst hefur í þjónustu við mæður og börn. Stuðningurinn frá Íslandi hefur skilað sér í mælanlegum árangri, meðal annars í lækkandi mæðradauða og hækkandi bólusetningarhlutfalli barna yngri en eins árs. </p> <p>Á grafísku myndinni má sjá árángurinn sem náðst hefur í gegnum verkefnin í Mangochi frá árinu 2012.</p>

06.10.2022Skálmöldin í Mósambík hrakið milljón íbúa á flótta

<span></span> <p>Í þessari viku eru fimm ár liðin frá því ofbeldishrina hófst í Cabo Delgado-héraði í norðurhluta Mósambík. Á þeim tíma hefur um ein milljóna manna neyðst til að flýja heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, krefst þess að ofbeldinu verði hætt og stofnunin hvetur alþjóðasamfélagið til að veita varanlegan stuðning við að draga úr þjáningum íbúa á hrakhólum.</p> <p>Enn er mikið um átök á þessu svæði og UNHCR segir í <a href="https://www.unhcr.org/news/briefing/2022/10/633be4474/nearly-1-million-people-fled-five-years-northern-mozambique-violence.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að mikið ofbeldi og upplausn hafi mjög slæm áhrif á líf almennra borgara. „Fólk hefur orðið vitni að því að ástvinir þeirra hafa verið drepnir, hálshöggnir og þeim nauðgað og hús þeirra og aðrir innviðir brenndir til grunna. Einnig hafa karlar og drengir verið skráðir nauðugir í vopnaða hópa. Lífsgæði hafa tapast og skólum lokað ásamt því að aðgengi að nauðsynjum, eins og matvælum og heilbrigðisþjónustu, hefur verið takmarkað. Margir hafa orðið fyrir áfalli eftir að hafa margsinnis neyðst til að flytja til að bjarga lífi sínu,“ segir í fréttinni.</p> <p>Á fimm árum hefur ástand mannúðarmála í Cabo Delgado haldið áfram að versna og átökin hafa nú borist inn í nágrannahéraðið Nampula þar sem fjórar árásir vopnaðra hópa voru gerðar í september. <span></span></p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna bregst stöðugt við þörfum þeirra íbúa í Cabo Delgado-, Nampula- og Niassa-héruðum sem eru á vergangi með mannúðaraðstoð og vernd. „Við veitum skjól og húsbúnað, aðstoðum þá sem þjást af kynbundnu ofbeldi með löglegum, læknisfræðilegum og sálrænum stuðningi og styðjum fólk sem hefur flutt úr landi til að afla sér lögformlegra gagna. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna styður einnig við fólk í öðrum áhættuhópum, meðal annars börn, fatlað fólk og aðraða."&nbsp;</p>

06.10.2022Tveir nýir UNESCO skólar

<span></span> <p>Tveir nýir UNESCO skólar bættust nýlega við UNESCO skólanetið, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Laugarnesskóli.</p> <p style="text-align: start;">UNESCO skólar á Íslandi eru því orðnir fjórtán talsins, einn leikskóli, fimm grunnskólar og átta framhaldsskólar. Þess má geta að Laugarnesskóli er fyrsti grunnskólinn á vegum Reykjavíkurborgar til að verða UNESCO skóli.&nbsp;Enn fleiri skólar bíða nú einnig eftir aðild en umsóknarferlið tekur fáeina mánuði.</p> <p style="text-align: start;">Mennta- og barnamálaráðuneytið gerði nýlega fjögurra ára samning við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um UNESCO skólaverkefnið. Meginmarkmið samningsins eru að að styðja við innleiðingu á helstu þemum UNESCO-skóla, sem eru alþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðin, friður og mannréttindi á leikskóla-, grunnskóla og framhaldsskólastigi. </p> <p style="text-align: start;">Markmið samningsins er einnig að styðja við framgang aðgerðar átta í menntastefnu stjórnvalda, Raddir unga fólksins – virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum; að styðja við stefnu um Barnvænt Ísland og að efla lýðræðis- og mannréttindamenntun.</p>

04.10.2022OCHA: Kallað eftir fjárstuðningi vegna neyðar í Pakistan

<span></span> <p>Úrhelli og flóð hafa leitt til fordæmalausra hamfara í Pakistan frá því í sumar og valdið miklu manntjóni og eignatjóni. Samhæfingarskrifstofa aðgeðra Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, kallaði í morgun eftir 120 milljörðum íslenskra króna til að aðstoða 20,6 milljónir Pakistana í neyð.</p> <p>Bráðabirgðamat Alþjóðabankans bendir til þess að í beinu framhaldi af flóðunum gæti hlutfall fátæktar í landinu hugsanlega aukist um 4,5 til 7,0 prósentustig og hrakið á bilinu 9,9 til 15,4 milljónum manna út í sárafátækt. Konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir fátækt, þar sem aðeins 22,6 prósent kvenna í Pakistan eru virkar á vinnumarkaði og tekjur kvenna að meðaltali um 16 prósent af tekjum karla.</p> <p>Um 33 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á þessum miklu rigningum og flóðum, þar af að minnsta kosti 7,9 milljónir manna sem hafa lent á vergangi. Af þeim hafast um 598 þúsund við í hjálparbúðum. Talið er að nærri 800 þúsund flóttamenn séu hýstir í meira en 40 umdæmum.</p> <p>Samkvæmt yfirvöldum landsins í slysavörnum (National Disaster Management Authority, NDMA) létu yfir 1.600 manns lífið á tímabilinu 14. júní til 28. september og yfir 12.800 manns slösuðust í kjölfar náttúruhamfaranna. Börn eru þriðjungur í skráðum dauðsföllum og meiðslum. </p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum í heiminum. Hún er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023.&nbsp;</p>

03.10.2022Umsóknarfrestur Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs framlengdur til 17. október

<p>Enn er opið fyrir umsóknir í Heimsmarkmiðasjóð atvinnulífs um þróunarsamvinnu og hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til og með mánudeginum 17. október. Sjóðurinn ver allt að 200 m.kr. til samstarfsverkefna íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum á yfirstandandi ári. Fyrirtæki tefla fram fjárfestingu, nýskapandi þekkingu og lausnum til verkefna í þróunarlöndum. Áhersla er á að verkefnin skapi atvinnu og nýja þekkingu í þróunarlöndum auk þess að styðja við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>Áhrifamikil leið til að uppræta fátækt og bæta lífskjör í heiminum er að styðja við atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í þróunarríkjum. Aðkoma einkageirans er lykilforsenda árangurs í þróunarsamvinnu á heimsvísu. Framlag hans hefur á liðnum áratug aukist um 10% á ársgrundvelli og nemur nú helmingi af heildarþróunarframlagi til jafns við framlag hins opinbera. </p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu hefur stutt verkefni á ólíkum sviðum svo sem endurnýjanlegrar orku, sjávarútvegs- og fiskimála, fjármála- og lögfræðiráðgjafar, matvælaframleiðslu og heilbrigðistækni. Sjóðurinn leggur áherslu á að verkefni styðji við einhver hinna þverlægu markmiða þróunarstefnu Íslands og stuðli að mannréttindum, hafi jákvæð loftslags- og umhverfisáhrif eða efli jafnrétti kynjanna.</p> <p><span class="blockqoude">,,Á þriðja tug íslenskra fyrirtækja hafa þegar notið stuðnings úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Íslensk fyrirtæki búa yfir þekkingu og hæfni sem getur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum í þróunarlöndum og geta um leið búið í haginn fyrir framtíðarmakaði. Ég hvet íslensk fyrirtæki til að skoða tækifæri í þróunarsamvinnu með stuðningi Heimsmarkmiðasjóðsins“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu var stofnaður í lok árs 2018. Hann veitir fyritækjum allt að 200.000 evru styrk til verkefna í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/aherslulond/">þróunarlöndum</a>&nbsp; á móti sama eða hærra framlagi fyrirtækja. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er þremur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>&nbsp;fyrir miðnætti mánudaginn 17. október nk. Nánari upplýsingar er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/">heimasíðu utanríkisráðuneytisins.</a></p>

30.09.2022Aukið kynjamisrétti afleiðing átakanna í Úkraínu

<span></span> <p>Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft afar neikvæð áhrif á konur og stúlkur um allan heim, aukið kynjamisrétti og leitt til aukins fæðuskorts, aukinnar vannæringar og orkufátæktar. Í nýrri skýrslu UN WOMEN - <a href="https://www.unwomen.org/sites/default/files/2022-09/Policy-paper-Global-gendered-impacts-of-the-Ukraine-crisis-en.pdf" target="_blank">Global gendered impacts of the Ukraine crisis</a>&nbsp;– er farið yfir fyrirliggjandi gögn og gerð tillaga um að sem fyrst verði hugað að afleiðingum átakanna fyrir konur og stúlkur.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að framfærslukreppan sem nú hefur skapast hafi í för með sér bráða ógn við lífsviðurværi, heilbrigði og velferð kvenna og framtíð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Kreppan sé knúin áfram af röskun stríðsins á olíu- og gasbirgðir, skorti á matvörum eins og hveiti-, maísolíu og sólblómaolíu með þeim afleiðingum að verðlag á matvælum, eldneyti og áburði hefur rokið upp úr öllu valdi. </p> <p>Átökin valdi einnig sýnilegri aukningu á kynbundnu ofbeldi, barnahjónaböndum, brottfalli stúlkna úr skólum og ólaunaðri umönnun sem leggst einkum á konur og stúlkur. Slíkt álag stofni líkamlegri og andlegri heilsu kvenna og stúlkna í enn frekari hættu. </p> <p>Skýrsla UN Women er viðbót við rit sem unnin voru af viðbragðshópi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um hnattrænt hættuástand um afleiðingar stríðsins í Úkraínu og viðbrögð og endurreisn á heimsvísu.</p> <p>Niðurstöður skýrslunnar undirstrika þau hnattrænu áhrif á jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna sem hafa orðið til vegna loftslagsbreytinga, hnignunar umhverfisins og heimsfaraldurs COVID-19. Í lok skýrslunnar eru tillögur um nauðsynlegar ráðstafanir til að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030 með því að efla þátttöku kvenna, leiðtogahæfni og ákvarðanatöku ásamt því að tryggja framboð af matvælum og orku.</p>

29.09.2022UN Women: Öflugasta landsnefndin í heiminum

<span></span> <p>Í nýútkominni ársskýrslu UN Women er sérstaklega minnst á glæsilegan árangur íslensku landsnefndarinnar á sviði fjáröflunar. Ársskýrslan er fyrir árið 2021 en það ár sendi UN Women á Íslandi út hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda sjötta árið í röð, óháð höfðatölu. UN Women á Íslandi er því einn helsti styrktaraðili verkefna UN Women á heimsvísu.</p> <p>Í&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/annual-report/2022">ársskýrslu UN Women</a>&nbsp;kemur fram að stofnunin safnaði 556,3 milljónum Bandaríkjadala frá styrktaraðilum árið 2021. Þetta er hæsta fjárhæð sem stofnunin hefur fengið til verkefna frá upphafi og gerir henni kleift að halda áfram að vinna að jafnrétti öllum til handa. Í skýrslunni er helstu styrktaraðilum þakkaður stuðningurinn, þeirra á meðal er íslenska landsnefndin en þrír helstu styrktaraðilarnir eru BHP Billiton, Bill og Melinda Gates Foundation og landsnefnd UN Women á Íslandi.</p> <p>Samkvæmt frétt á vef landsnefndarinnar eru 9.590 Íslendingar helstu stuðningsaðilar jafnréttis um allan heim. „UN Women á Íslandi er ein tólf landsnefnda UN Women. Landsnefndir vinna að því að vekja athygli almennings á starfi UN Women og stöðu kvenna um allan heim, afla fjár til starfsins og hvetja ríkisstjórnir sínar til að taka þátt í því,“ segir í fréttinni.</p> <p>Eitt helsta markmið UN Women á Íslandi er að safna fjármagni til þess að styðja við öll þau mikilvægu verkefni UN Women á heimsvísu. Þetta gerir landsnefndin með ýmsum fjáröflunarleiðum, en þó einna helst með stuðningi okkar tryggu Ljósbera, sem eru hjartað í starfisamtakanna.</p> <p>„Þó einstakur árangur UN Women á Íslandi sé fagnaðarefni, sýnir það jafnframt hversu fjársvelt stofnunin og verkefni hennar eru.&nbsp;<a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/">Ljósberar UN Women á Íslandi</a>&nbsp;eru um 9.590 talsins og er framlag þessara einstaklinga og fyrirtækja í sama flokki og framlög ríkustu einstaklinga heims. 9.590 Íslendingar veita þriðja hæsta fjármagni til verkefna UN Women, sæti á eftir sjálfri Gates fjölskyldunni. Það er nokkuð sem við og Ljósberar okkar geta verið stolt af.“</p> <p><strong>Enn langt í land</strong></p> <p>Enn er langt í land ef Heimsmarkmið 5 um jafnrétti á að nást fyrir árið 2030. Á síðustu tveimur árum hefur orðið mikið bakslag í jafnréttismálum, meðal annars vegna afleiðinga og viðbragða við COVID-19 heimsfaraldrinum.</p> <p>Kynbundið ofbeldi hefur aukist, konur sinna ólaunuðum umönnunarstörfum af meiri mæli og eru líklegri til að búa við sárafátækt. Þá eru um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/metfjoldi-a-flotta-vegna-ataka-og-loftslagsbreytinga/">100 milljónir á flótta</a>&nbsp;á heiminum í dag og hefur sú tala aldrei verið hærri.</p> <p>Loftslagsbreytingar hafa jafnframt neikvæð&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">áhrif á framgang jafnréttis</a>&nbsp;og jöfnuðar og stigmagna aðeins þann ójöfnuð sem þegar ríkir í heiminum. Konur og stúlkur eru þannig líklegri til að verða fyrir neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga en karlmenn vegna veikrar samfélagsstöðu sinnar.</p> <p>Áframhaldandi stuðningur við UN Women er því gríðarlega mikilvægur næstu árin, bæði til að sporna við því bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum en einnig til að tryggja að Heimsmarkmiðin náist fyrir árið 2030.</p>

28.09.2022Miklar umbætur í vatnsmálum í Buikwe

<span></span> <p>Rúmlega 65 þúsund íbúar 38 fiskiþorpa í Buikwe héraði hafa á síðustu árum fengið aðgang að hreinu vatni fyrir tilstuðlan íslenskrar þróunarsamvinnu í samstarfi við héraðsyfirvöld. Áformað er að setja upp 120 vatnspósta til viðbótar fyrir 55 þúsund íbúa og þá kemur verkefnið til með að nýtast 120 þúsund íbúum í 78 þorpum.</p> <p>Fyrr í mánuðinum kom út myndband frá danska fyrirtækinu Grundfos um vatnsverkefnin í Buikwe en í þeim eru nýttir vatnssjálfsalar frá danska fyrirtækinu, AQtaps, þar sem neytendur greiða rafrænt smáupphæð fyrir vatnið. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NqYSyvPmfTY" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Verkefnið ber heitið <em>Buikwe District Fishing Community Development Programme – Water Project</em> og beinist að því að byggja ný vatnskerfi í strandbyggðum í Buikwe til að tryggja aðgang að hreinu vatni. </p> <p>Arthur Kayaga, vatnsfulltrúi héraðsins, segir frá verkefninu í myndbandinu en nýju vatnspóstarnir fela í sér talsvert þróaðra fyrirkomulag heldur en brunndælurnar sem voru notaðar áður. Kayaga leggur áherslu á að þetta hafi auðveldað fólki að ná í heilnæmt vatn, á hvaða tíma sólarhrings sem er. </p> <p>Áður en ráðist var í þessar framkvæmdir sótti fólk vatn úr Viktoríuvatni þar sem gæði vatnsins eru ótrygg. Því fylgdu ýmsar áskoranir eins og hætta á vatnstengdum sjúkdómum. Jafnframt styttist vegalengdin til að sækja vatnið sem ekki síst kemur sér vel fyrir konur og stúlkur sem oftast sjá um að sækja vatn. Öryggi þeirra eykst því með nýja kerfinu. <span></span></p>

27.09.2022UNHCR: Öflugur stuðningur hjálpar milljónum landflótta Úkraínumanna

<span></span> <p>„Skjót viðbrögð, stuðningur og fjárframlög Íslendinga, sem og annarra Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða, gerði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kleift að bregðast fljótt og samfellt við neyðarástandinu í Úkraínu og nærliggjandi löndum,“ segir í frétt frá Flóttamannastofnun SÞ, UNHCR, sem skrifuð er á íslensku á vef stofnunarinnar.</p> <p>Í fréttinni segir enn fremur: „Það sem af er árinu 2022 hafa Íslendingar lagt til rúma 3,1 milljón Bandaríkjadala til Flóttamannastofnunarinnar, en af því runnu 788.563 Bandaríkjadalir til aðgerða í Úkraínu. 772.499 Bandaríkjadalir voru ekki eyrnamerktir. Árið 2021 lögðu Íslendingar til rúmlega 1,8 milljónir Bandaríkjadala, en þar af voru 26% ekki eyrnamerkt.“</p> <p>Fram í fréttinn að frá því að stríðið hófst í Úkraínu hafi yfir 7,1 milljón flóttamanna frá Úkraínu farið yfir landamærin inn í nágrannalöndin og sumir hafi haldið för sinni áfram til að leita skjóls í löndum víða um Evrópu. „Um leið eru meira en 6,9 milljónir manna í Úkraínu vegalausar í eigin landi og standa frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum, þar á meðal skorti á húsaskjóli, fæði, gistingu, grunninnviðum og aðgangi að atvinnu og menntun.“</p> <p>„Nú þegar vetrarmánuðirnir nálgast þurfa hins vegar margir á brýnum og viðvarandi stuðningi að halda til að takast á við sívaxandi kuldann. Til dæmis er þörf á öruggum gististöðum, viðgerðum á skemmdum heimilum, hlýjum fatnaði og sálfélagslegum stuðningi.“</p> <p><a href="https://www.unhcr.org/" target="_blank">Nánar á vef UNHCR</a></p> <p><span></span></p>

26.09.2022Sendinefnd frá Síerra Leone heimsækir Ísland í tengslum við þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Sendinefnd frá sjávarútvegsráðuneyti Síerra Leóne var í heimsókn á Íslandi í síðustu viku í boði utanríkisráðuneytisins í tengslum við þróunarsamvinnu landanna. Fyrir nefndinni fór Emma Josephine Kowa, sjávarútvegsráðherra, en sendinefndin átti fundi með fulltrúum ráðuneytisins og kynnti sér starfsemi helstu stofnana á sviði sjávarútvegs – Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Sjávarútvegsskóla GRÓ og Matís.</p> <p>Á dagskránni var einnig heimsókn í matvælaráðuneytið og vettvangsferð um Reykjanes þar sem sendinefndin fékk meðal annars innsýn í sögu íslensks sjávarútvegs, fylgdist með eftirlitsflugi dróna á vegum Fiskistofu og heimsótti frystihús og fyrirtæki.</p> <p>Þetta er fyrsta heimsókn sendinefndar frá Síerra Leóne til Íslands. Heimsóknin er hluti af undirbúningi fyrir nýtt verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Gert er ráð fyrir að slíkt verkefni geti orðið veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu landanna, með sterkri aðkomu íslenskra sérfræðinga og stofnana á því sviði. Verkefnið mun miða að því að styðja stjórnvöld í Síerra Leóne í takti við áherslur þeirra í málaflokknum og efla þeirra eigin fiskveiðistjórnunar- og eftirlitskerfi ásamt því að bæta aðstæður við meðferð afla í fiskiþorpum. &nbsp;</p> <p>„Ég get sagt með fullri vissu að Síerra Leóne bíður þess með óþreyju að komið verði á fót sendiráði Íslands í höfuðborg okkar, Freetown. <span data-slate-node="text">Það mun dýpka þau tengsl sem fyrir eru og áframhaldandi samstarf milli landanna,“ sagði Emma Josephine Kowa sjávarútvegsráðherra á fundi með Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. </span></p> <p>Samstarf Íslands og Síerra Leóne í þróunarsamvinnu hófst árið 2018 með þátttöku í svæðaverkefni Alþjóðabankans í fiskimálum, með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda og bæta lífsviðurværi fólks í fátækum fiskimannasamfélögum á heildstæðan hátt. Ísland hefur einnig stutt við þjálfun og uppbyggingu á getu ráðuneyta og stofnana fyrir skilvirka og sjálfbæra fiskveiðistjórnun í gegnum árin í samstarfi við Sjávarútvegsskóla GRÓ og hafa tólf sérfræðingar frá Síerra Leóne útskrifast frá skólanum. </p> <p>Síerra Leóne er nýtt tvíhliða samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu og þar er unnið að opnun sendiráðs sem mun fyrst og fremst sinna þróunarsamvinnu. Landið er meðal þeirra fátækustu í heimi og samkvæmt nýjasta lífskjaralista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, er Síerra Leóne í tíunda neðsta sæti þjóða heims.</p>

23.09.2022Námskeið á Selfossi í samhæfingu alþjóðlegrar rústabjörgunar

<span></span> <p><span style="background-color: white;">Í vikunni hefur staðið yfir á Selfossi alþjóðlegt námskeið í samhæfingu rústabjörgunarveita á vegum utanríkisráðuneytisins. Á námskeiðinu var farið yfir samhæfingu alþjóðlegra björgunarteyma á vettvangi og æfingar skipulagðar í viðbrögðum. Þátttakendur voru tuttugu og fjórir frá fjórtán löndum og kennarar tíu frá sjö löndum.</span></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina sem sérhæfir sig í leit og rústabjörgun.<span style="background: white; color: black;"> Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þátt í samræmingarstarfi Sameinuðu þjóðanna og rekur </span>Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina <span style="background: white; color: black;"><a href="https://www.landsbjorg.is/icelandic-association-for-search-and-rescue" target="_blank">ICE-SAR</a> sem var stofnuð með samkomulagi milli Landsbjargar og utanríkisráðuneytisins. </span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Eins og kunnugt er hafa íslenskar björgunarsveitir tekið þátt í verkefnum erlendis frá árinu 1999 og farið í útköll til hamfarasvæða í útlöndum þar sem sérþekking þeirra hefur verið nýtt, meðal annars við rústabjörgun eftir jarðskjálfta. <a href="https://www.insarag.org/" target="_blank">INSARAG</a>&nbsp;(International Search and Rescue Advisory Goup) er alþjóðlegur samstarfsvettvangur undir hatti Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna, <a href="https://www.unocha.org/" target="_blank">OCHA</a>, um rústabjörgun (USAR – Urban Search and Rescue).</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">INSARAG var stofnað 1991 og Ísland er eitt af stofnríkjum samtakanna.</span></p>

23.09.2022Fylkja liði gegn yfirvofandi hungursneyð

<span></span> <p>Þjóðarleiðtogar, mannúðarsamtök og einkaaðilar hétu í gær alls 280 milljónum dala – tæpum 40 milljörðum króna – til að berjast gegn síversnandi vannæringu barna í heiminum. Frá því í júlí nema slíkar skuldbindingar alls 577 milljónum dala, um 82 milljörðum króna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ráðstafar að minnsta kosti 60 prósent þeirrar upphæðar til að halda áfram lífsbjargandi verkefnum.</p> <p>UNICEF stóð fyrir viðburði í gær á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna ásamt Þróunarsamvinnustofnun Bandaríkjanna (USAID), Children‘s Investment Fund Foundation (CIFF) og stjórnvöldum í Senegal í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Yfirskrift viðburðarins var The Child Malnutrition Crisis: Pledging to Save Lives.</p> <p>Ríkisstjórnir Kanada, Írlands, Hollands og Bretlands, auk Aliko Dangote Foundation, Bill &amp; Melinda Gates Foundation, CIFF, Eleanor Crook Foundatiion, Greta Thunberg Foundation, Humanitarian Services of The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints og King Philanthopies komu þar saman og hétu því að leggja málstaðnum lið. </p> <p>„Hamfaraþurrkar vegna loftslagsbreytinga, átök og hækkandi matvælaverð hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir ung börn víða um heim sem glíma nú við alvarlega vannæringu sem aldrei fyrr. Í þeim löndum sem verst hafa orðið úti, þar á meðal á Afríkuhorni og í Sahel verður barn alvarlega vannært á hverri einustu mínútu samkvæmt nýjustu greiningu UNICEF,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>„Milljónir barna eru á heljarþröm þess að verða hungurmorða – ef ekkert verður að gert endar þetta með hörmungum,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF. „Þakklæti er okkur hjá UNICEF efst í huga yfir þessum framlögum sem okkur hafa borist en það þarf meira af óbundnu fjármagni til að ná til barna áður en það er um seinan. Við getum ekki staðið hjá og látið börn deyja, ekki þegar við höfum allt sem þarf til að koma í veg fyrir það, greina og meðhöndla alvarlega vannæringu og rýrnun.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/fylkja-lidi-i-barattunni-gegn-yfirvofandi-hungursneyd" target="_blank">Sjá nánar á vef UNICEF</a></p>

22.09.2022Úganda: Þakklæti heimamanna fyrir umbætur í menntun

<span></span> <p>Sendiráði Íslands í Kampala barst á dögunum meðfylgjandi myndband frá Ssebaggala, biskupi Mukono biskupsdæmisins í Úganda. Hann vildi með myndbandinu koma á framfæri þakklæti fyrir menntaverkefni sem unnið hefur verið að í héraðinu með stuðningi frá Íslandi. Verkefnið beinist að endurnýjun og endurbótum á innviðum og aðstöðu í skólum í Buikwe héraði með það að leiðarljósi að auka gæði kennslu og velferð nemenda og starfsfólks.</p> <p>Menntaverkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefni Íslands í Buikwe um bætta grunnþjónustu héraðsstjórnarinnar við efnalítil fiskiþorp við strendur Viktoríuvatns. Í skólum héraðsins hafa verið byggðar nýjar kennslustofur, starfsmannahús, eldhús og stjórnunarbyggingar, auk þess sem salernisaðstæður hafa verið bættar fyrir nemendur og starfsfólk. </p> <p>&nbsp;<span>&nbsp;</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/XQkYYPB_2Ok" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í myndbandinu koma margir fram til að tjá sig um breytingarnar í skólunum. Yfirkennari eins skólans tjáir sig um framfarir sem orðið hafa í þeim skóla vegna stuðnings frá Íslandi. Áður en framkvæmdir hófust á skólanum voru þar 700 nemendur en í dag eru 1600 nemendur við skólann. Einnig er nú aðgengi fyrir hendi að skólastofum með nægilegt pláss fyrir nemendur og bækur, bókahillur og skólabekkir til staðar.</p> <p>Musaasizi Kizito Julius, menntamálafulltrúi héraðsins, talar um mikilvægi góðs aðgengis að frambærilegum skólum til að betrumbæta menntun barnanna. Fyrir framkvæmdirnar voru mikil þrengsli og yfirleitt um þrír bekkir saman í einni skólastofu. Hver bekkur þurfti að snúa í ákveðna átt til að skilja sig frá hinum bekkjunum. </p> <p>Í lokin þakkar Ssebaggala biskup íslenska ríkinu fyrir verkefnið, með von um frekara samstarf af hálfu Íslands í héraðinu tengda menntun barna. </p>

21.09.2022Erindi í Háskóla Íslands um ástandið í Eþíópíu

<span></span> <p>Á morgun, fimmtudaginn 22. september, flytur Sophie Gebreyes framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu erindi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og námsbrautar í mannfræði um ástandið í Eþíópíu og verkefni Hjálparstarfs Lútherska heimssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Sophie hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum hjá hjálparsamtökum í Afríku og í Suður-Ameríku, þar með talið hefur hún verið framkvæmdastjóri LWF í Eþíópíu frá árinu 2013. Sophie lærði lögfræði í Addis Ababa og lauk meistaragráðu í frönsku og þróunarfræðum frá The University of Winnipeg. </p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í samstarfi við LWF/DWS í Eþíópíu í áratugi og stærsta verkefni samtakanna í þróunarsamvinnu hefur verið þar frá árinu 2007. Í ár og í fyrra hefur Hjálparstarfið einnig fjármagnað mannúðaraðstoð í norðanverðu landinu með stuðningi utanríkisráðuneytisins þar sem hörð átök hafa verið milli stjórnarhers Eþíópíu og Frelsishers Tigray.</p> <p>Viðburðurinn verður í stofu 103 á Háskólatorgi klukkan 17 til 18 og eru öll velkomin að hlýða á erindið.</p>

20.09.2022Fjórðungur jarðarbúa býr í óstöðugum ríkjum

<span></span> <p class="MsoNormal">Stríð Rússa gegn Úkraínu, langvarandi faraldur kórónuveirunnar og tjón af völdum hamfarahlýnunar eru þrír samverandi þættir sem veikja stöðu fátækustu ríkja heims, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Sameinuðu þjóðann, OECD, um óstöðug ríki.</p> <p class="MsoNormal">Samkvæmt skýrslunni - <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/development/states-of-fragility-2022_c7fedf5e-en" target="_blank">States of Fragility 2022</a>&nbsp;– sem kom út í gær eru sextíu ríki í flokki óstöðugra ríkja, fleiri en nokkru sinni frá því OECD hóf útgáfu árlegra samantekta fyrir sjö árum um ríki sem búa við efnahagslegar, umhverfislegar, félagslegar og pólitískar ógnir, sem þau hafa ekki burði til að takast á við.</p> <p class="MsoNormal">Í þessum sextíu ríkjum, svæðum eða heimshlutum býr um fjórðungur mannkyns, eða 24 prósent jarðarbúa. Um 73 prósent lifa við sárafátækt og þar búa 95 prósent þeirra 274 milljóna manna sem Sameinuðu þjóðirnar telja að þurfi á mannúðaraðstoð að halda.</p> <p class="MsoNormal">„Við lifum tíma sem skilgreindir eru út frá margþættum ógnum, áföllum og óvissu,“ segir í skýrslu OECD.</p> <p class="MsoNormal">Aðeins einn af hverjum þremur einstaklingum í óstöðugum ríkjum hefur fengið bóluefni gegn COVID-19, samanborið við þrjá af fjórum í vel stæðum ríkjum OECD. Þá er vakin athygli á því í skýrslunni að óstöðugu ríkin sextíu standa einungis undir 4 prósenta losun gróðurhúsalofttegunda en verða hins vegar illilega fyrir barðinu á náttúruhamförum sem tengjast hamfarahlýnun.</p> <p class="MsoNormal">Þau fimm ríki á lista OECD sem er verst stödd eru Sómalía, Suður-Súdan, Afganistan, Jemen og Miðafríkulýðveldið. Ný ríki á listanum eru Benín, Tímor-Leste og Túrkmenistan. Engin ríki hurfu af listanum frá fyrra ári.</p>

19.09.2022CERF úthlutun til vanfjármagnaðrar mannúðaraðstoðar

<span></span> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, lagði fram á dögunum hundrað milljónir bandarískra dala til að styrkja vanfjármagnaðar mannúðaraðgerðir í ellefu löndum Afríku, Asíu, Suður-Ameríku og Miðausturlöndum. Í þessum ríkjum er lífi fólks og lífsviðurværi ógnað af stríðsátökum, loftslagsbreytingum, hungri og nauðungarflutningum. Um er að ræða rúmlega 200 milljónir manna sem að mati sjóðsins búa við gífurlega örbirgð.</p> <p>Að sögn Martin Griffiths mannúðarstjóra Sameinuðu þjóðanna draga milljónir fjölskyldna fram lífið án lífsbjargandi stuðnings, einkum á svæðum þar sem bágindin fá litla athygli á alþjóðavettvangi. Fjármögnun frá neyðarsjóð CERF er hugsuð til þess að fylla skarð vanfjármagnaðrar mannúðaraðstoðar og Jemen fær að þessu sinni hæsta framlagið, 20 milljónir Bandaríkjadala. </p> <p>Önnur lönd sem fá stuðning eru Suður-Súdan, Mjanmar, Nígería, Bangladess, Úganda, Venesúela, Malí, Kamerún, Mósambík og Alsír.</p> <p>„Milljónir manna verða fyrir fordæmalausum erfiðleikum í átökum, þurrkum, flóðum og öðru neyðarástandi í mannúðarmálum þar sem umfangið hefur farið gríðarlega fram úr þeim úrræðum sem við höfum yfir að ráða. Þessi CERF úthlutun mun taka á þeim vanda," segir Griffiths. "Ég þakka framlagsríkjum sem þegar hafa heitið 502 milljónum dala í CERF á þessu ári og hvet þá til að halda áfram að einbeita sér að þessum vanfjármögnuðu kreppum. Viðvarandi stuðningur þýðir að mannúðarsamtök geta náð til fleiri og bjargað fleiri mannslífum."</p> <p>Með þessari fjármögnun hefur CERF úthlutað 250 milljónum dala það sem af er ári. CERF er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð.</p>

15.09.2022Nítján nemendur útskrifast frá Landgræðsluskóla GRÓ

<span></span> <p>Landgræðsluskóli GRÓ útskrifaði í gær nítján sérfræðinga, sjö konur og tólf karla, frá átta löndum. Landgræðsluskólinn er eitt fjögurra þjálfunarprógramma sem rekin eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem starfar undir merkjum UNESCO og er ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið miðstöðvarinnar er að byggja upp færni og þekkingu í þróunarlöndunum á sviðum þar sem sérþekking Íslendinga nýtist. Einnig eru starfandi á vegum GRÓ Jarðhitaskóli, Sjávarútvegsskóli og Jafnréttisskóli.</p> <p>Með nýútskrifaða hópnum í dag er heildarfjöldi nemenda sem lokið hafa sex mánaða námi á vegum GRÓ kominn upp í 1555. Þá hafa 98 lokið meistaragráðu með stuðningi GRÓ, tuttugu doktorsgráðu og á fjórða þúsund setið stutt námskeið á vettvangi.</p> <p>Nemendurnir nítján koma frá átta löndum: Mongólíu, Kyrgystan, Uzbekistan, Gana, Úganda, Malaví, Lesótó og Nígeríu. Öll eru þau sérfræðingar sem starfa á sviði sjálfbærrar landnýtingar og vistheimtar í heimalöndum sínum. Fjórir nemendanna eru frá Mongólíu og voru sendiherra landsins gagnvart Íslandi, hr. Tuvdendori Janabazar og eiginkona hans, Batsanaa Bayartogtokh, viðstödd útskriftina í gær. Mongólía hefur verið eitt af áherslulöndum skólans frá upphafi og alls hafa 32 nemendur frá landinu útskrifast frá Landgræðsluskóla GRÓ.</p> <p>Þá voru í útskriftarhópnum tveir nemendur, frá Malaví og Nígeríu, sem starfa fyrir landsvæði sem eru hluti af alþjóðlega netverkinu „Maðurinn og lífhvolfið“ (Man and the Biosphere MAB) á vegum UNESCO. Utanríkisráðuneytið mun styrkja yfir fimm ára tímabil tvo nemendur á hverju ári sem starfa fyrir MAB svæði víða um heim til þátttöku í Landgræðsluskóla GRÓ.</p> <p>Ávörp fluttu Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ og Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem hýsir Landgræðsluskólann. &nbsp;</p>

15.09.2022Fjölsótt netnámskeið Jarðhitaskólans um jarðvarmaorku

<span></span> <p>Þrjú hundruð þátttakendur frá um tuttugu löndum á Asíu- og Kyrrahafssvæðinu tóku þátt í þriðju námskeiðaröð Jarðhitaskólans „Netnámskeið um jarðvarmaorku“. Þessum námskeiðum er beint að þeim sem taka ákvarðanir í samstarfslöndum okkar um þróun jarðvarmaauðlinda og kynna fyrir þeim alla möguleika sem jarðvarmi hefur upp á að bjóða. </p> <p>Fyrsta þáttaröðin beindist að Afríku, önnur að rómönsku Ameríku og Karíbahafi en þessi þriðja, sem haldin var á dögunum, beindist að Asíu og Kyrrahafi. Margir af fyrrverandi nemendum skólans og helstu sérfræðingar Íslands á sviði jarðhita kynntu og ræddu um mikla möguleika og efnahagslega hagkvæmni auðlindarinnar, allt frá orkuframleiðslu til snyrtivöruframleiðslu til fiskeldis, auk tengdra ávinninga. </p> <p>Námskeiðinu var mjög vel tekið og ljóst að þessi nýi vettvangur skapar skólanum tækifæri til að miðla jarðhitaþekkingu enn frekar og með aðgengilegri hætti. </p> <p>Alls fluttu rúmlega þrjátíu sérfræðingar erindi á námskeiðinu.</p>

14.09.2022Aukin framlög til mannúðarstofnana vegna hamfara í Sómalíu og Pakistan

<p><span>Utanríkisráðherra hefur ákveðið að bregðast við neyðarástandi í Sómalíu og Pakistan með viðbótarfjármagni til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða þrjátíu milljóna króna framlag til WFP vegna afleiðinga langvarandi þurrka í Sómalíu og þrjátíu milljóna króna framlag til UNHCR í kjölfar mannskæðra flóða í Pakistan.</span></p> <p><span>„Áhrifa loftslagsbreytinga gætir nú þegar víða um heim og eru íbúar fátækari ríkja þar í mestri hættu. Okkur ber skylda til að leggja okkar að mörkum og veita neyðaraðstoð þegar hamfarir sem þessar verða,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Í Sómalíu standa um sjö milljónir íbúa frammi fyrir hungursneyð eftir verstu þurrka í fjörutíu ár. Fjögur regntímabil í röð hafa brugðist og útlit er fyrir að það næsta muni einnig bregðast. Talið er að alls 1,5 milljónir barna undir fimm ára aldri séu þar vannærð og þar af glíma hátt í fjögur hundruð þúsund við lífshættulega vannæringu. Rúm ein milljón manns hefur hrakist frá heimilum sínum vegna þurrkanna, þar af 750 þúsund á þessu ári.&nbsp;</span></p> <p><span>Neyðarástand ríkir einnig í Pakistan þar sem um 33 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á verstu flóðum þar í marga áratugi. Talið er að rúmlega eitt þúsund manns, fjölmörg börn þar á meðal, hafi farist frá því miklar rigningar hófust um miðjan júní. UNHCR áætlar að um fimm hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín vegna flóða og hafist nú við í flóttamannabúðum. Nærri ein milljón heimila hefur eyðilagst og 700 þúsund búfjár drepist. Þá hafa miklar skemmdir orðið á innviðum með þeim afleiðingum að íbúar eiga erfitt um vik að koma sér á öruggari staði og erfitt er að koma neyðaraðstoð til bágstaddra.</span></p>

13.09.2022Tógólísa besta myndin á kvikmyndahátíð kvenna

<span></span> <p>Tógólísa, heimildamynd Öldu Lóu Leifsdóttur, um rokkbúðir stúlkna í Tógó, var á dögunum valin besta myndin á kvikmyndahátíð kvenna í Los Angeles. Myndin fjallar um rokkbúðir í Tógó í Vestur-Afríku, verkefni samtakanna Stelpur rokka! í samstarfi við félagið Sól í Tógó og Association Mirlinda. Verkefnið hefur notið stuðnings utanríkisráðuneytisins allt frá árinu 2016. Í fyrra fékk verkefnið áframhaldandi styrk til næstu ára en jafnframt er stutt við rekstur tónlistarmiðstöðvar í Tógó.</p> <p>Kvikmynd Öldu Lóu var valin besta myndin í flokki heimildamynda á kvikmyndahátíðinni City of Angels Women´s Film Festival. Í rokkbúðunum í Tógó hittast að jafnaði um fimmtíu stúlkur að sumri og hausti til að spila og syngja gospeltónlist sem þær þekkja úr kirkjunni og dansa við vestur-afrískt rapp og popp. Í myndinni kynnast áhorfendur stúlkunum sem taka þátt og kennurunum sem stýra búðunum, jafnframt er dregin upp mynd af samfélagi sem hefur gengið í gegnum mikil umskipti og fjallað um breytt viðhorf kvennanna til þeirra sjálfra og samfélagsins.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2ftogolisa%2fvideos%2f726281855108861%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowfullscreen="true" allow="autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p>Rokkbúðirnar hafa meðal annars þann tilgang að því að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft en slíkt rými er oftar en ekki ætlað drengjum. Stúlkur á aldrinum 9-19 ára koma víða að í Tógó til að sækja rokkbúðirnar og tógóskar tónlistarkonur taka þátt í að kenna eða heimsækja búðirnar.</p>

12.09.2022Öryggi og friður samfélaga á landamærum Malaví og Mósambík

<span></span> <p>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Malaví voru viðstaddir athöfn í Mangochi héraði á dögunum þegar verkefni sem ætlað er að stuðla að friðsamlegum samfélögum á landamærum Malaví og Mósambík var ýtt úr vör. Sendiráð Íslands og Írlands í Malaví styrkja verkefnið fjárhagslega en það er unnið í samráði við héraðsyfirvöld Mangochi og stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Timothy Mtambo, ráðherra þjóðareiningar og friðar, var heiðursgestur viðburðarins.</p> <p>Malaví og Mósambík deila 1.750km löngum landamærum sem lítið eftirlit er með. Að mati sérfræðinga er hætta á því að átök í norðurhluta Mósambík leiði til aukins óstöðuleika í nágrannahéruðunum í Malaví vegna aukinna flutninga yfir landamærin og bágu efnahagsástandi. Ráðherrann fagnaði verkefninu og ítrekaði að þótt Malaví væri friðsamt ríki væri vaxandi spenna og átök innan samfélaga áhyggjuefni sem bæri að fyrirbyggja og leysa. </p> <p>Til að draga úr líkum á átökum vegur einna þyngst að efla grunnþjónustu og auka efnahagsleg tækifæri íbúa á landamæraþorpum. Þetta hefur Ísland gert í gegnum héraðsþróunarverkefnin í Mangochi með umfangsmiklum verkefnum á sviði uppbyggingar heilsuinnviða, bættu aðgengi að vatni og grunnskólanámi, efnahagslegri valdeflingu kvenna og ungmenna og stuðningi við héraðsskrifstofuna. </p> <p>Til þess að auka viðnám í þorpum hefur Ísland stutt margvísleg verkefni í Makanjira sem er fátækt afskekkt svæði við landamæri Mósambík. „Stuðningur Íslands við þorp í Makanjira nemur um tveimur milljónum Bandaríkjadala og veitir heildstæða aðstoð við fátækt fólk, efnahagsleg tækifæri og aðgengi að grunnþjónustu. Við vitum að fátækt og atvinnuleysi ungs fólks er drifkraftur átaka,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. </p> <p>Verkefnið byggir á grunni laga um frið og samheldni (Peace and Unity Bill) sem var samþykkt í mars. Lögin fela í sér að færa sveitarfélögum/samfélögum tæki og tól sem geri þeim kleift að bera kennsl á, fyrirbyggja og leysa átök innan og milli hópa. Stuðst verður við landsáætlun um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi sem samþykkt var í fyrra. Aðgerðarætlun Malaví var unnin af skrifstofu forseta Malaví með tæknilegri aðstoð UN Women og fjárhagslegri aðstoð Íslands. <span>&nbsp;&nbsp;</span></p>

12.09.2022Lífskjaravísitala UNDP: Lífskjör rýrna í níu af hverjum tíu ríkjum

<span></span> <p>Ítrekaðar kreppur hamla framförum með þeim afleiðingum að lífskjör rýrna í níu ríkjum af hverjum tíu samkvæmt nýútkominni Lífskjaravísitölu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP: The Human Develpment Index. „Heimurinn hefur farið úr einni kreppu í aðra og hefur fest í hlutverki slökkviliðs og verið ófær um að ráðast að rótum þess vanda sem við er að glíma. Ef ekki er breytt snarlega um stefnu má búast við enn frekari skorti og óréttlæti,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Ísland er í þriðja sæti á lífskjaralistanum líkt og síðast. Sviss og Noregur eru í efstu sætunum.</p> <p>Lífskjaraskýrsla UNDP nefnist „Óvissir tímar, röskun lífs: Að skapa framtíðina í heimi umbreytinga,“ (“Uncertain Times, Unsettled Lives: Shaping our Future in a&nbsp;Transforming&nbsp;World”). Í henni er því haldið fram að sífellt meiri óvissa valdi röskun á lífi fólks á fordæmalausan hátt. </p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/lifsgaedi-i-heiminum-afturfor-i-9-af-hverjum-10-rikjum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, hefur ástandið undanfarin tvö ár haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir milljarða manna um allan heim. Stríðið í Úkraínu fylgdi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurins, sem skullu á heiminum á tíma gríðarlegra félagslegra og efnahagslegra umskipta, hættulegra breytinga á plánetunni og aukinnar sundrungar.</p> <p>Í fyrsta skipti á þeim 32 árum sem UNDP hefur tekið saman lífskjaravísitöluna (The Human Development Index), hefur lífskjörum almennt hnignað í heiminum tvö ár í röð. Lífskjör hafa minnkað og eru komin aftur á það stig sem þau voru að meðaltali í heiminum 2016. Þetta þýðir að stór hluti þess árangurs, sem náðst hafði í að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, hefur gengið til baka.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/747474374?h=25e06850bf" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>„Veröldin er að reyna að staulast á fætur eftir tvær kreppur, hvora a á fætur annarri,“ segir Achim Steiner, forstóri UNDP. „Það sverfur að vegna dýrtíðar og orkukreppu. Þá er freistandi fyrir ráðamenn að grípa til skammtímalausna til að vinna bug á orkukreppunni á borð við niðurgreiðslu jarðefnaeldsneytis. Hins vegar slær það aðeins á frest óumflýjanlegum langtíma kerfisbundnum breytingum. Við erum sem stendur sem lömuð gagnvart þessum breytingum. Óvissa ríkir í heiminum og við þurfum á endurnýjun hnattrænnar samstöðu að hald til þess að glíma við innbyrðist tengdar, sameiginlegar áskoranir.“</p> <p>Hann segir að markmið nýrrar greiningar sé að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig hægt er brjótast út úr blindgötunni og marka nýja braut úr hnattrænni óvissu. „Við höfum skamman tíma til stefnu til endurræsa kerfi okkar og tryggja framtíð sem byggir á markvissum loftslagsaðgerðum og nýjum tækifærum fyrir alla.“</p> <p><a href="https://hdr.undp.org/human-development-report-2021-22" target="_blank">Vefur Human Developing Report 2021-22</a></p>

05.09.2022GRÓ tók þátt í UNESCO deginum

<p>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tók þátt í UNESCO deginum sem íslenska UNESCO nefndin skipulagði þann 1. september sl. Þar komu saman fulltrúar þeirra ráðuneyta, stofnana og annarra aðila sem tengjast starfi UNESCO á Íslandi á einn eða annan hátt en GRÓ starfar undir merkjum UNESCO. Dagurinn var kjörið tækifæri til að heyra af ólíku starfi sem tengist UNESCO á Íslandi, kynnast innbyrðis og skoða möguleika til frekara samstarfs. UNESCO dagurinn fór fram á Þingvöllum, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO.</p> <p>Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, kynnti á fundinum starf GRÓ og þjálfunarprógrammanna fjögurra sem eru starfrækt á vegum miðstöðvarinnar en fulltrúar allra þeirra voru viðstaddir fundinn. Þá sagði hún frá stærstu verkefnunum framundan, eins og þeirri vinnu sem nú er á lokametrunum við að setja miðstöðinni breytingakenningu (e. Theory of change). Þar er um að ræða aðferðafræði við árangursstjórnun sem UNESCO leggur áherslu á í sínu starfi. Í breytingakenningunni er skýrt frá því hvernig GRÓ mun vinna markvisst að þeim langtímaáhrifum sem stefnt er að með starfinu. Samhliða verður settur fram árangursrammi fyrir GRÓ, þar sem greint er frá því hvernig árangur af einstaka þáttum í starfinu verður mældur. Einnig mun GRÓ setja fram stefnumörkun um áherslur í starfinu næstu fimm árin. </p> <p>Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ, sagði frá samstarfi við verkefnið Maðurinn og lífhvolfið innan UNESCO (e. Man and the Biosphere - MAB). GRÓ mun árlega á tímabilinu 2022-2026 bjóða tveimur ungum sérfræðingum sem starfa hjá svæðum í þróunarríkjum sem tilheyra MAB netverkinu til að taka þátt í sex mánaða þjálfuninni á Íslandi. Sjöfn sagði einnig frá þátttöku Landgræðsluskólans í hliðarviðburði á ársfundi MAB, sem fram fór í höfuðstöðvum UNESCO í París í júní sl.</p> <p>Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ, sagði frá samstarfi við UNESCO um gerð netnámskeiðs sem mun bera heitið Karlmenn, drengir og karlmennskur (Men, Boys and Masculinities). Námskeiðið verður fjórða netnámskeiðið sem Jafnréttisskólinn framleiðir innan edX netverksins og er stefnt að því að hleypa því af stokkunum í ágúst á næsta ári. Netnámskeið af þessu tagi eru öllum opin og hægt að sækja þau án endurgjalds. Þannig gera þau fólki sem hefur takmarkaðan aðgang að menntun tækifæri til mennta sig. Námskeiðin sem Jafnréttisskólinn hefur þegar sett á netið hafa verið mjög vinsæl og hefur stór hluti skráðra þátttakenda komið frá þróunarlöndum.</p> <p>Meðal annarra sem fluttu erindi á UNESCO deginum voru Auðbjörg Halldórsdóttir, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu, sem sagði frá setu Íslands í framkvæmdastjórn UNESCO árin 2021-2025 og starfi Íslands innan UNESCO. Þá tóku einnig til máls fulltrúar Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Vigdísarstofnunar, UNESCO skólanna, og Kötlu og Reykjaness jarðvanga.</p>

02.09.2022GRÓ tekur í notkun húsnæði fyrir nemendur á Grensásvegi

<span> </span> <p><span>GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu hefur tekið á leigu húsnæði að Grensásvegi 14 til að hýsa nemendur GRÓ, gestakennara og framhaldsnemendur á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu íbúar hússins, nemendur Jarðhitaskólans, flytja inn mánudaginn 5. september. Í húsinu er aðstaða til að hýsa allt að 28 manns og að auki góð félagsaðstaða fyrir nemendur. Með húsinu skapast því möguleikar fyrir nemendur GRÓ að kynnast og eiga aukin samskipti.</span></p> <p><span>GRÓ starfrækir fjögur þjálfunarprógrömm á Íslandi undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, þ.e. Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Öll vinna þau að því að efla getu stofnana og einstaklinga í þróunarríkjunum á sviðum þar sem Ísland býr yfir sérþekkingu og hafa um áratugaskeið verið ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um GRÓ á <a href="https://www.grocentre.is/is">vef miðstöðvarinnar.</a><br /> </span></p>

02.09.2022Konur og jaðarsettir hópar verst úti í flóðunum í Pakistan

<span></span> <p>Konur, stúlkur og jaðarsettir hópar verða verst úti í hamfaraflóðunum í Pakistan að mati Adil Sheraz framkvæmdastjóra CARE hjálparsamtakanna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/08/1125752">sent út neyðarkall</a>&nbsp;sökum ástandsins og hafið neyðarsöfnun til að bregðast við þörfinni.</p> <p>„Við vitum að konur, stúlkur og jaðarsettir hópar verða hvað verst úti þegar náttúruhamfarir dynja á en eiga jafnframt erfiðast með að nálgast neyðaraðstoð. Barnshafandi konur á hamfarasvæðunum geta ekki fætt börn sín við viðunandi aðstæður þar sem flóðin hafa skolað burt heimilum og heilbrigðisstofnunum. Þetta stefnir lífi þeirra og barna þeirra í hættu,“ segir Adil Sheraz.</p> <p>Fulltrúar Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, telja að um 650 þúsund barnshafandi konur séu búsettar á hamfarasvæðunum og hafi ekki aðgang að viðunandi heilbrigðisþjónustu.</p> <p>„Mest ríður á að tryggja aðgang að hreinu vatni, matvælum, lyfjum og heilbrigðisþjónustu. Óttast er að vatnsbornar sýkingar á borð við iðrasýkinga sem valda uppköstum og niðurgangi breiðist hratt út meðal fólks á hamfarasvæðunum,“ segir í <a href="https://unwomen.is/konur-og-jadarsettir-hopar-verst-uti-i-flodunum-i-pakistan/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p> <p>Þar kemur fram að flóðin, sem hófust í júní, hafi farið yfir 72 prósent af landsvæði Pakistan og kostað meira en 1.100 mannslíf. Þau hafi lagt heimili, skólabyggingar og sjúkrastofnanir í rúst. Að auki hafa vegir og aðrir mikilvægir innviðir eyðilagst í vatnsflaumnum. Óttast sé að fleiri flóð verði á næstu vikum og kunni að valda enn frekari mannskaða og eyðileggingu.</p> <p>„Það er staðreynd að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/kynbundid-ofbeldi/">kynbundið ofbeldi eykst</a>&nbsp;á tímum hamfara og átaka. Á svæðunum sem verst hafa orðið úti í flóðunum, sefur fólk úti undir berum himni og fjölskyldur hafa splundrast. Þetta ástand gerir konur og stúlkur berskjaldaðri gegn kynbundnu ofbeldi og mansali. UN Women er á staðnum og vinnur að því að greina þarfir kvenna, stúlkna og jaðarsettra hópa á flóðasvæðunum. UN Women og samstarfsaðilar hafa veitt konum, stúlkum og&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/">jaðarsettum hópum neyðaraðstoð</a>&nbsp;á borð við húsaskjól, matvæli, læknisaðstoð og hreinlætisvörur,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>Þá hefur UN Women tryggt aðgengi kvenna og stúlkna að lögfræðiaðstoð, áfallahjálp og peningagreiðslum án skilmála.</p> <p>Hér er hægt að lesa nánar um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">kynjuð áhrif loftslagsbreytinga</a>.</p>

02.09.2022Reykjavík Geothermal setur á fót jarðhitarannsóknarstofu í Eþíópíu

<span></span> <p>Jarðhitaþróunarfélagið Reykjavík Geothermal (<a href="https://www.rg.is/" target="_blank">RG</a>) hyggst setja á fót rannsóknarstofu á sviði jarðhita í Eþíópíu í samstarfi við heimamenn, bæði opinbera aðila og einkaaðila. Til þess hefur félagið hlotið styrk frá utanríkisráðuneytinu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu.</p> <p>Rannsóknarstofan mun sérhæfa sig í vatns- og gassýnagreiningum tengdum jarðhitaverkefnum í Eþíópíu. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun jarðhita þar í landi og standa vonir til að á næstu árum nái framleiðsla á rafmagni með jarðhita allt að 1000 MWe. Hingað til hafa öll sýni tengd jarðhita verið send úr landi til greiningar með tilheyrandi kostnaði og hættu á að sýni eyðileggist eða týnist á leiðinni. Rannsóknarstofan, sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar í Eþíópíu, einfaldar til muna rannsóknarferlið og nýtast fjölmörgum aðilum.</p> <p>Meginmarkmið verkefnisins er að þjóna jarðhitaþróun í landinu og vinna þannig að þremur heimsmarkmiðum, markmiði sjö um sjálfbæra orku, markmiði átta um góða atvinnu og hagvöxt og markmiði átta um aðgerðir í loftlagsmálum. Verkefnið hefur einnig jákvæð áhrif á fleiri heimsmarkmið og rannsóknarstofan gæti til dæmis tekið að sér efnagreiningar á drykkjarvatni en takmarkað aðgengi er að hreinu drykkjarvatni í Eþíópíu. Um er að ræða verkefni til tveggja ára að fjárhæð 583.000 evra og fær fyrirtækið hámarksstyrk úr sjóðnum sem nemur 200.000 evrum.</p> <p>Uppbygging rannsóknarstofu krefst góðs samstarfs við rannsóknarstofnanir hér heima og í Eþíópíu. Við ráðningar verður horft til jafnréttis kynjanna, góðrar menntunnar en jafnframt að auka tækifæri heimamanna til rannsóknarsamstarfs. Rannsóknarstofan er mikilvægur hlekkur í þróun jarðhitaverkefna en einnig nýtingu og þróun verkefna sem tengjast matvælaframleiðslu og endurnýjanlegum orkugjöfum.</p> <p>Reykjavík Geothermal er jarðhitaþróunarfélag stofnað árið 2008. Félagið hefur unnið að þróun jarðhita víða í heiminum með áherslu á háhita til raforkuframleiðslu. Félagið hefur verið með starfsemi í Eþíópíu frá árinu 2011 og lokið yfirborðsrannsóknum á þremur jarðhitasvæðum. Í dag er verið að bora jarðhitaholur sem RG er að þróa í samstarfi við meðfjárfesta í Tulu Moye svæðinu í Oromia-héraði í Eþíópíu og boranir hefjast einnig í lok árs á Corbetti svæðinu, syðst í Oromiu. </p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 3. október. Nánari upplýsingar ásamt umsóknargögnum er að finna á&nbsp;<a href="https://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>. </p>

01.09.2022Þrjár milljónir barna í neyð vegna hamfaraflóða í Pakistan

<span></span> <p>Rúmlega þrjár milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð og eru í aukinni hættu vegna vatnsborinna sjúkdóma, vannæringar og drukknunar í hamfaraflóðunum í Pakistan.&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með stjórnvöldum og samstarfsaðilum við að bregðast við nauðsynlegum þörfum barna og fjölskyldna þeirra á hamfarasvæðum.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.unicef.is/3-milljonir-barna-i-neyd-vegna-hamfarafloda-i-pakistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF hafa 33 milljónir íbúa Pakistan, þar af 16 milljónir barna, orðið fyrir áhrifum gríðarþungra monsúnrigninga í ár sem fylgt hafa hamfaraflóð og skriðuföll. Rúmlega 1.100 manns, þar af yfir 350 börn, hafa látið lífið og vel á annað þúsund manns slasast. Hátt í 300 þúsund heimili eru gjöreyðilögð&nbsp;og hátt í 700 þúsund heimili hafa skemmst. Stórfljót hafa flætt yfir bakka sína, stíflur sömuleiðis og heimili, sveitabæir og innviðir á borð við vegi, brýr, skóla, sjúkrahús og&nbsp;heilsugæslur&nbsp;hafa orðið fyrir skemmdum.</p> <p>„Þegar hörmungar sem þessar gerast eru það alltaf börnin sem eru verða verst úti,“ segir&nbsp;Abdullah&nbsp;Fadil, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Pakistan. „Þessi hamfaraflóð hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir börn og fjölskyldur þeirra.“</p> <p>„Til að útskýra hversu mikil rigning hefur fylgt monsúntímabilinu nú þá er hún þrefalt meiri en 30 ára meðaltal á landsvísu og rúmlega&nbsp;fimmfalt&nbsp;yfir 30 ára meðaltali í ákveðnum héruðum. Líkt og greint hefur verið frá í fréttum hafa stjórnvöld í Pakistan lýst yfir neyðarástandi,“ segir í frétt UNICEF.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><strong>UNICEF er á vettvangi</strong><br /> Fjáröflunarákall&nbsp;UNICEF, sem hluti af neyðarákalli Sameinuðu þjóðanna vegna&nbsp;ástandsins, hljóðar upp á 37 milljónir Bandaríkjadala til að ná til barna og fjölskyldna þeirra á næstu mánuðum með sjúkragögn, nauðsynleg lyf, bóluefni, mæðraverndarpakka, hreint og öruggt drykkjarvatn, hreinlætisbúnað og næringarfæði,&nbsp;auk þess sem komið verður upp tímabundnum skólastofum og námsgögn útveguð.</p> <p>Samkvæmt loftslagsáhættumati&nbsp;UNICEF&nbsp;(Children‘s&nbsp;Climate&nbsp;Risk&nbsp;Index&nbsp;(CCRI)), er Pakistan viðkvæmt svæði þar sem börn eru álitin í gríðarmikilli áhættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Pakistan er í 14. sæti af 163 löndum á áhættumatslista stofnunarinnar.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Stuðningur <a href="https://www.unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">Heimsforeldra</a>&nbsp;skiptir sköpum í veita&nbsp;UNICEF&nbsp;svigrúm til að bregðast skjótt við neyðarástandi sem þessu um allan heim.&nbsp; </p>

31.08.2022SÞ: Neyðaráætlun í þágu Pakistan

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa kynnt neyðaráætlun í þágu Pakistan. Ætlunin er að verja 160 milljónum Bandaríkjadala til að hjálpa landinu að glíma við verstu flóð í marga áratugi.&nbsp;Markmiðið&nbsp;er að koma 5,2 milljónum nauðstaddra til hjálpar.&nbsp;</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/neydaraaetlun-kynnt-guterres-til-pakistan/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskristofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, er talið að alls hafi 33 milljónir manna orðið fyrir barðinu á flóðunum. Rúmlega eitt þúsund manns, að stórum hluta börn, hafa týnt lífi frá því miklar rigningar hófust um miðjan júní, að sögn Jens Lærke talsmanns Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (<a href="https://www.unocha.org/">OCHA</a>).</p> <p>„Pakistan líður miklar þrautir,“&nbsp;<a href="https://www.un.org/sg/">sagði</a>&nbsp;António Guterres í ávarpi sem flutt var af myndbandi þegar neyðaráætlunin fyrir næstu sex mánuði var kynnt í Islamabad og Genf.</p> <p>Talsmaður aðalframkvæmdastjórans tilkynnti síðdegis í gær að „vegna þess harmleiks sem milljónir manna glíma við“ muni Guterres halda til landsins á föstudag til að sýna pakistönsku þjóðinni samstöðu. Í myndbandsávarpinu sagði Guterres að „pakistanska þjóðin stæði frammi fyrir monsúnrigningum á sterum – látlausum hamförum vegna rigninga og flóða.“</p> <p>Að sögn Lærke, talsmanns OCHA, hafa 500 þúsund hrökklast frá heimilum sínum vegna flóða og hafast við í búðum. Nærri ein milljón heimila hafa orðið fyrir skakkaföllum og 700 þúsund búfjár hefur drepist. Þá hafa miklar skemmdir orðið á innviðum. Nærri 3500 kílómetrar&nbsp; vega og 150 brýr hafa skemmst með þeim afleiðingum að íbúarnir eiga óhægt um vik að koma sér á öruggari staði. Þar að auki veldur þetta erfiðleikum við að koma neyðarástand til þurfandi fólks .</p>

31.08.2022Sendiráðið í Kampala: Áhersla á mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum

<span></span> <p>Flóð og skriðuföll í Úganda fyrr í mánuðinum, sem urðu 26 að aldurtila og skemmdu yfir 4000 heimili, eru eitt dæmi af mörgum til marks um öfga í veðurfari vegna loftslagsbreytinga. Í sendiráði Íslands í Kampala er vaxandi áhersla lögð á aðgerðir tengdar loftslagsbreytingum í samstarfshéruðunum, Buikwe og Namayingo. Í gær var skrifað undir samning við ráðgjafahóp á þessu sviði.</p> <p>Muhammed Semambo frá loftslagsbreytingadeild vatns- og umhverfisráðuneytisins leiðir ráðgjafahópinn sem fær það hlutverk að meta áhættu samstarfshéraðanna gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga og styðja þau síðan til að móta aðgerðaráætlun vegna loftslagsbreytinga, eins og krafist er í lögum í Úganda frá 2021. </p> <p>Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðsins lagði við undirritun samningsins áherslu á mikilvægi loftslags- og umhverfismála fyrir þróun og einnig fyrir verndun mannréttinda, með vísan í núgildandi þróunarsamvinnustefnu Íslands.</p> <p>Forsetar ríkja í austanverðri Afríku og af horni Afríku <a href="https://www.iom.int/news/african-heads-state-and-governments-meet-uganda-call-concerted-efforts-tackle-climate-change" target="_blank">komu saman</a>&nbsp;fyrir réttum mánuði í Kampala til að stilla saman strengi gagnvart sívaxandi ógn af loftslagsbreytingum. Samkvæmt <a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2021/10/27/climate-change-could-further-impact-africa-s-recovery-pushing-86-million-africans-to-migrate-within-their-own-countries#:~:text=WASHINGTON%2C%20October%2027%2C%202021%E2%80%94,their%20own%20countries%20by%202050" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Alþjóðabankans eru líkur á því að allt að 86 milljónir íbúa Afríku neyðist til þess að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga fyrir miðja öldina verði ekkert að gert.</p>

30.08.2022Grunnskóli afhentur skólayfirvöldum í Namayingo

<span></span><span></span> <p><span>Fulltrúi sendiráðs Íslands í Kampala afhenti nýverið Bukewa grunnskólann til&nbsp;</span>skólayfirvalda í Namayingo héraði en endurbætur á skólum í héraðinu eru hluti af þróunarverkefni með héraðsyfirvöldum sem hófst á síðasta ári. Verkefnin eru fyrst og fremst á tveimur sviðum, í menntamálum og stuðningi við vatns,- salernis- og hreinlætismál. Einnig er veittur stuðningur við að efla stjórnsýslu héraðsins á fyrrnefndum sviðum.</p> <p>Í verkinu í Bukewa fólst endurnýjun og endurbætur á innviðum og aðstöðu skólans. Byggðar voru sjö kennslustofur, fjögur starfsmannahús, eldhús og stjórnunarbygging. Eldri kennslustofur og starfsmannahús voru einnig endurnýjuð, skólinn girtur af og leikvöllurinn jafnaður. Þá var bætt við salernum fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Í skólanum eru hátt í 1100 nemendur. Verkið hófst í ársbyrjun á þessu ári, lauk í júlí og skólinn var afhentur 17. ágúst. Samningsupphæðin var tæplega 500 þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 70 milljónir króna.</p> <p>Sendiráð Íslands í Kampala sá um fjárframlög og eftirfylgni með verkinu fyrir Íslands hönd. Bukewa grunnskólinn er fimmti skólinn sem Ísland hefur kostað og afhent héraðinu en einn skóli í viðbót verður afhentur í september.</p> <p>Markmiðið er að bæta gæði náms en auk innviða er stutt við kaup á búnaði, námsbókum og þjálfun kennara í öllum sex skólum sem verkefnið nær til. Það felur einnig í sér aðgerðir sem miða að því að bæta aðgengi að heilnæmu vatni og auka hreinlæti. Í því felast meðal annars framkvæmdir við vatnsveitur og bygging salerna. Markmiðið er að auka lífsgæði og draga úr sjúkdómum sem tengjast vatni.</p> <p>Valdefling kvenna er einnig áhersluþáttur og gerð er krafa um að konur fái tækifæri til að starfa við byggingaframkvæmdir. Það hefur tekist vonum framar og konur eru við margvísleg störf sem þær höfðu takmarkaðan aðgang að áður.</p>

29.08.202270 prósent tíu ára barna skilja ekki einfaldan ritaðan texta

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar boða til leiðtogafundar um miðjan næsta mánuð til að bregðast við þeirri djúpu alþjóðlegu kreppu í menntamálum sem blasir við í heiminum, þeirri dýpstu sem sögur fara af. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Alþjóðabankanum, UNICEF, UNESCO og fleirum, er talið að 70 prósent tíu ára barna skilji ekki einfaldan ritaðan texta. Þetta hlutfall var 57 prósent fyrir heimsfaraldurinn.</p> <p>Leiðtogafundurinn er haldinn að frumkvæði aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og stendur yfir í þrjá daga, 16., 17., og 19. september í New York. „Á leiðtogafundinum gefst einstakt tækifæri til að setja menntun í öndvegi alþjóðlegrar pólitískrar dagskrár til að virkja aðgerðir, metnað, samstöðu og lausnir um endurheimt námstaps sem tengist heimsfaraldrinum og sá fræjum til að umbreyta menntun í ört breyttum heimi,“ segir í kynningartexta um fundinn sem ber yfirskriftina „<a href="https://www.un.org/en/transforming-education-summit" target="_blank">Transforming Education Summit</a>.“</p> <p>Þess er vænst að á leiðtogafundinum verði sammælst um innlendar og alþjóðlegar skuldbindingar um umbreytingu menntunar með áherslu á aukna þátttöku og stuðning almennings við þær gagngeru breytingar. Reiknað er með að António Guterras aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skrifi undir yfirlýsingu um framtíðarsýn í menntamálum að fundi loknum.</p> <p>Skýrsla Alþjóðabankans og fleiri fyrr í sumar – <a href="https://www.worldbank.org/en/topic/education/publication/state-of-global-learning-poverty" target="_blank">The State of Global Learning Poverty: 2022 Update</a>&nbsp;– sýnir að langvarandi lokanir skóla í heimsfaraldrinum og ófullnægjandi mótvægisaðgerðir höfðu alvarleg áhrif á menntun barna og ungmenna. Nefnd eru dæmi frá Rómönsku Ameríku og Karíbahafseyjum þar sem talið er að 80 prósent grunnskólabarna geti nú ekki skilið einfaldan skrifaðan texta en hlutfallið var 50 prósent fyrir heimsfaraldur. Svipað hlutfall barna í Suður-Asíu, eða 78 prósent, skortir lágmarksfærni í læsi en var 60 prósent fyrir faraldurinn. Í sunnanverðri Afríku var skólum að jafnaði ekki lokað jafn lengi og víða annars staðar í heiminum og námstapið því ekki jafn mikið. Engu að síður er ólæsi útbreitt eða um 89 prósent meðal tíu ára barna í þeim heimshluta.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zn2iOknOka8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Sameinuðu þjóðirnar benda á að þetta alvarlega ástand í menntamálum hafi gerst í mörgum tilvikum hægt og hljótt en það hafi skelfileg áhrif á framtíð barna og ungmenna um allan heim. Verði ekki brugðist við komi neikvæð áhrif menntunarskorts til með að hamla sameiginlegri leit okkar að friði, réttlæti, mannréttindum og sjálfbærri þróun um ókomna áratugi.</p>

26.08.2022Barnaheill: Haustsöfnun til styrktar verkefni í Síerra Leóne

<span></span> <p>Barnaheill hafa hrundið af stað haustsöfnun fyrir styrktar þróunarverkefni samtakanna í Pujehun héraði í Síerra Leóne, fátækasta héraði landsins. „Ofbeldi í skólum er gríðarlega algengt vandamál í landinu en níu af hverjum tíu börnum verða fyrir ofbeldi í skólum. Tvær af hverjum þremur stúlkum verða fyrir kynferðisofbeldi í skólum og 18 prósent stúlkna er nauðgað, oft í ,,skiptum” fyrir betri einkunnir,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna.</p> <p>Guðrún bætir við að þetta sé hræðilegur veruleiki fyrir börn og Barnaheill leggi mikla áherslu á að fræða börn, foreldra, kennara, þorpshöfðingja og annað fullorið fólk um ofbeldi. Haustsöfnun Barnaheilla er haldinn nú í annað sinn og Elíza Reid forsetafrú keypti fyrsta armbandið. </p> <p>Armbandið kostar kr. 2.500 og einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök hafa það til sölu. Einnig er hægt að kaupa armbandið á völdum Olísstöðvum og í&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/styrkja-starfid/gjafir/index/lina/linu-armband-1">vefverslun Barnaheilla.</a></p>

25.08.2022ABC barnahjálp: Ný kvenna- og fæðingardeild opnuð í Úganda

<span></span> <p><span>Kvenna- og fæðingardeild var formlega opnuð fyrr í mánuðinum á skólalóð ABC barnahjálpar í Rockoko í norðurhluta Úganda. ABC barnahjálp fjármagnaði framkvæmdir með stuðningi utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og annarra styrktaraðila. „Við erum gríðarlega stolt af því að geta fært samfélaginu í Rockoko þessa nýju aðstöðu sem gjörbreytir allri heilbrigðisþjónustu á svæðinu,“ segir Laufey Birgisdóttir framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar.</span></p> <p><span>Skóli á vegum íslensku samtakanna hefur verið starfræktur i þorpinu Rockoko í Padel-héraði í rúmlega aldarfjórðung. Fyrir fjórum árum fauk þak af húsnæði skólaskrifstofunnar og heilsugæslu skólans í ofsveðri og þá var heilsugæslan lögð niður og skrifstofan færð yfir í kennarastofu. Að sögn Laufeyjar óskuðu skólastjórnendur og forystufólk í héraðinu fyrr á árinu eftir stuðningi ABC barnahjálpar við að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslu í þorpinu sem myndi þjóna stóru svæði. Ákveðið var að ABC kæmi að uppbyggingu kvenna- og fæðingardeildar.</span></p> <p><span>„Það var mikill hátíðisdagur í byrjun mánaðarins þegar við opnuð heilsugæsluna formlega,“ segir Laufey en hún ásamt þingmanni kjördæmisins, öðrum fulltrúum héraðsins, starfsfólki og öllum nemendum skólans tóku þátt í viðhöfn í tilefni opnunarinnar. „Þetta var mikill hátíðisdagur enda gríðarleg ánægja og þakklæti sem skein út úr hverju andliti og öllum ræðum og kveðjum sem voru fluttar þennan dag.“ </span></p> <p><span>Daginn eftir var fyrsti opnunardagur kvenna- og fæðingardeildarinnar. „Já, okkur brá heldur betur í brún þegar við mættum snemma morguns og við sáum á annað hundrað manns í röð fyrir utan hliðið. Á fyrsta dagi voru 372 sjúklingar skráðir, 80 prósent þeirra konur og börn, og því engum vafa undirorpið að þörfin er gríðarleg,“ segir Laufey.</span></p> <p><span>Tólf sjúkrarúm eru á kvennadeildinni og tvö rúm á fæðingardeildinni. Þar er ennfremur skurðdeild þar sem aðstaða er fyrir skurðaðgerðir eins og keisaraskurði og minniháttar inngrip, auk aðstöðu fyrir konur til að jafna sig eftir aðgerðir.</span></p> <p><span>Á síðusta áratug hefur tekist að draga talsvert úr mæðradauða í Úganda. Árið 2011 létust 438 konur af barnsförum, miðað við þúsund fædd börn, en sú tala var komin niður í 368 árið 2021. „Með nýju kvenna- og fæðingardeildinni leggja Íslendingar sitt af mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður, ekki síst með því að tryggja betri aðstæður við fæðingar og draga þannig úr bæði mæðra- og barnadauða,“ segir Laufey Birgisdóttir hjá ABC barnahjálp.</span></p>

24.08.2022UNICEF ítrekar ákall um tafarlaust vopnahlé í Úkraínu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar ákall sitt um tafaralaust vopnahlé í Úkraínu, að öll börn hljóti þá vernd sem þau eiga rétt á og hætt verði tafarlaust að beita sprengjuvopnum í íbúðabyggðum og ráðast á opinberar byggingar og innviði. Eins og sagt var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2022/08/22/Taeplega-eitt-thusund-born-latist-eda-saerst-i-Ukrainu/">Heimsljósi</a>&nbsp;fyrr í vikunni hafa tæplega eitt þúsund börn látist eða særst í átökum á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því innrás Rússa hófst.</p> <p>„Þessar tölur eru aðeins þær sem Sameinuðu þjóðirnar hafa náð að staðfesta. Við teljum að þær séu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>i<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>raun mun hærri. Það er sprengjuregn sem kostar flest börn lífið. Þessi stríðsvopn gera ekki greinarmun á hermönnum og almennum borgurum, sérstaklega þegar þeim er varpað á<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>íbúðabyggðir- eins og raunin hefur verið í Úkraínu, í Mariupol, Luhansk, Kremenchuk<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og Vinnytsia,” segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span> Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkvæmdastjóri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF í yfirlýsingu.</p> <p>„Enn og aftur sjáum við, líkt og í öllum öðrum stríðum, hvernig skeytingarlausar ákvarðanir fullorðinna setja börn í lífshættu. Það er engin leið að heyja stríð af þessu tagi án þess að skaða börn. Á sama tíma má ekki gleyma þeim börnum sem komist hafa lífs af en hafa séð og upplifað hræðilega hluti sem munu skilja eftir sálrænt ör um ókomna tíð. Eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að ganga í gegnum,“ segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell.&nbsp;</p> <p>Hún bendir á að eftir viku ætti skólaárið í Úkraínu að hefjast.&nbsp;</p> <p>„Skólakerfi Úkraínu er í molum vegna þessara átaka og vegna þess hvernig skólar hafa verið notaðir sem skotmörk þora foreldrar og forráðamenn ekki að senda börnin sín í skóla. Við áætlum að einn af hverjum tíu skólum hafi skemmst eða<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>verið eyðilagðir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>á þessu hálfa ári. Öll börn þurfa skóla og menntun, líka þau sem lifa í neyðarástandi. Börnin í Úkraínu og þau sem flúið hafa eru engin undantekning þar á.“&nbsp;</p> <p><strong>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi&nbsp;</strong></p> <p>UNICEF hefur verið að störfum í Úkraínu frá upphafi stríðs og í mörg ár þar áður við að tryggja réttindi barna og velferð. Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til að tryggja áframhald á þau mikilvægu verkefni UNICEF vegna stríðsins í Úkraínu er hægt að styðja neyðarsöfnunina<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span><a href="https://www.unicef.is/ukraina" target="_blank">HÉR</a>.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p>

23.08.2022Börn á horni Afríku á heljarþröm vegna þurrka

<span></span> <p>Börnum á Afríkuhorninu og í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sahel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>bíður dauðinn einn vegna alvarlegrar vannæringar og vatnsborinna sjúkdóma ef ekkert er að gert.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við þessu í dag í tilefni af „viku vatnsins“ sem nú stendur yfir.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>„Sagan sýnir að þegar við glímum við hátt hlutfall alvarlegrar bráðavannæringar ofan á banvæna faraldra á borð við kóleru og niðurgangspestir þá eykst dánartíðni barna verulega. Þegar hreint vatn er ekki til staðar eða óöruggt aukast ógnir sem steðja að börnum margfalt,“ segir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Catherine<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Russell, framkvæmdastjóri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF. „Um allt Afríkuhorn og Sahel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>eru milljónir barna aðeins einum sjúkdómi frá stórslysi.“<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>Frá því í febrúar<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>síðastliðnum<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>til júlí hefur fjöldi fólks án öruggs aðgengis að hreinu vatni aukist verulega, úr 9,5 milljónum í 16,2 milljónir á þurrkasvæðum Eþíópíu, Kenía og Sómalíu.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p>Í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Búrkína<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Fasó,<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Tjad, Malí, Níger og Nígeríu auka þurrkar, átök og ótryggt ástand mjög á vatnsöryggi þessara ríkja. Og líf og velferð 40 milljóna barna eru undir. Hvergi deyja fleiri börn vegna mengaðs vatns og skorts á hreinlætisaðstöðu en í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sahel, samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p><strong>Gríðarlegar verðhækkanir á vatni</strong></p> <p>Flestir íbúar Afríkuhornsins reiða sig á vatnssendingar en á svæðunum þar sem staðan er verst hafa fjölskyldur ekki lengur efni á vatninu.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <ul> <li>Í Kenía hefur verð á vatni hækkað verulega í 23 héruðum. Mest í Mandera 400% og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Garissa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>um 206% samanborið við janúar 2021.&nbsp;</li> <li>Í Eþíópíu hefur verð á vatni tvöfaldast í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Oromia<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>í júní og hækkað um 50% í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Sómalíu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>samanborið við upphaf hamfaraþurrkanna í október 2021.&nbsp;</li> <li>Í Sómalíu hefur meðalverð á vatni hækkað um 85% í Suður-Mudug<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og 55-75% í<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Buurhakaba<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Ceel<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Berde, samanborið við meðalverð í janúar 2022.&nbsp;</li> </ul> <p>Í Sómalíu hefur geisað faraldur niðurgangs og kóleru á öllum þurrkasvæðunum, en vannærð börn eru ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna vatnsborinna sjúkdóma en vel nærð börn. 8.200 tilfelli frá janúar til júní eru tvöfalt fleiri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>tilfelli<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>en á sama tímabili í fyrra.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Tveir<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>þriðju hlutar<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>þessara tilfella eru börn undir fimm ára.&nbsp;</p> <p>Frá júní í fyrra til júní í ár hafa<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>og samstarfsaðilar meðhöndlað 1,2 milljónir tilfella af niðurgangi hjá börnum undir fimm ára aldri á verstu þurrkasvæðum Eþíópíu, Afar, Sómalíu og<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>Oromia.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>er á vettvangi á öllum þessum hamfarasvæðum að veita lífsbjargandi aðstoð.&nbsp;</p> <p>UNICEF<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>biðlar til þjóðarleiðtoga, almennings og alþjóðasamfélagsins til að tryggja fjármagn svo hægt sé að mæta þeirri<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>mannúðarkrísu<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>sem nú geisar sem og að tryggja langtímauppbyggingu til að rjúfa vítahring neyðar í þessum heimshluta.<span style="font-family: Arial, sans-serif;"> </span>&nbsp;</p> <p><a href="https://www.unicef.is/neydarakall" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi</a></p>

23.08.2022Grunnskólabörn deila skólamáltíðum með yngri systkinum

<span></span> <p>Foreldrar grunnskólabarna í Karamoja héraði í norðausturhluta Úganda hafa gripið til þess neyðarúrræðis að senda börnin í skóla með yngri systkini þeirra, þau yngstu á bakinu. Mikill matarskortur er í héraðinu og oft er eina vonin um mat fyrir yngstu börnin fólgin í því að fá hluta af skólamáltíð eldri bræðra eða systra.</p> <p>Á myndinni er Natalina, tíu ára, sem fer í skólann á hverjum morgni með tvær systur sínar, Maritu og Önnu, en sú yngri er tveggja ára. Í skólanum fær Natalina disk af maísgraut (posho) sem hún deilir með systrum sínum.</p> <p>Alþjóðasamtökin Save the Children, Barnaheill, <a href="https://www.savethechildren.net/news/children-north-east-uganda-take-younger-siblings-school-food-hunger-crisis" target="_blank">segja</a>&nbsp;að fjórir af hverjum tíu íbúum Karamoja héraðs búi við sult eða um hálf milljón einstaklinga. Héraðið hefur um langt árabil verið eitt það snauðasta í landinu en það á landamæri að Kenía og Suður-Súdan. Í Karamoja hafa vopnuð glæpagengi sett mark sitt á mannlífið í áraraðir en á síðustu árum hafa öfgar í veðurfari og sjúkdómar einnig gert lífsbaráttuna erfiðari. Skriðuföll og flóð einkenndu um tíma ástandið í héraðinu á síðasta ári en nú er langvarandi þurrkatíð – á hefðbundnu regntímabili – með tilheyrandi horfelli búpenings, uppskerubresti og vatnsskorti.</p> <p>Save the Children segja að tæplega 92 þúsund börn og tæplega 10 þúsund barnshafandi konur þjáist af bráðri vannæringu og þurfi taflarlausa hjálp.</p>

22.08.2022Tæplega eitt þúsund börn látist eða særst í Úkraínu

<span></span> <p>Að minnsta kosti 16 prósent þeirra barna sem týndu lífi í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst fyrir rúmu hálfu ári höfðu ekki náð fimm ára aldri. Frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar, fram til 10. ágúst létust eða særðust ekki færri en 942 börn í Úkraínu, að meðaltali fimm börn á degi hverjum. Alls fórust 356 börn og 586 voru særð.</p> <p>Alþjóðasamtökin Save the Children, Barnaheill, <a href="https://www.savethechildren.net/news/least-16-children-killed-six-months-war-ukraine-aged-under-5" target="_blank">vekja athygli</a>&nbsp;á þessum upplýsingum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, OHCHR. Samkvæmt gögnunum létust á fyrrnefndu tímabli 59 börn yngri en fimm ára, eða 16 prósent þeirra 356 barna sem létu lífið í átökunum. Að mati Sameinuðu þjóðanna er líklegt að fleiri börn hafi týnt lífi en opinber gögn segja til um en langflest barnanna eru drepin í loftárásum eða öðrum öðrum árásum með sprengivopnum í þéttbýli. </p> <p>Milljónir barna frá Úkraínu hafa flúið heimili sín en áætlað er að 3,1 milljón barna búi sem flóttabörn í nágrannalöndum. Talið er að um þrjár milljónir barna hafist við innan Úkraínu.</p> <p>Samkvæmt nýjustu tölum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna hafa 5,514 almennir borgarar fallið í Úkraínu og 7,698 særst.</p>

19.08.2022Alþjóðlegi mannúðardagurinn: 140 starfsmenn myrtir á síðasta ári

<span></span> <p>Á síðasta ári voru 140 starfsmenn hjálparsamtaka teknir af lífi, 203 særðust og mannræningjar sviptu 117 starfsmenn frelsi. Alls voru því 460 einstaklingar að störfum fyrir mannúðarsamtök fórnarlömb átaka á árinu 2021. Þessar tölfræði upplýsingar birti OCHA, skrifstofa samhæfingar aðgerða í mannúðarmálum, í tilefni <a href="https://www.un.org/en/observances/humanitarian-day" target="_blank">alþjóðalega mannúðardagsins</a>&nbsp;í dag, 19. ágúst.</p> <p>Af þeim sem létust voru allir nema tveir heimamenn og OCHA segir það sýna glöggt þá hættu sem innlendir starfsmenn mannúðarsamtaka standi oft frammi fyrir. Það sem af er þessu ári hefur verið ráðist á 168 starfsmenn hjálparsamtaka og dauðsföllin eru orðin 44 talsins. Ofbeldið er einkum í Suður-Súdan, Afganistan og Sýrlandi.</p> <p>Fleiri hjálparstarfsmenn hafa ekki verið myrtir á einu ári frá því árið 2013. Hins vegar er óttast að mannfall aukist verulega á þessu ári vegna átakanna í Úkraínu.</p> <p><strong>Vikulöng herferð</strong></p> <p>Í tilefni dagsins kynnir OCHA vikulanga herferð til að heiðra starfsmenn mannúðarsamtaka, undir yfirskriftinni #ItTakesAVillage. „Á sama hátt og orðatiltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ þarf „þorp“ mannúðarliða sem starfa með viðkomandi samfélögum til að koma stuðningi og von til fólks sem lendir í áföllum,“ segir Martin Grtiffiths yfirmaður OCHA. „Alþjóðlegi mannúðardagurinn í ár byggir á þessari myndlíkingu um sameiginlega viðleitni og biðlar til fólks um heim allan að sýna þakklæti fyrir mannúðarstarf, hver sem framkvæmir það."</p> <p>Almenningi er boðið að fylgjast með #ItTakesAVillage á samfélagsmiðlum, deila, líka við og tjá sig – og OCHA hvetur fólk til að nota hvert tækifæri til að sýna samstöðu með þeim sem þurfa á aðstoð að halda og þakklæti til þeirra sem starfa að mannúðarmálum.</p> <p>Alþjóðlegi mannúðardagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 en dagurinn var valinn til að minnast sprengjuárásarinnar á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í Írak árið 2003 þar sem 22 hjálparstarfsmenn létu lífið.</p> <p>Sjá nánar frétt UNRIC: <a href="https://unric.org/is/hjalparstarf-ljos-i-myrkrinu/" target="_blank">Hjálparstarf: Ljós í myrkrinu</a></p>

18.08.2022Kornfarmur frá Úkraínu á leið til sveltandi íbúa Eþíópíu

<span></span> <p>Fyrsti kornfarmurinn frá Úkraínu á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, frá innrás Rússa í febrúar, er á leiðinni til Afríku. Flutningaskip með korninu lét úr höfn í Yuzhny við Svartahaf á þriðjudag. Yfirvofandi hungursneyð ógnar sem kunnugt er lífi ríflega 20 milljóna íbúa á horni Afríku.</p> <p>Talsmenn WFP segja þetta mikilvægan áfanga í viðleitni til að koma bráðnauðsynlegu úkraínsku korni út úr stríðshrjáðu landinu og inn á heimsmarkað til að ná til fólks sem orðið hefur verst úti í matvælakreppunni. „Að opna hafnirnar í Svartahafi er það mikilvægasta sem við getum gert núna til að hjálpa hungruðum í heiminum,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP.</p> <p>Kornfarmurinn um borð í skipinu Brave Commander, 23 þúsund tonn, kemur til með að verða nýttur í suðurhluta Eþíópíu þar sem WFP freistar þess að styðja við hálfa aðra milljón einstaklinga sem berjast við hungurvofuna vegna langvinnra þurrka.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/hbOyeuUAO5A" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Á heimsvísu standa nú 345 milljónir manna í meira en 80 löndum frammi fyrir bráðu fæðuóöryggi en allt að 50 milljónir manna í 45 löndum eiga á hættu að verða ýtt út í hungursneyð án mannúðarstuðnings.&nbsp;Hungurkreppan sem nú ríkir er drifin áfram af nokkrum þáttum, þar á meðal stríðsátökum, loftslagsáhrifum og COVID-19 heimsfaraldrinum. <span></span>Stríðið í Úkraínu bætir gráu ofan á svart en frá landinu voru flutt út allt að sex milljónir tonna af korni á mánuði áður en átökin hófust í febrúar. </p>

18.08.2022UNICEF á Íslandi opnar UNICEF-Akademíuna

<span></span> <p>Í gær opnaði UNICEF á Íslandi nýjan rafrænan fræðsluvettvang sem ber heitið&nbsp;<a href="https://www.unicef.is/" target="_blank">UNICEF-AKADEMÍAN</a>. Opnunin fór fram í húsakynnum Akademías í Borgartúni. Í UNICEF-Akademíunni er boðið upp á fræðslumyndbönd og námskeið fyrir börn og fullorðna, ásamt réttindafræðsluefni fyrir skóla. UNICEF á Íslandi hefur það að markmiði að auka þekkingu á réttindum barna og UNICEF-Akademían er því opin öllum og gjaldfrjáls. &nbsp;</p> <p>„Við höfum einbeitt okkur að réttindafræðslu undanfarin ár með það að markmiði að byggja upp þekkingu á Barnasáttmálanum, jafnt meðal barna og innan stjórnkerfisins, og stuðla þannig að betri ákvörðunatöku þegar kemur að málefnum barna. Þekking er grunnurinn að öllum framförum og lykillinn að árangri í réttindabaráttu,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsteymis UNICEF á Íslandi.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Á heimasíðu Akademíunnar er að finna námskeið fyrir sveitarfélög og skóla, ásamt áhugaverðu fræðsluefni fyrir börn og fullorðna þar sem sérfræðingar UNICEF fræða um mannréttindi og Barnasáttmálann og Ævari Þór Benediktssyni, sendiherra UNICEF á Íslandi, meðal annars bregður fyrir.</p> <p>Jafnt aðgengi að réttindafræðslu um allt land</p> <p>Undanfarin ár hefur UNICEF á Íslandi frætt mikinn fjölda barna og starfsfólks sveitarfélaga í gegnum verkefnin Barnvæn sveitarfélög, Réttindaskóli og -frístund og UNICEF-Hreyfinguna. Verkefnin eru unnin um allt land og mun rafrænn fræðsluvettvangur tryggja jafnt aðgengi barna og fullorðinna að fræðslu sem byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Sérstakur gestur á opnun UNICEF-Akademíunnar var Marie Wernham, &nbsp;sérfræðingur hjá UNICEF í réttindafræðslu, sem brýndi fyrir gestum opnunarinnar hversu mikilvægt það er að allir læri um réttindi barna. Þá fjallaði Hjördís Freyja Kjartandsdóttir, meðlimur ungmennaráðs UNICEF, um mikilvægi þess að sýna börnum þá virðingu sem þau eiga skilið, gefa börnum rödd og að hlusta á hugmyndir þeirra og skoðanir. „Það er svo ótrúlega mikilvægt að þið, fullorðna fólkið, hlustið á okkur og takið þeirri fræðslu sem þið fáið alvarlega og með opnum augum. Við hjá UNICEF sjáum börn sem unga borgara og réttindahafa nútímans sem eru hæf í að taka ákvarðanir í málefnum sem tengjast þeim. [...] Við verðum að vinna saman, bera virðingu fyrir hvort öðru og efla framtíðina,“ sagði Hjördís, og uppskar mikið lófaklapp.</p> <p>Við hvetjum alla að kynna sér fræðsluvettvanginn UNICEF-Akademían í kynningarmyndbandi&nbsp;<a href="https://youtu.be/az3VQHO75zg">HÉR</a>&nbsp;og skoða þá fræðslu sem er öllum opin að kostnaðarlausu á www.unicef.is.</p> <p>Verkefnið er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt og þróað í samstarfi við Akademías.&nbsp;</p> <p><a href="https://www.unicef.is/thekking-er-lykillinn-ad-arangri-i-rettindabarattu">https://www.unicef.is/thekking-er-lykillinn-ad-arangri-i-rettindabarattu</a></p>

17.08.2022UNICEF: Milljónir barna bólusettar gegn malaríu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur gert <a href="https://www.unicef.is/milljonir-barna-munu-fa-bolusetningu-gegn-malariu" target="_blank">tímamótasamning</a>&nbsp;við framleiðslufyrirtækið GSK sem sérhæfir sig í RTS,S bóluefninu. Það er fyrsta bóluefnið gegn malaríu sem verndar börn gegn þeim lífshættulega sjúkdómi. Með samningnum er ætlað að tryggja 18 milljónir skammta af bóluefninu á næstu þremur árum.</p> <p>Árið 2020 létust nærri hálf milljón barna í Afríku úr malaríu en sjúkdómurinn berst með moskítóflugum og er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri.</p> <p>„Með þessu er verið að senda skýr skilaboð til þeirra sem þróa bóluefni gegn malaríu að halda vinnu sinni áfram, vegna þess að bóluefni gegn malaríu eru nauðsynleg og eftirsótt,“ segir Etleva Kadilli, framkvæmdastjóri birgðarstöðvar UNICEF. „Við vonumst til þess að þetta sé bara byrjunin. Þörf er á áframhaldandi nýsköpun til að þróa ný bóluefni, auka framboð og skapa heilbrigðari bóluefnamarkað.“</p> <p>Kadilli segir þetta vera stórt skref fram á við í sameiginlegri viðleitni til að bjarga lífi barna og draga úr hættum malaríu samhliða öðrum forvörnum sem hafa verið notaðar til þessa gegn smiti.</p> <p>RTS,S bóluefnið er afrakstur 35 ára rannsókna og þróunar og er fyrsta bóluefnið sem til er gegn sníkjusjúkdómum. Þar sem framboðið er enn takmarkað verða börn sem búa á svæðum þar sem hættan og þörfin er mest sett í forgang.</p> <p>&nbsp;</p>

17.08.2022Rakarastofuviðburður á malavíska þinginu með stuðningi Íslands

<span></span> <p><span>Í vikunni fór fram vel heppnaður Rakarastofuviðburður í malavíska þinginu fyrir þingnefnd um mannfjöldaþróun í landinu. „Það er afar ánægjulegt að hugmyndafræði Rakarastofuviðburða sé orðin þekkt í Malaví og þyki árangursríkt verkfæri til þess að ná til fólks. Það er brýnt að það hægist á fólksfjölgun í Malaví því ljóst er að það er ekki nóg af náttúruauðlindum fyrir hratt vaxandi þjóð og innviðir eins og mennta- og heilbrigðiskerfi geta ekki einu sinni annað eftirspurn eins og er. Skilaboðum um að draga úr barnafjölda hefur verið beint til kvenna í fjölda ára en það er afar mikilvægt að slíkum skilaboðum sé líka beint til karlmanna og hvetja þá einnig til að taka ábyrgð,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span>Zindaba Chisiza fræðimaður við háskóla Malaví stýrði umræðum. Hópurinn ræddi kyn- og frjósemismál, jafnrétti kynjanna og hvernig hægt er að auka aðkomu og ábyrgð karlmanna í landinu til þess að draga úr hraðri fólksfjölgun. Yfir daginn þróaði nefndin einnig áhrifarík skilaboð til þess að ná til karlmanna auk þess að kortleggja leiðir til þess að koma skilaboðunum áfram á sem áhrifaríkastan hátt. Í lok dags setti hver og einn þingmaður sér persónulegt markmið um hvernig þeir gætu haft áhrif í kjördæmum sínum.&nbsp; </span></p> <p><span>Þingnefndin er ný en hún tók til starfa undir stjórn þingforseta á alþjóðlegum degi ungmenna, 12. ágúst. Tímabært þótti að endurvekja nefndina sem hafði legið í dvala í átta ár en fólksfjölgun er afar mikil í Malaví. Samkvæmt könnun frá 2018 var 51 prósent þjóðarinnar undir 18 ára aldri og búist er við að íbúafjöldinn tvöfaldist fyrir árið 2038. Svo hröð fólksfjölgun hefur í för með sér ýmsar alvarlegar áskoranir. </span></p> <p><span>Ephraim Abel Kayembe formaður nefndarinnar leitaði til sendiráðs Íslands í Lilongwe til að styðja við Rakarastofuviðburð fyrir 22 þingmenn nefndarinnar. „Við vissum að Ísland hefur haldið árangursríka Rakarastofuviðburði bæði hér í Malaví og um allan heim og við vorum viss að þessi aðferðafræði myndi henta einstaklega vel fyrir hagnýta þjálfun fyrir þingnefndina,“ segir Ebhraim Abel. Gætt var að því að þátttakendur væru einnig í öðrum þingnefndum til þess að þekkingin færi sem víðast.</span></p> <p><span>„Augu mín opnuðust fyrir þessum málaflokki þegar ég heimsótti heilsugæslu í Mangochi héraði þar sem fæddust 40 börn að meðaltali daglega. Í sömu heimsókn fór ég í grunnskóla í grenndinni en þá áttaði ég mig á því að til þess að geta staðið undir markmiðum stjórnvalda um að hafa 40 börn í skólastofu þyrfti að byggja eina skólastofu á hverjum einasta degi í þessu þorpi til að koma börnunum fyrir“ segir Ben Phiri, varaformaður þingnefndarinnar og fyrrverandi sveitarstjórnarráðherra. „Öllum er ljóst að ekki verður hægt að ná því markmiði sem Malaví hefur sett sér, að komast úr því að vera lágtekjuríki fyrir árið 2063, án þess að hægja á þessari hröðu fólksfjölgun“ segir Ben. </span></p> <p><span><em>Verkfærakista Rakarastofu (Barbershop Toolbox) var þróuð af Íslandi árið 2015 til að auka þátttöku karla í að stuðla að jafnrétti kynjanana. Tvær Rakarastofur (e. Barbershops) voru haldnar í Malaví í nóvember 2018 og voru þær fyrstu rakarastofurnar sem haldnar voru í Afríku. Verkfærakista fyrir Rakarastofur voru staðfærðar og þýddar á þjóðtungu Malava árið 2021 og hefur fjöldi viðburða verið haldinn í Malaví frá þeim tíma.</em></span><span><br /> <br /> </span></p>

17.08.2022Góð þátttaka á námskeiði um heimsmarkmiðin

<span></span><span></span> <p>,,Námskeiðið gekk frábærlega og það var gaman að sjá þennan mikla og aukna áhuga á heimsmarkmiðunum,‘‘ segir Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO skóla á Íslandi. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóð fyrir námskeiði fyrir kennara um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Salaskóla í Kópavogi á dögunum.&nbsp; </p> <p><span>,,</span>Þetta er í annað sinn sem við höldum þetta námskeið og það var fljótt að fyllast og við þurftum í raun að loka fyrir skráningu. En við ætlum að halda svona námskeið aftur því eftirspurnin er greinilega mikil.‘‘</p> <p>Á námskeiðinu var meðal annars farið í merkingu og markmið heimsmarkmiðanna og hvernig þau eru hugsuð út frá kennslu. Þátttakendur á námskeiðinu fengu í hendur tæki og tól til að nýta með markvissum hætti. Kennarar voru ánægðir með námskeiðið og fannst gott að fá betri innsýn og skilning á heimsmarkmiðunum.</p> <p>,,Námskeiðið var mjög fræðandi og flott, vel skipulagt. Ég fer með innblástur inn í kennsluna í haust,‘‘sagði einn þátttakandi. <span>&nbsp;</span>Annar sagði: ,,Það var uppbyggjandi að sjá ýmsa möguleika sem hægt er að nýta til að kenna nemendum um heimsmarkmiðin.‘‘</p> <p>Fyrirlesari á námskeiðinu var Eva Harðardóttir, sem er uppeldis- og menntunarfræðingur og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Rannsóknaráhersla hennar í doktorsnámi snýr að ungu flóttafólki og alþjóðlegri borgaravitund. Eva hefur starfað sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur kennt fjölmörg námskeið m.a. um lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungs fólks. Eva starfaði sem menntunarsérfræðingur á vegum UNICEF í Malaví frá 2013-2016.</p> <p>Kristrún sagði frá UNESCO skólum og kynnti skólanet UNESCO skóla. ,,Við sjáum aukinn áhuga hjá skólum að verða UNESCO skólar, en þar eru áherslurnar einmitt á heimsmarkmiðin, einnig menntun, vísindi, frið og mannréttindi. Skólanetið, sem er öllum opið, hefur að geyma fjölbreytt námsefni sem fellur vel að grunnþáttum aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla.‘‘</p> <p>Skólar sem hafa áhuga á að gerast UNESCO skólar geta haft samband við Kristrúnu,&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a></p> <p>&nbsp;</p>

12.08.2022Alþjóðadagur æskunnar í dag

<span></span> <p>Helmingur mannkyns er yngri en þrjátíu ára og þetta hlutfall verður komið í 57 prósent árið 2030. Í dag, á alþjóðlegum degi æskunnar, hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þátttöku allra þjóðfélagshópa og lýsa áhyggjum sínum yfir því að jafn stór hópur ungs fólks hafi jafn lítil áhrif og raun ber vitni í alþjóða stjórnmálum.</p> <p>António Guterra aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt í ákvörðunum, sérstaklega í loftslagsmálum. Hann bendir á að til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þurfi heimurinn að virkja alla möguleika allra kynslóða. Samstaða kynslóðanna sé lykillinn að sjálfbærri þróun.</p> <p>Á Íslandi starfar ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Það samanstendur af tólf fulltrúum, frá öllum landshlutum, á aldursbilinu 13-18 ára. Ungmennaráðið kemur saman sex sinnum á ári og fundar þess á milli í gegnum fjarfundabúnað. Þá fundar ungmennaráðið árlega með ríkisstjórn og á jafnframt áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin. Hlutverk ráðsins er að fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin ásamt því að koma sínum áherslumálum á framfæri og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, <a href="https://unric.org/is/aeskulydsdagurinn-haesti-medalaldur-norraenna-thjodthinga-a-islandi/" target="_blank">vekur athygli</a>&nbsp;á því í tilefni dagsins að hlutur ungs fólks í stjórnmálum á Norðurlöndum sé tiltölulega góður miðað við veröldina í heild. Þróunin hafi verið í þá átt að meðalaldur hafi fari lækkandi á þjóðþingum, en það gildi reyndar síður um Ísland og Danmörku.</p>

11.08.2022Malavísk ungmenni útskrifast úr verklegri þjálfun með stuðningi Íslands

<span></span> <p>Mikil gleði ríkti í útskriftarathöfn fyrir ungmenni sem fór fram í Mangochi héraði, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Eftir nokkra mánuði af þjálfun og námi fögnuðu ungmennin árangrinum við hátíðlega athöfn að viðstöddum fulltrúum frá héraðstjórninni í Mangochi og sendiráði Íslands í Lilongwe.</p> <p>Á þessu ári var sett af stað sérstakt tilraunaverkefni um efnahaglega valdeflingu ungmenna undir verkefnastoðinni um grunnþjónustu í Mangochi sem Ísland hefur stutt frá árinu 2012. </p> <p>„Tilraunaverkefnið sem var sett af stað í byrjun árs hefur tekist einstaklega vel og það er afar ánægjulegt að sjá ungmennin útskrifast eftir margra mánaða þjálfun og nám,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe. „Við vonumst til að þessi þjálfun muni aðstoða og stuðla að virkri atvinnuþátttöku ungmennanna í Mangochi,“ bætir hún við. </p> <p>Sextíu ungmenni frá afskekktum sveitum í héraðinu hlutu verklega þjálfun á ýmsum sviðum, til að mynda í húsasmíði, bifvélavirkjun, klæðskurði, múraraiðn, og rafvirkjun. Í útskriftargjöf fengu nemendurnir ýmis tæki og tól til sem munu nýtast þeim til að hefja störf.</p> <p>Tilgangur verkefnisins er að virkja og efla þann mikla fjölda ungmenna í dreifbýli Mangochi og veita þeim hagnýta færni og þjálfun til að bæta lífskjör og félagslegar og efnahagslegar aðstæður þeirra og fjölskyldna. </p> <p>Áætlaður íbúafjöldi Malaví er um 18,6 milljónir en meira en helmingur þjóðarinnar er yngri en 18 ára og 77 prósent eru yngri en 24 ára. <span></span>Atvinnutækifæri fyrir ungmenni í landinu eru mjög fá og því mikilvægt að stuðla að margvíslegri þjálfun til efla að atvinnuþátttöku í baráttunni gegn fátækt.</p>

11.08.2022Afganistan: Óttinn hefur raungerst

<span></span> <p>„Liðnir eru 344 dagar síðan talíbanar tóku völd í Afganistan. Fyrir flestar afganskar konur og stúlkur hefur hver dagur frá 15. ágúst 2021 haft í för með sér&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-gerir-un-women-i-afganistan/">nýjar takmarkanir</a>&nbsp;á réttindum þeirra, aðbúnaði og samfélagslegri þátttöku. Þegar ég flutti síðast erindi á þessum vettvangi, mánuði eftir valdatökuna, sagði ég að þær framfarir sem orðið höfðu á réttindum afganskra kvenna og stúlkna væru í hættu. Í dag er ég hér komin til að segja ykkur að sá ótti hefur raungerst,“ sagði Alison Davidian fulltrúi UN Women í Afganistan í erindi hjá Sameinuðu þjóðunum á dögunum.</p> <p>Tæpt ár er liðið frá því talíbanar hrifsuðu til sín völdin í Afganistan. Alison sagði að frá þeim tíma hafi hún orðið vitni að því hvernig réttindi kvenna hefðu verið frá þeim tekin og ofbeldi aukist í þeirra garð. Hún nefndi dæmi:</p> <ul> <li>Afganistan er eina landið í heiminum þar sem stúlkum er bannað að stunda gagnfræðiskólanám. </li> <li>Konum er bannað að vinna utan heimilisins, ef frá eru talin nokkur sértæk störf. </li> <li>Engar konur eru í stjórnunarstöðum lengur og Kvennamálaráðuneytið hefur verið afnumið. Konum hefur verið bannað að taka þátt í stjórnmálum. </li> <li>Konur eru neyddar til að ferðast með karlkyns velsæmisverði séu þær að ferðast lengra en 78 kílómetra. </li> <li>Konum ber skylda til að hylja andlit sitt utan heimilisins.</li> </ul> <p>„Þessar reglur takmarka mjög getu kvenna til að vinna fyrir sér og fjölskyldum sínum, sækja sér heilbrigðisþjónustu eða menntun og takmarka um leið getu Afganistans til að vinna sér leið úr þeim efnahagsþrengingum sem landið gengur í gegnum. Ekkert af því sem ég segi ykkur er lengur fréttnæmt. Erindi mitt í dag fjallar um hvaða þýðingu þessi boð og bönn hafa á hversdag kvenna og stúlkna í Afganistan – konur og stúlkur sem ég hef hitt í gegnum starf mitt í öllum héruðum landsins. Konur sem hefðu þar til nýlega sjálfar geta flutt þetta erindi en mega í dag ekki yfirgefa heimili sín, mæta í vinnu eða sýna andlit sitt opinberlega.“</p> <p>Nánar á <a href="https://unwomen.is/afganistan-ottinn-hefur-raungerst/" target="_blank">vef </a>UN Women en einnig má horfa má á erindi&nbsp;<a href="https://media.un.org/en/asset/k1f/k1fkyhdvaf">Alison Davidian hér</a><span style="color: #262626; font-size: 13pt; font-family: Montserrat;">.</span></p>

10.08.2022Hundrað og fimmtíu milljónir máltíða gegnum smáforrit

<span></span> <p>Frá því Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, opnaði smáforritið <a href="https://sharethemeal.org/" target="_blank">ShareTheMeal</a>&nbsp;árið 2015 hafa 150 milljónir máltíða verið gefnar gegnum appið. Það byggir á þeirri einföldu hugmyndafræði að almenningur gefi máltíðir fyrir þá upphæð sem hver og einn hefur efni á – hvort sem það er ein stök máltíð eða máltíðir fyrir heilt ár.</p> <p>Í íslenskum krónum kostar ein máltíð frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna um 112 krónur – og þyrfti að fimmfalda þá upphæð til að eiga fyrir venjulegum kaffibolla á íslensku kaffihúsi. ShareTheMeal var frá upphafi ákaflega vel tekið og núna á dögunum var keypt hundrað og fimmtugasta máltíðin gegnum appið. </p> <p>WFP fagnar þessum áfanga og segir í <a href="https://www.wfp.org/stories/sharethemeal-wfp-app-marks-150-million-meals-milestone" target="_blank">frétt</a>&nbsp;ánægjulegt að ná þessum árangri nú þegar stofnunin horfi fram á mesta hungur í heiminum um langt árabil. Stefnt sé að því á þessu ári að ná til 152 milljóna manna og því hafi verið kallað eftir 22,2 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmlega þrjú þúsund milljörðum íslenskra króna. „Nú þegar 828 milljónir einstaklinga fara svangir að sofa á hverju kvöldi skiptir hvert framlag máli,“ segir í fréttinni.</p> <p>Forritið gerir notendum kleift að gefa lífsnauðsynlega máltíð til barna og fjölskyldna út um allan heim. Notandinn velur landið sem á að fá fjárframlagið og WFP notar það til þess meðal annars að fjármagna átaksverkefni í skólamáltíðum, næringarverkefnum eða neyðaraðstoð. </p> <p>Frá því ShareTheMeal kom út hafa einstaklingar í rúmlega 200 löndum gefið máltíðir gegnum appið, á 14 tungumálum og 52 gjaldmiðlum.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum íslenskra stjórnvalda í mannúðarmálum og Ísland hefur meðal annars um langt árabil unnið með WFP að tryggja börnum í Malaví skólamáltíðir daglega.</p> <p>&nbsp;</p>

09.08.2022Næringarskortur ógnar lífi þúsunda barna á Haítí

<span></span> <p>Skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu, næringu og vatni vegna aukinna átaka, gríðarlegar verðhækkanir, verðbólga og skortur á matvælaöryggi í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;á Haítí gerir það að verkum að eitt af hverjum fimm börnum þar þjáist nú af bráðavannæringu.</p> <p>Þetta kemur fram í <a href="https://www.unicef.is/hormungarastand-a-haiti-naeringarskortur-ognar-lifi-barna" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að ofbeldisfull átök glæpagengja undanfarin misseri í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil, einu af hverfum höfuðborgarinnar Port-au-Prince, hafi víða lokað á aðgengi íbúa að heilbrigðisþjónustu. Vannæring barna er þar mikið vandamál.</p> <p>Samkvæmt nýjustu upplýsingum&nbsp;UNICEF&nbsp;þjást um 20 prósent barna undir fimm ára aldri í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;að bráðavannæringu. Það er fimm prósentum yfir neyðarviðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.</p> <p>„Við getum ekki setið hjá og horft upp á börn farast úr vannæringu og tengdum kvillum. Þúsundir barna eru í lífshættu þar sem flestar&nbsp;heilsugæslur&nbsp;í nágrenni þeirra eru lokaðar. Ofbeldisverkum í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;verður að linna svo vannærð börn geti fengið þá neyðaraðstoð sem þau þurfa sárlega á að halda,“ segir Bruna&nbsp;Maes, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;á Haítí.</p> <p>Greining á stöðu mála í apríl síðastliðnum sýndi fram á skelfilega næringarstöðu barna á svæðinu. Síðan þá hefur orðið mikil aukning á átökum glæpagengja sem dregið hefur úr aðgengi fólks að grunnþjónustu. Ofan á það og fyrri neyð samfélagsins bætist svo fæðuskortur, verðbólga, verðhækkanir. Allt kemur þetta verst niður á börnunum.</p> <p>UNICEF&nbsp;og heilbrigðisráðuneytið á Haítí hafa unnið að því að dreifa&nbsp;næringarfæði, næringarmjólk og nauðsynlegum lyfjum auk þess að styðja við heilbrigðisstarfsfólk til að auka skimun og þjónustu vegna vannæringarmála. Undanfarið hafa 9.506 börn verið&nbsp;skimuð&nbsp;vegna alvarlegrar vannæringar og nær tvö þúsund börn fengið meðhöndlun.</p> <p>Um 250 þúsund manns búa í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;og á síðustu vikum hafa á 471 látið lífið í átökum glæpagengja, særst eða horfið sporlaust. Þrjú þúsund manns hafa flúið heimili sín, þar á meðal hundruð fylgdarlausra barna.</p> <p>Frá 20. júlí hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;dreift nærri einni milljón lítra af&nbsp;drykkjarvatni,&nbsp;dreift&nbsp;500 hreinlætispökkum og sett af stað tvær færanlegar&nbsp;heilsugæslur&nbsp;á svæðinu til að veita íbúum aðgengi að heilbrigðis- og næringarþjónustu.</p> <p>UNICEF&nbsp;kallar eftir því að stríðandi fylkingar í&nbsp;Cité&nbsp;Soleil&nbsp;láti af ofbeldisverkum sínum til að tryggja saklausum íbúum aðgengi að lífsnauðsynlegri grunnþjónustu.</p>

08.08.2022Alþjóðlegur dagur frumbyggja á morgun

<span></span> <p>Talið er að frumbyggjar í heiminum séu 476 milljónir talsins og búseta þeirra dreifist yfir 90 lönd. Þótt frumbyggjar séu innan við fimm prósent íbúa í veröldinni teljast þeir til fimmtán prósenta þeirra fátækustu. Á morgun, 9. ágúst, er alþjóðlegur dagur frumbyggja.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/Picture7.png?amp%3bproc=200x200" style="float: right;" />Frumbyggjar tala yfirgnæfandi meirihluta þeirra sjö þúsund tungumála sem töluð er í heiminum. Þeir eru fulltrúar fimm þúsund ólíkra menningarheima sem byggja á siðum og þekkingu langt aftur í aldir. Þeir búa yfir fjölbreyttum hugmyndum um þróun byggða á þeirra eigin heimsmynd og forgangsröðun. Á sama tíma standa frumbyggjaþjóðir frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, svo sem litlu eða takmörkuðu aðgengi að hreinlætisaðstöðu, skorti á hreinu vatni, ófullnægjandi læknisþjónustu, víðtækum fordómum og mismunun, auk landtöku og ágangi á jarðir þeirra.</p> <p>Til þess að vekja athygli á þörfum frumbyggja var 9. ágúst valinn sem alþjóðlegur dagur frumbyggja árið 1994. „Hlutverk frumbyggjakvenna við varðveislu og miðlun hefðbundinnar þekkingar“ er þema alþjóðadagsins í ár. Sameinuðu þjóðirnar efna til <a href="https://us02web.zoom.us/j/81206090975" target="_blank">opins rafræns fundar</a>&nbsp;á morgun með áherslu á þema dagsins.</p>

05.08.2022Lífslíkur í Afríku hækkuðu um tíu ár á tveimur áratugum

<p>Lífslíkur íbúa Afríku hækkuðu að meðaltali um tíu ár á tuttugu ára tímabili frá árunum 2000 til 2019, að því er fram kemur í greiningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. Þessi hækkun er meiri en í öðrum heimshlutum en bent er á að neikvæð áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar ógni þessari jákvæðu þróun. Mjög hefur dregið úr ungbarnadauða í Afríku á síðustu árum og það skýrir öðru fremur þessar framfarir ásamt betri forvörnum og meðhöndlun smitsjúkdóma.</p> <p>Lífslíkur Afríkubúa voru 56 ár í árslok 2019 en 46 ár í byrjun aldarinnar. Hins vegar eru lífslíkur í álfunni enn talsvert minni borið saman við meðaltal jarðarbúa en á heimsvísu eru lífslíkur 64 ár að meðaltali og sú tala hækkaði um fimm ár á fyrrnefndu tímabili. Reikna má með að þessar tölur lækki vegna dauðsfalla af völdum COVID-19.</p> <p>Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár árið 2021 og meðalævilengd kvenna 84,1 ár, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þar er hugtakið meðalævilengd sagt sýna hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Þar segir líka að aldursbundin dánartíðni hafi lækkað á undanförnum áratugum og því megi vænta þess að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd.</p>

04.08.2022Miklu fleiri konur en karlar búa við fæðuóöryggi

<span></span> <p>Á síðasta ári voru 150 milljón fleiri konur en karlar sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Samkvæmt niðurstöðu greiningar mannúðarsamtakanna CARE dregur úr fæðuöryggi þegar ójöfnuður kynjanna eykst.</p> <p><a href="https://www.careevaluations.org/evaluation/food-security-and-gender-equality/" target="_blank">Greiningin</a> mun vera sú fyrsta sem gerð er í langan tíma á tengslum fæðuöryggis og kynjajafnréttis. Hún náði til 109 landa og sýnir að á árunum 2018 til 2021 fjölgaði konum í hópi hungraðra 8,4 sinnum hraðar en körlum. „Í stuttu máli er niðurstaðan sú að því meira sem kynjamisréttið er í landinu því fleiri eru hungraðir og vannærðir,“ segir í <a href="https://www.care.org/news-and-stories/press-releases/care-analysis-150-million-more-women-than-men-were-hungry-in-2021/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá CARE.</p> <p>Einnig er bent á að í samfélögum, þar sem fæðuóöryggi er mikið og foreldrar deila því litla sem á boðstólum er fyrst og fremst til barna, fái konur ávallt minnst að borða, marga daga alls ekkert.</p> <p>Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands enda grundvallarmannréttindi og forsendur framfara og þróunar. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri samvinnu, að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til þátttöku, áhrifa og ábata af þróunarsamvinnuverkefnum Íslands.</p>

03.08.2022Hungur breiðist út á horni Afríku

<span></span> <p>Alvarlegur fæðuskortur ógnar lífi fólks í löndum sem kennd eru við horn Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, birti í gær neyðarákall um fjárhagslegan stuðning til að veita lífsbjargandi aðgerðir í þágu íbúa þessa heimshluta, að fjárhæð 123,7 milljónir bandarískra dala, rúma 17 milljarða íslenskra króna.</p> <p>Talið er að rúmlega 80 milljónir manna í sjö löndum – Djíbútí, Eþíópíu, Kenía, Sómalíu, Suður-Súdan, Súdan og Úganda – hafi varla til hnífs og skeiðar. Tæplega 40 milljónir manna til viðbótar búa við mikla vannæringu og hafa þurft að selja eigur sínar til að fæða fjölskyldur sínar. </p> <p>Stríðsátök, loftslagsbreytingar og heimsfaraldur leggjast á eitt um að skapa alvarlegan matarskort í þessum heimshluta sem kann að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir líf og heilsu íbúanna.</p> <p>„Hungur er bein ógn við heilsu og afkomu milljóna íbúa á horni Afríku en sulturinn veikir einnig varnir líkamans og opnar dyr fyrir sjúkdóma,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. Hann segir stofnunina leita til alþjóðasamfélagsins um stuðning við þá tvíþættu ógn sem við að er glíma, veita vannærðu fólki aðstoð og verja það gegn smitsjúkdómum.</p> <p>Óttast er að komandi regntímabil verði líkt og þau síðustu án úrkomu sem eykur á bjargarleysið. Þegar hafa borist fréttir af dauðsföllum meðal barna og fæðandi kvenna og WHO segir mislinga hafa komið upp í sex löndum af sjö. Einnig berjist ríkin við faraldra kóleru- og heilahimnubólgu sökum versnandi hreinlætis. Hreint vatn er af skornum skammti og stöðugt fleiri flosna upp af heimilum sínar. Margt fólk fer fótgangandi að heiman í leit að matvælum, vatni og beitarlandi fyrir búpening.</p> <p>Talið er að nú þegar séu um 4,2 milljónir flótta- og farandfólks í löndunum sjö og líklegt að þeim fjölgi eftir því sem fleiri neyðast til að yfirgefa heimili sín.</p>

02.08.2022„Við komum til bæjarins í leit að lífi“

<span></span> <p>Í útjaðri bæjarins Belet Sveina í Suður-Sómalíu brýtur Maryam Muse Duale litlar spýtur með höndunum og kveikir eld í moldinni til að halda hita á börnum sínum um nætur. <span data-slate-node="text">Maríaam hefur komið sér upp fátæklegu skýli úr stöfum og klæðum sem skýlir þó ekki fyrir kalda næturloftinu. </span><span data-slate-node="text">Börnin sitja á mottu og bíða eftir mat frá mannúðarstofnunum. </span><span data-slate-node="text">Þegar maturinn kemur deilir hún honum fyrst til barnanna. </span><span data-slate-node="text" data-slate-fragment="JTVCJTdCJTIydHlwZSUyMiUzQSUyMnBhcmFncmFwaCUyMiUyQyUyMmNoaWxkcmVuJTIyJTNBJTVCJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMiVDMyU4RCUyMCVDMyVCQXRqYSVDMyVCMHJpJTIwYiVDMyVBNmphcmlucyUyMEJlbGV0JTIwU3ZlaW5hJTIwJUMzJUFEJTIwU3UlQzMlQjB1ci1TJUMzJUIzbWFsJUMzJUFEdSUyMGJyJUMzJUJEdHVyJTIwTWFyeWFtJTIwTXVzZSUyMER1YWxlJTIwdXBwJTIwbGl0bGFyJTIwc3AlQzMlQkR0dXIlMjAlQzMlQUQlMjBoJUMzJUI2bmR1bnVtJTIwb2clMjBrdmVpa2lyJTIwZWxkJTIwJUMzJUFEJTIwbW9sZGlubmklMjB0aWwlMjBhJUMzJUIwJTIwaGFsZGElMjBoaXRhJTIwJUMzJUExJTIwYiVDMyVCNnJudW51bSUyMCVDMyVBMSUyMG4lQzMlQTZ0dXJuYXIuJTIwJTIyJTJDJTIyZHVtbXklMjIlM0ElNUIwJTJDMCU1RCUyQyUyMmhvdmVyaW5nJTIyJTNBZmFsc2UlN0QlMkMlN0IlMjJ0ZXh0JTIyJTNBJTIyTWFyJUMzJUFEYWFtJTIwaGVmaXIlMjBnaiVDMyVCNnJ0JTIwcyVDMyVBOXIlMjAlQzMlQjZyc25hdXR0JTIwc2slQzMlQkRsaSUyMCVDMyVCQXIlMjBzdCVDMyVCNmZ1bSUyMG9nJTIwa2wlQzMlQTYlQzMlQjB1bSUyQyUyMCUyMiUyQyUyMmR1bW15JTIyJTNBJTVCMCUyQzElNUQlMkMlMjJob3ZlcmluZyUyMiUzQWZhbHNlJTdEJTJDJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMmhlbGR1ciUyMGVra2klMjBrYWxkYSUyMG4lQzMlQTZ0dXJsb2Z0aW51JTIwJUMzJUJBdGkuJTIwJTIyJTJDJTIyZHVtbXklMjIlM0ElNUIwJTJDMiU1RCUyQyUyMmhvdmVyaW5nJTIyJTNBZmFsc2UlN0QlMkMlN0IlMjJ0ZXh0JTIyJTNBJTIyQiVDMyVCNnJuJTIwaGVubmFyJTIwc2l0amElMjAlQzMlQTElMjBtb3R0dSUyMG9nJTIwYiVDMyVBRCVDMyVCMGElMjBlZnRpciUyMG1hdCUyMGZyJUMzJUExJTIwbWFubiVDMyVCQSVDMyVCMGFyc3RvZm51bnVtLiUyMCUyMiUyQyUyMmR1bW15JTIyJTNBJTVCMCUyQzMlNUQlMkMlMjJob3ZlcmluZyUyMiUzQWZhbHNlJTdEJTJDJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMiVDMyU5RWVnYXIlMjAlQzMlQkVhJUMzJUIwJTIwa2VtdXIlMjBkZWlsaXIlMjBoJUMzJUJBbiUyMGZ5cnN0JTIwbWUlQzMlQjAlMjBiJUMzJUI2cm51bnVtLiUyMCUyMiUyQyUyMmR1bW15JTIyJTNBJTVCMCUyQzQlNUQlMkMlMjJob3ZlcmluZyUyMiUzQWZhbHNlJTdEJTJDJTdCJTIydGV4dCUyMiUzQSUyMkZvcmVsZHJhciUyMGJvciVDMyVCMGElMjAlQzMlQkVhJUMzJUIwJTIwc2VtJTIwZWZ0aXIlMjBlci4lMjAlMjIlMkMlMjJkdW1teSUyMiUzQSU1QjAlMkM1JTVEJTdEJTVEJTdEJTVE">Foreldrar borða afganginn.</span></p> <p>Á þessa leið hefst frásögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, um bágindin í Sómalíu vegna langvarandi þurrka og yfirvofandi hungursneyðar. Líkt og margt annað sveitafólk stendur Maryam frammi fyrir nýjum veruleika, ólíkum þeim sem hún bjó við fyrir fáeinum misserum. Þurrkatímabilið sem hófst síðla árs árið 2020 kallar á sífellt ömurlegri aðstæður. </p> <p>Fyrir ekki svo löngu stundaði fjölskylda Maryams geitabúskap, safnaði eldiviði og hafði ofan í sig og á. Eftir þrjú regntímabil án úrkomu er landið uppþornað, geiturnar hafa drepist og fjölskyldan að örmagnast. Tekin var sú ákvörðun að fara til bæjarins Belet Sveina í leit að stuðningi. „Við komum til bæjarins til að leita að lífi,“ segir Maryam.</p> <p>Í flóttamannabúðum farandfólks í þorpinu þar sem Maryam og börn hennar hafa fengið tímabundið skjól þarf að útvega þeim allt sem til þarf, mat, vatn og lyf. Feðurnir eru farnir í burtu til að leita uppi tilfallandi störf eða dvelja í sveitinni til að líta eftir eigum fjölskyldunnar. Konur og börn í búðunum lifa meðal ókunnugra og fjarri vernd ættingja með aukinni hættu á því að verða fyrir kynbundnu ofbeldi eða öðrum líkamlegum skaða, að ekki sé minnst á sjúkdómsfaraldra. Efnahagslegur og sálrænn tollur fylgir því að flýja að heiman. </p> <p>„Það er mikill munur á fortíð okkar og nútíð vegna þess að í fortíðinni bjuggum við á heimilum okkar og ef okkur skorti eitthvað vissum við alltaf hvert við ættum að leita. Nú erum við algerlega háð velvild annarra,“ segir Maryam.</p> <p>Níu hundruð þúsund manns hafa flosnað upp af heimilum sínum á yfirstandandi þurrkatímabili í Sómalíu og reiknað er með að sú tala hækki á næstunni. Sjö milljónir íbúa búa við sult.</p>

29.07.2022Heimurinn færist fjær heimsmarkmiðinu um ekkert hungur

<span></span> <p>Ný árleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um hungur í heiminum sýnir að vannærðu fólki sem býr við fæðuóöryggi fjölgaði á síðasta ári um 46 milljónir og alls um 150 milljónir frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í árslok síðasta árs drógu 828 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk.</p> <p>„Það er raunveruleg hætta á að þessar tölur hækki enn frekar á komandi mánuðum. Markaðsverð á matvælum, eldsneyti og áburði er í hæstu hæðum vegna átakanna í Úkraínu sem gæti leitt til hungursneyðar um allan heim. Afleiðingin verður hnattrænn óstöðugleiki, hungursneyð og fjöldaflutningar í áður óþekktri stærðargráðu. Við verðum strax að bregðast við til að afstýra þessum yfirvofandi hamförum," segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP.</p> <p>Skýrslan – <a href="https://www.fao.org/documents/card/en/c/cc0639en" target="_blank">The State of Food Security and Nutrition in the World</a>&nbsp;– gefur vísbendingar um að heimurinn sé að færast lengra frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að binda enda á hungur, fæðuóöryggi og vannæringu fyrir árið 2030. Miðað við þessa þróun er því spáð að árið 2030 búi um 670 milljónir manna við sult, eða um 8 prósent jarðarbúa. Það er sama hlutfall og árið 2015 þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru kynnt, meðal annars annað heimsmarkmiðið: Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.</p> <p>Skýrslan er gefin út af fimm stofnunum Sameinuðu þjóðanna, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO, Alþjóðasjóði um landbúnaðarþróun, IFAD, Barnahjálp SÞ, UNICEF, Matvælaáætlun SÞ ,WFP, og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. </p>

28.07.2022Mikil fjölgun flóttafólks í Afríku

<span></span><span></span> <p>Þrefalt fleiri íbúar Afríku eru nú á flótta en fyrir réttum áratug, alls 36 milljónir. Flóttafólki í álfunni fjölgar ár frá ári, einkum vegna átaka, ofbeldis og ofsókna. Alls bættust 3,7 milljónir í þennan hóp á síðasta ári, 12 prósentum fleiri en árið áður. Hlutfall Afríkubúa í heildarfjölda flóttafólks í heimnum er komið upp í 44 prósent.</p> <p>Þorri þeirra sem hrekjast burt af heimilum sínum eru á hrakhólum innan eigin ríkis, eða 75 prósent. Fjórðungur flýr yfir landamæri og veldur álagi á nærliggjandi samfélög og ríki sem eru engan veginn í stakk búinn til að taka á móti skyndilegum straumi flóttafólks. </p> <p>Af rúmlega fimmtíu ríkjum Afríku kemur flóttafólk einkum frá átta ríkjum. Mest hefur fjölgunin á síðustu misserum verið í Eþíópíu vegna skálmaldarinnar í Tigray héraði. Alls hafa 4,7 milljónir íbúa stöðu flóttafólks. Litlu færri, eða 4,6 milljónir íbúa Suður-Súdan, eru á vergangi vegna langvinnra átaka í landinu. Hlutfall flóttafólks af íbúafjölda er hvergi hærra í heiminum, eða 40 prósent.</p> <p>Einnig hrekst fólk burt af heimilum sínum í miklum mæli í Búrkínó Fasó, Súdan, Nígeríu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Miðafríkuríkinu og Mósambík.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, <a href="https://www.unicef.org/eap/press-releases/nearly-37-million-children-displaced-worldwide-highest-number-ever-recorded" target="_blank">benti á það fyrr í sumar</a>&nbsp;að aldrei frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, hafi fleiri börn verið á hrakhólum en einmitt nú. Í lok síðasta árs voru þau 36,5 milljónir talsins.</p> <p>Nánar á <a href="https://reliefweb.int/report/world/record-36-million-africans-forcibly-displaced-44-percent-global-total" target="_blank">Reliefweb</a></p>

27.07.2022Námskeið fyrir kennara um heimsmarkmiðin

<span></span> <p><span style="color: #0a0a0a;">Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stendur fyrir námskeiði fyrir kennara um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Námskeiðið verður haldið 11. ágúst í Salaskóla í Kópavogi frá kl. 9-12.</span></p> <p style="font-size: inherit;"><span style="color: #0a0a0a;">Á námskeiðinu, sem ætlað er fyrir kennara leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, verður farið í merkingu og markmið heimsmarkmiðanna og og hvernig hægt er að nýta þau í námi. Þátttakendur á námskeiðinu fá í hendur tæki og tól til að nýta með markvissum hætti.</span></p> <p style="font-size: inherit;"><span style="color: #0a0a0a;">Kennari á námskeiðinu er Eva Harðardóttir sem býr yfir mikilli þekkingu á heimsmarkmiðunum og hefur meðal annars byggt námskeið sín á þeim grunni. Eva er uppeldis- og menntunarfræðingur og stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Rannsóknaráhersla hennar í doktorsnámi snýr að ungu flóttafólki og alþjóðlegri borgaravitund. Eva hefur starfað sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur kennt fjölmörg námskeið m.a. um lýðræði, mannréttindi og borgaravitund ungs fólks. Eva starfaði sem menntunarsérfræðingur á vegum UNICEF í Malaví frá 2013-2016.</span></p> <p><span style="color: #0a0a0a;">Námskeiðsgjald er kr. 5.000 og hægt er að sækja um styrk frá Kennarasambandi Íslands. Skráning sendist á <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</span></p>

26.07.2022Óttast um heilsufar flóttafólks í gistiríkjum

<span></span> <p>Ástæða er til að óttast um heilsufar flótta- og farandfólks í gistiríkjum sökum þess að sá hópur býr við lakara aðgengi að heilbrigðisþjónustu en íbúar viðkomandi ríkja, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Ekki hefur áður verið unnin rannsókn á þessu sviði og <span>Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO segir skýrsluna marka tímamót, viðvörunarbjöllum sé hringt.</span></p> <p>Rannsóknin varpar ljósi á heilsufarsáhættu, áskoranir og hindranir sem milljónir flótta- og farandfólks standa frammi fyrir daglega. Hún leiðir í ljós mikið misræmi milli heilsu þessa hóps borið saman við íbúa í gistiríkjunum. Þá sýnir rannsóknin að margt farandverkafólk vinnur hættuleg störf og krefjandi án viðunandi félags- og heilsuverndar eða fullnægjandi aðbúnaðar um vinnuvernd.</p> <p><span class="ts-alignment-element" style="font-size: 10.5pt; font-family: 'Segoe UI', sans-serif;">"</span>Flóttamenn og farandverkamenn eru nánast fjarverandi í alþjóðlegum könnunum og heilbrigðisgögnum, sem gerir þessa viðkvæmu hópa nánast ósýnilega þegar unnið er að endurbótum heilbrigðiskerfa og þjónustu," segir Tedros.</p> <p><span>Hann bendir á að einn milljarður manna eða einn af hverjum átta íbúum jarðar sé flótta- eða farandverkamaður og sú tala hækki jafnt og þétt. „Sífellt fleiri verða á faraldsfæti til að bregðast við vaxandi átökum, loftslagsbreytingum, auknum ójöfnuði og neyðarástandi á heimsvísu, svo sem COVID-19 heimsfaraldrinum. Þessi þjóðfélagshópur stendur frammi fyrir mörgum hindrunum, þar á meðal beinum útlögðum kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, mismunun og ótta við gæsluvarðhald eða brottvísun," sagði Tedros.</span></p> <p><span>Hann skorar á stjórnvöld allra ríkja og samtök sem vinna með flótta- og farandfólki til að taka höndum saman til að vernda og efla heilsu þessa hóps. Í skýrslunni eru settar fram leiðir til að ná fram réttlátari heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar sem setur velferð allra í forgang.</span></p>

25.07.2022Ísland veitir 80 milljónum til uppbyggingar í Afganistan

<p><span>Íslensk stjórnvöld munu veita alls 80 milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan) til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu samhliða mannúðaraðstoð. Mikil neyð ríkir í Afganistan og áætla Sameinuðu þjóðirnar að rúmlega helmingur þjóðarinnar þurfi á alþjóðlegri mannúðaraðstoð að halda. Félagslegir innviðir eru að hruni komnir og aðgengi að grunnþjónustu er afar slæmt. Þá bættist mannskæður jarðskjálfti í síðasta mánuði ofan á aðrar hörmungar í landinu. Samhliða aukinni mannúðaraðstoð til Afganistan er því mikilvægt að leggja til þróunarverkefna í landinu með það að markmiði að takast á við skaðleg áhrif neyðarástands á grunnþjónustu og nauðsynleg lífsviðurværi.</span></p> <p><span>„Algjört neyðarástand ríkir í Afganistan og þörfin á bæði mannúðar- og þróunaraðstoð ákaflega brýn. Því er afar mikilvægt að Ísland leggi sitt að mörkum til þess að bregðast við þeim hörmungum sem þarna hafa átt sér stað, bæði af völdum náttúru og manna,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Fjórtán stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem starfa á vettvangi í Afganistan hafa aðgang að sjóðnum, þar á meðal UNDP, UNESCO, UNFPA, UNHCR og UN Women sem eru mikilvægar samstafsstofnanir Íslands í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Sjóðurinn forgangsraðar verkefnum sem leggja áherslu á að tryggja grunnþjónustu, sjá fólki fyrir nauðþurftum, stuðla að efnahagslegum bata, verja landbúnað gegn náttúruhamförum og auka viðnámsþrótt og félagslega samheldni. Nánari upplýsingar um sjóðinn <a href="http://www.stfa.af/" target="_blank">má finna hér</a>.</span></p>

25.07.2022„Afleiðingarnar mældar í mannslífum“

<span></span> <p>Samkvæmt gögnum sem Sameinuðu þjóðirnar birtu á dögunum hefur á undanförnum misserum verulega dregið úr bólusetningum barna, meira en nokkru sinni á síðustu þremur áratugum. Alls hafa um 25 milljónir ungbarna misst af bólusetningum gegn ýmsum banvænum sjúkdómum.</p> <p>Tölurnar, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hafa gefið út, sýna að hlutfall barna sem hafa fengið þrjá skammta af bóluefni gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta lækkaði um heil fimm prósent á árunum 2029 til 2021, niður í 81 prósent.</p> <p>Ástæður samdráttarins eru af margvíslegum toga, meðal annars fjölgun barna sem búa á átakasvæðum og ýmiss konar truflunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Þetta er rauð viðvörun um heilsu barna. Við höfum orðið vitni af mesta samdrætti bólusetninga barna um áratugaskeið. Afleiðingarnar verða mældar í mannslífum,“ er haft eftir Catharine Russell framkvæmdastjóra UNICEF í <a href="https://news.un.org/en/story/2022/07/1122592">frétt </a>frá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Hún segir COVID-19 enga afsökun. Lengi hafi verið ljóst að átak þyrfti til að bólusetja þær milljónir barna sem misst hafi af bólusetningum á síðustu árum ella sé óhjákvæmilegt að við verðum vitni af fleiri faröldrum, veikari börnum og enn meira álagi á heilbrigðiskerfi.</p> <p>Flest barnanna sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn lífshættulegum sjúkdómum á síðustu árum eru flest í lágtekju- og millitekjuríkjum eins og Indlandi, Nígeríu, Indónesíu, Eþíópíu og Filippseyjum.</p>

22.07.2022Samráðsfundur um landaáætlun Íslands í Malaví

<p><span></span>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe og annarra haghafa sátu samráðsfund í vikunni til að ræða landaáætlun Íslands í Malaví fyrir árin 2022-2025. Fundinn sátu héraðstjórar og fulltrúar héraðsstjórna Mangochi og Nkhotakota héraða, auk fulltrúa frjálsra félagasamtaka og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Einnig sátu fundinn fulltrúar frá öðrum framlagsríkjum og og deildarstjórar sveitarstjórnarráðuneytisins og jafnréttisráðuneytisins.</p> <p>Á fundinum fóru fram uppbyggilegar samræður um það sem vel hefur tekist í tvíhliðsamstarfi hingað til, hvernig byggja megi á lærdómi fyrri samstarfsverkefna og hvernig framlag Íslands í Malaví geti nýst best á því tímabili sem landaáætlunin nær yfir.</p> <p><span style="background: white; color: #333333;">Ísland og Malaví hafa starfað saman á sviði þróunarsamvinnu í rúma þrjá áratugi eða frá árinu 1989</span>. Frá 2012 hefur verið lögð áhersla á héraðsnálgun í Malaví og það ár var undirritaður samstarfssamningur við ráðuneyti sveitarstjórnarmála og héraðsyfirvöld í Mangochi um eflingu grunnþjónustu í þágu íbúa. Samhliða verkefnum tengdum samstarfssamningi Íslands við Mangochi er nú unnið hörðum höndum að undirbúningi á samstarfssamningi um eflingu grunnþjónustu við íbúa í Nhkotahéraði í samstarfi við héraðsyfirvöld.</p> <p><span style="background: white; color: #333333;">Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er stuðningur við bætt lífskjör í samstarfsríkjum með því að styðja við áætlanir og viðleitni stjórnvalda um að draga úr fátækt og bæta félagsleg og efnahagsleg lífsskilyrði í þeim héruðum sem Ísland styður.</span></p>

22.07.2022Endurbætur á sex grunnskólum í Namayingo

<span></span> <p>Ný og endurbætt aðstaða við sex grunnskóla í Namayingo héraði í Úganda var tekin í notkun með viðhöfn á dögunum. Þróunarsamvinna Íslands og Úganda byggist sem kunnugt er á samstarfi við stjórnvöld og héraðsstjórnir tveggja fiskimannasamfélaga við Viktoríuvatn, Buikwe og Namayingo, og felur í sér umbætur í grunnþjónustu og lífsgæðum, meðal annars á sviði menntunar.</p> <p>Undanfarin misseri hefur verið unnið að margvíslegri uppbyggingu í menntamálum sex grunnskóla sem héraðsstjórnin taldi úrbætur mikilvægastar. Um er að ræða bæði nýbyggingar og endurbætur á skólastofum, stjórnunarhúsnæði, kennarahúsum, skólaeldhúsa og salernum fyrir bæði drengi og stúlkur, auk húsbúnaðar fyrir nemendur og kennara. Einnig voru við athöfnina afhent sex vélhjól fyrir skrifstofu héraðsins í vatns-, salernis og hreinlætismálum.</p> <p>Margt ráðamanna kom saman í Namayingo af þessu tilefni, meðal annars fulltrúar tveggja ráðuneyta, ráðuneyta sveitastjórna og mennta- og íþróttamála, fulltrúar héraðsstjórnar og þingmenn, auk annarra gesta. Finnbogi Rútur Arnarson verkefnastjóri við sendiráð Íslands í Kampala var fulltrúi Íslands.</p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru lögð til grundvallar verkefnum Íslands í Úganda ásamt markmiðum stjórnvalda í Úganda sem nefnd eru við Vision 2040 eða framtíðarsýn árið 2040. Sérstaklega er horft til úrbóta í menntamálum, vatns-, salernis- og hreinlætismálum (WASH), eflingar héraðsstjórnunarstigsins, mannréttinda, jafnréttis kynjanna og umhverfislegrar sjálfbærni. </p>

19.07.2022Stöðug fjölgun flóttafólks í heilan áratug

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kemur fram að fólki sem er tilneytt að að flýja heimili sín hafi fjölgað á hverju ári undanfarinn áratug og hafi ekki ekki verið fleiri frá því mælingar hófust. „Þeirri þróun er aðeins hægt að snúa við með nýrri samstilltri friðarviðleitni,“ segir í skýrslunni, <a href="https://www.unhcr.org/62a9d1494/global-trends-report-2021" target="_blank">Global Trends Report 2021.</a></p> <p>Í árslok 2021 voru 89,3 milljónir á flótta vegna stríðs, ofbeldis, ofsókna og mannréttindabrota. Þetta er 8 prósenta aukning frá árinu áður og vel rúmlega tvöföldun frá því fyrir tíu árum. Frá þeim tíma hefur komið til sögunnar innrás Rússa í Úkraínu, sem olli skjótustu og umfangsmestu kreppu vegna nauðungarflótta frá síðari heimsstyrjöld. Þessu til viðbótar má nefna önnur neyðaratvik, allt frá Afríku til Afganistans og víðar, sem valda því að samtals er fjöldi flóttamanna nú kominn yfir 100 milljónir.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Fjöldinn hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn,“ sagði Filippo Grandi, Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;„Annað hvort mun alþjóðasamfélagið grípa til aðgerða í sameiningu til að takast á við þennan mannlega harmleik, leysa átök og finna varanlegar lausnir, eða þessi hræðileg þróun heldur áfram.”&nbsp;&nbsp;</p> <p>Síðasta ár var eftirtektarvert fyrir fjölda átaka sem stigmögnuðust og ný sem blossuðu upp. Alls 23 lönd, með samanlagt 850 milljónir íbúa, stóðu frammi fyrir miðlungs- eða miklum átökum, að mati Alþjóðabankans.&nbsp;Á sama tíma hafa matarskortur, verðbólga og loftslagskreppan magnað erfiðleika fólks og aukið þörf á mannúðaraðstoð, samtímis því að fjármögnunarhorfur virðast ekki bjartar víðs vegar í heiminum. </p> <p>Fjöldi flóttamanna jókst á síðasta ári um 27,1 milljón. Flóttamönnum fjölgaði meðal annars í Úganda, Tsjad og Súdan. Tekið var enn og aftur á móti flestum flóttamönnum í nágrannalöndum hamfarasvæða, sem búa yfir fáum úrræðum. Fjöldi hælisleitenda náði 4,6 milljónum, sem er 11 prósenta aukning.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Á síðasta ári fjölgaði fólki á flótta undan átökum í eigin landi fimmtánda árið í röð. Það telur nú 53,2 milljónir. Aukningin var knúin áfram af vaxandi ofbeldi eða átökum á ýmsum stöðum, til dæmis í Mjanmar. Átökin í Tigray í Eþíópíu og öðrum svæðum hafa ýtt undir flótta milljóna manna innan landsins. Uppreisnarástand á Sahel-svæðinu olli nýjum landflótta, einkum í Búrkína Fasó og Tsjad. Hraði og umfang fólksflótta er enn meiri en tiltækar lausnir fyrir þá sem eru á flótta. Á meðal úrræða má nefna að flóttamenn snúi aftur heim, séu sendir til annara landa eða aðlagist mótttökuríkinu&nbsp;</p> <p>Þrátt fyrir þetta má finna vonarglætu í nýju skýrslunni.&nbsp;Fjöldi þeirra flóttamanna og fólks sem hafði verið á flótta innanlands sem snúið hafði heim jókst árið 2021 og er nú svipaður og var fyrir COVID-19. Þessi fjölgun nam 71 prósenti en heildarfjöldinn var þó ekki mikill.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Þótt við verðum vitni að skelfilegum nýjum flóttamannavanda og vandinn sem fyrir var hafi aukist og sé óleystur, eru einnig dæmi um að lönd og samfélög hafi unnið saman að því að leita lausna fyrir flóttafólk,“ bætti Grandi við. „Þetta er að gerast á ýmsum stöðum – til dæmis má nefna svæðisbundið samstarf um að gera flóttamönnum frá Fílabeinsströndinni kleift að snúa aftur heim. Þetta getur verið fyrirmynd fyrir aðra og helst á umfangsmeiri hátt.“&nbsp;&nbsp;</p> <p>Og þótt áætlaður fjöldi ríkisfangslausra hafi aukist lítillega árið 2021, öðluðust um 81.200 einstaklingar ríkisborgararétt eða fengu hann staðfestan – sem er mesta fækkun ríkisfangsleysis frá upphafi IBelong herferðar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 2014.&nbsp;</p> <h6><span>Byggt á grein á vef UNHCR.</span></h6>

18.07.2022Hungur í Sómalíu og framlag Rauða krossins

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina veitt rúmlega 28 milljónum íslenskra króna til mannúðaraðgerða í Sómalíu á árinu. Þessi fjárstuðningur kemur til viðbótar við sömu fjárhæð sem veitt var í aðgerðir í Sómalíu í lok árs 2021. Í þessum heimshluta, svokallölluðu horni Afríku, ríkir nú mikil neyð og í Sómalíu einni eru rúmlega fjórar milljónir íbúa&nbsp;í brýnni þörf fyrir fæðu, vatn og heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Í frétt Rauða krossins kemur fram að loftslagsbreytingar og miklir þurrkar hafi eyðilagt uppskeru og drepið búfé víða og neytt næstum 700 þúsund íbúa til þess að yfirgefa heimili sín í leit að fæðu, vatni, atvinnu eða bithaga fyrir búfénað. „Þrjú ár í röð hefur regntímabilið brugðist í Sómalíu og á sumum svæðum er þetta fjórða árið. Auk þurrkanna hafa aðstæður lengi verið erfiðar í Sómalíu vegna áratugalangra átaka, endurtekinna loftslagsáfalla, engisprettu- og&nbsp; sjúkdómafaraldra. Áhrif heimsfaraldsins COVID-19 hafa einnig haft áhrif í landinu. Ofan á þetta bætast áhrifin af átökum í Úkraínu. Hækkun eldsneytisverðs hefur áhrif um alla Afríku og þannig hefur hærra eldsneytisverðs hækkað verð á öllum matvörum.“</p> <p>Rauði krossinn segir að á sama tíma og mikið hungur vofi yfir víða í Afríku beinist athygli heimsins að átökunum í Úkraínu. Brýnt sé að athyglinni verði einnig beint að fæðuöryggi íbúa víða í Afríku til að koma í veg fyrir hungursneyð sem yfirvofandi er í þessum heimshluta.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Óttast er að neyðin í tengslum við þurrkana í ár verði ein sú versta í 40 ár. Talið er að yfir 20 milljón íbúar horns Afríku muni þurfa á brýnni fæðutengdri aðstoð á næstu 12 mánuðum. Að ógleymdum þeim íbúum sem þurfa fæðuaðstoð annars staðar í álfunni. Þetta er áminning um hversu illa hefur tekist að bregðast við loftslagsbreytingum og vernda viðkvæmustu íbúa jarðar fyrir áhrifum aukinna öfga í veðurfari sem eru að raungerast víða um heim. Undanfarin 10 ár hafa 85% náttúruhamfara orsakast af atburðum tengdum öfgafullu veðri. </p> <p>Sómalski Rauði hálfmáninn hefur langa reynslu af því að bregðast við neyð sem þessari. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða hálfmánans eru hluti af samfélaginu og veita dýrmæta þjónustu allt árið um kring. Rauði hálfmáninn þekkir aðstæður og þær lausnirnar sem henta svæðinu best. Þau hafa til að mynda hjálpað þúsundum fjölskyldna að endurbæta hefðbundin vatnsforðakerfi. Undanfarið ár hefur Rauði hálfmáninn með aðstoð Rauða kross hreyfingarinnar veitt yfir 650 þúsund íbúum aðstoð í Sómalíu.</p> <p>Yfir 468 þúsund hafa notið góðs af bættu aðgengi að vatni og hreinlæti, 165 þúsund íbúa notið góðs af heilbrigðisþjónustu meðal annars hjá færanlegum heilsugæslum og yfir 18 þúsund íbúar hafa fengið beina fjárhagsaðstoð. Hugað er að vernd, jafnrétti og þátttöku viðkvæmra hópa í aðgerðunum, brugðist er við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi sem reynslan sýnir að getur aukist í neyðaraðstæðum sem nú ríkja á svæðinu. Sómalski Rauði hálfmáninn mun halda áfram að bregðast við þessari neyð íbúa á komandi mánuðum og árum.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við störf Sómalska Rauða hálfmánans í meira en áratug. Til fjölda ára hefur það falið í sér stuðning við færanlega heilsugæslu þar sem boðið er upp á grunnheilsugæslu og ungbarnaeftirlit fyrir börn undir fimm ára aldri, auk dreifingu orkuríkra fæðubótaefna til vannærðra. Rauði krossinn á Íslandi, í samvinnu við Kanadíska Rauða krossinn, hefur einnig unnið með Sómalska Rauða hálfmánanum að því að styrkja getu landsfélagsins í að greina mismunandi þarfir fólks í neyðarástandi og bregðast við þörfum þeirra viðkvæmust sem og að veita þeim hópum vernd og tækifæri til þátttöku í samfélaginu,“ segir í fréttinni.&nbsp;&nbsp;</p>

15.07.2022Ísland styður við kyn- og frjósemisheilbrigði í Mangochi-héraði

<span></span> <p>Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning við félagasamtökin IPAS í Malaví um bætta heilbrigðisþjónustu fyrir konur og stúlkur sem þjást af eftirköstum ólögmætra þungunarrofa í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. </p> <p>Verkefnið, sem framkvæmt verður í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Mangochi, byggist á samstarfi sendiráðs Íslands í Malaví við IPAS. Samningurinn hljóðar upp á 315 þúsund bandaríkjadali og er markmiðið að efla við kyn- og frjósemisheilbrigði í héraðinu, en Ísland styður þar nú þegar við bætt aðgengi að getnaðarvörnum í samvinnu við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</p> <p>Mikill fjöldi kvenna og stúlkna á barneignaraldri gengst undir þungunarrof við óöruggar og óheilsusamlegar aðstæður í Malaví en löggjöf landsins heimilar þungunarrof einungis ef meðganga ógnar lífi verðandi móður. Afleiðingarnar ólögmæts þungunarrofs eru oft lífshættulegar, en um fimmtungur mæðradauðatilfella í Malaví má rekja til slíkra aðgerða og afleiðinga þeirra. IPAS-samtökin kortlögðu þann fjölda kvenna og stúlkna sem þurfti á bráðaaðgerð að halda vegna vandkvæða eftir óörugg þungunarrof. Samkvæmt úttekt IPAS koma að meðaltali 77 stúlkur og konur daglega til slíkra bráðaaðgerða í landinu og er tíðnin einna hæst í Mangochi. </p> <p>Verkefnið fellur vel að mannréttinda- og jafnréttisáherslum Íslands í þróunarsamvinnu og styður um leið við mikilvægan en jafnframt vanræktan þátt á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis.</p> <p>IPAS eru alþjóðleg frjáls félagasamtök sem starfa að bættu aðgengi að getnaðarvörnum og þungunarrofi við öruggar aðstæður víða um heim. </p>

08.07.2022MAR Advisors kanna tækifæri fyrir víetnamískt sjávarfang í Evrópu með aðstoð Heimsmarkmiðasjóðs

<span></span> <p>Ráðgjafafyrirtækið MAR Advisors hefur hlotið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að kanna tækifæri til að bæta aðgengi sjávarfangs frá Víetnam að mörkuðum í Evrópu. Stór hluti sjávarfangs frá þróunarlöndum fer flókna leið á markaði og fyrirtæki í virðiskeðjunni hafa ekki hvata til þess að kynna uppruna framleiðslunnar. Framleiðsla á sjávarfangi í Víetnam nemur 7-8 milljónum tonna og er landið í fjórða sæti yfir þau lönd sem framleiða mest í heiminum. Rúmlega helmingur af framleiðslunni kemur frá fiskeldi, t.d rækja og pangasius. Stór hluti framleiðslu í Víetnam fer fram hjá tiltölulega smáum fyrritækjum með takmarkaðan aðgang að evrópskum mörkuðum.</p> <p>Forkönnunarverkefnið gefur tækifæri til að kanna forsendur, í samvinnu við framleiðendur á pangasius og rækju, fyrir því að koma á einfaldari og hagkvæmari virðiskeðju í Víetnam. Markmiðið er að auka arðsemi framleiðanda og tryggja betri gæði fyrir neytendur og vinna þannig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um góða atvinnu og hagvöxt (númer 8), um ábyrga neyslu og framleiðslu (númer 12) og um líf í vatni (númer 14). Náið samstarf framleiðanda við söluaðila og tæknilegar lausnir sem mæta kröfum neytenda um gagnsæi eru til þess fallnar að auka skilvirkni og skila hærra afurðaverði til framleiðanda. Verði niðurstöður jákvæðar verður ráðist í framhaldsverkefni sem nær til fleiri fyrirtækja í Víetnam og mögulega í nágrannaríkjum. Stefnt er því að ljúka undirbúningsverkefninu í janúar 2023.&nbsp;</p> <p>MAR Advisors er sérhæft ráðgjafafyrirtæki í alþjóðlegum sjávarútvegi og innviðafjárfestingum. Samstarfsaðili í Víetnam er Maranda ltd og smærri fyrirtæki með starfsemi við Mekong-fljótið.</p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á <a href="https://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>.</p>

07.07.2022RetinaRisk hlýtur styrk úr Heimsmarkmiðasjóði til að koma í veg fyrir blindu á meðal fólks með sykursýki á Indlandi

<span></span> <p><span>Heilbrigðistæknifyrirtækið RetinaRisk hlýtur 10 milljóna króna styrk úr&nbsp;Heimsmarkmiðasjóði&nbsp;atvinnulífs um þróunarsamvinnu&nbsp;vegna verkefnisins&nbsp;<em>Bylting í augnskimun til að koma í veg fyrir blindu á meðal fólks með sykursýki á Indlandi</em>. Styrkurinn mun gera fyrirtækinu kleift að veita um tvö hundruð þúsund efnalitlum <em></em>sjúklingum á Indlandi aðgang að augnskimun á næsta ári en RetinaRisk áhættureiknirinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar á alþjóðavísu, getur tvöfaldað skimunargetu á Indlandi með einstaklingsmiðaðri nálgun.</span></p> <p><span>Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðingu í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu á augnbotnaskemmdum og viðeigandi meðferð. Til mikils er að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og að sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. Á Indlandi eru yfir 70 milljónir einstaklinga með sykursýki og gert er ráð fyrir sá fjöldi muni nærri tvöfaldist á næstu tveimur áratugum. Eins og staðan er í dag hafa fáir aðgang að reglulegri augnskimun og það er því til mikils að vinna fyrir sjúklinga og heilbrigðisyfirvöld að bæta skimunargetuna og auka skilvirkni. </span></p> <p><span>RetinaRisk gerir ráð fyrir að um tvö hundruð þúsund manns undir tekjumörkum fái aðgang að augnskimun á styrktímabilinu í gegnum aukna skilvirkni sjúkrahúsa sem gefa um þriðjung sinnar þjónustu að jafnaði til þessa markhóps. Styrkurinn gerir fyrirtækinu kleift að koma á fót innleiðingarteymi sem starfar innan og í samstarfi við góðgerðaspítalann Sankara Nethralaya í Chennai á Indlandi. Spítalinn er sérhæfður í augnlækningum og veitir um 35% af allri þjónustu sinni ókeypis til fólks sem hefur ekki efni á henni. Vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk býður upp á, gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að finna </span><span>þá sjúklinga sem eru í mestri áhættu</span> <span>og koma þannig í veg fyrir sjónskerðingu og blindu. Áhættureiknirinn gerir einnig einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf til sjúklinga og snjallari forgangsröðun mögulega.</span></p> <p><span>Verkefnið styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, einkum SDG 3 um að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu en einnig með því að gera augnskimun skilvirkari og hagkvæmari (SDG 12), koma í veg fyrir að fólk detti út af vinnumarkaði vegna sjónskerðingar (SDG 8), minnka kolefnissporið (SDG 13) á sama tíma og auka klínískt öryggi og valdefla sjúklinga.</span></p> <p><span>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á <a href="https://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>.&nbsp;</span></p>

05.07.2022Viðbótarframlag í sjóð Alþjóðabankans um neyðaraðstoð við Úkraínu

<span></span> <p>Íslensk stjórnvöld munu veita alls 360 milljónir í sjóð Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu. </p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins tilkynnti um 100 milljóna króna framlag í umræddan sjóð á alþjóðlegri ráðstefnu um uppbyggingu í Úkraínu sem fór fram í Lugano í Sviss í dag og í gær. Á ráðstefnunni kynntu úkraínsk stjórnvöld áform sín er varða enduruppbyggingu í kjölfar innrásar Rússlands og lögðu upp hverslags stuðning ríkið mun þurfa í því víðamikla verkefni.</p> <p>Framlagið er til viðbótar við þær 260 milljónir króna sem íslensk stjórnvöld veittu fyrr á árinu í sjóð Alþjóðabankans en íslensk stjórnvöld tilkynntu fyrr á þessu ári að heildarframlag vegna Úkraínu muni að lágmarki nema einum milljarði króna á þessu ári.</p> <p>Sviss, í samstarfi við Úkraínu, stóð fyrir ráðstefnunni en fulltrúar yfir 40 ríkja og stofnana tóku þar þátt. Lýstu þau yfir algjörum stuðningi við Úkraínu og uppbyggingu ríkisins og fordæmdu ólögmæta innrás Rússlands í landið. </p> <p>Sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna má finna <a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/urc2022_lugano-declaration.pdf">hér</a>. </p>

30.06.2022Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fundaði með aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO)

<p>Í byrjun vikunnar átti Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, fund með Qu Dongyu, aðalframkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm. Á fundinum voru ræddar áherslur Ísland í starfi stofnunarinnar, m.a. á sviði fiskveiðistjórnunar, fæðu úr höfunum, málefna smárra eyþróunarríkja, áhrif loftslagsbreytinga á ríki heims og einnig afleiðingar stríðsins í Úkraínu á fæðuöryggi í heiminum og hlutverk stofnunarinnar í þeim málum.</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn þakkaði Íslandi fyrir stuðning við starf stofnunarinnar, einkum á sviði fiskveiða og fiskeldis og með því að kosta stöðu sérfræðings í fiskveiðum við stofnunina sem sinnir málefnum smárra eyþróunarríkja. Lýstu þeir báðir yfir gagnkvæmum vilja til að endurnýja samstarfssamning Ísland og FAO frá árinu 2019 sem miðar m.a. að því að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu lífríkis sjávar, styðja við smá eyþróunarríki og vinna að framgangi bláa hagkerfisins. </p> <p><span>Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna&nbsp;var sett á fót árið 1945 og var Ísland á meðal stofnríkja. Stofnunin er leiðandi afl í baráttunni gegn hungri í&nbsp;heiminum og markmið hennar er að tryggja öllum matvælaöryggi og reglulegan aðgang að nægum hágæða mat í því skyni að geta átt virkt og heilbrigt líf.&nbsp;Á vettvangi FAO hefur Ísland ávallt lagt sérstaka áherslu á málefni hafsins, fiskveiðar og alþjóðlega fiskveiðistjórnun en stofnunin er eini alheimsvettvangurinn fyrir sjávarútvegsmál og gegnir því afar miklu hlutverki fyrir allar fiskveiðiþjóðir.</span></p>

29.06.2022Verkís hlýtur styrk til að kanna tækifæri til beinnar notkunar á jarðhita í Djibútí

<br /> Verkfræðistofan Verkís hlaut á dögunum styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að kanna tækifæri til beinnar notkunar á jarðhita í Afríkuríkinu Djibútí. Rannsóknir á orkuauðlindum síðustu áratugi hafa leitt í ljós að í Djibútí eru til staðar tækifæri til að vinna jarðvarma en enn hefur ekki tekist að auka jarðhitanýtingu. Um er að ræða forkönnunarverkefni sem mun leiða í ljós hvort nýta megi jarðhita með beinum hætti til atvinnusköpunar við Assal-vatn. Verkefnið styður við þverlæg markmið í þróunarsamvinnu Íslands að því er lítur að mannréttindum, sjálfbærni og umhverfisvernd og styður meðal annars við heimsmarkmið númer 8 um góða atvinnu og hagvöxt og númer 13 um aðgerðir í loftslagmálum. Einnig er stefnt að því að skoða sérstaklega hvort og hvernig það geti stutt við heimsmarkmið númer 5 um jafnrétti kynjanna.<br /> <br /> Verkefnið verður unnið í samstarfi við opinbera Jarðhitaþróunarskrifstofu Djibútí, the Djiboutian Office of Geothermal Development (ODDEG). Skrifstofan hefur það hlutverk að styðja við uppbyggingu jarðhitaauðlinda og þróa jarðvarmaverkefni sem miða að því að bæta lífsgæði þjóðarinnar og þannig draga úr olíuinnflutningi og losun gróðurhúsalofttegunda. Verkís hefur áður tekið þátt í verkefnum í landinu og þekkir vel til aðstæðna þar hvað varðar orkuöryggi, jafnréttismál og fátækt.<br /> <br /> Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir verkefni eins og þetta geta skipt miklu máli. Ef vel til tekst mun það auka viðnámsþrótt í viðkvæmu samfélagi, skapa atvinnu og örva hagvöxt á grundvelli sjálfbærrar auðlindanýtingar. „Verkefni á borð við það sem Verkís hyggst nú ráðast í fellur vel að stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um að stuðla að uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa í þróunarlöndum og styðja með þeim hætti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslensk fyrirtæki búa yfir mikilli þekkingu á sviði jarðhitatækni og hef ég fulla trú á að forkönnun Verkís muni leiða til stærri verkefna þar sem hægt verður að nýta jarðhita með beinum hætti í Djibútí,“ segir Þórdís Kolbrún.

27.06.2022Ársskýrsla GRÓ 2020-2021 komin út

<p>Fyrsta ársskýrsla <a href="https://www.grocentre.is/is">GRÓ&nbsp;&nbsp;̶&nbsp; Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu</a>&nbsp;er komin út. Skýrslan nær yfir fyrstu tvö árin í starfsemi miðstöðvarinnar, 2020-2021. GRÓ er sjálfstæð miðstöð sem tók til starfa 1. janúar 2020 og starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Miðstöðin fellur undir utanríkisráðuneytið sem sinnir eftirliti og umsýslu með framlögum til hennar.</p> <p>GRÓ skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, hafa starfað um áratugaskeið og frá upphafi verið ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Allir vinna þeir að því að efla getu stofnana og einstaklinga í þróunarríkjunum á sviðum þar sem Ísland býr yfir sérþekkingu.</p> <p>Í ársskýrslunni er stutt samantekt á íslensku á því sem bar hæst þessi fyrstu tvö ár í starfi miðstöðvarinnar. Þá er á ítarlegri hátt sagt á ensku frá miðstöðinni og stjórnun og rekstri hennar. Einnig er gerð grein fyrir starfi skólanna fjögurra, sem starfa undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, á tímabilinu. Allir skólarnir fjórir störfuðu með nokkuð eðlilegum hætti árið 2021, en árið 2020 hafði heimsfaraldurinn veruleg áhrif á starfsemina. Þá er fjallað um fjármál miðstöðvarinnar og gefin dæmi um árangur af starfi skólanna á þessum tveimur árum.</p> <ul> <li><a href="/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/GR%c3%93%20Annual%20Report%202020-2021_FINAL.pdf"><span class="pdf">Ársskýrsla GRÓ 2020-2021</span></a></li> </ul>

24.06.2022Össur hlýtur styrk úr Heimsmarkmiðasjóði til að styðja við fórnarlömb stríðsátakanna í Úkraínu

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur hlotið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu fyrir verkefni sem fyrirtækið setti nýlega af stað í Úkraínu. Fjöldi aflimaðra í landinu hefur aukist gríðarlega undanfarið vegna stríðsátakanna og mun Össur vinna með úkraínskum sérfræðingum við að útvega fjölda einstaklinga í neyð nauðsynleg stoðtæki.<br /> <br /> Össur gefur vörur í verkefnið en styrkurinn, sem nemur 30 milljónum íslenskra króna, verður nýttur til að auka við þjálfun stoðtækjafræðinga og annarra heilbrigðisaðila í Úkraínu. Sérfræðingar Össurar munu leiða kennslu og sérhæfða aðstoð varðandi nýjustu stoðtækjalausnir til handa einstaklingum sem misst hafa útlimi vegna stríðsins. Þekkingin sem af þessu hlýst mun nýtast við að efla stoðtækjaþjónustu í landinu til langframa.<br /> <br /> Össur er í samstarfi við góðgerðafélagið Prosthetika ásamt meðlimum Ukraine Prosthetic Assistance Project en bæði félög hafa veitt mannúðaraðstoð í Úkraínu um árabil. Samstarfið mun tryggja að einstaklingar sem misst hafa útlimi sökum stríðsátakanna verði tengdir við stoðtækjafræðinga í Úkraínu sem hafa þekkingu og burði til að setja vörur Össurar á sjúklinga ásamt því að geta veitt áframhaldandi endurhæfingarþjónustu. <br /> <br /> „Össur er í einstakri stöðu til að veita mannúðaraðstoð í formi stoðtækja til fórnarlamba stríðsins í Úkraínu,“ sagði Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar. „Okkar markmið er að vinna með sérfræðingum í landinu til að auka þekkingu og efla þjálfun þeirra sem koma til með að setja vörur okkar á sjúklinga. Sú sjálfbæra nálgun mun sjá til þess að sjúklingar fái viðeigandi endurhæfingu í sínu nærumhverfi eftir því sem aðstæður leyfa. Við erum afar þakklát utanríkisráðuneytinu fyrir styrkinn úr Heimsmarkmiðasjóðnum en það eflir okkur enn frekar til dáða í þessu mikilvæga verkefni.“ <br /> <br /> Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir framlag Össurar skipta miklu fyrir þann aukna fjölda aflimaðra í landinu sem ekki hefur aðgang að nauðsynlegum stoðtækjum. „Með því að auka aðgengi að stoðtækjum og efla þjálfun og fræðslu á þessu sviði í Úkraínu er verið að veita mikilvæga mannúðaraðstoð á stríðstímum ásamt því að styðja innviði landsins til langframa. Framlag Össurar mun stuðla að auknum lífsgæðum til handa þeim sem hafa misst útlimi í innrás og ofbeldisverkum Rússlands,“ segir Þórdís Kolbrún.<br /> <br /> Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á <a href="http://www.utn.is/atvinnulifogthroun">www.utn.is/atvinnulifogthroun</a>.

22.06.2022Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs styrkir fimm fyrirtæki til þróunarsamvinnuverkefna

<p style="text-align: left;">Fimm fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni, jarðhitatækni og fiskveiða hljóta styrki til þróunarsamvinnuverkefna úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Verkefnin koma til framkvæmda í Djíbútí, Eþíópíu, Indlandi, Víetnam og Úkraínu. Samningar þess efnis voru undirritaðir af fulltrúum fyrirtækjanna og ráðuneytisins í gær. Heildarframlag úr sjóðnum er 72 milljónir króna á móti framlagi fyrirtækjanna fimm.</p> <p>Á sviði sjávarútvegs fær fyrirtækið MAR Advisors 2ja m.kr. forkönnunarstyrk vegna verkefnisins <em>MarAnda - bætt aðgengi sjávarfangs frá Víetnam að mörkuðum í Evrópu</em>. &nbsp;Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri segir að með nútímalegum lausnum megi auka frelsi smárra framleiðenda í Víetnam til að efla atvinnustarfsemi fyrir einstaklinga og bæta framleiðsluferla sjávarfangs á grundvelli upprunavottunar og sjálfbærni og auka með því hagkvæmni og einfalda virðiskeðju við útflutning.</p> <p>Tvö fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni fá styrk. Össur fær tæplega 30 m.kr. styrk vegna verkefnisins <em>Þróunaraðstoð til handa fórnarlömbum stríðsátaka í Úkraínu</em>.&nbsp; Fjöldi aflimaðra í landinu hefur aukist gríðarlega undanfarið vegna stríðsátakanna og að sögn Margrétar Láru Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs, stefnu og sjálfbærni, mun fyrirtækið útvega vörur og eru sérfræðingar Össur byrjaðir að þjálfa úkraínskra sérfræðinga við að útvega fjölda einstaklinga í neyð nauðsynleg stoðtæki.</p> <p>RetinaRisk fær 10 m.kr. styrk vegna verkefnisins <em>Bylting í eftirliti augnskimunar til að forða blindu á Indlandi</em>. Að sögn Sigurbjargar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Retina Risk, er stefnt að því að um 200 þúsund efnalitlir sjúklingar fái aðgang að augnskimun á næsta ári gegnum áhættureikni fyrirtækisins um sykursýki, sem getur forðað blindu. </p> <p>Tvö verkefni á sviði jarðhitatækni fá styrk að þessu sinni. Verkís fær 4 m.kr. forkönnunarstyrk vegna verkefnisins <em>Bein jarðhitanotkun í Assai vatni Djíbútí</em>.&nbsp; Egill Viðarsson framkvæmdastjóri Verkís segir að með verkefninu muni fyrirtækið geta greint hvernig auka megi tækifæri til atvinnustarfsemi og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra auðlinda, á borð við jarðhita, í einu fátækasta landi Afríku.</p> <p>Reykjavik Geothermal fær tæplega 30 m.kr. styrk til að vinna að stofnun jarðhitarannsóknarstofu í Eþíópíu. „Með þessu er markmið okkar að skapa fjölbreytt störf, flýta rannsóknum á sviði jarðhita og þar með auðvelda og flýta jarðhitanýtingu í einu af fátækari löndum Afríku,“ segir Snorri Guðbrandsson, framkvæmdastjóri. </p> <p><span class="blockqoude">„Það er afar ánægjulegt að sjá íslensk fyrirtæki tefla fram hugviti, sérþekkingu og fjármagni til að styðja við sjálfbæra þróun, aukna hagsæld og atvinnutækifæri í fátækustu og stríðshrjáðustu löndum heims. Íslenskt atvinnulíf hefur heilmikið fram að færa þegar kemur að þróunarsamvinnu, eins og þessi verkefni sýna svo glöggt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri lýsti við undirritun samninganna mikilli ánægju með metnaðarfull og fjölbreytt verkefni sem sýndu vel hvernig íslensk stjórnvöld og íslensk fyrirtæki gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna gegnum þróunarsamvinnuverkefni.</p> <p>Markmið Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs er að styðja við íslensk fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun gegnum samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/">á Stjórnarráðsvefnum</a>. Næsti frestur til að sækja um er 3. október n.k.</p> <p><em>Á myndinni eru frá vinstri: Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri, Margrét Lára Friðriksdóttir, Össur, Edda Heiðrún Geirsdóttir, Össur, Egill Viðarsson, Verkís, Kjartan Due Nielsen, Verkís, Ægir Þór Steinarsson, RetinaRisk, Magnús Bjarnason, MAR Advisors,&nbsp;Sigurbjörg Jónsdóttir, RetinaRisk,&nbsp;Gústav Arnar Magnússon, MAR Advisors og Auður Edda Jökulsdóttir, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. </em></p>

15.06.2022Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Afríkuríkja funduðu í Helsinki

<p>Tuttugasti fundur utanríkisráðherra Afríkuríkja og Norðurlanda fór fram í Helsinki í gær. Friðar- og öryggismál, þar á meðal áhrif stríðsins í Úkraínu, sjálfbær samfélög, baráttan við <span>loftslagsbreytingar</span>&nbsp;og aukið samstarf Norðurlanda og Afríkuríkja í alþjóðakerfinu voru meðal helstu umræðuefna ráðherranna. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sótti fundinn.</p> <p><span class="blockqoude">„Þetta er mikilvægt tækifæri til að efla samskipti Norðurlanda og Afríkuríkja. Með hnattvæðingunni fylgja sameiginlegar áskoranir sem öll ríki þurfa að vinna saman að því að leysa. Afríka glímir við margar erfiðar áskoranir en þar eru einnig mikil tækifæri eins og við heyrðum frá fulltrúum ungs fólks frá Afríku. Unga fólkið þarf að vera hluti af samtalinu og við þurfum að skapa þeim aukin tækifæri,“ sagði Þórdís Kolbrún.</span></p> <p>Um er að ræða árlega fundi sem haldnir eru til skiptis á Norðurlöndum og í Afríkuríkjum. Fyrsti slíki fundurinn fór fram árið 2000 að undirlagi þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar. Upphaflega sóttu tíu líkt þenkjandi Afríkuríki fundinn en á síðari árum hefur hann vaxið að umfangi og var alls 25 Afríkuríkjum boðið til fundarins að þessu sinni.</p> <p>Tilgangur fundanna er að styrkja tengsl og varpa ljósi á víðtækt samstarf Afríkuríkja og Norðurlandanna, umfram þróunarsamstarf. Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og framtíðarsýn Afríkusambandsins sem nefnist Markmið 2063 (e. Agenda 2063).</p> <p>Samhliða fundinum átti utanríkisráðherra einnig tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Alsír og Rúanda.</p>

14.06.2022Alþjóðabankinn styrkir smábændur í Afganistan

<span></span> <p>Alþjóðabankinn tilkynnti í gær um 25 milljarða króna lífsbjargandi fjárstuðning við smábændur í Afganistan, eða sem nemur tæplega 200 milljónum Bandaríkjadala. Um það bil helmingur afgönsku þjóðarinnar býr við sult, um 19,7 milljónir íbúa, sem merkir að það getur ekki nært sig daglega.</p> <p>Áhrif innrásar Rússa í Úkraínu er helsta ástæða aukins fæðuóöryggis í Afganistan, eins og víðar, að því er segir í <a href="https://news.un.org/en/story/2022/06/1120242" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna þar sem Qu Dongyu forstjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, FAO, fagnar fjárstuðningi Alþjóðabankans. Matvælaverð hefur hækkað mikið síðustu mánuði, auk þess sem kostnaður við matvælaframleiðslu hefur aukist, ekki síst vegna hækkunar á verði áburðar.</p> <p>Fjárstuðningur Alþjóðabankans fer til verkefnis í Afganistan sem hefur það markmið að auka innlenda landbúnaðarframleiðslu smábænda. FAO kemur til með að stýra verkefninu í Afganistan. „Þetta er söguleg stund fyrir fátæka bændur í Afganistan og mikilvægur áfangi í sameiginlegri viðleitni okkar að afstýra yfirvofandi hörmunum og gera raunverulega breytingu í lífi fólks sem stendur höllum fæti,“ er haft eftir Qu Dongyu.</p> <p>Því sem næst ein milljón íbúa Afganistan nýtur góðs af stuðningi Alþjóðabankans, einkum konur til sveita, en 150 þúsund þeirra fá þjálfun í ræktunartækni og næringarfræðum. Einn af verkefnaþáttunum er að auka aðgengi að vatni til áveitu, en einnig verður lögð áhersla á að bæta jarðveg og auka vatnsvernd.</p> <p>Reiknað er með að rúmlega 1,9 milljónir Afgana hafi tekjur af verkefninu gegn vinnuframlagi.</p> <p>Alþjóðabankinn er ein af fjórum megin samstarfsstofnunum Íslands á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu og meðal stærstu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum.</p>

13.06.2022Úkraína: Rannsaka 124 tilkynningar um kynferðisbrot

<span></span> <p>Ásökunum um kynferðisofbeldi af hendi rússneskra hermanna í Úkraínu heldur áfram að fjölga, að sögn Pramilu Patten, sérstaks fulltrúa framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna sem rannsakar kynferðisbrot sem eiga sér stað í vopnuðum átökum. UN Women <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-rannsaka-124-tilkynningar-um-kynferdisbrot/" target="_blank">greinir frá</a>&nbsp;og hefur eftir Patten að mikið ósamræmi sé á milli þess hryllings sem á sér stað á átakasvæðum og þeim metnaði sem alþjóðasamfélagið hefur fyrir því að útrýma nauðgunum sem stríðsvopni.</p> <p>Patten kynnti nýjan rammasamning um forvarnir og viðbrögð við stríðstengd kynferðisbrot fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Rammasamningurinn á að styrkja baráttuna gegn kynferðisglæpum í stríði og tryggja að gerendur séu dregnir til saka fyrir glæpi sína.</p> <p>Patten segir rammasamninginn&nbsp;<a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-oskir-kvenna-hunsadar/">forgangsraða þörfum kvenna</a>&nbsp;og stúlkna á átakasvæðum.</p> <p>„Þarfir kvenna og stúlkna á tímum átaka eru alltof oft settar til hliðar eða meðhöndlaðar sem eftirþanki.“</p> <p><strong>124 brot til rannsóknar</strong></p> <p>Þótt alþjóðalög og fjölmargar ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna skilgreini nauðganir á átakatímum sem stríðsglæp, vantar enn upp á eftirfylgnina að sögn Patten.</p> <p>„Í ný-yfirstaðinni heimsókn minni til Úkraínu kom bersýnilega í ljós hið mikla misræmi sem ríkir á milli ásetnings alþjóðasamfélagsins og raunveruleikans sem konur búa við á átakatímum,“ sagði hún og vísar þar til þeirrar staðreyndar að nauðgunum er enn beitt sem stríðsvopni án þess að refsingar liggi við.</p> <p>Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur þegar til&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/06/1119832">rannsóknar 124 mál</a>&nbsp;um að nauðgunum hafi markvisst verið beitt sem stríðsvopni í Úkraínu.</p> <p><a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-starfsfolk-un-women-i-ukrainu-sjalft-a-flotta/">UN Women í Úkraínu&nbsp;tryggir</a>&nbsp;þolendum viðeigandi aðstoð og sér til þess að stofnanir, félagasamtök sem og úkraínsk stjórnvöld séu meðvituð um hvernig eigi að meðhöndla slík mál; hvert eigi að beina þeim og hvernig eigi að tikynna þau. Þá hefur UN Women í Úkraínu beitt sér fyrir aukinni öryggisgæslu í von um að tryggja enn frekar öryggi kvenna og stúlkna.&nbsp;Að sögn Eriku Kvapilova, fulltrúa UN Women í Úkraínu, hefur stofnunin einnig komið á samstarfi við félag lögfræðinga svo hægt sé að tryggja þolendum lagalega aðstoð.</p> <p><strong>Hræðilegar frásagnir</strong></p> <p>Þótt úkraínskar konur og<strong> s</strong>túlkur séu meirihluti þolenda hefur nauðgunum einnig verið beitt gegn karlmönnum og ungum drengum.</p> <p>Komið hefur verið á fót neyðarlínu í Úkraínu þangað sem tilkynna má brot um heimilisofbeldi, mansal og kynferðisofbeldi. Frásagnirnar eru hræðilegar, að sögn Patten. Tilkynningar hafa borist um hópnauðganir, þvingað vændi og dæmi eru um að fjölskyldumeðlimir séu þvingaðir til að vera vitni að því þegar brotið er á ástvinum.</p> <p>Patten segir gríðarlega mikilvægt að forgangsraða þjónustu til þolenda kynferðisofbeldis strax.</p> <p>„Í stríði er erfitt að halda nákvæmt „bókhald“ … en ef við bíðum of lengi með að hefja gagnaöflun, þá verður það orðið of seint. Við þurfum ekki nákvæmar tölur til að geta brugðist við þörfinni strax.“</p> <span></span>

10.06.2022Símaleikir nýttir til vitundarvakningar um loftslagsvána

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar nýta sér í vaxandi mæli símaleiki til þess að ná til almennings um mikilvægar áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir. Hlýnun jarðar er eitt af brýnu viðfangsefnum samtímans og Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hefur þróað símaleik um markmið Parísarsamkomulagins sem heitir einfaldlega: <a href="https://www.mission1point5.org/game" target="_blank">Mission 1,5</a>.</p> <p>Fréttaveita Sameinuðu þjóðanna segir frá því að starfsmaður UNDP, Cassie Flynn, hafi tekið eftir því í lestarferðum til og frá vinnu að fjölmargir verið að spila leiki á símum sínum. Hún hafi kíkt yfir öxlina á samferðafólki og séð að einn var að spila Angry Birds og annar Candy Crush. Þá hefði henni flogið í hug að nýta mætti þennan vettvang til þess að koma áríðandi upplýsingum til almennings, ná til fólks gegnum símaleiki, því margir leikjanna hefjast á hálfrar mínútu auglýsingu. </p> <p>„Í stað þess að þær auglýsingar væru kynning á öðrum símaleik væri til dæmis hægt að kynna loftslagsbreytingar,“ segir hún. Og þar með fæddist hugmyndin um Mission 1,5 sem nú er orðin að veruleika. Gegnum leikinn fræðist fólk um hlýnun jarðar og afleiðingar loftslagsbreytinga, auk þess að geta komið tillögum að lausnum á framfæri svo ná megi einu helsta markmiði Parísarsamkomulagins um að halda hækkun hitastigs jarðar undir 1,5 gráðum á Celsíus.</p> <p>Í <a href="https://news.un.org/en/story/2022/05/1119292" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN News kemur fram að sex milljónir manna hafi þegar leikið Mission 1,5 í 58 löndum og helmingur þátttakenda hafi lokið leiknum. Þá virkar leikurinn líka eins og skoðanakönnun því þátttakendur eru beðnir um álit á nokkrum leiðum sem þeir telja árangursríkastar til að bregðast við vandanum. Þannig verður til umfangsmesta könnun á viðhorfi almennings til aðsteðjandi hamfarahlýnunar. Þær upplýsingar hafa verið nýttar og ræddar á mörgum þjóðþingum auk þess sem umræða um þau viðhorf hafa verið tekin upp á fundum G20 ríkjanna og á síðustu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26.</p>

08.06.2022Brýn þörf á samtakamætti um björgun hafsins

<span></span> <p>Í dag, 8. júní, er <a href="https://unworldoceansday.org/" target="_blank">alþjóðlegur dagur hafsins</a>. Markmiðið með deginum er <span style="background: white; color: black;">að auka vitund almennings um hafið og þess mikilvæga hlutverks sem höfin hafa í daglegu lífi okkar og velferð. „Endurnýjun: sameiginleg aðgerð fyrir hafið“ er þema dagsins af hálfu Sameinuðu þjóðanna og undirstrikar brýna nauðsyn þess að íbúar jarðar taki höndum saman um að bjarga hafinu.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Í lok þessa mánaðar verður haldin önnur alþjóðleg ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um hafið: <a href="https://www.un.org/en/conferences/ocean2022" target="_blank">UN Ocean Conference</a>. Þá koma saman þjóðarleiðtogar, frumkvöðlar, ungmenni og fulltrúar frjálsra félagasamtaka í Lissabon, höfuðborg Portúgal, til þess meðal annars að ræða nýjungar byggðar á vísindum um nýjan kafla í alþjóðlegum aðgerðum til bjargar hafinu.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rhAez13aBlg" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span style="background: white; color: black;">Hafráðstefna&nbsp;</span>á vegum Sameinuðu þjóðanna var síðast haldin 2017 en annarri ráðstefnunni hefur verið ítrekað frestað. Megintilgangur hennar er að endurnýja fyrirheit um að ná heimsmarkmiði 14, Líf í vatni - Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.</p> <p>Einnig má nefna að í ár er alþjóðlegt ár fiskveiða (International year of artisanal fisheries) og fiskeldis í smáum stíl og einnig stendur nú yfir UNESCO <a href="https://www.oceandecade.org/" target="_blank">áratugur vísinda&nbsp;&nbsp;í þágu hafsins</a>.</p> <p>Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram dagana 27. júní til 1. júlí. Gestgjafar eru ríkisstjórnir Portúgal og Kenía.</p>

07.06.2022Skólar í Úkraínu enn lokaðir eftir 100 daga átök

<span></span> <p>Á fyrstu hundrað dögum stríðsins í Úkraínu hafa 1.888 skólar verið eyðilagðir eða skemmdir frá því að vopnaátök hófust 24. febrúar síðastliðinn. Úkraínska menntamálaráðuneytið segir stríðið nú þegar hafa haft gífurleg áhrif á menntun 7,5 milljón úkraínskra barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi greinir frá.</p> <p>„Með hverjum deginum sem líður er líf barna og framtíð þeirra í mikilli hættu, þar sem við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að aldrei fyrr hafa jafn margar árásir á skólabyggingar átt sér stað,” segir Onno van Manen, svæðisstjóri Barnaheilla - Save the Children í Úkraínu.</p> <p>Á fyrstu hundrað dögum stríðsins í Úkraínu hafa 6,7 milljónir manna þurft að flýja land sitt, þar af helmingur barna. Það þýðir að daglega þurfa að meðaltali 33.500 börn að ganga í gegnum þessar hörmungar. Á sama tíma eru mörg börn eins og María, 13 ára, sem nýta skólabyggingar sem skýli frá árásum.</p> <p>María flúði frá austur Donetsk svæðinu með móður sinni og sex&nbsp;ára bróður&nbsp;þegar árásir hófust á bæinn þeirra. Ferðalagið byrjaði með tveggja daga lestarferð sem endaði með því að finna barnvænt svæði Barnaheilla þar sem þau gátu komið sér fyrir í skólabyggingu.</p> <p>„Þegar við fjarlægðumst bæinn okkar varð mér svo létt þegar ég heyrði ekki lengur í sprengingunum. En á sama tíma ótrúlega leið yfir því að vera yfirgefa heimilið mitt,” sagði María. „Það er allt breytt, við búum í öðruvísi umhverfi og það er fullt af fólki hérna. Mér líður samt í rauninni vel, líkamlega, en andlega hefur þetta verið mjög erfitt.“ Barnaheill í Úkraínu leggja fjölskyldunni til þjónustu og vernd, auk fjárstuðnings fyrir nauðsynjavörum, mat og lyfjum.</p> <p><strong>Áhrif á líf barna gífurleg</strong></p> <p>Eins og stendur eru allir skólar í Úkraínu lokaðir. Á hamfarasvæðum er skólaþjónustan oft það fyrsta sem er lokað, þrátt fyrir mikilvægi þess að börn komist í skóla og jafnframt eru skólar síðastir til að opna þegar samfélagið fer að taka við sér á ný. Barnaheill í Úkraínu hafa aðstoðað úkraínsk stjórnvöld og sveitarfélög við að efla fjarkennslukerfi landsins til að börn hafi aðgang að rafrænu skólaefni.</p> <p>„Hver árás á skólabyggingar er árás á börn, rétt eins og hvert stríð er stríð gegn börnum,“ heldur van Manen áfram. Barnaheill í Úkraínu afhenda námsgögn til allra þeirra barna sem þau ná til, leikföng og bækur til að halda þeim við námið. Samtökin eru í samstarfi við menntamálaráðuneyti landsins við að koma á fót fleiri fjarkennslusvæðum fyrir börn víða um landið. Svæðin bjóða börnum öryggi til náms þar sem þau fá meðal annars tölvu eða önnur sambærileg tæki í hendur eða þau nota sín eigin tæki.</p> <p>Lev, 11 ára drengur, býr nú í skýli í Chernivtsi um eitt þúsund kílómetra frá heimili sínu í Kharkiv. Hann hefur ekki farið í skólann frá því stríðið hófst, en hann hefur þó náð að læra áfram á netinu. „Ég hef ekki séð skólann minn lengi. Ég ætlaði að fara í skólann 24. febrúar, en ég gat það ekki,“ segir Lev, sem byrjaði að læra á netinu tveimur dögum áður en stríðið hófst. Mörg börn hafa ekki haft neinn möguleika til að læra síðustu hundrað dagana.<br /> <br /> <strong>Fjarkennsla á vernduðum skólasvæðum</strong></p> <p>Barnaheill – Save the Children hafa sent ákall til aðila stríðsins um að stöðva með öllu árásir á skóla og sömuleiðis draga sig frá öllum skólabyggingum. Viðvera stríðsfylkinga á skemmdum skólasvæðum er með öllu óásættanleg, það stöðvar ekki einungis allt skólastarf heldur býður upp á frekari stríðsátök í framhaldinu. Skólasvæði verða að vera vernduð og örugg svæði þar sem tækifæri til að læra og leika er ávallt í forgrunni.</p> <p>Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children&nbsp;hafa starfað í Úkraínu síðan 2014 og hafa veitt neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna þeirra víða um land. Þau eru til staðar fyrir þann gífurlega fjölda fólks á flótta sem hefur orðið fyrir stríðsátökunum. Með nánu og góðu samstarfi við önnur mannúðarsamtök leggja samtökin fram tjöld, mat, eldsneyti og fjárframlög, barnavörur og sálræna aðstoð fyrir fjölskyldur á flótta. Ein af lykilstoðum í framlagi samtakanna er tækifærið til að halda áfram námi með fjarkennsluformi fyrir þau börn sem hafa þurft að yfirgefa heimili og skóla.</p> <p><strong>Stríðið bitnar verst á börnum – söfnun enn í gangi</strong></p> <p>Stríðið í Úkraínu bitnar verst á börnum sem eiga að njóta verndar öllum stundum, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Neyðarsöfnun Barnaheilla er enn í gangi og stuðningur þinn skiptir okkur miklu. Framlag þitt mun renna til mannúðaraðstoðar samtakanna sem miðar að því að ná til barna eins og Maríu og Lev með nauðsynlega aðstoð en einnig öruggt umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að halda áfram námi.</p> <p><a href="https://www.styrkja.is/barnaheillneydarsofnun" target="_blank">Neyðarsöfnun</a> Barnaheilla er enn í gangi. </p>

03.06.2022Svört skýrsla Sameinuðu þjóðanna um áður óþekkt umfang mannúðaraðstoðar

<span></span> <p>Heimurinn stendur frammi fyrir áður óþekktu umfangi mannúðaraðstoðar, segir í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). <span></span>Á þessu ári samtvinnast áföll vegna loftslagsbreytinga, stríðsátök og heimsfaraldur COVID-19 með þeim afleiðingum að verð á matvöru og eldsneyti hækkar dag frá degi. Það þýðir að tugir milljónir manna búa við sult og hungursvæðum fjölgar víðs vegar um heiminn.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni – <a href="https://docs.wfp.org/api/documents/WFP-0000139904/download/?_ga=2.15474742.188351571.1654591525-1770120465.1647515398&%3b_gac=1.217977060.1654251348.Cj0KCQjw4uaUBhC8ARIsANUuDjXF-pKtH-ySHLgFEi8S6jn-lC8KjQwXisJvL7f7o24SxcdV4GfNnnAaAr0qEALw_wcB" target="_blank">The Hunger Hot Spots</a>&nbsp;– að á aðeins tveimur árum hafi tvöfaldast sá fjöldi sem býr við alvarlegan matarskort. Fyrir heimsfaraldur bjuggu 135 milljónum við sult en 276 milljónir í byrjun þessa árs. Að mati FAO og WFP er reiknað með að áhrif innrásar Rússa í Úkraínu leiði til þess að hungruðum fjölgi enn frekar og fari upp í 323 milljónir.</p> <p>Metfjöldi býr nú við yfirvofandi hungursneyð, eða 49 milljónir manna í 46 löndum. Þá eru 750 þúsund manns á svæðum þar sem fólk verður hungurmorða á degi hverjum. Af þeim hópi eru 400 þúsund í Tigray héraði Eþíópíu en aðrir heimshlutar þar sem fólk sveltur til dauða eru Jemen, Suður-Súdan, Sómalía og Afganistan. </p> <p>Hvergi hefur þó enn verið lýst opinbera yfir hungursneyð en þegar slíkt er gert í tilteknu landi eða svæði er ástandið orðið svo slæmt að 30 prósent barna þjást af bráðavannæringu, 20 prósent íbúa fá innan við 2.100 hitaeiningar á dag og tveir fullorðnir, eða fjögur börn á hverja 10.000 íbúa, deyja daglega vegna matarskorts. Síðast var lýst yfir hungursneyð í Sómalíu árið 2011.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að meðal afleiðinga stríðsátakanna í Úkraínu sé aukinn pólitískur <span></span>og efnahagslegur óstöðugleiki víðs vegar um heiminn, einkum í Asíu, Suður-Afríku og Miðausturlöndum. Verðbólga og kostnaðarhækkanir leiði enn fremur til þess að alþjóðastofnanir og hjálparsamtök verða að draga úr stuðningi á sama tíma og sveltandi fólki fjölgar.</p>

03.06.2022Lokaúttekt lýsir umtalsverðum árangri í Buikwe héraði

<span></span> <p><span>„Stuðningur Íslands hefur stuðlað að umbyltingu hvað varðar aðgengi að vatni, hreinlætismálum og menntun barna í samfélögum Buikwe héraðs við strendur Viktoríuvatns en rík áhersla er lögð á mikilvægi þess að hlúa að verkefnaþáttum sem tryggja sjálfbærni til framtíðar í áframhaldandi starfi Íslands á svæðinu,“ segir meðal annars í lokaúttekt á öðrum áfanga byggðaþróunarverkefnis Íslands í Buikwe í Úganda.</span></p> <p><span>Meginþungi þróunarsamvinnu Íslands í Úganda byggir á svonefndri héraðsnálgun þar sem unnið er í náinni samvinnu við héraðsyfirvöld. Öðrum áfanga byggðaþróunarverkefnis Íslands í Buikwe héraði er nýlokið og nýr áfangi að hefjast. Verkefnastoðir eru tvær, annars vegar er samvinna á sviði menntamála og hins vegar á sviði vatns- og hreinlætismála. Markmið byggðaþróunarverkefnisins er að bæta lífsskilyrði og velferð almennings í tuttugu samfélögum á bökkum Viktoríuvatns. Stuðningur beindist til fjögurra hreppa innan Buikwe héraðs, Najja, Ngogwe, Nyenga og Ssi Bukunja á tímabilinu 2018 til 2022.</span></p> <p><span>Um 26 þúsund manns nutu góðs af vatns- og hreinlætisverkefninu með aðgengi að heilnæmu vatni. Í menntaverkefnum voru 87 skólastofur og 19 skrifstofur byggðar í 19 skólum. Auk þess voru 92 skólastofur endurnýjaðar og 21 íbúð byggð fyrir starfsfólk skóla. Þá voru fjórar rannsóknarstofur byggðar og þær voru einnig útbúnar tækjum. Salernisaðstöðu var komið upp í níu skólum og 21 skólaeldhús byggt. Nemendur fengu í hendur tæplega 24 þúsund námsbækur í grunngreinum. </span></p> <p>Á verkefnatímanum nam umfang verkefna um 320 milljónum íslenskra króna í vatns- og hreinlætisverkefnum og um 870 milljónum íslenskra króna í menntaverkefnum.</p>

02.06.2022Verkefni Barnaheilla í Síerra Leóne gegn ofbeldi á börnum

<span></span> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hófu þróunarverkefni í Síerra Leóne haustið 2021 með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/verkefni-barnaheilla-i-sierra-leone-gegn-ofbeldi-a-bornum" target="_blank">Verkefni Barnaheilla</a>&nbsp;ber heitið&nbsp;„Segðu nei við ofbeldi“ (Say no to Violence)&nbsp;og fer fram í tíu skólum í Pujehun héraði, fátækasta héraði landsins, en margir þeirra eru í afskekktum þorpum sem ekki er hægt að ná til nema á báti. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda stelpur og stráka gegn ofbeldi í skólum. Barnaheill vinna náið með systursamtökum sínum í Síerra Leóne sem fara með framkvæmd verkefnisins.</p> <p>Í byrjun maí fór starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til Síerra Leóne, þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála og Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að skoða verkefni Barnaheilla sem og að eiga tæknilegt samtal við starfsfólk sem vinnur að verkefni Barnaheilla í Síerra Leóne.</p> <p>Starfsfólk Barnaheilla heimsótti fimm samfélög þar sem verkefnið hefur verið innleitt. Þar fékk starfsfólk að kynnast börnum sem þar ganga í skóla, foreldrum þeirra, kennurum, skólastjórnendum og öðrum meðlimum samfélagsins. Starfsfólk Barnaheilla tók rýnihópaviðtöl og fékk þannig betri innsýn inn í líf barna og fullorðinna í samfélögunum. Úr viðtölunum kom í ljós að flest börnin, ef ekki öll, voru meðvituð um hvað ofbeldi væri og hvernig ætti að tilkynna slíkt ef þau verða fyrir ofbeldi. Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne standa fyrir hjálparlínunni 922 og er það ein af mörgum tilkynningaleiðum sem börnin nýta sér. Einnig vissu þau flest að þau gætu tilkynnt ofbeldi til skólastjóra eða ,,höfðingja samfélagsins“.</p> <p>Ofbeldi í skólum hefur lengi tíðkast í Síerra Leóne, þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi bæði kennara og annarra nemenda. Í þeim þorpum sem starfsfólk Barnaheilla heimsótti var oft mikill munur á samþykktum samfélagslegum venjum. Tíðni ofbeldis var mismunandi eftir samfélögum og refsingar misþungar. Öll samfélögin hafa fengið eða munu koma til með að fá fræðslu um ofbeldi, t.d. hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi, bregðast við ofbeldi, koma auga á dulið ofbeldi og fleira.</p> <p>Í Síerra Leóne ríkir eitt mesta kynjaójafnrétti í heiminum og eru stúlkur og konur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt samfélagslegt vandamál í landinu, 13% stúlkna ganga í hjónaband fyrir 15 ára aldur en 40% fyrir 18 ára aldur og 64% kvenna á aldrinum 15-49 ára verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Þá hafa 86% kvenna sætt limlestingu á kynfærum.</p> <p>Tæknilegt samtal á milli starfsfólks Barnaheilla á Íslandi og starfsfólks Barnaheilla í Síerra Leóne stóð yfir tvo síðustu daga heimsóknarinnar. Þá hafði starfsfólk Barnaheilla á Íslandi fengið góða innsýn inn í líf barna í skólunum þar sem verkefnið hefur verið innleitt. Markmiðið með tæknilegu samtali er að deila þekkingu á milli verkefna og aðstæðna á Íslandi og í Síerra Leóne. Þar hafði starfsfólk tækifæri til að ræða um hindranir og áskoranir sem snúa að ofbeldi gegn börnum sem finnast í samfélögunum. Einnig ræddi starfsfólk samtakanna um leiðir til þess að búa til betra samfélag fyrir börn, án ofbeldis.</p>

02.06.2022Mikil fjölgun árása á menntastofnanir

<span></span> <p>Rúmlega níu þúsund nemendur, kennarar og fræðimenn urðu fyrir skaða, særðust eða létust í árásum á menntastofnanir á síðustu tveimur árum, samkvæmt nýútkominni árlegri skýrslu: <a href="https://protectingeducation.org/publication/education-under-attack-2022/" target="_blank">Education under Attack 2022</a>. Rúmlega fimm þúsund árásir voru gerðar á menntastofnanir, nemendur eða kennara á árunum 2020 og 2021, mun fleiri en árin á undan.</p> <p>Skýrslan er gefin út af samtökunum Global Coalition to Protect Education from Attack (GCPEA). Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að árásum á menntastofnanir fjölgaði um þriðjung frá árinu 2019 til 2020 að meðtöldum þeim tilvikum þar sem skólar eru nýttir í hernaðarlegum tilgangi. </p> <p>Á síðasta ári varð ekkert lát á slíkum árásum, jafnvel þótt menntastofnunum hafi víða verið lokað vegna heimsfaraldursins. Þá hafa á fyrstu mánuðum þessa árs enn fleiri skólar orðið fyrir árásum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Frá upphafi átakanna 24. febrúar hafa á annað þúsund skólar, allt frá leikskólum til háskóla, verið skemmdir í árásum.</p> <p>Meðal þeirra ríkja þar sem árásum á skóla fjölgar eru Búrkína Fasó, Kólumbía, Eþíópía, Malí, Mjanmar og Nígería.</p>

01.06.2022Allar vanræktustu mannúðarkreppurnar í Afríku

<span></span> <p>Of lítil athygli beinist að mannúðarvanda í Afríku þar sem milljónir manna eru á vergangi víðs vegar um álfuna og draga fram lífið við linnulaus stríðsátök og yfirvofandi ótta um hungurdauða, að mati norska flóttamannaráðsins (NRC) sem hefur tekið saman árlegan lista yfir tíu vanræktustu mannúðarkreppurnar í heiminum. Þær eru allar í Afríku.</p> <p>„Með stríðinu í Úkraínu sem fangar athyglina óttast ég að þjáningar Afríkubúa verði enn ósýnilegri en áður,“ segir Jan Egeland framkvæmdastjóri NRC í yfirlýsingu í dag.</p> <p>Löndin tíu sem NRC telur að búi við vanræktustu mannúðarkreppurnar eru: Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (DRC), Búrkína Fasó, Kamerún, Suður-Súdan, Tjad, Malí, Súdan, Nígería, Búrúndi og Eþíópía.</p> <p>Þetta er í fyrsta sinn sem allar tíu kreppurnar á lista ráðsins eru í Afríku. Til grundvallar listanum eru ýmsar viðmiðanir, meðal annars skortur á viðbrögðum alþjóðasamfélagsins, fátækleg umfjöllun fjölmiðla og skortur á fjármagni miðað við fjárþörf.</p> <p>Lýðstjórnarlýðveldið Kongó er annað árið í röð í efsta sæti á lista NRC en þriðjungur þjóðarinnar var við hungurmörk á síðasta ári eða um 27 milljónir manna. Á sama tíma voru 5,5, milljónir á hrakhólum innan lands og ein milljón flúin til nágrannaríkja. Hins vegar voru engar alþjóðlegar fjáröflunarráðstefnur haldnar vegna Kongó. Sameinuðu þjóðirnar telja fjárþörfina nema tveimur milljörðum Bandaríkjadala en aðeins hefur tekist að ná 44 prósentum af þeirri upphæð. <span></span></p> <p>Sjá nánar á <a href="https://www.nrc.no/shorthand/fr/the-worlds-most-neglected-displacement-crises-in-2021/index.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;NRC</p>

01.06.2022Úkraína: Rúmlega fimm milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð

<span></span> <p>„Nú í vikunni eru þau sorglegu tímamót að 100 dagar eru liðnir frá því að stríðið í Úkraínu hófst,“ segir í frétt&nbsp;frá UNICE, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. „Á þeim tíma hafa næstum tvö af hverjum þremur börnum landsins neyðst til að flýja heimili sín, að minnsta kosti 262 börn hafa verið drepin og yfir 400 særst alvarlega. Hundruð skóla og meira en 250 heilsugæslustöðvar hafa eyðilagst í árásunum.“&nbsp;</p> <p>UNICEF áætlar að ríflega 5 milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda, þar af þrjár milljónir barna innan Úkraínu. Samkvæmt tölum frá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) eru að meðaltali tvö börn drepin á hverjum degi í Úkraínu, aðallega vegna sprengjuárása á þéttbýliskjarna.&nbsp; Aðstæður barna í austur- og suðurhluta Úkraínu þar sem bardagar hafa harðnað versna með hverjum deginum sem líður.&nbsp;&nbsp;</p> <p><strong>Ítrekað ákall um vopnahlé</strong>&nbsp;</p> <p>„Þetta eru ömurleg tímamót. Hundrað dagar af stríði þar sem lífi milljóna barna hefur verið splundrað og heimili og skólar lagðir í rúst. Börn þurfa vopnahlé og frið og brýna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum. Án tafarlauss vopnahlés munu börn frá Úkraínu halda áfram að þjást og afleiðingar stríðsins munu einnig halda áfram að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir börn í neyð um allan heim,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF varar við þeim skelfilegu afleiðingum sem stríðið hefur á öryggi barna. Börn sem eru á flótta undan stríði eru í verulegri hættu á að verða viðskila við fjölskyldur sínar og eiga hættu á að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali. Flest barna á flótta hafa orðið fyrir djúpum áföllum og þurfa tafarlaust vernd, stöðugleika og sálrænan stuðning.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu og veitt þar nauðsynlega mannúðaraðstoð í austurhluta landsins. UNICEF er nú á vettvangi í Úkraínu og nágrannaríkjum og vinnur nú ásamt samstarfsaðilum við að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra að komast í öruggt skjól, tryggja aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, næringu, sálfræðiþjónustu, fjárhagsaðstoð og menntun.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF ítrekar enn á ný ákall um tafarlaust vopnahlé í Úkraínu og krefst þess að virtar séu alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börn og tryggja að hjálparsamtök geti umsvifalaust fengið fullan aðgang að þeim svæðum þar sem börn eru í neyð og þurfa hjálp.&nbsp;&nbsp;</p> <p><strong>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi í fullum gangi&nbsp;</strong></p> <p>UNICEF á Íslandi hóf neyðarsöfnun fyrir börn frá Úkraínu í febrúar og hefur henni verið mjög vel tekið.&nbsp;&nbsp;„Við erum full þakklætis yfir öllum þeim stuðningi sem almenningur og fyrirtæki á Íslandi hafa sýnt í verki síðustu 100 dagana. Það hafa verið fjölmargar skólasafnanir, styrktarsýningar og tónleikar, börn hafa haldið tombólu og selt listaverk fyrir jafnaldra sína í Úkraínu svo dæmi séu tekin. Þessi mikli stuðningur frá Íslandi hefur meðal annars nýst í að koma upp barnvænum svæðum þar sem börn og fjölskyldur þeirra á flótta fær aðstoð, nauðsynlega þjónustu og ráðgjöf,“ segir Steinunn. </p> <p>Neyðarsöfnunin er enn í fullum gangi og hægt er að leggja henni lið <a href="http://unicef.is/ukraina" target="_blank">hér</a>.&nbsp;&nbsp;</p> <p><span style="background: white; color: black;">Myndin er af Sofiya og Liza sem flúðu stríðið ásamt kennurum sínum og komu til Búkarest til að finna öruggari stað til að búa á. Fjölskyldur þeirra eru enn í Odessa og þær bíða eftir að komast aftur til foreldra sinna um leið og óhætt verður að snúa heim. Nú ganga þær í skóla í Búkarest, þar sem úkraínskir kennarar hafa skipulagt námskeið og skólatíma fyrir börn á flótta frá Úkraínu.</span></p> <p>Nánar á <a href="https://www.unicef.is/100-dagar-af-stridi-i-ukrainu" target="_blank">vef </a>UNICEF</p>

31.05.2022Malaví: Saumavél bjargaði fjölskyldunni

<span></span> <p>SOS Barna­þorp­in á Ís­landi settu ný­lega á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/fjolskylduefling/ny-fjolskylduefling-i-ruanda/" target="_blank" title="Ný Fjölskylduefling í Rúanda">Rúanda</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/fjolskylduefling/sos-island-med-fjolskyldueflingu-i-malavi/" target="_blank" title="SOS Ísland með fjölskyldueflingu í Malaví">Mala­ví</a>&nbsp;og bæt­ast þau við sam­bæri­legt verk­efni sem samtökin hafa starf­rækt í Eþí­óp­íu frá árinu 2018. Í Mala­ví er fjöl­skyldu­fefl­ing­in í ná­grenni barna­þorps­ins í Nga­bu og í þeim bæ syðst í Mala­ví er kom­in góð reynsla á slíkt verk­efni sem rek­ið var af SOS í Nor­egi.</p> <p>Á ferð fulltrúa SOS til Mala­ví fyrr á ár­inu hitt­u þeir Ari­ann­es, fimm barna ein­stæða hús­móður, sem er ný­út­skrif­uð úr fjöl­skyldu­efl­ingu í Nga­bu. Fjöl­skyld­an var á mörk­um þess að leys­ast upp áður en fjöl­skyldu­efl­ing­in kom til sög­unn­ar.</p> <p>&nbsp;„Ég gat ekki séð fyr­ir börn­un­um og sent þau í skóla. Hér verð­ur reglu­lega upp­skeru­brest­ur og börn­in fengu stund­um að­eins eina mál­tíð á dag. Eitt barn­anna minna er fatl­að og átti sér­stak­lega erfitt því við átt­um ekki ör­ugg­an samastað,” seg­ir Ari­ann­es en með að­stoð fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar varð al­ger við­snún­ing­ur á lífi fjöl­skyld­unn­ar.&nbsp;</p> <p>&nbsp;Ari­ann­es er hæfi­leika­rík sauma­kona og eft­ir að henni var hjálp­að að kaupa sauma­vél fór hún að afla tekna. Hún hafði loks efni á að kaupa mat og skóla­gögn fyr­ir börn­in og eign­að­ist eig­ið hús­næði.</p> <p>Þessi smá­vægi­lega að­stoð er miklu stærri en hún virð­ist í fyrstu eins og Ari­ann­es út­skýr­ir. „Það sem fjöls­kyldu­efl­ing­in gerði fyr­ir okk­ur var að koma í veg fyr­ir að börn­in hætti í skóla, að þau myndu svelta og mjög lík­lega leið­ast út í vændi. Það eru því mið­ur ör­lög margra barna hér á þessu svæði,” seg­ir Ari­ann­es en með­al af­leið­inga vænd­is er mik­il út­breiðsla HIV til­fella með til­heyr­andi dauðs­föll­um og eft­ir standa mun­að­ar­laus börn.</p> <p>Char­les Mt­hengomwacha, verk­efn­is­stjóri fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar sem SOS á Ís­landi rek­ur skammt frá, und­ir­strik­ar hversu stórt þetta vanda­mál er. „Að­eins hér á Nga­bu svæð­inu eru 13.500 börn í raun­veru­legri hættu á að verða mun­að­ar­laus."</p> <p>Ari­ann­es vildi að lok­um koma á fram­færi þakk­læti til Ís­lend­inga sem styðja við fjöl­skyldu­efl­ing­una. Hún lít­ur nú björt­um aug­um til fram­tíð­ar. „Ég finn mik­ið ör­yggi í því að búa í eig­in hús­næði og ég afla tekna með sauma­mennsk­unni. Börn­in fá að borða og þau sækja skóla.”</p> <p>Heimild: <a href="https://www.sos.is/sos-sogur/fjolskylduefling/saumavel-bjargadi-fjolskyldunni/" target="_blank">Vefur SOS Barnaþorpanna</a></p>

30.05.2022Tveir nýir UNESCO skólar

<span></span> <p>Tveir skólar bættust nýlega við UNESCO skólanetið hér á landi, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Patreksskóli. Þar með eru UNESCO skólarnir á Íslandi orðnir tólf talsins, sjö framhaldsskólar, fjórir grunnskólar og einn leikskóli.</p> <p><a href="https://www.un.is/2022/05/tveir-nyir-unesco-skolar/" target="_blank">Félag Sameinuðu þjóðanna</a> fer fyrir skólanetinu á Íslandi í samstarfi við íslensku UNESCO nefndina en það byrjaði sem tilraunaverkefni árið 2015. Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu. Skólanet UNESCO skóla er eitt elsta skólanet í heimi en það hefur verið starfrækt frá árinu 1953. Nú eru um 11.500 skólar sem tilheyra netinu og starfa í 182 löndum um allan heim.</p> <p>Að vera UNESCO-skóli felur í sér samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverjum af fjórum þemum UNESCO-skóla. Þau eru:&nbsp;alþjóðasamvinna,&nbsp;starfsemi Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun&nbsp;og&nbsp;friður og mannréttindi.</p> <p>UNESCO-skólarnir halda árlega upp á tvo ólíka alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna, til dæmis alþjóðadaga mannréttinda, jafnréttis, læsis, hafsins, barnsins, friðar og vísinda. Skólarnir standa jafnframt árlega fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Þetta geta verið þemadagar eða viðburðir sem tengjast gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum.</p> <p>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi aðstoðar skóla í umsóknarferlinu og veitir ráðgjöf við innleiðingu verkefnisins. Verkefnastjóri UNESCO skóla á Íslandi er Kristrún María Heiðberg,&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a></p>

27.05.2022Sjö íslensk félagasamtök hljóta styrki til þróunarsamvinnuverkefna í Afríku

<p>Utanríkisráðuneytið hefur gert samninga við sjö íslensk félagasamtök um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar í ríkjum í Afríku. Árlega eru veittir styrkir til slíkra verkefna undir hatti samstarfs ráðuneytisins við félagasamtök í þróunarsamvinnu en fjölbreytt flóra samtaka er til staðar hér á landi. Íslensk félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki sem samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu. Markmiðið með samstarfi ráðuneytisins og félagasamtaka er meðal annars að draga úr fátækt og að leggja lóð á vogarskálarnar í þágu sjálfstæðs, þróttmikils og fjölbreytilegs borgaralegs samfélags í þróunarríkjum.</p> <p>Auglýstar voru allt að 50 milljónir króna til úthlutunar árið 2022 og bárust alls níu umsóknir frá átta félagasamtökum að heildarupphæð 132 milljónir króna. Því var eftirspurn eftir styrkjum töluvert umfram það sem auglýst var. Þess ber að geta að stærstu félagasamtökin í þróunarsamvinnu; Barnaheill á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn og SOS Barnaþorp eru með rammasamning við ráðuneytið til þriggja ára og sækja ekki um einstaka styrki.</p> <p><strong>Styrktarfélagið Broskarlar</strong> fær áframhaldandi stuðning til tveggja ára fyrir verkefnið „menntun í ferðatösku.“ Verkefnið miðar að því að aðstoða börn sem búa við sárafátækt á völdum svæðum í Kenía við að ná betri tökum á stærðfræði (með hvatakerfi) og auka þannig möguleika þeirra á að ná inntökuskilyrðum til að hefja háskólanám.</p> <p><strong>ABC barnahjálp</strong> hlýtur styrk til eins árs til að styðja við uppbyggingu á kvennadeild, barnadeild og almennri deild á Rackoko heilsugæslunni í Pader héraði í Úganda. ABC hefur unnið að uppbyggingu á svæðinu síðan 2007, einkum varðandi uppbyggingu skóla og menntunar. Samstarfsaðili er ABC Children’s Aid Uganda.</p> <p><strong>Aurora velgerðarsjóður</strong> fær styrk til eins árs vegna verkefnis um valdeflingu ungmenna, í Freetown og víðar í Síerra Leóne, með þjálfun í upplýsingatækni og viðskiptarekstri. Miðar verkefnið að því að ungt fólk öðlist tækifæri og þekkingu til að gera varanlega breytingu á eigin lífi.</p> <p><strong>Candle Light Foundation á Íslandi</strong> fær styrk til eins árs til að bæta aðgengi fatlaðra stúlkna sem sækja Candle Light skólann í Úganda. Áhersla er lögð á að gera öll svæði skólans aðgengileg, sett séu upp hjálpartæki á salerni, uppsetningu rampa og að skólalóð verði þannig úr garði gerð að notendur hjólastóla og annarra hjálpartækja komist leiðar sinnar hjálparlaust.</p> <p> <strong>Landssamtökin Þroskahjálp</strong> hljóta styrk til eins árs til verkefnis sem nefnist samráðsvettvangur um stuðning við fötluð börn í Mangochi, Malaví. Markmið verkefnisins er þríþætt: að auka samstarf og samráð um málefni fatlaðra barna í Mangochi, að fjölga fötluðum börnum sem sækja skóla og leikskóla og styðja mæður fatlaðra barna til að stofna foreldrasamtök/hagsmunasamtök í héraðinu.</p> <p><strong>Samband Íslenskra Kristniboðsfélaga</strong> fær styrk til eins árs vegna stuðnings við menntun barna og ungmenna í vestanverðri Pókot sýslu í Kenía. Unnið er gegn kynjahalla í framhaldsskólum með því að hlúa að hagsmunum ungra stúlkna sem frekar virðast flosna upp úr námi en drengir. Er það gert með byggingu heimavista fyrir stúlkur við framhaldsskóla til að auka öryggistilfinningu þeirra.</p> <p><strong>Vinir Kenía</strong> fá nýliðastyrk sem snýr að vatnsöflun til skóla í Tansaníu. Rúmlega 2500 börn stunda nám við skólann og mun verkefnið tryggja þeim aðgengi að hreinu vatni allan ársins hring. Undir núverandi fyrirkomulagi fær skólinn vatn einu sinni í viku sem dugir skammt ásamt því að kostnaðurinn er talsverður. Mörg börn koma með vatn á brúsa í skólann eða þurfa að sækja það með því að ferðast talsverða vegalengd sem getur verið hættulegt.</p> <p>Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Næsta úthlutun er áætluð í byrjun árs 2023. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins.</p>

25.05.2022„Vonin býr í Afríku“

<span></span> <p>„Á degi Afríku fagnar heimurinn miklum fyrirheitum og tækifærum hinnar fjölbreyttu og þróttmiklu heimsálfu,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni Dags Afríku sem er haldinn hátíðlegur 25. maí ár hvert. „Vonin býr í Afríku,“ bætti hann við og vísaði til ungu kynslóðarinnar í Afríkuríkjum þar sem sjö af hverjum tíu íbúum er yngri en þrjátíu ára.</p> <p>Dagur Afríku hefur verið haldinn hátíðlegur frá stofnun samtaka um einingu Afríku 25. maí 1963 sem breyttist síðar í Afríkusambandið (AU). Dagurinn nefndist lengi vel frelsisdagur Afríku. </p> <p>Allt frá því Ísland hóf formlega tvíhliða þróunarsamvinnu á áttunda áratug síðustu aldar hafa samstarfsríkin fyrst og fremst verið í Afríku. Í dag eru samstarfsríkin tvö, Malaví og Úganda, auk þess sem greint hefur verið frá því að Síerra Leóne verði innan tíðar samstarfsríki Íslands. Verkefni íslenskrar þróunarsamvinnu hafa síðustu árin einkum verið unnin í samvinnu við héraðsstjórnir í samstarfsríkjunum þar sem lögð hefur verið áhersla á umbætur í grunnþjónustu sveitarfélaganna við íbúana, einkum á sviði lýðheilsu, vatns- og hreinlætismála og menntunar. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun eru leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p>António Guterres lagði áherslu á það í ávarpi sínu að horfurnar út við sjóndeildhringinn fyrir Afríku væru bjartar þrátt fyrir margvíslegar áskoranir sem hamli því að álfan blómstri. Hann nefndi sérstaka heimsfaraldur kórónuveirunnar og hrikalegra áhrifa hennar á hagkerfi álfunnar ásamt loftslagsbreytingum, viðvarandi stríðsátökum og alvarlegum matarskorti. Hann minnti líka á að innrásin í Úkraínu gerði illt verra og hefði alvarlegar afleiðingar í þróunarríkjum, ekki síst í Afríku.</p> <p>Afríkubandalagið hefur tilnefnt árið 2022 sem ár næringar. Guterres hvatti til þess í ávarpi sínu að heimurinn taki undir með öllum íbúum Afríku um að efla fæðuöryggi og tryggja næringu hvers og eins. „Við verðum einnig að efla viðleitni okkar til að binda enda á heimsfaraldurinn, umbylta alþjóðlegu fjármálakerfi, stöðva loftslagsbreytingar og þagga niður í byssum allra átaka.“</p> <p>Þá hét hann því að Sameinuðu þjóðirnar myndu styðja og standa stolt með íbúum álfunnar um velmegandi og friðsæla Afríku.</p>

24.05.2022Metfjöldi á flótta vegna átaka og loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Flóttafólk í heiminum hefur aldrei verið fleira en í dag. Eitt hundrað milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, ofsókna eða loftslagsbreytinga, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNCHR.</p> <p>„Hundrað milljónir er vægðarlaus tala – alvarleg og skelfileg í senn.&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/05/1118772">Þetta eru mettölur</a>&nbsp;sem við hefðum helst aldrei viljað sjá,“ segir Filippo Grandi, framkvæmdarstjóri Flóttamannastofnunarinnar. „Vonandi verður þetta hvati fyrir okkur til að vinna að því að leysa og koma í veg fyrir vopnuð átök, hætta ofsóknum og takast á við orsakir þess að saklaust fólk neyðist til að flýja heimili sín.“</p> <p>Í lok árs 2021 hafði fjöldi fólks á flótta náð níutíu milljónum, meðal annars vegna vopnaðra átaka í Eþíópíu, Búrkína Fasó, Mjanmar, Nígeríu,&nbsp;<a href="https://unwomen.is/afganistan-staf-un-women-had-godvild-talibana/">Afganistan</a>&nbsp;og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Stríðið í Úkraínu í upphafi ársins hefur neytt um átta milljónir til þess að yfirgefa heimili sín. Þar af hafa um sex milljónir flúið til annarra ríkja Evrópu, þar með talið til Íslands.</p> <p><strong>Eitt prósent jarðarbúa á flótta</strong></p> <p>Hundrað milljónir er því sem nemur eitt prósent jarðarbúa. Rúmur helmingur þeirra, eða um 53,2 milljónir, eru á&nbsp;<a href="https://unwomen.is/jemen-13-milljonir-thungadra-kvenna-thjast-af-vannaeringu/">flótta innan eigin ríkis</a>&nbsp;vegna vopnaðra átaka.</p> <p>Ofsaveður á borð við flóð, storma og hitabeltisstorma knúðu 23,7 milljónir á flótta frá heimilum sínum í 2021, aðallega í Asíu og Kyrrahafinu.</p> <p>„Viðbrögð alþjóðasamfélagsins við fólki sem flúið hefur átökin í Úkraínu hafa almennt verið jákvæð. Samkenndin er enn á lífi og við þurfum að sjá samskonar samkennd við öllum krísum. Mannúaraðstoð er viðbragð en ekki lækning við þeirri krísu sem við stöndum frammi fyrir. Eina leiðin til að snúa þessari þróun við er að stuðla að friði og öryggi. Saklaust fólk á ekki að þurfa að taka þá ómögulegu ákvörðun um að búa við óöryggi og lífshættu heima hjá sér eða að flýja út í óöryggi og óvissu,“ segir Grandi.</p> <p><strong>Kvenmiðuð neyðaraðstoð aldrei mikilvægari</strong></p> <p><a href="https://unwomen.is/verkefnin/neydaradstod/">Stríðsátök hafa ólík áhrif</a>&nbsp;á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karlmenn eru líklegri til að deyja í átökum eru konur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við skort þegar stríðsátök geisa. Þá margfaldast tíðni mæðra- og ungbarnadauða á stríðstímum.</p> <p>UN Women hefur lagt mikla áherslu á að kvenmiðuð neyðaraðstoð sé veitt á átakatímum, ekki aðeins í sínum verkefnum heldur einnig verkefnum annarra viðbragðsaðila og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægi kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú.</p> <p>Heimild: <a href="https://unwomen.is/metfjoldi-a-flotta-vegna-ataka-og-loftslagsbreytinga/" target="_blank">UN Women</a></p>

24.05.2022Fæðingarfistilsverkefni hleypt af stokkunum í Síerra Leóne

<span></span> <p>Í gær, á alþjóðlegum degi baráttunnar gegn fæðingarfistli, var samstarfsverkefni Íslands, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, og heilbrigðisyfirvalda í Síerra Leóne formlega hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn í Freetown. Verkefnið miðar að því að útrýma fæðingarfistli í landinu.</p> <p>Verkefnið tekur á heildstæðan hátt á orsökum og afleiðingum fæðingarfistils fyrir konur og stúlkur. Það snýr meðal annars að fyrirbyggjandi aðgerðum um vitundarvakningu, fræðslu og betra aðgengi að bættri mæðravernd. Einnig er áformað að auka framboð á skurðaðgerðum og bæta eftirfylgd með þeim konum og stúlkum sem gangast undir skurðaðgerðir með valdeflandi verkefnum sem renna stoðum undir lífsafkomu þeirra. </p> <p>Náið verður unnið með stjórnvöldum í Síerra Leóne við innleiðingu verkefnisins og lögð áhersla á að efla getu heilbrigðisstofnana til að veita viðunandi fæðingar-, kyn- og frjósemisþjónustu.</p> <p>Ísland hefur um árabil stutt <a href="https://endfistula.org/">alþjóðlegu baráttuna gegn fæðingarfistli</a> sem leidd er af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal verkefni sjóðsins í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2022/05/23/Vilja-utryma-faedingafistli-i-Malavi-gegnum-throunarsamvinnu-Islands/" target="_blank">Malaví</a>&nbsp;og Síerra Leóne. Fæðingarfistill er viðvarandi vandamál í fátækustu löndunum þar sem margar barnungar stúlkur eignast börn en fæðingarfistill þekkist varla á Vesturlöndum. Talið er að þúsundir kvenna og stúlkna þjáist af fæðingarfistli í heiminum, flestar í ríkjum Afríku.</p>

23.05.2022Vilja útrýma fæðingafistli í Malaví gegnum þróunarsamvinnu Íslands

<span></span> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) gegn fæðingarfistli víðs vegar í heiminum, meðal annars í Malaví, sem er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í alþjóðlegri tvíhliða þróunarsamvinnu. Í dag er alþjóðadagur um útrýmingu á fæðingarfistli þar sem vakin er athygli á einum vanræktasta lýðheilsuvanda samtímans. </p> <p>Um tvær milljónir kvenna þjást af fæðingarfistli (obstetric fistula) samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Í Malaví er talið að um 0,6 prósent kvenna þjáist af fæðingarfistli. Mikill líkamlegur sársauki og skömm fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga, með þeim afleiðingum að konur hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til félagslegrar útskúfunar. </p> <p><strong>Saga Liviness Inoki</strong></p> <p>Liviness Inoki er þrítug, þriggja barna móðir sem býr í afskekktu þorpi í Mangochi héraði í Malaví. Hún fékk fæðingarfistil eftir að hafa gengið í gegnum barnsfæðingu með þriðja barn sitt án þess að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Það hafði í kjölfarið alvarlegar afleiðingar fyrir hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég varð félagslega útskúfuð úr samfélaginu um tveggja ára skeið, enginn vildi vera í kringum mig út af lyktinni. Það var erfitt að finna vinnu og það hafði gríðarleg fjárhagsleg áhrif á mig og fjölskylda,“, segir Liviness. </p> <p>Hún hafði lengi reynt að leita sér aðstoðar en án árangurs. Hún var ítrekað gerð afturreka og henni sagt að aðgerðir væru ekki framkvæmdar í Malaví. En dag einn hitti Liviness heilbrigðisfulltrúa nálægt heimili sínu sem sagði henni frá því að núna gætu konur eins og hún, sem þjást af fæðingarfistli, sótt þjónustu við héraðssjúkrahúsið í Mangochi bæ. Þar er stefnt að reglubundum aðgerðum sem verða því aðgengilegar konum í heimabyggð.</p> <p>„Aðgerðin breytti lífi mínu til hins betra. Ég get núna séð fyrir fjölskyldu minni og verið virkur þátttakandi í nærsamfélagi mínu,“ segir Liviness sem fékk loksins þá þjónustu sem hún þarfnaðist. Hún gekkst undir skurðaðgerð sér að kostnaðurlausu til að laga fæðingarfistilinn á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi, með stuðningi frá Íslandi og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</p> <p><strong>Ótímabærar þunganir unglingsstúlkna</strong></p> <p>Fæðingarfistill er oftast afleiðing af ótímabærum barnsburði unglingsstúlkna sem ekki hafa náð nægilegum líkamlegum þroska til að fæða barn þar sem þær eru enn að þroskast sjálfar líkamlega og andlega. Eins og í tilfelli Liviness myndast fæðingafistill þegar viðeigandi heilbrigðisþjónusta í kringum barnsburð og fæðingu er ekki til staðar, inngrip og gæði fæðingarþjónustunnar af skornum skammti eða koma til of seint í fæðingarferlinu til að koma í veg fyrir að fistillinn myndist.</p> <p>Nýlega fóru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, þær Uchizi Chihana og Ragnheiður Matthíasdóttir, í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs, samstafshéraðs Íslands í þróunarsamvinnu til síðustu þrjátíu ára, til kynna sér nánar starfsemi Íslands í héraðinu meðal annars þann stuðning sem Ísland veitir í baráttunni gegn fæðingafistli með því að hitta Liviness. </p> <p>„Það var einstaklega fróðlegt að fá beina innsýn inn í stuðning Íslands í baráttunni að binda enda á fæðingarfistil í Mangochi héraði með því að tala beint við Liviness og fræðast um líf hennar og þær áskoranir sem hún þurfti að takast á við,“ segir Ragnheiður.</p> <p>Á síðasta ári voru framkvæmdar 55 aðgerðir á konum með fæðingarfistil með stuðningi frá Íslandi. „Með nýrri skurðstofu sem verður opnuð bráðlega við héraðssjúkrahúsið verður hægt að veita konum eins og Liviness, sem þjást af fæðingarfisfistli, enn betri þjónustu,“ segir Uchizi Chiana.</p>

23.05.2022Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

<span></span> <p>Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve. </p> <span></span> <p>Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir hagnýtt verkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía en einkum að stofnun kvenmiðaðrar miðstöðvar um réttlæti og ábyrgð. Verðlaun fyrir rannsóknarverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.</p> <p>Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. </p> <p>Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla. </p>

20.05.2022Starf UN Women í Afganistan háð góðvild talíbana

<span></span> <p>„Afganskar konur mega ekki nota almenningssamgöngur eða fara í flug nema í fylgd karlkyns ættingja. Þær mega ekki taka leigubíl, fara einar út í matvöruverslun, eða njóta almenningsgarða nema á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. Hina daga vikunnar eru garðarnir ætlaðir karlmönnum. Það ríkir því algjör aðskilnaður kynjanna og grundvallarmannréttindi afganskra kvenna eru ekki lengur til staðar,“ segir Alison Davidian, yfirmaður landsskrifstofu UN Women í Afganistan um stöðu kvenna í landinu.</p> <p>Í <a href="https://unwomen.is/afganistan-staf-un-women-had-godvild-talibana/" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef UN Women er fjallað um konur í Afganistan og þar segir að frá því að talíbanar tóku sér völd í Afganistan í ágúst í fyrra, hafi réttindi kvenna og stúlkna í landinu horfið með öllu. Talíbanastjórnin tilkynnti 7. maí síðastliðinn að konur væru skyldugar til að hylja andlit sitt og líkama á almannafæri.</p> <p>„Fyrir 15. ágúst 2021 voru konur&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2021/10/news-afghan-women-leaders-speak-at-the-un">28% þingmanna</a>&nbsp;í Afganistan og um 30% opinberra starfsmanna. Stúlkur gátu stundað framhaldsnám og starfrækt var sérstakt jafnréttismálaráðuneyti. Alison segir að þessi framfaraskref hafi horfið á einu augabragði; jafnréttismálaráðuneytið var lagt niður um leið og talíbanar komust til valda og konum sagt að snúa ekki aftur til opinberra starfa. Síðan þá hafa hver grundvallarmannréttindin á fætur öðrum verið hrifsuð af afgönskum konum.“</p> <p><strong>Níu af hverjum tíu orðið fyrir ofbeldi</strong></p> <p>„Þessar miklu takmarkanir á réttindum kvenna ofan á algjört efnahagslegt hrun landsins þýðir að afganskar konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir sárafátækt og viðvarandi hungri. Þær hafa engar bjargir því þær mega ekki einu sinni fara út úr húsi einar, hvað þá vinna,“ útskýrir Alison.</p> <p>Fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn og valdatöku talíbana, höfðu níu af hverjum tíu konum í Afganistan orðið fyrir ofbeldi af hendi maka einhvern tímann á lífsleiðinni. Að sögn Alison er líklegt að þessi tala hafi hækkað í kjölfar COVID-19 og þeirra miklu efnahagsþrenginga sem nú eru.</p> <p>„Takmarkanir talíbana á líf kvenna hefur einnig áhrif á fjölskyldulíf þeirra. Margar fjölskyldur misstu aðra fyrirvinnu sína og nú þurfa eiginmenn að fylgja konum sínum allt, meira að segja út í matvörubúð. Þetta hefur því líka gríðarleg áhrif á líf afganskra karla og eykur núninginn heima fyrir.“</p> <p><strong>Flókin og viðkvæm staða</strong></p> <p>UN Women hefur starfað í Afganistan í tæpa tvo áratugi. Meðal&nbsp;helstu verkefna UN Women í Afganistan&nbsp;eru mannréttindagæsla og verkefni sem stuðla að jafnrétti og veita alhliða þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. UN Women í Afganistan mun á næstu sex mánuðum efla enn frekar þjónustu við konur í neyð, m.a. með því að koma á fót kvennaathvörfum.</p> <p>Aðspurð segir Alison starfsumhverfi UN Women í Afganistan óstöðugt og erfitt. Rekstur kvennaathvarfa og annarra þjónustumiðstöðva UN Women er háð góðvild yfirmanna talíbana í hverju héraði fyrir sig.</p> <p>Í næstu viku mun hún ferðast um landið og eiga í áframhaldandi samtali og samningaviðræðum við talíbanastjórnir um uppbyggingu svokallaðra „one-stop centre“ fyrir konur. Í slíkum miðstöðvum hljóta konur húsaskjól, starfsþjálfun, sálgæslu, læknis- og lögfræðiaðstoð og dagvistun fyrir börn sín.</p> <p><strong>Eins ólíkir og þeir eru margir</strong></p> <p>„Talíbanar eru mannlegir og eru eins ólíkir og þeir eru margir og skoðanir þeirra endurspegla það. Þeir eru aftur á móti í flókinni stöðu hvað kvenréttindi varðar. Þeir eiga annað hvort á hættu á að fá alþjóðasamfélagið enn frekar upp á móti sér, eða hermenn sína og stuðningsmenn. Þannig þeir reyna að segja sem minnst. Margir í talíbanastjórninni vita af rekstri kvennaathvarfa UN Women og vita af þörfinni – þeir sjá raðirnar af konum og einstæðum mæðrum sem betla og grátbiðja yfirvöld um aðstoð á hverjum einasta degi.</p> <p>„Vegna þessa láta margir þeirra rekstur athvarfanna viðgangast. Það er umhverfið sem við störfum við. Við treystum því að þeir láti sem þeir viti ekki af okkur og að við fáum að starfa óáreitt í þágu kvenna. En það hefur líka gerst að athvörfum hefur verið lokað fyrirvaralaust. Þetta krefst stöðugra samningaviðræðna við hverja einustu yfirstjórn í hverju einasta héraði landsins,“ útskýrir Alison.</p> <p>Sem dæmi um þetta ósamræmi í orðum talíbana eru yfirlýsingar þeirra um skólagöngu stúlkna. Talíbanastjórnin hefur ítrekað lofað því að stúlkur fái að snú aftur til náms, en svo hefur skólum&nbsp; verið lokað strax á fyrsta skóladegi.</p> <p>„Við þurfum að aðstoða þá við að láta þessi loforð rætast,“ segir Alison. „Við þurfum að sýna þeim að kvenréttindi eru ekki vestræn hugmyndafræði og því höfum við verið að biðla til annarra ríkja sem eru múslimatrúar um að styðja við okkur. Ýmsir þjóð- og trúarhöfðingar frá nágrannaríkjunum hafa stigið fram og bent á að ekkert í íslam banni skólagöngu stúlkna. Þetta eykur á þrýstinginn.“</p> <p>Stuðningur einkageirans nauðsynlegur</p> <p>Innt eftir því hvað almenningur á Íslandi geti gert til að styðja við afganskar konur og stúlkur á þessum tímum, segir Alison að fólk geti m.a.&nbsp;<a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/">stutt við samtök</a>&nbsp;á borð við UN Women með fjárframlögum.</p> <p>„Fjárstuðningur er nauðsynlegur því búið er að frysta alþjóðlegt fjármagn til landsins sem gerir starfsumhverfi okkar mjög erfitt. Fólk getur einnig stutt við þau sem flúið hafa Afganistan til Íslands og verið þeim innan handar. Það er einnig mjög hjálplegt að fylgja afgönskum baráttukonum á samfélagsmiðlum til að tryggja að raddir þeirra heyrist og berist sem víðast.“</p> <p>Alison hvetur jafnframt íslensk fyrirtæki til að sýna frumkvæði í þessum efnum.</p> <p>„Einkageirinn þarf að taka frumkvæðið í uppbyggingu Afganistan þar sem ríkisstjórnir gera það ekki. Talíbanar eru ekki viðurkenndir sem opinber stjórn landsins og alþjóðasamfélagið hefur því sett öll þróunarframlög til landsins í frost. Þörfin er gríðarleg, um 90% þjóðarinnar er á barmi hungursneyðar, atvinnuleysi er í hámarki og erfiður vetur hefur gert stöðuna enn verri,“ segir Alison að lokum.</p>

19.05.2022Íslenskir námsmenn styðja flóttafólk á Íslandi í leit að menntun

<span></span> <p>Verkefnið „<a href="https://www.studentrefugees.is/" target="_blank">Student Refugees</a>“ á vegum Landssambands íslenskra stúdenta, LÍS, veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð og leiðsögn við að sigrast á hindrunum sem mæta þeim innan menntakerfisins. Guðbjörg Erla Hallgrímsdóttur, alþjóðafulltrúi hjá LÍS og fulltrúi Student Refugees, segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/80269-flottafolk-a-islandi-saekir-ser-menntun-med-adstod-sjalfbodalida-ur-rodum-namsmanna.html" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, að stutt hafi verið við bakið á um 50 hælisleitendum og flóttamönnum á Íslandi í sjálfboðaliðastarfi gegnum verkefnið. </p> <p>Karolis Zibas, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum og löndum Balkanskaga, lofar framtaksverkefnið. „Aðgangur að menntun er ein grunnforsenda þess að flóttafólk geti tekið framtíð sína í eigin hendur. Student Refugees sér ekki aðeins um að útvega ungu flóttafólki á Íslandi nauðsynlega aðstoð heldur styrkir verkefnið einnig tengsl þeirra við samfélagið“.</p> <p>Í greininni kemur fram að í augnablikinu sé verið að gera verkefnið sjálfstæðara og síður háð LÍS sem skiptir um stjórn á hverju ári. Markmiðið sé að tryggja áframhaldandi stuðning við ungt flóttafólk á Íslandi. „Við viljum að fólk mennti sig. Það auðveldar þeim að verða hluti af samfélaginu og nýta hæfileika sína til fulls“, segir Guðbjörg Erla.</p> <p>Í greininni er sögð saga afganska flóttamannsins Sayed Khanoghli sem stefnir á útskrift úr menntaskóla sumarið 2023 og í framhaldinu vonast hann til að hefja háskólanám og byggja upp framtíð á Íslandi.</p> <p>„Það er ekki auðvelt að yfirgefa heimaland sitt þegar öryggi manns er ógnað og sumir láta mér líða eins og ég eigi ekki heima hér, en mig langar virkilega að aðlagast samfélaginu. Ég tala íslenskuna ekki að alveg reiprennandi ennþá en það er allt að koma og þegar ég útskrifast opnast mörg tækifæri,“ segir Sayed sem er einnig formaður ungliðahreyfingar Amnesty og vinnur hlutastarf til að afla tekna.</p> <p>„Ég vona að ég geti orðið ríkisborgari þegar fram líða stundir. Ég er mjög hrifinn af landinu og á marga vini hér.“</p> <p><a href="https://www.unhcr.org/neu/is/80269-flottafolk-a-islandi-saekir-ser-menntun-med-adstod-sjalfbodalida-ur-rodum-namsmanna.html" target="_blank">Greinin í heild</a></p>

18.05.2022Ákall UNICEF: Hækkandi matvælaverð og niðurskurður ávísun á alvarlega vannæringu barna

<span></span><span></span> <p>Hafin er neyðarsöfnun á vegum UNICEF á Íslandi vegna alvarlegrar vannæringar barna. UNICEF bendir á að stríðið í Úkraínu, efnahagsþrengingar vegna COVID og loftlagsbreytingar hafi víðtæk áhrif á matvælaverð sem leiða muni til aukinnar vannæringar milljóna barna.</p> <p>Fyrir stríðið í Úkraínu fjölgaði börnum mjög sem glíma við alvarlega rýrnun, en nú varar&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, við því að víðtæk áhrif þess séu að skapa hættuástand og&nbsp;matvælakreppu sem aðeins muni versna.</p> <p>Þetta kemur fram í nýrri velferðarviðvörun frá&nbsp;UNICEF, (e.&nbsp;Child&nbsp;Alert), sem aðeins er gefnar út þegar brýna nauðsyn krefur. Skýrslan sem ákallinu fylgir ber yfirskriftina&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/child-alert/severe-wasting">„SEVERE&nbsp;WASTING: AN&nbsp;OVERLOOKED&nbsp;CHILD&nbsp;SURVIVAL&nbsp;EMERGENCY.“</a></p> <p>„Áður en stríðið í Úkraínu fór að ógna matvælaöryggi um víða veröld voru átök, loftslagsbreytingar&nbsp;og heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 að hafa skelfileg áhrif á getu foreldra til að gefa börnum sínum að borða,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, í ákallinu. „Heimurinn er á leifturhraða að verða púðurtunna fyrir sjúkdóma hjá börnum sem vel er hægt að koma í veg fyrir, sem og fyrir börn sem glíma við rýrnun.“</p> <p>Rýrnun er alvarlegasta birtingarform vannæringar og UNICEF segir að í dag séu að minnsta kosti tíu milljónir barna sem ekki hafa aðgengi að bestu meðferðinni við þessum lífshættulega ástandi sem er næringarríkt jarðhnetumauk. </p> <p><strong>Stríð, loftlagsvá og þurrkar skapa neyðarástand</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;varar við því að samspil nokkurra lykilþátta skapi neyðarástand í fæðuöryggi og þar með aukningu alvarlegrar rýrnunar hjá börnum á heimsvísu. Fyrst að nefna sé stríðið í Úkraínu, efnahagserfiðleikar ríkja vegna heimsfaraldursins og viðvarandi þurrkatíð í mörgum löndum vegna&nbsp;hamfarahlýnunar.</p> <p>Gangi spár eftir mun verð á næringarríku jarðhnetumauki hækka um 16 prósent á næstu sex mánuðum vegna skarpra hækkana á hráefnisverði. Einungis þessi hækkun gæti skilið 600 þúsund börn eftir án aðgengis að þessari lífsnauðsynlegu meðferð.</p> <p>„Fyrir milljón börn ár hvert skilja þessir litlu pokar af jarðhnetumauki á milli lífs og dauða. Sextán prósenta hækkun hljómar viðráðanleg í alþjóðlegu samhengi matvöruverðs, en við enda þessarar aðfangakeðju er vannært barn sem á allt sitt undir,“ segir&nbsp;Russell.</p> <p><strong>Hættulegasta form vannæringar</strong></p> <p>Alvarleg rýrnun, þar sem börn teljast of grönn miðað við hæð með þeim afleiðingum að ónæmiskerfi þeirra veikist verulega, er bráðasta, sýnilegasta og lífshættulegasta birtingarform vannæringar. Á heimsvísu þjást 13,6 milljónir barna undir fimm ára aldri af þessum sjúkleika í dag og til hans má rekja dauða eins af hverjum fimm börnum í þessum aldurshópi.&nbsp;</p> <p>Í Suður-Asíu er tíðni alvarlegrar rýrnunar verst þar sem nærri eitt af hverjum 22 börnum glíma við rýrnun. Það er þrefalt meira en í Afríku sunnan&nbsp;Sahara. Og víða um heim eru ríki að sjá fordæmalausa tíðni alvarlegrar rýrnunar. Í Afganistan er áætlað að 1,1 milljón barna muni þjást af rýrnun á þessu ári. Helmingi fleiri en árið 2018 þar í landi.&nbsp;Þurrkatíð á horni Afríku er að verða þess valdandi að áætlað er að fjöldinn þar fari úr 1,7 milljón í tvær milljónir barna og 26 prósent aukningu er spáð á&nbsp;Sahel-svæði Afríku, samanborið við 2018.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/OvQiiVW_Ywo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>UNICEF&nbsp;skorar á þjóðir að bregðast við&nbsp;</strong></p> <p>Velferðarviðvörun&nbsp;UNICEF&nbsp;telur einnig áhyggjuefni hversu lág framlög til baráttunnar gegn rýrnun séu. Lítil von sé um að þau nái því sem var fyrir heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi 2028. Á heimsvísu fari aðeins um 2,8 prósent af opinberri þróunarsamvinnu til heilbrigðisþjónustu í baráttu gegn rýrnun. Og aðeins 0,2 prósent af&nbsp;heildarframlögum til þróunarsamvinnu.</p> <p>Til að tryggja að öll börn fái viðeigandi meðferð við alvarlegri rýrnun og vannæringu kallar&nbsp;UNICEF&nbsp;meðal annars eftir:&nbsp;</p> <ul> <li>Að stjórnvöld auki opinber framlög sín af þróunarfé til næringaraðstoðar um að minnsta kosti 59% umfram það sem þau voru árið 2019 svo hægt verði að ná til barna í þeim 23 ríkjum sem verst eru sett.</li> <li>Þjóðir taki meðhöndlun við rýrnun undir hatt heilbrigðisþjónustu og langtímaþróunarsamvinnu svo öll börn njóti góðs af meðferðaraðstoð, ekki aðeins þau sem búa við&nbsp;mannúðarkrísu.</li> <li>Tryggð verði sértæk ráðstöfun fyrir&nbsp;næringarfæði&nbsp;í fjárhagsáætlunum til að takast á við&nbsp;hungurkreppuna&nbsp;í heiminum, svo&nbsp;hægt verði að bregðast tafarlaust við þörfum barna sem glíma við alvarlega rýrnun.&nbsp;</li> </ul> <p>„Það er engin ástæða til að barn þjáist vegna alvarlegrar rýrnunar. Ekki þegar við höfum lausnir til að takast á við og koma í veg fyrir það. Tíminn er að renna út til að virkja samtakamátt alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla vannæringu áður en ástandið verður enn verra,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, að lokum.</p> <p><a href="https://www.unicef.is/neydarakall" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF</a></p>

18.05.2022Fyrrverandi nemendur GRÓ skólanna á Íslandi hittast í Malaví

<span></span> <p>Alls hafa 54 nemendur frá Malaví stundað nám við <a href="https://www.grocentre.is/is">GRÓ skólana</a>&nbsp;fjóra á Íslandi: Jarðhitaskólann, Jafnréttisskólann, Landgræðsluskólann og Sjávarútvegsskólann sem starfa undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.</p> <p><span>Nýverið hittust þessir fyrrverandi nemendur skólana í boði sendiráðs Íslands í Lilongwe til að tengjast hvert öðru og samstarfsaðilum sendiráðsins í landinu. „Það var einstaklega gaman að standa fyrir þessum viðburði, að fá að hitta einstaklinga frá Malaví sem hafa búið og stundað nám á Íslandi og komið aftur heim til að nýta þekkingu úr náminu við störf sín í Malaví,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span>Að hennar sögn er mikilvægt fyrir sendiráðið í Lilongwe að mynda tengslanet við þessa einstaklinga, ásamt því að tengja þá við þær stofnanir sem Ísland vinnur með í Malaví. Einn fyrrverandi nemandi Sjávarútvegasskólann hefur til dæmis komið að verkefnum tengdum fiskvinnslu og efnahagslegri valdeflingu kvenna í Mangochi héraði, sem hefur verið studd af Íslandi í gegnum héraðsverkefnið um bætta grunnþjónustu í Mangochi. „Það samstarf er gott dæmi um það hvernig nokkrir þræðir íslenskrar þróunarsamvinna tvinnast saman og skila mjög góðum árangri,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Viðburðinn heppnaðist vel og rætt var um að hópurinn komi aftur saman á næstu misserum til að eiga í formlegri umræðum um samstarf á sviðum skólana í Malaví. „Við höfum mikinn áhuga á að reyna að stuðla að frekari samvinnu á milli fyrrum GRÓ nemenda og tengja þá við störf íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongwe. </span></p> <p><span>GRÓ-skólarnir starfa á sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérþekkingu og meginmarkmið þeirra er að stuðla að nýrri þekkingu, hæfni og lausnum í fátækari ríkjum og í ríkjum þar sem átök hafa geisað sem nýtist til framfara, með áherslu á stjórnkerfi ríkjanna og stofnanir.</span></p> <p><span>Skólarnir hafa starfað mislengi en Jarðhita- og Sjávarútvegsskólinn hafa verið starfræktir í meira en fjóra áratugi en Landgræðslu- og Jafnréttisskólinn í yfir áratug. Allir eru þeir mikilvæg stoð í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands en GRÓ er þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu um uppbyggingu færni og þekkingar í þróunarríkjum.</span></p>

17.05.2022Þungar áhyggjur af fordómum gegn hinsegin fólki

<span></span> <p>Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lætur í ljós áhyggjur af stöðu hinsegin fólks í ávarpi í dag, 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð LGBTIQ+ fólks. Ísland hefur eins og kunnugt er skipað sér á undanförum árum í fremstu röð ríkja sem berjast fyrir félagslegu jafnrétti og fjölbreytileika.</p> <p>„Ég hef þungar áhyggjur af áframhaldandi ofbeldi, glæpavæðingu, hatursáróðri og harðræði sem LGBTIQ+ fólk sætir. Ekki síst er ástæða til að hafa áhyggjur af nýjum tilraunum til að útiloka þennan hóp frá menntun, atvinnu, heilsugæslu, íþróttum og húsnæði,“ sagði Guterres í ávarpinu.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/lgbtiq-sth-lysa-andstodu-vid-kynhneigdar-leidrettingu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er samkynhneigð bönnuð í 69 ríkjum í heiminum. Það þýðir að um tveir milljarðar manna eða þriðjungur mannkyns, sætir mismunun og mannréttindabrotum.</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að berjast gegn ofbeldi í garð hinsegin fólks, gera skaðlega háttsemi gegn því útlæga, tryggja fórnarlömbum réttlæti og stuðning, og binda endi á hvers kyns ofsóknir, mismunun og glæpavæðingu.</p> <p>„Sameinuðu þjóðirnar eru stoltar af því að styðja grundvallaréttindi og virðingu allra jarðarbúa, þar á meðal LGBTIQ+ fólks,“ segir Guterres. „Ég hvet alla til þess að leggjast á árarnar með okkur til að byggja heim friðar, samheldni, frelsis og jafnréttis fyrir alla.“</p> <p>Í tilefni dagsins tók Kristján Andri Stefánsson sendiherra í Brussel, ásamt Davíð Samúelssyni eiginmanni sínum, og öðrum sendiherrum í Brussel þátt í regnbogamyndatöku við Egmont höllina þar sem belgíska utanríkisráðuneytið hefur aðsetur.</p> <p>Ísland sýndi einnig samstöðu með aðild að sérstakri <a href="https://www.gov.uk/government/news/idahobit-2022-diplomats-for-equality-brussels-joint-statement?fbclid=IwAR0zZI8oG-RO2czi6bOgqMUhcyyxkIc2Pu2gXxtZVZKHFxd-KIPuIeGgWug" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;í tilefni dagsins ásamt 35 öðrum ríkjum.</p> <p>Þá var í dag <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/05/17/Island-verdur-gestgjafi-IDAHOT-Forum-2023/">greint frá því </a>að&nbsp;<span>árlegur samráðsfundur IDAHOT+ Forum verði haldinn á Íslandi á næsta ári í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu. Þetta verður í tíunda sinn sem efnt er til þessa samráðs sem sameinar evrópskar ríkisstjórnir, aðgerðasinna, borgaralegt samfélag og aðra hagsmunaaðila til að meta framgang réttinda hinsegin fólks í álfunni.&nbsp;</span></p>

17.05.2022Vilja útrýma barnaþrælkun fyrir árið 2025

<span></span><span></span><span></span> <p>Fulltrúar þjóða sem taka þátt í fimmtu alþjóðaráðstefnunni um útrýmingu barnaþrælkunar hvetja til þess að því takmarki verði náð fyrir árið 2025. Samkvæmt nýjustu tölum um barnaþrælkun er tíunda hvert barn í heiminum þvingað til líkamlegra starfa, eða um 160 milljónir barna.</p> <p>Alþjóðaráðstefnan er að þessu sinni haldin í fyrsta sinn í Afríkuríki, í Suður-Afríku, en í þeirri álfu er barnaþrælkun útbreiddust og framfarir minnstar. Samhljómur er meðal allra þátttakenda um að herða sóknina gegn barnaþrælkun. Síðustu árin, í heimsfaraldri kórónuveirunnar, hefur hún aukist á ný, einkum meðal barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Um sjötíu prósent allra barna í nauðungarvinnu starfa að landbúnaðarstörfum.</p> <p>„Við erum hér vegna þess að við deildum sameiginlegri sannfæringu um að barnaþrælkun, í hvaða mynd sem hún birtist, er óvinur, sem dregur úr þroska barna okkar og hamlar framförum. Engin siðmenning, ekkert land og ekkert hagkerfi getur litið svo á að það sé í fararbroddi framfara ef árangur og auðævi byggjast á striti barna,“ sagði Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku á ráðstefnunni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ombTwldE3Kw" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Samkvæmt Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) hefur í fyrsta sinn í tuttugu ár orðið bakslag í baráttunni gegn barnaþrælkun. „Einhverjir gætu sagt að barnaþrælkun sé óhjákvæmileg afleiðing fátæktar en það er rangt. Við getum aldrei sætt okkur við barnaþrælkun. Ráðast þarf að rótum vandans eins og fátækt en barnaþrælkun er brot á grundvallar mannréttindum og markmið okkar hlýtur alltaf að vera það að börn séu frjáls undan oki vinnuþrælkunar. Við getum ekki unnt okkur hvíldar fyrr en því marki er náð,“ sagði Guy Ryder framkvæmdastjóri ILO á ráðstefnunni.</p> <p><a href="https://www.5thchildlabourconf.org/en" target="_blank">Ráðstefnunni</a> í Durban lýkur á föstudag.</p>

16.05.2022Fjöldi kvenna fær lækningu við fæðingarfistli - takk Ísland!

<span></span> <p>Þrjátíu og tvær ungar konur voru útskrifaðar á dögunum eftir vel heppnaðar aðgerðir gegn fæðingarfistli frá kvennamiðstöð í Síerra Leóne. Miðstöðin, Aberdeen Women´s Centre, nýtur fjárstuðnings frá íslenskum stjórnvöldum en utanríkisráðuneytið hefur frá árinu 2017 falið Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) að ráðstafa framlögum í herferð sjóðsins um árangursmiðaðar aðgerðir til að útrýma fæðingarfistli.</p> <p>Í útskriftarhátíð – „gladi gladi“ á máli heimamanna – hvatti Sibeso Mululuma, fulltrúi UNFPA, ungu konurnar til þess að fara í heimabyggð sína og taka að sér hlutverk sendiherra með því að tala við aðrar konur sem þjást af fæðingarfistli til að leita sér aðstoðar. Liz Goodall, læknir og fistúlusérfræðingur við kvennamiðstöðina tók í sama streng og sagði: „Þið vitið allar hvað það þýðir að lifa með fæðingarfistli. Ég hvet ykkur til að fræða konur í samfélögum ykkar og fá þær til að sækja sér hjálp.“</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/slfistill%20copy.jpg?amp%3bproc=AlbumMyndStor" style="float: left; top: 330.955px; width: 406.444px; height: 527.778px;" />Fæðingarfistill myndast oft hjá unglingsstúlkum við að fæða börn en þess eru einnig dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir fæðingarfistli, til dæmis þegar hann myndast milli ristils og legganga, með þeim afleiðingum að stúlkurnar hafa ekki lengur stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til félagslegrar útskúfunar.</p> <p>Við útskriftarhátíðina tók Sarah Bangura, 22ja ára, til máls og sagði: „Nú er ég eðlileg manneskja á ný. Ég hef stjórn á þvaglátum. Ég missti virðinguna sem kona vegna þess að ég pissaði ómeðvitað á mig. Ég gat ekki átt í samskiptum við fólk. Mér leið ömurlega. Eftir aðgerðina get ég glöð setið meðal fólks. Ég er þakklát öllum þeim sem hafa stutt verkefnið, ekki síst UNFPA og ríkisstjórn Íslands. Hjúkrunarfólk á kvennamiðstöðinni á líka lof skilið fyrir fagmennsku.“</p> <p>Á síðasta ári voru gengust 184 konur undir aðgerð vegna fæðingarfistils og þær aðgerðir tókust vel í 93 prósent tilvika. Alls voru 353 konur skimaðar vegna fistilsins. Frá árinu 2011 hefur Aberdeen Women´s Centre, framkvæmt 1731 árangursríkar aðgerðir.</p>

13.05.2022Tilkynnt um viðbótarframlag frá Íslandi á áheitaráðstefnu um Sýrland

<span></span> <p><span>Heildarframlög íslenskra stjórnvalda í þágu sýrlensku þjóðarinnar á þessu ári og fram til ársloka 2024 nema 550 milljónum króna. Tilkynnt var um 60 milljóna króna viðbótarframlag á áheitaráðstefnu í vikunni um Sýrland. Framlagsríki og alþjóða hjálparstofnanir gáfu fyrirheit um 6,7 milljónir Bandaríkjadala á ráðstefnunni sem haldin var í Brussel.</span></p> <p><span>Í máli Högna Kristjánssonar staðgengils sendiherra Íslands á ráðstefnunni kom fram að átökin í Sýrlandi eru ein flóknasta og langvinnasta mannúðarkrísa&nbsp; sem um getur, tæplega fimmtán milljónir Sýrlendinga þurfi á mannúðaraðstoð að halda, efnahagsleg hnignun sé hröð og matvælaóöryggi fari sívaxandi. Það leiði til enn frekari örvæntingar, fátæktar og varnarleysis sýrlensku þjóðarinnar.</span></p> <p><span>„Skuldbinding okkar við sýrlensku þjóðina er enn jafn traust og áður. Flóttamannavandinn í Sýrlandi heldur áfram að vera einn sá mesti í heiminum. Þess vegna er viðvarandi stuðningur alþjóðasamfélagsins við sýrlensku þjóðina enn jafn lífsnauðsynlegur og áður. Við getum ekki litið undan,“ sagði Högni.</span></p> <p><span>Alls tóku fulltrúar 55 þjóða og 22 alþjóðlegra hjálparsamtaka þátt í áheitaráðstefnunni sem fram fór í sjötta sinn. Stríðsátök í Sýrlandi hafa hins vegar staðið yfir í rúmlega ellefu ár.</span></p>

11.05.2022Hringrásarhagkerfi og nútímavæðing fiskveiða í Kenía

<span></span> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu hefur veitt fyrirtækinu Pólar toghlerar ehf. fjárstyrk til að ráðast í undirbúningsverkefni í Kenía við að innleiða hringrásarhagkerfi og ný vinnubrögð við fiskveiðar og meðferð sjávarfangs. Samstarfsaðili er Kaldara Group ehf., auk heimamanna í Kenía.</p> <p>Markmiðið er að ný vinnubrögð og tækni við veiðar geti leitt til umhverfisvænni, hagkvæmari og sjálfbærra veiða í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.&nbsp;</p> <p>Í undirbúningsverkefninu verða kannaðar forsendur fyrir því í samvinnu við sjómenn og aðra hagsmunaaðila í Kenía, að innleiða notkun á nýrri tegund Plúto plast fiskihlera og notkun á einangruðum endurvinnanlegum fiskikössum, svokölluðum „minitubs“. Samhliða því verða skoðaðar leiðir til að bæta vinnubrögð við meðferð aflans, allt frá veiðum til markaðar. Verði niðurstöður jákvæðar verður ráðist í framhaldsverkefni og innleiðingu.</p> <p>Stefnt er að því að bæði fiskihlerarnir og fiskikassarnir verði framleiddir í Kenía, að hluta til úr endurunnu plasti, sem stuðlar að hringrásarhagkerfi, bættu umhverfi, atvinnuuppbyggingu og atvinnuþróun.</p> <p>Við innleiðingu mun almenningur í Kenía eiga kost á heilnæmari fiskafurðum og atvinnu við að safna plastúrgangi og skila honum til samstarfsaðila gegn gjaldi.</p> <p>Pluto fiskihlerarnir þurfa ekki viðnám við botn til að opna fiskitrollið, eru mun léttari í togi og leiða til hagkvæmari og sjálfbærra veiða. Með fiskikössunum og kælingu er unnt að varðveita gæði aflans mun betur en nú er og þar með að nýta sjávarauðlindina betur, tryggja gæði og heilnæmt sjávarfang.</p> <p>Stefnt er að því að ljúka undirbúningsverkefninu í nóvember á þessu ári.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/atvinnulif-og-throunarsamvinna/heimsmarkmidasjodur-atvinnulifs/">Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu</a> veitir íslenskum fyrirtækjum styrki til fjárfestinga í nýjum tækifærum í þróunarlöndum. Verkefni sem fjárfest er í þurfa að styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran hagvöxt í þróunarlandinu. Næsti umsóknarfrestur er til 3. október.</p>

11.05.2022Staða kvenna í Afganistan mikið áhyggjuefni

<span></span> <p>Sima Bahous framkvæmdastýra UN Women lýsir yfir áhyggjum af ákvörðun talíbanastjórnarinnar í Afganistan um að takmarka frelsi afganskra kvenna enn frekar. Á dögunum tilkynnti talíbanastjórnin að afganskar konur væru nú skyldugar til að hylja andlit sín á almannafæri.</p> <p>Frá því talíbanar hrifsuðu völdin í Afganistan í ágúst í fyrra hafa grundvallarmannréttindi kvenna verið skert. Konum er að mestu meinað að stunda vinnu, ferðast einar, sækja skóla og búa við skert lagaleg- og fjárhagsleg réttindi. Nú hefur þeim líka verið skylt að hylja andlit sín á almannafæri. Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, lýsir yfir áhyggjum af ákvörðun talíbana.</p> <p>„Rétturinn til að ferðast telst til grundvallarmannréttinda og er forsenda þess að konur geti nýtt til fullnustu önnur réttindi sín. Í samfélögum þar sem konur búa við skert réttindi, er samfélaginu sem heild settar skorður. Ekki er hægt að líta á nýjustu ákvörðun talíbana sem annað en enn eina árásina á réttindi kvenna og stúlkna,“ segir í&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/statement/2022/05/statement-on-afghanistan-by-ms-sima-bahous-un-women-executive-director">yfirlýsingu Bahous</a>.</p> <p>„Þessi brot á mannréttindum kvenna og stúlkna kostar Afganistan ríkulega og aftrar efnahagslegri framþróun í landinu. Áætlað er að Afganistan verði af einum milljarði Bandaríkjadala, eða um fimm prósent af þjóðarframleiðslu, með núverandi hömlum á atvinnuþátttöku kvenna. Meirihluti þjóðarinnar býr við sárafátækt, meira en helmingur þarf á brýnni mannúðaraðstoð að halda og heil kynslóð mun alast upp við fæðuóöryggi og hungur. Frekari takmarkanir á réttindum kvenna mun aðeins aftra enduruppbyggingu landsins.“</p> <p>UN Women tekur undir orð framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og hvetur talíbanastjórnina til að standa við gefin loforð hvað varðar réttindi afganskra kvenna. Við hvetjum stjórnina til að veita konum aftur ferðafrelsi sitt og réttinn til vinnu og náms.“</p> <p><a href="https://unwomen.is/yfirlysing-fra-simu-bahous-um-stoduna-i-afganistan/" target="_blank">Nánar á vef UN Women.</a></p>

09.05.2022UNICEF fordæmir enn eina árásina á skóla í Úkraínu

<span></span> <p>„UNICEF&nbsp;fordæmir harðlega enn eina árás á skóla í Úkraínu sem ljóst var að almennir borgarar, þar á meðal börn, höfðu leitað skjóls í,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu. Greint var frá því um helgina að minnst sextíu sé saknað eftir loftárásir rússneska hersins á skólabyggingu í&nbsp;Luhansk&nbsp;í Úkraínu. Óttast er um afdrif þeirra sem þar héldu til.</p> <p>„Við vitum ekki enn hversu mörg börn kunna að hafa látið lífið eða særst í árásinni, en við óttumst hið versta. Að árásin hafi fjölgað enn í hópi þeirra hundruð barna sem látið hafa lífið í þessu stríði. Fjölskyldur sem urðu fyrir árásinni hefðu undir eðlilegum kringumstæðum átt að vera að halda upp á Mæðradaginn, ekki að syrgja ástvini sína,“ segir&nbsp;Russell.</p> <p>„Skólar eiga aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, að vera skotmörk í stríðsrekstri. Að beina árásum að almennum borgurum og stofnunum þeirra er gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum. Þessi síðasta árás er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum sem við höfum þegar séð í þessu stríði þar sem líf og réttindi almennra borgara eru virt að vettugi.“</p> <p><a href="https://www.unicef.is/ukraina " target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi</a></p>

06.05.2022Aukin framlög til Rauða krossins vegna sendifulltrúa í Úkraínu

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær&nbsp;um viðbótarfjármagn til Rauða krossins, 25 milljónir króna,&nbsp;til að aðstoða félagið við að senda sendifulltrúa á vettvang í Úkraínu. Fulltrúi Rauða krossins á Íslandi átti í gær fund með fulltrúum Rauða krossins í Úkraínu.</p> <p>„Ástandið í Úkraínu er afar flókið og mismunandi eftir landshlutum og jafnvel innan einstaka landssvæða. Ástandið er augljóslega verst þar sem átök standa yfir og á þeim svæðum þar sem hörð átök hafa átt sér stað” segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi eftir fundinn með Maksym Dotsenko framkvæmdastjóra og Illya Kletskovskyy aðstoðarframkvæmdastjóra Rauða krossins í Úkraínu í gær. Fundurinn var liður í fimm daga vettvangsferð landsfélaga Rauða krossins sem styðja mannúðaraðgerðir á svæðinu, meðal annars til að kanna hvernig landsfélögin geta betur stutt við systurfélag sitt í Úkraínu.&nbsp;</p> <p><span></span>„Úkraínski Rauði krossinn er að vinna ótrúlegt starf við afar erfiðar aðstæður og hafa til dæmis útvegað og dreift rúmlega 5.400 tonnum af mikilvægri mannúðarastoð til þolenda átakanna með aðstoð Rauða kross hreyfingarinnar. Rauði krossinn gerir hins vegar svo miklu meira en það, til dæmis er heilbrigðiskerfið mjög þanið vegna átakanna og til að bregðast við því hefur Rauði krossinn þjálfað 45.600 einstaklinga í skyndihjálp svo fleiri séu í stakk búnir að veita fyrstu hjálp, þjálfað um 2.000 manns til að veita fræðslu um hvernig varast eigi jarðsprengjur og eru að undirbúa að setja á laggirnar færanleg heilsugæsluteymi til að þjónusta betur þær sjö milljónir flóttamanna sem hafa flúið heimili sín en eru enn innan Úkraínu og að sjálfsögðu aðra landsmenn,” segir Atli Viðar.&nbsp;</p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna stendur enn yfir. Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu og öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt sitt af mörkum. Nú þegar hafa sjö sendifulltrúar Rauða krossins verið sendir til Úkraínu og nágrannaríkjanna og fleiri eru væntanlegir á vettvang. </p> <p>„Í heildina hefur úkraínski Rauði krossinn veitt milljón einstaklingum aðstoð frá því átökin hófust. Slíkt væri ekki hægt nema því Rauða kross hreyfingin leggst á eitt við að aðstoða fólk. Á átakasvæðunum höfum við séð hvernig Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur náð að semja um brottflutning óbreyttra borgara frá Mariupol undir afar erfiðum kringumstæðum og vinnur ötullega að því að halda innviðum á borð við spítala og vatnsveitukerfum gangandi. Allt í allt hefur Rauði krossinn í Úkraínu og Alþjóðaráð Rauða krossins aðstoðað um 90.000 óbreytta borgara við að komast frá átakasvæðum til öruggari svæða innan Úkraínu,” segir Atli Viðar.&nbsp;</p> <p>„Hjálparstarf innan Úkraínu er mjög umfangsmikið og flókið. Þess væri óskandi að fleiri mannúðarsamtök og stofnanir hefðu tækifæri til að starfa og sinna þolendum átakanna en raun ber vitni. Því miður er Rauði krossinn nánast einu alþjóðlegu mannúðarsamtökin sem geta starfað á svæðinu en þó ekki óhindrað. Starfið er erfitt og til dæmis veldur skortur á eldsneyti því að mannúðarstarf er ekki eins skilvirkt og það gæti verið og við vildum.”&nbsp;</p>

06.05.2022Jemen: Rúmlega ein milljón barnshafandi kvenna alvarlega vannærð

<span></span> <p>Frá því vopnuð átök hófust í Jemen árið 2015 hafa 4,3 milljónir þjóðarinnar flúið heimili sín, 75 prósent þeirra konur og börn. Mörg hafa komið sér fyrir í óskipulögðum tjaldbúðum hér og þar í vestur- og suðurhluta landsins. UN Women segir að um 1,3 milljónir barnshafandi kvenna eða kvenna með barn á brjósti, og 2,2 milljónir barna yngri en fimm ára, þjáist af alvarlegri vannæringu.</p> <p>„Meðal áskoranna&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">kvenna á flótta</a>&nbsp;í Jemen er hið andlega álag sem fylgir því að vera á vergangi og búa við vopnuð átök, óttinn við kynbundið ofbeldi og mansal, tekjuleysi, heimilisleysi, fæðuskortur og skortur á heilbrigðisþjónustu,“ segir í <a href="https://unwomen.is/jemen-13-milljonir-thungadra-kvenna-thjast-af-vannaeringu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women. </p> <p>Á sama tíma og Ísland hefur verið í fyrsta sæti á lista um kynjajafnrétti, The Global Gender Gap Index, hefur Jemen verið í næst neðsta sæti. Atvinnuþátttaka kvenna er þar almennt mjög lág, þær búa við takmörkuð lagaleg réttindi og þátttaka þeirra í stjórnmálum er með því lægsta sem gerist í heiminum.</p> <p>UN Women hefur starfað í&nbsp;<a href="https://arabstates.unwomen.org/en/countries/yemen">Jemen frá árinu 2014</a>&nbsp;og vinnur náið með frjálsum félagasamtökum að því að styðja við konur og stúlkur í landinu. Verkefni UN Women í Jemen eru aðallega þríþætt:</p> <ul> <li>Mannúðaraðstoð</li> <li>Samræma kynjasjónarmið á milli viðbragðsaðila, stofnana Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka</li> <li>Auka þátttöku kvenna í friðarviðræðum og enduruppbyggingu, samkvæmt ályktun&nbsp;<a href="https://www.un.org/womenwatch/osagi/wps/">Öryggisráðs SÞ nr. 1325</a></li> </ul> <p>Í frétt UN Women er <a href="https://unwomen.is/jemen-13-milljonir-thungadra-kvenna-thjast-af-vannaeringu/" target="_blank">sögð áhrifamikil saga</a>&nbsp;þriggja barna móður sem missti eiginmann sinn í sprenginu fyrir sjö árum. </p>

05.05.2022Fjárfesting í ljósmæðrum gæti bjargað 4,3 milljónum mannslífa

<span></span> <p>Hægt væri að bjarga 4,3 milljónum mannslífa á ári hverju ef ljósmæður væru til staðar við hverja fæðingu. Í þeirri tölu er miðað við að ljósmæður gætu komið í veg fyrir 65 prósent allra dauðsfalla nýbura, andvana fæddra barna og mæðra. Á heimsvísu skortir 900 þúsund ljósmæður, einkum í ríkjum Afríku. Þetta kemur fram í&nbsp;<a href="https://www.unfpa.org/sowmy" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) Alþjóðasamtaka ljósmæðra (ICM) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).</p> <p>Í dag, 5. maí, er alþjóðlegur dagur ljósmæðra. Í dag eru líka liðin eitt hundrað ár frá því alþjóðasamtök ljósmæðra voru stofnuð, en landssamtök ljósmæðra í heiminum eru 143 talsins. Þema dagsins vísar í aldarafmælið: <a href="https://idm2022.com/" target="_blank">100 ára framþróun</a>.</p> <p>Íslenskar ljósmæður eru með söfnun í gangi í þágu barnshafandi kvenna í Úkraínu. Margar þeirra hafast við í neðanjarðarbyrgjum, á lestarstöðvum og í kjöllurum sjúkrahúsa, oft við skelfilegar aðstæður. Íslenskar ljósmæður <a href="https://www.ljosmaedrafelag.is/um-felagid/frettir/nanar/8403/sofnun-fyrir-faedingapokkum-handa-barnshafandi-konum-i-ukra" target="_blank">styrkja verkefni</a>&nbsp;sem er skipulagt af pólskum ljósmæðrum sem hafa tekið höndum saman og safna fyrir og útbúa neyðar-fæðingapakka sem komið er til kvenna í Úkraínu. Í pökkunum eru meðal annars fæðingaáhöld, sterílir hanskar, sótthreinsir, bindi og hlý teppi ásamt því nauðsynlegasta fyrir nýbura. Ljósmæðradagurinn <span>verður haldinn hátíðlegur hér á landi föstudaginn 13. maí.&nbsp;</span></p> <p><strong>Áttunda fæðingardeildin opnuð í fyrra í Mangochi</strong></p> <p>Í Malaví, öðru samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur um árabil verið lögð áhersla á stuðning við barnshafandi konur. Fyrir þremur árum var tekin í notkun <span></span>fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi og í fyrra var áttunda fæðingardeildin opnuð. Slíkar deildir tryggja konum sem búa í afskekktum sveitum héraðsins mæðravernd og fæðingarþjónustu. Fæðingardeildirnar sinna um 45 þúsund konum. </p> <p>Samkvæmt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er stefnt að því eigi síðar en árið 2030 að komið verði í veg fyrir nýburadauða og andlát barna undir fimm ára aldri, sem unnt er að afstýra, og stefnt að því að öll lönd nái tíðni nýburadauða niður í tólf af hverjum þúsund börnum sem fæðast á lífi og dánartíðni barna undir fimm ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum þúsund börnum sem fæðast á lífi.&nbsp;</p> <p>Alþjóðlegur dagur ljósmæðra hefur verið haldinn 5. maí frá árinu 1992 með því markmiði að vekja athygli á ljósmæðrastarfinu og baráttu ljósmæðra fyrir öryggi barnshafandi kvenna um heim allan.</p>

05.05.2022Menntun barna í Úkraínu eitt af stóru verkefnum UNICEF

<span></span> <p>Að minnsta kosti einn af hverjum sex skólum sem nýtur stuðnings&nbsp;UNICEF&nbsp;í austurhluta Úkraínu hefur verið skemmdur eða eyðilagður frá því stríðið hófst. „Táknrænt fyrir áhrifin sem átökin hafa á líf og framtíð barna,“ segir Murat Sahin fulltrúi UNICEF í Úkraínu. </p> <p>„Það sem hófst sem hefðbundið skólaár, með tilheyrandi vonum og væntingum barna eftir heimsfaraldur&nbsp;COVID-19, er nú orðið að martröð. Í staðinn hafa hundruð barna látið lífið og skólaárinu lýkur með lokun skóla vegna stríðsins og eyðileggingu menntastofnana,“ segir&nbsp;Sahin&nbsp;í <a href="https://www.unicef.is/unicef-tryggir-menntun-barna-nu-%C3%BEegar-skolar-ukrainu" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Í síðustu viku voru árásir gerðar á tvo skóla í Úkraínu. Frá því stríðið hófst í febrúar hafa hundruð skóla orðið fyrir árásum. Margir þeirra fengu nýtt hlutverk sem upplýsingamiðstöðvar, öruggt skjól, dreifingamiðstöðvar fyrir nauðsynjar eða nýttir í hernaðarlegum tilgangi.</p> <p>„Skólar eru nauðsynlegir fyrir börn í neyð. Þeir veita þeim öruggan stað til að vera á, vott af eðlilegu lífi á erfiðum tímum og tryggja að þau gjaldi ekki fyrir þau réttindi sem þau hafa verið svipt í framtíðinni. Menntun getur líka verið lífsnauðsynleg og veitt börnum fræðslu um margvíslegar hættur á stöðum eins og í austurhluta Úkraínu þar sem sprengjur og stríðsleifar frá fyrri tíð liggja víða enn sem hráviði, tengja þau við önnur börn, foreldra þeirra og veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu og sálrænum stuðning,“ segir í tilkynningunni.</p> <p>„Það getur skilið milli vonar og örvæntingar hjá milljónum barna að tryggja aðgengi að menntun við aðstæður sem þessar,“ segir&nbsp;Sahin. „Þetta er nauðsynlegt fyrir framtíð þeirra og framtíð Úkraínu.“</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ásamt samstarfsaðilum, vinnur að því að ná til eins margra barna og mögulegt er til að tryggja örugg og viðeigandi námstækifæri fyrir þau. </p> <p>Það felur meðal annars í sér:</p> <ul> <li>Fjarkennsluvettvanginn „All&nbsp;Ukraine&nbsp;Online&nbsp;Education&nbsp;Platform“ fyrir nemendur í 5.-11. bekk sem þróað var af mennta- og vísindamálaráðuneytinu með stuðningi&nbsp;UNICEF&nbsp;á meðan á heimsfaraldri&nbsp;COVID-19 stóð til að ná til yfir 80 þúsund nemenda innan Úkraínu.</li> <li>Í tugum neðanjarðarlestarstöðvum í&nbsp;Kharkiv, þar sem börn hafa neyðst til að leita skjóls, hafa sjálfboðaliðar sett upp svæði þar sem kennarar, sálfræðingar og íþróttakennarar virkja börn reglulega.</li> <li>Fræðsluefni á fjarkennsluforritinu&nbsp;Numo, fyrir börn á leikskólaaldri sem stutt er af&nbsp;UNICEF, fær reglulega hundruð þúsunda&nbsp;áhorfenda.</li> <li>Áframhaldandi netherferð til að upplýsa almenning um hættur sprengjuleifa (EORE) sem þróað var af&nbsp;UNICEF&nbsp;og almannavörnum Úkraínu hefur náð til 8 milljóna notenda.</li> <li>Nær 250 þúsund börn hafa notið góðs af skólagögnum frá&nbsp;UNICEF&nbsp;í skýlum, neðanjarðarlestarstöðvum og öðrum stöðum sem hýsa börn á flótta.</li> <li>Fyrir börn sem flúið hafa Úkraínu styður&nbsp;UNICEF&nbsp;stjórnvöld og sveitarstjórnir á staðnum til að taka á móti þeim börnum inn skólakerfið, auk þess að veita þeim aðgengi að menntun með öðrum leiðum eins og með fjarkennslu.</li> </ul> <p>„Þrátt fyrir hrylling stríðsins þá hefur verið lyft grettistaki í að tryggja áframhaldandi nám barna,“ segir&nbsp;Sahin&nbsp;í tilkynningunni. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf átökum að linna svo hægt sé að endurreisa kennslustofur og tryggja að skólar verði&nbsp;aftir&nbsp;öruggur og skemmtilegur staður til að læra í.“</p> <p>Börn og skóla ber að vernda með öllum ráðum líkt og kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. Stríðandi fylkingum ber að forðast það að nota sprengjur í íbúðabyggð&nbsp;og skóla sem skotmörk.</p> <p>Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til að tryggja áframhald á þessu mikilvæga starfi&nbsp;UNICEF&nbsp;vegna stríðsins í Úkraínu,&nbsp;<a href="https://www.unicef.is/ukraina">STYRKTU ÞÁ NEYÐARSÖFNUN&nbsp;UNICEF&nbsp;Á ÍSLANDI.</a></p> <p>Sendu&nbsp;SMS-ið&nbsp;UNICEF&nbsp;í númerið&nbsp;1900&nbsp;til að styrkja um 1.900 kr.<br /> Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:&nbsp;701-26-102060 kt. 481203-2950.<br /> Þá tökum við sömuleiðis við&nbsp;AUR&nbsp;greiðslum í númerið&nbsp;123-789-6262&nbsp;eða með því að skrifa&nbsp;@unicef.</p>

04.05.2022Náðir þú að pakka? Herferð UN Women um stríð og konur

<span></span> <p>UN Women á Íslandi hóf í gær kynningar- og fræðsluherferð með yfirskriftinni:&nbsp;Náðir þú að pakka?&nbsp;Verkefninu er ætlað að vekja almenning til umhugsunar um sértæk áhrif stríðs og átaka á líf kvenna og stúlkna. Samhliða fræðslunni verður efnt til söfnunar fyrir konur á flótta. UN Women á Íslandi biðlar til almennings að senda senda sms-ið&nbsp;KONUR&nbsp;í&nbsp;1900&nbsp;(1900kr.) og veita konum og stúlkum á flótta lífsbjargandi aðstoð.</p> <p>Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum og í dag. Sameinuðu þjóðirnar telja að þeim muni fjölga umtalsvert samhliða auknum áhrifum loftslagsbreytinga, sem þegar er farið að gæta víða um heim. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar átta milljónir flúið heimili sín, þar af eru 90 prósent konur og börn.</p> <p>„Þegar fólk flýr heimili sín, sama hvort það sé vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða ofsókna, gefst sjaldan tími til að pakka, hvað þá að hugsa fyrir nauðsynjum. Sjaldan er hugsað fyrir&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">sértækum þörfum kvenna og stúlkna</a>&nbsp;og er átakinu&nbsp;Náðir þú að pakka?&nbsp;ætlað að upplýsa almenning um stöðu kvenna og stúlkna á flótta, mikilvægi þess að tekið sé mið af sértækum þörfum þeirra þegar neyðaraðstoð er veitt og hversu mikilvægt það er fyrir heilsu og líf kvenna á flótta að hafa aðgang að hreinlætisvörum, sálfræðiaðstoð, upplýsingum um réttindi sín, fjárhagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu,“ segir í <a href="https://unwomen.is/nadir-thu-ad-pakka-ny-herferd-un-women-a-islandi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p> <p>Í fréttinni segir að stríðsátök hafi ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu og kyni. Á meðan karlmenn séu líklegri til að deyja í átökum þá séu konur og stúlkur líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. „Nú þegar eru farnar að berast fréttir af því að konur og börn á flótta frá Úkraínu hverfi í ringulreiðinni sem ríkir á lestastöðvum og móttökustöðum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hefur það færst í aukana að konur á átakasvæðum og flótta séu þvingaðar til að „greiða“ fyrir húsaskjól, mat og vatn með líkama sínum.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/gGriSWq1JZo" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>UN Women beitir sér af alefli fyrir því að aðstæður séu viðunandi fyrir konur og börn þeirra á flótta.&nbsp;Tryggja verði öryggi þeirra og koma þannig í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna. Hægt er að sýna stuðning með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr)</p>

03.05.2022Starfsfólk UN Women í Úkraínu á vergangi í eigin landi

<span></span> <p>Nánast allt alþjóðlegt starfsfólk UN Women í Úkraínu hefur verið flutt burt úr landinu og til nágrannaríkja en um þrjátíu innlendir starfsmenn hafa kosið að vera áfram og sinna störfum sínum undir gjörbreyttum aðstæðum. Flestir þessara starfsmanna eru konur með börn og þau hafa verið flutt til svæða Úkraínu sem teljast enn sem komið örugg, að því er fram kemur í <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-starfsfolk-un-women-i-ukrainu-sjalft-a-flotta/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;landsnefndar UN Women á Íslandi.</p> <p>Erika Kvapilova fulltrúi&nbsp;<a href="https://ukraine.un.org/en/about/our-team">UN Women í Úkraínu</a> segir hún stöðuna afar flókna. Töluvert hafi verið um að fólk snúi aftur til Úkraínu þrátt fyrir ótryggt ástand og viðvarandi átök. Ástæðurnar séu margþættar, en flestir snúi aftur heim vegna fjárhagserfiðleika og til þess að sameinast aftur fjölskyldu sinni. „Staðan er flókin og aðstæður breytast dag frá degi. Starfsfólk UN Women í Úkraínu er sjálft á vergangi innan eigin ríkis þar sem það þarf að flýja heimili sín í kjölfar átakanna. Það haldi þó starfi sínu áfram þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður,“ útskýrir Erika.</p> <p>Helsta þörfin núna, að hennar sögn, er að tryggja aukið fjármagn til frjálsra félagasamtaka sem sinna þörfum fólks á flótta og jaðarsettra hópa í Úkraínu.</p> <p><strong>Verið að rannsaka nauðganir sem stríðsvopn</strong></p> <p>Á síðustu vikum hafa hryllilegar sögur borist um að rússneskir hermenn&nbsp;<a href="https://www.theguardian.com/world/2022/apr/25/evidence-ukraine-women-raped-before-being-killed-say-doctors-russia-war">nauðgi úkraínskum konum</a>&nbsp;og að nauðgunum sé markvisst beitt sem stríðsvopni. Aðspurð hvort verið sé að bregðast við slíkum tilkynningum segir Erika að sérstök nefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna (HRC) og embætti mannréttindafulltrúa SÞ séu að rannsaka tilkynningar um slík mannréttindabrot. Mannréttindaráðið hafi nú þegar 75 tilkynningar til rannsóknar.</p> <p>„Rannsókn slíkra mála heyrir ekki undir UN Women. Við aftur á móti tryggjum þolendum viðeigandi aðstoð og sjáum til þess að stofnanir, félagasamtök og stjórnvöld séu meðvituð um hvernig eigi að meðhöndla slík mál; hvert eigi að beina þeim og hvernig eigi að tikynna þau. Þá höfum við barist fyrir því að öryggisgæsla sé aukin, í von um að tryggja öryggi kvenna og stúlkna. Við höfum jafnframt gert samstarfssamning við samtök lögfræðinga sem munu sjá um að reka þessi mál fyrir hönd þolenda.“</p> <p>Erika segir eitt mikilvægasta verkefni UN Women núna sé að styðja með öllum&nbsp;<a href="https://unwomen.is/club-eney-ukraina/">ráðum við frjáls félagasamtök</a>&nbsp;sem enn eru við störf í Úkraínu, m.a. við kvennaathvörf og gistiskýli fyrir heimilislausar konur.“</p> <p>Erika bendir á að þarfir kvenna í Úkraínu séu ólíkar eftir landssvæðum. Í austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað hörðust, þurfa konur á brýnni neyðaraðstoð að halda. Á öðrum svæðum sé áhersla lögð á að tryggja konum á flótta húsnæði og fjárhagslegan stuðning.</p> <p>„Í austurhluta landsins, þar sem átökin eru hvað verst, liggur mest á að koma neyðaraðstoð til kvenna og fjölskyldna þeirra, þar með talið mat, vatni, lyfjum, hreinlætisvörum og öðrum nauðsynjum. Staðan er allt önnur í vesturhluta landsins og verkefnin miða frekar að því að sinna flóttafólki; finna þeim húsnæði, veita þeim fjárhagslega aðstoð, heilbrigðisþjónustu, lögfræðiþjónustu og áfallahjálp ásamt því að aðstoða þau við atvinnuleit og koma börnum í skóla. Önnur mikilvæg verkefni eru að ná til viðvkæmra hópa, t.d. fólk með fatlanir, Róma fólk og heimilislausa og finna viðunandi húsnæði fyrir þá. Svo eru það konur með HIV, sem þurfa nauðsynlega á lyfjum sínum að halda en hafa ekki fengið.“</p> <p>UN Women heldur áfram að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð til kvenna sem flúið hafa stríðið í Úkraínu. Hægt er að hjálpa með því að senda sms-ið KONUR í &nbsp;númerið 1900 (1.900 kr).</p>

02.05.2022Sendifulltrúi Rauða krossins kominn til Lviv í Úkraínu

<span></span> <p>Orri Gunnarsson sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi og verkfræðingur verður að störfum í Lviv í Úkraínu næstu tvo mánuði sem samræmingaraðili við gerð skýla <span></span>fyrir fólk á vergangi innan Úkraínu.</p> <p>„Skýli er mjög vítt skilgreint í þessu samhengi. Í raun kem ég að því að hugsa um uppbyggingu á samastað fyrir fólk frá a-ö. Íbúafjöldi í Lviv hefur aukist mjög mikið síðastliðnar vikur og gistrými er uppurið. Nú þegar er kerfi í gangi þar sem úkraínska ríkið greiðir gestgjöfum í borginni hálfa evru fyrir að hýsa fólk. Mögulega mun það kerfi halda áfram að ganga vel og Rauða kross hreyfingin hefur ákveðið að efla það í stað þess að búa til okkar eigin kerfi. En það er þó kannski líklegra, þar sem ástandið gæti varað lengi, að nauðsynlegt sé að byggja upp húsnæði. Þá þarf að kanna möguleikann á því að reisa búðir eða íbúðarhúsnæði sem eru hugsaðar til lengri tíma fyrir fólk sem ætlar sér ekki að fara lengra, en einnig skammtímabúðir fyrir fólk sem er meira eins og vegahótel, fólk sem stoppar stutt áður en það heldur svo áfram, t.d. til Póllands. Það er ekki hægt að byggja tjaldbúðir eins og þekkist víða annars staðar þar sem veturinn er kaldur og einnig eru margskonar innviðir til staðar sem hægt er að byggja ofan á sem ekki er hægt alls staðar í heiminum,“ segir Orri.</p> <p>Hann bætir við að í rauninni sé verið að byggja upp heilt sveitarfélag með öllu því sem þarf að huga að í því samhengi, allt frá skólpi, sorphirðu, vatni, rafmagni, fjarskiptamöstrum og svo íbúðarhúsnæðinu sjálfu. „Við þurfum að huga að því að styrkja markaðinn, að vinnuafl og slíkt komi innanlands frá en sé ekki utanaðkomandi og það helst i hendur við CASH-verkefni sem er mismunandi eftir stöðum hvort henti eða ekki – þ.e. þegar fólk fær afhenta peninga til þess að nota. Það má alls ekki skapa verðbólgum til dæmis ef lítið er um vörur en á nokkuð starfhæfum markaði getur þetta komið sér afskaplega vel fyrir alla.“</p> <p>Áður hefur Orri starfað við að koma upp vettvangssjúkrahúsum í Cox Bazar í Bangladesh, <span></span>Al Hol í Sýrlandi og á Bahamas eftir náttúruhamfarir.</p> <p>„Rauði krossinn þakkar Mannvinum, öllum þeim sem gefið hafa til neyðarsöfnunar Rauða krossins og utanríkisráðuneytinu kærlega fyrir þeirra framlag sem gerir félaginu m.a. kleift að senda sendifulltrúa til starfa á vettvangi en nú þegar eru sex aðrir að störfum í nágrannalöndum Úkraínu,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/sendifulltrui-i-ukrainu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</p>

29.04.2022Hæsta framlagið frá landsnefnd UN Women á Íslandi sjötta árið í röð

<span></span> <p>Sjötta árið í röð sendi landsnefnd UN Women á Íslandi hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda til&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/what-we-do">alþjóðlegra verkefna UN Women</a>, óháð höfðatölu. Það er árangur sem samtökin eru afar stolt af en þakklæti til þeirra þúsunda einstaklinga sem hafa stutt samtökin um árabil var Örnu Grímsdóttur formanni stjórnarinnar efst í huga í ávarpi á aðalfundi landsnefndarinnar í gær.</p> <p>UN Women á Íslandi jók tekjur sínar um 13 prósent á árinu og sömuleiðis fjárframlög til verkefna um 12 prósent. Á árinu 2021 skráðu 1.159 manns sig sem Ljósbera, mánaðarlega styrktaraðila UN Women á Íslandi sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Ljósberar UN Women eru bakbein samtakanna og ómetanlegur stuðningur þeirra gerir UN Women á Íslandi kleift að senda þessi háu framlög,“ segir í <a href="https://unwomen.is/ingibjorg-solrun-og-arni-ny-i-stjorn-un-women-a-islandi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá landsnefndinni.</p> <p>Á aðalfundinum kom fram að árið 2021 markaðist af áframhaldandi heimsfaraldri og bakslagi í jafnréttisbaráttunni. „Þörfin fyrir UN Women hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi líta á hlutverk sitt alvarlegum augum, sérstaklega í ljósi þeirra vofveiflegu aðstæðna sem uppi eru í Úkraínu og Afganistan svo dæmi séu tekin. UN Women á Íslandi mun halda áfram að beita sér fyrir því að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">kvenmiðuð neyðaraðstoð</a>&nbsp;sé sett í forgrunn og veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum,“ segir í fréttinni.</p> <p><strong>Ingibjörg Sólrún og Árni Matthíasson ný í stjórn</strong></p> <p>Breytingar urðu á stjórn landsnefndarinnar en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Matthíasson, blaðamaður taka sæti í&nbsp;<a href="https://unwomen.is/um-okkur/">stjórn samtakanna</a>, en Bergur Ebbi Benediktsson og Kristján Hjálmarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.</p> <p>Ný stjórn er því skipuð eftirfarandi:</p> <ul> <li>Arna Grímsdóttir, lögmaður (formaður stjórnar)</li> <li>Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og svæðisstjóri UN Women</li> <li>Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri</li> <li>Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri</li> <li>Áslaug Eva Björnsdóttir,&nbsp;stafrænn leiðtogi</li> <li>Árni Matthíasson,&nbsp;netstjóri mbl.is</li> <li>Ólafur Elínarson, aðstoðarmaður félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra</li> <li>Fönn Hallsdóttir,&nbsp;fulltrúi ungmennaráðs</li> <li>Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri</li> <li>Anna Steinsen, tómstunda- og félagsmálafræðingur</li> </ul>

29.04.2022Ógnvekjandi fjölgun mislingatilfella í heiminum

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), lýsa yfir áhyggjum af mikilli fjölgun mislingatilfella á heimsvísu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, um 79 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Það sé til marks um aukna hættu á faröldrum annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. Kjöraðstæður kunni að hafa myndast fyrir slíkt.</p> <p>WHO segir í <a href="https://www.afro.who.int/news/vaccine-preventable-disease-outbreaks-rise-africa" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að rúmlega sautján þúsund tilfelli af mislingum hafi verið skráð í Afríkuríkjum á fyrstu mánuðum þessa árs eða 400 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Mislingafaraldur var skráður í tuttugu ríkjum. Á síðasta ári greindust faraldrar mænusóttar í 24 Afríkuríkjum og í 13 ríkjum komu upp faraldrar gulusóttar.</p> <p>Fram kemur í <a href="https://www.unicef.is/unicef-og-who-utbreidsla-mislinga-mikid-ahyggjuefni" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF að ástæðan fyrir þessari þróun sé fyrst og fremst það rof sem orðið hefur á hefðbundnum grunnbólusetningum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID, aukin misskipting í aðgengi að bóluefnum og skert fjármögnun til bólusetninga á heimsvísu. Allt þetta skilji stóran hóp barna eftir berskjaldaðan fyrir&nbsp;mislingum&nbsp;og öðrum sjúkdómum sem bóluefni koma í veg fyrir.</p> <p>„Hætta á stærri faraldri eykst svo í beinu samræmi við&nbsp;tilslakanir&nbsp;á&nbsp;COVID-takmörkunum og þeirri staðreynd að milljónir manna eru nú á flótta vegna stríðsátaka eða&nbsp;annarrar&nbsp;neyðar í löndum eins og Úkraínu, Eþíópíu, Sómalíu og Afganistan. Takmörkuð heilbrigðisþjónusta, bólusetningar, skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu og mikil mannmergð skapa kjöraðstæður fyrir dreifingu hvers kyns smitsótta,“ segir UNICEF.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Wc3Cbf_WXps" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Árið 2020 urðu 23 milljónir barna af reglubundnum bólusetningum í gegnum grunnheilbrigðisþjónstu,&nbsp;sem er mesti fjöldi frá 2009 og aukning um 3,8 milljónir frá því árið 2019. UNICEF&nbsp;og&nbsp;WHO&nbsp;segja í skýrslunni að 21 stór mislingafaraldur orðið á heimsvísu síðustu tólf mánuði. Flest tilfellin eru skráð í Afríku og&nbsp;landsvæðum&nbsp;við Austur-Miðjarðarhaf.</p> <p>UNICEF,&nbsp;WHO&nbsp;og samstarfsaðilar á borð við bólusetningarbandalagið Gavi, M&amp;R1, Bill og Melinda&nbsp;Gates&nbsp;Foundation&nbsp;og fleiri styðja nú umfangsmiklar aðgerðir til að vinna upp það sem glatast hefur í bólusetningum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19.&nbsp;UNICEF&nbsp;vinnur að því að vekja athygli á stöðunni nú þegar <a href="https://www.who.int/campaigns/world-immunization-week/2022" target="_blank">alþjóðleg vika bólusetninga</a>&nbsp;stendur sem hæst.</p>

29.04.2022Tæplega þrjú hundruð flóttamenn um borð í Ocean Viking

<span></span> <p>Á síðustu dögum hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 295 einstaklingum á Miðjarðarhafi í tveimur björgunaraðgerðum, þar af 132 fylgdarlausum börnum. Skipið er gert út af hálfu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í samvinnu við samtökin SOS Mediterranee. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við verkefnið með tveimur sendifulltrúum en einnig með fjárframlagi, meðal annars frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p>Björgunarskipið Ocean Viking er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf og samvinnuverkefni fjölmargra landsfélaga Rauða krossins sem aðstoða fólk á flótta víðsvegar í löndum Afríku, í Mið-Austurlöndum og Evrópu. </p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum segir að sá sorglegi atburður hafi orðið við seinni björgunina að tólf einstaklingar hafi farist eftir að gúmmíbáti var siglt frá Líbíu. Fimmtán einstaklingar féllu í sjóinn vegna þrengsla og öldugangs, þremur var bjargað en hinir tólf drukknuðu. Atvikið varð áður en skipverjar á Ocean Viking sáu bátinn.</p> <p>„Líkt og hægt er að ímynda sér upplifir fólkið erfiðar tilfinningar í kjölfar hræðilegra atburða sem þessa og teymi Rauða krossins veitir þeim sálrænan stuðning,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/bjorgunarskipid-ocean-viking-bjargar-folki/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins.</p> <p><a href="https://go.ifrc.org/emergencies/5425#data">Hér má lesa um aðgerðir Rauða krossins á Miðjarðarhafi.</a></p>

28.04.2022Gullvottun í jafnréttismálum og Ísland efst á lista yfir framlög til málaflokksins

<span></span> <p>Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hefur veitt Íslandi gullvottun fyrir vinnu á sviði jafnréttismála og þróunarsamvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá OECD er Ísland efst á lista þjóða yfir framlög til jafnréttismála sem hlutfall af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Af framlögum Íslands runnu 88 prósent til verkefna sem tengjast jafnréttismálum og valdeflingu kvenna og stúlkna.</p> <p>Utanríkisráðherra tók formlega við viðurkenningu um gullvottunina úr höndum Achim Steiner, yfirmanni UNDP, við sérstaka athöfn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Markmið vottunarinnar er meðal annars að efla stjórnendur og starfsfólk utanríkisráðuneytisins, einkum á sviði þróunarsamvinnu, í stefnumótun og framkvæmd verkefna í jafnréttismálum, og styrkja áherslur á sviði jafnréttismála í samvinnu við stjórnvöld í samstarfsríkjum Íslands.</p> <p>„Um 2,5 milljarðar kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem í gildi eru lög sem fela í sér mismunun á grundvelli kynferðis,“ sagði Achim Steiner við athöfnina. „Gullvottunin sem Ísland hlýtur hér í dag undirstrikar frumkvöðlastarf Íslands á sviði jafnréttismála og drifkraft við að brjóta niður þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir jafnrétti á heimsvísu. Ísland er lykilsamstarfsaðili UNDP í jafnréttismálum, en jafnrétti kynjanna er undirstaða sjálfbærrar þróunar og forsenda þess hægt sé að útrýma fátækt í heiminum.“</p> <p>Meðal þeirra atriða sem voru nefnd sérstaklega framúrskarandi í úttekt UNDP vegna jafnréttisvottunarinnar má nefna frumkvæði Íslands innan mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um árlegan jafnlaunadag sem haldinn hefur verið hátíðlegur frá árinu 2020, vinnu Íslands á sviði þróunarsamvinnu í Malaví þar sem unnið er heildstætt með samfélögum við að stuðla að kyn- og frjósemisheilbrigði og starfi í Úganda þar sem Ísland aðstoðar héraðsyfirvöld við útrýma skaðlegum samfélagsviðhorfum um tíðir kvenna og þar með auka aðgengi stúlkna að menntun.&nbsp;</p> <p>„Jafnréttismál eru sennilega mikilvægasta mannréttindamálið. Gullið undirstrikar leiðtogahlutverk Íslands á sviði jafnréttismála og hlökkum við til frekara samstarfs við UNDP á þessu sviði,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við athöfnina.</p> <p><strong>Verjum hlutfallslega mestu til jafnréttismála</strong></p> <p>Samkvæmt nýjum tölum frá Þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, var á árunum 2019 til 2020 varið alls 56,5 milljörðum Bandaríkjadala af framlögum til tvíhliða þróunarsamvinnu til jafnréttismála, eða að meðaltali 45 prósentum af heildarframlögum. Af einstaka framlagsríkjum ráðstafaði Ísland hlutfallslega mestu til málaflokksins eða 88 prósentum. Kanada er með sama hlutfall og Írland, Holland og Svíþjóð fylgja fast á eftir.</p>

27.04.2022Ísland veitir 80 milljónum til Eþíópíu

<p><span>Á framlagaráðstefnu sem fram fór í Genf í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld að þau myndu veita 80 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Eþíópíu á þessu ári. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Evrópusambandið, Eþíópía, Kenía og Sómalía stóðu fyrir ráðstefnunni vegna yfirvofandi hungursneyðar af völdum þurrka á svæðinu sem kennt er við horn Afríku.&nbsp;</span></p> <p><span>Þurrkarnir eru þeir verstu í rúma fjóra áratugi og valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, það er Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Áætla Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð vofi yfir 15-16 milljónum manna verði ekkert að gert.&nbsp;</span></p> <p><span>Framlag Íslands mun renna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem hlýtur 50 milljónir króna og 30 milljónir króna renna til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Framlagið er til viðbótar við kjarnaframlög Íslands til stofnananna sem nema 200 milljónum króna á árinu. Ísland lagði einnig sitt af mörkum til að bregðast við ástandinu í Eþíópíu í árslok 2021 með 50 milljóna króna framlagi til WFP.&nbsp;</span></p>

27.04.2022Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

<span></span> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.</span></p> <p><span>Ísland veitir árlega kjarnaframlög til stofnunar Sameinuðu þjóðanna um&nbsp;jafnrétti&nbsp;og valdeflingu kvenna, UN Women, ásamt því að veita framlög í verkefni stofnunarinnar í Palestínu og Malaví og stuðning við griðarstaði sýrlenskra kvenna í flóttamannabúðum í Jórdaníu.</span></p> <p><span>Undanfarin ár hefur kjarnaframlag Íslands til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, numið 130 milljónum króna, en verður á þessu ári 150 milljónir króna. Stærstu samstarfsverkefni Íslands og UNICEF hafa verið vatns- og hreinlætisverkefni í samstarfslöndum Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og þá veittu íslensk stjórnvöld 250 milljónum króna í mannúðarákall UNICEF vegna flutnings á COVID-19 bóluefnum innan þróunarríkja.&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundi með framkvæmdastjóra Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, skrifaði ráðherra undir nýjan samning við stofnunina um stuðning um 200 þúsund Bandaríkjadali á ári til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Ísland hefur aukið kjarnaframlög sín til stofnunarinnar umtalsvert á síðustu árum, úr 31,5 milljón króna árlega á árunum 2017-2020 í 70 milljónir árið 2021. Nú hefur verið ákveðið að hækka kjarnaframlög Íslands til UNFPA í 120 milljón króna á þessu ári.&nbsp;Nýlega veitti Ísland fimmtíu milljón króna framlag til mannúðarverkefna UNFPA í Úkraínu og fjörtíu milljónir króna til UNFPA í Afganistan. Þá hafa UNFPA og utanríkisráðuneytið nýlega sett af stað nýtt samstarfsverkefni í Síerra Leóne sem hefur það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ástæða þess að við hækkum framlög okkar til þessara mikilvægu stofnana Sameinuðu þjóðanna er meðal annars til þess að bregðast við þeirri neyð sem víða blasir við, þar á meðal í Úkraínu og Afganistan. Ísland hefur lagt áherslu á að veita óeyrnamerkt kjarnaframlög til þess að tryggja fyrirsjáanleika og að stofnanirnar geti brugðist við þar sem neyðin er mest hverju sinni,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.</span></p>

27.04.2022Skólasetning Jarðhitaskólans: 23 nemendur hefja nám

<span></span> <p>Jarðhitaskólinn var settur í gær í 43. sinn en hann er elstur fjögurra skóla sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Næstu sex mánuðina verða í skólanum sérfræðingar frá tólf þjóðríkjum, alls 23 nemendur.</p> <p>Jarðhitaskólinn er í fyrsta sinn hýstur af Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, og námið fer fram í nýjum húsakynnum í Kópavogi. Guðni Axelsson, forstöðumaður skólans, bauð nemendur velkomna við skólasetninguna í gær en auk hans ávörpuðu nemendur þau Bjarni Gautason sviðsstjóri ÍSOR og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ.</p> <p>Nemendur skólans í ár koma frá Dóminíska lýðveldinu, El Salvador, Filippseyjum, Gvatemala, Indlandi, Indónesíu, Kenía, Kólumbíu, Montserrat, Níkaragva, Perú og Tansaníu.</p>

26.04.2022Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga

<span></span> <p>Liam Neeson, góðgerðarsendiherra&nbsp;UNICEF&nbsp;og stórleikari,&nbsp;fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli&nbsp;UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin.</p> <p>„Bóluefni eru einhver merkilegasta árangurssaga mannkyns,“ segir Liam&nbsp;Neeson&nbsp;í tilkynningu&nbsp;UNICEF. „Síðustu 75 árin hafa milljarðar barna verið bólusettir, þökk sé vísindafólki, heilbrigðisstarfsfólki og sjálfboðaliðum. Ef þú hefur einhvern tímann verið bólusett/ur, eða látið bólusetja barn, þá ert þú hlekkur í gríðarlangri keðju þeirra sem standa saman um bætta velferð mannkyns. Við lifum nú áhyggjulaus um bólusótt og mænusótt ógnar ekki lengur meirihluta heimsbyggðarinnar. Umræðan um bóluefni síðustu ár hefur misst sjónar af öllu því góða sem bólusetningar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að fagna því góða, því það er eitt stærsta afrek mannkynssögunnar.“</p> <p><strong>Samfélagsmiðlafjáröflun þar sem læk verða að lausn</strong></p> <p>Fyrir hvert einasta „like“, deilingu eða athugasemd við færslur á samfélagsmiðlum, þar sem minnst er á&nbsp;„UNICEF“&nbsp;með myllumerkinu&nbsp;#longlifeforall&nbsp;fram til 10. maí verður einn&nbsp;Bandaríkjadalur&nbsp;gefinn til&nbsp;UNICEF, upp að 10 milljónum dala, og með þeim peningum verður fjárfest í bólusetningaþjónustu um allan heim. Styrktaraðilar verkefnisins eru Shot@life verkefni United Nations Foundation og Bill og Melinda Gates Foundation. </p> <p>UNICEF segir að þrátt fyrir allt það mikla sem áunnist hafi í bólusetningum barna um allan heim hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum árið 2020. „Þetta bil verður aðeins brúað með auknu átaki og fjárfestingu í bólusetningum á heimsvísu,“ segir UNICEF.&nbsp;</p> <p><strong>UNICEF leiðandi afl í bólusetningu barna í heiminum</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;er leiðandi afl í að útvega og dreifa bóluefnum í yfir 100 löndum um allan heim. Í&nbsp;samastarfi&nbsp;við bólusetningarbandalagið&nbsp;Gavi og samstarfsaðila, útvegar&nbsp;UNICEF&nbsp;45 prósent af öllu bóluefni í heiminum fyrir börn undir fimm ára aldri.&nbsp;UNICEF&nbsp;vinnur einnig með stjórnvöldum í yfir 130 löndum við að styðja við og styrkja heilbrigðis- og bólusetningaverkefni í hverju þeirra.&nbsp;</p> <p>„Undanfarin tvö ár hafa kennt okkur að heilbrigðiskerfi sem skilur sum börn eftir berskjölduð er heilbrigðiskerfi sem skilur öll börn eftir berskjölduð,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Besta leiðin fyrir heimsbyggðina að ná sér eftir þennan heimsfaraldur – og búa sig undir heilbrigðisvá framtíðarinnar – er að fjárfesta í heilbrigðiskerfum og bólusetningum og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn.“&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/xD9aurb2YK0" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Alþjóðleg vika bólusetninga er haldin hátíðleg á hverju ári í apríl undir forystu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem leiðir saman alþjóðlega samstarfsaðila til að minna á mikilvægi bólusetninga til að vernda fólk á öllum aldri gegn alvarlegum sjúkdómum. Þema vikunnar í ár er langlífi fyrir alla eða „#LongLifeForAll“.</p> <p>Framlög <a href="https://www.unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">heimsforeldra UNICEF</a>&nbsp;nýtast meðal annars í að bólusetja börn gegn lífshættulegum sjúkdómum. </p>

25.04.2022Miklar vonir bundnar við bóluefni gegn malaríu

<span></span> <p>Rúmlega ein milljón barna í Malaví, Gana og Kenía hafa þegar fengið einn eða fleiri bóluefnaskammta gegn malaríu en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) væntir þess að bóluefnið geti bjargað fjörutíu til áttatíu þúsund börnum í Afríku frá dauða á ári hverju. </p> <p>Í dag er alþjóðadagur malaríu,<a href="https://www.who.int/campaigns/world-malaria-day/2022" target="_blank"> World Malaria Day</a>, með yfirskriftinni „Beislum nýsköpun til þess að draga úr byrði malaríu og björgum mannslífum.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/N1D6BTw0i9I" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Fyrsta bóluefnið gegn þessum banvæna sjúkdómi var kynnt árið 2019. Fyrstu bólusettu börnin voru í Malaví, samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, en þar er malaría banvænasti sjúkdómurinn og leggur árlega að velli um 2,500 manns, einkum börn. </p> <p>Fyrstu vísbendingar um árangur af bóluefninu, RTS,S, eru jákvæðar að mati WHO sem telur að bóluefnið sé öruggt og dragi verulega úr dánarlíkum af völdum malaríu. Þessar niðurstöður leiddu til þess að WHO gaf út tímamóta tilmæli um aukna notkun bóluefnisins árið 2020 meðal barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára í ríkjum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur.</p> <p>Árið 2020 greindust 241 milljón nýrra tilvika af malaríu og skráð dauðsföll voru 627 þúsund í 85 löndum. Rúmlega tvö af hverjum þremur dauðsföllum voru meðal barna yngri en fimm ára í Afríkuríkjum.</p>

25.04.2022Ísland tvöfaldar framlög til hnattræna jafnréttissjóðsins

<span></span> <p>Árlegt framlag Íslands til hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund, GEF) verður tvöfaldað með nýjum samningi sem utanríkisráðherra undirritaði á föstudag. Sjóðurinn beinir stuðningi sínum að mannréttindum hinsegin fólks um allan heim.&nbsp;</p> <p>Ísland hefur styrkt hnattræna jafnréttissjóðinn frá árinu 2020 og árleg framlög hafa verið hundrað þúsund Bandaríkjadalir. Nýi samningurinn gerir hins vegar ráð fyrir 200 þúsund dala framlagi til ársins 2025 eða því sem nemur um 26 milljónum króna.&nbsp;</p> <p>Ísland hefur á undanförnum árum lagt sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks á vettvangi alþjóðastofnana, sérstaklega á þeim vettvangi þar sem Ísland hefur átt sæti, til dæmis í framkvæmdastjórn UNESCO og mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þá styður Ísland einnig við átaksverkefnið „UN Free and Equal“ sem rekið er innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum.</p> <p>Undirritunin fór fram á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra með Uzra Zeya, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem ber ábyrgð á málefnum mannréttinda og lýðræðis, og Jessicu Stern, sérlegs ráðgjafa Bandaríkjaforseta í málefnum hinsegin fólks.</p>

25.04.2022Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu

<span></span> <p><span>Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku.</span></p> <p><span>Volodomír Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundabúnað en viðstaddir voru Denys Smyhal forsætisráðherra Úkraínu og fjármálaráðherrann Sergii Marchenko, sem lýstu brýnni þörf úkraínskra stjórnvalda fyrir fjárhagslegan stuðning til að standa undir samfélagslegri grunnþjónustu og til enduruppbyggingar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra undirstrikaði í ávarpi algjöra samstöðu Íslands með Úkraínu. „Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og frelsi. Við viljum leggja allt það af mörkum sem við getum til þess að styðja úkraínsku þjóðina til sigurs gegn árás Rússa. Þessi efnahagslegi stuðningur er hluti af því,“ sagði utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Á föstudag tók ráðherra þátt í ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem viðbrögð bankans við efnahagslegum áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu verða einnig ofarlega á baugi.</span></p> <p><span>Alþjóðabankinn lækkaði á dögunum spá um hagvöxt á heimvísu á árinu vegna innrásar Rússa í Úkraínu, úr 4,1 prósenti niður í 3,2 prósent. Bankinn ætlar að veita 170 milljörðum Bandaríkjadala til að efnaminni þjóða til að takast á við samspil stríðs, heimsfaraldurs og óðaverðbólgu.</span></p> <p><span>Alþjóðabankinn er ein af fjórum megin samstarfsstofnunum Íslands á sviði fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span></p>

22.04.2022Intellecon og BBA//Fjeldco styrkt til að kanna nýtingu jarðvarma til að þurrka te í Kenía

Ráðgjafafyrirtækið Intellecon ehf. og lögfræðistofan BBA//Fjeldco hyggjast, með stuðningi Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu, kanna möguleikann á fjölnýtingu jarðvarma við þurrkun á te í Kenía í samstarfi við þarlenda aðila, Geothermal Development Company og Rosekey Foods. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon undirrituðu samning þess efnis í síðustu viku.<br /> <br /> Terækt er mikilvæg atvinnugrein í Kenía en hún felur í sér töluverð umhverfisáhrif. Með fjölnýtingu jarðvarma má draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum atvinnugreinarinnar. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega við markmið átta um góða atvinnu og hagvöxt, markmið tólf um ábyrga neyslu og framleiðslu og markmið þrettán um aðgerðir í loftlagsmálum. Verkefnið getur stuðlað að markverðum árangri við að hefta útblástur koltvísýrings (CO2) frá Kenía. Árið 2002 var áætlað að í Kenía hafi verið brennd 155 þúsund tonn af timbri til að þurrka te og önnur matvæli. Um 1,8 tonn af koltvísýringi sleppur út í andrúmsloftið fyrir hvert tonn af timbri sem er brennt. Því má áætla að árið 2002 hafi um 300 þúsund tonnum af koltvísýringi verið sleppt út í andrúmsloftið vegna þurrkunar matvæla í Kenía. Til að setja þennan útblástur í samhengi þá hafa Íslendingar frá árinu 1912 til 2019 sparað um 400 þúsund tonn af koltvísýringi með því að nýta jarðvarma frekar en kol.<br /> <br /> Verkefnið er samstarfsverkefni ráðgjafafyrirtækisins Intellecon og lögfræðistofunnar BBA//Fjeldco sem hafa mikla og vaxandi reynslu af verkefnum tengdum jarðhita og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum í þróunarlöndum. Ef vel tekst til í samstarfi landanna á sviði orkugeira og matvælaframleiðslu standa vonir til þess að fleiri tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar verði til þar í landi.<br /> <br /> Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður við fyrirtæki sem vilja vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með því að ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst einnig möguleiki til aukinna viðskipta á nýjum mörkuðum. Næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 3. maí. Nánari upplýsingar er að finna á <a href="http://utn.is/atvinnulifogthroun">utn.is/atvinnulifogthroun</a>.

22.04.2022Fljótandi vindorkuver á hafi úti nýr kostur í hreinni orku

<span></span> <p>„Á degi móður jarðar er viðeigandi að fagna náttúrunni og fjölskrúðugu dýralífi, en ekki síður að leita lausna á þeim vanda sem notkun „svartra” orkugjafa á borð við olíu og kol hefur valdið,“ segir í <a href="https://unric.org/is/dagur-jardar-fljotandi-vindmyllur-nyjung-i-hreinni-orku/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Alþjóðlegur dagur móður jarðar er í dag, 22. apríl.</p> <p>UNRIC segir að dagur jarðar sé kjörið tækifæri til þess að gefa sér tíma til að hugsa um nýja kosti í orkumálum og hreinni orku. Dæmi um slíkt séu fljótandi vatnsmyllur. „Einn af þeim endurnýjanlegu orkugjöfum sem sækja má til náttúrunnar er vindorka, en hana má ekki síður beisla á hafi úti en á landi. Auðvitað eru það fyrst og fremst ríki með langa strandlengju sem geta nýtt sér slíkt. Nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr kostur sem auðveldar nýtingu vindsins: fljótandi vindmyllur.</p> <p>Fram kemur í fréttinni að margar ástæður séu fyrir því að beisla vind á hafi úti. Vindmyllugarðar geti beislað meiri orku einfaldlega af því að vindhraði sé meiri á hafinu. Önnur ástæða sé andstaða gegn vindmyllum á landi. Þær þyki valda sjónmengun og margir vilji vindmyllur alls staðar annars staðar en í sínum eigin garði. Þá segir að þeirri tækni sem búi að baki vindmyllum á sjó hafi fleygt fram undanfarið.</p> <p>„Hingað til hafa vindmyllur þurft á stoðum á sjávarbotni að halda og því hefur einungis verið hægt að staðsetja þær á grunnsævi, oftast nærri landi. Þetta hefur ekki valdið löndum á borð við Danmörku og Holland vandræðum af landfræðilegum ástæðum. Fyrsta vindorkubú Dana á hafi er nú orðið meir en þrjátíu ára. Fjótandi vindmyllur þurfa hins vegar ekki að vera festar niður og því opnast miklir möguleikar. Hægt verður að koma þeim fyrir óháð dýpi.“</p> <p>Að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna er orkunotkun helsti orsakavaldur loftslagsbreytinga. Sextíu prósent losunar allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til orkunotkunar. Þrír milljarðar manna treysta á eldivið, kol, viðarkol eða úrgang dýra til eldamennsku og hita. Af þeim sökum er&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/merki/?itemid=d50e3b2e-3f29-11e9-9436-005056bc530c">sjöunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;um sjálfbæra þróun helgað því að „tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.” Þar er gert ráð fyrir því að auka hlut endurnýjanlegrar orku í heiminum.</p> <p><a href="https://www.un.org/en/observances/earth-day" target="_blank">Alþjóðlegur dagur móður jarðar</a> er helgaður fræðslu um umhverfismál og hét áður Dagur jarðar. Sameinuðu þjóðirnar breyttu heiti hans árið 2009 í alþjóðlegan dag móður jarðar.</p>

20.04.2022Óttast mikla fjölgun sárafátækra á árinu

<span></span> <p>Á þessu ári er líklegt að sárafátækum í heiminum fjölgi um 263 milljónir, einkum vegna hækkunar á verði matvæla eftir innrás Rússa í Úkraínu, en einnig vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukins ójafnaðar í heimum. Þetta kemur fram í skýrslu hjálparsamtakanna, Oxfam, sem birt var í aðdragana <a href="https://www.worldbank.org/en/meetings/splash/spring" target="_blank">vorfundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins</a>, en fundurinn fer fram þessa dagana í Washington.</p> <p>Fjölgun sárafátækra um 263 milljónir jafngildir því að allir íbúar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Spánar hefðu um 250 krónur íslenskar í tekjur á dag, en viðmiðunarmörk sárafátæktar eru 1,90 bandarískir dalir. Oxam segir í skýrslunni – <a href="https://www.oxfam.org/en/research/first-crisis-then-catastrophe" target="_blank">First Crisis, Then Catastrophe</a>&nbsp;– að líklegt sé að í árslok búi um 860 milljónir manna við sárafátækt.</p> <p>Að mati Oxfam er hætta á að framfarir síðustu tveggja áratuga þurrkist út vegna innrásarinnar í Úkraínu með hækkun matvælaverðs, uppskerubresti og truflunum á flutningi hrávöru. Meðal ríkra þjóða er matarkostnaður um 17 prósent að útgjöldum heimila en allt að 40 prósent í fátækari ríkjum eins og í löndunum sunnan Sahara í Afríku.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að fjölmargar ríkisstjórnir lágtekjuríkja séu komnar í alvarlega skuldakreppu og þær gætu neyðst til þess að skera niður opinber útgjöld til að greiða kröfuhöfum.</p>

19.04.2022Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku

<span></span> <p>Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn.</p> <p>Alvarlegast er ástandið í Sómalíu þar sem hungursneyð vofir yfir. Í Kenía býr um hálf milljón íbúa við sult og vannæring er víða í Eþíópíu og fer vaxandi.</p> <p>„Af fyrri reynslu vitum við hversu mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar mannúðarástand versnar hratt en geta okkar til að bregðast við er takmörkuð vegna skorts á fjármagni,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Við höfum líkt og margar aðrar mannúðarstofnanir varað við því um margra mánaða skeið og þurrkar í þessum heimshluta gætu orðið hrikalegir,“ segir hann.</p> <p>Innrás Rússa í Úkraínu eykur líkur á útbreiddu og alvarlegu hungri í Afríku. Matvælaverð hefur rokið upp síðustu vikur og verð á eldsneyti sömuleiðis. Íbúar þurrkasvæðanna á horni Afríku eru taldir í mestri hættu að finna fyrir áhrifum innrásarinnar vegna þess að þeir treysta á innflutning á hveiti frá löndunum við Svartahafið. Matarkarfan <span></span>hefur hækkað um tugi prósenta, mest í Eþíópíu um 66 prósent, og flutningskostnaður hefur í sumum tilvikum tvöfaldast frá áramótum.</p> <p>Langvarandi þurrkar einkenndu þennan heimshluta árin 2016 og 2017 en þá tókst með snemmbúnum aðgerðum að bjarga mannslífum og afstýra yfirvofandi hungursneyð. Að sögn WFP eru aðrar og verri aðstæður í dag vegna fjárskorts og því er óttast að ekki verði unnt að grípa í taumana í tæka tíð sem kann að hafa skelfilegar afleiðingar.</p>

12.04.2022Opinber framlög til þróunarsamvinnu í sögulegu hámarki

<span></span> <p>Annað árið í röð náðu opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum sögulegu hámarki. Þau námu 179 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári og hækkuðu um 4,4 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í <a href="https://www.oecd.org/dac/covid-19-assistance-to-developing-countries-lifts-foreign-aid-in-2021-oecd.htm">nýútgefnum tölum</a> frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um opinber framlög til þróunarsamvinnu árið 2021. </p> <p>Þessa þróun má að miklu leyti rekja til aukinna framlaga í tengslum við aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og dreifingu bóluefna í þróunarríkjum. Þannig námu framlög OECD ríkjanna til bóluefnaaðstoðar vegna COVID-19 alls 6,3 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 3,5 prósentum af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Þá nema heildarframlög í tengslum við viðbrögð vegna COVID-19 um 18,7 milljörðum Bandaríkjadala, sem þýðir að 10,5 prósent af opinberum framlögum til þróunarsamvinnu á síðasta ári fóru í viðbrögð vegna faraldursins. </p> <p>„OECD ríkin hafa enn og aftur sýnt að jafnvel á krepputímum munu þau stíga upp og veita fátækari ríkjum og fólki stuðning,“ sagði Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, þegar tölurnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að átak síðustu ára hafi verið mikilvægt skref í því að auka stuðning við fátækari ríki, en þar megi ekki láta staðar numið. Heimurinn standi nú frammi fyrir nýrri mannúðarkrísu með tilefnislausri árás Rússlands á Úkraínu, en þróunarríki verði verst fyrir barðinu á minna framboði og hærra verði á matvælum og helstu hrávörum. </p> <p>Ísland er á meðal þeirra ríkja þar sem framlög til þróunarsamvinnu hækkuðu hlutfallslega mest á milli ára, eða um 11,7 prósent. Aukningin var mest á Ítalíu (34,5 prósent), í Suður-Kóreu (20,7 prósent) og Slóveníu (19 prósent). Þá náðu fimm ríki viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita því sem nemur 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu; Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. </p>

05.04.2022Ísland styður við móttöku flóttamanna í Moldóvu

<p><span>Íslensk stjórnvöld tilkynntu í dag um 50 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til að bregðast við álagi á innviði í Moldóvu vegna komu flóttamanna frá Úkraínu.&nbsp;</span></p> <p><span>María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín, tilkynnti um framlagið á áheitaráðstefnu til stuðnings Moldóvu. Utanríkisráðherra Þýskalands stóð fyrir ráðstefnunni í samstarfi við kollega sína frá Frakklandi og Rúmeníu, auk forsætisráðuneytis Moldóvu. Þegar hafa rúmlega 400 þúsund manns flúið yfir landamæri Úkraínu til Moldóvu frá því að innrás Rússlands hófst 24. febrúar síðastliðinn og fjórðungur þeirra fengið vernd í landinu. Aðrir halda áfram til annarra ríkja. Móldóva er fátækasta ríki Evrópu og þar búa um 2,6 milljónir. Því er mikilvægt að Ísland og samstarfsríki komi til móts við það mikla álag sem þar hefur skapast.&nbsp;</span></p> <p><span>Fulltrúar um fjörtíu ríkja tóku þátt í ráðstefnunni og söfnuðust áheit að því sem nemur 695 milljónum evra. Framlag Íslands er hluti af því <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/03/24/Forsaetisradherra-tok-thatt-i-leidtogafundi-NATO/" target="_blank">framlagi sem forsætisráðherra tilkynnti um</a>&nbsp;í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins 24. mars síðastliðinn. Íslensk stjórnvöld hafa nú veitt rúmlega hálfum milljarði króna til alþjóðlegs hjálparstarfs vegna stríðsins í Úkraínu.</span></p>

05.04.2022Íslenskur sérfræðingahópur á sviði fiskveiða skoðar samstarf í Síerra Leóne

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum unnið að undirbúningi að auknu tvíhliða þróunarsamstarfi við Síerra Leóne en eitt helsta markmiðið er að vinna með stjórnvöldum að nýju verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Á dögunum fóru fulltrúar ráðuneytisins og fulltrúar stofnana á sviði fiskimála til Síerra Leóne til þess að greina möguleika og tækifæri í frekara samstarfi.</span></p> <p><span>Fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í atvinnulífi Síerra Leóne. Á annað hundruð þúsund einstaklingar starfa við veiðar og vinnslu og um hálf milljón íbúa byggir afkomu sína að fullu eða að hluta á fiskveiðum. Fiskur er stór þáttur í neyslu almennings og mikilvægur fyrir fæðuöryggi í landinu.&nbsp;</span>Vaxtarmöguleikar eru taldir umtalsverðir í greininni en þörf er á öflugri fiskveiðistjórnun og eftirliti. Álag er einnig á fiskistofna og ólöglegar veiðar erlendra skipa umtalsvert vandamál.</p> <p><span>Í ferðina til Síerra Leóne fóru fulltrúar Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar, MATÍS og Sjávarútvegsskóla GRÓ. Þeir áttu ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytisins fund með Emmu Kowa Jalloh sjávarútvegsráðherra landsins og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Einnig voru fundir haldnir með öðrum fulltrúum samstarfsríkja og stofnana sem starfað hafa að fiskimálum.</span></p> <p><span>Enn fremur voru haldnir vinnufundir þar sem fulltrúar Síerra Leóne kynntu fyrir hópnum áherslur sínar og íslensku stofnanirnar kynntu nálganir sínar. Þá heimsótti hópurinn tvö fiskiþorp þar sem góð innsýn fékkst í smábátaveiðar og vinnu kvenna sem starfa í kringum virðiskeðju fiskveiða. Sérfræðingahópurinn heldur nú áfram vinnu með ráðuneytinu við að skilgreina mögulegt samstarfsverkefni. </span></p> <p><span>Vonir standa til þess að seinni hluta ársins geti farið af stað nýtt verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins í Síerra Leóne, þar sem íslensk þekking nýtist við tækniaðstoð og þjálfun. </span></p>

04.04.2022Um 25 milljónir manna í Austur-Afríku búa við sult vegna þurrka

<span></span> <p>Verstu þurrkar í fjörutíu ár hafa leitt til alvarlegs matarskorts í austurhluta Afríku, einkum í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi. Að mati Alþjóðabjörgunarnefndarinnar, IRC, hafa nú þegar þrettán milljónir manna sáralítið að borða og búa aukin heldur við vatnsskort. Óttast er að ástandið versni á næstu mánuðum.</p> <p>Alvarleg vannæring meðal íbúa fyrrnefndra þriggja þjóða hefur aldrei verið meiri, segir í <a href="https://www.rescue.org/press-release/east-africa-25-million-people-face-extreme-hunger-if-drought-continues" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá IRC, sem er að auka hjálparstarf í þessum heimshluta og birtir ákall til framlagsríkja og alþjóðasamfélagsins að rétta fram hjálparhönd til að vernda líf, lífsviðurværi og afstýra hungursneyð. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) <a href="https://www.unep.org/news-and-stories/story/verge-record-drought-east-africa-grapples-new-climate-normal" target="_blank">varaði</a>&nbsp;við mjög alvarlegu ástandi í löndunum í austanverðri Afríku vegna þurrka þegar á síðasta ári.</p> <p>„La Nina veðurfyrirbærið og loftslagsbreytingar hafa leitt til þess að þurrkar hafa ekki verið meiri í Eþíópíu í rúmlega fjóra áratugi,“ segir Frank McManus umdæmisstjóri IRC í Eþíópíu. Hann bætir við að rúmlega þrjú hundruð þúsund manns hafi lent á vergangi í leit að vatni, fæði og nýjum haga fyrir búpening. Hann bendir á að þörfin fyrir mannúðaraðstoð aukist þegar þurrkar bætast við stríðsátökin í landinu sem ekki sér fyrir endann á.</p> <p>„Stríðið í Úkraínu gerir illt verra. Aukinn eldsneytiskostnaður getur leitt til hækkandi verðs á matvælum og fæstir geta keypt hveiti sem hefur að langmestu leyti verið flutt inn frá Úkraínu og Rússlandi.“</p>

01.04.2022COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir

<span></span> <p>Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar.</p> <p>„<a href="https://data.unicef.org/resources/are-children-really-learning-foundational-skills-report/" target="_blank">Eru börn í alvöru að læra?</a>“ nefnist skýrslan sem byggir á gögnum um áhrif COVID-19 á skólagöngu barna borið saman við stöðu grunnskólabarna áður en faraldurinn hófst. Fram kemur að 147 milljónir barna hafi misst úr námi meira en annan hvern dag á síðustu tveimur árum. </p> <p>Auk gagna um námstap er í skýrslunni fjallað um brottfall nemenda sem við blasir nú þegar skólar hafa tekið til starfa. Tölur frá Líberíu sýna til dæmis að 43 prósent nemenda hafa ekki snúið aftur til náms eftir faraldurinn. Börnum utan skóla í Suður-Afríku fjölgaði þrefalt frá mars 2020 til júní 2021. Í Úganda skiluðu sér hins vegar níu af hverju tíu börnum eftir tveggja ára lokun skóla sem opnuðu aftur í ársbyrjun. Í Malaví jókst brottfall unglingsstúlkna og sömu sögu er að segja frá Kenía þar sem brottfall stúlkna er tvöfalt meira en drengja, 16 prósent á móti 8 prósentum.</p> <p>Að mati UNICEF eru börn utan skóla einhver viðkvæmustu og jaðarsettustu börn hvers samfélags. Þau eru síst líkleg til þess að geta lesið, skrifað eða leyst einföld stærðfræðidæmi. Þau eru líka svipt öryggisnetinu sem skólasamfélagið veitir sem setur þau í aukna hættu á því að verða fyrir misbeitingu, búa við ævilanga fátækt og vesöld. </p>

31.03.2022Ísland veitir 400 milljónum í neyðaraðstoð í Afganistan

<p><span>Utanríkisráðherra tilkynnti um samtals 400 milljóna króna framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Afganistan á fjáröflunarfundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þar af er 360 milljóna króna framlag fyrir tímabilið 2022-2024 sem skiptist milli Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Þá tilkynnti ráðherra einnig um fjörtíu milljóna króna framlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Um er að ræða áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu og lykilstofnanir í verkefnum Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.&nbsp;</span></p> <p><span>Afganska þjóðin stendur frammi fyrir mikilli neyð en áætlað er að 24 milljónir íbúa þurfi á mannúðaraðstoð að halda þar sem lífskjör hafa hríðversnað og um helmingur afgönsku þjóðarinnar býr við mikið fæðuóöryggi. Í ávarpi sínu ítrekaði utanríkisráðherra einnig mikilvægi þess að tryggja aðgang stúlkna að menntun.&nbsp;</span></p> <p><span>„Áframhaldandi skerðing grundvallar mannréttinda undir stjórn Talibana veldur miklum vonbrigðum. Einkum er ákvörðun þeirra um að útiloka stúlkur frá mið- og gagnfræðiskólanámi mikið áhyggjuefni og mun valda miklum skaða, ekki einungis fyrir stúlkurnar sjálfar og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir framtíð Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra meðal annars.&nbsp;</span></p> <p><span>Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til fundarins í dag í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa í Afganistan en mannúðarákall Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan þetta árið nemur 4,4 milljörðum Bandaríkjadala. Er þetta stærsta ákall Sameinuðu þjóðanna til þessa, enda hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð þrefaldast frá því sem hún var í fyrra. Ísland leggur eftir sem áður áherslu á fyrirsjáanleg framlög, ekki síst í mannúðaraðstoð.&nbsp;</span></p>

31.03.2022Rúmlega fjórar milljónir flúið frá upphafi innrásar

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúmlega fjórar milljónir Úkraínumanna hafi flúið land undan innrás Rússa til nágrannaríkja. Flestir hafa leitað hælis í Póllandi, eða um 2,3 milljónir manna. Innan Úkraínu eru 6,5 milljónir manna á vergangi.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar hafa komið 900 þúsund manns til hjálpar í Úkraínu með lífsnauðsynlegri aðstoð frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar. Að <a href="https://unric.org/is/ukraina-fjoldi-flottamanna-kominn-yfir-4-milljonir/" target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er bílalest Sameinuðu þjóðanna komin til Kharkiv í norður Úkraínu sem barist hefur verið um. Flutningabílarnir komu matvælum, hjúkrunargögnum og öðrum nauðsynjum til þúsunda manna.</p> <p>Úkraínski Rauði krossinn sér um að dreifa gögnunum til þeirra samfélaga sem minnst mega sín í borginni og úthverfum hennar. UNRIC segir að nú hafi tekist að safna andvirði 505 milljóna Bandaríkjadala til hjálparstarfs í Úkraínu, eða sem nemur 44 prósentum af þeirri upphæð sem talin er nauðsynleg til að koma bágstöddum Úkraínubúum til hjálpar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/TYGwLctCYmI" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>#Football4Ukraine</strong></p> <p>UNRIC segir líka frá því að sex þekktir einstaklingar úr heimi knattspyrnunnar hvetji almenning til að láta fé af hendi rakna í þágu flóttamanna og annarra bágstaddra Úkraínumanna. Myllumerki átaksins er&nbsp;<a href="https://football4ukraine.org/donate/en/f4u" target="_blank">#Football4Ukraine</a>&nbsp;og því er ætlað að safna fé fyrir Flóttamannastofnun SÞ (UNCHR) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) í þágu íbúa Úkraínu.</p> <p>Leikmennirnir leika í Englandi, Þýskalandi og Frakklandi og hafa komið fram í myndbandi, sem dreift er á samfélagsmiðlum. Sum þeirra þekkja af eigin reynslu að vera flóttamenn, þar á meðal Alphonso Davies (Bayern&nbsp;München), Mahmoud Dahoud (Borussia Dortmund) og markvörðurinn Asmir Begovic (Everton). Auk þeirra eru í framvarðarsveitinni Lucy Bronze, knattspyrnukona ársins 2020 (Manchester City), Ada Hegerberg (Lyon) og Juan Mata (Manchester United).</p>

30.03.2022Helmingur allra þungana án ásetnings

<span></span> <p>Því sem næst helmingur allra þungana í heiminum, um 121 milljón á ári hverju, er án ásetnings, en margar konur og stúlkur sem verða barnshafandi hafa ekkert val, segir í nýrri stöðuskýrslu um mannafjöldaþróun í heiminum. Í skýrslunni er varað við því að þessi skortur á mannréttindum hafi djúpstæðar afleiðingar fyrir samfélög, einkum konur og stúlkur.</p> <p>Rúmlega sex af hverjum tíu þungunum sem ekki eru áformaðar lýkur með þungunarrofi. Margar slíkar aðgerðir, eða um 45 prósent, eru gerðar við ófullkomnar aðstæður og í sumum tilvikum leiðir þungunarrofið til andláts móður. Samkvæmt skýrslunni eru 5-13 prósent mæðradauða rakin til þungunarrofs við ófullkomnar aðstæður.</p> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, gefur út skýrsluna sem heitir: Að sjá það ósýnilega: Um aðgerðir gegn vanræktri kreppu ófyrirséðra þungana ‑ <a href="https://www.unfpa.org/swp2022">Seeing the Unseen: The case for action in the neglected crisis of unintended pregnancy.&nbsp;</a><a href="https://reliefweb.int/node/3832519"></a><a href="https://www.unfpa.org/swp2022"></a></p> <p>Í skýrslunni kemur fram að líklegt sé að innrásin í Úkraínu og önnur stríðsátök í heiminum fjölgi þungunum án ásetnings af tvíþættum ástæðum, annars vegar verra aðgengi að getnaðarvörnum og hins vegar auknu kynferðisofbeldi. Þá segir í skýrslunni að fjölmargir aðrir þættir endurspegli þann þrýsting sem samfélög setja á konur og stúlkur um að þær verði mæður.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/FEs19O_qztI" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Talið er að 257 milljónir kvenna í heiminum sem vilja forðast að verða barnshafandi noti ekki öruggar getnaðarvarnir. Þá er talið – þar sem gögn liggja fyrir – að tæplega fjórðungur kvenna hafi ekki vald til þess að segja nei við kynlífi.</p> <p>„Þessi skýrsla opnar augu okkar fyrir yfirþyrmandi fjölda þungana án ásetnings og sýnir að ekki hefur tekist að tryggja konum og stúlkum grundvallar mannréttindi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA.</p> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

29.03.2022Verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó skilar góðum árangri

<span></span> <p>Samkvæmt <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/FINAL%20REPORT_Mid-Term%20Evaluation_SOS%20CV%20TOGO_Eng%20Version.pdf">úttekt</a>&nbsp;á verkefni SOS Barnaþorpa um forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Ogou héraði í Tógó hefur vitundarvakning hefur gengið vel. Enn fremur eru samfélög nú betur meðvituð um afleiðingar af kynferðislegri misneytingu á börnum og þörfina á að tilkynna slík mál og draga gerendur til ábyrgðar.</p> <p>Utanríkisráðuneytið styður <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/almennar-frettir/sos-island-med-verkefni-gegn-kynferdislegri-misneytingu-a-bornum-i-togo/" target="_blank">verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó</a>&nbsp;og fékk staðbundinn óháðan úttektaraðila til að framkvæma miðannarúttekt á verkefninu í samvinnu við SOS Barnaþorpin á Íslandi og í Tógó. Verkefnið felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning og umönnun barna og stúlkna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misneytingu og ofbeldi með áherslu á að halda ungum stúlkum í skóla. Heildarkostnaður þess er rúmlega 45 milljónir, markhópurinn 40 þúsund íbúar og verkefnatíminn þrjú ár, frá 2019 til 2022. Úttektin spannaði aðgerðir sem inntar voru af hendi frá janúar 2020 til júní 2021. </p> <p>Stuðningur af ólíkum toga stóð fórnarlömbum til boða: sálfræði-, læknisfræði-, lögfræðilegur, auk stuðnings til að snúa aftur til náms. Að mati úttektaraðila minnkaði slíkur stuðningur skaðann af ofbeldi fyrir fórnarlömb og fjölskyldur þeirra, auk samfélagsins. Alls nutu 77 stúlkubörn sem voru fórnarlömb ofbeldis slíks stuðnings en vitundarvakning hefur einnig orðið til þess að mál eru nú frekar tilkynnt. Á fyrri hluta árs 2021 bárust 73 tilkynningar til yfirvalda en 49 allt fyrra ár auk þess sem börn eru nú fremur líkleg til að segja foreldrum frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Vandamálið er umfangsmikið og ólíkar hindranir sem bygga á félags- og menningarlegum þáttum eru í veginum í þessum viðkvæma málaflokki. </p> <p>Af þáttum sem hafa gengið sérstaklega vel að mati úttektaraðila er efnahagsleg valdefling heimila og einnig að gefa mæðrum í þorpum umsýsluhlutverk (Super Nagan). Sex tillögur eru settar fram sem varða stefnu innan verkefnisins, auk ellefu tillagna sem varða framkvæmd, sem hægt er að byggja á í síðari hluta verkefnisins. Sumir verkefnaþættir eru á eftir áætlun og aðrir hafa ekki komist til framkvæmda vegna COVID-19 faraldursins. Ráðdeildar hefur þó verið gætt í fjárumsýslu og framkvæmd, og 51 prósent af verkefnafé verið nýtt ef miðað er við upprunalegar áætlanir. Líkur eru til að verkefnið komist á gott skrið og því ljúki á réttum tíma þó mögulega þurfi að framlengja verkefnatíma sem nemur einum ársfjórðungi. Auk þess telja úttektaraðilar líkur standa til að verkefnið muni skila áætluðum árangri og ná framúrskarandi árangri hvað varðar tiltekna þætti.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/uttektir/">Úttektir á þróunarsamvinnuverkefnum</a></p>

29.03.2022UN Women styður jaðarsettustu hópa Úkraínu

<span></span> <p>Úkraínsku félagasamtökin Club Eney eru meðal þeirra sem hlotið hafa fjárstuðning frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women). UN Women segir að samtökin&nbsp;<a href="https://untf.unwomen.org/en/stories/news/2022/03/ngo-club-eney-continuing-essential-work-for-the-most-marginalized-women-and-girls-in-ukraine">starfi í þágu jaðarsettustu kvenna Úkraínu</a>, ekki síst kvenna með HIV, heimilislausra kvenna sem margar sem höfðu flúið átökin á Krímskaga, kvenna sem neyta ávanabindandi lyfja og kvenna í kynlífsiðnaði og vændi.</p> <p>Club Eney hefur þurft að bregðast hratt við og aðlaga starfsemi sína að gjörbreyttum aðstæðum eftir að innrásina svo þau geti áfram veitt konum þjónustu og ráðgjöf. Áður höfðu samtökin þurft að bregðast við breyttu landslagi sökum COVID-19 heimsfaraldursins.</p> <p>„Það er gríðarlega mikilvægt að jaðarsettir samfélagshópar&nbsp;<a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-oskir-kvenna-hunsadar/">gleymist ekki á tímum átaka</a>, líkt og hætta er á. UN Women hefur frá upphafi unnið náið með grasrótarsamtökum í hverju landi þar sem UN Women starfar.&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2021/3/compilation-womens-organizations-leave-no-one-behind-in-covid-19-response">Kvenrekin grasrótarsamtök</a>&nbsp;búa yfir staðbundinni þekkingu, lausnum og grunnstoðum sem UN Women styrkir með fjármagni, leiðsögn og búnaði,“ segir í <a href="https://unwomen.is/club-eney-ukraina/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women.</p> <p><strong>Almenningur vill ekki styðja við þessar konur</strong></p> <p>„Fjármagn til okkar var takmarkað fyrir, en hvarf nánast þegar átökin hófust. Almenningur vill ekki styðja við konur í vændi, konur sem neyta eiturlyfja eða konur með HIV. Þess vegna þurftum við nauðsynlega á alþjóðlegum fjárstuðningi að halda,“ sagði Vielta Parkhomenko formaður samtakanna um fjárveitinguna frá Styrktarsjóði Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>COVID-19 heimsfaraldurinn hafði að sögn UN Women þegar skert aðgengi þessara kvenna að lífsbjargandi þjónustu, meðal annars vegna reglna um fjöldatakmarkanir, sóttkví og einangrun, og almennra lokana. Með fjárstyrknum gat Club Eney aðlagað starf sitt að breyttum aðstæðum og starfað áfram þrátt fyrir COVID-19 takmarkanir. Stuðningurinn gerir þeim kleift að halda áfram að þjónusta jaðarsettar konur á stríðstímum. Samtökin starfa meðal annars í borgunum Kyiv, Poltava, Cherkasy, Kryvyi Rih og Ternopil.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/cCHAcOmiZAc" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Styrktarsjóður Sameinuðu þjóðanna um afnáms ofbeldis gegn hefur starfað frá árinu 1996 og markmið hans er að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim.&nbsp; Helstu áherslur sjóðsins eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum.</p> <p>Ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum en ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Á tímum átaka margfaldast tíðni heimilisofbeldis og kynbundins ofbeldis, sérstaklega í garð berskjaldaðra hópa. „Það er því afskaplega mikilvægt að samtök á borð við Club Eney geti áfram veitt þjónustu og stuðning á tímum sem þessum,“ segir landsnefnd UN Women á Íslandi.</p>

28.03.2022Sameinuðu þjóðirnar kanna alvarleg mannréttindabrot og stríðsglæpi í Úkraínu

<span></span> <p>Fimmtíu manna mannréttindasveit Sameinuðu þjóðanna safnar nú upplýsingum um mannréttindabrot í átökum í Úkraínu. Að <a href="https://unric.org/is/ukraina-sth-kanna-alvarleg-mannrettindabrot-og-stridsglaepi/" target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, hefur sveitin þegar sannreynt dauða 1035 óbreyttra borgara frá því Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar og særðir eru 1650 talsins.</p> <p>Matilda Bogner&nbsp;yfirmaður sveitarinnar&nbsp;segir engan vafa leika á að þessar tölur séu mun hærri. Hún segir nauðynlegt að kanna upplýsingar sem hafi borist um fjöldagrafir í borginni Mariupol. Þær sjást á myndum sem teknar hafa verið úr gervihnöttum og ein þeirra kann að hýsa jarðneskar leifar allt að 200 manna.</p> <p>„Fjöldi látinna og særðra óbreyttra borgara og eyðilegging borgarlegra skotmarka bendir eindregið til þess að þau grundvallarsjónarmið að gera skuli greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum þáttum hafi ekki verið virt, meðalhófs hafi ekki verið gætt og reglan um viðvaranir sömuleiðis. Sama máli gegnir um bann við &nbsp;árásum af handahófi,“ segir Bogner.</p> <p>Hún nefndi sérstaklega tvö dæmi. Annars vegar þegar 47 óbreyttir borgarar voru drepnir þegar tveir skólar og nokkur fjölbýlishús í Chernihiv voru eyðilögð 3. mars. „Allt bendir til að hér hafi verið um loftárásir Rússa að ræða,“ segir Bogner.</p> <p>Hitt dæmið er þegar sjúkrahús númer 3 í Mariupol var eyðilagt, einnig í rússneskri loftárás. Sautján óbreyttir borgarar, þar á meðal börn og ófrískar konur, voru særðir. Ein hinna særðu gekkst undir keisaraskurðaðgerð við kertaljós, en hvorki tókst að bjarga móður né barni.</p> <p><strong>Eyðilegging í Úkraínu</strong></p> <p>Einnig er mannréttindasveitin að kanna ásakanir um handófskenndar stórskotaliðsárásir Úkraínumanna í Donetsk og fleiri svæðum undir stjórn svokallaðra „lýðvelda.“ Enn er verið að kanna ásakanir um að Rússar skjóti á og drepi óbreytta borgara sem verið er að flytja á brott í bifreiðum, „án þess að gera nokkrar varúðarráðstafanir eða vara við.“&nbsp;Þá eru Rússar sakaðir um að drepa óbreytta borgara í friðsamlegum mótmælum. </p> <p>„Þessar árásir valda ómældum mannlegum þjáningum og kunna að fela í sér stríðsglæpi og þær verða að hætta,“ segir Bogner.</p> <p>Sjö blaðamenn og fjölmiðlastarfsmenn hafa verið drepnir í átöknum og ráðist á tólf til viðbótar og hafa fimm þeirra særst.</p> <p><strong>Allsherjarþingið krefst verndar fyrir óbreytta borgara</strong></p> <p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/03/1114632">samþykkti</a>&nbsp;með miklum meirhluta atkvæða í síðustu viku ályktun þar sem þess var krafist að óbreyttum borgurum yrði þyrmt og að hjálparstarfsmenn fengju að athafna sig hindrunarlaust. Þá var Rússland gagnrýnt fyrir að bera ábyrgð neyðarástandi frá því Rússar gerðu innrás í Úkraínu fyrir mánuði.&nbsp;</p> <p>140 ríki samþykktu tillöguna en 38 sátu hjá. Fimm ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni, en auk Rússland voru það Eritrea, Hvíta-Rússland, Norður-Kórea og Sýrland.</p>

28.03.2022Nánast öll afganska þjóðin býr við sult

<span></span> <p>Afganska þjóðin stendur frammi fyrir hungri af áður óséðri stærðargráðu,&nbsp;<a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/AFG%20Food%20Security%20Update%20%236%20%28February%202022%29.pdf">samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna</a>. UN Women <a href="https://unwomen.is/95-prosent-afgonsku-thjodarinnar-byr-vid-hungursneyd/" target="_blank">vekur athygli</a>&nbsp;á því að mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið bregðist við neyðinni. Frysting neyðaraðstoðar vegna valdatöku talíbana, þurrkar, uppskerubrestir og ein mesta kuldatíð sem sést hefur í Afganistan í fjörutíu ár hafa lagst á eitt við að skapa það neyðarástand sem nú ríkir í landinu.</p> <p>UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn. UN Women í Afganistan hefur einnig komið á fót tveimur griðarstöðum þar sem konur hljóta menntun, starfsþjálfun, sálræna aðstoð og daggæslu fyrir börn sín.</p> <p>Einstaklingum sem búa við sult hefur fjölgað um níu milljónir á rúmu hálfu ári, frá 14 milljónum í júlí 2021 til 23 milljónir í mars á þessu ári. Fjölskyldur hafa gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi að metta börn sín, meðal annars að takmarka máltíðir við eina á dag, stofna til gríðarlegra skulda og selja líffæri sín eða dætur.</p> <ul> <li>95% afgönsku þjóðarinnar fær ekki nægan mat</li> <li>100% heimila þar sem konan er eina fyrirvinnan búa við hungur</li> <li>Sjúkrahús um allt land eru yfirfull af vannærðum börnum, sum svo veikburða að þau geta sig ekki hreyft</li> <li>80% þjóðarinnar býr við sárafátækt og tekjuleysi</li> </ul> <p><strong>Stúlkur fá ekki skólamáltíðir</strong></p> <p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hugðust dreifa skólamáltíðum til afganskra barna til að vinna gegn ástandinu. Í byrjun vikunnar bárust aftur á móti fregnir af því að stúlkum hafi verið meinaður aðgangur að skólum, sama dag og skólastarf stúlkna átti að hefjast að nýju eftir valdatöku talíbana. Það þýðir að stúlkur fá ekki aðgang að skólamáltíðum heldur búa áfram við sult og langvarandi næringarskort.</p> <p>„Afganskar konur vilja aðgengi að menntun og störfum. Þær vilja ekki ölmusur. Þær vilja ekki láta koma fram við sig eins og annars flokks þegna, heldur vilja taka fullan þátt í afgönsku samfélagi. Það er gríðarlega mikilvægt að grunnmannréttindi kvenna séu virt. Þegar Kabúl féll, missti ég um hríð alla von. Þegar ég sá svo afganskar konur úti á götum að mótmæla, endurheimti ég vonina. Það verður ekki auðvelt að þagga niður í þessari kynslóð,“ sagði&nbsp;<a href="https://asiapacific.unwomen.org/en/news-and-events/stories/2021/10/afghan-women-leaders-speak-at-the-un">Mariam Safi, afgönsk fræðikona</a>.</p> <p>Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því að&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/03/1114482">afganskar stúlkur fái að mennta sig</a>&nbsp;og sagði það óréttlátt og engum til hags að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín.</p> <p>„Það að neita afgönskum stúlkum réttinn að menntun er gróft brot á mannréttindum þeirra og gerir þær enn berskjaldaðri fyrir ofbeldi, sárafátækt og misnotkun.“</p>

25.03.2022Rúmlega helmingur allra barna í Úkraínu verið hrakinn á flótta

<span></span> <p>Í gær var mánuður liðinn frá því Rússar hófu innrás í Úkraínu með þeim afleiðingum að alls 4,3 milljónir barna, ríflega helmingur allra barna í Úkraínu, hafa neyðst til að flýja heimili sín. Samkvæmt tilkynningu frá&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 1,8 milljónir barna flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og 2,5 milljónir barna eru á vergangi innanlands.</p> <p>„Ekki síðan í síðari heimsstyrjöldinni hefur annar eins fjöldi barna neyðst til að flýja heimili sín á svo skömmum tíma og í þessu stríði,“ segir í&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu. „Þetta eru óhugnanleg tímamót sem gætu haft varanlegar afleiðingar fyrir næstu kynslóðir. Öryggi barna, velferð þeirra og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu er ógnað vegna þrotlausra árása og skelfilegs ofbeldis,“ bætir&nbsp;hún við.</p> <p>Samkvæmt tölum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa 78 börn látist og 105 börn særst á þeim mánuði sem liðinn er frá upphafi átaka. Þetta eru þó aðeins staðfestar tölur Sameinuðu þjóðanna og talið líklegt að þær séu í raun mun hærri.</p> <p>Loftárásir hafa haft skelfilegar afleiðingar á nauðsynlega innviði og aðgengi almennings að grunnþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) greinir frá&nbsp;52 árásum á starfsemi heilbrigðisstofnana. Menntamálaráðuneyti Úkraínu segir að skemmdir hafi orðið á yfir 500 skólabyggingum, 1,4 milljónir barna hafa nú ekki aðgengi að öruggu vatni, 4,6 milljónir manna hafa takmarkað aðgengi að vatni eða eiga á hættu að verða vatnslaus. Þá vantar 450 þúsund börn á aldrinum 6-23 mánaða næringaraðstoð.</p> <p>„Á fáeinum vikum þá hefur stríðið gjöreyðilagt svo margt fyrir börnum í Úkraínu. Börn þurfa tafarlaust frið, vernd og öryggi,“ segir&nbsp;Russell.&nbsp;„UNICEF&nbsp;kallar sem fyrr eftir vopnahléi nú þegar og að réttindi og vernd barna verði tryggð. Stofnanir og nauðsynlegir innviðir sem börn reiða sig á eiga aldrei að vera í skotlínu stríðsátaka.“</p> <p><strong>Starf&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar vinna þrotlaust að því að ná til barna í Úkraínu og í nágrannaríkjum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð. Í Úkraínu hefur UNICEF flutt sjúkragögn til 49 sjúkrahúsa á 9 landsvæðum, þar á meðal Kænugarði, Kharkiv, Dnipro, og&nbsp;Lviv.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur aukið stuðning við færanleg barnaverndarteymi sín sem starfa á vettvangi og fjölgað þeim úr 22 í 50 og nú þegar hafa borist 63 flutningabílar af hjálpargögnum til aðstoðar 2,2 milljónum íbúa Úkraínu. Á komandi vikum mun&nbsp;UNICEF&nbsp;svo hefja úthlutun á neyðarfjármagni til handa viðkvæmustu fjölskyldunum og koma upp barnvænum&nbsp;svæðum á lykilsvæðum um allt landið.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur frá upphafi átaka í Úkraínu staðið fyrir neyðarsöfnun vegna stríðsins. Viðbrögð almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hafa verið vonum framar og tugir milljóna safnast til góðra verka. Samtakamáttur íslensku þjóðarinnar hefur verið aðdáunarverður.</p> <p><a href="https://unicef.is/forsetahjonin-settu-atak-unicef-heimsins-bestu-foreldrar">Í vikunni hóf&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi svo átak undir yfirskriftinni „Heimsins bestu foreldrar“</a>&nbsp;til að fjölga Heimsforeldrum enda hefur mikilvægi þeirra sýnt sig undanfarið, sem endranær. Mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu&nbsp;UNICEF&nbsp;til að vera til staðar þar sem neyðin er og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar skálmöld skellur á, rétt eins og kom á daginn í Úkraínu fyrir mánuði síðan.</p> <p>Í átakinu sem hófst í vikunni munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði&nbsp;renna beint til starfs&nbsp;UNICEF&nbsp;vegna Úkraínu. Ísland á heimsmet í fjölda Heimsforeldra og minnum við því þann mikla fjölda núverandi Heimsforeldra einnig á að alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofu&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi og hækka núverandi framlag sitt, ef áhugi er á. </p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;er með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Í öllum þessum verkefnum, nær og fjær, skiptir hvert framlag máli.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

24.03.2022Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar

<span></span> <p>Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. Þetta kemur fram í&nbsp;<a href="https://www.humanitarianresponse.info/sites/www.humanitarianresponse.info/files/documents/files/03_2022_un_women_rapid_assessment_womens_csos_eng.pdf" target="_blank">nýrri skýrslu UN Women</a>&nbsp;í Úkraínu. Ástæðan er sú að starfsfólk félagasamtaka hefur sjálft verið neytt á flótta, hefur ekki aðgang að rafmagni eða öðrum búnaði til að sinna starfi sínu eða kemst ekki að heiman vegna linnulausa árása rússneskra hersveita. Í neyðarástandinu hefur einnig borið á því að reynslulítil félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa stigið inn til að veita neyðaraðstoð.</p> <p>„Sem þjálfaður aðili í skipulagningu neyðar- og viðbragðsáætlana hef ég séð fjölda sjálfboðaliða, hópa og samtaka sem aldrei hafa unnið við þessar aðstæður, nú stíga inn án þess að hafa fullan skilning á þörfum þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta hefur orðið til þess að mannréttindi hafa verið brotin, fólk í neyð hefur mætt fordómum og verið vísað burt og viðkvæmir hópar gleymast. Það er gríðarlega mikilvægt að veita viðbragðsaðilum rétta þjálfun, stuðning og eftirlit,“ sagði einn viðmælenda UN Women, sem starfað hefur hjá úkraínskum félagasamtökum um árabil.</p> <p>UN Women hefur veitt móttökuríkjum á borð við Moldóvu ráðgjöf og aðstoð við móttöku fólks á flótta með kvenmiðaða neyðaraðstoð að leiðarljósi. Þá vinnur UN Women í Úkraínu að því að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, þar með talið kvenna með fatlanir, aldraðra kvenna og karla, LGBTQ og Róma kvenna.</p> <p>Í <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-oskir-kvenna-hunsadar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women segir að konur og karlar um alla Úkraínu búi nú í stöðugum ótta um líf sitt og fjölskyldna sinna. Þeir sem geta, hafi flúið heimili sín og standi frammi fyrir áður óþekktum áskorunum. „En fjöldi fólks hefur ekki tök á því að flýja og neyðist til að vera um kyrrt í hersetnum borgum. Aðrir verða eftir til að sinna framlínustörfum, meðal annars hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og slökkviliðsfólk. Neyðarskýli og neðanjarðarbyrgi eru óaðgengileg fólki með skerta hreyfigetu og erfitt er fyrir þennan hóp að skýla sér á heimilum sínum. Það sama á við um aldraða og sjúklinga. Þessir einstaklingar eiga einnig erfitt með að verða sér úti um mat og aðrar nauðsynjar, sérstaklega þegar þjónusta til þeirra liggur niðri.“</p> <p><strong>Óttast um börn sín</strong></p> <p>Samkvæmt skýrslu UN Women er mesta þörfin á lífsbjargandi aðstoð á borð við matvæli, sérstaklega barnamat, lyf, hreinlætisvörur – þar með talið bleium – og vatn. Félagasamtök sem vinna með UN Women í Úkraínu segja að konur óski fyrst og fremst eftir nauðsynjum fyrir börn sín og óttast stöðugt um líf þeirra og heilsu, sérstaklega heilsu ungbarna og nýbura.</p> <p>„Áföllin og streitan sem fylgja stríði hafa gríðarleg áhrif á heilsu óléttra kvenna og mjólkandi kvenna. Streitan getur orðið til þess að fæðing fari fyrr af stað og að þær framleiði ekki næga mjólk fyrir nýfædd börn sín. Víða er þurrmjólk og barnamatur ófáanlegt. Aukin tíðni mæðra- og ungbarnadauða er því miður fylgifiskur átaka,“ segir í fréttinni.</p> <p>Mörg félagasamtök hafa miklar áhyggjur af þolendum heimilis- og kynferðisofbeldis og segja&nbsp;<a href="https://unwomen.is/atok-margfalda-likur-a-kynbundnu-ofbeldi/">tíðni kynbundins ofbeldis hafa aukist</a>&nbsp;frá því átök hófust. Félagasamtök hafa jafnframt vakið athygli á því að konur hafa ítrekað verið útilokaðar frá friðarviðræðum fram að þessu og að&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/speech/2022/03/speech-crises-multiply-threats-women-are-the-solution-multipliers">óskir þeirra hafi verið hunsaðar</a>. Þess í stað hafa þarfir sjálfboðaliða sem nú berjast við innrásarher Rússa verið settar í forgang. Ákall kvenna eftir lyfjum fyrir börn og aldraða, þurrmjólk, barnamat og hreinlætisvörur hefur því mætt daufum eyrum.</p> <p>UN Women tryggir kvenmiðaða&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">neyðaraðstoð í Úkraínu</a>&nbsp;og nágrannalöndum. Hægt er að hjálpað með því að senda sms-ið&nbsp;KONUR&nbsp;í síma&nbsp;1900.</p>

23.03.2022Milljónir barna aldrei þekkt annað en stríðsástand

<span></span> <p>Í Sýrlandi þurfa 6,5 milljónir barna á neyðaraðstoð að halda, 2,5 milljónir barna eru utan skóla og um ein milljón barna þjáist af vannæringu. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa unnið í Sýrlandi frá árinu 2012 og hafa aðstoðað yfir fimm milljónir manna, þar af þrjár milljónir barna.</p> <p>Um þessar mundir er þess minnst að átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í ellefu ár, átök sem „eru lifandi martröð fyrir börn og fjölskyldur þeirra,“ eins og segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/11-ar-fra-thvi-ad-atokin-i-syrlandi-hofust" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum. „Milljónir barna hafa aldrei þekkt annað en stríðsástand. Rannsóknir hafa sýnt fram á að átökin munu hafa langvarandi áhrif á börn, en þau þjást mörg af andlegri vanlíðan, streitu og kvíða og munu bera þess merki það sem eftir er ævinnar.“</p> <p>Barnaheill segja að meirihluti barna í Sýrlandi búi við mikla fátækt og óviðunandi aðstæður. Þau verði vitni að sprengjuárásum allt í kring og upplifa sig óörugg. Óbreyttir borgarar verði fyrir árásum og árið 2021 hafi 15 skólar orðið fyrir árásum.</p> <p>„Sýrland er í miðri efnahagskreppu þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn, átök, gengisfelling gjaldmiðla og skortur á grunnvörum stuðlar að fjárhagslegri baráttu fjölskyldna út um allt land. Verð á matarkörfu hækkaði um 97% frá desember 2020 til desember 2021 sem þýðir að á síðasta ári eyddu fjölskyldur 41% af tekjum sínum í mat. Um 12 milljónir, sem gerir 55% þjóðarinnar, búa við fæðuóöryggi. Fjölskyldur neyðast til að draga verulega úr neyslu á mat og margar eru alfarið háðar neyðaraðstoð. 22% barna hafa neyðst til þess að hætta í skóla til þess að taka þátt í að sjá fyrir heimilinu.“</p> <p>Yousef, 12 ára, er eitt af þeim börnum sem hefur misst foreldra sína í átökunum og býr við mikla fátækt.</p> <p>„Ég hef búið hjá afa mínum síðustu þrjú ár. Vegna átakanna og fjárhagslegra þrenginga þá búum við í ókláruðu húsi. Báðir foreldrar mínir eru dánir. Mamma dó fyrir níu árum í loftárás en ég slasaðist illa í þeirri árás sem olli varanlegum meiðslum í fótum. Pabbi minn dó fyrir þremur árum vegna veikinda. Hann var vanur að fara með mig á spítalann í læknismeðferð en nú er enginn til þess að fara með mig.“</p> <p>Neyðaraðstoð Barnaheilla styður við barnavernd, menntun barna, fæðuöryggi, veitir heilbrigðisaðstoð og aðra grunnþjónustu. Í kjölfar átaka í Úkraínu hafa aldrei verið meiri fólksflutningur í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. <span>„</span>Mikilvægt er að styðja við þau börn sem flýja Úkraínu en ekki má missa sjónar á þeim börnum sem hafa búið við átök í Sýrlandi síðustu 11 ár," segir í frétt Barnaheilla.</p>

22.03.2022Guterres óttast að stríðið grafi undan baráttu gegn loftslagsbreytingum

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að hernaður Rússlands í Úkraínu valdi ekki aðeins verðhækkunum á matvælum og eldsneyti, heldur kunni að setja strik í reikninginn í loftslagsmálum. Hann segir að þróunarríki verði fyrir barðinu á hærri verðbólgu, vatxahækkunum og þyngri skuldabyrði. En afleiðingarnar kunni að vera alvarlegar fyrir alla heimsbyggðina.</p> <p>„Helstu hagkerfi heims grípa nú í hvaða haldreipi sem er til að skipta út rússnesku jarðefnaeldsneyti. Slíkar skammtímaráðstafanir kunna að stuðla að því að notkun jarðefnaeldsneytis verði ávanabindandi til lengri tíma og loki því einnar og hálfrar gráðu glugganum,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn á ráðstefnu vikurtisins Economist um sjálfbærni í dag. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, <a href="https://unric.org/is/guterres-ukrainustridid-kann-ad-grafa-undan-barattu-gegn-loftslagsbreytingum/" target="_blank">greinir</a>&nbsp;frá.</p> <p>Guterres lýsti áhyggjum sínum af því að ríki heims verði svo gagntekin af þeirri nauðsyn að finna skammtímalausn á þessum vanda að þau vanræki eða leggi til hliðar stefnumið um að skera niður notkun jarðefnaeldsneytis.</p> <p>„Þetta er glórulaust. Fíknin í jarðefnaeldsneyti leiðir til gjöreyðingar. Og síðustu atburðir sýna okkur að svo lengi sem við erum háð notkun jarðefnaeldsneytsins, grafa átök og hamfarir undan hagkerfi heimsins og orkuöryggi.“</p> <p>Guterres sagði að veröldin yrði að „laga gallaða orku-samsetningu heimsins.“ Hann benti á að tími væri af skornum skammti til að draga úr losun koltvísýrings um 45 prósent. Í stað þess að leggja til hliðar aðgerðir til að draga úr kolefni í alheimshagkerfinu, beri að gefa í og hraða þróuninni átt til endurnýjanlegrar orku.</p> <p>„Hvernig höldum við einnar komma fimm hugsjóninni á lífi?,<span>“</span> spurði Guterres og svaraði sjálfur spurningunni með því að leggja áherslu á nauðsyn þess að hætta smám saman notkun kola og alls jarðefnaeldsneytis. Hann sagði að eina leiðin til orkuöryggis væru hröð, sanngjörn og sjálfbær orkuskipti.</p> <p>Guterres hvatti ríki heims til að endurskoða landsmarkmið um loftslagsmál í tengslum við Parísarsáttmálann árlega þangað til þau uppfyllti 1,5 gráðu markmiðið. Þá þyrfti að hraða kolefnisjöfnun mikilvægra geira á borð við sjóflutninga, stál- og sementsframleiðslu. Á sama tíma bæri að vernda þá sem höllustum fæti standa og tryggja að aðlögun að loftslagsbreytingum væri sinnt samhliða þessum aðgerðum.</p> <p>„Með þessu móti getum við flutt 1.5 gráðu markmiðið af gjörgæsludeildinni yfir í endurhæfingu,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn.</p>

22.03.2022UN Women: Dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta

<span></span> <p>Meðal verkefna UN Women í Moldóvu er að dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjárhagsaðstoð.&nbsp;Þá hefur UN Women barist fyrir því að&nbsp;<a href="https://unwomen.is/hvad-er-kvenmidud-neydaradstod/">kvenmiðuð neyðaraðstoð</a>&nbsp;sé veitt. UN Women á Íslandi segir í <a href="https://unwomen.is/strid-i-ukrainu-eg-upplifi-oryggi-og-er-haett-ad-fa-kvidakost/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að mikilvægt sé að konur hljóti strax upplýsingar um réttindi sín, húsaskjól og áfallahjálp við komuna til gistilands. </p> <p>UN Women í Moldóvu og UNICEF hafa tekið höndum saman til að tryggja að þörfum kvenna og barna á flótta sé mætt. Þar sem úkraínskum karlmönnum á aldrinum 18 til 60 hefur verið meinað að yfirgefa landið, eru konur og börn meiri hluti fólks á flótta.</p> <p>Liðinn er mánuður frá því að rússneski herinn hóf innrás í Úkraínu. Síðan þá hafa um 3,5 milljónir verið neyddar á flótta og talið er að um 12 milljónir sitji fastar í umsetnum borgum og bæjum án rafmagns, hita eða vista. Meiri hluti þeirra er flúið hafa átökin í Úkraínu hafa leitað skjóls í Póllandi, eða um 2 milljónir.&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/feature-story/2022/03/in-moldova-women-mobilize-to-help-refugees-from-ukraine">Moldóva</a>&nbsp;er það land sem hefur tekið á móti næstflestu flóttafólki, eða rúmlega hálfri milljón.</p> <p><strong>Sex dagar ofan í kjallara</strong></p> <p>UN Women segir frá Veru, einstæðri fjögurra barna móður sem flúði til Moldóvu frá Kyiv. </p> <p>„Fyrst þegar átökin hófust, földum við okkur í kjallaranum. Við vorum þar í sex daga. Á tímabili gullu neyðarvarnirnar fjórum sinnum á dag og börnin gátu ekkert sofið. Það var engan mat að fá og ég vissi ekki hvernig ég gæti útvegað matvörur því verslanir voru tómar, það seldist allt upp. Sem einstæð móðir með fjögur börn og ekkert bakland, þá tókst mér ekki að útvega okkur nægar vistir.“</p> <p>Þegar sprengjuregnið færðist nær heimili Veru og barna hennar, ákvað hún að flýja í von um að koma börnum sínum í öruggt skjól.</p> <p>„Við yfirgáfum Kyiv klukkan 7 að morgni og komum að landamærum Moldóvu sólarhring síðar. Ég ætlaði fyrst til Póllands, en fólk þurfti að bíða í þrjá daga á lestarstöðinni til að komast þangað.“</p> <p>Landamæraverðir, sjálfboðaliðar og félagasamtök hafa tekið á móti þeim sem flúið hafa stríðið til Moldóvu.&nbsp; Vera segir hjálpsemi fólks og gæska þess hafa komið sér í opna skjöldu.</p> <p>„Við fengum mat, heita drykki og hlýjan fatnað við komuna. Börnin mín höfðu ekki fengið heita máltíð í meira en viku. Ég upplifi öryggi hér. Ég er hætt að fá taugakippi og kvíðaköst. Ég er loksins róleg.“</p> <p>Hægt er að styðja við neyðaraðstoð UN Women með því að senda sms-ið&nbsp;KONA&nbsp;í síma&nbsp;1900.</p>

21.03.2022UNICEF: Tæplega níu hundruð tonn af hjálpargögnum til Úkraínu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nú sent 85 flutningabíla með 858 tonn af hjálpargögnum til Úkraínu og nágrannaríkja. Alls fóru 780 tonn inn í Úkraínu en afgangurinn til nærliggjandi ríkja sem tekið hafa á móti mörgum flóttamönnum síðustu vikur. Þetta kemur fram í <a href="https://unicef.is/unicef-komid-858-tonnum-af-hjalpargognum-til-ukrainu-og-nagrannarikja" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF&nbsp;og þar segir að meiri hjálpargögn séu nú þegar á leiðinni.&nbsp;</p> <p>Vörubílarnir eru drekkhlaðnir af nauðsynlegum sjúkragögnum, lyfjum og öðru sem skortur er á, hreinlætisvörum, skólagögnum, barnvænni afþreyingu fyrir börn og ungmenni, að ógleymdum hlýjum teppum og vetrarfatnaði, svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun vegna verkefna&nbsp;UNICEF&nbsp;í og við Úkraínu frá því innrásin hófst.&nbsp;UNICEF&nbsp;hafði þar áður verið að störfum í átta ár á átakasvæðum í austurhluta Úkraínu, en við innrásina þurfti að róa að því öllum árum að bregðast við á vettvangi um allt land og við nærliggjandi landamæri. Í frétt UNICEF segir að stuðningur almennings, fyrirtækja og samstarfsaðila hér á landi við neyðarsöfnun hafi verið aðdáunarverður og tugir milljóna hafi safnast.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í fréttinni er Heimsforeldrum hrósað og sagt að mánaðarleg framlög þeirra tryggi getu&nbsp;UNICEF&nbsp;til að vera til staðar þar sem neyðin er mest og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skellur á, líkt og gerðist í Úkraínu í síðasta mánuði. </p> <p>„Íslendingar eiga heimsmet í fjölda Heimsforeldra miðað höfðatölu&nbsp;og telur hvert eitt og einasta framlag til góðra verka&nbsp;UNICEF&nbsp;í þágu réttinda barna um allan heim. Því gleymum ekki að þrátt fyrir það grettistak sem&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur að undanförnu lyft í Úkraínu þá er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, með starfsemi í yfir 190 löndum og er á vettvangi margra stríða. Þar, nær og fjær, skiptir stuðningur þinn máli."&nbsp;</p>

18.03.2022Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda

<span></span> <p>Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun.</p> <p>„Ísland leggur áherslu á að styðja aðgerðir til að útrýma sjúkdómum, ólæsi og fátækt. Í Úganda hefur COVID-19 heimsfaraldurinn haft neikvæð áhrif á heilsu, nám og lífsviðurværi samfélaga, ekki síst stúlkur. Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda leggjum við áherslu á handþvott með sápu til verndar börnum gegn niðurgangspestum og öndunarfærasýkingum, meðal annars kórónuveirunni. Bætt hreinlætisaðstaða bætir skólasókn sem leiðir til aukins þroska barna,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.</p> <p>Auk endurbóta á hreinlætisaðstöðu kostar Ísland gerð veggspjalda sem minna nemendur skólanna á mikilvægi persónulegra sóttvarna, handþvottar með sápu og hreinu vatni.</p> <p>„Mannréttindi eru áhersluatriði í stefnu Íslands í þróunarsamvinnu og UNICEF gegnir mikilvægu hlutverki við að stuðla að réttindum og velferð barna í heim allan. Við erum ánægð með að leggja okkar af mörkum til þessa verkefnis UNICEF til að bæta hreinlætisaðstöðu í fyrrnefndum 600 skólum,“ segir Þórdís.</p> <p>„Í Úganda hafa skólar verið opnir í tvo mánuði og til að tryggja áframhaldandi starfsemi þeirra er mikilvægt að fjárfesta í sýkingavörnum og eftirliti með fullnægjandi vatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu. Þannig getum við takmarkað útsetningu fyrir sjúkdómum og smitum meðal nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólanna. Með þessari viðbótarfjárveitingu frá íslenskum stjórnvöldum stuðlar UNICEF að því að draga úr sjúkdómum í skólum landsins, bæði vatnsbornum sjúkdómum og þeim sem tengjast ófullnægjandi hreinlæti,“ segir Munir Safieldin fulltrúi UNICEF í Úganda.</p>

18.03.2022Áhrif loftslagsbreytinga á kynbundið ofbeldi rætt á hliðarviðburði

<span></span> <p>UN Women á Íslandi og forsætisráðuneytið stóðu fyrir hliðarviðburði í vikunni í tengslum við&nbsp;<a href="https://unwomen.is/fundur-kvennanefndar-sth-tekur-a-loftslagsbreytingum/">66. Kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;(CSW66) sem stendur nú yfir í New York. Viðburðurinn kallaðist&nbsp;„Hinar gleymdu raddir – Áhrif loftslagsbreytinga á ofbeldi gegn konum og þar fjölluðu Christina Lamb, Erna Huld Íbrahimsdóttir og Tinna Hallgrímsdóttir um hin ríku tengsl á milli&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/explainer/2022/02/explainer-how-gender-inequality-and-climate-change-are-interconnected">loftslagsbreytinga og kynbundins ofbeldis</a>.</p> <p>Christina Lamb er fréttastjóri erlendra frétta hjá The Sunday Times og höfundur bókarinnar&nbsp;Líkami okkar, þeirra vígvöllur.&nbsp;Í erindi sínu fjallaði hún meðal annars um áhrif stríðs og náttúruhamfara á konur.</p> <p>„Í síðasta mánuði var ég stödd í Afganistan sem, eins og margir vita, glímir nú við mestu þurrka sem landið hefur séð í fjörtíu ár. Ég hitti fjölskyldu sem var svo full örvæntingar að þau höfðu ákveðið að selja 8 ára dóttur sína í hjónaband bara svo þau gætu átt mat fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Og nú voru þau einnig að reyna að selja burt 3-mánaða barn sitt. Þetta var ekki einangrað atvik, það er fjöldi fólks í sömu aðstöðu, ekki aðeins í Afganistan, heldur einnig í Malaví, í Kenya, Chad og Bangladesh. Allt þetta fólk glímir við afleiðingar loftslagsbreytinga.“</p> <p>Lamb minntist jafnframt á áhrif stríðsins í Úkraínu á matarskort í Yemen og Afganistan. Hún benti á að samanlagt framleiða Rússland og Úkraína um 30% alls hveitis í heiminum. Viðbúið er að framleiðsla hveitis muni dragast saman vegna stríðsins sem&nbsp; þýðir að lönd eins og Afganistan og Yemen, sem þegar glíma við gríðarlegan matarskort, munu eiga enn erfiðara um vik með að afla sér byrgða</p> <p><strong>Þau jaðarsettustu í framlínunni</strong></p> <p>Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, hélt öflugt erindi um&nbsp;<a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/">sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna</a>. Hún vitnaði m.a. í&nbsp;António Guterres sem sagði mannkynið vera í stríði við náttúruna. „Um leið og við áttum okkur á hversu háð við erum vistkerfi Jarðarinnar, verður okkur ljóst að við eigum ekki aðeins í stríði við náttúruna, heldur einnig okkur sjálf. Þau okkar sem standa á framlínunni, eru þau sem eru hvað jaðarsettust,“ sagði Tinna.</p> <p>Erna Huld Íbrahimsdóttir, túlkur og kynjafræðingur frá Afganistan, gerði áhrif valdatöku talíbana á&nbsp;<a href="https://unwomen.is/lysa-yfir-miklum-ahyggjum-af-lifi-og-rettindum-afganskra-kvenna/">mannréttindi kvenna í Afganistan</a>&nbsp;að umfjöllunarefni sínu.</p> <p>„Afganskar konur misstu ekki hluta af nýfengnum réttindum sínum, heldur voru öll grundvallarmannréttindi þeirra hrifsuð af þeim. Þú hefur ekki rétt til lífs þegar þú hefur ekki einu sinni réttinn til að ferðast eða almenn mannréttindi. Enn á 21. öldinni erum við að neita konum um réttinn til náms, eitt mikilvægasta tólið í jafnréttisbaráttunni.“</p> <p>66. Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna (CSW66) stendur yfir til 25. mars.&nbsp;<a href="https://teamup.com/ksjgjdxx23dqs947md">Fjöldi áhugaverðra viðburða fara fram á fundinum</a>&nbsp;sem eru opnir öllum.</p>

17.03.2022Ísland tilkynnir um 125 milljóna króna framlag til Jemen

<span></span> <p>Á framlagsráðstefnu til að tryggja lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð fyrir almenna borgara í Jemen söfnuðust 1300 milljónir bandarískra dala eða tæplega þriðjungur þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett sér að markmiði. Utanríkisráðherra tilkynnti á fundinum um 125 milljóna króna framlag Íslands til Jemen. Alls tilkynntu 36 framlagsríki um fjárframlög á ráðstefnunni í gær.</p> <p>Framlag Íslands skiptist milli áherslustofna í mannúðaraðstoð: Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).<br /> <br /> Ráðstefnan, sem skipulögð var af stjórnvöldum í Svíþjóð og Sviss, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar, hefur verið haldin ár hvert frá því að stríðið í Jemen braust út fyrir um sjö árum. Rúmlega 23 milljónir manna eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð og innviðir landsins eru fyrir löngu að hruni komnir.</p> <p>„Mannúðarþörf fer vaxandi á ógnarhraða í heiminum, en samúð og samstaða dugar ekki til. Íbúar Jemen þurfa á aðstoð að halda. Í dag heyrðum við frá svo mörgum löndum að Jemen hefur ekki gleymst og ég þakka styrktaraðilum fyrir lífsbjargandi framlag þeirra," sagði Martin Griffiths mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnunni í gær.</p> <p>Hann bætti við að ástæða væri til að óttast að innrás Rússa í Úkraínu gæti leitt til að torsóttara verði að afla fjár fyrir íbúa Jemen. Það væri því enn brýnna að leita lausna á styrjaldarástandinu sem ríkt hefur í sjö ár.</p> <p>Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) neyddist til að skera niður matarskammta átta milljóna manna í upphafi þessa árs vegna fjárskorts. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði á fundi Öryggisráðsins í vikunni að aðeins hefði tekist að afla 11 prósent þeirra 887,9 milljóna dala sem stofnunin þyrfti á að halda til að brauðfæða þrettán milljónir manna næsta hálfa árið.</p>

16.03.2022Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum

<span></span> <p>Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. Að <a href="https://unric.org/is/innrasin-i-ukrainu-gaeti-valdid-hungursneyd-i-throunarrikjum/" target="_blank">sögn</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hefur matur, eldsneyti og áburður snarhækkað í verði og birgðaflutningar raskast. </p> <p>„Allt þetta kemur harðast niður á hinum fátækustu í heiminum,“<a href="https://news.un.org/en/story/2022/03/1113882">&nbsp;sagði</a>&nbsp;António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. „Nú er sáð fræjum óstöðugleika og óróa um allan heim. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir flóðbylgju hungurs og hruns alþjóðlega matvælakerfisins. Þar að auki sjást þess skýr merki að þetta stríð hefur sogað til sín fjármagn og dregið til sín<a href="https://unric.org/is/sth-hefur-komid-halfri-milljon-til-adstodar-innan-ukrainu/">&nbsp;athygli</a>&nbsp;frá öðrum svæðum þar sem neyð ríkir.”</p> <p>UNRIC vekur athygli á því að rúmlega helmingur sólblómaolíu og 30 prósent hveitis komi frá Rússlandi og Úkraínu. Helmingur hveitis sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kaupir í þágu bágstaddra í heiminum kemur frá Úkraínu einni.</p> <p>45 Afríkuríki sem eru í hópi lágtekjuríkja heims, flytja inn að minnsta kosti þriðjung hveitis frá Úkraínu og Rússlandi. Átján þeirra flytja inn meira en helming frá þessum þjóðum.</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn hvatti ríki heims til að fitja upp á skapandi lausnum til að fjármagna mannúðar- og þróunarstarf um allan heim, sýna rausn og láta þegar í stað af hendi fé sem lofað hefur verið.</p> <p>„Í stuttu máli má segja að þróunarríkjum er greitt bylmingshögg. Þau standa andspænis hverri raun á fætur annarri. Fyrir utan stríðið í Úkraínu skulum við ekki gleyma COVID og áhrifum loftslagsbreytinga, sérstaklega þurrkum.“</p>

16.03.2022Fjölskylduefling SOS: Nýtt verkefni í Rúanda

<span></span> <p>SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa hrund­ið af stað nýrri fjöl­skyldu­efl­ingu í Rú­anda. Þetta er fimmta fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efn­ið frá upp­hafi sem er á ábyrgð SOS á Ís­landi. Und­ir­bún­ing­ur hófst um síðustu ára­mót og <span></span>verk­efn­ið hefst form­lega í byrj­un næsta mánaðar. Það er til fjög­urra ára eða út árið 2025.</p> <p>Fjöl­skyldu­efl­ing SOS er for­varn­ar­verk­efni. Markmiðið er að forða börn­um frá að­skiln­aði við illa stadda for­eldra sína í sára­fá­tækt með því að styðja fjöl­skyld­urn­ar til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is. SOS á Ís­landi rek­ur tvö önn­ur slík verk­efni, eitt í Eþí­óp­íu og ann­að í Mala­ví.</p> <p>Verk­efn­ið í Rú­anda er í Nyamiyaga hlut­an­um í Gicumbi hér­aði og skjól­stæð­ing­arnir eru um 1.400 börn og ung­menni og for­eldr­ar þeirra í 300 fjöl­skyld­um sem búa við sára­fá­tækt. Af 21 þús­und íbú­um þessa svæð­is búa yfir 6.200 við ör­birgð. Þjóð­armorð­in árið 1994 lögðu áður veik­byggða inn­viði lands­ins í rúst og þjóðin glím­ir enn við af­leið­ing­ar þeirra.</p> <p>Fjög­ur SOS barna­þorp eru í Rú­anda og í þeim eru 47 börn sem eiga SOS-for­eldra á Ís­landi. Verk­efna­svæð­ið er ná­lægt barna­þorp­inu í Byumba, höf­uð­borg Gicumbi hérðs. Þar búa tólf börn sem eiga SOS-for­eldra á Ís­landi.</p> <p><strong>Mik­ið of­beldi gegn börn­um</strong></p> <p>Yf­ir­skrift verk­efn­is­ins er&nbsp;Uburumbuke Iwacu&nbsp;eða&nbsp;Velsæld í fjölskyldum og samfélagi. Markmið þess er að ráð­ast á rót helstu vanda­mála sem ógna vel­ferð barna á svæð­inu og má þar helst nefna háa tíðni of­beld­is gegn börn­um, van­rækslu, yf­ir­gef­in börn og sundr­ungu í fjöl­skyld­um. Vanda­mál­in sem verk­efn­ið mun ráð­ast gegn eru meðal annars ör­birgð og vannær­ing, tak­mörk­uð þekk­ing á rétt­ind­um barna, færni í já­kvæðu upp­eldi, barna­vernd, heil­brigð­is­þjón­ustu, hrein­læti, kynja­jafn­rétti, vernd gegn HIV og kyn­bund­ið of­beldi.</p> <p>Fjöl­skyldu­efl­ing SOS hef­ur ver­ið í Rú­anda í fimmtán ár og nýja verkefnið byggir á þeirri reynslu og þekk­ingu sem þar hef­ur skap­ast. Verkefnið er fjármagnað af íbúða­leigu­fyr­ir­tæk­inu Heimsta­den að mestu leyti. Heimsta­den fjár­magn­ar fyrsta verk­efnis­ár­ið að fullu en 90% síð­ustu þrjú árin. Mót­fram­lag SOS er sem fyrr fjár­magn­að af styrktarað­il­um,&nbsp;<a href="https://www.sos.is/styrkja/gerast-fjolskylduvinur/" title="Gerast fjölskylduvinur">SOS-fjölskylduvinum</a>. Heild­ar­kostn­að­ur þess er um 715.000 evr­ur.</p> <p>Verk­efn­i SOS í Eþí­óp­íu og Mala­ví eru að stærst­um hluta fjár­mögn­uð með stuðn­ingi ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins en mót­fram­lag SOS á Ís­landi sem fyrr með fram­lög­um SOS-fjöl­skyldu­vina.</p>

15.03.2022Utanríkisráðherra undirritar rammasamninga við félagasamtök

<p><span>Utanríkisráðherra undirritaði í gær rammasamninga við fjögur íslensk félagasamtök sem starfa á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Rammasamningarnir munu veita félagasamtökunum fyrirsjáanleika sem auðveldar skipulagningu verkefna og eykur viðbragðsflýti samtakanna, til dæmis þegar neyðarástand skapast.&nbsp;</span></p> <p><span>Gengið var til samninga við Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða krossinn á Íslandi til að styðja verkefni á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Einnig var gerður samningur við SOS Barnaþorpin á Íslandi vegna þróunarsamvinnuverkefna.&nbsp;</span></p> <p><span>„Við stöndum á ákveðnum tímamótum með undirritun þessara samninga. Undanfarin tvö ár hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu aukast og er því mikilvægt fyrir Ísland að leggja sitt af mörkum og gera enn meira til að standa við skuldbindingar okkar til alþjóðsamfélagsins. Þátttaka í þessum verkefnum er hluti af skyldum okkar sem þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samstarfi,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við undirritunina. „Félagasamtök gegna hér mikilvægu hlutverki sem traustir samstarfsaðilar og eru mikil verðmæti fólgin í samstarfinu,“ sagði ráðherra ennfrekar.&nbsp;</span></p> <p><span>Samstarf stjórnvalda við íslensk félagasamtök á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu á sér langa sögu og hefur fjölbreytni verkefna aukist á undanförnum árum. Lagt er upp með að eiga gott samstarf við öflug og virk félagasamtök sem stuðla að árangri í þróunarsamvinnu, framgangi heimsmarkmiðanna og bættum lífskjörum í þróunarríkjum.<br /> </span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Barnaheill – Save the Children á Íslandi</strong> leggur áherslu á forvarnir og viðbrögð gegn ofbeldi á börnum. Hafa samtökin mikla reynslu í málaflokknum og hyggjast framkvæma þróunarsamvinnuverkefni í Síerra Leóne og Líberíu sem lúta að forvörnum gegn ofbeldi gagnvart börnum og þjónustu við þolendur. Á sviði mannúðaraðstoðar hyggjast samtökin leggja áherslu á uppbyggingu barnvænna svæða og að veita börnum heildstæða þjónustu sem verða fyrir ofbeldi.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Hjálparstarf kirkjunnar</strong> leggur áherslu á stuðning við fólk og samfélög með það að leiðarljósi að auka sjálfbærni þeirra, virkja þátttakendur og byggja upp staðbundna þekkingu til að hraða þróun. Verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru unnin í Afríku og er lögð áhersla á að auka viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum, bætta lífsafkomu og jafnrétti kynjanna, og vinnu gegn fátækt. Á sviði mannúðar leggur Hjálparstarf kirkjunnar áherslu á aðstoð í samvinnu við Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance og hjálparstarf Lúterska heimssambandsins (Luterian World Federation, LWF).&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Rauði krossinn á Íslandi</strong> nær á hverju ári til þúsunda þolenda hamfara, ófriðar og örbirgðar um allan heim. Gegnir Rauði krossinn stoðhlutverki við stjórnvöld á sviði mannúðarmála, líkt og önnur landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans gera hvert í sínu landi. Á sviði þróunarsamvinnu er áhersla lögð á viðnámsþrótt og samfélagslega drifin þróunarverkefni, sjálfbæra endurheimt skóglendis og verkefni á sviði jafnréttismála. Á sviði mannúðaraðstoðar mun RKÍ byggja á reynslu af fyrri rammasamningi og halda áfram að efla það starf sem nú þegar er unnið á þessu sviði.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>SOS Barnaþorpin á Íslandi </strong>leggja áherslu á fjölskyldueflingu, sem felur í sér forvarnarverkefni þar sem sárafátækar barnafjölskyldur fá stuðning til að efla sjálfbærni og eigin þrótt. Eru áherslur þessar tilkomnar vegna reynslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á þessum sviðum hvað varðar aðkomu að mótun verkefna, fjármögnun og eftirlit, og áherslna Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og SOS Barnaþorpanna á heimsvísu.<br /> <strong></strong></span></p>

15.03.2022Sýrlensk börn særð á líkama og sál eftir ellefu ár af stríði

<span></span> <p>Frá því stríðið hófst í Sýrlandi fyrir ellefu árum hafa tæplega þrettán þúsund börn látið lífið eða særst í átökunum.&nbsp;Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi bendir UNICEF á að dauðsföll barna séu fleiri en sem nemur öllum íbúum Mosfellsbæjar á síðasta ári.&nbsp;Í gær létu þrjú börn lífið þegar sprengjuleifar sprungu á jörðu niðri í&nbsp;Aleppo. </p> <p>Ellefu ár eru liðin frá því átök hófust í Sýrlandi með tilheyrandi mannúðarkreppu. UNICEF segir í frétt að þessum átökum, árásum og fólksflótta, sem skilur börn eftir á vergangi í eigin landi, sé hvergi nærri lokið. Og áhrifanna gætir mest á lífi saklausra barna.&nbsp;</p> <p>UNICEF segir að 900 börn hafi látist eða særst í átökum í Sýrlandi á síðasta ári. „Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi þá er það aðeins minna en sem nemur öllum börnum, 14. ára og yngri, sem bjuggu á Seltjarnarnesi á síðasta ári (931).&nbsp;Jarðsprengjur, sprengjuleifar og önnur ósprungin hergögn voru helsta ástæða þess að börn létu lífið eða særðust í Sýrlandi í fyrra.“</p> <p>„Nærri fimm milljónir barna hafa fæðst í Sýrlandi frá árinu 2011 og hafa aldrei þekkt annað en stríð og átök. Í mörgum hlutum Sýrlands lifa börn í sífelldum ótta við hættuna af yfirvofandi árásum, jarðsprengjum og öðrum leifum stríðsins,“ segir Bo Viktor&nbsp;Nylund, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Sýrlandi, í tilkynningu vegna þessara sorglegu tímamóta stríðsins þar í landi.</p> <p>Í Sýrlandi og nærliggjandi ríkjum eru 5,8 milljónir barna sem þarfnast mannúðaraðstoðar.&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar vinna áfram sem endranær þrotlaust að vernd þessara barna, réttindagæslu og velferð. Ekki síst að hjálpa þeim að vinna úr því sálræna áfalli sem fylgir því að alast upp sem barn í stríði og á sífelldum flótta.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur um árabil staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn frá Sýrlandi.&nbsp;<a href="https://unicef.is/hjalp">Hér finnur þú upplýsingar um hvernig þú getur styrkt þá söfnun.</a></p>

15.03.2022Ísland veitir neyðaraðstoð til Malaví í kjölfar hitabeltisstorms ​

<span></span> <p>Ísland hefur svarað samræmdu neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna um stuðning við Malaví í kjölfar hitabeltisstormsins Ana sem reið yfir suðurhluta landsins í lok janúar og hafði í för með sér mikla eyðileggingu. Neyðarástand ríkir í þessum hluta Malaví og Ísland hefur ákveðið að veita 40 milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) til að tryggja fæðuöryggi í þremur héruðum sem urðu verst úti.</p> <p>„Eftir greiningu á skammtíma og langtíma þörfum sem hafa skapast vegna náttúruhamfaranna teljum við brýnast að tryggja fæðuöryggi, en 445 þúsund manns eru í þörf fyrir mataraðstoð eins og stendur,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir&nbsp;forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. Með framlagi Íslands fá 45 þúsund einstaklingar fjárstyrk til eins mánaðar til að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir lífsnauðsynjum.</p> <p>Mikil flóð, úrhelli og ofsavindar skullu á átján sveitarfélögum í sunnanverðu Malaví. Um 190 þúsund manns misstu heimili sín og enn fleiri töpuðu matarbirgðum, búpeningi og horfa fram á eyðilögð ræktarsvæði. Mikill meirihluti landsmanna í Malaví lifir á sjálfsþurftarbúskap og því misstu margir aleiguna. Afleiðingar stormsins sjást meðal annars á því að tæplega ein milljón einstaklinga er talin þurfa á brýnni mannúðaraðstoð að halda. Margir hafast við í tímabundnum búðum sem hafa verið settar upp í skólum en að auki eru margt flóttamanna í þessum búðum frá Mósambík sem einnig varð illa úti í storminum.</p> <p>&nbsp;Alls eru 46 dauðsföll staðfest í Malaví, átján er enn leitað og meira en 200 særðust, samkvæmt tölum frá malavískum stjórnvöldum. Sameiginlega ákallið miðar að því að virkja aðgerðir til stuðnings viðbrögðum stjórnvalda til að bregðast við ástandinu og aðstoða þá íbúa í sex héruðum í sunnanverðu landinu sem líða mestan skort.</p>

10.03.2022Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. </p> <p>„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem almenningur, Mannvinir Rauða krossins, fyrirtæki og stjórnvöld hafa sýnt lífsbjargandi mannúðarstarfi Rauða krossins með fjárframlögum,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Þarfirnar eru svo miklar að hver króna skiptir máli. Við á Íslandi erum sannarlega að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og það er tekið eftir okkar stuðningi og hlýhug.“ </p> <p>Auk fjármagns til mannúðaraðgerða eru sex sendifulltrúar Rauða krossins á leið til Úkraínu og nágrannaríkja með stuðningi utanríkisráðuneytisins þar sem þeir sinna hjálparstarfi næstu vikur og mánuði. </p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram og félagið áformar að senda frekara fjármagn með stuðningi almennings, Mannvina Rauða krossins, fyrirtækja og stjórnvalda því ljóst er að neyðin í Úkraínu og nágrannaríkjum þess þar sem flóttafólk leitar skjóls vex dag frá degi, að því er segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/althjodastarf/70-milljonir-til-mannudaradgerda-i-ukrainu-og-nagrannarikjum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi.</p> <p>Helmingur fjármagnsins fer til mannúðaraðgerða innan Úkraínu þar sem lögð er áhersla á neyðaraðstoð eins og dreifingu matvæla, tryggt aðgengi að vatni og öðrum nauðsynjum. Jafnframt er lögð áhersla á að tryggja virkni nauðsynlegra innviða landsins, t.d. með því að styðja við spítala og heilsugæslur með læknisbúnaði og lyfjum og gera við og halda vatnsveitum gangandi. </p> <p>Staða Rauða krossins sem hlutlaus og óhlutdræg hreyfing á átakasvæðum tryggir starfsfólki og sjálfboðaliðum aðgengi að svæðum þar sem aðrir hafa annað hvort mjög takmarkað eða jafnvel ekkert aðgengi að almennum borgurum. Þá leggur Alþjóðaráð Rauða krossins þunga áherslu á að stríðandi fylkingar virði skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum sem eiga að vernda almenna borgara, borgaraleg mannvirki og innviði frá árásum. Þá er mikilvægt að almennir borgarar geti flúið átakasvæði á öruggan hátt með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins. </p> <p>„Við erum mjög þakklát fyrir stuðning almennings, fyrirtækja og íslenskra stjórnvalda,“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Stuðningur og samhugur almennings á Íslandi með þeim sem þjást vegna ástandsins í Úkraínu er afar vel metinn. Því meiri stuðning sem við fáum þeim mun meira getur Rauði krossinn gert fyrir fólk sem þjáist vegna átakanna og á þann hátt komið til móts við þarfir almennra borgara.“</p> <p>Hinn helmingur söfnunarfjárins verður notaður til að taka á móti flóttafólki í nágrannaríkjum Úkraínu þar sem hátt í tvær milljónir hafa leitað skjóls, aðallega konur og börn. Sérstök áhersla verður lögð á að styðja mannúðarstarf Rauða krossins í Moldóvu </p> <p>Rauði krossinn bendir á að nú sé mikilvægast að safna fjármunum&nbsp;til að senda áfram í brýna mannúðaraðstoð Rauða kross hreyfingarinnar fyrir þolendur átakanna í Úkraínu. &nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/styrkja-starfid/">Hægt er að leggja söfnuninni lið hér</a> eða með því að senda smsið HJALP í 1900.</p> <p>Fólk er einnig hvatt til að <a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja/mannvinir/" target="_blank">gerast Mannvinir</a>, þ.e. mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins, til þess að styrkja við starf Rauða kross til lengri tíma. </p>

09.03.2022UNICEF kemur 62 tonnum af hjálpargögnum til Úkraínu

<span></span> <p>Um helgina komu sex&nbsp;fulllestaðir&nbsp;flutningabílar frá UNICEF til&nbsp;Lviv&nbsp;í vesturhluta Úkraínu með alls 62 tonn af hjálpargögnum. Sendingin kemur frá alþjóðlegu vöruhúsi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Kaupmannahöfn og meðal hjálpargagna eru hlífðarfatnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk, margvísleg sjúkragögn, þar á meðal lyf, skyndihjálparpakkar, ljósmóðurpakkar og tæki og búnaður til skurðaðgerða. Hátt í 20 þúsund hlý teppi og vetrarfatnaður fyrir börn eru einnig á leið til Úkraínu gegnum Pólland frá vöruhúsi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Tyrklandi.</p> <p>„Staða barna og fjölskyldna í Úkraínu versnar með hverjum degi. Þessi hjálpargögn munu hjálpa okkur að veita konum, börnum og heilbrigðisstarfsfólki nauðsynlega aðstoð,“ segir&nbsp;Murat&nbsp;Sahin, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Úkraínu í <a href="https://unicef.is/unicef-kemur-62-tonnum-af-hjalpargognum-til-ukrainu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá stofnuninni.</p> <p>Þar segir að frá því átök&nbsp;hörðnuðu&nbsp;í Úkraínu hafi fjölskyldur neyðst til að leggjast á flótta eða leita skjóls neðanjarðar án aðgengis að nauðsynlegri þjónustu. Heilbrigðisstofnanir hafi þurft að færa starfsemi sína í kjallara og skýli. Um allt landið séu hundruð þúsunda án vatns og þá sé farið að bera á lyfjaskorti og skorti á öðrum nauðsynlegum sjúkragögnum.</p> <p>„UNICEF&nbsp;vinnur allan sólarhringinn að því að skala upp neyðaraðstoð í Úkraínu og undirbúning frekari aðgerða þegar til hömlum og öryggisráðstöfunum verður aflétt svo hægt verði að nálgast og veita íbúum aðstoð sem búa á svæðum sem verst urðu úti,“ segir&nbsp;Sahin. &nbsp;</p> <p>UNICEF&nbsp;vinnur einnig þrotlaust að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna á flótta yfir landamæri nágrannaríkja. Partur af því er að koma&nbsp;<a href="https://unicef.is/blair-punktar-unicef-taka-moti-bornum-vid-landamaeri-ukrainu">upp&nbsp;barnvænum&nbsp;svæðum, svokölluðum Bláum punktum (Blue&nbsp;Dots)</a>&nbsp;á flóttaleiðum þar sem fólk á flótta fær aðstoð, nauðsynjar og ráðgjöf.</p> <p>UNICEF&nbsp;ítrekar&nbsp;nú sem fyrr ákall sitt um&nbsp;vopnahlé&nbsp;í Úkraínu svo mannúðarstofnanir geti sinnt vinnu sinni og náð til þeirra sem á þurfa að halda. Vopnahlé myndi einnig gefa fjölskyldum færi á að sækja mat, vatn, læknisaðstoð eða flýja í öryggi á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti.&nbsp;</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur um árabil verið á vettvangi í Úkraínu á ófriðartímum í austurhluta landsins að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð. UNICEF er nú á vettvangi stríðsátaka að tryggja hreint vatn, hjálpargögn, skólagögn, félags- og sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð.&nbsp;</p> <p>Neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu er í fullum gangi. Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um styrktarleiðir<a href="https://unicef.is/ukraina">&nbsp;á vef UNICEF á Íslandi.</a></p>

08.03.2022"Hún hefði dáið, ef ekki væri fyrir nýju fæðingardeildina"

<span></span> <p>Alþjóðlegur dagur kvenna – International Women´s Day – er haldinn í dag og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem konur og stúlkur um allan heim standa frammi fyrir á hverjum degi. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu kvenna og stúlkna. Í Malaví, samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur því staða kvenna í landinu er ekki eins og þekkist, eins og til dæmis Íslandi. </p> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni sem miðar að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í verkefnum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, meðal annars í Malaví. </p> <p>Mikil aukning var á barnahjónaböndum og ótímabærum þungunum ungra stúlkna í kjölfar COVID-19 faraldursins. Samkvæmt tölum frá UN Women í Malaví, urðu 5901 unglingsstúlkur ófrískar og 5971 stúlkur voru giftar fyrir aldur fram á fimm mánaða tímabili frá mars til júlí 2020 í Mangochi héraði. Ísland studdi sérstakt átak UN Women í kjölfarið til að sporna gegn ótímabærum þungunum, uppræta barnahjónabörn og berjast gegn kynbundnu ofbeldi sem jókst gríðarlega í kjölfar skólalokana. Á síðasta ári voru til dæmis fjörutíu barnungar stúlkur leystar úr hjónabandi og þær fengu stuðning til að hefja skólagöngu að nýju.&nbsp;</p> <p>Fatima Hamis, er ein af þessum mörgu stúlkum. Í dag er hún er sautján ára og býr í Mangochi héraði með ömmu sinni og afa og árs gamalli dóttur sinni. Þegar hún var fimmtán ára varð hún ófrísk og í kjölfarið þurfti hún að hætta í skóla ásamt því að móðir hennar lét hana yfirgefa heimilið og giftast barnsföður sínum.</p> <p>Fatima fæddi dóttur sína í apríl 2021 á fæðingardeildinni við héraðssjúkrahúsið í Mangochi bæ, sem var fjármagnað af Íslandi og opnað af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra árið 2019. Opnun nýrrar fæðingardeildar markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins. Á lóð fæðingardeildarinnar er einnig miðstöð ungbarna- og mæðraverndar en þar sótti Fatima einnig þjónustu á sviði mæðraverndar meðan hún var ófrísk.</p> <p>Fatima gekk í gegnum mjög erfiða fæðingu, hún missti mikið blóð og rifnaði illa, sökum aldurs síns, sem er algengt þegar stúlkur ganga í gegnum erfiða barnsfæðingu en hafa ekki náð ákveðnum líkamlegum þroska. „Hún hefði dáið ef ekki hefði verið fyrir nýju fæðingardeildina, gamla fæðingardeildin var ekki útbúin öllum þeim nauðsynlegu tólum og tækjum sem þurfti að nota til að bjarga lífi hennar,“ segir amma Fatimu.</p> <p>Í gegnum verkefnastoðina í Mangochi – Mangochi Basic Services Programme – fjármagnaða af Íslandi frá árinu 2012, kom félagsráðgjafi til móts við Fatimu og hjálpaði henni að leita aftur til og sameinast fjölskyldu sinni eftir fæðinguna. Félagsráðgjafinn talaði við ömmu og afa Fatimu og sannfærði þau um að taka við mæðgunum og gæta barnabarns síns á meðan Fatima gæti farið aftur í skóla.</p> <p>Í dag er Fatima byrjuð aftur í skóla og stefnir hún á að vera blaðamaður þegar hún verður eldri. Félagsráðgjafinn heimsækir fjölskylduna einu sinni í mánuði ásamt því að útvega henni viðeigandi bækur og skólagögn.</p> <p>„ Ég er svo glöð að vera farin byrjuð aftur í skólanum,. Ég saknaði vina minna og ég hlakka svo til að standast lokaprófin svo ég geti haldið áfram að mennta mig,“ segir Fatima að lokum.</p> <p><strong>Vettvangsheimsókn</strong> </p> <p>Nýlega fóru tveir nýir starfsmenn sendiráðs Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, í vettvangsheimsókn til Mangochi héraðs, samstafshéraðs Íslands í þróunarsamvinnu til síðustu þrjátíu ára, til kynna sér nánar starfsemi Íslands í héraðinu.</p> <p>„Við fengum að kynnast margvíslegum þáttum þróunarsamvinnunnar í Mangochi og tókum viðtöl við fjölmarga einstaklinga sem allir hafa það sameiginlegt að íslensk þróunarsamvinna hefur að einhverju leyti haft áhrif á líf þeirra til hins betra,“ segir Uchizi Chihana, starfsmaður sendiráðs Íslands i Lilongwe.</p> <p>„Að fá beina innsýn inn í verkefnin út í héraði er ótrúlega fræðandi og frábært að fá tækifæri að kynnast verkefnum sem Ísland fjármagnar á þennan hátt, með því að tala beint við fólkið sjálft, að fræðast um líf þeirra, áskoranir og árangur á þennan persónulegan máta. Við fengum meðal annars að ræða við Fatima sem þurfti að giftast aðeins fimmtán ára gömul, sem er því miður ekkert einsdæmi því í Malaví er hlutfall barnahjónabanda með því hæsta í heiminum og önnur hver stúlka gift fyrir átján ára aldur,“ segir Ragnheiður Matthíasdóttir, starfsnemi í sendiráði Íslands í Lilongwe.</p>

04.03.2022 Úkraína: Tæplega 300 milljónir króna frá íslenskum stjórnvöldum til mannúðaraðstoðar

<p><span>Utanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlög til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu að heildarupphæð eina milljón evra, eða um 145 milljónum íslenskra króna. Framlagið skiptist milli þriggja samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda: Rauða krossins á Íslandi - 45 milljónir, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) – 50 milljónir, og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) – 50 milljónir. Heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar vegna Úkraínu nema því tveimur milljónum evra, tæpum 300 milljónum króna.&nbsp;Auk þess er stefnt að því að styðja við áætlun um efnahagslega neyðaraðstoð til Úkraínu sem Alþjóðabankinn hefur í undirbúningi.</span></p> <p><span>Neyð fer vaxandi í Úkraínu með degi hverjum í kjölfar innrásar Rússa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) áætlar að rúm milljón úkraínskra borgara sé þegar á flótta, meirihluti þeirra konur og börn. Þá eru ýmsir innviðir samfélagsins í lamasessi, þar með talin heilbrigðisþjónusta. Áætlað er að um 80 þúsund konur í Úkraínu fæði börn á næstu þremur mánuðum og óttast er að margar þeirra búi við skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu.</span></p> <p><span>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefur áratuga reynslu af starfi í Úkraínu og nágrannaríkjum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, ekki síst fæðingarhjálp og mæðravernd. Jafnframt veitir stofnunin aðstoð við þolendur kynferðisofbeldis.</span></p> <p><span>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) starfar í Úkraínu og nágrannaríkjum. Í ljósi þess að börn eru stór hluti fólks á flótta hefur stofnunin sett af stað teymi sem huga að vernd barna. Teymin eru með hreyfanlega staðsetningu og gegna því hlutverki að veita börnum sálrænan stuðning og aðra nauðsynlega þjónustu.</span></p> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) starfar í samvinnu við Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) og landsfélög í nágrannaríkjum. Fjármagnið vegna Úkraínu kemur til viðbótar við samningbundin framlög utanríkisráðuneytisins og RKÍ um alþjóðlega mannúðaraðstoð.</span></p> <p><span>Áður hafði utanríkisráðherra tilkynnt um eina milljón evra í mannúðaraðstoð vegna Úkraínu sem skiptist jafnt á milli Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).</span></p>

04.03.2022Hjálparstarf kirkjunnar með fjáröflun vegna Úkraínu

<span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir fjáröflun vegna Úkraínu <span></span>en fjárframlög verða send til systurstofnana Hjálparstarfsins á vettvangi sem hafa nú þegar hafið störf. Hjálparstarfið tekur þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi með því að senda fjárframlag til systurstofnana í Alþjóðlegu Hjálparstarfi kirkna – ACT Alliance.</p> <p>Á fundi í gær samþykkti fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar einróma ályktun og ákall til íslenskra stjórnvalda vegna stríðsátaka í Úkraínu. Þar segir meðal annars:</p> <p>„Hjálparstarf kirkjunnar hefur miklar áhyggjur vegna stríðsátaka í Úkraínu og skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllum mætti í alþjóðasamfélaginu til að tafarlaust verði látið af stríðsrekstri í landinu og að stríðandi fylkingar beri virðingu fyrir alþjóðalögum og landamærum fullvalda ríkja.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hvetur íslensk stjórnvöld til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stríðandi fylkingar virði Genfarsamningana og þyrmi lífi og heilsu almennra borgara á átakasvæðum og starfsfólks hjálparsamtaka sem veitir mannúðaraðstoð á vettvangi.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar styður heilshugar þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu svo fljótt sem verða má og taka þátt í mannúðaraðstoð á vettvangi, þar með talið að tryggja örugga flóttaleið fyrir fólkið sem hefur neyðst til að flýja heimkynni sín.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar skorar á íslensk stjórnvöld að stuðla að því að friðsamleg samskipti komist á milli þjóða á ný og að komið verði í veg fyrir stigmögnun átaka og að þau breiðist út til annarra landa.“</p> <p>Hægt er að leggja starfinu lið með eftirfarandi hætti:</p> <ul> <li>Leggja inn á söfnunarreikning númer 0334-26-886 kennitala: 450670-0499</li> <li>Gefa stakt framlag á vefsíðu: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/</li> <li>Hringja í söfnunarsímanúmer 907 2003 (2500 krónur)</li> <li>Gefa framlag með Aur í númer 123-5284400</li> </ul>

03.03.2022Þörf á meiri fræðslu- og málsvarastarfi um konur, frið og öryggi

<span></span> <p>Samkvæmt nýútgefinni <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/U%cc%81ttekt%20a%cc%81%20landsa%cc%81%c3%a6tlun%20I%cc%81slands%20um%20konur,%20fri%c3%b0%20og%20o%cc%88ryggi,%202018-2022.pdf">úttekt</a>&nbsp;á landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018 til 2022 er þörf á frekari fræðslu- og málsvarastarfi. Alls eru 26 tillögur settar fram í úttektinni sem var framkvæmd af Alþjóðamálastofnun Háskóla með það að markmiði að meta árangur <a href="https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/UTR-Landsaetlun-konur-fridur-oryggi-2018.pdf">landsáætlunar Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022</a> og leggja fram tillögur um það hvað betur megi fara í starfi Íslands í málaflokknum.</p> <p>Í landsáætlun eru settar fram aðgerðir af Íslands hálfu til að styðja við málefni sem varða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi og aðrar tengdar ályktanir. Áætlunin byggir á fjórum meginþáttum: fræðslu og málsvarastarfi; þátttöku; fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu; og samstarfi og samráði. </p> <p>Samkvæmt meginniðurstöðum er enn verk að vinna þegar kemur að fræðslu- og málsvarastarfi. Þátttaka hefur verið efld, meðal annars með aðkomu Jafnréttisskóla GRÓ að þjálfun kvenna frá átakasvæðum og þátttöku skólans í samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins við UN Women í Mósambík. Þá tekur Ísland virkan þátt í tengslaneti norrænna kvenna í friðarumleitunum (Nordic Women Mediators), en bent er á að þörf sé fyrir að slík þátttaka sé betur skilgreind til að hún skili haldbærum árangri. </p> <p>Hvað varðar þætti sem tengjast fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu, þá hefur Ísland unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast málefnasviðinu. Meðal annars eru tvö verkefni sem hafa verið framkvæmd undir merkjum 1325 í Mósambík og Malaví. Nokkrir framkvæmdaþættir eru á hendi annarra aðila en utanríkisráðuneytisins, svo sem vinna gegn mansali, sem hefur tekist vel, og fræðsla fyrir konur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Því verkefni er sinnt, en þó eru lagðar fram tillögur umbóta. Loks er talið að eftirfylgni með áætluninni sé ábótavant, auk samstarfs og samráði innanlands vegna framkvæmdar. </p> <p>Tillögur í úttektinni verða nýttar til að fylgja eftir framkvæmd núverandi áætlunar til loka árs 2022 og einnig verða ábendingar lagðar til grundvallar í mótun nýrrar áætlunar sem stefnt er að taki gildi í upphafi árs 2023.</p>

03.03.2022Átök margfalda líkur á kynbundnu ofbeldi

<span></span> <p>„UN Women hefur þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. UN Women er staðfast í því að halda starfi sínu í þágu kvenna og stúlkna í Úkraínu áfram á neyðartímum,“&nbsp;<a href="https://eca.unwomen.org/en/stories/statement/2022/02/statement-by-un-women-executive-director-sima-bahous-on-ukraine">segir Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women</a>. Hún segir lífi óbreyttra borgara teflt í hættu og ítrekar að átök margfalda líkur á að konur og stúlkur séu beittar kyndbundnu ofbeldi, sér í lagi þær sem eru á flótta og eiga ekki í nein hús að venda.</p> <p>„Það er mikilvægt að þessir áhættuþættir séu hafðir í huga í öllum viðbragðsáætlunum vegna átakanna í Úkraínu. Þá er mikilvægt að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnirnar taki mið af þörfum sem flestra.“</p> <p>Bahous segir UN Women vinna áfram náið með kvenreknum félagasamtökum í Úkraínu enda séu þau ómissandi þáttur í því að halda röddum kvenna á lofti á neyðartímum.</p> <p>„Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að málsaðilar eigi þess í stað í diplómatísku samtali. Hann hefur ítrekað mikilvægi þess að aðilarríki Sþ veiti tafarlausa mannúðar- og neyðaraðstoð til íbúa Úkraínu. Nú þegar alþjóðasamfélagið safnast saman að baki Úkraínu á þessum hræðilegu tímum, hvet ég þjóðir heims til að gleyma ekki sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstoð er veitt.“</p> <p><strong>Hver er staðan í Úkraínu í dag?</strong></p> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja að alls hafa 227 óbreyttir borgarar þegar látist í sprengjuárásum rússneskra hersins, þar af um 13 börn. Þá hafa um 525 særst, þar af 26 börn, og hætt er við því að sú tala hækki hratt þegar átökin halda áfram stigmagnast. </p> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja&nbsp;<a href="https://reliefweb.int/report/ukraine/ukraine-humanitarian-impact-situation-report-500-pm-eet-1-march-2022">mikinn fjölda íbúa innikróaða í borgum sem setið er um</a>, þar með talið í borgunum Volnovakha og Mariupol í Donetska héraði. Vatns- og matarbirgðir fara þverrandi í borgunum tveimur, sem og lyf og aðrar nauðsynjar, en ómögulegt er að koma matarsendingum til fólksins.</p> <p>Borgir á borð við Kíev Chernihiv, Kharkiv, Kherson og Sumy hafa verið undir stöðugum árásum rússneska hersins undanfarna daga. Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á byggingum og innviðum borganna. Einnig hafa orðið skemmdir á rafmagnslínum og vatnsbólum sem hamlar mjög starfi sjúkrahúsa, sem flest hafa orðið að færa sjúklinga og nýbura niður í kjallara húsa.</p> <p>Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er þörf á einum milljarði Bandaríkja dala svo hægt sé að bregðast við þörfum þeirra sex milljóna Úkraínubúa sem orðið hafa fyrir áhrifum stríðsins. Þá er þörf á um 551 milljónum Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til þeirra 677 þúsunda sem flúið hafa til Póllands, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldóvu. Þar sem karlmönnum á aldrinum 18 til 60 ára hefur verið meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna, er&nbsp;<a href="https://unwomen.is/konur-meirihluti-theirra-sem-eru-a-flotta-i-ukrainu/">meirihluti þeirra sem nú eru á flótta mæður og börn þeirra</a>.</p> <p>Heimild: <a href="https://unwomen.is/atok-margfalda-likur-a-kynbundnu-ofbeldi/" target="_blank">UN Women</a></p>

02.03.2022Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins

<span></span> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. „Allt fé sem safnast verður varið til að koma til móts við íbúa Úkraínu, til að koma nauðsynjavörum til íbúa og sjúkrastofnanna og tryggja aðgang að matvælum, vatni, hreinlætisvörum og nauðsynlegum lækningabúnaði fyrir særða,” segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Alþjóða Rauði krossinn undirbýr nú eina umfangsmestu aðgerðir í Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar þar sem allt kapp er lagt á að koma nauðsynlegri mannúðaraðstoð til íbúa Úkraínu og þeirra þúsunda sem eru á flótta vegna átakanna. Að mati Rauða krossins er ljóst að mjög alvarlegt ástand hefur skapast fyrir íbúa Úkraínu og fyrirséð að neyð almenna borgara aukist dag frá degi.</p> <p>Víða í Úkraínu eru bardagar háðir á götum úti, hundruð þúsunda íbúa hafa lagt á flótta og búist er við að um fimm milljónir fólks muni flýja, mikill meirihluti yfir landamærin til Póllands. Rauði krossinn hefur nú þegar opnað fjölda móttökustöðva á landamærum í Póllandi og fleiri löndum sem eiga landamæri að Úkraínu þar sem er veitt heilbrigðisþjónusta og neyðaraðstoð.</p> <p>Rauði krossinn segir að erfitt sé fyrir íbúa að nálgast nauðsynjar í Úkraínu. Margt fólk dvelji í neðanjarðarbyrgjum og erfitt sé að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um ástandið á mörgum landsvæðum í landinu. Úkraínski Rauði krossinn fær mikið af neyðarbeiðnum frá íbúum í bráðum vanda. Allt kapp er lagt á að koma matarpökkum, vatni og öðrum nauðsynjum til fólks, auk þess að styðja við heilbrigðisstofnanir í landinu.</p> <p>Rauði krossinn hefur þungar áhyggjur af brotum á alþjóða mannúðarlögum í þessum átökum. Samkvæmt þeim lögum njóta almennir borgarar griða sem og borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum er skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum og hlífa verður óbreyttum borgurum og innviðum sem tryggja að nauðsynleg þjónusta sé veitt íbúum.</p> <p>Fjöldi landsfélaga Rauða krossins í Evrópu hefur hafið söfnun og væntanleg er neyðarbeiðni frá alþjóða Rauði krossinn vegna umfangsmikilla fyrirhugaðra aðgerða.</p> <p>Rauði krossinn minnir á að Hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is er alltaf opinn. Hægt er að hafa samband vegna til að sálrænan stuðning, ráðgjöf og hlustun.</p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins heldur áfram næstu daga.</p> <p>Hægt er að veita mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum:</p> <ul> <li>SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)</li> <li>Aur: @raudikrossinn eða 1235704000</li> <li>Kass: raudikrossinn eða 7783609</li> <li>Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649</li> </ul>

02.03.2022Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar telja að tólf milljónir manna þurfi á skjóli og vernd að halda innan Úkraínu. Þá kunni að þurfa að aðstoða allt að fjórar miljónir flóttamanna í nágrannaríkjunum. Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/ukraina-gaeti-ordid-mesti-flottamannastraumur-aldarinnar/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC – Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna – hafa birgðaflutningar og grunnþjónusta raskast í Úkraínu.</p> <p>„Fjölskyldur með ung börn haldast við neðanjarðar í kjöllurum eða jarðlestastöðum,“ segir Martin Griffiths yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna. „Fólk hleypur skelfingu lostið til að bjarga lífi sínu á meðan sírenur væla og ærandi sprengingar heyrast. Þetta er dimmasta stund úkraínsku þjóðarinnar. Við verðum að svara með samúð og samstöðu.“</p> <p>Fyrsta stig ætlunar hjálparstarfs felur í sér að afla 1,1 milljarðs Bandaríkjadala til að styðja við milljónir manna í Úkraínu í þrjá mánuði, til að byrja með. Gert er ráð fyrir fjárstuðningi til þeirra sem minnst mega sín sem felst meðal annars í því að útvega mat, vatn og hreinlætisaðastöðu. Þá verður stutt við bakið á fólki til að tryggja heilsugæslu og kennslu. Þá verða byggð skýli í stað eyðilagðra bygginga. Yfirvöldum verður jafnframt veitt aðstoð við að koma á fót miðstöðvum til að greiða götu fólks sem flosnað hefur upp og til að hindra kynferðislegt ofbeldi.</p> <p>„Við stöndum frammi fyrir því sem gæti orðið mesti flóttamannastraumur í Evrópu á þessari öld. Aðstoð fólks í nágrannaríkjunum er þung á metunum en meira þarf til að hjálpa og vernda þá sem eru nýkomnir,“ segir Filippo Grandi forstjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.</p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að átökin í Úkraínu gætu haft keðjuverkun i för með sér. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, kaupir meira en helming hveitis síns í Úkraínu. Ef uppskeran raskast gæti það valdið verðhækkun og aukið hungur í heiminum.“</p>

01.03.2022Rúmlega fimmtán hundruð sérfræðingar frá þróunarríkjum útskrifaðir frá GRÓ skólunum

<span></span> <p>Tuttugu og sjö sérfræðingar á sviði sjávarútvegs- og fiskimála, frá sextán löndum í Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Mið-Ameríku, útskrifuðust frá Sjávarútvegsskóla GRÓ í dag. Eftir útskriftina hefur heildarfjöldi útskrifaðra sérfræðinga frá skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu farið yfir fimmtán hundruð manna markið, en alls er fjöldinn 1.513.</p> <p>Enn fremur hafa 95 lokið meistaranámi og átján doktorsnámi við íslenska háskóla með stuðningi GRÓ skólanna. Þá hefur GRÓ einnig haldið fjölmörg styttri námskeið í samstarfslöndum sínum sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa sótt.</p> <p>Hópurinn sem útskrifaðist úr Sjávarútvegsskóla GRÓ í dag er 23. árgangur skólans frá upphafi, en skólinn tók til starfa árið 1998. Ellefu útskriftarnemendur sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, sex á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar, sex á sviði stofnmats og fjórir á sviði sjálfbærs fiskeldis. Frá upphafi hafa alls 442 sérfræðingar lokið námi frá Sjávarútvegsskóla GRÓ frá yfir 60 samstarfslöndum.</p> <p>Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp við útskriftina, en Sjávarútvegsskóli GRÓ er hýstur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands. „Menntun, á borð við þessa, hjálpar okkur í því eilífðar verkefni að bæta heiminn. Það er mjög mikilvægt að við deilum þekkingu okkar og rannsóknum með það að markmiði að gera betur. Jafnvel þótt heimsins höf aðskilji okkur, er svo margt sem við getum gert saman og nú þegar loftslagsvá vofir yfir, þá einfaldlega verðum við. Ég óska nemendum, og okkur öllum, til hamingju með daginn.“</p> <p>GRÓ er sjálfstæð miðstöð sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. GRÓ tók til starfa, sem sérstök eining innan utanríkisráðuneytisins, 1. janúar 2020. GRÓ skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, hafa starfað um áratugaskeið og frá upphafi verið ein af meginstoðum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Allir vinna þeir að því að efla getu stofnana og einstaklinga í þróunarríkjunum á sviðum þar sem Ísland býr yfir sérþekkingu.</p> <p>Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við tvo útskriftarnemendur:</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JrqAzm9VK3M" title="Carolyn Chinguo Munthal" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/m_EwaO7cloo" title="Abubakary Saad Mbadjo" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Sjá frekari upplýsingar á vefsíðunni: <a href="http://www.grocentre.is/">www.grocentre.is</a>.</p>

01.03.2022UNICEF: Haldið börnum úr skotlínu stríðasátaka

<span></span> <p>„Ástandið hjá börnum sem föst eru í skotlínu átakanna í Úkraínu versnar með hverri mínútunni,“ segir&nbsp;Catherine&nbsp;Russell, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í dag.</p> <p>„Við höfum fengið tilkynningar um sjúkrahús, skóla, vatnsveitur og munaðarleysingjaheimili sem sætt hafa árásum. Sprengjum er varpað í&nbsp;íbúabyggð&nbsp;og jarðsprengjur á víðavangi frá fyrri tímum ógna sífellt lífi og velferð barna á flótta í Úkraínu,“ segir&nbsp;Russell.</p> <p>„Börn hafa verið drepin. Börn hafa særst og börn eru í sálrænu áfalli vegna ofbeldisverka allt í kringum þau. Við förum fram á vopnahlé sem myndi gera mannúðarsamtökum kleift að ná til fólks sem er innlyksa eftir fimm daga af loftárásum og stríðsrekstri. Það myndi gera fjölskyldum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti kleift að sækja sér matvæli og vatn, læknisþjónustu og að yfirgefa átakasvæði í leit að öryggi.“</p> <p>„Við ítrekum ákall okkar til allra sem að þessu standa að vernda líf óbreyttra borgara og nauðsynlega innviði. Og að virt séu alþjóðalög og siðferðisskyldur um að halda börnum úr skotlínu stríðsátaka. Við verðum að vernda börnin í Úkraínu. NÚNA. Þau þurfa frið.“</p> <p>UNICEF&nbsp;hefur um árabil verið að störfum á ófriðartímum í austurhluta Úkraínu og er á vettvangi að tryggja hreint vatn, heilbrigðisþjónustu,&nbsp;skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð.&nbsp;</p> <p><a href="https://unicef.is/ukraina">UNICEF&nbsp;á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna.</a></p>

28.02.2022Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu

<span></span> <p>Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.</p> <p>Hún segir að eftirlit og eftirfylgni sé engu síður mikilvægt svo hægt sé að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, einnig þeirra jaðarsettustu. „Einnig viljum við beina tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau beiti sér fyrir því að tala fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið,“ segir hún.</p> <p>Barnshafandi konur og sængurkonur búa að sögn Stellu við aukna ógn við líf sitt og nýfæddra barna sinna. Hún segir konur með fatlanir jafnframt eiga erfiðara með að komast í öruggt skjól og það sama gildi um Róma konur, sem séu meðal þeirra mest jaðarsettu í úkraínsku samfélagi. Þessir hópar eigi á hættu að gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. </p> <p>UN Women á Íslandi deilir áhyggjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um velferð úkraínsku þjóðarinnar í kjölfar innrásar rússneska hersins inn í landið. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og heldur starfinu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram.&nbsp;<a href="https://eca.unwomen.org/en/where-we-are/ukraine">Verkefni UN Women í Úkraínu</a>&nbsp;hafa að miklu leyti snúist að því að efla&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2020/10/from-where-i-stand-nadia-tutarieva?fbclid=IwAR1lFBI4j2X8xy3rRy5KTU5wemc3goZYBLoZJRHFpuD49W5LbI9ZQ6y9GVI">pólitíska þátttöku kvenna og aðkomu kvenna að friðarviðræðum</a>&nbsp;– en átök hafa staðið í landinu frá 2014, allt síðan rússnesk yfirvöld tóku yfir Krímskaga. Þörfin fyrir verkefni UN Women í Úkraínu hefur því síst minnkað í kjölfar innrásarinnar.</p> <p>UN Women fylgist jafnframt náið með þróun mála í nágrannaríkjum Úkraínu, þangað sem&nbsp;<a href="https://unwomen.is/15-milljon-ukrainumanna-fluid-sidan-atok-hofust/">margir hafa flúið í leit að öruggu skjóli</a>. Að sögn Stellu þarf að tryggja að fólki á flótta sé veitt áfallahjálp og neyðaraðstoð við komuna í gistiland.</p>

28.02.2022SOS Barnaþorpin: Neyðarsöfnun vegna barna í Úkraínu

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hófu á föstudag <a href="https://www.sos.is/styrkja/neydarsofnun/">neyðarsöfnun</a> fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Stjórn SOS á Íslandi hefur ákveðið að leggja til fimm milljónir króna í neyðaraðstoð til SOS í Úkraínu.</p> <p>„Ljóst er að SOS Barnaþorpin í Úkraínu munu þurfa mikla aðstoð á næstunni og eru landssamtök SOS víða um heim að undirbúa söfnun. Hjálparstarfsemi SOS í Úkraínu er mjög víðtæk og nær til um um 2.300 einstaklinga, allt í þágu barna og viðbúið er að sú tala muni hækka allverulega á næstu dögum. Áætlað er að á þriðja milljón Úkraínumanna muni leggja á flótta eða verða á vergangi í heimalandi sínu,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi samtakanna.</p> <p>Hann segir að fimmtíu Íslendingar séu SOS-foreldrar barna í Úkraínu en þar eru um 150 börn og ungmenni í umsjá SOS. Þau búa ýmist með SOS fjölskyldum sínum í barnaþorpinu í Brovary eða hjá fósturfjölskyldum á vegum SOS. Að sögn Hans Steinars er ein helsta áskorun stjórnenda SOS í Úkraínu að veita starfsfólki áfallahjálp því margir séu í losti.</p> <p><strong>Barnaþorp rýmt</strong></p> <p>„Barnaþorpið í Brovary hefur verið rýmt og 99 börn og fósturforeldrar þeirra í Luhanks héraði í austurhluta landsins hafa verið flutt um set til vestur Úkraínu. Það var gert til að tryggja öryggi þeirra og draga úr hættunni á að þau upplifi ótta og kvíða. Þrjár skrifstofur SOS eru í Luhansk. Það eru 300 fósturfjölskyldur sem leggja allt sitt traust á SOS Banaþorpin og hafa gert síðastliðin átta ár,“ segir Hans Steinar og bætir við að landsskrifstofa SOS í Kænugarði sé starfhæf.&nbsp;</p> <p>„Við upplifum okkur algerlega hjálparlaus. Forgangsmál okkar núna er að vernda eins mörg börn og við getum," sagði Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu á fundi með öllum landssamtökum SOS.</p> <p>SOS Barnaþorpin starfa óháð trú og stjórnmálum og það endurspeglast í samskiptum SOS í þessum löndum. „Ég er í nánu sambandi við SOS Barnaþorpin í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Við erum í sama liði – í liði með börnunum. Við munum halda áfram að vernda börnin fyrir hryllingi stríðsins," sagði Serhii Lukashov.</p>

24.02.2022Neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu

<span></span> <p>Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu sem hófust í morgun. Alþjóða Rauði krossinn er þegar með umfangsmikla mannúðaraðstoð í landinu vegna ástandsins sem hefur varað í austur Úkraínu undanfarin átta ár og vinnur hönd í hönd með Rauða krossinum í Úkraínu við að mæta þörfum almennra borgara og lina þjáningar vegna vopnaðra átaka.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir-og-utgefid-efni/frettayfirlit/almennar-frettir/neydarsofnun-vegna-vopnadra-ataka-i-ukrainu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að fyrirséð sé að neyð almennra borgara aukist aukist dag frá degi haldi átökin áfram og óttast sé að bæði skortur á vatni og matvælum aukist. „Mannúðaraðstoð Rauða krossins leitast fyrst og fremst við að vernda óbreytta borgara, minna deiluaðila á skyldur sínar í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög stuðla að því að nauðsynlegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur verði ekki gerðir að skotmörkum,“ segir í fréttinni.&nbsp;</p> <p>„Við hvetjum alla stríðandi aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög í hvívetna,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins sem minnir á að samkvæmt þeim njóti almennir borgarar griða og einnig borgaralegir innviðir á borð við vatns- og rafmagnsveitur sem ekki tengjast hernaði á nokkurn hátt. Stríðandi fylkingum sé skylt að gæta meðalhófs í hernaðaraðgerðum sínum.&nbsp;&nbsp;</p> <p>„Við vitum ekki hvort eða hvernig átökin munu vinda upp á sig,“ segir Kristín en bendir á að ljóst sé að mannúðarvandi almennra borgara í Úkraínu muni aukast og hún kveðst einnig óttast að talsverður fjöldi neyðist til að flýja land vegna átakanna. „Flestir munu líklega leita til nágrannaríkja þar sem Rauði krossinn hefur þegar hafið undirbúning á móttöku fólks en það er einnig viðbúið að hingað muni einhverjir leita skjóls,“ segir hún.&nbsp;</p> <p>Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum íbúa Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning.&nbsp;</p> <p>Hægt er að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til íbúa í Úkraínu með eftirtöldum leiðum:&nbsp;</p> <p>SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.)</p> <p>Aur: @raudikrossinn eða 1235704000</p> <p>Kass: raudikrossinn eða 7783609</p> <p>Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649&nbsp;</p>

23.02.2022Framlög aukin til loftslagsaðgerða í þróunarríkjum

<p>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög til stuðnings loftslagsaðgerðum í þróunarríkjum, í samræmi við lokayfirlýsingu COP26 loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Um er að ræða framlög til fjögurra stofnana og sjóða sem eiga það sammerkt að starfa með fátækustu ríkjum heims í baráttu þeirra við loftslagsvána.</p> <p>Ákveðið hefur verið að auka framlög í Græna Loftslagssjóðinn (Green Climate Fund) og nema þau nú um 80 milljónum króna á ári. Jafnframt var ákveðið að hefja stuðning við Aðlögunarsjóðinn (Adaptation Fund) með árlegum framlögum að upphæð 50 milljónir króna. Einnig mun nú hefjast stuðningur við verkefni Sustainable Energy for All (SEforALL) á sviði jafnréttis og orkuskipta um samtals 50 milljónir króna á tveimur árum og gerður hefur verið rammasamningur um framlög til skrifstofu Eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCCD) sem nemur um 27 milljónum króna á ári.</p> <p>Í samræmi við alþjóðasamþykktir hafa íslensk stjórnvöld lagt aukna áherslu á loftslagsmál í þróunarsamvinnu. Hafa framlög til loftlagstengdra verkefna þannig farið hækkandi og námu þau 2,7 milljörðum króna á síðasta ári. Samhliða vaxandi framlögum til þróunarsamvinnu hækka framlög til loftlagstengdra verkefna að lágmarki um 500 milljónir króna á þessu ári. Er þar um að ræða hreint viðbótarfjármagn eins og ítrekað hefur verið kallað eftir, nú síðast á COP26.</p> <p>Þessi ákvörðun er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem loftslagsmál eru sett í forgang og lýst yfir vilja til þess að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn hlýnun jarðar og við að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins.</p>

22.02.2022Afturför í jafnréttismálum á síðustu tveimur árum

<span></span> <p>COVID-19 heimsfaraldurinn, loftslagsbreytingar og átök hafa orðið til þess að afturför hefur orðið í jafnréttismálum í heiminum á síðustu tveimur árum. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, vakti máls á þessu í erindi á&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/executive-board/documents/2022/first-regular-session-2022?fbclid=IwAR1nbibeB61OeiqXV_oGF24wBAr6DVfYSjYxqAAFbf4lB8tTAQdm4CgYMOE"><span style="text-decoration-line: none; color: windowtext;">fyrsta stjórnarfundi UN Women í New York</span></a>&nbsp;sem fór fram rafrænt í síðustu viku.</p> <p>Ísland á sæti fyrir hönd Vesturlandahópsins í stýrinefnd UN Women. Stýrinefndin hefur stefnumótandi hlutverk og eftirlit með störfum UN Women.</p> <p>„Í fyrsta sinn í áratugi sjáum við að þeim sem búa við sárafátækt hefur fjölgað. Kynjahalli ríkir enn á vinnumörkuðum um allan heim og konum er enn víða meinuð þátttaka í ákvarðanatökum og friðarviðræðum. Konur hafa takmarkaðri aðgang að getnaðarvörnum og kynheilbrigðisþjónustu nú en fyrir COVID-19, og tíðni kynbundins ofbeldis hefur farið vaxandi, þar með talið starfrænt kynferðisofbeldi. UN Women leikur lykilhlutverk í því að koma heiminum aftur á sporið hvað varðar jafnrétti kynjanna,“&nbsp;<a href="https://estatements.unmeetings.org/estatements/60.0123/20220214/XrYJRjCr6Lx6/Hgu8c6ACLNRb_en.pdf?fbclid=IwAR3_J0nHIpcgNVMGIEwImS28UzNNbnR_WIjiTGOi_rhTfkeXLWS5nbl8HqQ"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">sagði Jörundur í ræðu sinni</span></a>.</p> <p>Hann hvatti aðildarríki UN Women til að koma í framkvæmd stefnuáætlun stofnunarinnar um að stíga enn fastar til jarðar í jafnréttismálum og tryggja að „enginn verði skilinn eftir“ (Leaving No One Behind), en það er slagorð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p><strong>Áframhaldandi stuðningur Íslands við UN Women</strong></p> <p>„Það þarf að styrkja samstarf við grasrótina og koma á nýju samstarfi svo hægt sé að tryggja árangur í jafnréttismálum. Félagasamtök, sérstaklega kvennasamtök og mannréttindafrömuðir, þurfa á stuðningi UN Women að halda, og öfugt. Það þarf jafnframt að efla tengsl við einkageirann og alþjóðlegar fjármálastofnanir til að tryggja áframhaldandi árangur og fjármagn. Þá er mikilvægt að hvetja karlmenn og drengi til að gerast jákvætt breytiafl í þágu jafnréttis.“</p> <p>Þá talaði Jörundur fyrir mikilvægi þess að aðildarríki beini fjármagni til stofnunarinnar svo hún geti sinnt hlutverki sínu, þar með talið að veita&nbsp;<a href="https://unwomen.is/4-milljonir-ibua-haiti-thurfa-a-brynni-adstod-ad-halda/"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">kvenmiðaða neyðarastoð á tímum hamfara</span></a>&nbsp;og átaka. Að lokum ítrekaði hann stuðning íslenskra stjórnvalda við verkefni og málefni UN Women.</p> <p> Hann bauð jafnframt&nbsp;<a href="https://unwomen.is/sima-bahous-skipud-framkvaemdastyra-un-women/"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">nýja framkvæmdarstýru UN Women, Simu Bahous</span></a>, velkomna til starfa. Hún hefur þegar lagt mikla áherslu á að styrkja og styðja betur við landskrifstofur UN Women og starfsemi UN Women í viðtökuríkjum.</p> <p><strong>Hvað er fastanefnd Ísland hjá Sameinuðu þjóðunum?</strong></p> <p>Hlutverk fastanefndarinnar að framkvæma utanríkisstefnu Íslands á vettvangi&nbsp;Sameinuðu þjóðanna. Áherslur í starfi&nbsp;fastanefndar fara eftir þeim markmiðum og þeirri stefnu sem&nbsp;stjórnvöld hafa á hverjum tíma gagnvart Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Fastanefndin tekur þannig þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum&nbsp;UN Women í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og&nbsp;stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Heimild: <a href="https://unwomen.is/kvennasamtok-thurfa-a-studningi-un-women-ad-halda-og-ofugt/" target="_blank">Frétt</a>&nbsp;á vef landsnefndar UN Women</p>

21.02.2022UN Women: Íslensk framlög til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis

<span></span> <p>Tæplega tvö þúsund konur hafa nýtt sér verkefni UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu til stuðnings þolendum kynbundins ofbeldis en verkefnið er stutt af landsnefnd UN Women á Íslandi með fjármagni sem fékk af sölu FO bolsins hjá landsnefnd UN Women á Íslandi haustið 2021.</p> <p>„Eftir að hafa setið fræðslufund á vegum UN Women um mikilvægi sálrænnar aðstoðar í kjölfar áfalla, ákvað ég að kynna mér málið betur. Miðstöðvarnar sem UN Women rekur fyrir þolendur kynbundins ofbeldis veittu mér kraft og öruggt rými til þess að tjá mig og mér leið sem þungu fargi væri af mér létt,“ segir Salima Fanta í <a href="https://unwomen.is/un-women-hefur-verid-min-lifsbjorg/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women en hún er ein þeirra kvenna sem hafa nýtt sér starfsemi miðstöðvar UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. Í miðstöðvunum hljóta konurnar ekki aðeins sálræna aðstoð, heldur einnig stuðning og félagsskap annarra kvenna, lagalega aðstoð og heilbrigðisþjónustu.</p> <p>„Eiginmaður minn var sonur þorpshöfðingja og átti margar geitur. Saman áttum við tvær dætur og stórar fjölskyldur. Þegar átökin hófust 2013 neyddumst við til þess að vera á stöðugum flótta til að tryggja öryggi okkar og hjarða okkar. Einn dag, þegar við vorum nærri landamærunum við Kamerún var ráðist á okkur. Ég hélt á sex mánaða dóttur okkar í fanginu og eldri dóttir okkar var við hlið mér þegar við urðum vitni að því þegar hermenn myrtu manninn minn, bræður hans og mína og hirðingjana okkar. Ég stóð stjörf við líkin þeirra þegar hermennirnir snéru sér að mér, skáru af mér hárið með sveðju og skáru hægra brjóst mitt sem síðar varð svo sýkt að það varð mér næstum að aldurtila. Þegar ég frétti að þeir höfðu brennt aldraðan föður minn lifandi, hrundi allt. Ég gat ekki meira. Ég varð dofin og sinnulaus og á endanum var ég lögð inn á geðdeild, þar sem ég lá hlekkjuð við rúmið mitt í sex mánuði. Í dag get ég talað um það sem gerðist og reynt að vinna mig úr áföllunum með aðstoð annarra. UN Women og verkefni þeirra hafa verið mín lífsbjörg og veitt mér tækifæri til að byggja mig og líf mitt aftur upp,“ segir Salima Fanta.</p> <p><strong>Eitt fátækasta ríki heims</strong></p> <p>Mið-Afríkulýðveldið (Central African Republic) er&nbsp;<a href="https://africa.unwomen.org/en/where-we-are/west-and-central-africa">eitt fátækasta ríki heims þrátt fyrir mikil náttúruleg auðæfi</a>. Um 72% íbúa landsins bjuggu undir fátæktarmörkum árið 2020, sem er 2% fleiri en árið 2019. Lægri kaupmáttur sökum átaka og áhrifa COVID-19 hefur ýtt fleiri íbúum undir fátæktarmörk, meiri hluti þeirra eru konur.</p> <p><a href="https://unwomen.is/agodi-fo-bolarins-til-gleymdu-kvennanna-i-mid-afrikulydveldinu/">Tíðni kynbundins ofbeldis í Mið-Afríkulýðveldinu er sérlega há</a>&nbsp;og eru fjölskyldur kvennanna og eiginmenn þeirra á meðal gerenda. Brjóst stúlkna eru straujuð niður (89,4%), kynfæri þeirra eru limlest (85%) og um 78% stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á barnsaldri. Meira en helmingur giftra kvenna hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af hendi maka og 55% þeirra eru beittar fjárhagslegu ofbeldi. Þá hefur 58% kvenna verið beittar kynferðislegu ofbeldi af hendi skæruliðahópa og friðargæsluliða.</p> <p>UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu segir gríðarlega mikilvægt að ná til þorpshöfðingja og trúarleiðtoga landsins til að sporna við kynbundnu ofbeldi. Þá þarf að efla fræðslu til almennings svo að konur og stúlkur viti hvaða þjónustu þær geti sótt sér og hver réttur þeirra sé.&nbsp;<a href="https://unwomen.is/115-milljonir-til-un-women-i-mid-afrikulydveldinu/">Framlag af sölu FO bolsins 2021</a>&nbsp;hefur gert UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu kleift að efla sálræna þjónustu til kvenna á borð við Salimu og ná til trúarleiðtoga, höfðingja og fjölmiðla með fræðslu um skaðsemi kynbundis ofbeldis og siða á borð við kynfæralimlestingu og þvinguð barnahjónabörn.</p>

18.02.2022Leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun

<span></span> <p>Í vikunni var haldinn í Ósló alþjóðlegur leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun. Talið er að 15 prósent jarðarbúa, einn milljarður manna, sé með fötlun. Af þeim búa 80 prósent í lág- og millitekjuríkjum. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í <a href="https://unric.org/is/milljardur-manna-glimir-vid-fotlun/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að fólk með fötlun á Íslandi sé um 55 þúsund talsins. </p> <p>Noregur, Gana og alþjóðlegt bandalag um fötlun (IDA) héldu leiðtogafundinn - T<a href="https://www.globaldisabilitysummit.org/">he Global Disability Summit</a>&nbsp;- sem fór að mestu leyti fram með fjarfundabúnaði. Markmið fundarins var að „fylkja liði um skuldbindingar til að greiða fyrir breytingum og aðgerðum til að auka þátttöku fólks sem glímir við fötlun í samfélaginu,“ eins og segir í frétt UNRIC.</p> <p>Þar kemur fram að milljónir fólks með fötlun líði fyrir fordóma, mismunun og hindranir, sem standi í vegi fyrir fullri þjóðfélagsþátttöku. „Fatlað fólk hefur einnig orðið sérstaklega hart úti í COVID-19 faraldrinum. Hlutfallslega fleiri í þeim hópi hafa látist vegna þrálátra tálmana í heilbrigðiskerfum. Þá hafa margir nemendur með fötlun ekki fengið aðgang að tækni og hjálpargögnum til að geta stundað fjarnám með skilvirkum hætti. Víða hefur fatlað fólk misst vinnuna.“ </p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi til fundarins að fólk með fötlun hafi verið fyrst til að þola brottrekstur og síðast til að vera endurráðið. Þá hafi konur og stúlkur í þessum hópi orðið enn frekar fyrir barðinu á ofbeldi og misnotkun. „Síðustu tvö ár hafa sýnt okkur fram á, með sársaukafullum hætti, brýna nauðsyn þess að við vinnum öll saman að því að efla réttindi fatlaðs fólks um allan heim.“</p> <p> Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði í opnunarræðu: „Það eru aðeins átta ár til stefnu að hrinda í framkvæmd ákvæðum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Við verðum því að sjá til þess að fólk með fötlun geti tekið fullan þátt í félagslegri- og efnahagslegri þróun til jafns við aðra í samfélaginu.“</p> <p>Auk forsætisráðherra Noregs og Nana Addo Dankwa Akufo-Addo forseta Gana ávörpuðu fulltrúar fimmtán ríkisstjórna fundinn. Fjöldi stofnana Sameinuðu þjóðanna og samtaka á borð við Rauða Krossinn og Save the Chiledren - Barnaheill tóku þátt í fundinum. Alls voru 4400 fulltrúar á leiðtogafundinum og 2200 á sérstökum ungmennafundi, að sögn UNRIC.</p> <p><span>Þetta er annar leiðtogafundurinn á heimsvísu sem haldinn er um stöðu fólks með fatlanir en hinn fyrri fór fram í London árið 2018.</span></p> <p><a href="https://www.globaldisabilitysummit.org/pages/global-disability-summit-2022-norway" target="_blank">Vefur fundarins</a>.</p>

17.02.2022Annað fárviðri á skömmum tíma skekur Madagaskar

<span></span> <p>Mikil neyð ríkir í Madagaskar eftir að fellibylurinn Batsirai reið yfir eyjuna í síðustu viku en í fárviðrinu fórust 120 íbúar. Þetta er annar fellibylurinn sem skellur á landinu á innan við tveimur vikum. UN Women vekur athygli á því að fellibylurinn hafi valdið miklu tjóni á eignum, innviðum og ræktarlandi á eyjunni, þar sem um 77 prósent íbúanna lifa þegar undir fátækramörkum.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja gríðarlega mikilvægt að koma matvælum, vistum og hreinlætisvörum til íbúa á hamfarasvæðinu, en&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/02/1111702">fellibylurinn eyðilagði um 17 þúsund heimili</a>.&nbsp;Um 120 þúsund íbúar eiga í engin hús að venda.</p> <p>Hitabeltisstormurinn Ana fór yfir suðausturströnd Afríku 24. janúar og olli bæði manntjóni og eignatjóni í Mósambík, Madagaskar og Malaví. Alls létust um 90 manns en mikil flóð fylgdu storminum sem lögðu híbýli, vegi og ræktarland í rúst.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2022/02/1111842">Stormurinn hafði gríðarleg áhrif á líf og heilsu um 200 þúsund íbúa</a>, þar af um fimm þúsund barnshafandi kvenna sem þurfa nauðsynlega á áframhaldandi heilbrigðisþjónustu að halda. „Til að bregðast við þörfinni hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna komið á fót heilsugæslum á hjólum sem reyna að sinna þörfum óléttra kvenna sem búsettar eru á hamfarasvæðunum sem hafa einangrast sökum flóða,“ segir í frétt&nbsp;UN Women.</p> <p>Þar segir enn fremur að UN Women og UNFPA hafi dreift sæmdarsettum til kvenna á hamfarasvæðum Mósambík. „Þegar fólk hefur misst allt sitt í kjölfar náttúruhamfara er mikilvægt að geta tryggt konum sértæka neyðaraðstoð og hreinlætisvörur á borð við tíðarvörur, nærfatnað, sápu, tannkrem og tannbursta svo þær geti viðhaldið reisn og persónulegu hreinlæti,“ segir UN Women.</p>

17.02.2022Alþjóðabankinn varar við skuldavanda þróunarríkja

<span></span> <p>Hagkerfi þróunarríkja hafa orðið hvað harðast úti í alþjóðlegum efnahagssamdrætti af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans. Yfirvofandi skuldakreppa gæti gert illt verra, segir bankinn, ásamt aukinni verðbólgu og vaxtahækkunum. Að mati bankans þurfa þróunarríkin því að skapa heilbrigðara umhverfi fjármálageirans.</p> <p>Margar fátækustu þjóðir heims standa frammi fyrir alvarlegri skuldakreppu sem flækir stórkostlega viðleitni þeirra til að ná sér eftir efnahagssamdráttinn af völdum faraldursins. Rúmlega sjötíu lágtekjuþjóðir standa frammi fyrir því að auka endurgreiðslu skulda upp á tæplega ellefu milljarða Bandaríkjadala – 140 milljarða íslenskra króna – á þessu ári sem er aukning um 45 prósent frá árinu 2020. Það ár þurftu þróunarríki að auka verulega lántökur.</p> <p>Í skýrslu þessa árs – <a href="https://www.worldbank.org/en/publication/wdr2022" target="_blank">World Development Report: Finance for An Equitable Recovery</a>&nbsp;– er fyrst og fremst fjallað um skuldir þróunarríkja. Þar er því haldið fram að skuldasöfnun lág- og millitekjuríka sé alvarlegri en meðal annarra þjóða vegna þess hversu óstöðug hagkerfin eru og þau séu því viðkvæmari fyrir efnahagslegum breytum eins og vaxandi verðbólgu og vaxtastigi.</p> <p>Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans en þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans.</p> <p><a href="Íslandssíða Alþjóðabankans" target="_blank">Íslandssíða Alþjóðabankans</a></p>

16.02.2022Íslenskur stuðningur við friðaruppbygginu á landamærum Malaví og Mósambík

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja nýtt verkefni í Malaví á vegum Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að fyrirbyggja átök og vinna að friðaruppbyggingu við landamærin að Mósambík. Óttast er að spenna á landamærunum fari vaxandi en sem kunnugt er hafa verið alvarleg átök og skærur í Cabo-Delgado héraði í norðausturhluta Mósambík.</p> <p>Verkefninu er stýrt af Heimsmarkmiðasjóði Sameinuðu þjóðanna í Malaví með þátttöku fjölmargra stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er markmiðið með verkefninu að fyrirbyggja átök, mannréttindabrot og kynbundið ofbeldi í þremur héruðunum sem eiga landamæri að Mósambík. Verkefnið hefur beina skírskotun í landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi, en Ísland var eina framlagsríkið sem studdi við þá áætlun eins og fram kom í <a href="https://www.visir.is/g/20212187727d/fyrsta-landsaaetlun-malavi-um-konur-frid-og-oryggi-kynnt" target="_blank">fréttum</a>&nbsp;á síðasta ári.</p> <p>„Greining af hálfu Sameinuðu þjóðanna á stöðunni sýnir að átök kunna að magnast upp við landamæri Malaví og þá sérstaklega í Mangochihéraði þar sem við höfum verið í þróunarsamvinnu í rúma þrjá áratugi. Spenna er nú þegar nokkur milli íbúa við landamærin vegna ýmissa hagsmuna, auk deilna um land og trúarbrögð, og því mikilvægt er að bregðast við sem fyrst. Þá er talið að mansal á konum og börnum sé útbreitt við landamærin,“ segir Inga Dóra.</p> <p>Verkefnaskjalið hefur verið unnið í nánu samráði við sendiráð Íslands í Lilongwe. Ísland hyggst að sögn Ingu Dóru taka virkan þátt í framkvæmd verkefnisins og leggur áherslu á að sitja í framkvæmdastjórn þess. Grannt verður fylgst með framgangi verkefnisins og árangri þar sem áhugi er á að innleiða verkefnið í fleiri héruðum við landamæri Mósambík, Malaví og Tansaníu sýni það góðan árangur. Þetta er fyrsta verkefni Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði í Malaví og getur gegnt mikilvægu hlutverki í að fyrirbyggja að mannúðarástand skapist á landamærunum.</p> <p>Ísland leggur verkefninu til 70 milljónir króna.</p>

15.02.2022Bráðavannæring og barnaþrælkun eykst í Afganistan

<span></span> <p>Allt að fimmtungur fjölskyldna í Afganistan hefur neyðst til þess að senda börn sín til vinnu vegna tekjuhruns síðastliðið hálft ár, frá valdatöku Talibana í landinu. Að mati alþjóðasamtakanna Save the Children – Barnaheill er um ein milljón barna í nauðungarvinnu, barnaþrælkun, og önnur milljón barna býr samkvæmt upplýsingum frá UNICEF við bráðavannæringu. </p> <p>Save the Children gerði nýlega könnun á fjórtán hundruð heimilum í sjö héruðum Afganistan. Hún sýnir að 82 prósent heimila hafa misst stóran hluta tekna sinna frá valdaskiptunum í ágúst síðastliðnum, þar af kváðust 18 prósent foreldra ekki eiga annarra kosta völ en að senda börnin til vinnu. Miðað við að einungis eitt barn í hverri fjölskyldu sé þröngvað til vinnu reiknast Save the Children til að rúmlega milljón barna í landinu sé í ánauð vinnuþrælkunar.</p> <p>Samkvæmt könnuninni hefur rúmlega þriðjungur aðspurðra misst allar tekjur heimilisins og rúmur fjórðungur misst meira en helming tekna. Fjölskyldur í borgum hafa orðið hvað harðast úti og helmingur fjölskyldna í höfuðborginni Kabúl kvaðst engar tekjur hafa.</p> <p>Verð á matvælum hefur hækkað mikið vegna efnahagskreppunnar í landinu og leitt til þess að <span></span>margar fjölskyldur hafa ekki efni á mat. Um 36 prósent fjölskyldna greindu frá því að matur væri keyptur fyrir lánsfé og 39 prósent kváðust fá lánaðan mat frá betur stæðum fjölskyldum.</p> <p>UNICEF telur að ríflega þrettán milljónir barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda og rúmlega milljón við bráðavannæringu. „<span>Meira en helmingur heimila glímir við margþætta fátækt og grunnþjónusta hins langhrjáða ríkis er í molum. Erfiður og kaldur vetur, náttúruhamfarir og neyðarástand í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur enn aukið byrði barna sem nú þurfa aðstoð sem aldrei fyrr. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið að störfum í Afganistan í 65 ár og mun aldrei gefast upp við að tryggja réttindi barna í Afganistan, skjól, hreint vatn, næringu og aðstoð,“ segir í <a href="https://unicef.is/neydin-i-afganistan-i-mali-og-myndum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</span></p> <p><span><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur" target="_blank">Ákall fyrir Afganistan – neyðarsöfnun UNICEF</a></span></p>

14.02.2022Reykjanesbær fyrsta sveitarfélagið með nýja nálgun í aðlögun flóttafólks

<span></span> <p>„Ég mun aldrei gleyma þeim raunum sem við höfum upplifað á undanförnum fjórum árum, en þá sá ég enga framtíð fyrir börnin mín og konuna mína. Núna er allt breytt. Þetta er heimili mitt núna. Þetta er landið mitt,“ segir Khalifa Mushib sem kom til Íslands ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum í janúar á síðasta ári. Fjölskyldan er frá Írak og fær tækifæri til að aðlagast og hefja nýtt líf í Reykjanesbæ – sem er fyrsta sveitarfélagið á Norðurlöndum sem tekur þátt í verkefninu #WithRefugees á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.</p> <p>Fjölskyldan fékk nýlega dvalarleyfi á Íslandi. Þau komu hingað til lands eftir tveggja og hálfs árs harða lífsbaráttu í Grikklandi. „Í Írak hafa verið átök í rúmlega 45 ár og það er ekki til hreint vatn né aðgangur að lyfjum. Það er ekkert líf þar. Við flúðum til Grikklands og vorum heppin að við þurftum einungis eina tilraun á bátnum til að komast yfir Miðjarðarhafið. Sumar fjölskyldur reyna að fara yfir allt að tíu sinnum en það tekur aðeins eina sekúndu að missa barnið þitt eða fjölskylduna þína,“ segir Khalifa.</p> <p>Aðstæðurnar á eyjunni Kos voru langt frá því að vera viðunandi. Þar bjuggu þau ásamt þúsundum annarra í yfirfullu móttökurými. Þó nokkur margar fjölskyldur deildu með sér hjólhýsi, málarekstur þeirra gekk hægt og sérstaklega erfitt var að fá tíma hjá lækni. Ahlim, eiginkona Khalifa, var þá komin tvo mánuði á leið. Hún upplifði erfiðleika á meðgöngu, fékk ekki tíma hjá lækni og missti fóstrið. Það var þá sem Khalifa Mushib ákvað að þau hefðu ekki um annan kost að velja en leita hælis í öðru landi. Þær sögur sem hann hafði heyrt um Ísland sannfærðu hann um það að þetta fámenna ríki í norðri væri öruggt og þar lægi framtíð hans og fjölskyldunnar.</p> <p>„Ég er úrskurðaður blindur og þegar þú ert blindur í Írak er ekkert fyrir þig að gera. Engin störf og kerfið hjálpar þér ekki neitt. Fólkið hérna hefur verið svo hjálpsamt. Börnin mín eru í skóla, æfa íþróttir og eiga íslenska vini,“ segir Khalifa. „Mér finnst veðrið ekki einu sinni svo slæmt. Það getur verið ansi kalt í Írak.“</p> <p>Reykjanesbær hefur ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndum hafið innleiðingu nýrrar starfsáætlunar á samræmda móttöku flóttafólks sem miðar að því að hjálpa fólkinu að aðlagast samfélaginu hraðar og betur. „Starfsemin er enn þá í þróun en þetta snýst fyrst og fremst um að hjálpa fólkinu að aðlagast og að það fái þá þjónustu sem það þarf og að henni sé fylgt eftir. Fyrsta skrefið er að veita flóttafólki öryggistilfinningu, með því að aðstoða það við að finna húsnæði og skapa fjárhagslegt öryggi,“ segir Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og samræmdrar móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ.</p> <p>Byggt á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/74273-fjolskylda-fra-irak-faer-dvalarleyfi-og-hefur-nytt-lif-a-islandi.html " target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>&nbsp;</p>

11.02.2022Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum

<span></span> <p>Í dag er alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. UN Women fagnar deginum og segir markmið hans að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. „Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og COVID-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna,“ segir á vef landsnefndar UN Women á Íslandi.</p> <p>Vakin er athygli á eftirfarandi staðreyndum:</p> <ul> <li>33% alls vísindafólks í heiminum eru konur</li> <li>Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum</li> <li>22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur</li> <li>28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur</li> </ul> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/2P7zvb0_wPM" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Þessi&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news-stories/in-focus/2022/02/in-focus-international-day-of-women-and-girls-in-science"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar</span></a>&nbsp;til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum. Á alheimsráðstefnunni&nbsp;<a href="https://unwomen.is/radstefnan-kynslod-jafnrettis-30-juni-2-juli-er-ollum-opin/"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">Kynslóð jafnréttis í fyrra</span></a>&nbsp;samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026,“ segir UN Women.</p>

11.02.2022Rammasamningur við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna endurnýjaður

<span></span> <p>Rammasamningur Íslands við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, var endurnýjaður í gær. <span>WFP er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Stofnunin er sú stærsta í heimi á sviði matvælaaðstoðar og aðstoð hennar náði til 115 milljóna manna árið 2021.&nbsp;Ísland veitir árleg kjarnaframlög til stofnunarinnar auk viðbótarframlaga vegna neyðartilvika. Í fyrra námu heildarframlög Íslands til WFP vegna mannúðaraðstoðar 230 milljónum króna.</span></p> <p><span>Ástand mannúðarmála í heiminum hefur ekki verið verra frá því á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Talið er að nú þurfi 285 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda samanborið við 135 milljónir fyrir tveimur árum. Af þessum fjölda eru 45 milljónir sem draga fram lífið við hungurmörk. Meginástæður er stríðsátök, loftslagsbreytingar og afleiðingar heimsfaraldursins.</span></p> <p><span>Ísland hefur haft nýsköpun að leiðarljósi í samstarfinu við WFP. Þannig hefur Ísland fjármagnað smærri tilraunaverkefni, til dæmis í Malaví og Mósambík sem þykja hafa gefið góða raun og hafa í kjölfarið verið tekin upp í öðrum löndum.</span></p>

10.02.2022Ákall UNICEF vegna hræðilegra aðstæðna barna í Sýrlandi

<span></span> <p>„Klukkan tifar fyrir börnin í norðurhluta Sýrlands og hver dagur skiptir máli. Hvert framlag gerir gagn,“ segir í <a href="https://unicef.is/veturinn-hardur-og-atokin-aukast-bornin-i-syrlandi-thurfa-hjalp" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF á Íslandi sem leitar nú eftir stuðningi Íslendinga til að tryggja þessum börnum hlý föt, öruggt skjól, lífsnauðsynlega þjónustu og réttindi í baráttu við náttúruöflin og aðstæður í heimalandinu, sem þau eiga enga sök á.</p> <p>„Veturinn hefur verið óvenju harður í Sýrlandi og tugþúsundir barna í norðurhluta landsins hafast nú við í tjöldum, neyðarskýlum og tímabundnu húsnæði meðan frostharkan slær víða met. Bara síðustu tvær vikur hafa að minnsta kosti fimm börn látið lífið í norðvesturhluta landsins vegna kuldans. Harðnandi átök, með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu, í landshlutanum hafa enn aukið þeirra neyð,“ segir í fréttinni.</p> <p>Á síðasta ár náði UNICEF 87 prósentum af markmiði sínu í dreifingu vetrarfatnaðar og fengu 109.178 börn í flóttamannabúðum, tímabundnum skýlum og öðrum viðkvæmum byggðum og aðstæðum vetrarpakka. UNICEF veitti 11,3 milljónum manna í Sýrlandi mannúðaraðstoð, þar af 7,3 milljónum barna. Fólki sem þarf á mannúðaraðstoð að halda fjölgaði úr 11,1 milljón árið 2020 í 13,4 milljónir árið 2021. Þessi fjölgun var drifin áfram að efnahagskreppu, auknum átökum í norðvesturhluta landsins og víðar, fjölda fólks á flótta innanlands, almannaþjónustu sem er í lamasessi og ekki síst áhrifum heimsfaraldurs COVID-19. Um 1,5 milljónir Sýrlendinga fengu bólusetningu gegn COVID-19.</p> <p>Í lok árs 2021 þurftu rúmlega þrettán milljónir íbúa Sýrlands á mannúðaraðstoð að halda, þar af sex milljónir barna. Tæplega sjö milljónir manna eru á flótta innanlands og UNICEF segir að rúmlega tvær og hálf milljón barna búi á svæðum sem erfitt sé að ná til.</p> <p>Nú eru liðin hartnær ellefu ár frá því <span></span>stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð allan þann tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">Heimsforeldrum</a>&nbsp;og þeim sem stutt hafa&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/syrland">neyðarsöfnun UNICEF</a>.</p> <p>Hægt er að hjálpa með að senda&nbsp;SMS-ið STOPP í númerið&nbsp;1900&nbsp;til að gefa 1.900 krónur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Sýrland.</p>

09.02.2022Horn Afríku: Horfellir og hungur af völdum langvinnra þurrka ​

<span></span> <p>Þurrkar valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, búa um þrettán milljónir íbúa þessara landa við sult og seyru. Jafn langvinnir þurrkar hafa ekki verið á þessum slóðum í rúmlega fjörutíu ár, eða frá árinu 1981.</p> <p>Þrjú regntímabil í beit hefur úrkoma verið sáralítil sem hefur leitt til uppskerubrests og búfjárfellis. Vatnsskortur og ógrösugt beitiland hefur neytt fjölskyldur til búferlaflutninga með tilheyrandi átökum milli samfélaga, að því er WFP segir í <a href="https://www.wfp.org/news/13-million-people-facing-severe-hunger-drought-grips-horn-africa" target="_blank">frétt</a>. Illu heilli eru horfur á áframhaldandi þurrkatíð og því óttast að aðstæður kunni enn að kárna á komandi mánuðum.</p> <p>„Uppskeran er farin fyrir bí, búfénaður horfellur, og hungur eykst í síendurteknum þurrkum í þessum heimshluta,“ segir Michael Dunford, svæðisstjóri WFP í austanverðri Afríku. „Ástandið kallar á tafarlausar mannúðaraðgerðir og viðvarandi stuðning til að byggja upp viðnámsþrótt í þessum samfélögum til framtíðar.“</p> <p>Þurrkarnir hafa sérílagi haft alvarleg áhrif á bændur í suður- og suðausturhluta Eþíópíu, suðaustur og norðurhluta Kenía og alla sunnanverða Sómalíu. Þeir leiða til verðhækkana á nauðsynjum og aukinnar verðbólgu. Spurn eftir vinnuafli í landbúnaði dregst aukinheldur saman sem dregur enn frekar úr getu fjölskyldna til að kaupa matvæli. Vannæring er útbreidd meðal fólks í þessum heimshluta og kann að versna verði ekki gripið til tafarlausra aðgerða, að mati WFP.</p> <p>Minnt er á að árið 2011 hafi 250 þúsund manns dáið úr hungri í Sómalíu. WFP birtir í vikunni ákall um 40 milljarða króna framlög til að mæta hörmungaraðstæðum 4,5 milljóna íbúa á horni Afríku næsta hálfa árið.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðarmálum. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum.</p>

07.02.2022UNICEF fær stuðning til að hraða dreifingu bóluefna í þróunarríkjum

<p><span>Utanríkisráðuneytið mun verja 250 milljónum króna til að styðja við starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til að hraða dreifingu og aðgengi að COVID-19 bóluefnum í þróunarríkjum. Ísland hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings baráttu þróunarríkja gegn heimsfaraldrinum og áhrifum hans en auk framlagisins til UNICEF hafa stjórnvöld veitt rúmum milljarði króna til COVAX bóluefnasamstarfsins.&nbsp;</span></p> <p><span>„Alþjóðlegt samstarf um jafnan og sanngjarnan aðgang að bóluefni gegn COVID-19 og dreifingu þeirra á heimsvísu hefur skipt sköpum. UNICEF gegnir þar mikilvægu hlutverki og býr að dýrmætri reynslu um framkvæmd bólusetninga í þróunarlöndum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Framlag Íslands til UNICEF er undir formerkjum alþjóðlega bóluefnasamstarfsins ACT-A (Access to COVID-19 Tools Accelerator) en þar gegnir stofnunin lykilhlutverki í því að tryggja að bóluefni sem fjármögnuð eru í gegnum samstarfið komist á leiðarenda. Stofnunin sér um flutning á bóluefnum innan þróunarríkja, tæknilega aðstoð við framkvæmd bólusetninga, stuðning við heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir, ásamt almenningsfræðslu um bóluefnin.&nbsp;</span></p> <p><span>Ísland hefur einnig stutt einstök verkefni í samstarfsríkjum í tvíhliða þróunarsamvinnu til að sporna gegn víðtækum samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins.&nbsp; &nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

07.02.2022Ellefu börn látast í Sýrlandi af völdum vetrarkulda og átaka

<span></span> <p>Að minnsta kosti sex börn létust og eitt særðist alvarlega í átökum í landamærabænum&nbsp;Athmeh&nbsp;í norðvesturhluta Sýrlands í síðustu viku. Önnur fimm börn hafa látist í vetrarhörkum síðustu tvær vikur.</p> <p>Bertrand&nbsp;Bainvel, starfandi yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, segir áhyggjuefni hversu harðnandi átök fara í og við&nbsp;Idlib&nbsp;í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er ári. Á svæðinu búi 1,2 milljónir barna sem þegar þurfi mikla aðstoð. Margar fjölskyldur eru á vergangi eftir að hafa neyðst til að flýja átök annars staðar frá í landinu.</p> <p>„Á síðasta ári áttu 70 prósent þeirra alvarlegu réttindabrota gegn börnum sem skráð voru í Sýrlandi sér stað í norðvesturhluta landsins. Þessi auknu átök nú verða í óvenju hörðum og köldum vetraraðstæðum hér. Metfrost hefur mælst í landshlutanum sem og víðar í Sýrlandi. Að minnsta kosti fimm sýrlensk börn hafa látist í norðurhluta Sýrlands bara á síðustu tveimur vikum vegna vetrarhörkunnar,“ segir&nbsp;Bainvel.</p> <p>Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst.&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">Heimsforeldrum</a>&nbsp;og þeim sem stutt hafa&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/syrland">neyðarsöfnun UNICEF</a>.</p> <p>&nbsp;</p>

04.02.2022Hjálparstarf hafið í Malaví í kjölfar ofsaveðurs

<span></span> <p>Hjálparstarf er hafið á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví til aðstoðar við þúsundir íbúa sem misstu heimili sín í veðurofsanum af völdum heitabeltisstormsins Ana í síðustu viku. Talið er að um hundrað manns hafi farist í ofveðrinu og flóðunum sem því fylgdi, þar af 33 í Malaví.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur þegar veitt fimmtán þúsund íbúum stuðning, einkum í því skyni að bæta hreinlæti og afstýra þannig vatnsbornum sjúkdómum eins og kóleru. Enn fremur hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ákveðið að verja rúmum 60 milljónum króna til að bregðast við neyðinni.</p> <p>Lazarus Chakwera forseti Malaví segir að þörf sé á meiri stuðningi en forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í síðustu viku. Um eitt hundrað þúsund íbúar Malaví eru á hrakhólum eftir veðurofsann og talið er að skemmdir hafa orðið á tæplega 200 þúsund heimilum. Héruðin sem urðu verst úti voru Chikwawa, Mulanje, Nsanje og Phalombe.</p> <p>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe hefur borist beiðni um stuðning frá samstarfshéraði Íslands, Mangochi, en beðið er eftir sameiginlegu ákalli frá ríkisstjórn Malaví og stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem væntanlega verður birt næstkomandi mánudag.</p> <p>Mannfall af völdum stormsins var mest á Madagaskar þar sem að minnsta kosti 48 fórust. Um 20 manns létu lífið í Mósambík.</p>

03.02.2022Leitað að verkefnastjóra fyrir trjáræktarátak í Afríku

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi styður trjáræktarátak Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Stefnt er að því að planta og verja hundruð milljóna trjáa næsta áratuginn í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Rauði krossinn á Íslandi leitar að verkefna- og samhæfingarstjóra fyrir trjáræktarátakið. </p> <p>Stefnt er að því að planta og verja 500 milljóna trjáa á ári, næstu tíu árin, í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Átakinu er ætlað að stuðla að aðlögun og mildun loftslagsbreytinga. Stuðningur Rauða krossins á Íslandi felst meðal annars í stuðningi við stórt trjáræktarverkefni í Sierra Leóne (<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/fjolmidlatorg/frettayfirlit/almennar-frettir/samfelagsleg-trjaraekt-i-sierra-leone-til-ad-sporna-vid-ahrifum-loftslagsbreytinga-og-auka-faeduoryggi/">sjá fyrri frétt</a>), þátttöku í tæknilegum vinnuhóp framtaksverkefnisins og stuðningi við stöðu verkefna- og samhæfingarstjóra framtaksverkefnisins en sú staða hefur nú verið auglýst.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Verkefna- og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra Leóne. Starfið krefst ferðalaga um Afríku sunnan Sahara þar sem það felur í sér samhæfingu verkefna sem falla undir framtaksverkefnið og tæknilega aðstoð til landsfélaga sem innleiða trjáræktarverkefni. Starfið felur einnig í sér eftirlit og úttektir, stefnumótun, áætlanagerð og fjáröflun. Nánar má lesa um stöðuna á&nbsp;<a href="https://alfred.is/starf/tree-planting-and-care-coordinator">alfred.is</a></p>

03.02.2022Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum

<span></span> <p>Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt nýútgefinni skýrslu stofnananna eru horfur dökkar fyrir tímabilið frá febrúar til maí á þessu ári og viðbúið að hungur setji líf milljóna manna í bráða hættu.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni – <a href="https://docs.wfp.org/api/documents/WFP-0000136243/download/?_ga=2.31706046.100148635.1643878891-1435261767.1616513018" target="_blank">Hunger Hotspots FAO-WFP early warnings on acute food insecurity</a>&nbsp;– er brýn þörf á markvissum mannúðaraðgerðum til bjargar mannslífum á fyrrnefndum tuttugu svæðum. Sérstaklega eru slíkar aðgerðir mikilvægar til að afstýra hungri og dauða í Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Ennfremur er óttast um aðstæður íbúa Afganistan þar sem sífellt fleiri búa við sult.</p> <p>Í skýrslunni er gerð grein fyrir tillögum um forgangsröðun neyðarviðbragða og aðgerða í hverju landi fyrir sig. </p>

02.02.2022Fjölskyldur á heljarþröm vegna langvarandi þurrka í Eþíópíu ​

<span></span> <p>Síðastliðin þrjú rigningatímabil í Eþíópíu hafa brugðist með tilheyrandi&nbsp;uppskerubresti, vatnsskorti og búfjárdauða sem skilið hafa hundruð þúsunda barna og fjölskyldna eftir á heljarþröm.&nbsp;Landssvæði&nbsp;í suður- og austurhluta Eþíópíu, Afar, Oromia, SNNPR&nbsp;og&nbsp;Somali&nbsp;héruð, hafa orðið verst úti. „Áhrif þessara þurrka eru skelfileg,“ segir&nbsp;Gianfranco&nbsp;Rotigliano, fulltrúi&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;í Eþíópíu.</p> <p>„Börn og fjölskyldur þeirra berjast nú fyrir lífi sínu við þessar aðstæður og áætlað er að 6,8 milljónir Eþíópíubúa muni þurfa á bráðri neyðaraðstoð að halda um miðjan næsta mánuð. Við erum einnig að sjá mikla fólksflutninga frá þessum verstu&nbsp;svæðum,“ segir&nbsp;Rotigliano&nbsp;í tilkynningu frá&nbsp;UNICEF.</p> <p>„Á svæðunum&nbsp;Oromia&nbsp;og&nbsp;Somali&nbsp;eru nú um 225 þúsund vannærð börn og rúmlega 100 þúsund óléttar konur eða konur með börn á brjósti sem þurfa næringaraðstoð ekki seinna en núna. Skortur á hreinu vatni eykur enn á vanda þessara kvenna og barna. Ef börnin neyðast til að drekka óhreint vatn gerir það þau augljóslega berskjölduð fyrir ótal sjúkdómum. Þar á meðal niðurgangi sem er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri hér,“ segir&nbsp;Rotigliano.</p> <p>UNICEF&nbsp;vinnur að því í samstarfi við stjórnvöld á hverju svæði að veita nauðsynlega neyðaraðstoð og koma til móts við þarfir íbúa. Meðal annars með því að laga borholur, brunna og vantsveitukerfi, flytja vatn, vatnstanka, meðhöndla alvarlega vannærð börn og tryggja barnavernd og neyðarkennslustofur.</p> <p>UNICEF&nbsp;áætlar að þurfa 31 milljón Bandaríkjadala – fjóra milljarða íslenskra króna - til að <a href="https://www.unicef.org/ethiopia/documents/unicef-ethiopia-emergency-drought-appeal" target="_blank">bregðast við neyðinni</a>&nbsp;á þurrkasvæðum Eþíópíu. Heildarfjárþörf&nbsp;UNICEF&nbsp;vegna mannúðaraðstoðar í Eþíópíu alls á árinu nemur rúmum 350 milljónum dala, 45 milljörðum íslenskra króna.</p> <p>Það er í verkefni sem þessi hjá&nbsp;UNICEF&nbsp;sem stuðningur <a href="https://unicef.is/skraning" target="_blank">Heimsforeldra</a>&nbsp;UNICEF&nbsp;skiptir sköpum.&nbsp; </p>

01.02.2022Hefðin rænir börn æskunni og tækifærum til að mennta sig

<span></span> <p>„Það er gefandi og lærdómsríkt að fá að vinna með Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og sérstaklega að svo heildstæðum verkefnum eins og að styrkja stöðu stúlkna og ungmenna í landinu. Ég vonast til þess að reynsla mín, menntun, og þá sérstaklega sjónarhorn mannfræðinnar, nýtist til góðs í verkefnunum og almennt með starfi sjóðsins hér í Síerra Leóne,“ segir Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir mannfræðingur sem er einn þriggja íslenskra ungliða sem starfa hjá stofnununum Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Friðsemd flutti til Sierra Leóne í nóvember síðastliðnum og hóf störf sem ungliði á landsskrifstofu UNFPA í höfuðborginni Freetown. Friðsemd er mannfræðingur með MA gráðu í hnattrænni heilsu og hefur áður starfað í Afríkuríki því hún vann fyrir fáeinum árum að bættri kyn- og frjósemisheilsu og valdeflingu stúlkna í Úganda. Eitt helsta hlutverk hennar hjá UNFPA er að styðja við kyn- og frjósemisheilsu ungmenna, sérstaklega stúlkna í Sierra Leóne.</p> <p>„Konur standa frammi fyrir ýmsum vandamálum allt frá barnsaldri. Kynbundið ofbeldi er útbreitt í landinu og limlestingar á kynfærum stúlkna svo algeng hefð að um 90 prósent kvenna hafa orðið fyrir slíkri misþyrmingu. Barnahjónabönd eru einnig algeng í Sierra Leóne en 29,6 prósent kvenna sem nú eru á aldrinum 20-24 ára voru giftar fyrir 18 ára aldur, og 8,6 prósent kvenna í sama aldurshópi voru giftar fyrir 15 ára aldur. Hefðin rænir börn æskunni og tækifærum til að mennta sig, og hefur slæm heilsufarsleg, andleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif á börn,“ segir Friðsemd.</p> <p>Auk þess að koma að verkefni UNFPA gegn fæðingarfistli, styður Friðsemd meðal annars við framlag landsskrifstofunnar til alþjóðlegs verkefnis UNFPA og UNICEF gegn barnahjónaböndum. Um er að ræða verkefni sem er unnið í 12 af þeim löndum með hafa hæstu tíðni barnahjónabanda.</p> <p>„Verkefnið miðar að því að styðja við bágstaddar stúlkur sem eru í áhættuhópi hvað varðar barnahjónabönd. Árið 2021 studdi Mannfjöldasjóður Sierra Leóne samtals 4034 stúlkur í gegnum verkefnið, í 67 þorpum þriggja héraða. Áhersla er á að ná til þeirra verst stöddu fyrst; stúlkna á strjálbýlum svæðum með lítið eða ekkert aðgengi að þjónustu sem þær eiga rétt á, stúlkna í mikilli fátækt, stúlkna með fatlanir, þeirra sem eru nú þegar óléttar eða giftar, og þeirra sem ekki hafa kost á menntun. Í gegnum verkefnið er unnið heildstætt að því að uppræta siðinn,“ segir hún.</p> <p>Ítarlegri umfjöllun um verkefni Friðsemdar í Síerra Leóne er að finna í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2022/02/01/Unnid-ad-baettum-hag-stulkna-i-Sierra-Leone/">Heimsljósi</a>, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunarsamvinnu og mannúðarmál.</p>

01.02.2022Catherine Russell nýr framkvæmdastjóri UNICEF

<span></span> <p>„Það er mikill heiður og forréttindi að ganga til liðs við&nbsp;UNICEF&nbsp;og leggja mitt af mörkum til að leiða ótrúlegt starf stofnunarinnar fyrir börn um allan heim á svo mikilvægum tímapunkti í sögunni,“ segir&nbsp;Catherine Russell, nýr framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún er fjórða konan til að stýra stofnuninni í 75 ára sögu hennar.</p> <p>Tilkynnt var um ráðningu&nbsp;Russell&nbsp;í desember síðastliðnum en hún tók formlega við starfinu á dögunum og tekur við af Henriettu&nbsp;Fore&nbsp;sem gegnt hafði starfinu frá ársbyrjun 2018 við góðan orðstír.&nbsp;Fore&nbsp;hafði beðist lausnar úr embætti í ágúst síðastliðnum af persónulegum ástæðum vegna veikinda eiginmanns hennar.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unicef.is/catherine-russell-nyr-framkvaemdastjori-unicef" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá landsnefnd UNICEF á Íslandi hefur Catherine&nbsp;Russell&nbsp; víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum í bandaríska stjórnkerfinu og kemur með mikla sérfræðiþekkingu inn í starf&nbsp;UNICEF. Frá 2020 til 2022 var hún aðstoðarmaður forseta Bandaríkjanna og skrifstofustjóri starfsmannamála forsetans í Hvíta húsinu. Þar áður hafði hún frá árinu 2013 til 2017 verið sendiherra fyrir&nbsp;Global&nbsp;Women‘s&nbsp;Issues&nbsp;í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Í þeirri stöðu bar hún ábyrgð á að innleiða hagsmuna-, réttinda- og baráttumál kvenna í alla þætti utanríkisstefnu Bandaríkjanna, var fulltrúi Bandaríkjanna í yfir 45 löndum, vann með erlendum stjórnvöldum, alþjóðasamtökum og félögum í almannaþágu. Þá var hún í forsvari fyrir innleiðingu framtaksins „<a href="https://www.state.gov/u-s-global-strategy-to-empower-adolescent-girls/" target="_blank">U.S&nbsp;Global&nbsp;Strategy&nbsp;to&nbsp;Empower&nbsp;Adolescent&nbsp;Girls</a>“ sem þykir mikið tímamótastefnumál.</p> <p>Þar áður hafði hún starfað sem staðgengill aðstoðarmanns Bandaríkjaforseta í tíð&nbsp;Baracks&nbsp;Obama, yfirráðgjafi utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í alþjóðlegum málefnum kvenna svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>„Á tímum sem þessum þar sem milljónir barna standa frammi fyrir því að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs&nbsp;Covid&nbsp;og annarra erfiðleika er&nbsp;UNICEF&nbsp;í fremstu röð til að verja réttindi þeirra og framtíð. Ég hlakka mikið til vinnunnar sem&nbsp;framundan&nbsp;er,“ segir&nbsp;Russell&nbsp;í tilkynningu frá&nbsp;UNICEF.</p> <p>Catherine&nbsp;Russell&nbsp;er áttundi framkvæmdastjóri í sögu&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og býður landsnefnd&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi hana hjartanlega velkomna til starfa.&nbsp;</p>

31.01.2022Úganda: Unnið að úrbótum í vatnsmálum í nýju samstarfshéraði

<span></span> <p><span>Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðgengi íbúa Namahyingo héraðs í Úganda að neysluvatni. Í þessu nýja samstarfshéraði Íslendinga eru úrbætur á því sviði ofarlega á blaði hjá héraðsstjórninni. Vatnsmál eru í miklum ólestri í héraðinu og algengt að fólk sæki mengað vatn í polla með tilheyrandi heilsufarsvandamálum.</span></p> <p>Verkfræðingur á vegum sendiráðs Íslands og héraðsstjórnarinnar fann leið til að grafa upp eitt af vatnsbólunum. Það er með uppsprettuvatni, en mengað af dýrum og mönnum. Steypt var í kringum vatnsbólið, vatnið leitt í stokk með fimm hreinsanlegum síum og þar streymir nú út um þriggja tommu rör hreint neysluvatn allan sólarhringinn.</p> <p><span>„Öll aðstaða til að sækja vatnið er til fyrirmyndar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi. „Tuttugu lítra brúsi fyllist á augabragði og konurnar sem sækja vatnið eru himinlifandi.“</span></p> <p><span>Sambærilegar endurbætur hafa verið gerðar á sex vatnsbólum og héraðsstjórnin hefur óskað eftir endurgerð sex annarra. Vinna við þau vatnsból er þegar hafin.</span></p> <p><span>Af hálfu sendiráðsins hefur einnig verið unnið í Namahyingo að því að gera upp fimmtíu borholur sem höfðu drabbast niður og stóðu ónothæfar. Sumar borholurnar höfðu staðið ónotaðar um langt árabil en þær hafa nú verið gerðar upp, endurklæddar og handpumpum komið fyrir.</span></p> <p><span>Úrbæturnar leiða strax til þess að aðgengi þúsunda íbúa að hreinu neysluvatni hefur batnað á mörgum stöðum í héraðinu og þar með fækkar löngum ferðum kvenna og stúlkna eftir vatni.</span></p> <p><span>Namayhingo hérað er í Úganda austanverðu og heitir eftir héraðshöfuðborginni. Héraðið liggur að Viktoríuvatni og áherslan í samstarfi Íslands við héraðsstjórnina er á umbætur í grunnþjónustu við íbúa fiskiþorpanna við vatnið.</span></p>

28.01.2022Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví

<span></span> <p>„Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. </p> <p>Undanfarna viku hefur hópur frá SOS heimsótt Malaví og meðal annars kynnt sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Mangochi héraði. Í hópnum voru einnig Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, Jóhannes Ásbjörnsson framkvæmdastjóri og Jón Ragnar Jónsson kvikmyndatökumaður og ljósmyndari.</p> <p>Ísland og Malaví hafa unnið saman á sviði þróunarsamvinnu í þrjá áratugi í Mangochi héraði við Malavívatn. Heimsókn þangað gefur því mjög góða innsýn inn í þá fjölmörgu þætti sem studdir eru í gegnum þróunarsamvinnuna og gaf gestunum tækifæri til að sjá áþreifanlegan árangur af samstarfi Íslands síðustu áratugi. Hópurinn kynnti sér starfsemina í Mangochi í fylgd starfsfólks sendiráðs Íslands í Lilongwe sem hafði aðkomu að undirbúning ferðarinnar og skipulagningu heimsókna.</p> <p>SOS hópurinn heimsótti meðal annars einn af tólf samstarfsskólum undir verkefnastoðinni um eflingu grunnþjónustu í Mangochi héraði. Menntun er ein af meginstoðum samstarfsins og hefur það markmið að efla grunnmenntun rúmlega 30 þúsund barna og unglinga sem stunda nám við skólana. Hópurinn heimsótti Koche grunnskólann þar sem nemendur eru um sex þúsund. </p> <p>Hópurinn fékk einnig innsýn í vatns- og hreinlætismál í héraðinu með því að heimsækja heimili í sveitaþorpi til að sjá hvernig nýleg salernis- og handþvottaaðstaða er útfærð. Mikill árangur hefur náðst á síðustu árum við að tryggja íbúum héraðsins aðgang að hreinu vatni og endurbættri salernisaðstöðu, en stuðningur frá Íslandi tryggir meðal ananrs um 385 þúsund manns aðgang að hreinu drykkjarhæfu vatni. Með bættri vatns- og hreinlætisaðstöðu er lagður grunnur að bættri heilsu íbúa, ekki síst gagnvart niðurgangspestum og kóleru. Ekkert tilfelli kóleru hefur komið upp á undanförnum árum í héraðinu og verulega hefur dregið úr niðurgangspestum. Að lokum heimsóttu gestirnir<span>&nbsp; </span>fæðingadeildina við héraðssjúkrahúsið í Mangochibænum en opnun fæðingardeildarinnar árið 2019 af þáverandi utanríkisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, markaði tímamót í starfsemi héraðssjúkrahússins á sviði mæðra og ungbarnaheilsu.</p> <p>„Heimsóknir okkar í Koche grunnskólann, fæðingarheimilið og vistarverur fólks í sveitum héraðsins sýndu okkur svo ekki verður um villst að stuðningur Íslendinga við malavísku þjóðina er gríðarlega mikilvægur fyrir samfélagið á staðnum. Um leið sýndi þessi heimsókn okkur stóra samhengið í því hversu mikilvæg starfsemi bæði íslenskra yfirvalda og SOS Barnaþorpanna er í Malaví. Samfélagsleg arðsemi hefur margfaldast með starfsemi beggja þessara aðila í Malaví og mun halda áfram að gera," segir Hans Steinar.</p> <p>SOS Barnaþorpin hafa starfað í Malaví frá árinu 1986 og reka þar fjögur barnaþorp ásamt fjölskyldueflingarverkefni í suðurhluta landsins. Markmið ferðarinnar var að kynna sér betur það mikilvæga starf sem samtökin sinna í landinu og gera heimildarmynd til að miðla því og upplifun af ferðalaginu í sjónvarpsþætti sem verður sýndur á Íslandi síðar á árinu.</p>

27.01.2022Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda

<span></span><span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð. </p> <p>Menntamálaráðuneyti Úganda gerir kröfu um að skólar setji upp viðunandi hreinlætisaðstöðu fyrir nemendur og kennara í kjölfar opnunarinnar.</p> <p>Til að aðstoða skóla við hefja kennslu hefur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áform um að leggja til hreinlætisvörur til skólanna í því skyni að uppfylla kröfur stjórnvalda og sporna gegn útbreiðslu COVID-19. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið, gegnum sendiráð Íslands í Kampala, að styðja við framtak UNICEF eftir að beiðni barst frá stofnuninni um að taka þátt í þessu stóra verkefni.</p> <p>Grunn- og framhaldsskólar í Úganda eru tæplega fjórtán þúsund talsins, nemendur um fimmtán milljónir. Að mati sendiráðsins í Kampala er stuðningur við opnun skóla í landinu afar mikilvægt verkefni og vilji til þess að koma til móts við hreinlætiskröfur stjórnvalda.</p>

27.01.2022UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan

<span></span> <p>Meira en helmingur afgönsku þjóðarinnar er í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. UN Women í Afganistan vinnur að því að koma á fót griðarstöðum fyrir konur og börn þeirra og afla gagna um stöðu afganskra kvenna og þarfir þeirra svo hægt sé að veita fjármunum þangað sem þeirra er helst þörf.</p> <p>UN Women segir í <a href="http://UN Women kemur upp griðastöðum fyrir konur í Afganistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að í kjölfar valdatöku talíbana í ágúst á síðasta ári hafi öll þróunaraðstoð til landsins verið fryst. Nú standi stór hluti Afgana frammi fyrir viðvarandi hungri, atvinnuleysi og sárafátækt, verði ekkert að gert.</p> <p>António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, biðlar til&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/01/1109492">alþjóðasamfélagsins um að endurskoða afstöðu</a>&nbsp;sína gagnvart frystingu fjármagns til Afganistan. Án þróunaraðstoðar verði afgönsku þjóðinni steypt í sárafátækt. Íbúar landsins séu þegar orðnir örvæntingafullir og úrkula vonar.</p> <p>„Foreldrar hafa selt ungbörn sín til að fæða eldri systkini. Sjúkrahús eru flest án hita og anna ekki öllum þeim börnum sem þangað leita vegna vannæringar. Fólk notar húsmuni sem eldivið til að halda á sér hita í kuldanum og stendur frammi fyrir gríðarlegu atvinnuleysi. Þörfin eftir aðstoð er gríðarleg,“ sagði hann.</p> <p><strong>Einstæðar og fráskildar konur í viðkvæmri stöðu</strong></p> <p>Guterres ítrekaði jafnframt ákall sitt til talíbana um að virða réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Síðan talíbanar komust til valda hafa&nbsp;<a href="https://unwomen.is/gleymum-ekki-konum-i-afganistan/">réttindi kvenna og stúlkna verið hrifsuð af þeim</a>&nbsp;og margar konur farið huldu höfði af ótta við refsingar og ofbeldi. Í hópi þeirra eru kennarar, mannréttindafrömuðir, stjórnmálakonur og fjölmiðlakonur. Einstæðar og fráskildar konur&nbsp;<a href="https://www.theguardian.com/global-development/2021/sep/08/they-came-for-my-daughter-afghan-single-mothers-face-losing-children-under-taliban?fbclid=IwAR0iBPPgUSHwuXPQqBcTdMNj_68MNfPoW-gGgUWSOvQzC_5PevGxDDVvQNw">eru í sérlega viðkvæmri stöðu</a>&nbsp;og eiga á hættu að missa forræði yfir börnum sínum undir sjaría lögum. Þær hafa jafnframt enga möguleika á að afla sér tekna undir þeim hömlum sem talíbanar hafa sett konum.</p> <p>„Konur og stúlkur eru fjarverandi á vinnustöðum og skólastofum út um allt Afganistan. Heil kynslóð stúlkna býr við þann raunveruleika að mega ekki láta ljós sitt skína. Vísindakonur, lögfræðingar og kennarar fá ekki að sinna störfum sínum og á meðan verður Afganistan, og heiminum öllum, af framlagi þeirra. Ekkert land getur þrifist samhliða því að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín.“</p> <p>UN Women er í Afganistan og sinnir þörfum afganskra kvenna og stúlkna. Meðal verkefna UN Women í Afganistan er að veita konum á flótta neyðarpakka og -aðstoð, heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf, auk þess að koma á fót griðastöðum fyrir konur og börn eins og fyrr segir. </p>

26.01.2022Styrkur til mannúðaraðstoðar í Afganistan

<span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum tuttugu milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita mannúðaraðstoð í Afganistan í samstarfi við Christian Aid. „Markmiðið er að spyrna við og veita almenningi stuðning til að tryggja fæðuöryggi, húsaskjól og vernda börn, sérstaklega stúlkur. SVegna hrikalegar slæmrar efnahagsstöðu eftir að Talibanar tóku völdin má segja að matarskortur og óöryggi almennt sé algjört og mannréttindi fótumtroðin,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Stríðsátök og óeirðir hafa geisað í Afganistan í tæplega fjóra áratugi og ástandið í landinu hefur farið versnandi á undanförnum mánuðum með vaxandi fátækt, verðhækkunum og matvælaskorti. Að sögn Bjarna hafa Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðsamfélagið ítrekað mikilvægi þess að viðhalda flæði fjármagns og mannúðaraðstoðar til Afganistan til að vernda það sem unnist hefur í þróunarstarfi undanfarna áratugi og til að koma í veg fyrir algjöra hnignun í landinu. </p> <p>„Markmiðið er að létta á afleiðingum í kjölfar yfirtöku talibana í Afganistan, tryggja húsaskjól og fæðuöryggi sem og aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fyrir fólk í landinu,“ segir Bjarni. „Stuðningurinn miðar einnig að því að auka viðnámsþrótt og velferð barna og fullorðinna. Áætlað er að ná til um 21 þúsund einstaklinga hvað varðar skjól og húsbúnað, 14 þúsund hvað varðar lífsviðurværi, 33 þúsund vegna fæðuöryggis og um 28 þúsund einstaklinga vegna vatns- og hreinlætismála. Þörfin við að aðstoða konur er sérstaklega brýn þar sem Talibanar, sem tóku við stjórn landsins á síðasta ári, munu nánast þurrka út framfarir sem orðið hafa á réttindum kvenna síðustu tuttugu árin,“ segir hann.</p> <p>Verkefnið er hluti af mannúðarákalli ACT Alliance, samtaka hjálparstarfs kirkna.</p>

26.01.2022UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi

<span></span><strong><span></span></strong> <p>Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unicef.is/unicef-ottast-oryggi-barna-nordausturhluta-syrlands" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF eru í norðausturhluta Sýrlands hátt í tíu þúsund börn og mæður þeirra í haldi eða föst í Al-Hol og Roj búðunum. „Þau koma frá yfir 60 löndum og berjast við að halda lífi í skelfilegum aðstæðum og miklum vetrarhörkum. Þau eru öll í mjög viðkvæmri stöðu og þurfa vernd,“ segir í fréttinni.</p> <p>UNICEF bendir á að á meðan átökin halda áfram eykst hættan á því að börn verði fyrir skaða eða verði neydd til að ganga til liðs við vígahópa. Ofbeldið gæti einnig breiðst út til annarra fangelsa og í búðir fyrir fólk á flótta. &nbsp;</p> <p>„UNICEF krefur alla aðila í norðausturhluta og annarsstaðar í Sýrlandi að vernda börn, alltaf. Við skorum enn og aftur á öll hlutaðeigandi aðildarríki að grípa til brýnna aðgerða í þágu barna og koma börnum og mæðrum þeirra aftur til sinna heimalanda,“ segir Bo Viktor Nylund, talsmaður UNICEF í Sýrlandi.</p> <p>UNICEF heldur áfram að vinna með yfirvöldum á svæðinu, styðja við skipulagningu fyrir brottför, undirbúa börn og mæður þeirra til að snúa aftur heim til sinna heimalanda og hjálpa börnunum að aðlagast að nýju.</p> <p>Nú eru næstum ellefu ár frá því stríðið í Sýrlandi hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðaraðstoð frá þeim tíma. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">Heimsforeldrum</a>&nbsp;og þeim sem stutt hafa&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/syrland">neyðarsöfnun&nbsp;</a>UNICEF.</p> <p>„Klukkan tifar fyrir börnin í norðausturhluta Sýrlands. Hver dagur skiptir máli og nú þarf samrýmdar aðgerðir,“ segir Nylund.</p>

25.01.2022Styrkur til mannúðaraðstoðar í norðurhluta Eþíópíu

<span></span><span></span> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum 20 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til mannúðaraðstoðar í Amhara fylki sem er nágranna fylki Tigray í norðurhluta Eþíópíu. „Í kjölfar átaka sem geisað hafa í landinu er ljóst að þörfin fyrir mannúðaraðstoð hefur sjaldan verið meiri, einkum lífsbjargandi aðgerðir sem tryggja fólki aðgang að vatni, fæðu og lífsviðurværi,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkunnar.</p> <p>Hann segir að mikil eyðilegging hafi orðið á innviðum samfélagsins, skólum, heilsustofnunum og vatnskerfum.&nbsp;„Við komum til með að nýta styrkinn til verkefna í samvinnu við Lúterska heimssambandið sem er samstarfsaðili Hjálparstarfs kirkjunnar á vettvangi. Verkefnið mun ná til um 20 þúsund manna,“ segir hann.</p> <p>Átök hafa sem kunnugt er geisað í nyrstu fylkjum Eþíópíu í rúmt ár. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til fylkjanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum.</p> <p>„Markmiðið er að fólk sem þurft hefur að yfirgefa heimili sín vegna ófriðarins og býr við óöruggar aðstæður og líður skort á helstu nauðsynjum fái fæðu, hreint vatn og aðgang að hreinlætisaðstöðu og geti verið öruggt þar sem það er og snúið heim þegar aðstæður lagast,“ segir Bjarni. </p> <p>„Fólk sem þurft hefur að flýja vopnuð átök í Tigray býr við skelfilegar aðstæður, þessi góði stuðningur íslenskra yfirvalda gerir kleift að bjarga mörgum mannslífum,“ segir Sophie Gebreyes framkvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu.</p>

25.01.2022Aukinn stuðningur Íslands við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví

<span></span> <p><span>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) lýsti í gær ánægju sinni með framlag frá Íslandi um frekari stuðning við skólamáltíðir í Malaví. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe var Ísland fyrsta þjóðin til að styðja við heimaræktaðar skólamáltíðir í Malaví árið 2012. „Það reyndist svo vel að WFP hyggst innleiða þá aðferð í nánast öllum samstarfslöndum sínum,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Framlag Íslands nemur 1,7 milljónum bandarískra dala, rúmlega 220 milljónum íslenskra króna, og felur í sér stuðning um að efla heimaræktaðar skólamáltíðir í Mangochi héraði næstu þrjú árin.</span></p> <p><span>„Framlagið viðheldur og eykur aðgengi að menntun með því að veita næringarríkar skólamáltíðir fyrir þrettán þúsund börn. Maturinn kemur frá fimmtán hundruð bændum í héraðinu sem einnig njóta góðs af verkefninu, öðlast aukna færni í framleiðslu, meðhöndlun og markaðssetningu uppskerunnar,“ segir í <a href="https://www.wfp.org/news/iceland-extends-its-support-strengthen-home-grown-school-feeding-malawi-0" target="_blank">frétt</a>&nbsp;WFP.</span></p> <p><span>Haft er eftir Paul Turnbull umdæmisstjóra WFP að skólamáltíðir stuðli að betri næringu barnanna, betri heilsu og hvetji þau til náms. „Við hrósum ríkisstjórn Íslands fyrir traustan stuðning við hugmyndafræðina um heimaræktaðar skólamáltíðir sem styrkir einnig efnahag Malaví og alla fæðuvirðiskeðjuna.“</span></p> <p><span>„Ísland er mjög ánægt með áframhaldandi og öflugt samstarf við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórn Malaví,“ segir Inga Dóra í frétt WFP. „Dagleg næringarrík skólamáltíð er sterk hvatning til foreldra að senda börn í skóla og hvatning til að góðrar mætingar. Heimaræktaðar skólamáltíðir styðja við það hvetjandi námsumhverfi sem við viljum skapa í skólunum sem Ísland styður í Mangochi,“ segir hún. </span></p> <p><span>WFP segir í frétt sinni að alþjóðlegar rannsóknir sýni að skólamáltíðir hafa bæði skammtíma og langtímaáhrif til góðs, hver króna skili sér tuttugufalt til baka í fjárfestingu með meiri mannauði og sterkara hagkerfi. Samkvæmt könnun í Malaví fyrir þremur árum drógu skólamáltíðir úr fjarvist nemenda um fimm prósent og ári áður sýndi könnun að skólamáltíðir bættu skólasókn úr 77 prósentum í 92 prósent.</span></p> <p><span>Inga Dóra segir í samtali við Heimsljós að nýsköpun sé stór hluti af verkefninu með WFP og áhersla verði lögð á að skapa atvinnutækifæri fyrir konur og ungmenni með því að þróa nýjar ræktunarleiðir og geymsluaðferðir meðal bænda í nágrenni skólanna. </span></p>

24.01.2022GRÓ skólarnir störfuðu með nokkuð eðlilegum hætti þrátt fyrir heimsfaraldur

<span></span><span></span> <p>Öllum skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tókst að halda starfi sínu áfram á síðasta ári með nokkuð eðlilegum hætti og taka á móti nemendum í sex mánaða þjálfunarnámið, þrátt fyrir ýmsar áskoranir tengdar COVID-19 heimsfaraldrinum. Mikil röskun varð á starfinu árið 2020 og þurftu þrír skólanna þá að fresta komu nemenda um eitt ár. Þeir komust hingað loks í fyrra en þá sóttu 90 sérfræðingar frá þróunarlöndunum þjálfun við skólana fjóra hér á landi. Að auki var aftur hægt að standa fyrir námskeiðum á vettvangi.</p> <p>GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu stóð fyrir fræðslu- og umræðufundi <span></span>um starfið síðastliðinn föstudag. Á fundinum var fjallað um stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, samstarf með Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC), áherslur í starfi UNESCO og ýmislegt fleira.</p> <p>Fjórir skólar eru starfræktir á vegum GRÓ á Íslandi. Er þar um að ræða <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/gest">Jafnréttisskólann</a></span> sem er hýstur hjá Háskóla Íslands, <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/gtp">Jarðhitaskólann</a></span> sem er starfræktur hjá Íslenskum orkurannsóknum, <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/lrt">Landgræðsluskólann</a></span> sem starfar í Landbúnaðarháskólanum og <span style="text-decoration: underline;"><a href="https://www.grocentre.is/ftp">Sjávarútvegsskólann</a></span>, sem er rekinn af Hafrannsóknarstofnun. Skólarnir starfa á sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérþekkingu og vinna að því að byggja upp getu einstaklinga, samtaka og stofnana í þróunarlöndunum og þar sem átök hafa geisað. Skólarnir hafa starfað um áratugaskeið og verið einn af mikilvægustu þáttum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Alls hafa skólarnir útskrifað um 1500 sérfræðinga og staðið fyrir fjölda viðburða og námskeiða í samstarfslöndum. Skólarnir voru árið 2020 færðir undir GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem er sjálfstæð miðstöð á vegum utanríkisráðuneytisins sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Á fundinum voru samankomnir fulltrúar í stjórn GRÓ, starfsmenn skólanna fjögurra og þeirra hýsistofnana sem þeir starfa hjá, sem og starfsfólk utanríkisráðuneytisins. Þjónustusamningar GRÓ við hýsistofnanirnar fjórar gera ráð fyrir að GRÓ bjóði með reglubundnum hætti upp á kynningar um málefni sem tengjast GRÓ og starfi skólanna. Fundurinn var liður í að sinna því hlutverki GRÓ. <span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p>Á fundinum sagði Elín Flygenring sendiherra, sem stýrði framboði Íslands til framkvæmdastjórnar UNESCO 2021-2025, frá setu Íslands í stjórninni og áherslum í starfi UNESCO. <span></span>Erla Hlín Hjálmarsdóttir, deildarstjóri árangurs og úttekta, fjallaði um stefnu Íslands í þróunarmálum og mikilvægi úttekta og árangursmælinga í þróunarstarfi og Sara Ögmundsdóttir deildarstjóri fjármála og tölfræði, fjallaði um starf Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) sem Ísland á sæti í. Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, stýrði fundinum þar sem fram fór lífleg umræða um starf GRÓ, starfið framundan og þann árangur sem starfið hefur skilað allt frá því fyrsti skólinn var stofnaður árið 1979.</p>

24.01.2022Saga Piusar vakti áhuga á alþjóðlegu hjálparstarfi

<span></span> <p>Pius Mugami Njeru fyrrverandi nemandi og núverandi starfsmaður ABC barnahjálpar í Kenía kom hingað til lands í lok síðasta árs til þess að segja sögu sína og kynna fyrir nemendum á Íslandi árangur af alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu. <span>&nbsp;</span>ABC barnahjálp hlaut styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bjóða Piusi til landsins og hann heimsótti framhaldssskóla og börn í fermingarfræðslu.&nbsp;<span>Í dag, 24. janúar, er alþjóðlegur dagur menntunar.</span></p> <p>Að sögn Írisar Óskar Friðriksdóttur verkefnastjóra hjá ABC barnahjálp ólst Pius upp við mikla fátækt í Mathare fátæktarhverfinu í Naíróbí en fékk tækifæri til að ganga í skóla með stuðningi frá ABC. Íris segir að hann hafi verið frábær námsmaður og hafi fengið verðlaun fyrir námsárangur. Hann er í dag útskrifaður frá háskóla í borginni og starfar sem bókari hjá Mathare Children‘s Education sem er samstarfsaðili ABC barnahjálpar. „Hann er börnunum einstaklega mikil fyrirmynd þar sem hann er einn af þeim - fyrrverandi nemandi. Börnin sjá í honum að það er hægt að eignast betra líf, öðlast fleiri tækifæri, ef maður menntar sig,“ segir hún.</p> <p>Mathare er næst stærsta fátækrahverfi í Nairóbí, höfuðborg Kenía, en þar búa um 500 þúsund manns við mikla fátækt. „Allflest húsin eru um níu fermetrar að stærð, eitt rými, byggt úr&nbsp; járnplötum án nokkurrar einangrunar. Það eru engar vatnslagnir, ekkert löglegt rafmagn eða steypt gólf. Um það bil 100 fjölskyldur eru um hvert og eitt klósett og þröngar göturnar einkennast af skólpi sem rennur að Mathare ánni sem rennur meðfram dalnum. Tækifæri fyrir ungt fólk eru af skornum skammti og mörg ungmenni leiðast út í glæpastarfsemi.“</p> <p>ABC barnahjálp hefur starfað um árabil í Naíróbí, þar með talið í Mathare hverfinu, þar sem um 200 börn eru studd til náms í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem ABC veitir nokkrum einstaklingum styrk til náms á háskólastigi. Einnig búa um 100 börn og unglingar á heimavist ABC. Markhópur ABC barnahjálpar eru að mestu börn sem áður voru götubörn eða áttu í erfiðum aðstæðum. Samheldinn hópur starfsmanna og kennara starfar með börnunum </p> <p>„Kynning Piusar og saga hans hlaut góðar undirtektir meðal nemenda á Íslandi sem fengu mörg áhuga <span>&nbsp;</span>á þróunarsamvinnu og alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfarið og þar með var markmiði með heimsókninni náð,“ segir Íris Ósk.</p>

21.01.2022Annar eldsvoði ársins í flóttamannabúðum Rohingja

<span></span> <p>Mikill eldsvoði varð í Cox‘s Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess síðastliðinn sunnudag. Búðirnar eru heimili þúsunda Rohingja sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð í nágrannaríkinu Mjanmar. Þetta er í&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/01/1109102">annað sinn á árinu</a>&nbsp;sem eldur brýst út í Cox‘s Bazar.</p> <p>Eldsins varð fyrst vart seinni part sunnudags og var fljótur að breiðast út um búðirnar, sem eru meðal fjölmennustu flóttamannabúða heims. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt en einhverjir slösuðust í eldinum. Upptök eldsins eru enn ókunn.</p> <p>„Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist við og hafa veitt íbúum búðanna neyðaraðstoð, matvæli, vatn, hreinlætisvörur og sæmdarsett. Stærsta verkefnið nú er að endurreisa búðirnar svo hægt sé að koma fólki í skjól, en kalt er á svæðinu á þessum tíma árs,“ segir í <a href="https://unwomen.is/annar-eldsvodi-arsins-i-staerstu-flottamannabudum-heims/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p> <p>Mikill eldsvoði varð í flóttamannabúðunum 2. janúar þar sem þjónustumiðstöð og spítali rekinn af Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) eyðilagðist, auk annarra bygginga.</p> <p>Eldhætta er mikil í búðunum vegna þéttrar byggðar og ófullnægjandi húsnæðis og eldunaraðstöðu. Af þeim rúmlega milljón Rohingjum sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð mjanmarska hersins búa um 600 þúsund þeirra í Cox‘s Bazar. Meirihluti þeirra eru konur og börn.</p> <p>UN Women og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna ítreka að þó mikil þörf sé á matvælaaðstoð til íbúa búðanna sé einnig gríðarlega mikilvægt að koma til þeirra&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2022/01/1109432">nauðsynjum á borð við hreinlætisvörur</a>, þvottaefni og fatnaði svo hægt sé að tryggja persónulegt hreinlæti og öryggi.</p>

21.01.2022UN Women á Íslandi stýrir hliðarviðburði hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p>Hvernig má ná jöfnuði og valdefla konur og stúlkur <a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/" target="_blank">í tengslum við loftslagsbreytingar</a>&nbsp;og viðbragðsáætlunum við þeim? Þessi spurning verður umræðuefni árslegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (<a href="https://www.unwomen.org/en/csw" target="_blank">CSW</a>) sem haldinn verður í mars. Forsætisráðuneytið hefur gert samning við UN Women á Íslandi um skipulag og umsjón með hliðarviðburði íslenskra stjórnvalda á fundinum.</p> <p>Sökum COVID-19 verða allir hliðarviðburðir rafrænir í ár. Íslenski viðburðinn verður í samræmi við meginþema þingsins og honum verður streymt rafrænt.</p> <p><a href="https://www.unwomen.org/en/csw">Kvennanefndafundir Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;hafa farið fram árlega frá árinu 1946. Fundurinn í ár er sá 66. í röðinni og fer fram dagana 14. til 25. mars. Á fundinum verður farið yfir árangur af samþykktum niðurstöðum liðinna funda. Í ár verður farið yfir niðurstöður 61. fundar kvennanefndar SÞ sem fram fór árið 2017. „Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim með ályktunum sínum og stefnumótunum,“ segir í <a href="https://unwomen.is/fundur-kvennanefndar-sth-tekur-a-loftslagsbreytingum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women.</p>

20.01.2022Kallað eftir 52 milljörðum króna í mannréttindabaráttu

<span></span> <p>Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í gær fjármögnunarákall fyrir nýhafið ár með hvatningu til ríkja og einkaaðila um að leggja fram rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala – ríflega 52 milljarða íslenskra króna – í þágu mannréttinda.</p> <p>Mannréttindastjórinn undirstrikar að vernd og efling efnahagslegra, menningarlegra og félagslegra réttinda verði áfram ein helsta áherslan í störfum skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Að mati Bachelet „gildir einu hversu frjálsir einstaklingar eru til að tjá sig og mótmæla, raunverulegt frelsi þeirra er ekki tryggt ef þá skortir mat, menntun og þak yfir höfuðið,“ eins og hún orðaði það.</p> <p>Bachelet benti á að nú þegar heimurinn glímir þriðja árið í röð við heimsfaraldur kórónuveirunnar verði mannréttindaskrifstofan að berjast gegn þeim ójöfnuði sem faraldurinn hefur leitt af sér og styðja við bakið á viðkvæmum þjóðfélagshópum sem orðið hafa verst úti. „Kjarninn í starfinu snýst þó um að snúa við kerfislægri kynþáttahyggju og styrkja ábyrgð löggæsluyfirvalda sem taka þátt í dauða fólks af afrískum uppruna,“ sagði hún.</p> <p>Skrifstofa mannréttindastjóra er mjög háð frjálsum framlögum og fékk á síðasta ári 62 prósent þeirra framlaga sem óskað hafði verið eftir.</p>

19.01.2022Talibanar: Kerfisbundin mismunun og ofbeldi í garð kvenna

<span></span> <p>Leiðtogar Talibana í Afganistan beita sér fyrir kerfisbundinni og umfangsmikilli mismunun og ofbeldi í garð kvenna, að því er hópur mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu. Sérfræðingarnir ítreka fyrri áhyggjur sínar af ákvörðunum sem teknar voru í kjölfar valdaköku Talibana í ágúst á síðasta ári. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) <a href="https://unric.org/is/serfraedingar-sth-saka-talibana-um-kerfisbundna-utilokun-kvenna/" target="_blank">greinir</a>&nbsp;frá.</p> <p>Að mati sérfræðinganna fela aðgerðirnar í sér refsingu kvenna og stúlkna byggða á kynbundinni hlutdrægni og skaðlegum aðferðum sem Talibanar hafa sammælst um. Meðal slíkra aðgerða er að hindra konur til að snúa aftur til fyrri starfa, krafa um að karlkyns ættingi fylgi þeim í almannarými, bann við að konur noti almenningssamgöngur, auk strangra skilyrða um klæðaburð.</p> <p><span></span>„Við höfum áhyggjur af áframhaldandi og kerfisbundinni útilokun kvenna í félagslegu, efnahagslegu og pólitísku tilliti í landinu. Þetta á enn frekar við um konur sem eru sökum kynþáttar, trúar eða tungumáls í minnihluta,“ segja sérfræðingarnir. Þar eiga þeir við Hazara, Tadsjika, Hindúa og önnur samfélög sem standa höllum fæti.</p> <p>Sérfræðingarnir benda enn fremur á aukna hættu á misnotkun kvenna og stúlkna, þar á meðal mansal til að þvinga konur til að ganga í hjónaband, jafnvel á barnsaldri. Jafnframt ýmiss konar kynferðislega misnotkun og þrælkun.</p> <p>„Auk þess að skerða verulega ferða-, tjáningar og félagsfrelsi kvenna og þátttöku þeirra í opinberum og pólitískum malefnum, eru konar sviptar vinnu og lífsviðurværi með þeim afleiðingum að þær verða fátækt að bráð,“ segja sérfræðingarnir. „Sérstaklega verða konur sem eru í forsvari fyrir heimili hart úti. Þjáningar kvenna bætast við hrikalegar aðstæður í landinu.“</p> <p><strong>Útilokun frá menntun</strong></p> <p>„Ástæða er til að benda að konum er áfram meinað að njóta þeirra grunnréttinda að hafa aðgang að að framhaldsmenntun. Það er gert með því að krefjast aðskilnaðar kvenna og karla og krefja konur um sérstakan klæðaburð,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>„Í dag stöndum við frammi fyrir tilraun til að fjarlægja konur og stúlkur úr öllu opinberu lífi í Afganistan. Þar á meðal eru stofnanir og verkferli sem ætlað var að hjálpa eða vernda konur sem standa höllum fæti,“ segja sérfræðingarnir og vísa þar til lokunar kvennamálaráðuneytisins og óháðu mannréttindanefndarinnar. Þá hafa ýmsir þjónustuaðilar, kvennaathvörf og fleira lokað af ótta við ofbeldi.</p> <p>Þeir hvetja alþjóða samfélagið til að auka mannúðaraðstoð við afgönsku þjóðina og minna á að fjárhagsvandinn bitni harðast á viðkvæmum hópum, þar á meðal konum, börnum og minnihlutahópum.</p> <p>Alls standa rúmlega þrjátíu óháðir mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna að <a href="https://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=28029&%3bLangID=E" target="_blank">yfirlýsingunni</a>.</p>

18.01.2022UNICEF kemur milljarði bóluefna gegn COVID-19 til skila

<span></span> <p>UNICEF hefur nú náð að dreifa einum milljarði skammta af bóluefni gegn COVID-19 til efnaminni ríkja heimsins gegnum COVAX samstarfið. Milljarðasti skammturinn lenti í Rúanda um nýliðna helgi.</p> <p>„Í samvinnu við&nbsp;samstarfsaðila&nbsp;okkar er COVAX leiðandi í stærstu bóluefnaöflun og dreifingu í sögunni og hefur samstarfið náð að dreifa bóluefnum til 144 landa. En vinnan sem hefur farið í að ná þessum tímamótum er aðeins áminning um þá vinnu sem eftir er. Þar sem svo margir eiga enn eftir að fá sinn fyrsta skammt, við vitum að það er mikið verk framundan,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu á bóluefnum til efnaminni ríkja heims fyrir hönd COVAX samstarfsins. Auk þess vinnur UNICEF með samstarfsaðilum í að bregðast við beinum áhrifum heimsfaraldursins á börn og fjölskyldur um allan heim. Það er meðal annars með hjálp Heimsforeldra og þeirra sem hafa stutt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi, sem þetta er mögulegt. Auk þess hefur íslenska ríkið stutt dyggilega við COVAX samstarfið með beinum framlögum og með því að gefa umframskammta.</p>

17.01.2022Skattaafsláttur fyrir stuðning við almannaheillastarfsemi

<span></span> <p>UN Women vekur athygli á því að þeir einstaklingar sem styrkja almennaheillastarfsemi eins og UN Women á Íslandi – að lágmarki um tíu þúsund krónur á ári – <span>&nbsp;</span>geta nýtt framlag sitt til þess að lækka skattstofn sinn og þannig fengið hluta fjárhæðarinnar til baka gegnum endurgreiðslu skatta. Þessi breyting varð með nýjum lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi sem samþykkt voru 1. nóvember á síðasta ári.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/11/17/Haegt-ad-stydja-vid-almannaheillastarfsemi-og-fa-skattafradratt-med-gildistoku-nyrra-laga/?fbclid=IwAR35YBquIRo3N5sdSG-4xNDs-HMriIBI16Rq-qfYWUgmT_9OdA2GJHBtw-U">Lögin</a>&nbsp;veita bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem styrkja UN Women eða önnur félög eða stofnanir sem sinna almennaheillastarfsemi færi á því að lækka skatta sína. Hámarksskattafsláttur hjá einstaklingi fæst fyrir 350.000 króna framlag. Fyrir hjón er sú upphæð 700.000 krónur.</p> <p>„Þetta þýðir einnig að ljósberar geta hækkað núverandi framlag sitt, án þess í raun að greiða meira; UN Women hlýtur hærri styrk en gefandinn greiðir í raun áfram sömu upphæð þegar endurgreiðslan hefur skilað sér,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>„Það hefur því aldrei verið jafn auðvelt að styrkja okkar góða starf og láta gott af sér leiða. Við hvetjum sem flesta til þess að skrá sig sem ljósbera með því að smella&nbsp;<a href="http://www.ljosberi.is/">hér</a>&nbsp;og byrja að nýta sér skattaafsláttinn til góðra verka. UN Women sér síðan um að koma öllum upplýsingum til skattsins ár hvert.“</p> <p>Frádráttur fyrirtækja getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt. „Þetta gefur þess vegna fyrirtækjum tækifæri á að taka þátt í starfi UN Women og njóta skattaafsláttar á sama tíma,“ segir í fréttinni.</p>

14.01.2022Ráðstafa 20 milljörðum króna til mannúðaraðgerða

<span></span> <p>Martin Griffith yfirmaður samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA)&nbsp;úthlutaði í gær 150 milljónum bandarískra dala – um 20 milljörðum íslenskra króna – úr neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF) til að styrkja vanfjármagnaðar aðgerðir í mannúðarmálum í þrettán ríkjum Afríku, Ameríku, Asíu og Miðausturlöndum.</p> <p>„Þessi fjármögnun er björgunarhringur fyrir þær milljónir manna sem búa við þær aðstæður að afleiðingar áfalla sem riðið hafa eru vanfjármagnaðar. Þetta er stærsta einstaka úthlutun CERF og kemur til með nýtast í þeirri viðleitni að viðkvæm samfélög fái brýnustu nauðsynjar. Fjármögnun neyðarsjóðsins frá framlagsríkjum gerir okkur kleift að ganga lengra og ná fljótt til þeirra sem mest þurfa á aðstoð okkar að halda,“ segir Griffith.</p> <p>Í frétt frá OCHA segir að í nýlegri spá á þörf fyrir alþjóðlegt mannúðarstarf á árinu sé talið að 274 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda, fleiri en marga síðustu áratugi. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra stefna að því að veita 183 milljónum manna aðstoð, þeim sem búa við mest bágindi, og verja til þess 41 milljarði Bandaríkjadala.</p> <p>Þau þrettán ríki sem fá að þessu sinni úthlutað úr neyðarsjóðnum eru Sýrland, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Súdan, Mjanmar, Búrkína Fasó, Tjad, Níger, Haítí, Líbanon, Madagaskar, Kenía, Angóla og Hondúras.</p> <p>„Ég þakka öllum styrktaraðilum CERF sem með örlæti hafa gert þennan stuðning mögulegan. Saman gerum við gæfumuninn,“ segir Martin Griffith. Ísland er í hópi ríkja sem greiða árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi en sjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd.</p>

13.01.2022Aðeins þriðjungur unglinga á flótta í framhaldsskóla

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, kallaði í lok síðasta árs eftir alþjóðlegu átaki til að tryggja framhaldsskólamenntun fyrir börn og ungmenni á flótta, í ljósi þess að skráning þeirra í skóla og háskóla er mjög lítil. Ákallið kemur í kjölfar útgáfu á skýrslu UNHCR um stöðu menntunar árið 2021, <a href="https://www.unhcr.org/publications/education/612f85d64/unhcr-education-report-2021-staying-course-challenges-facing-refugee-education.html" target="_blank">Staying the course: The Challenges Facing Refugee Education</a>. Í skýrslunni er lögð áhersla á sögur ungs flóttafólks um allan heim og baráttu þess við að halda áfram með nám sitt á fordæmalausum tímum vegna COVID-19 faraldursins.</p> <p>„Framhaldsskólaganga ætti að vera tími fyrir vöxt, þroska og tækifæri. Hún eykur atvinnumöguleika, heilbrigði, sjálfstæði og leiðtogahæfileika berskjaldaðra ungra einstaklinga sem verða síður þvingaðir í barnaþrælkun. Engu að síður sýna gögn sem flóttamannastofnunin safnaði í 40 löndum að heildarskráningarhlutfall flóttafólks í framhaldsskóla á árunum 2019-2020 var aðeins 34 prósent. Í næstum öllum löndum er þetta hlutfall lægra en hjá börnum sem fædd eru í viðkomandi landi,“ segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/70289-frettatilkynning-um-skyrslu-um-stodu-menntunar.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNHCR.</p> <p>Þar kemur enn fremur fram að líklegt þyki að faraldurinn hafi enn frekar dregið úr tækifærum flóttafólks. COVID-19 hafi raskað lífi margra barna en fyrir ungmenni á flótta, sem þegar standi frammi fyrir miklum hindrunum við að sækja nám og gæti útrýmt allri von þeirra um að hljóta nauðsynlega menntun.</p> <p>„Nýlegum framförum í skólagöngu barna og ungmenna á flótta hefur verið stofnað í hættu,“ segir Filippo Grandi, framkvæmdastjóri UNHCR. „Ef við ætlum að takast á við þessa áskorun þarf stórt og samræmt átak og við getum ekki vanrækt skyldu okkar í þessu máli.“</p> <p>UNHCR biðlar til þjóða að tryggja réttindi allra barna, þar á meðal barna á flótta, til að fá aðgang að framhaldsskólamenntun og tryggja að þau séu hluti af menntakerfi landanna og skipulagi þar að lútandi. Þar að auki þurfa ríki sem taka á móti mörgum vegalausum einstaklingum aðstoð við að styrkja innviði: fleiri skóla, viðeigandi námsgögn, kennaramenntun í sérhæfðum greinum, stuðning og aðstöðu fyrir táningsstúlkur og fjárfestingar í tækni og tengimöguleikum til að standa jafnfætis öðrum.</p> <p>Gögnin sýna einnig að frá mars 2019 til mars 2020 var skráningarhlutfall flóttafólks á grunnskólastigi 68 prósent. Skráning á æðri menntunarstigum var fimm prósent, sem var tveggja prósenta hækkun frá ári til árs og aukning sem þýðir umfangsmiklar breytingar fyrir þúsundir flóttamanna og samfélög þeirra. Þetta er aukning sem veitir einnig von og hvatningu fyrir yngra flóttafólk sem stendur frammi fyrir yfirþyrmandi áskorunum við að sækja sér menntun.</p> <p>„Þetta hlutfall er þó lágt í samanburði við alþjóðlegar tölur og án mikillar aukningar á aðgengi að framhaldsskólamenntun verður markmið UNHCR og samstarfsaðila „15by30,“ að 15 prósent flóttafólks sé skráð á æðra menntunarstig árið 2030, áfram utan seilingar,“ segir í fréttinni.</p>

12.01.2022Sjö helstu ógnir við velferð barna árið 2022

<span></span> <p>Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children telja að sjö áskoranir&nbsp;verði helstu ógnir við velferð barna árið 2022. „Eftir tvö krefjandi ár þar sem heimsfaraldur hefur eyðilagt efnahagskerfi, reynt á þolmörk heilbrigðiskerfa og mótað stjórnmál, vona margir að betri tímar taki við nú þegar við hringjum inn árið 2022. Það er hins vegar ljóst að fjöldi samtengdra vandamála munu að öllum líkindum setja svip sinn á nýja árið,“ segir á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/allt-fra-hungursneyd-til-loftslagsbreytinga-7-helstu-ognir-vid-velferd-barna-arid-2022" target="_blank">vef</a>&nbsp;samtakanna þar sem farið er yfir fyrrnefndar sjö ógnir.&nbsp;</p> <p><strong>Áskorun 1: Komast í gegnum hungur sem er alvarlegra en nokkru sinni fyrr</strong></p> <p>Árið 2021 hafa milljónir barna glímt við vannæringu vegna COVID-19, átaka og loftslagsbreytinga. Áætlað er að árið 2022 muni 2 milljónir barna láta lífið fyrir 5 ára aldur af sökum vannæringar. Í byrjun desember komu leiðtogar G20-ríkjanna saman í Japan (margir í fjarfundi) til þess að ræða þetta vaxandi vandamál, en munu þeir efna loforð sín?</p> <p><strong>Áskorun 2: Hefja aftur skólastarf eftir tveggja ára slitrótt nám</strong></p> <p>Börn í Úganda, sem hafa mörg ekki gengið í skóla frá því í mars 2020, vonast til að geta snúið aftur í skóla á nýju ári. Áætlað er að um 117 milljónir barna á heimsvísu séu enn utan skóla vegna Covid-19. Þar að auki voru 260 milljónir barna ekki í skóla áður en faraldurinn hófst. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa rekið „catch up clubs“ til að sjá til þess að nemendur dragist ekki of langt aftur úr á meðan skólar eru lokaðir. Því lengur sem börn eru utan skóla því minni líkur eru á því að þau snúi aftur til náms. Stúlkur eru líklegri til að hætta námi,&nbsp;oft vegna þess að þær eru neyddar í hjónabönd. Áhrif lokana skóla eru mikil en nýleg rannsókn sýndi að fjöldi barna sem getur ekki lesið einfaldan texta við 10 ára aldur hefur aukist úr 53% fyrir COVID-19, upp í 70% í dag.</p> <p><strong>Áskorun 3: Fá leiðtoga til að hætta að tala og grípa til aðgerða varðandi loftslagsbreytingar</strong></p> <p>COP26 loftslagsráðstefnan í Glasgow í nóvember 2021 sýndi aukna ákveðni og óþolinmæði grasrótarhreyfinga ungmenna, með Gretu Thunberg fremsta í flokki. Loforð þjóðarleiðtoga á ráðstefnunni í Glasgow eru ekki nógu róttæk miðað við hversu alvarlegt vandamálið er. Aðgerðaleysi fullorðinna mun bitna mest á börnum. Næsta loftslagsráðstefna, COP27, mun leiða í ljós hvort leiðtogar geti breytt innantómum loforðum Glasgow ráðstefnunnar yfir í aðgerðir sem munu stuðla að öruggari framtíð fyrir börn.</p> <p><strong>Áskorun 4: Metfjöldi býr við átök</strong></p> <p>Aldrei áður hafa jafn margir búið á átakasvæðum. Í dag búa um 200 milljónir barna á stríðssvæðum, sem er 20% aukning frá árinu áður. Mörg þeirra voru nú þegar að berjast við hungursneyð og afleiðingar loftslagsbreytinga. Mannréttindasamtök reyna að vernda börn gegn verstu afleiðingum stríða, en þau hafa meðal annars fengið 112 lönd til að skrifa undir&nbsp;Safe School Declaration&nbsp;sem bannar stríðsátök við skóla.</p> <p><strong>Áskorun 5: Skert mannréttindi barna vegna baráttu gegn hryðjuverkum</strong></p> <p>Undanfarið hefur vígahópum sem eru ekki á vegum yfirvalda fjölgað mikið. Börn eru oft neydd til liðs við þessa hópa en þegar yfirvöld handsama börnin eru þau oft látin sæta hörðum refsingum. Börn sem eru talin tilheyra ISIS samtökunum eru föst í búðum í Norð-austur Sýrlandi og börnum sem eru meðlimir vígahópa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó er haldið föngum, svipt ríkisborgararétt sínum og er mismunað. Árið 2022 verður að halda áfram vinnunni við að ná börnum úr haldi vígahópa, koma þeim aftur á heimaslóðir og inn í samfélagið og reyna að halda í hluta barnæsku þeirra.</p> <p><strong>Áskorun 6: Finna hæli fyrir börn sem hafa verið hrakin á flótta</strong></p> <p>Börn á flótta hafa ekki verið fleiri frá því í seinni heimstyrjöldinni, en á árunum 2005 til 2020 fjölgaði þeim úr 4 milljónum upp í 10 milljónir. Myndir af bágstöddum, jafnvel deyjandi börnum að flýja yfir landamæri hreyfa reglulega við almenningi og hafa áhrif á stefnumótun. Það lítur ekki út fyrir að flóttamannastraumurinn muni minnka árið 2022, spurningin er hvort börn geti átt von á því að vera veitt hjálparhönd.</p> <p><strong>Áskorun 7: Koma í veg fyrir hærri tíðni barnadauða af völdum COVID-19</strong></p> <p>Síðastliðin 30 ár hefur tíðni barnadauða lækkað um næstum 60%. Aukið álag á heilbrigðiskerfi vegna COVID-19 hefur hinsvegar orðið til þess að sjúkdómar sem voru í rénum eru farnir að rísa aftur. Dauðsföllum af völdum malaríu hefur fækkað í gegnum árin, en síðan COVID-19 faraldurinn hófst hefur malaríudauðsföllum fjölgað í 32 löndum. Talið er að tíðni barnadauða gæti hækkað árið 2022, í fyrsta sinn í marga áratugi. Það hafa þó einnig einhverjar framfarir átt sér stað t.d. fyrsta virka bóluefnið gegn malaríu. Þetta veitir okkur von um það að þróun á bóluefnum, sem faraldurinn ýtti undir, muni hjálpa börnum þegar til lengri tíma er litið.</p> <p>„Það verður að takast á við þessi vandamál af krafti til að koma í veg fyrir enn eitt árið þar sem réttindi barna á heimsvísu fara dvínandi,“ segir á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/allt-fra-hungursneyd-til-loftslagsbreytinga-7-helstu-ognir-vid-velferd-barna-arid-2022" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla.</p>

11.01.2022Ákall Sameinuðu þjóðanna um 655 milljarða króna til afgönsku þjóðarinnar

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar kölluðu í gær eftir rúmlega 655 milljarða króna framlögum til mannúðaraðstoðar í Afganistan, fimm milljörðum bandarískra dala, sem jafnframt er hæsta upphæð sem kallað hefur verið eftir í sögu samtakanna fyrir einstakt ríki. Grunnþjónusta við íbúa er í molum og með væntanlegum framlögum ætla Sameinuðu þjóðirnar að koma 22 milljónum stríðshrjáðra Afgana til aðstoðar innan landamæra og 5,7 milljóna utan þeirra.</p> <p>Martin Griffith yfirmaður samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sagði að 4,4 milljarða Bandaríkjadala þyrfti til þess eins að greiða laun heilbrigðisstarfsfólks og annarra – og ekkert af því fjármagni færi í gegnum hendur Talíbana. Þá kallaði Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) eftir 623 milljónum dala – tæplega 82 milljörðum króna – til stuðnings flóttamannasamfélögum í fimm nágrannríkjum.</p> <p>Afganska þjóðin, tæplega 42 milljónir íbúa, hefur búið við stríðsátök í fjóra áratugi. Eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í ágúst á síðasta ári hefur ástandið farið hríðversnandi með vaxandi fátækt og verðhækkunum á matvælum og öðrum nauðsynjum. Rúmlega helmingur þjóðarinnar þarf á alþjóðlegri mannúðaraðstoð að halda.</p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra úthlutaði í lok desember 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Afganistan, og fól Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) að ráðstafa framlaginu.</p>

11.01.2022WHO telur unnt að útrýma leghálskrabbameini

<span></span> <p>Nú stendur yfir alþjóðlegur mánuður til að vekja fólk til vitundar um leghálskrabbamein á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem er næst algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum á barneignaaldri í heiminum. „„Leghálskrabbamein gæti orðið fyrsta tegund krabbameins sem tekst að uppræta,“ er haft eftir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO í <a href="https://unric.org/is/haegt-ad-utryma-leghalskrabbameini/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</p> <p><a href="https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/krabbamein-a-o/oll-krabbamein/leghals-krabbamein">Undanfarinn áratug</a>&nbsp;hafa 11-12 konur af hverjum 100 þúsund greinst á Íslandi með leghálskrabbamein og 2-3 af hverjum 100 þúsund látist á hverju ári.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að koma megi í veg fyrir leghálskrabbamein með bólusetningu og viðeigandi eftirfylgni og meðferð í kjölfar skimunar. „Leghálskrabbamein er næst algengasta krabbameinstegund sem hrjáir konur og er bæði algengast og banvænast í ríkjum sem eru neðarlega á&nbsp;<a href="http://hdr.undp.org/en/content/human-development-index-hdi">lista</a>&nbsp;yfir lífskjör í heiminum. Árið 2020 greindust rúmlega 600 þúsund konur með leghálskrabbamein í heiminum. Dró það rúmlega 340 þúsund kvenna til dauða,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir enn fremur að fáir sjúkdómar endurspegli jafnvel ójöfnuð í heiminum og þessi tegund krabbameins. Nærri 90% dauðsfalla væru í lág- eða meðaltekjuríkjum, þar sem heilbrigðiskerfi eru veikburða og meðferð ófullnægjandi eða ekki fyrir hendi.</p> <p>„Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og systurstofnun hennar Alþjóða krabbameinsrannsóknastofnunin (IARC) hafa í sameiningu tekið saman djarfa, samstillta&nbsp;<a href="https://www.paho.org/en/towards-healthier-generations-free-diseases/global-strategy-elimination-cervical-cancer">áætlun</a>&nbsp;um að útrýma þessu banvæna krabbameini sem lýðheilsuógn. Markmiðið er að draga úr tíðninni þannig að hún verði aðeins fjögur tilvik á hverjar 100 þúsund konur. Til þess þarf að ná þremur skilgreinum markmiðum á ævi ungu kynslóðar samtímans. Þar er fyrst til að taka að bólusetja 90% stúlkna gegn&nbsp;<a href="https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item17727/HPV-veiran-(Human-Papilloma-Virus)">HPV-veirunni</a>&nbsp;fyrir 15 ára aldur. Í annan stað að skima 70% kvenna um 35 ára aldur og aftur við 45 ára aldur. Loks ber 90% kvenna með forstig krabbamein að fá meðferð og sama hlutfall þeirra sem hafa fengið ífarandi krabbamein njóti þeirra úrræða sem tiltæk eru.“</p> <p>Hverju ríki ber að stefna að því að ná svokölluðum 90-70-90 markmiðum fyrir 2030 með það fyrir augum að útrýma leghálskrabbameinu fyrir næstu aldamót.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rTViRKW4PIU" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>Dánartíðni á Íslandi lækkað um 90%</strong></p> <p>Í frétt UNRIC kemur fram að tíðni leghálskrabbameins hafi farið lækkandi á Íslandi undanfarna áratug, þökk sé skipulagðri skimun með leghálsstroki. „Leghálskrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á forstigi og lækna. Frá því að skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 hefur dánartíðni úr sjúkdómnum lækkað um 90%. Þetta er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru þekktar en HPV-veira sem smitast við kynlíf veldur sjúkdómnum í 99% tilfella“, segir í fréttinni með tilvísun í heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands.</p>

10.01.2022Nær 90 prósent framlaga Íslands í þágu jafnréttismála

<span></span> <p>Ísland er í öðru sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samkvæmt <a href="https://www.oecd.org/development/gender-development/Development-finance-for-gender-equality-2021.pdf">úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD</a> (DAC) fara tæplega 90 prósent framlaga Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu til verkefna sem stuðla að kynjajafnrétti.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti stöðu stúlkna og kvenna. Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna er sett í öndvegi í <a href="https://www.althingi.is/altext/149/s/0416.html">þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023</a> og er sett fram sem sérstakt markmið auk þess sem lögð verður frekari áhersla á samþættingu kynjasjónarmiða í verkefni og framlög til þróunarsamvinnu. Í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví, Úganda og Síerra Leóne hafa kynjasjónarmið til að mynda verið samþætt í verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála.</p> <p>Í úttekt þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) yfir fjármögnun í þágu kynjajafnréttis og valdeflingu kvenna fyrir árið 2021 kemur fram að framlög í þágu jafnréttismála í tvíhliða þróunarsamvinnu hafa hækkað jafnt og þétt undanfarin ár og hafa aldrei verið hærri. Á árunum 2018-2019 fóru um 44,5 prósent framlaga DAC ríkjanna í verkefni sem stuðla að kynjajafnrétti.</p>

10.01.2022„Þurftum að grátbiðja um mat og vatn“

<span></span> <p>UN Women styður við rekstur kvennaathvarfa í Eþíópíu í samstarfi við þarlend grasrótarsamtök. Þar hljóta konur öruggt skjól, læknis- og sálfræðiþjónustu sem og starfsþjálfun. Konurnar fá einnig aðgang að smálánum til að koma undir sig fótunum að nýju. Margar konur sem þangað leita hafa verið beittar ofbeldi af hendi smyglara sem hafa lofað þeim störfum í efnuðum Arabíuríkjum. Ein þeirra er Alem Kifle, sem yfirgaf heimili sitt í Eþíópíu þegar COVID-19 heimsfaraldurinn skall á landinu.</p> <p>Atvinnuleysi í Eþíópíu jókst til muna í heimsfaraldrinum og Kifle gat ekki séð börnum sínum fyrir mat. Landamæralokanir heftu för fólks og í örvæntingu leitaði Kifle til smyglara sem lofuðu fólki atvinnu í öðrum ríkjum. För Kifle endaði þó í þriggja mánaða fangavist í ókunnugu landi áður en hún var send aftur heim til Eþíópíu.</p> <p>„Lögreglan lét okkur sofa við hliðina á klósetinu. Við þurftum að grátbiðja þá um mat og vatn. Þú ert einskis virði þegar þú ert ólöglegur innflytjandi,“ lýsir Kifle. „Ég var blásnauð þegar ég kom heim og ég var þunglynd. Sonur minn bjó á götunni og dóttir mín bjó hjá fyrrum nágranna. Fjölskylda mín vildi ekkert með mig hafa.“</p> <p>Talið er að um 550 þúsund einstaklingar hafi snúið heim til Eþíópíu frá Arabíuskaganum í kjölfar COVID-19. „Mörg þeirra urðu fyrir&nbsp;<a href="https://unwomen.is/90-prosent-farandverkakvenna-naudgad-a-leid-sinni/">miklum áföllum og ofbeldi</a>&nbsp;á leið sinni. Aðrir höfðu sætt illri meðferð af hendi vinnuveitanda. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda fólks sem þurfti á aðstoð að halda, var fátt um úrræði. Neyðarskýli fyrir þolendur voru of þéttskipuð, ekki var hægt að huga að sóttvörnum og starfsfólk var bæði fáliðað og illa þjálfað,“ segir í <a href="https://unwomen.is/thu-ert-einskis-virdi-thegar-thu-ert-ologlegur-innflytjandi/" target="_blank">grein</a>&nbsp;UN Women.</p> <p>Kifle hlaut þjálfun í rekstri og matvælaframleiðslu meðan hún dvaldi í athvarfinu og rekur nú lítið kaffihús í heimabæ sínum. Börnin hennar tvö búa hjá henni. Hún segir að verkefni UN Women hafi veitt henni kraft og hvatningu til að takast á við framtíðina.</p>

07.01.2022Nýtt fjölskyldueflingarverkefni SOS í Malaví

<span></span> <p style="text-align: left;">Nýtt fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni hefst á næstu vik­um í Mala­ví sem fjár­magn­að er af SOS Barna­þorp­unum á Ís­landi. Markmið fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS er að forða börn­um frá að­skiln­aði við bágstadda foreldra og styðja fjöl­skyld­una til fjár­hags­legs sjálf­stæð­is.</p> <p style="text-align: left;">Fjöl­skyldu­efl­ing­in er í Nga­bu í Chikwawa hér­aði, í suðurhluta Malaví, og nær beint til 1500 barna og ung­menna í 400 fjöl­skyld­um sem fá ekki grunn­þörf­um sín­um mætt vegna bágra að­stæðna for­eldra þeirra eða for­ráða­manna. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna njóta 15 þús­und skóla­börn af 500 heim­il­um einnig óbeint njóta góðs af verk­efn­inu út árið 2024 því verk­efn­ið mun styðja við afar veik­byggða inn­viði sam­fé­lags­ins.</p> <p style="text-align: left;">„Fjöl­skyld­urn­ar fá að­stoð í formi mennt­un­ar, heilsu­gæslu, ráð­gjaf­ar, barna­gæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yf­ir­stíga erf­ið­leika og lifa betra lífi sem fjöl­skylda. For­eldr­ar fá að­stoð til að afla sér tekna og með­al úr­ræða er að veita þeim vaxta­laus smá­lán eins og reynst hef­ur vel í verk­efni okk­ar í Eþí­óp­íu,“ segir Hans Steinar.</p> <p style="text-align: left;">Í Chikwawa hér­aði búa um 150 þús­und manns. Um 15% barna und­ir 18 ára aldri á svæð­inu hafa misst báða for­eldra og 11% hafa misst ann­að for­eldr­ið. „Inn­við­ir á svæð­inu eru tak­mark­að­ir og til marks um það má nefna að árið 2018 var sjúk­dóms­tíðni 50% og með­al­fjöldi nem­enda í kennslu­stund var 107. Brott­fall barna í grunn­skól­um er 3,1%. Þeg­ar for­eldr­ar veikj­ast geta þeir ekki afl­að tekna og börn­in hætta því í skóla til að geta afl­að tekna fyr­ir fjöl­skyld­una,“ segir hann.</p> <p style="text-align: left;"><strong>Eft­ir­lit frá Ís­landi</strong></p> <p style="text-align: left;">SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa um langt skeið unn­ið að und­ir­bún­ingi þessa verk­efn­is ásamt heima­mönn­um í Mala­ví og álfu­skrif­stofu SOS í Add­is Ababa í Eþí­óp­íu. Verk­efn­ið sjálft er unn­ið af heima­mönn­um en mán­að­ar­leg­ir fjar­fund­ir fara fram með SOS á Ís­landi þar sem far­ið verð­ur yfir fram­vindu verk­efn­is­ins hverju sinni, ár­ang­ur og áskor­an­ir. Einnig verð­ur far­ið í eft­ir­lits­ferð­ir á vett­vang eft­ir því sem að­stæð­ur leyfa.</p> <p style="text-align: left;">„Inn­an­húss­þekk­ing okk­ar og reynsla frá fyrri verk­efn­um kem­ur að miklu gagni. SOS á Ís­landi fjár­magn­ar ann­að slíkt verk­efni í Eþí­óp­íu með góð­um ár­angri og hef­ur auk­in­held­ur hald­ið upp slík­um verk­efn­um í Venesúela, Gín­ea Bis­sá og á Fil­ipps­eyj­um,“ segir Hans Steinar.</p> <p style="text-align: left;">Verk­efn­ið í Mala­ví er til fjög­urra ára og er heild­ar­kostn­að­ur þess er um 125 millj­ón­ir króna. Al­menn­ing­ur get­ur tek­ið þátt í að styrkja fjöl­skyldu­efl­ing­una með því að ger­ast&nbsp;<a href="https://www.sos.is/styrkja/gerast-fjolskylduvinur/" title="Gerast fjölskylduvinur">SOS-fjöl­skyldu­vin­ur</a>&nbsp;og greiða mán­að­ar­legt fram­lag að eig­in vali. SOS-fjöl­skyldu­vin­ir fá reglu­lega frétt­ir af gangi mála á verk­efna­svæð­un­um okk­ar í fjöl­skyldu­efl­ing­unni. SOS Barna­þorp­in hafa starf­að í Mala­ví frá ár­inu 1986 og reka þar fjög­ur barna­þorp og sjá hundruð­ mun­að­ar­lausra og yf­ir­gef­inna barna fyr­ir fjöl­skyld­um og heim­il­um. Sam­tök­in hafa unn­ið mörg sam­bæri­leg fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni með góð­um ár­angri í Nga­bu frá 2016.</p>

06.01.2022Stríðsátök og þurrkar ógna lífi milljóna í Eþíópíu

<span></span> <p>Eþíópía er það land í heiminum þar sem þörf fyrir mannúðaraðstoð verður hvað mest í heiminum á þessu ári, að Afganistan undanskildu. Alþjóðlega björgunarnefndin – International Rescue Committe – <a href="https://www.rescue.org/article/crisis-ethiopia-climate-change-meets-conflict" target="_blank">birti</a>&nbsp;í gær umfjöllun um grafalvarlegt ástand í landinu þar sem átök í norðri og þurrkar í suðri ógna lífi milljóna íbúa.</p> <p>Rúmt ár er liðið frá því blóðug stríðsátök hófust í nyrsta héraði landsins, Tigray héraði, milli stjórnarhersins og frelsishreyfingar Tigray með tilheyrandi mannfalli og flótta rúmlega tveggja milljóna manna. Að mati Sameinuðu þjóðanna hangir líf 5,5 milljóna íbúa á bláþræði vegna matarskorts. Tugþúsundir íbúa hafa flúið yfir til Súdan og átökin hafa breiðst út til héraðanna Amhara og Afar þar sem 450 þúsund íbúar eru á hrakhólum.</p> <p>Áhrif loftslagsbreytinga hafa sett líf fólks úr skorðum í suðurhluta landsins. „Við ferðumst langan veg til að sækja vatn sem er erfitt þegar hungrið sverfur að,“ segir Fatima, átta barna móðir sem missti lífsviðurværi sitt í þurrkum í Somali héraði. Í suðurhluta Eþíópíu eru að <a href="https://reliefweb.int/report/ethiopia/ethiopia-humanitarian-bulletin-3-january-2022" target="_blank">sögn OCHA</a>&nbsp;– samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum – að minnsta átta milljónir íbúa sem þurfa á lífsbjargandi aðstoð að halda á árinu.</p> <p>Þurrkarnir í sunnan og austanverðu landinu, í landbúnaðarhéruðunum Somali, Austur- og Suður-Oromia, hafa þegar haft hræðileg áhrif á líf bænda sem horfa fram á uppskerubrest vegna þurrka þriðja regntímabilið í röð.</p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð.</p> <p>&nbsp;</p>

06.01.2022Blóðug byrjun á nýju ári í Sýrlandi

<span></span> <p>„Bara síðustu fjóra daga, frá byrjun nýs árs, hafa tvö börn látið lífið og fimm til viðbótar særst í auknum átökum í norðvesturhluta Sýrlands,“ segir&nbsp;Kambou&nbsp;Fofana, starfandi yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.&nbsp; Hann lýsir þungum áhyggjum af stöðu mála í landshlutanum en rúmlega 70 prósent allra brota gegn börnum í Sýrlandi í fyrra urðu í norðvesturhluta landsins.&nbsp;</p> <p>„Í vikunni var svo gerð árás á&nbsp;vatnsstöð&nbsp;sem&nbsp;UNICEF&nbsp;styrkir í þorpinu&nbsp;Arshani&nbsp;fyrir utan&nbsp;Idlib&nbsp;í norðvesturhéraðinu,“ segir&nbsp;Fofana&nbsp;í tilkynningu vegna málsins. „Árásin gerði það að verkum að þjónusta stöðvarinnar lá niðri og stöðvaði dreifingu á vatni til rúmlega 240 þúsund manns.“&nbsp;</p> <p>Fofana&nbsp;fordæmir árásir sem þessar.</p> <p>„Börn og mikilvæg þjónusta við þau ætti aldrei að þurfa að sæta árásum. Þetta skelfilega stríð gegn börnum í Sýrlandi hefur nú staðið í ellefu ár. Hversu mikið lengur getur þetta viðgengist?“&nbsp;</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur undanfarin ár haldið úti neyðarsöfnun fyrir börn í Sýrlandi. Til að styðja við neyðarsöfnunina er hægt að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040,&nbsp; kt. 481203-2950 – eða senda&nbsp;SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.)</p>

05.01.2022Sjötíu milljónir frá Rauða krossinum til Afganistan og Sómalíu

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita rúmum 70 milljónum króna til mannúðaraðgerða í Afganistan og Sómalíu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, Tombólubarna og Mannvina Rauða krossins. „Þessi stuðningur skiptir sköpum fyrir þá sem verst standa í Afganistan og sýnir hvernig íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn geta tekið höndum saman og komið til móts við þarfir þeirra sem þjást vegna ofbeldis, vopnaðra átaka og hungurs,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.</p> <p>Stuðningur við mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Afganistan nemur um 28,5 milljónum króna. Auk þeirra erfiðleika sem hafa fylgt valdatöku Talibana ríkja í landinu miklir þurrkar og stór hluti þjóðarinnar býr við matarskort og hungur sem gæti aukist mikið verði ekki brugðist hratt við.&nbsp;„Við fögnum heildstæðri nálgun íslenskra stjórnvalda en eins og kunnugt er buðu íslensk stjórnvöld tugum Afgana alþjóðlega vernd á Íslandi eftir valdatöku Talibana í ágúst síðastliðnum en að auki hafa stjórnvöld stutt mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í landinu um tæpar 70 milljónir króna,“ segir Atli Viðar. Hann bendir á að vegna ástandsins í Afganistan hafi mjög fá ef nokkur hjálparsamtök jafn greitt aðgengi að þolendum og geti veitt þeim mannúðaraðstoð eins og Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn.</p> <p>Ástandið í Sómalíu er einnig mjög slæmt að sögn Atla, þótt það fái ekki mikla athygli í fjölmiðlum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC World Disaster Report 2020) er Sómalía það ríki heimsins sem er viðkvæmast fyrir loftslagsbreytingum sem koma ofan í viðkvæmt ástand í landinu vegna átaka sem þar hafa ríkt undanfarin ár. Áhrif loftslagsbreytinga má þegar finna og í strandbæjum getur fólk ekki lengur treyst á grunn lífsviðurværi, fiskveiðar og búfjárrækt.</p> <p>Nærri þrjár milljónir Sómala búa við mikið fæðuóöryggi, auk þess að kljást við útbreiðslu erfiðra sjúkdóma á við kóleru, mislinga, malaríu og COVID-19. Sómalíski Rauði hálfmáninn, með stuðningi alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, hefur brugðist við með beinum stuðningi við lífsviðurværi íbúa, heilbrigðisþjónustu og bætt aðgengi að vatni og hreinlæti auk þess að huga að vernd hinna viðkvæmustu í öllu starfi sínu. Stuðningur við starfið nemur um 28.5 milljónum króna. Auk þess verður varið um 15 milljónum í verkefni sómalíska Rauði hálfmánans sem snýr að aukinni viðbragðsgetu Rauða hálfmánans svo hann geti betur tekist á við áskoranirnar sem fylgja COVID-19 ofan á þær áskoranir sem fyrir voru.</p> <p>„Þess má geta að við erum ofboðslega stolt af því að Tombólubörn á Íslandi studdu jafnaldra sína í Sómalíu sem standa frammi fyrir hungri með framlögum sínum á árinu 2021 sem námu alls tæpum 95 þúsund krónum,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/lifsbjargandi-mannudaradstod-islenskra-stjornvalda-og-rauda-krossins-til-tholenda-hungurs-ofbeldis-og-vopnadra-ataka-i" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</p> <p>Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu, Tombólubörnum og Mannvinum Rauða krossins fyrir stuðninginn.&nbsp;</p>

04.01.2022Hafa ekki bæði efni á upphitun húsa og mat fyrir börnin

<span></span> <p>„Mæður tjáðu mér að á komandi vetri verði þær milli steins og sleggju, annað hvort þurfi þær að gefa börnum sínum að borða og láta þau frjósa, eða halda á þeim hita og láta þau svelta. Þær hafi ekki efni á bæði kyndingu og mat,“ sagði David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) undir lok síðasta árs eftir heimsókn til Sýrlands. Stofnunin þarf yfir 500 milljónir Bandaríkjadala fyrir maí á þessu ári til að bregðast við neyðinni í landinu.</p> <p>„Fleiri Sýrlendingar en nokkru sinni þurfa að velta fyrir sér hvernig þeir komast í gegnum daginn með tómum kæliskápum, minnkandi matarskömmum og mörkuðum fullum af vörum sem þeir hafa ekki lengur efni á að kaupa,“ segir í <a href="https://www.wfp.org/stories/2021-photos-people-heart-one-syrias-toughest-years" target="_blank">yfirlitsgrein</a>&nbsp;frá WFP um hörmulegt ástand í Sýrlandi þar sem stofnunin veitti 5,7 milljónum íbúa matvælaaðstoð á nýliðnu ári.</p> <p>Í mars síðastliðnum var þess minnst að stríðsátökin í Sýrlandi hefðu staðið yfir í heilan áratug. Þá gerði WFP ítarlega könnun á matvælaóörygginu í landinu sem leiddi í ljós að það hafði versnað til muna. Á aðeins einu ári höfðu 4,5 milljónir íbúa bæst í hóp þeirra sem höfðu vart til hnífs og skeiðar. Samtals 12,4 milljónir Sýrlendinga gátu ekki brauðfætt sig, fleiri en nokkru sinni fyrr.</p> <p>„Eftir átök í áratug var lífsbaráttan harðari en áður fyrir meirihluta sýrlenskra fjölskyldna. Árið 2021 voru 6,8 milljónir manna á vergangi að berjast við að endurreisa tilveru sína eftir fjölda ára harmleik, óvissu og ólýsanlegan missi. Vonin um frið lifir en á sama tíma hafa margar fjölskyldur klárað sparifé sitt og geta ekki tekist á við efnahagskreppuna. Allt árið urðu nauðsynjar dýrari en áður og samtímis féll gengi sýrlenska pundsins. Fjölskyldur náðu ekki endum saman.“</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum íslenskra stjórnvalda í mannúðaraðstoð. Þau veita kjarnaframlög til stofnunarinnar í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá WFP eftir föngum.</p>

03.01.20222022 verði ár batans

<p><span>António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, biðlar til aðildarríkja að skuldbinda sig til þess að gera árið 2022 að ári endurheimtar og bata eftir erfiðleika og bakslag síðustu ára.&nbsp;</span></p> <p><span>„Heimurinn tekur á móti 2022 með það fyrir augum að nú reyni verulega á vonir okkar um framtíðina, því við okkur blasir aukin fátækt og ójöfnuður, ójöfn dreifing bóluefna vegna COVID-19, skortur á skuldbindingum vegna loftslagsbreytinga, áframhaldandi átök, sundrung og upplýsingaóreiða,“ segir Guterres meðal annars í ávarpi sínu. Hann áréttaði þó að allt væru þetta áskoranir sem mannkyn geti staðist ef við skuldbindum okkur til þess að gera árið 2022 að ári batans, fyrir okkur öll.&nbsp;</span></p> <p><span>„Bata eftir heimsfaraldurinn, með djarfri áætlun um að bólusetja alla, alls staðar. Efnahagsbata, þar sem vel stæð ríki styðja þróunarríki með fjármögnun, fjárfestingu og niðurfellingu skulda. Bata eftir tortryggni og sundrung, með nýrri áherslu á vísindi, staðreyndir og skynsemi. Bata eftir átök, með samræðum, málamiðlunum og sáttum. Og bata fyrir plánetuna okkar, með loftslagsskuldbindingum sem eru í samræmi við umfang vandans og brýna þörf,“ segir Guterres.</span></p> <p><span><em>Ávarp António Guterres má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:</em><br /> </span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/w7OhpDcxFBY" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

30.12.2021Tvö hundruð milljónir króna í alþjóðlega mannúðaraðstoð

<p>Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur þörf á mannúðaraðstoð aldrei verið meiri og eykst dag frá degi. Áætlað er að um 274 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda á næsta ári, tæplega fjörutíu milljónum fleiri en á árinu sem er að kveðja. Skýrist það meðal annars af aukinni fátækt, stríðsátökum, áhrifum loftslagsbreytinga og COVID-19 heimsfaraldrinum.</p> <p>Afganistan, Jemen og Eþíópía eru meðal þeirra landa þar sem þörfin fyrir mannúðaraðstoð er mikil.&nbsp;Í Afganistan glímir yfir helmingur þjóðarinnar, eða 22,8 milljónir manna,&nbsp;við fæðuóöryggi og í Eþíópíu er&nbsp;áætlað að 9,4 milljónir þurfi á matvælaaðstoð að halda. Í Jemen hefur neyðarástand ríkt lengi, en stríðsátök hafa geisað í landinu frá árinu 2015.&nbsp;Þá eiga Afganistan, Eþíópía og Jemen&nbsp;það jafnframt sammerkt að milljónir manna&nbsp;á flótta innanlands eru sérstaklega berskjaldaðar og þarfnast brýnnar aðstoðar. </p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að úthluta 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í&nbsp;fyrrnefndum ríkjum, Afganistan, Eþíópíu og Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur verið falið að ráðstafa framlaginu. Báðar stofnanirnar eru áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð.</p> <p>&nbsp;</p>

28.12.2021Tæplega fjögur hundruð látin á Filippseyjum

<span></span> <p>Staðfest er að 397 eru látin og 83 er enn saknað á Filippseyjum eftir fellibylinn Rai fór yfir eyjarnar 16. desember síðastliðinn.&nbsp;Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir hörmungarnar og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað fjársöfnun á grunni <a href="https://reliefweb.int/report/philippines/philippines-super-typhoon-rai-odette-humanitarian-needs-and-priorities-dec-2021" target="_blank">viðbragðsáætlunar</a>&nbsp;upp á fjórtán milljarða íslenskra króna.</p> <p>Fellibylurinn, sem heimamenn kalla Odette, olli miklum skaða í sex af sautján héruðum Filippseyja. Auk þeirra tæpra 400 íbúa sem fórust í fellibylnum slösuðust á annað þúsund og 630 þúsund lentu á vergangi. Um 200 þúsund hús skemmdust í ofaveðrinu. Óttast er að hópsmit COVID-19 fari sem eldur í sinu um neyðarskýli, sérstaklega í einu þeirra, þar sem alltof margir hafa leitað skjóls.</p> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, úthlutaði þegar tólf milljónum Bandaríkjadala til hjálparstarfa á vegum ýmissa stofnana sameinuðu þjóðanna á vettvangi, eins og Barnahjálparinnar, UNICEF, Mannfjöldasjóðsins, UNFPA og Matvælaáætlunarinnar, WFP. Neyðarsjóðurinn er einn af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi. Sjóðnum er ætlað að grípa þegar inn í skyndilega neyð eins og á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins.</p>

23.12.2021 Nýtt almenningsrými í Gaza hannað fyrir konur og stúlkur

<span></span> <p>Haya Promenade er heiti á nýju almenningsrými í Gaza sem hannað er með þarfir kvenna og stúlkna að leiðarljósi. Verkefnið var styrkt af UN Women og er liður í því að gera borgarrými að öruggu svæði fyrir konur og stúlkur. &nbsp;</p> <p>UN Women segir í <a href="https://unwomen.is/nytt-almenningsrymi-i-gaza-hannad-fyrir-konur-og-stulkur/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að í upphafi verksins hafi verið gerðar úttektir á um 134 almenningsrýmum í Gaza um ástæður þess að konur og stúlkur noti ekki slík svæði kannaðar. Niðurstöður leiddu í ljós að um 50 prósent íbúa á Gaza telja sig&nbsp;<a href="https://palestine.unwomen.org/en/news-and-events/stories/2021/11/new-safe-public-space-opened-by-un-and-partners-in-gaza">ekki örugg í almenningsrýmum</a>&nbsp;og forðast að nota þau.</p> <p>„Þegar vinna við hönnun Haya Promenade svæðisins hófst var leitað til ólíkra hópa eftir ráðgjöf, meðal annars kvenna og ungmenna. Þetta var gert því svæðið átti að uppfylla þarfir allra, en einnig hvetja konur og stúlkur til að láta sig borgarmál varða og raddir sínar hljóma,“ segir í fréttinni.</p> <p><strong>Skorti sárlega örugg rými</strong></p> <p>Einn ráðgjafanna er 17 ára gömul stúlka sem sagði einstakt að koma á svæði sem hún hafði aðstoðað við að hanna.</p> <p>„Þetta hefur vakið áhuga minn á borgarhönnun og hvernig megi fá almenning til að taka aukinn þátt í mótun opinberra rýma. Ég er stolt að hafa lagt mitt af mörkum til að gera borgina okkar að öruggara rými fyrir konur og stúlkur,“ sagði hún.</p> <p>Haya Promenade er í einu fátækasta svæðinu á Gaza. Þar skorti að mati UN Women sárlega vel hannað borgarrými þar sem konur og stúlkur gátu notið samvista með fjölskyldum sínum án þess að upplifa sig óöruggar. Við hönnun svæðisins var séð til þess að aðgengi væri gott, að skiptiaðstaða væri til staðar, auk þjónustumiðstöðvar.</p> <p>Eitt af verkefnum UN Women síðustu ár hefur verið að skapa&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/what-we-do/ending-violence-against-women/creating-safe-public-spaces">öruggar borgir fyrir konur og stúlkur</a>&nbsp;og er Haya Promenade hluti af því verkefni. Konur eru ólíklegri til að taka fullan þátt í samfélaginu upplifi þær sig&nbsp;<a href="https://unwomen.is/herferdir-verkefni/orugg-borg/">óöruggar í almenningsrýmum</a>. Þær eru líklegri til að takmarka ferðir utandyra, forðast almenningssamgöngur, fara síður út eftir myrkur og því líklegri til að einangrast. UN Women er ein af áherslustofnununum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p>Hægt er að styðja verkefni sem þetta með því að <a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/" target="_blank">gerast ljósberi</a>&nbsp;UN Women á Íslandi.</p>

23.12.2021Kynfæralimlestingar stúlkna viðvarandi heilsufarsvá í heimsfaraldri

<span></span> <p>Nýlokið er úttekt á samstarfsverkefni sem Ísland styður með tveimur stofnunum Sameinuðu þjóðanna um upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna fyrir árið 2030. Meginniðurstöður benda til þess að verkefnið sé vel til þess fallið að bregðast við því vandamáli sem kynfæralimlestingar stúlkna og kvenna eru&nbsp;á heimsvísu.&nbsp;Verkefnið er leitt af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Það nær til sautján ríkja.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.unfpa.org/admin-resource/joint-evaluation-unfpa-unicef-joint-programme-elimination-female-genital-mutilation" target="_blank">úttektinni</a>&nbsp;hefur verkefnið&nbsp;stuðlað að aukinni&nbsp;þjónustu við fórnarlömbin auk þess að bæta forvarnir og umönnun þeirra sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda.&nbsp;Þá er bent á mikilvægi þess að setja&nbsp;málefnið í forgang hjá stjórnvöldum og svæðisbundnum&nbsp;stofnunum. Um er að ræða þriðju úttekt á framkvæmd verkefnisins, frá 2018 til 2021. Fulltrúi Íslands sat í samráðshópi framlagsríkja um úttektina, ásamt fulltrúum Noregs og Austurríkis.</p> <p>„Í COVID-19 faraldrinum hefur komið í ljós að viðvarandi vandamál aukast, og gjarnan er vísað til „krísu innan krísu“, og má segja að sú sé raunin með kynfæralimlestingar stúlkna. <span>&nbsp;</span>Aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tengdri þjónustu er ábótavant og enn sem komið er, taka fáar alhliða stefnur mið af menntun, heilsu og kyni. Þá hefur leiðum til að auka fræðslu og stuðning við stúlkur og fjölskyldur þeirra fækkað, meðal annars vegna þess að skólahald er skert,“ segir María Mjöll Jónsdóttir skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Hún segir að Ísland hafi lagt áherslu á&nbsp;baráttuna gegn&nbsp;limlestingum&nbsp;á kynfærum kvenna og stúlkna í alþjóðlegu þróunarsamvinnu um árabil. </p> <p>„Limlestingar&nbsp;á kynfærum kvenna ná til allra aðgerða sem fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að hluta til eða algerlega, og þeirra áverka sem koma til sökum slíkra aðgerða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur bent á að slíkar limlestingar hafi engan heilsufarslegan ábata í för með sér, en felur í sér margvíslega áhættu, meðal annars hættu á alvarlegum blæðingum, sýkingum, vandkvæðum við fæðingar og fjölgun andvana fæddra barna. Menningarlegar ástæður og siðir liggja til grundvallar og styðja við þá hugmynd að&nbsp;limlestingar&nbsp;á kynfærum kvenna séu öllum stúlkum nauðsynlegar sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir hjónaband og fullorðinsár.&nbsp;Limlestingar&nbsp;á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu misrétti og ofbeldi. Þá helst þessi siður oft í hendur við barnahjónabönd og veldur því að stúlkur hætta fyrr í skóla en kynfæralimlestingar eru gerðar á stúlkubörnum, allt frá ungbörnum til 15 ára aldurs. Talið er að yfir 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum hafa undirgengist kynfæralimslestingar,“ segir María Mjöll.</p> <p>Ísland heldur áfram að styðja samstarfsverkefnið í fjórða framkvæmdaáfanga þess sem hefst á næsta ári og sá stuðningur er hluti af <a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/GEF-Iceland.pdf" target="_blank">skuldbindingum</a>&nbsp;Íslands á vettvangi verkefnisins „Kynslóð jafnréttis“ þar sem Ísland leiðir alþjóðlegt aðgerðarbandalag um kynbundið ofbeldi. Skuldbindingar Íslands voru kynntar af forsætisráðherra í júlí í París á þessu ári. </p>

22.12.2021Ísland styður verkefni sem miðar að því að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne

<p><span>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Argentina Matavel-Piccin, yfirmaður skrifstofu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) fyrir Vestur- og Mið-Afríku, hafa skrifað undir samstarfssamning um verkefni sem styður stjórnvöld í Síerra Leóne í viðleitni sinni við að útrýma fæðingarfistli í landinu. Um er að ræða nokkuð algengt og mjög alvarlegt vandamál í landinu, en með verkefninu munu lífsgæði fjölda kvenna batna til mikilla muna. Verkefnið verður unnið í náinni samvinnu við heilbrigðisyfirvöld í Síerra Leóne en frjáls félagasamtök taka jafnframt þátt í því.</span></p> <p><span>Fæðingarfistill er alvarlegt og viðvarandi vandamál í fátækustu ríkjum heims þar sem algengt er að barnungar stúlkur eignist börn, en kvillinn þekkist varla á Vesturlöndum. Talið er að um 2.400 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli í Síerra Leóne og fjöldi bætist við á hverju ári.</span></p> <p><span>„Fæðingarfistill er ein alvarlegasta og sorglegasta afleiðing barnsfæðinga ungra stúlkna í þróunarríkjum. Ísland hefur í meira en áratug stutt alþjóðlega baráttu gegn fæðingarfistli, bæði með fjárframlögum til UNFPA og í alþjóðlegu málsvarastarfi fyrir kyn- og frjósemisheilsu og réttindum kvenna,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við undirritunina. Þá ítrekaði hún að jafnrétti kynjanna og mannréttindi væru forgangsmarkmið í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og að stuðningur við baráttuna gegn fæðingarfistli væri í samræmi við þær áherslur. „Við erum mjög stolt af því að vera hluti af þessu verkefni í Síerra Leóne,“ sagði hún.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9q0otZT8Jv0" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Verkefnið byggist á smærra verkefni UNFPA gegn fæðingarfistli sem Ísland hóf að styðja í Síerra Leóne árið 2020. Fyrr á þessu ári hóf utanríkisráðuneytið að skoða, í samstarfi við UNFPA og heilbrigðisyfirvöld í Síerra Leóne, hvernig auka mætti umfang verkefnisins og ná því metnaðarfulla markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu. Úr varð nýtt samstarfsverkefni sem er sérstaklega í þágu fátækra stúlkna og kvenna sem hafa verið jaðarsettar vegna fæðingarfistils. Verkefnið beinist bæði að orsökum og afleiðingum fæðingarfistils. Þannig verður beitt fyrirbyggjandi aðgerðum sem snúa að fræðslu og vitundarvakningu í samfélögum og betra aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu. Þá verður líka lögð áhersla á bætta mæðravernd, auk ókeypis skurðaðgerða til að lækna fistilinn. Jafnframt verður stutt við stúlkur og konur sem gangast undir skurðaðgerðir með valdeflandi verkefnum sem styrkja afkomugrundvöll þeirra. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um sjö milljónir Bandaríkjadala yfir fimm ára tímabil.</span></p> <p><span>„Fæðingarfistill er vanrækt heilsufars- og mannréttindamál sem kemur verst niður á jaðarsettum konum og stúlkum. Vandamálið er hluti af kynjaójafnrétti og félagslegum gildum sem standa í vegi fyrir valdeflingu kvenna og stúlkna,“ sagði Argentina Matavel-Piccin, yfirmaður skrifstofu UNFPA fyrir Vestur- og Mið-Afríku, af þessu tilefni. Hún sagði jafnframt að verkefnið sem Ísland styðji nálgist viðfangsefnið með yfirgripsmiklum og heildstæðum hætti. „Langvarandi samstarf okkar við ríkisstjórn Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í áframhaldandi verkefni UNFPA við að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne sem og á heimsvísu, og gerir konum um allan heim kleift að endurheimta sína mannlegu reisn.“&nbsp;</span></p> <p><span>Nú er unnið að undirbúningi að auknu tvíhliða samstarfi Íslands við Síerra Leóne og verkefnið verður eitt af lykilverkefnum á sviði jafnréttismála í landinu á komandi árum.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

22.12.2021UNICEF sendir hjálpargögn á hamfarasvæði Filippseyja

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 845 þúsund börn á hamfarasvæðum fellibyljsins&nbsp;Rai&nbsp;á Filippseyjum þarfnist neyðaraðstoðar.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur brugðist við og sent nauðsynleg grunnhjálpargögn á vettvang meðan áframhaldandi mat er lagt á ástandið og þörfina.</p> <p>Að sögn UNICEF er nauðsynlegt að tryggja næringu, vatn, lyf, föt, tímabundið skjól og viðbragðspakka við hamförum til heilbrigðisstofnana, svo fátt eitt sé nefnt.&nbsp;</p> <p>„Hugur okkar er hjá börnunum og fjölskyldum þeirra sem lentu í fellibylnum. Fjölmörg börn munu verja hátíðunum í ár svöng, köld, án þaks yfir höfuðið og í áfalli.&nbsp;UNICEF&nbsp;vinnur að því að koma til móts við brýnustu þarfir þessa fólks&nbsp;ásamt&nbsp;stjórnvöldum og samstarfsaðilum á svæðinu,“ segir&nbsp;Oyunsaikhan&nbsp;Dendevonorov, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;á Filippseyjum.</p>

21.12.202166°Norður og UN Women fá styrk til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur

<span></span> <p>66°Norður og UN Women á Íslandi hafa fengið styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins um þróunarsamvinnu til að vinna að verkefni til atvinnusköpunar fyrir flóttakonur frá þróunarríkjum í Tyrklandi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður skrifuðu undir samning í gær um tæplega 30 milljóna króna styrk ráðuneytisins gegn sambærilegu mótframlagi fyrirtækisins.</p> <p>Verkefnið snýr að því að vinna að atvinnusköpun fyrir konur á flótta frá Sýrlandi, Afganistan og Írak, en þær fá þjálfun í fataframleiðslu með fjárhagslegt sjálfstæði að leiðarljósi. Þær læra að endurnýta efni og styrkja með því hringrásarhagkerfi innan SADA miðstöðvarinnar sem hýsir þær. Samvinnuverkefnið er hið fyrsta sinnar tegundar í Tyrklandi og er starfrækt í samstarfi við UN Women, en UN Women á Íslandi mun vinna að framgangi verkefnisins og hafa eftirlit með því.</p> <p>Þórdís Kolbrún segir að framlag 66°Norður og UN Women á Íslandi sýni vel hvers fyrirtæki og félagasamtök á Íslandi séu megnug þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Flóttakonurnar hafa flestar misst maka sinn og eru fyrirvinnur heimila sinna. Staða þeirra er bág og réttindi takmörkuð. Þetta verkefni skapar tekjur fyrir áframhaldandi starfsemi SADA miðstöðvarinnar, sem er þeirra eina tekjulind, stuðningsnet og athvarf,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins.</p> <p>„Það er virkilega ánægjulegt að sjá þetta samstarfsverkefni með UN Women og SADA miðstöðinni verða að veruleika sem hefði ekki verið mögulegt nema með stuðningi frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins,“ segir Bjarney Harðardóttir hjá 66°Norður. „Fyrirtækið hefur ávallt haft jafnrétti og sjálfbærni í öndvegi og hringrásarkerfið er leiðarljós starfseminnar þar sem við endurnýtum og gefum afgangsefnum framhaldslíf. Í þessu verkefni erum við að styðja við valdeflingu kvenna á flótta og á sama tíma að efla sjálfbærni,“ segir Bjarney.</p> <p>„Samvinnuverkefni sem þetta, þar sem stjórnvöld, einkafyrirtæki, frjáls félagasamtök og alþjóðastofnun vinna saman, er nýtt af nálinni og ótrúlega spennandi tækifæri fyrir UN Women á Íslandi,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Verkefnið hefur bein áhrif á atvinnutækifæri flóttakvenna, stuðlar að fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og þróun hringrásarhagkerfis. Vonandi verður verkefnið hvatning fyrir önnur fyrirtæki til að taka þátt í þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefnum og efla um leið sjálfbærni og fjárhagslegt sjálfstæði<span>&nbsp; </span>kvenna og stúlkna um allan heim. Við hjá UN Women á Íslandi erum mjög þakklát fyrir stuðning utanríkisráðuneytisins og 66°Norður og hlökkum mikið til samstarfsins næstu þrjú árin,“ segir Stella.</p> <p>Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8), nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9) og samvinnu um markmiðin (markmið 17).</p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi.&nbsp;Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins&nbsp;<a href="http://www.utn.is/atvinnulifssjodur">www.utn.is/atvinnulifssjodur</a>.</p>

21.12.2021Sáraroð frá Kerecis til hjálpar efnalitlum í þróunarríkjum ​

<span></span><span></span><span></span> <p><span>Framlag úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu verður nýtt til að styðja við samstarf lækningafyrirtækisins Kerecis og egypska Ahl Masr-sjúkrahússins um að nota íslenskt sáraroð við meðhöndlun alvarlegra brunasára. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis hafa undirritað samning um 30 milljóna króna stuðning ráðuneytisins úr Heimsmarkmiðasjóðnum við samfélagsverkefni Kerecis í Egyptalandi.</span></p> <p>„Alvarleg brunaslys sem tengjast notkun á steinolíu við eldamennsku eru sorglega algeng í Egyptalandi og einn af hverjum þremur sem lenda á sjúkrahúsi vegna slíkra áverka deyr af sárum sínum,“ segir Guðmundur Fertram, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis. „Við trúum því að okkur vörur geti bjargað mannslífum og aukið lífsgæði þeirra sem slasast með þessum hætti. Þess vegna ætlum við að kenna egypskum læknum að nota íslenskt sáraroð í brunameðferðum og erum þakklát fyrir stuðning ráðuneytisins. Hann gefur verkefninu aukinn slagkraft, auk þess að vera okkur mikil hvatning til góðra verka.“</p> <p>Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um heilsu og vellíðan (markmið 3), jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8) og nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9). Fyrir tveimur árum valdi Kerecis ákveðin markmið af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og framgangur þeirra er rekinn þvert á starfsemi fyrirtækisins og birtur í ársskýrslu þess.</p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra, segir að framlag Kerecis skipti sköpum fyrir fátæka sjúklinga óháð kyni, aldri og efnahag en flestir brunasjúklingar í Egyptaland eru konur og börn á leikskólaaldri.. „Bætt brunameðferð með íslensku sáraroði leiðir til þess að þau snúi fyrr aftur til náms eða vinnu auk þess sem langtíma færniskerðing og útlitslýti minnkar, sem aftur leiðir til aukinnar atvinnuþátttöku og minni útskúfunar. Þetta framlag Kerecis er því afar mikilvægt og stuðlar beinlínis að auknu jafnrétti. Ég hvet íslensk fyrirtæki til að leggjast á árar með okkur við að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með aðstoð Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins í gær.</p> <p>Ahl Masr er góðgerðaspítali sem sérhæfir sig í meðhöndlun efnaminni sjúklinga, þeim að kostnaðarlausu. Kerecis veitir sérfræðingum Ahl Masr þjálfun og útvegar þeim lækningavörur. Verkefnið miðar einnig að því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun við notkun sáraroðs við brunameðferð í þróunarlöndum. Einnig verður unnið að því að þjálfa sérfræðinga sem geti annast kynningu og dreifingu á sáraroði til brunameðferð víðar í fátækari ríkjum heims í Afríku og Miðausturlöndum.</p> <p>Kerecis er ört vaxandi fyrirtæki og lækningavörur fyrirtækisins hafa sannað gildi sitt í óháðum rannsóknum. Þær eru m.a. notaðar við meðhöndlum þrálátra sára, t.d. vegna sykursýki og bruna í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er stefna fyrirtækisins að koma að mannúðarmálum, stuðla að sjálfbærni og hagvexti, auk þess að&nbsp; auka aðgengi sjúklinga að fyrsta flokks meðferðum óháð efnahag.</p> <p>Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi.&nbsp; Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins&nbsp; utn.is/atvinnulifssjodur</p>

21.12.2021Rauði krossinn styrkir flutning á 30 súrefnisvélum til Sómalíu

<span></span> <p>Rauði krossinn hefur ákveðið að efla COVID-19 neyðarviðbrögð í Sómalíu með því að styrkja flutning á 30 súrefnisvélum til sómalíska Rauða hálfmánans sem gegnir mikilvægu stoðhlutverki við þarlend yfirvöld og tekur virkan þátt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Hluti framlaganna er greiddur með stuðningi utanríkisráðuneytisins í formi rammasamnings um alþjóðlega mannúðaraðstoð. </p> <p>„Þessi stuðningur bætist við fyrri stuðning við baráttuna gegn heimsfaraldrinum,“ segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-stydur-vid-flutning-a-30-surefnisvelum-til-somaliu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum. „Árið 2020 veitti Rauði krossinn á Íslandi tæpum 30 milljónum króna til COVID-19 viðbragða Rauða kross hreyfingarinnar í Afríku og í Mið-Austurlöndum auk þess að senda fjóra sendifulltrúa til að taka þátt í COVID-19 viðbrögðum. Sendifulltrúarnir hafa tekið þátt í starfi hreyfingarinnar frá höfuðstöðvum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf, frá svæðisskrifstofu Alþjóðasambandsins í Evrópu, skrifstofu Alþjóðasambandsins í Líbanon og á COVID-19 sjúkraeiningu í Jemen.“</p> <p>Á heimsvísu eru viðbrögð Rauða kross hreyfingarinnar mjög yfirgripsmikil. Viðbrögðunum má skipta í þrjá meginþætti:</p> <ul> <li>Að viðhalda og efla heilbrigði og hreinlæti&nbsp;</li> <li>Takast á við félagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldsins&nbsp;&nbsp;</li> <li>Að efla og byggja upp landsfélög hreyfingarinnar á sjálfbæran hátt svo þau verði betur búin að takast á við stóráföll og afleiðingar þeirra.&nbsp;</li> </ul> <p>Í fréttinni segir að líkt og Rauði krossinn á Íslandi hafi mikilvægu hlutverki að gegna innan almannavarna á Íslandi gegni önnur landsfélög hreyfingarinnar mikilvægu stoðhlutverki við sín yfirvöld þó hlutverkin geti verið mismunandi á milli landa. Víða reki landsfélögin heilsugæslur og jafnvel spítala, landsfélög í Afríku og Mið-Austurlöndum hafi mikla reynslu af samfélagslegri heilbrigðisþjónustu, eftirliti með faröldrum og heilbrigðisfræðslu svo fátt eitt sé nefnt. „Landsfélög eru því mörg hver vel sett til að taka þátt í bólusetningaraðgerðum. Landsfélög hafa einnig hugað að sálfélagslegum stuðningi og brugðist við félags og efnahagslegum afleiðingum faraldursins með matar og fjárstuðningi, skjóli og félagslegri aðhlynningu.“</p> <p>Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt Sómalíska Rauða hálfmánann og önnur landsfélög í baráttunni gegn COVID-19.&nbsp;</p>

20.12.202190 prósent farandverkakvenna nauðgað á leið sinni

<span></span> <p><a href="https://www.un.org/en/observances/migrants-day">Alþjóðadagur farandverkafólks</a>&nbsp;var síðastliðinn laugardag, 18. desember. Deginum er ætlað að vekja athygli á þeim hættum og mannréttindabrotum sem farandverkafólk býr við. Í tilefni dagsins lýsti UN Women á Íslandi í <a href="https://unwomen.is/90-prosent-farandverkakvenna-naudgad-a-leid-sinni/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;stöðu farandverkakvenna en stofnunin berst fyrir bættum hag þeirra. UN Women staðhæfir að níu af hverjum tíu konum sem ferðast frá Norður-Afríku til Ítalíu segi að þeim hafi verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leiðinni.</p> <p>Farandverkafólk (e. migrants) er fólk sem yfirgefur heimili sín ýmist af frjálsum vilja; í leit að atvinnu, bættum efnahag, menntun, eða af neyð; flýr hamfarir, stríð, efnahagskreppur, mismunun. UN Women segir að erfitt sé að áætla fjölda farandverkafólks í heiminum, því hluti þeirra ferðist ólöglega á milli landa og er því hvergi á skrá. Árið 2020 var áætlað að um 218 milljón einstaklingar, eða um 3,6 prósent jarðarbúa, hafi verið farandverkafólk.</p> <p>„Margt farandverkafólk yfirgefur heimili sín af&nbsp;<a href="https://unwomen.is/80-milljonir-a-flotta-i-heiminum-i-dag/">sömu ástæðu og flóttafólk</a>, en munurinn er sá að það sækir ekki um alþjóðalega vernd við komuna til gistilandsins. Líkt og konur á flótta, eru farandverkakonur útsettar fyrir hverskyns kynbundnu ofbeldi á leið sinni til gistilands. Ofbeldið er ekki einangrað tilfelli í lífi þeirra, heldur gerist ítrekað. 90% þeirra kvenna sem ferðast frá Norður Afríku til Ítalíu segja að þeim hafði verið nauðgað á einhverjum tímapunkti á leið sinni. Konur sem ferðast ólöglega á milli landa verða gjarnan fórnarlömb mansals sökum veikrar stöðu sinnar,“ segir UN Women.</p> <p><a href="https://www.unwomen.org/en/digital-library/publications/2021/10/policy-brief-from-evidence-to-action-tackling-gbv-against-migrant-women-and-girls">Hætturnar sem farandverkakonur búa við</a>&nbsp;hafa margfaldast síðan COVID-19 heimsfaraldurinn skall á. </p> <p>Meðal annars vegna:</p> <ul> <li>Ferðatakmarkana&nbsp;– sem urðu til þess að konurnar leituðu annara leiða til að komast milli landa, oft með aðstoð smyglara.</li> <li>Aukinnar fátæktar&nbsp;– sem ýtti undir að konur þáðu vafasöm atvinnutilboð, mörg hver hættuleg og ólögleg.</li> <li>Einangrunar&nbsp;– konur sem unnu sem launalausar húshjálpir voru lokaðar inni á heimilunum og sættu gjarnan ofbeldi og illri meðferð.</li> </ul> <p>„UN Women berst fyrir réttindum farandverkakvenna með ýmsum hætti. Mikil áhersla er lögð á að tryggja öfluga alþjóðlega vinnulöggjöf til að standa vörð um réttindi farandverkafólks. Þá er mikilvægt að efla þjónustu við þolendur ofbeldis sem UN Women gerir með stuðningi til kvenrekinna grasrótarsamtaka. UN Women vinnur einnig að því að afla gagna um farandverkakonur, því án þeirra er ekki hægt að móta öfluga löggjöf sem verndar þær.</p> <p>Hægt er að leggja málefninu lið með því að gerast <a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/manadarlegur-styrkur/" target="_blank">ljósberi UN Women</a>&nbsp;á Íslandi.</p>

17.12.2021Samstarf við Síerra Leóne rætt á fundi þróunarsamvinnunefndar

<span></span> <p>Þróunarsamvinnunefnd fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær og voru framlög til þróunarsamvinnu á næsta ári og samstarf Íslands við Síerra Leóne til umræðu, ásamt ýmsum öðrum málum. Áhersla var á fyrirsjáanlega aukna þörf á mannúðar- og neyðaraðstoð á næstu árum, meðal annars vegna þeirra truflana sem heimsfaraldurinn hefur valdið í hagkerfi heimsins. Þá var rætt um margvíslegar áherslur Íslands sem tengjast mannréttindum, einkum réttindum barna og kvenna.</p> <p>Þróunarsamvinnunefnd starfar samkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu og sinnir meðal annars ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands ásamt því að fylgjast með framkvæmd hennar. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skipar fulltrúa og varamenn þeirra til fjögurra ára í senn. Er nefndin samsett fimm fulltrúum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðraðstoðar, tveimur fulltrúum skipuðum í samráði við samstarfsnefnd háskólastigsins og tveimur fulltrúum skipuðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Að auki sitja í nefndinni fulltrúar frá hverjum þingflokki á Alþingi. Formaður nefndarinnar er skipaður án tilnefningar af ráðherra og gegnir Þórir Guðmundsson nú því hlutverki.</p> <p>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sótti fundinn. Ráðherra ítrekaði á fundinum að bakslag á sviði þróunarsamvinnu væri víða og að nauðsynlegt væri fyrir Ísland að vera í stöðu til að veita sveigjanleg framlög sem nýtast þar sem þörfin er mest. Þá áréttaði hún mikilvægi góðs samstarfs við nefndina og kallaði eftir innleggi og áherslum frá fulltrúum hennar. Mikilvægt væri fyrir Ísland að vera vakandi fyrir samstarfstækifærum ásamt því að meta reglulega áhrif framlaga til þróunarsamvinnu.<br /> <br /> </p>

17.12.2021Endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar lokið

<span></span> <p>Í vikunni lauk 20. endurfjármögnun <a href="https://ida.worldbank.org/en/ida">Alþjóðaframfarastofnunar Alþjóðabankans</a> (IDA) sem er sú umfangsmesta í sögu stofnunarinnar. Samtals settu 48 ríki fram áheit um 23,5 milljarða Bandaríkjadala framlög til næstu ára. Ísland hefur verið aðili að stofnuninni frá upphafi, frá 1960.</p> <p>Framlög til IDA eru hæstu einstöku framlög Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og nema þau tæplega 1,8 milljarði 2023-2025. Stofnunin veitir hagstæð lán til 74 fátækustu ríkja veraldar og hún er lykilstofnun í baráttunni gegn fátækt. Um þriðjungur lánanna rennur til loftslagstengdra verkefna.</p> <p>Stofnunin gefur út skuldabréf og fjórfaldar með því framlög frá þátttökuríkjum. Heildarumfang endurfjármögnunarinnar er því 93 milljarðar Bandaríkjadala.</p> <p>„Það er ánægjulegt að Ísland skuli geta tekið þátt í endurfjármögnun þessarar mikilvægu stofnunar með svo rausnarlegum hætti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Við höfum tekið virkan þátt í samningaviðræðunum og stefnumótun sem endurspeglast meðal annars í áherslum stofnunarinnar á jafnrétti og sjálfbærni.“ </p> <p>Sérstök áhersla lögð á að styðja viðspyrnu í þessum ríkjum í kjölfar heimsfaraldursins sem hamlar efnahagsvexti og eykur skuldavanda þessara ríkja. Fátækt hefur aukist og um í þriðjungi IDA-ríkja standa íbúarnir nú frammi fyrir fæðuskorti. &nbsp;</p> <p>Rausnarlegur stuðningur framlagsríkja verður meðal annars til þess að um 15 milljónir manna fá aðgang að heilnæmu vatni,<span>&nbsp; </span>yfir 100 milljónir barna munu fá grunnbólusetningar og 400 milljónir manna munu njóta gunnheilbrigðisþjónustu og fæðuaðstoðar. </p> <p>Enn fremur mun stór hluti stuðningsins verða nýttur til að fást við loftlagsvá, með sérstakri áherslu á að styðja lönd við að aðlagast loftslagsbreytingum og til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. Jafnframt mun stofnunin leitast við að gera ríki betur í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir, þar á meðal útbreiðslu heimsfaraldurs, efnahagsþrengingar, náttúruvá og bættum réttindum kvenna og stúlkna. Stuðningur IDA nýtist fátækum ríkjum um víða veröld en um 70% af framlögunum renna til Afríkuríkja.</p> <p><a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2021/12/15/global-community-steps-up-with-93-billion-support-package-to-boost-resilient-recovery-in-world-s-poorest-countries" target="_blank">Fréttatilkynning frá IDA</a></p>

16.12.2021Konur á Gaza kalla eftir neyðaraðstoð og stuðningi

<span></span> <p>Gríðarleg þörf er á fjármagni til verkefna UN Women í Palestínu, segir á <a href="https://unwomen.is/konur-a-gaza-kalla-eftir-neydaradstod-og-studningi/" target="_blank">vef</a>&nbsp;landsnefndar samtakanna á Íslandi. Þar kemur fram að íbúar á Gaza glími enn við afleiðingar átakanna í maí á þessu ári. Þá létust 253 Palestínumenn í átökum, þar af 38 konur og 66 börn. Tvö þúsund til viðbótar særðust, helmingur þeirra konur og börn. Áætlað er að um 10 prósent þeirra hafi hlotið varanlega örorku af sárum sínum.</p> <p>„UN Women í Palestínu&nbsp;<a href="https://palestine.unwomen.org/en/digital-library/publications/2021/06/gender-and-wars-in-gaza-untangled">styður við konur á Gaza</a>&nbsp;með ýmsum hætti, en verkefnin eru mörg og stór og fjármagn skortir. Innviðir á svæðinu eru ónýtir, um 800 íbúðarhús urðu óíbúðarhæf eftir átökin og meira en þúsund heimili og verslanahúsnæði til viðbótar skemmdust töluvert. Vatnsból, rafstöðvar og vegir skemmdust og skólar og sjúkrahús glíma við rafmagnsleysi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þótt karlar séu líklegri til að láta lífið í átökum á svæðinu hafa þær gríðarlegar afleiðingar fyrir konur, að sögn UN Women. Palestínskar ekkjur eru á meðal þeirra berskjölduðustu á svæðinu. Þær búa við tekjuleysi, hafa oft misst heimili sín og eru réttindalausar samkvæmt lögum þegar kemur að forræði yfir börnum sínum og eignum.</p> <p><strong>Þrengsli auka líkur á ofbeldi</strong></p> <p>Eftir átökin glíma um 90 prósent heimila á Gaza við algjöran vatnsskort og konur eiga erfitt með að baða sig í sameiginlegum rýmum vegna hefða. Ekkjur neyðast oft til að flytjast inn á ættingja eða vini vegna stöðu sinnar. Þrengsli og tekjuleysi kvennanna veldur núningi við gistifjölskyldur og eykur líkur á&nbsp;<a href="https://unwomen.is/thad-fyllir-mig-stolti-ad-vera-hluti-af-thessu-starfi/">kynbundnu ofbeldi</a>. Meiri hluti kvenna á Gaza býr við atvinnuleysi og fátækt.</p> <p>Konur á Gaza hafa sjálfar kallað eftir matargjöfum og vatni, fjárstyrk, sæmdarsettum, sálrænni aðstoð og aðgangi að mæðravernd fyrir óléttar konur.</p> <p>UN Women hlustar á raddir kvenna og hefur unnið hörðum höndum að því að:</p> <ul> <li>Veita fjárstuðning til einstæðra kvenna svo þær geti keypt nauðsynjar og borgað leigu</li> <li>Veita konum á vergangi farsíma svo þær geti nálgast upplýsingar og sálræna aðstoð sérfræðinga í gengum símatíma</li> <li>Styðja atvinnutækifæri kvenna með sérmenntun, t.d. verkfræðinga, hönnuða og hagfræðinga, í verkefnum sem miða að uppbyggingu svæðisins</li> <li>Þjálfa hjúkrunarfræðinga og ljósmæður</li> </ul> <p>Þá leggur UN Women allt kapp á að palestínskar konur og stúlkur eigi sæti við samningsborðið þegar kemur að friðarviðræðum, uppbyggingu og neyðaraðstoð til að tryggja að þörfum þeirra sé einnig mætt.</p> <p>Hægt er að leggja þessu málefni lið með því að <a href="https://gjafaverslun.unwomen.is/product/salraen-adstod" target="_blank">kaupa táknræna jólagjöf</a>&nbsp;UN Women á Íslandi sem er sálræn aðstoð til palestínskrar konu.</p>

15.12.2021Rúmlega helmingur afgönsku þjóðarinnar háður matvælaaðstoð

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er í kapphlaupi við tímann við að afstýra hörmungum milljóna íbúa Afganistan. Um 23 milljónir, rúmlega helmingur þjóðarinnar, býr við alvarlegan matarskort á sama tíma og vetur gengur í garð og hitastig fellur niður fyrir frostmark.</p> <p>„Það sem er að gerast í Afganistan er einfaldlega skelfilegt,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP sem er nýkominn úr heimsókn til landsins. „Ég hitti fjölskyldur þar sem enginn er í vinnu, ekkert reiðufé, enginn matur, mæður selja eitt barn til að fæða annað og heppnu börnin eru þau sem komast á sjúkrahús. Heimurinn getur ekki horft í aðra átt meðan afganska þjóðin sveltur.“</p> <p>Mary-Ellen NcGroarty umdæmisstjóri WFP í Afganistan sagði í gær að Afganistan stæði frammi fyrir hungri og sárafátækt í þeim mæli sem hún hafi ekki séð á þeim rúmlega tveimur áratugum sem hún hefur starfað í landinu. Ný könnun WFP meðal Afgana sýnir að 98 prósent íbúa fá ekki nóg að borða, 17 prósent fleiri en fyrir þremur mánuðum.</p> <p>WFP kallar eftir 2,6 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi aðgerða á næsta ári í Afganistan. Að mati stofnunarinnar hefur neyðin þrefaldast á skömmum tíma. Hallærið eykst nú þegar vetur er genginn í garð en WFP hyggst veita 23 milljónum íbúa aðstoð í janúarmánuði svo fremi að fjármögnun verði tryggð. Á þessu ári hefur stofnunin stutt við bakið á 15 milljónum íbúa.</p> <p>WFP er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Íslensk stjórnvöld veita kjarnaframlög til WFP í formi mannúðaraðstoðar samkvæmt rammasamningi. Ísland svarar einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum.</p>

14.12.2021UNICEF: Heimsfaraldurinn grefur undan áratuga framförum í réttindum barna

<span></span><span></span><span></span> <p>Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur grafið undan áratuga framförum í réttindum barna með aukinni fátækt, skertri heilbrigðisþjónustu, lakara aðgengi að menntun, næringu, barnavernd og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Í <a href="https://www.unicef.org/reports/unicef-75-preventing-a-lost-decade" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;er kastljósinu beint að afleiðingum heimsfaraldursins. „Í gegnum tíðina hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;lagt grunn að heilbrigðara og öruggara umhverfi fyrir börn um allan heim með frábærum árangri fyrir milljónir barna. Þessum árangri er nú ógnað,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 er stærsta ógn við framfarir í þágu barna í 75 ára sögu okkar. Fleiri börn á heimsvísu búa nú við hungur, ofbeldi, misnotkun, fátækt, skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, matvælaöryggi og grunnþjónustu. Staða barna hefur tekið mörg&nbsp;skref aftur á bak.“</p> <iframe width="560" height="315" title="Staða barna hefur tekið mörg skref aftur á bak" src="https://www.youtube.com/embed/5x2V7sxiIr8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í skýrslunni kemur fram að börnum sem búa við fjölþætta fátækt vegna heimsfaraldursins hafi fjölgað um 100 milljónir eða sem nemur 10 prósentum frá árinu 2019. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar er áætlað, jafnvel þó miðað sé við bestu mögulegu sviðsmyndina, að það muni taka sjö til átta ár að ná jafnvægi í þeim fjölda barna sem býr við fátækt og endurheimta þá stöðu sem var fyrir heimsfaraldurinn.&nbsp;.&nbsp;</p> <p>Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar -&nbsp;<span><a href="https://www.unicef.org/reports/unicef-75-preventing-a-lost-decade" target="_blank">Preventing a lost decade: Urgent action to reverse the devastating impact of COVID-19 on children and young people</a> -</span>&nbsp;má nefna að börnum sem búa á heimili þar sem fjárhagsleg fátækt ríkir hefur fjölgað um 60 milljónir frá því fyrir heimsfaraldurinn og að árið 2020 hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum eða fjórum milljónum fleiri börn en árið 2019.&nbsp;</p> <p>Aðrar niðurstöður:&nbsp;</p> <ul> <li>Á hápunkti faraldursins voru 1,6 milljarðar barna ekki í skóla vegna lokana;</li> <li>Geðheilbrigðisvandi hefur hrjáð rúmlega 13 prósent ungmenna á aldrinum 10-19 ára á heimsvísu. Þá raskaði heimsfaraldurinn nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu hjá 93% þjóða á heimsvísu;</li> <li>10 milljón fleiri barnahjónabönd munu verða að veruleika vegna afleiðinga faraldursins næsta áratuginn;</li> <li>Fjöldi barna í barnaþrælkun hefur náð 160 milljónum á heimsvísu og hefur sá fjöldi aukist um 8,4 milljónir á síðustu fjórum árum. Fátækt vegna faraldursins setur 9 milljónir barna til viðbótar í hættu á að vera þvinguð til vinnu fyrir árslok 2022.</li> <li>50 milljónir barna eru langt undir kjörþyngd, hættulegustu tegund vannæringar, og áætlað er að þessi tala hækki um 9 milljónir fyrir árslok 2022.</li> </ul> <p>Nánar á <a href="https://unicef.is/covid-19-staersta-askorun-i-75-ara-sogu-unicef" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF á Íslandi.</p>

14.12.2021Menntun barna og bóluefnasamstarf rædd á ráðherrafundi

<span></span> <p>Þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlanda hittust á sérstökum fjarfundi í gær og ræddu mikilvægi menntunar á átaka- og hamfarasvæðum, áhrif heimsfaraldursins á skólagöngu barna í þróunarríkjum og þýðingu skólamáltíða. Framlag Norðurlandanna til bóluefnasamstarfs var ofarlega á baugi og áskoranir tengdar framleiðslu og dreifingu bóluefnanna í þróunarríkjum. Þá voru réttindi fatlaðs fólks í þróunarríkjum og staðan í Eþíópíu einnig til umræðu.</p> <p>„Það verður að vera forgangsverkefni í alþjóðastarfi að tryggja bóluefni handa heilbrigðisstarfsfólki, öldruðum og öðrum viðkvæmum hópum, líkt og við gerðum þegar við fengum aðgengi að bóluefni fyrir ári síðan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, meðal annars á fundinum. „Bóluefni er, engu að síður, aðeins hluti af jöfnunni. Við þurfum einnig að horfa til víðtækari eflingar heilbrigðiskerfa. Viðbrögð við heimsfaraldrinum mega ekki vera á kostnað annars bólusetningarstarfs gegn öðrum sjúkdómum eða annarrar heilbrigðisþjónustu.“</p> <p>Auk Þórdísar Kolbrúnar sóttu fundinn Anne Beathe Tvinnereim, þróunarmálaráðherra Noregs, Flemming Møller Mortensen, þróunarmálaráðherra Danmerkur, Matilda Ernkrans, þróunarmálaráðherra Svíþjóðar og Ville Skinnari, þróunarmálaráðherra Finnlands, sem stýrði fundinum en Finnar fara nú með formennsku í samstarfi Norðurlandanna.</p>

13.12.2021Aukinn kostnaður við heilbrigðisþjónustu fjölgar sárafátækum

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar telja að rúmlega hálfur milljarður manna í heiminum búi nú við sárafátækt eða enn meiri örbirgð vegna kostnaðar við heilbrigðisþjónustu af völdum COVID-19. Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í útbreiðslu almennrar heilbrigðisþjónustu í heiminum.</p> <p>Þetta kemur fram í <a href="https://unric.org/is/covid-19-halfur-miljardur-orbirgd-ad-brad/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) með tilvísun í tvær <a href="https://www.who.int/news/item/12-12-2021-more-than-half-a-billion-people-pushed-or-pushed-further-into-extreme-poverty-due-to-health-care-costs" target="_blank">skýrslur</a>&nbsp;sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðabankinn gáfu út í gær, á&nbsp;<a href="http://international%20universal%20health%20coverage%20day./">alþjóðlegum degi heilbrigðisþjónustu í þágu allra</a> og sýna glögglega afleiðingar COVID-19 á aðgang að heilbrigðisþjónustu og greiðslu fyrir hana.</p> <p>Í&nbsp;<a href="https://www.un.org/sg/en/node/261122">ávarp</a>i á alþjóðadeginum sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að nú þegar þriðja ár heimsfaraldursins færi í hönd væri brýnt að „efla heilbrigðiskerfi okkar til að tryggja jöfnuð, þanþol og getu til að mæta þörfum allra, þar á meðal á sviði geðheilbrigðis.“ Hann bætti við að „höggbylgjur heilbrigðisvárinnar hafi komið harðast niður á þeim ríkjum sem skortir heilbrigðiskerfi sem geta útvegað gæðaþjónustu á viðráðanlegu verði fyrir alla.“ </p> <p>Hann benti einnig á að ef ná ætti markmiðum um að allir jarðarbúar nytu góðs af heilbrigðisþjónustu fyrir árið 2030, þyrftu ríkisstjórnir að skuldbinda sig til að fjárfesta í og efla þær lausnir sem hefðu þegar sannað sig. „Ójöfn dreifing COVID-19 bóluefnis undanfarið ár er siðferðisbrestur á heimsvísu. Við verðum að læra af reynslunni. Heimsfaraldrinum lýkur ekki í einu einasta landi fyrr en hann er upprættur alls staðar,“ sagði Guterres.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að árið 2020 hafi heimsfaraldurinn leikið heilbrigðiskerfi víðast hvar grátt. Margt hafi setið á hakanum og sem dæmi eru nefnd að dregið hafi úr almennum bólusetningum í fyrsta skipti í tíu ár og dauðsföllum af völdum berkla og mýrarköldu (malaríu) hafi fjölgað.</p>

13.12.2021Tvöföldun framlaga Íslands til Hnattræna jafnréttissjóðsins

<span></span> <p>Ísland ætlar að tvöfaldar framlög sín til Hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund) en sjóðurinn beinir stuðningi sínum sérstaklega að mannréttindum hinsegin fólks. Tilkynnt var um framlagið á fundi Alþjóðamálastofnunar og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins á föstudag. Framlagið nam áður eitt hundrað þúsund Bandaríkjadölum en verður tvö hundruð þúsund.&nbsp;</p> <p>Jafnframt var tilkynnt um stuðning Íslands við átaksverkefnið UN Free and Equal sem starfar innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Í verkefninu felast upplýsingaherferðir í samvinnu við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem berjast fyrir afglæpavæðingu á samböndum hinsegin fólks og vinna gegn ofbeldi og mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar.&nbsp;</p> <p>Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn 10. desember ár hvert en á föstudaginn voru 73 ár liðin síðan mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Af því tilefni buðu Alþjóðamálastofnun, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið til umræðu um loftslagsbreytingar og mannréttindi í Veröld – húsi Vigdísar. „Baráttan fyrir mannréttindum er jafn mikilvæg í dag og fyrir meira en 70 árum. Á tímum heimsfaraldursins höfum við séð bakslag í þeirri baráttu á alþjóðavísu og því mikilvægara sem aldrei fyrr að standa vörð um grundvallarréttindi fólks,” sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra meðal annars í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/12/10/Avarp-a-radstefnu-a-althjodlega-mannrettindadeginum/">ávarpi</a>&nbsp;sínu.&nbsp;</p> <p>Hún áréttaði einnig mikilvægi þess að auka umræðu um áhrif loflagsbreytinga á mannréttindi: „Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á líf fólks víða um heim, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Ég fagna því aukinni umræðu á alþjóðavettvangi um áhrif loftslagsbreytinga á mannréttindi,” sagði hún.</p> <p>&nbsp;</p>

13.12.2021Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu nemendur

<strong><span></span></strong><span></span> <p>Tuttugu nemendur útskrifuðust frá Jafnréttisskóla GRÓ á föstudag. Nemendurnir koma frá fimmtán löndum og þar á meðal eru í fyrsta sinn nemendur frá Egyptalandi, Kína, Mexíkó, Mongólíu, Namibíu og Nepal. Alls hafa 172 nemendur frá 31 landi nú útskrifast með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, en skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009.</p> <p>Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Eru skólarnir fjórir hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa tæplega 1.500 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana, auk þess sem fjölmargir hafa sótt styttri námskeið sem haldin eru í samstarfslöndum. Einnig styðja skólarnir nemendur til framhaldsnáms við íslenska háskóla.</p> <p>Í athöfninni voru veitt tvenn verðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur. Þau féllu að þessu sinni í hlut Pamelu Chavarría Machado frá Mexíkó, sem fjallaði um viðbrögð samfélagsins í Mexíkóborg við ofbeldi í nánum samböndum. Verðlaun fyrir bestu ritgerðina hlaut Daria Burnasheva en hún fjallaði um loftslagsbreytingar út frá jafnréttismálum og málefnum frumbyggja í Jakútíu í N-Rússlandi. Þátttaka hennar í skólanum er tilkomin vegna áherslna Íslands á jafnréttismál á vettvangi norðurslóða og fjármögnuð af fjárveitingu til norðurslóðamála en ekki af þróunarfé.</p> <p><strong>Ráðherra hvatti nemendur til dáða</strong></p> <p>„Við erum mjög stolt af GRÓ skólunum fjórum og nemendum þeirra sem vinna framúrskarandi starf á sínu sérsviði um allan heim,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þegar hún óskaði útskriftarnemendunum velfarnaðar og hvatti þau til að nýta þekkingu sína til góðra verka í heimalöndum sínum.&nbsp;</p> <p>Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti einnig ávarp við útskriftina og afhenti nemendum prófskírteinin, ásamt Nínu Björk Jónsdóttur, forstöðumanni GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Ólöfu Garðarsdóttur, forseta fræðasviðs Hugvísindasviðs Hí en Jafnréttisskólinn er hýstur þar. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskólans, bauð gesti velkomna og þá flutti fulltrúi nemenda, Namutebi Bernah Namatovu frá Úganda, ávarp.</p> <p>Í ræðu sinni sagði Þórdís Kolbrún frá áherslum ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi og í þróunarsamvinnu. Minnti hún ennfremur á að góður árangur við að jafna hag kynjanna á Íslandi sé til kominn vegna áratuga þrautlausrar vinnu og að sterkar konur hafi rutt brautina. Í þessu samhengi þakkaði ráðherra Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Jafnréttisskóla GRÓ, sem var viðstödd athöfnina og nefndi einnig föðurömmu sína, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, sem sat á þingi fyrir þrjátíu árum.&nbsp;</p> <p>„Á Íslandi höfum við séð frá fyrstu hendi hvernig allir bera hag af jafnara samfélagi. Þar sem allir geta elt drauma sína, hvert sem kyn þeirra er, og þar sem konur og karlar geta einnig tekið virkan þátt í fjölskyldulífi og uppeldi barna sinna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum Jafnréttisskóla GRÓ á fót. Til að hjálpa fólki um allan heim sem er að vinna að framgangi jafnréttismála að gerast boðberar breytinga,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Ég vona að tími ykkar hér á Íslandi, í Jafnréttisskóla GRÓ, hafi ekki aðeins gefið ykkur færni og aðferðir til að nýta þekkingu ykkar heima fyrir, heldur einnig fyllt ykkur af ástríðu og krafti sem nýtist í vinnu ykkar í þágu kynjajafnréttis.“</p>

10.12.2021Ísland tvöfaldar framlög í sjóð til stuðnings hinsegin fólks

<p><span>Ísland mun tvöfalda framlög sín til Hnattræna jafnréttissjóðsins (Global Equality Fund) en sjóðurinn beinir stuðningi sínum sérstaklega að mannréttindum hinsegin fólks. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um þetta á fundi Alþjóðamálastofnunar og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í tilefni alþjóðlega mannréttindadagsins í dag. Framlagið til sjóðsins nam áður hundrað þúsund Bandaríkjadölum en verður tvö hundruð þúsund.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðherra tilkynnti jafnframt um stuðning Íslands við átaksverkefnið UN Free and Equal sem starfar innan skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) og hefur að markmiði að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks hvarvetna í heiminum. Verkefnið sér um upplýsingaherferðir í samvinnu við aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem berjast fyrir afglæpavæðingu á samböndum hinsegin fólks og vinna gegn ofbeldi og mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar.&nbsp;</span></p> <p><span>„Sjóðurinn og átaksverkefnið vinna bæði mikilvæga vinnu við að auka vernd og réttindi hinsegin fólks,“ sagði ráðherra við tilefnið.&nbsp;</span></p> <p><span>Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er haldinn 10. desember ár hvert en í dag eru 73 ár liðin síðan mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt. Af því tilefni buðu Alþjóðamálastofnun, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið til umræðu um loftslagsbreytingar og mannréttindi í Veröld – húsi Vigdísar. „Baráttan fyrir mannréttindum er jafn mikilvæg í dag og fyrir meira en 70 árum. Á tímum heimsfaraldursins höfum við séð bakslag í þeirri baráttu á alþjóðavísu og því mikilvægara sem aldrei fyrr að standa vörð um grundvallarréttindi fólks,” sagði Þórdís Kolbrún meðal annars <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/12/10/Avarp-a-radstefnu-a-althjodlega-mannrettindadeginum/">í ávarpi sínu</a>.&nbsp;</span></p> <p><span>Þá áréttaði hún einnig mikilvægi þess að auka umræðu um áhrif loflagsbreytinga á mannréttindi: „Loftslagsbreytingar hafa víðtæk áhrif á líf fólks víða um heim, sér í lagi viðkvæmustu hópana. Ég fagna því aukinni umræðu á alþjóðavettvangi um áhrif loftslagsbreytinga á mannréttindi.”<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

08.12.2021Ísland setur 95 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Framlag Íslands til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) verður 95 milljónir króna á næsta ári. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, greindi frá þessari ákvörðun á framlagaráðstefnu sjóðsins í dag, en Ísland mun veita 45 milljón króna viðbótarframlag auk venjubundins 50 milljón króna framlags sem Ísland greiðir samkvæmt rammasamningi við sjóðinn.&nbsp;</span></p> <p><span>Í ávarpi sínu á ráðstefnunni benti ráðherra á þá staðreynd að mannúðarþörf hafi aukist umtalsvert undanfarin ár. Áætlað er að 247 milljónir manna muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda á næsta ári, sem er um 17 prósent aukning frá yfirstandandi ári. Þá undirstrikaði ráðherra mikilvægi þess að beina sérstakri athygli að konum og stúlkum í allri neyðaraðstoð.&nbsp;</span></p> <p><span>„Aukin fátækt og hungur hefur alla jafna meiri áhrif á konur og stúlkur og í neyðaraðstæðum. Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og annarri misnotkun,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars.&nbsp;</span></p> <p><span>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sinna mannúðaraðstoð um allan heim en CERF tryggir að lífsbjargandi fjármagn berist hratt og örugglega þangað sem þess er þörf. Þar með eykur sjóðurinn viðbragðsflýti mannúðarkerfis Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki leggur CERF áherslu á bæði undirfjármögnuð og gleymd neyðarsvæði.&nbsp;</span></p> <p><span>Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2006 og heyrir undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Á síðastliðnum 15 árum hefur sjóðurinn veitt um 980 milljörðum króna (7,5 milljarða bandaríkjadala) til stofnana Sameinuðu þjóðanna. Fjármagnið hefur gert CERF kleift að stuðla að fæðuöryggi um tíu milljón manna á ári hverju, tryggt aðgengi tuttugu milljón manna að heilbrigðisþjónustu og átta milljón manna að vatni og hreinlætisaðstöðu.&nbsp;</span></p> <p><span>Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands, þar sem lögð er áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar, var rammasamningur við CERF endurnýjaður fyrir tímabilið 2020-2023. Ársframlög Íslands til sjóðsins nema um 50 milljónum króna. Heildarframlag Íslands á framlagaráðstefnu CERF fyrir 2022 felur því í sér 50 milljón króna framlagið samkvæmt rammasamningi að viðbættu 45 milljón króna viðbótarframlagi.&nbsp;</span></p>

08.12.2021Ísland afhendir skólabyggingar í Úganda

<span></span> <p>Ný sérbygging fyrir deild menntamála í Namayingo héraði í Úganda var formlega afhent forseta héraðsstjórnar við hátíðlega athöfn í dag, en byggingin er hluti stofnanauppbyggingar í þessu samstarfshéraði Íslands. Í næstu viku verða auk þess þrjár kennslubyggingar, með fjórum kennslustofum hver, afhentar héraðsstjórninni. Utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráð Íslands í Kampala, fjármagnar framkvæmdirnar og sinnir eftirliti með þeim.</p> <p>Eins og greint var frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/08/06/Samstarf-hafid-vid-Namayingo-herad-i-Uganda/">Heimsljósi fyrr á þessu ári</a> hófu íslensk stjórnvöld þróunarsamvinnu við Namayingo hérað í Úganda í sumar, en fyrir átti Ísland í samstarfi við héruðin Kalangala og Buikwe í landinu. Í Namayingo héraði, sem er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda, búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er af skornum skammti í þeim þorpum og mun Ísland styrkja héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu.</p> <p>Framkvæmdir á skólabyggingunum sem nú eru afhentar hófust fyrir rúmum fimm mánuðum og munu hafa áhrif á um tólf hundruð nemendur. Við skólann var byggð stjórnsýslueining sem inniheldur meðal annars kennarastofu og skrifstofur skólastjóra og yfirkennara. Þá var byggt nýtt eldhús með orkusparandi hlóðum, sex kennaraíbúðir og þrjár nýjar kennslubyggingar. Einnig var byggð upp salernisaðstaða fyrir starfsfólk og nemendur, með sturtum og sérstökum brennurum fyrir tíðavörur. Við hvert hús er tíu þúsund lítra vatnssafntankur og þá er tuttugu þúsund lítra safntankur fyrir samfélagið í nágrenni skólans. Allar byggingarnar eru með sólarsellum.</p> <p>Þess má geta að tvö sambærileg skólaverkefni, í skólum með annars vegar 740 nemendum og hins vegar 580 nemendum, verða auk þess afhent fyrir lok árs.</p>

06.12.2021Þórdís Kolbrún á fundi þróunarmiðstöðvar OECD

<p><span>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag þátt í ráðherrafundi Development Centre, þróunarmiðstöðvar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þar sem sjónum var beint að nauðsyn þess að öll ríki heims hafi aðgang að bjargráðum til að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins.</span></p> <p><span>Þórdís Kolbrún tók þátt í umræðu í gegnum fjarfundarbúnað um mikilvægi þess að bilið verði brúað milli þróunarríkja og auðugra ríkja hvað varðar aðgang að bóluefnum gegn COVID-19. „Heimsfaraldurinn hefur reynst vera stærsta áskorunin fyrir alþjóðasamfélagið og heimshagkerfið í áratugi,“ sagði hún meðal annars í ræðu sinni. „Það er brýnt verkefni að tryggja jafnt aðgengi að bóluefnum og sýna þannig samstöðu með öllum jarðarbúum.“</span></p> <p><span>Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra vék einnig að framlagi Íslands til alþjóðlegs bóluefnasamstarfs. Íslensk stjórnvöld hafa lagt rúmlega milljarð króna til að bæta aðgang þróunarríkja að bóluefnum og hafa auk þess skuldbundið sig til að gefa á fjórða hundruð þúsund umframskammta af bóluefnum til efnaminni ríkja.</span></p> <p><span>Á fundinum var einnig fjallað um aðgengi þróunarríkja að fjármagni til enduruppbyggingar í kjölfar heimsfaraldursins og vandann sem fylgir þungri skuldabyrði fátækustu ríkjanna.</span></p> <p><span>Þróunarmiðstöð OECD styður þróunarríki við stefnumótun sem miðar að sjálfbærum vexti og velferð. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók við starfi framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar fyrr á þessu ári og opnaði hún fundinn.</span></p>

06.12.2021Konur í Afganistan og Palestínu njóta góðs af jólagjöfum UN Women

<p><span>Jólagjafir UN Women í ár eru neyðarpakki til konu í Afganistan og sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu.&nbsp;</span></p> <p><span>„Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Margir panta jólagjafir UN Women og gefa gjafabréfið með sem jólakort í pakkann,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi í fréttatilkynningu.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Neyðarpakkinn inniheldur tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veikindum og takmarkar sýkingarhættu.&nbsp;</span></p> <p><span>„Við bjóðum einnig upp á fjölda annarra táknrænna jólagjafa. Ein þeirra vinsælustu er sálræn aðstoð, sem veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma. Sú gjöf kostar 3.500 krónur,“ bætir Stella við.</span></p> <p><span>Táknrænar jólagjafir UN Women eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á <a href="https://unwomen.is/taknraenar-jolagjafir-un-women-veita-von-og-taekifaeri/" target="_blank">vefsíðu UN Women</a>.&nbsp;</span></p>

02.12.2021Mikil fjölgun þeirra sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda

<span></span> <p>Á næsta ári koma 274 milljónir manna til með að þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjölgun þeirra sem búa við slík bágindi nemur 39 milljónum milli ára, 17 prósentum. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum sem eru í brýnustu þörf. Það kallar á 41 milljarða dala útgjöld.</p> <p>Þetta kemur fram í í yfirliti Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) – <a href="https://gho.unocha.org/" target="_blank">Global Humanitarian Overview</a>&nbsp;– sem er víðtækasta opinbera greining á mannúðarþörf í heiminum. Yfirlitið veitir glögga mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum í mannúðaraðgerðum.</p> <p>„Loftslagsvandinn bitnar fyrst og fremst á viðkvæmasta fólkinu í heiminum. Stríðsátök dragast á langinn og óstöðugleiki hefur aukist í mörgum heimshlutum eins og Eþíópíu, Mjamar og Afganistan,“ segir Martin Griffith framkvæmdastjóri OCHA. „Heimsfaraldrinum er ólokið og fátæk ríki fá ekki bóluefni,“ bætir hann við.</p> <p>Griffith bendir á að rúma eitt prósent mannkyns sé á hrakhólum, hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sárafátækt aukist á nýjan leik. Konur og stúlkur verði oftast verst úti og hungursneyð vofi yfir 45 milljónum manna í 43 löndum.</p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árlega óeyrnamerkt kjarnaframlög til OCHA samkvæmt rammasamningi en gerð rammasamninga til alþjóðastofnana er í takt við áherslur Íslands um mikilvægi fyrirsjáanleika og sveigjanleika framlaga.</p>

01.12.2021UNICEF stefnir í metár í sölu „Sannra gjafa“

<span></span> <p>UNICEF á Íslandi setur stefnuna á enn eitt metárið í sölu „Sannra gjafa“ en það eru gjafir sem geta tryggt ótal nauðstöddum börnum um allan heim lífsnauðsynlega hjálp. Um er að ræða gjafir eins og jarðhnetumauk gegn vannæringu, bóluefni, vetrarfatnað og vatnshreinsitöflur. Á síðasta ári voru keyptar „Sannar gjafir“ fyrir tæpar 33 milljónir króna.</p> <p>Vinsælasta gjöfin í fyrra&nbsp;voru 100 pakkar af jarðhnetumauki en alls tryggðu landsmenn börnum í neyð&nbsp;137.200 slíka pakka á síðasta ári með þeirri gjöf. „Í flestum tilfellum þarf vannært barn aðeins þrjá slíka á dag í nokkrar vikur til að hljóta fullan bata. Það voru því ansi mörg líf sem gjafirnar björguðu það árið,“ segir í frétt á vef UNICEF.</p> <p>„Tugir þúsunda barna hafa notið góðs af Sönnum gjöfum frá Íslandi í gegnum tíðina og hafa þessar hentugu, umhverfisvænu og fallegu gjafir sem skipta svo miklu máli aldrei verið vinsælli. Þetta eru gjafir sem koma að miklu gagni fyrir þau börn og fjölskyldur sem njóta góðs af og munu ekki gleymast. Sannar gjafir endurspegla því að okkar mati hinn sanna anda jólanna,“ segir UNICEF.</p> <p>Samtökin eru einnig með til sölu sérstök&nbsp;<a href="https://sannargjafir.is/vara/jolakort-stekkjastaur/">jólakort&nbsp;</a>og&nbsp;<a href="https://sannargjafir.is/vara/jolamerkimidar-skyrgams/">gjafamerkimiða</a>,&nbsp;hvort tveggja&nbsp;með myndum af íslensku jólasveinunum eftir&nbsp;Brian&nbsp;Pilkington. Hvert kort og merkimiði er ígildi mismunandi hjálpargagna sem bjarga og bæta líf barna í neyð. Einnig er hægt að kaupa <a href="https://sannargjafir.is/vara/mondlugjofin/" target="_blank">möndlugjöf</a>&nbsp;sem er ígildi tveggja hlýrra teppa, 50 skammta af næringarríku jarðhnetumauki og eins fótbolta.</p> <p>Á árinu tók UNICEF í gagnið nýja og endurbætta <a href="https://sannargjafir.is/">heimasíðu</a>&nbsp;„Sannra gjafa“ þar sem fólk getur skrifað persónulega kveðju til viðtakanda, hlaðið upp mynd að eigin vali til að skreyta gjafabréfið og ýmist valið að láta senda þér það útprentað í pósti eða fengið sent í tölvupósti.</p>

30.11.2021Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt

<span></span> <p>Börnum sem búa á átakasvæðum fjölgaði um tæplega 20 prósent á síðasta ári. Samkvæmt úttekt alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children búa nú rétt um 200 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum þar sem jafnframt er viðvarandi matarskortur. Fjölgun barna á stríðshrjáðum svæðum er að hluta til skýrð með vopnuðum átökum í Mósambík en einnig áframhaldandi ófriði í Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu og Jemen.</p> <p>Í skýrslu Save the Children kemur jafnframt fram að rúmlega 330 milljónir barna eiga í hættu að vera nauðug skráð í vopnaða hópa eða í stjórnarher viðkomandi lands, þrisvar sinnum fleiri en fyrir þremur áratugum. Samkvæmt úttektinni eru börn í Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Filippseyjum og Írak í mestri hættu að vera þvinguð til að bera vopn í átökum eða taka beinan þátt í stríðsaðgerðum.</p> <p>Aðeins einu sinni í sögunni hafa fleiri börn búið á átakasvæðum en það var árið 2008 þegar 208 milljónir barna ólust upp við stríðsástand. Í frétt frá Save the Children segir að þessi mikla fjölgun á síðasta ári sýni glöggt að heimsfaraldurinn og ákall Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé hafi litlu breytt.</p> <p>Skýrsla Save the Children nefnist „<a href="https://www.savethechildren.net/news/number-children-living-deadliest-war-zones-rises-20-new-high-%E2%80%93-save-children" target="_blank">Stop the War on Children: A Crisis of Recruitment</a>“ og kemur nú í sjötta sinn.</p>

29.11.2021Heimsfaraldur: Konur upplifa meira óöryggi

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu frá UN Women kemur fram að önnur hver kona hefur sjálf verið beitt ofbeldi eða þekkir til konu sem hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Að mati skýrsluhöfunda sýna niðurstöðurnar svart á hvítu að konur upplifa meira óöryggi í dag en fyrir daga faraldursins.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://data.unwomen.org/sites/default/files/documents/Publications/Measuring-shadow-pandemic.pdf" target="_blank">Measuring the shadow pandemic: Violence against women during COVID-19</a>&nbsp;– er staðhæft að fjárhagsvandræði, atvinnuleysi, fæðuóöryggi og heimilisleysi hafa haft gríðarleg áhrif á samfélög á tímum COVID-19. Efnahagslegir þættir hafi aukið andlegt álag á fjölskyldur og leitt til mikillar aukningar á tíðni heimilisofbeldis.</p> <p>Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að:</p> <ul> <li>1 af hverjum 4&nbsp;konum upplifir hræðslu og óöryggi heima hjá sér eftir að COVID-19 skall á</li> <li>245 milljónir&nbsp;kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum</li> <li>21 prósent&nbsp;svarenda hafa upplifað heimilisofbeldi síðan COVID-19 hófst</li> <li>40 prósent&nbsp;svarenda upplifa sig óörugga í almannarými eftir að COVID-19 skall á</li> <li>3 af hverjum 5&nbsp;konum telja kynbundið áreiti í almannarýmum hafa aukist eftir COVID-19</li> </ul> <p>António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, bendir á að með samstilltu átaki sé hægt að útrýma þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er.</p> <p>„Ofbeldi gegn konum er ekki óumflýjanlegur þáttur í lífi okkar. Við vitum að heildrænar langtímalausnir sem taka á rót vandans og standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna skila árangri. Við getum knúið fram breytingar. Nú þarf alþjóðasamfélagið í sameiningu að lyfta grettistaki og útrýma kynbundnu ofbeldi fyrir árið 2030,“ sagði Guterres á&nbsp;fundi allsherjarnefndar Sameinuðu þjóðanna&nbsp;í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að fyrsta 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi var haldið.</p> <p>UN Women á Íslandi er eitt þeirra félagasamtaka sem er í forsvari fyrir&nbsp;<a href="https://unwomen.is/gleymum-ekki-konum-i-afganistan/">16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi</a>. Átakið hófst árlega hófst 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.</p>

26.11.2021Konur í Mið-Afríkulýðveldinu fá ágóða FO-bolanna

<span></span> <p>Safnast hafa 11,5 milljónir króna vegna sölu nýs FO-bols og rennur ágóðinn óskertur til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við höfum sent 11,5 milljónir króna til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu,” segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</p> <p><span>Að sögn Stellu hefur almenningur streymt í verslanir Vodafone og vefverslun unwomen.is undanfarnar vikur, nælt sér í bol og stutt um leið við starf UN Women.&nbsp;</span>Hún segir að á hverri klukkustund sé kona eða stúlka í Mið-Afríkulýðveldinu beitt kynferðisofbeldi. Mið-Afríkulýðveldið hafi verið&nbsp; nefnt „gleymda ríkið“ þar sem staða íbúa er sérstaklega slæm í ljósi stöðugra átaka undanfarin ár. </p> <p>„Í þessum átökum hafa nauðganir og kynferðisofbeldi verið notað sem stríðsvopn og glímir fjöldi kvenna og stúlkna við skelfilegar afleiðingar þess. UN Women gleymir ekki og veitir þolendum ofbeldis í Mið-Afríku sálræna aðstoð og aðstoðar þá við að sækja sér læknis- og lögfræðiaðstoð,“ segir Stella og bætir við að einnig veiti UN Women heilbrigðisstarfsfólki þjálfun við að bera kennsl á ummerki heimilisofbeldis og hvernig nálgast eigi þolendur.</p> <p>„Við hjá UN Women á Íslandi eigum í einstöku samstarfi við Vodafone sem styðja við verkefni UN Women með þeim hætti að greiða fyrir framleiðslu á FO húfum og bolum undanfarin fimm ár. Styrkur Vodafone hefur gert UN Women á Íslandi kleift að senda yfir 70 milljónir til verkefna UN Women víðsvegar um heim nú fimm ár í röð. Við erum afar þakklát og stolt af samstarfi okkar við Vodafone sem sýnir þor og dug við að styðja við útrýmingu ofbeldis bæði hér á Íslandi og á heimsvísu. Einnig erum við gríðarlega þakklát öllum þeim sem hafa keypt FO bolinn og taka um leið skýra afstöðu gegn ofbeldi,“ segir Stella.</p> <p>Enn eru nokkrir FO bolir <a href="https://gjafaverslun.unwomen.is/product/fo-bolurinn-2021" target="_blank">til sölu</a>&nbsp;og UN Women hvetur fólk til að næla sér í eintak og styðja við þetta mikilvæga málefni.</p>

25.11.2021Gleymum ekki konum í Afganistan

<span></span> <p>Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Af því tilefni er Harpa, Stjórnarráð Íslands, Gróttuviti auk fleiri bygginga lýstar upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi.</p> <p>Í nýrri skýrslu UN Women kemur fram að&nbsp;tvær af hverjum þremur&nbsp;konum greindu frá því að þær eða kona sem þær þekkja, hafi verið beittar ofbeldi og að þær væru líklegri til að standa frammi fyrir fæðuóöryggi. Aðeins&nbsp;ein af hverjum 10&nbsp;konum sagði að þolendur myndu leita til lögreglu til að fá aðstoð.</p> <p>Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að níu af hverjum tíu&nbsp;konum í Afganistan séu beittar ofbeldi af maka sínum á lífsleiðinni og að sú tala fari hækkandi með hverjum deginum. „Frá því að Talíbanar tóku yfir Afganistan, hefur aðgengi þolenda að viðeigandi aðstoð versnað til muna. Samt hefur þörfin aukist. Tíðni barnahjónabanda fer hækkandi og kynbundið ofbeldi aukist til muna, innan sem utan heimila. Skipuð hefur verið ríkisstjórn í Afganistan sem hefur engar konur og Kvenna- og jafnréttisráðuneyti landsins hefur verið lagt niður,“ segir Stella í <a href="https://unwomen.is/gleymum-ekki-konum-i-afganistan/" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef UN Women.</p> <p><strong>Alþjóðasamfélagið hefur brugðist</strong></p> <p>„Í sumum héruðum Afganistan er konum sagt að mæta ekki til vinnu og yfirgefa ekki heimili sín án karlkyns ættingja. Ráðist er á kvennaathvörf og starfsfólk þeirra áreitt. Staða kvenna og stúlkna í Afganistan er grafalvarleg en engu að síðar halda konur áfram að berjast fyrir réttindum sínum og krefjast jafnréttis. Það hefur ekki breyst og mun ekki breytast. Afganskar konur hafa verið í fararbroddi í baráttunni fyrir réttindum sínum um aldir og á því er ekkert lát.</p> <p><a href="https://unwomen.is/lysa-yfir-miklum-ahyggjum-af-lifi-og-rettindum-afganskra-kvenna/">Alþjóðasamfélagið</a>&nbsp;hefur brugðist konum í Afganistan. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að ræður á tyllidögum verði að raunverulegum aðgerðum til að tryggja konum grundvallarmannréttindi. Við getum öll sýnt afgönskum konum samstöðu og tryggt að raddir&nbsp; þeirra heyrist með því að hlusta. Tryggja þarf þátttöku kvenna í samningaviðræðum við Talíbana og að konur séu hafðar með í ráðum við skipulag og veitingu mannúðar- og neyðaraðstoðar. Við tökum tökum þátt í þessum aðgerðum með því að styrkja starf samtaka sem styðja við afganskar konur.</p> <p>Við hjá UN Women gleymum ekki, við erum á staðnum, við dreifum neyðarpökkum til kvenna og barna þeirra og grípum þolendur og kvenaðgerðasinna sem gefast ekki upp þrátt fyrir &nbsp;skelfilegar aðstæður,“ segir Stella og hvetur Íslendinga að kveikja á kerti af virðingu við&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/news/stories/2021/10/take-five-hasina-safi">óþrjótandi baráttu afganskra kvenna</a>&nbsp;fyrir lífi án ofbeldis.</p>

25.11.2021Fyrsta landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi kynnt

<span></span> <p><span>Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum og dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. Í aðdraganda átaksins var í vikunni kynnt fyrsta landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. </span></p> <p><span>Malaví bætist þá í hóp þeirra 98 (51%) aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa gefið út slíka áætlun en Ísland var á meðal fyrstu ríkja til að gera landsáætlun fyrir konur, frið og öryggi árið 2008 og vinnur nú að fjórðu áætlun sinni. </span></p> <p><span>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe studdi Ísland við aðgerðaráætlunina í Malaví sem hluta af þróunarsamvinnu ríkjanna. Hún segir að verkefnið hafi byrjað árið 2019 þegar gerður var samstarfssamningur milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. </span></p> <p><span>„Við fyrstu sýn eiga Ísland og Malaví ekki mikið sameiginlegt en þó hafa ríkin tvö búið að mestu leyti við stöðugleika og frið frá sjálfstæði. Samt sem áður er mikilvægt að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut og missa ekki sjónar af þeirri nauðsynlegu vinnu sem felst í að viðhalda friði. Í þessu samhengi er mikilvægt að berjast gegn kynbundu ofbeldi af krafti og nýta öll þau tól sem gagnast okkur í þeirri baráttu. Leggja þarf sérstaka áherslu á að uppræta kynbundið ofbeldi í Malaví en um er að ræða grafalvarlega árás á heilsu og mannréttindi kvenna,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>Með stuðningi frá Íslandi vann UN Women í Malaví eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem starfa á málefnasviðinu. Þá setti forsetaskrifstofa landsins á fót stýrihóp sem starfaði að þróun landsáætlunarinnar í samstarfi við UN Women. </span></p> <p><span>Meginmarkmið áætlunarinnar er að sögn Ingu Dóru að tryggja að ferlar og aðgerðir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna. Hún segir mikilvægt að efla þátt kvenna og stúlkna í þessu samhengi þar sem oftar en ekki verði þær útundan í slíku starfi. „Auk áherslu á þátttöku og forvarnir er einnig leitast við að tryggja vernd kvenna og stúlkna, og þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu og endurhæfingu. Áætlunin hefur einnig að langtíma markmiði að fyrirbyggja átök og stuðla að varanlegum friði og öryggi,“ segir hún.</span></p> <p><span>Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar, með samþykkt ályktunar 1325 árið 2000. Ályktunin hvetur aðildaríkin til að gera landsáætlanir til að vinna að markmiðum hennar og hrinda aðgerðum í framkvæmd. Ályktanir öryggisráðsins um konur, frið og öryggi eru nú orðnar níu talsins, og þegar vísað er til ályktunar 1325 er jafnframt verið að vísa til þeirra. </span></p>

24.11.2021Stuðningur við ungar mæður í Kyrgistan

<span></span> <p>Eitt af verkefnum UN Women er að styðja við bakið á ungum mæðrum sem stunda jarðaberjaræktun í hrjóstugum sveitum Kyrgistan. Konurnar fá fjármagn, fræðslu og tól til að stunda sjálfbæra ræktun.</p> <p>Á <a href="https://unwomen.is/un-women-stydur-vid-maedur-i-kyrgistan/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women segir af Kursanali kyzy Begimai, 24 ára, sem býr í litlu þorpi á landamærum Kyrgistan og Tadsjikistan. Svæðið er hrjóstugt og harðbýlt og þar er mikið um átök. Flestir vinnufærir karlmenn þorpsins hafa flutt búferlum til Rússlands til að afla tekna og skilja konur og börn eftir.</p> <p>Þrátt fyrir ungan aldur fer Kursanali fyrir hópi fimm ungra mæðra sem komið hafa á fót jarðaberjaræktun á landskika rétt utan við þorpið. Verkefnið er styrkt af UN Women sem veitti hópnum fjármagn til að kaupa þúsund jarðaberjaplöntur, áburð og tól til að hefja ræktun. Kursanali og samtarfskonur hennar hlutu jafnframt fræðslu í ræktun og rekstri.</p> <p>Fyrsta uppskera kvennanna var um þrjú tonn af jarðaberjum og deildist ágóðinn jafnt á milli þeirra. Kursanali segir vinnuna vera uppsprettu mikillar gleði fyrir sig og aðra þorpsbúa.</p> <p><a href="https://eca.unwomen.org/en/where-we-are/kyrgyzstan">UN Women</a>&nbsp;hefur veitt Kursanali og samstarfskonum hennar áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf til að viðhalda rekstrinum.</p> <p>„Líkt og margar konur, var ég óörugg þegar ég kynnti hugmynd mína fyrir UN Women. Ég átti erfitt með að koma fyrir mig orði og horfa í augun á þeim sem ég talaði við. Þökk sé UN Women hef ég hlotið fræðslu og fyrir vikið orðið virkari í samfélagi mínu. Ég hef lært mikilvægi þess að stunda sjálfbæran búskap en jafnframt áttað mig á mikilvægi þess að konur séu þátttakendur í friðarviðræðum og uppbyggingu á átaksvæðum eins og þessu. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er lykilþáttur í að örva hagvöxt og stuðla að öryggi.“</p> <p>Ein af megináherslum UN Women er að efla fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla að aukinni atvinnuþátttöku þeirra. „Það gerum við með verkefnum sem þessum, þar sem konur hljóta fjárstuðning og fræðslu til að koma á fót eigin rekstri. Þannig geta konurnar séð sér og fjölskyldum sínum farborða, eflt nærsamfélög sín og lifað sjálfstæðu lífi,“ segir á vef UN Women.</p> <p><a href="https://unwomen.is/verkefnin/hlutverk-un-women/">Hér</a>&nbsp;má lesa nánar um hlutverk UN Women.</p>

23.11.2021COVID-19 búnaður til samstarfshéraða í Úganda

<span></span> <p>Búnaður til að bregðast við COVID-19 faraldrinum hefur verið afhentur tveimur fátækum samstarfshéruðum Íslands í Úganda, Buikwe og Namayingo. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala bárust beiðnir frá báðum héruðum um aðstoð, samtals að upphæð rúmlega 300 þúsund bandarískra dala, rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. </p> <p>„Buikwe hérað er eitt þeirra verst settu í landinu með tilliti til COVID-19 og í Namayingo er getan til að sporna gegn COVID-19 veik og mikil þörf fyrir aðstoð til að styrkja getu heilbrigðisstofna þar til að takast á við faraldurinn og styrkja viðbragðsgetu héraðsins,“ segir Þórdís en búnaðurinn sem var afhentur fyrr í mánuðinum samanstendur af hlífðarbúnaði, prófunarsettum, sótthreinsiefnum, súrefnishylkjum, rúmum, dýnum, hjólastólum, tjöldum og fleiru.</p> <p>Að sögn Þórdísar fylgist sendiráðið í Kampala með og vaktar þennan stuðning eins og önnur verkefni sem studd eru fyrir fjármagn frá Íslandi í Úganda. <span></span>„Fulltrúar sendiráðsins heimsóttu héruðin nýverið og fylgdust með innleiðingu stuðningsins. Fram kom að mikil ánægja er með þessa kærkomnu gjöf frá Íslandi, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og héraðsstjórnvalda. Íslenskum stjórnvöldum og íslenskum skattborgurum voru sendar hlýjar þakklætiskveðjur.“</p> <p>&nbsp;</p>

22.11.2021Jarðhitaskólinn útskrifar 25 sérfræðinga

<span></span> <p><span>Tuttugu og fimm sérfræðingar frá fjórtán þjóðríkjum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ síðastliðinn föstudag, eftir sex mánaða nám á Íslandi. Jarðhitaskólinn er elstur skólanna fjögurra sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í samvinnu við UNESCO. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið jafn hátt í útskriftarhópnum, tólf konur og þrettán karlar.</span></p> <p><span>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ávarpaði útskriftarhópinn og flutti honum hamingjuóskir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Martin sagði að þau hefðu öll á síðustu mánuðum orðið vitni að því hvað jarðvarmi gegni stóru hlutverki á Íslandi og hvernig það sem gerist undir yfirborði jarðar hafi bein áhrif á lífið á eldfjallaeyju. Martin kvaðst hafa alist upp í Vestmannaeyjum, hann hefði verið ungbarn þegar hann og fjölskyldan sigldu frá eyjunni um miðja nótt eftir að eldgos hófst í Heimaey. „Ísland hefur á þessu ári verið ykkur eins og kennslubók í jarðfræði með eldgos nánast í bakgarðinum,“ sagði hann.</span></p> <p><span>Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ og Guðni Axelsson forstöðumaður Jarðhitaskólans afhentu skírteinin við athöfnina. Flestir sérfræðinganna sem útskrifuðust að þessu seinni voru frá Kenía, sex talsins, þrír komu frá Eþíópíu og Indónesíu, tveir frá Ekvador, El Salvador og Níkaragva, og einn frá Alsír, Kína, Djibútí, Indlandi, Íran, Filippseyjum, Úganda og Kólumbíu, sá fyrsti frá síðasttalda landinu.</span></p> <p><span>Jarðhitaskólinn hefur starfað í rúmlega fjóra áratugi, frá árinu 1979, og hefur útskrifað 743 vísindamenn frá 64 löndum. Skólinn er hýstur af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) og rekinn af opinberum framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span></p>

22.11.2021Börn eru bjartsýnni á betri heim en fullorðnir

<span></span> <p>Ný alþjóðleg könnun&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;og&nbsp;Gallup&nbsp;sýnir að&nbsp;ungt fólk í dag er helmingi líklegra en fullorðnir til að telja heiminn fara batnandi. Þau eru þó óþolinmóðari eftir aðgerðum gegn yfirvofandi krísum og mikill meirihluti þeirra telur hættur steðja að börnum á netinu. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í tilefni alþjóðadags barna, sem haldinn varhátíðlegur um allan heim á laugardag, 20. nóvember. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims.</p> <p>Kynslóðakönnunin, sem ber yfirskriftina&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/globalinsight/media/2266/file">The&nbsp;Changing&nbsp;Childhood&nbsp;Project</a>, er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem nokkrar kynslóðir eru spurðar út í heimssýn sína og hvernig það sé að vera barn í dag. Könnunin náði til 21 þúsund einstaklinga í tveimur aldurshópum, 15-24 ára og 40 ára og eldri í 21 landi í Afríku, Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Hægt er að skoða niðurstöðurnar á skemmtilegri <a href="https://changingchildhood.unicef.org/">gagnvirkri heimasíðu</a> þar sem hægt er að máta eigin viðhorf við niðurstöður könnunarinnar. </p> <p>„Það er enginn skortur á ástæðum til svartsýni í heiminum í dag:&nbsp;Hamfarahlýnun, heimsfaraldur, fátækt og misskipting, aukið vantraust og þjóðernishyggja. En hér er ástæða til bjartsýni: Börn og ungmenni neita að horfa á heiminn í gegnum sömu svartsýnisgleraugun og fullorðnir,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Í samanburði við eldri kynslóðir þá er æska heimsins vongóð, alþjóðlega þenkjandi og staðráðin í að gera veröldina að betri stað. Unga fólkið í dag hefur vissulega áhyggjur af vandamálum framtíðarinnar en sjá sig frekar sem hluta af lausninni.“</p> <p>Sjá nánar <a href="https://unicef.is/born-bjartsynni-betri-heim-en-fullordnir" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF</p>

19.11.2021Íbúar í Tombo geta nú skrúfað frá krana til að fá heilnæmt drykkjarvatn

<span></span> <p>Íbúar sjávarþorpsins Tombo í Síerra Leóne geta nú skrúfað frá krana til að fá heilnæmt drykkjarvatn. Áður þurftu margir þeirra að sækja vatn í handgrafna brunna sem oft voru mengaðir. Þorpsbúar hafa einnig aðgengi að bættri hreinlætisaðstöðu en almenningssalerni fyrir karla og konur, lýst upp með sólarrafhlöðum, hafa verið reist víðs vegar um þorpið, meðal annars við löndunarstöðvar þar sem jafnan er mikið um manninn. Í dag, 19. nóvember, er alþjóðlegi klósettdagurinn (World Toilet Day) þar sem vakin er athygli á mikilvægi hreinlætis og salernisaðstöðu á lýðheilsu, jafnrétti kynjanna, menntun, efnahagsþróun og umhverfisvernd.</p> <p>Íslendingar hafa um árabil unnið að verkefnum í Síerra Leóne í samstarfi við sjávarútvegsráðuneytið og UNICEF. „Stuðningurinn felst einkum í bættu aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu sem eykur lífsgæði íbúanna í fiskiþorpunum,“ segir Davíð Bjarnason deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. „Verkefnin snúa bæði að bættu lífsviðurværi íbúa og bættri meðferð afla sem landað er. Þrátt fyrir áskoranir tengdar COVID-19 við innleiðingu og framkvæmd verkefnanna hefur umtalsverður og sjáanlegur árangur náðst á verkefnatímanum, en stefnt er að því að framkvæmd þessara verkefna ljúki á næsta ári.“ </p> <p>Aðgengi að fullnægjandi vatns- og hreinlætisaðstöðu í Síerra Leóne er almennt afar takmarkað en aðeins 68 prósent af landsmönnum hafa aðgengi að heilnæmu drykkjavatni, en um 40 prósent í sveitahéruðum. Í fiskiþorpum er ástandið jafnan verra og vatnsbornir sjúkdómar algengir sem hefur sérstaklega neikvæð áhrif á heilsu og velferð barna.</p> <p>Bygging vatnsveitu í fiskiþorpinu Tombo sem veitir rúmlega 40 þúsund manns aðgengi að vatni, meðal annars í skólum og heilsugæslustöðvum. Vatnsveitan er heilmikið mannvirki en hún samanstendur af 19 km af lögnum, 136 vatnspóstum og 544 krönum – og þjónar fleiri einstaklingum en allar íslenskar vatnsveitur að undanskildum Veitum. </p> <p>Enn fremur hafa 18.500 íbúar þorpanna Goderich og Konacrydee fengið aðgengi að vatni. Vatnsveiturnar eru knúnar af sólarorku. Auk þess hafa búar nú aðgengi að almenningssalernum víðvegar um þorpin og hafa hlotið þjálfun í að byggja salerniaðstöðu á heimilum sínum. Vatns- og hreinlætisnefndir hafa verið stofnaðar í öllum þorpunum sem sjá um viðhald og rekstur, auk þess sem stuðlað hefur verið að vitundarvakningu íbúa um hreinlætismál og mikilvægi þess að útrýma saurmengun í þorpunum. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/jdCypJeEBkQ" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að sögn Davíðs skilar aukið aðgengi að vatni og hreinlæti sér einnig í bættri meðferð fisks í þorpunum, en þar verður einnig byggð löndunaraðstaða með aðgengi að vatni. <span></span>Hann segir að viðræður eigi sér stað um frekara samstarf í fleiri sjávarþorpum og ljóst að þörfin sé brýn víða í Síerra Leóne.</p>

19.11.2021Þroskahjálp í Malaví: Vilja auka samfélagsþáttöku fatlaðra í Mangochi

<span></span> <p>„Með heimsókn og nýju verkefni Þroskahjálpar í Mangochi héraði er bundin von við að hægt verði að auka framgang í málefnum fatlaðra í héraðinu en fatlað fólk í Malaví býr við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hugsast getur. Fötluð börn eru gjarnan geymd heima, oft falin fyrir utanaðkomandi og fá ekki nær alltaf að fara í skóla, enda skólar alls vanbúnir að taka á móti þeim. Vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur haft og mun hafa á efnahag þjóða má telja víst að staða fatlaðs fólks verði enn erfiðari þar eins og í öðrum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe en fulltrúar landssamtakanna Þroskahjálpar og sendiráðsins hafa undanfarna viku heimsótt grunnskóla og leikskóla víðsvegar um Mangochi hérað í Malaví. </p> <p>Þroskahjálp fékk nýverið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að styðja við menntun og samfélagsþátttöku fatlaðra barna í Mangochi héraði í Malaví, samstarfshéraði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu og vinna að vitundarvakningu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en stjórnvöld í Malaví gerðust aðili að samningnum árið 2009. </p> <p>Sendiráð Íslands í Lilongwe aðstoðaði starfsmenn Þroskahjálpar við skipulagningu funda og heimsókna í Lilongwe og Mangochi ásamt því að kynna starfsemi Íslands og héraðsyfirvalda í málefnum fatlaðra barna í Mangochi.</p> <p>„Menntun er ein af meginstoðum við eflingu grunnþjónustu í Mangochi héraði í gegnum tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Markmiðið er að efla grunnmenntun barna við 12 samstarfsskóla sem einnig felur í sér að bæta aðgengi fatlaðra barna að námstækifærum. Frá 2012 hefur Ísland í samstarfi við héraðsstjórnina Mangochi þjálfað ellefu kennara í sérkennslu fatlaðra barna en kennararnir styðja við um það bil 250 börn með sérþarfir í tveimur skólanna. <span></span>Tólf salerni, eitt við hvern samstarfsskóla, hafa einnig verið reist en salernin eru sérstaklega útbúin fyrir fötluð börn,“ segir Inga Dóra.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/fatlmal2.JPG?amp%3bproc=VerkefniTiles" style="left: 37.4px; top: 583.8px; width: 700.6px; height: 154px;" /></p> <p>&nbsp;</p>

19.11.2021Börn vilja orðið, valdið og virðinguna!

<span></span> <p>Á morgun, 20. nóvember, er alþjóðadagur barna haldinn hátíðlegur um allan heim og UNICEF brýnir fyrir almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum að gefa börnum orðið því að til þess að við getum í sameiningu unnið að betri heimi þurfa börn að vera virkir þátttakendur í þeirri vegferð. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmálans, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims&nbsp;þar sem segir meðal annars: &nbsp;„Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“</p> <p>Í tilefni alþjóðadags barna vann UNICEF á Íslandi myndband með ungum aðgerðarsinnum á Íslandi, börnum og ungmennum sem hafa tekið þá afstöðu að vera hluti af breytingum til batnaðar í samfélaginu okkar, frekar en að sætta sig við fordóma fyrri tíma. „Nú er að vaxa úr grasi upplýstasta kynslóð barna í sögunni sem hafa hugmyndir um hvernig breyta megi heiminum. Þau vilja orðið, valdið og virðinguna til að tjá skoðanir sínar. Nú er það okkar að hlusta,“ segir í frétt á vef UNICEF.</p> <p><strong>Skilaboðin eru skýr: Hlustið á okkur!</strong></p> <p>UNICEF á Íslandi vann myndbandið með Ungmennaráði UNICEF auk fulltrúa frá Antirasistunum, Menntakerfinu okkar og Eiði Welding, varaformanni CP félagsins. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa upplifað fordóma, fordóma vegna húðlitar síns eða þjóðernis, vegna fötlunar eða að ekki sé tekið mark á þeim eða skoðunum þeirra vegna þess að þau eru börn.</p> <p>„Við vorum kallaðar skítugar til þess að niðurlægja okkur,“ segja Anna, Valgerður og Kristín hjá Antirasistunum. Þær segja að nú sé tíminn til að fræða og dreifa visku um fjölbreytileikann til næstu kynslóða.</p> <p>Menntakerfið okkar, hópur fjögurra ungmenna sem vilja uppfæra og betrumbæta íslenska menntakerfið vilja sjá til þess að starfshættir grunnskóla mótist af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þau vilja tortíma fordómum, binda endi á einelti og nútímavæða menntakerfið því fordómar séu fáfræði.</p> <p>Eiður Welding, varaformaður CP félagsins, sendir þau skilaboð að nú sé tíminn til að sperra eyrun og hlusta, fyrir bætt samfélag. „Hundruð, ef ekki þúsundir fatlaðra barna eru með sterka rödd og hafa mikið að segja en samfélagið hlustar ekki,“ segir Eiður.</p> <p>„Við upplifum fordóma á hverjum degi fyrir það eitt að vera börn,“ segja fulltrúar í Ungmennaráði UNICEF á Íslandi. „Það er ekki hlustað þegar við segjum frá ofbeldi, þegar við upplifum vanlíðan, þegar við fjöllum um loftlagsmál, gagnrýnum menntakerfið eða þurfum hjálp.“</p> <p>Börnin hafa fengið orðið og skilaboðin til fullorðinna eru skýr: Ekki verða kynslóðin sem fer í sögubækurnar fyrir að afskrifa skoðanir barna. Verið breytingin sem fer í sögubækurnar fyrir að hlusta á þau!</p> <p>Myndbandið má horfa á&nbsp;<a href="https://www.youtube.com/watch?v=ecCQUJennXE">hér</a>&nbsp;og hvetjum við alla til að hlusta og deila þessum mikilvægu skilaboðum sem víðast.</p>

18.11.2021Sérhvert barn fái næringarríka máltíð fyrir árið 2030

<span></span> <p>Fimm stofnanir Sameinuðu þjóðanna lýsa yfir stuðningi við bandalag rúmlega sextíu ríkja og samtaka sem kallast Skólamáltíðarbandalagið (<a href="https://schoolmealscoalition.org/" target="_blank">School Meals Coalition</a>). Yfirlýst markmið þess er að sérhverju barni í heiminum standi til boða næringarrík skólamáltíð fyrir árið 2030. Frumkvæðið er að hálfu Frakka og Finna.</p> <p>„Með áformum um stuðning við heilbrigði og næringu gefst áhrifamikil leið til þess að styðja við börn og unglinga í vexti og þroska,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu framkvæmdastjóra stofnananna fimm, Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunarinnar (UNESCO), Barnahjálparinnar (UNICEF), Matvælaáætlunarinnar (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).</p> <p>Í yfirlýsingunni er bent á að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa leitt af sér mikla truflun á skólahaldi og námi barna og unglinga. Milljónir nemenda hafi ekki fengið skólamáltíðir eða notið góðs af bólusetningum eða sálfélegslegum stuðningi. Á heimsvísu séu enn rúmlega 150 milljónir barna utan skóla.</p> <p>Þar segir enn fremur að skólabörn séu ekki þau einu sem komi til með að njóta góðs af átakinu því <span></span>áherslan verði á staðbundinn ræktaðan mat og það feli í sér fyrirheit um stuðning við smábændur og veitingafyrirtæki í viðkomandi héruðum. Átakið nái til sjö heimsmarkmiða.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9BrQeXEGx4o" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Ísland hefur um árabil verið í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um skólamáltíðir fyrir börn í Mangochi hérðai í Malaví. Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fjallað um frumkvæði Íslands um skólamáltíðir og samstarfið við WFP.</p>

17.11.2021Ísland kjörið í framkvæmdastjórn UNESCO

<p><span>Ísland var kosið í framkvæmdastjórn Mennta-, vísinda og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í dag með yfirgnæfandi stuðningi á aðalráðstefnu stofnunarinnar sem nú stendur yfir í París. Innan Vesturlandahópsins voru Austurríki og Tyrkland einnig í framboði. Ísland hlaut flest atkvæði í kosningunni, eða 168 en 178 ríki greiddu atkvæði. <br /> <br /> Ríkisstjórnin tók ákvörðun um framboðið árið 2018 og hefur fastanefnd Íslands hjá UNESCO, utanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið sem og íslenska UNESCO-landsnefndin unnið síðustu ár að því að efla störf Íslands innan stofnunarinnar. Í framkvæmdastjórn sitja 58 ríki og er almennt mikil samkeppni meðal hinna 193 aðildarríkja UNESCO um sæti í framkvæmdastjórn.<br /> <br /> Stjórnin starfar með umboð frá aðalráðstefnu stofnunarinnar og ber m.a. ábyrgð á eftirfylgni ákvarðana,&nbsp; greinir starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar sem framkvæmdastjóri leggur fyrir, leiðbeinir um verkefni og sinnir eftirlitshlutverki með þeim.&nbsp;<br /> <br /> UNESCO er sérstofnun SÞ sem hefur það að markmiði að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu í málaflokkum stofnunarinnar. UNESCO ber m.a. höfuðábyrgð innan SÞ-kerfisins á innleiðingu heimsmarkmiðs fjögur um menntun og er sú stofnun SÞ sem hefur sérstakt umboð til að efla tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Þá sinnir stofnunin margvíslegum verkefnum með áherslu á vísindi, menningu og menningararf og heldur m.a. úti hinni þekktu Heimsminjaskrá.<br /> <br /> Framkvæmd heimsmarkmiða SÞ, jafnrétti, mannréttindamiðuð nálgun, virk þátttaka ungmenna og aðgengi allra (e. inclusion) verða rauður þráður í áherslum Íslands á meðan setu í framkvæmdastjórn stendur. Ísland mun vinna að því að UNESCO sé og haldi áfram að vera áhrifarík og skilvirk stofnun á sínu sviði og vinni eftir samræmdri stefnu, skilvirkum stjórnunarháttum og í góðu samstarfi við aðrar undirstofnanir SÞ. Ísland mun einnig styðja áframhaldandi endurbótastarf og þróun UNESCO með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp traust starf í þeim mikilvægu málaflokkum sem stofnunin sinnir.&nbsp;<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið gerði rammasamning við UNESCO árið 2019 sem fjallar um margvíslegan stuðning Íslands og samvinnu við UNESCO á sviði þróunarsamvinnu. Studd eru verkefni á sviði menntunar, tjáningarfrelsis og öryggis fjölmiðlafólks. Eitt af stærstu verkefnum Íslands í þróunarsamvinnu hefur nýlega færst frá Háskólum SÞ yfir á vettvang UNESCO og starfa nú fjórir skólar undir merkjum stofnunarinnar sem GRÓ, Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. Þá eru fulltrúar Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar á vettvangi UNESCO, í fjölþjóðlegum stýrihópi um áratug frumbyggjatungumála (e. International Decade of Indigenous Languages).<br /> </span></p> <p><span>Framboð Íslands naut stuðnings Norðurlanda sem skipst hafa á um setu í stjórninni frá upphafi. Á stjórnartímabilinu eru fulltrúar Íslands ábyrgir fyrir samhæfingu og upplýsingamiðlun á meðal norrænna ráðuneyta og fastanefnda vegna málefnastarfs innan UNESCO.<br /> <br /> Nánari upplýsingar á íslensku um starf UNESCO má finna á <a href="https://unesco.is/">unesco.is</a><br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

17.11.2021Allir heilbrigðisfulltrúar í Mangochi á nýjum reiðhjólum

<span></span> <p>„Dagurinn markaði stóran áfanga í þróunarsamvinnu Íslands og héraðsstjórnar Mangochi héraðs í Malaví því sendiráðið afhenti í gær 570 reiðhjól til allra heilbrigðisfulltrúa í umdæminu. Reiðhjólin eru hluti af stuðningi Íslands við eflingu grunnþjónustu á sviði heilbrigðismála í héraðinu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe.</p> <p>Heilbrigðisfulltrúar (Health Surveillance Assistants - HSAs) sinna lykilhlutverki í lýðheilsumálum í Malaví. Þeir fara á milli húsa í afskekktum þorpum og fylgjast með heilsu og hreinlæti, fæðingum og dauðsföllum, veikindum og vannæringu, svo fátt eitt sé nefnt. Heilbrigðisfulltrúar fá einnig kennslu og eru þjálfaðir í bólusetningum, fyrstu hjálp og sjúkdómsgreiningu og þjóna sem tengiliðir íbúana við heilbrigðiskerfið en erfitt er að tryggja íbúum aðgengi að heilbrigðisþjónustu í héraði með rúmlega 1,2 milljón íbúa á 6000 ferkílómetra svæði.</p> <p>Í Mangochi héraði sinna heilbrigðisfulltrúar fleiri einstaklingum og stærri svæðum en gengur og gerist annarsstaðar í landinu. Til að mynda sinnir hver og einn heilbrigðisfulltrúi í Mangochi um 2300 einstaklingum en mælt er með því að fulltrúar hafi einungis 100 einstaklinga á sinni könnu. Fulltrúarnir þurfa einnig að ferðast langar vegalengdir á erfiðum vegum við krefjandi aðstæður. Nýju reiðhjólin auðvelda því heilbrigðisfulltrúunum að sinna þessu mikilvæga og ábyrgðamikla starfi að bæta aðgengi þorpsbúa að grunnheilbrigðisþjónustu.<span>&nbsp; </span></p> &nbsp;<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5R19L5W-q0M" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span><strong>&nbsp;</strong></span></p> <p><span><strong>Árangur af samvinnu Íslands og Malaví</strong></span></p> <p>Mikill framgangur hefur verið í eflingu á heilbrigðisþjónustu á héraðsstigi í Mangochi frá árinu 2012. Fjögur sveitafélög í Mangochi<span>&nbsp; </span>hafa fengið vottun stjórnvalda fyrir að sjá öllum heimilum fyrir drykkjarhæfu vatni og viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Í kjölfarið hefur stórlega dregið úr hvers kyns pestum, ekkert nýtt tilfelli kóleru hefur verið skráð frá árinu 2012 og færri börn þjást af niðurgangspestum en áður. Sextán heilsupóstar á afskekktum svæðum í héraðinu hafa verið byggðir og fimm póstar verða byggðir á næstu mánuðum. Fjórtán starfsmannahús fyrir heilbrigðisfulltrúa hafa einnig verið reist og þrjú hús verða byggð á næstu mánuðum.</p> <p>Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári en valið byggist á mælanlegum stöðlum yfirvalda um framfarir. Árangurinn er að miklu leyti þakkaður samstarfi við Ísland.</p> <p>Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fylgst með heilbrigðisfulltrúa að störfum í Mangochi.</p> <p>&nbsp;</p>

17.11.2021Hundruð flóttamanna bjargað á Miðjarðarhafi

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla. Björgunarskipið Ocean Viking, sem alþjóða Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti, er hluti af þeirri mannúðaraðstoð sem veitt er flóttafólki við Miðjarðarhaf.&nbsp;Um borð í skipinu eru læknar og hjúkrunarfólk. Í bakvarðarsveit björgunarskipsins er Þórir Guðmundsson. Hann starfar með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu sem hefur aðsetur í Búdapest. </p> <p>Áhöfn björgunarskipsins hefur þegar bjargað hundruð kvenna, karla og barna sem freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið á illa búnum tré- eða gúmmíbátum. Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að aðstæður fólks í þessum bátskænum séu oftar en ekki mjög erfiðar. „Fólk hefur verið á reki í marga daga í yfirfullum bátum þar sem matur og drykkjarvatn er af skornum skammti. Í hópi flóttamanna eru jafnvel ung börn ein á ferð án foreldra eða fylgdarmanna,“ segir í fréttinni.</p> <p>Fyrr í mánuðinum aðstoðaði Ocean Viking annað björgunarskip, sem var með 800 manns um borð, með því að útvega matvæli og og önnur hjálpargögn. „Það var gott dæmi um samstarf í hjálparstarfi – og reyndar tók flóttafólkið í Ocean Viking fullan þátt í að ferja hjálpargögnin yfir til fólksins í hinu skipinu.“</p> <p>Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri en skipið er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land á mánudag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.&nbsp;Síðustu dagana var mikill öldugangur og grenjandi rigning þannig að flóttafólkið var orðið mjög hrakið þegar skipið lagði loks að bryggju. Þar tók ítalski Rauði krossinn á móti þeim.</p> <p>Sjá nánar í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-stydur-vid-verkefni-althjoda-rauda-krossins-vid-midjardarhaf" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á heimasíðu Rauða krossins. </p>

16.11.2021Fyrsti rammasamningur Íslands við UNFPA

<p><span>Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Ib Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), skrifuðu í gær undir rammasamning um stuðning Íslands við UNFPA. Með samningnum formfestir Ísland stuðning sinn við stofnunina og fylgir eftir skuldbindingu í verkefninu <a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/GEF-Iceland.pdf" target="_blank">Kynslóð jafnréttis</a>&nbsp;sem forsætisráðherra Íslands tilkynnti á leiðtogafundi í París síðastliðið sumar.&nbsp;</span></p> <p><span>Samningurinn gildir til loka árs 2023 og leggur áherslu á svokölluð kjarnaframlög sem veita stofnuninni fyrirsjáanleika og sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni. Íslensk stjórnvöld þrefalda með samningnum kjarnaframlög til UNFPA á næstu tveimur árum og nema þau 100 milljónum króna árið 2022.&nbsp;</span></p> <p><span>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og sinnir fæðingarþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd. Jafnframt vinnur sjóðurinn með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið hans um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum hefðum svo sem limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

16.11.2021UNICEF: Hrollvekjandi fréttir af fjölgun barnahjónabanda í Afganistan

<span></span> <p>„Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þeim fregnum að barnahjónaböndum fjölgi hratt í Afganistan,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu segir hún að&nbsp;UNICEF&nbsp;hafi upplýsingar um að fjölskyldur í neyð séu að bjóða barnungar stúlkur sínar í skiptum fyrir heimanmund. Stúlkur allt niður í 20 daga gamlar. </p> <p>„Fyrir nýjustu vendingar í stjórnmálum landsins höfðu&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar skráð 183&nbsp;tilfelli&nbsp;um barnahjónabönd og 10&nbsp;tilfelli&nbsp;um sölu á börnum á árunum 2018 og 2019. Og það bara í héruðunum&nbsp;Herat&nbsp;og&nbsp;Baghdis. Börnin sem þar um ræddi voru frá sex mánaða gömul upp í sautján ára,“ segir&nbsp;Fore&nbsp;í yfirlýsingu sinni.</p> <p>UNICEF&nbsp;áætlar að 28 prósent afganskra stúlkna og kvenna á aldrinum 15-49 ára hafi verið giftar fyrir átján ára aldur. „COVID-heimsfaraldurinn, áframhaldandi matarskortur&nbsp;og yfirvofandi vetur hefur stóraukið á neyð fjölskyldna í Afganistan. Árið 2020 var nærri helmingur afgönsku þjóðarinnar svo fátækur að&nbsp;hann&nbsp;leið skort á nauðsynjum á borð við næringu og hreint vatn. Hið alvarlega efnahagsástand sem nú ríkir steypir fleiri fjölskyldum í hyl fátæktar og neyðir þær til að taka&nbsp;örvæntingarfullar&nbsp;ákvarðanir á borð við þær að senda börn sín til vinnu eða selja barnungar dætur sínar í hjónaband.“</p> <p>Fore&nbsp;segir að nú megi fæstar unglingsstúlkur í Afganistan stunda nám og aukin hætta sé á að fleiri endi nauðugar í hjónabandi á barnsaldri. Menntun sé oft besta vörnin gegn barnahjónaböndum og barnaþrælkun.</p> <p>„UNICEF&nbsp;heldur áfram vinnu sinni með samstarfsaðilum að vekja samfélög til vitundar um hættur hjónabanda af þessu tagi og skaðann sem þau geta valdið stúlkum til lífstíðar. Stúlkur sem neyddar eru í hjónaband fyrir 18 ára aldur eru ólíklegri til að halda áfram námi og mun líklegri til að sæta heimilisofbeldi, mismunun, misnotkun og glíma við geðræn vandkvæði.“</p> <p><strong>Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða</strong></p> <p>Fore&nbsp;segir&nbsp;UNICEF&nbsp;byrjað með fjárstuðningsverkefni í Afganistan, þar sem útdeilt er peningum, til að bregðast við hungri, barnaþrælkun og barnahjónaböndum meðal viðkvæmustu hópanna. Áform séu um að auka þessa þjónustu og aðra félagsþjónustu á næstu mánuðum.</p> <p>„UNICEF&nbsp;mun líka vinna með trúarleiðtogum til að tryggja að þeir taki ekki þátt í „Nekah“ (hjónabandssamningnum) fyrir ungar stúlkur. En þetta er ekki nóg. Við köllum eftir því að stjórnvöld á öllum stigum grípi til aðgerða til að styðja og vernda viðkvæmar fjölskyldur og stúlkur. Við hvetjum stjórnvöld til að opna skóla fyrir stúlkur og leyfa konum að halda áfram kennslustörfum án tafar. Framtíð heillar kynslóðar stúlkna að veði.“</p> <p><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Afganistan</a></p>

15.11.2021Heimsókn Barnaheilla til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó

<span></span> <p>,,Það var virkilega lærdómsríkt að fá að heimsækja heilsugæslur á vegum Save the Children og það flotta starf sem þar er unnið. Við heimsóttum meðal annars neyðarmóttöku fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en þar fá börnin mjög gott utanumhald. Þau fá viðeigandi lyf eins og sýklalyf til þess að koma í veg fyrir ýmsar sýkingar. Einnig fá stúlkur neyðarpilluna. Börnin hitta svo sálfræðing í kjölfarið og fá sálfræðiaðstoð og eftirfylgni næstu sex mánuðina. Einnig er lögfræðingur innan handar sem hjálpar börnunum að kæra ofbeldið og fara með málið fyrir dómstól. Þetta er virkilega flott starf sem þarna er unnið,” segir Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa staðið fyrir mannúðarverkefni í Suður-Kívu í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó undanfarið ár. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Er það meðal annars gert með stuðningi við svokölluð barnvæn svæði. </p> <p>Í síðasta mánuði fór starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til Kinshasa höfuðborgar Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, þær Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla, Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna og kynningarmála og Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að eiga tæknilegt samtal við starfsfólk sem vinnur að framkvæmd verkefnis Barnaheilla í Suður-Kívu sem og annað starfsfólk Barnaheilla í Kongó sem vinnur að því að koma í veg fyrir og bregðast við kynbundnu ofbeldi. Verkefni Barnaheilla – Save the Children í höfuðborginni voru skoðuð og fékk starfsfólk Barnaheilla innsýn inn í það góða starf sem unnið er þar, auk þess sem starfsfólk Barnaheilla tók þátt í þjálfun á viðbrögðum við kynferðisofbeldi á vegum Barnaheilla – Save the Children í Kongó. </p> <p>Frá heimsókninni er nánar greint á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/11/15/Heimsokn-Barnaheilla-til-Lydstjornarlydveldisins-Kongo-/" target="_blank">vef</a>&nbsp;Heimsljóss.</p>

12.11.2021Veik rödd barna með fötlun og fáir að hlusta ​

<span></span> <p>Eitt af hverjum tíu börnum í heiminum býr við fötlun, eða því sem næst 240 milljónir barna. Fötluð börn fá margvíslega skerta þjónustu á sviðum eins og heilbrigði, menntun og félagslegri vernd, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Skýrslan nefnist: „<a href="https://data.unicef.org/resources/children-with-disabilities-report-2021/" target="_blank">Seen, Counted, Included</a>“ og staðfestir að sögn Henriettu Fore, framkvæmdastýru UNICEF, það sem löngum var vitað. Hún segir að börn með fötlun standi frammi fyrir mörgum og fjölþættum áskorunum, rödd þeirra sé veik, fáir að hlusta og alltof oft séu þau einfaldlega skilin eftir. <span></span></p> <p>Skýrslan varpar ljósi á bága stöðu þessa þjóðfélagshóps og fram kemur meðal annars að börn með fötlun séu 42 prósent minni líkur á því að tileinka sér grunnþekkingu í lestri og stærðfræði, líkurnar á því að fötluð börnum standi engin skólavist til boða sé 49 prósent meiri en meðal ófatlaðra. Þegar litið er á heilsufarsþætti sýnir skýrslan að börn með fötlun eru 25 prósent líklegri en ófötluð börn að vera undir kjörþyngd og 34 prósent líklegri til að búa við vaxtarhömlun. Þá eru 53 prósent þeirra líklegri til að þjást af öndunarfærasýkingum.</p> <p>Í samanburðinum við ófötluð börn kemur fram í skýrslunni að 51 prósent meiri líkur séu á því að fatlað barn sé óhamingjusamt og 32 prósent meiri líkur á því að fötluð börn sæti líkamlegri refsingu.</p> <p>Með skýrslunni hvetur UNICEF stjórnvöld hvarvetna í heiminum til þess að veita börnum með fötlun jöfn tækifæri. Stjórnvöld eru jafnframt hvött til þess að hafa samráð við fatlaða í stefnumörkun í málefnum þeirra.</p>

11.11.2021UNICEF fordæmir ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands

<span></span> <p>„Ég lýsi yfir miklum áhyggjum yfir því alvarlega ástandi sem ríkir nú á meðal&nbsp;farandsfólks&nbsp;og hælisleitenda í Evrópu og ytri landamærum Evrópusambandsins,“ segir&nbsp;Afshan&nbsp;Khan, yfirmaður flóttamannahjálpar&nbsp;UNICEF í Evrópu, í <a href="https://www.unicef.org/press-releases/unicef-deeply-concerned-about-instrumentalization-and-pushbacks-children-europes" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;um ástandið sem myndast hefur&nbsp;milli<a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/30762/95bqes/ofremdarastand-a-landamaerum-hvita-russlands">&nbsp;Hvíta-Rússlands og Evrópusambandsins á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands</a>.</p> <p>„Nú berast okkur fregnir af því að börn neyðist til að dvelja við skelfilegar aðstæður, séu rekin aftur og haldið við landamærin. Þetta er skýrt brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir&nbsp;Khan&nbsp;í yfirlýsingu&nbsp;sinni. Börn og fjölskyldur þeirra eiga rétt á því að leita hælis og fá sanngjarna málsmeðferð á einstaklingsbundnum þörfum sínum.“</p> <p>Khan&nbsp;segir að&nbsp;UNICEF&nbsp;taki undir með systurstofnunum sínum,&nbsp;UNHCR,&nbsp;IOM&nbsp;og&nbsp;OHCHR&nbsp;í að fordæma þær aðgerðir sem gripið hafi verið til gagnvart fólki í austurhluta Evrópu og hvar sem slíkt viðgengst. Þær brjóti gegn alþjóðalögum og stofni líf barna í hættu án þess að það sem þeim sé fyrir bestu sé haft að leiðarljósi né að tillit&nbsp;&nbsp;sé tekið til þeirrar hættu sem steðjar að þeim snúi þau aftur heim.</p> <p>Khan&nbsp;segir þörf á að þjóðarleiðtogar nái þverpólitískri sátt á ný um vernd barna. „Börn á flótta og í leit að vernd ætti aldrei að nýta í pólitískum tilgangi og tryggja verður réttindi þeirra til að leita sér hælis án undantekninga.“</p> <p>Í yfirlýsingu sinni segir&nbsp;Khan&nbsp;að&nbsp;UNICEF&nbsp;sé til taks og reiðubúin að vinna með stjórnvöldum Evrópusambandsins, Austur-Evrópu og á vesturhluta&nbsp;Balkan-skaga sem og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnunum til að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð, vernd og&nbsp;barnvænar&nbsp;vistarverur fyrir öll börn á alþjóðlegum&nbsp;landamærum.</p> <p>„Í sameiningu getum við – og verðum– að tryggja að réttinda barna séu tryggð, virt og í hávegum höfð alls staðar. Barn er alltaf barn, burtséð frá aðstæðum.“</p> <div>&nbsp;</div>

10.11.2021Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur

<span></span> <p>Baráttan gegn loftslagsbreytingum er nátengd baráttunni gegn kynbundnum ójöfnuði og fyrir bættum réttindum kvenna og stúlkna, segir í sameiginlegri yfirlýsingu UN Women og skosku heimastjórnarinnar sem birt var á loftslagsráðstefnunni (COP26) í Glasgow í gær. Í yfirlýsingunni eru leiðtogar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hvattir til þess að beita sér í þágu jafnréttis svo takmarka megi áhrif loftslagsbreytinga á jörðina.</p> <p>Í yfirlýsingunni segir að áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur og þá sérstaklega þær sem búa í fátækari ríkjum heims. Viðbragðsáætlanir þurfi því að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. </p> <p>„Þau sem menga minnst verða verst fyrir barði loftslagsbreytinga. Þeirra á meðal eru konur og stúlkur í fátækari ríkjum heims. Stúlkur eru líklegri til að verða teknar úr námi og konur ólíklegri en karlmenn til að finna nýja atvinnu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Það er gríðarlega mikilvægt verkefni að tryggja að konur og stúlkur séu einnig í forystu hlutverki þegar kemur að lausnum vegna loftslagsbreytinga. Við þurfum að gera meira til að tryggja jöfnuð og jafna þátttöku kvenna og stúlkna,“ sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. </p> <p>Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, tók undir orð hennar og sagði að markmiðinu um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu verði ekki náð nema konur og stúlkur verði með í ráðum og fái sæti við samningaborðið.<span>&nbsp; </span></p> <p>„Þessi yfirlýsing er mikilvægt tól til að viðhalda þeim meðbyr sem við höfum. Konur og stúlkur þurfa að taka forystu í nýsköpun og viðbragði við loftslagsbreytingum. Ég hvet alla kvenleiðtoga að taka skýra afstöðu og undirrita yfirlýsinguna,“ sagði Bahous.</p> <p>UN Women á Íslandi hvetur Íslendinga til að taka <a href="https://unwomen.is/verkefnin/loftslagsbreytingar/" target="_blank">próf</a>&nbsp;þar sem sértæk áhrif loftslagsbreytinga á líf kvenna og stúlkna koma berlega í ljós. </p>

08.11.2021Framkvæmdastjóri hjá UN Women ræddi framlag Íslands til jafnréttismála

<p>Stuðningur og þátttaka Íslands í átaksverkefni UN Women og bakslag í jafnréttismálum á alþjóðavísu voru efst á baugi á fundi þeirra Guðlaugs Þór Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Lopu Banerjee, einum af framkvæmdastjórum stofnunarinnar í morgun.</p> <p>Ísland er eitt forysturíkja átaksverkefnis Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna - UN Women – sem ber yfirskriftina Kynslóð jafnréttis (<em>e. Generation Equality Forum</em>). Í tengslum við það veitir Ísland aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi forystu ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Stýrihópur utanríkisráðuneytisins og forsætisráðuneytisins um þátttöku íslenskra stjórnvalda í verkefninu hefur frá árinu 2020 unnið að mótun stefnu aðgerðabandalagsins og gerð skuldbindinga bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.</p> <p>Vaxandi þungi bakslags í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi var jafnframt til umfjöllunar á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Banerjee í utanríkisráðuneytinu dag. Ráðherra sagði að kynjajafnrétti væri lykilinn að sjálfbærri þróun og að velgengni norrænna ríkja mætti m.a. rekja til árangurs þeirra á sviði jafnréttismála. „Þá sögu munum við halda áfram að segja á alþjóðavettvangi því virðing fyrir jafnrétti og mannréttindum borganna eru lykilþættir í aukinni hagsæld þjóðanna. Það á einnig við um félagslega og efnahagslega uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/GEF-Iceland.pdf">Í skuldbindingum Íslands</a> í tengslum við verkefnið er lögð áhersla á stefnumótun og lagasetningu sem hefur m.a. að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi með auknum forvörnum, bættu samráði um aðgerðir gegn ofbeldi og eflingu þjónustu og stuðningsúrræða við bæði þolendur og gerendur. Lögð er áhersla á að ná betur til drengja og karla í forvarnarstarfi og að ráðist verði í aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi og úrbætur í réttarvörslukerfinu sem fylgi eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.&nbsp;</p> <p>Þá munu íslensk stjórnvöld þrefalda kjarnaframlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, UNFPA á næstu tveimur árum. Stofnunin gegnir lykilhlutverki þegar kemur að þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á átakasvæðum og veita kjarnaframlög sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni.</p> <p>Í samstarfi við UN Women ráðast íslensk stjórnvöld jafnframt í átaksverkefni sem leggur áherslu á þátttöku karla og drengja í forvörnum og aðgerðum sem miða að því að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í því augnamiði eykur Ísland framlög sín til UN Women um eina milljón bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 123 milljónum króna, til næstu tveggja ára.</p> <p><em>Kynslóð jafnréttis</em>&nbsp;er stærsta verkefni UN Women hingað til og meðal helstu áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Átakið stendur yfir í fimm ár og er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.&nbsp;Ríki, alþjóðastofnanir, frjáls félagasamtök og einkafyrirtæki voru valin á grundvelli umsókna til að leiða aðgerðabandalög um verkefni á sex málefnasviðum. Markmiðið er að vinna markvisst að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

08.11.2021Hungur: Tugir milljóna á brún hengiflugsins

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði við því í morgun að 45 milljónir íbúa 43 þjóðríkja væru á barmi hungursneyðar, eða þremur milljónum fleiri en áætlað var fyrr á árinu. Alvarlegur matarskortur hefur aukist hratt á síðustu misserum sem sést best á því að árið 2019 voru 27 milljónir manna í sambærilegri stöðu.</p> <p>„Tugir milljóna manna eru á brún hengiflugsins. Stríðsátök, loftslagsbreytingar og heimsfaraldur kórónuveirunnar fjölga stöðugt þeim sem búa við raunverulegan sult, og síðustu tölur sýna að það eru rúmlega 45 milljónir manna sem færast sífellt nær því að verða hungurmorða,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP eftir ferð til Afganistan. Þar er stofnunin að byggja upp stuðning við 23 milljónir manna sem búa við sult og seyru.</p> <p>Beasley bætir við að eldsneytisverð fari hækkandi, verð á matvælum sömuleiðis, og allt þetta leiði til aukinna hörmunga líkt og nú birtast í Afganistan, og löndum þar sem ástandið hefur verð alvarlegt um langt skeið, eins og í Jemen og Sýrlandi.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og önnur mannúðarsamtök freista þess að aðstoða milljónir manna sem búa við sult. Þörfin fyrir aðstoð er hins vegar miklu meiri en framlög til hjálparstarfsins. WFP telur að kostnaðurinn við að afstýra hungursneyð hafi hækkað upp í sjö milljarða bandarískra dala, úr 6,6 milljörðum fyrr á árinu.</p> <p>Í frétt frá WFP kemur fram að fjölskyldur sem standi frammi fyrir bráða fæðuóöryggi þurfi einnig að taka hrikalegar ákvarðanir til að þrauka. Greining stofnunarinnar í 43 þjóðríkjum sýni að fjölskyldur neyðist til að borða minna, eða sleppa algerlega máltíðum, fæða börnin fremur en þá fullorðnu, gifta ungar dætur eða taka börn úr skóla, selja eignir og búpening eða annað sem unnt er að selja í skiptum fyrir máltíð.</p> <p>Á þessu ári hefur Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna staðið fyrir umfangsmestu aðgerðum í sögu stofnunarinnar, veitt matvælaaðstoð til 139 milljóna manna í 85 löndum.</p>

05.11.2021UNICEF: Hafnarfjarðarbær tilnefndur til hvatningaverðlauna

<span></span><span></span> <p>Í morgun bárust þær fréttir að Hafnarfjarðarbær er tilnefndur til Hvatningarverðlauna Barnvænna sveitarfélaga UNICEF (e. Child Friendly Cities and Local Governments Inspire Awards)&nbsp;fyrir verkefni sitt „Brúin“ í flokknum „barnvæn félagsþjónusta“. &nbsp;Almenningi gefst kostur á að&nbsp;<a href="https://childfriendlycities.org/2021-inspire-awards/vote/">taka þátt í netkosningu verðlaunanna</a>&nbsp;og hægt er að kjósa sitt uppáhaldsverkefni til 14. nóvember næstkomandi.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JDD_rR54VEg" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Samkvæmt frétt frá UNICEF er markmið Brúarinnar að samþætta þjónustu Hafnarfjarðarbæjar og auka lífsgæði barna, unglinga og fjölskyldna þeirra. „Bæjaryfirvöld hafa frá árinu 2018 þróað verklag í þeim tilgangi að efla stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum bæjarins. Áhersla er lögð á að veita þjónustu á fyrri stigum með aðkomu brúarteyma leik-og grunnskólanna. Ásamt því hefur samvinna fagfólks verið efld á milli fjölskyldu- og barnamálasviðs og mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar,“ segir í fréttinni.&nbsp;<a href="https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/skolar-og-born/bruin/">Nánar er hægt að lesa um verkefnið á vef bæjarins hér.&nbsp;</a></p> <p>Tilkynnt verður um sigurvegara 17. nóvember næstkomandi og UNICEF hvetur að sjálfsögðu alla til að&nbsp;<a href="https://childfriendlycities.org/2021-inspire-awards/vote/">greiða þessu flotta framtaki Hafnfirðinga atkvæði sitt á vefsíðu Inspire Awards.</a>&nbsp;Á vefsíðunni er einnig hægt að horfa á kynningarmyndband um verkefnið og greiða atkvæði í fleiri flokkum verðlaunanna.</p>

04.11.2021Mikil aukning fjármagns frá einkageiranum til þróunarríkja ​

<span></span> <p style="background: #fdfdfd;">Fjármagnsstreymi til þróunarríkja hefur vaxið jafnt og þétt síðasta áratuginn, að mestu leyti fyrir tilverknað fjármagns frá einkageiranum. Á síðasta áratug hækkuðu fjárframlög einkageirans til þróunarríkja um tíu prósent á ári en á sama tíma hækkuðu opinber fjárframlög um tvö prósent ár hvert. Árið 2010 nam opinbert fjármagn til þróunarríkjanna 64 prósentum en árið 2019 voru hlutföllin á milli einka- og opinbers fjármagns nánast þau sömu.</p> <p><span>Þessar upplýsingar koma fram í nýrri grein frá Alþjóðabankanum í Washington sem nefnist <a href="https://thedocs.worldbank.org/en/doc/9eb18daf0e574a0f106a6c74d7a1439e-0060012021/original/A-Changing-Landscape-Trends-in-Official-Financial-Flows-and-the-Aid-Architecture-November-2021.pdf" target="_blank">„A Changing Landscape: Trends in Official Financial Flows and the Aid Architecture.“</a></span></p> <p><span>Greinarhöfundar segja að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi tafið áætlanir og framfarir um heim allan, einkum í þróunarríkjum, þar sem flóknar áskoranir voru fyrir hendi áður en faraldurinn skall á. „Í þessum ríkjum hefur utanaðkomandi fjárstuðningur, einkum í gegnum þróunarsamvinnu, verið uppspretta stuðnings við efnahagslegar umbreytingar og framfarir í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.“</span></p> <p><span>Í greininni kemur líka fram að fjármagn sem framlagsríki hafi ekki ráðstafað til tiltekinna viðtökuríkja hafi fjórfaldast á síðustu tveimur áratugum og hafi náð 70 milljörðum bandarískra dala árið 2019, eða rúmlega fimmtungi allra opinberra framlaga til þróunarríkja. „Vaxandi hlutdeild fjármagns sem ekki er úthlutað til tiltekinna viðtakenda bendir til vaxandi áherslu á alþjóðlegan og svæðisbundinn stuðning og stuðning við neyðaraðstoð, mannúðaraðstoð og stuðning við flóttafólk í framlagsríkjunum,“ segir í greininni.</span></p>

04.11.2021Fermingarbörn safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku

<span></span> <p>Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús um land allt þessa dagana með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigli. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.</p> <p>Meðal þess sem börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá að kynnast aðstæðum sem fólkið á verkefnasvæðum býr við og rætt er um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi. </p> <p>Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Fyrir söfnunina fá börnin leiðbeiningar um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Börnunum er uppálagt að fara alltaf&nbsp; tvö og tvö saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á meðan fjáröflun stendur.&nbsp;&nbsp; </p> <p>„Með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Börn í fermingarfræðslu hafa í meira en tuttugu ár lagt sitt af mörkum með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en árið 2019 söfnuðu þau&nbsp;rúmum 7,2 milljónum króna með þessum hætti.&nbsp;</p> <p>Styðja má fjáröflun fermingarbarna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefa 2.500 krónur eða leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499. </p>

03.11.2021Ísland eykur framlag sitt til loftslagstengdrar þróunarsamvinnu

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ávarpaði í dag viðburð Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem haldinn var af tilefni loftlagsráðstefnunarinnar í Glasgow, COP26. Þar tilkynnti hann jafnframt þátttöku Íslands í fjármögnun verkefnis UNDP til stuðnings loftslagstengdrar þróunarsamvinnu. Framlag Íslands nemur 150 milljónum króna til næstu þriggja ára.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>„Ísland er staðfast í að leggja sín lóð á vogarskálarnar þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftlagsbreytingum. Aðstoð við þróunarríki er lykilatriði og við munum halda áfram að auka framlög okkar til loftlagstengdrar þróunarsamvinnu. Hér spilar stuðningur okkar við verkefni UNDP mikilvægan þátt og við hlökkum til samstarfsins,“ <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/11/03/Avarp-a-vidburdi-UNDP-um-Climate-Promise-a-COP26/" target="_blank">sagði ráðherra meðal annars í ávarpi sínu</a>.</span></p> <p><span>Markmið viðburðarins var að varpa ljósi á árangur þróunarríkja við að takast á við loftlagsbreytingar, og þá sérstaklega hvernig UNDP og samstarfaðilar hafa, undir verkefninu „UNDP Climate Promise“, aðstoðað 120 þróunarríki við að skila metnaðarfullum landsákvörðuðum framlögum til Parísarsamningsins. Þá var einnig tilkynnt um næsta áfanga verkefnisins, sem miðar að því veita breiðan stuðning til hundrað þróunarríkja við framkvæmd landsákvarðaðra framlaga þeirra.</span></p> <p><span>UNDP er leiðandi stofnun á sviði umhverfistengdrar þróunarsamvinnu og spilar lykilhlutverk í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við framkvæmd Parísarsamningsins í þróunarríkjum.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

03.11.2021Opnað fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna

<p>Opnað hefur verið fyrir&nbsp;<a href="https://www.surveymonkey.com/r/8KXHG5K">umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.</a>&nbsp;Forsætisráðherra fer með skipun ráðsins en óskað er eftir börnum sem eru tilbúin að sitja í ráðinu í tvö ár, frá og með janúar 2022. </p> <p>Átta meðlimir ungmennaráðsins verða kosnir á barnaþingi umboðsmanns barna sem haldið verður í Hörpu dagana 18.-19. nóvember. Þar verða saman komin um 150 börn allstaðar að af landinu og munu þau hljóta kjörlista með upplýsingum um hvern frambjóðenda og persónuupplýsingum. Fjórir meðlimir ráðsins verða svo valdir í kjölfarið, af valnefnd á vegum forsætisráðuneytisins. Val á þeim einstaklingum miðast við að tryggja fjölbreytileika barnanna í ráðinu.</p> <p>Í ungmennaráðinu sitja tólf börn og skulu þau vera 13-18 ára á meðan á skipunartímabilinu stendur. Öll börnin í ráðinu skulu því vera fædd á árunum 2006-2009. Leitast er eftir því að hafa fjölbreyttan hóp barna í ráðinu, þá sér í lagi með tilliti til kynjahlutfalls og búsetu en áhersla hefur verið lögð á að vera með fulltrúa úr öllum landshlutum. Ráðið heldur að meðaltali einn netfund í mánuði, og hittist í persónu á lengri fundum 3-4 sinnum yfir árið. Forsætisráðuneytið stendur undir öllum kostnaði við ferðalög og fundarhöld og því ekki reiknað með að börn beri kostnað af setu í ráðinu.</p> <p>Hlutverk ungmennaráðs heimsmarkmiðanna er fyrst og fremst að vinna með málefni tengd heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, og vinna að því að koma sjónarmiðum barna á framfæri. Þetta er eina ungmennaráðið sem starfar innan stjórnsýslunnar og gefur það sínar ráðleggingar til ráðuneyta og ýmissa stofnanna eftir óskum. Einnig hefur ráðið greiðan aðgang að ráðuneytunum til að koma sínum málefnum á framfæri og funda til að mynda árlega með ríkisstjórn. &nbsp;</p> <p>Ungmennaráðið heldur á lofti ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þá sér í lagi hvað varðar áhrif barna á ákvarðanatöku og rétt þeirra til að láta í ljós skoðanir sínar.</p> <p><a href="https://www.surveymonkey.com/r/8KXHG5K" target="_blank">Hægt verður að gefa kost á sér í ráðið&nbsp;hér</a>, en lokað verður fyrir umsóknir klukkan 23.59, mánudaginn 15. nóvember. Öllum frambjóðendum verður tilkynnt um niðurstöður kosninga og valnefndar fyrir 10. desember.</p> <p><span><strong><em>Uppfært: Barnaþingi, sem halda átti í Hörpu dagana 18.-19. nóvember, hefur verið frestað í ljósi aðstæðna. Umsóknarfrestur til þátttöku í ungmennaráði heimsmarmiðanna hefur jafnframt verið lengdur til 3. desember 2021. Vonir standa til um að hægt verði að kjósa um meðlimi ungmennaráðsins á barnaþingi í janúar 2022.</em></strong> </span></p> <p>&nbsp;</p>

03.11.2021Rúmlega fjörutíu milljónir við dauðans dyr vegna matarskorts

<span></span> <p>„Við þurfum rúmlega sex milljarða Bandaríkjadala til þess að hjálpa 42 milljónum manna sem eru við dauðans dyr, ef við komum þeim ekki til bjargar. Það er ekki flókið,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Í <a href="https://www.wfp.org/stories/42-million-people-are-knocking-famines-door-and-us66-billion-could-save-them-now" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá stofnuninni segir að 42 milljónir manna í 43 þjóðríkjum dragi fram lífið við hungurmörk.</p> <p>Að mati WFP væri unnt að tryggja þessu fólki eina máltíð á dag næsta árið með rúmlega 800 milljarða króna fjárframlagi. Án matar bíði þeirra ekkert annað en sultur. </p> <p>Beasley segir að þótt heimsfaraldur kórónuveiru auki á vandann hvarvetna eigi þó stríðsátök að mannavöldum stóran þátt í auknum óstöðugleika sem birtist í nýrri hungurbylgju í heiminum. Mannleg eymd af þessum völdum sé ólýsanleg.</p> <p>Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er orðin mest í Afganistan en ástandið er grafalvarlegt í löndum eins og Eþíópíu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen. Alls búa 22,8 milljónir Afgana við alvarlegan matarskort eða fleiri en síðustu tíu árin sem Sameinuðu þjóðirnar hafa metið matvælaóöryggi. Þá hefur hungruðum í heiminum fjölgað um 15 milljónir frá því kórónuveirufaraldurinn hófst.</p> <p>Aldrei í sögu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hafa verkefni stofnunarinnar verið jafn umfangsmikil en á þessu ári veitir hún 139 milljónum manna matvælaaðstoð. WFP er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins á sviði mannúðarmála.</p>

02.11.2021Loftslagsráðstefnan snýst um framtíðarhagsmuni barna

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir að hamfarahlýnun grafi undan réttindum barna á hverjum einasta degi. „Nánast hvert einasta barn í heiminum verður nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar. Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Um það bil 1 milljarður barna - næstum helmingur allra barna í heiminum - er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógnar heilsu þeirra, menntun og öryggi,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Samtökin eru áberandi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem fer nú í Glasgow í Skotlandi. UNICEF vill tryggja að loftlagskrísan verði viðurkennd sem krísa fyrir framtíð allra barna. Um 20 ungir loftslagsaðgerðarsinnar eru staddir á ráðstefnunni á vegum UNICEF, margir hverjir frá löndum sem hafa orðið illa úti vegna áhrifa hamfarahlýnunar.</p> <p>„COP26 verður að vera COP fyrir börnin,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Framtíð milljarða barna veltur á því að þjóðarleiðtogar taki afgerandi ákvarðanir um losun gróðurhúsalofttegunda og stýri okkur af þeirri braut sem við erum á núna.“</p> <p>UNICEF hefur lengi sett umhverfismálin í forgang og birti í ágúst síðastliðnum skýrsluna&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/reports/climate-crisis-child-rights-crisis">‘The Climate Crisis Is a Child Rights Crisis: Introducing the Children’s Climate Risk Index</a>’. Þar kynnti UNICEF í fyrsta sinn sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðull (child-focused climate risk index) sem er heildræn greining á þeim áhættum sem steðja að börnum vegna hamfarahlýnunar, unnin út frá sjónarhóli barnsins. „Börn bera enga ábyrgð á hækkandi hitastigi á heimsvísu en það eru þau sem munu bera mestan skaða af,“ segir UNICEF og undirstrikar að niðurstöður COP26 komi til með að móta líf allra barna. Því skorar UNICEF á þjóðarleiðtoga og fyrirtæki að tryggja eftirfarandi:</p> <ul> <li>Auka fjárfestingu&nbsp;til loftslagsaðgerða: Til þess að vernda börn, samfélög og þá hópa sem eru viðkvæmastir fyrir áhrifum hamfarahlýnunar þá verður að aðlaga mikilvæga þjónustu að þeim breytingum sem eru óhjákvæmilegar, þar á meðal vatns- og hreinlætiskerfi, heilbrigðisþjónustu og skóla. Efnameiri ríki verða að stórauka árleg framlög sín til loftslagsaðgerða og aðlögunar þar sem núverandi loforð eru langt í frá nægileg;</li> <li>Draga úr losun&nbsp;gróðurhúsalofttegunda: Til þess að afstýra verstu áhrifum hamfarahlýnunar þarf yfirgripsmiklar og brýnar aðgerðir. Lönd verða að skuldbinda sig til að minnka losun sina um að minnsta kosti 45% fyrir árið 2030 til þess að &nbsp;koma í veg fyrir að hitastig hækki um meira en 1,5 gráður;</li> <li>Tryggja þátttöku ungmenna&nbsp;í öllum innlendum og alþjóðlegum loftslagsviðræðum og ákvörðunum, þar með talið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). Börn og ungmenni verða að vera þátttakendur í öllum ákvörðunum er snúa að loftslagsmálum;&nbsp;</li> <li>Veita börnum fræðslu&nbsp;um loftslagsmál sem er gagnleg fyrir aðlögun þeirra og undirbúning undir áhrif hamfarahlýnunar. Börn og ungmenni munu þurfa að kljást við hinar hrikalegu afleiðingar hamfarahlýnunar og vatnsóöryggis þó að þau beri minnsta ábyrgð. Okkur ber skylda til að hjálpa öllum börnum og komandi kynslóðum;</li> <li>Tryggja sjálfbæra og jafna uppbyggingu&nbsp;eftir COVID-19 svo hæfni komandi kynslóða til að takast á við og bregðast við hamfarahlýnun verði ekki skert.&nbsp;</li> </ul>

01.11.2021Börn flosna upp vegna loftslagsbreytinga í vaxandi mæli

<span></span> <p>Hækkandi hitastig, hækkun sjávarborðs og niðurbrot lands leiddu til þess á síðasta ári að tíu milljónir barna flosnuðu upp frá heimilum sínum. Alþjóðsamtökin Save the children – Barnaheill, vara við því í nýrri skýrslu útgefinni í aðdraganda COP26 í Glasgow, að þessi börn og þúsundir annarra eigi aldrei afturkvæmt heim. Samtökin segja að uppflosnun fólks vegna loftslagsbreytinga sé komin til að vera og vandinn verði sífellt meiri. </p> <p>Samkvæmt <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/document/walking-into-the-eye-of-the-storm-how-the-climate-crisis-is-driving-child-migration-and-displacement/?_ga=2.164239546.465765105.1635763197-96525545.1633944748" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;lentu þrjátíu milljónir manna á hrakhólum á síðasta ári vegna breytinga á veðurfari, þriðjungurinn á barnsaldri, eða „þrisvar sinnum fleiri en fóru á vergang vegna átaka og ofbeldis,“ eins og segir í skýrslunni.</p> <p>Rannsókn Save the Children byggir á niðurstöðum rúmlega 420 rannsóknarskýrslna um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á börn ásamt viðtölum við 125 sérfræðinga. Einnig er rætt við 239 börn sem búa á áhættusvæðum í fimm heimsálfum, Fiji, Írak, Malí, Mósambík og Perú.</p> <p>Fram kemur í <a href="https://www.savethechildren.net/news/climate-crises-force-rising-numbers-children-their-homes-every-year-no-way-back" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Save the Children um skýrsluna að börn í öllum heimsálfunum fyndu þegar fyrir hrikalegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf þeirra. Mörg þeirra hefðu neyðst til að flýja heimkynni sín, oftast úr dreifbýli í þéttbýli, og stundum hefðu þau þurft að ferðast ein. Sum barnanna nefndu að loftslagsbreytingarnir væru að auka á fátækt þeirra og kyrrsetja þau á áhættustöðum. „Sum börn slepptu máltíðum, mættu ekki í skóla, voru þvinguð til vinnu, í barnahjónabönd, götubetl, eða misnotuð kynferðislega,“ segir í fréttinni.</p>

29.10.2021Ráðherra lagði áherslu á græna orku á ráðherrafundi um loftslagsmál

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í ráðherrafundi um loftslagsmál á vegum forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þann 26. október. Fundinum var ekki síst ætlað að auka á þrýsting um árangur á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem hefst í Glasgow þann 1. nóvember.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðherra sagði frá áherslum og aðgerðum Íslands varðandi loftslagsmál og staðfesti að Ísland styður metnaðarfullar loftslagsaðgerðir. Hann sagði jafnframt að þörfin fyrir aðgerðir hefði aldrei verið brýnni en nú í aðdraganda COP26 og í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem lýst er í nýlegri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).&nbsp;</span></p> <p><span>„Umbreytingin yfir í græna orku á heimsvísu er grundvallaratriði í baráttunni við loftslagsbreytingar,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/10/26/Raeda-a-radherrafundi-forseta-allsherjarthings-STh-um-loftslagsmal/" target="_blank">í ræðu sinni</a>. „Hún getur hjálpað við að ná ýmsum heimsmarkmiðanna, svo sem markmiðum um kynjajafnrétti, matvælakerfi og sjálfbæra neyslu og framleiðslu.“</span></p> <p><span>Hann benti jafnframt á að mikilvægi þess að minnka útblástur í öllum atvinnugreinum og þess að auka stórlega bindingu kolefnis bæði með náttúrulegum aðferðum og með virkri fjarlægingu úr útblæstri.&nbsp;</span></p> <p><span>Ísland hafi sett sér loftslagsmarkmið sem ganga lengra en kröfur Parísarsamningsins, þar með talið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, í samstarfi við ESB og Noreg, um 55 prósent fyrir 2030. Stefnan sé einnig að ná kolefnishlutleysi í síðasta lagi 2040 og að hætta allri notkun jarðefnaeldsneytis í síðasta lagi 2050.&nbsp;</span></p> <p><span>Ráðherra kom að lokum inn á fjármögnun loftslagsaðgerða á alþjóðavísu. Hluti af endurnýjuðu landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins sé að auka við slíka fjármögnun og að sú aukning haldi áfram á næstu árum.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.10.2021SOS á Ís­landi send­ir rúm­ar 3 millj­ón­ir króna til Haítí

<span></span> <p>SOS Barna­þorp­in á Ís­landi senda á næstu dög­um rúmar þrjár milljónir króna til SOS á Haítí vegna neyð­ar­að­stoð­ar í kjöl­far jarð­skjálftanna í ág­úst síðastliðnum. Í neyð­ar­söfn­un í haust söfn­uð­ust rúmar ellefu hundruð þúsund krónur og SOS á Ís­landi bæt­ti við tveim­ur millj­ón­um króna úr neyð­ar­sjóði sam­tak­anna. Framlagi SOS verður var­ið í neyð­ar­að­gerð­ir á Haítí.</p> <p>Í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/almennar-frettir/sos-a-islandi-sendir-rumar-milljonir-krona-til-haiti/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef SOS segir að enn rík­i ringul­reið eft­ir skjálfta að stærð­inni 7,2 sem reið yfir vest­ur­hluta eyjunn­ar 14. ág­úst og neyð­in sé því enn mik­il. „SOS Barna­þorp­in og fleiri hjálp­ar­sam­tök eru á staðnum en helstu verk­efni SOS eru að tryggja ör­yggi og vel­ferð barna og fjöl­skyldna þeirra,“ segir í fréttinni.</p> <p>For­gangs­verk­efni SOS á Haítí eru meðal annars upp­setn­ing á barn­væn­um svæð­um og að veita umkomu­laus­um börn­um stuðn­ing og börn­um sem hafa orð­ið við­skila við fjöl­skyld­ur sín­ar. „Rík áhersla er á að sam­eina fjöl­skyld­ur. Þá hef­ur SOS skóli í Les Cayes ver­ið opn­að­ur fyr­ir nem­end­ur, SOS send­ir starfs­fólk til að hjálpa í neyð­ar­skýl­um og ver­ið er að setja á lagg­irn­ar fjöl­skyldu­hjálp. Sam­hliða þessu er SOS einnig að að­stoða starfs­fólk okk­ar sem skjálft­inn kom illa nið­ur á.“</p> <p><strong>Skóla­göngu 230 þús­und barna ógn­að</strong></p> <p>Samtökin benda á að raun­veru­leg hætta sé á að yfir 230 þús­und börn hætti í skóla ef skól­ar opni ekki fljótt aft­ur. Skað­leg­ar af­leið­ing­ar þess yrðu óbæt­an­leg­ar. Tíu þús­und pökk­um með skóla­gögn­um verður dreift til barna sem jarð­skjálft­inn kom verst nið­ur á og fleiri nem­end­ur fá að­stoð eft­ir því sem þörf­in kem­ur bet­ur í ljós.</p> <p>Sam­kvæmt síð­ustu upp­lýs­ing­um frá Haítí hafa 2.207 fund­ist látn­ir, 320 er enn sakn­að, 12.268 eru slasaðir, 52.952 hús eyði­lögð­ust og 77.066 hús urðu fyr­ir skemmd­um.</p> <p>„Fé­lags­hag­fræði­leg áhrif skjálft­ans versna með hverj­um degi,“ segir í frétt SOS. „At­vinnu­leysi er að aukast þar sem starf­semi fyr­ir­tækja hef­ur víða lagst nið­ur eða hrein­lega þurrk­ast út. Fjöl­skyld­ur upplifa fæðuóör­yggi í aukn­um mæli, þung­an­ir stúlkna á barns­aldri aukast sem og af­brot, sér­stak­lega með­al ung­linga­gengja.“</p> <p>Skjól­stæð­ing­ar SOS Barna­þorp­anna á Haítí eru um 11.700 tals­ins í þremur barnaþorpum en bú­ast má við að þeim fjölgi verulega á næst­unni. Um 1300 þeirra eru börn og ung­menni í barna­þorp­um en auk barna­fjöl­skyld­na í fjöl­skyldu­efl­ingu.&nbsp;</p>

28.10.2021Góður framgangur samstarfsverkefnis Íslands og UN Women í Mósambík

<p>Ný landsstefna hefur verið mótuð og innleidd til að bæta þjónustu við fórnarlömb heimilisofbeldis í Mósambík og 822 einstaklingar hafa fengið þjálfun í heildrænni nálgun fyrir umsýslu og umönnun fórnarlamba þar í landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum miðannarúttektar á verkefni UN Women sem Ísland styður í Mósambík.</p> <p>Fulltrúar utanríkisráðuneytisins tóku þátt í samráðshópi úttektarinnar fyrir Íslands hönd. Verkefnið ber yfirskriftina „Skilvirk þátttaka af hálfu kvenna og stúlkna á sviði friðar, öryggis og enduruppbyggingar í Mósambík“ (e. Promoting women and girl‘s effective participation in peace, security and recovery in Mozambique).</p> <p>Árangur af verkefninu hefur verið margvíslegur og hefur markmiðum fyrir ólíka verkþætti verið náð. Yfir 1500 konur frá frjálsum félagasamtökum hafa fengið þjálfun í friðar- og öryggismálum, auk þess sem samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar. Því til viðbótar hafa yfir 200 karlmenn fengið þjálfun í hvernig virkja megi konur til þátttöku í friðarferlum. Alls er talið að almenn kynning og fræðsla vegna verkefnisins hafi náð til 21 milljón einstaklinga.</p> <p>Framlag Íslands fól m.a. í sér að sex nemendur hlutu þjálfun hjá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ á Íslandi og luku diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands. Þessir nemendur komu úr lykilstofnunum í Mósambík sem stuðla að friði og öryggi, s.s. frá lögreglu, her og fræðastofnunum og munu nemendurnir hafa hlutverki að gegna í áframhaldandi innleiðingu verkefnisins.</p> <p>Verkefnið hófst í desember 2017 og var framlengt án frekari fjárveitingar til 2022. Verkefnið hefur verið innleitt í 17 sveitarfélögum (e. Districts) í sjö héruðum (e. Provinces) landsins og nemur heildarumfang þess 4,5 milljónum bandaríkjadollara. Meginmarkmið verkefnisins eru þríþætt: (1) mótun landsáætlunar um konur frið og öryggi (NAP 1325), (2) stuðla að getu stjórnvalda til að fylgja eftir og framkvæma áætlunina í öllum landshlutum, og (3) að veita samþætta þjónustu fyrir konur og stúlkur sem eru fórnarlömb ofbeldis, og jafnframt stuðla að sjálfstæði þeirra og efnahagslegum framgangi.</p> <p>Þrátt fyrir góðan árangur verkefnisins á ýmsum sviðum, telja skýrsluhöfundar að úrbóta sé enn þörf til að auka heildarárangur verkefnisins. Niðurstöður miðannarúttektarinnar eru settar fram í skýrslum á <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/Evaluation%20Mid-Term%20Report%20UNW%20WPS%20Mozambique_final%203.pdf">ensku</a> og <a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/uttektar--og-ryniskyrslur/Relatorio%20de%20Avalia%c3%a7%c3%a3o%20MT%20UNW%20MPS%20Mo%c3%a7ambiquePT_11July_final.pdf">portúgölsku</a>.</p>

27.10.2021Risaeðla varar þjóðir heims við útrýmingu

<p><span>Risaeðla ryðst inn í sal allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og segir ráðvilltum og hræddum diplómötum og þjóðarleiðtogum að nú sé kominn tími til að mannfólkið hætti að afsaka sig og grípi til aðgerða í loftslagsmálum. Mannkynið sé að tortíma sjálfu sér. „Við vorum allavega með loftstein,“ segir risaeðlan, „hver er ykkar afsökun?“</span></p> <p><span>Svona hefst myndband sem Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf út í dag í tengslum við herferð í tilefni af G20 leiðtogafundinum og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í byrjun nóvember. Heimsfrægt fólk var fengið til þess að tala fyrir risaeðluna en á íslensku er það enginn annar en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem ljáir risaeðlunni rödd sína. Á öðrum tungumálum eru það meðal annars Jack Black (enska), Eiza González (spænska), Nikolaj Coster-Waldau (danska) og Aïssa Maïga (franska) sem tala fyrir risaeðluna.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/sm67PpD4czE" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er á meðal þeirra sem vekja athygli á myndbandinu í dag. Herferðin beinir kastljósinu meðal annars að neikvæðum áhrifum niðurgreiðslna á jarðefnaeldsneyti, en árlega eyða ríki heims um 423 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 54 þúsund milljarða króna, í að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti. Upphæðin er fjórum sinnum hærri en sú sem kallað er eftir til að styðja þróunarríki í baráttunni við loftlagsbreytingar og þrisvar sinnum hærri en sú upphæð sem þyrfti til að útrýma sárafátækt. Einnig væri hægt að nýta upphæðina til að borga fyrir COVID-19 bólusetningar fyrir allt mannkyn.</span></p> <p><span>„Heimsfaraldur COVID-19 hefur afhjúpað úreltar áherslur á heimsvísu, þar með talið að ríki heims eyði milljörðum dollara í niðurgreiðslu jarðefnaeldsneyta á meðan milljónir manna búa við fátækt og áhrif loftlagsbreytinga aukast. Við verðum að vera hreinskilin og spyrja okkur sjálf hvort að niðurgreiðsla jarðefnaeldsneytis sé rökrétt nýting á skattfé?“ segir Achim Steiner, framkvæmdarstjóri UNDP í fréttatilkynningu í tengslum við herferðina.</span></p> <p><span>Niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti gagnast ekki meirihluta mannkyns, þær eru bæði afkastalitlar og ýta undir ójöfnuð. Þvert á þróunarríki fara um helmingur opinberra útgjalda til stuðnings á neyslu jarðefnaeldsneytis en eingöngu um 20 prósent af íbúum njóta góðs af samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF).</span></p> <p><span>Hægt er að lesa meira um herferðina „Don‘t Choose Extinction“ á <a href="https://www.dontchooseextinction.com" target="_blank">www.dontchooseextinction.com</a>. Þar má nálgast upplýsingar um hvað bæði einstaklingar og ríki geta gert til að tækla loftlagsbreytingar.</span></p> <p><span>UNDP er leiðandi á sviði þróunarsamvinnu hjá Sameinuðu þjóðunum og loftlagsmála og er ein af samstarfsstofnunum Íslands í þróunarsamvinnu.</span></p>

22.10.2021Efla tæknilega innviði og hjálparstarf í Afríku

<p><span>Upplýsingatæknifyrirtækið Origo er nýr samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu „Brúun hins stafræna bils“&nbsp;sem miðar að því að efla getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Fjárfesting í slíkri uppbyggingu stóreykur getu landsfélaga til að framkvæma hjálparstarf með meiri skilvirkni og hagkvæmni að því er segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">frétt Rauða krossin</a><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">s</a>. Verkefnið nýtur fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda en fyrirtækin Íslandsbanki, Reiknistofa bankanna og ST2 styðja það einnig og veita því tæknilegan stuðning með þátttöku starfsfólks sem býr yfir sérþekkingu á fjölbreyttum sviðum í upplýsinga- og samskiptatækni.</span></p> <p><span>Guðný Nielsen, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir mörg landsfélög Rauða krossins í Afríku búa við mjög bágan kost og reiði sig á gamla og jafnvel úrelta tækni,</span></p> <p>„Þannig að tækifærin til að stórefla árangur og gera landsfélögin betur í stakk búin fyrir miklar framtíðaráskoranir eru í raun óteljandi. Það er mjög spennandi að taka þátt í slíkri uppbyggingu. Bæði fyrir okkur en ekki síst íslensk fyrirtæki sem búa yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði og hafa hér tækifæri til þess að virkja þessa þekkingu utan landssteinanna, í sumum af fátækustu ríkjum heims,“ segir Guðný á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">vef Rauða krossins</a>.</p> <p><span>António Guterres&nbsp;aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að hraði sjálfbærrar þróunar sé of hægur og&nbsp;<a href="https://news.un.org/en/story/2018/09/1020342">hvatt einkageirann</a> til að vera drifkraftur í þeirri vegferð. Það gera sömuleiðis íslensk stjórnvöld sem fyrir nokkrum árum settu á fót sérstakan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem nú ber heitið <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu</a>. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims.</span></p> <p><span><strong>Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks</strong></span></p> <p><span>Guðrún Svava Kristinssdóttir sér um samræmingu samfélagslegrar ábyrgðar hjá Origo og segir fyrirtækið leita leiða til þess að styðja við góð málefni hvar sem þau finnast, hvort sem það er í þágu viðskiptavina eða góðgerðarstarf.</span></p> <p><span>„Origo vinnur að þróun lausna sem leitast við að bæta samfélagið. Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks. Má sem dæmi nefna heilbrigðislausnir Origo sem beita sér að því að bæta upplifun og þjónustu innan heilbrigðiskefisins, einnig Timian innkaupakerfið sem sýnir kolefnisspor vara í innkaupum og Justly Pay – hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að komast í gegnum jafnlaunavottun með stafrænum hætti. Við trúum á opna þekkingu, frjálsa dreifingu hugmynda og hugvits og að með því að deila sem mestri þekkingu milli fólks leiði hún til samlegðaráhrifa í uppbyggingu betra samfélags fyrir alla“, segir Guðrún Svava við Rauða krossinn.</span></p> <p><span>Origo tekur meðal annars mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og styður sérstaklega við fjögur heimsmarkmið; 5, jafnrétti kynjanna, 9, nýsköpun og uppbygging, 12, ábyrg neysla og 13, aðgerðir í loftslagsmálum.&nbsp;</span>„Þetta samstarfsverkefni við Rauða krossinn vinnur einmitt meðal annars að heimsmarkmiðum 5 og 9 svo það passar einstaklega vel við okkar markmið.“</p> <p><strong>Lítil verk gleðja</strong></p> <p>Anton Stefánsson, vefforritari hjá Origo, hefur verið í hvað mestu samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og hefur í störfum sínum aðstoðað landsfélagið við að halda úti og uppfæra vefsíðu sína.</p> <p>„Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði í þessu frábæra samstarfi var hvað ég gat í raun hjálpað rosalega mikið með því einfaldlega að deila minni þekkingu,“ segir Anton. „Undanfarna mánuði hef ég verið að funda með starfsfólki Rauða krossins í Sierra Leone á Teams og hjálpaði þeim við að uppfæra vefsíðuna þeirra og eitt af mínum fyrstu verkum var sýna þeim hvernig þau gátu uppfært hlekk í fæti á vefsíðunni sem hafði vísað inná ranga Facebook síðu í dágóðan tíma. Þetta litla verk gerði þau strax svo glöð og ég fann fyrir svo miklu þakklæti,“&nbsp;segir Anton.</p> <p>Brúun hins stafræna bils er langtímaverkefni Rauða krossins sem hófst árið 2013 og mun halda áfram næstu árin, með stuðningi stjórnvalda og fyrirtækja, segir í frétt Rauða krossins.</p> <p>Fréttina í heild sinni má lesa á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/origo-og-raudi-krossinn-baeta-taeknilega-innvidi-og-hjalparstarf-i-afriku">vef Rauða krossins</a>.</p>

21.10.2021Glænýr FO bolur til stuðnings „gleymdu kvennanna“ í Mið-Afríkulýðveldinu

<span></span> <p>Konur og stúlkur í Mið-Afríkulýðveldinu eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi en á hverri klukkustund er kona eða stúlka þar í landi beitt kynferðisofbeldi. UN Women á Íslandi hóf í dag sölu á FO bolnum 2021 og rennur allur ágóði til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu.</p> <p>Að sögn UN Women er talað er um Mið-Afríkulýðveldið sem gleymda ríkið þar sem staða íbúa þjóðarinnar er sérstaklega slæm. Íbúar landsins hafa glímt við spillingu, skæruliðahópa, stjórnarfarslegan óstöðugleika, þjóðernisátök og stríðsástand í áratugi. Innviðir eru í lamasessi og fátækt er gríðarleg þrátt fyrir mikil náttúruleg auðæfi.</p> <ul> <li>Heildaríbúafjöldi í Mið-Afríkulýðveldinu (CAR) er rétt rúmlega 4,8 milljónir manna</li> <li>Um 2,8 milljónir íbúa Mið-Afríkulýðveldisins (57% þjóðarinnar) þurfa á neyðaraðstoð að halda</li> <li>742.000 manns er á vergangi innan eigin ríkis - 60% þeirra eru konur</li> <li>Á hverri klukkustund er kona eða stúlka í CAR<span>&nbsp; </span>beitt kynferðisofbeldi.</li> </ul> <p>Í þessum átökum hafa nauðganir að sögn UN Women verið notaðar sem stríðsvopn og fjöldi kvenna glímir við skelfilegar afleiðingar þess. Á átakatímum og í kjölfar COVID-19 hefur heimilisofbeldi, þvinguð barnahjónabönd og kynlífsþrælkun aukist til muna. Konur glíma þar að auki við sárafátækt og skert réttindi og tækifæri.</p> <p>„Konur í Mið-Afríkulýðveldinu eru á meðal fátækustu íbúa landsins og að auki ómenntaðar og ólæsar að mestu. Engu að síður eru það einna helst konur sem sjá fjölskyldum sínum farborða, efla samfélagsleg tengsl og hafa verið í lykilhlutverki í því að koma á samskiptum milli ólíkra samfélagshópa í landinu í átökunum,“ segir í frétt frá UN Women.</p> <p><strong>Hvað gerir UN Women?</strong></p> <p>UN Women er á staðnum og veitir þolendum ofbeldis sálræna aðstoð og aðstoðar þá við að sækja sér læknis- og lögfræðiaðstoð. Einnig veitir UN Women heilbrigðisstarfsfólki þjálfun við að bera kennsl á ummerki heimilisofbeldis og hvernig best sé að nálgast þolendur. Að sama skapi starfarUN Women starfar með stjórnvöldum að því að styrkja og breyta lögum landsins til að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. </p> <p>Með því að kaupa FO bolinn veitir þú „gleymdu konunum“ í Mið-Afríkulýðveldinu von og neyðaraðstoð.<span>&nbsp; </span>Tryggðu þér eintak á unwomen.is og í verslunum Vodafone. Takmarkað upplag!</p> <p>Vodafone á Íslandi kostaði framleiðslu á FO bolnum og rennur því allur ágóði beint til verkefna UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu.</p> <p>&nbsp;</p>

20.10.2021Jemen: Fjögur börn drepin eða limlest daglega frá því átök hófust

<span></span> <p>„Átökin í Jemen hafa náð enn einum ömurlegum hápunktinum: Að minnsta kosti 10 þúsund börn hafa verið drepin eða limlest síðan átök hófust í mars 2015. Það jafngildir fjórum börnum á hverjum degi,“&nbsp;sagði James Elder, talsmaður UNICEF fyrir Jemen, á blaðamannafundi í Genf í gær. Samkvæmt <a href="https://unicef.is/unicef-jemen-born-drepin-limlest-hverjum-degi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF hafa börn verið drepin í sprengjuárásum á heimili sín, skóla eða heilsugæslur og misst útlimi við að stíga á jarðsprengjur. </p> <p>„Þessi tíu þúsund börn eru einungis þær tölur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið staðfestar og ætla má að raunveruleg tala sé mun hærri,“ segir í fréttinni þar sem segir enn fremur að mannúðarkrísan í Jemen sé ein sú sú versta í heiminum í dag þar sem ofbeldisfull og langvinn átök, efnahagshrun, fátækt, hungur og brostnir innviðir setja meira en 11 milljónir barna í landinu í hættu. </p> <p>UNICEF segir að á sama tíma og verulega hefur dregið úr alþjóðlegum fjárstuðningi til neyðaraðgerða í landinu hefur þörfin aldrei verið meiri:</p> <ul> <li>Fjögur af hverjum fimm börnum í landinu þarfnast neyðaraðstoðar;</li> <li>400 þúsund börn eru í lífshættu vegna alvarlegrar bráðavannæringar;</li> <li>Meira en tvær milljónir barna eru ekki í skóla;</li> <li>Tveir þriðju kennara hafa ekki fengið greidd reglubundin laun í meira en fjögur ár;</li> <li>1,7 milljónir barna eru á vergangi innan Jemen vegna ofbeldisins. Fleiri fjölskyldur leggja nú á flótta eftir því sem átök aukast í kringum borgina Marib.</li> </ul> <p>„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er á staðnum og vinnur með samstarfsaðilum við að hjálpa þeim börnum og fjölskyldum sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Sem dæmi má nefna að UNICEF styður börn sem þurfa meðferð við alvarlegri bráðavannæringu á meira en 4,000 heilsugæslustöðvum í Jemen, við tryggjum hreint vatn til yfir 5 milljóna manna og höfum hjálpað 620 þúsund börnum að halda áfram menntun á þessu ári. 1,5 milljón heimili fá fjárstuðning í hverjum ársfjórðungi og við þjálfum heilbrigðisstarfsfólk sem getur veitt þjónustu í afskekktum dreifbýlum. Að auki veitir UNICEF börnum sem hafa lent í áföllum sálrænan stuðning, fræðum börn og fjölskyldur um hættur vegna jarðsprengja og aðstoðum börn sem hafa slasast eða misst útlimi vegna átakanna,“ segir í fréttinni.</p> <p>Haft er eftir James Elder að ekki sé hægt að ofmeta alvarleika neyðarástandsins í Jemen þar sem landsframleiðsla hefur hrunið um 40% síðan átök hófust, mikill fjöldi hefur misst vinnuna og stór hluti opinberra starfsmanna, þar á meðal læknar, kennarar og hreinlætisstarfsfólk, fær ekki reglubundin laun. Elder lýsir því að hafa hitt kennara og barnalækna, sem þrátt fyrir að hafa ekki fengið greidd laun&nbsp;í langan tíma, mæta áfram í vinnuna til að bjarga vannærðum börnum og tryggja rétt barna til menntunar. Þau færi fórnir á hverjum degi og selji eignir sínar til að eiga fyrir mat fyrir börnin sín.</p> <p>„Börnin í Jemen svelta ekki vegna skorts á mat – þau svelta vegna þess að fjölskyldur þeirra eiga ekki efni á mat. Þau svelta vegna þess að fullorðnir halda áfram stríði þar sem börn eru stærstu fórnarlömbin,“ segir Elder.</p> <p>Til þess að UNICEF og önnur hjálparsamtök geti náð til allra þeirra barna sem þurfa hjálp þarf nauðsynlega að auka alþjóðlegan fjárstuðning.</p> <p>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börnin í Jemen er alltaf í gangi og hægt er að hjálpa með því að senda SMS-ið JEMEN í 1900 (1900 krónur).</p>

19.10.2021Stefnt að því að útrýma fæðingarfistli í Síerra Leóne á næstu árum

<span></span> <p>Á síðasta ári fóru 129 konur og stúlkur í skurðaðgerð og eftirmeðferð vegna fæðingarfistils í Síerra Leóne fyrir tilstilli stuðnings Íslands við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) gegn fistli. Hann er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum en víða í fátækum ríkjum er hann yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel óþekkt að lækning sé til. Ísland undirbýr nú að auka samstarf við UNFPA með það að markmiði að útrýma fæðingarfistli í landinu á næstu árum. </p> <p>„Meginmarkmið verkefnisins er að stuðla að auknum lífsgæðum stúlkna og kvenna með aðgerðum sem draga úr hættu á og lækna fistil,“ segir Ásdís Bjarnadóttir sérfræðingur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Fistlinum hefur verið lýst sem örkumli kvenna, einkum ungra kvenna og stúlkna, sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt sem leiðir til þess að þær upplifa mikla skömm og víða er þeim útskúfað félagslega.“</p> <p>Meðal samstarfsaðila er kvennamiðstöðin Aberdeen Women‘s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir vegna fæðingafistils og endurhæfingu. Þar fengu fyrrnefndar 129 konur og stúlkur meðferð á síðasta ári. </p> <p>Barnahjónabönd eru algeng í Síerra Leóne og ótímabærar barneignir bein afleiðing þeirra. Það hefur í för með sér aukna hættu á fæðingarfistli en rúmlega 20 prósent kvenna sem fæða barn árlega í landinu eru yngri en 19 ára. Nákvæmar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne eru ekki til en talið er að um 2.400 konur og stúlkur þjáist af fæðingarfistli þar.</p> <p>Nánar í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/10/19/Aukid-samstarf-vid-UNFPA-gegn-faedingarfistli-i-Sierra-Leone/">pistli</a>&nbsp;í Heimsljósi.</p>

18.10.2021Hungruðum fjölgar um 140 milljónir

<strong><span></span></strong> <p>Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir því á laugardag, á alþjóðlega matvæladeginum, að bæta þyrfti fæðuöryggi fyrir þann hluta mannkyns sem býr við örbirgð. Tæplega einn milljarður jarðarbúa hefur ekki nóg að borða.</p> <p>Í ávarpi í tilefni dagsins kallaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir kröftugum aðgerðum og fjárfestingum til að efla staðbundna matvælaframleiðslu. Hann sagði að hartnær fjörutíu pósent alls mannkyns, um þrír milljarðar jaðarbúa, hafi ekki efni á heilsusamlegri fæðu. Meðal þeirra sem væru í mestri áhættu nefndi hann flóttafólk og þau sem væru á hrakhólum innan eigin ríkis vegna átaka.</p> <p>„Heimsfaraldurinn hefur leitt til þess að þeim sem eiga tæpast til hnífs og skeiðar hefur fjölgað um 140 milljónir. Á sama tíma taka framleiðsluaðferðir okkar, neysla og matarsóun þungan toll af jörðinni og ógnar náttúruauðlindum okkar, loftslagi og náttúrulegu umhverfi – og kostar okkur himinháar fjárhæðir,“ sagði Guterres.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/I_s5KWVCb48" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Myndband frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um umfang verkefna stofnunarinnar sem veitir um 100 milljónum manna í 88 löndum matvælaaðstoð á hverju ári.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar vara við því að hungur færist í aukana og tilgreinir sem ástæður stríðsátök, fólksflutninga, loftslagsbreytingar og efnahagsleg áhrif COVID-19.</p> <p>Alþjóðlegi matvæladagurinn, 16. október, er jafnframt stofndagur Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), sem sett var á laggirnar þann dag árið 1945.</p>

15.10.2021Hungurvísitalan 2021: Vannærðum fjölgar hratt

<span></span> <p>Heimsfaraldur, loftslagsbreytingar og stríðsátök kynda undir aukið hungur í heiminum. Samkvæmt nýútgefinni alþjóðlegri hungurvísitölu (<a href="https://www.globalhungerindex.org/pdf/en/2021.pdf" target="_blank">Global Hunger Index</a>) lifa íbúar tæplega fimmtíu þjóðríkja við hungurmörk og þeim fjölgaði um 320 milljónir á síðasta ári. Samkvæmt öðru heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna á hungri að vera útrýmt í heiminum árið 2030. Þróunin síðustu misserin er í öfuga átt.</p> <p>Marga undanfarna áratugi, allt frá árinu 1960, fækkaði vannærðu fólki í heiminum jafnt og þétt. Það þótti því ekki óraunhæft árið 2015 að samþykkja heimsmarkmið 2.1 með þessum orðum: „Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.“</p> <p>Nú blasir hins vegar við önnur mynd og „baráttan gegn hungri er komin hættulega langt af leið,“ eins og skýrsluhöfundar Global Hunger Index segja. Niðurstöður skýrslunnar eru samhljóða gögnum frá Sameinuðu þjóðunum sem sagt var frá nýlega og sýndi fjölgun hungraða um 320 milljónir milli ára. Það merkir að alls býr tæplega þriðjungur jarðarbúa – 2,4 milljarðar – við hungurmörk.</p>

14.10.2021Óttast um öryggi barna í varðhaldi í Líbíu

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við því að öryggi og velferð þúsund kvenna og barna sem búa nú í varðhaldsstöð fyrir&nbsp;flóttafólk&nbsp;og hælisleitendur í&nbsp;Trípólí, höfuðborg Líbíu, sé í hættu. UNICEF&nbsp;segir að 751 kona og 255 börn, þar á meðal fimm fylgdarlaus börn og 30 nýburar, séu meðal þeirra sem færð voru í varðhald í borginni í nýlegum fjöldahandtökum stjórnvalda.</p> <p>„Börn í leit að vernd sæta alvarlegum mannréttindabrotum í Líbíu, þar á meðal þessu handahófskennda varðhaldi,“ segir&nbsp;Cristina&nbsp;Brugiolo, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Líbíu. „Börnum er haldið í skaðlegum og ómannúðlegum aðstæðum í þessum stöðvum. Við getum gert ráð fyrir að heildarfjöldi barna í haldi sé mun hærri en uppgefið er, þar sem börn eru meðal annars vistuð í klefa með fullorðnum mönnum.“</p> <p>Þessar varðhaldsstöðvar eru yfirfullar og mun fleiri einstaklingar vistaðir þar en gert er ráð fyrir. Stærst þessara stöðva er „Al&nbsp;Mabandi“ þar sem 5 þúsund manns eru nú í haldi, eða fjórum sinnum fleiri en gert er ráð fyrir. Þar á meðal 100 börn og 300 konur.</p> <p>UNICEF&nbsp;og fleiri mannúðarsamtök skora á stjórnvöld í Líbíu að vernda börn og tryggja að þau sæti ekki aðskilnaði við foreldra, forráðamenn og fjölskyldur.&nbsp;UNICEF&nbsp;kallar einnig eftir því að öll börn verði þegar í stað látin laus úr varðhaldi í Líbíu.</p> <p>„UNICEF&nbsp;hefur boðið fram sérfræðiaðstoð sína í að hjálpa stjórnvöldum að finna önnur og mannúðlegri úrræði fyrir börnin,“ segir&nbsp;Brugiolo.</p> <p>Þúsundir flóttamanna og hælisleitenda hafa verið handteknir í Líbíu á síðustu dögum en margir hinna handteknu hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða stjórnarhátta víðs vegar um Afríku á umliðnum árum, að því er fram kemur í <a href="https://unicef.is/ottast-um-oryggi-barna-i-vardhaldi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF á Íslandi.</p>

13.10.2021Afganistan efst á baugi á kjördæmisfundi Alþjóðabankans ​

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í dag þátt í fjarfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem málefni Afganistan voru helsta umfjöllunarefnið.</p> <p>Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Hartwig Schafer, yfirmaður Suður-Asíusviðs Alþjóðabankans, sem fór yfir stöðuna varðandi verkefni bankans í Afganistan en hlé hefur verið gert á starfsemi í landinu meðan horfur eru metnar.</p> <p>Ísland hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn, sem og aðrar alþjóðastofnanir, gæti þess að sá mannúðarstuðningur sem veittur er til Afganistan komi konum og stúlkum til góða, ekki síður en körlum.</p> <p>Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málefnasviðum.</p>

13.10.2021„Líkami okkar, þeirra vígvöllur“

<span></span> <p>UN Women á Íslandi efnir á morgun, 14. október, til málþings með yfirheitinu „Líkami okkar, þeirra vígvöllur“ þar sem Christina Lamb, fréttastjóri erlendra frétta hjá breska stórblaðinu The Sunday Times og margverðlaunaður rithöfundur, flytur erindi um samnefnda bók sína sem kom út fyrr á árinu: Our Bodies, Their Battlefield. Málþingið verður haldið í Veröld – húsi Vigdísar milli klukkan 16:30 og 18:00 og fer fram á ensku.</p> <p>Á málþinginu ræðir Christina Lamb inntak bókar sinnar sem sögð er gríðarlega mikilvæg heimild um sértæk áhrif stríðs á konur, beitingu kynferðisofbeldis og nauðgana sem vopn í stríðsátökum og afleiðingar alls þessa á líf kvenna og samfélaga þeirra. Christina Lamb hefur starfað sem fréttaritari í meira en þrjá áratugi og hefur fyrst og fremst flutt fréttir af átakasvæðum fyrir The Sunday Times. Líkami okkar, þeirra vígvöllur er níunda bók Lamb en aðrar eru meðal annars The girl from Aleppo, Farewell Kabul auk þess sem hún er meðhöfundur að I am Malala. </p> <p>Að loknu famsöguerindinu fara fram pallborðsumræður þar sem eftirfarandi sérfræðingar taka þátt:</p> <ul> <li>Salvator Nkurunziza, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu UN Women í Mið-Afríkulýðveldinu</li> <li>Erna Huld Ibrahimsdóttir, þýðandi, túlkur og kynjafræðingur.</li> <li>Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur í friði og öryggis- og mannúðarmálum hjá svæðisskrifstofu UN Women í Evrópu og Mið-Asíu</li> </ul> <p>Skráning á viðburð <a href="https://www.facebook.com/events/4387542501323579" target="_blank">hér</a>.</p> <p>Öll hjartanlega velkomin og aðgangur ókeypis.</p>

12.10.2021Skurðstofa opnar í Mangochi vegna fæðingarfistils

<span></span> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna gegn fæðingarfistli víðs vegar í heiminum, meðal annars í Malaví, sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Sawu Mponda er átján ára og býr í Makanjira, afskekktu svæði í Mangochi héraði. Hún fékk fæðingarfistil eftir að hafa gengið í gegnum erfiða og langa barnsfæðingu í febrúar á þessu ári með fyrsta barn sitt sem hafði þær afleiðingar að gat myndaðist á þvagblöðruna.</p> <p>„Ég áttaði mig á því þremur dögum eftir fæðinguna að eitthvað mikið væri að. Ég gat ekki haldið þvagi,“ segir Sawu sem leitaði því til héraðssjúkrahússins í Mangochi í Malaví, samstarfshéraði Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð til að laga fæðingarfistilinn. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að gangast undir aðgerðina. Núna get ég haldið áfram að lifa mínu eðlilega lífi,“ segir Sawu í samtali við Heimsljós.</p> <p>Héraðssjúkrahúsið í Mangochi með stuðningi frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og fjármagni frá Íslandi hefur á þessu ári framkvæmt sextán aðgerðir á konum með fæðingarfistil en markmiðið er að búið verði að framkvæma fimmtíu aðgerðir í lok árs. Í lok þessa mánaðar verður opnuð sérstök skurðstofa á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi þar sem loksins verður hægt að bjóða stúlkum og konum upp á örugga meðferð og þjónustu gegn fæðingarfistli. Nú bíða 24 konur eftir aðgerð en áætla má að fleiri konur sæki þjónustuna á næstu mánuðum þegar fréttir berast af opnuninni. </p> <p>Stuðningurinn gegn fæðingarfistli hefur einnig verið í formi þjálfunar en sextíu konur sem hafa verið læknaðar af fæðingarfistli hafa fengið þjálfun í þeim tilgangi að tala fyrir og bera kennsl á konur sem þjást af þessum sökum í Mangochi héraði í Malaví.</p> <p><strong>Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins</strong></p> <p>Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins var haldinn í gær og sjónum meðal annars beint að þeim margvíslegu áskorunum sem stúlkur standa frammi fyrir á hverjum degi. Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi í hvívetna og sérstök áhersla lögð á að bæta stöðu stúlkubarnsins. Í Malaví er stuðningur við stúlkur og ungar konur mjög mikilvægur. Samkvæmt tölum frá Mannfjöldasjóði SÞ í Malaví er önnur hver stúlka gift fyrir 18 ára aldur, sem er eitt hæsta hlutfall í heiminum. „Þegar stúlkur giftast snemma eru þær í meiri hættu á að verða fyrir heimilisofbeldi, smitast af HIV og verða barnshafandi áður en þær ná líkamlegum og andlegum þroska. Þá eru rúmlega fjórðungur kvenna sem fæða barn árlega í landinu stúlkur sem eru yngri en 19 ára. Ein af alvarlegri afleiðingum ótímabærs barnsburðar unglingsstúlkna er fæðingarfistill,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe. </p> <p>Hún segir að fæðingarfistill (obstetric fistula) sé oftast afleiðing af ótímabærum barnsburði ungra stúlkna sem ekki hafa náð nægilegum líkamlegum þroska til að fæða barn þar sem þær eru enn börn sjálfar. „Þar af leiðandi ganga stúlkurnar oftar en ekki í gegnum erfiðari og lengri fæðingar en þær konur sem náð hafa líkamlegum þroska. Þó að flestar unglingsstúlkur fái fæðingarfistil við að fæða börn eru þess dæmi að barnungar stúlkur fái fæðingarfistil eftir að hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi. Afleiðingarnar eru bæði líkamlegar og félagslegar. Mikill líkamlegur sársauki fylgir en stúlkurnar rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt, sem leiðir til þess að þær eru útskúfaðar félagslega,“ segir hún. </p>

12.10.2021Stafræn gjá milli kynjanna í brennidepli á alþjóðadegi stúlkubarnsins

<span></span> <p>„Stúlkur eru í dag hluti af stafrænni kynslóð. Það er skylda okkar að ganga til liðs við þær í öllum sínum fjölbreytileika, auka áhrif þeirra í ákvarðanatöku í stafrænum heimi og ryðja burt hindrunum á stafrænum vettvangi,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær í ávarpi á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins.</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að gjá hafi myndast milli kynjanna í netnotkun. Samtökin hvetji til þess að gjáin verði brúuð. <a href="https://unwomen.is/slaandi-stadreyndir-um-stulkur/" target="_blank">UN Women</a>&nbsp;segir að slagorð alþjóðadagins sé „stafræn framtíð, okkar kynslóð“ og það sé innblásið af þeim öflugu stúlkum um allan heim sem berjast fyrir réttindum sínum, auknum tækifærum og jafnrétti. „Á þessum alþjóðadegi stúlkubarnsins kallar UN Women eftir auknu aðgengi stúlkna að netinu og menntunar á sviði forritunar og tölvunarfræða.“</p> <p>UNRIC segir að gjáin milli kynjanna í nettokun hafi stækkað með árunum, hún hafi verið 11 prósent árið 2013 en 17 prósent árið 2019. Munurinn sé mestur í fátækustu ríkjum heims, allt upp í 43 prósent. Fram kemur í <a href="https://unric.org/is/bruum-stafraena-kynjabilid/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC að 2,2 milljarðar ungs fólks undir 25 ára aldri hafi ekki netaðgang heima hjá sér og það bitni harðar á stúlkum en drengjum. „Á heimsvísu er hlutfall stúlkna í svokölluðum STEM greinum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði) 15 prósent eða minna, í tveimur þriðju hlutum ríkja.</p> <p>“Fjárfestingar sem miða að því að brúa stafræna kynjabilið geta skilað miklum arði. Sameinuðu þjóðirnar eru staðráðnar í því að vinna með stúlkum með það fyrir augum að þessi kynslóð stúlkna, hverjar sem þær eru og hverjar sem aðstæður þeirra eru, geti &nbsp;notið hæfileika sinna,” segir António Guterres í frétt UNRIC og kveðst binda vonir við alþjóðlegt samstarf um jafnrétti kynjanna í tækni og nýsköpun sem hleypt var af stokkunum í sumar.</p> <p>UN Women vekur athygli á því að stúlkur búi enn við skert mannréttindi og tækifæri samanborið við drengi.</p> <ul> <li>1 af hverjum 4&nbsp;stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára eru hvorki í námi né vinnu, samanborið við 1 af hverjum 10 drengjum á sama aldri.</li> <li>435 milljónir&nbsp;stúlkna og kvenna lifa á innan við 244 krónum á dag.</li> <li>47 milljónir&nbsp;kvenna og stúlkna búa við fátækramörk í dag vegna COVID-19.</li> <li>60% þjóðríkja&nbsp;eru enn með lög sem mismuna stúlkum og konum, m.a. lög sem banna konum að erfa eignir og eiga eignir.</li> </ul> <p style="background: white;">UN Women vinnur að því að efla réttindi stúlkna um allan heim, meðal annars með því að þrýsta á lagabreytingar, efla menntun þeirra og atvinnuþátttöku, styðja við pólitíska þátttöku kvenna og veita kvenmiðaða neyðaraðstoð.</p>

11.10.2021Sextíu stúlkur deyja dag hvern af barnsförum

<span></span> <p>Barnahjónabönd leiða til þess að rúmlega 22 þúsund stúlkur deyja árlega af barnsförum, eða rúmlega sextíu stúlkur dag hvern. Í dag, á <a href="https://www.un.org/en/observances/girl-child-day" target="_blank">alþjóðadegi stúlkubarnsins</a>, kemur út skýrsla frá Barnaheillum – Save the Children sem nefnist: <a href="https://www.savethechildren.org/us/about-us/media-and-news/2021-press-releases/child-marriage-kills-more-than-60-girls-a-day" target="_blank">Global Girlhood Report 2021: Girls’ Rights in Crisis</a>. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í tíu ár, frá 2011.</p> <p>„Helsta dánarorsök táningsstúlkna er barnsfæðing vegna þess að þær eru ekki líkamlega tilbúnar að ganga með barn,“ segir Janti Soeripto framkvæmdastjóri Save the Children. „Barnahjónabönd eru ein versta og banvænasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis gagnvart stúlkum. Á hverju ári eru milljónir stúlkna þvingaðar í hjónabönd með körlum sem eru oft miklu eldri, ráðahag sem rænir þær tækifærum til náms og sviptir þær lífi í mörgum tilvikum.“</p> <p>Barnahjónabönd eru algengust í vestur- og mið Afríku og þar er dánartíðni ungra stúlkna af barnsförum langhæst í heiminum, eða 26 stúlkur daglega. </p> <p>Í skýrslunni er bent á að á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru hafi framfarir í baráttunni gegn barnahjónaböndum stöðvast, eftir samfellt framfaraskeið síðasta aldarfjórðunginn þar sem afstýrt var 80 milljónum slíkra hjónabanda. Aðstæður í faraldrinum setja stúlkur í aukna hættu gagnvart hverskyns kynbundnu ofbeldi, með lokunum skóla og aukinni fátækt eiga þær í vök að verjast og óttast er að tíu milljónir stúlkna verði þvingaðar í hjónabönd á þessum áratug.</p> <p>„Það má undir engum kringumstæðum hunsa þá heilsufarslegu áhættu sem fylgir því að börn eignist börn. Ríkisstjórnir verða að forgangsraða í þágu stúlkna og tryggja að þær séu verndaðar fyrir barnahjónaböndum og ótímabærum dauðsföllum af barnsförum,“ segir Janti Soeripto. </p>

08.10.2021Trjárækt í Sierra Leone til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga og auka fæðuöryggi

<span></span> <p><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/samfelagsleg-trjaraekt-i-sierra-leone-til-ad-sporna-vid-ahrifum-loftslagsbreytinga-og-auka-faeduoryggi" target="_blank">Rauði krossinn</a> á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, mun í samstarfi við <a href="http://sierraleoneredcross.org/">Rauða krossinn í Sierra Leone</a>&nbsp;og <a href="https://www.grocentre.is/lrt">Landgræðsluskólann</a>&nbsp;hefja trjáræktarverkefni í nokkrum héruðum í Sierra Leone á komandi vikum og mánuðum. Verkefnið byggir á þátttöku samfélaga á áherslusvæðum í verkefninu og hefur margþættan tilgang að sögn Atla Viðars Thorstensen sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins. </p> <p>„Verkefnið hefur ekki eingöngu þann tilgang að binda gróðurhúsalofttegundir með endurheimt skóglendis og stuðla þannig meðal annars að endurheimt lífríkis, heldur munu trén einnig binda vatn í jarðveginn og þannig koma í veg fyrir flóð og með tímanum auka fæðuöryggi fólks á svæðinu. Þetta er mjög þarft verkefni með hliðsjón af loftslagsbreytingum og aukinni tíðni hamfara, svo sem flóða og þurrka sem oft valda miklu tjóni og fæðuskorti. Við erum utanríkisráðuneytinu mjög þakklát fyrir þeirra stuðning og sömuleiðis Landgræðsluskólanum sem mun hafa mikilvægu hlutverki að gegna við þjálfun sjálfboðaliða og starfsfólks hjá Rauða krossinum í Sierra Leone sem koma til með að innleiða verkefnið.“</p> <p>„Fyrir hönd þeirra sem munu njóta góðs af verkefninu vil ég þakka utanríkisráðuneytinu, Landgræðsluskólanum og Rauða krossinum á Íslandi fyrir þennan mikilvæga stuðning“, segir Kpawuru Sandy framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sierra Leone. “Skógarhögg og eyðing skóga er mjög mikið vandamál hér í Sierra Leone og það þarf að bregðast við þeim vanda strax. Það hefur ekki aðeins í för með sér bætt lífsgæði fyrir þá sem eru hvað fátækastir heldur bindur aukin trjárækt einnig gróðurhúsalofttegundir sem gagnast ekki aðeins íbúum Sierra Leone. Við erum ótrúlega spennt fyrir þessu verkefni, bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar sem munu koma til með að innleiða stærstan hluta af verkefninu með stuðningi frá kollegum okkar í Alþjóðasambandi Rauða krossins, Rauða kross félögunum á Íslandi og í Finnlandi og Landgræðsluskólanum á Íslandi.”</p> <p>Að auki styrkir utanríkisráðuneytið samfélagslegt heilbrigðisverkefni Rauða krossins í Sierra Leone þar sem markmiðið er að styrkja samfélög á svæðinu og styðja í átt að auknu heilbrigði, ofbeldisforvörnum og auknu kynjajafnrétti auk þess sem veitt eru smálán til að koma á sjálfbærum smáiðnaði í þeim samfélögum sem verkefnið nær til.</p> <p>Sierra Leone er lítið land í Vestur Afríku með rúmlega sjö milljón íbúum. Landið er eitt það fátækasta í heimi og rúmur helmingur þjóðarinnar dregur fram lífið á minna en 170 krónum á dag. Sierra Leone er jafnframt það land þar sem barna- og mæðradauði er hvað hæstur. „Aðstæður almennings í Sierra Leone eru nánast eins ólíkar íslenskum aðstæðum og hugsast getur“ segir Atli Viðar. „Fátækt er gífurlega útbreidd og hún bitnar meira á konum og stúlkum og með okkar aðkomu viljum við spyrna gegn fátækt og vinna að auknu kynjajafnrétti. Það er forsenda þróunar, bæði í Sierra Leone og annars staðar.</p> <p>Við vonumst eftir því að fá bæði almenning og fyrirtæki í landinu í lið með okkur í þessu mikilvæga verkefni. Loftslagsbreytingar eru fyrirbæri sem varða okkur öll og trjárækt í fjarlægu landi eins og Sierra Leone þar sem gróður vex hraðar en víðast hvar annars staðar er mikilvæg, skilvirk og hagkvæm mótvægisaðgerð sem ekki sé minnst á aukin lífsgæði þeirra sem njóta verkefnisins.“</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi leggur ríka áherslu á samstarf við fyrirtæki á Íslandi. Fyrr á þessu ári hleypti félagið af stokkunum nýjum sjóði,&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/sjalfbaernisjodur">Sjálfbærnissjóði&nbsp;</a>Rauða krossins Íslandi, sem er hugsaður til að færa fyrirtækjum nýja leið til efla samfélagslega ábyrgð sína. Hugmyndafræði sjóðsins er að tengja markmið fyrirtækja um sjálfbærni og samfélagsábyrgð við framlög til verkefna Rauða krossins, með því að beita alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og mælikvörðum, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ESG (umhverfi, samfélag, stjórnhættir).&nbsp;</p>

08.10.2021Hungur blasir við milljónum afganskra barna

<p>Áætlað er að helmingur afganskra barna undir fimm ára aldri glími við bráðavannæringu á næstu vikum og mánuðum. Yfirmenn&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Afganistan segja skelfingarástand ríkja í næringarmálum barna og staða fæðuöryggis sé verulega slæm um allt land.</p> <p>Hervé&nbsp;Ludovic&nbsp;De&nbsp;Lys, yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Afganistan, og Mary-Ellen&nbsp;McGroarty, yfirmaður&nbsp;WFP&nbsp;í Afganistan, luku tveggja daga heimsókn sinni til&nbsp;Herat&nbsp;í gær með því að senda út sameiginlegt neyðarákall til heimsbyggðarinnar vegna stöðu mála þar í landi.</p> <p>„Fjórtán milljónir íbúa Afganistan standa nú frammi fyrir alvarlegu fæðuóöryggi og vita ekki hvaðan næsta máltíð kemur. Áætlað er að 3,2 milljónir barna undir fimm ára aldri glími við bráðavannæringu á þessu ári. Að minnsta kosti ein milljón þessara barna verður í bráðri lífshættu án nauðsynlegrar meðhöndlunar,“ segir í <a href="https://unicef.is/hungur-og-kuldi-blasir-vid-milljonum-barna-i-afganistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</p> <p> <strong>Selja allt sem þau eiga fyrir mat</strong></p> <p>De&nbsp;Lys&nbsp;og&nbsp;McGroarty&nbsp;ræddu í heimsókn sinni meðal annars við&nbsp;Jahan&nbsp;Bibi&nbsp;sem á 18 mánaða gamla dóttur sem nú liggur inni á sjúkrahúsinu í&nbsp;Herat&nbsp;að fá meðferð við alvarlegri bráðavannæringu. Hún kom með dóttur sína á sjúkrahúsið því hún gat ekki lengur haft hana á brjósti.</p> <p>„Við eigum engan mat heima. Við erum að selja allt sem við eigum til að kaupa mat, en samt á ég ekkert að borða. Ég er veikburða og framleiði ekki neina mjólk fyrir barnið mitt,“ segir&nbsp;Jahan&nbsp;Bibi.</p> <p>Veturinn nálgast nú óðfluga í Afganistan en hann getur orðið verulega kaldur og harður á þessum slóðum. Hjálparstofnanir eru því í kapphlaupi við tímann til að aðstoða afganskar fjölskyldur.</p> <p>„Fjölskyldum sem eiga ekki til hnífs og skeiðar fjölgar hratt og heilsu barna og mæðra hrakar,“ segir&nbsp;De&nbsp;Lys. „Börn eru að veikjast og fjölskyldur geta ekki sótt nauðsynlega meðferð. Faraldur&nbsp;mislinga&nbsp;og niðurgangs vegna óhreins vatns mun aðeins auka á þessa neyð.“</p> <p>Samkvæmt könnun&nbsp;WFP, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, er matarskortur á 95 prósent heimila í Afganistan, fullorðnir borða minna og sleppa máltíðum svo börn þeirra geti fengið meira.</p> <p>„Við höfum gríðarmiklar áhyggjur af þessum fórnum sem fjölskyldur neyðast til að færa,“ segir&nbsp;McGroarty&nbsp;hjá&nbsp;WFP. „Ef við gerum ekki meira núna mun vannæring aðeins verða stærra vandamál og alvarlegra. Alþjóðasamfélagið verður að láta af hendi fjármagnið sem okkur var lofað fyrir nokkrum vikum. Ef ekki, gætu áhrifin orðið óafturkallanleg.“</p> <p><strong>Starf&nbsp;UNICEF&nbsp;og&nbsp;WFP&nbsp;líflína fyrir hungraðar fjölskyldur</strong></p> <p>Þessar tvær stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru nú að bæta við hundrað svona færanlegum heilbrigðis- og næringarteymum í landinu en þau voru fyrir 168 talsins. Teymin eru líflína fyrir mæður og börn á svæðum sem erfitt er að ná til. Með teymunum kemur grunnþjónustan til þeirra.</p> <p>Frá ársbyrjun 2021 hefur&nbsp;WFP&nbsp;veitt 8,7 milljónum manna matar- og næringaraðstoð, þar af 400 þúsund verðandi mæðrum og konum með barn á brjósti og 790 þúsund börnum undir fimm ára aldri.</p> <p>Hægt var að veita fjórum milljónum manna aðstoð í september síðastliðnum. Það sem af er þessu ári höfðu 210 þúsund börn með alvarlega bráðavannæringu fengið meðferð í gegnum þjónustu á vegum&nbsp;UNICEF.</p> <p>Næringarríkt jarðhnetumauk fyrir 42 þúsund börn og næringarmjólk fyrir 5.200 börn hefur einnig borist síðustu átta vikur í gegnum samstarfsaðila&nbsp;UNICEF. En hvort tveggja gerir kraftaverk í meðhöndlun vannæringar hjá börnum.</p> <p><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börnin í Afganistan undanfarnar vikur. Þú getur lagt þitt af mörkum hér.</a>&nbsp;&nbsp;</p>

07.10.2021Líbería: Stuðningur við forvarnastarf Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi

<span></span> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hlaut á dögunum styrk frá utanríkisráðuneytinu til að vinna hagkvæmnisathugun í samstarfi við systurfélag sitt Save the Children í Líberíu. Markmið verkefnisins er að kanna mögulega snertifleti fyrir frekara samstarf sem snýr að forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum í Líberíu, í samræmi við stefnu stjórnvalda í Líberíu og á Íslandi um alþjóðlega þróunarsamvinnu.<span>&nbsp; </span></p> <p>Að sögn Guðrúnar Helgu Jóhannsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra Barnaheilla eru aðstæður barna í Líberíu erfiðar en 90 prósent barna, yngri en 14 ára, búa við líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi af hálfu foreldra eða forráðamanna. Hún segir að 14 prósent barna í landinu séu hneppt í þrælkun og 36% stúlkna séu giftar fyrir 18 ára aldur. Um 43 prósent <span></span>kvenna búi við heimilisofbeldi af hálfu maka og 44% stúlkna og kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum. </p> <p>„Kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum er alvarlegt vandamál í Líberíu, þar á meðal nauðganir, misnotkun, áreitni og ofbeldi. 89 prósent allra tilkynntra kynferðisbrotamála í landinu varða börn. Kynferðisofbeldi á börnum í skólum er mjög algengt en 18% stúlkna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi kennara eða skólastjórnenda í von um góðar einkunnir eða fyrir lægri skólagjöld. Það hallar mikið á stúlkur í menntakerfinu í Líberíu og foreldrar meirihluta stúlkna í 7. og 8. bekk hvetja til kynlífsathafna með kennurum sínum eða skólastjórnendum, því það þýðir að þær hljóti frekari menntun,“ segir Guðrún Helga. </p> <p>Menntakerfi í Líberíu er mjög veikburða sem sést vel á því að um 40 prósent nemenda eru að minnsta kosti þremur árum á eftir í námi. Fyrir kórónuveirufaraldurinn voru 16 prósent barna á skólaaldri ekki í skóla, en vegna COVID-19 þurftu 1,4 milljón börn til viðbótar að hætta námi. Meira en helmingur skólabarna lýkur ekki námi, mun fleiri stúlkur en drengir. </p> <p>Tilkynntum kynferðisafbrotum hefur fækkað undanfarin ár í Líberíu en rannsóknir benda til þess að brotaþolar tilkynni síður ofbeldið nú en áður, að sögn Guðrúnar Helgu. “Réttarkerfið í Líberíu er ekki hvetjandi fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis að kæra ofbeldið en aðeins 6 prósent tilkynntra brota eru kærð og fara alla leið fyrir dóm og aðeins 2 prósent þeirra mála enda með því að gerandi sé sakfelldur. Brotaþolar tilkynna ekki kynferðisbrot helst vegna ótta við fordæmingu samfélagsins en einnig vegna þess kostnaður sem fylgir því að kæra,“ segir hún.</p> <p><span></span>Markmið tæknilegrar aðstoðar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu er að bregðast við þeirri neyð sem þar ríkir um kynferðisofbeldi gegn börnum. Barnaheill – Save the Children vinna á Íslandi að forvörnum gegn ofbeldi á börnum, þar á meðal kynferðisofbeldi og hafa flutt út sérþekkingu sína í málaflokknum, meðal annars til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og vinna að því að aðlaga nálgunina að aðstæðum í landinu. Tæknilega aðstoðin í Líberíu mun byggja á þeirri reynslu. </p> <p>Leiði hagkvæmnisathugunin í ljós að aðstoð Barnaheilla sé fýsileg munu samtökin bregðast við ákalli Save the Children í Líberíu og undirbúa verkefnislýsingu fyrir langtímaverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í Líberíu. Tæknilega aðstoðin mun lúta að forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi á börnum.</p>

06.10.2021Fleiri börn í sárri fátækt fá tækifæri til betra lífs

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt <a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/starfid-utanlands/" target="_blank">Hjálparstarfi kirkjunnar</a>&nbsp;styrk til að halda áfram þróunarsamvinnu í sveitahéruðum í Rakai- og Lyantonde-umdæmum í Úganda. Styrkurinn gerir samtökunum kleift að starfa áfram með staðbundnu hjálparsamtökunum <a href="https://racobao.org/" target="_blank">RACOBAO</a>&nbsp;að því að bæta lífsskilyrði munaðarlausra barna og fólks með HIV/alnæmi sem býr við örbirgð og er útsett fyrir misnotkun og félagslegri útilokun.</p> <p>Að sögn Bjarna Gíslasonar framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar er markmiðið með starfinu að fólkið hafi bjargráð og aukið þolgæði gagnvart sjúkdómnum og neikvæðum afleiðingum hans. „Stuðningurinn skiptir gríðarlegu máli. Þegar fjölskyldurnar hafa fengið húsaskjól og aukið aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fá þær tækifæri til að hefja ræktun. Með ræktun verður fæða þeirra fjölbreyttari. Með fjölbreyttari fæðu verður heilsan betri og með tekjum af sölu afurða aukast líkur á að börnin geti sótt skóla og fengið menntun. Með aukinni menntun minnka líkur á að stúlkur verði gefnar barnungar í hjónaband og eignist börn á unglingsaldri. Og þannig verður vítahringur sárafátæktar rofinn,“ segir Bjarni.</p> <p>Styrkur ráðuneytisins, rúmar 65 milljónir króna, svarar til 80 prósent af kostnaði við verkefnið næstu fjögur árin eða til loka árs 2025. Á þeim tíma verða múrsteinshús reist fyrir 32 fjölskyldur með um 130 börn, auk þess sem sem vatnssöfnunartankar, útikamrar og eldaskálar verða reistir <span></span>við hlið húsanna. Ráðgjafar vinna með fjölskyldunum sem fá fræðslu um smitleiðir HIV og annarra sjúkdóma. Auk þess fá áttatíu fjölskyldur geitur, verkfæri og útsæði til ræktunar svo þær geti bætt fæðuöryggi sitt og afkomumöguleika. Öll aðstoðin er veitt í samráði við íbúana á svæðinu. </p> <p>Samstarf Hjálparstarfs kirkjunnar og RACOBAO (Rakai Community Based AIDS Organization) nær aftur um 20 ár. Í skýrslu samtakanna um starfið fyrri hluta ársins 2021 kemur fram að COVID-19 hafi haft neikvæð áhrif á líf fólks í Úganda eins og annars staðar en fyrstu tilfellin í landinu voru greind í mars 2020. Takmarkanir vegna faraldursins hafa haft slæm áhrif á afkomu bænda sem lifa af sölu landbúnaðarafurða þar sem mörkuðum var lokað og bannað var að flytja fólk, dýr og afurðir milli svæða. Fátækt hefur því aukist á verkefnasvæðinu vegna heimsfaraldursins sem og kynbundið ofbeldi og vanræksla barna. Þrátt fyrir faraldurinn og samkomutakmarkanir hefur RACOBAO tekist að halda starfinu áfram af fullum krafti. <span></span><span></span></p>

05.10.2021Sjöunda hvert barn í heiminum með greinda geðröskun

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er eitt af hverjum sjö börnum&nbsp;og ungmennum&nbsp;á aldrinum&nbsp;10 til 19 ára í heiminum&nbsp;er með&nbsp;greinda&nbsp;geðröskun.&nbsp;Þar kemur fram að á hverju ári taki um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf.&nbsp;Áhrif COVID-19 hafi gert slæmt ástand verra&nbsp;og&nbsp;ætla megi að neikvæð áhrif heimsfaraldursins á geðheilsu og líðan barna og ungmenna gætu varað í mörg ár.&nbsp;</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/unicef-islandi-akall-gedheilbrigdismalum-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að á sama tíma&nbsp;sé&nbsp;verulegt ósamræmi&nbsp;á&nbsp;milli&nbsp;þarfa barna og ungmenna og þess fjármagns sem varið er í geðheilbrigðismál&nbsp;á heimsvísu.&nbsp;„Að meðaltali er einungis 2,1%&nbsp;af útgjöldum ríkja til heilbrigðismála varið í geðheilbrigðismál,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þema skýrslunnar,&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/reports/state-of-worlds-children-2021?utm_source=referral&%3butm_medium=media&%3butm_campaign=sowc-web"><em>State of&nbsp;the&nbsp;World‘s&nbsp;Children&nbsp;2021</em></a>,&nbsp;er geðheilbrigðismál&nbsp;og&nbsp;er hún ítarlegasta greining&nbsp;Barnahjálparinnar&nbsp;á&nbsp;geðheilsu barna, ungmenna og umönnunaraðila þeirra&nbsp;á þessari öld. Sérstök áhersla er lögð á hvernig áhætta&nbsp;og verndandi&nbsp;þættir&nbsp;á heimilum barna, í skólanum og úti í samfélaginu hafa áhrif á geðheilbrigði&nbsp;þeirra.&nbsp;„UNICEF sendir með skýrslunni skýrt ákall til ríkisstjórna heimsins um að grípa til&nbsp;alvöru&nbsp;aðgerða og fjárfestinga í geðheilbrigðismálum barna&nbsp;og ungmenna&nbsp;þvert á svið, stórbæta aðgengi að&nbsp;snemmtækri&nbsp;þjónustu&nbsp;og&nbsp;upplýsingagjöf og vinna markvisst gegn fordómum&nbsp;gagnvart geðsjúkdómum.“&nbsp;&nbsp;</p>

04.10.2021Yfirlýsing UNICEF vegna aðgerða stjórnvalda í Eþíópíu

<span></span> <p>UNICEF&nbsp;hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda í Eþíópíu að vísa fulltrúa&nbsp;samtakanna og öðrum yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna, úr landi. Ákvörðunin er sögð bæði sorgleg og mikið áhyggjuefni, að því er segir í yfirlýsingunni.</p> <p>„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur haft starfsstöð í Eþíópíu í rúm 60 ár og á þeim tíma unnið ötullega að því að auka og verja réttindi barna í landinu. Nú þegar aðstæður fólks í landinu versna, og börn bera þar mestan skaða af, er starf okkar mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Við eru fullviss um að teymin sem starfa á vettvangi við að bjarga lífi barna vinni þar sem fyrr með hlutleysi, mannúð og sjálfstæði að leiðarljósi. Vinna okkar þar mun halda áfram. Okkar helsta og eina forgangsatriði er að styðja við börn sem á aðstoð þurfa að halda, hvar svo sem þau eru.“</p> <p>Stjórnvöld í Eþíópíu tilkynntu fyrir helgi að sjö yfirmönnum Sameinuðu&nbsp;þjóðanna&nbsp;í landinu, meðal annars frá&nbsp;UNICEF, hefði verið vísað úr landi fyrir „afskiptasemi að innanríkismálum.“ </p> <p>„Það var gert í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir áhyggjum af því að&nbsp;vegatálmar&nbsp;stjórnvalda hindruðu nauðsynlegt hjálparstarf í landinu og ógnuðu fæðuöryggi hundruð þúsunda í&nbsp;Tigray-héraði. Mikil átök í norðurhluta Eþíópíu að undanförnu og&nbsp;mannúðarkrísa&nbsp;sem þeim hefur fylgt, hefur vakið hörð viðbrögð frá&nbsp;alþjóðasamfélaginu,“ segir í <a href="https://unicef.is/yfirlysing-unicef-vegna-ethiopiu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p>

01.10.2021Þróunarsamstarf í Karíbahafi: Íslenskt hugvit við uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfa

<span></span> <p>„Ef vel tekst til gætu öll sautján ríki ríkjasamsbands Karíbahafs fylgt á eftir og&nbsp;innleitt kerfið hjá sér,“ segir Vilhjálmur Hallgrímsson fyrirtækisins Fisheries Technologies sem hlaut í vikunni styrk úr Samstarfssjóði atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna&nbsp;til innleiðslu á upplýsingakerfi fyrir fiskveiðar í tveimur af sautján eyríkjum Karíbahafs, St. Lucia og Dominica. Styrkurinn er til marks um að sífellt fleiri íslensk fyrirtæki nýti samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðli með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípi um leið ný tækifæri til uppbyggingar.</p> <p>Að mati Vilhjálms Hallgrímssonar framkvæmdastjóra Fisheries Technologies eru miklir hagsmunir í húfi, öflugra fiskveiðistjórnunarkerfi geti stutt mjög við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpunar á sviði sjálfbærra fiskveiða og um leið unnið gegn fátækt og hungri.&nbsp;</p> <p>Vilhjálmur kveðst þakklátur stuðningi sjóðsins við verkefnið. ,,Grunnfjárfesting hins opinbera í verkefninu gerir fyrirtækinu kleift að fara í samstarf þar sem íslenskt hugvit og sérfræðiþekking á sviði fiskveiðistjórnunar mun nýtast við atvinnuuppbyggingu smárra þróunarríkja í Karíbahafi. Með þessu er um leið stutt við nokkur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um að draga úr fátækt, hungri og ábyrga neyslu og framleiðslu.&nbsp; Þau byggja á tækifærum þessarar ríkja við söfnun og úrvinnslu upplýsinga um fiskveiðar sem auðvelda mun fiskveiðistjórnun og auka virði útflutnings á þessu sviði gegnum upprunavottorð.“</p> <p>Að sögn Vilhjálms býr mikil þekking í starfsfólki Fisheries Tecehnolgies ehf. sem hefur um árabil starfað að þróun lausna bæði á sviði eftirlits og hafrannsókna á Íslandi. Fyrirtækið hefur&nbsp;meðal annars annast þróun og rekstur núverandi upplýsingakerfa Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnunar sem notuð eru við fiskveiðistjórnun á Íslandi í dag. „Árangur í Karíbahafi getur leitt til þess að fleiri þróunarríki þar sem fiskveiðar eru umfangsmiklar geti innleitt kerfið hjá sér. Betri stjórnun auðlindanna er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu eyjanna til lengri tíma.“</p> <p>Fisheries Technologies hefur&nbsp; sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu á sviði fiskimála. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við svæðisbundin samtök, fyrirtæki og stjórnvöld í Karíbahafi.</p> <p>Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að jafnrétti og&nbsp;aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarríki. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 evrum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi.</p> <p><span style="color: #212121;"><a href="https://www.heimstorg.is/heimsmarkmidasjodur_haust_2021/" target="_blank">Heimstorg</a>&nbsp;Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/" target="_blank">vef Stjórnarráðsins</a>.</span></p>

30.09.2021Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda um Afganistan

<span></span> <p>Utanríkisráðherrar Norðurlandana áttu í gær fund með Martin Griffiths, yfirmann Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála (OCHA) þar sem þeir ræddu stöðuna í málefnum Afganistans. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tók þátt á fundinum fyrir hönd Íslands.&nbsp;</p> <p><span>Í máli Martins Griffiths kom fram að nú sé afar brýnt að koma hjálpargögnum til almennra borgara og tryggja grunnþjónustu í landinu. Íslensk stjórnvöld hafa lagt 85 milljónir króna til mannúðarsamstarfs á undanförnum vikum í kjölfar yfirtöku talibana og leggja áherslu á áframhaldandi samráð við Norðurlöndin um framtíð þróunarsamstarfs og mannréttinda í landinu. </span></p> <p>Flemming Møller Mortensen, þróunarmálaráðherra Danmerkur stýrði fundinum, en auk Maríu Mjallar sátu Per Olsson Fridh, þróunarmálaráðherra Svíþjóðar, Jens Frølich Holte, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Noregs og Elina Kalkku, sviðstjóri utanríkisráðuneytis Finnlands fundinn. &nbsp;&nbsp;</p>

30.09.2021Ísland tók þátt í mannúðaraðgerðum á Haítí

<span></span> <p><span style="color: black;">Ísland tók þátt í mannúðaraðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Haíti í kjölfar jarð<span class="x-1688262098size">skjálftans sem reið yfir vesturhluta landsins um miðjan ágústmánuð. Upptök skjálftans urðu um 160 km vestur af höfuðborginni Port-au-Prince og hann mældist 7,2 stig á Richter. </span></span></p> <p><span class="x-1688262098size" style="color: black;">Ólafur Loftsson </span><span style="color: black;">fór á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og utanríkisráðuneytisins til Haíti. Þar starfaði hann fyrir Miðstöð Sameinuðu þjóðanna fyrir hamfaramat (United Nations Disaster Assessment Center, <a href="https://www.unocha.org/our-work/coordination/un-disaster-assessment-and-coordination-undachttp://" target="_blank">UNDAC</a>) frá 25. ágúst fram í miðjan september. <span class="x-1688262098size">„Það var sérstök tilfinning að koma aftur hingað eftir jarðskjálftann 2010. Dagarnir voru langir og við vorum stanslaust að vinna í greiningu á því hvaða hjálpargögn vantaði og leiða saman aðila til að koma þeim eins skjótt til þeirra sem á þurftu að halda. Það er líka ljóst að það mun taka langan tíma fyrir þetta fátæka land að rétta úr kútnum og að áfram verði kallað eftir virkum stuðningi alþjóðasamfélagsins,“ segir Ólafur.</span></span></p> <p><span style="color: black;">UNDAC hafði það hlutverk <span class="x-1688262098size">að aðstoða stjórnvöld við að framkvæma mat á </span>aðstæðum og samhæfa neyðaraðgerðir á vettvangi. Teymi <span class="x-1688262098size">UNDAC var staðsett á þremur stöðum á Haíti, í Port au Prince, Les Cayes og í Jeremie, en gífurleg eyðilegging varð á innviðum landsins, eins og skólum, sjúkrahúsum, vatnsveitum og samgöngumannvirkjum.</span></span></p> <p><span class="x-1688262098size" style="color: black;">„Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur tími og það var mikil reynsla og ánægja að vinna með öllu þessu góða fólki,“ segir Ólafur.</span></p>

30.09.2021Rauði krossinn: Fjörutíu milljónir til Afganistan

<span></span> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í vikunni. „Við erum ljómandi ánægð með þann stuðning sem neyðarsöfnunin hefur fengið og ljóst að landsmenn sýna Afgönum og aðstæðum þeirra mikinn skilning. Það höfum við fundið svo skýrt“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.</p> <p>Í kjölfar söfnunarinnar sendir Rauði krossinn á Íslandi alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið. Íslensk stjórnvöld styðja líka myndarlega starf Rauða krossins í Afganistan, þar sem þau hafa þegar styrkt alþjóðaráð Rauða krossins um 30 milljónir króna. Sjö milljónir hafa safnast frá almenningi og deildum Rauða krossins og tæpar þrjár milljónir verða nýttar af rammasamningi Rauða krossins við utanríkisráðuneytið. Áhersla verður lögð á heilbrigðisaðstoð sem og að auka fæðuöryggi í landi þar sem miklir þurrkar hafa geisað og aðgengi að matvælum oft takmarkað, mjög lítið eða nánast ekkert.</p> <p>Fjármagnið frá Íslandi verður nýtt í mjög aðkallandi aðstoð fyrir íbúa í Afganistan og hægt verður að veita þúsundum Afgana, ef ekki tugþúsundum aðstoð. „Það sýnir okkur svo skýrt að framlag hvers og eins telur og að samtakamáttur okkar hér á Íslandi getur sannarlega haft lífsbjargandi áhrif í fjarlægum löndum eins og núna í Afganistan“, segir Atli að lokum og þakkar landsmönnum, stjórnvöldum og deildum Rauða krossins innilega fyrir stuðninginn við stríðshrjáða í Afganistan.</p> <p>Síðast en ekki síst þakkar Rauði krossinn einnig Mannvinum sem gera samtökunum kleift að bregðast við og halda uppi hjálparstarfi um allan heim á neyðarstundum.&nbsp;</p>

30.09.2021Sautján sérfræðingar útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ

<span></span> <p>Sautján sérfræðingar voru í vikunni útskrifaðir frá Landgræðsluskóla GRÓ (<a href="https://www.grocentre.is/lrt" target="_blank">GRÓ LRT</a>), átta konur og níu karlar, frá átta löndum í Afríku og Mið-Asíu: Eþíópíu, Gana, Kirgistan, Mongólíu, Lesótó, Malaví, Tadsíkistan og Úganda. Öll hafa þau stundað nám við skólann í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu undanfarna sex mánuði. </p> <p>Á útskriftarathöfninni ávarpaði Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, útskriftarhópinn og áréttaði mikilvægi þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en landgræðsla og sjálfbær landnýting er ein þeirra leiða til að ná til dæmis markmiði 15 um <em>Líf á landi</em>. Einnig tóku til máls á útskriftarathöfninni Dr Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður GRÓ LRT, og tveir nemar skólans, Paulean Kadammanja frá Malaví og Ganzorig Ugliichimeg frá Mongólíu, fyrir hönd nemahópsins. <span>Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu afhenti skírteinin. Í</span> lok athafnar óskaði Dr Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, hópnum til hamingju og lýsti yfir ánægju með veru nemahópsins innan veggja Landbúnaðarháskólans á Keldnaholti, þar sem Landgræðsluskólinn er starfræktur.</p> <p>Þetta er í fyrsta sinn sem Landgræðsluskólinn útskrifar nemendur úr sex-mánaða náminu undir merkjum GRÓ, en skólinn varð hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í byrjun árs 2020. Vegna heimsfaraldurins reyndist ekki unnt að taka á móti sérfæðingum frá samstarfslöndum Landgræðsluskólans í Afríku og Mið-Asíu árið 2020. „Það var því ánægjulegt að geta byrjað sex-mánaða námið í byrjun apríl í ár, þrátt fyrir flækjustig vegna ferðalaga á milli landa og heimsálfa, sóttkvíar við komu til landsins og margföld COVID-próf,“ segir Sjöfn Vilhelmsdóttir.</p> <p>Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Skólinn hefur starfað frá árinu 2007 og hafa alls 156 sérfræðingar frá samstarfsstofnunum skólans í Afríku og Asíu útskrifast úr skólanum. Stofnanirnar eru ýmist ráðuneyti, umhverfisstofnanir, héraðsstjórnir og félagasamtök, eða háskóla- og rannsóknastofnanir, allt aðilar sem vinna að málefnum sem tengjast landgræðslu, jarðvegs-og loftslagsrannsóknum og vinnu með landnotendum, eins og bændum og öðrum sem nýta land til síns viðurværis. </p>

29.09.2021Nýliðastyrkur til uppbyggingar á heimili fyrir barnungar mæður

<span></span> <p><span>Heimili fyrir ungar stúlkur í Kenía, átján ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna, hlut á dögunum nýliðastyrk frá utanríkisráðuneytinu til frekari uppbyggingar á starfseminni. Að rekstrinum stendur styrktarfélag sem ber nafn heimilisins, Haven Rescue Home (HRH). Anna Þóra Baldursdóttir veitir félaginu forstöðu og býr í Kenía.</span></p> <p><span>„Í Kenía ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngunni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér,“ segir Anna Þóra.</span></p> <p><span>Hún segir að mörg heimili taki við ungbörnum sem fjölskyldur gefi frá sér því aðeins örfá heimili séu starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn. „Markmið okkar er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar. Með þessu móti er vítahringur fátæktar brotinn, en flestar þessara stúlkna koma frá fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt. Þessi lausn veitir mæðrum og börnum það einstaka tækifæri að fóta sig saman í lífinu,“ segir Anna Þóra.</span></p> <p><span>Styrktarfélagið leitast við að sú vinna sem fram fer á heimilinu sé fagleg og geri skjólstæðingana sterka til að geta framfleytt sér og börnum sínum. Á heimilinu vinnur menntaður félagsráðgjafi, sálfræðingur í hlutastarfi, leikskólakennari ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa unnið lengi á heimilinu og fengið viðeigandi þjálfun. Frá árinu 2017 hefur heimilið hýst 63 einstaklinga, ýmist í lengri eða skemmri tíma og nú búa um 20 á heimilinu. </span></p> <p><span>Að sögn Önnu Þóru hyggst styrktarfélagið með stuðningnum frá utanríkisráðuneytinu byggja upp starfsemi sína á nýju landi, meðal annars með því að bora eftir hreinu vatni, setja upp sólarsellur og byggja kjúklingabú fyrir 2000 kjúklinga. &nbsp;Með þessari uppbyggingu vonast Styrktarfélagið til að geta veitt öruggt aðgengi að hreinu vatni, draga úr vatns- og rafmagnskostnaði og auka sjálfbærni heimilisins. Kjúklingaræktunin er ætluð til sölu á eldiskjúklingi til að afla fjár fyrir heimilið. </span></p> <p><span>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;</span><a href="http://www.utn.is/felagasamtok"><span>hér</span></a><span>.</span></p>

29.09.2021Legó styrkir UNICEF um níu milljarða til að dreifa bóluefni

<span></span> <p>LEGO&nbsp;Foundation&nbsp;hefur tilkynnt um 70 milljóna dala styrk til&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna verkefna stofnunarinnar innan&nbsp;COVAX-samstarfsins og&nbsp;ACT-A. Með styrknum, sem jafngildir ríflega 9 milljörðum króna, verður&nbsp;LEGO&nbsp;Foundation&nbsp;stærsti styrktaraðili&nbsp;UNICEF&nbsp;í þessum verkefnum úr hópi einkaaðila. Framlagið er hluti af loforði sjóðsins um að leggja 150 milljónir dala til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 um allan heim.</p> <p>Í <a href="https://unicef.is/lego-foundation-styrkir-unicef-um-9-milljarda" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá&nbsp;UNICEF&nbsp;segir að framlagið muni flýta mjög fyrir bólusetningu á framlínustarfsmönnum á borð við heilbrigðisstarfsmönnum, kennurum og forráðamönnum barna.</p> <p>„Síðustu átján mánuði hefur líf milljóna barna um allan heim verið sett á bið vegna heimsfaraldursins,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF.</p> <p>„Börn, líkt og við hin, vilja endurheimta venjulegt líf sitt.&nbsp;UNICEF&nbsp;trúir því að með jafnt aðgengi allra að bóluefni við&nbsp;COVID-19 sé öruggasta leiðin fyrir allar þjóðir út úr þessum heimsfaraldri. Við erum afar þakklát&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;fyrir að deila þeirri bjargföstu trú okkar og vonum að rausnarlegur stuðningur þeirra verði öðrum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum innblástur.“</p> <p>Eins og staðan er í dag hafa 5,8 milljarðar bóluefnaskammta verið gefnir um allan heim. Aðeins tvö prósent þeirra hafa farið til Afríku.&nbsp;</p> <p>Fjármagnið frá&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;mun nýtast til að styðja við dreifingu&nbsp;UNICEF&nbsp;á bóluefnum og aðstoð við framkvæmd fullbólusetningar 14 milljóna einstaklinga við eðlilegar aðstæður, og rúmlega 10 milljónir einstaklinga sem búa við&nbsp;mannúðarkrísu.</p> <p>„Framlag okkar byggir á kjarnagildum&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;um að finna skapandi lausnir á erfiðum áskorunum, huga að&nbsp;börnum&nbsp;og samfélögum þeirra og í krafti samstarfs að taka á vandamálum og tækifærum sem stafa af heimsfaraldri&nbsp;COVID-19,“ segir Anne-Birgitte&nbsp;Albrectsen, forstjóri&nbsp;Lego&nbsp;Foundation, í tilkynningunni.</p> <p>UNICEF&nbsp;og&nbsp;Lego&nbsp;Foundation&nbsp;hafa starfað saman frá árinu 2015 með áherslu á velferð og valdeflingu barna í gegnum skapandi leik og lærdóm.</p>

28.09.2021Börn í dag upplifa mun alvarlegri loftslagsáhrif en fyrri kynslóðir

<span></span> <p>Niðurstöður nýrrar skýrslu alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children sýna að börn fædd í dag finna töluvert meira fyrir öfgakenndum loftslagsbreytingum í samanburði við fólk fætt árið 1960. Í skýrslunni lýsa börn frá 11 löndum með eigin orðum hvernig loftlagsbreytingar hafa nú þegar haft áhrif á líf þeirra. Þar er enn fremur lýst skelfilegum áhrifum loftslagsbreytinga á framtíð barna ef ekki er gripið til aðgerða strax. Auk þess má finna í skýrslunni ráðleggingar um það hvernig berjast megi gegn loftslagsbreytingum.</p> <p>Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children stóðu fyrir rannsókninni í samvinnu við alþjóðateymi loftslagsrannsókna í Virje Háskólanum í Brussel þar sem skoðuð voru áhrif loftslagsbreytinga á börn. Skýslan nefnist&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/born-into-the-climate-crisis-1-.pdf">Born into the Climate Crisis: Why we must act now to secure children’s rights.</a>&nbsp;Að því er fram kemur á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/loftslagskrisan" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla á Íslandi sýna niðurstöður að nauðsynlegt sé að grípa til enn frekari loftslagsaðgerða. „Án þeirra munu börn fædd í dag upplifa að meðaltali sjö sinnum fleiri hitabylgjur á ævi sinni heldur en afar þeirra og ömmur. Þau munu að meðaltali upplifa 2,6 sinnum fleiri þurrka, 2,8 sinnum fleiri flóð, næstum þrisvar sinnum fleiri uppskerubresti og tvisvar sinnum fleiri skógarelda,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir enn fremur að loftslagsbreytingar hafi mest áhrif á börn sem búa í fátækari löndum eða samfélögum, þar sem þau eru nú þegar í mun meiri hættu vegna vatnstengdra hörmunga, hungurs og vannæringar. Einnig séu heimili þeirra oftar viðkvæmari fyrir flóðum, stormum og öðrum ofsaveðrum. Loftlagsbreytingar ógni áratuga baráttu gegn hungri og glæpum og auki hættuna á að milljónir barna muni festast í langvarandi fátækt.</p> <p>„Alþjóðasamtök Barnaheilla leggja áherslu á að það sé ennþá tími til að snúa þessari dökku framtíðarsýn við. Ef hlýnun jarðar yrði takmörkuð við 1,5 gráður myndi þessi aukna hætta á hitabylgjum falla um 45%, þurrkar myndu minnka um 39%, flóð um 38%, uppskerubrestir um 28% og skógareldar um 10%.“</p> <p>Samtökin benda á að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum séu ekki bara siðferðisleg skylda okkar, heldur sé það líka lagaleg skylda stjórnvalda að hámarka hagsæld barna í hverju samfélagi.</p> <p>„Þrátt fyrir þetta eru börn að jafnaði ekki höfð með í ákvörðunartöku varðandi loftslagsmál, jafnvel þó að loftslagsbreytingar muni hafa mest áhrif á líf barna á komandi áratugum. Börn verða að fá að spila lykilhlutverk í ákvörðunum varðandi loftslagsbreytingar sérstaklega þær sem hafa áhrif á misrétti og mismunun. Stjórnvöld þurfa því ekki bara að hlusta á börn heldur líka að bregðast við ráðleggingum þeirra.“</p> <p>Til að lágmarka áhrif loftslagsbreytinga á líf milljónir barna kalla alþjóðasamtök Barnaheilla eftir því að lágmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. Það sé hægt með því að hraða ferlinu við að færa okkur úr jarðefnaeldsneyti, auka fjárlög til loftslagsmála og hlusta á raddir barna, kröfur þeirra og réttindi þegar kemur að loftslagsskuldbindingum. Einnig er að mati samtakkan mikilvægt að ríki komi upp viðbragðsáætlunum fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem eru berskjölduð fyrir loftslagsbreytingum.</p>

27.09.2021Loftslagsmál og mannréttindi efst á baugi í ræðu ráðherra á allsherjarþinginu

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, talaði fyrir aðgerðum í loftslagsmálum, jafnari dreifingu bóluefna og mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga fyrir hagsæld og framþróun ríkja í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.</p> <p>Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma.</p> <p>Í ræðu sinni hvatti Guðlaugur Þór til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p> <p>Ráðherra sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/24/Skuldbindingar-Islands-kynntar-a-leidtogafundi-um-orkumal/">heimserindreki orkumála</a>&nbsp;beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór.</p> <p>Umhverfisvernd og auðlindanýting voru einnig rauður þráður í ræðunni, sérstaklega málefni hafsins. Þar hefði Ísland beitt sér fyrir aukinni samvinnu á grundvelli hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og eflt svæðisbundna samvinnu, meðal annars gegn plastmengun á vettvangi Norðurskautsráðsins, samhliða því að vinna að alþjóðasamningum. </p> <p>Guðlaugur Þór brýndi ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum.</p> <p>Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <ul> <li><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/09/27/Raeda-utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-a-76.-allsherjarthingi-Sameinudu-thjodanna/">Ræða utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í heild sinni</a></li> </ul> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/KUyTCeZRK4k" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

27.09.2021Bóluefni frá Íslandi komið til Afríku

<p><span>Fyrstu skammtarnir sem Ísland gefur af AstraZeneca bóluefninu gegn COVID-19 hafa borist Fílabeinsströndinni í Afríku. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem gefin var út af hálfu <a href="https://www.gavi.org/news/media-room/iceland-renews-commitment-global-equitable-access-vaccines-first-doses-arrive-cote-ivoire" target="_blank">bólusetningarbandalagsins Gavi</a>&nbsp;í síðustu viku. Alls fóru 35.700 skammtar frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar, en Ísland hefur gefið alla 125.726 umframskammta af bóluefninu AstraZeneca í bóluefnasamstarfið COVAX í gegnum samstarf við Svíþjóð. Fleiri skammtar verða sendir til annarra viðtökuríkja á næstunni en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru einungis 3,6 prósent íbúa í Afríku nú fullbólusett.</span></p> <p><span>Utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hafa unnið saman að því að koma þeim AstraZeneca bóluefnaskömmtum sem ekki verða nýttir hér á landi til annarra ríkja þar sem þörfin er mest í gegnum bóluefnasamstarfið COVAX. Íslensk stjórnvöld hafa til viðbótar við gjafir á umframskömmtum veitt rúmlega einum milljarði íslenskra króna til COVAX.</span></p> <p><span>„Tryggt aðgengi allra jarðarbúa að bóluefni gegn kórónuveirunni er mikið réttætismál og þar lætur Ísland ekki sitt eftir liggja. En það eru einnig sameiginlegir hagsmunir okkar allra að sjúkdómurinn verði kveðinn niður á heimsvísu sem fyrst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</span></p> <p><span>COVAX er bóluefnastoð alþjóðlegs samstarfs til þess að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn COVID-19. Stærstur hluti framlags Íslands hefur runnið til COVAX-AMC sem snýr að kaupum og dreifingu COVID-19 bóluefnaskammta fyrir þróunarlönd. Bólusetningarbandalagið Gavi hefur umsjón með þessum þætti samstarfsins, en UNICEF sér um flutning á bóluefnum á áfangastað.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

24.09.2021Menntun í ferðatösku áfram í boði í Kenía

<span></span> <p>Styrktarfélagið Broskallar hlaut á dögunum áframhaldandi styrk við verkefnið Menntun í ferðatösku sem félagið hefur rekið í Kenía undanfarin ár. Verkefnið felur í sér tæknistudda kennslu til að aðstoða börn, sem búa við sára fátækt á völdum svæðum í Kenía, við að ljúka grunnskóla- og framhaldsskólanámi, þannig að þau eigi möguleika á að ná inntökuskilyrðum í háskóla. </p> <p>Að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Brosköllum fer námið fram í gegnum spjaldtölvur sem komið er fyrir á völdum bókasöfnum ásamt því að séð er til þess að bókasafnið geti nettengt tölvurnar svo nemendurnir hafi aðgang að æfingarkefinu „tutor-web“ sem þróað var í samvinnu við aðra aðila. </p> <p>„Í fyrri fasa verkefnisins var tölvunum komið fyrir í skólum en eftir COVID-19 og í ljósi skólalokanna víða í heiminum var ákveðið að leggja aðal áherslu á nám í bókasöfnum. Á söfnunum er nemendum lánuð spjöldin en auk einkunna umbunar æfingakerfið með sérhæfðri rafmynt, brosköllum. Nemendur fá að safna brosköllum til að kaupa spjöldin. Nemendum er einnig gefin minni umbun í brosköllum til að kaupa ávexti, dömubindi og fleira í bókasöfnunum,“ segir Gunnar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/DUUSFEG_EIk" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Lögð er áhersla á stærðfræðikunnáttu og Gunnar segir ástæðuna fyrir því meðal annars vera þá að nemendur í Kenía séu almennt læsir og ljúki grunnskóla sem skyldunámi. „Margir nemendanna halda áfram og ljúka framhaldsskóla en falla síðan á inntökuprófum í háskóla. Þetta á sérstaklega við um fátækari svæðin þar sem nemendur hafa ekki aðgang að kennurum sem hafa gott vald á efninu. Hugmyndafræði verkefnisins byggir þannig á reynslu aðstandenda félagsins af kennslu og kennsluhugbúnaði ásamt samvinnu í Kenía.“</p> <p>Á þeim níu mánuðum sem liðnir eru frá því verkefnið var fyrst kynnt í bókasöfnum hafa yfir 1000 nemendur klárað æfingasöfn með notkun spjaldanna og yfir 200 nemendur hafa keypt spjaldtölvur fyrir broskalla.&nbsp;</p> <p>Því er við að bæta að Gunnar Stefánsson, sem er prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, heldur erindi í Háskóla Íslands á þriðjudag um notkun rafmynta og tölvustudda kennslu á fátækustu svæðum Kenía. Erindið er hluti af fyrirlestrarröðinni „Bálkakeðjur á þriðjudögum“. Fyrirlesturinn<span>&nbsp; </span>verður í sal 3 í Háskólabíói en honum verður einnig <a href="https://eu01web.zoom.us/j/67464692062" target="_blank">streymt</a>.</p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank">hér</a>.</p>

23.09.2021Styrkur til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um menntun afskiptra nemenda í Kenía

<span></span> <p>Á dögunum hlaut Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) styrk frá utanríkisráðuneytinu til áframhaldandi eflingar afskiptra nemenda í Pókot-sýslu í Kenía. Verkefnið felur í sér að bæta aðstöðu til menntunar í tveimur grunnskólum og tveimur framhaldsskólum í sýslunni og styrkja þannig viðkomandi einstaklinga og samfélög til frambúðar.</p> <p><span>Að sögn Ragnars Gunnarssonar framkvæmdastjóra SÍK styrkir bætt aðstaða aukin gæði kennslu og virka þátttöku nemenda. „Orðstír skólanna í nærsamfélaginu eykst og þar með metnaður foreldra að senda börnin í skóla og að þau ljúki námi. Sá þáttur er sérstaklega mikilvægur fyrir stúlkur sem lenda annars auðveldlega í hefðbundnum heimilisstörfum, limlestingu á kynfærum og ótímabærri giftingu,“ segir hann og bætir við að &nbsp;almennt muni ólæsi minnka og verða hverfandi með tímanum. </span></p> <p><span>Verkefnið miðar að því að byggja tvær kennslustofur við hvorn grunnskólann og eina 140 manna heimavist við hvorn stúlknaframhaldsskólann.</span></p> <p><span>SÍK hefur starfað í Pókot um áraraðir og samtökin starfa með heimamönnum og með stuðningi yfirvalda í héraði og á landsvísu. Ragnar segir að markhópar verkefnisins séu annars vegar piltar og stúlkur á grunnskólaaldri sem fá bætt tækifæri til náms í skólunum og hins vegar stúlkur á framahaldsskólaaldri. Í síðarnefnda hópnum er sérstaklega hugað að öryggi stúlknanna og lögð áhersla á að koma þeim sem flestum áfram í nám á háskólastigi. „Áherslan á heimavistir stúlkna á sér rætur í biturri reynslu af öðru fyrirkomulagi þar sem stúlkur hafa verið áreittar og jafnvel beittar ofbeldi á leið í og úr dagskóla. Reynslan sýnir að heimavist tryggir betur öryggi þeirra og velferð. Auk þess hafa stúlkurnar yfirleitt betri aðstöðu til heimanáms á heimavist með aðgengi að upplýstum skólastofum heldur en í þröngum og illa upplýstum húsakosti heima við,“ segir hann.</span></p> <p><span>Að mati Ragnars ýtir verkefnið undir aukinn metnað kennara og nemenda, dregur úr brottfalli og eykur skilning samfélaganna á gildi menntunar. Verkefnið&nbsp; hefur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og þá helst markmið fjögur um menntun fyrir alla og fimmta markmiðið um jafnrétti kynjanna. </span></p> <p><span>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;</span><a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank"><span>hér</span></a><span>.</span></p>

22.09.2021Stelpur rokka áfram í Tógó

<span></span> <p>Undanfarin ár hafa samtökin <a href="http://stelpurrokka.is/" target="_blank">Stelpur rokka!</a>&nbsp;í samstarfi við Sól í Tógó og Association Mirlinda staðið fyrir rokkbúðum fyrir stúlkur í Tógó með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Nýlega fékk verkefnið áframhaldandi styrk og stendur því til að halda rokkbúðir næstu fjögur árin í það minnsta ásamt því að styðja við rekstur tónlistarmiðstöðvar í Tógó. </p> <p>Rokkbúðirnar voru fyrst haldnar árið 2016 og hafa frá þeim tíma verið árlegur viðburður í tógósku tónlistarlífi. „Rokkbúðirnar njóta mikilla vinsælda og myndast jafnan langur biðlisti í þær,“ segir Áslaug Einarsdóttir framkvæmdastýra hjá samtökunum Stelpur rokka! „Rokkbúðirnar í ár eru nýafstaðnar en 40 stúlkur rokkuðu saman í viku í lok ágúst &nbsp;í bænum Tsévie, skammt frá höfuðborginni Lomé. Þátttakendur rokkbúðanna lærðu á hljóðfæri, sömdu lög og æfðu hópdansa og afraksturinn var fluttur á opinberum lokatónleikum þar sem 5 nýskipaðar hljómsveitir komu fram ásamt kennurum og starfsfólki rokkbúðanna,“ segir hún.</p> <p>Að sögn Áslaugar miða rokksumarbúðirnar meðal annars að því að gera ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar og skapa þar jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft en slíkt rými er oftar en ekki ætlað drengjum. „Stúlkur á aldrinum 9-19 ára koma víða að í Tógó til að sækja rokkbúðirnar og tógóskar tónlistarkonur taka þátt í að kenna eða heimsækja búðirnar. Þar með myndast öflugt tengslanet milli stúlknanna og kvennanna,“ segir Áslaug.</p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank">hér</a>.</p>

21.09.2021UNGA76: Sjálfbær auðlindanýting, loftslagsmál og mannréttindi leiðarstefin

<p>Nú stendur yfir 76. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York sem sett var með formlegum hætti í síðustu viku. Að þessu sinni verður þingið blanda af fjarfundum og beinni þátttöku vegna heimsfaraldursins. Íslenskir ráðamenn taka þátt í þinginu og hliðarviðburðum með fjarfundabúnaði og myndabandsupptökum.</p> <p>„Ísland hefur verið öflugur málsvari alþjóðalaga, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og síðast en ekki síst mannréttinda og jafnréttis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þau mál verða í forgrunni hjá Íslandi á þessu allsherjarþingi ásamt aðgerðum vegna heimsfaraldursins og loftslagsbreytinga. Við höldum áfram að vera óhrædd við að tala fyrir alþjóðalögum, mannréttindunum og lýðræði eins og framganga Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna undirstrikaði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Venju samkvæmt flytur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ræðu Íslands á allsherjarþinginu og hún er á dagskrá 27. september.&nbsp;</p> <p>Í tengslum við þingið fara fram fjölmargir fundir og hliðarviðburðir sem fulltrúar Íslands munu sækja rafrænt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpar leiðtogafund um jafnari dreifingu bóluefna sem haldinn verður í tengslum við allsherjarþingið á morgun, 22. september. Á morgun tekur utanríkis- og þróunarmálaráðherra einnig þátt í fundi um málefni hinsegin fólks sem haldinn er á vegum ríkjahóps sem beitir sér fyrir réttindum þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Ísland tilheyrir.&nbsp;</p> <p>Fimmtudaginn 23. september tekur forsætisráðherra þátt í leiðtogafundi um sjálfbærni matvælakerfa og mikilvægi þeirra fyrir innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur þá þátt í fundi bandalags um fjölþjóðasamvinnu, sem miðar að því efla fjölþjóðasamstarf og virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum. Guðlaugur Þór ávarpar einnig ráðherrafund um orkumál 24. september, en Ísland hefur tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins sem sérstakur málsvari sjálfbærrar orkunýtingar og jafnréttis.</p> <p>Hægt er að fylgjast með allsherjarþinginu og helstu viðburðum á netinu.</p>

20.09.2021UNICEF: Tryggja þarf jafnan rétt stúlkna til náms í Afganistan

<span></span> <p><span>UNICEF fagnar því að skólar séu að opna aftur víða í Afganistan eftir að hafa verið lokaðir svo mánuðum skiptir vegna COVID-19. Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, segir þó mikið áhyggjuefni ef skilja á stúlkur eftir í þeirri ákvörðun.</span></p> <p><span>„Við höfum miklar áhyggjur af því hversu margar stúlkur fá ekki að snúa aftur til náms núna. Það má ekki gerast að stúlkur verði skildar eftir. Það er algjörlega nauðsynlegt að stúlkur, þar með taldar eldri stúlkur, fái að halda menntun sinni áfram án tafa. Til að það gerist þurfum við kvenkyns kennara aftur til starfa,“ segir Fore í yfirlýsingu.</span></p> <p><span>Í <a href="https://unicef.is/tryggja-tharf-jafnan-rett-stulkna-til-nams-i-afganistan" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF á Íslandi bendir hún á að fyrir núverandi mannúðarkrísu í Afganistan hafi 4,2 milljónir barna ekki verið skráð í skóla. 60 prósent þeirra stúlkur.</span></p> <p><span>„Hver dagur sem stúlkur eru sviptar rétti sínum til menntunar er glatað tækifæri fyrir þær, fjölskyldur þeirra og samfélög.“</span></p> <p><span>Menntamál í Afganistan hafa tekið þó nokkrum framförum síðustu tvo áratugi. Fjöldi skóla hefur þrefaldast og námsmönnum fjölgað úr einni milljón í 9,5 milljónir.</span></p> <p><span>„Þetta eru mikilvægar umbætur fyrir afgönsk börn sem við verðum að sýna virðingu og verja. UNICEF hvetur til að réttur allra barna til náms í Afganistan verði virtur. UNICEF mun halda áfram baráttu sinni og réttindagæslu til að tryggja jafnan rétt stúlkna og drengja til náms og tækifæra í friðsælu og uppbyggilegu Afganistan,“ segir Fore að lokum.</span></p>

17.09.2021UNICEF afhjúpar táknræna útstillingu fyrir tapaðar skólastundir barna

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;afhjúpaði í dag táknræna útstillingu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í&nbsp;New&nbsp;York&nbsp;sem telur klukkustundir af kennslu sem börn hafa tapað vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19. Verkið ber yfirskriftina „Við megum engan tíma missa“ („No&nbsp;Time&nbsp;to&nbsp;Lose“).</p> <p>"Börn á skólaaldri um allan heim hafa samanlagt orðið af alls 1,8 billjón klukkustundum af kennslu eigin persónu í skólastofum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 og&nbsp;skólalokana. Fyrir vikið hafa börn orðið af mikilvægri menntun og öðrum jákvæðum og uppbyggilegum tengslum við skóla.&nbsp;Því lengra sem líður eykst hættan á að mörg þessara barna snúi ekki aftur í skóla, verði send út að vinna eða gift barnung. Framtíð þeirra er í húfi," segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Að þessu tilefni hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;stillt upp stórri klukku, sem lítur út eins og krítartafla í tómri kennslustofu, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og sýnir í rauntíma áætlaðar stundir af kennslu sem tapast hafa. Í kennslustofunni eru 18 tóm skrifborð, eitt fyrir hvern mánuð sem heimsfaraldurinn hefur raskað skólastarfi um allan heim.&nbsp;</p> <p>76.&nbsp;Allsherjarþing&nbsp;Sameinuðu þjóðanna hefst í dag og er útstillingunni ætlað að brýna fyrir þjóðarleiðtogum frá öllum heimshornum mikilvægi þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar í heimsfaraldrinum.&nbsp;</p> <p><strong>Heil kynslóð svikin um tækifæri</strong></p> <p>„Við erum að snuða heila kynslóð og framtíð þeirra hangir á bláþræði fyrir vikið. Við verðum að setja enduropnun skóla í forgang og styðja við þau sem af mestu hafa orðið. Við megum engan tíma missa,“ segir&nbsp;António&nbsp;Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í tilkynningu.&nbsp;</p> <p>Á heimsvísu hafa um 131 milljón skólabarna orðið af þremur fjórðu af námi sínu með viðveru í kennslustofu frá mars 2020 til september 2021. Af þeim hafa 77 milljónir orðið af nær öllu sínu námi í eigin persónu. Um 27 prósent þjóða búa enn við að skólar séu ýmist að fullu eða að hluta lokaðir vegna faraldursins. Samkvæmt nýjustu tölum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, búa 870 milljónir nemenda á öllum stigum við einhvers konar röskun á námi sínu.&nbsp;</p> <p><strong>Hver kennslustund dýrmæt</strong></p> <p>UNICEF&nbsp;ítrekar áskorun sína til stjórnvalda, hvar svo sem þau eru í veröldinni, að opna skóla á ný eins fljótt og auðið er og taka nauðsynleg skref til að tryggja óraskaða kennslu í skólum með viðeigandi&nbsp;sóttvörnum.&nbsp;</p> <p>„Hver klukkustund sem barn ver í&nbsp;skólastofu&nbsp;er dýrmæt. Hún er tækifæri til að víkka sjóndeildarhring þeirra og hámarka hæfileika þeirra,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF.</p> <p>„1,8 billjónir klukkustunda er óskiljanlega mikill tími. Það er sömuleiðis óskiljanlegt að forgangsraða ekki aðgerðum vegna&nbsp;COVID-19&nbsp;í þágu barna og framtíðar þeirra. Við verðum að opna þessa lokuðu skóla eins fljótt og hægt er. Klukkan tifar.“</p>

17.09.2021Ný stjórn ungmennaráðs UN Women

<span></span> <p>Aðalfundur ungmennráðs UN Women á Íslandi fór fram á dögunum. Ný sjö kvenna stjórn var kosin en eingöngu konur buðu sig fram. <a href="https://unwomen.is/ungmennarad/">Ný stjórn ungmennráðsins</a>&nbsp;samanstendur af eftirfarandi: Erna Benediktsdóttir, Fönn Hallsdóttir, Gerður Ævarsdóttir, Hulda Sif Högnadóttir, Líney Helgadóttir, Sólrún Ásta Reynisdóttir og Védís Drótt Cortez.</p> <p>Hlutverk ungmennaráðs er að fræða og efla ungmenni um málefni kvenna og jafnréttis á í fátækari löndum og á átakasvæðum. Það gera meðlimir ráðsins fyrst og fremst með fræðslu og kynningum í grunn- og framhaldsskólum. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan. En einnig stendur ráðið fyrir vitundarvakningar- og fjáröflunarviðburðum.</p> <p>Síðastliðið starfsár ungmennaráðsins var með óvenjulegu sniði vegna samkomutakmarkana vegna heimsfaraldursins. Stjórn ráðsins aðlagaði sig fljótt og bauð upp á skólakynningar í gegnum Zoom og Teams. Fjarkynningar voru 24 og samkvæmt <a href="https://unwomen.is/ny-stjorn-ungmennrads-un-women/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UN Women efldi þetta nýja fyrirkomulag fræðslu á landsbyggðinni. </p> <p>Ný fræðslunefnd eingöngu skipuð strákum, var sett á fót. Markmiðið með því var að jafna kynjahlutföll í skólakynningum. Samfélagsmiðlar ungmennaráðsins blómstruðu í höndum stjórnarinnar með ýmsum liðum, líkt og „femínistar tala“, þar sem fjölbreyttur hópur femínista tók yfir Instagram ungmennráðsins og fjallaði um fjölbreyttar leiðir í femínisma. Á meðal femínista voru Sóley Tómasdóttir, Vilhelm Neto, Ingileif Friðriksdóttir og Sema Erla.</p> <p>Á aðalfundinum var farið yfir liðið starfsár, fulltrúar aktívistahópsins&nbsp;Antírasistar&nbsp;héldu erindi ásamt aktívistahópnum&nbsp;Öfgum.</p> <p>Í frétt UN Women er fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf og nýrri stjórn óskað góðs gengis.</p>

16.09.2021Ný framkvæmdastýra UN Women frá Jórdaníu

<span></span> <p>Sima Sami Bahous&nbsp; hefur verið skipuð ný framkvæmdastýra UN Women. Sima tekur við af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem lét af störfum í ágúst. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti skipunina í vikubyrjun.</p> <p>Sima, sem er jórdönsk, hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum bæði innan grasrótarinnar og á alþjóðavettvangi. Hún var áður fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði á svæðisskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ í Arabaríkjunum &nbsp;á árunum 2012-2016.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unwomen.is/sima-bahous-skipud-framkvaemdastyra-un-women/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women á Íslandi hefur Sima gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan jórdanska stjórnarráðsins og verið útnefnd sérlegur ráðgjafi Jórdaníukonungs. Hún er með doktorsgráðu í samskiptum og þróunarfræðum, MA próf í bókmenntum og BA gráðu í enskum bókmenntum.</p> <p>Sima tekur við stöðu framkvæmdastýru UN Women af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem gegnt hafði stöðunni frá árinu 2013.</p> <p>Phumzile er kennari að mennt og með doktorsgráðu í kennslufræðum. Hún hefur lengi verið virk í kvenréttindabaráttunni, bæði í heimalandi sínu Suður Afríku og á alþjóðvettvangi. Phumzile gegndi embætti varaforseta Suður Afríku á árunum 2005 til 2008 og var virk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður afrískra stjórnvalda á sínum yngri árum.</p> <p>„Á sama tíma og UN Women á Íslandi býður Sima Bahous velkomna til starfa, kveðja samtökin Phumzile og þakka henni fyrir einstakt starf í þágu kvenna og stúlkna um allan heim,“ segir í fréttinni.</p>

15.09.2021Rauði krossinn fagnar komu kvótaflóttafólks til landsins

<span></span> <p>“Við komum til að geta átt líf,” sagði sýrlenskur fjölskyldufaðir sem kom til landsins í síðustu viku og fékk hér vernd í boði íslenskra stjórnvalda. Alls komu 33 sýrlenskt kvótaflóttafólk eða sex fjölskyldur til landsins frá Líbanon. Enn er von á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar. Fólkið átti að koma á síðasta ári en það tafðist vegna heimsfaraldursins. Síðast var tekið á móti flóttafólki í boði stjórnvalda haustið 2019.</p> <p>Að því er fram kemur í <a href="http://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-fagnar-komu-kvotaflottafolks-til-landsins-og-oskar-eftir-fleiri-sjalfbodalidum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi hefur biðin verið fólkinu erfiðust. „Flest hafa þau búið í Líbanon, þangað sem þau flúðu, í fjölda ára við afar erfiðan kost. Enda er Líbanon það land sem hýsir hlutfallslega flesta flóttamenn á heimsvísu. Fæst áttu þau möguleika á að afla sér nægra tekna til að hafa í sig og á og börn hafa sum ekki komist mikið í skóla. Ástandið vegna COVID19 gerði síðan allt mun erfiðara. Ósk þeirra er að hefja nýtt líf á Íslandi, læra tungumálið, stunda nám og vinnu. Fá tækifæri til að eignast mannsæmandi líf,“ segir í fréttinni.</p> <p>Starfsfólk Fjölmenningarsetur og Rauða krossins á Íslandi tóku á móti fjölskyldunum við komuna til landsins. Eftir að fjölskyldurnar hafa lokið sóttkví fara þær í þau sveitarfélög þar sem þau fá stuðning fyrstu árin í nýjum heimkynnum, í Árborg, Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri.&nbsp;</p> <p>„Rauði krossinn fagnar komu fólksins hingað til lands, eftir langa bið. Félagið hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956, þegar flóttafólk kom hingað til lands í fyrsta sinn í boði stjórnvalda, eða yfir 65 ára tímabil. Í þennan tíma hefur Rauði krossinn gegnt mikilvægu hlutverki í móttöku, aðlögun og hagsmunagæslu flóttafólks ásamt aðstoð og þjónustu við fólk sem kemur á eigin vegum í leit að alþjóðlegri vernd.“</p> <p>Um miðjan október er síðan von á afgönsku flóttafólki frá Íran og eftir það er gert ráð fyrir einstaklingum frá ýmsum Afríkuríkjum. Þeir koma frá Kenýa.</p> <p>Rauði krossinn segir að undanfarin ár hafi stjórnvöld lagt metnað í að þróa kerfi og þjónustu í kringum samræmda móttöku flóttafólks sem er ætlað að aðstoða allt flóttafólk á sambærilegan hátt. "Rauði krossinn sinnir hlutverki sínu við móttökuna í nánu samráði og samvinnu við stjórnvöld, félagsþjónustur sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila eins og Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun sem koma nú að verkefninu með auknum krafti. Meginverkefni sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða krossins er að veita flóttafólki sálfélagslegan stuðning leiðsögu- og tungumálavina enda sýnir reynslan að það að greiða fyrir tengslum inn í samfélagið gegnum persónulegan vinskap getur skipt sköpum við að festa hér rætur,“ segir í fréttinni.</p> <p><strong>Auglýst eftir sjálfboðaliðum</strong></p> <p>Rauði krossinn auglýsir nú eftir fleiri sjálfboðaliðum til að vera fólkinu innan handar, sérstaklega í grennd við ofangreind sveitarfélög sem og í Reykjanesbæ. „Allir geta gert eitthvað til að auðvelda nýju íbúunum að aðlagast íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að sem flestir í samfélaginu taki þátt í því að bjóða fólkið velkomið. Við bendum áhugasömum að hafa samband í s. 570-4000 eða skrá sig beint gegnum&nbsp;<a href="http://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi">vefinn okkar.</a>“</p> <p>Til fróðleiks má vekja athygli á því að ferðaþjónustu- og fjölskyldufyrirtækið Guðmundur Jónasson sem nú heitir GJTravel hefur frá upphafi, frá 1956, boðist til að sækja flóttafólkið á Keflavíkurflugvöll endurgjaldslaust. Bílstjórarnir sem nú sinna því verkefni eru barnabörn Guðmundar heitins og finnst jafn sjálfsagt að leggja sitt af mörkum við að bjóða nýja íbúa velkomna hingað, úr sárri neyð. „Rauði krossinn þakkar þeim innilega dyggan stuðning og telur framlag þeirra sannarlega til eftirbreytni.“</p>

14.09.2021UNICEF hvetur þjóðarleiðtoga til að aðstoða í Afganistan

<span></span> <p>„Hjálpið okkur. Það hefur aldrei verið mikilvægara að standa með börnunum í Afganistan og fólkinu sem aðstoðar þau,“ sagði Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, í ávarpi á ráðherrafundi um ástandið í Afganistan í&nbsp;Genf&nbsp;í gær. Í ákalli lagði&nbsp;Fore&nbsp;áherslu á að þjóðir létu ekki sitt eftir liggja og fjármögnuðu af fullum þunga neyðaraðgerðir við&nbsp;mannúðarkrísunni&nbsp;í Afganistan.</p> <p>Á fundinum, sem António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boðaði til, fengu ráðherrar að heyra hvernig tíu milljónir afganskra barna þurfi á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af. Hvernig ein milljón afganskra barna muni þjást af alvarlegri bráðavannæringu á þessu ári án aðgerða. Hvernig 600 þúsund Afgana, þar af helmingur þeirra börn, hafi neyðst til að flýja heimili sín á árinu og hvernig tala fylgdarlausra barna í landinu hækkar dag frá degi. Hvernig aðgerða sé þörf og það strax.</p> <p>Í ávarpi vék&nbsp;Fore&nbsp;að árangri&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi, en&nbsp;Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna&nbsp;hefur verið til staðar fyrir fólkið í Afganistan í nærri sjötíu ár.</p> <p>„Bara síðustu tvær vikur hefur UNICEF&nbsp;útvegað 170 þúsund manns drykkjarvatn í miðjum þurrkum. Haldið úti færanlegum teymum heilbrigðisstarfsmanna í fjórtán héruðum til að halda áfram að veita íbúum grunnheilbrigðisþjónustu. Síðustu vikuna í ágúst veitti&nbsp;UNICEF&nbsp;fjögur þúsund vannærðum börnum undir fimm ára aldri nauðsynlega næringarmeðferð,“ sagði&nbsp;Fore.</p> <p>Hún benti á að ekkert af þessum væri mögulegt án framlínustarfsmanna&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi og starfsfólks&nbsp;UNICEF&nbsp;í Afganistan. Þau væru nú sem endranær reiðubúin að hætta lífi sínu til að þjóna börnunum í Afganistan. En þörf væri á frekari fjárstuðningi frá öllum þjóðum.</p> <p>„Án ykkar stuðnings er hætt við að þessi lífsnauðsynlega þjónusta stöðvist og eymd þjóðar í sárum aukist enn. Ríki heimsins geta ekki látið það gerast.“</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi hefur undanfarnar vikur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í&nbsp;Afganistan. Viðbrögð landsmanna hafa verið virkilega jákvæð. Enn er hægt að styðja söfnunina með því að&nbsp;senda&nbsp;SMS-ið BARN í númerið 1900 ( til að gefa 1.900 krónur) eða gefa frjálst framlag&nbsp;<a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">hér</a>.&nbsp;</p>

14.09.2021Íslensk þekking nýtt í orkuskiptum á Kómorum

<span></span> <p><span>„Við viljum sjá fleiri burðug og kraftmikil íslensk fyrirtæki skoða samstarfstækifæri í þróunarríkjum og stuðla með starfsemi sinni að hagsæld þar og grípa um leið ný tækifæri til uppbyggingar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna veitti á dögunum styrk í verkefni lögfræðistofunnar <a href="https://www.bbafjeldco.is/" target="_blank">BBA // Fjeldco</a>&nbsp;um ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómorum í Indlandshafi. </span></p> <p><span>Ráðherra segir fagnaðarefni að íslenskt hugvit og sérfræðiþekking nýtist til uppbyggingar lagaramma um endurnýjanlega orku í einu fátækasta ríki Afríku. Kómorur eigi auk þess margt sameiginlegt með Íslandi, bæði eru eldfjallaeyjur sem vilja nýta endurnýjanlegar auðlindir sínar vel.</span></p> <p><span>Stjórnvöld á Kómorum, eyríki í Indlandshafi, stefna að því að nýta endurnýjanlega orkugjafa í auknum mæli í stað dísilolíu í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. BBA // Fjeldco annast undirbúning og drög að reglugerðum um nýtingu á sólarorku, vindorku og vatnsafls á eyjunum í samstarfi við ÍSOR, Verkís,&nbsp;Intellecon&nbsp;og ráðgjafa frá&nbsp;Kómorum.</span></p> <p><span>Baldvin Björn Haraldsson einn eigenda BBA // Fjeldco lýsir yfir mikilli ánægju með styrkinn. „Ég er þakklátur fyrir að geta stutt við atvinnuþróun sem eflir notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á Kómorum. Þetta hefði ekki verið mögulegt án grunnfjárfestingar hin opinbera í verkefninu. Það tækifæri kom til í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við stjórnvöld á Kómorum sviði jarðhitanýtingar – verkefni sem stutt var af UNDP, Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna.“</span></p> <p><span>Með skýrum lagaramamma á þessu sviði standa vonir til að hægt verði að fá fleiri erlenda fjárfesta og &nbsp;samstarfsaðila til samstarfs. Aukið aðgengi almennings og fyrirtækja að grænni raforku á sanngjörnu verði er lykilatriði í því að styrkja efnahag og landsframleiðslu Kómora til lengri tíma. </span></p> <p><span>BBA // Fjeldco ehf. hefur sérhæft sig í starfsemi sem tengist útflutningi á íslensku hugviti og þjónustu, meðal annars á sviði orkumála, og hefur mikla reynslu af alþjóðlegu samstarfi. Verkefnið kemur í framhaldi af samstarfi fyrirtækisins við UNDP á Kómorum og því er þekking til staðar á stjórnsýslu og stofnunum þar í landi.</span></p> <p><span>Samstarfssjóður við atvinnulíf&nbsp; um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í fjármögnun verkefna fyrirtækja á sviði atvinnuþróun og uppbyggingu efnahags- og viðskiptalífs í fátækari löndum heims. Sérstök áhersla er á að verkefni feli í sér stuðning við sjálfbæra þróun, umhverfisvernd eða stuðli að aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Verkefni þarf að framkvæma í samvinnu við samstarfsaðila í þróunarlandi. Styrkurinn getur numið allt að 200.000 Bandaríkjadölum (um 30 milljónir íslenskra króna) og getur verið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Umsóknarfrestur rennur út 15. október næstkomandi. </span></p> <p><a href="https://www.heimstorg.is/heimsmarkmidasjodur_haust_2021/"><span>Heimstorg</span></a><span> Íslandsstofu annast upplýsingagjöf um samstarfstækifæri í þróunarlöndum en fræðast má nánar um sjóðinn á </span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/"><span>vef Stjórnarráðsins</span></a><span>.</span></p>

13.09.202125 milljóna viðbótarframlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnu ráðherra tilkynnti um 25 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Genf í dag. Framlagið rennur til samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og bætist það við fjárframlög íslenskra stjórnvalda til Afganistans að undanförnu. </p> <p>Guðlaugur Þór <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/09/13/Avarp-a-aheitaradstefnu-Sameinudu-thjodanna-vegna-Afganistans/">ávarpaði ráðstefnuna </a>í gegnum fjarfundarbúnað þar sem hann tilkynnti um stuðning Íslands. Fjárhæðin kemur til viðbótar við 30 milljóna króna framlags til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og 30 milljóna króna framlags til Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem tilkynnt var um í ágúst. </p> <p>„Með þessu viljum við svara ákalli Sameinuðu þjóðanna um tafarlausan stuðning við afgönsku þjóðina, ekki síst til að tryggja virðingu fyrir alþjóðlegum mannréttindum og mannúðarlögum, óhindraðan aðgang mannúðarstofnana, og vernd afganskra borgara. Síðast enn ekki síst verðum við standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna í Afganistan og að tryggja að það sem hefur áunnist í þeirri baráttu glatist ekki. Veturinn er handan við hornið, og hann er afar harður í Afganistan. Það er því mikilvægt að bregðast hratt við,“ segir Guðlaugur Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðhera. &nbsp;&nbsp;</p> <p>Í kjölfar valdatöku talibana í Afganistan hefur hagur almennings í landinu versnað til muna. Miklir þurrkar hafa bætt gráu ofan á svart og heimfaraldur kórónuveiru svo aukið álagið á veikburða heilbrigðisþjónustu. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18 milljónir, þurfi á mannúðaraðstoð að halda og yfir hálf milljón hafi hrakist á flótta. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

13.09.2021Áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu leirkeraverkstæðis í Freetown

<span></span> <p><a href="https://aurorafoundation.is/" target="_blank">Aurora velgerðasjóður</a> er búinn að byggja upp, ásamt samstarfsaðilum, vel starfhæft leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone. Þar er einnig rekinn skóli þar sem nemendur læra að verða keramikerar. Utanríkisráðuneytið studdi við frekari uppbyggingu á verkstæðinu á síðasta ári og nú hefur verkefnið hlotið áframhaldandi styrk frá ráðuneytinu.&nbsp;</p> <p><span>Verkefnið hefur gengið vel að sögn Regínu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra Aurora sjóðsins. Hún segir að gífurlegt atvinnuleysi sé í Síerra Leone, einkum meðal ungs fólks og að staðan hafi versnað á undanförnu ári í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. </span></p> <p><span>„Lettie Stuart Pottery verkstæðið er einstakt því það eru fá verkstæði í Afríku sem státa af getu til&nbsp; hábrennslu og þekkingar heimamanna til að búa til góða keramikvöru. Verkefnið er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu sem og að taka þessa þekkingu á næsta stig. Vörur handunnar í Síerra Leóne úr hráefni frá nærumhverfinu eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu, einkum þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari,“ segir Regína.</span></p> <p><span>Regína segir að á undanförnum misserum hafi verkstæðið vakið töluverða athygli innanlands. „Rétt áður en COVID skall á var ákveðið að bjóða upp á námskeið um helgar á verkstæðinu þar sem fólki gæfist kostur á að búa til sína eigin hluti og prófa sparkbekkina, sem notaðir eru í leirlistinni. Mikill áhugi kviknaði strax en vegna COVID var lokað á slíkt fljótt aftur. Í byrjun árs 2021 var aftur farið af stað með námskeiðin og þau hafa vakið gífurlega athygli. Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu keramikvara er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi í Síerra Leóne. Hráefni og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi keramikera í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og listhandverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar,“ segir Regína.</span></p> <p><span>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;</span><a href="http://www.utn.is/felagasamtok" target="_blank"><span>hér</span></a><span>.</span></p>

13.09.2021Sómalíland: Rauði krossinn á Íslandi tryggir sálrænan stuðning fyrir íbúa

<span></span> <p>Endurteknar náttúruhamfarir og átök í næstum þrjá áratugi hafa skapað erfiðar aðstæður og áskoranir í hinu sjálfstæða lýðveldi Sómalílandi, sem er í norðvesturhluta Sómalíu. „Þessar aðstæður hafa hrakið mikinn fjölda fólks á flótta innan Sómalílands og glímir flóttafólkið ekki aðeins við náttúruhamfarir og óöryggi heldur líka sjúkdóma og faraldra á borð við malaríu, mislinga, kórónuveiruna ofan á vaxandi vannæringu sem er afleiðing af auknum fæðuskorti í landinu,“ segir Ísabella Ósk Másdóttir hjá Rauða krossinum á Íslandi.</p> <p>Hún segir að til að bæta gráu ofan á svart sé staða stúlkna og kvenna slæm í landinu enda þótt margt hafi áunnist í þeim efnum og ástæða sé til aukinnar bjartsýni, meðal annars fyrir tilstilli Rauða krossins á Íslandi. „Það er augljóst að aðstæðurnar sem fólkið í Sómalílandi glímir við dag hvern eru afar erfiðar og til lengri tíma hafa þær ekki aðeins neikvæð áhrif á líkamlega heilsu þess heldur einnig verulega neikvæð áhrif á andlega heilsu. Forsenda þess að fólk hafi kraft til að bregðast við erfiðum aðstæðum er að það hafi von og þá skiptir gott geðheilbrigði sköpum. </p> <p>Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er heilbrigðiskerfi Sómalílands eitt það veikburðasta í heimi. „Íbúar landsins búa því við afar skert aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og sálfélagslegum stuðningi til að vinna úr erfiðleikum og áföllum. Í grein sem háskólinn í Cambridge birti árið 2019 var það mat sérfræðinga að vopnuð átök, fátækt, atvinnuleysi og víðtæk ofnotkun örvandi efna hafi haft neikvæð áhrif á andlega heilsu íbúa Sómalílands og í raun valdið sprengingu andlegra veikinda þar í landi sem lítið hafi verið fjallað um til þessa. Þá hefur heimsfaraldur COVID-19 einnig haft áhrif og valdið þjóðinni enn meiri berskjöldun gagnvart neikvæðum áhrifum á andlega heilsu og líðan,“ segir Ísabella.</p> <p>Frá árinu 2012 hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað með sómalska Rauða hálfmánanum að ýmsum verkefnum, meðal annars með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Af þeim verkefnum má sérstaklega nefna færanlega heilsugæslu í Hargeisa sem verið hefur megin langtímaverkefni félaganna. Heilsugæslunni er ætlað að þjónusta um 25 þorp og bæi í nágrenni Hargeisa, höfuðborgar landsins, með rúmlega 30 þúsund íbúa, og eina heilbrigðisþjónustan sem íbúum svæðisins stendur til boða. Frá upphafi hefur verkefnið miðað að því að sinna bólusetningum, næringarskimunum barna og mæðravernd auk hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu og lækninga og fræðslu á sviði heilbrigðis. Það var svo fyrr á þessu ári sem Rauði krossinn á Íslandi, þökk sé styrktaraðilum, gat bætt sálrænum og sálfélagslegum stuðningi við þá fræðslu og þjálfun sem starfsfólk heilsugæslunnar hlýtur.</p> <p>Nánar á <a href="http://http://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-a-islandi-tryggir-salraenan-studning-fyrir-ibua-berskjaldadra-samfelaga-somalilands" target="_blank">vef</a>&nbsp;Rauða krossins</p>

10.09.2021CLF á Íslandi: Áframhaldandi uppbygging í Úganda í þágu stúlkna

<span></span> <p>Félagasamtökin CLF á Íslandi hafa fengið vilyrði fyrir styrk frá utanríkisráðuneytinu til að halda áfram uppbyggingu á Candle Light High School í Mukono héraði í Úganda. Skólinn býður ungum stúlkum sem eiga erfitt uppdráttar upp á nám þar sem áhersla er lögð á öruggt umhverfi, sálrænan stuðning og valdeflingu. </p> <p><a href="https://clf.is/" target="_blank">CLF á Íslandi</a> hefur áralanga reynslu af stuðningi við skólastarf í landinu og hefur styrkt verkmenntaskóla Candle Light Foundation í sama skólahúsnæði í Úganda þar sem ungum stúlkum stendur til boða verknám sem er sniðið að félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Markmið CLF á Íslandi hefur frá upphafi verið að stuðla að menntun og að efla hæfni stúlkna í Úganda til að standa á eigin fótum, efla atvinnumöguleika þeirra og framtíðartækifæri. </p> <p>Verkefnið snýst um áframhaldandi uppbyggingu Candle Light High School í Úganda en fjármagn frá utanríkisráðuneytinu verður meðal ananrs nýtt til að byggja hús sem mun hýsa tvær kennslustofur auk skólabókasafns og rannsóknarstofu. Rosette Nabuuma, framkvæmdarstýra CLF í Úganda, segir að stækkun skólans hjálpi samtökunum að mæta þörf stúlkna í nærsamfélaginu til að öðlast menntun og muni einnig bæta skólaumhverfið og gæði náms til muna. </p> <p>Með byggingunni gefst færi á að veita yfir 100 stúlkum til viðbótar tækifæri til að stunda nám í skólanum. Áætlað er að hægt verði að taka á móti rúmlega 100 nýjum nemendum eða um 200 nemendum í heildina. </p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok">hér</a>.</p>

09.09.2021Verkefni SOS framlengd í Eþíópíu og Sómalíu

<span></span> <p><u5:p></u5:p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu að framlengja verkefni sem samtökin hafa unnið að, síðustu þrjú árin í Eþíópíu og Sómalíu. Annar vegar er um að ræða verkefni á sviði fjölskyldueflingar og hins vegar atvinnueflingu ungmenna. Alls nemur styrkur ráðuneytisins við framlengingu verkefnanna rúmlega 136 milljónum króna en mótframlag SOS nemur rúmlega 34 milljónum króna sem fjármagnað er með framlögum styrktaraðila.</p> <p><u5:p></u5:p>Rúm­ar 44 millj­ón­ir styrkupp­hæð­ar­inn­ar renna í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye í Eþí­óp­íu. „Þar hjálp­um við barna­fjöl­skyld­um í sára­fá­tækt að standa á eig­in fót­um með því mark­miði að þær verði sjálf­bær­ar. Þannig drög­um við úr hætt­unni á að­skiln­aði og efl­um for­eldr­ana svo þeir geti hugs­að um börn­in og þau stund­að nám,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna.</p> <p><u5:p></u5:p>Verk­efnið hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en hefur nú verið fram­lengt út des­em­ber 2023. „Á þessu svæði hjálp­um við 560 for­eldr­um og 1562 börn­um þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyld­urn­ar út­skrif­ist úr fjöl­skyldu­efl­ing­unni og til að há­marka ár­ang­ur­inn ákváð­um við að fram­lengja verk­efn­ið um tvö ár. Hætt er við að mik­il vinna hefði far­ið í súg­inn ef við hefð­um lát­ið stað­ar num­ið nú í árs­lok,“ segir Hans Steinar.</p> <p><u5:p></u5:p>Árið 2018 hófst verk­efnið „At­vinnu­hjálp unga fólks­ins“ í Moga­dis­hu í Sómal­íu og Har­geisa í Sómalílandi en þar er at­vinnu­leysi ungs fólks um 70 prósent. „Sómal­ía og Sómalí­land telj­ast óör­ugg lönd þar sem hryðju­verka­hóp­ar hafa lengi unn­ið gegn friði og ör­yggi. Slík­ir hóp­ar reyna meðal annars að höfða til at­vinnu­lausra ung­menna og því er verk­efn­ið okk­ar mik­il­vægt í þeirri við­leitni að örva efna­hag­inn og vinna að heil­brigð­um upp­gangi og friði í lönd­un­um tveim­ur,“ segir Hans Steinar.</p> <p><u5:p></u5:p>Ár­ang­ur verk­efn­is­ins er það góð­ur hing­að til, að sögn Hans, að ákveð­ið var að fram­lengja það um þrjú ár, til ársloka 2024.</p>

09.09.2021Skólalokanir auka ójöfnuð í Suður-Asíu að mati UNICEF

<span></span> <p>Lokanir á skólum vegna heimsfaraldurs&nbsp;COVID-19 hafa skapað gríðarlega misskiptingu og ójöfnuð í námstækifærum barna í Suður-Asíu.&nbsp;Aðgerðir stjórnvalda til að auka fjarkennslu hafa borið takmarkaðan árangur. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar&nbsp;UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á stöðu náms á Indlandi, í Pakistan, á&nbsp;Srí&nbsp;Lanka&nbsp;og&nbsp;Maldíveyjum.</p> <p>Lokanir á skólum hafa raskað námi 434 milljóna barna í heimshlutanum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar&nbsp;UNICEF&nbsp;telur verulegur hluti nemenda og foreldra þeirra að börnin séu að læra mun minna en fyrir heimsfaraldurinn. </p> <p>Um 80 prósent barna á aldrinum 14-18 ára á Indlandi upplifa að þau séu að læra minna en þegar þau voru í skólastofum í eigin persónu. Á&nbsp;Srí&nbsp;Lanka&nbsp;segja 69 prósent foreldra að grunnskólabörn þeirra séu að læra minna eða umtalsvert minna en áður. Stúlkur, börn frá fátækum heimilum og fötluð börn eiga erfitt með fjarkennslufyrirkomulagið í þessum löndum.&nbsp;</p> <p>Rannsóknin sýndi einnig að regluleg samskipti nemenda og kennara hefði mjög jákvæð áhrif á gæði náms, sérstaklega hjá yngri börnum. Hins vegar sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að flestir nemendur höfðu lítil sem engin samskipti átt við kennara sína eftir að skólum var lokað. Í einkagrunnskólum á&nbsp;Srí&nbsp;Lanka&nbsp;sögðust 52 prósent kennara hafa verið í samskiptum við nemendur sína fimm daga vikunnar, en þetta hlutfall fór niður í 8 prósent hjá kennurum í opinbera skólakerfinu.&nbsp;</p> <p>„Það verður að vera forgangsatriði hjá öllum stjórnvöldum að opna skólana aftur á öruggan hátt. Það þarf að fjárfesta í menntun og tryggja að kennarar og skóli geti aðlagað sig öllum aðstæðum. Því betur sem kennarar eru þjálfaðir, útbúnir og njóta stuðnings í&nbsp;fjarkennslu eða blandaðri kennslu, því betur munu þeir geta náð til allra nemenda sinna,“ er haft eftir&nbsp;<span style="color: black;">George&nbsp;Laryea-Adjei, svæðisstjóra&nbsp;UNICEF&nbsp;í Suður-Asíu, í <a href="https://unicef.is/skolalokanir-auka-ojofnud-i-sudur-asiu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF.</span> </p> <p>Lokanir skóla í Suður-Asíu hafa aukið enn á áður slæmt ástand í menntamálum þar. Fyrir heimsfaraldurinn gátu nærri 60 prósent barna í heimshlutanum ekki lesið eða skilið einfaldan texta fyrir tíu ára aldur. Þar að auki voru 12,5&nbsp;milljónir&nbsp;barna á grunnskólaaldri og 16,5 milljónir barna á unglingastigi ekki í skóla.</p> <p>UNICEF kallar meðal annars eftir því við stjórnvöld um allan heim að öruggar skólaopnanir séu forgangsatriði í öllum sóttvarnaraðgerðum og að bólusetning kennara verði sett í forgang.</p>

08.09.2021Samstarfstækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í þróunarríkjum

<p>Utanríkisráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum um styrki í Samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarríkjum. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til&nbsp; þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif.</p> <p>„Áhrifaríkasta leiðin til að uppræta fátækt og bæta lífskjör í heiminum er að styðja við atvinnuuppbyggingu í þróunarríkjum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Aðkoma einkageirans er lykilforsenda þess enda hafa þróunarríkin sjálf kallað eftir henni. Heimstorg, samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu, miðlar upplýsingum til íslenskra fyrirtækja um möguleg atvinnuþróunarverkefni í þróunarríkjum og víðar. Samstarfssjóður atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er ætlaður íslenskum fyrirtækjum sem stuðla með starfsemi sinni að hagsæld í þróunarríkjum og hann skapar jafnframt ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór.</p> <p>Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50 prósent af heildarkostnaði verkefnis. Tryggja þarf fylgni við ríkisaðstoðarreglur EES-samningsins eftir því sem við á og hafi styrkþegi hlotið ríkisstyrk á sama tímabili, annars staðar frá, lækkar veittur styrkur sem því nemur. Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200.000 evra yfir þriggja ára tímabil.</p> <p>Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður þremur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október.</p> <ul> <li><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">Nánari upplýsingar um samstarfssjóðinn og umsóknarferlið á vef stjórnarráðsins</a></li> </ul>

08.09.2021Marel stendur fyrir átaki til styrktar alþjóðaverkefnum Rauða krossins

<span></span> <p>Á mánudag hófst átakið Move the Globe hjá 6.800 starfsmönnum Marel í 30 löndum. Ætlunin er að ganga hringinn í kringum jörðina til að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Marel býður einnig samstarfsaðilum og viðskiptavinum til að taka þátt í verkefninu með þeim.<u5:p></u5:p></p> <p>Fram til 20. september hvetur Marel starfsmenn sína að taka þátt í alþjóðlegu söfnunarátaki þar sem hvert göngu- og/eða hlaupaskref, sundtak, hjóla eða rúlluskautaferð telst með í sérstöku Move the Globe „ferðalagi“ hringinn í kringum hnöttinn, en hringurinn er samtals 40.075 km. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn. Fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins.<u5:p></u5:p></p> <p><u5:p>Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi fagnar þessu frábæra frumkvæði Marel. „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins er til fyrirmyndar, hér heima og á alþjóðavettvangi. Stuðningur Marel mun sannarlega nýtast vel í verkefnum Rauða krossins í norðurhluta Brasilíu. Þar er unnið að mjög aðkallandi lífsbjargandi verkefnum, eins og að tryggja aðgengi fólks að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, fólki sem flúið hefur átök og óstöðugleika í Venesúela,“ segir hún.</u5:p></p> <p><span></span>Kristín segir sérstaklega ánægjulegt að átakið hvetji til virkni og hreyfingar meðal starfsfólks sem fellur vel að áherslum Rauða krossins. Fjölmörg verkefni Rauða krossins innanlands og á alþjóðavísu styðja einmitt við bætta lýðheilsu.<u5:p></u5:p></p> <p>Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Marel gefur fjármuni til verkefna Rauða krossins. Í nóvember á síðasta ári tryggði Marel mataröryggi í Suður Súdan með rausnarlegu fjárframlagi að fjárhæð 1 milljón evra, eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna. Þá hefur Marel styrkt vatnsverkefni Rauða krossins í Malaví um 600 þúsund evrur, eða rúmlega 90 milljónir íslenskra króna. </p> <p>Rauði krossinn á Íslandi leggur ríka áherslu á samstarf við fyrirtæki á Íslandi. Fyrr á þessu ári hleypti félagið af stokkunum nýjum sjóði, Sjálfbærnissjóði Rauða krossins Íslandi, hugsaður er til að færa fyrirtækjum nýja leið til efla samfélagslega ábyrgð sína. Hugmyndafræði sjóðsins er að tengja markmið fyrirtækja um sjálfbærni og samfélagsábyrgð við framlög til verkefna Rauða krossins, með því að beita alþjóðlega viðurkenndum stöðlum og mælikvörðum, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og ESG (umhverfi, samfélag, stjórnhættir). Sjóðurinn hefur þegar vakið alþjóðlega athygli.<u5:p></u5:p></p>

08.09.2021Mælaborð um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum

<span></span> <p>Í lok síðasta árs ákvað verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu&nbsp;þjóðanna að meta stöðu Íslands gagnvart öllum 169 undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna. Nú er þeirri stöðutöku lokið í formi&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/maelabord/?design" target="_blank">mælaborðs</a>&nbsp;sem á myndrænan hátt gerir grein fyrir stöðu markmiðanna á Íslandi.</p> <p>Staðan byggir á mati sérfræðinga í ráðuneytunum og stöðu Íslands gagnvart þeim mælikvörðum sem fylgja undirmarkmiðunum og Hagstofa Íslands heldur utan um. Tilgangur mælaborðsins er að veita yfirsýn yfir yfirgripsmikla vinnu stjórnvalda að framgangi heimsmarkmiðanna. Þá munu upplýsingarnar sem finna má í mælaborðinu nýtast sem grunnur að næstu landrýniskýrslu Íslands (VNR) til Sameinuðu þjóðanna, en Ísland skilaði síðast slíkri skýrslu árið 2019.</p> <p>Staða markmiðanna er metin út frá fjögurra punkta skala; mjög langt í land, eitthvað í land, Ísland vel staðsett og markmiði náð.</p> <p><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/maelabord/?design" target="_blank">Mælaborð um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna</a></p>

06.09.2021Óttast að milljónir barna fái enga menntun

<span></span> <p>Óttast er að hundruð milljóna barna í fjölmörgum þjóðríkjum standi frammi fyrir því að fá enga formlega menntun á þessu hausti. Samkvæmt nýrri greiningu alþjóðasamtakanna Save the Children (<a href="https://www.barnaheill.is/">Barnaheill</a>) eru ýmsar skýringar á þessu ófremdarástandi, meðal annars loftslagsbreytingar, skortur á bóluefnum gegn COVID-19, hrakningar, árásir á skóla og skortur á netsambandi.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni – <a href="https://www.savethechildren.net/build-forward-better" target="_blank">Build Forward Better</a>&nbsp;– eru menntamál í ólestri í 48 þjóðríkjum, fjórðungi allra ríkja í heiminum. Samtökin benda á að nú þegar þorri barna er að hefja skólagöngu á þessu hausti hafi milljónir barna ekki aðgang að skólastofunni sinni, auk þeirra 258 milljóna barna sem fyrir heimsfaraldurinn voru utan skóla.</p> <p>Save the Children hvetja stjórnvöld í viðkomandi ríkjum að tryggja skólagöngu barna og „svipta þau ekki framtíð sinni,“ eins og segir í skýrslunni. Af ríkjum þar sem menntun barna er í óvissu má nefna Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Nígeríu, Sómalíu, Afganistan, Suður-Súdan, Súdan, Malí og Líbíu, auk þess sem verulega skorti á viðunandi menntun barna í Sýrlandi og Jemen.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að áætlað sé að 10 til 15 milljónir barna eigi á hættu að snúa ekki aftur í skóla vegna efnahagslegra áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Foreldrar hafi margir hverjir tekið börn úr skólum og komið þeim í vinnu og mörg dæmi séu um að barnungar stúlkur séu þvingaðar í hjónabönd. Bent er á að loftslagsbreytingar hafi leitt til lokunar skóla vegna skemmda í ofsaveðrum og að margar barnafjölskyldur hafi flúið heimkynni sín vegna öfga í veðurfari. Allt leiði þetta til óvissu um menntun barna.</p> <p>Alþjóðasamfélagið er hvatt til þess að bregðast við og tryggja fátækum börnum aðgang að góðri menntun því „réttur barna til menntunar glatast ekki þótt neyðarástand skapist,“ eins og haft er eftir Inger Ashing framkvæmdastjóra Save the Children.</p> <p>&nbsp;</p>

03.09.2021Nýsköpun í matvælaframleiðslu efst á baugi á ráðstefnu Íslands og Singapúr

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði áherslu á nýsköpun til að mæta vaxandi matvælaþörf í ávarpi sínu á ráðstefnu Íslandsstofu og utanríkisráðuneytisins með stjórnendum og frumkvöðlum frá Íslandi og Singapúr.</p> <p>Útlit er fyrir að matarþörf heimsins muni tvöfaldast fyrir árið 2050. Því verður að leita nýrra leiða til að framleiða næg matvæli fyrir ört vaxandi fólksfjölda án þess að raska jafnvægi náttúrunnar. Á fundi stjórnenda og frumkvöðla frá Íslandi og Singapúr sem fram fór í Hörpu og á vefnum var bent á ýmsar leiðir til þess. Nýsköpun og líftækni leika þar lykilhlutverk. Matvæli framtíðarinnar bíða handan við hornið.</p> <p>Auk utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ávörpuðu ráðstefnuna meðal annarra þau Lim Thuan Kuan, sendiherra Singapúr gagnvart Íslandi, og Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands gagnvart Singapúr. </p> <p>Rúmlega fimm hundruð manns í tveimur heimsálfum horfðu á beina útsendingu frá fundinum enda málefnið brýnt. „Nú þurfa allir að vinna saman til að ná settum markmiðum, hvort sem það er hið opinbera eða einkageirinn,” sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/09/02/Opnunaravarp-radstefnunnar-Future-of-Food/">í ávarpi sínu</a>. </p> <p>„Við þurfum að nota þær diplómatísku leiðir sem eru fyrir hendi og tengingar í viðskiptalífinu. Ef við nýtum okkur ekki kraft einkageirans vegna stjórnmálalegra ástæðna, sem sumir stjórnmálamenn boða, munum við aldrei ná markmiðum okkar,“ sagði Guðlaugur Þór enn fremur.</p> <p>Þótt höf og álfur skilji að er ríkur vilji milli ríkjanna til að vinna saman að framsækinni nýsköpun þegar kemur að matvælaframleiðslu framtíðarinnar. Tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki í löndunum tveimur eru fjölmörg.</p> <p>„Nýsköpun í matvælaframleiðslu er lykilatriði og styður við sjálfbærni og efnahagslegar framfarir. Við þurfum að auka viðskipti okkar, samvinnu okkar hæfustu vísindamanna og deila tækniþekkingu okkar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.</p> <p>Hægt er að nálgast upptöku frá fundinum á vef Íslandsstofu. Þar er hægt að fá greinargóða mynd af nýsköpun í löndunum tveimur og því hvernig matvælaframleiðslu framtíðarinnar verður háttað.</p> <p><a href="https://www.businessiceland.is/the-future-of-food">Allar upplýsingar um viðburðinn ásamt dagskrá og upptöku má nálgast hér</a></p>

03.09.2021Haítí: Skortur á hreinu vatni ógnar hálfri milljón barna

<span></span> <p>Skortur á skjóli, hreinu vatni og hreinlætisvörum&nbsp;ógnar nú velferð um 540 þúsund barna á suðvesturströnd Haítí í kjölfar jarðskjálftans stóra sem skók eyjuna í síðasta mánuði.&nbsp;UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varar við að vatnsbornir sjúkdómar á borð kóleru, malaríu, auk niðurgangs og öndunarfærasýkinga eigi nú greiða leið að börnum og fjölskyldum þeirra vegna ástandsins sem skapast hefur í kjölfar hamfaranna.</p> <p>„Lífi þúsunda barna og fjölskyldna þeirra á jarðskjálftasvæðunum er nú ógnað af því að þau hafa ekki aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu,“ segir Bruno&nbsp;Maes, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;á Haítí, í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. „Engin kólerusmit höfðu verið tilkynnt á Haítí síðan í febrúar 2019 en við óttumst að án tafarlausra aðgerða aukist ógnin á alvarlegum faraldri&nbsp;með degi hverjum.“</p> <p>Fyrir jarðskjálftann hafði aðeins um helmingur heilbrigðisstofnana þeirra svæða sem verst urðu úti aðgengi að vatni. Í kjölfar jarðskjálftans hefur nærri 60 prósent almennings á þessum svæðum ekki aðgengi að hreinu vatni. Þúsundir sem misstu heimili sín í skjálftanum hafa ekki aðgengi að hreinlætisaðstöðu.</p> <p>UNICEF&nbsp;vinnur hörðum höndum að úrbótum á þessu í samstarfi við stjórnvöld og samstarfsaðila á Haítí. Þetta hefur áunnist:</p> <ul> <li>73.600 manns hafa fengið aðgengi að hreinu vatni.</li> <li>35.200 manns hafa notið góðs af dreifingu hjálpargagna á borð við vatnshreinsitaflna, sápu, vatnstanka, handþvottastöðva og dömubinda.</li> </ul> <p>Viku eftir jarðskjálftann sendi&nbsp;UNICEF&nbsp;tugi þúsunda vatnshreinsitaflna, tugi vatnsgeymslutækja, þrjár vatnshreinsistöðvar og fjölmarga hreinlætispakka til Haítí, auk þess að panta á fjórða tug þúsunda til viðbótar.&nbsp;UNICEF, sem er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem náð hefur að tryggja hreint drykkjarvatn á hamfararsvæðum, stefnir á að ná til 500 þúsund manns með hreinlætisvöruaðstoð, svokallað&nbsp;WASH&nbsp;(sem stendur fyrir&nbsp;Water,&nbsp;Sanitation&nbsp;and&nbsp;Hygiene).</p> <p><strong>Tryggja þarf öryggi mannúðarsamtaka</strong></p> <p>„Við gerum okkar allra besta að tryggja fólki hreint drykkjarvatn en neyðin er mikil og enn er mikið starf fyrir höndum,“ segir&nbsp;Maes. „Almenningur upplifir sig afskiptan og höfum við upplifað aukna gremju meðal íbúa sem er skiljanlegt. En það hjálpar ekki að hindra hjálparstarf. Undanfarna daga hefur þurft að stöðva tímabundið dreifingu á nauðsynlegum hreinlætisvörum vegna ólgu á vettvangi. Skortur á fjárhagslegum stuðningi í bland ótryggt ástand á vettvangi hefur því miður hægt á neyðaraðgerðum,“ bætir&nbsp;Maes&nbsp;við.</p> <p>UNICEF&nbsp;hefur biðlað til stjórnvalda á þessum svæðum að tryggja öryggi og starfsaðstæður mannúðarsamtaka og setja neyðarastoð í forgang.</p> <p>Jarðskjálftinn, sem varð 14. ágúst síðastliðinn, hefur enn frekar aukið á viðvarandi vandamál á Haítí þar sem pólitískur óstöðugleiki, efnahagsvandamál, takmarkað fæðuöryggi, vannæring og glæpir hafa leikið þjóðina&nbsp;grátt.</p> <p>UNICEF&nbsp;hafði áætlað að fyrir árið 2021 þyrfti um 49 milljónir dala, eða sem nemur um 6,2, milljörðum króna, til að veita grunnþjónustu&nbsp;á Haítí en nú gera áætlanir ráð fyrir að aukalega vanti rúmar 73 milljónir dala nú til að bregðast við afleiðingum jarðskjálftans. Sem stendur hefur innan við 1 prósent af þeirri upphæð safnast.</p> <p>UNICEF&nbsp;biðlar til alþjóðasamfélagsins að auka fjárveitingar til neyðarstarfsins á Haítí.</p> <p>&nbsp;</p>

02.09.2021Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna í Afganistan rædd á ráðherrafundi

<span>Þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlanda og framkvæmdastjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ræddu stöðuna í Afganistan á sérstökum fjarfundi í dag. Áframhaldandi starf stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu, og aðgerðir landanna á sviði mannúðaraðstoðar voru til umræðu, sem og möguleikinn á langtímaþróunarsamvinnu í Afganistan.&nbsp;<br /> <br /> „Það er brýnt að alþjóðasamfélaginu takist að tryggja áframhaldandi mannúðaraðstoð og aðgengi í landinu á þessum óvissutímum en um leið þarf að huga að því að vernda lífsviðurværi afgönsku þjóðarinnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnráðherra. „Norðurlöndin eru einhuga um að leggja sitt af mörkum í þeirri flóknu stöðu sem upp er komin í góðu samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna.“<br /> <br /> Þróunarsamvinnuráðherrarnir munu halda samtali sínu áfram og byggja á góðri samvinnu ríkjanna til að samræma aðgerðir, þá sérstaklega hvað varðar mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu í Afganistan. Ráðgert er að efna til frekari viðræðna á þessum vettvangi á næstunni.</span>

02.09.2021Ofsaveður sífelld algengari en mannskaði minnkar

<span></span> <p>Í nýrri <a href="https://library.wmo.int/doc_num.php?explnum_id=10769" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna kemur fram að skráðum tilvikum veðurofsa hafi fjölgað fimmfalt á síðustu fimmtíu árum en mannskaði í þeim náttúruhamförum hafi dregist saman. Skýrslan er gefin út af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (World Meteorological Organization).</p> <p>Í skýrslunni er staðhæft að veðurfarslegar hörmungar hafi orðið að jafnaði hvern einasta dag á síðustu hálfri öld, orðið 115 manns að fjörtjóni dag hvern og valdið fjárhagslegu tjóni sem nemur 202 milljónum bandarískra dala. </p> <p>Dregið hefur verulega úr mannfalli af völdum slíkra hamfara, einkum vegna betri viðvörunarkerfa og bættrar hamfarastjórnunar. Það á reyndar einkum við efnameiri þjóðir því 91% allra veðurfarstengdra dauðsfalla verða í lágtekju- og millitekjuríkjum. </p> <p>Mami Mizutori, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna um að viðbúnað við hamfaraáhættu, sagði þegar skýrslan var kynnt að upplýsingar í henni væru „ógnvekjandi“. Hún benti á að síðastliðinn júlímánuður væri heitasti mánuðurinn í sögunni með tilheyrandi hitabylgjum og flóðum um heim allan. Hún sagði rannsóknir sýna að sífellt fleiri þjáist af völdum þessarar þróunar.</p> <p>Á síðasta ári leiddu ofsaveður til dauðsfalla 31 milljónar manna eða því sem næst jafn margra og féllu í stríðsátökum. Fram kemur í skýrslunni að árlega sé að jafnaði 26 milljónum manna ýtt út í fátækt. Heimsfaraldur kórónuveiru yki á vandann.</p>

01.09.2021Blýblandað bensín heyrir sögunni til

<span></span> <p>„Sögu blýs í bensíni er lokið. Þökk sé samvinnu ríkisstjórna í þróunarríkjum, þúsunda fyrirtækja og milljóna óbreyttra borgara,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Í frétt frá Upplýsingaskrifstofu samtakanna (UNRIC) segir að tuttugu ára herferð til að útrýma blýi í bensíni sé lokið með frábærum árangri.</p> <p>Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (<a href="https://unric.org/is/ad-vernda-umhverfid/">UNEP</a>) hefur verið í forystu í baráttunni fyrir blýlausu bensíni. „Talið er að 2,45 trilljónir Bandaríkjadala hafi sparast við að losna við blýið úr bensíninu,“ segir í frétt UNRIC en áhrifin á heilsu fólks skipti þó mestu máli.&nbsp;</p> <p>„Að binda enda á blýnotkun í bensíni mun koma í veg fyrir eina milljón snemmbærra dauðsfalla á ári vegna hjartasjúkdóma, heilablóðfalla og krabbameins,“ er haft eftir Guterres.</p> <p>Inger Andersen forstjóri UNEP tekur í sama streng. „Í heila öld átti blýið sök á dauðsföllum og veikindum. Þetta hefur haft áhrif á hundruð miilljóna manna og skaðað umhverfið um heim allan.“</p> <p><strong>Sögu blýsins lauk í Alsír</strong></p> <p>„Síðasta bensínstöð sem bauð upp á blýauðgað bensín var í Alsír og hún hætti sölu þess í júlí. Bifreiðar höfðu verið knúðar með blýríku bensíni frá því 1922. Þá var farið að blanda tetraetýlblýi í bensín til að auka vélarafl. Þegar leið fram á áttunda áratug síðustu aldar innihélt næstum allt bensín í heiminum blý. Flest auðug ríki höfðu bannað blý-bensín þegar leið á níunda áratuginn. Langflest meðal- eða lágtekjuríki notuðu það hins vegar enn árið 2002. Það ár hóf UNEP ásamt samstarfsaðilum sínum í opinbera- og einkageiranum herferð til að binda enda á blýnotkun,“ segir í <a href="https://unric.org/is/bly-i-bensini-heyrir-sogunni-til/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC.</p> <p>„Það er stórkostleg staðreynd að bandalagi ríkisstjórna, fyrirtækja og borgaralegs samfélags með Sameinuðu þjóðirnar að bakhjarli hafi tekist að losa heiminn við eitrað eldsneyti. Þetta er til marks um að hægt er að lyfta grettistaki með fjölþjóða samstarfi í þágu hreinni og grænni framtíðar,“ segir Inger Andersen.</p> <p>&nbsp;Nánar á <a href="https://www.unep.org/news-and-stories/press-release/era-leaded-petrol-over-eliminating-major-threat-human-and-planetary" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNEP</p>

31.08.2021Tuttugu og tvær fjölskyldur sameinaðar það sem af er ári

<span></span> <p>Það sem af er þessu ári hefur tekist að sameina 22 fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á flótta á leið sinni til Evrópu. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks, fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg. Í dag er alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared).</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi vekur athygli á því að þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 hafi 22 fjölskyldur verið sameinaðar á fyrri helmingi ársins 2021 og þær þurfi því ekki lengur að glíma við kvíða og aðra vanlíðan sem fylgir því að vita ekki um afdrif ástvina sinna.</p> <p>Árið 2013 tóku ýmis landsfélög Rauða krossins í Evrópu og alþjóðaráð Rauða krossins höndum saman og komu á fót verkefninu <a href="http://www.tracetheface.org/" target="_blank">Trace the Face</a>&nbsp;með það að markmiði að aðstoða fólk við að finna ástvini sína að nýju.</p> <p>Frá árinu 2013 hafa 245 fjölskyldur verið sameinaðar fyrir tilstuðlan Trace the Face sem er vefsíða þar sem einstaklingar geta birt myndir af sér og þannig látið vita af leit sinni að ættingjum sem týnst hafa á leið sinni til Evrópu. „Verkefnið hefur frá árinu 2013 vaxið út fyrir Evrópu, einkum til Afríku og Asíu, og þannig aðstoðað enn fleiri í leit sinni að ástvinum. Í dag hafa vel yfir 6.000 einstaklingar birt mynd á vefnum en yfir 24.500 aðilar af 129 þjóðernum eru skráðir týndir. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu,“ segir í <a href="http://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/a-althjodadegi-theirra-horfnu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins.</p> <p>„Fjölskyldusameiningar skipta miklu í mannúðarstarfi Rauða krossins og því hvetjum við – á degi horfinna einstaklinga – til dreifingar á vefsíðunni&nbsp;<a href="http://www.tracetheface.org/" target="_blank" title="http://www.tracetheface.org/ (Opnast í nýjum vafraglugga)">http://www.tracetheface.org/</a>&nbsp;í einlægri von um að geta aðstoðað enn fleiri við að finna ættingja sína og ástvini að nýju,“ segir Rauði krossinn.</p>

31.08.2021Íslenskur sendifulltrúi til starfa á Haítí

<span></span> <p>„Ferðin leggst vel í mig og þótt fyrirvarinn sé skammur hefur undirbúningurinn gengið hratt og vel. Verkefni sendifulltrúa eru spennandi og gefandi en auðvitað ekki síst krefjandi enda aðstæður oft erfiðar,“ segir Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, sem heldur í dag af stað til Haítí. <span></span>Þar starfar hún í neyðarteymi alþjóðaráðs Rauða krossins (IFRC Rapid Response Team) í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrr í mánuðinum. </p> <p>Starf Ágústu Hjördísar mun felast í að huga að heilsu og öryggi þess starfsfólks sem sinnir hjálparstörfum á Haíti en gert er ráð fyrir að dvöl hennar standi í að minnsta kosti einn mánuð.</p> <p>Ágústa Hjördís lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hlaut sérþjálfun í bráðahjúkrun á Landspítalanum. Þá er hún með meistaragráðu í bráðahjúkrun frá University of California í San Francisco og hefur lokið diplómanámi í þróunarfræðum frá Háskóla Íslands. Ágústa Hjördís lauk IMPACT sendifulltrúanámskeiði Rauða krossins árið 2012 og hefur síðan þá farið í tvær sendiferðir. Fyrri ferðin var til Nepal árið 2015 þar sem hún starfaði á vettvangssjúkrahúsi og tveimur árum síðar starfaði hún svo í tjaldsjúkrahúsi í Cox Bazar í Bangladess.</p> <p>„Það eru auðvitað engar tvær sendiferðir eins og erfitt að spá fyrir um það sem koma skal svo þetta er svolítið spurning um að taka því sem að höndum ber og gera sitt besta hverju sinni,“ er haft eftir Ágústu Hjördísi í <a href="http://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/sendifulltrui-rauda-krossins-til-starfa-a-haiti" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Rauða krossins á Íslandi. Þar er henni einnig óskað góðrar ferðar og góðs gengis í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru.</p>

30.08.2021Hamfarahlýnun ógnar milljarði barna

<span></span><span></span> <p>Um það bil einn milljarður barna - næstum helmingur allra barna í heiminum - er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógnar heilsu þeirra, menntun og öryggi. Loftslagsbreytingar grafa undan réttindum barna á hverjum einasta degi. Að mati UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verður nánast hvert einasta barn verði nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar. Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu.</p> <p>Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF,&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/reports/climate-crisis-child-rights-crisis">‘The Climate Crisis Is a Child Rights Crisis: Introducing the Children’s Climate Risk Index</a>’. Þar kynnir UNICEF í fyrsta sinn sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðull (Child-focused climate risk index) sem er heildræn greining á þeim áhættum sem steðja að börnum vegna hamfarahlýnunar, unnin út frá sjónarhóli barnsins.</p> <p>&nbsp;„Í fyrsta sinn höfum við heildarmynd af því hvar og hvernig börn eru viðkvæm fyrir hamfarahlýnun og sú mynd er skelfileg,“ &nbsp;segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF og kallar eftir því að ríkisstjórnir og fyrirtæki heimsins grípi til róttækra aðgerða og minnki tafarlaust losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðarleysi sé ekki í boði.</p> <p>Í skýrslunni er löndum heimsins raðað eftir því hvar mesta hættan er á því að börn verði fyrir loftslags- og umhverfisáföllum og áhættan borin saman við aðgengi þeirra er að nauðsynlegri þjónustu.</p> <p>Í efstu sætum listans eru 33 lönd sem flokkast undir „mjög mikla hættu“ og þar býr um einn milljarður barna. Þetta eru til að mynda börn í Miðafríkulýðveldinu, Tsjad, Afganistan, Bangladess, Jemen, Haítí og Nígeríu. Þessi börn standa frammi fyrir banvænni blöndu af margvíslegum áföllum og miklu varnarleysi vegna skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu og menntun. „Niðurstöður skýrslunnar endurspegla fjölda þeirra barna sem eru í hættu í dag en sú tala mun að öllum líkindum hækka eftir því sem áhrif hamfarahlýnunar verða meiri. Ísland er í neðsta sæti listans þar sem áhættan er talin lítil og almennt gott aðgengi að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í <a href="https://unicef.is/hamfarahlynun-staersta-ognin" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</p> <p>Skýrsluna í heild má lesa&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/reports/climate-crisis-child-rights-crisis">hér</a>&nbsp;og hægt er að skoða tölfræðina&nbsp;<a href="https://data.unicef.org/resources/childrens-climate-risk-index-report">hér</a>.</p>

27.08.2021Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Síerra Leone

<span></span> <p>Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/is/starfid-okkar/neydaradstod-erlendis/throunarverkefni-barnaheilla-i-sierra-leone">Síerra Leóne</a>. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. </p> <p>Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne. Í Pujehun héraði er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil og ætla Barnaheill að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum og fleira. <span>&nbsp;</span>Börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri koma til með að taka þátt í verkefninu.</p> <p>Í ferðinni eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Barnaheilla, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna, og Hákon Broder Lund ljósmyndari. Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðinni á&nbsp;<a href="http://www.instagram.com/barnaheill" target="_blank">Instagram-reikningi Barnaheilla.</a></p>

26.08.2021Gagnagrunnur um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu formlega opnaður

<p>Vefsvæðinu <a href="http://www.openaid.is">www.openaid.is</a> var formlega ýtt úr vör í dag af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Um er að ræða gagnagrunn um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu þar sem almenningi og haghöfum gefst kostur á að rýna í opinber framlög Íslands til málaflokksins. Markmið gagnagrunnsins er að auka gagnsæi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og gefa betri yfirsýn yfir það hvernig framlagi íslenskra skattgreiðenda er varið.</p> <p>„Það er afar ánægjulægt að vera búinn að opna gagnagrunn um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Með framlagi okkar til þróunarsamvinnu sýnum við ábyrgð í samfélagi þjóðanna og leggjum okkar af mörkum við að uppræta fátækt og bæta lífskjör. Um leið berum við einnig ábyrgð gagnvart íslenskum skattgreiðendum um ráðdeild og skynsemi í nýtingu opinbers fjár. Gagnsæi og ábyrgð er lögð til grundvallar meðferð slíkra fjármuna og gagnagrunnur sem þessi er mikilvægur liður í því,<span>“</span> sagði Guðlaugur Þór í tilefni af opnun vefsins.</p> <p>Meðal þess sem hægt er að skoða á vefsvæðinu er skipting framlaga eftir málefnum, móttökuríkjum og samstarfsstofnunum, fá upplýsingar um einstaka verkefni Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og skoða hvernig framlög skiptast eftir þverlægum markmiðum um kynjajafnrétti, mannréttindi og umhverfismál. Þá má sjá yfirlit yfir það hvernig framlög Íslands skiptast eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Gögnin ná allt aftur til ársins 2010 og verða ný gögn birt jafnóðum og staðfestar tölur liggja fyrir.</p> <p>Árið 2019 námu heildarframlög Íslands til alþjóðlegar þróunarsamvinnu rúmum 7,5 milljörðum króna. Framlögin runnu til 168 verkefna í 28 löndum og voru samstarfsaðilar alls 64. Malaví og Úganda eru þau lönd sem mest af framlögunum runnu til en þau eru tvíhliða samstarfsþjóðir Íslands í þróunarsamvinnu og þar vinna íslensk stjórnvöld að mestu leyti í samstarfi við héraðsyfirvöld og stofnanir Sameinuðu þjóðanna.</p> <ul> <li><a href="http://www.openaid.is">Openaid.is - gagnagrunnur um stuðning Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu</a></li> </ul>

26.08.2021Rauði krossinn fagnar viðbrögðum stjórnvalda en bendir áfram á sára neyð í Afganistan

<span></span> <p>Rauði krossinn fagnar afgerandi viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og þeirri ákvörðun að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Það sýnir að mati félagsins skýran vilja til að styðja við Afgani, bæði þá sem nú takast á við afleiðingar átaka, fæðuskort og alvarlegan heilbrigðisvanda í Afganistan sem og þá sem hingað kunna að koma á næstu dögum, vikum eða mánuðum í boði stjórnvalda. </p> <p>Rauði krossinn minnir einnig á þau hundruð þúsunda sem reyna að flýja í átt að landamærum Írans og Pakistan í von um að komast þannig frá Afganistan. „Á sama tíma hafa yfirvöld í Íran og Pakistan gefið út að þar verði ekki tekið á móti flóttafólki frá Afganistan en það sem af er árinu 2021 hefur um 600 þúsund afgönskum flóttamönnum verið snúið til baka. Átök, þurrkar og COVID-19 bætast svo ofan á þá sáru neyð sem fyrir ríkti í landinu,“ segir í frétt frá Rauða krossinum.</p> <p>Rauði krossinn lýsir þungum áhyggjum af þróun mála í Afganistan eftir að Talibanar náðu þar völdum og hóf félagið neyðarsöfnun fyrir íbúa Afganistans þann 17. ágúst síðastliðinn. Allt fé sem safnast rennur beint til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Afganistan en Rauði krossinn hefur einstakt aðgengi til að sinna mannúðaraðstoð til handa þolendum átaka í landinu og þess ástands sem þar hefur nú skapast. Þörfin fyrir lífsbjargandi aðstoð er gríðarleg en á bilinu 12-20 milljónir einstaklinga þarfnast nú mannúðaraðstoðar eða allt að helmingur afgönsku þjóðarinnar og má teljast líklegt að fjölga muni í þeim hópi á næstu vikum. Söfnunarfé Rauða krossins verður fyrst og fremst nýtt til að tryggja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir fólk á átakasvæðum en auk þess til að bregðast við þurrkum í landinu sem hafa leitt til þess að um 11 milljónir búa nú við fæðuskort.</p> <p>„Þó mikilvægt sé að Ísland og aðrar þjóðir taki flóttafólki frá Afganistan opnum örmum þá mun bróðurpartur afgönsku þjóðarinnar ekki fara neitt af ýmsum ástæðum. Þau sem eftir verða í heimalandi sínu eru því ekki síður í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð og horfir Rauði krossinn því til þess hóps í von um að tryggja heilbrigðisþjónustu, COVID-forvarnir, aðgengi að hreinu vatni og fæðuöryggi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins hefur gengið mjög vel til þessa og hafa fjölmargir lagt fram aðstoð sína. „Þá er sérstaklega ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi ákveðið að veita 60 milljónir til mannúðaraðstoðar í Afganistan en því framlagi verður skipt jafnt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins.“</p> <p>Því er við að bæta að í tengslum við komu flóttafólks til Íslands leitar Rauði krossinn að sjálfboðaliðum til að styðja við einstaklinga og fjölskyldur fyrstu mánuðina í nýju landi.&nbsp;<a href="http://www.raudikrossinn.is/taktu-thatt/gerast-sjalfbodalidi">Skráðu þig hér</a>&nbsp;ef þú hefur áhuga á að taka þátt í gefandi og áhugaverðu verkefni.&nbsp;</p>

25.08.2021Fjölgun farandfólks að tíunda hluta tengt vatnsskorti

<span></span> <p>Líklegt er að breytileiki í úrkomu vegna loftslagsbreytinga verði í vaxandi mæli skýring á því að fólk leggur á flótta frá heimkynnum sínum í leit að betri aðstæðum, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, þeirri fyrstu á alþjóðavísu sem sérstaklega tekur fyrir áhrif vatns eða vatnsskorts á fólksflutninga. Af fjölgun farandfólks eru tíu prósent sögð tengjast vatnsskorti. Rúmlega einn milljarður manna telst í dag til farandfólks.</p> <p>Skýrslan – <a href="https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/36089" target="_blank">Ebb and Flow</a>&nbsp;– byggir á greiningu á stærsta gagnasafni sem tekið hefur verið saman um fólksflutninga og nær til tæplega hálfs milljarðs manna. Byggt er á 189 manntölum frá 64 þjóðríkjum. Miðausturlönd og norðurhluti Afríku eru þeir heimshlutar þar sem hlutfallslega flestir yfirgefa heimili sín og þar búa sex af hverjum tíu við vatnsskort. Að mati Alþjóðabankans er <span>traustur vatnsbúskapur lykillinn að langtímavexti í þessum heimshlutum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/aLsipuNGln4" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Skýrsluhöfundar óttast að í fjölmörgum stórborgum heims fjölgi þeim dögum þar sem engan dropa verði að fá úr vatnskrönum. Þær borgir hýsa nú 55% mannkyns. Meðal þeirra má nefna </span>Höfðaborg í Suður-Afríku, Chennai á Indlandi, São Paolo í Brasilíu og Basra í Írak.</p> <p>"Loftslagsbreytingar knýja fram vatnsáskoranir um allan heim og þær bitna harðast á íbúum þróunarríkja," segir Mari Pangestu, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum.&nbsp;Í sautján þjóðríkjum er nú þegar alvarlegur vatnsskortur en í þeim ríkjum býr fjórðungur mannkyns.</p>

25.08.2021Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna

<span></span> <p>Í yfirlýsingu sem UNICEF á Íslandi og UN Women á Íslandi hafa sent frá sér segja samtökin jákvætt að sjá að ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur flóttamannanefndar vegna neyðarástandsins í Afganistan. Samtökin segja að þau viðbrögð og aðgerðir sem koma þar fram séu góð fyrstu skref en þau treysti því jafnframt að ákvörðunin sé ekki endastöð heldur varða í viðbrögðum Íslands við neyð Afgana. Samtökin minna á að um langtímaverkefni sé að ræða.&nbsp;</p> <p>„Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna á alþjóðavettvangi og taka á móti fólki í leit að alþjóðlegri vernd. Samtökin kalla eftir því að þeir Afganir sem sækja hér um alþjóðlega vernd njóti verndar hér á landi, að gerðar verði skýrar áætlanir um móttöku kvótaflóttafólks og að hlúð verði vel að þeim Afgönum sem eru hér nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni.</p> <p>Einnig minna samtökin stjórnvöld á að halda áfram stuðningi við neyðar- og mannúðarstarf í Afganistan. „Neyðin í landinu var gríðarleg fyrir þar sem átök, fátækt, miklir þurrkar og áhrif COVID-19 stefndu lífi milljóna í hættu. Ljóst er að neyð fólks í Afganistan er mikil og fer versnandi því lengur sem óvissuástand varir.“&nbsp;</p> <p>UN Women og UNICEF hafa starfað lengi í Afganistan í þágu kvenna og barna. „Á því verður engin breyting. Samtökin leggja allt kapp á að vernda konur og börn, tryggja þeim öruggt skjól og lífsnauðsynjar á borð við hreint vatn, næringu og heilsugæslu.&nbsp;Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér af öllum krafti til að tryggja áfram öryggi Afgana.“</p> <p>Samtökin hófu í síðustu viku neyðarsafnanir fyrir konur og börn í Afganistan sem hægt er að styðja&nbsp;<a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">hér</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://unwomen.is/">hér</a>.&nbsp;</p>

20.08.2021Framlög til mannúðaraðstoðar vegna stöðunnar í Afganistan

<p><span>Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um 60 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Verður framlaginu skipt jafnt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Báðar stofnanirnar hafa sérstöðu á sínu sviði, einkum hvað varðar aðgengi og þjónustu við fólk á átakasvæðum.</span></p> <p><span>Átök hafa staðið yfir í Afganistan í rúm fjörutíu ár og hefur mannúðarástand lengi verið mjög slæmt. Fyrr á árinu áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um helmingur afgönsku þjóðarinnar, eða um 18,4 milljónir, hafi þurft nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda og að einn af hverjum þremur íbúum hafi búið við hungur. Þá eru hátt í þrjár milljónir manna á flótta innanlands.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Ljóst er að eftir atburði síðustu daga muni ástandið fara versnandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað mikilvægi þess að mannúðaraðgerðir haldi áfram í landinu en skortur á fjármagni til að veita lífsbjargandi aðstoð muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir afgönsku þjóðina.<br /> </span></p>

20.08.2021Neyðarástand ríkir á Haítí

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að rúmlega ein milljón íbúa Haítí glími nú við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta sem reið yfir landið fyrir skemmstu. Á annað þúsund manns lét lífið í skjálftanum sem olli miklu tjóni á heimilum og innviðum í landinu.</p> <p>Að mati UNICEF hefur hálf milljón haítískra barna lítinn sem engan aðgang að húsaskjóli, læknisaðstoð, vatni eða næringu.</p> <p>„UNICEF er á staðnum og vinnur með stjórnvöldum og samstarfsaðilum að því að meta aðstæður og skipuleggja hjálparstarf. Búið er að koma neyðarbirgðum til þeirra svæða sem urðu verst úti og meiri hjálpargögn eru á leiðinni til þeirra fjölmörgu barna og fjölskyldna sem þurfa nú lífsnauðsynlega aðstoð, til að mynda öruggt skjól, hreint vatn, mat og læknisaðstoð,“ segir í nýútgefinni <a href="https://unicef.is/gifurlegt-tjon-haiti">fréttatilkynningu</a> frá UNICEF á Íslandi.</p> <p>Landið stendur enn í uppbyggingu eftir jarðskjálfta af svipaðri stærð sem varð fyrir 11 árum, en stjórnmálaólga, viðvarandi fátækt, ofbeldi og útbreiðsla Covid-19 faraldursins hafa bætt gráu ofan á svart. Þá kom hitabeltislægðin Grace í kjölfar jarðskjálftans og hefur illviðrið torveldað hjálparstarf og þannig gert illt verra.</p> <p>António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir samstöðu með haítísku þjóðinni og hvatt til brýnna aðgerða, en Sameinuðu þjóðirnar hafa úthlutað átta milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóði sínum (UN Central Emergency Response Fund) til Haítí í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarsjóðurinn er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð.</p> <p>UNICEF á Íslandi hvetur fólk að skrá sig sem heimsforeldri en það er með slíkri hjálp sem stofnunin getur brugðist hratt við þegar neyðarástand skapast líkt og á Haítí. Auk þess hafa SOS Barnaþorpin hafið neyðarsöfnun til styrktar íbúum landsins.</p>

13.08.2021Ísland á toppi lista OECD yfir stuðning við málefni hafsins

<p><span>Ísland trónir á toppi lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, yfir þau ríki sem verja hlutfallslega mest af sínum framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem tengjast málefnum hafsins. Málefni sem tengjast sjálfbærni hafs og vatna hafa lengi verið áherslumál Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu en <a href="https://oecd-main.shinyapps.io/ocean/" target="_blank">samkvæmt tölfræði OECD</a>&nbsp;styðja 13,5 prósent af framlögum Íslands við þann málaflokk.</span></p> <p><span>Starf Íslands á þessu sviði er margháttað. Í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands leitast íslensk stjórnvöld við að stuðla að bættri afkomu og viðnámsþrótti í fátækum samfélögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Meðal annars er unnið að byggðaþróun í strandsamfélögum í Malaví og Úganda ásamt héraðsyfirvöldum þar, og að hreinsun stranda í Síerra Leóne og <a href="https://www.visir.is/g/20202018975d/hreinsunaratak-a-strandlengjum-liberiu-med-studningi-islands?fbclid=IwAR1svOI4gIWCbn9svPXEosP9iS5XtQhP-5K_VVSMcC3lq9FrtBf6d4NhTZU" target="_blank">Líberíu</a>&nbsp;í samstarfi við alþjóðastofnanir. Þá er einnig unnið með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) við stefnumörkun á alþjóðavettvangi, auk þess sem íslenskir sjávarútvegssérfræðingar veita reglulega ráðgjöf til alþjóðastofnana sem vinna verkefni á þessu sviði. Ísland hefur einnig um árabil virkur þátttakandi í <a href="https://www.worldbank.org/en/programs/problue" target="_blank">ProBlue</a>&nbsp;sjóði Alþjóðabankans, sem sinnir málefum hafsins og þróun bláa hagkerfisins auk þess að stuðla að því að draga úr mengun í hafi. Loks má nefna að <a href="https://www.grocentre.is/ftp" target="_blank">Sjávarútvegsskólinn</a>, sem er hluti af GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, tekur árlega á móti sérfræðingum frá þróunarríkjum sem koma til námsdvalar á Íslandi auk þess að bjóða upp á styttri námskeið í þróunarlöndum.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

12.08.2021Íslenskir sérfræðingar í lykilhlutverki við gerð leiðbeininga Alþjóðabankans á sviði jarðhita

<p><span>Orkusjóður Alþjóðabankans, ESMAP, gaf á dögunum út <a href="https://www.esmap.org/preparing_feasibility_studies_for_financing_geothermal_proj" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;um bestu starfshætti við hagkvæmniathuganir fyrir jarðhitavirkjanir en skýrslan var unnin af íslenskum jarðhitasérfræðingum. Skýrslan inniheldur leiðbeiningar um gerð hagkvæmnirathugana vegna jarðhitavirkjana og spratt upp úr vinnu íslenskra sérfræðinga við undirbúning jarðhitaverkefnis Alþjóðabankans í El Salvador.</span></p> <p><span>Starfsfólk ESMAP, undir stjórn Elínar Hallgrímsdóttur jarðhitasérfræðings, leiddi skýrslugerðina en hún var unnin af teymi íslenskra sérfræðinga af ráðgjafalista utanríkisráðuneytisins á sviði jarðhita. Utanríkisráðuneytið hefur undanfarin ár haldið úti lista yfir ráðgjafa á grundvelli samstarfsyfirlýsingar við ESMAP. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og er þróunarframlag Íslands meðal annars veitt með tæknilegri aðstoð á þessum sviðum. Þess má geta að ráðuneytið á í samstarfi við Ríkiskaup þegar kemur að umsýslu og eftirliti með ráðgjafalistum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>ESMAP styður mótun endurnýjanlegra orkuverkefna í þróunarlöndum sem bankinn og fleiri aðilar fjármagna síðar ef vel tekst til. ESMAP er líka þekkingarsetur um endurnýjanlega orku en Ísland hefur um nokkurra ára skeið fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá ESMAP.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

12.08.2021Landssamtökin Þroskahjálp og utanríkisráðuneytið styðja við samfélagsþátttöku fatlaðra barna í Malaví

<span></span> <p>Landssamtökin Þorskahjálp fengu nýverið vilyrði fyrir styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að styðja við menntun og samfélagsþáttöku fatlaðra barna í Mangochi-héraði í Malaví. Markmið verkefnisins er að auka möguleika fatlaðra barna til náms og þátttöku í samfélaginu og vinna að vitundarvakningu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en stjórnvöld í Malaví gerðust aðili að samningnum árið 2009. </p> <p>Þroskahjálp greindi frá því í frétt sinni að telja megi víst að áhrif heimsfaraldursins muni gera stöðu fatlaðs fólks enn erfiðari á næstu árum og að því sé brýnt að gæta að viðkvæmustu hópum í öllu uppbyggingarstarfi. „Þroskahjálp leggur í öllu starfi sínu mikla áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og við lítum svo á að mannréttindastarf einskorðast ekki við lönd og landsvæði. Barátta Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir mannréttindum fatlaðs fólks nær því til alls fatlaðs fólks, hvarvetna í heiminum,” segir Anna Lára Steindal verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.</p> <p>Unnið verður að því að gera þarfagreiningu og frumkönnun á umfangi málaflokksins í Mangochi, þ.e. hversu mörg fötluð börn búa í héraðinu, hversu mörg þeirra ganga í skóla, hvernig er þátttöku þeirra í almennu lífi barna háttað, hver eru viðhorf til fatlaðs fólks, þekking á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.</p> <p>Verkefnið mun koma til framkvæmdar í Mangochi-héraði í Malaví þar sem Ísland sinnir einnig tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfi við héraðsyfirvöld. &nbsp;Verkefnið er fyrst og fremst mannréttindaverkefni sem stefnir að því að tryggja mannréttindi fatlaðra barna í Mangochi. Þroskahjálp vinnur í samvinnu við FEDOMA, samtökum fatlaðs fólks í Malaví og verður hluti verkefnisins stuðningur við starfsemi þeirra á svæðinu.</p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok">hér</a>.</p>

06.08.2021Samstarf hafið við Namayingo hérað í Úganda

<p><span>Ísland á nú í þróunarsamvinnu við þrjú héruð í Úganda, en samstarfi við það þriðja, Namayingo, var formlega ýtt úr vör fyrr í sumar. Fyrir á Ísland í samstarfi við héruðin Kalangala og Buikwe.&nbsp;</span></p> <p><span>Samstarfið við Namayingo hérað hvílir á samstarfssamningi til þriggja ára, upp að átta milljónum bandaríkjadala, og byggir á héraðsnálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Ítarleg undirbúningsvinna hefur staðið yfir síðastliðið ár með aðkomu fjölmargra haghafa.</span></p> <p><span>Tveggja daga hátíð var haldin þegar samstarfið hófst formlega, þann 2. júní síðastliðinn. Margvísleg atriði voru á hátíðardagskránni; ræður, tónlist og dans. Forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, Þórdís Sigurðardóttir, undirstrikaði í ræðu sinni vægi menntunar til að draga úr fátækt og stuðla að jafnrétti og valdeflingu. Þá var trjám plantað og búnaður formlega afhentur héraðsstjórnvöldum. Næsta dag voru þrír skólar heimsóttir sem fyrstir munu njóta góðs af samstarfinu. Íbúar, starfsmenn og nemendur skólanna báru hitann og þungann af undirbúningi hátíðarhaldanna. Ríkti þar gleði og eftirvænting og nemendur og þorpsbúar sungu, dönsuðu og léku leikrit. Loks var götu í Namayingo gefið heitið Íslandsgata (Iceland Road) sem þakklætisvott íbúa Namayingo til Íslendinga.</span></p> <p><span><strong>Styrkir Íslands á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála</strong></span></p> <p><span>Í Namayingo héraði, sem er fátækt hérað í suðausturhluta Úganda, búa um 215 þúsund manns og um 70 prósent þeirra eiga heima í fiskveiðiþorpum við Viktoríuvatn. Grunnþjónusta er af skornum skammti í þeim þorpum og mun Ísland styrkja héraðið með verkefnum í strandbyggðunum á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála, ásamt stofnanauppbyggingu í héraðinu. Verkefnin verða framkvæmd undir forystu héraðsstjórnvalda í Namayingo með stuðningi og eftirliti af hálfu Íslands. Þau eru skipulögð í samræmi við þróunaráætlun Úganda, þróunarsamvinnustefnu Íslands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Margir komu að undirbúningi samstarfsins, þar á meðal þau ráðuneyti í Úganda sem með málaflokkana fara, héraðsstjórnvöld, ráðgjafar, borgarasamtök, aðilar frá einkageiranum og íbúar í Namayingo, auk sendiráðs Íslands í Kampala og utanríkisráðuneytisins á Íslandi.</span></p> <p><span>Fyrsti fundur stýrihópsfundur samstarfsaðila var haldinn 2. júní þar sem farið var yfir helstu markmið. Yfirmarkmið samstarfsins er að draga úr fátækt og bæta lífsskilyrði 150 þúsund íbúa sem búsettir eru í 208 þorpum í strandbyggðum héraðsins. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu skólastarfs í grunnskólum, bæði með skólabyggingum og umbótastarfi í kennslu. Annað áherslumál er að auka aðgengi íbúa að hreinu vatni og bæta salernisaðstöðu og hreinlæti, til að draga úr vatnsbornum sjúkdómum og halda aftur af útbreiðslu COVID-19. Þá eru mannréttindi, jafnrétti og umhverfismál samþætt í verkefnin og sérstök markmið sett um þau málefni.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.07.2021Sýndarferðalag um Sahel-svæðið

<p><span>Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans kynnti í tilefni alþjóðadags eyðimerkurmyndunar <a href="https://wbgxr.worldbank.org/saheljourney/index.htm" target="_blank">nýja vefsíðu</a>, þar sem boðið er upp á ferðalag í gegnum sýndarveruleika um Sahel-svæðið í Afríku. Á vefsíðunni gefst ferðalöngum kostur á að kynnast svæðinu í gegnum 360-gráðu sjónarhorn. Þar er sýnt frá íbúum þess, langvarandi áskorunum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem ólíkir aðilar taka þátt í til að bæta umhverfi, innviði og líf og velferð íbúa svæðisins. Verkefnin leggja þá til að mynda áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna, varðveitingu vistkerfa og uppbyggingu skilvirkra innviða.&nbsp;</span></p> <p><span>Sahel-svæðið býr yfir einstökum menningararfi og ríku mannlífi en stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Loftslagsbreytingar hafa til að mynda haft djúpstæð áhrif á svæðið, en hitastig hækkar þar 1,5 sinnum hraðar en meðaltal á heimsvísu. <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/07/15/Brugdist-vid-neydarastandi-a-Sahel-svaedinu-i-Afriku/" target="_blank">Nýleg frétt</a>&nbsp;í Heimsljósi greinir frá ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að verja 25 milljónum króna til að bregðast við neyðarástandi sem ríkir í þremur löndum Mið-Sahel svæðisins, en þörf fyrir alþjóðlega aðstoð fer þar stigvaxandi.</span></p> <p><span>Fjöldi verkefna mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu hafa reynst afgerandi við eflingu farsældar, friðar og viðnámsþróttar á svæðinu, en stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaframfarastofnun Alþjóðabankans gegna til að mynda lykilhlutverki í bættum lífskjörum milljóna íbúa svæðisins. Þá vekur vefsíðan einkum athygli á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í því að hlúa að viðkvæmustu hópum svæðisins og mæta áskorunum þess með áhrifaríkum og sjálfbærum lausnum.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

28.07.2021Leiðtogar Afríkuríkja kalla eftir stuðningi til uppbyggingar vegna COVID-19

<p><span>Leiðtogar 23 Afríkuríkja og fulltrúar þeirra funduðu á dögunum á vettvangi Alþjóðabankans um aðgerðir til að heimsálfan geti náð sér á strik í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19.&nbsp;</span></p> <p><span>Fundurinn var vel sóttur og tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins þátt í fundinum á fjarfundaformi. Alþjóðabankinn er ein helsta áherslustofnun Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu, enda rímar góður árangur stofnunarinnar í baráttunni við fátækt vel við áherslur Íslands. Á vettvangi Alþjóðabankans tekur Ísland meðal annars virkan þátt í samningaviðræðum um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunar Alþjóðabankans (IDA), sem var helsta umræðuefni leiðtogafundarins.&nbsp;</span></p> <p><span>Framsýni einkenndi fundinn en þjóðarleiðtogar skuldbundu sig til að fjölga störfum með því að byggja upp einkageirann með sérstakri áherslu á að auka framleiðni með tæknivæðingu, bættu aðgengi að fjármögnun og umbótum í viðskiptaumhverfi.&nbsp;</span></p> <p><span>Mannauður hefur einnig verið í brennidepli, en kallað var eftir umbótum í menntakerfum til að svara kröfum framtíðar, auk þess að móta traust heilbrigðis- og velferðarkerfi. Rík áhersla var einnig lögð á að auka stöðugleika og fjölbreytni, að halda skuldasöfnun í skefjum og verja hagkerfin gegn áföllum af ýmsu tagi. Sérstaklega væri mikilvægt að nýta stuðning frá Alþjóðabankanum og efnaðri ríkjum til að stuðla að stöðugleika og friði í álfunni.&nbsp;</span></p> <p><span>Gífurleg eftirspurn er eftir hagkvæmum lánum og styrkjum, sem eru nauðsynleg til að ríkin geti fylgt sínum fyrirætlunum eftir, auk þess að áhrif vegna loftslagsbreytinga hafa víðfeðm neikvæð áhrif á ríki Afríku.</span></p> <p><span>Hápunktur fundarins var útgáfa <a href="https://www.worldbank.org/en/news/statement/2021/07/15/abidjan-s-declaration-african-heads-of-state-calls-for-an-ambitious-replenishment-of-the-resources-of-the-international" target="_blank">Abidjan yfirlýsingarinnar</a>&nbsp;en með henni lögðu&nbsp; þjóðarleiðtogar áherslu á efnahagsbata, atvinnusköpun og fjárfestingu í mannauði og aukið aðgengi að bóluefni. Slíkt væri grundvallarforsenda til að hjálpa almenningi að ná sér á strik eftir faraldurinn, koma sér úr sárafátækt og byggja upp viðnámsþrótt samfélaga.</span></p> <p><span>Miklar væntingar eru vegna 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar sem veitir styrki og lán með hagkvæmum kjörum til fátækustu ríkja heims. Ísland veitir nú um 490 milljónum til stofnunarinnar á ári hverju, sem er umfangsmesta, einstaka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Leiðtogarnir kölluðu eftir vilyrði framlagsríkja fyrir lok ársins um 100 milljarða bandaríkjadala endurfjármögnun. Forsendur framfara eru meðal annars græn enduruppbygging, nýting þeirra tækifæra sem tækniframfarir hafa í för með sér og hnattræn samstaða sem stuðlar að friði og stöðugleika.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

27.07.2021Styrkur til uppbyggingar og atvinnusköpunar í Búrkína Fasó

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt fyrirtækinu Áveitunni ehf. tæplega þrjátíu milljóna króna styrk til uppbyggingar og atvinnusköpunar í Búrkína Fasó. Styrkurinn er veittur úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. </p> <p>Verkefnið miðar að uppbyggingu og atvinnusköpun á landsvæði sem ABC barnahjálp hefur til umráða í borginni Bobo-Dioulasso í vesturhluta Búrkína Fasó. Uppbyggingin felur meðal annars í sér aðgengi að vatni, ræktarlandi og byggingu íbúðarhúsnæðis.</p> <p>Til stendur að bora eftir vatni og reisa vatnsturna á landsvæðinu og þá verða einnig settar upp sólarsellur sem tengjast vatnsdælum í þeim tilgangi að tryggja rafmagn og sjálfbærni vatnsflæðis. Enn fremur verður landið stikað og skipt upp fyrir ræktun mismunandi afurða, til að mynda fyrir maís, baunir, grænmeti, ávexti og hnetur. Stefnt er að því að rækta matvæli allt árið og til þess þarf að leggja vatnskerfi um svæðið. Auk þess verða byggð einföld raðhús fyrir flóttafólk og verður hverri fjölskyldu úthlutaður skiki af landinu til þess að rækta mat fyrir heimilið. Þá verður reistur múr umhverfis landið til þess að vernda það frá ágangi skepna sem ganga frjálsar.</p> <p>Markmið verkefnisins er enn fremur að hluti af þeim mat sem ræktaður verður á landinu verði nýttur í skóla ABC barnahjálpar í Bobo-Dioulasso. Auk þess er áætlað að þeir foreldrar barna í skólanum sem koma munu að ræktuninni, ásamt þeim fjölskyldum sem búa munu á landinu, geti selt hluta af ræktuninni og þar með aflað sér tekna.</p> <p>Áætluð verklok eru í lok árs 2023.</p>

22.07.2021Þróunarsamvinna náði sögulegu hámarki á síðasta ári

<p><span>Mikilvægi þróunarsamvinnu og samtakamáttar alþjóðasamfélagsins sýndi sig á síðasta ári og náði stuðningur alþjóðasamfélagsins til þróunarsamvinnu sögulegu hámarki árið 2020. Þetta kemur fram í <a href="https://www.covid19-evaluation-coalition.org/documents/COVID19_Early_Synthesis-july-21.pdf" target="_blank">nýrri skýrslu</a>&nbsp;<a href="https://www.covid19-evaluation-coalition.org/" target="_blank">Alþjóðabandalags um úttektir á COVID-19</a>, sem sett var á laggirnar til að meta árangur aðgerða vegna COVID-19 og margvísleg áhrif þeirra á velferð fólks og efnahag. Íslensk stjórnvöld hafa verið virkir þátttakendur í bandalaginu frá upphafi.&nbsp;</span></p> <p><span>Bandalagið hefur nú lagt mat á viðbrögð alþjóðasamfélagsins við COVID-19 þegar kemur að mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu en í skýrslunni er greint frá fyrstu niðurstöðum. Það kemur meðal annars fram að með náinni samvinnu, samræmdum aðgerðum og hröðum viðbrögðum hafi samstarfsaðilar náð að takast á við áskoranir langvarandi heilbrigðisvanda og margvíslegum áhrifum hans á velferð fólks og efnahag.</span></p> <p><span>Í skýrslunni eru birtar níu lykilniðurstöður. Þær eru eftirfarandi:</span></p> <p><span>1.&nbsp;</span>Þegar heimsfaraldur braust fyrst út reyndust hröð og sveigjanleg viðbrögð einstaklega veigamikil. Skjótar greiðslur úr nýjum sjóðum og endurskilgreining verkefna auðveldaði fjármögnun sem gerði ríkjum kleift að takast á við breyttar aðstæður.&nbsp;</p> <p><span>2. Reyndir og traustir samstarfsaðilar reyndust vel, og nýting bjarga var hámörkuð með notkun og aðlögun þeirra samhæfingarleiða sem þegar voru til staðar, en einnig varð nálgunin þar af leiðandi heildstæðari og skýrari.</span></p> <p><span>3. Uppsetning miðstýrðs krísuteymis sem bjó að innsýn úr helstu geirum og var öflugt í forystu reyndist einstaklega verðmætt fyrir skilvirka og árangursríka ákvörðunartöku.&nbsp;</span></p> <p><span>4. Þær alþjóðastofnanir sem best brugðust við og forgangsröðuðu verkefnum sem tengdust COVID-19 faraldrinum án þess að missa sjónar á sínum kjarnaverkefnum gátu fljótt tileinkað sér sveigjanleg vinnubrögð og aðlagað stefnu sína að nýjum aðstæðum.</span></p> <p><span>5. Áskorun er að tryggja samfellu í rekstri meðfram áfallastjórnun. Ef kerfi eru hluti af hefðbundnum rekstri og eru samþætt stjórnun og uppbyggingu stofnana má viðhalda kjarnastarfsemi samhliða því að nýtt og markvisst starf er sett í gang til að bregðast við krísu.&nbsp;</span></p> <p><span>6. Markviss upplýsingamiðlun hins opinbera í samstarfsríkjum reyndist gagnleg til að fylgjast með þróun faraldursins og áhrifum hans, koma í veg fyrir útbreiðslu rangra og villandi upplýsinga, vekja vitund almennings og styðja við gagnsæi og trúverðugleika viðbragða hins opinbera.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>7. Markviss innri samskipti varðandi ákvarðanir og aðgerðir reyndist gagnleg til að forðast óreiðu og til að viðhalda samfellu í viðbrögðum.<br /> </span></p> <p><span>8. N</span>auðsynlegt er að þróa stefnu og vinnubrögð sem forgangsraða geðheilsu og vellíðan starfsfólks þegar viðbrögð eru langvarandi.</p> <p><span>9. Heilbrigðiskreppan stuðlaði að því að stofnanir urðu opnari fyrir nýjungum, þar á meðal hvað varðaði mat á fordæmalausum áhættum og gerði stofnunum betur kleift að bregðast skjótt við.</span></p> <p><span>Ljóst þykir að draga megi mikilvægan lærdóm af fyrsta ári faraldursins og mun bandalagið halda áfram að fylgjast með aðgerðum alþjóðasamfélagsins. Athyglinni verður þá meðal annars beint að afleiðingum og langtímaárangri aðgerða.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

22.07.2021Fyrirtækið Pólar toghlerar hlýtur styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf

<span></span> <p>Á þriðjudag síðastliðinn var undirritaður úthlutunarsamningur um styrk milli utanríkisráðuneytisins og Pólar toghlerar ehf. vegna verkefnisins „Hringrásarhagkerfi um söfnun og endurvinnslu á plastúrgangi í Dakar, Senegal.“ Fjármagnsstyrkurinn er veittur af utanríkisráðuneytinu úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Verkefnið felur í sér söfnun á plastúrgangi á landi og við strendur Senegal til endurvinnslu gegn gjaldi hjá fyrirtækinu Ecobag í höfuðborginni Dakar. Úr endurunna plastinu verða unnar vörur til heimilisnota og til fyrirtækja fyrir notkun á sjó og landi, sem í flestum tilvikum munu koma í stað innfluttra vara. Þar á meðal er stefnt á að framleiða svonefnda Plútó toghlera sem hægt verður að endurvinna að lokum líftíma þeirra. Verkefnið stuðlar því bæði að umhverfisvænum togveiðum og minnkun plastmengunar.</p> <p>Markhópur verkefnisins er annars vegar almenningur á vesturströnd Afríku sem hefur safnað plastúrgangi og skilað honum til Ecobag gegn gjaldi og hins vegar eigendur fiskibáta sem gefst kostur á ódýrum og umhverfisvænum toghlerum.</p> <p>Pólar toghlerar hefur þróað hlera fyrir minni togbáta en til að byrja með er horft til togbáta undir 24 metra að lengd. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru hátt í ein milljón báta af þeirri stærð sem stunda togveiðar en stór hluti þeirra notar enn óhagkvæma hlera sem smíðaðir eru úr tréborðum. </p> <p>Plútó plasthlerarnir munu vera framleiddir á Íslandi hjá Borgarplast fyrir markaði í Norður-Evrópu en helstu tækifærin liggja á mörkuðum í Asíu, Afríku og löndum Mið- og Suður-Ameríku. Fyrsta hluta verkefnisins í Afríku verður hleypt af stokkunum með framleiðslu Plútó toghlera fyrir vesturströnd heimsálfunnar í samráði við tilvonandi samstarfsaðila í Dakar.</p>

21.07.2021Sárafátækum fjölgar í fyrsta skipti í áratug

<p><span>Þeim sem búa við sárafátækt fjölgaði um 119-124 milljón manns á síðasta ári, en þetta er í fyrsta skipti í áratug sem sárafátækum fjölgar í heiminum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í <a href="https://unstats.un.org/sdgs/report/2021/" target="_blank">nýrri skýrslu</a>&nbsp;um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem gefin var út í tengslum við árlegan ráðherrafund um stöðu markmiðanna fyrr í mánuðinum.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>„Heimurinn hefði verið betur í stakk búinn til að takast á við þessa kreppu, með sterkari heilbrigðiskerfi, aukna félagslega vernd, aukinn sveigjanleika sem verður til með jafnari samfélögum og heilbrigðari náttúru, ef heimsmarkmiðin hefðu verið sett í forgang fyrir sex árum. Því miður vorum við á rangri leið áður en COVID-19 skall á,“ segir António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni er með myndrænum hætti farið yfir stöðu hvers heimsmarkmiðs, en ljóst er að enn vantar töluvert upp á svo að þeim verði náð fyrir árið 2030. Þá hefur heimsfaraldur kórónaveiru dregið verulega úr þeim framförum sem orðið höfðu á síðustu árum og áratugum. Þannig er áætlað að þeim sem lifa við hungursneyð hafi fjölgað um 70-161 milljón manns, líflíkur hafa minnkað, áratuga framfarir á sviði menntunar hafa glatast og ofbeldi gegn konum hefur aukist. Ójöfnuður jókst á síðasta ári og um 255 milljón störf glötuðust vegna afleiðinga faraldursins, sem eru fjórfalt fleiri en glötuðust í efnahagskreppunni 2007-2009. Þá erum við verulega langt frá því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins vegna loftslagsbreytinga.</span></p> <p><span>Þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar þá segir Guterres ástæðu til bjartsýnis. COVID-19 kreppan hafi sýnt fram á viðnámsþrótt samfélaga sem hafi endurspeglast í þrekvirki framlínustarfsfólks, stafrænum umskiptum og fordæmalausu samstarfi við þróun bóluefna. „Bjartari framtíð er möguleg. Við verðum að nota þessa erfiðleikatíma til þess að umbreyta heimi okkar, standa skil á heimsmarkmiðunum og efna loforð okkar við núverandi og komandi kynslóðir,“ segir hann.</span></p> <p><span><a href="https://unstats.un.org/sdgs/report/2021/" target="_blank">Hér</a> má lesa skýrsluna í heild sinni.</span></p>

16.07.2021Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka

<p>Utanríkisráðuneytið hefur gefið fjórtán félagasamtökum vilyrði um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar í ríkjum í Afríku. Árlega eru veittir styrkir til slíkra verkefna undir hatti samstarfs ráðuneytisins við félagasamtök í þróunarsamvinnu en fjölbreytt flóra samtaka er til staðar hér á landi. </p> <p>Auglýstar voru allt að 100 milljónir króna til úthlutunar árið 2021 og bárust alls 19 umsóknir frá 13 félagasamtökum að heildarupphæð 603 milljónir króna. Því var eftirspurn eftir styrkjum langt umfram það sem auglýst var.</p> <h2>Úthlutun hæstu styrkja</h2> <p>Hæstu styrkjunum verður varið til fjögurra langtímaverkefna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Rauða krossins á Íslandi. </p> <p>Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar kemur til framkvæmdar í Úganda en um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefni í Rakai og Lyadonte sem tekur til bættra lífsskilyrða fjölskyldna sem líða vegna HIV/alnæmis á svæðinu.&nbsp; </p> <p>Rauði krossinn á Íslandi fær styrk til tveggja verkefna, annars vegar í tengslum við sjálfbæra og samfélagsdrifna endurheimt skóglendis í Síerra Leóne og hins vegar vegna uppbyggingar á getu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að takast á við ofbeldi, mismunun og útilokun. Verkefnið nær til landsfélaga í Malaví, Síerra Leóne og Sómalíu. </p> <p>Tvö verkefni á vegum SOS Barnaþorpa fá áframhaldandi stuðning. Annað kemur til framkvæmdar í Eþíópíu þar sem áhersla er lögð á fjölskyldueflingu í Tulu Moye í gegnum valdeflingu og stuðning við börn, konur og ungmenni með það að markmiði að styrkja þau til félagslegrar þátttöku. Síðara verkefnið er staðsett í Sómalíu og Sómalílandi. Markmið verkefnisins er að skapa atvinnutækifæri fyrir ungt fólk á svæðinu en þar er um 70% atvinnuleysi meðal ungmenna. </p> <p>Stelpur rokka! fá styrk vegna verkefnisins Stelpur rokka áfram í Tógó en verkefnið hefur staðið yfir í fimm ár og mun stuðningur utanríkisráðuneytisins vera nýttur í að fjármagna og styðja við tónlistarsumarbúðir í landinu.</p> <h2>Styttri verkefni og nýliðastyrkir</h2> <p>Af styttri verkefnum koma tvö til framkvæmda í Síerra Leóne, annað á vegum Aurora velgerðarsjóðs þar sem stutt er við sjálfbærni Lettie Stuart Pottery leirkeraverkstæðisins í Freetown og annað á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi þar sem markmiðið er að draga úr ofbeldi gagnvart börnum í landinu. Barnaheill hljóta einnig styrk til hagkvæmnisathugunar í Líberíu og undirbúning fyrir tæknilega aðstoð samtakanna þar í landi. Tvenn verkefni eru staðsett í Kenía, fyrra er verkefni á vegum Sambands íslenskra Kristniboðsfélaga í Pokot sýslu þar sem unnið er að eflingu afskiptra nemenda. Hið síðara er framkvæmt af Styrktarfélaginu Broskallar og miðar verkefnið að því að styrkja getu nemenda í stærðfræði. Munu bókasöfn vera miðpunktur verkefnisins m.a. vegna óvissu um skólahald í skugga COVID-19 heimsfaraldurs. Að lokum hlýtur CLF á Íslandi styrk til stækkunar á skóla samtakanna í Úganda. </p> <p>Alls fá tvö félög nýliðastyrki en slíkir styrkir eru veittir til félagasamtaka sem eru að stíga sín fyrstu skref í þróunarsamvinnu. Um er að ræða verkefni Styrktarfélags Haven Rescue Home í Kenía þar sem unnið er að sjálfbærni heimilis fyrir ungar mæður og hins vegar verkefni Þroskahjálpar sem snýr að stuðningi við fötluð börn í Mangochi héraði í Malaví. </p> <p>Íslensk félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki sem samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu. Markmiðið með samstarfi utanríkisráðuneytisins og félagsamtaka í þróunarsamvinnu er meðal annars að draga úr fáttækt og að leggja lóð á vogarskálarnar í þágu sjálfstæðs, þróttmikils og fjölbreytilegs borgaralegs samfélags í þróunarríkjum. </p> <p>Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Næsta úthlutun er áætluð í byrjun árs 2022. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins.</p>

15.07.2021Brugðist við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að 25 milljónum króna verði varið til að bregðast við neyðarástandi á Sahel-svæðinu í Afríku. Framlaginu verður ráðstafað til nýstofnaðs svæðasjóðs á vegum samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA).</p> <p>Neyðarástand ríkir í þremur ríkjum Mið-Sahel: Búrkína Fasó, Malí og Níger. Löndin eru við þolmörk og þörfin fyrir alþjóðlega aðstoð fer stigvaxandi. Íbúarnir búa við mjög lítið matvælaöryggi, &nbsp;kynbundið og kynferðislegt ofbeldi er alvarlegt vandamál og fólki á flótta fjölgar hratt. Orsakirnar eru margar og samofnar en langvarandi fátækt og atvinnuleysi, ör fólksfjölgun, loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir, veikir stjórnarhættir og vopnuð átök eru meðal þeirra.&nbsp;</p> <p>Ísland hefur stutt við OCHA til fjölda ára en starfsvið stofnunarinnar tengist áherslum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar þá einkum með tilliti til viðbragðsflýtis og samhæfingarhlutverks stofnunarinnar. OCHA er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð ásamt Neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).</p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í samhæfingu mannúðaraðstoðar á heimsvísu. Svæðasjóðir OCHA gera gjafafríkjum kleift að sameinast í stórum sjóðum ætluðum til mannúðarverkefna á ákveðnum stað eða landi og er því um fyrirsjáanlegt og skilvirkt fjármagn að ræða.</p>

09.07.2021Spurningakeppni í Mangochi

<p>Bráðskemmtilegri spurningakeppni tólf skóla í Mangochi-héraði, samstarfshéraðs Íslands í Malaví, lauk á dögunum þar sem nemendur í efri bekkjum grunnskóla fengu að spreyta sig. Þessi árlega keppni er skipulögð af menntaskrifstofu Mangochi-héraðs sem nýtur stuðnings og fjármagns frá Íslandi í verkefnastoðinni „Mangochi Based Service Programme II“. Mphatso Sokosa, verkefnisfulltrúi sendiráðs Íslands í Lilongwe, var heiðursgestur á lokaviðburði keppninnar.</p> <p>Skólarnir sem kepptu til úrslita voru frá sveitahéruðunum Koche, Chimwala, St. Joseph og Chimbende en áður höfðu farið fram undankeppnir þar sem tólf skólar, sem allir njóta stuðnings frá Íslandi, kepptu sín á milli.</p> <p>Makawa-grunnskólinn frá Koche stóð á endanum uppi sem sigurvegari en Changamire-grunnskólinn í Chimwala varð í öðru sæti. Alls stunda tæplega 30 þúsund nemendur nám í grunnskólunum tólf eða&nbsp; rúmlega tvöfalt fleiri en í öllum grunnskólum Reykjavíkur.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Skipulag keppninnar var hið glæsilegasta og lögðu fjölmargir hönd á plóg. Fjallað var um spurningakeppnina í fjölmiðlum á svæðinu t.d. á héraðsútvarpsstöðinni Radio Lilanguka auk þess sem ríkissjónvarp Malaví, MBC TV, gerði spurningakeppninni góð skil.&nbsp;&nbsp;</p>

07.07.2021Bindandi alþjóðsamningur nauðsynlegur gegn rusli og plastmengun í höfunum

<span></span> <p>Í gær var hleypt af stokkunum hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) svonefndum Næróbí vinahópi gegn rusli og plastmengun í höfunum. Ísland er eitt 27 ríkja sem standa að stofnun vinahópsins en framtakið er leitt af Chile og Portúgal. Öll Norðurlöndin eru meðal stofnríkja.</p> <p><span>Á stofnfundinum í gær, fjarfundi með ríflega 200 þátttakendum, voru að sögn Vilhjálms Wiium fastafulltrúa Íslands hjá UNEP flutt ýmis fróðleg erindi, bæði af háttsettum embættismönnum og sérfræðingum, þar sem var farið yfir ýmsar staðreyndir um plastmengun í höfunum og ræddar leiðir fram á við.</span></p> <p><span>„Það ríkti samhljómur um að bindandi alþjóðasamningur gegn rusli og plastmengun í höfunum væri nauðsynlegur, því gildandi alþjóðasamningar nái ekki utan um vandamálið,“ segir Vilhjálmur. „Væntingar eru um að á seinni hluta fimmta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í byrjun 2022 verði samþykkt ályktun um að hefja formlegar umræður um samning af þessu tagi. Hópur ríkja með Rúanda og Perú í broddi fylkingar hafa þegar hafist handa um að semja drög að ályktuninni og samningi og&nbsp; þeim verður dreift meðal fastanefnda UNEP í september næstkomandi.“</span></p> <p><span>Vilhjálmur segir að einnig verði í september haldinn ráðherrafundur um plastmengun í höfunum. Að undirbúningi þess fundar standa Þýskaland, Ekvador, Gana og Víetnam. </span></p>

07.07.2021Hjálparstarf kirkjunnar hlýtur styrk til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi

<span></span><span></span> <p>Á dögunum veitti utanríkisráðuneytið Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð tíu milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Þar hafa sem kunnugt er átök staðið yfir linnulítið í rúman áratug og þörfin fyrir mannúðaraðstoð er gífurleg. Að mati Sameinuðu þjóðanna er talið að um ellefu milljónir íbúa þurfi á aðstoð að halda.</p> <p>Áhersla stuðningsins sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir er að tryggja vernd og sálfélagslegan stuðning barna og fullorðinna, draga úr áhrifum vegna COVID-19 heimsfaraldurs og efla öryggi fólks. Þess er að vænta að verkefnið leiði til þess að lina þjáningar fólks vegna átakanna, velferð og viðnámsþróttur barna og fullorðinna aukist og að fjölskyldur hafi meiri tekjur og bætta afkomu.</p> <p>Styrkurinn rennur til verkefna Lúterska heimssambandsins í Sýrlandi en Hjálparstarf kirkjunnar hefur árlanga reynslu af því að miðla fjármunum til neyðaraðstoðar í gegnum Lúterska heimssambandið og byggir samstarfið á faglegum grundvelli. </p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna&nbsp;<a href="http://www.utn.is/felagasamtok">hér</a>.</p>

06.07.2021Menningarborgin Beirút lifnar við að nýju

<span></span> <p>Um nýliðna helgi fór fram TERDAD listahátíðin í Beirút en hátíðin var sérstaklega styrkt með framlagi frá Íslandi í þeim tilgangi að endurlífga menningarlíf borgarinnar eftir sprenginguna miklu í ágústmánuði á síðasta ári. Listahátíðin um helgina er hluti af átaksverkefni sem UNESCO hleypti af stokkunum eftir sprenginguna og kallast <a href="https://en.unesco.org/news/libeirut-terdad-festival-marks-resumption-cultural-life-beirut" target="_blank">LeBeirut Initiative</a>. Hátíðin stóð yfir í þrjá daga og þótti takast með afbrigðum vel.</p> <p>Alls tóku um 200 listamenn þátt í hátíðinni, fjöldi sýninga var í borginni og listviðburðir af ýmsu tagi, meðal annars dans, leiklist, kvikmyndalist, tónlist og teiknimyndasögur – allt til marks um endurreisn skapandi starfsemi í borginni. Framlag Íslands, fimmtán milljónir króna, var einmitt nýtt í því skyni að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum á sviði leiklistar, sviðslista, tónlistar og kvikmynda.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/IM1jLU0m4sM" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir því markmiði,“ sagði Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO í&nbsp;<a href="https://en.unesco.org/news/libeirut-iceland-joins-unescos-efforts-support-artists-and-cultural-life-beirut" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef stofnunarinnar síðastliðinn vetur þegar tilkynnt var um framlag Íslands til átaksins.</p>

05.07.2021Langtímsamningur UNICEF við Janssen fyrir hönd COVAX

<span></span><span></span> <p><span>UNICEF hefur skrifað undir langtímasamning við lyfjaframleiðandann Janssen um aðgengi að COVID-19 bóluefni fyrir hönd COVAX samstarfsins. Samningurinn&nbsp;tryggir allt að 200 milljónir skammta af bóluefninu á árinu 2021, með möguleika á að afhenda 300 milljónir skammta árið 2022. Einungis þarf einn skammt af Janssen bóluefninu sem kemur sér einstaklega vel fyrir auðveldari dreifingu í efnaminni ríkjum. Samningurinn við Janssen er fjórði samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer, Serum Institute of India og AstraZeneca. Afhending á bóluefni Janssen mun hefjast á þriðja ársfjórðungi.</span></p> <p><span>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins&nbsp;en COVAX er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bólu­efnis gegn COVID-19. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja um 2 milljarða skammta af bóluefni fyrir lok ársins 2021. Samstarfið hefur nú þegar skilað 93 milljónum skammta af bóluefni til 134 ríkja og svæða í heiminum</span></p> <p><span><strong>Komum því til skila!</strong></span></p> <p><span>Bóluefnum gegn COVID-19 er mjög misskipt meðal ríkja heimsins en sem dæmi má nefna að einungis er 1 prósent af íbúum Afríku fullbólusett. Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir&nbsp;er hætta á að&nbsp;ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út bæði innan þeirra og til annarra ríkja. UNICEF hefur því sent út alþjóðlegt ákall þar sem skorað er á efnameiri ríki heims að gefa umframskammta sína strax í sumar. Nú þegar hafa nokkur efnameiri ríki svarað ákallinu og með samningnum við Janssen munu afhendingar og dreifing á bóluefni við COVID-19 aukast til muna á næstunni.</span></p> <p><span>Fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi,&nbsp;"Komum því til skila"&nbsp;stendur enn yfir. Hægt er að senda SMS-ið COVID í númeriði 1900 (1900 krónur) og þar með tryggirðu dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir þrjá einstaklinga i efnaminni ríkjum.</span></p>

01.07.2021OECD hvetur ríki til að byggja á íslenskri aðferðafræði í þróunarsamvinnu

<p><span></span>Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, lofar <a href="https://www.oecd.org/development-cooperation-learning/practices/partnering-for-local-ownership-programme-based-approaches-at-the-district-level-f62ec064/">aðferðafræði Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu</a>. Á <a href="https://www.oecd.org/development-cooperation-learning">vefgátt</a> OECD sem ætlað er að auka skilvirkni þróunarsamvinnu er fjallað um svokallaða héraðsnálgun Íslands. Þar segir að héruðin sem njóti stuðnings standi sig verulega betur en önnur og tilgreind eru dæmi frá í Malaví og Úganda.</p> <p>Íslendingar hafa mörg undanfarin ár beitt þeirri aðferðarfræði í samstarfslöndum að styðja við bakið á tilteknum héraðsstjórnum við að uppfylla grunnþjónustu við íbúana, einkum á sviði menntunar og lýðheilsu, en einnig í vatns-, salernis- og hreinlætismálum og jafnréttismálum. Að mati OECD hentar þessi aðferðarfræði vel litlum veitendum eins og Íslandi. Slíkt langtímasamstarf við héraðsstjórnir bæti þjónustu við íbúana, styrki eignarhald heimamanna og getu héraðanna til að auka skilvirkni.</p> <p><span><strong>Góður árangur í samstarfshéruðum</strong></span></p> <p><span>Meðal dæma er nefndur árangur samstarfs Íslendinga í Kalangala héraði í Úganda, eyjasamfélögum úti á Viktoríuvatni. Þegar samstarfið hófst árið 2010&nbsp;var héraðið á landsvísu meðal þeirra lökustu í menntamálum en er nú metið meðal þeirra tuttugu bestu. Í samstarfshéraði Íslands í Malaví, Mangochi-héraði, var heilbrigðisskrifstofa héraðsins talin sú besta í landinu á árinu 2020. </span></p> <p><span>Enn fremur eru rakin dæmi um framfarir í Buikwe-héraði í Úganda. Þar hafi nemendum sem lokið hafa grunnskólaprófi fjölgað úr 40 prósentum árið 2011 upp í 76 prósent árið 2020, tvöfalt fleiri hafi sótt grunnskólanám og verulega hafi dregið úr brottfalli stúlkna. Þá hafi 79 prósent íbúa héraðsins nú aðgang að hreinu drykkjarvatni en einungis 58 prósent árið 2015. Enginn íbúi hafi haft viðunandi salernisaðstöðu fyrir fimm árum en nú sé hlutfallið níu af hverjum tíu. Loks er nefnt að engin kólerutilfelli hafi greinst undanfarið þrjú ár í Buikwe héraði og sömu sögu sé að segja frá Mangochi í Malaví.</span></p> <p><span>„Ísland, sem lítið framlagsríki, miðar að því að hámarka nýtingu takmarkaðs fjármagns og fylgja meginreglum um árangursríka þróunarsamvinnu, til að ná langtíma árangri sem byggist á forgangsröðun heimamanna, bæði á landsvísu og á sveitarstjórnarstigi,” segir á vefgátt OECD.</span></p>

30.06.2021Krónan og viðskiptavinir leggja 8,3 milljónir króna til dreifingar bóluefna gegn COVID-19

<span></span> <p><span>Rúmar 8,3 milljónir króna söfnuðust í fjáröflunarátaki Krónunnar og viðskiptavina hennar, í samstarfi við átak UNICEF á Íslandi - <a href="https://unicef.is/covid">Komum því til skila</a>. &nbsp;Þær renna óskertar í söfnun UNICEF fyrir dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 í efnaminni ríkjum. Að sögn UNICEF nægir upphæðin fyrir dreifingu alls 36.280 skammta til einstaklinga í efnaminni ríkjum heimsins. Í átakinu var viðskiptavinum Krónunnar boðið að bæta 459 krónum við upphæðina þegar verslað var í verslunum og Snjallverslun Krónunnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og samtals gáfu viðskiptavinir Krónunnar 9070 styrki á tveimur vikum. Krónan gaf síðan krónu á móti hverri krónu sem safnaðist frá viðskiptavinum.</span></p> <p><span>„Sá samtakamáttur sem við fundum meðal viðskiptavina okkar á þessum tveimur vikum sem fjáröflunarátakið stóð yfir var hreint út sagt magnaður. Upphæðin sem hægt var að styrkja um, 495 krónur, virtist viðráðanleg fyrir marga og aðferðin við innsöfnun þægileg, en spurningunni var varpað upp á sjálfsafgreiðsluskjá við lok afgreiðslu og í Snjallverslun Krónunnar. Þessi mikla þátttaka sýnir hversu mjög viðskiptavinir okkar láta sig mál af þessu tagi varða. Við erum afar stolt af því að geta lagt þessu mikilvæga bólusetningaverkefni lið og lögðum upp með að jafna þann styrk sem viðskiptavinir okkar lögðu til og tvöfalda þannig upphæðina sem við afhentum hér í dag, “segir Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar.</span></p> <p><span>„Við erum Krónunni og viðskiptavinum hennar innilega þakklát fyrir þetta myndarlega framlag í baráttunni við COVID-19. Ísland hefur náð frábærum árangri í bólusetningum en ekki er síður mikilvægt að allir eigi sama möguleika á bólusetningum. Veiran spyr ekki um landamæri og það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að sýna samstöðu. Í þúsunda tali hafa viðskiptavinir Krónunnar sýnt það í verki að þeim er umhugað um að öll ríki heimsins fái bóluefni fyrir íbúa sína. Slíkur stuðningur skiptir miklu máli, ekki einungis fjármagnið sem þarna safnast heldur einnig skilaboðin sem framtakið sendir: Við erum öll í þessu saman,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. </span></p> <p><span>Enn er hægt að styðja átak UNICEF með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og tryggja þar með dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga. </span></p> <p style="text-align: justify;"><span style="background: white; color: black;"><strong>Ákall um að gefa umframskammta bóluefna</strong></span></p> <p><span>Bóluefnum gegn COVID-19 er mjög misskipt meðal ríkja heimsins. Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist hratt út bæði innan þeirra og til annarra ríkja. Vart þarf að fjölyrða um hversu skelfilegar afleiðingar slíkt hefur, ekki síst á börn og þeirra framtíð. UNICEF hefur því sent út alþjóðlegt ákall þar sem skorað er á efnameiri ríki heims að gefa umframskammta sína strax í sumar. Nú þegar hafa nokkur efnameiri ríki svarað ákallinu og áætlun COVAX-samstarfsins er að dreifa 1,9 milljörðum skammta fyrir árslok 2021.</span></p> <p><span>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins, sem er samstarf um 190 ríkja sem hefur að markmiði að tryggja sem jafnasta dreifingu bólu­efnis gegn kórónaveirunni meðal ­efnaminni­ ríkja heims­ins.&nbsp;Nú þegar hefur COVAX-samstarfið komið yfir 88 milljónum skammta til 131 efnaminni landa, má þar nefna Sýrland, Ghana, Bólivíu, Úkraínu, Mongólíu, Suður-Súdan, Fílabeinsströndina, Kambódíu, Kíribati og Afganistan. </span></p>

30.06.2021Forsætisráðherra á opnun Kynslóðar jafnréttis

<p><span>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður viðstödd opnunarviðburð ráðstefnu franskra stjórnvalda um átaksverkefnið <em>Kynslóð jafnréttis </em>(Generation Equality Forum), í París Frakklandi í dag. Ísland er eitt forysturíkja verkefnisins og veitir aðgerðabandalagi um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi forystu ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Frönsk og mexíkósk stjórnvöld fara ásamt stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, með yfirstjórn verkefnisins. </span></p> <p><span>Forsætisráðherra kynnir á morgun skuldbindingar Íslands í tengslum við verkefnið þar sem áhersla er lögð á stefnumótun og lagasetningu sem hefur m.a. að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi gegn konum og stúlkum, forvarnir, bætt aðgengi þolenda að þjónustu og aukinn stuðning við samtök kvennahreyfingarinnar. </span></p> <p><span>Forsætisráðherra mun einnig eiga fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, á meðan á dvöl hennar stendur í Frakklandi.</span></p> <p><span>Þá mun forsætisráðherra flytja opnunarávarp á málþinginu: <em>Færum völdin: Leiðtoga til leiðtoga</em> (<em>Shifting Power: Leader to Leader</em>) sem UN Women og Heimsráð kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders) standa fyrir. Málþingið fer fram á morgun, 1. júlí, og er haldið í tengslum við ráðstefnu <em>Kynslóðar jafnrétti</em>s. </span></p> <p><em><span>Kynslóð jafnréttis</span></em><span>&nbsp;er stærsta verkefni UN Women hingað til og meðal helstu áherslumála aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António Guterres. Átakið stendur yfir í fimm ár og er skilgreint í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.&nbsp;Ríki, alþjóðastofnanir, frjáls félagasamtök og einkafyrirtæki voru valin á grundvelli umsókna til að leiða aðgerðabandalög um verkefni á sex málefnasviðum. Markmiðið er að vinna markvisst að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sex árum eftir að ríki heims komu sér saman um markmiðin sautján hefur komið í ljós að markmiðið um kynjajafnrétti er það markmið sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eiga lengst í land með.</span></p>

30.06.2021Málstofa um Kynslóð jafnréttis í Veröld Vigdísar

<span></span> <p>Kvenréttindafélagið, UN Women á Íslandi, Ungar athafnakonur, Landssamband ungmennafélaga og Stígamót boða til málstofu um átaksverkefni UN Women Kynslóð jafnréttis (Generation Equality Forum). Viðburðurinn fer fram &nbsp;á morgun, fimmtudaginn 1. júlí kl. 15.30 –17.30 í Veröld, húsi Vigdísar.</p> <p><span>Efnt er til málstofunnar í tilefni af ráðstefnu franskra stjórnvalda sem hefst í París í dag og stendur til 2. júlí með stuðningi stýrihóps forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins um þátttöku í íslenskra stjórnvalda í verkefninu og franska sendiráðsins á Íslandi. Á málstofunni verður verkefnið kynnt og efnt til umræðna um áherslur íslenskra stjórnvalda á vettvangi þess</span></p> <p><span>Streymt verður beint frá dagskrá ráðstefnunnar í París þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir skuldbindingar íslenskra stjórnvalda í verkefninu. Aðrir frummælendur ræða um áskoranir er varðar kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, einkum í tengslum við aðra bylgju #metoo hreyfingarinnar hér á landi og hvaða áhrif þátttaka Íslands í verkefninu getur haft á alþjóðavettvangi. Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlakona fer með fundar- og umræðustjórn. </span></p> <p><span>Kynslóð jafnréttis er alþjóðlegt jafnréttisátak sem hófst árið 2020 í tilefni 25 ára afmælis framkvæmdaáætlunarinnar frá Peking. Markmið þess er að ríki, alþjóðastofnanir, frjáls félagasamtök og einkaaðilar sameinist um úrbætur á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Frönsk og mexíkósk stjórnvöld fara ásamt UN Women með yfirstjórn verkefnisins. Átakið er unnið á sex málefnasviðum og stýrt af aðgerðabandalögum. Íslensk stjórnvöld veita aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi (Action Coalition on Gender Based Violence) forystu.&nbsp; Á ráðstefnunni í París kynna bandalögin sex aðgerðir sem miða að hraðari framþróun á sviði jafnréttismála til næstu fimm ára. &nbsp;</span></p> <p><span>Dagskrá málstofunnar er meðal annars að finna á <a href="https://kvenrettindafelag.is/kynslod-jafnrettis/" target="_blank">vef</a>&nbsp;Kvenréttindafélagsins.</span></p>

29.06.2021Rúmlega þrjátíu þúsund Íslendingar styrktu SOS á síðasta ári

<span></span> <p>Alls 30.915 Íslendingar styrktu SOS Barnaþorpin á árinu 2020, fleiri en nokkru sinni fyrr. Þeim fjölgaði um 5.670 milli ára eða um 22,5 prósent. Heildartekjur til SOS Barnaþorpanna á Íslandi hækkuðu þó ekki nema um eitt prósent en þær námu um 674 milljónum króna. Þetta kemur fram í&nbsp;<a href="https://www.sos.is/media/swhhv2ur/2021-06-sos-a-rsky-rsla-fyrir-2020-lei%C3%B0r-v2.pdf" target="_blank" title="Ársskýrsla SOS 2020">ársskýrslu</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.sos.is/media/uunb3swn/%C3%A1rsreikningur-sos-barna%C3%BEorpanna-31-12-2020.pdf" target="_blank" title="Ársreikningur SOS 2020">ársreikningi</a>&nbsp;SOS á Íslandi sem samtökin hafa birt á vef sínum.</p> <p>Af þessum 30.915 Íslendingum eru mánaðarlegir styrktaraðilar 10.434 og þeim fækkaði um 87 frá fyrra ári. Langflestir þeirra eru SOS foreldrar sem styrkja alls 8.704 börn í barnaþorpum í 107 löndum og fylgjast með uppvexti þeirra. Rekstrarkostnaður SOS á árinu 2020 var 18,7% sem þýðir að 813 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi renna að jafnaði í hjálparstarf SOS.</p> <p>„Það sem helst skýrir að aukning tekna hafi ekki verið meiri en raun ber vitni er sú staðreynd að flestir nýir styrktaraðilar hafa valið að fara varlega í sakirnar og gefa stök framlög frekar en föst mánaðarleg framlög. Kannski sýnir þetta okkur að hegðun Íslendinga þegar kemur að framlögum til góðgerðarmála sé að breytast og að þeir vilji frekar gefa stöku sinnum og óreglulega heldur en skuldbinda sig til mánaðarlegra framlaga," segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS í pistli sínum í ársskýrslunni.</p> <p>Í skýrslunni segir að SOS Barnaþorpin séu fyrst og fremst barnahjálp sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. SOS Children´s Villages eru stærstu óháðu hjálparsamtök heims sem einblína á börn án foreldraumsjár og jafnframt á ósjálfbjarga barnafjölskyldur.</p>

28.06.2021Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna grípur inn í alvarlegt hungur

<span></span> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) ráðstafaði á dögunum tæplega 17 milljörðum íslenskra króna – 135 milljónum bandarískra dala – til að efla mannúðaraðgerðir í tólf löndum í Afríku, Ameríku og Miðausturlöndum. Gögn sem birt voru fyrr í mánuðinum sýndu að 350 þúsund einstaklingar drógu fram lífið við aðstæður sem eru sambærilegar hungursneyð.</p> <p>„Hungursneyð skýtur upp kollinum á nokkrum stöðum núna, svo það má enginn tími fara til spillis. Þessi CERF úthlutun gæti skilið á milli lífs og dauða fyrir milljónir manna sem treysta á aðstoð til að lifa af. Með þessum fjármunum getum við veitt nauðsynjar eins og hreint vatn, skjól og mat fyrir fólkið sem þarf mest á því að halda, á þeim tíma sem þörfin er mest aðkallandi,“ segir Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ástandið er alvarlegast í Tigray héraði í Eþíópíu en hungursneyð er yfirvofandi í Búrkina Fasó, suðurhluta Madagaskar, norðausturhluta Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Einnig verður fjármunum varið til hjálparsamtaka í Sýrlandi, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Venesúela, Tjad, Afganistan, Kamerún og Mósambík. </p> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna&nbsp;(Central Emergency Respone Fund, CERF) er ein af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. <span>Ákvarðanir um úthlutun undirfjármagnaðs neyðarástands byggist á ítarlegri greiningu á meira en 70 mannúðarvísum og víðtæku samráði við hagsmunaaðila.</span></p>

25.06.2021Alvarlegasta hungurkreppa aldarinnar blasir við

<span></span> <p>Að mati alþjóðlegu samtakanna Barnaheill – Save the Children vofir nú yfir alvarlegasta hungurkreppa 21. aldarinnar. Til þess að stöðva þá óheillaþróun sem hefur orðið í heiminum á undanförnum mánuðum hafa alþjóðsamtök sett af stað stærstu fjáröflun í rúmlega 100 ára sögu samtakanna þar sem markmiðið er að safna 130 milljónum Bandaríkjadala á næstu mánuðum til þess að sporna við hungri í heiminum.</p> <p>Talið er að 174 milljón manna í 58 löndum búi við matarskort, sem er 20 milljónum fleiri en árið í fyrra. Um 150 milljónir manna eiga á hættu að verða ýtt út í fátækt á þessu ári, einkum vegna afleiðinga heimsfaraldurs, átaka og loftslagsbreytinga. Alls 16,8 milljón börn standa frammi fyrir miklum matarskorti, þar af búa 5,7 milljónir barna við alvarlega vannæringu og er vart hugað líf.</p> <p>„Í fyrsta sinn í áratugi hefur hungur og vannæring barna aukist og eiga fjölskyldur víða um heim í erfiðleikum með að veita börnum sínum næringaríkan mat. Áhrif og afleiðingar heimsfaraldurs, átaka og loftslagsbreytinga hafa ýtt undir aukið hungur og vannæringu á mettíma. Án aðgerða gætum við horft upp á milljónir barna svelta til dauða og snúið þannig við áratuga framförum,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/alvarlegasta-hungurkreppa-21-aldarinnar-stendur-yfir" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla.</p> <p>Barnaheill hafa veitt neyðaraðstoð til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó undanfarna mánuði en hvergi í heiminum búa fleiri börn undir fimm ára aldri&nbsp; við alvarlegan matarskort. Einnig starfa Barnaheill í Sýrlandi þar sem samtökin leggja áherslu á barnavernd, menntun og heilsu barna, þar á meðal að sporna við hungri. En átök og heimsfaraldur hafa sett stórt strik í reikninginn og hungur barna jókst í Sýrlandi um 56% á milli ára 2020 og 2021. Sama má segja um Jemen þar sem Barnaheill vinna einnig að mannúðaraðstoð, en þar jókst hungur um 10% á milli ára. Í Afganistan þjáist helmingur barna undir fimm ára aldri, eða um 3,1 milljón börn, af miklu hungri.</p> <p>„COVID-19, átök, vonskuveður, flóð og aðrar náttúruhamfarir hafa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér á undanförnum mánuðum fyrir hungur í heiminum. Matvælaverð hefur hækkað sem hefur haft áhrif á lífsbjargir fjölskyldna. En það er ekki skortur á mat í heiminum. Það er til nægur matur fyrir hvert barn og fullorðinn einstakling en honum er skipt ójafnt. Við höfum tækifæri til þess að bjarga öllum þessum börnum frá vannæringu og við verðum að bregðast við strax,“ segir í fréttinni.</p> <p>Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hvetja stjórnvöld út um allan heim til þess að fjármagna að fullu viðbragðsáætlanir vegna mannúðarmála og styðja við áætlanir um heilbrigðisþjónustu fyrir börn, þar með talið meðferðum við vannæringu. Samtökin hvetja jafnframt stjórnvöld víðsvegar um heim að beita sér fyrir auknu aðgengi að mannúð að öllu tagi, svo að öll börn geti fengið þann stuðning sem þau þurfa.</p>

24.06.2021Alþjóðabankinn: 35% af fjármögnun bankans til loftslagsverkefna

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri <a href="https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/35799" target="_blank">aðgerðaráætlun Alþjóðabankans</a>&nbsp;hyggst bankinn auka við fjármögnun í loftslagsmálum og ná því markmiði að 35 prósent af fjármögnun bankans fari til loftslagsverkefna í þróunarríkjum.</p> <p>Alþjóðabankinn er stærsti fjármögnunaraðili loftslagstengdra verkefna í þróunarríkjum og á tímabili síðustu áætlunar 2016-2020 lagði bankinn rúma 80 milljarða Bandaríkjadala í loftslagstengd verkefni. Samkvæmt nýju áætluninni ætlar bankinn að auka enn við fjármögnun, jafnt í mótvægis- og aðlögunaraðgerðir, og ná markmiðinu um að 35 prósent af fjármögnun bankans fari til loftslagsverkefna. </p> <p>Ljóst er að bankinn verður leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar á komandi árum og mótar sterka tengingu við þróunarverkefni í samstarfslöndum sínum. Í nýju áætluninni felst einnig að bankinn aðlagar allt starf sitt að Parísarsamkomulaginu á næstu árum.</p> <p>Í nýju aðgerðaráætluninni sem gildir til ársins 2025 eru forgangssvið bankans landbúnaður, matvæli, vatn og land, borgir, samgöngur og framleiðsla – með áherslu á viðnámsþrótt, aðlögun og kolefnisjöfnun. „Nýja aðgerðaráætlun okkar greinir og forgangsraðar aðgerðum og við munum leita lausna sem ná mestum áhrifum,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans.</p> <p>Því er við að bæta að kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem Ísland hefur verið í forystu fyrir síðustu misserin, hefur lagt ríka áherslu á loftslagsmál, þar með talið að ný áætlunin sé metnaðarfull og framsækin.</p>

22.06.2021Stríð fullorðinna sviptu milljónir barna bernskunni

<span></span> <p>Brotið var alvarlega á tæplega tuttugu þúsund börnum á síðasta ári í tengslum við vopnuð átök. Heimsfaraldur kórónuveiru leiddi til þess að erfiðara var en áður að ná til barnanna, að því er fram kemur í árlegri <a href="https://childrenandarmedconflict.un.org/wp-content/uploads/2021/06/Children-Armed-Conflict_Report-Summary-2020.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök. Meðal alvarlegra brota má nefna nauðganir og þvingun barna til þátttöku í hermennsku.</p> <p>Yfirskrift skýrslunnar er „Glötuð æska“ og í undirtitli er vísað til aukins varnarleysis stelpna og stráka í vopnuðum átökum á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Í skýrslunni segir að alvarleg skráð brot gegn börnum séu áfram óhugnanlega mörg eða 26,500 og heimsfaraldurinn hafi aukið vararleysi barna gagnvart brottnámi, þvingun í hermennsku og kynferðisofbeldi, auk þess sem fjölgun hafi orðið á árásum á skóla og sjúkrahús. </p> <p>„Stríð fullorðinna sviptu milljónir barna bernsku sinni á árinu 2020,“ segir Virginia Gamba, sérlegur erindreki aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í þessum málaflokki. Rúmlega 8,400 börn voru ýmist myrt eða örkumluðust í stríðsátökum í Afganistan, Sýrlandi, Jemen og Sómalíu. Þá voru rúmlega sjö þúsund börn skráð í herdeildir og notuð í stríðsátökum, einkum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Sómalíu, Sýrlandi og Mjanmar.</p> <p>Mesta fjölgunin í brotum gegn börnum í stríði milli ára var brottnám. Börnum sem voru numin brott fjölgaði um 90 prósent milli ára og börn sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi, meðal annars nauðgunum, fjölgaði um 70 prósent. Af árásum á skóla beindust margar þeirra gegn menntun stúlkna auk þess sem vígahópar lögðu undir sig marga skóla – sem voru lokaðir vegna COVID-19 – og gerðu að herstöðum.</p> <p>Þrátt fyrir skelfilegar tölur í skýrslunni er einnig sagt frá áþreifanlegum framförum í samtölum sérfræðinga á sviði barnaverndar í viðræðum við stríðandi fylkingar í Afganistan, Mið-Afríkuríkinu, Nígeríu, Filippseyjum, Suður-Súdan og Sýrlandi. „Á síðasta ári tókst að semja um tæplega 35 nýjar skuldbindingar eða aðra þátttöku um aðgerðir til að vernda börn betur, þar á meðal tvær nýjar aðgerðaráætlanir sem skrifað var undir í Mjanmar og Suður-Súdan. Auk þess tókst með samningaviðræðum við vígahópa að fá þá til að gefa 12.643 börnum frelsi á ný.</p>

22.06.2021Gíneá-Bissá: Styrkur til könnunar á skapandi listgreinum í atvinnuskyni

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur veitt íslenska fyrirtækinu T16 ehf. tveggja milljóna króna styrktarsamning til að vinna forkönnun á vaxtarmöguleikum skapandi greina í Gíneu-Bissá. Í verkefinu verður unnið með tónlistarmönnum og öðrum listamönnum til að greina möguleika skapandi listgreina í þeim tilgangi að fjölga atvinnutækifærum listamanna í landinu.</span></p> <p><span>Að sögn Geirs Gunnlaugssonar hjá T16 efh. gætu slík tækifæri falist í kennslu listgreina í skólum, tónlistarsköpun, upptökustjórnun, leiklist, hönnun eða í öðrum listgreinum. „Verkefnið mun einnig fylgja eftir og styrkja fyrirliggjandi hugmyndir um Miðstöð skapandi greina í Bissá og aðkomu listamanna að þróun hennar, en íslenskir arkitektar hafa lagt fram fyrstu drög að teikningum miðstöðvarinnar. Forkönnunin skapar því möguleika fyrir hagsmunaaðila að undirbúa stærra verkefni til stuðnings skapandi greinum í landinu,“ segir Geir.</span></p> <p><span>Samstarfsaðilar í verkefninu hafa að sögn Geirs verið virkir í tónlistarlífi Gíneu-Bissá allt frá sjálfstæði 1974 og markað djúp spor í tónlistarsögu þess sem meðlimir í hljómsveitinni Super Mama Djombo. „Aðrir eru ungir listamenn sem hafa verið að hasla sér völl á síðustu árum. Mikilvægt framlag verkefnisins er því að styðja við skapandi greinar á tímamótum þegar hljómsveitin og lýðveldið Gínea-Bissá halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt,“ segir hann.</span></p> <p><span>Myndin hér að ofan var tekin á tónleikum í Bissá í júlí 2009 með tveimur helstu ungu tónlistamönnum landsins á tónleikum Super Mama Djombo í Bissá, þ.e. Binhan og Karyna, en þeir eru meðal samstarfsfólks í verkefninu. Bak við þau er áletrun á stórum borða með þjóðfánum Íslands og Gíneu-Bissá og áletruninni: Lengi lifi vinátta Gíneu-Bissá og Íslands.</span></p> <p><span>Styrkurinn er veittur úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</span></p>

21.06.2021Áfram unnið að uppbyggingu grunnþjónustu í Malaví

<p><span></span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að framlengja stuðning Íslands við héraðsþróun í Mangochi-héraði í Malaví til næstu tveggja ára. Skrifað var undir samning þess efnis í höfuðborginni Lilongve fyrir helgi.</p> <p>Um er að ræða framlengingu á verkefnastoðinni "Mangochi Basic Services Programme II 2017-2021" að upphæð sjö milljónum Bandaríkjadala frá 1. júlí 2021 til loka mars 2023. Helsti samstarfs- og framkvæmdaaðili er héraðsstjórn Mangochi héraðs.</p> <p>Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongve skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands en Chancy Simwaka, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis Malaví, Charles Kalemba, ráðuneytisstjóri í ráðuneyti sveitastjórnarmála og Raphael Piringu, héraðsstjóri í Mangochi fyrir hönd Malaví. </p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægan áfanga sé að ræða. „Þessi framlenging sýnir í verki það traust sem Ísland hefur til malavískra stjórnvalda og til héraðsstjórnar Mangochi eftir níu ára samstarf. Ég sá með eigin augum í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/01/29/Utanrikisradherra-kynnir-ser-arangur-throunarsamvinnu-i-Malavi/">heimsókn minni til Malaví </a>árið 2019 árangurinn af samstarfinu. Þannig hefur til að mynda hefur dregið úr mæðradauða um helming frá því það hófst, brottfall grunnskólabarna úr námi hefur minnkað og vatnsbornir sjúkdómar eins og kólera hafa nær horfið vegna umbóta í vatns og hreinlætismálum.“</p> <p>„Í þessari framlengingu verður farið í mikilvægar framkvæmdir og má þar helst nefna að fæðingaþjónusta verður byggð og efld á afar afskekktu svæði héraðsins sem mun gjörbylta lífsgæðum fólks, sérstaklega verðandi mæðra og barna þeirra,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiskrifstofunnar í Lilongve.</p> <p>Yfirmarkmið verkefnisins, sem er stærsta þróunarsamvinnuframlag Íslands í landinu, er að styðja viðleitni stjórnvalda í Malaví og sérstaklega héraðsstjórnvalda í Mangochi til að bæta grunnþjónustu og félags- og efnahagsleg lífsskilyrði. Helstu verkþættir eru uppbygging í heilbrigðismálum, með áherslu á mæðra- og ungbarnaheilsu; uppbygging í grunnskólum, með áherslu á stuðning við yngsta aldursstigið; bætt aðgengi að hreinu vatni; hreinlætis- og salernismál; stuðningur við atvinnutækifæri og valdefling kvenna og ungmenna; og héraðsskrifstofuna með áherslu á deildir fjármála, framkvæmda, útboðs- og innkaupsmál og eftirlits.</p> <p>Verkefnastoðin er liður í þróunaráætlun Malaví og framkvæmd innan ramma tvíhliða samkomulags ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Malaví á sviði þróunarsamvinnu. Hún leggur jafnframt sinn skerf af mörkum til heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun, ekki síst til markmiðs nr. 3 um heilsu og vellíðan; markmiðs nr. 4 um menntun fyrir alla; markmiðs nr. 5 um jafnrétti kynjanna; og markmiðs nr. 6 um hreint vatn og salernisaðstöðu.</p> <p>Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum með því að styðja við áætlanir stjórnvalda í samstarfslöndunum um að draga úr fátækt. Malaví er í hópi fátækustu ríkja heims og hefur verið eitt helsta samstarfsland Íslands allt frá árinu 1989. Frá 2012 hefur verið lögð áhersla á héraðsnálgun í Malaví en þá var fyrst undirritaður samstarfssamningur við ráðuneyti sveitarstjórnarmála og héraðsstjórnvöld í Mangochi um eflingu grunnþjónustu í héraðinu.</p>

21.06.2021Mat á viðbrögðum alþjóðasamstarfsins við COVID-19

<span></span><span></span> <p>Ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið höndum saman um að meta viðbrögð við COVID-19 og sameiginlegar úttektir hafa verið gerðar nú þegar rúmt ár er liðið frá upphafi heimsfaraldursins. Ísland er virkur þátttakandi í <a href="https://www.covid19-evaluation-coalition.org/">alþjóðabandalagi um úttektir á COVID-19</a>, sem hefur birt fyrstu niðurstöður úttekta á alþjóðavísu. Stuðningur alþjóðasamfélagsins við þróunarsamvinnu náði sögulegu hámarki á síðasta ári og mikil vinna hefur farið í að samræma aðgerðir og viðbrögð við faraldrinum og afleiðingum hans. Þróunarríkin hafa engu að síður orðið hart úti.</p> <p>Niðurstöður benda til þess að hraði fyrstu viðbragða hafi verið til fyrirmyndar. Þetta á bæði við um sértækar aðgerðir vegna COVID-19, og aðlögun innviða að breyttum aðstæðum og þörfum viðtökulanda. Mikið reyndi á þolmörk innviða en úttektir sýndu fram á að þeir stóðust þolraunina. Vel gekk að nýta þær samhæfingarleiðir sem til staðar voru og byggja á traustu samstarfi. Jafnframt reyndist vel að innleiða nýsköpun og ganga ótroðnar brautir í áður óþekktum aðstæðum.</p> <p>Að sama skapi komu í ljós ýmsir þættir sem hægt að læra af. Þegar á reyndi, komu ýmsar áskoranir fram hvað varðar árangursrík samskipti. Skortur var á samfelldri vöktun, gagnaöflun og eftirliti. Jafnframt varð ljóst að ýmsar stofnanir áttu í erfiðleikum með rekstur og framkvæmd sem olli því að þær gátu ekki beitt sér að fullu. Einnig er ljóst að starfsfólk stofnana var undir of miklu, langvarandi álagi. Einnig náðist ekki að styrkja inniviði til lengri tíma auk þess sem stofnanir voru seinar að bregðast við nýjum upplýsingum og uppfæra áætlanir sínar og aðgerðir.</p> <p><strong>Þriðja bylgjan í Afríku</strong></p> <p>Lok faraldursins virðist nú vera í sjónmáli hér á Íslandi og nágrannalöndum okkar. Það er þó ekki raunin fyrir mörg þróunarríki. Þriðja bylgja COVID-19 gengur nú yfir Afríku. Smitum hefur <a href="https://www.cnbc.com/2021/06/16/africa-sees-44percent-spike-in-new-covid-infections-20percent-increase-in-deaths-.html">fjölgað um 44% síðastliðna viku í álfunni og dauðsföllum af völdum veirunnar fjölgað um 20%.</a> Á sama tíma eru Afríkuríki þau ríki sem hafa minnstan aðgang að bóluefni. </p> <p> </p> <p>&nbsp;</p>

18.06.2021Flóttafólki heldur áfram að fjölga þrátt fyrir heimsfaraldur

<span></span> <p>Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar fjölgaði fólki á flótta undan stríðsátökum, ofbeldi og ofsóknum á síðasta ári. Engin dæmi eru um fleira fólk á flótta en á síðasta ári. Þá voru alls um 82,4 milljónir á flótta og fjölgaði um fjögur prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://www.unhcr.org/60b638e37/unhcr-global-trends-2020" target="_blank">Global Trends Report</a>&nbsp;– eru þjóðarleiðtogar hvattir til þess að stíga fram í þeirri viðleitni að stuðla að friði, stöðugleika og samvinnu með því að stöðva og snúa við þeirri áratuga löngu þróun sem birtist í því að fólki fjölgi sífellt sem nauðugt flýr ofbeldi og ofsóknir.</p> <p>Skjólstæðingar Flóttamannastofnunar eru samkvæmt skýrslunni 20,7 milljónir talsins, þar af 5,7 milljónir palestínskra flóttamanna og 3,9 milljónir íbúa Venesúela sem flúið hafa land. Til viðbótar eru um 48 milljónir manna á flótta í eigin landi og 4,1 milljón hælisleitenda.</p> <p>„Á bak við hverja tölu er einstaklingur sem hefur verið neyddur til að flýja heimili sitt og saga um hrakninga, upplausn og þjáningu. Þeir verðskulda athygli okkar, ekki einungis stuðning í mannúðaraðstoð, heldur einnig í leit að lausnum á aðstæðum þeirra,“ segir Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar.</p> <p>Börn yngri en átján ára eru 42 prósent flóttafólks og UNHCR telur að um ein milljón barna hafi fæðst á þremur síðustu árum sem flóttafólk. Útlit er fyrir að þau börn verði um ókomin ár í þeirri stöðu.</p> <p>Sjöunda árið í röð eru flestir flóttamenn í Tyrklandi eða um 3,7 milljónir manna, í Kolumbíu eru 1,7 milljónir flóttamanna og þar á eftir eru Pakistan, Úganda og Þýskaland.</p>

16.06.2021Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á Tidewater-fundi

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sat í dag fjarfund þróunarmálaráðherra aðildarríkja þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD DAC). Margþættar áskoranir vegna heimsfaraldurs, lýðræði og mannréttindi var meðal þess sem hæst bar í umræðum ráðherranna.</span></p> <p><span>Svonefndur Tidewater-fundur þróunarmálaráðherra aðildarríkja OECD DAC fer fram árlega og buðu Írar að þessu sinni til fundarins. Framlög til þróunarsamvinnu náðu sögulegu hámarki árið 2020, ekki síst vegna viðbragða við heimsfaraldri kórónuveiru. Ráðherrarnir voru sammála um að nauðsynlegt væri að nýta fjármuni sem renna til þróunarsamvinnu vel og sýna sveigjanleika til að bregðast við afleiðingum faraldursins. Ráðherrarnir ræddu einnig þær áskoranir sem framlagaríki standa frammi fyrir nú þegar lýðræði og mannréttindi eiga víða undir högg að sækja.&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundinum lagði Guðlaugur Þór áherslu á samstöðu ríkja til að stuðla að framgangi mannréttinda og lýðræðis í samstarfsríkjum. Hann ræddi jafnframt áframhaldandi framlag Íslands til að sporna við alvarlegum og víðtækum afleiðingum faraldursins. „Því miður hefur faraldurinn grafið undan þeim árangri sem náðst hefur í þróunarsamvinnu undanfarin ár. Ísland hefur lagt sitt af mörkum til bóluefnasamstarfs og aðgerða til að sporna við óbeinum afleiðingum faraldursins, svo sem kynbundnu ofbeldi,“ sagði Guðlaugur Þór. „Það er afar mikilvægt að við nýtum þá fjármuni sem við höfum úr að spila sem allra best og nýtum okkar sérþekkingu og reynslu til að stuðla að sjálfbærri þróun og virðingu fyrir mannréttindum og lýðræðislegum gildum.“&nbsp;</span></p> <p><span>Á morgun verða umhverfis- og loftslagsmálin í brennidepli á fundinum ásamt líffræðilegum&nbsp; fjölbreytileika. María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, situr þann hluta fundarins fyrir hönd Íslands.<br /> &nbsp;<br /> </span></p>

14.06.2021Barnaþrælkun færist í aukana á nýjanleik

<span></span> <p>Börnum sem neyðast til að vinna hefur fjölgað um 8,4 milljónir á síðustu fjórum árum og samkvæmt nýjum gögnum frá Alþjóða vinnumálastofnuninni (ILO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eru alls 160 milljónir barna í nauðungarvinnu. Í nýrri <a href="https://www.ilo.org/wcmsp5/groups/public/---ed_norm/---ipec/documents/publication/wcms_797515.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;fyrrnefndra stofnana segir að ástæða sé til að óttast að barnaþrælkun færist enn meira í aukana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.</p> <p>Alþjóðadagur í baráttunni gegn barnaþrælkun var síðastliðinn laugardag, 12. júní. Í skýrslu ILO og UNICEF kemur fram að í fyrsta sinn um tuttugu ára skeið hafi barnaþrælkun aukist en á tímabilinu frá 2000 til 2016 fækkaði börnum í nauðungarvinnu um 94 milljónir.</p> <p>Í skýrslunni er bent á umtalsverða fjölgun barna á aldrinum fimm til ellefu ára í nauðungarvinnu en börn á þessum aldrei eru nú um helmingur allra barna sem falla undir skilgreiningu um barnaþrælkun. Þá hefur börnum á aldrinum fimm til sautján ára sem vinna hættuleg störf – líkleg til að skaða heilsu þeirra, öryggi eða siðferði – fjölgað um 6,5 milljónir frá árinu 2016 og teljast nú vera alls 79 milljónir.</p> <p>Ástandið að þessu leyti er verst í Afríku sunnan Sahara en þar fara saman mikil fólksfjölgun, endurtekin áföll, mikil fátækt og ófullnægjandi barnavernd, sem leiða til þess að börnum í nauðungarvinnu hefur fjölgað um 16,6 milljónir á síðustu fjórum árum.</p> <p>Í skýrslunni segir að óttast sé að barnaþrælkun aukist vegna heimsfaraldursins. Níu milljónir barna til viðbótar eigi á hættu að vera þröngvað til starfa fyrir árslok 2022 og spálíkan geri ráð fyrir að sú tala geti hækkað upp í 46 milljónir.</p>

14.06.2021Ísland stærsti stuðningsaðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu

<span></span> <p>Á ársfundi UNICEF fyrir helgi kom fram að tekjur samtakanna á Íslandi á árinu 2020 námu rétt tæpum 800 milljónum. Enn eitt árið koma því hlutfallslega hæst framlög til baráttu UNICEF frá Íslandi. Það er mikið til stuðningi Heimsforeldra að þakka, en yfir 80 prósent af stuðningi til UNICEF koma frá Heimsforeldrum. „Þegar litið er á heildarframlag Íslands á liðnu ári, þ.e. frá bæði ríki og landsnefnd, erum við enn á ný einn stærsti styrktaraðili&nbsp; UNICEF&nbsp; á&nbsp; heimsvísu&nbsp; miðað&nbsp; við&nbsp; höfðatölu. Af því erum við afskaplega stolt og þakklát,“ segir í <a href="https://unicef.is/ottarr-proppe-stjornarformadur-unicef" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</p> <p>„Árið 2020 var engu líkt og neyð barna í heiminum jókst til muna vegna áhrifa kórónaveirunnar. Meira en 1,5 milljarður barna varð fyrir áhrifum skólalokana, 80 milljónir barna undir eins árs aldri fóru á mis við reglubundnar bólusetningar og efnahagsþrengingar og aukin fátækt heimila jók á hungur barna. Það verður kapphlaup næstu ára að koma í veg fyrir að afleiðingar kórónuveirunnar verði ekki áratuga bakslag í réttindum og velferð barna. Það var því ómetanlegt að finna fyrir slíkum stuðningi við starfið í fyrra. Nú sem aldrei fyrr skiptir ríkulegur stuðningur Íslendinga við börn heimsins miklu máli,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra tók við sem formaður stjórnar UNICEF á Íslandi á ársfundi félagsins fyrir helgi. Óttarr, sem hefur setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019, tók við embættinu af Kjartani Erni Ólafssyni.</p> <p>„Það er mikill heiður að vera treyst fyrir þessu hlutverki og að fá tækifæri til að leggja mitt á vogarskálarnar í þágu barna heimsins. UNICEF á Íslandi er öflugt félag sem býr yfir frábæru starfsfólki sem brennur fyrir málefninu. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með hversu myndarlega Íslendingar hafa sýnt stuðning sinn í verki til að hjálpa börnum um allan heim og hlakka ég til að taka enn meiri þátt í þessu mikilvæga starfi,“ segir Óttarr.</p> <p>Í stjórn UNICEF á Íslandi sitja ásamt Óttari þau Sigríður Thorlacius, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Nordal, Jökull Ingi Þorvaldsson og Guðrún Hálfdánardóttir auk þriggja nýrra meðlima sem tóku sæti í stjórn í gær. Þau eru Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka; Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Háskólans í Reykjavík og Sýnar og Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar. </p> <p><strong>Áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum</strong></p> <p>UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands og samstarf íslenska&nbsp; ríkisins&nbsp; við&nbsp; UNICEF er afar gott og náið. Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styrktraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mikils stuðnings miðað við höfðatölu. Kjarnaframlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og því gerir hátt hlutfall þeirra (130 milljónir króna) UNICEF kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki endilega&nbsp;í kastljósi&nbsp; fjölmiðla og umheimsins. „Við færum&nbsp; íslenskum&nbsp; yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í fréttinni. </p>

11.06.2021Öryggisráðið styður annað fimm ára tímabil Antonio Guterres

<span></span> <p>Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að leggja til að António Guterres skuli kosinn aðalframkvæmdastjóri samtakanna öðru sinni. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er það formlega allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem kýs til embættisins að fengnum ráðleggingum Öryggisráðsins. <a href="https://unric.org/is/guterres-framkvaemdastjori-sameinueu-tjoeanna/">Guterres</a>&nbsp;er einn í kjöri.</p> <p>„Það hafa verið einstök forréttindi að vera í þjónusta aðildarríkjanna og veita því stórkostlega starfsliði, konum og körlum, sem þau hafa á að skipa undanfarin fjögur og hálft ár á meðan við höfum glímt við svo margslungnar áskoranir,“ sagði Guterres þegar samþykkt öryggisráðsins lá fyrir.</p> <p>Flestir aðalframkvæmdastjórar hafa gegnt embætti í tvö kjörtímabil. Bandaríkin beittu þó neitunarvaldi til að hindra að Boutros Ghail gegndi áfram embætti 1996.</p> <p>António Guterres var meðal annars forsætisráðherra Portúgals, formaður Alþjóðasambands jafnaðarmanna og forstjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) áður en hann var kjörinn aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til fimm ára, 1. janúar 2017. Hann er sjötíu og tveggja ára, fæddur 1949.</p>

09.06.2021Nýtt fjáröflunarátak UNICEF til að koma bóluefnum til efnaminni ríkja

<span></span> <p>Í nýju fjáröflunarátaki sem hófst í dag kallar UNICEF á Íslandi eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að tryggja jafna dreifingu bóluefna gegn kórónuveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Yfirskrift átaksins er&nbsp;<a href="http://unicef.is/covid">Komum því til skila</a>&nbsp;og þar bendir UNICEF á að það sé ekki einungis siðferðislega rétt heldur einnig hagur allrar heimsbyggðarinnar að tryggja að öll ríki heimsins fái bóluefni fyrir íbúa sína hratt og örugglega.&nbsp;Það er skilvirkasta leiðin til að sigrast á faraldrinum og koma lífi okkar og efnahag aftur í rétt horf.</p> <p>Hægt er að styðja átakið með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og tryggja þar með dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga.</p> <p>„Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi, við þurfum öll að standa saman til þess að hægt sé að útrýma veirunni fyrir fullt og allt. Við erum á góðum stað hér á Íslandi og bólusetningar ganga vel en því miður er staðan ekki sú sama í efnaminni ríkjum heimsins. Stjórnlaus útbreiðsla COVID-19 í Suður-Asíu er til dæmis glöggt dæmi um það hversu hratt veiran getur lamað heilbrigðiskerfi og valdið hamförum. Það þarf að bregðast við þessari misskiptingu enda eiga allir sama rétt á að fá bólusetningu. Það hefur aldrei verið jafn mikil þörf á samstöðu eins og nú,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. COVAX-samstarfið er samstarf um 190 ríkja sem tryggja á jafna dreifingu bólu­efnis gegn kórónaveirunni meðal ­efnaminni­ ríkja heims­ins.&nbsp;Nú þegar hefur COVAX-samstarfið komið 78 milljónum skammta til 126 landa, má þar nefna Sýrland, Ghana, Bólivíu, Úkraínu, Mongólíu, Suður-Súdan, Fílabeinsströndina, Kambódíu, Kíribati og Afganistan.</p> <p>Hægt er að fylgjast með þróun bóluefna gegn COVID-19 og árangri COVAX-samstarfsins í sérstöku mælaborðið&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/supply/covid-19-vaccine-market-dashboard">hér</a>.</p> <p><strong>UNICEF skorar á efnameiri ríki að gefa umframskammta sína</strong></p> <p>„Þrátt fyrir ítrekuð áköll frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), UNICEF og fleiri stofnunum hefur bóluefnum gegn COVID-19 verið mjög misskipt milli ríkja heimsins. Ástandið á Indlandi hefur valdið því að mikið hefur dregið úr framboði bóluefna til COVAX á sama tíma og mörg efnameiri lönd hafa tryggt sér mun fleiri skammta en þau þurfa. Minna en 1% af bóluefnum sem hafa verið framleidd hafa skilað sér til efnaminni ríkja heimsins,“ segir í <a href="https://unicef.is/komum-boluefnum-til-skila" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF á Íslandi.</p> <p>Þar segir enn fremur að ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir&nbsp;sé hætta á að&nbsp;ný afbrigði veirunnar breiðist út um heiminn. „Vart þarf að fjölyrða um hversu skelfilegar afleiðingar slíkt hefur á börn um allan heim og þeirra framtíð. UNICEF hefur því sent út alþjóðlegt ákall þar sem skorað er á efnameiri ríki heimsins að gefa umframskammta sína. Nokkur ríki hafa svarað kallinu og vonir standa til um að slík loforð verði einnig gefin á leiðtogafundi G7 ríkjanna sem fer fram í lok vikunnar. UNICEF bendir á að G7 ríkin gætu gefið 20 prósent af bóluefnum sem til eru til COVAX án verulegra tafa á núverandi áætlunum um að bólusetja fullorðna íbúa sína í sumar og er UNICEF tilbúið að dreifa þeim.“</p> <p>Íslensk stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku að verja 500 milljónum króna til COVAX-samstarfsins til viðbótar við það sem stjórnvöld höfðu áður lagt til. Ísland hefur því nú varið rúmum milljarði króna til að tryggja jafna dreifingu bóluefna. Að sögn UNICEF hafa fyrirtæki á Íslandi einnig brugðist við og næstu vikur munu Krónan, Te&amp;Kaffi og BM Vallá bjóða viðskiptavinum sínum að styðja söfnun UNICEF og gefa fyrirtækin framlag á móti. Þá þegar hafa Alvogen og Alvotech gefið 100 þúsund bandaríkjadali í átakið. Einnig taka Vörður, Deloitte og Lindex þátt í átakinu.</p> <p>„Við erum bandamönnum okkar innilega þakklát og vonumst til þess að sem flestir hjálpi okkur að takast á við þetta sögulega verkefni. Þetta ógnarstóra verkefni, að bólusetja heimsbyggðina, bætist ofan á öll önnur verkefni UNICEF í þágu barna og því er mikil þörf á auknum stuðningi. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem allur heimurinn þarf að hjálpast við að leysa og það þarf að gerast núna,“ segir Birna að lokum.</p> <p>Hægt er að styðja átakið með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 (1.900 kr.) og tryggja þar með dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga. Einnig er hægt að styðja með frjálsu framlagi&nbsp;<a href="https://unicef.is/covid">hér.</a></p>

08.06.2021Heilbrigð höf lykill að heilbrigðu mannkyni

<span></span> <p><a href="https://www.un.org/en/observances/oceans-day">Alþjóðlegur dagur hafsins</a>&nbsp;er haldinn í dag, 8. júní, á vegum Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;Markmiðið er að auka vitund almennings um hafið og mikilvægi þess fyrir velferð okkar. „Nú þegar við vinnum að því að binda enda á heimsfaraldurinn höfum við einstakt tækifæri – og skyldu – til að leiðrétta samband okkar við náttúruna, þar á meðal höfin,“ segir&nbsp;António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni af<a href="https://unworldoceansday.org/">&nbsp;Degi hafsins.</a></p> <p>Í <a href="https://unric.org/is/dagur-hafsins-grundvollur-lifsins/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins: „Við sækjum súrefni, næringu og lyf til hafanna og er þá bara fátt eitt talið. Heilbrigð höf eru lykill að heilbrigðu mannkyni. Óstjórn og stjórnleysi á auðæfum sjávar hefur hins vegar verið slíkt að viskterfi hafsins eru að hruni komin. Til þess að sporna við þessari vá og koma á heilbrigðum tengslum á milli manns og sjávar, verður mannkynið að endurskoða núverandi athafnir og lifnaðarhætti.“&nbsp;</p> <p>Að þessu sinni er&nbsp;<a href="https://unric.org/is/til-heidurs-lungum-jardar/">Dagur hafsins</a>&nbsp;haldinn við upphaf&nbsp;<a href="https://oceandecade.org/">Áratugar hafrannsókna í þágu sjálfbærrar þróunar</a>. Markmiðið er að efla alþjóðlega samvinnu um rannsóknir og nýsköpun til að bæta ástandið í sjónum um allan heim.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/M60BUsJol7Q" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>Lífið í sjónum</strong></p> <p>Um þessar mundir sýnir sjónvarpsstöðin Hringbraut á miðvikudagskvöldum þætti um fjórtánda heimsmarkmiðið – líf í vatni –undir yfirskriftinni: Lífið í sjónum. Í þessum þáttum deila nokkrir af reyndustu sérfræðingum Sjávarútvegsskólans reynslu af vinnu og rannsóknum í samstarfslöndum skólans og ræða mikilvæg atriði sem snúa að framkvæmd fjórtánda heimsmarkmiðsins.&nbsp;</p> <p>Á síðasta ári stóð til að leggja sérstaka áherslu á hafið í alþjóðastarfi og margir stórir og mikilvægir viðburðir höfðu verið skipulagðir. Vegna heimsfaraldursins frestuðust nær allir alþjóðlegir fundir og ráðstefnur og dæmi um stóra viðburði sem frestuðust eru til dæmis hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna um framfylgd fjórtánda heimsmarkmiðsins, UN Ocean Conference. Hún átti að fara fram í Portúgal í júní á síðasta ári en hefur verið frestað til ársins 2022. Sömuleiðis var samningaviðræðum um gerð nýs framkvæmdasamnings undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja frestað í fyrra en verður fram haldið í ágúst á þessu ári.</p>

07.06.202130 milljónir til stríðshrjáðra kvenna og barna í Eþíópíu

<p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 30 milljónum króna til að bregðast við ákalli Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) vegna mannskæðra átaka í Tigray-héraði í Eþíópíu.</p> <p>Átökin hafa nú staðið yfir í hálft ár og hafa þúsundir dáið og milljónir borgara hrakist frá heimkynnum sínum. Talið er að rúmlega fimm milljónir manna þurfi daglega mannúðaraðstoð.</p> <p>Konur og stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Kynbundið ofbeldi hefur aukist til muna í kjölfar átakanna og hundruð þúsunda kvenna og stúlkna búa við skort á nauðsynlegri vernd og þjónustu. Hefur framkvæmdastjóri UNFPA, Natalia Kanem, lýst þungum áhyggjum ástandinu, þar með talið á skorti á lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Þannig geta aðeins sex prósent heilbrigðisstofnana á svæðinu sinnt fæðingarþjónustu í bráðatilfellum. </p> <p>UNFPA hefur starfað í landinu um árabil og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigðis- og neyðarþjónustu fyrir konur og stúlkur. Stofnunin annast mæðravernd og fæðingaraðstoð og sérhæfir sig í þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis í vopnuðum átökum.</p> <p>Ísland hefur stutt UNFPA í fjölda ára, en starfsvið stofnunarinnar tengist áherslum Íslands á sviði jafnréttismála í mannúðarstarfi og þróunarsamvinnu. UNFPA er áherslustofnun í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands ásamt&nbsp;<span>Alþjóðabankanum, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women).</span></p>

04.06.2021Langflestir segja lífsgæði hafa aukist á verkefnatímanum

<span></span> <p>„Rúmlega 88% skjólstæðinga okkar í fjölskyldueflingu í Eþíópíu segja lífsgæði sín betri eftir að verkefnið, sem fjármagnað er af SOS á Íslandi, hófst árið 2018. Markmið fjölskyldueflingar SOS er að hjálpa barnafjölskyldum upp úr sárafátækt svo þær geti staðið á eigin fótum. Þannig komum við í veg fyrir að börn missi foreldraumsjón með því að efla foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin sín,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.</p> <p>Þremur árum af fjórum er lokið í verkefninu á Eteya svæðinu í Eþíópíu en þar styðja SOS Barnaþorpin á Íslandi við 560 foreldra og 1562 börn þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og verða sjálfbjarga. „Við útvegum fólkinu það sem það þarf til að geta aflað sér tekna með það að markmiði að geta staðið á eigin fótum. <span></span>Nefna má til dæmis hráefni, tæki og tól til ýmis konar framleiðslu, nautgripi til ræktunar, skólagögn, greiðslu skólagjalda, foreldrafræðslu og heilbrigðisþjónustu,“ segir Hans Steinar.</p> <p>Hann segir að samkvæmt nýrri matsskýrslu sé sannarlega ástæða til að gleðjast yfir árangri, en á sumum sviðum hafi hann ekki verið eftir væntingum. Ekki gangi nógu hratt fyrir sig að hjálpa fjölskyldunum að verða sjálfbærar og áhersla verði nú lögð á að bæta úr því.</p> <ul> <li>71,1%&nbsp; búa við bættan fjárhag</li> <li>52,9% foreldra geta mætt grunnþörfum barna sinna</li> <li>85,3% barna sóttu grunnskóla áður en verkefnið hófst</li> <li>98,2% barna sóttu grunnskóla fyrir COVID-19</li> <li>75% barna hafa verið skráð aftur í skóla eftir lokanir</li> <li>96,7% barna ná viðunandi námsárangri</li> <li>35,3% fullorðinna geta lesið og skrifað</li> </ul> <p>„COVID-19 faraldurinn hefur sett strik í reikninginn. Aðeins 70% barnanna voru skráð í endurkomu þegar skólahald hófst á ný. Þá hafa áætlanir um aðgengi að neysluvatni ekki gengið eftir og margir foreldrar ná ekki endum saman milli mánaðamóta. Meðallaun voru tæplega fimm þúsund krónur á mánuði en meðalútgjöld 66,7% heimila í verkefninu eru 6.300 krónur á mánuði,“ segir Hans Steinar.</p> <p>Þrátt fyrir þetta bakslag segir hann útlit fyrir að það náist að útskrifa stóran hluta skjólstæðinga fyrir lok árs 2021. „Þessar barnafjölskyldur hafa komist frá þeim slæma stað að eiga ekki fyrir mat eða skólagöngu barnanna. Nú eru foreldrarnir farnir að skapa sér tekjur, læra að spara og borga til baka af vaxtalausum lánum sem þeim býðst í gegnum fjölskyldueflinguna. Þetta fólk getur með öðrum orðum lifað mannsæmandi lífi og börnin fá menntun. Börnin eiga því möguleika á brjótast út úr vítahring fátæktarinnar þegar fram líða stundir, nokkuð sem hefur verið foreldrum þeirra og forfeðrum ómögulegt.“&nbsp;</p> <p>Verkefnið hefur að sögn Hans Steinars jákvæð áhrif á allt svæðið í Eteya og nágrenni því fræðsla og framkvæmdagleði smitast út í samfélagið. Hann segir að reiknað hafi verið út að félagsleg arðsemi sambærilegra verkefna (Social return of investment) í Eþíópíu sé 66-föld.</p> <p>Fjölskylduefling SOS á Eteya svæðinu er styrkt af utanríkisráðuneytinu og styrktaraðilum SOS, það er SOS-fjölskylduvinum.</p>

03.06.2021Börnum forðað frá kynferðisbrotamönnum í Tógó

<span></span> <p>Undraverður árangur hefur náðst á skömmum tíma í átaki gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó, verkefni sem fjármagnað er af SOS á Íslandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Verkefnið hófst í mars 2020 og Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS segir að þrátt fyrir hömlur af völdum COVID-19 sé árangurinn framar vonum þegar svo skammt er liðið á verkefnistímann.&nbsp;</p> <p>Hans Steinar segir að fjölmörgum fórnarlömbum kynferðisofbeldis á svæðinu hafi verið hjálpað og þrír nauðgarar hafi verið fangelsaðir samkvæmt nýjustu úttektarskýrslu frá stjórnendum verkefnisins. „Komið hefur í ljós að foreldrar eru illa upplýstir um réttindi barna sinna og gera sér til að mynda ekki grein fyrir því þegar brotið hefur verið á börnunum. Þar af leiðandi er mikill skortur á tilkynningum til lögreglu um misnotkun. Einn af mikilvægust þáttum í verkefninu er vitundarvakning meðal almennings um þær alvarlegu afleiðingar sem kynferðisbrot hafa á þolendur,“ segir hann.</p> <p>Framleiddir voru sex fræðsluþættir fyrir útvarp sem að sögn Hans Steinars hafa náð til margra um hætturnar og þá aðstoð sem er til boða fyrir unga þolendur kynferðisofbeldis. „Þessir þættir fengu mikla hlustun og hafa leitt af sér fleiri tilkynningar um kynferðisbrot.“</p> <p>Hans Steinar segir að ekki síður mikilvægur þáttur sé að veita fórnarlömbum sálfræðiþjónustu og hjálpa þeim með félagslega þætti við að fara aftur út í samfélagið. Í lok desember hafi fjórtán stúlkum á aldrinum 15-20 ára, sem höfðu hrökklast úr skóla vegna misnotkunar, verið hjálpað á þann hátt.</p> <p><a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/almennar-frettir/sos-island-med-verkefni-gegn-kynferdislegri-misneytingu-a-bornum-i-togo/" target="_blank">Verkefnið</a> – sem er til þriggja ára - <span></span>er að fullu fjármagnað frá Íslandi. Styrkur utanríkisráðuneytisins er um 36 milljónir króna, eða 80% af kostnaði. Þau 20% sem upp á vantar koma frá frjálsum framlögum sem einstaklingar og fyrirtæki greiða til SOS Barnaþorpanna á Íslandi.</p>

03.06.2021Tæplega 300 milljarðar króna söfnuðust á áheitaráðstefnu

<span></span> <p>„Andspænis heimsfaraldri getum við ekki útilokað og vanrækt ákveðna hópa fólks þegar kemur að bólusetningum. Sérhvert land verður að gera sitt til þess að leiðrétta ójafnvægi í aðgengi að bóluefni gegn COVID-19. Í þeirri alþjóðlegu viðleitni að tryggja sanngjarnan og jafnan aðgang að bóluefni fyrir alla er lykilatriðið að tryggja fjármagn,“ er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í frétt alþjóðlega bólusetningarbandalagsins Gavi eftir áheitaráðstefnu í gær – One World Protected.</p> <p>Á ráðstefnunni var tilkynnt um 500 milljóna króna viðbótarframlag frá Íslandi til alþjóðlegs samstarfs um bættan aðgang að bóluefnum við COVID-19 (COVAX). Ísland hefur nú varið rúmum milljarði króna til að bæta aðgengi þróunarríkja að bóluefnum gegn COVID-19.</p> <p>Á áheitaráðstefnunni, sem fór fram gegnum fjarfundabúnað, söfnuðust 2,4 milljarðar bandarískra dala, tæplega 300 milljarðar íslenskra króna, frá tæplega 40 framlagsríkjum, einkafyrirtækjum og sjóðum. Framlögin gera Gavi kleift að tryggja 1,8 milljarða skammta af COVID-19 bóluefnum til lág- og millitekjuríkja gegnum COVAX samstarfið.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?height=314&%3bhref=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fGAVI%2fvideos%2f871795316731130%2f&%3bshow_text=false&%3bwidth=560&%3bt=0" width="560" height="314" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowfullscreen="true" allow="autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share"></iframe> <p>Samkvæmt frétt Gavi er líklegt að unnt verði að bólusetja um 30 prósent fullorðinna í þeim rúmlega 90 þjóðríkjum sem COVAX samstarfið nær til.</p> <p>„Að binda enda á COVID-19 heimsfaraldurinn er mesta áskorun okkar tíma – og enginn vinnur keppnina fyrr en allir vinna," er haft eftir Seth Berkley forstjóra Gavi. </p>

02.06.2021Indverjar taka fagnandi öndunarvélum og lyfjum frá Íslandi

<span></span> <p><span style="background: white; font-family: 'Fira Sans', serif; color: #4a4a4a;">„Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí voru mætt árla morguns á flugvöllinn til að taka við sendingunni.</span></p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">🇮🇳🇮🇸<br /> Taking forward our warm &amp; friendly ties. Welcome consignment of 15 Ventilators and 12000 tablets of Favipiravir that arrived from Iceland early this morning. <a href="https://t.co/Q0zdZxoD70">pic.twitter.com/Q0zdZxoD70</a></p> — Arindam Bagchi (@MEAIndia) <a href="https://twitter.com/MEAIndia/status/1399850868845858821?ref_src=twsrc%5etfw">June 1, 2021</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script> <p><span style="background: white; font-family: 'Fira Sans', serif; color: #4a4a4a;">Um er að ræða gjöf frá Landspítalanum og Íslendingum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi. Ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að færa Indverjum öndunarvélar að gjöf þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Vélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans.</span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Fira Sans', serif; color: #4a4a4a;">Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur verið mikið notað gegn COVID-19 því í ljós hefur komið að lyfið hefur virkni sem hamlar gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar. </span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Fira Sans', serif; color: #4a4a4a;">Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins. </span></p>

02.06.2021500 milljóna viðbótarframlag til COVAX

<p><span>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag um 500 milljón króna viðbótarframlag Íslands til alþjóðlegs samstarfs um bættan aðgang að bóluefnum við COVID-19 (COVAX). Ísland hefur nú varið rúmum milljarði króna til að bæta aðgang þróunarríkja að bóluefnum gegn COVID-19. Forsætisráðherra tilkynnti um framlag Íslands á áheitaráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi. </span></p> <p><strong><span>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: </span></strong></p> <p><span>„</span><span>Aðgangur jarðarbúa að bóluefnum er afar misjafn og afleiðingar heimsfaraldurs COVID-19 bitna ekki síst á konum og börnum. Ég lagði &nbsp;áherslu á mikilvægi þess að jafnréttissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í dreifingu bóluefna.” </span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra. Neyðin er enn mikil og því brýnt að ríki heims vinni áfram að því að allir hafi tryggan aðgang að bóluefni gegn COVID-19, eins og forsætisráðherra lagði áherslu á í ávarpi sínu í dag. </span></p> <p><span>Fjöldi þjóðarleiðtoga ávarpaði áheitaráðstefnuna sem Suga Yoshihide, forsætisráðherra Japans, boðaði til. Markmið ráðstefnunnar var að safna um tveimur milljörðum Bandaríkjadala og tryggja þannig nægilega fjármuni til að bólusetja hátt í þriðjung íbúa í lágtekjuríkjum.</span><span> </span></p> <p><span>Að meðtöldu 500 milljóna króna framlaginu sem forsætisráðherra tilkynnti í dag, hefur Ísland því nú varið rúmum milljarði króna til að tryggja þróunarríkjum aðgang að bóluefnum gegn COVID-19</span></p> <p><span>COVAX er bóluefnastoð alþjóðlegs samstarfs til þess að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn COVID-19. </span><span>Framlag Íslands rennur til COVAX-AMC sem snýr að kaupum og dreifingu COVID-19 bóluefnaskammta fyrir þróunarlönd. Bólusetningarbandalagið Gavi hefur umsjón með þessum þætti samstarfsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

02.06.2021Jafnréttismál og sköpun nýrra starfa rædd á fundi með forseta Alþjóðabankans

<span></span> <p>Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tók í gær þátt í fjarfundi með David Malpass forseta Alþjóðabankans, ásamt ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Ríkin átta mynda saman kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna að sameiginlegum áherslum.&nbsp;</p> <p>Yfirskrift fundarins var „græn enduruppbygging á sjálfbærum forsendum“ sem norrænu þróunarmálaráðherrarnir hafa lagt ríka áherslu á í kjölfar heimsfaraldursins. Á meðal áherslna kjördæmisins í bankanum má nefna loftslagsmál, græna orku, atvinnusköpun, jafnréttismál og sérstakar áskoranir fátækustu ríkjanna.&nbsp;</p> <p>Í ávarpi sínu lagði ráðuneytisstjóri sérstaka áherslu á jafnréttismál og uppbyggingu mannauðs í þróunarríkjum, meðal annars hvað varðar menntun og heilbrigðismál. Hann sagði faraldurinn hafa varpað skýrara ljósi á kerfislægt ójafnrétti kynjanna og aukið á ójöfnuð milli landa þar sem þau fátækustu hafa orðið verst úti. Leggja þurfi sérstaka áherslu á hagsmuni kvenna og stúlkna í öllum viðbrögðum og að bein og óbein áhrif faraldursins á kynjajafnrétti verði greind og höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku.</p> <p>Ráðuneytisstjóri undirstrikaði jafnframt mikilvægi þess að sköpun nýrra starfa, meðal annars á sviði grænnar orku og tæknigeirans, haldist í hendur við uppbyggingu mannauðs og efnahagslega valdeflingu kvenna, enda slíkt forsenda fyrir því að lönd nái að nýta tækifæri sín til fullnustu. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi 20. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem nú stendur yfir en IDA er sú stofnun Alþjóðabankans sem veitir styrki og lán með hagkvæmum kjörum til fátækustu ríkja heims.</p> <p><strong>Tveggja ára stjórnarsetu Íslands að ljúka</strong></p> <p>Fundurinn var haldinn í Helsinki og var forseti Alþjóðabankans viðstaddur fundinn í eigin persónu ásamt Geir H. Haarde stjórnarfulltrúa kjördæmisins, og finnskum ráðherrum. Aðrir þátttakendur tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetinn þakkaði kjördæminu fyrir gott og uppbyggilegt samstarf á vettvangi stjórnarinnar og þakkaði Geir H. Haarde sérstaklega fyrir sitt góða framlag síðastliðin tvö ár. Þá fór hann yfir helstu áskoranir bankans um þessar mundir þar sem kaup og dreifing á bóluefnum til þróunarlanda, skuldamál fátækustu ríkjanna, jafnréttismál og aðgerðir í loftslagsmálum voru ofarlega á baugi.&nbsp;</p> <p>Reglulegt samráð fer fram á milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á vettvangi Alþjóðabankans, í gegnum sameiginlegt kjördæmi landanna. Ráðherrafundir með forseta Alþjóðabankans eru jafnan haldnir einu sinni á ári og skiptast Norðurlöndin á að halda fundinn. Ísland hefur leitt kjördæmastarfið síðastliðin tvö ár og hefur Geir H. Haarde á því tímabili átt sæti í stjórn bankans fyrir hönd ríkjanna átta. Þann 1. júlí næstkomandi munu Norðmenn taka við keflinu og þökkuðu þeir í lok fundarins Geir og Íslandi fyrir vel unnin störf.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Þá átti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í síðustu viku fund með Lene Natasha Lind, sendiherra Noregs í Egyptalandi, sem tekur við af Geir H. Haarde sem stjórnarfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á fundinum ræddu þau áherslur Íslands hjá Alþjóðabankanum og reynslu Íslands af því að leiða kjördæmastarfið.</p>

01.06.2021Þættir Sjávarútvegsskólans um heimsmarkmið fjórtán sýndir á Hringbraut

<span></span> <p>„Í þáttunum deila nokkrir af reyndustu sérfræðingum Sjávarútvegsskólans reynslu af vinnu og rannsóknum í samstarfslöndum Sjávarútvegsskólans og ræða mikilvæg atriði sem snúa að framkvæmd á fjórtánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun,“ segir Þór Ásgeirsson forstöðumaður Sjávarútvegsskólans. Þættir um fjórtánda heimsmarkmiðið – líf í vatni – eru sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut undir yfirskriftinni: Lífið í sjónum.</p> <p><span><a href="https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/stakir-thaettir/lifid-i-sjonum-thattur-1/" target="_blank">Fyrsti þátturinn</a> var sýndur síðastliðið miðvikudagskvöld, annar þáttur verður sýndur annað kvöld, og tveir þeir síðustu miðvikudagskvöldin þar á eftir.</span></p> <p><span>Að sögn Þórs er meðal annars notast við niðurstöður fyrrverandi nemenda Sjávarútvegsskólans til að skýra betur þau vandamál sem þjóðir glíma við þegar kemur að stjórnun, nýtingu auðlindarinnar og uppbyggingu sjávarútvegs. Í lok hvers þáttar eru settar fram spurningar til að hjálpa og hvetja áhorfendur til að skoða stöðu mála í sínu heimalandi.</span></p> <p><span>Sjávarútvegsskóli GRÓ (þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu) er einn fjögurra skóla sem starfa undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þættirnir eru framlag Sjávarútvegsskólans til framkvæmda á heimsmarkmiði 14, en fyrirheit um slíkt var gefið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York árið 2017 – UN Ocean Conference – Our Oceans.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/W4-iAM13WFI" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Þættirnir eru byggðir á rúmlega tuttugu ára reynslu Sjávarútvegsskóla GRÓ í að aðstoða fátækar þjóðir heims í nýtingu á sjálfbæran hátt lifandi auðlinda sjávar og vatna. Skólinn hefur frá árinu 1998 þjálfað fagfólk í sjávarútvegi í rannsóknum, nýsköpun, gagnaúrvinnslu og greiningu, ásamt stefnumótun og síðast en ekki síst samskiptum og kynningum á niðurstöðum.</span></p> <p><span>Sjá <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2021/06/01/Lif-i-vatni-thaettir-Sjavarutvegsskolans-a-Hringbraut/">nánar</a>&nbsp;um innihald hvers þáttar í Heimsljósi á Stjórnarráðsvefnum.</span></p>

31.05.2021„Rakarastofan“ staðfærð og þýdd á þjóðtungu Malava

<span></span> <p>Íslenska sendiráðið í Lilongwe í Malaví hefur á síðustu vikum haldið „rakarastofuviðburði“ í Mangochi héraði í þeim tilgangi að þjálfa leiðbeinendur meðal ungmenna um leiðir gegn kynbundnu ofbeldi, en einnig um getnaðarvarnir og mikilvægi opinna tjáskipta milli para. Í ársbyrjun fékk fræðimaður við háskóla Malaví, Dr. Zindaba Chisiza, styrk frá sendiráðinu til að endurvinna verkfærakistu „Barbershop“ á þjóðtungu Malava, ChiChewa, og staðfæra efnið að malavísku samfélagi. Í verkfærakistunni er farið yfir þátttökuaðferðafræði, í henni kennsluefni og æfingar í þremur flokkum: almenn kynjafræði, aðferðir til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi, og kynfræðsla með áherslu á getnaðarvarnir.</p> <p><span>Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er fyrirhugað að halda stóran „rakarastofuviðburð“ síðar í sumar í Malaví fyrir önnur framlagsríki, stofnanir Sameinuðu þjóðanna og sendiráð og bjóða þeim að nýta sér þessa aðferðafræði og verkfærakistu í vinnu sinni í jafnréttismálum.</span></p> <p><span>Utanríkisráðuneytið í samvinnu við UN Women þróaði rakarastofuhugtakið og viðeigandi verkfærakistu árið 2015 og árangursríkir viðburðir hafa verið haldnir víða, meðal annars á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, ýmsum alþjóðastofnunum, meðal annars í höfuðstöðvum Nató, í Genf og í Malaví. Markmiðið með viðburðunum er sérstaklega að hvetja karla til virkrar þátttöku í umræðunni um jafnrétti og skoða kynbundið ofbeldi út frá nýju sjónarhorni.</span></p> <p><span><strong>Helmingur kvenna segir ekki frá</strong></span></p> <p><span>Kynbundið ofbeldi er útbreitt í Malaví en samkvæmt opinberum gögnum hafa 34 prósent kvenna orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 20 prósent kvenna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Helmingur þessara kvenna, 49 prósent, hafa aldrei leitað aðstoðar eða greint öðrum frá ofbeldinu. Aðeins fjórar að hverjum tíu hafa leitað aðstoðar við að stöðva ofbeldið og enn fleiri sem hafa ekki talað um ofbeldið við neinn.</span></p> <p><span>Með bættu aðgengi að kyn- og frjósemisþjónustu í landinu á undanförnum árum hefur dregið úr mæðradauða um 53 prósent, en enn látast 439 af hverjum 100.000 konum&nbsp; og stúlkum vegna vandkvæða á meðgöngu eða við fæðingu. Aukin notkun getnaðarvarna hefur átt stóran þátt í þessu mikilvæga framfaraskrefi en enn standa konur og stúlkur frammi fyrir bæði félagslegum og menningarlegum hindrunum í aðgengi að getnaðarvörnum. Kynfræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur einkum verið beint að konum en sýnt hefur verið fram á mikilvægi þess að karlmenn séu einnig upplýstir og að pör geti ákvarðanir um barneignir saman.</span></p> <p><span>„Áður en kæmi að viðburðinum síðsumars ákváðum við að prófa nýju verkfærakistuna með því að þjálfa leiðbeinendur,“ segir Inga Dóra. „Við héldum því vikulagt „barberashop“ fyrir tvo hópa í Mangochi, einn karlahóp og annan hóp þar sem þátttakendur voru bæði konur og karlar. Dr. Zindaba sá bæði um þjálfunina og Barbershop viðburðina. Með honum var teymi sem fylgdist með og skrifaði niður ábendingar um hvað mætti betur fara í verkfærakistunni, tók viðtöl við þátttekendur, gerði kannanir fyrir og eftir þátttöku í viðburðunum og tók upp myndefni.”</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-KbhGIo2ilE" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Að sögn Ingu Dóru eru niðurstöður þátttökukannanna áhugaverðar og jákvæðar. „Við upphaf þjálfunarinnar töldu 84 prósent þátttakanda karlmenn beita konur ofbeldi vegna þess að það væri karlmönnum eðlislægt en það lækkaði í 24 prósent eftir þjálfunina. Að sama skapi voru þátttakendur ekki sannfærðir um mikilvægi þess að karlmenn beittu sér fyrir kynjajafnrétti eða 74 prósent þátttakenda, það breyttist og að lokum töldu 86 prósent þátttakenda það afar mikilvægt að karlmenn tækju þátt í að auka jafnrétti kynjanna,“ segir Inga Dóra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

31.05.2021Hundruð fylgdarlausra barna eftir eldgos í Kongó

<span></span> <p>„Við sjáum hvernig aðstæður í Góma hafa farið versnandi á örfáum dögum. Jarðskjálftar eru mjög tíðir ennþá og heimili halda áfram að eyðileggjast ásamt skólum og öðrum innviðum. Hálf milljón manns eru án vatns, sem eykur hættuna á útbreiðslu kóleru. Þetta er algjör hörmung og bætir ekki ástandið sem hér er fyrir. Kongó hýsir mesta fjölda flóttafólks í allri Afríku, þar sem 5,2 milljónir manna er á vergangi. Eldgosið setur enn meiri þunga á aðgerðar- og fjárhagsáætlanir stjórnvalda,“ segir Edouard Niyonzima, starfsmaður Barnaheilla – Save the Children í Góma, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Barnaheill segja í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/hundrudir-barna-fylgdarlaus-eftir-skyndilegt-eldgos-i-kongo" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að tugþúsundum íbúa hafi verið skipað að yfirgefa heimili sín í héraðinu eftir að eldgos hófst skyndilega í Nyiragongofjalli, nærri byggð, fyrir rúmri viku. „Í óreiðunni og jarðskjálftunum sem hafa fylgt eldgosinu hafa 939 börn orðið viðskila frá fjölskyldum sínum en Barnaheill – Save the Children í Kongó hafa aðstoðað 696 börn við að hafa upp á foreldrum sínum. Enn eru að minnsta kosti 250 börn fylgdarlaus og Barnaheill í Kongó vinna hörðum höndum að því að hafa upp á fjölskyldum þeirra. Flest barnanna dvelja í tímabundnu fjölskylduhúsnæði á vegum samtakanna,“ segir í fréttinni. Þar kemur fram að eldgosið hafi hafist skyndilega, hraun flætt inn í byggð og í Góma og eyðilagt um eitt þúsund heimili, sex skóla, orkustöðvar og vatnsveitur fyrir hundruð þúsunda íbúa, auk annarra mikilvægra innviða.</p> <p>„Við erum að rekast á fylgdarlaus börn út um allt. Börn eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi og misnotkun ef þau eru ekki tekin úr þessum aðstæðum. Einnig er nauðsynlegt að þau fái áfallahjálp, en þetta er mikið áfall fyrir börn að upplifa, að missa heimili, skóla og jafnvel fjölskyldumeðlim,“ segir Niyonzima.</p> <p>Amavi Akpamagbo, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Kongó segir gríðarlega mikilvægt að stuðla að sálrænni heilsu barna á svæðinu. „Okkar megináhersla er að vernda öll börn. Það felst fyrst og fremst í að hjálpa börnum að finna fjölskyldur sínar og tryggja að þau séu örugg á meðan þau eru ein. Sálrænn stuðningur er lykilatriði og leggjum við mikla áherslu á að veita börnum og fjölskyldum þeirra áfallahjálp.“</p> <p>Barnaheill hafa starfað í Kongó í 25 ár, þar á meðal í Góma. Samtökin vinna þar náið með öðrum félagasamtökum og stjórnvöldum á svæðinu. Frá því á síðasta ári hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi veitt mannúðaraðstoð í Kongó, í Suður-Kivu sem er héraðið sunnan við Góma. Verkefni Barnaheilla miðar að því́ að styðja við barnvæn svæði og samfélagslega leidda barnavernd og bjargráð.</p>

28.05.2021Skólastúlkur fá ókeypis tíðavörur í Buikwe

<span></span> <p>Fimmtán hundruð skólastúlkur í Buikwe héraði, í grunn- og framhaldsskólum sem Íslendingar styðja í héraðinu, hafa fengið ókeypis tíðavörur og fræðslu um blæðingar, nú þegar skólar hafa verið opnaðir að nýju eftir lokun vegna COVID-19. Strákar í sömu skólum, skólayfirvöld, foreldrar og áhrifafólk í samfélaginu, hafa einnig fengið sambærilega fræðslu. Í dag, föstudaginn 28. maí, er alþjóðlegi „túrdagurinn“ – <a href="https://www.unfpa.org/events/menstrual-hygiene-day" target="_blank">Menstrual Hygene Day</a>.</p> <p>Sendiráð Íslands í Úganda hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við dönsku samtökin WoMena sem starfa meðal annars í Buikwe héraði að kynheilbrigðismálum. „Skólastjórnendur og samfélögin í héraðinu kunna vel að meta stuðninginn frá Íslandi við stúlkur um líffræði, tíðahringinn og hvernig eigi að bregðast við blæðingum. Stelpurnar eru ánægðar að geta verið í skólanum óháð því hvort þær eru á blæðingum eða ekki. Það styður markmið Íslands um árangur af stuðningi við menntun í Buikwer,“ segir í þakkarbréfi frá Womena til sendiráðsins.</p> <p>„Blæðingahreinlæti og heilbrigði eru mikilvægir þættir í kynferðis- og frjósemisheilsu kvenna og stúlkna um allan heim. Ef þær hafa ekki aðgang að túrvörum eiga þær á hættu að fá sýkingar og sjúkdóma,“ segir í <a href="https://unric.org/is/ad-binda-enda-a-blaedingaskomm-snyst-um-mannrettindi/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins. </p> <p>„Aðgangur að túrvörum er mikilvægur til að tryggja velferð og jöfn tækifæri fyrir konur og stúlkur. Þetta snýst um mannréttindi,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að kona sé að meðaltali á blæðingum fimm daga af hverjum 28.</p> <p> „Að meðaltali er kona á blæðingum í fimm daga af hverjum 28. Af þessum sökum varð 28. dagur maí mánaðar fyrir valinu sem Alþjóðlegi túrdagurinn. Íslenska heitið á „Menstrual Hygiene Day” kemur frá Landsnefnd UN Women á Íslandi. Markmiðið með deginum er að vinna gegn blæðingaskömm. Jafnframt að fræða jafnt karla sem konur um blæðingar og mikilvægi blæðingahreinlætis. Víða um heim hvílir bannhelgi á blæðingum. Sums staðar eru konur aðskildar frá öðrum á meðan á blæðingum stendur. Sumar stúlkur missa úr skóla. Margar konur og stúlkur missa af tækifærum og ná aldrei að njóta hæfileika sinna að fullu vegna blæðingaskammar."</p>

27.05.2021Börn í Búrkína Fasó fá reiðhjól frá Barnaheillum

<span></span> <p>Íslensk börn eru ekki þau einu sem fá reiðhjól í hendur eftir hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children í vor því gámur af hjólum barst á dögunum til Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku. Hjólunum verður úthlutað til nemenda sem ABC barnahjálp styður og styttir tíma þeirra á leiðinni í skólann.</p> <p>Í tíu ár hafa tæplega þrjú þúsund börn og ungmenni notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla. Í fyrravor var í fyrsta sinni í sögu hjólasöfnunarinnar ákveðið að senda afgangshjól til barna í Afríku sem þurfa að ganga langa leið í skóla á hverjum degi. Í samstarfi við ABC barnahjálp var gámur með góðum gjöfum ásamt hjólunum sendur til Búrkína Fasó.</p> <p>Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum í mars og stóð yfir til 1. maí. Þá hófust úthlutanir og hjól gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. </p>

27.05.2021Starfsmenn Alvotech safna fyrir Indland

<span></span> <p>„Ástandið á Indlandi af völdum COVID-19 lætur engan ósnortinn. Málið stendur okkur hjá Alvotech nærri þar sem fjöldi Indverja hefur flust búferlum til Íslands til að starfa hjá okkur. Við viljum sýna okkar fólki og indversku þjóðinni stuðning í verki og höfum því sett af stað söfnun innan fyrirtækisins, sem fyrirtækið mun mæta með öflugu mótframlagi. Við þökkum UNICEF fyrir þeirra framlag í baráttunni gegn COVID-19,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður Alvotech. </p> <p>UNICEF greinir frá því í frétt&nbsp;að starfsmenn Alvotech hafi hrundið af stað fjáröflun innan fyrirtækisins til að bregðast við skelfilegum afleiðingum COVID-19 á Indlandi. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi manns frá Indlandi og starfsmenn vildu því sýna samhug í verki og styðja neyðaraðgerðir UNICEF þar í landi.</p> <p>„Við erum meira en 100 manns frá Indlandi hér á landi sem tengjumst Alvotech, sem starfsmenn eða fjölskyldumeðlimir starfsmanna. Ástandið á Indlandi núna er verulega slæmt og við erum að ganga í gegnum erfiða tíma þar sem sumir samstarfsmenn hafa misst fjölskyldumeðlimi og ástvini vegna COVID-19. Við erum við djúpt snortin af umhyggju stjórnenda og samstarfsmanna okkar,“ segir Kathir Narayanan, framleiðslustjóri hjá Alvotech og einn starfsmannanna sem stendur að fjáröfluninni.</p> <p>Kathir segir að heilbrigðiskerfið ráði á engan hátt við faraldurinn og að mikill skortur sé á súrefni og gjörgæslurýmum fyrir alvarlega veika. Indland er eitt fjölmennasta ríki heims og útbreiðsla COVID-19 hefur verið stjórnlaus síðan önnur bylgja faraldursins hófst þar í febrúar. Þúsundir láta lífið á degi hverjum og spítalar eru yfirfullir og anna ekki eftirspurn. Veiran breiðist nú einnig hratt um nærliggjandi lönd þar sem heilbrigðiskerfin hafa enga burði til að sinna þeim fjölda sjúklinga sem veikjast. </p> <p><strong>UNICEF sendir út neyðarákall</strong></p> <p>„Hröð útbreiðsla COVID-19 í Suður-Asíu er áskorun sem allur heimurinn þarf að bregðast við. Í Suður-Asíu búa tveir milljarðar manns og á hverri sekúndu greinist þar nýtt smit. Á 17 sekúndna frestir deyr þar einhver af völdum sjúkdómsins. Indland hefur orðið mjög illa úti og ástandið hefur einnig versnað mikið í Nepal og Srí Lanka. Nú er hætta á að útbreiðslan verði einnig stjórnlaus í Bangaless, Afghanistan, Pakistan og Bútan,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>Þar segir enn fremur að vart þurfi að fjölyrða um hversu skelfilegar afleiðingar ástandið það hafi fyrir börn sem missa foreldra og fjölskyldumeðlimi, upplifa mikinn ótta og kvíða og komast ekki undir læknishendur ef þau veikjast. Óttast sé að á Indlandi verði flest dauðsföll barna undir fimm ára aldri vegna raskana á heilbrigðisþjónustu ef ekki verði brugðist tafarlaust við.</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar vinna nú í kappi við tímann við að tryggja öryggi barna og fjölskyldna þeirra. UNICEF hefur þegar útvegað nauðsynleg sjúkragögn, súrefnisbirgðir, milljónir andlitsgríma og skimunarbúnað. Auk þess er áhersla lögð á fræðslu um smitvarnir og að styðja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til að hægt sé að sinna börnum og mæðrum sem þurfa nauðsynlega á mikilvægu ungbarna- og mæðraeftirliti að halda. UNICEF styður einnig stjórnvöld við að skipuleggja bólusetningaáætlanir og tryggja þannig að bóluefni við COVID-19 verði dreift jafnt til allra íbúa landsins.</p> <p>Brýnna aðgerða er þörf og kallar UNICEF eftir auknum stuðningi til að útvega og koma lífsnauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Indlands. Þetta er áskorun sem allur heimurinn þarf að bregðast við því fljótt getur nýtt afbrigði veirunnar og afleiðingar þess breiðst út.</p> <p>Hægt er að styðja neyðaraðgerðir UNICEF með frjálsu framlagi <a href="https://unicef.is/styrktarleidir">hér</a>. </p>

26.05.2021Kynningarfundur um þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna á morgun

<span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"></span> <p>Norðurlandaskrifstofa Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, bjóða til kynningar á þrítugustu þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna á morgun, fimmtudaginn 27. maí frá kl. 12:00 – 13:30. Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar og settar í íslenskt samhengi. Fundurinn fer fram á Zoom.</p> <p>Í kynningartexta um viðburðinn segir að í fyrsta sinn í 300 þúsund ára sambandi sé það mannkynið sem móti jörðina, í stað þess að plánetan móti mannkynið. Í þrítugustu þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna (<a href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/hdr2020.pdf" target="_blank">Human Development Report, 2020</a>) sé kannað hvernig mannkynið geti þrætt sig í gegnum nýja öld, þar sé krufið samband mannfólks og jarðar og hvert við stefnum til að marka nýjar leiðir að framförum mannkyns.</p> <p>Camilla Brükner framkvæmdastjóri Norðurlandaskrifstofu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna opnar fundinn en Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs flytur aðalerindið. Petro Conceicao, einn ritstjóra skýrslunnar kynnir helstu niðurstöður hennar, og þrír Íslendingar veita umsögn um skýrsluna, Geir Oddsson deildarstjóri á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytsins, Lára Jóhannsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Tinna Hallgrímsdóttir formaður ungra umhverfissinna (UU) og ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p><a href="https://undp.zoom.us/webinar/register/WN_LaCNA9TEQROa9Tri347NvA">Skráning á viðburðinn er hér.</a></p>

25.05.2021WFP freistar þess að afstýra hungursneyð í Jemen

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur á síðustu dögum aukið matvælaaðstoð til fólks á svæðum í Jemen þar sem ástandið er verst í þeirri viðleitni að afstýra yfirvofandi hungursneyð. „Stigvaxandi átök, efnahagslægð, hækkandi verð á matvælum og afleiðingar COVID-19 eru allt þættir sem síðustu misserin stuðla að fjölgun þeirra sem líða alvarlegan matarskort,“ segir Laurent Bukera umdæmisstjóri WFP í Jemen.</p> <p>Tæplega fimmtíu þúsund íbúar Jemen búa nú þegar við aðstæður sem eru sambærilegar þeim sem skilgreindar eru sem hungursneyð. Fimm milljónir annarra íbúa eru í bráðri hættu. Barn deyr á tíu mínútna fresti af læknanlegum sjúkdómum eins og niðurgangspestum, vannæringu og sýkingum í öndunarvegi. Talið er að um helmingur allra barna yngri en fimm ára í Jemen – 2,3 milljónir barna – glími við bráða vannæringu á þessu ári.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur síðustu tvo mánuði aukið matvælaaðstoð til tæplega sex milljóna íbúa Jemen á níu svæðum þar sem flestir svelta en alls styður WFP við 12,9 milljónir íbúa þessa stríðshrjáða lands. Stofnuninni eru hins vegar fjárhagsleg takmörk sett og telur óvíst að geta haldið út lífsbjargandi stuðningi út árið. Samkvæmt <a href="https://www.wfp.org/news/wfp-ramps-support-yemens-famine-risk-areas" target="_blank">frétt</a>&nbsp;WFP þarf stofnunin að minnsta kosti 1,9 milljarða bandarískra dala á þessu ári til að koma í veg fyrir hungursneyð í Jemen.</p> <p>WFP er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Höfuðstöðvar hennar eru í Róm en stofnunin starfar auk þess með svæða- og landaskrifstofur í 83 löndum. Auk kjarnaframlaga til WFP frá íslenskum stjórnvöldum svarar Ísland einnig neyðarköllum frá stofnuninni eftir föngum.</p>

21.05.2021Alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins á morgun

<span></span> <p>Á morgun, 22. maí, er alþjóðlegur dagur fjölbreytni lífríkisins. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi í tilefni dagsins að COVID-19 sé áminning til okkar allra um að tengsl mannkynsins og náttúrunnar séu órjúfandi. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í <a href="https://unric.org/is/fjolbreytni-lifrikisins-vid-erum-hluti-af-lausninni/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að fjölbreytni lífríkisins hafi minnkað svo mjög að engin dæmi séu um slíkt í sögu jarðarinnar.</p> <p>„Álagið á náttúruna eykst hröðum skrefum.&nbsp; Við göngum svo hratt á auðlindir að náttúran hefur ekki við að endurnýja,“ segir í fréttinni. „Við erum hluti af lausninni,” er þema alþjóðadagsins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-FPCck1NzoY" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Við verðum að vernda náttúruna, endurreisa vistkerfi og koma á jafnvægi í tengslum okkar við plánetuna. Uppskeran yrði ríkuleg. Með því að snúa við því tapi sem við höfum mátt þola í fjölbreytni lífríkisins, getum við bætt heilsu mannsins, eflt sjálfbæra þróun og tekist á við loftslagsvána. Lykillinn er sjálfbærir lifnaðarhættir. Öllum, alls staðar, ætti að standa til boða að geta valið að lifa sjálfbæru lífi,“ segir Guterres og bætir við að allir geti lagt lóð sín á vogarskálarnar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/R_TBwqzxwr8" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að sögn UNRIC hefur siðmenningin ætíð verið háð&nbsp;<a href="https://www.un.org/sustainabledevelopment/biodiversity/">fjölbreytni lífríkisins.</a>&nbsp;„Þrír milljarðar manna sækja 20% dýraeggjahvítuefnis til sjávarafurða. Meira en 80% fæðu mannsins er sótt til jurta. Allt að 80% þeirra sem búa í dreifbýli í þróunarríkjum nota hefðbundin lyf úr jurtaríkinu. En okkur stafar ógn af missi fjölbreytni lífríkisins þar á meðal á heilbrigðissviðinu. Sýnt hefur verið fram á að ágangur mannsins á lífríkið ýtir undir að sjúkdómar berist frá dýrum til manna,“ segir í fréttinni.</p> <p>Sjá nánar um alþjóðlegan dag fjölbreytni lífríkisins&nbsp;<a href="https://undocs.org/en/A/RES/55/201">hér</a>&nbsp;og um áratug Sameinuðu þjóðanna helguðum endurreisn vistkerfa&nbsp;<a href="https://undocs.org/en/A/RES/55/201">hér.</a></p>

20.05.2021Veðurhamfarir hrekja flesta á flótta innan eigin lands

<span></span> <p>Á síðasta ári hröktu veðurhamfarir fleiri á flótta innan eigin lands en stríðsátök, segir í nýrri árlegri <a href="https://www.internal-displacement.org/global-report/grid2021/" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;stofnunar <span></span>- Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) - sem vaktar þá sem lenda á vergangi. Átök og náttúruhamfarir leiddu til þess að einhver neyddist til að flýja innan eigin lands á hverri sekúndu á síðasta ári, eða fleiri en nokkru sinni fyrr.</p> <p>Heimsfaraldur kórónuveirunnar leiddi til takmarkana á ferðum fólks hvarvetna í heiminum og því var reiknað með fækkun þeirra sem væru á hrakhólum innan lands. Annað kom hins vegar á daginn og árið markaðist af miklu óveðri, áframhaldandi ófriði og öldu ofbeldis. Alls þurftu 40,5 milljónir manna að flýja innan eigin lands á síðasta ári.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/dIbk84EVC0o" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Samkvæmt skýrslunni hafa þeir sem nýlega hafa lent á vergangi ekki verið fleiri síðustu tíu árin. Fólk á vergangi innan eigin lands er nú um 55 milljónir talsins, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þeir 26 milljónir flóttamanna sem farið hafa yfir landamæri.</p> <p>Flestir, þrír af hverjum fjórum, flúðu veðurhamfarir eins og flóð, storma og skógarelda. „Við getum aðeins reiknað með því að loftslagsbreytingar færist í aukana og það verði því áframhaldandi fjölgun meðal þeirra sem lenda á hrakhólum innan eigin lands,“ segir Alexandra Bilak framkvæmdastjóri IDMC.</p>

19.05.2021Þrír flóttamenn á sviðinu í Rotterdam

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsir yfir ánægju sinni með þátttöku þriggja keppenda í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem eiga sér fortíð sem flóttafólk. Keppnin fer fram í Rotterdam í þessari viku sem kunnugt er og lýkur með úrslitakeppni á laugardagskvöld. </p> <p>Keppendur þrír eru þessir:</p> <ul> <li>Manizha – tónlistarkona, söngkona og góðgerðarsendiherra UNHCR, fulltrúi Rússlands. Hún flúði frá Tadsíkistan árið 1994 á tímum átaka og talar máli flóttafólks hvarvetna í heiminum.</li> <li>Tousin „Tusse“ Chiza – tónlistarmaður og söngvari keppir fyrir hönd Svía. Hann er fæddur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó en fékk hæli í Svíþjóð eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Úganda í þrjú ár.</li> <li>Ahmad Joudeh – hollenskur ballettdansari frá Sýrlandi. Hann kemur fram í hléi annað kvöld í síðari undanúrslitum keppninnar í verki sem kallast „Close Encounters of a Special Kind“ og fjallar um náttúrulega löngun mannsins til að samskipta og sameiginlegs skilnings.</li> </ul> <p>Í <a href="https://www.unhcr.org/news/press/2021/5/60a3f1214/three-performers-refugee-backgrounds-participate-eurovision-2021.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er þeim þremur óskað góðs gengis og stofnunin kveðst vænta góðrar skemmtunar!</p>

18.05.2021Tilmæli um lækkun umferðarhraða í þéttbýli í 30 km á klukkustund

<span></span> <p>Í gær hófst sjötta alþjóðlega <a href="https://www.who.int/teams/social-determinants-of-health/safety-and-mobility/united-nations-road-safety-week" target="_blank">umferðaröryggisvika</a>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er áhersla lögð á fækkun umferðarslysa með tilmælum til borgar- og bæjaryfirvalda að lækka hámarkshraða í þéttbýli niður í 30 km á klukkustund, á götum með gangandi vegfarendum, reiðhjólafólki og öðrum sem stafar mest hætta á umferð vélknúinna ökutækja.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að á hverju ári deyja rúmlega 1,3 milljónir manna í umferðarslysum – sem merkir eitt mannslíf á 24 sekúndna fresti. Of hraður akstur er meginskýringin á umferðarslysum en eitt af hverjum þremur dauðsföllum í hátekjuríkjum er rakið til hraðaaksturs.</p> <p>Í frétt frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir að frá því snemma árs í fyrra hafi dregið úr umferð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og aukinnar fjarvinnu að heiman. Þetta hafi leitt til fækkunar á umferðarslysum en hins vegar hafi dauðaslysum í umferðinni ekki fækkað hlutfallslega vegna þess að umferðarhraði hafi aukist. </p> <p>„Við þurfum á nýrri framtíðarsýn að halda til að skapa öruggar, heilbrigðar, grænar og lífvænlegar borgir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Götur með lágum hámarkshraða eru mikilvægur þáttur í þeirra framtíðarsýn. Nú þegar við byggjum okkur upp eftir COVID-19 eigum við skapa öruggar samgöngur fyrir öruggari heim.“</p> <p>Gangandi vegfarandur, reiðhjólafólk og vélhjólafólk er í meirihluta þeirra sem deyja í umferðarslysum. Um 93 prósent banaslysa í umferðinni verða í lág- eða millitekjuríkjum. Þá eru umferðarslys helsta banamein barna og ungs fólks á aldrinum 5-29 ára.</p> <p>Alþjóðlega umferðaröryggisvikan markar upphaf&nbsp;<a href="https://unric.org/is/2021-ar-avaxta-heilbrigdisstarfsmanna-og-barattu-gegn-barnavinnu/">áratugs aðgerða</a>&nbsp;í þágu umferðaröryggis 2021-2030 og Sameinuðu þjóðirnar hafa ásamt WHO hleypt af stokkunum <a href="https://www.unroadsafetyweek.org/uploads/ungrsw_2021_streets_for_life_toolkit.pdf" target="_blank">herferðinni #Streets For Life #Love30</a>.</p>

17.05.2021Hæsta framlag allra landsnefnda fimmta árið í röð frá UN Women á Íslandi

<span></span> <p>Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu. Þetta kemur meðal annars fram í nýútgefinni <a href="https://unwomen.is/wp-content/uploads/2021/05/A%CC%81rssky%CC%81rsla-UNW-2020.pdf" target="_blank">ársskýrslu</a>&nbsp;UN Women á Íslandi.</p> <p>„Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fimmta árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna,“ segir Arna Grímsdóttir formaður stjórnar UN Women í ávarpi í ársskýrslunni.</p> <p>Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna er að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Verkefnin voru fjölbreytt á árinu en heimsfaraldurinn setti mark sitt á starfið þar sem ýmsir fastir liðir fóru fram með breyttu sniði eða hreinlega frestuðust. En þrátt fyrir heimsfaraldurinn og meðfylgjandi efnahagsþrengingar varð 7% aukning á framlögum til UN Women á milli ára. Á árinu bættust rúmlega 1.500 mánaðarlegir styrktaraðilar í hóp ljósbera, styrktaraðila UN Women, sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins.</p> <p>„Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna er lykilstoð stefnu Íslands í utanríks- og þróunarmálum. Í þróunarsamvinnu er jafnrétti haft að leiðarljósi í öllum okkar verkefnum og við getum verið stolt af okkar árangri því Ísland situr nú í öðru sæti yfir þau ríki sem verja mestu hlutfalli af framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, samkvæmt Þróunarnefnd Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC),“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi í ársskýrslunni.</p>

17.05.2021Mismunun gagnvart hinsegin fólki aukist á tímum heimsfaraldurs

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mismunun gagnvart hinsegin fólki hafi aukist vegna COVID-19 faraldursins. Í dag, 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn hatri á samkynhneigðum, tvíkynheigðum og transfólki segir Guterres í ávarpi að LGBTIQ+ fólk um allan heim sæti mismunun fyrir þær sakir einar að vera eins og það er.</p> <p>„Frá upphafi heimsfaraldursins hafa Sameinuðu þjóðirnar orðið varar við meiri mismunun, ofbeldi, hatursorðræðu, félagslega- og efnahagslega útilokun og smánun gagnvart hinsegin fólki. Þá hefur LGBTIQ+ fólk verið hindrað í aðgengi að heilsugæslu, menntun, atvinnu og grundvallarþjónustu. Þá eru dæmi um að afturför hvað varðar lagalega- og félagslega vernd grundvallarmannréttinda þessa hóps,” segir Guterres í ávarpinu.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/covid-19-aukin-mismunun-gagnvart-hinsegin-folki/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hefur undanfarin ár verið haldið upp á alþjóðlegan dag gegn hatri á samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki 17. maí &nbsp;í rúmlega 130 ríkjum. „Dagurinn er ekki alþjóðlegur dagur á vegum Sameinuðu þjóðanna heldur grasrótarsamtaka. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hins vegar gefið út&nbsp;<a href="https://unric.org/is/enn-fordomar-gegn-samkynhneige/">ávarp</a>&nbsp;í tilefni dagsins og á mánudag verður hrundið af staða herferð á vegum samtakanna gegn mismunun í garð hinsegin fólks,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar kemur fram að grasrótarsamtök völdu 17. maí sökum þess að þann dag árið 1990 var samkynhneigð tekin af lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) yfir sjúkdóma.</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn bendir á í ávarpi sínu að einn af hornsteinum&nbsp;<a href="https://unric.org/is/heimsmarkmid-um-sjalfbaera-throun/">heimsmarkmiðanna</a>&nbsp;um sjálfbæra þróun sé að takast á við ójöfnuð og tryggja að enginn sé skilinn eftir og allir njóti réttinda sinna. „Nú þegar endurreisnarstarf eftir heimsfaraldurinn er að hefjast ber að taka raunhæf skref til að afnema lög sem fela í sér mismunun, takast á við ofbeldi og mismunun vegna kynhneigðar og kyn-skilgreiningar og ráðast að rótum slíks óréttlætis,“ segir Guterres.</p> <p>„Sameinuðu þjóðirnar standa í fylkingarbrjósti fyrir mannlega reisn og réttinda allra, þar á meðal hinsegin fólks – LGBTIQ+. &nbsp;Við skulum taka höndum saman um að skapa heim þar sem allir geta lifað frjálsir og jafnir við reisn og réttindi, sama hver þeir eru, hvar þeir búa eða hverja þeir elska.”</p>

12.05.2021UNICEF: Jemen þolir enga bið

<span></span> <p>„Við höfðum misst alla von um að hún myndi lifa mikið lengur eftir að heilsu hennar hrakaði mjög hratt,“ segir faðir Moniru, þriggja ára stúlku,&nbsp;sem náði bata af alvarlegri vannæringu og veikindum henni tengd.&nbsp;Hún býr á&nbsp;Ashyab-svæðinu í Jemen ásamt fjölskyldu sinni. „Nú hefur gleðin snúið aftur í augu Moniru sem&nbsp;leikur nú við hvern sinn fingur. En við megum ekki sofna á verðinum. Saga Moniru er saga flestra barna í Jemen,“ segir í <a href="https://unicef.is/jemen-tholir-enga-bid" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Síðastliðna sjö mánuði hefur Monira verið í lífshættu vegna vannæringar og veikinda en blessunarlega var hægt að ná til hennar og meðhöndla með næringarfæði á borð við vítamínbætt jarðhnetumauk, líkt og því sem&nbsp;UNICEF&nbsp;útvegar vannærðum börnum í Jemen og um allan heim. Hundruð þúsunda barna eru í hættu vegna vannæringar í Jemen og þeim fjölgar sífellt vegna ástandsins í landinu sem heldur fjölskyldum í heljargreipum fátæktar og hungurs.</p> <p>„Monira&nbsp;var hætt að geta hreyft sig og leikið við önnur börn,“ rifjar faðir hennar upp. „Hamingjan var horfin úr augum hennar og líkaminn var veikburða. Við upplifðum algjört bjargleysi. Við gátum ekki uppfyllt hennar grunnþarfir. Ég hafði ekki efni á að koma henni á spítala og fá almennilega hjálp fyrir hana. Ég hef verið atvinnulaus lengi vegna stríðsins og hef ekki getað brauðfætt fjölskyldu mína. Ef teymið frá heilbrigðisstofnuninni í Al-Hayma&nbsp;hefði ekki sótt okkur heim, væri dóttir mín dáin núna.“</p> <p>UNICEF&nbsp;hefur veitt neyðaraðstoð, næringu, menntun og heilbrigðisþjónustu í Jemen um árabil og þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður hefur náðst mikill árangur. En ástandið er viðvarandi og verkefninu má líkja við langhlaup. </p> <p>Hægt er að senda&nbsp;SMS-ið JEMEN í númerið 1900 til að gefa 1.900 kr. til stuðnings börnunum í Jemen. Sú upphæð jafngildir ríflega 37 skömmtum af næringarríku jarðhnetumauki sem gerir kraftaverk fyrir vannærð börn.</p>

10.05.2021Ráðherra undirritar nýjan rammasamning við UNICEF

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Henrietta Fore, framkvæmdarstjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, skrifuðu í dag undir nýjan rammasamning um stuðning Íslands við UNICEF. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og veitir heildræna umgjörð um samstarf Íslands og stofnunarinnar. Ísland leggur áherslu á kjarnaframlag sem veitir stofnuninni sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest. Kjarnaframleg Íslands til UNICEF fyrir árið 2021 nemur 130 milljónum íslenskra króna.</span></p> <p><span>„UNICEF er leiðandi í báráttunni fyrir réttindum barna og býr yfir langri og dýrmætri reynslu þegar kemur að hjálparstarfi fyrir börn í neyð. Sú reynsla hefur reynst ómetanleg á tímum heimsfaraldurs COVID-19 og við erum stolt af okkar samstarfi við þessa mikilvægu stofnun,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið, en samningurinn var undirritaður á fjarfundi.</span></p> <p><span>UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og sinnir fjölmörgum verkefnum sem ætlað er að efla réttindi barna, sinna neyðarhjálp, og bæta lífsgæði og aðgang að þjónustu. Ísland hefur stutt við stofnunina í fjölda ára, bæði með kjarnaframlögum og framlögum í tvíhliða þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft gífurleg áhrif á aðgang barna að hreinu vatni, hreinlætisvörum, næringu, menntun og heilbrigðisþjónustu. Þá er talið að um tíu milljónir stúlkna eigi á hættu að vera þvingaðar í barnahjónaband næsta áratuginn sem afleiðing af COVID-19. Undanfarið ár hefur UNICEF leikið lykilhlutverk sem viðbragðsaðili vegna neyðarástands sem skapast hefur vegna heimsfaraldurs COVID-19. Stofnunin hefur auk þess margra áratuga reynslu í bólusetningum og leiðir nú innkaup og afhendingu á bóluefnunum gegn kórónaveirunni til yfir níutíu lág- og millitekjuríkja.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

10.05.2021Aukin lífsgæði meðal þátttakenda í fjölskylduverkefni SOS í Eþíópíu

<span></span> <p>Mikill meirihluti foreldra og barna sem taka þátt í <span>&nbsp;</span>verkefni sem snýr að fjölskyldueflingu í Eþíópíu á vegum SOS Barnaþorpanna, með styrk frá utanríkisráðuneytinu, segir að lífsgæðin hafi aukist. Samkvæmt frétt frá samtökunum telja 88,2 prósent þátttakenda lífsgæði hafa aukist. Verkefnið hófst árið 2018 og því lýkur á næsta ári. </p> <p>„Markmið fjölskyldueflingar SOS er að hjálpa barnafjölskyldum upp úr sárafátækt svo þær geti staðið á eigin fótum. Þannig komum við í veg fyrir að börn missi foreldraumsjón með því að efla foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin sín,“ segir í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/fjolskylduefling/88-2-segja-lifsgaedi-sin-betri/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá SOS. „Nú er þremur árum lokið af fjórum í verkefni okkar á Eteya svæðinu í Eþíópíu. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og standa á eigin fótum. Við útvegum fólkinu það sem það þarf til að geta aflað sér tekna með það að markmiði að geta staðið á eigin fótum. Má þar meðal annars nefna hráefni, tæki og tól til ýmiss konar framleiðslu, nautgripi til ræktunar, skólagögn, greiðslu skólagjalda, foreldrafræðslu og heilbrigðisþjónustu.“</p> <p>Samkvæmt nýrri matsskýrslu er að mati SOS barnaþorpanna ástæða til að gleðjast yfir árangri á flestum sviðum og nefnt er meðal annars að rúmlega 70 prósent búi yfir bættum fjárhag. COVID-19 hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Aðeins 70% barnanna hafa verið skráð fyrir endurkomu þegar skólahald hefst á ný. Þá hafa áætlanir um aðgengi að neysluvatni ekki gengið eftir og margir foreldrar ná ekki endum saman milli mánaðarmóta. Meðallaun voru tæplega fimm þúsund krónur á mánuði en meðalútgjöld 66,7% heimila í verkefninu eru 6.300 krónur á mánuði.“</p> <p><strong>Börnin eiga leið út úr vítahring</strong></p> <p>Þrátt fyrir þetta bakslag er að mati SOS barnaþorpanna útlit fyrir að það náist að útskrifa stóran hluta skjólstæðinga fyrir lok árs 2021. "Þessar barnafjölskyldur hafa komist frá þeim slæma stað að eiga ekki fyrir mat eða skólagöngu barnanna. Nú eru foreldrarnir farnir að skapa sér tekjur, læra að spara og borga til baka af vaxtalausum lánum sem þeim býðst í gegnum fjölskyldueflinguna. Þetta fólk getur með öðrum orðum lifað mannsæmandi lífi og börnin fá menntun. Börnin eiga því möguleika á brjótast út úr hring fátæktarinnar þegar fram líða stundir, nokkuð sem hefur verið foreldrum þeirra og forfeðrum ómögulegt.“</p>

07.05.2021Sjúkrarúm frá Akureyri gengin í endurnýjun lífdaga í Síerra Leone

<span></span> <p>Aurora velgerðasjóður afhenti á dögunum 43 sjúkrarúm til sjúkrahúsa í Sierra Leone. Sjúkrahús Akureyrar gaf rúmin og Samskip lagði til flutninginn á þeim.&nbsp;Aurora velgerðasjóður hefur starfrækt þróunarsamvinnuverkefni í Sierra Leone undanfarin þrettán ár. Samhliða eigin verkefnum hefur sjóðurinn átt í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem hafa viljað styðja við samfélagsleg verkefni í landinu.</p> <p>Að sögn Regínu Bjarnadóttir framkvæmdastjóra Aurora fékk hún fyrirspurn frá Sjúkrahúsi Akureyrar undir lok árs 2019 þar sem stofnunin var að skipta út rúmlega 40 sjúkrarúmum. „Spurt var hvort hægt væri að koma þeim í góða notkun í Sierra Leone en tveimur árum áður hafði Aurora tekið við 20 rúmum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og í samstarfi við Samskip flutt þau til Sierra Leone og gefið á þrjá spítala,“ segir Regína.</p> <p>Hún kveðst því hafa leitað á ný eftir samstarfi við Samskip. „Snemma árs 2020 var 43 sjúkrarúmum komið fyrir í gám á Akureyri. Gámurinn náði þó ekki að fara frá Rotterdam eftir að COVID-19 braust út í heiminum. Sierra Leone lokaði landamærum sínum við upphaf faraldursins og opnaði þau ekki aftur fyrr en í ágúst. Þá var strax hafist handa við að skoða hentugan tíma fyrir flutning á rúmunum. Það var þó ekki fyrr en í febrúar 2021 sem gámurinn komst á leiðarenda. SAMSKIP flutti rúmin á sinn kostnað frá Akureyri til höfuðborgarinnar Freetown, en Aurora sá um að leysa gáminn úr tolli, greiða allan annan kostnað í kringum flutninginn, og dreifa þeim á sjúkrastofnanir í landinu.“&nbsp;</p> <p>Að sögn Regínu fóru flest rúmin til Princess Christain Maternity Hospital (PCMH), sem er helsta fæðingarsjúkrahúsið í Sierra Leone, í austurhluta höfuðborgarinnar. Þá fóru fáein rúm einnig til Brama Community Hospital, en sú sjúkrastofnun er töluvert fyrir utan Freetown. „Aurora hefur unnið náið með samfélaginu í Brama Town, ekki síst vefurum þorpsins sem vinna með bambusþræði. Í þorpinu er einungis einn starfandi læknir og nokkrir hjúkrunarfræðingar. Áður hafði sjúkrahúsið engin rúm heldur voru þar einungis nokkrar dýnur og einfaldir beddar. Starfsfólkið var því afar þakklátt að fá nothæf sjúkrarúm til að sinna sjúklingum sínum í,“ segir Regína.</p> <p>Nokkur rúm fóru einnig til UBC Mattru Hospital í Mattru Jong í suðurhluta Sierra Leone og þjónar gríðarlega stóru svæði, að sögn Regínu. „Héraðið varð virkilega illa úti þegar borgarastríðið í landinu stóð sem hæst og sjúkrahúsið var þá jafnað við jörðu. Hafist var handa við endurbyggingu strax í kjölfar stríðsloka árið 2001. Inniviði í sjúkrahúsið vantar þó enn sárlega og braust því út mikill fögnuður þegar rúmin bárust.&nbsp;Að lokum fóru rúm einnig til Allen Town Community Hospital, sem er í austasta hluta Freetown. Þar er rekin mjög lítil sjúkrastofnun af samfélaginu, með nokkra hjúkrunarfræðinga. Læknar koma í heimsókn öðru hvoru. Þetta er þó helsta fæðingardeild svæðisins og eina stofnunin sem sinnir mæðravernd. Voru rúmin ákaflega kærkomin enda búnaður sjúkrastofnunarinnar ákaflega takmarkaður.“</p> <p>&nbsp;</p>

06.05.2021UNICEF sendir hjálpargögn til Indlands vegna COVID-19

<span></span> <p>„Hörmulegt ástand á Indlandi ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hún bendir á að hjálpi heimsbyggðin ekki Indlandi núna dreifist áhrifin um svæðið í kring og síðan heiminn allan og sýni sig í auknum dauðsföllum og stökkbreytingum veirunnar.</p> <p>UNICEF segir í frétt að úttbreiðsla COVID-19 á Indlandi hafi verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar. &nbsp;„Dauðsföll á hverjum sólarhring skipta þúsundum og spítalar eru löngu orðnir yfirfullir og geta ekki tekið við fleiri sjúklingum. Afleiðingar faraldursins eru skelfilegar fyrir börn í landinu sem hafa misst foreldra og fjölskyldumeðlimi og komast ekki undir læknishendur ef þau veikjast. Óttast er að á Indlandi verði flest dauðsföll barna undir fimm ára vegna raskana á heilbrigðisþjónustu í landinu ef ekki er brugðist við,“ segir í fréttinni.</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar vinna í kappi við tímann við að tryggja öryggi barna og fjölskyldna þeirra. UNICEF er með svæðisskrifstofur á 14 stöðum víðsvegar um Indland og hefur útvegað nauðsynleg sjúkragögn, súrefnisbirgðir, yfir tvær milljónir andlitsgrímur, 85 vélar til að skima fyrir veirunni og búnað til súrefnisframleiðslu á spítölum. Auk þess er áhersla lögð á fræðslu um smitvarnir og að styðja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til þess að hægt sé að sinna börnum og mæðrum sem þurfa þjónustu á borð við mæðra- og ungbarnavernd. UNICEF styður auk þess stjórnvöld á Indlandi við&nbsp;að skipuleggja bólusetningaráætlanir til þess að tryggja að&nbsp;bóluefnum gegn COVID-19 verði útdeilt jafnt til allra íbúa landsins.</p> <p>Brýnna aðgerða er þörf á Indlandi og því kallar UNICEF eftir auknum stuðningi til þess að útvega og koma&nbsp; lífsnauðsynlega búnaði og hjálpargögnum til íbúa Indlands.</p> <p>Neyðarsjóður UNICEF nýtist í að bregðast við þegar hættuástand skapast eins og á Indlandi, og hægt er að styðja með frjálsu framlagi&nbsp;<a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">hér</a>.</p>

06.05.2021Rjúfa þarf vítahring átaka og hungurs

<span></span> <p>„Átök og hungur eru tvær hliðar á sama peningnum. Því þarf samtímis að ráðast gegn átökum og hungri. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að binda endi á þennan vítahring. Það er forsenda stöðugleika og friðar,“ segir António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála nýrrar skýrslu um fæðuóöryggi í heiminum á síðasta ári. Þá bjuggu að minnsta kosti 155 milljónir manna við alvarlegan matarskort, fleiri en síðustu fimm árin.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út í samstarfi við Evrópubandalagið og ýmsar alþjóðastofnanir <a href="https://www.fsinplatform.org/sites/default/files/resources/files/GRFC%202021%20050521%20med.pdf" target="_blank">skýrslu um fæðuóöryggi</a>&nbsp;og samkvæmt nýju skýrslunni fjölgaði hungruðum á síðasta ári um 20 milljónir manna frá árinu 2019. Meginástæðurnar eru sem fyrr vopnuð átök og öfgar í veðurfari en á síðasta ári leiddi líka efnahagssamdráttur vegna COVID-19 til fjölgunar þeirra sem vart höfðu til hnífs og skeiðar. </p> <p>Hungraðir voru hlutfallslega flestir í Afríkuríkjum. Vopnuð átök voru meginskýring á sulti 100 milljóna manna, 40 milljónir bjuggu við alvarlegan matarskort vegna efnahagsáfalla og öfgar í veðurfari skýrðu alvarlegan fæðuskort hjá 16 milljónum Afríkubúa. Verst var ástandið í Burkina Fasó og Suður-Súdan en í öðrum heimshlutum voru Jemen, Afganistan, Sýrland og Haítí í hópi ríkja með hátt hlutfall hungraðra.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að stríðsátök verði áfram meginástæða matvælaskorts á þessu ári. Ýmiss neikvæð áhrif í tengslum við COVID-19 og öfgar í veðurfari skýri þó áfram alvarlegan matarskort í mörgum ríkjum.</p>

05.05.2021Íslenskt fyrirtæki þátttakandi í nýrri lyfjaverksmiðju í Malaví

<span></span> <p>Íslenska fyrirtækið Hananja ehf. er í samvinnu við einkaaðila,<span style="color: red;">&nbsp;</span>fyrirtæki og stofnanir í Malaví, Bandaríkjunum, Sviss og á Íslandi, um að setja á fót óhagnaðardrifna lyfjaverksmiðju skammt frá höfuðborg Malaví, Lilongwe. Stefnt er að því að hefja framleiðslu í verksmiðjunni á næsta ári.</p> <p>Hananja efh. fékk á dögunum þriggja ára styrk, 27 milljónir íslenskra króna, úr samstarfssjóði utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að vinna að þessu verkefni, sem nefnist Rephaiah.</p> <p>„Þetta er langtíma óhagnaðardrifið verkefni með það að meginmarkmiði að hlúa að heilsu og lífi ungra barna í Malaví með framleiðslu á lífsnauðsynlegum og lífsbætandi lyfjum í formum sem henta fyrir börn yngri en fimm ára,“ segir Sveinbjörn Gizurarson prófessor og framkvæmdastjóri Hananja ehf. Hann segir dánartölur barna, yngri en fimm ára, háar í Malaví og unnt sé að bjarga stórum hluta þeirra barna með lyfjum í réttum lyfjaformum.</p> <p>Styrkur samstarfssjóðsins verður nýttur með þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi, númer 5, 12 og 9. Unnið verður að uppbyggingu og styrkingu jafnréttismála, með sérstaka áherslu á eflingu kvenna í stjórnunarstöður og jafna atvinnumöguleika einstaklinga innan verkefnisins; umhverfisvænum lausnum varðandi vatn, orku og kolefnisspor fyrir lyfjaframleiðslu; ásamt styrkingu innviða lyfjafræðideildar Háskólans í Malaví með það að markmiði að skólinn geti tekið þátt í uppbyggingu Rephaiah verkefnisins.</p> <p>Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hjá <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p>

03.05.2021Fjölmiðlafrelsi er grundvöllur heilbrigðs lýðræðis

<span></span> <p>Í dag, 3. maí, halda Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO, mennta-, vísinda og menningarstofnun samtakanna alþjóðlegan dag fjölmiðlafrelsis (World Press Freedom Day). Að þessu sinni er þema dagsins ”Upplýsingar sem almannagæði.” </p> <p>„Þetta er brýnt málefni fyrir öll ríki hvar sem þau eru í heiminum. Þetta þema er viðurkenning á samskiptakerfi sem er sífelldum breytingum undirorpið. Það hefur áhrif á heilsu okkar, mannréttindi, lýðræði og sjálfbæra þróun,“ segir í <a href="https://unric.org/is/fjolmidlafrelsi-er-grundvollur-heilbrigds-lydraedis/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Þar segir enn fremur að frelsi fjölmiðla fari þverrandi um heim allan. Á sama tíma hafi þörfin fyrir óháða, kjarkmikla og djarfa fjölmiðla sjaldan verið meiri.</p> <p>„ Á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis, 3. maí, fögnum við hugrökkum blaðamönnum sem vinna í þágu almannahagsmuna,“ segir í fréttinni. „Þegar Blaðamenn án landamæra gáfu út síðasta lista sinn yfir fjölmiðlafrelsi kom á daginn að fjölmiðlafrelsi er skert í 73% þeirra 180 ríkja og landsvæða sem úttektin náði til. Þar sem frelsi hefur verið skert hefur aðgangur almennings og blaðamanna að upplýsingum minnkað. Rannsóknarblaðamennsku kunna að vera mikil takmörk sett.“</p> <p>Minnt er á að blaðamenn hafi týnt lífi sínu vegna starfa sinna. „Þetta er alvarleg ógnun við frelsi fjölmiðla í heiminum. Frá 1993 hafa 1450 blaðamenn verið drepnir að sögn UNESCO. Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis er áminning til ríkisstjórna um að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni snýst um almannagæði. Með því er minnt á að standa þurfi vörð um mikilvægi þess að litið sé á upplýsingar sem almannagæði. Kanna beri með hvaða hætti er hægt að greiða fyrir framleiðslu, dreifingu og móttöku efnis til þess að efla blaðamennsku. &nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

30.04.2021Karlar 40 prósent nýrra styrktaraðila UN Women

<span></span> <p class="MsoNormal"><span>UN Women á Íslandi fékk á síðasta ári, þrátt fyrir heimsfaraldur og tilheyrandi efnahagsþrengingar, meiri framlög en árið á undan, eða sem nemur sjö prósentustigum. Jafnframt fjölgaði mánaðarlegum styrktaraðilum í hópi ljósbera um 1500 á síðasta ári. Karlar voru 40 prósent þeirra. Þetta kom fram á aðalfundi samtakanna sem haldinn var með fjarfundi í gær.</span> </p> <p class="MsoNormal">Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir í stjórn samtakanna: Anna Steinsen tómstunda- og félagsmálafræðingur og einn eigandi KVAN, Fida Abu Libdeh, frumkvöðull og stofnandi Geosilica og Áslaug Eva Björnsdóttir, stafrænn leiðtogi á skrifstofu borgarstjóra. </p> <p class="MsoNormal">Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu.</p> <p class="MsoNormal">Ljósberar, styrktaraðilar UN Women, eru nú hátt í tíu þúsund talsins. Ljósberar eru á öllum aldri og búa í öllum landshlutum. „Sértæk áhrif COVID-19 á konur og stúlkur hefur ómæld áhrif á líf kvenna í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Þörfin fyrir stuðning hefur því aldrei verið meiri en nú. UN Women á Íslandi þakkar velunnurum samtakanna ómetanlegan stuðning. Stjórn og starfsfólk UN Women&nbsp;horfir björtum augum til framtíðar og gefur allt í botn í baráttunni fyrir bættum hag og velferð kvenna og stúlkna,“ segir í <a href="https://unwomen.is/anna-steinsen-fida-abu-libdeh-og-aslaug-eva-kosnar-i-stjorn-un-women/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef stofnunarinnar.</p> <p class="MsoNormal">Fanney Karlsdóttir, Soffía Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Formaður stjórnar er Arna Grímsdóttir, aðrir stjórnarmeðlimir eru Bergur Ebbi Benediktsson, Kristín Ögmundsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Ólafur Elínarson, Ólafur Þ. Stephensen og Sigríður Þóra Þórðardóttir, einnig formaður Ungmennaráðs UN Women á Íslandi.&nbsp; </p>

29.04.2021UNICEF bregst við útbreiðslu COVID-19 á Indlandi og kallar eftir stuðningi

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir aukinni neyðaraðstoð til þess að bregðast við hörmungunum sem nú blasa við á Indlandi. Þar er kórónaveiran stjórnlaus um þessar mundir og um 300 þúsund einstaklingar smituðust hvern dag síðastliðna viku. „Það jafngildir að nánast allir íbúar Íslands smitist af COVID-19 á hverjum einasta degi.&nbsp; Dauðsföll á hverjum sólarhring skipta þúsundum og spítalar eru löngu orðnir yfirfullir og geta ekki tekið við fleiri sjúklingum. Áhyggjuefni er einnig að börn og ungmenni eru að veikjast í meira mæli,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>UNICEF bregst meðal annars við hörmungunum með því að útvega súrefnisbirgðir, COVID-19 próf, hlífðarbúnað og önnur nauðsynleg hjálpargögn. Neyðarsjóður UNICEF bregst við þegar hættuástand skapast eins og á Indlandi, og hægt er að styðja sjóðinn með frjálsu framlagi <a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">hér</a>.</p> <p>Önnur bylgja faraldursins á Indlandi hófst í febrúar, mun skæðari en sú fyrri. UNICEF og önnur hjálparsamtök eru í kapphlaupi við tímann þar sem spítalar eru yfirfullir og súrefni og nauðsynlegar lækningavörur að klárast. „Afleiðingar faraldursins eru skelfilegar fyrir börn í landinu sem hafa misst foreldra og fjölskyldumeðlimi og komast ekki undir læknishendur ef þau veikjast. Óttast er að á Indlandi verði flest dauðsföll barna undir fimm ára vegna raskana á heilbrigðisþjónustu í landinu ef ekki er brugðist við,“ segir UNICEF. </p> <p>Starfsfólk UNICEF á 14 svæðisskrifstofum víðs vegar á Indlandi vinnur að því að bregðast við ástandinu og áhrifum þess á börn. Í forgangi er að:</p> <p>Útvega og koma upp búnaði til súrefnisframleiðslu á spítölum til þess að meðhöndla mjög alvarleg tilfelli;</p> <ul> <li>Útvega nákvæmar skimunarvélar á svæðum sem hafa farið hvað verst úti í útbreiðslu;</li> <li>Styðja við og vernda samfélög og framlínustarfsfólk til þess að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega röskun á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu fyrir börn;</li> <li>Styðja við áframhaldandi dreifingu á bóluefnum gegn COVID-19 í gegnum COVAX-samstarfið. </li> </ul> <p>Brýnna aðgerða er þörf á Indlandi og UNICEF kallar því eftir auknum stuðningi til þess að útvega og koma þessum lífsnauðsynlega búnaði og hjálpargögnum til skila. </p>

29.04.2021Hálf öld liðin frá upphafi opinberrar þróunarsamvinnu á Íslandi

<span></span> <p>Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá því fyrstu lögin voru samþykkt á Alþingi um opinbera alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. „Komið skal á fót opinberri stofnun, er nefndist Aðstoð Íslands við þróunarlöndin“ sagði í fyrstu grein laganna. Ólafur Björnsson hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins var aðalhvatamaðurinn að stofnuninni og flutti allmargar þingsályktunartillögur um þróunarsamvinnu, allt frá árinu 1965.</p> <p><span>Almenningur, ekki síst menntaskólanemar og stúdentar, hafði á sjöunda áratugnum haft sig mikið í frammi og hvatt ríkið til að hefja formlega þróunarsamvinnu með svipuðum hætti og norrænu þjóðirnar. Samtökin „Herferð gegn hungri“ voru áberandi í umræðunni og haldnar voru svokallaðar „hungurvökur“ í skólum til að vekja athygli á nauðsyn þess að stutt væri við bakið á fátækum þjóðum.</span></p> <p><span>Aðstoð Íslands við þróunarlöndin tók formlega til starfa á árinu 1971 og starfaði í áratug. Fimm manna stjórn var kosin og komið á fót skrifstofu við Lindargötu 46 sem var til að byrja með opin einn dag í viku frá klukkan 13-17. Fyrstu verkefnin voru norræn þróunarsamvinnuverkefni, unnin með systurstofnunum á Norðurlöndum. Hlutverk stofnunarinnar var samkvæmt lögunum að „gera tillögur um hugsanlegar framkvæmdir í þágu þróunarlandanna, er kostaðar yrðu af íslenska ríkinu samkvæmt fjárlagaheimild, annað hvort eingöngu eða í samstarfi við önnur lönd, skipuleggja slíkar framkvæmdir og hafa eftirlit með þeim.“</span></p> <p><span>Ísland var enn skilgreint þróunarríki á þessum tíma og það var ekki fyrr en árið 1976 sem ríkisstjórn Íslands afþakkaði styrk frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) með þeim rökum að „rétt þyki að Ísland sé frekar gefandi en þiggjandi að sjóðum Sameinuðu þjóðanna."</span></p> <p><span>Þróunarsamvinnustofnun Íslands tók við hlutverki „Aðstoðarinnar“ árið 1981 og starfaði óslitið til ársloka 2015 þegar stofnunin var lögð niður og starfsemi hennar færð yfir til utanríkisráðuneytisins. </span></p>

27.04.2021Almennar bólusetningar dragast saman vegna COVID-19

<span></span> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna er ástæða til að óttast mislinga- og lömunarveikifaraldur vegna afleiðinga COVID-19. Þessa stundina skyggja bólusetningar við COVID-19, eins og við er að búast, á allar aðrar bólusetningar, segir í <a href="Að mati Sameinuðu þjóðanna er ástæða til að óttast mislinga- og lömunarveikifaraldur vegna afleiðinga COVID-19. Þessa stundina skyggja bólusetningar við COVID-19, eins og við er að búast, á allar aðrar bólusetningar, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Nú stendur yfir Alþjóða bólusetningarvikan, dagana 24. til 30.apríl, þar sem meðal annars er bent á þær hættur sem fylgja því að bólusetningum hefur fækkað." target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Nú stendur yfir&nbsp;<a href="https://www.who.int/campaigns/world-immunization-week/2021">Alþjóða bólusetningarvikan</a>, dagana 24. til 30. apríl, þar sem meðal annars er bent á þær hættur sem fylgja því að bólusetningum hefur fækkað.</p> <p><a href="https://unric.org/is/mislingar-granda-200-thusund-bolusetningatregda-veldur-ahyggjum/">Könnun</a>&nbsp;Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í júlí á síðasta ári benti til að almennum bólusetningum barna í heiminum hefði stórfækkað. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs hafði sérstaklega fækkað bólusetningum við barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (DTP3). Þetta var í fyrsta skipti sem kíghósta-bólusetningum fækkaði milli ára. Þar að auki fengu ríflega 80 milljónir barna, ársgömul eða yngri, ekki bóluefni við fyrirbyggjanlegum sjúkdómum á borð við mislinga og lömunarveiki. Helmingsfækkun varð á bólusetningum.</p> <p>Í fréttinni kemur fram að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi valdið heilbrigðiskerfinu miklum skakkaföllum víða um heim, meðal annars varðandi bólusetningar. Samkvæmt könnun WHO og UNICEF hafði dregið úr bólusetningum vegna COVID-19 í þremur fjórðu hlutum þeirra áttatíu og tveggja ríkja sem könnunin náði til. „Jafnvel þar sem ástandið var best átti fólk í erfiðleikum með að komast á þá stað þar bólusetningar voru gerðar,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir enn fremur að óumflýjanlegt sé að fjöldi óbólusettra barna sem muni deyja. Þau verði hugsanlega fleiri en látið hafa lífið af völdum heimsfaraldursins.</p> <p><strong>Ákall um brýnar aðgerðir</strong></p> <p>COVID-19 hefur aukið enn á vandann við reglubundnar bólusetningar. UNICEF og WHO hafa brugðist við með því að hjálpa ríkjum til að viðhalda bólusetningum. Stofnanirnar tvær gáfu út ákall í nóvember 2020 um brýnar aðgerðir til að koma í veg fyrir mislinga- og lömunarveikifaraldra. „Bólusetningar eru skilvirkasta vopn í sögu lýðheilsu. Þær bjarga 2-3 milljónum mannslífa á ári og brýnt er að aðgerðir gegn einni lýðheilsuvá verði ekki á kostnað annarrar,“ segja Sameinuðu þjóðirnar.</p>

26.04.2021Opinber framlög til þróunarsamvinnu aldrei hærri

<span></span> <p>Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum voru þau hæstu í sögunni á síðasta ári og námu rúmlega 161 milljarði bandarískra dala. Samkvæmt gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hækkuðu framlög að raunvirði um 3,5 prósent milli ára, að mestu leyti vegna sérstakra framlaga í tengslum við aðgerðir gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.</p> <p>Alls námu framlög af þróunarfé til COVID-19 aðgerða um 12 milljörðum dala. Sextán þjóðir innan OECD hækkuðu opinber framlög til þróunarsamvinnu, þar á meðal Ísland, en þrettán þjóðir lækkuðu framlögin.</p> <p>José Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD segir að framlagsríki þurfi að styðja við bakið á þróunarríkjum með dreifingu bóluefnis, tryggja þjónustu sjúkrahúsa, ásamt því að tryggja afkomu viðkvæmustu samfélagshópanna.</p>

23.04.2021Sýrland: Bóluefnin ljós í myrkri eftir áratuga stríð

<span></span> <p>„Bóluefnin eru ljós í myrkrinu fyrir íbúa Sýrlands. Þau munu gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að halda áfram að veita lífsnauðsynlega aðstoð í landi þar sem heilbrigðiskerfið er að hruni komið eftir áratuga átök,“ segir Ted Chaiban, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum. Sýrland fékk i gær afhenta fyrstu skammtana af bóluefnum gegn kórónaveirunni. Um er að ræða bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins - samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bólu­efn­is gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heims­ins. </p> <p>Í þessari fyrstu úthlutun fékk Sýrland 256.800 skammta af COVID-19 bóluefni en fleiri skammtar væntanlegir á næstu vikum. Þessir fyrstu skammtar verða gefnir heilbrigðisstarfsfólki í framlínu, þar á meðal í norðurhluta landsins þar sem átök geisa enn og fjöldi fjölskyldna er á vergangi.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gegnir lykilhlutverki í COVAX-samstarfinu og leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. COVAX-samstarfið vinnur bæði með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heimsins. COVAX-samstarfið gengur út á að tryggja jafnan aðgang að bóluefnum fyrir öll lönd í heiminum og markmiðið er að tryggja tvo milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok þessa árs. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og nýtir nú sérþekkingu sína til að takast á við þetta sögulega verkefni.</p> <p>Skráð COVID-19 tilfelli í Sýrlandi eru nú 51.580 en líklega er smitaðir mun fleiri. Átök hafa geisað í landinu í rúman áratug og búnaður og aðstaða til skimana er mjög takmarkaður. Afhending bóluefnanna er því mikilvægur liður í að hefta útbreiðslu veirunnar í landinu en heilbrigðisstarfsfólk landsins þarf mun meiri stuðning til þess að geta haldið áfram að hjálpa þeim mikla fjölda fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Eins þarf að tryggja bóluefni fyrir elda fólk og áhættuhópa sem allra fyrst. </p>

20.04.2021Tækninýjungar gætu umbylt mannúðaraðstoð í heiminum

<span></span> <p><span>Nýjungar í tækni hafa alla burði til þess að umbylta mannúðaraðstoð í heiminum og skapa tækifæri til skjótari viðbragða, hraðari og skilvirkari aðgerða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá OCHA, Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum.</span></p> <p><span>Skýrslan ber yfirskriftina „Frá stafrænum fyrirheitum til framlínustarfa“ (<a href="https://www.unocha.org/sites/unocha/files/OCHA%20Technology%20Report.pdf" target="_blank">From Digital Promise to Frontline Practice</a>). Þar segir að unnt verði með gervigreind að auðvelda greiningu og túlka flókin gögn til að bæta áætlanir og ákvarðanatöku í mannúðarastarfi. Bent er á að þeir sem lenda í mannúðarkrísum geti nýtt sér farsímaöpp, snjallmenni (chatbots) og samfélagsmiðla til að lýsa aðstæðum sínum og fengið endurgjöf. Enn fremur segir að COVID-19 heimsfaraldurinn hafi sýnt að margvísleg starfsemi hafi á einni nóttu verið flutt yfir í stafrænt umhverfi.</span></p> <p><span>Í skýrslunni er hins vegar einnig undirstrikað að slíkum kostum fylgi flóknar áskoranir og áhætta. Til dæmis geti ófullnægjandi gagnavernd og persónuvernd valdið tjóni og aukið óöryggi, aðgengi að tækni eða stafrænt læsi geti aukið á veikleika og kynjamun, svo dæmi séu nefnd. </span></p> <p><span>Skýrsluhöfundar segja tæknina sjálfa og innleiðingu hennar ekki breyta hugmyndafræði mannúðar, mikilvægast sé að tryggja að hún verndi umfram allt mannlíf og reisn. </span></p> <p><span>Skýrslan verður formlega kynnt á stafrænum fundi á vegum OCHA á fimmtudag í næstu viku.</span></p>

19.04.2021Milljónir sjá fram á matarskort næstu mánuði

<span></span> <p>Rúmlega 31 milljón íbúa Vestur- og Mið-Afríku kemur að óbreyttu til með að draga fram lífið við hungurmörk á næstu mánuðum vegna „eitraðrar blöndu“ stórhækkandi matvælaverðs, stríðsátaka og afleiðinga heimsfaraldurs kórónuveiru. Að sögn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) hafa hungraðir í þessum heimshluta ekki verið fleiri í marga áratugi og miðað við sama tíma fyrir ári hefur þeim sem hafa lítið að bíta og brenna fjölgað um 30 prósent.</p> <p>Að mati WFP þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að forða stórslysi. Mánuðirnir sem í hönd fara eru jafnan nefndir „mögru mánuðirnir“ í þessum heimshluta en uppskerutíminn hefst í september.</p> <p>„Í Vestur-Afríku valda átök nú þegar hungri og vesöld. Sífelld hækkun verðs á matvælum margfaldar eymdina og þá örvæntingu sem henni fylgir,“ segir Chris Nikoi svæðisstjóri WFP í Vestur-Afríku. „Jafnvel þegar matur er í boði hafa fjölskyldur einfaldlega ekki efni á honum – og síhækkandi matvælaverð leiðir til þess að ein grunnmáltíð er milljónir fátækra fjölskyldna ofviða.“ </p> <p>Aðgerðir til að draga úr útbreiðslu COVID-19 eru meðal skýringa á hækkun matvælaverðs og á sama tíma hefur orðið tekjufall hjá mörgum fjölskyldum. Nikoi segir að von milljóna fjölskyldna sé bundin við mataraðstoð þar til ytri aðstæður verði fólki hagfelldar. </p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna þarf 770 milljónir bandarískra dala til að fjármagna stuðninginn í 19 löndum Vestur- og Mið-Afríku næstu sex mánuði. Matvælaaðstoðin myndi ná til þeirra 18 milljóna íbúa í þessum heimshluta sem verst er staddir.</p>

16.04.2021Sendifulltrúi Rauða krossins til starfa í Líbanon

<span></span> <p>Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon. Hann heldur utan eftir þrjár vikur og starfar í Beirút næstu þrjá mánuði.</p> <p>Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans sinnir óháðu eftirliti með bólusetningu gegn COVID-19 <span></span>í samstarfi við Alþjóðabankann. Utanríkisráðuneytið fjármagnar stöðu Hlés að hluta í gegnum rammasamning ráðuneytisins við Rauða krossinn.</p> <p>Stjórnvöld í Líbanon, með stuðningi Alþjóðabankans, hafa það að markmiði að 80 prósent íbúa landsins verði bólusett fyrir árslok 2022, án tillits til stéttar eða stöðu. Eftirlit Rauða krossins er mikilvægur þáttur í þeim áætlunum en eftirlitið tekur meðal annars til birgða, flutnings og geymslu bóluefnis auk forgangsröðunar og skrásetningar á endurgjöf bólusettra.</p> <p>„Það er heilmikið verkefni framundan í baráttunni við COVID-19,“ segir Hlér Guðjónsson sem býr yfir mikilli reynslu sem sendifulltrúi og hefur komið víða við í störfum sínum. Nú síðast starfaði Hlér í Dóminíska lýðveldinu í kjölfar fellibyljanna Maríu og Irmu en áður hefur hann meðal annars sinnt starfi upplýsingafulltrúa á vegum Alþjóða Rauða krossins í Kína og verkefnum sendifulltrúa í Síerra Leóne, Palestínu, Sómalíu og víðar.</p> <p>„Við hjá Rauða krossinum leggjum sannarlega okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við COVID-19, ekki aðeins á Íslandi heldur í gegnum alþjóðlegt net Rauða krossins á heimsvísu og ekki síst með áherslu á fátækustu löndin. Ef ekki næst að uppræta COVID-19 á heimsvísu er óvíst hvort við losnum við veiruna sem getur því miður kannski haldið áfram að stökkbreytast og herja á mannkynið allt. Þess vegna skiptir alþjóðleg samstaða máli. Það vitum við hjá Rauða krossinum og leggjum því okkar af mörkum þvert á landamæri til að styðja við fyrirætlanir sóttvarnaryfirvalda á hverjum stað með dyggum stuðningi almennings og íslenskra stjórnvalda,“ segir Hlér.</p>

14.04.2021Milljónir kvenna ráða ekki yfir eigin líkama

<span></span> <p>Því sem næst helmingur kvenna í 57 ríkjum hefur ekki vald til þess að taka ákvarðanir um eigin heilsu, getnaðarvarnir eða kynlíf, segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út í dag. Samkvæmt skýrslunni hefur staða kvenna að þessu leyti versnað á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Aldrei hafa jafn margar konur staðið frammi fyrir ógn af kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum eins og snemmbúnu hjónabandi.</p> <p>Skýrslan er gefin út af Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og kemur út árlega undir heitinu „State of World Population“ og hefur í ár yfirskriftina: <a href="https://www.unfpa.org/sites/default/files/pub-pdf/SoWP2021_Report_-_EN_web.3.21_0.pdf" target="_blank">My Body is My Own</a>&nbsp;(Ég á minn eigin líkama).</p> <p>„Sú staðreynd að tæpur helmingur kvenna geti ekki enn tekið eigið ákvarðanir um það hvort stunda eigi kynlíf, nota getnaðarvarnir eða leita til heilsugæslu, ætti að hneyksla okkur öll,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA. „Í raun stjórna hundruð milljóna kvenna og stúlkna ekki eigin líkama. Líf þeirra stjórnast af öðrum.“</p> <p>Natalia segir brotið á grundvallar mannréttindum kvenna og stúlkna og sé til marks um ójöfnuð og ofbeldi sem stafi af kynjamismunun. „Þetta er ekkert minna en tortíming andans og verður að stöðva,“ segir hún.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að í tuttugu þjóðríkjum séu í gildi lög sem gefa nauðgara tækifæri að komast hjá refsingu með því að kvænast konunni eða stúlkunni sem hann nauðgaði. Í 43 ríkjum sé ekki að finna löggjöf sem verndar konur í hjónabandi frá því að vera nauðgað af eiginmanni. Þá eru nefnd dæmi um skilyrði fyrir nauðgunarákæru að viðkomandi kona fari í svokallað meydómspróf.</p> <p>Að mati framkvæmdastjóra UNFPA þarf að virkja karlmenn sem bandamenn í baráttunni fyrir því að uppræta ójöfnuð kynjanna.</p> <p>Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein af áherslustofnunum utanríkisráðuneytisins í fjölþjóða þróunarsamvinnu.</p>

13.04.2021UNICEF veitir neyðaraðstoð á St. Vincent eyju

<span></span> <p>„Okkar helstu áhyggjur eru ekki einungis öryggi þeirra fimm þúsund barna og fjölskyldna sem búa á hættusvæðinu heldur einnig velferð allra íbúa eyjunnar,“ sagði Dr. Aloys Kamuragiye, fulltrúi UNICEF fyrir austur-Karíbahaf. Þúsundir barna hafa þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi eftir að sprengigos hófst í eldfjallinu La Soufriere fyrir helgi. Eldgosinu fylgdi mikið öskufall sem þekur nú stóran hluta eyjunnar. Eldfjallið gaus síðast árið 1979.</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar hafa nú þegar náð að veita 4.800 börnum á hættusvæði eyjunnar aðstoð, meðal annars komið þeim í öruggt skjól í neyðarskýlum og tryggt aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Búist er við því að meira en þúsund fjölskyldur hafi misst lífsviðurværi sín og þurfi tafarlausa fjárhagsaðstoð.</p> <p>Að mati Kamuragieye þarf að auka neyðaraðgerðir á svæðinu til þess að ná til allra þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Hættan á frekari sprengigosum er enn fyrir hendi.</p> <p>UNICEF minnir á að <a href="https://unicef.is/skraning" target="_blank">heimsforeldrar</a>&nbsp;geri samtökunum kleift að bregðast strax við þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara og kveðst halda áfram að veita íbúum St. Vincent aðstoð og tryggja öryggi þeirra barna sem eru nú í hættu.</p>

12.04.2021Stórbruni í Freetown skilur þúsundir eftir allslausar

<span></span> <p>Um sjö þúsund íbúar Freetown, höfuðborgar Síerra Leone, eru heimilislausir og allslausir eftir stórbruna í fátækrahverfi borgarinnar í lok síðasta mánaðar. Þorri þeirra sefur enn utandyra. Enginn lést í brunanum en rúmlega 400 fengu brunasár. Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne hafa&nbsp;brugðist við&nbsp;neyðinni og styðja&nbsp;samfélagið&nbsp;með því að&nbsp;útvega vatn,&nbsp;kex og matarpakka&nbsp;til fjölskyldnanna.</p> <p>Eldur&nbsp;braust út&nbsp;í hjarta Freetown, höfuðborgar&nbsp;Síerra Leóne&nbsp;24. mars, í fátækrahverfinu Susan´s Bay. Á svæðinu bjuggu margar af&nbsp;fátækustu fjölskyldum landsins og allt brann til grunna&nbsp;örskömmum tíma. Barnaheill – Save the Children á Íslandi segja í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/sierra-leone-thusundir-barna-thurfa-a-adstod-ad-halda-eftir-mannskaedan-bruna-i-hofudborginni" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að samkvæmt yfirvöldum í Síerra&nbsp;Leóne sé áætlað að&nbsp;7.093&nbsp;manns hafi orðið fyrir beinum áhrifum af brunanum, þar af 3.352 börn. </p> <p>Rafmagnsbilun er talin líklegasta skýringin á upptökum eldsins en vegna þess hversu þétt byggðin var breiddist eldurinn hratt út og flestir misstu aleiguna.</p> <p>Heather Campbell&nbsp;framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Síerra Leóne&nbsp;segir aðstæður í miðborginni vera erfiðar.</p> <p>„Ég var gjörsamlega miður mín þegar ég fór á staðinn. Fjölda&nbsp;barna er saknað og önnur hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum.&nbsp;Þetta er hræðilegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af börnunum og fjölskyldum sem verða fyrir áhrifum&nbsp;af&nbsp;þessum bruna.&nbsp;Þúsundir fjölskyldna á svæðinu&nbsp;hafa búið við&nbsp;skelfilegar aðstæður&nbsp;en nú er aðstæðurnar enn verri þar sem&nbsp;þær&nbsp;misstu allt á&nbsp;örskotsstundu&nbsp;þegar eldurinn breiddist út.&nbsp;Þær&nbsp;misstu allt sem&nbsp;þær&nbsp;áttu: föt, þann litla mat sem&nbsp;til var, peningana sína – allt er horfið.&nbsp;Þetta eru helst fjölskyldur í smáviðskiptum sem hafa átt erfitt með að sjá fyrir börnunum sínum. Þær búa við erfiðar aðstæður, í yfirfullum smárýmum&nbsp;undir málmþökum.“</p> <p>Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne vinna náið með yfirvöldum til að tryggja að börn&nbsp;séu&nbsp;örugg og þeim sé veitt áfallahjálp vegna brunans.</p>

09.04.2021Styrkur til að nýta jarðvarma til kælingar á eplum

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur veitt GEG ehf. 30 milljóna króna styrk til þess að rannsaka möguleika á notkun lághita jarðvarma á Norður-Indlandi til að koma á fót kæligeymslum fyrir epli. Styrkurinn er veittur úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en GEG er þróunarfélag á sviði jarðhita með höfuðstöðvar á Íslandi. Verkefninu á að ljúka í árslok 2023.</span></p> <p><span>Í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands er að finna lághita jarðvarma. Að sögn Snorra Einarssonar framkvæmdastjóra tæknisviðs GEG er ætlun að nýta þá orku til að keyra gufudrifna kæliklefa. „Við viljum nýta þá tækni til að keyra kæligeymslu fyrir epli. Bein nýting jarðhitans til kælingar er ódýrari leið til að kæla eplin heldur en að nýta raforku,“ segir hann.</span></p> <p><span>Snorri bendir á að engar kæligeymslur séu fyrir hendi í héraðinu eins og staðan er í dag. Því neyðist bændur oft til þess að selja epli á lægra verði á uppskerutíma í stað þess að geta geymt þau í kælum og selt yfir lengri tíma og skapað þannig meiri verðmæti fyrir samfélagið.</span></p> <p><span>Verkefnið tengist fjórum af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Markmiði um sjálfbæra orku (7); markmiði um góða atvinnu og hagvöxt (8); markmiði um aukinn jöfnuð (10) og markmiði um aðgerðir í loftlagsmálum (13).</span></p>

08.04.2021Styrkur til að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni

<span></span> <p>Samstarfssjóður utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur veitt íslenska fyrirtækinu Intellecon hf. 30 milljóna króna styrk til þess að bæta fiskveiðistjórnun í Viktoríuvatni. Verkefnið er til tveggja ára og verður unnið með Fiskveiðistofnun Viktoríuvatns sem hefur það hlutverk að samhæfa stjórnun og þróun fiskveiða í þessu stærsta stöðuvatni Afríku. Sú stofnun er rekin af Austur-Afríkusambandinu.</p> <p>Þrjú ríki eiga land að Viktoríuvatni, Úganda, Tansanía og Kenía, en höfuðstöðvar Fiskveiðistofnunar Viktoríuvatns (Lake Victoria Fisheries Organization, LVFO) eru í Jinja í Úganda. Að sögn Gunnars Haraldssonar hagfræðings og framkvæmdastjóra Intellecon hafa fiskveiðar í Viktoríuvatni aukist hratt á síðustu árum og sífellt fleira fólk hefur lífsviðurværi sitt af því sem vatnið gefur. </p> <p>„Fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru ekki reknar á sjálfbæran hátt fremur en víða annars staðar. Þær fela í sér bæði efnahagslega sóun og valda umhverfisskaða og framlag þeirra til velsældar fiskveiðisamfélaganna umhverfis vatnið er miklu minna en það gæti verið. Þar sem fiskveiðarnar í Viktoríuvatni eru miklar og verðmætar nemur tjónið af þessum sökum háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Gunnar. </p> <p>Grunnmarkmiðið með verkefninu er tvíþætt að sögn Gunnars. Það er í fyrsta lagi að hanna stjórnskipan fiskveiða fyrir Viktoríuvatn sem nær því að hámarka efnahagslegan ávinning af fiskveiðunum og samtímis að styrkja fiskveiðisamfélögin, vernda umhverfisgæði umhverfis vatnið og bæta lífríkið í vatninu. Annað meginmarkmið er að útfæra áætlun um innleiðingu þessarar stjórnskipunar fiskveiða í vatninu og meta viðkomandi kostnað, ábata og áhættu. </p> <p>Verkefnið hófst í byrjun aprílmánaðar.</p>

07.04.2021Guðlaugur Þór áréttaði mikilvægi einkageirans á fundi Alþjóðabankans

<p>Framþróun einkageirans og græn uppbygging í þróunarlöndum voru helsta umfjöllunarefnið á ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum sem fram fór í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði þar sérstaka áherslu á mikilvægi þess að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróunarlöndunum og að viðspyrnuaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins nái til kvenna.</p> <p>Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Makhtar Diop, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðalánastofnunarinnar (IFC) en hann tók við stöðunni í byrjun mars á þessu ári. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmastarfið.</p> <p>Á fundinum ræddu Diop og ráðherrarnir meðal annars um framtíðarsýn IFC og áskoranir og tækifæri fram undan í tengslum við helstu áherslur kjördæmisins. „Mikilvægi einkageirans í grænni enduruppbyggingu í þróunarlöndum verður seint ofmetið. Í því sambandi er stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki sérstaklega aðkallandi, þar sem slík fyrirtæki sjá stórum hluta íbúa í lágtekjuríkjum fyrir atvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. </p> <p>Á fundinum hvatti ráðherra IFC jafnframt til góðra verka á sviði jafnréttismála í öllum fjárfestingum og verkefnum sínum. „Ég áréttaði sérstaklega þýðingu þess að viðbragðsaðgerðir stofnunarinnar vegna heimsfaraldursins nái til kvenna en hann hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á lífsafkomu þeirra,“ segir Guðlaugur Þór. </p> <p>Þá vakti ráðherra athygli á tækifærum sem felast í „bláa“ hagkerfinu og möguleikum þess að skapa störf í geirum sem tengjast hafinu og hlutverk IFC í því samhengi. Að lokum kom hann inn á mikilvægi einkageirans í orkuskiptum þróunarlanda og undirstrikaði mikilvægi hreinna og sjálfbærra orkugjafa s.s. jarðhita og vatnsafl og hvatti IFC til að taka virkan þátt í verkefnum á þessu sviði.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bankanum hefur talað fyrir mikilvægi þess að IFC auki fjárfestingar sínar í fátækustu ríkjum heims sem og að allar fjárfestingar og verkefni styðji við ný störf og auknar fjárfestingar einkageirans í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Umræður fundarins sneru sérstaklega að því hvernig IFC geti stuðlað að fjárfestingum til að tryggja græna og bætta enduruppbyggingu eftir COVID-19.</p> <p>IFC er sú stofnun Alþjóðabankasamsteypunnar sem styður við framþróun einkageirans í þróunarlöndum, t.d. með ráðgjöf, lánveitingum til fjárfesta og með hlutafé. Hlutverk IFC er fyrst og fremst að styðja við verkefni sem hafa gildi fyrir efnahags- og félagslega framþróun í hlutaðeigandi landi sem einkageirinn hefur ekki sýnt áhuga eða talið of áhættusöm, en fjárfestingar einkafyrirtækja í fátækustu og óstöðugustu ríkjunum er mikil áskorun, ekki síst í ríkjum þar sem innviðir og stjórnarfar er veikt.</p> <p>Þá gegnir IFC mikilvægu hlutverki í COVID-19 viðbragðsaðgerðum Alþjóðabankans. Í upphafi faraldursins tilkynnti stofnunin að hún myndi setja átta milljarða Bandaríkjadala í aðgerðir til að styðja við einkageirann í þróunarlöndum, m.a. með því að standa vörð um og skapa ný störf þar sem opinbert þróunarfé er langt frá því að vera nægilegt til að mæta þeim efnahagslegu áskorunum sem þróunarlönd standa frammi fyrir. IFC hefur einnig sett fjóra milljarða Bandaríkjadala í sérstaka fjármögnunarleið (e. Global Health Platform) sem ætlað er að styðja við aukið framboð á lækningatækjum og -búnaði ásamt því að efla staðbundna framleiðslugetu í þróunarlöndum, m.a. á bóluefnum. </p> <p>Í tengslum við ársfundina eru fjórir meginviðburðir opnir fyrir almenning og er hægt nálgast frekari upplýsingar um þá hér:&nbsp; <a href="https://live.worldbank.org/">https://live.worldbank.org/</a> </p>

07.04.2021Þriðji hver íbúi Kongó í brýnni þörf fyrir matvælaaðstoð

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að 27,3 milljónir íbúa Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, fleiri en nokkru sinni fyrr, búi við sult. Brýn þörf sé fyrir matvælaaðstoð. Samkvæmt nýjustu <a href="http://www.ipcinfo.org/ipcinfo-website/alerts-archive/issue-37/en/" target="_blank">greiningu</a>&nbsp;á alvarlegum matarskorti í heiminum býr þriðjungur íbúa í Kongó við slíkar aðstæður.</p> <p>WFP veitir lífsbjargandi matvælaaðstoð til þriðjungs þeirra sem lifa við hungurmörk í landinu. Talsmaður stofnunarinnar segir að hörmungarnar séu að mestu leyti manngerðar. Stríðsátök séu meginástæða hungurs í landinu en íbúar átakasvæða í austurhluta landsins, auk Kasais héraðs, hafi orðið verst úti. Aðrar ástæður komi einnig til eins og bágur efnahagur landsins, meðal annars vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.</p> <p>"Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem hafa verið sviptar aðgangi að landi sínu, eða hafa neyðst til að flýja til að bjarga lífi sínu. Starfsmenn WFP hafa hitt fjölskyldur sem hafa snúið aftur til þorpa sinna og komið að heimilum sínum sem brunarústum og öll uppskeran horfin. Foreldrar horfa upp á börn sín veikjast vegna matarskorts og margir draga fram lífið á því að borða villtar rætur eða soðin kassavalauf,“ segir í frétt frá FAO og WFP.</p> <p>Að mati stofnananna er fólk á vergangi í mestri hættu en 5,2 milljónir íbúa Kongó eru í þeirri stöðu, fleiri en í nokkru öðru Afríkuríki. Þá sé hálf milljón flóttamanna í landinu, einkum frá Miðafríkulýðveldinu, í bráðri hættu.</p>

06.04.2021Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk

<span></span> <p>Í dag, á alþjóðlegum degi íþrótta í þágu framfara og friðar (International Day of Sport for Development and Peace) frumsýnir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna nýja stuttmynd. Hún sýnir á áhrifamikinn hátt sögu ungrar flóttakonu frá því hún neyðist til að flýja stríðsátök þar til hún er valin til þátttöku á Ólympíuleikjum.</p> <p>Stuttmyndin nefndist „Ferðalagið“ (The Journey). Það er skálduð saga ungrar konu sem neyðin hrekur á brott úr eigin landi vegna átaka og ofbeldis. Í miðri skothríð hleypur hún særð um rykuga vegi á sandölum og síðan taka við hættulegar ferðir á sjó og landi þar til hún endurheimtir öryggi sem flóttakona í ókunnu landi. Loks finnur hún tilgang í lífinu gegnum íþróttir og er valin til þátttöku á Ólympíuleikum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/KMNrLacVJwk" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Rose Nathike Lokonyen, flóttakona frá Suður-Súdan, bar fána fyrsta ólympíuliðs flóttafólks á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2016. Hún var ráðgjafi við gerð stuttmyndarinnar en sjálf flúði hún blóðugar ættbálkaerjur í heimalandinu þegar hún var átta ári að aldri. Hún fann að lokum öryggi í Kakuma-flóttamannabúðunum í Kenía þar sem hún eignaðist vini gegnum fótbolta. Hún keppti í 800 metra hlaupi á leikunum í Brasilíu.</p> <p>Rose starfar nú fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með börnum í grennd við Næróbí, höfuðborg Kenía, þar sem hún þjálfar börn á flótta í ýmsum íþróttum en sjálf væntir hún þess að komast á Ólympíuleikana í Tókíó í sumar.</p>

31.03.2021Ráðherra kallar eftir alþjóðlegu samtali um aðgerðir í jafnréttismálum

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt<a href="https://forogeneracionigualdad.mx/?lang=en" target="_blank"> alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu</a> í tengslum við átaksverkefnið Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) í gær sem haldin er á vegum UN Women og mexíkóskra stjórnvalda.&nbsp;</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór sagði á fundinum að mikilvægt væri að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála. „Við höfum hér einstakt tækifæri til að sameina krafta okkar með fjölbreyttum hópi hagaðila og eiga samstarf um leiðir til að knýja fram umbreytandi aðgerðir í þágu jafnréttis. Alþjóðlegt samtal um brýnar aðgerðir í jafnréttismálum þarf að eiga sér stað núna,“ sagði hann meðal annars.</span></p> <p><span>Ísland er meðal forysturíkja Kynslóðar jafnréttis og tekur þátt í gerð aðgerðaáætlana gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðavísu. Verkefnið er stærsta verkefni UN Women hingað til og er markmið þess að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</span></p> <p><span>Markmið ráðstefnunnar í Mexíkó er að kynna og kalla eftir stuðningi við stefnumið aðgerðabandalaga átaksverkefnisins og gera samtökum ungmenna- og kvennahreyfinga kleift að eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum. Ráðstefnan hófst 29. mars og lýkur í dag.</span></p> <p><span>Átaksverkefnið, Kynslóð jafnréttis, hófst árið 2020 í tilefni 25 ára afmælis fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna sem haldin var í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna, Pekingáætlunin, sem meðal annars byggist á ákvæðum kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum.<br /> <br /> </span></p>

30.03.2021Ísland leggur fram mannúðaraðstoð vegna Sýrlands

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um tæplega 700 milljóna króna heildarframlag Íslands á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag. Framlagið er til fjögurra ára og skiptist á milli áherslustofnana og sjóða Íslands í mannúðar- og þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>„Hrikaleg átök hafa nú geisað í Sýrlandi í heilan áratug og er stuðningur alþjóðasamfélagsins mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði Guðlaugur Þór í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/30/Avarp-a-aheitaradstefnu-um-Syrland/" target="_blank">ræðu sinni</a>&nbsp;á ráðstefnunni. „Við megum ekki líta undan.“</span></p> <p><span>Í máli ráðherra kom einnig fram að virðing fyrir mannréttindum og mannúðarlögum væri ekki valkvæð. Þeim bæri að fylgja undantekningarlaust. Þá yrðu rétt skilyrði að vera fyrir hendi til að sýrlenskir borgarar gætu snúið til heimalands síns á valfrjálsan, öruggan og mannsæmandi hátt.</span></p> <p><span>Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Hundruð þúsunda hafa látið lífið og yfir helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að flýja heimili sín og oft á tíðum heimaland sitt. Mannúðarástandið fer versnandi og fleiri þurfa á aðstoð að halda í ár en nokkru sinni fyrr síðan að stríðið hófst. Má þetta meðal annars rekja til langvarandi neyðarástands, mikilla efnahagsþrenginga og heimsfaraldurs.</span></p> <p><span>Talið er að 13,4 milljónir einstaklinga í Sýrlandi þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár auk þess sem að Sameinuðu þjóðirnar vonast til að geta aðstoðað 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna í nærliggjandi ríkjum. Ísland er meðal þeirra sem hefur lagt sitt að mörkum við að lina þjáningar óbreyttra borgara með fyrirsjáanlegum fjárstuðningi.</span></p>

29.03.2021Alþjóðleg jafnréttisráðstefna að hefjast í Mexíkó

<span></span> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tekur á morgun þátt í alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu sem hefst í Mexíkóborg í dag. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Kynslóð jafnréttis“ og stendur yfir fram á miðvikudag. Hún er hluti af samnefndu átaksverkefni sem UN Women ýtti úr vör á síðasta ári þegar aldarfjórðungur var liðinn frá Pekingáætluninni. Ráðstefnan er haldin í fjarfundaformi, á Zoom.</span></p> <p><span>Ísland er meðal forysturíkja í aðgerðarbandalagi um verkefnið sem er það stærsta í sögu UN Women frá upphafi. Ísland leiðir aðgerðabandalag um aðgerðir gegn&nbsp;kynbundnu ofbeldi&nbsp;ásamt Bretlandi, Kenía og Úrúgvæ. Fjögur markmið aðgerðabandalagsins verða kynnt á fundinum sem er öllum opinn og hægt að skrá sig <a href="https://forogeneracionigualdadmx.vfairs.com/en/registration?fbclid=IwAR1G1-LG3j89gVqibB6TPR40OXM7SXVHawoSitINlfVxnYQ-9Cg4p-tPz0k" target="_blank">hér</a>.</span></p> <p><span>Markmið ráðstefnunnar er að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur fimm árum eftir að ríki heims komu sér saman um heimsmarkmiðin sautján. Að sögn UN Women hefur komið í ljós að fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna er það markmið sem skemmst er á veg komið. Heimsfaraldur COVID-19 hafi enn frekar hægt á vinnu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að markmiðinu sem merkja megi meðal annars af gífurlegri fjölgun tilkynninga um kynbundið ofbeldi gegn konum.</span></p> <p><span>Á ráðstefnunni fara fram umræður&nbsp;um skipulegar og kerfislegar hindranir sem hindra að raunverulegt jafnrétti kynja náist og að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt. Markmið ráðstefnunnar er að styrkja rödd feminískra ungmenna- og kvennasamtaka og kvennahreyfinga um allan heim og eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum.</span></p>

26.03.2021 Slökkt á ljósum annað kvöld í þágu náttúrunnar

<p>„<a href="https://www.earthhour.org/">Stund jarðar</a>“ verður haldin annað kvöld, laugardaginn 27. mars, en þá eru allir jarðarbúar hvattir til þess að slökkva ljósin í eina klukkustund, frá 20:30 til 21:30. Þetta er í fimmtánda sinn sem ljós eru slökkt í þeim tilgangi að sýna samstöðu mannkyns um nauðsyn þess að náttúran sé ávallt í öndvegi. Markmiðið með átakinu er að senda áhrifafólki um heim allan öflug skilaboð: að grípa verði til aðgerða í þágu loftslagsins og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.</p> <p>Árið 2020 tóku 190 ríki þátt í átakinu og slökktu ljósin, ekki til að spara orku, heldur til að lýsa stuðningi við málefnin með táknrænum hætti. Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að búast megi við að afdrifaríkar ákvarðanir verði teknar í ár um loftslagsaðgerðir, náttúruna og sjálfbæra þróun. Þessar ákvarðanir kunna að marka braut mannkynsins og plánetunnar næstu ár og áratugi.&nbsp;</p> <p><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/merki/?itemid=14869d59-3f2a-11e9-9436-005056bc530c">Fimmtánda heimsmarkmiðin</a> snýr að lífi á landi. Þar er kveðið á um aðgerðir til að spyrna við fótum í þágu lífríkisins. Í <a href="https://unric.org/is/ljosin-slokkt-i-thagu-lifrikisins/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC segir að áður en kórónuveirufaraldurinn braust út hafi verið talið að 31 þúsund allra þekktra lífvera væru í útrýmingarhættu. Þar að auki hafa 100 milljónir hektarar skóglendis tapast frá því aldamótaárið 2000, auk þess sem einungis þriðjungur þátttökuríkja hafi náð landsmarkmiðum sínum um viðspyrnu við hnignun lífríkisins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/WbRsJeRiDgw" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að sögn UNRIC hefur átakið átt sinn þátt í að efla vitund almennings um loftslagsbreytingar og þoka málinu efst á forgangslista alheimsmála. Hreyfingin hafi stuðlað að stofnun 3,5 milljón hektara verndar-hafsvæðis í Argentínu og 2,700 hektara „Stundar jarðar“-skógar í Úganda. Auk þess er nefnt bann við notkun plasts á Galapagos-eyjum og gróðursetning 17 milljóna trjáa í Kasakstan í frétt UNRIC.</p> <p>Allir eru hvattir til þess að taka þátt í „Stund jarðar“ annað kvöld með því að slökkva ljósin milli hálf níu og hálf tíu og taka þátt í umræðu á samfélagsmeðlimum. Myllumerkin eru #EarthHour #Connect2Earth og #TogetherPossible.&nbsp;</p>

25.03.2021Tigray fylki í Eþíópíu: Utanríkisráðuneytið styrkir Hjálparstarfið til mannúðaraðstoðar

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar 20 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í Tigray fylki í Eþíópíu. Þar hafa átök geisað frá því síðla árs í fyrra og mikil neyð ríkir á svæðinu. Íbúar hafa hrakist á flótta vegna átakanna og talið er að tæp milljón manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Einnig hafa ásakanir um mannréttindabrot og brot á mannúðarlögum gerst háværari með hverjum deginum.</p> <p>Lúterska heimssambandið (Lutherian World Federation) er framkvæmdaraðili á vettvangi en Hjálparstarf kirkjunnar hefur átt í farsælu samstarfi við heimssambandið til margra ára. Bæði félögin hafa áratugalanga reynslu af störfum í Eþíópíu og þau vinna náið með stjórnvöldum og öðrum mannúðarsamtökum til að tryggja dreifingu hjálpargagna. </p> <p>„Konur og börn yngri en fimm ára sem hafa flúið heimkynni eru í miklum meira hluta þeirra sem nú hafast við í yfirfullum bráðabirgðabúðum. Hjálparsamtök óttast mikinn matarskort á svæðinu og þörfin fyrir aðstoð er brýn,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Meginaðgerðir Lúterska heimssambandsins í Tigray-fylki snúa að því að vernda líf og lífsafkomu fólks, bæta fæðuöryggi með því að útvega korn og verkfæri til landbúnaðar, úthluta búfé, tryggja fólki húsaskjól, og veita beinan óskilyrtan fjárstuðning. Einnig er unnið að því að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, tryggja fræðslu um útbreiðslu COVID-19 ásamt því að dreifa einstaklingsbundnum sóttvarnarbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. </p> <p><span>„Kórónuveirufaraldurinn torveldar allt hjálparstarf en starfsfólk Lútherska heimssambandsins leggur ríka áherslu á að útvega fólkinu sóttvarnarbúnað og fræða um forvarnir. Við erum afar þakklát fyrir stuðning ráðuneytisins sem gerir okkur kleift að bregðast skjótt við með samtökum sem gjörþekkja staðhætti,“ segir Bjarni.</span></p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna <a href="http://www.utn.is/felagasamtok">hér</a>. &nbsp;</p>

24.03.2021Styrkur til hönnunar og uppbyggingar snjallmannvirkja

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt fyrirtæki Guðjóns Bjarnasonar arkitekts og myndlistarmanns tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk til að hanna og byggja upp snjallmannvirki á Indlandi og í Kenía. Um er að ræða fjögur ólík verkefni sem hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á leiðarljósi, vistvænt bið- og upplýsingaskýli, menntasetur í Nýju-Delí fyrir efnalitla afburðarnemendur, borgarskipulag og mannvirki í Goa á Indlandi þar sem fortíð, nútíð og framtíð mætast, og raðhús í Kenía fyrir fátækt fólk sem taka mið af menningararfi Maasai ættbálksins í skipulagi og útliti.</p> <p>Samningurinn er gerður við Geymd ehf, fyrirtæki sem rekur arkitekta- og listvinnustofu Guðjóns Bjarnasonar, GB-AAA (Gudjon Bjarnason Art &amp; Architecture Ateliers). Vinnustofan hefur komið að margs konar verkefnum víða á Indlandi, meðal annars hönnun íþróttamannvirkja, menningarstofnana og borgarskipulags. Nú er í byggingu eitt stærsta tónlistarhús Indlands,&nbsp;<a href="http://www.ohmeghalaya.com/cm-lays-shillong-internal-centre-for-arts-culture/" target="_blank"><span style="text-decoration: underline; color: windowtext;">Shillong International Center for Performing Arts &amp; Culture</span><span style="font-size: 12pt; text-decoration: underline; font-family: Arial, sans-serif;">,</span></a>&nbsp;sem hannað er af Guðjón Bjarnasyni í samræmi við vinningstillögu hans í landssamkeppni árið 2013.</p> <p>„Markmið verkefnanna er að stuðla að vistvænum og jafnréttissinnuðum félagslegum framförum,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur í jafnréttismálum sem starfar sem ráðgjafi með Guðjóni að verkefnunum.&nbsp;„Við sjáum fyrir okkur að árangur forkönnunar og framhaldsþróunar yrði sá að tækifæri skapist fyrir fjölda fólks, einkum efnaminni konur og karla, til betra lífs og jafnframt möguleikar til frekari samvinnu,“ segir hún.</p> <p><strong>Verkefnin fjögur</strong></p> <p>„Dino“ er að sögn þeirra vistvænt bið- og upplýsingaskýli með mjúkar og ávalar línur „enda er fegurð í fyrirrúmi samhliða vistvænu notagildi í samræmi við hönnunarstefnu GB-AAA er við nefnum „fagurfræðilega sjálfbærni“. Skýlið sem hefur einkar táknræna ímynd fyrir nýjungar í tækni mun ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og nýta stafræna valmöguleika til að auðvelda þeim sem nota almenningssamgöngur aðgang að gagnlegum upplýsingum auk þess að veita öryggi, uppörvun og gleði í umhverfinu.“ </p> <p>Annað verkefnið er hönnun á Adivasi menntasetrinu í Dwarka í Nýju Delí. „Markmið góðgerðarsamtakanna sem standa að menntasetrinu er að gefa efnalitlum yfirburða námsmönnun úr nálægum fátækum sveitahéruðum eins og Rajasthan tækifæri á að komast til mennta sem embættismenn og erindrekar hins opinbera. Eldrauð fagursveigð byggingin, tákn framfara og vona,&nbsp;samanstendur af nútíma bókasafni, fyrirlestrasölum, skrifstofum og heimavist jafn skipt fyrir stúlkur og drengi. Einnig er matsalur og sýningasalur auk íþróttaaðstöðu á þaki,“ segir Guðjón.</p> <p>Þriðja verkefnið snýr að borgarskipulagi og opinberum mannvirkjum í Góa á Indlandi. Að sögn Guðjóns vann GB-AAA frumtillögur af mikilvægu skipulagssvæði, viðskiptahverfi höfuðborgarinnar Panaji er nefnist &nbsp;Patto að beiðni „Imagine Panaji Smart City Development Limited,“ skipulags og þróunarstofu Góaríkis. Þróunarverkefnið byggist meðal annars á nýrri ferjubyggingu, nýrri lestarstöð, hóteli, göngubrú og tónlistar- og ráðstefnuhúsi auk gerðar nýs Þjóðskalasafns í Mercer úthverfinu, gerð almenningsgarða við Miramar strandlengjuna og vistvæna endurgerð hins forna Dona Paula strandbæjar suður af Panjim.</p> <p>Fjórða verkefnið er unnið í Kenía, hönnun á „hagkvæmnishúsum“ í samvinnu við fyrirtækið Jakeis Ltd. er starfar bæði í Kenía og á Indlandi.&nbsp; Um er að ræða tvílyft raðhús er bjóða upp á grænmetisræktun á svölunum sem bogadregið þak með sólarpanelum til rafmagsnframleiðslu liggur yfir að hluta. Við grunnhönnun húsanna er horft til menningarhátta Maasai ættbálksins. „Húsin eru ætluð&nbsp; bláfátæku fólki og efnalitlum opinberum starfsmönnum. Verkefnið er unnið að frumkvæði Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Habitat) í samræmi við átaksverkefni &nbsp;forseta Kenía um fjöldaframleidd hagkvæm hýbýli. Stefnt að því að reisa tilraunahús ætlað til fjöldafamleiðslu á komandi ári en útveggir eru nýstárlega steyptir úr sérstöku harðplasti og eru rauð gler og bjarmi víða í samræmi við þarlendar litahefðir,“ segir Guðjón. </p> <p>Að lokum má geta þess að verk GB-AAA verða kynnt á Feneyjartvíæringnum í arkitekúr 2021.&nbsp;</p> <p>Opnað hefur verið fyrir nýja úthlutun úr Samstarfssjóðnum – sjá nánar á <a href="http://www.utn.is/samstarfssjodur">vefsíðu</a>&nbsp;sjóðsins.</p>

23.03.2021Áherslur á loftslagsmál á degi Norðurlandanna

<span></span> <p>Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) hyggst á næstu árum verja að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins til Afríku sunnan Sahara. Helmingur fjármögnunar eða meira miðast við verkefni sem sporna við loftslagsbreytingum. Að sögn Davíðs Stefánssonar fulltrúa Íslands í stjórn sjóðsins eru veitt margvísleg lán af hálfu sjóðsins en að minnsta kosti helmingur úthlutana er í formi styrkja. Í dag er dagur Norðurlanda og jafnframt fagnar Norræna ráðherranefndin hálfrar aldar afmæli í ár.</p> <p>Norræni þróunarsjóðurinn (NDF), sameiginleg alþjóðleg fjármálastofnun norrænu ríkjanna, veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. „Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað, ásamt því sem stuðlað er að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans,“ segir Davíð.</p> <p>Hann segir að enn fremur sé ýtt undir félagslegt jafnrétti og réttlæti ásamt því að fjármagni er beint til sjálfbærra fjárfestinga. Þannig sé sterklega hvatt til valdeflingar kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Verkefni sem taka mið af jafnréttissjónarmiðum séu þannig líklegri til að njóta stuðnings.</p> <p>Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa lýst þeirri metnaðarfullu sýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í yfirlýsingu leiðtoga segir ennfremur að ,,loftslagsbreytingar, mengun og ógn við líffræðilega fjölbreytni kalli á alla athygli okkar, alla okkar orku.” Því eigi að virkja innri styrk Norðurlanda í þágu loftslagsmála og samfélagsins og setja þau mál í algeran forgang. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til ársins 2030 og Parísarsamkomulagið vísa veginn.&nbsp;</p> <p>Í því skyni á Norræna ráðherranefndin og stofnanir sem undir hana heyra að vinna að forgangsmarkmiðum um græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Þar er lykilmarkmið að hvetja til jákvæðrar þróunar, alþjóðlegs samstarfs um umhverfi og loftslag, svo sem með því að stuðla að norrænum grænum lausnum á þessu sviði.</p> <p>Hér eru þrjú dæmi af mörgum um hvernig NDF styður áherslur Norðurlanda á sviði umhverfis- og loftslagsmála:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Afríkusjóður um hringrásarhagkerfi (ACEF) er nýr fjölþjóðlegur sjóður Afríska þróunarbankans sem NDF og Finnland standa að. Markmiðið er að örva lausnir hringrásarhagkerfisins og ýta undir grænan hagvöxt í Afríku. Þetta verður gert með því að færa áherslur um hringrásarhagkerfi inn í loftlagsskuldbindingar valdra Afríkuríkja og áætlunum þeirra um grænan hagvöxt. Enn fremur er sjóðnum ætlað að þróa getu og þekkingu sprotafyrirtækja og háskólastofnana í Afríku um hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja til samstarfs og frekari þekkingarmiðlunar þeirra.</li> <li>Norræni loftslagssjóðurinn (NCF) sem rekinn er á vegum NDF í samstarfi við Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, veitir styrki á bilinu 250.000 til 500.000 evra til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.</li> <li>Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (EEP Africa) er rekinn af NDF í samvinnu við þróunarstofnun Austurríkis ADA og finnska utanríkisráðuneytið. Sjóðurinn hefur að leiðarljósi sýn um loftslagsbreytingaþolna kolefnislausa framtíð svo að markmið Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Veittir eru styrkir til nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Norrænar jafnréttisáherslur hafa þar skilað árangri, enda um 42 prósent orkuverkefna EEP Africa sjóðsins leidd af afrískum konum.</li> </ul>

23.03.2021Vatnsskortur hrjáir eitt af hverjum fimm börnum í heiminum

<span></span> <p>Ný gögn&nbsp;frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, varpa ljósi á að vatnsskortur í heiminum er kominn á hættustig. Rúmlega 1,4 milljarðar manna, þar af yfir 450 milljónir barna í yfir 80 löndum, búa í dag á svæðum þar sem er mikill eða mjög mikill vatnsskortur. Þetta þýðir að eitt af hverjum fimm börnum í heiminum hefur ekki nóg vatn til að uppfylla daglegar þarfir sínar.&nbsp;<span>Alþjóðadagur vatnsins var í gær, 22. mars.</span></p> <p>„Öruggt drykkjarvatn er nauðsynlegt fyrir líf og heilsu barna og óhreint vatn getur valdið veikindum eða jafnvel dauða. Vatnsbornir sjúkdómar á borð við kóleru og niðurgangspestir draga árlega hundruð þúsunda barna til dauða á meðan önnur missa af skólagöngu þar sem þau þurfa að ganga langar vegalengdir á hverjum degi til að sækja vatn fyrir sig og fjölskyldur sínar. Þegar vatnsauðlindir minnka geta börn að sama skapi ekki þvegið hendur sínar til að verjast sjúkdómum,“ segir í <a href="https://unicef.is/1-af-hverjum-5-vatnsskort" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</p> <p>Til að bregðast við vatnskrísu heimsins hefur UNICEF hleypt að stað nýju átaksverkefni<a href="https://www.unicef.org/reports/reimagining-wash-water-security-for-all">,&nbsp;Water Security for All</a>, til að virkja alþjóðasamfélagið og nýsköpunarfyrirtæki í að bregðast við ástandinu. Hægt er að kynna sér niðurstöður skýrslunnar&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/reports/reimagining-wash-water-security-for-all">hér</a>.&nbsp;&nbsp;</p> <p><strong>Vatnshreinsitöflur á sannargjafir.is</strong></p> <p>Innan við þrjú prósent af vatnsauðlindum heimsins eru ferskvatn sem verða sífellt af skornari skammti. Áratugir af ofnotkun vatns og mengun ferskvatnsbirgða hefur aukið álagið á vatnsból heimsins. Breytt úrkomumynstur og öfgar í veðurfari vegna hamfarahlýnunar hafa aukið vatnsskortinn enn frekar. Á sama tíma hefur þörfin fyrir vatn aukist vegna fólksfjölgunar, þéttbýlismyndunar og aukinnar eftirspurnar frá meðal annars landbúnaði, iðnaði og orkuframleiðslu. Engin merki eru um að slík eftirspurn minnki á næstu árum.</p> <p>Skýrsla UNICEF beinir sjónum sínum sérstaklega að 37 „heitum reitum“ þar sem aðstæðurnar eru einna verstar fyrir börn og þar sem grípa þarf til aðgerða tafarlaust. Á þessum lista eru meðal annars Afganistan, Búrkína Fasó, Eþíópía, Haítí, Jemen, Kenía, Nígería, Níger og Pakistan.&nbsp; </p> <p>UNICEF útvegar hreint vatn á hverjum degi, á hamfarasvæðum, átakasvæðum og sem hluta af vatns- og hreinlætisverkefnum í yfir 90 löndum um allan heim. Áhersla er meðal annars lögð á að tryggja samfélögum og skólum hreinlætisaðstöðu og vatnsdælur, veita fræðslu um hreinlætisvenjur og útdeila vatnshreinsitöflum sem breyta óhreinu vatni í drykkjarhæft á örskotsstundu.</p> <p>Á hverju ári hefur fólk á Íslandi brugðist við vatnsskorti barna um allan heim með því að gefa vatnshreinsitöflur í gegnum&nbsp;<a href="http://www.sannargjafir.is/">Sannar gjafir UNICEF</a>. Í fyrra voru keyptar 958 þúsund vatnshreinsitöflur á Íslandi sem duga til að hreinsa tæplega 4,8 milljónir lítra af vatni!</p>

22.03.2021Íslensk þróunarsamvinna: Hundruð þúsunda hafa fengið aðgang að hreinu vatni

<span></span> <p>Hvers virði er vatnið, spyrja Sameinuðu þjóðirnar í tilefni alþjóðadags vatnsins, sem er í dag, 22. mars. „Ferskvatn er lífsnauðsynlegt fyrir líf okkar, heilsu og velferð. Það er nauðsynlegt vegna hreinlætis, til matargerðar- og framleiðslu. Engu að síður hafa 2,2 milljarðar manna ekki aðgang að öruggu ferskvatni,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</p> <p>Þar segir enn fremur að skortur á aðgengi að vatni&nbsp;skapi hættur, ekki síst í þróunarríkjum. „Dag hvern deyja um það bil eitt þúsund börn vegna þess að þau fengu ekki nægt öruggt drykkjarvatn. Heilbrigði og velferð samfélaga er stefnt í hættu vegna skorts á ferskvatni. Milljónir verða að gera sér að góðu að ganga örna sinna á víðavangi.“</p> <p>Meðal þeirra spurninga sem Sameinuðu þjóðirnar varpa fram um virði vatnsins eru þessar: Hvaða máli skiptir vatnið á heimilum okkar, í nær samfélaginu, í menningu og fyrir vellíðan okkar? Við hvaða þætti tengjum við vatnið – náttúruna, frið, ró, sumar, snjó, sjó? Í dag er vatnsskortur í heiminum og stöðugt er gengið á vatnsauðlindir jarðarinnar vegna ræktunar landbúnaðarlands, iðnaðar og vegna loftslagsáhrifa. Hvaða þýðingu hefur það fyrir okkur?</p> <p>UNRIC segir brýnt að almenningur og stjórnendur vinni saman að því að vernda það ferskvatn sem til er í heiminum, nýti það á ábyrgan hátt og endurvinni með skilvirkum hætti. „Aðgangur allra að ferskvatni er frumskilyrði þess að hægt sé að stöðva útbreiðslu heimsfaraldra. Vatn er þýðingarmikið í því að uppræta heimsfaraldurinn sem kenndur er við COVID-19. Handþvottur er eitt þeirra ráða sem til eru, til að forðast smit. Torvelt er að uppræta faraldurinn fyrr en allir jarðarbúar hafa aðgang að hreinu vatni.“</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/%c3%8dSL_al%c3%bej%c3%b3%c3%b0adagur%20vatns_Facebook.png?amp%3bproc=MediumImage" /></p> <p><strong>Vatn í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands</strong></p> <p>Nánast frá upphafi alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikil áhersla á það að tryggja íbúum samstarfsríkja aðgang að hreinu og heilnæmu drykkjarvatni og viðunandi salernis- og handþvottaaðstöðu. Hundruð þúsunda íbúa í Malaví, Úganda, Mósambík, Síerra Leóne og Líberíu hafa fyrir tilstuðlan Íslendinga fengið aðgang að nýjum brunnum, vatnsdælum eða vatnsveitum, auk þess sem aðgengi að hreinu vatni hefur verið bætt í skólum, heilsugæslustöðvum og löndunarstöðum.</p>

18.03.2021Þátttaka í ákvarðanatöku og á opinberum vettvangi meginþema CSW-fundar

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra áréttaði mikilvægi jafnar þátttöku kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi í hringborðsumræðum á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir.&nbsp;</span></p> <p><span>Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) hófst á mánudag og stendur hann til 26. mars næstkomandi. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 fer hann að þessu sinni að mestu fram í fjarfundarformi. Meginþemað er þátttaka kvenna á opinberum vettvangi og við ákvarðanatöku.</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók þátt í hringborðsumræðum ráðherra á opnunardegi fundarins fyrr í vikunni um leiðir til að auka þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. Hann lagði áherslu á að jöfn þátttaka kynjanna í stjórnmálum og atvinnulífi væri mikilvæg opnu samfélagi þar sem vel ígrunduð ákvarðanataka taki mið af reynslu og sjónarmiðum kvenna og karla.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;„Við verðum að hafa í huga að jafnrétti kynjanna er til hagsbóta fyrir alla og leiðir til aukinnar hagsældar fyrir samfélagið í heild,“ sagði ráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/16/Avarp-a-fundi-kvennanefndar-Sameinudu-thjodanna/">í máli sínu</a>.<br /> </span></p> <p><span>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundinn í dag og vakti í ræðu sinni sérstaka athygli á mikilvægi þess að standa vörð um framfarir og áunna sigra á sviði jafnréttismála.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Á heimsvísu eru konur um fjórðungur kjörinna fulltrúa og eru einnig í minnihluta við stjórn atvinnulífsins. Orsakir þessa eru margþættar en sjónarmið jafnréttis við ákvarðanatöku haldast í hendur við þátttöku kvenna á opinberum vettvangi. UN Women leggur ríka áherslu á valdeflingu kvenna og vinnur með ríkjum að stefnumótun og lagabreytingum og stuðlar að aukinni þátttöku kvenna í friðarferlum og uppbyggingu. UN Women er jafnframt ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu.</span></p> <p><span>Fundur kvennanefndarinnar er nú haldinn í 65. sinn. Í tengslum við fundinn er haldin ráðstefna sem telst í venjulegu árferði til fjölsóttustu viðburða Sameinuðu þjóðanna.&nbsp; Viðburðir í almennri dagskrá eru á þriðja hundrað en samhliða henni standa frjáls félagasamtök fyrir viðburðum í sérstakri dagskrá.&nbsp;</span></p> <p><span>Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á fót árið 1946 sem ein af undirnefndum efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) um eflingu borgara-, stjórnmála- og félagslegra réttinda kvenna. Nefndin telst í dag vera einn helsti vettvangur milliríkjasamstarfs í heiminum sem beinir sjónum að kynjajafnrétti og bættri stöðu kvenna og sitja 45 ríki í stjórn nefndarinnar hverju sinni. UN Women starfar í umboði kvennanefndarinnar og fer með stjórnsýslu hennar.&nbsp; &nbsp;<br /> </span></p> <div>Erindi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/16/Avarp-a-fundi-kvennanefndar-Sameinudu-thjodanna/">má lesa hér</a>.</div>

18.03.2021Ráðherra tók þátt í alþjóðlegum fundi um heimsmarkmið sex

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í dag þátt í alþjóðlegum ráðherrafundi á vegum Sameinuðu þjóðanna um framgang og árangur við að ná heimsmarkmiði sex, sem snýst um að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Hann ávarpaði fundinn fyrir hönd vinahóps yfir tuttugu ríkja sem vinnur gegn eyðimerkurmyndun, landeyðingu og áhrifum þurrka. Vinahópurinn starfar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hafa Ísland og Namibía veitt hópunum forstöðu frá upphafi.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/18/Avarp-a-fundi-Sameinudu-thjodanna-um-heimsmarkmid-sex/" target="_blank">Í ávarpi sínu</a> lagði Guðlaugur Þór áherslu á mikilvægi landgæða þegar tryggja á aðgengi að hreinu vatni. Endurheimt lands og baráttan gegn landeyðingu séu lykilatriði til að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni fyrir 2030. Því sé bráðnauðsynlegt að ríki heims nái landhnignunarhlutleysi eigi síðar en 2030, það er að græða upp að minnsta kosti jafnmikið land og eyðist á hverju ári, eins og stefnt er að í heimsmarkmiði fimmtán um líf á landi.&nbsp;</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór benti á að þeir sem verst verða úti vegna skorts á hreinu vatni séu konur og stúlkur á þurrkasvæðum jarðarinnar. Þær eyði samtals 200 milljón klukkustundum á degi hverjum til að sækja sér og fjölskyldum sínum vatn. Þetta sé tapaður tími sem mætti nýta í margt annað, svo sem menntun, tekjuöflun og samveru með ástvinum. Vegna þessa veigamikla hlutverks kvenna og stúlkna við vatnsöflun, og við hin ýmsu landbúnaðarstörf, sé brýnt að konur séu með í ráðum ef takast á að ná heimsmarkmiði sex um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu.</span></p> <p><span>Að lokum benti Guðlaugur Þór á að vinahópnum þætti ánægjulegt að sjá síaukinn skilning á samspili landgæða og vatnsöflunar í framkvæmd heimsmarkmiðanna og að hópurinn hlakki til að halda áfram umræðum og samstarfi um þau mál.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

18.03.2021„Átökin í Sýrlandi varða okkur öll“

<span></span> <p>„Átökin í Sýrlandi varða okkur öll,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Þótt Sýrland sé fjarri Íslandsströndum hafa átökin þar haft mikil áhrif á okkur sem hér búa. Þótt við getum flest ekki ímyndað okkur þá erfiðleika sem fólkið í Sýrlandi hefur gengið í gegnum undanfarin áratug höfum við sem manneskjur sem betur fer þann hæfileika að geta sýnt samkennd. Og sú samkennd hefur orðið til þess að fjöldi Íslendinga hefur lagt Sýrlendingum lið á einn eða annan hátt, til dæmis með fjárframlögum til lífsbjargangi mannúðarstarfa á vettvangi átaka, sem sendifulltrúar á vettvangi eða með því að liðsinna þeim Sýrlendingum sem leitað hafa verndar á Íslandi með sjálfsboðastarfi á vegum Rauða krossins. Við hjá Rauða krossinum á Íslandi höldum áfram að treysta á stuðning þjóðarinnar til að koma til móts við stríðshrjáða í Sýrlandi.“</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins stutt við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi frá upphafi stríðsins árið 2011 með fjármagni til beinna mannúðaraðgerða en einnig með störfum sex íslenskra sendifulltrúa sem hafa, meðal annars, unnið að heilbrigðisstörfum á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hassakeh í norðaustur Sýrlandi. Þá eru einnig ótalin framlög og störf fimm íslenskra sendifulltrúa í nágrannaríkjum Sýrlands til stuðnings flóttafólki frá Sýrlandi.</p> <p><strong>Áratugur af átökum</strong></p> <p>„Síðasti áratugur hefur einkennst af missi fyrir alla Sýrlendinga. Fyrir unga Sýrlendinga hafa síðustu tíu ár einkennst af missi ástvina, missi tækifæra en einnig því tækifæri að geta haft stjórn á eigin framtíð,” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í 10 ár um þessar mundir. Hundruð þúsunda eru látin. Milljónir eru á flótta. Þúsundir hafa horfið sporlaust. </p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/aratugur-af-atokum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi segir að átökin í Sýrlandi hafi einkennst af miklu mannfalli, eyðileggingu heimila, innviða og þjónustu og því haft mjög alvarleg áhrif á líf og störf íbúa landsins. „Þörfin fyrir mannúðaraðstoð er enn gríðarleg og hætta á að sú þörf yfirgnæfi enn frekar núverandi viðbragðsgetu hjálparsamtaka og þolgæði íbúanna sjálfra. Að auki hefur versta efnahagskreppa síðari ára, refsiaðgerðir erlendra ríkja og COVID-19 heimsfaraldurinn, sem er bæði heilsufarsleg og efnahagsleg ógn, ýtt íbúum landsins enn dýpra í fátækt. Í dag telur Rauði krossinn að um 13,4 milljónir íbúa landsins (af 18 milljónum) þurfi á mannúðaraðstoð að halda sem er 20% aukning miðað við síðustu 12 mánuði.“</p> <p>Til að minnast áratugs af grimmilegum átökum í Sýrlandi og rýna í þau áhrif sem þessi tími hefur haft á líf og framtíð Sýrlendinga, framkvæmdi Alþjóðaráð Rauða krossins könnun meðal 1.400 sýrlenskra ungmenna á aldrinum 18-25 ára í Sýrlandi, Líbanon og Þýskalandi. Svör flestra lutu að sundruðum fjölskyldum og vináttu, gífurlegum efnahagsþrengingum og áhyggjum ásamt þeim djúpstæðu sálfræðilegu áhrifum sem þau hafa upplifað vegna margra ára stríðs, ofbeldis og sundrungar.</p> <p>Alþjóðaráð Rauða krossins heldur áfram að veita mannúðaraðstoð innan Sýrlands og utan og mun leggja áherslu að aðgang að þolendum átaka, sérstaklega á einangruðum svæðum, í þeim tilgangi að veita þeim sem þar eru nauðsynlega mannúðaraðstoð, þ.m.t. aðgang að mat, vatni, heilsugæslu og annarri lífsnauðsynlegri aðstoð.</p> <p><a href="https://syria10years.icrc.org/en/syria-10-home.html" target="_blank">Heimildamynd Rauða krossins með viðtölum við unga Sýrlendinga</a></p>

17.03.2021Suður-Súdan aðeins skreflengd frá hungursneyð

<span></span> <p><a href="https://www.humanitarianresponse.info/en/document/south-sudan-2021-humanitarian-response-plan" target="_blank">Mannúðaráætlun</a> fyrir Suður-Súdan var birt í gær og felur í sér lífsbjargandi stuðning við 6,6 milljónir íbúa, þar af 350 þúsund flóttamenn. Að mati stofnana Sameinuðu þjóðanna er þjóðin aðeins skreflengd frá hungursneyð en eitruð blanda af átökum, loftslagsbreytingum og COVID-19 hefur leitt til þess að matarskortur fer vaxandi í þessu yngsta þjóðríki veraldar.</p> <p>Ofan í kaupið eru líkur á hrikalegum flóðum í landinu líkt og á síðustu tveimur árum. Um ein milljón íbúa varð fyrir búsifjum vegna vatnselgs bæði árin.</p> <p>Samkvæmt áætluninni er fjárþörfin metin á 1,7 milljarða bandarískra dala – rúmlega 220 milljarða íslenskra króna. „Íbúar Suður-Súdan hafa aldrei fyrr staðið frammi fyrir meiri matvælaskorti og vannæringu frá því þjóðin hlaut sjálfstæði fyrir tíu árum,“ segir Jens Laerke talsmaður Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í mannúðarmálum (OCHA).</p> <p>Að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) býr um 60 prósent þjóðarinnar við sult. Stofnunin hyggst ná til fimm milljóna íbúa á næstu vikum og mánuðum. Þá kemur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til með að styðja við bakið á 2,2 milljónum flóttamanna frá Suður-Súdan sem hafast við í fimm grannríkjum. Um 65 prósent flóttamanna eru börn.</p>

16.03.2021Stefnir í að 13 prósent kvenna í heiminum búi við sárafátækt

<span></span> <p>Heimsfaraldur kórónuveirunnar bitnar harkalega á konum. Að mati UN Women verður það hlutskipti 13 prósenta kvenna í heiminum að búa við sárafátækt á þessu ári. Konum og stúlkum sem draga fram lífið á 250 krónum íslenskum á dag fjölgar um 47 milljónir á árinu.</p> <p>Þetta er eitt þeirra atriða sem UN Women bendir á, nú þegar hafinn er 65. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW65), fjölmennasti fundur baráttunnar fyrir auknu jafnrétti og bættri stöðu kvenna. Fundurinn er árlega haldinn í New York en fer að þessu sinni að mestu leyti fram í fjarfundaformi.</p> <p>Fólk hvaðanæva úr heiminum sækir fundinn, þeirra á meðal eru þjóðarleiðtogar, fulltrúar frjálsra félagasamtaka, starfsfólk fastanefnda ríkja og aðgerðasinnar grasrótarhreyfinga. Þema fundarins í ár er:&nbsp;Árangursrík og full þátttaka kvenna við ákvarðanatökur í opinberu lífi og útrýming ofbeldis, til að ná jafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna.</p> <p>UN Women bendir á að nýútkomin gögn sýni að framfarir í jafnréttismálum séu alltof of hægar:</p> <ul> <li>Konur fylla aðeins 25 prósent þingsæta á heimsvísu</li> <li>Aðeins þrjú lönd hafa 50 prósent eða fleiri konur á þingi, innan við eitt prósent eru konur yngri en 30 ára</li> <li>Konur eru aðeins 13 prósent samningsaðila, 6 prósent sáttasemjara og aðeins 6 prósent þeirra sem undirrita formlega friðarsamninga eru konur</li> <li>Árið 2020 voru aðeins 7,4 prósent af Fortune 500 fyrirtækjum rekin af konum</li> <li>Aðeins 22 lönd í heiminum hafa konur í forsæti</li> </ul> <p>„Við hjá UN Women á Íslandi búumst við kraftmiklum fundi í ár þar sem hann er sérstaklega mikilvægur í ljósi COVID-19 og þess bakslags sem á sér stað í jafnréttismálum á heimsvísu,“ segir í <a href="https://unwomen.is/65-kvennanefndarfundur-sth-hefst-i-dag/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá landsnefnd UN Women á Íslandi.</p> <p>„Aukin réttindi og bætt staða kvenna og stúlkna er lykilþáttur í uppbygginga ríkja í kjölfar heimsfaraldursins. Við væntum þess að að sjá skýrar kröfur kvennahreyfingarinnar og jafnréttissamtaka lagðar fram sem munu þrýsta sem aldrei fyrr á ríki heims að kynjamiða aðgerðir og skilja engan eftir í aðgerðaráætlunum við uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldursins. Við trúum því að nú sé tækifæri ríkja heims til að gera jafnrétti, fimmta heimsmarkmiðið, þverlægt í öllum aðgerðum og opna augun fyrir því að konur og stúlkur er rúmur helmingur mannkyns, sem nýtur ekki grundvallarmannréttinda.“</p> <p><a href="https://teamup.com/ksjgjdxx23dqs947md" target="_blank">Dagskrá fundarins</a></p>

15.03.2021Sex milljónir barna í Sýrlandi þekkja ekkert nema stríð

<span></span> <p>„Á hverjum einasta degi síðastliðin tíu ár hafa gróf brot verið framin á réttindum barna. Þau hafa verið drepin, særð alvarlega, notuð í vopnuðum átökum og skólarnir þeirra sprengdir í loft upp. Ótal börn hafa drukknað á flótta frá hörmungunum. Börn bera aldrei ábyrgð í stríði en það eru þau sem bera mestan skaða af átökunum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. </p> <p>Í dag, 15. mars, eru tíu ár liðin frá upphafi Sýrlandsstríðsins. „Áratugur af árásum, efnahagshrun og heimsfaraldur kórónaveirunnar hafa skapað eina verstu mannúðarkrísu heimsins í dag sem heldur áfram að bitna verst á börnunum. Eftir 10 ár af stríði þurfa um 90% barna í Sýrlandi á aðstoð að halda sem er um 20% aukning á einu ári. Á þessum tíu árum hafa sex milljónir barna fæðst í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Þau þekkja ekkert nema stríð,“ segir í frétt frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. &nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5xplbnbX-uc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Steinunn segir börnin eiga minningar frá síðustu árum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa – &nbsp;fallnir ástvinir, skólinn sem er ekki lengur til og hættulegur flótti yfir til Evrópu. </p> <p>UNICEF hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðarhjálp síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">heimsforeldrum</a>&nbsp;og þeim sem stutt hafa <a href="https://unicef.is/hjalp" target="_blank">neyðarsöfnun UNICEF.</a></p> <p>Hægt er að hjálpa með því að senda&nbsp;sms-ið STOPP í nr 1900&nbsp;(1.900 krónur) eða með því að styðja&nbsp;<a href="https://unicef.is/syrland" target="_blank">hér</a>.</p>

12.03.2021Ný herferð um sanngjarna dreifingu bóluefna

<span></span><span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar kynntu í gær nýja alþjóðlega herferð „Only Together“ (Einungis með einingu), sem hefur það markmið að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19 um heim allan. Herferðin undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu um jafnan aðgang allra að bóluefnum en beinist í upphafi að heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem stendur mest ógn af sjúkdómnum.</p> <p>„Kórónuveiran hefur lagt að velli rúmlega 2,5 milljónir manna og skilið milljónir eftir með langvarandi heilsubrest,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar herferðin var kynnt. Amina J. Mohammed, aðstoðar framkvæmdastjóri samtakanna sagði við sama tækifæri að undangengið ár „höfum við öll misst af því að gera það sem við elskum að gera með öðrum – borða, knúsa og fara í skóla og vinnu,“ auk þess <span></span>sem Amina nefndi að fjölmargir hafi misst ástvin eða lífsviðurværi sitt. </p> <p>Umfangsmesta dreifing bóluefna í sögunni stendur nú sem hæst og milljónum skammta er dreift víðs vegar um veröldina, þar á meðal til fátækustu ríkja heims, fyrir tilstuðlan COVAX-samstarfsins. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum segir að COVID-19 bóluefnin komi í veg fyrir dauðsföll, afstýri því að ný afbrigði komi fram, endurveki hagkerfi og feli í sér bestu vonina um að benda enda á heimfaraldurinn.</p> <p>Að mati Guterres getur ekkert ríki sigrast á COVID-19 í einangrun. Hann hvetur ríkisstjórnir og fyrirtæki til þess að deila skömmtum og tækni til að auka framboð og hraða dreifingu.</p>

11.03.2021Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna fimmtán ára

<span></span> <p><span>Í þessum mánuði eru fimmtán ár liðin frá því Sameinuðu þjóðirnar settu á fót sérstakan neyðarsjóð – Central Emergency Response Fund (CERF) – í þeim tilgangi að bregðast í skyndi við mannúðar- og neyðaraðstoð á átakasvæðum og í kjölfar náttúruhamfara. Neyðarsjóðurinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð.</span></p> <p><span>Frá því sjóðurinn var stofnaður í mars 2006 hefur hann ráðstafað um 900 milljörðum bandarískra dala til lífsbjargandi stuðnings við fólk í eitt hundrað þjóðríkjum. Á síðasta ári veitti sjóðurinn matvælaaðstoð til sjö milljóna manna og veitti 5,5 milljónum kvenna og stúlkna vernd á átaka- og hamfarasvæðum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/bozSc1mt46s" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>CERF eykur viðbragðsflýti stofnana Sameinuðu þjóðanna og beinir sjónum að undirfjármögnuðum og gleymdum neyðarsvæðum. Sjóðurinn leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni og neyð og grípur inn í þar sem neyðin er viðvarandi og gleymd. </span></p> <p><span>Í þróunarsamvinnustefnu Íslands er lögð áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar. Í samræmi við þá áherslu endurnýjaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á síðasta ári rammasamning við CERF fyrir tímabilið 2020-2023. Ársframlög Íslands til sjóðsins nema 50 milljónum króna á ári en á sérstakri framlagsráðstefnu CERF seint á síðasta ári varð ákveðið að verja 40 milljónum króna í viðbótarframlag til sjóðsins.</span></p> <p><span>Frá því að CERF var sett á laggirnar 2006 hefur mannúðarþörf í heiminum aukist margfalt. Þeim sem þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda hefur fjölgað úr 32 milljónum manns árið 2006 í 260 milljón manns árið 2020, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

11.03.2021Ísland í forgrunni hóps um sjálfbær orkuskipti

<span></span> <p>Ísland verður í forgrunni hóps sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í gær þátt í alþjóðlegum fjarfundi um sjálfbæra orku og heimsmarkmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fundinum var átaki, til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna, ýtt úr vör.</p> <p>Fjöldi aðila sem tengjast orkugeiranum, í víðum skilningi, koma að átakinu sem ná mun hámarki með ráðherrafundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem Sameinuðu þjóðirnar funda á svo markvissan hátt um orkumál.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/10/Avarp-a-fundi-Sameinudu-thjodanna-um-sjalfbaera-orku-og-heimsmarkmidin/" target="_blank">Í máli sínu</a>&nbsp;gerði Guðlaugur Þór grein fyrir reynslu Íslands af orkuskiptum og nýtingu sjálfbærrar orku í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Þá kallaði ráðherra eftir auknum fjárfestingum á heimsvísu í hreinni orku.</p>

10.03.2021Sýrland: Stríðsátök í heilan áratug

<span></span> <p>Í næstu viku verða tíu ár liðin frá upphafi stríðsátaka í Sýrlandi. Stríðið hófst með mótmælum sem brutust út um land allt og átökin hafa kostað hundruð þúsunda mannslífa. Barnaheill – Save The Children vekja athygli á því að milljónir barna hafi þurft að flýja heimili sín og að efnahagur og innviðir landsins séu í molum. Þá virðist ekkert lát vera á átökum, segja samtökin í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/syrland-10-ar-sidan-stridid-hofst" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>„Sýrlensk börn yngri en 10 ára þekkja ekki lífið án átaka og hefur líf þeirra svo sannarlega litast af ótta og óöryggi. Milljónir barna hafa flúið landið á undanförnum árum ásamt fjölskyldum sínum og samkvæmt nýrri skýrslu alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/anywhere_but_syria_02032021_0.pdf">Anywhere but Syria</a>&nbsp;telja sýrlensk börn utan Sýrlands sig ekki eiga framtíð í heimalandi sínu,“ segir í fréttinni. </p> <p>Skýrslan er byggð á viðtölum við 1.900 sýrlensk börn á aldrinum 13-17 ára. Um er að ræða börn á flótta innan landamæra Sýrlands en einnig þau sem hafa sest að í Jórdaníu, Líbanon, Tyrklandi og Hollandi. Þriðjungur barna á flótta innan landamæra Sýrlands óskar þess að búa í öðru landi en heimalandinu, en 86% sýrlenskra barna sem hafa flúið til áðurnefndra landa vilja ekki snúa aftur heim.</p> <p>„Heilt á litið er andleg heilsa barna í Sýrlandi áhyggjuefni en rannsóknir Barnaheilla - Save the Children hafa sýnt fram á gífurleg álagseinkenni og andlega vanlíðan meðal barna innan landamæra Sýrlands. Átök og loftárásir hafa vissulega mikil áhrif á andlega líðan barna, en ekki má vanmeta efnahagsleg áhrif. Fyrir heimsfaraldur bjó um 80% þjóðarinnar í Sýrlandi undir fátæktarmörkum en nú eftir að heimsfaraldur skall á hefur verðbólgan vaxið gífurlega í landinu og bilið á milli ríkra og fátækra hefur breikkað enn meira. Um 6,2 milljónir barna í Sýrlandi búa við mikið hungur og vita ekki hvenær þau fá næstu máltíð. Einnig eru aðstæður í flóttamannabúðum í Sýrlandi ekki viðunandi en mikill kuldi er á veturna þar sem fjölskyldur búa í óupphituðum tjöldum,“ segir í fréttinni.</p> <p>Svæðistjóri Barnaheilla - Save the Children í Miðausturlöndum og austur Evrópu, Jeremy Stoner, segir nauðsynlegt að börn geti fundið fyrir öryggi á nýjum stað og að þau eigi möguleika á að verða hluti af nýju samfélaginu.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NToKi4tI6vc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Það er eðlilegt að börn á flótta eigi erfitt með að finna fótfestu og geti skilgreint hvað er ,,heima”. Þetta eru börn sem hafa orðið fyrir barðinu á átökum og hafa verið rænd barnæsku sinni. En þótt fortíð þessara barna hafi verið tekin af þeim ættum við öll að hjálpast að með að veita þeim bjarta framtíð. Bjóða þau velkomin og aðstoða þau við að líða vel og finnast þau tilheyra nýju samfélagi,“ segir Jeremy Stoner, svæðisstjóri Barnaheilla – Save the Children í Miðausturlöndum og austur Evrópu.</p> <p>Barnaheill hvetja ríki og ríkisstjórnir til þess að vernda sýrlensk börn gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi sem hefur haft áhrif á líf þeirra síðustu tíu árin. „Sýrlensk börn eiga rétt á því að alast upp í farsælu og velmegandi umhverfi þar sem þau eru laus við stöðugan ótta um öryggi sitt. Þau eiga rétt á því að vera ekki mismunað í nýjum samfélögum, einfaldlega vegna þess hvaðan þau koma.“</p>

10.03.2021Ísland á meðal ríkja sem berjast gegn drauganetum

<p>Í gær var síðasti dagur alþjóðlegrar ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum, sem haldin var á vegum ríkisstjórnar Íslands og Norrænu ráðherranefndarinnar. Við upphaf ráðstefnunnar tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að Ísland væri nú komið í hóp ríkja sem berjast gegn svokölluðum drauganetum. Ísland er þar með komið í bandalag, Global Ghost Gear Initiative (GGGI), með 17 öðrum ríkjum, auk fjölda félagasamtaka og fyrirtækja, sem leita leiða til að takast á við vandann sem fylgir yfirgefnum og týndum veiðarfærum í hafinu, svokölluðum drauganetum.</p> <p>„Það er þekkt staðreynd að plastúrgang er að finna bókstaflega alls staðar í umhverfi okkar og mest af því endar í hafinu,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/02/Opnunaravarp-a-althjodlegri-radstefnu-um-plastmengun-a-nordurslodum/"> í ávarpinu</a>. „Nú er talið að yfir 150 milljónir tonna af plastúrgangi fljóti um heimshöfin og ef ekkert breytist er áætlað að um átta milljónir tonna af plastúrgangi berist í hafið á hverju ári. Sem betur fer er breið og ört vaxandi alþjóðleg samstaða um mæta þessari áskorun með aðgerðum, því við getum ekki haldið áfram á þessari leið.“</p> <p>Stefán Jón Hafstein, fastafulltrúi Íslands hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), segir ennfremur að GGGI sé augljós samherji Íslands í þessum málum. Ísland hafi að mörgu leyti staðið sig vel við endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra. Þá segir Ingrid Giskes, forstöðumaður GGGI, drauganet afar hættuleg lífríki sjávar og því sé sérstaklega mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland, sem reiðir sig mjög á sjálfbærar fiskveiðar, að leggja sitt af mörkum.&nbsp;</p> <h2>Áhersla í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu</h2> <p>Ráðstefnan var haldin vegna formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland hefur með formennskunni meðal annars lagt áherslu á aðgerðir til að draga úr plastmengun á norðurslóðum. Upphaflega átti að halda ráðstefnuna í Reykjavík í apríl 2020, en vegna heimsfaraldursins var henni frestað og hún færð yfir á netið.&nbsp;</p> <p>Á fjórða hundrað manns tóku þátt í ráðstefnunni. Vísindamenn víða að úr heiminum hafa kynnt niðurstöður rannsókna á plastmengun, bæði örplasts og stærri plasthluta, og áhrifa plasts á lífríki. Tæplega hundrað erindi um hina fjölmörgu þætti plastamengunar hafa verið til umfjöllunar og á síðasta degi ráðstefnunnar var rætt um næstu aðgerðir sem koma til greina til að fást við vandann sem hlýst af vaxandi plastmengun á norðurslóðum.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/02/Opnunaravarp-a-althjodlegri-radstefnu-um-plastmengun-a-nordurslodum/">Ávarp utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra má lesa hér</a>.</p>

09.03.2021Kvenleiðtogum hrósað á alþjóðlegum baráttudegi

<span></span> <p>Í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, beindi UN Women sérstaklega sjónum að konum í forystu í heiminum á tímum COVID-19. Úttekt samtakanna sem gerð var í 87 löndum, um forystu og þátttöku kvenna við ákvarðanatökur í viðbrögðum við COVID-19, sýndi að einungis í 3,5 prósentum þeirra ríkja mældist kynjajöfnuður við ákvarðanatöku. „Það hefur sýnt sig að þar sem konur eru æðstu valdhafar eru öflugar viðbragðsáætlanir við heimsfaraldrinum,“ segir í <a href="https://unwomen.is/taknraen-motmaeli-og-opnunarbjollu-hringt-8-mars/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;landsnefndar UN Women á Íslandi.</p> <p>Þar segir að faraldurinn hafi valdið djúpri efnahagskreppu og miklum félagslegum áhrifum. Undanfarið ár hafi sýnt okkur og sannað mikilvægi þess að veita konum vald til jafns við karlmenn og umboð til fullrar þátttöku í stjórnmálum og við ákvarðanatökur.</p> <p>Yfirskrift alþjóðadagsins var „Forystukonur: framtíð jafnréttis í heimi COVID-19” og samkvæmt <a href="https://unric.org/is/rikjum-sem-konur-styra-gengur-vel-gegn-covid-19/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hafa konur sem stýra ríkisstjórnum – eins og á Íslandi, Danmörku, Eþíópíu, Finnland, Nýja Sjáland, Slóvakíu og Þýskaland – hvarvetna uppskorið lof og viðurkenningu fyrir skjóta, skilvirka og afdráttarlausa ákvarðanatöku um andsvör við COVID-19.</p> <p>„Konur eru meirihluta framlínustarfsmanna og margar þeirra eru af jaðarsettum kynþáttum og uppruna. Konum er líka hættar við að missa vinnuna. Um allan heim hafa konur mátt sæta auknu heimilisofbeldi, þurft að taka á sig ógreidd umönnunarstörf, misst vinnu eða orðið fátækt að bráð. Þótt konur séu meirihluti þeirra sem gegna framlínustörfum, veljast þær síður en karlar til að taka&nbsp;<a href="https://www.unwomen.org/en/digital-library/publications/2020/06/policy-brief-covid-19-and-womens-leadership">stefnumótandi ákvarðanir</a>&nbsp;varðandi COVID-19,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>António Guterres aðalfrakvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna birti grein í tilefni dagsins í dagblöðum víða um heim, meðal annars í Morgunblaðinu. Þar sagði hann meðal annars að viðnámið við COVID-19 hafi sýnt fram á afl og skilvirkni kvenna þar sem þær væru í forystu. </p> <p>„Síðastliðið ár hefur tíðni smita verið minni í ríkjum sem stýrt er af konum og þau eru oft betur í stakk búin til að takast á við endurreisnarstarf. Kvennasamtök hafa víða hlaupið í skarðið þar sem skortur hefur verið á þýðingarmikilli þjónustu og upplýsingum. Hvarvetna þar sem konur hafa stýrt ríkisstjórnum hefur verið fjárfest meira í félagslegri vernd og baráttu gegn fátækt. Þar sem konur sitja á þingi hafa ríki samþykkt ákveðnari aðgerðir í loftslagsmálum. Þar sem konur eiga sæti við samningaborðið í friðarviðræðum er friður varanlegri. Engu að síður eru konur aðeins fjórðungur þingmanna á löggjafarþingum í heiminum, þriðjungur sveitarstjórnarmanna og fimmtungur ráðherra.“</p> <p>Guterres segir í greininni að COVID kreppan hafi konuandlit, faraldurinn hafi aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glími við og þurrkað út árangur margra ára í jafnréttismálum.</p> <p>Faraldurinn hefur aukið á þrálátan og djúpstæðan ójöfnuð sem konur og stúlkur glíma við. Hann hefur þurrkað út árangur sem náðst hefur á mörgum árum í átt til jafnréttis kynjanna. „Faraldurinn hefur verið olía á eld samhliða faraldurs kynbundins ofbeldis. Mikill vöxtur hefur hlaupið í heimilisofbeldi, mansal, kynferðislega misnotkun og barnahjónabönd,“ skrifaði Antónío Guterres og sagði að tími væri kominn til að byggja upp framtíð á grunni jafnréttis.</p> <p>&nbsp;</p>

08.03.2021Úttekt á samstarfi við frjáls félagasamtök

<span></span> <p>Niðurstöður nýrrar óháðrar úttektar á samstarfi utanríkisráðuneytisins við frjáls félagasamtök á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar benda til þess að margt hafi tekist vel í samstarfinu en jafnframt að frekari tækifæri séu til staðar til umbóta. Úttektin sýnir að rík <span>áhersla hafi verið á að ná til þeirra allra fátækustu í verkefnum frjálsra félagasamtaka, auk þess sem samvinnan hafi verið sniðin að þörfum viðkvæmra hópa.</span></p> <p>Samstarf við frjáls félagasamtök hefur verið mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslands um langt árabil. Frá árinu 2015 hafa framlög Íslands til frjálsra félagsamtaka vegna þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna numið tæplega 1,9 milljörðum króna. Hartnær 100 verkefni verið fjármögnuð, auk 19 mannúðar­verkefna í gegnum rammasamning við Rauða krossinn á Íslandi. Átján íslensk frjáls félagasamtök hafa notið stuðnings til verkefna í 32 löndum frá árinu 2015.</p> <p>Ráðgjafafyrirtækið NIRAS lauk nýverið óháðri úttekt á samstarfinu sem beindist að vinnulagi, stefnumiðum og ramma­samningi. Auk þess að benda á að margt hafi tekist vel í samstarfinu og tækifærum til umbóta segir í úttektinni að ramma­samningur við Rauða krossinn á Íslandi hafi gefist vel. Því sé ástæða til að skoða frekari nýtingu ramma­samninga í samstarfi ráðuneytisins við frjáls félagasamtök, bæði í mannúðar­aðstoð og í þróunar­­samvinnu. </p> <p>Í úttektinni eru auk þess gerðar tillögur um skýrari stefnumið og samráði um mótun þeirra, einföldun á vinnuferlum, samvinnu og samtali milli aðila á breiðari grunni, aukinnar samhæfingar og samfellu í starfi.</p>

05.03.2021UNICEF og Alvotech í samstarf um bóluefni til fátækra ríkja

<span></span> <p>Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech og forstjóri Alvogen, skrifuðu í gær undir samstarfssamning þess efnis að fyrirtækin gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna. Stuðningurinn verður nýttur í þátttöku samtakanna í COVAX-samstarfinu þar sem UNICEF gegnir lykilhlutverki í að koma bóluefnum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja.</p> <p>„Það hefur sérstaka þýðingu fyrir okkur hjá Alvo fyrirtækjunum að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og fellur einstaklega vel að hlutverki okkar að bæta líf og heilsu einstaklinga út um allan heim og auka aðgengi að hágæða lyfjum, óháð búsetu og efnahag. Það var líka einstaklega ánægjulegt að kynna stuðning okkar við verkefnið á fundi með yfir 2.000 starfsmönnum Alvo-fyrirtækjanna um allan heim í dag. Ég vil, fyrir hönd starfsmanna fyrirtækjanna, þakka Unicef og Covax fyrir þeirra mikilvæga starf og fyrir að gefa okkur tækifæri á að leggja þeim lið,“ sagði Róbert eftir að samningurinn var undirritaður í Hörpunni í gær.</p> <p>„Við erum Alvo fyrirtækjunum innilega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning. Kórónaveirunni verður ekki útrýmt nema við útrýmum veirunni í öllum löndum heimsins. Vernda þarf þá staði sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin og tryggja að enginn verði skilinn eftir í baráttunni gegn heimsfaraldrinum. Það er markmið verkefnisins,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Á hverju ári bólusetur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hátt í helming allra barna í heiminum. Þrátt fyrir að COVAX-samstarfið snúist ekki um að bólusetja börn þá nýtir UNICEF nú sérþekkingu sína í bólusetningum til að takast á við þetta sögulega verkefni enda hefur veiran umturnað lífi barna um allan heim. „Sú ábyrgð sem UNICEF hefur verið falin við að bólusetja heimsbyggðina gegn COVID-19 bætist ofan á öll önnur reglubundin neyðarverkefni UNICEF fyrir börn og því er stuðningurinn verulega þýðingarmikill,“ segir Birna.</p> <p>Alvogen, systurfyrirtæki Alvotech, hefur verið dyggur stuðningsaðili UNICEF á Íslandi til fjölda ára. Fyrirtækið hefur meðal annars stutt neyðaraðgerðir UNICEF eftir jarðskjálftann í Nepal, brugðist við neyð barna og fjölskyldna á Sahel-svæðinu í Vestur-Afríku og stutt menntun barna á stríðshrjáðum og viðkvæmum svæðum.</p>

05.03.2021Ljósmyndasýning um þróunarstarf í Eþíópíu og Úganda

<span></span> <p><span>„Samstarf utanríkisráðuneytisins við Hjálparstarf kirkjunnar á sér langa sögu sem grundvallast á víðfeðmri reynslu og starfi samtakanna í þróunarstarfi í fátækari ríkjum heims. Ljósmyndirnar bera vitni um að starf Hjálparstarfs kirkjunnar hefur svo sannarlega borið árangur,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra &nbsp;við opnun ljósmyndasýningar Hjálparstarfs kirkjunnar í Smáralind.</span></p> <p><span>Ljósmyndirnar sýna þróunarsamvinnuverkefni í Eþíópíu og Úganda en verkefnin miða að því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náist fyrir árið 2030. Ljósmyndirnar tók Þorkell Þorkelsson og sýningin stendur yfir til 14. mars á neðri hæð Smáralindar.</span></p> <p><span>Stærsta verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í þróunarsamvinnu er með sárafátæku fólki í Sómalífylki í Eþíópíu. Meginmarkmið verkefnisins eru að bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, að fólkið geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Enn fremur að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar. </span></p> <p><span>Í Úganda rekur Hjálparstarfið verkmenntasmiðjur í fátækrahverfum Kampala í samstarfi við þarlend samtök, Ugandan Youth Development Link. Á hverju ári útskrifast um 500 unglingar með verðmæta reynslu í farteskinu sem eykur möguleika þeirra á að tryggja sér fasta atvinnu og lífsviðurværi. </span></p> <p><span>„Markmið okkar með ljósmyndasýningunni er að veita almenningi innsýn í aðstæður fólksins sem við störfum með á vettvangi og sýna að þróunarsamvinna virkar sem liður í að við náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar við opnun sýningarinnar.&nbsp; </span></p> <p><span>Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda hafa hlotið stuðning frá utanríkisráðuneytinu um árabil í gegnum samstarf ráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu. </span></p>

05.03.2021Óvissa um næstu máltíð nýr veruleiki margra barna

<span></span> <p>Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children minna á að milljónum barna hafi um heim allan verið ýtt út í fátækt með miklu fæðuóöryggi og óvissu um næstu máltíð, nú þegar ár er liðið frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. „Í mörgum löndum hafa skólar verið lokaðir í heilt ár sem hefur skert aðgengi milljóna barna að menntun en samanlagt hafa börn út um allan heim misst&nbsp;112 milljarða daga úr skóla&nbsp;frá því að faraldurinn hófst. Menntun barna og fæðuöryggi er eitt af meginstoðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll börn í heiminum eiga rétt á,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/althjodasamtok-barnaheilla-hafa-nad-til-um-30-milljon-barna-a-lidnu-ari" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla.</p> <p>Samtökin benda á að að heil kynslóð barna hafi orðið fyrir áhrifum heimsfaraldursins og börn hafi þurft að aðlaga líf sitt að nýjum takmörkunum sem hafi meðal annars haft áhrif á skólagöngu þeirra, efnahag fjölskyldna þeirra, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auk þess sem mörg börn hafi misst tengsl við fjölskyldu og vini. Samtökin segja enn fremur að sálfræðilegar afleiðingar heimsfaraldursins hafi einnig tekið sinn toll af heilsu barna, sem hafi valdið kvíða og þunglyndi hjá mörgum börnum.</p> <p>„Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children hafa unnið í fremstu víglínu við það að aðstoða börn í heimsfaraldri til þess að minnka þann skaða sem börn hafa orðið fyrir vegna Covid-19. Á síðastliðnu ári hafa samtökin aðstoðað&nbsp;29,5 milljón börn&nbsp;og fjölskyldur þeirra í&nbsp;88 löndum,“ segir í fréttinni. „Barnahjónabönd hafa aukist gífurlega í kjölfar Covid-19. Um 12 millj­ón­ir stúlkna undir 18 ára eru á hverju ári þvingaðar í hjóna­band og áætla má að vegna Covid-19 eigi rúm­lega 2,5 millj­ón­ir stúlkna til viðbótar á hættu á því að vera þvingaðar í hjóna­band fyr­ir árið 2025. Lokanir skóla eru helsti áhrifavaldur þess að stúlkur séu giftar ungar og er því mikilvægt að skólar opni sem allra fyrst svo að börn geti haldið áfram sinni menntun.“</p>

03.03.2021Heimstorg Íslandsstofu opnar tækifæri á sviði þróunarverkefna

<span></span> <p>„Með Heimstorginu er verið að mæta skýru ákalli frá þróunarríkjunum sjálfum um aukna þátttöku til sjálfbærrar atvinnu- og efnahagsuppbyggingar. Íslensk sérþekking og drifkraftur atvinnulífsins geta sannarlega nýst þar svo um munar. Ég bind vonir við að með Heimstorgi Íslandsstofu geti íslensk fyrirtæki látið meira að sér kveða í atvinnustarfsemi í þróunarríkjum og víðar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi þegar Heimstorg Íslandsstofu var formlega opnað í dag.</p> <p>Heimstorg Íslandsstofu er ný upplýsinga- og samskiptagátt fyrirtækja sem leita viðskiptatækifæra í þróunarríkjum og víðar. Verkefnið var kynnt í beinni útsendingu frá Hörpu. Það er vettvangur þar sem atvinnulíf og stjórnvöld mætast og fyrirtæki geta sótt upplýsingar um mögulegan stuðning við atvinnuþróunarverkefni í þróunarríkjum og víðar þar sem Ísland veitir fjárframlög. Þangað verður einnig hægt að sækja sérþekkingu, stuðning og leiðbeiningar um möguleika á að hrinda hugmyndum í framkvæmd. </p> <p>Íslandsstofa hefur umsjón með rekstri Heimstorgsins á grundvelli þjónustusamnings við utanríkisráðuneytið. Í baklandi verkefnisins verða sérfræðingar utanríkisráðuneytisins um atvinnulíf og þróunarsamvinnu, viðskiptaþjónustu, uppbyggingarsjóðir í Evrópu, þ.m.t. uppbyggingarsjóð EES, auk annarra samstarfssjóða milli stjórnvalda og atvinnulífs sem íslensk fyrirtæki hafa aðgang að. Jafnframt koma sérfræðingar annarra ráðuneyta og tengiliðir um fjölþjóðlegrar fjármögnunarstofnanir að þessu verkefni.</p> <p>„Það er hlutverk Íslandsstofu að veita íslenskum fyrirtækjum þjónustu með það að markmiði að auka útflutningstekjur. Heimstorgið fellur mjög vel að nýrri Útflutningsstefnu Íslands þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran vöxt. Með Heimstorginu miðlum við upplýsingum til íslenskra fyrirtækja um tækifæri á sviði uppbyggingar- og þróunarverkefna víða um heim. Stjórnvöld hafa unnið ötullega að því að opna fyrirtækjum dyr á þessu sviði í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það er mikilvægt að hvetja íslensk fyrirtæki til að nýta fyrirliggjandi tækifæri til að vaxa og dafna með nýrri reynslu og þekkingu um leið og þau styðja við atvinnuþróun í samstarfslöndunum,” segir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.</p> <p><span></span>Á Heimstorginu verður haldið utan um þær leiðir sem fyrirtæki hafa til að njóta þjónustu og leiðsagnar hjá utanríkisþjónustunni, Stjórnarráðinu og eftir atvikum öðrum fyrirtækjum sem starfað hafa á svipuðum mörkuðum og stefnan er sett á. Þá verður hægt að sækja góð ráð til starfsmanna verkefnisins um hvernig er farsælast að sækja um styrki til valinna verkefna.</p>

03.03.2021Innsetning UNICEF: Kennslustofan í heimsfaraldri

<span></span> <p>„Með hverjum deginum sem líður dragast þau börn lengra aftur úr sem geta ekki farið í skólann, og jaðarsettustu börnin eru í mestri hættu. Við höfum ekki efni á að fara inn í annað ár með takmörkuðu skólahaldi fyrir þessi börn,” segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Fyrir rúmlega 168 milljónir barna hafa skólar verið lokaðir í nánast heilt ár vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Enn fremur hafa um það bil 214 milljónir barna – eða eitt af hverjum sjö á heimsvísu – misst af meira en þremur fjórðu af skólaárinu. Þetta kemur fram í <a href="https://data.unicef.org/resources/one-year-of-covid-19-and-school-closures/">nýrri skýrslu</a> sem UNICEF gaf út í dag. </p> <p>Til að vekja athygli á því neyðarástandi sem ríkir í menntamálum vegna kórónaveirunnar afhjúpaði UNICEF í dag innsetninguna „Pandemic Classroom“ við höfuðstöðvar sínar í New York. Innsetning er gerð úr 168 tómum skólaborðum og skólatöskum og táknar hvert borð milljón börn sem hafa ekki komist í skólann í heilt ár. </p> <p><span>„Með þessari innsetningu vill UNICEF senda skilaboð til ríkisstjórna heimsins um að forgangsraða opnun skóla og að bæta aðgang að menntun fyrir þau milljónir barna sem hafa ekki getað stundað fjarnám á meðan á lokunum stendur,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span>Hún segir að það þurfi ekki að velkjast í vafa um hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla geti haft á börn, ungmenni og samfélög í heild. „Meirihluti skólabarna í heiminum treystir á skólann sem ekki einungist stað til að læra heldur einnig stað þar sem þau geta átt samskipti við jafnaldra sína, fengið sálræna aðstoð, bólusetningar og heilbrigðisþjónustu. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft næringarríkasta máltíðin sem börn fá þann daginn,“ segir hún.</span></p> <p><span>UNICEF hefur lengi varað við því að því lengur sem röskun er á skólastarfi og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta sé á að börn flosni alveg upp úr námi. Annað ár heimsfaraldursins er að hefjast og UNICEF óttast að börnum utan skóla fjölgi um 24 milljónir vegna farsóttarinnar. </span></p> <p><a href="https://www.unicef.org/documents/framework-reopening-schools" target="_blank">Áætlun</a> hefur verið gerð um enduropnun skóla af hálfu UNICEF og þriggja annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Alþjóðabankann með hagnýtum ráðleggingum fyrir stjórnvöld og sveitastjórnir.</p>

02.03.2021Skelfileg staða kvenna og stúlkna í Jemen

<span></span> <p>Á tveggja klukkutíma fresti deyr kona af barnsförum í Jemen, af ástæðum sem auðvelt væri að koma í veg fyrir. Að mati Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er talið að rúmlega ein milljón jemenskra kvenna verði bráðavannærðar á þessu ári. Á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Jemen í gær tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um heildarframlög Íslands til næstu þriggja ára, alls 285 milljónir króna. Hæstu framlögin renna til Mannfjöldasjóðsins (UNFPA), 40 milljónir á ári, en sjóðurinn sinnir fyrst og fremst konum og unglingsstúlkum. Staða þeirra í Jemen er átakanlega slæm.</p> <p>Talið er að um 73 prósent þeirra íbúa Jemen sem eru á hrakhólum séu konur og börn. Um 1,7 milljónir kvenna og stúlkna eru ýmist barnshafandi eða með barn á brjósti og þær hafa takmarkaðan eða engan aðgang að kvennadeildum innan heilbrigðisþjónustu, þar með talinni fæðingarhjálp, umönnun eftir fæðingu, fjölskylduáætlunum, bráðamóttöku og ungbarnaeftirliti.</p> <p>„Frá því ég varð barnshafandi hef ég lifað í stöðugum ótta. Ég veit af mörgum stelpum í þorpinu mínu sem deyja af barnsförum,“ er haft eftir fimmtán ára stúlku frá Jemen í <a href="https://news.un.org/en/story/2021/02/1085802" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Sameinuðu þjóðunum. Hún og fjölskylda hennar neyddust til að flýja og flytja í flóttamannabúðir vegna átaka í suðurhluta landsins þegar hún var gengin átta mánuði á leið. Ljósmóðir segir stúlkuna hræðilega vannærða.</p> <p>Konur og stúlkur hafa löngum búið við kynbundið ofbeldi, fátækt og misrétti í Jemen en stríðsátök síðustu ára og kórónuveiran hafa gert ástandið verra. Tilkynningum um ýmiss konar ofbeldi gegn konum hefur fjölgað verulega og sífellt fleiri leita neikvæðra leiða til að lifa af. UNFPA nefnir meðal annars barnahjónabönd, mansal og betl í því sambandi.</p> <p><strong>Áheitaráðstefnan vonbrigði</strong></p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir niðurstöðu áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær vonbrigði. Lagt var upp með að safna 3,85 milljörðum bandarískra dala en aðeins fengust fyrirheit um 1,7 milljarða.</p> <p>Framlög Íslands renna til svæðasjóðs vegna Jemen hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"><a href="https://www.unfpa.org/resources/2021-unfpa-humanitarian-response-yemen" target="_blank">2021 UNFPA Humanitarian Response in Yemen</a></span></p>

01.03.2021Ísland leggur fram 285 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Jemen

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti um 285 milljóna króna heildarframlag Íslands, til þriggja ára, á áheitaráðstefnu um Jemen í dag. Framlagið skiptist á milli þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>„Jemenska þjóðin er á barmi hungursneyðar sem er sú skelfilegasta sem við höfum séð í áratugi. Þörfin fyrir árangursríka, skilvirka og skipulagða fjármögnun mannúðaraðgerða í Jemen hefur því aldrei verið eins brýn,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/01/Avarp-a-framlagaradstefnu-vegna-Jemen/">ávarpi á ráðstefnunni</a>&nbsp;fyrr í dag sem fór fram gegnum fjarfundabúnað með þátttöku rúmlega eitt hundrað fulltrúa ríkisstjórna. </p> <p>Guðlaugur Þór greindi frá því í ávarpinu að framlag Íslands skiptist á milli þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem allar væru áherslustofnanir í stefnu Íslands í mannúðarmálum. Um er að ræða svæðasjóð vegna Jemen hjá samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Af 95 milljóna króna árlegu framlagi næstu þrjú árin ráðstafar UNFPA 40 milljónum, WFP 30 milljónum og svæðasjóður OCHA 25 milljónum.</p> <p><span>„Íbúar Jemens hafa þjáðst of mikið og of lengi. Það þarf að binda enda á átökin með varanlegri pólitískri lausn,“ voru lokaorð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á áheitaráðstefnunni í dag.</span></p> <p>„Lífið er á þessari stundu óbærilegt fyrir flesta íbúa Jemen,“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu áður en ráðstefnan hófst. Hann sagði jafnframt að börn í Jemen upplifðu bernskuna sem „sérstaka tegund af helvíti“ og brýnt væri að koma á friði og takast á við afleiðingar átakanna.&nbsp; </p> <p>Áheitaráðstefnur sem þessar hafa jafnan verið haldnar árlega frá því stríðið í Jemen hófst fyrir tæplega átta árum. Markmið þeirra er að tryggja nauðsynlegan mannúðarstuðning við óbreytta borgara í Jemen en hvergi í heiminum er neyðarástand talið alvarlegra. Um átta af hverjum tíu íbúum þurfa á mannúðaraðstoð að halda og ástandið versnar dag frá degi.</p> <p>Á síðasta ári var af hálfu Íslands varið 105 milljónum íslenskra króna til mannúðarmála í Jemen, 65 milljónum var ráðstafað til UNFPA og 40 milljónum til WFP.</p> <ul> <li><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/03/01/Avarp-a-framlagaradstefnu-vegna-Jemen/">Ávarp utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra&nbsp;á <span>áheitaráðstefnu um Jemen.</span></a></li> </ul>

01.03.2021Bólusetning gegn COVID-19 að hefjast í Afríkuríkjum

<span></span> <p>Fyrstu bólusetningar COVAX-samstarfsins hefjast í dag en fyrstu skammtarnir af bóluefnum gegn COVID-19 bárust á flugvöllinn í Abidjan á Fílabeinsströndinni rétt fyrir hádegi á föstudag. Um er að ræða bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins, samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bólu­efn­is gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heims­ins. Í þessari fyrstu úthlutun fékk Fílabeinsströndin 504 þúsund skammta af COVID-19 bóluefni og 505 þúsund sprautur. </p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gegnir lykilhlutverki í þessu samstarfi og leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. Í COVAX-samstarfinu er unnið bæði með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heimsins. </p> <p>„Til þess að útrýma COVID-19 þarf að útrýma veirunni allsstaðar og tryggja að ekkert land verði skilið eftir. Það er ekki bara það sem rétt að gera heldur það sem þarf að gera. Vernda þarf þau lönd sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin gegn veirunni og mikil vinna er því framundan til þess að tryggja að bólusetning meðal heilbrigðisstarfsfólks og viðkvæmra hópa geti hafist í öllum löndum heimsins á fyrstu 100 dögum þessa árs,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok ársins 2021. Í síðustu viku bárust fyrstu skammtarnir til Gana, sem varð fyrst ríkja til að fá bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins. Á fimmtudag skrifuðu UNICEF og AstraZeneca undir langtíma samning um afhendingu bóluefnis gegn COVID-19 fyrir hönd COVAX-samstarfsins. Með samningnum hefur UNICEF ásamt samstarfsaðilum aðgang að allt að 170 milljónum skammta af bóluefnum gegn COVID-19 fyrir 85 lönd. „Þetta er þriðji slíki samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer og Serum Institute of India. Áætlað er að afhending bóluefnisins hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir Steinunn.</p> <p>UNICEF hefur auk þess hleypt af stokknum <a href="https://www.unicef.org/supply/covid-19-vaccine-market-dashboard" target="_blank">mælaborði</a>&nbsp;fyrir bóluefnamarkaðinn sem er gagnvirkt tæki fyrir lönd, samstarfsaðila og framleiðsluiðnaðinn. Þar verður hægt að fylgjast með þróun bóluefna gegn COVID-19 og árangri COVAX-samstarfsins í að tryggja sanngjarnt verð og sanngjarnt aðgengi allra landa í heiminum að bóluefnun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi, skilvirkni og frjálst flæði upplýsinga. </p> <p>Afhending bóluefnanna á Fílabeinsströndinni og í Gana markar upphafið af fyrstu alþjóðlegu úthlutun bóluefna gegn kórónaveirunni. Fleiri lönd munu bætast í hópinn á næstu dögum og vikum. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja UNICEF og samstarfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum og nýtir UNICEF nú sérþekkingu sína til að takast á við þetta sögulega verkefni. </p> <p>Undanfarna mánuði hafa UNICEF og PAHO, í samstarfi við alþjóðasamtökin um bólusetningar (GAVI), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) unnið með ríkisstjórnum og flutningsaðilum í að undirbúa komu bóluefnanna. Þetta felur meðal annars í sér aðstoð við að þróa bólusetningaráætlun, stuðning við innviði köldu keðjunnar og þjálfun starfsfólks sem þarf fyrir örugga framkvæmd bólusetninga. Auk þess er búið að koma upp birgðum af sprautum, öryggiskössum, grímum, hönskum og öðrum hlífðarbúnaði. </p>

26.02.2021Áheitaráðstefna vegna Jemen á mánudag

<span></span> <p><span>Hvergi í heiminum er neyðarástand talið alvarlegra en í Jemen. Ófriðurinn í landinu hefur staðið yfir á áttunda ár og samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eru 50 þúsund íbúar í landinu við dauðans dyr sökum hungurs. Á átakasvæðum er gífurleg þörf á mannúðaraðstoð fyrir 21 milljón íbúa, um 66 prósent þjóðarinnar, og þar af eru 12 milljónir íbúa í brýnni neyð. Fjármagn skortir til að mæta neyðinni.</span></p> <p><span>Í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa Jemen boða Sameinuðu þjóðirnar til fjáröflunarfundar á mánudaginn kemur en gestgjafar eru ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss. Samkvæmt upplýsingum OCHA fer ástandið í landinu versnandi og íbúum fjölgar sem svelta heilu hungri.</span></p> <p><span>Að <a href="https://unocha.exposure.co/ten-things-you-need-to-know-about-yemen-right-now" target="_blank">mati</a>&nbsp;OCHA eru í Jemen tæplega 2,3 milljónir barna yngri en fimm ára sem þjást af bráðavannæringu, þar af um 400 þúsund sem eru svo aðframkomin að óttast er að þau deyi verði ekki skjótt brugðist við.</span></p> <p><span>Margvísleg önnur óárán blasir við íbúum Jemen, meðal annars ofsafengnar rigningar, flóð, orkukreppa, engisprettufaraldrar, kólera og COVID-19. Þótt aðeins hafi verið tilkynnt um rúmlega tvö þúsund sjúkdómstilvik af COVID-19 og rúmlega sex hundruð dauðsföll er álitið að tölurnar séu í rauninni miklu hærri. Viðbrögð við farsóttinni taka mið af ástandinu i landinu, sýnatökur hafa verið fáar, heilsugæslustöðvar óburðugar og mikill skortur á lyfjum og skjólfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.</span></p> <p><span>Hagkerfið er komið að fótum fram, gjaldmiðill landsins er hruninn og innfluttar nauðsynjar ýmist of dýrar eða ófáanlegar. Hækkun eldsneytisverðs hækkar verð á almenningssamgöngum og OCHA telur að það letji fólk til þess að leita aðstoðar á heilsugæslustöðvar. </span></p> <p><span>Aðeins náðist að safna fyrir um það bil helmingi af skilgreindi mannúðarþörf síðasta árs og fulltrúar OCHA segja því mikið í húfi á mánudag að framlagsríki styðji lífsbjargandi aðgerðir í þeirri neyð sem nú ríkir í Jemen.</span></p>

25.02.2021Ísland í efsta sæti annað árið í röð

<span></span> <p>Ísland skorar fullt hús stiga annað árið í röð nýrri skýrslu Alþjóðabankans um Women, Business and the Law. Auk Íslands fengu níu aðrar þjóðir 100 stig, Belgía, Danmörk, Frakkland, Írland, Kanada, Lettland, Lúxemborg, Portúgal og Svíþjóð. </p> <p>Samkvæmt <a href="https://openknowledge.worldbank.org/bitstream/handle/10986/35094/9781464816529.pdfhttp://" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;þokast þjóðir í áttina að auknu jafnrétti en konur um heim allan halda engu að síður áður áfram að standa frammi fyrir lögum og reglum sem takmarka þátttöku þeirra í efnahagslífinu. Þá hefur COVID-19 faraldurinn haft í för með sér nýjar áskoranir um heilsu, öryggi og afkomu kvenna.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Í skýrslunni er lögð mælistika á lög og reglur þvert á átta svið, meðal annars ferðafrelsi, foreldrahlutverk og eftirlaun, sem hafa áhrif á efnahagsleg tækifæri kvenna í 190 löndum fyrir tímabilið september 2019 til október 2020. Í ljósi heimsfaraldursins skoða skýrsluhöfundar einnig viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á konur í atvinnulífinu og heima fyrir, með áherslu á umönnun barna, aðgang að réttarkerfinu og heilsu og öryggi.&nbsp;&nbsp; </p> <p>„Full þátttaka kvenna í efnahagslífinu er forsenda þróunar og hagsældar,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans. „Þrátt fyrir árangur í mörgum löndum, blasir við afturför í einstaka löndum sem veldur áhyggjum, eins og takmörkun á rétti kvenna til að ferðast án leyfis karlkyns forráðamanns. Faraldurinn hefur aukið á misrétti sem fyrir var sem kemur sérstaklega niður á konum og stúlkum, til dæmis hindranir í að sækja skóla og halda störfum. Konur standa einnig frammi fyrir því að heimilisofbeldi hefur aukist, auk áskorana sem tengjast heilsu og öryggi.</p>

24.02.2021Ísland veitir neyðaraðstoð í Malaví

<span></span> <p>Ísland veitir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) í Malaví 26 milljónir króna til að bregðast við neyðarástandi vegna COVID-19. Með stuðningi Íslands setur WFP upp skimunar- og greiningaraðstöðu við landamærastöðvar Malaví og Sambíu og reisir sex bráðabirgðaskýli við sjúkrahús sem nýtast sem rannsóknarstofur og legudeildir fyrir COVID-19 smitaða.</p> <p><span>„Framlag okkar beinist að því að draga úr útbreiðslu farsóttarinnar og góðu fréttirnar eru þær að smitum fækkar. Við eigum í afskaplega góðu og nánu samstarfi bæði við stjórnvöld í Malaví og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna um að ná árangri,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </span></p> <p><span>„Skjót viðbrögð Íslands gera okkur kleift að bregðast við mikilli neyð og veita lífsnauðsynlega aðstoð til þeirra sem veikir eru af COVID-19,“ segir Benoit Thiry framkvæmdastjóri WFP í Malaví og þakkar Íslandi dyggan stuðning. </span></p> <p><span>Önnur bylgja COVID-19 skall á Malaví í upphafi árs af miklum þunga og forsetinn lýsti yfir neyðarástandi 12. janúar. Hertar aðgerðir tóku gildi með grímuskyldu og útgöngubanni eftir klukkan 21, auk þess sem skólum var lokað. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe er talið að bylgjan hafi borist til landsins með auknum straumi fólks milli landa um jól og áramót gegnum landamærastöðvar við Mósambík, Sambíu og Tansaníu. </span></p> <p><span>„Að öllum líkindum er um að ræða veiruafbrigði sem kennt er við Suður Afríku og breiðist hratt út. Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum og stærstu sjúkrahús Malaví eru yfirfull. Tímabundin aðstaða fyrir COVID-19 sjúklinga hefur verið sett upp á fótboltavelli í Lilongwe, í forsetahöllinni í Zomba og í Mzuzu. </span></p> <p><span>Að sögn Ingu Dóru vinnur WFP náið með ríkisstjórn Malaví til að bregðast við birgðastjórnunarvanda sem stjórnvöld standa frammi fyrir. Reglulegir samhæfingarfundir eru haldnir með stjórnvöldum, WFP og öðrum mannúðarsamtökum sem starfa í landinu. Hún segir að með stuðningi frá Íslandi sé að hægt að bregðast hratt við herða eftirlit við landamæri og útvega legurými við spítala. </span></p> <p><span>„Birgðastjórnunarteymi WFP byggir á umfangsmikilli reynslu frá því að kljást við ebólu í vesturhluta Afríku og brást því hratt og örugglega við hér í Malaví þegar skyndileg þörf varð á að útvega og standsetja rými við sjúkrahús, skóla og flóttamannabúðir,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir. </span></p> <p><span>Ísland ráðstafaði 27 milljónir króna í júní á síðasta ári til WFP, til að bregðast við fyrstu bylgju faraldursins í Malaví. Stuðningurinn fólst þá meðal annars í því að setja upp COVID-19 skimunarastöðu á Blantyre flugvelli svo hægt væri að opna flugvöllinn eftir þriggja mánaða lokun. Einnig voru sett upp rými fyrir COVID-19 smitaða nemendur og kennara við framhaldsskóla, í flóttamannabúðum og við sjúkrahús, auk tímabundinna rannsóknarstofa. </span></p>

23.02.2021 Íbúar fátækra ríkja í langmestri hættu vegna loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Íbúar lágtekjuríkja eru að minnsta kosti fjórum sinnum líklegri til þess að lenda á vergangi vegna loftslagsbreytinga en íbúar efnaðri ríkja, þrátt fyrir að bera minnstu ábyrgð á breytingum í veðurfari. Þetta staðhæfir Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA.</p> <p>Veðurhamfarir leiða ár hvert til þess að milljónir jarðarbúa þurfa á neyðaraðstoð að halda. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf að gera miklu meira til þess að sjá fyrir og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða áður en lífi milljóna manna er stefnt í hættu.</p> <p>Árið 2019 voru 34 milljónir manna á heimsvísu á barmi hungursneyðar vegna öfga í veðurfari og hættur tengdar veðri leiddu til fólksflótta 24,9 milljóna í 140 löndum.</p> <p>OCHA hefur sett upp <a href="https://unocha.exposure.co/why-the-climate-crisis-is-a-humanitarian-emergency" target="_blank">vefsíðu</a>&nbsp;með sláandi dæmum um breytingar á loftslagi og áhrifum þeirra á íbúa fjölmargra fátækra ríkja í heiminum, eins og Suður-Súdan, Sýrland, Jemen og ríkja í Suður-Asíu.</p> <p>OCHA er ein af helstu samstarfsstofnunum Íslands í <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/mannudaradstod/">mannúðarmálum</a>.</p>

19.02.2021Mikil fjölgun kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum

<span></span> <p>Börn sem búa á átakasvæðum eru í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi í dag en fyrir þremur áratugum að mati Barnaheilla – Save the Children. Kynferðisofbeldi er notað sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, ýmist í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi. Samtökin segja að fjöldi staðfestra tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum sé aðeins toppurinn á ísjakanum.</p> <p>,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annarskonar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax," segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Save the Children.</p> <p>Börn sem verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eiga erfitt með að tilkynna glæpinn og þau óttast hefndaraðgerðir, auk þess sem stuðningur og þjónusta er lítil sem engin. Mikill skortur er á sálfræðistuðningi eða geðheilbrigðisþjónustu og því þurfa mörg börn „að burðast með vanlíðan og aðrar afleiðingar þess að vera beitt þessu alvarlega ofbeldi,“ eins og segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/1-af-hverjum-6-bornum-sem-byr-a-atakasvaedum-gaeti-ordid-fyrir-kynferdisofbeldi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum.</p> <p>Frá árinu 2006 hafa yfir 20 þúsund tilfella kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum. Árið 2019 (nýjustu tölur) voru 749 staðfest tilfelli. Þar af voru 98% kynferðisbrota framin gegn stúlkum. Að auki tvöfölduðust kynferðisbrot framin af stjórnarher í viðkomandi landi frá árinu á undan.</p> <p>Í nýrri <a href="https://www.barnaheill.is/static/files/Vinatta/weapon-of-war-report_final.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children kemur fram að alls búi 426 milljónir barna á átakasvæðum í heiminum. Samkvæmt skýrslunni búa 17 prósent þeirra, eða 72 milljónir barna, á átakasvæðum nálægt vopnuðum hópum sem beita kynferðisofbeldi.</p> <p>Hættan á kynferðisofbeldi á átakasvæðum er mest í Kólumbíu, Írak, Sómalíu, Suður Súdan og Jemen. Það felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæsluaðila.</p>

18.02.2021Ný tilfelli ebólu greinast í Afríkuríkjum

<span></span> <p>Ebóla hefur á nýjan leik greinst í Afríku. Staðfest smit eru að minnsta kosti í tveimur ríkjum, Gíneu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Grunur er um smit í Síerra Leone. Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016, Líberíu, Sierra Leóne og Gíneu, og leiddi þá til rúmlega ellefu þúsund dauðsfalla. Þjóðir í þessum heimshluta eru á sama tíma að glíma við aðra bylgju COVID-19 en sjúkdómarnir eru að því leyti ólíkir að dánartíðni af völdum ebólu er miklu hærri.</p> <p>Heilbrigðisstarfsfólk segir fréttirnar minna hræðilega mikið á fyrri faraldurinn sem einnig átti upptök í Gíneu. Í byrjun vikunnar var greint frá tólf óstaðfestum tilvikum ebólu í suðausturhluta Gíneu, í grennd við landamæri Fílabeinsstrandarinnar, Líberíu og Síerra Leone.</p> <p>Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við með aðgerðum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, meðal annars með smitrakningarteymum sem hafa sett 300 manns í sóttkví í Kongó og 150 manns í Gíneu í sóttkví. Stjórnvöld í Gíneu hafa enn fremur bannað fjölsótta markaði og aðrar samkomur eins og jarðarfarir. Stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa aukið eftirlit á landamærum.</p>

17.02.2021Mörg flugfélög í samstarf við UNICEF um dreifingu bóluefna

<span></span> <p>Á annan tug alþjóðlegra flugfélaga hafa tekið höndum saman með UNICEF um dreifingu bóluefna gegn COVID-19 til lágtekjuríkja. Þetta frumkvæði að mannúðarflugi - <a href="https://www.unicef.org/partnerships/humanitarian-airfreight-initiative" target="_blank">UNICEF Humanitarian Airfreight Initiative</a>&nbsp;– var kynnt í Kaupmannahöfn í gær og byggir á dreifingaráætlun COVAX sem er samstarf ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19. Ísland tekur eins og kunnugt er þátt í fjármögnun COVAX.</p> <p>„Dreifing lífsbjargandi bóluefna er bæði stórkostlegt og flókið verkefni,“ segir Etleva Kadilli framkvæmdastjóri birgðasviðs UNICEF og nefnir meðal annars gífurlegt magn lyfjanna sem þarf að flytja, nákvæma vöktun hitastigs og fjölbreytni dreifingarleiða. </p> <p>Flugfélögin sem taka þátt í verkefninu, þeirra á meðal Cargolux, AirFrance/KLM, Ethiopian Airlines, Qatar Airlines og Singapore Airlines, fljúga til yfir eitt hundrað landa. Samkvæmt áætlun COVAX fá 145 lágtekjuríki bóluefni til að bólusetja um þrjú prósent íbúa á fyrri hluta þessa árs.</p>

16.02.2021Varnargarðar reistir við fiskmarkaðinn í Panyimur

<span></span> <p><span>Vatnsyfirborð stöðuvatna í Úganda hefur hækkað umtalsvert á síðustu misserum og víða í grennd við vötnin hafa íbúar orðið fyrir eignatjóni og uppskerubresti vegna flóða. Nýbygging við fiskmarkað á bökkum Albertavatns, sem reist var fyrir íslenskt þróunarfé, var um tíma í stórhættu og heimamenn óskuðu eftir fjárhagslegri aðstoð Íslendinga við byggingu varnargarða. Þeirri framkvæmd lauk og dögunum og nú er starfsemin komin í eðlilegt horf.</span></p> <p><span>Íslendingar hófu samstarf við héraðsyfirvöld í Pakwach héraði fyrir rúmum sjö árum sem fólst í því að reisa yfirbyggingu við fiskmarkað í þorpinu Panyimur, við landmæri Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Verkefnið var hluti af stóru verkefni Íslendinga um að auka gæði og verðmæti afla úr vötnum í Úganda. Markaðurinn í Panyimur er fjölsóttur af fólki sem kemur víða að, meðal annars frá nágrannaríkjum.</span></p> <p><span>„Sú framkvæmd að byggja yfir markaðinn var mikil lyftistöng fyrir héraðið, ekki síst konurnar sem sjá um viðskiptin,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala. „Árið 2019 óskaði héraðið enn og aftur eftir samvinnu við sendiráðið, nú um stækkun markaðarins. Starfsemin hafði margfaldast og eldra svæðið réði ekki lengur við þær 3000 fisksölukonur, sem sóttu hann hvern markaðsdag. Þá var ákveðið að tvöfalda markaðinn og því verki lauk í mars á síðasta ári þegar hann var formlega vígður.“</span></p> <p><span>Um svipað leyti fór vatnsyfirborð stöðuvatna í Úganda að hækka eftir gífurlega úrkomu og mikla vatnavexti í ám. Yfirborð Viktoríuvatns hækkaði um 1,4 metra og sömu sögu var að segja um Albertsvatn og Kyogavatn. &nbsp;Að sögn Finnboga Rúts fór eldri hluti fiskmarkaðarins í Panyimur að hluta undir vatn. „Mannvirkin sem við höfum kostað voru í stórhættu og því var ákveðið að reisa varnargarð, til að bjarga því sem bjargað varð. Nú er varnargarðurinn risinn og báðir hlutar markaðarins komnir á þurrt. Starfsemin blómstrar á ný,“ segir Finnbogi Rútur.</span></p>

15.02.2021Alvarlega vannærðum börnum fjölgar hratt í Jemen

<span></span> <p>„Það að svöngum börnum í Jemen fjölgi enn ætti að vekja okkur öll til aðgerða. Fleiri börn munu deyja að óþörfu á hverjum degi&nbsp;sem líður án þess að við bregðumst við. Mannúðarstofnanir þurfa nauðsynlega, og nú þegar, aukinn stuðning og óhindraðan aðgang að þessum samfélögum til að geta bjargað lífi þessara barna,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF.</p> <p>Bráðavannæring kemur til með að aukast um 16 prósent frá því í fyrra í Jemen og alvarleg bráðavannæring barna yngri en fimm ára eykst um 22 prósent. Þetta merkir að hartnær 2,3 milljónir jemenskra barna undir fimm ára aldri koma til með að glíma við bráðavannæringu á þessu ári. Reikna má með að 400 þúsund þeirra fái alvarlega bráðavannæringu sem getur dregið þau til dauða án nauðsynlegrar meðhöndlunar.</p> <p>Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO),&nbsp;Barnahjálpar Sameinuðu þjóðarinnar (UNICEF), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).</p> <p>Í skýrslunni –<a href="http://www.ipcinfo.org/fileadmin/user_upload/ipcinfo/docs/IPC_Yemen_Acute_Malnutrition_2020Jan2021Mar.pdf" target="_blank"></a><a href="http://www.ipcinfo.org/fileadmin/user_upload/ipcinfo/docs/IPC_Yemen_Acute_Malnutrition_2020Jan2021Mar.pdf">Integrated&nbsp;Food&nbsp;Security&nbsp;Phase&nbsp;Classification&nbsp;(IPC)&nbsp;Acute&nbsp;Malnutrition</a>&nbsp;– segir að þetta sé hæsta hlutfall alvarlegrar bráðavannæringar barna sem skráð hefur verið síðan átökin í Jemen hófust árið 2015. „Vannæring dregur verulega úr líkamlegum og andlegum þroska barna á fyrstu tveimur árum ævi þeirra og getur leitt af sér bæði heilsutengd og félagsleg vandamál sem fylgt geta börnum út lífið,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>Það að takast á við vannæringu og koma í veg fyrir hana hjá börnum byrjar á heilsu móðurinnar. Því lýsa stofnanirnar yfir miklum áhyggjum af því að á árinu sé horft fram á að 1,2 milljónir barnshafandi kvenna og kvenna með barn á brjósti í Jemen glími við vannæringu á árinu</p> <p>Áralöng stríðsátök og efnahagsþrengingar, heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 og minnkandi fjárframlög til alþjóðlegra mannúðarstofnana hafa komið verulega illa við jaðarsett samfélög í Jemen. </p> <p>„Þessar niðurstöður eru enn eitt neyðarkallið frá Jemen þar sem hvert vannært barn táknar fjölskyldu sem berst í bökkum við að halda lífi. Neyðarástandið í Jemen er eitruð blanda stríðs, efnahagshruns og fjárskorts til að veita þeim sem verst standa nauðsynlega lífsbjörg. En það er til lausn við hungri, það er fæða og næring og að binda enda á ofbeldið. Ef við bregðumst við NÚNA, þá er enn tími til að binda enda á þjáningar jemenskra barna,“ segir David&nbsp;Beasley, framkvæmdastjóri&nbsp;WFP.</p> <p>Upplýsingar um neyðarsöfnun UNICEF eru <a href="https://unicef.is/neyd" target="_blank">hér</a>&nbsp;en einnig er hægt að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn.</p>

12.02.2021Íslenskur stuðningur við skapandi greinar og menningarlíf í Beirút

<span></span> <p>„Sköpun, menning og listir skipta hvert samfélag miklu máli,“ segir Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO, eftir undirritun samnings milli Íslands og menningarstofnunar um fjárstuðning við skapandi greinar menningarlíf í Beirút. „Við erum sannfærð um að þetta framlag, fimmtán milljónir íslenskra króna, hjálpi Beirútbúum við að endurlífga menningarlífið með þjálfun og endurbótum eftir sprenginguna miklu í ágúst,“ segir hún.&nbsp; </p> <p>Framlag Íslands verður notað til að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum með stofnun þjálfunaráætlunar í leiklist, sviðslistum, tónlist og kvikmyndum. Þar að auki kemur það að gagni við endurreisn skemmdra listaverka eftir líbanska listamenn.</p> <p>„Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir því markmiði,“ segir Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO í <a href="https://en.unesco.org/news/libeirut-iceland-joins-unescos-efforts-support-artists-and-cultural-life-beirut" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef stofnunarinnar.</p> <p>UNESCO hefur hleypt af stokkunum svokölluðu&nbsp;LiBeirut initiative&nbsp;frumkvæði sem miðar að því að styðja endurreisn borgarinnar í formi mennta og menningar.</p>

12.02.2021Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví

<span></span> <p style="text-align: justify;"><span style="text-align: left;">Rauði krossinn á Íslandi hefur hrundið af stað neyðarsöfnun vegna COVID-19 í Malaví. „Gríðarstór COVID-19 bylgja herjar nú á berskjaldaða íbúa Malaví, eins þéttbýlasta lands Afríku. Líklegast þykir að hið bráðsmitandi suðurafríska afbrigði veirunnar hafi borist til landsins um og upp úr áramótum og var hlutfall jákvæðra prófa fyrstu vikur ársins allt að 30%,“ segir í frétt&nbsp;frá Rauða krossinum.</span></p> <p>Þar segir að faraldurinn hafi fljótt náð fljótt veldisvexti og vitað sé að vegna mjög takmarkaðrar skimunargetu sé raunverulegur fjöldi tilfella að öllum líkindum mun hærri en fjöldi staðfestra tilfella. </p> <p>„Fjöldi látinna eykst dag frá degi og illa gengur að ná böndum á útbreiðslu veirunnar. Heilbrigðiskerfi þessa fátæka lands er komið að þolmörkum. Súrefni er af skornum skammti og sett hafa verið upp tjaldsjúkrahús til að reyna að anna álagi. Um 1.300 heilbrigðisstarfsmenn hafa greinst með veiruna og enn eru bólusetningar ekki hafnar í landinu,“ segir í fréttinni.</p> <p>„Rauði krossinn er stærstu hjálparsamtök Malaví og tugþúsundir sjálfboðaliða félagins sinna mikilvægu hlutverki í viðbragðskerfi landsins. Við á Íslandi þekkjum vel mikilvægi þess að geta treyst á vel þjálfaða sjálfboðaliða um land allt - í borgum, bæjum og sveitum – þegar bregðast þarf hratt við og koma mikilvægum upplýsingum til skila. </p> <p>Frá aldamótum hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað náið með systurfélagi sínu í Malaví, bæði að verkefnum í þróunarsamvinnu og að ýmsum neyðaraðgerðum sem sífellt verða tíðari vegna hamfarahlýnunar. Frá því veiran greindist fyrst í Afríku hefur Rauði krossinn lagt áherslu á forvarnir og fræðslu um smitleiðir, mikilvægi handþvottar, grímunotkun, dreifingu hlífðarbúnaðar og þess að viðhalda nálægðarmörkum. Mikil vinna hefur farið í að leiðrétta sögusagnir og tryggja réttar upplýsingar.“</p> <p>Í frétt Rauða krossins er bent á að einhverjar alvarlegustu afleiðingar faraldursins tengist lokunum skóla og almennum samkomutakmörkunum og margt fólk sem lifir við sárafátækt eygi litla von um að sjá sér farboða. Nefnt er að Heimilisofbeldi hafi aukist og merkja megi aukningu í barnahjónaböndum og barnshafandi unglingsstúlkum fjölgi.</p> <p>„Verkefninu er ekki lokið. Mannkyn er ekki laust við þennan faraldur fyrr en búið er að ráða niðurlögum hans alls staðar. Tökum slaginn saman. Rauði krossinn veitir lífsbjargandi aðstoð í Malaví og fer þess nú á leit við fólk og fyrirtæki að þau styðji aðgerðirnar dyggilega,“ segir í frétt Rauða krossins.</p> <p>Hægt er að styðja söfnunina með því að:</p> <ul> <li>senda sms-ið TAKK í 1900 (2.900 kr.)</li> <li>styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000)</li> <li>styrkja í gegnum Kass (778 3609)</li> <li>leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649</li> </ul> <p>Malaví er eins og flestir vita annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p>

11.02.2021Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin

<span></span> <p>Fræðsluþátturinn „Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin“ verður sýndur á RÚV í kvöld þar sem Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim. Þau njóta aðstoðar sérfræðinga í þróunarsamvinnu sem þekkja stöðuna á viðkæmum svæðum af eigin raun. Þátturinn er hluti af sameiginlegu fræðsluátaki íslenskra félagasamtaka í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem nefnist „Þróunarsamvinna ber ávöxt.“</p> <p>„Beinna og óbeinna áhrifa kórónuveirunnar mun halda áfram að gæta á heimsvísu næstu árin, ekki síst í þróunarríkjum. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar eru miklar, fjöldi starfa hefur tapast og viðkvæmustu hóparnir verða verst úti. Víða hafa börn ekki getað sótt skóla nema að takmörkuðu leyti í heilt ár og mörg þeirra verða því af einu heitu máltíð dagsins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í <a href="https://www.frettabladid.is/skodun/throunarsamstarf-i-skugga-heimsfaraldurs/" target="_blank">grein</a>&nbsp;í Fréttablaðinu í dag í tilefni af átakinu.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/TslKe9uDFeQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Aðgangur að vatni, næring, menntun og ofbeldi. Allt eru þetta hlekkir í keðjuverkun COVID-19 um allan heim,“ segir Áslaug Ármannsdóttir verkefnastjóri átaksins. „Talið er að allt að 500 milljónir manna eigi á hættu að lenda í sárafátækt vegna faraldursins en í fræðslumyndinni er sjónum beint að félagslegum og efnahagslegum afleiðingum COVID-19 á efnaminni ríki.“</p> <p>Öll helstu íslensku félagasamtök í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að fræðsluátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fræðsluþátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 20:00 í kvöld.</p>

10.02.2021Dönsk vindorkueyja mætir orkuþörf tíu milljóna heimila

<span></span> <p>Fyrirhuguð ný manngerð eyja hefur verið kynnt sem bjartasta von orkuskipta í Danmörku og jafnvel í Evrópu og heiminum öllum, segir í <a href="https://unric.org/is/ny-donsk-orkueyja-bjartasta-von-orkuskipta/http://" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Eyjan verður 80 kílómetra frá landi í Norðursjó. Þar verður safnað&nbsp;<a href="https://en.energinet.dk/Green-Transition/Energy-Islands">orku&nbsp;</a>frá fjölmörgum vindorkubúum og henni síðan miðlað til fjölda ríkja. </p> <p>Í fréttinni segir að Danir noti sífellt hlutfallslega meira rafmagn í orkunotkun sinni. „Vindorkueyjan mætir þessari auknu eftirspurn auk þess að flytja út græna orku til nágrannaríkja,“ segir UNRIC. „Til að byrja með mun orkuframleiðsla eyjarinnar duga fyrir orkunotkun þriggja milljóna heimila. Stefnt er síðan að því að hún færi smám saman út kvíarnar þar til hún getur sinnt orkuþörf tíu milljóna heimila. Þá mun hún hafa stækkað úr 18 fótboltavöllum í lokastærðina sem nemur 64 fótboltavöllum.“</p> <p>Að sögn UNRIC verður þessi fyrsta vindorkueyju heims mesta byggingaframkvæmd danskrar sögu. Búist er við að sú orka sem leidd verður úr læðingi nægi til að sinna orkuþörf tíu milljóna heimila í Evrópu. Kostnaðurinn er áætlaður 210 milljónir danskra króna eða 4620 – fjögur þúsund sex hundruð og tuttugu milljarðar – íslenskra króna.</p> <p>„Gervi-orkueyjan er önnur tveggja slíkra sem Danir ætla einbeita sér að í þágu hreinna orkuskipta. Þingið hafði áður samþykkt að skapa vindorkubú á Borgundarhólmi. Þegar saman fer að vindur er mikill en eftirspurn lítil verður umframorka nýtt til framleiðslu vetnis eða annarrar loftslagsvænnar orku. Hana má nota að knýja skip og þungaiðnað. Hér er um að ræða tækni sem mætti kalla rafaflsvörpun (&nbsp;“power-t-x” tækn) sem vonast er til að greiði fyrir umhverfisvænni samgöngum."</p> <p>Hrein orkuskipti eru þungamiðja í&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/merki/?itemid=d50e3b2e-3f29-11e9-9436-005056bc530c">sjöunda&nbsp;</a>heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Það snýst um sjálfbæra orku og að tryggja&nbsp; öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Auk þess eru orkuumskiptin nauðsynleg til að markmiðum Parísarsamningsins um viðnám gegn loftslagsbreytingum verði náð. Þau kveða á um að halda hækkun hitastigs á jörðinni innan við 1.5-2 gráður á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingar.<span>&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span style="font-size: 11.5pt; font-family: Verdana, sans-serif; color: #222222;">&nbsp;</span></p>

09.02.2021Fátækt barna í Evrópu áhyggjuefni Barnaheilla

<span></span> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja íslensk stjórnvöld til þess að eyrnamerkja ákveðið fjármagn á ársgrundvelli gegn fátækt meðal barna. „Fátækt er brot á mannréttindum. Barn sem býr við fátækt fær ekki sömu tækifæri og önnur börn. Barn sem býr við fátækt getur ekki látið drauma sína rætast og jafnvel ekki kynnst eigin draumum eða hæfileikum. Barn sem býr við fátækt er líklegra til að búa við fátækt sem fullorðinn einstaklingur en það barn sem ekki býr við fátækt,“ segir í frétt frá Barnaheillum – Save the Children um þátttöku samtakanna í verkefni Velferðarsjóðs Evrópusambandsins sem snýr að fátækt meðal barna i Evrópu.</p> <p>Velferðarsjóður Evrópusambandsins eða&nbsp;<a href="https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/IP_21_225">ESF+ hefur samþykkt&nbsp;</a>að eyrnamerkja sérstaklega um 5 prósent sjóðsins til að takast á við fátækt meðal barna í Evrópu. Fjármagninu verður sérstaklega beint til Rúmeníu, Litháen, Ítalíu og Spánar, en þar er fátækt meðal barna mikil.</p> <p>Barnaheill – Save the Children í þessum löndum gegna mikilvægu hlutverki til að vinna með stjórnvöldum að verkefninu. Önnur aðilaríki eru jafnframt skuldbundin til að verja hluta af þeim fjármunum sem þeir fá úr sjóðnum til að vinna gegn fátækt í sínum ríkjum.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í Evrópuhópi samtakanna um málefni barna sem búa við fátækt. Eitt megin hlutverk hópsins er að vinna að rannsóknum og þrýsta á stjórnvöld að uppræta fátækt meðal barna.</p> <p>„Öll samfélagsleg áföll bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Við endurreisn samfélagsins eftir að heimsfaraldri lýkur þarf sérstaklega að huga að börnum sem standa höllum fæti og búa við fátækt. Þau mega ekki líða fyrir ákvarðanir stjórnvalda,“ segir í fréttinni.</p>

08.02.2021Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) taka við rekstri Jarðhitaskólans

<p><span>Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um rekstur Jarðhitaskólans, en Jarðhitaskólinn er einn fjögurra skóla GRÓ.&nbsp;</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, lýsti sérstakri ánægju með undirritun samningsins. „Með gerð þessa samnings erum við að ljúka umbótaferli sem hófst í aðdraganda flutnings GRÓ skólanna frá samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna til samstarfs við UNESCO. Ég setti af stað innri endurskoðun á starfsemi skólanna, sem leitt hefur af sér að formlegir þjónustusamningar hafa verið gerðir við hýsistofnanir um umsýslu og rekstur skólanna. Þetta nýja fyrirkomulag tryggir aukna skilvirkni og gagnsæi og að fé sem nýtt er til þessara verkefna nýtist okkar umbjóðendum frá þróunarríkjum sem allra best. Aukinheldur gefur þetta möguleika til vaxtar og sóknarfæra til framtíðar ef vel gengur,“ sagði Guðlaugur Þór.</span></p> <p><span>GRÓ er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekkingar í þróunarlöndum og starfar undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), samkvæmt samningi milli Íslands og UNESCO, á málefnasviðum þar sem sérþekking Íslendinga nýtist í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Aðrir skólar eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn.</span></p> Jarðhitaskólinn var áður hýstur hjá Orkustofnun og GRÓ og utanríkisráðuneytið þakkar Orkustofnun fyrir einstakt samstarf við uppbyggingu og starfsrækslu verkefnisins síðastliðna áratugi og fyrir gott samstarf um yfirfærslu verkefnisins til nýs hýsingaraðila.&nbsp;<br /> <br /> <h2>Leiðir Jarðhitaskólans og ÍSOR lengi legið saman</h2> <p><span>„Það er ÍSOR sönn ánægja að taka við því hlutverki sem okkur er í dag falið af GRÓ, við hýsingu og rekstur Jarðhitaskólans,“ sagði Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, við tilefnið. „Skólinn hefur um áratugaskeið gegnt veigamiklu hlutverki við þjálfun sérfræðinga á þessu sviði og á því verður sannarlega ekki breyting. Við hlökkum til samstarfsins við GRÓ og lítum björtum augum til framtíðar við rekstur skólans.“</span></p> <p><span>Þórdís Ingadóttir, stjórnarformaður ÍSOR, sagði leiðir Jarðhitaskólans og ÍSOR lengi hafa legið saman, enda hafi skólinn jafnan sótt fjölda kennara í raðir starfsmanna ÍSOR. „Jarðhitaskólinn hefur notið þess að hafa aðgang að mörgum færustu sérfræðingum heims á sviði jarðhita, með samvinnu við ÍSOR, orkufyrirtækin, íslenskar verkfræðistofur og fleiri. Á því verður engin breyting við hið nýja fyrirkomulag. Við hlökkum til að fá Jarðhitaskólann í hús til okkar og þökkum það traust sem okkur er sýnt,“ bætti Þórdís við.&nbsp;</span></p> <p><span>Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður GRÓ, lýsti sömuleiðis ánægju með nýjan samning. „Hér er að ljúka tæplega tveggja ára umbreytingaferli sem ég hef haft bæði ánægju og heiður af að vinna í samvinnu við utanríkisráðuneytið, stjórn GRÓ og núverandi og fyrrverandi forstöðumenn. Þetta er ánægjulegur áfangi og ég hlakka til áframhaldandi vinnu framundan og þess að efla þessi verkefni, sérstaklega í kjölfar þessa heimsfaraldurs,“ sagði Jón Karl.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

08.02.2021„Það bjargar enginn heiminum einn“

<span></span> <p>„Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að kynna mér heimsmarkmiðin var til dæmis hversu mikið vatn þarf til að búa til einn hamborgara, hversu mörg ár börn í sumum löndum fá að vera í skóla, ójafnrétti á milli karla og kvenna á vinnumarkaðnum. Og svona gæti ég haldið áfram,” segir Steinunn Kristín Valtýsdóttir eða Dídí eins og hún er jafnan kölluð. Hún sér ásamt&nbsp;Aroni Gauta Kristinssyni um nýja þáttaröð á KrakkaRÚV um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>Þættirnir hafa hlotið nafnið HM30 og verða sýndir á föstudögum næstu mánuðina . <a href="https://www.ruv.is/krakkaruv/" target="_blank">KrakkaRÚV</a>&nbsp;framleiðir þættina í samstarfi við forsætis- og utanríkisráðuneytið og undirbúningsvinna við þættina hefur staðið yfir í nokkra mánuði.&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Jdg1_DEDjmk" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í fyrsta þættinum sem sýndur á föstudag kynntu Dídí og Aron sér markmið númer 17 - samvinnu um markmiðin og ræddu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að mati Arons er sautjánda markmiðið það mikilvægasta. „Það er það sem þarf að vera í lagi til að við getum unnið að hinum markmiðunum. Það bjargar enginn heiminum einn.&nbsp;Við þurfum samvinnu og samstöðu. Þetta snýst um það að búa til sanngjarnari, jafnari, hreinni og betri heim fyrir alla sem búa hérna á jörðinni og hvað við, ég og þú, getum gert,” segir Aron.&nbsp; &nbsp;</p> <p>Á&nbsp;<a href="https://www.un.is/skolavefur/heimsmarkmid-sameinudu-thjodanna-um-sjalfbaera-throun/" target="_blank">skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Þá hefur&nbsp;<a href="https://mms.is/" target="_blank">Menntamálastofnun</a>&nbsp;einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir.&nbsp;</p> <p>Handritshöfundar að HM30 eru Birkir Blær Ingólfsson, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal, sem jafnframt er leikstjórin. Upptaka og samsetning er í höndum Sturlu Skúlasonar Holm. Þættirnir eru sýndir í þættinum Húllumhæ á föstudögum kl. 18.35. Jafnframt birtast þeir á <a href="https://www.heimsmarkmidin.is/default.aspx?pageid=9c5354b3-5b1f-11eb-812f-005056bc8c60" target="_blank">vef</a>&nbsp;Heimsmarkmiðanna á hverjum föstudegi, auk&nbsp;<a href="https://www.un.is/skolavefur/heimsmarkmid-sameinudu-thjodanna-um-sjalfbaera-throun/" target="_blank">stoðefnis</a>&nbsp;sem&nbsp;<a href="https://www.heimsmarkmidin.is/un.is" target="_blank">Félag Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;hefur látið þýða á íslensku.&nbsp;</p>

05.02.2021Barnaheill: Ríkar þjóðir bregðist við neyðinni í Afríku vegna COVID

<span></span> <p>Barnaheill - Save the Children hvetja ríkar þjóðir til þess að bregðast við þeirri neyð sem nú ríkir í Afríku, í annarri bylgju COVID-19, með því að liðka fyrir aðgengi að súrefni og bóluefni. Samtökin hvetja einnig stjórnvöld í lágtekjuríkjum til þess að fara eftir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um forgangsröðun þeirra sem fá bóluefni. Það feli í sér að kennarar verði meðal þeirra fyrstu í bólusetningu, ásamt öðrum forgangshópum, eins og heilbrigðisstarfsmönnum í framlínu.</p> <p>Samtökin eru mjög áhyggjufull yfir áhrifum heimsfaraldursins á menntun barna til lengri tíma. Til þess að tryggja börnum áframhaldandi menntun þurfi að bólusetja kennara og opna skólana á nýjan leik. „Því lengur sem börn eru utan skóla, því minni líkur eru á að þau snúi aftur. Rannsóknir Save the Children á síðasta ári leiddu í ljós að um 10 milljónir barna muni aldrei snúa aftur í skólann,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/enginn-titill-4" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá samtökunum.</p> <p>„Allar tafir á bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna gegn COVID-19 geta raskað nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu í Afríkuríkjum“, segir í fréttinni. Varað er við því að líf þúsunda barna í Afríku sé í hættu og samtökin óttast að mörg Afríkuríki verði neydd til þess að bíða í marga mánuði eftir bóluefni. „Í Afríku eru sex af tíu löndum með hæstu tíðni af staðfestum COVID-19 tilfellum. Dánartíðni í álfunni vegna COVID-19 er nú einnig hærri en meðaltal á heimsvísu.“&nbsp;</p> <p>Í fréttinni kemur enn fremur fram að Malaví hafi nú næsthæsta hlutfall fjölgandi smita í heiminum, en tilfellin tvöfölduðust á aðeins tólf dögum síðari hluta janúarmánaðar. „Samkvæmt Global Health Index Security 2019 er Malaví í hópi þeirra landa í heiminum sem er hvað verst undirbúið að bregðast við veirunni, en þar er mikill skortur á súrefni og gjörgæsluplássi í landinu fyrir þá sem veikjast. Hætta er á að heilbrigðiskerfið nái ekki að takast á við vaxandi álag vegna COVID-19, sem bitnar á getu þess til að bregðast við öðrum veikindum eins og lungnabólgu hjá börnum, sem hægt er að fyrirbyggja auðveldlega ef réttu tólin eru til staðar.“</p> <p>Framkvæmdastjóri Save the Children í Malaví, Kim Koch segir álagið hafa margfaldast í kjölfar heimsfaraldurs. „Starfsfólk okkar vinnur sleitulaust að því að veita börnum stuðning við sífellt erfiðari aðstæður. Það leggur sig í hættu og þarf að aðlaga verkefni sín að faraldrinum. Það var mikið álag á starfsfólk fyrir heimsfaraldur, þar sem heilbrigðiskerfið hér er mjög veikt, og nú hefur álagið margfaldast.“</p>

04.02.2021Beirút: Mikið verk óunnið hálfu ári eftir sprenginguna

<span></span>Hálfu ári eftir sprenginguna miklu við höfnina í Beirút í Líbanon heldur Rauði krossinn í Líbanon áfram að styðja við samfélagið, meðal annars með aukinni fjárhagsaðstoð til íbúa. Um 45 prósent þeirra lifa undir fátæktarmörkum. Forgangsverkefni Rauða krossins er að finna leiðir til þess að halda áfram að bjóða upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. <p>Í sprengingunni létust um 200 manns, um sex þúsund slösuðust og um 300 þúsund misstu heimili sín. Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að aðstæður í Líbanon séu erfiðar og gríðarleg fjölgun hafi verið í COVID-19 smitum á síðastliðnum vikum. Minnt er á að í Líbanon sé flest fóttafólk miðað við höfðatölu, fyrst og fremst frá nágrannaríkjunum Palestínu og Sýrlandi.</p> <iframe width="800" height="450" src="https://www.youtube.com/embed/Kin839qYCms" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Rauði krossinn í Líbanon hefur dreift hjálpargögnum á svæðinu, safnað blóði og sinnt sjúkraflutningum til rúmlega 250 þúsund einstaklinga auk fjölda annarra verkefna.</p> <p>„Almenningur og utanríkisráðuneytið studdu myndarlega við neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í ágúst sl. en alls söfnuðust rúmlega 16 milljónir króna sem runnu til Rauða krossins í Líbanon. Ljóst er að enn er mikið verk fyrir höndum og heimsfaraldur gerir uppbygginguna ekki auðveldari,“ segir í fréttinni.</p>

04.02.2021Flóttafólk snýr heim: Íslendingum þakkaður stuðningur

<span></span> <p>„Flestir sem fengið hafa beinan fjárhagslegan stuðning í Yei eru nýkomnir hingað úr flóttamannasamfélögum í Úganda, um þúsund fjölskyldur, sem koma allslausar heim. Við erum mjög þakklát Íslendingum og Hjálparstarfi kirkjunnar á Íslandi fyrir stuðninginn við verkefnið,“ segir Moses Habib verkefnastjóri í Suður-Súdan sem starfar þar fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í Finnlandi.</p> <p>Utanríkisráðuneytið veitti Hjálparstarfi kirkjunnar tuttugu milljóna króna stuðning fyrir tveimur árum til mannúðaraðstoðar við íbúa þessa stríðshrjáða lands en finnsk systurstofnun var framkvæmdaaðili á vettvangi. Friðarsamkomulag stríðandi fylkinga í landinu var undirritað í september 2018 og hefur að sögn Hjálparstarfs kirkjunnar haldið að einhverju leyti. Þó hefur verið ófriður á sumum svæðum milli hers og stjórnarandstöðu og við vopnaða hópa sem ekki skrifuðu undir friðarsamkomulagið. </p> <p>Hluti af íbúum Suður-Súdan sem flúði yfir til grannríkja hefur snúið heim. Á verkefnasvæðinu í Yei sýslu fengu fjölskyldur fengu beinan óskilyrtan fjárhagsstuðning sem gerir þeim kleift að afla sér matar og aðra nauðsynja. Í þeim hópi voru meðal annars 53 ungar mæður undir átján ára aldri. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/L5iB2RtyZvY" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Starfsfólk frá skrifstofu FCA í höfuðborginni Juba veitti verkefnafólki nauðsynlegan stuðning og fylgdi eftir að stuðningurinn skilaði sér til fjölskyldnanna. Staðaryfirvöld og þorpsleiðtogar voru einnig eftirlitsaðilar til að tryggja að allt færi rétt fram og skilaði sér til fjölskyldnanna. Fjölskyldurnar nýttu stuðninginn til að kaupa sér mat og nauðsynjar og einnig til að kaupa fræ og nauðsynleg verkfæri til notkunar í landbúnaði sem tryggir betur fæðuöryggi þeirra.</p> <p>Markmið verkefnisins var einnig að tryggja réttindi kvenna og valdefla konur en 62 prósent fjölskyldnanna sem fengu stuðning eru leiddar af konum. Þess var einnig gætt að berskjaldaðir hópar væru í forgangi, eins og aldraðir og barnshafandi konur, og fólk með sjúkdóma og fötlun. </p>

03.02.2021Íslenskur sendifulltrúi í hjálparstarfi í Belís

<span></span> <p>Áshildur Linnet, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hélt í ársbyrjun til Belís. Hún vinnur þar að hjálparstarfi á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) í samstarfi við Rauða krossinn í Belís og með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Frá því tveir fellibyljir fóru yfir Mið-Ameríku í nóvember hefur verið unnið að hjálpar- og uppbyggingarstarfi vegna hamfaranna, á sama tíma og glímt er við heimsfaraldur.</p> <p>Belís er eitt þeirra landa sem varð illa úti í náttúruhamförunum. Þar urðu gríðarleg flóð, byggðir víða í landinu fóru á kaf með tilheyrandi eignatjóni. Íbúar flóðasvæðanna höfðust um tíma við í neyðarskýlum en hafa nú flestir snúið aftur til síns heima. „Mataraðstoð var veitt fyrir jól og þessa dagana er verið að dreifa hjálpargögnum til að hefja uppbyggingarstarf,“ segir Áshildur. „Um er að ræða annars vegar fjárhagsaðstoð til viðgerða á húsnæði og kaupum á nýju útsæði fyrir matvælaræktun og hins vegar matarpakka, verkfæri og ýmiskonar búsáhöld. Dreifingin hefur gengið vel þó að miklar rigningar og útgöngubann á kvöldin og nóttunni hafi stundum sett strik í reikninginn,“ segir hún.</p> <p>Áshildur segir fólk einstaklega kurteist og þolinmótt við úthlutanir og það bíði rólegt eftir að röðin komi að þeim. „Við höfum reynt að taka tillit til þarfa á hverju svæði og dreift debetkortum á þeim svæðum þar sem styttra er í hraðbanka en mat og varningi á afskekktari stöðum. Allt eftir óskum íbúanna. Mitt hlutverk er fyrst og fremst að hlusta á fólk, skapa vettvang fyrir þau til að segja sitt álit og greina frá sínum raunverulegu þörfum og reyna að bregðast við eftir bestu getu. Þá höfum við þurft að kenna mörgum hvernig á að nota hraðbanka, einkum eldra fólkinu“.</p> <p>Áætlað er að verkefninu ljúki um næstu mánaðarmót. </p>

02.02.2021Bóluefni: Rúmlega hálfur milljarður frá Íslandi til þróunarríkja

<span></span> <p>Íslensk stjórnvöld hafa lagt um 550 milljónir króna til þróunar, framleiðslu og dreifingar bóluefna við COVID-19 í þróunarríkjum, þar af 250 milljónir króna til samstarfs við GAVI um bóluefni til lág- og millitekjuríkja. GAVI er alþjóðlegur sjóður sem hefur það hlutverk að jafna aðgengi að bóluefnum fyrir börn, óháð búsetu og samfélagsstöðu.</p> <p>Frá íslenska framlaginu var skýrt á heimsfundi fjármálaráðherra á dögunum þar sem fjallað var um vanda þróunarríkja sem stafar af heimsfaraldri kórónuveiru og stuðning við þau í baráttu við faraldurinn og afleiðingar hans. „Þar kom skýrt fram að víðtæk bólusetning um allan heim væri arðbær fjárfesting enda forsenda endurreisnar heimsbúskaparins.&nbsp;Að auki hefur Ísland ráðstafað um hálfum milljarði til annarra alþjóðlegra verkefna til að sporna gegn óbeinum áhrifum faraldursins,“ segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu.</p> <p style="text-align: start;">Framlag Íslands til bóluefna vegna COVID-19 byggist á alþjóðlega samstarfinu ACT-Accelerator (Access to Covid-19 Tools) sem hefur að markmiði að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn sjúkdómnum. Að samstarfinu standa alþjóðastofnanir, ríkisstjórnir, einkageirinn og frjáls félagasamtök. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa lagt hvað mest til þessa samstarfs, ef litið er til stærðar hagkerfa eða fólksfjölda.</p> <p><strong>Áhersla á jafnt aðgengi ríkja að bóluefnum óháð greiðslugetu</strong></p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgengis ríkja óháð greiðslugetu þeirra. Fram kom af hálfu Íslands á fundinum að þótt hér á landi fyndi fólk fyrir margvíslegum áhrifum faraldursins, til að mynda á efnahag landsins, tryggðu sterkir innviðir og góð staða ríkisfjármála varnir og viðspyrnu við honum. Hið sama væri ekki að segja um mörg efnaminni lönd, þar sem mikil söfnun skulda og aukin byrði af völdum þess blasir við vegna COVID-19. Því væri það skylda Íslands að styðja við hnattrænar aðgerðir til að aðstoða og tryggja framgang heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p style="text-align: start;">Á fundinum kom fram að allt að 27 milljarða Bandaríkjadala þurfi fyrir lok ársins 2021 frá efnameiri ríkjum til að stemma stigu við skuldasöfnun og aukinni skuldabyrði þróunarríkja vegna beinna og óbeinna áhrifa faraldursins. Til fundarins var boðað af fjármálaráðherrum Noregs og Suður-Afríku og meðal annars var rætt um tæki og tól til þess að afla nægilegra fjármuna.</p>

01.02.2021Milljónir barna missa bæði af mat og menntun

<span></span> <p>Um 370 milljónir barna í heiminum hafa misst af daglegum skólamáltíðum vegna lokunar skóla á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Skólamáltíðir eru í mörgum sárafátækum samfélögum næringarríkasta máltíðin sem börn fá, jafnvel eina máltíðin. UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – hvetur til þess að skólar verði opnaðir á ný því vannæring ógni heilli kynslóð.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.unicef-irc.org/publications/pdf/COVID-19_Missing_More_Than_a_Classroom_The_impact_of_school_closures_on_childrens_nutrition.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;frá UNICEF og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hafa skólabörn misst af 40 milljörðum skólamáltíða á síðustu misserum vegna farsóttarinnar. „Þrátt fyrir þá þekktu staðreynd að skólar eru ekki helstu dreifingarmiðstöðvar veirunnar hafa milljónir barna þurft að sætta sig við að skólum sé lokað,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF.</p> <p>Henrietta bendir á að börnin missi ekki aðeins af formlegri kennslu heldur einnig næringarríkri máltíð. „Nú þegar enn er verið að bregðast við faraldrinum og bíða eftir dreifingu á bóluefni verður að setja opnun skóla í forgang og grípa til aðgerða sem tryggja að skólar séu öruggir, meðal annars að sjá til þess að sóttvarnir eins og hreint vatn og sápa séu til staðar í öllum skólum, hvarvetna í heiminum,“ segir hún.</p> <p>Í skýrslu UNICEF og WFP kemur fram að óttast sé að 24 milljónir barna eigi ekki afturkvæmt í skóla vegna farsóttarinnar. Skýrsluhöfundar segja að skólamáltíðir geta verið hvati fyrir fátækustu nemendurna að snúa aftur í skólanna.</p> <p>„Að missa af næringarríkum skólamáltíðum stefnir framtíð milljóna fátækustu barna heims í hættu. Við eigum á hættu að missa heila kynslóð,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP. „Við verðum að styðja við bakið á stjórnvöldum við að opna skóla og hefja matarúthlutun á nýjanleik. Fyrir marga er næringarríka máltíðin sú sem börnin fá í skólanum eina máltíð dagsins.“</p> <p>Íslendingar hafa í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna stutt skólamáltíðarverkefni síðustu átta árin í Malaví. Skólum þar í landi var nýlega lokað þegar kórónuveirutilfellum fjölgaði mjög á fyrstu dögum ársins.</p>

29.01.2021Nýtt afbrigði kórónuveirunnar dreifist hratt um Afríku

<span></span> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) óttast að langvarandi þreytu sé farið að gæta í Afríkuríkjum á kórónaveirunni sem geti leitt til þess að nýjar bylgjur af faraldrinum nái flugi og dauðsföllum fjölgi. Alls hafa greinst um 3,5 milljónir tilvika af COVID-19 í álfunni og 88 þúsund hafa látist. Á síðustu vikum hefur bæði smitum og dauðsföllum fjölgað hratt.</p> <p>Í síðustu viku greindust 175 þúsund ný tilfelli af COVID-19 í Afríku og 6.200 létust. Að <a href="https://www.afro.who.int/news/new-covid-19-variants-fuelling-africas-second-wave" target="_blank">mati</a>&nbsp;WHO dreifist nýtt og skæðara afbrigði veirunnar hratt um álfuna en það greindist fyrst í Suður-Afríku og hefur síðan verið staðfest í fjölmörgum löndum eins og Botsvana, Gana, Kenía, Sambíu og Malaví, en einnig í 24 ríkjum utan álfunnar, meðal annars í Bandaríkjunum. Svokallað „breska“ afbrigði veirunnar hefur líka verið staðfest í Gambíu og Nígeríu. </p> <p>Matshidiso Moeti svæðisstjóri WHO fyrir Afríku segir óttann við nýju afbrigði veirunnar halda fyrir sér vöku. „Auk nýju afbrigðanna er fólk orðið langþreytt á COVID-19 og bæði samkomur og ferðlög um áramótin hafa leitt til annarrar bylgju faraldursins sem sligar heilbrigðisstofnanir,“ segir hún og hvetur íbúa Afríku til að efla eigin sóttvarnir, þvo hendur, bera grímur og halda fjarlægðarmörk.</p> <p>Aðeins fáein ríki Afríku hafa fengið bóluefni, í litlum mæli, en Moeti kveðst reikna með að bóluefni berist til þjóða um miðjan næsta mánuð og bólusetning helstu áhættuhópa gæti hafist í mars. Að mati WHO verða 20 prósent íbúa álfunnar bólusett í árslok.</p>

28.01.2021Aukin fjármögnun frá einkageiranum mikilvæg fyrir uppbyggingu í kjölfar heimsfaraldurs

<span></span> <p>Áskoranir tengdar COVID-19 og djúpstæð efnahags- og félagsleg áhrif heimsfaraldursins á þróunarríki voru ofarlega á baugi á árlegum tveggja daga fjarfundi kjördæma Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá fjölþjóðlegum þróunarbönkum. Samhljómur var um mikilvægi aukinnar fjármögnunar fyrir græna og bætta enduruppbyggingu í kjölfar faraldursins en einnig voru skulda-, loftslags- og orkumál áberandi umræðuefni á fundinum.</p> <p>Fundurinn var haldinn á vegum utanríkis- og fjármálaráðuneytisins með þátttöku rúmlega eitt hundrað fulltrúa kjördæma Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sex þróunarbanka, Alþjóðabankans (WBG), Þróunarbanka Asíu (ADB), Innviðafjárfestingabanka Asíu (AIIB), Þróunarbanka Afríku (AfDB), Þróunarbanka Ameríkuríkja (IDB) og Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). Hópurinn hittist árlega í höfuðborgum Norðurlandanna í janúar og til stóð að fundurinn yrði haldinn í Reykjavík.</p> <p>Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins opnaði fundinn og Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins átti lokaorðin. Þeir lögðu báðir áherslu á lykilhlutverk fjölþjóðlegu þróunarbankanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mikilvægi samstarfs Norðurlanda og Eystrasaltslandanna á vettvangi bankanna, bæði innan þeirra og þvert á stofnanirnar. Þátttakendum var tíðrætt um mikilvægi þess að fjölþjóðlegu þróunarbankarnir vinni náið saman og vegi hvorn annan upp í þeim stóru verkefnum sem fram undan eru. Jafnframt var áréttað mikilvægi þess að missa ekki sjónar á langtímaþróunarmarkmiðum eins og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum.</p> <p>Á fundinum fóru fram pallsborðsumræður um spurninguna: Hvernig geta fjölþjóðlegu þróunarbankarnir betur stuðlað að því að virkja aukið einkafjármagn fyrir græna og bætta enduruppbyggingu eftir COVID-19? Þátttakendur í pallborðinu voru Chris Humphrey (Overseas Development Institute), Guilia Christianson (World Resource Institue), Sören Elbech (JP Morgan) og Karin Kemper (Alþjóðabankanum). Engilbert Guðmundsson frá utanríkisráðuneytinu stýrði umræðum. Nýlega kom út <a href="http://https://www.ifc.org/wps/wcm/connect/publications_ext_content/ifc_external_publication_site/publications_listing_page/mobilization+of+private+finance+by+multilateral+development+banks+and+development+finance+institutions+2019" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;frá þróunarbönkunum um fjárfestingar einkageirans á sviði þróunarsamvinnu, í tengslum við verkefni bankanna. </p> <p>Alþjóðabankinn er stærstur þróunarbankanna og meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Geir H. Haarde er aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmisstarfið.</p>

28.01.2021Berjast þarf fyrir hverju einasta barni í heiminum

<span></span> <p>Að mati Barnaheilla – Save the Children þurfa 117 milljónir barna í heiminum á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Helmingur barnanna býr í átta löndum, Jemen, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Afganistan, Súdan, Sýrlandi, Pakistan og Nígeríu. Samtökin kalla eftir tafarlausum alþjóðlegum viðbrögðum til að tryggja að heimsfaraldurinn hafi ekki varanleg áhrif á heila kynslóð um ókomin ár.</p> <p>„Mikið bakslag hefur orðið í þróunarsamvinnu vegna COVID-19. Áratuga framfarir eru komnar aftur á byrjunarreit. Áhrif COVID-19 á þróunarlönd eru ekki einungis af heilsufarslegum toga heldur eru fátækustu ríki heims að verða fyrir miklum efnahags- og félagslegum áhrifum. Foreldrar hafa misst vinnuna, matvælaóöryggi hefur aukist í kjölfar hækkandi verðbólgu og efnahagskreppu, börn hafa þurft að hætta í skóla, barnahjónaböndum hefur fjölgað, barnaþrælkun aukist og ofbeldi á börnum orðið tíðara, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/helmingur-allra-barna-sem-tharf-a-mannudaradstod-ad-halda-eda-um-60-milljonir-barna-bua-i-atta-londum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Cildren.</p> <p>Flest börn sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn. Lýðstjórnarlýðveldið Kongó kemur þar á eftir en um 10,2 milljón börn þar í landi þurfa á aðstoð að halda. Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita mannúðaraðstoð til barna í þessum löndum auk Sýrlands. </p> <p>Inger Asher, framkvæmdastjóri Save the Children segir nauðsynlegt að mannkynið komi sér saman um að það þurfi að berjast fyrir hverju einasta barni í heiminum. ,,Árið 2021 getur verið betra eða miklu verra en árið 2020 fyrir börn. Það fer algjörlega eftir því hvernig mannkynið ætlar að bregðast við. Við þurfum að koma okkur saman um að við ætlum að bjarga hverju einasta barni í heiminum. Það er engin afsökun fyrir því að milljónir barna séu svangar dag eftir dag, neyddar til þess að vinna eða að börnin þurfi að hafna rétti sínum til náms. Áður en heimsfaraldur skall á stafaði börnum þegar ógn af loftslagsbreytingum, átökum og hungri og nú hefur bæst við enn ein ógnin. Ef við bregðumst ekki strax við eigum við á hættu að missa tugþúsundir barna af fullkomlega fyrirbyggjandi orsökum. Við getum ekki látið það gerast!"</p> <p>Til þess að takast á við þessar ógnir hafa Save the Children hrundið af stað&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/savethechildren_humanitarianplan2021_childrencannotwait.pdf">neyðaráætlun</a>&nbsp;með fjárhagsáætlun upp á 769 milljónir Bandaríkjadali, til að ná til 15,7 milljóna manna, þar af 9,5 milljónir barna í 37 löndum.</p> <p>Save the Children vinna hörðum höndum að því að tryggja að börn hafi aðgang að menntun og séu varin gegn ofbeldi á árinu 2021. Samtökin vinna einnig að því að tryggja fjölskyldum fjárhagslegan stuðning og aðstoð við aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og næringarríkum mat. Barnaheill - Save the Children einbeita sér sérstaklega að því að styrkja stúlkur og konur, svo þær hafi jafnan aðgang að stuðningi og þjónustu.</p>

27.01.2021Flestir telja loftslagsbreytingar fela í sér neyðarástand

<span></span> <p>Alþjóðleg skoðanakönnun Sameinuðu þjóðanna, sem náði til 1,2 milljóna manna, sýnir að tveir af hverjum þremur telja að loftslagsbreytingar feli í sér neyðarástand og flýta verði aðgerðum til að bregðast við loftslagsvánni. <a href="https://www.undp.org/content/undp/en/home/news-centre/news/2021/Worlds_largest_survey_of_public_opinion_on_climate_change_a_majority_of_people_call_for_wide_ranging_action.html" target="_blank">Niðurstöður</a>&nbsp;úr þessari víðtækustu könnun á viðhorfum til loftslagsbreytinga voru kynntar í morgun hálfu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP).</p> <p>Könnunin náði til íbúa fimmtíu landa sem telja rúmlega helming allra jarðarbúa, meðal annars hálfrar milljónar ungmenna, yngri en átján ára. „Niðurstöðurnar sýna með skýrum hætti að brýnar loftslagsaðgerðir hafa víðtækan stuðning meðal fólks um allan heim, þvert á þjóðerni, aldur, kyn og menntunarstig,“ segir Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNDP, í fréttatilkynningu.</p> <p>Þátttakendur í könnuninni voru spurðir að því hvort þeir líti á loftslagsbreytingar sem neyðarástand og hvort þeir styddu átján stefnumið á sex sviðum: efnahag, orku, samgöngum, matvælum og búskap, náttúru, og vernd fólks.</p> <p>Í frétt UNDP eru nefnd dæmi um niðurstöður. Þar kemur meðal annars fram að í átta af tíu löndum með mestu losun gróðurhúsalofttegunda frá orkufyrirtækjum styðji meirihlutinn endurnýjanlega orku. Einnig kom fram hjá þátttakendum í níu af hverjum tíu löndum, þar sem þéttbýli er hvað mest, mikill vilji til þess að draga úr loftmengun með rafbílum, almenningssamgöngum og reiðhjólum.</p> <p><strong>Fjölgun dómsmála</strong></p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá því að sífellt verði algengara að leitað sé til dómstóla til að freista þess að fá ríkisstjórnir og fyrirtæki til að takast á við loftslagsbreytingar. „Jafnt börn sem frumbyggjar hafa höfðað mál,“ segir í <a href="https://unric.org/is/loftslagsbreytingar-malaferli-sifellt-algengari/">fréttinni</a>&nbsp;sem byggir á nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP).&nbsp;Þar kemur fram að síðustu fjögur ár hafi verið höfðuð 1550 mál af þessu tagi í 38 ríkjum. Þar að auki hefur eitt verið höfðað fyrir Evrópudómstólnum. Flest málin eru í Bandaríkjunum eða 1200 en 350 samtals í öllum öðrum ríkjum.</p> <p>„Þessi flóðbylgja mála hefur ýtt undir löngu tímabærar breytingar,“ er haft eftir Inger Andersen forstjóra UNEP í fréttinni. „Skýrslan sýnir að loftslagsmálaferli hafa þvingað ríkisstjórnir og fyrirtæki til að taka upp metnaðarfyllri aðgerðir til að milda og aðlagast loftslagsbreytingum.“</p>

25.01.2021Íslensk fyrirtæki á útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, áréttaði mikilvægi alþjóðasamvinnu á tímum heimsfaraldurs á tveggja daga rafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í morgun. Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í þinginu og kynna vörur sínar og þjónustu fyrir innkaupadeildum Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span>Þingið er skipulagt af Dansk Industri en sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Íslandsstofa komu að undirbúningi í samstarfi við stofnanir og utanríkisþjónustur hinna Norðurlandanna. Þingið, sem hefur fram að þessu verið haldið í UN City í Kaupmannahöfn, var í&nbsp; ljósi núverandi ástands haldið á rafrænu formi og hefur þótt takast vel til þó að um frumraun væri að ræða.&nbsp;</span></p> <p><span>Þátttaka fyrirtækja er með besta mót en um 230 stofnanir og fyrirtæki frá Norðurlöndunum taku að þessu sinni þátt og kynntu vörur sínar og þjónustu. Fyrirtækin, Advania, GeoSilica, GoPro consulting, Hvíta Húsið, Icelandair, Sensa, og Trackwell voru þau íslensku fyrirtæki sem tóku þátt.&nbsp;</span></p> <p><span>Útboðsþing Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki til að kynnast þeim tækifærum sem felast í viðskiptum við þær en á þinginu kynna á annan tug stofnana Sameinuðu þjóðanna innkaupaferla, áætlaða þörf fyrir vörur og þjónustu og eiga samtöl og fundi við fulltrúa fyrirtækja um möguleg viðskipti. Þá gefst þátttakendum tækifæri á að eiga fundi með öðrum fyrirtækjum sem hafa reynslu af viðskiptum við Sameinuðu þjóðirnar og hlusta á kynningar þeirra.</span></p> <p><span>Þingið hófst í morgun á umræðum utanríkisráðherra Norðurlandanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði þar áherslu á að alþjóðlegt samstarf hefði aldrei verið brýnna en nú á tímum heimsfaraldursins. Alþjóðasamfélagið tæki nú höndum saman í baráttunni við kórónuveiruna og&nbsp; í því samhengi væri mikilvægt að nýta þau verkfæri sem eru til staðar. Því væri mikilvægt að leggja áherslu á áframhaldandi norrænt samstarf og þá sérstaklega á þeim sviðum sem Norðurlöndin standa framarlega, s.s. sjálfbærum og grænum lausnum. „Við teljum umtalsverða möguleika fyrir vörur og þjónustu frá Íslandi og öðrum norrænum ríkjum í innkaupakerfi Sameinuðu þjóðanna og ég er sannfærður um að bæði Sameinuðu þjóðirnar og Norðurlöndin geti haft mikinn ávinning af auknu samstarfi,“ sagði Guðlaugur Þór <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2021/01/25/Avarp-i-umraedum-a-utbodsthingi-Sameinudu-thjodanna/">í ávarpi sínu</a>. Slík samvinna myndi renna enn frekari stoðum undir hin norræna samstarfsvettvang þegar kemur að innkaupum Sameinuðu þjóðanna, sem á síðasta ári nam um 20 milljörðum bandaríkjadala.&nbsp;</span></p> <p><span>Á morgun taka fulltrúar þeirra stofnana sem að þinginu standa þátt í umræðum, þar á meðal Pétur Þ. Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Grænvangur Íslandsstofu hefur kortlagt grænar lausnir sem íslensk fyrirtæki hafa fram að færa og þýðingu þess að koma þeim á framfæri m.a. við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir. Hjá þjónustuborði atvinnulífsins fá fyrirtækin síðan leiðbeiningar og upplýsingar um möguleika á stuðningi við verkefni í þróunarlöndum og öðrum ríkjum sem Ísland á í samstarfi við.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

25.01.2021Ævar Þór Benediktsson fyrsti sendiherra UNICEF á Íslandi

<span></span> <p>Ævar Þór Benediktsson hefur verið skipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, fyrstur Íslendinga. Hlutverk sendiherra er að styðja við baráttu UNICEF fyrir réttindum barna um allan heim. „Þetta er mikill heiður og ég mun gera mitt allra besta til að standa undir nafni sem sendiherra UNICEF á Íslandi," sagði Ævar, sem tók formlega við hlutverkinu við athöfn á skrifstofu UNICEF í gær, á alþjóðadegi menntunar. Ævar skrifaði þar undir samning til tveggja ára og siðareglur samtakanna. </p> <p>„Það er mikil ánægja að staðfesta Ævar Þór Benediktsson sem fyrsta sendiherra UNICEF á Íslandi. Hann er einstaklega vel að nafnbótinni kominn enda hefur hann helgað feril sinn börnum, með öllum sínum fjölbreyttu hæfileikum. Við höfum notið farsæls samstarfs við hann um langa hríð og því byggjum við þetta nýja skref á góðum grunni. Ævar Þór er góð fyrirmynd sem nær jafnt til barna og fullorðinna og við hlökkum til þess að vinna markvisst með honum að réttindum barna. Það verður spennandi að sjá hvað við munum gera saman,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. </p> <p><strong>Ævar í hópi heimsþekktra sendiherra</strong></p> <p>Sendiherrar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, eru í&nbsp;hópi vel þekktra og virtra einstaklinga úr heimi&nbsp;listsköpunar, vísinda, bókmennta, fjölmiðla og íþrótta svo fá dæmi séu nefnd.&nbsp;&nbsp;Sendiherrar UNICEF eru fyrst og síðast valdir vegna þeirrar virðingar sem þau njóta og þeirrar mannúðar sem þau sýna í lífi og starfi. Bætist Ævar þar í <a href="https://www.unicef.org/people/people_nationalambassadors.html">hóp sendiherra landsnefnda UNICEF</a> um allan heim, þar á meðal söngkonuna P!nk, uppistandarann Eddie Izzard, leikarann Evan McGregor, leikkonurnar Trine Dyrhold, Selena Gomez og Lucy Liu, og knattspyrnumanninn Sergio Ramos.&nbsp;Sendiherrar velja sér áherslusvið til tveggja ára, og valdi Ævar að leggja áherslu á réttindi barna til menntunar og menningar. Það var því vel við hæfi að Ævar hljóti nafnbótina á alþjóðadegi menntunar. </p> <p>„Menntun og menning skipta miklu máli og eru tvær af grunnstoðum þess sem móta okkur sem manneskjur. Samspil þessara tveggja þátta er eitthvað sem hefur litað störf mín í gegnum árin og þess vegna hlakka ég til að finna nýjar og spennandi leiðir til að nálgast þær og kynna fyrir komandi kynslóðum,“ segir Ævar. </p> <p><strong>Menntun fyrir öll börn forgangsatriði</strong> </p> <p>Réttindi barna til menntunar hefur verið eitt af forgangsmálum UNICEF síðan samtökin voru stofnuð. Öll börn eiga rétt á góðri grunnmenntun og UNICEF trúir því að menntun sé ekki forréttindi heldur skýr réttindi allra barna. Á síðustu áratugum hefur mikill árangur náðst í að tryggja aðgengi barna að menntun en vegna áhrifa kórónaveirunnar á skólastarf um allan heim er þessi árangur í mikilli hættu ef ekkert er að gert. </p> <p>Þegar skólar þurftu að loka í vor vegna útbreiðslu COVID-19 hafði það áhrif á menntun hátt í 90% allra skólabarna í heiminum, á einn eða annan hátt. Kórónaveiran hefur aukið enn frekar ójöfnuð í tækifærum barna til þess að stunda nám. Að minnsta kosti þriðjungur skólabarna í heiminum hafa ekki þau tól og tæki sem þarf til að geta stundað fjarnám (í gegnum sjónvarp, útvarp, síma eða tölvu). Það dylst engum hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla getur haft á börn og ungmenni og því lengur sem skólar eru lokaðir og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta er á að börn flosni upp úr námi.</p> <p>UNICEF hefur brugðist við heimsfaraldrinum á ýmsan hátt, meðal annars komið á fjarkennslu í gegnum útvarp í Rúanda, sett upp viðunandi hreinlætisaðstöðu og dreift spritti og grímum í skólum í Jemen til að tryggja sóttvarnir, útdeilt námsgögnum í flóttamannabúðum í Jórdaníu og unnið með foreldrum skólabarna í Úkraínu til að þau geti stutt menntun barna sinna á þessum tímum, svo nokkuð sé nefnt. Verkefnið er risavaxið, enda vinnur UNICEF í 190 löndum. UNICEF hefur einnig sent ákall til ríkisstjórna heimsins um að brúa stafræna bilið og efla leiðir til fjarkennslu&nbsp;og biðlað til ríkisstjórna að forgangsraða opnun skóla þegar hægt er. Að lokum leggur UNICEF áherslu á að kennarar um allan heim verði settir í forgang þegar byrjað er að bólusetja gegn kórónaveirunni. </p>

22.01.2021Bandaríkin á ný til liðs við WHO og Parísarsamninginn

<span></span> <p>Úrsögn Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og yfirlýsing um að virða ekki Parísarsamninginn um loftslagsbreytingar hafa verið afturkallaðar. Tilskipanir þessa efnis voru undirritaðar örfáum klukkustundum eftir að Joseph Biden sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna.&nbsp; &nbsp;</p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna barst formleg&nbsp;<a href="https://treaties.un.org/doc/Publication/CN/2021/CN.10.2021-Eng.pdf">tilkynning</a>&nbsp;í fyrradag þess efnis að Bandaríkin hefðu á ný gengið til liðs við Parísarsamninginn, að því er fram kemur í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Bandaríkin undirrituðu samninginn 2015. Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sagði sig frá samningnum. Að sögn Stéphane Dujarric talsmanns Guterres aðalframkvæmdastjóra tekur Parísarsamningurinn gildi í Bandaríkjunum 19. febrúar næstkomandi.</p> <p>Ákvörðun fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina hafði hins vegar ekki tekið gildi. Biden lét verða eitt sitt fyrsta verk að skipa svo fyrir að æðsti maður smitsjúkdómamála í Bandaríkjunum, Dr. Anthony Fauci, skyldi taka þátt í fundi framkvæmdastjórnar WHO sem fram fór í gær.</p> <p>António Guterres fagnar þessum yfirlýsingum. Hann minnir á að á nýliðnum leiðtogafundi hafi ríki sem stóðu fyrir helmingi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið heitið því að stefna að kolefnisjafnvægi fyrir miðja öldina.</p> <p>„Yfirlýsing Bidens forseta um skuldbindingu Bandaríkjanna hækkar þetta hlutfall í tvo þriðju. En það er enn mikið verk óunnið,” segir Guterres.</p> <p>„Við hlökkum til þess að Bandaríkin taki forystu um að hraða aðgerðum ríkja heims til að ná kolefnisjafnvægi. Til þess þarf nýjar landsáætlanir í samræmi við Parísarsamninginn. Þeim ber að fela í sér metnaðarfull markmið fyrir árið 2030. Ekki má heldur gleyma fjármögnun loftslagsaðgerða í aðdraganda COP26 fundarins í Glasgow síðar á árinu,“ segir í yfirlýsingu aðalframkvæmdastjórans.</p> <p>Hann fagnar jafnframt ákvörðun Bidens um WHO. „Nú er tími einingar og að alþjóða samfélagið taki höndum saman um að stöðva veiruna. Takast þarf á við hrikalegar afleiðingar hennar,“ sagði Guterres. Í frétt UNRIC segir að sérstaka skipit máli að Bandaríkin taki þátt í COVAX samstarfinu um útvegun bóluefnis.</p>

21.01.2021Úganda: Lögð drög að valdeflingu kvenna í Buikwe héraði

<span></span> <p><span>Héraðsyfirvöld í Buikwe eru með stuðningi frá Íslandi að þróa stefnumótandi áætlun til næstu fimm ára um efnahagslega valdeflingu kvenna í fiskisamfélögum héraðsins. Buikwe er helsta samstarfshérað Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda en þróunarverkefnin beinast að því að bæta lífsgæði íbúa í 39 fiskiþorpum við strönd Viktoríuvatns.</span></p> <p><span>Vinnustofa um stefnumótunina var haldin í síðustu viku í með þátttöku 37 fulltrúa frá fiskisamfélögunum, ráðuneytum landbúnaðar og sveitarstjórna, héraðsstjórn, félagasamtökum og sendiráði Íslands í Kampala.</span></p> <p><span>„Þátttakendur veltu fyrir sér ýmsum úrlausnarefnum sem snúa að valdeflingu kvenna í fiskveiðisamfélögum og ræddu hugsanlegar lausnir sem væru líklegar að skila jákvæðum breytingum og yrðu framkvæmdar af héraðsstjórninni. Síðar kæmi til stuðningur frá Íslandi við ákveðna þætti, í samræmi við þá stefnumótun sem fyrir liggur um verkefnin í héraðinu milli Íslands og héraðsstjórnarinnar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins.</span></p> <p><span>Fulltrúar héraðsins hrósuðu mjög samstarfi Íslands og héraðsins. „Ólíkt mörgum verkefnum í Úganda sem einkennast af spillingu hefur þróunarverkefnið í Buikwe verið framkvæmt án spillingar, ekki síst vegna stöðugs eftirlits sendiráðsins með framkvæmd verkefnanna. Þess vegna hefur okkur tekist að ná áþreifanlegum árangri sem breytt hefur Buikwe til batnaðar á aðeins fjórum árum, meðal annars í skólamálum, vatns-, salernis- og hreinlætismálum og viðbrögðum við COVID-19,“ sagði Mathias Kigongo héraðsstjóri.</span></p> <p><span>Finnbogi Rútur sagði í lokaorðum sínum að hann væri alinn upp af ömmu sinni með þeirri lífsspeki að „kona getur gert allt sem karlmaður getur gert, oftast betur!“ Þá hugmyndafræði þyrfti að hafa að leiðarljósi framvegis í samstarfsverkefnum Íslands og Buikwe.</span></p>

20.01.2021Guðlaugur Þór á ráðherrafundi um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í dag þátt í sameiginlegum ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðastofnunarinnar um endurnýjanlega orku (International Renewable Energy Agency, IRENA) um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga.</p> <p>Fundurinn er undirbúningur fyrir <em>Food Systems Summit</em> og <em>High-Level Dialogue on Energy</em> sem Sameinuðu þjóðirnar munu halda í september á þessu ári.</p> <p>Ráðherra benti á að Ísland legði nú meiri áherslu á stuðning við loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, sérstaklega í sjálfbærri orku, sem hluta af metnaðarfullum aðgerðum í loftlagsmálum.&nbsp;</p> <p>Hann lagði til að ráðstefnurnar í september leggðu áherslu á að auka grænar fjárfestingar í beinni nýtingu jarðvarma við matvælaframleiðslu. Þannig væri hægt að auka líkurnar á að ná markmiðum um aukið fæðuöryggi og minnkun matarsóunar sem væri lykill að sjálfbærri matvælaframleiðslu.</p> <p>Íslendingar hefðu langa reynslu af beinni nýtingu jarðhita í matvælaframleiðslu, -vinnslu og virðisauka bæði í landbúnaði, garðyrkju og fiskeldi.&nbsp;</p> <p>Þróunarlönd hafa mörg hver aðgang að jarðhita sem hægt er að nota við þurrkun á til dæmis fiski, korni, ávöxtum, grænmeti og kaffi. Einnig er hægt að nýta jarðhita við gerilsneiðingu á mjólk, við fiskeldi á landi og í ræktun í gróðurhúsum.&nbsp;</p>

20.01.2021 Árið helgað baráttu gegn nauðungarvinnu barna

<strong><span></span></strong> <p>Þótt dregið hafi úr barnaþrælkun á síðasta áratug er enn einu barni af hverjum tíu þrælað út við hættuleg störf, samkvæmt gögnum frá Alþjóða vinnumálastofnuninni (<a href="https://www.ilo.org/global/about-the-ilo/newsroom/news/WCMS_766351/lang--en/index.htm" target="_blank">ILO</a>). Árið 2021 er alþjóðlegt ár útrýmingar barnaþrælkunar, samkvæmt samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. ILO hyggst ásamt alþjóðasamtökunum <a href="http://https://www.alliance87.org/" target="_blank">Alliance 8.7</a>, vinna að því markmiði á árinu að uppræta nauðungarvinnu barna.</p> <p>Talan 8.7 vísar í sjöunda undirmarkmið í áttunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun: „Gerðar verði tafarlausar og árangursmiðaðar ráðstafanir til þess að útrýma nauðungarvinnu. Nútímaþrælahald og mansal heyri sögunni til og tekið verði fyrir barnaþrælkun og hún bönnuð, þar á meðal herþjónusta barna, og eigi síðar en árið 2025 verði nauðungarvinna barna í allri sinni mynd úr sögunni.“&nbsp;</p> <p>Á morgun, 21. janúar, verður átakinu formlega ýtt úr vör með fjarfundi sem allir geta fylgjast með á sérstakri <a href="http://https://www.endchildlabour2021.org/" target="_blank">vefsíðu</a>&nbsp;sem helguð er útrýmingu barnaþrælkunar. Meðal þeirra sem taka þátt í viðburðinum eru framkvæmdastjórar ILO og UNICEF, Guy Ryder og Henrietta Fore, og Indverski Nóbelsverðlaunahafinn Kailash Satyarthi.</p> <p>Talið er að rúmlega 150 milljónir barna séu í nauðungarvinnu í heiminum en barnaþrælkun er útbreiddust í Afríku. Í þeirri heimsálfu er talið að 72 milljónir barna séu í ánauð og 62 milljónir í Asíu og Kyrrahafsríkum, langflest barnanna í landbúnaðarstörfum, eða sjö af hverjum tíu. Þá hefur lokun skóla vegna COVID-19 og þrengingar í efnahag margra ríkja leitt til þess að börnum hefur verið þröngvað út á vinnumarkaðinn til að afla tekna fyrir fjölskylduna.</p>

19.01.2021Fjárfesting i menntun barna forgangsmál

<span></span> <p>Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn til fátækustu ríkja heims – 50 milljarða Bandaríkjadala – sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna glati tækifærum sínum til menntunar.&nbsp;,,Ef 2020 var árið þar sem bóluefni var fundið upp, þá þarf 2021 að vera árið þar sem þjóðir heims fjárfesta í framtíð barna,“ segir Inger Ashing framvæmdastjóri Save the Children International.</p> <p>Í nýrri skýrslu samtakanna,&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/save-our-education-now_-jan-2021-1-.pdf">Save our Education NOW</a>,&nbsp;segir að það kosti að meðaltali 50 þúsund íslenskra króna (370 dali) að koma einu barni í 59 fátækustu ríkjum heims til menntunar. Þessi upphæð var reiknuð út frá rannsókn sem Barnaheill – Save the Children stóð fyrir á síðasta ári. Rannsóknin gefur til kynna að næstum&nbsp;<a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/node/17871/pdf/save_our_education_0.pdf">10 milljónir barna muni mögulega aldrei snúa aftur til náms.</a>&nbsp;</p> <p>„Vert er að athuga að þessi tala er að öllum líkindum vanreiknuð,“ segir í frétt á vef Barnaheilla. Að mati samtakanna standa mörg lönd heims illa fjárhagslega séð, sér í lagi í ljósi þess að þau hafi þurft að forgangsraða fjármunum til heilbrigðisþjónustu til að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. „Þess vegna þurfa fjársterkar þjóðir og einstaklingar að vinna með ríkisstjórnum fátækari ríkja heims við að útbúa áætlun um að gefa börnum tækifæri til þess að sækja nám og skóla aftur. Fátækustu og jaðarsettustu börnin, líkt og stelpur, flóttabörn og börn með fötlun þurfi að hafa forgang,“ segir í fréttinni.</p> <p>,,Án menntunar er ljóst að ekki hefði náðst sami árangur og náðst hefur í baráttunni gegn COVID-19 og þróun bóluefnis og möguleikinn á öruggari heimi væri fjarlægur möguleiki. Börn sem ekki fá að stunda nám eru framtíð mannkyns, læknar, vísindamenn, vörubílstjórar, pípulagningamenn og svo mætti lengi telja," segir Inger Ashing.</p> <p>Félagslegar afleiðingar COVID-19 eru samkvæmt Barnaheillum – Save the Children meðal annars þær að barnabrúðkaup og þunganir ungra stúlkna hafa aukist gríðarlega. Áætlað er að allt að<a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/node/18201/pdf/global_girlhood_report_2020_africa_version_2.pdf">&nbsp;2,5 milljónir stúlkna hafi verið neyddar í hjónaband</a>&nbsp;á síðustu fimm árum og líkur séu á að barnshafandi ungum stúlkum hafi fjölgað um eina milljón á nýliðnu ári.</p> <p>Í fréttinni segir að þrátt fyrir að skólar hafi opnað í Úganda séu rúmlega þrettán milljónir barna enn utan skóla, þar af 600 þúsund flóttabörn. Tölur frá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum í Nwoya héraði í norðurhluta Úganda, um stöðu barna utan skóla, sýna að þunganir unglingsstúlkna og barnahjónabönd hafi tvöfaldast og barnaþrælkun þrefaldast á tímabilinu apríl og júní á síðasta ári. </p> <p>Barnaheill - Save the Children skora á ríkisstjórnir og fjársterka bakhjarla til að taka fimm nauðsynleg skref til að tryggja það að börn sem gátu sótt skóla áður en faraldurinn skall á, geti farið að sækja skóla á ný með öruggum hætti. Um þau skref er fjallað í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/fataekustu-born-heims-geta-snuid-aftur-til-nams-ef-haegt-er-ad-tryggja-fjarmagn-ad-upphaed-50-thusund-krona-a-hvern-nemanda" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla.</p>

19.01.2021Skólar loka í Malaví – 25% COVID-19 sýna jákvæð

<span></span> <p><span>Ekkert skólastarf fer fram í Malaví um ótilgreindan tíma eftir að Lazarus Chakwera forseti tilkynnti um lokun skóla í ávarpi til þjóðarinnar í gær til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Nemendur heimavistarskóla fá ekki að fara til síns heima fyrr en ljóst er að þeir séu ósýktir. Neyðarástandi var lýst yfir í síðustu viku í Malaví eftir að 25 prósent allra COVID-19 sýna greindust jákvæð og þjóðarsorg var í landinu í þrjá daga eftir fráfall tveggja ráðherra af völdum farsóttarinnar.</span></p> <p><span>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi í gær, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar, samúðarkveðjur til forseta Malaví vegna fráfalls ráðherranna.</span></p> <p><span>Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins í Lilongwe segir að veldisvöxtur hafi orðið í COVID-19 smitum frá ársbyrjun. „Örfá smit greindust daglega fyrir jól en tæplega 600 á fimmtudag í síðustu viku. Af 1500 sýnatökum í þeirri viku var fjórðungur allra sýna jákvæður en mánuði áður aðeins eitt prósent. Það er talið að um sé að ræða suður afrískt afbrigði veirunnar,“ segir hún.</span></p> <p><span>Að sögn Ingu Dóru er þessi önnur bylgja faraldursins þungt högg fyrir Malaví, heilsufarslega, efnahagslega og samfélagslega. Hún segir að alþjóðasamfélagið þurfi að bregðast við af krafti á næstu vikum og mánuðum við að aðstoða malavísk stjórnvöld. Íslensk stjórnvöld lögðu á síðasta ári fram tæpar hundrað milljónir króna í baráttuna gegn faraldrinum í Malaví. Þar af var 45 milljónum króna veitt til að styrkja COVID-19-viðbragðsáætlun Mangochi-héraðs í heilbrigðis- og menntamálum. </span></p> <p><span>Hröð og myndarleg viðbrögð Íslands vöktu athygli og nýttust í samhæfingu, þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og kaup á heilbrigðisvörum. Þá var 27 milljónum króna veitt til Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), með áherslu á að draga úr áhrifum faraldursins á stúlkur, til dæmis í baráttu gegn barnahjónaböndum. Að lokum fóru 27 milljónir króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). </span></p> <p><span>„Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum,“ segir Inga Dóra. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur þegar reist tjöld við yfirfull sjúkrahús landsins. Verið er að undirbúa móttöku COVID-19 veikra á stærsta knattspyrnuvelli landsins. Enn sem komið er er til nóg af súrefni og hlífðarbúnaði en gríðarleg þörf er fyrir fleira heilbrigðisstarfsfólk til að sinna veikum, fleiri COVID-19 próf, upplýsingagjöf til samfélaga og aukið eftirlit. Heilbrigðisyfirvöld lýstu því yfir að blóðbankar væru tómir í landinu og yfirvofandi kólerufaraldur veldur einnig miklum áhyggjum,“ segir hún.&nbsp; </span></p> <p><span>Lokun skóla er umdeild og Inga Dóra segir að menntamálaráðherra hafi ekki viljað loka skólum eftir reynslu síðasta árs þegar gríðarleg aukning varð á barnahjónaböndum, ótímabærum þungunum unglingsstúlkna og aukningu á ofbeldi gegn börnum.</span></p> <p><span>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og flest sendiráð í Lilongwe hafa lokað tímabundið og flest starfsfólk vinnur að heiman, meðal annars starfsfólk sendiráðs Íslands. </span></p>

15.01.2021Úganda: Allt stefnir í yfirburðasigur Museveni

<span></span> <p>Íbúar Úganda gengu að kjörborði í gær í forseta- og þingkosningum sem fóru að mestu leyti friðsamlega fram. Samkvæmt fyrstu tölum stefnir í yfirburðasigur Yoweri Museveni forseta sem kemur til með að sitja á forsetastóli sjötta kjörtímabilið í röð. Þegar fjórðungur aðkvæða hefur verið talinn hefur forsetinn fengið um 65 prósent atkvæða. Tíu aðrir frambjóðendur buðu sig fram til forseta. Af þeim hefur þingmaðurinn sem kallar sig Bobi Wine langmest fylgi, eða rúmlega 23 prósent.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar höfðu í aðdraganda kosninganna hvatt stjórnvöld í Úganda til þess að tryggja heiðarlegar og friðsamlegar kosningar. Undanfarna mánuði hefur mikil spenna verið í landinu vegna kosninganna og blóðug átök leiddu til þess í nóvember að fimmtíu manns létust. Síðustu sólarhringana fyrir kosningar lokuðu stjórnvöld á internetið og samfélagsmiðla, handtökur hafa verið tíðar og núna í morgunsárið umkringdi herinn heimili Bobi Wine.</p> <p>Samkvæmt fréttamiðlum í Úganda var kjörsókn mikil þrátt fyrir óttann við kórónuveiruna. Alls voru um 18 milljónir íbúa á kjörskrá og kjörstaðir rúmlega 35 þúsund talsins. Úrhelli setti svip sinn á daginn á einhverjum kjörstöðum og leiddi til þess að talning atkvæða hófst síðar en ráðgert hafði verið. Einnig voru tæknileg vandkvæði á fáeinum kjörstöðum, meðal annars í höfuðborginni Kampala, þar sem einnig var tilkynnt um þjófnað á kjörkassa.</p> <p>Bobi Wine tilkynnti í morgun að hann hafni niðurstöðum kjörstjórnar um úrslit kosninganna og kveðst sjálfur hafa sigrað. Hann segir víðtækt svindl hafa átt sér stað.</p>

14.01.2021Malaví: Þriggja daga þjóðarsorg og lýst yfir neyðarástandi

<span></span> <p>Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Malaví létust á þriðjudag af völdum COVID-19. Lazarus Chakwera forseti Malaví hefur lýst yfir neyðarástandi og þriggja daga þjóðarsorg. Hann hefur enn fremur fyrirskipað að fánar verði dregnir í hálfa stöng. Smitum hefur fjölgað hratt í landinu á síðustu dögum.</p> <p><span>Af 235 dauðsföllum í Malaví af völdum sjúkdómsins hafa 50 orðið frá janúarbyrjun. Forsetinn hvatt þjóðina í sjónvarpsávarpi til að virða reglur um sóttvarnir</span><span> og lét jafnframt í ljós óskir um alþjóðlegan stuðning í baráttunni gegn farsóttinni, frá Stofnunum sameinuðu þjóðanna, frjálsum félagasamtökum og einkageiranum.</span></p> <p><span>„Ástandið hefur hríðversnað dag frá degi en því miður eru upplýsingar af skornum skammti og óljóst hver þróunin verður. Hér er ekkert þríeyki með daglega upplýsingafundi,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span>Ráðherrarnir sem létust voru Lingison Belekanyama ráðherra sveitarstjórnarmála og Muhammad Sidik Mia ráðherra samgöngumála. Fréttamiðlar í Malaví segja að tæplega helmingur ráðherra í ríkisstjórn landsins sé með COVID-19 en alls sitja 32 ráðherrar í stjórninni.</span></p> <p><span>Í sjónvarpsávarpinu hvatti forsetinn þegna sína til að fylgja reglum um sóttvarnir, meðal annars handþvott með sápu, virða fjarlægðartakmörk og bera andlitsgrímur.</span></p>

13.01.2021Grænn múr rís yfir þvera Afríku

<span></span> <p>Rúmlega 1800 milljarðar íslenskra króna söfnuðust í vikunni til stuðnings verkefni sem kennt er við grænan múr og teygir anga sína þvert yfir Afríku. Múrinn er stórverkefni undir forystu íbúa Afríku, framlag þeirra í baráttunni við loftslagsbreytingar, uppflosnun fólks, þurrka og átök. Verkefnið felst í því að gróðursetja tré og skapa ræktunarland þvert yfir Sahel svæðið.</p> <p>Græni múrinn (The Great Green Wall) er alþjóðlegur vettvangur aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.&nbsp;<a href="https://www.oneplanetsummit.fr/en/our-approach-125">Markmiðið</a>&nbsp;er að „hraða umskiptum í heiminum yfir í réttlátara hagkerfi þar sem&nbsp; loftslagsbreytingar og náttúran eru í öndvegi,” eins og segir í <a href="https://unric.org/is/graeni-murinn-faer-vitaminsprautu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</p> <p>Á leiðtogafundi – <a href="https://www.un.org/sustainabledevelopment/blog/2021/01/one-planet-summit-2/" target="_blank">One Planet Summit</a>&nbsp;– sem haldinn var í vikubyrjun að frumkvæði frönsku stjórnarinnar í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankann var samþykkt&nbsp;<a href="https://www.unccd.int/sites/default/files/inline-files/OPS%20Press%20kit%20ENG%20%20Version%20-%20Final_0.pdf">áætlun</a>&nbsp;um að hraða fjármögnun og bæta samhæfingu verkefnisins. Staðfest framlög námu 14 milljörðum dala eða um 1800 milljörðum íslenskra króna.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/kB1qK_yBVxU" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Fyrsti fundurinn var haldinn í árslok 2017, tveimur árum eftir að Parísarsamningurinn var gerður. Fundirnir eru tækifæri fyrir pólitíska leiðtoga, einkageirann, sjóði, almannasamtök og almenning til að koma saman og skilgreina verkefni og finna fjármagn til baráttu í þágu loftslagsins, fjölbreytni lífríkisins og hafsins. Fundurinn á mánudag var fjórði fundurinn og þema hans var „Sameinumst í þágu náttúrunnar.“</p> <p>„Frá því verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2007 hefur múrinn teygt anga sína yfir allt Sahel svæðið frá Senegal í vestri til Djibouti í austri. Hann nær til ellefu ríkja og er grundvallaratriði í því að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030,“ segir í frétt&nbsp;UNRIC.</p> <p>„Endurreisn eftir heimsfaraldurinn er okkar tækifæri til að breyta stefnu,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi til fundarins. „Með slungnum áætlunum og réttum fjárfestingum getum við fetað braut sem tryggir heilbrigði allra, endurlífgun hagkerfa og aukið þanþol. Nýsköpun í orkugeiranum og samgöngum getur rutt brautina fyrir sjálfbærri endurreisn og félagslegum og efnahagslegum umskiptum. Lausnir sem sóttar eru til náttúrunnar, eins og græni múrinn mikli, lofa góðu.“</p>

12.01.2021„Heilu vistkerfin að hverfa fyrir framan nefið á okkur“

<span></span> <p>„Ef við sveigjum ekki af leið stefnir í algjört óefni því hiti mun þá hækka um þrjár gráður á öldinni. Fjölbreytni lífríkisins er að hruni komið. Ein milljón tegunda er í útrýmingarhættu og heilu vistkerfin eru að hverfa fyrir framan nefið á okkur,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ræðu á allsherjarþinginu í gær þar sem þess var minnst að 75 ár eru liðin frá fyrsta fundi allsherjarþingsins. </p> <p>„Loftslagsváin herjar nú þegar á okkur og viðbrögð heimsins hafa verið algjörlega óviðunandi. Undanfarinn áratugur var sá heitasti sögu mannkyns. Aldrei hefur verið meiri kolvtísýringur í andrúmsloftinu. Þetta er stríð gegn náttúrunni – stríð þar sem enginn fer með sigur af hólmi,“ sagði Guterres.</p> <p>Í <a href="https://unric.org/is/hvetur-til-aukins-metnadar-i-loftslagsmalum/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að næsta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP26) fari fram í Glasgow í nóvember á þessu ári. Guterres hefur áður sagt að kolefnisjafnvægi fyrir árið 2050 verði helsta forgangsmál samtakanna á þessu ári.</p> <p>Í ræðunni hvatti hann jafnframt til metnaðarfyllri aðgerða og öflugra alþjóðasamstarfs í endurreisnarstarfi í kjölfar COVID-19 faraldursins.</p> <p>Guterres fór í ræðu sinni yfir árangur af starfi allsherjarþingsins sem hefði meðal annars stuðlað að heilbrigði jarðarbúa, aukið læsi og bætt lífskjör, eflt mannréttindi og jafnrétti kynjanna. Hann sagði að þrátt fyrir árangurinn stæðu Sameinuðu þjóðirnar andspænis alvarlegum úrlausnarefnum. Þar á meðal væru aukin fátækt og fæðuóöryggi í kjölfar COVID-19 faraldursins. Þá væru auknar viðsjár á alþjóðavettvangi áhyggjuefni og hætta á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Enn mætti nefna þá hættu sem fælist í tölvuárásum og villandi og röngum upplýsingum á netinu.</p> <p><strong>Sækist eftir endurkjöri</strong></p> <p>Í gær staðfesti António Guterres jafnframt að hann sækist eftir að gegna embætti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna annað fimm ára tímabil. Því fyrra lýkur í lok þessa árs.&nbsp;Guterres var forsætisráðherra Portúgals á árunum 1995 til 2002 og framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á árunum 2005 til 2015.</p>

11.01.2021Úganda: Áhyggjur af versnandi stöðu mannréttinda í aðdraganda kosninga

<span></span> <p>Skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) hvetur að gefnu tilefni stjórnvöld í Úganda til þess að tryggja frjálsar og friðsamlegar kosningar í vikunni. Í erindinu eru sérstaklega nefndar handtökur frambjóðenda stjórnarandstöðunnar og stuðningsmanna þeirra, auk annarra alvarlegra tilvika í aðdraganda kosninganna.</p> <p>„Við höfum verulegar áhyggjur af versnandi stöðu mannréttinda í Úganda fyrir þing- og forsetakosningar sem fyrirhugaðar eru 14. janúar,“ segir Ravina Shamdasani upplýsingafulltrúi OHCHR og bætir við að áhyggjurnar snúist ekki einvörðungu um kosningadaginn heldur það sem við taki eftir kosningar.</p> <p>Ellefu einstaklingar bjóða sig fram gegn Yoweri Museveni sitjandi forseta sem hefur verið við völd síðastliðin 35 ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi í heiminum. Helsti keppinautur hans er leiðtogi stjórnarandstöðunnar og vinsæll reggísöngvari, Bobi Wine, sem heitir raunar Robert Kyagulanyi.</p> <p>Skrifstofa mannréttindafulltrúans segir mörg dæmi um brot á mannréttindum í aðdraganda kosninganna, meðal annars handahófskenndar handtökur, stofufangelsi og pyntingar. Að minnsta kosti 55 einstaklingar létu lífið í átökum og mótmælum dagana 18. og 20. nóvember á síðasta ári en þá hafði Bobi Wine verið handtekinn ásamt Patrick Oboi Amuriat, öðrum leiðtoga stjórnarandstöðuflokks.</p> <p>Ravina Shamdasani segir að Bobi Wine hafi ítrekað verið meint að halda kosningafundi og Oboi Amuriat hafi verið handtekinn á kosningaferðalagi á dögunum og leystur úr haldi gegn tryggingu síðdegis sama dag. Þá lúskri öryggissveitir oft á fréttamönnum sem fjalli um kosningafundi stjórnarandstöðuflokka. Einnig eru sögð brögð að því að samkomutakmarkanir vegna COVID-19 séu rýmri þegar stjórnvöld halda fundi en í tilvikum stjórnarandstöðunnar. </p> <p>„Þetta eykur á áhyggjur og bendir til að COVID-19 aðgerðir séu notaðar sem ástæða til að takmarka frelsi almennings og stjórnmálaþátttöku í aðdraganda kosninga. Við höfum einnig áhyggjur af því að mismunun við framkvæmd slíkra takmarkana hafi leitt til ofbeldis, handahófskenndrar handtöku og farbanns og dæmi eru um pyntingar og illa meðferð af hálfu öryggissveita,“ segir Shamdasani.</p> <p>Ísland gerði samkomulag síðla árs í fyrra við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) um stuðning við starf hennar fyrir bættum mannréttindum í heiminum. Úganda er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p>

08.01.2021Ísland aðili að áskorun um fjölmiðlafrelsi í Úganda

<p><span>Ísland hefur gerst aðili að tveimur yfirlýsingum þar sem skorað er á stjórnvöld í Úganda, mikilvægu samstarfsríki Íslands á sviði þróunarsamvinnu, að tryggja öryggi blaðamanna þar í aðdraganda kosninga. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segir nauðsynlegt að standa vörð um fjölmiðlafrelsi.&nbsp;</span></p> <p><span>Tryggja verður öryggi blaðamanna í Úganda og stöðu frjálsra og óháðra fjölmiðla í landinu í aðdraganda kosninga sem fara þar fram í næstu viku. Ákalli þar að lútandi er komið á framfæri í tveimur sameiginlegum yfirlýsingum fjölda ríkja sem Ísland hefur gerst aðili enda sé það eitt helsta einkenni lýðræðisríkja að fjölmiðlar fái þar starfað án þess að sæta ofsóknum og hótunum.&nbsp;</span></p> <p><span>„Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélögum og frelsi blaðamanna til að leita sannleikans og koma honum á framfæri við almenning er órjúfanlegur þáttur tjáningarfrelsisins. Við skorum þess vegna á stjórnvöld í Úganda að tryggja öryggi þeirra í aðdraganda kosninganna sem þar standa fyrir dyrum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Úganda er mikilvægt samstarfsríki Íslands á sviði þróunarsamvinnu en í þróunarsamvinnuáætlun Íslands fyrir árin 2019-2023, sem Alþingi hefur samþykkt, er lögð áhersla á að horfa til mannréttinda og virðingar fyrir þeim í samstarfsríkjum Íslands. </span></p> <p><span><a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/PDG%20New%20Year%20Msg%20%20FINAL%20(003).pdf">Önnur yfirlýsingin</a>, sem Ísland er aðili að, er gefin út af fimmtán ríkjum sem sendiráð hafa í Kampala og/eða eiga í þróunarsamstarfi við Úganda og er í henni lögð áhersla á mikilvægi komandi kosninga til að tryggja þann árangur sem náðst hafi í landinu á undanförnum árum, í átt að lýðræði, aukinni velsæld, friði og þróun. Ýmislegt sem átt hafi sér stað í kosningabaráttunni geti grafið undan þessari þróun og gegn því verði að sporna.&nbsp;</span></p> <p>Ísland er jafnframt aðili að fjölmiðlafrelsisbandalagi, <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/16/Fjolmidlafrelsi-og-trufrelsi-i-brennidepli-a-radherrafundum/">Media Freedom Alliance</a>, sem Bretar og Kanadamenn beittu sér fyrir að koma á fót í fyrra og telur nú 37 aðildarríki. <a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/MFC%20statement%20on%20Uganda%20-%20FINAL%20-%20EN.pdf">Hin yfirlýsingin</a>, sem Ísland hefur gerst aðili að, er sett fram af þessu bandalagi og eiga alls átján ríki aðild að henni. Er þar sérstaklega vikið að hlutverki fjölmiðla og jafnframt skorað á stjórnvöld í Úganda að tryggja að kosningar í landinu 14. janúar geti farið fram með lýðræðislegum hætti og þar sem öryggi allra er tryggt.&nbsp;</p>

07.01.2021Starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunarstörfum heiðrað á árinu 2021

<span></span> <p>Um áratugaskeið hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/sections/observances/international-years/">ár</a>&nbsp;og jafnvel&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/sections/observances/international-years/">áratugi</a>&nbsp;tilteknum málefnum í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðþrifamálum og hvetja til alþjóðlegra aðgerða. Nýhafið ár, 2021, er ár friðar og trausts, skapandi hagkerfis, heilbrigðis- og umönnunarstarfsfólks, ávaxta og grænmetis og útrýmingar barnavinnu, á vettvangi hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Í <a href="https://unric.org/is/2021-ar-avaxta-heilbrigdisstarfsmanna-og-barattu-gegn-barnavinnu/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að óneitanlega sé viðeigandi að heiðra&nbsp;<a href="https://www.who.int/news/item/11-11-2020-2021-designated-as-the-international-year-of-health-and-care-workers">starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunargeiranum</a>&nbsp;með því að helga þeim árið 2021. „Alþjóða heilbrigðismálaþingið ákvað á síðasta ári að gera það sem viðurkenningu við fórnfýsi starfsfólks í þessum geirum fremst í víglínunni í COVID-19 faraldrinum,“ segir í fréttinni.</p> <p>Hins vegar er þetta ekki eina alþjóðlega árið á vegum Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;<a href="https://unric.org/is/6155-2/">FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun</a>&nbsp;samtakanna hefur lýst 2021&nbsp;<a href="http://www.fao.org/fruits-vegetables-2021/en/">alþjóðlegt ár ávaxta og grænmetis.</a> <span></span>Markmiðið er að vekja athygli á því hversu&nbsp;ávextir og grænmeti eru næringarrík og neysla þeirra heilsusamleg. Jafnframt er skorin upp herör gegn sóun á ávöxtum og grænmeti í fæðukerfinu.</p> <p>Þá mun Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) beina kastljósinu að barnavinnu á&nbsp;<a href="https://www.ilo.org/global/topics/child-labour/int-year/lang--en/index.htm">alþjóðlegu ári upprætingar barnavinnu</a>&nbsp;2021. Sérstaklega er vakin athygli á því að COVID-19 faraldurinn ýti enn fleiri börnum á vinnumarkaðinn.</p> <p>2021 er einnig:</p> <ul> <li>Alþjóðlegt ár <a href="https://digitallibrary.un.org/record/3828657?ln=en" target="_blank">f</a><a href="https://www.un.org/press/en/2019/">riðar og trausts</a></li> <li>Alþjóðlegt ár&nbsp;<a href="https://unctad.org/topic/trade-analysis/creative-economy-programme/2021-year-of-the-creative-economy">skapandi hagkerfis</a>&nbsp;í þágu sjálfbærrar þróunar</li> <li>Alþjóðlegt ár&nbsp;<a href="https://www.icao.int/Security/Security-Culture/Pages/YOSC-2021.aspx">öryggismenningar</a>&nbsp;í flugi</li> </ul> <p>Venjulega eru það eitt eða fleiri aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem leggja til að helga tiltekið ár ákveðnu málefni. Tillaga er síðan lögð fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn getur slíkt gerst á vettvangi einstakra stofnana á vegum samtakanna.</p> <p>Eftirfarandi áratugir helgaðir málefnum hefjast 2021 og lýkur 2030:</p> <ul> <li>Áratugur Sameinuðu þjóðanna um&nbsp;<a href="https://en.unesco.org/ocean-decade">hafrannsóknir</a>&nbsp;í þágu sjálfbærrar þróunar</li> <li>Áratugur Sameinuðu þjóðanna um&nbsp;<a href="https://en.unesco.org/ocean-decade">endurreisn vistkerfa</a></li> <li>Áratugur Sameinuðu þjóðanna um<a href="https://www.who.int/initiatives/decade-of-healthy-ageing">&nbsp;heilbrigða öldrun</a></li> <li>Annar áratugur aðgerða í þágu umferðaröryggis </li> <li>Fjórði alþjóðlegi áratugur&nbsp;<a href="https://www.un.org/dppa/decolonization/en/history/international-decades">upprætingar nýlendustefnu.</a></li> </ul>

06.01.2021Ekkert lát á ofbeldisverkum gegn blaðamönnum

<span></span> <p>Á nýliðinu ári voru fimmtíu blaðamenn myrtir. Samkvæmt gögnum frá Fréttamönnum án landamæra (RSF) fækkar jafnt og þétt blaðamönnum sem falla í löndum þar sem átök geisa en fjölgar að skapi í löndum sem teljast friðsæl. Á árinu 2019 voru 53 blaðamenn myrtir en vegna kórónuveirunnar voru miklu færri fréttamenn á faraldsfæti í fyrra en árið áður.</p> <p>Tveir af hverjum þremur blaðamönnum í hópi þeirra sem voru myrtir voru að störfum í löndum þar sem friður ríkir eins og Mexíkó (8), Indlandi (4), Filippseyjum (3) og Hondúras (3). Alls féllu 32 prósent blaðamanna í stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Jemen, Afganistan og Írak en til samanburðar voru 58 prósent þeirra fréttamanna sem létu lífið í starfi á vettvangi á átakasvæðum árið 2016.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt ríka áherslu á fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði fjölmiðla í samræmi við áherslur Íslands á sviði mannréttinda. Ísland á aðild að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition) en markmið þess er að efla aðgerðir til að sporna við auknum áraásum á fjölmiðlafólk um allan heim, varpa ljósi á mál sem bregðast verður við og styðja ríki sem vilja stíga skref í átt að auknu fjölmiðlafrelsi. Þá&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/18/Island-stydur-verkefni-UNESCO-um-frjalsa-fjolmidlun-i-throunarlondum/" target="_blank">gerðist Ísland nýlega aðili að alþjóðaverkefni UNESCO</a>&nbsp;um frjálsa fjölmiðlun í þróunarlöndum, IPDC (International Programme for the Development of Communication).&nbsp;</p> <p>Í skýrslu Fréttamanna án landamæra kemur fram að í 84 prósentum tilvika hafi blaðmennirnir sem féllu í fyrra verið vísvitandi skotmark og sumir þeirra myrtir á sérstaklega villimannslegan hátt. „Sumir kunna að halda að blaðamenn séu einungis fórnarlömb áhættu í starfi en þeir verða í vaxandi mæli fyrir ofbeldi þegar þeir rannsaka eða fjalla um viðkvæm mál. Ofbeldið beinist gegn upplýsingaréttinum sem er réttur allra,“ segir <span></span>Christophe Deloire framkvæmdastjóri RSF.</p> <p>Fram kemur í skýrslu samtakanna að hættulegustu störf blaðamanna lúta að rannsóknum á málum sem varða spillingu innanlands og misnotkun almannafjár. Tíu blaðamenn voru myrtir á síðasta ári við slíka upplýsingaöflun. Fjórir voru myrtir sem unnu að rannsóknum á starfi skipulagðra glæpasamtaka og sjö sem fjölluðu um mótmæli.</p> <p>Guðlaugur Þór hefur hvatt til þess að fjölmiðlafólki, sem hefur verið fangelsað vegna starfa sinna, verði sleppt. Alls eru 387 blaðamenn í haldi vegna starfa sinna, sem er svipaður fjöldi og árið áður. Konum í blaðamannastétt sem sviptar voru frelsi fjölgaði á árinu um 35 prósent. Þá eru 14 blaðamenn í haldi vegna umfjöllunar þeirra um COVID-19.</p>

05.01.2021Stuðningur við Króatíu vegna jarðskjálftanna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur styrkt Rauða krossinn um 10 milljónir króna sem veittar verða til stuðnings Rauða krossinum í Króatíu í kjölfar jarðskjálfta þar í landi dagana 28. og 30. desember síðastliðinn. Að minnsta kosti sjö létust í skjálftanum og fjöldi slasaðist, auk þess sem mikil eyðilegging varð. Upptök skjálftans voru við bæinn Petrinja, suðaustur af höfuðborginni Zagreb.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/studningur-til-kroatiu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum segir að fjármagnið nýtist Rauða krossinum í Króatíu í neyðarviðbrögðum sínum en fjöldi sjálfboðaliða veitir neyðaraðstoð og hefur aðstoðað við rýmingar á hjúkrunarheimilum og fleira. Í mars 2020 reið einnig stór skjálfti yfir Zagreb þar sem nokkurt tjón varð.</p> <p>„Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu fyrir þetta góða framlag,“ segir í fréttinni.</p> <p>&nbsp;</p>

04.01.2021Rúmlega tíu milljónir barna við hungurmörk

<span></span> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um heilsu og velferð rúmlega tíu milljóna barna sem að óbreyttu draga fram lífið við hungurmörk á þessu ári í fimm heimshlutum, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, norðausturhluta Nígeríu, miðhluta Sahel-svæðisins – Búrkina Fasó, Níger og Malí, Suður Súdan og Jemen. Í öllum þessum ríkjum er mikil þörf á mannúðaraðstoð og síaukinn matvælaskortur, auk banvænnar farsóttar og yfirvofandi hungursneyðar.</p> <p>„Fyrir þjóðir sem búa við afleiðingar stríðsátaka, hamfara og loftslagsbreytinga hefur COVID-19 breytt næringarskorti í yfirvofandi stórslys,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF í <a href="https://www.unicef.org/press-releases/estimated-104-million-children-democratic-republic-congo-northeast-nigeria-central" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá samtökunum. „Fjölskyldur eru þegar í erfiðleikum með að fæða börnin sín og allir í fjölskyldunni lifa við hungurmörk. Við getum ekki látið þau vera gleymdu fórnarlömb ársins 2020.“</p> <p>UNICEF hvetur alþjóðasamfélagið og mannúðarsamtök á vettvangi að auka stuðning við lífsnauðsynlega þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra í þessum heimshlutum og víðar þar sem þörf á aðhlynningu varðandi næringu, heilsu, vatn og hreinlæti.</p> <p>UNICEF hefur kallað eftir rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala til að styðja lífsbjargandi aðgerðir á þessu ári fyrir börn í þeim heimshlutum þar sem ástandið er alvarlegast. </p>

30.12.2020Viðbótarframlag vegna neyðarinnar í Jemen

<p><span>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) 40 milljón króna viðbótarframlag til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.</span></p> <p><span>Neyðarástand ríkir í Jemen, þar sem stríðsátök hafa haft gríðarleg neikvæð efnahags- og félagsleg áhrif og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Áætlað er að rúmlega 24 milljónir manna þarfnist mannúðaraðstoðar, eða um 80 prósent þjóðarinnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span>„Vannæring er hrikalegt vandamál í Jemen, ekki síst á meðal ungra barna, og ástandið var orðið mjög slæmt í þeim efnum jafnvel áður en stríðið þar braust út. Ég held að fullyrða megi að hvergi í veröldinni er neyðar- og matvælaaðstoðar þörf en einmitt í Jemen,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra.&nbsp;</p> <p><span>Í hverjum mánuði veitir WFP nær 13 milljónum einstaklinga matvælaaðstoð í Jemen. Að auki styður stofnunin um eina milljón kvenna og tvær milljónir barna með meðferð gegn vannæringu. <br /> <br /> WFP er ein af lykilsamstarfsstofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar, en stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels á þessu ári, sem staðfestir það mikilvæga starf sem hún gegnir.</span></p>

29.12.2020„Ár prófrauna, harmleikja og tára“

<span></span> <p>Kolefnisjafnvægi fyrir miðja öldina verður helsta baráttumál Sameinuðu þjóðanna á nýju ári. „Helsta metnaðarmál Sameinuðu þjóðanna árið 2021 verður að mynda alheimsbandalag í þágu kolefnisjafnvægis fyrir árið 2050,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri samtakanna í nýársávarpi fyrir 2021.</p> <p>Í ávarpinu segir Guterres að árið 2020 hafi verið einstaklega erfitt og COVID-10 hafi sett líf fólks á hvolf og valdið þjáningu og sorg í heiminum - „ár prófrauna, harmleikja og tára“, eins og segir í <a href="https://unric.org/is/sameinudu-thjodirnar-med-kolefnisjafnvaegi-ad-leidarljosi-2021/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</p> <p>„Við höfum misst marga ástvini – og faraldurinn geisar enn með nýjum bylgjum veikinda og dauða,” segir Guterres. „Fátækt, ójöfnuður og hungur fara vaxandi. Störf tapast og skuldir aukast. Börn eiga erfitt uppdráttar. Heimilisofbeldi&nbsp;og óöryggi magnast hvarvetna.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/PH0_2SStswM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í ávarpinu nefnir hann þó ýmsar ljósgætur í myrkrinu eins og að fólk hafi rétt nágrönnum og ókunnugum hjálparhönd, framlínustarfsfólk hafi lagt sig allt fram, vísindamenn hafi þróað bóluefni á metttíma og ríki hafi tilkynnt um nýjar skuldbindingar til að koma í veg fyrir loftslagshamfarir.</p> <p>„Loftslagsbreytingar og COVID-19 fela í sér kreppu sem einungis er hægt að glíma við í sameiningu,“ segir Guterres í ávarpinu og hvetur til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. „Með samstilltu átaki getum við friðmælst við okkur sjálf og náttúruna, tekist á við loftslagsbreytingar, stöðvað útbreiðslu COVD-19 og helgaði árið 2021 því að græða sár, sár af völdum banvænnar veiru, sár særðra hagkerfa og samfélaga, sár sundrungar. Og hefja lækningu plánetunnar. Þetta ættu að vera nýársheit okkar fyrir 2021,“ segir Guterres í nýársávarpinu með óskum um gleðiríkt og friðsælt nýtt ár.</p>

23.12.2020Skortur á framlögum bitnar á flóttafólki í Úganda

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) – handhafi friðarverðlauna Nóbels í ár – varaði við því í gær að mánaðarlegir fjárstyrkir og matargjafir til 1,26 milljóna flóttamanna í Úganda verði skornir enn frekar niður vegna ónógra framlaga. Niðurskurðinn hefst í febrúar á næsta ári. Þá fær flóttafólk í Úganda, flest frá grannríkinu Suður-Súdan, aðeins 60 prósent af fullum stuðningi.</p> <p>„Heimsfaraldurinn má ekki vera afsökun fyrir heiminn að snúa baki við flóttafólki á þessum hræðilegu tímum,“ segir El-Khidir Daloum umdæmisstjóri WFP í Úganda. „Við þökkum framlagsríkjum fyrir að hafa að fullu stutt aðgerðir okkar í þágu flóttafólks í Úganda árið 2019 en núna getum við ekki einu sinni staðið undir lágmarks matvælaaðstoð og þeir fátækustu koma til með að þjást mest þegar skera þarf enn frekar niður,“ segir hann.</p> <p>Árið hefur verið flóttafólki sérstaklega erfitt því stuðningurinn var skorinn niður um 30 prósent í apríl vegna faraldursins og fyrirsjáanlegt að í febrúar nemi frekari niðurskurður 10 prósentum. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna þarf 95,8 milljónir bandarískra dala – 12,5 milljarða íslenskra króna – til að veita fullan stuðning við flóttafólk næstu sex mánuðina.&nbsp;</p> <p>Samkvæmt frétt WFP eru það einkum konur, börn og aldraðir í hópi þeirra verst stöddu sem eiga á hættu að verða vannærð. Það veikir ónæmiskerfið og eykur líkur á smitsjúkdómum, meðal annars COVID-19. Á þessu svæði eru sex samfélög flóttamanna og kórónaveiran er þar í mikilli uppsveiflu.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðarmálum og Úganda er annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Í samfélögum flóttafólks hafa Íslendingar í samstarfi við UNICEF unnið að verkefni um sólardrifnar vatnsveitur fyrir skóla og heilsugæslustöðvar.</p>

22.12.2020UNICEF vill tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að bóluefni

<span></span> <p>Eitt af stóru verkefnum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) að tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að bóluefnum. UNICEF gegnir lykilhlutverki í COVAX-samstarfinu – samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bólu­efn­is gegn kórónaveirunni meðal fátækari ríkja heims­ins. UNICEF leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja.</p> <p>„Þetta er stærsta verkefni UNICEF á sviði bólusetninga fyrr og síðar og umfangið er sögulegt, enda aldrei jafn mikið verið í húfi. UNICEF&nbsp;nýtir sérþekkingu sína í útboði og dreifingu bóluefna til að tryggja að öll lönd hafi jafnan aðgang að fyrstu skömmtunum þegar þeir verða í boði,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Með þessu svarar UNICEF kalli alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn heimsfaraldrinum. Vernda þarf þau lönd sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin gegn veirunni til þess að hægt sé að úrýma henni fyrir fullt og allt. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok ársins 2021. </p> <p>UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetur UNICEF með samstarfsaðilum hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga, mænusótt, rauða hunda og stífkrampa. Nú þegar hefur UNICEF komið upp gríðarstórum lager af sprautum og viðræður eru í fullum gangi við flutningsaðila, meðal annars stærstu flugfélög heims, um dreifingu á bóluefnum gegn COVID-19. </p> <p>UNICEF segir í <a href="http://https://unicef.is/unicef-svarar-kalli-althjodasamfelagsins-covid-19" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að undanfarið hafi verið unnið að því að meta getu flugfélaganna, kortleggja helstu flugleiðir og rýna í stærstu áskoranirnar við afhendingu bóluefnanna. „UNICEF hefur mikla reynslu í því að finna leiðir til að koma bóluefnum til barna á afskekktum eða stríðshrjáðum svæðum. Oft þarf að notast við ólíka samgöngumáta, til dæmis mótorhjól, asna eða jafnvel fara fótgangandi yfir fjöll og dali með kælitöskur sérstaklega útbúnar til að bóluefnið haldist við rétt hitastig,“ segir Birna. </p> <p>Enn fremur undirbýr UNICEF, í samstarfi við Alþjóðasamtök um bólusetningar (GAVI) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), nauðsynlega innviði, leiðbeiningar um verklag og þjálfun starfsfólks sem þarf fyrir örugga framkvæmd bólusetninga í efnaminni ríkjum. </p> <p>„Kórónaveirufaraldurinn hefur raskað lífi barna um allan heim og sett áratuga árangur af þróunarsamvinnu í mikla hættu. Því er mikilvægt að forgangsraða dreifingu bóluefna þannig að ójöfnuður aukist ekki enn frekar. Eins og fram hefur komið í fréttum taka íslensk stjórnvöld þátt í COVAX-samstarfinu og fjármagna bóluefni fyrir fátækari ríki heimsins. UNICEF á Íslandi fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda enda ljóst að mikinn samtakamátt þarf til að fjármagna dreifinguna til landa um allan heim, sem er kostnaður sem bætist ofan á önnur verkefni UNICEF í þágu barna,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>„Bóluefnin eru handan við hornið og með því kviknar von um að við getum farið að lifa eðlilegra lífi á ný. En það er ekki nóg að bóluefnin séu komin, það þarf að tryggja bóluefni fyrir alla. Það er ekki heldur nóg að koma bóluefnunum á áfangastað, það þarf að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk og byggja upp traust til bólusetninga í samfélögunum. Öll þessi vinna er gífurlega mikilvæg til þess að fátækari ríki heimsins verði ekki skilin eftir. Slíkt myndi hafa skelfilegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir börn um allan heim. Þetta er ekki búið fyrr en við höfum náð að bólusetja allan heiminn,“ segir Birna.&nbsp; </p> <p><strong>Nýtt mælaborð um þróun bóluefnanna</strong></p> <p>Í gær hleypti UNICEF af stokknum nýju <a href="https://www.unicef.org/supply/covid-19-vaccine-market-dashboard" target="_blank">mælaborði</a>&nbsp;fyrir bóluefnamarkaðinn sem er gagnvirkt tæki fyrir lönd, samstarfsaðila og framleiðsluiðnaðinn. Þar verður hægt að fylgjast með þróun bóluefna gegn COVID-19 og árangri COVAX-samstarfsins í að tryggja sanngjarnt verð og sanngjarnt aðgengi allra landa í heiminum að bóluefnum. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi, skilvirkni og frjálst flæði upplýsinga. </p>

21.12.2020Malaví „land ársins“ hjá The Economist

<span></span> <p>Tímaritið The Economist hefur útnefnd Malaví land ársins. Viðurkenninguna fær Malaví fyrir að „endurvekja lýðræðið í landi sem þekkt er fyrir einræðistilburði.“ Stjórnlagadómstóll landsins ógilti fyrr á þessu ári niðurstöðu forsetakosninga árið 2019 vegna kosningasvindls og nýr forseti var kjörinn í kosningum sem haldnar voru í júní.</p> <p>Að mati <a href="http://https://www.economist.com/leaders/2020/12/19/which-is-the-economists-country-of-the-year" target="_blank">The Economist</a>&nbsp;er ákvörðun dómstólsins um ógildingu forsetakosninganna og friðsamleg valdaskipti í framhaldinu „fullkomið dæmi um það hvernig stjórnvöld eiga að fara með lýðræðið,“ eins og segir í tímaritinu.</p> <p>Kosningarnar árið 2019 hafa verið kallaðar „tipp-ex“ kosningarnar en eins og fram kemur í grein The Economist hafði verið átt við fjöldann allan af atkvæðaseðlum með því að afmá merki á seðlinum með „tipp-ex“ leiðréttingarvökvanum. Þar segir ennfremur að erlendir fulltrúar í kosningaeftirliti hafi samþykkt kosningarnar með semingi. Íbúar Malaví hafi hins vegar hafið fjöldamótmæli og dómarar hafi afþakkað „ferðatöskur af mútugreiðslum“ og ógilt kosningarnar.</p> <p>Í kosningunum síðastliðið sumar fór Lazarus Chakwera með sigur af hólmi og felldi sitjandi forseta, Peter Mutharika.</p> <p>Í október hlutu dómarar við stjórnlagadómstólinn í Malaví sérstaka viðurkenningu bresku hugveitunnar <a href="https://www.chathamhouse.org/2020/10/chatham-house-prize-malawi-judges-win-election-work" target="_blank">Chatham House</a>&nbsp;fyrir „hugrekki og sjálfstæði í þágu lýðræðis,“ eins og sagði í umsögn um verðlaunahafa ársins.</p> <p>Malaví er eins og flestir vita elsta samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu en íslensk stjórnvöld hafa allar götur frá 1989 starfað í landinu að margvíslegum verkefnum, lengst af í Mangochi héraði.</p>

18.12.2020Framhald á samstarfi við orkusjóð Alþjóðabankans

<span></span> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að framlengja til næstu fjögurra ára samstarfssamning við orkusjóð Alþjóðabankans (<a href="https://esmap.org/" target="_blank">ESMAP</a>). Ísland fjármagnar einnig stöðu jarðhitasérfræðings hjá sjóðnum. Sjóðurinn kemur að mótun og undirbúningi verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í þróunarríkjum, sem síðar koma til fjármögnunar hjá bankanum og fleiri aðilum. Jafnframt er sjóðurinn mikilvægt þekkingarsetur um endurnýjanlega orku.</span></p> <p><span>„Þegar kemur að því að miðla og auka þekkingu á jarðhitaverkefnum í þróunarríkjum er orkusjóðurinn mikilvægasti vettvangur Alþjóðbankans. Samstarf við sjóðinn er okkur mikils virði til að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu í tengslum við verkefni bankans. Nýr samningur er því beggja hagur,“ segir Guðlaugur Þór.</span></p> <p><span>Verkefnaáætlun sjóðsins fyrir 2021-2024 sem liggur til grundvallar nýja samningnum byggir á tveimur meginmarkmiðum, aðgengi fyrir alla að orku fyrir 2030 og minnkun kolefnislosunar í orkugeiranum, til að styðja við framgang sjöunda heimsmarkmiðsins um sjálfbæra orku og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í áætluninni er áfram lögð rík áherslu á jarðhita, meðal annars beina nýtingu, auk vatnsorku og annarra endurnýjanlegra orkugjafa. </span></p> <p><span>Á þessu ári lauk verkefninu „Global Geothermal Development Plan“ en því var formlega hleypt af stokkunum á jarðhitaráðstefnu á Íslandi 2013. Íslenskir jarðhitasérfræðingar innan bankans störfuðu náið að verkefninu og í nýlegu </span><a href="https://www.worldbank.org/en/results/2020/11/10/the-global-geothermal-development-plan-mitigating-upstream-cost-and-risk"><span>yfirliti</span></a><span> sjóðsins yfir árangur síðustu fjögurra ára kemur fram að íslensk sérþekking hafi átt stóran þátt í góðum árangri verkefnisins.</span></p> <p><span>Auk jarðhitamála styður Ísland við vatnsaflsverkefni á vegum ESMAP en Ísland býr yfir víðtækri þekkingu á því sviði sem nýst getur víða um heim. Geir H. Haarde, aðalfulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, stóð fyrir viðburði í tengslum við ársfund bankans um hlutverk vatnsafls í þróunarsamvinnu í tengslum við útgáfu </span><a href="https://ieg.worldbank.org/evaluations/evaluation-world-bank-groups-support-electricity-supply-renewable-energy-resources-2000"><span>úttektar</span></a><span> á stuðningi Alþjóðabankans við raforkuframleiðslu úr endurnýjanlegum orkulindum. Úttektin sýnir að vatnsaflsverkefni bankans hafa skilað framúrskarandi árangri.</span></p> <p><span>ESMAP leggur ríka áherslu á jafnréttismál í orkugeiranum og Íslendingar hafa átt samstarf við sjóðinn um jafnréttismál og jarðhita í þeim tilgangi að styrkja rödd og þátttöku kvenna. Nefna má að utanríkisráðuneytið tók þátt í vinnu ESMAP við </span><a href="https://esmap.org/node/181496"><span>nýja skýrslu um jafnréttismál</span></a><span> í jarðhitaverkefnum. </span></p>

17.12.2020Efla kennslu í vísindum við framhaldsskóla í Buikwe

<span></span> <p><span>Innan tíðar hefjast framkvæmdir við fjóra framhaldsskóla í fiskveiðisamfélögum í Buikwe héraði í Úganda þar sem byggðar verða sérstakar skólastofur til að efla kennslu í vísindum og upplýsingatækni. Skrifað var undir samninga um framkvæmdirnar í morgun að viðstöddum fulltrúum sendiráðs Íslands í Kampala, fulltrúum héraðsstjórnarinnar í Buikwe og fulltrúum verktaka sem áttu lægstu tilboð í verkið. </span></p> <p><span>Að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar starfandi forstöðumanns sendiráðsins er markmiðið með þessmu hluta menntaverkefnis í héraðinu að auðvelda rúmlega fjögur þúsund framhaldsskólanemum í Buikwe að auka við vísindalega þekkingu sína í samræmi við opinbera menntastefnu Úganda og bæta aðstæður kennara til að kynda undir áhuga nemenda á vísindum og tækni. „Allt er þetta liður í því að skólarnir veiti gæðamenntun sem leggur grunn að betri lífsafkomu og stuðlar að sjálfbærri þróun Úganda,“ segir Finnbogi Rútur.</span></p> <p><span>Heildarkostnaður við verkið er metinn á rúmlega 142 milljónir íslenskra króna en hluti af þeirri fjárhæð rennur til kaupa á kennslubókum og öðrum námsgögnum fyrir alla nemendur grunnskóla í fiskimannasamfélögunum í listsköpun, tónlist, dansi og leiklist.</span></p> <p><span>Buikwe er megin samstarfshérað Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu í Úganda. Einkum hefur verið unnið að því í samstarfi við héraðsstjórnina að bæta menntun barna og ungmenna en einnig hefur verið unnið að því að tryggja íbúum fiskveiðisamfélaga hreint vatn og bæta salernisaðstöðu. </span></p> <p><span>Við undirritun samninga í morgun bað fulltrúi héraðsins fyrir kveðjur til Íslendinga með þakkæti fyrir veittan stuðning.</span></p>

16.12.2020Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu næstu fjögur árin. Um er ræða verkefni um aukinn viðnámsþrótt íbúa í Kebribeyah héraði gegn loftslagsbreytingum en verkefnið á einnig að bæta lífsviðurværi sjálfsþurftarbænda á svæðinu og valdefla konur og stúlkur. Kostnaður við verkefnið nemur rúmlega 180 milljónum króna eða rúmlega 45 milljónir á ári. Utanríkisráðuneytið leggur verkefninu til rúmar 36 milljónir árlega.</p> <p>„Verkefnið er unnið með sjálfsþurftarbændum í Kebribeyahhéraði í Sómalífylki Eþíópíu sem kljást við afleiðingar loftslagsbreytinga á miklu þurrkasvæði,“ segir Kristín Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins. „Meginmarkmið verkefnisins eru aukið fæðuöryggi og aukinn viðnámsþróttur samfélagsins, bætt heilsufar með auknu aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu sem og aukin völd og réttindi kvenna á svæðinu. Í verkefninu er gert ráð fyrir að bora fyrir vatni og aukin áhersla er lögð á að tryggja réttindi kvenna og stúlkur njóta aukins stuðnings meðal annars til að stunda nám,“ segir Kristín. Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins er framkvæmdaraðili en verkefnið nær til rúmlega 21 þúsund íbúa. </p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í þróunarsamvinnu í Sómalífylki frá árinu 2008 en fært sig um set í fylkinu þegar árangur hefur náðst í einu héraði til að starfa að uppbyggingu með bændum annars staðar í fylkinu. „Landrof og eyðimerkurmyndun einkenna svæðið og það <span>&nbsp;</span>er rakið til öfga í veðri sem verða æ meiri. Sjálfsþurftarbændur fá þar aðstoð svo þeir geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Brunnar eru grafnir og þar sem það er ekki mögulegt eru grafnar vatnsþrær fyrir regnvatn,“ segir Kristín. </p> <p>RÚV sýndi nýverið <a href="https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/myndbond/" target="_blank">fræðsluþátt</a>&nbsp;um Hjálparstarf kirkjunnar en í þættinum var meðal annars fjallað um verkefni Hjálparstarfsins í Eþíópíu. &nbsp;</p> <p>Nánar á <a href="http://www.help.is" target="_blank">vef</a>&nbsp;Hjálparstarfs kirkjunnar</p>

15.12.2020Lífskjaravísitala Sameinuðu þjóðanna: Rauðblikkandi viðvörunarljós

<span></span> <p>Heimsfaraldur kórónuveiru, loftslagsbreytingar og eyðilegging náttúrunnar eru rauðblikkandi aðvörunarljós um stöðu jarðarinnar og samfélaga. Nú er tími til að velja öruggari og réttlátari leið fyrir þróun mannkyns, segir í frétt Sameinuðu þjóðanna í tilefni af útgáfu árlegrar lífskjaravísitölu, Human Dvelopment Report (HDI), sem kemur út í dag. Ísland er í fjórða sæti þjóða á listanum í ár ásamt Hong Kong, en var í sjötta sæti á síðasta ári.</p> <p>„Þjóðir verða að endurskoða leiðir sínar til þróunar og draga úr álagi á umhverfi og náttúru, eða eiga ellegar á hættu að framfarir mannkyns stöðvist,“ segir í viðvörunarorðum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem gefur skýrsluna út. Hún nefnist „<a href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/hdr2020.pdf" target="_blank">The Next Frontier: Human Development and the Anthropocene</a>."</p> <p>„Við erum stödd á fordómalausu augnabliki í sögu mannkyns og í sögu plánetunnar,“ segir í skýrslunni. Þar er hvatt til þess að stjórnvöld, atvinnulífið og borgarar taki höndum saman um að vinna að nýjum framförum til verndar umhverfinu.</p> <p>Lífskjaravísitalan kemur nú út í þrítugasta sinn en hún hefur hingað til byggst á þremur megin vísitölum, lífslíkum, menntun og þjóðartekjum. Nú er í fyrsta sinn bætt við nýrri vísitölu um losun koltvísýrings og kolefnisspor hverrar þjóðar. Nýjar vísitalan leiðir til þess að fimmtíu ríki sem áður voru ofarlega á lista og reiða sig mjög á jarðefnaeldsneyti falla um mörg sæti en önnur eins og Kosta Ríka, Moldova og Panama, sem leggja minna á náttúruna, hækka á lista. Að teknu tilliti til nýju vísitölunnar væri Ísland 26 sætum neðar á lista og Noregur félli niður um fimmtán sæti.</p> <p>Í neðstu sætunum eru Níger, Miðafríkulýðveldið og Tjad.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

14.12.2020Guðlaugur Þór undirritaði nýjan rammasamning við UN Women

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Ms. Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdarstjóri UN Women, skrifuðu í dag undir nýjan rammasamning um stuðning Íslands við UN Women. Samningurinn gildir til loka árs 2023 og veitir heildræna umgjörð utan um samstarf Íslands og stofnunarinnar og styður við jafnréttismál í þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>„Við vitum að ofbeldi gegn konum og stúlkum hefur aukist í kjölfar heimsfaraldursins. Ísland mun halda áfram að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi til dæmis með því að leggja áherslu á kjarnaframlög til UN Women, sem veita stofnuninni sveigjanleika til að bregðast við þar sem þörfin er mest hverju sinni,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið, en samningurinn var undirritaður á fjarfundi.</span></p> <p><span>UN Women er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og sinnir verkefnum sem ætlað er að efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum. Stofnunin starfar á vettvangi, sinnir samræmingarhlutverki meðal stofnana Sameinuðu þjóðanna og er leiðandi í stefnumótun á alþjóðavettvangi. Ísland hefur stutt stofnunina frá upphafi og er á meðal helstu stuðningsaðila.&nbsp;</span></p> <p><span>Á þessu ári hefur ofbeldi gegn konum og stúlkum aukist í kjölfar heimsfaraldursins og mikilvægt er að beina sjónum að þessari afar slæmu þróun sem á sér stað um heim allan. UN Women hefur jafnframt fjallað um þetta sem <a href="https://www.unwomen.org/en/news/in-focus/in-focus-gender-equality-in-covid-19-response/violence-against-women-during-covid-19" target="_blank">skuggafaraldurinn</a>.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

14.12.2020Skortur á vatni og hreinlæti í fjórðungi heilbrigðisstofnana

<span></span> <p>Í einni af hverjum fjórum heilbrigðisstofnunum í heiminum skortir aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu sem eykur hættuna á því fyrir starfsfólk og sjúklinga – um 1,8 milljarð einstaklinga – að smitast af kórónaveirunni og öðrum bráðsmitandi veirum. Þetta kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) byggða á könnun sem náði til 165 landa.</p> <p>„Að vinna á heilbrigðisstofnun án vatns, salernis- og hreinlætisaðstöðu er sambærilegt við að senda hjúkrunarfræðinga og lækna til vinnu án skjólfatnaðar,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Vatn, salernis- og hreinlætisaðstaða á heilbrigðisstofnunum er grundvallaratriði til að stöðva COVID-19. Í ákveðnum heimshlutum þarf að bæta aðstöðu í þessum efnum, sérstaklega í þróunarríkjum.“</p> <p>Heilbrigðisstarfsfólk er í meiri hættu en aðrir að smitast af kórónaveirunni. Það sést á tölum sem koma fram í skýrslunni. Heilbrigðisstarfsfólk telur 3 prósent mannkyns en 14 prósent hafa veikst af COVID-19. „Að senda heilbrigðisstarfsfólk og þá sem veikir eru og þurfa meðferð inn á stofnanir þar sem ekki er að finna hreint vatn, örugga salernisaðstöðu eða jafnvel sápu – það heitir að stofna lífi fólks í hættu,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni – <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/Global-progress-report-WASH-health-care-facilities-English_2020.pdf" target="_blank">Global Progress Report on WASH in Health Care Facilities</a>&nbsp;– gat þriðjungur heilbrigðisstofnana í heiminum ekki tryggt handþvott og ein af hverjum tíu hafði ekki upp á viðunandi salernisaðstöðu að bjóða. Staðan er enn verri ef horft er til 47 fátækustu ríkja heims þar sem helmingur heilbrigðisstofnana hafði engan aðgang að hreinu drykkjarvatni, fjórðungur engan aðgang að vatni til handþvotta eða annars hreinlætis, og þrjár af hverjum fimm skorti salernisaðstöðu.</p> <p>Að mati WHO og UNICEF myndi kosta um 130 krónur á hvern íbúa að tryggja úrbætur á þessu sviði í viðkomandi ríkjum og 26 krónur til viðhalds á ári hverju.</p>

11.12.2020Tvöfalt fleiri börn í norðurhluta Sýrlands án menntunar vegna heimsfaraldurs

<span></span> <p>Tvö af hverjum þremur börnum í norðurhluta Sýrlands eru utan skóla. Stríðsátök síðustu tíu árin hafa haft gríðarleg neikvæð áhrif á menntun barna en í yfirstandandi heimsfaraldri hefur ástandið hríðversnað. Nú fá tvöfalt fleiri börn en áður enga formlega fræðslu og samtökin Barnaheill – Save The Children telja að helmingur barna, sem var að mennta sig áður en faraldurinn skall á, hafi flosnað upp frá námi.</p> <p>Í gær kom út skýrsla samtakanna - <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/node/18588/pdf/reversing_gains.pdf" target="_blank">Reversing Gains</a>&nbsp;- um stöðu skólabarna á þessu svæði en gögnum var aflað með því könnun meðal 500 kennara ásamt því að ræða við önnur hjálparsamtök á vettvangi.&nbsp;Samtökin hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á börn í Sýrlandi að flosna upp frá námi og hvaða áhrif það hafi á framtíð Sýrlands.</p> <p>Að mati kennaranna var aukin fátækt helsta ástæða þess að börn flosnuðu upp úr námi. Kostnaðarsamt sé fyrir fjölskyldur að senda börn í skóla og því hafi fjöldamörg börn hafið vinnu til þess að afla tekna fyrir heimilið. Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/fjoldi-barna-sem-ekki-stundar-nam-i-nordur-syrlandi-tvofaldast-vegna-heimsfaraldurs" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Barnaheilla – Save the Children segir að vinnuþrælkun barna sé alvarlegt áhyggjuefni í norðausturhluta Sýrlands, 79 prósent kennara telji helstu ástæðu brottfalls úr skóla vera þá að börn þurfi að framfleyta fjölskyldu sinni.</p> <p>„Þegar skólum var lokað í mars þurftu Barnaheill - Save the Children að finna upp nýjar leiðir fyrir skólabörn til þess að þau gætu stundað fjarnám. Stutt var við kennara sem fóru á milli heimila til að aðstoða börn auk fræðslu á netinu og símakennslu þar sem kennarar sendu leiðbeiningar í gegnum smáskilaboð. Þetta hefur verið áskorun en fjöldi barna hefur ekki aðgang að snjallsíma eða interneti sem gerir félagasamtökum og samstarfsaðilum erfitt fyrir að fylgja eftir þeim börnum sem flosna upp frá námi,“ segir í fréttinni.</p> <p>Ameen, 12 ára drengur sem býr í flóttamannabúðum í norðvesturhluta Sýrlandi er eitt þeirra barna sem hafa þurft að vinna í kjölfar faraldursins til þess að geta séð fyrir systkinum sínum og móður. Hann vinnur á daginn og lærir á kvöldin. ,,Ég hætti í skólanum þegar faraldurinn skall á. Ég vinn við gúrkuræktun. Mánuði eftir að ég hætti í skólanum og byrjaði að vinna gátum við mamma fengið okkur síma. Þannig gat ég haldið áfram í námi og stundað fjarnám. Ég fer í vinnuna á daginn og þegar ég er kominn heim á kvöldin get ég horft á kennsluleiðbeiningar í gegnum símaforritið WhatsApp. Svo geri ég heimavinnuna mína og sendi kennaranum heimalærdóminn í gegnum símann.”</p> <p>Sonia Khush, viðbragðsstjóri Barnaheilla - Save the Children í Sýrlandi segir að átökin, sem hafa staðið yfir í nærri áratug, hafi hrakið milljónir sýrlenskra fjölskyldna í fátækt. Vegna átakanna hafa börn neyðst til þess að fara að vinna og í kjölfarið hafa þúsundir þeirra flosnað upp úr námi og að menntun sé orðin að fjarlægum draumi. ,,Save the Children og önnur hjálparsamtök hafa reynt að tryggja að börn hafi aðgang að menntun á meðan heimsfaraldurinn ríður yfir og að börn fái öruggt umhverfi til þess að stunda nám. COVID-19 hefur aukið enn frekar á þær áskoranir að halda börnum í námi. Við óttumst að þau börn sem hafa flosnað upp úr námi komi aldrei aftur.”</p>

10.12.2020Ráðherra á hátíðarfundi á alþjóðamannréttindadeginum

<p><span>Mannréttindi og 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna voru til umfjöllunar á opnum fjarfundi sem haldinn var í tilefni af alþjóðamannréttindadeginum sem haldinn er hátíðlegur 10. desember ár hvert. Í ávarpi sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hélt á fundinum lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um hinar Sameinuðu þjóðir. COVID-19 heimsfaraldurinn hefði sýnt rækilega hve miklu máli skipti að ríki heims geti átt samstarf um brýn úrlausnarefni, svo sem fjármögnun og dreifingu á bóluefni, og hversu mikilvægt það er að gott alþjóðastofnanakerfi sé til staðar til byggja það samstarf á.</span></p> <p><span>Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um átján mánaða skeið 2018-2019 og hefur tilkynnt um framboð vegna setu í ráðinu heilt kjörtímabil 2025-2027. „Okkar reynsla sýnir að jafnvel smáríki geta haft jákvæð áhrif á þeim vettvangi, með því að tala skýrt og skorinort fyrir mannréttindum og virðingu fyrir þeim,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/12/10/Avarp-a-hatidarfundi-i-tilefni-althjodamannrettindadagsins/" target="_blank">ávarpi sínu í dag</a>.&nbsp;</span></p> <p><span>Fundurinn í dag var haldinn á vegum utanríkisráðuneytisins, Höfða – friðarseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Þátttakendur í pallborðsumræðum um þau tímamót sem Sameinuðu þjóðirnar standa nú á voru Richard Gowan frá hugveitunni International Crisis Group, Rita French, sendiherra mannréttindamála í bresku utanríkisþjónustunni, með aðsetur í Genf, Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Niels Nagelhus Schia, fræðimaður við norsku alþjóðamálastofnunina (NUPI), en Noregur mun um áramótin taka sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Umræðum stjórnaði Pia Hansson, framkvæmdastjóri Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra harmaði í ávarpi sínu hve hart væri sótt að mannréttindum, lýðræði og fjölþjóðasamvinnu um þessar mundir. Afar brýnt væri að taka slaginn fyrir þessi gildi með þeim tækjum sem tiltæk væru. Einnig væri mikilvægt að tryggja að einræðisríki, eða ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, næðu ekki undirtökunum í starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðstofnana.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

10.12.2020Mannréttindi í öndvegi í heiminum að loknum faraldri

<span></span> <p>„Manneskjan sjálf og réttindi hennar verða hvarvetna að vera í öndvegi í viðbrögðum og uppbyggingu. Við þurfum að tryggja grunnréttindi á heimsvísu eins og heilbrigðisþjónustu fyrir alla til þess að sigrast á heimsfaraldrinum og vernda okkur inn í framtíðina,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum sem er í dag, 10. desember.</p> <p>Í ár er dagurinn helgaður COVID-19 faraldrinum. „Kastljósinu er beint að þörfinni á því að byggja upp betur að loknum faraldri með mannréttindi að leiðarljósi í endurreisnarstarfi,“ segir í <a href="https://unric.org/is/mannrettindi-covid-19/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Í ávarpi Guterres segir hann að heimsfaraldurinn hafi komið hlutfallslega harðast niður á viðkvæmum hópum, eins og starfsfólki í framlínu, fólki með fötlun, eldri borgurum, konum, stúlkum og minnihlutahópum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/jDeRwEyj2vA" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Faraldurinn hefur þrifist vegna þess að fátækt, ójöfnuður, og eyðing náttúrulegs umhverfis okkar hefur skapað tröllaukna veikleika í samfélögum okkar,“ sagði hann.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að 10. desember gefist „tækifæri til að ítreka mikilvægi mannréttinda í enduruppbyggingu þess heims sem við viljum. Jafnframt að staðfesta samstöðu allra jarðarbúa auk innbyrðis tengsla okkar og mannkynsins sem við öll tilheyrum. Með almenna vígorð sitt „Rísum upp í þágu mannréttinda“ að vopni vilja Sameinuðu þjóðirnar virkja almenning, samstarfsaðila sína og alla fjölskyldu samtakanna í að efla aðgerðir í þágu umskipta.“</p> <p>Mannréttindadagurinn er haldinn árlega 10. desember. Þann dag, árið 1948, samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna&nbsp;<a href="https://unric.org/is/mannrettindayfirlysingin/">Heimsyfirlýsinguna um mannréttindi eða Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna</a>. Hún hefur verið þýdd á rúmlega 500 tungumál, fleiri en nokkurt annað skjal.</p> <p><strong>Mannréttindamiðuð þróunarsamvinna</strong></p> <p>Í stefnu Íslands um þróunarsamvinnu kemur skýrt fram að Ísland leggi mannréttindi til grundvallar stefnu sinni „með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnislegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum,“ eins og segir í stefnunni. Þar segir enn fremur að nálgun íslenskra stjórnvalda í allri þróunarsamvinnu byggist á mannréttindum með vísun í alþjóðleg viðmið í mannréttindamálum. Greiningar miði að því að skýra þá mismunun sem liggur til grundvallar vandamálum þróunarríkja og inngrip miðist við að leiðrétta mismunun og valdaójafnvægi sem hamlar þróun.</p> <p>Fyrir hálfu öðru ári kom út skýrslan „<a href="https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/Stefnurit/STJ_UTN_mannrettindaskyrsla_loka%c3%batg%c3%a1fa.pdf">Mannréttindi sem drifkraftur breytinga – Mannréttindamiðuð þróunarsamvinna í tvihliða samstarfi Íslands</a>“ frá starfshópi utanríkisráðherra um greiningu og útfærslu heppilegra leiða fyrir Ísland til að nýta við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu.</p>

09.12.2020Spilling má ekki trufla bataferlið eftir heimsfaraldurinn

<span></span> <p>„Spilling hefur þrifist í heimsfaraldrinum og koma verður í veg fyrir að þeir sem ástunda slíka iðju geti hagnýtt sér dreifingu nýju bóluefnanna,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Í dag, 9. desember, er alþjóðadagur gegn spillingu.</p> <p>Í ávarpi í tilefni dagsins bendir Guterres á mikilvægi þess að tryggja að spillingaröfl eða óprúttnir aðilar hamli ekki batanum eftir COVID-19 heimsfaraldurinn. Hann segir stjórnvöld hvarvetna í heiminum verja stórfé til þess að koma efnahagslífinu á réttan kjöl og veita neyðarstuðning en varar við hættunni á mútum og illa fengnum gróða á komandi vikum í aðdraganda bólusetninga gegn farsóttinni.</p> <p>„Við getum ekki horft upp á að sjóðum og björgunarúrræðum sé sveigt af réttri stefnu … batinn verður að fela sér aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu og mútur,“ segir Guterres.</p> <p>Stofnað var til alþjóðadags gegn spillingu af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2003 <span></span>sem hluta af mikilvægri vitundarvakning um spillingu og leiðir til þess að berjast gegn henni, á grundvelli <a href="https://www.unodc.org/documents/treaties/UNCAC/Publications/Convention/08-50026_E.pdf" target="_blank">Samnings gegn spillingu</a>, sem þá var samþykktur. Alþingi samþykkti aðild Íslands að samningnum árið 2010 og hann gekk í gildi hér á landi 1. mars ári síðar.</p> <p>Þema alþjóðadagsins í ár er „Bati með heilindum“ og vísar til<span>&nbsp; </span>þess að nú þegar heimurinn undirbýr sig undir bataferli í kjölfar heimsfaraldurs sé það aðeins gerlegt með heilindum og ábyrgð.</p> <p><a href="https://www.oecd.org/corruption-integrity/?utm_source=Adestra&%3butm_medium=email&%3butm_content=ACI+Hub+link&%3butm_campaign=ACI+Day+2020&%3butm_term=sge" target="_blank">Anti-Corruption Day/ OECD</a></p>

09.12.2020Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna fær 90 milljónir frá Íslandi

<span></span> <p><span style="background: white; color: black;">Ísland veitir 90 milljónum króna til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF). Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, greindi frá þessari ákvörðun á framlagaráðstefnu sjóðsins í gær.&nbsp;</span>Samkvæmt yfirlitsskýrslu fyrir 2021 sem Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) kynnti í síðustu viku mun þörfin fyrir mannúðaraðstoð aukast um 40 prósent milli ára vegna óbeinna áhrifa af völdum COVID-19. Í einföldu máli má hugsa sér að ef allir þeir sem áætlað er að þurfi á mannúðaraðstoð og vernd að halda á næsta ári byggju í einu landi, væri það land það fimmta fjölmennasta í heiminum.</p> <p>Í ræðu sinni á ráðstefnunni lagði Martin áherslu á mikilvægi þess að konur og stúlkur séu í forgrunni í allri mannúðaraðstoð. „Við getum ekki horft framhjá þeirri staðreynd að í neyðaraðstæðum, þegar fátækt og hungur eykst, eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og annarri misnotkun. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur síðan gert ástandið enn verra,“ sagði Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri á ráðstefnunni. </p> <p><strong>40 milljóna króna viðbótarframlag</strong></p> <p>Í þróunarsamvinnustefnu Íslands er lögð áhersla á fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar. Í samræmi við þá áherslu endurnýjaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra rammasamning við CERF fyrir tímabilið 2020-2023 en ársframlög Íslands til sjóðsins nema 50 milljónum króna á ári. Heildarframlag Íslands á framlagaráðstefnu CERF fyrir 2021 felur því í sér 50 milljón króna framlag samkvæmt rammasamningi ásamt 40 milljón króna viðbótarframlagi fyrir yfirstandandi ár.&nbsp;</p> <p>CERF, sem&nbsp; er sérstakur sjóður undir OCHA, eykur viðbragðsflýti stofnana Sameinuðu þjóðanna og beinir sjónum að undirfjármögnuðum og gleymdum neyðarsvæðum. Á síðasta ári veitti CERF fjármagn til stofnana sem aðstoðuðu rúmlega 29 milljón manns í 52 löndum og svæðum. Á þessu ári hefur CERF úthlutað rúma 15 milljarða króna til að takast á við áhrif heimsfaraldursins í 52 löndum.&nbsp;</p> <p>Frá því að sjóðurinn var settur á laggirnar 2006 hefur mannúðarþörf í heiminum aukist margfalt. Þeim sem þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda hefur fjölgað úr 32 milljónum manns árið 2006 í 260 milljón manns árið 2020, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p>

08.12.2020Ísland tekur þátt í verkefni um bætta kosningahætti í Úganda

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í aðdraganda almennra kosninga í Úganda. Verkefnið felur í sér að bæta kosningahætti með því meðal annars að efla gagnsæi og tryggja aðgengi kjósenda, styrkja starf landskjörstjórnar og stuðla að átakalausum og friðsælum kosningum. Kjördagur er 14. janúar og þá verður kosið til forseta, þings og sveitarstjórna.</p> <p>Yoweri Musaveni forseti Úganda er meðal frambjóðenda en hann hefur setið í embættinu frá árinu 1986, lengst allra í heiminum. Forsetaframbjóðendur eru ellefu talsins, þar af ein kona. „Kosningarnar eru auðvitað haldnar í skugga COVID-19 og ástandið er eldfimt,“ segir Þórdís Sigurðardóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. „Fjöldasamkomur hafa verið bannaðar og frambjóðendur verið hvattir til að dreifa boðskap sínum eftir öðrum leiðum. Nú þegar hafa tugir manna fallið í mótmælum vegna handtöku eins af mótframbjóðendum forsetans, Roberts Kyagulanyi, öðru nafni Bobi Wine, er hann hélt kosningafund í Jinja nýverið. Hann hefur endurtekið verið handtekinn, meðal annars fyrir brot á sóttvarnarreglum, en ævinlega verið sleppt fljótlega aftur. Aðrir mótframbjóðendur forsetans hafa fallið í skuggann af honum.</p> <p>Að beiðni ríkisstjórnar Úganda veita Sameinuðu þjóðirnar stuðning við landskjörstjórn og UNDP er í forsvari fyrir það verkefni. Ísland styður það verkefni með 200 þúsunda Bandaríkjadala framlagi og sendiráðinu í Kampala hefur verið falin undirritun samnings og jafnframt að fylgjast með framgangi verkefnisins. Útsendir starfsmenn sendiráðsins hafa jafnframt gefið kost á sér að taka þátt í eftirliti með kosningunum. </p> <p>Að sögn Þórdísar er stuðningur við verkefnið í samræmi við þróunarsamvinnustefnu Íslands um að styðja við mannréttindi, lýðræði og jafnrétti í samstarfslöndum Íslands og stuðla að friði. „Afar mikilvægt er að stuðla að friði í Úganda, sem gegnir veigamiklu friðarhlutverki í Austur-Afríku og hýsir auk þess 1,4 milljónir flóttamanna frá nágrannaríkjum. Óeirðir geta brotist út með skömmum fyrirvara með tilheyrandi hættu á að öryggi íbúa verði stefnt í voða og að sá árangur sem þegar hefur náðst við að bæta kjör almennings verði fyrir skaða,“ segir hún.</p> <p>Allar norrænu þjóðirnar sem reka sendiráð í Kampala, auk fjölmargra annarra, styðja verkefni Sameinuðu þjóðanna.</p>

04.12.2020UNICEF kallar eftir hærri framlögum til neyðarhjálpar en áður

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 6,4 milljörðum Bandaríkjadala til að sinna brýnni neyð 300 milljóna manna, þar af 190 milljóna barna, á næsta ári. UNICEF hefur aldrei áður óskað eftir hærri framlögum til neyðarhjálpar og segir fjárþörfina hafa vaxið um 35 prósent milli ára.</p> <p>„Þegar hrikalegur heimsfaraldur geisar á sama tíma og stríðsátök, loftslagsbreytingar, aðrar hörmungar og uppflosnun geta afleiðingarnar fyrir börn verið skelfilegar,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Í dag stöndum við frammi fyrir því að verja rétt barna á neyðartímum þar sem COVID-19 og önnur óáran sameinast um að svipta börn heilsu og vellíðan.“</p> <p>Hún segir að þetta fordæmalausa ástand krefjist ámóta fordæmalausra viðbragða. „Við erum að hvetja styðjendur til að ganga til liðs við okkur svo við getum saman hjálpað börnum heimsins að komast í gegnum þessa myrkustu tíma og koma í veg fyrir týnda kynslóð.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/RPdEj6c1j2o" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>UNICEF bendir meðal annars á að bólusetningar barna hafi riðlast í rúmlega sextíu þjóðríkjum, hartnær 250 milljónir barna víðs vegar um heiminn séu enn utan skóla vegna farsóttarinnar, lífsnauðsynleg þjónusta hafi liðið fyrir efnahagslegan samdrátt í mörgum ríkjum, víða eigi fjölskyldur í erfiðleikum með að ná endum saman fjárhagslega og aukin hætta sé á heimilis- og kynbundnu ofbeldi. Þá hafi stríðsátök blossað upp á nýjum stöðum, meðal annars í Tigray héraði í Eþíópíu og Cabo Delgado í Mósambík.</p> <p>Kórónuveiran hefur einnig gert ástandið verra í heimshlutum þar sem neyð hefur ríkt um árabil eins og í Sýrlandi, Jemen, Afganistan, Bangladess, Búrkina Fasó, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Líbíu, Suður-Súdan, Úkraínu og Venesúela. Hörmungum af völdum loftslagsbreytinga fjölgi hratt og feli í sér ógn um matarskort, vatnsskort og leiði til þess að fólk flýr heimili sín með aukinni hættu á átökum og lýðheilsubresti.</p>

03.12.2020Íslandi þakkaður stuðningur við Flóttamannastofnun

<span></span> <p>„Moumouni Abdoulaye er meðal þeirra 2,7 milljóna íbúa á Sahel-svæðinu í Afríku sem hefur neyðst til að flýja heimili sitt í leit að öryggi. Framlag Íslands á dögunum til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) gerir stofnuninni kleift að vernda flóttafólk eins og hann og fjölskyldu hans,“ segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/47203-iceland-provides-vital-support-to-the-urgent-displacement-crisis-in-the-sahel.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNHCR þar sem þakkað er fyrir mikilvægan stuðning Íslands við vandann á Sahel svæðinu þar sem fólk flosnar upp í miklum mæli, vegna meðal annars stríðsátaka, fátæktar og hungurs.</p> <p>Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Í frétt UNHCR segir að hvergi í heiminum flosni fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku. Átök og ofbeldi magnist með handahófskenndum árásum og voðaverkum herskárra hópa. Eldur sé borinn að heilu þorpunum, karlmenn teknir af lífi, konum og stúlkum nauðgað, og árásir á skóla stofni menntun barna í hættu.</p> <p>Moumouni Abdoulaey flúði með fjölskyldu sína frá heimili þeirra þegar stríðsátök færðust í grennd við þorpið þeirra. „Nágrönnum mínum og venslafólki hafði verið rænt, einhver þeirra drepin, og eigur þeirra teknar ófrjálsri hendi. Ég neyddist til að yfirgefa heimabæ minn, þar sem ég fæddist, til að bjarga lífi fjölskyldunnar,“ er haft eftir honum í frétt Flóttamannastofnunar.</p> <p>„Moumouni, eiginkona hans og börn, það yngsta aðeins fárra mánaða gamalt, neyddust til að ganga í marga daga uns komið var að landamærunum við Níger. Fjölskyldan býr nú í flóttamannabúðum UNHCR í Ouallam í Níger þar sem þau fá öll mat og skjól – og það sem mikilvægast er – vernd,“ segir í fréttinni.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna veitir fólki á Sahel svæðinu aðstoð, þar á meðal teppi, búnað til eldunar og aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þörf er á fleiri stöðum þar sem flóttafólk er óhult, segir í fréttinni og minnt er á að börn eru svipt menntun og yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveiru hafi gert ástandið enn verra. „Stuðningur frá löndum eins og Íslandi hjálpar Flóttamannastofnun að bregðast við þessum ört vaxandi þörfum.“</p> <p>„Aðstæðurnar á Sahel svæðinu krefjast brýnna aðgerða og stuðnings. Framlag Íslands er bæði tímabært og lífsnauðsynlegt, þar sem það hjálpar okkur að bregðast við fjölmörgum þörfum, bæði flóttafólks og þeirra sem eru á vergangi á svæðinu,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltsríka hjá UNHCR.</p>

03.12.2020Bóluefni gegn COVID: Fólk á átakasvæðum má ekki gleymast

<span></span> <p>Nú þegar hillir undir bólusetningar við COVID-19 leggur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) áherslu á að fólki á átakasvæðum verði einnig tryggður aðgangur að bólusetningum, það hafi oft lítinn sem engan aðgang að grunnheilbrigðisþjónustu. Samfélögin séu hins vegar jafn viðkvæm fyrir sjúkdómnum og önnur samfélög og þurfi vernd gegn veirunni. Einnig telur ICRC að rúmlega 60 milljónir einstaklinga búi á svæðum sem eru undir stjórn vopnaðra hópa og því ekki hluti af opinberum áætlunum ríkja um dreifingu bóluefna.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/folk-sem-byr-vid-atok-ma-ekki-gleymast-i-bolusetningum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi segir að jaðarsett samfélög, þ.m.t flóttafólk, innflytjendur, umsækjendur um alþjóðlega vernd og fangar, verði einnig að vera með í bólusetningaráætlunum og hafa aðgang að þeirri heilsuvernd sem bóluefnið veitir.</p> <p>„ICRC í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) mun styðja landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans þar sem þau hafa leiðandi hlutverki að gegna við framkvæmd bólusetninga og dreifingu bóluefna innan viðkomandi ríkja,“ segir í fréttinni.</p> <p>ICRC biðlar til ríkja um að tryggja að tekið verði tillit til allra hópa við gerð áætlana um framkvæmd bólusetninga. Einnig að aðilar að átökum veiti fólki, undir þeirra stjórn, aðgang að bóluefni og auðveldi störf mannúðarsamtaka og heilbrigðisstarfsfólks sem sér um bólusetningar, í samræmi við lagalegar skyldur þeirra, þ.m.t. alþjóðleg mannúðarlög.</p> <p>„ICRC er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að dreifa COVID-19 bóluefni með samstarfsaðilum Rauða krossins og Rauða hálfmánans, sérstaklega til átakasvæða, svæða nálægt víglínum og til þeirra sem sitja í haldi,” segir Robert Mardini, framkvæmdastjóri ICRC. „Við munum einnig forgangsraða venjubundnum bólusetningum og vinna að því að veita áreiðanlegar upplýsingar um bóluefni.“</p>

02.12.2020Kolsvört spá Sameinuðu þjóðanna um mannúðarþörf á næsta ári

<span></span> <p>Sárafátækum fjölgar hratt og Sameinuðu þjóðirnar telja að á næsta ári þurfi 235 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr, einn af hverjum 33 jarðarbúum. Fjölgunin milli ára nemur 40 prósentum. „Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 hafa skapað þessa stærstu áskorun sem við stöndum frammi fyrir frá dögum síðari heimsstyrjaldar,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Samtökin kalla eftir 35 milljarða bandarískra dala framlögum til þess að mæta þörfinni fyrir mannúðaraðstoð á komandi ári. Guterres hvatti framlagsríki til þess að styðja þá sem væru í mestri hættu „á dimmustu stund neyðarinnar,“ eins og hann orðaði það í gær þegar Sameinuðu þjóðirnar kynntu stöðuskýrslu sína um mannúðaraðstoð, <a href="http://https://gho.unocha.org/" target="_blank">Global Humanitarian Overview 2021</a>.</p> <p>Mark Lowcock yfirmaður Samhæfingarskrifstofu aðgerða í mannúðarmálum (OCHA) segir að fjölgun þeirra sem búi við neyð sé nánast algerlega tilkomin vegna COVID-19. Rúmlega 63 milljónir staðfestra smita eru skráð í heiminum og 1,5 milljónir manna hafa látist. Tugir milljóna manna hafa misst atvinnu og lífsviðurværi vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/3LxpbdB-4cY" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Það er ekki sjúkdómurinn sjálfur, eins andstyggilegur og hann er, sem bitnar mest á fólki í fátækum ríkjum. Það eru efnahagslegu áhrifin,“ segir Mark Lowcock. „Hækkandi verð á matvælum, tekjusamdráttur, minni greiðslur brottfluttra, röskun á bólusetningum, lokanir skóla – þetta kemur verst niður fátækasta fólkin í fátækustu ríkjunum.“</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa áður varað við því að hungur í sjö ríkjum geti komist á það stig, að óbreyttu, að flokkast undir hungursneyð á næsta ári. Um er að ræða Afganistan, Búrkina Fasó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Fyrir hálfum mánuði veitti Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) 100 milljónum Bandaríkjadala til að draga úr hættunni á hungursneyð.</p> <p>Samkvæmt áætlunum í nýju skýrslunni er fyrirhugað að ná til 160 milljóna manna sem lifa við mestu þrengingarnar. Sá fjöldi býr í 56 þjóðríkjum og kostnaðurinn nemur 35 milljörðum Bandaríkjadala, eins og áður sagði. „Ef við komumst gegnum árið 2021 án hungursneyðar verður það meiriháttar árangur. En við vitum líka að rauð ljós blikka og viðvörunarbjöllur hringja,“ segir Mark Lowcock.</p>

01.12.2020Framlag Íslands skiptir sköpum í fiskisamfélögum

<span></span> <p>„Ráðherrann var uppnuminn af öllu því sem hann sá, hann ræddi við skólastjóra og kennara, en einnig við þorpsbúa. Allir voru á eitt sáttir um að framlag Íslands skipti sköpum fyrir þau fiskisamfélög þar sem Ísland starfar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala eftir heimsókn Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála, til Buikwe, samstarfshéraðs Íslands, í lok síðustu viku.</p> <p>Um var að ræða tveggja daga skipulagaða ferð um verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn. Í för með ráðherranum voru auk fulltrúa ráðuneytisins, sýslumaður héraðsins, héraðsstjóri og tvær blaðakonur frá stærstu dagblöðunum. Þrír fulltrúar íslenska sendiráðsins í Kampala sögðu frá samstarfsverkefnunum með héraðsstjórninni.</p> <p>„Fulltrúar héraðsins töluðu um það grettistak sem unnið hefur verið í menntamálum, en einnig var hrósað aðkomu okkar að vatns,- salernis- og hreinlætismálum og hampað þeirri staðreynd að í þeim þorpum þar sem Ísland hefði lagt vatnsveitu, hafi landlægir sjúkdómar á borð við kóleru, tauguveiki og ormasýkingar, algerlega horfið,“ segir Finnbogi Rútur sem sjálfur kvaðst hafa minnt á helstu áherslur Íslands í þróunarmálum, mannréttindi, jafnrétti, valdeflingu kvenna, báráttuna gegn fátækt og fyrir mannsæmandi lífi, með menntun í öndvegi.</p> <p>„Ég minnti einnig á þá staðreynd að þegar þróunarvinna hófst í Kalangala héraði út í eyjasamfélögunum á Viktoríuvatni hafi héraðið skrapað botninn í öllum könnunum um menntamál, en þegar samstarfinu lauk, fyrir um mánuði, var héraðið í einu af tuttugu toppsætunum á landsvísu.“ Einnig nefndi Finnbogi Rútur samstarf við nýtt hérað, Namayingo, verkefni tengd fiskimarkaði og vatnsveitu í Pakwach og samstarfi sendiráðsins við UNICEF í flóttamannasamfélögum við landamærin að Suður-Súdan.</p> <p>„Ráðherrann lýsti yfir áhuga á að heimsækja líka Kalangala, þótt starfi okkar sé þar formlega lokið, og jafnvel Namayingo, þegar það verkefni kemst á skrið.“</p>

01.12.2020Alþjóðlegi alnæmisdagurinn: Uppræta þarf smánun og mismunun

<span></span> <p>„Við getum dregið marga lærdóma af baráttunni gegn HIV nú þegar við glímum við COVID-19,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóða alnæmmisdeginum sem er í dag, 1. desember. „Við vitum að til að binda enda á AIDS og sigrast á COVID-19 verðum við að uppræta smánun og mismunun. Okkur ber að setja fólk í öndvegi. Viðbrögð okkar verða að byggja á mannréttindum og nálgunin verður að byggja á kynjamiðuðum aðgerðum.“</p> <p>Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að þrátt fyrir umtalsverðan árangur sé&nbsp;neyðarástandi vegna alnæmis&nbsp;hvergi nærri lokið. Þar segir að 38 milljónir einstaklinga séu HIV smitaðir. Af þeim höfðu 12,6 milljónir manna árið 2018 ekki aðgang að lífsbjargandi lyfjum. „Enn smitast&nbsp;<a href="https://www.unaids.org/en/resources/fact-sheet">1,7 milljón</a>&nbsp;manna árlega af HIV. 690 þúsund manns deyja úr alnæmi á ári hverju. Ójöfnuður veldur því svo að þeir sem síst geta krafist réttar síns, eru í mestri hættu,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þema Alþjóðlega alnæmisdagsins að þessu sinni&nbsp;„hnattræn samstaða, sameiginleg ábyrgð&nbsp;(<a href="https://spark.adobe.com/page/OdpIRTRApOghp/">‘Global Solidarity, Shared Responsibility’</a>). </p> <p>„Auður ætti ekki að ákveða hvort fólk fái þá umönnun sem það þarf á að halda. Við þurfum á COVID-19 bóluefni að halda. Við þurfum líka á HIV meðferð og umönnun sem er á viðráðanlegu verði og stendur öllum alls staðar til boða,“ segir Guterres í ávarpi sínu.</p> <p>„Nú þegar tveir heimsfaraldrar fara saman, hefur UNAIDS notað sérfræðiþekkingu sína til að hleypa af stokkunum ásamt samstarfsaðilum herferð sem kennd er við „bóluefni fólksins”&nbsp;(<a href="https://www.unaids.org/en/resources/presscentre/featurestories/2020/may/20200514_covid19-vaccine-open-letter">People’s vaccine initiative</a>). Hún er hvatning um að öllum ríkjum og öllu fólki, einnig hinum fátækustu og jaðarsettustu, verði veittu aðgangur að COVID-19 bóluefni,“ segir í frétt UNRIC.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/RveYfAgTZnQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>UNAIDS og fjórar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna (UN Women, UNICEF, UNESCO og &nbsp;UNFPA) hafa í sameiningu ýtt úr vör&nbsp;<a href="https://www.unaids.org/en/resources/multimediacentre/videos/2020/education-plus-initiative">Menntun plús frumkvæðinu</a>. „Það snýst um að styðja táningsstúlkur og ungar konur í Afríku til að ljúka framhaldsskóla og búa þær undir líf á fullorðinsárum. Ástæðan er einföld. Ef stúlkur ljúka slíku námi þá minnka líkur á að smitast af HIV um 50%. Á alþjóða alnæmisdeginum skiptir máli að allir leggi málstaðnum lið. Það er hægt með því að klæðast rauðu eða skrýða síðu ykkar á samfélagsmiðlum á viðeigandi hátt til að minna á þetta mikilvæga mál,“ segir UNRIC.</p>

30.11.2020COVID leiðir til fjölgunar dauðsfalla af völdum malaríu

<span></span> <p>Dauðsföll af völdum malaríu sem beinlínis má rekja má til skertrar heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirunnar eru langtum fleiri en þau sem orðið hafa vegna COVID-19 í Afríku sunnan Sahara, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO). Tæplega 410 þúsund einstaklingar létust af völdum malaríu á síðasta ári, í flestum tilvikum börn í fátækustu ríkjum Afríku.</p> <p>Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri <a href="https://www.who.int/teams/global-malaria-programme/reports/world-malaria-report-2020" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;WHO sem gefin er út í dag, á alþjóðadegi malaríu. Þótt tölur liggi ekki fyrir um dauðsföll af völdum malaríu á þessu ári segir í skýrslu WHO að nánast megi fullyrða að sjúkdómurinn hafi lagt fleiri að velli en í fyrra, vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, einhvers staðar á bilinu frá 20 þúsundum að 100 þúsundum, í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Líkt og áður er malaría skæðust í Afríku en í álfunni greinast að jafnaði um níu af hverjum tíu tilfellum. Engu að síður hafa miklar framfarir orðið frá aldamótum og dauðsföllum hefur fækkað um 44 prósent – úr um það bil 680 þúsundum niður í 385 þúsund – en WHO bendir á að hægst hafi á framförum á allra síðustu árum, einkum í þeim ríkjum þar sem sjúkdómurinn er algengastur.</p> <p>Fjárskortur hamlar árangri gegn malaríu, segir í skýrslu WHO. Þar kemur fram að fjárþörf hafi verið metin á 5,6 milljónir bandarískra dala en framlög hafi einungis náð 3 milljónum. Fjárskortur og COVID-19 séu augljós hættumerki um að heimurinn sé fjarri því en áður að útrýma malaríu.</p>

27.11.2020Meirihluti barna í sunnanverðri Afríku býr við matarskort

<span></span> <p>Velferð barna í Afríku sunnan Sahara er ógnað úr öllum áttum frá því kórónuveiran lagðist yfir heiminn. Efnahagslegur samdráttur leiðir til þess að sárafátækum fjölgar í þessum heimshluta um 50 milljónir. Meirihluti þeirra eru börn. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) óttast að sárafátækir í sunnanverðri Afríku séu komnir yfir 500 milljónir eða tvöfalt fleiri en þeir voru árið 1990, árið sem þúsaldarmarkmiðin um útrýmingu fátæktar höfðu sem upphafspunkt. </p> <p>Að mati UNICEF hefur farsóttin gert illt verra á flestum sviðum sem varða börn í Afríku sunnan Sahara og skapað nýjan vanda. Af 550 milljónum barna búa um 280 milljónir, eða rúmlega annað hvert barn, við matarskort. Strax í apríl á þessu ári höfðu rúmlega 50 milljónir barna misst daglega ókeypis skólamáltíð og flest þeirra eru í sömu stöðu enn.</p> <p>Lokanir skóla leiddu til þess að 250 milljónir nemenda í þessum heimshluta hættu námi og bættust í hóp þeirra 100 milljóna barna sem þegar voru utan skóla. Flest þeirra hafa ekki fengið neina formlega menntun frá því skólum var lokað og óttast er að milljónir barna setjist aldrei aftur á skólabekk.</p> <p>Margvísleg önnur óáran blasir við börnum og fólki almennt í sunnanverðri Afríku, hækkun á verði matvæla og þjónustu, ferðatakmarkanir og truflanir á grunnþjónustu, og ofan í kaupið þurrkar, flóð, engisprettufaraldrar og stríðsátök.</p> <p>„Börn í þessum heimshluta standa frammi fyrir fordæmalausum áskorunum og þær koma til með að hafa langvarandi skaðleg áhrif á líf þeirra og samfélaganna,“ segir Mohamed Fall svæðisstjóri UNICEF fyrir austanverða og sunnanverða Afríku. „Óvenjuleg vandamál krefjast óvenjulegra lausna. Að auka beingreiðslur til fjölskyldna gæti verið lausnin sem við þurfum á að halda.“</p>

27.11.2020UNICEF: 50% hærra verð á bóluefnum á Svörtum föstudegi

<span></span> <p>„Á meðan við bíðum með eftirvæntingu eftir bóluefni gegn kórónaveirunni þá vantar börn víða um heim vörn gegn ýmsum smitsjúkdómum sem við höfum útrýmt hér á Íslandi eða teljum sjálfsagt að við fáum bóluefni við. Á Svörtum föstudegi ákváðum við því að hækka verðið á bólusetningapakkanum okkar um 50% til þess að tvöfalda hjálp okkar við börn í neyð sem eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það hlýtur að vera tilboð ársins!“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Í dag, á Svörtum föstdegi, hækkar UNICEF verð á <a href="https://sannargjafir.is/is/product/black-friday-tilbod-bolusetningapakkinn">bólusetningapakkanum</a> á <a href="http://www.sannargjafir.is/">sannargjafir.is</a> og tilboðið gildir einungis í dag!</p> <p>UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum fyrir börn og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja samtökin og samstarfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislinga, mænusótt, rauða hunda og stífkrampa.</p> <p>Í bólusetningapakkanum er að finna 50 skammta af bóluefni gegn mænusótt, 50 skammta af bóluefni gegn mislingum, 40 skammta af bóluefni gegn stífkrampa og kælibox til að geyma bóluefnin í. Upphæðin sem er borguð aukalega á Svörtum föstudegi nýtist til að kaupa enn fleiri hjálpargögn fyrir börn í neyð.</p> <p>Sannar gjafir eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð um allan heim. Í vefverslun UNICEF á Íslandi –&nbsp;<a href="http://www.sannargjafir.is/">sannargjafir.is</a>&nbsp;– er að finna mikið úrval gjafa sem eru tilvaldar í jólapakkann, meðal annars jarðhnetumauk fyrir vannærð börn, moskítónet, hlífðarpakka fyrir heilbrigðisstarfsfólk, námsgögn, handsápur og hlý vetrarföt svo nokkuð sé nefnt.</p>

26.11.2020Hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi?

<span></span> <p>„Á sama tíma og konur eru 70% þeirra sem eru í framlínunni um allan heim að bjarga mannslífum vegna COVID-19, hefur ekkert þríeyki stigið fram til að bjarga þeim 137 konum sem myrtar eru af nánum fjölskyldumeðlimi á hverjum einasta degi allan ársins hring. Tölurnar eru sláandi, svo við hjá UN Women spyrjum því, hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi?,“ segir í grein frá landsnefnd UN Women á Íslandi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, sem var í gær. </p> <p>Þá hófst enn fremur árlegt 16 daga alheimsátak gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er þemað: „Öflum fjár, bregðumst við, fyrirbyggjum og söfnum upplýsingum!“&nbsp;(„Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!“).</p> <p>Ljósaganga UN Women markar yfirleitt upphaf 16 daga átaksins en vegna COVID-19 var engin ljósaganga í gær. Harpa er hins vegar lýst upp í appelsínugulum lit líkt og undanfarin ár, líkt og utanríkisráðuneytið og nokkur sendiráða Íslands, en liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. UN Women á Íslandi hvetur jafnframt alla til að kveikja á kertum í minningu þeirra 45.073 kvenna sem myrtar hafa verið af hendi náins fjölskyldumeðlims á heimsvísu það sem af er ári 2020.</p> <p>„Samhliða alvarlegum efnahags- og félagslegum áhrifum heimsfaraldursins COVID-19 og aukinni félagslegri einangrun fólks hefur „skuggafaraldur“ kynbundins ofbeldis farið vaxandi um allan heim. Margar konur og stúlkur eru einangraðar og bundnar heima með ofbeldismönnum sínum vegna samkomu- og útgöngubanna. Nýjustu úttektir og rannsóknir benda til þess að þrír mánuðir af útgöngubanni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er fjármagni oft beint frá nauðsynlegri stoðþjónustu á borð við kvennaathvörf og neyðarlínur.</p> <p>Á heimsvísu hafa yfir 240 milljónir kvenna þurft að þola ofbeldi af hendi nákomnum aðila á síðustu tólf mánuðum. Þessi fjöldi mun að öllum líkindum aukast þar sem áhyggjur af heilsufari og fjárhagslegu öryggi skapar aukna streitu á heimilum sem þegar eru undir miklu álagi. Faraldurinn hefur einnig hræðileg áhrif á konur og stúlkur með fötlun sem geta átt í erfiðleikum með að tilkynna ofbeldi og misnotkun. Þá eru einnig aðrir jaðarsettir hópar í hættu svo sem konur í flóttamannabúðum,“ segir í grein UN Women.</p> <p>Utanríkisráðuneytið vill jafnframt vekja athygli á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/events/862463604509152" target="_blank">rafrænni málstofu</a>&nbsp;um konur, frið og öryggi, sem haldin er dag af tengslaneti norrænna kvenna í sáttarmiðlun á Íslandi, í samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ (GEST) og utanríkisráðuneytið. Málstofan hefst klukkan 14:00 í dag.</p>

25.11.2020Utanríkisráðuneytið vekur athygli á átaki gegn kynbundnu ofbeldi

<span>Utanríkisráðuneytið verður baðað roðagylltri birtu næstu sextán daga til að vekja athygli á alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Sömuleiðis hafa sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og París verið lýst upp í roðagylltum lit, en þetta er gert í kjölfar áskorunar frá&nbsp;Soroptimistasambandi Íslands.<br /> <br /> Átakið hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og mun ljúka þann 10. desember, sem er alþjóðlegi mannréttindadagurinn.<br /> <br /> Markmið átaksins er að knýja á um afnám á kynbundnu ofbeldi og hvetja til opinnar umræðu og vitundarvakningar meðal almennings sem getur leitt til frekari aðgerða. Í ár er lögð áhersla á að bregðast þurfi við auknu ofbeldi gagnvart konum í kjölfar heimsfaraldursins.&nbsp;<br /> <br /> Heimsfaraldurinn ýtir undir ýmsa áhættuþætti sem auka hættuna á ofbeldi gagnvart konum, svo sem matarskort, atvinnuleysi, efnahagslegt óöryggi og félagslega einangrun. Því hefur aldrei verið mikilvægara en nú að beina sjónum að þessu alvarlega vandamáli sem UN Women hafa fjallað um sem<a href="https://www.unwomen.org/en/news/in-focus/in-focus-gender-equality-in-covid-19-response/violence-against-women-during-covid-19" target="_blank"> skuggafaraldurinn</a>.<br /> <br /> Ísland leggur sitt af mörkum í þessari baráttu og hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í viðbragðsáætlunum vegna COVID-19 í þróunarsamvinnu í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ísland er jafnframt meðal forysturíkja sem leiða aðgerðabandalag um upprætingu á kynbundnu ofbeldi í tengslum við verkefni UN Women <a href="https://forum.generationequality.org/" target="_blank">Kynslóð jafnréttis</a>&nbsp;(e. Generation Equality Forum), en aðgerðabandalaginu er ætlað að þróa tillögur að áhrifamiklum og umbreytandi aðgerðum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið vill jafnframt vekja athygli á <a href="https://www.facebook.com/events/862463604509152" target="_blank">rafrænni málstofu</a>&nbsp;um konur, frið og öryggi, sem haldin er á morgun af tengslaneti norrænna kvenna í sáttarmiðlun á Íslandi, í samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ (GEST) og utanríkisráðuneytið.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

24.11.202030 milljónum króna varið til mannúðaraðstoðar í Afganistan

<span>Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði þrjátíu milljóna króna til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Þetta var tilkynnt í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á tveggja daga framlagaráðstefnu vegna Afganistans sem lauk í dag.&nbsp;<br /> <br /> Í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/11/24/Avarp-utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-a-framlagaradstefnu-vegna-Afganistans/">ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra</a>, sem flutt var í gegnum fjarfundarbúnað, var lögð áhersla á að yfirstandandi viðræður afganskra stjórnvalda og talibana væru sögulegt tækifæri til þess að koma á friði í landinu.&nbsp;<br /> <br /> „Stuðningur sjálfbæra þróun, hagsæld og friðarumleitanir eru markmið sem Ísland aðhyllist heilshugar. Við höldum áfram að tala fyrir grundvallarþýðingu mannréttinda og jafnréttis kynjanna í þeim efnum, þar með talið virkri þátttöku kvenna í friðarviðræðum og uppbyggingu,“ segir í ávarpinu.&nbsp;<br /> <br /> Framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, í Afganistan, en sjóðurinn er skilvirk og traust stofnun til að bregðast við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð. Ísland styður einnig verkefni á sviði valdeflingar kvenna í gegnum UN Women í Afganistan sem og við verkefni UNESCO á sviði menntamála og fjölmiðlafrelsis þar í landi.<br /> &nbsp;<br /> Framlagaráðstefnunni í Genf lauk síðdegis en hún var skipulögð af stjórnvöldum í Afganistan, ríkisstjórn Finnlands og Sameinuðu þjóðunum. Slíkar ráðstefnur hafa jafnan farið fram fjórða hvert ár, síðast í Brussel 2016. Markmið ráðstefnunnar er að tryggja áframhaldandi stuðning við friðarumleitanir og uppbyggingu í Afganistan.<br /> &nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

24.11.2020Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu og reiðbúin, ef til þess kemur, að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, höfuðborg Tigray héraðs, vegna stríðsátaka sem þar geisa. „Það gengur erfiðlega að fá upplýsingar frá barnaþorpinu því lokað hefur verið á fjarskiptasamband og aðgangur að héraðinu er takmarkaður,“ segir Hans Steinar Bjarnason kynningarstjóri SOS barnaþorpanna.</p> <p>Í SOS barnaþorpinu í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi. Starfsmenn SOS í barnaþorpinu eru 73. Þar er einnig rekið fjölskyldueflingarverkefni. „Það síðasta sem ég heyrði frá okkar fólki í Makalle var að allir væru óhultir," skrifaði Sahlemariam Abebe, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu í svari við fyrirspurn frá skrifstofu alþjóðasamtakanna.</p> <p>Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu undanfarið milli stjórnarhers Eþíópíu og TPLF, þjóðfrelsisfylkingar Tigray, með þeim afleiðingum að tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdans og talið er að hundruð hafi látið lífið. Samkvæmt tölum frá UNICEF þurfa 2,3 milljónir barna á mannúðaraðstoð að halda.</p> <p>Sahlemariam segir erfitt að gera sér grein fyrir hvernig ástandið er&nbsp;nákvæmlega í barnaþorpinu vegna fyrrgreindra fjarskiptavandamála. Hann hefur þurft að fara krókaleiðir að því að skiptast á skilaboðum við framkvæmdastjóra barnaþorpsins í gegnum starfsfólk samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Hann segir að átakasvæðin séu víða en næst SOS barnaþorpinu í 47 km fjarlægð.</p> <p>Sahlemariam segir að Sameinuðu þjóðirnar eigi í viðræðum við yfirvöld um aðgengi að héraðinu fyrir hjálparsamtök. „Ef ástandið versnar og átökin hafa bein áhrif á SOS-fjölskyldur þá munum við hefja rýmingu. Við höfum fengið grænt ljós á það frá OCHA," segir hann.</p>

23.11.2020Um 25 börn deyja eða særast alvarlega dag hvern í stríðsátökum

<span></span> <p>Alls hafa 93,236 börn látið lífið eða orðið fyrir limlestingum í vopnuðum átökum á síðustu tíu árum. Það þýðir að dag hvern deyja eða særast alvarlega að meðaltali 25 börn, sem svarar til einnar bekkjardeildar í hefðbundum grunnskóla. Barnaheill – Save the Children skora á þjóðir heims að samþykka yfirlýsingu um að forðast notkun sprengivopna á þéttbýlum svæðum.</p> <p>Mörg barnanna voru fórnarlömb loftárása, sprengjuárása, jarðsprengja og annarra sprengivopna sem notaðar eru á þéttbýlum svæðum. Rúmlega þriðjungur allra dauðsfalla barna á síðasta ári var af völdum sprengivopna og hlutfallið er enn hærra í löndum eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi.</p> <p>Þessar tölur eru fengnar úr nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children sem nefnist: <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/node/18486/pdf/killed_and_maimed_a_generation_of_violations_final.pdf" target="_blank">Killed and Maimed: A Generation of Violations Against Children in Conflict</a>. Samkvæmt skýrslunni fjölgar börnum sem búa á átakasvæðum.</p> <p>„Að baki þessum skelfilegu tölum eru óteljandi sögur af börnum sem eru fórnarlömb stríðsátaka. Mörg þeirra eru fórnarlömb einstaklinga sem brjóta alþjóðalög og reglur með þegjandi samþykki ríkisstjórna. Samt hafa nokkrar þjóðir tekið meðvitaða ákvörðun um að halda áfram að selja stríðsaðilum vopn, jafnvel þótt ljóst sé að þau eru notuð gegn börnum. Þetta getur ekki gengið,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children.</p> <p>Í skýrslunni segir að jafnvel á tímum kórónuveirunnar þegar áherslan ætti að vera á baráttuna gegn farsóttinni haldi stríðsaðilar áfram að drepa og limlesta börn. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir alþjóðlegu vopnahléi í júlí hafi 177 börn verið drepin eða limlest í Jemen, tugir barna verið drepin eða alvarlega særð í Afganistan, ofbeldisverkum fjölgi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og börn í Mjanmar séu tíð fórnarlömb átaka.</p> <p>Í morgun vöktu Save the Children athygli á því að í Afganistan hefðu á árunum 2005 til 2019 rúmlega 26 þúsund börn látið lífið eða orðið fyrir limlestingu í átökum – eða að meðaltali fimm börn á hverjum degi síðustu fjórtán árin.</p>

23.11.2020Ísland styður verkefni UNESCO um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum

<span></span> <p>Ísland hefur gerst aðili að alþjóðaverkefni Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum,&nbsp;<a href="http://https://en.unesco.org/programme/ipdc" target="_blank">IPDC</a>&nbsp;(e.&nbsp;International Programme for the Development of Communication). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir að um mikilvægt framlag sé að ræða sem nýtist í baráttunni við kórónuveiruna.<br /> <br /> Samningur um fjögurra ára framlag Íslands til verkefnisins var undirritaður í París í síðustu viku, en framlag þessa árs nýtist í stuðning við fjölmiðlauppbyggingu í Afríku sem viðbragð við kórónuveirufaraldrinum. Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í París, <a href="http:// https://en.unesco.org/news/iceland-first-contribution-international-programme-development-communication" target="_blank">undirritaði samninginn</a>&nbsp;ásamt Jean-Yves Le Saux, framkvæmdastjóra skrifstofu stefnumótunar hjá UNESCO.<br /> &nbsp;<br /> „Stuðningur Íslands við þetta mikilvæga verkefni um frjálsa fjölmiðlun í þróunarríkjum kemur á tíma þegar fjölmiðlar víða um heim eiga undir högg að sækja. Framlagið samræmist vel áherslum Íslands á sviði mannréttinda og er liður í viðbrögðum Íslands við kórónuveirufaraldrinum í þróunarríkjum," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni undirritunarinnar.&nbsp;„Með öflugum fjölmiðlum er hægt að koma mikilvægum upplýsingum um einstaklingsbundnar sóttvarnir á framfæri og veita aðgang að fréttum og áreiðanlegum upplýsingum um þróun faraldursins. Slíkar aðgerðir eru mikilvægar til að hamla útbreiðslu veirunnar á viðkvæmum svæðum.“&nbsp;<br /> &nbsp;<br /> Stuðningurinn er í samræmi við markmið þróunarsamvinnustefnu um uppbyggingu félagslegra innviða og sterkari innviði samfélaga. IPDC veitir fjölmiðlaverkefnum í þróunarríkjum stuðning, vinnur að fjölmiðlafrelsi og sjálfstæði, hjálpar til við uppbyggingu staðbundinna útvarps- og sjónvarpsstöðva, ásamt því að styðja við nútímavæðingu fjölmiðla. Fjörutíu ár eru frá því að verkefnið var sett á laggirnar og hefur IPDC nú unnið að yfir tvö þúsund verkefnum í 140 þróunarríkjum. Það er jafnframt eini fjölþjóðlegi vettvangurinn innan Sameinuðu þjóðanna þar sem stutt er við uppbyggingu fjölmiðla í þróunarríkjum.<br /> &nbsp;<br /> Sem sérstofnun Sameinuðu þjóðanna er það meðal verkefna UNESCO að efla alþjóðlega samvinnu á sviði fjölmiðlafrelsis. Íslensk stjórnvöld styðja nú þegar við verkefni stofnunarinnar sem stuðlar að því að tryggja öryggi blaðamanna, í samræmi við rammasamning við stofnunina sem undirritaður var á síðasta ári.</p> <p>Þá er Ísland aðili að Fjölmiðlafrelsisbandalaginu (Media Freedom Coalition), samtökum 37 ríkja sem hafa að markmiði að auka fjölmiðlafrelsi um allan heim.&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/16/Fjolmidlafrelsi-og-trufrelsi-i-brennidepli-a-radherrafundum/">Ráðherrafundur þess&nbsp;</a>var haldinn fyrr í vikunni.&nbsp;<span><br /> <br /> </span></p>

20.11.2020Alþjóðadagur barna: Afstýrum hörmungum fyrir heila kynslóð, segir UNICEF

<span></span><span></span> <p>Í dag er alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Árið 2020 hefur verið erfitt fyrir börn um allan heim og dagurinn litast óneitanlega af COVID-19. Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vara samtökin við því að kórónaveiran muni valda óafturkræfum skaða og stefna heilli kynslóð barna í hættu ef ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið bregðast ekki við afleiðingum veirunnar. </p> <p>Skýrslan <a href="https://www.unicef.org/coronavirus/six-point-plan-protect-children">Averting a Lost COVID Generation</a> er gefin út í tilefni af alþjóðadegi barna. Hún er fyrsta ítarlega greiningin á þeim skelfilegu afleiðingum sem kórónaveiran hefur á börn og ungmenni, afleiðingar sem eiga einungis eftir að aukast eftir því sem heimsfaraldurinn dregst á langinn. </p> <p>„Sú mýta að kórónaveiran hafi lítil áhrif á börn eða ungt fólk hefur verið viðvarandi. Ekkert gæti þó verið fjarri sanleikanum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. „Þó svo að börn og ungt fólk verði ef til vill minna veik og smiti síður en fullorðnir þá finnast afleiðingarnar víða, sérstaklega hjá fátækustu og jaðarsettustu hópunum sem voru í mjög viðkvæmri stöðu fyrir. Þetta sýnir sig meðal annars í röskun á heilbrigðis- og félagsþjónustu, lokun skóla, vaxandi fátækt og vannæringu og aukningu í tilkynningum vegna ofbeldis og vanrækslu.“ </p> <p>Í skýrslunni kemur meðal annars fram að um börn og ungmenni er að ræða í einu af hverjum níu tilkynntum COVID-tilfellum í heiminum og smitum í þessum aldurshópi hefur fjölgað mikið. Þar segir að langtíma áhrif veirunnar á líf heillar kynslóðar séu ótvíræð. Á heimsvísu sé áætlað að börnum sem búa við fátækt á mörgum sviðum - börn sem hafa ekki aðgang að menntun, heilsugæslu, húsnæði, næringu, hreinlætisaðstöðu eða hreinu vatni - hafi fjölgað um 15 prósent, eða um 140 milljónir árið 2020.</p> <p>„Ógnirnar eru margvíslegar og því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun djúpstæðari áhrif mun þetta hafa á menntun barna, heilsu þeirra, næringu og vellíðan. Alþjóðadagur barna verður að vera dagur þar sem við hugsum um lausnir og ímyndum okkur betri framtíð, fyrir öll börn,“ segir Steinunn. </p> <p>Með skýrslunni fylgir <a href="https://www.unicef.org/coronavirus/six-point-plan-protect-children">aðgerðaáætlun</a> og ákall um að ríkisstjórnir, einkageirinn og samstarfsaðilar hlusti á börn og taki áætlunina alvarlega.</p> <p>„Það skiptir máli að hlusta á börn og ungmenni. En það er ekki nóg að hlusta, það þarf að taka mark á því sem þau hafa að segja, að leyfa ungu fólki að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varðar og að ráðamenn mæti þeirra þörfum. Unga fólkið mun þurfa að lifa með afleiðingum þessa heimsfaraldurs og hvernig brugðist er við hefur bein áhrif á þeirra framtíð,“ segir Steinunn.</p> <p><strong>Börn á Íslandi teikna heiminn eftir COVID</strong></p> <p>Í tilefni af alþjóðadegi barna í ár kallaði UNICEF á Íslandi því eftir teikningum frá börnum og ungmennum á Íslandi þar sem viðfangsefnið var að ímynda sér þann heim sem þau vilja byggja fyrir börn eftir COVID-19. Teikningar frá börnum um heiminn sem þau vilja alast upp í munu birtast á samfélagsmiðlum UNICEF á Íslandi í dag undir myllumerkinu #voicesofyouth. </p> <p><strong>Netráðstefna um áhrif COVID á börn</strong></p> <p>Í dag koma börn og ungmenni hvarvetna úr heiminum saman á netráðstefnu til að ræða um áhrif COVID-19 á líf sitt. Ráðstefnan er haldin í tilefni afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu.&nbsp;</p> <p>Fjögur þessara barna og ungmenna koma frá SOS barnaþorpum í Gvatemala, Indlandi, Nepal og Kenía. Þau fá tækifæri til að tjá sig um sjónarhorn sín á heimafaraldurinn og leggja spurningar fyrir fullorðna á pallborði á ráðstefnunni. Meðal þeirra verða stjórnmálaleiðtogar, framkvæmdastjóri UNICEF og varaforseti efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu.</p> <p>Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 á íslenskum tíma og áhugasamir eru hvattir til að <a href="https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_k4kur07QSK6ep382WhF1Rg" target="_blank">skrá þátttöku sína tímanlega hér</a>.</p> <p>Skipuleggjandi ráðstefnunnar er bandalag um sameinaða krafta, Joining Forces Alliance, en í þeim eru SOS Barnaþorpin, Barnaheill - Save the Children, Child Fund og fleiri góðgerðarsamtök sem láta sig réttindi barna varða.</p>

19.11.2020Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan

<span></span> <p>„Stuðningur Marel við verkefni Rauða krossins er ómetanlegur. Þetta gerir okkur kleift að styðja hundruð þúsunda fjölskyldna sem annars myndu búa við mikinn fæðuskort, auk alvarlegra afleiðinga vopnaðra átaka. Heimsfaraldur COVID-19 hefur veikt til mikilla muna stöðu viðkvæmra samfélaga sem á aðstoð þurfa að halda þegar athygli heimsins beinist að afleiðingum faraldursins, en önnur vandamál eru enn til staðar. Fæðuóöryggi og skortur er alvarlegt mál og við erum þakklát Marel sem er í fararbroddi fyrirtækja sem sýna samfélagslega ábyrgð í verki,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Marel hefur ákveðið að styrkja Rauða krossinn um eina milljón evra, um 162 milljónir íslenskra króna, en framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan. „Stríðsátök og ofbeldi undanfarinna ára hafa skilið eftir sig djúp sár í Suður Súdan. Þörfin á aðstoð er mikil en um það bil helmingur íbúa landsins hefur ekki nægan aðgang að mat. Stuðningur Marel og Rauða krossins á Íslandi mun gera okkur kleift að auka stuðning okkar við hundruð þúsunda fjölskyldna í Suður Súdan,“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/marel-og-raudi-krossinn-i-samstarf-um-aukid-faeduoryggi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>„Framtíðarsýn og tilgangur Marel er skýr. Við viljum stuðla að því að hágæða matvæli séu framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel í fréttinni. „Því miður hafa ekki allir aðgang að mat eða öðrum grundvallar nauðsynjum og við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að auka matvælaöryggi á heimsvísu. Samstarf okkar við Rauða krossinn er í samræmi við stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð sem og áherslu okkar á framlag til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.“</p> <p>Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur sinnt umfangsmiklu mannúðarstarfi á því landsvæði sem nú telur Suður-Súdan í yfir 40 ár, frá því áður en landið varð sjálfstætt ríki og stutt við landsfélag Rauða krossins. Í frétt Rauða krossins segir að undanfarin ár hafi ástandið í Suður-Súdan versnað, til viðbótar við átök hafi loftslagsbreytingar áhrif í landinu, en mikil flóð á þessu og síðasta ári hafi valdið uppskerubresti og minnkandi landbúnaðarframleiðslu. Stríðsátök hafi gert það að verkum að mjög erfitt hafi reynst að dreifa matvælum til þeirra sem þurfa á að halda.</p> <p>„Á þessu ári hefur svo heimsfaraldurinn bæst við og sett strik í reikninginn til viðbótar við mikla verðbólgu sem hefur skilað sér í mjög háu verðlagi matvæla í landinu. Ástandið í Suður Súdan hefur aldrei verið eins alvarlegt og þörfin á aðstoð því aldrei verið eins brýn og nú,“ segir í fréttinni. </p> <p>„Með fjárstuðningi Marel munu hundruð þúsunda einstaklinga í Suður-Súdan fá aðstoð með það að markmiði að verða sjálfbær um fæðu. Í því felst meðal annars að fjárfesta í fræjum og tækjum til þess að rækta jarðveg en einnig veiðafærum til að auka fjölbreytni í fæðuvali og bólusetningum til að auka heilbrigði búpenings,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.</p> <p>Þetta er annað samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins. Í desember síðastliðnum undirrituðu Marel og Rauði krossinn á Íslandi&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/samstarfssamningur-vid-marel">fjögurra ára samstarfssamning</a>&nbsp;um vatnsverkefnið One WASH í Malaví, langtímaverkefni sem stuðlar að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, hreinlæti og næringu á svæðum þar sem kólerufaraldur er útbreiddur. </p>

18.11.2020Sameinuðu þjóðirnar freista þess að afstýra hungursneyð

<span></span> <p>„Mesti árangur mannkyns var að koma hungursneyð í sögubækurnar. Það stingur því í hjartað að horfast í augu við hana á nýjan leik á sama tíma og við framleiðum nægan mat til að næra sérhvern einstakling í heiminum,“ segja Mark Lowcock og David Beasley í sameiginlegri grein sem birtist í breska dagblaðinu Times í gær. Þeir eru yfirmenn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, Samhæfingarskrifstofu aðgerða í mannúðarmálum (OCHA) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að verja eitt hundrað milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóð samtakanna (CERF) til að freista þess að afstýra hungursneyð í sjö heimshlutum sem eru í mestri hættu vegna matarskorts. Hungrið er tilkomið vegna átaka, efnahagslegrar hnignunar, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar.</p> <p>Af þessum hundrað milljónum dala verður áttatíu milljónum skipt á milli Afganistan, Búrkína Fasó, Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen, en hæsta framlagið fer til Jemen, þrjátíu milljónir. Tuttugu milljónirnar sem út af standa verða eyrnamerktar Eþíópíu þar sem útlit er fyrir að þurrkar bætist ofan á alvarlegt ástand sem þegar ríkir í landinu.</p> <p>„Þegar Nóbelsnefndin veitti Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna friðarverðlaunin kvaðst hún vilja beina sjónum heimsins að þeim milljónum jarðarbúa sem þjást af hungri eða standa frammi fyrir slíkri ógn. Við erum því hjartanlega sammála. Þegar rúmlega fjórðungur úr milljarði mannkyns er kominn fram á hengibrún er ekki hægt að horfa í aðra hátt, hvað þá að hverfa á braut,“ segir í grein framkvæmdastjóranna.</p>

17.11.2020Verklok í Kalangala: Mikill árangur í menntamálum

<span></span> <p>Menntaverkefni Íslendinga í samstarfi við héraðsstjórnina í Kalangala héraði í Úganda lauk formlega á dögunum með því að héraðsstjórninni voru afhentar nýbyggingar, annars vegar heimavist fyrir stúlkur á eyjunni Kachanga og hins vegar skólabygging með fjórum kennslustofum á eyjunni Kibanga. Markmiðið verkefnis var að treysta í sessi góðan árangur í menntamálum héraðsins og Finnbogi Rútur Arnarson, starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, segir að það hafi tekist með ágætum.</p> <p>Þegar Íslendingar hófu tíu ára héraðsþróunarsamstarf við héraðsstjórnina árið 2005 voru menntamál í miklum ólestri í þessu eyjasamfélagi úti á Viktoríuvatni. Miðað við samræmd próf í grunnskóla voru skólarnir í Kalangala meðal þeirra lökustu í landinu en á verkefnatímabilinu tókst að koma þeim í hóp efstu tuttugu héraðanna, þar sem þeir hafa verið frá árinu 2016. Þá eru nemendur í héraðinu í hópi þeirra allra bestu þegar kemur að leikni í lestri og stærðfræði.</p> <p>Við lok héraðsþróunarverkefnisins í lok árs 2015 var ákveðið að byggja á þeim góða árangri í menntamálum sem náðst hafði og halda áfram að styðja við þann málaflokk næstu fimm árin. Utanríkisráðuneytið lagði til um hálfan milljarð íslenskra króna til margvíslegra verkefna í skólamálum héraðsins, fyrir átta þúsund nemendur í 26 grunnskólum, þremur gagnfræðaskólum og einum verkmenntaskóla. Til að auka gæði kennslunnar var kennurum og skólastjórnendum boðið að sækja framhaldsnám og langflestir þeirra, 87 prósent, sóttu sér diplómu í kennslufræðum. Stórátak var gert í dreifingu námsbóka með því að tryggja að sérhver nemandi hefði eigin kennslubók, sem langt yfir meðaltali í Úganda.</p> <p>Enn fremur voru byggðar nýjar skólabyggingar og aðrar lagfærðar í fyrrnefndum skólum í samræmi við opinbera gæðastaðla í landinu, meðal annars byggingar undir kennslustofur, vatns- og salernisaðstöðu, skólaeldhús, kennarahús og heimavistir.</p> <p>Kalangala hérað er eyjasamfélag og samgöngur milli eyjanna og við meginlandið eru bundnar við bátsferðir. Af 83 eyjum eru 64 í byggð með mismarga íbúa, allt frá fáeinum og upp í nokkur þúsund en alls eru íbúar eyjanna um 60 þúsund. Skólar eru á níu eyjum og því er mikil þörf á heimavistum fyrir nemendur eyja þar sem engir skólar eru. Vegna umbóta í menntamálum hefur nemendum einnig fjölgað verulega, t.d. voru nemendur á Kachanga 94 í upphafi verkefnisins en rúmlega 400 þegar því lauk.</p> <p>Með verklokum í menntaverkefninu í Kalangala lýkur fimmtán ára sögu Íslands í samstarfi við héraðsstjórnina. Frá árinu 2016 hefur Buikwe hérað verið helsta samstarfshérað Íslendinga í þróunarsamvinnu og nýlega hófst undirbúningur verkefna í samstarfi við héraðið Namayingo í austurhluta Úganda.</p>

16.11.2020Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í rúma tvo áratugi

<span></span><span></span> <p>Alls létust á síðasta ári rúmlega tvö hundruð þúsund manns af völdum mislinga í heiminum öllum, börn í miklum meirihluta. Leita þarf 23 ár aftur í tímann til að finna hærri tölur um dauðsföll af völdum þessa skæða veirusjúkdóms. Fæst voru dauðsföllin árið 2016 en þau voru 50 prósent fleiri á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).</p> <p>Dauðsföll af völdum mislinga voru 207.500 í fyrra og sjúkdómstilvikin rétt um 870 þúsund. Mislingafaraldrar hafa geisað í nokkrum ríkjum Afríku en einnig í austanverðri Evrópu, í löndum eins Georgíu, Norður-Makedóníu og Úkraínu.</p> <p>Færri tilvik hafa greinst á þessu ári en ljóst er að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sett bólusetningar úr skorðum víðast hvar í heiminum. Að mati WHO eiga 94 milljónir manna í hættu að fara á mis við bólusetningu vegna mislinga í 26 löndum, meðal annars löndum þar sem mislingafaraldur geisar. Óbólusettum börnum fjölgar á heimsvísu vegna COVID-19, í fyrsta sinn frá aldamótum.</p> <p>„Áður en kórónuveiran kom til var barist við mislinga og þeir hafa ekki horfið,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Þótt álagið sé mikið á heilbrigðiskerfi vegna COVID-19 megum við ekki láta baráttu gegn einum banvænum sjúkdómi vera á kostnað annars sjúkdóms,“ segir hún í&nbsp;<a href="https://www.who.int/news/item/06-11-2020-unicef-and-who-call-for-emergency-action-to-avert-major-measles-and-polio-epidemics" target="_blank">yfirlýsingu</a>.</p> <p>Bólusetning gegn mislingum gefur 95 prósent langtímavörn. Til þess þarf að bólusetja í tvígang. Fyrri bólusetningin hefur í heilan áratug verið nálægt 85 prósentum en sú síðari nær sífellt til fleiri barna en er þó aðeins í 71 prósenti. Nauðsynlegt hlutfall bólusettra í samfélögum til þess að afstýra faraldri þarf að vera 95 prósent.</p> <p>Í síðustu viku sendu UNICEF og WHO frá sér sameiginlegt ákall til aðgerða til að afstýra faröldrum mislinga og lömunarveiki. Að mati stofnananna þarf 255 milljónir bandarískra dala til viðbótar á næstu þremur árum til að takast á við yfirvofandi mislingafaraldra í 45 löndum.</p> <span> </span>

13.11.2020Samstarf þróunarbanka um fjármögnun heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Heimsfaraldur kórónaveiru stefnir heimsmarkmiðunum í hættu. Að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) veldur farsóttin því að fjögur þúsund milljarða bandarískra dala skortir á þessu ári til baráttunnar gegn fátækt og hungri. Það þýðir að takmarkið, að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir árið 2030, verður fjarlægara en áður.</p> <p>Þetta kom fram á sögulegum fjarfundi fulltrúa 450 þróunarbanka – <a href="https://financeincommon.org/" target="_blank">Finance in Common Summit</a>&nbsp;– sem haldinn var að frumkvæði frönsku ríkisstjórnarinnar í gær með þátttöku Emmanuel Macron Frakklandsforseta, Antónío Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Angel Gurría framkvæmastjóra OECD. Á fundinum var samþykkt nær samhljóða <a href="https://financeincommon.org/sites/default/files/2020-11/FiCS%20-%20Joint%20declaration%20of%20all%20Public%20Development%20Banks.pdf" target="_blank">yfirlýsing um aðgerðir</a>&nbsp;sem felur í sér stuðning við opinbera aðila og einkaaðila um forgangsröðun fjárfestinga í þágu heimsmarkmiðanna.</p> <p>Angel Gurría framkvæmdastjóri OECD bendir á að 90 af 122 þróunarríkjum hafi gengið í gegnum samdrátt vegna ýmiss konar takmarkana til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar sem hafi bitnað á atvinnulífi, eins og ferðaþjónustu og iðnaði. Einnig hafi utanaðkomandi fjármögnun dregist saman um 700 milljarða dala með samdrætti í fjárfestingum erlendra aðila og peningasendingum brottfluttra.</p> <p>Á sama tíma hafi heimsfaraldurinn kallað á aukna útgjaldaþörf ríkja sem nemur um eitt þúsund milljörðum dala, meðal annars til heilbrigðismála og annarra efnahagslegra úrræða til að bregðast við samfélagslegum áhrifum faraldursins. Mörgum fátækum ríkjum hafi hins vegar ekki tekist að fá lán til að standa undir miklum útgjöldum vegna mikillar skuldsetningar og lélegs lánshæfismats. </p> <p>Mikill samhugur ríkti á fundinum um nauðsyn þess að fjármálastofnanir taki höndum saman um aukna fjármögnun í þágu heimsmarkmiðanna með grænar áherslur að markmiði.</p>

12.11.2020Úganda: Vitundarvakning um gildi menntunar í Buikwe

<span></span> <p>Grunnskólar í Úganda hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar frá 1. mars eða í rúmlega átta mánuði. Að sögn Finnboga Rúts Arnarsonar starfandi forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala hefur langvarandi lokun skóla mikil áhrif á menntun barna, öryggi þeirra og velferð. </p> <p><span>Í ljósi þessa alvarlega ástands var í gær skrifað undir árssamning við regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka í menntamálum (FENU) með það að markmiði að hefja vitundarvakningu meðal foreldra í fiskiþorpum í Buikwe héraði um gildi menntunar en þar hafa Íslendingar stutt myndarlega við uppbyggingu í menntamálum.</span></p> <p><span>Tilslakanir af hálfu stjórnvalda um opnun skóla verða ekki teknar fyrr en eftir áramót. Í síðasta mánuði var þó gefin út heimild til þess að nemendur á lokaári gætu snúið aftur til náms. Finnbogi Rútur segir mikilvægt að treysta þann árangur sem náðst hefur í grunnskólum í Buikwe. </span></p> <p><span>„FUNE hyggst efna til námskeiða hjá 46 félögum foreldra og kennara í héraðinu og brýna fyrir þeim gildi menntunar og mikilvægi þess að festa í sessi það sem unnist hefur, meðal annars í afstöðu til menntunar. Langvinn lokun skóla er farin að hafa áhrif á afstöðu foreldra til menntunar, mörgum finnst ástæðulaust að halda þessu áfram, krakkarnir bjargi sér greinilega án skóla,” segir hann.</span></p> <p><span>Á námskeiðunum með foreldrum koma samtökin einnig til með að fjalla um vernd barna og öryggi á tímum heimsfaraldursins og benda á leiðir til að koma í veg fyrir snemmbúin hjónabönd, ótímabærar þunganir unglingsstúlkna, stöðva kynferðisofbeldi, draga úr vinnu barna og leiðir til að styðja við börn í heimanámi.</span></p>

10.11.2020COVID-19: Íslendingum þakkað rausnarlegt framlag til Malaví

<span></span> <p><span>„Heimsfaraldurinn hefur þegar haft mikil óbein áhrif á íbúa þróunarríkja og okkur rennur blóðið til skyldunnar að styðja við Malaví í baráttunni gegn afleiðingum farsóttarinnar, sem er elsta samstarfsríki okkar í þróunarsamvinnu og eitt fátækasta ríki heims. Framlagið er hluti af stærra viðbragði ráðuneytisins við faraldrinum sem ráðstafað er til alþjóðlegra samstarfsstofnana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </span></p> <p><span>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) birti frétt í gær þar sem fagnað er rausnarlegu framlagi Íslands til að greiða fyrir ýmiss konar aðkeypt hjálpargögn til Malaví vegna COVID-19 og tryggja skilvirka dreifingu þeirra um landið. Utanríkisráðuneytið ráðstafaði 27 milljónum íslenskra króna til WFP á grundvelli samtarfssamnings við ríkisstjórn Malaví og Logistics Cluster en það er alþjóðleg stofnun sem sérhæfir sig í dreifingu hjálpargagna í mannúðarskyni.</span></p> <p><span>Með framlaginu verður unnt að fjölga heilsugæslustöðvum á landamærum og innan héraða. Einnig verður fjármagninu varið til dreifingar á hjálpargögnum í afskekktum héruðum og svæðum þar sem matvæli eru af skornum skammti. Í þriðja lagi nýtist framlagið til þess að byggja upp getu innan stjórnkerfisins til þess að bregðast betur við hamförum og neyðartilvikum.</span></p> <p><span>„Ég þakka Íslandi fyrir þetta framlag sem berst á hárréttum tíma. Það greiðir fyrir afhendingu lífsnauðsynlegrar aðstoðar við fólk í neyð, sérstaklega til þess að bregðast við COVID-19 heimsfaraldrinum. Þegar þjóðir eru vel undirbúnar er hægt að afstýra stigmögnun hamfara og áhrif neyðarástandsins verða minni,“ segir Marco Cavalcante, starfandi framkvæmdastjóri WFP í Malaví. </span></p> <p><span>Í fréttinni er haft eftir Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanni sendiráðsins í Lilongwe að íslensk stjórnvöld séu ánægð með að taka höndum saman við ríkisstjórn Malaví og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna til þess að bregðast við þörfum íbúa Malaví á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru.</span></p> <p><span>„Ríkisstjórn Malaví, WFP og Logistics Cluster vinna saman að því að tryggja á réttum tíma óslitið framboð lífsnauðsynlegra hjálpargagna og dreifingu þeirra til viðkomandi samfélaga,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að með samstarfinu auðveldi þessir aðilar áframhaldandi neyðarviðbrögð vegna COVID-19 til að byggja upp þol gegn heimsfaraldrinum. Enn fremur sé tryggð nauðsynleg dreifing hjálpargagna á þeim mánuðum sem nú fara í hönd í Malaví og einkennast jafnan af matarskorti.</span></p> <p><span>Í sameiginlegu átaki er verið að koma á fót samhæfingarmiðstöðvum flutninga í tveimur stærstu borgum Malaví, Lilongwe og Blantyre, til að geta veitt nauðsynlega aðstoð og tryggt &nbsp;upplýsingagjöf um þjónustuna.</span></p> <p><span>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna&nbsp;(World Food Programme, WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Malaví er elsta samstarfsland Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á síðasta ári voru þrjátíu ár liðin frá upphafi samstarfsins.</span></p> <p><span><a href="https://www.wfp.org/news/iceland-supports-malawi-deliver-emergency-relief" target="_blank">Frétt WFP</a></span></p>

09.11.2020Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum

<span></span> <p>Í fjórum heimshlutum vofir hungursneyð yfir, að mati mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna. Um er ræða ákveðin svæði í Búrkina Fasó, norðausturhéruð Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Skjót viðbrögð við sultinum er nauðsynleg til þess að forða hungursneyð, segir í sameiginlegri tilkynningu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).</p> <p>„Við óttumst að íbúar þessara svæða geti staðið frammi fyrir hungursneyð ef ástandið versnar enn á næstu mánuðum,“ segir Claudia Ah Poe ráðgjafi WFP í matvælaöryggi. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur á því að veita mannúðarsamtökum aðgang að samfélögum í neyð skýra fyrst og fremst þetta alvarlega ástand. „Það er eitruð blanda,“ segir í tilkynningunni.</p> <p>Að mati stofnananna er ástandið einnig grafalvarlegt í öðrum sextán ríkjum þar alvarlegur matarskortur getur leitt til neyðarástands á næstu sex mánuðum. Þau ríki eru meðal annars Afganistan, Miðafríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópía, Haítí og Venesúela.</p> <p>Hungursneyð er alvarlegasta stig matarskorts. Síðast var lýst yfir hungursneyð í Sómalíu árið 2011. Þá létust 260 þúsund manns úr hungri. „Við erum á skelfilegum tímamótum, stöndum enn og aftur frammi fyrir yfirvofandi hungursneyð í fjórum ólíkum heimshlutum samtímis. Gleymum því ekki að þegar lýst er yfir hungursneyð hafa þegar margir látist. Þegar hungursneyð var lýst yfir í Sómalíu í júlí 2011 voru þau sem voru í mestri hættu þegar látin,“ segir Margot van der Velden hjá WFP.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna&nbsp;(WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur um langt árabil verið samstarfsaðili Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fastafulltrúi Íslands í Róm gagnvart þessum stofnunum er Stefán Jón Hafstein sendiherra.</p>

06.11.2020Börn meðal fallinna í sprengjuárásum í Sýrlandi

<span></span> <p>Fjögur sýrlensk börn og tveir starfsmenn samstarfssamtaka Barnaheilla – Save the Children létust í vikunni í sprengjuárásum í Idlib héraði í Sýrlandi. „Við erum harmi slegin yfir þessum hræðilegu tíðindum,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum. Samtökin hafa vegna árásanna lokað tveimur bólusetningarmiðstöðvum í Idlib en þar hafa fimm hundruð börn verið bólusett á hverjum mánuði.</p> <p>Fjögurra ára stúlka lést á leið sinni í skólann í bænum Ariha þegar hún varð fyrir sprengjuárás. Tvö börn til viðbótar voru drepin í bænum Kafraya og það fjórða, tíu ára drengur, í borginni Idlib. Tugir annarra barna særðust. Grunnskóli í bænum Kafraya, sem er rekin af samstarfssamtökum Barnaheilla - Save the Children í Sýrlandi, varð fyrir sprengjuárás, en öll 150 börnin í skólanum náðu að flýja.</p> <p>Þrátt fyrir að enginn í skólanum hafði látist í árásinni var einn nemandi í skólanum drepinn á heimili sínu ásamt bróður sínum. Sprengja lenti á heimili hans og þar létust foreldrar hans og bróðir. </p> <p>Sonia Kush, viðbragðsstjóri Barnaheilla – Save the Children í Sýrlandi segir þetta vera afar sorglegar fréttir. „Börn létust og önnur upplifðu ógnvekjandi atburði í morgunsárið, þegar þau bjuggust við hefðbundnum skóladegi. Það er skelfilegt að sjá skóla og borgaraleg svæði verða fyrir árásum. Skólar eiga að veita börnum öryggi.&nbsp;Óbreyttir borgarar halda áfram að bera hitann og þungann af árásum sem þessum. Við hvetjum alla stríðsaðila að ganga úr skugga um að börn og óbreyttir borgarar séu verndaðir og þar með virða alþjóðleg mannúðarlög.“</p> <p>Að sögn Kolbrúnar hafa aðstæður fólks í Idlib héraði verið mjög slæmar en undanfarna tvo daga hefur rignt gríðarlega mikið og meðal annars valdið flóðum og töluverðri eyðileggingu í níu flóttamannabúðum,</p> <p>„Barnaheill – Save the Children kalla eftir því að átökum verði hætt strax en undanfarnar vikur hafa átök stigmagnast á nokkrum svæðum í norðvestri. Allir aðilar verða að virða alþjóðleg mannúðarlög og vernda skóla, sjúkrahús og aðra mikilvæga borgaralega innviði gegn árásum. Börn eru sérstaklega berskjölduð fyrir áhrifum sprengivopna og stríðsaðilar ættu að leggja sig fram við að vernda þau,“ segir hún.</p> <p>Kolbrún bendir á að börn séu enn að láta lífið þrátt fyrir samþykkt ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að stríðsátökum verði hætt á heimsvísu vegna kórónaveirufaraldursins. Hún segir að í stað vopnahlés stigmagnist átök í Sýrlandi sem hindri baráttuna gegn útbreiðslu faraldursins.</p>

05.11.2020Einhugur norrænu ríkjanna um að efla Norræna þróunarsjóðinn

<span></span> <p>Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að endurfjármagna Norræna þróunarsjóðinn (NDF) um 350 milljónir evra, um 60 milljarða íslenskra króna, í þeim tilgangi að berjast gegn loftslagsbreytingum í þróunarríkjum. Hlutur Íslands í þessari endurfjármögnun nemur um 870 milljónum króna á tíu ára tímabili. </p> <p>„Okkur hefur gengið vel að virkja íslenska sérþekkingu á sviði jarðhita í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir eins og Norræna þróunarsjóðinn og það felast mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf í því að styrkja sjóðinn til þess að vinna að verkefnum í þróunarríkjum á sviði loftslags- og umhverfismála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er sameiginleg þróunarstofnun norrænu ríkjanna, sem veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku.</p> <p>Að sögn Davíðs Stefánssonar, sem á sæti í stjórn sjóðsins af Íslands hálfu, verður samkvæmt nýrri stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara. Hann segir að helmingur fjármögnunar eða meira miðist við verkefni sem stuðla að aðlögun að loftslagsbreytingum. Veitt verða margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana verður í styrkjaformi. </p> <p>„Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað og stuðlað að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Annað mikilvægt markmið er valdefling kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Sjóðurinn vill sjá fjármagni stýrt í sjálfbærar fjárfestingar um leið og ýtt er undir félagslegt réttlæti,“ segir Davíð.</p> <p>Norræni þróunarsjóðurinn var stofnaður árið 1989 og aðalskrifstofa hans er í Helsinki.</p> <p><a href="http://ndf.fi/" target="_blank">Vefur Norræna þróunarsjóðsins</a></p>

04.11.2020Þakklæti frá kirkjunni í Úganda til Íslendinga

<span></span> <p><span>Yfirmaður kirkjunnar í Úganda, Stephen Kaziimba erkibiskup, heimsótti sendiráð Íslands í Kampala á dögunum í þeim erindagjörðum að koma á framfæri innilegu þakklæti til Íslendinga fyrir hönd kirkjunnar fyrir mikinn stuðning íslensku þjóðarinnar við menntun í landinu. Hann þakkaði forstöðumanni sendráðsins fyrir störf sendiráðsins við uppbyggingu samfélaga í Úganda á vegum íslenskra stjórnvalda.</span></p> <p><span>Stephen Kaziimba tók við starfi yfirmanns kirkjunnar í Úganda fyrr á þessu ári, en hann er jafnframt biskup í Kampala. Hann fæddist í Buikwe héraði, helsta samstarfshéraði Íslands í Úganda, og kvaðst sjálfur hafa upplifað þær miklu jákvæðu breytingar sem orðið hafa síðustu árin þegar hann heimsótti gamla heimaþorpið istt, Gulama.</span></p> <p><span>„Mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég sá allar endurbæturnar á gamla skólanum mínum sem hefur þjónað þorpinu í áratugi. Nú uppfyllir hann öll gæðaviðmið um menntastofnanir en það felur í sér mikla hvatningu til barnanna í þorpinu að ganga menntaveginn,“ sagði Stephen Kaziimba í heimsókninni.</span></p> <p><span>Kirkjan í Úganda stofnaði fjóra af hverjum tíu skólum í landinu og rekur þá með stuðningi stjórnvalda en í landi þar sem 77% þjóðarinnar er yngri en 25 ára er viðvarandi skortur á fjármagni til skólastarfs.</span></p> <p><span>Finnbogi Rútur Arnarsson starfandi yfirmaður sendiráðsins kynnti Ísland í stuttu máli, rakti helstu áherslur Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og fór yfir helstu verkefni Íslands í fiskisamfélögum í Úganda.</span></p>

03.11.2020Yfir sextán milljónir í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Jemen

<span></span> <p>„Greinilegt er að almenningi er umhugað um að hjálpa börnum í Jemen því yfir 16 milljónir söfnuðust á fáeinum vikum. Til að setja upphæðina í samhengi þá samsvarar hún tveggja vikna meðferð af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir 7638 vannærð börn,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Samtökin hófu neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen í byrjun október og á sama tíma tóku nokkur ungmenni sig saman og hófu söfnun undir yfirskriftinni „<a href="https://unicef.is/ertu-ad-deyja-ur-hungri">Deyja úr hungri</a>“ þar sem öll framlög runnu í neyðarsöfnun UNICEF.</p> <p>„Staðan í Jemen er skelfilegri en orð fá lýst. Í Jemen geisar nú ein versta mannúðarkrísa heims og vannæring meðal barna í landinu hefur aldrei verið jafn alvarleg. Eftir margra ára átök þarfnast næstum hvert einasta barn í Jemen neyðaraðstoðar,“ segir Steinunn </p> <p>Í nýrri greiningu sem meðal annars UNICEF stóð að kom í ljós að bráðavannæring meðal ungra barna hefur aukist um 10 prósent árið 2020 og þar sem staðan er verst þjáist eitt af hverjum fimm börnum af bráðavannæringu.&nbsp;Smitsjúkdómar á borð við niðurgangspestir, kóleru og orma í meltingarvegi hafa dreifst hratt og heilbrigðiskerfið er í molum.</p> <p>„Hundrað þúsund börn bara í suðurhluta Jemen eiga á hættu á að deyja án tafarlausrar meðferðar eða vera með varanlega vaxtaskerðingu. Ef ekki er brugðist við verður ástandið óafturkræft og líf heillar kynslóðar barna í Jemen í húfi,“ segir Steinunn. „Ofan á þær hörmungar sem hafa dunið á jemensku þjóðinni bætist nú kórónaveiran við sem heilbrigðiskerfið er á engan hátt í stakk tilbúið að kljást við."</p> <p>UNICEF hefur verið með umfangsmiklar neyðaraðgerðir í Jemen í fjölda ára og framlögin úr neyðarsöfnuninni á Íslandi nýtast í að veita börnum í neyð í landinu lífsnauðsynlega hjálp. Frá ársbyrjun til ágústsloka hefur UNICEF meðal annars komið 126 þúsund börnum undir fimm ára aldri sem þjást af alvarlegri bráðavannæringu í viðunandi meðferð, bólusett yfir eina milljón barna gegn mænusótt, tryggt yfir fjórum milljónum aðgang að hreinu vatni og stutt menntun barna í miðjum kórónaveirufaraldri.</p> <p><span></span>„UNICEF kallar auk þess á alla aðila að átökunum sem og alþjóðasamfélagið að vinna tafarlaust að friðsamlegri lausn og binda enda á ofbeldið gegn börnum í Jemen. Þó að staðan virðist yfirþyrmandi þá megum við aldrei gefast upp. Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en góðu fréttirnar eru þær að með réttri meðhöndlun ná flest börn sér á einungis fáeinum vikum.&nbsp;En tíminn er naumur og það þarf að bregðast við strax,“ segir Steinunn. </p> <p>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen er enn í fullum gangi. Hægt er að hjálpa með að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa þannig 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn. Einnig er hægt að gefa frjálst framlag <a href="https://unicef.is/neyd" target="_blank">hér</a>. </p> <p>„Við viljum senda miklar þakkir til allra þeirra einstaklinga sem hafa stutt söfnunina okkar. Það er ómetanlegt að finna þessa samstöðu og greinilegt að almenningi á Íslandi er umhugað um velferð barna í Jemen. Hvert framlag skiptir máli og getur bjargað lífi barna,“ segir Steinunn að lokum. </p>

03.11.2020Nýr fræðsluvefur UN Women um loftslagsbreytingar

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur opnað nýjan fræðsluvef og gagnvirka spurningakönnun þar sem hver og einn getur kannað þekkingu sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á konur og stúlkur. UN Women fékk styrk úr Loftslagssjóði til verkefnisins.</p> <p>„Fljótt á litið virðist jafnrétti kynjanna hafa lítið sem ekkert að gera með loftslagsbreytingar af manna völdum, en staðreyndin er sú að þær bitna á okkur á ólíkan hátt eftir því hvar við búum, stöðu okkar og kyni,“ segir í kynningu á fræðsluvefnum. </p> <p>Þar segir að útrýming fátæktar og menntun kvenna sé grunnforsenda þess að hægt sé að snúa við þeirri skelfilegu þróun sem áhrif loftslagsbreytinga hafa í för með sér. Sé ekki tekið mið af þessum veigamiklu þáttum, dugi aðrar framfarir á sviði loftslagsmála ekki til. „Byrja þarf á byrjuninni og veita öllum kynjum öll þau réttindi sem aðeins helmingur mannkyns hefur haft frá örófi alda.“</p> <p>Síðan segir:</p> <p>„Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á líf þeirra sem búa í fátækari ríkjum heims en þeirra sem búa til dæmis á Íslandi. Það sem meira er, þær hafa ríkari áhrif á líf kvenna en karla, sérstaklega þeirra sem búa á dreifbýlum svæðum fátækari ríkja.</p> <p>Eftir því sem skóglendi, ræktarlöndum og öðrum náttúruauðlindum sem veita fólki lífsviðurværi fækkar eykst samkeppnin um auðlindirnar. Skorturinn ýtir undir átök, en í dag búa tveir milljarðar jarðarbúa við ófrið í stríðshrjáðum löndum. Aldrei hafa jafn margar manneskjur verið á flótta en 80 milljónir hafa flúið heimili sín, þar af 80% þeirra vegna náttúruhamfara, fæðuskorts og hungurs.</p> <p>Vegna bágrar stöðu og skertra réttinda kvenna eru konur 70% þeirra sem búa við sárafátækt í heiminum. Úttektir og rannsóknir UN Women tala sínu máli."</p> <ul> <li>1 af hverjum 5 konum á flótta hafa þurft að þola kynferðisofbeldi</li> <li>Konur eru allt að 14 sinnum líklegri til að deyja af völdum náttúruhamfara en karlar</li> <li>Stúlkur á hamfarasvæðum eru rúmlega helmingi líklegri til að detta úr námi og enn eru 32 milljónir stúlkna ekki í skóla</li> <li>Konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatökur í neyð.</li> </ul> <p>Þau sem vilja læra meira um áhrif loftslagsbreytinga á konur og stúlkur eru hvött til að taka prófið á nýja <a href="https://unwomen.is/taktu-profid/" target="_blank">vefnum</a>.</p>

02.11.2020Tilraunir með kælibúnað í fiskibátum í Síerra Leóne

<span></span> <p><span>Fyrirtækið Ocean Excellence ehf. hefur fengið tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til þess að gera tilraunir með kælibúnað um borð í fiskibátum í Síerra Leóne. Kæling er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum í allri virðiskeðjunni, allt frá því fiskur er dregin úr sjó þar til hann kemur á borð neytandans. </span></p> <p><span>Í flestum þróunarríkjum misferst eða skemmist stór hluti af afla strandveiði manna vegna skorts á kælingu og þar af leiðandi tapast mikil verðmæti. Verkefni Ocean Excellence ehf. hefur það markmið að ráða bót á þessum vanda í allri virðiskeðjunni en í verkefnið í upphafi beinist að fyrsta stigi hennar, kælingunni um borð í bátum og við löndun. </span></p> <p><span>Að sögn Þórs Sigfússonar stjórnarformanns Ocean Excellence ehf. er um að ræða sólardrifna varmadælu til kælingar á saltvatni sem hægt er að koma fyrir í einföldu plastkari. „Búnaðurinn er meðal annars ætlaður til að notkunar þar sem aðstæður eða veikir innviðir koma í veg fyrir að kæling fisks á hefðbundinn hátt sé möguleg. Það til dæmis við um Síerra Leone en tæknin bætir bæði nýtingu og verðmæti fiskafurða,“ segir hann og bætir við að verkefnið sé unnið í samstarfi við Alþjóðabankann og fiskiverkefni bankans í Vestur-Afríku.</span></p> <p><span>Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á ýmsan hátt, meðal annars hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum með því að draga úr kolefnisfótspori, betri umgengni við náttúruauðlindir, nýsköpun, baráttu gegn hungri og fátækt, og eflingu jafnréttis.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmiðin</a> er sjóður á vegum utanríkisráðuneytisins sem hefur það hlutverk að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 7. desember.</span></p>

30.10.2020Atvinnulífið hvatt til þátttöku í verkefnum í þróunarríkjum

<span></span> <span></span> <p>„Samstarfssjóðurinn skapar bæði ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og íbúa þróunarríkja sem skortir oft tækni og þekkingu til að lyfta sér upp úr fátækt. Með réttum formerkjum geta fyrirtæki í okkar heimshluta lagt mikið af mörkum í þeirri baráttu með því að auka framleiðni og skapa störf, ekki síst meðal kvenna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">Samstarfssjóður við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna</a> auglýsir þessa dagana eftir umsóknum um styrki og hvetur íslensk fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030. Guðlaugur Þór segir hlutverk sjóðsins vera að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í þróunarsamvinnu og markmiðið sé að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Þróunarríkin kalli sjálf eftir slíkum verkefnum.</p> <p>Þegar hafa sex íslensk fyrirtæki hlotið styrki úr sjóðnum, Marel, Thoregs, CreditInfo, Aurora Seafood, Atmonia og Ocean Excellence, en auk þess hafa þrjú önnur fengið vilyrði um styrk.</p> <p>Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200 þúsundum evra yfir þriggja ára tímabil – eða um 30 milljónum íslenskra króna. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. Einnig er opið fyrir umsóknir til forkönnunarstyrkja (e. prefeasibility). Forkönnunarstyrkjum er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni. Forkönnunarstyrkir geta numið allt að tveimur milljónum króna.</p> <p>Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður þremur sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 7. desember og áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í byrjun næsta árs.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">Vefur sjóðsins</a></p> <p><span><a href="https://www.frettabladid.is/lifid/akoma-atvinnulifsins-er-ein-helsta-forsenda-framfara/" target="_blank">Aðkoma atvinnulífsins ein helsta forsenda framfara/ Fréttablaðið</a></span></p>

30.10.2020„Vegna undirfjármögnunar deyja mörg börn daglega“

<span></span> <p><span>Aðstæður barna út um allan heim hafa versnað gífurlega á þessu ári, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Það á sérstaklega við um börn sem búa á átakasvæðum, flóttabörn, fylgdarlaus barna og önnur börn sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda. „Vegna faraldursins þurfa börn og fjölskyldur þeirra að þola margvíslegar hremmingar, skólum hefur verið lokað og milljónum fjölskyldna hefur verið ýtt út í fátækt. Fjölmörg börn eiga í hættu á að verða fyrir mansali, barnaþrælkun eða vera neydd í hjónabönd vegna faraldursins,“ segir Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.</span></p> <p><span>Í nýrri skýrslu samtakanna - </span><a href="https://www.barnaheill.is/static/files/stc_still_unprotected_report.pdf"><span>Still unprotected: Humanitarian Funding for Child protection</span></a><span> – er greint frá því að neyðaraðstoð í þágu barna sé gríðarlega undirfjármögnuð. Í skýrslunni er lögð áhersla á að nauðsyn þess að finna leiðir til þess að fjármagna barnavernd. Að mati skýrsluhöfunda er áætlað að framlög þurfi að tvöfaldast til að raunhæft sé að sinna öllum þeim börnum sem hafa verið eða eiga á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða vanrækslu.</span></p> <p><span>Í skýrslunni eru sett fram ítarleg greiningu á&nbsp;viðbragðsáætlun vegna mannúðarmála og flóttafólks&nbsp;frá árinu 2019. Samkvæmt þeirri greiningu var einungis tveimur prósentum af heildarfjármagni til mannúðarmála það árið úthlutað til barnaverndar. Í skýrslunni segir að frá því kórónuveirufaraldurinn braust út hafi börnum sem þurfa vernd í heiminum fjölgað mikið. </span></p> <p><span>„Börn eru einn af berskjölduðustu hópunum og því nauðsynlegt að styðja við þau. Vegna undirfjármögnunar deyr fjöldi barna daglega, þau verða fyrir ofbeldi og misnotkun, þau verða fórnarlömb mansals eða búa við mikla vanrækslu. Bjargirnar til að vernda þau eru ekki til staðar vegna þess hversu litlu fjármagni er veitt í barnavernd,“ segir Kolbrún.</span></p> <p><span>Í skýrslunni er alþjóðasamfélagið hvatt til að bregðast við neyð barna og veita aukið fjármagn til barnaverndar. Auk þess sem hvatt er til þess að fjárfesta í stuðningi við innviði nærsamfélaga til að tryggja að þau börn sem búa á hættulegustu svæðum jarðar séu vernduð.</span></p>

29.10.2020Tuttugu ára afmæli ályktunar um konur, frið og öryggi

<span></span> <p>„Í dag fögnum við byltingarkenndu skrefi sem stigið var fyrir 20 árum þegar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun númer 1325 um konur, frið og öryggi. Þar með viðurkenndi alþjóðasamfélagið að stríðsátök hafi sértæk áhrif á konur, mikilvægi þess að konur taki jafnan þátt í friðarumleitunum, gerð friðarsamninga og að konur væru mikilvægir þátttakendur við að koma í veg fyrir átök,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</p> <p>Kynjajafnrétti hefur verið eitt af kjarnamálum Íslands í öllu starfi Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið hefur gefið út þrjár landsáætlanir um framkvæmd ályktunar nr. 1325, þá <a href="https://bit.ly/3owTP7e">síðustu</a>&nbsp;í nóvember 2018. Ísland var meðal fyrstu ríkja heims til að setja sér slíka framkvæmdaáætlun. </p> <p>Samstarfsverkefni á þessu sviði á vegum ráðuneytisins hafa meðal annars verið við UN Women í Mósambík, Malaví, Palestínu og Afganistan, auk þess sem unnið er í góðu samstarfi við Jafnréttisskóla GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Einnig hefur Ísland tekið þátt í að styðja við framkvæmd ályktunar 1325 á vettvangi Atlantshafsbandalagsins.</p> <p><span>Frá árinu 2000 hefur öryggisráðið samþykkt níu ályktanir til viðbótar beintengdar efni ályktunarinnar. Þar er meðal annars tekist á við brot eins og kynferðisofbeldi sem beitt hefur verið sem vopni í stríði og einnig að setja þátttöku kvenna í friðarumleitunum á dagskrá. </span></p> <p><span>„En ekkert af þessu gerðist af sjálfu sér,“ segir Stella. „Öryggisráðið var undir gífurlegum þrýstingi frá kvennasamtökum um allan heim áður en ályktunin var samþykkt. Eins hafði máttur og þrýstingur kvenna sem sótt höfðu kvennaráðstefnuna í Peking aðeins fimm árum áður, óumdeilanleg áhrif á öryggisráðið.“ </span></p> <p><span>-En hefur þátttaka kvenna í friðarumleitunum aukist á þessum tuttugu árum?&nbsp; </span></p> <p><span>„Nú tuttugu árum síðar búa tveir milljarðar manna við ófrið og átök í stríðshrjáðum löndum. Í þessum löndum eru konur þrátt fyrir allt, að koma í veg fyrir átök og koma á friði. Enn eru&nbsp; konur samt í miklum minnihluta í friðarviðræðum og fá ekki ennþá sæti við samningaborðið. Aðeins einn af hverjum fimm friðarsamningum sem undirritaðir voru frá 2015–2018 kváðu á um að taka mið af þörfum kvenna. Konur voru aðeins sex prósent sáttasemjara og samningsaðila í friðarviðræðum árin 1992-2019 og konur voru aðeins þrettán prósent viðsemjenda á sama tímabili,“ segir Stella.</span></p> <p><span>Að mati hennar eru framfarir alltof hægar þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á að þegar konur taka þátt í samningarviðræðum um frið, endist friðurinn að meðaltali 15 árum lengur. Konur séu því enn nánast ósýnilegar á þessu karllægasta sviði ákvarðanatöku á heimsvísu. </span></p> <p><span>„Jafnvel nú á tímum heimsfaraldrar eru konur að vinna baki brotnu við að halda friðinn, þrátt fyrir að búa margar við ófrið inn á eigin heimilum. Úttekt UN Women sýnir að þrír mánuðir af útgöngu banni þýði að 15 milljónir kvenna og stúlkna til viðbótar verði beittar kynbundnu ofbeldi. Þessar hægu framfarir, bakslagið og aðförin að réttindum kvenna á öllum sviðum, sem á sér stað um þessar mundir, sýna okkur enn á ný, að baráttan fyrir bættum hag og auknum réttindum kvenna er hvergi nærri lokið. Aðkoma kvenna að friðarviðræðum og friðarumleitunum er grundvallarforsenda þess að halda friðinn,“ segir Stella Samúelsdóttir.</span></p>

29.10.2020Vannæring barna í Jemen aldrei verið alvarlegri

<span></span> <p>„Staða barna í Jemen hefur verið skelfileg&nbsp;allt of&nbsp;lengi og er nú verri en nokkru sinni fyrr. Sá árangur sem náðst hefur síðustu ár í að meðhöndla vannærð börn og koma í veg fyrir frekari vannæringu með matvælaaðstoð er í mikilli hættu. Vaxandi átök, hnignun í efnahagslífi landsins, skortur á fjármagni til hjálparstarfs auk áhrifa kórónuveirunnar hefur gert hörmulegt ástand að einni verstu&nbsp;mannúðarkrísu&nbsp;í heiminum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi.</p> <p>Hlutfall barna í Jemen sem þjást af vannæringu er það hæsta sem mælst hefur í ákveðnum landshlutum frá upptökum stríðsins árið 2015, að mati Sameinuðu þjóðanna. Rúmlega hálf milljón barna í suðurhluta landsins mælist nú með bráðavannæringu og í þeim héruðum þar sem staðan er verst þjást eitt af hverjum fimm börnum af bráðavannæringu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu á stöðu fæðuöryggis í landinu. </p> <p>Að greiningunni standa Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP).</p> <p>Greiningin nær til 133 héraða í suðurhluta Jemen þar sem búa um 1,4 milljónir barna undir fimm ára aldri. Þar kemur í ljós að bráðavannæring hefur aukist um 10 prósent árið 2020. Mesta aukningin er í tilfellum ungra barna sem þjást af alvarlegri bráðavannæringu (SAM), en slík tilfelli hafa aukist um 15,5 prósent á árinu. Það þýðir að 98 þúsund börn undir fimm ára aldri eru í mikilli hættu á að deyja, án tafarlausrar meðferðar. Auk þessu eru að minnsta kosti 250 þúsund barnshafandi konur og konur með barn á brjósti vannærðar. Verið er að greina tölur frá norðurhluta landsins og búist er við að staðan þar sé jafn alvarleg.</p> <p>UNICEF&nbsp;varar við því að ef ekki er brugðist við tafarlaust verði það um seinan og líf heillar kynslóðar barna í Jemen í hættu.&nbsp;Vítahringur átaka og hungurs og áhrif kórónuveirunnar hefur ýtt enn frekar undir neyð íbúa landsins. Fæðuóöryggi er verulegt, tíðni smitsjúkdóma er há og aðgengi að heilsugæslu, bólusetningum og hreinlætisaðstöðu mjög takmarkað.</p> <p>„Hægt er að meðhöndla og koma í veg fyrir bráðavannæringu en nú þarf aukinn stuðning til að tryggja þeim börnum og konum sem þurfa brýna aðstoð þá meðferð sem þau þurfa. Það þarf að byggja upp og viðhalda matvælakerfi landsins, vernda lífsafkomu fólks og gera íbúum kleift að framleiða, selja og neyta fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu. Auk þess þarf að stórauka aðgerðir til&nbsp;að skima&nbsp;börn fyrir vannæringu og veita þeim börnum sem þjást af vannæringu viðunandi meðferð,“ segir Steinunn Jakobsdóttir.</p>

28.10.2020Sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi að störfum í Jemen

<span></span> <p>Kolbrún Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi er að störfum á meðferðardeild fyrir einstaklinga sem veikjast af COVID-19 í Aden í suðurhluta Jemen.&nbsp;„Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins getur Rauði krossinn á Íslandi stutt við jemenska Rauða hálfmánann í aðgerðum sínum, bæði í baráttunni gegn COVID-19 en einnig afleiðinga vopnaðra átaka síðastliðinna ára,“ segir í frétt frá Rauða krossinum.</p> <p>Vegna viðvarandi átaka og skorts á sjúkragögnum hafa margar heilbrigðisstofnanir neyðst til að loka í Jemen. Heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að veita hundruð þúsunda einstaklinga grunnþjónustu og lífi þeirra er ógnað vegna læknanlegra sjúkdóma, vannæringar og stríðstengdra áverka, að því er fram kemur í fréttinni. „Skortur á rafmagni og eldsneyti og mikil verðbólga gerir það að verkum að matur, lyf og aðrar nauðsynjavörur eru of dýrar fyrir flesta íbúa landsins og gerir erfitt líf af völdum vopnaðra átaka enn erfiðara,“ segir þar. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wnutzfaJsG8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Heilbrigðiskerfið í Jemen er í molum eftir stríðið og hvergi hafa fleiri látist hlutfallslega af völdum veirunnar eftir afar erfiða fyrstu bylgju sjúkdómsins þar í landi. Meðferðardeildin sem Kolbrún starfar á er meðal annars útbúin 60 rúmum fyrir sjúklinga, röntgenherbergi, legudeildum, hágæslu, aðstöðu fyrir forgangsröðun sjúklinga og rannsóknarstofu. Nokkur tonn af sjúkragögnum og búnaði voru flutt á staðinn. </p> <p>Kolbrún hefur nú þegar hafið störf á deildinni og verður fram í janúar. Fyrir tveimur árum fór hún sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins til Cox´s Bazar í Bangladess.</p>

28.10.2020Viðbótarframlag frá utanríkisráðuneytinu til kvenna í Jemen

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) 40 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í þágu kvenna og stúlkna í Jemen. Framlagið er viðbót við áður veittan 25 milljóna króna styrk vegna þeirrar miklu neyðar sem konur og stúlkur búa við í þessu stríðshrjáða landi. Samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna deyja tólf konur dag hvern vegna skorts á fæðingarþjónustu og mæðravernd.</p> <p>„Heimsfaraldur kórónuveirunnar og mikill fjárskortur hafa aukið á neyðina og UNFPA hefur þurft að draga úr kyn- og frjósemisþjónustu við konur og stúlkur á þessu ári. Í ljósi þeirra aðstæðna höfum við ákveðið að styðja enn frekar við verkefnið í Jemen,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Engin lausn er í sjónmáli í Jemen eftir fimm ára vopnuð átök. Ríflega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent íbúa landsins. Þjónusta við almenning er í molum, meðal annars heilbrigðis- og neyðarþjónusta fyrir konur og stúlkur. Staða þeirra hefur hríðversnað frá upphafi stríðs og Sameinuðu þjóðirnar telja að konur og stúlkur séu berskjaldaðasti samfélagshópurinn. Þar er meðal annars vísað til mæðradauða og tíðni kynferðislegs og kynbundins ofbeldis. </p> <p>Ísland hefur stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna í Jemen frá upphafi árs 2019 en á vegum sjóðsins er meðal annars veitt fæðingarþjónusta, mæðra- og ungbarnaeftirlit, auk neyðarþjónustu í kjölfar kynferðisofbeldis og sálræns stuðnings og verndar.</p> <p>Hlutverk UNFPA samræmist þróunarsamvinnustefnu Íslands um tryggja almenna velferð á grundvelli mannréttinda og jafnrétti kynjanna og stofnunin hefur á undanförnum árum aukið þjónustu sína á stríðshrjáðum svæðum. Frá upphafi árs 2019 hefur Ísland veitt 143 milljónum króna til UNFPA í Jemen. </p>

27.10.2020Afríkuríki þurfa að búa sig betur undir loftslagsbreytingar

<span></span><span></span> <p>Afríkuríki þurfa að búa sig betur undir loftslagsbreytingar og bregðast við ýmiss konar vá sem er í kortunum, segir í nýrri skýrslu nokkurra fjölþjóðastofnana undir forystu Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna (WMO). Sambærilegar skýrslur eru væntanlegar um aðrar heimsálfur á næstunni.</p> <p>„Á síðustu mánuðum höfum við séð ógurleg flóð, horft upp á engisprettufaraldra og yfirvofandi eru miklir þurrkar. Heimsfaraldur COVID-19 hefur gert illt verra,“ segir Petteri Taalas framkvæmdastjóri WMO.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að engin heimsálfa verði verr úti í loftslagsbreytingum en Afríka, hitastig hafi hækkað smám saman frá byrjun aldarinnar og á næstu fimm árum sé útlit fyrir að bæði norður- og suðurhluti álfunnar verði þurrari og hlýrri. Á sama tíma líti út fyrir meiri úrkomu á Sahelsvæðinu í vesturhluta Afríku. Að mati skýrsluhöfunda er bæði þörf á mótvægisaðgerðum og aðgerðum til aðlögunar.</p> <p>Í skýrslunni segir að landbúnaður sé lykillinn að því að byggja upp loftslagsþol, sú atvinnugrein skapi flest störf og reiði sig jafnframt mest á vatn og orku sem hvoru tveggja hafi mikil áhrif á loftslagsbreytingar.</p> <p>Mælt er með stefnubreytingum í samgöngumálum, orkumálum, innviðum og iðnaði. Þá segir að fjármögnun hafi batnað með tilkomu græna loftslagssjóðsins (<a href="https://www.greenclimate.fund/" target="_blank">Green Climate Fund</a>) en hins vegar séu enn takmarkanir hvað varðar getu Afríkuríkja til að nýta sér slíka sjóði.</p> <p>Loftslagsbreytingar hafa stuðlað að auknu fæðuóöryggi í álfunni, fjölgun sjúkdómstilvika sem moskítóflugur bera milli manna, gífurlegum fólksflutningum og afbrigðilegum veðurfyrirbærum eins og fellilbylnum Idai sem gerði mikinn usla í Mósambík, Malaví og Simbabve árið 2019.</p>

26.10.2020Átak Sameinuðu þjóðanna gegn dreifingu villandi upplýsinga

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum vitundarvakningu um rangfærslur og rangar eða villandi upplýsingar sem þrífast á netinu. Langtímamarkmiðið er að breyta hegðun notenda samfélagsmiðla. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti nýtt heimsátak í síðustu viku sem kallast „Pause“ og felur í sér hvatningu til fólks um að staldra við eitt augnablik, hugsa sig um tvisvar, áður en það deilir færslum á netinu.</p> <p>„Rangar upplýsingar geta verið banvænar á tímum COVID-19 faraldursins. Þess vegna skulum við sverja þess eið að hugsa okkur um tvisvar áður en við deilum efni,“ segir Guterres.</p> <p>Nýja átakið er hluti af&nbsp;<a href="https://www.shareverified.com/en">Verified</a>, frumkvæði Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í maímánuði síðastliðnum til að koma á framfæri aðgengilegum upplýsingum um heilbrigðismál. Áhersla er lögð á upplýsingar sem byggja á traustum vísindalegum grunni. Þá er&nbsp;Verified&nbsp;vettvangur jákvæðra frásagna um samstöðu gegn COVID-19.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/aqXFlXbxQ0g" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Um #PledgeToPause segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC):</p> <p>„Átakið byggir á rannsóknum sem benda til að það kunni að skipta sköpum að staldra við andartak á samskiptamiðlum. Slíkt minnki líkur á að fólk dreifi yfirgengilegu eða tilfinningahlöðnu efni og dragi þar með úr dreifingu rangfærslna. Vonast er til að bæta almennt fjölmiðlalæsi. Markmiðið er að hjálpa notendum að koma auga á rangar upplýsingar og forðast að áframsenda til vina og kunningja.</p> <p>Ætlunin er að ná til eins milljarðs manna fyrir árslok. </p> <p>„Þegar rangfærslur þrífast, missir almeningur traust og gerir mistök sem grafa undan aðgerðum stjórnvalda og hætta jafnvel eigin lífi,“ segir Melissa Fleming framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Sameinuðu þjóðunum.</p>

23.10.2020Tugþúsundir barna í hættu í Víetnam vegna flóða

<span></span> <p><span style="background-color: white;">Rúmlega ein og hálf milljón barna er í hættu eftir mikil flóð og aurskriður í fimm héruðum í mið-Víetnam. Starfsfólk Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á svæðinu vinnur með stjórnvöldum í Víetnam við að meta aðstæður og veita neyðaraðstoð. „Tíminn er naumur þar sem annar fellibylur nálgast sama strandsvæðið og gæti náð landi á næstu dögum með tilheyrandi úrhelli,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF.</span></p> <p><span>Að sögn Steinunnar hafa flóð eyðilagt heimili, skóla, heilsugæslustöðvar og uppskeru og hætta er á að börn geti smitast af lífshættulegum sjúkdómum. „Að minnsta kosti 135 þúsund fjölskyldur hafa orðið fyrir beinum áhrifum af flóðunum og yfir hálf milljón hefur nú ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni. Nú þegar er búið að tilkynna skemmdir á 42 heilsugæslustöðvum og margar aðrar eru óaðgengilegar vegna flóðvatnsins. Mæður og börn hafa því ekki aðgang að grunn heilsugæslu sem er sérstaklega mikilvæg þegar aukin hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma. Flóðin hafa einnig eyðilagt fjölda skóla sem hefur áhrif á menntun 1,2 milljóna barna,“ segir hún.</span></p> <p><span>Ly Phat Viet Linh, sérfræðingur UNICEF í neyðaraðgerðum á svæðinu segir að flóðin og aurskriðurnar hafa valdið miklum skemmdum í þeim samfélögum sem þau hafi náð til. „Skólar hafa eyðilagst og bækur og annað námsefni skemmst í flóðvatninu. Íbúar hafa ekki aðgang að rennandi vatni, klósett eru undir vatni og skortur á hreinlætisaðstöðu eykur enn hættuna á smitsjúkdómum á borð við niðurgangspestir,” segir hún og bætir við að Í forgangi hjá UNICEF sé að tryggja íbúum hreint vatn, hreinlætisaðstöðu og mat og börnum menntun, auk þess sem samtökin veiti börnum og fjölskyldum þeirra áfallahjálp.</span></p> <p><span>Steinunn segir að spár geri ráð fyrir áframhaldandi rigningu á svæðinu og UNICEF fylgist náið með stöðunni í þeim héruðum sem eru í mestri hættu. „Fyrir flóðin voru íbúar í viðkvæmri stöðu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og því mikilvægt að tryggja öryggi og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar og annarra sjúkdóma. Heimsforeldrar UNICEF gera okkur kleift að bregðast strax við þegar neyðaástand skapast líkt og í Víetnam og við hjá UNICEF á Íslandi viljum þakka kærlega fyrir stuðninginn,“ segir hún.</span></p>

23.10.2020Rúmlega 200 byggingar í Evrópu klæddar bláum lit Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Rúmlega tvö hundruð byggingar um alla Evrópu verða lýstar upp með bláum lit á morgun, laugardaginn 24. október, til að minnast 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. UNRIC, upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, á frumkvæðið að átakinu&nbsp;„<a href="https://unric.org/en/un75-europe-turns-un-blue/#:~:text=For%20this%20pan%2DEuropean%20campaign,October%202020%2C%20the%20UN%20Day." target="_blank">Turn Europe UN Blue</a>“&nbsp;en á morgun verða 75 ár liðin frá því stofnsáttmáli samtakanna gekk formlega í gildi árið 1945.</p> <p>Að sögn Árna Snævarr upplýsingafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hjá UNRIC verða Harpa, Háskóli Íslands, Höfði, Dómkirkjan í Reykjavík og Akureyrarkirkja lýst bláa litnum á morgun. „Sama gildir um brúna yfir Eyrarsund, dómkirkjuna í Stokkhólmi, Ráðhúsið og FN-byen í Kaupmannahöfn og háskólann í Tromsö svo dæmi séu tekin frá Norðurlöndum. Þá má nefna helstu byggingar Evrópusambandsins í Brussel, Þjóðahöllinna í Genf og Friðarhöllina í Haag, ráðhús Madridar og Bonn, Belem-turn í Lissabon, Stormont kastala í Belfast, Dyflinnarkastala og dómshús Lyon,“ segir Árni.</p> <p>Að sögn Árna hefur ljósblái liturinn verið einkennislitur Sameinuðu þjóðanna frá því allsherjarþingið lagði blessun sína yfir fána samtakanna 20. október 1947.&nbsp;<a href="https://research.un.org/en/maps/flags">Blár</a>&nbsp;varð fyrir valinu sem „andstæðan við rauðan, lit átaka,” segir hann.</p> <p>Michel Pastoureau, höfundur bókarinnar Blár – saga litar (Bleu – Histoire d’une couleur) segir að blái liturinn sé yfirleitt tengdur samhljóm og friði, sem er kjarni starfs Sameinuðu þjóðanna. „Að varpa bláa litnum á byggingar og mannvirki er táknræn aðgerð og stuðningur við grundvallarhugsjónir Sameinuðu þjóðanna um frið, sjálfbæra þróun, mannréttindi og fjölþjóðlega samvinnu á óvissum tímum,“ segir Árni.</p> <p>Að mati António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna stendur heimurinn andspænis tröllauknum áskorunum. „Við getum sigrast á þeim með samstöðu og samvinnu um allan heim. Um það snúast Sameinuðu þjóðirnar. Á þessu afmæli bið ég fólk hvarvetna um að taka höndum saman. Sameinuðu þjóðirnar standa ekki aðeins með ykkur. Þær tilheyra ykkur og þær eru þið samanber fyrstu orð stofnsáttmálans: „Vér hinar Sameinuðu þjóðir.“</p> <p>„Sjötíu og fimm ára afmælið ber upp á tíma mikilla sviptinga i heiminum. Heimsfaraldri COVID-19 hafa fylgt alvarlegar félagslegar- og efnahagslegar afleiðingar. En um leið minnir ástandið á að á erfiðum tímum er hægt að sá frækornum jákvæðra breytinga. Með því að gera Evrópu bláa staðfestum við slík fyrirheit,“ segir Árni Snævarr.</p> <p>#EuropeTurnsUNBlue #UN75&nbsp;&nbsp;</p> <p><a href="https://unric.org/is/mikill-studningur-vid-althjodlega-samvinnu/" target="_blank">Könnun Sameinuðu þjóðanna meðal almennings í tilefni afmælisins</a></p>

22.10.2020Sahel: Áheitaráðstefnan skilaði 240 milljörðum íslenskra króna

<span></span> <p>Alls söfnuðust tæplega 240 milljarðar íslenskra króna í áheitasöfnun Sameinuðu þjóðanna í vikunni til mannúðaraðstoðar á Mið-Sahelsvæðinu í Afríku. Hungursneyð er yfirvofandi í þessum heimshluta, í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um 80 milljóna króna framlag Íslands til mannúðaraðstoðar á sérstakri áheitaráðstefnu sem haldin var vegna neyðarástandsins sem blasir við á þessu svæði.</p> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna er einhver mesta mannúðarkrísa samtímans í uppsiglingu í þessum heimshluta. Vopnuð átök og ofbeldi hafa hrakið eina og hálf milljón íbúa frá heimilum sínum í þessum ríkjum, tuttugu sinnum fleiri en fyrir tveimur árum. Kynbundnu ofbeldi fjölgar ískyggilega, milljónir barna er utan skóla og bæði heilsugæsla og félagsþjónusta er í molum. Kórónuveirufaraldurinn hefur síðan aukið á vandann. Þrisvar sinnum fleiri draga fram lífið við hungurmörk í dag borið saman við sama árstíma á síðasta ári.</p> <p>„Það er komið að ögurstund á Mið-Sahelsvæðinu,“ segir António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. "Við þurfum að snúa þessari þróun við með endurnýjaðri sókn til friðar og sátta. Við þurfum líka miklu meiri mannúðaraðstoð. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök eru á vettvangi og með meiri fjármögnun getum við gert miklu meira.“</p> <p>Á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna var tilkynnt um framlög af hálfu 24 ríkisstjórna og stofnana. Markmiðið var að safna tæpum 340 milljörðum íslenskra króna og því skortir enn 100 milljarða króna. Framlögum verður ráðstafað til þurfandi íbúa Sahel-svæðinu við að tryggja næringu og mat, heilbrigðisþjónustu, vatn og hreinlætisaðstöðu, húsaskjól, fræðslu og vernd, auk þess að veita þeim stuðning sem sætt hafa kynbundnu ofbeldi.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ráðstafar stærstum hluta íslenska framlagsins en stofnunin hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels, sem kunnugt er.</p>

20.10.202080 milljónir króna í mannúðaraðstoð vegna neyðar á Sahel-svæðinu

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti í dag um 80 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Ríkin þrjú eru á svonefndu Mið-Sahelsvæði þar sem hungursneyð er yfirvofandi. Kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar í heiminum hefur gert ástandið þar enn verra.&nbsp;</span></p> <p><span>Sérstök áheitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Mið-Sahelsvæðið fór fram í dag. Í ræðu sem utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra flutti í gegnum fjarfundarbúnað lagði hann áherslu á að Ísland muni halda áfram málsvarastarfi á sviði mannréttinda. Þá vakti hann athygli á hnignandi jafnrétti í þessum heimshluta, sem meðal annars mætti rekja til ytri áhrifa kórónuveirufaraldursins. Einnig nefndi ráðherra mikilvægi grænnar langtímasýnar og samlegðaráhrifa&nbsp; mannúðarstarfs, þróunarsamvinnu og friðaraðgerða.&nbsp;</span></p> <p><span>„Vopnuð átök, fátækt, skortur á uppbyggingu og loftslagsbreytingar hafa kallað miklar hörmungar yfir íbúa Mið-Sahel en líka mannréttabrot, afkomubrestur, fólksflótti, hungur og dauðsföll. Eins og við öll vitum hefur kórónuveirufaraldurinn svo bætt gráu ofan á svart,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/10/20/Avarp-a-framlagaradstefnu-vegna-Mid-Sahel/">í ávarpi sínu.</a>&nbsp;</span>„Grípa þarf til víðtækra aðgerða á svæðinu. Stofnanir á sviði mannúðar, þróunarsamvinnu og friðarumleitana verða að ganga í takt og vinna saman, þannig bæta þær hver aðra upp. Viðbrögð okkar verða að vera í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög og grundvallarþætti mannúðarstarfs,“ sagði hann ennfremur.</p> <p>Framlag Íslands er til tveggja ára og skiptist jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en þær eru á meðal áherslustofnana Íslands á sviði mannúðarmála.</p> <p>Neyðin í Mið-Sahel er talin ein sú versta í heiminum í dag. Búrkína Fasó, Malí og Níger eru við þolmörk en mikið neyðarástand hefur skapast þar að undanförnu og þörfin fyrir alþjóðlega aðstoð aukist að sama skapi. Hungursneyð blasir við íbúum svæðisins, fjöldi fólks er á flótta og kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er alvarlegt vandamál. Orsakirnar eru margar og samofnar en langvarandi fátækt og atvinnuleysi, mikil fólksfjölgun, loftlagsbreytingar, veikir stjórnarhættir og vopnuð átök eru á meðal þeirra.&nbsp;</p> <div>&nbsp;</div>

20.10.2020UNICEF: Undirbýr stóru stundina þegar bóluefni verður tilbúið

<span></span> <p>Þegar sú stund rennur upp að bóluefni gegn COVID-19 verður tilbúið þarf margt annað að vera til reiðu svo hægt verði að koma bóluefninu með hröðum, öruggum og skilvirkum hætti til fólks. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur hafið slíkan undirbúning með því að kaupa sprautur og annan nauðsynlegan búnað.</p> <p>Í <a href="https://www.unicef.org/press-releases/unicef-stockpile-over-half-billion-syringes-year-end-part-efforts-prepare-eventual" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF segir að um leið og COVID-19 bóluefni fáist samþykkt þurfi að vera fyrir hendi ein sprauta fyrir hvern skammt af bóluefni. UNICEF hefur því sett sér það viðmið að safna 520 milljónum af sprautum í vörugeymslur sínar á þessu ári en alls er ætlunin að eiga einn milljarð af sprautum á næsta ári þegar COVID-19 bólusetningar hefjast. Einnig ætlar UNICEF að safna 620 milljónum af sprautum fyrir aðrar bólusetningar eins og gegn mislingum og taugaveiki.</p> <p>Til þess að tryggja að bóluefni sé flutt og geymt við rétt hitastig er UNICEF ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) að kortleggja núverandi frystibúnað og geymslurými og taka saman leiðbeiningar fyrir þjóðir um verklag við bólusetningar.</p> <p>„Að bólusetja heiminn gegn COVID-19 verður eitt stærsta verkefni í sögu mannkyns og við þurfum að geta brugðist hratt við um leið og framleiðsla bóluefnis er komin af stað,“ segir Heniretta Fore framkvæmdastýra UNICEF.</p> <p>UNICEF vinnur náið með GAVI, alþjóðlegum sjóði um bólusetningar, að þessu mikilvæga verkefni. </p>

20.10.2020Áhrif og viðbrögð heimsfaraldurs efst á baugi þróunarnefndar

<span></span> <p>Áhrif heimsfaraldursins á þróunarríki og viðbrögð alþjóðasamfélagsins voru efst á baugi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ár. Alþjóðabankinn brást hratt við og tilkynnti við upphaf faraldursins í mars að hann hygðist verja allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum í viðbragðsaðgerðir sem náðu í síðasta mánuði til 111 landa. Þá samþykkti stjórn bankans í síðustu viku tillögu um að bankinn veiti samstarfslöndum sínum stuðning og lán upp á 12 milljarða Bandaríkjadala fyrir kaupum og dreifingu á bóluefni gegn COVID-19. Sá stuðningur kemur til viðbótar við yfirstandandi neyðaraðgerðir bankans.</p> <p>Ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fara fram þessa dagana í netheimum. Fundur þróunarnefndar Alþjóðbankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn í síðustu viku og nefndin – skipuð ráðherrum 25 landa – er vettvangur fyrir samstöðu milli ríkja um alþjóðleg þróunarmál. Nefndin hefur umboð til að ráðleggja bankastjórn bankans og sjóðsins um mikilvæg þróunarmál og um það fjármagn sem til þarf til að efla efnahagsþróun í þróunarlöndum. </p> <p>Norðmenn áttu sæti í nefndinni í ár fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og Dag-Inge Ulstein, norski þróunarmálaráðherrann, flutti <a href="https://www.devcommittee.org/sites/dc/files/download/Statements/2020-10/DCS2020-0058-Norway.pdf">ávarp</a> fyrir hönd kjördæmisins. Í ávarpinu lagði norski ráðherrann meðal annars áherslu á græna enduruppbyggingu, jafnréttismál og félagsleg öryggisnet í tengslum við heimsfaraldurinn.</p> <p>David Malpass, forseti Alþjóðabankans, ávarpaði fundinn og lagði áherslu á að heimsfaraldurinn ógni lífi og lífsviðurværi fólks, sérstaklega þeirra fátækustu og berskjölduðustu með því að auka fátækt og ójöfnuð ásamt því að hafa neikvæð áhrif á langtíma efnahagshorfur landa. Hann sagði að faraldurinn gæti haft þær afleiðingar að heill áratugur glataðist með tilliti til efnahags- og félagslegrar þróunar. Einkennin yrðu veikur hagvöxtur, hrun heilbrigðis- og menntakerfa margra landa, og ný skuldakreppa“.</p> <p>Skuldasöfnun í lágtekjuríkjum var til umræðu og þróunarnefndin studdi framlengingu á tímabundnum gjaldfresti á skuldum sem tvíhliða opinberir lánveitendur veittu fátækustu löndunum (Debt Service Suspension Initiative – DSSI) eftir ákall frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Afborganir skulda setja mörg fátæk ríki í afar þrönga stöðu til að bregðast við faraldrinum. DSSI tók gildi 1. maí á þessu ári og átti upphaflega að gilda til loka árs 2020. Nú hefur verið samþykkt að framlengja um sex mánuði til viðbótar. Nefndin hvatti jafnframt bankann og sjóðinn til að halda áfram að vinna að því að skoða skuldavanda samstarfslanda, ekki síst lágtekjuríkja, og reyna að koma með lausnir sem henta ólíkum löndum. </p> <p>Sjá <a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2020/10/16/laying-the-foundations-for-a-resilient-recovery" target="_blank">fréttatilkynningu</a>&nbsp;Alþjóðabankans um fundi þróunarnefndarinnar.&nbsp;</p>

19.10.2020Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna: Ísland sýnir mikilvæga samstöðu og stuðning

<span></span> <p>Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslönd fagnar ákvörðun Íslands um að taka á móti allt að fimmtán berskjölduðum einstaklingum frá Lesbos í Grikklandi í kjölfar brunans í Moria, sem varð til þess að þúsundir hælisleitenda og flóttamanna misstu heimili sín.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/44645-flottamannastofnun-sameinudu-thjodanna-island-synir-mikilvaega-samstodu-og-studning.htmlhttp://" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNHCR er ákvörðun Íslands svar við formlegri beiðni um stuðning og samstöðu, þar á meðal frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, „en UNHCR og Ísland ganga í bandalag ríkja sem hafa skuldbundið sig til að styðja Grikkland með því að taka á móti viðkvæmustu flóttamönnunum og hælisleitendum,“ segir meðal annars í fréttinni. Þar kemur fram að á þessu ári hafi rúmlega eitt þúsund hælisleitendur fengið nýja búsetu, en með hátt í tíu þúsund hælisleitendur á bráðabirgðasvæðinu við Lesbos og fjögur þúsund fylgdarlaus börn í Grikklandi er þörfin fyrir viðbótarstuðning mikil.</p> <p>„Ákvörðun Íslands veitir ekki aðeins fjölda viðkvæmra fjölskyldna von og hjálp, hún mun einnig senda sterk skilaboð um stuðning til Grikklands. Það er uppörvandi að sjá lönd eins og Ísland koma fram og sýna evrópska samstöðu og Flóttamannastofnunin vonar að fordæmi Íslands geti hvatt aðrar þjóðir til hins sama,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna bendir á að ákvörðun Íslands um búferlaflutninga bætist við þegar gildan endurbúsetukvóta. Þessi skuldbinding er mikilvæg vegna metfjölda nauðungarflutninga á heimsvísu og aukinnar þarfar á varanlegum lausnum fyrir viðkvæma flóttamenn, en fjöldi þeirra vex ár eftir ár.</p> <p>Enn fremur hefur Ísland nýlega tilkynnt um 20 milljóna króna framlag til aðgerða UNHCR í Grikklandi. Þeir fjármunir hjálpa stofnuninni að koma skjóli og aðstoð til þúsunda í neyð.</p> <p>„Þótt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagni neyðarviðbrögðum til stuðnings Grikklandi og þeim löndum sem hlutdeild eiga, hvetur hún hagsmunaaðila til að ganga lengra en sem nemur sértækum lausnum og kallar áfram eftir langtímalausnum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vonar að tillaga framkvæmdastjórnar ESB um sáttmála um búferlaflutninga og hæli reynist bráðnauðsynleg byrjun á betra og áreiðanlegra kerfi til verndar flóttamönnum,“ segir í frétt UNHCR.</p>

16.10.2020Mjög jákvæð niðurstaða miðannarrýni DAC á þróunarsamvinnu Íslands

<p><span>„Þessi stöðutaka sýnir að við erum á réttri leið og hún er okkur mikil hvatning. Þróunarsamvinna hefur fengið aukið vægi í ráðuneytinu á undanförnum árum og umtalsvert umbótastarf hefur orðið á því sviði. Endurskipulagning ráðuneytisins um síðustu áramót var liður í því starfi og rík áhersla er lögð á nánari útfærslu á þeirri stefnu sem samþykkt var af Alþingi á síðasta ári,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilefni af niðurstöðum miðannarrýni á þróunarsamvinnu Íslands, af hálfu Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC).</span></p> <p><span><a href="https://www.oecd.org/dac/peer-reviews/DAC-mid-term-Iceland-2020.pdf">Miðannarrýnin</a> var birt í vikunni en í henni var metin staðan á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands með tilliti til jafningjarýni DAC frá árinu 2017. Heildarniðurstöður miðannarrýninnar eru mjög jákvæðar. DAC kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi nú þegar komið til móts við níu af þrettán tillögum sem settar voru fram í jafningjarýninni fyrir þremur árum.</span></p> <p><span>Sérstaklega er tekið fram að jákvætt sé að Íslendingar leggi áherslu á að vinna á málefnasviðum þar sem þjóðin hafi margt fram að færa umfram önnur framlagsríki og haldi þeirri grundvallaráherslu sinni að styðja við þá fátækustu í veröldinni. Jafnframt er því fagnað að Ísland skuli hafa sett fram skuldbindingar um að auka framlög til þróunarsamvinnu á allra næstu árum.</span></p> <p><span>Fulltrúar DAC áttu einnig fundi með fulltrúum þróunarsamvinnunefndar, en þar sitja fulltrúar þingflokka á Alþingi, frjálsra félagasamtaka, háskólasamfélagsins og vinnumarkaðarins. „Virkt samráð, aukin samvinna við bæði atvinnulíf og félagasamtök og nýjar leiðir í upplýsingagjöf til að tryggja gagnsæi og ábyrgð, er forgangsmál í þróunarsamvinnunni. Í ljósi þeirra víðtæku áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft er samstarf okkar við önnur framlagsríki og samstarfsaðila jafnvel enn mikilvægara svo að hámarka megi afraksturinn af allri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.</span></p>

16.10.2020Jemen: Rúmlega eitt þúsund fyrrverandi fangar fluttir heim

<span></span> <p>Verið er að flytja rúmlega eitt þúsund einstaklinga sem hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen til síns heima með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Þetta er stærsta einstök aðgerð sinnar tegundar frá því átökin hófust í Jemen fyrir fimm og hálfu ári og hægt er fylgjast með henni í rauntíma.</p> <p>Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu. Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga.</p> <p>Af hálfu Alþjóðaráðsins eru tekin viðtöl við einstaklingana og þeir fara í heilsufarsskoðun til að fá vissu fyrir því að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir þeim einnig föt, hreinlætisvörur og peninga fyrir flutningi heim.</p> <p>Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi dreifir Alþjóðaráðið hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutningana, þar á meðal að hjálpa veikburða föngum til og frá borði og annast sjúkraflutninga.</p> <p>Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni: </p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span><a href="https://twitter.com/ICRC/status/1316721015708356613">https://twitter.com/ICRC/status/1316721015708356613</a></span></li> <li><span><a href="https://twitter.com/ICRC_ye">https://twitter.com/ICRC_ye</a> </span></li> <li><span><a href="https://twitter.com/ICRC_kw">https://twitter.com/ICRC_kw</a></span></li> </ul>

15.10.2020Meðan hungur ríkir lifum við aldrei í friðsælum heimi

<span></span> <p>Þegar tilkynnt var að Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna&nbsp;(<a href="https://unric.org/is/ad-berjast-gegn-hungri-i-heiminum/">WFP</a>) fengi&nbsp;<a href="https://unric.org/is/matvaelastofnun-sth-vinnur-fridarverdlaun-nobels/">friðarverðlaun Nóbels</a>&nbsp;í síðustu viku var að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) aðalaáherslan lögð á baráttu hennar við hungur í heiminum. „WFP hefur hins vegar einnig lagt lóð sín á vogarskálarnar í friðarviðleitni og það fór ekki framhjá norsku Nóbelsnefndinni,“ segir í <a href="https://unric.org/is/a-medan-hungur-rikir-munum-vid-aldrei-lifa-i-fridsaelum-heimi/" target="_blank">fréttaskýringu</a>&nbsp;UNRIC.</p> <p>Í&nbsp;<a href="https://www.nobelpeaceprize.org/">tilkynningu nefndarinnar</a>&nbsp;sagði að WFP legði grundvöll að friði á átakasvæðum. “WFP er leiðandi í því að hindra að hungri sé beitt sem vopni í styrjöldum og átökum,” segir jafnframt í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar.</p> <p>„Það leikur enginn vafi á því. Við getum ekki brotið hungur á bak aftur nema að við bindum enda á átök,“ er haft eftir David Beasley framkvæmdastjóra WFP. </p> <p>Nóbelsnefndin beindi athygli heimsins að þýðingarmiklu starfi WFP við að aðstoða samfélög sem hungurvofan hefur leikið grátt; starf stofnunarinnar við að koma matvælum til stríðshrjáðra svæða, auk friðarviðleitninnar.</p> <p>Um 690 milljónir manna í heiminum vita ekki hvenær eða hvernig þeir fá næstu máltíð, að mati Sameinuðu þjóðanna. Hungur er ein mesta ógnin við frið, að mati&nbsp;<a href="https://www.wfp.org/news/world-food-programme-awarded-nobel-peace-prize-statement-wfp-executive-director-david-beasley">David Beasley</a>.</p> <p>„Styrjaldarátökum fylgir hungur og þar sem hungur ríkir þar eru oft átök. Án friðar getum við ekki náð því markmiði að útrýma hungri í heiminum. Á meðan hungur ríkir munum við aldrei lifa í friðsælum heimi.“</p> <p>WFP er stærsta mannúðarstofnun heims og 17 þúsund manns starfa á hennar vegum, flestir á vettvangi.</p> <p>„COVID-19 hefur leikið efnahag og samfélög grátt um allan heim. Baráttan um brauðið hefur enn harðnað og kemur ofan á skaðvænleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar að auki hefur ofneysla á Vesturlöndum haft í för með sér að auðlindir eru víða að ganga til þurrðar. Næg matvæli eru framleidd í heiminum til að brauðfæða heimsbyggðina en engu að síður er þriðji hver maður&nbsp; vannærður. Það veldur síðan keðjuverkun með hægari framþróun menntunar og auknu atvinnuleysi,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p><strong>Hluti heimsmarkmiða</strong></p> <p>„Ekkert hungur“ er annað í röð <a href="https://www.heimsmarkmidin.is/">h</a><a href="https://unric.org/is/heimsmarkmid-um-sjalfbaera-throun/">eimsmarkmiðanna</a>&nbsp;sautján um sjálfbæra þróun. Það felur í sér að stefnt er að upprætingu hungurs, að bundinn verði endir á fæðuóöryggi, næring bætt og sjálfbær landbúnaður efldur. Á öllum þessum sviðum er WFP í forystu í heiminum.</p> <p>Hér eru 10 atriði sem vert er að vita um Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna:</p> <ol> <li>WFP er öflugasta stofnun heims á sviði mannúðarmála og aðstoðar 100 milljónir bágstaddra í 88 ríkjum.</li> <li>Á hverjum degi eru fimm þúsund og sex hundruð flutningabílar, 30 skip og 100 flugvélar á þönum í starfi fyrir WFP og flytja matvæli og aðrar brýnar nauðsynjar til bágstaddra á sumum af afskekktustu og hættulegustu stöðum heims.</li> <li>WFP er í framvarðasveit þegar neyðarástand skapast &nbsp;af völdum átaka, veðurfars, farsótta og annarra hamfara. WFP glímir við neyðarástand í 20 ríkjum eða svæðum í heiminum þessa stundina og er orsakanna oftast að leita í vopnuðum átökum.</li> <li>WFP útvegar 17.3 milljónum barna skólamáltíðir. Með þessu fá börnin betri næringu og geta haldið áfram námi.</li> <li>Framlög til WFP hafa hækkað á undanförnum árum. Árið 2019 voru þau hærri en nokkru sinni fyrr eða 8 milljarðar Bandaríkjadala; enn vantar 4,1 milljarð til að endar nái saman í starfinu.</li> <li>WFP er tengiliður á milli smábænda og markaða í meira en 40 ríkjum. Árið 2019 keypti stofnunin matvæli fyrir andvirði 37,2 milljóna dala af smábændum sem framleiða mestan hluta matvæla heimsins.</li> <li>Hundrað tuttugu og sjö þúsund hektarar lands voru teknir undir framleiðslu og gróðursett á sjö þúsund hektörum á vegum WFP. Þetta eykur fæðuöryggi til lengri tíma og eykur þolgæði gagnvart loftslagsbreytingum.</li> <li>WFP kom 4,3 milljón smálestum matvæla til nauðstaddra. Það er álíka og 840 þúsund Asíu-fílar að þyngd.</li> <li>Meira en þrír fjórðu hlutar matar sem WFP kaupir kemur frá þróunarríkjum. Slíkt sparar tíma og fé við flutninga og glæðir staðbundinn efnahag.</li> <li>WFP leggur áherslu á greiðslur í reiðufé. WFP lætur 2,1 milljarð af hendi rakna með því að afhenda nauðstöddum í 64 ríkjum fé til matarkaupa. Með þessu eykst val og staðbundnir markaðir eflast.</li> </ol> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð.</p>

13.10.2020Heimsfaraldurinn og græn framtíð rædd á ráðherrafundi Alþjóðabankans

<p>„Það verður ekki litið fram hjá mikilvægi einkageirans við að vernda störf og skapa ný þegar þjóðir vinna sig út úr faraldrinum, og Alþjóðabankinn hefur þar miklu hlutverki að gegna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem tók í dag þátt í ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum. Fundurinn er haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem fara fram í netheimum að þessu sinni.</p> <p>Carmen Reinhart, aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, var sérstakur gestur fundarins en meginviðfangsefni hans var COVID-19 heimsfaraldurinn og hlutverk Alþjóðabankans í grænni og bættri enduruppbyggingu. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmastarfið.</p> <p>Guðlaugur Þór vék í innleggi sínu sérstaklega að sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra náttúruauðlinda sem mikilvægri undirstöðu fyrir grænan vöxt, og lagði í því samhengi áherslu á að í grænni og bættri endurbyggingu gegni Alþjóðabankinn lykilhlutverki í að tryggja að ávinningur stuðli að hagsæld og dragi úr fátækt. Þá kom hann einnig inn á mikilvægi endurnýjanlegrar orku í þessu samhengi, meðal annars að bankinn héldi áfram öflugum stuðningi við jarðhita- og vatnsaflsverkefni.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Alþjóðabankinn hefur brugðist skjótt við í stuðningi vegna áhrifa COVID-19 og hefur frá því í mars veitt aðstoð til rúmlega 100 landa til að bregðast við faraldrinum. Ljóst er að þörf samstarfslanda bankans, einkum fátækustu landanna, fyrir áframhaldandi aðstoð er gríðarleg því hætt er við að áhrif faraldursins geti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um allt að 100 milljónir einstaklinga og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt. Í síðustu viku kom út ný skýrsla bankans <a href="https://www.worldbank.org/en/publication/poverty-and-shared-prosperity">Reversal of Fortunes</a> þar sem kynnt er nýtt mat bankans á áhrifum farsóttarinnar á fátækt og ójöfnuð á heimsvísu. </p> <p>Kjördæmið leggur áherslu á mikilvægi þess að allur stuðningur bankans til fátækra ríkja vegna COVID-19 hafi að leiðarljósi að uppbygging samfélaga sé með sjálfbærum hætti sem felur meðal annars í sér að fjárfestingar og verkefni styðji við sjálfbæra þróun í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á loftslag og umhverfi. </p> <p>Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málaefnasviðum. Á árunum 2019–2021 leiðir Ísland kjördæmisstarfið. </p> <p>Í tengslum við ársfundina eru fimm meginviðburðir opnir fyrir almenning og er hægt nálgast frekari upplýsingar um þá <a href="https://live.worldbank.org/upcoming-events" target="_blank">hér</a>.</p>

13.10.2020Íslensk ungmenni safna fyrir svöng börn í Jemen

<span></span> <p>Í síðustu viku hrintu nokkur ungmenni af stað samfélagsmiðlaáskoruninni „Deyja úr hungri“ sem er átak til að styðja neyðaraðgerðir Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fyrir börn í Jemen. Að sögn UNICEF hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa og fjöldi fólks hefur tekið áskorun hópsins í gegnum Instagram-síðuna&nbsp;@deyjaurhungri&nbsp;og safnað hundruð þúsunda fyrir börn í neyð í Jemen.</p> <p>„Við erum nokkur ungmenni sem fylgdumst með því hvernig COVID-19 gerði aðstæður í Jemen margfalt verri, sérstaklega hvað varðar mataröryggi. Það er eðlilegt að við á Íslandi höfum mestar áhyggjur af eigin lífsafkomu, t.d. atvinnuleysi og verðhækkunum, en við megum samt ekki gleyma hvað við höfum það ótrúlega gott miðað við löndin sem stóðu þegar höllum fæti fyrir heimsfaraldurinn,“ segir Sara Mansour, talsmaður hópsins sem stendur að framtakinu.</p> <p>&nbsp;Ástandið í Jemen er skelfilegt og talið er að 80% íbúa þurfi á mannúðaraðstoð að halda, þar af eru 12 milljónir barna. UNICEF áætlar að tvær milljónir barna í Jemen glími við bráðavannæringu, þar af glími 325 þúsund börn undir fimm ára aldri við alvarlega bráðavannæringu. Auk þess er áætlað að 1,2 milljónir barnshafandi kvenna eða kvenna með barn á brjósti séu alvarlega vannærðar.</p> <p>Sara segir að þau hafi ekki viljað að Jemen myndi týnast í umræðunni. Það sé hrikalegt að horfa uppá milljónir lifa við hungur og að áskorunin sé þeirra leið til að vekja athygli á neyðinni og gefa almenningi auðvelda leið til að hjálpa. Hópurinn tók saman matseðil með nokkrum vinsælum réttum, svo sem borgara og bjór, miðstærð af pizzu, pylsu og gos og hægt er að taka áskoruninni með því að sleppa máltíð af matseðlinum og gefa andvirði hennar til Jemen.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/H5wG3Zl5XoE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Að „deyja úr hungri“ er eitthvað sem við erum alltaf að segja, en sannleikurinn er sá að fæst okkar vita hvernig það er að vera virkilega svöng og hafa ekki aðgang að mat. Þannig datt okkur í hug nafnið og áskorunin. Við vildum líka sýna fram á hvað peningurinn sem við eyðum í mat er verðmætur, en fyrir andvirði pylsu og kók er til dæmis hægt að kaupa 15 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. UNICEF er alltaf á framlínunni, og það lá því beinast við að styrkja starf þeirra,‘‘ segir Sara.</p> <p>Söfnunin fer fram í gegnum AUR-aðgang UNICEF á Íslandi @Jemen eða á&nbsp;<a href="https://unicef.is/neyd">neyðarsíðu samtakanna fyrir Jemen</a>.&nbsp;Fólk er einnig hvatt til að deila vali sínu í Insta-story frá síðu átaksins&nbsp;@deyjaurhungri&nbsp;á Instagram.</p>

12.10.2020Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví

<span></span> <p>Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna og þungunum unglingsstúlkna, sérstaklega stúlkna yngri en fimmtán ára, hefur fækkað á síðustu árum. Þessar framfarir hafa stöðvast á tímum kórónaveirunnar. Nú fjölgar á ný hjónaböndum þar sem ungar stúlkur eru þvingaðar til að giftast, oft miklu eldri mönnum, og fleiri barnungar stúlkur verða barnshafandi.</p> <p>Í gær, á <a href="https://www.un.org/en/observances/girl-child-day" target="_blank">alþjóðlegum degi stúlkubarnsins</a>, var meðal annars vakin athygli á þessar afturför sem orðið hefur víða í heiminum í réttindamálum stúlkna. Í Malaví, samstarfsríki Íslendinga í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur meðal annars með stuðningi Íslands verið unnið að því að sporna gegn barnahjónaböndum á síðustu árum og á dögunum veitti utanríkisráðuneytið UN Women í Malaví 27 milljóna króna styrk í þeirri baráttu.</p> <p>„Þvinguð hjónabönd barnungra stúlkna eru enn of algeng í Malaví en mikilvægar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum, lagabreytingar sem banna hjónabönd undur átján ára aldri og samfélagsviðhorf eru að breytast. Því er þessi stuðningur við UN Women í Malaví mikilvægur til að sporna við bakslagi í þessum málaflokki vegna COVID,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins í Lilongve.</p> <p>Á síðustu vikum, við upphaf skólaársins, hafa margar unglingsstúlkur ekki snúið til baka í skólann. Ráðuneyti jafnréttismála Malaví birti nýja könnun á dögunum sem sýnir uggvænlega fjölgun barnshafandi unglingsstúlkna og barnahjónabanda á tímum farsóttarinnar. Í Mangochi, helsta samstarfshéraði Íslands, eru til dæmis skráð tæplega sex þúsund barnahjónabönd það sem af er ári.</p>

09.10.2020Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sendir WFP heillaóskir vegna friðarverðlauna Nóbels

<span></span><span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum, og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum. „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem sendi WFP formlegt heillaskeyti í morgun, auk þess að óska stofnuninni til hamingju á Twitter.</p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">Congratulations to our partners <a href="https://twitter.com/WFP?ref_src=twsrc%5etfw">@WFP</a> on winning the 2020 <a href="https://twitter.com/hashtag/NobelPeacePrize?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#NobelPeacePrize</a>. The award is a powerful reminder of the linkages between food security and peace. 🇮🇸 is proud to support the lifesaving food assistance you provide.</p> — Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) <a href="https://twitter.com/GudlaugurThor/status/1314545737921966081?ref_src=twsrc%5etfw">October 9, 2020</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script> <p>Íslensk stjórnvöld veita árleg kjarnaframlög til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, stærstu mannúðarsamtaka heims í baráttunni gegn hungri, en einnig er brugðist við neyðarköllum frá stofnunni eftir föngum. Framlög Íslands á þessu ári eru þegar 137 milljónir króna. WFP starfar í 88 löndum og aðstoðar tæplega eitt hundrað milljónir manna á ári hverju sem búa við alvarlegt matvælaóöryggi og hungur. </p> <p><span>„Norska Nó­bels­nefnd­in leggur áherslu á að aðstoð sem eyk­ur fæðuör­yggi dreg­ur ekki aðeins úr hungri held­ur stuðlar einnig að því að auka horf­ur á stöðug­leika og friði. Mat­væla­áætl­un­in hef­ur tekið for­ystu­hlut­verk í samþætt­ingu mannúðar­starfs og friðarum­leit­ana með frumkvöðlaverkefnum í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu,“&nbsp;</span>sagði í til­kynn­ingu frá Nóbelsnefndinni í Osló í morgun. </p> <p>Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til fjölgunar jarðarbúa sem hafa vart til hnífs og skeiðar. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. David Beasley framkvæmdastjóri WFP sagði fyrir nokkru á fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs.</p> <p><span>Höfuðstöðvar Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna eru í Róm. Friðarverðlaunin verða formlega afhent 10. desember næstkomandi.</span></p>

08.10.2020Óttast að 150 milljónir bætist í hóp sárafátækra

<span></span> <p>Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 gætu leitt til þess að 150 milljónir manna bætist í hóp sárafátækra fyrir lok næsta árs, samkvæmt mati Alþjóðbankans. Útlit er fyrir að samfelldu tveggja áratuga framfaraskeiði, með bættum kjörum þeirra tekjuminnstu, sé lokið. Engar líkur eru á því að mati bankans að fyrsta heimsmarkmiðið um útrýmingu fátæktar náist fyrir árið 2030 nema til komi skjótar og umfangsmiklar aðgerðir.</p> <p><span>Að mati Alþjóðabankans hefði sárafátækt í heiminum farið undir átta prósent fyrir árslok ef heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði ekki komið til. Sárafátækt er miðuð við tekjur innan við 1,90 bandarískra dali – um 262 krónur íslenskar – og bankinn telur að fjölgun sárafátækra hækki úr 9,1 prósenti í 9,4 prósent fyrir árslok, mest meðal þeirra ríkja sem þegar eru með fjölmennustu hópa fátækra.</span></p> <p><span>Í fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd alls staðar. Í greiningu Alþjóðabankans segir að eftir tíu ár gætu um 7 prósent jarðarbúa enn verið undir mörkum sárafátæktar. Samkvæmt <a href="https://www.worldbank.org/en/publication/poverty-and-shared-prosperity" target="_blank">greiningunni</a>&nbsp;gæti fjölgun sárfátækra orðið milli 88 og 115 milljónir á þessu ári. Í árslok næsta árs gæti þeim hafa fjölgað um 150 milljónir.</span></p>

07.10.2020Ísland styður við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Ísland hefur gert samkomulag við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) um stuðning við starf hennar fyrir bættum mannréttindum í heiminum. Um er að ræða kjarnaframlag til skrifstofunnar fyrir árið 2020 og leggur grunn að frekara samstarfi Íslands við skrifstofuna á næstu árum. „OHCHR vinnur gríðarlega mikilvægt starf í þágu mannréttinda víða um heim og framlagið er í samræmi við aukna áherslu á mannréttindi í utanríkisstefnu og alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Framlagið sem nú er samið um styrkir meðal annars neyðarstarf OHCHR en skrifstofan er hluti af snemmtæku viðvörunarkerfi Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk hennar er að reyna að fyrirbyggja átök með því að beina kastljósinu að mannréttindabrotum sem oft eru undanfari átaka. Skrifstofan hefur einnig í auknum mæli beint kastljósinu að ofsóknum á grundvelli trúarbragða sem fara vaxandi. Framlagi Íslands er ætlað að styrkja starf skrifstofunnar í þeim efnum.</p> <p>Ísland hefur að undanförnu beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum hinsegin fólks í þeim ríkjum heims þar sem þau eru fótum troðin. Ísland hefur meðal annars áður stutt sérstakt átak OHCHR, <a href="https://www.unfe.org/" target="_blank">Free &amp; Equal</a>&nbsp;sem hefur það að markmiði að auka virðingu fyrir réttindum hinsegin fólks.</p> <p>Íslenska framlagið styður starf skrifstofunnar sérstaklega þar sem kemur að skráningu mannréttindabrota gegn hinsegin fólki með það að augnamiði að safna upplýsingum sem síðan liggja til grundvallar málsvarastarfi Sameinuðu þjóðanna í þá átt að stuðla að breytingum á löggjöf sem og afstöðu almennings í tilteknum ríkjum.</p>

06.10.2020Jemen: Átta af hverjum tíu þurfa á mannúðaraðstoð að halda

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vekur athygli á ástandinu í Jemen og dregur upp þá ímynduðu stöðu að í landinu væru 100 börn. „Þá þyrftu 85 þeirra nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda, 70 þeirra hefðu ekki aðgang að sápu, 60 þeirra hefðu ekki nægan aðgang að vatni og 42 þeirra væru í hættu á alvarlegri vannæringu. Þetta eru sláandi tölur,“ segir í <a href="https://unicef.is/ef-jemen-vaeri-100-born" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>Þar segir að stundum sé vandinn það stór að það hjálpi okkur að setja hann í minna samhengi. „Staðreyndin er hins vegar sú að í Jemen búa 30,5 milljónir manna og 80 prósent þeirra þarf á neyðaraðstoð að halda. Þar af 12,2 milljónir barna, nærri fjögur af hverjum fimm börnum. Þá eru 1,7 milljón barna á vergangi innanlands. Og þetta eru bara tölurnar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa getað staðfest. Rauntölurnar frá átökunum í Jemen og þessari verstu mannúðarkrísu í veröldinni, eru án nokkurs vafa miklu mun hærri.“</p> <p>Frá 26. mars 2015 til 31. ágúst 2020 hafa:</p> <ul> <li>3.218 börn verið myrt.</li> <li>5.884 börn særst.</li> <li>3.495 börn verið svipt sakleysi sínu og gert að taka upp vopn og berjast.</li> <li>462 árásir verið gerðar á skóla, eða þeir nýttir í hernaðarlegum tilgangi.</li> <li>170 árásir verið gerðar á heilbrigðisstofnanir eða þær nýttar í hernaðarlegum tilgangi.</li> <li>Barnahjónabönd aukist. Tvær af hverjum þremur stúlkum undir 18 ára aldri voru giftar árið 2017.</li> </ul> <p>UNICEF áætlar að tvær milljónir barna í Jemen glími við bráðavannæringu, þar af glími 325 þúsund börn undir fimm ára aldri við alvarlega bráðavannæringu. Auk þess er áætlað að 1,2 milljónir óléttra kvenna eða kvenna með barn á brjósti séu alvarlega vannærðar. Tólf milljónir Jemena, þar af tvær milljónir barna, reiða sig á mataraðstoð til að lifa af.</p> <p>Tæplega 18 milljónir manna, þar af tæplega 9,6 milljónir barna, hafa ekki aðgang að hreinu og öruggu vatni né hreinlætisaðstoð. Raunar hefur aðeins þriðjungur Jemena aðgang að vatnsveitukerfi.</p> <p>Ástandið er sem fyrr skelfilegt en UNICEF er sem fyrr í framlínunni við að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð í landinu með stuðningi fólks eins og þín. Um árangurinn má lesa í frétt UNICEF á vef stofnunarinnar.</p> <p>UNICEF á Íslandi hefur um árabil staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir þessum verkefnum og fyrir börn í Jemen sem nú&nbsp;þurfa á hjálp að halda sem aldrei fyrr. Hægt er að senda sms-ið JEMEN&nbsp;í númerið 1900 til að styðja neyðaraðgerðir&nbsp;UNICEF&nbsp;um 1.900 krónur.&nbsp;</p>

05.10.2020Styrkur til ABC barnahjálpar til að lýsa upp heimavistir í Búrkína Fasó

<span></span> <p><span>„Til þess að nemendur okkar geti unnið heimavinnu þurfa þeir að hafa ljós þegar þeir koma heim úr skólanum við sólsetur um klukkan sex að kvöldi. Ef það er ekki til staðar er kolniðamyrkur þar til um klukkan sex næsta morgunn þegar kominn er tími til að koma sér aftur í skólann,“ segir Hinrik Þorsteinsson hjá ABC barnahjálp en samtökin hafa fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að rafvæða með sólarrafhlöðum heimavistir og ýmiss önnur hús sem tengjast starfsemi skólans í borginni Bobo Dioulasso í Búrkina Fasó.</span></p> <p><span>Verkefnið snýst um að rafvæða um tveggja hektara svæði við borgina Bobo Dioulasso í Búrkina Fasó en þar hefur ABC rekið skóla í tólf ár. Upphaflega voru tæplega eitt hundrað börn í skólanum en þau eru núna rétt innan við átta hundruð og stunda nám í leikskóla, grunnskóla og verkmenntadeild.</span></p> <p><span>ABC barnahjálp hefur fengið stuðning til að byggja heimavist fyrir stúlkur og drengi, tvö hús sem rúma 18-20 ungmenni. Að sögn Hinriks eru heimavistirnar hugsaðar fyrir eldri nemendur skólans. </span></p> <p><span>„Margir nemendur okkar hrökklast að heiman þegar þeir komast á unglingsár og hafa ekki neina aðstoð eða utanaðkomandi hjálp. Þetta gerist meðal annars vegna fátæktar. Stór fjölskylda býr jafnvel í einu herbergi og á erfitt með að finna hráefni í einu máltíð dagsins, hluta ársins. Oft gerist það að feðurnir bæta við sig eiginkonum og þær koma með eigin börn inn á heimilið. Þar verður því þröngt á þingi og nýju konurnar vilja oft reka fyrri eiginkonu og hennar börn út af heimilinu. Meðal annars af þessum ástæðum vildum við reyna að skapa nemendum okkar aðstöðu svo þeir gætu lokið námi úr grunnskóla. Við reynum líka að styðja við þau sem komast í menntaskóla,“ segir Hinrik.</span></p> <p><span>Búið er að leggja leiðslur fyrir rafmagn í allmörg hús á svæðinu, heimavist stúlkna, heimavist drengja, íbúðarhús gæslumanns, íbúðarhús umsjónarmanns heimavista, eldhús og hús fyrir tæknideild skólans. „Á þessu landi, sem við köllum Lífland, höfum við látið bora eftir vatni því þar er gott svæði til að rækta matjurtir. Þeir sem búa á heimavistinni læra ýmislegt í sambandi við ræktun og geymslu jurta. Vatnið er nauðsynlegt til að geta líka ræktað yfir þurrkatímann. Við erum einnig með vatnsturn knúinn sólarorku sem sér um að dæla vatni úr borholu upp í vatnstank. Vatninu er síðan dreift um svæðið eftir þar til gerðum leiðslum sem grafnar eru í jörðu. Og með þessari aðstoð frá auðlindum náttúrunnar – sólinni og vatninu – kemur íslenska nafnið Lífland,“ segir Hinrik.</span></p> <p><span>Stefnt er að því að verkefninu ljúki í árslok. </span></p> <p><span>Hjónin Hinrik Þorsteinsson og Guðný R. Jónasdóttir eru forstöðumenn ABC barnahjálpar í Búrkína Fasó.</span></p> <p><span><span style="background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/" style="box-sizing: border-box; background-color: #ffffff; color: #5a5e61; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; line-height: 25px;">vef</a><span style="background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px; color: #4a4a4a;">&nbsp;stjórnarráðsins.</span></span></p>

01.10.2020Fjölgun nauðungarhjónabanda og ótímabærra þungana vegna COVID

<span></span> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light';">Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er óttast að nauðungarhjónaböndum fjölgi umtalsvert vegna COVID-19 farsóttarinnar. Í greiningu samtakanna er reiknað með að hálf milljón ungra stúlkna verði hnepptar í hjónaband á þessu ári til viðbótar við þær tólf milljónir stúlkna sem að jafnaði eru þröngvað í hjónaband á barnsaldri árlega.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light';">Einnig er óttast að þungunum barnungra stúlkna fjölgi á árinu vegna faraldursins. Í skýrslunni er sagt að allt að ein milljón stúlkna kunni að verða barnshafandi á þessu ári, umfram það sem áður hafði verið reiknað með. Minnt er á að barnsfæðing er helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light';">Stúlkur í Suður-Asíu eru í mestri áhættu og talið að í hóp giftra stúlkna bætist 200 þúsund stúlkur við fyrir áramót. Að mati samtakanna fjölgar nauðungarhjónaböndum einnig verulega í Vestur- og Mið-Afríku og rómönsku Ameríku að Karíbaeyjum meðtöldum. Ótímabærar þunganir verða hins vegar flestar í Austur-Afríku og Afríku sunnan Sahara.</span></p> <p><span style="font-family: 'FiraGO Light';">Í <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/node/18201/pdf/global_girlhood_report_2020_africa_version_2.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;er vakin athygli á þeirri staðreynd að síðasta aldarfjórðung hafi smám saman dregið úr nauðungarhjónaböndum en með COVID-19 heimsfaraldrinum verði beinlínis afturför á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. </span></p>

01.10.2020Hreinsunarátak á strandlengjum Líberíu með stuðningi Íslands

<span></span> <p>Strandlengjur við fiskisamfélög í Líberíu hafa verið hreinsaðar á síðustu misserum í verkefni á vegum Fiski- og fiskeldisstofu Líberíu með fjárhagslegum stuðningi utanríkisráðuneytisins. Um er ræða tilraunaverkefni í fjórum fiskisamfélögum með samtals ríflega þrjátíu þúsund íbúa. Verkefnið fellur að fjórtánda heimsmarkmiðinu sem felur í sér að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.</p> <p>„Íslendingar fjármögnuðu á sínum tíma hluta af verkefni Alþjóðabankans í fiskimálum í Vestur-Afríku en eftir að því verkefni var hætt hefur utanríkisráðuneytið stutt sérstaklega við verkefni í Líberíu um sjálfbærni í fiskimálum. Markmið þess er að styrkja sjálfbæra nýtingu og stjórnun fiskveiðiauðlindarinnar í Líberíu, vernda umhverfi hafsins og bæta lífsviðurværi í fiskisamfélögum með áherslu á baráttuna gegn fátækt,“ segir Árni Helgason á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins.</p> <p>Verkefnin sem Ísland styður snúa meðal annars að því að bæta aðgengi íbúanna að vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu og betrumbæta meðferð og vinnslu aflans.</p> <p>Nýlokið er sérstöku hreinsunarátaki við strandlengjur fiskisamfélaganna. Um 25-30 einstaklingar í hverju samfélagi voru fengnir til þess að hreinsa strendurnar. „Fólkið fékk nauðsynlegan búnað til þess að vinna verkið við öruggar aðstæður og byggður var sérstakur brennsluofn til þess að brenna úrganginn. Það er ljóst að slík lausn er ekki til frambúðar og því þarf að finna leiðir til að endurvinna úrganginn í stað þess að brenna hann. Losun utanaðkomandi úrgangs við strendurnar er annar vandi sem bíður úrlausnar, svo og fjárhagsleg sjálfbærni verkefnisins,“ segir Árni.</p> <p>Nú blasa hins vegar við hreinar og fallegar strendur sem áður voru þaktar plasti og rusli í bland við þang og önnur lífræn efni.</p>

30.09.2020Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum

<span></span> <p>Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög og tryggja að óbreyttir borgarar njóti verndar. Alþjóðaráð Rauða krossins hvetur deiluaðila til að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að líf óbreyttra borgara og innviðir séu virtir og verndaðir, í samræmi við skyldu þeirra til að virða grundvallarreglur alþjóðlegra mannúðarlaga.</p> <p>„Við ítrekum að við aðstoðum og styðjum þá sem verða fyrir áhrifum af þessari stigmögnun átaka sem og að starfa sem hlutlaus milliliður,“ sagði Martin Schüepp, fulltrúi Rauða krossins. „Við hvetjum aðila til að framfylgja meginreglum alþjóðlegra mannúðarlaga eins og hægt er“.</p> <p>Alþjóðaráðið hefur starfað á svæðinu síðan 1992 og unnið mannúðarstarf í tengslum við deiluna í Nagorno-Karabakh. Í gegnum sendinefndirnar í Baku og Jerevan og verkefnið í Nagorno-Karabakh styður Alþjóðaráðið samfélög sem búa eftir víglínunni og á landamærum Armeníu og Aserbaídsjan. Alþjóðaráðið vinnur einnig að því að komaast að örlögum týndra einstaklinga og hjálpa fjölskyldum þeirra, heimsækir fanga og starfar sem hlutlaus milliliður til að auðvelda flutning og heimflutning þeirra sem sleppt hefur verið úr haldi.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil unnið náið með Rauða krossinum í Armeníu og á Kákasussvæðinu að uppbyggingu neyðarvarna í samstarfi við önnur Rauða kross félög með stuðningi Evrópusambandsins, og naut áður styrks frá utanríkisráðuneytinu. Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa séð um námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins í Armeníu, m.a. um sálrænan stuðning vegna áfalla og um samskipti og samstarf við fjölmiðla þegar hamfarir verða.</p>

30.09.2020Utanríkisráðuneytið styrkir Barnaheill vegna mannúðaraðstoðar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gert samning við Barnaheill – Save the Children á Íslandi vegna verkefnisins „Barnvæn svæði og barnavernd í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó“ og fellur verkefnið undir alþjóðlegt neyðarkall. Þörfin fyrir aðstoð í landinu er gríðarleg en þar hafa ríkt átök samfellt í tæplega þrjátíu ár. „Stríðið hefur verið skilgreint sem ein af alvarlegri mannúðarhörmungum heims en lítið er um fjölmiðlaumfjöllun um ástand mála og er oft talað um landið sem gleymt hamfarasvæði. Vegna þessa hefur meðal annars verið erfitt að fjármagna mannúðaraðgerðir í landinu,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna&nbsp;hjá Barnaheillum.</p> <p>Verkefnið sem um ræðir kemur til framkvæmda í Suður-Kivu héraði en þar er ástandið alvarlegt og talið er að um 800 þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoð að halda. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Verkefnið miðar að því að ná þessu fram með því að styðja við barnvæn svæði og samfélagslega leidda barnavernd og bjargráð.</p> <p>Verkefnið miðar einnig að því að byggja á sérþekkingu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi með skýrri skírskotun í innlend verkefni samtakanna með innleiðingu á BellaNet aðferðafræðinni sem þjálfar einstaklinga sem vinna með ungu fólki með áherslu á forvarnir.</p> <p>„Markmiðið með Bella Net er að styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Þar sem þau læra að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk. Í Bella Net hópastarfi fær ungt fólk vettvang til að þjálfa sig í að spegla sig, hlusta á skoðanir annarra, tjá eigin skoðanir sem og réttlæta og standa með sjálfu sér. Nemendurnir öðlast meira umburðarlyndi, skilning og samúð, en fyrst og fremst upplifa þeir aukið sjálfsöryggi,“ segir Guðrún Helga.</p> <p>Hún segist vænta þess að verkefnið verði til þess að draga úr þjáningum barna og styðja við þau börn sem brotið hefur verið á. Átökin í Kongó hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn í landinu og ofbeldi gegn börnum sé margvíslegt og útbreitt. „Með barnvænum svæðum og sálfræðilegum stuðningi við börn er þeim veitt athvarf þar sem þeim leyfist að leika sér við öruggar aðstæður og þau fá fræðslu og fá að taka þátt í valdeflingarverkefnum. Börn öðlast þar kunnáttu og þekkingu til að stuðla að vernd sinni og jafnaldra sinna, til dæmis með því að fá vitneskju um hvar hægt er að nálgast stoðþjónustu við fórnarlömb ofbeldis, fá aðgang að gistifjölskyldum, sérhæfða sálfræðiþjónustu, læknisaðstoð og lögfræðiaðstoð,“ segir Guðrún Helga.</p> <p>Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins.</p>

29.09.2020 Söfnunarfé SOS Barnaþorpanna komið til Beirút

<span></span> <p>Níu evrópsk samtök SOS Barnaþorpa söfnuðu 84 milljónum króna í neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút, höfuðborg Líbanons, í byrjun ágústmánaðar. SOS Barnaþorpin á Íslandi tóku þátt í söfnuninni og Íslendingar lögðu af mörkum eina og hálfa milljón króna. Söfnunarfé hefur verið sent til Beirút til stuðnings við neyðaraðgerðir eftir sprenginguna.</p> <p>SOS Barnaþorpin leggja áherslu á að aðstoðin nái til barna sem hlutu andlegan, líkamlegan og félagslegan skaða. Einnig börn sem misstu foreldra eða forráðamenn og þurfa á umönnun að halda, börn sem eiga í hættu að missa foreldraumsjá, búa hjá tekjulitlum fjölskyldum eða búa á heimilum einstæðra mæðra.</p> <p>Beinn stuðningur felst að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna meðal annars í því að 130 fjölskyldur fá fjárhagslegan stuðning, 120 börnum er tryggður stuðningur við menntun gegnum spjaldtölvur, 50 börn fá nauðsynlega lyfjameðferð og 75 börn fá stuðning á sérstökum barnvænum svæðum. Þá hafa 5 til 10 börn sem misstu foreldra sína fengið tímabundna umönnun eða til lengri tíma í fjölskylduumhverfi í SOS barnaþorpi.</p> <p>Hans Steinar segir að sálfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna séu til staðar í Beirút og áfram sé fylgst með berskjölduðum börnum og fjölskyldum sem gætu þurft á aðstoð að halda.</p> <p>Hamfarirnar kostuðu minnst 135 mannslíf, yfir fjögur þúsund særðust og um 300 þúsund misstu heimili sín.</p>

29.09.2020Lítill hluti þjóða beitir sér í þágu kvenna á tímum farsóttarinnar

<span></span> <p>Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, samkvæmt greiningu tveggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Margar þjóðir hafa brugðist konum og stúlkum í ljósi aukins heimilisofbeldis, segir í <a href="https://www.undp.org/content/undp/en/home/news-centre/news/2020/undp-and-un-womens-newly-launch-covid-19-global-gender-response-.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá stofnunum.</p> <p>„COVID-19 faraldurinn bitnar hastarlega á konum sem fórnarlömbum heimilisofbeldis þar sem þær eru lokaðar inni á heimilum með gerendum, þær sinna ólaunuðum umönnunarstörfum innan fjölskyldna og í samfélaginu, og úti á vinnumarkaðinum skortir þær félagslega vernd,“ segir Pmuzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women.</p> <p>Stofnanirnar hafa sett upp sérstakt greiningartól – <a href="https://data.undp.org/gendertracker/" target="_blank">COVID-19 Global Gender Response Tracker </a>– til að fylgjast með því hvernig stjórnvöld í 206 löndum bregðast við til verndar konum og stúlkum á tímum farsóttarinnar, gagnvart auknu heimilisofbeldi, ólaunuðum umönnunarstörfum og til að bæta fjárhagslegt öryggi kvenna.</p> <p>Eitt af hverjum fimm ríkjum hafði ekki gripið til neinna aðgerða á fyrrnefndum þremur sviðum og aðeins 12% ríkja höfðu gripið til aðgerða á þeim öllum. Tekjuhærri þjóðir voru líklegri en þær tekjulægri að hafa innleitt aðgerðir, 93% Evrópuþjóða en aðeins 63% Afríkuþjóða.</p>

28.09.2020Utanríkisráðuneytið styrkir Barnaheill vegna COVID í Sýrlandi

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa skrifað undir samning vegna mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. Markmiðið er að veita fjármagni í viðbragðssjóð Save the Children International í Sýrlandi með áherslu á aðgerðir vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem miða að því að koma í veg fyrir og bregðast við afleiðingum og áhrifum sem faraldurinn hefur á börn og fjölskyldur þeirra. </p> <p>„Lögð er áhersla á fórnarlömb á vergangi innan Sýrlands, en flóttafólk er sérstaklega berskjaldað fyrir farsóttinni. Í Sýrlandi búa milljónir manna í yfirfullum flóttamannabúðum þar sem hreint vatn og hreinlætisvörur eru ófullnægjandi og ekki hægt að virða kröfu um fjarlægðarmörk. Umfang, alvarleiki og þörfin fyrir aðstoð í landinu er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir <span>aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna&nbsp;</span>hjá Barnaheillum.</p> <p>Átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í rúm níu ár. Samkvæmt greiningu Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UNOCHA) þurfa 11,7 milljón manna í landinu á neyðaraðstoð að halda, þar af eru fimm milljónir í brýnni þörf.</p> <p>Alþjóðasamtök Save the Children hafa rúmlega 100 ára reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum þeirra sem búa við langvarandi neyð vegna stríðsátaka og annarra hörmunga, eins og að styðja uppbyggingastarf að stríði loknu. Samtökin starfa í 120 löndum og markmið þeirra er að breyta lífi barna í heiminum til batnaðar samkvæmt áherslum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnheill – Save the Children á Íslandi hafa stutt við átökin Í Sýrlandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins undanfarin ár, með framlagi í viðbragðssjóð Sýrlands. Barnaheill hafa starfað í Miðausturlöndum í yfir 60 ár og frá árinu 2012 í Sýrlandi. Barnaheill fylgjast náið með starfinu í Sýrlandi með reglulegum fjarfundum við sérfræðinga á vettvangi en Barnaheill eru ein fárra samtaka sem geta unnið innan landamæra Sýrlands og vinna samtökin náið með samstarfsaðilum sínum í landinu. </p> <p style="background: white;"><span style="color: black;">Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök. Auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins.</span></p>

28.09.2020„Námið á Íslandi opnaði augu mín fyrir nýjum lausnum“

<span></span> <p>„Námið við Landgræðsluskólann reyndist mér afar gjöfult því það opnaði augu mín fyrir margvíslegum nýjum lausnum og aðferðum sem ég nýtti mér í doktorsnáminu,“ segir Toshpulot Rajabov, sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs Samarkand ríkisháskólans í Úsbekistan, en sviðið hýsir meðal annars jarðvegsvísindi, landbúnaðartækni, áburðarfræði og ávaxtarækt. Hann segir í samtali við Heimsljós að sex mánaða nám hans í Landgræðsluskólanum hér á landi hafi opnað honum dyr að frekari þekkingaröflun sem nú nýtist nemendum og samstarfsfólki í háskólanum.</p> <p>Toshpulot Rajabov <span>var sérfræðingur í deild vistfræði og vatna við </span>Samarkand ríkisháskólann, einni af samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans í Úsbekistan,<span> þegar hann kom til náms við skólann, þá með meistaragráðu í plöntuvísindum. </span>Þegar hann kom hingað til lands var hann byrjaður í doktorsnámi við Samarkand ríkisháskólanum. Hann ákvað að nota gögn úr doktorsnáminu í lokaverkefninu sem hann vann við Landgræðsluskólann, sem er hluti af náminu og unnið seinni hluta námstímabilsins, undir leiðsögn leiðbeinanda. </p> <p>Verkefnið hans við Landgræðsluskólann fjallaði um áhrif beitar á gróðurfar og hann notaði meðal annars fjarkönnunargögn við þá vinnu. „Þessi reynsla nýttist mér svo til að þróa doktorsnámið mitt inn á svið sem annars hefði ekki verið mögulegt. Við Landgræðsluskólann fékk ég einnig fleiri hugmyndir að verkefnum sem gætu hjálpað við að koma á sjálfbærari nýtingu beitilandanna heima í Úsbekistan,“ segir hann.</p> <p>Toshpulot sótti um styrki til að koma verkefnunum í framkvæmd og hlaut meðal annars styrk frá DAAD í Þýskalandi, námsstyrk frá Skógarstofnun Bandaríkjanna, og Fulbright rannsóknarstyrk. </p> <p>Eftir að hann<span>&nbsp; </span>lauk námi í Landgræðsluskólanum hafa honum verið falin ábyrgðamikil störf við Samarkand ríkisháskólann og núna er hann sviðsforseti líftækni og fæðuöryggissviðs háskólans<span>. </span>Með starfi sínu við háskólann er hann í stöðu til að efla fræðasvið um nýtingu náttúruauðlinda, mennta ungu kynslóðina og hvetja hana til dáða.</p> <p>Samarkand ríkisháskólinn í Úsbekistan fagnar 600 ára afmæli um þessar mundir og rekur upphaf sitt til Registan sem var bæði moska og skóli í miðborg Samarkand. Það er eitt af kennileitum borgarinnar og jafnframt á heimsminjaskrá UNESCO. </p> <p>Landgræðsluskóli GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu - er einn fjögurra skóla sem starfa hér á landi undir merkjum Mennta, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í þeim tilgangi að efla færni og þekkingu í þróunarríkjum. Skólarnir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</p>

25.09.2020Átök, hamfarahlýnun og kórónaveiran ógna heilsu kvenna og barna

<span></span> <p>„Það á ekki að skipta máli hvar í heiminum þú fæðist, en því miður er það svo að rótgróin misskipting hefur áhrif á það hvort börn lifi af fyrstu ár ævi sinnar,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. „Sem dæmi má nefna að árið 2019 dóu 5,2 milljónir barna og ein milljón ungmenna af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og 82% dauðsfalla barna yngri en fimm ára voru í Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Það sýnir skýrt hvað misskiptingin er mikil milli heimshluta.“</p> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu&nbsp;þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna eru þær framfarir sem orðið hafa í að bæta hag kvenna og barna í heiminum síðastliðinn áratug í mikilli hættu vegna átaka, hamfarahlýnunar og nú kórónaveirunnar. Stofnanirnar þrjár eru Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</p> <p>Í skýrslunni - <a href="https://data.unicef.org/resources/protect-the-progress-rise-refocus-recover-ewec-2020/">Protect the Progress:&nbsp;Rise, Refocus, Recover, 2020</a> - er áréttað að mikill árangur hafi náðst í því að bæta heilsu kvenna, barna og ungmenna í heiminum síðastliðin tíu ár. Þar er nefnt sem dæmi að dauðsföll barna undir fimm ára aldri náðu sögulegu lágmarki árið 2019 og meira en einn milljarður barna fékk bólusetningar á sama tíma. Mæðradauði hefur lækkað um 35% frá árinu 2000, en mesti árangurinn hefur orðið frá árinu 2010. Enn fremur er talið að það hafi náðst að koma í veg fyrir um 25 milljón barnahjónabönd síðustu tíu árin.</p> <p>„Nú blasir hins vegar við viðkvæm staða þar sem átök, óstöðugleiki í loftslagsmálum og heimsfaraldur kórónaveirunnar setja heilsu og vellíðan allra barna og ungmenna í hættu. Kórónaveirufaraldurinn hefur raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim og meðal annars haft neikvæð áhrif á tækifæri barna til náms &nbsp;Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu veirunnar í vor hafði það áhrif á menntun 1,6 milljarða barna í 192 löndum og er hætta á að ójöfnuður aukist enn frekar. Aukning hefur orðið í&nbsp;heimilisofbeldi og misnotkun gegn stúlkum og konum og eins hefur fátækt og hungur í heiminum aukist,“ segir í <a href="https://unicef.is/protect-the-progress" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að níu af hverjum 10 börnum sem smitast af HIV-veirunni eru fædd í Afríku sunnan Sahara og að á hverjum degi eru 33 þúsund stúlkur neyddar í hjónaband, yfirleitt með mun eldri mönnum. Þar kemur einnig fram að dánartíðni mæðra, nýbura, barna og ungmenna er mun hærri í löndum þar sem hafa verið langvarandi átök.</p> <p>„Milljónir barna sem búa á átakasvæðum og í öðrum viðkvæmum aðstæðum standa frammi fyrir enn meiri erfiðleikum á meðan heimsfaraldur geisar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Við þurfum að vinna saman að því að koma tafarlaust til móts við grunnþarfir fólks á sama tíma og við styrkjum heilbrigðiskerfi. Aðeins þá getum við verndað og bjargað mannslífum.“</p> <p>Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur skapað aðstæður sem geta grafið undan árangri síðustu ára og því mikilvægt að konur, börn og ungmenni séu vernduð gegn þeim ógnum og ójöfnuði sem skapast ef ekkert er að gert. Án aukinna viðbragða til að berjast gegn barnadauða þá gætu 48 milljónir barna yngri en fimm ára dáið á næsta áratugnum. Ætla má að næstum helmingur þessara dauðsfalla væru nýburar.</p> <p>Með skýrslunni fylgir ákall til alþjóðasamfélagsins um að taka höndum saman gegn áhrifum kórónaveirunnar um leið og staðið er við alþjóðlegar skuldbindingar um að bæta líf kvenna og barna. Skýrslan, og helstu niðurstöður hennar, verður kynntar í dag. Hægt er að fylgjast með kynningunni&nbsp;<a href="http://webtv.un.org/">hér</a>.</p>

25.09.2020​Hjálparsamtök skora á þjóðarleiðtoga að kalla eftir alþjóðlegu vopnahléi

<span></span> <p>Fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök hvöttu þjóðarleiðtoga í gær, sem sátu fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að endurnýja neyðarkall sitt um alþjóðlegt vopnahlé. Hjálparsamtökin, meðal annars Barnaheill – Save the Children, telja nauðsynlegt flýta aðkomu hjálparsamtaka, sem geta brugðist hratt við, og auka aðgengi þeirra að átakasvæðum þar sem mikil neyð ríkir í kjölfar heimsfaraldursins.</p> <p>Að minnsta kosti 21.347 manns hafa fallið í átökum, þar á meðal 5.800 óbreyttir borgarar og börn, frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir alþjóðlegu vopnahléi&nbsp;fyrir rúmum þremur mánuðum, í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. Í áskorun hjálparsamtakanna segir að alþjóðlegt vopnahlé myndi gera þjóðum og mannúðarsamtökum auðveldara fyrir að einbeita sér að baráttunni gegn COVID-19, en vegna áframhaldandi átaka hefur milljónum verið þröngvað í enn meiri fátækt og lifi við hungurmörk í kjölfar faraldursins.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi segja í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/meira-en-21000-manns-hafa-verid-drepin-sidan-sameinudu-thjodirnar-kolludu-eftir-althjodlegu-vopnahlei-i-kjolfar-heimsfaraldurs" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 á fæðuöryggi í heiminum hafi átök aukist og nú sé talið að 110 milljón barna muni bætast við þau börn sem nú þegar búa við hungur. Sérstaklega sé staðan slæm í löndum eins og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Jemen, Suður-Súdan og norðaustur Nígeríu.</p> <p>„Barnaheill – Save the Children hafa tekist á við mjög krefjandi hindranir í Jemen, þar sem erfitt er að ná til þeirra sem eru í mestri neyð. Óbreyttir borgarar eru áfram fórnarlömb loftárása og gríðarleg hungursneyð ríkir í landinu. Barnaheill hafa einnig unnið hörðum höndum að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra í Kongó, en starfsmenn hafa átt undir högg að sækja að undanförnu þar sem átök hafa aukist gífurlega í landinu. Þar deyja börn úr hungri, farsóttum sem hægt er að koma í veg og átökum, en fjöldi barna hefur verið myrtur á þessu ári af árásarmönnum,“ segir í fréttinni.</p> <p>Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children segir tímann til að bregðast við vera að renna frá okkur.</p> <p><span>„</span>Áhrifa kórónuveirufaraldursins er farið að gæta víða og hættan á útbreiddri hungursneyð er að aukast í að minnsta kosti fjórum löndum. Það er engin tilviljun að mörg þeirra ríkja sem glíma við mesta hungrið eru jafnframt þau lönd þar sem átökin eru mest. Og það eru börnin sem oftast líða mest. Börn þurfa meira öryggi og meiri vernd. COVID-19 hefur nú þegar haft slæm áhrif á líf barna og takmarkað aðgengi þeirra að læknisþjónustu, mat, menntun og vernd. Ef við komum á 90 daga vopnahléi, þá mun það hafa raunveruleg jákvæð áhrif á líf barna til framtíðar,“ segir Inger Ashing.</p> <p>Áskorun hjálparsamtakanna var undirrituð af Barnaheillum - Save the Children, International Rescue Committee, World Vision International, Oxfam America, CARE International, Action Against Hunger, Humanity and Inclusion (Handicap International), Hope Restoration South Sudan, Mwatana Organisation for Human Rights og Progressive Voice.</p>

24.09.2020Rauði krossinn opnar meðferðardeild vegna COVID-19 í Jemen

<span></span> <p>Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), norski og finnski Rauða krossinn og jemenski Rauði hálfmáninn opnuðu í vikunni gjaldfrjálsa meðferðardeild í borginni Aden í suðurhluta Jemen fyrir einstaklinga sem veikjast af COVID-19. Heilbrigðiskerfið í Jemen er í molum eftir stríðið og hvergi hafa fleiri látist hlutfallslega af völdum veirunnar eftir afar erfiða fyrstu bylgju sjúkdómsins þar í landi.</p> <p>Meðferðardeildin er meðal annars útbúin 60 rúmum, röntgen herbergi, legudeildum, aðstöðu til að einangra smitaða, aðstöðu fyrir forgangsröðun sjúklinga og rannsóknarstofu. Nokkur tonn af sjúkragögnum og búnaði voru flutt á staðinn í umsjón alþjóðlegs læknateymis.</p> <p>Meira en helmingur meðferðardeilda í Jemen eru lokaðar eftir áralöng átök og er aðgengi að heilbrigðisþjónustu mjög skert fyrir marga íbúa. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) hafa 585 einstaklingar látist af völdum COVID-19 sem er hæsta hlutfall dauðsfalla í heimi af hverju greindu tilfelli en þau eru ríflega tvö þúsund.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wnutzfaJsG8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Heilbrigðisyfirvöld í Jemen greina frá nýjum smitum í suðurhluta landsins og áframhaldandi útbreiðsla veirunnar er mjög líkleg, segir í frétt Rauða krossins á Íslandi. Þar segir að hlífðarbúnaður sé takmarkaður, íbúar útbúi einfaldar andlitsgrímur fyrir ástvini sína og andlitshlífar fyrir heilbrigðisstarfsmenn til þess að reyna að sporna gegn útbreiðslu veirunnar.</p> <p> „Það eru of fáar heilbrigðisstofnanir sem geta meðhöndlað COVID-19 í suðurhluta Jemen. Ef smitum fjölgar getur þessi nýja meðferðardeild aðstoðað,“ sagði Alexandre Equey, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Jemen. „Þegar COVID-19 skall á Aden fyrir nokkrum mánuðum hættu mörg sjúkrahús að taka við sjúklingum. Fólk hafði ekki efni á lyfjum og aðrir smitsjúkdómar skutu aftur upp kollinum. Þegar fólk fær COVID-19 verður það að geta leitað sér læknisaðstoðar.“</p> <p>Vegna viðvarandi átaka og skorts á sjúkragögnum hafa margar heilbrigðisstofnanir, að sögn Rauða krossins, neyðst til að loka í Jemen. Heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að veita hundruð þúsunda einstaklinga grunnþjónustu og lífi þeirra er ógnað vegna læknanlegra sjúkdóma, vannæringar og stríðstengdra áverka. Skortur á rafmagni og eldsneyti og mikil verðbólga gerir það að verkum að matur, lyf og aðrar nauðsynjavörur eru of dýrar fyrir flesta og gerir lífið afar erfitt.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við hjálparstarf í Jemen síðastliðin ár bæði með störfum íslenskra sendifulltrúa en einnig með beinum fjárframlögum. Frá árinu 2017 hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt við mannúðaraðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og jemenska Rauða hálfmánans á vettvangi átaka í Jemen um tæplega 97 milljónir króna með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins.</p> <p><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-og-raudi-halfmaninn-opnar-medferdardeild-i-jemen-til-ad-bregdast-vid-heimsfaraldri-covid19" target="_blank">Frétt Rauða krossins</a></p>

23.09.2020 SOS Barnaþorpin í samstarf við Bayern München

<span></span> <p>Þýska knattspyrnustórveldið Bayern München ætlar að tefla fram stórstjörnum sínum og aðstöðu félagsins fyrir samfélagsverkefni sem gengur út á að draga fram hugrekki og falda hæfileika barna af ólíkum uppruna. Bayern München og barnahjálparsamtökin SOS Barnaþorpin kynntu í dag samstarfsverkefni þess efnis.</p> <p>Fræðsluverkefnið „Leikvangur breytinga," eða "Arena of change", gengur út á að kalla fram hugrekki barna af ólíkum uppruna og báðum kynjum til að þróa hæfileika sína, ekki aðeins á sviði íþrótta heldur líka lista og vísinda. Börnin læra ekki aðeins hvert af öðru því leikmenn Evrópumeistaraliðs Bayern, auk ungra framtíðarstjarna félagsins, gegna hlutverki fyrirmynda og leiðbeinenda.</p> <p>Á fyrsta stigi verkefnisins koma 60 börn á aldrinum 8-14 ára saman úr fimm skólum í München og spila fótbolta á æfingasvæði Bayern. Út frá fótboltaiðkuninni fást börnin við margþætt frammistöðumiðuð verkefni með það að leiðarljósi að efla framtíðarmöguleika þeirra. Áhersla verður lögð á að draga fram hugrekki barnanna án þess að leggja á þau þrýsting eða samkeppni milli þeirra.</p> <p>Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður FC Bayern, segir að markmið félagsins sé að taka þátt í þróun á samfélagslegri sjálfbærni og þetta samstarf sé félaginu afar mikilvægt til að gera það sýnilegra og áhrifaríkara. „SOS Barnaþorpin eru fremst á sviði alþjóðlegra hjálparsamtaka og eiga því fullkomna samleið með FC Bayern," segir Rummenigge í&nbsp;<a href="https://www.sos-childrensvillages.org/news/partnership-with-fc-bayern-munich" target="_blank">fréttatilkynningu um verkefnið</a>.</p> <p>SOS Barnaþorpin hafa í 70 ár einblínt á börn án foreldraumsjár og starfa í 137 löndum en starf samtakanna er sérstaklega þekkt og virt meðal almennings í Þýskalandi.</p>

23.09.2020Ísland og Noregur fjármagna kaup á bóluefni fyrir íbúa þróunarríkja

<span></span> <p>„Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19 (COVAX). Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir.</p> <p>Þátttaka Íslands og Noregs er liður í samstarfi Evrópuþjóða þar sem aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins leggja sitt af mörkum til að uppfylla það mikilvæga markmið að öllum þjóðum heims verði tryggður aðgangur að bóluefni, óháð efnahag. Framlag Íslands og Noregs til verkefnisins hljóðar upp á sjö milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 967 milljóna króna, sem jafngildir tveimur milljónum skammta af bóluefni. Þar af standa íslensk stjórnvöld straum af fjármögnun á 100 þúsund bóluefnisskömmtum.</p> <p>Framlag Íslands vegna COVAX-samstarfsins kemur til viðbótar við þann hálfa milljarð króna sem þegar hefur verið lagður til þróunar og dreifingar bóluefna til þróunarríkja í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO), GAVI og CEPI og&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/08/28/Kaup-a-boluefni-vegna-COVID-19-raedd-i-rikisstjorn/">greint var frá</a>&nbsp;fyrr á þessu ári.</p>

22.09.2020Mikill árangur af starfi Íslands í Malaví

<span></span> <p>Heilbrigðisskrifstofa Mangochi héraðs, samstarfshéraðs Íslands í Malaví, hefur verið útnefnd besta skrifstofa heilbrigðismála í landinu og héraðsstjórnin, samstarfsaðili Íslands í þróunarsamvinnu, er talin tíunda besta héraðsstjórnin, en var í næst neðsta sæti þegar samstarfverkefnið hófst fyrir átta árum. </p> <p>„Það er afskaplega ánægjulegt að sjá úttektir staðfesta ótvíræðan árangur af okkar góða starfi í landinu. Ég hef séð þessar framfarir með eigin augum og heyrt heilbrigðisstarfsfólk lýsa því hvað verkefni okkar í heilbrigðismálum, ekki síst þeim sem snúa að mæðrum, nýburum og fæðingarþjónustu, hafi verið til mikilla heilla og bjargað mörgum börnum og mæðrum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann heimsótti Malaví fyrir hálfu öðru ári og opnaði þá meðal annars nýja og glæsilega fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í höfuðstað héraðsins.</p> <p>Sveitarstjórnarráðuneytið í Malaví gerir árlegar úttektir á gæðum heilbrigðismála í landinu. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu úttektarinnar fá heilbrigðisyfirvöld í Mangochi þessa viðurkenningu fyrir að hafa bætt heilbrigðisvísa á síðustu misserum, meðal annars aðgengi að mæðraeftirliti og fæðingarþjónustu, fjölgun menntaðra heilbrigðisstarfsmanna, skilvirkara upplýsingakerfi, aðgengi að getnaðarvörnum og síðast en ekki síst bætta innviði, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og fæðingardeildir. Allir þessir þættir tengjast samstarfsverkefni Íslands og héraðsstjórnarinnar í Mangochi um bætta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Þeir telja rúmlega eina milljón.</p> <p>„Héraðsþróunarverkefnið á mjög stóran hlut í þessum árangri,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongve. „Stór fæðingardeild var tekin í notkun við héraðssjúkrahúsið í fyrra, auk þess sem teknar voru í notkun nokkrar fæðingarstofur í sveitum Mangochi sem bættu aðgengi að fæðingarþjónustu og mæðra og ungbarnavernd til muna. Það skilaði sér fljótt í betri heilsu þar sem konur höfðu aðgang að þjónustu sem veitt var af menntuðu starfsfólki og heilbrigðistölfræði héraðsins sýnir lækkaða dánartíðni mæðra og auknar lífslíkur nýbura,“ segir hún.</p> <p>Héraðsstjórnin í Mangochi er auk þess einn af „hástökkvurum ársins“ eins og Kristjana orðar það en samkvæmt mati á gæðum héraðsstjórna í Malaví er héraðsstjórnin í Mangochi komin upp í tíunda sæti. Héraðsstjórnin hefur bætt sig á flestum þáttum gæðamatsins eftir að hafa verið í næstneðsta sæti allra héraðsstjórna, áður en samstarfið við Ísland hófst.</p> <p>„Ég túlka þennan árangur héraðsins þannig að svonefnd héraðsnálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu sé að skila virkilega góðum árangri sem aftur skilar sér í bættri og skilvirkari grunnþjónustu fyrir íbúa Mangochi-héraðs,“ segir Kristjana.</p>

21.09.2020Afmæliskönnun Sameinuðu þjóðanna: Mikill stuðningur við alþjóðlega samvinnu

<span></span> <p>Heimsbyggðin hefur þessa stundina mestar áhyggjur af aðgangi að heilsugæslu, hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og menntun, ef marka má niðurstöður umfangsmikillar könnunar Sameinuðu þjóðanna á afstöðu til heimsmála í tilefni af 75 ára afmæli samtakanna. </p> <p>Rúmlega ein milljón manna um allan heim svaraði spurningum í könnun sem var öllum opin heimsbúum. „Þegar spurt var um brýnustu málefni líðandi stundar drógu svörin dám af heimsfaraldrinum sem nú herjar á veröldina. Auk ofangreindra atriða, voru oftast nefnd þörf á aukinni alþjóðlegri samstöðu, stuðningur við þá sem harðast hafa orðið úti og aukinn jöfnuður,“ segir Árni Snævarr upplýsingafulltrúi UNRIC, upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>„Þegar litið er til framtíðar höfðu langsamlega flestir svarenda áhyggjur af loftslagsmálum og spjöllum á náttúrulegu umhverfi okkar. Á meðal annara forgangsatriða sem nefnd voru, má nefna að tryggja aukna virðingu fyrir mannréttindum, að leysa deilur, berjast gegn fátækt og uppræta spillingu.“</p> <p><strong>Ímynd Sameinuðu þjóðanna</strong></p> <p>Rúmlega 87% svarenda töldu&nbsp;samvinnu á heimsvísu þýðingarmikla við lausn aðkallandi vanda og að heimsfaraldurinn auki enn þörfina á alþjóðlegri samvinnu.&nbsp; </p> <p>Sjötíu og fimm árum eftir stofnun samtakanna töldu sex af hverjum tíu að Sameinuðu þjóðirnar hefðu stuðlað að því að gera heiminn betri en ella. Ef litið er til framtíðar töldu 74% að Sameinuðu þjóðirnar væru „þýðingarmiklar” við lausn núverandi áskorana.</p> <p>Hins vegar töldu svarendur að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að breytast og endurnýjast. Þær þyrftu að hleypa fleirum að ákvarðanatöku og taka tillit til fjölbreytni 21. aldar auk þess að auka gagnsæi, ábyrgð og skilvirkni. </p> <p>„Við höfum á þessu afmælisári efnt til hnattrænnar samræðu og niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Fólk hugsar stórt og lætur í ljós ákafa þörf fyrir alþjóðlega samvinnu og samstöðu á heimsvísu.&nbsp; Á 75 ára afmælinu stöndum við í svipuðum sporum og árið 1945. Við verðum að taka þau skref sem þarf að taka. Okkur ber að sýna samstöðu sem aldrei fyrr til þess að glíma við núverandi neyðarástand, koma hjólum heimsins á hreyfingu að nýju og halda fast í hugsjónir stofnskrár samtakanna.“</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hófu samráð við heimsbyggðina í janúar 2020 í tilefni af 75. starfsárinu. Árni Snævarr segir að könnun á væntingum fólks og skoðunum á alþjóðamálum hafi verið hryggjarstykkið í samræðu á heimsvísu.&nbsp; Rúmlega ein milljón manna hefur þegar svarað könnuninni en hún er <a href="https://un75.online/?lang=isl" target="_blank">opin</a>&nbsp;til áramóta. <span></span></p>

18.09.2020Heimurinn á barmi hungurfaraldurs

<span></span> <p>Hungur í heiminum vegna stríðsátaka, að viðbættum matarskorti vegna COVID-19, er að komast á mjög hættulegt stig, að mati David Beasley framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann greindi öryggisráði SÞ frá því í gær að án aukinna framlaga væri ástæða til að óttast hungursneyð meðal þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman.</p> <p>WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. Beasley lagði þunga áherslu á að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs.</p> <p>Einkum eru það þjóðir í Afríku og Miðausturlöndum sem eru á barmi hungursneyðar. Stríðsátök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó færast í aukana með tilheyrandi matvælaóöryggi sem nær nú til 22 milljóna einstaklinga. Svipaður fjöldi sveltur í Jemen. Hungruðum fjölgar einnig í norðausturhluta Nígeríu og Burkina Fasó.</p> <p>Fyrir COVID-19 farsóttina höfðu 135 milljónir manna vart til hnífs og skeiðar en spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri verði í þeirri hræðilegu stöðu á þessu ári, eða um 270 milljónir manna. Sárafátækum kemur til með að fjölga í fyrsta sinn frá því seint á síðasta áratug, að mati bankans.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2020/09/1072712" target="_blank">Frétt Sameinuðu þjóðanna</a></p>

17.09.2020Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn á morgun – frumkvæði frá Íslandi

<span></span> <p><span>Að óbreyttu tekur það rúmlega 250 ár að jafna launamun kynjanna í heiminum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins frá síðasta ári koma karlar og konur ekki til með að fá sömu laun fyrir sömu vinnu fyrr en árið 2277. Að frumkvæði Íslands samþykkti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktun í fyrra um árlegan alþjóðlegan jafnlaunadag sem haldinn verður í fyrsta sinn á morgun, 18. september.</span></p> <p><span>Í tilefni jafnlaunadagsins 2020 er boðið til rafræns málþings á morgun með yfirskriftinni&nbsp;<strong>Ákall til aðgerða</strong>&nbsp;(Call to Action) en dagurinn er haldinn af alþjóðasamtökum um launajafnrétti (EPIC) sem Ísland á aðild að. Markmiðið með deginum verður að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti. Dagurinn á einnig að vera „hvatning til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ eins og segir í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/11/Althjodlegi-jafnlaunadagurinn-18.-september-/">frétt</a>&nbsp;frá forsætis- og utnríkisráðuneytum.</span></p> <p><span>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að ekkert ríki hafi enn náð að brúa launabilið milli karla og kvenna – og bendir einnig á að ýmislegt bendi til þess að COVID-19 farsóttin hægi á þróuninni. Jöfn laun verði ekki tryggð fyrr en eftir tvær og hálfa öld. „Til að setja það í samhengi þurfum við að fara aftur til ársins 1753 ef við förum jafn langan tíma aftur í tíma – vel fyrir amerísku og frönsku byltingarnar,“ segir í <a href="https://unric.org/is/257-ar-til-ad-brua-launabil-kynjanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC.</span></p> <p><span>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að nýi alþjóðlegi dagurinn sé gott tækifæri til að beina athyglinni að því kerfi sem hindrar að laun kynjanna séu jöfn. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvers vegna láglaunastörf séu hlutskipti kvenna, hvers vegna lægri laun eru greidd i þeim starfsgreinum þar sem konur eru fjölmennastar, þar á meðal umönnunarstörfum. Af hverju konur vinna svo oft hlutastörf og hvers vegna tekjur kvenna lækka þegar þær eignast börn en laun feðranna hækka oft að sama skapi. Og hvers vegna konur rekist á þak í hátekjustörfum,“ segir Guterres í</span><a href="https://www.un.org/en/observances/equal-pay-day/messages"><span>&nbsp;ávarpi</span></a><span>&nbsp;í tilefni jafnlaunadagsins.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/tUDGK_wLi1w" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Aldarfjórðungur er liðinn frá því þjóðir heims skuldbundu sig til þess að tryggja „sömu laun fyrir sömu vinnu“ en það gerðist á fjórða kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í Peking með samþykkt svokallaðrar Peking yfirlýsingar og aðgerðaáætlunar.</span></p> <p><span>Málþingið á morgun hefst á sameiginlegu ávarpi þjóðarleiðtoga þeirra þjóða sem eiga aðild að EPIC, þar á meðal frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og forystufólki alþjóðlegra samtaka sem koma að EPIC, svo sem Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), Alþjóða efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), Alþjóðasamtökum atvinnurekenda (IOE), Alþjóðasamtökum verkalýðshreyfinga (ITUC) og UN Women.<br /> <br /> Að loknum ávörpum fara fram pallborðsumræður með þátttakendum úr röðum fræðasamfélagsins, verkalýðssamtaka, atvinnurekenda, stjórnvalda og aðgerðasinna. Fulltrúi Íslands í pallborði verður Þorsteinn Víglundsson, forstjóri og fyrrverandi alþingismaður og félags- og jafnréttismálaráðherra.</span></p> <p><span>Málþingið hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Nánari upplýsingar og skráning <a href="https://www.equalpayinternationalcoalition.org/whats_new/international-equal-pay-day-2020-building-back-a-better-future-of-work-by-ensuring-pay-equity/">hér</a>.</span></p>

16.09.2020Alþjóðadagur til verndar ósonlaginu

<span></span> <p>Í dag, á degi íslenskrar náttúru, er jafnframt alþjóðadagur til verndar ósonlaginu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að samningar um ósonlagið séu upplífgandi dæmi sem sýni að þar sem pólitískur vilji sé fyrir hendi, séu því lítil takmörk sett hverju þjóðir geti áorkað þegar um sameiginleg markmið er að ræða.</p> <p>Mikilvægasti samningurinn til verndar ósonlaginu er kenndur við Montreal. Skrifað var undir hann 16. september 1987 og samningurinn felur í sér ákvæði um takmörkun á notkun efna sem eyða ósonlaginu. Því var ákveðið af hálfu Sameinuðu þjóðanna árið 1994 að velja þennan dag sem alþjóðlegan dag til verndar ósonlaginu. Jafnframt er alþjóðadagurinn nýttur til þess að vekja athygli á þeirri ógn sem felst í þynningu ósonlagsins.</p> <p>„Það er brýnt að við leggjum okkur fram og fjárfestum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum til verndar náttúrunni og vistkerfunum,“ segir Guterres í ávarpi í tilefni dagsins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/WNGH1cILTPE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Ósonlagið hindrar að megnið af skaðlegum útfjólubláum geislum sólar (UV-B) nái til jarðar. Meiri geislun leiðir til aukinnar tíðni húðkrabbameins og augnsjúkdóma og getur hugsanlega leitt til útrýmingar á svifþörungum sem eru grunnurinn að lífkeðju hafsins og skaðar landbúnaðarframleiðslu. Helstu efnin sem valda þynningunni eru klórflúorkolefni (CFC), sem er meðal annars notuð í kælikerfum, úðabrúsum og sem hreinsiefni, og halónar í slökkvitækjum. Vetnisklórflúorkolefni (HCFC) eiga einnig þátt í ósoneyðingunni.</p> <p>Slagorð alþjóðadagsins er „óson fyrir líf“ og Sameinuðu þjóðirnar segja það vera áminningu um að óson sé ekki aðeins lykilatriði fyrir líf á jörðinni heldur áskorun um að halda verði áfram að vernda ósonlagið fyrir komandi kynslóðir.</p>

15.09.2020Ellefu þúsund flóttamenn bíða þess að komast í skjól á Lesbos

<span></span> <p>Talið er að ellefu þúsund hælisleitendur á grísku eyjunni Lesbos hafist við undir beru lofti eftir að Moria flóttamannabúðirnar brunnu til grunna í síðustu viku. Starfsfólk Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vinnur að því hörðum höndum að bregðast við neyðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ákvað í gær að leggja til 20 milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar frá íslenskum stjórnvöldum. Flóttamannastofnun SÞ ráðstafar þeim fjármunum.</p> <p>Ábyrgð á mannúðaraðstoðinni, á framkvæmd og samhæfingu viðbraðgsaðila, er í höndum grískra stjórnvalda. Að sögn Philippe Leclerc, fulltrúa UNHCR á Lesbos, hafa stjórnvöld tilgreint hvaða svæði eyjarinnar verði nýtt til að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir þá veikburðustu í hópi flóttamanna. Það svæði er skammt frá þorpinu Mytilene. </p> <p>Að beiðni þarlendra stjórnvalda veitir starfsfólk Flóttamannastofnunar aðstoð og sérfræðiráðgjöf við uppbyggingu nýju bráðabirgðaskýlanna. Starfið er þegar hafið og til þessa hefur UNHCR útvegað 600 fjölskyldutjöld og samkvæmt frétt stofnunarinnar voru 700 einstaklingar komnir í skjól í gærkvöldi. Einnig hefur stofnunin útvegað efnasalerni og handþvottastöðvar, og hefur lýst sig reiðubúna að bæta við frekari hreinlætisbúnaði ef þess verður óskað.</p> <p>Til að koma í veg fyrir og draga úr útbreiðslu COVID-19 fara allir hælisleitendur í skimun áður en þeir fara inn í nýju stöðina. UNHCR styður einnig heilbrigðisyfirvöld á landsvísu við að koma upp heilsugæslu á nýja staðnum, í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), stofnunin útvegar meðal annars tjöld og tryggir svæði fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Þegar eru 20 einstaklingar með staðfest COVID-19 smit í sóttkví á þessu svæði. <span></span></p> <p>Gríski herinn hefur séð um matvæladreifingu og vatn fyrir hælisleitendur en Flóttamannastofnun hefur sent meira en sex þúsund matarpakka til Lesbos, auk þess að dreifa í samstarfi við hjálparsveitir ýmiss konar búnaði eins og teppum, svefnpokum, plastdúkum og hreinlætisvörum.</p>

15.09.2020Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma.&nbsp;<br /> <br /> Ófremdarástand ríkir á Lesbos eftir að eldur olli mikilli eyðileggingu á Moria-móttökusvæðinu fyrir skemmstu. Vistarverur hátt í tólf þúsund hælisleitenda, þar af fjögur þúsund barna, brunnu til kaldra kola og margir eiga því ekki í nein hús að venda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur því ákveðið að tuttugu milljónum króna verði veitt til neyðaraðstoðar til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> „Ástandið á Lesbos er grafalvarlegt þar sem þúsundir sem fyrir bjuggu við harðan kost hafa nú misst allt sitt. Það er mat mannúðarstofnana á vettvangi að bregðast verði við þeirri neyð sem þarna ríkir og því höfum við ákveðið að veita þessum fjármunum til að aðstoða bágstadda án tafar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Þá verður tuttugu milljónum króna varið til Lebanon Humanitarian Fund, svæðasjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) í Líbanon vegna áframhaldandi neyðarástands í Beirút í kjölfar sprenginganna þar 4. ágúst síðastliðnn. Þessir fjármunir koma til viðbótar við&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/08/10/20-milljonir-krona-til-matvaeladstodar-i-Libanon/">tuttugu milljóna króna framlag</a>&nbsp;til matvælaaðstoðar í Líbanon sem íslensk stjórnvöld ákváðu skömmu eftir sprengingarnar.&nbsp;<br /> <br /> „Ríki heims brugðust hratt við hörmungunum í líbönsku höfuðborginni en betur má ef duga skal. Neyðin er enn mikil og bætist við þann vanda sem þjóðin átti við að etja, þar með talið efnahags- og stjórnarkreppu, auk mikils álags vegna flóttamanna frá grannríkjunum. Bregðast verður við, ekki síst til að sporna við enn meiri óstöðugleika í þessum viðkvæma heimshluta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.&nbsp;&nbsp;</p>

11.09.2020Alvarlegar afleiðingar heimsfaraldurs fyrir börn

<span></span><span></span><span></span> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children hefur kórónuveirufaraldurinn haft slæm áhrif á menntun barna, sérstaklega þeirra sem búa við fátækt. Faraldurinn hefur einnig aukið bilið á milli ríkra og fátækra barna. Á sex mánuðum heimsfaraldursins hafa fátækustu börnin haft skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, mat, hreinu vatni og hreinlætisvörum.</p> <p>Í skýrslunni <span></span>- <em>Verndum heila kynslóð (<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/verndum-heila-kynslo-d.pdf" target="_blank">Protect a Generation</a>)</em> kemur fram að:</p> <ul> <li>66 prósent barna höfðu ekki aðgang að námsefni eða kennurum meðan skólar voru lokaðir. Skólar eru enn lokaðir víðsvegar um heim.</li> <li>80% barna sögðust hafa lært lítið sem ekkert meðan skólinn var lokaður.</li> <li>Færri en 1 prósent barna frá fátækum heimilum hafa aðgang að netinu til að sinna námi.</li> <li>93 prósent heimila sem misstu meira en helming tekna höfðu skertan aðgang að heilbrigðisþjónustu.</li> <li>Heimilisofbeldi jókst um meira en helming meðan lokun skóla stóð yfir.</li> <li>Tekjulitlar fjölskyldur hafa orðið fyrir meiri tekjuskerðingu en aðrar fjölskyldur.</li> </ul> <p>Samkvæmt gögnum Barnaheilla hafa börn sem koma frá fátækum fjölskyldum ekki aðeins takmarkaðri aðgengi að menntun, heldur einnig að mat, hreinlætisvörum og heilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Níu af hverjum tíu heimilum sem misstu yfir helming tekna sinna vegna heimsfaraldursins greindu frá erfiðleikum við að sækja heilbrigðisþjónustu. 45 prósent aðspurðra, frá fátækum heimilum, sögðust eiga í vandræðum með að greiða fyrir læknisþjónustu.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.barnaheill.is/is/fraedsla/frettir/verndum-heila-kynslod-ny-skyrsla-barnaheilla-1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum ríkir neyðarástand þegar kemur að menntun barna og samtökin telja að um 9,7 milljónir barna muni ekki snúa aftur í skóla. Stúlkur verða fyrir meiri áhrifum en strákar vegna faraldursins en 63% stúlkna sögðust vinna meiri heimilisstörf en áður, samanborið við 52% drengja. Hætta er á að fjöldi barna leiðist út í barnaþrælkun eða barnahjónabönd vegna ástandsins.</p> <p>Heimsfaraldurinn hefur einnig haft áhrif á andlega líðan barna samkvæmt skýrslunni en 83% barna segja að andleg líðan hafi versnað. </p> <p>Barnaheill hvetja stjórnvöld úti um allan heim til að tryggja að börn utan skóla hafi aðgang að fjarnámsefni og geti haldið áfram að mennta sig þrátt fyrir lokanir á skólum. Samkvæmt 28. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á grunnmenntun og ber aðildarríkjum skylda til að koma á skólaskyldu, gera ráðstafanir sem stuðla að reglulegri skólasókn og draga úr brottfalli nemenda.</p> <p>Þátttakendur í rannsókninni voru 25 þúsund börn og foreldrar þeirra frá 37 löndum.&nbsp;</p>

10.09.2020UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi

<strong><span></span></strong> <p>„Staðan sem upp er komin á Lesbos, þar sem þúsundir barna á flótta eru nú heimilislaus eftir eldsvoðann í Moria-flóttamannabúðunum, undirstrikar enn og aftur hversu brýnt það er að finna tafarlaust mannúðlegar lausnir í málefnum barna á flótta í Evrópu þar sem réttindi barna eru virt,“ segir í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin kalla eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands sem hluti af viðbragðsáætlun landsins við útbreiðslu COVID-19.</p> <p>UNICEF segir að flóttamannabúðirnar á eyjunni Lesbos hafi verið yfirfullar fyrir eldsvoðann og erfitt að verjast kórónaveirusmitum. „Nú þegar búðirnar, sem voru heimili yfir 12 þúsund manns, eru brunnar er enn erfiðara að halda uppi smitvörnum og&nbsp; því mikil hætta á að veiran geti breiðst hratt út.“&nbsp;</p> <p>Fyrstu viðbrögð eftir brunann af hálfu UNICEF hafa verið þau að koma upp neyðarskýli fyrir meðal annars 150 fylgdarlaus börn en samtökin árétta nauðsyn þess að finna varanleg úrræði fyrir öll þau börn sem eru nú í enn viðkvæmari stöðu en áður.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF hefur unnið með fylgdarlausum börnum og barnafjölskyldum á Lesbos um margra ára skeið og sinnir meðal annars barnavernd, fjölskyldusameiningu, forvörnum og viðbrögðum gegn ofbeldi. Auk þess veitir UNICEF börnum aðgang að menntun utan skólakerfisins.&nbsp;„Eftir eldsvoðann er brýn þörf á að útvega fleiri neyðartjöld, hreint vatn og hreinlætisvörur og hjálpa íbúum að verja&nbsp; sig gegn kórónaveirusmitum,“ segir í frétt UNICEF.</p>

10.09.2020Íslenskt tilraunaverkefni í Kamerún um umhverfisvænan áburð

<span></span> <p>Tilraunaverkefni er að hefjast í Kamerún á vegum íslenska fyrirtækisins Atmonia og innlends samstarfsaðila um framleiðslu á nituráburði með umhverfisvænum hætti. Fyrirtækið fékk á dögunum tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu til að kanna sjálfbæra framleiðslu á nituráburði en það hefur verið að þróa tækni sem býr til slíkan áburð úr vatni, lofti og rafmagni. Núverandi framleiðslutækni nýtir jarðgas eða kol til framleiðslunnar í stórum verksmiðjum á fáum stöðum í heiminum.</p> <p>„Sú tækni sem við erum að þróa felur í sér þann möguleika að hvert svæði eða land geti framleitt áburð á staðnum úr staðbundnum hráefnum og þar með bundið enda á dýran innflutning áburðar úr óumhverfisvænni framleiðslu,“ segir Hákon Örn Birgisson hjá Atmonia.&nbsp;</p> <p>Mörg Afríkuríki hafa að hans sögn ekki aðgang að nituráburði af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna innflutningshafta, fátæktar eða erfiðra flutningsleiða frá höfnum til sveita. „Með því að bera nituráburð á ræktunarland sem ekki hefur áður fengið slíkan áburð er hægt að auka uppskeruna um allt að 50 prósent. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund þau gríðarlega jákvæðu áhrif sem það hefði fyrir bændur og landbúnað í fátækjum ríkjum Afríku að&nbsp;hafa aðgang að nituráburði á viðráðanlegu verði,“ segir Hákon Örn. </p> <p>Hann segir tækni Atmonia gera áburðarframleiðslu mögulega nær hvar sem er, jafnvel á afskekktustu stöðum. Tilraunaverkefnið hefur þann tilgang að staðfesta notkunarmöguleika þeirrar tækni sem Atmonia er að þróa til að bæta hag bænda á svæðinu. </p> <p>„Kamerún er 26 milljón manna þjóð sem notar um 30 sinnum minni nituráburð á höfðatölu en Evrópuþjóðir, þrátt fyrir að 56 prósent vinnuafls Kamerún séu bændur en einungis 7 prósent í Frakklandi, svo dæmi sé tekið til samanburðar. </p> <p>„Ef tilraunaverkefnið sýnir greinilega gagnsemi tækni Atmonia í afrísku umhverfi komum við til með að sækjast eftir samstarfsaðilum til að koma slíkum tækjum til lykilsvæða í Afríku á næstu árum og draga þar með&nbsp;úr matarskorti á viðkomandi svæðum,“ segir Hákon Örn.</p> <p>Atmonia hefur meðal annars fengið stuðning frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Háskóla Íslands og Tækniþróunarsjóði við þróun á tækninni.&nbsp;&nbsp;</p>

09.09.2020Áhyggjur af fjölgun dauðsfalla ungra barna á tíma heimsfaraldurs

<span></span> <p>Ein af óbeinum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fjölgun dauðsfalla ungra barna yngri en fimm ára. Á síðasta ári var ungbarnadauði í heiminum sá minnsti um áratugaskeið en þá létust 5,2 milljónir barna, borið saman við 12,5 milljónir árið 1990. Á þessu ári bendir allt til þess að þrjátíu ára samfelld saga fækkunar dauðsfalla ungra barna hafi runnið sitt skeið á enda. Kannanir gerðar af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) sýna að ungbarnadauði eykst á nýjan leik.</p> <p>Ástæður fyrir þessari óheillaþróun eru raktar til heimsfaraldursins. Heilbrigðisþjónusta hefur víða farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar og mæður og börn líða fyrir skerta þjónustu.</p> <p>„Alþjóðasamfélagið hefur náð of góðum árangri í baráttunni gegn barnadauða að við getum sætt okkur við að leyfa heimsfaraldri COVID-19 að verða þröskuldur á þeim vegi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar börnum er meinaður aðgangur að heilbrigðisþjónustu vegna þess að kerfið ræður ekki við eftirspurn og þegar konur hræðast að fæða á sjúkrahúsi af ótta við að smitast, verða konur og börn einnig að fórnarlömbum COVID-19. Brýnt er því að auka fjármagn til heilbrigðiskerfa því ella gætu milljónir barna barna yngri en fimm ára, sérstaklega nýburar, dáið."&nbsp;</p> <p>"Sú staðreynd að fleiri börn lifa fyrsta afmælisdaginn sinn en nokkru sinni í sögunni er sannkallað merki um þann árangur sem hægt er að ná þegar heimurinn setur heilsu og vellíðan í öndvegi," segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO. „Við megum ekki láta heimsfaraldur COVID-19 snúa við ótrúlegum framförum fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir. Það er kominn tími til að nota það sem við vitum að virkar til að bjarga lífi barna og halda áfram að fjárfesta í sterkara heilbrigðiskerfi. “</p> <p>Í vor sýndi spálíkan John Hopkins háskólans að reikna mætti með sex þúsund fleiri dauðsföllum ungra barna á þessu ári vegna COVID-19.</p>

07.09.2020Óloft dregur sjö milljónir til dauða árlega

<span></span> <p>Níu af hverjum tíu íbúum jarðarinnar anda að sér ólofti, menguðu lofti, þeirri umhverfisvá sem ógnar mest heilsu fólks. Loftmengun á þátt í hjartasjúkdómum, heilablóðföllum, lungnakrabbameini og öðrum öndurfærasjúkdómum. Í dag, 7. september, er í fyrsta sinn sérstakur Alþjóðadagur hreins lofts í þágu bláa himinsins, eins og hann er nefndur af hálfu Sameinuðu þjóðanna (International Day of Clean Air for Blue Skies).</p> <p>Sjö milljónir manna látast ár hvert af völdum loftmengunar, fleiri en samanlagður fjöldi íbúa Íslands og Danmerkur, eins og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á í frétt með fyrirsögninni: Ósýnilegi raðmorðinginn sem drepur 7 milljónir á ári.</p> <p>Þema dagsins er „hreint loft fyrir alla.“</p> <p>„Í dag 7. september höldum við í fyrsta skipti upp á Alþjóðlegan dag hreina loftsins. Við skulum taka saman höndum til að byggja betri framtíð með hreinu lofti fyrir alla,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi. „Nú þegar við byggjum upp að nýju andspænis skaðvænlegum afleiðingum COVID-19, ber okkur að veita loftmengun mun meiri athygli, en þar að auki eykur hún á þá hættu sem stafar af COVID-19, segir Guterres.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Svx1mNyaVmc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Mengað andrúmsloft hefur skaðleg áhrif á loftslagið, fjölbreytni lífríkisins og vistkerfi, auk lífsgæða almennt. Það hefur því jákvæð áhrif á heilsufar, þróun og umhverfið að bæta loftgæði. Heilbrigði umhverfisins og mannsins eru bundin órjúfanlegum böndum,“ segir í frétt UNRIC þar sem fram kemur að Sameinuðu þjóðirnar hvetji alla, ríkisstjórnir, fyrirtæki, borgaraleg samtök og einstaklinga, til að grípa til aðgerða til að draga úr loftmengun og breyta lífsstíl okkar til hins betra.</p>

04.09.2020Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi

<span></span> <p>Að mati UN Women eru konur og stúlkur í Líbanon sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút fyrir mánuði, COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna.&nbsp;„Konur og stúlkur á vergangi og eða á flótta eru afar berskjaldaðar fyrir ofbeldi, neyðarskýli eru yfirfull, þær fá sjaldnast ró og næði og þær hafa takmarkað aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu auk þess sem skortur er á kynjaskiptingu á salernum og í sturtum sem ýtir undir óöryggi kvenna,“ segir í <a href="https://unwomen.is/kynbundid-ofbeldi-eykst-i-libanon/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women.</p> <p>Bent er á að fyrir hafi staðan verið alvarleg. Miklar efnahagsþrengingar og spillt stjórnarfar ógni stöðu líbönsku þjóðarinnar auk þess sem heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi vegna COVID-19 faraldursins. Síðast en ekki síst sé staða kvenna almennt slæm – en Líbanon mælist nr. 139 af 153 ríkjum í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF).</p> <p>„Sprengingarnar í Beirút lögðu borgina í rúst og kölluðu hörmungar yfir landið. Yfir 200 hafa látist, rúmlega 5000 eru særðir og yfir 300 þúsund hafa misst heimili sín. COVID-19 smitum fjölgar ört en fimm dögum eftir sprengingarnar mældist hæsta hlutfall nýrra smita á einum degi frá upphafi faraldursins í Líbanon.“</p> <p>Að sögn UN Women er búist við að eftirköst sprenginganna ýti enn frekar undir efnahagslega neyð þjóðarinnar og þar með stöðu kvenna. „Ljóst er að heimilisofbeldi hefur aukist í Líbanon, líkt og víða um heim. Áætlað er að atvinnuþátttaka kvenna muni dragast saman um 14-19% og fátækar konur eru mun líklegri til að búa við fæðuóöryggi, atvinnuleysi, hafa síður aðgang að félagslegri vernd og eiga í aukinni hættu á að vera beittar ofbeldi,“ segir UN Women.</p> <p>Í gær hófst hjá UN Women sala á „Fokk ofbeldi“ bolnum. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. Framan á bolnum er ljósmynd eftir&nbsp;Önnu Maggý&nbsp;sem sýnir FO á táknmáli, túlkað af&nbsp;Aldísi A. Hamilton. Aftan á er frumsamið ljóð eftir&nbsp;GDRN&nbsp;um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi.</p>

04.09.2020UNICEF kallar eftir stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir auknum stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að tryggja að öll þau börn sem ættu að hefja nýtt skólaár síðar í mánuðinum geti notið réttinda sinna til menntunar. Nú er mánuður liðinn frá mannskæðu sprengingunum í borginni sem meðal annars eyðilögðu 183 skólabyggingar.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unicef.is/menntun-i-beirut" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF gjöreyðilagðist fjöldi heimila í sprengingunum, fjölskyldur hafa neyðst til að flytja í tímabundin úrræði og börnin hafa þar með takmarkaðan aðgang að sjónvarpi, útvarpi eða nettengingu fyrir fjarkennslu. „Fjölskyldur sem misstu heimili sín og lífsviðurværi standa einnig frammi fyrir fjárhagslegum hindrunum til styðja við menntun barna sinna. Ofan á það bætist útbreiðsla kórónaveirunnar sem veikir enn frekar tækifæri barna til náms, nema brugðist sé við,“ segir í fréttinni.</p> <p>Að tryggja menntun barna er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu og hjálpað börnum að vinna úr sálrænum áföllum sem þau hafa orðið fyrir, líkt og er raunin meðal fjölda barna í Beirút eftir sprengingarnar. Um 600 þúsund börn búa innan við 20 kílómetra radíus frá svæðinu þar sem sprengingarnar urðu og mörg þeirra sýna greinileg einkenni áfallastreitu og kvíða.</p> <p><strong>Stórauka þarf stuðning til menntamála</strong></p> <p>UNICEF sendi í dag frá sér <a href="https://www.unicef.org/lebanon/media/5166/file" target="_blank">stöðuskýrslu</a>&nbsp;um áhrif sprenginganna á börn og fjölskyldur og neyðaraðgerðir samtakanna í kjölfarið. Með skýrslunni biðlar UNICEF til alþjóðasamfélagsins að stórauka stuðning sinn til menntamála til þess að tryggja að börn í Beirút geti hafið nýtt skólaár.</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar vinna nú að því að endurbyggja skólabyggingar og búa þær nýjum tækjum og húsgögnum, þjálfa kennara í að veita sálrænan stuðning, útdeila námsgögnum og hjálpa við að tryggja sóttvarnir. UNICEF vinnur einnig að því að finna nýstárlegar lausnir fyrir fjarkennslu með auknu aðgengi að raftækjum og nettengingu.</p> <p>UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hörmungunum í Beirút og almenningur á Íslandi brást strax við. „UNICEF vill þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa lagt söfnuninni lið, sem og heimsforeldrum, fyrir að taka þátt í að bæta líf barna með okkur á hverjum degi!,“ segir í fréttinni.</p>

03.09.2020Tvö hundruð þúsund fylgdarlaus flóttabörn í Evrópu

<span></span> <p>Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman af Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat), Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Barnaheillum – Save the Children eru um 200 þúsund fylgdarlaus börn í Evrópu. Þau koma flest frá Afganhistan, Sýrlandi og Erítreu og dvelja flest í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu og Svíþjóð. Sjóferðir flóttamanna yfir Miðjarðarhafið tvöfölduðust milli áranna 2018 og 2019. </p> <p>Á síðustu fimm árum hafa að minnsta kosti 700 börn á flótta drukknað í Miðjarðarhafinu. Að mati Barnaheilla – Save the Children er líklegt að sú tala sé vanmetin. „Það er erfitt að ímynda sér hvað flóttabörn ganga í gegnum. Mörg þeirra hafa aldrei séð sjóinn áður, kvíða sjóferðinni og örlögum sínum í Evrópu. Flest barnanna hafa drauma um betra líf þegar þau flýja átök og ofbeldi yfir til Evrópu,“ segir í frétt frá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.</p> <p>Í gær voru fimm ár liðin frá því að andlát Alan Kurdi, þriggja ára sýrlensks flóttabarns, rataði í heimsfréttirnar. Alan flúði ásamt fjölskyldu sinni átökin í Sýrlandi, á yfirfullum báti yfir Miðjarðarhafið frá Tyrklandi, en báturinn sökk stuttu eftir brottför. Foreldrar hans höfðu greitt sem samsvarar rúmlega 800 þúsund íslenskum krónum fyrir fjögur pláss á bátnum sem hvolfdi. „Dauði Alan Kurdis er hörmuleg áminning um þau óteljandi börn sem enn reyna að leita öryggis í Evrópu,“ segir í frétt Barnaheilla.</p> <p><strong>Tíu þúsund börn föst í Grikklandi</strong></p> <p>„Sérhvert flóttabarn á sér sögu en flest þeirra eru að flýja grimmilegt ofbeldi og misnotkun. Mörg koma frá Sýrlandi þar sem helmingur allra barna í landinu þekkir ekkert annað en stríð. Önnur koma frá Afghanistan þar sem þriðjungur allra þeirra er láta lífið eru börn,“ segir í fréttinni með tilvísun í nýja skýrslu samtakanna:&nbsp;<a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/library/protection-beyond-reach-state-play-refugee-and-migrant-childrens-rights-europe">Protection Beyond Reach: State of play of refugee and migrant children´s rights in Europe</a><a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/library/protection-beyond-reach-state-play-refugee-and-migrant-childrens-rights-europe">,&nbsp;</a>en þar er skoðað hvernig aðstæður flóttabarna hafa breyst síðustu fimm ár.</p> <p>Barnaheill – Save the Children segja að í skýrslunni sé dregin upp skelfileg mynd. „Mörg barnanna sem reyna að flýja átök og stríð komast aldrei til Evrópu en það er vegna samkomulags sem Evópusambandið hefur gert við Tyrkland og Líbíu og verða börnin því strandaglópar í Tyrklandi á leið sinni til Evrópu. Ef börn komast þaðan og til Evrópu þurfa þau oft að þola hræðilegar aðstæður á grískum eyjum þar sem að meðaltali tíu þúsund börn eru föst á hverjum degi, þar af eru flest börn yngri eru 12 ára. Flest þessara barna skortir grunnþarfir á borð við góða næringu og menntun.“</p> <p>Sjá ítarlega <a href="https://www.barnaheill.is/is/fraedsla/frettir" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.</p>

03.09.2020Sárafátækt eykst meira meðal kvenna en karla vegna heimsfaraldurs

<span></span> <p>Talið er að konum í hópi sárafátækra fjölgi um 47 milljónum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og afleiðinga hans. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) snýr þetta við áratugalangri þróun við að uppræta sárustu fátækt samkvæmt skýrslu frá UN Women og UNDP, Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu fjölgar konum í sárafátæk um 9,1 prósent en fyrri spár, gerðar áður en heimsfaraldurinn hófst, gerðu ráð fyrir að hlutfall kvenna myndi lækka um 2,7% frá árinu 2019 til 2021. Vakin er sérstök athygli á því að þótt faraldurinn auki almennt fátækt í heiminum verði konur hlutfallslega harðar úti en karlar, einkum konur á barneignaaldri.</p> <p>„Frá og með 2021 er því spáð að fyrir hverja 100 karla á aldrinum 25 til 34 ára sem búa við örbirgð (lifa á 1.90 Bandaríkjadal á dag eða minna) verði 118 konur. Búist er við að þetta bil breikki enn og 121 kona verði á hverja 100 karla árið 2030,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Skýrslan nefnist – <a href="https://www.unwomen.org/-/media/headquarters/attachments/sections/library/publications/2020/gender-equality-in-the-wake-of-covid-19-en.pdf?la=en&%3bvs=5142" target="_blank">From Insight to Action: Gender Equality in the wake of COVID-19</a>. Þar er bent á að 96 milljónir einstaklinga falli niður í hóp sárafátækra fyrir árið 2021, þar af 47 milljónir kvenna og stúlkna.</p> <p><strong>Heimsmarkmiðin í hættu</strong></p> <p>Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women telur að fjölgun kvenna í fátækasta hópnum sé <span>„</span>til marks um djúpstæðann vanda” við uppbyggingu samfélags okkar og hagkerfis. „Við vitum að konur axla mesta ábyrgð við sinna fjölskyldunni; þær hafa lægri tekjur, leggja minna til hliðar og gegna óöruggustu störfunum. Konur eiga 19 prósent meira á hættu að missa vinnu en karlar,“ segir hún.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að heimsfaraldurinn stefni í hættu fyrirætlunum um upprætingu sárustu fátæktar sem stefnt sé að í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030. „Ástæða er til að óttast að í raun verði ástandið enn verra því í þessari nýju spá er eingöngu gengið út frá þróun þjóðarframleiðslu en aðrir þættir ekki teknir með í reikninginn, eins og að konur neyðist til að yfirgefa vinnumarkaðinn til að taka að sér umsjón barna,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Achim Steiner forstjóri Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) telur að 100 milljónir kvenna geti brotið af sér hlekki fátæktar ef ríkisstjórnir auka aðgang þeirra að menntun og fjölskyldustýringu, og sanngjörnum og jöfnum launum.</p> <p>„Konur bera þyngstu byrðarnar af völdum COVID-19 því meiri líkur eru á að þær missi lífsviðurværi sit og minni líkur á að þær njóti félagslegrar verndar,“ segir Steiner.</p> <p>„Fjárfestingar í jafnrétti kynjanna er ekki aðeins skynsamar og viðráðanlegur heldur brýnn valkostur ríkisstjórna ef þær vilja snúa við áhrifum faraldursins á baráttuna gegn fátækt.“</p>

02.09.2020Óttast um líf barna í sunnanverði Afríku vegna matarskorts

<span></span> <p>Óttast er að 67 þúsund börn í löndum Afríku sunnan Sahara svelti í hel fyrir árslok, að mati Barnaheilla – Save the Children. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til aukins matarskorts og ástandið var bágborið fyrir. Samkvæmt greiningu sem birtist í breska læknaritinu The Lancet er talin hætta á því að 426 börn kunni að deyja af sulti dag hvern verði ekki þegar gripið til aðgerða.</p> <p>Margvísleg hremmingar hafa gengið yfir þennan heimshluta á árinu sem valdið hafa matarskorti, meðal annars ægileg flóð og engisprettufaraldrar, ásamt hækkun á verði nauðsynja. COVID-19 bætti gráu ofan á svart með því að ræna fólk lifibrauðinu og hafa lamandi áhrif á efnahag ríkja, auk þess sem grunnþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu ræður engan veginn við vandann.</p> <p>Fyrr á árinu var talið að fátækt í sunnanverðri Afríku myndi aukast um 23% og samkvæmt spám fram til ársins 2030 er talið að 433 milljónir íbúar í Afríku allri búi þá við næringarskort.</p> <p>„Lífið var erfitt fyrir mig og fjölskyldu mína en ég vann mikið og við komumst af. Með kórónuveirunni hafa aðstæðurnar versnað. Nú gríp ég í störf endrum og eins. Áður en við fengum stuðning borðuðum við aðeins eina máltíð á dag, morgunverð. Ég hef horft upp á börnin mína fara svöng í svefn. Það er versta tilfinning móður þegar hún getur ekki gefið börnunum sínum að borða,“ segir Ubah, móðir sex barna í Sómalíu í <a href="https://www.savethechildren.net/news/sub-saharan-africa-426-children-day-risk-death-hunger-following-impact-covid-19" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Save the Children.</p> <p>Samtökin hafa brugðist við fæðuskortinum með því að dreifa mat eða reiðufé til fátækra fjölskyldna, tryggja þeim aðgang að hreinu vatn og styðja við þjónustu á sviði næringar- og heilbrigðismála í samræmi við sóttvarnartilmæli á tímum kórónuveiru. Save the Children hefur hins vegar ekki úr miklum fjármunum að spila og kallar eftir auknum framlögum í þágu fátækustu barnanna í heiminum.</p> <p><a href="https://www.barnaheill.is/" target="_blank">Vefur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi</a></p>

01.09.2020Meirihluti grunnskólanema í heiminum áfram utan skóla

<span></span> <p>Talsvert innan við helmingur allra grunnskólanema í heiminum snýr aftur í skólastofurnar þessa dagana. Meirihlutinn á þess ekki kost að setjast aftur á skólabekk og stór hluti fær heldur ekki notið fjarkennslu eða heimakennslu. Sameinuðu þjóðirnar greina frá því að 900 milljónir nemenda eigi að hefja nám á haustmánuðum, frá ágúst til október. Hins vegar geti innan við helmingur þeirra, 433 milljónir nemenda í 155 þjóðríkjum, raunverulega snúið aftur í skóla.</p> <p>Þetta þýðir að rúmlega 450 milljónum barna hefja skólaárið án þess að fara í skólann og aðeins hluti þeirra verður í fjarkennslu. Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) bendir á það ójöfnuð sem birtist á þessu sviði þar sem fjarkennsla sé ekki í boði hjá í fátækari samfélögum heims.</p> <p>„Kreppan sem menntun stendur frammi fyrir heldur áfram að vera mikil,“ segir Audrey Azoulay framkvæmdastjóri UNCESCO. „Lokun skóla blasir við nokkrum kynslóðum sem snertir hundruð milljóna nemenda og hefur staðið yfir mánuðum saman. Það er neyðarástand í menntamálum í heiminum,“ segir hún.</p> <p><a href="https://en.unesco.org/news/new-academic-year-begins-unesco-warns-only-one-third-students-will-return-school" target="_blank">UNESCO</a> bendir á brýna nauðsyn þess að yfirvöld menntamála vinni að því að tryggja börnum skólavist sem fyrst en gæti engu að síður að heilbrigði og öryggi nemenda og starfsfólks. Áhrifin af langvarandi lokun skóla hafi margvíslegar neikvæðar félagslegar og efnhagslegar afleiðingar og auki líkur á brottfalli. </p> <p>Einnig vekur UNESCO sérstaka athygli á stöðu stúkna utan skóla og segir þær í sérstökum áhættuhópi, til dæmis gagnvart ofbeldi. Þeim sé einnig hætt við því að verða barnshafandi, og hætt við því að vera þvingaðar í snemmbúið hjónaband. </p> <p>Í þágu stúlkna hleypti UNESCO af stokkunum í gær átakinu <a href="https://en.unesco.org/covid19/educationresponse/globalcoalition" target="_blank">#LearningNeverStops</a>&nbsp;með hvatningu til ríkisstjórna og menntayfirvalda í heiminum að tryggja stúlkum menntun þótt skólar loki.</p>

31.08.2020Lífslíkur hækka með því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis

<span></span> <p>Lífslíkur jarðarbúa gætu hækkað að meðaltali um tuttugu mánuði verði notkun jarðefnaeldsneytis hætt. Það samsvarar því að lífi 5,5 milljóna jarðarbúa yrði bjargað á ári hverju, að mati Sameinuðu þjóðanna. António Guterres framkvæmdastjóri samtakanna sagði í síðustu viku að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu.</p> <p>„Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og vond hagfræði,” sagði Guterres.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/bjarga-maetti-5-5-milljonum-mannslifa-arlega/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) flutti aðalframkvæmdastjórinn rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu.</p> <p>„Fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin,” sagði Guterres. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.”</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.”</p> <p>Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn.</p> <p>„Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og það sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres.</p>

28.08.2020Stuðningur við skólastúlkur á blæðingum dregur úr brottfalli

<span></span> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla.</p> <p><span>Samningurinn við <a href="https://womena.dk/" target="_blank">WoMena</a>&nbsp;var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins.</span></p> <p><span>Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. </span></p>

27.08.2020Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við heimsfaraldrinum í Afríku

<span></span> <p>Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í Afríku voru í brennidepli á fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda með ráðherrum sjö Afríkuríkja í gær, yfirmönnum sex stofnana Sameinuðu þjóðanna og öðrum samstarfsaðilum.<br /> Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í fundinum þar sem kynntar voru niðurstöður samráðs Norðurlandanna um uppbyggingu í Afríku eftir COVID-19.</p> <p>Þrjú málefnasvið bera þar hæst, heilbrigðiskerfi, græn og loftslagsaðlöguð uppbygging og jafnrétti kynjanna. Ísland leiddi samstarf Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna og stúlkna í tengslum við COVID-19. Fulltrúar Íslands þökkuðu á fundinum&nbsp;fyrir gott og árangursríkt samstarf og lýstu yfir ánægju með að fá tækifæri til að kynna niðurstöður norrænu samvinnunnar fyrir stofnunum Sameinuðu þjóðanna og samstarfsríkjum í Afríku.<br /> &nbsp;<br /> „Farsóttin hefur þegar breytt heimsmyndinni og haft djúpstæð áhrif á samfélagsgerð um allan heim. Þótt við vitum ekki til fulls hver langtímaáhrifin verða er ljóst að þau verða ólík á konur og karla, stúlkur og drengi og eiga eftir að koma harðast niður á þeim sem standa höllustum fæti. Í því sambandi er mikið áhyggjuefni að kynbundið ofbeldi hefur aukist um allan heim og þess vegna ætlum við að setja aukinn þunga í að sporna við því samfélagsmeini með aðgerðum okkar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.<br /> <br /> Norðurlöndin hafa undanfarna mánuði átt í náinni samvinnu undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener“ um viðbrögð við heimsfaraldrinum og hvernig styðja megi Afríkuríki til að byggja upp betri og grænni samfélög að honum loknum. Áhersla hefur verið lögð á kolefnishlutleysi, aukið viðnám við loftslagsbreytingum og jafnari, réttlátari og sjálfbærari samfélög. Vonast er til að samvinnan nýtist til að styðja alþjóðastofnanir og samstarfsríki í þróunarsamvinnu.<br /> &nbsp;<br /> Nýverið birtu þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlandanna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/08/18/Aftur-i-skolann-i-midjum-heimsfaraldri-Menntun-fyrir-alla-alltaf-og-alls-stadar/">blaðagrein um mikilvægi menntunar</a>, ekki síst á tímum COVID-19.</p>

27.08.2020„Heil kynslóð gæti misst af skólagöngu“

<span></span> <p>„Heimurinn stendur frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum sem geta grafið undan margra áratuga árangri í menntamálum og aukið ójöfnuð til muna. Það dylst engum hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla getur haft á börn og ungmenni og því lengur sem skólar eru lokaðir og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta er á að börn flosni upp úr námi,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Í dag kom út <a href="https://weshare.unicef.org/CS.aspx?VP3=SearchResult&%3bLBID=2AM4EBTU8SY&%3bIT=Thumb_FixedHeight_M_Details_ToolTip" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um menntun barna á tímum COVID-19 sem sýnir hversu gífurleg áhrif heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þar segir að neyðarástand ríki í menntamálum um allan heim og bent á að þegar skólum var lokað í vor til að hefta útbreiðslu COVID-19 hafi það haft áhrif á menntun 1,5 milljarða barna í 190 löndum.&nbsp;</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að þriðjungur skólabarna gat ekki stundað fjarnám - í gegnum sjónvarp, útvarp, síma eða tölvu - <span>&nbsp;</span>þegar skólar þeirra lokuðu, eða um 463 milljónir barna. „Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Skýrslan varpar ljósi á mikla misskiptingu milli heimshluta þegar kemur að tækifærum barna til menntunar. Hún sýnir einnig að lokun skóla bitnar hvað verst á þremur hópum barna: þeim yngstu, sem undir venjulegum kringumstæðum væru að hefja skólagöngu sína, þeim fátækustu og þeim sem búa á afskekktustu svæðunum.</p> <p>„Þetta er eitt stærsta verkefni á sviði menntamála sem UNICEF hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aðstæður eru erfiðar og hindranirnar margar en allt kapp er lagt á að finna lausnir. Heil kynslóð gæti misst af skólagöngu og því brýnt að bregðast við,“ segir Birna.</p> <p>„Að tryggja menntun barna um allan heim er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu, getur hjálpað börnum að komast yfir sálræn áföll og kvíða og komið í veg fyrir að stúlkur séu gefnar barnungar í hjónaband. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft eina heita máltíðin sem börn fá yfir daginn og þar fá börn einnig mikilvægar bólusetningar,“ segir meðal annars í <a href="https://unicef.is/er-skoli-i-dag" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>Þar segir ennfremur að UNICEF sendi ákall til ríkisstjórna heimsins að efla leiðir til fjarkennslu fyrir hundruð milljóna barna sem hafa ekki þau tól og tæki sem þarf til að læra heima hjá sér.</p>

26.08.2020Þrjú ár liðin frá flótta Róhingja frá Mjanmar

<span></span> <p>Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að grafast fyrir um rætur átakanna sem leiddu til þess að hundruð þúsunda Róhingja neyddust til að flýja ofbeldi og útskúfun í Mjanmar. Í gær voru þrú ár liðin frá því flóttamannastraumurinn hófst. Flestir flóttamanna fengu inni í <span></span>Cox Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess þar sem þeir hafa búið við þröngan kost og nýjar áskoranir á tímum kórónuveirunnar. Guterres kallar eftir því að staða Róhingja fái meiri athygli.</p> <p>„Róhingjar hafa sýnt ótrúlega seiglu í útlegðinni í Bangladess,“ segir Jean Geogh svæðisstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Suður-Asíu. „Þrátt fyrir ólýsanlega erfiðar aðstæður, sem hafa versnað vegna monsúnrigninga og heimfaraldurs, halda þessar fjölskyldur áfram að kenna okkur hvað styrkur, hugrekki og þrautseigja merkja.“ </p> <p>UNICEF vekur athygli á því að COVID-19 raski lífi rúmlega 460 þúsund Rohingya flóttabarna sem búa flóttamannabúðunum. Skólum hefur verið lokað frá því í mars eins og hvarvetna í Bangladess. Af hálfu UNICEF og fleiri samtaka hefur verið reynt að styðja við heimanám eins og kostur er með hvatningu til foreldra og forráðamanna, auk þess sem náms- og vinnubókum er dreift til barna. </p> <p>Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að 77% barna höfðu fengið einhverja kennslu heima. Þá hafa sjálfboðaliðar, kennarar úr hópi Róhingja, gegnt aðalhlutverki í sóttvarnafræðslu til íbúa í Cox Bazar.</p> <p>Um 900 þúsund Róhingjar búa í yfirfullum búðunum í Bangladess, án ríkisfangs, án menntunar, án ferðafrelsis og mjög takmarkaðrar heilbrigðisþjónustu.</p>

25.08.2020Nítján grunnskólar byggðir í Buikwe fyrir íslenskt þróunarfé

<span></span> <p>Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nítján grunnskóla í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslands í þróunarsamvinnu í Úganda. Rúmlega tuttugu þúsund börn á grunnskólaaldri koma til með að fá góðar aðstæður til náms í nýju skólunum en byggingarnar eru fjármagnaðar fyrir íslenskt þróunarfé á vegum sendiráðs Íslands í Kampala.</p> <p>Fulltrúar héraðsyfirvalda, ásamt fulltrúum tæknideildar héraðsins og verktökunum sem valdir voru að undangengnu útboði, voru viðstaddir athöfn í Buikwe í gær til marks um upphaf verkefnisins. Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins flutti við það tækifæri ávarp og fór nokkrum orðum um verkefnið og stuðning Íslands við menntamál í Úganda á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þróunaráætlunar stjórnvalda í Úganda. Sú áætlun felur í sér markmið um að landið verði komið í hóp millitekjuríkja árið 2040.</p> <p>„Við teljum að upplýstur almenningur sé fyrsta skrefið að sjálfbærri þróun, ásamt stuðningi við mannréttindi og virðingu í garð allra, en þessi gildi eru lykilatriði í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu,“ sagði Finnbogi Rútur og minnti verktaka á að fjármögnun skólabygginganna væri komin frá íslensku þjóðinni.</p> <p>Í hverjum og einum skóla verða byggðar skólastofur, skrifstofuaðstaða fyrir stjórnendur, eldhús, kennarahús og salerni.</p> <p><span>Byggingaframkvæmdum á að vera lokið fyrir árslok.</span></p>

21.08.2020Auglýst eftir ráðgjöfum í alþjóðlegt þróunarsamstarf

<span></span> <p><span style="color: #4a4a4a; background: white; font-family: 'Fira Sans', serif;">Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir ráðgjöfum, jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum, til að sinna verkefnum á sviði fiskimála, jafnréttismála, landgræðslu og sjálfbærrar orku í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Þessir málaflokkar eru áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og tæknileg aðstoð á þessum sviðum er hluti af þróunarframlagi Íslands.</span><span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans', serif;"><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Ekki er um skilgreind verkefni að ræða á þessu stigi heldur er um ráðgjafalista og mun umfang og eðli verkefna ráðast af eftirspurn frá samstarfsaðilum, svo sem alþjóðastofnunum. Ríkiskaup hefur umsjón með skráningu á ráðgjafalistana og nú eru fimm auglýsingar fyrir ráðgjafaskráningu aðgengilegar á&nbsp;</span></span><a href="http://utbodsvefur.is/?design" style="text-align: start;"><span style="color: #5a5e61; background: white; font-family: 'Fira Sans', serif;">http://utbodsvefur.is/</span></a><span style="color: #4a4a4a; background: white; font-family: 'Fira Sans', serif; text-align: start;">.</span><span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans', serif;"><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Þau sérfræðisvið sem sérstaklega er óskað eftir, mótast af framboði og eftirspurn frá samstarfsaðilum. Einungis er óskað eftir sérfræðingum sem uppfylla skilyrði A og B ráðgjafa:</span><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">A: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 20 ára reynslu í faginu.</span><br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">B: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 10 ára reynslu í faginu.</span><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Verkefnin verða unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá samstarfsaðilum, svo sem verkefnisteymum Alþjóðabankans eða öðrum alþjóðlegum samstarfsstofnunum. Verk geta verið af öllum stærðargráðum en búist er við að algengt verði að verkefni verði á bilinu 50-200 tímar. Utanríkisráðuneytið heldur utan um skrá áhugasamra ráðgjafa og fyrirtækja og gerir staðlaðan samning um verkefni beint við viðkomandi fyrirtæki/einstakling.</span><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Skráning á listann tryggir ekki að viðkomandi fyrirtæki/ráðgjafi fái verkefni.</span></span></p>

20.08.2020Styrkur til Aurora velgerðarsjóðs vegna leirkeraverkstæðis í Sierra Leone

<span></span> <p>Aurora velgerðarsjóður hefur á síðustu misserum byggt upp ásamt samstarfsaðilum leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone, í þeim tilgangi að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna. Þar hefur einnig verið settur á laggirnar skóli þar sem nemendur læra að verða leirkerasmiðir. Utanríkisráðuneytið skrifaði á dögunum undir samning við sjóðinn um samfjármögnun til frekari uppbyggingar á verkstæðinu, Lettie Stuart Pottery (LSP).</p> <p>Verkefnið kallast&nbsp;Handleiðsla og felur í sér fyrstu skrefin í sjálfbærum rekstri leirkeraverkstæðisins. „Með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu fær Aurora liðsinni tveggja frábærra leirkerasmiða, Guðbjörgu Káradóttur og Péter Korompai, sem koma til með að dvelja á verkstæðinu samanlagt í þrjá mánuði við handleiðslu og rannsóknir,“ segir Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri sjóðsins. Hún segir að þau hafi bæði áður unnið fyrir Auroru, veitt mikilvægan stuðning við að koma verkstæðinu á laggirnar og aðstoðað við keramikskólann.</p> <p>„Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi sem er landlægt í Sierra Leone. Hráefni til framleiðslu og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi leirkerasmiði í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og handverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar. Með þessu verkefni er komið inn á fjölmörg heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, einkum markmið 4, 8 og 9 um menntun fyrir alla, góða atvinnu og hagvöxt og nýsköpun og uppbyggingu,“ segir Regína.</p> <p>Leirkeraverkstæðið er að sögn hennar mjög einstakt og ekki mörg verkstæði í Afríku sem státa af getu til hábrennslu og þekkingu heimamanna til að búa til góða keramikvöru. „Þetta verkefni er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu og taka hana á næsta stig. Vörur eru handunnar í Sierra Leone úr hráefni frá nærumhverfinu og eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu núna þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari. Því er við að bæta að <span>hægt er að kaupa vörur framleiddar á verkstæðinu á Íslandi. Hönnunin er íslensk en munirnir alfarið framleiddir í Sierra Leone.</span>“</p> <p>Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA) er samstarfsaðili Auroru í Sierra Leone og rekur verkstæðið.</p> <p>Verkefnið er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og var umsóknarfrestur var til 31. mars. Nánar má lesa um samstarfið á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins.</p>

19.08.2020Mikil fjölgun árása á fólk í mannúðarstörfum – 125 létust í fyrra

<p>Í dag, á alþjóðlega mannúðardaginn, heiðrar heimurinn alla þá fjölmörgu sem sinna mannúðarmálum og telja ekki eftir sér að leggja tíma sinn og krafta af mörkum til liðsinnis við þá sem þurfa á stuðningi að halda. Í dag á þetta ekki hvað síst við um þá sem bjóða fram aðstoð sína í yfirstandandi heimsfaraldri kórónaveirunnar.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á allsherjarþinginu árið 2009 að helga sérstakan dag ár hvert ósérhlífnu framlagi þeirra sem starfa að mannúðarmálum en 19. ágúst árið 2003 var varpað sprengjum á byggingu Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Frá þeim tíma hafa hartnær fimm þúsund einstaklingar við mannúðarstörf ýmist týnt lífi, verið særðir eða brottnumdir. Á síðustu tíu árum hefur orðið 117 prósent fjölgun árása miðað við áratuginn á undan.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9ZAwmEtS_6I" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Síðasta ár var það ofbeldisfyllsta í sögunni, þá var ráðist að starfsfólki í mannúðarstörfum í 483 árásum þar sem 125 létust, 234 særðust og 124 voru numdir á brott. Aukningin er 18 prósent milli ára.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að þeir fyrstu sem gefa sig fram í mannúðarstörf eru oft á tíðum sjálfir í nauð, flóttafólk, félagar í frjálsum félagasamtökum og heilbrigðisstarfsfólk á viðkomandi svæði. Þeir komi færandi hendi með mat, veiti skjól, heilbrigðisþjónustu, vernd og von, til annarra í átökum, á flótta, í hörmungum og veikindum. Þeir hætti oft lífi sínu til að bjarga lífi annarra.</p> <p><a href="https://www.worldhumanitarianday.org/http://" target="_blank">Vefur alþjóðadagsins – World Humanitarian Day</a></p>

19.08.2020Sparnaðaraðgerðir í mæðravernd ávísun á mæðradauða í stórum stíl

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar áætla að sparnaðaraðgerðir í mæðravernd sem fátækari ríki hafa gripið til í þeim tilgangi að stemma stigu við kostnaði vegna COVID-19 komi til með að kosta allt að 113 þúsund konur lífið. Þetta kemur á <a href="https://unwomen.is/i-faraldri-skerdist-adgengi-kvenna-ad-heilbrigdisthjonustu/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women sem vekur athygli á því að reynsla af áhrifum faraldra sýni að þeir leggjast af meiri þunga á konur og jaðarsetta hópa en karla. </p> <p>Nýlegar úttektir og rannsóknir sýna, segir UN Women, að á tímum útgöngubanns hafi heimilisofbeldi aukist gríðarlega, barnshafandi konum hafi verið vísað frá fæðingardeildum sjúkrahúsa vegna skorts á rými eða starfsfólki, konur sem starfi við heimilishjálp hafi orðið útundan í efnahagslegum aðgerðaráætlunum ríkisstjórna, og með langvarandi lokunum skóla hafi vinnuframlag kvenna tvöfaldast í faraldrinum. Þá séu konur líklegri til að missa atvinnuna en karlmenn.</p> <p>„Skæðir veirufaraldrar á borð við COVID-19, zika og ebólu ógna ekki aðeins heilsu fólks, heldur hafa þeir neikvæð áhrif á stöðu og réttindi kvenna og jaðarsettra hópa. Strax í vor vöktu ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna athygli á skuggafaraldri sem geisaði samhliða COVID-19. Umræddur skuggafaraldur var heimilisofbeldi sem jókst til muna meðan á samkomutakmörkunum stóð en hafði þá lítið verið rætt um,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>Þar segir enn fremur að þegar ebólufaraldur geisaði í Sierra Leone árið 2014 hafi strax mátt greina neikvæð áhrif faraldursins á líf kvenna. „Eftir því sem smitum fjölgaði í landinu, varð tíðni mæðra- og ungbarnadauða hærri. Sjúkrahús lokuðu fæðingardeildum sínum í þeim tilgangi að sinna smituðum og því neyddust margar konur til þess að fæða án aðstoðar fagfólks. Í lok faraldursins höfðu 3.589 látist af ebólu, en um 3.500-4.900 fleiri konur og börn létust við barnsburð en á árunum fyrir 2014.“</p> <p>„Það er gríðarlega mikilvægt að raddir allra fái að heyrast þegar tekist er á við veirufaraldur. Viðbragðsáætlanir sem taka einungis mið af þörfum afmarkaðra hópa auka aðeins á mismunun og ójöfnuð í samfélögum,“ segir í frétt UN Women.</p>

18.08.2020Óttast að tíu milljónir barna hætti alveg í skóla fyrir árslok

<span></span> <p>„Yfirvofandi efnahagssamdráttur á heimsvísu og aukin fátækt vegna heimsfaraldursins gætu leitt til þess að nærri tíu milljónir barna neyðist til að hætta alveg í skóla fyrir árslok og milljónir munu verða eftir á í námi,“ segir í yfirlýsingu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem birtist víða í dagblöðum í morgun, meðal annars Fréttablaðinu. „Með því að fara ekki í skólann tapast líka skólamáltíðir; nærri 350 milljónir barna missa einu heitu máltíðina sem þau fá daglega. Truflun á námi hefur alvarlegar langtímaafleiðingar, einkum fyrir viðkvæmustu hópana, t.d. stúlkur, flóttafólk, vegalaus börn og farandbörn og þá sem lifa með fötlun. Fyrir þessa hópa er menntun oft líflína,“ segir í yfirlýsingunni.</p> <p>Þar segir í upphafi að tilhlökkun fylgi fyrsta skóladegi nýs skólaárs, yfirleitt blönduð kvíða og eftirvæntingu vegna ársins sem fram undan er. „Vegna COVID-19 heimsfaraldursins var skólum lokað í skyndi og því hefur það sérstaka þýðingu „að fara aftur í skólann“ þetta haustið. Norrænir nemendur eru lánsamir enda þótt ekki sé víst að þeir kunni að meta það að vera dregnir á fætur til að koma sér í skólann. Ráðstafanir til að hefta framrás COVID-19 leiddu til þess í apríl að skólum var lokað fyrir 1,6 milljörðum barna og ungmenna eða um 90% af heildarfjölda nemenda í heiminum öllum. Þessi fjöldi bætist við þær 250 milljónir barna sem voru ekki í skóla áður en heimsfaraldurinn hóf innreið sína.“</p> <p>Norrænu ráðherrarnir segja að á þessum erfiðu tímum sé mikilvægt að standa vörð um fjárframlög til menntunar á meðan COVID-19 krísan standi yfir og auka, þar sem hægt sé, opinber framlög til menntunar til að tryggja að öll börn hafi ókeypis aðgang að góðri menntun eigi síðar en 2030, í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. „Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróunarsamvinnu okkar,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/08/18/Aftur-i-skolann-i-midjum-heimsfaraldri-Menntun-fyrir-alla-alltaf-og-alls-stadar/">hér</a>&nbsp;í heild.</p> <p>Undir yfirlýsinguna skrifa Peter Eriksson ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Svíþjóð, Rasmus Prehn ráðherra þróunarsamvinnu í Danmörku, <span></span>Ville Skinnari ráðherra þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipta í Finnlandi, Dag-Inge Ulstein ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í Noregi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </p>

18.08.2020Börn myrt í tugatali í árásum á skóla og heilsugæslustöðvar

<span></span> <p>Árásir á skóla og heilbrigðisstofnanir hafa aukist frá því í vor í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Gerðar voru meðal annars árásir á tvær heilsugæslustöðvar sem reknar eru af Barnaheillum – Save the Children. Samkvæmt <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/gleymda-stridid-80-born-myrt-i-kongo" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef íslensku samtakanna hafa 83 börn verið myrt af árásarhópum frá því í apríl. Þá hefur kynferðisofbeldi gegn börnum einnig aukist mikið á svæðinu.</p> <p>Í fréttinni segir að átökin í landinu hafi staðið yfir í fjölda ára en hafi í maí náð hámarki í Ituri héraði, í austurhluta landsins. „Meira en 300 þúsund manns, börn í meirihluta, hafa flúið átökin í Ituri á þessu ári, sem er eitt fátækasta og óöruggasta svæði landsins. Fólksflutningar þessir hafa sett mikið álag á starf Barnaheilla á svæðinu en erfitt hefur reynst að koma aðstoð og birgðum til flóttafólks,“ segir í fréttinni. </p> <p>„Vegna átakanna getum við ekki fylgst almennilega með veikum og vannærðum börnum. Börn eru því að deyja úr hungri,” segir Dr. Macky Manseka, verkefnastjóri mannúðaraðstoðar Save the Children í Kongó.</p> <p>Meirihluti flóttafólks hefur að sögn Barnaheilla – Save the Children ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni eða hreinlætisvörum, en mesta útbreiðsla farsótta er í Ituri héraði. Heilbrigðisþjónusta í Ituri héraði er mjög takmörkuð og hafa um 22 heilbrigðisstofnanir verið eyðilagðar í átökunum og þar með hafa stórar birgðir af bóluefni skemmst. Að auki hafa um 160 skólar verið sprengdir upp og eyðilagðir.</p> <p>Skortur á aðgengi að húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun, gerir börn berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun. ,,Aðstæður barna eru að versna með hverjum deginum. Við verðum að tryggja að þessi börn geti snúið aftur í skólann og að fjölskyldur þeirra geti fengið heilbrigðisþjónustu," segir Malik Allaouna, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Kongó. </p> <p>Átökin í Kongó hafa oft verið kölluð&nbsp;„gleymda stríðið“&nbsp;vegna þess hversu takmarkaða fjölmiðlaathygli átökin hafa fengið en í landinu eru rúmlega fimm milljónir manna á flótta innan landamæranna og 15,6 milljónir manna búa við sult. Barnaheill hafa starfað í landinu frá árinu 1994 og hafa aðstoðað hundruð þúsunda barna.</p>

06.08.2020COVID-19: Afleiðingarnar alvarlegri en sjúkdómurinn fyrir börn

<span></span> <p>Þótt börn séu ekki mörg meðal þeirra rúmlega 700 þúsund einstaklinga sem látist hafa af völdum COVID-19 deyja þúsundir barna vegna óbeinna afleiðinga faraldursins og milljónir barna eru í lífshættu, einkum vegna vannæringar í fátækjum ríkjum. Alvarlegur misbrestur hefur einnig orðið á lífsnauðsynlegum bólusetningum barna meðal margra þjóða með veikburða heilbrigðiskerfi. Skólaganga er víða í molum og öryggi barna og vellíðan er ógnað. Óttast er að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla.</p> <p>„Mörg börn finna fyrir auknum kvíða og þau verða fyrir ofbeldi í vaxandi mæli bæði innan heimilis og í samfélögum þeirra. Lokun skóla hefur margvísleg neikvæð áhrif, ekki aðeins menntunarlega séð, heldur einnig sálfélagsleg áhrif á viðkvæmu mótunarskeiði. Börnin sem áður bjuggu við erfiðar og hættulegar aðstæður búa nú við enn verri kjör,“ segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna World Vision – <a href="https://www.wvi.org/sites/default/files/2020-08/World%20Vision%20COVID-19%20Emergency%20Response%20100%20Days%20On_fnl.pdf" target="_blank">100 Days On, COVID-19 Emergency Response</a>.</p> <p>Greiningar samtakanna í 24 ríkjum Afríku sunnan Sahara, Asíu og Suður-Ameríku sýna að aðstæður barna versna hratt, tugir milljóna heimila hafa takmarkaðar eða engar matarbirgðir, börn eru neydd til að vinna eða betla og stúlkur eru í vaxandi mæli seldar í hjónabönd, svo dæmi séu nefnd.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, óttast að 6,7 milljónir barna yngri en fimm ára bætist í hóp hættulegra vannræðra barna á þessu ári vegna félagslegra og efnahagslegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins. Samkvæmt greiningu sem birt var í læknatímaritinu The Lancet á dögunum eru 80 prósent þessara barna frá Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu.</p> <p>„Liðnir eru sjö mánuðir frá því fyrstu COVID-19 tilvikin voru tilkynnt og það verður æ ljósara að afleiðingar heimsfaraldursins valda börnum meiri skaða en sjúkdómurinn sjálfur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún nefnir að fátækt heimila og fæðuóöryggi hafi aukist, matvælaverð hafi hækkað mikið og hollustu í fæði barna hafi hrakað með tilheyrandi fjölgun vannærðra barna.</p> <p>Áður en kórónaveirufaraldurinn gaus upp voru 47 milljónir barna í heiminum greind með vaxtarhömlun en að óbreyttu gætu þeim börnum fjölgað upp í 54 milljónir á þessu ári, sem yrði metfjöldi á þessari öld. Í greiningunni í Lancet kemur fram að algengi vaxtarhömlunar meðal barna yngri en fimm ára gæti aukist um 14,3 prósent í lág- og millitekjuríkjum á þessu ári vegna COVID-19. „Slík aukning á vannæringu barna gæti þýtt yfir tíu þúsund dauðsföll til viðbótar á hverjum mánuði og helmingur þeirra yrði í Afríku sunnan Sahara,“ segir UNICEF.</p> <p>Samkvæmt greiningunni gæti dauðsföllum barna yngri en fimm ára fjölgað um 128.605 á árinu vegna óbeinna afleiðinga farsóttarinnar.</p>

05.08.2020Rauði krossinn: Neyðarsöfnun fyrir Beirút

<span></span><span></span> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi tekur þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna hamfarasprenginga í Beirút, höfuðborg Líbanon og hefur hafið neyðarsöfnun eftir sprengingarnar á hafnarsvæði borgarinnar í gær. Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-fyrir-beirut" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi segir að staðfest sé að yfir eitt hundrað séu látin og yfir fjögur þúsund særð en óttast sé að tölur um fjölda látinna og særðra hækki, því enn sé margra saknað.</span></p> <p><span>„Talið er að allt að þrjú hundruð þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunum og ljóst er að þörfin fyrir aðstoð er gríðarleg. Þá ber að hafa í&nbsp;huga að Líbanon er það ríki sem hýsir hæsta hlutfall flóttafólks í heimi miðað við höfðatölu. Um fjórðungur íbúa er flóttafólk og þar af er rúm 1,5 milljón manns frá Sýrlandi. Þessar hamfarir koma að auki ofan í COVID-19 faraldurinn og óttast er að sú ringulreið sem skapast hefur í kjölfar sprengingarinnar kunni að valda aukningu í smitum, m.a. vegna þess hve illa gengur að sinna persónulegu hreinlæti og viðhafa fjarlægðartakmörk," segir í fréttinni.&nbsp;</span></p> <p><span>Sprengingarnar ollu gríðarlegum skemmdum á höfninni og stóru svæði allt frá miðborg Beirút í úthverfi borgarinnar. Sprengingarnar samsvöruðu 4,5 stiga jarðskjálfta á Richter og var a.m.k. önnur sprengingin það öflug að hljóðbylgjan barst til Kýpur í 240 km fjarlægð frá Beirút. Miklar skemmdir eru á byggingum og innviðum og samgöngur í borginni eru erfiðar þar sem glerbrot og byggingarbrak teppa götur.</span></p> <p><span>Rauði krossinn í Líbanon virkjaði strax neyðarkerfi sitt og er í framlínu aðgerða á vettvangi. Félagið vinnur í kappi við tímann við að bjarga mannslífum, en hefur ekki undan að flytja látna, særða og slasaða af vettvangi auk þess sem sjúkrahús eru yfirfull.</span></p> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur unnið að því undanfarin ár að efla neyðarheilbrigðisþjónustu Rauða krossins í Líbanon með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Sú þjónusta nýtist vel á stundum sem þessum og tryggir betri og samfelldari aðhlynningu, m.a. með rafrænu skráningarkerfi fyrir sjúklinga. Starfsfólk sjúkrabíla Rauða krossins eru að mestum hluta sjálfboðaliðar.</span></p> <p><span>Hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða krossins um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.</span></p> <p><span>Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.</span></p>

05.08.2020Sjúkrahús yfirfull í Beirút og slösuðum börnum vísað frá

<span></span> <p><span>Talið er að um helmingur bygginga í borginni hafi eyðilagst og um 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunum í Beirút í gær. Sjúkrahús í borginni eru strax orðin yfirfull og hafa ekki bolmagn til að veita öllum þá læknisaðstoð sem þeir þurfa á að halda. Herinn hefur brugðist við og sent lækna inn á svæðið og sinnt slösuðum á götum borgarinnar.</span></p> <p><span>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/sjukrahus-yfirfull-i-beirut-og-slosudum-bornum-visad-fra" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum – Save the Children segir að svæðisskrifstofa samtakanna í Beirút sé &nbsp;í aðeins fimm kílómetra fjarlægð frá upptökum sprenginganna og að skrifstofan hafi orðið fyrir miklum skemmdum. „Viðbragðsteymi Save the Children brást skjótt við og vinnur nú hörðum höndum að því að veita aðstoð við að koma fólki upp úr rústunum,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Einn af starfsmönnum Save the Children, Nour Wahid, býr í 10 mínútna fjarlægð frá höfninni þar sem sprengingarnar voru. Hann var staddur heima við ásamt fimm frænkum og frændum sem voru að leika sér úti á svölum þegar sprengingin varð. „Öll börnin öskruðu og hlupu inn þegar byggingin fór að titra og rúður brotnuðu. Allir slösuðust. Við fórum á spítalann, sem var yfirfullur af fólki. Við vorum send heim, því það þurfti að forgangsraða meiðslum,“ sagði hann.</span></p> <p><span>Margir eru alvarlega slasaðir og í dag hafa yfir 100 dauðsföll verið staðfest, en framkvæmdastjóri Save the Children í Líbanon, Jad Sakr, segir að raunveruleg tala látinna mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkra daga.</span></p> <p><span>„Við munum ekki vita hversu margir hafi látist fyrr en eftir nokkra daga. Við vitum að þetta ástand hefur gríðarleg áhrif á börn, þar sem mörg þeirra eru í áfalli, hafa særst eða jafnvel verið skilin að frá foreldrum sínum. Við munum vinna með hagsmuni barnanna að leiðarljósi og styðja við stjórnvöld í þessum hörmungum. Það er nauðsynlegt að börn og fjölskyldur þeirra fái aðgang að læknis- og sálfræðiaðstoð,“ segir hann.</span></p> <p><span>Sprengingin í Beirút bætir gráu ofan á svart varðandi það slæma ástand sem er í landinu. Samfélagið þjáist af áhrifum Covid-19, efnahagsörðuleikum og pólitískum óróleika. Einnig hefur höfnin í Beirút verið mikilvæg fyrir samfélagið því meirihluti matvæla og eldsneytis hafa komið inn í landið í gegnum hana. Fjölskyldur munu strax finna fyrir skorti á nauðsynjum vegna þessa hörmunga,“ segir Jad Sakr.</span></p>

04.08.2020Ísland aðstoðar Malaví í baráttunni við kórónuveiruna

<span>Kórónaveiran geisar nú í Malaví þar sem 3600 manns hafa smitast af COVID-19 og nær hundrað manns látist á síðustu mánuðum. Íslensk stjórnvöld hafa veitt sérstakan stuðning við uppbyggingu heilbrigðisinnviða og forvarnir í samstarfshéraðinu Mangochi þar sem um hundrað tilfelli kórónuveirusýkingar hafa nú verið greind.<br /> &nbsp;<br /> Íslensk stjórnvöld hafa unnið að þróunarverkefnum með stjórnvöldum í Malaví í yfir þrjá áratugi. Íslensk stjórnvöld styðja við grunnþjónustu héraðsyfirvalda í Mangochi-héraði á sviði heilbrigðismála, menntamála og vatns- og hreinlætis. Mangochi er annað fjölmennasta hérað Malaví, með rúmlega eina milljón íbúa og hafa rúmlega 100 tilfelli kórónuveirusýkingar verið staðfest þar. Mangochi liggur við landamæri Mósambík og hafa margir farandverkamenn úr héraðinu sem stunda vinnu í Suður-Afríku snúið aftur heim, stór hluti smitaður af kórónuveirunni.<br /> &nbsp;<br /> Frá því í aprílbyrjun hefur sendiráð Íslands í Lilongwe stutt við aðgerðaáætlun héraðsyfirvalda við að undirbúa heilbrigðisinnviði og efla forvarnir gegn COVID-19 í héraðinu um 13 milljónir króna, sem er stærsta einstaka framlag til COVID-viðbragða héraðsins. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa til að mynda nýtt stuðning Íslands til að styrkja upplýsingaflæði til héraðs- og sveitarstjórnaryfirvalda, til kaupa á ýmiskonar öryggis- og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem og prófunarbúnaði fyrir héraðssjúkrahúsið. Hátt í þúsund heilbrigðisstarfsmenn á sextíu heilsugæslustöðvum í héraðinu hafa enn fremur fengið reglulegar upplýsingar, þjálfun og kennslu um hvernig bregðast skuli við COVID-19 auk nauðsynlegs hlífðarbúnaðar.<br /> &nbsp;&nbsp;<br /> „Við erum Íslandi afar þakklát fyrir bæði fjárhagslegan stuðning og ráðgjöf við undirbúning COVID-viðbragsáætlunar héraðsins“, sagði Dr. Kondwani Mamba yfirmaður lýðheilsumála í Mangochi héraði um þetta samstarf. „Með stuðningi Íslands hefur héraðið okkar geta brugðist vel og tímanlega við og sett í gang mikilvægar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar“.<br /> &nbsp;<br /> Ísland hefur enn fremur aðstoðað heilbrigðisyfirvöld í Mangochi við að koma réttum og uppfærðum upplýsingum til heilbrigðisnefnda í þorpum með því að gefa þrjú hundruð útvarpstæki sem dreift var til 99 heilbrigðisnefnda. Útvörpin, sem eru knúin sólarorku og virka einnig sem lampar. Þeim er ætlað að styðja við upplýsingagjöf til íbúa í sveitunum um hvernig best sé að forðast smit. Þetta framlag Íslands er hluti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við EnDev Malaví, sem er verkefnastoð þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar GiZ, sem rekur þriggja ára verkefni um aukna notkun endurnýjanlegrar orku í Mangochi-héraði.&nbsp;&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

27.07.2020Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir ráðgjöfum á lista

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir ráðgjöfum, jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum, til að sinna verkefnum á sviði fiskimála, jafnréttismála, landgræðslu og sjálfbærrar orku í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Þessir málaflokkar eru áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og er tæknileg aðstoð á þessum sviðum hluti af þróunarframlagi Íslands. <br /> <br /> Ekki er um skilgreind verkefni að ræða á þessu stigi heldur er um ráðgjafalista og mun umfang og eðli verkefna ráðast af eftirspurn frá samstarfsaðilum s.s. alþjóðastofnunum. Ríkiskaup hefur umsjón með skráningu á ráðgjafalistana og eru nú fimm auglýsingar fyrir ráðgjafaskráningu aðgengilegar á <a href="http://utbodsvefur.is/">http://utbodsvefur.is/</a>.<br /> <br /> Þau sérfræðisvið sem sérstaklega er óskað eftir, mótast af framboði og eftirspurn frá samstarfsaðilum. Einungis er óskað eftir sérfræðingum sem uppfylla skilyrði A og B ráðgjafa:<br /> <br /> A: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 20 ára reynslu í faginu. <br /> B: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 10 ára reynslu í faginu.<br /> <br /> Verkefnin verða unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá samstarfsaðilum s.s. verkefnisteymum Alþjóðabankans eða öðrum alþjóðlegum samstarfsstofnunum. Verk geta verið af öllum stærðargráðum en búist er við að algengt verði að verkefni verði á bilinu 50-200 tímar. Utanríkisráðuneytið mun halda utan um skrá áhugasamra ráðgjafa og fyrirtækja og gera staðlaðan samning um verkefni beint við viðkomandi fyrirtæki/einstakling.<br /> <br /> Skráning á listann tryggir ekki að viðkomandi fyrirtæki/ráðgjafi fái verkefni.<br /> &nbsp; &nbsp;<br /> <br /> <br /> <br /> <br />

17.07.2020Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. Ný skýrsla greinir frá því að rúmlega eitt prósent mannkyns standi nú frammi fyrir nauðungarflutningum, eða 1 af hverjum 97 einstaklingum, og sífellt færri af þeim sem flýja heimili sín geti snúið þangað aftur.</p> <p>Árleg skýrsla&nbsp;Flóttamannastofnunarinnar&nbsp;um&nbsp;<a href="https://www.unhcr.org/globaltrends2019/">Þróun á heimsvísu</a> greinir frá því að við lok 2019 hafi fordæmalaus fjöldi einstaklinga verið á flótta, eða 79,5 milljónir. Þetta er hærri tala en Flóttamannastofnunin hefur nokkurn tíma áður séð.</p> <p>Í skýrslunni er einnig bent á minnkandi líkur flóttafólks til að komast úr erfiðum aðstæðum. Á tíunda áratug síðustu aldar sneru að meðaltali 1,5 milljónir flóttamanna heim á ári hverju. Undanfarinn áratug hefur þeim fækkað niður í um það bil&nbsp;385 þúsund. <span></span></p> <p>„Við stöndum nú frammi fyrir breyttum aðstæðum þar sem nauðungarflutningar eru ekki aðeins algengari, heldur eru þeir ekki lengur aðeins&nbsp;skammvinnir&nbsp;eða tímabundið ástand,“ segir&nbsp;Filippo&nbsp;Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Ekki er hægt að ætlast til þess að fólk búi við óvissu um árabil og hafi hvorki möguleika á að fara heim til sín né von um að skapa sér líf á nýjum stað. Í grundvallaratriðum þurfum við að tileinka okkur nýtt og opnara viðhorf gagnvart öllum sem eru á flótta ásamt því að leggja aukinn kraft í að leysa átök sem standa yfir árum saman og eru orsök mikilla þjáninga.“</p> <p><strong>Átta staðreyndir um nauðungarflutninga</strong></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að minnsta kosti&nbsp;100 milljónir einstaklinga&nbsp;neyddust til að flýja heimili sín undanfarinn áratug og leita hælis annað hvort innan eða utan heimalandsins. Þetta eru fleiri en nemur öllum íbúafjöldi Egyptalands sem er fjórtánda fjölmennasta land heims.</li> <li>Nauðungaflutningar hafa næstum tvöfaldast&nbsp;frá 2010 (41 milljón þá, 79,5 milljónir nú).</li> <li>80 prósent&nbsp;af vegalausum einstaklingum eru í löndum eða á svæðum sem glíma við mikið fæðuóöryggi og næringarskort – mörg þessara landa standa frammi fyrir hættuástandi vegna loftslagsáhættu eða náttúruhamfara.</li> <li>Rúmlega þrír fjórðu&nbsp;af flóttafólki í heiminum (77 prósent) flýja aðstæður sem hafa staðið yfir í langan tíma, til dæmis aðstæður í Afganistan sem hafa nú verið til staðar í næstum fimmtíu ár.</li> <li>Rúmlega átta af hverjum tíu flóttamönnum (85 prósent) eru í þróunarríkjum, yfirleitt nágrannalandi landsins sem þeir flúðu.</li> <li>Tveir þriðju hlutar einstaklinga sem flúðu yfir landamæri koma frá fimm löndum: Sýrlandi, Venesúela, Afganistan, Suður-Súdan og Mjanmar.</li> <li>Skýrslan um þróun á heimsvísu&nbsp;greinir frá&nbsp;helstu þjóðum þar sem einstaklingar eru vegalausir og á flótta, þar á meðal 5,6 milljónum palestínskra flóttamanna sem fá aðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna.</li> <li>Ein grunnstoð heimsmarkmiðanna fyrir 2030, „Skiljum engin eftir“ („Leave no one behind“), nær nú einnig til flóttafólks, þökk sé&nbsp;nýju undirmarkmiði um flóttafólk&nbsp;sem hagtölunefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í mars á þessu ári.</li> </ul>

16.07.2020COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum

<span></span> <p>Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. Í héraðinu hafa greinst 42 tilvik COVID-19 og samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Úganda er Buikwe meðal þeirra héraða í landinu öllu þar sem flestir hafa greinst með sjúkdóminn. </p> <p>Jenefrances Kagay fulltrúi forseta Úganda í héraðinu lýsti yfir miklu þakklæti til ríkisstjórnar Íslands fyrir „þennan stuðning við að bjarga mannslífum í héraðinu“ og hún þakkaði einnig fyrir stuðning Íslands við þróunarverkefni í héraðinu á sviði menntunar, vatns- og hreinlætismála, og valdeflingar kvenna.</p> <p>Búnaðurinn er að andvirði um 14 milljóna íslenskra króna og felur einkum í sér hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk, meðal annars grímur, hanska, svuntur og stígvél en einnig hitamæla, hreinsiefni og fleira. Mikill skortur hefur verið í Buikwe á slíkum sérhæfðum búnaði og hann dregur meðal annars úr ótta heilbrigðisstarfsfólks við umönnun þeirra sem hafa veikst af COVID-19, eins og Jeanfrances Kagay sagði í ávarpi þegar hún tók á móti gjöfinni frá fulltrúum íslenska sendiráðsins í Kampala.</p>

15.07.2020Sex íslensk félagasamtök fá styrk til þróunarsamvinnuverkefna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sex íslenskra félagasamtaka til átta verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Öll verkefnin koma til framkvæmda í Afríkuríkjum. Hæstu styrkjunum verður að þessu sinni varið til þriggja langtímaverkefna, tveggja á vegum Rauða krossins á Íslandi og eins á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Auk þeirra fá ABC barnahjálp, Aurora velgerðarsjóður, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Stómasamtök Íslands styrki til skammtímaverkefna í Búrkína Fasó, Eþíópíu, Kenía, Sambíu og Síerra Leóne. </p> <p>Rauði krossinn á Íslandi fær styrk til fjögurra ára vegna áframhaldandi verkefnis í Malaví sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga. Verkefnið miðar að því að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu á fimm áherslusviðum: heilbrigði, vatn og hreinlæti, félagslegri aðild og valdeflingu, neyðarvörnum og að lokum uppbyggingu öflugra landsfélags Rauða krossins í Malaví. Einnig hlaut Rauði krossinn á Íslandi styrk til langtíma verkefnis sem snýr að uppbyggingu getu landsfélaga hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Verkefnið nær til landsfélaga Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. </p> <p>Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar koma til framkvæmdar í Kebribeyah héraði í Sómalíufylki í Eþíópíu og hefst á næsta ári. Um er að ræða framhald verkefnis sem styrkt var á árunum 2018-2020 með áherslu á viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum og bætt lífviðurværi íbúa í héraðinu. </p> <p>Af skammtímaverkefnunum eru tvö unnin í Kenía, annars vegar verkefni á vegum ABC barnahjálpar sem snýr að bættri aðstöðu við skóla ABC í Naíróbí og hins vegar verkefni Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um styrkingu innviða í framhaldsskólum á vegum samtakanna. Aurora velgerðarsjóður hlýtur nýliðastyrk til verkefnis í Síerra Leóne sem snýr að endurreisn leirkeraverkstæðisins Lettie Stuart Pottery með áherslu á sjálfbæran rekstur verkstæðisins og stöðuga atvinnu nemenda. Einnig hljóta Stómasamtökin á Íslandi styrk vegna verkefnis sem snýr að stómaþegum í Sambíu og felur í sér að auka skilning stómaþega sjálfra, heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks á því hvaða þjónustu stómaþegar þurfa að fá og geta vænst innan heilbrigðiskerfa. </p> <p>Íslensk félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og samstarf við ráðuneytið hefur aukist undanfarin ár. Fjölbreytt flóra samtaka er til staðar á Íslandi og félagasamtök gegna oft lykilhlutverki í baráttunni fyrir auknum réttindum og bættum aðbúnaði þeirra sem búa við fátækt og hvers kyns mismunun.</p> <p>Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins. </p> <p>&nbsp;</p>

14.07.2020Líklegt að hungruðum fjölgi um hundrað milljónir á árinu

<span></span> <p>Talið er að 83 til 132 milljónir manna bætist í hóp hungraðra á árinu vegna beinna og óbeinna afleiðinga kórónaveirunnar. Á síðasta ári drógu 690 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk en þeim fjölgar óumflýjanlega á þessu ári og þar með fjarlægist annað heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Frá þessu greinir í nýrri alþjóðlegri árlegri skýrslu um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum – <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/SOFI2020_EN_web.pdf" target="_blank">The State of Food Security and Nutrition in the World.</a></p> <p>Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. „Í árslok 2020 er líklegt að&nbsp;<span></span>COVID-19 heimsfaraldurinn hafi leitt til þess að yfir 100 milljónir manna hafi bæst í hóp hungraðra. Hátt verð og auraleysi hefur líka í för með sér að milljarðar manna á þess ekki kost að neyta heilsusamlegrar næringarríkrar fæðu,“ segir í skýrslunni.</p> <p><span>Skilgreining á sárafátækt miðast við að daglaun séu ekki hærri en 265 krónur íslenskar, eða 1,90 bandarískir dalir. Í skýrslunni eru færðar sönnur fyrir því að heilsusamleg fæða kosti meira en nemur fyrrnefndum viðmiðunarmörkum. Þar segir að þrír milljaðrar manna, eða fleiri, hafi ekki ráð á heilsusamlegu fæði. „Í Afríku sunnan Sahara og í sunnanverðri Asíu gildir þetta um 57% íbúanna – en enginn heimshluti er undanskilinn, hvorki Norður-Ameríka eða Evrópa.“</span></p> <p><span>Skýrslan er gefin út af fimm alþjóðastofnunum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).</span></p>

13.07.2020Óttast að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla

<strong><span></span></strong> <p>Samtökin Save the Children óttast að niðurskurður á framlögum til menntamála og aukin fátækt vegna COVID-19 farsóttarinnar komi til með að hafa þær afleiðingar að 9,7 milljónir barna missi af allri formlegri skólagöngu og enn fleiri dragist aftur úr í námi. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna sem birt var í dag.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni – <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/node/17871/pdf/save_our_education_0.pdf" target="_blank">Save Our Education</a>&nbsp;– er sérstaklega óttast að stúlkur hverfi frá námi og margir þeirra verði neyddar í hjónaband á unga aldri. Einnig er óttast að börn verði vegna fátæktar tekin úr skóla og skipað að fara út á vinnumarkaðinn.</p> <p>Í skýrslunni skora samtökin Save the Children á ríkisstjórnir og framlagsríki að bregðast við þeirri neyð sem menntun í heiminum býr við, með því að fjárfesta í menntun nú þegar skólar opna hver á fætur öðrum eftir að þeim var lokað vegna heimsfaraldursins.</p> <p>„Líkur eru á því að um tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children og bendir á að rannsóknir samtakanna sýni að í tólf löndum, einkum í Vestur- og Mið-Afríku, en einnig í Jemen og Afganistan, sé ástæða til að óttast að börn snúi ekki aftur í skóla, sérstaklega stúlkur.</p> <p>Í öðrum 28 löndum er óttast að einhver hluti barna hverfi algjörlega frá námi. Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla.</p>

13.07.2020Rauði krossinn hlýtur styrk til þriggja mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna

<span></span> <p>Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi hafa skrifað undir samninga vegna þriggja verkefna, tveggja langtíma þróunarsamvinnuverkefna í Afríkuríkjum og verkefnis sem snýr að mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi. </p> <p>Verkefnin eru hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef</a> stjórnarráðsins. </p> <p><strong>Þróunarsamvinnuverkefni í Malaví og víðar í Afríku</strong></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi styrki til tveggja þróunarsamvinnuverkefna, annars vegar í Malaví og hins vegar til verkefnis sem nær til fjögurra landsfélaga Rauða krossins í Afríku. Bæði verkefnin eru til fjögurra ára. </p> <p>Fyrra verkefnið kemur til framkvæmdar í Malaví. Um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefni sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga þar í landi. Verkefnið einblínir á það að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu, vatn og hreinlæti, félagsleg valdefling kvenna, barna og ungmenna, neyðarvarnir og að lokum uppbygging öflugra landsfélaga Rauða krossins í Malaví. Verkefnið bætir aðgengi berskjaldaðs fólks dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu sem m.a. felur í sér aukna mæðra- og ungbarnavernd og bólusetningar fyrir börn undir fimm ára aldri. Þá er aðgengi að öruggu drykkjarvatni stóraukið, fræðsla um mikilvægi hreinlætis efld og við skóla verður komið upp salernum með aðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum til að sinna sínum þörfum. Þá hljóta ungmenni í samfélögunum ýmsa fræðslu og þjálfun í lífsleikni og til þess þau geti stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélögum sínum. Einnig verður lögð áhersla á neyðarvarnir á verkefnasvæðunum en þau verða fyrir tíðum hamförum af völdum loftlagsbreytinga. </p> <p>Seinna verkefnið nefnist „ Brúun hins stafræna bils“ og kemur til framkvæmda í fjórum löndum: Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. Fjölmörg landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans víða um heim glíma við miklar hindranir á sviði upplýsinga og samskiptatækni. Áreiðanleg upplýsinga- og samskiptatækni skiptir sköpum þegar kemur að hjálparstarfi og nú sem aldrei fyrr erum við minnt á mikilvægi tækninnar þegar hjálparsamtök um heim allan þurfa að reiða sig á tækni til þess að miðla upplýsingum um COVID-19 til berskjaldaðra samfélaga og samræma aðgerðir innan samtaka og við aðrar hjálparstofnanir með fjarfundarbúnaði og á samskiptaforritum. Markmið verkefnisins er að gera landsfélögum Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan kleift að stórefla þróunar- og mannúðaraðstoð sína með því að búa yfir og nýta viðeigandi, virka og nútímalega upplýsinga- og samskiptatækni. Íslensk fyrirtæki koma að verkefninu með því að lána sérfræðinga sína í upplýsinga- og samskiptatækni til vinnu í verkefninu að kostnaðarlausu. </p> <p><strong>Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi</strong></p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hlaut á dögunum 27 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. </p> <p>Átökin í Sýrlandi hafa varað í rúm níu ár. Eyðilegging í landinu er gríðarleg og hafa átökin haft í för með sér einn mesta mannúðarvanda síðari tíma þar sem hundruð þúsunda almennra borgara hafa týnt lífi eða særst. Einnig hafa milljónir einstaklinga þurft að þola endurtekinn og langvarandi flótta innan eigin lands. </p> <p>Með styrknum mun Rauði krossinn á Íslandi styðja við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) í Sýrlandi og miðar stuðningurinn að því að vinna gegn stigvaxandi mannúðarvanda íbúa landsins. Leitast er við að tryggja almennum borgurum þá vernd og virðingu sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum, veita öruggan aðgang að grunnþjónustu og gera fólki kleift að endurheimta&nbsp; lífsviðurværi sitt.</p>

30.06.2020Framlag íslenskra stjórnvalda tilkynnt á áheitaráðstefnu vegna átakanna í Sýrlandi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um rúmlega 277 milljón króna framlag íslenskra stjórnvalda vegna átakanna í Sýrlandi á áheitaráðstefnu þann 30. júní. <br /> <br /> "Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í hátt í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að lina þjáningar fórnarlamba átakanna og við munum áfram leggja okkar af mörkum. Við höfum lagt áherslu á að friðsamlegar lausnir og öryggi sýrlensks almennings enda er mikilvægt að tryggja að flóttafólki gefist kostur á að snúa til fyrri heimkynna með sem öruggustum hætti," sagði Guðlaugur Þór. <br /> <br /> Með áheitunum sem tilkynnt voru í dag skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að leggja fram að lágmarki 277 miljónir króna á næstu þremur árum til nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa í Sýrlandi og með sýrlenskum flóttamönnum í nágrannaríkjum Sýrlands, þ.e. UNFPA, UN Women, WFP og svæðasjóðs OCHA í Líbanon og Sýrlandi.

26.06.2020Læknanemum vel tekið í hinu hlýja hjarta Afríku

<p><span>Þrír ungir læknanemar dvöldu í Malaví yfir fjögurra vikna tímabil á fyrri hluta þessa árs við rannsóknir og gagnaöflun fyrir þriðja árs verkefni sín við læknadeild Háskóla Íslands. Þær Eygló Dögg Ólafsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir og Snædís Ólafsdóttir héldu kynningu á lokaverkefnum sínum á dögunum í utanríkisráðuneytinu sem öll sneru að því að skoða gæði ferla og heilbrigðisþjónustu á fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví.</span></p> <p><span>Læknanemunum þremur var vel tekið í hinu hlýja hjarta Afríku eins og íbúar Malaví kalla land sitt gjarnan. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður voru þær Eygló, Ingunn og Snædís nokkuð fljótar að aðlagast. Á hverjum degi vöknuðu þær klukkan tuttugu mínútur yfir fimm, við sólarupprás, líkt og heimafólk, fóru út að skokka, á eina tímanum sem það var bærilegt fyrir ungar íslenskar konur, áður en þær röltu af stað á héraðssjúkrahúsið sem þjónar 1,2 milljónum íbúa þess.&nbsp;</span></p> <h2>Áhugi kviknaði í aukaáfanga í Háskóla Íslands</h2> <p><span>Áhugi læknanemana þriggja á viðfangsefninu, að skilja betur þjónustu við fæðandi konur, nýbura og ungbörn í lágtekjuríki eins og Malaví, kviknaði í áfanga hjá Geir Gunnlaugssyni, prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þann áfanga tóku þær aukalega meðfram skylduáföngum í læknisfræði.</span></p> <p><span><img alt="" src="/library/Heimsljos/myndg.jpg?amp%3bproc=LargeImage" /></span></p> <p><span class="myndatexti">Fyrir utan fæðingardeildina við héraðsspítalann í Mangochi.</span></p> <p><span>Í kjölfarið var haft samband við sendiráð Íslands í Lilongve um möguleikann á því að læknanemarnir fengju að gera rannsókn í Mangochi á sviði mæðra og ungbarnaheilsu í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í héraðinu. Vísað var til fyrra samstarfs Háskóla Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem voru með samstarfssamning um rannsóknarverkefni læknanema í Malaví um árabil. Stærsta verkefni Íslendinga í þróunarsamvinnu í Malaví er verkefnastoð sem Ísland fjármagnar en framkvæmd er af héraðsyfirvöldum í Mangochi-héraði (Mangochi Basic Services Programme II) þar sem markmiðið er að bæta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Innan þess er til að mynda áhersla á uppbyggingu mæðra-og ungbarnaverndar og heilsu og var stórum áfanga náð með opnun nýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra opnaði í janúar 2019. Það þótti því áhugavert að láta reyna á hvernig rannsóknarverkefni þriðja árs læknanema myndi nýtast núverandi nálgun Íslands í þróunarsamvinnu í Malaví</span></p> <p><span>Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi héraði tóku vel í aðkomu nemanna þar sem ljóst var að gagnaöflun og rannsóknir á þessu sviði gætu nýst heilbrigðisyfirvöldum til að auka&nbsp; skilvirkni og bæta gæði heilbrigðisþjónustu sem veitt er á fæðingardeildinni og í ungbarnaverndinni. Auk þess féllu rannsóknartillögur læknanemanna&nbsp; vel að rannsóknaráætlun héraðsins og við starf heilbrigðisyfirvalda á þessu sviði en&nbsp; samstarfið lagði upp með að öll rannsóknarvinna myndi vera á forsendum heilbrigðisyfirvalda og nýtast þeim. Sendiráðið gat auðveldað aðgang að heilbrigðisyfirvöldum héraðsins og fengu læknanemarnir&nbsp; meðleiðbeinendur þar og aðgang að sjúkraskrám og öðrum gögnum eftir að vísindasiðanefnd héraðssjúkrahússins hafði veitt rannsóknunum leyfi. Það hafði aftur á móti ekki gengið þrautalaust fyrir sig.</span></p> <h2>Það hafði enginn hugmynd&nbsp;um hvað við værum að fara að gera</h2> <p><span>„Við vorum í sambandi við spítalann í marga mánuði, vorum búnar að senda lýsinguna á verkefnum okkar og segja hvað við ætluðum að gera. Síðan þegar við erum mættar á svæðið kemur aðili frá rannsóknarnefndinni og spyr: Hvað heitið þið og hvað eruð þið að gera hérna? Það hafði enginn hugmynd um hvað við værum að fara að gera,“ segir Snædís í samtali við Heimsljós.</span></p> <p><span><img src="/library/Heimsljos/fgh.jpg?amp%3bproc=LargeImage" alt="Frá útpósti." /></span></p> <p><span class="myndatexti">Útpóstar eru mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu í Malaví</span></p> <p><span>Spurðar hvort þær hefðu ekki verið stressaðar um að metnaðarfull lokaverkefni sín væru í uppnámi á þessum tímapunkti svara þær allar í kór: „Jú“ og hlægja saman.<br /> „Fyrst héldum við að við værum ekki að fara gera neitt. En svo small þetta saman mjög skyndilega og við vorum beðnar um að mæta á staðinn,“ segir Ingunn.</span></p> <h2>Getur verið upp á líf og dauða</h2> <p><span>Verkefnin þrjú styðja vel hvert við annað og ljóst er að áætlun læknanemana var þaulhugsuð.</span></p> <p><span>Eygló rannsakaði fæðingarþjónustuna á héraðssjúkrahúsinu sem gegnir lykilhlutverki í fæðingarþjónustu héraðsins. Fjórðungur barna héraðsins sem fæðast á heilbrigðisstofnunum almennt fæðist á spítalanum sem framkvæmir einnig tvo þriðju hluta allra keisaraaðgerða í héraðinu en jafnan fæðast um 27 börn á hverjum degi á spítalanum. Niðurstöður rannsóknar Eyglóar benda til þess að það þyrfti að bæta aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og að miðlægur spítali eins og þessi þyrfti að hafa betri birgðakeðju, betri mönnun og aðra skurðstofu enda eru þar framkvæmdar sex aðgerðir á dag þrátt fyrir að þörfin sé meiri.&nbsp;</span></p> <p><span>„Skurðstofan var oft upptekin þegar þörf var á sem getur oft verið upp á líf og dauða hjá konunum,“ segir Eygló.</span></p> <p>Ingunn rannsakaði nýburaþjónustu spítalans. Skortur á gögnum var það sem helsta sem stakk hana, hún komst ekki í nein gögn á tölvutæku formi og virðist sem nýburaþjónustan hafi setið eftir í nýjum tækniuppfærslum spítalans. Segir Ingunn deildina þjóna mörgum og nýtast vel en að hún viti ekki um afdrif allt of margra barna sem þangað koma. Starfsfólkið hafi kvartað undan miklu vinnuálagi, lélegri mönnum og skorti á tækjum til þess að takast á við flókin fyrirburavandamál og að birgðastaða lyfja og aðgengi að tólum og tækjum væri einnig vandamál. Segir Ingunn að 20% barna hafi látist á deildinni á tímabilinu, sem sé allt of hátt hlutfall, oft af völdum fósturköfnunar. Ljóst væri að bætt mönnun og bættur tækjakostur myndi auka gæði þjónustunnar.</p> <p><span><img alt="" src="/library/Heimsljos/image00005%20-%20Copy%20(1).jpg?amp%3bproc=LargeImage" /></span></p> <p><span class="myndatexti">Konur og börn bíða ungbarnaþjónustu við útpóst í þorpi í Mangochi.&nbsp;</span></p> <p><span>„En það er mikil viðleitni hjá starfsfólkinu að nýta það sem það hefur og aðdáunarvert að sjá,“ segir Ingunn.</span></p> <p><span>Snædís rannsakaði ungbarnavernd og fyrirbyggjandi þjónustu fyrir börn, með áherslu á bólusetningar. Segir hún hátt hlutfall barna í Mangochi vera bólusett, aðgengi að þjónustu vera gott og að bólusetningar séu samþykktar af samfélaginu. Þó væru alltaf einhver börn sem ekki væru bólusett eða kláruðu ekki áætlaðar bólusetningar. Kom hún auga á mikilvægi útpósta, er heilbrigðisstarfsmenn fara út í þorpin, í þessum anga heilbrigðiskerfisins, enda væri með þeim verið að ná til þeirra barna sem búa lengra frá spítalanum. Þar færi einnig fræðsla fram fyrir mæður. Vissulega mætti þó bæta aðstæður inni á deildum sem og aðgengi að útpóstum.</span></p> <p><span>„Það mætti til dæmis bæta vegakerfið og útvega starfsmönnum hjól svo þeir komist út í þorpin,“ segir Snædís.</span></p> Læknanemarnir þrír sjá ekki eftir þessu ævintýri sínu og mæla eindregið með því að aðrir láti slag standa. <p><span>„Við munum búa að þessari reynslu mjög lengi. Þetta opnar fyrir okkar nýjan heim,“ segir Ingunn.</span></p> <p><span>„Þetta er mögnuð reynsla að hafa í farteskinu. Ég held að þetta muni einnig nýtast rosalega vel úti og einnig verða til þess að samskiptin á milli Íslands og Malaví styrkjast á hvaða hátt sem er,“ segir Eygló.</span></p> <h2>Vonandi auðveldara að koma málum í farveg</h2> <p><span>Ingunn tekur fram að þær hafi fundið vel fyrir því hversu mikilvægt það var fólkinu í Malaví að það sem þær voru að gera myndi skila sér á einhvern hátt til baka til samfélagsins. Sér í lagi er þær tóku viðtöl. Og það er margt sem mun nýtast úr rannsóknum læknanemana þriggja. </span></p> <p><span>„Það að við höfðum tíma til þess að vinna úr alls konar gögnum sem starfsmenn þarna gefa sér almennt ekki tíma í að skoða mun nýtast. Við unnum upp úr gögnum sem eru til staðar sem vanalega er ekki gert,“ segir Snædís áður en Eygló tekur við.</span></p> <p><span> „Við erum líka búnar að bera kennsl á vandamálin sem fyrir eru og nú er kannski líklegra að eitthvað verði gert í þegar búið er að gefa þetta út, prenta og ræða opinberlega, frekar heldur en að þeir sem stjórna peningunum á spítalanum ákveði að gera eitthvað bara af því að tveir starfsmenn eru búnir að segja ákveðna hluti við stjórnendur á einhverjum tímapunkti. Nú erum við búnar að heyra um margt það sem betur má fara í nokkrum viðtölum, sem auðveldar kannski að koma þessum áherslum okkar í farveg.“<br /> </span></p>

25.06.2020Nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gert nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem unnið hefur verið að í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku auk nýrra samstarfsverkefna á sviði landgræðslu, sjálfbærrar landnýtingar og jafnréttismála í Afríku.</p> <p>Samkomulagið byggir á öðru meginmarkmiða þróunarsamvinnustefnu Íslands um verndun jarðarinnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og er í beinu framhaldi af samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNEP á sviði jarðhita síðan 2012 og undirritun viljayfirlýsingar UNEP og umhverfis- og auðlindaráðherra í september 2019.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í nýja samkomulaginu verður lögð áhersla á að nýta íslenska sérþekkingu í þróunarsamvinnu og sérfræðinga á áherslusviðum samkomulagsins, m.a. með samstarfi við Jafnréttisskóla, Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.</p> <p>„<span>Umhverfismál og sjálfbærni eru leiðarljós í allri okkar þróunarsamvinnu. Við höfum um árabil miðlað af íslenskri sérþekkingu í þágu sjálfbærrar uppbyggingar í þróunarríkjunum og samningurinn við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er liður í því að efla það samstarf enn frekar</span>," segir&nbsp;<span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</span></p> <p>Að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, er ánægjulegt að sjá að landgræðsla komi nú inn í samkomulag stjórnvalda við UNEP.</p> <p>„Eyðing skóga og búsvæða í Afríku ógnar vistkerfum og loftslagi og þess vegna eru náttúrulegar lausnir sem felast í endurheimt tapaðra landgæða og sjálfbærri landnýtingu mikilvægur þáttur í að bæta lífsafkomu fólks og draga úr hnattrænum umhverfisbreytingum.“</p>

23.06.2020Áhrif heimsfaraldurs á opinbera þróunaraðstoð

<p>Ætlað er að 100 til 500 milljónir manna muni nú, beint eða óbeint af völdum COVID-19 heimsfaraldursins, falla undir mörk sárafátæktar samkvæmt alþjóðlegum fátæktarstöðlum og telja sérfræðingar Matvælaaðstoðar SÞ að sá fjöldi fólks sem lifir við hungur muni tvöfaldast. Þetta kom fram á fundi Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þann 19. júní síðastliðinn.</p> <p>Á fundinum var leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á alþjóðasamfélaginu í tengslum við áhrif heimsfaraldursins á opinbera þróunaraðstoð og hvernig auðugri þjóðir heims muni bregðast við auknu ákalli um stuðning.</p> <p>Ljóst er að hagvöxtur á heimsvísu mun dragast verulega saman vegna heimsfaraldursins og hafa lönd innan OECD nú þegar hafið gífurlega umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að örva hagvöxt heima fyrir. En samfara þessu eykst þörfin á þróunaraðstoð verulega, sér í lagi í fátækustu ríkjunum.</p> <p>Sagan hefur sýnt að pólitískur vilji og alþjóðlegar skuldbindingar hafa vegið þyngra en vergar þjóðartekjur þegar kemur að umfangi opinberrar þróunaraðstoðar. Á <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/sites/2dcf1367-en/1/3/1/1/index.html?itemId=%2fcontent%2fpublication%2f2dcf1367-en&%3b_csp_=177392f5df53d89c9678d0628e39a2c2&%3bitemIGO=oecd&%3bitemContentType=book&%3bfbclid=IwAR0k-4UpW-jq6LBRi2_jcjMvJL7b3znbgzd-chKivZaXMzh75NU5Z6rDVJQ">fundi nefndarinnar</a> kom fram að á 60 ára tímabili hafi opinber þróunaraðstoð raunar aukist þrátt fyrir alvarlegar fjármálakreppur sem hrjáð hafa heimsbyggðina.</p> <p>Ísland hefur þegar brugðist við með 276 milljóna króna stuðningi við þróunarlönd vegna COVID-19 með því að bregðast við mannúðaráköllum, samstarfi við alþjóðastofnanir, samstarfslönd og aðila atvinnulífsins. Þá hafa stjórnvöld veitt 250 milljónum til bólusetninga barna, auk þess að veita 250 milljónum til þróunar bóluefnis gegn COVID-19.</p> <h2><strong>Nýsköpun í þróunarsamvinnu til að fást við afleiðingar COVID-19</strong></h2> <p>OECD gaf í dag út <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/docserver/a9be77b3-en.pdf?expires=1592922128&%3bid=id&%3baccname=guest&%3bchecksum=A8B13A4FBCEB0CAC877B12B57DBA0326">skýrslu um nýsköpun í þróunarsamvinnu</a>&nbsp;og hélt af því tilefni vinnufund um þær leiðir sem framlagslönd nýta til að virkja nýsköpunarhugsun til að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins í þróunarlöndum. Undanfarið hefur umfangsmikil vinna farið fram í þessum málaflokki og tók Ísland, ásamt Hollandi og Kanada þátt í jafningjarýni á nýsköpunartengdri þróunarsamvinnu í Svíþjóð í lok síðasta árs. Samhliða því fór fram rýni á starfi Bretlands, Frakklands og Ástralíu, þar sem markmiðið var að kortleggja helstu nálganir og leggja grunninn að heppilegri aðferðafræði fyrir framlagslönd til að virkja nýsköpun með markvissum hætti til að auka hag hinna fátækustu í veröldinni.</p> <p>Margþætt starf fer fram innan ólíkra landa og mörg dæmi um farsæl nýsköpunarverkefni sem hafa bætt hag milljóna manna. Þó er kallað eftir markvissari vinnu til að skapa umgjörð þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði og að samstarf sé ræktað við aðila af ólíku tagi. Þá er aukin áhersla lögð á að læra af nýsköpun og útfæra í ólíku samhengi.</p> <p>Sett hefur verið á laggirnar rafræn nýsköpunarmiðstöð, <a href="https://covid19innovationhub.org/">COVID-19 Innovation Hub</a>, þar sem aðilar deila lausnum og jafnframt er hægt að styrkja einstök nýsköpunarverkefni sem innleidd eru sem hluti af COVID-19 viðbrögðum í þróunarlöndum. Miðstöðin gefur fyrirtækjum, rannsakendum og öðrum aðilum tækifæri til að koma nýsköpunarlausnum á framfæri og fá þær fjármagnaðar til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að vinna gegn afleiðingum COVID-19 faraldursins.</p>

16.06.2020Ísland styður mæðra- og ungbarnavernd í Síerra Leone á tímum COVID-19

<span></span> <p>Vegna nýrra áskorana sem fylgja COVID-19 hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Síerra Leone, með stuðningi frá Íslandi, sett á laggirnar sérstakt verkefni í þágu nýbakaðara mæðra. Verkefnið felst í því að færa þeim sérstakan „mæðrapoka“ með ýmsum nauðsynlegum vörum fyrir þær og börnin, ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum um kórónaveiruna og varnir gegn henni. </p> <p>„Þetta verkefni er gott dæmi um að breyttar aðstæðum á tímum COVID-19 <span></span>sem kalla á breyttar áherslur í þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Verkefnið snýr að því að aðstoða mæður eftir fæðingu við að verja sig og ungbörn sín gegn farsóttinni og um leið að hvetja verðandi mæður að nýta sér fæðingarþjónustu og mæðra- og ungbarnavernd í landi sem hefur einhverja hæstu dánartíðni mæðra í heiminum,“ segir hann.</p> <p>Ein af hverjum sautján konum deyr af barnsförum í Síerra Leone samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum. Af hverjum hundrað þúsund börnum sem fæðast deyja 1,165 mæður.</p> <p>„Við hjá UNFPA í Síerra Leone erum afar þakklát stjórnvöldum á Íslandi og íslenska utanríkisráðuneytinu sem brugðust skjótt við ósk okkar um stuðning við að breyta áherslum í verkefnum okkar vegna nýrra áskorana á tímum kórónaveirunnar. Þessir fallegu „mæðrapokar“ koma örugglega til með að laða konur að heilsugæslustöðum til að fæða,“ segir Kim Eva Dickson læknir hjá UNFPA.</p> <p>Meðal þess sem er að finna í „mæðrapokunum“ eru sápur, handklæði, nærföt, andlitsgrímur, dömubindi, þurrkur og bleyjur.</p> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein fjögurra áherslustofnana Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland hefur síðustu árin unnið með UNFPA í Síerra Leone að forvörnum og lækningu við fæðingarfistli.</p>

15.06.2020Óttast aukinn barnadauða vegna áhrifa farsóttarinnar á heilbrigðisþjónustu

<span></span> <p>„Aukist vannæring meðal barna og dragist yfirstandandi truflanir á lífsnauðsynlegri heilbrigðis- og næringarþjónustu á&nbsp;langinn&nbsp;áætlum við að 51 þúsund börn undir fimm ára aldri gætu látið lífið fyrir árslok 2020,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem felur í sér svarta spá um grunnheilbrigðisþjónustu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.</p> <p>&nbsp;„Heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 er að setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfi á svæðinu. Grunnheilbrigðisþjónusta hefur dregist saman eða raskast verulega í fjölmörgum löndum,“ segja&nbsp;Ted&nbsp;Chaiban yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í&nbsp;Miðausturlöndum og&nbsp;N-Afríku og Dr.&nbsp;Ahmed&nbsp;Al-Mandhari svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í þessum heimshluta í yfirlýsingu sem birtist í morgun. Þeir segja að þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg tilfelli af&nbsp;COVID-19 í börnum á svæðinu sé augljóst mál að heimsfaraldurinn hafi veruleg bein áhrif á börn í þessum heimshluta.</p> <p>Fyrir spár gerðu ráð fyrir að 133 þúsund börn undir fimm ára aldri létust á svæðinu á næstu sex mánuðum. Með þessari aukningu gætu dauðsföllin því orðið alls 184 þúsund og þýða gríðarlega afturför í þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn barnadauða á svæðinu síðustu tvo áratugi.</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/who-unicef-51-thusund-born-gaetu-latid-lifid" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að nokkrir samverkandi þættir geti leitt til þessarar skelfilegu niðurstöðu, að mati Chaiban&nbsp;og&nbsp;Mandhari, þar á meðal mannekla, gríðarlegt álag á heilbrigðisstarfsmönnum og skortur á gögnum, tækjum og tólum. Lokanir, ferðatakmarkanir og efnahagshömlur dragi einnig úr aðgengi íbúa að heilsugæslu. Ótti við smit sem geri það að verkum að mæður og börn eigi á hættu að verða af mikilvægri þjónustu á borð við bólusetningar, meðhöndlun á sýkingum í nýburum og ýmsum barnasjúkdómum, meðgönguvernd, sængurleguþjónustu og næringaraðstoð.</p> <p>„En við getum afstýrt þessari skelfilegu sviðsmynd og hjálpað tugþúsundum barna að fagna fimm ára afmæli sínu með ástvinum og fjölskyldu,“ segir í fréttinni þar sem birtur er aðgerðalisti um breytingar sem WHO og UNICEF kalla eftir: <span></span></p> <ul> <li>Bólusetningar- og næringarverkefni verði örugglega komið á að fullu með tilheyrandi&nbsp;varúðarráðstöfunum&nbsp;gagnvart smithættu og viðeigandi sóttvörnum.</li> <li>Forgangsraða og hafa milligöngu um aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn, sérstaklega þau sem verst standa og eru berskjölduð. Til þess þarf mannskap og hjálpargögn.</li> <li>Útvega þarf neyðarteymum í það minnsta lágmarksbúnað&nbsp;til smitvarna, eins og hlífðarfatnað og hreinlætisvörur.</li> <li>Fjárfesta þarf í skilvirkri opinberri upplýsingagjöf til samfélaganna til að auka traust á heilbrigðiskerfið og hvetja fjölskyldur til að leita sér aðstoðar ef eitthvað kemur upp á.&nbsp;</li> </ul>

12.06.2020Tæplega 800 milljónir til UNICEF á síðasta ári

<span></span><span></span> <p>Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári en UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, UN Women og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). „Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mjög mikils stuðnings miðað við höfðatölu,“ segir í nýrri ársskýrslu landsnefndar UNICEF.</p> <p>Kjarnaframlögin námu tæplega 130 milljónum króna en slík framlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og hjálpa UNCEF að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í ársskýrslu UNICEF.</p> <p>„Fyrir utan hin mikilvægu kjarnaframlög, styður Ísland ýmis verkefni UNICEF víða um heim. Íslenska ríkið styður rausnarlega við mikilvæg vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í Síerra Leóne og Líberíu. Verkefnin snúa bæði að stórum hluta að því að auka verðmæti og gæði fiskafurða og bæta lífsviðurværi þeirra sem í starfa í fiskverkun, en konur eru þar í miklum meirihluta. Styrkur til Síerra Leóne nam rúmum 258 milljónum og til Líberíu um 116 milljónum króna. UNICEF og UNFPA eru í framlínu þeirra sem bregðast við COVID-19 faraldrinum og mun UNICEF leggja fram beiðni um að nýta hluta framlagsins í COVID-19 tengd verkefni,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Utanríkisráðuneytið studdi einnig við þróunar- og mannúðarverkefni í flóttamannabyggðum UNICEF í Úganda um tæpar 95 milljónir króna. Verkefnið nær til yfir 12 þúsund íbúa, bæði flóttamanna og heimamanna og snýr að uppbyggingu vatns- og salernismála. Ráðuneytið studdi einnig við verkefni í Síerra Leóne um rúmar 37 milljónir sem snýr að því að sporna við brottfalli stúlkna úr skólum og bæta hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á blæðingum. Þá styrkti ráðuneytið einnig við verkefni UNICEF í Palestínu á sviði heilbrigðismála um 20 milljónir króna og verkefni UNICEF í Sýrlandi um tæplega 27 milljónir króna. </p> <p>„Til viðbótar við ofantalinn fjárstuðning hafa íslenskt stjórnvöld verið drjúgur bandamaður UNICEF við réttindavörslu barna og þátttöku barna á alþjóðavettvangi og er það afar þakkarvert,“ segir í ársskýrslu UNICEF.</p>

11.06.2020Ísland einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu

<span></span> <p>Íslendingar eru líkt og áður meðal stærstu styrktaraðila Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á heimsvísu miðað við höfðatölu þegar litið er til heildarframlaga frá ríki, almenningi og fyrirtækjum. Þetta kom fram á ársfundi UNICEF á Íslandi í gær,</p> <p>Á fundinum kynnti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, helstu niðurstöður úr&nbsp;<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/final_arsskyrsla_2019_web1_0.pdf">ársskýrslu</a>&nbsp;félagsins sem gefin hefur verið út. Þar má sjá að söfnunarfé UNICEF á Íslandi nam rúmum 727 milljónum króna í fyrra. Eins og undanfarin ár var framlag Heimsforeldra stærsti liðurinn í tekjum landsnefndarinnar, tæp 83%. „Engin önnur landsnefnd UNICEF safnar hlutfallslega hærri framlögum og er það ómetanlegum stuðningi heimsforeldra okkar að þakka,“ segir í <a href="https://unicef.is/island-medal-staerstu-styrktaradila-unicef" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá samtökunum.</p> <p>Stærstum hluta var varið til almenns hjálparstarfs UNICEF í þeim löndum þar sem þörfin er mest, rúmum 493 milljónum króna. Heildarframlög til neyðar á árinu 2019 námu tæpum 13 milljónum króna. Árið 2019 jukust framlög til innanlandsverkefna um tæp 44% og sýnir þessi aukning aukið vægi UNICEF í réttindagæslu og verkefnum tengd börnum á Íslandi.</p> <p>Í ársskýrslunni má einnig lesa að 77% af öllu því fé sem landsnefnd UNICEF á Íslandi safnaði á síðasta ári fór til baráttu UNICEF fyrir réttindum og lífi barna um allan heim. Kostnaður við fjáröflun, kynningarmál, stjórnun og rekstur skrifstofu nam 23 prósentum af söfnunarfé. Það þýðir að af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF á Íslandi á árinu 2019 fór 1 króna í stjórnun, rúmar 3 krónur í kynningarmál og tæpar 19 krónur í að safna næstu 100 krónum og hjálpa enn fleiri börnum.</p> <p>Íslensk fyrirtæki studdu dyggilega við verkefni UNICEF á árinu. Kvika, Lindex og Te &amp; Kaffi voru fremst í flokki samstarfsfyrirtækja árið 2019, en fjöldi fyrirtækja studdi einnig við starf UNICEF með kaupum á Sönnum gjöfum yfir árið.</p> <p>Þegar allt er talið saman, söfnunarfé frá landsnefnd UNICEF á Íslandi auk stuðningi íslenska ríkisins við UNICEF og verkefni stofnunarinnar víða um heim, er Ísland sem heild enn á ný einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu.</p> <p style="padding: 0cm; border: none;">„UNICEF á Íslandi sannaði styrk sinn enn eitt árið. Rúmlega hálfur milljarður króna var sendur utan í hjálparstarf UNICEF, á staði þar sem þörfin er mest,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p>

10.06.2020Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni

<span></span> <p class="MsoNormal">Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku, samkvæmt árlegum lista norska flóttamannaráðsins (NRC) sem birtur var í dag. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning og minnstu athyglina eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. Að mati NRC er óttast að ástandið versni á árinu vegna kórónaveirufaraldursins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/BRvgXwdj8MA" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal">Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins segir að fyrrnefnd átakasvæði í Afríku þar sem milljónir íbúa neyðist til að hrekjast burt af heimilum sínum, séu enn og aftur þau neyðarsvæði í heiminum sem fá minnst fjármagn og minnstu athygli fjölmiðla. „Þrátt fyrir óskaplega neyð og alþjóðleg neyðarköll er enginn að hlusta,“ segir Jan Egland.</p> <p class="MsoNormal"><a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/1260983.pdf" target="_blank">Listinn</a> yfir vanræktustu neyðarsvæðin byggir á greiningu á 40 heimshlutum þar sem fólk neyðist til að flýja vegna átaka. Þrjú viðmið eru lögð til grundvallar: skortur á fjármagni, skortur á athygli fjölmiðla, og pólitískt og diplómatískt áhugaleysi. </p> <p class="MsoNormal">Venesúela er eina landið utan Afríku á listanum en tíu efstu löndin eru þessi: Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Búrkína Fasó, Búrúndi, Venesúela, Malí, Suður-Súdan, Nígería, Miðafríkulýðveldið og Níger.</p>

09.06.2020Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés

<span></span> <p>Kvenréttindafélög og -samtök sem starfrækt eru í ýmsum Arabaríkjum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau taka undir ákall António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19. Í <a href="https://unwomen.is/kvennahreyfing-arabarikja-fer-fram-a-vopnahle/" target="_blank">frétt </a>frá UN Women segir að yfir sextíu samtök hafi skrifað undir yfirlýsinguna, þar á meðal fjölmörg sem starfrækt eru í Sýrlandi, þar sem stríð hefur geisað linnulaust frá árinu 2011.</p> <p>Yfirlýsingin er ákall eftir tafarlausu vopnahléi svo hægt sé að tryggja greiðan aðgang neyðaraðstoðar og lyfja til íbúa á átakasvæðum í Írak, Sýrlandi, Líbíu, Palestínu og Jemen. Stríðsátök hafa lagt innviði þessara landa í rúst og heilbrigðisstofnanir hafa ítrekað verið gerðar að skotmarki í hernaðarlegum tilgangi.</p> <p>„Þetta svæði heimsins hefur gengið í gegnum ótal átök og stríð, sem og yfirstandandi, áratuga langt hernám Ísraela. Átökin hafa hrakið fjölda fólks á flótta og ótal manns hafa látið lífið. Áralöng stríð og mannréttindabrot hafa grafið undan hagkerfum okkar, hrifsað burt lifibrauð okkar og fólkið okkar er umframkomið.&nbsp;Þjáningar kvenna og stúlkna eru um margt verri en karla, því ofan á ótryggt ástand hafa þær þurft að þola aukna mismunun, ofbeldi, þar með talið kynferðislegt ofbeldi, hryðjuverk, mansal og þrældóm, svo fátt eitt sé nefnt. Mannréttindasamtök hafa jafnframt átt undir högg að sækja í þessu ástandi,“&nbsp;segir meðal annars í yfirlýsingunni.</p> <p>Frá því að fréttir af faraldrinum fóru fyrst að berast, hafa ýmis samtök sem starfrækt eru í þessum ríkjum tekið að sér það verkefni að sporna við útbreiðslu COVID-19 með því að koma upp traustu neti sjálfboðaliða sem vinnur að því að miðla upplýsingum um forvarnir til fólks.</p> <p>Óttast er að án vopnahlés muni COVID-19 ýta undir frekari átök á svæðinu og um leið eyða þeim litlu innviðum sem eftir standa. Fái veiran að dreifast óáreitt um svæðin, mun það hafa skelfilegar afleiðingar á íbúa þeirra, en þó sérstaklega viðkvæmustu hópana, þar á meðal börn og eldra fólk.</p> <p>„Vopnahlé og tafarlaus innleiðing gildandi alþjóðlegra sáttmála eru fyrstu skrefin sem stíga þarf í baráttunni gegn COVID-19. Þetta mun ekki aðeins gefa okkur tækifæri til að ná andanum eftir áralöng átök og gefa mannúðarsamtökum færi á að veita þeim sem þurfa neyðaraðstoð og heilbrigðisþjónustu, heldur mun líka opna fyrir möguleikann á samtali. Í stað þess að leggja til aukið fé til áframhaldandi stríðsreksturs, væri hægt að beina fjármunum í forvarnir og uppbyggingu … Faraldurinn hefur ýtt enn frekar undir þörfina fyrir að við, karlar OG konur, setjumst að samningaborðinu og hefjum friðarsamræður strax.“</p>

08.06.2020Nýsköpun fyrir sjálfbært haf yfirskrift dagsins

<span></span> <p><span>Í dag, á alþjóðlegum degi hafsins, er sjónum beint að sjálfbærni hafsins. Yfirskrift dagsins af hálfu Sameinuðu þjóðanna er „Nýsköpun fyrir sjálfbært haf“ og felur í sér áskorun til að styðja frumkvöðla og aðra að setja fram nýjar hugmyndir sem geta leitt til þess að auka sjálfbærni hafsins. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 til að heiðra hafið, minna á mikilvægi þess og verndun.</span></p> <p><span>Efna átti til alþjóðlegrar hafráðstefnu í þessum mánuði í Lissabon en þeirri ráðstefnu var frestað vegna kórónaverufaraldursins. Þar átti að leggja áherslu á alþjóðlegt vísindasamstarf og nýsköpun.</span></p> <p><span>Málefni hafsins eru mikilvægt hagsmunamál Íslands innan Sameinuðu þjóðanna</span><span>. Á síðustu misserum hefur verið unnið að nýjum alþjóðasamningi um vernd og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í úthafinu. Á vettvangi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur áhersla verið lögð á baráttuna gegn ólöglegum og óskráðum fiskveiðum með sérstakri áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Þá hófst á síðasta ári formlegt samstarf við IFAD sjóðinn um sérfræðiaðstoð Íslands við verkefni sjóðsins en hann styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Fulltrúar sjóðsins ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja komu hingað til lands á síðasta ári til að kynna sér bláa hagkerfið og ýmiss konar starfsemi hér á landi sem tengist auðlindum hafsins.</span></p> <p><span>Ísland tekur virkan þátt í starfi&nbsp;ProBlue&nbsp;sjóðs Alþjóðabankans sem vinnur að málefnum hafsins og þróun bláa hagkerfisins en mengun í hafi er sérstakt áherslusvið sjóðsins. Ísland leggur meðal annars til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi. Einnig er vert að nefna að í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu er lögð sérstök áhersla á málefni hafsins.</span></p> <p><span><strong>Græni hópurinn</strong></span></p> <p><span>Íslendingar taka þátt í starfi „græna hópsins“ innan Sameinuðu þjóðanna ásamt fulltrúum Grænhöfðaeyja, Singapúr, Slóveníu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hópurinn undirstrikaði í yfirlýsingu í tilefni dagsins skuldbindingar sínar til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi hafsins og skuldbindingar um að grípa til aðgerða til að varðveita sjálfbærni hafanna.</span></p> <p><span>Í yfirlýsingunni er bent á að hafið nái yfir 70 prósent af yfirborði jarðar með 2,2 milljónum ólíkra tegunda, margra hverra í útrýmingarhættu. Enn fremur segir þar að í yfirstandandi COVID-19 faraldri verði hlutverk hafanna við verndun fæðuöryggis og efnahagslegrar velferðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr.</span></p> <p><span>Græni hópurinn vekur athygli á <a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/merki/?itemid=0b2bf75f-3f2a-11e9-9436-005056bc530c">fjórtánda Heimsmarkmiðinu</a>&nbsp;um líf í vatni sem tekur til verndunar og nýtingar hafsins og auðlinda þess með sjálfbærum hætti í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Þar er meðal annars bent á að undir markmiðinu séu tíu undirmarkmið um hafið, þar af fjögur sem eiga að vera uppfyllt í árslok á þessu ári.</span></p>

05.06.2020Hálfur milljarður króna frá Íslandi í þróun bóluefnis

<span></span> <p><span>Alls söfnuðust 8,8 milljarðar Bandaríkjadala á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í gær en markmiðið var að safna 7,4 milljörðum. </span>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um 500 milljóna króna framlag Íslands á ráðstefnunni.</p> <p><span>Um er að ræða framlag til </span>til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana<span> sem miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við COVID-19. Það var stofnað fyrir rúmum mánuði og markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag.</span></p> <p><span>Framlag Íslands skiptist í tvennt, 250 milljónir króna fara til Gavi og sama upphæð til CEPI (Coalition for Epidemic Preparedness Innovation) sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.</span></p> <p><span>Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) standa að aðgerðabandalaginu og fjöldi ríkja hefur tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess. Þannig hafa Norðmenn heitið milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland heitið hundruð milljóna Bandaríkjadala.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/4Zcoz_c8dYc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Forsætisráðherra lagði í ræðu sinni áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu: „Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einn mikilvægasti þáttur heilbrigðismála og tryggir grunnmannréttindi; réttinn til lífs. Bólusetning færir öllum kynslóðum tækifæri til heilbrigðrar og innihaldsríkrar ævi,“&nbsp;sagði forsætisráðherra í upphafsávarpi sínu. Katrín sat jafnframt fyrir svörum á fjölmiðlafundi í lok ráðstefnunnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Auk forsætisráðherra Íslands ávörpuðu margir þjóðarleiðtogar fjarráðstefnuna sem boðað var til af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var jafnframt einn ræðumanna en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala til baráttunnar gegn COVID-19.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/06/05/Hvad-er-bolusetningabandalagid-Gavi/">Hvað er bólusetningarbandalagið Gavi?</a> Pistill í Heimsljósi.</span></p>

04.06.2020Heilbrigðismál, græn uppbygging og jafnrétti áherslumál Norðurlandaþjóða í þróunarríkjum

<span></span> <p><span>Norrænir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar ræddu á fjarfundi í dag um sameiginlega sýn þjóðanna til enduruppbyggingar í þróunarríkjunum þegar COVID-19 heimsfaraldrinum linnir. Ráðherrarnir voru sammála um að leggja áherslu á þrennt, heilbrigðismál og styrkingu heilbrigðiskerfa, á græna og loftslagsvæna uppbygginu, og á varðveislu framfara í jafnrétti kynjanna, undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener.“</span></p> <p><span>Ráðherrarnir ákváðu að Ísland leiði frekari málefnavinnu Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna, Svíþjóð leiði málefnavinnu vegna heilbrigðismála og Danmörk vegna grænnar og loftslagsvænnar uppbyggingar. Danmörk, fyrir hönd Norðurlandanna, er að skipuleggja hringborðsfund háttsettra fulltrúa, valinna Afríkuríkja, yfirmanna þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem málið varðar og Norðurlandanna um „Build Back Better and Greener“. Stefnt er að því að fundurinn verði haldinn fyrir lok þessa mánaðar.</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra stjórnaði fundinum en ráðherrarnir hittust í fimmta sinn frá lokum marsmánaðar til að ræða sameiginleg viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Norðurlöndin hafa haft náið samráð um viðbrögð við faraldrinum, meðal annars vegna áhrifa hans á tvíhliða samstarfsríki Norðurlandanna í þróunarsamvinnu, sem eru í tilviki Íslands, Úganda og Malaví.</span></p> <p><span>Ráðherrarnir tóku fram að aðaláherslan í viðbrögðum ætti áfram að vera á þá ógn við heilbrigði sem í faraldrinum felst en benda jafnframt á að uppbygging í kjölfar faraldursins þurfi að byggjast á samstarfi og stuðningi við einkageirann, á sterku alþjóðasamstarfi, og á áherslu á mannréttindi, lýðræði og lög og reglu. Enn fremur að sérstakt tillit verði tekið til ungs fólks um aðgang að menntun, atvinnutækifærum og heilbrigðisþjónustu. </span></p> <p><span>Ráðherrarnir bentu á Norðurlandaþjóðir hafi sterka rödd á alþjóðavettvangi og hlustað sé á áherslur þeirra þegar þau tala einum rómi við alþjóðlegu þróunarbankana og stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi séu tekin.</span></p> <p><span>Ráðherrarnir lýstu yfir eindregnum stuðningi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) en tóku jafnframt fram að nauðsynlegt væri þegar um hægist að skoða viðbrögð stofnunarinnar með gagnrýnum augum.</span></p>

03.06.2020Þrjátíu milljóna króna viðbótarframlag til Jemen

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið tilkynnti á áheitaráðstefnu um Jemen í gær um 30 milljóna króna viðbótarframlag til verkefnis sem Ísland hefur stutt á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Verkefnið snýr að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen.</p> <p>Í gær var haldin sérstök áheitaráðstefna á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) með það markmið að safna áheitum um framlög til að fjármagna lífsbjargandi mannúðaraðgerðir í landinu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði ráðstefnuna og sagði að það væri mikilvægt að vinna að því að binda enda á stríðið í Jemen, þörfin fyrir mannúðaraðstoð væri gríðarleg í landinu.</p> <p>Stefnt var að því að safna 2,4 milljörðum Bandaríkjadala á ráðstefnunni en aðeins tókst að fá vilyrði fyrir 1,35 milljarði.</p> <p>Neyðarástand ríkir í Jemen og þörfin fyrir aðstoð við íbúa er gríðarleg. Rúmlega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent þjóðarinnar. Átökin hafa haft gríðarleg neikvæð efnahagsleg áhrif í landinu og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Um 13 milljónir einstaklinga fá mannúðaraðstoð í hverjum mánuði. </p> <p>COVID-19 faraldurinn kyndir undir neyðina sem var ærin fyrir, en í Jemen eru stærstu mannúðaraðgerðir í heiminum með þátttöku rúmlega 200 mannúðarsamtaka og stofnana. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein þeirra stofnana og veitti um það bil einni milljón kvenna og stúlkna heilbrigðis- og neyðarþjónustu á síðasta ári í öllum fylkjum landsins.</p> <iframe src="https://drive.google.com/file/d/1sEeXFSLSPLZk-m6RR-5LgUpxLKp_HeOO/preview" width="640" height="480"></iframe> <p>Ísland hefur stutt við verkefni á vegum UNFPA sem snúa að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen og utanríkisráðuneytið lagði til 650 þúsund Bandaríkjadali, eða um 78 milljónir íslenskra króna, til verkefnisins árið 2019. </p> <p>UNFPA er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

03.06.2020Skrifað undir tvo nýja samninga um neyðar- og mannúðaraðstoð

<span></span> <p>Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur verið skrifað undir tvo nýja fjögurra ára samninga um stuðning Íslands við mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögð. Samningarnir voru undirritaðir í Genf en um er að ræða samning við Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), um rúmlega 62 milljóna króna árlegt framlag, og samning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), um 50 milljóna króna árlegt framlag.</p> <p>„Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð fer því miður sívaxandi í heiminum, ekki síst núna á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Íslensk stjórnvöld vilja bregðast við þessu alvarlega ástandi með stuðningi við lykilstofnanir á þessu sviði. Aukin og fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar eru í samræmi við þá stefnu sem við höfum markað okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Að sögn ráðherra sótti Ísland síðastliðið haust um aðild að ráðgjafanefnd OCHA og verður formlega veitt aðild að nefndinni í sumar. Nefndin leggur meðal annars mat á stefnumörkun og stjórnun og gerir fjárhagsáætlanir. „Aðild okkar er því mikilvægur liður í eftirfylgni með framlögum Íslands,“ segir Guðlaugur Þór.</p> <p><strong>Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA)</strong></p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og hún er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Höfuðstöðvar OCHA eru á tveimur stöðum, New York og Genf. Einnig eru starfræktar fimm svæðaskrifstofur og 30 landaskrifstofur. OCHA annast einnig umsýslu á sérstökum svæðasjóðum (<a href="https://www.unocha.org/our-work/humanitarian-financing/country-based-pooled-funds-cbpf" target="_BLANK">Country Based Pooled Funds</a>, CBPF) sem gera framlagsríkjum kleift að sameinast í stórum óeyrnamerktum sjóðum til neyðar- og mannúðarverkefna. Svæðasjóðirnir auka viðbragðsflýti mannúðar- og neyðaraðstoðar og færa aðstoðina nær fólki í neyð. </p> <p>OCHA heldur einnig utan um sérstakan viðbragðslista vegna náttúruhamfara (United Nations Disaster Assessment and Coordination, UNDAC). Útvaldir sérfræðingar eru fengnir til að&nbsp; meta aðstæður og samhæfa neyðaraðgerðir á vettvangi. Ísland tekur þátt í þessu verkefni í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem heldur einnig utan um íslensku alþjóðarústabjörgunarsveitina en sveitin er hluti af alþjóðlegu tengslaneti rústabjörgunarsveita sem OCHA hýsir.</p> <p><strong>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF)</strong></p> <p>CERF er vistaður undir OCHA og hefur það hlutverk að veita tímanlega og áreiðanlega mannúðar- og neyðaraðstoð til fórnarlamba átaka jafnt sem náttúruhamfara. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni&nbsp; og neyð og grípur inn í þar sem kreppa er viðvarandi og fjármagn af skornum skammti. Frá stofnun hefur sjóðurinn veitt yfir 5,5. milljarða Bandaríkjadala í formi lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar í yfir 100 löndum og svæðum. Á hverju ári er áætlað að CERF aðstoði við að fjármagna bráðaheilsugæslu fyrir 13 milljónir manna, hreint vatn og salernisaðstöðu fyrir 10 milljónir manna, og matvælaaðstoð fyrir 7 milljónir manna. </p> <p>Á árinu 2019 veitti CERF ríflega 64 milljörðum króna í neyðaraðstoð til milljóna einstaklinga í 44 löndum. Rúmlega 26 milljörðum króna var veitt til 21 undirfjármagnaðra hamfarasvæða, meðal annars í Afganistan, Tsjad og Bangladess. </p>

02.06.2020Áhersla verði lögð á jafnréttismál og aðkomu einkageirans í viðbrögðum Alþjóðabankans við COVID-19

<p>Viðbrögð og aðgerðir Alþjóðabankans við COVID-19 faraldrinum voru til umfjöllunar á fundi ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með David Malpass forseta Alþjóðabankans í dag. </p> <p>„Það er mikilvægt að hagsmunir kvenna gleymist ekki í félagslegri og efnahagslegri uppbyggingu samfélaga eftir COVID-19 faraldurinn. Auk þess er aðkoma einkageirans ákaflega mikilvæg í allri uppbyggingu, með áherslu á nýsköpun og grænar lausnir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á fundinum.</p> <p>Jafnframt minnti ráðherra á málefni hafsins og mikilvægi þess að vernda auðlindir hafsins til að auka viðnámsþrótt og fæðuöryggi samfélaga til lengri tíma.</p> <p>Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málaefnasviðum. Ísland er í forsæti ríkjanna í stjórn bankans um þessar mundir.</p> <p>Samráðsfundir kjördæmisins með forseta bankans eru haldnir árlega. Síðasti fundur var haldinn í Reykjavík í mars 2019. Svíar áttu upphaflega að halda fundinn í dag í Stokkhólmi en sökum COVID-19 ástandsins var fundurinn nú haldinn í fyrsta sinn í gegnum fjarbúnað. Þetta er einnig fyrsti tvíhliða fundur kjördæmisins með David Malpass, núverandi forseta bankans, en hann tók formlega við stöðunni í apríl 2019. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svía, var gestgjafi fundarins og flutti opnunarávarp fundarins en fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans. </p> <p>Ísland hefur beitt sér fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna bæði í málefnastarfi í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og í samningaviðræðum vegna endurfjármögnunar Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA). Ísland styður einnig við jafnréttissjóð bankans (Umbrella Facility for Gender Equality), en hann gegnir mikilvægu hlutverki í stefnumótun bankans. Sjóðurinn hefur jafnframt stuðlað að aukinni innleiðingu kynjasjónarmiða í starfi bankans almennt, í verkefnum hans og hjá undirstofnunum.</p> <p>Að mati Alþjóðabankans gæti heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi landa leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um 60 milljónir einstaklinga. Bankinn samþykkti í mars síðastliðnum verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki við að bregðast við faraldrinum og í bígerð er aðstoð upp á allt að 160 milljarða Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum.</p> <p>Neyðaðgerðir á vegum bankans ná til alls 100 landa, þar af eru 39 í Afríku sunnan Sahara.</p> <br />

29.05.2020Konur í friðargæslu eru lykill að friði

<span></span> <p>Alþjóðadagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna er í dag, 29. maí. <a href="https://unric.org/is/konur-efla-fridargaeslu-sameinudu-thjodanna/" target="_blank">Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;vekur athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna. „Konur í friðargæslu: Lykill að friði“ er þema alþjóðadagsins í ár en hlutur kvenna í friðargæslu hefur aldrei veri meiri en einmitt núna á tímum kórónaveirunnar.</p> <p>„Það eru margar konur hér í Malí sem tala ekki við karlmenn,“ útskýrir Lisbeth Pedersen danskur friðargæsluliði sem starfar hjá MINUSMA í Malí. „Það þýðir að ef það væru engar konur í friðargæsluliðinu gætum við ekki átt orðastað við konur og börn. Þar með væri helmingur íbúanna útilokaður frá friðargæsluferlinu.“</p> <p>„Við höfum möguleika á að safna upplýsingum sem karlar geta ekki,“ segir norski friðargæsluliðinn Katrine Seland sem starfar sem lögreglukona hjá UNMISS-sveit Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/cbvzNyUOlvE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Kastljósinu er í dag beint að miðlægu hlutverki kvenna í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 20 ára afmæli&nbsp;<a href="https://undocs.org/S/RES/1325(2000)">ályktunar</a>&nbsp;Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi.</p> <p>„Konur í friðargæslu eru í framvarðasveit í viðbrögðunum við COVID-19 á svæðum sem þegar áttu undir högg að sækja. Þær nota staðbundið útvarp til að dreifa upplýsingum um lýðheilsu, koma nauðsynlegum forvarnarbúnaði til einstakra samfélaga og styðja starf við friðaruppbyggingu,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.</p> <p><strong>„Ekkert erfiðara fyrir okkur”&nbsp; &nbsp;</strong>&nbsp;</p> <p>Konur eru ekki nema 6 prósent friðargæsluliða en voru aðeins 1 prósent árið 1993. Markmiðið er að konur verði 15 prósent herliðs og 20 prósent lögregluliðs árið 2028.</p> <p>Sænski friðargæsluliðinn Lotta Sjunesson hvetur konur til að ganga til liðs við friðargæsluna.&nbsp;„Það er ekkert sem gerir þetta erfiðara fyrir okkur konur,“ segir Sjunnesson sem er í friðargæslunni i Suður-Súdan. „Engin skyldi halda að færri möguleikar standi konum til boða.“</p> <p>Almennt er konum í friðargæslu vel tekið í þeim ríkjum þar sem þær starfa. „Fólk sem við hittum á förnum vegi á eftirlitsferðum brosir og veifar okkur,” segrir Katariina Lausto frá Finnlandi sem starfar í Líbanon. „Fólk er ánægt að sjá að það séu líka konur í friðargæslunni.“</p> <p><strong>Mikilvægt framlag Norðurlanda</strong></p> <p>Svíþjóð&nbsp;leggur Sameinuðu þjóðunum til flesta friðargæsluliða af Norðurlöndunum eða 288. Konur eru líka flestar þaðan eða 56 talsins. Flestir Svíanna eru í þjónustu MINUSMA í Malí (191 karl/37 konur). Tuttugu Svíar eru í Suður-Súdan og ellefu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. </p> <p>Finnland&nbsp;hefur löngum verið rausnarlegt í friðargæslu. 231 Finni þjóna hjá “Bláu hjálmunum“ (Blue helmets) eins og friðargæsla SÞ er oft kölluð, þar af 18 konur. Finnar eru í 8 mismunandi friðargæslusveitum, en langflestir eru í UNFIL sveitinni í Líbanon. 198 eru þar í elstu friðargæslusveit samtakanna, þar á meðal 12 konur.</p> <p>61&nbsp;Norðmaður&nbsp;er í friðargæslu samtakanna, þar af 13 konur. Flestir þeirra eru í UNMISS í Suður-Súdan 26 (21/5) og MINUSMA í Malí 20 (14/6) og svo tólf hjá UNTSO (11/1), 1 í Líbanon og ein kona í Kólombíu.</p> <p>Enginn&nbsp;Íslendingur&nbsp;er í friðargæslu Sameinuðu þjóðanna á vegum heimalands síns, en margir hafa verið ráðnir beint af samtökunum í áranna rás. 95 þúsund hermenn, lögreglumenn og borgaralegt starfslið skipar Friðargæslu samtakanna og starfa í 13&nbsp;<a href="https://peacekeeping.un.org/en/where-we-operate">verkefnum.</a></p> <p>Rúmlega ein milljón karla og kvenna hafa þjónað friðargæslunni frá stofnun hennar 1948. Um 3900 hafa látist við skyldustörf á vegum hennar, þar af 102 á síðasta ár.</p>

28.05.2020Börnum í sárri fátækt gæti fjölgað um 86 milljónir

<span></span> <p>Bein efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins gætu leitt til fjölgunar barna í sárri fátækt um 86 milljónir fyrir árslok, samkvæmt greiningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Barnaheilla – Save the Children sem byggja á gögnum frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.</p> <p>Samkvæmt greiningu samtakanna gætu 672 milljónir barna í lág- og meðaltekjuríkjum fallið niður fyrir mörk sárrar fátæktar áður en árið er á enda, langflest meðal þjóða í Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu. Aðeins með skjótum aðgerðum til verndar fjölskyldum vegna efnahagsþrenginga verður unnt að afstýra þessum afleiðingum heimsfaraldursins, segir í frétt frá UNICEF og Save the Children.</p> <p>Samtökin benda á að áhrifin séu tvíþætt, annars vegar skyndilegt tekjutap fjölskyldna sem hefur í för með sér að fólk hefur ekki efni á nauðsynjum eins og mat og vatni, og hins vegar tekjutap hins opinbera sem leiðir til þess að dregið er út nauðsynlegri grunnþjónustu við íbúa. </p> <p>„Heimsfaraldurinn leiðir til fordæmalausrar félagslegrar- og efnahagslegrar kreppu sem bitnar á fjölskyldum um heim allan,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. Hún segir að fjárhagslegir erfiðleikar fjölskyldna ógni margra ára framförum og samstillt átak þurfi til að forða því að fátækt fari á stig sem hafi ekki sést um áratugaskeið.</p> <p>„Börn verða hastarlega fyrir barðinu á efnahagslegum áhrifum COVID-19, þau eru mjög viðkvæm fyrir skammtíma hungri og vannæringu sem getur haft áhrif á þau ævilangt. Ef við bregðumst skjótt við er unnt að afstýra þeirri ógn sem faraldurinn gæti haft á fátækustu þjóðir heims þar sem börn eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children.</p>

26.05.2020Tuttugu nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum

<span></span> <p>„Þið hafið ekki aðeins tekist á við krefjandi námsumhverfi heldur hafið þið sýnt mikla seiglu og styrk eins og útskrift ykkar í dag staðfestir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ræðu sinni við brautskráningu tuttugu nemenda með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á föstudaginn. </p> <p>Þetta er í fyrsta sinn sem brautskráð er frá skólanum eftir að hann varð hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p>Í útskriftarhópnum í ár voru fulltrúar frá tíu löndum: Úganda, Malaví, Mósambík, Gana, Nígeríu, Suður-Afríku, Palestínu, Srí Lanka, Rússlandi og Kamerún. </p> <p>Námsmisseri útskriftarhópsins var óvenjulegt og nemendur þurftu ekki aðeins að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi heldur einnig að takast á við áhrif COVID-19 faraldursins. Þar reyndi sannarlega á seiglu hópsins sem hélt góðu sambandi og sótti kennslustundir á netinu á meðan faraldurinn gekk yfir. Þegar Háskólinn var opnaður&nbsp;aftur í maí gafst kærkomið tækifæri fyrir hópinn til að hittast &nbsp;og ljúka því verki sem lagt var upp með í upphafi annar. </p> <p>Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, færði nemendunum innilegar hamingjuóskir frá Háskóla Íslands með áfangann og hvatti hópinn til góðra verka og að taka þeim áskorunum sem biðu þeirra með opnum örmum. &nbsp;Allen Asiimwe flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og í ræðu sinni benti hún m.a. á að brautskráningin markaði nýtt upphaf fyrir hópinn sem nú myndi snúa til síns heima sterkari og ákveðnari í því að stuðla að breytingum í nærsamfélögum sínum. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður GRÓ-GEST, minnti á að það þarf mikinn kjark og baráttuhug til að leiða jafnréttisstarf og að starfsfólk skólans treysti útskriftarhópnum til að hafa áhrif með störfum sínum í framtíðinni. &nbsp;</p> <p><strong>Tvö lokaverkefni fengu viðurkenningu</strong></p> <p>Í fyrsta sinn voru veitt verðlaun í tveimur flokkum, öðrum á sviði hagnýtra verkefna sem nýst geta til breytinga í heimalandi viðkomandi og hinum fyrir framúrarandi grein eða rannsókn sem felur í sér nýja þekkingu á sviði jafnréttisfræða eða getur orðið grunnur að doktorsverkefni.</p> <p>Í fyrrnefnda flokknum hlaut Brenda Apeta frá Úganda verðlaun fyrir verkefni sem snýr að kynjasamþættingu í kennslu í Imvepi-flóttamannabúðunum í heimalandi hennar. &nbsp;Þá hlaut Nadhiya Najab frá Srí Lanka verðlaun í síðarnefnda flokknum fyrir skarpa greiningu á smábönkum og kynjuðum félagslegum og efnahagslegum áhrifum vaxandi skuldsetningar í Srí Lanka. Verðlaunin eru kennd við Vigdísi Finnbogadóttur og það kom í hennar hlut að afhenda þeim Brendu Apeta og Nadhiya Najab viðurkenningu fyrri vel unnið verk.&nbsp;</p> <p>Við þetta má bæta að GRÓ-GEST heldur úti sínu eigin hlaðvarpi þar sem m.a. má finna viðtöl við nokkra af nemendum skólans.&nbsp;<a href="https://soundcloud.com/gestpodcast" target="_blank">Það má nálgast hér.</a>&nbsp;</p> <p>Jafnréttisskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og markmið hans er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. Skólinn hefur útskrifað rúmlega 150 manns frá 25 löndum.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

25.05.2020Milljónir barna í hættu vegna skorts á bólusetningum

<span></span> <p>Hefðbundnar bólusetningar barna hafa raskast víðs vegar um heiminn í yfirstandandi heimsfaraldri, bæði meðal ríkra þjóða og fátækra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ásamt UNICEF og alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI kallað eftir átaki til að koma nauðsynlegum bólusetningum aftur í réttan farveg. Ákallið kemur í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu um bólusetningar, Global Vaccine Summit, sem haldin verður í byrjun næsta mánaðar með þátttöku margra þjóðarleiðtoga.</p> <p>Samkvæmt gögnum sem&nbsp;WHO,&nbsp;UNICEF,&nbsp;Gavi&nbsp;og&nbsp;Sabin&nbsp;Vaccine&nbsp;Institute&nbsp;tóku saman hafa hefðbundnar bólusetningar barna dregist verulega saman í að minnsta kosti 68 ríkjum vegna heimsfaraldursins. Óttast er að 80 milljónir barna á fyrsta ári hafi misst af bólusetningu.</p> <span></span> <p>„Rask á bólusetningarverkefnum vegna&nbsp;COVID-19 heimsfaraldursins ógnar framförum og vinnu síðustu áratuga við að vinna á sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, í sameiginlegri&nbsp; tilkynningu stofnananna. Seth Berkley forstjóri Gavi segir að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið varin gegn sjúkdómum en nú. Hins vegar sé þessi árangur í hættu. „Við horfum fram á hættuna að mislingar og mænusótt brjótist út að nýju. Með því að viðhalda bólusetningaráformum fyrirbyggjum við ekki aðeins slíkan faraldra heldur tryggjum jafnframt þá innviði sem við þurfum á að halda þegar&nbsp;bóluefni&nbsp;við&nbsp;COVID-19 verður tilbúið.“</p> <p>„Við megum ekki láta baráttu okkar við einn sjúkdóm koma niður á langtímabaráttu okkar við aðra,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Aðstæður hafa kallað á hlé á aðgerðum en við verðum að hefja þær að nýju eins fljótt og auðið er ef við viljum ekki að annar faraldur taki við af þessum og þannig koll af kolli,“ segir&nbsp;Fore.</p> <p>Í næstu viku gefur&nbsp;WHO&nbsp;út ráðleggingar um hvernig koma megi á nauðsynlegri þjónustu á ný meðan heimsfaraldurinn geisar, þar á meðal öryggisráðleggingar um hvernig megi taka upp bólusetningar á nýjan leik.</p>

22.05.2020Sauma grímur til verndar fólki á vergangi

<span></span> <p>Tæplega tvö hundruð kórónaveirusmit hafa greinst í Jemen og þar er keppst við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Stríðsátök síðustu fimm ára hafa leitt til þess að grunnþjónusta eins og heilbrigðisþjónusta er í molum og ljóst að hún ræður ekki við skæðan veirusjúkdóm eins og COVID-19. Íslendingar eru í hópi þjóða sem leggja til fjármagn gegnum Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til þess að halda úti þjónustu fyrir verðandi mæður og kornabörn.</p> <p>UNFPA segir í <a href="https://www.unfpa.org/news/yemens-health-system-approaching-breaking-point-displaced-women-sew-face-masks-protect" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að aðeins um 20 prósent heilbrigðiskerfisins geti nú veitt þjónustu á sviði fæðingarhjálpar og ungbarnaverndar og án fjárhagsstuðnings komi hundruð heilsugæslustöðva loka. „Ég óttast mest að hér séu ekki næg bjargráð til þess að berjast við veiruna,“ segir Deena, kona í Raymah, sem er á vergangi vegna stríðsátakanna. Þrátt fyrir að hafa ekki mörg úrræði til að berjast gegn vágestinum gerir hún allt sem hún getur.</p> <p>„Ég hef staðið fyrir vitundarvakningu meðal fjölskyldu og vina, og eins hef ég verið að sauma grímur til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Ég veit að með þeim hætti hjálpa ég öðru fólki á hrakhólum sem geta lítið annað gert til að vernda sig gegn veirunni,“ segir hún.</p> <p>Samkvæmt fréttinni bera konur og stúlkur þungar byrðar vegna ástandsins. Efnahagslegar þrengingar að viðbættum heimsfaraldri setja þær í hættulegri stöðu gagnvart kynbundnu ofbeldi og neikvæðum úrræðum á borð við barnabrúðkaup og mansal. Á sama tíma eru konur og stúlkur í leiðandi hlutverki við að hefta útbreiðslu veikinnar.</p> <p>Á svonefndum „öruggum stöðum“ sem UNFPA styður með fjárframlagi frá Íslandi, Japan, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss, hafa verið saumaðar rúmlega fimmtán þúsund grímur og dreift meðal fólks á hrakhólum og viðtakendur fá fræðslu um notkun þeirra. Á þessum stöðum fer líka fram valdefling kvenna, þjónusta vegna kynbundins ofbeldis, atvinnuráðgjöf og almenn ráðgjöf.</p> <p>Mannfjöldasjóðurinn þarf á 59 milljóna dala framlagi að halda til að halda úti mannúðarverkefnum í Jemen. Náist ekki að fjármagna starfseminua gæti þjónustu við 320 þúsund verðandi mæður verið hætt og 48 þúsund börn látist vegna fylgikvilla við fæðingu. Ennfremur óttast UNFPA að stöðva þurfi rekstur „öruggu staðanna“ á næstu mánuðum sökum fjárskorts.</p> <p>Fjáröflunarfjarfundur verður haldinn 2. júní af á vegum Sameinuðu þjóðanna og konungsdæmis Sádi-Arabíu.</p>

22.05.2020Óttast að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir

<span></span> <p>Kórónaveiran gæti leitt til þess að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir eða um fimmtung frá því sem nú er. Þetta kemur fram í nýju mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem segir veiruna hafa hræðilegar afleiðingar fyrir börn sem þegar fá ekki fullnægjandi næringu.</p> <p>Stofnunin bendir á að faraldurinn bitni mjög hastarlega á fjölskyldum í fátækjum ríkjum sem reiða sig á daglaun eða fjárframlög frá ættingjum erlendis. Takmarkanir á ferðafrelsi og útgöngubann dragi úr lífsgæðum fjölskyldna sem hafa úr litlu að spila, auk þess sem ástandið auki líkur á átökum og veiki heilbrigðisþjónustu enn frekar.</p> <p>„Verði ekki brugðist við í snatri komum við til með að sjá lakara heilsufar hjá komandi kynslóðum og minni framleiðni, fyrir utan skelfileg dauðsföll. Kappsmál er að tryggja næringu í dag til þess að forðast þær afleiðingar af COVID-19 að börn líði fyrir sjúkdóminn í marga mánuði, jafnvel ár eða áratugi,“ segir Lauren Landis, yfirmaður næringarmála hjá WFP.</p> <p>Vannærð börn, einkum þau sem eru yngri en fimm ára, eru talin í mestri hættu í yfirstandandi faraldri. Á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna fá 22 milljónir barna og barnshafandi kvenna sérstakt næringaríkt fæði og stofnunin vinnur í samstarfi við ríkisstjórnir fjölmargra ríkja að því að koma næringarríkum mat til þurfandi þjóðfélagshópa. Fulltrúi WPF segir stofnunina tilbúna að auka við matargjafir til að forða fólki frá alvarlegri vannæringu en til þess að svo megi verða þurfi WFP 300 milljónir dala í fjárframlög.</p>

20.05.2020Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki

<span></span> <p>Milljónir íbúa Afríkuríkja gætu vegna COVID heimsfaraldursins lent í sárri fátækt, sagði í <a href="https://news.un.org/en/story/2020/05/1064472" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;frá António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann kallaði eftir alþjóðlegri samstöðu um stuðning við ríki álfunnar.</p> <p>"Heimsfaraldurinn ógnar framförum í Afríku. Hættan er sú að hann auki á langvarandi misrétti og hungur, vannæringu og varnarleysi gagnvart sjúkdómum," sagði Guterres. </p> <p>Hann tók jafnframt fram að hann óskaði Afríku til hamingju með skjót viðbrögð við heimsfaraldrinum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur enn sem komið er ekki verið í þeim mæli sem spár gerðu ráð fyrir og tölur um smit „lægri en óttast var,“ eins og Guterres orðaði það. Rúmlega 2500 hafa látist í álfunni af völdum COVID-19.</p> <p>„Afríkuríki ættu einnig að fá skjótan, jafnan og hagkvæman aðgang að hvers konar bóluefni og meðferðum,“ sagði hann og bætti við að heimsfaraldurinn væri enn á byrjunarstigi í Afríku og gæti stigmagnast hratt. </p> <p>Þá hvatti hann til alþjóðlegra aðgerða til að styrkja heilbrigðiskerfi í álfunni, viðhalda fæðubirgðum og forðast fjármálakreppur, styðja menntun, vernda störf og halda heimilum og fyrirtækjum á floti gegn tekjumissi.</p>

19.05.2020Stuðningur Alþjóðabankans vegna COVID nær til hundrað þjóðríkja

<span></span> <p>Alþjóðabankinn tilkynnti í dag að neyðaraðgerðir af hálfu bankans í baráttunni gegn COVID-19 hefðu náð til hundrað þjóðríkja, þar sem sjö af hverjum tíu íbúum jarðarinnar búa. Alþjóðabankinn, stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum, hefur frá því í mars skipulega stutt við bakið á millitekju- og lágtekjuríkum í viðleitni þeirra við að sporna við útbreiðslu veirunnar með því vernda fátæka og viðkvæma, styrkja heilbrigðiskerfi, og viðhalda atvinnu og efnahag. Aldrei áður í sögu bankans hefur á jafn skömmum tíma verið brugðist við óvæntri kreppu af meiri myndarskap.</p> <p>Alþjóðabankinn brást þegar við í marsmánuði með fyrirheiti um 160 milljarða dala styrk. Jafnframt var veitt vilyrði um&nbsp; fjárhagslegan stuðning yfir fimmtán mánaða tímabil til að leggjast á árar með þróunarríkjum í aðgerðum þeirra á sviði heilbrigðis- og félagsmála, auk stuðnings við efnahagsleg áhrif kórónaveirunnar.</p> <p>„Heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi gæti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um sextíu milljónir einstaklinga, og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt,“ segir David Malpass, forseti Alþjóðabankans. „Alþjóðabankinn hefur með hraði og á afgerandi hátt stutt neyðarviðbragðsaðgerðir í 100 löndum með fyrirkomulagi sem gerir öðrum framlagsríkjum kleift að bæta við fjármagni.“</p> <p>Af fyrrnefndum eitt hundrað ríkjum eru 39 í Afríku sunnan Sahara. Um þriðjungi er ráðstafað til óstöðugra ríkja og ríkja þar sem átök geisa, eins og Afganistan, Tjad, Haítí og Níger. Ennfremur hefur bankinn gegnum samstarfsstofnanir stutt við bakið á einkafyrirtækjum í þróunarríkjum til að viðhalda störfum og lífsviðurværi fjölda fólks.</p>

18.05.2020Heimsfaraldurinn eykur varnarleysi hinsegin fólks

<span></span> <p>„Meðal margra alvarlegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins er aukið varnarleysi hinsegin fólks,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær á alþjóðadegi gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu. Hann benti á að hinsegin fólk sæti þegar mismunun og verði fyrir árásum, sé jafnvel myrt, fyrir það eitt að standa með sjálfu sér og þeim sem það elskar. </p> <p>Í síðustu viku gerðist Ísland formlega aðili að kjarnahópi ríkja um málefni hinsegin fólks (UN LGBTI Core Group) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmið hópsins er að vinna að réttindum hinsegin fólks í málefnastarfi samtakanna, tryggja virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi, með áherslu á vernd gegn mismunun og ofbeldi.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu árum beitt sér af auknum þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Þátttaka Íslands í hópnum er hluti af þeirri stefnu sem mörkuð er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í síðustu viku var tilkynnt að Ísland hefði hækkað um fjögur sæti á milli ára á Regnbogakortinu, úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Ísland er nú í 14. sæti.</p> <p>Ísland er einnig hluti stýrihóps&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/04/03/Island-adili-ad-Equal-Rights-Coalition-/">Equal Rights Coalition (ERC)</a>&nbsp;sem er bandalag ríkja sem vinna saman að því að tryggja að hinsegin fólk hvarvetna fái notið allra mannréttinda. Þá hefur Ísland skrifaði undir&nbsp;<a href="https://www.gov.uk/government/publications/coronavirus-and-the-human-rights-of-lgbti-people-equal-rights-coalition-statement/equal-rights-coalitions-erc-statement-on-coronavirus-covid-19-and-the-human-rights-of-lgbti-persons">yfirlýsingu bandalagsins</a>&nbsp;sem birtist á dögunum. Í henni eru stjórnvöld um heim allan hvött til að tryggja að áhrif COVID-19 heimsfaraldursins bitni ekki harðar á hinsegin fólki (LGBTI) og bent á mikilvægi þess að standa vörð um réttindi þeirra í faraldrinum.</p> <p>Á undanförnum árum hafa mannréttindamál fengið aukið vægi í utanríkisstefnunni og Ísland hefur í vaxandi mæli tekið virkan þátt í málsvarastarfi á erlendum vettvangi í þágu mannréttinda. Þannig voru málefni hinsegin fólks á meðal áherslumála Íslands í mannréttindaráðinu á tímabilinu 2018-2019.</p> <p><strong>Viðburðir á vegum Alþjóðabankans</strong></p> <p>Alþjóðabankinn, í samvinnu við aðra þróunarbanka, hélt í fyrsta sinn í gær upp á alþjóðlegan dag gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu með því að standa fyrir <a href="https://may17.org/events-announced-on-all-continents-for-may-17-idahotb-idahobit-2020/" target="_blank">viðburðum</a>&nbsp;víðs vegar um heiminn. Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna gerðu slíkt hið sama til að vekja athygli á mismunun og árásum sem hinsegin fólk verður fyrir.</p> <p>Ísland styður mannréttindasjóð Alþjóðabankans (e. Human Rights and Development Trust Fund, HRDTF) en hlutverk hans er að stuðla að öflun þekkingar, fræðslu og verkefnainnleiðingar á sviði mannréttinda þar sem áhersla er lögð á tengsl málaflokksins við starfsemi og rekstur bankans. Bankinn hefur til dæmis hafið vinnu sem tengist samþættingu málefna hinsegin fólks í þróunarríkjum og stuðning við málefnavinnu þeirra <span style="color: black;">með sérstökum stuðningi frá mannréttindasjóðnum. </span></p>

15.05.2020Nemendur Jafnréttisskólans taka á móti forsetahjónunum

<span></span> <p>Í stað árlegrar heimsóknar nemenda Jafnréttisskólans á Bessastaði tóku nemendur skólans á móti forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid, í Háskóla Íslands á dögunum. Tuttugu sérfræðingar frá þróunarríkjunum og átakasvæðum eru í skólanum á þessu ári og þeir útskrifast eftir rúma viku. Jafnréttisskóli GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og starfar undir merkjum UNESCO, Menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Enginn nemenda fór heim þegar kórónaveirufaraldurinn fór að láta að sér kveða og þess er vænst að allir komist til síns heima þegar náminu lýkur í næstu viku. Fyrir hönd nemenda töluðu tveir fulltrúar í heimsókn forsetahjónanna, þær Kinita Shenoy frá Indlandi/Sri Lanka og Shaimim Nampijja frá Úganda.</p> <p>Shaimim lýsti fyrir forsetahjónunum hvernig faraldurinn markaði námið í Jafnréttisskólanum, hvernig nemendur skemmtu sér meðal annars að því að fylgjast með virtum prófessorum og kennurum reyna að átta sig á netfundaforritum með tuttugu starfandi andlit á skjánum. „En það voru ekki aðeins kennararnir sem þurftu að aðlaga sig og læra. Við þurfum öll að aðlaga okkur breyttu umhverfi, flytja kynningar á netinu, taka þátt í umræðum eða sitja netfundi,“ sagði hún.</p> <p>Kinita Shenoy fjallaði einnig um áhrif COVID-19 og benti á að þrátt fyrir að sjúkdómurinn sjálfur leggist verr á karlmenn séu áhrif hans alvarlegri á líf kvenna. „Efnahagsleg áhrif sjúkdómsins koma sérstaklega illa við fátækt og jaðarsett fólk, víða um heim. Konur sem vinna ólaunuð störf á heimilum sitja nú fastar í fullri vinnu allan sólarhringinn og frásagnir af aukni heimilisofbeldi berast víða að. En heimsfaraldurinn gefur einnig tækifæri til að staldra við og skoða hvernig ráðandi samfélagsmynstur leiðir af sér óréttlæti. Nú verða til tækifæri til að skoða betur hvað veldur óréttlæti og hvernig megi uppræta það til að auka&nbsp; bæði&nbsp; efnahagslegt- og kynjajafnrétti,“ sagði Kinita.</p>

14.05.2020Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Samtökin birtu í dag ákall til þjóða heims um að grípa til metnaðarfullra leiða til að takast á við sjúkdóma af sálrænum toga, meðal annars í ljósi hættunnar á því að sjálfsvígum fjölgi og fíkniefnaneysla færist í aukana.</p> <p>Í aðdraganda <a href="https://www.who.int/about/governance/world-health-assembly" target="_blank">Alþjóðaheilbrigðisþingsins</a>&nbsp;sem haldið verður með fjarfundabúnaði í næstu viku hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna alþjóðsamfélagið til að gera miklu betur til að vernda þá sem standa frammi fyrir andlegu álagi. Guterres kynnti í morgun <a href="https://www.un.org/en/coronavirus/mental-health-services-are-essential-part-all-government-responses-covid-19" target="_blank">yfirlýsingu samtakanna um nauðsyn aðgerða í þágu geðheilbrigðismála</a>. Hann sagði að þeir þjóðfélagshópar sem væru í mestri hættu nú á tímum væru heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni, unglingar og ungt fólk, þeir sem hafi áður átt í geðheilbrigðisvanda og þeir sem búi við átök og kreppur. „Við verður að styðja þessa einstaklinga og standa með þeim,“ sagði Guterres.</p> <p>Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) tekur undir orð hans og segir reynsluna af fyrri efnhagskreppum vera þá að fólki með geðrænan vanda hafi fjölgað og sjálfsvígum sömuleiðis, vegna andlegrar heilsu þeirra og vímuefna.</p> <div style="display: block; position: relative; max-width: 480px; max-height: 270px;"> <div style="padding-top: 56.25%;"><iframe style="width: 100%; height: 100%; position: absolute; top: 0px; bottom: 0px; right: 0px; left: 0px;" src="https://www.un.org/webcast/1362235914001/B1J3DDQJf_default/index.html?videoId=6156174714001" frameborder="0"></iframe></div> </div> <p>Þunglyndi hrjáir um 264 milljónir manna í heiminum og Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra andlegra sjúkdóma hefjist eftir fjórtán ára aldur. Í meðfylgjandi myndbandi lýsir António Guterres meðal annars persónulegri reynslu fjölskyldu sinnar af þunglyndi og kvíða.</p>

13.05.2020Styrkur til að kanna hagkvæmni veiða á sæbjúgum í Gíneu

<span></span> <p>Aurora Seafood, íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi, hefur fengið forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu, úr samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. „Við ætlum að skoða hvort til séu heimildir um að sæbjúgu hafi fundist á ákveðnum svæðum í Gíneu með það fyrir augum að kanna möguleikann á atvinnuveiðum,“ segir Davíð Freyr Jónsson framkvæmdastjóri Aurora Seafood.</p> <p>Með forkönnunarstyrknum ætlar fyrirtækið kanna sjálfbæra nýtingu á sæbjúgum eða öðrum vannýttum auðlindum úr sjó í Gíneu með veiðarfærum sem hafa verið þróuð á Íslandi. Aurora Seafood sérhæfir sig í sjálfbærri nýtingu botnlægra dýra og markmið verkefnisins er að greina hvort tækifæri séu til nýtingar á&nbsp; sæbjúgum eða öðrum hryggleysingjum sem ekki er verið að nýta í dag.</p> <p>“Við komum til með að afla gagna frá vísindamönnum og sjómönnum. Stefnt var að því að eiga fundi með fulltrúum þessara hópa ásamt samstarfsaðila okkar í Gíneu, en vegna COVID-19 verður um fjarfund að ræða,” segir Davíð Freyr og bætir við að niðurstöður forathugunar eigi að liggja fyrir um næstu áramót.</p> <p>Styrkurinn til Aurora Seafood er fjórði styrkurinn sem utanríkisráðuneytið veitir úr <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">samstarfssjóðnum</a>. Á síðasta ári fengu Marel og Thorigs styrk og fyrr á þessu ári var veittur styrkur til Creditinfo Group hf. til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé.</p>

13.05.2020Óttast mikla aukningu í barna- og mæðradauða í þróunarríkjum

<span></span> <p>Óttast er að börnum yngri en fimm ára sem deyja dag hvern fjölgi um sex þúsund næsta hálfa árið vegna áhrifa kórónaveirunnar. Þetta kemur fram í grein í læknatímaritinu The Lancet og byggir á greiningu fræðimanna á áhrifum heimsfaraldursins í þróunarríkjum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 1,6 milljörðum bandarískra dala til að bregðast strax við og bjarga lífi barna áður en það er um seinan.</p> <p>Fjölgun dauðsfalla barna um sex þúsund á hverjum degi er versta sviðsmyndin af þremur sem fræðimenn teiknuðu upp eftir greiningu á 118 meðaltekju- og lágtekjuríkjum. Veik heilbrigðiskerfi þróunarríkja ráða ekki við að sinna börnum eins og áður meðan faraldurinn geisar og sama gildir um þjónustu við fæðandi konur. Óttast er að allt að þriðjungi fleiri konur látist af barnsförum næsta hálfa árið.</p> <p>Henryetta Fore framkvæmdastjóri UNICEF segir að gangi spár eftir verði þetta í fyrsta sinn í áratugi sem dauðsföllum barna fjölgi. „Við megum ekki láta það henda að baráttan gegn veirunni bitni harðast á börnum og mæðrum. Og við getum látið áratuga framfarir í fækkun dauðsfalla barna og mæðra glatast í einni svipan,“ segir hún.</p> <p>Samkvæmt greiningunni eru börn og mæður í tíu ríkjum í mestri áhættu, í Bangla­dess, Bras­il­íu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Ind­landi, Indó­nesíu, Níg­er­íu, Pak­ist­an, Úganda og Tans­an­íu.&nbsp;</p>

12.05.2020Níundi hver jarðarbúi býr við sult

<span></span> <p>Vannæring og ofnæring eru helstu ástæður vanheilsu og dauðsfalla í heiminum, segir í árlegri skýrslu um næringarmál sem gefin var út í dag. Einn af hverjum níu íbúum jarðarinnar býr við sult, eða 820 milljónir manna, og þriðji hver jarðarbúi er of þungur eða of feitur.</p> <p>Stokka þarf upp fæðu- og heilbrigðiskerfi í heiminum til að mæta vandanum, segja skýrsluhöfundar <a href="https://globalnutritionreport.org/reports/2020-global-nutrition-report/" target="_blank">The Global Nutrion Report 2020</a>. Skýrslan leiðir í ljós að flestir hafa ýmist ekki aðgang að, eða ekki efni á, heilsusamlegu fæði vegna landbúnaðarkerfa sem setja kaloríur ofar næringu, og bjóða neytendum lágt verð á unnum kjötvörum. Sífellt fleiri þjóðir bætast í hóp þeirra sem glíma við tvöfalda byrði, offitu og aðra fæðutengda sjúkdóma, eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein.</p> <p>Skýrslan er unnin áður en kórónaveirufaraldurinn kom til sögunnar en David Nabarro, sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á sviði næringarmála, segir í formála að mikil hætta sé á því að árangur í baráttunni gegn hungri og vannæringu glatist nú þegar þjóðir einbeita sér að því að forðast útbreiðslu faraldursins. Hann bendir líka á að vannærðir séu í meiri hættu að fá COVID-19 vegna þess að ónæmiskerfi þeirra sé veikt.</p> <p>Í síðasta mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að heimsfaraldurinn gæti leitt til þess að tvöfalt fleiri yrðu hungraðir í heiminum.</p>

11.05.2020Sjöfn Vilhelmsdóttir nýr forstöðumaður Landgræðsluskólans

<span></span> <p><span>Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans sem er einn fjögurra skóla sem reknir eru undir merkjum <a href="https://www.grocentre.is/">GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu</a>&nbsp;í samstarfi við Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. </span></p> <p><span>Frá stofnun skólans árið 2007 hafa 139 sérfræðingar útskrifast úr námi Landgræðsluskólans hér á landi, en jafnframt hafa 124 sérfræðingar tekið þátt í og útskrifast úr námskeiðum sem haldin hafa verið á vettvangi í samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu.</span></p> <p><span>Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur víðtæka starfsreynslu á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún hefur bæði starfað í Afríkuríkjum og á Íslandi og unnið fyrir stjórnvöld og félagasamtök. </span></p> <p><span>Hún starfaði sem forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands á árunum 2015 til 2020. Hún er með doktorspróf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MA í alþjóðlegum fræðum frá Háskólanum í Denver og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.</span></p> <p><span>Sjöfn hefur kennt og leiðbeint fjölda nemenda við Landgræðsluskólann frá árinu 2008 og verið fulltrúi í fagráði skólans frá árinu 2016. Hún tekur við starfinu af dr. Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem gegndi starfi forstöðumanns frá 2008. </span></p>

11.05.2020Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á&nbsp;vef heimsmarkmiðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára hvaðanæva af landinu. Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ráðið auk tveggja fulltrúa sem halda sæti sínu frá fyrra starfsári. Nýskipað ungmennaráð kemur saman í september og starfar út næstkomandi skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí næstkomandi.</p> <p>Ungmennaráð heimsmarkmiðanna tók fyrst til starfa í apríl 2018. Hlutverk þess er að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að koma áherslumálum sínum á framfæri og miðla upplýsingum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir stjórnvöldum einnig ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að eiga árlegan fund með ríkisstjórn.</p> <p>Ein af megináherslum heimsmarkmiðanna er samvinna á milli ólíkra hagsmunaaðila um markmiðin, þar á meðal ungmenna. Ráðinu er þannig ætlað að vera lifandi vettvangur þar sem heimsmarkmiðin eru höfð að leiðarljósi og rædd með gagnrýnum og lausnamiðuðum hætti. Þá er starfsemi ungmennaráðsins í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framfylgja skuli ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um aukin áhrif barna í samfélaginu.</p> <p>Áformað er að skipuð verði valnefnd með ungmennafulltrúum til að yfirfara umsóknirnar og velja úr þeim fulltrúa í ráðið. Það er gert til að auka gagnsæi við úrvinnslu umsókna og styrkja umboð fulltrúa í ungmennaráðinu.</p> <p><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/umsokn">Umsóknarform fyrir ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna</a></p> <p>Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á&nbsp;<a href="https://heimsmarkmidin.is/">heimsmarkmidin.is&nbsp;</a>og á Facebook síðum&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/heimsmarkmidin" target="_blank">heimsmarkmiðanna</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/">ungmennaráðsins</a>.</p>

08.05.2020COVID-19: Álag á heilbrigðiskerfi ógn við barnshafandi konur og kornabörn

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) beinir kastljósinu að barnshafandi konum og kornabörnum í tilefni mæðradagsins næstkomandi sunnudag, 10. maí. UNICEF segir að áætlað sé að 116 milljónir barna komi í heiminn í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Ástæða sé til þess að óttast gríðarlegt álag á sjúkrahús og heilsugæslur víðs vegar um heiminn og álagið ógni öryggi þungaðra kvenna og nýfæddra barna. UNICEF segir að þess séu dæmi að heilbrigðisstarfsfólk, eins og ljósmæður, hafi verið sett í önnur störf sem tengjast umönnun COVID-19 sjúklinga.</p> <p>UNICEF vekur athygli á því að verðandi mæður veigri sér við því að leita til heilbrigðiskerfisins af ótta við smit, þær fari á mis við nauðsynlega bráðaþjónustu af því álagið sé svo mikið og einnig að reglur um lokanir séu strangar. UNICEF&nbsp;segir að þótt engar&nbsp;vísbendingar&nbsp;séu um að barnshafandi konum stafi meiri hætta af&nbsp;COVID-19 en öðrum verði þjóðir samt sem áður að tryggja aðgengi þeirra að mæðravernd, fæðingaþjónustu og ungbarnavernd.</p> <p>Um 130 þjóðir halda sérstaklega upp á mæðradaginn á sunnudaginn og samkvæmt frétt UNICEF eru í hópi þeirra þjóðir þar sem barnsfæðingar eru flestar frá því COVID-19 varð að heimsfaraldri í mars. Þannig er til dæmis áætlað að 20 milljónir barna fæðist á Indlandi, 13,5 milljónir í Kína, 6,4 milljónir í Nígeríu, 5 milljónir í Pakistan og 4 milljónir í Indónesíu.</p> <p>„Flestar þessara þjóða voru fyrir faraldurinn með háa tíðni nýburadauða og óttast er að hún kunni nú að hækka vegna hans. Meira að segja ríkari þjóðir fara ekki varhluta af þessu ástandi. Í Bandaríkjunum er áætlað að 3,3 milljónir barna fæðist á tímabilinu 11. mars til 16. desember og í&nbsp;New&nbsp;York&nbsp;eru yfirvöld að leita leiða til að útbúa fæðingamiðstöðvar þar sem mörgum konum hugnast ekki að koma á sjúkrahús í ástandinu,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>„Mæðradagurinn í ár er sérstaklega átakanlegur fyrir marga þar sem margar fjölskyldur hafa ekki getað hist mjög lengi vegna&nbsp;kórónaveirunnar,“ segir&nbsp;Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „En þetta er líka tími samstöðu. Við getum hjálpað til við að bjarga lífum með því að tryggja að hver einasta barnshafandi kona fái þann stuðning og þjónustu sem hún þarf til að fæða barn í öryggi á komandi mánuðum.“</p> <p><a href="https://sannargjafir.is/is/product/maedradagsgjofin" target="_blank">Mæðradagsgjöf UNICEF</a></p>

07.05.2020Styrkir til mannúðaraðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar

<strong><span></span></strong> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrki til mannúðaraðstoðar, annars vegar vegna átakanna í Sýrlandi og hins vegar í Írak, samtals 30 milljónir króna. Verkefnin sem um ræðir eru unnin á vegum Lútherska heimssambandsins í þágu fólks á vergangi eða flótta. „Í þessum heimshluta er þörfin fyrir mannúðaraðstoð gífurleg. Mikil neyð almennings er viðvarandi meðan ekki tekst að leysa ágreiningsmál sem valda stríðsátökum,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Styrkirnir eru veittir á grunni neyðarbeiðna frá alþjóðasamtökum kirkjutengdra hjálparstofnana (ACT Alliance).</p> <p>Tuttugu milljóna króna styrkur er veittur vegna átakanna í Sýrlandi en þau hafa staðið yfir hátt í áratug. Áætlað er að tæplega tólf milljónir manna þurfi á aðstoð að halda, þar eru rúmlega sex milljónir á vergangi innan Sýrlands. Að sögn Bjarna eru um fimm milljónir flóttamanna í nágrannalöndunum Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. </p> <p>„Langflestir lifa undir fátæktarmörkum og eiga í erfiðleikum með að mæta brýnustu þörfum fyrir mat og skjól. Það er mikil þörf fyrir menntun, starfsþjálfun og úrræði til að auka tekjumöguleika fjölskyldna,“ segir hann.</p> <p>Verkefni Lútherska heimssambandsins eru bæði í Sýrlandi og Jórdaníu og ná samtals til rúmlega 2.300 einstaklinga.</p> <p>Í grannríkinu Írak ríkir neyðarástand vegna átaka og utanríkisráðuneytið veitir Hjálparstarfi kirkjunnar tíu milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar. Þar er Lútherska heimssambandið með verkefni til stuðnings rúmlega 22 þúsundum einstaklinga.</p> <p>„Þetta er að stórum hluta fólk á vergangi en líka fólk sem hefur snúið heim eftir að hafa flosnað upp og þarf stuðning til að koma undir sig fótunum aftur. Verkefnið snýst meðal annars um að hjálpa til við endurbætur á húsnæði, gera við brunna, kamra og aðra hreinlætisaðstöðu. Einnig felst í verkefninu ýmiss konar fræðsla um hreinlæti, kynbundið ofbeldi, jafnrétti og mannréttindi, að ógleymdum námskeiðum sem tengjast því að fjölga tekjumöguleikum,“ segir Bjarni.</p> <p>Utanríkisráðuneytið auglýsti í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. </p>

06.05.2020Utanríkisráðuneytið leggur fram 276 milljónir króna til þróunarríkja vegna heimsfaraldursins​

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Framlagið deilist á milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins,&nbsp;Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins&nbsp;og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p> <p><span style="background: white;">„Viðbúið<span style="background-image: initial; background-position: initial; background-size: initial; background-repeat: initial; background-attachment: initial; background-origin: initial; background-clip: initial;">&nbsp;er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð s</span>em nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. </span>Það ríkir mikil samstaða um það, ekki síst meðal norrænu þjóðanna, að styðja fátækustu ríkin á þessum erfiðu tímum. Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og framlögum okkar verður að mestu leyti ráðstafað af alþjóðastofnunum og mannúðarsamtökum til þjóða þar sem þörfin er mest,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Brugðist er við COVID-19 mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna með því að fela þremur stofnunum samtakanna að ráðstafa 70 milljónum króna. Af þeim fara 30 milljónir&nbsp; til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), 20 milljónir til Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) og 20 milljónir til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA). Að auki fer 25 milljóna króna framlag til Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA).</p> <p>Til nýstofnaðs COVID-19 þróunarsjóðs SÞ (COVID-19 UN Response and Recovery Fund) verður 20 milljónum króna varið og 25 milljónum króna verður ráðstafað til orkusviðs Alþjóðabankans í því skyni að knýja heilsugæslustöðvar í sunnanverðri Afríku áfram með endurnýjanlegri sólarorku. Alþjóðaráði Rauða krossins er falið að ráðstafa 20 milljónum króna og <span>Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins</span> fær 28 milljónir vegna COVID-19 neyðarkalls, en hluti af framlaginu kemur til vegna rammasamnings ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi.</p> <p>Til samstarfsþjóðanna fara 66 milljónir til skólamáltíða fyrir nemendur í fiskimannasamfélögum í Buikwe í Úganda sem er samstarfshérað Íslands, og 15 milljónir vegna COVID-19 viðbragðsáætlunar fyrir sjúkrahús og heilsugæslur í sama héraði. Til Malaví er 7 milljónum króna varið til viðbragðsáætlunar yfirvalda í Mangochi, samstarfshéraði Íslands. </p> <p>Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstu vikum og misserum.</p>

05.05.2020Nítján milljónir barna á vergangi í heimalandi sínu vegna átaka

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;áætlar að 19 milljónir barna hafi verið á vergangi innan heimalandsins á síðasta ári eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og ofbeldis. Börn á vergangi hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna sem birt var í dag.</p> <p>Skýrslan, sem ber yfirskriftina „<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/lost_at_home.pdf" target="_blank">Lost at&nbsp;Home</a>“, skoðar hættur og&nbsp;áskoranir&nbsp;sem börn á vergangi standa frammi fyrir og þær nauðsynlegu aðgerðir sem ráðast þarf í til að vernda þau. „Nú, í heimsfaldri&nbsp;COVID-19, eru þessi börn berskjölduð fyrir afleiðingum hans, beinum og óbeinum,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>„Milljónir barna um allan heim eru nú þegar án viðeigandi verndar og umönnunar,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Þegar ný krísa kemur upp, eins og&nbsp;COVID-19 heimsfaraldurinn, er þessi hópur sérstaklega viðkvæmur. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og mannúðarsamtök vinni saman að því að tryggja öryggi þeirra, heilsu og menntun.“</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að börn á flótta innan heimalands síns skorti grunnþjónustu og eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða mansali. Þá aukast líkurnar á að þau verði hneppt í barnaþrælkun, barnahjónabönd eða verði viðskila við fjölskyldur sínar sem augljóslega stofni velferð þeirra, heilsu og öryggi í hættu. Börn á vergangi búi oft í yfirfullum búðum og nýbyggðum þar sem verulega skortir á hreinlæti og hreinlætisaðstöðu og smitleiðir því mýmargar.</p> <p>Samkvæmt skýrslu&nbsp;UNICEF&nbsp;þurftu 12 milljónir barna að flýja heimili sín innan heimalandsins í fyrra, 3,8 milljónir vegna átaka og ofbeldis. En 8,2 milljónir vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibylji.</p>

04.05.2020Hæsta framlagið fjórða árið í röð frá UN Women á Íslandi

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi sendi á síðasta ári rúmlega 127 milljónir króna til alþjóðlegra verkefna UN Women sem er hæsta fjárframlag allra landsnefnda til verkefna UN Women á árinu óháð höfðatölu. Þetta er fjórða árið í röð sem landsnefndin nær þessum fráæra árangri.</p> <p>Í nýrri <a href="https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/unwomen.is/skrar/images/unw-arsskyrsla-2019.pdf" target="_blank">ársskýrslu</a>&nbsp;landnefndarinnar kemur fram að aldrei hafi á einu ári jafnmargir styrktaraðilar gengið til liðs við samtökin, en tæplega 3.000 nýir ljósberar bættust í hópinn á síðasta ári. Ljósberar voru orðnir rúmlega 9.200 í lok árs. „Ljósberar eru fólk á öllum aldri og búa í öllum landshlutum. Mjög bættist í hóp styrktaraðila utan höfuðborgarsvæðisins á árinu, en 34% nýrra ljósbera eru búsettir utan þess, og hefur hlutfallið aldrei verið svo hátt. Tveir þriðju nýskráðra voru konur,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Á síðasta ári, þrítugasta starfsári UN Women á Íslandi, var ákveðið að beina kastljósinu að baráttunni gegn þvinguðum barnahjónaböndum og málefnið var í forgrunni í fyrsta fræðslu- og söfnunarþætti landsnefndarinnar í sjónvarpi. Þátturinn „Stúlka – ekki brúður“ var sýndur í beinni útsendingu á RÚV 1. nóvember þar sem sjónum var beint að Malaví og þeim verkefnum UN Women sem miða að því að uppræta þvinguð barnahjónabönd í því landi, en tíðni þvingaðra barnahjónabanda í Malaví er með því hærra sem gerist í heiminum. Um 20% íslensku þjóðarinnar horfði á þáttinn og fræddist um leið um verkefni UN Women. Þá lagði fjöldi fólks málefninu lið með því að hringja inn og gerast mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi.</p> <p>„Sterk staða Íslands á sviði jafnréttismála veitir okkur hljómgrunn á alþjóðavettvangi og við tökum ábyrgðarhlutverki okkar alvarlega. Jafnrétti kynjanna er hornsteinn íslenskrar utanríkisstefnu og hefur verið leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands um árabil. Þessi áhersla var staðfest á dögunum þegar niðurstöður árlegrar könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar á þróunarsamvinnu sýndi að yfir 80% af þróunarsamvinnu Íslands er á marktækan hátt ætlað að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna,“ segir meðal annars í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </p> <p>Á aðalfundi UN Women í síðustu viku urðu þær breytingar á stjórn samtakanna að Kristján Hjálmarsson, Ólafur Elínarson og Ólafur Þ. Stephensen voru kosnir í stjórn til tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Arna Grímsdóttir, formaður, Fanney Karlsdóttir, varaformaður, Kristín Ögmundsdóttir, gjaldkeri, Bergur Ebbi Benediktsson, Soffía Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir.</p>

29.04.2020Kvenleiðtogar sameinast í baráttunni gegn COVID-19

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar með kvenleiðtoga í fylkingarbrjósti hafa hleypt af stokkunum átakinu „<a href="https://www.un.org/en/coronavirus/women-rise-for-all" target="_blank">Rise for All</a>“ um félagslega og efnahagslega endurreisn vegna kórónafaraldursins. Átakið er til stuðnings nýstofnuðum sjóði Sameinuðu þjóðanna, UN Response and Recovery Fund.</p> <p style="text-align: start;">„Við erum í miðri meiriháttar kreppu,“ segir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs í ávarpi á myndbandi. „Kórónaveiran þekkir engin landamæri. Í alheimsþorpi okkar er samstaða eini kosturinn. Alþjóðlegar stofnanir og ríkistjórnir verða að vinna saman.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qbTXkU4j6SM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p style="text-align: start;">Amina Mohammed&nbsp;varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði þegar hún fylgdi átakinu úr hlaði í New York að COVID-19 hefði greitt þróunarríkjum „sérstaklega þungt högg“, ekki síst þjóðum sem glíma þegar við hamfarir eða styrjaldarátök.</p> <p style="text-align: start;">„Andspænis víðtækri ógn af sögulegri stærðargráðu, verður sameiginlegt andsvar okkar að vera jafn brýnt og sögulegt,“ sagði Mohammed.</p> <p style="text-align: start;">Konur hafa orðið harðast úti í faraldrinum en jafnframt verið í fararbroddi við að bjarga mannslífum á sjúkrahúsum og við að finna lausnir í nýsköpun og uppfinningum, að ógleymdum pólitískum kvenleiðtogum.</p> <p style="text-align: start;">Stefnt er að því að safna einum milljarði Bandaríkjadala í fyrrnefndan sjóð á vegum aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á fyrstu níu mánuðum ársins og tveimur milljörðum í allt.</p> <p style="text-align: start;">„Við megum engan tíma missa,“ sagði Mohammad, venjulegir tímafrestir sem Sameinuðu þjóðirnar og framlagsríki vinna eftir duga ekki í þessu tilviki.</p>

27.04.2020COVID-19: Stuðningur Íslands við flóttamannabyggðir í Úganda

<span></span> <p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Úganda hafa í samstarfi við tuttugu samstarfsstofnanir birt ákall um 47 milljarða króna stuðning til að draga úr áhrifum COVID-19 farsóttarinnar á þá þjóðfélagshópa sem verst er staddir, næsta hálfa árið. Í þeim hópi eru meðal annars íbúar í norðurhluta landsins sem ýmist eru heimamenn eða flóttafólk frá Suður-Súdan, 80 prósent sem lifa undir mörkum sárafátæktar. Íslendingar ákváðu á síðasta ári að veita 475 milljóna króna stuðningi á fjórum árum við vatns-, salernis- og hreinlætisverkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á þessu svæði.</p> <p>„Framlag okkur skiptir verulegu máli og styður fullkomlega aðgerðir sem nú er kallað eftir til varnar útbreiðslu kórónaveirunnar. Verkefnin snúa að hreinu vatni, handþvotti og hreinlæti,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda en fyrsta framlagið, ein milljón bandarískra dala, var lagt fram á síðasta ári og 750 þúsund dalir bætast við á þessu ári.</p> <p>Hluti af neyðarkallinu frá Sameinuðu þjóða stofnunum í Úganda var einmitt frá UNICEF vegna bágrar aðstöðu íbúa í flóttamannabyggðunum sem eru auk heimamanna um ein milljón flóttamanna, flestir þeirra frá Suður-Súdan. Stjórnvöld í Úganda telja að 12,8 milljónir landsmanna búi við lökust kjör og því fólki þurfa sérstaklega að sinna á sama tíma og brugðist er til varna við að hefta útbreiðslu faraldursins. </p> <p>Rúmlega 340 smit af COVID-19 eru staðfest í Úganda en í gildi eru miklar takmarkanir á ferðafrelsi fólks og ljóst að efnahagslegt tjón vegna faraldursins verður mikið, líkt og annars staðar. Rúmlega 30% þjóðarinnar býr við sárafátækt.</p> <p>Úganda er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

24.04.2020Annað neyðarástand má ekki gleymast á tímum faraldursins

<span></span> <p>Heimsfaraldurinn sem nú geisar af völdum kórónaveirunnar er viðbót við annað neyðarástand víðs vegar um heiminn sem má ekki gleymast né draga úr stuðningi við, sögðu fulltrúar stofnana Sameinuðu þjóðanna á fjarfundi í vikunni þar sem undirstrikað var mikilvægi samhæfingar í yfirstandandi faraldri og samstarf við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO). Jafnframt var kallað eftir auknum aðgerðum í þágu kvenna, mikilvægi skólamáltíða og fæðuöryggis.</p> <p>Á fjarfundinum voru fulltrúar UN Women, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ásamt framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). </p> <p>Að mati framkvæmdastjóra WHO þarf að leggja áherslu á að koma hlífðarbúnaði til þeirra ríkja sem á þurfa að halda, með áherslu á Afríkuþjóðir, útvega grímur, hlífðargleraugu og annan nauðsynlegan búnað. Óháð hlutverki einstakra stofnana Sameinuðu þjóðanna opinberaðist á fundinum að allir stofnanirnar vinna að öflun hlífðarbúnaðar. Fram kom að sýnatökubúnaður verður sendur til þróunarríkja og WHO stendur fyrir þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þegar hafa 1,5 milljónir tekið þátt í slíkri þjálfun og margir við bætast á næstu vikum.</p> <p>Fulltrúi UNDP lagði áherslu á mikilvægi þess að horfa til þeirra þjóðfélagshópa sem væru í viðkvæmustu stöðunni, tölur um verga landsframleiðslu gæfu ekki endilega rétta mynd af ástandinu og taka yrði tillit til félagslegra þátta og stöðu heilbrigðiskerfa. Fulltrúi UN Women lét í ljós þá skoðun að faraldurinn gæti stuðlað að skrefi aftur á bak í jafnréttismálum, ýmiss konar neikvæð faraldursins hafi komið fram gagnvart konum og stúlkum, meðal annars aukið kynbundið ofbeldi. Minnt var á að konur væru 70 prósent starfsfólks í heilbrigðisgeiranum og 85 prósent hjúkrunarfræðinga í framlínunni.</p> <p>Á fundinum kom fram að þörf er á að bæta aðgengi að vatni, áskoranir varðandi skólamáltíðir blasi við og tækifæri séu til að þróa fjarkennslu, svo dæmi séu nefnd. Einnig er unnið sérstaklega að því að finna þá einstaklinga sem verða út undan og aðstoða þá.</p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">Joint town hall of <a href="https://twitter.com/UNICEF?ref_src=twsrc%5etfw">@UNICEF</a>, <a href="https://twitter.com/UN_Women?ref_src=twsrc%5etfw">@UN_Women</a>, <a href="https://twitter.com/UNFPA?ref_src=twsrc%5etfw">@UNFPA</a>, <a href="https://twitter.com/UNDP?ref_src=twsrc%5etfw">@UNDP</a>, <a href="https://twitter.com/UNOPS?ref_src=twsrc%5etfw">@UNOPS</a> &amp; <a href="https://twitter.com/WFP?ref_src=twsrc%5etfw">@WFP</a> on <a href="https://twitter.com/hashtag/COVID19?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#COVID19</a>. <a href="https://twitter.com/WHO?ref_src=twsrc%5etfw">@WHO</a> presented its important work.<br /> <br /> ➡️We need to tackle challenges related to <a href="https://twitter.com/hashtag/health?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#health</a>, <a href="https://twitter.com/hashtag/genderequality?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#genderequality</a>, <a href="https://twitter.com/hashtag/education?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#education</a> &amp; <a href="https://twitter.com/hashtag/foodsecurity?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#foodsecurity</a><br /> ✅This is a test for <a href="https://twitter.com/UN?ref_src=twsrc%5etfw">@UN</a> reforms<br /> <br /> 🙏<a href="https://twitter.com/jukka_salovaara?ref_src=twsrc%5etfw">@jukka_salovaara</a> for chairing <a href="https://t.co/Dqh2jQ846q">pic.twitter.com/Dqh2jQ846q</a></p> — Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) <a href="https://twitter.com/IcelandUN/status/1252672422215651332?ref_src=twsrc%5etfw">April 21, 2020</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script>

22.04.2020Konur verði þungamiðja viðbragðsáætlana vegna faraldursins

<span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fjarfund kvenleiðtoga í vikunni þar sem ítrekað var mikilvægi þess að konur og stúlkur verði þungamiðja viðbragðsáætlana og aðgerðaáætlana í bataferli heimsbyggðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. </p> <p>Markmið fundarins var að stilla saman strengi og samþætta kynjasjónarmið í aðgerða- og viðbragðsáætlunum sem ber að tryggja réttindi og stöðu kvenna og stúlkna eftir heimsfaraldurinn. Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women ásamt Gabrielu Ramos, fyrir hönd OECD boðuðu helstu kvenleiðtoga heims til fundar til að ræða þau miklu neikvæðu áhrif sem heimsfaraldurinn Covid-19 hefur á stöðu kvenna og stúlkna.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unwomen.is/read/2020-04-22/kvenleidtogar-funda-vegna-stodu-kvenna-i-covid-19/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women á Ísland voru umræður fundarins kröftugar „og staðfestu að nú sé þörf, meiri en nokkru sinni áður, á kvenleiðtogum svo að ríki heimsins geti unnið sig farsællega út úr þessum erfiðaleikatímum,“ eins og þar segir. Jafnframt væri nauðsynlegt að tryggja jafnrétti og réttindi kvenna til að komast í gegnum þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir stórfellda afturför á réttindum, öryggi og velferð kvenna um allan heim. Til að sporna við þeirri afturför var rætt um að leggja áherslu á fjóra þætti sem ógna mest stöðu kvenna í heimsfaraldrinum Covid-19:</p> <ul> <li>Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu.&nbsp;Þær sinna lægst launuðustu störfum stéttarinnar og eru undir miklu álagi. Skapa þarf heilbrigðisstarfsfólki viðunandi vinnuaðstæður, sanngjörn laun og tryggja þarf hvíldartíma milli vakta.</li> <li>Efnahagsleg áhrif.&nbsp;Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða illa úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. Taka þarf mið af konum og störfum kvenna í efnahagsaðgerðum ríkja.</li> <li>Ofbeldi gegn konum og stúlkum.&nbsp;Ákveðin lönd hafa séð allt upp í 30% aukningu á tilkynningum um heimilisofbeldi. Tryggja fjármagn til forvarnaraðgerða sem og til neyðarlína og kvennaathvarfa fyrir þolendur ofbeldis.</li> <li>Kvenmiðuð neyðaraðstoð í fátækari löndum heims.&nbsp;Tryggja þarf að tekið sé mið af röddum kvenna við veitingu mannúðaraðstoðar, tryggja kynjamiðaða grunnþjónustu fyrir jaðarsetta hópa og veita mannúðaraðstoð með það að markmiði að uppræta mansal, kynferðilega misnotkun og kynferðislega áreitni.</li> </ul> <p>Auk forsætisráðherra Íslands tóku kvenleiðtogar úr öllum áttum þátt; forsetar, forsætisráðherrar, frumkvöðlar og aktívistar kvennahreyfingar auk ungliðahreyfinga, þeirra á meðal Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku og Tarana Burke, upphafskona #MeToo.</p>

21.04.2020Óttast að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði í dag við gífurlegri fjölgun hungraðra í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verði ekki þegar gripið til aðgerða segir stofnunin að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok frá því sem nú er. Þeim geti fjölgað milli ára úr 135 milljónum í 265 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá WFP og 15 samstarfsstofnunum um fæðuóöryggi í heiminum sem birt var í dag.</p> <p> „Fyrir þær milljónir manna, sem fyrir áttu vart til hnífs og skeiðar, er COVID-19 faraldurinn skelfilegur og rothögg fyrir aðrar milljónir manna sem þurfa tekjur til þess að eiga fyrir mat. Í mörgum tilvikum þarf aðeins eitt áfall til viðbótar – eins og COVID-19 – til þess að ýta fólki fram af bjargbrúninni,“ segir Arif Husain yfirhagfræðingur WFP og bætir við að takmarkanir á ferðum fólks og efnahagslegur samdráttur hafi þegar haft alvarlegar afleiðingar.</p> <p>Í nýju skýrslunni - <a href="https://www.wfp.org/publications/2020-global-report-food-crises" target="_blank">Global Report on Food Crises</a>&nbsp;– kemur fram að á síðasta ári hafi flestir þeirra sem lifðu við hungurmörk búið á átakasvæðum, 77 milljónir. Loftslagsbreytingar áttu mestan þátt í matvælaskorti hjá 34 milljónum og 24 milljónir liðu matarskort vegna efnahagsþrenginga.</p> <p>Þær tíu þjóðir sem matarskortur var mestur á síðasta ári voru Jemen, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður-Súdan, Sýrland, Súdan, Nígería og Haítí.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í neyðar- og mannúðarmálum.</p>

20.04.2020Heimsfaraldur drepsóttar var það síðasta sem börnin þurftu

<span></span> <p>„Heimsfaraldur drepsóttar var það síðasta sem börn í þessum heimshlutum þurftu,“ segir UNICEF í <a href="https://unicef.is/covid-19-eykur-enn-a-neyd-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku þar sem hvergi í heiminum eru fleiri börn í neyð vegna stríðsátaka. Kórónaveirufaraldurinn barst tiltölulega seint í þessa heimshluta en staðfest smit er nú rúmlega 105 þúsund og dauðsföllin 5.700, flest í Íran.</p> <p>Haft er eftir Ted Chaiban svæðisstjóra UNICEF í þessum löndum að hvergi sé atvinnuleysi meira meðal ungs fólks og helmingur barna búi við margvíslegan skort og fátækt. Þau njóti ekki grunnþjónustu á borð við menntun, húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu, hafi ekki aðgang að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu eða að upplýsingum.</p> <p>„Þetta samspil skorts á grunnþjónustu, áralangra átaka, fátæktar og nú COVID-19 leggst þyngst á viðkvæmustu börnin. Það gerir erfið líf þeirra óbærileg. Því lengur sem þetta varir því djúpstæðari verða áhrifin, einkum á börnin,“ segir Chaiban.</p> <p>Á þessu svæði búa 25 milljónir barna í neyð, þar á meðal börn á flótta og á vergangi. Meirihluti þessara barna var rifinn upp með rótum vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Jemen, Súdan, Palestínu, Írak og Líbíu. Áætlað er að 1,7 milljón störf glatist á þessu ári vegna afleiðinga COVID-19 á efnahags- og atvinnulíf þjóða. Búist er við að þetta fjölgi fólki sem býr við fátækt á svæðinu um 8 milljónir. UNICEF áætlar að helmingur þeirra, eða fjórar milljónir, séu börn. </p> <p>„Afleiðingar þessa, án viðunandi inngrips og öryggisnets, eru þekktar. Fjölskyldur munu í neyð sinni þurfa að senda börn sín í erfiðisvinnu og þrælkun, gefa dætur sínar í hjónaband og draga börn sín úr skóla,“ segir í frétt UNICEF. „Það er mikil gæfa að tilfelli COVID-19 meðal barna eru ekki mörg en á sama tíma er augljóst að þessi heimsfaraldur hefur beinar og alvarlegar afleiðingar í för með sér á líf þeirra engu að síður. Margar fjölskyldur eru að sökkva í fen fátæktar og fyrirvinna heimilisins missa atvinnuna.“</p> <p>UNICEF vinnur með samstarfsaðilum í öllum löndum þessa svæðis í baráttunni gegn COVID-19 og afleiðingum hennar. UNICEF stendur í umfangsmestu mannúðaraðgerðum veraldar í Sýrlandi og Jemen.</p> <p>UNICEF starfar með stjórnvöldum og öðrum frjálsum félagasamtökum við að ná til barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra með nýjar upplýsingar og fræðslu um það hvernig hægt sé að draga úr smithættu og viðhalda líkamlegri og andlegri velferð allra á þessum erfiðu tímum. Á undanförnum vikum hefur UNICEF náð til 22 milljóna manna í gegnum sjónvarp, útvarp og dagblöð auk þess sem náð hefur verið í 7 milljónir manna með stafrænum hætti.</p> <p>Þrátt fyrir lokun landamæra og lamaðar flugsamgöngur hefur UNICEF samt sem áður afhent 1,6 milljónir eininga af margvíslegum hjálpargögnum innan svæðisins, meðal annars með því að útvega þau hjá innlendum fyrirtækjum, stórum og smáum til að styðja efnahags viðkomandi þjóða. Þá er meðtalinn stuðningur við heilbrigðisráðuneyti, heilbrigðisstarfsmenn og framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem fengið hafa nauðsynleg hjálpargögn á borð við andlitsgrímur, hanska, hlífðarsloppa og gleraugu, COVID-19 prufur, hreinlætisvörur, hitamæla og fræðslu fyrir starfsfólk um meðhöndlun veirunnar og smitvarnir.</p> <p><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur" target="_blank">UNICEF – hjálpum börnum í neyð</a></p>

17.04.2020Áhrif COVID faraldursins á fátæk ríki helsta umræðuefnið

<span></span> <p><span>Áskoranir í tengslum við COVID-19 faraldurinn og áhrif hans á fátækari ríki heims voru efst á baugi á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr í dag. Ljóst er að mörg þróunarríki eru verr í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við heilsufars-, efnahags- og félagslegar afleiðingar faraldursins þar sem heilbrigðis- og efnahagskerfi þeirra eru veikburða. David Malpass forseti Alþjóðabankans lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að bankinn veitti fátækustu ríkjunum aðstoð og fagnaði því að brugðist hafi verið við ákalli Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að tvíhliða lánveitendur veiti þróunarríkjum tímabundinn gjaldfrest á skuldum til að gefa þeim meira svigrúm til að bregðast við faraldrinum. </span></p> <p><span>Á fundinum flutti Dag Inge Ulstein, norski þróunarsamvinnuráðherrann, ávarp fyrir hönd </span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/"><span style="color: #0563c1;">kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem Ísland leiðir</span></a><span> um þessar mundir. Geir H. Haarde aðalfulltrúi kjördæmisins tók einnig þátt í fundinum sem var að þessu sinni fjarfundur vegna COVID-19 ástandsins. </span></p> <p><span>Í </span><a href="https://www.devcommittee.org/sites/www.devcommittee.org/files/download/Statements/2020-04/DCS2020-0031-Norway.pdf"><span style="color: #0563c1;">yfirlýsingu</span></a><span>&nbsp;fagnaði kjördæmið skjótum viðbrögðum Alþjóðabankans. Bankinn hefur nú þegar samþykkt </span><a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2020/04/02/the-world-bank-group-moves-quickly-to-help-countries-respond-to-covid-19"><span style="color: #0563c1;">verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki</span></a><span> og hyggst veita allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum í frekari aðstoð. Kjördæmið lagði áherslu á að þrátt fyrir mikilvægi aðgerða vegna COVID-19 mætti ekki missa sjónar á langtímaþróunarmarkmiðum, sérstaklega heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna&nbsp;og baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem er ein stærsta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. </span></p> <p><span>Þá talaði kjördæmið fyrir mikilvægi þess að samþætta jafnréttissjónarmið í COVID-viðbragðsaðgerðum, en efnahagsleg og félagsleg áhrif koma oft hvað verst niður á viðkvæmum hópum, ekki síst konum og stúlkum. Í þessu samhengi má nefna að jafnréttisteymi bankans vinnur nú sérstaklega að því að stuðla að slíkri samþættingu. Að lokum lagði kjördæmið áherslu á mikilvægi þess að stuðningur Alþjóðabankans til þróunarríkja hefði að leiðarljósi „græna endurreisn“ til að tryggja að uppbygging samfélaga yrði með sjálfbærum hætti.</span></p> <p><span>Þróunarnefndin er sameiginleg ráðherranefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sinnir pólitískri stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu gagnvart stofnununum tveimur. Nefndin er skipuð 25 ráðherrum frá aðildarríkjum stofnananna, þ.e. einum ráðherra frá hverju kjördæmi í stjórn, ásamt formanni sem kosinn er af þróunarnefndinni. Hún hittist tvisvar á ári í tengslum við vorfundi og ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland átti sæti í þróunarnefndinni á árinu 2019 og flutti þá utanríkisráðherra Íslands ávarp fyrir hönd kjördæmisins.</span></p>

17.04.2020Verndum börnin okkar, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p><span>Efnahagslegar afleiðingar vegna kórónaveirunnar gætu leitt til dauðsfalla hundruð þúsunda barna. Samdrátturinn í efnahagslífi í heiminum gæti leitt til þess að allur sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum að draga úr barnadauða gæti horfið eins og dögg fyrir sólu, að því er segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. </span></p> <p><span>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til brýnna aðgerða til að styðja börn andspænis kreppunni. „Þótt börn hafi að mestu sloppið við alvarlegustu einkenni veikinnar hefur lífi þeirra verið umturnað,“ segir hann og hvetur fjölskyldur um heim allan og leiðtoga á öllum sviðum að slá skjaldborg um börn.</span></p> <div style="display: block; position: relative; max-width: 480px; max-height: 270px;"> <div style="padding-top: 56.25%;"><iframe style="width: 100%; height: 100%; position: absolute; top: 0px; bottom: 0px; right: 0px; left: 0px;" src="https://www.un.org/webcast/1362235914001/B1J3DDQJf_default/index.html?videoId=6150054061001" frameborder="0"></iframe></div> </div> <p><span>Skólum víða um heim hefur verið lokað og Sameinuðu þjóðirnar telja að um 1,5 milljarður barna í hartnær 190 ríkjum fái nú enga formlega menntun. En það er ekki aðeins menntunin sem börnin fara á mis við því 310 milljónir barna verða af daglegum skólamáltíðum. Ástæða sé því til að hafa áhyggjur af næringu barna meðan skólar eru lokaðir. Guterres minnir á að áður en farsóttin skall á hafi vannæring og vaxtarhömlun verið óviðunandi.</span></p> <p><span>Í skýrslunni er jafnframt sögð vera ástæða til að vera á varðbergi vegna notkunar barna á netinu. Sífellt fleiri börn séu á netinu meðan á tímum farsóttarinnar. Félagslíf margra barna snúist nú algjörlega um skjáinn. Þau séu berskjaldaðri en áður fyrir kynferðislegri misnotkun, áreiti, ofbeldi og einelti.</span></p>

15.04.2020Börn berskjölduð gagnvart skuggahliðum netsins í heimsfaraldri COVID-19

<span></span><span></span> <p>Milljónir barna um allan heim eru í aukinni hættu á að verða fyrir netofbeldi nú þegar daglegt líf þeirra hefur í auknum mæli færst yfir í netheima vegna&nbsp;COVID-19 heimsfaraldursins. Við þessu vara UNICEF&nbsp;og samstarfsstofnanir í tilkynningu í dag.</p> <p style="text-align: start;">„Skjátími hefur aldrei í sögunni verið meiri en nú,“ segir&nbsp;Howard&nbsp;Taylor, forsvarsmaður alþjóðasamtaka um að binda enda á ofbeldi,&nbsp;Global&nbsp;Partnership&nbsp;to&nbsp;End&nbsp;Violence. „Skólalokanir og samkomubönn gera það að verkum að fjölskyldur treysta nú á tæknina og stafrænar lausnir til að halda börnum við efnið í námi, afþreyingu og til að halda sambandi við umheiminn. En börn skortir oft nauðsynlega kunnáttu, þekkingu og þroska til að varast hinar ýmsu hættur sem að þeim steðja í netheimum.“</p> <p style="text-align: start;">Mikil tölvu- og netnotkun barna gerir þau eðlilega berskjölduð gagnvart þessum hættum. Ofbeldi, kynferðisleg misnotkun og einelti eru aðeins nokkrar af þessum hættum sem af netníðingum stafa. Þá óttast hópurinn að skortur á samskiptum milli fólks, augliti til&nbsp;auglits&nbsp;kunni að leiða til þess að pör og vinir taki aukna áhættu&nbsp;eins og með að senda myndefni sín á milli eða&nbsp;og að aukinn tími barna eftirlitslaus á netinu geri þau berskjölduð fyrir skaðlegu efni og neteinelti.</p> <p style="text-align: start;">UNICEF hefur í&nbsp;samstarfi við margar alþjóðastofnanir gefið út leiðbeiningar og tilmæli þar sem stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki, skólastarfsmenn og foreldrar eru hvött til að vera á varðbergi, gera nauðsynlegar ráðstafanir og tryggja öryggi barna meðan á aðgerðum vegna&nbsp;COVID-19 stendur.</p> <p style="text-align: start;">„Í skugga&nbsp;COVID-19 hefur líf milljóna barna skroppið saman og einskorðast nú við heimili þeirra og skjái. Við verðum að vísa þeim veginn í þessum nýja veruleika,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, í tilkynningu. „Við hvetjum stjórnvöld og fyrirtæki til að taka höndum saman og tryggja öryggi barna og unglinga á netinu með auknum öryggisráðstöfunum og nýjum verkfærum sem hjálpa foreldrum og kennurum að mennta börnin í að nota&nbsp;netið&nbsp;á öruggan hátt.“</p> <p>Bráðabirgðaaðgerðir sem lagðar eru til af hópnum&nbsp;<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/covid-19_and_its_implications_for_protecting_children_online_technical_note.pdf"><span style="color: windowtext; text-decoration: none;">má lesa í heild sinni hér.</span></a></p>

14.04.2020Mannúðaraðstoð af hálfu stjórnvalda nýtur stuðnings 90% þjóðarinnar

<span></span> <p>Stuðningur við mannúðaraðstoð af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur aukist um rúmlega sex prósentustig milli ára. Samkvæmt nýrri könnun fyrir utanríkisráðuneytið telja rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum (90,3%) mjög eða fremur mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti mannúðaraðstoð. Innan við tvö prósent (1,6%) telja það alls ekki mikilvægt. Könnunin leiðir í ljós að sex af hverjum tíu Íslendingum (59%) leggja fram fjármagn úr eigin vasa til góðgerðarsamtaka.</p> <p>Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands nýtur sem fyrr mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og niðurstöður könnunar Maskínu sýna að 70 til 84 prósent svarenda eru jákvæð um flesta þætti hennar. Tæplega 80 prósent (77,8%) telja mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð. Enn fleiri (83,6%) telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum í þróunarríkjum. </p> <p>Þeim sem telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að jafnrétti kynjanna í þróunarmálum fjölgar milli ára, úr 74,6% í fyrra upp í 77,2%. Þá telja langflestir (75,8%) að þróunarsamvinna leiði til frekari friðsældar og sanngirni, og litlu færri (73,9%) telja að hún sé árangurrík leið til að draga úr fátækt í þróunarríkjum, svipaður fjöldi (72,5%) telja þróunarsamvinnu stuðla að minnkandi straumi flóttafólks og (70,4%) telja að hún eigi markvisst að stuðla að umbótum í umhverfis- og loftslagsmálum.</p> <p>Af öðrum áhugaverðum spurningum í könnuninni má nefna að nokkru fleiri (64,5%) en í fyrra (60,2%) telja að aukin hagsæld í þróunarríkjunum hafi jákvæð áhrif fyrir Íslendinga og rúmlega sex af hverjum tíu eru áfram þeirrar skoðunar að það þjóni hagsmunum Íslands – til dæmis með fjölgun viðskiptatækifæra og opnun nýrra markaða – að draga úr fátækt í þróunarríkjum.</p> <p>Könnunin leiðir í ljós að þekking á Sameinuðu þjóðunum er fremur lítil, aðeins liðlega tæplega þriðjungur telur sig þekkja fremur vel eða mjög vel til stofnunarinnar. Hins vegar er mikill stuðningur við Sameinuðu þjóðirnar og 77,3% eru jákvæð gagnvart aðild okkar. Mjög fáir þekkja til alþjóðlegu skólanna fjögurra á sviði jarðhita, sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis sem reknir eru hér á landi, núna undir merkjum UNESCO, en aðeins 11% segjast þekkja fremur vel eða mjög vel til þeirra. Enn færri þekkja til Alþjóðabankans í Washington, aðeins um 8 prósent, og stuðningurinn endurspeglar litla þekkingu, en ríflega 30% segjast jákvæðir gagnvart þátttöku Íslands í störfum Alþjóðabankans, sem er stærsta stofnunin á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í heiminum.</p> <p>Markmið könnunarinnar er að bæta upplýsingamiðlun til almennings um störf og stefnu utanríkisþjónustunnar. Svarendur úr Þjóðgátt Maskínu voru 925.</p> <p>Helstu niðurstöður könnunarinnar má finna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/Skjol---Frettatengt/konnun2020.pdf">hér</a>.</p>

07.04.2020COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum

<p>Barnaheill<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>–<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>Save<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>the<span style="letter-spacing: -0.7pt;"> </span>Children<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna. Stefnt er að því að safna 14,6 milljörðum íslenskra króna – hundrað milljónum bandarískra dala – <span style="letter-spacing: -0.1pt;"></span>til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19<span style="letter-spacing: -0.1pt;"> </span>heimsfaraldrinum. Samtökin vara við því að nú þegar kórónaveiran breiðist út í þróunarlöndum sé hætta á því að um þrjár milljónir manna láti lífið, verði ekki strax brugðist við útbreiðslu hennar.</p> <p>Frá því að faraldurinn hófst hafa Barnaheill – Save the Children brugðist við þörfum barna á svæðum þar sem smit hafa komið upp, eins og í Kína, Bandaríkjunum og um alla Evrópu, að því er fram kemur í frétt Barnaheilla.</p> <p>Inger<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>Ashing,<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>framkvæmdastjóri<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>alþjóðasamtakanna<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>hefur<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>miklar áhyggjur af þróunarríkjum og segir börn nú þegar farin að líða fyrir<span style="letter-spacing: 1.15pt;"> </span>óviðunandi heilbrigðiskerfi. ,,Við höfum öll séð hvernig Covid-19 hefur umturnað lífi fólks út um allan heim. Faraldurinn dreifist nú um í fátækustu ríkjum heims þar sem heilbrigðiskerfi eru veik fyrir. Börn hafa nú þegar<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>fundið<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>fyrir<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>afleiðingum<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>þess<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>og<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>fá<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>ekki<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>viðeigandi<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>meðferð<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>við<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>malaríu,<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>lungnabólgu<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>og vannæringu. Það er nauðsynlegt að við grípum til skjótra<span style="letter-spacing: -0.05pt;"> </span>aðgerða.“</p> <p>Með þeim fjármunum sem safnast munu Barnaheill – Save the Children styrkja núverandi starfsemi sína svo hægt sé að takast á við áhrif kórónaveirunnar. Það verður gert með því að vernda og styðja við börn á þeim svæðum sem verða hvað verst úti og búa við fátækt, eru á flótta eða búa á átakasvæðum. Það felur einnig í sér að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita fjárhagsstuðning til fjölskyldna sem missa tekjur vegna ástandsins, styðja við fylgdarlaus börn og tryggja börnum áframhaldandi aðgang að menntun.</p> <p>Fram kemur í frétt Barnaheilla að alþjóðasamtökin hafi vaxandi áhyggjur af útbreiðslu veirunnar í flóttamannabúðum víða um heim og í Sýrlandi og Jemen þar sem stríð ríkir og innviðir eru veikir. „Heilbrigðiskerfin í þessum löndum eru gífurlega brotin og ekki í stakk búin til þess að takast á við faraldurinn,“ segir í fréttinni.</p> <p><span><a href="http://www.barnaheill.is/neydarkall_covid19" target="_blank">Fjáröflunarsíða Barnaheilla</a></span></p>

06.04.2020Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni víða um heim vegna COVID-19 farsóttarinnar. Guterres hvatti í síðustu viku til vopnahlés á heimsvísu en segir að ofbeldi sé ekki bundið vígvellinum og „fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest: á heimilum þeirra.“</p> <p>Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum segir að sambland efnahagslegs og félagsleg álags á tímum farsóttarinnar, ásamt hvatningu til fólks um að halda sér heima, hafi leitt til þess að heimilisofbeldi hafi aukist. Fyrir tíma faraldursins hafi tölur sýnt að þriðjungur kvenna um allan heim hafði sætt einhvers konar ofbeldi á ævinni. </p> <p>„Saman getum við og verðum við að afstýra ofbeldi alls staðar, bæði á átakasvæðum og á heimilum fólks, á samt tíma og við berjumst gegn COVID-19,“ segir António Guterrs.</p> <p><strong>Konur berskjaldaðri segir UN Women</strong></p> <p>UN Women á Íslandi segir það staðreynd að i neyð sem þessari séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fari tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum.</p> <p>„Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu&nbsp;ásamt því að eyða þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf&nbsp;en karlmenn, á heimsvísu. Reynslan af fyrri farsóttum (ebóla&nbsp;og zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru í meiri sýkingarhættu en önnur.“ </p> <p>UN Women greinir þarfir kvenna og tryggir að viðbragðsaðilar komi til móts við þarfirnar á þeirra eigin forsendum með því að:</p> <ul> <li>Veita konum sem beittar eru heimilisofbeldi aðgang að; viðeigandi þjónustu, lögreglu, neyðarmóttöku og viðeigandi athvörfum.</li> <li>Þrýsta á og auka réttindi kvenna á vinnumarkaði svo sem sveigjanlegan vinnutíma vegna veikinda í fjölskyldu, takmarka tekjuskerðingu til dæmis vegna lokana og útgöngubanns.</li> <li>Tryggja jaðarsettum hópum kvenna aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um faraldurinn, líkt og konum sem búa við fötlun, í dreifbýli og við fátækt.</li> </ul>

03.04.2020Ellefu ríki hafa þegar fallist á vopnhlé

<span></span> <p>Ellefu ríki sem eiga aðild að stríðsátökum hafa fallist á að leggja niður vopn samkvæmt tilmælum Sameinuðu þjóðanna. Þjóðirnar sem um ræðir eru Filipsseyjar, Jemen, Kamerún, Kólombía, Líbía, Mjanmar, Mið-Afríkulýðveldið, Suður-Súdan, Súdan, Sýrland og Úkraína. Sjötíu ríki hafa lýst yfir stuðningi við vopnahlé á heimsvísu.</p> <p>António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag hvatningu sína um að „vopnaðar fylkingar” um allan heim leggi niður vopn til að greiða fyrir baráttunni gegn COVID-19. Hann birti ákall sitt um alheimsvopnahlé 23. mars og sagði í dag að nú þegar hafi verið brugðist jákvætt við hvatningu hans. Hann hefur lýst yfir því að COVID-19 sé mesta þolraun sem heimurinn hafi staðið frammi fyrir frá því Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 75 árum.</p> <p><span></span>„Það er breitt bil á milli orða og athafna,” sagði Guterres. „Það getur verið langt á milli þess að tala um frið og að það skili sér í betra lífi fyrir fólkið sem á í hlut.” Hann sagði að með því að stöðva átök „væri hægt að skapa aðstæður til þess að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til skila.“ Guterres kvaðst óttast að COVID-19 gæti orðið olía á eld pólitískrar spennu og ofbeldis.</p> <p>„Okkur ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að friði og þeirri einingu sem er heiminum nauðsyn til að berjast gegn COVID-19,“ sagði António Guterres.</p>

02.04.2020UNICEF óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Kongó

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast að COVID-19 verði til þess að heilbrigðiskerfi Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hrynji. Laskað heilbrigðiskerfi þurfi verulegan stuðning til að halda uppi vörnum gegn yfirstandandi faraldri mislinga og kóleru sem hafi þegar orðið þúsundum barna að aldurtila. „Nú bætist við ógnin af&nbsp;COVID-19 sem gæti veitt heilbrigðiskerfi Afríkuríkisins náðarhögg,“ segir í frétt UNICEF sem byggir á nýbirtri skýrslu stofnunarinnar.</p> <p>Í <a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/uni315361.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;kemur fram að átakið við að hemja&nbsp;ebólu-faraldurinn, sem geisaði í austurhluta landsins á síðustu misserum, hafi tekið bróðurpart bolmagns heilbrigðiskerfisins. Á meðan hafi baráttan við aðra banvæna faraldra setið á hakanum.</p> <p>UNICEF segir að frá ársbyrjun 2019 hafi mislingafaraldur, sá versti í heiminum, kostað 5.300 börn undir fimm ára aldri lífið. Þá hafi 31 þúsund tilfelli af kóleru greinst. Nú fjölgi tilfellum kórónaveirunnar hratt og fyrirfram hafi verið vitað að Kóngó yrði eitt verst setta Afríkuríkið til að takast á við faraldurinn.</p> <p>„Margar opinberar heilbrigðisstofnanir eru illa búnar, illa mannaðar og illa fjármagnaðar. Þar er jafnvel skortur á aðgengi að hreinu vatni og hreinlæti mjög bágborið. Hlutfall bólusetninga, sem fyrir var lágt, hefur lækkað verulega í mörgum héruðum síðastliðið ár. 3,3 milljónir barna í landinu fá ekki þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa á að halda. Rúmlega 9 milljónir barna, eitt af hverjum fimm börnum undir 18 ára aldri, þarfnast mannúðaraðstoðar af einhverju tagi,“ segir í <a href="https://unicef.is/i-kongo-er-covid-adeins-ein-af-morgum-drepsottum-sem-ogna-bornum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>Þar segir enn fremur að mörg viðkvæmustu börnin búi í þremur héruðum í austurhluta landsins þar sem átök og&nbsp;ebólafaraldur&nbsp;hafi komið illa niður á samfélögum og skipulagðar árásir uppreisnarhermanna á heilbrigðisstofnanir hafa gert illt verra. „Nærri milljón manns þurftu að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir UNICEF.</p>

01.04.2020Ísland styður ákall um vopnahlé á heimsvísu

<p>Ísland tekur undir <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/30/Statement-on-behalf-of-53-countries-Call-for-an-immediate-global-ceasefire/">yfirlýsingu</a>&nbsp;53 ríkja sem lýsa stuðningi við ákall António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á heimsvísu. Hvatt er til þess að þjóðir heims beini spjótum sínum gegn heimsfaraldri kórónaveiru.</p> <p>Ríkin lýsa sérstaklega yfir áhyggjum af stöðu kvenna og barna, auk þess sem áhersla er lögð á jaðarsetta hópa, fátækari ríki og flóttafólk. Einnig er lýst yfir stuðningi við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og annarra stofnana SÞ til að tryggja vernd borgara í ríkjum þar sem átök geisa. Að lokum er þökkum komið á framfæri til mannúðar- og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu heimsfaraldursins.</p> <p><strong>Óttast stríðsátök</strong></p> <p>Að mati António Guterres er heimsfaraldurinn vegna kórónaveirunnar mesta ógn sem steðjað hefur að mannkyni frá lokum síðari heimstyrjaldar. Hann sagði faraldinn ógn við alla íbúa jarðarinnar og efnahagslegan skell geta leitt til kreppu sem ætti sér ekki hliðstæðu á síðari tímum. Hann kvaðst einnig óttast að faraldurinn verði kveikja að stríðsátökum.</p> <p>Guterres telur eina varnarleikinn í stöðunni felast í alþjóðlegri samstöðu og samvinnu, „að allir sýni samstöðu og gleymi pólitískum leikjum og átti sig á því að mannkynið er í húfi,“ eins og hann orðaði það.</p> <p> Guterres kveðst jafnframt heilshugar styðja heilshugar tillögu forseta Frakklands, Rússlands og Þýskalandskanslara, sem lögð var fram á fundi G20 ríkjanna í síðustu viku, að þau ríki tækju höndum saman um sérstakan stuðning við ríki Afríku.</p> <p><a href="http://www.un.org/sites/un2.un.org/files/sg_report_socio-economic_impact_of_covid19.pdf" target="_blank">Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um félagsleg- og efnahagsleg áhrif COVID-19</a></p>

31.03.2020Stafræn fjáröflunarherferð Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefur hrundið af stað <a href="https://donate.unfpa.org/us-en/covid-19-3?_ga=2.34774113.1735095748.1585436087-1857838421.1554131004" target="_blank">stafrænni fjáröflunarherferð</a>&nbsp;til stuðnings þeim sem þjást af ósýnilegum afleiðingum COVID-19 faraldursins, þar á meðal konum og stúlkum sem ganga ekki lengur að öruggum stuðningi á meðgöngu og við fæðingu. Sjóðurinn leggur áherslu á að öryggi barnshafandi kvenna á meðgöngu og við fæðingu kalli á strangar varúðarráðstafanir til að draga úr smitleiðum kórónaveirunnar.</p> <p>Meginverkefni UNFPA eru á sviði kyn- og frjósemisréttinda og Natalia Kanem framkvæmastýra sjóðsins varar við því að konur, stúlkur og heilbrigisstarfsmenn megi ekki gleymast nú þegar heimurinn bregst við alvarlegustu heilsuvá síðustu hundrað ára. Hún segir að faraldurinn reyni mjög á heilbrigðiskerfi þjóða um allan heim.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/c2_unfpa_covid19%20(004).png?amp%3bproc=SmallImage" style="float: left;" />Natalia bendir á að jafnan á krepputímum verði truflun á brýnni heilbrigðisþjónustu á sviði kyn- og frjósemisréttinda og geta yfirvalda til að bregðast til dæmis við kynbundnu ofbeldi kunni að minnka, á sama tíma og konur og stúlkur þurfi mest á þeirri þjónustu að halda.</p> <p>„Nú er tími samstöðu, einbeitingar og óeigingirni. Við megum ekki gleyma því að til er fólk sem ber ekki mikið á en er í mikilli hættu vegna afleiðinga faraldursins,“ segir Kanem og vísar þar meðal annars til barnshafandi kvenna, sem þurfi umönnun á meðgöngu en vita ekki fyrir víst hvort óhætt sé að fara á heilsugæslustöðina, og kvenna í ofbeldissamböndum sem óttast um líf sitt en komast ekki út af heimilinu. </p> <p>Mannfjöldasjóðurinn vinnur með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið sjóðsins um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum, fyrir árið 2030, samkvæmt heimsmarkmiðunum.</p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu í síðustu viku þar sem hann hvatti til allsherjarvopnahlés í heiminum að konur og börn væru meðal þeirra þjóðfélagshópa<span>&nbsp; </span>sem væru hvað viðkvæmastir á átakasvæðum og væru í hvað mestri hættu að verða fyrir tjóni í faraldrinum sem nú geisar.</p> <p><a href="https://unfpa.org" target="_blank">Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA)</a> er ein fjögurra lykilstofnana sem Ísland styður í fjölþjóða þróunarsamvinnu.</p>

30.03.2020Óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins í Afríku

<span></span><strong><span></span></strong> <p><span>&nbsp;</span>„Afríka fer verst út úr þessum faraldri,“ segir Senait Bayessa, svæðisstýra SOS Barnaþorpanna fyrir Austur- og Suður-Afríku. „Heilbrigðiskerfi margra afrískra landa eru nú þegar sprungin af völdum annarra sjúkdóma og eru ekki í stakk búin að taka á faraldri af þessari stærðargráðu.“ Fulltrúar SOS Barnaþorpanna óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins þegar hann leggst að fullum þunga á álfuna.</p> <p style="text-align: start;">„Fjöldi veirupinna, aðstaða til að mæla stóra hópa fólks, innleiðsla forvarna og úrræði fyrir meðhöndlun sýktra einstaklinga er stórlega ábótavant í Afríku,“ segir í frétt SOS Barnaþorpanna á Ísalndi.&nbsp;„Þá eru möguleikar á vitundavakningu um það hvernig forðast beri smit óullnægjandi og viðbúið er að spítalar yfirfyllist með þeim afleiðingum að dánartölur verði háar. Þetta mun svo enn frekar lama efnahag Afríku sem fyrir er mjög brothættur.“</p> <p><span>&nbsp;</span>„Flestar fjölskyldur í Afríku búa við fátækt og daglega baráttu við að útvega sér mat. Bara það mun gera fólki enn erfiðara fyrir með að forðast nálægð við annað fólk og smit,“ segir Bayessa. Hún segir að faraldurinn muni koma sérstaklega illa niður á börnum í Afríku. Hún bendir á að vegna HIV/AIDS hafi mörg börn misst foreldra sína og rannsóknir frá fimm Afríkjuríkjum sýni að helmingur allra barna búi hjá ömmu sinni og afa. Þar sem eldra fólk sé berskjaldaðra fyrir Covid-19 veirunni sé viðbúið að mörg börn sem höfðu áður misst foreldra sína, missi nú líka ömmu sína og afa.</p> <p>Dr. Deqa Dimbil, læknir í Mogadishu í Sómalíu, tekur undir þessar áhyggjur Bayessa. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er versnandi efnahagsástand. Hér verður hungursneyð og við munum ekki geta séð fyrir okkur. Sá tímapunktur kemur að dauðsföll af völdum veirunnar verða minnsta áhyggjuefnið. Við þurfum að búa okkur undir þá staðreynd að börn munu missa foreldra.“</p> <p><strong>Neyðarsöfnun SOS</strong></p> <p style="text-align: start;">SOS Barnaþorpin víðsvegar um Afríku gera nú ráðstafanir til að mæta ógninni sem er framundan og barnaþorpin sjálf eru vel í stakk búin til að minnka líkur á smiti innan þeirra. Mikið álag hefur verið á SOS Barnaþorpunum um heim allan.</p> <p style="text-align: start;">„Kostnaður samtakanna úti í heimi eykst hratt á meðan framlögum fer fækkandi. Þess vegna hefur verið blásið til söfnunar um heim allan til að bregðast við ástandinu. SOS Barnaþorpin á Íslandi settu af stað söfnun í byrjun vikunnar og hafa nú þegar safnast um tvær milljónir króna,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.</p> <p style="text-align: start;">Ákall hefur komið um aðstoð frá SOS Barnaþorpunum á Ítalíu og viðbúið er að SOS í fleiri löndum þurfi á aðstoð að halda, sérstaklega í Afríku. „Við munum senda þá fjármuni sem safnast til SOS í því landi þar sem þörfin er talin mest hverju sinni,“ segir Hans.</p> <p style="text-align: start;"><a href="https://neyd.sos.is/" target="_blank">Neyðarsöfnun SOS</a></p>

26.03.2020Smitum fjölgar með ógnarhraða í Afríku

<span></span> <p>Tilfellum Covid-19 fjölgar hratt í Afríku og setur gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnanir í álfunni. Að mati Barnaheilla – Save the Children eru flestar þeirra ekki í stakk búnar til að takast á við það aukna álag sem sjúkdómnum fylgir. „Nú hafa alls 2,412 tilfelli verið staðfest í 43 löndum í Afríku – en það er 500% aukning frá 17. mars. Suður-Afríka hefur flest staðfest smit af Covid-19 og Burkina Faso þar á eftir,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/covid-19-tilfellum-fjolgar-i-afriku-um-meira-en-500-a-einni-viku" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla.</p> <p>„Útbreiðsla veirunnar vekur upp miklar áhyggjur þar sem veiran getur yfirtekið heilbrigðiskerfið í allri álfunni ef smittíðni heldur áfram að hækka. Ef veiran heldur áfram að breiðast út með þessum hraða eru þúsundir barna í hættu en aukin smittíðni getur valdið röskun á næringu barna, bólusetningum og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn eiga á hættu að veikjast sem getur valdið miklum usla í heilbrigðiskerfinu,“ segir Barnaheill.</p> <p>Samtökin benda á að börn víða um álfuna þjáist af vannæringu og deyi úr banvænum sjúkdómum á borð við malaríu, lungnabólgu og niðurgangi og því sé hætta á að Covid-19 dragi úr aðgerðum gegn þessum banvænu sjúkdómum. Hætta sé á því að fjöldi heilbrigðisstofnana standist ekki álagið sem fylgir Covid-19 og þurfi að forgangsraða aðgerðum.</p> <p>„Til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í Afríku og annars staðar í heiminum, þar sem þörfin er mikil vegna Covid-19, kalla Barnaheill - Save the Children eftir aukinni aðstoð til þess að vernda börn í löndum sem verða fyrir barðinu á Covid-19. Það verður gert með því að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita börnum andlegan stuðning og styðja við börn sem missa foreldra sína úr Covid-19.“</p> <p>Stjórnvöld víðs vegar um Afríku hafa nú þegar brugðist við Covid-19 með því að koma á útgöngubanni, draga úr flugsamgöngum og standa fyrir hreinlætisherferðum fyrir almenning. En í ljósi þess hve hröð útbreiðsla veirunnar hefur verið undanfarna daga telja Barnaheill - Save the Children þörf á hertari aðgerðum. Þau hvetja alþjóðasamfélagið til þess að auka fjármagn til stuðnings við ríkisstjórnir í Afríku. </p>

26.03.2020Sameinuðu þjóðirnar: Alþjóðleg aðgerðaráætlun vegna kórónaveirunnar

<span></span> <p><span>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór í gær fram á 268 milljarða króna fjárhagsaðstoð til að standa straum af mannúðaraðstoð við þau ríki sem höllustum fæti standa gagnvart kórónafaraldrinum. Veiran hefur nú skotið rótum í öllum heimshornum og náð til ríkja sem þegar eiga undir högg að sækja vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. „COVID-19 er ógn við gjörvallt mannkyn og því verður mannkynið allt að hefja gagnsókn. Við verðum að koma þeim til aðstoðar sem eru sérstaklega berskjaldaðir,” segir Guterres.</span></p> <p><strong><span>„</span></strong><span>Sameinuðu þjóðirnar biðja um mannúðaraðstoð til að verja milljónir manna og koma í veg fyrir að kórónaveiran nái að fara annan hring í kringum hnöttinn,“ segir í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Þar segir að aðgerðaráætluninni verði hrundið í framkvæmd af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og beinni þátttöku almannasamtaka.</span></p> <p><span>Markmiðin séu að koma til skila búnaði til að greina veiruna og til að sinna sjúklingum, koma upp handþvottaaðstöðu í flóttamannabúðum og á almannafæri þar sem þörf krefur, skipuleggja upplýsingaherferð um það hvernig almenningur getur varið sig og aðra fyrir veirunni – og að koma upp loftbrú og miðstöðvum um alla Afríku, Asíu og Suður-Ameríku til þess að flytja hjálparstarfsfólk og birgðir þangað sem þörfin er mest.</span></p> <p>Til að koma aðgerðaáætluninni af stað hefur þegar verið veitt&nbsp;60 milljónum bandarískra dala úr Neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF) til viðbótar við þær 15 milljónir sem sjóðurinn hafði áður lagt fram vegna heimsfaraldursins. Framlagið fer meðal annars til þess að styðja Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) til að viðhalda samfellu í birgðakeðju, flutningi starfsfólks og hjálpargagna, styðja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) í aðgerðum sem miða að því að stöðva útbreiðslu&nbsp;heimsfaraldursins, og til að styðja aðrar stofnanir sem veita mannúðaraðstoð og þeim vernd sem verst hafa orðið fyrir barðinu á heimsfaraldrinum, þar á meðal stúlkum, konum, flóttafólki og fólki á vergangi.</p> <p><span>Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það væri grimmilegt og óskynsamlegt að snúa baki við fátækustu og berskjölduðust þjóðunum. „Ef kórónaveiran fær að breiðast út óáreitt verða líf milljóna manna í hættu, heilu heimshlutarnir kynnu að verða glundroða að bráð og veiran gæti farið annan hring um plánetuna.”</span></p> <p>Rúmlega 21 þúsund manns hafa látið lífið á heimsvísu vegna&nbsp;COVID-19 og fjöldi staðfestra tilfella er rúmlega 473 þúsund.</p> <p>Sjá nánar frétt <a href="https://unric.org/is/sth-bidja-um-adstod-handa-fataekum-rikjum-vegna-covid-19/" target="_blank">UNRIC</a>: <span style="background: white; color: black;">SÞ biðja um aðstoð handa fátækum ríkjum vegna COVID-19</span></p> <p>Sjá nánar frétt <a href="https://unicef.is/althjodleg-aetlun-sameinudu-thjodanna-vegna-covid19" target="_blank">UNICEF</a>: Sameinuðu þjóðirnar hrinda í framkvæmd alþjóðlegri aðgerðaáætlun vegna COVID-19</p>

24.03.2020Kórónaveiran veikir stöðu kvenna

<span></span> <p>„Neyð ýtir alltaf undir kynjamismunun,“&nbsp;segir Maria Holtsberg, sérfræðingur í mannréttindum og neyð hjá UN Women í Asíu og Kyrrahafseyjum. Hún segir jafnframt að kórónaveirufaraldurinn hafi&nbsp;ólík áhrif á konur og karla í Asíu og veiki stöðu kvenna á mörgum vígstöðvum.</p> <p>Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. Á meðan helsta verkefni lögreglu hafi verið að halda faraldrinum í skefjum hafa tilkynningar og fyrirspurnir þolenda vegna heimilisofbeldis til hjálparsamtaka í Peking þrefaldast eftir að sóttkví hófst.&nbsp;„Skerðing á þjónustu við konur, svo sem almennar heilsufarsskoðanir og þjónusta við konur sem verða fyrir ofbeldi, er okkur mikið áhyggjuefni“, segir Holtsberg.</p> <p>Samkvæmt UN Women í Asíu hefur faraldurinn hvað mest efnahagsleg áhrif á konur.&nbsp;Víða í Austur-Asíu bera konur þyngstu byrði ólaunaðra&nbsp;umönnunarstarfa og eftir að skólar lokuðu hefur það haft viðamikil áhrif á stöðu kvenna á atvinnumarkaði, sem komast&nbsp;síður til vinnu en makar þeirra.&nbsp;Konur frá Filipseyjum eru meirihluti þeirra sem vinna þjónustustörf en á meðan neytendur halda að sér höndum geta þær ekki unnið og þar af leiðandi ekki sent tekjur til fjölskyldna sinna. Þá verða konur á tímakaupi, eigendur smárra fyrirtækja og konur sem starfa í þeim verksmiðjum sem reiða sig á hráefni frá Kína einnig fyrir miklu tekjutapi.</p> <p>Um 400 þúsund konur frá Filipseyjum og Indónesíu starfa við heimilisstörf í Hong Kong.&nbsp;Staða þeirra gagnvart vinnuveitanda er mjög veik. Þær eru hvattar af yfirvöldum til að halda sig innandyra á frídögum sínum vegna smithættu og lenda því oft í að vinna ógreidda vinnu fyrir vinnuveitandann, eða er hótað uppsögn vinni þær ekki þá daga. Heilsu þeirra er einnig ógnað ef vinnuveitendur þeirra gefa þeim ekki handspritt og andlitsgrímur, en verð á þessum vörum hefur farið upp úr öllu valdi og ekki á færi þeirra að kaupa þær sjálfar.&nbsp;Síðast en ekki síst eru konur 70% þeirra sem starfa í framlínunni í Kína um þessar mundir bæði innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar.</p> <p><strong>Neyð hefur ólík áhrif á líf kvenna og karlmanna</strong></p> <p>Mikilvægt er að þær stofnanir og aðilar sem veita mannúðaraðstoð starfi eftir kynjamiðuðum ferlum og átti sig á að neyðarástandið hefur ólík áhrif á líf kvenna og karlmanna. „Það er mikilvægt að mismunandi þarfir kvenna og karla verði hafðar í huga í komandi bataferli,“&nbsp;segir Mohammad Naciri, svæðisstjóri UN Women í Asíu og í Kyrrahafseyjum en konum er oftar en ekki haldið utan við ákvarðanatökur í neyð.&nbsp;</p> <p>Kórónaveiran ýtir undir kynjamismunun í Asíu, heimilisofbeldi eykst í sóttkvíum og tekjumöguleikar kvenna skerðast frekar en karla.&nbsp;Eitt af mikilvægustu verkefnum UN Women er að&nbsp;tryggja að raddir kvenna í neyð heyrist, taka mið af þörfum þeirra og kvenmiða neyðaraðstoð.</p> <p><a href="https://unwomen.is/">Vefur UN Women á Ísland</a>i</p>

23.03.2020Tímabundið dregið úr starfsemi sendiráða Íslands í Afríku

Sendiráð Íslands í Úganda og Malaví munu draga úr starfsemi sinni næstu vikur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Útsendir starfsmenn munu snúa heim tímabundið. Er það gert í ljósi ferðatakmarkana sem settar hafa verið á í þessum ríkjum og þeirrar óvissu sem framundan er um útbreiðslu veirunnar og flugframboð í heiminum. <br /> <br /> Sendiráðin hafa umsjón með tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í Malaví og Úganda. Flest verkefna eru unnin með héraðsyfirvöldum og alþjóðastofnunum í ríkjunum og er stýrt af þarlendu starfsfólki. Svo lengi sem aðstæður leyfa verður þessum verkefnum haldið áfram. Umdæmi sendiráðsins í Kampala í Úganda nær að auki til Kenía, Eþíópíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Namibíu og Afríkusambandsins í Addis Ababa og sinnir sendiráðið jafnframt fastanefnd Íslands hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í Næróbí. <br /> <br /> Á meðan starfsemi er í lágmarki verða skrifstofur sendiráðanna lokaðar en hægt er að hafa samband við sendiráðið í Kampala í gegnum netfangið [email protected] og í síma +256 312 531 100 eða +354 545 7455 og sendiráðið í Lilongwe í gegnum netfangið [email protected] í síma +265 888 960 464/999 960 464. <br /> <br /> Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Ísland hyggst leggja þeim svæðum lið í samstarfi við alþjóðastofnanir og mannúðarsamtök.<br />

23.03.2020COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi

<span></span> <p>UNICEF&nbsp;hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna&nbsp;Covid-19 heimsfaraldursins. Miðað við fyrri reynslu má áætla að hundruð milljóna barna um allan heim séu í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, kynbundnu ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun vegna þeirra aðgerða sem grípa hefur þurft til.</p> <p>UNICEF&nbsp;ásamt samstarfsaðilum sínum gefið út leiðbeiningar fyrir stofnanir og stjórnvöld til að styðjast við í þessum efnum.</p> <p>Á nokkrum vikum hefur&nbsp;Covid-19 raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim verulega. Sóttvarnaraðgerðir á borð við skólalokanir og útgöngubann hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað verulega hefðbundnu daglegu lífi og stuðningskerfi barna. Þá setja aðgerðirnar aukið álag á foreldra og forráðamenn sem missa úr vinnu á erfiðum og efnahagslega viðkvæmum tímum.</p> <p>Í tilkynningu frá&nbsp;UNICEF&nbsp;segir að fregnir hermi að í Kína hafi aukning orðið á heimilisofbeldi gegn stúlkum og konum í kjölfar faraldursins þar. „Þessi sjúkdómur er á margan hátt að ná til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa,“ segir&nbsp;Cornelius&nbsp;Williams, yfirmaður barnaverndar hjá&nbsp;UNICEF. „Skólum hefur verið lokað, foreldrar eiga erfitt með að hugsa um börnin og láta enda ná saman. Hættumerkin eru víða sé litið til barnaverndar. Þessar leiðbeiningar veita stjórnvöldum grunn af hagnýtum atriðum til að byggja á til að tryggja öryggi barna á þessum óvissutímum,“ bætir Williams við.</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/aukin-haetta-a-ad-born-saeti-ofbeldi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef sínum að í gegnum tíðina hafi það sýnt sig að tilfellum ofbeldis og misnotkunar gegn börnum hafi fjölgað í kringum faraldra og mikla heilbrigðisneyð. „Svo dæmi sé tekið urðu skólalokanir í&nbsp;ebólafaraldrinum&nbsp;í Vestur-Afríku frá 2014 til 2016 til þess að veruleg aukning varð á barnaþrælkun, vanrækslu, kynferðislegri misnotkun og þungunum hjá unglingsstúlkum. Til dæmis tvöfaldaðist fjöldi þungana hjá unglingsstúlkum í Síerra Leone&nbsp;í 14 þúsund í faraldrinum.“&nbsp;&nbsp;</p> <p>Mælt er með því að stjórnvöld í hverju landi gæti þess að barnavernd verði hluti allrar áætlanagerðar um&nbsp;Covid-19 forvarnar og meðhöndlunarúrræði.&nbsp;</p> <p>Hlaða má skjalinu niður <a href="https://www.unicef.org/documents/technical-note-protection-children-coronavirus-disease-2019-covid-19-pandemic" target="_blank">hér</a>.</p>

20.03.2020Við eigum í stríði við veiru

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær þjóðir heims til að sameinast í baráttunni gegn kórónaveirunni og COVID-19. „Heimur okkar stendur andspænis sameiginlegum óvini. Við erum í stríði við veiru,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn á blaðamannafundi sem fram fór með fjarfundabúnaði frá höfuðstöðvum samtakanna í New York.</p> <p>Hann varaði við því að núverandi viðspyrna hvers lands fyrir sig væri ekki nóg til að takast á við hnattrænt umfang hennar. Hamfarirnar væru margslungnar og baráttan gegn veirunni krefðist fjölþjóðlegs átaks. Guterres hvatti til samstöðu ríkja en fjölmörg ríki, þar á meðal Evrópusambandsríkin, hafa lokað landamærum.</p> <p>„Það er skiljanlegt að lagðar séu hömlur á ferðalög til þess að hindra útbreiðslu veikinnar. En á sama tíma er mjög þýðingarmikið að fólk finni fyrir þörf á samstöðu. Það er mikilvægt að berjast gegn falsfréttum og herferðum á samfélagsmiðlum sem miða að því að skapa ótta og sundrungu.“</p> <p>Viðnám á heilbrigðissviði er einn af helstu vígvöllum í stríðinu gegn veirunni, að&nbsp; mati Guterres. Hann kvaðst hafa áhyggjur af því að sum ríki hefðu ekki einu sinni bolmagn til að fást við frekar mildar birtingarmyndir og hefðu ekkert svar til að bregðast við miklum þörfum aldraðra.</p> <p>„Jafnvel í auðugum ríkjum höfum við horft upp á heilbrigðiskerfi bogna undan álaginu. Þörf er á að verja meira fé til heilsugæslu til að koma til móts við brýnar þarfir og svara aukinni eftirspurn,“ sagði hann og hvatti til auknum greiningum, bættri aðstöðu, meiri stuðning við heilbrigðisstarfsmenn og að nauðsynlegar birgðir verði útvegaðar.</p> <p><strong>Efnahagsleg viðspyrna&nbsp;</strong></p> <p>Þróuðum ríkjum ber að rétta ríkjum hjálparhönd sem eru verr í stakk búin að glíma við neyðarástandið, sagði aðalframkvæmdastjórinn. „Ríkar þjóðir mega ekki halda að það dugi að finna úrræði fyrir sína eigin ríkisborgara. Það er hagur allra að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni á heimsvísu,“ sagði hann og varaði við því að veiran myndi leggja að velli milljónir manna ef henni yrði leyft að breiðast út eins og eldur í sinu.</p> <p>Þá hvatti aðalframkvæmdastjórinn ríki til að byggja á Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og Parísarsamningnum um loftslagbreytingar í viðbrögðum sínum við hamförunum.</p> <p>„Okkur ber að standa við loforð okkar í þágu fólksins og jarðarinnar. Við þurfum meira á samstöðu, von og pólitískum vilja að halda en nokkru sinni fyrr til þess að vinna sameiginlega&nbsp; sigur á þessari vá,“ sagði hann að lokum.</p>

18.03.2020Brýnt að halda áfram lífsbjargandi aðgerðum

<span></span> <p>Kórónaveiran hefur nú breiðst út til rúmlega 140 landa. Sumar þjóðanna sem glíma við veiruna áttu fyrir í harðri lífsbaráttu vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og afleiðinga loftslagsbreytinga. Jens Laerke, talsmaður skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samræmdar aðgerðir í mannúðarmálum (OCHA) <a href="https://news.un.org/en/story/2020/03/1059612" target="_blank">segir</a>&nbsp;brýnt að haldið verði áfram lífsbjargandi aðgerðum í löndum sem nú fá kórónaveiruna í fangið ofan á annað.</p> <p>Jens segir gífurlega mikilvægt að haldið verði áfram að sinna mannúðarstörfum í heiminum, að enginn verði skilinn útundan og allir taki höndum saman, í samræmi við ákall Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlega samstöðu. Rúmlega eitt hundrað milljónir manna reiða sig á mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og talsmaður OCHA segir í forgangi að tryggja áframhaldandi stuðning samhliða því að bregðast við útbreiðslu kórónaveirunnar.</p> <p>Starfsfólk OCHA í Genf vinnur að samhæfingu á aðgerðum mannúðaraðstoðar, meðal annars upplýsingagjöf í þeim tilgangi að styrkja þær þjóðir þróunarríkja sem þegar eru farnar að glíma við COVID-19 eða eiga það eftir, ef að líkum lætur.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir fjárstuðningi, 675 milljónum bandarískra dala, vegna viðbragða við kórónaveirunni. OCHA vinnur náið með WHO og öðrum mannúðarsamtökum að samræmdri fjáröflun vegna aðgerða sem þarf að grípa til vegna COVID-19.</p> <p><a href="https://www.unocha.org/covid19" target="_blank">Frétt OCHA</a></p>

17.03.2020Áhersla lögð á að bæta aðstöðu og öryggi stúlkna

<span></span> <p>„Rannsóknir sýna að bættur aðbúnaður í skólum, bæði fyrir nemendur og kennara, bætir námsárangur og er mikilvægur hvati fyrir hvorn hóp fyrir sig. Aðgangur þessara stúlkna að framhaldsskólum og háskólanámi í framhaldi kemur ekki einungis þeim til góða heldur líka fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það á jafnt við um nærsamfélagið og stórsamfélagið,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) um verkefni sambandsins í Kenya sem fá myndarlegan styrk frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p>Ragnar segir að frá upphafi starfs Kristniboðssambandsins í Pókothéraði í Kenya hafi mikil áhersla verið á menntun og uppbyggingu skóla. Kveikjan sé yfirleitt ósk heimamanna um að fá skóla fyrir börn sín. „Á seinni árum hefur eftirspurn eftir námi í framhaldsskóla stóraukist og margir þeirra eru með heimavist. Vegna fjarlægðar frá Næróbí og ákveðins afskiptaleysi framan af má segja að héraðið hafi orðið út undan í uppbyggingu skólakerfisins. Einkum bitnaði það á stúlkum. En nú er víða unnið að bótum í því efni,“ segir hann. </p> <p>Í verkefnum Kristniboðssambandsins hefur verið lögð áhersla á að byggja skóla til að bæta aðstöðu og öryggi stúlkna. Ragnar segir að menntun sé lykill að sjálfstæði einstaklingsins og grundvöllur lýðræðis og jafnréttis. Menntun dragi einnig verulega úr limlestingum á kynfærum stúlkna og sömuleiðis á ótímabærum þungunum og þvinguðum hjónaböndum. </p> <p><strong>Heimavistarskólar enn besta lausnin</strong></p> <p>„Heimavistaskólar eru enn sem komið er besta lausnin fyrir stúlkur af þessum ástæðum,“ segir Ragnar. „Auk þess eru aðstæður til heimanáms ekki góðar vegna þröngs húsakosts og lélegrar lýsingar. Á heimavistarskólum er umhverfið hvetjandi og vel haldið utan um nám og velferð nemenda. Viðbúið er að þessi áhersla á heimavistaskóla verði áfram næstu tvo ártugi.“ </p> <p>Á árinu 2019 vann samstarfsaðili Kristniboðssambandsins að bættum aðbúnaði við tvo framhaldsskóla í Pókothéraði. Báðir skólarnir eru heimavistarskólar fyrir stúlkur, annars vegar Kamununo í norðurhluta héraðsins sem er á þriðja starfsári og hins vegar Propoi í suðurhluta þess, nálægt Chepareria, en sá skóli hefur starfað frá árinu 2007. Í Kamununo var byggð heimavist fyrir 64 stúlkur, tvær kennslustofur og skrifstofubygging. Í Propoi var byggt ofan á skrifstofubyggingu, sem fyrir utan skrifstofur og kennarastofu, geymir brátt bókasafn og fjórar kennslustofur. </p> <p>Fjölmargar stúlkur njóta góðs af bættir aðstöðu þessara skóla. Nemendur í Kamununo eru 102 talsins, 46 í fyrsta bekk, 33 í öðrum bekk og 23 í þriðja bekk. Eftir fimm ár má búast við að þeir verði tvö hundruð talsins. Nemendur í Propoi eru um 550, sem skiptast niður á fjóra árganga, þrjá bekki í hverjum þeirra. </p> <p>„Það eru því tæplega 700 nemendur sem njóta góðs af verkefninu á líðandi stundu en eftir 20 ár má reikna með því að 4000 nemendur hafi útskrifast úr þessum skólum og viðbúið að stúlkum sem fara í háskólanám eftir framhaldsskóla fjölgi með hverju árinu sem líður. Menntunin opnar þeim leið að atvinnutækifærum og til áhrifa. Það hefur þegar sýnt sig. Fjármunum til þessara verkefna er því vel varið enda kostar hver fermetri aðeins brot af því sem gerist hér á landi og kröfur ekki þær sömu,“ segir Ragnar Gunnarsson og minnir að lokum á þakklæti heimamanna fyrir ómetanlegan stuðning.</p>

16.03.2020Úganda: Stækkaður fiskmarkaður og endurbætt vatnsveita

<span></span> <p>Stækkaður fiskmarkaður og endurbætt vatnsveita voru tekin í notkun við Albertsvatn í Úganda í vikunni. Blásið var til hátíðadagskrár af hálfu héraðsins en utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráðið í Kampala, fjármagnaði framkvæmdir. Íslendingar hófu uppbygginu á þessu svæði árið 2013 og þá var byggður fyrsti nútímalegi fiskmarkaðurinn í þorpinu Panyimur og vatnsveita reist fyrir fjögur þúsund íbúa í þorpinu Dei, við landamæri Úganda og Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. </p> <p>Fiskmarkaðurinn í Panyimur er helsta tekjulind héraðsins og þúsundir eiga viðskipti á markaðsdögunum tveimur í hverri viku, sunnudegi og mánudegi. Sölumenn geta verið þrjú til fimm þúsund talsins, konur í miklum meirihluta, og markaðsvaran er að mestu leyti fiskur úr Albertsvatni, ferskur, saltaður, þurrkaður og reyktur. Fiskurinn er seldur um alla álfuna en mest til nágrannaríkja eins og Kongó, Súdan, Miðafríkulýðveldisins og Kamerún. Til hliðar við Panyimur markaðinn er annar lítill markaður fyrir heimamenn í Úganda.</p> <p>Vinsældir Panyimur markaðarins urðu fljótt slíkar að þar var þröng á þingi og tekjumissir vegna þrengslanna. Héraðsyfirvöld leituðu því á náðir sendiráðs Íslands um stuðning við stækkun markaðarins fyrir tveimur árum. Fyrir stækkun markaðarins þjónaði hann 10 þúsund manns en þjónar nú 20 þúsundum. Ásamt því að stækka markaðinn mikið var <span>almenningssalernum&nbsp;</span>fjölgað.</p> <p><strong>Kólera horfin</strong></p> <p>Vatnsveitan í Dei var á sínum tíma mikil samfélagsleg lyftistöng fyrir íbúa þorpsins, sérstaklega í heilsufarslegu tilliti. Kólera var viðvarandi meðan íbúarnir urðu að notast við mengað vatn úr Albertsvatni. Sjúkdómurinn dró árlega allmarga til dauða, til dæmis fimmtán árið 2012, ári áður en vatnsveitan var tekin í notkun. Síðan þá hefur kólera ekki látið kræla á sér og þorpsbúum hefur fjölgað ár frá ári. Því var orðið tímabært að stækka vatnsveituna og tryggja öllum íbúum hreint vatn.</p> <p>Héraðsstjórinn í Pakwach héraði, borgarstjóri Dei og fleiri fyrirmenn sóttu hátíðadagskrána. Margar ræður voru fluttar og barnakórar sungu. Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Kampala var fulltrúi Íslands, í fjarveru sendiherra.</p>

13.03.2020Falsfréttum um kórónaveiruna dreift í nafni alþjóðastofnana

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fordæmir dreifingu á falsfréttum og röngum upplýsingum um viðbrögð og varnir við Covid-19 veirunni. Þess eru dæmi að slíkum rangupplýsingum hafi verið dreift í nafni UNICEF og annarra alþjóðastofnana, segir í yfirlýsingu frá stofnuninni.</p> <p><span>„Við höfum aðeins eitt að segja við þá sem dreifa slíkum upplýsingum á tímum sem þessum: Hættið þessu! Að dreifa ónákvæmum upplýsingum og reyna að gera þær trúverðugar í nafni annarra sem njóta trausts er rangt og beinlínis hættulegt,“ segir í yfirlýsingunni.</span></p> <p><span>UNICEF&nbsp;ítrekar að almenningur eigi ávallt að leita upplýsinga hjá traustum aðilum, stofnunum og yfirvöldum hverju sinni, en ekki skima fyrirsagnir á samfélagsmiðlum og&nbsp;netmiðlum&nbsp;sem byggi á óljósum heimildum.</span></p> <p>Þá vekur UNICEF athygli á því að sú <span>staðreynd að&nbsp;Covid-19&nbsp;kórónaveiran&nbsp;sé nú skilgreind sem heimsfaraldur þýði ekki að hún sé nú orðin banvænni eða hættulegri en áður. Þessi skilgreining sé fremur viðurkenning á útbreiðslu veirunnar. </span></p> <p><span>„UNICEF&nbsp;hefur unnið að undirbúningi og viðbragði við&nbsp;Covid-19 um allan heim, vitandi að veiran getur borist til barna og fjölskyldna í öllum löndum. Við munum halda áfram að vinna með stjórnvöldum og samstarfstarfsaðilum við að stöðva smitleiðir og halda börnum og fjölskyldum þeirra öruggum. Á sama tíma lýsum við yfir áhyggjum af óbeinum áhrifum faraldursins og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og áhrifum þeirra á börn. Eins og skólalokanir, álag sem þær setja á grundvallarþjónustu í heilbrigðiskerfinu og efnahagsleg áhrif á fjölskyldur.“</span></p> <p><span>UNICEF telur að ótti við veiruna ali líka á fordómum og mismunun gagnvart hópum í viðkvæmri stöðu, eins og flóttafólki og hælisleitendum. Það sé algjörlega óásættanlegt. „Við munu halda áfram að vinna á vettvangi við að lágmarka óbein áhrif faraldursins á börn og spyrna við fordómum og tilraunum til að brennimerkja fólk,“ segir í <a href="https://unicef.is/yfirlysing-unicef-vegna-heimsfaraldurs" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;UNICEF.</span></p>

12.03.2020Ári eftir Idai fellibylinn eiga margir enn um sárt að binda

<span></span> <p>Alþjóðlegar hjálparstofnanir, Save the Children, CARE international og Oxfam, telja að án fjármögnunar og aðgerða í loftslagsmálum sé ómögulegt að takmarka áhrif loftslagsbreytinga sem hafa sérstaklega slæm áhrif á þau ríki sem eru viðkæmust fyrir. Að mati þeirra virðast áhrif loftslagsbreytinga vera að aukast og því sé nauðsynlegt að koma á metnaðarfullum aðgerðum. </p> <p>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/sunnanverd-afrika-enn-i-rust-ari-eftir-ad-fellibylurinn-idai-reid-yfir" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Barnaheilla – Save the Children segir að hitastig í sunnanverðri Afríku hafi farið hækkandi og hækkunin sé tvöfalt meiri en meðaltalið í heiminum. Fjöldi ríkja í sunnanverðri álfunni hafi orðið fyrir alvarlegum náttúruhamförum á síðastliðnu ári og um 16,7 milljónir manna búi við verulegt fæðuóöryggi. Áætlað sé að í Mósambík séu um tvær milljónir manna án aðgangs að mat til að mæta viðunandi matarþörf, en ástandið versnaði til muna eftir að fellibylurinn skall á landinu fyrir ári, 14. Mars 2019.</p> <p>Þá hófst um leið alþjóðlegt átak til þess að bregðast við afleiðingum fellibylsins. „Þrátt fyrir sterkan hljómgrunn innan alþjóðasamfélagsins náðist einungis að fjármagna innan við helming viðbragðsáætlunarinnar og þurftu hjálparsamtök því að forgangsraða brýnustu þörfum samfélagsins eða gera langtímaáætlanir til þess að koma í veg fyrir að slíkar hamfarir hefðu jafn slæm áhrif í framtíðinni. Fleiri náttúruhamfarir á borð við miklar rigningar og flóð hafa haft slæm áhrif á líf fjölda fólks og til að mynda skemmdust 4.176 bráðabirgðaskýli vegna flóða í desember síðastliðnum. Nærri 700.000 hektarar af ræktunarlandi skemmdust í fellibylnum, þar sem ræktaður var maís, baunir og hrísgrjón og er áætlað að fellibylurinn hafi kostað Mósambík 141 milljónir dala í landbúnaðartapi. Erfitt hefur reynst að byggja upp sum svæði og ekki hefur enn verið hægt að endurrækta landbúnaðarsvæði vegna flóða og rigninga,“ segir í frétt Barnaheilla.</p> <p>Þar kemur fram að álagið á konur og börn hafi aukist gífurlega eftir fellibylinn og dagleg störf hafi aukist. „Vegalendir til þess að sækja vatn og eldivið urðu lengri og meiri þörf var á að sinna öldruðum og veikum fjölskyldumeðlimum. Einnig var fjöldi barna aðskilin frá fjölskyldum sínum og urðu þau útsettari fyrir misnotkun.“</p> <p>Chance Briggs, verkefnastjóri Barnaheilla - Save the Children í Mósambík segir að ástandið sé alvarlegt og að börn séu að líða fyrir eitthvað sem þau áttu engan þátt í.</p> <p>„Loftslagsbreytingar eru kreppa milli kynslóða sem hefur áhrif á börn í dag og í framtíðinni. Það eru börnin sem minnst hafa haft áhrif á hvernig loftslagsmálum er háttað í dag, en samt eru þau að borga hæsta verðið. Við köllum eftir auknu fjármagni til að draga úr alvarlegum áhrifum loftlagsbreytinga og til að tryggja líf og framtíð barnanna.“</p>

11.03.2020COVID-19: Tæplega 28 milljónir til að draga úr útbreiðslu í Afríku og Miðausturlöndum

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi ákvað í dag, með rausnarlegum stuðningi utanríkisráðuneytisins, að veita tæpum 28 milljónum til aðgerða Alþjóða Rauða krossins í baráttunni við COVID-19 vírusinn í Afríku og Miðausturlöndum.&nbsp;„Það sem skiptir máli er að ná að hægja á og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á heimsvísu,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>„Á Íslandi hafa almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld stigið mjög ákveðið fram og unnið gott starf svo eftir því er tekið annars staðar. En á sama tíma og við gerum okkar besta hér á landi verðum við að rétta systrum okkar og bræðrum annars staðar hjálparhönd svo &nbsp;heimurinn geti kveðið niður COVID-19. Með samhentu átaki og með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins leggjum við okkar af mörkum,“ segir Kristín.</p> <p>Aðgerðir Alþjóða Rauða krossins miða að því að draga úr áhrifum COVID-19 faraldursins á heilsufar og velferð, ásamt því að draga úr þeim neikvæðu félagslegu áhrifum sem faraldurinn getur haft á einstaklinga og samfélög.Í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í hverju landi einblínir Rauða kross hreyfingin á fjölþættar aðgerðir sem draga úr útbreiðslu og efla viðbrögð stjórnvalda og almennings þar sem staðfest smit hafa komið upp.&nbsp;</p> <p>Kristín segir að aðgerðir Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafi mikið að segja við að ná tökum á útbreiðslu COVID-19. Hér á Íslandi gegni Rauði krossinn veigamiklu hlutverki og sömu sögu megi segja um fjölmörg önnur Rauða kross félög sem hafa jafnvel enn veigameira hlutverki að gegna, ekki síst í allra fátækustu ríkjunum. Þar sé almenn heilbrigðisþjónusta af mjög skornum skammti og innviðir almennt veikir. Kristín bendir á að hver og einn hafi hlutverki að gegna við að hefta útbreiðslu sem felist ekki í síst í því að huga að eigin öryggi með því að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda, svo sem með auknum og vönduðum handþvotti.</p> <p>„Á tímum sem þessum eru ýmsar sögusagnir og rangar upplýsingar sem fara um eins og eldur í sinu. Hluti af aðgerðum Rauða krossins hérlendis og erlendis er að kveða slíkar sögusagnir í kútinn sem oft stuðla að fordómum gagnvart tilteknum hópum samfélaga. Hér á Íslandi sem og annars staðar skiptir höfuðmáli að almenningur sé meðvitaður og taki virkan þátt i aðgerðum yfirvalda til að sporna við útbreiðslu. Margir eru kvíðnir og jafnvel óttaslegnir en með samstilltu átaki, markvissum aðgerðum og sálrænum stuðningi má draga úr áhyggjum og virkja fólk í baráttunni gegn veirunni,” segir hún.</p>

11.03.2020Síðasta áratugur sá hlýjasti í sögunni

<span></span> <p>„Við erum fjarri því að vera á leiðinni að ná því takmarki að hækkun hitastigs verði innan við 1,5 gráður eða 2 gráður eins og stefnt var að Parísarsamkomulaginu,“ skrifar António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsinu í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmála. Skýrslan staðfestir að síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni.</p> <p><span>Í skýrslunni eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. Síðustu fimm ár, 2015-2019, voru þau hlýjustu í sögunni og frá byrjun níunda áratugarins hefur hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan kom. Á síðasta ári var hitastigið 1,1°C hærra en fyrir iðnbyltingu og var næstheitasta ár sögunnar. Aðeins árið 2016 var hlýrra en þá gætti áhrifa El Niño hafstraumsins sem þá var óvenju öflugur.</span></p> <p><span>„Þar sem losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast heldur hitastig áfram að hækka. Spá fyrir næsta áratug bendir til að líklegt sé að met yfir heitustu ár falli á næstu fimm árum. Það er aðeins tímaspursmál,“ segir Petteri Taalas forstjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</span></p> <p><span>„Síðastliðinn janúar var sá hlýjasti frá byrjun mælinga. Veturinn hefur verið óvenjulega mildur víða á norðurhveli. Reykur og mengun frá eldunum í Ástralíu hafa borist um heiminn og valdið aukningu í losun CO2. Methita á Suðurskautslandinu hefur fylgt mikil bráðnun íss og uppbrot jökuls þar mun hafa áhrif á hækkun yfirborðs sjávar,“ segir Taalas.</span></p> <p><span>Skýrslan nefnist <a href="https://library.wmo.int/doc_num.php?explnum_id=10211">„Yfirlýsing Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um ástand loftslags í heiminum 2019“</a>. Þar eru dregnar saman upplýsingar frá veðurstofum einstakra landa í heiminum, vatnamælingum, helstu alþjóðlegu sérfræðingum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

11.03.2020Sérfræðingar frá Perú og Kólumbíu væntanlegir í Jarðhitaskólann

<span></span> <p>„Perú hefur töluverðan fjölda af jarðhitasvæðum og góða möguleika á nýtingu jarðhita til húshitunar og orkuframleiðslu. Þörfin er einnig mikil og þá sérstaklega í háfjallaþorpum í Andesfjöllunum þar sem um 200 manns deyja árlega úr kulda,“ segir Málfríður Ómarsdóttir umhverfisfræðingur Jarðhitaskóla GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún segir líklegt að sérfræðingar frá Perú eigi eftir að koma til Íslands í þjálfun hjá Jarðhitaskólanum á næsta ári eða í náinni framtíð. Sérfræðingar frá Perú hafa ekki verið í nemendahópi skólans sem hefur verið starfræktur í fjörutíu ár.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/H1IWR_tI8Qg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Málfríður er nýkomin heim úr vettvangsferð til núverandi samstarfsstofnana í Mið- og Suður-Ameríku og hún kannaði einnig möguleika á því að taka upp samstarf við nýjar stofnanir í nýjum löndum. „Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga samtarfsmöguleika og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum,“ segir hún.</p> <p>Um Perú segir Málfríður að helsti tálminn fyrir nýtingu jarðhita þar í landi sé skortur á fjármagni, þekking og þjálfun heimafólks. Í höfuðborginni Lima ræddi Málfríður við forsvarsmenn helstu jarðhitafyrirtækja landsins og kynnti fyrir þeim starfsemi og tilgang Jarðhitaskólans. „Þau tóku mjög vel í þessa aðstoð Íslands að þjálfa sérfræðinga frá Perú og gera fólkinu í landinu kleift að nýta þessa innlendu og umhverfisvænu orkuauðlind sem liggur undir jarðskorpunni,“ segir Málfríður.</p> <p>Kólumbía hefur heldur ekki áður sent sérfræðinga í Jarðhitaskólann. Málfríður heimsótti nokkrar stofnanir sem sinna jarðhitakönnunum, umhverfismati og jarðhitavinnslu í Bogotá, Manizales og Medellín og hitti forsvarsmenn þeirra og starfsmenn.<span>&nbsp; </span>Viðtöl voru tekin við nokkra starfsmenn og fyrsti neminn kemur til Íslands í vor. Að sögn Málfríðar hefur Kólumbía sett sér það markmið að árið 2022 verði 10 prósent af orku landsins frá endurnýjanlegum orkuauðlindum og orkufyrirtækið EPM hafði áætlanir um að bora fimm holur á Nevado del Ruiz jarðhitasvæðinu.<span>&nbsp; </span></p> <p>Málfríður segir að þær áætlanir hafi hins vegar verið settar á hilluna í bili þar sem bilun í stórri vatnsorkuvirkjun olli miklum skemmdum og vatnsflóði og því sé nú áhersla á að laga þær skemmdir áður en haldið verður áfram með aðrar áætlanir í orkumálum.<span>&nbsp; </span></p> <p>Ítarlegri <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/03/11/Jardhitaskolinn-Vettvangsferd-til-Mid-og-Sudur-Ameriku/" target="_blank">frásögn</a>&nbsp;af ferð Málfríðar er að finna í Heimsljósi á vef Stjórnarráðsins.</p>

10.03.2020Pekingsáttmálinn ítrekaður og staðfestur á ný

<span></span> <p>Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York er fámennur að þessu sinni vegna kórónaveirunnar. Aðeins fastanefndir ríkjanna ásamt kvennasamtökum í New York taka þátt í fundinum í ár. Engu að síður hófst fundurinn í gær og samþykkt var <a href="https://www.unwomen.org/-/media/headquarters/attachments/sections/news%20and%20events/stories/2020/csw64-politicaldeclaration.pdf?la=en&%3bvs=1220" target="_blank">yfirlýsing</a>&nbsp;þar sem Pekingsáttmálinn frá 1995 var ítrekaður og staðfestur á ný.</p> <p>Þema fundarins í ár – 64. fundar Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW64) – er stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir samþykkt Pekingsáttmálans.&nbsp;Samkvæmt <a href="https://unwomen.is/read/2020-03-09/peking-sattmalinn-itrekadur-og-stadfestur-a-ny" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women á Íslandi er yfirleitt gefin út pólitísk yfirlýsing í lok fundar en í ár liggur fyrir samkvæmt úttektum og stöðumati á stöðu kvenna og stúlkna gagnvart Pekingsáttmálanum, að markmiðum sáttmálans hafi ekki verið náð. „Auk þess virðist sem heimsmarkmiðum SÞ verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur,“ segir í fréttinni.</p> <p>UN Women segir að um leið og leiðtogar aðildarríkja SÞ endurstaðfesti og ítreki pólitískan vilja til breytinga, viðurkenni þeir um leið nýjar áskoranir við að jafna stöðu kvenna og stúlkna sem krefjast öflugra aðgerða og samstillts átaks ríkjanna, sérstaklega þegar kemur að eftirfarandi atriðum:</p> <ul> <li>Gera öllum stúlkum og konum kleift að mennta sig, með sérstöku tilliti til iðn- og tæknigreina</li> <li>Tryggja konum og stúlkum jafna og raunverulega þátttöku til áhrifa og valda á öllum stigum og sviðum samfélagsins</li> <li>Tryggja konum efnahagslega valdeflingu, t.a.m. jöfn atvinnutækifæri, jöfn laun, félagslegt öryggi og lánshæfi.</li> <li>Takast raunverulega á við misskiptingu á ólaunuðum umönnunar- og heimilisstörfum sem konur og stúlkur sinna í mun meiri mæli</li> <li>Takast raunverulega á þeim misskiptu áhrifum sem loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á konur og stúlkur</li> <li>Afnema skaðlega siði og ofbeldi gegn konum og stúlkum</li> <li>Vernda konur og stúlkur í vopnuðum átökum og tryggja aðkomu kvenna í friðarviðræðum og málamiðlunum.</li> <li>Viðurkenna rétt kvenna og stúlkna til að hljóta heilbrigðisþjónustu</li> <li>Takast á við hungur og vannæringu kvenna og stúlkna.</li> </ul> <p>Í frétt UN Women segir að þar að auki hafi ríkin lýst yfir vilja til að útrýma lögum sem mismuna konum og stúlkum með einhverjum hætti, brjóta niður kerfislægar hindranir sem konur verða fyrir innan kerfa og félagsleg norm sem mismuna konum og stúlkum á einhvern hátt, auk þess að berjast gegn stöðluðum ímyndum kynjanna sem hindra framgang kvenna og stúlkna, meðal annars í fjölmiðlum.</p>

09.03.2020Nýtt heimsátak í jafnréttisbaráttunni: Jafnréttiskynslóðin

<span></span> <p>UN Women hefur hleypt af stokkunum nýju heimsátaki með yfirskriftinni: Jafnréttiskynslóðin&nbsp;(Generation Equality). Markmið átaksins er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög (Action Coalitions) sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns.</p> <p>Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women, sem gefin er út í tilefni af því að aldarfjórðungur er liðinn frá Pekingsáttmálunum, segir að vissulega hafi orðið framfarir á réttindum kvenna og stúlkna á þessu tímabili, til dæmis hafi tilfellum mæðradauða fækkað um 38% á síðustu tuttugu árum. Alls hafi 131 þjóð&nbsp;gert lagalegar umbætur til að stuðla frekar að kynjajafnrétti. „Í dag eru lög varðandi heimililsofbeldi til staðar í yfir 75% ríkja heimsins. Fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr og fjöldi þingkvenna á heimsvísu hefur tvöfaldast,“ segir í <a href="https://unwomen.is/read/2020-03-06/32-milljonir-stulkna-ganga-ekki-i-skola/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women á Íslandi um skýrsluna.</p> <p>UN Women segir að hins vegar hafi framfarir á réttindum kvenna verið alltof hægar og þau réttindi sem hart hefur verið barist fyrir séu í bráðri hættu.&nbsp;Öll lönd heims standi frammi fyrir miklum áskorunum.</p> <p>Skýrslan&nbsp;– „Stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir Peking“&nbsp;(Women's&nbsp;Rights in Review 25 years after Beijing) – er yfirgripsmikil úttekt á framkvæmdaáætlun Peking sáttmálans sem samþykktur var á kvennaráðstefnu SÞ í Peking 1995, tólf liða aðgerðaáætlun til að bæta stöðu kvenna í heiminum. </p> <p>„Enn er Peking sáttmálinn framsæknasta áætlun okkar tíma um hvernig beri að koma á raunverulegu jafnrétti og rétta stöðu kvenna.&nbsp; Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að markmiðum sáttmálans hefur ekki verið náð og svo virðist sem heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur. UN Women biðlar því til stjórnvalda, almennings og einkageirans að endurvekja hina framsýnu áætlun Peking-sáttmálans og finna umbyltandi lausnir í þágu kvenna, stúlkna og okkar allra.,“ segir í fréttinni.</p> <span></span> <p>„Í ár eru 25 ár liðin síðan Peking-sáttmálinn var samþykktur og þar með opnuðust augu heimsbyggðarinnar fyrir bágri stöðu og réttindum kvenna og stúlkna um allan heim. Í dag, meira en tveimur áratugum eftir að þessi framsýni sáttmáli um valdeflingu kvenna og stúlkna var samþykktur, skorar UN Women, á stjórnvöld, samfélög og valdhafa þvert á aldur og kyn, að standa við þau loforð sem Peking-sáttmálinn kveður á um með alheimsátakinu, Jafnréttiskynslóðin&nbsp;(Genderation Equality),“ segir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women.</p> <p><a href="https://unric.org/is/8-mars-kastljos-a-jafnrettiskynslod/" target="_blank">Sjá einnig frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um Jafnréttiskynslóðina.</a></p>

06.03.2020Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum

<span></span> <p>Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Save the Children um greiningu á stríðinu í Sýrlandi. Þar er fullyrt að ástandið í norðvesturhluta landsins hafi aldrei verið verra en einmitt nú. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum.</p> <p>Um miðjan þennan mánuð, 15. mars, eru níu ár liðin frá því stríðið í Sýrlandi hófst. „Margar milljónir flóttafólks hafa neyðst til þess að flýja heimili sín í stríðinu, og þar af helmingur börn, til yfirfullra flóttamannabúða þar sem það býr við ómannúðlegar aðstæður. Börn skortir grunnstoðir í flóttamannabúðum þar sem skortur er á hreinu vatni, næringarríkum mat og menntun. Eins er kalt í búðunum þar sem oftast er ekki hægt að hita upp tjöldin,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/nyjar-gervihnattamyndir-syna-umfang-eydileggingar-i-syrlandi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children.</p> <p>Nýja skýrslan – <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/CH1421924.pdf" target="_blank">Displacement &amp; Destruction: Analysis of Idlib, Syra 2017-2020</a>&nbsp;– er gefin út í samstarfi við Harvard Humanitarian Initiative og World Vision. Í skýrslunni er að finna nýjar gervihnattarmyndir sem sýna að svæði í suður- og austurhluta Idlib hafa orðið fyrir gríðarlega miklum skemmdum. Höfundar skýrslunnar telja að þriðjungur húsa sé ýmist verulega skemmdur eða ónýtur. Aðrar gervihnattamyndir frá norðurhluta Idlib sýna að flóttamnnabúðir hafa stækkað gífurlega á undanförnum árum og teygja sig nú yfir svæði sem áður var blómlegt landbúnaðarsvæði. Talið er að flóttamenn séu þar nú tvöfalt fleiri en árið 2017.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NyZiWsSmxGI" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Save the Children og World Vision hvetja alla málsaðila að átökunum til að virða alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög. Nauðsynlegt sé að vernda skóla, sjúkrahús og aðra innviði frá árásunum. Sérstaklega þurfi að vernda börn sem eru afar viðkvæm gagnvart árásum en átökin hafi gríðarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu barna. „Milljónir barna í Sýrlandi þekkja ekkert annað en stríðsástand og þær ómannúðlegu aðstæður sem því fylgja, það brýtur gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Barnaheill – Save the Children í fréttinni.</p>

05.03.2020Þörf á að breyta viðhorfi og hegðun gagnvart stúlkum

<span></span> <p>Framfarir í menntun, og sú staðreynd að fleiri stelpur en nokkru sinni fyrr ljúka grunnskóla og halda áfram námi, hefur ekki marktækt breytt því að stelpur búa enn við ójöfnuð og ofbeldi. Þetta er niðurstaða skýrslu sem UNICEF, Plan International og UN Women hafa gefið út í aðdraganda 64. þings kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Í skýrslunni er rýnt í árangur jafnréttisbaráttunnar á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá kvennaráðstefnunni í Peking.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að dregið hefur verulega úr brottfalli stelpna úr skólum á síðustu tveimur áratugum, eða sem nemur 79 milljónum. Og það gerðist í fyrsta sinn á síðasta áratug að stelpur voru líklegri en strákar til þess að halda áfram námi að loknum grunnskóla.</p> <p>Kynbundið ofbeldi er hins vegar enn algengt, segir í skýrslunni. Tölur frá 2016 sýna til dæmis að í mansalsmálum voru konur og stúlkur sjö af hverjum tíu, í flestum tilvikum vegna kynferðislegs ofbeldis. Þá segir í skýrslunni að það veki undrun að hartnær ein af hverjum tuttugu stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára – eða um þrettán milljónir – hafi verið nauðgað.</p> <p>Skýrslan sem nefnist –<a href="https://data.unicef.org/resources/a-new-era-for-girls-taking-stock-of-25-years-of-progress/" target="_blank"></a><a href="https://data.unicef.org/resources/a-new-era-for-girls-taking-stock-of-25-years-of-progress/">A New Era for Girls: Taking Stock on 25 Years of Progres</a><a href="https://data.unicef.org/resources/a-new-era-for-girls-taking-stock-of-25-years-of-progress/">s</a>&nbsp;– kemur ekki aðeins út í tengslum við þing kvennanefndarinnar heldur einnig sem hluti af jafnréttisherferðinni „<a href="https://www.unwomen.org/en/get-involved/beijing-plus-25/generation-equality-forumhttp://" target="_blank">Generation Equality</a>.“ Heiti skýrslunnar vísar ennfremur í kvennaráðstefnuna í Peking fyrir aldarfjórðungi sem markaði tímamót með undirritun Pekingsáttmálans, sögulegu framfaraspori í réttindamálum kvenna og stúlkna.</p> <p>„Fyrirheitin gagnvart konum og stúlkum sem stjórnvöld í heiminum skuldbundu sig til að efna fyrir aldarfjórðungi hafa ekki verið uppfyllt nema að hluta til. Þótt pólitísk samstaða hafi náðst um mikilvægi þess að stúlkur sitji á skólabekk hafa þær ekki fengið stuðning til að öðlast þá færni sem þær þurfa, ekki aðeins til að móta eigin örlög, heldur til að lifa með reisn í öryggi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Aðgengi að menntun er ekki nóg - við verðum líka að breyta hegðun og viðhorfi fólks til stúlkna. Raunverulegt jafnrétti verður aðeins þegar allar stúlkur eru öruggar og þurfa ekki að óttast ofbeldi, og frjálsar til að nýta réttindi sín og njóta jafnra tækifæra í lífinu.“</p>

04.03.2020„Vill hefja kartöflurækt en á ekki fyrir útsæði“

<span></span> <p>„Í þróunarríkjum eru smáfyrirtæki oft í þeirri stöðu að fá ekki lánagreiðslu hjá bönkum vegna þess að mat á lánshæfi þeirra byggir á öðrum upplýsingum en notaðar eru við mat á lánshæfi stórra fyrirtækja, svo sem ársreikningum, og einnig vegna skorts á þekkingu bankanna til að meta lánshæfið á grunnvelli annarra gagna. Án aðgengis að lánsfé er ljóst að margir geta ekki hafið atvinnurekstur, til dæmis konan sem vill hefja kartöflurækt en á ekki fjármagn til að kaupa útsæði,“ segir Hákon Stefánsson stjórnarmaður Creditinfo. </p> <p>Utanríkisráðuneytið veitti á dögunum Creditinfo Group hf. tæplega 23 milljóna króna styrk til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og verður í upphafi framkvæmt í tveimur löndum, Fílabeinsströndinni og Senegal. Styrkurinn er veittur úr samstarfssjóði atvinnulífsins um heimsmarkmiðin en hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til &nbsp;þróunarsamvinnu. </p> <p>Samkvæmt áliti matshóps fellur verkefnið vel að markmiðum sjóðsins og áttunda heimsmarkmiðinu um góða atvinnu og hagvöxt, þ.e. stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Enn fremur segir í álitinu að í verkefninu felist einnig tækninýjungar og nýsköpun sem sé í takt við vaxandi áherslur á fjármálatækni í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og áherslur sjóðsins um frumkvöðlastarf. Einnig er bent á að einyrkjar og eigendur smáfyrirtækja séu í mörgum tilvikum konur. </p> <p>Hákon bendir á að Alþjóðabankinn og margar fleiri fjármálastofnanir hafi ítrekað bent á að bæta þurfi aðgengi smáfyrirtækja að lánsfé í þróunarríkjum enda séu þau talin drifkraftur hagvaxtar. „Lykilþáttur í bættu aðgengi að lánsfé eru fjárhagsupplýsingar lántakanda eins og skuldsetning og greiðslusaga en þær eru til þess fallnar að draga úr áhættu í lánsviðskiptum. Kjarnastarfsemi Creditinfo er einmitt rekstur fjárhagsupplýsinga fyrirtækja og með því að innleiða þjónustuna, sem auðveldar lánveitendum að lánshæfismeta lítil fyrirtæki, teljum við að aðgengi þeirra að lánsfé aukist og lánakjör batni sem er líklegt til að skila sér í vaxtatækifærum,“ segir Hákon. &nbsp; </p> <p>Ef vel gengur verður verkefnið innleitt í öðrum sex löndum í vesturhluta Afríku, Benín, Búrkina Fasó, Guinea Bissá, Malí, Níger og Tógó. </p>

04.03.2020Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19

<span></span> <p>Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. Fjárstuðningurinn á að styðja við bakið á fátækum þjóðum til að þær geti brugðist við vandanum og dregið þannig úr því tjóni sem faraldurinn gæti haft í för með sér. Áhersla er lögð á að freista þess að draga úr útbreiðslu veikinnar.</p> <p>„Við viljum bregðast við með skjótum og sveigjanlegum hætti með þarfir þróunarríkja í huga til að takast á við útbreiðslu COVID-19. Þetta felur í sér neyðarfjármögnun, stefnumótun og tækiaðstoð,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans.</p> <p>Stuðningur Alþjóðabankans verður veittur í formi lána á hagkvæmum vöxtum, styrkja og tæknilegs stuðnings og gefur þróunarríkjum kost á því að styrkja heilbrigðiskerfi og veita almenningi betri þjónustu. Með því móti er þess vænst að þróunarríkin geti betur varið fólk gegn þessari vá, aukið eftirlit með faraaldrinum og gripið til sérstakra aðgerða, auk þess sem bankinn leggur áherslu á samstarf við einkageirann um lausnir til að draga úr efnahagslegum áhrifum af völdum faraldursins.</p> <p>Alþjóðabankinn bendir á að þróunarríki eru langt frá því jafnsett þegar kemur að COVID-19, þau þurfi mismikinn stuðning. Fátækustu ríkin þar sem hættan er mest verða í forgangi, segir í <a href="hhttps://www.worldbank.org/en/news/press-release/2020/03/03/world-bank-group-announces-up-to-12-billion-immediate-support-for-covid-19-country-response" target="_blank">frétt</a>&nbsp;bankans, og stuðningurinn aðlagaður sífellt breyttum aðstæðum eftir útbreiðslu veikinnar.</p> <p>Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans. Þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans og Ísland fer fyrir kjördæminu um þessar mundir. </p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/">Alþjóðabankasíða á vef Stjórnarráðsins</a><br /> <span></span></p>

03.03.2020Tímabært að tryggja börnum öruggt aðgengi að hæli og alþjóðlegri vernd

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir ástandið við landamæri Tyrklands og Grikklands vera við suðupunkt. „Ekkert eitt ríki getur annað flóttamannastraumnum frá Sýrlandi og öll Evrópa þarf að standa við bakið á Grikkjum og Tyrkjum sem undanfarin ár hafa tekið móti gríðarmiklum fjölda fjölskyldna á flótta. Ekkert barn ætti að þurfa að stefna lífi sínu í voða í leit að öryggi,“ er haft eftir Afshan&nbsp;Khan, yfirmanni UNICEF&nbsp;í Evrópu og Mið-Asíu og flóttamannahjálparinnar í Evrópu vegna þeirrar skelfilegrar stöðu sem upp er komin við landamæri Tyrklands og Grikklands. </p> <p>„Tyrkir ákváðu á dögunum að hætta að verja landamæri og hleypa sýrlensku flóttafólki áfram í gegn til Evrópu.&nbsp;Erdogan&nbsp;Tyrklandsforseti sagði Evrópuþjóðir verða að axla sinn hluta flóttamannabyrðarinnar.&nbsp;Þúsundir flóttafólks og hælisleitenda hafa síðan lagt á sig hættulegt ferðalag og er áætlað að 13 þúsund séu nú við landamæri Grikklands. Í gær drukknaði drengur þegar bát sem hann og tugir flóttamanna voru í hvolfdi undan ströndum grísku eyjarinnar&nbsp;Lesbos,“ segir í <a href="https://unicef.is/nu-er-timinn-til-ad-tryggja-bornum-oruggt-adgengi-ad-vernd" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>„Þessar fregnir eru sorgleg áminning um það hættulega ferðalag sem yngstu flóttamennirnir og hælisleitendurnir eru að leggja á sig í leit að öryggi í Evrópu,“ segir&nbsp;Khan. „Hvort sem er á sjó, við landamæri eða átakasvæðunum sem þau eru að flýja, þá eru börnin alltaf fyrstu fórnarlömbin. Á síðustu vikum hafa 575 þúsund börn mátt flýja&nbsp;harðnandi&nbsp;átök í norðvesturhluta Sýrlands. Af þeim þúsundum sem nú halda til nærri Edirne og meðfram <span></span>landamærum Tyrklands og Grikklands er áætlað að 40 prósent séu konur og börn. Ríki verða að tryggja öryggi hinna saklausu,“ bætir&nbsp;Khan&nbsp;við í yfirlýsingu sinni vegna ástandsins.</p> <p>Hún bendir á að&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar séu á vettvangi að bregðast við bráðavanda og neyð barna með því að útvega þeim skjól, vatn, hreinlætisvörur, teppi og önnur hjálpargögn.</p> <p>„Við erum líka að aðstoða fólkið sem nú er strandað við landamæri Tyrklands og Búlgaríu þar sem fregnir berast af hörðum móttökum.“&nbsp;</p> <p>Börn og fjölskyldur sem flúið hafa heimili sín líta til þjóðarleiðtoga eftir sameiginlegri lausn að sögn&nbsp;Khan. Hún segir að til þurfi fjárhagslegan og pólitískan stuðning við ríki sem taki á móti fólki í neyð og raunverulegt átak þurfi til að flytja viðkvæmasta hópinn í öryggi.</p> <p>&nbsp;„Nú er stundin fyrir allar þjóðir sem að málum koma að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og verja börnin, sama hvaðan þau koma. Líf þeirra er að veði. Nú er tími til kominn að tryggja þeim öruggt aðgengi að hæli og alþjóðlegri vernd, í stað þess að grípa til aðgerða og yfirlýsinga sem ala á fordómum og útlendingaandúð,“ segir&nbsp;Khan&nbsp;harðorð.&nbsp;</p> <p>„Nú er líka tími til kominn að Evrópu sýni Grikklandi og Tyrklandi samstöðu. Þessar þjóðir hafa tekið móti mjög stórum hópum barna og fjölskyldna. En ekkert eitt ríki nær utan um þetta verkefni óstutt. Öll ríki njóta góðs af samvinnu til að vernda börn og fjölskyldur. Börn eru viðkvæm fyrir en börn á flótta þurfa nauðsynlega á vernd að helda. Ekkert barn ætti að þurfa að hætta lífi sínu og framtíð í leit að öryggi.“</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"><a href="https://unicef.is/hjalp" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi</a></span></p>

03.03.2020„Fylgjumst náið með innleiðingu stefnunnar“

<span></span><span></span> <p>Að óbreyttu verða íbúar stríðshrjáðra ríkja tveir af hverjum þremur sárafátækum eftir tíu ár, segir í nýrri stefnu Alþjóðabankans um óstöðugleika, átök og ofbeldi. Að mati bankans nást heimsmarkmiðin ekki fyrir lok ársins 2030 nema því aðeins að skjótt verði gripið til umfangsmikilla aðgerða gagnvart þessum vanda. Í skýrslunni er bent á þá staðreynd að því sem næst tvöfalt fleiri búa nú á eða í grennd við átakasvæði borið saman við árið 2007.</p> <p>Tvennt einkennir búsetu flestra þeirra jarðarbúa sem búa í sárafátækt, segir í skýrslunni. Þeir búa ýmist í löndum í sunnanverðri Afríku eða í löndum sem eiga í vopnuðum átökum. Um er að ræða alls 43 lönd. Til þess að binda enda á sárafátækt og stuðla að aukinni hagsæld og velmegun fyrir þá fátækustu, í samræmi við heimsmarkmiðin, þarf að mati bankans að ráðast í samræmdar aðgerðir gegn óstöðugleika og átökum.</p> <p><a href="https://openknowledge.worldbank.org/bitstream/handle/10986/33324/9781464815409.pdf" target="_blank">Skýrsla Alþjóðabankans</a> um óstöðugleika, átök og ofbeldi er að sögn bankans svar við alþjóðlegu ákalli um aðgerðir. Á vegum hans hefur verið unnið að stefnumótun á þessum sviðum á síðustu misserum með víðtæku samráði við aðildarríki bankans, alþjóðleg og innlend félagasamtök og fulltrúa einkageirans. </p> <p>Fulltrúar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem saman mynda kjördæmi og deila sæti í stjórn Alþjóðabankans, hafa tekið virkan þátt í mótun stefnunnar. Ísland leiðir sem kunnugt er starf kjördæmisins um þessar mundir. Að sögn Geirs H. Haarde, fulltrúa kjördæmisins í stjórn bankans, er baráttan gegn óstöðugleika, átökum og ofbeldi eitt af helstu áherslumálum kjördæmisins. „Við styðjum við stefnumótun bankans og munum fylgjast náið með innleiðingu stefnunnar,“ segir hann.</p> <p>Kjördæmið beitti sér meðal annars fyrir því að stefnan legði aukna áherslu á jafnrétti kynjanna í friðar- og uppbyggingarstarfi, ásamt því að koma í veg fyrir átök og áhrif loftslagsbreytinga, gildi mannréttinda og mikilvægi samstarfs við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök á átakasvæðum. </p> <p>Markmið stefnunnar er að auka skilvirkni bankans og gera hann betur í stakk búinn til að til að styðja þjóðir sem takast á við orsakir og áhrif óstöðugleika, átaka og ofbeldis, ásamt því að styðja við þjóðir í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt samfélaga, sérstaklega hjá viðkvæmustu og mest jaðarsettu hópunum. </p>

02.03.2020Konur eru ekki frávik frá reglu karlmanna

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur heitið því að beita persónulegum áhrifum sínum í þágu jafnréttis kynjanna, þar á meðal til höfuðs lögbundinni kynferðislegri mismunun, fyrir þátttöku kvenna í friðarviðleitni og að tekið verði tillit til ólaunaðra starfa á heimilum í reikningi þjóðarframleiðslu.</p> <p>Að sögn upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) flutti aðalframkvæmdastjórinn ræðu um þemað „Konur og vald” í háskóla í New York. António Guterres, sem á tvö ár eftir í embætti, kvaðst nota þann tíma til að „dýpka persónulega skuldbindingu mína til þess að vekja athygli á og vinna í þágu jafnréttis kynjanna í öllu okkar starfi.”</p> <p>Guterres kvaðst persónulega ætla að hafa samband við ríkisstjórnir sem bera ábyrgð á lagasetningu, sem felur í sér mismunun, til að tala máli breytinga.</p> <p>Einnig kvaðst hann munu beita áhrifum Sameinuðu þjóðanna í því skyni að konur hafi jafn marga fulltrúa og karlar í friðarferlum.</p> <p>„Þá mun ég beita mér fyrir því að þjóðarframleiðsla taki tillit til velfarnaðar og sjálfbærni og að ólaunuð heimilisstörf verði metin að verðleikum,” sagði Guterres. „Ég er staðráðinn í að binda enda á þá hugsun að karlmaðurinn sé skapalón alls innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum samtök sem byggjum mjög á tölfræði og það er þýðingarmikið að gengið sé út frá því að karlar séu ekki reglan og konur frávik.”</p> <p>Guterres lauk ræðu sinni með því að segja: „Jafnrétti kynjanna snýst um völd; völd sem karlar hafa notið einir um árþúsundir. 21. öldin á að vera öld jafnréttis kvenna. Við skulum öll leggja okkar lóð á vogarskálarnar.“</p>

28.02.2020Nýtt verkefni til skoðunar í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu

<span></span> <p><span>Til skoðunar er að setja á fót nýtt þróunarsamvinnuverkefni á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar. Um yrði að ræða samstarfsverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), byggt á grunni samstarfs þessara aðila sem skilað hefur miklum árangri í jarðhitaverkefni í austanverðri Afríku á síðustu árum. </span></p> <p><span>Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Landgræðsluskólanum hafa í vikunni átt fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí, í höfuðstöðvum UNEP, til að fylgja eftir jarðhitaverkefninu sem utanríkisráðuneytið og NDF hafa stutt við á síðastliðnum átta árum. Mikill árangur og góð reynsla af samstarfi utanríkisráðuneytisins, NDF og UNEP í jarðhitaverkefninu leiða til þess verið er að skoða ýmsa nýja fleti á samstarfi, meðal annars í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Viðræðum verður haldið áfram síðar á árinu.</span></p> <p><span>Að sögn Ágústu Gísladóttur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem fer fyrir íslensku sendinefndinni var meðal annars farið í heimsókn á jarðhitasvæði í Menengai þar sem verið er að byggja jarðvarmavirkjun. Í Menengai var á síðasta ári settur upp þurrkofn með styrk frá Íslandi sem getur þurrkað sex tonn af korni á fjórum til fimm klukkutímum með grænni orku.</span></p> <p><span><strong>Margir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans</strong></span></p> <p><span>Martha Mburu er verkstjóri í Menengai en hún er fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans hér á landi. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir Silvia Malmo efnafræðing sem starfar á rannsóknastofu sem efnagreinir jarðhitavökva en hún er einnig fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans. Silvia kennir jafnframt í Öndvegissetri jarðhitauppbyggingar en setrið hefur notið stuðnings frá Íslandi. Setrið er byggt upp í samstarfi við UNEP og verkefnastjórinn er líka fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans, Meseret Teklemariam Zemedkun.</span></p>

28.02.2020„Leggið ykkur fram um að sýna frumkvæði og hafa áhrif“

<span></span> <p>„Þegar heim kemur vona ég að þið leggið ykkur fram um að kynna vinnuna ykkar á Íslandi, taka þátt í umræðum, sýna frumkvæði og hafa áhrif,“ sagði Þór H. Ásgeirsson forstöðumaður Sjávarútvegsskólans við athöfn í vikunni þegar 24 nemendur útskrifuðust frá skólanum eftir sex mánaða nám á Íslandi. Tólf konur og tólf karlar voru í útskriftarhópnum að þessu sinni, frá tólf löndum í Asíu, Afríku og Karíbahafi.</p> <p>Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vakti í ávarpi athygli á gildi þess að styðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, meðal annars fjórtánda markmiðið þar sem hafið er sett í öndvegi og kallað eftir aðgerðum til að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu á auðlindum þess. Kristján lýsti yfir þeirri von að sú þekking og reynsla sem útskriftarnemar hefðu öðlast á þeim sex mánuðum sem þeir dvöldust á Íslandi myndi nýtast þeim vel í starfi og stuðla að þróun sjávarútvegs heima fyrir.</p> <p>Nemendahópurinn sem útskrifaðist er tuttugasti og annar árangurinn sem útskrifast frá Sjávarútvegsskólanum en alls hafa 414 nemendur frá 60 þjóðríkjum lokið námi við skólann. Að þessu sinni sérhæfðu sjö nemendur sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, sex á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar, sex á sviði sjálfbærs fiskeldis og fimm á sviði stofnmats og veiðarfæratækni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/FvXC-Q7pL3A" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/uWVnthMIX9g" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/aBdhmiawsRE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Við útskriftina gerði Bryndís Kjartansdóttir forstöðumaður GRÓ grein fyrir þeim skipulagsbreytingum sem tóku gildi um áramót í starfi skólanna fjögurra þegar GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tók yfir samstarfið af háskóla Sameinuðu þjóðanna. GRÓ starfar undir merkjum UNESCO, mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna en skólarnir eru reknir, á sama hátt og áður, sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands gegnum utanríkisráðuneytið.</p> <p>James John Banda frá Malaví hafði orð fyrir útskriftarnemendunum og þakkaði starfsfólki Sjávarútvegsskólans og leiðbeinendum, fyrirlesurum og öðrum þeim sem komu að þjálfunarnáminu í vetur fyrir stuðninginn meðan á Íslandsdvölinni stóð.</p> <p>„Við fengum tækifæri til að auka færni okkar bæði persónulega og faglega,“ sagði hann.</p> <p>Í meðfylgjandi kvikmyndabrotum eru viðtöl við þrjá útskriftarnemendur um lokaverkefni þeirra og upplifun þeirra af landi og þjóð.</p>

27.02.2020Salah skipaður velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar SÞ

<span></span> <p>Mohamed Salah framherji Liverpool er fyrsti velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í skólaverkefni sem hefur þann tilgang að tryggja börnum í flóttamannabúðum í Afríku gæðamenntun. Verkefnið – Instant Network Schools – spannar næstu fimm árin og á að ná til til hálfrar milljónar nemenda. Meðal nýrra skóla í verkefninu eru tuttugu í Egyptalandi, heimalandi Salah.</p> <p>Verkefnið gengur út á að tengja saman nemendur í flóttamannasamfélögum og nemendur í viðkomandi gistiríki með áherslu á stafræna gæðamenntun. Verkefninu var upphaflega hleypt af stokkunum árið 2014 sem samstarfsverkefni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Vodafone Foundation. Markmiðið er að gefa ungu flóttafólki í flóttamannabúðum í fátækjum Afríkuríkjum kost á betri menntun og tengja það við jafnaldra og kennara í gistiríkinu gegnum stafrænt námsefni.</p> <p>Fram til þessa hafa rúmlega 86 þúsund námsmenn og eitt þúsund kennarar notið góðs af verkefninu, skólarnir í verkefninu eru 36 talsins og starfa í átta flóttamannabúðum í Kenya, Tansaníu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan. Á næstu fimm árum er ætlunin að færa út kvíarnar og ná til hálfrar milljónar nemenda og tíu þúsund kennara.</p> <p>Hlutaverk Mohameds Salah sem velgjörðarsendiherra UNHCR verður að styðja vitundarvakningu um mikilvægi gæðamenntunar fyrir flóttabörn og vekja athygli á þörfinni fyrir auknar fjárfestingar í stafrænni tækni sem nýtist í menntamálum. Salah kveðst stoltur taka þátt í þessu samstarfi til að brúa bilið í menntun flóttabarna og annarra barna í gistiríkjum. „Instant Network Schools er mikilvægt frumkvæði og ég tek stoltur þátt í því að umbreyta námi kynslóðar ungs fólks víðs vegar í sunnanverðri Afríku og innan tíðar í heimlandi mínu, Egyptalandi,“ er haft eftir Salah í frétt frá UNHCR.</p> <p>Samkvæmt fréttinni eru börn rúmlega helmingur þeirra 70,7 milljóna sem teljast til flótta- og farandfólks. Mörg þeirra verja öllum skólaárunum í flóttamannabúðum þar sem gæði kennslunnar eru ekki á háu stigi. „Mohamed Salah deilir með okkur ástríðunni um mikilvægi menntunar sem grunngildis fyrir persónulegan og félagslegan þroska og hann kemur til með að hjálpa okkur við að kynna og stækka þetta verkefni,“ segir Andrew Dunnett fulltrúi Vodafone.</p> <p>Dominique Hyde fulltrúi UNHCR segir að Salah sé jákvæð og hvetjandi fyrirmynd ungmenna innan sem utan vallar. „Bjartsýni hans og ástríða samræmist fullkomlega verkefninu og glæðir von meðal barna í hópi flóttafólks, ásamt því að veita þeim innblástur og hvatningu um tækifæri um betri framtíð.“</p> <p>Tímaritið Time útnefndi Salah einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2019.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í mannúðarmálum.</p>

27.02.2020Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib

<span></span> <p>Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. „Enn eina ferðina erum við slegin yfir þessu miskunnarlausa ofbeldi sem gengur hér yfir og varð til þess að níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásunum í gær,“ segir Chaiban í yfirlýsingu.</p> <p>Að minnsta kosti fjórir þessarar skóla nutu stuðnings samstarfsaðila UNICEF. Samkvæmt upplýsingum á <a href="https://unicef.is/born-og-kennarar-letust-i-arasum-a-skola-i-idlib?fbclid=IwAR0rHAoQETt5SO45nkUqo2JA-XgcRuyMOrZq0R9jOmLzLIqMcaxVLYVJCaU" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF særðust hátt í 40 konur og börn í þessum árásunum.</p> <p>„Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín síðan 1. desember síðastliðinn. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú í tjöldum og undir berum himni nú þegar vetrartíð með snjó og slæmu veðri er gengið í garð. Átökin í norðurhéruðum hafa versnað undanfarið, en<a href="https://unicef.is/veturinn-er-kominn-i-syrlandi">&nbsp;líkt og greint var frá á dögunum</a>&nbsp;er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er árinu. Og eru þá þau börn sem létust og særðust núna undanskilin,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>„Við fordæmum harkalega morð og limlestingar á börnum. Skólar og aðrar menntastofnanir njóta friðhelgi og eiga að vera öruggir staðir fyrir börn. Árásir á þær er gríðarlega alvarlegt brot á réttindum barna. Stríðandi fylkingum í Sýrlandi ber að vernda börn og ber að láta af árásum á stofnanir og mikilvæga innviði,“ segir Chaiban að lokum.</p> <p>UNICEF minnir á áframhaldandi <a href="https://unicef.is/hjalp">neyðarsöfnun</a>&nbsp;fyrir börn í Sýrlandi. </p>

26.02.2020Óttast um líf barna í Simbabve

<span></span> <p>Lífsbarátta almennings í Simbabve er komin á það stig að samtökin Barnaheill – Save the Children óttast um líf barna. Samtökin segja að mikill matarskortur í landinu hafi leitt til þess að börn fái almennt einungis eina máltíð á dag og mörg þeirra þurfi að ganga klukkustundum saman til að sækja drykkjarvatn. „Án meiriháttar alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar komum við til með að horfa upp á börn deyja eftir því sem fjölskyldur þurfa að leggja harðar að sér til að þrauka,“ segir í <a href="https://www.savethechildren.net/news/zimbabwe-children-frontline-climate-and-economic-crises-collide#" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá samtökunum.</p> <p>Að minnsta kosti 7,7 milljónir íbúa landsins, jafnt til bæja og sveita, búa við alvarlegan matarskort, þar af eru 3,8 milljónir sveltandi barna sem þurfi skjótan stuðning. Samkvæmt frétt Save the Children ræða foreldar um að taka börn úr skóla til að vinna eða vegna þess að skólagjöldin eru þeim ofviða. Einnig er rætt um að gefa dætur í hjónaband til efnaðri fjölskyldna. Þá hafa margar fjölskyldur fækkað máltíðum, selt búpeninginn eða aðrar eignir, og sumar hafa tekið sig upp og haldið út í óvissuna til annarra landa.</p> <p>Af hálfu Save the Children er unnið að greiningu á aðstæðum í landinu til að fá enn greinarbetri mynd af stöðunni. Ljóst er þó að vandinn er víðtækur og sá alvarlegasti frá árinu 2008. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, mikill fjárskortur ríkisins, ógnvekjandi skuldir, mikið atvinnuleysi og sífellt hækkandi verð á vörum og þjónustu. Þá er verðbólga hvergi í heiminum hærri en í Simbabve.</p> <p>Save the Children hvetja framlagsríki og alþjóðasamfélagið til þess að bregðast strax við bágum aðstæðum íbúa Simbabve áður en þær breytast í neyðarástand.</p> <p><a href="http://www.barnaheill.is" target="_blank">Vefur Barnaheilla</a></p>

25.02.2020Til skoðunar að hefja samstarf við nýtt hérað í Úganda

<span></span> <p>Til skoðunar er að hefja undirbúning að verkefnum í nýju samstarfshéraði í Úganda. Nýja héraðið, Namayingo, er í austurhluta landsins, og nær bæði til eyja úti á Viktoríuvatni og samfélaga uppi á landi. „Ísland er reiðubúið að halda áfram stuðningi við fiskimannasamfélög í Úganda í því skyni að bæta lífskjör fólks og stuðla að þróun,“ hefur úgandska dagblaðið New Vision eftir Unni Orradóttur Ramette sendherra í blaðinu í gær.</p> <p>Fram kemur í fréttinni að þorp í Namayingo myndu fá stuðning á ýmsum sviðum, meðal annars hvað varðar aðgengi að hreinu neysluvatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu og skólamálum. Íslendingar hafa um árabil unnið með nágrannasveitarfélagi, Buikwe, að úrbótum á þessum sviðum. Einnig hefur Ísland stutt Kalangala hérað við uppbyggingu innviða og menntun.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/Namayingo-district-structure-1024x721.png?amp%3bproc=MediumImage" /></p> <p>Unnur Orradóttir Ramette sendiherra heimsótti Namayingo á<span>&nbsp; </span>dögunum ásamt Smára McCarthy þingmanni sem var í ferð í Úganda í boði GAVI, alþjóða bólusetningarsjóðsins. Samkvæmt frétt New Vision lýsti Unnur verkefnahugmyndum á fundi í grunnskólanum Isinde í Buhemba hreppi. Hún sagði ástand margra skólanna afar bágborið og sagði í skoðun að veita þorpum í Namayingo stuðning.</p> <p>„Við viljum sjá sérhvert barn í skóla og <span></span>við viljum sjá það ljúka grunnskólagöngu,“ segir Unnur. </p> <p>Vincent Makali fræðslustjóri í héraðinu kvaðst finna fyrir feginleika að heyra af stuðningi Íslendinga og sagði ótvírætt að jákvæð þróun fylgdi betra aðgengi að menntun, ekki síst fyrir þau svæði í héraðinu sem stæðu lakast. Meðal atriða í menntamálum sem hann tiltók sérstaklega var skortur á hreinu drykkjarvatni, kennarabústöðum, námsgögnum og viðunandi skólastofum. „Buchumbi grunnskólinn er með 728 nemendur en aðeins sex skólastofur,“ sagði fræðslustjórinn.</p> <p>Haft er eftir Ronald Sanya héraðsstjóra í blaðinu að stuðningu komi til með að bæta skólasókn í fiskimannaþorpum sem ekki væri vanþörf á því börn í þorpum við vatnið hættu mörg hver í skóla til þess að vinna í fiski eða afla tekna með öðrum hætti. Þessi hugsunarháttur ætti þátt í miklu ólæsi í héraðinu.</p> <p>Haft er eftir Smára McCarty þingmanni að hann styðji fullkomlega þá vitleitni að bæta grunnþjónustuna í héraðinu. Blaðið hefur eftir honum að hann hafi orðið vitni að óboðlegum aðstæðum og brýnni þörf íbúa fyrir aðgengi að hreinu vatni.</p>

24.02.2020Guðlaugur Þór ræddi mannréttindi við utanríkisráðherra Sádi-Arabíu

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skoraði á utanríkisráðherra Sádi-Arabíu að láta baráttufólk fyrir mannréttindum tafarlaust úr haldi á fundi þeirra í Genf nú síðdegis. Guðlaugur Þór tekur þátt í 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag. Hann átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja.</span></p> <p><span>U</span>anríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var í morgun viðstaddur opnun 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fjórða sinn sem Guðlaugur Þór tekur þátt í ráðherralotu ráðsins en hann var fyrsti íslenski ráðherrann til þess. Um eitt hundrað leiðtogar og ráðherrar eru viðstaddir fundi ráðsins í vikunni.</p> <p>Guðlaugur átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja. Á fundi með Faisal Bin Farhan Alsaud, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu, ræddi hann sérstaklega stöðu mannréttindamála þar í landi. „Ísland leiddi gagnrýni 36 ríkja á sádiarabísk stjórnvöld fyrir um ári síðan, sem vakti athygli víða um heim.&nbsp;Mér fannst mikilvægt að fá tækifæri til að halda þeim sjónarmiðum á lofti með beinum hætti enda er mikilvægt að geta rætt málin jafnvel þótt mikið beri á milli,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. „Ég hvatti ráðherrann til að halda áfram úrbótum á stöðu kvenna í ríkinu og sleppa umsvifalaust baráttufólki fyrir mannréttindum sem situr í fangelsi.“</p> <p>Guðlaugur Þór átti einnig fundi með Katrin Eggenberger, utanríkisráðherra Liechtenstein, þar sem þau ræddu stöðu fríverslunarviðræðna EFTA, mikilvægi EES-samstarfsins og mögulega samvinnu í tengslum við framtíðarsamning við Bretland. Þá hittust þeir&nbsp;<span>Vadym Prystaiko,&nbsp;</span>utanríkisráðherra Úkraínu, og lýsti Guðlaugur Þór yfir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda við málstað Úkraínu á fundi þeirra.</p> <p>Síðdegis undirrituðu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), samkomulag um áframhaldandi kjarnaframlög Íslands til stofnunarinnar. Samkomulagið gildir út árið 2023 og felur í sér samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 255 milljónir króna í kjarnaframlag á fjögurra ára tímabili. Framlög til einstakra verkefna koma til viðbótar við kjarnaframlag og undanfarin fimm ár hefur Ísland lagt stofnuninni til 648 milljónir króna í heildina. UNHCR vinnur að velferð flóttamanna í 134 ríkjum en um þessar mundir hafa um 75 milljónir manna flúið heimili sín, flestir vegna átaka. UNHCR er einnig helsta samstarfsstofnun Íslands við móttöku kvótaflóttamanna sem voru 75 talsins árið 2019 og verða 85 á þessu ári.&nbsp;</p> <p>Þá opnaði Guðlaugur Þór sýningu íslenskra listamanna í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna í Genf sem endurspeglar tengsl mannréttinda og listar. Sýningarstjóri er Ásthildur Jónsdóttir og auk hennar eiga verk á sýningunni þau Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Líndal, Guðmundur Elías Knudsen, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir.</p> <p>Guðlaugur Þór tók einnig þátt í fundi bandalags stuðningsríkja fjölþjóðasamvinnu þar sem fjallað var um mikilvægi mannúðarlaga og baráttuna gegn refsileysi.&nbsp;Utanríkisráðherrar Þýskalands og Frakklands stóðu fyrir fundinum.</p>

24.02.2020 Sýnir sterkan vilja stjórnvalda að beita sér fyrir jafnrétti á heimsvísu

<strong><span></span></strong> <p>„Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að ríkisstjórnin hafi ákveðið á fundi síðastliðinn föstudag að íslensk stjórnvöld óski formlega eftir að vera meðal forysturíkja átaksverkefnis UN Women:&nbsp;Jafnréttiskynslóðin (Generation Equality)&nbsp;til næstu fimm ára,“ segir á vef UN Women. „Beiðni stjórnvalda um að leiða verkefnið sýnir sterkan vilja stjórnvalda hér á landi til að beita sér fyrir jafnrétti á heimsvísu.“</p> <p>Átakið er stærsta verkefni UN Women til þessa og verður ýtt úr vör á ráðstefnu í París í júlí með þátttöku leiðtoga ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.</p> <p>UN Women minnir á að á þessu ári er aldarfjórðungur liðinn frá fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna (Pekingáætlunin), sem meðal annars byggist á ákvæðum Kvennasáttmála SÞ frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum.</p> <p>„Markmið átaks UN Women&nbsp;Jafnréttiskynslóðin, er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt á meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns síns,“ segir í frétt UN Women.&nbsp;</p> <p>Þar segir ennfremur að nú þegar fimm ár eru liðin frá því að ríki heims komu sér saman um sautján heimsmarkmið „er ljóst að heimsmarkmið fimm, um kynjajafnrétti, er það markmið sem aðildarríki SÞ eiga lengst í land með, enda gengur það þvert á öll hin markmiðin. Ef því fimmta verður ekki náð, nást aldrei hin sautján.“</p> <p>Í <a href="https://unwomen.is/read/2020-02-24/islensk-stjornvold-vilja-leida-jafnrettiskynslodina/?fbclid=IwAR0PC4MRpQO4S2vVCykKAoNJOpdchrytxiLHDJgb9ls3S-FHF0sB_RYkCPg" target="_blank">fréttinni</a>&nbsp;kemur fram að öll Norðurlöndin hafi látið í ljós áhuga á forystuhlutverki í verkefninu og óskað eftir að leiða eitt af sex aðgerðabandalögum átaksins, líkt og íslensk stjórnvöld. </p>

21.02.2020Suður-Súdan: Rúmlega helmingur þjóðarinnar við hungurmörk

<span></span> <p>Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna vekja athygli á alvarlegum matarskorti í Suður-Súdan og segja í yfirlýsingu að rúmlega helmingur þjóðarinnar, ríflega 6,5 milljónir manna, eigi á hættu að draga fram lífið við hungurmörk á vormánuðum. Nú þegar búa rúmlega 20 þúsund íbúar við sáran sult, íbúar héraða þar sem úrkoma var gífurleg á síðasta ári, og þeir þurfa nú þegar á mannúðaraðstoð að halda. Rúmlega ein milljón barna í landinu er vannærð.</p> <p>Aðstæður eru sérstaklega erfiðar í þeim héruðum sem urðu illa úti í miklum flóðum á síðasta ári og þar er matvælaöryggið minnst vegna uppskerubrests, segir í skýrslu stjórnvalda í Suður-Súdan sem gefin er út sameiginlega með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), en þær eru allar samstarfsstofnanir utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu og mannúðarmálum.</p> <p>Óttast er að matarskortur eigi eftir að aukast á næstu vikum og mánuðum, fram í byrjun júlímánaðar. Verst er ástandið í þeim fjölmörgum héruðum sem urðu harðast úti á flóðatímanum í fyrra. Að óbreyttu er reiknað með að rúmlega 1,7 milljónir íbúa verði við hungurmörk fyrri hluta ársins. Samkvæmt skýrslunni áttu um 5,3 milljónir íbúa Suður-Súdan í síðasta mánuði í erfiðleikum með að fá nóg að borða og framundan eru mánuðir þar sem matvæli verða af enn skornari skammti. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/1io2WaeqIuQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Meshack Malo fulltrúi FAO í Suður-Súdan segir að þrátt fyrir nokkrar umbætur í matvælaframleiðslu séu enn alltof margir hungraðir og þeim fari fjölgandi. Þá geti engisprettufaraldur í þessum heimshluta gert ástandið enn verra. „Það er mjög mikilvægt að okkur takist að auka stuðning við íbúa Suður-Súdan svo þeir geti haldið áfram að bæta lífsviðurværi sitt og einnig þurfum við að styðja stjórnvöld í viðleitni þeirra að bregðast við engisprettufaraldrinum,“ segir hann.</p> <p>Eftir langvarandi vopnuð átök ríkir nú sæmilegur friður og stöðugleiki í Suður-Súdan. Fulltrúar fyrrnefndra þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna láta í ljós vonir um að nýta megi það ástand til að bæta matvælaframleiðslu og raunar sjáist þess merki nú þegar, meðal annars hafi kornframleiðsla milli ára aukist um tíu af hundraði.</p> <p>&nbsp;</p>

21.02.2020Viljayfirlýsing um aukið samstarf Háskóla Íslands og Makerere háskólans í Úganda

<span></span> <p>Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf milli Háskóla Íslands og Makerere háskólans í Kampala, Úganda. Samstarfið kemur til með að ná til nemendaskipta, samvinnu um rannsóknir og útgáfu fræðigreina, skipulagningu málþinga, stuttra námskeiða og ráðstefna, svo dæmi séu tekin.</p> <p>Jafnréttisskólinn <span style="color: black;">(GEST)</span>, sem er hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, og kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskólans í Kampala, hafa um langt árabil átt í samstarfi. Nokkrir meistaranemar frá Úganda hafa komið til Íslands og lokið diplómanámi hjá Jafnréttisskólanum sem hluta af meistaranámi sínu við kvenna- og kynjafræðideildina í Makarere. </p> <p>Jafnréttisskólinn og Makarere háskólinn unnu einnig saman að þróun námskeiðs um konur og loftslagsbreytingar sem haldin hafa verið í Úganda á síðustu árum. Þá tilkynnti Jafnréttisskólinn í síðasta mánuði um styrk sem veittur verður doktorsnema frá Úganda til náms við Háskóla Íslands, en mun fela í sér rannsóknir í Úganda. Sérfræðingar frá bæði Háskóla Íslands og Makerere háskóla munu koma að doktorsnáminu.</p> <p style="background: white;"><span style="color: black;">Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, skrifaði undir viljayfirlýsinguna fyrir hönd Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands og Irmu Erlingsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisskólans. Af hálfu Makerere háskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna þau Barnabas Nawagnwe aðstoðarrektor og Sarah Ssali deildarstjóri kvenna- og kynjafræðideildarinnar.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: black;">Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem reknir eru á Íslandi undir merkjum UNESCO en hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Þeir eru allir hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. </span></p>

20.02.2020Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF

<span></span> <p>Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. „Harkaleg vetrartíð með frosti, snjó og slæmu veðri bítur nú börnin litlu í Sýrlandi og áframhaldandi átök og sprengjuregn kostar þau enn líf og limi. Frá byrjun árs 2020 er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum á svæðinu. Ástandið er ömurlegt á alla mælikvarða, meira að segja Sýrlands,“ segir framkvæmdastjóri Henrietta Fore framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).</p> <p>„Við vorum á göngu í þrjá daga og núna búum við í tjaldi. Allar eigur okkar eru gegnsósa af rigningu og drullu,“ segir móðir sem neyddist nýlega til að flýja heimili sitt í&nbsp;Sarageb&nbsp;í&nbsp;Idlib&nbsp;og býr nú á&nbsp;Aleppo-svæðinu. „Ég er með afar veikt barn með mér sem þarf nauðsynlega að komast í skurðaðgerð en ég hef ekki efni á því. Ef barnið mitt deyr er það eina sem ég get gert að grafa það.“</p> <p>Í frétt á <a href="https://unicef.is/veturinn-er-kominn-i-syrlandi" target="_blank">vef UNICEF</a>&nbsp;er haft eftir framkvæmdastjóranum&nbsp;að ástandið í norðvesturhluta Sýrlands sé verra en nokkru sinni fyrr. „Það er sótt að börnum og fjölskyldum úr öllum áttum. Þau þurfa að eiga við stríðsástandið, nístandi kulda, fæðuskort og erfið búsetuskilyrði. Við getum ekki leyft svona grímulausu skeytingarleysi gagnvart velferð, öryggi og heilsu barna og fjölskyldna að halda áfram,“ segir&nbsp;Fore.</p> <p>Ásamt&nbsp;samstarfsaðilum&nbsp;er&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi í Sýrlandi sem endranær og vinnur það gríðarlega mikilvægt neyðarstarf við afar erfiðar aðstæður í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Þar skiptir stuðningur þinn sköpum í að hjálpa okkur að útvega&nbsp;hreinlætisaðstöðu, hreint drykkjarvatn, hlýjan fatnað fyrir veturinn, aðstoð við að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast, meðhöndla vannærð börn, mennta börn og veita félags- og sálfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>„Blóðbaðið í norðvesturhluta Sýrlands heldur áfram að taka hræðilegan toll á börnum,“ segir&nbsp;Fore. „Nú er mál að byssurnar þagni og átökin hætti í eitt skipti fyrir öll. Stríðandi fylkingum ber að verja börnin og nauðsynlega innviði fyrir sprengjuregni og kúlnahríð og leyfa mannúðarstarfi að eiga sér stað því þörfin er gríðarleg.“</p> <p>UNICEF minnir á áframhaldandi <a href="https://unicef.is/hjalp" target="_blank">neyðarsöfnun</a>&nbsp;á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi. </p>

19.02.2020Allar þjóðir bregðast börnum – nýjar ógnir steðja að

<span></span> <p>„Samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og niðurstöður skýrslunnar sýna. Börn hafa hér öll tækifæri til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins vegar að bregðast börnum, líkt og hinar ríku þjóðirnar, er hversu mikið við mengum miðað við höfðatölu. Þar þurfum við að grípa til tafarlausra aðgerða og gera meira, enda eigum við langt með að ná þeim losunarmarkmiðum sem sett hafa verið fyrir árið 2030,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Tilefnið er útkoma nýrrar sérfræðingaskýrslu – <a href="http://www.thelancet-press.com/embargo/childhealth.pdf" target="_blank">A future for the World´s Children</a>&nbsp;– sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem heilsa og velferð barna meðal þjóða heims er skoðuð, meðal annars með tilliti til loftslagsbreytinga og annarra utanaðkomandi þátta sem nútímabörnum stafar ógn af. „Í þessari skýrslu er litið lengra en bara til stöðunnar eins og hún er í dag. Hér er stóra myndin skoðuð og tekið með í reikninginn sjálfbærni okkar og framtíð plánetunnar fyrir komandi kynslóðir. Við þurfum að skuldbinda okkur til að skapa framtíð sem hæfir börnum og þar höfum við Íslendingar öll tækifæri til að vera í fararbroddi,“ segir Bergsteinn.</p> <p>Engin þjóð í heiminum er með fullnægjandi hætti að verja heilsu, umhverfi og framtíð barna samkvæmt skýrslunni en nefnd 40 sérfræðinga í málefnum barna og unglinga um allan heim er skrifuð fyrir skýrslunni. Nefndin var sett á laggirnar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO),&nbsp;UNICEF&nbsp;og hinu virta læknariti&nbsp;The&nbsp;Lancet. <span>&nbsp;</span>Skýrslan er afrakstur tveggja ára vinnu.</p> <p>Að mati UNICEF er skýrslan býsna svört. Þar segir að heilsu og framtíð allra barna og ungmenna sé ógnað af vistfræðilegri ósjálfbærni,&nbsp;loftslagsbreytingum&nbsp;og óheiðarlegri markaðssetningu stórfyrirtækja sem halda óhollu skyndibitafæði, sykruðum drykkjum, áfengi og tóbaki að börnum heimsins.</p> <p>„Þrátt fyrir framfarir í heilsuvernd barna og unglinga síðustu 20 ára þá er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakkgír,“ segir Helen&nbsp;Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og annar formanna nefndarinnar.</p> <p>„Áætlað hefur verið að um 250 milljónir barna undir fimm ára aldri í lág- og millitekjuþjóðum nái ekki viðunandi þroskamarkmiðum miðað við mælikvarða okkar á vaxtarröskun og fátækt. En það sem verra er, þá standa öll börn heimsins nú frammi fyrir hreinni ógn við tilvist sína&nbsp;vegna&nbsp;loftslagsbreytinga&nbsp;og skaðlegra áhrifa frá markaðsöflum. Þjóðir heimsins þurfa að endurhugsa algjörlega nálgun sína í heilsuvernd barna og ungmenna til að tryggja að við gætum ekki aðeins upp á börnin í dag heldur einnig komandi kynslóðir.“</p> <p><strong>Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna</strong></p> <p>Í skýrslunni, sem er umfangsmikil, er að finna nýja alþjóðlega vísitölu 180 þjóða þar sem bornir eru saman mælikvarðar á hvernig börn dafna út frá lífslíkum, velferð, heilsu, menntun, næringu, sjálfbærni og yfirliti yfir losun gróðurhúsalofttegunda í viðkomandi landi og misskiptingu.&nbsp;</p> <p>Þegar einungis er litið til hefðbundinna velferðarviðmiða eins og heilsu, menntunar, næringar og barnadauða trónir Noregur í efsta sæti, Suður Kórea í öðru og Holland í þriðja. Ísland er í níunda sæti. Verst er staðan hjá Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Sómalía, Níger og Malí.</p> <p>Sjá nánar ítarlega frétt á <a href="https://unicef.is/thurfum-ad-skapa-framtid-sem-haefir-bornum" target="_blank">vef UNICEF</a>&nbsp;á Íslandi</p>

14.02.2020Áratugur aðgerða í þágu heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum stórátaki á dögunum sem hefur þann tilgang að herða baráttuna um heimsmarkmiðin, nú þegar áratugur er til stefnu þar til þau eiga að vera komin í höfn. Átakið nefnist “Áratugur aðgerða” (Decade of Action) og felur í sér hvatningu til allra þjóða heims um aðgerðir til að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir lok þessa áratugar.</p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku við af þúsaldarmarkmiðunum og tóku formlega gildi í ársbyrjun 2016. Þessum metnaðarfulllu markmiðum um betri heim á að vera náð í árslok 2030, eða á réttum fimmtán árum. Á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru hefur árangur náðst á mörgum sviðum en á heildina litið telja Sameinuðu þjóðirnar að hraða þurfi aðgerðum og því sé nauðsynlegt að kynda undir baráttuna fyrir árangri með sérstöku átaki.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/0_Ceg0YhEd6xVDOPS-.png?amp%3bproc=SmallImage" style="float: right;" />„Áratugur aðgerða miðar að því að tryggja réttlátari hnattvæðingu, efla hagvöxt og koma í veg fyrir átök,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að með áratug aðgerða sé hvatt til að greiða fyrir sjálfbærum lausnum á helstu vandamálum heimsins. „Á þessum áratugi aðgerða ber okkur að fjárfesta í upprætingu fátæktar, félagslegri vernd, heilsugæslu og baráttu gegn farsóttum, menntun, orku og hreinlæti, sjálfbærum samgöngum og innviðum og aðgengi að netinu,“ segir hann.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/391349175" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>Guterres telur þrennt skipta höfuðmáli í öllum samfélögum þegar kemur að því að koma heimsmarkmiðunum í höfn. Í fyrsta lagi sé á alheimsvísu þörf á einbeittari forystu, auknum fjárframlögum og snjallari lausnum í þágu heimsmarkiðanna. Hvarvetna þurfi að huga að umskiptum í stefnumótun, fjárlögum, stofnunum og regluverki ríkisstjórna, borga og sveitastjórna. Loks þurfi að fylkja liði almennings, þar á meðal ungmenna, fjölmiðla, einkageirans, verkalýðsfélaga, fræðasamfélagsins og annara sem vilja skapa betri heim til að skapa óstöðvandi hreyfiafl til að ýta á eftir nauðsynlegum umbótum.</p> <p>„Við verðum að bæta stjórnunarhætti, berjast gegn ólöglegu fjárstreymi, uppræta spillingu og þróa skilvirkt, auðskilið og réttlátt skattakerfi. Við verðum að byggja upp efnahagslíf fyrir framtíðina og tryggja öllum sómasamleg störf, sérstaklega ungu fólki. Og við verðum að einbeita okkur sérstaklega að konum og stúlkum því það er okkur öllum í hag,” sagði Guterres í ræðu á alllsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem áratugur aðgerða var kynntur.</p> <p><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/">Vefur heimsmarkmiðanna á íslensku</a>.</p>

13.02.2020Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum

<span></span> <p>Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. Um 415 milljónir barna búa á átakasvæðum, þar af 149 milljónir þar sem mikil átök eiga sér stað. Líkurnar á því að börn sem búa á átakasvæðum verði drepin, limlest eða kynferðislega misnotuð, hefur aldrei verið meiri, að mati samtakanna.</p> <p>Skýrslan – <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/library/stop-war-children-2020-gender-matters" target="_blank">War on Children 2020: Gender Matters</a>&nbsp;– var birt í tengslum við <a href="https://securityconference.org/" target="_blank">öryggisráðstefnu</a>&nbsp;sem haldin er í Munchen um næstu helgi, dagana 14. til 19. febrúar, þar sem leiðtogar heims koma saman til að ræða alþjóðleg öryggismál. Skýrslan inniheldur meðal annars kerfisbundna greiningu á því hvernig alvarlegt ofbeldi á börnum á átakasvæðum hefur ólík áhrif á stúlkur og drengi.</p> <p>Stúlkur verða fyrir töluvert meira kynferðisofbeldi á átakasvæðum en drengir, en níu af hverjum tíu börnum sem beitt eru kynferðisofbeldi eru stúlkur, en aðeins 1,5% drengir. Í 11% tilvika var kyn ekki skráð. Sómalía og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eru hættulegustu svæðin fyrir stúlkur. „Fjöldi barna sem eru drepin eða særð á átakasvæðum hækkar með hverju árinu. Drengir eru mun líklegri til þess að verða drepnir eða limlestir en af<span>&nbsp; </span>öllum staðfestum tilvikum um dráp og limlestingar voru drengir í 44% tilfella, stúlkur í 17% tilfella en í 39% tilfella var kyn ekki skráð,“ segir í frétt Barnaheilla.</p> <p>Samtökin telja að eina leiðin til að stöðva stríð gegn börnum sé að ríkisstjórnir og aðrir aðilar hrindi í framkvæmd aðgerðaáætlunum til að takast á við þjáningar barna. Einnig telja samtökin nauðsynlegt að framlög verði aukin en Inger Ashing framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Save the Children segir nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að binda enda á þjáningar barna. </p> <p>,,Það er ótrúlegt að heimurinn standi hjá meðan börnum er ógnað. Síðan 2005 hafa að minnsta kosti 95,000 börn verið drepin, tugþúsundum barna rænt og milljónum barna verið neitað um aðgengi að menntun eða heilbrigðisþjónustu. Greining okkar sýnir að drengir og stúlkur á átakasvæðum þjást með ólíkum hætti og til að<span>&nbsp; </span>mæta sérstökum þörfum þeirra er nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að veita þeim hjálp og endurreisa framtíð þeirra,“ segir Inger Ashing.</p>

12.02.2020Fjárskortur hamlar stuðningi við fyrrverandi barnahermenn

<span></span><span></span><span></span> <p>Í dag, á alþjóðlegum degi gegn því að nota börn í hernaði, gefur Barnahjálp Sameinuðu (UNICEF) þjóðanna út viðvörun um fjárskortur hamli mikilvægri starfsemi stofnunarinnar í Suður-Súdan, verkefni sem snýr að stuðningi við börn eftir að þau hafa verið leyst undan þrældómi hermennsku.</p> <p>Alþjóðadagurinn gegn því að nota börn í hernaði nefnist „Red Hand Day“ (Dagur rauðu handarinnar) en áreiðanlegar tölur eru ekki til um fjölda barna sem taka þátt í vopnuðum átökum. Þó er talið að þau séu líkast til rúmlega 100 þúsund og berjist á að minnsta kosti átján átakasvæðum.</p> <p>UNICEF í Suður-Súdan er með 900 börn á skrá sem verða leyst undan hermennsku innan tíðar, eins og segir í frétt samtakanna í tilefni dagsins. „UNICEF&nbsp; skortir hins vegar fjármagn&nbsp;til að mæta þeim og aðstoða við að aðlagast lífinu utan átakasvæða,“ segir í fréttinni.</p> <p>Um er að ræða þriggja ára björgunar– og endurkomudagskrá sem kostar um 250 þúsund krónur á hvert barn.&nbsp;Í henni felst félags- og sálfræðistuðningur, vinna með félagsráðgjafa, vinna við að hafa uppi á fjölskyldu barnanna og eftir atvikum sameina fjölskylduna, auka menntunar&nbsp;og annarrar nauðsynlegrar aðstoðar og þjónustu til að hjálpa börnum að endurheimta líf sitt <span></span>og lifa við eðlilegar aðstæður.</p> <p>„Orðið vonbrigði kemst ekki nærri því að ná utan um hvernig mér líður yfir þessari stöðu,“ segir&nbsp;Mohamed&nbsp;Ag&nbsp;Ayoya, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Suður-Súdan. „Börn eru skráð, staðfest og tilbúin til að vera útskrifuð,&nbsp;UNICEF&nbsp;býr yfir þrautreyndu og árangursríku prógrammi en samt sem áður skortir okkur fjármagn til að halda áfram þessari gríðarmikilvægu vinnu. Ég er afar sár fyrir hönd þeirra barna sem eru reiðubúin að hefja nýtt líf og endurheimta barnæskuna sem þau voru svipt.“</p> <p>Í frétt UNICEF segir að vonir standi til að hægt verði að mynda sameinaða ríkisstjórn í Suður-Súdan síðar í þessum mánuði og því fylgi viðvarandi friður.&nbsp;„UNICEF&nbsp;bindur því sömuleiðis vonir við að samhliða því verði fleiri börn leyst undan hermennsku í landinu sem þá munu þurfi nauðsynlega á stuðningi, aðstoð og þjónustu að halda.“</p> <p>Frá árinu 2015 hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;komið að því að bjarga 3.677 börnum úr hermennsku og unnið að því að koma þeim aftur inn í samfélagið eftir að þau höfðu verið notuð í átökum stríðandi fylkinga í Suður-Súdan. UNICEF&nbsp;í Suður-Súdan áætlar að þurfa 4,2 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári, eða sem nemur rúmlega 500 milljónum íslenskra króna til að standa undir verkefninu.</p> <p>„Ég skora á alþjóðasamfélagið að stíga upp og hjálpa&nbsp;UNICEF&nbsp;að fjármagna björgunar- og endurkomuprógrammið fyrir barnahermenn og ekki síst til að viðhalda sáttmálum og alþjóðalögum sem reynir virkilega á um þessar mundir,“ segir&nbsp;Ayoya.</p> <p>Á myndinni er „James“ sem numinn var á brott sem barn og notaður í vopnuð átök. Eftir að hafa særst var hann skilinn eftir til að deyja. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fundu hann og komu honum á sjúkrahús. Með aðstoð UNICEF var hann sameinaður fjölskyldu sinni og samfélagi.</p>

11.02.2020Konur innan við þriðjungur þeirra sem stunda vísindarannsóknir

<span></span> <p>Konur eru aðeins 30% þeirra sem stunda vísindarannsóknir í heiminum og hlutfall kvenna í raungreinanámi í háskólum er svipað, eða innan við þriðjungur allra háskólanema í raungreinum. Í dag, 11. febrúar, er <a href="https://www.un.org/en/observances/women-and-girls-in-science-day">alþjóðlegur dagur helgaður konum og stúlkum í vísindum.&nbsp;</a> Undanfarinn áratug hefur náðst mikill árangur í menntun stúlkna í heiminum, en þó hallar enn mjög á konur í svokölluðum STEM-greinum eða í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði.</p> <p>Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) benda rannsóknir til þess að hefðir og staðalímyndir séu ljón í vegi stúlkna. Helga Bragadóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala segir í samtali við UNRIC að nokkrar ástæður liggi að baki því að færri konur en karlar hafi farið í raungreinar og vísindi.</p> <p><span class="left"><img alt="" src="/library/Heimsljos/FN-B%c3%86REKRAFTSM%c3%85L-5-2-410x1024.png?amp%3bproc=infoBox" /></span>„Ein þeirra er saga kynjanna og hlutverk konunnar í barneignum og barnauppeldi,” segir Helga. „Öll tækniþekking og í raun öll þekking felur í sér völd. Að halda þekkingu fyrir sig, þ.e. veita ekki öðrum hlutdeild í henni og eða kenna ekki öðrum að skilja og nýta þekkingu sjálfstætt, er valdaaðferð sem hefur verið beitt á konur og aðra hópa.”</p> <p><strong>Stelpudót og strákadót</strong></p> <p>Katrín Lilja Sigurðardóttir kennir efnafræði við Háskóla Íslands og hefur kynnt töfra efnafræði og vísinda fyrir börnum, bæði með Sprengjugengi Háskóla Íslands og í sjónvarpinu með Ævari vísindamanni bendir á rótgrónar staðalímyndir.</p> <p>„Ég trúi því að rót vandans sé sú að staðalímynd vísindamannsins er karlkyns – og að byrjað er að skapa þessa staðalímynd á unga aldri. „Stelpudót“ og „strákadót“ þekkjum við öll en sem betur fer er fólk almennt orðið nokkuð meðvitað um mikilvægi þess að vísinda- og tæknileikföng séu markaðssett fyrir bæði stúlkur og drengi,” segir hún í viðtali við UNRIC.</p> <p>„Það eru sterkar vísbendingar um að uppeldisaðferðir og skilaboð til barna hafi mikil áhrif. Ef skilaboðin og kröfurnar eru að það sé kvenlegt að vera lítt að sér í vísindum og tækni og almennt minna menntaður, hefur það mikil áhrif,” segir Helga Bragadóttir.</p> <p>Rannsóknir benda til að lítill hlutur kvenna í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði megi rekja til afstöðu samfélagsins og fjölskyldna. Drengir séu oft og tíðum hvattir meira til að læra raungreinar á unga aldri og stúlkum talin trú um að þessar greinar séu ókvenlegar.<br /> Ekki sé heldur gengið á hólm við staðalímyndir samfélagsins innan skólans.</p> <p><strong>96% líkur á að fá ekki Nóbel</strong></p> <p>UNRIC vitnar í danskan <a href="https://videnskab.dk/kultur-samfund/sandsynlighedsregning-kvinder-burde-faa-mange-flere-nobelpriser" target="_blank">vísindavef</a><a href="https://videnskab.dk/kultur-samfund/sandsynlighedsregning-kvinder-burde-faa-mange-flere-nobelpriser">&nbsp;</a>sem sagði frá athugun vísindamanna á Nils Bohr-stofnuninni. „Þegar konur voru óvenjusigursælar við veitingu Nóbelsverðlauna 2018 könnuðu þeir fylgni fjölda Nóbela við fjölgun kvenna í æðri rannsóknarstöðum við bandaríska háskóla. Á daginn kom að konum fjölgaði lítið við verðlaunaveitingar þrátt fyrir fjölgun þeirra í þessum eftirsóknarverðu stöðum á meðan starfsbræður þeirra sóttu með reglulegu millibili Nóbela til Stokkhólms. Svo rammt kvað að þessu að niðurstaðan var sú að 96% líkur væru á því að bestu konur vísindaheimsins fengju&nbsp;ekki&nbsp;Nóbel!,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Antóníó Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að til þess að takast á við áskoranir 21. aldarinnar verði að leysa úr læðingi alla hæfileika. „Til þess að svo megi verða, ber að kasta fyrir róða kynjuðum staðalímyndum. Sverjum þess eiða á þessum alþjóðadegi kvenna og stúlkna í vísindum að binda endi á kynjahallann í vísindum.“</p> <p><strong>Innri tónlistarkonan- innri vísindakonan</strong></p> <p>UNRIC minnir á að við Íslendingar höfum státað af fjölmörgum framúrskarandi vísindakonum og nefnir í því sambandi Margréti Guðnadóttur veirufræðing (1929-2018). „Sonardóttir hennar Hildur Guðnadóttir hlaut einmitt Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist á sunnudag og skoraði í þakkarræðu sinni á „stúlkur, konur, mæður, dætur, sem finndu tónlistina ólga inn í sér að leysa hana úr læðingi,” segir í frétt UNRIC sem lýkur á þeim orðum að mörgum áratugum áður hafi amma Hildar á sama hátt hvatt stúlkur til að gefa sinni innri vísindakonu lausan tauminn.</p> <div style="padding: 0cm 0cm 1pt; border-top: none; border-right: none; border-bottom-width: 1pt; border-bottom-style: solid; border-left: none;"> <p style="padding: 0cm; border: none;"><a href="https://unric.org/is/ad-leysa-ur-laedingi-hina-innri-visindakonu/" target="_blank">Frétt UNRIC</a> er með lengri viðtölum við Helgu Bragadóttur og Katrínu Lilju Sigurðardóttur.</p> </div>

10.02.2020Afríka: Börn í hermennsku tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum

<span></span> <p>Á átakasvæðum í Afríku hefur ekki orðið mikil fækkun á alvarlegum brotum gegn börnum á undanförnum árum, þvert á skuldbindingar leiðtoga Afríkuríkja um að binda endi á öll vopnuð átök í álfunni, fyrir árið 2020. Skráð tilvik um alvarleg brot gegn börnum eru 55,882 <a href="https://www.savethechildren.net/news/over-55000-grave-crimes-committed-against-children-african-conflict-zones-five-years-alone" target="_blank">samkvæmt</a>&nbsp;tölum Barnaheilla – Save the Children, á árunum 2014 til 2018. </p> <p>Samantektin sýnir að brotið hefur verið alvarlega á tæplega 56 þúsundum barna, þau myrt, særð, misnotuð kynferðislega eða þröngvuð til hermennsku. Á síðustu fimm árum hefur sérstaklega borið á fjölgun barna í hermennsku en þau eru nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum.<span></span></p> <p>Á árinu 2013 bundust þjóðarleiðtogar Afríkuríkja fastmælum um að stemma stigu við skálmöld í álfunni með það markmið að við upphaf árs 2020 yrðu engin vopnuð átök í Afríku, eins og fram kom í herferðinni: <a href="https://www.un.org/africarenewal/magazine/december-2019-march-2020/silencing-guns-africa-2020">Silence the Guns</a>. Það hefur ekki gengið eftir og börn verða fyrir barðinu á óöldinni í miklum mæli. Save the Children hefur unnið samantekt uppúr ársskýrslum Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök – <a href="https://childrenandarmedconflict.un.org/document-type/annual-reports/" target="_blank">UN Children and Armed Conflict Annual Reports</a>&nbsp;– og komist að þeirri niðurstöðu að árangurinn sé takmarkaður.</p> <p>Á umræddu fimm ára tímabili hafa 11 þúsund börn verið myrt eða særð í átökum; rúmlega 24 þúsund börn hafa verið neydd í herþjónustu af vígasveitum og 4.600 börn, stúlkur í miklum meirihluta, hafa verið kynferðislega misnotuð. Þá eru fjölmargar árásir á skóla og sjúkrahús, alls 3.500 talsins.</p> <p>Ný skýrsla Save the Children um alvarleg brot gegn börnum í átökum innan Afríku er lögð fram á 33. þingi Afríkusambandsins sem stendur yfir þessa dagana í Addis Ababa. Samtökin gáfu <span>á síðasta ári&nbsp;</span>út vandaða skýrslu um sama efni undir heitinu: <a href="https://www.savethechildren.org.uk/content/dam/gb/reports/stop_the_war_on_children_report_2019.pdf" target="_blank">Stop the War on Children</a>.</p>

07.02.2020Ákall um aðstoð við 48 milljónir kvenna og stúlkna

<span></span> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) birti í gær ákall til alþjóðasamfélagsins um þörf fyrir rúmlega 87 milljarða króna framlag til að bregðast við brýnni neyð í tengslum við kyn- og frjósemisréttindi 48 milljóna kvenna, stúlkna og ungmenna. Í þeim hópi eru 4 milljónir barnshafandi kvenna á hamfarasvæðum í 57 þjóðríkjum, ýmist vegna vopnaðra átaka eða náttúruhamfara.</p> <p>Í ákallinu – sem kallast <a href="https://www.unfpa.org/humanitarian-action-2020-overview" target="_blank">UNFPA´s Humanitarian Action Overview</a>&nbsp;– er því lýst hvernig konur og stúlkur glíma við einstæðan vanda á hamfarasvæðum, ekki síst með tilliti til fylgikvilla á meðgöngu og við fæðingu sem geta orðið banvænir, og aukinnar hættu á að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Mannfjöldasjóðurinn segir í skýrslunni að á heimsvísu deyi margar konur á hamfarasvæðum í tengslum við meðgöngu og fæðingu, eða um helmingur allra kvenna sem látast af barnsförum. UNFPA hyggst í framhaldi af ákallinu veita lífsbjargandi þjónustu á sviði kyn- og frjósemisréttinda, berjast gegn kynbundnu ofbeldi og veita sálfélagslegan og andlegan stuðning þar sem neyðin er mest.</p> <p>„Það er dýrkeypt fyrir konur og stelpur að vera í miðju átaka sem þær áttu engan þátt í að valda. Tímabært er að forgangsraða með því að setja réttindi þeirra, öryggi og virðingu í öndvegi í öllum mannúðaraðgerðum. Konur hætta ekki að verða barshafandi og eignast börn þótt hamfarir verði og við verðum að veita þeim þá þjónustu og þann stuðning sem þær þurfa,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA.</p> <p>Á þessu ári stendur heimurinn frammi fyrir gífurlegum áskorunum í mannúðarmálum: einn af hverjum 45 jarðarbúum býr á hamfarasvæðum. Talið er á þessari stundu þurfi rúmlega 168 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda. Mannfjöldasjóðurinn er meðal annars að störfum í Bangladess, Venesúela, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 19 milljónum einstaklinga aðstoð í 64 þjóðríkjum.</p> <p>Utanríkisráðuneytið styrkir starfsemi UNFPA, meðal annars með framlagi til verkefna í Sýrlandi, Jemen og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa um árabil veitt framlög til sameiginlegs verkefnis sjóðsins og UNICEF í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna.</p>

06.02.2020Óttast að fjórar milljónir stúlkubarna sæti limlestingu á kynfærum í ár

<span></span> <p>Tvö hundruð milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum í dag hafa sætt limlestingu á kynfærum með tilheyrandi líkamlegu og sálrænu áfalli sem slíkri misþyrmingu fylgir. Að óbreyttu bætast 68 milljónir kvenna í þennan hóp fyrir árið 2030. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn limlestingum á kynfærum kvenna – <a href="https://www.un.org/en/observances/female-genital-mutilation-day" target="_blank">International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation</a>&nbsp;– hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þess að herða baráttuna gegn þessum verknaði en samkvæmt heimsmarkmiðunum á að vera búið að uppræta slíkar misþyrmingar árið 2030.</p> <p>„Nú er tíminn til að fjárfesta og umbreyta pólitískum&nbsp;skuldbindingum&nbsp;í áþreifanlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að gera meira og gera það betur og hraðar til að binda loks enda á þennan verknað í eitt skipti fyrir öll. Nú er tíminn til að efna loforð okkar til allra stúlka og ná markmiðum okkar um að uppræta limlestingar á kynfærum stúlkna fyrir árið 2030,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingu framkvæmdastjóra UNICEF, UN Women og WHO. </p> <p>Limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna tíðkast í þrjátíu ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og Asíu. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum frá frumbernsku til fimmtán ára.</p> <p>Þrátt fyrir að stuðningur við þennan grimmdarlega verknað fari dvínandi víða þýðir mannfjölgun í þeim löndum, þar sem slíkar limlestingar tíðkast, að tilfellum fjölgi að líkindum næsta áratuginn. Fram kemur á <a href="https://unicef.is/vilja-bjarga-68-milljonum-stulkna-fra-umskurdi" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF að einungis í ár eigi rúmlega fjórar milljónir stúkna á hættu að kynfæri þeirra verði limlest. Að mati UNICEF er jafnrétti kynjanna ein besta leiðin til að uppræta þessa hefð því verknaðurinn og hefðin eigi djúpstæðar rætur í kynjamisrétti.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/u-QkD-l7ByQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í <a href="https://unric.org/is/4810-2/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að limlestingar á kynfærum kvenna geti haft í för með sér skaðvænlegar afleiðingar til bæði lengri og skemmri tíma. „Fylgifiskar geta verið stöðugir verkir, sýkingar, hætta á HIV-smiti, kvíði og þunglyndi, erfiðar fæðingar, ófrjósemi og jafnvel dauði,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Auk skaða fyrir andlega og líkamlega heilsu bendir UNRIC á að verknaðurinn feli einnig í sér gróft brot á réttindum kvenna og stúlkna. Aukinheldur felist í athæfinu pyntingar, grimmileg-, niðrandi- og ómannúðleg meðferð, brot á réttindum barna og mörg önnur mannréttindabrot. Þá er minnt á þá mikilvægu staðreynd að limlestar á kynfærum kvenna eru ekki trúarleg hefð, slíkur verknaður tíðkist hjá múslimum, kristnum mönnum og gyðingum.</p> <p>„Kerfisbundins átaks er þörf til þess að binda enda á þetta athæfi. Virkja ber heilu samfélögin til að horfast í augu við mannréttinda og jafnréttishliðar vandans,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa verið í fararbroddi í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna og þær beina sjónum sínum nú að 17 ríkjum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Ísland hefur um árabil stutt það verkefni með fjárframlagi og samningur um það var endurnýjaður árið 2018 til fimm ára.</p> <p>Myndbandið hér að ofan er hluti af baráttuherferð Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA)</p>

05.02.2020Leitað að ungleiðtogum fyrir heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar leita að ungum leiðtogum í þágu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Skrifstofa erindreka ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum leitar nú að 17 framúrskarandi einstaklingum til að skipa hóp ungra leiðtoga heimsmarmiða samtakanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að markmiðið sé að viðurkenna og virkja ungt fólk sem hefur tekið af skarið í baráttunni gegn fátækt, loftslagsbreytingum og ójöfnuði, svo eitthvað sé nefnt af heimsmarkmiðunum 17.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/8lv43RpLur8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Valið á ungleiðtogunum er til marks um þá fullvissu að ungt fólk sé hreyfiafl til góðs í heiminum og hafi hugmyndaflug, kjark og hugvit til þess að finna varanlegar lausnir til að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,“ segir í fréttinni.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/YoungLeaders_Gif5-Copy.jpg?amp%3bproc=SmallImage" style="float: left;" />Ungu leiðtogarnir eru valdir á tveggja ára fresti og hafa fram að þessu verið valdir úr ýmsum greinum, frá matvælaframleiðslu til tískuiðnaðar. Þeim er ætlað að starfa með Sameinuðu þjóðunum að virkja ungt fólk í þágu heimsmarkmiðanna. </p> <p>Edda Hamar, ung íslensk kona búsett í Ástralíu, var í hópi fyrstu ungleiðtoganna sem valdir voru.</p> <p>Ungleiðtogarnir munu starfa með Sameinuðu þjóðunum sem hópur en einnig halda áfram á þeim vettvangi sem þeir hafa unnið að fram að þessu í þágu heimsmarkmiðanna.</p> <p>Við val hópsins eru eftirtalin atriðið tekin með í reikninginn:</p> <p>• Árangur – Áþreifanlegur árangur í að vinna að framgangi þýðingarmestu heimsmarkmiðanna.<br /> • Áhrif – Persónuleg áhrif á sínu sviði og viðkomandi sé kunn(ur) fyrir skapandi forystu án mismununar.<br /> • Ráðvendni – Að hafa sýnt af sér heiðarleika og trúfestu við heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna. </p> <p>Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2020.</p> <p>Sækið um&nbsp;<a href="https://un.submittable.com/submit">hér!</a></p>

04.02.2020Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum

<span></span> <p><span>Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – <a href="https://www.uicc.org/events/world-cancer-day-2020" target="_blank">World Cancer Day</a>&nbsp;– er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök í heiminum í dag og dregur um 9,6 milljónir einstaklinga til dauða ár hvert, um 70% þeirra í þróunarríkjum.</span></p> <p><span><img alt="" src="/library/Heimsljos/Copy-of-4-f%c3%a9vrier-Journ%c3%89e-mondiale-du-cancer-410x1024.png?amp%3bproc=infoBox" /></span></p> <p><span>Upplýsingaskrifstofa</span>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að samkvæmt heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun eigi að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameins og annarra krónískra sjúkdóma fyrir 2030. Þar segir að árið 2017 hafi Alþjóða heilbrigðisþingið samþykkt ályktun með hvatningu til ríkisstjórna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að hraðað verði aðgerðum til að ná þeim árangri sem stefnt er að heimsmarkmiðunum.</p> <p>Á Íslandi létust árið 2018 alls 585 einstaklingar úr krabbameini, 299 karl og 286 konur. Að meðaltali fimm árin á undan, 2014-2018, létust að meðaltali 616 á hverju ári. Á sama tímabili greindust árlega að meðaltali 832 ný mein hjá körlum og 815 hjá konum, samkvæmt upplýsingum Krabbameinsfélags Íslands.</p> <p><strong>Auknar lífslíkur</strong></p> <p>Í frétt UNRIC segir að líkur krabbameinssjúklinga á að lifa af hafi aukist verulega í ríkjum sem státa af góðu heilbrigðiskerfum, þökk sé snemmbærri greiningu, hágæða meðferð og góðri eftirfylgni. „Í lág- og meðaltekjuríkjum getur fjöldinn allur af krabbameinssjúklingum ekki treyst á snemmbæra greiningu, læknisþjónustu á viðráðanlegu verði eða fullnægjandi læknismeðferð. Um það bil 70% þeirra sem látast úr krabbameini í heminum koma frá lág- eða meðaltekjuríkjum,“ segir í fréttinni.</p> <p>Meðfylgjandi skýringarmynd fylgir <a href="https://unric.org/is/draga-ma-ur-haettu-a-krabbameini-um-helming/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC</p>

03.02.2020„Mikilvægt að efla viðbragðsgetu samfélagsins“

<span></span> <p>Undir lok síðasta árs sendi Hjálparstarf kirkjunnar með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu 7,4 milljónir króna til Malaví þar sem evangelíska-lútherska kirkjan (ELDS) hefur veitt aðstoð þúsundum sem hafa átt um sárt að binda eftir fellibylinn Idai. Mósambík varð verst úti í fellibylnum en í Simbabve og Malaví varð einnig manntjón og mikil eyðilegging.</p> <p>Fellibylurinn reið yfir í mars á síðasta ári og flóð í kjölfarið leiddu til meðal annars til þess að 56 fórust í Malaví og rúmlega tæplega 83 þúsund íbúar misstu heimili sín. Að mati Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hafði fellibylurinn neikvæð áhrif á lífsafkomu rúmlega 930 þúsund íbúa í landinu.</p> <p>ELDS er meðal fjölda hjálparstofnana sem hafa veitt neyðaraðstoð á vettvangi hamfaranna frá fyrstu stundu en verkefnið sem Ísland styður lýkur í september á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstarfi kirkjunnar setti ELDS sér það markmið í upphafi að aðstoða þá 8.800 íbúa í héruðunum Phalombe og Chikwawa sem verst urðu úti með því að útvega þeim næringarríka fæðu og tryggja þeim aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu. </p> <p>„Sérstök áhersla hefur verið lögð á að börn yngri en fimm ára fái næga næringu og að íbúarnir og þá sérstaklega börnin njóti sálfélagslegs stuðnings til að takast á við streitu í kjölfar hamfaranna. Þá hefur verið unnið að því að styrkja viðbragðsgetu samfélagsins við hamförum og bændur fengið aðstoð við að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað,“ segir Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins.</p> <p>Hún segir að fjármögnun verkefnisins hafi gengið hægar en vonast var til og það hafi haft áhrif á framgang þess. „Á fyrstu mánuðum þess tókst þannig að útvega 50% markhópsins, 4.400 íbúum næringarríka fæðupakka sem samanstanda af maís, baunum og matarolíu, og<span>&nbsp; </span>400 börn yngri en fimm ára, 92% markhópsins, fengu sérstaka næringarpakka. Betur hefur gengið með að tryggja aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu en 98% markhópsins fengu hreinsitöflur, áhöld og fræðslu um mikilvægi hreinlætis. Viðgerð er nú lokið á brunnum og vatnsdælustöðvum og bændur hafa fengið korn og verkfæri til ræktunar,“ segir Kristín.</p> <p>Dickens Mtonga, verkefnisstjóri neyðaraðstoðar ELDS, segir einn mikilvægasta þáttinn í verkefninu vera samvinnuna við fólkið sjálft og sveitarstjórnir um að efla viðbragðsgetu þegar náttúruhamfarir verða. „Fimmtíu almannavarnafulltrúar hafa nú fengið fræðslu og þjálfun í gerð viðbragðsáætlana og við höfum gefið út handbók á máli heimamanna um varnir og viðbrögð við náttúruvá. Hún er fyrir allt samfélagið því þar er svo mikilvægt að allir viti hvernig best er að búa sig undir hamfarir svo við bregðumst sem best við þeim þegar þær verða,“ segir Dickens.<span>&nbsp;&nbsp; </span></p>

31.01.2020Fimm milljónir barna á Sahel-svæðinu þurfa neyðaraðstoð

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að hartnær fimm milljónir barna á Mið-Sahel svæðinu í Afríku þurfi á neyðaraðstoð að halda á árinu, vegna fjölgunar árása. „Konur og börn bera þungann af harðnandi átökum á Mið-Sahel&nbsp;svæðinu svokallaða í&nbsp;Búrkína Fasó, Malí og Níger,“ segir UNICEF í <a href="https://unicef.is/fimm-milljonir-barna-thurfa-neydaradstod-a-arinu" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>Sahel-svæðið er landsvæði í Vestur-Afríku, sunnan&nbsp;Sahara&nbsp;og norðan Savannabeltisins&nbsp;og nær frá&nbsp;S-Máritaníu,&nbsp;N-Senegal,&nbsp;S-Malí,&nbsp;Búrkína&nbsp;Fasó,&nbsp;S-Níger, NA-Nígeríu&nbsp;og&nbsp;S-Tsjad. Að mati UNICEF er vaxandi þörf á mannúðaraðstoð í þessum heimshluta vegna þess að árásum fjölgar sem beinast gegn börnum og almennum borgurum. Mannrán hafa einnig færst í aukana og jafnframt skráning barna í heri stríðandi fylkinga.</p> <p>„Þegar&nbsp;við&nbsp;lítum á ástandið í Mið-Sahel&nbsp;þá er umfang ofbeldis gegn börnum þar sláandi. Það er verið að myrða þau, örkumla, misnota og nauðga og hundruð þúsunda barna hafa upplifað skelfileg áföll,“ segir Marie-Pierre&nbsp;Poirier, yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Vestur- og Mið-Afríku.</p> <p>Frá ársbyrjun 2019 hafa rúmlega 670 þúsund börn á svæðinu neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og erfiðs ástands.</p> <p>„Börn sem lenda í skotlínu átaka og ofbeldisverka á Mið-Sahel&nbsp;svæðinu þurfa nauðsynlega á vernd og stuðningi að halda,“ bætir&nbsp;Poirier&nbsp;við. „UNICEF&nbsp;krefst þess að stjórnvöld, stríðandi fylkingar, vopnaðir skæruliðar og allir aðrir hætti að ráðast á börn á heimilum þeirra, skólum eða heilbrigðisstofnunum. Við förum fram á öruggan aðgang að þessum börnum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð og að almennir borgarar hafi óhindraðan aðgang að nauðsynlegum stofnunum og þjónustu.“</p> <p>Skálmöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar á rétt barna til menntunar. Á síðasta ári þurfti að loka rúmlega 3.300 skólum í þremur löndum vegna þess að þeir voru óstarfhæfir vegna átaka. Átökin hafa því áhrif á menntun 650 þúsund barna og&nbsp;störf&nbsp;16 þúsund kennara.</p> <p>Matvælaöryggi er einnig afar bágborið og stórir hópar í afar viðkvæmri stöðu.&nbsp;UNICEF&nbsp;áætlar að á Mið-Sahel&nbsp;svæðinu þurfi ríflega 700 þúsund börn undir fimm ára aldri, sem þjást af alvarlegri vannæringu, meðhöndlun á árinu. Aðgangur&nbsp;fólks&nbsp;að hreinu vatni á einnig undir högg að sækja. Í&nbsp;Búrkína&nbsp;Fasó&nbsp;minnkaði hlutfall íbúa með aðgang að hreinu og öruggu vatni um 10 prósent milli áranna 2018 og 2019.</p> <p>UNICEF&nbsp;er á vettvangi í&nbsp;Búrkína&nbsp;Fasó, Malí og Níger, ásamt samstarfsaðilum til að veita börnum lífsnauðsynlega aðstoð, þjónustu og vernd, menntun, heilbrigðisþjónustu, næringu, vatn og hreinlætisaðstöðu. Stofnunin áætlar að fjárþörfin til að mæta verkefnum ársins 2020 á svæðinu sé 208 milljónir bandarískra dala, eða tæplega 26 milljarðar króna.</p>

31.01.2020„Ég geri allt til að halda börnum mínum í skóla“

<span></span> <p>Valdeflandi námskeið UN Women víða um heim miða að því að gera konur sjálfbærar í rekstri og viðskiptum. Námskeiðin taka mið af svæðisbundnum veruleika og tækifærum. Á vef UN Women er sögð saga Mereng Alima Bessela, fimmtugrar konu í Kamerún, sem er „frumkvöðull fram í fingurgóma,“ eins og segir í <a href="https://unwomen.is/read/2020-01-28/%E2%80%9Eeg-geri-allt-til-ad-halda-bornum-minum-i-skola%E2%80%9C/" target="_blank">greininni</a>.</p> <p>„Hún er einstæð fimm barna móðir og býr í Kamerún. Nýverið hellti hún sér út í karllægan geira, kakóræktun. Bessela er þó ekki með öll eggin í sömu körfunni því meðfram kakóræktinni rekur hún veitingastað og stundar fiskeldi. Bessela skorti ekki hugvitið þegar hún reið á vaðið og gerðist kakóbóndi, helstu hindranirnar sem hún mætti þó voru skortur á fjármagni og rekstrar- og viðskiptakunnáttu.</p> <p>„Barnsfaðir minn hélt framhjá mér, svo ég skildi við hann. Ég geri allt til að halda börnum mínum í skóla. Mikilvægast af öllu er að þau ljúki öll námi og fái góða vinnu,“ segir Bessela og heldur áfram. „Reksturinn gengur vel, á veitingastaðnum mínum kokka ég hefðbundinn kamerúnskan mat sem fólk kann að meta. Árið 2017 fékk ég þá hugmynd að hefja fiskeldi. Ég eyddi í fyrstu miklum peningum í að byggja tjarnir fyrir fiskeldið en upp komu ýmis vandamál. Til dæmis ef það var trjárót í tjörninni, drakk hún allt í sig. Í fyrstu byggði ég einnig frárennslið úr leðju en svo þegar rigndi gaf það sig og fiskarnir runnu úr tjörninni. Fleiri svona vandamál blöstu við mér í ferlinu. En þegar ég fór á námskeið á vegum UN Women fékk ég hagnýtar lausnir á þessum vandamálum.“</p> <p>Bessela segist hafa lært að smíða fiskeldisker sem virka á námskeiðunum, hún hafi lært að útbúa fiskafóður með því að nota afurðir úr heimahaga, sem eru bæði ódýr og umhverfisvæn, auk þess sem hún hafi hlotið þjálfun í rekstri og viðskiptafræði sem hafi hjálpað henni að stækka fyrirtækið sitt.“</p> <p>Eftir námskeiðin fékk Bessela nýja hugmynd. „Eftir skilnaðinn, náði ég að kaupa landareign, ræktaði landið upp og setti á laggirnar kakórækt. Draumur minn er að byggja mitt eigið hús. Þá get ég hætt að kokka, lifað af fiskeldi og kakóræktun og búið í mínu eigin húsi.“</p> <p>Saga Besselu er gott dæmi um hvernig UN Women styður við konur og útvegar þeim réttu tólin til að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum með valdeflingu og sjálfbærni að leiðarljósi.</p>

30.01.2020Ísland í formlegt samstarf við þróunarsjóð í landbúnaði

<span></span> <p>Skrifað hefur verið undir formlega samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) um sérfræðiaðstoð Íslendinga við verkefni sjóðsins. Í samkomulaginu sem skrifað var undir í vikunni er IFAD boðið að leita eftir sérfræðiaðstoð á ýmsum sviðum þar sem Ísland stendur sterkt að vígi.&nbsp; </p> <p>Að sögn Stefáns Jóns Hafstein sendiherra við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Róm er frekara samstarf í skoðun á sviði sjávarútvegs- og fiskveiði, landgræðslu og kynjajafnréttismála. IFAD styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. </p> <p>Samstarfið á sér rætur í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/15/Fulltruar-IFAD-kynntu-ser-fjolbreytileika-blaa-hagkerfisins-a-Islandi/">vel heppnaðri vinnustofu</a>&nbsp;um „bláan hagvöxt“ sem Ísland gekkst fyrir hér á landi í nóvember á síðasta ári með þátttöku fulltrúa IFAD í verkefnum víðs vegar um heiminn. Í framhaldinu hafi komið fram mjög ákveðnar óskir af hálfu IFAD um tæknilega aðstoð frá Íslandi í náinni framtíð. &nbsp;<br /> <br /> ,,Þetta samstarf felur ekki í sér tækjakaup eða greiðslur fyrir verkefni," segir Stefán Jón. ,,Aðkoma okkar verður fyrst og fremst að bæta í eyður þar sem skortir þekkingu og sérfræðiþjónustu. Samstarfið er á jafnréttisgrundvelli, IFAD getur óskað eftir aðstoð við hæfi, og við heitum að reyna að koma til móts við slíkar óskir séu þekking og fjármunir til reiðu hverju sinni," segir Stefán Jón Hafstein.</p>

30.01.2020Vilja stórátak gegn banvænasta barnasjúkdómnum: lungnabólgu

<span></span> <p>Lungnabólga dregur flest börn til dauða í heiminum. Á síðasta ári létust 800 þúsund börn af völdum lungnabólgu, eða eitt barn á 39 sekúndna fresti. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum samtakanna Save the Children gætu að óbreyttu allt að níu milljónir barna látist úr lungnabólgu á næstu tíu árum. Leiðandi samtök í málefnum barna halda þessa dagana alþjóðlega ráðstefnu um aðgerðir gegn sjúkdómnum hjá börnum.</p> <p><a href="https://www.isglobal.org/en/-/fighting-for-breath-the-global-forum-on-childhood-pneumonia" target="_blank">The Global Forum on Childhood Pneumonia</a> ráðstefnan hófst í Barcelóna í gær með yfirskriftinni: Berjast við að ná andanum (Fighting for Breath). Markmið ráðstefnunnar, sem er sú fyrsta um börn og lungnabólgu, er að herða baráttuna gegn þessum skæða sjúkdómi sem í flestum tilvikum er auðlæknanlegur.</p> <p>Samkvæmt frétt Barnaheilla – Save the Children er í fyrrnefndri rannsókn, sem unnin var með John Hopkins háskólanum, komist að þeirri niðurstöðu að 6,3 milljónir barna yngri en fimm ára gætu látist af völdum lungnabólgu fram til ársins 2030, að óbreyttu. Aukin meðferð við lungnabólgu og forvarnir gætu leitt til þess að 3,2 milljónum barna yrði bjargað og gáruáhrif gætu komið í veg fyrir að 5,7 milljónir barna látist af völdum annarra banvænna barnasjúkdóma eins og niðurgangspesta, blóðsýkinga eða mislinga. Aðgerðir gætu því samtals bjargað 8,9 milljónum barna.</p> <p>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/9-milljon-barna-gaetu-daid-ur-lungnabolgu-naestu-10-arin-ef-ekki-er-brugdist-vid" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum – Save the Children segir að þróunaraðstoð sem miði að því að bæta næringu barna, veita sýklalyf, fjölga bólusetningum og stuðla að aukinni brjóstagjöf mæðra séu lykilaðgerðir sem gætu dregið úr barnadauða vegna lungnabólgu, en gætu einnig komið í veg fyrir barnadauða af völdum annarra sjúkdóma. Auknar bólusetningar barna gætu einar og sér haft mikil áhrif.</p> <p>,,Fjöldi barna sem hægt væri að bjarga er hugsanlega mun meiri en niðurstöður rannsóknarinnar sýna, þar sem ekki var tekið tillit til þátta eins og loftmengunar sem er einn helsti áhættuþáttur lungnabólgu. Þessar niðurstöður sýna hvað er mögulegt. Það er siðferðislega rangt að standa aðgerðalaus og leyfa milljónum barna að deyja vegna þess að þau fá ekki bóluefni, sýklalyf eða súrefnismeðferð,“ er haft eftir Kevin Watkins, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi.</p> <p>Í annarri rannsókn, frá Institute for Health Metrics and Evaluation, er bent á að mengun eigi stóran þátt í dauðsföllum barna af völdum lungnabólgu. Mengun utandyra valdi 17,5 prósenta dauðsfalla barna en mengun innandyra 29,4 prósentum.</p> <p><strong>Íslenskur stuðningur</strong></p> <p>Fyrir réttu ári var greint frá því að hundruð þúsunda barna í Malaví verði bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að veita GAVI samtökunum, alþjóðasamtökum um bólusetningar barna, tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið á að nýta á árunum 2019-2021.</p>

29.01.2020UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar

<span></span> <p>„Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi.</p> <p>Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu.</p> <p>Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

29.01.2020Lítill ójöfnuður færir Ísland upp í 2. sæti á lífskjaralista

<span></span> <p>Að teknu tilliti til þess hversu lítill ójöfnuður er hér á landi telst Ísland vera í öðru sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna á eftir Noregi. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) birti fyrir nokkru lífskjaralista fyrir árið 2019 – í skýrslunni <a href="http://report.hdr.undp.org/" target="_blank">Human Development Report</a>&nbsp;– en ójöfnuður er þema skýrslunnar. Á lífskjaralistanum er Ísland í 6. sæti – og hækkar úr 12. sæti frá árinu áður – en samkvæmt sérstökum lista þar sem áhrif ójöfnuðar á lífskjör er reiknaður út færist Ísland upp í annað sætið. Það sýnir að ójöfnuður er minni í íslensku samfélagi en flestum öðrum.</p> <p><span style="color: black;">Þessa dagana er verið að kynna skýrslu UNDP um þróun lífskjara í borgum víða um heim. Í þessari viðamiklu skýrslu er að finna gífurlegt magn tölfræðilegra gagna, ekki síst um áhrif ójafnaðar á þróun, mannréttindi og lífskjör einstaklinga í nærri öllum ríkjum heims. Því er birtur nýr mælikvarði um þróun lífskjara með hliðsjón af mældum ójöfnuði í fyrsta sinn.</span></p> <p><span style="color: black;">Þrátt fyrir góðan árangur við að minnka sárafátækt á alþjóðavísu er sá árangur mjög misjafn, ekki síst vegna ójafnaðar. Mismunandi ástæður skýra þennan ójöfnuð, svo sem tækifæri til menntunar, kynjamisrétti og aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Niðurstaðan er hins vegar oft sú sama, að einstaklingar festist í fátækt og skorti tækifæri til að bæta lífskjör sín.</span></p> <p><span style="color: black;">Skýrslan mikilvægt innlegg í umræðu um mikilvægi þess að minnka ójöfnuð um allan heim en Sameinuðu þjóðirnar hafa í auknum mæli verið að benda á neikvæð áhrif ójafnaðar á möguleika einstaklinga og samfélaga um allan heim og þannig á möguleika okkar að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="color: black;">Íbúar Níger, Miðafríkulýðveldisins, Tjad og Suður-Súdans búa við verstu lílfskjörin á jörðinni.</span></p>

28.01.2020Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen

<span></span> <p>Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn.</p> <p>Beinbrunasótt (dengue) er veirusjúkdómur sem smitast með moskítóflugum og smit hafa verið skráð í flestum landshlutum Jemen á síðustu mánuðum. Flest tilfellin, eða um 60 prósent, hafa verið skráð í borgunum Hodeidah og Adan. „Ef ekki er gripið til ráðstafana, til þess að styðja við heilbrigðiskerfið og efla aðstöðu til þess að greina smit snemma, er hætta á að tala dauðsfalla hækki verulega,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir verkefnastjóri kynningarmála og erlendra verkefna.</p> <p>Að sögn hennar hafa átök í landinu og mikil úrkoma raskað vatnsbirgðum og vegna þessara truflana hefur fólk sjálft þurft að safna regnvatni. „Það hefur meðal annars stuðlað að útbreiðslu moskítóflugna á viðkomandi svæðum og leitt til aukinnar smithættu á beinbrunasótt,“ segir Guðrún Helga.</p> <p>Barnaheill – Save the Children hafa dreift sjúkrabirgðum á starfssvæði sín til þess að bregðast við beinbrunasóttinni og einnig er unnið markvisst að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu moskítóflugna og miðla þekkingu til heilbrigðisstarfsmanna um það hvernig bregðast eigi við beinbrunasóttinni.</p> <p>Guðrún Helga segir að vegna stöðugra átaka í Jemen síðastliðin fimm ár sé erfitt að bregðast skjótt við. Friður í landinu gæti tryggt enduruppbyggingu heilbrigðiskerfisins en það stendur frammi fyrir hruni þar sem meira en helmingi heilbrigðisstofnananna hefur verið lokað, meðal annars vegna þess að sjúkrahús hafa orðið fyrir loftárásum eða vegna þess að skortur er á nauðsynlegum lyfjum og hæfu starfsfólki.</p> <p><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/breinbrunasott-barnaheill-save-the-children" target="_blank">Nánar á vef Barnaheilla</a></p>

28.01.2020Íslendingar stuðla að atvinnuþáttöku ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með styrk frá utanríkisráðuneytinu staðið að verkefni í Sómalíu og Sómalílandi á síðustu misserum í þeim tilgangi að efla atvinnuþátttöku ungs fólks. Fyrstu ungmennin luku á dögunum þjálfun á fyrsta ári í verkefninu og árangurinn er góður.</p> <p>„Þetta eru 116 ungmenni sem tóku þátt í þjálfuninni og þau streyma núna út á atvinnumarkaðinn, 59 stúlkur og 57 piltar,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnþorpanna. „Þátttakendur sækja bæði um störf á almennum vinnumarkaði að þjálfun lokinni og hjá samstarfsfyrirtækjum sem veita lærlingsstöður. Það gengur vel að fá fyrirtæki til samstarfs, bæði opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki, til dæmis hafa 40 fyrirtæki bæst við síðan við komum að verkefninu fyrir réttu ári,“ segir hann.</p> <p>Verkefnið kallast The Next Economy og SOS á Íslandi og utanríkisiráðuneytið fjármagna annan hluta þess sem hófst 1. janúar í fyrra og lýkur í árslok 2021. Þjálfunin fer fram í höfuðborgunum Hargeisa í Sómalílandi og Mogadishu í Sómalíu.</p> <p>„Þrátt fyrir uppgang í efnahag margra Afríkuríkja undanfarin ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ungmenni leiðast út á glæpabraut og tilgangur SOS með verkefninu er að leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr,“ segir Hans Steinar.</p> <p>Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum nemur rúmlega 64 milljónum króna. Heildarframlag utanríkisráðuneytisins er rúmlega 51 milljón króna og heildarframlag SOS Barnaþorpanna á Íslandi tæpar 13 milljónir.</p> <p><a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/nanar/9499/ungmenni-streyma-a-vinnumarkadinn-i-somaliu-og-somalilandi" target="_blank">Nánar á vef SOS</a></p>

24.01.2020Menntun óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja í dag, á alþjóðlegum degi menntunar, að réttur barna og ungmenna til menntunar sé víða þverbrotinn. Það sjáist á því að 265 milljónir barna gangi ekki í skóla og að 617 milljónir barna kunni hvorki að lesa né reikna. Sameinuðu þjóðirnar vekja einnig athygli á því að menntun gegni lykilhlutverki við að tryggja velferð manna og sjálfbæra þróun. Menntun sé óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur og ráði miklu um það hvernig mannkyninu gangi að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.</p> <p>„Menntun er mannréttindi og lykill að framgangi sjálfbærrar þróunar,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Hins vegar er ljóst, nú þegar&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/observances/education-day">Alþjóðlega menntadagsins</a>&nbsp;er minnst, að mörg ljón eru á vegi þeirrar viðleitni að öll börn í heiminum njóti menntunar. Svo mikilvæg er menntun að skortur á almennri skólagöngu stendur mörgum ríkjum heims fyrir þrifum hvað varðar jafnrétti kynjanna og sárafátækt með þeim afleiðingum að milljónir barna, ungmenna og fullorðinna sitja eftir.“</p> <p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember 2018 samhljóða að 24. janúar skyldi vera alþjóðlegur menntadagur til marks um mikilvægi þess að tryggja jafnan rétt allra til góðrar menntunar og tækifæri alla ævina til að læra. Réttur til menntunar er tryggður í 26. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, en þar er hvatt til ókeypis skyldunáms. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur einnig ríkjum á herðar að gera öllum kleift að njóta æðri menntunar. Þar að auki er aðgangur allra að góðri ódýrri menntun talinn forsenda fyrir því að sautján Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun nái fram að ganga. Sérstaklega á þetta við um Heimsmarkmið 4 sem kveður á um að “tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi,” fyrir árið 2030.</p> <p><strong>Menntun í öndvegi í samstarfsríkjum</strong></p> <p>Í báðum samstarfsríkjum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, er menntun einn megin málaflokkurinn í stuðningi við héraðsstjórnir. Í Malaví hefur um árabil verið víðtækur stuðningur við 12 skóla með um 25 þúsund nemendur, byggðar hafa verið tugir skólastofa og húsnæðis fyrir stjórnendur. Góður árangur hefur verið af þessu starfi, brottfall<span></span>barna úr grunnskólunum hefur dregist saman um 60% og sífellt fleiri börn ná góðum árangri á lokaprófum.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/skyrsla-radherra-19-menntamal-i-mangochi-2013-2019.png?amp%3bproc=AlbumMyndStor" /></p> <p>&nbsp;</p> <p>Í Buikwe&nbsp;<span></span>í Úganda hafa orðið miklar framfarir í menntamálum&nbsp;<span></span>á síðustu árum eftir að Íslendingar hófu stuðning við héraðsstjórnina. Árið 2017 luku til dæmis 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla samanborið við 40% sex árum áður. Brottfall&nbsp;<span></span>úr skóla minnkaði einnig umtalsvert eftir að stuðningur hófst. Náms­umhverfi hefur verið bætt í fjölmörgum skólum og nemendur þurfa ekki lengur að sitja utandyra, undir trjám, eins og áður tíðkaðist. Nemendum hefur fjölgað í mörgum skólum og foreldrar hafa sýnt aukinn áhuga á samstarfi við skóla barna sinna.</p> <p>Eins og greint var frá í <a href="https://www.visir.is/g/2020200129497/thrjatiu-milljonir-fra-islandi-i-skolamaltidir-barna-i-austanverdri-afriku">frétt</a>&nbsp;í gær hefur Ísland ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið fer beint til metnaðarfulls verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP væntir þess að ná að lokum til 12 milljóna barna í þessum heimshluta. Íslendingar hafa einnig sérstaklega lagt til fjármagn vegna skólamáltíðaverkefnis WFP í Malaví.&nbsp;<br /> <br /> </p>

23.01.2020Þrjátíu milljónir frá Íslandi í skólamáltíðir barna í austanverðri Afríku

<span></span> <p>Ísland hefur ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið byggir á því að WFP hefur undanfarin misseri unnið nýja og mjög metnaðarfulla áætlun um skólamáltíðir sem ætlunin er að hrinda í framkvæmd á árinu. Framlag Íslands fer beint til þessa verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP mun innleiða stefnuna í níu ríkjum og þess er vænst að hún nái að lokum til tólf milljóna barna í þessum heimshluta. &nbsp;<br /> <br /> „Í heild er markmið stefnunar að ná til 73 milljóna mjög þurfandi barna á næstu tíu árum. Í dag nær WFP aðeins til 18 milljóna barna árlega, svo um mikla sókn er að ræða,“ segir Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm sem tekið hefur þátt í mati á stefnunni og segir hann vandaða og metnaðarfulla. ,,Ég þekki það af störfum mínum í Afríku að skólamáltíðir fyrir fátækustu börnin geta haft úrslitaáhrif um gagnsemi skólagöngu þeirra. Soltið barn er ekki fært um að læra í skóla." &nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Ávinningurinn af hverri krónu sem varið er í skólamáltíðir er margfaldur, að sögn Stefáns Jóns. Hann bendir á að ný könnun Harvard háskóla og Alþjóðabankans sýni að ábatinn geti orðið allt að tuttugufaldur. „Börnin læra betur, vitsmunaleg geta þeirra er mælanlega betri, þau haldast lengur í skóla og máltíðir gagnast báðum kynjum vel, sem er mikilvægt þar sem hallar á stúlkur. Hver einstaklingur sem fær skólamáltíð nýtur ábatans markvert síðar á lífsleiðinni, en hagvöxtur fátækra ríkja batnar líka, eins og margendurteknar rannsóknir sýna,“ segir hann.<br /> <br /> Hver skólamáltíð í fátækum ríkjum kostar um 30-40 krónur íslenskar. Mikil áhersla er lögð á að fá aðföng til máltíða í nærliggjandi sveitum og efla þar með viðskipti á svæðinu. Þá er reynt að efla skólagarða þar sem því er við komið.<br /> <br /> Framlag Íslands mun rennur beint til svæðisskrifstofu WFP í Næróbí til þess að hrinda stefnunni í framkvæmd þegar á þessu ári í samráði við ríkisstjórnir, héraðsstjórnir og félagasamtök samstarfsríkja. ,,Gildi þess að taka þátt í þessari framkvæmd frá upphafi er að sýna öðrum framlagsríkjum gott fordæmi og hvetja til þátttöku, auk þess sem nokkur af fátækustu ríkjum heims komast strax af stað við innleiðingu, sem hefur góð áhrif á næstu árum þegar leita þarf eftir auknum framlögum," segir Stefán Jón.</p> <span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;"><br /> <br /> <br /> </span>

22.01.2020Aukinn ójöfnuður víðast hvar í heiminum

<span></span> <p>Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun. „Ójöfnuður er hins vegar langt því frá óhjákvæmilegur og hægt er að takast á við hann á landsvísu og á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni: The World Social Report 2020 frá efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN DESA).</p> <p>Skýrslan sýnir að tekjuójöfnuður hefur aukist í flestum þróuðum ríkjum og nokkrum meðaltekjuríkjum, meðal annars í Kína, sem er það hagkerfi sem vex hraðast.</p> <p>Undirliggjandi rannsóknir skýrslunnar sýna að auðugasta fólkið í heiminum, eitt prósent jarðarbúa, telst vera stóru sigurvegararnir í breyttu hagkerfi heimsins. Hlutdeild þess í tekjum jókst á tímabilinu frá 1990 til 2015 á sama tíma og 40 prósent fátækasta fólksins tóká sig tekjuskerðingu.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/K1q6If7pyZU" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í skýrslunni segir að ein af afleiðingum ójöfnuðar innan samfélaga sé hægari hagvöxtur. „Í samfélögum ójöfnuðar þar sem mikill munur er til dæmis á menntun og heilbrigðisþjónustu er mikil hætta á áð fólk festist í fátækt kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að munurinn á meðaltekjum milli þjóða fari minnkandi en engu að síður sé himinn og haf á milli ríkustu og fátækustu heimshlutanna. Þannig séu til dæmis meðaltekjur í Norður-Ameríku sextán sinnum hærri en íbúa í sunnanverðri Afríku. Þá kemur fram í skýrslunni að hagvöxtur sé mestur í Kina og í öðrum ríkjum Asíu.</p> <p>Í annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, frá skrifstofu um ástand og horfur í efnahagsmálum (WESP), segir að hagvöxtur í heiminum hafði aðeins verið 2,3 prósent á nýliðnu ári, sá minnsti í áratug.</p> <p>„Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meðal heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg störf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum,“ segir í skýrslunni.</p> <p><a href="https://www.un.org/development/desa/dspd/world-social-report/2020-2.html" target="_blank">Skýrsla DESA</a></p> <p><a href="https://www.un.org/development/desa/dpad/publication/world-economic-situation-and-prospects-2020/" target="_blank">Skýrsla WESP</a></p> <p><a href="https://unric.org/is/vidskiptadeilur-hamla-hagvexti/" target="_blank">Frétt UNRIC</a></p>

21.01.2020Hvetur Ísland til að leiða áfram jafnréttisbaráttuna

<span></span> <p>„Ísland hefur sannarlega verið í forystuhlutverki á sviði jafnréttisbaráttu og ég hvet ykkur til að halda áfram að vera leiðandi á því sviði, öðrum framlagsríkjum til eftirbreytni,“ sagði Susanna Moorehead formaður þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC. Hún er stödd hér á landi og flutti erindi á málþingi í Reykjavík í gærkvöld um framtíð þróunarsamvinnu.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra kom líka inn á jafnréttismálin í ávarpsorðum sínum. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna styður og viðheldur efnahagslegri og félagslegri þróun. Því miður beinist stór hluti opinberra framlaga til þróunarmála í heiminum alls ekki að jafnrétti kynjanna og þeirri þróun þarf að snúa við,“ sagði ráðherra. Hann nefndi enn fremur að jafnrétti kynjanna, umhverfismál og mannréttindi hafi fengið enn meiri þunga en áður í nýlegri fimm ára stefnu Íslands í þróunarsamvinnu. <span></span></p> <p>„Við höfum líka aukið áherslu okkar á þátttöku einkageirans í þróunarsamvinnu og svarað kalli framlagsríkja og þróunarríkja um að fjármögnun heimsmarkmiðanna gerist ekki án þátttöku einkageirans,“ sagði Guðlaugur Þór.</p> <p>Susanna Moorehead hefur mikla reynslu og þekkingu á þróunarmálum. Auk þess að vera sendiherra Bretlands í Eþíópíu og fastafulltrúi Breta hjá Afríkubandalaginu um þriggja ára skeið, var hún fyrr á starfsferlinum deildarstjóri í þróunarsamvinnuráðuneyti Breta, DfID og sat í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd Bretlands. Moorehead hefur starfað sem formaður DAC í rúmt eitt ár en Ísland gerðist aðili að nefndinni árið 2013. Hlutverk nefndarinnar er að efla samhæfingu og nýsköpun til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í þróunarríkjum, að auka fjármögnun og setja alþjóðlega staðla fyrir starfshætti í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p>Í máli hennar kom fram að þróunarsamvinna standi frammi fyrir fimm megináskorunum: nýjum leiðum til fjármögnunar, áhrifum loftslagsbreytinga, kynjajafnrétti, vinnu með nýjum framlagsríkjum og vönduðum vinnubrögðum til að tryggja skilvirka þróunarsamvinnu.</p> <p>Að loknu framsöguerindi Susanna Moorehead fóru fram líflegar pallborðsumræður en ásamt henni sátu í pallborðinu þau Engilbert Guðmundsson, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í þróunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Khwimani Isabel Mwasinga, nemandi við Jafnréttisskóla GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS barnaþorpanna á Íslandi.</p>

20.01.2020Fátækustu stúlkurnar í heiminum fá ekki formlega menntun

<span></span> <p>Þriðjungur stúlkna á unglingsaldri frá fátækustu heimilunum hefur aldrei setið á skólabekk. Skólaganga tengist með mjög ójöfnum hætti efnameiri heimilum. Þetta kemur fram í nýrri <a href="https://www.unicef.org/media/63896/file/Addressing-the-learning-crisis-advocacy-brief-2020.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem gefin er út fyrir fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss.</p> <p>Fulltrúar UNICEF hvöttu í morgun þjóðarleiðtoga til þess að bregðast við „skammarlegu“ misræmi í opinberum framlögum til menntamála. Í skýrslunni segir að með því að útiloka fátækustu börnin frá menntun sé fátækt viðhaldið. UNICEF <a href="https://www.unicef.org/press-releases/1-3-adolescent-girls-poorest-households-has-never-been-school" target="_blank">segir</a>&nbsp;þessum börnum mismunað með margvíslegum hætti, vegna kyns, fötlunar, þjóðabrota og lélegra innviða. UNICEF bætir við að börn sem komast í skóla eigi reyndar á hættu að lenda í alltof fjölmennum bekkjum með illa menntuðum kennurum, skorti á námsgögnum og lélegum skólabyggingum.</p> <p>Vísað er til skýrslu Alþjóðabankans sem sýndi að rúmlega helmingur allra barna í lágtekju- og millitekjuríkjum geti ekki lesið eða skilið einfalda frásögn við lok grunnskólanáms.</p> <p>Oxfam samtökin birtu einnig <a href="https://www.oxfam.org/en/research/time-care" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;í morgun um efnahagslegan ójöfnuð í heiminum og dró upp þá mynd að fátækar konur og stúlkur séu verst staddar. Þær vinni daglega 12,5 milljarða ógreiddra vinnustunda, virði 11 þúsund milljarða í bandarískum dölum.<span>&nbsp;</span>Oxfam bendir til dæmis á að 22 ríkustu menn heims eigi meiri auð en allar afrískar konur sem eru 326 milljónir talsins.</p> <p>Þá segir Oxfam að milljarðamæringar séu tvöfalt fleiri en fyrir áratug en auður fátækasta fólksins hafi rýrnað.</p>

17.01.2020Mikil söluaukning í „Sönnum gjöfum“ UNICEF

<span></span> <p>„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann hlýhug sem Íslendingar hafa sýnt okkur og þeim börnum í neyð sem njóta góðs af Sönnum gjöfum. Sala Sannra gjafa hefur aukist mjög mikið á milli ára og við finnum fyrir miklum meðbyr með þessum gjöfum. Þetta eru gjafir sem gera fólki ekki eingöngu kleift að láta gott af sér leiða heldur eru líka góðar við umhverfið og skapa ekki óþarfa sóun eða mengun. Allt í takt við aukna umhverfisverndarvitund fólks. Það var því ótrúlega gleðilegt hvað salan gekk vel fyrir jólin og magnað að litla Ísland geti lagt svo mikið að mörkum fyrir börn í neyð,“ segir Esther Hallsdóttir verkefnisstýra Sannra gjafa hjá UNICEF.</p> <p>Vatnshreinsitöflur voru vinsæl gjöf á síðasta en ein slík tafla getur breytt fimm lítrum af óhreinu og sýktu vatni í hreint og drykkjarhæft vatn á aðeins nokkrum mínútum. Með kaupum á Sönnum gjöfum sendu Íslendingar rúmlega 6 milljónir slíkar töflur út þangað sem þörfin og neyðin er mest. Fyrir þann fjölda vatnshreinsitafla má hreinsa rúmlega 30 milljónir lítra af vatni sem jafngildir vatnsmagninu sem þarf til að fylla Laugardalslaug rúmlega ellefu sinnum. Í gegnum sannar gjafir keyptir 105 þúsund skammtar af bóluefni gegn mislingum, mænusótt og stífkrampa og 146 þúsund skammtar af jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. Að mati UNICEF tryggðu Íslendingar 2.324 vannærðum börnum fullan bata með kaupum á jarðhnetumauki, miðað við að hvert barn þurfi þrjá poka af jarðhnetumauki.</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/islendingar-tryggdu-30-milljonir-litra-af-hreinu-vatni" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að þetta sé aðeins brot af þeim neyðargögnum sem Íslendingar keyptu í gegnum Sannar gjafir á síðasta ári. Ótalin séu tæplega þrjú þúsund hlý teppi og rúmlega 1.600 sett af hlýjum vetrarfatnaði fyrir börn.</p> <p>„Ljóst er að sífellt fleiri horfa til þessara umhverfisvænu og umhyggjusömu tækifærisgjafa enda jókst salan um 20 prósent milli ára,“ segir í frétt UNICEF</p> <p><a href="https://sannargjafir.is/" target="_blank">Vefur Sannra gjafa&nbsp;</a></p>

16.01.2020Matarskortur aldrei meiri en nú í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hvetur þjóðir heims til þess að bregðast við útbreiddum matvælaskorti í sunnanverðri Afríku. Í sextán þjóðríkjum í þessum heimshluta búa 45 milljónir manna, einkum konur og börn, við alvarlegan matvælaskort, ýmist vegna þurrka, flóða eða annarra ytri aðstæðna. „Við höfum ekki fyrr orðið vitni að jafn miklum hungurvanda og þessum og því miður bendir allt til þess að ástandið eigi aðeins eftir að versna,“ segir Lola Castro svæðisfulltrúi WFP fyrir sunnanverða Afríku.</p> <p>Á þessum tíma árs er svokallað „magurt“ tímabil í Afríku sunnan Sahara meðan beðið er eftir að uppskerutíminn hefjist eftir tvo til þrjá mánuði. Þetta er jafnframt sá tími sem ofsaveður valda oft miklu tjóni. Skemmst er að minnast tveggja fellibylja sem skullu á Mósambík um þetta leyti í fyrra með hrikalegum afleiðingum fyrir íbúa á hamfarasvæðunum, ekki aðeins í Mósambík, heldur líka í Simbabve og Malaví.</p> <p>„Þær milljónir íbúa sem þurfa stuðning nú þegar eru í forgangi en það er ekki síður brýnt að byggja upp viðnámsþrótt fyrir enn fleiri sem búa við sífellt meiri ógn um fleiri og hættulegri ofsaveður,“ segir Lola. Hún bætir við að alþjóðasamfélagið þurfi að auka neyðarstuðning við þær milljónir sem eru við hungurmörk en einnig þurfi að huga að langtímastuðningi við uppbyggingu til þess að samfélög geti brugðist við síversnandi aðstæðum vegna loftslagsbreytinga.</p> <p>Hitastig í þessum heimshluta hefur á síðustu árum hækkað tvöfalt á við það sem gerist jafnaðarlega. Í ljósi þess að matvælaframleiðsla kemur að mestu leyti frá sjálfsþurftarbændum sem reiða sig á sífellt óáreiðanlegri úrkomu – og aðeins eitt uppskerutímabil á ári - hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna áætlanir um stuðning við 8,3 milljónir íbúa átta ríkja sem eru matarlitlar eða matarlausar. Þær þjóðir eru Simbabve, Sambía, Mósambík, Madagaskar, Namibía, Lesótó, Eswatini og Malaví.</p> <p>Verst er ástandið í Simbabve þar sem helmingur þjóðarinnar býr við hungurmörk. Fimmtugur íbúa Sambíu og Lesótó eru í sömu stöðu.</p> <p>Að mati WFP þarf 489 milljónir bandarískra dala til þess að bregðast við neyð fyrrnefndra íbúa en samtökin hafa aðeins tryggt sér innan við helming þess fjár. „Ef við fáum ekki nauðsynlegt fjármagn er okkur nauðugur sá kostur að aðstoða færri og minnka matarskammta,“ segir Lola Castro.</p> <p>Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein lykilstofnana í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar.</p> <p>&nbsp;</p>

16.01.2020Lína langsokkur fyrirmynd stúlkna á flótta

<span></span> <p>Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta.</p> <p>Stúlkur á flótta hafa ekki verið fleiri frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Stúlkur eru sérlega berskjaldaður hópur flóttamanna, þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir vilja oft gleymast. Stúlkur á flótta eiga á meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, svo sem kynferðislegu ofbeldi og verða hnepptar í barnahjónaband, í flestum tilfellum flosna þær einnig upp úr námi,“ segir í frétt á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/fjoldi-stulkna-a-flotta-hefur-aldrei-verid-meiri-lina-langsokkur-stydur-vid-berskjaldadan-en-hugrakkan-hop?fbclid=IwAR2R9bwHyeQZ09crPmSUgDBxLt9BqNL1X5bQfK6uvWFN0WejlG8AVAk3rS0" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children.</p> <p>„Í heimi með sífellt sterkari straumum af þjóðernishyggju og útlendingahatri, viljum við leggja áherslu á sameiginlega ábyrgð okkar á að veita öllum börnum tækifæri til að sýna styrk sinn og hvað í þeim býr. Með hjálp Línu, viljum við styðja við stúlkur sem þarfnast þess einna mest, og á sama tíma láta rödd þeirra heyrast. Verkefni Barnaheilla – Save the Children styðja við þessar stúlkur en hlutverk Línu er að vera hvetjandi fyrirmynd sem veitir þeim styrk og von,“ segir Olle Nyman framkvæmdastjóri Astrid Lindgren Company og barnabarn Astrid Lindgren.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/pippi-and-horse.jpg?amp%3bproc=MediumImage" /></p> <span></span> <p><span></span>„Fyrir 75 árum kom sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – ein í nýjan bæ. Í dag neyðast milljónir stúlkna til að yfirgefa heimili sín og flytja, ekki aðeins í nýjar borgir heldur líka til nýrra landa. Stúlkur á flótta þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð. Þær eru Línur dagsins í dag!,“ segir í frétt Barnaheilla – Save the Children.</p> <p>Átakið fer meðal annars fram á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi og Sviss. Með sölu á „Línu“-vörum og skipulagningu á ýmsum viðburðum, taka fyrirtæki þátt í að safna fé til verkefna Barnaheilla – Save the Children og styðja við stúlkur á flótta.</p>

15.01.2020Konur og atvinnulíf: Ísland með fullt hús stiga

<span></span> <span></span> <p>Ísland er í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf. Skýrslan sýnir að þrátt fyrir umbætur á síðustu árum hafa konur enn að jafnaði aðeins þrjá fjórðu hluta lagalegrar stöðu á við karla í heiminum þegar kemur að vinnumarkaði og viðskiptum.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://openknowledge.worldbank.org/bitstream/handle/10986/32639/9781464815324.pdf" target="_blank">Women, Business and the Law 2020</a>&nbsp;– eru tekin til skoðunar 190 hagkerfi. Rýnt er í lagaumhverfi og regluverk sem tengist vinnumarkaðsrétti kvenna. Niðurstaðan er sú að konum er enn mismunað á margvíslegan hátt og aðeins átta þjóðir fá fullt hús stiga.</p> <p>Í skýrslunni eru sérstaklega teknar til skoðunar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á átta sviðum á síðustu rúmum tveimur árum í þágu kvenna, frá júní 2017 til september 2019. Í ljós kemur að í 40 löndum hafa tekið gildi á 62 umbætur sem koma til með „að styðja við bakið á konum – helmingi mannkyns – að nýta hæfileika sína og stuðla að hagvexti og þróun,“ eins og segir í frétt frá Alþjóðabankanum í tilefni skýrslunnar. </p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/konur-og-atvinnulif-2020%20(2).png?amp%3bproc=720Mynd" /></p> <p>Skýrslan sýnir engu að síður að staða kvenna er ákaflega misjöfn og meðal sumra þjóða hafa konur aðeins lítið brot af lagalegum rétti karla. Fram kemur í skýrslunni að flestar lagabætur hafa verið gerðar sem tengjast réttindum foreldra. Sextán þjóðir samþykktu að mati Alþjóðabankans jákvæðar breytingar á því sviði, meðal annars um fæðingarorlof og bann við uppsögnum barnshafandi kvenna. Þá hafa átta þjóðir í fyrsta sinn samþykkt lög um heimilisofbeldi, meðal sjö þjóða hafa ný lög verið sett gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og tólf þjóðir hafa fært í lög umbætur í launamálum.</p> <p>David Malpass forseti Alþjóðabankans telur bæði rétt og jákvætt frá efnahagslegu sjónarmiði að bæta lagaleg réttindi kvenna. Með auknu frelsi og vinnu utan heimilis taki konur þátt á vinnumarkaði og styrki hagkerfi þjóða sinna.</p> <p>Auk Íslands fengu sjö aðrar þjóðir fullt hús í skýrslu Alþjóðabankans, Kanada, Belgía, Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúxemborg og Svíþjóð.</p>

14.01.2020Flóttamönnum heitið langtímaaðstoð við aðlögun

<span></span> <p>Á alþjóðlegri þriggja daga ráðstefnu um málefni flóttamanna í síðasta mánuði var þeim meðal annars heitið langtímaaðstoð við að aðlagast betur þeim samfélögum sem þeir dvelja í víðs vegar um heiminn. Í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/33275-loford-um-storf-og-menntun-fyrir-flottamenn-a-sogulegri-radstefnu.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) kemur fram að rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á vergangi í heiminum, þeirra á meðal 25,9 milljónir flóttamanna.</p> <p>Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var í Genf, var að bregðast við aðstæðum þeirra millljóna sem hafa flúið stríð og ofsóknir. Jafnframt að bregðast við nýjum aðstæðum í þeim samfélögum sem veita flóttafólki skjól, en þau eru aðallega í þróunarríkjum. Alls sóttu ráðstefnuna – <a href="https://www.unhcr.org/global-refugee-forum.html" target="_blank">Global Refugee Forum</a>&nbsp;– um þrjú þúsund þátttakendur, þjóðarleiðtogar, leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, forráðamenn alþjóðlegra stofnana, leiðtogar úr viðskiptaheiminum og fulltrúar félagasamtaka.</p> <p>Ragnhildur Arnljótsdótir verðandi fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu flutti ávarp fyrir Íslands hönd á fundinum eins og áður hefur verið sagt frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/19/Ragnhildur-avarpadi-leidtogafund-UNHCR-/">frétt</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lauk lofsorði á þau verkefni sem unnið er að í ýmsum löndum og þann víðtæka stuðning sem flóttamönnum var heitið á fundinum. Fyrirheit um stuðning af ýmsu tagi voru orðin alls 770 í lok ráðstefnunnar.</p> <p>„Hér er árangur í smíðum. Það er skylda okkar að láta þetta ganga upp,“ sagði Grandi.</p> <p>Fyrirheitin voru meðal annars um störf, skólapláss fyrir börn flóttamanna, nýjar stefnur stjórnvalda, lausnir eins og búsetukjör, hrein orka, innviðir og betri stuðningur við gistisamfélög og -þjóðir. Frekari fyrirheit eru væntanleg, segir í frétt UNHCR.</p> <p>Ísland veitir fjárstuðning til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og nýr rammasamningur hefur verið gerður til fjögurra ára fyrir tímabilið 2020 til 2023. Flóttamannastofnun SÞ er áherslustofnum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu og gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum á heimsvísu. Í samstarfi við UNHCR eru 85 flóttamenn <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/12/Rikisstjornin-samthykkir-ad-taka-a-moti-85-flottamonnum/" target="_blank">væntanlegir</a>&nbsp;til Íslands á árinu.</p>

13.01.2020Hundruð barna hverfa sporlaust úr búðum Róhingja

<span></span> <p>„Ljóst er að ekkert gott bíður þeirra barna sem lenda í klóm þessara glæpamanna sem selja þau áfram í hagnaðarvon til annarra glæpamanna í nærliggjandi löndum,“ segir í frétt frá UNICEF þar sem fjallað er um fjölgun tilkynninga um týnd börn og stafest tilvik mannráns í flóttamannabúðum Róhingja í Cox´s Bazar í Bangladess. UNICEF segir að mannshvörfin tengist í mörgum tilvikum mansalshringjum og flóttamannasmyglurum.</p> <p>UNICEF&nbsp;fær reglulega upplýsingar í gegnum samstarfsaðila um stöðu þessara mála. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs var tilkynnt um 281&nbsp;mansalsmál&nbsp;þar sem börn áttu í hlut, 156 stúlkur og 125 drengir. Á tveimur árum, frá ágúst 2017 til 1. september 2019, voru skráð 1.100 mál þar sem grunur var um mansal á börnum.</p> <p>Landsnefnd UNICEF birtir á <a href="https://unicef.is/born-hverfa-i-budum-rohingja" target="_blank">vef</a>&nbsp;sínum átakanlegar sögur nokkurra foreldra barna sem hafa horfið úr flóttamannabúðunum á síðustu misserum. „Oft er þó erfitt að sanna&nbsp;ásakanir&nbsp;í þessum málum og erfitt að staðfesta raunverulegt umfang vandans þar sem ekki öll tilfelli eru tilkynnt og það getur tekið langan tíma að gera það. Sérstaklega þegar börn og&nbsp;ungmenn&nbsp;hverfa algjörlega sporlaust,“ segir í fréttinni.</p> <p>UNICEF segir að fátækt og algjör skortur á tækifærum til að vinna fyrir sér í búðunum sé talin helsti drifkraftur glæpastarfseminnar. „Flóttamönnum er bannað að vinna fyrir sér sem gerir til dæmis þær hundruð þúsunda sem búa í flóttamannabúðum&nbsp;Róhingja&nbsp;í Bangladess algjörlega háðar mannúðaraðstoð. Aðstæður sem þessar ala á örvæntingu, áhættusækni og auka hættuna á misnotkun ýmiskonar.&nbsp;Örvæntingarfullar&nbsp;fjölskyldur senda oft börnin sín í hættuleg störf utan búðanna því það er engin önnur leið til að vinna fyrir sér innan þeirra. Gylliboð glæpamanna um betra líf annars staðar geta síðan verið lokkandi fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp.&nbsp;Mansalsfórnarlömb&nbsp;enda oft annars staðar í Bangladess, eða í Malasíu, Taílandi, Indlandi og Evrópu og átta sig ekki á þeim hættulegu aðstæðum sem þau eru í fyrr en það er um seinan.“</p> <p>UNICEF&nbsp;vinnur öflugt starf við að upplýsa fólk um hættur mansals, aðstoða og vernda börn og ungmenni í þessum búðum ásamt samstarfsfélögum. Að mati UNICEF þarf þó meira að gera innan þessara búða eins og að auka tækifæri kvenna, stúlkna, drengja og unglinga innan þeirra til að bæta líf sitt svo gylliboð glæpamanna heilli ekki lengur.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi stóð fyrir neyðarsöfnun fyrir&nbsp;Róhingja&nbsp;á flótta í lok árs 2017 og framlög frá almenningi hér á landi nýttust í að veita börnum sem voru nýkomin í flóttamannabúðirnar lífsnauðsynlega hjálp. Framlög&nbsp;<a href="https://unicef.is/heimsforeldrar">heimsforeldra</a>&nbsp;hafa einnig runnið til neyðaraðgerða&nbsp;UNICEF&nbsp;fyrir börn á flótta frá Mjanmar.</p>

10.01.2020Afhending trúnaðarbréfs í Malaví

<span></span> <p>Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst. </p> <p>Malaví er meðal allra fátækustu ríkja heims. Þar búa nú um 18 milljónir íbúa og fjölgar ört, eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum. Ísland leggur ríka áherslu á að<span>&nbsp; </span>efla grunnþjónustu og getu héraðsstjórnvalda í Mangochi til að veita heilsugæslu, menntun og aðgang að hæfu drykkjarvatni til rúmlega milljón<span>&nbsp; </span>íbúa héraðsins. </p> <p>Verkefnið hefur leitt til þess að dregið hefur úr mæðra- og barnadauða og vatnsbornum sjúkdómum í héraðinu og skólasókn barna hefur aukist.<span>&nbsp; </span>Mannréttindi og kynjajafnrétti eru í heiðri höfð í þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Malaví, rétt eins og í allri utanríkisstefnu Íslands. Sendiherra vakti sérstaka athygli á þessum áherslum, þar með talið réttindum hinsegin fólks í ræðu sinni til forsetans. Fyrir tæpu ári fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Malaví og hér er innslag frá þeirri heimsókn.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Kh5oHuK1Z-c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture" title="Afhending trúnaðarbréfs í Malaví"></iframe> <p>Umdæmi sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda nær einnig til Kenya, Eþíópíu, Namibíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Afríkusambandsins í Addis Ababa og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí. </p> <p>Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er staðgengill sendiherra Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví og Kristjana Sigurbjörnsdóttir er verkefnisstjóri þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p><a href="/library/Heimsljos/Statement%20Iceland%20credentials%20in%20Malawi.pdf">Ræða sendiherra</a></p>

10.01.2020Tæplega 190 milljónir í boði fyrir félagasamtök ​

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hyggst úthluta 186,5 milljónum króna til félagasamtaka á þessu ári vegna verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála. Af þessari fjárhæð á að ráðstafa 121 milljón króna til mannúðarverkefna og 62,5 milljónum til þróunarsamvinnuverkefna. Opið er fyrir umsóknir allt árið til mannúðarverkefna, með fyrirvara um að fjárheimildir kunni að vera fullnýttar áður en árið er liðið, en umsóknarfrestur um styrki til þróunarsamvinnuverkefna er til mánudagsins 16. mars.</p> <p>Stór hluti framlaga til mannúðarverkefna er eyrnamerktur verkefnum vegna neyðarinnar í Sýrlandi, eða 76,5 milljónir. Slík verkefni þurfa að vera í samræmi við neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Styrkupphæðir geta numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna og ráðuneytið mun leitast við að svara umsóknum innan þriggja vikna frá móttöku.</p> <p>Framlög til þróunarsamvinnuverkefna nema 62,5 milljónum að þessu sinni. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að fjögurra ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkupphæð þróunarsamvinnuverkefna getur numið allt að 80% af heildarkostnaði við verkefnið. Umsóknir til framlaga til þróunarsamvinnuverkefna þurfa að berast fyrir miðnætti mánudagsins 16. mars. Áætlað er að niðurstöður ráðherra um þessa styrki liggi fyrir í maí.</p> <p>Athygli er vakin á því að félagasamtök þurfa að vera skráð í almannaheillafélagaskrá til þess að vera styrkhæf.</p> <p>Leiðbeiningar og nánari upplýsingar varðandi umsóknir er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef stjórnarráðsins</a>. <span></span></p>

09.01.2020Rauði krossinn á Íslandi: Yfir 40 milljónir til Sýrlands í lok árs

<span></span><span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi varði rúmum 42 milljónum króna undir lok síðasta árs í þágu þolenda átakanna í Sýrlandi. Með framlögum frá almenningi, utanríkisráðuneytinu og af sjálfsaflafé Rauða krossins gat Rauði krossinn á Íslandi safnað fjármagni til þess að leggja mannúðarstarfi Alþjóðaráðs Rauða krossins lið og sent fimm sendifulltrúa til starfa á vettvangssjúkrahús Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Al Hol flóttamannabúðunum sem hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarna mánuði.</p> <p>„Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu söfnun Rauða krossins, sem lauk 1. desember síðastliðinn, lið. Fjármagnið sem safnaðist verður notað til að halda áfram að tryggja grunnþarfir fólks í Sýrlandi sem hefur þurft að líða mikinn skort undanfarin ár þegar kemur að aðgangi að mat og hreinu drykkjarvatni, ásamt læknisaðstoð og lyfjum. Til þess að setja þessar tölur í samhengi er hægt að útvega 14.500 börnum mat í mánuð fyrir 42 milljónir króna og er aðstoðin og hver króna því mjög mikilvæg,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Með hjálp Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi undanfarið stutt við mannúðaraðgerðir sýrlenska Rauða hálfmánans og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Sýrlandi, meðal annars í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en þar búa meira en 70 þúsund einstaklingar sem flúið hafa heimili sín vegna átaka, en um það bil helmingur íbúanna eru börn.</p> <p>Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðunum í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9.400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland.</p> <p>Fimm íslenskir sendifulltrúar hafa farið til starfa á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og margreyndur sendifulltrúi er þar við störf á vegum Alþjóðaráðsins næstu vikurnar. Grípa hefur þurft til neyðaraðgerða í búðunum vegna verulegs skorts á vatni. Komið hefur verið upp matareldhúsi í búðunum svo íbúar hafi aðgang að heitri máltíð daglega.</p> <p>„Það er mjög brýnt að halda áfram að veita mannúðaraðstoð til þolenda átakanna í Sýrlandi,“ segir Atli. „Þarfirnar þar eru enn miklar og ekki sér fyrir enda átakanna í landinu. Síðan um miðjan desember hafa um 300.000 börn, konur og karlar orðið að flýja heimili sín í Idlib héraði Sýrland. Það eru skelfilegar tölur og samsvara nærri því íbúafjölda Íslands. Vonandi kemst friður á sem fyrst, en þangað til verður Rauði krossinn að standa vaktina því oft eru sjálfboðaliðar og starfsmenn hreyfingarinnar þeir einu sem komast með lífsbjargandi aðstoð síðasta kílómetrann til þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda.”</p> <p>Rauði krossinn hvetur deiluaðila til að virða líf almennra borgara, ásamt innviðum samfélaga og veita aðgang að mannúðaraðstoð í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög,“ segir í frétt frá samtökunum.</p>

09.01.2020Haítí: Áratugur í skugga skjálftans

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. Næstkomandi sunnudag, 12. janúar, verða tíu ár liðin frá því jarðskjálfti af stærðinni 7 á Richter kvarða lagði stóra hluta Haítí í rúst og gereyðilagði mikið af viðkvæmum innviðum þjóðarinnar. </p> <p>Skjálftinn átti upptök sín um 25 kílómetra frá Port-au&nbsp;Prince&nbsp;og fylgdu margir eftirskjálftar, sumir allt að 5,9 að styrk. Enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hversu margir létu lífið í náttúruhamförunum en talið er að nærri hundrað þúsund manns hafi farist, þó mun hærri tölur hafi verið nefndar.&nbsp;</p> <p>Í frétt UNICEF á Íslandi segir að tíu árum síðar sé Haítí enn eyríki í skugga&nbsp;skjálftans&nbsp;og áskoranir þar ótalmargar. „Strax eftir skjálftann stóra, þökk sé nær fordæmalausum stuðningi, gat&nbsp;UNICEF&nbsp;brugðist skjótt við og sent starfsfólk sitt á hamfarasvæðin til að bregðast við, bjarga lífum, veita neyðaraðstoð, hreint vatn, hreinlætisaðstöðu, mat, skjól og heilbrigðisþjónustu. Þá var eitt stærsta verkefni&nbsp;UNICEF&nbsp;að annast og styðja börn sem orðið höfðu viðskila við foreldra sína eða forráðamenn.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur, ásamt samstarfsaðilum, haldið áfram mikilvægu starfi í þágu barna á Haítí allar götur síðan,“ segir í fréttinni.</p> <p>Að mati UNICEF eiga börn og fjölskyldur á Haítí þó enn í vök að verjast. Haítí sé eitt allra fátækasta ríki veraldar. Af 11 milljónum íbúa lifi 6 milljónir undir fátæktarmörkum, 2,5 milljónir búi við&nbsp;sára fátækt,&nbsp;og UNICEF&nbsp;telji að 4,6 milljónir manna, þar af 1,9 milljónir barna, þurfi á mannúðaraðstoð að halda.</p> <p>„Árið 2019 var íbúum Haítí afar erfitt. Viðkvæmt og óstöðugt efnahags- og stjórnmálaumhverfi, innanlandsátök, versnandi fæðuöryggi, vannæring og smitsjúkdómafaraldrar hafa gert lítið til að hjálpa til við að endurreisa samfélögin."</p> <p> UNICEF segist ekki ætla að gefast upp í baráttu sinni fyrir öryggi, velferð og lífi barna og ætli sér að starfa með stjórnvöldum og samstarfsaðilum til að ná til barna í viðkvæmri stöðu sem þurfa á aðstoð að halda. „UNICEF&nbsp;hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum dala fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020,“ segir í fréttinni.</p>

08.01.2020Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?

<span></span> <p><span style="background: white; color: black;">Hjálparstarf kirkjunnar fagnar fimmtíu ára starfsafmæli á þessu ári en formleg ákvörðun um hjálparstofnun á vegum íslensku þjóðkirkjunnar var tekin á fundi kirkjuráðs 9. janúar 1970. Málþing um hjálparstarf í tilefni afmælisins verður haldið á morgun á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík milli klukkan 16:3o og 18:30 með yfirskriftinni: Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Hjálparstarfið hefur frá stofnun haft það hlutverk að veita fólki sem býr við sára fátækt neyðaraðstoð, hver svo sem orsök neyðarinnar er. Aðstoðin er veitt þannig að hún sé valdeflandi, - að hún sé raunveruleg hjálp til sjálfshjálpar.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Markhópar Hjálparstarfsins, hvort sem er í verkefnum hér á Íslandi, á átaka- eða náttúruhamfarasvæðum eða í þróunarsamvinnuverkefnum í einna fátækustu samfélögum heims, er fólkið sem býr við erfiðustu aðstæðurnar og getur síst veitt sér björg upp á eigin spýtur.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">„Á málþinginu á afmælisdaginn ætlum við að fjalla um valdeflingu kvenna og leitast við að svara því hvort sú aðferð sé aðeins frasi í hjálparstarfi eða hvort hún leiði til raunverulegra framfara í samfélögum þar sem henni er beitt,“ segir Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Frú Eliza Jean Reid, forsetafrú, og Magnús Árni Skjöld Magnússon, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst, flytja erindi en þau eru bæði virk í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Þá segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, frá þróunarsamvinnu í Eþíópíu og Úganda og félagsráðgjafarnir Sædís Arnardóttir og Vilborg Oddsdóttir fjalla um virkniverkefni Hjálparstarfsins hér heima á Íslandi. Þá fjalla þátttakendur í verkefnum um reynslu sína af þeim. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og verndari stofnunarinnar, flytur ávarp í upphafi málþings. </span></p> <p><span style="background: white; color: black;"><a href="https://www.facebook.com/events/425676288308639/" target="_blank">Viðburðurinn á Facebook</a></span></p>

07.01.2020Ísland styður við aukið aðgengi að orku í Malaví

<span></span> <p>Stefnt er að því að veita 24 þúsund einstaklingum í Malaví aðgang að rafmagni frá sólarrafhlöðum á næstu þremur árum í nýju samstarfsverkefni Íslendinga og Þjóðverja um að auka aðgengi að orku í Mangochi héraði. </p> <p>„Aðgengi að orku og rafmagni sérstaklega er grundvallaratriði í sjálfbærri þróun samfélaga og það er mjög ánægjulegt fyrir Ísland að leggja lóð sitt á vogarskálarnar í því að auka aðgengi að orku í Malaví. Á síðasta ári var 30 ára samstarfsafmæli þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Á þeim tíma hefur Ísland unnið á sviði fiskveiða, heilsugæslu og bættri lýðheilsu, grunnmenntun og aukið aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu í Mangochi héraði – og nú bætist aðgangur að orku í þessa flóru þróunarverkefna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Í þeirri viðleitni til að auka aðgang að orku, efla skilvirkni orku og auka notkun endurnýjanlegrar orku í Mangochi-héraði var af hálfu sendiráðs Íslands í Lilongwe nýverið skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við Energising Development (EnDev), verkefnastoð þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar (GIZ). </p> <p>Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur forstöðukonu í sendiráðinu verða 98 milljónir íslenskra króna lagðar í verkefnið. „Það á að auka eftirspurn og notkun á orkusparandi eldstæðum og auka útbreiðslu og notkun á sólarrafhlöðum til rafmagnsframleiðslu, bæði til einkanotkunar og notkunar í skólum, heilsugæslustöðvum og fyrirtækjum í héraðinu,“ segir hún. </p> <p>Aldrei hafa jafn margir jarðarbúar haft aðgang að rafmagni eins og nú. Enn skortir þó einum af hverjum fimm jarðabúum aðgang að nútímalegu og áreiðanlegu orkuneti og þjónustu og þrír milljarðar manna reiða sig á við, kol, viðarkol eða tað til að elda og hita heimili sín. Í sjöunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna felst að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði fyrir árið 2030. Til að það markmið náist þarf enn að ná til um milljarðs manna, en níu af hverjum tíu þeirra búa í ríkjum í sunnanverðri Afríku. </p> <p>Malaví er eitt fátækasta ríki heims og elsta núverandi samstarfsland Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þar búa tæplega 18 milljónir manna og fjölgar ört í landi sem er að flatarmáli litlu stærra en Ísland. </p> <p>„Fáar þjóðir eru jafn illa staddar og Malavar hvað varðar aðgang að orku til rafmagnsframleiðslu. Rúmlega ellefu prósent landsmanna hafa aðgang að rafmagni og flestir þeirra búa í borgum landsins. Raforkan er fengin úr einu vatnsaflsvirkjun landsins sem framleiðir um 384 megavött á ári eða sem nemur hálfri Kárahnjúkavirkjun. Virkjun sólarorku til rafmagnsframleiðslu hefur hins vegar tvöfaldast í landinu á síðastliðnum áratug og þar liggur helsti vaxtarbroddurinn í orkuframleiðslu. Dagsdaglega þarf hinn almenni Malavi að nýta við, kol, viðarkol eða tað til að elda og hita húsnæði sitt en kolin eru framleidd úr trjám á einkar ósjálfbæran hátt. Afleiðingar þess að margar milljónir manna eru háðar því að nota jarðefni til að reka heimili hefur stuðlað að miklu niðurbroti skóga og skógareyðingu, sem er um 2,6% á ári. Eldiviður er auk þess aðallega notaður á opnum steinhlöðnum eldstæðum sem notaðar eru jafnt í sveitum sem og þéttbýli og borgum. Fyrir utan að vera óhagkvæmur hitagjafi sem stuðlar að eyðingu mikilvægra skógarauðlinda, þá gefur brennandi viður á opnum eldstóðum frá sér mikinn og heilsuspillandi reyk sem fer illa með öndunarfæri þeirra sem elda mest og eru oftast við eldhúsin – aðallega konur og börn,“ segir Lilja Dóra.</p>

06.01.202075 ára afmælisár Sameinuðu þjóðanna hafið með hnattrænni samræðu

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum um áramótin umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu með það fyrir augum að móta betri framtíð í þágu allra. Allt árið 2020 efna Sameinuðu þjóðirnar til samræðna á ýmsum vettvangi um allan heim.</p> <p>Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verða nýttar fjórar mismunandi aðferðir til að kanna vilja heimsbúa og þær lausnir sem fólk sér fyrir sér í því skyni að glíma við alheimsvanda.</p> <p>Auk samræðnanna undir merki SÞ75, verður kannaður hugur fólks um allan heim á stafrænan hátt.&nbsp;<a href="https://un75.online/">“Einnar mínútu könnun</a>” geta allir svarað, en einnig verða gerðar skoðanakannanir í fimmtíu ríkjum. Síðan verður gervigreind beitt til þess að rannsaka þær skoðanir sem birtast í bæði hefðbundnum fjölmiðlum og samskiptamiðlum í sjötíu ríkjum. Með þessu móti verður safnað upplýsingum á fjóra mismunandi stafræna vegu til að kanna afstöðu fólksins til málefna sem brenna á allri heimsbyggðinni. Þessu verður síðan safnað saman sem innleggi í umræðu um stefnumótun heimafyrir og á alþjóðavettvangi.</p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þátttöku í þessu frumkvæði.</p> <p>„Ekkert ríki, ekkert samfélag getur tekist á við margslungin vandamál heimsins eitt og sér. Við þurfum að fylkja liði, ekki aðeins til að tala heldur einnig til að hlusta. Það er þýðingarmikið að hvert og eitt ykkar taki þátt í samræðunni. Við þurfum á skoðunum ykkar, úrræðum og hugmyndum að halda til þess að vera betur í stakk búin til að þjóna þeim sem við eigum að þjóna, fólkinu í heiminum.“</p> <p>Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólk og hópa sem ekki koma að öllu jöfnu nærri starfi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun afhenda oddvitum ríkja og ríkisstjórna og hátt settum embættismönnum samtakanna þær hugmyndir og skoðanir sem safnað hefur verið á leiðtogafundi til að minnast 75 ára afmælisins 21. september 2020.</p> <p>Þeim sem vilja taka þátt í umræðunni er bent á eftirfarandi vef: www.un.org/UN75.</p>

23.12.201982 milljarðar dala í baráttuna gegn sárafátækt

<p>Ríki heims hafa heitið Alþjóðaframfarastofnuninni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum. Framlaginu er ætlað til að styrkja grunnviði, auka hagvöxt og efla getuna til að bregðast við áföllum vegna náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. Ísland leggur sitt af mörkum.&nbsp;<br /> <br /> Samningaviðræðum um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (e.&nbsp;International Development Association, IDA) er nýlokið með stuðningi 52 gjafaríkja en umfangið nemur alls 82 milljörðum Bandaríkjadala sem rennur til&nbsp;74 fátækustu landa heims. Er þetta umfangsmesti stuðningurinn til þessa og sagði David Malpass, forseti Alþjóðabankans, við þetta tækifæri að þetta væri „mjög góður dagur fyrir baráttuna í þágu þeirra fátækustu í veröldinni.“</p> <p>IDA er sú stofnun innan Alþjóðabankans&nbsp;sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin með styrkjum, hagstæðum lánum og ábyrgðum til þróunarverkefna, auk ráðgjafar. Ísland gerðist aðili að stofnuninni árið 1961, á fyrsta ári starfseminnar.</p> <p>Í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um aukin framlög tilkynnti Ísland um 489 milljóna króna árlegan stuðning næstu þrjú árin. Með þessu leggur Ísland sín lóð á vogarskálarnar til að vinna að bættum heimi, en árangur stofnunarinnar þykir vera framúrskarandi. <br /> <br /> „Alþjóðaframfarastofnunin er lykilstofnun í þróunarsamvinnu Íslands og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka höndum saman með öðrum þjóðum á þennan máta til að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p> Stuðningurinn nýtist þeim sem eiga um sárt að binda, en tveir af hverjum þremur íbúum jarðar sem nú lifa við sárafátækt búa í þeim ríkjum sem njóta stuðnings stofnunarinnar, alls um 500 milljónir manna. Stofnunin styður við uppbyggingu innviða, t.d. við að bæta aðgengi og gæði grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og grunnmenntun auk þess að vinna að úrbótum í stjórnarháttum, auka hagvöxt og skapa atvinnutækifæri þar sem jöfnuður og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Jafnframt virkjar stofnunin atvinnulífið í fátækustu og viðkvæmustu ríkjunum og gerir fjárfestingar þar að vænlegri kosti. Þá gegnir hún lykilhlutverki við að sporna gegn loftslagsbreytingum og gera stjórnvöldum betur kleift að bregðast við áhrifum af þeim.</p> <p> Af heildarstuðningnum við IDA verða 2,5 milljarðar Bandaríkjadala nýttir til að bregðast við hættuástandi og 1,7 milljarðar renna til smáríkja, auk þess sem rík áhersla er lögð á að bregðast við flóttamannavandanum í þróunarríkjunum sjálfum til að koma í veg fyrir að fólk fari á vergang. Samkvæmt áætlunum stofnunarinnar stendur til að bæta grunnþjónustu fyrir 370 milljónir manna á þessum þremur árum, fæðingarþjónustu fyrir 80 milljónir kvenna, bólusetningu 140 milljónir barna og framleiðslu á 10 gígavöttum af endurnýjanlegri orku.</p>

18.12.2019Ísland styður við kyn- og frjósemisheilbrigði stúlkna og kvenna í Malaví

<p>Þann 18. desember var undirritaður samstarfssamningur milli Sendiráðs Íslands í Lilongwe fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Malaví. Samningurinn snýr að þriggja ára verkefni um að efla kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglingsstúlkna og kvenna í Mangochi héraði (e.&nbsp;Advancing Adolescent Girls and Women´s Sexual and Reproductive Health and Rights in Mangochi) og hljóðar samningurinn upp á 1,2 milljónir Bandaríkjadala eða um það bil 148 milljónir króna. Er verkefnið bæði hannað og framkvæmt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Mangochi héraði.</p> <p>Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi mun það stuðla að aukinni þekkingu á og þjónustu í kringum fjölskylduáætlanir í samfélögum í Mangochi og vinna að því að draga úr ótímabærum þungunum unglingsstúlkna, notkun getnaðarvarna og auka tíma á milli barnsfæðinga. Markvisst verður unnið með öllu samfélaginu, þar með töldum trúarleiðtogum, höfðingjum, kvennahópum, skólayfirvöldum og körlum, konum, drengjum og stúlkum.</p> <p>Í öðru lagi, verður heilbrigðisþjónusta við konur bætt vegna fæðingarfistils (e. obstetric fistula) en sett verður upp sértök skurðstofa á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi þar sem boðið er upp á meðferð gegn fistli. Oftast er um einfalda læknisaðgerð að ræða sem gerbreytir lífi kvennanna. Auk þess verður boðið upp á félags-sálfræðilegan stuðning við konur eftir aðgerð og aukin fræðsla í samfélaginu um einkenni, orsakir og afleiðingar fæðingarfistils.</p> <p>Þriðji hluti verkefnisins snýr að ofbeldi gegn konum og stúlkum í héraðinu og þá aðalega heimilis- og kynferðisofbeldi. Mun verkefnið styrkja&nbsp;miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis með það að markmiði að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé ekki liðið í samfélögunum. </p> <p>Svona víðtækt verkefni sem leiða á til mikilla samfélagsbreytinga er tilraun til að beita nýjum aðferðum í&nbsp; kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglings stúlkna og kvenna í Malaví, og ef vel tekst til munu stjórnvöld í landinu ásamt UNFPA margfalda verkefnið víðar um land. Sendiráðið í Lilongwe er því einstaklega stolt af því að taka þátt í verkefninu sem beinist að bættum lífskjörum og réttindum íbúa Mangochi héraðs, og sérstaklega ungra kvenna. </p> <p>Íslensk þróunarsamvinna á 30 ára samstarfsafmæli í Malaví í ár þar sem helstu samstarfsverkefni eru í Mangochi-héraði.</p>

17.12.2019Ísland áfram í efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti

<p>Ísland situr&nbsp;ellefta árið í röð&nbsp;í efsta sæti á&nbsp;kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum.&nbsp;Samkvæmt nýútkominni skýrslu ráðsins mun það taka tæpa öld að ná fram fullkomnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir.</p> <p>Þetta er í fjórtánda sinn sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrsluna <em>Global Gender Gap Report. </em>Hún tekur til 153&nbsp;ríkja og þar er metin frammistaða þeirra við að ná fram kynjajafnrétti á fjórum meginsviðum: Stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði.&nbsp;</p> <p>Í skýrslunni fá ríkin einkunn þar sem 100 stig tákna fullkomið jafnrétti.&nbsp;Ellefta árið í röð situr Ísland í efsta sæti listans&nbsp;með 87,7 stig og bætir sig um 0,02 stig frá fyrra ári. Þar á eftir koma&nbsp;Noregur,&nbsp;Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er svo Mið-Ameríkuríkið Níkaragva.&nbsp;Í Pakistan, Írak og Jemen búa konur við mest misrétti.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Ísland hefur um nokkurt skeið komið vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar jafnrétti kynjanna. Slíkar viðurkenningar eru mikilvægar enda varpa þær ljósi á þann árangur sem náðst hefur hér á landi. Þann árangur má ekki síst þakka öflugri kvennahreyfingu en einnig kerfisbundnum aðgerðum stjórnvalda á borð við almenna leikskóla, fæðingarorlof beggja foreldra og öfluga jafnréttislöggjöf. En við vitum líka að við eigum langt í land og það birtist ekki síst í tölulegum upplýsingum um kynbundið ofbeldi, sem er bæði orsök og afleiðing misréttis kynjanna. Þetta er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og ég legg áherslu á það bæði hér heima og erlendis að þótt Ísland hafi náð góðum árangri þá er hér enn verk að vinna. Markmið okkar á að vera að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna sem allra fyrst og með samhentu átaki er það mögulegt.“</p> <p>„Úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins sýnir að Ísland er í fararbroddi í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna enda eru jafnréttismál skilgreind sem&nbsp;grundvallarmannréttindi og forsenda&nbsp;framfara og þróunar&nbsp;í utanríkistefnu okkar. Jafnréttismál eru leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands,&nbsp;ein birtingarmynd þess er&nbsp;Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur hefur verið á Íslandi um árabil,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en í gær undirrituðu þau Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO,<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/16/Island-og-UNESCO-gera-samkomulag-um-Thekkingarmidstod-throunarsamvinnu/"> samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu</a> sem Jafnréttisskólinn heyrir undir.</p> <p><a href="https://www.weforum.org/reports/gender-gap-2020-report-100-years-pay-equality?fbclid=IwAR0Y_6miIpjZLPPjdCHRN73MzuiF8aRz8rhJHFXsv_WayHZHSVLQcc-lwRY">Skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti.</a></p>

16.12.2019Ísland og UNESCO gera samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu í dag samkomulag um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi.<br /> <br /> Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu (e. <em>International Centre for Capacity Development, Sustainability and Societal Change</em>), einnig nefnd GRÓ, verður fyrsta þverfaglega stofnun sinnar tegundar undir hatti UNESCO. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem hafa fram til þessa verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi: Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu samkomulag þess efnis í höfuðstöðvum UNESCO í París nú síðdegis. Skólarnir verða áfram fjármagnaðir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu.<br /> <br /> „Með Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leggjum við áfram okkar af mörkum á þeim sviðum sem Ísland hefur mikið fram að færa, þ.e. á sviðum jarðvarma, jafnréttis, sjávarútvegs og landgræðslu. Aukið samstarf Íslands og UNESCO býður upp á ýmsa möguleika og við hlökkum til að þróa það enn frekar. Um leið erum við stolt af því að geta haldið áfram að deila þekkingu okkar á þessum mikilvægu málefnum sem eru jafnframt í samræmi við megináherslur UNESCO,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.<br /> <br /> Hlutverk Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu verður sem fyrr að styðja við getu þróunarríkja í Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku á þeim fjórum sviðum sem starfsemin tekur til og auka þar með möguleika þeirra á að ná alþjóðlegum markmiðum sínum í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.<br /> &nbsp;<br /> Á hverju ári koma hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til nokkurra mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Breytingunum er ætlað að styðja enn frekar við hlutverk skólanna en raska ekki grunnstarfsemi þeirra. Þeir munu áfram auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði, og verða áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.</span></p>

16.12.2019Rúmlega 53 milljónum ráðstafað til alþjóðlegra mannúðarverkefna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur falið þremur frjálsum félagasamtökum að ráðstafa rúmlega 53 milljónum króna til þriggja mannúðarverkefna, í Sýrlandi, Jemen og meðal þjóðanna sem urðu verst úti í fellibylnum Idai fyrr á árinu. Félagsamtökin sem fá styrkina eru Rauði krossinn á Íslandi, Barnaheill – Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar.</p> <p>Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi fær hæsta styrkinn á þessu sinni, rúmlega 31 milljón króna, en verkefnið er unnið af Rauða krossinum og hefur það meginmarkmið að lina þjáningar óbreytta borgara, særðra og sjúkra í Sýrlandi. Verkefnið beinist sérstaklega að því að vinna að því að tryggja stríðshrjáðum einstaklingum í Sýrlandi þá virðingu og vernd sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. </p> <p>Barnaheill – Save the Children fær 15 milljóna króna styrk í neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen. Markmið verkefnisins er að lina þjáningar fórnarlamba átaka í landinu en helstu verkefnaþættir snúa að fæðuöryggi, barnavernd og réttindum barna, heilsu, hreinlætisaðstöðu, næringu og menntun. Verkefnið verður unnið gegnum alþjóðasamtökin Save the Children.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar fær 7 milljóna króna styrk í mannúðaraðstoð vegna fellibylsins Idai sem reið yfir Mósambík, Malaví og Simbabve fyrr á árinu. Markmiðið með verkefninu, sem verður unnið er á grundvelli neyðarbeiðni ACT Alliance – alþjóðasamtaka kirkjulegra hjálparstofnana – er að draga úr varnarleysi og þjáningu þeirra sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna.</p>

13.12.2019Neyðarsöfnun vegna þurrka í Namibíu

<span></span> <p>Talið er að tæplega 290 þúsund íbúar Namibíu þurfi á mataraðstoð að halda vegna gífurlegra þurrka. Söfnun er hafin á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðinni. </p> <p>„Íslendingar eru um 350 þúsund talsins. Ef hvert mannsbarn leggur til 300 krónur getum við á svip stundu safnað um 100 milljónum króna sem myndu renna beint til þurfandi í Namibíu. Þannig myndum við bjarga mörgum mannslífum hjá þessari vinaþjóð okkar. Öll getum við séð af þeirri upphæð og jafnvel meiru til,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar á vef Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Þar segir að vegna mikilla þurrka sem rekja megi til loftlagsbreytinga sé fæðuöryggi ógnað hjá allt að 11 milljón íbúum í sunnanverðri Afríku. „Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) hefur sent frá sér neyðarbeiðni til alþjóðasamfélagsins auk landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um að bregðast við og aðstoða við fjármögnun á mataraðstoð og landbúnaðaraðstoð á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst út. Rauða kross hreyfingin undirbýr nú aðgerðir í Namibíu, Mósambík, Sambíu og fleiri löndum í sunnanverðri Afríku,“ segir í fréttinni.</p> <p>Í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi er blásið til söfnunar meðal Íslendinga til að safna fé fyrir neyðaraðstoð í Namibíu. Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en Rauði krossinn einbeitir sér að um 15 þúsund manns sem mest þurfa á aðstoð að halda.</p> <p>Hægt er að styðja neyðarsöfnunina um 900 kr. með því að senda&nbsp;SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900. Eins er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins&nbsp;nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649, nota&nbsp;Kass&nbsp;eða&nbsp;Aur númerið 123 570 4000.</p>

12.12.2019Ósýnilegu börnin: Eitt af hverjum fjórum ekki skráð við fæðingu

<span></span> <p>Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í fæðingaskráningu barna um allan heim og skráning aukist um 20 prósent á einum áratug telur UNICEF að 166 milljónir barna undir fimm ára aldri séu óskráð. Að mati UNICEF eru óskráð börn berskjaldaðri fyrir margvíslegum hættum, ánauð og misnotkun. Því sé það óásættanlegt að fjórðungur barna yngri en fimm ára sé án fæðingarvottorðs. </p> <p>Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu&nbsp;Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;en eitt af undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna felst í því að sérhvert barn sé skráð við fæðingu fyrir árið 2030. Úttektin nefnist&nbsp;„<a href="https://data.unicef.org/resources/birth-registration-for-every-child-by-2030/" target="_blank">Birth&nbsp;Registration&nbsp;for&nbsp;Every&nbsp;Child&nbsp;by&nbsp;2030:&nbsp;Are&nbsp;we&nbsp;on&nbsp;track?</a>“ og í henni eru greind gögn frá 174 löndum. </p> <p>„Þrátt fyrir að mikilsverður árangur hafi náðst eru enn of mörg börn sem lenda milli skips og bryggju,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Barn sem ekki er skráð við fæðingu er ósýnilegt. Það er ekki til í augum hins opinbera og laganna. Án fæðingarvottorðs geta börn farið á mis við menntun, heilbrigðisþjónustu og aðra nauðsynlega aðstoð. Þá eru þau&nbsp;berskjaldaðri&nbsp;gagnvart hvers kyns misnotkun eða ánauð,“ segir&nbsp;Fore.</p> <p>Rekja má stærstan hluta þess árangurs sem náðst hefur í skráningu barna síðustu ár til Suður-Asíu, sérstaklega til&nbsp;Bangladesh, Indlands og Nepal. Í Indlandi jókst hlutfall skráðra barna úr aðeins 41 prósenti árin 2005-2006 upp í 80 prósent árin 2015-2016.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur unnið með stjórnvöldum þar að því að setja skráningu barna í algjöran forgang um allt land með augljósum árangri.</p> <p>Hvergi eru færri börn skráð en í Afríkuríkjunum Eþíópíu (3 prósent),&nbsp;Sambíu, (11 prósent) og&nbsp;Tjad&nbsp;(12 prósent).</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að þriðjungur allra þjóða þurfi að taka sig verulega á ef markmið um skráningu allra fæddra barna eiga að nást á næsta áratug. Ýmislegt stendur í vegi í viðkomandi löndum og helst ber að nefna skort á kunnáttu til að skrá fæðingu barns, slík skráning og fæðingarvottorð eru of dýr, sektargreiðslur tíðkast víða við því að skrá börn of seint og því sleppa foreldrar því oft, vegalengdir að næstu&nbsp;skráningarskrifstofu&nbsp;eru of miklar og loks spila hefðir og venjur í viðkomandi löndum vitanlega sinn þátt.</p> <p>Í skýrslunni er að finna ákall&nbsp;UNICEF&nbsp;um úrbætur og tillögur til að bæta öryggi allra barna. </p> <p>Þær eru:</p> <ul> <li>Útvega öllum börnum fæðingarvottorð við fæðingu en 237 milljónir barna undir fimm ára aldri fá aldrei formlegt fæðingarvottorð.</li> <li>Valdefla þarf alla foreldra til að skrá börn sín við fæðingu.</li> <li>Tengja fæðingaskráningu við önnur kerfi viðkomandi þjóðar til að tryggja aðgang barna að grundvallarréttindum sínum.</li> <li>Fjárfesta þarf í traustum tæknilausnum til að auðvelda og flýta fyrir fæðingaskráningu barna.</li> <li>Virkja þarf samfélög til að krefjast fæðingaskráningar af stjórnvöldum sínum.</li> </ul> <p>„Hvert einasta barn á rétt á nafni, þjóðerni, ríkisfangi og persónuauðkennum. Árangurinn sem náðst hefur eru vissulega góðar fréttir en við erum nýbúin að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og við megum ekki hætta fyrr en hvert einasta barn er talið með og skráð,“ segir&nbsp;Fore&nbsp;að lokum.&nbsp;</p>

11.12.2019Þróunarsamvinna: Sjö íslenskum félagasamtökum falið að ráðstafa rúmum 200 milljónum

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sjö íslenskra félagasamtaka um ráðstöfun rúmlega 210 milljóna króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Flest verkefnanna eru langtímaverkefni sem fá árlegar greiðslur frá ráðuneytinu. Hæstu styrkjunum verður varið til verkefna í þremur Afríkuríkjum, Síerra Leóne, Úganda og Tógó.</p> <p>Frjáls félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki í íslenskri þróunarsamvinnu og samstarf ráðuneytisins við þau hefur farið vaxandi á síðustu árum. Hæstu styrkirnir fara að þessu sinni til langtímaverkefna Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og SOS Barnaþorpa en auk þeirra fær Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Styrktarfélagið Broskallar, Vinir Indlands og ABC barnahjálp styrki til skammtímaverkefna í Kenya, á Indlandi og í Búrkína Fasó.</p> <p>Þriggja ára verkefni á vegum Rauða kross Íslands í Síerra Leóne miðar að því að bæta heilbrigði og vellíðan berskjaldaðra samfélaga í samræmi við þriðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun um að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. Verkefnið kallast „Bridge“ og hefst á næsta ári. Það byggir á verkefni sem hefur verið í gangi á þessu ári og fær rúmlega 30 milljóna króna styrk frá ráðuneytinu fyrrnefnd þrjú ár.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur á síðustu árum stutt við bakið á ungu fólki í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda, með því að gefa þeim kost á starfsnámi í mismunandi starfsgreinum, efla hæfileika þeirra og getu til starfa á vinnumarkaði, auk ýmiss konar fræðslustarfs. Verkefnaáætlunin nær til fjögurra ára og styrkur ráðuneytisins nemur tæpum 13 milljónum króna á ári. </p> <p>Verkefni SOS Barnaþorpanna nær einnig til þriggja ára og verður unnið í Tógó. Markmið þess er að berjast gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á börnum, einkum stúlkum. SOS Barnaþorpin fá árlega rúmar 12 milljónir til verkefnisins.</p> <p>Tvö af skammtímaverkefnunum verða unnin í Kenya. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um endurbætur á framhaldsskólum með það fyrir augum að hvetja ungt fólk til mennta, einkum stúkur. Hinu verkefninu, sem kallast „Menntun í ferðatösku“ og er á vegum styrktarfélagsins Broskalla, er ætlað að styrkja sárafátæk börn á völdum svæðum í Kenya á menntabrautinni, einkum í stærðfræði. Vinir Indlands fá styrk til að aðstoða jaðarhópa til sjálfbjargar með veitingu hagstæðra örlána og ABC barnahjálp fær stuðning við hvatningarverkefni um frumkvæði og skapandi hugsun í Búrkína Fasó.</p> <p><span style="background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px;">Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á <a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=1875681c-a4ee-11e6-940f-005056bc530c">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins.</span></p>

10.12.2019Ungt fólk í brenndepli á degi mannréttinda

<span></span> <p>Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, heiðra Sameinuðu þjóðirnar ungt fólk með átaki sem hefur yfirskriftina „Ungt fólk rís upp í þágu mannréttinda.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu að samtökin fagni mikilvægu hlutverki ungs fólks við að gæða mannréttindi nýju lífi.</p> <p>„Ungt fólk um allan heim gengur fylktu liði, skipuleggur sig og lætur í sér heyra um réttinn til heilbrigðs umhverfis, um réttindi kvenna og stúlkna, um réttinn til að taka þátt í ákvörðunum og fyrir tjáningarfrelsi. Það fylkir liði um réttinn til að lifa í friði, fyrir réttlæti og fyrir jöfnum tækifærum,” segir Guterres.</p> <p>Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verður í dag kastljósi beint að ungu fólki sem jákvæðu breytingaafli og leitast verður við að láta raddir þeirra heyrast og virkja sem flesta í þágu verndar réttinda. Átakinu er ætlað að efla og hvetja ungt fólk og sýna hvernig ungt fólk um allan heim hefur risið upp í þágu réttinda og barist gegn kynþáttahatri, hatursorðræðu, einelti, mismunun og loftslagsbreytingum, svo dæmi séu nefnd. </p> <p>Á næstu tveimur vikum beinir átakið, sem er á vegum embættis Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, kastljósinu að forystuhlutverki unga fólksins til að gefa röddum þeirra meira vægi og sýna hvernig það starfar í þágu mannréttinda.</p> <p>„Það er mjög viðeigandi að við skulum halda upp á mannréttindaginn <span></span>meðan loftslagsráðstefnan í Madríd ræðir réttlæti í loftslagsmálum,” segir Michelle Bachelet Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við eigum milljónum barna, unglinga og ungmenna skuld að gjalda. Þau hafa risið upp og látið sífellt meira í sér heyra um þá vá sem jörðin stendur frammi fyrir. Þetta unga fólk er réttilega að benda á að það er framtíð þeirra sjálfra sem er í veði og framtíð ófæddra kynslóða.”</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/377264084" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru 1,2 milljarðar jarðarbúa á aldrinum 15-24 ára eða sjötti hver einstaklingur. Fleiri unglingar og ungmenni eru nú á lífi en nokkru sinni fyrr í sögu mannsins. Í frétt UNRIC segir að unga fólkið sé almennt betur menntuð og heilbrigðara en nokkru sinni og það hafi betri aðgang að tækni og upplýsingum – sem nýta megi í þágu mannréttinda.</p>

09.12.2019Íslendingar í sjötta sæti á nýjum lífskjaralista SÞ

<span></span> <p>Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna (HDI) sem birt var í morgun. Íslendingar eru í sjötta sæti skýrslunnar í ár, hafa hækkað um eitt sæti milli ára. Norðmenn eru í efsta sæti, þá Svisslendingar, Írar, Þjóðverjar og íbúar Hong Kong eru jafnir í fjórða sæti og Íslendingar og Ástralar í því sjötta.</p> <p><a href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/hdr2019.pdf" target="_blank">Human Development Report</a> (HDI) skýrsla Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sýnir lífskjör eða lífsgæði íbúa heimsins. Í ár er sérstakri athygli beint að ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni segir að þótt munurinn í lífskjörum hafi minnkað hafi ójöfnuður tengdur menntun, tækni og loftslagsbreytingum leitt til mótmæla víðs vegar í heiminum.</p> <p>Verði ekki brugðist við ójöfnuði gæti hann leitt til meiri sundrungar en þekkst hefur frá dögum iðnbyltingarinnar, segir í skýrslunni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/lSUrjANKmgE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Þessi skýrsla um þróun lífskjara sýnir hvernig kerfislegt misrétti skaðar samfélög okkar á djúpstæðan hátt og hvers vegna,“ sagði Achim Steiner framkvæmdastjóri UNDP þegar hann kynnti skýrsluna. „Ójöfnuður snýst ekki einungis um það hversu mikið einhver þénar í samanburði við aðra, heldur um ójafna dreifingu auðs og valds.“</p> <p>Achim Steiner bætti við að ólíkar birtingarmyndir ójöfnuðar hefðu leitt til mótmæla á götum úti, hækkun farmiðaverða í lestir, verð á eldsneyti, kröfur um pólitískt frelsi, leit að sanngirni og réttlæti. „Þetta er hin nýja ásjóna ójöfnuðar,“ sagði hann.</p> <p>Í botnsætum listans eru Níger, Miðafríkulýðveldið, Tjad, Suður-Súdan, Búrúndi, Malí, Eritrea, Búrkina Fasó, Síerra Leóne, Mósambík og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó.</p>

06.12.2019Malaría: Mest um vert að ná til barnshafandi kvenna og barna

<span></span><span></span> <p>Þótt sífellt fleiri barnshafandi konur og börn séu varin gegn malaríu er nauðsynlegt að hraða þeirri þróun og setja meira fjármagn í baráttuna gegn sjúkdómnum, segir í nýrri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna: <a href="file:///C:/Users/gunnars/Downloads/9789241565721-eng.pdf" target="_blank">World Malaria Report 2019</a>. Á síðasta ári sýktust 228 milljónir einstaklinga af malaríu, þar af létust rúmlega 400 þúsund, flestir í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að uppörvandi teikn séu á lofti en þjáning og dauðsföll af völdum malaríu séu óásættanleg vegna þess að í flestum tilvikum þurfi ekki til slíks að koma.</p> <p>Í skýrslu WHO kemur fram að umtalsverð aukning hafi orðið á malaríutilvikum hjá barnshafandi konum og börnum meðal þjóða Afríku sunnan Sahara, þrátt fyrir að viðkomandi sofi undir malaríunetum og noti fyrirbyggjandi lyf. Þá segir í skýrslunni að framfarir hafi stöðvast í þeim löndum þar sem dauðsföll af völdum sjúkdómsins eru flest.</p> <p>Á árinu 2019 sýktust um ellefu milljónir barnshafandi kvenna af malaríu í sunnanverðri Afríku sem leiddi til þess að börn þeirra fæddust undir eðlilegri þyngd, alls um 900 þúsund börn. Í skýrslunni segir að þungun dragi úr mótstöðu líkamans gegn smiti og því séu barnshafandi konur líklegri til að fá alvarlega sýkingu og blóðleysi sem geti leitt til dauða. Malaría á meðgöngu hafi einnig áhrif á vöxt fóstur í móðurkviði, auki hættuna á að ala fyrirbura og undirmálsbörn, sem eru tvær meginástæður ungbarnadauða.</p> <p>„Barnshafandi konur og börn eru viðkvæmasti hópurinn þegar kemur að malaríu og tómt mál að tala um framfarir ef við einblínum ekki á þessa tvo hópa,“ segir framkvæmdastjóri WHO.</p>

05.12.2019UNICEF ætlar að mæta þörfum 59 milljóna barna á næsta ári

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur metið neyðarþörf fyrir árið 2020. Stofnunin kveðst þurfa rúmlega 520 milljarða íslenskra króna til að mæta brýnum þörfum 59 milljóna barna í 64 þjóðríkjum víðs vegar um veröldina. UNICEF hefur aldrei birt ákall um jafnmikla fjárhæð en hún er rúmlega þrisvar sinnum hærri en ákallið árið 2010.</p> <p>„Í dag horfum við upp á metfjölda barna víðs vegar um heiminn sem þarf á neyðaraðstoð að halda, mesta fjölda frá því við hófum slíka skráningu. Fjórða hvert barn býr í landi þar sem ýmist geisar stríð eða hamfarir,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. „Þessi börn eru nauðug rifin upp með rótum af heimilum sínum og þurfa tafarlausa vernd og stuðning. Átök eru megin ástæðan en hungur, smitsjúkdómar og öfgaveður tengt loftslagsbreytingum neyða milljónir annarra til að leita eftir lífsbjargandi aðstoð,“ bætir hún við.</p> <p>UNICEF veitir börnum á átaka- og hamfarasvæðum margháttaða aðstoð eins og hreint neysluvatn, aðgengi að salernum, menntun, heilbrigðis- og öryggisþjónustu. Ef fullorðnum sem njóta stuðnings UNICEF er bætt við barnafjöldann nær ákallið til 95 milljóna manna.</p> <p style="padding: 0cm; border: none;">Af einstökum heimshlutum er þörfin mest í grannríkjum Sýrlands þar sem þorri sýrlenskra flóttamanna býr, í Egyptalandi, Jórdaníu, Líbanon, Írak og Tyrklandi. Næst mest er þörfin í Jemen, þá í Sýrlandi, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan.</p>

04.12.2019Mannúðarþörf í heiminum aldrei meiri og fer vaxandi

<span></span> <p>Á næsta ári þurfa 168 milljónir manna að reiða sig á mannúðaraðstoð og vernd, einn af hverjum 45 jarðarbúum. Það eru fleiri einstaklingar en dæmi eru um á síðustu áratugum. Ástandið heldur áfram að versna ef ekki tekst að grípa til aðgerða sem sporna gegn loftslagsbreytingum og ráðast að rótum stríðsátaka. Þetta segir í glænýrri árlegri yfirlitsskýrslu Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sem kynnt var í dag.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/GHO-2020_EN.pdf" target="_blank">Global Humanitarian Overview 2020</a>&nbsp;– segir að þörfin fyrir mannúðaraðstoð komi til með að aukast, að óbreyttu, á næstu árum. Áætlanir sýni að 200 milljónir manna gætu þurft á slíkri aðstoð að halda árið 2022.</p> <p>Að mati OCHA hefur skipulag mannúðarmála í heiminum breyst til batnaðar á síðustu árum, orðið árangursríkara með betri forgangsröðun og nýjungum. Þannig hafi mannúðarsamtök náð til 64% þeirra sem þurftu á aðstoð að halda á fyrstu níu mánuðum yfirstandandi árs.</p> <p>Í upphafi þessa árs voru vannærðir 821 milljón talsins, þar af 113 milljónir við hungurmörk. Í skýrslu OCHA segir að átök séu meginástæða hungurs. Í ársbyrjun hafi átök hrakið 71 milljón manna brott af heimilum sínum. Verst sé ástandið í Jemen. Þar sé reiknað með að á næsta ári verði svipaður fjöldi Jemena í þörf fyrir mannúðaraðstoð, 24 milljónir, eða um 80 prósent þjóðarinnar. </p> <p>Flóttamenn koma flestir frá Sýrlandi, 5,6 milljónir eru á hrakhólum í þeim heimshluta og 6 milljónir til viðbótar annars staðar í heiminum. Þá ríkir áfram mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð á átakasvæðum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Sómalíu og Suður-Súdan.</p> <p>Í skýrslu OCHA segir að mun fleiri hafi þurft á mannúðaraðstoð að halda á þessu ári miðað við spár. Þar ráði mestu vopnuð átök og öfgar í veðurfari. OCHA segir enn fremur að virðing fyrir alþjóðalögum fari þverrandi. Aldrei fyrr hafi jafn mörg börn látist eða þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Konur og stúlkur hafi aldrei verið í jafn mikilli hættu á að verða fyrir kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Þá segir að fimmti hver sem býr á átakasvæði glími við geðrænan vanda.</p> <p>Eins og fyrr segir eru stríðsátök og loftslagsbreytingar undirrót í flestum tilvikum þar sem þörf er á mannúðaraðstoð. Í skýrslu OCHA er bent á að loftslagsbreytingar setji fólk í viðkvæmari stöðu en áður og staðhæft að átta umfangsmestu aðgerðir á árinu vegna matvælaskorts hafi allar tengst bæði átökum og loftslagsbreytingum. Um stríðsátök segir í skýrslunni að þau valdi viðamiklu hungri, leiði til þess að fólk lendi á vergangi, að ógleymdu mannfalli og eignatjóni. „Átök bitna harkalega á óbreyttum borgurum, sem eru níu af hverjum tíu sem farast þegar sprengjuvopn eru notuð í byggð,“ segir í skýrslu OCHA.</p>

03.12.2019Loftslagsvandinn: 20 milljónir hrekjast burt af heimilum sínum árlega

<span></span> <p>Ofsaveður og skógareldar hröktu að jafnaði rúmlega tuttugu milljónir manna burt af heimilum sínum ár hvert síðastliðinn áratug. Þessi vandi á aðeins eftir að aukast nema því aðeins að þjóðarleiðtogar bregðist skjótt við ógninni sem felst í loftslagsbreytingum, að mati góðgerðarsamtakanna Oxfam sem birtu í gær skýrslu á upphafsdegi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP25) í Madrid. Skýrslan nefnist: Hrakin að heiman (<a href="https://oxfam.app.box.com/s/c30zanzbscwgvmt0qdwg789oe5dwri97" target="_blank">Forced from Home</a>).</p> <p>Á næstu tveimur vikum koma fulltrúar tæplega tvö hundruð ríkja til með að freista þess að sammælast um frekari aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. António Guterres aðalframkvæmastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði tæpitungulaust við setningu fundarins: „Við höfum verkfærin, við þekkjum vísindin, við höfum úrræðin. Sýnum að við höfum líka pólitíska viljann sem fólkið krefst af okkur. Allt annað væru svik við mannkyn og komandi kynslóðir.“</p> <p>Íslensk sendinefnd sækir fundinn á Spáni. Samkvæmt frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er meginverkefni fundarins að ljúka við regluverk um innleiðingu Parísarsamningsins, en þar ber hæst reglur varðandi 6. grein Parísarsamningsins um samvinnu ríkja um losunarmarkmið, auk tæknilegrar vinnu varðandi bókhald og skýrslugjöf. Jafnframt verður á fundinum fjallað um málefni frumbyggja í samhengi við loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum, auk sem málefni hafsins verða einnig ofarlega á blaði.</p> <p>Í nýrri skýrslu samtakanna The Universal Ecological Fund – Sannleikurinn á bak við loftslagsloforðin (<a href="https://feu-us.org/behind-the-climate-pledges/" target="_blank">The Truth Behind the Climate Pledges</a>)&nbsp;– er farið yfir stöðu ríkja og þar segir að einungis 36 af 184 áætlunum ríkja um skuldbindandi aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið séu fullnægjandi. Auk ríkja Evrópusambandsins eru aðeins Ísland, Liechtenstein, Mónakó, Noregur, Sviss og Úkraína sögð hafa skuldbundið sig með fullnægjandi hætti.</p> <p>Nánar:&nbsp;<span></span></p> <p><a href="https://library.wmo.int/doc_num.php?explnum_id=10108" target="_blank">WMO Provisional Statement on the State of the Global Climate in 2019</a></p>

03.12.2019Stuðningur við sameiningu fjölskyldna í Gíneu

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis samtakanna í Kankan, stærstu borgar Vestur-Afríkuríkisins Gíneu. Styrknum er ætlað að sameina fjölskyldur á nýjanleik en mörg börn í fátækum ríkjum eins og Gíneu alast upp utan fjölskyldunnar vegna örbirgðar.</p> <p>„Það er mjög algengt í lágtekjuríkjum eins og Gíneu að foreldrar geti ekki séð börnum sínum farborða,“ segir Hans Steinar Bjarnason hjá SOS Barnaþorpunum. „SOS Barnaþorpin fá til sín árlega mörg börn í þeirri stöðu, að eiga líffræðilega foreldra á lífi, sem sjá enga leið til að annast uppeldi þeirra eða mæta grunnþörfum þeirra. Í slíkum tilvikum koma SOS Barnaþorpin til bjargar.“</p> <p>Hans Steinar segir að styrkurinn sé veittur í þeim tilgangi að gefa ungmennum í Kankan sem hafa alist upp hjá SOS tækifæri til að sameinast fjölskyldum sínum á ný. „Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að sameina ungmennin foreldrum sínum eða skyldmönnum og hins vegar að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð,“ segir hann.</p> <p>Styrkurinn, að upphæð 1,2 milljónir króna, verður meðal annars nýttur í námskeiðahald fyrir foreldra hjá SOS í uppeldisfræðum og til náms- og starfsþjálfunar fyrir ungmennin.</p>

02.12.2019Stjórnvöld í Albaníu kalla eftir alþjóðlegum stuðningi

<span></span> <p>„Hér gengur vinnan bara vel, hópurinn er samstilltur og starfinu miðar vel áfram,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur sem hefur síðustu daga unnið ásamt hópi sérfræðinga að samhæfingu björgunaraðgerða í Albaníu eftir stóra jarðskjálftann í síðustu viku þar sem 51 týndi lífi, þar af sjö börn. Leitar- og björgunaraðgerðum lauk á laugardagskvöld. Flestir fórust í smábænum Thumane, 26 einstaklingar, í hafnarborginni Durres fórust 24 og einn fannst látinn í borginni Kurbin.</p> <p>„Ákveðið var síðla dags á laugardag að rústabjörgunarfasa væri lokið því búið væri að finna alla þá sem saknað var,“ segir Sólveig sem fór á vettvang á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem hún er félagi í. </p> <p>Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, hefur óskað eftir fjárhagslegri aðstoð alþjóðasamfélagsins og aðstoð sérfræðinga í kjölfar landskjálftans. Hann kvaðst um helgina meðal annars hafa skrifað Donald Trump forseta Bandaríkjanna og beðið um aðstoð. Um fimm þúsund manns misstu heimili sín í skjálftunum en talið er að um tólf hundruð byggingar hafi hrunið. Þá eru rúmlega 50 skólar það mikið skemmdir að kennsla liggur niðri.</p> <p>Sólveig segir að búið sé að opna miðstöð til að meta eignatjón í jarðskjálftanum og verið sé að samhæfa störf verkfræðinga til að meta skemmdir húsa, meðal annars með tilliti til þess hvort fólk geti snúið aftur til síns heima. Sólveig segir þetta starf vera unnið í nánu samstarfi við heimamenn. Hún segir einnig unnið að almennri neyðaraðstoð við þá sem eru heimilislausir.</p> <p>&nbsp;</p>

02.12.2019Mislingar í Kongó: 5 þúsund látin þar af 4.500 börn

<span></span> <p>Það sem af er ári hafa rúmlega fimm þúsund manns, þar af 4.500 börn yngri en fimm ára, látið lífið af völdum&nbsp;mislinga&nbsp;í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í austurhluta landsins hefur á árinu geisað&nbsp;<a href="https://unicef.is/eb%C3%B3lufaraldur-heimt-l%C3%ADf-600-barna">ebólufaraldur</a>&nbsp;sem hefur leitt til rúmlega tvö þúsund dauðsfalla og fengið mikla alþjóðlega athygli. Mislingar valda hins vegar tvöfalt meira manntjóni en hafa fengið sáralitla athygli.</p> <p><span></span>„Átök og öryggisleysi, skortur á aðgengi að heilsugæslu og skortur á bóluefni á verst settu svæðunum gera það að verkum að börn fara á mis við bólusetningar með banvænum afleiðingum,“ segir&nbsp;Edouard&nbsp;Beigbeder, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Kongó. Þá séu ýmsar menningar- og trúarlegar hindranir í vegi þegar kemur að bólusetningum og meðhöndlun smitaðra sem þurfi að takast á við.</p> <p>Beigbeder&nbsp;segir að þrátt fyrir þessar áskoranir þá sé lausnin til staðar, í formi bólusetningar, lykillinn sé bara að komast að hverju barni burtséð frá staðsetningu.</p> <p>„UNICEF&nbsp;og&nbsp;samstarfsfélagar&nbsp;eru að bólusetja gegn&nbsp;mislingum&nbsp;á þessum verst settu svæðum auk þess að sjá&nbsp;heilsugæslustöðvum&nbsp;fyrir hjálpargögnum til meðhöndlunar á sjúkum. Það sem af er höfum við getað dreift 1.317 svokölluðum mislingapökkum sem innihalda meðal annars sýklalyf, vítamín og önnur lyf á þessum svæðum,“ segir&nbsp;Beigbeder&nbsp;en bendir á að þessar aðgerðir séu aðeins skammtímalausn sem stendur.</p> <p>„Fjárfestingar er þörf í bólusetningarátaki Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og heilbrigðiskerfinu almennt til að tryggja heilsu og velferð barna landsins.“</p> <p><a href="https://unicef.is/4500-born-dain-af-voldum-mislinga-i-kongo" target="_blank">Nánar í frétt á vef UNICEF á Íslandi</a></p>

28.11.2019Farandfólk sendir heim gríðarlega fjármuni

<span></span> <p>Um 270 milljónir einstaklinga falla undir hugtakið farandfólk í heiminum, samkvæmt nýjustu tölum frá alþjóðasamtökum Sameinuðu þjóðanna um farandfólk (IOM). Samtökin sendu frá sér yfirlitsskýrslu í gær, <a href="https://publications.iom.int/system/files/pdf/wmr_2020_en_chapter1_004.pdf" target="_blank">Global Report 2020</a>. Þar kemur fram að stærsti hluti farandfólks hafi sem fyrr búsetu í Bandaríkjunum, eða ríflega 50 milljónir manna. </p> <p>Lítilsháttar fjölgun hefur orðið á farandfólki frá síðustu tölum í skýrslu IOM fyrir tveimur árum, eða sem nemur 0,1 prósenti. „Farandfólk er áfram mjög lítið hlutfall jarðarbúa, um 3,5 prósent, sem þýðir að þorri fólks á heimsvísu eða 96,5 prósent, býr í landinu þar sem það fæddist,“ segir í skýrslunni. Þar kemur fram að rúmlega helmingur alls farandfólks dveljist ýmist í Norður-Ameríku eða Evrópu, 141 milljón einstaklinga. Karlar eru í meirihluta, 52%, og tveir af hverjum þremur er í atvinnuleit, eða 164 milljónir. </p> <p>Flestir í hópi farandfólks koma frá Indlandi, Mexíkó og Kína. Indverjar búsettir erlendis eru 17,5 milljónir, Mexíkóar 11,8 milljónir og Kínverjar 10,7 milljónir. Þá sýnir skýrslan að farandfólki hefur fækkað lítillega í hátekjuríkjum, úr 112,3 milljónum í 111,2 milljónir. Mest varð hins vegar fjölgunin í millitekjuríkum þar sem farandfólki fjölgaði úr 17,5 milljónum í 30,5 milljónir.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/S8H17inUlWg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>689 milljarðar dala</strong></p> <p>Í skýrslu IOM er líka að finna athyglisverðar upplýsingar um heimsent fé frá farandfólki en þeir fjármunir námu á síðasta ári 689 milljörðum bandarískra dala, hæstu greiðslurnar frá Indverjum, Kínverjum, Mexíkóum og Filippseyingum. Flestar greiðslurnar bárust frá Bandaríkjunum, 68 milljarðar dala, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 44,4 milljarðar dala, og Sádí Arabíu, 36,1 milljarður.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að tímabundið farandverkafólk er flest í ríkjunum við Persaflóa. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hátt í níu af hverjum tíu íbúum útlent farandverkafólk.</p> <p><strong>Á flótta undan stríði og átökum</strong></p> <p>Stríðsátök í Miðafríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Mjanmar, Sýrlandi og Jemen hafa leitt til þess að fjölmargar fjölskyldur hafa neyðst til að flýja heimili sín og fara vergang innan eigin lands. Í lok síðasta árs höfðu 41,3 miljónir einstaklingar neyðst til að yfirgefa heimila sín sem er hærri tala en áður hefur sést frá 1998 þegar IOM hóf eftirlit með fólki á flótta. Flestir á vergangi koma frá Sýrlandi, 6,1 milljón.</p>

27.11.2019Íslendingur til Albaníu að samræma björgunaraðgerðir

<span></span> <p>Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, þar sem hún tek­ur þátt í því að skipu­leggja og sam­ræma björg­un­araðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags. Hún er send á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hún er félagi í.</p> <p>Tæplega fimmtíu manns hefur verið bjargað úr rústum húsa eftir jarðskjálftann sem mældist 6,4 á Richterskala og olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane þar sem lýst hefur verið yfir þrjátíu daga neyðarástandi.</p> <p>Edi Rama frosætisráðherra lýsti yfir eins dags þjóðarsorg í morgun í Albaníu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur 48 einstaklingum verið bjargað úr rústum húsa en 28 hafa fundist látnir. Mörg hundruð íbúar eru slasaðir og sveitir frá her, lögreglu og hjálparsamtökum berjast í kapp við tímann að finna fleira fólk á lífi í húsarústum. Alls eru um 200 sérfræðingar komnir til Albaníu til að taka þátt í björgunarstarfi og leita með aðstoð hunda daga og nætur.</p> <p>Þúsundir íbúa dvöldu næturlangt í tjöldum eða á bersvæði á fótboltaleikvangi Durres þar sem 27 hús hrundu að mestu leyti í skjálftanum. Margir óttast að snúa heim því eftirskjálftar hafa verið um þrjú hundruð talsins og hafa fundist víða á Balkanskaganum. Hátíðahöldum vegna þjóðhátíðadags Albaníu á morgun, 28. nóvember, hefur verið aflýst.</p> <p>Sólveig Þorvaldsdóttir hefur langa reynslu af því að starfa á neyðarvettvangi og í rústabjörgunarsveitum á Íslandi og erlendis. Hún er annar tveggja sérfræðinga sem óskað var eftir að færi af hálfu UNDAC til hamfarasvæðanna í Albaníu. UNDAC er alþjóðlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástands á vegum OCHA sem er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum. </p>

26.11.2019Sjónvarpsþættir í tilefni afmælis Barnasáttmálans

<span></span> <p>„Starf UNICEF í Afríku sunnan Sahara er í sífelldri þróun og við hlökkum til að geta kynnt fjölbreytt verkefni sem bjarga lífum, auka réttindi og velferð barna og stuðla að varanlegum samfélagsbreytingum. Mikil þörf er á stuðningi við verkefni UNICEF á vettvangi og RÚV er besti samstarfsaðili sem völ er á til að koma þeim verkefnum á framfæri við almenning,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi. RÚV og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samkomulag sín á milli um samstarf við framleiðslu á þáttaröð í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Þættirnir, sem verða sex talsins, verða að stærstum hluta teknir upp í Afríku. Ekki verður um að ræða hið hefðbundna form af fræðslu- og söfnunarþætti, heldur skemmtilega nýjung þar sem skemmtidagskrá með þjóðþekktum Íslendingum og barátta UNICEF fyrir réttindum barna fléttast saman.</p> <p>Lokaþátturinn verður síðan söfnunarþáttur í beinni útsendingu þar sem áhorfendur fá tækifæri og hvatningu til að styðja við starf UNICEF.</p> <p><span></span>„Þetta verður stórt og viðamikið verkefni sem verður mjög upplýsandi og þýðingarmikið og vonandi í leiðinni alveg stórskemmtileg sjónvarpsupplifun. Við höfum fulla trú á að úr geti orðið ferskt og frumlegt dagskrárefni en það sem hvetur okkur fyrst og fremst út í þetta samstarf er að fá þetta kærkomna tækifæri til að leggja ríflega af mörkum til að styðja við hið öfluga starf UNICEF út um allan heim,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.</p> <p>Undirbúningur og þróun verkefnisins er nú þegar hafin. Framleiðsla á þáttunum hefst næsta sumar og stefnt er að sýningu þeirra haustið 2020.</p>

26.11.2019Bæta upplýsinga- og samskiptatækni Rauða kross félaga í Afríku

<span></span> <p>Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason starfsmaður Íslandsbanka og Egill Már Ólafson starfsmaður RB–Reiknisstofu bankanna hafa síðustu vikurnar verið í Sierra Leóne og sinnt verkefni Rauða krossins á Íslandi og Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC)&nbsp; sem nefnist:&nbsp;Brúun hins stafræna bils. Það&nbsp;snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu hjá allt að fimmtán afrískum landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. </p> <p>&nbsp;„Við skipulagningu hjálparstarfs skiptir öllu máli að tölvu- og upplýsingatækni sé til staðar, bæði til að hafa aðgengi að upplýsingum, geta miðlað þeim og samhæft hjálparstarf, hvort sem um er ræða aðgerðir í kjölfar hamfara eða þróunarverkefni,“ segir Halldór Gíslason sem hefur farið fjölmargar ferðir fyrir Rauða krossinn.</p> <p>„Þetta verkefni snýst um að aðstoða fátæk landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans við að koma upp áreiðanlegu interneti, tengja höfuðstöðvar við deildir með netsambandi svo ekki þurfi til dæmis að senda gögn með bíl eða rútu og á þann hátt gera allt hjálparstarf skilvirkara og áreiðanlegra. Við hjálpum til við að finna staðbundnar lausnir og reynum alltaf að kaupa þann búnað sem þarf á staðnum og tryggjum þjálfun allra sem koma að verkefninu til að tryggja sjálfbærni verkefnisins. Það hljómar kannski ótrúlega, en tölvuverkefni skipta svo miklu máli, að mörg líf velta á því að vel takist til,“ segir Halldór.</p> <p>Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Utanríkisráðuneytið styður einnig dyggilega við verkefnið. </p> <p>Halldór hefur verið hluti af verkefninu frá febrúar 2017 og þetta var sjöunda starfsferð hans fyrir Rauða krossinn. Egill var hins vegar að fara í fyrstu sendifulltrúaferð sína.&nbsp;</p>

25.11.2019Íslendingar jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki

<span></span> <p>Umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólk hefur aukist nánast í öllum heimshlutum á síðasta áratug, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í dag. Íslendingar eru jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki en könnunin náði til 167 þjóða og var unnin af fræðastofnuninni Legatum Institute í Bretlandi. Tadsíkistan er í neðsta sæti listans.</p> <p>Niðurstöðurnar eru hluti af viðamikilli könnun um framfarir í heiminum – <a href="https://www.prosperity.com/feed/executive-summaryhttp://" target="_blank">The Legatum Prosperity Index</a>&nbsp;- þar sem mældir eru margvíslegir þættir sem tengjast velferð og vellíðan, allt frá umhverfi fjárfesta til einstaklingsfrelsis. Ísland hafnar í tíunda sæti listans í heild en Danir í efsta sæti.</p> <p>Umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum eykst meðal 111 þjóða af 167 á síðustu tíu árum hvarvetna í heiminum að Austur-Evrópuþjóðum og þjóðum sunnan Sahara í Afríku undanskildum. Eftir því var tekið hve mikið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki hefur aukist, fyrir tíu árum var um fjórðungur jákvæður í garð þeirra en samkvæmt nýju könnunin tæplega þriðjungur.</p> <p>Þjóðirnar sem næstar Íslendingum koma eru Hollendingar og Norðmenn. Kanadamenn og Danir eru í fjórða og fimmta sæti.</p> <p>Meðal margra þjóðanna sem sýna minnst umburðarlyndi er samkynhneigð enn glæpsamleg og refsingar ná allt til dauðadóms fyrir karlmenn í Máritaníu og Sómalíu, en báðar þjóðirnar eru í einu af neðstu fimm sætum listans. Á það er hins vegar bent að þótt lögum hafi verið breytt og samkynhneigð verið afglæpavædd merki það ekki endilega ríkara umburðarlyndi í samfélaginu. Tadsíkistan er slíkt dæmi, þjóð sem mælist með minnst umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki en breytti lögum árið 1998 og afglæpavæddi samband samkynhneigðra.</p> <p>Ísland hefur á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda látið réttindi hinsegin fólks til sín taka, meðal annars í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og í starfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).</p>

25.11.2019Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum í brennidepli

<span></span> <p>Ljósaganga UN Women hefst klukkan 17 í dag við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Ljósagangan markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundu ofbeldi en því lýkur á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember.</p> <p>Þriðjungur allra kvenna og stúlkna í heiminum verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Sameinuðu þjóðirnar segja að ofbeldi gegn konum og stúlkum sé meðal útbreiddustu mannréttindabrota í heiminum. Stór hluti brotanna er ekki tilkynntur vegna þess að í mörgum samfélögum er brotin ekki refsiverð og eins vegna þess að þau fela í sér skömm sem margir veigra sér við að bera á torg. Sameinuðu þjóðirnar segja einnig í frétt að í helmingi tilvika þar sem konur falla fyrir morðingjahendi sé gerandinn eiginmaður, sambýlismaður eða einstaklingur innan fjölskyldunnar.</p> <p>„Kynferðislegt ofbeldi gegn konum og stúkum á rætur sínar í aldagömlum yfirráðum karla,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Hann bendir jafnframt á að gerandinn sé í flestum tilvikum nálægur, fjölskyldumeðlimur, samstarfsmaður eða vinur. </p> <p>Að sögn UN Women á Íslandi hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tekið af skarið í kjölfar MeToo hreyfingarinnar og lýst því yfir að kynbundið ofbeldi verði ekki liðið innan sinna veggja. „Það er gríðarlega mikilvægt að vel unnin aðgerðaráætlun fylgi slíkum yfirlýsingum, svo ekki standi eftir orðin tóm. Skilvirk aðgerðaráætlun þarf að innihalda eftirfarandi atriði: algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi, þolenda-miðaða úrvinnslu í slíkum málum, þjálfun, sameiginleg markmið starfsfólks og öruggar tilkynningaleiðir. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana verða að tryggja að algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vinnustaðamenningu sem allt starfsfólk tileinkar sér,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.</p> <p>Drífa Snædal forseti Alþýðusambandins leiðir Ljósagönguna í ár. Frá Arnarhóli verður gengið suður Lækj­ar­götu, upp Amt­manns­stíg að Bríet­ar­torgi. Harpa verður lýst upp í app­el­sínu­gulum lit, sem er tákn­rænn lit­ur fyr­ir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án of­beldis. Á Bríetartorgi verður boðið upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flytur nokkur lög. </p> <p>Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Hannesarholti fyrir UN Women þar sem tónlistarmaðurinn Auður kemur fram.</p> <p><a href="https://unric.org/is/segjum-nei-vid-naudgunum-i-appelsinugulu/http://" target="_blank">Frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC): Segjum nei við nauðgunum – í appelsínugulu</a></p>

22.11.2019Metnaðarfullt verkefni gegn kynferðislegri misneytingu barna í Tógó að hefjast

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið styrkir SOS Barnaþorpin á Íslandi um 36 milljónir króna til að fullfjármagna metnaðarfullt verkefni sem ber yfirskriftina&nbsp;„Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.“ Mótframlag SOS á Íslandi nemur 9 milljónum króna en verkefnið hefst formlega í janúar á næsta ári og stendur yfir í þrjú ár.</p> <p>Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi tekur verkefnið á gríðarlega stóru vandamáli á verkefnasvæðinu, þ.e. kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. &nbsp;„Við erum mjög stolt af þessu verkefni sem verður ánægjulegt að geta ráðist í. Þarna munum við stuðla að sterkari vörnum í samfélaginu fyrir börn, einkum stúlkur. Væntingar okkar eru um sterkari fjölskyldur og að foreldrar þekki betur hætturnar og hvernig ber að vernda börnin,“ segir hann.</p> <p>Verkefnissvæðið er Ogou-hérað norður af Lomé, höfuðborg Tógó. Þjóðbrautin til höfuðborgarinnar liggur þar í gegn með tilheyrandi vöruflutningum frá nágrannaríkjunum. Hans Steinar segir að skuggahliðar þessara aðstæðna séu mansal og að ungar stúlkur á svæðinu leiðist út í vændi. Að auki gera hefðir og samfélagleg gildi það að verkum, að kynferðisleg misneyting á börnum, giftingar barnungra stúlkna og brottfall unglingsstúlkna úr grunnskólum vegna þungunar, eru aðkallandi vandamál í Tógó.</p> <p>„Íbúar fá fræðslu og fjölskyldur stúlkna fá handleiðslu og stuðning til fjárhagslegs sjálfstæðis svo hvatinn til kynferðislegrar misneytingar á stúlkum minnki. Foreldrar verða fræddir um réttindi barna og skyldur foreldra, og komið verður á fræðslu fyrir grunnskólakennara, æskulýðsfulltrúa og héraðsyfirvöld um velferð og réttindi barna. Einnig er áhersla á skipulagt tómstundastarf með fræðslu og lífsleikniþjálfun fyrir unglinga, þá sérstaklega unglingsstúlkur. Þá verður komið upp 32 þjónustustöðvum fyrir vaxtalaus smálán með það að markmiði að auka tekjumöguleika fátækra fjölskyldna á svæðinu,“ segir Hans Steinar.</p> <p>Alls eru 56% stúlkna í Tógó fórnarlömb kynferðislegrar misneytingar. Rúmlega 17% stúlkna verða barnshafandi fyrir átján ára aldur og 29% stúlkna eru giftar fyrir átján ára aldur.</p> <p><a href="https://www.sos.is/" target="_blank">Vefur SOS Barnaþorpanna á Íslandi</a></p> <span><br style="color: #282828; font-family: Georgia, Times, 'Times New Roman', serif; font-size: 20px; background-color: #ffffff;" /> </span>

22.11.2019Líkamlegar refsingar hafa alltaf alvarlegar afleiðingar

<span></span> <p>Flengingar barna, eða aðrar líkamlegar refsingar, tíðkast enn víða í veröldinni þrjátíu árum eftir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Aðeins átta Afríkuríki af rúmlega fimmtíu hafa lögbundið bann við líkamlegum refsingum barna en slík háttsemi er enn lögleg í öllum ríkjum Bandaríkjanna, að New Jersey og Iowa undanskildum. Pólland var fyrsta landið í heiminum til að banna líkamlegar refsingar í skólum, árið 1783.</p> <p>Á alþjóðadegi barna í vikunni var sjónum beint að ýmsum réttindamálum barna, meðal annars útbreiddum líkamlegum refsingum sem börn sæta í skólum eða á heimilum vegna óþekktar eða annarrar óæskilegrar hegðunar. Í Suður-Afríku voru nýlega samþykkt lög þess efnis að það bryti í bága við stjórnarskrána að beita börn harðræði. Bæði í Búrúndi og Búrkina Fasó má enn beita börn líkamlegum refsingum á heimilum.</p> <p>Hvarvetna í Evrópu er bann við líkamlegum refsingum í skólum, slík ákvæði eru í lögum í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og flestum rík í Suður-Ameríku og Austur-Asíu. Alls er óheimilt að beita börn líkamlegum refsingum í skólum í um það bil 130 ríkjum heims en 70 ríki hafa ekki lögbundið slík ákvæði. </p> <p>Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er þó skýr hvað þetta varðar því í 19. grein hans felst að aldrei sé heimilt að beita líkamlegu afli til þess að aga börn, óháð því hvort slíkt hafi sýnilegar afleiðingar eða ekki. Í íslenskum barnaverndarlögum er enn fremur ákvæði þar sem segir að það varði fangelsi allt að þremur árum eða sektum að beita barn refsingum, hótunum eða ógnunum, ef ætla má að það skaði barnið andlega eða líkamlega.</p> <p>Í <a href="https://www.dw.com/en/the-reluctant-farewell-to-corporal-punishment/a-51319149" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Deutsche Welle er frásögn um að barn hafi látist í Burkina Fasó eftir barsmíðar af hálfu kennara. Þótt slíkar hræðilegar afleiðingar heyri til undantekninga er haft eftir Goro Palenfo hjá Barnaverndarstofu landsins að þegar líkamlegum refsingum er beitt í uppeldi barna hafi þær alltaf alvarlegar afleiðingar fyrir barnið, andlega og líkamlega. Hann segir þessa háttsemi ekki bundna við skóla. Umburðarlyndi gagnvart líkamlegum refsingum ríki í samfélaginu og heima fyrir fái börn að kenna á prikinu eða fái högg.</p> <p>Að mati Sonia Vohito hjá alþjóðasamtökum gegn líkamlegum refsingum í garð barna þarf meira en hugarfarsbreytingu til þess að uppræta slíka hegðun. Hún segir fyrsta skrefið vera að gera refsingarnar ólöglegar, þannig yrði barnið að minnsta kosti verndað af lagabókstafnum. </p>

21.11.2019Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn

<span></span><span></span> <p>Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (<a href="*http://www.internal-displacement.org/" target="_blank">IDMC</a>) sem gefin var út í dag. Úttektin er gerð í tilefni af Alþjóðadegi barna í gær. Af þessum átján milljónum barna voru rúmlega fimm milljónir þeirra yngri en fimm ára.</p> <p><a href="http://www.internal-displacement.org/sites/default/files/publications/documents/201911-twice-invisible-internally-displaced-children.pdf" target="_blank">Skýrslan</a> er sú fyrsta þar sem reynt er að meta fjölda barna á hrakhólum í heiminum sem flýja átök og ofbeldi. Hún leiðir í ljós að helmingur barnanna býr í Afríku sunnan Sahara, eða 8,2 milljónir. Í átta þjóðríkjum eru börn á hrakhólum fleiri en ein milljón, flest í Sýrlandi, 2,2 milljónir, en hinar þjóðirnar eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Kólumbía, Sómalía, Afganistan, Nígería og Jemen.</p> <p>„Að því gefnu að liðlega 40 prósent allra einstaklinga á vergangi vegna átaka og ofbeldis eru yngri en átján ára, sýnir að allar aðgerðir til þess að afstýra eða bregðast við stöðu þessa hóps, ættu að beinast að börnum. Engu að síður kemur á daginn að börn eru að mestu leyti ósýnileg í tölfræðigögnum og gleymast oftast í umræðu um stefnumótun þegar fjallað er um þá sem eru á hrakhólum í eigin landi,“ segir Alexandra Bilak, framkvæmdastjóri IDMC.</p> <p>Til viðbótar við tölur um aldur og staðsetningu barna á vergangi eru dregnir fram í skýrslunni fjölmargir skaðlegir þættir sem geta verið fylgifiskar þeirrar stöðu, meðal annars hvað varðar öryggi barnanna, heilsu og menntun. Í frétt frá IDMC er nefnt sem dæmi að í könnun miðstöðvarinnar í Eþíópíu árið 2019 hafi komið fram skýr einkenni um sálræna vanlíðan hjá börnum. Kennarar í búðum flóttafólks hafi greint frá því að nemendur kæmust auðveldlega í uppnám og brygðust oft við aðstæðum á býsna árásargjarnan hátt, auk þess sem yfirlið vegna streitu væru þekkt meðal barna.</p> <p>„Börn á flótta eru í sérstaklega mikilli hættu þegar kemur að misnotkun, vanrækslu, veikindum og fátækt,“ segir Alexandra Bilak. </p> <p>Í skýrslunni er að finna upplýsingar um stefnumótun einstakra ríkja um börn á vergangi ásamt tillögum um það hvernig best færi á því að veita þeim stuðning og vernd. Skýrslan nær til 53 ríkja í öllum heimsálfunum fimm. Hún nær hins vegar ekki til milljóna annarra sem eru á hrakhólum vegna náttúruhamfara, loftslagsbreytinga eða af öðrum ástæðum.</p>

20.11.2019Stór hluti þróunarsamvinnuverkefna í þágu barna

<span></span> <p><span>Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands fer stór hluti beint og óbeint í verkefni sem tengjast börnum og réttindum þeirra. Alþjóðadagur barna er í dag, 20. nóvember, og þess er jafnframt minnst að þrjátíu ár eru liðin frá samþykkt Barnasáttmálans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Víða á Íslandi eru hátíðahöld í tilefni dagsins og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hvetur fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, sem og alla aðra daga, þannig að þau fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum.</span></p> <p><span>„Flest verkefni sem Ísland styður í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfsríkjunum tveimur, Malaví og Úganda, hafa að markmiði að bæta stöðu barna á einn eða annan hátt. Í báðum löndunum er unnið með héraðsstjórnum að umbótum í grunnþjónustu við íbúana, að draga úr mæðra- og barnadauða, auka gæði menntunar, bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og koma upp viðunandi salernisaðstöðu. Öll þessi verkefni og mörg önnur hafa lífsbætandi áhrif á börn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Í Malaví hefur verið unnið um árabil að því að auka lífslíkur barna við fæðingu með betri aðbúnaði á fæðingardeildum, bæði í þorpum og sveitum, ungbarna- og mæðravernd hefur verið aukin. Árangur Malaví í lækkun barnadauða er einhver sá mesti í heiminum á síðustu árum og sömu sögu má segja af dauðsföllum vegna barnsburðar sem fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili. Í héraðsþróunarverkefni Íslendinga í Mangochi hefur einnig verið unnið að umbótum í skólastarfi og árangurinn birtist meðal annars í minna brottfalli nemenda og hærri einkunnum. Þá styrkti utanríkisráðuneytið GAVI bólusetningarsjóðinn fyrr &nbsp;árinu í þeim tilgangi að bólusetja hundruð þúsunda barna í Malaví gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum á þriggja ára tímabili.</span></p> <p><span>Í Úganda hefur mikið áunnist í menntamálum fyrir tilstuðlan Íslendinga í þeim tveimur héruðum sem við störfum, Kalangala og Buikwe. Til marks um árangurinn má nefna að í Buikwe luku árið 2017 yfir 75 prósent nemenda grunnsólaprófi samanborið við 40 prósent árið 2011. Brottfall hefur einnig minnkað verulega með betri aðbúnaði og námsgögnum. Bætt hefur verið við skólahúsnæði, einkum kennslustofum, og þúsundir barna fá nú kennslu innandyra í stað þess að sitja undir trjám á skólalóðinni. Þá hafa vatns- og salernismál tekið stakkaskiptum, bæði í skólum og þorpum, og þannig hefur dregið úr niðurgangspestum og öðrum vatnsbornum sjúkdómum öllum til heilla. Í norðurhluta Úganda er unnið með UNICEF að verkefnum fyrir íslenskt þróunarfé í þágu flóttafólks og heimamanna en þorri íbúa á svæðinu eru konur og börn.</span></p> <p><span>UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og kjaranframlög frá Íslandi ná til milljóna barna víðs vegar um heiminn. Einnig er i gildi samningur við UNICEF í Mósambík um bætta vatns-, salernis- og hreinlætisaðstöðu í fátækasta fylkinu, Zambezíu, þar sem áherslan er meðal annars á börn og skólaumhverfi. Ísland styður líka samstarfsverkefni með UNICEF og UNFPA (Mannfjöldasjóð SÞ) um upprætingu limlestinga á kynfærum stúlkna og kvenna í sautján Afríkuríkjum og mörg verkefna UN Women sem Ísland styður nær til barna og ungmenna.</span></p> <p><span>Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð hefur farið vaxandi á undanförnum árum og stuðningur íslenskra stjórnvalda gegnum frjáls félagasamtök beinist ekki hvað síst í slíkri aðstoð að þeim berskjölduðustu, yngstu kynslóðinni.</span></p>

20.11.2019Sameinuðu þjóðirnar beina sjónum að börnum án foreldra

<span></span> <p><span>Í vikunni var samþykkt <a href="https://undocs.org/en/A/74/231" target="_blank">ályktun</a>&nbsp;hjá Sameinuðu þjóðunum um réttindi foreldralausra barna. Ályktunin felur í sér að aðildarríkin, Ísland þar með talið, skuldbinda sig til þess að styðja þennan „berskjaldaða þjóðfélagshóp“ eins og segir í frétt frá SOS Barnaþorpunum. Starf samtakanna felst einmitt í því að liðsinna börnum sem njóta ekki forsjár foreldra. </span></p> <p>„SOS Barnaþorpin vilja lýsa yfir ánægju með þessa alþjóðlegu viðurkenningu á að fjölþætt hætta er ríkjandi í heiminum á aðskilnaði barna og foreldra. Það er einnig sérstakt ánægjuefni að einblínt sé á svo stórt alþjóðlegt vandamál á 70 ára afmælisári SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa á þessum tíma útvegað fjórum milljónum umkomulausra barna SOS-foreldra, -heimili og menntun og mætt grunnþörfum þeirra,“ segir í fréttinni.</p> <p>Í ályktuninni lýsa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum af varnarleysi milljóna barna um heim allan vegna skorts á fullnægjandi stuðningi við börn sem hafa misst foreldraumsjá og illa staddar barnafjölskyldur þar sem hætta er á aðskilnaði barna og foreldra. Að mati SOS er áætlað að um 220 milljónir barna alist upp ein, eða eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. „Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra.“</p> <p><span></span>„Við fögnum þessari ályktun Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem sögulegum tímamótum fyrir fóstursamfélagið,“ segir Siddhartha Kaul, forseti alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna. „Börn í þessum hópi verða oft útundan. Bernska margra barna er rofin vegna skorts á vernd og umönnun. Innleiðsla þessarar ályktunar er bráðnauðsynleg svo yfirvöld í heiminum standi vörð um réttindi barna.“</p> <p>SOS segir að með ályktuninni skuldbindi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sig til að innleiða lykilþætti í starfi sem lýtur að umönnun munaðarlausra barna svo sem þjálfun og söfnun gagna. Einnig viðurkenni þjóðirnar að nauðsynlegt sé að útvega fjölbreytta og einstaklingsmiðaða umönnun og forðast stofnanavæðingu.</p>

19.11.2019Klósett er munaður þeirra efnameiri í heiminum

<p><span></span>Hreint neysluvatn, viðunandi salernisaðstaða og hreinlæti eru samofnir þættir í verkefnum sem unnin eru fyrir ísenskt þróunarfé í samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda. Í Mósambík hafa Íslendingar verið í samstarfi við UNICEF um stórt verkefni á þessu sviði í Zimbezíu fylki og unnið er að öðru stóru verkefni í vatns- og salernismálum með UNICEF í Tombo, Síerra Leóne. Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn, <a href="https://www.worldtoiletday.info/" target="_blank">World Toilet Day</a>, og Sameinuðu þjóðirnar segja skýrt og greinilega: aðgangur að salerni getur bjargað hundruð milljóna mannlífa ár hvert.</p> <p>Upplýsingaveita Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) <a href="http://">segir</a>&nbsp;að á alþjóðlega salernisdeginum 19. nóvember sé ástæða til að minna á vanda sem margir hafi tilhneigingu til að leiða hjá sér. Í dag lifi 4,2 milljarðar manna án þess að hafa aðgang að lágmarks öruggri salernisaðstöðu. Af þeim þurfi 673 milljónir að ganga örna sinna undir beru lofti og þrjár milljónir njóti ekki aðstöðu til að þvo sér um hendur.</p> <p>Sjötta heimsmarkmiðið felst í því að tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu. UNRIC segir örugg hreinlætisaðstaða þýði að hver og einn þurfi ekki að deila salernis- og hreinlætisaðstöðu með öðrum heimilum og tryggt sé að fólk komist ekki í snertingu við saur. Í fréttinni segir einnig að ófullnægjandi salernisaðstaða hafi í för með sér að sjúkdómar berast úr óunnum mannlegum úrgangi í vatnsból og inn í fæðukeðjuna og þar með til milljarða manna. Talið sé að tveir milljarðar manna á heimsvísu verði að sætta sig við drykkjarvatn sem mengað er mannasauri vegna skorts á salernum og hreinlæti. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zm3f5n_fF8k" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Salernisskortur er talinn valda 432 þúsund dauðsföllum úr niðurgangspestum á ári og hann er stór orsakavaldur í útbreiðslu innvortis orma, egypsks augnkvefs og blóðögðuveiki. Talið er að 297 þúsund börn undir fimm ára aldri látist af völdum niðurgangspesta sem rætur eiga að rekja til óheilnæms drykkjarvatns og skorts á salernis- og hreinlætisaðstöðu. Fátækt fólk og aðrir sem höllum fæti standa, eru mun líklegri til að fylla þann flokk sem ekki hefur aðgang að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu,“ segir í fréttinni.</p> <p>Myndbandið er tekið í Buikwe, samstarfshéraði Íslendinga í Úganda.</p>

18.11.2019Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir

<span></span> <p>Þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga við að bæta aðstæður barna er enn þörf á brýnum umbótum ef fátækustu börnin eiga að finna fyrir betri hag. Þannig er komist að orði í inngangi að glænýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>UNICEF hvetur til þess að þjóðir heims endurnýi fyrirheit sín gagnvart Barnasáttmálanum.</p> <p>Haft er eftir Henriettu Fore, framkvæmdastjóra UNICEF, í <a href="https://news.un.org/en/story/2019/11/1051541http://" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna að þótt sífellt fleiri börn lifi betra og heilbrigðara lífi blasi andstæðurnar við hjá fátækustu og berskjölduðustu börnum. </p> <p>„Til viðbótar við viðvarandi áskoranir daglegs lífs eins og heilbrigði, næringu og menntun, glíma börn í dag við nýjar ógnir eins og loftslagsbreytingar og ofbeldi og einelti á netinu,“ segir hún. Henrietta bætir við að aðeins með nýsköpun, nýrri tækni, pólitískum vilja og fleiri bjargráðum komi Barnasáttmálinn til þess að verða raunverulegur fyrir öll börn í heiminum.</p> <p>Af alþjóðasamningum hefur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fengið útbreiddustu viðurkenninguna en hann hefur verið staðfestur í rúmlega 190 ríkjum. Til þess er einnig tekið að hann öðlaðist viðurkenningu á methraða, miðað við aðra alþjóðlega sáttmála.</p> <p>Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu og að réttinda þeirra hafi ekki verið nægilega gætt í fyrri mannréttindasamningum. Jafnframt felst í honum viðurkenning á því að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi, þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna. Þar er viðurkennt að barnæskan, sem stendur til átján ára aldurs, sé sérstakur tími þar sem börn eigi að fá að vaxa, læra, leika, þroskast og dafna með reisn.</p> <p>UNICEF greinir frá því í skýrslunni að frá því Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989 hafi dánartíðni barna undir fimm ára dregist saman um 60 prósent og hlutfall vannærðra barna sé tvöfalt minna en fyrir þrjátíu árum.</p> <p>Barnasáttmálinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 26. janúar 1989. Hann var fullgiltur árið 1992 og lögfestur árið 2013. Samningurinn hefur haft áhrif á fjölmargar stjórnarskrár, lög og stefnur sem endurspegla leiðarljós hans, jafnræði, rétt til verndar og starfa í þágu barna.</p>

15.11.2019Fulltrúar IFAD kynntu sér fjölbreytileika bláa hagkerfisins á Íslandi

<span></span> <p>Síðustu daga hafa verið hér á landi fulltrúar Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja til að kynna sér bláa hagkerfið, rannsóknastarf, þróun og tækni sem tengjast endurnýjanlegum auðlindum hafsins. Heimsóknin er liður í samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og IFAD um miðlun þekkingar Íslendinga á þessu sviði til að efla verkefni fjármögnuð af IFAD víðs vegar um heiminn.</p> <p><span>Að sögn Árna Helgasonar sendiráðunautar á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sem skipulagði Íslandsferðina fjármagnar IFAD ýmiss konar verkefni í þágu fólks til sveita, meðal annars hvað varðar fæðuöryggi og næringu en nokkur slík verkefni tengjast hafi og fiski, eða bláa hagkerfinu. </span></p> <p><span>Fulltrúar IFAD höfðu að sögn Árna mikinn áhuga á fjölbreytileikanum í bláa hagkerfinu á Íslandi þar sem öflug og frjó atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi hefur byggst upp í kringum íslenskan sjávarútveg, sem stuðlar að hagkvæmni í greininni.</span></p> <p><span>„Þeir sýndu til dæmis mikinn áhuga á innleiðingu vistvænna lausna og sókn í átt að 100 prósent nýtingu á afla úr sjó með nýstárlegri nýtingu á þeim hluta fiskafla sem áður taldist úrgangur en felur nú í sér verðmætar afurðir, nýttar í heilsuvörur og lyf. Einnig þótti þátttakendum athyglisvert að sjá hversu öfluga starfsemi á þessum sviðum mátti finna í litlum samfélögum á landsbyggðinni, og fullyrtu að margt af því sem Ísland hefur upp á að bjóða á þessu sviði getur orðið leiðarljós í þróunarverkefnum sem studd eru af IFAD í fátækum löndum heims,“ segir Árni.</span></p> <p><span>Auk fulltrúa frá höfuðstöðvum IFAD í Róm komu hingað til lands fulltrúar frá Indónesíu, Indlandi, Brasilíu, Mósambík og Saó Tóme. Dagskráin samanstóð af kynningarfundum með fulltrúum opinberra stofnana á vettvangi sjávarútvegs á Íslandi, heimsókn í fyrirtæki tengdum sjávarútvegi á Siglufirði, Dalvík og á Akureyri og fundum með nýsköpunar-og tæknifyrirtækjum í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem tengjast eð þjóna sjávarútveginum.</span></p> <p><span>IFAD er ein af þremur alþjóðstofnunum í Róm sem Ísland á í samvinnu við á sviði þróunarsamvinnu en hinar tvær stofnanirnar eru Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Fastafulltrúi Íslands gagnvart þessum þremur stofnunum er Stefán Jón Hafstein.</span></p>

14.11.2019Ísland ítrekar skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðismála

<span></span> <p><span>Fulltrúar Íslands áréttuðu áform ríkisstjórnarinnar um auknar aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis á alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun í Naíróbí í Kenya. Á fundum þeirra samhliða ráðstefnunni voru jafnréttis- og heilbrigðismál í brennidepli.&nbsp;</span></p> <p><span>Alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun (Nairobi Summit on ICPD25) lauk í dag í Naíróbí í Kenya. Fulltrúar yfir 130 ríkja tóku þátt í ráðstefnunni í Nairobi, auk fulltrúa fjölmargra samtaka og fyrirtækja. Þátttaka háttsettra afrískra ráðamanna á ráðstefnunni þykir sýna aukinn stuðning við þetta málefni sem hefur þótt umdeilt á alþjóðavettvangi.&nbsp;</span></p> <p><span>Á ráðstefnunni var fylgt eftir áætlun sem samþykkt var á ráðstefnu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem fram fór í Kaíró fyrir 25 árum. Sú ráðstefna markaði tímamót því þar voru kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi sett í forgrunn í tengslum við vinnu vegna mannfjöldaþróunar í heiminum. Ísland hefur á undanförnum árum aukið mjög stuðning við UNFPA en hún er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu samkvæmt þróunarsamvinnustefnu sem Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári.&nbsp;</span></p> <p><span>Kristín Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, flutti á ráðstefnunni yfirlýsingu fyrir hönd Íslands þar sem kynnt voru áform ríkisstjórnarinnar um frekari aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Í yfirlýsingunni kom fram að Ísland stendur fast við fyrri yfirlýsingar og skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, bæði alþjóðlega og heima fyrir. Þá gerði Kristín grein fyrir aðgerðum Ísland í Malaví og Sýrlandi og auknum framlögum til Malaví.</span></p> <p><span>Kristín tók auk þess þátt í pallborðsumræðu á ráðstefnunni, <a href="http://www.nairobisummiticpd.org/speaker/ss15krist%C3%ADn-a%C3%B0albj%C3%B6rg-%C3%A1rnad%C3%B3ttir">A Feminist Approach to Humanitarian Action</a>. þar sem hún greindi meðal annars frá áherslum Íslands í mannúðarmálum&nbsp; og verkefni sem Ísland styrkir í Tyrklandi um valdeflingu sýrlenskra flóttakvenna. Umrætt verkefni hlaut nýlega friðarverðlaunin Paris Peace Forum.&nbsp;</span></p> <p><span>Í tengslum við ráðstefnuna áttu fulltrúar Íslands fund með Meseret Teklemariam Zemedkun, forstöðukonu í orku- og jafnfréttismálum hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) þar sem samstarfsverkfni Íslands og UNEP á sviði jarðhita og jafnréttis voru meðal annars til umræðu. Þá funduðu fulltrúarnir með Nafissatou J. Diop, verkefnisstjóra hjá UNFPA, en Ísland hefur til margra ára styrkt verkefni stofnunarinnar sem miðar að því að uppræta limlestingu á kynfærum kvenna. Fulltrúarnir áttu jafnframt fund með Peter Kumpalume heilbrigðisráðherra Malaví og malavískum fulltrúum UNFPA þar sem þeir ræddu samvinnu íslenskra stjórnvalda og Malaví og aukin framlög Íslands til verkefna þar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Ísland hefur átt í farsælu samstarfi á sviði tvíhliða samskipta og þróunarsamvinnu við Malaví frá árinu 1989.</span></p> <p><span>Loks funduðu fulltrúarnir með dr. Kim Dickson, forstöðukonu UNFPA í Síerra Leóne, og Vicky the Poet, ellefu ára gamalli baráttukonu og ljóðskáldi frá Síerra Leóne. Á fundinum ræddu þau stöðu jafnréttismála í landinu og möguleika á þróunarsamvinnu við Ísland en auk þess flutti Vicky frumsamið ljóð um barnahjónabönd.&nbsp;<br /> <br /> </span></p> <div> <div id="_com_1" language="JavaScript">&nbsp;</div> </div> <p> </p>

14.11.2019Yfirvofandi vatnsskortur í norðaustur Sýrlandi

<span></span> <p>Óvirk vatnsdælustöð fyrir 400 þúsund íbúa í Sýrlandi veldur Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) þungum áhyggjum. „Það er brýnt að við finnum lausn á yfirvofandi vatnsskorti. Vatnsdælustöð sem þjónar 400 þúsund manns er mikilvægur hluti innviða sem þarf að vera í lagi. Þetta er annað dæmi um óbreytta borgara, sem taka ekki þátt í átökunum, en þjást vegna þeirra,“ segir Fabrizio Carboni, svæðisstjóri ICRC í þessum heimshluta. </p> <p>Rauði krossinn á Íslandi segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/astandid-i-syrlandi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að þrátt fyrir að sviðsljós heimsins á átökin í Sýrlandi hafi aftur dvínað sitji fólk enn eftir í erfiðum aðstæðum. „Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í norðaustur Sýrlandi en ein mikilvægasta vatnsdælustöðin í nágrenni Hasakeh hefur verið lokað. Vanalega þjónar dælustöðin um 400 þúsund manns en hefur nú ekki verið virk síðan 30. október síðastliðinn. Alþjóðaráðið og sýrlenski Rauði hálfmáninn (SARC) hafa gripið til neyðaraðgerða til að finna aðra vatnsveitu fyrir fólk á svæðinu, en aðgerðir þeirra í Sýrlandi eru þær umfangsmestu í öllum heiminum í dag,“ segir í fréttinni.</p> <p>Rauði krossinn áréttar að <span style="color: #7030a0;">a</span><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/althjodarad-rauda-krossins-minnir-a-althjodleg-mannudarlog">lþjóðleg mannúðarlög eiga að tryggja grunnþarfir óbreyttra borgara, jafnvel á tímum átaka.</a>&nbsp;Í norðaustur Sýrlandi eru innviðirnir, til dæmis vatnsstöðvar og stíflur, fyrir vatnsveitukerfi staðsett nálægt átakasvæðum og mikilvægt að þeir séu verndaðir.</p> <p>Fram kemur í fréttinni að Rauði krossinn fylgist með ástandinu og hafi brugðist við til að áhrifin af vatnsskorti verði sem minnst. Í byrjun nóvember dreifði Rauði krossinn samtals 460 þúsund lítrum af drykkjarvatni og studdi við Al Hol búðirnar, Areesha búðirnar, miðstöðvar fyrir flóttafólk í Hasekah-borg og fangelsi. „Rauði krossinn hvetur alla deiluaðila til að virða líf borgara og taka til allra mögulegra ráðstafana til að vernda og virða borgara og innviði samfélaga og leyfa fólki að komast í skjól sem vill flýja átakasvæðin.“</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans í Sýrlandi með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins, meðal annars&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-til-vidbotar-hafa-verid-starfandi-i-syrlandi-sidan-i-juli">með störfum sendifulltrúa</a>,&nbsp;auk fjármagns. Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur sem er margreyndur sendifulltrúi er að störfum í Sýrlandi fyrir Alþjóðaráðið og verður næstu þrjá mánuði á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum.</p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna Sýrlands lýkur 1. desember næstkomandi.</p>

13.11.2019Verkefnið leiddi til augljósra framfara á sviði jarðhitaþróunar

<span></span> <p>„Verkefnið leiddi augljóslega til framfara viðtökuríkjanna á sviði jarðhitaþróunar og getu þeirra til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir meðal annars í niðurstöðum óháðrar <a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Final_Report_GOPA-GEP_v02.pdf">lokaúttektar</a>&nbsp;á svæðaverkefni sem Ísland leiddi í jarðhitamálum í Austur-Afríku. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru þær að verkefnið hafi fallið vel að þörfum þeirra landa sem fengu aðstoð, það hafi verið í takt við stefnu Íslands og áherslur í þróunarsamvinnu og hafi fallið að forgangsröðun Norræna Þróunarsjóðsins (NDF) í loftslagsmálum. NDF var helsti samstarfsaðili Íslands í verkefninu en einnig hafði Alþjóðabankinn aðkomu að verkefninu. </p> <p>Verkefnið náði til þrettán ríkja í sigdalnum í Austur-Afríku á árunum 2013 til 2018<span>&nbsp; </span>og fólst einkum í að styðja ríkin við frumjarðhitarannsóknir til að fá úr því skorið hvort nýtanlegan jarðhita væri að finna.&nbsp;Verkefnið náði til Djibútí, Eritreu, Eþíópíu, Kenya, Malaví, Rúanda og Tansaníu. Þá var einnig stutt við annað verkefni, undirbúning að stofnun öndvegisseturs í jarðhitamálum fyrir Afríku í Kenya og tæknileg aðstoð var veitt til Afríkusambandsins. Tveimur verkþáttum er enn ólokið. Annars vegar uppsetningu á jarðvarmaþurrkara fyrir matvæli í Kenya sem sérfræðingar frá Matís fylgja eftir og hins vegar yfirborðsrannsóknum í Eritreu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í Naíróbí fylgir eftir. </p> <p>Úttektin var gerð af óháðum aðila, GOPA, sem er með aðsetur í Þýskalandi. Hún var unnin á tímabilinu október 2018 til apríl 2019. Um skilvirkni verkefnisins segir GOPA að verkefnið hafi verið hagkvæmt og að aðföng hafi verið vel nýtt, til dæmis með því að nota alþjóðleg útboð fyrir ákveðna verkþætti. Fram kemur í lokaúttektinni skýr ábending frá GOPA að þörf sé á frekari stuðningi í jarðhitamálum á þessu svæði og birtar fjölmargar ábendingar um það með hvaða hætti sá stuðningur geti verið. </p> <p><span style="color: black; background: white;">Síðar á þessu ári stendur til að skoða ítarlega hvernig veita má áframhaldandi stuðning til jarðhitaþróunar í Austur-Afríku. Tillögur úr úttekt á jarðhitaverkefni Íslands og NDF koma til með að nýtast í þeirri vinnu.</span></p>

12.11.2019Ríkisstjórnin samþykkir að taka á móti 85 flóttamönnum

<span></span> <p>Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið verði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við UNHCR. Samkvæmt <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/12/Mottaka-flottafolks-arid-2020/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá félagsmálaráðuneytinu er þetta í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flóttafólki.</p> <p>Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum:</p> <ul> <li>Tekið verði á móti&nbsp;<em>sýrlensku</em> flóttafólki&nbsp;sem er í Líbanon en Sýrlendingar eru enn fjölmennasta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýrlendinga í Líbanon fer síversnandi. Má þar nefna&nbsp;að um&nbsp;55% barna hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þar af hafa 40% engan aðgang að menntun&nbsp;og&nbsp;innan við 5% barna á aldrinum 15–18 ára hafa möguleika á menntun.</li> <li>Tekið verði á móti&nbsp;flóttafólki&nbsp;sem er í Kenya. Flóttamannastofnun áætlar að 45 þúsund manns séu í brýnni þörf&nbsp;fyrir&nbsp;að komast sem kvótaflóttafólk frá Kenya á þessu ári. Stofnunin hefur skilgreint fjóra hópa sem eru sérlega viðkvæmir. Það eru&nbsp;hinsegin flóttafólk, flóttafólk frá Suður-Súdan, flóttafólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum, mannréttindabaráttu og blaðamennsku og flóttafólk frá Sómalíu sem hefur sértækar þarfir.</li> <li>Tekið verði á móti&nbsp;afgönsku flóttafólki&nbsp;sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 miljónir flóttafólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið langtímum saman í flóttamannabúðum. Afganskar konur og stúlkur eru í sérlega viðkvæmri stöðu vegna kynbundins ofbeldis, þvingaðra hjónabanda og annarra hefða sem tengjast uppruna þeirra, kyni og stöðu.</li> </ul> <p>Íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa&nbsp;fimmtán&nbsp;sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún.</p> <p>Móttaka flóttafólks á Íslandi hefur þótt takast vel að mati Flóttamannastofnunar. Sá&nbsp;undirbúningur sem flóttafólkið fær áður en það ferðast til Íslands og móttaka hérlendis þykir til fyrirmyndar.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk.&nbsp;Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.</p>

12.11.2019Norrænar þjóðir vilja styðja uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Eþíópíu

<span></span> <span></span> <span></span> <p>Nýting norrænna lausna á sviði endurnýjanlegrar orku í þágu íbúa Eþíópíu var umræðuefni nýafstaðinnar ráðstefnu í Addis Ababa þar sem Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Kampala flutti opnunarræðuna. Fulltrúar allra norrænu þjóðanna lýstu sig reiðubúna að aðstoða stjórnvöld í Eþíópíu við að auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, en norrænu þjóðirnar búa allar yfir mikilli reynslu á því sviði.</p> <p>Unnur nefndi í erindi sínu að aðeins 35% íbúa Afríku hefðu aðgengi að rafmagni og ljóst væri að þjóðir Afríku stæðu frammi fyrir miklum áskorunum að auka rafvæðingu í álfunni. Hún minnti á að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu sett á laggirnar verkefnið „Norrænar orkulausnir" (Nordic Energy Solutions) einmitt í þeim tilgangi að deila með öðrum þjóðum tækniþekkingu norrænu þjóðanna á sviði endurnýjanlegrar orku til þeirra þjóða sem kalla eftir slíkri þekkingu. </p> <p>Norrænar orkulausnir eru hluti af enn stærra verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum&nbsp;(<a href="https://www.norden.org/en/nordic-solutions-global-challenges" target="_blank">Nordic Solutions to Global Challenges</a>)&nbsp;eru kynntar til leiks. Um er að ræða sameiginlegt norrænt átak til að styðja ríki utan Norðurlanda að ná heimsmarkmiðunum.&nbsp;Unnur sagði enn fremur að margar fjárfestingastofnanir væru starfandi á Norðurlöndunum sem gætu komið að orkuverkefnum eins og Norræni þróunarbankinn (NDF), Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og Norræni fjárfestingabankinn (NIB). „Norræn fyrirtæki sækjast eftir því að flytja út tækniþekkingu sína og lausnir en áhættan er oft stóra hindrunin og hún getur bæði verið af pólitískum og efnahagslegum toga," sagði Unnur.</p> <p>Íslendingar hafa, líkt og íslenski sendiherrann benti á, verið umsvifamiklir í Eþíópíu við innleiðingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu en íslenska fyrirtækið <a href="http://www.rg.is/" target="_blank">Reykjavík Geothermal</a>&nbsp;hefur um árabil verið með samninga við stjórnvöld í landinu um byggingu jarðvarmavirkjana með stuðningi alþjóðlegra fjárfesta. </p> <p>Jón Örn Jónsson, umdæmisstjóri Reykjavík Geothermal, tók þátt í pallborðsumræðum og hann lagði áherslu á fjölbreytta nýtingarmöguleika og stöðugleika jarðvarmans sem orkugjafa. "Í Eþíópíu er mikil fátækt og það skiptir máli að geta skapað störf. Bein nýting jarðhita er nánast óþekkt í Austur Afríku en er engu að síður eitthvað sem við á Íslandi höfum skapað okkur ákveðna sérþekkingu í. Þessa sérþekkingu eigum við að leggja áherslu á að miðla."</p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> </span> <p>Frehiwot Woldehanna, ráðherra orkumála í Eþíópíu, sagði í ræðu sinni að Reykjavik Geothermal hefði verið fyrsta einkafyrirtækið í orkugeiranum sem hefði eþíópísk stjórnvöld hefðu gert samning við. Tvær jarðvarmavirkjanir væru í smíðum á vegum þeirra, <a href="http://www.rg.is/static/files/about-us/rg-corbettigeothermalpower.pdf">Corbetti</a>&nbsp;og Tulu Moye, hvor um sig með framleiðslugetu upp á 500 MW.</p> <p> „Við erum sem þjóð sammála því að grundvallar breytingar eru nauðsynlegar til þess að tryggja sjálfbærari heim. Endurnýjanleg orka er nauðsynleg til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og tryggja aðgengi að hagkvæmri, áreiðanlegri, sjálfbærri og nútímalegri orku fyrir alla," sagði ráðherrann.</p> <p> Hann bætti við að samkvæmt áætlun stjórnvalda ættu allir íbúar Eþíópíu að vera komnir með rafmagn árið 2025. Aðeins 33% þjóðarinnar eru sem stendur með rafmagn á landsneti. Auk jarðvarma eru miklir möguleikar á orkusviðinu í sól, vatni, vindi og lífmassa.<br /> <br /> </p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';">&nbsp;<br /> </span>

11.11.2019Sendifulltrúi Rauða krossins til starfa á Bahamas í kjölfar fellibylsins Dorian

<span></span> <p>Ívar Schram sérfræðingur á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi hélt í gær til hjálparstarfa sem sendifulltrúi á Bahamas í kjölfar fellibylsins Dorian sem gekk fyrir eyjarnar í byrjun september og olli gríðarlegri eyðileggingu. Í kjölfar hamfarana gaf Rauði krossinn út neyðarbeiðni upp á 17,3 milljónir svissneskra franka – rúmlega 2,2 milljarða íslenskra króna – til að aðstoða sjö þúsund fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum. </p> <p>Samkvæmt frétt á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/sendifulltrui-til-starfa-a-bahamas" target="_blank">vef</a>&nbsp;Rauða krossins eru helstu verkefni samtakanna að aðstoða þolendur með því að koma upp bráðabirgðahúsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, vernd, tryggja matvælaöryggi og uppbyggingu í kjölfar hamfaranna. </p> <p>Ívar kemur til með aðstoða Rauða krossinn á Bahamas í að tryggja að hjálparstarf Rauða krossins sé í samræmi við þarfir þolenda og að það sé tryggt að þolendur og viðtakendur hjálpargagna og hjálparstarfsins séu hafðir með í ráðum þegar kemur að dreifingu hjálpargagna, aðgengi að þjónustu og í uppbyggingu í kjölfar hamfaranna.</p> <p>Ívar hefur starfað með Rauða krossinum í tæpan áratug. Fyrst sem sjálfboðaliði, síðar sem starfsmaður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og síðustu ár sem sérfræðingur í neyðarvörnum og alþjóðlegu hjálparstarfi. Ívar er jafnframt viðurkenndur leiðbeinandi í samfélagslegri nálgun og áreiðanleika sem verður jafnframt meginverkefni hans á Bahamas. Fyrr í vikunni lauk Ívar við tveggja daga námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi sem sinnir verkefnum í þágu flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. </p> <p>Ívar kveðst vera spenntur fyrir verkefnum næstu viku sem hann veit jafnframt að verða mjög krefjandi. „Ég er hins vegar mjög vel undirbúinn og fengið mjög góða þjálfun hjá Rauða krossinum og er spenntur að taka þátt í lífsbjargandi hjálparstarfi. Sérstaða Rauða krossins nýtist vel í þessum verkefnum sem og öðrum því það eru sjálfboðaliðar sem bera hjálparstarfið uppi, ég verð þarna til að aðstoða við skipulagningu og þeim til halds og trausts. Í því liggur styrkur Rauða krossins að við vorum þarna áður en hamfarirnar dundu yfir, verðum þarna á meðan verið er að koma hlutum í samt horf og verðum þarna þegar uppbygging hefst og þegar henni lýkur“, segir Ívar.</p> <p>Áætlað er að Ívar sinni sendifulltrúastörfum í einn mánuð á Bahamas. </p>

08.11.2019Íslendingar veita sérfræðiþekkingu í þangræktun á Filippseyjum

<span></span> <p>Ræktun á þangi er ein af þeim leiðum sem Alþjóðabankinn og fleiri hafa til skoðunar til þess að auka heimsframleiðslu á próteini. Matís tók fyrir hönd utanríkisráðuneytisins þátt í verkefni fyrir skömmu á Filippseyjum sem er hluti af samstarfsverkefni ráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita aðgang að sérfræðiþekkingu Íslendinga, meðal annars um uppbyggingu á eldi í sjó, með sérstaka áherslu á ræktun á þangi.</p> <p>Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur hjá Matís segir í <a href="http://www.bb.is/2019/11/samstarf-matis-og-utanrikisraduneytisins-i-filipseyjum/" target="_blank">grein</a>&nbsp;í vestfirska vefmiðlinum Bæjarins besta að fram hafi komið í <a href="http://documents.worldbank.org/curated/en/947831469090666344/pdf/107147-WP-REVISED-Seaweed-Aquaculture-Web.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Alþjóðabankans að fram til ársins 2050 þurfi að auka heimsframleiðslu á próteini um 50–70 prósent til að fullnægja fæðuþörf jarðarbúa. „Það verður varla gert með hefðbundnum landbúnaði sem er í dag ein helsta uppspretta gróðurhúsaloftegunda og neikvæðra umhverfisáhrifa og hreinlega ekkert pláss til ræktunar. Mikil tækifæri liggja hins vegar í ræktun í sjó sem jafnframt hefði jákvæð áhrif á lífríki jarðar,“ segir Gunnar.</p> <p>Matís hefur þegar komið að tugum rannsókna á nýtingu þörunga og Gunnar segir mikinn áhuga meðal erlendra rannsóknaraðila. „Efna- og plastframleiðendur hafa sýnt því áhuga að nota hluta af þangi til framleiðslu sinnar. En hvað þarf til að koma svona hugmyndum á rekspöl? Tæknilega verða engar óyfirstíganlegar hindranir, sem hugvit og frumkvæði geta ekki leyst. Allt mun þetta snúast um mannlega þáttinn, að koma á breytingum og endurskapa núverandi menningu,“ segir hann.</p> <p><strong>Ræktun á þangi á Filipseyjum</strong></p> <p>Fram kemur í greininni að Filippseyjar eru þriðju mestu ræktendur á þangi í heiminum, næstir á eftir Kína og Indónesíu, með um 1,5 milljónir tonna á ári. Megin hluti þessarar ræktunar er notað sem hráefni í karragenín framleiðslu, sem fer síðan í útflutning og er meðal annars notað til framleiðslu á matvælum. </p> <p>„Ræktun á þangi er mikilvæg fyrir efnahag landsins og afkomu fólks, en um ein milljón manna hafa lifibrauð af atvinnugreininni. En ræktunin er frumstæð og bændur búa við mikla fátækt og óvissu. Hver fjölskylda ræktar þara á svæði sem er um hálfur til einn hektari, og fer ræktunin aðallega fram á grunnsævi til að bændur getið athafnað sig án þess að nota báta. Það eru margskonar ógnir sem bændur búa við, stormar geta lagt ræktunina í rúst og breytingar á hitastigi sjávar eða seltustigi geta valdið sjúkdómum sem eyðileggja uppskeruna. Bændur hafa ekkert borð fyrir báru, og þó að þeir geti náð 4-6 uppskerum á ári, þarf ekki marga bresti til að þeir hafi ekki efni á að kaupa nýjan búnað eða græðlinga og þá er ræktunin sjálfstopp og fjölskyldan án lífsviðurværis.“</p> <p><strong>Nýta kaupfélagsformið</strong></p> <p>Gunnar segir eina hugmyndina vera þá að auka framleiðsluna með því að stofna kaupfélög um ræktunina, með um 100 bændum, og til hliðar við það væri tryggður rekstur um ræktun og framleiðslu á græðlingum. „Fjármagn væri útvegað til að nútímavæða ræktunina þar sem hún væri færð á meira dýpi og búnaðurinn væri strengdur niður, ekki ósvipað og við þekkjum með laxeldiskvíar hér á landi.“ </p> <p>Gunnar segir að með því að færa ræktunina á meira dýpi losni bændur við sveiflu í hita og seltustigi sem valdi sjúkdómum og sé ein mesta ógnunin í dag. Við fjöruborðið geti selta og hiti breyst mikið við rigningar, sem geti stundum dunið á vikum saman í hitabeltinu. </p> <p>„Þannig gætu þessar hugmyndir breytt miklu fyrir íbúa svæða þar sem ræktunin fer fram, sem eru mjög fátækir og lifa fyrir hvern dag fyrir sig í algeru öryggisleysi. Með 500 milljón tonna framleiðslu myndu skapast 50 milljón bein störf við ræktun í hitabeltinu, sem gætu með óbeinum störfum orðið um 100 milljón og skilað 500 milljörðum dollara í verðmætum,“ skrifar Gunnar Þórðarson í grein sinni.</p>

07.11.2019Móttaka fyrir flóttamenn í Mosfellsbæ

<span></span> <p>Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var í gær viðstaddur formlega móttöku flóttafólks frá Kenía í Mosfellsbæ. Fólkið er hluti af 25 manna hópi sem kom til landsins 12. september síðastliðinn. Hluti hópsins settist að í Garðabæ og á Seltjarnarnesi og hluti í Mosfellsbæ. Þetta er í annað sinn sem Mosfellsbær tekur á móti kvótaflóttafólki.</p> <p>„Ég vona að þið séuð hægt og rólega að venjast lífinu hér í Mosfellsbæ, þó ég viti að það taki talsvert lengri tíma að aðlagast að fullu,“ sagði Ásmundur Einar við móttökuna. „Það krefst hugrekkis að flytja til lands sem sum ykkar höfðuð jafnvel ekki heyrt um. Það er því vonandi gott til þess að vita að vel hefur gengið hjá hópnum sem settist hér að í fyrra og vona ég að hið sama muni gilda um ykkur. Ég vil jafnframt nota tækifærið og þakka Mosfellsbæ og örðum sem að verkefninu koma fyrir sitt góða framlag.“</p> <p>Hinn 12. október 2018 samþykkti ríkisstjórnin að tekið yrði á móti allt að 75 flóttamönnum árið 2019. Fyrri hópurinn kom til landsins í apríl en þá var tekið á móti 50 einstaklingum frá Sýrlandi og eru þeir nú búsettir á Hvammstanga, á Blönduósi og í Árborg. Ekki hefur verið tekið á móti fleiri flóttafólk frá árinu 1999 þegar tekið var á móti 75 einstaklingum frá Kosovo.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p>

06.11.2019Íslandi gert hátt undir höfði í nýrri HeForShe skýrslu

<span></span> <p>Íslandi er gert hátt undir höfði í nýrri ársskýrslu <a href="https://heforshe.is/" target="_blank">HeForShe</a>&nbsp;hreyfingar UN Women. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er meðal tíu þjóðarleiðtoga sem eru sérstakir forsvarsmenn HeForShe. Í skýrslunni segir Guðni meðal annars að kynjajafnrétti sé ekki aðeins grundvallar mannréttindi heldur undirstaða þess að byggja upp betra samfélag. „Samfélag sem leitast ekki við að ná kynjajafnrétti er óréttlátt, ófullkomið og óskilvirkt. Á Íslandi höfum við komist að því að kynjajafnrétti kemur ekki fyrirhafnarlaust. Samstilltar aðgerðir eru nauðsynlegar, aðgerðir allra, ekki síst karla og stráka,“ segir forsetinn.</p> <p>Í kaflanum um Ísland er meðal annars viðtal við Kristinn Óla Haraldsson, öðru nafni Króla, nítján ára hip-hop tónlistaramann sem var einn tólf íslenskra karla sem tóku þátt í áhrifamiklu verkefni UN Women á Íslandi á síðasta ári þar sem þeir óundirbúnir lásu sanna frásögn af kynbundnu ofbeldi – en vissu ekki að konan sem rétti þeim handritið var konan sem brotið var á (sjá myndband).</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/nDHGwZCRZ34" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í ársskýrslunni „<a href="https://www.heforshe.org/sites/default/files/2019-09/HeForShe%202019%20IMPACT%20Report_Full.pdf" target="_blank">2019 Impact Report</a>“ er að finna yfirlit yfir árangur herferðarinnar sem hefur það að leiðarljósi að virkja karlmenn í baráttunni fyrir kynjajafnrétti í heiminum. Rúmlega þrjátíu leiðtogar á alþjóðavísu eru í forsvari fyrir HeForShe, meðal annars þjóðhöfðingar, forstjórar stórfyrirtækja og forystumenn í fræðasamfélaginu.</p> <p>„Jafnrétti og réttindi kvenna eru grundvallaratriði þegar horft er til framþróunar í heiminum. Undanfarna áratugi höfum við séð ótrúlegar framfarir varðandi réttindi og forystu kvenna á ýmsum sviðum en þessi ávinningur er fjarri því að vera stöðugur og raunar fjölgar þeim tilvikum, að þeir sem telja forréttindum sínum ógnað, bregðist við með neikvæðum hætti,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála ársskýrslunnar.</p> <p>Hann segir ástæðuna vera þá að kynjajafnrétti sé í grunninn spurning um völd. „Þegar við gerum okkur fulla grein fyrir því að við búum í heimi þar sem karlar ráða ferðinni í karllægri menningu og sjáum kvenréttindi sem leið til breytinga öllum til heilla, þá fyrst munum við sjá hraðari framþróun,“ segir Guterres.</p>

05.11.2019Blásið til herferðar gegn örplasti í snyrtivörum

<span></span> <p>Hvað er í baðherberginu hjá þér? spyr Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og hvetur fólk til að skoða snyrtivörur á baðherbergjum. Markmiðið er að auka vitund almennings um þann skaða sem örplast í þeim vörum getur valdið.</p> <p>Blásið er til herferðarinnar í framhaldi af nýlegri <a href="https://www.unenvironment.org/resources/report/plastics-cosmetics-are-we-polluting-environment-through-our-personal-care" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;sem leiddi í ljós að snyrtivörur geta innihaldið örplast sem endar í hafinu og flyst með sjávarlífverum yfir í fæðukeðju mannsins með fiskneyslu. Örplast er skilgreint sem plast undir fimm millimetrum að stærð.</p> <p>Vísindamenn segja að snyrtivörur geti innihaldið allt að 360 þúsund örperlur. Þeim sé skolað niður um frárennsli, þær síast ekki frá með hreinsibúnaði og berast því auðveldlega út í heimshöfin. Þær líti út eins og matur og því séu þær étnar af fiskum og komist þannig inn í fæðukeðjuna.</p> <p>Talið er að á ári hverju endi um átta milljónir tonna af plasti í hafi. Það jafngildir því að á hverri mínútu tæmi einn sorpbíll rusl í hafið. Það er áhyggjuefni að mati UNEP að á síðustu tveimur áratugum hefur útbreiðsla á örplasti og einnota plasti gert þennan vanda enn meiri. Í fréttinni segir að flestir tengi plastmengun í hafi við það að sjá plastúrgang í fjörum eða fljótandi á yfirborði sjávar. Hins vegar sé örplastið falin hætta því það sé ósýnilegt og þar af leiðandi lítill gaumur gefinn.</p> <p>Milli sextíu og níutíu prósent af því rusli sem safnast saman við strendur, á yfirburði sjávar og á sjávarbotni, er plast. Algengustu hlutirnir eru sígarettustubbar, pokar og umbúðir utan um matvæli og drykki. Af þessu leiðir að sorp í hafinu skaðar 800 sjávarlífverur, þar af 15 sem eru í útrýmingarhættu.</p> <p>UNEP segir að flestir tengi plastmengun í hafi við plastagnir meðfram strandlengjum eða því plasti sem flýtur á yfirborði sjávar. Örplast og örperlur séu hins vegar falin áskorun því ósýnileikinn geri það að verkum að fæstir leiða hugann að þeim. Auk þess að stofna lífríki sjávar í hættu eru heilsufarslegar afleiðingar örplasts á fólk ekki að fullu þekkt.</p> <p>Hvað er í baðherberginu þínu? er önnur herferð UNEP gegn plastmengun í hafi. Fyrri herferðin hófst 2017 og nefndist „Hrein höf“ (<a href="https://www.cleanseas.org/">Clean Seas</a>) og beindist sérstaklega að óhóflegri notkun á einnota plasti og örplasti.</p> <p>Í næstunni býður UNEP öllum að skoða vörur á baðherbergjum sínum og sækja upplýsingar á Instagram-reikningi stofnunarinnar um það hvernig taka megi þátt í átakinu.</p>

05.11.2019Ungmennafulltrúi valinn á sviði loftslagsmála

<span></span> <p>Aðalbjörg Egilsdóttir var í gærkvöldi kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. </p> <p>Aðalbjörg er menntaður líffræðingur og starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins.<br /> <br /> Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.<br /> <br /> „Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga.<br /> <br /> Þetta er í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum.</p>

04.11.2019Yfir tíu milljónir söfnuðust í landssöfnun UN Women

<span></span> <p>Landssöfnun UN Women á Íslandi í beinni útsendingu á RÚV skilaði yfir tíu milljónum króna og 1330 einstaklingar gerðust „Ljósberar“ UN Women. „Við hjá UN Women á Íslandi erum í skýjunum yfir árangrinum og stolt af þeim stuðningi sem landsmenn sýna þessum útbreidda heimsfaraldri sem fáir beina sjónum sínum að,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</p> <p>„Stúlka, ekki brúður“ var yfirskrift þáttarins sem var á dagskrá RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þátturinn var unnin af UN Women á Íslandi í samstarfi við RÚV og sjónum var beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum. Fram kom í þættinum að rúmlega tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári, sem þýðir að 23 barnugnar stúlkur eru þvingaðar í hjónabnd á hverri mínútu.</p> <p><span>Fulltrúar UN Women á Íslandi heimsóttu Malaví nýverið ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur leikkonu og rithöfundi. Þar kynntu þau sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og voru sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum.</span></p> <p><span>Allt söfnunarfé rennur beint til UN Women í Malaví og miðar að því að styrkja stúlkur aftur til náms eftir að hafa verið leystar úr ólöglegum hjónaböndum. Söfnunarfé verður einnig notað til aukinnar fræðslu á öllum stigum samfélagsins um skaðlegar afleiðingar þess að þvinga barnungar stúlkur í hjónabönd.</span></p> <p><span>„Það að fólk styðji við þennan berskjaldaða hóp, stúlkur sem beittar eru kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar í hjónabönd á barnsaldri, sýnir einstakan samtakamátt sem ekki er sjálfsagður. Við viljum því koma á framfæri innilegu þakklæti til allra okkar Ljósbera og styrktaraðila,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</span></p>

01.11.2019Ísland skipar ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála

<span></span> <p>Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála verður valinn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum en hann verður skipaður í eitt ár og kemur til með að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember í umboði íslenskra ungmenna.</p> <p><span> Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á <a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-loftslagsmala/" target="_blank">vef</a>&nbsp;sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF&nbsp;4. nóvember næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Sendinefndin verður því til að byrja með skipuð af ungmennafulltrúanum á sviði mannréttinda, sem <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/08/15/Esther-kjorin-ungmennafulltrui-Islands/" target="_blank">skipaður</a>&nbsp;var í sumar í samstarfi við utanríkisráðuneytið, og væntanlegum ungmennafulltrúa á sviði loftslagsmála. Sendinefndin verður síðan fullskipuð með fulltrúum sjálfbærrar þróunar og menntamála.</span></p> <p><span>Skipun ungmennafulltrúa Íslands á sviði mannréttinda, og þátttaka hans í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, gaf afskaplega góða raun, að mati Sigurðar Helga Birgissonar, verkefnastjóra hjá LUF. „Við mótun verkefnisins á Íslandi var litið til reynslu ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið og byggt á þeirri þekkingu. Algengast er að val&nbsp;og skipun ungmennafulltrúa sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest,“ segir hann.</span></p> <p><span></span>Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks.&nbsp;Gert ráð fyrir þátttöku ungmennafulltrúa á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna og því er markmið LUF&nbsp;að tryggja aðkomu íslenskra ungmenna að öllum stærstu viðburðum Sameinuðu þjóðanna á grundvelli lýðræðislegs umboðs ungs fólks, í samstarfi við viðeigandi ráðuneyti.</p> <p><span> Nánar á <a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-loftslagsmala/" target="_blank">vef</a>&nbsp;LUF.</span></p>

01.11.2019Hungur blasir við 45 milljónum íbúa í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Horfur eru á alvarlegum matarskorti meðal íbúa í sunnanverðri Afríku á næstu sex mánuðum. Að mati þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna er óttast að allt að 45 milljónir íbúa í þessum heimshluta hafi lítið til hnífs og skeiðar á næstu mánuðum, fleiri en nokkru sinni fyrr. Miklir þurrkar hafa verið á stórum hluta þessa svæðis, þeir verstu í 35 ár. Þegar draga rúmlega 11 milljónir íbúa níu þjóða fram lífið við hungurmörk.</p> <p><span>Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna með aðalstöðvar í Róm, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar (IFAD) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) hafa sent frá sér sameiginlega viðvörun um ástandið í sunnanverðri Afríku. Þær kalla eftir fjárframlögum til að afstýra hungursneyð og fráfestingu til langs tíma í því skyni að berjast gegn áhrifum loftslagsbreytinga og efla viðnámsþrótt samfélaga.</span></p> <p><span>Þjóðirnar níu þar sem matvælaástandið er alvarlegast eru Angóla, Simbabve, Mósambík, Sambía, Madagaskar, Malaví, Namibía, Eswatini og Lesótó. </span></p> <p><span>„Við þurfum bæði að bregðast við neyðinni, þörf milljóna íbúa fyrir næringu, og eins að byggja upp viðnámsþrótt samfélaganna gegn sívaxandi ógn af alvarlegum þurrkum, flóðum og óveðri,“ segir Margaret Malu, starfandi framkvæmdastjóri WFP í sunnanverðri Afríku. Hún bendir á að öfgar í veðurfari valdi eyðileggingu á uppskeru smábænda sem reiða sig á rigningu til að sjá fjölskyldum farborða, auk þess sem skepnur horfalla í stórum stíl.</span></p> <p><span>Matvælaskorturinn nær einnig til þéttbýlis því matvælaverð hefur hækkað og atvinnuleysi er mikið í borgum.</span></p>

31.10.2019Við megum aldrei hætta að hlusta, segir UNICEF

<span></span> <p><span>Fjölmargir Íslendingar hafa fengið inn um bréfalúguna, eða fundið á fjölförnum stöðum, dularfullt umslag með áskoruninni um að hringja í símanúmerið 562-6262. Uppátækið er liður í því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hefur blásið nýju lífi í neyðarsöfnun sína fyrir börn í Sýrlandi með óhefðbundnum hætti. Að sögn samtakanna hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Íslendingar sýna að börnin í Sýrlandi eru ekki gleymd,“ segir í frétt á vef UNICEF.</span></p> <p><span>Með þessari herferð er UNICEF á Íslandi að senda Íslendingum áskorun um að hlusta á börn í Sýrlandi með því að hringja í fyrrnefnt símanúmer. „Á hinum enda línunnar heyrir þú sögu af raunverulegum atburðum og aðstæðum barna í Sýrlandi en sagan hefur vakið mikla athygli og fjölmarga til umhugsunar. Þorir þú að hlusta?“</span></p> <p><span>„Við völdum að fara þessa óhefðbundnu leið því undanfarin ár hafa allir miðlar verið uppfullir af fréttum af „ástandinu í Sýrlandi“ og við skiljum að fólk getur upplifað eins konar neyðardoða þegar neyðin hefur staðið svona lengi yfir,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við vildum með þessu virkja fólk til að sýna hluttekningu með börnum í Sýrlandi með því að stíga eitt aukaskref og sækja sér söguna sjálft. Með því að hringja í símanúmerið og hlusta á söguna erum við að sýna börnum í Sýrlandi að við erum ekki hætt að hlusta og að sögur þeirra og upplifun skiptir okkur máli,“ segir Bergsteinn.</span></p> <p><span>UNICEF hefur staðið vaktina í Sýrlandi frá því átök hófust þar árið 2011. Eftir að Tyrklandsher réðst inn á landsvæði Kúrda fyrr í mánuðinum hefur á nýjanleik skapast alvarleg neyð.&nbsp;&nbsp;Um 80 þúsund börn&nbsp;lentu á vergangi vegna þessa þegar þau flúðu heimili sín. „Sá fjöldi er eins og öll börn á Íslandi, 17 ára og yngri.&nbsp;Neyð þessara barna er mikil þó árásum hafi linnt. Skortur á hreinu vatni, nauðsynjum, mat og lyfjum setur tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra í hættu. Hvert látið og slasað barn er einu of mikið,“ segir UNICEF og hvetur Íslendinga til að hlusta.</span></p>

30.10.2019Nýir samningar um betri lífsgæði í hverri viku

<span></span> <p><span>Ríkisstjórn Bangladess skrifaði í morgun undir 1,3 milljarða króna samning við Alþjóðabankann um fjármögnun á nýrri vatnsveitu fyrir þrjátíu sveitarfélög í landinu sem kemur til með að bæta lífsgæði 600 þúsund íbúa. Fyrr í vikunni samþykktu stjórnendur Alþjóðabankans 2 milljarða króna fjárstuðning til ríkisstjórnar Gana um menntaverkefni sem nær til tveggja milljóna barna og í síðustu viku var afgreitt 500 milljóna króna lán til Mósambíkur í þágu íbúa sem urðu illa úti í fellibyljum fyrr á árinu.</span></p> <p><span>Þetta eru aðeins þrjú dæmi af mörgum um fjárstuðning og framlög Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA), þeirrar stofnunar Alþjóðabankans, sem styður fátækustu þróunarríkin. IDA leggur fram ár hvert um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum ríkum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum frá IDA er meðal annars varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þróunarríkjum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast.</span></p> <p><span>Árangurinn af verkefnum IDA á síðustu árum er meðal annars sá að 330 milljónir barna hafa verið bólusettar gegn skæðum sjúkdómum, 96 milljónir manna hafa fengið aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónir hafa fengið aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. IDA á einnig stóran þátt í því að draga úr sárafátækt í heiminum en frá árinu 1990 til 2008 fækkaði sárafátækum í heiminum úr 36 prósentum niður í 8,6 prósent. Lífsgæði hundruð milljóna manna hafa einnig aukist á sama tíma.</span></p> <p><span>Margt er þó enn ógert. Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans hafa tveir af hverjum þremur jarðarbúum ekki aðgang að rafmagni, einn af hverjum þremur hefur ekki aðgang að hreinu neysluvatni og einn af hverjum fimm býr við vannæringu.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/yLKRzoPZ0pE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Íslendingar hafa um tæplega sextíu ára skeið lagt fram fjármuni í þróunarsamstarf IDA og sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála. Ísland situr sem kunnugt er næstu tvö árin í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. </span></p>

29.10.2019UNICEF setur upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum

<span></span> <p><span style="color: black;">Sjö þúsund sýrlenskir flóttamenn, helmingurinn börn, hafa flúið átökin í landinu og haldið yfir í suðurhluta Íraks þar sem Kúrdar eru fjölmennir. Langflestir komu fótgangandi, þjakaðir af líkamlegum og andlegum raunum, eins og segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin</span><span> hafa sett upp barnvæn&nbsp;svæði flóttamannabúðum, veita sálrænan stuðning og tímabundin kennslusvæði svo börn geti haldið áfram að nýta rétt sinn til menntunar.</span></p> <p><span>„Það féll sprengja við húsið okkar og sú upplifun ásækir fjögurra ára son minn. Hann man allt sem gerðist, hljóðið í sprengjuvörpunum og sprengingarnar,“ segir&nbsp;Awaz&nbsp;Subhi, þriggja barna móðir sem flúði bæinn&nbsp;Kobani&nbsp;í norðausturhluta Sýrlands þegar Tyrkir gerðu innrás þann 9. október síðastliðinn.</span></p> <p><span>„Meira að segja þegar börnin leika sér þá eru þau að endurgera og endurupplifa árásirnar. Þessi minning mun alltaf elta okkur,“ segir&nbsp;Awaz&nbsp;sorgmædd.</span></p> <p><span>Í <a href="https://unicef.is/bornin-muna-sprengjurnar">frétt</a>&nbsp;UNICEF segir að þeta sé ekki í fyrsta skipti sem ung fjölskylda hennar þverar landamærin milli Sýrlands og Írak sem flóttafólk. Þau hafi fyrst komið til Íraks árið 2014 þegar þau flúðu&nbsp;ISIS&nbsp;og héldu þá til í&nbsp;Erbil, höfuðborg kúrdíska héraðsins í Írak, í ellefu mánuði. Þau sneru aftur heim eftir það. Nú hafi þau enn á ný verið rifin upp með rótum í skugga stríðsátaka.</span></p> <p><span>„Ég vil frið og öryggi fyrir börnin mín. En það er erfitt að ímynda sér að lífið verði nokkru sinni aftur eðlilegt,“ segir&nbsp;Awaz&nbsp;í samtali við fulltrúa&nbsp;UNICEF&nbsp;í Írak. Í orðum hennar er ekki uppgjöf en það er merkjanleg þreyta. Þreyta þess sem upplifað hefur og séð allt of mikið af stríðsátökum um ævina.</span></p> <p><span>„Við náum vart andanum. Líf okkar hafa verið eyðilögð.“&nbsp;</span></p> <p><span>UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar veita neyðaraðstoð og bjarga lífum viðkvæmra hópa við landamæri Sýrlands og Írak á hverjum degi.&nbsp;UNICEF&nbsp;dreifir vatni og nauðsynjum til flóttafólks áður en það er flutt í búðir þar sem í boði er skjól, matur, vatn og aðrar nauðsynjar, auk heilsufarsskoðunar.</span></p> <p><span>Í frétt UNICEF kemur fram að samtökin hafi það sem af er fundið níu fylgdarlaus börn nærri&nbsp;Duhok&nbsp;og&nbsp;Ninawa. Sex þeirra hafa þegar verið sameinuð fjölskyldum sínum, haft hefur verið upp á fjölskyldu tveggja til viðbótar sem bíða þess að vera sameinuð á ný. Enn á eftir að finna fjölskyldu eins barnanna.</span></p> <p><span>Skólaárið var nýhafið hjá flestum þegar innrás Tyrkja í Sýrland var gerð. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;einnig&nbsp;unnið að því að bólusetja öll börn undir fimmtán ára aldri fyrir&nbsp;mænusótt&nbsp;og&nbsp;mislingum.</span></p> <p><span>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi stendur yfir. Hægt er að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900. (1.900 kr.) og tekið er á móti frjálsum framlögum inn á reikning 701-26-102040 og kt. 481203-2950.</span></p>

28.10.2019Stúlka ekki brúður – landssöfnun UN Women á föstudagskvöld

<span></span> <p>Yfir tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband ár hvert. Það þýðir að 23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu. Þessi útbreidda birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguð barnahjónabönd, verður í brennidepli á föstudaginn kemur, 1. nóvember, þegar landsnefnd UN Women á Íslandi efnir til landssöfnunar í beinni útsendingu á RÚV, strax að loknum fréttum klukkan 19:45. </p> <p>Stúlka ekki brúður – er yfirskrift landssöfnunarinnar þar sem grínistar, sérfræðingar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarfólk koma fram í fræðslu- og skemmtiþætti, þeim fyrsta sem UN Women, bæði á Íslandi og heimsvísu, efnir til. Almenningur verður jafnframt hvattur til að gerast <a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/manadarlegur-styrkur/">Ljósberar UN Women</a>. </p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2funwomenIsland%2fvideos%2f1217286711813065%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Fulltrúar UN Women á Íslandi, ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur, heimsóttu nýverið Malaví og kynnti sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi verða frumsýndar í þættinum. </p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2funwomenIsland%2fvideos%2f2444120935909276%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Kynnar á RÚV eru Eva María Jónsdóttir og Guðmundur Pálsson ásamt Björgu Magnúsdóttur og Atla Má Steinarssyni, sem stýra útsendingu í símaveri Símans.</p> <p>Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru handritshöfundar grínsins sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir. Af tónlistarfólki verður Páll Óskar gestur þáttarins ásamt GDRN, Lay Low, Ragga Bjarna og Emilíönu Torrini.</p> <p>Eliza Reid, Unnsteinn Manúel, Íris Björg Stefánsdóttir sérfræðingur UN Women í Tyrklandi eru meðal þeirra sem fram koma í þættinum ásamt Bergi Ebba, Sveppa, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og fjölda annarra.</p>

25.10.2019Íslensk stuðningur bætir lífsgæði í útgerðarbænum Tombo

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vígði á dögunum nýtt reykofnaskýli í fiskimannabænum Tombo í Síerra Leóne sem er hluti af samstarfsverkefni Íslands með þarlendum stjórnvöldum. Ráðherra fór einnig í vettvangsskoðun og kynnti sér metnaðarfullt samstarfsverkefni með UNICEF í vatns-, salernis- og hreinlætismálum, en með verkefninu á bæði að veita hreinu vatni til fjörutíu þúsund íbúa á svæðinu, auk þess sem vatnið nýtist til verðmætaaukningar við fiskvinnslu.</p> <p>Á hátíðarstundum í Síerra Leóne, líkt og annars staðar í Afríku, flytja háttsettir gestir ræður og boðið er upp á menningarleg dansatriði og hljóðfæraslátt, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Við vígsluna í Tombo voru meðal annars viðstaddir þrír innlendir ráðherrar, auk íslenska utanríkisráðherrans, og á fremsta bekk sátu höfðingjar, bæði frá borg og héraði.</p> <p>„Já, þetta var stór dagur, mikil hátíðahöld, margir ráðherrar og leiðtogar af svæðinu, auk kvennanna sem sjá um fiskvinnsluna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Það er auðvitað byltingarkennt að hér séu að koma reykofnar með okkar stuðningi sem gera það að verkum að konurnar þurfa ekki lengur að vinna við skelfilegar aðstæður, oft með börnin sín. Konurnar nota miklu minni orku og gæði fisksins eru miklu meiri. Grunnurinn að þessu er líka annað verkefni, sem við höfum komið að, sem er meira að segja á okkar mælikvarða frekar stórt, en það er vatnsveita fyrir fjörutíu þúsund íbúa, fleiri en í Kópavogi. Það er ánægjulegt að sjá þakklætið en ekki síður að sjá að okkar verkefni með alþjóðlegum stofnunum skiptir virkilega máli og mun gera líf fólksins miklu betra,“ sagði ráðherra.</p> <p>Guðlaugur Þór klippti á borða í nýbyggingu reykofnaskýlis og opnaði þar með formlega nýja reykofna á hafnarsvæðinu í Tombo. Íslensk sérþekking og hugvit eru leiðandi í uppbyggingu og framkvæmd verkefna sem Íslendingar styðja í þessum útgerðarbæ. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sá um að byggja upp getu og þjálfa starfsfólk en Matís sá um hönnun á nýrri reykofnatækni. Tæknin leiðir til þess að hægt er að framleiða fiskafurðir í betri gæðum og auka bæði verðmæti aflans og nýtingu. Annar kostur þessarar tækni felst í því að einungis um 20 prósent er notað af þeim eldiviði sem áður þurfti við reykingu á fiski í Síerra Leóne, auk þess sem tæknin er umhverfisvænni. Þá er ótalinn einn mikilvægasti kosturinn sem lýtur að heilsu kvennanna sem reykja fiskinn: þær þurfa nú ekki lengur að standa í reyknum, oft með börn á bakinu, og anda honum að sér, með afleitum áhrifum á öndunarfæri og augu.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/cW5OjCRnphY" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Skortur á rafmagni í Síerra Leóne er meginástæða þess að fiskur er fyrst og fremst reyktur í landinu, en talið er að 80 til 90 prósent af öllu sjávarfangi sé reykt. Innleiðing nýrrar, umhverfisvænnar og heilsusamlegrar fiskireykingatækni er því mikið framfaraskref, auk þess sem hvorki var að finna hreint vatn né salernisaðstöðu á þessum löndunarstað áður en íslenska verkefnið hófst.</p> <p>Í verkefninu felst einnig þjálfun og uppbygging á getu ráðuneyta og stofnana til að auka skilvirkni og sjálfbærni í stjórnun fiskveiða. Þá er hluti af verkefninu að bæta aðgengi að fjármagni fyrir konur í sjávarútvegi og framlög eru veitt í baráttuna gegn mengun í hafi og hreinsun strandlengjunnar kringum löndunarstöðvar.</p> <p>Utanríkisráðuneytið hóf að styðja þetta þróunarsamvinnuverkefni í Síerra Leóne á síðasta ári sem sérstaklega er tengt heimsmarkmiði númer fjórtán um sjálfbæra nýtingu auðlinda og verndun hafsins. Verkefnið var undirbúið í náinni samvinnu við Alþjóðabankann og stjórnvöld og byggist á samstarfi Íslands við Alþjóðabankann í fiskimálum. Talið er að Síerra Leóne hafi umtalsverða möguleika á að byggja upp atvinnulíf og störf tengd fiskveiðum, enda góð fiskimið undan ströndum landsins. Töluverður hluti aflans er þó óskráður og/eða veiddur með ólöglegum hætti af erlendum fiskiskipum.</p>

24.10.2019Utanríkisráðherra beiti sér í baráttunni um að stöðva stríð gegn börnum

<span></span> <p>Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children – afhentu Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra áskorun í gær um að stöðva stríð gegn börnum. Jafnframt var biðlað til hans að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að stöðva stríð gegn börnum og sjá til þess að Ísland verði í fararbroddi í slíkri vinnu. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qGZ-9FPGS4o" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Börn voru í meirihluta á fundinum í utanríkisráðuneytinu í gær og skilaboð þeirra til ráðherra voru skýr: að tryggja börnum vernd gegn drápum, limlestingum og hvers kyns ofbeldi; að tryggja börnum vernd gegn því að ganga til liðs við stríðandi fylkingar; að tryggja að engu barni sé neitað um mannúðaraðstoð þegar stríð geisar; að tryggja að skólar og heilsugæslustöðvar séu friðarsvæði og njóti verndar; að tryggja að fylgst sé grannt með brotum gegn réttindum barna í stríði, skýrt sé frá þeim og brugðist við; að tryggja að þeir sem fremja eða bera ábyrgð á ofbeldi gegn börnum, séu látnir svara til saka.</p> <p>Alexander Amodou afhenti utanríkisráðherra áskorunina en önnur börn sem tóku til máls á fundinum voru Orri Eliasen, Axel Ingi, Ýr, Anja Sæberg, Elsa Margrét, Sigríður Erla, Ingibjörg Elka og Jóhann Már.</p> <p>Í þessum mánuði stendur yfir 100 ára afmælisátak Barnaheilla, Save the Children, með áskorun um að stöðva stríð gegn börnum.</p>

23.10.2019Uppbygging neyðarvarna á áhættusvæðum í Malaví

<span></span> <p>Malaví hefur ekki farið varhluta af náttúruhamförum síðustu árin en flóð, þurrkar og fellibyljir hafa kostað ófá mannslíf og mikið tjón. Einn helsti áhersluþáttur samstarfs Rauða kross félaganna á Íslandi og í Malaví um þessar mundir er uppbygging sterkra neyðarvarna á helstu áhættusvæðum í Malaví en Rauði krossinn á Íslandi hefur í áraraðir sinnt langtíma þróunarsamstarfi ásamt systurfélagi sínu í Malaví.</p> <p><span>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/media/hjalpin/Hjalpin-dragged-.pdf" target="_blank">Hjálpinni</a>, tímariti Rauða krossins, segir að náin samvinna Rauða krossins við veðurfræðistofnanir og stjórnvöld í Malaví sé mikilvæg undirstaða neyðarvarna og gefi Rauða krossinum tækifæri til að virkja viðbragðsteymi sín í tæka tíð. Bætt samskiptatækni og sífellt nákvæmari loftslags- og veðurspár geri Rauða krossinum kleift að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til viðbótar við þær neyðaraðgerðir sem þurfi að framkvæma í kjölfar hamfara. „Það segir sig sjálft að mun betra er að veita fjármagni og hjálpargögnum á hamfarasvæði fyrirfram og vera tilbúin að veita fólki stuðning þegar hamfarirnar skella á, heldur en að koma því á svæðin eftir að neyðin kemur upp,“ segir í Hjálpinni.</span></p> <p><span>„Fellibylurinn Idai gerði boð á undan sér með miklu rigningarveðri og sterkum vindhviðum 5. mars, tíu dögum áður en hann reið yfir Malaví. Þá var strax ákveðið að veita fjármagni úr neyðarsjóðum til viðbragðsteyma Rauða krossins á líklegum flóðasvæðum. Vel þjálfaðir sjálfboðaliðar fengu boð um að fara í viðbragðsstöðu. Vopnuð mælistikum, farsímum, trommum og flautum fylgdust þau grannt með aðstæðum. Þegar vatnshæð áa náði upp að hættumörkum gáfu þau viðvörunarmerki og sáu til þess að þorpsbúar náðu að taka mikilvægustu eigur sínar og flýja á rýmingarsvæði.</span></p> <p><span>Rauði krossinn var búinn að koma upp neyðarskýlum, mat, salernum og hreinlætisaðstöðu á rýmingarsvæðum áður en fólkið rýmdi þorpin. Þá voru leitar- og björgunarsveitir félagsins virkjaðar til að hjálpa fólki, sem eftir varð, að komast í öryggi.</span></p> <p><span>Chikwawa-hérað í sunnanverðu Malaví er eitt fátækasta hérað landsins og eitt þeirra héraða sem hvað verst fór út úr flóðunum. Chimwemwe Dibwa, 44 ára sjálfboðaliði í Chickwawa, hlaut þjálfun neyðarvörnum í fyrra og gekk í í kjölfarið til liðs við viðbragðsteymi Rauða krossins í þorpinu sínu. Þegar rigningarveðrið hóf að magnast í upphafi marsmánaðar fékk hún skilaboð um að fylgjast með vatnshæð Shire-árinnar, sem hún býr við. “Við setjum mælistiku í vatnið og notum litakóða – grænt, gult og rautt. Ef vatnið nær gula litnum vitum við að þá er kominn tími til að vara fólk við,‘‘ segir Chimwemwe.</span></p> <p><span>Eins og á Íslandi, felst styrkleiki Rauða krossins í Malaví í starfi deilda á vettvangi, þar sem fólk úr sjálfum þorpunum á verkefnasvæðunum eru sjálfboðaliðar sem koma beint að framkvæmd verkefna í sínu nærumhverfi,“ segir í greininni. </span></p>

22.10.2019Lögð áhersla á atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkomu einkageirans

<span></span> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti um nýliðna helgi ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC. Ráðherra tók meðal annars þátt í fundum þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins&nbsp;&nbsp;fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna en Ísland&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/">leiðir kjördæmið&nbsp;</a>um þessar mundir.</span></p> <p><span>„Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin vinna þétt saman á þessum vettvangi eins og víða annars staðar. Sem formennskuríki berum við ábyrgð á að samræma áherslur ríkjanna og koma þeim á framfæri í stjórninni. Aukin atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkoma einkageirans er á meðal þess sem við leggjum mesta áherslu á, enda skiptir þetta höfuðmáli ef við eigum að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og sporna gegn loftslagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þess hafi Ísland lagt&nbsp;sérstaka áherslu á fiskimál og málefni hafsins, jafnrétti kynjanna, mannréttindi og endurnýjanlega orku.</span></p> <p><span>Í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/10/20/Avarp-utanrikisradherra-i-throunarnefndar-Althjodabankans-og-Althjodagjaldeyrissjodsins-fyrir-hond-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja/">ávarpi sínu í þróunarnefndinni</a>&nbsp;lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi opinna alþjóðaviðskipta og fjölþjóðlegs samstarfs. Þá áréttaði hann&nbsp;&nbsp;þörfina á aukinni atvinnusköpun í lágtekjuríkjum, sérstaklega í einkageiranum, og umskipti í grænna hagkerfi. Ráðherra undirstrikaði einnig mikilvægi aukinna og árangursríkari fjárfestinga í heilbrigðis- og menntamálum, jafnréttismál og hlutverk Alþjóðaframfarastofnunarinnar IDA í baráttunni við að útrýma sárafátækt og stuðla að framþróun.</span></p> <p><span>Í lok ávarpsins ræddi utanríkisráðherra baráttuna gegn hlýnun jarðar og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í því samhengi, ekki síst&nbsp;einstaka stöðu Alþjóðabankans í því sambandi: „Allt þetta er til einskis nema að við bregðumst við þeirri fjölþættu ógn sem stafar af loftslagsbreytingum. Bankinn verður að halda áfram að sinna leiðtogahlutverki sínu svo að við getum í sameiningu náð þeim markmiðum sem við settum okkur með Parísarsamningnum,“ sagði hann í ávarpinu.</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra fundaði jafnframt með Annette Dixon, framkvæmdastjóra Alþjóðabankans á sviði mannauðsuppbyggingar, þar sem starf bankans á sviði jafnréttismála, þ.m.t. kyn- og frjósemiheilbrigði, sem og fjárfestingar í mannauði í þróunarlöndum, voru á meðal umræðuefna. Þá átti ráðherra&nbsp;&nbsp;fund með&nbsp;Jacob Jusu Saffa,&nbsp;fjármálaráðherra Síerra Leóne, um samstarf landanna á sviði þróunarsamvinnu. Ísland hefur í samstarfi við Alþjóðabankann stutt við fiskisamfélög og verkefni á sviði fiskimála í Síerra Leóne og&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/09/Utanrikisradherra-heimsaekir-Sierra-Leone/">heimsótti utanríkisráðherra landið</a>&nbsp;fyrir skemmstu.</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra undirritaði einnig viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf við samtökin Conservation International á sviði fiskimála í Kyrrahafsríkjum. Þau eru ein stærstu félagasamtök heims sem sinna þróunarverkefnum í Kyrrahafinu og&nbsp;veita um 160 milljónum Bandaríkjadala á ári til þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar um heiminn. Síðastliðin þrjú ár hefur utanríkisráðuneytið, í samstarfi við Hringborð&nbsp;norðurslóða, unnið með samtökunum. Samkomulagið snýr að möguleika á samstarfi um upplýsingatækni sem styður við fiskveiðistjórnun, aukið virði fiskafurða, þjálfun sérfræðinga og aukin tengsl milli fyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi og í Kyrrahafinu.</span></p> <p><span><a href="https://www.devcommittee.org/statements">Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna</a>&nbsp;á fundi þróunarnefndar</span></p> <p><span><a href="https://www.devcommittee.org/communiques">Niðurstöðuskjal þróunarnefndarinna</a>r</span></p>

17.10.2019Ísland styður baráttuna gegn fæðingarfistli

<span></span> <p><span style="color: black;">Örkuml og útskúfun er oft örlög kvenna, sérstaklega ungra kvenna, í fátækum ríkjum sem fá fæðingarfistil. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hlustaði á dögunum á reynslusögur nokkurra kvenna í Síerra Leóne, en Íslendingar styðja verkefni á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í landinu þar sem boðið er upp á meðferð gegn fistli. Oftast er um einfalda læknisaðgerð að ræða sem gerbreytir lífi þeirra. Ráðherra upplýsti við mikinn fögnuð viðstaddra um tæplega 20 milljóna króna fjárstyrk frá Íslandi við verkefnið.</span></p> <p><span style="color: black;">Fæðingarfistli (obstetric fistula) hefur verið lýst sem örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt. Stúlkur og ungar konur sem fá fæðingarfistil upplifa mikla skömm og víða er þeim hreinlega útskúfað af fjölskyldum sínum og nærsamfélagi með átakanlegri einangrun og vansæld. Flestar ungar konur í þessum hópi fá fistil við að fæða börn, en þess eru dæmi að barnungar stúlkur fái fistil við kynferðislegt ofbeldi. Í heimsókn á kvennamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í höfuðborginni Freetown hitti íslenska sendinefndin meðal annars tvær stúlkur, sex ára og átta ára, sem voru í meðferð vegna fistils.</span></p> <p><span style="color: black;">Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) víðs vegar í heiminum gegn fæðingarfistli, meðal annars í verkefni í öðru samstarfslandanna, Malaví. Nýlega var ákveðið að styðja verkefni í Síerra Leóne sem tekur á þessum útbreidda vanda.</span></p> <p><span style="color: black;">Fæðingarfistill er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum vegna þess að með keisaraskurði í fæðingu er hægt forðast hann og lækna í 93% tilvika með skurðaðgerðum. Í fátækari ríkjum eins og Síerra Leóne er heilbrigðisþjónustu hins vegar ábótavant og fistillinn því yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel ekki þekkt að til sé lækning. Ekki eru til áreiðanlegar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne en talið er að um 7.500 konur þjáist af fæðingarfistli þar, margar þeirra í felum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/SfuOlIvL59c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span style="color: black;">Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna styður meðferðamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir til að lækna fistilinn, sinna eftirmeðferð, og síðast en ekki síst að gefa konunum kost á því að öðlast virðingu á ný. </span></p> <p><span style="color: black;">Einnig starfar sjóðurinn með félagasamtökunum Haikal í öllum héruðum landsins, í aðgerðum til þess að fræða fólk um fæðingarfistil, hafa uppi á fórnarlömbunum og koma þeim undir læknishendur. Kostnaður við meðferðina er að jafnaði milli 80 og 90 þúsund íslenskra króna á hvern einstakling. Frá því Aberdeen Women‘s Centre hóf störf í mars 2005 hafa 4.683 fórnarlömb fistils farið í aðgerð hjá miðstöðinni.</span></p> <p><span style="color: black;">Ísland hefur stutt við starf Mannfjöldasjóðsins um árabil með kjarnaframlögum. UNFPA hefur frá árinu 2017 verið ein af áherslustofnunum í íslenskri þróunarsamvinnu. Megináhersla og hlutverk UNFPA er að virða réttindi fólks og veita fólki, einkum ungmennum, betra aðgengi að þjónustu og upplýsingum á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi verðandi mæðra, nýbura og ungbarna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna, auk kynlífs- og fjölskyldufræðslu. </span></p>

17.10.2019Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi

<span></span> <p><span>Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka, segir í &nbsp;frétt Rauða krossins á Íslandi, sem hefur hafið neyðarsöfnun fyrir stríðshrjáða í Sýrlandi. Samtökin segja að almennir borgara líði mest fyrir átökin, helmingur íbúa hafi þurft að yfirgefa heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi.</span></p> <p><span>„Í borginni Hasskeh í norðaustur Sýrlandi verður vatni og hjálpargögnum áfram dreift og vettvangssjúkrahús Rauða krossins við Al Hol flóttamannabúðirnar heldur starfsemi sinni áfram, þrátt fyrir harðnandi átök undanfarna sólarhringa. Alls hafa&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-til-vidbotar-hafa-verid-starfandi-i-syrlandi-sidan-i-juli">fimm sendifulltrúar Rauða krossins</a>&nbsp;á Íslandi starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess,&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-fra-islandi-taka-thatt-i-ad-reisa-vettvangssjukrahus-i-al-hol-flottamannabudunum-i-syrlandi">uppsetningu og skipulagi</a>. Í Al Hol búðunum hafast tæplega 70 þúsund manns við, tveir þriðju af þeim eru börn,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Að sögn Rauða krossins er vatnsskortur mikið áhyggjuefni, sérstaklega í fyrrnefndri Hassakeh borg en þangað streymir flóttafólk frá borgum og bæjum nálægt landamærunum að Tyrklandi. Rauði krossinn kappkostar að tryggja öllum aðgang að hreinu vatni, en megin vatnsveita fyrir svæðið eyðilagðist í átökunum. Talið er að um 300 þúsund manns sem búa í nágrenni Hassakeh og Raqqa hafi lagt á flótta eða flýi á næstu dögum vegna átakanna. „Þessi fjöldi samsvarar því að nærri öll íslenska þjóðin væri á flótta,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>„Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðanna í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland. Við hlið sýrlenska Rauða hálfmánans starfar Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sem hefur sinnt hjálparstarfi í landinu síðan 1967. Rauði krossinn hefur aðgengi að svæðum sem engir aðrir hafa aðgang að í krafti hlutleysis síns og óhlutdrægni auk þess hlutverks sem Alþjóðaráðinu er falið samkvæmt Genfarsamningunum. Á þeim svæðum er m.a. nauðsynlegum hjálpargögnum komið til fólks og heilbrigðisþjónustu sinnt eftir fremsta megni.&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/althjodarad-rauda-krossins-minnir-a-althjodleg-mannudarlog">Mikil áhersla er lögð á</a>&nbsp;að ræða við stríðandi fylkingar og kynna þeim Genfarsamningana sem eiga að vernda alla þá sem ekki taka þátt í átökunum. Með aukinni fræðslu má koma í veg fyrir að saklausir borgarar verði að flýja heimili sín og jafnvel heimaland,“ segir í frétt Rauða krossins.</span></p>

16.10.2019UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna

<span></span> <p><span>Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. „Þrátt fyrir margvíslegar framfarir á síðustu áratugum höfum við misst sjónar af þeirri einföldu staðreynd að borði börn lélegt fæði lifa þau ekki góðu lífi,“ sagði Henriette Fore framkvæmdastjóri UNICEF þegar skýrslan var kynnt.</span></p> <p><span>Fram kemur í <a href="https://www.unicef.org/media/60806/file/SOWC-2019.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;að hartnær tvö börn af hverjum þremur á aldrinum frá sex mánaða til tveggja ára fái ekki þá næringu sem þau þurfi á þessu mikilvæga vaxtarskeiði. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir hollt og næringarríkt mataræði vera hluta af rétti barna til lífs og þroska. Hann segir fullorðna fólkið hunsa þennan rétt of víða og þar með grafa undan styrkum stoðum samfélaga framtíðarinnar. „Niðurstöður skýrslunnar sýna að allir þurfa að leggjast á eitt við að snúa þessari þróun við, hvort sem um ræðir vannæringu, ofnæringu eða vítamínskort. Velferð komandi kynslóða er í húfi,“ segir Bergsteinn um niðurstöður skýrslunnar.</span></p> <p><span>Þær eru:</span></p> <ul> <li><span>149 milljónir barna þjást af vaxtarröskun eða eru of lágvaxin miðað við aldur.</span></li> <li><span>50 milljónir barna þjást af rýrnun eða eru of grannvaxin miðað við hæð.</span></li> <li><span>340 milljónir barna, eða annað hvert barn, þjást af skorti nauðsynlegra vítamína og næringarefna á borð við&nbsp;A-vítamín og járn.&nbsp;</span></li> <li><span>40 milljónir barna eru of þung.</span></li> </ul> <p>Til að bregðast við þessum vaxandi vanda á heimsvísu skorar&nbsp;UNICEF&nbsp;á stjórnvöld um allan heim, einkageirann, foreldra, fjölskyldur og fyrirtæki að hjálpa börnum að vaxa heilbrigð úr grasi með því meðal annars að:</p> <ul> <li><span>Valdefla fjölskyldur, börn og ungt fólk til að krefjast næringarríkar fæðu, auka næringarfræðslu og nota þaulreynda löggjöf – á borð við sykurskatta – til að draga úr framboði á óhollri fæðu.</span></li> <li><span>Hvetja&nbsp;matarbirgja&nbsp;til að styðja við börn með því að&nbsp;útvega hollan, einfaldan og ekki of dýran mat.</span></li> <li><span>Skapa heilbrigt fæðuumhverfi fyrir börn og ungmenni með leiðum sem vitað er að skila árangri eins og með bættum innihaldslýsingum og merkingum og sterkari aðhaldi við markaðssetningu á óhollum mat.</span></li> </ul>

15.10.2019Íslendingar styrkja verkefni í Síerra Leóne til að tryggja skólagöngu stúlkna

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í vinnuheimsókn til Síerra Leóne á dögunum um tæplega 20 milljóna króna framlag Íslendinga til verkefnis á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem hefur það meginmarkmið að halda unglingsstúlkum í skóla og bæta aðstæður þeirra þegar þær eru á blæðingum.</p> <p><span>Samfélagsleg gildi, þöggun og fátækt leiða til þess að stelpur í Síerra Leóne hafa fengið litla kynfræðslu þegar þær byrja á blæðingum. Það er líka sá tími sem sumir foreldrar telja tímabært að gifta dæturnar. Vegna fákunnáttu og fordóma verða stelpur oft fyrir aðkasti þegar þær eru á blæðingum. Stríðni skólafélaga og aðstöðuleysi leiðir síðan til þess að stelpurnar hætta að sækja skóla þennan tíma mánaðarins og smám saman dragast þær aftur úr í námi sem verður til þess að margar þeirra hætta skólagöngu.</span></p> <p><span>Fyrsta verkefnið sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti sér í Síerra Leóne á dögunum tekur á þessum vanda sem ungar stelpur standa frammi fyrir þegar þær eru orðnar kynþroska. Íslendingar styðja við verkefni á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í grunnskólum í Síerra Leóne, og fyrsti viðkomustaður utanríkisráðherra var Maranatha grunnskólinn í fátækum hluta höfuðborgarsvæðisins, Freetown. Verkefnið snýr meðal annars að því að auðvelda aðgengi unglingsstúlkna að tíðavörum og kenna þeim að búa sér til margnota dömubindi úr fataefni. Salernisaðstaða stúlkna hefur líka verið stórbætt með þarfir þeirra í huga, auk þess sem í verkefninu felst kynfræðsla og forvarnarstarf gegn ótímabærum þungunum. Þær eru ein helsta ástæða brottfalls stúlkna úr skólum í Síerra Leóne en lögum samkvæmt lögum má barnshafandi stúlka ekki ganga í skóla.</span></p> <p><span>Að loknum ávörpum stigu nokkrar skólastúlkur fram og lýstu aðstæðum sínum og raunum þegar þær eru á blæðingum. Þær sýndu einnig hvernig þær fara að því að sníða til dömubindi úr fataefni, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/7mdj2GaYmvM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þakkaði fyrir kynninguna á verkefninu, sagði UNICEF vera eina af fjórum áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu og tilkynnti um 20 milljóna króna framlag Íslands til verkefnisins. „Það er gott að sjá frá fyrstu hendi hvaða áhrif þetta hefur. Ég verð að segja að kynning stúlknanna á verkefinu er eitthvað sem mun ekki gleymast. Mér líður vel að vinna með UNICEF að þessum mikilvægu verkefnum. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og margir hlutir sem okkur finnst vera alveg sjálfsagðir eru það svo sannarlega ekki. Verkefnið sem við erum að vinna með UNICEF og fólkinu hér í Síerra Leóne er að skila því að stúlkur detta ekki jafn mikið úr skóla og áður, og geta miklu betur nýtt þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Við getum því verið afskaplega stolt af þátttöku okkar í þessu verkefni,“ sagði Guðlaugur Þór.</span></p> <p><span>Staða kvenna og stúlkna í Síerra Leóne er með þeim verstu í heiminum eins og sést best á kynjamisréttisvísitölu Sameinuðu þjóðanna þar sem landið er samkvæmt nýjustu tölum í sjötta neðsta sæti af 189 þjóðum. Þar ræður miklu að rúmlega níu af hverjum tíu stelpum sæta limlestingu á kynfærum á unga aldri, barnahjónabönd eru algeng og margar stúlkur verða barnshafandi á unglingsárum. Samkvæmt gögnum UNICEF frá árinu 2017 eru 39 prósent stúlkna í Síerra Leóne giftar fyrir átján ára aldur – og 13 prósent áður en þær ná fimmtán ára aldri. Einnig hefur verið sýnt fram á skýr tengsl milli barnahjónabanda og þungunar á unglingsárum, en 28 prósent stúlkna á aldrinum 15–19 ára höfðu orðið barnshafandi.</span></p> <p><span>Brottfall úr skóla er algengt í Síerra Leóne. Einungis um 64 prósent barna ljúka grunnskóla og enn færri, eða 44 prósent, ljúka gagnfræðaskóla. Verulega hallar á stelpur í þessum tölum, en barnahjónabönd, ótímabærar þunganir, óöruggt umhverfi og neikvætt viðhorf samfélagsins til menntunar stúlkna valda því að þær eru í meirihluta þeirra nemenda sem hverfa frá námi.</span></p>

15.10.2019Aldarafmæli Barnaheilla – Save the Children – helgað börnum á átakasvæðum

<span></span> <p><span>Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children – eru 100 ára á þessu ári. Í tilefni af afmælinu blása samtökin til <a href="https://www.stodvumstridgegnbornum.is/" target="_blank">alþjóðlegs átaks</a>&nbsp;undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“ en rúmlega 420 milljónir barna búa við stríðsástand, eða fimmta hvert barn í heiminum.</span></p> <p><span>„Á átakasvæðum úti um allan heim upplifa börn að ólýsanlegar hörmungar með hrikalegum afleiðingum, líkamlegum og andlegum, sem hafa áhrif á þau fyrir lífstíð,“ segir í frétt frá samtökunum sem staðhæfa að aldrei á síðustu tuttugu árum hafi börn verið í meiri hættu að verða fyrir skaða. „Börn eru sprengd, skotin, svelt og þeim nauðgað.“</span></p> <p><span>Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund kornabörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það gera að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári. Kornabörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp.</span></p> <p><span>Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka er 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Þau áætla að á þessu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum sem þýðir að einn hermaður lætur lífið í átökum á móti fimm börnum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Js7marSzSbg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>„Skólar eiga að vera griðastaður þar sem börn eru örugg frá stríði. Það er því miður ekki raunin. Börn verða fyrir árásum á hverjum degi og eru skólar í auknum mæli orðnir skotmörk. Árið 2017 áttu sér stað 1432 staðfestar árásir á skóla,“ segir í frétt Barnaheilla. „Stríð gegn börnum munu einungis taka enda þegar við öll – almenningur og yfirvöld, herforingjar og þjóðhöfðingjar – virða að börnum sé haldið utan við stríð. Stjórnvöld verða að taka afstöðu með og fylgja eftir alþjóðasamþykktum sem kveða á um að ólöglegt sé að sprengja upp börn. Þau verða að draga þá sem brjóta gegn börnum til ábyrgðar og veita börnum sem hafa mátt þola þjáningar stuðning.“</span></p> <p><span>Breska baráttukonan Eglantyne Jebb, stofnandi Save the Children, sagði að á sínum tíma að barnsgrátur væri eina alþjóðlega tungumálið í heiminum. Hún hóf baráttu fyrir því að bjarga þjáðum börnum í stríðshrjáðri Evrópu árið 1919 og allar götur síðan hafa samtökin verndað og stutt við hundruð milljónir barna. </span></p> <p><span>Hundrað ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children – hófst formlega í Smáralind 4. október og allur ágóði af átakinu rennur til verkefna samtakanna í þágu barna í Sýrlandi og Jemen.</span></p>

14.10.2019Stúlkur geta allt - líka breytt heiminum

<span></span><span></span> <p>„Við þurfum að verja þá áfanga sem náðst hafa í jafnrétti kynjanna og láta raddir stúlkna heyrast og leyfa þeim að hafa áhrif innan fjölskyldna okkar, samfélaga og þjóða. Stúlkur geta verið afl breytinga og ekkert ætti að hindra þær í því að taka af fullum krafti þátt á öllum sviðum samfélagsins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Dagur stúlkubarnsins var víða haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 11. október.</p> <p><span>Að þessu sinni var þema dagsins: <strong>Kraftur stelpna – óskrifaður og óstöðvandi.</strong></span></p> <p><span>Í <a href="https://unric.org/is/frettir/27473-stulkur-geta-gert-allt-lika-breytt-heiminum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að nærri aldarfjórðungur sé liðinn frá því þrjátíu þúsund konur og karlar frá hartnær 200 þjóðum hafi safnast saman í Beijing, höfuðborg Kína, á fjórðu alþjóðlegu kvennaráðstefnuna, „staðráðin í því að réttindi kvenna og stúlkna skyldu viðurkennd sem mannréttindi,“ eins og segir í fréttinni. Ráðstefnunni lauk með samþykkt Beijing yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlunar <a href="https://beijing20.unwomen.org/~/media/headquarters/attachments/sections/csw/pfa_e_final_web.pdf">Beijing Declaration and Platform for Action</a>: heildstæðustu stefnumótunar um valdeflingu kvenna.</span></p> <p><span>„Frá samþykkt yfirlýsingarinnar hafa konur og stúlkur barist fyrir því að þoka réttindamálum sínum áfram á mörgum sviðum svo sem varðandi kynheilbrigði og réttinum til jafnra launa. Fleiri stúlkur stunda skóla í dag og ljúka námi en áður, færri giftast og eignast afkvæmi á barnsaldri og fleiri öðlast þá færni sem nauðsynleg er til að njóta sín á vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Þá segir að sjónum hafi á síðustu árum verið beint að ýmsum málefnum eins og barnabrúðkaupum, menntun, ójafnrétti, kynbundnu ofbeldi og loftslagsbreytingum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ZyCj6g0vOxA" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>António Guterres segir að til þess að allar stúlkur fái notið hæfileika sinna sé þörf á samhæfðu átaki og fjárfestingum á sviði heilsugæslu, öryggis og því sem hann kallar 21. aldar kunnáttu. „Með hverju viðbótarári sem stúlka situr á skólabekk eftir grunnnám aukast tekjumöguleikar hennar um 25%. Ef allar stúlkur og drengir fara í framhaldsnám geta 420 milljónir manna brotist út úr fátækt“.</span></p> <p><span>UN Women lét útbúa myndband í tilefni dagsins.</span></p>

11.10.2019Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft

<span></span> <p><span>Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum, þar með talið föngum og öllum þeim sem flýja átökin. UNICEF&nbsp;ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög.</span></p> <p><span>„Öll svæði ættu að vera örugg fyrir óbreytta borgara og alla aðra sem ekki taka beinan þátt í átökunum. Þetta er grundvallaratriði alþjóðlegra mannúðarlaga,“ segir Fabrizio Carboni, yfirmaður Alþjóðaráðs Rauði krossins í Austurlöndum nær og fjær.</span></p> <p><span>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir átök í norðurhluta Sýrlands stigmagnast og tala látinna hækki sífellt. Þegar hafi borist fregnir af börnum sem fallið hafa fyrir sprengjuregni innrásarhers Tyrkja. Þar á meðal sé eitt níu mánaða gamalt barn. „Frásagnir íbúa, blóðugar myndir og hrollvekjandi myndskeið fara sem eldur í sinu um netheima. Þúsundir barna eru í mikilli lífshættu á átakasvæðum og hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;ítrekað kröfu sína um að börnum og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda verði hlíft í samræmi við alþjóðalög,“ segir í frétt&nbsp;frá UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span>Þar kemur fram að erfitt hafi reynst að segja með vissu hversu margir hafa neyðst til að flýja heimili sín en áætlað sé að tugir þúsunda séu nú enn á ný á flótta undan sprengjuregni og kúlnahríð. „Átökin hafa skiljanlega veruleg áhrif á neyðar- og mannúðaraðstoð á þeim svæðum þar sem þau geisa.&nbsp;UNICEF&nbsp;er hins vegar á staðnum og til staðar fyrir það fólk sem nú enn á ný neyðist til að flýja undan skálmöldinni í Sýrlandi. UNICEF á Íslandi segir að nóg sé komið af blóðbaði í Sýrlandi.“</span></p> <p><span>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/althjodarad-rauda-krossins-minnir-a-althjodleg-mannudarlog" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi segir að í norðausturhluta Sýrlands, á svæðunum í kringum Hassakeh, Raqqa og Deir Ezzor, hafi rúmlega hundrað þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. „Yfir 68.000 manns hafast við í flóttamannabúðunum í Al Hol, þar af tveir þriðju hlutar barna, þar sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur sameiginlegt vettvangssjúkrahús ásamt Rauða hálfmánanum í Sýrlandi með stuðningi Rauða krossins í Noregi,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-fra-islandi-taka-thatt-i-ad-reisa-vettvangssjukrahus-i-al-hol-flottamannabudunum-i-syrlandi">Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi</a>&nbsp;hafa starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess, uppsetningu og skipulagi.</span></p> <p><span>„Við höfum lengi haft áhyggjur af stöðu mannúðarmála í Sýrlandi og lagt okkar af mörkum til að koma til móts við þarfir þolenda átakanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins höfum við stutt vel við mannúðarstörf Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans og munum gera það áfram. Við verðum að hafa í huga að almennir borgara og hvað þá börn eiga enga sök á þeim átökum sem þau búa við. Við verðum að gera allt sem við getum til að tryggja þeim þá aðstoð sem þau þurfa hverju sinni, styðja um leið innviði í landinu og hvetja alla aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög. En mikilvægast er að friður komist á sem allra fyrst.”</span></p>

11.10.2019Rauði krossinn vinnur gegn blæðingaskömm í Malaví

<span></span> <p><span>Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Í frétt á vef samtakanna segir að mikil áhersla sé lögð á hreinlæti í tengslum við blæðingar og heilbrigði kvenna ásamt því að vinna gegn blæðingaskömm, sem hamli stúlkum á marga vegu og brjóti meðal annars upp skólagöngu. </span></p> <p><span>"Aðgengi að dömubindum er mjög takmarkað á fjölda dreifbýlla svæða í landinu og ótalmargar stúlkur missa viku úr skóla í hverjum mánuði," segir í fréttinni. Fram kemur að í skólum séu salernisaðstæður oft ófullnægjandi og að stúlkur verði fyrir aðkasti ef aðrir verða þess varir að þær eru á blæðingum. "Ekki góðar aðstæður til að fara á blæðingar án dömubinda!"</span></p> <p>"Við höfum opnað þetta mikilvæga samtal við íbúa á verkefnasvæðum okkar og vinnum nú með hópum unglingsstúlkna að málefninu. Einn þáttur þess felst í því að kenna þeim að sauma sér margnota dömubindi," segir í frétt Rauða krossins.</p>

02.10.2019Jemen: Tæplega 300 föngum sleppt úr haldi

<span></span> <p>Í vikunni var 290 einstaklingum sleppt úr haldi í Jemen. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Sameinuðu þjóðirnar leiddu aðgerðina eftir beiðni frá landsnefnd um málefni fanga í Jemen. Rauði krossinn á Íslandi með dyggum stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins hefur stutt aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen síðastliðin ár.</p> <p>„Við erum alltaf reiðubúin til að starfa sem hlutlaus aðili þegar við fáum beiðni frá stríðandi fylkingum um að sleppa föngum og við vonum að þessi aðgerð leiði til þess að fleiri föngum verði sleppt úr haldi og verði fjölskyldum, sem bíða eftir að sameinast ástvinum sínum, til huggunar,“ segir Franz Rauchenstein, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen.</p> <p>Hlutverk Alþjóðaráðs Rauða krossins í aðgerðinni var í fyrsta lagi að staðfesta deili á föngunum og kanna hvort þeir vildu ferðast beint frá höfuðborginni Sanaa til síns heima eða hvort þeir vildu vera færðir á svæði undir stjórn gagnaðila. Rauði krossinn veitti einnig fjárhagsaðstoð vegna heimferðarinnar og hafði samband við fjölskyldur ólögráða barna til að tryggja að skyldmennum væri tilkynnt um að börnin væru laus úr haldi og kæmu til að taka á móti þeim.</p> <p>„Við áttum trúnaðarsamtöl við alla fanga til að heyra áhyggjur þeirra, tryggja að þeir hefðu verið í sambandi við fjölskyldur sínar og fengum nauðsynlegar upplýsingar til að fylgja málum þeirra eftir ef þess væri þörf,“ segir Robert Zimmerman, yfirmaður verndarmála Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen.</p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum segir að eins og við allar aðgerðir af þessu tagi meti heilbrigðisstarfsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins heilsufar fanga áður en þeim er sleppt, gengið sé úr skugga um að þeir séu hæfir til að ferðast og að tillögur berist til yfirvalda fyrir þá sem þurfa á sérstökum ráðstöfunum á að halda.</p> <p>Alþjóða Rauði krossinn lítur á lausn fanganna sem jákvætt skref, það muni vonandi endurvekja Stokkhólmssamkomulagið, sem fylkingarnar undirrituðu í desember 2018, um lausn fanga, flutninga og heimsendingu (e. repatriation) fanga tengdum átökunum.</p> <p>Frá apríl til ágúst í ár kom Alþjóðaráð Rauða krossins sem hlutlaus milligönguaðili að flutningi á 31 barni sem var í haldi í Sádi Arabíu og flutt til Jemen þar sem þau voru sameinuð fjölskyldum sínum að nýju.</p> <p><span></span>„Í lok síðasta árs stóð Rauði krossinn á Íslandi fyrir neyðarsöfnun vegna ástandsins í Jemen þar sem 47 milljónir króna söfnuðust, en það jafngildir mat fyrir 49 þúsund börn í mánuð. Það er afskaplega mikilvægt að styðja við fólk í Jemen þar sem aðstæður eru hreint út sagt skelfilegar. Alþjóðaráð Rauða krossins vinnur ómetanlegt starf á svæðinu og það sést á þessum fréttum sem voru að berast frá Sanaa,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.</p>

02.10.2019Mikilvægt að rödd ungu kynslóðarinnar heyrist

<span></span> <p>Esther Hallsdóttir, fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að hún hefði orðið vitni að auknum pólitískum vilja um þátttöku ungmenna á síðustu árum, mikilvægt væri að rödd ungu kynslóðarinnar heyrðist, og þeir sem taka ákvarðanir væru loksins að átta sig á mikilvægi þátttöku unglinga, sérþekkingu þeirra og samráði við þá.</p> <p>Esther er fyrsti kjörni ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og hún tekur þessa vikuna þátt í nefndarstörfum allsherjarþingsins, einkum á sviði mannréttinda. Hún flutti ræðu sína í gær á fundi félags,- mannúðar- og menningarnefndar allsherjarþingsins, þar sem rætt var um félagslega þróun, þar með talin réttindi ungmenna.</p> <p>„Ungt fólk skorar á þjóðarleiðtoga til að skuldbinda sig til alþjóðlegrar samvinnu, velja víðsýni umfram einangrun, sýna samstöðu og gleyma ekki mikilvægi þess að gefa ungmennum kost á þátttöku,“ sagði Esther meðal annars í ræðu sinni. Hún sagði að þátttaka ungmenna væri of oft einungis táknræn. „Raddir okkar heyrast ekki raunverulega og okkur er ekki gefinn kostur á að koma skoðunum okkar á framfæri.“</p> <p>Esther fjallaði um jafnréttismál, #MeToo og kynbundið ofbeldi, og lagði áherslu á nauðsyn þess að standa vörð um kyn – og frjósemisréttindi kvenna og stúlkna. Þá hvatti hún þjóðarleiðtoga að sýna frekari samstöðu í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. „Á Íslandi hafa börn og unglingar gengið til liðs við milljónir annarra um allan heim og tekið þátt í skólaverkföllum vegna loftslagsins alla föstudaga síðustu mánuði. Samstaða unga fólksins sendir skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga og loftslagsvandann leysa hvorki einstaklingar né einstaka þjóðir heldur verðum við öll að axla ábyrgð,“ sagði Esther.</p> <p><a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/embassy-article/2019/10/01/Statement-by-Esther-Hallsdottir-Icelands-Youth-Delegate-to-the-United-Nations/" target="_blank">Ræðan í heild</a></p>

01.10.2019Viðbótarfjármagn frá SOS Barnaþorpunum til flóttafólks frá Venesúela

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa lagt fram tæpar sjö milljónir króna í viðbótarframlag til aðstoðar við flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Að mati samtakanna hefur ástandið stigversnað undanfarna mánuði en systursamtök þeirra í Kólumbíu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að takmarka þau slæmu áhrif sem ástandið hefur á börn, að því er fram kemur í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/nanar/8461/vidbotarstyrkur-til-neydaradstodar-i-kolumbiu" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>„Það er mjög brýnt að flóttabörnin fái athygli. Í umsjá okkar fá þau sumt af því sem þau þurftu að skilja eftir heima; leikföng og vini en umfram allt ástríkt heimili,“ segir Angela Rosales, framkvæmdastjóri SOS í Kólumbíu</p> <p>Yfir fjórar milljónir Venesúelamanna hafa flúið landið undanfarin fimm ár í leit að öryggi og búist er við að flóttafólk verði fimm og hálf milljón fyrir árslok. Stór hluti þessa fólks eru börn og unglingar sem hafa orðið viðskila við foreldra sína, og barnshafandi konur. SOS Barnaþorpin telja að þessi hópur sé sérstaklega berskjaldaður fyrir hættum af ýmsu tagi. Glæpagengi hneppi konur og stúlkur í kynlífsánauð og fólkið lifi í stöðugum ótta við mansal og mannrán, eða að verða vísað úr landi.</p> <p>„SOS Barnaþorpin í Kólumbíu vinna markvisst að því að forða fólki frá þessum hættum og hafa sett upp svokölluð fjölskyldu- og barnvæn svæði. Þar fá fjölskyldur faglega ráðgjöf, aðstoð við að þekkja hætturnar og eflingu til sjálfshjálpar. SOS sér barnafjölskyldum í neyð einnig fyrir tímabundnum vistarverum, mat, vatni, hreinlæti og sálfræðiaðstoð ásamt fleiru,“ segir í fréttinni.</p> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8398/yfir-20-milljonir-i-adstod-fra-islandi-vegna-flottafolks-fra-venesuela" target="_blank">styrktu þessa neyðaraðstoð um rúma eina milljón króna fyrr á þessu ári</a> sem mótframlag við 19,5 milljóna króna styrk utanríkisráðuneytisins. Í ljósi aukinnar neyðar hefur stjórn SOS á Íslandi nú ákveðið að bæta tæpum sjö milljónum króna við þessa þörfu aðstoð.</p>

01.10.2019Óttast að tólf milljónir íbúa í sunnanverðri Afríku þurfi matvælaaðstoð

<span></span> <p>Loftslagsbreytingar hafa þegar afdrifaríkar afleiðingar í sunnanverðri Afríku en víðs vegar í þeim heimshluta hefur úrkoma ekki verið minni frá árinu 1981. Á öðrum svæðum glíma íbúar við fellibylji, plágur og sjúkdóma. Að mati Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UN-OCHA) búa rúmlega 9,2 milljónir íbúa í Afríku sunnan Sahara við alvarlegan matarskort og óttast er að allt að 12 milljónir íbúa verði í þeim sporum á næstu mánuðum, fram að uppskerutímanum í mars á næsta ári.</p> <p>Alvarlegur matarskortur nær til níu þjóða í sunnanverði álfunni, Simbabve, Eswatini, Lesótó, Namibíu, Sambíu, Mósambík, Malaví, Angóla og Madagaskar.</p> <p>Í Simbabve eru margar ástæður fyrir matarskorti, á sumum svæðum flóð, á öðrum stöðum þurrkar, auk þess sem efnahagur landsins er afar bágborinn og verðbólga mælist um 176%. Verð á matvælum og annarri neysluvöru hefur rokið upp <span>&nbsp;</span>Bæði í smáríkjunum Eswatini og Lesótó er óttast að fólk til sveita hafi lítið til hnífs og skeiðar á „mögru“ mánuðunum sem í hönd fara. Svipaða sögu er að segja frá Sambíu, þar verða 2,3 milljónir íbúa matarlitlir næstu mánuðina. </p> <p>Hörmungarnar í Mósambík eru af ýmsu tagi, tveir fellibyljir fóru yfir landið norðanvert fyrr á árinu, þurrkar hafa fylgt í kjölfarið með tilheyrandi uppskerubresti auk þess sem skærur í norðurhéruðum gera illt verra. Tvær milljónir íbúa þurfa matvælaaðstoð, að mati OCHA. Í Namibíu hefur úrkoma ekki mælst minni í 35 ár og óttast er að 300 þúsund manns í norðurhluta landsins séu við hungurmörk. Þá hafa um 90 þúsund skepnur horfallið.</p> <p>Samkvæmt frétt frá OCHA er sívaxandi þörf fyrir mannúðaraðstoð mikið áhyggjuefni, einkum gagnvart konum og börnum, auk þess sem stofnunin telur aukna hættu á HIV-smiti við þessar aðstæður. OCHA vekur athygli á því að brýnt sé að grípa til lífsbjargandi aðgerða því ella gætu framfarir síðustu ára í þessum heimshluta orðið að engu. Framlagsríkjum er bent á að þótt lönd eins og Namibía, Simbabve, Sambía, Eswatini, Lesótó og Angóla séu opinberlega flokkuð sem millitekjuríki sé mikill ójöfnuður innan landanna og það séu þeir fátæku sem beri hitann og þungann af matvælaskorti. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

30.09.2019Tvær milljónir barna utan skóla í Jemen

<p>Tvær milljónir barna í Jemen ganga ekki í skóla vegna stríðsátakanna í landinu og enn fleiri eru líkleg til þess að flosna upp úr námi, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Nú þegar skólaárið á að vera að hefjast hjá öllum börnum í Jemen þá gera áframhaldandi átök í landinu það að verkum að tveimur milljónum barna er neitað um þau grundvallarréttindi sín að ganga menntaveginn. UNICEF í Jemen áætlar að 3,7 milljónir barna til viðbótar eigi á hættu að flosna upp úr námi.&nbsp;Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi sem stendur fyrir neyðarsöfnun á Íslandi.</p> <p>„Átök og fátækt hafa svipt milljónir barna í Jemen rétti sínum til menntunar og von um bjartari framtíð. Ofbeldi, árásir á skóla og sú staðreynd að börn hafa verið neydd til að flytja sig um set eru meðal ástæðna. Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár svo gæði menntunar er hér líka í húfi,“ segir Sara Beysolow Nyanti, yfirmaður UNICEF í Jemen.</p> <p>Fjögur ár eru liðin frá því yfirstandandi átök í Jemen fóru úr böndum. UNICEF segir að Jemen sé einn versti staður í heiminum fyrir börn, átökin hafi lagt menntakerfið nær algjörlega í rúst sem hafi verið viðkvæmt&nbsp;fyrir. Einn af hverjum fimm skólum í Jemen sé óstarfhæfur vegna átakanna.</p> <p>„Á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er fullkomlega óásættanlegt að menntun og önnur grundvallarréttindi&nbsp;séu jemenskum börnum utan seilingar. Allt vegna mannanna verka,“ segir Nyanti og bendir á að börn sem ekki eru í skóla&nbsp;standi frammi fyrir margvíslegum hættum.</p> <p>„Það stóreykur líkurnar á misnotkun af öllu tagi. Þau eru líklegri til að vera neydd til að berjast, neydd í þrælkun eða hjónaband. Þau verða af tækifærinu að vaxa og þroskast í umhyggjusömu og áhyggjulausu umhverfi og festast þess í stað í fátæktargildrum og erfiðleikum.“</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar leggja nótt við dag til&nbsp;að tryggja að börn í Jemen geti sótt rétt sinn til menntunar. Á síðasta skólaári greiddi UNICEF 127.400 kennurum og skólastarfsmönnum,&nbsp;sem ekki höfðu fengið greidd laun í tvö ár, þóknanir til að hjálpa þeim að standa undir kostnaði við ferðir til og frá skóla og önnur útgjöld. UNICEF hefur frá árinu 2015 gert&nbsp;1.300 skóla starfhæfa á ný&nbsp;og heldur áfram baráttu sinni til að koma námsgögnum til barna við erfiðar aðstæður, segir í frétt UNICEF.</p>

27.09.2019Verkefni vetrarins rædd á fundi nýskipaðs ungmennaráðs heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær. Um var að ræða fyrsta fund nýskipaðs ungmennaráðs en þetta er í annað sinn sem skipað er í ráðið. Á þessum fyrsta fundi fengu nýir fulltrúar meðal annars kynningu frá Félagi Sameinuðu þjóðanna og frá formanni verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk þess sem þau ræddu verklag og verkefni ráðsins í vetur.</p> <p>Á síðasta starfsári tók ungmennaráð heimsmarkmiðanna meðal annars þátt í hátíðardagskrá 1. desember, flutti ávarp á heimsþingi kvenleiðtoga og þá tóku tveir fulltrúar þátt í kynningu Íslands á innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi á ráðherrafundi í New York í júlí síðastliðnum.&nbsp;<br /> Ungmennaráðið samanstendur af tólf fulltrúum, víðs vegar að af landinu, á aldursbilinu 13-18 ára. </p> <p>Það fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Hlutverk ráðsins er að fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.</p> <p>Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/" target="_blank">Facebook síðu þess</a>&nbsp;og þá er hægt að hafa samband við ráðið í gegnum&nbsp;<a href="mailto:[email protected]" target="_blank">[email protected]</a>.</p> <p>(Frétt á vef forsætisráðuneytisins)</p>

26.09.2019Styðjum börnin og tökum slaginn með þeim

<span></span> <p><span></span>„Nú þegar við fögnum 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skulum við ekki einungis skuldbinda okkur til að hlusta á börn og ungt fólk heldur styðja þau, taka slaginn með þeim og fylgja þeirra fordæmi,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í athöfn tileinkaðri 30 ára afmæli Barnasáttmálans í&nbsp;New&nbsp;York&nbsp;í gær.</p> <p>Fore sagði að fyrir þremur áratugum hafi heimurinn verið í miklu breytingaferli. Þá hafi Berlínarmúrinn verið að falla, aðskilnaðarstefnan verið á undanhaldi og veraldarvefurinn orðið til. Það hafi verið í því andrúmslofti sem þjóðarleiðtogar hafi komið saman og gefið öllum börnum heimsins loforð. Að þau ættu rétt á heilbrigðisþjónustu, menntun og vernd. Rétt til að láta rödd sína heyrast. Rétt á framtíð.</p> <p>Fore&nbsp;talaði um að mikill árangur hafi náðst en minnti einnig á hvaða áskoranir börn standi frammi fyrir í dag, árið 2019. Hún rifjaði upp ýmislegt sem hún hafði skrifað í sérstöku bréfi&nbsp;til barna heimsins á dögunum í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans eins og að æska barna væri að breytast og börn stæðu frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum. Börn og ungmenni væru hins vegar að gera frábæra hluti á borð við loftslagsverkföll, mótmæli, kröfugöngur og baráttu fyrir friði sem hinum fullorðnum bæri ekki aðeins að taka eftir, heldur styðja í orði og verki.</p> <p>UNICEF er ein af lykilstofnunum Sameinuðu þjóðanna í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Í gildi er rammasamningur milli íslenskra stjórnvalda og UNICEF um kjarnaframlög og margvísleg verkefni víða um heim í þágu barna.</p>

25.09.2019Háskólar Sameinuðu þjóðanna verði Þekkingarmiðstöð þróunarlanda

<p>Þekkingarmiðstöð þróunarlanda (International Centre for Capacity Development) verður nýtt yfirheiti skólanna fjögurra sem hafa um langt árabil verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Frá og með næstu áramótum bendir allt til þess að skólarnir starfi undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en samningaviðræður milli UNESCO og utanríkisráðuneytisins eru á lokastigi. &nbsp;Áformað er að setja á laggirnar miðstöð á vegum ráðuneytisins sem eigi í samstarfi við og starfi undir merkjum UNESCO líkt og Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.</p> <p>Skólarnir verða áfram reknir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p>„Bæði ráðuneytið og skólarnir sjá spennandi tækifæri í þessu nýja samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fyrir er mikil þekking fyrir hjá UNESCO á þessum fjórum sérsviðum sem skólarnir sinna, auk þess sem samstarfið býður upp á margvísleg tækifæri í samskiptum við stofnunina um að efla skólana í þágu heimsmarkmiðanna og sjálfbærrar þróunar. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið lyftistöng fyrir málvísindi bæði hér heima og erlendis og ég vænti þess að svo verði einnig með þessa nýju stofnun í þágu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Vistaskiptin koma ekki til með að hafa áhrif á hlutverk skólanna og raskar ekki starfsemi þeirra. Skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, eiga áfram að auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði. Þeir verða einnig áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.</p> <p>Eins og kunnugt er koma á hverju ári hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til fimm eða sex mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi.</p> <p>Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var fyrstur skólanna settur á laggirnar, hafa rúmlega 1330 sérfræðingar frá ríflega 100 þróunarríkjum útskrifast frá skólunum og á þriðja þúsund hafa sótt námskeið á vegum þeirra í samstarfsríkjum. Eftir margra ára árangursríkt samstarf var það engu að síður niðurstaða fulltrúa Háskóla Sameinuðu þjóðanna, stjórnenda skólanna og utanríkisráðuneytisins fyrir hönd stjórnvalda, að starfseminni væri betur fyrir komið undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) með sambærilegum hætti og Vigdísarstofnun.</p> <p>Reiknað er með að nýja fyrirkomulagið taki gildi frá og með 1. janúar 2020.</p>

25.09.2019Brýnt að hraða framgangi Heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þrátt fyrir lofsverðan árangur sé mikið verk óunnið við að hrinda heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd. „Við verðum að herða á viðleitni okkar. Núna.” Fyrsti leiðtogafundur um heimsmarkmiðin hófst í gær en þau eru vegvísir um leiðina til heilbrigðari plánetu og réttlátari heims.</p> <p>Fundurinn stendur yfir í tvo daga og hann er einn fimm leiðtogafunda á fyrstu viku 74. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að á fundinum skilgreini leiðtogar ríkisstjórna, atvinnulífs og fleiri sérstakar aðgerðir á leiðinni til 2030, en þá á markmiðunum að hafa verið náð. „Við þurfum meiri fjárfestingu, öflugri pólitískar aðgerðir og að sanngjarnari hnattvæðing sé sett ofar í forgangsröðina,“ sagði Guterres í viðtali, þegar hann var spurður um hvers hann vænti af leiðtogafundinum.</p> <p>Guterres minnti á helstu viðfangsefni fundarins, að binda endi á sárustu fátækt og sult, að koma á fót kolefnasnauðu hagkerfi, friðsömum og réttlátum samfélögum þar sem allir njóta mannréttinda. Þá fagnaði hann þeim árangri sem náðst hefur á heimsvísu, ekki síst að ríkisstjórnir hafa ofið heimsmarkmiðin inn í áætlanir sínar og stefnumið á landsvísu.</p> <p>Hann varaði engu að síður við því að langt væri til lands. Að óbreyttu yrði markmiðunum ekki náð á tíma. Hann benti sérstaklega á blóðug átök víða um heim, loftslagsvána, kynbundið ofbeldi og þrálátan ójöfnuð.&nbsp;</p> <p>„Helmingur auðs í heiminum tilheyrir svo fáum að auðmennirnir kæmust fyrir við eitt fundarborð,“ sagði Guterres í ræðu sinni við upphaf umræðunnar í gær. „Og á núverandi hraða munu 500 milljónir manna enn búa við sárafátækt árið 2030.“</p> <p>Sex samræður munu fara fram á leiðtogafundinum. UNRIC segir að reiknað sé með að fundinum ljúki með pólitískri yfirlýsingu oddvita ríkja og ríkisstjórna. Sú yfirlýsing komi til með að verða vegvísir um það hvernig herða beri viðleitnina til að Heimsmarkmiðunum í framkvæmd og hvernig unnt sé að hraða aðgerðum í þágu markmiðanna. </p>

24.09.2019Greta Thunberg gagnrýndi þjóðaleiðtoga á loftslagsfundinum

<span></span> <p>Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefjast í dag að loknum loftslagsfundi samtakanna í gær þar sem „öll augu hvíldu á Greta Thunberg baráttukonunni sextán ára sem dró ekkert af sér í gagnrýni sinni á leiðtogana,“ eins og segir í frétt á vef UNRIC, upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.</p> <p>„Þið hafið brugðist okkur, en unga fólkið er farið að skilja svik ykkar. Augu komandi kynslóða stara á ykkur og ef þið kjósið að bregðast okkur, munum við aldrei fyrirgefa ykkur.”</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/kZxyujMW50o" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Thunberg lét þessi orð falla þar sem hún stóð augliti til auglitis við þjóðarleiðtoga, forstjóra stórfyrirtækja og aðra sem tóku þátt í fundinum um loftslagsaðgerðir í New York í gær.</p> <p>Samkvæmt frétt UNRIC voru fulltrúar Norðurlandana fimm í hópi fulltrúa þeirra ríkja sem valdir voru til að ávarpa fundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frá því að hún hefði í síðasta mánuði tekið þátt í minningarathöfn um jökulinn Ok, fyrstan íslenskra jökla til að verða hlýnun jarðar að bráð. „Boðskapur jökulsins horfna er að vandinn er brýnn, en okkur beri ekki að örvænta. Mannkynið getur sent mann til tunglsins, ef við viljum. Við getum líka bjargað jörðinni, ef við viljum,“ sagði Katrín.</p> <p>Í ræðu sinni á fundinum fagnaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þeim aðgerðum sem lofað hefði verið á fundinum en sagði að betur mætti ef duga skyldi. „Náttúran er reið og við höfum blekkt okkur sjálf ef við höldum að við getum blekkt náttúruna, því hún svarar fyrir sig. Við horfum upp á það um allan heim að náttúran er ævareið og í hefndarhug,“ sagði Guterres.</p> <p>Árlegar almennar umræður þjóðarleiðtoga hefjast í dag á allsherjarþinginu. Umræðurnar byrja klukkan þrjú að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim í <a href="http://webtv.un.org/live/" target="_blank">beinni útsendingu</a>.&nbsp;</p>

23.09.2019Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag

<span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir í dag leiðtogafund um loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir þessa dagana í New York. Forsætisráðherra sækir einnig leiðtogafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna síðar í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþingið síðdegis á föstudag.</p> <p><span>Loftslagsfundurinn er haldinn að frumkvæði Antónío Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann kallar eftir afgerandi forystu leiðtoga heims á vettvangi loftslagsbreytinga og hvetur ríki til þess að grípa til róttækra aðgerða til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsvárinnar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.&nbsp;</span></p> <p><span>Leiðtogafundurinn kemur til með að samþykkja sérstaka yfirlýsingu þar sem áréttaðar eru þær skuldbindingar sem ríki hafa samþykkt með heimsmarkmiðunum um að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir, fátækt og hungri verði útrýmt, komið verði á jafnrétti kynjanna, gæði menntunar verði aukin og ríki virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, svo fátt eitt sé talið.</span>&nbsp;</p> <p><span>Í septembermánuði ár hvert hittast fulltrúar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþinginu til að ræða brýnustu málefni heimsbyggðarinnar. Þar ber hæst að efla aðgerðir gegn loftslagsvánni og hraða framgangi sjálfbærrar þróunar í samræmi við </span><a href="https://www.un.is/heimsmarkmidin/"><span>heimsmarkmiðin</span></a><span>&nbsp;um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Fundahrinan hefst í dag með <a href="https://www.un.org/en/climatechange/" target="_blank">fundi</a>&nbsp;um loftslagsaðgerðir.</span></p> <p><span>„Allt alþjóðasamfélagið verður að ráðast til atlögu við loftslagsvána af meiri metnaði og öflugri aðgerðum til að hrinda&nbsp;</span><a href="https://unfccc.int/process-and-meetings/the-paris-agreement/the-paris-agreement"><span>Parísarsamkomulaginu&nbsp;</span></a><span>um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í framkvæmd,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;&nbsp;„Við höfum tækifæri næstu ellefu ár til að koma í veg fyrir óafturkræfar loftslagsbreytingar. Við verðum að minnka losun koltvísýrings um 45 prósent fyrir 2030 og ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050. Af þessum ástæðum hef ég beðið þjóðarleiðtoga að koma með áætlanir, ekki ræður,“ segir hann.</span></p> <p><span>Fundurinn í dag er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun.</span></p> <p><span><a href="https://www.un.org/en/climatechange/youth-summit.shtml" target="_blank">Ungmennaráðstefna</a> um sama efni </span><span>var haldin á laugardaginn og þar gafst leiðtogum unga fólksins kostur á að koma með lausnir og eiga orðaskipti við þá sem taka ákvarðanir. Fulltrúi Íslands var Esther Hallsdóttir sem var skipaður fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fyrr á árinu.</span></p>

20.09.2019Landgræðsluskólinn útskrifar á þriðja tug sérfræðinga

<span></span> <p>Í vikunni útskrifaðist 21 sérfræðingur, 11 konur og 10 karlar, úr árlegu sex mánaða námi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Útskriftarhópurinn í ár er sá fjölmennasti til þessa og nú hafa alls 139 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 67 konur og 72 karlar. Í hópnum í ár voru sérfræðingar frá Mongólíu, Kirgistan, Tadsjikistan og Úsbekistan í Mið-Asíu og frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda í Afríku. Sérfræðingarnir fara nú aftur til starfa í heimalöndum sínum og miðla þar af reynslu sinni og þekkingu.</p> <p>Við útskriftarathöfnina ávarpaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gesti. Hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar til að tryggja að okkur takist að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og skapa sjálfbær samfélög.</p> <p>Auk umhverfisráðherra tóku til máls Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd útskriftarhópsins, þau Annett Mlenga frá Malaví og Haqrizo Nurmamadov frá Tadsjikistan. Jón Erlingur Jónasson skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins afhenti nemunum útskriftarskírteini ásamt forstöðumanni skólans.</p> <p>Meginmarkmið Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að aðstoða þróunarlönd sem glíma við landhnignun að stuðla að sjálfbærri landnýtingu og græða upp illa farið land. Það er meðal annars gert með því að bjóða hingað til lands sérfræðingum frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans á sex mánaða námskeið í landgræðslu, sjálfbærri landnýtingu og endurheimt vistkerfa. Námið eflir þekkingu innan viðkomandi stofnana og landa með þjálfun starfsfólksins sem hingað kemur.</p> <p>Landgræðsluskólinn hefur starfað frá árinu 2007 og standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan að rekstri skólans. Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</p>

20.09.2019Barnadauði helmingi minni en í upphafi aldar

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu um barnadauða í heiminum kemur fram að fleiri börn og konur lifa af núna en nokkru sinni fyrr. Þar kemur fram að frá árinu 2000 hafi barnadauði dregist saman um næstum helming og mæðradauði um þriðjung. Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er meginskýringin á þessum árangri. En þrátt fyrir miklar framfarir á þessu sviði segir tölfræðin að eitt barn eða ein móðir láti lífið á ellefu sekúndna fresti. </p> <p>Talið er að 6,2 milljónir barna undir 15 ára aldri hafi látist í fyrra og ríflega 290 þúsund konur hafi látist á meðgöngu eða vegna vandkvæða tengdum fæðingu árið 2017. Af þeim 6,2 milljónum barna sem létust á síðasta ári dóu 5,3 milljónir á fyrstu fimm árum ævinnar, þar af helmingur á fyrsta mánuðinum.</p> <p>Í <a href="http://documents.worldbank.org/curated/en/105841568905930695/pdf/Levels-and-Trends-in-Child-Mortality-Report-2019.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;<span></span>- sem gefin er út af UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, Alþjóðabankanum og Sameinuðu þjóðunum - segir að konur og nýfædd börn séu eðlilega viðkvæmari fyrir hvers kyns vandkvæðum í og strax eftir fæðingu. „Um allan heim er fæðing barns hamingjustund. Engu að síður, á ellefu sekúndna fresti, breytist fæðing í fjölskylduharmleik,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Hæfar hendur til að hjálpa móður og barni í fæðingu, hreint vatn, fullnægjandi næring, lyf og bólusetningar geta skilið milli lífs og dauða. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma á heilbrigðiskerfi fyrir alla til að bjarga þessum dýrmætu lífum.“</p> <p>Skýrslan sýnir einnig mikinn mun eftir heimshlutum. Í löndum sunnan&nbsp;Sahara í Afríku eru lífslíkur miklu minni en annars staðar. Mæðradauði er fimmtíu sinnum&nbsp;meiri hjá konum í þeim heimshluta og börn þeirra eru tíu sinnum líklegri til að látast á fyrsta mánuði ævi sinnar en í efnameiri samfélögum. Á síðasta ári lést eitt af hverju þrettán barni í sunnanverðri Afríku fyrir fimm ára afmælisdaginn. Það er fimmtán sinnum hærri dánartíðni en í Evrópu þar sem eitt af hverjum 196 börnum láta lífið yngri en fimm ára.</p> <p>Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví lagt mikla áherslu á bætta heilbrigðisþjónustu fyrir mæður og börn. Ný fæðingardeild ásamt miðstöð ungbarnaeftirlits var tekin í notkun í upphafi árs í höfuðstað Mongochi héraðs og margar minni fæðingardeildir hafa verið reistar í sveitum á síðustu árum. Malaví er eitt þeirra landa í heiminum sem hefur náð mestum árangri í lækkun barna- og mæðradauða frá aldamótum. </p> <p>Nánar á <a href="https://unicef.is/barn-eda-modir-deyr-a-ellefu-sekundna-fresti" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF</p>

19.09.2019„Verður heimurinn betri?“ komin út í þriðja sinn

<span></span> <p>Nýkomin er út í þriðja sinn kennslubókin „Verður heimurinn betri?“ ásamt þýddum og staðfærðum kennsluleiðbeiningum sem sniðnar eru að nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum. Bókin fjallar um þróunina í heiminum og hefur að leiðarljósi að efla ungt fólk til umræðu um alþjóðasamvinnu og þróunarmál með hvatningu til þeirra um að taka virkan þátt í að móta framtíð heimsins.</p> <p>Félag Sameinuðu þjóðanna, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, stendur að útgáfu bókarinnar, og hefur dreift henni í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. „Í bókinni er heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sjálfbæra þróun lýst, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina fram til ársins 2030,“ segir Harpa Júlíusdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Hún segir að þátttaka ungu kynslóðarinnar í framkvæmd heimsmarkmiðanna skipti sköpum og fræðsla í skólum sé fyrsta skrefið. „Í bókinni er leitað svara við spurningum eins og: Hvað er þróun? Hvernig er hún mæld? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Hvað er fátækt og hvernig hafa loftslagsbreytingar áhrif á hana? Af hverju höldum við að heimurinn sé verr staddur en hann er í raun og veru? Og síðast en ekki síst: Verður heimurinn betri? Í bókinn er fjallað um þróun í veröldinni á auðskiljanlegan, upplýsandi og jákvæðan hátt, velt upp spurningum og umræðum og vísað í staðreyndir og nýja tölfræði,“ segir Harpa.</p> <p>Bókin er þýdd úr sænsku og kom fyrst út á vegum Norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) árið 2005. Þetta er sjöunda útgáfa bókarinnar, uppfærð og endurskoðuð. Nálgast má bæði bókina og kennsluleiðbeiningarnar á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna og bókina má einnig sækja á vef Menntamálastofnunar. Óski skólar eftir aðstoð við að innleiða efni bókarinnar í kennslu og/eða óskar eftir að fá eintak af bókinni má senda beiðni á Félag Sameinuðu þjóðanna. </p>

18.09.2019Lífið víðast hvar erfiðara fyrir stelpur en stráka

<span></span> <p>Fæðingarstaður er enn besti vísirinn um framtíð barns. Það gildir einu hvar barn er fætt, ef barnið er stúlka er lífið erfiðara fyrir hana en stráka. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum í nýrri árlegri skýrslu Gates samtakanna, <a href="https://www.gatesfoundation.org/goalkeepers/report/2019-report/#ExaminingInequality" target="_blank">Goalkeepers Report</a>, sem hefur það markmið að varpa ljósi á framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>Þrátt fyrir framfarir í menntun stúlkna eru möguleikar kvenna takmarkaðir vegna félagslegra viðhorfa, lagasetningar sem mismunar kynjunum, og kynbundins ofbeldis, segir í skýrslunni.</p> <p>Bill og Melinda Gates hafa gegnum samtökin Gates Foundation lengi verið leiðandi stuðningsaðilar í verkefnum sem tengjast þróun og lýðheilsu. Samkvæmt nýju skýrslunni – sem er eins og margar aðrar birtar í aðdraganda allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna – hefur um það bil hálfur milljarður jarðarbúa ekki aðgang að grunnmenntun eða heilbrigðisþjónustu. Á báðum sviðum hallar mjög á stelpur.</p> <p>Skýrsluhöfundar segja ljóst að fjárfestingar í þróun séu ekki að ná til allra. Þannig sé mikið bil milli þjóða, milli svæða, og milli stúlkna og pilta. „Háskinn er bæði kyn- og svæðabundinn,“ segir Sue Desmond-Hellmann framkvæmdastjóri Gates Foundation.</p> <p>Hún vitnar í gögn í skýrslunni sem sýna til dæmis að fleiri börn deyja í Tjad á degi hverjum en í Finnlandi árlega. Að meðaltali ljúki Finnar námi á háskólastigi en í Tjad ljuki börn að meðaltali ekki námi í grunnskóla. „Höfum í huga að ef þú ert stúlkubarn sem fæðist í einu af fátækustu svæðum Afríku er ekki aðeins kynið þér í óhag heldur líka landfræðilega. Það er einfaldlega ekki í lagi að barn í Tjad sé 55 sinnum líklegra til að deyja en í barn í Finnlandi,“ segir hún.</p> <p>Í skýrslunni er ekki dregin dul á framfarir á mörgum sviðum þróunar víða um heim, svo sem varðandi lífslíkur, heilsu og velmegun, en undirstrikað er að „viðvarandi gjá“ sé milli margra sem merki að ýmsir lendi utangarðs. </p> <p>Eitt meginstef heimsmarkmiðanna er að skilja engan útundan. Í skýrslunni er því kallað eftir nýjum nálgunum til að brúa bilin, beina sjónum að fátækasta fólkinu, auka stafræna tækni og styðja bændur í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.</p>

17.09.2019Tólf milljónir barna setjast aldrei á skólabekk

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri tölfræðilegri úttekt Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) koma að óbreyttu um tólf milljónir barna aldrei til með að setjast á skólabekk, þar af níu milljónir stelpna.</p> <p>„Samkvæmt okkar útreikningum koma níu milljónir stelpna á grunnskólaaldri aldrei til með að stíga fæti inn í skólastofu, borið saman við þrjár milljónir stráka,“ segir Audrey Azouley framkvæmdastjóri UNESCO. Stofnunin hefur um árabil tekið saman yfirlit um börn utan skóla og samkvæmt tölfræðilegum gögnum hafa litlar sem engar framfarir mælst á rúmum áratug.</p> <p>Fjórar milljónir af þeim níu milljónum stelpna sem eru utan skóla búa í löndum sunnan Sahara í Afríku. „Það sýnir að við verðum áfram að einbeita okkur að menntun stúlkna og kvenna, það verður að vera forgangsmál,“ segir Azouley.</p> <p>Á síðasta ári voru um það bil 258 milljónir barna og ungmenna utan skóla, á aldrinum frá sex til sautján ára.</p> <p>Þessi gögn sýna að langt er í land með að ná heimsmarkmiði fjögur en þar segir að eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun.&nbsp;</p> <p>Að óbreyttu verður eitt barn af hverjum sex utan grunnskóla árið 2030 og þá benda þessir útreikningar til þess að einungis sex af hverjum tíu ungmennum ljúki námi sem er sambærilegt íslensku grunnskólaprófi.</p> <p>Gögn UNESCO sýna gífurlegan mun milli ríkra og fátækra þjóða. Samkvæmt tölfræðinni eru 19 prósent barna á aldrinum sex til ellefu ár í lágtekjuríkjum utan skóla en aðeins 2 prósent meðal þeirra efnameiri. Og þegar horft er á ungmenni á aldreinum 15 til 17 ára verður munurinn enn meiri, þá er 61 prósent ungmenna lágtekjuríkja utan skóla en 8 prósent meðal hátekjuríkja. </p> <p>„Við höfum aðeins ellefu ár til þess að standa við fyrirheitin um að sérhvert barn eigi kost á því að ganga í skóla og mennta sig,“ segir Silvia Montoya yfirmaður hagdeildar UNESCO í <a href="https://news.un.org/en/story/2019/09/1046272" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Menntun barna og ungmenna er eitt af áherslusviðum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í báðum samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda, er myndarlega stutt við bakið á héraðsstjórnum í skólamálum með stuðningi um úrbætur varðandi menntun barna og ungmenna.</p> <p><a href="http://uis.unesco.org/sites/default/files/documents/new-methodology-shows-258-million-children-adolescents-and-youth-are-out-school.pdf" target="_blank">Skýrsla UNESCO</a></p>

16.09.2019Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu

<span></span> <p>Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem hefur það markmið að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögugerð um fiskeldi í sjó. Með verkefninu á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita bankanum aðgang að sérfræðiþekkingu á Íslandi.</p> <p>Gunnar Þórðarson svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum var í Indónesíu á dögunum ásamt fulltrúum Alþjóðabankans. Fundir voru haldnir með starfsmönnum ráðuneyta til að undirbúa verkefnið og leggja línurnar til að auka fiskeldi og matvælaframleiðslu þjóðarinnar. „Ljóst er að&nbsp; Matís hefur margt fram að færa til að bæta úr og koma öflugu fiskeldi í sjó á rekspöl í Indónesíu. Með þekkingu sem byggð hefur verið upp við laxeldi væri hægt að koma miklu til leiðar við framleiðslu á eldisfiski, sem myndi koma Indónesíu, Asíu og reyndar öllum þjóðum heims til góða,“ segir Gunnar í aðsendri <a href="http://www.bb.is/2019/09/ad-faeda-heiminn-til-framtidar-samstarfsverkefni-matis-utanrikisraduneytisins-og-althjodabankans/">grein</a>&nbsp;sem birtist á dögunum í blaðinu Bæjarins bestu á Ísafirði.</p> <p>Eldi í sjó og vatni er umfangsmikið í Indónesíu og aðeins í Kína er framleiðslan meiri. Fram kemur í grein Gunnars að ræktun á þangi nemi rúmlega 99 prósentum af framleiðslunni og því sé álitið að tækifæri í fiskeldi séu mikil. „Sjóeldi er ein umhverfisvænasta prótein framleiðsla sem þekkist, með umtalsvert minna sótspor en landbúnaður,“ segir Gunnar og bætir við síðar í greininni. „Í dag kemur um helmingur af öllu fiskmeti úr eldi, enda takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða af villtum fiski. Fiskeldi er einnig með sérlega lágt kolefnisspor og því leynast umtalsverð tækifæri eldinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“</p> <p>Gunnar bendir á að vandamál sjóeldis í Indónesíu felist meðal annars í mikilli sóun á fóðri sem er stór hluti kostnaðarins. Hann segir að með nútíma eldisaðferðum, eins og þekkist á kaldari svæðum, megi lyfta grettistaki með því að nota hátækni og þekkingu til að framleiða holla fæðu fyrir fjölmennasta svæði veraldar. „Í dag er lax alinn á norðlægum slóðum og fluttur ferskur með flugi til borga í Asíu, með ærnum fjárhagslegum og umhverfislegum kostnaði. Það liggja því mikil tækifæri í að setja upp eldi til að sinna þessum markaði, en í kringum Indónesíu eru mörg fjölmennustu ríki heimsins, enda býr þar nærri helmingur jarðarbúa. Áætlað er að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70 milljón tonn til ársins 2050, þegar íbúar jarðar verða rúmar níu milljarðar talsins.“</p> <p>Gunnar segir að Matís hafi burði til að aðstoða aðrar þjóðir til að bæta lífsgæði sín og nágranna sinna. „Þó þessi þekking sé ekki öll innan veggja Matís getur fyrirtækið nálgast hana í gegnum sitt tengslanet og samstarfsaðila. Svona verkefni koma öllum til góða og er dæmi um þekkingu sem Íslendingar eiga að flytja út,“ skrifar hann í Bæjarins bestu og bætir við að Matís hafi einnig tekið að sér verkefni á Filippseyjum með utanríkisráðuneytinu og Alþjóðabankanum sem lýtur að ræktun á þangi. </p>

16.09.2019Alvarleg vannæring ógnar lífi barna í Mósambík

<span></span> <p>Tæplega ein milljón íbúa Mósambíkur býr við vannæringu og matarskort, þar af 160 þúsund börn yngri en fimm ára, segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem álítur að ástandið eigi eftir að versna á komandi mánuðum. Þetta hörmungarástand er bein afleiðing fellibyljanna Idai og Kenneth sem herjuðu á Mósambík og grannríki í mars og apríl á þessu ári. </p> <p>Fellibyljirnir skildu eftir sig slóð eyðileggingar í miðríkjum og norðurhluta landsins, flóð eyðilögðu akra á 780 þúsund hektara svæði og tugir þúsunda íbúa þurftu að flýja heimili sín. Að mati fulltrúa UNICEF eru miklar líkur á því að börnum sem búi við alvarlega vannæringu fjölgi á þessum slóðum og að þau verði allt að 200 þúsund í febrúar á næsta ári. Um 38 þúsund börn gætu orðið svo alvarlega vannærð að þau gætu dáið, segir í frétt UNICEF.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/i-t-s2QiwWQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að sögn Marcoluigi Corsi fulltrúa UNICEF í Mósambík hafa afleiðingar flóðanna, sem fylgdu í kjölfar fellibyljanna, á landbúnað leitt til þess að börn fá ekki nægilega næringarríkan mat til þess að þroskast á heilbrigðan hátt. Að nokkrum mánuðum liðnum verði ástandið orðið enn alvarlegra og því sé bráðnauðsynlegt að fá stuðning við áframhaldandi mannúðaraðastoð.</p> <p>Hann bendir jafnframt á að á tímum matarskorts sé hætta á að öryggi barna sé ógnað. Stighækkandi verð á matvælum geti leitt til þess að fjölskyldur grípi til óyndisúrræða eins og að gifta dætur sínar barnungar eða senda börnin í nauðungarvinnu. Corsi segir að nýleg könnun bendi til þess að barnabrúðkaupum sé að fjölga og dæmi séu um að stúlkur yngri en 13-14 ára séu komnar í hjónaband.</p> <p><a href="https://reliefweb.int/report/mozambique/appeal-launched-humanitarian-response-cyclone-devastation-mozambique" target="_blank">Neyðarkall mannúðarsamtaka vegna barna í Mósambík</a></p>

13.09.2019Fjárfestingar vegna loftslagsbreytinga skila sér margfalt til baka

<span></span> <p>Fjárfestingar sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum skila sér margfalt til baka, að mati alþjóðlegs ráðgjafahóps undir forsæti Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í vikunni í kynningu á nýútkominni skýrslu hópsins að tæplega 260 milljarða króna fjárfestingar á fimm lykilsviðum gætu skilað rúmlega 900 milljarða króna hagnaði.</p> <p>Meginskilaboð skýrslunnar eru þau að brýnt sé að draga úr losun skaðlegra lofttegunda og á sama tíma verði að hefja aðlögun að loftslagsbreytingum með kröftugu viðnámi. „Að draga úr losun og hefja aðlögun fer einkar vel saman enda tvær jafn mikilvægar undirstöður Parísarsamkomulagsins. Aðlögun er ekki aðeins rétt leið heldur líka snjöll leið til að auka hagvöxt og skapa heim sem bregst við loftslagsvandanum,“ sagði Ban Ki-moon en ásamt honum eru þau Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Kristina Georgieva, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, í framkvæmdastjórn Global Commission for Adoption.</p> <p>Í skýrslunni <span></span>- <a href="https://gca.org/global-commission-on-adaptation/adapt-our-world">Adapt Now: A Gobal Call for Leadership on Climate Resilience</a> - eru færð rök fyrir því að aðlögun tengd loftslagsbreytingum geti skilað „þreföldum arði“ með því að takmarka tjón í framtíðinni, skila jákvæðum efnahagslegum ábata með nýsköpun, og skila nýjum félagslegum og umhverfislegum ávinningi.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/mbHIzuFTAAg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Ein þeirra fjárfestinga sem ráðgjafahópurinn bendir á er viðvörunarkerfi sem myndi gera fólki viðvart um öfgafull veðurfyrirbæri eins og hitabylgjur, flóð, fellibylji eða aðrar náttúrhamfarir. Slíkt viðvörunarkerfi gæti á skömmum tíma dregið verulega úr tjóni. Aðrar ábendingar hópsins um arðvænlegar fjárfestingar snúa meðal annars að sterkari innviðum, umbótum í landbúnaði, vernd leiriviðar (tré&nbsp;sem vaxa við sjávarstrendur, þau einu sem eru fær um að vaxa í söltu vatni) og lokum vernd&nbsp;vatnsbóla.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að loftslagsbreytingar hafi áhrif á alla jarðarbúa en þó mest á þá sem síst skyldi, þær fátæku þjóðir sem eiga minnstan þátt í að skapa vandann en líða mest fyrir breytingarnar. Milljónir manna verði enn fátækari og hætta aukist á átökum og óstöðuleika. „Fólk upplifir alls staðar hrikaleg áhrif loftslagsbreytinga,“ segir Bill Gates. „Þau bitna mest á milljónum smábænda og fjölskyldum þeirra í þróunarríkjunum sem glíma við fátækt og hungur vegna lítillar uppskeru og vegna mikilla breytinga á hitastigi og úrkomu.“</p>

12.09.2019Vísindamenn draga upp dökka mynd af framtíðinni

<span></span> <p>Aukinn ójöfnuður og loftslagsbreytingar koma ekki aðeins til með að draga úr framförum í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbærni heldur ógna sjálfri tilvist mannsins á jörðinni. Þetta er meðal niðurstaðna fimmtán vísindamanna sem eru höfundar nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og framgang heimsmarkmiðanna.</p> <p>Skýrslan - <a href="https://sustainabledevelopment.un.org/globalsdreport/2019" target="_blank">“The Future is Now: Science for Achieving Sustainable Development”</a>&nbsp;– er birt í aðdraganda leiðtogafundar um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum og verður aðal umfjöllunarefni fundarins. Að mati skýrsluhöfunda er heimurinn ekki á réttri leið með heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og eiga að vera í höfn árið 2030. Þeim er lýst í frétt frá Reuters sem einskonar „verkefnalista“ til að takast á við átök, hungur, landhnignun, jafnrétti kynjanna og loftslagsbreytingar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/szdVa7pLKww" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Vísindamennirnir kalla eftir skjótum og hnitmiðuðum aðgerðum til að forða því að framfarir síðustu ára verði að engu. „Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því hversu brýnt er að bregðast við strax,“ sögðu þeir á fundi með fréttamönnum þegar skýrslan var kynnt í gær.</p> <p>Í skýrslunni segir að enn sé unnt að tryggja velsæld og útrýma fátækt á jörðinni fyrir árið 2030 – sem þá telur um 8,5 milljarða íbúa – en til þess að svo megi verða þurfi skjótt að breyta sambandi manns og náttúru og draga úr félagslegum og kynbundum ójöfnuði.</p>

11.09.2019Skólatöskugrafreitur fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>„Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. &nbsp;Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stilltu upp í vikunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, 3.758 skólatöskum sem litu út eins og legsteinar. Hver taska táknaði eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári.</p> <p>Með þessum táknræna skólatöskugrafreit sendir UNICEF skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni, nú þegar skólar eru víða nýhafnir eða að hefjast. Samkvæmt frétt UNICEF fer enginn bakpokanna til spillis því þeim verður síðan komið áfram til barna til að styðja við menntun þeirra.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5DNz0yUY3FQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Bakpokar UNICEF hafa alltaf verið tákn um von og möguleika æskunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Eftir hálfan mánuð munu þjóðarleiðtogar koma hér saman á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þessi sýning ætti að minna þá á hvað er í húfi.“</p> <p>Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á stríðssvæðum létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Þau hafa aldrei verið fleiri frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. UNICEF segir að þetta séu aðeins staðfestu tilfellin, rauntölur séu að líkindum miklu hærri. </p>

11.09.2019Samfélagsleg skylda okkar að gera heiminn betri

<span></span> <p>Samstarfsátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ náði hápunkti í gærmorgun þegar fram fór málstofan „Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu.“ Átakið er samstarfsverkefni allra helstu íslensku félagasamtakanna í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu auk utanríkisráðuneytisins en að þessu sinni er markmið þess að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, til samstarf og til að leggja lóð sín á vogarskálar alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</p> <p>Samstarf sem þetta má nefna Te og kaffi og&nbsp;UNICEF&nbsp;sem hefur varað í yfir áratug. Fyrirtækið styður baráttu&nbsp;UNICEF&nbsp;gegn mænusótt,&nbsp;ebólu&nbsp;og vannæringu barna með ýmsum leiðum, meðal annars með hlutfalli af hverjum seldum kaffibolla á ákveðnu tímabili, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur viðskiptavina fyrirtækisins.&nbsp;</p> <p>Málstofan heppnaðist vel og á henni voru flutt mörg fræðandi erindi um ávinning og tækifæri fyrirtækja í því að styðja þróunarsamvinnu.</p> <p>Á mælendaskrá voru auk Sturlu Sigurjónssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sem flutti opnunarávarp, þau Hrund&nbsp;Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu–miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, Viktoría Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Ábyrgum lausnum, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN&nbsp;Women, Sigurlilja Albertsdóttir, sérfræðingur hjá&nbsp;utanríkisráðuneytinu,&nbsp;auk þess sem fyrirtækin Marel,&nbsp;Íslandsbanki og&nbsp;Áveitan sögðu stuttar reynslusögur af sinni þátttöku í þróunarsamvinnu. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og Kaffi, fór yfir tíu ára samstarf fyrirtækisins við&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi.</p> <p><strong>Rétt að vera í samstarfi við UNICEF á Íslandi</strong></p> <p>Í erindi sínu fór Guðmundur meðal annars yfir það í hvað peningarnir hafa farið sem safnast hafa í því samstarfi frá árinu 2008.</p> <p>„Framlögin sem hafa safnast hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn&nbsp;ebólu&nbsp;og menntaverkefni fyrir börn í Kólumbíu,“ sagði Guðmundur og benti á að síðastnefnda verkefnið væri í héraði þaðan sem kaffi sem fyrirtækið selur í fyrirtækjasölu sé ræktað.</p> <p>Um ávinning samstarfs við&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi sagði Guðmundur að frá árinu 2008 hafi samstarfið verið hryggjarstykkið í stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.</p> <p>„Við eigum í samstarfi við&nbsp;UNICEF&nbsp;því okkur finnst rétt að gera það. Við eigum í þessu samstarfi því okkur ber samfélagsleg skylda til að gera heiminn betri.“</p> <p>Að&nbsp;vitundarvakningunni&nbsp;Þróunarsamvinna ber ávöxt standa auk&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN&nbsp;Women, SOS barnaþorpin, Barnaheill,&nbsp;ABC&nbsp;barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó og utanríkisráðuneytið.</p> <p><a href="https://unicef.is/samfelagsleg-skylda-okkar-ad-gera-heiminn-betri" target="_blank">Frétt frá UNICEF á Íslandi</a></p>

10.09.2019Allt að 200 milljónir til ráðstöfunar til fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Allt að tvö hundruð milljónir króna verða til ráðstöfunar úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þessu ári. Utanríkisráðuneytið auglýsti á dögunum öðru sinni eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tvö íslensk fyrirtæki, Marel og Thoregs, hlutu styrki úr sjóðnum fyrr á árinu þegar úthlutað var úr honum í fyrsta sinn.<br /> &nbsp;<br /> Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til &nbsp;þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnustefnu íslenskra stjórnvalda.</p> <p>Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er allt að 200 þúsund evrur yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis.<br /> &nbsp;<br /> Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en listi yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef ráðuneytisins. &nbsp;Styrkt verkefni eiga að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á frumkvöðlastarf, atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif.<br /> &nbsp;<br /> Að þessu sinni verður líka boðið upp á að sækja um forkönnunarstyrki, sem geta numið allt að tveimur milljónum króna. Styrkirnir verða fimm talsins og þeim er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni, líkt og „Fræ“ sem er fyrirtækjastyrkur hjá tækniþróunarsjóði Rannís. <br /> &nbsp;<br /> Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október 2019. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í desember á þessu ári.<br /> &nbsp;<br /> Nánar á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/?fbclid=IwAR0lRgp6wEgAyM2Z6TxOPnr0iqp1J4y1AKl9PgItPqf6Al0ueGr2F-0KLqQ">vef</a>&nbsp;Samstarfssjóðsins.</p>

09.09.2019Hægt að útrýma malaríu fyrir miðja öldina

<span></span> <p>Að mati fræðimanna ætti að vera unnt að útrýma malaríu eða mýrarköldu um miðja þessa öld. Malaría er einn skæðasti og banvænasti sjúkdómur sem mannkynið hefur glímt við um aldir. Hópur rúmlega fjörutíu fræðimanna birti grein í gær í læknatímaritinu The Lancet þar sem þeir staðhæfa með vísan í faraldsfræðilegar og fjárhagslegar greiningar að fyrir árið 2050 sé mögulega unnt að útrýma malaríu „með réttum tækjum, réttum aðferðum og nægu fjármagni,“ eins og þeir segja í grein sinni.</p> <p>„Útrýming malaríu hefur alltof lengi verið fjarlægur draumur, en nú höfum við sannanir fyrir því að unnt sé að uppræta malaríu fyrir árið 2050,“ segir Richard Feachem sem stýrir alþjóðlegum lýðheilsuhóp við Kaliforníuháskóla í San Francisco.</p> <p>Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í baráttunni gegn malaríu. Malaríutilvikum hefur fækkað um 36% og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fækkað um 60%. Í greininni í The Lancet er hins vegar varað við því að árangri tveggja síðustu áratuga sé teflt í tvísýnu vegna skorts á fjármagni og þeirrar staðreyndar að í 55 þjóðríkjum í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku fjölgi malaríutilvikum. Þau eru langflest í Afríkuríkjum og rúmlega þriðjungur tilvika í aðeins tveimur löndum: Nígeríu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Á síðasta ári greindust 219 milljónir manna með malaríu og þar af létust 435 þúsund, mikill meirihluti börn og sérstaklega kornabörn. Samkvæmt tölfræðinni deyr barn af völdum malaríu aðra hverja mínútu.</p>

09.09.2019Málstofa á morgun um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<p>Á morgun verður haldin málstofa um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. Málstofan er hluti af vitundarvakningunni Þróunarsamvinna ber ávöxt sem öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Átakið hófst í morgun og stendur út alla vikuna. Markmið málstofunnar í fyrramálið er að kynna fyrir fyrirtækjum, stórum sem smáum, tækifæri og ávinning þess að styðja við alþjóðlega þróunarsamvinna.</p> <p>Málstofan fer fram á Nauthóli á morgun, 10. september, frá kl. 9:00-11:30. Fyrirtæki á borð við Marel, Íslandsbanka, Te og kaffi og Áveituna á Akureyri koma til með segja frá reynslu sinni af þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Á málstofunni verður jafnframt myndband frumsýnt sem fjallar um ýmis samstarfstækifæri fyrirtækja og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fthrounarsamvinna.ber.avoxt%2fvideos%2f383716912327035%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Að mati forsvarsmanna Þróunarsamvinnu ber ávöxt geta íslensk fyrirtæki lagt þung lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu. „Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er gert skýrt ákall eftir þátttöku fyrirtækja í brýnustu verkefnum á heimsvísu, sem eru meðal annars loftlagsaðgerðir ásamt útrýmingu hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum. Með því að leggja til þekkingu, búnað, vinnuafl eða fjármuni hafa mörg fyrirtæki breytt lífskjörum fjölda fólks, víðs vegar um heiminn,“ segir í kynningartexta um málstofuna.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp en fyrsta erindið er flutt af Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Festu og kallast „Ásetningur fyrirtækja að gera heiminn a betri stað.“ Þá ræðir Viktoría Valdimarsdóttir sérfræðingur hjá ábyrgum lausnum um ávinning fyrirtækja af þróunarsamvinnu. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women segir frá samstarfstækifærum fyrirtækja og félagasamtaka í þróunarsamvinnu og Sigurlilja Albertsdóttir sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu kynnir samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þá verða sagðar reyslusögur fyrirtækja af þátttöku í þróunarsamvinnu.</p> <p>Fundarstjóri er Logi Bergmann Eiðsson.</p> <p>Að átakinu standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN Women, UNICEF, SOS barnaþorpin, Barnaheill, ABC barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó, ásamt utanríkisráðuneytinu.</p>

05.09.2019UNICEF: Þriðjungur ungmenna orðið fyrir einelti á netinu

<span></span> <p>Um það bil þriðjungur ungmenna í þrjátíu ríkjum segist hafa orðið fyrir einelti á netinu og fimmtungur segist hafa sleppt því að mæta í skólann af þeim sökum. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær af hálfu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og skrifstofu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum.</p> <p>Ungmennin svöruðu spurningum í könnuninni nafnlaust í gegnum samskiptagáttina <a href="https://ureport.in/" target="_blank">U-Report</a>. <span></span>Af svörum þriðjungs þeirra að dæma eru samfélagsmiðlar helsti vettvangur eineltis á netinu, svo sem Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter. Alls náði könnunin til 170 þúsund ungmenna, 13 til 24 ára.</p> <p><span>&nbsp;Að mati þriðjungs unga fólksins ættu stjórnvöld í hverju landi að koma í veg fyrir einelti á netinu, rúmlega 30 prósent svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá unga fólkinu sjálfu og tæplega 30 prósent skelltu skuldinni á internetfyrirtæki.</span></p> <p>„Hvarvetna í heiminum, meðal ríkra og fátækra þjóða, eru ungmenni að segja okkur að það verði fyrir einelti á netinu, það hafi áhrif á menntun þeirra og þau vilja að þessu linni,“ segir Henriette Fore framkvæmdastýra UNICEF sem kynnti niðurstöður könnunarinnar í gær. </p> <p>Hún minnir á að senn verði fagnað þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það verði að tryggja rétt barna varðandi stafrænt öryggi með öllum tiltækum leiðum.</p>

04.09.2019Sex hundruð börn látin í ebólufaraldrinum í Kongó

<span></span> <p>Tæplega 600 börn hafa látið lífið af völdum ebólufaraldurs í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Alls hafa 850 börn smitast af þessari banvænu veiru frá því faraldurinn braust út í ágúst 2018 og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. „Sú staðreynd ætti að vekja alla til vitundar um mikilvægi þess að ráða niðurlögum þessa skelfilega smitsjúkdóms,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Kongó.</p> <p>Samkvæmt frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vinnur stofnunin náið með samstarfsaðilum á svæðinu að því markmiði að ráða niðurlögum ebólufaraldursins. Það gerir UNICEF með því að:</p> <ul> <li>Upplýsa, vernda og virkja samfélögin. UNICEF vinnur náið með áhrifafólki, trúarleiðtogum, íbúum og fjölmiðlum á svæðinu til að fræða fólk um einkenni, forvarnir og meðhöndlun á sjúkdómnum.</li> <li>Draga úr útbreiðslu með smitvörnum. UNICEF hefur komið upp handlaugum í meira en 2.500 heilsugæslustöðvum, 2.300 skólum og rúmlega 7 þúsund mikilvægum samgöngustöðum. Þá hefur Unicef séð um dreifingu á hitamælum og klór til að meðhöndla vatn og gert rúmlega tveimur milljónum manns kleift að nálgast hreint og öruggt drykkjarvatn.</li> <li>Senda átta næringarsérfræðinga til að veita börnum jafnt sem fullorðnum aðstoð í meðhöndlunarmiðstöðvum fyrir ebólasjúklinga. Þetta er í fyrsta skipti sem slík sérfræðiaðstoð er nýtt til að bregðast við ebólufaraldri og hún hefur mælst vel fyrir.</li> <li>Starfa í yfir 6.509 skólum vítt og breitt um svæðið og svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði og byggja þannig upp verndað umhverfi fyrir börn. Þetta felur í sér að dreifa vatni og hreinlætisvörum. Þá hafa rúmlega 32 þúsund kennarar og skólastjórar og hátt í milljón nemendur fengið fræðslu um ebólaveiruna.</li> </ul> <p>„Nú þegar tilfellum fjölgar er mikilvægt að muna að hvert þeirra er ekki bara tölfræði á blaði heldur sonur einhvers, dóttir, móðir, faðir, bróðir eða systir einhvers. Hvert dauðsfall skilur eftir syrgjandi fjölskyldu í sárum og sívaxandi ótta,“ segir Beigbeder. Hann segir lykilatriði í því að ráða niðurlögum faraldursins sé að koma í veg fyrir smit meðal barna enda séu þau hlutfallslega í meirihluta þeirra sem smitast. UNICEF sé að vinna með samstarfsaðilum sínum að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra bæði í bráð og lengd með ofangreindum leiðum. En betur má ef duga skal, segir Beigbeder.</p> <p>„Raunveruleikinn er sá að við þurfum miklu meiri alþjóðlegan stuðning. Ebólufaraldrar þurfa einstaklega mikla fjárfestingu samanborið við aðra faraldra því það er nauðsynlegt að meðhöndla 100 prósent tilfella með tilheyrandi eftirliti og eftirfylgni. UNICEF þarf 126 milljónir bandarískra dala til að mæta þörfum barna og samfélaga hér núna og í nánustu framtíð. Eins og er hefur UNICEF aðeins fjármagnað 31 prósent af þeirri upphæð.“</p> <p><a href="https://unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">Heimsforeldrar</a> taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars í baráttunni við ebólufaraldurinn. Á Íslandi eru yfir 27 þúsund heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF í verkefnum sínum.</p>

03.09.2019Herferðir gegn plastmengun í september

<span></span> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) tekur ásamt Evrópusambandinu og fleirum þátt í strandhreinsunarátakinu #EUBeachCleanUp. Í frétt á vef skrifstofunnar segir að gott sé að hreinsa strendur af plasti, enn betra sé að höggva að rótum vandans. „Plast er orðinn svo snar þáttur í lífi okkar að við tökum varla eftir því lengur. Það er ódýrt, þægilegt og alls staðar.“</p> <p>Markmiðið er að efla vitund almennings og hvetja til aðgerða. Fram kemur í fréttinni að ekki sé víst að allir átti sig á því að á 70% plasts sé ekki endurunnið og mikið af því fjúki á haf út eða í á og læki, eins og plastmengunin á ströndum sé til marks um. Talið er að fimm milljón milljónir stórra og smárra plasteininga séu á floti í hafinu</p> <p>Blái herinn hefur verið samstarfsaðili þeirra sem að átakinu standa á Íslandi.&nbsp;<a href="https://unric.org/is/frettir/27448-strie-a-hendur-plasti-i-september">Marglytturnar, hópur áhugakvenna um útivist og náttúruvernd</a>&nbsp;ætlar að synda yfir Ermasunds á næstu dögum til stuðnings Bláa hernum og til að vekja athygli á plastmengun í sjónum. Strendur verða hreinsaðar í rúmlega 80 löndum frá Belgíu til Grænhöfðaeyja í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, skóla og æskulýðssamtök.&nbsp;Ungmennafulltrúi Sameinuðu þjóðanna tekur líka þátt í átakinu, en í hverjum mánuði beitir hann sér fyrir 31 dags herferð ungs fólks í tengslum við&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/climatechange/youth-summit.shtml">Loftslagsráðstefnu unga fólksin</a>s í New York.</p> <p>Minna má á að hér heima er í gangi herferðin „<a href="https://plastlausseptember.is/um_atakid/" target="_blank">Plastlaus september</a>“ sem er árvekniátak til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega, ásamt því að leita leiða til að minnka notkunina.</p>

02.09.2019Menntun flóttabarna í miklum ólestri

<span></span> <p>„Við verðum að fjárfesta í menntun flóttafólks eða greiða ella það gjald sem fylgir því að heilli kynslóð hefur verið meinað að vaxa úr grasi og verða sjálfstæðir einstaklingar, sem finna sér störf og leggja til samfélagsins,“ sagði Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þegar hann kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar um skólamál flóttabarna. Innan við helmingur barna á skólaaldri sem er á flótta fær formlega menntun, segir í skýrslunni: <a href="https://www.unhcr.org/steppingup/" target="_blank">Stepping Up, Refugees Education in Crisis.</a></p> <p>Tæplega 26 milljónir flóttamanna eru einstaklingar yngri en átján ára. Það þýðir að annar hver flóttamaður í heiminum er barn. Samkvæmt skýrslunni eru 3,7 milljónir barna á flótta utan skóla, af 7,1 milljón ungmenna sem telst vera á flótta. Hlutfallið er langhæst meðal háskólanema þar sem einungis 3% ungs fólks á flótta hefur tækifæri til að sækja sér háskólamenntun. Í framhaldsskólum eru aðeins 24% unglinga á flótta á skólabekk en í grunnskólum fer hlutfallið upp í 63%.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur ríkisstjórnir og framlagsríki til að taka frumkvæði og byggja skóla, mennta kennara og greiða skólagjöld ungmenna á flótta. Með því að grípa ekki til aðgerða sé flóttabörnum neitað um tækifæri til að byggja upp hæfni fyrir framtíðina auk þess sem líkurnar á því að þau snúi á óheillabraut verði meiri. </p> <p>Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember verður stuðningur við eflingu menntunar flóttabarna á gagnfræða- og menntaskólaaldri helsta umræðuefniö. Grandi segir skóla vera helstu von flóttamanna um annað tækifæri í heiminum.</p> <p>Ísland er öflugur bakhjarl Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þriggja ára samningur um föst framlög utanríkisráðuneytisins til hennar er í gildi en hann var undirritaður árið 2017. Einnig hafa verið veitt framlög þegar alvarleg áföll dynja á eða aðstæður versna verulega á tilteknum svæðum, líkt og gerðist á síðasta ári í Venesúela, svo dæmi sé tekið.</p>

30.08.2019Hvatt til aðgerða vegna horfinna flóttamanna

<span></span> <p>Í dag, á alþjóðadegi fórnarlamba mannshvarfa, hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna, að þau bregðist skjótt við í leit að horfnum einstaklingum og rannsaki afdrif þeirra. Í tilkynningu frá samtökunum í tilefni dagsins er bent á þá þróun að sífellt hvíli meiri leynd yfir flótta fólks og það fari í lengri og hættulegri ferðir. Þessi þróun auki hættuna á mannréttindabrotum, þar á meðal „þvinguðum“ mannshvörfum.</p> <p>„Ég heiti Maria Elana Lorios. Ég er að leita að syni mínum, Heriberto Antonio Gonzales Larios. Hann var átján ára þegar hann fór, svo hann er 27 ára í dag. Ég kvaddi hann þegar hann fór og síðan hef ég engar fregnir af honum. Nokkrum mánuðum áður en hann hvarf sagði hann mér að hann hygðist fara, en ég reyndi að telja hann ofan af því vegna þess að hann ætti engan ákvörðunarstað vísan. Ég sagði honum það væri ekki góð hugmynd af fara í burtu þar sem aðstæður væru hættulegar á leiðinni.“</p> <p>„Saga Maríu Elenu er ein af þúsundum frásagna um mannlegan harmleik sem hefur áhrif á þúsundir fjölskyldna flótta- og farandfólks sem hefur horfið,“ segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna. Þeir benda jafnframt sérstaklega á að mannshvörfin tengist oft stöðum þar sem farandfólki er komið fyrir og sé oft afleiðing smygls eða mansals. Því þurfi að leggja áherslu á að auka forvarnir, vernd, leit og rannsóknir á þessum mannshvörfum. </p>

29.08.2019Börn í Afríku verða í meirihluta sárafátækra í heiminum árið 2030

<span></span> <p>Fátækt meðal barna í Afríku kemur til með að aukast á næstu árum, að mati fræðimanna hjá Overseas Development Institute (ODI) í Bretlandi. Í nýrri grein er bent á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun geri ráð fyrir að útrýma fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Það markmið fjarlægist fyrir einn aldurshóp í einni heimsálfu: börn í Afríku, segir í greininni.</p> <p>Framtíðarspár ODI miðað við núverandi ástand gera ráð fyrir að hartnær 305 milljónir barna í Afríku – tvö börn af hverjum fimm – komi til með að búa við sára fátækt árið 2030, eða helmingur allra jarðarbúa í sárri fátækt. Að meðaltali fæðist 87 milljónir barna inn í sára fátækt allan næsta áratug, segja fræðimenn ODI, þau Kevin Watkins og Maria Quat.</p> <p>„Birtingarmynd fátæktar í heiminum breytist hratt,“ segja þau.<span>&nbsp; </span>„Í þessari <a href="https://www.odi.org/sites/odi.org.uk/files/resource-documents/12863.pdf" target="_blank">grein</a>&nbsp;skoðum við eina erfiðustu en jafnframt minnst rannsökuðu hlið á þessum breytingum: augljósa hlutfallslega fjölgun afrískra barna í heildarmyndinni um sárafátækt í heiminum. Heimsmarkmiðin fela í sér fyrirheit þjóða heims að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 „í allri sinni mynd alls staðar“ en eins og staðan er núna verður ekki staðið við þau fyrirheit gagnvart börnum í Afríku. Samkvæmt uppfærðum spám teljum við að 304,7 milljónir barna í Afríku sunnan Sahara komi til með að búa við sárafátækt árið 2030. Hlutfall þessara barna í heildarfjölda sárafátækra í heiminum verður þá 55%, borið saman við 43% árið 2018 – og þrisvar sinnum hærra hlutfall en árið 2000,“ segir í greininni.</p> <p>Að mati ODI hefði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Heimsmarkmiðin á mörgum sviðum ef ekki tekst að ráða fram úr fátækt barna í Afríku. „Fylgifiskur fátæktar barna er aukin hætta á heilsuleysi og fjölgun dauðsfalla, vannæring og takmarkaðri námstækifæri,“ segir í greininni. Þá segir að grípa þurfi til skjótra og markvissra aðgerða. „Það er tímabært að ríkisstjórnir í Afríku, framlagsríki, alþjóðlegar stofnanir og frjáls félagasamtök taki höndum saman um að þróa heildstæð viðbrögð í baráttunni gegn fátækt barna. Trúverðugleiki Heimsmarkmiðanna veltur á því og það sem mikilvægara er: framtíð barna í þessum heimshluta.“</p>

28.08.2019Skortur á hreinu vatni hættulegri börnum en byssukúla

<span></span> <p>„Það hefur aldrei verið brýnna að tryggja rétt barna að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu,“ segir fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í tilefni af nýrri skýrslu um þann vanda sem steðjar af börnum víðs vegar um heiminn vegna skorts á aðgengi að hreinu neysluvatni.</p> <p>Í fyrsta bindi nýrrar skýrslu, Water on Fire, kemur fram að aðgengi að ómenguðu drykkjarvatni séu réttindi sem skipti sköpum um líf barna. Engu að síður búi 210 milljónir barna við skert aðgengi að hreinu vatni og tvöfalt fleiri, eða 420 milljónir barna, hafi ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur víða sérhæft sig í WASH verkefnum, meðal annars í stóru verkefni í Mósambík með íslenska utanríkisráðuneytinu, en skammstöfunin stendur fyrir vatn, salernisaðstöðu og hreinlæti. „Ástandið er víða hræðilegt fyrir börn eins og í Cox Bazar, Úkraínu og Jemen, og álíka viðkvæmum svæðum,“ segir Kelly Ann Naylor aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í WASH verkefnum. Hún bendir á fjölgun átakasvæða í heiminum, segir átök dragast á langinn og skaða sífellt fleira fólk.</p> <p>UNICEF hóf fyrr á árinu átak undir heitinu „Water Under Fire“ með vísun í að skortur á hreinu vatni geti verið jafn hættulegur og byssukúla því fleiri börn látist af vatnsbornum sjúkdómum en í beinum átökum, þrjátíu sinnum fleiri yngrir en fimm ára og þrisvar sinnum fleiri yngri en 15 ára. Skýrslan sem kom út í gær er liður í átakinu og áminning um þann mikilvæga rétt barna að hafa greiðan aðgang að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2019/08/1045051" target="_blank">Byggt á frétt frá Sameinuðu þjóðunum.</a></p>

27.08.2019Parísarsamkomulagið dugar of skammt

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum dugi of skammt og hvetur ríki heims til að gera betur. „Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við fyrirheitin í París, því þau duga of skammt,“ sagði Guterres að loknum leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims (G7) í Biarritz í Frakklandi.</p> <p>Guterres telur að þörf sé á meiri metnaði í aðgerðum gegn hamfarahlýnun jarðar og öflugri skuldbindingu. Hann bendir jafnframt á að aðgerðum í samræmi við Parísarsamkomulagið hafi ekki öllum verið hrint í framkvæmd.</p> <p>Á fundi með fréttamönnum sagði Guterres að hann hafi sótt leiðtogafund G7 sem gestur í því skyni vekja athygli á leiðtogafundi um loftslagsaðgerðir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Hann sagði G7 fundinn fela í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum alþjóðasamfélagsins.</p> <p>„Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að fulltrúar ríkja heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir árið 2050,“ sagði Guterres. „Til þess þarf að endurskoða landsáætlanir um loftslagsaðgerðir sem endurnýja ber eftir 2020. Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kolaorkuver eftir 2020.“</p> <p>„Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum,” sagði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Eins og áður hefur komið fram var Esther Hallsdóttir á dögunum kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa. Esther kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði.&nbsp;</p> <h6>Byggt á frétt UNRIC - Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</h6>

26.08.2019Ákall eftir þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafa tekið höndum saman og ætla í næsta mánuði, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, að endurvekja átakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ og leggja að þessu sinni áherslu á þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. </p> <p>Vitundarvakningin&nbsp;fer fram dagana 9.-13. september og einn helsti viðburðurinn verður málstofa um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. „Íslensk fyrirtæki geta lagt þung lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu. Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er gert skýrt ákall eftir þátttöku fyrirtækja í brýnustu verkefnum á heimsvísu, sem eru meðal annars loftlagsaðgerðir ásamt útrýmingu hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum. Með því að leggja til þekkingu, búnað, vinnuafl eða fjármuni hafa mörg fyrirtæki, stór og smá, breytt lífskjörum fjölda fólks, víðsvegar um heiminn. Markmið málstofunnar er að kynna afrakstur slíkra verkefna og ávinninginn sem þau geta haft fyrir fyrirtæki,“ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu átaksins.</p> <p>Þar segir enn fremur að starfsfólk, viðskiptavinir og fjárfestar geri æ meiri kröfur til fyrirtækja um samfélagslega ábyrga hegðun. Með þátttöku í þróunarsamvinnu geti fyrirtæki aukið stolt starfsmanna sinna og gefið viðskiptavinum og fjárfestum skýran og ábyrgan valkost.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fthrounarsamvinna.ber.avoxt%2fvideos%2f383716912327035%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Á málstofunni, sem haldin verður á veitingahúsinu Nauthóli 10. september frá klukkan 9:00 til 11:30, verður einnig bent á hagnýtar leiðir til þess að vinna að framgangi heimsmarkmiðanna og tengjast alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Málstofan er gjaldfrjáls og öllum opin.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/throunarsamvinna.ber.avoxt/" target="_blank">Fésbókarsíða Þróunarsamvinnu ber ávöxt</a></p>

21.08.2019Alþjóðabankinn varar við hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða

<p><span>Heimurinn stendur frammi fyrir hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða víða um heim. Mengað vatn ógnar velferð manna og umhverfis og skerðir efnahagslega möguleika þessara svæða. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í <a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2019/08/20/quality-unknown" target="_blank">nýrri skýrslu Alþjóðabankans</a>&nbsp;um vatnsgæði í heiminum.&nbsp;</span></p> <p><span>Á sumum svæðum eru ár og vötn svo menguð að það bókstaflega kviknar í þeim. Dæmi um slíkt er <a href="https://www.nationalgeographic.com/news/2018/02/bangalore-india-lake-bellandur-catches-fire-pollution/" target="_blank">Bellandur-vatnið á Indlandi</a>, sem hefur ítrekað verið þakið eldi og reyk undanfarin ár. Mörg önnur vatnssvæði eru svo menguð af bakteríum, skólpi, úrgangsefnum og plasti, að allt súrefni er horfið úr vatninu sem gerir það eitrað. Skýrsluhöfundar fullyrða að án brýnna aðgerða muni vatnsgæði halda áfram að versna í heiminum sem muni hafa umtalsverð áhrif á heilsu manna, draga stórlega úr matvælaframleiðslu og, þar af leiðandi, hægja á efnahagslegum framförum víða um heim.&nbsp;</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zm4UoafYCMs" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Notkun köfnunarefnis í áburð í landbúnaði er einkum vandmeðfarin þegar kemur að því að viðhalda vatnsgæðum. Köfnunarefni umbreytist í nítrat þegar það berst í ár og vötn, en nítratmengað vatn er óhæft til neyslu. Efnið er einkum skaðlegt ungum börnum og hefur áhrif á vöxt þeirra og þroska. Þá hefur aukin selta í vatni, ein afleiðing aukinna þurrka, mikil áhrif á landbúnað. Áætlað er að á hverju ári tapist matur sem myndi nægja til að fæða um 170 milljónir manna, sem jafngildir íbúum Bangladess, vegna aukinnar seltu vatns.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að aðgerðum sem ríki geta gripið til í þeim tilgangi að bæta vatnsgæði, svo sem að taka upp betri umhverfisstefnur og staðla, efla eftirlit með mengandi starfsemi og bæta upplýsingagjöf.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

15.08.2019Esther kjörin ungmennafulltrúi Íslands

<span>Esther Hallsdóttir hefur verið kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.&nbsp;<br /> <br /> Fulltrúaráð Landssambands ungmennafélaga, LUF, kaus Esther á fundi sínum í gær en 28 aðildarfélög sambandsins gátu boðið fram sinn fulltrúa. Esther er mannfræðingur og hefur starfað hjá UNICEF á Íslandi síðan hún lauk námi.&nbsp;<br /> <br /> „Þetta er auðvitað bara ótrúlega skemmtilegt og mikill heiður að vera valin úr öllum þessum flottu framboðum. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir öll ungmenni á Íslandi að fá loksins þennan ungmennafulltrúa á sviði mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum,“ sagði Esther í samtali við RÚV&nbsp;í gær.&nbsp;<br /> <br /> Í síðasta mánuði greindi <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/26/Island-skipar-i-fyrsta-sinn-ungmennafulltrua-hja-Sameinudu-thjodunum/">Heimsljós </a>frá því að til stæði að kjósa íslenskan ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrsta sinn. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum.&nbsp;<br /> <br /> Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span>

12.08.2019Genfarsamningar í sjötíu ár

<p><span>Sjötíu ár eru í dag liðin frá samþykkt Genfarsamninganna fjögurra. Þessir samningar, sem byggðir eru á fyrri Genfarsamningum og Haagsamningnum, marka þáttaskil í þróun alþjóðlegra mannúðarlaga. Með þeim er lögfest mun ríkari vernd en áður þekktist fyrir fórnarlömb stríðsátaka.&nbsp;</span></p> <p><span>Í tilefni þessara tímamóta er fjallað ítarlega um Genfarsamninganna í <a href="https://www.frettabladid.is/timamot/med-mannud-ad-leidarljosi/">Fréttablaðinu</a>&nbsp;í dag og er þar meðal annars rætt við Guðlaug Þór Þórðarsson utanríkisráðherra um þýðingu þeirra. „Við þurfum sífellt að minna á þá og auka þekkingu almennt á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal herja og almennings um þá vernd sem honum ber. Jafnframt þarf að halda áfram að draga til ábyrgðar fyrir glæpi í vopnuðum átökum,“ segir Guðlaugur Þór í grein Fréttablaðsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Genfarsamningarnir eiga að tryggja fólki lágmarksmannréttindi á ófriðartímum. Þeim er sérstaklega ætlað að vernda réttindi þeirra sem ekki taka þátt í átökunum: óbreyttra borgara, stríðsfanga, særðra hermanna og einnig lækna og hjúkrunarfólks sem sinna þeim sem særst hafa á átakasvæðum. Árið 1977 voru gerðar tvær bókanir við samningana sem takmarka enn frekar þær aðferðir sem leyfilegt er að beita í stríði. Sú fyrri varðar alþjóðleg átök en seinni bókunin tekur sérstaklega til innanlandsófriðar. Er litið svo á að margar af þeim reglum, sem eru í samningunum og bókununum við þá séu orðnar þjóðréttarvenja og þar með reglur sem öll ríki heims eru bundin af.&nbsp;</span></p> <p><span>Á vefsíðu Rauða kross Íslands er að finna <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/mannudarlog/genfarsamningar/">margvíslegan fróðleik</a>&nbsp;um Genfarsamningana en Alþjóðaráð Rauða krossins hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með að samningarnir séu virtir af þeim ríkisstjórnum sem hafa undirritað þá og eiga þátt í átökum. Það eru því einkum særðir og sjúkir hermenn, stríðsfangar og almennir borgarar sem njóta verndar á grundvelli samninganna.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

09.08.2019Tveir íslenskir sendifulltrúar til Sýrlands á vegum Rauða krossins

<p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur tilkynnt að tveir íslenskir sendifulltrúar hefðu í nýliðnum mánuði farið til Sýrlands þar sem þeir starfa í neyðartjaldssjúkrahúsi í Al-Hol flóttamannabúðunum.&nbsp;<br /> <br /> Al-Hol flóttamannabúðirnar eru í norðurhluta Sýrlands en neyðartjaldssjúkrahúsið hefur verið starfrækt þar frá því í maí síðastliðnum. 70 þúsund manns dvelja í búðunum, þorri þeirra eru konur og börn sem flúið hafa stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi undanfarna mánuði. Veitir sjúkrahúsið þeim nauðsynlega þjónustu.&nbsp;<br /> <br /> Að því er fram kemur í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-til-vidbotar-hafa-verid-starfandi-i-syrlandi-sidan-i-juli">fréttatilkynningu Rauða krossins</a>&nbsp;starfa sendifulltrúarnir tveir, þau Jón Eggert Víðisson og Lilja Óskarsdóttir, á sjúkrahúsinu fram á haustið. Jón Eggert sinnir fjármálastjórnun og almennum umsýslurekstri spítalans á næstu mánuðum en Lilja starfar sem deildarhjúkrunarfræðingur til loka ágúst. Lilja hefur verið sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára og hefur m.a. starfað í neyðartjaldsjúkrahúsum í Bangladess, Filippseyjum, Nepal, Haítí og víðar. Jón Eggert er í sinni fyrstu starfsferð fyrir Rauða krossinn á erlendum vettvangi en hann hefur áður sinnt störfum í Afríku og Asíu fyrir samtökin Læknar án landamæra.<br /> <br /> Í byrjun árs 2018 gerðu Rauði krossinn á Íslandi og utanríkisráðuneytið með sér rammasamning um alþjóðlega mannúðaraðstoð og gildir hann til loka árs 2020. Samningurinn nær til allra óbundinna framlaga ráðuneytisins til mannúðaraðstoðar RKÍ, þar á meðal til verkefna í Sýrlandi, og er ætlað að auka viðbragðsflýti og skilvirkni í mannúðaraðstoð. Áhersla á Sýrland er í samræmi við viljayfirlýsingu utanríkisráðherra frá því fyrra um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess sem miða að því að veita sýrlensku flóttafólki nauðsynlega aðstoð.</span></p>

08.08.2019WFP áætlar að 40 milljarða þurfi í matvælaaðstoð í Zimbabwe

<p><span>Þriðjungur íbúa Zimbabwe, um 5,5 milljónir manna, býr við fæðuskort og þarf á matvælaaðstoð að halda. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að jafnvirði 40 milljarða króna þurfi til að aðstoða bágstadda í Zimbabwe.&nbsp;<br /> <br /> Zimbabwe hefur löngum verið talin ein helsta matarkista Afríku en á undanförnum árum hefur þar mjög syrt í álinn. Til viðbótar við efnahagslegan og stjórnmálalegan óstöðugleika hafa náttúrulegar aðstæður farið stigversnandi. Að því er fram kemur í <a href="https://www.bbc.com/news/world-africa-49259678">frétt á vefsíðu BBC</a>&nbsp;hafa miklir þurrkar valdið uppskerubresti með tilheyrandi hækkunum á matarverði. <br /> </span></p> <p><span>Þurrkarnir hafa líka valdið því að vatnsaflsvirkjanir skila ekki nægilegu afli og því er orkuskortur víða. Til að bæta gráu ofan á svart olli fellibylurinn Idai mikilli eyðileggingu þegar hann fór yfir suðaustanverða Afríku fyrr á árinu. Talið er að 570.000 íbúar Zimbabwe hafi misst heimili sín í óveðrinu.&nbsp;</span></p> <p><span>WFP hefur nú kynnt <a href="https://reliefweb.int/report/zimbabwe/government-un-launch-revised-humanitarian-appeal">endurskoðaða áætlun</a>&nbsp;fyrir Zimbabwe fyrir tímabilið frá janúar 2019 til apríl 2020. Þar kemur fram að 5,5 milljónir íbúa, um það bil þriðji hver landsmaður, þurfi á matvælaaðstoð að halda. 2,5 milljónir líða sérstaklega sáran skort og eru við hungurmörk. BBC hefur eftir David Beasley, yfirmanni WFP, að margir þeirra búi við neyðarástand og rambi á barmi hungursneyðar.</span></p> <p><span>Ástandið er sagt sérstaklega alvarlegt til sveita en þar er talið að yfir þrjár milljónir, um 38 prósent þeirra sem búsettir eru í dreifbýli, séu í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Tvær milljónir íbúa í þéttbýli búa ekki við fæðuöryggi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>WFP áætlar að 331 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 40 milljarða króna, þurfi til að mæta þörfum þessa hóps. Þegar hefur tekist að tryggja rétt tæpan helming fjárhæðarinnar, um 133 milljónir dala. Frá því í janúar hafa tvær milljónir hlotið lífsbjargandi neyðaraðstoð, þar af hafa 1,2 milljónir fengið matvælaaðstoð, 400.000 aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, 600.000 grunnþjónustu á sviði heilsugæslu og 16.000 stúlkur og drengir barnaverndarþjónustu.&nbsp;</span></p> <p><span>Matvælaáætlunin gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og er WFP ein af áherslustofnunum Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Núverandi rammasamningur við stofnunina gildir fyrir tímabilið 2017-2021 og hljóðar upp á 50 milljón króna árlegt framlag.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

02.08.2019Malaví grípur til aðgerða vegna plastmengunar

<p><span>Malaví hefur bæst í hóp Afríkuríkja sem tekið hafa upp bann við plastpokum og öðrum hlutum úr þunnum plastefnum. Hæstiréttur landsins felldi í gær dóm þar sem plastbannið var staðfest.&nbsp;</span></p> <p><span>Stjórnvöld í Malaví lögðu árið 2015 bann við dreifingu næfurþunnra plastefna en plastframleiðendur í landinu höfðuðu mál í kjölfarið. Að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Guardian var banninu hnekkt á lægri dómsstigum en í gær komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist lög. Fyrirtæki sem ekki hlíta dóminum eiga yfir höfði sér fjársektir og jafnvel lokanir.</span></p> <p><span>Malaví hefur þar með bæst í hóp Afríkjuríkja sem reyna að sporna við plastmengun með lagasetningu. Tansanía, Rúanda og Kenía eru þar á meðal og eru lögin sýnu ströngust í síðastnefnda ríkinu þar sem fangelsisdómar og háar fjársektir liggja við brotum. 62 lönd í heiminum hafa sett lög til að draga úr plastmengun, Ísland er þar á meðal.&nbsp;</span></p> <p><span>Í Malaví eru framleidd 75.000 tonn af plasti árlega, þar af er aðeins fimmtungur hæfur til endurvinnslu. The Guardian hefur eftir Tiwonge Mzumara-Gawa, formanni umhverfissamtakanna Wildlife and Environmental Society of Malawi að plastefnabannið sé nauðsynlegt vegna þess að það sé „eina leiðin til að til að draga úr magni plasts sem endar í okkar dýrmætu stöðuvötnum.“&nbsp;</span></p> <p><span>Þar munar mestu um Malavívatn, ellefta stærsta stöðuvatn heims og það þriðja stærsta í Afríku en fiskurinn úr vatninu sér íbúum landsins fyrir stórum hluta alls dýraprótíns. Í nýlegri skýrslu stjórnvalda og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna UNDP segir að verði ekkert gert til að stemma stigu við örplastmengun gætu fiskisstofnar í Malavívatni orðið útdauðir fyrir árið 2050. „Örplast sem kemst í fiskinn varðar þannig fæðuöryggi, lífsafkomu og heilsu fólks,“ segir Mzumara-Gawa og bætir við að þótt endurvinnsla og hreinsunarátök séu góðra gjalda verð dugi þau skammt.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/tvihlida-samvinna-/malavi/">Malaví </a>er annað tveggja samstarfslanda Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, hitt er Úganda. Íbúar Mangochi-héraðs, þar sem þróunarsamvinnan í Malaví fer fram, byggja afkomu sína að stórum hluta á veiðum og vinnslu fisks úr Malavívatni. Á sínum tíma voru þróunarsamvinnuverkefni Íslands í Malaví einkum á sviði fiskveiða. Þá má nefna að Ísland er stofnaðili að nýjum <a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2018/09/26/world-bank-announces-new-global-fund-for-healthy-oceans">ProBlue-sjóði Alþjóðabankans</a>&nbsp;sem fjallar um málefni hafsins í víðu samhengi. Mengunarmál í hafi verða sérstök áherslusvið í þessum sjóði og framlag Íslands til hans eru einkum til verkefna á sviði fiskimála og plastmengunar í hafi.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

31.07.2019Tólf þúsund börn myrt eða alvarlega særð í átökum á síðasta ári

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hafa fleiri börn tekið þátt í vopnuðum átökum eins og á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn mörg börn fallið eða verið alvarlega særð í átökum frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu skráningu á slíkum ofbeldisverkum. Samkvæmt nýrri skýrslu voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári.</p> <p>Árleg <a href="https://www.un.org/sg/sites/www.un.org.sg/files/atoms/files/26-07-2019_SG_CAAC_report_advance_copy_0.pdf" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. António Guterres segir gróf ofbeldisverk gagnvart börnum vera svívirðileg. </p> <p>Í skýrslunni kemur fram að börnum sé áfram beitt í bardögum, einkanlega í Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi. Alls voru um sjö þúsund börn sett í fremstu víglínu átaka í heiminum á síðasta ári. Börnum var einnig rænt og þau beitt kynferðisofbeldi. Langflest tilvik um misnotkun eru frá Sómalíu, um 2.500. Tilkynnt var um 933 tilvik kynferðislegs ofbeldis gagnvart drengjum og stúlkum, en skýrsluhöfundar telja að tölurnar séu til muna hærri því margir veigri sér við að tilkynna slíka glæpi af ótta við hefndaraðgerðir.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni á árásum á skóla og sjúkrahús hafi fækkað en þó aukist á ákveðnum átakasvæðum eins og í Afganistan og Sýrlandi. </p>

30.07.2019Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi

<span></span> <p>Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna veltir því fyrir sér hvort heimurinn sé orðinn algerlega dofinn gagnvart linnulausum árásum í Sýrlandi. Hún segir að nýlegum mannskæðum loftárásum sé mætt með almennu tómlæti og gagnrýnir sérstaklega valdamestu þjóðir heims. </p> <p>„Þrátt fyrir ítrekað ákall Sameinuðu þjóðanna um þá meginreglu að fyllstu varúðar sé gætt í ófriði hefur þessi síðasta hrina loftárása af hálfu ríkisstjórnarinnar og bandamanna hennar dunið á sjúkrahúsum, skólum, mörkuðum og öðrum borgaralegum stofnunum,“ segir Michelle Bachelet og bætir við að afar ólíklegt sé að skotmörkin séu tilviljunum háð.</p> <p>Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. „Loftárásir drepa þó nokkurn fjölda óbreyttra borgara í hverri viku og viðbrögðin einkennast af tómlæti,“ segir hún. Fulltrúar alþjóðlegra hjálparsamtaka í Sýrlandi hafa lýst síðasta blóðuga kaflanum í átta ára stríði sem algerri martröð.</p> <p>„Skipulagðar árásir gegn óbreyttum borgurum eru stríðsglæpir og þeir sem fyrirskipa þá og framkvæma eru ábyrgir,“ segir Michelle Bachelet. Á síðustu tíu dögum hefur mannfall í átta árásum á Idlib og tveimur í Aleppi <span></span>kostaði 103 lífið, þar af um 26 börn. Mannréttindastjórinn óttast að blóðbaðið í Sýrlandi sé horfið af alþjóðlegu ratsjánni.</p> <p>„Það er bráðnauðsynlegt að hætta öllum hernaðaraðgerðir til að gefa pólitískum samningaviðræðum andrými. Hinn kosturinn er áframhald á tilgangslausum dauða og tortímingu í stríði án endis,“ segir hún.</p> <p>Utanríkisráðuneytið veitir stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem starfa í Sýrlandi og nágrannalöndum, mannúðaraðstoð. Framlögin nema á þessu ári 225 milljónum króna og verða 250 milljónir á næsta ári.</p>

29.07.2019WFP tvöfaldar dreifingu matvæla í Kongó

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hyggst tvöfalda dreifingu á matvælum til íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem smitast hafa af ebólu og vandamanna þeirra, alls um 440 þúsund manns. Verkefnið stendur yfir næstu sex mánuði en eins og kunnugt er af fréttum hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýst yfir neyð á heimsvísu vegna faraldursins sem stigmagnast í Kongó og hefur borist til landamæraborgarinnar Goma, auk nokkurra tilvika í grannríkinu Úganda.</p> <p>Með yfirlýsingu WHO fyrir tveimur vikum fólust skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að herða baráttuna gegn faraldrinum og <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/neydar-og-mannudaradstod/wfp/">Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;– ein lykilstofnana í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands í mannúðarmálum – setti þegar af stað áætlun til að bregðast við aukinni neyð á svæðinu.</p> <p>Fulltrúar WFP segja að matvælaaðstoðin miði að því að veita nauðsynlega næringu til þeirra þúsunda einstaklinga sem þegar eru smitaðir af ebólu veirunni. Viðtakendur fá mat í 28 daga, viku lengur en meðgöngutímabil veirunnar er, en frá því sýking verður líða þrjár vikur þar til einkenni koma fram. Verkefnið gerir einnig stjórnvöldum og heilbrigðisstofnunum sem berjast gegn útbreiðslu sjúkdómsins kleift að fylgjast betur með heilsufari fólksins því það þarf að sækja matinn á heilsugæslustöðvar og þarf í leiðinni að undirgangast heilsufarsskoðun.</p> <p>Herve Verhoosel talsmaður WFP segir að þeir einstaklingar sem hafi læknast af faraldrinum fái matvælaaðstoð í eitt ár. Þá ætlar stofnunin að fjórfalda matvælaaðstoð til skóla á ebólusvæðum með næringarríkum heitum hádegismat en börn á þessum stríðshrjáðu svæðum eru flest alvarlega vannærð. Sjötíu þúsund börn koma til með að fá heita máltíð dag hvern í stað sautján þúsunda áður.</p>

26.07.2019Ísland skipar í fyrsta sinn ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p>Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.</p> <p>Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á <a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-mannrettinda/" target="_blank">vef</a>&nbsp;sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF 14. ágúst næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ísland hefur ekki tekið þátt í þessu starfi fyrr en sækir reynslu í umsóknarferlinu til ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið. Algengast er að val þeirra og skipun sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest.</p> <p><a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-mannrettinda/" target="_blank">Nánar á vef LUF</a></p>

26.07.2019„Lítil áhersla lögð á að græða félagsleg sár af völdum ebólunnar“

<span></span> <p>„Mestur þungi aðgerða á sviði endurhæfingar hefur verið lagður í efnahagslega endurreisn landsins og almennt hefur lítil áhersla verið lögð á að græða félagsleg sár sem ebóluveiran skildi eftir sig innan berskjaldaðra samfélaga í landinu,“ segir Ívar Schram verkefnastjóri Rauða krossins í Síerra Leone. Hann stýrir þróunarverkefni á vegum Rauða krossins á Íslandi sem hófst á síðasta ári og nýtur stuðnings utanríkisráðuneytisins. Markmið þess er að stuðla að samfélagslegri endurhæfingu vegna afleiðinga ebólufaraldursins en verkefnið á að bæta lífskjör 150 þúsund íbúa Síerra Leone.</p> <p>Ebólufaraldurinn, sá útbreiddasti til þessa, geisaði í Síerra Leone, Gíneu og Líberíu á árunum 2013 til 2016 og varð rúmlega 11 þúsund manns að aldurtila. Nú, þremur árum eftir að faraldurinn var upprættur, glíma íbúar Síerra Leone við afleiðingarnar sem Ívar lýstir í viðtali á vef Rauða krossins sem „sviðinni jörð“ í sárafátæku landi sem er í fimmta neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ívar segir verulega hafa skort á fræðslu til almennings. ,,Í fyrsta lagi er það uppruni veirunnar og hvernig hún berst til manna. Í öðru lagi eru það svo smitleiðir veirunnar og hvernig hún verður að svokölluðum faraldri eða farsótt. Varðandi uppruna veirunnar er talið að ebóla smitist frá tilteknum dýrum í menn, en í löndum eins og Síerra Leóne er til dæmis algengt að fólk veiði sér villt dýr á borð við apa og leðurblökur til matar. Það var einmitt eitt af því sem verkefnið okkar beindi sjónum sínum að, þ.e. að fræða almenning um uppruna ebóluveirunnar til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.“</p> <p>Í viðtalinu segir Ívar meðal annars að ellefu ára borgarastyrjöld í Síerra Leone frá 1991 til 2002 hafi grafið verulega undan trausti almennings í garð yfirvalda og opinberra stofnana. “Af því leiddi að opinberar upplýsingar frá yfirvöldum voru gjarnan dregnar í efa og fólk reiddi sig fremur á óformlegar boðleiðir upplýsinga sem oft og tíðum byggðu á fölskum grunni og orðrómi einum. Sem dæmi flaug sú fiskisaga víða um Síerra Leóne að ebóluveiran væri pólitísks eðlis og alfarið á valdi stjórnvalda í landinu. Við upptök ebólufaraldursins áttu áreiðanlegar upplýsingar frá yfirvöldum því ekki greiða leið til almennings, sem varð til þess að fólk fylltist hræðslu og einangraði sig í stað þess að leita til læknis þegar upp komu einkenni ebóluveirunnar. Þetta varð til þess að smitaðir reyndust oft og tíðum of langt komnir á meðgöngutíma sjúkdómsins þegar tilfelli rötuðu loks undir hendur lækna, sem enn fremur vakti upp hræðslu og ótta gagnvart heilsugæslustöðvum og læknisaðstoð á svæðinu.“</p> <p>Sjá <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/throunarsamvinna-a-vegum-rauda-kross-islands-hefur-baett-lifskjor-um-150.000-manna-i-sierra-leone" target="_blank">viðtalið</a>&nbsp;í heild á vef Rauða krossins á Íslandi.</p>

25.07.2019Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar

<span></span> <p>Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum. Löndin í þessum heimshluta sem hafa orðið verst úti í yfirstandandi þurrkum eru Eþíópía, Kenya og Sómalía.</p> <p>Í frétt frá Oxfam segir að aðeins hafi tekist að afla fjár fyrir þriðjungi þeirrar neyðaraðstoðar sem metin var nauðsynleg til að bjarga mannslífum. Ekki sé með núverandi fjármagni hægt að hjálpa öllum og viðbótarfjármagn dragi úr hættunni á enn frekari neyðarástandi. </p> <p>Óveruleg úrkoma að undanförnu hefur leitt til uppskerubrests og skortur á öðrum bjargráðum til tekjuöflunar hefur leitt til þess að 7,6 milljónir manna í löndunum þremur eru við hungurmörk. Vandinn er enn verri vegna þess að milljónir manna á þessu svæði hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, auk þess sem þurrkarnir hafa flæmt fólk á vergang.</p> <p>Hungursneyð í þessum heimshluta árið 2011 leiddi til þess að rúmlega 260 þúsund manns vesluðust upp og dóu. Svipað ástand skapaðist árið 2017 en þá var hungursneyð afstýrt með framlögum sem söfnuðust í skyndi og umfangsmiklu hjálparstarfi. Milljónir manna eru þó enn að koma undir sig fótunum eftir þá þurrkatíð og eru því enn í viðkvæmari stöðu, að mati Oxfam.</p> <p><span></span>„Við getum ekki beðið eftir því að myndir af vannærðu fólki og dauðum skepnum fylli sjónvarpsskjáina. Við þurfum að bregðast við strax til að forðast hörmungarástand,“ segir Lydia Zigomo, svæðisstjóri Oxfam.</p>

24.07.2019Heimsmarkmiðin: Of lítil framfaraskref

<span></span> <p>Of lítil framfaraskref. Það er niðurstaða árlegs ráðherrafundar um framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem lauk á dögunum í New York. Ísland var meðal þjóða sem <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/17/Island-kynnti-landsryni-sina-a-heimsmarkmidunum/">kynnti</a>&nbsp;landarýni um innleiðingu markmiðanna. Tæp fjögur ár eru liðin frá því þjóðarleiðtogar sammæltust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Ljóst er eftir fundinn í New York að þjóðir heims þurfa að herða róðurinn til þess að uppfylla heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030.</p> <p>Heimsmarkmiðin sautján eru samþætt og órjúfanleg og fela í sér fimm meginþemu: mannkyn, jörð, hagsæld, frið og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.&nbsp;Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem kom út á ráðherrafundinum segir að þrátt fyrir árangur á ákveðnum sviðum, meðal annars hvað varðar að draga úr fátækt og bæta heilsu, þurfi þjóðir heims að bregðast við með skilvirkari og hraðari hætti en hingað til.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qHyAZX95k8A" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Við förum okkur of hægt í viðleitni okkar að binda enda á mannlega þjáningu og skapa öllum tækifæri,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að tryggja að enginn sé undanskilinn og að innanlandsaðgerðir hafi stuðning alþjóðlegrar samvinnu.“ </p> <p>Í skýrslunni er bent á loftslagsbreytingar og ójöfnuð sem tvö brýnustu úrlausnarefnin. Þar segir að hamfarir vegna loftslagsbreytinga hafi gífurleg áhrif í lágtekjuríkjum og auki fátækt, hungur og sjúkdóma þeirra fátækustu og viðkvæmustu í heiminum.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/348480548" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>Að mati Oli Henmans, samræmingarstjóra heimsmarkmiðanna, má rekja hægar framfarir til nokkurra þátta. Hann segir í samtali við <a href="http://www.ipsnews.net/2019/07/will-global-fund-help-deliver-uns-development-agenda/" target="_blank">IPS</a>&nbsp;fréttaveituna að í fyrsta lagi búti margar þjóðir heimsmarkmiðin niður, hafi takmarkaðar landsáætlanir, einbeiti sér aðeins að fáum markmiðum og horfi þar af leiðandi framhjá flestum þeirra. Í öðru lagi virðist að hans dómi ekki vera nægilegur pólitískur vilji í nokkrum lykilríkjum sem gætu verið í broddi fylkingar. Hann segir að í mörgum löndum á norðurhveli jarðar aukist meira að segja ójöfnuður og útlendingahatur. Og í þriðja lagi hafi framlög til þróunarsamvinnu ekki aukist til stuðnings þeirri umbyltingu sem heimsmarkmiðin feli í sér.</p>

23.07.2019UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra

<span></span> <p><span class="caps">Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni sem framdir voru á árunum 2002 til 2003.</span></p> <p><span class="caps">Í&nbsp;<a href="http://www.unwomen.org/en/news/stories/2019/7/statement-ed-conviction-of-bosco-ntaganda-by-the-international-criminal-court"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">yfirlýsingu</span></a>&nbsp;frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi.</span></p> <p><span class="caps">Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. </span></p> <p><span class="caps">Í <a href="https://unwomen.is/un-women-fagnar-nidurstodu-althjodlega-sakamaladomstolsins-i-mali-stridsherra/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu.</span></p>

22.07.2019Eitt barn sveltur en annað ekki – í sömu fjölskyldu

<span></span> <p>Fátækt dreifist með mjög misjöfnum hætti innan þjóða og jafnvel innan fjölskyldna. Þetta sýnir ný skýrsla frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í Pakistan eru þess dæmi að sum börn svelta en önnur ekki, í einni og sömu fjölskyldu.</p> <p>Vísindamenn hafa á síðustu árum beitt nýjum og nákvæmari aðferðum til að varpa ljósi á ólíkar birtingarmyndir fátæktar. UNDP hefur á síðustu árum í samstarfi við rannsóknarteymi frá háskólanum í Oxford þróað svokallallaða MPI vísitölu, sem hefur ekki tekjuviðmið, heldur byggist á næringu, barnadauða, skólagöngu, orkugjöfum til eldunar, neysluvatni, salernisaðstöðu, aðgengi að rafmagni og húsnæði. Samkvæmt nýjustu MPI vísitölunni sem birt var í síðustu viku býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt. Það fólk býr í lágtekju-, meðaltekju- og hátekjuríkum. Tveir af hverjum þremur búa í meðaltekjuríkjum.</p> <p>„Of margir lifa í fátækt,“ segir Achim Steiner, yfirmaður UNDP. Hann telur að draga megi þann lærdóm af skýrslunni, sem ber yfirskriftina „<a href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/mpi_2019_publication.pdf?utm_source=nl_landingpage&%3butm_medium=web&%3butm_campaign=timestop10_daily_newsletter" target="_blank">Illuminate Inequalities</a>“ (Birtingarmyndir ójöfnuðar) að þjóðir séu ekki fyrst og fremst „ríkar“ eða „fátækar“ því innan þjóða sé munurinn gífurlegur. Í skýrslunni er bent á að í skugga tölfræðilegra meðaltalsútreikninga leynist fátækt meðal ríkra þjóða. Þó sé munurinn mestur þar sem fátæktin er mest.</p> <p>Í skýrslunni er Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í þróunarsamvinnu, tekið sem dæmi um það hvað meðaltöl segja takmarkaða sögu. Samkvæmt MPI vísitölunni búa 55% þjóðarinnar við fátækt en sé frekar rýnt í tölurnar kemur í ljós mikill munur milli landshluta. Í höfuðborginni Kampala eru til dæmis um 6% íbúanna fátækir meðan 96% falla í þann flokk í fátækasta héraði Úganda, Karamoja. </p> <p>„Til þess að útrýma fátækt þurfum við fyrst að vita hvar fátækir búa. Þeir dreifast hvorki jafnt yfir þjóðir eða heimili,“ segir Achim Steiner og telur að skýrslan í ár veiti mikilsverðar upplýsingar fyrir ráðamenn sem vilja grípa til ráðstafana í baráttunni gegn fátækt.&nbsp;</p> <p><strong>Börn líða mest fyrir fátækt</strong></p> <p>Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að fátækt bitnar harðar á börnum en fullorðnum. Af þeim 1,3 milljörðum jarðarbúa sem skilgreindar eru fátækir eru 663 milljónir barna undir átján ára aldri, flest yngri en tíu ára. Um 85% þessara fátæku barna búa í sunnanverðri Asíu og í Afríku sunnan Sahara. Verst er ástandið í Afríkuríkjunum Burkina Faso, Tjad, Eþíópíu, Níger og Suður-Súdan þar sem níu af hverjum tíu börnum yngri en tíu ára eru skilgreind fátæk samkvæmt MPI vísitölunni.</p> <p>Munurinn innan fjölskyldna er mestur í Suður-Asíu. Þar er víða að finna heimili þar sem gert er upp á milli barna, eitt barn sækir skóla, annað ekki, eitt barn fær minni mat en annað, eða jafnvel eitt barn sveltur meðan annað fær mat, eins og <span></span>Í Pakistan. Bæði þar og í Afganistan er kynjamunurinn sláandi, þar bitnar fátækt miklu meira á stelpum en strákum. Dæmið snýst við í Bangladess.</p> <p>MPI vísitalan náði 101 þjóðar, lágtekjuríkin voru 31, meðaltekjuríkin 68, og hátekjuríkin 2. Áformað er að rannnsaka betur á næstu árum fátækt innan hátekjuríkja.</p>

19.07.2019Margfalda þarf framlög til mæðraverndar

<span></span> <p>Fjármagn til að koma í veg fyrir að konur látist af barnsförum þarf að sexfaldast ef horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, segir í frétt frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Sjóðurinn hefur látið reikna út fjármagnsþörf til að draga úr mæðradauða í samræmi við heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Heimsmarkmiðin kveða á um að ekki fleiri en 70 mæður látist af barnsförum miðað við hundrað þúsund fædd börn.</p> <p>Bein árleg útgjöld, til þess að standa straum af kostnaði vegna heilbrigðisstarfsfólks, lyfja og búnaðar sem tengist fæðingu, þyrftu að vera 7,8 milljaðrar bandarískra dala, en til samanburðar var fjármagn til málaflokksins einungis 1,4 milljarðar á síðasta ári. Þetta er mat vísindamanna frá UNFPA og Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.</p> <p>Framlagsríki hafa dregið úr framlögum á þessu sviði á síðustu árum. Á árunum 2013 til 2017 minnkuðu framlög úr 4,4 milljörðum bandarískra dala niður í 3,9 milljaðra. Þar munar mestu um þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að stöðva fjárveitingar til UNFPA sem stjórnvöld telja að taki þátt í þvinguðu þungunarrofi eða ófrjósemisaðgerðum. Sjóðurinn hefur ítrekað gefið út yfirlýsingar um að hann styðji hvorugan verknaðinn.</p> <p>Samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) létust 216 konur af barnsförum árið 2015 miðað við hundruð þúsund fædd börn. Í fátækustu ríkjum heims hækkar hlutfallið í 436 konur. Nýjar tölur eru væntanlegar síðar á árinu.</p> <p>Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikið áhersla á lýðheilsu og sérstaka að draga úr mæðra- og ungbarnadauða. Í öðru samstarfsríkinu, Malaví, var snemma á þessu ári opnuð ný glæsileg fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi-bænum. Á sömu lóð er rekin miðstöð ungbarnaeftirlits og mæðraverndar. Á síðasta ári voru enn fremur teknar í notkun sex fæðingardeildir og jafnmörg biðskýli fyrir verðandi mæður í strjálbýli Mangochi héraðs, auk þess sem héraðsstjórnin fékk fimm sjúkrabifreiðar sem nýtast meðal annars konum í barnsnauð.</p> <p>Á árunum 2012 til 2017 fækkaði konum í héraðinu sem deyja af barnsförum um 40%.</p>

18.07.2019WHO: Neyðarástandi ekki lýst yfir til fjáröflunar

<span></span> <p>„Að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu er ekki til fjáröflunar heldur viðleitni til þess að afstýra útbreiðslu sjúkdómsins. WHO veit ekki til þess að nokkurt framlagsríki hafi haldið að sér höndum vegna þess að ekki var búið að lýsa yfir neyðarástandi. En hafi það verið afsökun gildir hún ekki lengur,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Faraldurinn er orðinn sá annar skæðasti í sögunni. Óttast er að sjúkdómurinn eigi eftir að breiðast út, en hans hefur þegar orðið vart utan landamæra Kongó, í Úganda. Með yfirlýsingunni í gær væntir WHO þess að þjóðir bregðist við og að aukinn kraftur verði settur í að hefta útbreiðslu ebólunnar. Alvarleiki faraldursins komst á nýtt stig þegar sýktur einstaklingur greindist í landamæraborginni Goma í grennd við Rúanda. Fimmtán þúsund manns fara yfir landamærin til Rúanda dag hvern.</p> <p>„Nú þegar tæpt ár er liðið frá faraldurinn kom upp, í því ótrausta ástandi sem ríkir austurhluta landsins, er tímabært að þjóðir heims taki höndum saman með stjórnvöldum í Kongó, kveði niður sjúkdóminn og byggi upp betra heilbrigðiskerfi,“ segir Ghebreyesus.</p> <p>Alls hafa verið greind 2,522 sjúkdómstilvik ebólu í Kongó frá 1. ágúst á síðasta ári þegar lýst var yfir að faraldur geisaði í landinu. Tæplega 1700 einstaklingar hafa látist, 717 eru á batavegi og tæplega 165 þúsund einstaklingar hafa verið bólusettir. Langflestir látinna hafa verið íbúar héraðanna Ituri og norður Kivu þar sem skálmöld hefur ríkt um langt skeið.</p> <p>Lítil hætta er sögð á því að sjúkdómurinn breiðist út á heimsvísu. Talsmenn WHO segja hins vegar mikla hættu á útbreiðslu í nágrannaríkjum Kongó og hátt viðbúnaðarstig þurfi að vera í Úganda, Rúanda, Búrúndi og Suður-Súdan.</p>

17.07.2019Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni

<span></span> <p>Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni, menntun og atvinnutækifæri á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í Sameinuðu þjóðunum í New York í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði málstofuna og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að öll börn hefðu aðgengi að viðeigandi menntun. </p> <p>Aðrir sem fluttu ávörp voru Susanna Moorehead, formaður OECD/DAC, Judith Msusa, deildarstjóri í málefnum ungmenna í ungmenna,- íþrótta-, og menningarmálaráðuneyti Malaví, Neven Mimica, framkvæmdastjóri ESB á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, og Gilbert Happy Lwetutte, Ungmennafulltrúi Úganda hjá Sameinuðu þjóðunum. Robert Jenkins, forstjóri menntasviðs UNICEF, stýrði fundinum.</p> <p>Um 1,8 milljarðar einstaklinga í heiminum eru á aldrinum 15-29 ára. Þar af búa um 87 prósent í þróunarríkjum, flest í Suður-Asíu og Afríku. Með réttri menntun, færni og valdeflingu kemur þetta unga fólk til með að umbreyta samfélögum sínum og hagkerfum. En sívaxandi heimshagkerfi krefst sérhæfðari hæfni á tímum þegar mörg menntakerfi eiga undir högg að sækja. Þá var einnig vakin athygli á þeirri staðreynd að þótt svo að ungmenni hljóti menntun séu atvinnutækifæri af skornum skammti í mörgum þróunarríkjum. Tíu af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjalla beint um ungmenni og eflingu þeirra, en á málstofunni var þeirri spurningu meðal annars velt upp hvernig tryggja megi þátttöku og tækifæri ungs fólks í þróunarríkjum við innleiðingu markmiðanna. </p> <p>Á málstofunni var einnig sýnt <a href="https://drive.google.com/file/d/1QUTh7BCwcOTRR4e1uV-tw-4qu7OfiGQE/view?ts=5d2967ba" target="_blank">myndband</a>&nbsp;með viðtölum við ungmenni í Malaví sem hlotið höfðu sérhæfða menntun sem nýtist þeim í starfi.</p> <p><a href="http://webtv.un.org/watch/-the-big-push-for-africa-bridging-youths-education-and-employment/6059978188001/" target="_blank">Viðburðurinn í heild</a></p> <p>&nbsp;</p>

17.07.2019Ísland kynnti landsrýni sína á heimsmarkmiðunum

<span></span><span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti&nbsp;<a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/kynning%20%c3%8dslands%20%c3%a1%20innlei%c3%b0ingu%20heimsmarkmi%c3%b0anna2.pdf">stöðu innleiðingar Ísland</a>s&nbsp;á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir landsrýni sína á framkvæmd heimsmarkmiðanna á vettvangi SÞ en landsrýniskýrsla Íslands var gefin út í júní síðastliðnum.&nbsp;<br /> <br /> Í kynningunni fór forsætisráðherra yfir helstu áskoranir og árangur í innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi, með sérstakri áherslu á loftslagsmálin en aðgerðir ríkja í loftslagsmálum munu hafa áhrif á framgang allra heimsmarkmiðanna. Hún sagði loftslagsbreytingar hafa áhrif á landið okkar, vistkerfi, hagkerfið og samfélagið allt. Brýnt væri að innleiða sjálfbærnihugsun í alla opinbera stefnumótun. Auk forsætisráðherra tóku þátt í kynningunni fyrir Íslands hönd tveir fulltrúar Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Kristbjörg Mekkín Helgadóttur og Sigurði Einarssyni Mäntylä, auk Eddu Sif Pind Aradóttur, fulltrúa CarbFix.<br /> <br /> „Til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þurfum við að leiðrétta ójafnvægi milli kynslóða og það efnahagslega ójafnrétti sem innbyggt er í vandann. Við þurfum á félagslegu réttlæti að halda, við þurfum á friði að halda og við þurfum að ná jafnrétti kynjanna. Stjórnvöld, nærsamfélög, atvinnulífið, félagasamtök, menntakerfið og almenningur þurfa öll að vinna saman. Og við þurfum á alþjóða samvinnu að halda meira en nokkru sinni fyrr,” segir forsætisráðherra á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/16/Forsaetisradherra-kynnir-innleidingu-Islands-a-heimsmarkmidum-Sameinudu-thjodanna-a-radherrafundi-STh-i-New-York/">vef</a>&nbsp;Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Árlegur fundur Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (High Level Political Forum, HLPF) stendur nú yfir í New York dagana 9.–18. júlí. Meginþema fundarins er: Empowering people and ensuring inclusiveness and equality. Áherslumarkmiðin 2019 eru menntun fyrir alla (SDG 4), góð atvinna og hagvöxtur (SDG), aukinn jöfnuður (SDG 10), aðgerðir í loftslagsmálum (SDG 13), friður og réttlæti (SDG 16) og samvinna um markmiðin (SDG 17), það síðastnefnda er til umfjöllunar á hverju ári.&nbsp;<br /> <br /> Í tengslum við ráðherrafundinn tekur forsætisráðherra einnig taka þátt í þremur mismunandi hliðarviðburðum sem Ísland stendur að í samvinnu við; Norrænu ráðherranefndina; Malaví; og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OECD) og Rúmeníu. Þá átti forsætisráðherra í gær tvíhliðafundi með Helen Clark, framkvæmdastjóra Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Luis Alfonso de Alba, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra SÞ fyrir leiðtogafund um loftslagsmál sem fram fer í New York í september næstkomandi í tengslum við Allsherjarþing SÞ.</p> <p><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/kynning%20%c3%8dslands%20%c3%a1%20innlei%c3%b0ingu%20heimsmarkmi%c3%b0anna2.pdf">Kynning um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum</a></p>

16.07.2019Tæplega 20 milljónir barna óbólusettar

<span></span> <p>Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, meðal annars svæðisbundin átök, kostnaður og andúð á bólusetningum. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF.</p> <p>Flest óbólusettu barnanna búa í tíu þjóðríkjum, eða 11,7 milljónir þeirra 19,4 milljóna sem voru ekki bólusett. Flest barnanna eru í Nígeríu, Indlandi og Pakistan. Rannsóknin leiðir enn fremur í ljós að bólusetningar á heimsvísu gegn fjórum skaðlegustu sjúkdómunum hefur ekkert breyst frá árinu 2010 og stendur í stað í 86 prósentum. Um er að ræða sjúkdóma í hálsi og öndunarvegi (difteríu), stífkrampa, kíghósta og mislinga.</p> <p>Að mati fulltrúa fyrrnefndra stofnana er brýnt að auka bólusetningar gegn sjúkdómum þar sem bóluefni er á annað borð til og koma þannig í veg fyrir faraldra. Alls tókst 118 þjóðum að ná 90 prósenta hlutfalli bólusettra barna í árslok 2018 en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja æskilegast að hlutfallið sé 95 prósent í heiminum öllum. „Bólusetningar eru eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að koma í veg fyrir útbreiðslu og halda heiminum öruggum," er haft eftir Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Mörg óbólusettu barnanna eru í hvað mestri hættu á fá sjúkdóma, segir í fréttinni, eins og börn á átakasvæðum og börn fátækra foreldra. Mesta þekjun bólusetninga var í Evrópu á síðasta ári, rúmlega 90 prósent, 18 prósentustigum ofar en Afríka, sem er sú heimsálfa þar sem fæst börn eru bólusett.</p> <p>Utanríkisráðuneytið lagði alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI til 120 milljónir króna í ársbyrjun í þeim tilgangi að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á þriggja ára tímabili en þekjun bólusetninga í Malaví er enn innan við 90 prósent. </p>

15.07.2019Enn fjölgar fólki sem lifir við hungurmörk

<span></span> <p>Þriðja árið röð fjölgar fólki í heiminum sem lifir við hungurmörk. Einn af hverjum níu jarðarbúum býr nú við sult. Alvarlega vannærðum fjölgaði um tíu milljónir milli ára, voru 811 milljónir 2017 en 821 milljón í lok síðasta árs, að því er fram kemur í árlegri stöðuskýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um matvælaöryggi og næringu - <a href="http://www.fao.org/3/ca5162en/ca5162en.pdf">The State of Food Security and Nutrition in the World (SOFI).</a></p> <div class="infogram-embed" data-id="cb8da3aa-149a-460e-925f-279ce8347a1f" data-type="interactive" data-title="FAO - vannærðir í heiminum 2005-2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Þeir sem búa við sult eru á nýjanleik orðnir álíka margir og fyrir áratug en í fjölda ára fækkaði hungruðum ár frá ári. Auk þeirra sem búa við alvarlegan fæðuskort búa milljónir manna við fæðuóöryggi. Samtals lifa því að mati FAO um tveir milljarðar manna í óvissu í fæðumálum. Vaxtarhömlun hrjáir 149 milljónir barna.</p> <p>Skýrsluhöfundar benda á að staðan í dag sýni þá stóru áskorun sem felst í heimsmarkmiði númer tvö, að útrýma hungri fyrir árið 2030. Þróunin sé illu heilli ekki í samræmi við það markmið að útrýma hungri og tryggja öllum jarðarbúum nægan mat.</p> <p>Hlutfallslega flestir hungraðir í heiminum búa í Afríku, þar er hlutfallið einn á móti hverjum fimm. Hungur færist líka í aukana í vestanverðri Asíu. Vopnuð átök og loftslagsbreytingar ráða mestu um aukið hungur í heiminum.</p> <p>Í skýrslunni í ár eru sjónum sérstaklega beint áhrifum efnahagslegra niðursveifla. Hungur færist í aukana í mörgum löndum þar sem efnahagsástand hefur verið á niðurleið, einkum í meðaltekjuríkjum. Í skýrslunni er bent á að ógnin sé mest þar sem sameinaðir kraftar eru að verki, eins og átök, loftslagsbreytingar og niðursveifla í efnahagslífinu.</p> <p>FAO gaf skýrsluna út í dag í sam­starfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (WFP), Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun land­búnaðar&nbsp;(IFAD).&nbsp;</p>

15.07.2019Ungmenni í forgrunni á fundi um heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Ísland kynnir á morgun stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur þá ávarp fyrir Íslands hönd, en auk þess ávarpa tveir fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna fundinn, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä. </p> <p>„Svo lengi sem það er einhver tilbúinn að hlusta af alvöru tel ég að rödd okkar geti alltaf haft áhrif,“ segir Kristbjörg. „Það er samt svo mikilvægt að halda áfram að nýta rödd sína þó manni finnist maður á tímum vera að kalla inn í tómið. Við vonumst til þess að með þessu erindi okkar munum við koma röddum ungmenna á Íslandi eins vel til skila og við getum, það er svo bara að krossa putta að einhver sé tilbúinn að hlusta.“</p> <p>Sigurður tekur í sama streng. „Af hverju ættum við ungmennin ekki að fá að taka þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag og munu fyrst og fremst hafa áhrif á okkar framtíð?“ spyr hann. „Valdhafar þurfa að eiga samráð við öll ungmenni, líka þau sem hafa ekkert endilega áhuga á stjórnmálum og loftslagsbreytingum því aðeins þá getum við tryggt sanna samvinnu.“</p> <p><strong>Tveir hliðarviðburðir um ungmenni</strong></p> <p>Ísland skipuleggur þar að auki tvo hliðarviðburði sem fara fram á morgun og fjalla þeir báðir um ungmenni. Sá fyrri er skipulagður í samstarfi við Malaví, samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu, og fjallar um menntun og atvinnuþátttöku ungs fólks í Afríku. Sá seinni er unninn í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þar sem Ísland gegnir nú formennsku, og fjallar um ungmenni, loftslagsaðgerðir og lýðræði. </p> <p>Í dag er alþjóðadagur kunnáttu ungmenna, en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli á því að ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru þrisvar sinnum líklegri til þess að vera atvinnulaus en þau sem eldri eru og þá er þessi vaxandi hópur einnig ólíklegri til þess að finna vinnu við hæfi að loknu námi. Þátttaka ungmenna er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum og því nauðsynlegt að tryggja þeim gott aðgengi að menntun og atvinnutækifærum við hæfi.<span></span></p> <p>Hægt verður að fylgjast með fulltrúum ungmennaráðsins á Instagram <a href="https://www.instagram.com/ungruv.is/" target="_blank">síðu UngRÚV</a>.</p>

12.07.2019Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar

<span></span> <p>Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er sáralitlu fé varið í sértækar aðgerðir til verndar börnum á átakasvæðum, að því er fram kemur í skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children sem kom út í dag. Aðeins um 0,5% af mannúðarfé er sérstaklega eyrnamerkt slíkum aðgerðum í þágu barna.</p> <p>Að mati Save the Children sýnir skýrslan að börn á átakasvæðum eru berskjölduð gagnvart ofbeldi, misnotkun, vanrækslu og mansali. Skýrslan er unnin í aðdraganda leiðtogafundar í New York í dag – í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - <span></span>þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan ber yfirskriftina: <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/Upload_20190630-182416.pdf" target="_blank">Unprotected: Crisis in Humanitarian Funding for Child Protection</a>. Í henni er rýnt í framlög til barnaverndar á milli áranna 2010 og 2018 með ítarlegri greiningu á þrettán átakasvæðum, þar á meðal í Sýrlandi, Jemen, Írak og Afganistan.</p> <p>Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að framlög almennt til mannúðaraðstoðar hafi aukist á síðustu tíu árum, þar á meðal framlög til verndar börnum, hafi þörfin fyrir aukin fjárframlög til barnaverndar aukist margfalt meira. Þannig hafi einungis 18% af fjárþörfinni verið mætt í Afganistan og 25% í Miðafríkulýðveldinu.</p> <p>Í skýrslunni er því haldið fram að sameining barna við fjölskyldur þeirra sé gott dæmi um árangursríka leið í barnavernd og aðgerðir í Suður-Súdan teknar sem dæmi. Þar tókst að sameina þúsundir barna og fjölskyldur þeirra sem höfðu tvístrast í borgarstyrjöldinni sem enn geisar í landinu. „Bæði mannúðarsamtök og framlagsríki verða að bæta sig gagnvart þeim sem standa höllum fæti eins og börnum sem skilin eru eftir óvernduð frammi fyrir margvíslegum ógnum. Mannúð okkar verður á endanum mæld út frá því hvernig við komum fram við börn, þau viðkvæmustu okkar á meðal. Í dag býr fimmta hvert barn á átakasvæðum og þau reiða sig á okkur, að við grípum til sameiginlegra og skjótra aðgerða þeim til verndar,“ er haft eftir Gunvor Knag Fylkesnes framkvæmdastýru Save the Children í Noregi í frétt á <a href="https://reliefweb.int/report/world/unprotected-crisis-humanitarian-funding-child-protection" target="_blank">vef</a>&nbsp;samtakanna.</p>

12.07.2019SOS: Stuðningur við sex hundruð barnafjölskyldur á Filippseyjum

<span></span> <p class="MsoNormal">SOS Barnaþorpin á Ísland hófu í apríl síðastliðnum undirbúning verkefnis til stuðnings 600 barnafjölskyldum í nágrenni tveggja SOS barnaþorpa í Calbayog og Tocloban. Starfið hefur gengið samkvæmt áætlun og í gær var lokið við að velja þær fjölskyldur sem samtökin ætla að styðja næstu þrjú árin. Alls er um 57 milljónum króna varið til verkefnisins en það er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með styrk frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p class="MsoNormal">Markmiðið með verkefninu er að gera fjölskyldurnar fjárhagslega sjálfstæðar til þess að þær geti mætt grunnþörfum barnanna en í þessum 600 barnafjölskyldum eru um 1800 börn og ungmenni. <span style="mso-spacerun:yes;"></span>„Fyrstu mánuðirnir hafa farið í starfsmannaráðningar, uppsetningu á skrifstofum, mati á aðstæðum fólksins á svæðinu og viðtölum við fjölskyldurnar sem þurfa á hjálp okkar að halda. Nú í júlí verður lokið við að útvega skólagögn fyrir 1500 börn,“ segir í frétt á <a href="https://www.sos.is/fjolskylduefling-sos/nanar/8442/buid-ad-velja-fjolskyldurnar-a-filippseyjum" target="_blank">vef</a>&nbsp;SOS Barnaþorpanna.</p> <p class="MsoNormal">Í fréttinni segir að eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum hafi ýmist verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. „Nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum eru í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þetta er yfir 30% barnafjölskyldna. Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjölduð fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“</p> <p class="MsoNormal">Verkefnið á Filippseyjum er fjórða fjölskyldueflingarverkefnið sem SOS á Íslandi fjármagnar. Það fyrsta var í Gíneu Bissá og nú eru þrjú yfirstandandi verkefni, á Filippseyjum, í Eþíópíu og Perú.</p> <p class="MsoNormal"><span></span>&nbsp;</p>

11.07.2019Reiknað með tvöföldun íbúafjölda í Afríku fram til 2050

<span></span> <p>Fyrir rúmum þrjátíu árum voru íbúar jarðarinnar fimm milljarðar. Það hafði tekið mannkynið þúsundir ára að ná þeirri stærð. Á síðustu þremur áratugum hefur fjölgað um þrjá milljarða. Jarðarbúar eru núna hartnær átta milljarðar – og heldur áfram að fjölga. Mismikið þó eftir heimshlutum og hvergi jafn mikið og í Afríkuríkjum. Í dag er alþjóðlegi mannfjöldadagurinn.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar kynntu þennan alþjóðadag til sögunnar árið 1989 í þeim tilgangi að beina sjónum að þeim vandamálum sem fylgja fjölgun mannkyns. Jarðarbúar eru núna 7,7 milljarðar og samkvæmt mannfjöldaspám fjölgar íbúum jarðar um tvo milljarða fram til ársins 2050. Sú fjölgun verður langmest í Afríku og þar er reiknað með að íbúafjöldinn tvöfaldist, fari úr 1,3 milljörðum í 2,5 milljarða árið 2050. </p> <p>Innan Afríku verður mannfjölgun mest í Níger. Þar þrefaldast íbúatalan fram til 2050. Þess sjást reyndar greinileg merki að hægt hefur á barnsfæðingum í Afríku. Meðaltalið 4,7 börn á hverja konu í Níger þykir há tala en hefði ekki þótt það fyrir fáeinum árum. Í 25 þjóðríkjum hefur meðaltalið lækkað ár frá ári, um heilt prósentustig frá árinu 2010. Þar munar miklu um færri fæðingar í Kína og Japan. Á árinu 1990 áttu konur í heiminum að meðaltali 3,2 börn en í dag stendur þessi tala í 2,5 og spáð er frekari fækkun barnsfæðinga.</p> <p>Lífslíkur fólks hafa aukist hratt á síðustu árum, mismikið þó eftir heimshlutum. Spáð er áframhaldandi hækkun meðalaldurs og reiknað með að hann hafi hækkað úr 72,6 árum í 77,1 ár árið 2050. Í fátækustu ríkjunum er meðaltalið 7,4 árum lægra, að langmestu leyti vegna þess að barna- og mæðradauði er útbreiddur í lágtekjuríkjum og eins taka vopnuð átök sinn toll í löndum þar sem ófriður ríkir.</p> <p>Meðalaldur jarðarbúa hækkar nánast hvarvetna í heiminum, þó mest í Afríkuríkjum. Og á síðasta ári gerðist það í fyrsta sinn að fólk eldra en 65 ára varð fjölmennara en börn yngri en fimm ára. Með öðrum orðum: lengra líf, færri börn. Þeirri þróun fylgja nýjar efnahagslegar og félagslegar áskoranir. </p>

11.07.2019Sjö milljónir íbúa Suður-Súdan við hungurmörk

<span></span> <p>Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu. Rúmlega 2,3 milljónir íbúa hafa flúið yfir landmæri til grannþjóða og hafast þar við sem flóttamenn. Innan lands eru 1,9 milljónir íbúa á vergangi.</p> <p>Að mati hjálparsamtakanna Save the Children hefur íbúum á barmi hungursneyðar fjölgað um eina milljón frá undirritun friðarsamninga í september á síðasta ári. Þrátt fyrir þá hafa byssurnar ekki þagnað og þúsundir fjölskyldna misst eigur sínar og lífsviðurværi vegna átakanna. </p> <p>Salva Kir, forseti Suður-Súdan, ávarpaði þjóð sína á þjóðhátíðardaginn og baðst afsökunar á mistökum ríkisstjórnarinnar, meðal annars þeim að hafa ekki tekist að greiða ríkisstarfsmönnum laun vegna efnahagskreppunnar í landinu. Kir hefur verið forseti frá upphafi sjálfstæðis landsins 2011 og sama ár sakaði hann varaforsetann, Riek Marchar, um tilraun til valdaráns.</p> <p>Í þessum heimshluta er matvælaskortur útbreiddur en að mati Save the Children hefur Suður-Súdan þá sérstöðu að matvælaskorturinn er fyrst og fremst til kominn vegna átakanna en ekki þurrka eins og í Eþíópíu, Kenya og Sómalíu.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur fjárþörfina vegna flóttafólks frá Suður-Súdan vera 1,4 milljarða dala en aðeins hefur tekist að afla fimmtungs þess fjár. Í norðurhluta Úganda&nbsp;eru um 1,3 milljónir flóttamanna, flestir frá Suður-Súdan. Þorri þeirra eru konur og börn. Í desember á síðasta ári var skrifað undir samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna. Um er að ræða nýmæli því að verkefnið samþættir aðstoð við flóttafólk&nbsp;og heimafólk. Þótt alþjóðasamfélagið leggi áherslu á samþættingu þróunarsamvinnu&nbsp;og mannúðaraðstoðar eru þess háttar verkefni fátíð. Eftir eitt ár verður metið hvernig til hefur tekist og hvort halda eigi stuðningi áfram.</p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> </span> <p>Ragnheiður Kolsöe sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum <a href="https://podcasts.apple.com/gb/podcast/um-h%C3%A1lf-millj%C3%B3n-%C3%B6rnefna-%C3%A1-%C3%ADslandi/id1210680958?i=1000444024674">Rásar 2</a>&nbsp;í vikunni af landi og þjóð.&nbsp;</p>

10.07.2019Jafnréttisskólinn með námskeið um kynjajafnrétti í Malaví og Úganda

<span></span> <p>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna við Háskóla Íslands (UNU-GEST) hefur staðið fyrir tveimur fimm daga námskeiðum í samstarfslöndum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu það sem af er árinu. Námskeiðið „Teaching Gender to Youth“ var haldið í Malaví í apríl og í síðustu viku lauk námskeiðinu „Gender and Climate Change“ í Úganda.</p> <p>Námskeiðið um fræðslu til ungs fólks um kynjafræði var haldið í Mangochi héraði í Malaví í samstarfi við sendiráð Íslands í Lilongwe. Þátttakendur voru 56 og í hópnum voru kennaranemar, kennarar og skólastjórnendur. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Kristín Ragnarsdóttir, kennari við Lækjarskóla, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Kristín og Þórður hafa reynslu af kynjafræði- og jafnréttiskennslu á grunn- og menntaskólastigi. </p> <p>Námskeiðið var haldið undir merkjum samstarfsverkefna íslenskra stjórnvalda með héraðsstjórninni í Mangochi héraði og markmið þess var að innleiða kynjafræði í námskrá sem styður við framgang kvenna og jafnrétti kynjanna í Malaví.<span>&nbsp; </span></p> <p>Námskeiðið í Úganda fjallaði um kynjafræði og loftslagsbreytingar. Það var haldið í borginni Mbale þar sem sérfræðingum frá Karamoja héraði var boðið að taka þátt. Námskeiðið var byggt á fyrra námskeiði sama efnis sem haldið var í Úganda árin 2012-2013. Námskeiðið í ár var unnið í samstarfi við kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskóla, umhverfisráðuneyti Úganda og jafnréttisráðuneyti Úganda með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sömu og árið 2013, Beatrice Mukasa, Maria Nandago, Lawrence Aribo og Bob Natifu. </p> <p>Þátttakendur námskeiðsins voru 35 talsins og<span>&nbsp; </span>komu bæði úr opinbera og einkageiranum, meðal annars starfsmenn héraðsstjórna, félagasamtaka og fjölmiðla. Með námskeiðinu „Gender and Climate Change“ er lögð áhersla á að hugað sé að kynjajafnrétti í aðgerðum gegn loftslagshamförum. Námskeiðið tengir aðila sem vinna að loftslagsmálum og við stefnumótun á ólíkum svæðum Úganda.</p> <p>Bæði námskeiðin eru til marks um mikilvægi samstarfs Jafnréttisskólans við Malaví og Úganda. Skólinn stefnir að því að bjóða upp á samskonar námskeið í fleiri löndum.</p>

09.07.2019Fundur um heimsmarkmiðin hafinn í New York

<span></span> <p>Í gær hófst í New York árlegur <a href="https://sustainabledevelopment.un.org/hlpf/2019/" target="_blank">ráðherrafundur</a>&nbsp;um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland er þar meðal 47 þjóða sem kynna landrýniskýrslur. Í <a href="http://heimsmarkmidin.is/library/Heimsmarkmid/VNR_skyrsla_web">skýrslunni</a>&nbsp;er að finna umfjöllun um helstu áskoranir Íslands við innleiðingu markmiðanna sem dregnar eru fram í þeim tilgangi að koma auga á jaðarsetta hópa og kortleggja næstu skref í innleiðingunni. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á börn – kynslóðina sem tekur við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir skýrsluna í New York í næstu viku.</p> <p>Fundurinn í New York er svokallaður fundur háttsettra fulltrúa, High Level Political Forum (HLPF), þar sem ráðherrar taka þátt í umræðum í þrjá daga, 16. til 18. júlí. Þema fundarins er „Valdefling fólks, þátttaka allra og jafnrétti.“</p> <p>Heimsmarkmiðin voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015. Þau tóku gildi í ársbyrjun 2016 og eiga að nást fyrir árslok 2030. Heimsmarkmiðin fylgdu í kjölfar þúsaldarmarkmiðanna sem giltu frá 2000 til 2015. Þau tóku til þróunarríkja en heimsmarkmiðin eru algild og ná til allrar heimsbyggðarinnar. Á síðasta ári gáfu íslensk stjórnvöld út stöðuskýrslu um framgang heimsmarkmiðanna og landrýniskýrslan byggir að verulegu leyti á henni. Mælst er til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum til Sameinuðu þjóðanna landrýniskýrslum á gildistíma heimsmarkmiðanna.</p> <p>Samkvæmt nýrri evrópskri <a href="https://ec.europa.eu/eurostat/web/products-statistical-books/-/KS-02-19-165" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;um framgang heimsmarkmiðanna hafa Evrópusambandsríkin náð mestum árangri í því að ná þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan. Árangurinn er líka góður í ákveðnum þáttum fyrsta heimsmarkmiðsins um að draga úr fátækt auk þess sem vel miðar með ellefta heimsmarkmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög. Þá hefur bætt efnahagsástand innan ESB einnig haft jákvæð áhrif á áttunda heimsmarkmiðið um góða atvinnu og hagvöxt.</p> <p>Í skýrslunni – frá Hagstofu Evrópusambandsins – segir að ríki Evrópu þokist almennt nokkuð áfram í því að ná heimsmarkmiðunum en árangurinn sé mismikill. Skýrslan sýnir meðal annars að velmegun mæld í hagvexti hafi aukist en sá vöxtur hafi orðið á kostnað umhverfisins.</p>

09.07.2019Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið

<span></span> <p>Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið kynnti á síðasta ári nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum.&nbsp;Þetta eru fyrstu styrkirnir sem veittir eru úr sjóðnum.</p> <p>Bæði verkefnin styðja við heimsmarkmið nr. 8 um mannsæmandi atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á fjölmörg önnur heimsmarkmið. </p> <p>Styrkþegar eru fyrirtækin Marel og Thoregs.</p> <p>Marel hlaut rúmlega sjö milljóna króna styrk fyrir verkefni sem snýst um að efla mannauð í víetnömskum fiskvinnslum í meðhöndlun og vinnslu á tilteknum fiskafurðum með það að markmiði að bæta gæði og auka söluverðmæti afurða. Verkefnið kemur til með að hafa bein áhrif á uppbyggingu atvinnumöguleika og stuðla að sjálfbærum hagvexti í Víetnam. </p> <p>Thoregs slf. hlaut fimm milljóna króna styrk vegna verkefnis sem unnið er í samstarfi íslenskra og indverskra aðila. Markmið verkefnisins er tækniyfirfærsla í mjólkur- og matvælavinnslu, með sérstakri áherslu á próteinríkar vörur. Byggðir verða upp klasar sjálfstæðra framleiðslueininga á Indlandi sem starfa á staðbundinn og sjálfbæran hátt.&nbsp;</p> <p>Alls bárust níu umsóknir í sjóðinn. </p> <p><span></span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/">Upplýsingar um samstarf við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu</a></p>

08.07.2019Þór H. Ásgeirsson ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskólans

<span></span> <p>Þór Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og tekur við starfinu um næstu mánaðamót.</p> <p>Þór hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns skólans frá árinu 1999 og komið að stjórnun skólans, þróun hans og námskeiðahaldi um tuttugu ára skeið. Hann var einnig starfandi forstöðumaður árin 2008 og 2009 í fjarveru Tuma Tómassonar sem þá gegndi starfi umdæmisstjóra þróunarsamvinnu á Srí Lanka. Þór hefur því yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi skólans, þar með talið stjórnun, skipulagningu náms, fjármálum og starfsmannahaldi og hefur séð um gerð kennslu- þjónustu- og samstarfssamninga bæði innanlands og utan. </p> <p>Þór er með tvöfalda meistaragráðu, M.Ed. í raungreinakennslu frá Boston University og M.Sc. í sjávarvistfræði frá University of Massachusetts.</p> <p>Alls voru 11 umsækjendur um starfið. Valnefnd samþykkti einróma að leggja til að Þór yrði boðið starfið og tillaga þess efnis var samþykkt einróma af stjórn skólans í síðustu viku.</p>

05.07.2019Ofbeldi innan fjölskyldna oft lífshættulegt konum

<span></span> <p>Í nítján löndum eru konur enn lagalega skyldar til að hlýða eiginmönnum og þrír milljarðar kvenna búa í löndum þar sem nauðgun í hjónabandi er ekki refsiverð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri árlegri skýrslu UN Women um framgang jafnréttismála en skýrslan í ár er helguð fjölskyldunni í breytilegum heimi. Í skýrslunni segir að þótt réttindabarátta kvenna hafi þokast áfram síðastliðna áratugi eigi kynjamismunun sér enn stað og grundvallarmannréttindabrot séu framin innan veggja heimilisins.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni er ofbeldi innan fjölskyldna oft á tíðum lífshættulegt en 137 konur eru myrtar daglega af ásettu ráði af fjölskyldumeðlimi. Í fimmta hverju landi hafa konur ekki jafnan erfðarétt á við karla og þriðja hver gifta kona hefur ekkert ákvörðunarvald yfir eigin heilsu og ákvörðunum tengdum eigin heilsufari í lágtekjulöndum. </p> <p>Í skýrslunnni – <a href="http://www.unwomen.org/-/media/headquarters/attachments/sections/library/publications/2019/progress-of-the-worlds-women-2019-2020-en.pdf?la=en&%3bvs=3512" target="_blank">Progress of the World´s Women 2019-2020</a>&nbsp;– benda höfundar á að ábyrgð stjórnvalda sé mikil og nauðsynlegt sé að þau móti stefnu til stuðnings fjölskyldum og konum. Með öðrum hætti sé ekki unnt að tryggja jafnan rétt kvenna í samfélögum. Margbreytileiki fjölskylduformsins er sérstaklega skoðaður í skýrslunni út frá stöðu kvenna í dag í tengslum við miklar efnahagslegar, lýðfræðilegar, pólitískar og félagslegar breytingar. Í skýrslunni er að finna tölulegar staðreyndir um fjölskyldur út frá heimsálfum, landssvæðum og einstökum ríkjum. Fjölskyldulög, réttindi kvenna, atvinnaþátttaka, ólaunuð umsjá barna og heimilisstörf, ofbeldi gegn konum og stúlkum eru meðal efnisatriða í skýrslunni. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/PAaocGuGHpY" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í frétt frá UN Women á Íslandi segir að meðalgiftingaraldur hafi hækkað um allan heim, fæðingartíðni lækkað og heilt yfir hafi konur aukið efnahagslegt sjálfstæði. Konur taki aukin þátt á vinnumarkaði, en hjónabönd og móðurhlutverkið dragi fyrst og fremst úr þátttöku kvenna á vinnumarkaði.</p> <p>„Hins vegar vinna konur þrisvar sinnum meiri ólaunuð heimilisstörf, ásamt því að annast börnin og fjölskyldumeðlimi, heldur en karlmenn. Þessi kynjahalli ýtir mest undir slakari þátttöku kvenna á vinnumarkaði en karlmanna. Samkvæmt skýrslunni eru feðraorlofskvótar og bætt dagvistunarkerfi taldir helst líklegir til að draga úr þeim kynjahalla og ýta undir aukna atvinnuþátttöku kvenna. Með því að búa okkur fjölskylduvænt samfélag sköpum við umhverfi þar sem einstaklingurinn þrífst og dafnar, en stuðlum einnig að hagsæld og friði,“ segir í fréttinni.</p> <p>Skýrsluhöfundar ráðleggja eftirfarandi:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Bæta og endurmóta fjölskyldulög sem tryggja konum val um hvort, hvenær og hverjum þær giftast og tryggja konum jafnt aðgengi að fjölskylduauði.</li> <li>Viðurkenna og samþykkja fjölbreytt fjölskylduform, sem og hinsegin sambönd og hjónabönd.</li> <li>Fjárfesta í opinberri þjónustu, sérstaklega meðgöngu- og fæðingarþjónustu.</li> <li>Þrýsta á myndun kerfa sem tryggja félagslega vernd, líkt og fæðingarorlof, barnavernd og þjónustu við aldraða.</li> <li>Tryggja öryggi kvenna með því að setja í framkvæmd lög um útrýmingu ofbeldis gegn konum og stúlkum og tryggja þolendum ofbeldis réttláta meðferð fyrir lögum og viðunandi stuðning og þjónustu.</li> <li>Fjárfesta í kynjuðum tölum og gögnum um fjölskyldur og heimilishald sem munu auðvelda stjórnvöldum að móta opinbera stefnu sem styður við fjölskyldur og þannig við kynjajafnrétti.</li> </ul>

04.07.2019Alþjóðlegt flóttamannaráð sett á laggirnar

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur ákveðið að setja á laggirnar alþjóðlegt flóttamannaráð (<a href="https://www.unhcr.org/global-refugee-forum.html">Global Refugee Forum</a>) og boðar jafnframt til fyrsta fundar ráðsins um miðjan desember í Genf í Sviss.</p> <p>Ríkisstjórn Sviss verður ásamt UNHCR gestgjafi viðburðarins, sem verður á ráðherrastigi, en einnig er boðað til hans í nafni Tyrklands, Þýskalands, Eþíópíu og Kostaríka. Verið er að leita til fleiri landa um aðkomu að viðburðinum og verður það tilkynnt síðar. Reiknað er með að Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sæki viðburðinn.</p> <p>„Nú þegar tugir milljóna einstaklinga glíma við afleiðingar stríðs, átaka og ofsókna, verður hnattrænn umræðuvettvangur um málefni flóttafólks tækifæri fyrir lönd til að meta núverandi stöðu og efla viðbragðsaðgerðir á heimsvísu. Hann er til kominn í kjölfar nýs sáttmála um málefni flóttamanna sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember síðastliðnum og er hluti af innleiðingu hans,“ segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/27395-flottamannastofnun-sameinudu-thjodanna-stofnar-til-hnattraens-umraeduvettvangs-um-malefni-flottafolks.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Flóttamannastofnunar.</p> <p>Þar segir enn fremur að sáttmáli um málefni flóttafólks, í samræmi við meginregluna um sanngjarnt álag og deilingu ábyrgðar, leitist við að bæta viðbragðsaðgerðir vegna málefna flóttafólks á heimsvísu með því að veita löndum og samfélögum sem taka á móti flóttafólki aukinn stuðning á sama tíma og flóttafólki eru veitt úrræði til að verða meira sjálfbjarga. „Hann miðar einnig að því að fjölga stöðum sem flóttafólk í viðkvæmri stöðu getur sest að á og öðrum lagalegum leiðum til að komast til öruggra þriðju landa, og bæta aðstæður í upprunalöndum flóttafólksins.“</p> <p>Í fréttinni segir að alþjóðlega flóttamannaráðið sé einstakt tækifæri fyrir ríki og aðra til að koma saman og finna áræðnar, nýjar leiðir til að minnka álag á móttökulöndin, efla sjálfstæði flóttafólks og leita lausna. Flóttamannaráðið leiði saman stjórnvöld, alþjóðleg samtök, sveitarfélög, félagasamtök, einkageirann, íbúa móttökusamfélaga og flóttafólkið sjálft. </p> <p>Á fyrsta fundi ráðsins í desember verður einblínt á sex þætti: úrræði vegna álags og deilingu ábyrgðar, menntun, störf og lífsviðurværi, orku og innviði, lausnir og getu til verndar.</p>

04.07.2019Nemendafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð

<span></span> <p>Efnalitlar konur í Bashay þorpi í norður Tansaníu luku nýlega valdeflingarnámskeiði á vegum Women Power samtakanna sem fékk styrk frá utanríkisráðuneytinu og fjölmörgum öðrum bakhjörlum til verkefnisins. Að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur formanns samstakanna er fátækt nokkuð útbreidd í Tansaníu og sérstaklega í smærri þorpum á landsbyggðinni.</p> <p>„Á námskeiðinu, sem haldið var í fjórða sinn í síðasta mánuði, var lögð áhersla á sjálfsstyrkingu, skapandi hugsun og gerð einfaldra viðskiptaáætlana. Aðsókn að námskeiðinu var góð, en á fyrsta degi sóttu rúmlega 30 konur námskeiðið. Svo góður rómur var gerður af námskeiðinu að nemandafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð,“ segir Anna Elísabet.</p> <p>Women Power samtökin fengu einnig styrk til að halda tveggja daga vinnustofu byggða á aðferðafræði <span></span>sem UN Women hefur þróað og kennd er við rakarastofu (Barbershop). Um 20 konum og 20 körlum var boðið að sitja vinnustofuna en umræðuefni fyrri dagsins var jafnrétti kynjanna en seinni daginn var rætt um kynbundið ofbeldi. „Um 40 prósent tansanískra kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafa einhvern tíma á ævinni upplifað ofbeldi,“ segir Anna Elísabet. „Barbershop vinnustofan var unnin í samstarfi við heimamenn sem hafa reynslu af að fjalla um kynjamisrétti en fundirnir gengu með eindæmum vel. Bæði konur og karlar tóku virkan þátt í samræðum um mál sem gjarnan er viðkvæmt að ræða um í þessum menningarheimi. Það er alveg ljóst að stórt skref var tekið í að efla mátt kvenna og auka skilning karla á mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna og draga úr kynbundnu ofbeldi,“ segir hún.</p> <p>Félagasamtökin Women Power voru stofnuð á alþjóðadegi kvenna 2015. Tilgangur félagsins er að bæta velferð íbúa fátækra ríkja með sérstakri aðstoð við efnalitlar konur. Engin félagsgjöld eru í félaginu en félagsmönnum er frjálst að leggja verkefnum samtakanna lið með frjálsum framlögum í takt við þeirra áhuga og getu. Félagið hefur lagt megin áherslu á frumkvöðlaþjálfun meðal kvenna. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið formaður Women Power samtakanna frá upphafi en hún hefur síðastliðin ellefu ár byggt upp góð tengsl við íbúa og leiðtoga í þorpinu Bashay í norður Tanzaníu í gegnum ýmis verkefni á eigin vegum og á vegum samtakanna.</p> <p><a href="http://www.tanzanice.net/" target="_blank">Nánar</a></p>

03.07.2019Sendifulltrúi Rauða krossins til Úganda vegna ebólu

<span></span> <p>Magna Björk Ólafsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er nýfarin til Úganda þar sem hún tekur þátt í forvarnarstarfi vegna ebólu. Rauði krossinn í Úganda hefur þjálfað hundruð sjálfboðaliða að undanförnu, með stuðningi frá Alþjóðaráði Rauða krossins, en sú þjálfun er liður í forvarnarstarfi gegn sjúkdómnum sem geisað hefur í grannríkinu Kongó undanfarna mánuði. Það kemur í hlut íslenska sendifulltrúans að veita aðstoð og ráðgjöf um sjúkdóminn og varnir gegn honum. Eitt tilvik ebólu var staðfest í síðasta mánuði í Úganda.</p> <p>Fimm ára drengur sem ferðaðist með fjölskyldu sinni frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó greindist þá með sjúkdóminn og síðar tveir aðrir í fjölskyldu hans. Drengurinn lést og amma hans einnig. Rauði krossinn í Úganda hefur undanfarið unnið náið með stjórnvöldum og öðrum hluteigandi aðilum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu ebólu í landinu. </p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að styrkur Rauða krossins á svæðinu felist í því að njóta trausts og starfa í nærsamfélögum fólks. „Það skiptir öllu máli að hefta frekari útbreiðslu ebólu,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en samtökin hafa stutt aðgerðir Alþjóða Rauða krossins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. „Við erum sérlega þakklát utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins fyrir þann stuðning. Hann er ómetanlegur og það er mikilvægt að muna það að framlag Íslands skiptir sannarlega máli, hvert einasta framlag skiptir máli.“</p> <p><strong>Reyndur sendifulltrúi</strong></p> <p>Magna Björk Ólafsdóttir kemur til með að starfa í Úganda um mánaðarskeið. <span></span>Hún er reyndur bráðahjúkrunarfræðingur sem hefur farið fjölmargar ferðir til neyðarsvæða á vegum Rauða krossins á Íslandi, meðal annars til Haití, Filippseyja, Írak, Kenya, Suður-Súdan, Bangladess og Síerra Leóne. </p> <p>Magna er hluti af viðbragðmatsteymi Alþjóða Rauða krossins, FACT (Field Assessment Coordination Team) sem kallað var til í kjölfar staðfestingar á ebólu tilviki í Úganda. Magna er sérhæfður lýðheilsusérfræðingur og hlutverk hennar er að liðsinna Rauða krossinum í Úganda við vinnslu forvarna og viðbragsáætlana vegna áhættumats í tengslum við sjúkdóminn. Hún tekur meðal annars þátt í gerð heildarstefnumótunar, samhæfinga með öðrum heilbrigðisaðilum og verður í viðbragðstöðu til að veita stuðning í neyðartilvikum varðandi útbreiðslu sjúkdómsins.</p>

03.07.2019Heimsmarkmiðagátt opnuð

<span></span> <p>Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur opnað <a href="http://heimsmarkmidin.is/">Heimsmarkmiðagátt</a>&nbsp;þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri. </p> <p>Tilgangurinn með gáttinni er að virkja samfélagið í heild sinni við innleiðingu heimsmarkmiðanna og tryggja góða upplýsingamiðlun milli stjórnvalda og hagsmunaaðila um markmiðin. </p> <p>Innsendingu verkefna í gáttina er ætlað að vera hvetjandi fyrir ýmsa aðila til að auka sjálfbærni í daglegri starfsemi. Þá getur innsending verkefna verið góð leið til þess að vekja athygli á hagnýtum og nýstárlegum verkefnum á sviði sjálfbærrar þróunar. Gáttin getur einnig nýst til þess að leita sér innblásturs og jafnvel til þess að finna mögulega samstarfsaðila að verkefnum.</p> <p>Heimsmarkmiðagáttin byggir á erlendum fyrirmyndum, meðal annars frá Finnlandi. Öllum er frjálst að senda inn verkefni í Heimsmarkmiðagáttina og skulu verkefnin uppfylla þau skilyrði að þau feli í sér mælanleg markmið sem stuðli að sjálfbærri þróun og þar með framgangi heimsmarkmiðanna. Þá skal sett fram tímasett áætlun og tiltekið hvenær áætlað er að markmiðum verði náð.&nbsp;</p>

02.07.2019Tekið á móti 75 flóttamönnum á þessu ári

<span></span> <p>Á þessu ári verður tekið á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á flótta í heiminum og hafa aldrei verið jafn margir í sjötíu ára sögu Flóttamannastofnunar. Flóttafólkið sem Íslendingar taka á móti eru annars vegar Sýrlendingar sem hafa dvalist í Líbanon og hins vegar fólk af afrísku bergi brotið sem hefur dvalist í flóttamannabúðum í Kenya.</p> <p>Á dögunum gerði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld.</p> <p>„Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/01/Felags-og-barnamalaradherra-gerir-samning-vid-Arborg-um-mottoku-flottafolks/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá ráðuneytinu.</p>

02.07.2019Dvalarheimili á Indlandi fjármagnað með íslenskri erfðagjöf

<span></span> <p>Byggingu dvalarheimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi er nú lokið. Framkvæmdirnar voru að stórum hluta fjármagnaðar með erfðagjöf frá íslenskri konu, <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/nanar/8436/15-milljona-krona-arfi-til-sos-hefur-verid-radstafad" target="_blank">Önnu Kristínu Ragnarsdóttur</a>.&nbsp;Húsið var formlega afhent SOS Barnaþorpunum og opnað síðastliðinn sunnudag.&nbsp;</p> <p>Anna Kristín lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum.</p> <p>Framlag SOS á Íslandi, í nafni Önnur Kristínar til byggingar dvalarheimilisins, nam 10 milljónum króna en heildarkostnaður framkvæmdanna nam 27 milljónum króna.</p> <p><strong>Tíu fyrrverandi SOS mæður fá heimili</strong></p> <p>Með framlaginu vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem fá þar heimili á efri árum sínum. Jafnframt vilja samtökin sýna mæðrum sem starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna.</p> <p>Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.</p> <p><strong>Flestir Íslendingar styrkja á Indlandi</strong></p> <p>Á Indlandi eru 32 SOS barnaþorp og þar búa 4.500 munaðarlaus og yfirgefin börn. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum en Indland er það land sem langflestir Íslendingar styrkja í gegnum SOS Barnaþorpin.</p>

01.07.2019Ísland tekur í dag sæti í stjórn Alþjóðabankans

<span></span> <p>Geir H. Haarde, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, tók í dag við stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hjá Alþjóðabankanum. Hann kemur til með að stýra skrifstofu kjördæmisins í höfuðstöðvum bankans í Washington um tveggja ára skeið og situr í 25 manna stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins. Ísland er fámennasta aðildarríki bankans sem skipar í stöðu aðalfulltrúa í stjórn hans.&nbsp; </p> <p><span></span>„<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/">Alþjóðabankinn</a> er stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum og aðalfulltrúinn gegnir umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Alþjóðabankinn hefur lengi verið ein helsta samstarfsstofnun okkar í þróunarmálum og á síðustu árum hefur okkur tekist að koma íslenskri sérþekkingu á framfæri í verkefnum bankans, einkum á sviði jarðhita, fiskimála og jafnréttis- og mannréttindamála,“ segir Guðlaugur Þór, sem tók jafnframt sæti í þróunarsamvinnunefnd&nbsp;bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins.</p> <p>Næstu tvö árin kemur í hlut Íslands að halda utan um samstarf kjördæmislandanna og samskipti við skrifstofu kjördæmisins og höfuðborgir landanna, en sérstök deild innan þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sinnir verkefninu með sjónarmið allra þjóðanna átta að leiðarljósi. </p> <p>Af þeim fimm stofnunum sem Alþjóðabankinn samanstendur af, fer stór hluti íslenskra framlaga til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem veitir fátækustu ríkjum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum. Að sögn Þórarinnu Söebech, fulltrúa Íslands á skrifstofu Alþjóðabankans, er <a href="http://ida.worldbank.org/replenishments/ida19-replenishment" target="_blank">endurfjármögnun</a>&nbsp;IDA mikilvægasta verkefnið sem bankinn fæst við um þessar mundir. Af öðrum stórum verkefnum nefnir hún Mannauðsverkefnið, <a href="http://pubdocs.worldbank.org/en/228051531311025044/HCI-Sept-2018-website.pdf" target="_blank">Human Capital Project</a>, sem bankinn kynnti í lok síðasta árs og lýtur að fjárfestingu í mannauði komandi kynslóða.</p> <p>Milli kjördæmislandanna ríkir samkomulag um að Norðurlöndin fimm útnefni til skiptis aðalfulltrúa í stjórn bankans og leiði á sama tíma samræmingarstarf kjördæmisins. Samræmingarhlutverkið krefst þess að fulltrúar Íslands fylgjast náið með allri starfsemi bankans, geti sett sig efnislega inn í öll helstu mál og myndað ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem eru á dagskrá hverju sinni og leitt samræmingu á afstöðu kjördæmisins í málefnum bankans.</p> <p>Til marks um gífurleg umsvif Alþjóðabankans má nefna að árið 2017 samþykkti bankinn lán og fjárveitingar til verkefna að upphæð 67 milljarða Bandaríkjadala. Verkefni á vegum bankans eru samtals 13.730 í 174 þjóðríkjum.</p>

28.06.2019Á hverjum degi deyr eitt barn á flótta

<span></span> <p>Á síðustu fjórum árum hefur eitt barn á flótta látið lífið á degi hverjum, segir í frétt frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Frá því stofnunin hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014 hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn. Fyrr í vikunni vakti ljósmynd af líkum tvítugus föður og tveggja ára dóttur hans á árbakka Rio Grande árinnar mikinn óhugnað en þau voru á flótta frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna. <span></span></p> <p>Samkvæmt nýlegri skýrslu UNHCR – <a href="https://www.unhcr.org/statistics/unhcrstats/5d08d7ee7/unhcr-global-trends-2018.html">Þróun á heimsvísu (Global Trends)</a>&nbsp;– hafa að minnsta kosti 70,8 milljónir einstaklinga verið þvingaðir á flótta, eða tvöfalt fleiri en fyrir 20 árum og 2,2 milljónum fleiri en fyrir ári. Talan 70,8 milljónir er reyndar varlega áætluð, sérstaklega þar sem neyðarástandið í Venesúela endurspeglast einungis að hluta í henni. Alls hafa um fjórar milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið land sitt, samkvæmt gögnum frá yfirvöldum í þeim löndum sem tekið hafa við þeim, sem gerir þetta meðal stærsta nýlega flóttamannavanda veraldar. Þótt meirihluti þeirra þurfi á alþjóðlegri flóttamannavernd að halda hefur aðeins um hálf milljón tekið það skref að óska formlega eftir hæli.</p> <p>„Það sem við sjáum í þessum tölum er enn frekari staðfesting á langtíma fjölgun þeirra sem þurfa öryggi frá stríði, átökum og ofsóknum. Þótt orðræða um flóttafólk og farandfólk sé oft umdeild sjáum við líka mikið af örlæti og samkennd, sérstaklega í samfélögum sem hýsa mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Filippo Grandi flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Við þurfum að byggja á þessum jákvæðu dæmum og efla enn frekar samkennd okkar með þeim þúsundum saklausra einstaklinga sem á hverjum degi eru þvingaðir á flótta frá heimilum sínum.“</p> <p>Þrír meginhópar eru innan þessara 70,8 milljóna sem talað er um í skýrslunni um Þróun á heimsvísu. Sá fyrsti er&nbsp;flóttafólk,&nbsp;en með því er átt við fólk sem hefur neyðst til að flýja land sitt vegna átaka, stríðs eða ofsókna. Árið 2018 var fjöldi flóttamanna á heimsvísu 25,9 milljónir, 500 þúsund fleiri en árið 2017. Innan þessarar tölu eru 5,5 milljónir flóttamanna frá Palestínu sem eru undir vernd Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNWRA).</p> <p>Annar hópurinn er&nbsp;hælisleitendur&nbsp;– fólk sem er utan heimalands síns og nýtur alþjóðlegar verndar en bíður niðurstöðu umsóknar sinnar um stöðu flóttamanns. Í lok árs 2018 voru 3,5 milljónir hælisleitenda í heiminum.</p> <p>Þriðji og stærsti hópurinn, 41,3 milljónir, er fólk sem er á vergangi á öðrum svæðum&nbsp;innan eigin heimalands, vegalaust fólk eins og oft er sagt eða IDP (Internally Displaced People).</p> <p>Fólki á flótta og á vergangi heldur áfram að fjölga hraðar en lausnir finnast fyrir þá sem lenda á vergangi. Í skýrslu Flóttamannastofnunar segir að besta lausnin fyrir flóttafólk sé að geta snúið aftur heim sjálfviljugt, í öryggi og með reisn. Aðrar lausnir væru að verða hluti af samfélagi móttökulandsins eða setjast að í þriðja landi. Þrátt fyrir það settust aðeins 92.400 flóttamenn að í þriðja landi árið 2018, innan við 7 prósent þeirra sem biðu eftir því. Um 593.800 flóttamenn gátu snúið aftur heim, og 62.600 fengu ríkisborgararétt.</p> <p>„Í hverjum flóttamannavanda, hvar sem hann á sér stað og hve lengi sem hann hefur staðið, verður að vera stöðug áhersla á lausnir og að fjarlægja hindranir í vegi þess að fólk geti snúið aftur heim,“ sagði Grandi. „Þetta er flókið verk sem UNHCR er stöðugt að vinna að en sem kallar líka á að öll lönd taki höndum saman með hagsmuni allra í huga. Þetta er ein mesta áskorun okkar tíma.“</p>

27.06.2019Samningur Íslands og FAO ræddur á ársfundi stofnunarinnar

<span></span> <p>Nýgerður samningur milli Íslands og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kom til umræðu á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands hjá FAO tók til máls á fundinum undir umræðum um fiskveiðimál og gerði þinginu grein frá <span></span>samningnum sem snýr að áformum í baráttunni gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum og rusli í hafi. </p> <p>Þá minnti hann á að á næsta ári verður fagnað 25 ára afmæli sáttmála um stjórn fiskveiða, Code of Conduct, en ætlunin er að aðildarþjóðirnar sameinist um nýja og stefnumarkandi yfirlýsingu. Stefán Jón hvatti ríkin til að taka fullan þátt í gerð þeirrar yfirlýsingar, en hún verður meðal annars á borði framkvæmdaráðs fiskveiðinefndarinnar þar sem Ísland situr fyrir hönd Evrópuríkja.</p> <p>Á ársfundinum í Róm var Qu Dongyu frá Kína var kjörinn nýr framkvæmdastjóri FAO eftir spennandi kosningabaráttu. Hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð, 108, gegn 71 atkvæði Catherine&nbsp;Geslain-Lanéelle, franska frambjóðandans, sem borinn var fram af Evrópusambandinu og 12 atkvæðum Davit Kirvalidze, Georgíumanns, sem Bandaríkin studdu opinberlega. </p> <p>Qu Dongyu tekur við starfinu af Jose Graziano da Silva frá Brasilíu.</p>

27.06.2019Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára

<span></span> <p>Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. Á ársfundi landsnefndar UNICEF í gær kom fram að vöxturinn milli ára hafi verið 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 hafi sjaldan verið meiri, eða tæp 160%. Árið 2018 komu næst hæstu framlögin til UNICEF frá Íslandi miðað við höfðatölu, aðeins hlutur Norðmanna var hærri. </p> <p>„Þetta er alveg frábær árangur og við erum almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum innilega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning. Það er auðvitað mjög gleðilegt að sjá þessi auknu framlög frá ríkinu til baráttu UNICEF alþjóðlega, og þessi aukning gerir UNICEF kleift að ná til enn fleiri barna um allan heim,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. </p> <p><strong>Metár hjá UNICEF á Íslandi</strong></p> <p>Á fundinum í dag kynnti Bergsteinn helstu niðurstöður ársins 2018. Þar bar einna hæst að söfnunarfé UNICEF á Íslandi var rúmar 730 milljónir króna árið 2018, sem er 10,2% vöxtur milli ára. Alls kom 81% af söfnunarfé frá <a href="file:///O:/THSS/11.%20Fr%C3%A6%C3%B0slu-,%20kynningar-%20og%20uppl%C3%BDsingam%C3%A1l%20-%20%C3%BEr%C3%B3unarsamvinna/Veft%C3%ADmarit/Wordskj%C3%B6l/unicef.is/heimsforeldrar">heimsforeldrum</a>, mánaðarlegum stuðningsaðilum sem styðja baráttu UNICEF um allan heim. Auk þess studdi almenningur dyggilega við börn í Jemen á árinu, en rétt tæplega 30 milljónir söfnuðust fyrir neyðarhjálp UNICEF í Jemen. Metsala var síðan á sölum „Sannra gjafa“ fyrir jólin, en landsmenn keyptu hjálpargögn á borð við bóluefni, teppi, hlý föt og vatnsdælur fyrir rúmlega 30 milljónir króna á árinu. </p> <p><strong>Nýr formaður stjórnar</strong></p> <p>Á aðalfundi UNICEF tók Kjartan Örn Ólafsson við sem nýr stjórnarformaður af Ernu Kristínu Blöndal sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Erna Kristín, sem gegnir nú stöðu skrifstofustjóra barna- og fjölskyldumála í&nbsp; félagsmálaráðuneytinu, situr áfram í stjórn. Aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Hálfdánardóttir, varaformaður, Guðrún Nordal, Svafa Grönfeldt, Sigríður Thorlacius og Styrmir Gunnarsson. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir og Jökull Ingi Þorvaldsson eru fulltrúar ungmennaráðs.</p> <p><a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/unicef_arssk_2018_low_pr2.pdf" target="_blank">Ársskýrsla UNICEF á Íslandi</a> </p>

26.06.2019FAO veitir þremur milljónum íbúa Eþíópíu neyðaraðstoð

<span></span> <p>Úrkoma undir meðallagi í febrúar fram í maí og miklir þurrkar síðustu árin leiða til þess að tæplega níu milljónir íbúa Eþíópíu þurfa á mannúðar- og matvælaaðstoð að halda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa átök hrakið fólk á vergang í þúsundavís. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) ætlar af þessum sökum að grípa til neyðaraðstoðar sem beinist að þeim þremur milljónum íbúa sem búa við mestu þrengingar.</p> <p>Fatouma Seid, fulltrúi FAO í Eþíópíu, segir að bændur og hirðingjar verði harðast úti í þurrkunum, neyðin sé mikil og brýnt að bregðast við áður en þurrkatímabilið dregst á langinn. Veðurútlit næstu mánaðanna gefur til kynna að úrkoma verði áfram undir meðallagi, einkum í suðausturhluta landsins. Spár gera einnig ráð fyrir uppskerubresti og meðfylgjandi matvælaskorti. Þá er óttast að skortur verði á fóðri og vatni fyrir búpening, auk þess sem hætta er talin á útbreiðslu dýrasjúkdóma.</p> <p>Samkvæmt viðbragðsáætlun stjórnvalda í Eþíópíu um mannúðaraðstoð þurfa rúmlega þrjár milljónir heimila á aðstoð að halda. FAO hyggst grípa til aðgerða þar sem þörfin er mest, að stórum hluta meðal þeirra sem hafa hvað minnst að bíta og brenna. Í <a href="http://www.fao.org/ethiopia/news/detail-events/en/c/1199250/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá FAO kemur fram að fjárþörfin vegna aðstoðarinnar nemi 36 milljónum bandarískra dala.</p> <p><strong>Ísland og FAO</strong></p> <p>Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að efla samstarf við FAO&nbsp;<span></span>á sviði þróunarsamvinnu&nbsp;<span></span>með sérstaka áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Skrifað var undir samning við FAO um fjárstuðning til verkefnisins fyrr á þessu ári. Fastafulltrúi Íslands í Róm situr margvíslega fundi um matvælaástandið í heiminum og tekur þátt í stefnumótandi aðgerðum. Þá situr Ísland í stýrinefnd fyrir undirnefnd í fiskveiðimálum fyrir hönd Evrópuríkja árin 2018–2020.</p>

25.06.2019Námskeið í Mongólíu um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Fyrir skömmu lauk í Mongólíu sjö daga námskeiði á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga. Markmið námskeiðsins var að þjálfa heimamenn í miðlun og nýtingu þekkingar á vöktun beitilanda með það fyrir augum að styrkja skilvirka stefnumótun um sjálfbæra landnýtingu.</p> <p>Þetta er í annað sinn sem Landgræðsluskólinn efnir til slíks námskeiðs í Mongólíu en í þetta sinn var það var haldið í grennd við höfuðborgina Ulaanbaatar. Meirihluti þeirra 25 þátttakenda sem sóttu námskeiðið voru umhverfis- og landbúnaðarsérfræðingar frá héraðsstjórnum í Mongólíu en einnig sóttu námskeiðið sérfræðingar frá ríkisstofnunum og háskólum. </p> <p>Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, vettvangsferð og verkefnavinnu í vinnuhópum. Allir þættir námskeiðsins miðuðu að því að auka hæfni þátttakenda til að greina á milli áhrifa landnýtingar og loftslagsbreytinga á vistkerfi, greina á milli vandaðra og óvandaðra gagna og upplýsinga, og nýta vönduð gögn og upplýsingar í stefnumótun er varða nýtingu vistkerfa. Í Mongólíu er gróður- og jarðvegsauðlind landsins metin reglulega samkvæmt matskerfi sem hefur verið þróað og aðlagað að aðstæðum þar og var stuðst við það að hluta í kennslu á námskeiðinu.</p> <p>Að námskeiðinu stóðu, auk Landgræðsluskólans, Landbúnaðarháskólinn í Mongólíu (Mongolian University of Life Sciences), mongólsk frjáls félagasamtök sem vinna með hirðingjum að því að bæta landnýtingu og afkomu þeirra (National Federation of Pasture User Groups of Herders), og Veður-, vatna- og umhverfisstofnun Mongólíu (Information and Research Institute of Meteorology, Hydrology and Environment). Sex kennarar frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans sáu um kennslu, auk þriggja kennara frá Íslandi sem starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna og Landgræðsluskólann. Jafnframt aðstoðuðu fjórir fyrrverandi nemar Landgræðsluskólans við útikennslu og ýmsa hagnýta hluta námskeiðsins.</p> <div style="padding: 0cm 0cm 1pt; border-top: none; border-right: none; border-bottom-width: 1pt; border-bottom-style: solid; border-left: none;"> <p style="padding: 0cm; border: none;">Auk námskeiðahalds hér á Íslandi stendur Landgræðsluskólinn meðal annars að þjálfun sérfræðinga í þróunarlöndum til að efla færni þeirra í málefnum sem tengjast vistheimt og sjálfbærri landnýtingu. </p> </div>

24.06.2019Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu

<span></span> <p>Ísland kemur til með að halda áfram frumkvæði í gagnrýni á Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en þessi lota er sú þriðja sem Ísland sækir sem kjörinn meðlimur ráðsins.</p> <p>Í ræðu sinni í morgun gagnrýndi Bachelet stjórnvöld í Sádí-Arabíu fyrir viðbrögð þeirra við skýrslu sem liggur fyrir mannréttindaráðinu og fjallar um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hún gagnrýndi einnig aftökur 37 manna í landinu í apríl og aftökur tveggja drengja undir átján ára aldri í Íran í sama mánuði. </p> <p>Skýrslan um morðið á blaðamanninum Khashoggi hefur þegar verið rædd nokkuð ítarlega í alþjóðlegum fjölmiðlum, en þess er skemmst að minnast að Ísland flutti sameiginlegt ávarp fyrir hönd 36 ríkja um mannréttindaástand í Sádí-Arabíu í mars-lotu mannréttindaráðsins. „Sádar höfðu aldrei áður sætt slíkri samstilltri gagnrýni í ráðinu og ljóst er að íslensk stjórnvöld ætla áfram fylgjast grannt með stöðu mannréttindamála í landinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Jafnréttismál eru í forgrunni þessarar 41. fundarlotu ráðsins. Af því tilefni, og á grundvelli setu Íslands í ráðinu, ávarpar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mannréttindaráðið næstkomandi fimmtudag. Hún tekur einnig þátt í sérstakri umræðu um jafnréttismál en meðal annarra þátttakenda verða Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi, og Coly Seck, forseti mannréttindaráðsins.</p> <p>Bachelet kom víða við í yfirlitsræðu sinni í morgun og vék sérstaklega að ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Hún sagði meðal annars að jafnvel þótt tala þeirra sem drepnir hafa verið án dóms og laga í svokölluðu stríði stjórnvalda gegn eiturlyfjum væri 5.425 samkvæmt opinberum tölum en ekki 27.000 eins og haldið er fram, þá væri það nægilega alvarlegt til að valda miklum áhyggjum. Hún fagnaði ákalli fjölda sérstakra skýrslugjafa á vegum mannréttindaráðsins til aðildarríkja ráðsins að leggja fram ályktun um mannréttindaástandið í landinu. Ísland hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að ráðið verði við þessu ákalli í fundarlotunni sem nú fer í hönd, og það byggir á frumkvæði sem Ísland hefur áður sýnt í málefnum Filippseyja á vettvangi ráðsins.</p> <p>Ísland hyggst einnig leggja fram aðra ályktun í mannréttindaráðinu sem víkur að jöfnum launum karla og kvenna. Ísland hefur ekki áður lagt fram ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ísland var kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí í fyrra og situr þar út árið 2019. Alls eiga 47 ríki sæti í ráðinu en það á fundi þrisvar sinnum á ári í þriggja vikna löngum lotum.</p>

23.06.2019Þrettán milljónum varið til verkefnis SÞ til stuðnings hinsegin réttindum

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrettán milljónum króna til UN Free &amp; Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks (LGBTI) hvarvetna í heiminum.&nbsp;</span>Framlagið er í samræmi við áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en ráðið kemur til síns 41. reglulega fundar á morgun í Genf í Sviss.&nbsp;</p> <p><span>Réttindi hinsegin fólks hafa verið meðal helstu áhersluþátta Íslands í mannréttindaráði SÞ en Ísland var fyrir réttu ári kjörið til setu í mannréttindaráðinu. Þannig bar til dæmis Ísland upp fleiri tilmæli en nokkuð annað ríki er snertu LGBTI-réttindi í allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí sl. Auk þess er réttindum hinsegin fólks iðulega haldið til haga í málatilbúnaði Íslands í ræðum og yfirlýsingum.<br /> </span></p> <p><span>„Hinsegin sambönd teljast enn glæpur í meira en þriðjungi ríkja heims. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks í mannréttindaráðinu og þróunarsamvinnu leggjum við okkar lóð á vogarskálar í þeirri viðleitni að breyta þessu. Við kunnum að vera ólík, en öll eigum við að njóta sömu mannréttinda,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Fjárframlagið er sömuleiðis í samræmi við nýja stefnu Íslands í þróunarsamvinnu fyrir árin 2019-2023, sem Alþingi samþykkti í maí sl., og nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins þar sem mörkuð er sú nálgun að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega grannt með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu.<br /> <br /> Jafnréttismál eru efst á dagskrá í komandi fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Sérstakur skýrslugjafi ráðsins um réttindi hinsegin fólks tekur þátt í umræðum og fyrir liggur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016.<br /> <br /> <br /> </span></p>

21.06.2019Mikilvægt að kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi í jarðhitaverkefnum

<span>Jafnréttismálin hafa löngum átt undir högg að sækja innan orkugeirans, þar á meðal í jarðhitaverkefnum. Stórfelld innviðauppbygging getur haft víðtæk efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg áhrif á nærsamfélög og geta haft ólík áhrif á fólk eftir kyni. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þegar kynjasjónarmið eru höfð að leiðarljósi eru verkefnin líklegri til þess að bera árangur og bæta orkuöryggi. Þá eru verkefnin einnig líklegri til þess að stuðla að félagslegum framförum og efnahagslegum tækifærum fyrir bæði konur og karla. Hluti af vandamálinu er skortur á kyngreindum gögnum og heimildum um árangursríkar aðferðir.<br /> <br /> <a href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2019/06/12/promoting-gender-equality-in-the-geothermal-sector" target="_blank">Í nýrri skýrslu orkusjóðs Alþjóðabankans</a> (e. Energy Sector Management Assistance Programme, ESMAP) um jafnréttismál og jarðhita er sett fram aðferðafræði sem mun nýtast beint við hönnun og framkvæmd jarðhitaverkefna Alþjóðabankans og styrkja árangursmælingar í tengslum við jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Skýrslan varpar meðal annars ljósi á hvernig jarðhitaverkefni geta haft áhrif á umhverfið, heilsu fólks og atvinnutækifæri – og hvernig þessi áhrif bitna með ólíkum hætti á konum og körlum.&nbsp;<br /> <br /> Ísland hefur um árabil veitt framlög í orkusjóð Alþjóðabankans og hefur einnig fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá bankanum. Í þessu samstarfi hefur Ísland lagt áherslu á að koma jarðhitanýtingu á dagskrá bankans sem og á jafnréttismál almennt í orkugeiranum. Ísland studdi meðal annars við gerð áðurnefndrar skýrslu, en henni er ætlað að veita hagnýtar upplýsingar til þeirra sem starfa í jarðhitaþróun hjá bankanum og öðrum stofnunum og fyrirtækjum, um hvernig best verði unnið að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna í jarðhitaverkefnum. Í tengslum við þetta samstarf tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins einnig þátt í vinnufundi bankans um jafnréttismál og jarðhita í smáeyþróunarríkjum sem haldinn var í Guadalupe í mars.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

18.06.2019Rauði krossinn á Íslandi veitir 25 milljónir í neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs

<p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku með 25 milljóna króna framlagi. Framlag Rauða krossins á Íslandi er hluti af stuðningi utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar sem ætlað er að gera félaginu kleift að bregðast skjótt við hamförum á borð við þessar með skilvirkum hætti. Stuðningurinn kemur til viðbótar framlagi að upphæð 46 milljónum króna sem félagið ráðstafaði til sömu neyðaraðgerða árið 2018. Alls mun Rauði krossinn á Íslandi því verja rúmlega 70 milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna ebólufaraldursins í Austur-Afríku með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins. Frá þessu er greint á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/mestu-mali-skiptir-ad-stodva-frekari-utbreidslu-faraldursins-raudi-krossinn-bregst-skjott-vid-aukinni-utbreidslu-ebolu-i" target="_blank">vef Rauða krossins á Íslandi</a>.</span></p> <p><span>Ebóluveiran hefur herjað á fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frá því að sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný í maí 2018. Síðan þá hefur faraldurinn gengið yfir landið og orðið um 1300 manns að bana af þeim um það bil 2000 tilfellum sem hafa verið greind. Þann 11. júní síðastliðinn tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í Úganda að veiran hafi borist til landsins með fólki sem ferðast yfir landamærin við austurhluta Kongó. Ísland á sem kunnugt er í nánu samstarfi við stjórnvöld í Úganda, en í gegnum sendiráð Íslands í Kampala styður Ísland bæði stjórnvöld og félagasamtök í þróunar- og hjálparstarfi þar í landi.&nbsp;</span></p> <p><span>Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir mestu máli skipta að stöðva enn frekari útbreiðslu faraldursins. „Með framlagi okkar leggjum við okkar af mörkum til að ráða niðurlögum ebólu í Austur-Afríku,“ segir hann. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið með umfangsmikið hjálparstarf til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem leitað hefur skjóls í Úganda vegna vopnaðra átaka í&nbsp; heimalandi sínu. Úganda hefur skotið skjólshúsi yfir vel á aðra milljón flóttamanna og þurft á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda við það, þar á meðal frá Íslandi. „Nú þegar ljóst er að ebóla hefur stungið sér niður innan landamæra Úganda er ljóst að enn meiri stuðning þarf og það er allra hagur að það takist að hefta frekari útbreiðslu ebólu því við viljum ekki að hún breiðist út til annarra nágrannaríkja eða jafnvel á milli heimsálfa“ segir Atli ennfremur.&nbsp;</span></p> <p><span>Ebóla getur breiðst hratt út ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í samstarfi við WHO (World Health Organization) eru stjórnvöld í Úganda að hefja bólusetningar á svæðum þar sem óttast er að veiran breiðist út. Allt starf Rauða krossins er í fullu samræmi við áherslur stjórnvalda við að hefta útbreiðslu og ráða niðurlögum ebólu, þar er þáttur sjálfboðaliða Rauða krossins mjög mikilvægur.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

06.06.2019Flóttamannastofnun býr til samráðsvettvang um réttindi LGBTI flóttafólks ​

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hleypti á dögunum af stokkunum samráðsvettvangi til að kanna leiðir til að tryggja að LGBTI flóttafólk hljóti betri vernd og geti leitað réttlætis og stuðnings þegar það verður fyrir ofbeldi og mismunun. „Fólk getur óskað eftir stöðu flóttamanns, og gerir það, á grundvelli ótta við ofsóknir vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar. Það á skilið sömu mannréttindi og allir aðrir. Það skal koma fram við alla lesbíska, samkynhneigða, tvíkynhneigða, trans og intersex (LGBTI) einstaklinga á flótta, vegalaust fólk í eigin landi og ríkisfangslausa einstaklinga sem jafningja að virðingu og réttindum,“ segir í grein á vef UNHCR.</p> <p>Þar segir að í mörgum löndum séu sambönd fólks af sama kyni refsiverð, jafnvel að viðurlagðri dauðarefsingu. LGBTI flóttafólk sé varnarlaust á ferð sinni í leit að öryggi í heimalöndum sínum og meðan það er vegalaust.</p> <p>Fram kemur í greininni að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vinni að því að halda LGBTI flóttafólki öruggu með verkefnum sem eru örugg og mismuna ekki, í samvinnu við utanaðkomandi aðila til að veita stuðning, örugg rými og finna lausnir. „Á tímum þegar hatursorðræða um flóttafólk er í sögulegu hámarki verðum við að taka harða afstöðu gegn hvers kyns andúð, þar á meðal hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ segir í greinni.</p> <p>Fyrsta samráðið við LGBTI-samtök og -baráttufólk fór fram í Genf um miðjan maí og þar endurómaði þema ársins sem valið var fyrir alþjóðlegan dag gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu (IDAHOT), „réttlæti og vernd fyrir alla“. Frekara samráð mun eiga sér stað víða um heim á næstu mánuðum.</p> <p>„UNHCR hefur unnið af krafti að því að tryggja að LGBTI hælisleitendur og flóttafólk sé verndað hvar sem það er, en við þurfum að vera virkari. Þess vegna er svo mikilvægt að heyra frá og vinna með einstaklingum og samtökum sem hafa sérþekkingu á þessum málum,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Á meðan sambönd fólks af sama kyni eru enn refsiverð í yfir 70 löndum um allan heim verður enn margt LGBTI fólk fyrir alvarlegum mannréttindabrotum og ofsóknum í heimalöndum sínum. Þessir einstaklingar eru þvingaðir til að leita öryggis og verndar erlendis og standa oft frammi fyrir svipaðri eða jafnvel meiri hættu við komu til nágrannalandanna.</p> <p>„Það er mikilvægt að við búum til öruggt rými fyrir LGBTI hælisleitendur og flóttafólk svo það finni sig ekki knúið til að fela kynhneigð sína og kynvitund í sjálfsvörn,“ sagði Grandi og benti á að UNHCR hefði á undanförnum árum fjárfest í leiðbeiningum, verkfærum og þjálfun um LGBTI málefni fyrir starfsfólk sitt og samstarfsaðila.</p> <p>Flóttamannafulltrúinn sagði að á undanförnum árum hafi margt gott verið gert, svo sem samstarf með LGBTI leiðtogum í Afríku til að ná til fólks og fjölga þeim sem nýta sér þjónustu, uppbygging á tengslaneti við atvinnurekendur til að skapa&nbsp; atvinnutækifæri&nbsp; fyrir LGBTI flóttafólk í Ameríkuríkjum og stofnun LGBTI stuðningshópa fyrir ungmenni í Mið-Austurlöndum.</p> <p>„Baráttan fyrir LGBTI réttindum er um okkur öll. Hún snýst um fjölbreytileika okkar og manngæsku. Við ættum öll að vera virk í baráttunni gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ sagði hann.</p> <p><a href="https://www.unhcr.org/neu/is/26325-idahot-unhcr-hefur-samrad-um-rettindi-lgbti-flottafolks.html" target="_blank">Grein UNHCR</a></p>

06.06.2019Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða

<span></span> <p>Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum, fyrir fæðingu, meðan á fæðingu stendur, og eftir fæðingu. Þetta er mat fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í nýrri <a href="https://data.unicef.org/resources/healthy-mothers-healthy-babies/" target="_blank">samantekt</a>&nbsp;er sjónum beint að skorti á menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem samtökin segja blasa við fátækustu barnshafandi konum í heiminum – á þeim tíma þegar þær þurfa mest á læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að halda.</p> <p>Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu.</p> <p>„Fyrir alltof margar fjölskyldur geta útgjöld vegna barnsfæðinga verið skelfileg. Og fyrir fjölskyldur sem hafa ekki tök á því að greiða þann kostnað geta afleiðingarnar verið banvænar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Þegar fjölskyldur freista þess að skera niður útgjöld í tengslum við fæðingar eru það mæðurnar og börnin sem þjást,“ bætir hún við.</p> <p>Ef matarútgjöld heimila eru dregin frá verja fimm milljónir fjölskyldna að minnsta kosti 40 prósentum á ári í útgjöld sem tengjast fæðingum, segir í skýrslu UNICEF. Þessar fjölskyldur eru flestar í Asíu, tæplega þrjár milljónir og tæplega tvær milljónir í Afríku. Í flestum þróuðum ríkjum er menntað heilbrigðisstarfsfólk viðstatt fæðingar en víða meðal fátækari þjóða er ekki sjálfgefið að sérmenntað starfsfólk sé til aðstoðar við barnsfæðingu, til dæmis aðeins í 9,4 prósent tilvika í Sómalíu. Þá er einnig mikill munur innan þjóða og nefnt sem dæmi að efnameiri fjölskyldur fá fjórum sinnum fleiri vitjanir hjúkrunarfræðings eða ljósmóður vegna nýfæddra barna en efnaminni fjölskyldur.</p> <p>UNICEF vekur athygli á því að þótt pottur sé víða brotinn í þessum efnum í heiminum hafi miklar framfarir orðið á síðustu árum. Konum og stúlkum sem láta lífið í tengslum við þungun eða fæðingu hefur fækkað stórlega fækkað eða um rúmlega 40 prósent á árunum 1990 til 2015, úr 532 þúsundum niður í 303 þúsund.</p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu lagt mikla áherslu á ungbarna- og mæðravernd, einkum í tvíhliða samstarfinu í Malaví. Þar var fyrr á þessu ári tekin í notkun ný glæsileg fæðingardeild og miðstöð ungbarna- og mæðraverndar við héraðssjúkrahúsið í Mangochi. Aðrar sex fæðingardeildir og biðskýli fyrir verðandi mæður voru reist fyrir íslenskt þróunarfé í sveitum héraðsins, ásamt því að afhentir voru fimm sjúkrabílar. Konum sem deyja af barnsförum í héraðinu hefur fækkað gríðarlega eftir að samstarfið hófst, eða um 40 prósent á árabilinu 2012-2017. </p>

05.06.2019Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

<span></span> <p>Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. „Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún. Óhugnanleg morð, brennd þorp og hundruð þúsunda íbúa á hrakhólum – öllu þessu hefur verið mætt með dauðaþögn,“ sagði Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins þegar listinn var kunngerður í gær.</p> <p>Átök hafa leitt til þess að hálf milljón íbúa í suðvestur og norðvestur Kamrún eru á vergangi, hundruð þorpa hafa verið brennd, ráðist hefur verið á sjúkrahús, heilbrigðisstarfsfólk verið numið á brott eða myrt og skólum tæplega 800 þúsund barna hefur verið lokað. „Þúsundir íbúa eru í felum í kjarrlendi og fá enga mannúðaraðstoð. Enn hefur engin raunveruleg tilraun verið gerð til að semja um frið, engar meiriháttar áætlanir um að draga úr þjáningu íbúanna, lágmarks umfjöllun í fjölmiðlum og of lítill þrýstingur á vígasveitir að hætta árásum á óbreytta borgara,“ segir norska flóttamannaráðið.</p> <p>Þessi árlegi <a href="https://www.nrc.no/news/2019/june/cameroon-tops-list-of-most-neglected-crises/" target="_blank">listi</a>&nbsp;byggir á þremur meginforsendum: skorti á fjármagni til mannúðar, skorti á umfjöllun fjölmiðla og pólitískri vanrækslu.</p> <p>Aðrar þjóðir á listanum eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Miðafríkulýðveldið, Búrúndí, Úkraína, Venesúela, Malí, Líbía, Eþíópía og Palestína.</p>

04.06.2019„Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt“

<span></span> <p>Loftmengun veldur einu af hverjum níu dauðsföllum í heiminum, alls sjö milljónum ótímabærra dauðsfalla á ári hverju. Í þeim hópi eru 600 þúsund börn. „Það er kominn tími til að grípa til róttækra aðgerða. Skilaboð mín til ríkisstjórna heimsins eru skýr: leggið skatt á mengun, hættið að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti og hættið að byggja ný kolaorkuver. Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af Alþjóðlega umhverfisdeginum sem er á morgun, 5. júní.</p> <p>„Sigrumst á loftmengun“ er yfirskrift Alþjóða umhverfisdagsins í ár. Fulltrúar Kína, gestgjafa umhverfisdagsins að þessu sinni, völdu þemað. Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/frettir/27420-skattleggjum-mengun-og-haettum-nieurgreieslum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er almenningur hvattur til að leggja sitt af mörkum í daglegu lífi til þess að draga úr loftmengun af mannavöldum og draga jafnframt úr hlýnun jarðar.</p> <p>„Talið er að sjö milljónir manna látist ár hvert af völdum loftmengunar. Hún veldur líka langtíma heilbrigðisvandamálum á borð við astma og dregur úr andlegum þroska barna. Að mati Alþjóðabankans kostar loftmengun heiminn fimm trilljónir Bandaríkjadala á ári auk þess að stuðla að hlýnun jarðar,“ segir í fréttinni.&nbsp;<br /> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/vbrjGPledsg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <br /> Í ávarpi António Guterres fyrir Alþjóðlega umhverfisdaginn beinir hann spjótum sínum að svokölluðu svörtu kolefni. „Það er afurð díselvéla, bruna á rusli og mengandi eldstæða og veldur miklum skaða við innöndun. Með því að draga úr losun slíkrar mengunar bætum við ekki aðeins lýðheilsu, heldur getum við dregið úr hlýnun jarðar um hálfa gráðu á celsíus á næstu áratugum,“ segir aðalframkvæmdastjórinn.</p> <p>„Það felst tvöfalt tækifæri í því að draga úr loftmengun. Margar aðgerðir draga í senn úr loftmengun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eins og að taka úr notkun orkuver sem brenna kolum og efla mengunarsnauðan iðnað, samgöngur og orkugjafa heimila.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Ld1EMdIIl6c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Bílar hafa á síðustu áratugum leyst reiðhjólið af hólmi í Kína sem helsta farartækið í takt við aukna velsæld og stækkun borga. Aukin loftmengun í borgum Kína er alvarleg afleiðing þeirrar þróunar og sums staðar er hún yfir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Á síðustu árum hefur reiðhjólum hins vegar á nýjanleik fjölgað í Kína til að auka loftgæði, meðal annars vegna stafrænnar tækni og smáforrits sem hvetur fólk til að hjóla og safna „grænum orkupunktum“ sem nýttir eru til að planta trjám. Gegnum „Ant Forest“ appið hefur nú þegar 13 milljónum trjáa verið plantað en notendurnir eru um 300 milljónir (sjá myndband).</p> <p>Nánar: <a href="https://www.downtoearth.org.in/news/pollution/poor-air-quality-can-affect-pregnancy-raise-death-risk-64899" target="_blank">Poor air quality can affect pregnancy, raise death risk/ Down To Earth</a></p>

04.06.2019Starfshópur skilar skýrslu um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Öll verkefni og aðgerðir í tvíhliða þróunarsamvinnu eiga að vera í samræmi við meginreglur mannréttinda og byggja á vönduðum greiningum á stöðu mannréttinda, áhrifum inngripa og öðrum viðeigandi þáttum, segir í nýrri <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/Stefnurit/STJ_UTN_mannrettindaskyrsla_loka%c3%batg%c3%a1fa.pdf?amp%3b" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins um mannréttindamiðaða nálgun í tvíhliða þróunarstarfi. Starfshópurinn sem vann skýrsluna leggur til að mótuð verði heildræn stefnumið um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu og áréttar að mannréttindi verði lögð til grundvallar í þróunarsamvinnu með þátttöku íslensks atvinnulífs.<br /> &nbsp;<br /> „Í nýrri stefnu Íslands í þróunarsamvinnu sem Alþingi samþykkti á dögunum er tekið mið af þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur fullgilt á sviði mannréttinda og þar er mörkuð sú róttæka stefna að allt starf okkar byggist á mannréttindamiðaðri þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég skipaði starfshóp í lok síðasta árs til að greina og útfæra heppilegar leiðir fyrir Ísland til að nýta við innleiðinguna og skýrslan er byggð á niðurstöðum hans. Nú tekur við vinna við útfærslu stefnumiðanna,“ segir utanríkisráðherra.<br /> &nbsp;<br /> Starfshópurinn kynnti sér stefnuviðmið utanríkisráðuneytisins, stefnu nágrannalanda og helstu strauma á sviði mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða starfi. Rætt var við starfsfólk í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands, sérfræðinga, talsmenn mann­réttinda og starfsfólk hins opinbera í samstarfslöndunum, Malaví og Úganda. Þá var rætt við þingmenn og sérfræðinga á Norðurlöndunum sem hafa langa reynslu á þessu sviði, bæði innan þróunarsamvinnuskrifstofa nágrannalandanna og við Mannréttindastofnun Danmerkur. <br /> &nbsp;<br /> Í niðurstöðum starfshópsins er 21 tillaga sett fram auk tillögu að framkvæmdaáætlun. &nbsp;Þar segir meðal annars að Ísland eigi að vinna að umbreytandi mannréttindaverkefnum í samstarfslöndum og móta nýtt samstarf til að ná mannréttindatengdum markmiðum sínum. Enn fremur segir að mannréttindi verði lögð til grundvallar þegar íslenskt atvinnulíf er virkjað í tengslum við tvíhliða þróunarsamvinnu og að málsvarastarf verði mótað á markvissan hátt og vægi þess aukið til muna. Þá er lagt til að starfsfólk í þróunarsamvinnu fái hagnýta fræðslu um mannréttindamiðaða nálgun og hafi greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu, tæknilegri aðstoð og verkfærakistu.</p>

03.06.2019Ríki, sveitarfélög og atvinnulíf tengja við heimsmarkmiðin

<span></span> <p>„Við sjáum stórkostlegar breytingar í atvinnulífinu, þar sem fyrirtæki nánast keppast við að tengja við þróun, sjálfbærni og siðferði í viðskiptum. Greinilegt er að fyrirtæki vilja mæta eftirspurn og vaxandi kröfu neytenda. Sveitarfélög hafa mörg hver unnið ötullega og með markvissum hætti að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfi sínu. Ríkisstjórnin tengir nú öll markmið í fjármálaáætlun sinni við heimsmarkmiðin, sem er til fyrirmyndar meðal ríkja OECD. Þá verður landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum kynnt í New York í júní 2019,“ segir Þröstur Freyr Gylfason fráfarandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í&nbsp;<a href="http://www.un.is/wp-content/uploads/2019/05/%C3%81rssk%C3%BDrsla_FS%C3%9E_2017-2018-.pdf">ársskýrslu</a>&nbsp;en ársfundur félagsins fór fram á dögunum.</p> <p>Eitt stærsta verkefni síðasta árs var þátttaka í heimildaþáttaröðinni „Hvað höfum við gert – Hvað getum við gert?“ sem framleidd var í samstarfi við Sagafilm og RÚV. Þættirnir voru tíu talsins og um 30 mínútna langir. Umsjónarmaður var Sævar Helgi Bragason. RÚV sýndi þættina á sunnudagskvöldum og þeir fengu góðar móttökur og mikla umfjöllun. Félagið stóð vorið 2018 fyrir vitundarvakningu um skaðsemi plasts undir yfirskriftinni „Hreinsum Ísland“, hannaði og gaf út „Friðarleikana,“ spil sem afhent var öllum skólum landsins síðastliðið haust, og kynnti heimsmarkmiðin með ýmsum hætti, til dæmis með þáttum á RÚV og með dreifingu á veggspjöldum í skóla. Enn fremur var mikil vinna af hálfu félagsins í tengslum við UNESCO skólana auk þess sem þriðja útgáfa kennslubókarinnar „<a href="http://www.un.is/wp-content/uploads/2019/05/%C3%81rssk%C3%BDrsla_FS%C3%9E_2017-2018-.pdf" target="_blank">Verður heimurinn betri?</a>“ er nýkomin út í rafrænu formi.</p> <p><strong>Nýr formaður</strong></p> <p>Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis var á fundinum kosin formaður samtakanna. Hún tekur við af Þresti Frey sem hefur verið formaður félagsins síðastliðin sex ár. Aðrir í stjórn eru Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), listamaður og aðgerðasinni, María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, Páll Ásgeir Davíðsson, lögmaður, Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík (UNESCO skóli)&nbsp; og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST)</p> <p>Á fundinum var kynnt&nbsp;ársskýrsla félagsins fyrir árin 2017-2018. Í skýrslunni má nálgast ársreikninga félagsins fyrir árin 2017 og 2018, ásamt ávarpi frá formanni og yfirliti yfir verkefni félagsins á árunum 2017- maí 2019.</p> <p><strong>Samfélagsábyrgð í framkvæmd</strong></p> <p>Í fyrramálið, þriðjudaginn 4. júní, verður morgunfundur um heimsmarkmiðin með yfirheitinu „Samfélagsábyrgð í framkvæmd.“ Fundurinn fer fram í atvinnuvegaráðuneytinu og þar verða kynnt tól og tæki sem gagnast fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum sem vilja efla samfélagslegu ábyrgð sína og starfa í anda heimsmarkmiðanna. Aðgangur er<span>&nbsp; </span>ókeypis og allir velkomnir.</p>

03.06.2019Tveir sendifulltrúar frá Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi

<span></span> <p>„Ástandið í Sýrlandi er víða mjög slæmt vegna vopnaðra átaka þar í landi undanfarin átta ár og einna verst er það í Al-Hol búðunum“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á að veita mannúðaraðstoð til Sýrlands undanfarin ár og nágrannaríkja Sýrlands sem hýsa milljónir flóttamanna. Það eru fá eða engin samtök sem hafa viðlíka aðgengi að þolendum átaka innan Sýrlands. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans eru auðvitað heimafólk og þekkja aðstæður betur út og inn. Sömuleiðis hefur Alþjóðaráð Rauða krossins starfað í Sýrlandi frá því í sex daga stríðinu 1967.“ </p> <p>Rauði hálfmáninn í Sýrlandi (SARC), Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði krossinn í Noregi hafa nú reist vettvangssjúkrahús í flóttamannabúðunum Al-Hol í Sýrlandi. Þörfin fyrir að hjúkra sjúklingum sem særst hafa í átökum eða þjást af veikindum fer sífellt vaxandi. Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi taka þátt í þessu verkefni, þau Orri Gunnarsson, tæknimaður í vatns-, salernis- og hreinlætismálum (WASH) og Jóhanna Elísabet Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.</p> <p>Sífellt fleiri flýja stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi og neyðast til þess að setjast að í flóttamannabúðunum Al-Hol. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi búa í dag um 74 þúsund manns í búðunum. Um 90% af fólkinu eru konur og börn. „Aðstæðurnar í Al-Hol eru afar átakanlegar. Fleiri en 63 þúsund manns sem komið hafa í flóttamannabúðirnar síðan í desember, koma frá svæðum þar sem ekkert aðgengi er að heilbrigðisþjónustu vegna átaka, vegna skorts á lyfjum eða vegna þess að heilsugæslur hafa verið lagðar í rúst,“ segir í fréttinni.</p> <p>Sjúkrahúsið var ekki aðeins sett á fót til þess að mæta mannúðarþörfum fólks í flóttamannabúðunum, heldur einnig til þess koma fórnarlömbum flóðanna sem urðu í dreifbýli við borgina Hassakeh í mars og apríl til hjálpar. Þar hafa sjálfboðaliðar sýrlenska hálfmánans verið í kappi við tímann við að reyna að bjarga fólki, segir í fréttinni. „Þar sem sumarið er að ganga í garð, hefur starfsfólk Rauða krossins á svæðinu einnig áhyggjur af þeim áhrifum sem sífellt hækkandi hitastig kann að hafa á fólkið í Al-Hol. Í byrjun mun sjúkrahúsið hýsa 30 rúm, neyðarherbergi, herbergi fyrir aðgerðir og hvíldarherbergi fyrir fólk nýkomið úr aðgerð. Teymi fyrstu vaktarinnar á vettvangssjúkrahúsinu mun samanstanda af heilbrigðisstarfsfólki frá Rauða krossinum Íslandi, Noregi, Danmörku og Finnandi.“</p> <p>Sendifulltrúarnir tveir hafa báðir starfað á neyðartjaldsjúkrahúsum áður, meðal annars í Bangladess á síðasta ári. Að auki hefur Hólmfríður Garðarsdóttir verið á svæðinu frá því í mars og sinnt störfum sem ráðgjafi í heilbrigðismálum í sendinefnd Alþjóða Rauða krossins.</p> <p>„Neyðartjaldsjúkrahúsið sem nú er sett upp er ætlað til að koma til móts við þarfir þeirra sem hafast við í Al-Hol búðunum og er gott dæmi um hversu öflugt og lífsnauðsynlegt hjálparstarf er unnið á vettvangi vopnaðra átaka í Sýrlandi“, segir Atli Viðar.</p> <p> Sjá nánar frétt og myndband á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-fra-islandi-taka-thatt-i-ad-reisa-vettvangssjukrahus-i-al-hol-flottamannabudunum-i-syrlandi">vef</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi.</p>

31.05.2019Friðargæsla er í senn nauðsyn og von

<span></span> <p>Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í <a href="https://unric.org/is/frettir/27416-frieargaesla-ae-vernda-folk-og-gaeta-friear" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC) segir að nú starfi rúmlega 90% friðargæsluliða við verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að vernda almenning. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar.</p> <p><span></span>„Í augum milljóna manna í stríðshrjáðum löndum um allan heim er friðargæsla í senn nauðsyn og von,“ segir António Guterrers, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Friðargæsluliðar í Darfur, Mið-Afríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Haítí, Líbanon, Malí og Suður-Súdan starfa samkvæmt umboði sem miðar að því að vernda almenning. Friðargæsluliðarnir hætta lífi sínu við að vernda óbreytta borgara fyrir ofbeldi á hverjum degi.&nbsp;<br /> <br /> Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar 29. maí 1948. Frá þeim hefur ein milljón karla og kvenna starfað í 72 friðargæslusveitum og haft bein áhrif á líf milljóna manna, vernda þá sem höllustum standa fæti og bjargað óteljandi mannslífum. Fjórtán friðargæslusveitir starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. Þær skipa 88 þúsund her- og lögreglumenn frá 124 aðildarríkjum, 13 þúsund óbreyttir borgarar og 1300 sjálfboðaliðar SÞ.<br /> <br /> „Á þessum degi heiðrum við alla þá sem hafa lagt af mörkum ómetanlegan skerf í þágu samtakanna og heiðrum þá þrjú þúsund og átta hundruð friðargæsluliða sem hafa týnt lífi undir fána Sameinuðu þjóðanna frá 1948, þar af 98 á síðasta ári,“ segir Guterres.</p> <p>Á síðasta ári ýtti aðalframkvæmdastjórinn úr vör frumkvæði sem nefnist Átak í þágu friðargæslu (Action for Peacekeeping, A4P) sem miðar að því að endurskipuleggja friðargæslu með það fyrir augum að hún hafi raunsæ markmið; efla friðargæslusveitir og auka öryggi þeirra og auka stuðning við pólitískar lausnir, auk þessa að bæta búnað og þjálfun friðargæsluliða.</p> <p><strong>Íslensk friðargæsla</strong></p> <p>Íslenska friðargæslan er rekin af utanríkisráðuneytinu. Á liðnu ári tóku fjórtán einstaklingar þátt í langtímaverkefnum á hennar vegum á sviði öryggis- og varnarmála, sjö konur og sjö karlar. Sérfræðingarnir störfuðu víða á vettvangi, meðal annars í Afganistan, á tengiliðaskrifstofu í Georgíu og&nbsp;í samstöðuaðgerðum í Eistlandi og Litháen. Sérfræðingar sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar tóku&nbsp;þátt í þjálfunarverkefni fyrir sprengjueyðingarsérfræðinga í Írak í&nbsp;samstarfi við Kanada síðastliðið&nbsp;sumar og Ísland stefnir að áframhaldandi stuðningi við slík verkefni, ávallt á borgaralegum forsendum.</p> <p>Þá tóku á liðnu ári fjórtán manns þátt í kosningaeftirliti í Rússlandi, Aserbaídsjan, Svartfjallalandi, Tyrklandi, Georgíu, Makedóníu<span></span>og Armeníu, á vegum Mannréttinda-&nbsp;og lýðræðisstofnunar&nbsp;ÖSE,&nbsp;<span></span>ODIHR.</p>

29.05.2019Mjög þarfar aðgerðir hjá stjórnvöldum að mati UNICEF

<span></span> <p><span>UNICEF á Íslandi fagnar verkefnum sem félags- og barnamálaráðherra upplýsti um í gær og segir um mjög þarfar aðgerðir að ræða. „Fræðslumiðstöð um ofbeldi gegn börnum, sem ráðherra mun setja á fót, gegnir til dæmis öllum þeim meginhlutverkum sem við hjá UNICEF höfum viljað að hið svokallaða „ofbeldisvarnarráð“ sinni. Við gleðjumst því mjög yfir því að ákall okkar um ofbeldisvarnarráð hafi loksins náð hljómgrunni. Það er þó enn mikil vinna framundan og nú bíðum við eftir viðbrögðum frá sveitarfélögunum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</span></p> <p>Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, birti í gær upplýsingar um ýmis verkefni og aðgerðir sem ráðist verður í til að bregðast við þeim veruleika sem fram kemur í tölfræðigögnum sem UNICEF á Íslandi kynnti í tengslum við átak sitt gegn ofbeldi á börnum.&nbsp;<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/stadabarnaaislandi_final_0.pdf">Tölfræðigögn UNICEF</a>&nbsp;sýna að ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Átakið hófst í síðustu viku undir yfirskriftinni&nbsp;<a href="https://feluleikur.unicef.is/">Stöðvum feluleikinn</a>&nbsp;og stendur enn.</p> <p>Bergsteinn segir að viðbrögð ráðherra sýni hvað samtakamátturinn sé sterkur á Íslandi. „Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings almennings sem hefur tekið vel í ákallið okkar og skrifað undir á unicef.is,“ segir Bergsteinn. Nú þegar hafa ríflega níu þúsund manns skrifað undir ákallið, þrýst með því á stjórnvöld að grípa til aðgerða og um leið fengið sendar hagnýtar upplýsingar um hvernig best sé að bregðast við ofbeldi gegn börnum.</p> <p><strong>Hvar eru karlarnir?</strong></p> <p>Bergsteinn segir að viðbrögðin hafi verið afar jákvæð en að stefnan sé þó sett mun hærra. „Á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og að minnsta kosti 13 þúsund þeirra verða fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Okkar draumur er að einn fullorðinn skrifi undir fyrir hvert einasta barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi.“</p> <p>Bergsteinn segir að skiptingin á milli kynjanna hafi komið sér á óvart, en karlar eru ekki nema 21% þeirra sem skrifa undir. „Við höfum ekki skýringu á þessum mun, hvers vegna mun færri karlmenn skrifa undir en konur, en það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að öll kyn taki þátt í þessari byltingu með okkur. Hvar eru karlarnir?“ spyr Bergsteinn.</p> <p><strong>Mikilvægt að læra fyrstu viðbrögð</strong></p> <p>Eftir að átakið hófst hefur UNICEF fengið fjölda símtala, tölvupósta og skilaboða frá fólki sem deilir reynslu sinni og tekur undir mikilvægi þess að gripið sé til aðgerða. „Hingað hefur hringt fólk með erfiðar sögur á bakinu, sumir eru að deila reynslu sinni af ofbeldi í æsku í fyrsta sinn sem fullorðnir einstaklingar. Þetta sýnir okkur enn og aftur hvað svona átak er mikilvægt og hversu mikilvægt það er að stöðva þennan feluleik“ segir Bergsteinn.</p> <p>Dæmin sýna að mörg börn reyna margsinnis að segja frá ofbeldinu áður en nokkuð er gert. Sum þeirra deila reynslu sinni aldrei með neinum. Að sama skapi sýna dæmi að almenningur bregst ekki við þegar grunur leikur á að ofbeldi eigi sér stað, oft vegna þess að fólk veit ekki hvað sé best að gera. Að þurfa að burðast með slíkan sársauka getur haft alvarlegar afleiðingar á barnið til frambúðar.</p> <p>„Þetta sýnir okkur enn fremur hversu mikilvægt það er að við lærum öll fyrstu viðbrögðin til þess að geta verið þeir einstaklingar sem börnin þurfta á að halda. Ofbeldi þrífst í þögn, en saman getum við rofið þögnina,“ segir Bergsteinn</p> <p>Hægt er að skrifa undir ákallið&nbsp;<a href="https://feluleikur.unicef.is/">hér</a>&nbsp;og um leið fá sendar sendar upplýsingar um fyrstu viðbrögð.</p> <p>Aðgerðir og verkefni félags- og barnamálaráðherra má nálgast&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/28/Tillogur-felags-og-barnamalaradherra-til-adgerda-i-ljosi-nyrrar-tolfraedi-um-ofbeldi-gegn-bornum-a-Islandi/">hér</a>.</p>

29.05.2019Framtíð barna aldrei bjartari en núna

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hafa nýfædd börn betri möguleika en nú til að vaxa úr grasi heilbrigð, menntuð og örugg, með tækifæri til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Aðeins fyrir tuttugu árum áttu helmingi fleiri börn á hættu að deyja fyrir fimm ára aldur, 70% barna voru þá líkleg til að vera neydd í barnaþrælkun og 20% fleiri áttu á hættu að vera líflátin. Enn eru þó fjórðungur barna sviptur réttinum til öruggrar og heilbrigðrar bernsku. Börn sem búa á átakasvæðum eða eru á flótta eru verst sett.</p> <p>Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children,&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/pdf/pdf2019/global-childhood-report_2019_embargoed_lowres.pdf" target="_blank">Changing Lives in our Lifetime – Global Childhood Report 2019</a>. Í þessari árlegu skýrslu er lagt mat á 176 lönd með tilliti til aðgengis barna að heilbrigðisþjónustu, menntun, næringu og verndar gegn skaðlegum áhrifaþáttum eins og barnavinnu og barnahjónaböndum. Skýrslan sýnir að náðst hefur umtalsverður árangur í heiminum við að vernda börn á bernskuárum.</p> <p>Árið 2000 var áætlað að 970 milljónir barna væru rændar bernskunni vegna þess að þau voru látin ganga í hjónaband, vegna þungunar, voru útilokuð frá menntun, voru veik, vannærð eða létu lífið vegna ofbeldis. Þessi tala hefur nú lækkað í 690 milljónir – sem þýðir að í það minnsta 280 milljónir barna hafa það betra í dag en þau hefðu haft fyrir tveimur áratugum.</p> <p>Skýrslan byggist á viðmiðum sem notuð hafa verið síðustu ár og kallast End of Childhood Index. Niðurstöður sýna að frá árinu 2000 hefur staða barna batnað í 173 löndum af 176. Það þýðir að:</p> <ul> <li>4,4 milljónum færri börn deyja á hverju ári</li> <li>49 milljónum færri börn eru með þroskaskerðingu af völdum vannæringar</li> <li>130 milljónum fleiri börn ganga í skóla</li> <li>94 milljónum færri börn stunda vinnu</li> <li>11 milljónum færri stúlkur eru þvingaðar í hjónaband</li> <li>3 milljónum færri fæðingar eru meðal unglingsstúlkna</li> <li>12 þúsund færri börn eru myrt á ári hverju</li> </ul> <p>Af þeim átta áhrifaþáttum sem eiga mestan þátt í að ræna börn bernskunni, og fjallað er um í skýrslunni, er vergangur vegna átaka sá eini sem versnar. En 30,5 milljónum fleiri börn eru vegalaus nú en árið 2000. Það er aukning um 80%.</p> <p>Singapúr trónir á toppnum yfir þau lönd sem búa best að börnum sínum ásamt átta öðrum löndum í Vestur-Evrópu og Suður-Kóreu sem verma tíu efstu sætin. Ísland er í 11. sæti. Mestu framfarirnar voru í sumum af fátækustu löndum heims eins og Síerra Leóne, Rúanda, Eþíópíu og Níger. Mið-Afríkulýðveldið er í neðsta sæti, Níger í því næst neðsta, þrátt fyrir nýlegar framfarir þar í landi, og Tsjad í þriðja neðsta. Í þessum þremur löndum er bernskunni hvað mest ógnað.</p> <p>Sjá nánar á <a href="https://www.barnaheill.is/">vef</a>&nbsp;Barnaheilla - Save the Children á Íslandi</p>

28.05.2019Malaví: Mutharika endurkjörinn – konum fjölgar á þingi og sveitarstjórnum

<span></span> <p><span>Peter Mutharika sór embættiseið öðru sinni sem forseti Malaví um hádegisbil í dag eftir umdeildar kosningar og ásakanir stjórnarandstöðunnar um kosningasvik. Yfirkjörstjórn tilkynnti í gær að Mutharika, leiðtogi Lýðræðislega framsóknarflokksins (DPP), hafi unnið nauman sigur í kosningunum í síðustu viku með 38,57% atkvæða. Þá hafði verið aflétt lögbanni á tilkynningu um úrslit forsetakosninganna meðan könnuð voru tilvik þar sem stjórnarandstaðan taldi að stjórnarflokkurinn hefði haft rangt við. </span></p> <p><span>Klerkurinn Lazarus Chakwera, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og formaður Malavíska þingflokksins (MCP), hlaut 35,41% atkvæða í forsetakosningunum, eða rétt tæplega 160 þúsundum atkvæðum færri en Mutharika. Talsmaður flokksins sagði í dag að niðurstaða kosninganna endurspegli ekki vilja kjósenda. Ekki hefur komið til alvarlegra átaka vegna kosninganna en minni háttar róstur hafa verið í sumum kjördæmanna.</span></p> <p><span>Í kosningunum sem fram fóru fyrir réttri viku var auk forsetakosninganna kosið til þings og sveitarstjórna. Íslendingar hafa í þróunarsamvinnu stutt við átak um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, svokallaða 50:50 herferð. Stuðningurinn náði til kvenna í samstarfshéraði Íslands, Mangochi. „Á heildina litið er konum að fjölga bæði á þingi og í sveitarstjórnum þótt þess séu einnig dæmi að sterkar konur hafi fallið út af þingi. Góðu fréttirnar koma hins vegar frá Mangochi þar sem alls voru kjörnar sjö konur í sveitarstjórnina, þar sem engin kona var fyrir,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span>Hún segir að þessi niðurstaða sé mikill sigur fyrir baráttuna um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, nú séu konur tæplega 30 prósent fulltrúa í sveitarstjórninni í Mangochi, eða 7 af 24, sú yngsta 23 ára. Lilja Dóra nefnir einnig að tvöfalt fleiri konur frá Mangochi eigi nú sæti á þingi, fjórar konur í stað tveggja áður. „Ég tel bæði að sá stuðningur sem við veittum sérstaklega í 50:50 herferðina í Mangochi og svo sérstök HeforShe rakarastofa í nóvember í fyrra hafi hjálpað mikið til. Mangochi er mjög íhaldssamt hérað og þetta er algjört met,“ segir Lilja Dóra.</span></p>

27.05.2019Ísland hækkar framlag vegna kynbundins ofbeldis á neyðarsvæðum

<span></span> <p><span>Ísland lýsti yfir fullum stuðningi í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundu ofbeldi á neyðarsvæðum á áheitaráðstefnu sem haldin var í Ósló í lok síðustu viku. Mikil áhersla er lögð á málaflokkinn í mannúðarstarfi Íslands. „Ein af hverjum þremur konum og stúlkum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi á ævinni og þetta hlutfall er enn hærra þar sem neyð ríkir eins og á átakasvæðum og hamfarasvæðum. Ísland leggur sitt lóð á vogarskálar til að bregðast við þessu ófremdarástandi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Kristín A. Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, ávarpaði ráðstefnuna og tilkynnti fyrir Íslands hönd um eitt hundrað þúsund Bandaríkjadala viðbótarframlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til stuðla að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna og stúlkna í Jemen. Fram kom að fyrr á þessu ári lagði Ísland fram 550 þúsund Bandaríkjadali til sama verkefnis og heildarframlagið nemur því 650 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 78 milljónir íslenskra króna. Einnig kom fram í máli hennar að Ísland leggur víðar fram stuðning til baráttunnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal í Malaví, Mósambík og meðal sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi. </span></p> <p><span>Þetta var fyrsta ráðstefna sinnar tegundar og markmið hennar var að auka pólitíska vitund um vandamálið og tryggja meira fjármagn til baráttunnar gegn því. Stjórnvöld Noregs, Íraks, Sómalíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, ásamt Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA), Mannfjöldasjóði SÞ (UNFPA) og Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), stóðu að ráðstefnunni með stuðningi frá Hjálparstarfi kirkjunnar í Noregi. </span></p> <p><span>Á ráðstefnunni voru leidd saman fórnarlömb ofbeldis sem sögðu sögur sínar, sérfræðingar í málaflokknum, á þriðja hundrað staðbundin og alþjóðleg borgarasamtök, hreyfing Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans, fulltrúar 90 þjóðríkja, ásamt fjölda alþjóðaleiðtoga og fulltrúa fjölþjóðastofnana. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, opnaði ráðstefnuna og hvatti til að við hættum að sætta okkur við að nauðganir séu notaðar sem vopn í átökum. Denis Mukwege, kongólski kvensjúkdómalæknirinn og handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2018, sagði í ræðu að kynferðisleg og kynbundin ofbeldisverk væru skipulega notuð í hernaði og að gerendur væru næstum aldrei dregnir til ábyrgðar. Hann lagði áherslu á að réttlæti verði að ná fram að ganga, um væri að ræða hulinn hrylling og sár sem væru ósýnileg.</span></p> <p><span>Um fimmtíu ríki, SÞ stofnanir, félagasamtök og aðrir lögðu fram skriflegar skuldbindingar um aðgerðir eða fjármuni. Því til viðbótar greindu margir aðrir aðilar frá sérstökum aðgerðum og pólitískum vilja til að taka þátt í baráttunni um að binda enda á ofbeldið. Hundruð áheita voru tilkynnt um umbætur í regluverki, lagarömmum og útfærslu, bætta þjónustu á sviði varna og viðbragða, forystu og samhæfingu, ásamt öðrum sérstökum aðgerðum tengdum tilteknum svæðum og málefnum. Sérstök áhersla var lögð á útfærslu lagaramma og stefnumótunar, sem og að auka stuðning til að tryggja að þjónusta sem mæti þörfum fórnalamba, ummönnum og vernd séu til staðar á öllum neyðarsvæðum.</span></p> <p><span>Ríflega 20 framlagsríki tilkynntu um áheit upp á samtals 363 milljónir Bandaríkjadala til málaflokksins næstu ár, þar af 226 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2019. Til viðbótar var tilkynnt um óeyrnamerkt framlög til mannúðarstofnana til að vinna að því að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. </span></p>

24.05.2019UNICEF: Rúmlega sex þúsund skrifuðu undir á fyrstu tveimur sólarhringunum

<span></span> <p>„Átakið fer vel af stað, á fyrstu tveimur sólarhringunum hafa rétt yfir 6000 manns skrifað undir ákallið,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við setjum stefnuna þó mun hærra, á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og okkar draumur er að ná einni undirskrift fyrir hvert barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi.“</p> <p>UNICEF á Íslandi hóf á dögunum átak undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleikinn – líðum aldrei ofbeldi gegn börnum“ en að mati UNICEF er ofbeldi helsta ógnin sem steðjar að börnum á Íslandi. Sú staðhæfing er byggð á nýjum <a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/stadabarnaaislandi_final_0.pdf" target="_blank">gögnum</a>&nbsp;um ofbeldi gegn börnum sem unnin voru af Rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir &amp; greining og Stígamótum. Í þeim gögnum kemur fram að 16,4% barna á Íslandi verði fyrir líkamlega eða kynferðislegum ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn, eða rúmlega 13 þúsund börn. Átakinu fylgir ákall til almennngs um að ganga í breiðfylkingu fólks sem tekur afstöðu gegn ofbeldi á börnum. Hægt er að skrifa undir ákallið <a href="https://feluleikur.unicef.is/" target="_blank">hér</a>.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/_uZVfrx9A28" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>UNICEF á Íslandi hefur áður vakið athygli á því að ofbeldi sé ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Árið 2013 gaf UNICEF út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Þar kallaði UNICEF eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við ofbeldi gegn börnum. Þó margt hafi breyst til betri vegar á síðustu árum vantar enn mikið upp á að mati samtakanna. Nú er ætlunin að nota slagkraftinn sem myndast með átakinu til að þrýsta á stjórnvöld tað stofna Ofbeldisvarnarráð og eins að sveitarfélög setji sér skýra viðbragðsáætlun gegn ofbeldi.</p> <p>„Við erum einnig ánægð með hversu vel hefur verið tekið í ákall okkar af stjórnvöldum. Við höfum fengið þær fregnir að ákall okkar um Ofbeldisvarnarráð verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. Nú þurfum við að þrýsta á að þetta mikilvæga mál komist í gegn, í krafti fjöldans. Saman getum við breytt samfélaginu fyrir börnin okkar,“ sagði Bergsteinn í samtali við Heimsljós í morgun.</p>

23.05.2019Íslandi miðar vel í átt að heimsmarkmiðunum

<span></span> <p>Ísland hefur þegar náð talsverðum hluta undirmarkmiða Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, einkum þeim sem snúa að fræðslu fullorðinna, kunnáttu í upplýsingatækni, hlutfalli endurnýjanlegrar orku og loftgæðum. Hins vegar erum við fjarri því að ná 5% undirmarkmiðanna, meðal annars hvað varðar orkunýtingu og spilliefni.</p> <p>Mörg þróaðra ríkja í heiminum eiga talsvert í land með að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem eiga að vera í höfn árið 2030, eftir aðeins ellefu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, skortir helst upp á markmiðin um að draga úr fátækt, atvinnu ungs fólks, menntun og þjálfun, jafnrétti og talnalæsi. Mælikvarðar 105 undirmarkmiða af 169 voru rýndir.</p> <p>Flestar velmegandi þjóðanna standa vel þegar kemur að aðgengi að rafmagni, farsímanetum og hreinlæti, þjóðirnar hafa uppfyllt markmið sem tengjast mæðra- og ungbarnadauða, og miklar framfarir eru sýnilegar í baráttunni gegn sjúkdómum á borð við alnæmi, berkla og lifrarbólgu B, auk þess sem umferðarslysum fækkar. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr reykingum og þróaðar þjóðir tileinka sér í vaxandi mæli endurnýjanlega orkugjafa. Hins vegar reynist þeim örðugra með markmið eins og að draga úr kynjamun og ójöfnuði. Þá er lýst áhyggjum af minnkandi hagvexti og framleiðni í mörgum landanna.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að einn af hverjum sjö íbúum OECD þjóðanna búi við fátækt, og fjórðungur unglinga og fullorðinna skorti grunnfærni í talnalæsi. Þá segir í skýrslunni að offita og atvinnuleysi hafi aukist í þriðjungi ríkjanna frá árinu 2005, og í þrettán ríkjum hafi hlutfall bólusettra minnkað á síðustu árum.</p> <p>Skýrsluhöfundar benda á að skortur er á gögnum á mörgum sviðum sem breytt gætu niðurstöðunni umtalsvert. Einkum er skortur á gögnum um höfin, sjálfbæra framleiðslu, borgir og leiðir til að draga úr ójöfnuði. Á þessum sviðum eru innan við 40% undirmarkmiðanna mæld. Hins vegar er rúmlega 90% markmiða mæld á sviðum eins og heilsu, innviðum og menntun.</p> <p>Skýrsla íslenskra stjórnvalda um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði sem hluti af landsrýni Íslands. Skýrslan, unnin af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin, var á þriggja vikna tímabili í samráðsgátt stjórnvalda og alls bárust átta umsagnir. Endanleg útgáfa skýrslunnar tekur mið af þeim.</p> <p>Skýrslan: <a href="https://www.oecd.org/sdd/measuring-distance-to-the-sdg-targets-2019-a8caf3fa-en.htm" target="_blank">Measuring Distance to the SDG Targets 2019/ OECD</a></p>

21.05.2019Jafnréttisskólinn útskrifar nemendur frá þrettán þjóðríkjum

<span></span> <p><span>Í dag útskrifuðust 23 nemendur með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá&nbsp; <a href="https://gest.unu.edu/en">Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna</a> (HSÞ) við Háskóla Íslands. „Við vitum að kynjajafnrétti er ekki aðeins undirstaða mannréttinda heldur einnig forsenda fyrir friðsæla, blómlega og sjálfbæra veröld. Kynjajafnréttið er reyndar þungamiðja allra heimsmarkmiðanna sautján – sem snúast meðal annars að því að útrýma fátækt og hungri, kynda undir framfarir, grósku og uppbyggingu friðsælla samfélaga, til að tryggja verndun jarðarinnar og náttúruauðlinda,” sagði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í ávarpi við útskriftina í dag.</span></p> <p><span>Sturla nefndi í ávarpi sínu að kynjajafnrétti og valdefling kvenna og stúlkna væri bæði sérstakt markmið í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem nýlega var samþykkt á Alþingi en einnig þverlægt málefni sem ætti hvarvetna að hafa í hávegum í þróunarstarfi. „Jafnréttisskólinn hefur og verður áfram mikilvægur samstarfsaðili við að efla jafnrétti í þróunarsamvinnu Íslands. Sú menntun sem skólinn hefur veitt hefur haft jákvæð áhrif í heimalöndum nemenda eins og staðfest var í óháðri úttekt fyrir tveimur árum,“ sagði hann.</span></p> <p><span>Þetta er í tólfa sinn sem Jafnréttisskólinn útskrifar nema en að þessu sinni komu nemendur frá Afganistan, Bosníu &amp; Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Kenya, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu, Úganda og í fyrsta sinn frá Kosovo og Indlandi. Alls hafa 132 nemendur frá 22 löndum verið útskrifaðir en markmið skólans er að veita sérfræðingum frá þróunarríkjum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sviði jafnréttismála og efla þá í að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna og almennri valdeflingu jaðarsettra hópa í heimalöndum sínum.</span></p> <p><span>Jón Atli Benediktsson háskólarektor sagði í ræðu útskriftarnemana vera von um bætta framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hassan Waddimba frá Úganda var valinn af samnemendum til að halda erindi fyrir hönd útskriftarnema. “Við höfum lært að þrátt fyrir ólík þjóðerni, trú, félagslegan bakgrunn, kyn og kynhneigð, þá glímum við öll við sömu áskoranirnar,” sagði hann.</span></p> <p><span><strong>Najla Attaallah hlaut verðlaun Vigdísar</strong></span></p> <p><span>Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem jafnframt er verndari skólans, afhenti verðlaun Jafnréttisskólans fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem við hana eru kennd. Aldrei hafa jafn mörg framúrskarandi verkefni komið til greina en sex verkefni hlutu ágætiseinkunn. Eitt verkefni stóð þó upp úr og verðlaunin komu í hlut Najlaa Attaallah frá Gaza í Palestínu fyrir verkefnaáætlun um árangursríka kynjasamþættingu við hönnun og byggingu skóla hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Gaza (UNRWA). Leiðbeinandi Najlaa við lokaverkefnið var Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur. </span></p> <p><span>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands en starfsemi hans og áherslur eru þverfaglegar. Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þeir eru auk Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn og þeir eru allir hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span></p>

20.05.2019Óvissa og spenna daginn fyrir kjördag í Malaví

<span></span> <p>Þrennar kosningar fara fram í Malaví á morgun, þriðjudag. Þá verða samtímis forseta,- þing- og sveitarstjórnakosningar í landinu. Á kjörskrá eru 6,7 milljónir manna eða aðeins rúmlega þriðjungur þjóðarinnar. Þetta er til <span>&nbsp;</span>marks um fjölda barna og ungmenna í landinu en alls eru íbúar Malaví um 18,6 milljónir talsins. Athyglin beinist að venju einkum að forsetakosningunum og spennan er óvenju mikil að þessu sinni því stjórnmálaskýrendur telja fullkomna óvissu ríkja um það hver fari með sigur af hólmi.</p> <p>Sjö frambjóðendur eru í kjöri til forseta en kjörtímabilið er fimm ár. Af frambjóðendunum sjö eru þrír taldir hafa raunhæfa möguleika á því að ná kjöri en þeir eru Peter Mutharika, núverandi forseti, Saulus Klaus Chilmia varaforseti og Lazarus Chakwera leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Þótt spennan hafi sjaldan verið meiri frá því fjölflokkakerfi var tekið upp árið 1993 hefur kosningabaráttan verið friðsamleg að kalla.</p> <p>Peter Mutharika býður sig fram öðru sinni fyrir Lýðræðislega framsóknarflokkinn ( e. Democratic Progressive Party, DPP) en hann hafði betur gegn Joyce Banda í kosningunum 2014. Hún hafði tekið við embætti forseta eftir skyndilegt fráfall Bingu wa Mutharika, bróður Peters. Joyce hafði tilkynnt að hún yrði í framboði á þessu ári en tilkynnti í mars að hún hefði hætt við að gefa kost á sér. Hins vegar er annar keppinautur forsetans frá baráttunni 2014 í kjöri, kristni klerkurinn Lazarus Chakwera en flokkur hans nefnist Malavíski þingflokkurinn ( e. Malawi Congress Party, MCP). Þriðji frambjóðandinn sem talinn er eiga möguleika á forsetaembættinu er varaforsetinn Chilima sem leiðir Sameinuðu umbótahreyfinguna ( e. United Transformation Movement, UTM). Hann segist hafa slitið samstarfi við stjórnarflokkinn vegna spillingar.</p> <p>Stjórnarandstaðan segir bæði spillingu og frændhygli vera helstu kosningamálin. Frændhyglin sé yfirgengileg í stjórnkerfinu en forsetinn hafnar þeirri fullyrðingu. Hann segir við kjósendur að verði hann kjörinn komi ríkisstjórnin til að halda áfram á framfarabraut og bendir á að á kjörtímabilinu hafi ríkisstjórnin byggt 94 brýr víðsvegar um landið.</p> <p>Margt ungt fólk og fleiri konur en áður eru á framboðslistum. Meðal ungra frambjóðenda stjórnarflokksins er Tay Grin, rapparinn góðkunni sem kom til Íslands fyrir tveimur árum. Þá hefur sendiráð Íslands í höfuðborginni Lilongwe stutt fjárhagslega við átakið 50:50 sem hefur það markmið að fjölga konum í sveitarstjórnum.</p> <p>Talið er að úrslit kosninganna á morgun liggi fyrir 29. maí. Malaví er sem kunnugt er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p>

16.05.2019Framtíðarsýn heimsmarkmiðanna grundvöllur nýrrar stefnu í þróunarsamvinnu

<span></span> <p><span>Yfirmarkmið Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu verður að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar, segir í nýsamþykktri þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem gildir fyrir árin 2019 til 2023. „Það hefur verið mér sérstakt kappsmál að eiga samstarf við atvinnulífið og nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem við búum yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Nýjum samstarfssjóði við atvinnulífið er ætlað að styrkja verkefni í fátækum ríkjum og þær áherslur endurspeglast vel í stefnunni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.althingi.is/altext/pdf/149/s/1424.pdf">stefnunni</a>&nbsp;verða íslenskir aðilar í atvinnulífi og stofnanir hvött til samfélagslegrar ábyrgðar og til að styðja við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með tekju- og atvinnuskapandi fjárfestingum og verkefnum sem stuðla að aukinni hagsæld og hjálpa fólki að brjótast úr viðjum fátæktar. Unnið verður að því að nýta íslenska virðisaukandi sérþekkingu í verkefnum og innan fjölþjóðastofnana og einnig að horft sé til þess að fjármögnun þróunarverkefna geti leitt til aukinna fjárfestinga annarra ríkja, stofnana eða aðila atvinnulífs.&nbsp;</p> <p>Í stefnunni segir að Ísland styðji framtíðarsýn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra veröld þar sem meðal annars hungri og sárafátækt hefur verið útrýmt. Enn fremur verður leitast við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkis- og þróunarmálum með tilliti til hnattrænna viðfangsefna sem sett eru fram í heimsmarkmiðunum. Áréttað er í stefnunni að alþjóðleg þróunarsamvinna sé áfram ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu og mikilvægur hlekkur í þjóðaröryggisstefnu Íslands.</p> <h2>Mannréttindi í öndvegi</h2> <p>Mannréttindi eru lögð til grundvallar í þessari nýju þróunarsamvinnustefnu „með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnahagslegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum,“ eins og segir orðrétt í þingskjalinu. Jafnrétti kynjanna og réttindi barna eiga að vera í öndvegi og sérstök áhersla er lögð á berskjaldaða hópa. Einnig á að leggja meiri áherslu á að vernda jörðina og koma í veg fyrir hnignun hennar. „Með hliðsjón af því verður settur slagkraftur í loftslags- og umhverfismál í þróunarsamstarfi Íslands,“ segir í stefnunni.</p> <p>Í kafla um framkvæmd segir að íslensk stjórnvöld beini stuðningi sínum til valinna samstarfslanda og svæðaverkefna, fjölþjóðastofnana og félagasamtaka og verkefna á þeirra vegum. Auka á jafnframt áherslu á samlegðaráhrif þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. „Stuðningurinn byggist á fyrirsjáanlegum en jafnframt sveigjanlegum framlögum svo að bregðast megi skjótt við og beina stuðningi þangað sem þörfin er talin mest og framlögin koma helst að gagni. Eignarhald heimamanna verði enn fremur virt þegar hafist er handa við uppbyggingu í þeim löndum sem fá aðstoð og grundvöllur lagður að áframhaldandi framförum,“ segir í stefnunni og þar kemur fram að við val á samstarfsaðilum verði litið til áherslna Íslands í þróunarsamvinnu og miðað við að sem best samsvörun sé á milli þarfa viðtakenda og þess sem Ísland hefur fram að færa. </p> <p>Um framlög til þróunarsamvinnu segir að veruleg hækkun hafi orðið á tímabilinu 2013 til 2017 og að stefnt sé að Ísland auki framlög sín á næstu árum upp í 0,35% af þjóðartekjum árið 2022.</p>

15.05.2019Heimurinn stendur frammi fyrir umfangsmeiri ógnum en áður hafa þekkst

<span></span> <p>Heimurinn stendur frammi fyrir áður óþekktum ógnum sem eru bæði nær okkur í tíma og umfangsmeiri en áður hafa þekkst og tengjast breytingum á loftslagi og hnignun umhverfis, segir í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem kom út í dag. Þar segir líka að líkurnar á því að eitt hörmungarástand leiði til annarra fari vaxandi.</p> <p>Skýrslan nefnist <a href="https://gar.unisdr.org/" target="_blank">The Global Assessment Report 2019</a>&nbsp;(GAR 2019) og kemur út annað hvort ár. Skýrslan er gefin út af sérstakri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna sem hefur það hlutverk að gefa út áhættumat fyrir líf á jörðinni, allt frá loftmengun til líffræðilegra ógna, þar með talda jarðskjálfta, þurrka og loftslagsbreytinga.</p> <p>„Öfgafullar breytingar á jörðinni og félagsfræðilegum kerfum eru að gerast í nútímanum. Við búum ekki lengur við þann munað að geta frestað. Ef við höldum áfram að lifa með þessum hætti og umgöngumst hvort annað og jörðina eins og við höfum gert þá er sjálf tilvera okkar í húfi,“ segir Mami Mizutori sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að grípi ríkisstjórnir ekki til viðeigandi aðgerða geti þessar ógnir hægt á framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eða jafnvel breytt þeim andhverfu sína, einkum þeim sem snúa að fátækt og hungri og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga.</p> <p>„Mannkynið hefur aldrei áður staðið frammi fyrir jafn umfangsmiklum og flóknum ógnum,“ sagði Mizutori þegar skýrslan var kynnt í London í dag.</p> <p><a href="https://www.unisdr.org/archive/65444" target="_blank">Nánar á vef UNISDR</a></p>

14.05.2019Íslenskur stuðningur við konur, frið og öryggi í Malaví

<span></span><span></span> <p>Ísland styður fyrstu aðgerðaráætlun Malaví um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Í gær var skrifað var undir samstarfssamning milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um slíka aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. Verkefnið er til eins árs og hefst í byrjun næsta mánaðar.</p> <p>Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur forstöðumanns sendiráðsins ætla fulltrúar UN Women að vinna eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem vinna að framgangi ályktunarinnar um konur, frið og öryggi í landinu. Þar má nefna forsetaskrifstofuna, félags- og jafnréttismálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, frjáls félagasamtök, framlagsríki og stofnanir Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>„Meginmarkmið aðgerðaráætlunarinnar verður að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en þær verða oftar en ekki út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra.</p> <p>Hún bendir á að þrátt fyrir að í Malaví hafi ríkt friður frá sjálfstaði árið 1964 hafi öðru hvorki komið til átaka og óeirða á undanförnum árum. Hún segir það sýna ákveðinn óstöðuleika í landinu og aukna hættu á alvarlegri átökum. „Kynbundið ofbeldi gegn konum er mikið í landinu og því mikilvægt að vinna málefninu framgang innan lögreglu og hers landsins. Malaví sendir hermenn í friðargæslusveitir Afríkusambandsins víðsvegar um álfuna, til dæmis til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og Sómalíu.“ </p> <p>Aðstæður í Malaví eru að sumu leyti viðsjárverðar að sögn Lilju Dóru. Hún nefnir ýmsa þætti sem gætu raskað friði í landinu, þar á meðal mikla fólksfjölgun, skort á náttúruauðlindum eins og ræktarlandi og vatni, afleiðingar loftslagsbreytinga og hryðjuverkahópa eins og þá sem skapað hafa ógn í <span>Cabo Delegado fylki í norðurhluta </span>Mósambík. „Aðgerðaráætluninni er ætlað að fyrirbyggja átök og draga úr líkum á þeim undir formerkjum áframhaldandi friðar og öryggis,“ segir hún. </p>

14.05.2019Rafiðnaðarsambandið gerist bakhjarl UN Women á Íslandi

<span></span> <p>Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkti á þingi sínu á dögunum að gerast bakhjarl landsnefndar UN Women á Íslandi til næstu fjögurra ára. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins afhenti UN Women á Íslandi styrk við lok þingsins.</p> <p>Í kjölfar þingsetningar á fimmtudaginn var hófst Rakarastofuráðstefna á vegum UN Women á Íslandi undir yfirskriftinni „Kynjajafnrétti snertir okkur öll – vertu breytingin“, þar sem Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður UN Women og Þorsteinn V. Einarsson ritstjóri Karlmennskunnar, héldu erindi en Þórey Vilhjálmsdóttir, stjórnarkona UN Women stýrði fundinum. Að erindum loknum ræddu þátttakendur þingsins í smærri hópum kynbundna mismunun, hvernig virkja megi karlmenn enn frekar í jafnréttisbaráttunni og hvernig<span>&nbsp; </span>skapa megi menningu þar sem við öll njótum okkar óháð kyni. </p> <p>Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ segir sambandið leggja mikla áherslu á að fjölga konum í fagstéttum sambandsins enda sé það hagur allra að hafa kynjahlutföllin sem jöfnust. „Við reynum hvað við getum til þess að stuðla að umræðu um jafnréttismál og tryggja að öllum sé tekið opnum örmum í okkar greinum, úti á vinnumarkaði, í félagsstarfinu eða hvar sem við erum. Það að hafa efnt til umræðna um kynjajafnrétti á þingi sambandsins teljum við vera skref í rétta átt, það er heilmikið verkefni framundan hjá okkur og við hlökkum til þessa samstarfs á komandi árum.“ </p> <p>„Við hjá UN Women á Íslandi erum gríðarlega þakklát og stolt af samstarfinu við Rafiðnaðarsamband Íslands. Samstarfið gefur okkur hjá UN Women byr undir báða vængi í baráttunni fyrir bættum mannréttindum kvenna um allan heim. Með samstarfinu og fjárstyrknum tekur RSÍ þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim og valdefla konur og stúlkur efnahagslega sem og á sviði stjórnmála. Síðast en ekki síst tekur RSÍ þátt í að gera líf kvenna og stúlkna á átaka- og hamfarasvæðum bærilegra með því að veita þeim helstu nauðsynjar til að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum,“ segir Marta Goðadóttir, herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi. „RSÍ má vera stolt af þessu skrefi og taka þetta eldfima málefni á þingi sínu fyrir sem snertir jú okkur öll.“</p> <p>Markmið Rakarastofuráðstefna UN Women er að skapa rými til að ræða jafnréttismál og hvernig við öll, með sérstakri áherslu á karlmenn og stráka, getum orðið virkari í baráttunni fyrir kynjajafnrétti enda um heildarhagsmuni samfélagsins að ræða. </p>

13.05.2019Aldrei fleiri á hrakhólum innan eigin lands

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hafa fleiri einstaklingar verið á hrakhólum innan eigin lands vegna átaka, ofbeldis og náttúruhamfara. Samkvæmt nýrri <a href="http://www.internal-displacement.org/global-report/grid2019/" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;voru 41,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi um síðustu áramót, fleiri en nokkru sinni fyrr. Alls flosnuðu upp 28 milljónir manna á síðasta ári, tæplega 11 milljónir vegna átaka og ofbeldis, og rúmlega 17 milljónir vegna náttúruhamfara. Milli ára fjölgaði fólki á vergangi um rúmlega eina milljón.</p> <p>Útgefendur skýrslunnar eru alþjóðleg samtök sem sérhæfa sig í málefnum fólks á hrakningum innan eigin lands, Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) og norska flóttamannaráðið (NRC). Í skýrslunni kemur fram að áframhaldandi átök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Sýrlandi skýri að stórum hluta þennan fjölda sem neyðist til að flýja heimili sín vegna ófriðar, auk vaxandi spennu í Eþíópíu, Kamerún og Nígeríu.</p> <p>Eins og tölurnar bera með sér eiga öfgar í veðurfari í vaxandi mæli þátt í því að fólk lendir á vergangi, 17,2 milljónir manna, meðal annars vegna fellibylja og flóða á Filippseyjum, Kína og Indlandi. Ennfemur neyddust hundruð þúsunda til að flýja ógurlega skógarelda í Kaliforníu eins og mörgum er í fersku minni.</p> <p>Í allmörgum stríðshrjáðum löndum voru líka náttúruhamfarir eins og í Afganistan þar sem þurrkar leiddu til þess að fleiri þurftu að taka sig upp en vegna átákanna í landinu. Svipaða sögu er að segja af norðausturhluta Nígeríu nema hvað þar voru flóð sem stökktu fólki á flótta.</p> <p>"Niðurstöður skýrslunnar eru áminning til leiðtoga heimsins. Bæði ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið hafa brugðist þeim milljónum einstaklinga sem neyddust til að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins, og bætir við að vegna þess að umrætt fólk fari ekki yfir landamæri fái það sorglega litla athygli fjölmiðla. „Allir flóttamenn eiga rétt á vernd og alþjóðasamfélaginu er skylt að tryggja hana," segir hann.</p>

13.05.2019Grípa verður til aðgerða vegna metfjölda flóttamanna

<span></span> <p class="MsoNormal">Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir öryggisráðinu í síðustu viku að grípa til aðgerða vegna metfjölda vegalausra einstaklinga. Hann minnti þjóðarleiðtoga á að þeir gegni lykilhlutverki í því að bregðast við neyðarástandinu sem ríkir vegna flótta- og farandfólks, nú þegar hatursorðræða gegn því færist sífellt í aukana.</p> <p class="MsoNormal">„Að mínu mati er ekki rétt að tala um þetta sem neyðarástand á heimsvísu sem ekki er hægt að takast á við,“ sagði hann. „Með pólitískum vilja, og þið hér eruð ein öflugasta birtingarmynd hans, og með því að bregðast við í auknum mæli eins og kveðið er á um í alþjóðasamningi um flóttafólk sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember, er mögulegt og nauðsynlegt að bregðast við þessu neyðarástandi. Þar eruð þið í öryggisráðinu í lykilhlutverki.“</p> <p class="MsoNormal">Rúmlega 68,5 milljónir einstaklinga um allan heim hafa neyðst til að flýja heimili sín. Þar á meðal eru um 25,4 milljónir flóttamanna og meira en helmingur þeirra er yngri en 18 ára. Mikill meirihluti flóttafólks dvelur í þróunarríkjum. „85 prósent af flóttafólki í heiminum er í fátækum löndum eða&nbsp; meðaltekjulöndum. Það er þar sem neyðarástandið ríkir“.</p> <p class="MsoNormal">Flóttamannastjóri SÞ hvatti meðal annars öryggisráðið til að vinna saman að því að takast á við ófrið og skort á öryggi, sem er undirliggjandi orsök neyðarástandsins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/IPlrUwqnfPg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal">„Af næstum því 70 miljónum einstaklinga sem eru vegalausir eða flóttafólk eru flestir að flýja vopnuð átök,“ benti hann á. „Ef komið væri í veg fyrir slík átök, eða leyst úr þeim, myndi það draga að miklu leyti úr fjölda flóttafólks. Engu að síður virðist friðargæsla unnin með ómarkvissum hætti sem nægir ekki til að byggja upp frið.“</p> <p class="MsoNormal">Fulltrúar öryggisráðsins tóku undir áhyggjur Grandi varðandi mikinn fjölda vegalausra einstaklinga og ítrekuðu ákvörðun sína um að styðja við þau samfélög sem það hefur áhrif á. Þeir áttuðu sig á tengslum átaka og fólksflutninga og hversu mikilvægt það væri að vinna markvisst að því að vinna úr grundvallarorsökum átaka.</p> <p class="MsoNormal">Fulltrúar fjölda aðildarríkja lýstu yfir von um að alþjóðasamningurinn um flóttafólk myndi hvetja til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu til að&nbsp; bregðast við landflótta og stuðla að þátttöku nýrra aðila úr þróunar- og einkageiranum. Margir tóku einnig undir orð Grandi um rétt flóttafólks til að snúa aftur til síns heimalands sjálfviljugt, upplýst og með mannlegri reisn.</p> <p class="MsoNormal">Lengri grein upp úr ræðu flóttamannastjóra Sameinuðu þjóðanna er að finna á íslensku á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/26114-flottamannastjori-sameinudu-thjodanna-brynir-fyrir-oryggisradinu-ad-gripa-til-adgerda-vegna-metfjolda-vegalausra-einstaklinga.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar SÞ, UNHCR.</p>

10.05.2019Dansað fyrir neyðarhjálp UNICEF í Mósambík

<span></span> <p>Dansaðu fyrir lífinu! hefst klukkan 11:30 í World Class Laugum á morgun, laugardag. Viðburðurinn er opinn öllum meðan pláss leyfir. „Miðað við hve margir mættu á síðasta viðburð þá gerum við ráð fyrir allt að 100 manns núna,” segir Friðrik Agni skipuleggjandi Zumbagleðinnar&nbsp;Dansaðu fyrir lífinu!&nbsp; </p> <p>Friðrik Agni og fleiri sprækir Zumbakennarar leiða danstíma þar sem aðgangseyrir rennur til neyðaraðgerða UNICEF í Mósambík. Síðast fór ágóði viðburðarins til neyðarhjálpar barna í Sýrlandi en nú rennur söfnunarfé til uppbyggingar og neyðarhjálpar í Mósambík eftir tvo mannskæða fellibylji þar í landi.</p> <p>„Ég safnaði saman flestum Zumbakennurunum í World Class til að vera með og það má búast við heilmikilli partýstemningu, orku og gleði. Í Zumba er dansað við glaðværa og kraftmikla tónlist svo fólk getur ekki annað en komist í gott skap. Svo er það auðvitað tilgangurinn með þessum viðburði, að bæta líf barna sem þurfa hjálp, sem ég held að láti fólki einnig líða vel,“ segir Friðrik.</p> <p><strong>Vildi leggja sitt af mörkum</strong></p> <p>„Ég fékk hugmyndina að&nbsp;Dansaðu fyrir lífinu&nbsp;jólin 2017 þegar ég rakst á auglýsingu frá UNICEF þar sem kallað var eftir hjálp vegna ástandsins í Sýrlandi. Ég hugsaði með mér að mig langaði til að leggja mitt af mörkum. Helst hefði ég viljað fara til Sýrlands og huga að þessum börnum persónulega en ég gat að minnsta kosti sett saman viðburð þar sem hægt var að styrkja UNICEF í krafti fjöldans sem er svo gríðarlega mikilvægt. Mér fannst eitthvað fallegt við að sameina þessa ástríðu fyrir dansinum og andlegri heilsu og að gefa af sér til þessa málefnis.”</p> <p>Meira en tvær milljónir barna eiga nú um sárt að binda eftir fellibyljina tvo sem skullu á Mósambík í síðasta mánuði. Gífurleg neyð ríkir á svæðinu og UNICEF hefur sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. UNICEF leggur allt kapp á að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og nú stendur yfir bólusetningarátak gegn kóleru sem nær til 900 þúsund manns.</p> <p>„Við hvetjum alla til þess að mæta, sameinast í Zumba og láta gott af sér leiða á sama tíma. Þannig gerum við okkur sjálfum og öðrum gott.“ segir Friðrik Agni að lokum.</p> <p>Þau sem ekki komast að dansa en vilja styðja málefnið geta sent SMS-ið BARN í 1900 og gefa þannig 1900 krónur í neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík.</p> <p>Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir stofnuninni kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða einsog í sunnanverðri Afríku.</p>

09.05.2019Kapp lagt á að hefta útbreiðslu kóleru

<span></span> <p>Yfirvöld í Mósambík berjast við að hefta útbreiðslu kóleru í norðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Kenneth og úrhellis síðustu dagana. Í síðustu viku var lýst yfir að kóluerufaraldur geisaði á hamfarasvæðunum eftir að tilvikum sjúkdómsins fjölgaði ört. Beðið er eftir hálfri milljón skammta af bóluefni.</p> <p>Kenneth var annar öflugra fellibylja sem fór yfir Mósambík á aðeins fimm vikum. Hann kom að landi í norðurhluta Mósambík og olli mestri eyðileggingu í fylkingu Cabo Delgado þar sem rúmlega 2017 þúsund manns urðu illa úti og 41 fórst. Mikið tjón varð líka í Nampula fylki. <span>&nbsp;</span>Tugir þúsundir íbúa misstu heimili sín í ofviðrinu og hafast við í tjöldum og skýlum.</p> <p>Mannskaði varð enn meiri í fellibylnum Idai í mars en þá fórust flestir í borginni Beira og nágrenni, auk íbúa í Malaví og Zimbabwe, alls hátt í eitt þúsund manns.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að hátt í tvö hundruð þúsund íbúar nyrst í landinu þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Mikil hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma og hjálparsamtök eins og Læknar án landamæra styðja við bakið á stjórnvöldum í baráttunni gegn kólerunni. „Við höfum tvö meginmarkmið, annars vegar að bjarga lífi alvarlegra veikra einstaklinga og hins vegar að freista þess að hefta kólerufaraldurinn,“ er haft eftir Danielle Borges sem stjórnar aðgerðum samtakanna í héraðshöfuðborginni Pemba.</p> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna skortir mikið á alþjóðlegan fjárstuðning til hjálparstarfs í Mósambík eftir þessa mannskæðu fellibylji.</p>

08.05.2019Umsóknarfrestur um ungmennaráð heimsmarkmiðanna að renna út

<span></span> <p>Eftir fáeina daga rennur út umsóknarfrestur um fulltrúa í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ungmennaráðið tók fyrst til starfa í apríl á síðasta ári en nú er komið að árlegri endurnýjun fulltrúa. Opnað var fyrir umsóknir í síðasta mánuði á vef Stjórnarráðsins og óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí, sem er næstkomandi mánudagur.</p> <p>Tólf fulltrúar verða valdir í ráðið. Þeir koma til með að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn. </p> <p>Ungmennaráðið á fundi sex sinnum á ári en þar að auki hefur starfandi ungmennaráð tekið þátt í fjölmörgum viðburðum á síðastliðnu ári. Má þar meðal annars nefna þátttöku í Hringborði Norðurslóða í Hörpu, heimsþingi kvenleiðtoga, friðarráðstefnu Höfða friðarseturs og hátíðarhöldum í tengslum við fullveldisafmæli Íslands þann 1. desember síðastliðinn.</p> <p>Stofnun ungmennaráðsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framfylgja skuli ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um aukin áhrif barna í samfélaginu. Eitt af meginstefum heimsmarkmiðanna er jafnframt samvinna hagsmunaaðila. Með stofnun ungmennaráðs um heimsmarkmiðin er leitast við að gefa ungmennum vettvang til að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun og skapa þannig jafningjum tækifæri til að láta rödd sína heyrast um fyrrgreind málefni.</p> <p>Fyrir ári þegar auglýst var í fyrsta sinn eftir fulltrúum í ungmennaráði var mikill áhugi meðal ungmenna í landinu á þátttöku. Þá bárust rúmlega 140 umsóknir um setu í ráðinu.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/heimsmarkmidin/umsokn-um-thatttoku-i-ungmennaradi/">Umsóknarform&nbsp;fyrir ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna</a></p> <p>Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á&nbsp;<a href="https://heimsmarkmidin.is/">heimsmarkmidin.is</a></p>

07.05.2019Sendiráð í Úganda lýsa yfir áhyggjum af mál- og fundafrelsi í landinu

<span></span> <p>Sendiráð Íslands í Úganda og fulltrúar fjölmargra annarra þjóða lýstu á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis í síðustu viku yfir áhyggjum vegna aðgerða stjórnvalda í Úganda gegn mál- og fundafrelsi í landinu. Í yfirlýsingu eru nýlegar aðgerðir fjölmiðlanefndar Úganda gegn fjölmiðlum gagnrýndar og ennfremur misnotknun á lögregluvaldi gegn mótmælendum og stjórnarandstöðumönnum.</p> <p>„Tjáningar- og málfrelsi eru stjórnarskrárvarin í Úganda, en fjölmörg lagaákvæði, þar með talin refsilöggjöf, er í andstöðu við þessi réttindi,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Kampala. „Túlkun og framkvæmd gildandi laga ganga einnig gegn þessum réttindum. Frumvarp til lagabreytinga sem takmarkar mjög heimildir listamanna til að skipuleggja viðburði er augljóslega beitt gegn forsetaframbjóðandanum Bobi Wine, en að hans sögn hefur lögregla nú þegar stöðvað 124 tónleika hans frá í október 2017.“</p> <p>Forsetakosningar fara fram í Úganda snemma árs 2021. Skoðanakannanir sýna að í fyrsta sinn frá því Yoweri K. Museveni tók við völdum árið 1986, njóti hann stuðnings innan við 50% þjóðarinnar. Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Bobi Wine, 37 ára, er leiðtogi pólitísku hreyfingarinnar „People Power Movement" og yfirlýstur forsetaframbjóðandi. Hann heitir réttu nafni Robert Kyagulanyi Ssentamou en er þekktari undir listamannsnafni sínu. Hann var handtekinn í þriðja sinn á skömmum tíma í lok aprílmánaðar fyrir að hafa hvatt til mótmæla í júlí 2018 gegn skattlagningu á samfélagsmiðla en var leystur úr haldi gegn tryggingu og þarf að mæta aftur fyrir rétt síðar í mánuðinum. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar, sérstaklega Kifefe-Kizza Besigye, núverandi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hafa einnig orðið fyrir barðinu á lögreglu og fjölmiðlanefnd. </p> <p>Unnur segir augljóst af fréttaflutningi að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar séu beittir þrýstingi því lítið sé um fréttaflutning af ákveðnum viðburðum undanfarna daga, sérstaklega mótmælum almennings og aðgerðum lögreglu gegn stjórnarandstæðingum. Undanfarna daga hafi fjölmiðlanefnd eða lögregla lokað á útsendingar útvarpsstöðva og svipt tugi blaðamanna og útvarps- og sjónvarpsstöðva leyfi tímabundið. </p> <p>„Það má búast við að allar tilraunir til að stöðva stjórnarandstöðuleiðtogana í Úganda, kalli á hörð viðbrögð almennings, sérstaklega hjá hinni fjölmennu ungu kynslóð Úganda, sem er stærsti stuðningshópur Bobi Wines og kynntist honum fyrst í gegnum tónlist hans og textum gegn félagslegu óréttlæti og harðræði. Þótt nánast ekkert megi lesa um þessar mundir um mótmæli almennings í Kampala, var þeirra þó greinilega vart í síðustu viku í næsta umhverfi sendiráðsins. Það er þó ekki ástæða til að gefa út neinar viðvaranir,“ segir Unnur.</p> <p>Að yfirlýsingunni standa Bandaríkin, aðildarríki ESB í Kampala og sendinefnd ESB, Noregur, S-Kórea, Japan og Ísland.<span>&nbsp; </span></p>

06.05.2019Utanríkisráðueytið eykur stuðning við jarðhitanám í Rómönsku Ameríku

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur tekið við hlutverki Norræna þróunarsjóðsins (NDF) sem aðalstyrktaraðili jarðhitanáms á vegum LaGeo, jarðhitafyrirtækis í El Salvador. Námið er sniðið að Rómönsku Ameríku og fer fram á spænsku við Háskóla El Salvador. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna styrkir einnig námið og leggur til kennara líkt og undanfarin ár.</p> <p>Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Jarðhitaskólans og LaGeo um áframhaldandi samstarf á sviði jarðhitaleitar og uppbyggingu jarðhitaþekkingar í þessum heimshluta&nbsp;<span>og sérstakan samning til tveggja ára um fimm mánaða diplómanám við Háskóla El Salvador.</span></p> <p><span>Að sögn Lúðvíks S. Georgssonar forstöðumanns Jarðhitaskólans skiptir mikilvægi aukinnar nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum sífellu meira máli við að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum. “Í baráttunni gegn hlýnun jarðar er ávinningurinn af minni notkun á jarðefnaeldsneyti mikils virði. Þessi aðstoð Íslands við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku til framleiðslu rafmagns eða hitunar húsa með jarðvarma styður viðkomandi þjóðir efnahagslega og samfélagslega, en ekki hvað síst á sviði umhverfis- og loftlagsmála. Með verkefnum sem þessum getur Ísland lagt sitt af mörkum í samstarfi við aðrar þjóðir um að nýta endurnýjanlega orku og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda. Það gagnast öllum þjóðum, óháð landamærum, í baráttunni við hlýnun jarðar,” segir hann.</span></p> <p><span>Richardo Salvador Flores framkvæmdastjóri leiddi fjögurra manna sendinefnd frá LaGeo sem kom hingað til lands sérstaklega vegna samninganna við utanríkisráðuneytið og Jarðhitaskólann. Auk hans voru með í för tveir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans, Rosa Escobar og Kevin Padiall, jarðhitasérfræðingar hjá LeGeo, og fjölmiðlafulltrúi.</span></p> <p><span>Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður Jarðhitaskólans undirritaði samningana fyrir hönd skólans og María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu fyrir hönd utanríkisráðuneytisins.</span></p> <p><span>Jarðhiti er mjög mikilvægur fyrir El Salvador&nbsp; Árið 2016 komu 24% af framleiddri raforku í landinu frá &nbsp;tveimur jarðvarmavirkjunum, Ahuachapan og Berlín, sem hafa framleiðslugetu upp á 204 MWe.</span></p>

03.05.2019Óttast að ebóla berist yfir til Úganda

<span></span> <p>Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda því allmargir kongólskir íbúar hafa á síðustu vikum flúið átök í heimalandinu og farið ólöglega yfir landamærin inn í Úganda. Að mati hjálparsamtaka hafa rúmlega 60 þúsund manns frá North Kivu héraði hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar.</p> <p>Samkvæmt frásögn átján hjálparsamtaka hafa sumir fengið skjól með löglegum hætti í Úganda, undirgengist heilsufarsskoðun og fengið skráningu sem flóttafólk, en aðrir hafa neyðst til að fara ólöglega yfir landamærin gegnum skógaþykkni eða stöðuvatn á landamærunum. Með því fólki eykst hættan á því að ebóla stingi sér niður í Úganda.</p> <p>„Þegar flóttafólkið kemur ólöglega til Úganda forðast það einnig opinbera innflytjendskráningu - sem þýðir að enginn veit hvort fólkið er sýkt eða ekki og það fær þar af leiðandi ekki aðgang að þeirri þjónustu og meðferð sem þeim stæði ella til boða," segir Francis Iwa framkvæmdastjóra úgandskra samtaka í málefnum flóttamanna, Care for Forced Migrants (CAFOMI).</p> <p>Haft er eftir Musa Ecweru ráðherra flóttamannamála að ríkisstjórn Úganda muni áfram halda landamærum sínum opnum fyrir flóttamönnum enda sé það stefna ríkisstjórnarinnar. „Við verðum að leyfa þeim sem þurfa skjól að koma yfir til Úganda en við verðum einnig að vera á varðbergi og gæta þess að ógna ekki heilsu þjóðarinnar,“ segir ráðherrann.</p> <p>Fyrstu tilvik ebólu í Kongó komu upp í ágúst á síðasta ári. Um 1500 manns hafa sýkst og 984 eru látnir í Norður Kivu og Ituri héruðum. Eins og kunnugt er geisaði ebólufaraldur í vesturhluta Afríku á árunum 2013 til 2016 og þá létust rúmlega ellefu þúsund manns.</p> <p>Ofbeldisverk vígasveita í Kongó gagnvart óbreyttum borgurum hafa torveldað tilraunir til að stemma stigu við faraldrinum í Kongó. Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna segir ógerning að komast að ákveðnum svæðum í landinu þar sem margir íbúar eru á vergangi.</p> <p>Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur tekið á móti 1,3 milljónum flóttamanna á síðustu árum, fleirum en nokkurt annað Afríkuríki. Flestir flóttamanna koma frá Suður-Súdan en á síðustu mánuðum hefur flóttafólki frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó fjölgað mjög. Nú er unnið hálfu Íslands að verkefni með Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna í norðurhluta Úganda.</p> <p><a href="https://reliefweb.int/report/democratic-republic-congo/eastern-drc-tens-thousands-forcibly-displaced-surge-violence" target="_blank">Eastern DRC: Tens of thousands forcibly displaced by surge in violence/ ReliefWeb</a></p> <p><a href="https://www.unhcr.org/news/briefing/2019/5/5ccbf72f4/attacks-congos-north-kivu-province-push-tens-thousands-flee-unhcr.html" target="_blank">Attacks in Congo’s North Kivu province push tens of thousands to flee – UNHCR</a></p>

02.05.2019Fjórar milljónir barna notið góðs af sjötíu ára starfi SOS Barnaþorpanna

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin, stærstu sjálfstæðu barnahjálparsamtök í heimi, fagna um þessar mundir 70 ára afmæli. SOS Íslandi fagnar á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Samtökin voru stofnuð formlega 25. apríl 1949 til að bregðast við mikilli neyð eftir seinni heimsstyrjöldina sem skildi eftir sig mörg munaðarlaus börn.</p> <p>Í <a href="https://www.sos.is/assets/SOS_70_years_of_impact_report_single_8148868.pdf" target="_blank" title="SOS_70_years_of_impact_report_single_8148868.pdf">nýútkominni skýrslu</a> kemur fram að í sjö áratugi hafi SOS Barnaþorpin hjálpað fjórum milljónum barna um allan heim með því að veita þeim fjölskyldu og heimili og með fjölskyldeflingu. Börn þeirra og barnabörn hafa notið góðs af og er niðurstaða skýrslunnar að SOS Barnaþorpin hafi haft jákvæð áhrif á 13 milljónir einstaklinga á 70 árum. Börnunum er forðað frá fátækt og ofbeldi, þau fá gæðamenntun, eiga möguleika á góðri vinnu og búa við jafnrétti.</p> <p>Ávinningurinn af&nbsp;starfi SOS Barnaþorpanna er mikill og útreikningar fyrir skýrsluna leiða í ljós að fyrir hverjar eitt þúsund krónur sem almenningur leggur til&nbsp;samtakanna fær samfélagið 5 þúsund krónur til baka. Skýrslan var unnin í tilefni 70 ára afmælisins og ber yfirskriftina „70 Years of Impact“ eða „Áhrif í 70 ár". SOS Barnaþorpin Íslandi fagna á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Um 74 þúsund Íslendingar hafa á þessum tíma gefið framlög til samtakanna. 29 þúsund Íslendingar gáfu framlög á árinu 2018.</p>

30.04.2019Kappsmál í þróunarsamvinnu að nýta sértæka þekkingu Íslendinga

<span></span> <p>„Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar er þróunarsamvinna vaxandi liður í störfum utanríkisþjónustunnar. Í ár tekur Ísland við umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðabankanum með formennsku í samstarfinu til tveggja ára. Á vettvangi Alþjóðabankans hefur tekist að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu á sviði jarðhitanýtingar sem kemur þar að miklu gagni og til stendur að auka enn frekar aðkomu Íslands að verkefnum tengdum sjávarútvegi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag þegar hann kynnti <a href="/library/Heimsljos/Skyrsla%20utanr_radherra%20um%20utanr-%20og%20altjodamal.pdf">skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál </a>fyrir Alþingi.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="infogram-embed" data-id="_/asM94zexsIMtyqnSap7b" data-type="interactive" data-title="Skýrsla ráðherra &amp;#39;19 - Fjölþjóða þróunarsamvinna 2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Ráðherra sagði að honum væri það sérstakt kappsmál að nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem Íslendingar byggju yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Hann sagði þessar áherslur endurspeglast vel í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem lögð hefur verið fyrir þingið.</p> <div class="infogram-embed" data-id="_/JaS0zN6UBhUvS9So2xlN" data-type="interactive" data-title="Skýrsla ráðherra &amp;#39;19 - Tvíhliða þróunarsamvinna 2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Þróunarsamvinnustefnan, sem verður væntanlega til umræðu á vorþinginu, byggist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra sagði að heimsmarkmiðin náist aðeins með mikilli samvinnu, ekki síst við almenning og atvinnulíf. „Heimsmarkmiðin eru samverkandi og hvíla ekki síst á þeirri grundvallarhugmynd að árangur náist ekki án þess að unnið verði heildstætt að þeim. Þannig dregur til dæmis aukin nýting sjálfbærra orkuauðlinda úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, menntun fyrir alla og aukin nýsköpun gerir okkur kleift að takast á við áskoranir nútímans, og samvinna allra, þar með talið einkageirans, er nauðsynleg til að auka velsæld á heimsvísu,“ sagði hann. </p> <div class="infogram-embed" data-id="_/hU2l16gVbYUKYvpqyMZQ" data-type="interactive" data-title="Skýrsla ráðherra &amp;#39;19 - ÞSS Skipting framlaga árið 2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Ráðherra nefndi í ræðunni að fyrir nokkrum vikum hafi hann fengið tækifæri til að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/01/29/Utanrikisradherra-kynnir-ser-arangur-throunarsamvinnu-i-Malavi/">heimsækja Malaví</a>&nbsp;þar sem Ísland hefur tekið þátt í þróunarsamvinnu í þrjá áratugi. Hann sagði það hafa verið einstaka upplifun að sjá þann árangur sem náðst hefði í samstarfi þjóðanna. „Með því að tryggja þúsundum aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu hafa Íslendingar bjargað fjölda mannslífa. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur þegar fram í sækir með uppbyggingu atvinnulífs og betri nýtingu náttúruauðlinda í þessu fallega en fátæka landi. Þar getur íslensk sérþekking skipt sköpum,“ sagði Guðlaugur Þór.</p> <p><span><a href="/library/Heimsljos/Skyrsla%20utanr_radherra%20um%20utanr-%20og%20altjodamal.pdf">Skýrslu utanríkisráðherra</a> má lesa í heild sinni hér á Stjórnarráðsvefnum en jafnframt hefur verið gefið út <a href="/library/Heimsljos/B%c3%a6klingurFINAL.pdf">sérstakt hefti með útdrætti </a>úr skýrslunni. Fjölmargar tölulegar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem settar eru fram á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/toluleg-samantekt/skyrsla-utanrikisradherra-til-althingis-2019/">myndrænan hátt</a>.&nbsp;</span></p>

29.04.2019Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert

<span></span> <p>Á átta ára tímabili frá 2010 til 2018 er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) en alþjóðleg bólusetningarvika er haldin árlega síðustu daga aprílmánaðar.</p> <p>„Frækornum mislinga sem herja á heiminn þessa stundina var sáð fyrir mörgum árum,” segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Mislingaveiran leitar alltaf uppi og finnur óbólusett börn. Ef við viljum í alvöru hindra útbreiðslu þessa hættulega en fyrirbyggjandi sjúkdóms verður að bólusetja hvert einasta barn, jafnt í ríkum sem fátækum löndum.”</p> <p>Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var tilkynnt um 110 þúsund mislingatilfelli í heiminum sem er 300% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Árið 2017 urðu mislingar 110 þúsund manns að bana, börnum í miklum meirihluta. Það var 22% aukning frá fyrra ári.</p> <p>Tvo skammta af bóluefni gegn mislingum þarf til að vernda börn gegn sjúkdómnum. Í frétt UNICEF segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að börn fái ekki báða skammtana, meðal annars hræðsla og efasemdir um virkni og öryggi bóluefna. Þannig sýna tölur frá árinu 2017 að á heimsvísu fengu 85% barna fyrsta skammtinn en aðeins 67% báða skammtana. Tölur frá hátekjuþjóðum sýna að 94% barna hafa fengið fyrri bólusetninguna en 91% báðar. Langflest óbólusett börn ríkra þjóða eru í Bandaríkjunum, 2,5 milljónir.</p> <p>Í meðaltekju- og lágtekjuríkjum er staðan alvarleg. UNICEF segir að fjórar milljónir barna, yngri en eins árs, í Nígeríu, hafi ekki fengið fyrsta skammt. Tæplega þrjár milljónir barna á sama aldri eru óbólusett á Indlandi, og rúmlega ein milljón í Pakistan, Indónesíu og Eþíópíu. </p> <p>UNICEF segir rúmlega 17 milljónir kornabarna vera í áhættu að fá mislinga. Margir þjóðir hafi ekki innleitt skuldbindingar um síðari bólusetninguna, meðal annars níu þeirra þjóða þar sem flest börn eru óbólusett, auk tuttugu þjóða í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Íslensk stjórnvöld ákváðu fyrr á árinu að styrkja alþjóðlegu bólusetningarsamtökin Gavi um 120 milljónir króna til þess að auka bólusetningar barna í Malaví sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p> <p><a href="https://www.unicef.org/press-releases/over-20-million-children-worldwide-missed-out-measles-vaccine-annually-past-8-years" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p> <p><a href="https://www.unric.org/is/frettir/27392-ma-rekja-mislingafaraldur-til-anduear-a-bolusetningum" target="_blank">Frétt UNRIC</a></p>

26.04.2019Ísland og UNESCO gera rammasamning um þróunarsamvinnu

<p><span>Ísland og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafa gert með sér samstarfssamning á sviði þróunarsamvinnu. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Xing Qu, aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu rammasamning þess efnis fyrr í vikunni.&nbsp;<br /> <br /> Rammasamningurinn er sá fyrsti sem Ísland og UNESCO gera um þróunarsamvinnu. Hann felur í sér að Ísland styður við tvö verkefni á vegum stofnunarinnar. Annars vegar er um að ræða framlag til verkefnis sem miðar að því að styrkja getu fátækra ríkja við að innleiða umbætur á sviði menntamála. Hins vegar er framlag til að stuðla að tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna í þróunarlöndum. Miðað er við að framlögin nýtist sérstaklega í starfi UNESCO í Afganistan, einu af áherslulöndum Íslands í þróunarsamvinnu, bæði til að bæta aðgengi að menntun þar í landi, sem og til að tryggja öryggi blaðamanna.&nbsp;<br /> <br /> „Menntun er undirstaða framfara og frjálsir fjölmiðlar ein af forsendum lýðræðis. Þess vegna er afar mikilvægt að styrkja hvort tveggja í ríkjum sem standa veikt. Ísland hefur mikið fram að færa í þessum efnum og því er mér það mikið fagnaðarefni að við höfum nú undirritað rammasamning við UNESCO á þessu sviði,“ segir Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri.&nbsp;<br /> <br /> Alls verja íslensk stjórnvöld um 174 milljónum króna á næstu fimm árum til þessara tveggja verkefna. Til viðbótar munu íslensk stjórnvöld senda íslenska sérfræðinga til starfa á vettvangi við innleiðingu ofangreindra verkefna og veita til þess um 45 milljónum króna.</span></p> <p><span>Meginmarkmið UNESCO er að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda og menningarmála. UNESCO ber höfuðábyrgð á því meðal alþjóðastofnana að innleiða fjórða heimsmarkmiðið um menntun, og gegnir einnig lykilhlutverki við innleiðingu annarra heimsmarkmiða. Markmið og áherslur UNESCO falla vel að stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, sérstaklega hvað varðar menntamál, mannréttindi og jafnrétti kynjanna.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

24.04.2019Skýrsla um heimsmarkmiðin í samráðsgátt stjórnvalda

<span></span> <p>Skýrsla um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður afhent fulltrúum Sameinuðu þjóðanna í júlí í sumar sem hluti af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Skýrslan er skrifuð af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin og hefur verið birt í <a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1374http%3a%2f%2f" target="_blank">samráðsgátt</a>&nbsp;stjórnvalda. Endanleg útgáfa hennar tekur mið af athugasemdum sem berast gegnum samráðsgáttina.</p> <p>Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu verkefnastjórnarinnar sem kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands.</p> <p>Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. „Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika,“ segir í kynningu á samráðsgáttinni. Þar kemur ennfremur fram að í skýrslunni megi sjá að þótt Ísland standi vel af vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna séu ýmsar áskoranir sem kalli á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega.</p> <p>Skýrslan verður í samráðsgáttinni til 8. maí næstkomandi.</p> <p><strong>Upplýsingagátt opnuð í maí</strong></p> <p>Því er við að bæta að á vegum verkefnastjórnarinnar verður í næsta mánuði opnuð sérstök upplýsingagátt um heimsmarkmiðin. Eins og áður hefur verið greint frá hafa tveir af hverjum þremur á Íslandi heyrt um heimsmarkmiðin, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Vitund almennings um markmiðin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu misserum.</p>

23.04.2019Malavísk börn þau fyrstu sem fá mótefni gegn malaríu

<span></span> <p>Börn í Malaví eru þau fyrstu í heiminum sem bólusett verða gegn malaríu með mótefni sem þróað hefur verið gegn þessum banvæna sjúkdómi. Fyrstu börnin voru bólusett í morgun. Hundruð þúsunda barna í tveimur öðrum Afríkuríkjum, Gana og Kenya, koma til með að taka þátt í þessari fyrstu bólusetningarherferð gegn sjúkdómnum. Malaría dregur tugþúsundir til dauða árlega, einkum börn yngri en fimm ára, og þorri þeirra sem veikjast býr í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Miklar vonir eru bundnar við þessa tilraunabólusetningu en þó hefur verið varað við of mikilli bjartsýni því afbrigði sjúkdómsins eru mörg. Lyfið sem um ræðir nefnist Mosquirix og á að styrkja ónæmiskerfið til að bregðast til varna á fyrstu stigum sýkingar skömmu eftir að malaríusníkillinn fer inn í blóðrásina eftir bit moskítóflugunnar. </p> <p>Lyfið er framleitt af breska lyfjarisanum GlaxoSmithKline og hefur fengið vottun frá Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Heildarkostnaður við herferðina er talinn verða um einn milljarður bandarískra dala, vel á annað hundrað milljónir íslenskra króna, en lyfjaframleiðandinn gefur milljónir skammta af lyfinu, að því er fram kemur í fréttum. </p> <p>Bóluefni gegn malaríu hefur verið í þróun í þrjá áratugi og því er bólusetningarherferðin sem hófst í Malaví í morgun tímamótaviðburður að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilraunaverkefnið stendur yfir fram til ársins 2022. Malaríutilvikum hefur á síðustu árum fjölgað á heimsvísu en hins vegar hefur dauðsföllum fækkað um tvo þriðju frá aldamótum. Alls greindust 219 þúsund tilvik árið 2017.</p> <p>Utanríkisráðuneytið fól í byrjun þessa árs alþjóðabólusetningarsjóðnum GAVI að ráðstafa 120 milljónum íslenskra króna til bólusetninga á börnum í Malaví og framlagið verður nýtt yfir þriggja ára tímabil. </p>

17.04.2019Breyta örvæntingu í von

<span></span> <p>Rúmum einum mánuði eftir að fellibylurinn Idai fór hamförum yfir Mósambík og nágrannaríki hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) veitt einni milljón íbúa mataraðstoð. WFP er önnur tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld fólu að ráðstafa 25 milljónum króna til nauðstaddra á hamfarasvæðunum.</p> <p>„Strax eftir að óveðrinu slotaði var fólk mjög örvæntingarfullt,“ segir Lola Castro svæðisstjóri WFP í Suður-Afríku. „Það lögðust allir á eitt að veita stuðning og með vinnusemi með útsjónarsemi hefur okkur tekist að bregðast hratt við og breytt örvæntingunni í von.“</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna vinnur í nánu samstarfi við Náttúruhamfarasjóð Mósambíkur (INGC) og stjórnvöld í landinu og stefnir að því að koma matvælaaðstoð til 1,7 milljóna íbúa í fjórum fylkjum, Sofala, Manica, Tete og Zambezíu.</p> <p>WFP segir í frétt að tekist hafi fyrir örlæti framlagsríkja og annarra að grípa til skjótra aðgerða á vettvangi. Stofnunin þakkar það ekki síst ríkjum ,eins og Íslandi, sem veitir að stærstum hluta kjarnaframlög til WFP, en það eru sveigjanleg framlög sem hægt er að grípa til þar er neyðin er mest hverju sinni. Utanríkisráðuneytið greiðir 50 milljónir króna árlega til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Enn skortir þó talsvert upp á framlög til uppbyggingarstarfs á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum. Í frétt WFP segir 130 milljónir bandarískra dala skorta til þess að standa undir áætlunum sem gerðar hafi verið fram til júníloka. </p>

16.04.2019Páskasöfnun í þágu ungmenna í fátækrahverfum Kampala

<span></span><strong><span></span></strong> <p>Börn og unglingar í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, koma til með að njóta fjármuna sem safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. „Til fátækrahverfanna liggur þungur straumur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra atvinnuleysi og eymdarlíf í og mörg ungmenni leiðast út á glæpabraut og vændi til að lifa af,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. </p> <p>„Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim möguleika á að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og samtökin Uganda Youth Development Link, UYDEL, sem halda úti menntasmiðjum í fátækrahverfum borgarinnar.“</p> <p>Í nýútkomnu blaði Hjálparstarfs kirkjunnar, sem nefnist Margt smátt, er að finna eftirfarandi lýsingu á aðstæðunum í fátækrahverfum Kamapala:</p> <p>„Ekkert rennandi vatn, engin sorphirða, engar almenningssamgöngur. Salernið er sameiginlegur kamar í hverfinu. Stundum er hægt að stelast í rafmagn og kveikja ljós. Stundum flæðir regnvatnið inn í kofann og þá er eins gott að geta hengt húsbúnað upp á vegg. Nesti í skólann er hnefafylli af hnetum. Oft er enginn skóli vegna peningaleysis. Stundum þarf að selja líkama sinn til að brauðfæða systkinin. Oft er betra að taka þátt í þjófnaði glæpagengja. Ekkert af þessu er val.“ </p> <p>Í menntasmiðjunum YUDEL velur unga fólkið sér námssvið og öðlast nægilega færni til að verða gjaldgengt á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau stunda íþróttir, dans og tónlist ásamt því að fá þar fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið náði til yfir eitt þúsund barna og ungmenna á aldrinum 13-24 ára á síðustu tveimur árum. </p> <p>„Já, verkefnið hefur gefið góða raun og við höldum því ótrauð áfram. Við viljum gefa ungu fólki sem býr við örbirgð tækifæri til betra lífs og höfum því sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30-80 ára að upphæð 2400 krónur,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið í Kampala.</p>

15.04.2019Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku enn í gangi

<span></span> <p>Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik og þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.&nbsp;</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-vegna-ofsafloda-i-sunnanverdri-afriku-enn-i-gangi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum segir að í heildina hafi fellibylurinn haft áhrif á rúmlega þrjár milljónir manna í þessum heimshluta og um 250 þúsund manns hafi misst heimili sín. „Tugir þúsunda heimila hafa jafnast við jörðu. &nbsp;Þar af auki eyðilagði fellibylurinn þúsundir akra af uppskeru sem mun hafa veruleg áhrif á mataröryggi á svæðinu. &nbsp;Þá eru stór svæði og borgir án rafmagns og fjarskipti liggja niðri. Ástandið er talið eitt það versta á svæðinu í áratugi, en að minnsta kosti 960 manns eru taldir af. Í Mósambík er tala látinna komin yfir 600 og rúmlega 4 þúsund kólerusmit hafa þar verið greind,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir ennfremur:</p> <p>„Viðamiklar aðgerðir á vegum Rauða krossins eru nú í gangi og sjálfboðaliðar og starfsfólk vinna hörðum höndum við að hjálpa fólki á svæðinu. Allt kapp er lagt á að bæta aðgengi hreinlætisaðstöðu og hreinu vatni til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma. Rauði krossinn veitir læknis- og mataraðstoð, húsaskjöl ásamt því að aðstoða fólk að finna týnda fjölskyldumeðlimi. Róbert Þorsteinsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er á svæðinu og hefur umsjón með fjármálum neyðaraðgerðanna í Malaví. Þar af auki vill svo til að sendifulltrúarnir Halldór Gíslason og Bjarni Sigurðsson, starfsmenn Íslandsbanka sem lánaðir voru Rauða krossinum til að styðja við uppbyggingu malavíska landsfélagsins á sviði upplýsingatækni voru nýlega í Malaví ásamt Guðnýju Nielsen, verkefnastjóra Rauða krossins sem sinnir langtímaþróunarsamstarfi í þremur héruðum í sunnanverðu landinu.</p> <p>Á undanförnum árum og áratugum hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað náið með systurfélögum sínum á þessu svæðum bæði í Malaví og Mósambík. Náin tengsl hafa myndast á þessum tíma milli okkar og þessara landsfélaga og segja má að málið standi okkur nærri.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem borist hefur frá almenningi. Fjölmargir hafa lagt söfnuninni lið og barst neyðarsöfnuninni meðal annars 500.000 kr. styrkur frá einstaklingi. Deildir Rauða krossins á Íslandi hafa einnig lagt söfnuninni lið með rúmlega 4 milljóna króna framlögum.“</p> <p>Söfnun Rauða krossins til hjálpar fórnarlömbum fellibylsins í sunnanverðri Afríku er í fullum gangi. Hægt er að styðja starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649.</p>

12.04.2019Hæsta framlagið þriðja árið í röð frá Íslandi ​– óháð höfðatölu!

<span></span> <p>Framlag landsnefndar UN Women á Íslandi til alþjóðlegra verkefna nam á síðasta ári 107 milljónum króna og hækkaði um þrettán milljónir milli ára. Þriðja árið í röð er framlag Íslands hæst allra framlaga frá þrettán landsnefndum UN Women víðs vegar um heiminn – óháð höfðatölu! Þetta kom fram á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í gærkvöldi.</p> <p>Arna Grímsdóttir stjórnarformaður UN Women flutti stutta tölu á fundinum um helstu verkefni og árangur í starfi samtakanna á síðasta ári. Ársskýrsla samtakanna var lögð fram ásamt ársreikningi.</p> <p>Engar breytingar urðu á <a href="https://unwomen.is/stjorn/">stjórn landsnefndarinnar</a> og því sitja eftirfarandi meðlimir áfram í stjórn: Arna Grímsdóttir, formaður, Fanney Karlsdóttir, varaformaður, Kristín Ögmundsdóttir, gjaldkeri auk þeirra sitja í stjórn Bergur Ebbi Benediktsson, Magnús Orri Schram, Ólafur Stefánsson, Soffía Sigurgeirsdóttir, Örn Úlfar Sævarsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Stjórnin er annað árið í röð skipuð til jafns konum og körlum, fyrst allra landsnefnda UN Women.</p> <p>Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á Íslandi eru rúmlega 7.300.</p>

12.04.2019Utanríkisráðherra sækir vorfundi Alþjóðabankans

<span></span><span></span> <p>Þessa vikuna standa yfir vorfundir Alþjóðabankans í Washington. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og stærsta þróunarsamvinnustofnun heims. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður viðstaddur fundina í höfuðstöðvunum í Washington í dag og á morgun. Hann situr meðal annars fund Þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem skipuð er ráðherrum 25 landa og hittist tvisvar á ári. Utanríkisráðherra situr í nefndinni árið 2019 fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur ávarp þar sem áherslumálum kjördæmisins er komið á framfæri .</p> <p>Utanríkisráðherra tekur einnig þátt í margvíslegum viðburðum sem tengjast samstarfi Íslands og Alþjóðabankans. Þar má nefna þátttöku í stofnviðburði nýs mannréttindasjóðs Alþjóðabankans, Human Rights and Development Trust Fund.&nbsp;&nbsp;Ísland er einn stofnaðila þessa nýja sjóðs, sem hefur það hlutverk að auka veg mannréttinda í verkefnum Alþjóðabankans og þekkingu innan bankans á málaflokknum.</p> <p>Þá tekur utanríkisráðherra þátt í fundi smáríkja þar sem rætt verður um bláa hagkerfið svonefnda en Ísland er þátttakandi í nýstofnuðum ProBlue-sjóði Alþjóðabankans sem tekur á málefnum hafsins á heildrænan hátt. Ísland leggur sjóðnum til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi.</p> <p>Í sumar tekur Ísland sæti í stjórn Alþjóðabankans til næstu tveggja ára en Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að gegna stjórnarsetu í bankanum. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra leiðir starfið fyrir Íslands hönd.</p>

11.04.2019Þjóðir í neyð finna mest fyrir samdrætti í framlögum

<span></span><span></span> <p>Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum drógust saman um tæplega þrjú prósent á árinu 2018 miðað við árið á undan. Samkvæmt gögnum sem Efnahags-og framfarastofnunin (OECD) birti í vikunni urðu þjóðir í neyð verst úti í niðurskurðinum. Til neyðar- og mannúðaraðstoðar lækkuðu framlögin um átta prósent og til Afríkuríkja um fjögur prósent.</p> <p>Fulltrúar OECD lýsa yfir áhyggjum af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í ljósi lækkunar á framlögum til opinberrar þróunarsamvinnu. Í gögnum OECD kemur reyndar fram, að ef kostnaður vegna flóttafólks er tekinn út fyrir sviga, eru framlögin óbreytt milli ára. Engu að síður telur OECD að niðurstaðan sé uggvekjandi því framlagsríki hafi heitið auknum framlögum árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt.</p> <p>Þjóðir innan þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC, verja að meðaltali 0,31 prósenti af þjóðartekjum til þróunarmála. Framlög Íslands eru nánast þau sömu og meðaltalið en þau koma til með að hækka á næstu árum upp í 0,35% samkvæmt stjórnarsáttmála. Íslensku framlögin hækkuðu um 17% milli ára, mest vegna aukins stuðnings við fjölþjóðastofnanir, eins og segir í gögnum OECD. Bandaríkin verja mestu fé til þróunarmála en þegar horft er til hlutfalls af þjóðartekjum sést að framlagið nemur 0,17 prósentum, lækkar um fimm prósent milli ára.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækir vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Fundirnir hófust í vikubyrjun og standa yfir fram til sunnudags. Ísland tekur sæti norrænu þjóðanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans í sumar, en bankinn er stærsta þróunarstofnun heims.</p> <p><span><a href="http://www.oecd.org/dac/financing-sustainable-development/development-finance-data/ODA-2018-detailed-summary.pdf" target="_blank">Development aid drops in 2018, especially to neediest countries/ OECD</a></span></p>

10.04.2019Fátækar konur og jaðarsettar njóta minnstra kyn- og frjósemisréttinda

<span></span> <p>Verulegur ávinningur hefur náðst í kyn- og frjósemisréttindum frá árinu 1969 þegar Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) var stofnaður. Þrátt fyrir framfarir á þeirri hálfu öld sem liðin er standa hundruð kvenna í dag frammi fyrir meðal annars efnahagslegum og félagslegum hindrunum sem koma í veg fyrir að þær geti tekið ákvarðanir um það hvort, hvenær og hversu oft þær vilja verða barnshafandi. </p> <p>Á þessa leið hefst árleg skýrsla UNFPA um mannfjöldann í heiminum: <a href="https://www.unfpa.org/sites/default/files/pub-pdf/UNFPA_PUB_2019_EN_State_of_World_Population.pdf" target="_blank">State of World Population 2019</a>, sem kom út í morgun. Í henni er tíundaður árangur síðustu fimmtíu ára sem tengist kyn- og frjósemisréttindum. Fram kemur að konur áttu árið 1969 að meðaltali 4,8 börn en í dag 2,5; í þróunarríkjum hafa þessar tölur farið úr 6,8 niður í 3,9 á sama tíma; konum sem deyja af barnsförum – miðað við 100 þúsund lifandi fædd börn – hefur fækkað úr 369 niður í 216, og hlutfall kvenna sem notar getnaðarvarnir hefur aukist úr 24% í 58% á síðustu fimm áratugum.</p> <p>Í skýrslunni segir að milljónir kvenna fái hins vegar ekki enn notið kyn- og frjósemisréttinda og að UNFPA telji þær vera um 200 milljónir sem vilji forðast þungun en fái hvorki aðgang að þjónustu né upplýsingar um getnaðarvarnir. „Án þessa aðgangs skortir konurnar vald til að taka ákvarðanir um eigin líkama, þar með talið hvort eða hvenær þær vilja verða barnshafandi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA í <a href="https://www.globenewswire.com/news-release/2019/04/10/1801751/0/en/World-must-work-harder-to-secure-sexual-and-reproductive-rights-for-all-says-new-UNFPA-report.html" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>Fátækar konur, jafnt í borgum sem sveitum, eru meðal þeirra hópa sem njóta minnst kyn- og frjósemisréttinda, auk kvenna sem eru jaðarsettar, eins og þær sem tilheyra fámennum kynþáttum, hinsegin fólki, eru ógiftar eða ungar.</p> <p>Fram kemur í skýrslu UNFPA að um 800 milljónir núlifandi kvenna hafi gifst á barnsaldri. Þá segir að meðal þjóða þar sem neyð ríkir deyi á hverjum degi rúmlega 500 konur á meðgöngu eða við fæðingu.</p> <p>Utanríkisráðuneytið þrefaldi framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Í febrúar í fyrra undirritaði ráðherra samning við UNFPA um stuðning Íslands við verkefni stofnunarinnar í Sýrlandi. Þá studdi Ísland UNFPA við gerð manntals í Malaví síðastliðið haust og veitti enn fremur framlög til UNFPA í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og í Jemen.</p>

09.04.2019Allt að 120 milljónir til verkefna í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið ætlar að verja allt að 120 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur um verkefnin er til 20. maí og niðurstöður um úthlutun fjár til verkefna ættu að liggja fyrir í júlí. Tiltölulega fá íslensk félagasamtök eru virk í alþjóðlegu starfi á þessum sviðum en utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið.</p> <p>Að auki auglýsir ráðuneytið styrki til fræðslu- og kynningarverkefna félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Allt að tvær milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og styrkupphæðin getur numið allt að 80% heildarkostnaðar. </p> <p>Til <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/Samstarf-vid-borgarasamtok/190403%20Augl%c3%bdsing%20um%20framl%c3%b6g%20til%20%c3%ber%c3%b3unarsamvinnuverkefna.pdf">þróunarsamvinnuverkefna</a>&nbsp;er heimilt að veita styrki til sama verkefnis að hámarki í fjögur ár og styrkupphæðir til slíkra verkefna geta numið allt að 80% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar allt að 70 milljónir króna.</p> <p>Til <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/Samstarf-vid-borgarasamtok/auglysingmannudarverkefni0419.pdf">mannúðarverkefna</a>&nbsp;eru framlög veitt í samræmi við alþjóðleg neyðarköll og í þeim tilvikum getur styrkupphæð numið allt að 95% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar 50 milljónir króna, en þar af er 31,5 milljón króna eyrnamerkt til verkefna sem tengjast Sýrlandi, annars vegar verkefni í samræmi við <a href="https://www.unocha.org/syria">neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum</a> (OCHA) eða <a href="http://www.3rpsyriacrisis.org/">viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna</a> (UNHCR). Styrkupphæð getur numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna. </p> <p>Ítarlegar upplýsingar um framlögin, mat á umsóknum, styrkhæfni félagasamtaka og önnur atriði sem fram þurfa að koma þegar sótt um styrkina er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-borgarasamtok/">vef</a> utanríkisráðuneytisins undir flokknum „Samstarf við borgarasamtök“.</p> <p>Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, eftir því sem við á, og einum fulltrúa utanríkisráðuneytisins.</p>

08.04.2019Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum

<span></span><span></span> <p>Það er ekki á hverjum degi sem einn af æðstu mönnum heims hrósar ungmennum fyrir að skrópa í skólann, en það gerði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna nýverið. Í blaðagrein sem hann skrifaði lauk hann lofsorði á nemendur sem skrópuðu í skólann til þess að ganga fylktu liði til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. „Þessir skólabörn hafa skilið það sem hefur farið framhjá eldra fólki: að við erum í kapphlaupi við tímann og erum að tapa. Tíminn til að grípa til aðgerða er að renna út. Við höfum ekki þann munað að geta beðið. Frestanir eru næstum jafnhættulegar og afneitun.”</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) fjallar um málið:</p> <p>Loftslagsaðgerðir ungmenna eiga rætur að rekja til Svíþjóðar en þar fór hin 16 ára gamla Greta Thunberg í verkfall á föstudegi og settist á tröppur við sænska þingið með skilti sem á stóð „verkfall fyrir loftslagið.” Fyrsta föstudaginn var hún ein en smátt og smátt fjölgaði þeim sem slógust í hópinn og nú hafa þúsundir ungmenna um allan heim tekið þátt í loftslags-verkföllum.</p> <p>Í desember síðastliðnum var Thunberg boðið á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice. Þar sakaði hún leiðtoga heimsins um að haga sér eins og ábyrgðarlausir krakkar. Nýlega var hún tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.<br /> <br /> Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. Agla Elín Davíðsdóttir, þrettán ára er ein af þeim sem hafa mætt reglulega á Austurvöll á föstudögum til að krefjast aðgerða.</p> <p>„Viðbrögð hafa verið mjög góð, flestir foreldra vina minna styðja okkur og meira að segja kennarar líka, þótt við séum að skrópa í skólanum.”</p> <p>Agla Elín segir að þetta átaka hafi orðið til þess að minnsta kosti í hennar bekk og skóla að krakkar hafi farið að tala um loftslagsmál. „Þetta skiptir mig og vini mína miklu máli. Fólk heldur að börn hafi ekki endilega áhuga á þessu og sé ekki upplýst um þetta, en það er ekki rétt. Það er fullt af börnum vilja breytingar og eru að berjast fyrir þessu.</p> <p>Helsta krafa unga fólksins er að stjórnmálamenn grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins um að hiti á jörðinni hækki ekki um meir en eina og hálfa gráðu miðað við fyrir iðnbyltingu.</p> <p>Fréttin birtist fyrst í <a href="https://unric.org/is/frettabref" target="_blank">Norrænu fréttabréfi UNRIC</a></p>

05.04.2019Loftslagsbreytingar ógna lífi og framtíð rúmlega 19 milljóna barna í Bangladess

<span></span> <p>Flóð, fellibyljir og aðrar náttúruhamfarir sem rakin eru til loftslagsbreytinga ógna nú lífi og framtíð fleiri en 19 milljóna barna í Bangladess. Þetta kemur fram í <a href="https://weshare.unicef.org/archive/Report---A-Gathering-Storm--Climate-Change-Clouds-the-Future-of-Children-in-Banglaesh-2AMZIF3JCWRS.html">nýrri skýrslu UNICEF</a>, A Gathering Storm, sem kom út í dag. Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir að íbúar Bangladess hafi sýnt aðdáunarverða þrautseigju í erfiðum aðstæðum undanfarinna ára er ljóst að fleiri úrræði og nýjar aðgerðir þurfa að líta dagsins ljós til að takast á við þær hættur sem steðja að yngstu íbúum landsins vegna loftslagsbreytinga. </p> <p>„Loftslagsbreytingar auka enn á þær hættur sem ógna fátækustu fjölskyldum Bangladess og gerir það að verkum að börn fá ekki viðunandi húsaskjól, næringu, heilsugæslu eða menntun,” sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún bætti því við að í Bangladess og mörgum af fátækari samfélögum heimsins geti skaði af völdum&nbsp; loftslagsbreytinga mögulega þurrkað út þann árangur sem hefur náðst við að auka lífslíkur og lífsgæði barna í heiminum á undanförnum árum. </p> <p><strong>Öfgar í veðurfari skerða lífsgæði barna</strong><br /> Í skýrslunni er einnig bent á að flatt landslag, þéttbýli og veikir innviðir geri Bangladess sérstaklega útsett fyrir miklum og ófyrirsjáanlegum náttúruöfgum sem loftslagsbreytingar valda. Áhrifanna gætir tilfinnanlega í láglendinu í norðurhluta landsins þar sem þurrkar og flóð ganga yfir og alla leið að stormasamri strandlengjunni við Bengalflóa. </p> <p>Öfgar í veðurfari á borð við flóð, storma, þurrka og fellibylji og aðstæður sem rekja má beint til loftslagsbreytinga eins og hækkun sjávarmáls, veldur því að fátækar fjölskyldur búa við enn þrengri kost, óvissu og erfiðari aðstæður en áður. Það bitnar á möguleikum barna meðal annars til þess að njóta menntunar og heilsugæslu.</p> <p>Um 12 milljónir þeirra barna sem eru í mestri hættu búa í nágrenni mikils árkerfis sem rennur í gegnum Bangladess. Árnar flæða reglulega yfir bakka sína en árið 2017 olli flóð í ánni Brahmaputra skemmdum á að minnsta kosti 480 heilsugæslustöðvum og 50 þúsund vatnsbrunnum, sem eru nauðsynlegir til að tryggja samfélögum heilnæmt drykkjarvatn. 4,5 milljónir barna búa við strandlengjuna þar sem tíðir fellibyljir valda mikilli eyðileggingu. Þar af eru um hálf milljón Róhingja-flóttabarna sem hafast við í lélegu skjóli úr bambus og plasti. 3 milljónir barna búa í landbúnaðarhéruðum landsins þar sem enn tíðari tímabil þurrka valda ítrekað skaða. </p> <p> <strong>Flótti til borganna skapar aðrar hættur<br /> </strong>Skýrslan varpar ljósi á að loftslagsbreytingar eru aðalorsökin fyrir því að fátækari íbúar Bangladess yfirgefa heimili sín og samfélög og freista þetta að lifa betra lífi annars staðar. Margir leggja leið sína til Dhaka og annarra stórborga. Þar steðjar önnur hætta að börnum en mörg þeirra verða fórnarlömb barnaþrælkunar og barnungar stúlkur eru gefnar í hjónaband. </p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> Þegar fjölskyldur neyðast til að yfirgefa heimili sín í dreifbýlinu og flytjast til borganna lýkur oft æsku barnanna eins og Sigríður Thorlacius varð vitni að í ferð sinni á vegum UNICEF á Íslandi til Dhaka árið 2017. Veðuröfgar og náttúruhamfarir neyða fjölskyldur til þess að flýja sveitirnar í yfirfullar borgirnar. Nú þegar er fjöldi barna sem býr og sefur á götunni, <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mblC3ngtlzY&%3bt=87s">líkt og hin 9 ára gamla Habiba</a>. Enn fleiri <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DmYxr1FQL9c&%3bt=65s">vinna hættulega erfiðisvinnu</a> til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða. Fleiri en 6 milljónir manna hafa þegar flust búferlum innan Bangladess vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Sú tala gæti tvöfaldast fyrir árið 2050.</span>

05.04.2019Brugðist við útbreiðslu kóleru í Mósambík

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), hóf umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru í Mósambík á dögunum. Bólusetningarátakið á að ná til 900 þúsund íbúa. Um er ræða eitt umfangsmesta bólusetningarátak gegn kóleru sem UNICEF hefur ráðist í. </p> <p>“Frá því að fellibylurinn Idai reið yfir sunnanverða Afríku hafa UNICEF og samstarfsaðilar keppst við að&nbsp; stöðva útbreiðslu kóleru sem smitast hratt við neyðaraðstæður sem þessar. Nú þegar eru yfir eitt þúsund staðfest smit og er ástandið einna verst í hafnarborginni Beira í Mósambík. Frá því að fellibylurinn reið yfir hafa UNICEF og samstarfsaðilar lagt kapp á að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisgögnum og koma upp læknisaðstöðu til að sinna þeim sem hafa smitast af sjúkdómnum. Það var því mikið ánægjuefni þegar byrjað var að bólusetja fyrstu börnin gegn sjúkdómnum í gær,“ segir í <a href="https://unicef.is/utbreidsla-koleru-mosambik" target="_blank">frétt </a>frá UNICEF.</p> <p>„Fellibylurinn kann að vera yfirstaðinn en eyðileggingin er svo gífurleg að Idai mun hafa áhrif á líf hundruð þúsunda barna til lengri tíma. Innviðir eru í rúst, hundruð þúsunda hafa misst heimili sín og vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst sem hefur gert hjálpastarf mun erfiðara. Það er því mikilvægt að hefja uppbyggingu strax,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi.</p> <p>Talið er að yfir 3 milljónir manns þurfi nauðsynlega hjálp í Mósambík, Simbabve og Malaví, þar af um helmingurinn börn. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hamförunum og styðja neyðarviðbrögð UNICEF á svæðinu. Hægt er að styðja söfnunina <a href="file:///C:/Users/gunnars/AppData/Local/Temp/notesB16980/unicef.is/styrkja">hér</a>. </p> <p><strong>900 þúsund skammtar af bóluefni </strong></p> <p>Kólera er bráðsmitandi þarmasýking og dreifist til að mynda með menguðu vatni. Við erfiðar aðstæður sem þessar er mikil hætta á að smitsjúkdómar á borð við kóleru breiðist hratt út. Kólera getur verið banvæn, sérstaklega ungum börnum, en með réttri meðhöndlun ná börnin sér þó á undraverðum tíma og því mikilvægt að sinna fræðslu og forvörnum sem og að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu.&nbsp;Bólusetningarátak UNICEF og WHO felur meðal annars í sér að:&nbsp;</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>900.000 skammtar af bóluefni eru komnir á vettvang og byrjað er að bólusetja börn gegn sjúkdómnum;&nbsp; </li> <li>Áhersla er lögð á að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma með fræðslu og dreifingu á vatnshreinsitöflum, hreinlætisvörum og öðrum hjálpargögnum.</li> </ul> <p>„Bólusetningarátakið er eitt af mörgum inngripum UNICEF og samstarfsaðila til að sporna gegn útbreiðslu kóleru,“ segir Michel Le Pechoux, talsmaður UNICEF í Mósambík. „Auk þess er verið að laga vatnsveitukerfi, dreifa vatnshreinsitöflum og viðbragðsteymi veita fræðslu um hvernig eigi að þekkja einkennin og hvernig fjölskyldur geta verndað sig gegn smiti, til dæmis með auknu hreinlæti og bólusetningum.“ </p> <p><strong>UNICEF á Íslandi safnar fyrir börn í sunnanverðri Afríku</strong></p> <p>Ljóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa og mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. UNICEF er á vettvangi og hefur þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi er að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig er lögð áhersla á að sameina börn fjölskyldum sínum.</p> <p>Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði á barnvænum svæðum og dreifa skólagögnum. </p> <p>Neyðin er gífurleg og því biðlar UNICEF á Íslandi til almennings að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví. </p>

04.04.2019Eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum yfirgefið, munaðarlaust eða vanrækt

<span></span> <p>Fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum hófst með formlegum hætti í byrjun mánaðarins. SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið með stuðningi utanríkisráðuneytisins sem lagði til rúmar 45 milljónir króna. Mótframlag SOS eru rúmar 11 milljónir króna og það er fjármagnað af styrktaraðilum SOS á Íslandi sem kallast SOS-fjölskylduvinir.</p> <p>Í frétt á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8413/fjolskylduefling-sos-a-hafin-a-filippseyjum" target="_blank">vef</a>&nbsp;SOS kemur fram að verkefnið á Filippseyjum sé til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um klæðskerasniðna aðstoð við barnafjölskyldur „sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna,“ eins og segir í fréttinni. Þar kemur fram að eitt af hverjum tuttugu börnum á Filippseyjum hafi verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt.</p> <p>SOS á Íslandi hefur haft nokkra aðkomu að útfærslu verkefnisins, meðal annars umfang þess og staðsetningar í samráði við heimamenn. Þeir sjá þó um aðaláherslur og útfærslu þess. „Með formlegu upphafi verkefnisins á mánudaginn hófst ferli ráðninga á starfsfólki, uppsetning skrifstofu og önnur skipulagning en skjólstæðingar hafa þegar verið valdir eftir mati fagfólks á svæðinu,“ segir í fréttinni.</p> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú þrjú fjölskyldueflingarverkefni en hin eru í Eþíópíu og Perú.</p>

03.04.2019Alvarlegur matarskortur meðal 113 milljóna jarðarbúa

<span></span> <p>Alvarlegur matarskortur hrjáði um það bil 113 milljónir íbúa í 53 ríkjum á síðasta ári, samkvæmt nýrri sameiginlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, sem birt var í gær. Í skýrslunni er staðhæft að þessi útbreiddi matarskortur stafi einkum af tvennu: átökum og loftslagsbreytingum. Tveir af hverjum þremur sem búa við sult draga fram lífið í aðeins átta löndum: Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi og Jemen.</p> <p>„<a href="http://www.fsinplatform.org/global-report-food-crises-2019" target="_blank">Global Report on Food Crisis 2019</a>“ er yfirheiti skýrslunnar en að henni standa meðal annars Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Evrópusambandið. Fram kemur í skýrslunni að hungraðir í heiminum hafi á síðustu þremur árum ævilega verið yfir hundrað milljónir talsins en þeir dreifist nú á fleiri lönd en áður. </p> <p>Auk fyrrnefndra 113 milljóna manna sem búa við alvarlegan matarskort eru 143 milljónir til viðbótar í öðrum 42 löndum sem eru nærri hungurmörkum. Þeir eru þó líkast til fleiri því skortur er á tölfræðigögnum um matvælaóöryggi frá 13 ríkjum, þar á meðal bæði Norður-Kóreu og Venesúela.</p> <p>Miðað við tölur frá árinu 2017 fækkaði hungruðum í heiminum um 11 milljónir milli ára. „Það er ljóst af skýrslunni að þrátt fyrir lítilsháttar fækkun í fjölda þeirra sem upplifir mikinn matarskort er þessi hópur alltof fjölmennur,“ sagði José Graziano da Silva framkvæmdastjóra FAO á tveggja daga ráðstefnu sem efnt var til í Brussel í tilefni af útgáfu skýrslunnar.</p>

02.04.2019„Ekki koma með ræðu, komið með áætlun“

<span></span> <p>Efnt verður til leiðtogafundar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, nánar tiltekið 23. september. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ hvetur þjóðarleiðtoga ekki aðeins til þess að sækja fundinn heldur til að kynna raunhæfar aðgerðir. „Ekki koma með ræðu, komið með áætlun,“ segir hann. „Vísindin segja okkur að þetta sé nauðsynlegt. Og þetta er það sem ungt fólk um allan heim er réttilega að krefjast.“</p> <p>Guterres skrifar ávarp í nýútkomna skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnuninnar þar sem hann ítrekar áskoranir um aðgerðir. Í skýrslunni – <a href="https://library.wmo.int/doc_num.php?explnum_id=5789" target="_blank">Statement of the State of The Global Climate in 2018</a>&nbsp;– er sýnt fram á að aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu aukist hratt og það er mat stofnunarinnar að þessi þróun nálgist hættumörk. Í skýrslunni segir að áþreifanleg merki um loftslagsbreytingar komi sífellt betur í ljós og jafnframt félagsleg og efnahagsleg áhrif þeirra. Þá er vakin athygli á hækkandi yfirborði sjávar og óvenjuháum loft- og sjávarhita síðustu fjögur árin. Hlýnunin hafi verið samfelld frá síðustu aldamótum og reiknað sé með að hún haldi áfram.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/I8p1DgwbxTE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í <a href="https://www.unric.org/is/frettir/27385-gerie-tae-sem-unga-folkie-og-visindin-krefjast" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að fjölgun náttúruhamfara og hættuástands sem tengist loftslagsbreytingum sé að mati António Guterres enn ein viðvörunin til heimsins um að finna verði með hraði sjálfbærar lausnir. „Skýrslan sannar það sem við höfum sagt: hraðinn í loftslagsbreytingar en meiri en viðleitni okkar til að takast á við breytingarnar. "</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2019/03/1035681" target="_blank">Frétt UN News: New UN Global Climate report ‘another strong wake-up call’ over global warming: Guterres</a></p>

01.04.2019UNICEF biðlar til almennings um stuðning við neyðaraðgerðir

<span></span> <p>Að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eiga rúmlega 1,5 milljónir barna um sárt að binda á hamfarasvæðunum í sunnanverðri Afríku. „Þegar feillibylurinn Idai reið yfir suðurströnd Afríku með tilheyrandi flóðum þann 15. mars varð eyðileggingin gífurleg, þá sérstaklega í hlutum Mósambík, Simbabve og Malaví. Hamfarirnar eru taldar þær verstu í sunnanverðri Afríku síðustu áratugi.&nbsp;Innviðir á svæðunum eru í rúst - skólar, heimili, spítalar, vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst -&nbsp; og ljóst að uppbygging mun taka langan tíma. Það sem verra er að spáð er áframhaldandi rigningu á svæðinu næstu vikur,“ segir í frétt á <a href="https://unicef.is/">vef&nbsp;UNICEF</a>.</p> <p>Þar segir að gífurleg neyð ríki á svæðinu og að UNICEF hafi sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. „UNICEF leggur því allt kapp við að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og undirbúa bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900 þúsund manns.“</p> <p><strong>Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg&nbsp;</strong></p> <p>Fram kemur í fréttinni að UNICEF sé á vettvangi og hafi þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi sé að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig sé lögð áhersla á að tryggja að börn verði ekki viðskilja við foreldra sína og jafnframt að sameina börn sem misst hafi fjölskyldumeðlimi.</p> <p>„Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði og dreifa skólagögnum,“ segir í frétt UNICEF. </p> <p><strong>Biðla til almennings</strong></p> <p>„Ljóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa en mun fleiri eru nú í hættu vegna uppskerubrests og smitsjúkdóma. Mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. Því biðlar UNICEF á Íslandi til almenning um að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví.</p> <p>Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir okkur kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða eins og í sunnanverðri Afríku. Hægt er að <a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">styðja neyðaraðgerðir UNICEF hér</a>,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi.</p>

29.03.2019Rúmlega 25 milljónir til neyðaraðstoðar í Mósambík og Malaví

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 200 þúsund Bandaríkjadölum – um 25 milljónum íslenskra króna – til björgunarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví.</span></p> <p><span>Óttast er að yfir eitt þúsund íbúar hafi látist í ofsaflóðum í kjölfar fellibylsins Idai sem gekk yfir sunnanverða Afríku fyrir hálfum mánuði. Þegar hefur verið staðfest að rúmlega 760 hafi farist en hundruð íbúa er enn saknað, flestra í Beira og nágrenni, þar sem tæplega 34 þúsund heimili eyðilögðust algjörlega.</span></p> <p><span>„Eyðileggingin af völdum fellibylsins Idai er meiri en orð fá lýst og íbúar hamfarasvæðanna hafa liðið ómældar þjáningar. Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá slíkum hörmungum heldur ber okkur siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem um sárt eiga binda, ekki síst í ljósi þess að um samstarfsríki Íslands til margra ára er að ræða. Ég bind vonir við að framlag okkar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hafi verulega þýðingu fyrir þá sem verst hafa orðið úti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p>Þúsundir íbúa á flóðasvæðunum hafa misst allt sitt og björgunarsveitir leggja nú áherslu á matvæla- og lyfjaaðstoð, vatn- og salernisaðstöðu, auk þess sem kapp er lagt á að koma upp neyðarskýlum. Heilbrigðisstarfsfólk leggur nótt við dag að bólusetja íbúa gegn kóleru til að freista þess að afstýra faraldri. Þegar hafa verið staðfest 139 tilvik þessa banvæna smitsjúkdóms í Mósambík. Aðrir vatnsbornir sjúkdómar hafa líka látið á sér kræla.</p> <p><span>Filipe Nyusi forseti Mósambík segir hamfarirnar þær mestu í sögu landsins. Mikil þörf er fyrir stuðning alþjóðasamfélagsins og ljóst að enduruppbygging tekur langan tíma.</span></p> <p><span>Mikil eyðilegging og manntjón varð einnig í Zimbabwe og Malaví af völdum veðurofsans og flóðanna. Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og Íslendingar styðja áfram þróunarstarf í Mósambík þótt sendiráði Íslands hafi verið lokað þar fyrir rúmu ári. Báðar þjóðirnar eru meðal fátækustu þjóða í heimi.</span></p> <p><span>Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir 35 milljarða króna framlagi til uppbyggingarstarfs í Mósambík næstu þrjú árin.</span></p>

28.03.2019Nýr nemendahópur við Landgræðsluskólann

<span></span> <p><span>Nýr hópur nema hefur hafið nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og hýstur af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðsluna. Í ár eru nemarnir alls 21, 10 karlar og 11 konur, og koma frá 10 löndum í Afríku og Asíu. Nemarnir eru allir starfandi sérfræðingar í sínum heimalöndum og hafa fengið leyfi frá störfum til að sækja sex mánaða nám Landgræðsluskólans um landhnignun og afleiðingar hennar, sjálfbæra landnýtingu og landgræðslu. </span></p> <p><span>Nemarnir koma frá Gana, Malaví, Úganda, Níger, Lesótó og Eþíópíu í Afríku og frá Mongólíu, Tadsíkistan, Kirgistan og Úsbekistan í Asíu. Í heimalöndum sínum starfa þau á sviði landnýtingar og landverndarmála, ýmist við rannsókna- og eftirlitsstofnanir, héraðsstjórnir, ráðuneyti eða háskóla, auk frjálsra félagasamtaka. Að loknu námi við Landgræðsluskólann fara þau aftur til starfa sinna, þar sem námið mun nýtast þeim í þeim áskorunum sem þau þurfa að takast á við í vinnu sinni.</span></p> <p><span>Skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) hafa um áratugaskeið verið mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslendinga, enda er innan þeirra hagnýtt sú sér- og tækniþekking sem til staðar er á Íslandi og henni miðlað til íbúa þróunarlandanna.&nbsp;Hlutverk Landgræðsluskólans er að vinna að vernd, endurheimt og sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri stjórnun skógarauðlinda, baráttu gegn eyðimerkurmyndun, stöðvun jarðvegseyðingar, endurheimt landgæða og mótspyrnu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.&nbsp;</span></p>

28.03.2019Tæplega 66% þjóðarinnar þekkir eða hefur heyrt um heimsmarkmiðin

<span></span> <p><span>Alls segjast 65,6 prósent landsmanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þannig segjast 15,1 prósent þekkja til heimsmarkmiðanna en 50,6 prósent segjast hafa heyrt um þau. </span></p> <p><span>Þetta er í þriðja sinn sem Gallup, í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, kannar vitund almennings á heimsmarkmiðunum. Í janúar 2018 sögðust 46,6 prósent landamanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmiðin og í maí 2018 var hlutfallið komið upp í 57,4 prósent. Vitund almennings á heimsmarkmiðunum hefur því farið ört vaxandi á undanförnu ári.&nbsp; </span></p> <p><span>Verkefnastjórn heimsmarkmiða leggur sérstaka áherslu á að miðla upplýsingum um heimsmarkmiðin til almennings enda ljóst að þeim verður ekki náð án víðtækrar þátttöku almennings, atvinnulífs, fræðasamfélags og félagasamtaka. Í því skyni hefur meðal annars verið ráðist í tvær kynningarherferðir á heimsmarkmiðunum á undanförnu ári auk þess sem veggspjöld með heimsmarkmiðunum voru send í alla skóla og félagsmiðstöðvar í haust í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna. Þá er verkefnastjórnin í samstarfi við Festu og Almennaheill um kynningu á heimsmarkmiðunum til fyrirtækja og félagasamtaka. </span></p> <p><span>Samkvæmt könnuninni er fólk í yngstu aldurshópunum líklegra til að þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eldri eru, sem gæti skýrst af því að hlutfall þeirra sem segjast hafa fengið upplýsingar um heimsmarkmiðin í skóla fer vaxandi. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf mun líklegri til að segjast þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eru með grunnskóla- eða framhaldsskólapróf. </span></p> <p><span>Þeir sem sögðust þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einnig spurðir hvar þeir hefðu heyrt eða séð upplýsingar um heimsmarkmiðin. Flestir segjast hafa séð upplýsingar um heimsmarkmiðin í fréttum eða sjónvarpi. Þá fer þeim vaxandi sem segjast fá upplýsingar um heimsmarkmiðin í dagblöðum, í tengslum við starf sitt og í skóla. </span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að finna á <a href="http://www.heimsmarkmidin.is/">www.heimsmarkmidin.is</a>. </span></p>

27.03.2019Alþjóðlegt netnámskeið um þróun viðskiptalíkana fyrir endurheimt landgæða ​

<span></span> <p>Hvernig er hægt að skapa atvinnu- og viðskiptatækifæri með því að vinna að landbótum og endurheimt vistkerfa? Svarið við þeirri spurningu er að finna á nýju netnámskeiði sem Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur þróað ásamt samstarfsaðilum í ENABLE verkefninu. Það verkefni snýr að framleiðslu námsefnis á háskólastigi um landgræðslu og sjálfbæra landnýtingu þar sem tengt er saman vist- og náttúrufræði annars vegar og viðskipta- og atvinnulíf hins vegar.&nbsp;&nbsp;</p> <p><span>Netnámskeiðið, svokallað MOOC (Massive Open Online Course), ber heitið „<a href="https://www.coursera.org/learn/bmi-sustainable-landscape-restoration">Business Model Innovation for Sustainable Landscape Restoration</a>“ og þar þróa þátttakendur eigin viðskiptalíkön í hópum eða einir sér, allt eftir áhugasviði. Netnámskeiðið tekur átta vikur, er ókeypis og opið öllum á vef <a href="https://www.coursera.org/learn/bmi-sustainable-landscape-restoration">Coursera.org</a> þar sem hægt er að skrá sig.</span></p> <p><span>Námskeiðið &nbsp;leiðir þátttakendur frá hugmyndum og skilgreiningum á áskorunum, til hönnunar og framkvæmdar nýs viðskiptamódels sem leiðir til landbóta eða endurheimt vistkerfa. Haft er að leiðarljósi að aukin landgæði og heil vistkerfi stuðli að ávinningi fyrir samfélög og atvinnulíf, sem styður við velferð einstaklinga og samfélaga til framtíðar. Til að auka skilning þátttakenda á efninu og hagnýtingu þess eru þrjú raunveruleg verkefni skoðuð, rýnd og unnið með þau allt námskeiðið. Verkefnin þrjú eru endurheimt birkiskóga í kringum Heklu, breyttar ræktunaraðferðir á akurlöndum á Spáni sem auka landgæði, og áskoranir sem tengjast skógareldum og landnýtingu í Portúgal. </span></p> <p><span>Þetta er annað netnámskeiðið sem ENABLE hópurinn hefur þróað en það byggir á fyrra námskeiðinu sem &nbsp;gaf heildstæða þekkingu á landhnignun og landgræðslu, bæði út frá sjónarhóli náttúruvísinda og viðskipta- og atvinnulífs. Bæði netnámskeiðin eru sérstaklega sniðin að nemendum og sérfræðingum í náttúruvísindum, viðskiptum og stjórnun en nýtist öllum sem hafa áhuga á að stuðla að sjálfbærri þróun samfélaga og viðskipta- og atvinnulífs með ábyrgri landnýtingu.</span></p> <p><span>Með netnámskeiðum er hægt að ná til fjölda fólks og gefa breiðum hópi einstaklinga tækifæri til að mennta sig óháð staðsetningu og efnahag. Jafnframt skapa slík námskeið sóknarfæri til að vekja athygli á aðkallandi málefnum samtímans. Að ENABLE verkefninu standa, auk Landgræðsluskólans, Rotterdam School of Management, Erasmus University; Commonland; Spanish National Research Council; og Nova School of Business and Economics. Við þróun og gerð námskeiðsins átti Landgræðsluskólinn einnig mjög gott samstarf við sérfræðinga Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslunnar. ENABLE verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. </span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um ENABLE verkefnið má finna á heimasíðu <a href="https://www.rsm.nl/enable/home/">ENABLE</a> hópsins en þar er einnig hægt að skoða <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wSZrNkXrGuE&%3bfeature=youtu.be">kynningarmyndband</a> námskeiðsins.</span></p>

27.03.2019Fjögur ár frá upphafi stríðsins í Jemen og 10 milljónir á barmi hungursneyðar

<span></span> <p>Í gær voru fjögur ár liðin frá því stríð braust út í Jemen. Síðustu tólf mánuði hafa að minnsta kosti 226 jemensk börn látið lífið og 217 slasast í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna þeirra. Það eru 37 börn í hverjum einasta mánuði. Sprengjum er varpað á þéttbýla staði, skóla, sjúkrahús og aðra innviði og <span>19 þúsund loftárasir hafa verið gerðar&nbsp;</span>frá því stríðið braust út.</p> <p>Í frétt á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/i-hverjum-manudi-deyja-eda-saerast-37-jemensk-born" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, segir að áætlað sé að 24 milljónir Jemena séu hjálpar þurfi þar sem ekki er hægt að koma til þeirra mat eða öðrum hjálpargögnum. „Milljónir barna eru á barmi hungursneyðar í einum mestu hörmungum okkar tíma. Stríðið og ofbeldið hefur hrakið þrjár milljónir manna frá heimilum sínum, þar af er helmingurinn börn,“ segir í fréttinni.</p> <p>Talsmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP)<a href="https://news.un.org/en/story/2019/03/1035501" target="_blank"> sagði</a> í gær að því sem næst 10 milljónir væru á barmi hungursneyðar.</p> <p>Í frétt Barnaheilla segir: „Börn sem búa við slíkar hörmungar líða óbærilegar þjáningar bæði líkamlega og andlega. Sameer - nafni breytt vegna persónuverndarsjónarmiða – sem er átta ára, er eitt af fórnarlömbum loftárásanna. Hann slasaðist alvarlega þegar árás var gerð á þorp nærri Hodeidah, en hann var á leið heim ásamt afa sínum eftir kvöldbænir. Hann rifjar upp: „Ég heyrði flugskeytið koma, það heyrðist búm, og það leið yfir mig. Pabbi minn hélt á mér í sjúkrabílinn sem keyrði mig á spítalann. Ég vaknaði eftir þrjá daga (…) ég vildi að stríðið myndi hætta, að það myndi allt verða rólegra.“</p> <p>Sameer slasaðist á höfði og þurfti að fara í aðgerð. Hann er enn lamaður í annarri hendinni. Barnaheill – Save the Children hafa hjálpað honum ásamt öðrum börnum sem hafa slasast í loftárásum með því að greiða læknisþjónustu og lyf og í sumum tilvikum með því að útvega börnum, sem hafa hlotið sálrænan skaða vegna reynslu sinnar, sérfræðiaðstoð. Samtökin hafa einnig komið upp barnvinsamlegum stöðum þangað sem börn geta komið og leikið sér og lært og látið sér líða eins og börn aftur.</p> <p>Barnaheill – Save the Children hvetja ríkisstjórnir til þess að stöðva vopnasölu&nbsp;til stríðandi fylkinga&nbsp;og að þjóðir beiti sér í Öryggisráði SÞ til að&nbsp;stöðva stríðið&nbsp;eða í það minnsta fylgja eftir friðarsamkomulagi sem náðist í Stokkhólmi í desember síðastliðnum. Þá þarf að&nbsp;tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist&nbsp;til allra þeirra sem á þurfa að halda. Sömuleiðis að tryggja að brot gegn alþjóðalögum sem varða vernd barna og almennra borgara séu rannsökuð og að&nbsp;þeir sem gerast brotlegir verði dregnir til ábyrgðar.</p>

26.03.2019Rúanda á heimsmetið í þátttöku kvenna á þingi

<span></span> <p>Konur eru 67,5% þingmanna í Rúanda. Hvergi í heiminum skipa konur jafn mörg þingsæti og í Rúanda. Síðastliðið haust setti Rúanda nýtt heimsmet í þátttöku kvenna á þingi þegar nýtt landsþing tók til starfa. Konur skipa nú 54 þingsæti af 80 og eru þar með 67,5% þingmanna en áður höfðu þær verið&nbsp;&nbsp;64% þingmanna. Til samanburðar hafa íslenskar þingkonur flestar verið 44,4% þingmanna, árið 2015.</p> <p>Í frétt á <a href="https://unwomen.is/ruanda-a-heimsmetid-i-thatttoku-kvenna-a-thingi/" target="_blank">vef</a>&nbsp;landsnefndar UN Women segir að árið 2003 hafi rúanska þingið samþykkt lög sem tryggja jafnari þátttöku kvenna í þingstörfum, meðal annars með kynjakvótum. Sama ár fjölgaði þingkonum töluvert og þær urðu um helmingur þingmanna. Rúanskar stjórnmálakonur segjast þó enn upplifa það að efast sé um hæfni þeirra og getu til þingstarfa.</p> <p>Nýlega kynnti&nbsp;Martin Chungong,&nbsp;framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreitni innan þjóðþinga Evrópu á morgunverðarfundi á Grand Hótel á vegum íslensku stjórnmálaflokkanna. Fundurinn bar yfirskriftina #METOO og stjórnmálin.</p> <p>„Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 85% þingkvenna í 45 löndum Evrópu hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni. En 47% kvennanna&nbsp;sögðu að þær hefðu fengið morðhótanir, verið hótað að þeim yrði nauðgað eða beittar líkamlegu ofbeldi. Þá kom í ljóst að þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni og að kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæðisbundinna rannsókna sem Alþjóðaþingmannasambandið stendur fyrir um kynbundið ofbeldi og áreiti gagnvart konum í þjóðþingum heims,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>Chungong sagði í tölu sinni á fundinum að ofbeldi og áreitni fæli konur frá þingstörfum. „Þegar þingkonur verða fyrir kynferðislegu&nbsp;ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni geta þær ekki látið til sín taka að fullnustu. Málfrelsi þeirra er skert og þær upplifa sig óöruggar láta því síður að sér kveða. Þetta hefur bein áhrif á störf þinganna og bein áhrif á lýðræðið því lönd með veik þing standa síður vörð um lýðræði.“</p> <p>Frétt UN Women lýkur á þessum orðum: „Þegar konur eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem hagnast bæði konum og karlmönnum. Valdeflandi leiðtogaþjálfun við þátttöku kvenna í stjórnmálum og í atvinnulífi eru lykilatriði við að lagfæra þennan halla. UN Women styður konur til forystu og áhrifa um allan heim meðal annars með því að þrýsta á stjórnvöld að fá lögum breytt konum í hag til að tryggja konum greiðan aðgang að kjörklefum sem og þingsætum. UN Women veitir einnig konum valdeflandi frumkvöðla- og leiðtogaþjálfun víða um heim, þar á meðal í Rúanda.“</p> <p>Því er við að bæta að utanríkisráðuneytið styrkir verkefni í Malaví sem ætlað er að fjölga konum í sveitarstjórnum í komandi kosningum, í maí. Í íslenskri þróunarsamvinnu er almennt mjög mikill stuðningur við kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna eins og sást í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/03/14/Yfir-80-framlaga-til-throunarsamvinnu-stydja-jafnretti-kynjanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;um nýlega kynjajafnréttisstiku DAC, þróunarsamvinnunefndar OECD.</p>

25.03.2019Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Fórnarlömb ofsaflóða í sunnanverðri Afríku telja 5,3 milljónir íbúa. Tíu dögum eftir hörmungarnar berjast hjálparsveitir við að koma nauðþurftum til fólks á flóðasvæðunum. Í morgun var staðfest að 705 væru látnir, flestir í Mósambík þar sem fellibylurinn Idai gekk á land við borgina Beira. Manntjón varð einnig í Malaví, Simbabve og Madagaskar. Endanlegar tölur um þá sem fórust í hamförunum verða ekki ljósar fyrr en vatn tekur að sjatna á flóðasvæðunum sem ná yfir rúmlega tvö þúsund ferkílómetra.</p> <p>Á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-vegna-ofsafloda-i-sunnanverdri-afriku" target="_blank">vef</a>&nbsp;Rauða krossins segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins vinni nótt sem nýtan dag við það að bjarga mannslífum. Fjölskyldur sem misst hafi allt sitt hafist nú við í fjöldahjálparstöðvum. Rauði krossinn á Íslandi tekur þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna ofsaflóðanna í sunnanverðri Afríku</p> <p>Þjóðirnar sem hafa orðið fyrir barðinu á ofsaflóðunum eru með þeim fátækustu í heimi. Íbúar á flóðasvæðinu lifa margir hverjir á sjálfsþurftarbúskapi.&nbsp;„ Á þessum slóðum þekkir fólk þessar hörmulegar afleiðingar loftslagsbreytinga því miður vel og ljóst er að lífsviðurværi margra er tapað. Umfang flóðanna nú er óvenjumikið og eru meira en 228 þúsund hektarar lands undir vatni. Á þessum tímapunkti er þörfin mest fyrir húsaskjól, mat, öruggt drykkjarvatn og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu,“ segir í frétt Rauða krossins. </p> <p>Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfsmánans hefur þegar sent útkall til allra landsfélaga þar sem óskað er eftir aðstoð. Ljóst er að neyðin er gríðarleg á þessu svæði þar sem fólk er berskjaldað og innviðir oft veikir. Rauði krossinn á Íslandi hefur í gegnum árin starfrækt verkefni á þessum svæðum, t.d. með uppbyggingu á heilsugæslu, öruggu drykkjarvatni og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu.&nbsp; Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar sent einn sendifulltrúa á svæðið vegna flóðanna og er í viðbragsstöðu að senda fleiri.</p> <p>Þú getur stutt starf Rauða krossins í sunnanverðri Afríku með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.</p>

22.03.2019Stjórnvöld skrifa undir samkomulag við FAO

<span></span> <p>„Fiskveiðar, bláa hagkerfið og heilbrigð höf eru lykilþættir fyrir Ísland og stefnu okkar í þróunarsamvinnu. Við lítum því á samkomulagið við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem góða leið til þess að styðja heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun,“ segir María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem skrifaði í gær fyrir Íslands hönd undir rammasamning við FAO.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu ætla FAO og Ísland að vinna náið saman að verkefnum sem stuðla að langtímavernd vistkerfa sjávar og felur í sér meðal annars fjárhagslegan og tæknilegan stuðning af Íslands hálfu. Þrír meginþætti samkomulagins eru baráttan gegn ólöglegum fiskveiðum, meðal annars með innleiðingu alþjóðlegs samnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar; í öðru lagi aðgerðir gegn rusli í höfum, sérstaklega plasti, glötuðum veiðafærum og drauganetum; og í þriðja lagi stuðning við sjóð innan FAO þar sem ein stoðin nefnist ,,Blue growth”.</p> <p>Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs FAO fagnaði undirritun samningsins og sagði að stofnunin hafi ævinlega átt stuðning Íslands vísan, einkanlega á sviði fiskimála.</p> <p>Samkomulag FAO og Íslands tengist beint fjórtánda heimsmarkmiðinu, um líf í vatni, en einnig öðrum heimsmarkmiðum eins og baráttunni gegn hungri.</p>

22.03.2019Íslensk þróunarsamvinna: Vatnsból fyrir hálfa milljón íbúa

<span></span> <p>Íslensk stjórnvöld hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu komið upp vatnsbólum fyrir hálfa milljón íbúa í Afríkuríkjum. „Vatn er undirstaða alls lífs og ekkert bætir líf fátæks fólks meira en greiður aðgangur að hreinu vatni. Við leggjum kapp á að koma upp vatnspóstum í grennd við heimili íbúa í samstarfshéruðum okkar því við vitum að hreint vatn bætir stórkostlega heilsu íbúanna og dregur úr óþarfa tímaeyðslu við vatnsburð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins í dag, 22. mars.</p> <p>Af samstarfslöndum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafa flestir fengið hreint neysluvatn í Malaví, eða um 350 þúsund manns í Mangochi héraði. Í Úganda hefur verið komið upp vatnsveitum fyrir um það 90 þúsund íbúa Kalangala og Buikwe héruðum, að meðtöldum smærri vatnsverkefnum við Kyogo og Albertsvatn. Ennfremur hafa um 60 þúsund íbúar héraða í Sambesíufylki í Mósamík fengið hreint vatn fyrir tilstuðlan Íslendinga gegnum samstarf við UNICEF. Þá eru ótaldir nokkuð hundruð frumbyggjar af Ovahimba ættbálki í norðurhluta Namibíu sem fengu tæplega 40 vatnsból á sínum tíma.</p> <p>Hvarvetna þar sem Íslendingar reisa vatnsveitur í samstarfshéruðum er kappkostað að tryggja gæði vatnsins og miðað er við að íbúar þurfi ekki að ganga meira en hálfan kílómetra eftir vatni. Áður fóru heilu og hálfu dagarnir í erfiðan og slítandi vatnsburð sem einkum bitnaði á konum og stúlkum. Þær gátu þá ekki sinnt öðrum störfum eða námi á sama tíma. Aðgengi að hreinu vatni er þó fyrst og heilbrigðismál því mengað vatn veldur ýmsum sjúkdómum, sumum alvarlegum, eins og iðrakreppu og kóleru. „Ég heyrði þau ánægjulegu tíðindi nokkrum sinnum í heimsókn minni til Malaví fyrr á árinu að kólera hafi ekki komið upp í Mangochi héraði síðustu þrjú árin. Fjárfestingar í vatnsbólum eru því mikilvægt framfaraskref fyrir þessi samfélög,“ segir Guðlaugur Þór.</p> <p>Á næstunni bætast við tugþúsundir manna sem fá hreint drykkjarvatn fyrir íslenskt þróunarfé. Í nýju samstarfsverkefni Íslendinga í vesturhluta Afríku, Líberíu og Síerra Leone, er áætlað að um 50 þúsund íbúar fái hreint vatn á næstu tveimur árum. Og samkvæmt nýgerðum samningi við UNICEF í Úganda er reiknað með að milli 15 og 20 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan og heimamenn í flóttamannabyggðum í norðurhluta landsins verði komnir með vatnspósta í grennd við heimili sín síðar á þessu ári. </p>

21.03.2019Sýrlenskur flóttadrengur á stjörnuhimni Cannes

<span></span> <p>Æska Zain Al Rafeaa sem flóttadrengs í Beirút var honum innblástur í aðalhlutverki <span></span>verðlaunamyndarinnar Capernaum sem skaut honum upp á stjörnuhimininn í Cannes og jafnvel lengra. Þannig hefst frásögn á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem segir frá ferðalagi ungs flóttadrengs frá Sýrlandi frá götum Beirút á rauða dregilinn í Cannes.</p> <p>„Hann brosir feimnislega í sjónvarpsmyndavélarnar áður en hann fer á svið fyrir framan fullan sal áhorfenda í Cannes. Hinn 13 ára gamli flóttadrengur Zain Al Rafeaa drakk í sig fagnaðarlæti þekktra leikara, leikstjóra og annarra stjarna kvikmyndaiðnaðarins.</p> <p>„Ég var lamaður, gjörsamlega lamaður,“ sagði Zain þegar hann rifjaði upp þetta súrrealíska kvöld þegar myndin „Capharnaum“, sem hann leikur aðalhlutverkið í, fékk hin virtu dómnefndarverðlaun í Cannes. „Ég hafði aldrei áður upplifað standandi fagnaðarlæti. Þau voru það besta.“</p> <p>Þetta var allt svo langt frá baráttu daglegs lífs hans sem sýrlensks flóttamanns í Beirút, höfuðborg Líbanon, þar sem þessi heillandi og sniðugi unglingur sást úti á götu og var fenginn í prufu fyrir aðalhlutverkið í mynd líbanska leikstjórans Nadine Labaki.</p> <p>Zain var bara sjö ára þegar hann flúði frá Daraa í Suður-Sýrlandi með fjölskyldu sinni árið 2012, og leitaði skjóls í Líbanon. Hann hafði rétt lokið fyrsta bekk þegar ástand öryggismála í heimabæ hans versnaði. „Líf okkar voru í hættu. Við móðir hans þurftum að fórna því sem við héldum að yrði bara eitt skólaár, vegna öryggis hans,“ segir faðir hans, Ali Mohammed Al Rafeaa.</p> <p>Aðalpersóna myndarinnar, sem ber sama nafn og hann, er óskráður strákur sem býr á götunni í fátækasta hverfi Beirút og þarf að vinna til að styðja fjölskylduna sína í stað þess að fara í skóla. Án þess að hafa nokkra formlega þjálfun nýtti Zain eigin reynslu í hlutverkið, sem flóttamaður sem gekk ekki í skóla og bjó við erfiðar aðstæður.</p> <p>„Það hefur verið erfitt,“ sagði hann um æsku sína í útlegð, þar sem hann hefur undanfarin sex ár sofið á slitinni dýnu ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum í þröngri og rakri íbúð. „Ég hefði svo gjarnan viljað fara í skóla. Ég man daginn sem við komum hingað og ég fór út að leika. Ég lenti í slag við krakka.“</p> <p>„Þegar ég sá Zain fannst mér alveg augljóst að hann yrði hetjan okkar,“ sagði Labaki. „Það er einhver sorg í augnaráði hans. Hann veit líka hvað við erum að tala um [í kvikmyndinni] og það sést í augnaráðinu.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-s57u4IzYvE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Þessi líbanski leikstjóri vissi að hún var að taka áhættu með því að hafa bara óreynda leikara en hún segir að það hafi að lokum gefið myndinni kraft sinn. „Það eru engir atvinnuleikarar í myndinni minni. Þeir eru allir að leika sjálfa sig, sitt eigið líf. Þeir lýsa allir eigin lífi á einn eða annan hátt, baráttu sinni og erfiðleikum“.</p> <p>Labaki segir að Zain hafi spunnið og bætt sínum eigin orðum við handritið á nokkrum stöðum á meðan á tökum stóð. „Zain getur varla skrifað nafnið sitt, samt gat hann axlað sex mánaða tökutíma á sínum litlu öxlum. Hann bætti meira að segja við sínum eigin orðatiltækjum og látbragði – sem átti sér stað á svo áreynslulausan hátt og gerði senurnar enn sterkari,” sagði hún.</p> <p>Capharnaum, sem verður frumsýnd í Beirút í september, tekst á við félagsleg málefni sem hafa áhrif bæði á Líbani og flóttamenn: vinnu barna, hjónabönd á unga aldri, ríkisfangsleysi og fátækt. Núna búa um 967.000 sýrlenskir flóttamenn í Líbanon – meira en helmingurinn eru konur og börn – sem gerir landið að stærsta viðtakanda flóttamanna miðað við fólksfjölda.</p> <p>Zain finnur enn fyrir stjörnuáhrifunum, þar sem Capharnaum var valin sem framlag Líbanon til Óskarsverðlaunanna 2019 sem besta erlenda myndin og 22. janúar hlaut hún tilnefningu bandarísku kvikmyndaakademíunnar í þeim flokki.</p> <p>Fjölskyldan hans hefur líka fengið langþráða hjálp, en með stuðningi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna var samþykkt að þau fengju hæli sem kvótaflóttamenn í Noregi.</p> <p>En þrátt fyrir allt sem þau hafa gengið í gegnum í Líbanon var ekki auðvelt að fara þaðan. Á heitu sumarkvöldi í Beirút, kvöldið fyrir brottför þeirra, var litla íbúðin sem Rafeaa fjölskyldan hefur kallað heimili sitt í sex ár full af fjölskyldumeðlimum, vinum og nágrönnum sem komu til að kveðja.</p> <p>Iman, yngri systir Zain, var að fara með nokkur af norsku orðunum sem hún hafði lært í menningarfræðslunni sem hún hafði sótt í Berút ásamt foreldrum sínum og systkinum. En tilfinningar Zain voru tvíbentar. „Ég er bæði glaður og leiður. Ég mun sakna frændfólks míns hérna, en þar mun ég geta farið í skóla og lært að lesa og skrifa.“</p> <p>Zain og fjölskylda hans eru núna að aðlagast sínu nýja lífi í Noregi. Zain hefur rúm til að sofa í og hann er byrjaður að fara í skóla eins og önnur börn á hans aldri. „Við sjáum sjóinn út um gluggann okkar. Mér finnst gaman að sitja við sjóinn, en ég get ekki synt í honum því hann er ískaldur!“ segir hann.</p> <p>Þau eru í hópi innan við eins prósents flóttafjölskyldna í heiminum sem fá tækifæri til að hefja nýtt líf í þriðja ríki. Zain segir að kannski muni hann ákveða að verða atvinnuleikari. En eins og er sé hann alsæll með að geta loksins látið draum sinn um að ganga í skóla rætast.“</p>

20.03.2019Neyðarsjóður SÞ leggur fram fjármagn til hamfarasvæðanna í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mósambíska hafnarborgin Beira varð verst úti þegar fellibylurinn Idai lagði borgina nánast í rúst. Óttast er að tala látinna eigi eftir hækka mikið næstu daga. Fellibylurinn olli líka manntjóni í Simbabve, Malaví og víðar í sunnanverðri álfunni. <span></span>Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Mósambík.</p> <p>Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum. Í dag, fimm dögum eftir versta óveðrið, er fólk enn fast uppi á þökum húsa eða upp í trjám, og víða er erfitt að koma hjálpargögnum til fólks vegna flóða. Samgöngur hafa líka farið úr skorðum því vegir og brýr hafa skemmst.</p> <p>Fellibylurinn Idai er einn versti hitabeltisstormur sem sögur fara af í Afríku. Þegar hefur verið upplýst að rúmlega fjögur hundrað manns hafi látist af völdum veðurofsans og flóðanna sem fylgdu í kjölfarið. Hundruð íbúa á hamfarasvæðunum er saknað, flestra í Beira og nágrenni en íbúar borgarinnar eru um hálf milljón. Samkvæmt nýjustu tölum eru flestir látnir í Mósambík, 268, í Simbabve 98, í Malaví 56, 7 í Suður-Afríku og 3 á Madagaskar. </p> <p>Talið er ein og hálf milljón íbúa í þessum heimshluta hafi orðið illa úti í hamförunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að helmingur þeirra séu börn sem þurfi á tafarlausri aðstoð að halda. Að mati Rauða krossins hafa um 400 þúsund manns misst heimili sín.</p> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) var stofnaður 2006 til að gera SÞ meðal annars kleift að bregðast hratt við neyðarástandi.&nbsp;Fast framlag Íslendinga til sjóðsins er 50 milljónir króna árlega.</p>

19.03.2019Fátækir greiða hærra verð fyrir vatn en ríkir

<span></span> <p>Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Fátækasta fólkið í heiminum býr fyrst og fremst við vatnsskort og ófullnægjandi salernisaðstöðu, samkvæmt nýrri árlegri stöðuskýrslu um vatnsmálin í veröldinni frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Skýrslan var birt í dag en alþjóðlegur dagur vatnsins er á föstudag, 22. mars.</p> <p>„Enginn útundan“ (Leaving No One Behind) er yfirheiti skýrslunnar að þessu sinni. Þar er dregin fram sú staðreynd að 2,1 milljarður jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og tvöfalt fleiri, 4,3 milljarðar, hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu.</p> <p>"Að bæta stjórnun vatnsauðlinda og tryggja aðgengi að öruggu vatni og salernisaðstöðu fyrir alla er nauðsynlegt til að útrýma fátækt, byggja upp friðsæl og búsældarleg samfélög og tryggja að „enginn verði útundan“ á vegferðinni til sjálfbærrar þróunar", segir í skýrslu UNESCO. Þar kemur fram að helmingur allra þeirra sem búa við skort á hreinu vatni séu íbúar í Afríku og aðeins 24% íbúa í sunnanverðri álfunni hafi aðgang að öruggu drykkjarvatni.</p> <p>Eins og titill skýrslunnar ber með sér er sjónum beint að þeim ójöfnuði sem við blasir þegar litið á aðgengi að heilnæmu drykkjarvatni. Þar segir að fátækt fólk eða jaðarsett sé líklegra en annað til að hafa takmarkaðan aðgang að vatni og salernisaðstöðu. Ritstjóri skýrslunnar bendir meðal annars á að íbúar fátækrahverfa þurfi margir hverjir að kaupa vatn úr vörubílum, söluturnum eða gegnum aðra seljendur og greiða fyrir það tuttugu til þrjátíu prósent hærra verð en vel stæðir íbúa í borgum sem skrúfa frá krana á heimilum sínum.</p> <p>Aukinn vatnsskortur í heiminum er fyrirsjáanlegur og hann kemur til með að hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, segir í skýrslunni.</p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðum lagt mikla áherslu á bætt aðgengi íbúa að hreinu neysluvatni. Meira um það á föstudaginn.</p>

19.03.2019„Mörg barnanna þekkja ekkert annað en stríð“

<span></span> <p>„Mörg sýrlensk börn hafa vaxið úr grasi án þess að þekkja nokkuð annað en stríð og þau hafa séð og reynt hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Sýrlensku börnin sem við töluðum við eru óörugg og ein á báti vegna aðskilnaðar frá fjölskyldum sínum. Alþjóðasamfélagið verður að draga til ábyrgðar alla þá sem hafa framið gróft ofbeldi gegn börnum í Sýrlandi í þessu grimmilega stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children, í tilefni af Sýrlandsráðstefnunni í síðustu viku sem haldinn var nákvæmlega átta árum eftir að vopnuð átök hófust í Sýrlandi. </p> <p>Helle Thorning-Schmidt hvatti leiðtogana sem hittust í Brussel til að hlusta á börnin í Sýrlandi. „Þrátt fyrir allar þær hörmungar og raunir sem þau hafa gengið í gegnum eru þau bjartsýn og staðráðin í að skapa betri framtíð. Þau krefjast friðar, stöðugleika og menntunar – og það er í höndum þessa fundar á vegum alþjóðasamfélagsins að stuðla að því að svo verði.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/nsd96i1iYQ8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í frétt á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/atta-ar-fra-upphafi-syrlandsstridsins-15-mars" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla segir að í könnun Save the Children komi fram að þriðjungur barna í Sýrlandi upplifi óöryggi „alltaf eða oft“&nbsp; og börnin séu hrædd og sorgmædd. Þau krefjist friðar og vilji komast aftur í skóla. „Eftir átta ára átök og stríð segist þriðjungur sýrlenskra barna „alltaf eða oft“ finna fyrir óöryggi, neyð og einsemd.“</p> <p>Niðurstöðurnar eru birtar í nýrri skýrslu Barnaheilla – <a href="https://campaigns.savethechildren.net/sites/campaigns.savethechildren.net/files/FINAL%20Syria%20Anniversary%20report%20AW%20small.pdf" target="_blank">Save the Children,&nbsp;A Better Tomorrow: Syria’s Children Have Their Say.</a>&nbsp;Börn í fjórum héruðum í Sýrlandi, sem hafa orðið illa úti í stríðinu, svöruðu spurningalista auk þess sem umræður fóru fram í rýnihópum.</p> <p>„Helmingur þeirra barna sem tóku þátt í könnuninni taldi ofbeldi, aðskilnað frá fjölskyldu, eyðileggingu heimilis og innviða auk skort á grunnþjónustu, svo sem menntun og heilsugæslu „mjög alvarlegan“ vanda fyrir þau sjálf og samfélagið. Þrátt fyrir þetta er meirihluti barnanna vongóður um framtíðina og hlutverk sitt í að skapa betra Sýrland svo lengi sem friður og stöðugleiki ríkir.&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/press-releases/half-syrias-children-have-grown-only-seeing-violence-conflict-nears-eight-year-mark">Frá því stríðið í Sýrlandi hófst, fyrir átta árum, hafa fæðst fjórar milljónir barna sem flest þekkja ekkert annað en stríð.</a>&nbsp;Könnunin veitir örlitla innsýn í reynslu barna og þörf er á frekari aðstoð og ráðgjöf til að hægt sé að greina þörf allra barna og samfélaga þeirra fyrir endurhæfingu og bata,“ segir í fréttinni.</p>

18.03.2019Næstu tíu ár lykilár í örlögum komandi kynslóða

<span></span> <p>„Nauðsynlegt er þó að gleyma ekki að þið hafið valdið og vonandi viljann til breytinga því næstu tíu árin eru lykilár í að ráða örlögum komandi kynslóða. Við þekkjum öll frestunaráráttu í okkar daglega lífi og hvernig dagar, mánuðir, jafnvel ár geta liðið án nokkurs árangurs. Klukkan tifar, tíminn heldur áfram en spurningin er, hvenær mun seinasta sandkornið falla?,“ segir í inngangi að aðgerðaráætlun sem Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna afhenti ríkisstjórninni á föstudag. Ungmennaráðið átti þá fund með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.</p> <p>Í <a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/Ungmennar%c3%a1%c3%b0%20heimsmarkmi%c3%b0anna%202018-19%20a%c3%b0ger%c3%b0a%c3%a1%c3%a6tlun%20til%20r%c3%adkisstj%c3%b3rnar_15mars2019.pdf" target="_blank">aðgerðaráætluninni</a>&nbsp;eru fimm verkefni sem unga fólkið telur mikilvæg við innleiðingu stjórnvalda á heimsmarkmiðunum. Þessi atriði eru nývæðing menntakerfisins, andleg líðan ungmenna, stöðvun frekari stjóriðju, samhæfing flokkunarkerfisins og endurheimt votlendis.</p> <p>„Ef ekkert verður gert þá verðum við ungmennin síðasta kynslóðin sem nýtur þeirra lífsgæða sem við höfum í dag,“ sagði Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi Norðurlands í ungamennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eftir fundinn. Hún sagði jafnframt að jörðin væri komin að þolmörkum.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráherra sagði í frétt frá forsætisráðuneytinu að fundurinn hefði verið góður og gagnlegur. „Við fengum mikilvæg skilaboð í aðgerðaáætluninni sem þau hafa unnið mjög vandlega. Allar ákvarðanir sem stjórnvöld taka í dag munu hafa áhrif á komandi kynslóðir og þess vegna er þetta samtal svo mikilvægt,“ sagði forsætisráðherra.</p> <p>Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Ungmennaráðið fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Þá veitir ráðið stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.</p> <p>Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/" target="_blank">Facebook</a>&nbsp;síðu þess og þá hefur ungmennaráðið einnig miðlað frá deginum í dag á&nbsp;<a href="https://www.instagram.com/UNAIceland/" target="_blank">Instagram</a>-reikningi Félags Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman'; font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman'; color: #4a4a4a;"> <br /> </span></p>

15.03.2019Rúmlega tvö hundruð milljóna króna framlag Íslands vegna átakanna í Sýrlandi

<span></span> <p>Þriðju <a href="https://www.unocha.org/story/syria-record-us7-billion-pledged-one-great-crises-our-time" target="_blank">Sýrlandsráðstefnunni</a>&nbsp;í Brussel lauk í gær, nákvæmlega átta árum frá upphafi átakanna í Sýrlandi. Hörmungarnar hafa haft í för með sér umfangsmesta flóttamannavanda í heiminum til þessa. Rúmlega fimm og hálf milljón Sýrlendinga hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og flýja til nágrannaríkja. Fulltrúi Íslands á Sýrlandsráðstefnunni ítrekaði fyrirheit stjórnvalda frá síðasta ári um 225 milljóna króna framlag til mannúðarstarfs á þessu ári í tengslum við átökin í Sýrlandi og 250 milljóna króna framlag á næsta ári.</p> <p>Af framlagi Íslands á þessu ári ráðstafar Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) 27 milljónum íslenskra króna og Barnahjálp SÞ (UNICEF) sömu upphæð. Þá ráðstafar Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) rúmlega tuttugu milljónum króna. </p> <p><strong>Dauðsföll barna flest í fyrra</strong></p> <p><span></span>„Það virðist ríkja sá alvarlegi misskilningur að átökin í Sýrlandi séu á hröðu undanhaldi – það er rangt. Börn, sérstaklega á ákveðnum svæðum, eru í jafn mikilli hættu í dag og á síðastliðnum átta árum,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Dagurinn í dag, 15. mars, markar þau sorglegu tímamót að átta ár eru liðin frá því að Sýrlandsstríðið hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, minnir stríðandi aðila og alþjóðasamfélagið enn einu sinni á, að það eru börn Sýrlands sem þjást mest og það er þeirra framtíð sem er í húfi,“ segir í frétt á <a href="https://unicef.is/8ar-strid-syrlandi" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>Þar kemur fram að árið 2018 hafi verið það mannskæðasta fyrir börn í sögu stríðsins, en á síðasta ári létust 1106 börn í Sýrlandi vegna átakanna. „Þetta eru þau dauðsföll sem Sameinuðu þjóðirnar hafa getað fengið staðfest, og því líklegt að raunverulegur fjöldi látinna barna sé mun hærri. Jarðsprengjur eru ein helsta orsök meiðsla og dauðsfalla barna, en vetrarkuldi og heft aðgengi lækna og hjálparstofnana að ákveðnum svæðum landsins ógna lífi barna á hverjum einasta degi. Á síðasta ári voru auk þess gerðar 262 árásir á skóla og heilsugæslur,“ segir í fréttinni.<br /> &nbsp;<br /> „Við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af ástandinu í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Á síðustu vikum hafa um 60 börn látið lífið vegna vaxandi átaka í héraðinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Aðstæður fjölskyldna í Rukban, við landamæri Jórdaníu, eru skelfilegar þar sem aðgengi hjálparstarfsfólks hefur verið mjög takmarkaður og fólkið sem þar er býr við ömurlegar aðstæður og getur hvergi farið. Nýfædd börn deyja vegna þess að enga læknisþjónustu er að fá,“ segir Bergsteinn.<br /> &nbsp;<br /> Versnandi skilyrði í Al-Hol flóttamannabúðunum eru einnig mikið áhyggjuefni. Í flóttamannabúðunum búa nú 65.000 manns, þar af 240 fylgdarlaus börn. Flóttamannabúðirnar eru yfirfullar af konum og börnum sem flúðu bardaga í austurhluta landsins, langa vegalengd yfir eyðimörkina. Þau komu þangað bæði vannærð og örmagna.<br /> &nbsp;<br /> „Það er ótrúlega sorglegt að þurfa að færa þessar fréttir frá Sýrlandi núna áttunda árið í röð. Með hverjum deginum sem líður er verið að ræna milljónir barna barnæsku sinni og óttinn við óvissu framtíðarinnar vofir yfir. Það er löngu orðið tímabært að segja stopp,“ segir Bergsteinn.</p>

14.03.2019Reyna að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur gegnum sendiráðið í Lilongwe í Malaví ákveðið að veita tæplega fimm milljóna króna viðbótarstuðning við 50:50 herferðina í Mangochi héraði, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum en markmiðið er að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum í kosningabaráttunni fyrir þing- og sveitarstjórnakosningar sem verða í maí á þessu ári.</span></p> <p><span>Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins í Lilongwe hafa í undanfara kosninganna komið upp ljót mál sem tengjast ofbeldi gegn frambjóðendum, einkum konum, síðast í Mangochi fyrir nokkrum vikum. „Mikilvægt er að hagsmunaaðilar, svo sem grasrótarfólk innan stjórnmálaflokka, lögregla, trúarlegir og hefðbundnar leiðtogar, verði virkjaðir til að hafna, tilkynna og fordæma ofbeldi gegn frambjóðendum,“ segir Ágústa.</span></p> <p><span>50:50 herferðin snýst um að fjölga konum í sveitarstjórnum og Ágústa segir að konum sem bjóði sig fram í héraðinu hafi fjölgað umtalsvert frá fyrri kosningum. Alls hafi </span><span style="color: black;">37 konur boðið sig fram til sætis í héraðsstjórn – í 30 kjördeildum – og 15 konur berjist um sæti á þingi fyrir Mangochi hérað sem telur tólf kjördæmi.</span></p> <p><span style="color: black;">„Það standa því vonir til þess að hlutfall kvenna í héraðsstjórn og á þingi hækki verulega eftir kosningarnar í vor. Af þrjátíu fulltrúm í héraðsstjórninni er engin kona og aðeins tvær konur á þingi fyrir héraðið sem á tólf þingmenn. Því er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir að frambjóðendurnir og þeirra fylgismenn verði ekki fyrir aðkasti eða séu beittir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi í kosningabaráttunni og þannig dregið úr sóknarfærum þeirra,“ segir Ágústa.</span></p>

14.03.2019Yfir 80% framlaga til þróunarsamvinnu styðja jafnrétti kynjanna

<span></span> <p><span>Ísland er í þriðja sæti á nýbirtum lista DAC,&nbsp; þróunarsamvinnunefndar OECD, um hlutfall þróunarfjár sem rennur til jafnréttismála. Tölurnar eru frá árunum 2016 og 2017 og samkvæmt greiningu DAC nýttust rúmlega 80 prósent íslenskra framlaga í baráttuna fyrir kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Svíþjóð og Írland voru fyrir ofan Ísland á listanum en allar þjóðirnar þrjár vörðu ríflega 80 prósentum af framlögum til þróunarsamvinnu til jafnréttismála.</span></p> <p>Framlög þjóða sem eru aðilar að þróunarsamvinnunefndinni eru greind eftir ýmsum þáttum. Fram til ársins 2010 náði slík greining eingöngu til svokallaðra „geira“ en frá þeim tíma hefur flokkunin orðið nákvæmari og jafnréttismálin eru meðal þeirra málaflokka sem sérstaklega eru rýnd. Sú aðferðafræði, svonefnd kynjajafnréttisstika (Gender Equality Marker), hefur reynst mikilvægur hluti af umsjón með framlögum til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar hér á landi.</p> <p>Í nýrri <a href="http://www.oecd.org/dac/stats/Aid-in-support-of-gender-equality-and-womens-empowerment-WEB.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;OECD um framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sést að samkvæmt kynjajafnréttisstikunni eru samstarfsþjóðir okkar í tvíhliða þróunarsamvinnu efstar á blaði yfir viðtakendur, 100% af fjármagni til Malaví er eyrnamerkt jafnrétti og 97% í Úganda. Þá renna 96% af fjármunum mannúðarmála vegna Sýrlands til málaflokksins og til Mósambíkur var hlutfallið það sama.</p> <p><span>Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða </span>fjölþjóðlegri samvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti <span>stöðu stúlkna og kvenna. </span></p>

13.03.2019Nemendur frá fimmtán löndum útskrifast frá Sjávarútvegsskólanum

<span>Í gær útskrifuðust 24 nemendur frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, þar af níu konur. Nemendurnir koma frá 15 löndum í Eyjaálfu, Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafi. Níu nemendur sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, átta á sviði stofnmats og veiðafæratækni og sjö á sviði gæðastjórnunar í meðferð og vinnslu á fiski og fiskafurðum. Í lok útskriftarinnar var Tuma Tómassyni, forstöðumanni skólans, færðar góðar þakkir fyrir frábært starf í þágu skólans síðastliðin tuttugu ár, en hann hyggst draga sig í hlé síðar á árinu.&nbsp;<br /> <br /> Í ávarpi við útskriftina lagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, áherslu á mikilvægi Sjávarútvegsskólans fyrir framfarir á sviði fiskveiða í þróunarríkjum. Hann sagði fiskveiðar vera mikilvæga uppsprettu næringar og forsendu matvælaöryggis víða um heim, ekki síst í viðkvæmum strand- og eyríkjum. Þar að auki hafi þrír milljarðar manna lífsviðurværi sitt af líffræðilegum fjölbreytileika sjávar og strandar.&nbsp;<br /> <br /> „Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi þar sem fiskur hefur verið lífsbjörg þjóðarinnar í aldanna rás, sem uppistaða í fæðu okkar, sem okkar aðal útflutningsvara og grundvöllur hagkerfisins,“ sagði Guðlaugur Þór <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/03/12/Raeda-radherra-vid-utskrift-i-Sjavarutvegsskola-Haskola-Sameinudu-thjodanna/" target="_blank">í ávarpi sínu</a>.&nbsp;<br /> <br /> Heimsmarkmið 14 áréttar mikilvægi hafsins með því að kalla á eftir sjálfbærari nýtingu sjávarauðlindarinnar. Þjálfun og efling þekkingar í sjávarútvegi er þannig veigamikið framlag í því að ná heimsmarkmiði 14, sem er forsenda þess að ná mörgum öðrum heimsmarkmiðum og undirmarkmiðum þeirra.&nbsp;<br /> <br /> Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og er markmið skólans að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum. Nám við skólann felst í sex mánaða þjálfun fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndum, en þeir sérhæfa sig á því sviði sem starf þeirra snýr að í þeirra heimalandi. Til viðbótar því námi sem fer fram á Íslandi skipuleggur Sjávarútvegsskólinn stutt námskeið í þróunarríkjum í samvinnu við heimamenn og alþjóðlegar stofnanir, en alls hafa tæplega 1100 sérfræðingar sótt slík námskeið. Auk þess styður skólinn sérfræðinga til meistara- og doktorsnáms á Íslandi.<br /> <br /> Starfsemi skólans er að mestu fjármögnuð með opinberum framlögum til þróunarsamvinnu. Skólinn er rekinn í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum, en auk þeirra kemur fjöldi annarra stofnana og fyrirtækja að starfseminni með einum eða öðrum hætti. Þetta er 21. útskrift skólans en frá upphafi hafa 392 nemendur frá yfir 50 löndum lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum.<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

12.03.2019Forsætisráðherra fer fyrir sendinefnd Íslands á fundi kvennanefndar SÞ

<span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og aðrir norrænir ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndunum afhentu Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women <a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/Declaration%20-%20The%20Nordic%20Council%20of%20Ministers%20for%20Gender%20Equality%20(2019).pdf" title="Viljayfirlýsing ráðherra jafnréttismála á Norðurlöndum">viljayfirlýsingu</a>&nbsp;um að leggja áherslu á árangur í jafnréttismálum við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Viljayfirlýsingin var afhent við upphaf 63. fundur kvennanefndarinnar SÞ sem hófst höfðuðstöðvum samtakanna í New York í gær. Félagsleg vernd fyrir konur, aðgengi að almenningsþjónustu og uppbygging innviða sem tekur mið af þörfum kvenna og gerir þeim kleift að njóta öryggis og lífsgæða eru helstu umræðuefni fundarins.</p> <p>„Jöfn staða kvenna og karla heima fyrir er forsenda jafnréttis á vinnumarkaði og það skiptir öllu máli að átta sig á samhenginu þar á milli,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála í frétt á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/03/11/Norraenir-radherrar-jafnrettismala-beita-ser-fyrir-auknum-arangri-i-jafnrettismalum-a-heimsvisu?fbclid=IwAR1A4dqRMMT2iL_D_4IP5DoNiXVTq8kWNsmTwd0tcXiprbW9m_rIrFQDuZ0" target="_blank">vef</a>&nbsp;Stjórnarráðsins. Hún <span>&nbsp;</span>fer fyrir sendinefnd Íslands á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem er ein fjölsóttasta ráðstefna heims. Ráðstefnuna sækir fólk hvaðanæva úr heiminum, þjóðarleiðtogar, fulltrúar frjálsra félagasamtaka, fólk úr einkageiranum, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og fleiri.</p> <p>Á <a href="https://unwomen.is/fundur-kvennanefndar-sth-er-hafinn/" target="_blank">vef</a>&nbsp;landsnefndar UN Women segir að nauðsynlegt sé að tryggja að í öllum samfélögum geti konur gengið óttalausar um almenningssvæði. „Það þarf að sjá til þess að konur hafi aðgang að hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu og barnagæslu fyrir sig og börnin sín. Það þarf að tryggja þeim rétt til ellilífeyris og skjóta skjólshúsi yfir þolendur heimilisofbeldis. Þegar grunnstoðir samfélaga eru veikar og skortur er á opinberri þjónustu og félagslegum verndarkerfum kemur það helst niður á konum og stúlkum. Það þarf að taka mið af þörfum kvenna þegar stefnur eru mótaðar í málefnum sem snúa að þeirra veruleika. Þegar konur koma að samningaborðinu og öðlast rétt til að taka ákvarðanir eiga sér stað breytingar sem varða öll samfélög og þjóðir. Konur og stúlkur eru leiðandi í baráttunni fyrir kerfislegum breytingum sem mæta þörfum allra, allt frá því að endurskipuleggja almenningsgarða með öryggi og aðgang kvenna að leiðarljósi til þess að tala fyrir lagabreytingum á réttindum heimavinnandi kvenna.“</p> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/03/12/Forsaetisradherra-fundar-med-adalframkvaemdastjora-Sameinudu-thjodanna/" target="_blank">fund</a>&nbsp;með António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tengslum við kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum var rætt um áskoranir í jafnréttismálum og Katrín vakti sérstaklega athygli á árangri Norðurlandanna á því sviði en Ísland fer nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Þá ræddu þau um aðgerðir í loftslagsmálum, komandi loftslagsfund í haust og mikilvægi þess að öll ríki leggi sitt af mörkum við lausn loftslagsvandans.</p> <p>Ísland hefur síðastliðin tíu ár sem kunnugt er verið í efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Önnur Norðurlönd fylgja þar fast á eftir. Með viljayfirlýsingunni vilja ráðherrar Norðurlandanna hvetja önnur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til aukins samstarfs á alþjóðavettvangi í jafnréttismálum og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p>

11.03.2019Fánar í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, <span></span>tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi.</p> <p>Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun.</p>

08.03.2019Nánast óbreytt atvinnuþátttaka kvenna og karla síðustu þrjá áratugi

<span></span> <p>Síðustu þrjá áratugina hefur hlutfall atvinnuþátttöku karla og kvenna í heiminum nánast staðið í stað. Á síðasta ári voru 45% kvenna eldri en fimmtán ára í launuðu starfi samanborið við 71% karla. Á 27 árum hefur munurinn aðeins minnkað um tvö prósent, segir í nýrri skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. <a href="https://www.ilo.org/global/publications/books/WCMS_674831/lang--en/index.htm" target="_blank">Skýrslan</a>&nbsp;kemur út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars.</p> <p>Kynjamunurinn er ekki tilkominn vegna þess að konur vilji ekki vinna utan heimilis. ILO kannaði sérstaklega þennan þátt og 70% kvenna meðal þjóða sem könnunin náði til kváðust helst kjósa að vera í launuðu starfi. Meirihluti karla lýsti einnig yfir stuðningi við atvinnuþátttöku kvenna.</p> <p>Ein skýringin á ójafnvægi milli kynjanna í atvinnulífinu tengist ólaunuðum heimilisstörfum og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Konur vinna slík ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf að jafnaði í fjórar klukkustundir og 25 mínútur en karlar í eina klukkustund og 23 mínútur. „Síðustu tuttugu árin hefur tíminn sem konur verja til ólaunaðra umönnunar- og heimilisstarfa varla breyst, og þáttur karla hefur aukist um aðeins átta mínútur á hverjum degi. Með þessum hraða tekur það 200 ár að jafna þann tíma sem karlar og konur verja til umönnunar- og heimilisstarfa,“ segir <span></span>Manuela Tomei hjá ILO í fréttatilkynningu.</p> <p>Þegar litið er yfir heiminn sést að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist hlutfallslega mest í Afríku en minnst í Asíu. Konur fá enn umtalsvert lægi laun en karlar fyrir sambærileg störf og samkvæmt skýrslu ILO er launamunur kynjanna á heimsvísu um 20%. Þá kemur fram í skýrslunni að konum í stjórnunarstöðum fjölgar hægt. Árið 2018 voru 27,1% kvenna í stjórnunarstöðum og hlutfallið hefur aðeins hækkað um tvö prósentustig frá árinu 1991.</p> <p>Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur af hálfu Sameinuðu þjóðanna í rúma fjóra áratugi eða frá árinu 1977. Að þessu sinni er dagurinn helgaður nýsköpun kvenna og stúlkna í þágu þeirra sjálfra og baráttunnar fyrir því að fjarlægja hindranir á leiðinni til jafnréttis kynjanna.</p> <p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/OUT5UZsOMSM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>&nbsp;</p> <p>Myndband frá UN Women í tilefni dagsins.</p> <p><span></span></p>

07.03.2019„Ég var svo spennt þegar ég fékk fyrstu launagreiðsluna!“

<span></span> <p>„Frá því ég man eftir mér hefur faðir minn stritað dag og nótt til að geta haldið fjölskyldunni uppi en samt nægðu tekjur hans ekki til að láta enda ná saman. Öll systkini mín eru yngri en ég og mig langaði að leggja mitt af mörkum,“ segir Aleeza Hafeez sem hlaut starfsþjálfun hjá UN Women í Pakistan á vegum verkefnis sem miðar að því að styrkja stöðu kvenna sem starfa í fataverksmiðjum. Í dag hefur hún umsjón með tveimur deildum innan verksmiðjunnar og notar tekjurnar til að sjá fyrir fjölskyldu sinni ásamt föður sínum.</p> <p>Þegar hún byrjaði að leita sér að vinnu var hún óviss um að hún fyndi eitthvað við hæfi þar sem hún hafði enga starfsreynslu. Hún sótti starfsþjálfun á vegum UN Women og fékk lærlingsstöðu í fataverksmiðju.</p> <p>„Ég var fljót að&nbsp;læra og bæta við mig kunnáttu. Að þjálfun lokinni var mér falin umsjón yfir tveimur deildum. Ég var svo spennt þegar ég fékk fyrstu launagreiðsluna mína! Að þéna rúmar 12.000 rúpíur (um 20.000 kr.) á mánuði var draumi líkast. Á þessum tíma hef ég öðlast mikið sjálfsöryggi.“</p> <p>Í starfsþjálfuninni hlaut Aleeza fræðslu um réttindi kvenna á vinnumarkaði. „Nú er ég meðvituð um lögbundinn rétt minn til ýmiss konar vinnutengdra fríðinda á borð við félagsbætur, matarpening, eftirlaun og fleira. Þessi atriði eru gríðarlega mikilvæg fyrir konur á vinnumarkaði. Ef fleiri konur öðlast vitneskju um þessi réttindi mun það auka öryggi okkar á vinnumarkaði og styrkja stöðu okkar innan heimilisins“.</p> <p>Þátttaka Aleezu í verkefninu hefur umbylt stöðu hennar innan fjölskyldunnar. Nú hefur faðir Aleezu hana ávallt með í ráðum þegar kemur að því að taka ákvarðanir varðandi heimilisrekstur en áður var sá ákvörðunarréttur alfarið hjá karlkyns meðlimum fjölskyldunnar.</p> <p>UN Women er í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á heimsvísu. Hún er <span>&nbsp;</span>eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu að jafnrétti kynjanna, en stofnunin hefur þríþætt hlutverk. Hún starfar á vettvangi, sinnir samræmingarhlutverki meðal stofnana SÞ og er leiðandi í stefnumótun SÞ á alþjóðavettvangi um málaflokkinn. Ísland leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið hefur veitt framlög til stofnunarinnar frá því hún var sett á laggirnar árið 2011.</p> <p>Saga Allezu er sögð á <a href="https://unwomen.is/eg-var-svo-spennt-thegar-eg-fekk-fyrstu-launagreidsluna/" target="_blank">vef</a>&nbsp;Landsnefndar UN Women.</p>

05.03.2019Ráðherra stýrði árlegum samráðsfundi NB8 ríkjanna með forseta Alþjóðabankans

<p><span>Jarðhiti, málefni hafsins, jafnréttismál og mannréttindi voru til umræðu á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Kristalina Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans í dag. Einnig var rætt um fyrirhugaða stjórnarsetu Íslands í bankanum fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja&nbsp;til næstu tveggja ára.</span></p> <p><span>Í dag var að auki haldinn fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans með Georgieva. Um er að ræða árlegan samráðsfund þar sem tækifæri gefst til að ræða þau mál sem efst eru á baugi í starfi bankans. Guðlaugur Þór stýrði fundinum.&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundinum var rætt um hvernig versnandi horfur í alþjóða efnahagsmálum, aukinn skuldavandi þróunarríkja og áskoranir í loftslagsmálum gera ríkjum heims erfiðara að ná markmiðum Alþjóðabankans um að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Einnig var rætt um málefni Alþjóðaframfarastofnunarinnar, sem er ein af stofnunum Alþjóðabankahópsins, en hún veitir lán og styrki til allra fátækustu ríkja heims. Nú standa yfir viðræður um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar til næstu þriggja ára.</span></p> <p><span>„Það er mjög mikilvægt fyrir kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja að eiga fund sem þennan með forseta Alþjóðabankans til að koma áherslum okkar að varðandi helstu stefnumál bankans. Einnig er ánægjulegt að finna að framlag Íslands til bankans er mikils metið og bankinn óskar raunar eftir nánara samstarfi við íslensk stjórnvöld, meðal annars varðandi nýtingu á jarðvarma í þróunarlöndunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, kom til landsins í gær, mánudag, og tók meðal annars þátt í málstofu sem utanríkisráðuneytið hélt í samstarfi við bankann um lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði. Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála var fundarstjóri og stýrði jafnframt pallborðsumræðum í lok málstofunnar. Þátttakendur voru Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs, þróunarmálaráðherra Danmerkur.</span></p> <p><span>Horfa má á málstofuna í heild sinni hér að neðan:<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/bvouINP0WQA" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

05.03.2019Verðandi forseti Alþjóðabankans á fundi með ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

<span></span><span></span> <p>„Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í bankanum hefur tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun bankans. Kjördæmið hefur meðal annars verið leiðandi í umræðunni um jafnan rétt karla og kvenna í þróunarstarfi. Þegar Ísland tekur sæti í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins síðar á þessu ári gefst enn betra tækifæri til að fylgja eftir þessum áherslum í starfi bankans“, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fund með David Malpass aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Fundinn sátu einnig ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans.</p> <p>David Malpass er frambjóðandi Bandaríkjanna í stöðu forseta bankans en sú staða losnaði óvænt við afsögn Jim Young Kim í byrjun árs. Ísland tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans í sumar fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Kjördæmið hefur eitt atkvæði af 25 í stjórn bankans, sem tekur ákvörðun um nýjan forseta.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Á fundinum kynntu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin þau málefni sem ríkin átta leggja áherslu á í málflutningi sínum innan Alþjóðabankans. Þau eru einkum á sviði jafnréttismála, mannréttinda, loftslags- og auðlindamála auk málefna sem lúta að viðkvæmum og óstöðugum ríkjum. Þá leggja löndin áherslu á að bæta mannauð í þróunarríkjum og að Alþjóðabankinn verði leiðandi á alþjóðavettvangi á sviði efnahags- og þróunarmála.&nbsp;</p> <p>Á fundinum var jafnframt rætt um nýlega hlutafjáraukningu bankans og hvernig hún nýtist við að ná tveimur megin markmiðum bankans, að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 og auka velsæld þeirra 40 prósent jarðarbúa sem búa við hvað lökust kjör.</p>

04.03.2019Fulltrúar einkafyrirtækja í sendiför til Gana

<span></span> <p>Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir starfsmaður Sýnar héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins&nbsp;„Brúun hins stafræna bils“&nbsp;sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt. </p> <p>Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. </p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/sendifulltruar-til-ghana" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi segir að félagið vinni verkefnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans ásamt landsfélögum hreyfingarinnar í Afríku. „Vonir eru bundnar við að landsfélögin muni geta byggt upp sértæka og metnaðarfulla en jafnframt raunsæja áætlun um uppbyggingu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni þannig að berskjaldað fólk geti betur notið neyðar- og þróunaraðstoð landsfélaganna í lágtekjuríkjum Afríku,“ segir í fréttinni.</p>

04.03.2019Íslendingur opnar brugghús í Úganda

<span></span> <p>Páll Kvaran, Íslendingur búsettur í Úganda, vinnur nú að því að opna brugghús þar í landi ásamt kanadískum samstarfsmanni. Páll hefur búið í Úganda í um sjö ár og unnið að beinni þróunarsamvinnu með frjálsum félagasamtökum og alþjóðastofnunum í nærri tíu ár, fyrst sem starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala.</p> <p>Páll hefur helst einbeitt sér að einkageiranum, það er aðgengi að lánum fyrir fjárfestingum og atvinnusköpun í landbúnaði. Að sama skapi segir hann bruggið vera atvinnuskapandi. „Við erum með fólk í vinnu og smábændur rækta byggið sem við notum og fá greitt meira fyrir en aðrar afurðir sem þeir gætu ræktað,“ segir Páll. „Að mínu mati er munurinn því ekki mikill. Afríkumarkaðurinn er ört stækkandi og hér eru gríðarleg fjárfestingatækifæri. Í Kenía, á næsta bæ við Úganda, eru til að mynda fleiri en tíu minni brugghús en ekkert hér. Það að vera fyrstur inn á markað er auðvitað dýrmætt. Með ört stækkandi neyslugetu hér er hægt að segja sömu sögu af fleiri geirum, sérstaklega þegar kemur að innlent framleiddri neysluvöru. Tækifærin eru gríðarleg.“</p> <p>Brugghúsið kallast 'Banange' sem er algeng upphrópun á Lúganda, algengasta tungumáli Úganda. Að sögn Páls þýðir það eitthvað í ætt við „Jeminn almáttugur“, án þess að vera með trúarlegar skírskotanir. „Við stefnum á að brugga um 12 þúsund lítra af kraftbjór á mánuði til að byrja með,“ heldur Páll áfram. „Við erum með um 15 fjárfesta á bakvið okkur, blanda af Úgandabúum úr ýmsum geirum og fólki sem hefur búið hér í lengri tíma og komið á fót ýmsum sprotafyrirtækjum tengdum þróunarmálum.“</p> <p>Páll segist stefna á útflutning í framtíðinni. „Hér er að finna gríðarlega mikið af ódýrum hágæða ávöxtum á borð við mangó, ananas, kókoshnetur, banana og fleira. Þetta hráefni notuð við í ýmsa áhugaverða bjóra sem geta verið samkeppnishæfir á erlendum markaði þrátt fyrir útflutningskostnað,“ fullyrðir hann. „Í þessu samhengi erum við að skipuleggja samstarf við samvinnufélög smábænda sem rækta bygg fyrir okkur. Útflutningur myndi gera okkur kleift að greiða þeim enn hærra verð fyrir afurðirnar. Útkoman verður nokkurs konar „beint frá býli“ bjór, sem gerir fólki mögulegt að kynnast því hvaðan hráefnin sem notuð eru koma.“</p>

01.03.2019Starfandi forseti Alþjóðabankans ræðir stöðu kvenna á vinnumarkaði á málstofu í Reykjavík

<span></span> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Kristalina Georgieva starfandi forseti Alþjóðabankans tekur þátt í málstofu á vegum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um stöðu kvenna á vinnumarkaði næstkomandi mánudag. Þar verður fjallað um niðurstöður nýrrar skýrslu bankans sem benda til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp á málstofunni sem hefst klukkan 18:00 á Hilton Nordica Reykjavík hótelinu.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Skýrsla Alþjóðabankans –<a href="https://openknowledge.worldbank.org/bitstream/handle/10986/31327/WBL2019.pdf" target="_blank"> Women, Business and the Law 2019</a> – sýnir 10 ára samantekt á lagalegri stöðu kvenna á vinnumarkaði í 187 ríkjum, þau tækifæri og áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar kemur að jafnri stöðu á vinnumarkaði og í viðskiptum. Lagaumhverfi 187 ríkja er metið yfir tímabilið 2009 til 2017, með tilliti til hvernig það styður við atvinnuþátttöku kvenna. Þau ríki sem fá fullt hús stiga eru meðal annars Danmörk, Svíþjóð, Lettland og Frakkland. Ísland er meðal efstu ríkja hvað varðar lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði á síðastliðnum áratug en rými er enn til umbóta &nbsp;þegar litið er til kynjabils í lífeyrismálum.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Af þeim þáttum sem mældir eru benda niðurstöður skýrslunnar til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Löggjöf og regluverk margra ríkja er enn fyrirstaða fyrir efnahagsleg tækifæri og framgang kvenna og jafna atvinnuþátttöku þeirra á við karla. Konur í Mið-Austurlöndum og Suður-Asíu hafa til dæmis einungis tæplega helming af réttindum karla á vinnumarkaði. Þetta sýnir að þrátt fyrir töluverðar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á undanförnum áratug um stöðu kvenna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu, er konum enn mismunað á margvíslegan hátt víða um heim.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Auk ávarps frá Kristalinu Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans, verða fluttar þrjár örkynningar á málstofunni á mánudag. Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar ræðir leiðir sem einkafyrirtæki hefur farið til að stuðla að jafnrétti í atvinnulífinu, Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður samtakanna Women Political Leaders fer yfir árangursríkar aðgerðir sem löggjafinn hefur tekið til að jafna stöðu kynjanna og Kondwani Macdonald Mhone nemi við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og sérfræðingur í kvenna- og barnamálaráðuneyti Malaví talar um stöðu jafnréttismála í Malaví.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Í lok fundar verða pallborðsumræður um efni skýrslunnar. Í pallborði sitja Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs þróunarmálaráðherra Danmerkur.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Fundarstjóri verður Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála sem stýrir einnig umræðum í pallborði. Streymt verður beint frá málstofunni.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;"><a href="https://www.facebook.com/events/313310649539815/" target="_blank">Hér má finna viðburðinn á Facebook</a>.</span></p>

28.02.2019Ný samstarfsverkefni í þróunarsamvinnu í Sierra Leone og Líberíu

<span></span> <p><span style="font-family: Calibri;">Skrifað var undir samstarfssamninga við Sierra Leóne og Líberíu um ný þróunarsamvinnuverkefni fyrr í mánuðinum sem styðja sérstaklega við heimsmarkmið nr. 14 um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og verndun hafsins. Bæði löndin hafa umtalsverða möguleika á að byggja upp atvinnulíf og störf tengd fiskveiðum, enda góð fiskimið undan ströndum þeirra.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Verkefnin hafa verið undirbúin í náinni samvinnu við Alþjóðabankann og stjórnvöld í viðkomandi löndum og byggja á samstarfi Íslands við Alþjóðabankann í fiskimálum. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) á Íslandi er lykilsamstarfsaðili verkefnisins í þjálfunarmálum. Skólinn kemur til með að bjóða upp á þjálfun sem verður sérsniðin að markmiðum verkefnisins. Verkefnið tekur á heildrænan hátt á áskorunum sem tengjast fiskveiðum og virðiskeðju fiskafurða í löndunum tveimur. </span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Sierra Leóne og Líbería eru meðal fátækustu landa heims en samkvæmt þróunarstuðli Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index) er Líbería í 181. sæti og Sierra Leóne í 184. sæti af 189 löndum. Bæði ríki eru stríðshrjáð en borgarastyrjaldir herjuðu í löndunum á tíunda áratug síðustu aldar og þeim lauk þeim ekki fyrr en í byrjun aldarinnar. Ebólufaraldurinn 2014 hjó einnig stórt skarð í efnahag, stjórnsýslu og almenna velferð beggja landa. Þessi saga hefur dregið báðar þjóðirnir niður hvað varðar félagslega og efnahagslega þróun.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Samstarfsverkefnin Íslands í löndunum taka á heildrænan hátt á áskorunum sem tengjast fiskveiðum og virðiskeðju fiskafurða í löndunum tveimur. Verkþættir eru samhangandi og takast á við vandamálin á heildstæðan og sjálfbæran hátt til að bæta lífsviðurværi þeirra sem vinna í fiskitengdum geirum í sjávarplássum landanna. Þá er aukin skilvirkni og sjálfbær fiskveiðistjórnun landanna mikilvæg í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt samfélaga og örva hagvöxt á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlindanýtingar, líkt og drög að stefnu um þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023 leggur áherslu á.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Meginverkefnaþættir eru eftirfarandi:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="font-family: Calibri;">Bætt vinnsluaðstaða, þar með taldir umhverfisvænir reyk- og þurrkofnar fyrir fiskvinnslu til að bæta gæði, draga úr heilsuspillandi áhrifum reyks á konur, minnka brennslu eldiviðar og auka nýtingu og virði fiskafurða.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Inniviðir í fiskisamfélögum, sérstaklega aðgengi að hreinu vatni og salernis- og hreinlætisaðstöðu, sem bæði bætir heilsufar og stuðlar að betri meðferð afla. </span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Þjálfun og uppbygging getu ráðuneyta og stofnana fyrir skilvirka og sjálfbæra fiskveiðistjórnun.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Aðgengi að fjármagni fyrir konur í virðiskeðju sjávarafurða.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Barátta gegn mengun í hafi og hreinsun strandlengjunnar í kringum löndunarstöðvar.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Uppbygging rannsóknarstofu fyrir fiskiðnaðinn í Líberíu.</span></li> </ul> <p><span style="font-family: Calibri;">Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við stjórnvöld og lykilstofnanir í löndunum tveimur auk staðbundinna fiskveiðisamfélaga og félagasamtaka sem tryggir eignarhald heimamanna og stuðlar að sjálfbærni verkefnanna. Þá er verkefnið framkvæmt í nánu samstarfi við <em>West Africa Regional Fisheries Program</em> (WARFP) verkefni Alþjóðabankans í þessum löndum. Það hefur í för með sér mikla kosti fyrir Ísland sem hefur hingað til ekki verið í þróunarsamstarfi á þessum slóðum. Að hluta til er einnig markmiðið að einstaka verkþættir í verkefni Íslands geti verið skalaðir upp með fjármagni frá Alþjóðabankanum á seinni stigum ef vel tekst til. Með þessu samstarfi má ætla að slagkraftur aðgerðanna geti orðið meiri þar sem þær tengjast umfangsmeiri verkefnum Alþjóðabankans.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Þá verður hluti verkefnisins framkvæmdur af UNICEF enda hefur stofnunin mikla reynslu af framkvæmd verkefna í vatns- og hreinlætismálum og vinnur í nánu samstarfi með stjórnvöldum í löndunum. Samstarfið við UNICEF fellur undir rammasamning ráðuneytisins og UNICEF, en fyrr í mánuðinum var skrifað undir viðauka vegna þeirra verkefnisþátta sem UNICEF framkvæmir fyrir Ísland í Líberíu og Sierra Leóne. Fulltrúar ráðuneytisins voru á dögunum á ferðinni í fiskimannasamfélögum ásamt fulltrúum UNICEF og stjórnvalda til að hefja undirbúning framkvæmda. </span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Bætt aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu eru lykilþættir í verkefninu. Nefna má sem dæmi að í einni helstu verstöð Sierra Leóne, sem heitir Tombo, búa liðlega 40 þúsund manns. Þar er sáralítið rennandi vatn og engin almenn salernisaðstaða.&nbsp; Þó er áætlað að þarna sé landað um 30 þúsund tonnum af fiski á hverju ári. Eftir tvö ár er reiknað með að allir hafi aðgang að hreinu rennandi vatni með um 300 vatnspóstum og nægur fjöldi almenningssalerna gjörbreyti hreinlætisástandi í bænum og fari langt með að útrýma vatnsbornum sjúkdómum.&nbsp; Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi vatns og hreinlætis fyrir meðferð á aflanum. Vatnsveitan í Tombo mun þá þjóna fleiri einstaklingum en allar íslenskar vatnsveitur að undanskildum Veitum.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Þessi fyrsti hluti verkefnasamstarfsins er skilgreindur til tveggja ára og áætluð framlög til verkefnisins á því tímabili eru um 6 milljónir Bandaríkjadala. Vonir standa til að verkþættir sem skila góðum árangri geti orðið hluti af framtíðar fiskveiðiverkefnum Alþjóðabankans og sérstökum samstarfsverkefnum landanna og Íslands á þessum sviðum til lengri tíma litið. Á sama tíma er lagt upp með að eftir þessi tvö ár standi eftir skýr árangur af innleiðingu verkefnisins, fátækt fólk í fiskimannabyggðum verði komið með aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu og löndunaraðstaða og umhverfi þess verði hreinna. Betri reykofnar og fiskvinnsluaðstaða verði til staðar og þekking verkenda á auknum gæðum og verðmæti afurða. Dregið hafi úr mengun og heilsuspillandi áhrifum reykingar á fiski og fjöldi sérfræðinga hafi fengið þjálfun í því hvernig á að byggja upp fiskveiðistjórnun og virðiskeðju sjávarafurða.</span></p>

27.02.2019Viðkvæmt ástand hjá SOS í Venesúela en allir heilir

<span></span> <p><span style="font-family: Calibri;">Staðfesting hefur borist á því að öll börn og starfsfólk í SOS barnaþorpunum í Venesúela og handan landamæranna eru heil á húfi. Öryggið er þó ekki tryggt og starfsfólk er í viðbragðsstöðu ef bregðast þarf við hættuástandi. Mikil ólga ríkir í landinu og átök eiga sér stað sem hafa kostað mannslíf vegna hins pólitíska óstöðugleika sem skekur þjóðina.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Í <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8404/vidkvaemt-astand-hja-sos-i-venesuela-en-allir-heilir">frétt</a>&nbsp;á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi kemur fram að 58 Íslendingar eru ýmist styrktarforeldrar eða barnaþorpsvinir barna og barnaþorpa í Venesúela en þar eru þrjú SOS barnaþorp. Þar að auki eru SOS á Íslandi og Utanríkisráðuneytið að styrkja mannúðarverkefni SOS í Kólumbíu við landamæri Venesúela um rúmar 20 milljónir króna. Ein milljón af þremur milljónum flóttamanna frá Venesúela hafa flúið yfir landamærin til Kólumbíu frá árinu 2015.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">SOS í Kólumbíu útvegar flóttafólki vatn, matvæli og pakka með öllum nauðsynlegustu hreinlætisvörum. Annar mikilvægur þáttur í vinnu SOS Barnaþorpanna er að verja börn á svæðinu fyrir ýmsum hættum eins og ofbeldi, kynjamisrétti og kynferðislegri misnotkun. SOS rekur sérstök <strong><span style="color: #555555; font-family: Calibri, sans-serif;">barnvæn svæði</span></strong> þar sem börn geta stunduð nám og leik. Engin truflun hefur orðið á því starfi enn sem komið er.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">„Það eru allir óhultir en það þýðir samt ekki að hversdagslegar áskoranir séu leystar. Við erum á hæsta viðbúnaðarstigi og erum með aðgerðaáætlun tilbúna til að tryggja öryggi barnanna ef ástandið breytist. SOS Barnaþorpin eru viðurkennd um heim allan sem öruggt skjól fyrir börn og að sjá þeim fyrir öllum grunnþörfum. Það er engin breyting að verða á því,“ segir Ilvania Martins framkvæmdastjóri SOS í Venesúela.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Utanríkisráðuneytið styrkti <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8398/yfir-20-milljonir-i-adstod-fra-islandi-vegna-flottafolks-fra-venesuela" target="_blank">neyðarverkefni SOS í Kólumbíu um um tæpa 19 og hálfa milljón króna</a> fyrr á árinu og mótframlag SOS á Íslandi er rúm ein milljón króna. </span></p>

27.02.2019Verkefni Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins bjarga mannslífum í Sierra Leóne

<span></span> <p>Með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi sett af stað verkefni sem veitir lífsbjargandi aðstoð í Sierra Leóne og bætir velferð þúsunda. „Það er eiginlega ótrúlegt hvað hægt er að hjálpa mörgu fólki fyrir ekki meiri pening,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins eftir vettvangsferð til Sierra Leóne þar sem umfangsmikið vatns- og heilbrigðisverkefni er að fara af stað.</p> <p>Sierra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og þar er einnig barna- og mæðradauði með því hæsta sem gerist í heiminum. Til að mæta þessum alvarlegu áskorunum ákváðu Rauði kross félögin í Sierra Leóne, Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi að taka höndum saman með sameiginlegu verkefni sem er ætlað að bæta heilbrigði íbúa í fjórum af þrettán héruðum landsins. Verkefnið framundan er að stórbæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, veita fræðslu um heilbrigði og draga úr ofbeldi gegn konum og börnum.</p> <p>„Við erum ótrúlega þakklát Íslandi fyrir stuðninginn og mig langar til að þakka utanríkisráðherra Íslands persónulega fyrir að veita okkur þennan stuðning,“ segir Kpawuru Sandy framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sierra Leóne. „En við vitum að Ísland er mjög þróað samfélag í dag en við vitum líka að Ísland var einu sinni fátækt, en með mikilli áræðni og aðstoð utanaðkomandi vina tókst því að brjótast úr fátækt til bjargálna. Það má því segja að við lítum til Íslands og ætlum okkur að læra mikið af samstarfinu við Ísland og af vinum okkar á Íslandi. Það sama má segja um Finnland og okkar finnsku vini.“</p> <p>Fá alþjóðleg hjálparsamtök eru starfandi í Sierra Leóne, öfugt við það sem var þegar ebólufaraldurinn geisaði þar á árunum 2014-2016. Flest þeirra hafa horfið á braut þrátt fyrir að mikla neyð. Það mæðir meira á Rauða krossinum í dag, vegna þess hve fá alþjóðleg samtök eru starfandi í landinu. „Sérstaða Rauða krossins er meðal annars sú að í öllum löndum eru starfandi Rauða kross félög sem eru á svæðinu áður en hamfarir verða, á meðan hamfarir eru og eftir að þeim lýkur. Enginn þekkir aðstæður betur á vettvangi en starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem skipta milljónum á heimsvísu,“ segir Atli og bætir við að „vegna vinnu sjálfboðaliða Rauða krossins megi nýta hverja krónu betur heldur en þegar vinnu er haldið uppi af starfsfólki sem sinnir öllum störfum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Sierra Leóne stuðla líka að aukinni uppbyggingu og þekkingarsköpun á heimaslóðum sínum og þar með aukinni sjálfbærni verkefna.“</p> <p>Þrjú Rauða kross félög á Norðurlöndum koma að verkefninu ásamt Rauða krossinum í Sierra Leone. „Þetta er vonandi vísir að áframhaldandi farsælu samstarfi þessara þriggja norrænu Rauða kross félaga í Sierra Leóne. Í sameiningu ætlum við að bjarga mannslífum, stuðla að auknu heilbrigði, fæðuöryggi og valdeflingu kvenna og stúlkna,“ segir Terhi Heinäsmäki svæðisfulltrúi finnska Rauða krossins í Afríku. Sandy og Atli taka undir það og segja það forgangsverkefni að stuðla að aukinni valdeflingu stúlkna og kvenna í löndum á borð við Sierra Leóne. „Á þann hátt tryggjum við best framþróun, stöðugleika og drögum úr fátækt til frambúðar.“</p>

26.02.2019Aukin framlög Íslands til bágstaddra í Jemen

<p>Guðlaugur Þór utanríkisráðherra tók í morgun þátt í sérstakri framlagaráðstefnu um Jemen sem Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss stóðu fyrir. Þar hét hann 30 milljóna króna viðbótarframlagi íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar í landinu, sem verður ráðstafað í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).</p> <p>„Stærsta neyðin í heiminum í dag ríkir í Jemen þar sem áttatíu prósent þjóðarinnar þurfa á neyðaraðstoð að halda. Við höfum lagt áherslu á að aðstoðin nái til barna og kvenna sem eru í sérstaklega bágri stöðu í Jemen,“ sagði Guðlaugur Þór. <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Avarp-radherra-a-framlagaradstefnu-vegna-Jemen/">Í ræðu sinni</a>&nbsp;lagði hann jafnframt áherslu á að bundinn verði endi á átökin sem hafa staðið frá árinu 2015.</p> <p>Fyrr á árinu lögðu íslensk stjórnvöld 36 milljónir til UNFPA og vörðu rúmum 19 milljónum til aðstoðar við jemensk börn í samstarfi við Barnaheill. Markmiðið með framlögum til UNFPA er að bæta heilsugæslu í Jemen til að mæta bágborinni stöðu kvenna sem sætt hafa ofbeldi og veita mæðrum og þunguðum konum neyðarþjónustu.</p> <p>Með framlaginu er ljóst að framlög til mannúðaraðstoðar í Jemen nema að lágmarki 85 milljónum á þessu ári og hafa þá náð rúmum 150 milljónun á undanförnum mánuðum. Framlögunum hefur einnig verið ráðstafað í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC).</p> <p>Guðlaugur Þór flutti einnig <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Raeda-utanrikisradherra-i-mannrettindaradi-STh-fyrir-hond-NB8-rikjanna-gegn-daudarefsingum/">ræðu í mannréttindaráðinu</a>&nbsp;fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna gegn dauðarefsingum. Hann sagði áhyggjuefni hversu oft dauðarefsingum væri beitt gegn minnihlutahópum og þeim sem minnst mega sín. Hann lagði þó áherslu á að töluverðar framfarir hefðu orðið á undanförnum árum og dauðarefsing viðgengist nú í innan við þriðjungi ríkja heims.</p> <p>Í dag hitti utanríkisráðherra einnig Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, og ræddi við hana um mannréttindi, framlag Íslands til skrifstofu mannréttindastjórans og <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/22/Island-fullgildir-bokun-vid-samning-um-bann-vid-pyntingum/">nýlega fullgildingu bókunar</a>&nbsp;við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum.</p> <p>Guðlaugur Þór hefur einnig átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum nokkurra ríkja sem staddir eru í Genf. Í gær hitti hann Mariu Ubach, utanríkisráðherra Andorra, og ræddi við hana um Evrópumál. Á fundi þeirra Mariju Pejcinovic Buric, utanríkisráðherra Króatíu, voru mannréttindamál og málefni Evrópuráðsins til umfjöllunar.</p> <p>Í dag hitti Guðlaugur Þór Josep Borrell Fontelles, utanríkisráðherra Spánar, og ræddi við hann um málefni Katalóníu og tvíhliða samskipti Íslands og Spánar, meðal annars á sviði viðskipta og ferðamennsku. Á fundi með Retno Lestari Priansari Marsudi, utanríkisráðherra Indónesíu, var helst rætt um tvíhliða viðskipti ríkjanna og mögulegan tvísköttunarsamning þeirra á milli en nýverið var gengið frá fríverslunarsamningi EFTA og Indónesíu. Einnig ræddu ráðherrarnir samstarf í jarðahita- og sjávarútvegsmálum. Marsudi gegndi á sínum tíma embætti sendiherra Indónesíu gagnvart Íslandi og þekkir ágætlega til Íslands. Guðlaugur hitti sömuleiðis utanríkisráðherra Belgíu, Didier Reynders, og ræddi við hann mannréttindamál og málefni Evrópuráðsins.</p> <p>Að endingu hitti Guðlaugur Þór framkvæmdastjóra EFTA, Henri Gétaz, til að ræða stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna samtakanna.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Avarp-radherra-a-framlagaradstefnu-vegna-Jemen/">Ræða utanríkisráðherra á framlagaráðstefnu vegna Jemen</a></p> <p> <a href="/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Raeda-utanrikisradherra-i-mannrettindaradi-STh-fyrir-hond-NB8-rikjanna-gegn-daudarefsingum/">Ræða utanríkisráðherra gegn dauðarefsingum</a></p>

25.02.2019Tæplega þúsund börn féllu í Afganistan á síðasta ári

<span></span> <p>Vopnuð átak í Afganistan kostuðu 3800 mannslíf óbreyttra borgara á síðasta ári, segir í nýrri skýrslu&nbsp;&nbsp;Sameinuðu þjóðanna. Af þessum fjölda féllu 927 börn. Þau hafa aldrei verið fleiri meðal látinna á síðustu tíu árum. Rúmlega sjö þúsund borgarar særðust og allar þessar tölur eru til marks um harðnandi átök að mati UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um Afganistan.</p> <p>Aukið ofbeldi og aukið mannfall er rakið til annars vegar fleiri sjálfsmorðsárása vígasveitar Íslamskra ríkisins, ISKP, og hins vegar til fjölgunar aðgerða í lofti og láði á vegum stjórnarhersins.</p> <p>„Sú staðreynd að aldrei fyrr hafi jafn mörg börn verið drepið er hreint út sagt skelfilegt,“ segir Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.</p> <p><a href="https://unama.unmissions.org/sites/default/files/afghanistan_protection_of_civilians_annual_report_2018_final_24_feb_2019_v3.pdf" target="_blank">Skýrsla</a> UNAMA er sú tíunda í röðinni um þjáningar afgönsku þjóðarinnar vegna vopnaðra átaka í landinu sem hafa leitt til 32 þúsund ótímabærra dauðsfalla óbreyttra borgara á einum áratug. Tvöfalt fleiri, eða um 60 þúsund manns, hafa særst í átökum á þessum tíma.</p> <p>Afganistan er eitt þriggja áherslulanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland veitir framlög beint í aðgerðaáætlun UN Women í Afganistan. Meðal verkefna má nefna stuðning við miðstöðvar fyrir upplýsinga- og fjarskiptatækni og vitundavakningu um Kvennasáttmálann (CEDAW) meðal háskólanema, embættismanna og fulltrúa borgarasamtaka í gegnum vinnustofur og námskeið. Einnig veitir stofnunin ríkistjórninni stuðning við gerð áætlunar um og eftirlit við framkvæmd ályktunar um konur, frið og öryggi.</p>

22.02.2019Sendifulltrúi Rauða krossins til Nígeríu

<span></span> <p>Baldur Steinn Helgason sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi hélt í síðustu viku af stað til Nígeríu. Hann starfar þar í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýrir birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári.</p> <p>Mikil flóð verða oft á þessu svæði og ósjaldan mannskaði. Rúmlega eitt hundrað íbúar fórust í flóðunum síðastliðið haust. Þá flosnuðu upp af heimilum sínum rúmlega ein milljón íbúa í tíu héruðum.</p> <p>Baldur er þróunar- og skipulagsfræðingur og hefur verið á Veraldarvakt Rauða krossins í rúman áratug eða frá 2005. Hann hefur komið að fjölda verkefna á vegum Rauða krossins á þessum árum. Hann hefur víðtæka þjálfun og þekkingu á þessu sviði og Rauði krossinn hefur meðal annars notið góðs af störfum hans í verkefnum í Indónesíu, Níger, Malí.</p>

21.02.2019Ungmenni eru kyndilberar heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>„Þátttaka ungs fólk í ákvarðanatöku hvað varðar sjálfbæra þróun er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.&nbsp;Ef við ætlum að takast almennilega á við stærstu áskoranir samtímans, þar með talið áhrif loftslagsbreytinga, fátækt, kynjamismun, átök og fólksflutninga þá þurfum við á kröftum ungs fólks að halda,“ sagði í Fésbókarfærslu Ungmennaráðs Sameinuðu þjóðanna í gær í tilefni útgáfu Sameinuðu þjóðanna á skýrslu um ungmenni og heimsmarkmiðin.</p> <p>Skýrslan sem nefnist „<a href="https://www.un.org/development/desa/youth/world-youth-report/wyr2018.html?fbclid=IwAR3g17iemFzCi2AP_ccedEFp-4D1s30Va9cwpfpc7E9-6gEPiypkGafp-Vg" target="_blank">Youth and the 2030 Agenda for Sustainable Development</a>“ fjallar bæði um hlutverk ungmenna sem þátttakenda í beinum aðgerðum í þágu sjálfbærrar þróunar en einnig þann ávinning sem ungt fólk á að fá með heimsmarkmiðunum. Þau voru sem kunnugt er samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015, meginmarkmiðin eru sautján talsins, og skilgreind undirmarkmið 169. Þau eiga að vera komin í höfn árið 2030.</p> <p>Í nýju skýrslunni segir að ungmenni séu kyndilberar heimsmarkmiðanna og hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Eins og ungmennaráðið bendir á í <a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/">stöðufærslu</a>&nbsp;sinni eru ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára um 16% mannkyns.</p> <p>Tólf fulltrúar á aldrinum þrettán til átján ára voru á síðasta ári skipaðir í ráðið og þeir halda reglulega&nbsp;fundi undir handleiðslu sérfræðings í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi.</p> <p>Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Hlutverk ráðsins verður að fræðast og fjalla um Heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið mun jafnframt veita stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn.</p>

21.02.2019Íslendingar í lið með FAO gegn ólöglegum fiskveiðum

<span></span> <p>„Samstarfið lagar sig einkar vel að pólitískri stefnu Íslands í alþjóðamálum með ríkum áherslum á málefni hafsins. Það gefur okkur tækifæri til að nýta íslenska þekkingu í stórum alþjóðlegum verkefnum. Og bæði íslensk fyrirtæki og íslenskir sérfræðingar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum sem er fagnaðarefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýjan samstarfssamning ráðuneytisins við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO.</p> <p>Að sögn utanríkisráðherra lýtur verkefnið að baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum, rusli í höfum og öðrum þáttum sem snúa að svonefndum „bláum vexti“. Hann segir samvinnuverkefnið hafa verið í undirbúningi frá því á síðasta ári og það feli bæði í sér bein fjárframlög og framboð á íslenskri sérfræðiþekkingu. Heildarvirði samkomulagsins nálgast tvær milljónir Bandaríkjadala á fjórum árum, sem skiptist nokkuð jafnt á milli beinna framlaga og framlaga í formi sérfræðiaðstoðar.</p> <p><strong>Þrír meginþættir samkomulagsins</strong></p> <p>Þrír meginþættir hafa verið greindir þar sem framlög Íslands koma til með að nýtast vel.</p> <p>Í fyrsta lagi er um að ræða baráttuna gegn ólöglegum fiskveiðum, hnattrænt verkefni sem þegar er í gangi undir samheitinu ,,Illegal, unreported, and unregulated fisheries” (IUU).<span>&nbsp; </span>Verkþættir innan þessa stóra verkefnis hafa verið skilgreindir þar sem aðstoð Íslands er talin koma að mestum notum, ekki síst fyrir smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS) og önnur þróunarríki sem vilja taka fullan þátt í baráttu gegn ólöglegum veiðum. Þar er sérstaklega átt við innleiðingu alþjóðlegs samnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar (PSMA). Þann samning hefur Ísland staðfest, en þar kveður meðal annars á um að þróuð ríki veiti þróunarlöndum aðstoð við að uppfylla kröfur samningsins. Innan þessa fellur að sögn Guðlaugs Þórs augljóslega áhersla Íslands um stuðning við smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS).<br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða aðgerðir gegn rusli í höfum, sérstaklega plasti og glötuðum veiðafærum, drauganetum (Abandoned, lost and otherwise discarded fishing gear, ALDFG). FAO hefur þegar kynnt verkefni sem eru í vændum á þessu sviði. Sérfræðiaðstoð frá Íslandi getur nýst í þeim.<br /> <br /> Í þriðja lagi er um að ræða fjölþjóðlegan sjóð innan FAO (Multipartner Programme Support Mechanism, FMM) þar sem ein stoðin nefnist ,,Blue growth”. FAO hefur ítrekað óskað eftir þátttöku Íslands í FMM og nú hefur verið heimilað að ,,Blue growth” stoðin geti nýtt sér sérfræðiaðstoð frá Íslandi innan ramma samkomulagsins. FMM hefur notið stuðnings Svía, Belga, Svisslendinga og Hollendinga undanfarin áratug og hefur nýlega gengið í gegnum endurskoðun. „Komi fram óskir um sérfræðiaðstoð vegna ,,Blue growth” verður hægt að meta þær hverju sinni,“ segir utanríkisráðherra.</p> <p>Samningur um samstarf og framlög Íslands í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum hefur þegar verið undirritaður og innan tíðar verður skrifað undir heildstætt samkomulag Íslands og FAO um alla ofangreinda þætti. Því er við að bæta að þau verkefni sem til stendur að styðja laga sig vel að þeim áherslum sem fram koma í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans, ProBlue.</p> <p>Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm hefur unnið að undirbúningi þessa samstarfs að undanförnu og notið ráðgjafar Ara Guðmundssonar fyrrverandi starfsmanns fiskideildar FAO.</p>

20.02.2019Tæplega helmingur tungumála í útrýmingarhættu

<span></span> <p><span>Færri en eitt hundrað þeirra 6500 tungumála sem töluð eru í heiminum eru notuð á stafrænan hátt og örfá hundruð tungumála eru kennd í skólum heimsins. Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 43% tungumála heimsins séu í útrýmingarhættu. „Á tveggja vikna fresti deyr tungumál út og með því hverfur menningarleg og vitsmunlaeg arfleifð,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Haldið hefur verið upp á Alþjóðadag móðurmálsins á hverju ári frá síðustu aldamótum til þess að efla fjölbreytni tungumála í heiminum og fjöltungu. Sá dagur er á morgun, 21. febrúar, en dagurinn varð fyrir valinu vegna þess að þann dag árið 1952 skaut lögregla í Dhaka í Bangladess á mannfjölda sem krafðist þess að móðurmál þeirra, Bangla, yrði viðurkennt. Þessi atburður hratt af stað tungumálahreyfingu sem kennd er við Bengal.</span></p> <p><span>Þema dagsins er “Tungumál frumbyggja skiptir máli fyrir þróun, friðarvæðingu og sættir“ og það kallast á við Alþjóðlegt ár frumbyggjamála.</span></p> <p><span>Í frétt UNRIC segir að Samar séu eina frumbyggjaþjóðin sem skráð sé í Evrópu. Þeir tali tíu mismunandi tungumál og búi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þá segir að í Noregi hafi verið sett lög og reglugerðir í því skyni að verja tungumál Sama því dagleg notkun fari minnkandi. 25 þúsund tali norður-samísku, sem sé stærsta einstaka og útbreiddasta mállýska Sama-mála. Þá segir að öll tungumál Sama séu á lista UNESCO yfir tungumál í útrýmingarhættu.</span></p> <p><span>„40% jarðarbúa hafa ekki aðgang að menntun á máli sem þeir tala eða skilja. Framfarir hafa þó orðið í fjöltungumenntun sem byggir á þekkingu á móðurmáli. &nbsp;Tungumál eru öflugasta tækið til að varðveita og þróa áþreifanlega og óáþreifanlega arfleifð. Barátta fyrir móðurmálinu þjónar einnig þeim tilgangi að efla fjölbreytni tungumála og fjöltungumenntun og auka vitund um hefðir tungumála og menningar.“</span></p>

19.02.2019Nýtt verkefni SOS Barnaþorpanna um fjölskyldueflingu

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt SOS Barnaþorpunum á Íslandi rúmlega 45 milljóna króna styrk til að fjármagna fjölskyldueflingu á Filippseyjum. Slík verkefni á vegum SOS á Íslandi eru því orðin þrjú talsins samtökin eru þegar að styðja við bakið á sárafátækum barnafjölskyldum að verða sjálfbærar í Eþíópíu og Perú. Mótframlag SOS fyrir verkefnið á Filippseyjum eru rúmar 11 milljónir króna sem fjármagnaðar eru af SOS-fjölskylduvinum, mánaðarlegum styrktaraðilum SOS á Íslandi</p> <p>Fjölskyldueflingin á Filippseyjum verður á Samar-eyju skammt frá SOS barnaþorpunum Calbayog og Tacloban. Það&nbsp;hefst 1. apríl næstkomandi og er til þriggja ára. Fram kemur á vef SOS Barnaþorpanna að verkefnið nái til 1800 barna og ungmenna „og snýst um að klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna.“</p> <p>Þar segir ennfremur að nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum séu í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum eða yfir 30% barnafjölskyldna. „Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjöldið fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“</p> <p>Einu fjölskyldueflingarverkefni á vegum SOS á Íslandi er nú þegar lokið með mjög góðum árangri í Gíneu Bissá. <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8400/mikill-arangur-a-skommum-tima" target="_blank">Verkefnið í Eþíópíu</a> hófst í janúar 2018 og gengur framar vonum. Í Perú er verkefnið í yfirumsjón SOS í Noregi en með aðkomu SOS á Íslandi. SOS á Íslandi fjármagnar því þrjú fjölskyldueflingarverkefni í heiminum í dag.</p>

15.02.2019Rúmlega hálf milljón ungbarna látist vegna stríðsátaka á fimm árum

<span></span> <p>Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund ungbörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árabilinu 2013 og 2017 í þeim tíu löndum sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það er að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári hverju. Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp.</p> <p>Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum.</p> <p>Tölur yfir heildarfjölda látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsins eru birtar í skýrslu Barnaheilla – Save the Children <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/stop-the-war-on-children-2019.pdf" target="_blank">Stop the War on Children</a>&nbsp;(Stöðvum stríð gegn börnum) sem kynnt var í gær í tengslum við upphaf Öryggisráðstefnunnar í München. Í skýrslunni eru upplýsingar um fjölda barna sem býr á svæðum þar sem stríðsátaka gætir. Þær leiða í ljós að nærri eitt af hverjum fimm börnum býr á svæðum þar sem vopnuð átök og stríð geisa, fleiri en nokkru sinni síðustu 20 ár.</p> <p>Ný rannsókn Friðarrannsóknarsetursins í Osló (PRIO), gerð að tilstuðlan Barnaheilla – Save the Children, sýndi að 420 milljónir barna bjuggu á stríðshrjáðum svæðum árið 2017 eða 18% allra barna í heiminum. Það er aukning um 30 milljónir frá síðasta ári. Afganistan, Jemen, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Sýrland, Írak, Malí, Nígería og Sómalía eru þau lönd þar sem börn liðu hvað mest vegna átaka árið 2017.</p> <p><span></span>„Skýrsla okkar sýnir að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valda börnum meiri þjáningum. Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International. „Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borgarar skulu aldrei vera skotmörk.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent alþingismönnum skýrsluna „Stop the war on children“ og hvetja Alþingi og stjórnvöld til þess að beita sér fyrir því á vettvangi alþjóðasamfélagsins að viðurkenndum viðmiðum sé fylgt í stríðsátökum. Að þeir sem brjóta alþjóðalög og alþjóðasamninga verði dregnir til ábyrgðar og að gripið sé til aðgerða til að vernda börn sem búa við stríðsástand og hjálpa og styðja við þau börn sem þegar hafa mátt þola þjáningar vegna stríðsátaka.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora jafnframt á stjórnvöld, atvinnulífið og almenning að sýna samhug í verki og styðja við börn sem búa við þær skelfilegu aðstæður sem stríðsástand er. „Brýnustu verkefnin nú eru að börn sem búa við slíkt ástand eða eru á flótta undan stríðsátökum eigi þess kost að njóta gæðamenntunar og fá sálfélagslegan stuðning til að takast á við þær hræðilegu raunir sem á þeim dynja,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/stodvum-strid-gegn-bornum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Barnaheilla.</p>

14.02.2019Sjö manna fjölskylda í tíu fermetra íbúð

<span></span> <p>Emebet og eiginmaður hennar Behailu búa ásamt fimm börnum sínum í um það bil 10-15 fermetra húsi í smábænum Iteye í Eþípíu. Þau eru ein af 566 fjölskyldum í fjölskyldueflingu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna og hjálpa yfir 1600 börnum sem eru í þessum fjölskyldum. Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið að stærstum hluta ásamt Fjölskylduvinum SOS á Íslandi.</p> <p>Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi, heimsótti&nbsp;fjölskyldu Emebet og tók hana tali. Frásögnin birtist á <a href="https://www.sos.is/sos-sogur/nanar/8401/ykkur-ad-thakka-ad-vid-getum-sent-bornin-i-skola?fbclid=IwAR2GccH9CM3Q6KithytZD4Bbn8n0HCuJZtv0PE1LHNXt65UxDRe4kb1BceE">vef</a>&nbsp;SOS Barnaþorpanna.</p> <p><strong>Eiginmaðurinn sjónskertur</strong></p> <p>Behailu, eiginmaður Emebet, er sjónskertur og getur því aðeins að takmörkuðu leyti tekið þátt í að framfleyta fjölskyldu sinni. Emebet starfaði áður fyrir aðrar fjölskyldur við að baka þjóðlegu pönnukökurnar „injera“ sem heimafólk borðar með nær öllum mat en nú starfar hún sjálfstætt. SOS skaffaði henni yfir 100 kg af teff grjónum til injera-gerðar sem hún selur á markaði. Áður gátu börnin ekki sótt skóla að fullu því þau þurftu að afla tekna fyrir heimilið. En nú er staða fjölskyldunnar mun betri.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/E6jUXMG_vKM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>Ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla</strong></p> <p>„Með tilkomu fjölskyldueflingar SOS þurfa börnin ekki lengur að vinna með skólanum til að hjálpa við framfærslu heimilisins. Börnin kunna vel við sig í skólanum og vegna ykkar aðstoðar hafa þau nú fengið skólabúninga og námsgögn. Það er ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla. -- Við sjáum fram á bjarta framtíð ef þið haldið áfram að styðja okkur,“ segir Emebet.</p> <p>Eldri sonurinn, Yohanis, náði ekki nógu góðum einkunnum til að komast í framhaldsskóla en fyrir tilstilli fjölskyldueflingar SOS hefur honum boðist starfsmenntun í iðnnámi. Þannig getur hann aflað tekna fyrir heimilið meðan hann er í launuðu starfsnámi.</p> <p><strong>Löggur, læknar og flugmaður</strong></p> <p>Börnin eru með skýr markmið fyrir framtíðina. Þau voru spurð hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór.</p> <p>„Mig langar að verða flugmaður og líka að læra að tala ensku eins vel og þú.“ segir Yohanis. Systur hans Bereket og Minilik ætla að verða læknar, hin fjögurra ára Mezgiboshal ætlar að verða lögga eins og 12 ára bróðir hennar, Tekle. En af hverju lögga?</p> <p>„Af því að það eru svo margir þjófar í landinu okkar sem ég ætla að handtaka.“ segir Tekle við mikinn fögnuð spyrilsins, Hans Steinars frá Íslandi, sem varð fyrir því óláni að símanum hans var stolið í höfuðborginni Addis Ababa. „Geturðu hjálpað mér að finna símann minn? Honum var stolið.“ -„Já!“ svaraði Tekle að bragði.</p>

13.02.2019„Vonum að þrátt fyrir tilhlökkunina fjölgi ekki fæðingum“

<span></span> <p>„Með tilkomu fæðingardeildarinnar verða miklar breytingar, miklar framfarir. Héraðssjúkrahúsið sinnir öllum íbúafjölda héraðsins, 1,2 milljónum íbúa. Að jafnaði fæðast hér 35 börn á degi hverjum, eða sem næst eitt þúsund börn á hverjum mánuði,“ segir Henry Chibowa héraðsyfirlæknir í Mangochi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnaði formlega á dögunum glæsilega fæðingardeild í Mangochi bænum, en eins og kunnugt er hafa Íslendingar stutt við héraðsyfirvöld á síðustu árum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í viðleitni þeirra við að veita íbúunum grunnþjónustu.</p> <p>Henry segir að húsnæði gömlu fæðingardeildarinnar sé í fermetrum talið aðeins um þriðjungur nýju deildarinnar. „Þar voru mikil þrengsli og konur fæddu börn á gólfinu eða á göngum og í rauninni var miklum erfiðleikum bundið að bjóða konum gæðaumönnun. Með nýju deildinni höfum við ekki aðeins meira rými heldur einnig fleiri hjúkrunarfræðinga sem hafa notið stuðnings íslenska sendiráðsins og því getum við aukið gæði þjónustunnar í þágu kvenna og nýfæddra barna.“</p> <p><strong>Biðröð í ungbarnaeftirlitið</strong></p> <p>Henry Chibowa segir að mikil ánægja ríki í Mangochi með nýju aðstöðuna, bæði fæðingardeildina en ekki síður ungbarnaeftirlitið þar sem hann segir ævinlega vera biðröð mæðra með ungbörn frá því snemma að morgni fram eftir degi. Þar fer fram ungbarnaeftirlit,<span>&nbsp; </span>bólusetningar, fræðsla um fjölskylduáætlanir, alnæmi og fleira. „Strax á fyrsta degi sem við opnuðum ungbarnaeftirlitið var biðröðin löng og á fyrstu dögum fæðingardeildarinnar fæddust yfir eitt hundrað börn. Við vonum að þrátt fyrir tilhlökkunina með nýju fæðingardeildina leiði það ekki til þess að fæðingum fjölgi,“ segir héraðsyfirlæknirinn með brosi á vör.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/i51kSxPka1Q" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Hann bætir við að í héraðsstuðningi íslenskra stjórnvalda við Mangochi hafi á síðustu misserum verið reistar níu fæðingardeildir úti í sveitum, sex þeirra hafi þegar verið opnaðar, og þrjár þær síðustu verði teknar í gagnið síðar á árinu. Hann segir að sú stefna í samstarfinu að færa þjónustuna nær fólki sé afar mikils virði, ekki síst fyrir barnshafandi konur sem áður þurftu að fara um langan veg á næstu fæðingardeild. Hann nefnir sérstaklega „biðstofurnar“ sem byggðar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé, byggingar þar sem konur langt að komnar geta fundið skjól í grennd við fæðingardeild og beðið átekta eftir að barnið sýnir merki þess að vilja komast í heiminn.</p> <p><strong>Fæðingartíðnin mesta ógnin</strong></p> <p>Henry segir mestu lýðheilsuógnina í Mangochi felast í fólksfjölguninni, fæðingartíðni sé enn of há, en eins og nýlega kom fram í niðurstöðum manntals sem gert var í Malaví síðastliðið haust hafði íbúum í Malaví fjölgað um 35% á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur áhrif á allt sem tengist lýðheilsu,“ segir héraðsyfirlæknirinn ungi sem er aðeins 28 ára að aldri.</p>

13.02.2019Nemendur frá þrettán löndum við nám í Jafnréttisskólanum

<span></span> <p>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók á móti nemendum frá þróunarlöndum og átakasvæðum í tólfta sinn um miðjan janúar. Þetta árið eru nemendurnir 23 talsins, 7 karlar og 16 konur, og koma frá 13 löndum: Afganistan, Bosníu &amp; Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Kenýa, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu og Úganda. Nemendurnir eru sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í &nbsp;heimalandi sínu, meðal annars í ráðuneytum, félagasamtökum og lögreglunni.</p> <p>Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í þróunarríkjum og á átakasvæðum. Hvert vormisseri rekur Jafnréttisskólinn 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu. Þessa önn eru kennd 7 námskeið; 5 skyldunámskeið og 2 valnámskeið, sem öll miða að því að styrkja getu nemenda til að innleiða kynjasjónarmið í vinnu sína og rannsóknir. </p> <p>Námskeiðin eru: Alþjóðleg jafnréttisfræði: Kenningar og hugtök; Kyngervi, umhverfismál og sjálfbærni; Kyngervi, kyndbundið ofbeldi og öryggismál; Kyngervi, þróunarmál og hagnýt jafnréttisfræði; Kyngervi, vinnumarkaður og fólksflutningar; Kyngervi, menntun og heilsa. </p> <p>Nemendurnir vinna einnig að lokaverkefni yfir önnina sem þau munu kynna í lok annar, eða dagana 20. og 21. maí. Útskrift verður 24. maí 2019.</p> <p>Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á <a href="https://gest.unu.edu/en" target="_blank">vef</a>&nbsp;skólans.</p> <p>&nbsp;</p>

12.02.2019Á annað hundrað börn leyst undan hermennsku í Suður-Súdan í dag

<span></span> <p><span>Í dag, á alþjóðadegi gegn barnahermennsku, voru 119 börn leyst undan hermennsku í Yambio, Suður-Súdan, þar á meðal 48 stúlkur. Yngsta barnið var 10 ára.&nbsp; Alls hafa yfir 3,100 börn verið leyst úr haldi vígahópa síðan átök brutust út í landinu árið 2013.</span></p> <p><span>Á <a href="https://unicef.is/119-born-leyst-undan-hermennsku-sudur-sudan" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF á Íslandi segir að á sama tíma og þessar fréttir séu gleðilegar minnist UNICEF þeirra barna sem hafa fallið á vígvellinum sem barnahermenn. „Sýnum samstöðu með þeim börnum sem eru þvinguð til að taka þátt í vopnuðum átökum víða um heim og þrýstum á stríðandi fylkingar að sleppa tafarlaust öllum þeim börnum sem eru enn í haldi vígahópa,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Á síðasta ári tók UNICEF þátt í að leysa 955 börn undan hermennsku í Suður-Súdan, þar á meðal 265 stúlkur. Alls hafa því yfir 3,100 börn í Suður-Súdan verið leyst undan hermennsku frá því að stríðið braust út árið 2013. Stefnt er á að leysa enn fleiri börn úr haldi á þessu ári. </span></p> <p><span>„Mörg börnin hafa barist í fjölda ára og enn fleiri hafa aldrei gengið í skóla. Ekki eru öll börnin látin bera vopn, sum eru notuð utan vígvallarins sem sendiboðar, njósnarar eða kokkar og stúlkur jafnt sem drengir eru beitt kynferðisofbeldi. Öll upplifa þau hrylling sem ekkert barn á að þurfa að þola.</span></p> <p><span>UNICEF vinnur með samstarfsaðilum að því að frelsa þessi börn og hjálpa þeim að sameinast fjölskyldum sínum og samfélögum á ný. Það er erfitt verkefni í landi þar sem fjölskyldur hafa hrakist á flótta innan landsins eða flúið átökin yfir til nágrannaríkjanna,“ segir í frétt UNICEF.</span></p> <p><span>Þar segir ennfremur að UNICEF veiti börnum sem hefur verið sleppt úr haldi heilsugæslu og sálrænan stuðning, auk nauðsynja á borð við mat, vatn og föt til undirbúa endurkomu þeirra til fjölskyldna sinna. Samfélögum og þorpsbúum í heimkynnum barnanna sé einnig veittur stuðningur og fræðsla til að koma í veg fyrir að þau verði fyrir aðkasti þegar þau koma til baka, en einnig til að draga úr líkum á að þau verði aftur tekin inn í vopnaða hópa. „Þegar börnin eru tilbúin eru þau studd til að hefja skólagöngu eða starfsþjálfun.</span> UNICEF leggur allt kapp við að hjálpa börnum sem hafa verið notuð sem hermenn til að aðlagast samfélögum sínum á nýjan leik. Á sama tíma þrýstir UNICEF alþjóðlega á stjórnvöld um allan heim að beita sér af enn meiri hörku í að útrýma notkun barna í hernað.“</p> <p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2funicefisland%2fvideos%2f289043661745912%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe>&nbsp;</p> <p> James var 14 ára þegar honum var rænt af vígasveitum og látinn berjast í stríðinu í Suður-Súdan. Hann var neyddur til að berjast gegn sínu eigin fólki og sá fjölda barna deyja. Það varð honum til lífs að hann sjálfur varð fyrir skoti. Hann var skotinn í fótlegginn og hermennirnir sem voru með honum skildu hann eftir. James var að blæða út þegar hann fannst og var komið á spítala í Juba, höfuðborg Suður-Súdan. Þegar búið var að finna út hver hann var hjálpaði UNICEF honum að sameinast móður sinni og sex systkinum á ný. </p> <p>Sem betur fer endar saga James vel, en enn eru að minnsta kosti 19 þúsund börn notuð sem hermenn í Suður-Súdan. Ástandið er einnig skelfilegt víða þar sem átök hafa geisað í lengri tíma, til dæmis í Sómalíu, Miðafríkulýðveldinu og Afganistan þar sem UNICEF áætlar að tugþúsundir barna séu notuð sem barnahermenn.</p>

11.02.2019Mikill árangur á skömmum tíma

<span></span> <p>Óvenju mikill árangur hefur náðst á skömmum tíma í Fjölskyldueflingarverkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Eþíópíu, að því er fram kemur á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8400/mikill-arangur-a-skommum-tima" target="_blank">vef</a>&nbsp;samtakanna. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi, voru í Eþíópíu dagana 1. til 6. febrúar og &nbsp;gerðu úttekt á þróun verkefnisins sem styrkt er af utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum hér á landi.</p> <p>Verkefnið felst í að styðja 566 barnafjölskyldur í sárafátækt til sjálfbærni, meðal annars með mataraðstoð, bættri heilbrigðisþjónustu, stuðningi við menntun, uppeldisþjálfun, betra aðgengi að vatni, fjármálaráðgjöf og aðgengi að lánum á lágum vöxtum svo dæmi séu tekin. Lánin eru veitt fjölskyldunum til að efla eigin atvinnurekstur svo sem til kaupa á búnaði og hráefni til framleiðslu á matvöru til sölu. Þá er margt óupptalið.</p> <p>Verkefnið hófst 1. janúar 2018 og stendur yfir til 31. desember 2021. Umræddar fjölskyldur eru í smábænum Iteya og þorpinu Tero Moye sem er í 20 km fjarlægð. Verkefnið er kennt við eldfjallið Tullumoye sem þýðir „Fjallsgígur“ á íslensku og er í nágrenni Tero Moye.</p> <p><strong>Loksins auðvelt að fá vatn</strong></p> <p>Skólasókn barnanna hefur rokið upp, stofnaðir voru forskólar fyrir 4-6 ára börn, dregið hefur úr vannæringu barna, fjölskyldurnar eru mun meðvitaðri um mikilvægi menntunar, kynjajafnrétti og meðferð fjármuna svo dæmi séu tekin. Þá hefur verið byggður vatnstankur og vatnsleiðslur lagðar til þorpsins Teremoye. Þar þurfti fólk áður að leggja á sig margra klukkustunda göngu eftir vatni en nú tekur aðeins nokkrar mínútur að bera sig eftir vatninu sem rennur í fjórar vatnsstöðvar í þorpinu.</p> <p>„Það er ljóst að vel er haldið utan um verkefnið af stjórnanda þess á staðnum og þakklæti fólksins er ótvírætt. Við heimsóttum nokkrar af þessum fjölskyldum, ræddum við þær og kynntum okkur bágbornar aðstæður þeirrar. Það fór ekki á milli mála að fólkið er þakklátt okkur Íslendingum fyrir aðstoðina. Þessi heimsókn staðfesti fyrir okkur að hjálp okkar hefur borið mikinn árangur og eftir að gera áfram.“ segir Hans Steinar, upplýsingafulltrúi.</p>

08.02.2019Mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn

<span></span> <p><span></span>„Þetta hefur verið mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn. Það sem gerir það að verkum að manni líður vel er að heimamenn koma og sýna okkur svart á hvítu þann góða árangur sem náðst hefur,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann er nýkominn heim úr vinnuferð til Malaví, en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því samstarf um þróunarsamvinnu hófst milli landanna tveggja.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Kh5oHuK1Z-c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Íslendingar hafa á síðustu sjö árum unnið með héraðsstjórninni í Mangochi, einu fátækasta héraðinu í landinu, við að bæta grunnþjónustu sveitarfélagsins á þremur mikilvægustu sviðum samfélagsins, í lýðheilsu, menntun og vatni. <span></span>Á ferð sinni um verkefnasvæði Íslendinga í Mangochi héraði kynnti ráðherra sér starfið á vettvangi, hann heimsótti einn af skólum héraðsins sem nýtur stuðnings af samstarfinu, skoðaði nýja fæðingardeild við heilsugæslustöð í afskekktri sveit og nærliggjandi vatnsból, eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í ferðinni.</p> <p>Þá var einn af hápunktum ferðarinnar formleg opnun glænýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, Mangochibænum. Auk utanríkisráðherra tók Atupele Muluzi heilbrigðisráðherra Malaví þátt í athöfninni en bygging fæðingardeildarinnar hefur verið veigamesti þátturinn í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með héraðsstjórninni.</p> <p>Hvarvetna var ráðherranum afar vel tekið og hann beðinn fyrir þakklætiskveðjur til íslensku þjóðarinnar og stjórnvalda á Íslandi.</p>

08.02.2019Utanríkisráðherra kynnir sér verkefni Rauða krossins í Malaví

<span></span> <p>Í síðustu viku heimsótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfuðstöðvar Rauða krossins í Malaví til að kynna sér langtímaþróunarsamstarf félagsins sem íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa stutt frá árinu 2012.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Verkefnið miðar að því að auka viðnámsþol 150 þúsund íbúa sem búa við sárafátækt á strjálbýlum svæðum í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Aðgengi að hreinu vatni, bætt heilbrigði og menntun barna er grunnstef verkefnisins, en auk þess leggur Rauði krossinn á Íslandi mikla áherslu á valdeflingu stúlkna og kvenna.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Á meðan Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir jafnrétti tíunda árið í röð, situr Malaví í 112. sæti af 149 löndum. Ungar stúlkur sem njóta stuðnings Rauða krossins til skólagöngu og hafa hætt skólagöngu vegna barneigna taka þátt í ungliðastarfi Rauða krossins á verkefnasvæðunum. Þar fá þær þjálfun í lífsleikni, fræðslu um kynheilbrigði, réttindi sín og mikilvægi hreinlætis á blæðingum. Þessar sárafátæku stúlkur hafa lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og því miður verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Í ungliðastarfinu er túr ekki tabú og eitt þeirra verkefna sem ungmennin hafa þróað snýst um að kenna stúlkunum að sauma margnota dömubindi,“ segir í frétt á vef Rauða krossins.</p> <p>Guðný Nielsen, verkefnastjóri Rauða krossins var á staðnum og lýsir heimsókn ráðherra sem afskaplega ánægjulegri. „Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins í Malaví, sem þátt tóku í móttöku ráðherrans, voru í skýjunum. Það er mikill heiður að fá heimsókn svo háttsetts aðila og okkur þótti mjög vænt um að fá tækifæri til að kynna þetta einstaka þróunarsamstarf sem miðar að því að stórbæta líf 150 þúsund manns á strjálbýlum svæðum í þessu fátæka landi. Það skiptir miklu máli að geta veitt stjórnvöldum innsýn í þann árangur sem fæst fyrir tilstuðlan stuðnings þeirra.“</p>

07.02.2019"Einstakt traust sem okkur er sýnt af Íslands hálfu"

<p><span>Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fór lofsamlegum orðum um stuðning íslenskra stjórnvalda við íbúa héraðsins á undanförnum árum á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þegar hann heimsótti verkefnasvæði Íslands í Malaví í síðustu viku. Móses sagði það einstakt að njóta trausts á borð við það sem Íslendingar sýndu héraðsstjórninni, slíkt væri óþekkt meðal annarra veitenda þróunarfjár, stjórnunarkostnaður væri lítill, skilvirkni mikil og árangurinn meiriháttar.<br /> <br /> „Það hefur enginn komið með jafn mikla fjármuni inn í okkar samfélag og treyst okkur fyrir því fé. Við höfum sýnt eins og nýleg úttekt sannar að við erum verðug þessa trausts og skilum árangri,“ sagði Móses Chimphepo.</span></p> <p><span>Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við héraðsstjórann. Hann segir að samstarfið milli íslenska sendiráðsins og héraðsstjórnarinnar sé einstakt því það hafi sýnt og sannað að það komi sérstaklega fólki í sveitaþorpum í Mangochi héraðs til góðs. Hann segir að samstarfið byggi á þrenns konar stuðningi og nefnir fyrst menntamálin þar sem hann fagnar umbótum í byggingum á kennsluhúsnæði og kaupum á námsbókum. Hann nefnir síðan að skólasókn hafi aukist og að vísbendingar séu að koma fram um betri námsárangur.<br /> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-O8FDY5GnXs" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe></span></p> <p><span>Þá nefnir hann stuðning Íslands í lýðheilsumálum, sérstaklega uppbygginguna sem gerð hefur verið á heilsugæslustöðvum. Úti í sveitunum hafi risið á síðustu árum fjölmargar fæðingardeildir ásamt biðskýlum fyrir verðandi mæður. Þetta sé mikil breyting því oft hafi barnshafandi konur þurft að ganga allt að hundrað kílómetra leið á næstu fæðingardeild. Nú fái þær þjónustu fagfólks í stað ómenntaðra yfirsetukvenna við ófullnægjandi aðstæður úti í sveitunum. Þessar breytingar stuðli af fækkun kvenna sem deyja af barnsförum auk þess sem ungbarnadauðinn minnkar.&nbsp;</span></p> <p><span>Móses segir líka sjúkrabíla sem keyptir hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé hafa breytt miklu til batnaðar í héraðinu. Þeir séu staðsettir í afskekktum sveitum og nýtist sérstaklega vel barnshafandi konum þegar stutt er í fæðingu.</span></p> <p><span>Loks nefnir héraðsstjórinn framfarirnar sem orðið hafa í vatnsmálum en Íslendingar hafa um langt árabil lagt áherslu á greiðan aðgang íbúa Mangochi að hreinu neysluvatni og Móses segir að nú sé svo komið að um 85% íbúanna hafi vatnsból í grennd við heimilin. Hann segir að hreinlætismálin hafa fengið aukið vægi, íbúar hafi verið hvattir til góðrar umhirðu um kamra, og gleðiefni sé að dregið hafi úr vatnsbornum sjúkdómum, til dæmis hafi ekki eitt einasta kólerusmit komið upp í fjögur ár. Kólera lagði áður tugi íbúa héraðsins að velli árlega.</span></p>

06.02.2019Herferð gegn limlestingum á kynfærum kvenna

<p><span>Ef ekkert verður að gert má áætla að um 68 milljónir stúlkna muni þurfa að þola limlestingar á kynfærum sínum fyrir árið 2030. Jafnvel þó að tíðni limlestinga á kynfærum kvenna hafi víðsvegar lækkað á undanförnum árum stefnir, vegna fólksfjölgunar, í að þeim fjölgar&nbsp;</span>þar sem þessi skaðlegi siður viðgengst. Um 200 milljón stúlkna og kvenna lifa í dag með afleiðingum limlestingar á kynfærum.&nbsp;</p> <p><span>Alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna er í dag. Af því tilefni hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, <a href="https://www.unfpa.org/born-complete" target="_blank">hrint af stað herferð </a>þar sem vakin er athygli á skaðsemi þeirra. Markmiðið er að binda alfarið enda á limlestingar á kynfærum kvenna fyrir árið 2030. Það er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem öll ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að framfylgja, en undirmarkmið 5.3 kveður á um að allar skaðlegar siðvenjur, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði aflagðar.</span></p> <p><span>Í febrúar 2018 <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/allar-frettir/frett/2018/02/20/Endurnyjun-a-samningi-i-barattunni-gegn-limlestingu-a-kynfaerum-kvenna-/" target="_blank">undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra samstarfssamning</a>&nbsp;til fjögurra ára við UNFPA um stuðning til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám limlestinga á kynfærum kvenna og stúlkna. Stuðningurinn hljóðar upp á 200 þúsund Bandaríkjadali á ári, jafnvirði 23 milljóna króna. Utanríkisráðuneytið hefur lagt áherslu á baráttuna gegn limlestingu á kynfærum kvenna og stutt verkefnið frá árinu 2011. </span></p> <p><span>Limlestingar á kynfærum kvenna ná til allra aðgerða sem fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð algerlega, eða að hluta til, eða þeir áverkar sem koma til sökum slíkra aðgerða. Menningarlegar ástæður og siðir liggja til grundvallar og styðja við þá hugmynd að limlestingar á kynfærum kvenna séu öllum stúlkum nauðsynlegar sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir hjónaband og fullorðinsár. Limlestingar á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu ójafnrétti og ofbeldi. Þá helst þessi siður oft í hendur við barnahjónabönd og veldur því að stúlkur hætta fyrr í skóla.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Vilja uppræta limlestingar á kynfærum kvenna fyrir 2030</strong></span></p> <p><span>Í sameiginlegri yfirlýsingu sem UNFPA, UN Women og UNICEF birta í dag staðfesta stofnanirnar ásetning sinn um að binda enda á limlestingar á kynfærum kvenna fyrir árið 2030 og koma þannig í veg fyrir að tugir milljóna kvenna upplifi þjáningarnar sem þeim fylgja.&nbsp;</span></p> <p><span>Samkvæmt yfirlýsingunni eru ríki hvött til þess að innleiða nýjar stefnur og taka upp löggjöf sem tryggir rétt stúlkna og kvenna til þess að lifa án ofbeldis og mismununar. Ríkisstjórnir í ríkjum þar sem limlestingar á kynfærum kvenna eru enn algengar þurfi að samþykkja og fjármagna aðgerðaáætlanir til að binda endi á þessa skaðlegu háttsemi. Þá þurfi trúarleiðtogar að árétta að limlestingar á kynfærum kvenna eigi sér ekki stoð í trúarbrögðum heldur sé það oftast menningarlegur og samfélagslegur þrýstingur sem verður til þess að einstaklingar og fjölskyldur fremji slíkt.&nbsp;<br /> </span></p> <div><em>Latty, 14 ára, segir frá því hvers vegna hún hefur barist gegn limlestingum á kynfærum kvenna í fjögur ár:</em></div> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JPrj7mgKAm4" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

04.02.2019Fiskistofnar ná sér á strik í Úganda

<span>Aukinn afli vegna batnandi ástand fiskistofna í stöðuvötnum Úganda hefur haft í för með sér að fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar þar en mörg undanfarin ár. Þróunin er rakin til aðgerða stjórnvalda gegn veiðum með ólöglegum veiðarfærum.&nbsp;<br /> <br /> 21 fiskverkunarstöð var starfrækt í Úganda árið 2005. Aflasamdráttur varð hins vegar til þess að þeim var lokað einni af annarri. Árið 2017 voru aðeins sjö eftir og þær störfuðu ekki einu sinni á fullum afköstum. Stjórnvöld í landinu gripu í taumana, bönnuðu innflutning á ólöglegum veiðarfærategundum og hertu eftirlit með veiðum. Herinn sér meðal annars um að framfylgja reglum um möskvastærðir til að sporna við veiðum á undirmálsfiski.&nbsp;<br /> <br /> Aðgerðirnar virðast hafa skilað árangri því afli hefur aukist á ný. Aukið framboð þýðir að fleiri fiskverkunarstöðvar eru í rekstri. Að því er fram kemur í dagblaðinu New Vision eru þrettán fiskverkunarstöðvar nú starfræktar í landinu og vinna þær allar á fullum afköstum.&nbsp;<br /> <br /> Íslendingar byggðu upp úr aldamótum upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda en það gerði þeim kleift að gefa út gæðavottorð sem höfðu til dæmis gildi á Evrópumarkaði. Einnig voru um tuttugu löndunarstaðir byggðir upp við Albertsvatn, Kyogavatn og við Viktoríuvatn í Kalangala, sem uppfylla skilyrði um móttöku á fiski inn á kröfuharða erlenda markaði.&nbsp;<br /> <br /> Miðað við uppganginn í veiðunum nú má leiða líkur að því að útflutningur á fiski á Evrópumarkað aukist á ný og þá er ljóst að uppbyggingin sem Íslendingar stóðu að á sínum tíma í samvinnu við heimamenn nýtist vel. Bættar hreinlætisaðstæður og hreint vatn í fiskiþorpum í Buikwe og Kalangala hafa einnig sitt að segja í þeim efnum.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

01.02.2019Mannréttindamál efst á baugi á fundum með ráðamönnum í Malaví

<p><span>Mannréttindamál og tvíhliða þróunarsamvinna voru í brennidepli á fundum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra með forseta og utanríkisráðherra Malaví í dag. Utanríkisráðherra opnaði í gær nýja fæðingardeild í Mangochi-bæ sem gerbyltir fæðingarþjónustu í héraðinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn í Malaví til að kynna sér árangur af áratugalangri þróunarsamvinnu við þarlend stjórnvöld og opna nýja fæðingardeild í Mangochi-bæ, höfuðstað samnefnds héraðs. </span></p> <p><span>Síðdegis fundaði Guðlaugur Þór með Peter Mutharika, forseta Malaví, og í morgun hitti hann Emmanuel Fabiano, utanríkisráðherra landsins.&nbsp;Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands og Malaví og mannréttindamál voru efst á baugi á fundunum tveimur. Utanríkisráðherra lagði í máli sínu sérstaka áherslu á kynjajafnrétti, málefni hinsegin fólks og réttindi barna. Þá ræddi Guðlaugur Þór um möguleika á því að efla viðskipti á milli Íslands og Malaví. Jafnframt var til umræðu framboð Íslands til Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.&nbsp;<br /> <br /> „Við höfum átt í farsælli þróunarsamvinnu við Malaví í þrjá áratugi og á fundunum kom fram bæði mikil ánægja með samstarfið og vilji til að þróa það áfram. Við höfum líka hug á aukinni samvinnu í gegnum alþjóðastofnanir í Malaví en í því sambandi má nefna samstarf Íslands, Malaví og Alþjóðabankans á sviði jarðvarma,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. „Auk þess áttum við mikilvægar samræður um jafnréttismál þar sem ég gat áréttað ýmislegt sem Ísland hefur fram að færa á þeim vettvangi, eins og til dæmis Barbershop-ráðstefnurnar.“&nbsp;<br /> <br /> 35 sérfræðingar frá Malaví hafa stundað nám við Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og hitti utanríkisráðherra nokkra þeirra síðdegis. Auk þess hefur hann átt í dag fundi með sendiherrum erlendra ríkja og yfirmönnum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví. Þá heimsótti Guðlaugur Þór aðalskrifstofu Rauða krossins í Malaví en utanríkisráðuneytið hefur stutt starfsemi samtakanna til margra ára.&nbsp;<br /> <br /> Einn af hápunktum heimsóknar utanríkisráðherra til Malaví var formleg opnun fæðingardeildar í héraðshöfuðstaðnum Mangochi í gær. Vígsluathöfnin fór fram fyrir utan nýju húsakynnin með pompi og pragt þar sem Guðlaugur Þór <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/01/Avarp-vid-opnun-nyrrar-faedingadeildar-heradsspitalans-i-Mangochi-i-Malavi/">ávarpaði</a>&nbsp;gesti.&nbsp;<br /> <br /> “Formleg opnun fæðingardeildar ásamt ungbarna- og mæðraverndarstöð markar ekki einungis þáttaskil fyrir Mangochi-hérað heldur einnig íslenska þróunarsamvinnu,” sagði Guðlaugur Þór í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/01/Avarp-vid-opnun-nyrrar-faedingadeildar-heradsspitalans-i-Mangochi-i-Malavi/">ávarpinu</a>. „Búist er við að á þessu ári fæðist allt að þrjátíu þúsund börn á heilbrigðisstofnunum sem við höfum stutt við. Það er áttfaldur fjöldi þeirra barna sem fæðast árlega heima á Íslandi.“&nbsp;<br /> <br /> Bygging mæðradeildarinnar í Mangochi hefur verið stærsta einstaka verkefni í þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda og héraðsstjórnarinnar í Mangochi á síðustu árum. Kostnaðurinn við bygginguna ásamt tækjabúnaði nemur 250 milljónum íslenskra króna en deildin leysir af hólmi hrörlega fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið. Á nýju deildinni verður veitt öll almenn fæðingarhjálp, þar verða meðal annars gerðir keisaraskurðir og sérstök deild er fyrir fyrirbura.&nbsp;<br /> <br /> Nýja deildin er þegar tekin til starfa því fyrstu börnin komu þar í heiminn síðastliðinn mánudag. Hún þjónar öllu héraðinu, tæplega 1,2 milljónum íbúa. Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld, í gegnum sendiráðið í Lilongwe, reist níu fæðingardeildir við heilsugæslustöðvar úti í sveitum héraðsins og einnig fjármagnað kaup á ellefu sjúkrabílum sem sinna ekki hvað síst barnshafandi konum sem þurfa að komast á fæðingardeild. Mæðradauði hefur minnkað verulega í Malaví á síðustu árum, eða um fjörutíu prósent frá árinu 2012.&nbsp;<br /> </span></p>

31.01.2019Utanríkisráðuneytið úthlutar 213 milljónum til verkefna félagasamtaka

<p><span>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að úthluta alls um 213 milljónum króna til verkefna félagasamtaka á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarverkefna. Forsagan er sú að í byrjun nóvember 2018 auglýsti ráðuneytið eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna þar sem fram kom að allt að 350 milljónir króna væru til úthlutunar.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ráðuneytið hefur leitast eftir því að fjölga samstarfsaðilum í þróunarsamvinnu og í mannúðarverkefnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samstarf við félagasamtök er mikilvægt á þessu sviði enda búa félögin yfir mikilli þekkingu á málaflokknum og hafa víðtæk tengsl við grasrótarsamtök í viðtökuríkjunum.“</span></p> <p><span>Í auglýsingu vegna þróunarsamvinnuverkefna kom fram að veitt yrðu framlög til verkefna er koma til framkvæmda í lág- og lágmillitekjuríkjum, og að sérstaklega yrði litið til verkefna með skírskotun til mannréttinda og samstarfs við atvinnulífið. Vegna mannúðarverkefna var tekið fram að sérstaklega yrði litið til verkefna sem svara neyðarköllum og áætlunum Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins í Sýrlandi.</span></p> <p><span>Alls bárust 14 styrkumsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna frá níu samtökum að heildarupphæð 465.755.354 krónur, þar af 261.086.565 krónur til greiðslu árið 2019. Þrjár umsóknir voru vegna nýliðaverkefna, sjö vegna styttri þróunarsamvinnuverkefna og fjórar vegna langtímaverkefna. Jafnframt bárust sex umsóknir frá þremur félagasamtökum um styrki til mannúðarverkefna að heildarupphæð 119.002.997 krónur.</span></p> <p><span>Ráðuneytið hefur ákveðið að samþykkja sex styrkumsóknir til þróunarsamvinnuverkefna að heildarupphæð 93,8 m.kr. og allar sex styrkumsóknirnar vegna mannúðarverkefna.</span></p> <p><span>Verkefnin sem njóta stuðnings ráðuneytisins að þessu sinni eru eftirfarandi:</span></p> <ul> <li>Stómasamtök Íslands - Nýliðaverkefni til stuðnings við stómaþega í Simbabve - 1.600.000 kr.</li> <li>Women Power&nbsp; - Nýliðaverkefni til valdeflingar kvenna og nýsköpunar í Tansaníu - 4.000.000 kr.</li> <li>Barnaheill - Styttra verkefni til undirbúnings langtímaþróunarsamvinnuverkefnis í Úganda - 3.238.320 kr.</li> <li>Samband íslenskra kristniboðsfélaga - Styttra verkefni til lokafrágangs skrifstofubyggingar skólans í Propoi, Kenía - 8.805.600 kr.</li> <li>Rauði krossinn á Íslandi - Styttra verkefni, samfélagsdrifið heilbrigðisverkefni í Síerra Leóne - 30.712.611 kr.</li> <li>SOS Barnaþorpin á Íslandi - Langtímaverkefni til þriggja ára til fjölskyldueflingar á Filippseyjum - 45.460.656 kr.</li> <li>Barnaheill - Styrkur fyrir neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen - 19.570.000 kr.</li> <li>SOS Barnaþorpin á Íslandi - Aðstoð við flóttafólk frá Venesúela í Kólumbíu - 19.432.997 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Írak - 20.000.000 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Suður-Súdan - 20.000.000 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna átakanna í Sýrlandi - 20.000.000 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna jarðskjálfta og flóðbylgju í Mið-Sulawesi héraði í Indónesíu - 20.000.000 kr.</li> </ul> <div>&nbsp;</div>

31.01.2019Utanríkisráðherra: „Við getum verið stolt af okkar starfi“

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór um verkefnasvæði íslenskrar þróunarsamvinnu í gær á öðrum degi heimsóknar sinnar til Malaví. „Það er einstök upplifun að sjá með eigin augum hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað. Ég hitti meðal annars skólabörn, mæður og nýbura sem hafa notið góðs af okkar stuðningi. Við getum verið stolt af okkar starfi,“ sagði utanríkisráðherra eftir að hafa séð árangur af þróunarsamvinnu Íslands á þremur sviðum grunnþjónustu við íbúa Mangochi héraðs, í menntun, lýðheilsu og vatns- og hreinlætismálum.&nbsp;</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2012 einbeitt sér að stuðningi við eitt fátækasta héraðið í Malaví og lagt héraðsstjórninni til fjármagn til að sinna grunnþjónustu við íbúana, sem eru rúmlega þrefalt fleiri en allir Íslendingar, eða um 1,2 milljónir. Á síðasta ári nam stuðningurinn rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Til lýðheilsu og uppbyggingar fæðingar- og ungbarnaþjónustu veittu Íslendingar um 160 milljónir á síðasta ári til héraðsstjórnarinnar. Í héraðinu öllu fæðast rúmlega sex sinnum fleiri börn en á Íslandi, eða á bilinu 25 til 30 þúsund.&nbsp;</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra heimsótti glænýja fæðingardeild í Kadongo, í afskekktri sveit þar sem líka er nýbyggt biðskýli fyrir verðandi mæður langt að komnar, og starfsmannahús. Fæðingardeildin í Kadongo er ein af níu slíkum fæðingardeildum í sveitum Mangochi sem hafa verið reistar á síðustu misserum, sex þeirra hafa þegar verið teknar í notkun en þrjár verða opnaðar síðar á árinu. Malaví er meðal þeirra þjóða í Afríku sem náð hefur einna lengst í lækkun mæðra- og ungbarnadauða og þáttur Íslendinga í þeim árangri er óumdeildur að mati heimamanna. Á fáeinum árum hefur til dæmis tekist að útrýma að mestu fæðingum úti í sveitunum með ómenntuðum yfirsetukonum og þorri barnshafandi kvenna sækir öruggari þjónustu á fæðingardeildirnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Tólf grunnskólar njóta stuðnings Íslendinga í Mangochi, Milimba skólinn er einn þeirra og utanríkisráðherra var vel fagnað í gær við komu sína. Í þessum tólf skólum eru fleiri nemendur en í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Öllum börnum er kennt í kennslustofum með skólaborðum og stólum en í þessum skóla sat þorri nemenda á jörðinni flötum beinum í skugga trjánna fyrir fáeinum misserum. Í menntaverkefninu er líka lögð þung áhersla á þjálfun kennara og betri námsárangur. Í grennd við Milimba skólann skoðaði Guðlaugur Þór eitt af nokkur hundruð vatnsbólum sem reist hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé. Rúmlega 300 þúsund íbúar Malaví hafa fengið aðgang að hreinu neysluvatni í grennd við heimili sín frá því Íslendingar hófu þróunarsamvinnu í Malaví fyrir þremur áratugum. Við vatnsbólið var ráðherranum fagnað með söng og dansi eins og víðar í ferðinni.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

30.01.2019Fjórða hvert barn býr við stríð eða aðrar hörmungar

<p><span>Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum býr á svæði þar sem geisar stríð eða aðrar hörmungar. Milljónir barna skortir öryggi og vernd sem setur framtíð þeirra í mikla hættu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun fyrir árið 2019 sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, <a href="https://unicef.is/unicef-althjodleg-neydaraaetlun-2019" target="_blank">sendi frá sér í gær</a>.</span></p> <p><span>„Börn eiga aldrei sök í stríð en það eru þau sem bera mestan skaða í átökum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Árásir á börn og almenna borgara hafa haldið áfram án því er virðist nokkurrar iðrunar stríðandi aðila og milljónir barna þjást skelfilega vegna þess andlega og líkamlega ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir.“&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://www.unicef.org/reports/humanitarian-action-children-2019-overview" target="_blank">Í neyðaráætlun UNICEF</a> kemur fram að 34 milljónir barna skortir aðgengi að barnavernd og annarri mikilvægri þjónustu og því hafa samtökin sett sér metnaðarfull markmið til að tryggja öryggi þeirra og vernd. „Þegar börn til dæmis hafa ekki örugga staði til að leika sér á, þegar börnum er rænt og þau þvinguð í hermennsku, þegar þau geta ekki sameinast fjölskyldum sínum eða þau eru hneppt í varðhald þá eru réttindi þeirra gróflega brotin. Ef þessi börn fá ekki sálræna aðstoð og annan stuðning til að geta unnið úr áföllum sínum munu sár þeirra seint gróa,“ segir Bergsteinn.&nbsp;</span></p> <p><strong>Afmæli Barnasáttmálans í skugga átaka og ofbeldis</strong></p> <p>Á þessu ári fagnar Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli sínu og 70 ár er síðan Genfarsáttmálinn tók gildi. Því sé sorglegt að segja frá því að á árinu 2019 eigi fleiri átök sér stað innan landa eða milli ríkja en á nokkrum öðrum tíma síðustu þrjá áratugi. Vaxandi ofbeldi og árásir hafi stóraukið þörfina á neyðararaðstoð og átök sem hafa varað í fleiri ár, eins og til dæmis í Jemen, Sýrlandi, Lýðveldinu Kongó, Nígeríu og Suður-Súdan, halda áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi.&nbsp;</p> <p>Starf UNICEF og samstarfsaðila á sviði barnaverndar er gífurlega mikilvægt, sérstaklega í þessum aðstæðum, og neyðaráætlunin gerir ráð fyrir að ná til tugmilljóna barna. Verkefni UNICEF á sviði barnaverndar fela meðal annars í sér að koma í veg fyrir og bregðast við hvers kyns misnotkun, vanrækslu og ofbeldi gegn börnum. UNICEF vinnur einnig að því að styðja börn sem hafa verið leyst undan hermennsku, sameina börn fjölskyldum sínum og veita þeim og fjölskyldum sínum sálræna aðstoð.&nbsp;</p> <p>UNICEF ítrekar að alþjóðasamfélagið þurfi að taka þátt í þessari baráttu og skuldbinda sig af fullri alvöru til að vernda börn í neyð gegn ofbeldi og annarri misbeitingu. Nauðsynlegt sé að hjálparstofnanir hafi óheft aðgengi að þeim börnum sem þurfa hjálp og eru í hættu og að stríðandi aðilar virði alþjóðlega mannréttindasamninga, mannúðarlög og axli ábyrgð.</p> <p><span><strong>Neyðaráætlunin nær til 59 landa um allan heim</strong></span></p> <p><span>UNICEF vinnur á átaka- og hörmungasvæðum út um allan heim og sinnir neyðaraðstoð við oft mjög erfiðar aðstæður. Neyðaráætlun UNICEF fyrir 2019 gerir ráð fyrir að ná til 41 milljóna barna í 59 löndum, meðal annars með því að; ná til 10,1 milljón barna með formlegri eða óformlegri grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir fjórum milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu.</span></p> <p><span>Samhliða neyðaráætluninni sendir UNICEF frá sér alþjóðlegt ákall eftir stórauknum fjárstuðningi til þess að hægt sé að ná til allra þeirra barna sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Þar bera hæst neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum, sem eru þær umfangsmestu sem samtökin hafa ráðist í, auk neyðaraðstoðar í Jemen, Lýðveldinu Kongó og Suður-Súdan.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.01.2019Utanríkisráðherra kynnir sér árangur þróunarsamvinnu í Malaví

<span>Þróunarsamvinna, mannréttindamál og efnahagsmál á breiðum grunni voru efst á baugi á fundum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra með embættismönnum í Malaví í dag. <br /> <br /> Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í vinnuheimsókn í Malaví til að kynna sér árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem hófst fyrir þrjátíu árum. Þá tekur hann þátt í opnun nýrrar fæðingarálmu héraðssjúkrahússins í Manochi en íslensk stjórnvöld fjármögnuðu framkvæmdirnar.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Utanríkisráðherra varði stærstum hluta dagsins í Monkey Bay í Mangochi-héraði þar sem Íslendingar hófu þróunarstarf árið 1989, fyrir réttum þrjátíu árum. Þar fundaði hann með Moses Chimphepo héraðsstjóra og Twaha Salanje, forseta héraðsstjórnarinnar. Fundurinn fór fram í menningarmiðstöðinni í Monkey Bay en bygging hennar í upphafi aldarinnar var liður í þróunarsamvinnuverkefni íslenskra stjórnvalda.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> „Móttökurnar sem við höfum fengið hér í Monkey Bay eru einstakar og hafa heimamenn látið í ljós einskæra ánægju með árangursríkt samstarf í gegnum tíðina. Þótt sú uppbygging sem hér hefur átt sér stað komi mér ekki að öllu leyti á óvart þá er ómetanlegt að sjá hana með eigin augum og finna velvilja okkar góða samstarfsfólks á sviði þróunarsamvinnunnar,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum.<br /> <br /> Á fundinum í Monkey Bay vakti Guðlaugur Þór athygli á setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og áréttaði að áherslur Íslands snerust ekki hvað síst um valdeflingu kvenna, en einnig um réttindi barna og hinsegin fólks. Þá bauð ráðherra fram aðstoð Íslands við að draga úr kynbundnu ofbeldi í Malaví.<br /> <br /> Síðari viðkomustaður utanríkisráðherra í Monkey Bay var á sveitasjúkrahúsinu sem Íslendingar afhentu stjórnvöldum í Malaví árið 2012 eftir áralanga uppbyggingu. Á sínum tíma var sjúkrahúsið langstærsta einstaka verkefni í íslenskri þróunarsamvinnu. Það þjónar samfélögum rúmlega hundrað þúsund íbúa á svæðinu og á fæðingardeildinni koma að jafnaði tíu börn í heiminn dag hvern. Spítalinn hefur haft mikil áhrif til lækkunar á mæðra- og barnadauða, auk þess að bæta almenna lýðheilsu.<br /> <br /> „Samstarf okkar við malavísk stjórnvöld hefur borið góðan ávöxt eins og nýleg úttekt á verkefnum okkar hér staðfestir,” sagði Guðlaugur Þór. „Um hundrað þúsund manns hafa fengið aðgang að hreinu vatni og fæðingarhjálp hefur verið styrkt með byggingu fæðingardeildar í Mangochi-bæ þar sem yfir tuttugu þúsund börn koma árlega í heiminn. Þá styrkja íslensk stjórnvöld tólf grunnskóla sem sóttir eru af tvöfalt fleiri nemendum en eru í grunnskólum Reykjavíkur. Þessi dæmi sýna svart á hvítu hvernig þróunarsamvinna skilar árangri.“<br /> <br /> Í morgun átti Guðlaugur Þór fund með Goodall E. Gondwe fjármálaráðherra í höfuðborginni Lilongwe. Á fundinum voru efnahagsmál ofarlega á baugi og kom þar meðal annars fram að yfirborðsrannsóknir á hita í jörðu bentu til möguleika á jarðhitanýtingu á nokkrum stöðum í Malaví. Rannsóknirnar voru kostaðar af íslensku þróunarfé og framlagi Norræna þróunarsjóðsins. Guðlaugur Þór kom einnig inn á áherslur Íslands á mannréttindamál, meðal annars með sérstakri áherslu á mannréttindi í nýrri þróunarsamvinnustefnu.&nbsp;<br /> <br /> Á morgun kynnir utanríkisráðherra sér ýmis þróunarverkefni sem íslensk stjórnvöld hafa stutt við í héraðinu. Á fimmtudag opnar hann nýja fæðingarálmu héraðssjúkrahússins í Mangochi en framkvæmdirnar voru fjármagnaðar með íslensku þróunarfé.<br /> </span>

29.01.2019Ísland veitir yfir 20 milljónir í mannúðaraðstoð til flóttafólks frá Venesúela

<p><span>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með stuðningi utanríkisráðuneytisins ákveðið að aðstoða flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Ráðuneytið styrkir mannúðarverkefni SOS um tæpa 19 og hálfa milljón króna og er mótframlag SOS rúm ein milljón króna. Um þrjár milljónir Venesúelamanna hafa flúið heimalandið þar sem óstjórn ríkir og óðaverðbólga gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir lífsnauðsynjum. Frá þessu er greint á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8398/30-milljonir-i-adstod-fra-islandi-vegna-flottafolks-fra-venesuela" target="_blank">vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi</a>.&nbsp;</span></p> <p><span>„Meingölluð hugmyndafræði og óstjórn hafa grafið undan lífskjörum fólksins í landinu og hafa yfir þrjár milljónir manna flúið til nágrannaríkjanna. Við höfum kallað eftir því að rödd fólksins fái að heyrast og lýðræði verði komið á aftur eins fljótt og verða má,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þangað til er ljóst að fjöldi fólks þarf á aðstoð að halda og það er mikilvægt að við getum lagt af mörkum í samstarfi við SOS Barnaþorp.“<br /> <br /> Ísland er nú í hópi Evrópulanda á borð við Spán, Noreg, Danmörku og Lúxemborg sem veita mannúðaraðstoð í gegnum SOS Barnaþorp til flóttafólksins sem streymir til Kólumbíu, Brasilíu og annarra landa. Neyðarástand ríkir við landamærin í Kólumbíu og stýra SOS Barnaþorpin í Kólumbíu aðgerðum á svæðinu.</span></p> <p><span>Þetta tiltekna verkefni nær til yfir tíu þúsund manna í um 2.500 fjölskyldum á tíu mánaða tímabili. Í aðstoðinni felst meðal annars vernd, matvælaöryggi og uppsetning öruggra svæða fyrir fjölskyldur þar sem þær fá aðstoð og ráðgjöf, ásamt því sem börnin fá tækifæri til leikja og menntunar.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

28.01.2019Brottfall nemenda nánast horfið eftir stuðning Íslendinga

<p><span>Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví og flestum nemendunum var kennt undir trjám á skólalóðinni. Nú eru aðstæðurnar aðrar og betri: Allir nemendur skólans eru komnir undir þak, átján kennslustofur komnar í gagnið, námsárangurinn er betri og brottfall nemenda hefur nánast horfið, hefur farið úr 20 prósent í tæplega tvö prósent.&nbsp;</span></p> <p>Skýringin á þessum umskiptum í Milimbo skólanum er stuðningur héraðsyfirvalda í Mangochi við skólann gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Menntun er einn lykilþátta í samstarfi Íslendinga og héraðsstjórnarinnar, tólf grunnskólar fá sérstakan stuðning og Milimbo skólinn er einn þeirra. </p> <p>Stuðningurinn nær ekki aðeins til ytri búnaðar eins og byggingu skólastofa, kaupa á skólaborðum og stólum og bæta salernisaðstöðu, heldur einnig til þjálfunar kennara og kaupa á námsbókum. Þá fá nemendur skólans máltíð á hverjum degi en Íslendingar hafa um langt árabil stutt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna við að koma upp heimaræktuðum skólamáltíðum fyrir malavíska nemendur. Mæður barnanna sjá um þá þjónustu í sjálfboðaliðastarfi.&nbsp; &nbsp; </p> <p>Í tilefni af heimsókn formanns og annars varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis stigu fulltrúar foreldra og skólastjórnarinnar fram og þökkuðu af hjartans einlægni fyrir ómetanlega stuðning við æsku Malaví. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti lýstu báðir þingmennirnir yfir mikilli ánægju með framfarirnar í skólanum.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Lp0LMBFHvP4" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

25.01.2019Fæðingardeild opnuð í Kadango: Mikið framfaraskref í afskekktu héraði í Malaví

<p><span>Átta börn fæddust á einum sólarhring skömmu eftir opnun fæðingardeildar í Kadango, einum afskekktasta hreppi Mangochi héraðs í Malaví. Eftir þessari þjónustu hefur lengi verið beðið en áður þurftu barnshafandi konur að ferðast þrjátíu og fimm kílómetra á næstu heilsugæslu með fæðingardeild. Nýja fæðingardeildin er fjármögnuð af íslenskum stjórnvöldum, hluti af stóru verkefni sendiráðsins í Lilongwe með héraðsyfirvöldum í Mangochi á sviði heilbrigðismála.</span></p> <p><span>Mæðrum og börnunum átta heilsaðist vel en á nýju fæðingardeildinni er hægt að taka á móti fjórum börnum samtímis og rúm eru fyrir tólf mæður. Á lóðinni er líka vel búið húsnæði fyrir verðandi mæður sem bíða þess að verða léttari og skýli fyrir vandamenn. Héraðslæknirinn og forstöðumaður heilsugæslunnar áttu tæpast orð til að lýsa ánægju sinni með þetta risastóra framfaraskref og sögðust þakklát Íslendingum. Þeir komu saman í tilefni af komu tveggja íslenskra þingmanna og fulltrúa í utanríkismálanefnd sem kynntu sér verkefni á sviði þróunarsamvinnu Íslands í Mangochi héraði.</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, segir íslenska þróunarsamvinnu hafa borið mikinn árangur í Malaví. „Það er mikilvægt að þingmenn hafi tækifæri til að kynna sér aðstæður og árangur þróunarsamvinnu í Malaví. Í einu fátækasta ríki heims hafa íslensk stjórnvöld meðal annars stuðlað að því að um 100 þúsund manns hafi nú aðgang að hreinu vatni og við eigum okkar þátt í því hversu vel hefur gengið að draga úr ungbarna- og mæðradauða í landinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann mun heimsækja Malaví í næstu viku til að kynna sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands.</span></p> <p><span>„Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig áherslan okkar hefur birst eins og með að hafa fæðingardeildir við hliðina á heilsugæslum sem eru sérstaklega fyrir konur og börn, þannig að þar geti konur og börn náð sér í alla sína þjónustu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar.</span></p> <p><span>„Daginn sem við komum voru átta fæðingar, kornungar mæður með falleg lítil börn. Það er auðvitað eitthvað sem fær hvern einasta einstakling til að vikna. Og það að verið sé að búa þeim meira öryggi,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.</span></p> <p><span>Fæðingardeildin í Kadango þjónar rúmlega þrettán þúsund íbúum í nærliggjandi samfélögum en hún er hluti af heilsugæslustöð sem rekin er af héraðsyfirvöldum. Þar er meðal annars að finna ungbarnadeild, deild um fjölskylduáætlanir, deild þar sem meðferð gegn alnæmi og greiningar á þeim sjúkdómi fer fram, kynsjúkdómadeild, mæðraeftirlit auk þess sem unglingum er veitt ráðgjöf um getnaðarvarnir.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span>Margar fátækar konur í samfélögunum í grennd við Kadango létust af barnsförum eða misstu börn sín þegar eini valkosturinn var að fæða hjá ómenntuðum yfirsetukonum við afar frumstæðar aðstæður. Þakklætinu til Íslendinga fyrir nýju fæðingardeildina er hér með komið til skila.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

24.01.2019Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn

<p>Meira en 145 þúsund börn Róhingja eru um þessar mundir að byrja í skóla í Bangladess. Börnin, sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar, geta nú byrjað nýtt skólaár í námsstöðvum á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í flóttamannabúðunum í Cox‘s Bazar. Mörg þeirra eru að fara í skóla í fyrsta sinn. Frá þessu er greint á <a href="http://unicef.is/145000-born-rohingja-i-skola" target="_blank">vefsíðu UNICEF á Íslandi</a>, á alþjóðadegi menntunar.&nbsp;</p> <p>Frá því í ágúst 2017 hafa yfir 730 þúsund Róhingjar frá Rakhine-héraði í Mjanmar flúið yfir til Bangladess, þar af um 60 prósent börn. Búið er að setja upp 1.600 námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum auk fjölda barnvænna svæða þar sem börn fá óformlega menntun, sálrænan stuðning og geta leikið sér í öruggu umhverfi.</p> <p>Það hefur verið mikil áskorun fyrir stjórnvöld í Bangladess, UNICEF og samstarfsaðila að tryggja öryggi þessa fjölda barna og tryggja að þau geti haldið áfram námi. </p> <p>„Sá mikli fjöldi Róhingja sem flúði frá Mjanmar yfir til Bangladess á stuttum tíma krafðist þess að við hefðum hraðar hendur. Við náðum að veita neyðarhjálp og bregðast við grunnþörfum,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Bangladess. Aðgerðir sem voru settar í for­gang voru meðal ann­ars að setja upp vatnsdælur og hreinlætisaðstöðu, skima og meðhöndla vannærð börn, tryggja börn­um heilsu­gæslu, koma upp barn­væn­um svæðum og veita sál­ræn­a aðstoð. Fljótt var hafist handa við að setja upp námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum þannig að börnin gætu farið í skóla. „Nú erum við að auka aðstoð okkar enn frekar til þess að ná til fleiri barna en nokkru sinni fyrr, og einbeitum okkur um leið að því að bæta gæði þeirrar menntunar sem hvert barn fær.“</p> <p><span><strong>Mikilvægt að veita ungmennum tækifæri</strong><br /> <br /> <a href="https://www.unicef.org/child-alert/rohingya-refugee-children-futures-in-balance" target="_blank">Á síðasta ári varaði UNICEF</a> við því að heil kynslóð Róhingja væri í hættu vegna skorts á tækifærum til menntunar fyrir þau börn og ungmenni sem búa í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar og samfélögum þar í kring. Til að bregðast við því hafa UNICEF og samstarfsaðilar sett upp 1.600 námsmiðstöðvar sem veita börnum sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandinu, nauðsynlega menntun og öryggi.&nbsp;<br /> <br /> UNICEF stefnir að því að auka námsmiðstöðvarnar í 2.500&nbsp; til að ná til enn fleiri barna sem skortir aðgengi að menntun. Áhersla er einnig lögð á að ná til eldri barnanna og ungmenna með tækifærum til verkmenntunar. Þessi hópur er sérstaklega viðkvæmur og sá sem á hvað mesta hættu á að einangrast, verða fyrir ofbeldi og misbeytingu, vera seld í þrælkunarvinnu eða giftast barnung.<br /> <br /> UNICEF ítrekar hversu mikilvægt það er að huga að langtíma úrræðum og fjárfesta í menntun og tækifærum fyrir öll börn á svæðinu, bæta gæði kennslunnar og skapa tækifæri til að mæta þörfum stúlkna og unglinga.&nbsp;</span></p> <p><span>UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.</span></p> <div>&nbsp;</div>

23.01.2019Áslaug Arna og Logi kynna sér þróunarstarf í Malaví

<p>Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, og Logi Einarsson, annar varaformaður í utanríkismálanefnd, eru nú stödd í Malaví í heimsókn sem er meðal annars skipulögð af Bill &amp; Melinda Gates-stofnunarinnar, The Global Fund, GAVI og UNICEF. Tilgangur ferðarinnar er að sjá afrakstur alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Malaví á sviði heilbrigðismála, en þingmenn frá Danmörku og Svíþjóð eru einnig með í för. Áslaug Arna og Logi halda síðan til ferðinni áfram til Mangochi héraðs á morgun þar sem þau munu skoða þau verkefni sem unnið er að í tvíhliða þróunarstarfi Íslands í héraðinu.&nbsp;</p> <p>Áslaug Arna hefur fjallar ítarlega um ferðina og verkefni alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands í Malaví á <a href="https://www.instagram.com/aslaugarna/ " target="_blank">Instagram-síðu sinni</a>. Þá var eining fjallað um heimsóknina í malavíska blaðinu The Daily Times í morgun. Þar segir að norrænu þingmennirnir hafi lagt áherslu á valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti á fundum sínum með ráðherrum Malaví í gær. Haft er eftir Áslaugu Örnu að á þó svo að miklar framfarir séu í heilbrigðismálum í ríkinu sé hröð fólksfjölgun enn stór áskorun.&nbsp;</p> <p>Heimsljós <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/01/15/Mannfjolgun-i-Malavi-35-a-atta-arum/ " target="_blank">fjallaði um það nýverið</a>&nbsp;að íbúum í Malaví hafi fjölgað um 35 prósent á síðustu átta árum. Til samanburðar fjölgaði Íslendingum um rúmlega tíu prósent á sama tímabili. Ísland er á meðal þeirra framlagsríkja og stofnana sem styrktu gerð manntals í Malaví síðasta haust, en réttar upplýsingar eru grundvöllur þess að hægt sé að skipuleggja áframhaldandi þróunarstarf í ríkinu.&nbsp;Ísland lagði fram tæpar eitt hundrað milljónir króna til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem nýtist einkum við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis.&nbsp;</p> <p>Í Malaví búa nú um 17,6 milljón manns. Þar af eru 51 prósent undir 18 ára aldri og 45 prósent fæðast móður sem er 18 ára eða yngri. Á undanförnum árum hefur Ísland stóraukið framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), í þágu kyn- og frjósemisréttinda og -heilbrigðis en meðal verkefna UNFPA er að tryggja réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, tryggja ungbarnavernd, dreifingu getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðslu.</p>

22.01.2019Þörf á vetrarfatnaði í flóttamannabúðum í Líbanon

<span>Starfsfólk SOS Barnaþorpa dreifðu í síðustu viku hlýjum vetrarfatnaði til sýrlenskra flóttafjölskyldna í Bekaa-dalnum í Líbanon, en tíðarfar hefur verið óvenju slæmt á svæðinu undanfarnar vikur. Salman Dirani, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpsins í Ksarnaba í Líbanon segir mikla þörf á hlýjum skóm, yfirhöfnum, sokkum og öðrum vetrarfatnaði fyrir börn að 14 ára aldri. „Vetrarfatnaður er mjög sjaldgæfur hérna og það er lítið um að önnur hjálparsamtök dreifi slíkum fatnaði. Við áttum til hlý föt sem safnast höfðu fyrir framlög styrktaraðila og við náðum því að skaffa fólkinu fötin,“ er haft eftir Salman á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8396/sos-kom-til-bjargar-i-vetrarhorkum-i-libanon " target="_blank">vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi</a>.&nbsp;<br /> <br /> SOS Barnaþorpin í Líbanon settu í mars árið 2017 á laggirnar neyðarverkefni í Bekaa-dalnum sem felur í sér að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, alls 330 fjölskyldur. Nærri ein milljón Sýrlendinga hafa sótt um hæli í Líbanon frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. SOS Barnaþorpin á Íslandi taka reglulega þátt í að leggja fjármagn til neyðarverkefna af þessu tagi.&nbsp;<br /> <br /> <a href="https://www.unhcr.org/news/latest/2019/1/5c386d6d4/storm-flooding-brings-misery-syrian-refugees-lebanon.html " target="_blank">Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna</a> urðu að minnsta kosti 11 þúsund flóttamenn fyrir barðinu á slagviðrinu sem geysaði um Líbanon í byrjun mánaðar og vatn hefur flætt um meira en 15 flóttamannabúðir, sem hefur orðið til þess að um 600 flóttamanna hafa þurft að yfirgefa búðirnar í Bekaa-dalnum og koma sér fyrir á nýjum stað.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

21.01.2019UN Women: Áhersla á götukynningar á 30 ára afmæli landsnefndarinnar

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni mun öflugur hópur ungs fólks á vegum samtakanna setja sterkan svip á borgina á næstu vikum. Þau munu ganga í hús á höfuðborgarsvæðinu, kynna starfsemi UN Women fyrir landsmönnum og bjóða þeim að taka þátt í starfi landsnefndarinnar á þessum merku tímamótum.</p> <p>Á <a href="https://unwomen.is/takid-vel-a-moti-theim/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women á Íslandi segir að mánaðarleg framlög frá einstaklingum séuu dýrmætasta og árangursríkasta fjáröflunarleið landnefndarinnar og fjöldi þeirra sem leggja samtökunum lið með mánaðarlegum framlögum hafi aukist gríðarlega frá ári til árs. „Allt frá upphafi hafa götukynnar samtakanna gegnt lykilhlutverki við að afla mánaðarlegra styrkja til verkefna UN Women,“ segir í fréttinni.</p> <p>„Götukynningar eru frábær leið til að eiga innihaldsrík samtöl við landsmenn um kynjajafnrétti. Fólk hefur tekið þeim gífurlega vel og í gegnum tíðina hafa götukynningar verið árangursríkasta leið samtakanna til að safna fjármagni sem gera konum um allan heim kleift að öðlast tækifæri til að taka virkan þátt í leik og starfi án ótta við ofbeldi,“ segir Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.</p>

18.01.2019„Getur aldrei verið pláss fyrir hatursfulla orðræðu, umburðarleysi og útlendingahatur“

<span></span><span></span> <p>„Grundvallargildi stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sæta árásum um heim allan,“ sagði Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann gerði grein fyrir helstu verkefnum nýhafins árs. Hann sagði í ræðunni að hugmyndafræðileg átök ættu sér stað og brýnt væri að ráðast að rótum ótta fólks í síbreytilegum heimi.</p> <p>„Það er uggvekjandi að heyra hatursfullt bergmál löngu liðinna tíma og að horfa upp á hryllilegar skoðanir verða hversdagslegar. Við skulum ekki gleyma lærdómum fjórða áratugarins. Það getur aldrei verið pláss fyrir hatursfulla orðræðu, umburðarleysi og útlendingahatur. Við munum berjast gegn því hvar sem er, hvenær sem er,” sagði aðalframkvæmdastjórinn.</p> <p>Að hans mati er þetta þó ekki nóg. </p> <p>“Við verðum að gera meira, að kafa dýpra. Ef okkur á að takast að verja gildi okkar þá verðum við að sýna að við höfum skilning á ótta fólks, angist og áhyggjum. Við verðum að höggva að rótum þess sem veldur því að fólki finnst það vera siglt í strand í síbreytilegum heimi.”</p> <p>Hann sagðist sannfærður um að heimurinn gæti haldið áfram vegferð sinni áhyggjulaust í átt til græns hagkerfis og gæti notið ávaxta fjórðu iðnbyltingarinnar, en bætti við að takast yrði á við skakkaföll á vinnumarkaði.</p> <p>“Ég er jafn sannfærður um að við verðum að fjárfesta í félagslegri samheldni, menntun og nýrri hæfni og öryggisneti fyrir þá sem eiga á hættu að sitja eftir. Við megum aldrei gleyma námumanninum, verkamanninum á færibandinu og öllum þeim um allan heim sem standa höllum fæti, eru fórnarlömb kreppu og óttast að vera skildir eftir.”</p> <p>Guterres hvatti til nýrrar herferðar í þágu grundvallargilda “mannréttinda og mannlegrar reisnar sem við höfum í hávegum og við verðum að sjá í framkvæmd í lífi allra.”</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn sagði að viðvörunarbjöllur hringdu vegna hættunnar af loftslagsbreytingum. Hann benti á að greint var frá því í síðustu viku að höfin væru að hlýna 40% hraðar en áður var talið.&nbsp;Hann hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að kynna nýjar lausnir á leiðtogafundi samtakanna um loftslagsmál sem boðað hefur verið til á allsherjarþinginu í september.</p> <p> “Ég hvet ykkur til að sjá til þess að 19. september marki tímamót í baráttunni við ískyggilegar loftslagsbreytingar, í því að uppfylla Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og réttláta hnattvæðingu.”</p> <p>Byggt á <a href="https://unric.org/is/frettir/27356-guterreshugmyndafraeeileg-atoek-eiga-ser-stae" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna - UNRIC.</p>

17.01.2019Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda

<span></span> <p>Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. Um er að ræða verkefni við skóla og heilsugæslustöðvar í héruðum þar sem eru blandaðar byggðir flóttafólks frá Suður-Súdan og heimamanna, í Arua og Yumbe.</p> <p>„Stuðningur við uppbyggingu í vatns- og hreinlætismálum, í samræmi við innlenda staðla fyrir heilsugæslustöðvar og skóla, mun stuðla að heilsusamlegri aðstöðu fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk, nemendur og kennara,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda. „Við erum þess vegna ánægð með að framlag okkar Íslendinga nýtist til að draga úr barnadauða og koma í veg fyrir vatnsborna sjúkdóma á þessu svæði,“ bætir hún við.</p> <p>Nýleg úttekt leiddi í ljós að á 99 heilsugæslustöðum í þessum byggðarlögum voru 85% með takmarkaðan aðgang að vatni og ástandið í skólum var litlu betra.</p> <p>„Markmið UNICEF er að bæta salernisaðstöðu og tryggja sjálfbærni í vatns- og hreinlætismálum á svæðum sem njóta takmarkaðrar þjónustu, meðal annars í skólum og heilsugæslustöðvum. Fjárfesting í bættri þjónustu á þessum sviðum skapar betri aðstæður til náms og heilsusamlegri aðstæður fyrir konur og börn á heilsugæslustöðvum,“ segir Dr. Doreen Mulenga, fulltrúi UNICEF í Úganda. „Við erum þakklát fyrir stuðninginn frá ríkisstjórn Íslands sem kemur til með að draga úr vatnsbornum sjúkdómum meðal flóttabarna í þessum samfélögum,“ bætir hún við.</p>

16.01.2019Afríkubúar vilja helst góða atvinnu og hagvöxt

<span></span> <p>Áttunda Heimsmarkmiðið, góð atvinna og hagvöxtur, er efst á óskalista Afríkubúa þegar þeir eru spurðir álits á mikilvægustu Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Afrobarometer lagði spurninguna fyrir almenning í 34 Afríkuríkjum og langflestir tilgreina markmið átta: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Rúmlega 45 þúsund manns svöruðu könnuninni.</p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru eins og kunnugt er sautján talsins og þau eiga að nást fyrir árið 2030. Alls nefndu 57% þátttakenda í könnun Afrobarometer áttunda markmiðið um góða atvinnu og hagvöxt sem mikilvægasta markmiðið. Í öðru sæti var annað markmiðið: ekkert hungur með 31% og í þriðja sæti þriðja markmiðið: heilsa og vellíðan.</p> <p>Markmiðið um jafnrétti kynjanna lenti í neðsta sæti í þessari könnun en aðeins 1% aðspurðra nefndi fimmta markmiðið um að tryggja jafnrétti kynjanna og efla völd kvenna og stúlkna. Fáir nefndu líka tíunda markmiðið um aukinn jöfnuð, eða aðeins 2%. Og 3% þeirra sem svöruðu könnuninni nefndu aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, þrettánda markmiðið.</p> <p>Nánar í <a href="http://blogs.worldbank.org/africacan/how-do-africans-priorities-align-with-the-sdgs-and-government-performance-new-results-from">umfjöllun</a>&nbsp;Alþjóðabankans</p>

15.01.2019Tæpar 120 milljónir króna til að bólusetja börn í Malaví

<span></span> <p>Hundruð þúsunda barna í Malaví verða bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að styrkja GAVI samtökin, alþjóðasamtök um bólusetningar barna, um tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á næstu þremur árum, að því er segir í sameiginlegri <a href="https://www.gavi.org/library/news/statements/2019/iceland-pledges-usd1-million-to-immunise-children-in-malawi/" target="_blank">fréttatilkynningu</a>&nbsp;frá GAVI og utanríkisráðuneytinu.</p> <p><span></span>„Ég er ánægður að við getum stutt GAVI samtökin sem hafa með starfi sínu stórlega dregið úr barnadauða í fátækustu ríkjum heims, þar á meðal í Malaví,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samningurinn við GAVI samræmist áherslum í þróunarsamstarfi Íslands í Malaví undanfarna þrjá áratugi. Það hefur meðal annars miðað sérstaklega að því að draga bæði úr mæðra- og barnadauða og á sinn þátt í því að Malaví meðal þeirra Afríkuríkja þar sem einna hraðast hefur tekist að draga úr ungbarnadauða,“ segir utanríkisráðherra.</p> <p><span></span>„Ég vil koma á framfæri innilegum þökkum til íslensku ríkistjórnarinnar og þjóðarinnar allrar fyrir<span>&nbsp; </span>framlagið,“ segir Dr. Seth Berkley framkvæmdastjóri GAVI. „Í Malaví hafa orðið ótrúlegar framfarir á síðustu átján árum með stuðningi GAVI. Núna fá níu af hverjum tíu börnum í landinu grunnbólusetningu. Fjárstuðningurinn frá Íslandi verður kærkominn til þess að ná tíunda barninu, en einnig erum við að bæta aðgengi fólks að nýjum bóluefnum, gegn banvænum kvensjúkdómum eins leghálskrabbameini, en einnig lungnabólgu og niðurgangspestum.“</p> <p>GAVI hyggst nýta framlag Íslands í þágu barna í Malaví þar sem grunnbólusetningar hafa aukist úr 64% árið 2004 upp í 88% á nýliðinu ári. Á sama tíma hefur orðið þreföld fækkun dauðsfalla barna yngri en fimm ára, úr 146 í 55 miðað við þúsund börn. Nú þegar eru börn í Malaví bólusett gegn tíu banvænum sjúkdómum: mislingum, mænusótt, leghálskrabbameini, rótaveiru, pneumokokka sjúkdómum, barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, lifrarbólga B, Haemophilus inflúensu af tegund B.</p> <p><span>Frá stofnun GAVI samtakanna árið 2000 hafa þau staðið að bólusetningu á rúmlega 700 milljónum barna og bjargað að minnsta kosti 10 milljónum mannslífa. Samtökin starfa í 68 fátækustu ríkjum heims og verja börn gegn mannskæðustu barnasjúkdómunum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/3M_7HBcTPxk" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Myndband með viðtali við Tormod Simensen framkvæmdastjóra Gavi sem tekið var í heimsókn hans til Íslands síðastliðið haust.</p> <p><a href="https://www.gavi.org/">Vefur GAVI</a></p>

15.01.2019Mannfjölgun í Malaví 35% á átta árum

<span></span> <p>Íbúum Malaví hefur fjölgað um 35% á síðustu átta árum. Í manntali sem tekið var síðastliðið haust kom í ljós að íbúafjöldinn stendur í rúmlega 17,5 milljónum en var rétt um 13 milljónir við síðasta manntal þar á undan, árið 2008. Til samanburðar fjölgaði Íslendingum á sama tíma um rúmlega 10%. Hagstofan í Malaví leiddi framkvæmd manntalsins í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) með tæknilegum stuðningi Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. </p> <p>Sjötta manntalið sem tekið er í Malaví fór fram í september á síðasta ári. Um var að ræða fyrsta stafræna manntalið þar sem spjaldtölvur með þar til gerðum hugbúnaði voru notaðar í stað pappírs og skriffæra og tölur sendar rafrænt gegnum netið. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf skömmu áður en manntalið fór fram síðastliðið haust en manntalsgerðin tók rúmar þrjár vikur.</p> <p>Langflestir íbúanna eru með búsetu í sveitum, en <span>&nbsp;</span>niðurstöður manntalsins sýna að 84% íbúanna eru í dreifbýli og 16% í þéttbýli. Konur eru talsvert fleiri en karlar, 51,5% á móti 48,5%. </p> <p>Líkt og meðal annarra þjóða í sunnanverðri Afríku er Malaví ung þjóð, meirihluti þjóðarinnar er yngri en átján ára, þar af ungmenni á aldrinum 10 til 19 ára 26%. Konur á barneignaaldri eru 47,2% þjóðarinnar og 4,4 einstaklingar að meðaltali á hverju heimili.</p> <p><strong>Stuðningur við manntalsgerðina og úrvinnslu gagna</strong></p> <p>Kostnaðaráætlun fyrir manntalið og úrvinnslu gagna nemur um 22,5 milljónum Bandaríkjadala. Ísland er meðal margra framlagsríkja og stofnana sem lögðust á árarnar til að þessi umfangsmikla aðgerð tækist sem best. Íslensk stjórnvöld leggja fram tæpar eitt hundrað milljónir króna og sá stuðningur mun einkum nýtast við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis. Aðrar þjóðir sem veittu fjárstuðning til manntalsgerðarinnar voru Bretland, Bandaríkin, Noregur, Írland, Kína og Þýskaland.</p>

14.01.2019Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulífið

<span></span> <p>Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum. Í samræmi við reglur sjóðsins tekur nú þriggja manna matshópur umsóknirnar til skoðunar en hópurinn er skipaður tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa ráðuneytisins. Stefnt er að því að utanríkisráðherra úthluti fyrstu styrkjum úr sjóðnum í næsta mánuði.</p> <p>Hlutverk Samstarfssjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum þróunarríkjum. Sjóðurinn hefur yfir að ráða allt að 100 milljónum króna en áskilið er að styrkt verkefni skuli vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.</p> <p>Samkvæmt reglum sjóðsins getur hámarksfjárhæð til einstakra verkefna numið allt að 200 þúsund evrum, yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis.&nbsp;</p>

11.01.2019Þrjátíu þúsund flóttamenn látnir á fimm árum

<span></span> <p>Rúmlega þrjátíu þúsund flóttamenn létust á árunum 2014 til 2018. Þeir ýmist hurfu eða drukknuðu, að því er fram kemur í yfirliti alþjóðlegrar stofnunar um farandfólk (IOM) sem heldur skrá utan um þá sem ekkert spyrst til. Talið er að rúmlega 19 þúsund dauðsföll eða mannshvörf megi rekja til drukknunar, ekki aðeins á Miðjarðarhafi, heldur víðar í heiminum.</p> <p>Verulega skortir á opinber gögn og upplýsingar um dauðsföll þeirra sem eru á faraldsfæti. Af þeim sökum slær stofnunin varnagla og segir að í besta falli megi líta á tölurnar sem lágmarksáætlun. </p> <p>Tæplega helmingur umræddra dauðsfalla varð á Miðjarðarhafi, á sjóðleiðinni milli Norður-Afríku og Ítalíu. Samkvæmt „Missing Migrants Project“ létust að minnsta kosti 17.644 í hafi á þremur hættulegustu siglingaleiðum flóttafólks á þessu á fimm ára tímabili sem yfirlitið nær til. Flótta- og farandfólk innan Afríku setur sig líka í miklu hættu ef marka má yfirlit IOM því frá 2014 eru skráð 6,529 dauðföll meðal þeirra, langflest í norðurhluta álfunnar. Líkast til eru dauðsföllin enn fleiri því ákaflega erfitt er að henda reiður á afdrif fólks í þessum heimshluta, segir í frétt frá stofnuninni.</p> <p>Í Asíu eru skráð 2,900 dauðsföll flóttafólks, rúmlega tvö þúsund í sunnanverðri Asíu og rúmlega fimm hundruð í Miðausturlöndum. Þá létust tæplega þrjú þúsund í Ameríku á sama tímabili, 60% á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ennfremur eru skráð rúmlega þúsund dauðsföll í rómönsku Ameríku og Karíbahafi en óttast er að raunveruleg tala sé mun hærri vegna skorts á gögnum.</p>

10.01.2019Umrót á alþjóðamörkuðum og spáð örlitlum samdrætti

<span></span> <p>Landsframleiðsla á heimsvísu kemur til með að aukast um 2,9% á þessu ári sem er örlítill samdráttur frá nýliðnu ári. Hlutfallið mun verða 2,8% næstu tvö árin. Þetta kemur fram í spá Alþjóðabankans sem gaf í gær út árlega <a href="http://www.worldbank.org/en/publication/global-economic-prospects" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;um efnahagshorfur í heiminum.</p> <p>Spá bankans er eilítið svartsýnni en áður og skiptir þar mestu að aukinnar svartsýni gætir varðandi hagvöxt í nýmarkaðsríkjum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna, og markaðir hafa á síðustu mánuðum einkennst af aukinni óreiðu og alþjóðlegum viðskiptadeilum. Efnahagshorfur eru þessari óvissu háðar og því gerir bankinn þann vara á forspám að neikvæð áhrif þessara þátta geti verið umtalsverð á árinu. Horfur fyrir Afríku sunnan Sahara hafa versnað frá fyrri spám sem einkenndust af bjartsýni en nú er talið hæpið að umtalsverður árangur náist í baráttunni við fátækt á árinu. Umhverfisvá, átök innan landa, stjórnmálalegt umrót, og slæleg stjórnun opinberra fjármála er meðal þeirra áhættuþátta sem munu hafa hamlandi áhrif á þróun innan Afríku.</p> <p>Skýrslan fjallar einnig um gráa hagkerfið en stórt, óformlegt hagkerfi er að mati skýrsluhöfunda dragbítur fyrir almenna framleiðni og dregur jafnframt úr tekjum fyrir ríkiskassann. Það telst nú vera þriðjungur af landsframleiðslu í nýmarkaðsríkjum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að bjartsýni gætir varðandi viðvarandi hagvöxt upp á allt að sex prósentustig meðal allra fátækustu landanna, þó jafnframt sé varað við aukinni skuldasöfnun þeirra á meðal. </p> <p><strong>Ísland í forystuhlutverki</strong></p> <p>Hlutverk Íslands innan bankans mun á næstunni vaxa verulega, en Ísland tekur virkan þátt í fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Kjördæmið og þar með ríkin átta, deila stjórnarsæti í bankanum. Um mitt ár tekur Ísland við forystuhlutverki og leiðir kjördæmisstarfið til tveggja ára. Í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans, sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins, og mun hins vegar leiða samræmingu málefnastarfs kjördæmisins.</p> <p><a href="http://www.worldbank.org/en/news/immersive-story/2019/01/08/storm-clouds-are-brewing-for-the-global-economy" target="_blank">Frétt Alþjóðabankans</a></p>

09.01.2019Mansal í heiminum fer vaxandi

<span></span> <p>Niðurstöður nýrrar skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum leiða í ljós að mansal fer vaxandi í heiminum og verður sífellt ógeðfelldara. Kynferðisleg misneyting fórnarlamba er sagður vera helsti drifkrafturinn. Börn eru 30% þeirra sem seld eru mannsali, stelpur miklu fleiri en strákar. Rannsóknin náði til 142 þjóðríkja.</p> <p>Að sögn Yury Fedotov framkvæmdastjóra fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) hefur mansal tekið á sig skelfilegar birtingarmyndir. Hann nefnir barnahermenn, vinnuþræla og kynlífsþræla og segir að vopnaðir hópar og hryðjuverkamenn noti mansal bæði til að vekja ótta og nýta fórnarlömbin sem agn fyrir nýráðningar hermanna.</p> <p>Í <a href="http://www.unodc.org/documents/data-and-analysis/glotip/2018/GLOTiP_2018_BOOK_web_small.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;segir að þótt meðalfjöldi tilkynntra fórnarlamba hafi sveiflast undanfarin ár sýni þau gögn sem UNODC hafi safnað um langt árabil að fjölgunin sé stöðug frá árinu 2010. Fjölgunin sé mest í Asíu og Ameríku en tekið er fram að óvissa ríki um það hvort fjölgunin skýrist af betri aðferðum til að greina og tilkynna um mansal eða hvort um raunverulega fjölgun fórnarlamba sé að ræða. </p> <p>Flest fórnarlömbin sem seld hafa verið mansali til útlanda koma frá Austur-Asíu og Afríku sunnan Sahara. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að refsileysi viðgangist á mörgum svæðum í Asíu og Afríku og þar sem sakfellt sé á annað borð séu refsingar vægar.</p> <p>Kynlífsþrælkun er sú tegund mansals sem algengust er í Evrópulöndum en í sunnanverðri Afríku og Miðausturlöndum er vinnuþrælkun algengust.</p> <p>Baráttan gegn mansali er hluti af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í annarri grein fimmta markmiðsins segir: Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.&nbsp;&nbsp;</p>

08.01.2019Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla

<span></span> <p>„Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla. Hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar eru grundvallarmannréttindi og lög sem eiga að vernda börn gegn hörmulegum afleiðingum stríðsátaka stanslaust brotin og án nokkurra refsinga. Nú þegar nýtt ár gengur í garð verða ríkisstjórnir um allan heim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda endi á þetta óásættanlega ofbeldi og færa milljónum barna sem þjást vegna stríðsátaka von,“ segir Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. </p> <p>Samtökin fagna nýarsávarpi páfa þar sem hann biður börnum sem búa við stríðsástand vægðar. Rifjað er upp að Eglantyne Jebb stofnandi Barnaheilla – Save the Children sagði fyrir hundrað árum: „Öll stríð, hvort sem þau eru réttmæt eða ekki, töpuð eða unnin, eru háð gegn börnum.“</p> <p>„Þessi orð eru jafn sönn nú og fyrir einni öld síðan. Að minnsta kosti eitt af hverjum sex börnum heims búa á svæðum þar sem átök geisa. Yfir 4,5 milljónir þeirra eru á barmi hungursneyðar. Í Jemen áætla samtökin að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr hungri frá 2015,“ segir í frétt á vef Barnaheilla.</p> <p>Erna segir afar mikilvægt er að vernda börn fyrir skaða, tryggja öryggi skóla og sjúkrahúsa og að hvert barn sem býr við stríðsástand og átök fái nauðsynlegan stuðning og hjálp til að endurreisa framtíð sína.</p> <p>Með fréttinni er birt mynd af þessari litlu átta mánaða stúlku. Hún býr með fjölskyldu sinni í Bait Al-Faqih hverfinu í Hodeidah í Jemen og er yngst fjögurra systkina. Stúlkan þjáist af alvarlegri vannæringu þar sem foreldrarnir hafa ekki lengur ráð á að kaupa mat handa fjölskyldunni vegna stríðsins. Móðir hennar tók á það ráð að fara með hana á heilsugæslustöð sem styrkt er af Barnaheillum – Save the Children. Þar fær hún sérstaka næringu og nú á batavegi. Ljósmynd: Mohammed Awadh / Save the Children</p> <p><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/pafi-bidur-bornum-vaegdar-i-nyarsavarpi" target="_blank">Nánar</a></p>

08.01.2019Óvænt afsögn forseta Alþjóðabankans

<span></span> <p><span class="tweetable">Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans hefur sagt upp störfum. Hann kom stjórnarmönnum og starfsmönnum bankans verulega á óvart í gær þegar hann kallaði saman til fundar og tilkynnti afsögn sína, þremur árum áður en ráðningatímabili hans lýkur. </span></p> <p><span class="tweetable">Jim hyggst láta af störfum í lok þessa mánaðar og hefja störf hjá fjárfestingafyrirtæki. Hver tekur við starfi forseta Alþjóðabankans 1. febrúar er enn á huldu en taki ráðningarferlið lengri tíma mun Kristalina Georgieva stjórnarformaður bankans hlaupa í skarðið. Leit að eftirmanni er þegar hafin.</span></p> <p><span class="tweetable">Jim Young Kim var fyrst kjörinn forseti Alþjóðabankans árið 2012 til fimm ára. Árið 2017 hófst annað fimm ára ráðningartímabil sem hefði átt að ljúka árið í árslok 2021.</span></p> <p><span class="tweetable">"Það hefur verið mér mikil heiður að þjóna þessari merkilegu stofnun sem forseti hennar, stofnun sem er full af ástríðufullum einstaklingum reiðubúnum að einhenda sér í það verkefni að binda endi á fátækt á okkar æviskeiði,“ sagði Kim í yfirlýsingu í gær.</span></p>

07.01.2019Rauði krossinn og Sýn brúa stafræna bilið í Afríku

<span></span> <p>Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið&nbsp;„Brúun hins stafræna bils.“ Með verkefninu er landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum veitt aðstoð við að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi.</p> <p>Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að Sýn lánar starfsmann með sérþekkingu í upplýsinga- og samskiptatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa í verkefninu. Í frétt frá Rauða krossinum segir að verkefnið sé eitt af langtímaþróunarverkefnum félagsins í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossinn og Rauða hálfmánann og það fái einnig stuðning frá utanríkisráðuneytinu, Íslandsbanka, Reiknistofu bankanna og fleiri íslenskum fyrirtækjum.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Við hjá Sýn erum stolt af að geta stutt við mikilvægt hlutverk Rauða krossins með okkar þekkingu og fólki. Stuðningurinn er í takt við áherslur og stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð og að gera það með snjöllum hætti með því að brúa mikilvægt stafrænt bil í ríkjum Afríku fellur mjög vel að okkar starfsemi,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn.</p> <p>„Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Í mörgum ríkjum Afríku búa Rauða kross félög við svo bágan kost að það er ekki nein nettenging í deildum þar sem sjálfboðaliðar sinna lífsbjargandi hjálparstarfi eða þá að hún er mjög óstöðug,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins og bætir við að verkefninu sé meðal annars ætlað að bæta úr þessu. „Það þarf að tryggja betur að hægt sé að senda mikilvægar upplýsingar sem varða hjálparstarf Rauða krossins svo hægt sé að tryggja betur að nauðsynleg hjálpargögn séu til staðar og að mannúðaraðstoð sé í samræmi við þarfir skjólstæðinga á vettvangi og berist eins skjótt og völ er á,“ segir Atli Viðar og bætir við að mikil ánægja sé hjá Rauða Krossinum með samstarfið við Sýn.</p>

07.01.2019Besta fjárfestingin að enda barnahjónabönd og tryggja menntun unglingsstúlkna

<span></span> <p>Að enda barnahjónabönd og ótímabærar barneignir sem þeim fylgja auk þess að tryggja menntun stúlkna til átján ára aldurs er að mati Ágústu Gísladóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve besta fjárfestingin í Malaví í dag. Þetta kemur fram í pistli sem hún skrifar í Heimsljós.</p> <p>Hún segir það hafa verið kærkomna tilbreytingu í síðasta mánuði að fara á fund hjá Alþjóðabankanum í Lilongve og heyra hagfræðing bankans kynna athugun bankans á kostnaðinum sem fylgir barnahjónaböndum og ótímabærum barneignum sem þeim fylgja.<span>&nbsp; </span>Nýtt tölublað Malaví hagtíðinda frá Alþjóðabankanum hafi borið yfirskriftina “Að fjárfesta í menntun stúlkna” og þar sé meðal annars fjallað um efnahagslegar afleiðingar þess hversu tiltölulega fáar stúlkur ljúka framhaldsskóla í Malaví miðað við nágrannalöndin og afleiðingar<span>&nbsp; </span>barnahjónabanda og barneigna meðal stúlkna undir átján ára aldri. </p> <p><strong>Barnahjónabönd kynferðislegt ofbeldi gegn börnum</strong></p> <p>„Allt í einu var þetta „félagslega”, „mjúka” mál sem einkum jafnréttis- og kvennasamtök hafa fjallað um á fundum sínum, orðið grjóthart umræðuefni sem fyrrverandi seðlabankastjórar og hagfræðiprófessorar í salnum gátu lýst skoðun sinni og andúð á,“ skrifar Ágústa og bætir við: „Sem betur fer holar dropinn steininn og allar götur síðan stjórnarskránni var breytt árið 2017 og barnahjónabönd endanlega bönnuð hafa framámenn og konur barist ötullega gegn þessari þjóðarskömm. Það er til marks um breyttan tíðaranda í Malaví að í blaðagrein í nóvember á síðasta ári var fjallar um barnahjónabönd – og sagt að réttnefnið væri „kynferðisofbeldi gegn börnum.”“</p> <p>Ágústa segir að í skýrslu Alþjóðabankans sé sett fram athyglisvert orsakasamhengi milli barnahjónabanda, barneigna ungra stúlkna og skólagöngu þeirra. „Það er næsta víst að hvert ár sem unglingsstúlka gengur menntaveginn minnka líkurnar töluvert á því að hún giftist og eignist börn undir átján ára aldri.<span>&nbsp;</span>Barnahjónabönd ýta einnig undir barneignir. Mesti ávinningurinn er af því að koma í veg fyrir barneignir stúlkna undir átján ára aldri og lækka þar með fæðingartíðni í landinu og koma í veg fyrir ýmsan kostnað sem fylgir því að börn ala börn,“ segir Ágústa.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/01/04/Besta-fjarfestingin-i-Malavi/" target="_blank">Pistillinn í heild.</a></p>

04.01.2019Ótrúleg lífsreynsla að starfa í Cox Bazar

<span></span> <p>„Ótrúleg lífsreynsla,“ segir Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sem nýkomin er heim úr flóttamannabúðum Róhingja í Cox Bazar í Bangladess. Hún fór þangað í október á nýliðnu ári ásamt öðrum hjúkrunarfræðingi, Kolbrúnu Þorsteinsdóttur, en þær voru báðar að fara fyrstu ferðir sínar sem sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi. Alls hafa 26 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins starfað við neyðartjaldsjúkrahús í kjölfar flótta rúmlega níu hundruð þúsund Róhingja frá Mjanmar til Bangladess.</p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum er Ingibjörg Ösp spurð um það hvað sé henni eftirminnilegast úr ferðinni og hún svarar að níu ára stúlka sé henni ofarlega í huga. „Hún býr í flóttamannabúðunum í Cox Bazar og lenti í umferðarslysi þegar hún þurfti að fara yfir götu til þess að kaupa sér banana. Eftir slysið var brjóstkassi hennar illa farinn og var farið með hana á neyðartjaldsjúkrahús Rauða krossins sem er á þessu svæði. Við nánari skoðun kom í ljós að stúlkan var með nokkur brotin rifbein, skurði og mar. Starfsfólk Rauða krossins tók á móti henni, framkvæmdi á henni aðgerð og hlúði að meiðslum hennar. Hún lá á barnadeild í rúma viku og fór svo heim til sín aftur.“ </p> <p>Í fréttinni kemur fram að ákveðið hafi verið að sjúkrahúsið myndi starfa út árið 2018 vegna þess hve þörfin hafi verið mikil en almennt séu neyðartjaldsjúkrahús aðeins sett upp til afar skamms tíma. „Sjúkrahúsið hefur veitt rúmlega 52.000 einstaklingum aðstoð síðan í október 2017. Af þessu er ljóst að mikil þörf er á því að halda úti starfandi neyðarsjúkrahúsi á þessu svæði þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna er á þessu svæði sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Frá og með 1. janúar 2019 mun Rauð hálfmáninn taka við rekstri spítalans og verður honum breytt í almenna heilsugæslu til að halda þessari lífsnauðsynlegu aðstoð áfram,“ segir í frétt Rauða krossins.</p>

04.01.2019UN Women: Umræða um kynbundið ofbeldi bar hæst á árinu

<span></span> <p><span></span>„MeToo byltingin hefur svo sannarlega opnað umræðuna um kynbundið ofbeldi gegn konum og stendur óneitanlega upp úr þegar litið er til árangurs í jafnréttismálum á árinu,“ segir í áramótagrein UN Women á Íslandi. Þar segir að byltingin hafi átt sér stað um allan heim, hún fari til dæmis fram í Egyptalandi undir nafninu&nbsp;#AnaKaman og í Tyrklandi&nbsp;sem #SendeAnlat. „Hún hefur hleypt af stað háværri umræðu um kynferðislega misnotkun og ýtt valdamiklum körlum frá stjórnborðinu á sviði stjórnmála, skemmtanaiðnaðar og fjölmiðlunar. Umræðan þrýstir um leið á ríkisstjórnir heimsins og stjórnir stórfyrirtækja við að breyta stefnum, gildum og þeirri ómenningu sem fengið hefur að viðgangast hingað til,“ segir í greininni.</p> <p>Af markverðum sigrum í jafnréttisbaráttunni á árinu eru friðarverðlaun Nóbels nefnd til sögunnar en þau hlutu Jasídakonan&nbsp;Nadia Murad&nbsp;og læknirinn&nbsp;Denis Mukwege&nbsp;frá Lýðræðilega lýðveldinu Kongó. „Murad var handsömuð af liðsmönnum Íslamska ríkisins í ágúst 2014 og hneppt í kynlífsánauð í borginni Mosul. Denis Mukwege stofnaði 1999 Panzi sjúkrahúsið í austurhluta Kongó og starfrækir enn, þar sem þúsundir kvenna hafa leitað aðhlynningar eftir nauðganir vígamanna á svæðinu. Þau hafa bæði barist ötullega gegn nauðgunum og kynferðisofbeldi í stríði.“</p> <p>Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, leiddi til fjölmargra byltinga á götum úti, segir í grein UN Women. Þar kemur fram að fimm milljónir spænskra femínista hafi flykkst út á götur Madridar og mótmæltu kynbundnu ofbeldi og eitraðri karlmennsku undir slagorðinu&nbsp;„Without Women the World Stops“. Mótmælagöngur hafi líka víða verið farnar í Bandaríkjunum, í Argentínu, Síle og Suður-Afríku þar sem marserað var undir formerkjum&nbsp;#TotalShutdown. Í Túnis var gengið og krafist jafns erfðaréttar karla og kvenna og í Tælandi fór netbyltingin&nbsp;#DontTellMeHowtoDress&nbsp;eins og eldur um sinu samfélagsmiðla.</p> <p>„Kona að nafni&nbsp;Stacey Cunningham&nbsp;mölbraut glerþak Kauphallarinnar í New York á árinu er hún varð fyrst kvenna til að gegna starfi forstjóra. Því ber að fagna þrátt fyrir að það hafi ekki tekið nema 226 ár.&nbsp;Holly Ridings&nbsp;var valin fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra NASA auk þess sem hin kanadíska&nbsp;Donna Strickland&nbsp;hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrst kvenna í 55 ár en áður höfðu eingöngu Marie Curie (1903) og Maria Goeppert-Mayer (1963) hlotið Nóbel áður.</p> <p>Konur ruddu sér víða til rúms í stjórnmálum á árinu.&nbsp;Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tók fæðingarorlof á árinu og varð jafnframt fyrsti þjóðarleiðtogi heims til að gera slíkt. Kynjahlutföll á þingi eru jöfnust í Rúanda, svo Kúbu, því næst Bólivíu svo Mexíkó sem komst óvænt á listann og tók fjórða sætið á árinu. Í Rúmeníu, Trinidad og Tobago, Barbados og Eþíópíu fögnuðu landsmenn einnig sínum fyrstu kvenþjóðarleiðtogum á árinu.</p> <p>Ýmsar lagabreytingar í átt að bættum heimi kvenna og stúlkna áttu sér einnig stað á árinu. Í&nbsp;Marokkó&nbsp;voru ný lög samþykkt sem kveða á um þyngri&nbsp;dóma á þeim sem beita ofbeldi gegn konum. Í&nbsp;Palestínu&nbsp;hafa lög verið afturkölluð sem koma í veg fyrir að nauðgarar verði dæmdir fyrir nauðgun ef þeir giftast þolendanum.&nbsp;Bæði&nbsp;sænska&nbsp;og&nbsp;spænska þingið&nbsp;samþykktu lög á árinu sem kveða á um að óheimilt er að stunda kynlíf með manneskju sem ekki hefur veitt skýrt samþykki. Ef skýrt samþykki liggur ekki fyrir er um nauðgun að ræða. Hæstiréttur&nbsp;Indlands&nbsp;úrskurðaði á árinu að kynlíf samkynhneigðra verði ekki lengur glæpsamlegt þar í landi og síðast en ekki síst leiddi&nbsp;Nýja Sjáland&nbsp;í lög sérstakt&nbsp;veikindaleyfi fyrir fólk sem hefur búið við heimilisofbeldi. Fólk fær tíu daga leyfi sem á að gera því kleift að fara frá maka sínum, finna sér nýtt heimili og til að vernda sig og börn sín.“</p> <p>Landsnefnd UN Women þakkar í lok greinarinnar landsmönnum innilega fyrir stuðninginn á árinu.</p>

03.01.2019Sárafátækir aldrei færri og aldrei fleiri nýtt hreina orku

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hefur sárafátækt í heiminum mælst jafn lítil og síðasta ár. Flest bendir til þess að sárafátækir einskorðist í framtíðinni við einn heimshluta: sunnanverða Afríku. Aldrei hafa fleiri neyðst til að flýja heimili sín og samkvæmt skýrslu á árinu er staðfest að við erum komin í tímahrak með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Á jákvæðu nótunum eru tækninýjungar og framþróun sem birtist meðal annars í því að milljónir hafa bæst í hóp þeirra sem nýta hreina endurnýjanlega orku og hundruð milljóna manna eru orðin hluti af fjármálakerfi. </p> <p>Þetta er meðal þess sem fulltrúar Alþjóðabankans, Donna Barne og Divyanshi Wadhwa, draga fram í dagsljósið í áramótauppgjöri þar sem birtar eru fjórtán grafískar myndir um þróunina í heiminum. </p> <p>Þær staldra fyrst við sárafátækt og benda á að þriðjungur jarðarbúa hafi árið 1990 haft tekjur undir fátæktarmörkum, borið minna úr býtum en sem nemur 226 krónur á dag (1,90 Bandaríkjadölum). Á síðustu þremur áratugum hafi hins vegar milljarðar manna lyft sér upp úr fátækt og hjá helmingi þjóða heims sé sárafátækt undir 3%. Þær segja að enn sé verk að vinna því 736 milljónir manna lifi í dag undir<span>&nbsp; </span>fátæktarmörkum og hægt hafi á þessari jákvæðu þróun. Þá benda þær á að sárafátækum fjölgi í Afríku sunnan Sahara og í þeim heimshluta sé að finna 27 af 28 fátækustu ríkjum heims. Allt bendi til þess að sárafátæka verði eingöngu að finna þar í framtíðinni.</p> <p>Fjöldi flóttamanna náði nýjum hæðum á nýliðnu ári, fólk sem þurfti að flýja ofsóknir, átök og ofbeldi, alls 68,5 milljónir. Í grein Alþjóðabankans segir að 40 milljónir séu á vergangi innan eigin lands en 25,4 milljónir flóttamanna séu utan lands. „Þvert ofan í það sem flestir halda eru 85% flóttamanna í heiminum hýstir af þróunarríkjum,“ segir í greininni. </p> <p>Í áramótauppgjörinu kemur fram að 91% íbúa jarðarinnar búi við lítil loftgæði. Vísað er í gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) þar sem fram kemur að í 4300 borgum í 108 ríkjum andi íbúarnir að sér menguðu lofti. Verst er ástandið í löndum við austanvert Miðjarðarhaf og í sunnanverði Asíu. Talið er að 7 milljónir dauðsfalla á ári megi rekja til loftmengunar, innan húss og utan.</p> <p>Ennfremur kemur fram í þessu yfirliti Alþjóðabankans að vannæring barna og vaxtarhömlun tengist ófullnægjandi salernisaðstöðu, auk sem 1,6 milljón dauðsföll megi beinlínis rekja til skorts á þessari lífsnauðsynlegu aðstöðu.</p> <p><a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2018/12/21/year-in-review-2018-in-14-charts" target="_blank">Greinin frá Alþjóðabankanum</a></p>

02.01.2019Nýársheit að tryggja öllum börnum rétt til að lifa

<span></span> <p>Tæplega 400 þúsund börn fæddust í gær, á nýársdag, í heiminum. Fjórðungur þeirra í sunnanverðri Asíu og helmingur þeirra í einungis átta ríkjum, Indlandi, Kína, Nígeríu, Pakistan, Indónesíu, Bandaríkjunum, Lýðræðislega lýðveldinu Kongó og Bangladess. Af börnunum sem fæddust í gær eru um 700 þegar látin – þau lifðu aðeins innan við sólarhring.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) bendir á að um leið og hverju nýfæddu barni er fagnað ættu allar þjóðir heims jafnframt að setja sér það nýársheit að tryggja rétt allra barna til að lifa og dafna. „Ég vil að allar þjóðir taki undir með nýársheiti UNICEF sem felur í sér að virða öll réttindi barna og byrja á réttindum þeirra að fá að lifa,“ segir Charlotte Petri Gornitzka framkvæmdastjóri UNICEF.</p> <p>Í frétt UNICEF segir að á árinu 2017 hafi um ein milljón barna dáið á fæðingardaginn. Tvær og hálf milljón barna til viðbótar hafi dáið fyrsta mánuðinn.</p> <p>Á síðustu þremur áratugum hafa sífellt fleiri ungbörn lifað. Tvöfalt færri börn deyja innan við fimm ára aldur í dag en fyrir þrjátíu árum. Hins vegar hafa framfarir verið miklu minni þegar kemur að nýburum. Af öllum dauðsföllum barna yngri en fimm ára verða 47% þeirra fyrsta mánuðinn.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/7Z73qi9Byrw" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Flest barnanna deyja af ástæðum sem unnt væri að afstýra eða eins og UNICEF orðar það í tilkynningu að sé „brot á grundvallarréttum barns til að lifa.“ Þar er fyrst og fremst átt við fyrirburafæðingar, ýmsa fylgikvilla í fæðingu og sýkingar eins og lungnabólgu. Að mati framkvæmdastjóra UNICEF væri hægt að bjarga milljónum barna með því að fjárfesta í tækjum og þjálfun fyrir heilbrigðisstarfsmenn.</p> <p>UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.</p>

31.12.2018Heimsljós 2018: Mest lesnu fréttirnar

<span></span> <p>Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu sem er að líða. Fréttin birtist um miðjan nóvember. Þar sagði að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen og skipta framlaginu jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).</p> <p>Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ófeiminn og áhugasamur um betri heim,“ sagði í fréttinni og rúmlega 80 umsóknir bárust. Fyrir valinu varð Elíza Gígja Ómarsdóttir, unglingsstúlka úr Fossvoginum í Reykjavík, sem fór til Úganda í tíu daga ferð. Frásögnin birtist í röð þriggja sjónvarpsþátta á aðventunni undir yfirskriftinni: Heimsmarkmið Elízu.</p> <p>Þriðja mest lesna frétt ársins í Heimsljósi var frétt um styrkveitingu, 55,5 milljónir vegna átakanna í Sýrlandi, sem utanríkisráðherra tilkynnti um í janúar. Um var að ræða framlag til Rauða krossins á Íslandi til þriggja verkefna í þágu sýrlenskra flóttamanna í Líbanon og Tyrklandi en einnig var hluta<span>&nbsp; </span>framlagsins varið til bágstaddra heimamanna í löndunum tveimur. </p> <p>Fjórða mest lesna fréttin var um stofnun ungmennaráðs Stjórnarráðsins vegna Heimsmarkmiðanna og fimmta mest lesna fréttin var hrós í garð utanríkisráðuneytisins frá UNICEF fyrir „rausnarlegan stuðning“ en sú frétt birtist í ársbyrjun.</p> <p><a href="/library/Heimsljos/FacebookICEIDA2018.pdf">Tíu mest lesnu fréttir Heimsljóss 2018.</a></p>

28.12.2018Heimurinn bregst börnum á átakasvæðum

<span></span><span></span> <p>Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum er í hættu því vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem birt var í morgun.</p> <p>„Börn á átakasvæðum um heim allan hafa haldið áfram að þjást vegna ógurlegs ofbeldis síðustu tólf mánuði og heimurinn heldur áfram að bregðast börnum,“ segir Manuel Fontaine, yfirmaður bráðaaðgerða hjá UNICEF. Hann segir að stríðsaðilar hafi alltof lengi komist upp með grimmdarverk, nánast því refsilaust, og ástandið versni stöðugt. „Miklu meira er hægt að gera og verður að gera til þess að vernda og styðja börn,“ segir hann. </p> <p>Börn í stríðshrjáðum löndum hafa lent í beinum árásum, þau hafa verið notuð sem mennskir skildir, þau hafa verið drepin, þeim nauðgað eða þau hafa verið neydd til að berjast. Nauðganir, þvingunarhjónabönd og brottnám hafa einkennt átökin í Sýrlandi, Jemen, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu, Suður-Súdan og Mjanmar. </p> <p>Í <a href="https://www.unicef.org/press-releases/world-has-failed-protect-children-conflict-2018-unicef" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;UNICEF er minnt á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði 30 ára á næsta ári og eins verði þá 70 ár liðin frá því skrifað var undir <a href="https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4780" target="_blank">Genfarsáttmálann</a>. „Þrátt fyrir þessa sáttmála eiga fleiri þjóðir en nokkru sinni fyrr á síðustu þremur áratugum í átökum innan lands eða utan. Börn sem búa við átök eru þeir einstaklingar sem síst njóta réttar. Árásum á börn verður að linna,“ segir Fontaine.</p> <p>Í fréttatilkynningunni er að finna yfirlit yfir helstu átakasvæði í heiminum. </p>

28.12.2018Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen

<span></span> <p><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">Í gær&nbsp;lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. Frá þessu er sagt á&nbsp;<a></a><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-rauda-krossins-fyrir-jemen-lokid-47-5-milljonir-fara-til-lifsbjargandi-neydaradstodar" target="_blank"><span style="mso-bookmark:'';">vefsíðu Rauða krossins</span><span style="mso-bookmark:'';"></span></a><span style="mso-bookmark:'';"></span>.&nbsp;</span></p> <p style="font-variant-ligatures: normal;font-variant-caps: normal;orphans: 2; widows: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px;text-decoration-style: initial; text-decoration-color: initial;word-spacing:0px;"><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">„Við erum svo ótrúlega ánægð með framlag almennings sem sýnir að fólk á Íslandi lætur sig neyð fólks annars staðar svo sannarlega varða,“ er haft eftir Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Við höfum fengið framlög frá innlendum félögum, fólk hefur gefið í neyðarsöfnunina í stað þess að gefa jólagjafir, börn hafa safnað peningum með hlutaveltu og einstaklingar hafa gefið afrakstur vinnu sinnar til neyðarsöfnunarinnar eins og hún Magnea Sif Agnarsdóttir hárgreiðslukona á Skugga hárgreiðslustofu gerði þegar hún afhenti Rauða krossinum yfir 70 þúsund krónur. Ef þetta er ekki sannur jólaandi og samhugur í verki þá veit ég ekki hvað. Þá viljum við einnig þakka utanríkisráðuneytinu sérstaklega fyrir þeirra stuðning en framlag ráðuneytisins er í einu orði sagt frábært.“</span></p> <p style="font-variant-ligatures: normal;font-variant-caps: normal;orphans: 2; widows: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px;text-decoration-style: initial; text-decoration-color: initial;word-spacing:0px;"><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">Söfnunarféð samanstendur af framlagi almennings og Rauða kross deilda og nærsamfélaga þeirra um land allt samtals 15,5 milljónum, framlagi utanríkisráðuneytisins upp á 21 milljón og svo tíu milljóna framlagi Mannvina Rauða krossins á Íslandi.</span></p> <p style="font-variant-ligatures: normal;font-variant-caps: normal;orphans: 2; widows: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px;text-decoration-style: initial; text-decoration-color: initial;word-spacing:0px;"><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">Ákveðið var að framlengja neyðarsöfnun Rauða krossins fram yfir jól þar sem stríðandi fylkingar undirrituðu nýverið samning um vopnahlé sem gildir í hafnarborginni Hodeida. „Við bindum miklar vonir við að friður komist á og að raunverulegt uppbyggingarstarf geti hafist en áður en svo getur orðið þarf að bregðast við með lífsbjargandi mannúðaraðstoð og þess vegna kemur framlagið frá Íslandi á svo mikilvægum tíma“, segir Atli sem vonar að aðgengi hjálparsamtaka að þolendum átaka aukist nú frá því sem áður var. „Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru landsdekkandi og hefur aðstoðin ekki aðeins miðast við stærstu borgir og bæi líkt og algengt er því vegna sérstöðu sinnar hefur hreyfingin haft aðgengi að stöðum þar sem fá eða engin önnur alþjóðleg samtök og stofnanir hafa geta komið til móts við þolendur átaka og hungurs.“<br /> <br /> Hafnarborgin Hodeida gegnir lykilhlutverki við að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Jemen en átök í borginni hafa lengi lokað mikilvægustu flutningsleiðum inn í landið. Allt kapp verður nú lagt á að koma hjálpargögnum og nauðsynlegri aðstoð til íbúa Jemen sem þjást vegna langvarandi átaka, fæðuskorts, útbreiðslu sjúkdóma, lélegs aðgengi að heilsugæslu og hreinu vatni, og skorts á helstu nauðsynjavörum.<br /> <br /> Upphæðinni sem hefur safnast mun verða komið áleiðis til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem starfar á svæðinu í samstarfi við jemenska Rauða hálfmánann. Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa starfað við hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen og þar af einn sem hefur farið til Jemen í þrígang og séð hvernig ástandið hefur farið versnandi eftir því sem á átökin leið.</span></p>

20.12.2018Vanræktasta neyðin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

<span></span> <p>Vanræktasta neyðin í heiminum er í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DCR). Þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur. Fréttaveita Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka á vanræktustu neyðinni og <a href="http://news.trust.org/item/20181219235550-shh2x/" target="_blank">birti</a>&nbsp;í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Kongó er í efsta sæti listans annað árið í röð.</p> <p>„Ég heimsótti Kongó á þessu ári og hef sjaldan orðið vitni að jafn miklum mun á þörfinni annars vegar og aðstoðinni hins vegar,“ segir Jan Egeland yfirmaður Norska flóttamannaráðsins. „Grimmdin í átökunum er átakanleg en það er líka hryllilegt að horfa upp á afskiptaleysið, bæði innan lands og á alþjóðavísu,“ bætir hann við.</p> <p>Óvenju margar „gleymdar kreppur“ er að finna á lista ársins en auk Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó voru tilnefnd sjö önnur ríki, Miðafríkulýðveldið, Jemen, Afganistan, Suður-Súdan, Búrúndí, Nígería og Venesúela, auk svæðisins umhverfis Tjadvatnið í Mið-Afríku.</p> <p>Þrátt fyrir óskaplega neyð í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó rataði ástandið þar sjaldan í heimsfréttirnar, jafnvel ekki síðustu dagana í aðdaganda tímamótakosninga í landinu sem óttast er að leiði af sér aukin átök.</p> <p>Þrettán milljónir af rúmum áttatíu milljónum íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó eru hjálparþurfi. Sex af 21 mannúðarsamtökum sem tóku þátt í könnun Reuters töldu ástandið verst í Kongó, meðal annars Matvælaáætlun SÞ (WFP), Norska flóttamannaráðið, Oxam og Acton Aid. Fimm samtök töldu ástandið í Miðafríkuríkinu verst, meðal annars OCHA, UNICEF, MercyCorps og Plan International.</p>

19.12.2018Markmiðið er matur fyrir tuttugu þúsund börn í Jemen í heilan mánuð

<span></span> <p>Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Að sögn Teits Skúlasonar upplýsingafulltrúa Rauða krosssins hefur söfnunin gengið vel og þegar hefur safnast fjárhæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Hann segir að stefnan hafi verið sett enn hærra og nú sé stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri.</p> <p>Í síðustu viku var samþykkt vopnahlé stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Vopnahlé í borginni er sérstaklega mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegn. Vopnahlé tók gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag. „Eftir að vopnahlé tók gildi hefur dregið úr átökum á svæðinu og vonir eru bundnar við að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda,“ segir Teitur.</p> <p>Hann nefnir að Rauði krossinn hafi ásamt öðrum hjálparsamtökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið hefur verið í gíslingu vegna átakanna. Talið er að þúsundir Jemena sé haldið í gíslingu og hefur náðst samkomulag milli stríðandi fylkinga að sleppa gíslunum. „Þá tekur við brýnt starf hjálparstofnana við að sameina börn og fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á átakasvæðum líkt og fram kemur í myndbandi Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sem Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið að þýða og birta,“ segir Teitur.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/p65bjs_GAzI" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.</p> <p>&nbsp;</p>

19.12.2018Um fjögur hundruð þúsund látin í Suður-Súdan í borgarastríðinu

<span></span> <p>Af þeim sjö árum sem liðin eru frá því Suður-Súdan fékk sjálfstæði hafa fimm ár í sögu þjóðarinnar verið lituð blóði. Borgarastyrjöldin í landinu hefur kostað 400 þúsund mannslíf, 4,5 milljónir manna eru á vergangi og 7 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda, helmingur þjóðarinnar. Innviðir samfélagsins og hagkerfið eru í molum.</p> <p>Þetta yngsta ríki veraldar hefur átt í innbyrðis átökum frá því í brýnu slóst á milli Salva Kiir forseta og Riek Machar varaforseta árið 2013, tveimur árum eftir að Suður-Súdan fékk loksins langþráðan aðskilnað frá grönnum sínum í Súdan. Núna á aðventunni 2018 ríkir örlítið meiri von um frið því í september samþykktu stríðandi fylkingar vopnahléssamninga sem meðal annars ganga út frá því að Machar verði eitt fimm varaforsetaefna sem verða á kjörseðlum í almennum þingkosningum árið 2022. Í ljósi þess að nokkrum sinnum á undanförnum árum hafa verið gerðar misheppnaðar tilraunir til að koma á friði og semja um vopnahlé er friðarvonin áfram veik.</p> <p>IRIN, alþjóðleg fréttaveita um mannúðarmál, gerir Suður-Súdan skil í nokkrum fréttaskýringum á vef<span>&nbsp; </span>sínum. Þar kemur meðal annars fram að um 19 þúsund börn séu meðlimir vopnaðra sveita. Hvergi í heiminum sé heldur jafn hátt hlutfall barna utan skóla eins og í Suður-Súdan. Af þeim 400 þúsund íbúum sem látist hafa eftir að blóðugu átökin hófust hafi um 200 þúsund fallið í átökum, hinn helmingurinn vegna hungurs og sjúkdóma. Þá segir að 1,9 milljónir séu á vergangi innan lands en 2,4 milljónir hafi hrakist burt yfir landamæri til grannríkja, flestir til Úganda, Eþíópíu og Súdan. Þorri þeirra konur og börn.</p> <p>Samkvæmt tillögu um þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir næstu ár, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er ætlun íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir samhæfingu mannúðaraðstoðar, þróunarsamvinnu og friðaruppbyggingar. Þar segir líka að leitast verði við að styrkja markvisst tengslin milli mannúðarstarfs á vegum Íslands og þróunarsamvinnu. Í skoðun er samstarf milli sendiráðs Íslands í Kampala og fjölþjóðastofnana sem vinna á vettvangi í flóttamannasamfélögum í norðurhluta Úganda. Þar búa tæplega 800 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan.</p> <p><a href="https://www.irinnews.org/news-feature/2018/12/12/no-easy-road-out-south-sudan-marks-half-decade-war" target="_blank">No easy road out as South Sudan marks half a decade of war/ IRIN</a></p> <p><a href="https://www.irinnews.org/analysis/2018/12/14/south-sudan-peace-paper" target="_blank">South Sudan: Peace on paper/ IRIN</a></p> <p class="story-title" style="box-sizing: border-box; margin: 0px 0px 11px; line-height: 1.3; color: #333333; position: relative; background-color: #ffffff;"><a href="https://news.un.org/en/story/2018/12/1028921" target="_blank"><a href="https://news.un.org/en/story/2018/12/1028921"></a><a href="https://news.un.org/en/story/2018/12/1028921" target="_blank">‘Chance for peace’ in South Sudan finally within reach, declares UN Peacekeeping chief</a>/ UN News</a></p>

18.12.2018Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum

<span></span><span></span> <p>Hræðilegt ástand hefur ríkt í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um langt skeið vegna stríðsátaka stjórnvalda við vígasamtökin Boko Haram. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa tilkynnt að þau séu að styrkja neyðaraðstoðarverkefni í héraðinu um 5 milljónir króna. „Börnum er reglulega rænt á þessu svæði, þau verða fyrir kynferðislegri misnotkun, missa fjölskyldumeðlimi og verða viðskila við foreldra sína,“ segir í <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8388/skelfilegt-astand-i-nigeriu-sos-hjalpar-4-thusund-bornu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;SOS.</p> <p>Þar segir ennfremur að nýjustu upplýsingar frá Borno séu þær að 2,3 milljónir manna séu á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda. „Ofbeldið kemur niður á grunnstoðum samfélagsins eins og menntun og heilbrigðisþjónustu og matarskortur og smitsjúkdómar setja börn í aukna hættu.“</p> <p>SOS Barnaþorpin hafa yfir þriggja áratuga reynslu af fjölskylduaðstoð á svæðinu og áætlanir eru um að ná til fjögur þúsund barna, verja þau gegn ofbeldinu og veita þeim alla nauðsynlega aðstoð. Meðal verkefna í forgangi eru uppsetning barnaverndarmiðstöðvar með sálfræði- og félagslegri aðstoð, aukið aðgengi að vatni, aðstoð fyrir fórnarlömb kynferðisglæpa og þjálfun starfsfólks.</p> <p>„Þetta er of stórt verkefni fyrir ein hjálparsamtök. Okkar takmark er að hjálpa fjögur þúsund börnum og útvega þeim ástrík heimili sem hafa misst foreldraumsjón. Þetta er bara byrjunin,“ segir Eghosa Erhumwunse, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Nígeríu í fréttinni.</p>

18.12.2018Ísland efst tíunda árið í röð

<span></span> <p>Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á <a href="http://reports.weforum.org/global-gender-gap-report-2018/" target="_blank">lista World Economic Forum</a>&nbsp;sem kom út í morgun yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og niðurstaðan bendir til þess að það muni taka 108 ár að ná kynjajafnrétti í heiminum. </p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Því er mikilvægt að við höldum áfram að bæta stöðuna hér heima fyrir. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“</p> <p>Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í <a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/UTR-Landsaetlun-konur-fridur-oryggi-2018.pdf">friðar- og öryggismálum</a>&nbsp;og í þróunarsamvinnu. Í <a href="https://www.althingi.is/altext/149/s/0416.html">tillögu til þingsályktunar</a>&nbsp;um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna þar sérstakt áherslusvið sem þýðir að frekari áhersla verður lögð á verkefni og aðgerðir sem hafa það að megin markmiði að stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.</p> <p><strong>Hækkun framlaga til jafnréttisverkefna</strong></p> <p>Það sem af er þessu ári hefur um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu verið veitt til verkefna sem höfðu jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna sem meginmarkmið. Á næsta ári hækkar framlag til verkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung. Aukin áhersla verður lögð á jafnréttismál „Við sjáum mikil tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á stöðu kvenna meðal annars í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og munum leggja aukna áherslu á jafnréttisverkefni þar,“ segir Guðlaugur<span>&nbsp; </span></p> <p>Þá mun Ísland vinna að framgangi kynjajafnréttis með auknum stuðningi við Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), en Ísland er stærsti stuðningsaðili stofnunarinnar miðað við íbúafjölda. Af öðrum sértækum aðgerðum má nefna stuðning við kyn- og frjósemisheilbrigði og –réttindi í gegnum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), og stuðning við uppbyggingu á getu og starfsþjálfun í þágu kynjajafnréttis í gegnum <a href="https://gest.unu.edu/">Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna</a>. </p>

17.12.2018„Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“

<span></span> <p>„Ég held að Íslendingarnir horfi á Heimsmarkmiðin og hugsi með sér að við fyrstu sýn þá eigi þetta aðallega við um önnur ríki, aðallega þróunarríki, en við nánari athugun gerir það sér ljóst að það eru mörg markmið sem eiga við um allt sem við erum að gera hér á landi í dag. Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Árna Snævarr sem ritstýrir norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Ég lít á Heimsmarkmiðin sem eina heild og mér finnst það sem er að gerast er að meðvitund á Íslandi virðist vera tiltölulega mikil. Við höfum látið kanna hvort fólk hafi heyrt um Heimsmarkmiðin og það eru 60% sem hafa heyrt um þau. Við höfum fléttað þau meira og meira inn í stefnumyndun stjórnvalda, sem ég held að sé mjög spennandi af því þetta er svolítið framandi hugsun fyrir fólk en þetta er að breytast. Ég var að tala um Heimsmarkmiðin á fundi með atvinnulífinu um daginn og meira að segja fyrirtækin eru farin að hugsa um hvernig þau geta tekið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna inn í sína stefnumótun.“</p> <p>Katrín segir að loftslagsmálin séu „stóra þungavigtarverkefnið“ í starfi íslenskra stjórnvalda um þessar mundir.“ Hún minnir á að ríkisstjórnin hafi sett sér tvö markmið. Annars vegar að undirgangast markmið Parísarsáttmálans fyrir 2030 og hins vegar „okkar eigin markmið sem er kolefnishlutleysi 2040.“ Hún bendir á að þótt fyrsta aðgerðaáætlunin til að ná þessum markmiðum hafi verið kynnt nú í haust, sé sá fyrirvari á að reiknað sé með að endurskoða hana árlega bæði til að vita hverju hún er að skila og til að bæta við aðgerðum.</p> <p>„Stóru málin í fyrstu aðgerðaáætluninni eru orskuskipti í samgöngum, það eru þá rafvæðing bílaflotans, að efla hlut almenningssamgangna og síðan kolefnisbinding; endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt til að vega upp á móti losun. Þetta eru flaggskipin. Við erum að setja fjármuni í rannsóknir vegna nýsköpunar á sviði loftslagsmála, því það er ljóst að þessar aðgerðir duga ekki til. Við viljum horfa í hvernig við getum unnið hraðara að þvi að ná fram orkuskiptum í öðrum geirum. Tökum skipaflotann sem dæmi. Þar hefur verið dregið mjög róttækt úr losun á síðustu árum og þá ekki síst með nýrri tækni. Getum við farið yfir í algjör orkuskipti? Þarna skortir rannsóknir og við ætlum að setja töluvert fé í það.“</p> <p><strong>Þurfum að horfa á Heimsmarkmiðin í heild</strong></p> <p><span>&nbsp;</span>„Það eru bæði markmið um enga fátækt og ekkert hungur. Ég segi að við þurfum að horfa á þetta í heild. Til að mynda markmiðin um heilsu og vellíðan og menntun fyrir alla eru leiðir til að vinna gegn fátækt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sagt að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé ein besta leiðin til að tryggja aukinn jöfnuð í heiminum, svo dæmi sé tekið. Menntun er annað tæki sem er gríðarlegt jöfnunartæki. Þetta tengist stórpólitískum málum á Íslandi samtímans, þar sem við erum einmitt að ræða hversu mikill á launajöfnuður að vera. Ísland er auðvitað framarlega í launajöfnuði á heimsvísu en þetta er samt mál sem við erum með til umræðu og við vitum það að hér eins og annars staðar eiga þeir sem lægstar hafa tekjurnar mjög erfitt með að ná endum saman og lifa af. Það á við um Ísland eins og önnur ríki í heiminum.“</p> <p>Katrín bendir á að skoða megi þróunaraðstoð í ljósi varnar- og öryggismála. „Eitt af því sem var rætt á síðasta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, þar sem sífellt er verið að gera kröfur um meiri framlög til varnarmála, var hvort framlög til&nbsp;þróunarsamvinnu væru betri leið til að styrkja varnir og öryggi í heiminum. Þarna er verið að líta til þess að stemma stigu við flóttamannastraumi, styðja við bakið á fólki til að það flosni ekki upp frá heimkynnum sínum. Við vorum að tala um loftslagsmálin, við gætum verið að tala um flóttamenn komi ekki aðeins frá ástakasvæðum heldur hreinlega loftslagsflóttamenn. Það er auðvitað stórmál.“</p> <p>Forsætisráðherra lýsir ánægju sinni með almenningur sé að vakna til vitundar um Heimsmarkmiðin, þótt umræðan mætti vera meiri. Hún bendir á að sveitarfélög á borð við Kópavog og Snæfellsnes séu&nbsp;farin vinna stefnumótun út frá Heimsmarkmiðunum og einnig sum fyrirtæki.&nbsp;</p> <p>„Mér finnst gaman að sjá að þau taki frumkvæði og flétta þetta inn í sinn rekstur og skólastarf og fleira.“</p> <p>Því er við að bæta að í gærkvöldi lauk þriggja þátta röð í Sjónvarpinu sem nefndist „Heimsmarkmið Elízu“ og fjölluðu um ferð Elízar Gígju Ómarsdóttur, fimmtán ára reykvískrar stúlku, til Úganda þar sem hún speglaði eigin tilveru í aðstæðum tveggja jafnaldra sinna í þessu samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. </p> <p><a href="https://www.unric.org/is/frettir/27349-orkuskiptin-eru-stora-mal-heimsmarkmieanna" target="_blank">Viðtalið UNRIC við Katrínu Jakobsdóttir í heild</a></p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/heimsmarkmidin/">Vefur Heimsmarkmiðanna</a></p> <p><a href="/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Heimsmarkmid%20S%c3%9e%20280618.pdf">Stöðuskýrsla stjórnvalda um Heimsmarkmiðið</a></p> <p>&nbsp;</p>

14.12.2018Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví

<span></span> <p>Tveir íslenskir sálfræðingar, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu&nbsp;„Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“&nbsp;í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Verkefnið er unnið í samvinnu við systurfélög Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi og Ítalíu með góðum stuðingi frá íslenska utanríkisráðuneytinu.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/salfraedingar-a-vegum-rauda-krossins-a-islandi-vid-storf-i-malavi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Rauða krossins á Íslandi segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að halda leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Námskeiðið sé liður í að styrkja innviði malavíska landsfélagsins og gera sálrænan stuðning hluta af sem flestum verkefnum þess vítt og breitt um landið. Þörfin sé mikil enda búi milljónir íbúa landsins við mikla fátækt. </p> <p>Fram kemur í fréttinni að í lok námskeiðsins hafi þátttakendum verið skipt niður í litla hópa þar sem hver hópur fékk það verkefni að útbúa tæplega hálftíma ör-námskeið í sálrænum stuðningi. „Þessar&nbsp; kynningar heppnuðust vel og sýndu þátttakendur góða færni í að koma þessum fróðleik á framfæri. Þá var stóra hópnum skipt upp í tvennt og hvor hópur um sig útbjó áætlun um væntanlegt námskeiðahald þátttakenda í framhaldinu,“ segir í fréttinni en þáttakendum er nú ætlað að halda styttri og lengri námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfsfólk, sjálfboðaliða og almenning í Malaví. </p> <p>Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og var sótt af 19 starfsmönnum frá þremur svæðum í Malaví auk starfsfólks á landsskrifstofu Rauða krossins.</p>

13.12.2018Miðað við þróun síðustu ára tæki eina öld að útrýma barnahjónaböndum

<span></span> <p>Ný rannsókn Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) leiðir í ljós að barnahjónböndum fækkar hægt en samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eiga barnahjónabönd að heyra sögunni til árið 2030. Á þessu ári er talið að 16% unglingsstúlkna gangi í hjónaband fyrir átján ára aldur en árið 2012 var hlutfallið 19%. Miðað við það hversu hægt miðar má reikna með að hundrað ár taki að útrýma barnahjónaböndum. Tólf milljónir unglingsstúlkna giftast á hverju ári. </p> <p>Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri jafnréttisvísitölu – Social Institution and Gender Index (SIGI) – <span>&nbsp;</span>sem nær til fjögurra mælikvarða um kynjamismunun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem náði til 180 þjóðríkja finna konur almennt í heiminum ekki enn fyrir raunverulegum breytingum til bóta þrátt fyrir þrátt fyrir umbætur hvað varðar pólitískar skuldbindingar og lagabreytingar. </p> <p>Í samantekt um rannsóknina segir engu að síður að mikill stuðningur hafi komið fram á síðustu árum. Um leið og viðurkennt sé að afgerandi skref hafi verið stigin fram á við sé jafnframt kominn tími til að breyta orðræðunni um jafnrétti kynjanna og styrkleika kvenna yfir í beinar aðgerðir. Hingað til virðist sem viðhorfin breytist hægt.</p> <p>Flestar nýjar lagabreytingar í heiminum til að sporna gegn mismunun kynjanna hafa á síðustu fjórum árum <span>&nbsp;</span>verið gerðar í Afríkuríkjum. Að sögn Bathylle Missika, yfirmanns jafnréttismála hjá OECD, hafa margar Afríkuþjóðir frá síðustu rannsókn árið 2014 sett inn lagaákvæði gegn kynjamisrétti og ofbeldi. Tíu Afríkuþjóðir hafi innleitt í lög ákvæði gegn heimilisofbeldi, meðal annarra Kenía, Angóla og Úganda, fimm þjóðir hafi hækkað ákvæði laga um hjúskaparaldur og fimm þjóðir lögbundið lágmarksfjölda kvenna á þingi. </p> <p>Hún bendir á að flest Afríkuríki hafi tryggt fæðingarorlof fyrir foreldra í föstu starfi, sem sé meira heldur en hægt sé að segja um Bandaríkin sem séu eina þjóðin innan OECD sem hafi ekki lögfest fæðingarorlof.</p> <p>Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að í 41 þjóðríki gilda enn þau lög að aðeins karlmaður geti verið „höfuð heimilisins“; í 27 ríkjum eiga konur samkvæmt lögum að hlýða eiginmanni; og í 24 ríkjum þurfa konur sérstaka heimild frá eiginmanni – eða lögráðamanni – ef þær ætla að vinna utan heimilis.</p> <p>Jafnrétti kynjanna hefur um langt árabil verið forgangsmál í þróunarsamvinnu á vegum Íslands og sérstakt markmið sem byggist á því að jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna sé forsenda fyrir framförum og þróun.</p> <p><a href="https://www.genderindex.org/" target="_blank">Vefur SIGI</a></p> <h5><strong><a href="https://www.genderindex.org/" target="_blank"></a></strong></h5>

12.12.2018Samstarfssjóður við atvinnulífið: Umsóknarfrestur framlengdur fram yfir áramót

<span></span> <p>„Við merkjum greinilegan áhuga í íslensku atvinnulífi á samstarfi um verkefni í þróunarríkjunum en til þess að gefa fyrirtækjum aukið svigrúm til að ganga frá umsóknum ákvað ráðuneytið að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fram yfir hátíðarnar, eða fram til 4. janúar á nýju ári,“ segir Davíð Bjarnason deildarstjóri á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. </p> <p>Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna var settur á laggirnar í ráðuneytinu fyrr á árinu og auglýst var í fyrsta sinn eftir umsóknum í síðasta mánuði um styrki með umsóknarfresti til 21. desember. Sá umsóknarfrestur hefur nú verið framlengdur til 4. janúar 2019. Samstarfssjóðurinn hefur til ráðstöfunar allt að eitt hundrað milljónir króna.</p> <p>Samstarfssjóðurinn er að sögn Davíðs ætlaður samstarfsverkefnum fyrirtækja í þróunarlöndum með sérstakri áherslu á að verkefni styðji við áttunda Heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu og sjálfbæran hagvöxt. „Þjóðir heims hafa lagt kapp á aukið samstarf við atvinnulífið í tengslum við starf í þróunarríkjunum á síðustu árum, enda öllum ljóst að án þátttöku atvinnulífsins náum við ekki Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Norðurlandaþjóðirnar hafa um langt árabil átt mikið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu með áherslu á ný atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt. Við erum að stíga að sumu leyti fyrstu skrefin í þessu samstarfi en sækjum reynslu og þekkingu til nágrannaþjóða og trúum því að með Samstarfssjóðnum opnist ný tækifæri fyrir íslenska þekkingu og reynslu í þágu fátækra þjóða,“ segir hann.</p> <p>Þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar benti á það í svokallaðri jafningjarýni um þróunarsamvinnu Íslands á síðasta ári að utanríkisráðuneyti gæti aukið samstarf við atvinnulífið á þeim sviðum sem Ísland hefur sérþekkingu. Þar var bæði talað um jarðhita og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. „Við höfum margt fram að færa á öðrum sviðum en þessum tveimur, en vissulega blasir við að Íslendingar hafa verið leiðandi í jarðhitamálum og eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar í sjávarútvegsmálum,“ segir Davíð.</p> <p>Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en lista yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef utanríkisráðuneytisins. &nbsp;Samkvæmt reglum um sjóðinn eiga styrkt verkefni að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti.</p> <p>Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 4. janúar 2019 í netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>. Fyrirspurnir á sama netfang þurfa að berast viku fyrr, eða fyrir 28. desember.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=fdc6fc48-8e1c-4fad-a0bc-8c699da7d907">Vefur</a> Samstarfssjóðsins</p>

11.12.2018Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni

<span></span> <p><span>Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði.</span></p> <p><span>Denis Mukwege hefur varið stórum hluta lífs síns í að hjálpa fórnarlömbum nauðgana og kynferðislegs ofbeldis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, þar sem langvinn borgarastyrjöld hefur kostað meira en sex milljónir mannslífa. Mukwege hefur ítrekað fordæmt refsileysi vegna nauðgana og gagnrýnt stjórnvöld um allan heim fyrir að gera ekki nóg til að stöðva beitingu kynferðislegs ofbeldis sem stríðsvopns og stefnu í stríðsrekstri.</span></p> <p><span>Nadia Murad er&nbsp;sjálf fórnarlamb slíks ofbeldis.&nbsp;</span></p> <p><span>“Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð utanríkisráðuneytisins, styður dyggilega við bakið á Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), sem hefur skorið upp herör gegn nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi sem vopn í hernaði. Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt fjármagni í þessa baráttu ICRC í Sýrlandi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,” segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/fridarverdlaun-nobels-voru-veitt-i-gaer" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/g-e03qmFtm0" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Í meðfylgjandi myndbandi segir kongósk kona frá hræðilegum raunum sínum þegar vopnaðir menn brutust inn á heimili hennar og nauðguðu henni, rændu manninum hennar og myrtu. Hún leitaði til Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður Kivu þar sem hún hefur notið ráðgjafar og aðstoðar við að vinna sig úr áfallinu. &nbsp;</span></p> <p>Auk stuðnings við Rauða krossinn hafa íslensk stjórnvöld í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári.</p>

11.12.2018Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna

<strong><span></span></strong> <p>Börn flótta- og farandfólks gætu fyllt hálfa milljón skólastofa, segir í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þar segir að álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk sé gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Um 89% þessara nemenda búa með foreldrum sínum í fátækum ríkjum sem áður áttu fullt í fangi með að ráða við nemendafjöldann.</p> <p>Í árlegri skýrslu sinni – <a href="http://gem-report-2019.unesco.org/" target="_blank">2019 Global Education Montoring Report</a>&nbsp;– er dregin upp dökk mynd af menntamálum flóttabarna og dregið í efa að menntakerfin í viðtökuríkjunum geti tryggt börnunum gæðamenntun. Jafnframt er minnt á skyldur alþjóðasamfélagsins að styðja við bakið á menntun barna á flótta.</p> <p>Í skýrslunni sem nefnist „Migration, Displacement and Education – Building Bridges, Non Walls“ er farið lofsorði um viðleitni margra þjóða til að tryggja rétt flóttabarna til menntunar en jafnframt bent á alvarlega misbresti. Fram kemur í skýrslunni að hrósa beri stjórnvöldum í Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon, þar sem þriðjungur flóttamanna í heiminum hefur fengið skjól, fyrir að aðgreina á engan hátt sýrlenska nemendur frá öðrum börnum. Hins vegar er varað við fjárskorti til menntamála og skorti á nægilega menntuðum kennurum sem þekkja til sérstakra þarfa flóttabarna. Í Tyrklandi þyrfti að fjölga kennurum um 80 þúsund, í Þýskalandi um 42 þúsund og 7 þúsund í Úganda.</p> <p>Í Úganda, þar sem stjórnvöldum eru oft hrósað fyrir flóttamannastefnu sína, hefur hver kennari í flóttamannasamfélögum 113 börn að jafnaði í bekk. </p> <p>Skýrslan sýnir að langtíma áætlanagerð í menntamálum er mikil áskorun, innanlands en sérstaklega þó í alþjóðlegu samhengi, þar sem brýn þörf sé á að brúa bilið milli mannúðar- og þróunaraðstoðar. „Til þess að mæta helstu grunnþörfum barna í kreppuaðstæðum þyrfti að tífalda framlög til menntunar flóttabarna,“ er niðurstaða skýrsluhöfunda.</p>

11.12.2018Þróunarsamvinnuskýrsla OECD: Samhent átak svo enginn sitji eftir

<span></span> <p>Enginn undanskilinn er eitt af leiðarljósum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og meginviðfangsefni þróunarsamvinnuskýrslu OECD fyrir árið 2018 sem kom út í morgun. „Samhent átak svo enginn sitji eftir,“ er yfirheiti skýrslunnar en í henni segir að mikilvægur þáttur Heimsmarkmiðanna sé skuldbindingin um að ná þeim fyrir alla, skilja engan eftir og leitast við að ná fyrst til þeirra sem verst standa. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að til að efna loforðið um að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir alla, þar sem enginn er skilinn eftir, og ná fyrst til þeirra sem verst standa, dugi ekki að halda áfram óbreyttri þróunarsamvinnu.</p> <p>„Þeir sem veita aðstoð þurfa að ráðast í nýtt, skipulegt, kerfisbundið og samræmt átak til þess að aðlaga orðræðu sína, stjórnarhætti og fjármögnun í því skyni að hámarka bæði eigin árangur og sameiginlegan árangur allra,“ segir í skýrslunni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/YCIgKXppjYk" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Bent er á að í alþjóðlegu samhengi sé þeim árangi sem náðst hefur í þróunarmálum stefnt í voða, meðal annars vegna vaxandi ójöfnuðar og tíðari veðurfarstengdra áfalla. „Sýnilegri og brýnni áhersluþættir, sem ógna árangrinum af þróunarstarfi og umhverfinu, hafa sett aukinn þrýsting á stjórnvöld, alþjóðasamfélagið og samstarfsaðila í þróunarstarfi að bregðast við og laga sig að breytingum. Þessir aðilar standa nýju frammi fyrir skýrari þörf á því að endurskoða áætlanir sínar og fjárfestingar í viðleitninni til þess að uppræta fátækt, draga úr ójöfnuði og takast á við þá þætti sem valda þessari ógn við sjálfbæra þróun, sem mun hafa afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla.“</p> <p>Spurningunni um það hvað skuldbindingin um að skiljan engan eftir snúist um í raun er svarað á þennan hátt: „Í skýrslunni er viðurkennt að ekkert einhlítt svar sé til við þeirri spurningu en veitt alhliða yfirsýn yfir málið og vísað til þess að sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna beri ábyrgð á framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar til 2030 og viðleitninni til þess að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun.“ </p> <p>Þá er staðhæft að skuldbindingin um að skilja engan eftir feli í sér grundvallarbreytingu á allri umfjöllun um sjálfbæra þróun í öllum löndum, líta beri til þess fólks sem ekki nær að njóta góðs af framförum af ýmsum ástæðum, og ná til þess fólks með sanngjarnri og sjálfbærri þróun sem taki til allra í þróunarríkjunum.</p> <p>Úrdráttur skýrslunnar er birtur á íslensku á <a href="https://read.oecd-ilibrary.org/development/development-co-operation-report-2018/summary/icelandic_882a8e21-is#page1" target="_blank">vef</a>&nbsp;OECD.</p> <p> Í myndbandinu fjallar Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD um skýrsluna.</p>

10.12.2018Hátíðarfundur í tilefni sjötíu ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar SÞ

<span></span> <p>„Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum eru engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum og við þurfum auðvitað að muna við hvaða aðstæður Mannréttindayfirlýsingin varð til - í kjölfar blóðugrar heimsstyrjaldar. Mannréttindi eru ekki afstæð. Þau eru algild. Með því að setja mannréttindi í forgang, frelsi og jafnrétti allra, erum við um leið að vinna friði og stöðugleika í heiminum gagn. Þann slag verðum við alltaf að vera tilbúin til að taka,“ sagði í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem flutt var á hátíðarfundi um mannréttindi í morgun, á sjötíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hátíðafundinum er nýlokið í Veröld – húsi Vigdísar. Ráðstefna af sama tilefni stendur yfir í Háskólanum á Akureyri en þar flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti ávarpsorð og setti ráðstefnuna í morgun.</p> <p>Í ávarpi utanríkisráðherra í morgun sagði hann að Íslendingar hefðu mjög góða sögu að segja, staða mannréttinda væri góð hér á landi og við kæmum vel út í öllum samanburði við aðrar þjóðir. „Og fyrir vikið erum við að mínu mati vel í stakk búin til að láta gott af okkur leiða í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við tókum sæti fyrr á þessu ári. Þar leggjum við áherslu á jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólks, sem og réttindi barna. … Við hlökkum til að láta að okkur kveða í mannréttindaráðinu á komandi ári – en líka annars staðar þar sem rödd Íslands heyrist. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni leggjum ætíð áherslu á mannréttindi hvort sem það er á vettvangi alþjóðastofnana eða í tvíhliða samskiptum við önnur ríki,“ sagði í ávarpinu.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/dYHd6_MXKe0" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í upphafi hátíðarfundarins í morgun flutti Björg Thorarensen prófessor erindi sem nefndi „Mannréttindayfirlýsingin – Undirstaða mannaréttindaverndar í heiminum“. Þá var tæplega klukkustundarlöng pallborðsumræða um stöðu mannréttinda á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Á dagskránni var líka verðlaunaafhending í smásagnakeppni og dagskrárliðurinn „Mikilvægi mannréttinda fyrir komandi kynslóðir“ - Ritstjórn skuggaskýrslu barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en í henni eru Jökull Ingi Þorvaldsson, Sunneva Björk Birgisdóttir og Einar Hrafn Árnason.</p> <p>Hátíðafundinum lauk með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.</p> <p><strong>Hreinsunardeildin</strong></p> <p>Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar bjóða Sameinuðu þjóðirnar til ókeypis sýningar á myndinni Hreinsunardeildin (The Cleaners), í kvöld kl. 20:00 í Bíó Paradís.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/iGCGhD8i-o4" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Myndin beinir sjónum að því hvernig Netið er hreinsað af “óæskilegu” efni. Í myndinni er varpað fram spurningum um hver stjórni netinu og því hvernig við hugsum. Að lokinni sýningu verða umræður um efni myndarinnar með Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur lögfræðingi hjá Fjölmiðlanefnd og Smára McCarthy alþingismanni.</p> <p>Í dag er líka síðasti dagur 16 daga átaksins, alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Slíkt ofbeldi og kynjamisrétti eru gróf mannréttindabrot og dagsetning átaksins var valin til að minnast mannréttindayfirlýsingarinnar.</p>

07.12.2018Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu

<p><span>Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi.&nbsp;</span></p> <p>Frá 2014 hefur Ísland fjármagnað að stórum hluta vatns- og salernisverkefni í Mósambík en verkefninu er stýrt af UNICEF í samstarfi við yfirvöld í Sambesíu-fylki. Verkefni af þessu tagi eru afar mikilvægt heilbrigðismál en á hverju ári deyja um 37 þúsund manns í Mósambík vegna skorts á hreinu vatni og lélegri eða engri salernisaðstöðu.&nbsp;</p> <p><span>Sambesía er fátækasta fylkið í Mósambík en þar búa tæpar fimm milljónir manna. Einungis þriðjungur íbúa fylkisins hefur aðgang að hreinu vatni og tæp 90 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Nær helmingur barna í Sambesíu eru með mikla vaxtarskerðingu vegna vannæringar og skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu.&nbsp;</span></p> <p><span>Þörfin er því mikil í Mósambík og Sambesíu sérstaklega. Í nýlegri eftirlitsferð utanríkisráðuneytisins um fylkið var tekið á móti starfsmönnum með söng og dansi. Með stuðningi Íslands verða meðal annars reistir nokkrir vatnspóstar í Pebane-héraði. Það þýðir að börn og konur, sem oftar en ekki sjá um vatnsöflun, þurfa ekki lengur að ganga tvo til þrjá kílómetra á hverjum degi til að sækja vatn í mengaða á. Það hefur afar jákvæð áhrif á heilsu allra í þorpinu, ekki síst barnanna. Íslandi var því þakkað kærlega fyrir vatnið.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

07.12.2018Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann

<span></span> <p>„Við hjá Rauða krossinum erum þess fullviss að markvisst samstarf við Jafnréttisskólann eigi eftir að efla verkefni okkar. Það er mikilvægt að hafa aðgang að þeim mikla þekkingarbrunni sem Jafnréttisskólinn hefur yfir að búa og vonum að ávinningurinn verði gagnkvæmur“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins en á dögunum skrifuðu fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi undir samstarfssamning. </p> <p>Í samningnum felst viljayfirlýsing um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Rauði krossinn á Íslandi hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna í alþjóðlegum verkefnum sínum.</p> <p>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur á undanförnum árum tekið á móti yfir 20 erlendum nemendum á ári í 30 eininga diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Námið er ætlað sérfræðingum frá þróunarlöndum og átakasvæðum og lögð er áhersla á mótun verkefna og rannsókna sem taka á kynjajafnrétti og margþættri mismunun í heimalöndum þeirra. &nbsp;Skólinn hefur útskrifað 109 sérfræðinga frá stofnun skólans (2009) og þar af koma flestir frá Palestínu og Malaví þar sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur að fjölda verkefna. </p> <p>„Þetta samstarf er mikilvægt fyrir Jafnréttisskólann og opnar gátt fyrir nemendur okkar að koma að verkefnum Rauða krossins, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við teljum að&nbsp; nemendur okkar geti með aðkomu sinni gert góð verkefni Rauða krossins enn betri,“ segir Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Jafnréttisskólans.</p>

05.12.2018Úganda: Íslendingar tryggja aðgengi 50 þúsund manns að hreinu drykkjarvatni

<p><span>Allt að 50 þúsund manns verða komnir með aðgang að hreinu, ómenguðu neysluvatni þegar öðrum áfanga í vatnsverkefni Íslands í Buikwe héraði í Úganda lýkur á næsta ári. Framlag Íslands til vatnsverkefnisins hefur nú þegar skilað góðum árangri eins og úgandska <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/11/14/Islensk-framlog-komid-taeru-drykkjarvatni-til-tugthusunda/" target="_blank">blaðið Monitor greindi nýlega frá</a>.&nbsp;</span></p> <p><span>Nýverið undirritaði Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, samning við Water Mission Uganda um áframhaldandi samstarf sem felur í sér uppsetningu á skömmtunarbúnaði við vatnspósta í fiskiþorpum í Buikwe-héraði og þjálfun íbúanna í notkun og rekstri þeirra. Í þessum áfanga verða boraðar tíu nýjar borholur, sólardrifin dæluhús ásamt forðatönkum byggðar við þær og dreifikerfi frá fjórum vatnsveitum úr fyrsta áfanga stækkaðar. Vatni verður síðan dreift í tuttugu fiskiþorp, þar sem íbúarnir fá greiðan aðganga að hreinu og hollu vatni.&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar áfanganum lýkur munu alls 25 vatnsveitur hafa verið byggðar fyrir íslenskt þróunarfé sem dreifa vatni í rúmlega hundrað vatnspósta í tæplega fjörutíu fiskimannaþorpum við strendur Viktoríuvatns. Samhliða vatnsveitunum hafa verið byggðar um 150 salernisbyggingar til almenningsnota í sömu þorpum.&nbsp;</span></p> <p><span>Síðasti hluti vatnsverkefnisins í Buikwe héraði, sem þegar er hafinn, er að aðstoða heimamenn við að koma á skynsamlegu og sjálfbæru rekstrarkerfi fyrir vatnsveiturnar þannig að hægt verði að sinna eðlilegu viðhaldi á þeim. Þannig verður tryggt að vatnsveiturnar þjóni íbúum fiskimannaþorpanna um langa framtíð.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

04.12.2018Talið að 132 milljónir manna hafi þörf fyrir mannúðaraðstoð á næsta ári

<span></span> <p>Einn af hverjum sjötíu íbúum jarðarinnar býr við kreppu. Átök koma við sögu í flestum tilvikum og krepputíminn hefur lengst á síðustu árum. Á næsta ári er reiknað með að 132 milljónir manna víðs vegar um heiminn þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar áforma að veita 93,6 milljónum þeirra sem verst eru staddir mat, skjól, heilsugæslu, menntun, vernd og annan lífsnauðsynlegan stuðning. Þetta kemur fram í skýrslu Skrifstofu samræmingar fyrir mannúðarmál (OCHA) sem kynnt var í Genf í morgun.</p> <p>Talið er að fjárþörfin til þess að mæta mannúðaraðstoðinni á næsta ári komi til með að nema um 22 milljörðum bandarískra dala, en greining á þörfinni vegna Sýrlands hefur ekki enn verið birt og því er talið líklegt að hækka megi fyrrnefnda fjárhæð um þrjá milljaðra dala.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/2DSpwfMOR_g" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í skýrslu OCHA kemur fram að tímabil kreppu þar sem þörf er á samhæfðri mannúðaraðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna sé komið í níu ár, en var liðlega fimm ár 2014. Á þessu ári hafa tæplega tveir af hverjum þremur sem notið hafa mannúðaraðstoðar verið íbúar þjóða þar sem slík aðstoð hefur verið veitt í sjö ár eða lengur.</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';">„</span>Kerfi mannúðarmála er í dag skilvirkari en nokkru sinni fyrr," segir Mark Lowcock framkvæmdastjóri OCHA. <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';">„</span>Við skilgreinum betur en áður sértækar þarfir og veikleika mismunandi hópa og bregðumst fyrr við þegar hörmungar verða."</p> <p>Á þessu ári hafa fleiri en áður verið á hrakhólum vegna átaka. Á þremur árum hefur þeim sem neyðast til að yfirgefa heimili sín fjölgað úr 59,5 milljónum í 68,5 milljónir. Á síðustu tveimur árum hefur þeim sem búa við matarskort fjölgað úr 80 milljónum í 124 milljónir.</p> <p>Í þessu höfuðriti OCHA – <a href="https://www.unocha.org/sites/unocha/files/GHO2019.pdf" target="_blank">Global Humanitarian Overview</a>&nbsp;– koma fram upplýsingar um helstu ástæður mannúðaraðstoðar í heiminum en <span></span>auk vopnaðara átaka snerta náttúruhamfarir og afleiðingar loftslagsbreytinga um 350 milljónir manna árlega að ógleymdu gífurlegu eignatjóni.</p>

03.12.2018Megin markmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun

<span></span> <p>„Megin markmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu<span>&nbsp; </span>er að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins – sem býr yfir frumkvæði og margs konar sérþekkingu sem nýst getur við að leysa flókin verkefni – er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu. Í nýrri stefnu er því lögð áhersla á að stofnanir<span>&nbsp; </span>og <span></span>atvinnulífið hér á landi styðji við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag á Alþingi þegar hann mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023.</p> <p>Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Það er fagnaðarefni, enda er þróunarsamvinna afar mikilvægur málaflokkur. Ekki einungis er um mikla fjármuni að ræða – heldur jafnframt starf sem skiptir sköpum fyrir fjölda fólks og getur jafnvel skilið milli lífs og dauða,“ sagði hann.<span>&nbsp; </span></p> <p>Þróunarsamvinnustefnan er leiðarljós íslenskra stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún felur í sér skýra markmiðasetningu og forgangsröðun þar sem lögð er áhersla á að starf íslenskra stjórnvalda skili árangri á afmörkuðum sviðum. Hún byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að draga úr fátækt og hungri, og stuðla að velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í stefnunni eru lögð fram tvö meginmarkmið sem miða annars vegar að uppbyggingu félagslegra innviða og starfi í þágu friðar, og hins vegar að verndun jarðarinnar og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.</p> <p>Sem fyrr er fjallað um málaflokkinn sem eina heild, hvort sem um er að ræða tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, svæðasamstarf, stuðning við áherslulönd og fjölþjóðlegar stofnanir eða verkefni á vegum félagasamtaka. </p> <p><strong>Mannréttindamiðuð stefna</strong></p> <p>Þróunarsamvinnustefnan er í fyrsta sinn með formlegum hætti mannréttindamiðuð sem felur í sér að unnið er að mannréttindum með málsvarastarfi, samþættingu og sértækum aðgerðum í þágu mannréttinda. Mannréttindi verða því höfð til hliðsjónar þegar verkefni eru mótuð, framkvæmd og metin. </p> <p>Jafnréttismálin hafa lengi verið áherslumál í þróunarsamvinnu Íslands. Í máli ráðherra kom fram að sú sé <span></span>ætlunin að draga þau mál sérstaklega fram svo og umhverfis- og loftslagsmál. „Líkt og fyrr leggur Ísland ríka áherslu á sjálfbæra orku, og þá sérstaklega jarðhita þar sem íslensk sérþekking hefur nýst í verkefnum undanfarin ár. Enn fremur er landgræðsla komin inn sem sérstakt áherslusvið undir sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda,“ sagði ráðherra.</p> <p>Framkvæmd þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar fer áfram fram í gegnum svæðasamstarf og samstarf við samstarfslönd, áherslulönd, fjölþjóðastofnanir og félagasamtök. </p> <p>Um tvíhliða samstarfslöndin í þróunarsamvinnu Íslands, Malaví og Úganda, sagði ráðherra að byggt væri á þeim góða árangri sem náðst hefur með langvinnu samstarfi. „Í tvíhliða samstarfi okkar leggjum við áfram áherslu á að stuðningurinn fari beint til fátæks fólks í Malaví og Úganda. Áhersla er á að bæta grunnþjónustu við fátæk samfélög í tilteknum héruðum í löndunum tveimur, sem felur í sér aðgang að vatni, bætta heilbrigðisþjónustu og aukin gæði menntunar yngstu barna,“ sagði hann.</p> <p>Í tillögunni að nýju stefnunni er vísað í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar um framlög Íslands til þróunarsamvinnu, en gert er ráð fyrir að framlögin aukist á næstu árum og nemi 0,35% af vergum þjóðartekjum árið 2022. <span></span>Heildarframlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu eru áætluð um 8 milljarðar króna 2019, eða um 0,28% af VÞT, og hækka því samtals um nálægt milljarð frá fjárlögum 2018.<span>&nbsp; </span></p>

03.12.2018Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku

<span></span> <p>„Tími þöggunar er liðinn, nú þurfum við að beita okkur gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Konurnar sem verða fyrir ofbeldi eru eiginkonur okkar, systur, dætur og frænkur. Þess vegna þurfum við að standa saman og berjast gegn ofbeldinu,“ sagði Moses Chimphepo héraðsstjóri Mangochi í Malaví á Rakarastofuráðstefnu í síðustu viku. <span></span></p> <p>Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve. Alls sóttu ráðstefnurnar um 140 manns, embættismenn, héraðs- og þorpshöfðingar, þingmenn og trúarleiðtogar.</p> <p>„Ræða Moses Chimphepo var sérstaklega áhrifamikil en hann hvatti karlmenn og stráka í héraðinu sérstaklega til að beita sér í jafnréttismálum og tók sérstaklega fram að á sama tíma og ráðstefnan færi fram væri sextán daga átak um allan heim gegn kynbundnu ofbeldi. Héraðsstjórinn endaði ræðu sína á að þakka íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir stuðninginn undanfarin þrjátíu ár,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Lilongve.</p> <p>Ágústa Gísladóttir forstöðukona sendiráðsins í Malaví setti ráðstefnuna í Lilongve og undirstrikaði mikilvægi kvenna í stjórnmálum. Einnig lýsti hún því hvernig kvennabaráttan hafi eflst á Íslandi með kjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980. </p> <p>Unnsteinn Manuel Stefánsson, verndari UN Women á Íslandi, tók &nbsp;þátt í ráðstefnunni, og sýndi brot úr sjónvarpsþætti sínum Hæpið sem fjallar um hlut karla og stráka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti við góðar undirtektir viðstaddra. Starfskonur landsnefndar UN Women á Íslandi, Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra og Marta Goðadóttir kynningar- herferðarstýra þjálfuðu umræðustjóra fyrir umræðuhópana. Fyrrverandi nemar Jafnréttisskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi voru meðal umræðustjóra.</p> <p>Þátttakendur beggja Rakarastofuviðburðanna (Barbershop) tóku virkan þátt í umræðum og karlmenn sem sóttu ráðstefnuna skuldbundu sig til að beita sér fyrir kynjajafnrétti.</p> <p>Frá því að fyrsta Barbershop-ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í janúar 2015 hafa hátt í 2500 manns tekið þátt í Rakarastofuviðburðum á vegum utanríkisráðuneytisins, þar af ríflega helmingur karlar. Slíkir viðburðir hafa meðal annars farið fram á vettvangi alþjóðastofnana, á Alþingi og meðal starfsmanna í utanríkisráðuneytinu. Fyrirhugað er að halda slíkan viðburð hjá Alþjóðabankanum á næsta ári.</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"></span>Verkfærakistu verkefnisins má nálgast <a href="https://www.heforshe.org/en/barbershop" target="_blank">hér</a>.&nbsp;</p>

30.11.2018Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum

<span></span> <p>Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þess verður gætt að þörfum kvenna og stúlkna frá átakasvæðum verði mætt í öllu mannúðar- og uppbyggingarstarfi, annars vegar á átakasvæðum og hins vegar á Íslandi.</p> <p>„Ísland trónir á toppi lista yfir lönd í heiminum þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Jafnframt er Ísland meðal öruggustu landa heims. Í þessum tveimur staðreyndum felst það tækifæri að íslensk stjórnvöld verði í senn öflugur og trúverðugur málsvari þeirra skilaboða sem felast í ályktun 1325: að kynjajafnrétti haldist í hendur við stöðugleika og frið í alþjóðasamfélaginu,“ segir í riti um áætlunina sem utanríkisráðuneytið gaf út á dögunum.</p> <p>Í ritinu segir að virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök sé nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfi konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. „Áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og er því sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun 1325,“ segir þar.</p> <p>Tekið er undir loforð Íslands á leiðtogafundi um mannúðarmál, sem haldinn var vorið 2016, um að beina stuðningi sérstaklega til kvenna og stúlkna. Einnig verður hugað að aðgengi kvenna og stúlkna frá átakasvæðum sem komnar eru til Íslands að úrræðum sem þeim standa til boða hérlendis til endurhæfingar vegna kynferðis og/eða kynbundins ofbeldis. Þá er það einnig markmið áætlunarinnar að fylgjast með innleiðingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, hins svokallaða Istanbúlsamnings, og stefnt er að eftirliti með aðgerðaáætlun Íslands um aðgerðir gegn mansali.</p> <p>Aðgerðir samkvæmt landsáætluninni sem snúa að þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins eru þrjár, stuðningur við verkefni UN Women og UNICEF á átakasvæðum, að framlög Íslands til mannúðaraðstoðar, sem ætlað er að ná til samfélaga í heild sinni, taki mið af þörfum kvenna og stúlkna til jafns á við þarfir karla og drengja og að stuðningi Íslands við verkefnið um framkvæmd aðgerðaráætlunar stjórnvalda í Mósambík í tengslum við 1325 verði fram haldið. </p> <p>Meginábyrgð landsáætlunarinnar er í höndum utanríkisráðuneytisins og stýrihópi undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins verður falin framfylgd áætlunarinnar.</p> <p>Þessa dagana stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Það hófst 25. nóvember, &nbsp;á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi í garð kvenna og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.</p> <p><a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/UTR-Landsaetlun-konur-fridur-oryggi-2018.pdf">Landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022</a></p>

29.11.2018Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á degi hverjum

<span></span> <p>Miðað við að 821 milljón manna lifi við hungurmörk í heiminum þarf að fækka hungruðum um 185 þúsund á hverjum degi næstu tólf árin til þess að ná öðru Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna: „Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði“. Þetta kom fram á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) á alþjóðlegri ráðstefnu um matvælaöryggi í heiminum sem haldin er í Bankok á Tælandi.</p> <p>„Við þurfum ekki aðeins að draga úr hungri heldur verðum við að fækka hungruðum miklu hraðar en áður,“ sagði Kostas Stamuoulis aðstoðarframkvæmdastjóri FAO á ráðstefnunni. Eins og áður hefur komið fram hefur hungruðum fjölgað á síðustu árum og samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna voru 821 milljón jarðarbúa í hópi hungraðra við síðustu áramót. Stamoulis sagði að þetta væru svipaðar tölur og fyrir tíu árum, „þannig að okkur miðar afturábak en ekki áfram,“ sagði hann.</p> <p>Á ráðstefnunni kom fram að sífellt væri erfiðara að tryggja öllum íbúum jarðarinnar nægan mat, ekki síst vegna loftslagsbreytinga, landeyðingar og annarrar hnignunar landgæða sem grafi undan fæðukerfum. </p> <p>Fimmta alþjóðlega skýrslan um stöðu næringarmála í heiminum – <a href="https://globalnutritionreport.org/reports/global-nutrition-report-2018/" target="_blank">Global Nutrition Report <span></span>2018</a>&nbsp;– kom út í dag. Þar er lýst alvarlegum áhyggjum af ástandi þeirra mála og sagt að vannæring <span></span>sé mikil og óásættanleg, en hún er dánarorsök 45% þeirra barna sem deyja fyrir fimm ára aldur. Einnig er fjallað í skýrslunni um heilbrigðisáhrif ofþyngdar og offitu sem dregur fjórar milljónir manna til dauða á ári hverju.</p> <p>Í skýrslunni er að finna ýmsar upplýsingar um framfarir á síðustu áratugum, til dæmis hafi dregið talsvert úr vaxtarhömlun barna undir fimm ára aldri. Árið 2000 voru 32,6% barna með vaxtarhömlun en sú tala var komin niður í 22,2% á síðasta ári. „Framfarir hafa einfaldlega hingað til ekki verið nægar,“ segir Corinna Hawkins annar ritstjóra skýrslunnar og framkvæmdastjóri The Centre for Food Policy. </p> <p>Í skýrslunni er bent á leiðir til þess að hraða framförum og þjóðir heims eru hvattar til þess að bregðast við og taka höndum saman um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030, í samræmi við Heimsmarkmiðin. </p>

27.11.2018Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum

<span></span> <p>Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag.</p> <p>Í <a href="https://data.unicef.org/resources/urban-paradox-report/?design=DesignPageItems" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;er sjónum beint að því sem skýrsluhöfundar kalla þversögnina í þéttbýlinu. Hún felst í því að almennt er staða barna í borgarsamfélögum betri en staða barna til sveita vegna þess að þar eru<span>&nbsp; </span>hærri tekjur, betri grunnviðir og betri þjónusta, en þegar horft er sérstaklega á stöðu barna í fátækrahverfum stórborga blasir við önnur mynd og ljótari.</p> <p>Skýrslan byggir á greiningu í 77 lágtekju- og millitekjuríkjum með tíu mælikvörðum sem snúa að velferð barna. Niðurstaðan er sú að í flestum löndum vegnar borgarbörnum betur en börnum í strjálbýli – að jafnaði. En meðaltalið segir ekki alla söguna og dylur ótrúlegan ójöfnuð innan borgarsamfélagsins, segir í skýrslunni.</p> <p>„Fyrir foreldra í dreifbýli virðast ástæðurnar fyrir því að börnin flytji til borganna augljósar: þar eru fleiri atvinnutækifæri, betri heilsugæsla og meiri menntunarmöguleikar,“ segir Laurence Chandy yfirmaður rannsókna hjá UNICEF. „En borgarbörn njóta ekki öll kosta borgarinnar og við getum sýnt fram á að milljónir barna í borgum eru verr sett en jafnaldrar í sveitum.“</p> <p>Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru 4,3 milljónir barna í borgum líklegri til að deyja fyrir fimm ára aldur en jafnaldrar þeirra í dreifbýli. Einnig sýnir skýrslan að 13,4 milljónir barna í borgum eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita.</p> <p>Talið er að allt að einn milljarður manna búi í fátækrahverfum, þar af hundruð milljóna barna. Stækkun borga er mest í Afríku og Asíu. Talið er að árið 2030 verði sjö af tíu stærstu borgum heims í þessum tveimur álfum. Þar fjölgar íbúum borga um 3,7% á ári.</p> <p>Íslensk stjórnvöld fjármagna að hluta verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda. Þar hafa innlend félagasamtök, YUDEL, starfað um langt árabil með sárafátækum unglingum og rekið verkmenntamiðstöðvar á ýmsum sviðum, bæði til sjálfseflingar, en ekki síður til þess að ungmennin öðlist nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði og geti séð sér farborða.</p> <p>UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu. Framlög utanríkisráðuneytisins til UNICEF á síðasta ári námu rúmum 354 milljónum króna til fjölmargra verkefna eins og sjá má á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/barnahjalp-sth-unicef/" target="_blank">yfirliti</a>&nbsp;á vef ráðuneytisins.</p>

26.11.2018Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er „heimsfaraldur” að hans mati. „Þetta er siðferðileg árás á allar konur og stúlkur, smánarblettur á öllum samfélögum heims og umtalsverður þrándur í götu réttlátrar og sjálfbærrar þróunar í þágu allra. Í eðli sínu er ofbeldi gegn konum djúpstætt virðingarleysi, og dæmi um að karlar viðurkenni ekki grundvallar jafnrétti og virðingu kvenna. Þetta er mál sem snýst um grundvallar mannréttindi,“ segir hann.</p> <p>Í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hófst jafnframt 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. Vígorð þessa árlega átaks er að þessu sinni&nbsp;<a href="http://www.unwomen.org/en/news/in-focus/end-violence-against-women">“Orange the World #HearMeToo”&nbsp;</a>og þar er vísað til appelsínugula litarins sem hefur verið einkenni baráttunnar. Á heimsvísu er talið að þriðja hver kona verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og ofbeldi gegn konum er ein útbreiddasta og skaðlegasta tegund mannréttindabrota í heiminum. Á Norðurlöndum er talið að fjórða hver kona verði <span></span>fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni.</p> <p><strong>Stuðningur Íslands</strong></p> <p>Ísland hefur lengi staðið vörð um mannréttindi kvenna og afnám alls ofbeldis gegn konum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Af nýlegum verkefnum á því sviði má nefna að árið 2016 hófst<span>&nbsp; </span>vinna í Mósambík við gerð fyrstu landsáætlunar um konur, frið og öryggi. Utanríkisráðuneytið styður dyggilega við hana með fjármögnun á framkvæmdum fyrstu árin og hefur gert samninga við stjórnvöld í Mósambík og landsnefnd UN Women þar um stuðning til ársins 2020, ásamt sendiráði Noregs. </p> <p>Virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök er nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfa konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. Um þetta snýst verkefnið í Mósambík en viðurkennt er að áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og því er sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna og aðstoð við þær í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur jafnframt tekið á móti nemendum frá Mósambík sem starfa hjá stjórnvöldum þar í landi, meðal annars lögreglu, her og háskólasamfélaginu en nám þeirra er liður í að styrkja við framkvæmd áætlunarinnar þegar heim er komið.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/nDHGwZCRZ34" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>Ljósagangan í gær</strong></p> <p>Ljósaganga UN Women fór fram í gær við upphaf alþjóðlega sextán daga átaksins sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum.&nbsp;Að mati fulltrúa UN Women sem stóðu fyrir göngunni er talið að um það bil tvö hundruð manns hafi tekið þátt í göngunni sem hófst við Arnarhól. Yfirskrift göngunnar í ár var #hearmetoo sem er tilvísun í byltingar á borð við #MeToo og #TimesUp en #HearMeToo er tileinkuð þeim konum sem búa ekki við frelsi til þess að tjá sig um það misrétti sem þær eru beittar.</p> <p><a href="http://www.unwomen.org/en/news/in-focus/end-violence-against-women" target="_blank">In Focus: Orange the World, #HearMeToo/ UN Women</a></p>

23.11.2018Spennandi samstarfsmöguleikar fyrir atvinnulíf í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>„Samstarfssjóðnum er ætlað að skapa ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf með styrkjum í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnu. Þátttaka atvinnulífsins í uppbyggingu í þróunarríkjunum er lykilatriði ef við ætlum okkar að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en utanríkisráðuneytið auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr nýjum Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.</p> <p>Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til<span>&nbsp; </span>þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Til úthlutunar að þessu sinni eru allt að 100 milljónir króna.</p> <p>„Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna <span></span>um sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum og aukinni samkeppnishæfni? Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir í auglýsingu sem ráðuneytið birtir á morgun í Fréttablaðinu.</p> <p>Framlög verða veitt til samstarfsverkefna sem framkvæmd verða í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum, samkvæmt <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/Samstarfssjodur-vid-atvinnulif/Listi%20yfir%20gjaldgeng%20samstarfsl%c3%b6nd_LOKA%c3%9aTG%c3%81FA.pdf" target="_blank">lista</a>&nbsp;Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar. Styrkt verkefni skulu vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.</p> <p><strong>Umsóknir þurfa að vera frá skráðum fyrirtækjum</strong></p> <p>Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum fyrirtækjum en fleiri samstarfsaðilar geta komið að verkefnum. Mat á umsóknum byggist<span>&nbsp; </span>á <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Throunarsamvinna/Samstarfssjodur-vid-atvinnulif/MATSVI%c3%90M%c3%90%20tafla_LOKA%c3%9aTG%c3%81FA.pdf">gæðaviðmiðum</a>&nbsp;sem er að finna á vef ráðuneytisins. Eins og áður segir eru allt að 100 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum en hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er allt að 200 þúsund evrur yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára og styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. </p> <p>Umsóknir þurfa að berast fyrir kl. 16:00 21. desember 2018 í netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>. </p> <p>Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í lok janúar 2019. </p> <p>Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>. Frestur til að senda inn fyrirspurnir er til og með 18. desember. Öllum spurningum verður svarað <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/" target="_blank">hér</a>.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Auk Samstarfssjóðsins við atvinnulífið leggur utanríkisráðuneytið áherslu á öflugt samstarf við <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/11/01/Allt-ad-350-milljonir-til-felagasamtaka-i-throunarsamvinnu-og-mannudarmalum/" target="_blank">félagasamtök</a>&nbsp;með aukinni áherslu á þá möguleika sem felast í samvinnu við félagasamtök sem tengjast atvinnulífinu og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni.</p>

22.11.2018„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“

<span></span> <p>„Öfluga pólitíska viðleitni þarf til að enda stríðið í Jemen. Almenningur sem er fjarri þessum veruleika verður samdauna síendurteknum fréttum frá átakastöðum og hætta er á að þetta verði ekki fréttnæmt efni lengur. Það skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr, sem er í sjálfheldu í þessum átökum og hefur enga möguleika á að komast í burtu,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins til margra ára.&nbsp;</p> <p>Hún segir að börn í Jemen séu í stöðugri hættu, án öryggis, matar, hafi ekki möguleika á skólagöngu og deyi úr sjúkdómum sem vel væri hægt að meðhöndla ef lyf væru við höndina. „Átökin lita allt daglegt líf almennra borgara í Jemen og óhætt er að segja að tíminn sé að renna út fyrir fólk sem lifir í aðstæðum sem það ræður ekkert við.“</p> <p>Elín var nýlega við störf í Jemen og þekkir því ástandið í landinu af fyrstu hendi. Hún var meðal annars við störf í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. Þar stóðu nýverið harðar loftárásir yfir og þúsundir hafa misst heimili sín. Elín segir þessar fjölskyldur lifa við hræðilegar aðstæður, „eiga ekkert, aðeins fötin sem þau eru í og lifa á hrísgrjónum eða hveitivatnsblöndu, ef þau þá finna einhvern mat,“ eins og hún segir.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/born-i-jemen-lifa-i-stodugri-haettu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi segir að sjúkrahús og heilbrigðiskerfi Jemen séu í lamasessi vegna átakanna í landinu. Fram kemur að þegar Elín vann í skurðteyminu í Jemen hafi hún gert margar skurðaðgerðir á fórnarlömbum átakanna, bæði börnum og fullorðnum, aðgerðir á kviðarholi, útlimum, höfði eða aflimun hand- og/eða fótleggja. Slík aflimun sé algeng á stöðum þar sem sprengjum er varpað og þá geti fætur sérstaklega skaðast illa. &nbsp;</p> <p>Alþjóðaráð Rauði Krossinn dreifir mat og drykkjarvatni til fólks, nauðsynlegum hlutum til heimilishalds og setur upp hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar, eins og kólera, blossi upp. Það sem af er ári hefur Rauða krossins veitt 500 þúsund manns mataraðstoð, tryggt yfir tveimur &nbsp;milljónum borgara aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðaráð Rauða krossins styrkir starfsemi 15 sjúkrahúsa í Jemen þar sem yfir 14 þúsund særðra hafa fengið heilbrigðisaðstoð. </p> <p>Elín hvetur fólk til þess að leggja sitt af mörkum og senda sms-ið HJALP í 1900&nbsp; og styrkja mikilvægt starf Rauða krossins í Jemen. Neyðarsöfnun Rauða krossins stendur yfir vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen.</p> <p>Eins og áður hefur komið fram er talið að 80% þjóðarinnar, 22 milljónir manna af 27 milljónum, þurfi á aðstoð að halda og 60% skorti mat. Í frétt Rauða krossins segir að 100 börn deyi daglega úr sulti.</p> <p><strong>Hundrað milljónir frá utanríkisráðuneytinu</strong></p> <p>Utanríkisráðuneytið lagði fram 100 milljónir króna í vikunni vegna neyðarástandsins í Jemen. Framlaginu var skipt jafnt á milli tveggja alþjóðastofnana á vettvangi, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar SÞ (UNICEF).</p>

21.11.2018Sviðsmyndir stríðsástands og mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð

<span></span> <p>„Það voru settar voru upp flóknar sviðsmyndir sem byggja á raundæmum þar sem stríðsástand hefur ríkt og þörfin á mannúðaraðstoð er mikil. Þátttakendur spreyttu sig á að leysa sem best úr málum og áttu meðal annars að koma með tillögur að aðgerðum til Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA). Þetta voru ögrandi sviðsetningar og úrlausnirnar flóknar sem var mikill lærdómur fyrir þátttakendur að fara í gegnum,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir fulltrúi í þróunarsamvinnunefnd og einn þátttakenda á námskeiði sem haldið var hér á landi á dögunum á vegum OCHA og utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Námskeiðið var fyrir einstaklinga sem skráðir eru á viðbragðslista þróunarsamvinnu og hafa boðið sig fram til mannúðarstarfa víðsvegar um heiminn. Þátttakendur og leiðbeinendur komu frá níu þjóðum en þrír Íslendingar, sem eru á viðbragðslistum utanríkisráðuneytisins, sátu námskeiðið.</p> <p>Dagskráin var fjölbreytt en einkenndist ekki síst af því að gefa þátttakendum góða innsýn inn í þær aðstæður sem búast má við á vettvangi. </p> <p>„Á námskeiðinu var jafnframt farið yfir gæði hópastarfs og mikilvægi góðrar liðsheildar þegar unnið er undir álagi, en góð samvinna er ein af forsendum árangurs. Farið var yfir mikilvægi góðrar greiningarvinnu, söfnun áreiðanlegra gagna á aðstæðum en ekki síður úrvinnslu gagnanna og framsetningu til að tryggja að ákvarðanatakan byggi á haldbærum upplýsingum og sé í samræmi við aðstæður og þarfir á vettvangi,“ segir Anna Elísabet.</p> <p>Áhugaverð yfirferð var að hennar sögn um samningatækni en í erfiðum aðstæðum, þar sem ágreiningur eða stríðsástand ríkir, er talið nauðsynlegt að búa yfir hæfni til að geta rætt ágreiningsmál af yfirvegun, „lagt sig fram um að skilja sjónarmið viðsemjandans, hafa skýra mynd af því sem maður sjálfur vill ná í gegn og ná sátt um málin með friðsömum hætti,“ eins og hún kemst að orði.</p> <p>Síðast en ekki síst var farið vel yfir siðareglur og mikilvægi þess að þær séu virtar og að öll brot á siðareglum séu tilkynnt til réttra aðila. Anna Elísabet segir nauðsynlegt að siðareglum sé ávallt fylgt í öllu mannúðarstarfi auk þess sem ströng eftirfylgni með þeim sé til staðar, m.a. til að viðhalda trausti og trúnaði hjálparsamtaka eða ríkja sem einstaklingur starfar fyrir á vettvangi.</p> <p>„Það var vel að námskeiðinu staðið og þátttakendur fóru með aukna þekkingu og ánægðir hver til síns heima að námskeiði loknu,“ segir Anna Elísabet að lokum.</p> <p>Sex friðargæsluliðar starfa nú á vegum Íslensku friðargæslunnar að mannúðarmálum í jafn mörgum löndum, Tyrklandi, Úganda, Mósambík, Palestínu, Líbanon og Jórdaníu.</p>

20.11.2018Börn fá orðið á alþjóðadegi barna

<span></span> <p>„Öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi, öll börn eiga að ganga í skóla, öll börn eiga að fá hreint vatn og heimili, öll börn eiga að vera frjáls, eiga vini og fjölskyldu, og stelpur og strákar eiga jafn mikinn rétt til að tjá sig.“ Þetta voru meðal skilaboða sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg sem Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember.</p> <p>Á þessum degi minnir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir öllum börnum um allan heim mikilvæg réttindi. Yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi á alþjóðadegi degi barna er&nbsp;#börnfáorðið og því fór Ævar Þór ásamt fulltrúum frá UNICEF í stjórnarráðið með skilaboð sem börnin vonast til að ríkisstjórnin beri áfram til leiðtoga heimsins.</p> <p><span></span>„Þetta skiptir mjög miklu máli að fá að heyra hvað börnin hafa að segja,“ sagði forsætisráðherra, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF. Fram kom að á næsta ári sé ætlunin að halda sérstakt barnaþing, í fyrsta skiptið á Íslandi, þar sem börn hvaðanæva af landinu geta sett málefni á dagskrá. Katrín sagði einnig að málefni barna væru eitt af forgangsmálum Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;„Það skiptir máli að passa uppá öll börn í heiminum,“ sagði hún.</p> <p>Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið, og skapa vettvang fyrir þau til að tjá skoðanir sínar opinberlega og í nærumhverfi sínu. UNICEF á Íslandi hvetur því fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, og alla aðra daga, þannig að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu.&nbsp;</p> <p>Hægt er að fylgjast með viðburðum og uppákomum hér á landi og um allan heim undir myllumerkjunum&nbsp;#börnfáorðið&nbsp;og&nbsp;#WorldChildrensDay</p> <p><strong>Mikill árangur í menntamálum vegna íslenskrar þróunarsamvinnu</strong></p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa um langt árabil lagt kapp á að styðja við börn í alþjóðlegu þróunarstarfi, ekki aðeins í löngu og árangursríku samstarfi við UNICEF hér heima og á alþjóðavísu, heldur einnig með beinum stuðningi í samstarfslöndum Íslendinga. Eins og sjá má á grafísku myndinni njóta tæplega 57 þúsund börn í Malaví og Úganda stuðnings Íslendinga í menntamálum, í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem nýlega er hafinn í tilraunaskyni verkefnaþáttur í Malaví sem snýr að leikaskólastiginu. Athygli vekur að stúlkur eru í meirihluta í grunnskólunum sem njóta stuðnings frá Íslandi, bæði í Malaví og Úganda.</p> <p>Til marks um árangurinn af þessu starfi má nefna að fyrir þremur mánuðum kom í ljós í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, að þar luku 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla borið saman við 40% áður en íslenski stuðningurinn kom til. Í opinberri <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank">könnun</a>&nbsp;sem gerð var kom ennfremur í ljós að nemendum hafði fjölgað, brottfall minnkað og áhugi foreldra aukist. „Við sjáum ótrúlegar framfarir bæði í bóklegu námi og íþróttum. Við erum afar þakklát héraðinu og ríkisstjórn Íslands fyrir stuðninginn,” var haft eftir Anthony Balagira skólastjóra eins grunnskólans.</p> <p>Auk stuðnings Íslendinga við menntun barna í þróunarsamvinnu hefur verið lögð gífurleg áhersla á lýðheilsu í samstarfsríkjum, einkum stuðning við mæður og ungbörn í Malaví. Úrbætur í vatns- og salernismálum sem er lykilþáttur í þróunarstarfi Íslendinga nýtist öllum samfélögunum, en ekki síst yngstu börnunum með veikasta ónæmiskerfið, sem eru í bráðustu hættu vegna vatnsborinna sjúkdóma. Rúmlega sex milljónir barna, langflest í þróunarríkjunum, létust á síðasta ári vegna sjúkdóma sem unnt hefði verið að lækna eða koma í veg fyrir.</p>

19.11.2018Alþjóða klósettdagurinn: Þegar náttúran kallar

<span></span> <p>Þegar náttúran kallar er yfirskrift alþjóðlega klósettdagsins, í dag 19. nóvember. Hálfur fimmti milljarður jarðarbúa hefur ekki viðunandi aðgang að salernisaðstöðu og tæplega einn milljarður hefur að engu klósetti að ganga þegar náttúran kallar – og verður að gera þarfir sínar undir berum himni. Skortur á salernisaðstöðu er mikið alvörumál sem sést á því að þetta aðstöðuleysi dregur rúmlega 2,7 milljónir manna til dauða árlega, í langflestum tilvikum börn yngri en fimm ára.</p> <p class="MsoNormal">Alþjóðlegi klósettdagurinn er nýttur til vitundarvakningar um þennan alvarleika. „Salernisaðstaða í heiminum gefur meira en flest annað til kynna þann reginmun á þjónustu þegar fólk gengur að öruggri salernisaðstöðu eða hefur enga,“ segir Cararina de Albuquerque sérlegur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði. Sjötta Heimsmarkmiðið fjallar einmitt um að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu, með áherslu á að sérstaklega verði hugað að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.&nbsp;&nbsp;</p> <p class="MsoNormal">Þar er til dæmis átt við það tímabil mánaðarins þegar konur eru á blæðingum. „Blæðingar kvenna stoppa ekki í hamförum,“ sagði í Fréttablaðinu í morgun í <a href="https://www.frettabladid.is/skodun/blaeingar-kvenna-stoppa-ekki-i-hamfoerum" target="_blank">grein</a>&nbsp;sem tveir fulltrúar Rauða krossins skrifa í tilefni dagsins. Þar segja þeir meðal annars að eitt mikilvægasta verkefni alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sé að tryggja fólki á neyðarsvæðum hreinlæti, þ.e. bæði hreint vatn og salernisaðstöðu.</p> <p class="MsoNormal">„Fjöldi kvenna og stúlkna sem eru í flóttamannabúðum bíða í örvæntingu eftir sólsetri, til þess eins að komast á klósettið óséðar þegar þær eru á blæðingum, þar sem þeim þykir skömm að því að aðrir verði þess var að þær eru á blæðingum. Það er ekki alls staðar samfélagslega viðurkennt að ræða blæðingar kvenna á jafn opinskáan hátt og hér á landi. Ferðir á klósettið í myrkri auka einnig líkur á því að konur og stúlkur verði fyrir ofbeldi. Hreinlæti er einnig oft ábótavant svo þær eiga á hættu að smitast af banvænum sjúkdómum. Aðgengi að hreinu vatni og salernisaðstöðu, getur skilið á milli lífs og dauða,“ segir í greininni sem er skrifuð af <span lang="EN-US" style="mso-ascii-font-family:Calibri; mso-hansi-font-family:Calibri;mso-bidi-font-family:Calibri;mso-ansi-language: EN-US;">Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs, og Sólrúnu Maríu Ólafsdóttur, verkefnastjóra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og alþjóðastarfi.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wqcknE_Ic_g" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal"><strong>Íslendingar leggja sitt af mörkum</strong></p> <p class="MsoNormal">Í þróunarsamvinnu Íslands eru úrbætur varðandi vatns- og salernisaðstöðu veigamiklir þættir í báðum samstarfslöndunum, Malaví og Úganda, auk þess sem annað tveggja verkefna sem enn er unnið að í Mósambík er svokallað WASH verkefni (Water and Sanitation, Hygiene) unnið af vegum UNICEF í fátækasta fylki landsins, Zambezíu. </p> <p class="MsoNormal">Nýlega birtist ánægjuleg frétt í Monitor, úgöndsku dagblaði, um aukin lífsgæði íbúa í Buikwe héraði þar sem Íslendingar hafa unnið með héraðsstjórninni meðal annars að því að koma hreinu neysluvatni til íbúanna og reisa 137 gjaldfrjáls almenningssalerni. Í Malaví hefur um langt árabil verið jafnt og þétt bætt við vatnspóstum í samstarfshéraðinu Mangochi með góðum árangri en umbætur í salernismálunum ganga hægar, eins og hvarvetna er reyndin.</p> <p class="MsoNormal">Því er við að bæta að miklar vonir eru bundnar við verkefni Bill Gates stofnunarinnar sem hófst árið 2011 um nýjar lausnir í klósettmálum en sex frumgerðir nýrra salerna voru kynntar nýlega eins og fram kemur í meðfylgjandi myndbandi. Þá er enn eitt árið hér heima vakin athygli á þeim</p>

18.11.2018Sómölsk YouTube-stjarna á Íslandi veitir stúlkum um allan heim innblástur

<span></span> <p>Najmo var aðeins 11 ára þegar hún slapp úr skelfilegum aðstæðum og frá þvinguðu hjónabandi í Sómalíu. Í dag býr hún til myndbönd á samfélagsmiðlum til að hvetja stúlkur um allan heim til dáða.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur birt á vef sínum á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal íslensku, grein um ævintýralegt lífshlaup Najmo. Hún er tvítug, býr í Reykjavík og fósturforeldrar hennar hafa liðsinnt henni við að gera myndbönd. Greinin fer hér á eftir:</p> <p>Najmo situr við arininn á heimili fjölskyldu sinnar í sveitinni. Rétt fyrir utan gluggann blasir við fjalllendi sem er í senn fallegt og kuldalegt, en innandyra er hlýtt og notalegt.</p> <p>„Ég vildi að heimurinn væri meira eins og foreldrar mínir og fjölskylda okkar,“ segir Najmo. „Við erum ekki með sama litarhaft, við komum ekki frá sama landinu, við erum ekki einu sinni sömu trúar, en við erum samt fjölskylda, við hugsum hvert um annað og elskum hvert annað.“</p> <p>Najmo var 11 ára þegar faðir hennar lést. Sómalía var þegar mjög hættulegur staður á þeim tíma og frændi hennar ákvað að Najmo ætti að giftast frænda sínum sem var þrisvar sinnum eldri en hún. Najmo neitaði, en fjölskylda hennar neyddi hana til að flytja inn til mannsins, sem var mun eldri en hún. Nótt eina ákvað hún að flýja og tók rútu til höfuðborgarinnar.</p> <p>„Ég var aðeins 11 ára, en ég vissi að þetta var rangt. Ég var bara barn. Svo ég flúði.“ Najmo var 13 ára þegar hún fór frá Sómalíu. Hún var alein og hrædd en hún var ákveðin í að lifa af.</p> <p>„Fólk sagði: „Hvar eru foreldrar þínir? Af hverju leyfðu þau þér að fara?“ Og ég sagði, „það voru ekki foreldrar mínir sem „leyfðu mér að fara.“ Ég leyfði sjálfri mér að fara.“</p> <p>Najmo ferðaðist með ókunnugum yfir Sahara-eyðimörkina í stórum vörubíl þar sem hún horfði upp á fólk kramið til dauða. Ferðin í gegnum eyðimörkina tók 28 daga.</p> <p>„Ég horfði bara á sandinn og vissi að það væri ekkert sem ég gæti gert. Ef bíllinn hefði bilað hefði ekkert okkar lifað af,“ rifjar hún upp.</p> <p>Hún ferðaðist í gegnum Líbíu og því næst yfir Miðjarðarhafið á litlum bát. Eftir þriggja ára ferðalag sem einkenndist af stöðugum ótta fékk hún boð um aðstoð við að komast til Kanada, en íslensk yfirvöld stöðvuðu hana við millilendingu hér á landi og komu henni í hendur barnaverndaraðila.</p> <p>„Það fyrsta sem þau spurðu mig var hvað ég vildi gera og ég sagði strax að ég vildi læra,“ segir hún. „Ég var orðin 16 ára og hafði ekki verið í skóla síðan ég var 11 ára. Ég vissi að menntun væri fyrsta skrefið í átt til þess að hefja nýtt líf og auka möguleika mína í framtíðinni.“</p> <p>Najmo byrjaði að ganga í skóla og var strax komið fyrir hjá fósturfjölskyldu. Þegar hún var farin að fóta sig og búin að læra smá grunn í íslensku áttaði hún sig á því að hún byggi yfir &nbsp;mikilvægum skilaboðum sem hún vildi deila með heiminum sem fyrst.</p> <p>“Sómalskar stúlkur sem eru ekki í Sómalíu hafa fleiri tækifæri. Þær eiga betri möguleika á að verða konurnar sem þær geta orðið. Ég geri myndbönd til að hvetja ungt fólk til dáða, sérstaklega konur. Ég vil sýna stúlkum að þær geti gert meira við líf sitt.”</p> <p>Fósturforeldrar hennar hafa stutt við þennan draum með því að aðstoða hana við að eignast myndbandsupptökubúnað og nýi faðir hennar, Finnbogi, sem hefur áhuga á ljósmyndun, hjálpaði Najmo að setja upp lítið upptökuver í herberginu hennar með ljósum og endurkösturum sem þau smíðuðu saman. Facebook-síða og YouTube-rás Najmo urðu sífellt stærri og nú er hún með fleiri en 60 þúsund fylgjendur.</p> <p>„Samfélagsmiðlar hafa mikinn áhrifamátt og ég get komið skilaboðum mínum á framfæri alla leið út í sveit í Sómalíu. Einhver sem er að sinna úlföldum og kindum getur bara opnað Facebook, horft á mig og fengið hugmyndir. Ég vil hjálpa sómölskum konum og stúlkum. Ég vil hvetja þær til að mennta sig og berjast fyrir réttindum sínum.“</p> <p>Najmo talar um menntun, limlestingar á kynfærum kvenna, nauðungarhjónabönd og réttindi kvenna. Hún talar líka um samfélagsleg viðmið, trú, stjórnmál og ofbeldi gegn konum. Skoðanir hennar eru ekki alltaf vinsælar.</p> <p>„Margir eru reiðir við mig og skrifa andstyggilegar athugasemdir, af því að ég hyl ekki hárið mitt og er með sterkar skoðanir. En ef enginn segir neitt munu slæmir hlutir halda áfram að eiga sér stað. Við konur þurfum að bregðast við þessu. Fleiri konur þurfa að láta í sér heyra.“</p> <p>Najmo er nú 20 ára gömul og heldur áfram að berjast fyrir réttindum stúlkna. Hún ferðast um heiminn með ýmsum samtökum og æskulýðshreyfingum og fólk vill heyra það sem hún hefur að segja. Öryggið sem fylgir því að búa sem flóttamaður á Íslandi gerir henni kleift að tjá sig opinberlega án þess að stofna sér í hættu. Myndbönd hennar eru ætluð stúlkum og konum um allan heim, en vill einnig koma sérstökum skilaboðum á framfæri til sómalskra kvenna sem búa í Evrópu og öðrum heimshlutum.</p> <p>„Nú höfum við fleiri tækifæri. Við verðum að mennta okkur, vinna saman og láta í okkur heyra svo við konur getum einn daginn snúið aftur til friðsamrar Sómalíu og byggt landið upp saman.“</p>

16.11.2018Brugðist við neyðinni í Jemen með 100 milljóna króna framlagi

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Að þessu sinni skiptist framlagið jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).</p> <p>„Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli. Við bregðumst við með auknum stuðningi við stofnanir á vettvangi, annars vegar til að sporna gegn yfirvofandi hungursneyð og hins vegar að úrbótum í vatnsmálum til að verjast útbreiðslu smitsjúkdóma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Alvarlegt neyðarástand ríkir í Jemen og það hefur farið hríðversnandi á síðustu misserum. Styrjöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og átökin eru meginástæða neyðarástandsins. Talið er að um 75 prósent íbúa landsins, eða ríflega 22 milljónir manna hafi bráða þörf fyrir mannúðaraðstoð. Hungursneyð vofir yfir 8 til 12 milljónum manna, 3 milljónir eru á flótta innanlands og þorri þjóðarinnar býr við vannæringu. Þá hefur kólera og aðrir smitsjúkdómar brotist út í landinu.</p> <p>Efnahagur Jemen er hruninn og innviðir eru í molum. Þá hefur sigið á ógæfuhliðina eftir að höfnum var lokað en það hefur leitt til mikilla verðhækkana á matvöru. Um 80% af innflutningi til landsins fer um höfnina í Hodeidah þar sem bardagar hafa geisað. Aðeins helmingur heilbrigðisstofnana landsins er starfandi og 16 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu sem aftur eykur líkurnar á útbreiðslu smitsjúkdóma.</p>

16.11.2018Vísbendingar um árangur í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum stúlkna

<span></span><span></span> <p>Á síðustu tveimur áratugum hefur limlestingum á kynfærum stúlkna fækkað verulega í Austur-Afríku, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem birt er í breska læknatímaritinu, British Medical Journal. „Ef rétt reynist eru þetta miklar gleðifréttir, fyrst og fremst að sjálfsögðu fyrir stúlkur í þessum heimshluta, en einnig fyrir þjóð eins og Íslendinga sem hefur ásamt níu öðrum þjóðum stutt baráttuna gegn þessari hræðilegu hefð með árlegum framlögum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://gh.bmj.com/content/3/5/e000549" target="_blank">rannsókn BMJ</a>&nbsp;sem takmarkaðist við stúlkur fjórtán ára og yngri hefur stórlega dregið úr þessum verknaði, einkum í austurhluta Afríku. Árið 1995 máttu 71,4% stúlkna sæta limlestingum á kynfærum en árið 2016 var þetta hlutfall komið niður í 8%. Frá árinu 1990 til 2017 fækkaði tilvikum í norðurhluta álfunnar úr 57,7% niður í 14,1% og í vesturhluta Afríku eru tölur frá 1996 til 2017 sem sýna fækkun úr 73,6% niður í 25,4%.</p> <p>Fjölmörg félagasamtök og alþjóðastofnanir hafa unnið ötullega að því að uppræta þennan verkað í sautján Afríkuríkjum og niðurstaðan sem birtist í breska læknatímaritinu gefur til kynna að mikill árangur hafi náðst. Íslendingar hafa allt frá árinu 2008 stutt slíkt verkefni með árlegum framlögum en það er sameiginlega er unnið af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í febrúar á þessu ári undirritaði utanríkisráðherra samstarfssamning um stuðning við verkefnið til næstu fjögurra ára.</p> <p>Fulltrúar ýmissa samtaka sem láta sig þennan málaflokk varða telja engu að síður of snemmt að fagna miklum árangri því aðrar rannsóknir bendi ekki í sömu átt. Nefnt er sérstaklega að rannsóknin nái ekki til stúlkna á aldrinum 15-19 ára sem eru neyddar í sumum samfélögum til að undirgangast slíka aðgerð og einnig að rannsóknin nái aðeins til tveggja ríkja Miðausturlanda þar sem þessi hefð er útbreidd. Aðferðafræðin hefur ennfremur verið gagnrýnd fyrir það að byggja aðeins á frásögnum mæðra. Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) varaði við því fyrr á árinu að limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna gætu aukist á næstu árum vegna mannfjöldaaukningar í þeim heimshlutum þar sem hefðin er sterk.</p> <p>Um 200 milljónir kvenna og stúlkna í heiminum eru taldar hafa þurft að líða fyrir þessa aðgerð sem hefur hrikaleg líkamleg og sálræn áhrif á konur alla ævi.</p>

15.11.2018Vannærð börnin hafa tæpast kraft til að anda

<span></span> <p>„Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) eftir þriggja daga heimsókn til landsins. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn.</p> <p>„Hjarta mitt er brostið eftir það sem ég sá á sjúkrahúsinu í Hodeidah,“ segir Beasley í frétt frá WFP. „Ég sá smábörn, svo vannærð að þau voru ekkert nema skinn og bein, þau lágu þarna og höfðu tæpast kraft til að anda. Í nafni mannúðar hvet ég stríðandi fylkingar að binda enda á þetta hræðilega stríð. Gefum börnunum líf og þjóðinni tækfæri til að skapa sér tilveru á ný,“ sagði hann.</p> <p>Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga búa sífellt fleiri við hungur í Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er reiðubúin að útvega mat og peningagjafir fyrir allt að tólf milljónir manna sem hafa orðið illa úti í átökunum. Nú þegar veitir stofnunin 7-8 milljónum íbúa Jemen mataraðstoð í hverjum mánuði.</p> <p>Beasley segir að friður sé eina svarið, fyrr verði ómögulegt að hefja endurreisn efnahagslífsins, koma gjaldmiðlinum í lag og hefja launagreiðslur til almennings svo þjóðin hafi auraráð til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.</p>

14.11.2018Íslensk framlög komið tæru drykkjarvatni til tugþúsunda

<span></span> <p>Úgandska dagblaðið Monitor fjallaði í gær um árangursríkt vatnsverkefni íslenskra stjórnvalda í fiskiþorpum í Buikwe-héraði í Úganda. „Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjallað er um þann góða árangur sem náðst hefur á svæðinu fyrir tilstilli íslenskrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Síðsumars fengum við ánægjulegar <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank">fréttir</a>&nbsp;um framfarir í menntamálum og fjölgun útskrifaðra nemenda úr grunnskólum héraðsins og nú sjáum við að heilsufar íbúanna hefur stórbatnað með bættu aðgengi að hreinu drykkjarvatni,“ segir utanríkisráðherra.</p> <p>Íbúar héraðsins eru rúmlega 420 þúsund og 77% þeirra hafa nú greiðan aðgang að vatni, segir í frétt Monitor. Blaðið segir að fyrir aðeins tveimur árum hafi einungis 58% íbúanna haft slíkan aðgang og nú sé héraðið komið yfir viðurkennt opinbert viðmið sem er 70%. Arthur Kayaga veitustjóri í Buikwe segir að þegar hafi verið settar upp vatnsdælur fyrir almenning í nítján fiskiþorpum, alls 51 vatnspóstur, fjármagnaðar af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands (ICEIDA).</p> <p><strong>Héraðsnálgunin virkar</strong></p> <p>„Fréttirnar um árangurinn í menntamálum og í vatns- og hreinlætismálum í Buikwe héraði sýna ótvírætt að héraðsnálgun, sem Íslendingar beita í þróunarsamvinnu í Úganda, er að virka og góður árangur að nást á þeim afmörkuðu svæðum sem stuðningurinn nær til. Það&nbsp;er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut, sníða stakk eftir vexti og afmarka áhrifasvæði íslenskrar aðstoðar í samræmi við umfang hennar, og stefna þar að sjáanlegum og mælanlegum árangri,“ segir Árni Helgason verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala.</p> <p>Einn meginþáttur í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með sveitastjórninni í Buikwe felst í umbótum í vatns- og salernismálum en sá þáttur byggir á verkefnaskjali fyrir tímabilið 2015 til 2019. Arthur Kayaga segir í viðtalinu við Monitor að þegar verkefnið hófst hafi skortur á heilnæmu vatni í fiskiþorpunum verið mikilvægasta úrlausnarefnið. Því hafi verið forgangsmál að gera þar bragarbót á og vel hafi tekist til.</p> <p>Monitor segir að ánægðastir séu íbúar fiskiþorpanna nítján og vitnar í Josehine Namubiru, íbúa í Nkombwe, sem segir að vatn hafi áður verið sótt beint í Viktoríuvatn með tilheyrandi vatnsbornum sjúkdómum fyrir íbúana eins og niðurgangspestum, taugaveiki og iðrakreppu. </p> <p><strong>Tuttugu lítrar á 4 krónur</strong></p> <p>Með tilkomu tveggja<span>&nbsp; </span>vatnssjálfsala í þorpinu hefur ástandið gerbreyst og Elijah Lubanga bæjarstjóri í Senyi fiskimannaþorpinu segir að þótt íbúarnir greiði lítilræði fyrir vatnið sé það óverulegt miðað við kostnaðinn við meðhöndlun sjúkdómanna sem áður herjuðu á þá. Hver 20 lítra vatnsbrúsi kostar sem svarar 4 krónum íslenskum.</p> <p>„Buikwe er meðal héraða þar sem ICEIDA hefur varið umtalsverðum fjármunum til þess að bæta lífsgæði íbúanna með umbótum í menntun, heilsu og hreinu drykkjarvatni,“ segir í frétt Monitor. Þar kemur einnig fram að í verkefninu með Íslendingum hafi héraðið reist 137 byggingar með gjaldfrjálsum almenningssalernum sem hafi verulega dregið úr því ófremdarástandi að fólki gangi örna sinna á víðavangi.</p> <p>Núverandi stuðningur Íslands í Buikwe héraði beinist að öllum 39 fiskiþorpum í héraðinu með<span>&nbsp;</span>50-60 þúsund íbúa og um 25 þúsund nemendum í grunn- og framhaldsskólum.</p> <p><a href="https://www.monitor.co.ug/News/National/High-water-coverage-brings-smiles-Buikwe-residents/688334-4848456-exgia4z/index.html" target="_blank">Frétt Monitor</a></p>

13.11.2018Fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna skipta sköpum!

<span></span> <p><span></span>„Mikilvægasta líffæri ungbarna er heilinn. Hvernig heilinn er örvaður á fyrstu dögum og mánuðum í lífi barns hefur mikið að segja. Að fara á mis við jákvæða reynslu og upplifun á þessum tíma getur verið óafturkræfanlegt,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Það er mikið áhyggjuefni að hundruð milljóna barna um allan heim verða fyrir alvarlegum skaða vegna lélegrar næringar, vegna ofbeldis og mengunar og vegna skorts á örvun,“ bætir hann við. </p> <p>Skortur á örvun og snertingu, mengun, ofbeldi, léleg næring og áreiti frá snjallsímum og samfélagsmiðlum í lífi foreldra geta allt haft neikvæð áhrif á þroska heila barna á mikilvægustu dögum lífs þeirra – fyrstu 1000 dögunum. Því hefur UNICEF á Íslandi hefur tekið höndum saman með Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við útgáfu á veggspjaldi með ráðum um þroska og umönnun barna. Útgáfan er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF, #EarlyMomentsMatter. </p> <p>„Að skapa aðstæður fyrir heilbrigðan þroska á heila barns frá fyrstu augnablikum í lífi þess er eitt mikilvægasta verkefni samfélaga um allan heim, líka á Íslandi. Mæðra- og ungbarnavernd á Íslandi er með þeirri bestu í heimi og hjúkrunarfræðingar hér á landi hafa í mörg ár skimað fyrir andlegri vanlíðan hjá konum eftir fæðingu. Nú er einnig skimað fyrir kvíða og þunglyndi á meðgöngu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki má þó gleyma hversu veigamiklu hlutverki tengsl milli barns og aðstandenda eftir fæðingu gegna til að skapa heilsteyptan einstakling,“ segir í <a href="https://unicef.is/fyrstu-1000-dagarnir">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF.&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/1LevDXxEQTc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Veggspjöldin, sem verður dreift á allar heilsugæslustöðvar á landinu og víðar, gefa einföld ráð til foreldra um umönnun barna, allt frá fyrstu vikunni í lífi þess til tveggja ára og eldri. „Þetta eru ekki ráð sem kosta peninga heldur felast þau í samveru, leikjum, snertingu og samskiptum. Að tala við barn, syngja, knúsa og leika hljómar hversdagslega en það þjónar allt mikilvægu hlutverki við að þroska og styrkja taugatengingar í heila barnsins. Jákvæð örvun og samskipti skipta sköpum fyrir velferð barna og hafa áhrif á námsfærni, andlegan þroska, samskiptafærni, mál og minni. Að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar þegar kemur að umönnun barna er því mikilvæg fjárfesting fyrir framtíðina og samfélagið allt,“ segir í fréttinni.</p> <p>Fræðsluefni um fyrstu árin og tengsl foreldra og ungbarna má finna á <a href="https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/lidan/samskipti-og-tengsl/tengsl-foreldra-og-ungbarna/">Heilsuvera.is</a> </p> <p>#EarlyMomentsMatter fræðsluefni og myndbönd um þroska og örvun ungbarna frá UNICEF má finna <a href="https://www.unicef.org/early-moments">hér</a>.</p> <p>UNICEF er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu Íslands. Kjarnaframlög stjórnvalda til stofnunarinnar námu á síðasta ári rúmlega 130 milljónum króna. </p>

13.11.2018UN Women vinnur að auknu öryggi kvenna á mörkuðum á Fiji

<span></span> <p>„Alla mína ævi hef ég byggt sjálfsmynd mína á því að vera eiginkona og móðir. Ég var ekki alin upp í þeirri trú að ég gæti verið leiðtogi. Þetta er svo sannarlega ný áskorun fyrir mig að tala máli kvenna og berjast fyrir réttindum okkar. Ég er svo þakklát UN Women fyrir að veita mér þetta sjálfstraust og trú á eigin hæfileika og getu. Það er ómetanlegt að fá verkfæri til að bæta vinnuaðstæður og standa vörð um öryggi og hagsmuni sölukvennanna hér á mörkuðunum,“ segir Susanna, ein þeirra kvenna sem hafa notið góðs af verkefni UN Women á Fiji eyjum.</p> <p>UN Women er með verkefni sem nefnist&nbsp;„Markets 4 Change“ á Fiji, Salómonseyjum og Vanuatu í Suður-Kyrrahafi sem miðar að því að valdefla konur efnahagslega við störf sín á sölumörkuðum. Að sögn Stellu Samúelsdóttur framkvæmdastýru UN Women á Íslandi sem heimsótti Fiji á dögunum hefur verið stofnað markaðsráð þar sem konur eru í fararbroddi. </p> <p>„Þannig er konum veitt ákvörðunarvald um vinnustaðinn, þær greina þarfir sínar og UN Women tryggir að tekið sé mið af þeim þörfum. Í kjölfarið hefur öryggi kvenna verið bætt á mörkuðum með einföldum en áhrifaríkum lausnum eins og fjölga salernum kvenna, sölubásum er stillt þannig að konur snúi aldrei bak í viðskiptavini markaðanna auk þess sem útbúin hafa verið örugg svefnpláss fyrir sölukonur sem koma langt að sem kemur í veg fyrir ofbeldi og þjófnaði. Síðast en ekki síst veitir UN Women konum leiðtogaþjálfun og námskeið í fjármálalæsi, rekstri og stjórnun,“ segir Stella.</p> <p>Í Suður-Kyrrahafi mælist ofbeldi gegn konum og stúlkum með því hæsta í heiminum, að sögn Stellu, en 68% kvenna hafa verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. „Í gegnum tíðina hafa fyrir fram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna haldið aftur af konum við að taka virkan þátt á vinnumarkaði. Kynhlutverk og staða aftrar konum við að láta til sín taka utan heimilisins, þeim hefur reynst erfitt að fá hljómgrunn og hafa takmarkað vald til ákvarðanataka bæði innan heimilisins sem og utan þess,“ segir hún.</p> <p>Á bilinu 75-90% söluaðila á mörkuðum á Suður-Kyrrahafseyjum eru konur. Þær vinna að sögn Stellu langa daga og fá lág laun við slæmar vinnuaðstæður. Hún segir að þrátt fyrir að þær myndi meirihluta seljenda á mörkuðum sé þeim haldið utan við ákvarðanatökur og stjórnun markaðanna. </p> <p>„Suður-Kyrrahafseyjar eru 330 talsins og líkt og gefur að skilja eru samgöngur flóknar í ljósi fjölda eyjanna. Um 80% íbúa eyjanna búa í dreifbýli og hafa fyrst og fremst lífsviðurværi af landbúnaði, fiskveiði og ræktun.&nbsp; Ræktun og fiskveiði af landi er fyrst og fremst á herðum kvenna auk þess sem umönnunar- og heimilisstörf eru alfarið unnin af konum. Síðast en ekki síst eru konur í flestum tilfellum þær sem selja afurðir á mörkuðum í þéttbýli,“ segir Stella Samúelsdóttir.</p> <p>Því er við að bæta að UN Women er ein af lykilstofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands en eins og kunnugt er leggur&nbsp;Ísland mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið styður því myndarlega við þessa áherslustofnun.</p>

12.11.2018Verkefni Íslendinga með UN Women í Mósambík fær stuðning Norðmanna

<span></span> <p>„Það má alveg líta á verkefnið sem frumkvöðlastarf, verkefni sem vísar veg og leggur línur til framtíðar um framkvæmd aðgerðaráætlunar ályktunar 1325 í Mósambík,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir sem starfaði áður á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins í Mósambík og kom meðal annars að undirbúningi verkefnis sem Íslendingar settu á laggirnar með UN Women í Mósambík og stjórnvöldum. Verkefnið beinist að því að aðstoða stjórnvöld við að framkvæma fyrstu aðgerðaáætlun ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur frið og öryggi.<span>&nbsp;&nbsp; </span></p> <p>„Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og endurreisn í mósambísku samfélagi leggi sitt að mörkum til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en oftar en ekki verða þær út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra og bætir við að verkefnið hafi verið byggt þannig upp að auðvelt væri að stækka það og fjölga fylkjum og héruðum til að framkvæma verkþætti,<span>&nbsp; </span>ef viðbótarfjármagn fengist frá öðrum framlagsríkjum. Hún segir að nú hafi Norðmenn slegist í hópinn og bætt við 2 milljónum Bandaríkjadala við þær 2,3 milljónir Bandaríkjadala sem Ísland setur í verkefnið til fjögurra ára.<span>&nbsp; </span></p> <p>Á dögunum fór fram svokallaður “suður-suður” fundur þar sem fulltrúar kvenna frá Angóla, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Kólumbíu og Bandaríkjunum komu til Mósambík og áttu fund með konum frá öllum fylkjum landsins. „Markmið fundarins var að deila reynslu um uppbyggingu friðar, öryggis og efnahagslegrar valdeflingu kvenna á svæðum sem eru eða hafa verið í átökum. Konurnar ræddu það sem þeim fannst að bæta mætti við aðgerðaáætlun Mósambíkur með sérstakri áherslu á mikilvægi þess að konur endurheimti efnahaglega þátttöku í samfélögum eftir stríð og átök.“ </p> <p>Í október hófst kynning um allt land á aðgerðaráætluninni og lýkur ekki fyrr en í desember. Í síðasta mánuði voru líka fræðslufundir í sjö fylkjum með fulltrúum frá lögreglu, dómurum og starfsmönnum heilbrigðis- og félagsmála. Að sögn Lilju Dóru er hugmyndin að koma á laggirnar samþættri þjónustu við fórnarlömb<span>&nbsp; </span>kynferðisofbeldis á tímum átaka í þessum sjö fylkjum: Manica, Sofala, Tete, Zambéziu, Gaza, Inhambane og Cabo-Delegado.</p> <p>„Sárin eftir borgarstyrjöldina hafa ekki enn gróið,“ segir Lilja Dóra. Eftir sjálfstæði Mósambíkur frá Portúgölum árið 1974 hófst borgarastríð sem stóð yfir í sextán ár. Síðustu árin hafa íbúar í norðurhluta landsins orðið fyrir árásum annað veifið og nýjar ógnir bætast við með hryðjuverkahópum vegna nýfundinna náttúruauðlinda.</p>

12.11.2018Beðið eftir broskallinum: Hreinsitæki gefur til kynna drykkjarhæft vatn

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með tæplega 70 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu afhent öllum fjölskyldum í verkefni í Eþíópíu sólarknúin vatnshreinsitæki með búnaði sem segir til um það hvenær vatn er orðið drykkjarhæft. Verkefnið er svokallað fjölskyldueflingarverkefni og nær til sárafátækra barnafjölskyldna á Tulu-Moye svæðinu. Um 1500 börn og fjölskyldur þeirra njóta góðs af verkefinu sem hófst í ársbyrjun og lýkur í árslok 2021.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8374/allar-fjolskyldurnar-komnar-med-vatnshreinsitaeki" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi fengu 567 sjálfboðaliðar þjálfun til að kenna fjölskyldunum á vatnshreinstækið. „Það nemur styrk UV sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur og er þannig búið að á því getur bæði birst broskarl og fýlukarl. Ef plastflaska full af vatni er látin standa úti í sólinni og tækið við hliðina á, gefur broskarlinn til kynna að vatnið sé orðið drykkjarhæft. Svo lengi sem fýlukarlinn er á tækinu, er vatnið enn ódrykkjarhæft. Með þessu móti er hægt að sporna við sjúkdómum sem orsakast vegna skítugs drykkjarvatns,“ segir í fréttinni.</p> <p>Vitnað er í Gishu Tumsa, 35 ára einstæða þriggja barna móður sem segir vatnshreinsitækið hafa gjörbreytt öllu. „Það veitir mér mikla öryggiskennd að vita núna að við erum að drekka ómengað vatn. Það var líka vitundarvakning fólgin í kennslunni því nú sýni ég meiri varkárni með val á ílátum undir vatnið.“</p> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi vinna verkefnið í samvinnu við yfirvöld á Tulu-Moye svæðinu og heimafólk. Markmið þess er að auka hæfni og getu þessara fjölskyldna til að standa á eigin fótum og mæta þörfum barnanna svo velferð þeirra sé tryggð til framtíðar. Skjólstæðingar verkefnisins fá aðgang að heilsugæslu, mataraðstoð, menntun og fræðslu ásamt því að þeir geta fengið vaxtalaust örlán frá SOS Barnaþorpunum. Framlögum Fjölskylduvina SOS Barnaþorpanna á Íslandi er ráðstafað í verkefnið og annað sambærilegt í Perú.</p> <p>&nbsp;</p>

09.11.2018Hungursneyð yfirvofandi í Jemen: Ástandið versnar dag frá degi

<span></span> <p>„Matarskortur er hvergi jafn mikill í heiminum eins og í Jemen. Þar eru milljónir íbúa á barmi hungursneyðar og ástandið versnar dag frá degi,“ segir í frétt frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) en David Beasley framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði í gær að sinnuleysi um hungursneyð væri skömm mannkyns. </p> <p>Í fréttinni segir að WFP og önnur mannúðarsamtök hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að afstýra hungursneyð en margt bendi því miður til þess að meira þurfi til því víðtækur sultur blasi við. Beðið er eftir greiningu á ástandinu en bæði fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum og ríkisstjórn Jemen eru að taka saman gögn sem verða væntanlega kynnt á næstu vikum. Óttast er að þá komi í ljós að á sumum átakasvæðum sé nú þegar hungursneyð.</p> <p>Samkvæmt síðustu skýrslu frá marsmánuði á þessu ári bjuggu 6,8 milljónir í búa Jemen við „neyð“ en talið er að í væntanlegri skýrslu verði íbúafjöldinn kominn upp í 12-14 milljónir. „Það merkir að hartnær helmingur þjóðarinnar hefur svo lítið að borða að það jaðrar við sult,“ segir í frétt WFP en samtökin áforma að tvöfalda matvælaaðstoð við íbúa Jemen gangi þessar spár eftir. </p> <p>Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segja að barn deyi á tíu mínútna fresti í Jemen úr sjúkdómum sem auðvelt væri að lækna og að helmingur barna búi við langvarandi vannæringu. „Staða barna í Jemen er skelfileg og Jemen er í dag talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Margra ára átök hafa lagt landið í rúst. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!,“ segja fulltrúar UNICEF á Íslandi en samtökin eru með <a href="https://unicef.is/neyd" target="_blank">neyðarsöfnun</a>&nbsp;í gangi fyrir börn í Jemen.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hóf um síðustu helgi <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-fyrir-jemen" target="_blank">neyðarsöfnun</a>&nbsp;vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. „Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen &nbsp;valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ sagði Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins þegar neyðarsöfnunin hófst.</p> <p>Íslensk stjórnvöld vörðu á síðasta ári rúmum hálfum milljarði króna til mannúðaraðstoðar í heiminum gegnum alþjóðasamtök, að stórum hluta framlög til WFP, auk þess sem íslensk félagasamtök ráðstöfuðu 300 milljónum frá utanríkisráðuneytinu til mannúðaraðstoðar.</p>

08.11.2018Næringarsnauð fæða dánarorsök í 20% tilvika

<span></span> <p>Fimmtung allra dauðsfalla í heiminum má rekja til lélegrar næringarsnauðrar fæðu, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir einnig að helmingur alls grænmetis og ávaxta fari til spillis og fjórðungur allrar kjötvöru. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) hvetur stjórnvöld um heim allan að draga úr matvælasóun og auðvelda borgurunum aðgang að næringarríkum og hollum matvælum. </p> <p>Í þessari nýju <a href="http://glopan.org/sites/default/files/Downloads/GlopanFoodLossWastePolicyBrief.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;FAO er sjónum beint að sóun matvæla og því hvernig næringargildið dvínar á leiðinni frá framleiðanda til neytenda. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að lýðheilsu sé meiri hætta búin af næringarsnauðri fæðu en sjúkdómum eins og malaríu, berklum og mislingum.</p> <p>“Til þess að vinna gegn hvers kyns vannæringu og auka neyslu næringarríkrar fæðu þurfum við í framleiðsluferlinu og við dreifingu matvæla að búa þannig um hnútana að hver einasti maður eigi kost á nærringarríkri fæðu á viðráðanlegu verði. Að grípa til sérstakra aðgerða til að draga úr sóun er lykilatriði í þessari vinnu,” er haft eftir José Graziano da Silva, forstjóri FAO í <a href="http://www.fao.org/news/story/en/item/1165001/icode/" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>Andvirði matvæla sem aldrei komast til neytenda er talið nema einni billjón Bandaríkjadala og því hníga einnig þung efnahagsleg rök að mati FAO að gripið sé til róttækra aðgerða. Þá er ótalið hversu mikið vatn, land og orka sparast við að þurfa ekki að framleiða matvæli sem aldrei komast á disk neytandans.</p> <p>Tólfta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjallar um að sjálfbær neyslu- og famleiðslumynstur verði tryggð. Þar segir meðal annars að hrundið verði í framkvæmd tíu ára rammaáætlunum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu þar sem öll lönd, með hátekjuríkin í fararbroddi, grípi til aðgerða. Tekið verði tillit til þróunar og getu þróunarlandanna.&nbsp;„Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þar með talið við uppskeru,“ segir í þriðja undirmarkmiðinu. </p> <p>Í stöðuskýrslu stjórnvalda um Heimsmarkmiðin frá því í sumar kemur fram að Ísland tekur virkan þátt í norrænu samstarfi á sviði ábyrgrar neyslu og framleiðslu, Ísland hafi til dæmis haft forgöngu um norrænt verkefni og mótun stefnu um lífhagkerfið. Þá tekur Ísland þátt í norrænu samstarfi þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum sem meðal annars felast í því að þróa, samræma og meta stjórntæki sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu.&nbsp;</p>

07.11.2018Söfnuðu rúmlega ellefu þúsund lítrum af næringarmjólk

<span></span> <p>Rúmlega ellefu þúsund lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna söfnuðust í átaki Landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fyrirtækisins Te &amp; kaffi sem lauk um nýliðin mánaðamót. Söfnunarátakinu var hrundið af stað til þess að bregðast við vannæringu meðal ungra barna víðs vegar í heiminum en UNICEF nýtir næringarmjólkina á sérstökum næringarmiðstöðvum til að meðhöndla börn sem eru orðin of veikburða til að innbyrða fasta fæðu.</p> <p>„Næringarmjólkin er orkurík og full af nauðsynlegum kolvetnum og fitu, auk þeirra vítamína og steinefna sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Hún var sérstaklega þróuð til að meðhöndla allra veikustu börnin á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum,“ segir í frétt á vef UNICEF á Íslandi. Í söfnunarátakinu gaf Te &amp; Kaffi andvirði 300 millilítra af næringarmjólk með hverjum seldum bolla á kaffihúsunum og viðskiptavinum var boðið að gera það sama með því að bæta 66 krónum við bollann.&nbsp;</p> <p><strong>Ólafur Darri og Sigríður Thorlacius heimsóttu næringarmiðstöðvar</strong></p> <p>„Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en með réttri meðhöndlun í tæka tíð ná langflest börn sér á einungis nokkrum vikum.&nbsp;UNICEF einsetur sér að veita börnum sem þjást af alvarlegri vannæringu viðeigandi meðferð, meðal annars með næringarmjólk og öðrum bætiefnum.&nbsp;Stuðningurinn er því mikilvægur og hefur raunveruleg áhrif á líf barna,“ segir í frétt UNICEF.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/FUbYtV55OYM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/45C53QiBEf8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í myndböndunum, sem tekin voru upp í Madagaskar og Bangladess, er hægt að sjá hvernig næringarmjólk er notuð til að bjarga lífi barna, en Ólafur Darri leikari og Sigríður Thorlacius söngkona, hafa bæði heimsótt næringarmiðstöðvar á vegum UNICEF. </p>

07.11.2018Margir sendifulltrúar Rauða krossins við störf á vettvangi

<span></span> <p>Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði, október, og hefur sendifulltrúastarf félagsins sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu.</p> <p>Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hélt af stað til Úkraínu í lok október, þar sem hún hefur næstu mánuði umsjón með heilbrigðisverkefnum á vegum Alþjóðaráðs Rauðar krossins (ICRC). Hólmfríður er margreyndur sendifulltrúi og hefur unnið fyrir Rauða krossinn í lengri og skemmri starfsferðum í rúm 20 ár. Hólmfríður hefur aðsetur í Donetsk í austurhluta Úkraínu, þar sem Rauði krossinn styður við heilsugæslu og sjúkrahús á svæðinu á fjölbreyttan máta en um 145 heilsugæslustöðvar og spítalar á svæðinu hafa notið góðs af aðstoð Alþjóðaráðsins. </p> <p><strong>Sendifulltrúastörf Rauða krossins í Afríku</strong> </p> <p>Þá héldu þrír aðrir sendifulltrúar til starfa fyrir Rauða krossinn í október. Róbert Þorsteinsson og Kristján R. Kristjánsson, fóru til Sómalíu og Úganda til að sinna fjármálaúttekt á verkefnum sem Rauði krossinn á Íslandi styður við í löndunum. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við ýmis verkefni í Sómalíu síðan 2011, þar á meðal stutt við uppbyggingu heimilis fyrir munaðarlausa, færanlegrar heilsugæslustöðvar og veitt neyðaraðstoð vegna þurrka. Í Úganda framkvæma Róbert og Kristján úttekt á neyðaraðstoð til flóttafólks frá Suður-Súdan og flóttafólks frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í Úganda hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt sérstaklega við sálrænan stuðning samhliða annarri neyðaraðstoð. Róbert hefur marga ára reynslu af sendifulltrúastörfum og sinnti meðal annars störfum í Sómalíu á síðasta ári og í Bangladess fyrr á þessu ári. </p> <p>Halldór Gíslason hélt til Mósambík og Tansaníu um miðjan október í sína fjórðu ferð fyrir Rauða krossinn í tengslum við upplýsingatækniverkefni sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur í Afríku í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánann (IFRC). Verkefnið leitast við að aðstoða Rauða kross landsfélög í Afríku að tölvu- og internetvæðast eða við að brúa hið stafræna bil eins og það er stundum kallað.</p> <p>Störf Halldórs og Kristjáns eru hluti af samstarfi Rauða krossins á Íslandi og Íslandsbanka, þar sem vinnuframlag þeirra er hluti af Hjálparhandaverkefni Íslandsbanka. Samstarfið byggir á því að sérfræðingar Íslandsbanka á ýmsum sviðum styðja við verkefni Rauða krossins með sérþekkingu sinni &nbsp;og aðstoð á vettvangi. </p>

06.11.2018Aðkoma atvinnulífs og félagasamtaka mikilvæg í uppbyggingu þróunarríkja

<span></span> <p>„Meginmarkmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins – sem býr yfir frumkvæði og margs konar sérþekkingu sem nýst getur við að leysa flókin verkefni – er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu. Því höfum við nú útfært nýjar leiðir til samstarfs við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fjölmennum opnum fundi í morgun, sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir með áherslu á þátttöku fulltrúa atvinnulífsins og fulltrúa félagasamtaka.</p> <p>Guðlaugur benti á mikilvægi þess að fá félagasamtök inn í samstarfið því með samvinnu allra aðila sem kæmu með fjölbreytta þekkingu inn í verkefni væru líkurnar auknar á því að ná settum markmiðum. Við útfærslu nýrra samstarfsleiða hefði ráðuneytið sérstaklega litið til Danmerkur og Noregs, nágrannalanda með mikla reynslu og þekkingu af samstarfi við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu. „Þar hafa samstarfsmöguleikar við atvinnulífið verið skilgreindir innan faglegra ramma, svo sem samkeppnissjóða, sem eru taldir vera heppilegt fyrirkomulag til að tryggja gagnsæi og jafnan aðgang atvinnulífsins og félagasamtaka að fjármögnun verkefna.“</p> <p>Leiðirnar tvær sem kynntar voru á fundinum eru annars vegar sérstakur samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hins vegar samstarf við félagasamtök með aukinni áherslu á þá möguleika sem felast í samvinnu við félagasamtök sem tengjast atvinnulífinu og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni. </p> <p>Fram kom í máli Ásdísar Bjarnadóttur sérfræðings á þróunarsamvinnuskrifstofu að samstarfssjóðurinn væri samkeppnissjóður, en umsækjendur þyrftu að keppa um fjármagn með því að senda inn umsóknir. Styrkfjárhæðin gæti numið að hámarki 200 þúsund evrum (28 milljónum kr.) yfir þriggja ára tímabil og mætti ekki fara umfram 50% af heildarkostnaði. Þá kom fram að áætluð framlög í sjóðinn yrðu allt að 400 milljónir króna á árunum 2018-2021.</p> <p>Ágúst Már Ágústsson sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu kynnti áralangt samstarf ráðuneytisins við frjáls félagasamtök og vakti athygli á því að framlög til þeirra hefðu aukist hratt á síðustu árum á sama tíma og fjöldi samstarfsaðila hefði staðið í stað. Hann sagði ráðuneytið standa fyrir vinnustofu í Veröld – húsi Vigdísar, síðdegis á fimmtudag, þar sem fulltrúum félagasamtaka, sem ekki hafa mikla reynslu af samstarfi við ráðuneytið, yrði boðin fræðsla um samstarfsmöguleika félagasamtaka við ráðuneytið, með áherslu á þróunarsamvinnu.</p> <p>Með þessum tveimur leiðum er vonast eftir aukinni þátttöku íslensks atvinnulífs og félagasamtaka og víðtækara samstarfi fleiri aðila í þróunarsamvinnu með það að markmiði að styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum.</p>

06.11.2018Mannréttindaráðið: Ísland gerir kröfu til Sádí-Arabíu að stöðva stríðið í Jemen

<span></span> <p>Fulltrúi Íslands bar upp sex tilmæli til stjórnvalda í Sádí-Arabíu í fyrirtöku vegna svokallaðrar allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í landinu sem fram fór í Genf í gær, <span></span>meðal annars að stöðva stríðið í Jemen og að fram fari rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamhal Khashoggi. Allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála, eða jafningjarýni eins og hún er einnig kölluð, er meðal grundvallarstoða starfsemi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og þurfa öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að undirgangast hana með reglubundnum hætti. </p> <p>Alls fjórtán ríki eru til umfjöllunar í yfirstandandi lotu allsherjarúttektarinnar. Sádí-Arabía var fyrst á dagskrá en önnur ríki sem koma til skoðunar að þessu sinni eru Kína, Mexíkó, Nígería, Malta, Senegal, Máritíus, Jórdanía, Malasía, Mið-Afríkulýðveldið, Mónakó, Belize, Tsjad og Lýðræðislega Lýðveldið Kongó.</p> <p>Jafningjarýni Mannréttindaráðsins (Universal Periodic Review – UPR) felur í sér gerð allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í sérhverju aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Slíkar úttektir eru gerðar á fimm ára fresti og af þeim loknum fer fram umræða í mannréttindaráðinu þar sem tækifæri gefst til að bera upp tilmæli til þeirra ríkja sem til skoðunar eru hverju sinni.</p> <p>Auk kröfunnar um stöðvun stríðsins í Jemen og rannsóknina á morðinu á Khashoggi bar fulltrúi Íslands upp þau tilmæli í gær til stjórnvalda í Sádí-Arabíu að sleppa úr haldi þeim sem hafa verið handteknir fyrir að nýta tjáningarrétt sinn, þá voru stjórnvöld voru hvött til að tryggja kynjajafnrétti á öllum sviðum og ennfremur að stöðva ofbeldi gegn konum.</p> <p>Jafningjarýnin er á dagskrá Mannréttindaráðsins þrisvar sinnum á ári og um fjórtán ríki eru tekin fyrir hverju sinni..</p> <p>Ísland undirgekkst síðast jafningjarýni Mannréttindaráðsins árið 2016 og verður næst tekið fyrir árið 2021.</p>

05.11.2018Vinnustofur í Veröld fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu

<span></span><span></span> <p>Tvær vinnustofur verða í Veröld - húsi Vigdísar í vikunni fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu, önnur á morgun, þriðjudag, og hin síðari fimmtudaginn 8. október. Báðar vinnustofunar verða opnar milli klukkan 17 og 19. Aðgangur er ókeypis og opið fyrir alla.</p> <p>Vinnustofurnar eru sértaklega miðaðar að félagasamtökum sem ekki hafa mikla reynslu af samstarfi við utanríkisráðunetið á sviði þróunarsamvinnu, en einnig starfsfólki reyndari samtaka sem hafa áhuga á að auka við þekkingu sína.&nbsp;Ráðuneytið hefur sem kunnugt er kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila á síðustu vikum, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið.</p> <p>Á vinnustofunni á morgun, þriðjudaginn 6. nóvember, verður farið yfir hvert markmið íslenskra stjórnvalda er með alþjóðlegri þróunarsamvinnu og hvaða virðisauki kann að vera af aðkomu félagasamtaka í málaflokknum. Jafnframt verða stefnumið ráðuneytisins og verklagsreglur í samstarfi við félagasamtök kynnt nánar.&nbsp;</p> <p>Á síðari vinnustofuni verður farið nánar í undirbúning, framkvæmd og eftirlit með verkefnum.</p> <p>Sjöfn Vilhelmsdóttr, forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands, stýrir vinnustofnunum. Sjöfn hefur jafnframt starfað sem ráðgjafi við umfjallanir um umsóknir félagasamtaka um styrki til þróunarsamvinnuverkefna.</p> <p><strong>Samstarfstækifæri fyrir íslensk fyrirtæki við þróunarríki?</strong> </p> <p>Utanríkisráðuneytið minnir einnig á morgunverðarfund sem haldinn verður í fyrramálið, 6. nóvember, þar sem nýjar leiðir til til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu verða kynntar. Fulltrúar fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og heyra nánar um þessa samstarfsmöguleika.&nbsp;Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar fundinn en María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins verður fundarstjóri. </p> <p><a href="https://www.facebook.com/events/349319768964831/19768964831/" target="_blank">Morgunfundurinn</a> hefst kl. 9:00 á Grandi hóteli í Reykjavík og stendur yfir í tvo klukkutíma.</p>

03.11.2018Neyðarsöfnun Rauða krossins hafin vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen

<span> </span> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">„Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen &nbsp;valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ segir Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á Íslandi sem hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar&nbsp; og bregst við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar alvarlegu neyðar sem er í Jemen. Vegna vopnaðra átaka í landinu er viðvarandi fæðuskortur og vöntun á heilbrigðisaðstoð.</span></p> <p style="margin-top:0cm;margin-right:0cm;margin-bottom:13.5pt;margin-left: 0cm;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Sveinn tekur undir orð Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), sem fundaði m.a. íslenskum ráðamönnum í síðasta mánuði og ræddi mikilvægt hlutverk Íslands og smærri ríkja sem geta haft mikil áhrif í baráttu sem þessari. „Við vitum að ríki á borð við Ísland geta haft áhrif á alþjóðavettvangi og því hvetjum við íslensk stjórnvöld áfram til dáða í því mikilvæga starfi sem þau hafa þegar sinnt í þágu þolenda í Jemen og að fundin verði lausn á átökunum sem gagnist fólkinu í landinu. Nú þegar hefur Ísland vakið mikla athygli fyrir málflutning sinn hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og það gerði utanríkisráðherra einnig í máli sínu á allsherjarþingi SÞ fyrr á árinu þar sem hann ræddi meðal annars um ástandið í Jemen. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda eru því mjög jákvæð og ákveðin“ segir Sveinn, en bætir við að&nbsp; ljóst sé að „þörf er á samstilltu átaki alþjóðasamfélagsins til leysa þau fjölþættu vandamál sem Jemen stendur frammi fyrir.“</span></p> <p style="margin-top:0cm;margin-right:0cm;margin-bottom:13.5pt;margin-left: 0cm;box-sizing: border-box;Segoe UI'Roboto,'Droid Sans' 'Helvetica Neue'Helvetica,Arial,sans-serif;orphans: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px; word-spacing:0px;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Aðstæður í Jemen eru gríðarlega slæmar. Skortur á mat, hreinu vatni og eldsneyti hefur mikil áhrif á daglegt lífs fyrir borgara landsins og þarf því mikill meirihluti þjóðarinnar á neyðaraðstoð að halda. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">„Vandamál í Jemen eru gríðarleg og margslungin. Dauðsföll í landinu eru mikil vegna vopnaðra átaka, skorts á mat, heilbrigðiskerfið hefur eyðilagst í átökunum og innviðir og grunnstoðir landsins hafa lamast. Hafnbann einangrar landið og gerir flutning á matvælum og neyðarvistum nánast ómögulegan. Hjálparstarfsmenn á vettvangi hafa orðið fyrir árásum sem gerir það að verkum að allt hjálparstarf reynist erfitt og afar hættulegt,“ segir í frétt á vef Rauða krossins.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 10pt; font-family: Symbol; color: #2d2d2d;">·</span><span style="margin: 0px; font-size: 10px; color: #2d2d2d;">&nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">80% þjóðarinnar, eða um 22 milljónir af 27 milljónum Jemena, þurfa á aðstoð að halda</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">15,7 milljónir hafa ekki greiðan aðgang að vatni</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">14,8 milljónir Jemena hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum eða heilsugæslu</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">2,9 milljónir Jemena hafa yfirgefið heimili sín og eru á flótta vegna átakanna í landinu</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Milljónir íbúa Jemen fá eina máltíð á dag og vita ekki hvaðan eða hvenær næsta máltíð kemur</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Áætlað er að 60% þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigiðiskerfi hefur hrunið. Gríðarlegur skortur er á bólusetningum barna og fjöldi vannærðra barna er mikill. Hefur þetta í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist. Fréttir benda til þess að útbreiðsla ýmissa sjúkdóma, svo sem mislinga og kóleru, hafi aukist mikið undanfarið.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Á vef Rauða krossins segir að almennir borgarar Jemen hafi blandast í átökin í landinu og óásættanlegt sé hvaða áhrif þau hafa haft á daglegt líf stærsta hluta borgara landsins. „Sem dæmi má nefna að rúmlega 2500 skólar hafa verið eyðilagðir í átökunum. Fjölskyldur í landinu leita skjóls hvar sem það er að finna þar sem heimili þeirra hafa verið lögð í rúst. Sprengjuárásir á hlutlaus skotmörk, íbúabyggðir og spítala eru sérstaklega til þess fallnar til að setja líf almennra borgara í hættu og koma daglegu lífi þeirra úr skorðum,“ segir í fréttinni.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Elín J. Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, fór á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) til Jemen síðastliðinn vetur og vor og segir neyðina mikla. Þegar hún var á svæðinu var mikill skortur á ýmsum nauðsynjum og rafmagn t.d. mjög ótryggt. Aðstæður hafa síst batnað. Teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins útvegaði lyf, rúm, dýnur, lök og ýmis tæki. Rauði krossinn sinnti ekki aðeins sjúklingum heldur einnig fólki sem missti heimili sín eða var orðið viðskila við fjölskyldur sínar.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Umfang þessara vandamála eru því gríðarleg og daglegt líf Jemena versnar með hverjum deginum. Ástandið mun ekki batna nema að alþjóðasamfélagið og almenningur bregðist við. </span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;"><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-fyrir-jemen" target="_blank">Frétt Rauða krossins</a></span></p>

02.11.2018„Ánægja með verkefnið og ávinning landanna"

<span></span><span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hélt í vikunni rýnifund um jarðhitaverkefnið sem Ísland hefur rekið með Norræna Þróunarsjóðnum (NDF) síðastliðin sex ár. Fundurinn var haldinn í Kigali, höfuðborg Rúanda, en þar fer nú fram sjöunda jarðhitaráðstefnan undir merkjum ARGeo, African Rift Geothermal Conference.</p> <p>Íslendingar hafa á þessum sex árum leitt umfangsmikið samstarf um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku en verkefninu lauk formlega í lok síðasta ár. Framkvæmd nokkurra verkþátta sem ekki tókst að ljúka hefur verið fram haldið á þessu ári. </p> <p>Jarðhitaverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins var liður í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans um aukna jarðhitanýtingu í Austur-Afríku. Verkefnið miðaði að því að aðstoða þjóðir í Sigdalnum mikla í austurhluta Afríku við frumrannsóknir á jarðhita til að fá úr því skorið hvort nýtanlegan jarðhita sé að finna. </p> <p>Að sögn Davíðs Bjarnason deildarstjóra á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins var á rýnifundinum farið yfir framgang verkefnisins og árangur, með fulltrúum samstarfslanda og stofnana.</p> <p>„Fulltrúar samstarfslandanna lýstu á fundinum ánægju með verkefnið og ávinning landanna af því, ásamt því sem óskir komu fram um áframhaldandi samstarf, meðal annars á sviði þjálfunar og beinnar nýtingar jarðhita,“ segir Davíð.</p> <p>Á síðasta ári var skrifað undir áframhaldandi samstarf við Umhverfisstofnun SÞ (UN Environment, UNEP) í Næróbí um jarðhitaþróun í Austur-Afríku undir ARGeo-verkefninu. Því er meðal annars ætlað að styðja Kenía og nágrannaríki að setja á stofn þjálfunarmiðstöð í jarðhita á svæðinu. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi kemur einnig að þjálfun og ráðgjöf í tengslum við það verkefni og reiknað er með að íslensk sérþekking nýtist vel í því starfi.</p> <p><a href="https://www.theargeo.org/" target="_blank">ARGeo</a></p>

01.11.2018Allt að 350 milljónir til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðarmálum

<span></span> <p><span class="inline-garnett-quote">Utanríkisráðuneytið ætlar að verja allt að 350 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur til þessara verkefna er til 30. nóvember og niðurstöður um úthlutun fjár til verkefna ætti að liggja fyrir í janúar á næsta ári. Innan við tíu íslensk félagasamtök eru virk í alþjóðlegu starfi á þessum sviðum en utanríkisráðuneytið hefur kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Til þróunarsamvinnuverkefna er heimilt að veita styrki til sama verkefnis að hámarki í fjögur ár og styrkupphæðir til slíkra verkefna geta numið allt að 80% heildarkostnaðar. Til mannúðarverkefna eru framlög veitt í samræmi við alþjóðleg neyðarköll og í þeim tilvikum getur styrkupphæð numið allt að 95% heildarkostnaðar.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Ítarlegar upplýsingar um framlögin, mat á umsóknum, styrkhæfni félagasamtaka og önnur atriði sem fram þurfa að koma þegar sótt um styrkina er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-borgarasamtok/">vef</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins undir flokknum „Samstarf við borgarasamtök“.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, eftir því sem við á, og einum fulltrúa utanríkisráðuneytisins.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote"><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-borgarasamtok/styrkumsoknir/?fbclid=IwAR2vthTNqDd6H1g0DHa9i2elRTQsFLWdBBhiDrgFcJHiD92dmAP0HW9Eo1o">Styrkumsóknir í nóvember 2018</a></span></p>

31.10.2018Markmiðið að stuðla að sjálfbærum hagvexti

<span></span> <p>Í utanríkisráðuneytinu hefur undanfarin misseri verið lögð aukin áhersla á samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu. <span>Sérstök áhersla er lögð á samstarfið í drögum að tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019 til 2023, sem verður lögð fram á Alþingi á næstunni.&nbsp;</span><br /> <br /> „Markmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu er að stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum í þróunarríkjum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu og því skiptir samstarf okkar við atvinnulífið miklu máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.&nbsp;</p> <p>Utanríkisráðherra mun taka þátt í morgunfundi utanríkisráðuneytisins sem haldinn verður þriðjudaginn 6. nóvember á Grand hóteli í Reykjavík kl. 9:00 – 11:00 þar sem nýjar leiðir til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu verða kynntar. Fulltrúar fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og heyra nánar um þessa samstarfsmöguleika.&nbsp;</p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur útfært tvær meginleiðir um samstarf við atvinnulíf í þágu þróunarsamvinnu og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um Heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum.&nbsp;</p> <p>Hin leiðin fellur undir samstarf við félagasamtök með aukinni áherslu á þá möguleika í samvinnu við félagasamtök sem tengjast atvinnulífinu og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni. Þessi verkefni geta beinst að víðtækara sviði tengdum áherslum Íslands í þróunarsamvinnu og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.&nbsp;</p> <p>Morgunfundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

31.10.2018Borgarbúum fjölgar í viku hverri um 1,4 milljónir

<span></span> <p><span class="inline-garnett-quote">Í dag, á alþjóðadegi borga (World Cities Day), minna Sameinuðu þjóðirnar á þá staðreynd að í hverri viku fjölgi íbúum borga í heiminum um 1,4 milljónir. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þessi gífurlega fjölgun auki álag á þéttbýlissvæði og leiði til aukinnar hættu &nbsp;á hamförum, bæði af mannavöldum og náttúrunnar.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Í opinberu ávarpi í tilefni dagsins segir hann að „hættur þurfi ekki að leiða til hörmunga.“ Hann leggur áherslu á að svörin við þessum gífurlega fólksflutningum sé af hálfu borganna að byggja upp varnir – gegn ofviðri, flóðum, jarðskjálftum, eldsvoðum, faröldrum og efnahagskreppum. Guterres bætti við að borgir væru einmitt að bregðast við með þessum hætti og leita leiða til að auka viðnám og sjálfbærni.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Alþjóðadagur borga var innleiddur af Sameinuðu þjóðunum árið 2013 til að efla áhuga alþjóðasamfélagsins á&nbsp; þéttbýlismyndun, stuðla að samstarfi milli þjóða um að takast á við tækifæri og áskoranir sem tengjast stækkun borgarsamfélaga og stuðla að sjálfbærri þéttbýlisþróun um heim allan. Yfirskrift dagsins er ævinlega: betri borgir, betra líf, en á hverju ári er valið eitthvert sérstakt áhersluatriði. Að þessu sinni er sjónum beint að sjálfbærni og viðnámi borga með vísan í þær hættur sem gætu verið yfirvofandi, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. </span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">„Það liggur fyrir mat á því hversu margir íbúar borga gætu lent í hópi fátækra, ef enginn viðbúnaður væri vegna loftslagsbreytinga og sú tala er 77 milljónir,“ segir Maimunah Mohd Sharif aðalframkvæmdastjóri Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Habitat). Hún bendir á að loftslagsbreytingar séu aðeins einn margra áhættuþátta og því sé hyggilegt að fjárfesta í viðnámi borga.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote"><strong>94% Íslendinga búa í þéttbýli</strong></span></p> <p>Sjálfbærar borgir og samfélög er yfirskrift ellefta Heimsmarkmiðsins þar sem segir að gera eigi borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær. Í einu undirmarkmiðanna segir: „Eigi síðar en árið 2030 verði fjölgun í þéttbýli sjálfbær og íbúar alls staðar í heiminum taki meiri þátt í skipulagsmálum og samkomulagi um sjálfbærni.“</p> <p>Í stöðuskýrslu íslenskra stjórnvalda um Heimsmarkmiðið sem kom út á liðnu sumri segir meðal annars: „Markmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög leggur því áherslu á að allir íbúar í þéttbýli hafi jafnan aðgang að grunnþjónustu, orku, húsnæði og samgöngum. Ísland er mjög dreifbýlt land en á hverjum ferkílómetra búa um það bil þrír einstaklingar. Þrátt fyrir það býr meirihluti Íslendinga, eða um 94%, í þéttbýli.“</p> <p>&nbsp;</p> <p><a href="http://www.un.org/en/events/citiesday/" target="_blank">Alþjóðadagur borga</a></p>

30.10.2018Kynntust aðstæðum jafnaldra í Úganda í fermingarfræðslunni

<span></span> <p>Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús í hverfum sínum með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu. Fyrr í þessum mánuði komu til landsins tveir ungir félagsráðgjafar, Douglas Talemwa Lubega og Gertrude Samari Nakkazi, frá verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og fluttu rúmlega fjörutíu fræðsluerindi um verkefnin, bæði í fermingarfræðslu og í félagsfræðiáföngum í framhaldsskólum.</p> <p>Douglas og Trudy lýstu aðstæðum jafnaldra sem Hjálparstarfið aðstoðar í sveitum Úganda, unglinga sem búa í hreysum og hafa lítinn aðgang að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þau fræddust líka um aðstæður unglinga sem hafa flúið fátæktina í sveitinni og haldið til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi. „Það sem er mest um vert er að Douglas og Trudy - unga fólkið sem talar við krakkana - segja frá sjálfu sér og aðstæðunum sem þau ólust upp við. Þau eru bæði frábærar fyrirmyndir sem sýna að með vilja, þrautseigju og dugnaði er hægt að öðlast farsælt líf,“ segir í nýútgefnu fréttablaði Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Fjáröflun með aðstoð barna í fermingarfræðslu á þessu hausti er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna rúmlega átta milljónum króna.</p> <p>Á vef Hjálparstarfsins segir að Hjálparstarf kirkjunnar fari þess á leit við landsmenn að taka vel á móti börnunum þegar þau banka upp á með bauk í hönd. Börnin ganga tvö til þrjú saman og baukurinn sem þau eru með er merktur Hjálparstarfi kirkjunnar, númeraður og með innsigli.</p> <p>Á þessu ári styrkir utanríkisráðuneytið þrjú langtíma þróunarsamvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með 42 milljóna króna framlagi. Tvö verkefnanna eru í Úganda, meðal annars &nbsp;verkefnið í Kampala þar sem unnið er að valdeflingu ungs fólks. Þriðja verkefnið er í Eþíópíu. Ennfremur styrkir utanríkisráðuneytið tvö mannúðarverkefni Hjálparstarfsins á þessu ári, í Eþíópíu og Palestínu, með 50 milljóna króna framlagi.</p> <p><a href="http://help.is/http://help.is/" target="_blank">Vefur Hjálparstarfsins</a></p>

29.10.2018Lýðheilsa á uppleið en menntun hnignar

<span></span> <p>Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag. Hagvöxtur í álfunni hefur hins vegar ekki ýtt undir verulegar framfarir og menntun fer hnignandi, segir í frétt frá stofnuninni. Vísitalan nær til 54 Afríkuríkja og mælir árlega fjóra meginþætti sem tengjast stjórnarfari: öryggi og réttarfar, þátttaka og mannréttindi, sjálfbær efnahagsleg tækifæri og mannauður.</p> <p>Samkvæmt Ibrahim vísitölunni 2018 er margt jákvætt að segja um þróun stjórnarfars í Afríku, einkum af lýðheilsu. Níu af hverjum tíu íbúum álfunnar búa meðal þjóða þar sem heilsufar hefur skánað síðasta áratuginn, ungbarnadauði hefur minnkað og meðferðarúrræði gegn alnæmi hafa batnað í öllum löndum. Einnig hafa grunnviðir samfélaganna batnað og dregið hefur jafnt og þétt úr kynjamisrétti.</p> <p>Hins vegar eru blikur á lofti í menntamálum. Gífurleg fólksfjölgun – um 26% á síðasta áratug sem þýðir að 60% íbúa álfunnar eru yngri en 25 ára – hefur leitt til þess að afturför er merkjanleg í menntamálum og þjóðir Afríku eru að mati skýrsluhöfunda hvorki að tryggja nemendum gæðamenntun né mæta þörfum hagkerfisins.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að nokkrar þjóðir Afríku standi sig ágætlega. Besta dæmið sé Fílabeinsströndin. Á öllum fjórtán undirmælikvörðum vísitölunnar hafi Fílabeinsströndin bætt sig frá fyrra ári. Margar aðrar þjóðir bæta sig á sumum sviðum en standa lakar á öðrum. Átján þjóðir sýni verri heildarniðurstöðu á sviði stjórnarfars en fyrir tíu árum.</p> <p>Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðunum í Afríku, Malaví og Úganda, stutt við bakið á héraðsstjórnum í viðleitni þeirra að bæta hag íbúanna hvað varðar bæði heilsufar og menntun. Á undanförnum árum hefur árangur Malaví í lækkun <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/02/27/Dregid-hefur-ur-ungbarnadauda-i-Malavi-um-taeplega-helming-fra-aldamotum/" target="_blank">ungbarnadauða</a>&nbsp;vakið mikla athygli en stuðningur við mæður og ungbörn eitt af þeim meginverkefnum þar sem íslenskt þróunarfé er nýtt í lýðheilsumálum. Þá hefur árangur barna í menntamálum, í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, vakið mikla eftirtekt og verið <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank">umfjöllunarefni</a>&nbsp;fjölmiðla.</p> <p><a href="http://mo.ibrahim.foundation/" target="_blank">Skýrsla Ibrahim stofnunarinnar</a></p>

29.10.2018Tólf þúsund Norðmenn í næturgöngu til að minna á Heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Eftir að myrkur skall á í Osló, höfuðborg Noregs, síðastliðið laugardagskvöld þrömmuðu um tólf þúsund manns upp Ekebergásinn til þess að minna á sautján Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ekebergásinn er á að giska tvöföld Öskjuhlíð í Osló en Norðmenn hafa á síðustu árum farið í fjölmargar fjallagöngur að kvöldlagi með luktir á höfði til að halda á lofti Heimsmarkmiðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem slík kvöldganga er farin í Osló.</p> <p>„Við höfum skipulagt næturgöngur um allan Noreg til að vekja Norðmenn til umhugsunar um mikilvægustu áætlun heimsins. Það er algerlega magnað að rúmlega tólf þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í Osló á kaldasta haustkvöldi ársins,“ segir Jon Lomøy framkvæmdastjóri NORAD, norskrar fræða- og eftirlitsstofnunar um þróunarsamvinnu.</p> <p>„Fólk safnaðist saman rétt fyrir klukkan sjö á laugardagskvöldið við ástarstíginn svokallaða sem liggur í bugðum upp hlíðina, upplýstur af sautján stórum tengingum með jafnmörgum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Gunnar Salvarsson sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu sem tók þátt í göngunni. „Þar sem sjálfri göngunni lauk var komið fyrir risastóru sviði og boðið upp á ávörp, kvikmyndabrot um Heimsmarkmiðin og tónleika með hipp-hopp listamönnunum Arif og Lars Vaular. Norðmenn drógu upp bakpokum sínum heitt vatn, berjadrykki og kex og héldu þannig á sér hita í næturhúminu þar sem hitastigið dansaði í kringum núll gráðurnar,“ bætir hann við.</p> <p>Norðmenn hafa notað þessa aðferð til að kynna Heimsmarkmiðin fyrir norsku þjóðinni en myndir af þúsundum upplýstum göngumönnnum á fjöllum í Noregi hafa vakið mikla athygli á síðustu árum. Næturgöngurnar hafa líka aukið vitneskju meðal norsku þjóðarinnar á Heimsmarkmiðunum og samkvæmt norsku Hagstofunni þekkir nú annar hver Norðmaður til markmiðanna en fyrir tveimur árum kváðust aðeins 35% þekkja til þeirra. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup hér heima, sem gerð var síðastliðið vor, kváðust 57,4% Íslendinga þekkja eða hafa heyrt um Heimsmarkmiðin.</p> <p>Alls hafa 37 þúsund manns tekið þátt í þessum viðburðum í Noregi og meðal fjalla sem hafa verið klifin eru Gaustatoppen, Keiservarden í Bodø og Aksla við Álasund. NORAD og borgarstjórn Osló stóðu að göngunni upp Ekebergásinn í samstarfi við eigendur svæðisins. Þá komu sjálfboðaliðar frá ýmiss konar frjálsum félagasamtökum að undirbúningi og skipulagningu þessa vel heppnaða viðburðar.</p>

25.10.2018„Ég dó úr hungri átta ára“

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) frumsýnir á næstu vikum í kvikmyndahúsum í 34 löndum nýja sextíu sekúndna auglýsingu til að sýna þann missi þegar barn deyr úr sulti. Auglýsingin er einnig til kynningar á smáforriti WFP, <a href="https://sharethemeal.org/en/index.html" target="_blank">Share the Meal</a>. Í upphafi auglýsingarinnar sést Miriam, ung kona, á fundi með fréttamönnum þar sem hún er í þann veginn að greina frá nýjum uppgötvunum í læknisfræði. </p> <p>En Miriam segir áhorfendum að engin tilkynning um læknisfræðilega uppgötvun verði kynnt því hún hafi ekki farið í læknanám eða fengið nokkra menntun. Með kuldalegri röddu sem breytist í rödd átta ára stúlkubarns segir Miriam: „Ég dó úr hungri átta ára.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/eqrZdUK5C_k" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Auglýsingin þykir líkleg til að vekja athygli. Í grein á fréttaveitu Devex skrifar Carine Umuhumuza aðstoðarritstjóri að með auglýsingunni að horfið sé frá staðalímyndum um hungur með myndum af litlum svörtum og brúnum börnum með útbelgda maga og hor í nös, svokölluðu fátæktarklámi. Kosturinn við auglýsingu WFP sé sá að raunveruleg afrísk kona sé í aðalhlutverki og það sé hennar rödd sem greini frá örlögum stúlkunnar. Hina ímynduðu Miram Akede leikur Gladys Kyotungire frá Úganda, sem að mati WFP hafði til að bera persónuleika sem almenningur getur séð sem ósvikinn boðbera.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein þriggja stofnana innan Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðuenytið styður í neyðar- og mannaúðaraðstoð en stofnunin starfar á öllum helstu neyðarsvæðum í heiminum.</p> <p><a href="https://insight.wfp.org/miriam-could-have-been-me-375c9e6e31ff" target="_blank">Miriam could have been&nbsp;me/ WFP</a></p> <p><a href="https://www.devex.com/news/on-message-a-new-kind-of-hunger-ad-93673" target="_blank">On Message: A new kind of hunger ad/ Devex</a></p>

24.10.2018Dagur Sameinuðu þjóðanna: Við gefumst aldrei upp!

<span></span><span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur alla starfsmenn samtakanna að gefast aldrei upp í viðleitni sinni til að hrinda hugsjónum samtakanna í framkvæmd. Guterres viðhefur þessi ummæli í ávarpi í tilefni dagsins, Degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Þann dag árið 1945 gekk sáttmáli samtakanna í gildi.</p> <p>Í ávarpi sínu segir Antónío Guterres:</p> <p>“Dagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn á afmælisdegi stofnskrár okkar. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna er tímamótaskjal þar sem teknar eru saman vonir, draumar og óskir „okkar, hinna Sameinuðu þjóða.“</p> <p>Á hverjum degi leitast karlar og konur Sameinuðu þjóðanna við að gefa sáttmálanum áþreifanlegt inntak.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p> <p>Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti, gefumst við aldrei upp.&nbsp;</p> <p>Sárasta fátækt er á undanhaldi en við horfum upp á vaxandi ójöfnuð.&nbsp;</p> <p>Samt gefumst við ekki upp, því við vitum að með því að minnka ójöfnuð glæðum við vonir og tækifæri og frið í heiminum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/oUTUGUEQ03Q" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Loftslagsbreytingar gerast hraðar en svo að við náum að spyrna við fótum, en við gefumst ekki upp því við vitum að loftslagsaðgerðir eru eina færa leiðin.&nbsp;</p> <p>Mannréttindi eru víða brotin. En við gefumst ekki upp því við vitum að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn eru frumforsendur friðar.</p> <p>Átökum fjölgar – fólk líður þjáningar. En við gefumst ekki upp því við vitum að hver karl, kona og barn á skilið að lifa í friði.</p> <p>Við skulum endurnýja heit okkar á degi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Að endurheimta glatað traust. &nbsp;</p> <p>Að græða sár jarðar.</p> <p>Að skilja engan eftir.</p> <p>Að viðhalda virðingu allra, sem sameinaðar þjóðir.”</p> <p><sub>(þýðing: UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna)</sub></p> <p><a href=" https://news.un.org/en/story/2018/10/1023862 " target="_blank">‘Never give up’: UN chief urges all who serve, marking UN Day</a></p> <p><span></span></p>

23.10.2018UN Women styrkir fyrirtækjarekstur dreifbýliskvenna í Gvatemala

<span></span> <p>„Einu sinni var það þannig að konurnar unnu öll heimilisstörf og við vorum dauðþreyttar á því að bera einar ábyrgð á þeirri vinnu. Núna skiptum við heimilisverkunum á milli okkar og vinnuframlag beggja aðila er jafnt. Mennirnir sækja eldivið og hlúa að uppskerunni meðan við eldum og reiðum fram matinn, ræktum grænmeti og búum til sjampóið,“ segir Candelaria Pec, ein kvenna í Gvatemala sem hefur notið stuðnings UN Women. „Eiginmenn okkar skilja nú að við getum haft stjórn á eigin fjármálum og fært björg í bú. Við erum meðvitaðar um efnahagsleg réttindi okkar og þeir komast ekki lengur upp með ósanngirni í okkar garð,” segir hún.</p> <p>Candelaria er einn þátttakenda í verkefni á vegum UN Women sem miðar að því að auka fjárhagslegt sjálfstæði dreifbýliskvenna í Gvatemala. Hún tilheyrir hópi kvenna sem frá því í fyrra hefur markaðssett lífrænt sjampó sem þær búa til úr hráefnum á borð við kakó, lárperur og Aloe vera. Hráefnin rækta þær sjálfar á búgörðum sínum. UN Women fengu markaðsfyrirtæki til að hanna merki og umbúðir utan um sjampóið sem konurnar seldu á mörkuðum í bænum til að byrja með. Reksturinn hefur blómstrað mikið á stuttum tíma og er varan komin í dreifingu í nærliggjandi bæjum.</p> <p>Hópurinn hefur einnig hlotið fjármálafræðslu, sett upp sparnað og komið upp lánasjóði fyrir meðlimi samfélagsins sem kemur sér einstaklega vel. Til dæmis gat dóttir einna konunnar fengið hagstætt lán hjá sjóðnum fyrir námsgjöldum sem gerði henni kleift að stunda háskólanám. Þannig heldur vinna hópsins áfram að gefa til samfélagsins og styrkja það.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Ég ákvað að taka þátt í verkefninu vegna þess að ég vissi að það myndi bæta hag heimilisins“ segir Candelaria Pec. „Með stuðningi frá UN Women getum við ræktað okkar eigin mat og bætt lífskjör okkar,“ segir hún en UN Women hefur stutt við bakið á rúmlega 1600 konum í sveitum Gvatemala. Af þeim hafa 135 stofnað eigið fyrirtæki. Stuðningur UN Women við dreifbýliskonur í Gvatemala gerir því hópi af konum í Polochic-dalnum kleift að færa björg í bú með eigin rekstri.</p> <p>Ísland leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið telur í því samhengi mikilvægt að styðja við UN Women sem áherslustofnunar í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p><a href="https://unwomen.is/" target="_blank">Vefur UN Women</a></p>

23.10.2018Suður-Súdan: Skref í rétta átt eftir friðarsamninga

<span></span> <p>Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september. Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur stutt dyggilega við starf Alþjóðaráðsins í Suður-Súdan síðustu árin til að bregðast við fjölþættum mannúðarvanda sem geisar þar í landi.</p> <p>Teymi á vegum Alþjóðaráðsins hafði aðkomu að því þegar einstaklingunum var sleppt með því að gæta þess að það væri gert með öruggum hætti og veita þeim síðan læknisfræðilega aðstoð eftir að þeir voru frjálsir.</p> <p>Meðal helstu verkefna Rauða krossins í Suður-Súdan er að auka fæðuöryggi, sameina fjölskyldur sem hafa orðið viðskila við ættingja sína og veita lífsbjargandi aðstoð með því að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. </p> <p>Á myndinni má sjá konu sem heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók myndina í vettvangsferð með Rauða krossinum fyrr á þessu ári.</p> <h5 style="background: white;"><span style="color: #262626;">&nbsp;</span></h5>

22.10.2018Konur verða að styðja hver aðra

<span></span> <p>„Íslendingar hafa unnið þar í bráðum þrjátíu ár og við erum með stór verkefni í Mangochi héraði,“ svarar Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve spurningu blaðamanns frá The Nation um það hvers vegna Íslendingar hafi valið að styðja við bakið á konum til sveitastjórnarstarfa í Mangochi. Heilsíðuviðtal var við Ágústu í helgarblaði The Nation, einu útbreiddasta dagblaði Malaví undir fyrirsögninni: „Konur verða að styðja hver aðra“.</p> <p>Sendiráðið Íslands í Lilongve er í samstarfi við við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (Hello female Councillor). Verkefnið er hluti stærri herferðar sem nefnist „50:50 Campaign” og miðar að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og fjölga þannig konum sem komast á þing og í sveitarstjórnir í kosningum sem verða haldnar í maí á næsta ári. Þetta er í samræmi við áherslur Íslands í jafnréttismálum í íslenskri þróunarsamvinnu.</p> <p>„Ég sótti fund í sveitastjórninni og varð mjög undrandi að sjá að þar átti aðeins ein kona sæti. Ég hugsaði með mér að það væru margar hæfar konur í Mangochi og allt og sumt sem þyrfti væri að ýta aðeins við þeim. Konur halda sig oft til hlés. Þær bögglast með að láta rödd sína heyrast. Og um það snýst 50:50 herferðin, að gefa konum trú á það að þær geti vakið máls á málefnum því það er enginn skortur á hæfum konum í Mangochi,“ segir Ágústa í viðtalinu en á sínum tíma var hún sjálf í framboði fyrir Samtök um kvennalista hér heima.</p> <p>50:50 herferðinni er ætlað að auka vitund almennings og stjórnmálaflokka, í öllum héruðum Malaví, um mikilvægi kvenna í forystu og stjórnmálum, hvetja konur í framboð og gera atlögu að því brjóta niður hindranir sem eru í veginum fyrir framgangi þeirra í stjórnmálum.</p> <p>Í viðtalinu í The Nation er meðal annars fjallað um verkefni Íslendinga í Mangochi og Ágústa rifjar upp að Íslendingar hafi upphaflega stutt við fiskimál í héraðinu en síðan hafið stuðning við héraðsstjórnina um verkefni hennar í þágu íbúanna. Hún nefnir að fæðingardeild verði opnuð í næsta mánuði og ennfremur að fjölmörg vatnsból hafi verið reist fyrir íslenskt þróunarfé.</p> <p><a href="https://mwnation.com/women-must-support-one-another-envoy/" target="_blank">Viðtali í heild sinni</a></p>

22.10.2018Tólf milljónir frá utanríkisráðuneytinu vegna náttúruhamfara á Indónesíu

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að bregðast við náttúruhamförunum í Indónesíu með því að leggja fram 100 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 12 milljónir króna. Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) ráðstafar framlaginu til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna. </p> <p>Að sögn Þórdísar Sigurðardóttir deildarstjóra mannúðaraðstoðar í utanríkisráðuneytinu má búast við að langan tíma taki að reisa við þau samfélög sem verst urðu úti í þessum náttúruhamförum og ljóst sé að þau þurfi umtalsverðan stuðning á meðan. „Stuðningurinn er veittur í samstarfi við heimamenn og samkvæmt viðbragðsáætlun sem gerð hefur verið og á að endurskoða að þremur mánuðum liðnum,“ segir Þórdís. </p> <p>Jarðskjálftar, sá stærsti 7,5 á Richter, sem riðu yfir miðhluta Sulawesi í Indónesíu 28. september og flóðbylgjan sem skall á ströndinni í kjölfarið, hafa þegar kostað að minnsta kosti 2.100 mannslíf. Ríflega 4.600 eru alvarlega slasaðir og tæplega 700 enn týndir. Líklegt er talið að þessar tölur eigi eftir að hækka. Hátt í 80 þúsund manns eru enn án heimilis. </p> <p>Auk fjárstuðningsins við OCHA er Ísland jafnframt með rammasamning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), sem er sérstakur sjóður undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum. Sjóðurinn er ætlaður til að bregðast við skyndilegu neyðarástandi og ráðuneytið leggur til 50 milljónir króna árlega í þann sjóð.</p> <p><a href="https://www.unocha.org/asia-and-pacific-roap/indonesia" target="_blank">OCHA Indónesíu</a></p>

20.10.2018Íslendingar styðja ungmenni í Sómalíu í atvinnuleit

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur styrkt SOS Barnaþorpin á Íslandi um 51,5 milljónir króna til að fjármagna atvinnuleit ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi. Verkefnið nefnist „The Next Economy“ og nær bæði til Mogadishu og Hargeisa. Það snýst um að þjálfa ungt atvinnulaust fólk til atvinnuþátttöku, bæði þannig að það geti sótt um vinnu hjá öðrum og/eða stofnað sinn eigin atvinnurekstur.</p> <p>Styrkur ráðuneytisins nemur 80% af verkefniskostnaðinum en SOS Barnaþorpin á Íslandi greiða 20% eða tæplega 12,9 milljónir króna. Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum er 64,4 milljónir króna. </p> <p><strong>Þriðjungur barna býr við sárafátækt</strong></p> <p>Á vef SOS Barnaþorpanna segir: „Þrátt fyrir uppgang í efnahag Afríku undanfarin 15 ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Sómalíska þjóðin er enn að ná sér á strik eftir áratuga ófrið og óstöðugleika og helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Einn þriðji hluti barna í landinu býr við sárafátækt.“</p> <p><strong>Stuðningur Íslands&nbsp;til 2022</strong></p> <p>Upphaflega var stofnað til verkefnisins af SOS Barnaþorpunum í Hollandi og í Sómalíu árið 2016 með fjárhagsstuðningi Evrópusambandsins. Fyrsta hluta af þremur lýkur í lok þessa árs og þar með aðkomu Hollands og ESB. Þessi fyrsti hluti verkefnisins hefur gengið mjög vel og gefur það góðar væntingar til annars hluta sem fjármagnaður verður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Sá hluti hefst 1. janúar 2019 og stendur yfir í þrjú ár eða til 31. desember 2021. Árið 2022 tekur svo við þriðji og síðasti hluti verkefnisins.</p> <p>Stjórn SOS Barnaþorpanna í Sómalíu var leyst upp árið 1991 þegar borgarastyrjöld hófst í landinu. Síðan þá hafa samtökin hvorki haft eigin stjórn né eigin lög/samþykktir. SOS Barnaþorpin í Sómalíu heyra beint undir skrifstofu alþjóðaframkvæmdastjóra SOS í Innsbruck í Austurríki og gilda því lög/samþykktir alþjóðasamtakanna fyrir SOS í Sómalíu.</p>

19.10.2018Ísland styður yfirlýsingu um aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun í þróunarsamvinnu og mannúðarstarfi

<span></span> <p>Ísland og önnur framlagsríki skuldbundu sig á ráðstefnu í London í gær til að framfylgja nýjum alþjóðlegum viðmiðum til að fyrirbyggja kynferðislega misbeitingu og misnotkun á vettvangi í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Viðmiðin spanna allt frá siðferðilegum skyldum, að ráðningu starfsfólks og kæru- og úrlausnarmeðferðar mála.</p> <p>Rúmlega 500 manns sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála komu saman í London í gær til að ræða og ná samkomulagi um aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun og misbeitingu á vettvangi. „Á fundinum voru þolendur kynferðisofbeldis í fyrirrúmi og fengu raddir þeirra meðal annars að heyrast í gegnum áhrifamikið myndskeið sem setti tóninn fyrir komandi umræður,“ segir Pálína Björk Matthíasdóttir sendifulltrúi sem sótti fundinn fyrir Íslands hönd.</p> <p>Hún segir brýnt að koma í veg fyrir að starfsfólk geti misnotað aðstöðu sína í starfi með viðkvæmum hópum fólks um allan heim, en ljóst sé að varnarlausar konur og börn á neyðarsvæðum eru í sérstakri hættu. „Dæmi eru um að kynlíf hafi verið notað sem gjaldmiðill gegn aðgengi að vistum og mataraðstoð,“ segir Pálína.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/z9D9kUNV9h8" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Þátttakendur fundarins sammæltust að sögn Pálínu um að taka þurfi á valdaófjafnvægi og breyta stofnanamenningu sem gerir það að verkum að kynferðisleg misnotkun og áreiti geti þrifist. Þá þurfi að efla fræðslu, tryggja að til staðar séu tilkynningakerfi sem vernda trúnað fórnalamba jafnt sem uppljóstrara, og efla kæru- og úrslaunarmeðferð ábendinga sem berast um óviðeigandi hegðun og mögulega misnotkun á vettvangi.</p> <p>„Málefnið hefur mikið verið rætt innan þróunargeirans í kjölfar Oxfam hneykslisins fyrr á þessu ári, enda ljóst að aðgerða væri þörf. Fjöldi alþjóðastofnana, framlagsríkja og frjálsra félagasamtaka hafa tekið höndum saman um að efla starf sitt á þessu sviði, bæði með því að koma í veg fyrir frekari misnotkun og misbeitingu á vettvangi og bregðast betur við þeim málum sem upp koma. Umræðan tengist #metoo vakningunni, en myllumerkið #aidtoo hefur verið notað þegar vakin er athygli á málefninu innan þróunargeirans,“ segir Pálína.</p> <a href="https://assets.publishing.service.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/749780/Safeguarding_Summit_2018_-_Host_s_Outcome_Summary.pdf" target="_blank">Yfirlýsing fundarins (pdf)</a>

19.10.2018Utanríkisráðuneytið vill fjölga samstarfsaðilum að þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð

<span></span> <p>„Ráðuneytið vonast til þess að fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið,“ segir Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. </p> <p>Eins og flestum er kunnugt starfar utanríkisráðuneytið með íslenskum félagasamtökum að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. „Ár hvert veitir utanríkisráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum sem annað hvort njóta stuðnings frá félagasamtökum eða eru framkvæmd af þeim. Á síðasta ári námu heildarframlög ráðuneytisins til slíkra verkefna tæplega 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur og bendir á að yfirlit yfir þau verkefni sem styrkjum var úthlutað til á síðasta ári sé að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/borgarasamtok/" target="_blank">vef</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Að sögn Vilhjálms stendur núna yfir endurskoðun á úthlutunarreglum ráðuneytisins til slíkra verkefna í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018. </p> <p>Hafi samtök áhuga á að fá nánari upplýsingar um samstarfsmöguleika við ráðuneytið í málaflokknum eða styrkveitingar til félagasamtaka eru forráðamenn þeirra hvattir til að senda tölvupóst á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a> með efnislínunni „Samstarf við félagasamtök“. </p> <p>Til stendur að auglýsa eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna á næstunni. </p>

18.10.2018Hundruð milljóna kvenna eignast stærri fjölskyldur en þær hefðu kosið

<span></span> <p>Ákvörðunarrétturinn til þess að velja fjölda barna, hvenær þau fæðast og hversu langt líður á milli barneigna gæti styrkt efnahagslega og félagslega þróun í heiminum, segir í nýrri árlegri skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Víðast hvar í heiminum er þróunin sú að börnum fækkar í fjölskyldum sem endurspeglar þann ákvörðunarrétt sem fólk hefur til að eiga fá börn eða mörg, allt eftir eigin vali. Þar sem fólk hefur ekki slíkt val geta börnin orðið of mörg eða of fá – og ekki í samræmi við óskir foreldranna, segir í skýrslunni „State of the World Population 2018“ sem var koma út.</p> <p>„Að hafa val getur breytt heiminum,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastýra UNPFA í inngangi skýrslunnar. „Það gæti með undraskjótum hætti bætt velferð kvenna og stúlkna, umbreytt fjölskyldum og flýtt fyrir alþjóðlegri þróun,“ segir hún.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að þegar konur hafa ákvörðunarrétt og þar með tækifæri til þess að afstýra því að verða barnshafandi eða seinka barneignum, svo dæmi sé tekið, hafi þær jafnframt meiri stjórn á eigin heilsu og geti valið um að fara út á vinnumarkaðinn eða vera þar lengur og nýtt efnahagslega getu til fulls.</p> <p>Engin þjóð í heiminum býr við fullkomin kyn- og frjósemisréttindi, að mati skýrsluhöfunda. Meirihluti hjóna ræður því ekki hversu mörg börn þau eignast, ýmist vegna þess að þau skortir fjárhagslegan eða félagslegan stuðning eða þau geta ekki stjórnað frjóseminni. „Þar sem ekki er komið til móts við þarfir fyrir nútíma getnaðarvarnir eignast hundruð milljóna kvenna stærri fjölskyldur en þær hefðu kosið,“ segir í skýrslunni.</p> <p><strong>Fæðingartíðni há meðal Afríkuþjóða</strong></p> <p>Af 43 heimshlutum þar sem konur eignast fjögur börn eða fleiri að meðaltali eru 38 í Afríku. Utan Afríku eiga konur aðeins í Afganistan, Írak, Palestína, Timor-Leste og Jemen fleiri en fjögur börn, allt ríki þar sem vopnuð átök hafa geisað á síðustu árum eða áratugum.</p> <p>Mikil frjósemi í Afríkuríkjum leiðir til þess að rúmlega helmingur fæddra barna fram til ársins 2050 fæðist í Afríku. Af 2,2 milljörðum barna sem fæðast fram að miðri öld fæðist 1,3 milljarður í Afríku. Hlutfall Afríkubúa í heiminum kemur til með að hækka á þessu tímabili úr 17% í 26%. Í skýrslu UNFPA er bent á að þessi háa fæðingartíðni þýði að enn fjölgi ungu fólki í Afríku sem muni gera yfirvöldum erfitt fyrir að tryggja aðgang að góðri menntun og lýðheilsu og jafnframt erfiðleika fyrir hagkerfin að skapa næg atvinnutækifæri fyrir ungt fólk.</p> <p>Í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda, og í áherslulöndunum, Mósambík, Palestínu og Afganistan, hefur Ísland m.a. stutt valdeflandi verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Árið 2017 þrefaldaði Ísland framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), í þágu kyn- og frjósemisréttinda og -heilbrigðis en meðal verkefna UNFPA er að tryggja réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, tryggja ungbarnavernd, dreifingu getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðslu.</p> <p><a href="https://www.unfpa.org/press/state-world-population-2018" target="_blank">UNFPA State of the World Population 2018</a></p>

18.10.2018Tveir milljarðar jarðarbúa hafa enn ekki viðunandi aðgang að hreinu vatni

<span></span> <p>Um 29% íbúa heims hafa ekki aðgang að hreinu vatni, rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa. Enn fleiri, eða 61% jarðarbúa, búa við ófullnægjandi salernisaðstöðu, eða 4,5 milljarðar manna. Skortur á hreinu vatni og viðunandi salernisaðstöðu er risavaxinn heilbrigðisvandi sem bitnar ekki hvað síst á konum og stúlkum. Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna höfum við tólf ár til þess að ráða bót á þessum vanda.</p> <p>Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið sem náðist var markmiðið um að lækka um helming hlutfall jarðarbúa sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Það náðist árið 2010. Þá var talið að 91% jarðarbúa hefðu aðgang að þessum lífsnauðsynlega vökva. Með Heimsmarkmiðunum sem tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum var breytt viðmiðunum um merkinguna „aðgengi“ að hreinu vatni í markmiði sex – og þá fjölgaði þeim á ný sem hafa ófullnægjandi aðgang að hreinu vatni upp í 29%. Nú þarf vatnið samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna að vera til staðar við heimili fólks. Það má ekki taka meira en hálftíma að sækja vatnið og bera það heim, að meðtöldum þeim tíma sem fer í bið við vatnsbólið. Vatn á alltaf að vera til reiðu, tært og ómengað.</p> <p>Kröfur um salernisaðstöðu eru svipaðar eins og þær eru skilgreindar í Heimsmarkmiðunum. Hvert heimili á að hafa eigið klósett eða kamar, það má ekki deila náðhúsum með öðrum heimilum, og það ber að farga úrgangi með þeim hætti að bakteríur dreifist ekki í umhverfinu. Samkvæmt þessari skilgreiningu er mjög langt í land að ná þessu Heimsmarkmiði því 61%, eða 4,5 milljarðar, búa ekki við viðundandi salernisaðstöðu.</p> <p><strong>Milljónir dauðsfalla árlega</strong></p> <p>Skortur á vatni og ófullnægjandi salernisaðstaða getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir heilsufar fólks og veldur dauða milljóna á hverju ári. Margir sjúkdómar, svo sem niðurgangspestir og kólera, stafa af menguðu vatni eða óþrifnaði. Ennfremur getur verið lífshættulegt að hafa ekki tök á því að þvo hendur með sápu og vatni.</p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um margra ára skeið unnið að því að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu í þróunarríkjum. Í Malaví var til að mynda nær 1000 vatnsveitum komið á laggirnar sem áætlað er að bætt hafi aðgengi að minnsta kosti 200 þúsund einstaklinga að hreinu vatni.&nbsp;Í nýju fjögurra ára verkefni, sem hófst í Malaví á síðasta ári, eru vatnsmál mikilvægur þáttur. &nbsp;</p> <p>Í Úganda hefur fræðsla um mikilvægi vatns, hreinlætis í skólum og orkusparandi eldunar í skólaeldhúsum farið fram í gegnum fjölbreytt menntaverkefni. Í Buikwe-héraði eru nú í byggingu vatnsveitur, fjármagnaðar af íslenskri þróunarsamvinnu, sem munu veita íbúum í öllum 39 fiskiþorpum héraðsins aðgang að hreinu vatni á viðráðanlegu verði. Í sömu þorpum og grunnskólum eru einnig byggðar salernis- og hreinlætisblokkir sem þjóna þessum byggðum. Samhliða uppbyggingunni er fólkið í þorpunum markvisst upplýst um mikilvægi hreins vatns og hreinlætis í heilbrigðu lífi. Um 18 til 20 þúsund nemendur í grunnskólum og 50 til 60 þúsund manns munu njóta góðs af þessum aðgerðum.</p> <p><a href="https://www.globalgoals.org/6-clean-water-and-sanitation" target="_blank">Heimsmarkmið 6</a></p> <p><a href="https://www.omvarlden.se/Branschnytt/nyheter-2018/tva-miljarder-manniskor-saknar-rent-vatten/?id=150526" target="_blank">Två miljarder människor saknar rent vatten/ Om Världen</a></p> <p><a href="https://theconversation.com/equitable-access-is-key-to-meeting-water-sanitation-and-hygiene-targets-66690" target="_blank">Equitable access is key to meeting water, sanitation and hygiene&nbsp;targets/ The Conversation</a></p>

17.10.2018Sárafátækir færri en nokkru sinni fyrr í sögunni

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hvetja framlagsríki til þess að auka samvinnu við sveitastjórnir í þróunarríkjum til þess að þær geti kynt undir hagvöxt og lyft milljónum íbúa upp úr fátækt. Í dag er alþjóðadagur baráttunnar um útrýmingu fátæktar – <a href="http://www.undp.org/content/undp/en/home/news-centre/speeches/2018/international-day-for-the-eradication-of-poverty.html" target="_blank">International Day for the Eradiction of Poverty</a>. Á síðasta aldarfjórðungi hefur einum milljarði jarðarbúa tekist að lyfta sér upp úr fátækt og sárafátækir eru færri en nokkru sinni áður í sögunni, samkvæmt gögnum Alþjóðabankans.</p> <p>Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið fól í sér að fækka sárafátækum um helming fyrir árið 2015 og það takmark náðist talsvert löngu fyrir tímamörkin. Árið 1990 voru 36% jarðarbúa undir fátæktarmörkum en 10% í árslok 2015. Nú gera spár Alþjóðabankans ráð fyrir að sárafátækum hafi fækkað í árslok 2018 niður í 8,6%.</p> <p>Heimsmarkmiðin tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum og samkvæmt fyrsta Heimsmarkmiðinu á að útrýma sárafátækt algerlega fyrir árið 2030. Fjölgun sárafátækra meðal þjóða sem búa við veikt stjórnarfar er helsta ógnin við það markmið. Samkvæmt breskri <a href="https://www.theigc.org/wp-content/uploads/2018/04/Escaping-the-fragility-trap.pdf" target="_blank">rannsókn</a>&nbsp;fyrr á árinu er líklegt að árið 2030 búi helmingur sárafátæktra í svokölluðum „óstöðugum ríkjum“ – þar sem vopnuð átök og spilling eru einkennandi.</p> <p>Tekjumörkin sem sárafátækt er miðuð við nema 225 krónum íslenskum í daglaun, eða 1,90 bandarískum dölum. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) bendir hins vegar á að lágar tekjur lýsi ekki nema að litlu leyti upplifun þeirra sem búa við sárafátækt. Fátækt sé margvíð og nái til margra annarra atriða en tekna, til dæmis hvort fólk hafi efni á því að setja börn á skólabekk, fara á heilsugæslustöð, hafa aðgang að hreinu vatni, salernisaðstöðu og rafmagni.</p> <p>Samkvæmt fátæktarvísitölu UNDP og háskólans í Oxford sem byggir á þessum mörgu þáttum og nefnist „<a href="http://hdr.undp.org/en/2018-MPI" target="_blank">Multidimensional Poverty Index</a>“(MPI) býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt, þar af er helmingur þeirra yngri en átján ára. Þorri fátækra samkvæmt þessari skilgreiningu býr í sunnanverðri Afríku (58%) og sunnanverðri Asíu, (31%).</p> <p>Í drögum að nýrri þróunarsamvinnustefnu sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er lagt til að yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í tvíhliða þróunarstarfi með samstarfsþjóðum okkar, Malaví og Úganda, hefur verið unnið um árabil með héraðsstjórnum að grunnþjónustu við íbúana sem rímar við tilmæli Sameinuðu þjóðanna í dag á Alþjóðlegum degi baráttunnar um útrýmingu fátæktar.</p>

16.10.2018Íbúar átakasvæða hafa ekki ráð á mat

<span></span> <p>Samkvæmt glænýjum rannsóknum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem birt er í tilefni Alþjóðlega matvæladagsins í dag, 16. október, dregur sífellt úr líkunum á því að íbúar á átakasvæðum hafi efni á næringarríkum máltíðum. Sama gildir um heimshluta þar sem ríkir pólitískur óstöðuleiki. Í fjölmörgum öðrum löndum leiðir hátt matvælaverð til þess að milljónir íbúa hafa ekki fjárráð til kaupa á hollri og næringarríkri fæðu.</p> <p>WFP gefur í dag út öðru sinni svokallaða „<a href="http://wfp.org/plateoffood" target="_blank">Baunavísitölu</a>“ um verð á einni máltíð í þróunarríkjum. Markmiðið er að draga upp fyrir neytendur í tekjuháum og iðnvæddum löndum mynd af því hversu stóran hluti daglauna þarf til þess að tryggja eina undirstöðumáltíð í fátækari ríkjum heims.</p> <p>Tekið er dæmi af fólki í New York sem myndi matbúa slíkan einfaldan rétt til að seðja magann og tryggja þriðjung af kaloríuþörf dagsins. Það gæti verið súpa, einfaldur plokkfiskur, nokkrar baunir eða linsubaunir, handfylli af hrísgrjónum eða brauði og maís, smávegis af tómatsósu. Slíkur réttur myndi kosta sáralítið fyrir íbúa bandarískrar stórborgar, eða 0,6% af daglaunum, um 150 krónur íslenskar, meðan slík máltíð gæti í sumum þróunarríkjum verið fjarstæðukenndur munaður, þrjú hundruð sinnum dýrari fyrir íbúa Suður-Súdan, fengist þar fyrir 45000 krónur. -Og hvernig hafa þá íbúar Suður-Súdan efni á slíkri máltíð?, spyr Matvælaáætlun SÞ. Svarið er: Þeir hafa ekki efni á henni.</p> <p>„Og það er þess vegna,“ segir WFP, „sem við og önnur mannúðarsamtök, erum þar. Á hverjum degi, í Suður-Súdan og mörgum öðrum löndum, höldum við lífi í fólki. Við ættum ekki að vera þar því hungur er siðferðislegt hneyksli og mannréttindabrot,“ segir í frétt frá Matvælaáætlun SÞ sem upplýsir jafnframt um tölu þeirra sem búa við sult: 821 milljón.</p> <p>Í dag á Alþjóða matvæladaginn er kastljósinu beint að öðru Heimsmarkmiðinu: Ekkert hungur. Í ávarpi frá Antóníó Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins segir hann að flestir þeirra sem líða hungur séu konur. Síðan segir hann: „Um 155 milljónir barna þjást af langvinnri vannæringu og vaxtarhömlun mun marka þau fyrir lífstíð. Og hungur er orsök nærri helmings ungbarnadauða í heiminum. Þetta er óþolandi.“</p> <p>Matvælaáætlun SÞ (WFP) er ein mikilvægasta samstarfsstofnun utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum. Stofnunin sinnir neyðaraðstoð við flóttafólk og aðra sem eru í nauðum staddir, t.d. af völdum náttúruhamfara eða átaka. Helstu markmið WFP er að bjarga mannslífum og lina þjáningar, koma í veg fyrir hörmungar og vinna að endurreisn eftir að þær hafa dunið yfir, draga úr langvinnu hungri og vannæringu. </p> <p><a href="https://www.wfp.org/news/news-release/food-costs-should-cause-shock-and-outrage-countries-conflict-see-spiralling-prices" target="_blank">Food costs should cause 'shock and outrage' as countries in conflict see spiralling prices/ WFP</a></p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27314-minna-kjoet-meiri-baunir" target="_blank">Minna (salt) kjöt, meiri baunir/ UNRIC</a></p>

16.10.2018„Kynferðislegt ofbeldi er notað í átökum til að tortíma manneskjunni“

<p>„Starf Rauða krossins hér heima og á alþjóðavettvangi er ómetanlegt og það var sérstaklega áhugavert á fá innsýn í stöðu mála á vettvangi í stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland og Jemen. Rauði krossinn er meðal helstu samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda, til dæmis hvað varðar mannúðaraðstoð og móttöku flóttamanna, og við munum áfram styðja við bak samtakanna," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fund sinn í gær með Yves Daccord framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins.</p> <p>Staða mála í Sýrlandi, Jemen og Úkraínu, auk samstarfs Íslands og Rauða krossins, voru til umræðu á fundinum. Einnig ræddu þeir áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, jafnréttismál og framlag Íslands til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.</p> <p>„Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum“ var yfirheiti opins fundar og fyrirlestrar Yves Daccord í Háskóla Íslands í gær á vegum Rauða krossins á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar og Höfða friðarseturs sem hann var í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. „Kynferðislegt ofbeldi á ekkert skylt við kynlíf, það er glæpur og notað sem valdatæki á átakasvæðum,“ sagði Daccord og benti meðal annars á Sýrland og Suður-Súdan. „Með kynferðislegu ofbeldi er reynt að granda fólki og sundra samfélögum, tortíma manneskjunni og svipta hana mennskunni,“ sagði hann.</p> <p>Daccord fjallaði um baráttu Rauða krossins gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og sagði að hvarvetna á átakasvæðum væri að finna kynferðisofbeldi. „Það þarf ekki að leita sönnunargagna, þau eru þarna,“ sagði hann.</p> <p>Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga.</p> <p>Að mati hans er stór hluti vandans sá að of fá ríki taki baráttuna gegn kynferðisofbeldi alvarlega. Einu ríkin sem áhuga hafa á þessum vanda séu vestræn ríki og þó einkum norrænu ríkin, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Hann skoraði á íslensk stjórnvöld að freista þess að fá ríki Asíu, Afríku og múslima í meira mæli að borðinu.</p> <p>Ísland á sem kunnugt er í fyrsta sinn aðild að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Daccord sagði að rödd Íslands á sviði mannréttinda væri mikilvæg líkt og raddir annarra smærri ríkja sem hann taldi að ættu eftir að verða áberandi á þessu sviði næstu árin. „Smáríkjum er gjarnan betur treyst í mannúðarmálum enda stafar ekki mikil ógn af þeim,“ sagði Daccord og vísaði þar til málflutnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um málefni Sýrlands og Jemen fyrir manréttindaráðinu þar sem hann lýsti mikilvægi þess að allt verði gert til að stöðva þá sem ábyrgð bera á voðaverkunum í þeim átökum. </p> <p>Í erindi sínu í gær vakti Yves Daccord athygli á því að samstarfskona hans, Hauwa Liman ljósmóðir á þrítugsaldri, væri í haldi vígamanna Boko Haram í Nígeríu en henni var rænt ásamt tveimur öðrum starfskonum hjálparsamtaka 1. mars síðastliðinn. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að hún hafi verið tekin af lífi. Starfssystir hennar hjá Rauða krossinum var myrt í síðasta mánuði og því er aðeins ein kona eftir á lífi, starfskona UNICEF.</p>

15.10.2018Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmiðin settur á laggirnar

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýjum reglum um styrkveitingar ráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samstarfssjóðurinn er nýtt verkefni innan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands þar sem aðilar úr atvinnulífinu geta sótt um styrki til samstarfsverkefna með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. </p> <p>Samkvæmt drögum að reglunum eiga verkefni ávallt vera til hagsbóta og skapa verðmæti í þróunarlöndum og hafa skýra tengingu við eitt eða fleiri þeirra Heimsmarkmiða SÞ sem Ísland leggur sérstaka áherslu á í þróunarsamvinnu. Samstarf við atvinnulíf á vettvangi þróunarsamvinnu er í samræmi við áherslur utanríkisráðuneytisins um að virkja í auknum mæli þátttöku, þekkingu og frumkvæði atvinnulífs í þróunarsamstarfi.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samstarf við atvinnulífið í framkvæmd nýrrar þróunarsamvinnustefnu næstu árin. Hann hefur sagt mikilvægt að búa svo um hnútana að íslensk sérþekking og reynsla, til dæmis hvað varðar nýtingu á jarðvarma og sjálfbærum sjávarútvegi, geti nýst í þágu fátækra þjóða.</p> <p>Síðastliðið haust var sett á fót ný deild Svæðasamstarfs og samstarfs við atvinnulífið innan þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tengslum við aukið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu var þá hafin skoðun og undirbúningur á Samstarfssjóði við atvinnulífið sem meðal annars er ætlað að virkja samstarf við einkageirann til þátttöku í verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðunum. Helstu verkefni deildarinnar eru umsjón með svæðasamstarfi og samstarfi við atvinnulífið og starfi skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. </p> <p>Vinnuhópur hefur verið að störfum með það hlutverk að kortleggja möguleika Íslands og áhuga íslensks atvinnulífs hvað varðar sjálfbæra þróun og uppbyggingu í þróunarlöndum. Í vinnuhópnum eru fulltrúar þróunarsamvinnuskrifstofu, viðskiptaskrifstofu og Íslandsstofu.</p> <p><a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1157" target="_blank">Samráðsgáttin</a></p>

14.10.2018Alþjóðabankinn hvetur til aukinnar fjárfestingar í menntun og heilsu

<p><span>Mikilvægi mannauðs, nýsköpunar og tækniframfara voru meginstef á nýafstöðnum ársfundi Alþjóðabankans sem fram fór á Balí, Indónesíu. Kynnti forseti bankans nýja vísitölu sem ætlað er að mæla framtíðarhorfur mannauðs í einstökum löndum. Vísitalan er liður í&nbsp;nýjum áherslum bankans sem ætlað er að hvetja til aukinna fjárfestinga á sviði heilbrigðismála og menntunar í þágu aukins jöfnuðar og hagvaxtar. </span></p> <p><span>Vísitalan nær til 157 ríkja og&nbsp;mælir þætti sem varða menntun, heilsu og næringu barna. Hverju ríki&nbsp;er gefið gildi sem fellur milli 0 og 1. Singapúr trónir á toppi listans með gildið 0,88 en Ísland er í 33. sæti með gildi upp á 0,74. Tvíhliða samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, eru í 125. og 137. sæti listans.</span></p> <p>Er vísitölunni ætlað að segja til um framtíðarhorfur ríkja með því að horfa til framtíðarvinnuaflsins, barnanna. Fullt hús, þ.e. gildið 1, mundi þýða að barn sem fæddist í dag gæti búist við að verða heilbrigður einstaklingur&nbsp; og lifa að lágmarki til sextugs, og fengi fjórtán ára gæðamenntun. Samkvæmt bankanum þýðir vísitalan að í ríki sem fær gildið 0,7 í mannauðsvísitölunni, eru framtíðarmöguleikar barns sem fæðist í dag um 30% minni en ef að það fengi notið fullra tækifæra hvað varðar menntun og heilsu.</p> <div><span style="background-color: #ffffff;">Til að mæla þetta er m.a. horft til niðurstöðu PISA-kannana hvað varðar gæði náms, meðallengdar skólagöngu og tíðni vaxtarhömlunar fyrir fimm ára aldur. Vaxtarhömlun háir næstum fjórðungi barna í heiminum í dag og er tíðnin notuð sem mælikvarði á heilsu barna, hversu vel þau verða í stakk búin til að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði, og hvort þau hafi grunn til að læra lífið á enda.</span></div> <p>Frekar má kynna sér mannauðsvísitöluna <a href="http://www.worldbank.org/en/publication/human-capital">hér</a>.</p> <div style="position:relative;height:0;padding-bottom:48.25%;"><iframe src="https://www.youtube.com/embed/iCUIAQkOwKw?ecver=2" style="position:absolute;width:100%;height:100%;left:0;" width="746" height="360" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe></div>

12.10.2018Mannauður og ný tækni umfjöllunarefni á ársfundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

<span></span> <p>Þessa dagana standa yfir ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Balí í Indónesíu, en þá hittist jafnframt sameiginleg Þróunarnefnd stofnananna.&nbsp;Eitt megin fundarefnið í ár er umfjöllun um það hvernig nýta megi mannauð og nýja tækni til framþróunar. Fundunum lýkur á sunnudagskvöld.</p> <p>„Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni,“ segir María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu sem sækir fundina fyrir Íslands hönd.</p> <p>Ísland tekur virkan þátt í fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en ríkin átta deila stjórnarsæti í bankanum og samræma því málflutning sinn og afstöðu til málefna. Petteri Orpo fjármálaráðherra<span style="background: white;"> Finnlands situr nú í Þróunarnefndinni fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur sameiginlegt ávarp kjördæmisins. </span></p> <p><strong>Ísland í formennsku á næsta ári</strong></p> <p>Á næsta ári leiðir Ísland leiða kjördæmisstarfið til tveggja ára en í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans, sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins. Tilkynnt á dögunum að Geir H. Haarde sendiherra myndi taka það sæti. Deild fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu í þróunarsamvinnuskrifstofu leiðir einnig næstu tvö árin samræmingu á málefnastarfi kjördæmisins í höfuðborgum kjördæmislanda. Þá mun utanríkisráðherra mun eiga sæti í þróunarsamvinnunefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins árið 2019. </p> <p>Stór hluti framlaga Íslands til Alþjóðabankasamsteypunnar fer til Alþjóðaframfarastofnunarinnar sem er sú stofnun bankans sem veitir fátækustu löndum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum, auk ráðgjafar. Þá veita íslensk stjórnvöld stuðning til sömu ríkja í gegnum áætlun Alþjóðaframfarastofnunarinnar um niðurfellingu á skuldum fátækustu ríkjanna.</p> <p>Á síðasta ári gerði Ísland samning til fimm ára (2017-2021) við sjóð Alþjóðabankans á sviði fiskimála, PROFISH sem settur var á laggirnar árið 2005, með það að markmiði að styrkja sjálfbæra fiskveiðistjórnun, stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum, byggja upp fiskistofna og auka afrakstur þeirra.&nbsp;</p> <p><a href="http://live.worldbank.org/annual-meetings-2018" target="_blank">Dagskrá</a> fundanna á Balí</p> <p><a href="https://www.devex.com/focus/world-bank" target="_blank">World Bank Meetings</a>/ Devex</p>

12.10.2018Ákvörðun stjórnvalda um móttöku flóttafólks á næsta ári

<p>Ríkisstjórnin tók í dag ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstun hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenía. Ákvörðunin byggist á tillögum flóttamannanefndar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.<br /> <br /> Þetta er í fjórða sinn sem stjórnvöld taka á móti sýrlensku flóttafólki en fyrsti hópurinn kom hingað árið 2015 og í þriðja sinn sem tekið er á móti hinsegin flóttafólki. <br /> <br /> Sýrlendingar eru fjölmennastir í hópi fólks á flótta í heiminum sem er í þörf fyrir alþjóðlega vernd. Sýrlenskir flóttamenn í Líbanon telja yfir milljón manns, búa þar við þröngan kost og staða þeirra hefur farið síversnandi. Þess má geta að um 55% sýrlenskra barna á flótta sem stödd eru í Líbanon hafa ekki aðgang að formlegri menntun. <br /> <br /> Staða hinsegin flóttafólks í Afríku er viðkvæm vegna útbreiddra fordóma. Algengt er að hinsegin flóttafólk og fjölskyldur þess verði fórnarlömb ofbeldis í flóttamannabúðum. <br /> <br /> Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú alls 19,9 milljónir manna sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,4 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól. Þótt ríkjum sem taki á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi fjölgað á liðnum áru, er samt tekið á móti færri einstaklingum en áður. Fækkunin milli áranna 2016 og 2017 nam 48% en árið 2017 voru þetta um 65.000 einstaklingar. </p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent þjóðum heims ákall um að taka á móti fleira flóttafólki á næsta ári. Skipulögð móttaka flóttafólks bjargar ekki aðeins mannslífum og kemur í veg fyrir að einstaklingar leggi af stað í lífshættuleg ferðalög, heldur léttir það einnig á þeim ríkjum sem bera hvað þyngstar byrðar þegar kemur að málefnum flóttafólks. Um 85% alls flóttafólks í heiminum dvelja nú í grannríkjum landa þar sem stríðsátök eiga sér stað. </p> <p>Næstu skref vegna áformaðrar móttöku flóttafólks hér á landi verða að upplýsa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Stofnunin leggur í framhaldi af því fram upplýsingar um þá einstaklinga sem hún telur koma til greina að bjóða til Íslands og verður unnið úr þeim upplýsingum hér á landi, meðal annars með aðkomu Útlendingastofnunar. Þegar fyrir liggur hverjum verður tekið á móti og þar með upplýsingar um samsetningu hópsins, aldur, fjölskyldusamsetningu og fleira tengt aðstæðum þeirra og þörfum, semur velferðarráðuneytið við tiltekið sveitarfélag eða sveitarfélög um móttöku fólksins.</p>

11.10.2018Ríki heims verða að binda enda á mismunun í garð stúlkna

<span></span><span></span> <p>„Ríki heims verða að grípa til árangursríkra aðgerða til að binda enda á mismunun og kynbundið ofbeldi í garð stúlka,“ segir í yfirlýsingu mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins, sem er í dag, 11. október. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja sérfræðingarnir að þörf sé skjótra aðgerða til þess að stelpur verði fullgildir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins.</p> <p>Í yfirlýsingunni segir að brýnt sé að verja þær framfarir sem orðið hafa á síðustu árum en jafnframt þurfi að halda áfram af fullum þunga í átt að algeru jafnrétti. „Skaðlegar staðalímyndir og fordómar sem tengjast aldri og kyni halda oft aftur af stelpum og setja þær í hættulegar aðstæður.“</p> <p>Fram kemur í yfirlýsingunni að alþjóðasamfélagið hafi með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna skuldbundið sig til þess að skapa heim þar sem stelpum sé tryggð uppvaxtarskilyrði án mismununar og kynbundis ofbeldis – og þar sem hvorki kyn eða aldur tálmi leið þeirra að jöfnum tækifærum og valdeflingu á öllum sviðum. „Engu að síður eru þessar skuldbindingar enn ófullnægjandi og hætta er á afturför sem myndi leiða til þess að of margar stelpur verði útundan.“ </p> <p>Sérfræðingahópurinn vísar sérstaklega til fimm Heimsmarkmiða í þessu samhengi, markmiðsins um útrýmingu fátæktar (1), markmiðsins um mikilvægi menntunar (4), markmiðs um atvinnutækifæri og hagvöxt (8) og markmiðsins um frið og réttlæti (16).</p> <p>„Um heim allan er stúlkum neitað um jafnrétti til menntunar, heilsu, menningarlífs, ennfremur innan fjölskyldna og í samfélögum þeirra, með þeim hætti sem takmarkar val þeirra og kosti,“ segja sérfræðingarnir og vísa til gagna frá UNICEF sem sýni að læsi stúlkna er lakara en stráka, þær fái minni heilsugæslu og þær séu almennt fátækari en strákar.</p> <p>„Í of mörgum löndum er ríghaldið í lög sem mismuna stúlkum í málaflokkum eins og í erfðarétti og giftingaraldri. Í of mörgum fjölskyldum og samfélögum er viðhaldið skaðlegum hefðum eins og barnahjónaböndum, útilokun meðan á blæðingum stendur og limlestingum á kynfærum stelpna,“ segir í yfirlýsingunni.</p> <p>Í lok hennar segir að stelpur standi oft frammi fyrir tvöfaldri mismunum, bæði vegna kyns og aldurs, sem leitist við að þagga niður í þeim og sýna þær veikburða og máttlitlar. „En stelpur um allan heim eru sterkar, hugrakkar, gáfaðar og hæfileikamiklar. Við verðum að hlusta á hvað þær hafa að segja, gefa þeim tækifæri til að ná árangri. Og við verðum að virða, vernda og uppfylla öll mannréttindi þeirra.“</p> <p>Í íslenskri utanríkisstefnu er sem kunnug er lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna sem endurspeglast bæði í þróunarsamvinnu og í málsvarastarfi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er starfræktur á Íslandi, sem hluti af þróunarsamvinnu utanríkisráðuneytisins, sem með þverfaglegum rannsóknum, kennslu og miðlun stuðlar að kynjajafnrétti og félagslegu réttlæti í þróunarlöndum og á átakasvæðum.</p> <p>Alþjóðadagur stúlkubarnsins var fyrst haldinn árið 2012.</p> <p><a href="https://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=23703&%3bLangID=E" target="_blank">Yfirlýsingin í heild</a>.</p>

11.10.2018Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins

<span></span> <p>Þrjú hundruð einstaklingar leituðu hælis á Íslandi fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt nýbirtum tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Allt síðasta ár voru hælisleitendur rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. </p> <p>Í skýrslunni er hægt fá svör við því hversu margir hælisleitendur&nbsp;hafa komið&nbsp;til Norður-Evrópu&nbsp;það sem er af þessu ári og hversu margir komu árið 2017? Hver þeir eru og hvaðan þeir koma. Einnig má sjá hversu margir&nbsp;eru&nbsp;komnir með&nbsp;dvalarleyfi&nbsp;eða fengu&nbsp;alþjóðlega vernd og&nbsp;hvað margir eru&nbsp;kvótaflóttamenn?</p> <p>Í þessu nýja tölfræðiriti UNHCR Norður-Evrópu – sem fjallar um Danmörku, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noreg og&nbsp;Svíþjóð&nbsp; – eru veittar upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta&nbsp;frá árinu 2017.&nbsp;Tölfræðin geymir upplýsingar um komur, kvótaflóttafólk, prósentur og svo heildarfjölda fólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í fyrrnefndum löndum síðustu fimm ár og fyrstu sex mánuði 2018.</p> <p>Flestir hælisleitenda á Íslandi koma frá Georgíu, Albaníu, Írak, Makedóníu og Pakistan en á hinum Norðurlöndunum eru flestir hælisleitenda frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og Eritreu. Ísland sker sig einnig úr hvað varðar fjölda karlmanna meðal hælisleitenda, en þeir voru 67% þeirra sem leituðu hér hælis á síðasta ári. Líkurnar á því að fá vernd hér á landi er 18%, samkvæmt tölum UNHCR.</p> <p>Heildarframlög íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, námu rúmum 530 milljónum króna á árinu 2017. Þá námu styrkir til mannúðarverkefna íslenskra borgarasamtaka 202 milljónum. </p> <p>Tölfræðigögnin má sækja <a href="https://data2.unhcr.org/en/documents/download/66034" target="_blank">hér</a>&nbsp;(á ensku).</p> <p><a href="http://www.unhcr.org/neu/is/9795-island-styrkir-flottamannastofnun-sameinudu-thjodanna-med-thriggja-ara-samkomulagi-um-studning-vid-flottamenn.html" target="_blank">Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamenn</a></p>

10.10.2018Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika

<span></span> <p>Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að það geti haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævinni ef ekki er tekið á geðrænum vanda á táningsaldri. „Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Um 16% þeirra sjúkdóma og meiðsla sem unglingar glíma við eru af geðrænum toga. Þeir eru hins vegar oft á tíðum ekki greindir og því ekki læknaðir. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (<a href="https://unric.org/is/frettir/27312-allt-ae-20-ungmenna-glima-vie-geeraenan-vanda" target="_blank">UNRIC</a>) greinir frá í tilefni af Alþjóðlega geðverndardeginum, sem er í dag, 10. október.</p> <p>Helsta markmið <a href="http://www.who.int/mental_health/world-mental-health-day/2018/en/" target="_blank">Alþjóðlega geðverndardagsins</a>&nbsp;er að vekja fólk til vitundar um sálræna kvilla og berjast gegn geðrænum vandamálum með það að markmiði að bæta andlega heilsu í heiminum. Þema dagsins að þessu sinni er „Ungt fólks og andleg heilsa í breyttum heimi.” Fram kemur hjá UNRIC að töluverður munur sé á ríkum og fátækum ríkjum hvað varðar andlega heilsu. Af þeim 14% jarðarbúa sem glíma við geðræna sjúkdóma, búi 75% í fátækum ríkjum þar sem meðferð við þeim er af skornum skammti.</p> <p>„Margir tengja unglingsárin og fyrstu fullorðinsárin við miklar breytingar. Ungt fólk þarf að horfast í augu við margs konar umbreytingar, nýja skóla, að fara að heiman, byrja í háskóla eða hasla sér völl á vinnumarkaði. Finnsku geðverndarsamtökin telja að helmingur allra geðrænna kvilla byrji fyrir 14 ára aldur og 75% fyrir 24 ára aldur. Af þessum sökum er brýnt að fólk leiti sér meðferðar sem fyrst til þess að forðast veikindi á fullorðinsaldri,“ segir í fréttinni.<br /> <br /> „Slæm andleg heilsa á unglingsaldri hefur áhrif á námsárangur og eykur líkur á hættu á áfengis- og fíkniefnamisnotkun, auk ofbeldishneigðar. Þá eru sjálfsvíg á meðal tíðustu dánarorsaka ungs fólks,“ segir Guterres í ávarpi á Alþjóðlega geðverndardaginn.</p> <p><a href="http://gedhjalp.is/dulin-ahrif/" target="_blank">Dulin áhrif erfiðrar reynslu í æsku á heilsufar á fullorðinsárum - Málþing</a></p>

09.10.2018„Friðarverðlaunin sigur fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi“

<span></span> <p>„Friðarverðlaun Nóbels í ár eru mikilvægur sigur fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Áratuga barátta gegn kynferðisafbrotum í stríði, þar sem líkamar kvenna og stúlkna eru oft á tíðum hluti af vígvellinum, er loksins að komast í kastljós alþjóðasamfélagsins. Vonandi verður barátta friðarverðlaunahafa Nóbels til þess að opna augu heimsins enn frekar fyrir þeim mannréttindabrotum sem eiga sér ennþá stað um allan heim og að alþjóðasamfélagið leiti leiða til að koma í veg fyrir að slíkt ofbeldi viðgangist,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women í samtali við Heimsljós.</p> <p>Tilkynnt var á dögunum að Denis Mukwege læknir frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Nadia Murad úr minnihlutahópi Jasída í Írak að hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau eru bæði þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í stríði. </p> <p>&nbsp;„Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er ógnun við frið og blettur á mannkyninu. Engu að síður er það útbreidd plága. Við óskum samstarfsfólki okkar <a href="https://twitter.com/DenisMukwege">@DenisMukwege</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://twitter.com/NadiaMuradBasee">@NadiaMuradBasee</a>&nbsp;til hamingju með Nóbelsverðlaunin. Við munum halda áfram að styðja kjarkmikla viðleitni þeirra,” sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á Twitter eftir athöfnina þegar tilkynnt var um handahafa friðarverðlaunanna. Þar kom fram að Mukwege og Murad hefðu orðið fyrir valinu til að vekja athygli á því að konur&nbsp;þarfnist verndar í stríði, sérstaklega konur sem tilheyra minnihlutahópum, og ennfremur að draga verði brotamenn til ábyrgðar.&nbsp;</p> <p>Alessandra Vellucci framkvæmdastýra upplýsingamiðlunar hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf telur að ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Mukwege og Murad í sameiningu friðarverðlaunin í ár sé þungt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við að binda enda á kynferðislegt ofbeldi. Sjálf hefur Murad reynslu af slíku harðræði eftir að hún var handtekin af hálfu liðsmanna Íslamska ríkisins síðsumars 2014 og hneppt í kynlífsánauð í Mosul. Denis Mukwege er kvensjúkdómalæknir sem hefur vakið athygli á og barist gegn kynferðislegu ofbeldi í heimalandi sínu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>„Það er erfitt að ímynda sér verðugri friðarverðlaunahafa Nóbels en Nadia Murad og Denis Mukwege,” sagði Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu. „Þetta er verðskulduð viðurkenning á starfi þessara tveggja hugrökku, þrautseigu og skilvirku baráttumanna gegn kynferðislegu ofbeldi og beitingu þess sem vopns í hernaði,“ er haft eftir henni í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári. </p>

09.10.2018Fertugasti árgangur Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaður

<span></span><span></span> <p><span>Í síðustu viku útskrifuðust 24 nemendur úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, níu konur og fimmtán karlar, frá fjórtán löndum. Þetta er í fertugasta sinn sem skólinn útskrifar nemendur úr sex mánaða námi á Íslandi, en skólinn hóf starfsemi árið 1979.</span></p> <p>Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu lagði ríka áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar fyrir framfarir og betri lífskjör í þróunarríkjum í ávarpi sínu við útskriftina. Hann greindi frá þeirri áherslu sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á endurnýjanlega orku þegar kemur að sjálfbærri þróun, en nýting jarðhita er eitt af áherslusviðum íslenskrar þróunarsamvinnu. Þá undirstrikaði hann mikilvægi kynjajafnréttis í þróunarsamvinnu Íslands og samþættingu kynjasjónarmiða í verkefnum á sviði orkumála. </p> <p>Frá upphafi hafa alls 694 nemendur frá 61 landi útskrifast úr Jarðhitaskólanum. Um 39% nemenda hafa komið frá Afríku og 35% frá Asíu, 14% frá Rómönsku Ameríku, 11% frá Evrópu og 1% frá Eyjaálfu. Þá hafa 158 konur útskrifast frá upphafi eða rúmlega 22%, en undanfarin tíu ár hefur hlutfallið hækkað og verið um 31%.</p> <p>Á þessu ári hafa þar að auki sextán nemendur stundað meistaranám við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og fjórir nemendur stundað doktorsnám við HÍ á styrk frá Jarðhitaskólanum.</p> <p>Auk þjálfunar jarðhitasérfræðinga hér á landi hefur skólinn um árabil haldið styttri námskeið í Austur-Afríku, Rómönsku Ameríku og á Karíbahafseyjum þar sem fleiri sérfræðingum gefst færi á þjálfun. Námskeiðin hafa sterka tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. </p> <p>Lykillinn að góðum árangri starfsemi Jarðhitaskólans er sá sterki bakhjarl sem skólinn hefur notið í fjárlögum íslenska ríkisins en skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</p>

08.10.2018Um fimmtán þúsund börn hjálparþurfi í Palu að mati SOS Barnaþorpanna

<span></span> <p>„SOS Barnaþorpin í Indónesíu hafa sent hóp sérfræðinga til borgarinnar Palu þar sem áætlað er að um fimmtán þúsund börn séu á vergangi og hjálparþurfi eftir flóðbylgjuna sem skall á borginni í lok september. Yfir sjötíu þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og í fréttatilkynningu frá SOS í Indónesíu segir að áætlað sé að þriðjungur þeirra séu börn. </p> <p>„Hingað til hefur hjálparstarf aðallega verið í höndum yfirvalda en nú er tími til kominn að barnaverndarsamtök eins og við stigi inn og aðstoði yfirvöld. Þarna er stöðug neyð og hjálparstarfsfólk er loksins að komast að þeim svæðum sem verst urðu úti,“&nbsp; segir Gregor Hadi Nitihardjo framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu.</p> <p>Nitihardjo býst við að það muni taka SOS-teymið minnst tvo daga að komast á svæðið. „Hjálparstarf okkar miðar að því að meta þörf barnanna fyrir sálfræðihjálp, að sameina þau foreldrum eða ættingjum og setja upp barnagæslu. Með barnagæslunni getum við veitt börnunum umönnun og vernd en börn eru sérstaklega berskjölduð við svona kringumstæður. Þau munu þurfa hjálp í marga mánuði í viðbót,“ segir Nitihardjo.</p> <p>Átta SOS barnaþorp eru í Indónesíu en ekkert þeirra er nálægt hamfarasvæðum. Alls eru 106 Íslendingar styrktarforeldrar barna í fimm af þessum þorpum.“</p>

08.10.2018Kópavogsbær verði barnvænt sveitarfélag UNICEF

<span></span> <p>Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu samstarfssamning á dögunum. Fram kemur á vef UNICEF að með samningnum hefji Kópavogsbær vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að bæjarfélagið stefni að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi. Með undirrituninni skuldbinda fulltrúar Kópavogsbæjar sig til þess að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þegar verk- og ákvarðanaferli eru skoðuð og að forsendur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu sveitarfélagsins. </p> <p>„Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt skref í að tryggja réttindi barna í daglegu lífi. Það hefur verið mikil eftirspurn frá sveitarfélögum landsins um stuðning við innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá UNICEF á Íslandi viljum gera það sem í okkar valdi stendur til að svara þeirri eftirspurn, “ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Kópavogsbær er framsækið og öflugt sveitarfélag og við bindum miklar vonir við að samstarf okkar leiði af sér ýmiskonar spennandi nýsköpun í gæðavinnu sem tengist réttindum barna. Þá vinnu munu önnur sveitarfélög geta nýtt sér ef þurfa þykir og þannig byggjum við saman barnvænna samfélag á Íslandi“, bætir hann við.</p> <p>„Ég er stoltur af því að innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé að hefjast í Kópavogi. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá Kópavogsbæ munum sinna verkefninu af metnaði. Innleiðing Barnasáttmálans fellur einnig afar vel að nýsamþykktum áformum bæjarins um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá bænum,“ segir Ármann.</p> <p><strong>Sveitarfélög&nbsp; órjúfanlegur þáttur í innleiðingu Barnasáttmálans</strong></p> <p>Hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF,&nbsp;Child Friendly Cities, en það hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga um allan heim. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmálanum. Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið til að nýta sér líkanið en Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að taka þátt í verkefninu.&nbsp;</p> <p>Í kjölfar þess að Alþingi lögfesti Barnasáttmálann í febrúar 2013 hafa skapast umræður um hlutverk og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga við innleiðingu sáttmálans.&nbsp; Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og umboðsmaður barna hafa bent á að sveitarfélög séu órjúfanlegur þáttur í innleiðingu hans. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann verður hann aldrei innleiddur nema í samstarfi við sveitarfélögin. Það eru sveitarfélögin sem annast stærstan hluta þeirrar þjónustu sem hefur bein áhrif á daglegt líf barna.</p> <p><strong>Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna</strong></p> <p>Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu og að forsendur hans gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu þess. Líkja má innleiðingunni við að starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins setji upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Barnasáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna. Ferlið við að gerast barnvænt sveitarfélag krefst pólitískrar skuldbindingar, sem er grundvöllurinn fyrir innleiðingu Barnasáttmálans í sveitarfélaginu, ásamt samræmdum aðgerðum þvert á öll svið sveitarfélagsins.</p> <p><strong>Innleiðingarlíkan og viðurkenning</strong></p> <p>Innleiðingarlíkanið&nbsp;barnvæn sveitarfélög&nbsp;er aðgengilegt á vefsíðunni&nbsp;<a href="http://www.barnvaensveitarfelog.is/">www.barnvaensveitarfelog.is</a>&nbsp;og geta áhugasamir einstaklingar, kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga nálgast þar allar nauðsynlegar upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálans. Sveitarfélög sem hafa áhuga á að hefja markvisst ferli við innleiðingu sáttmálans geta einnig skráð sig til þátttöku á vefsíðunni.&nbsp;<a href="http://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/innleidingarferlid/">Innleiðingarferlið&nbsp;</a>tekur tvö ár og skiptist í 8 skref. Að því loknu geta sveitarfélögin sótt um viðurkenningu frá UNICEF sem barnvæn sveitarfélög. Viðurkenningin er háð því að starfsfólk UNICEF meti sem svo að innleiðingin hafi verið réttindum barna í sveitarfélaginu til framdráttar og unnið hafi verið eftir hugmyndafræði líkansins. Til að viðhalda viðurkenningunni þarf sveitarfélag að halda innleiðingunni áfram, setja sér ný markmið og óska eftir nýju mati að þremur árum liðnum.</p>

05.10.2018Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu

<p>Rauða kross hreyfingin reynir ávallt að bregðast hratt og örugglega við náttúruhamförum alls staðar um heiminn. Að minnsta kosti 1200 eru látin í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Þetta kemur fram á vef Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann að koma aðstoð til þolenda, en það hefur reynst erfitt vegna m.a. vegna vegna skemmda á vegakerfi. Indónesíski Rauði krossinn hefur einbeitt sér að leit og björgun á þremur svæðum, Palu, Sigi og Doggala. Önnur svæði sem þurfa bráðnauðsynlega á aðstoð að halda eru norður Mamuju, Parrigi og Moutong. Færanleg heilsugæsla hefur verið sett upp í Sigi þar sem læknar huga að slösuðu fólki.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/img_ind_eq_10.jpg?amp%3bproc=600x315" /></p> <p>Vegna erfiðs aðgengis að svæðinu hefur indónesíski Rauði krossinn sent þrjú skip af stað sem munu sigla á svæðin sem verst urðu úti. Skipin eru hlaðin vörubílum fullum af vatni, eldhúsum sem auðvelt er að koma upp, moskítónetum, dýnum, hreinlætis- og barnapökkum, tjöldum auk líkpoka.</p> <p>Afleiðingarnar af þessum hamförum eiga enn eftir að koma að fullu í ljós en hreyfingin öll er í viðbragðsstöðu, m.a. vegna fjármagns sem senda þarf til að viðhalda björgunarstarfi.</p> <p><span><em>Ljósmyndir: Rauði krossinn.</em></span></p>

03.10.2018Nýtt borðspil um Heimsmarkmiðin

<p>Nýtt <a href="https://go-goals.org/" target="_blank">ókeypis borðspil</a>&nbsp;um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Nú er hægt að kynna sér markmiðin og fræða börn um sjálfbæra þróun á meðan spilað er skemmtilegt borðspil. Frá þessu er <a href="https://unric.org/is/frettir/27199-teningum-kastae-i-tagu-heimsmarkmieanna" target="_blank">greint á vefsíðu UNRIC</a>, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/u44CIidm2xA" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>„Það er mjög einfalt að byrja að spila og það kostar ekki neitt,“ segir Fabienne Pompey, umsjónarmaður spilsins, sem ber heitið Áfram Heimsmarkmiðin. „Allt sem þarf til er að hlaða því niður af netinu, prenta, klippa út og spila.“</p> <p>Spilið gefur innsýn í það hvernig hver og einn hefur hlutverki að gegna sem einstaklingur, hluti af liðsheild og ábyrgur borgari, við að móta framtíð jarðarinnar. Og það sem meira er, spilið gefur börnum hlutverk. Við þurfum á því að halda að unga kynslóðin leiki lykilhlutverk í að byggja upp bjarta framtíð.</p> <p>„Spilið gefur börnum tækifæri til að skilja heiminn betur og vera virk," segir Fabienne Pompey.</p> <p>Heimsmarkmiðaspilinu er ætlað að hvetja fólk til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að ná heimsmarkmiðunum og deila verkum sínum og benda á leiðir til þess að ná þeim á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkið #SDGGame.</p> <p>Þátttakendur eru líka hvattir til þess að semja sínar eigin spurningar og deila þeim á samskiptamiðlum með sama myllumerki. „Við viljum hvetja fólk til að halda samtalinu áfram líka þegar spilinu lýkur,“ segir Pompey.</p> <p>Spilið er nú til á nokkrum tungumálum, svo sem ensku, frönsku, þýsku, spænsku, kínversku, hollensku og grísku, auk Norðurlandamálanna, þannig að fjölskyldur geta spilað spilið og æft sig í erlendum málum á sama tíma.</p> <p>Þá vitið þið hvað til þarf. <a href="https://go-goals.org/" target="_blank">Leikurinn er hér</a>&nbsp;og allt sem þarf er prentari, skæri, lím og þið getið byrjað. Svo verður teningunum kastað í þágu betri, sjálfbærari heims!</p>

30.09.2018Kynjajafnrétti lykill að sjálfbærri þróun

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í nýliðinni viku. Mannréttindamál, sjálfbær þróun og stríð í Sýrlandi og Jemen voru á meðal þess sem ráðherra fjallaði um í ræðu sinni.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa gegnt stóru hlutverki við að stuðla að friði og framþróun. Flestir lífskjaravísar segja jákvæða sögu – söguna af okkar sameiginlega árangri. Það er saga sem við ættum að segja oftar,“ sagði Guðlaugur Þór í upphafi ræðunnar.</p> <p>Guðlaugur Þór fór í ræðunni yfir mikilvægi kynjajafnréttis sem væri lykillinn að sjálfbærri þróun. Íslendingar væru reiðubúnir að deila reynslu sinni á þessu sviði með öðrum þjóðum. Þá sagði hann mikilvægt að grípa strax til loftslagsaðgerða líkt og Ísland hyggst gera með nýkynntri loftslagsáætlun. Íslendingar yrðu vitni að örum breytingum á norðurslóðum og annars staðar ógnaði eyðimerkurmyndun lífsgæðum fólks.</p> <p>„Sjálfbær þróun og málefni hafsins voru reifuð í ræðunni og minnti utanríkisráðherra á formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem hefst á næsta ári og mun hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þá kom Guðlaugur Þór inn á smitlausa sjúkdóma í ræðu sinni og lagði áherslu á að betur verði hugað að taugasjúkdómum, þá sérstaklega mænuskaða.</p> <p>Guðlaugur Þór sagðist stoltur af því að Ísland skuli hafa tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á hundrað ára afmæli fullveldisins og sjötíu ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Vaxandi virðing fyrir mannréttindum frá fullveldi hafi átt stóran þátt í aukinni velsæld þjóðarinnar og því væri það hverju ríki hagsmunamál að tryggja mannréttindi borgaranna. Reifaði Guðlaugur Þór helstu áherslumál Íslands í mannréttindaráðinu, sem lúta meðal annars jafnrétti kynjanna og réttindum barna, réttindum hinsegin fólks og umbótum á starfsháttum mannréttindaráðsins.</p> <p>Utanríkisráðherra kom inn á átökin í Sýrlandi og Jemen, stöðu mála í Venesúela og Mjanmar og vakti máls á flóttamannavandanum og stöðu barna í því samhengi. Að endingu gerði Guðlaugur Þór grundvallargildi Sameinuðu þjóðanna að umtalsefni og stöðu alþjóðakerfisins, og mikilvægi þess að standa vörð um það.<br /> <br /> „Meðal undirstaða okkar sjálfstæðis og velgengni eru reglur alþjóðakerfisins og gildi sem meðal annars lúta að opnum mörkuðum, fríverslun, öflugum alþjóðastofnunum, frjálslyndi og lýðræði og alþjóðlegri samvinnu. Þessari undirstöðu má aldrei taka sem sjálfsögðum hlut og það kemur í okkar hlut, aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, að sjá til þess að kynslóðir framtíðarinnar njóti þessara sömu fríðinda.</p> <p><strong>Sjá ræðuna á myndbandi hér: </strong><iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/uuQEaABo1hw" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> </p> <p><em>(frá Utanríkisráðuneytinu,mynd:UN Photo/Loey Felipe)</em></p> <p>Sjá ræðuna<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2018/09/28/Raeda-utanrikisradherra-a-allsherjarthingi-Sameinudu-thjodanna/">&nbsp;hér.</a></p> <p><em>Fréttin birtist áður á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</em></p>

30.09.2018Mannréttindaráð SÞ: Hvatt til að ásökunum um þjóðarmorð verði vísað til dómstóla

<span>39. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf lauk í vikunni sem leið. Ísland tók þátt sem aðildarríki ráðsins í fyrsta skipti eftir að hafa verið kosið í ráðið í sérstökum aukakosningum í New York í sumar.<br /> <br /> Mannréttindaráðið afgreiddi 23 ályktanir síðustu tvo dagana. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Mjanmar. Í henni er kveðið á um áframhaldandi starf rannsóknarnefndar á vegum ráðsins og hvatt til að ásökunum um þjóðarmorð á Róhingjum verði vísað til dómstóla. Ráðið samþykkti einnig nýja ályktun um Venesúela, en yfir tvær milljónir hafa flúið ástandið þar undanfarna mánuði. Þá ályktaði ráðið meðal annars um stöðu mála í Jemen, þar sem þúsundir hafa látist vegna stríðsátaka og hungursneyð vofir yfir. Jafnframt voru samþykktar ályktanir um þverlæg málefni líkt og réttinn til vatns, öryggi blaðamanna og jafnan rétt til þátttöku í pólitísku lífi.&nbsp;<br /> <br /> „Það sýnir ákveðinn styrk ráðsins að geta tekist á við ólík og erfið mál með viðeigandi aðgerðum, líkt og í þessum ríkjum. Ályktanirnar undirstrika jafnframt að við sem alþjóðasamfélag getum ekki látið brot á mannréttindum viðgangast og þeir sem fremji slík brot verði dregnir til ábyrgðar. Við fundum það einnig í þessari lotu að horft er til Íslands, sérstaklega í jafnréttismálum. Í því felst viðurkenning en jafnframt ábyrgð og ánægjulegt að geta axlað hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.&nbsp;<br /> <br /> Fulltrúar Íslands fluttu alls fjórtán ávörp í umræðum í mannréttindaráðinu í þessari fundarlotu. Þar fyrir utan átti Ísland aðild að fjórum norrænum ræðum, fimm ræðum sem fluttar voru í nafni NB8-ríkjahópsins (Norðurlanda og Eystrasaltsríkja) og auk þess einni sem fjallahópurinn svokallaði (Kanada, Ástralía, Ísland, Liechtenstein, Nýja-Sjáland, Noregur og Sviss) flutti sameiginlega.&nbsp;<br /> <br /> Allar ræður Íslands <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/fastanefnd-islands-i-genf/" target="_blank">eru aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins</a>. Mannréttindaráðið <a href="https://www.ohchr.org/EN/HRBodies/HRC/RegularSessions/Session39/Pages/ResDecStat.aspx" target="_blank">birtir yfirlit</a>&nbsp;um niðurstöðu atkvæðagreiðslna á vefsíðu sinni.&nbsp;<br /> <br /> Næst á dagskrá mannréttindaráðsins er sérstök umræða um styrkingu ráðsins og svo jafningarýni þess (UPR) þar sem fjallað verður um fjölda ríkja. Sem fyrr tekur Ísland virkan þátt í jafningarýninni.<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

28.09.2018Aldrei séð skattpeningum mínum jafn vel varið

<span><blockquote type="cite"> <p>Þessa dagana fara fram í Úganda tökur á heimildamynd um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem Elíza Gígja Ómarsdóttir, fimmtán ára reykvísk stúlka, speglar eigin tilveru við aðstæður tveggja unglingsstelpna í Úganda. Önnur úgandska stúlkan býr í Muvo, litlu fiskimannaþorpi við Viktoríuvatn í samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hin stúlkan býr í höfuðborginni Kampala við allt aðrar aðstæður. Hjördís Guðmundsdóttir, móðir Elízu Gígju, skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook um heimsóknina til Muvo.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fpermalink.php%3fstory_fbid%3d10216844462293517%26id%3d1522833638&%3bwidth=500" width="500" height="601" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allow="encrypted-media"></iframe> <p>Áslaug Karen Jóhannsdóttir upplýsingafulltrúi Heimsmarkmiðanna hitti unga verslunarkonu í Muvo og sagði frá á Facebook:</p> <p>&nbsp;</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2faslaugkaren%2fposts%2f10217065662011699&%3bwidth=500" width="500" height="743" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allow="encrypted-media"></iframe> <p>Heimildamyndin verður sýnd á RÚV síðar á þessu ári.</p> </blockquote></span> <div> <p>&nbsp;</p> </div>

26.09.2018Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum

<p>Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum var haldinn dagana 24. og 25. september sl. í Reykjavík. Kjördæmið hittist reglulega í höfuðborgum ríkjanna til að samræma afstöðu og bera saman bækur í aðdraganda ársfunda og vorfunda Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en næsti ársfundur verður haldinn dagana 12.-14. október nk. </p> <p>Það sem ber hæst í nýjum áherslum í starfi Alþjóðabankans er hvernig nýta má mannauð og nýja tækni til framþróunar. Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p> <p>Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í þróunarsamvinnu Íslands. Ísland tekur virkan þátt í stefnumótun og fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og deila ríkin átta stjórnarsæti í bankanum og samræma málflutning sinn og afstöðu til einstakra málefna.</p> <p><em>Mynd: <a href="https://www.flickr.com/photos/worldbank/37200326420/in/album-72157671335765534/">"Word Bank Group Headquarters"</a>&nbsp;eftir&nbsp;World Bank / Simone D. McCourtie (<a href="https://creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/2.0/">CC BY-NC-ND 2.0</a>)</em></p>

25.09.2018Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafið

<p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í dag í 73. sinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur setningu þingsins.</p> <p>„Sameinuðu þjóðirnar hafa um áratugaskeið verið sá vettvangur þar sem ríki heims starfa saman að alþjóðlegum málefnum sem varða frið og öryggi, mannréttindi og þjóðarétt. Undanfarin ár hefur enn ríkari áhersla verið lögð á samvinnu um sjálfbæra þróun og umhverfis- og loftslagsmál. Samstarf ríkja innan Sameinuðu þjóðanna er ekki fullkomið en áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir krefjast þess að aðildarríkin láti ekki þrönga þjóðarhagsmuni ráða för heldur horfi til sameiginlegra heildarhagsmuna," segir Guðlaugur Þór, sem ávarpar allsherjarþingið á föstudaginn.</p> <p><img alt="" src="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/776934.jpg?amp%3bproc=600x315" /><br /> <span><em style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Open Sans', sans-serif; background-color: #ffffff;"><span class="myndatexti">Frá setningu allsherjarþingsins í dag. Mynd: UN</span></em></span></p> <p>Í gær voru haldnir viðburðir tengdir allsherjarþinginu þar sem utanríkisráðherra var á meðal þátttakenda. Í málstofu um aðgerðir gegn mansali og nútíma þrælahaldi lagði Guðlaugur Þór áherslu á samvinnu og minnti þar sérstaklega á viðkvæma stöðu kvenna og barna, sem Ísland hefði meðal annars gert að umtalsefni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir skemmstu. Utanríkisráðherra tók jafnframt þátt í fundi ríkja sem myndað hafa bandalag gegn viðskiptum með vörur og tækni sem nota mætti til pyntinga og dauðarefsinga. Þá var hundrað ára fæðingarafmælis Nelsons Mandela minnst í gær og flutti forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, samnorræna ræðu að því tilefni.</p> <p> Síðar í dag tekur Guðlaugur Þór þátt í umræðu um aðgerðir gegn plastmengun í hafi og sækir fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, sem Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, býður til.&nbsp;</p>

21.09.2018Ísland í mannréttindaráðinu: Umbætur koma innan frá

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist taka undir margt í gagnrýni Bandaríkjanna á mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna þótt Ísland hafi ákveðið að setjast í ráðið í þeirra stað.&nbsp;Ísland sótti fund í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 10. september eftir að hafa verið kosið til setu í ráðinu í fyrsta skipti. Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er að finna eftirfarandi frétt.</p> <p>"Kringumstæður voru óvenjulega, því fylla þurfti skarð Bandaríkjanna, sem ákváðu að segja sig úr ráðinu 19.júní síðastliðinn. Bandarískir ráðamenn sökuðu mannréttindaráðið um rótgróna hlutdrægni þegar málefni Ísraels væru annars vegar, auk þess sem þeir gagnrýndu að ríki, sem sjálf þverbrytu mannréttindi, veldust til setu í ráðinu.&nbsp;<br /> <br /> <a href="https://unric.org/is/frettir/27256-island-i-mannrettindaraeie">Ísland var kosið í fyrsta skipti</a>&nbsp;til setu í mannréttindaráðinu 13. júlí síðastliðinn, frá þeim tíma og til loka næsta árs. Íslendingar eru eina Norðurlandaþjóðin í ráðinu þessa stundina.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði í viðtali við vefsíðu UNRIC að þótt Ísland kæmi í stað Bandaríkjanna, tæki íslenska ríkisstjórnin um margt undir gagnrýni þeirra. Hins vegar, teldi Ísland að breytingar kæmu innan frá, „þess vegna öxlum við þessa ábyrgð nú,” sagði hann.<br /> <br /> „Ísland, og Norðurlöndin, hafa verið sammála ýmsu því sem komið hefur fram í gagnrýni Bandaríkjanna og við munum beita okkur fyrir umbótum,” sagði Guðlaugur í viðtali við vefsíðuna. „Á hinn bóginn hörmum við brotthvarf Bandaríkjamanna. Leiðin til að bæta ráðið er að okkar mati fólgin í því að gera það innan frá; afla þessum sjónarmiðum stuðnings og ná breytingum fram.”</p> <p>Guðlaugur segist sammála Bandaríkjunum um óeðilega ofuráherslu ráðsins á Ísrael.</p> <p>“Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinst að því að ósamræmis gæti í umfjöllun ráðsins um málefni Ísraels til samanburðar við önnur ríki þar sem staða mannréttinda er sýnu verri. Sérstakur dagskrárliður er tileinkaður Ísrael í hverri fundalotu en umfjöllun um málefni annarra ríkja er óregluleg og fellur undir almenna dagskrárliði.</p> <p>Íslensk stjórnvöld gera ríka kröfu á að Ísrael virði mannréttindi í hvívetna. Við eigum í góðu og hreinskiptum samskiptum við Ísrael og höfum gagnrýnt framferði ísraelskra stjórnvalda bæði tvíhliða og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru samt sem áður sammála Bandaríkjunum og flestum vestrænum ríkjum um að breyta þurfi dagskrá ráðsins svo umfjöllun um málefni Ísraels verði sanngjarnari og um leið marktækari og árangursríkari”.</p> <p>Ísland sótti fyrsta fund sinn í mannréttindaráðinu á sama tíma og nýskipaður mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, fjallaði í fyrsta skipti um stöðu mannréttinda í heiminum. Gerði hún athugasemdir um stöðu mála í meira en 40 ríkjum, þar á meðal nokkrum þeirra sem eiga sæti í sjálfu mannréttindaráðinu. Guðlaugur bendir á að Ísland hafi gagnrýnt þetta.<br /> <br /> „Sjálfur hef ég í ræðum í mannréttindaráðinu bent á ábyrgð ríkja sem þar eiga sæti – líkt og Filippseyjar, Sádi-Arabía, Egyptaland og Venesúela… Auðvitað geta slík ríki dregið úr þrótti og trúverðugleika mannréttindaráðsins. Hinu hljótum við að gera ráð fyrir, að það hafi jákvæð áhrif í langflestum tilfellum að ríki eigi samtalið um mannréttindi við önnur ríki með þessum virka þætti.”</p> <p>Guðlaugur Þór er þó ekki sannfærður um að rétt sé að mannréttindaráðið sé einungis skipað ríkjum sem hafi hreinan skjöld í mannréttindamálum.&nbsp;<br /> <br /> „Það má leiða líkur að því að mannréttindaráð sem eingöngu væri skipað forysturíkjum á sviði mannréttinda mundi ekki fá mikinn hljómgrunn á alþjóðavísu. Samtal og samvinna meðal ólíkra ríkja er grundvöllurinn sem mannréttindaráðið er byggt á. Samt sem áður stingur í augu að þeir sem hvað verst standa sig skuli ítrekað sækjast eftir því að sitja í ráðinu.</p> <p>Engu að síður er ráðið afar mikilvægt og helsti vettvangur skoðanaskipta um stöðu mannréttindamála í heiminum og einstaka ríkjum. Það er svo ríkjanna sjálfra, þ.m.t. okkar, að freista þess að breyta hlutum til batnaðar. Við gerum það vitanlega ekki ein og erum raunsæ í okkar nálgun, en dropinn holar steininn og við getum sannarlega lagt okkar lóð á vogarskálarnar. “<br /> <br /> Mannréttindaráðið leysti mannréttindanefnd af hólmi fyrir rúmum tíu árum. Ein helsta breytingin var að tekin var upp reglubundin allsherjarúttekt á mannréttindamálum í einstökum ríkjum. Hefur þessi breyting skilað tilætluðum árangri?</p> <p>„Ég held að allsherjarúttektin eða jafningjarýnin svonefnda, sem þú nefnir, sé einmitt sú nýjung sem hvað mestu máli hefur skipt. Hún gefur tækifæri til yfirferðar á stöðu mannréttinda í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aldrei áður höfðu ríkin þurft að svara fyrir stöðuna heima fyrir með sambærilegum hætti. Almennt kemur um helmingur þeirra tilmæla sem er beint til ríkja í jafningjarýninni til framkvæmdar innan þriggja ára og skilar markvissum árangri.”</p> <p>Á þessu er þess minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, hugsanlega mikilvægustu yfirlýsingu um mannréttindi í sögunni.&nbsp;Guðlaugur Þór segir að yfirlýsingin sé enn mikilvæg, sjö áratugum síðar.</p> <p>„Mannréttindayfirlýsingin markaði tímamót og hennar ber að minnast sem slíkrar. Þau gildi sem þar eru skjalfest eru sjálfsögð í eðli sínu – til dæmis að allar manneskjur sé fæddar frjálsar og jafnar öðrum að virðingu og réttindum eins og segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Því miður er reyndin önnur mjög víða og raunar mikið verk óunnið. Og einmitt þess vegna heldur mannréttindayfirlýsingin gildi sínu.”</p> <p>47 ríki sitja hverju sinni í mannréttindaráðinu og eru þau kosning til sjö ára í senn. 7 af þeim koma úr svokölluðum „hópi Vestur-Evrópu, og annarra ríkja. Ísland situr þar til loka 2019 og verða því tvö norræn ríki í ráðinu, nái Danmörk kjöri til ráðsins til setu 2019-2021."</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/09/11/Fyrsta-fundarlota-Islands-i-mannrettindaradinu-hafin/">Fyrsta fundarlota Íslands í mannréttindaráðinu hafin/ Utanríkisráðuneytið</a></p>

21.09.2018Ebólufaraldur og vopnuð átök í Kongó kalla á stuðning frá Íslandi

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur ákveðið að senda tæpar 106 milljónir króna til mannúðarverkefna vegna ebólufaraldurs og vopnaðra átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í Afríku.</p> <p>Íbúar í Kongó standa frammi fyrir margþættum mannúðarvanda sem til er kominn vegna langvarandi vopnaðra átaka og ebólufaraldurs sem herjar á íbúa í nokkrum héruðum í landinu. Framlag Rauða krossins á Íslandi og utanríkisráðuneytisins er ætlað að styðja við neyðaraðgerðir Rauða kross hreyfingarinnar gegn viðvarandi ebólufaraldri með það að markmiði að ráða niðurlögum faraldursins og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á honum. Í átökunum í Kongó hafa konur og börn sætt miklu kynferðislegu ofbeldi og mun hluti af framlagi Íslands gera Rauða krossinum kleift að vinna enn frekar að því að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að ræða við stríðandi fylkingar og fræða um alþjóðleg mannúðarlög sem skilyrðislaust banna hvers kyns kynferðislegt ofbeldi sem vopn í stríði. Síðast en ekki síst mun framlag Rauða krossins veita brýna mannúðaraðstoð til fólks sem hrakist hefur á flótta til nágrannaríkisins Úganda.</p> <p>„Undanfarin ár hafa íbúar Kongó orðið fyrir barðinu á ófriði þar sem alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum eru nær daglegt brauð,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. <span>„</span>Þessi brot fela meðal annars í sér dráp, kynferðislegt ofbeldi, börn eru numin á brott af stríðandi fylkingum til að taka þátt í hernaði, ránum og fleira sem hefur valdið því að mikill fjöldi hefur orðið að flýja heimili sín og er annað hvort á flótta innan Kongó eða hefur leitað skjóls í nágrannaríkjum, þar á meðal í Úganda.“</p> <p>Ofan á langvarandi ófrið í landinu herjar nú ebólufaraldur á íbúa þessa sárafátæka og risastóra lands sem er tuttugu sinnum stærra en Ísland. „Við á Íslandi getum þó ýmislegt lagt á vogarskálarnar til aðstoðar í þessu landi,“ segir Atli, „og það ber að hafa það í huga að hver króna sem við leggjum í hjálparstarfið hefur margfalt virði í landi eins og Kongó. Við erum utanríkisráðuneytinu og ekki síst Mannvinum Rauða krossins ómetanlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning við þetta lífsbjargandi mannúðarverkefni sem um leið stuðlar að auknu öryggi allra. Það að stöðva útbreiðslu ebólu sjá allir að er forgangsatriði en það skiptir líka gríðarlega miklu máli að koma í veg fyrir brot á mannúðarlögum, og þar með kynferðislegu ofbeldi sem vopni í stríði, sem iðulega verða til þess að fólk leggur á flótta en við verðum að hafa það í huga að fólki vill ekki leggja á flótta.“</p> <p>Mannúðarástand í Lýðstjórnarlýðveldinu hefur hrakið mikinn fjölda fólks á flótta, frá ársbyrjun 2017 hafa að meðaltali átta þúsund einstaklingar hrakist á flótta frá landinu á dag. Talið er að um 3,8 milljónir einstaklinga séu á vergangi innan landamæra Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó sem eru fjölmennustu fólksflutningar innan Afríku í dag. Langflestir hafa leitað til nágrannaríkisins Úganda. Rauði krossinn á Íslandi hefur aðstoðað flóttafólk þar í landi um þónokkurt skeið, m.a. með því að tryggja aðgang að hreinu vatni í flóttamannabúðum og þjálfa sjálfboðaliða til að hlúa að sálrænum erfiðleikum flóttafólks á svæðinu.</p> <p>Heildarframlag Rauða krossins á Íslandi nemur alls tæpum 106 milljónum króna en alls koma um 70 milljónir af framlaginu af fjármagni rammasamnings við utanríkisráðuneytið um alþjóðlega mannúðaraðstoð 2018-2022. Tæplega 35 milljónir króna koma af eigin fjármagni Rauða krossins á Íslandi. Fyrir hönd alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, þakkar félagið ráðuneytinu fyrir veittan stuðning.</p>

20.09.2018Fjölmennasti hópurinn til þessa útskrifast hjá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Á dögunum voru útskrifaðir 17 sérfræðingar, 10 konur og sjö karlar, eftir sex mánaða nám í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hópurinn er sá stærsti til þessa og nú hafa alls 118 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 56 konur og 62 karlar. Í hópnum í ár voru í fyrsta skipti nemar frá Tadsjikistan sem er nýtt samstarfsland Landgræðsluskólans og samstarfslöndin eru þá orðin fjögur í Mið-Asíu en auk Tadsjikistan eru það Kirgistan, Úsbekistan og Mongólía. Frá Afríku komu sérfræðingar í ár frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda.</p> <p>Við útskriftarathöfnina, sem fram fór að venju hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík, ávarpaði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins gesti útskriftarinnar. Auk hans tóku til máls Barron Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi Sameinuðu þjóðanna (UNCCD), Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Sæmundur Sveinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem lauk athöfninni. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd nemendahópsins, þau Iddrisu Latif Nasare frá Gana og Robiya Nabieva frá Tadsjikistan. </p> <p>Í ár voru einnig 17 fyrrum nemar Landgræðsluskólans viðstaddir útskriftina. Einn þeirra er meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands en hinir 16 komu til landsins til að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Evrópudeildar alþjóðlegu vistheimtarsamtakanna SER (Society for Ecological Restoration) 2018 (sjá <a href="http://www.sere2018.org/">www.sere2018.org</a>), sem haldin var í Reykjavík dagana 9.-13. september. Ein þessara fyrrum nema, Beatrice Dossah frá Gana, var ein af sjö aðalræðumönnum á ráðstefnunni, auk Hafdísar Hönnu Ægisdóttur forstöðumanns Landgræðsluskólans. </p> <p>Á ráðstefnunni var Landgræðsluskólinn jafnframt með málstofu um það hvernig nota megi þekkingu í landgræðslu til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem þrír fyrrum nemar, frá Gana, Lesótó og Kirgistan, voru með innlegg auk Barrons Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi SÞ og Berglindar Orradóttur aðstoðarforstöðumanns Landgræðsluskólans. Á ráðstefnunni fluttu auk þess þrír fyrrum nemar erindi í hinum ýmsu málstofum og 11 fyrrum nemar kynntu rannsóknir sínar á veggspjöldum. Auk alls þessa skipulagði Landgræðsluskólinn vinnusmiðju á ráðstefnunni, ásamt samstarfsaðilum, um það hvernig landgræðsla og endurheimt landgæða getur skapað atvinnu- og viðskiptatækifæri til framtíðar og bætt afkomu fólks og samfélaga.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/BePKiiCF-Fw" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>„Það var mjög ánægjulegt að sjá svo stóran hóp fyrrum og núverandi nema Landgræðsluskólans samankominn, bæði á ráðstefnunni en líka á útskriftinni þar sem fyrrum nemar gátu hist og tengst á milli landa og árganga,“ segir í frétt frá skólanum.</p> <p>Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við tvo nýtútskrifaða nemendur skólans, þær Setrida Mlamba frá Malaví og Dinnah Tumwebaze frá Úganda auk Malipholo Eleanor Hae frá Lesótó sem útskrifaðist frá skólanum árið 2016.</p>

20.09.2018Meirihluti sýrlenskra flóttakvenna í Tyrklandi lifir langt undir fátæktarmörkum

<span></span> <p>Til að hægt væri að mæta þörfum flóttakvenna frá Sýrlandi í Tyrklandi eftir fremsta megni var gerð úttekt á stöðu þeirra að frumkvæði Írisar Bjargar Kristjánsdóttur sem er sérfræðingur á sviði mannréttinda og starfar hjá UN Women í Tyrklandi á vegum utanríkisráðuneytisins. Stór hluti verkefna snýr að baráttunni fyrir betra lífi sýrlenskra flóttakvenna. </p> <p>Tekin voru viðtöl við 1230 konur og stúlkur þar sem fram kom að meirihluti þeirra lifir langt undir fátæktarmörkum, jafnvel við hungurmörk. Þær eru einangraðar frá samfélaginu, komast ekki inn á vinnumarkaðinn, ýmist vegna fjölskylduaðstæðna, tungumálaörðugleika eða skorts á starfsþjálfun. Aðeins 15% þeirra kvenna sem rætt var við hafa einhverjar tekjur. Í skýrslu sem gerð var eftir úttektina kom einnig fram að um 70% viðmælenda tala enga tyrknesku og geta því ekki nýtt sér sjálfsögð réttindi og þjónustu þar í landi.</p> <p>Í frétt á vef UN Women kemur fram að stríðið í Sýrlandi hefur valdið umfangsmesta flóttamannastraumi sögunnar og áætlað er að í Tyrklandi búi um 3,5 milljónir sýrlensks flóttafólks, þar af eru&nbsp;70% konur og börn. Konur sem verða undir í stríði og átökum eiga í mestri hættu á að þurfa að þola ofbeldi, búa við slæm lífsgæði og geta ekki séð fyrir sér og sínum í nýju landi. Vegna áframhaldandi átaka í Sýrlandi má búast við enn frekari fólksflutningum þangað á komandi mánuðum.</p> <p>Þegar húsnæðismál þeirra voru könnuð í fyrrnefndri úttekt kom í ljós að 36% mátu ástand sitt afar slæmt og 17% sögðust búa í óviðunandi húsnæði á borð við gluggalausar kjallaraholur eða ruslakofa. Plássleysi og troðningur er langvarandi vandamál í híbýlum flóttakvenna sem setur aukið álag á þær og eykur hættuna á því að þær verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá kom fram að aðeins 23% stúlkna á aldrinum 15-17 ganga í skóla því margar þeirra hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og neyðast til að sinna heimili og fjölskyldu. Íris Björk segir í frétt UN Women að viðmælendur hafi oft lagt ofuráherslu á mikilvægi þess að fá tungumálakennslu og barnagæslu svo þær gætu menntað sig <span></span>og komist út á vinnumarkaðinn.</p> <p>„Margt hefur þegar áunnist í málefnum sýrlenskra flóttakvenna í Tyrklandi frá því að UN Women hófu að starfa í þeirra þágu árið 2016 í Tyrklandi. Til dæmis var SADA neyðarathvarfinu í Gaziantep komið á fót árið 2017 en þangað geta sýrlenskar flóttakonur sótt sér starfsþjálfun og félagslega aðstoð. Hægt er að lesa meira um árangur verkefnisins&nbsp;<a href="https://unwomen.is/bornin-min-eru-stolt-af-mer/">hér</a>,“ segir í fréttinni.</p> <p>„Við hjá UN Women höldum áfram að berjast fyrir bættum lífsgæðum flóttakvenna í Tyrklandi og leggjum áherslu á að valdefla stúlkur og konur. Við tryggjum þeim aðgang að þeim atvinnutækifærum, réttindum og þjónustu sem þær eiga rétt á samkvæmt alþjóðasamningum og landslögum. Þess má geta að Íris Björg og samstarfsfólk hennar hjá UN Women undirbúa nú opnun á sex öðrum neyðarathvörfum fyrir sýrlenskar konur á flótta í Tyrklandi.“</p>

19.09.2018Alþjóðabankinn: Sárafátækir hafa aldrei verið færri

<span></span> <p>Einn af hverjum tíu jarðarbúum býr við sárafátækt og hafa aldrei verið færri, samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðabankans. Sárafátækum fækkar áfram en hægar en síðustu ár. Tölurnar eru miðaðar við árið 2015 en tveimur árum áður lifðu 11% jarðarbúa á tekjum undir 1,90 bandarískum dölum sem eru viðmið sárafátæktar. Milli áranna 2013 og 2015 fækkaði sárafátækum um 68 milljónir, niður í 736 milljónir.</p> <p>Alþjóðabankinn birti í dag tölur úr skýrslu sem kemur út í næsta mánuði á alþjóðadegi fátækar, 17. október. Skýrslan nefnist Poverty and Shared Prosperity Report 2018: Piecing Together the Puzzle. Í frétt Alþjóðbankans segir að sárafátækum fækki hægar en áður og það sé áhyggjuefni í ljósi fyrsta Heimsmarkmiðsins um að binda enda á fátækt fyrir árið 2030 – og vísbending um þörf á aukinni fjárfestingu í fátækum ríkjum.</p> <p>"Á undanförnum aldarfjórðungi hefur rúmlega milljarður manna lyft sér upp úr sárri fátækt og frá því skráning sárafátækra hófst hafa þeir aldrei verið færri,” segir Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans. “Ef við ætlum hins vegar að binda enda á alla fátækt fyrir árið 2030 þarf að fjárfesta miklu meira, einkum í mannauði til þess að auka vöxt sem nær til þeirra allra fátækustu. Þeirra vegna má okkur ekki mistakast,” bætir hann við. </p> <p>Fækkun sárafátækra á síðustu áratugum sýnir gífurlegar framfarir en Alþjóðabankinn bendir á að tölur frá lágtekjuríkjum og átakasvæðum haldi áfram að vera háar. Til marks um framfarirnar nefnir bankinn að á aldarfjórðungi, frá 1990 til 2015, hafi sárafátækum fækkað að jafnaði um eitt prósent á ári, eða úr 36% niður í 10%. Hins vegar aðeins um 1% á tveggja ára tímabili frá 2013 til 2015.</p> <p>Innan við 3% íbúa hjá helmingi þjóða heims er undir mörkum sárafátæktar en skýrsluhöfundar hafa áhyggjur af Afríku sunnan Sahara þar sem þeir óttast að sárafátækir verði í tveggja stafa tölu árið 2030.</p>

19.09.2018Fyrsti veitingastaður í eigu flóttamanna í Eistlandi opnar í Tallinn

<span></span> <p>Brazak, qurabiya, khafeh, baklava – þetta er einungis hluti af ljúfmetinu á matseðli Ali Baba, veitingastaðar sem sérhæfir sig í sýrlenskri og miðausturlenskri matargerð og bakstri sem nýlega opnaði í Tallinn í Eistlandi. - Frásögn af vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Konan á bak við starfsemina, Nermiin frá Sýrlandi, er hæstánægð. Í raun nær ást hennar á eldamennsku aftur til æsku. „Ég hef kunnað við að elda frá því ég var smástelpa og hjálpaði mömmu alltaf í eldhúsinu,” segir hún. „Ég er svo fegin að við gerðum þetta, við erum öll ánægð,“ bætir hún við og vísar til eiginmanns síns, Mohamads, og vinar þeirra og viðskiptafélaga Amers, sem er einnig frá Sýrlandi.</p> <p>Nermiin gekk til liðs við Mohamad í Eistlandi fyrir þremur árum. Stuttu eftir að þau komu byrjuðu þau að leita að stað til að opna kaffihús. Það var ekki auðvelt: enginn vildi leigja þeim. „Kannski er það vegna þess að ég er ekki eistneskur – ég er flóttamaður hér – eða kannski vegna tungumálaörðugleika. Ég er líka með annað litarhaft,“ segir Mohamad.</p> <p>Nermiin bætir við að það hafi líka verið erfitt að venjast lífi sínu í einu af veraldlegustu löndum heims: „Það var erfitt í byrjun, fólk leit á mig og sjá bara hijab – að ég er múslimi. En á einhverjum tímapunkti verður þú bara að venjast því.“</p> <p>Sem Palestínumenn sáu Mohamad og Nermiin ekkert líf fyrir sér í hinu stríðshrjáða Sýrlandi: „Það er engin vinna eða framtíð fyrir börnin mín þar. Ahmad sonur minn vill verða læknir, en hann gæti ekki opnað eigin læknastofu þarna – hann mætti aðeins vinna á sjúkrahúsi. En hér er allt í lagi fyrir hann. Hann getur lært. Ég kom ekki hingað fyrir mig heldur börnin mín.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rqirOEzotUg" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Mohamad kom til Eistlands frá Rússlandi með því að synda yfir ána á landamærunum. „Ég fylgdi GPS tæki með vinum mínum,“ segir hann. „Þegar ég kom til Eistlands var ég fluttur til Harku-geymslubúðanna í tvo mánuði og síðan til Vao-flóttamannabúðanna í eitt ár áður en Nermiin kom með börnin. Síðan fundum við íbúð í Tallinn.“</p> <p>Í meira en tvö ár tók Nermiin matreiðslupantanir og eldaði úr eigin eldhúsi: „Það var mjög erfitt fyrir mig. En fólki líkaði maturinn okkar og það hvatti okkur til að opna veitingastað.“</p> <p>Loks fundu þau húsnæði inni í verslunarmiðstöð í stærsta úthverfi Tallinn. Reksturinn er í góðri mótun, en hver dagur reynist vera áskorun – suma daga fær veitingastaðurinn 30 viðskiptavini og stundum aðeins fáa. Á sumrin annast þau veitingar á götumatarhátíðum um allt Eistland og matreiðsla þeirra virðist vera að verða vinsælli.</p> <p>Þrátt fyrir áskoranirnar eru Mohamad og Nermiin vongóð – aðallega um framtíð barna sinna. Elsti sonur þeirra, hinn 13 ára gamli Ahmad, talar nú þegar reiprennandi eistnesku og er stoltur af árangri sínum í skóla. „Ég lauk með fyrstu einkunn. Ég myndi vilja fara í læknanám, en ég myndi líka vilja verða þýðandi – ég tala fjögur tungumál,“ segir hann.</p> <p>Amer, hinn 27 ára gamli viðskiptafélagi þeirra, sótti um hæli í Eistlandi þegar hann kom, þó að hann hefði fremur viljað búa í Svíþjóð þar sem frændi hans er. Eftir viðveru þar í tvo mánuði var hann sendur aftur til Eistlands. „Ég var vonsvikinn í fyrstu, en nú er þetta allt í lagi. Ég get heimsótt foreldra mína og tvo bræður sem búa í Danmörku, og faðir minn hefur líka heimsótt mig hingað.“</p> <p>Amer hefur nú, ásamt Nermiin, Mohamed og fjölskyldu þeirra, fundið sinn stað í Eistlandi. Honum er hugsað til allra þeirra flóttamanna sem hafa þurft að flýja Sýrland. „Margir hafa misst allt,“ segir hann. „Þeir hafa ekki neitt lengur. En hér í Eistlandi höfum við vinnu, við eigum okkar eigið fyrirtæki!“</p>

18.09.2018Börn í lágtekjuríkjum allt að sextíu sinnum líklegri til að deyja en börn í hátekjuríkjum

<span></span> <p>Talið er að 6,3 milljónir barna yngri en fimmtán ára hafi látist árið 2017, eða eitt barn á fimm sekúndna fresti. Í langflestum tilvikum var um dánarorsakir að ræða sem unnt hefði verið að lækna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fleiri alþjóðlegum stofnunum. Þar sem barnadauði er hæstur í heiminum eru börn allt að sextíu sinnum líklegri til að deyja á fyrstu fimm árum ævinnar borið saman við þjóðar með lægstu dánartíðni barna.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að meirihluti þeirra 6,3 milljóna dauðsfalla barna á síðasta ári hafi orðið áður en fimm ára aldri var náð, eða 5,4 milljónir dauðsfalla, þar af helmingurinn meðal nýbura. </p> <p>„Ef ekki verður gripið til úrræða í skyndi koma 56 milljónir barna til með að deyja fram til ársins 2030 <span>&nbsp;</span>- og helmingur þeirra nýburar,“ segir Laurence Shandy yfirmaður UNICEF á sviði tölfræði og rannsókna. „Við höfum náð ótrúlegum árangri í baráttunni að bjarga börnum frá árinu 1990, en milljónir barna deyja vegna þess hver þau eru og hvar þau fæðast,“ segir hann og bætir við að með einföldum lausnum eins og lyfjum, hreinu vatni, rafmagni og bóluefnum væri unnt að draga úr barnadauða.</p> <p>Meðal þjóðanna í sunnanverðri Afríku er barnadauðinn mestur, helmingur dauðsfallanna verður í þeim heimshluta. Þrjátíu prósent verða í sunnanverðri Asíu. Til marks um muninn milli ríkra þjóða og fátækra bendir skýrslan á að 1 af 13 börnum í Afríku sunnan Sahara deyr fyrir fimm ára aldur en aðeins 1 af hverjum 185 meðal hátekjuþjóða.</p> <p>Hvarvetna í heiminum er mesta áhættutímabilið í lífinu fyrsti mánuðurinn. Á síðasta ári létust 2,5 milljónir barna á fyrstu fjórum vikum ævinnar. Barn fætt í sunnanverðri Afríku og sunnanverði Asíu var níu sinnum líklegra en nýburði í hátekjuríki til að deyja á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu. Fram kemur í skýrslunni að framfarir á þessu sviði hafi verið hægari en meðal annarra aldurshópa yngri en fimm ára.</p> <p><strong>Íslendingar í baráttunni gegn ungbarnadauða</strong></p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í öðru samstarfsríkinu, Malaví, lagt mikla áherslu á uppbygginu í lýðheilsu í Mangochi héraði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að draga úr ungbarnadauða en á því sviði hefur árangurinn í Malaví vakið heimsathygli.&nbsp;Byggðar hafa verið átta fæðingardeildir og ellefu biðskýli fyrir verðandi mæður í dreifbýli á síðustu árum og ein héraðsfæðingadeild með biðskýli, ungbarnaeftirlits- og fjölskylduáætlunardeild. Allt er þetta gert til þess að auka aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu sem miðar að mæðra- og ungbarnaeftirliti og fæðingarhjálp.&nbsp;</p> <p><a href="https://reliefweb.int/report/world/levels-trends-child-mortality-report-2018" target="_blank">Nánar</a></p>

17.09.2018Lífskjör í heiminum fara batnandi – Ísland í sjötta efsta sæti

<span></span> <p>Ísland er í sjötta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, sama sæti og fyrir tveimur árum þegar síðasti listi var birtur. Staða norrænu þjóðanna allra er óbreytt frá síðasta lista, Norðmenn í efsta sæti, Íslendingar í sjötta, Svíar í sjöunda, Danir í ellefta og Finnar í fimmtánda. Meginniðurstaða lífskjaralistans er sú að lífskjör í heiminum fara batnandi.</p> <p>Lífskjaralistinn er gefinn út af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og mælir lífskjör eða „human development“ út frá ýmsum mælikvörðum, meðal annars þjóðartekjum, heilsufari og menntun. Þjóðirnar sem lífskjaralistinn nær til eru 189 talsins. Af þeim eru 59 þjóðir í hæsta flokki og 38 í lægsta flokki. Fyrir aðeins átta árum voru nánast jafn margar þjóðir í hvorum flokki, 46 í efri flokknum og 49 í þeim neðri. Nítján árum munar á meðalævilengd íbúa í flokkunum tveimur.</p> <p>Í tíu efstu sætunum eru eftirtaldar þjóðir:</p> <p>1. Noregur, 2. Sviss, <span>&nbsp;</span>3. Ástralía, 4. Írland, 5. Þýskaland, 6. Ísland, 7. Hong Kong, 7. Svíþjóð, 9. Singapúr og 10. Holland</p> <p>Þrjár þjóðir hafa hækkað hratt á síðustu árum, Írar hafa hækkað um þrettán sæti, og bæði íbúar Dómínaska lýðveldisins og Botsvana hafa hækkað um átta sæti. Lækkunin er mest hjá þjóðum í vopnuðum átökum, Sýrlendingar lækka um 27 sæti, Líbíumenn lækka 26 sæti og Jemenar hafa hrunið um 20 sæti.</p> <p>Hjá samstarfsþjóðum Íslandi eru breytingar litlar, Úgandabúar er í 163. sæti, sama og síðast, en Malavar falla niður um eitt sæti og eru í 171. sæti á nýja listanum. </p> <p><a href="http://www.hdr.undp.org/en/content/wide-inequalities-people%E2%80%99s-well-being-cast-shadow-sustained-human-development-progress" target="_blank">Wide inequalities in people’s well-being cast a shadow on sustained human development progress (UNDP)</a></p>

14.09.2018Alheimshreinsunardagur á morgun, laugardag

<span></span> <p>Á morgun, laugardaginn, 15. september,&nbsp;sameinast þjóðir heims í stærsta hreinsunarátaki&nbsp;sem um getur:&nbsp;<a href="https://www.worldcleanupday.org/">World Cleanup Day</a>. Fram kemur á vef Landverndar að Ísland láti sitt ekki eftir liggja,&nbsp;<a href="http://landvernd.is/">Landvernd</a>,&nbsp;<a href="http://blaiherinn.is/">Blái herinn</a>,&nbsp;<a href="http://jci.is/">JCI</a>,&nbsp;<a href="http://plastlausseptember.is/">Plastlaus september</a>,&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/groups/plokkaislandi/?fb_dtsg_ag=AdybiyO3RUXQhrJELjKXC0eGwbJ_5yJ_OOAclOX8MO4Hdg%3aAdwyY4PQGTzmTXlLfBwhZvZQp4t5nQm9zw2TU6e7iszpJg">plokkarar</a>&nbsp;og&nbsp;allir sem hafa áhuga á að búa í hreinum heimi, sameini krafta sína&nbsp;og hreinsi fjöll af rusli í tengslum við þennan&nbsp;alheimsviðburð.</p> <p>Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að Alheimshreinsunardagurinn 15. september reki uppruna sinn til aðgerðasinna í Eistlandi sem skipulögðu fyrstu hreinsun sína fyrir tíu árum og virkjuðu 4% Eista. Nú hafa stjórnvöld í Eistlandi ákveðið að styðja&nbsp;Alheimshreinsunardaginn 2018 til þess að fagna 100 ára afmælis sjálfstæðis landsins. “Gjöf Eistlands til heimsins í tilefni afmælisins er Alþjóðahreinsunardagurinn 2018, gjöf sem felur í sér hreinni og heilbrigðari plánetu og betri framtíð fyrir alla,” segja Eistar.</p> <p>„Samtökin Kýlum á það heimur! (Let´s do it! World) standa að baki alheims-átakinu og er hugsunin sú að hver og einn einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til þess að stuðla að jákvæðum breytingum. Ef aðeins ein manneskja ákveður að hreinsa til í götunni sinni og vinirnir fylgja í kjölfarið, hefur grettistaki verið lyft og jörðin er aðeins hreinni en áður,“ segir í frétt UNRIC. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wW0JOx93Q5Y" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Hreinsunardagurinn, &nbsp;World Clean UP Day, snýst ekki um að hreinsa heiminn í einn dag. „World Clean UP Day er ætlað að vekja heiminn til vitundar,” segir Eva Truuverk, oddviti Kýlum á það, heimur – samtakanna. &nbsp;</p> <p>Markmiðið er að fimm af hundraði íbúa landanna 150, verði þátttakendur í átakinu. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Environment) styður átakið.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að á hverju ári endi 8 milljónir tonna af plasti í heimshöfunum. Fyrr á þessu ári hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsbyggðina til að skera upp herör til að „sigrast á plast-menguninni,” og benti á að „örplasteindir í hafinu (væru) fleiri en stjörnurnar í vetrabrautinni.”</p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27289-afmaelisgjoef-eista-til-jarearbua-hreinni-heimur" target="_blank">Frétt UNRIC</a></p> <p><a href="https://landvernd.is/sidur/alheimshreinsun-thann-15-september-2018" target="_blank">Frétt Landverndar</a></p> <p><span style="background: white; font-size: 10.5pt; font-family: Helvetica, sans-serif; color: #1d2129;">&nbsp;</span></p>

13.09.2018Rúmar tvær milljónir í neyðaraðstoð til Laos

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent 2,1 milljón króna (20,000 Bandaríkjadali) til hjálpar börnum á flóðasvæðum í Laos í Suðaustur-Asíu. Þar brast stór stífla 23. júlí síðastliðinn með þeim afleiðingum að 36 létu lífið og 98 er enn saknað. Flóð vegna hamfaranna og monsún-rigninga flæddu yfir 13 þorp og höfðu áhrif á líf þrettán þúsunda. Um sjö þúsund manns í sex þorpum misstu heimili sín en hundruð heimila eyðilögðust á Sanamxay svæðinu.</p> <p>SOS Barnaþorpin voru ein fyrstu hjálparsamtökin í heiminum til að bregðast við neyðinni sem skapaðist af flóðunum. Samtökin eru enn að störfum á svæðinu nú nærri tveimur mánuðum eftir að hörmungarnar dundu yfir. Samtökin útvega mat og aðstoða hundruð barna sem eru á vergangi ásamt fjölskyldum sínum. Þrettán skólar eyðilögðust í hamförunum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/MytfNtATQ7U" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p><strong>Fleiri börn á hverjum degi</strong></p> <p>„Það koma alltaf fleiri og fleiri börn til okkar á hverjum degi. Yfir tvo hundruð börn koma daglega á umsjónarsvæðin okkar þar sem við höldum við uppi ýmissi starfsemi fyrir börnin eins og afþreyingu og kennslu. Við höfum verið að færa til kennara úr öðrum verkefnum okkar og koma á kennslu hérna,“ segir Soumata Dengchampa framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Laos. Hann bendir jafnframt á að yfir 30 ungmenni úr öðrum SOS barnaþorpum hafi boðið sig fram í sjálfboðavinnu til að hjálpa.</p> <p><strong>Dýrmæt sérþekking hjá SOS</strong></p> <p>Shubha Murthi aðgerðarstjóri SOS Barnaþorpanna segir að sérþekking innan SOS og snör viðbrögð hafi skipt miklu máli. „Við náðum að bregðast hratt við þessum hryllilega harmleik. Þarna munaði um sérþekkingu sem við öðluðumst vegna jarðskjálftanna í Nepal árið 2015. SOS Barnaþorpin þar í landi endurguldu nú aðstoð sem þeim barst fyrir þremur árum og sendu mannafla til okkar. Þetta undirstrikar að samtökin eru eitt stórt lið sem hjálpast að.“</p> <p><a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8358/rumar-tvaer-milljonir-i-neydaradstod-til-laos" target="_blank">Frétt SOS Barnaþorpanna</a></p>

12.09.2018Mannréttindi nýtt áherslusvið í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands

<span></span> <p>Samkvæmt drögum að nýrri stefnu í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er að finna þau nýmæli að mannréttindi fá aukið vægi í stefnunni sem verður lögð fram á haustþingi og gildir frá árinu 2019 til 2023. Þar segir að Ísland leggi mannréttindi til grundvallar stefnu sinni með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnislegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum. Utanríkisráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa um stefnuna og opið er fyrir innsendingu umsagna til miðnættis á morgun, 13. september.</p> <p>Í kaflanum um mannréttindi segir að jafnrétti kynjanna og réttindi barna verði í öndvegi og sérstök áhersla verði lögð á berskjaldaða hópa. „Þróunarsamvinna Íslands endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag hefur í heiðri; virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum, fjölbreytileika og umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Ábyrgð, árangur og áreiðanleiki verði höfð að leiðarljósi í öllu starfi Íslands á þessu sviði.“</p> <p><strong>Þrjú leiðarljós</strong></p> <p>Í kafla um áherslur og markmið eru leiðarljósin í þróunarsamvinnu Íslands þrjú: mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun. Þar segir að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn hungri og sárafátækt og beiti sér fyrir að aukin hagsæld samfélaga skili sér til þeirra fátækustu og leiði til aukins jafnaðar. Þá verði lögð áhersla á að styðja við óstöðug ríki og þau fátækustu og stuðla að friði á alþjóðavettvangi.</p> <p>„Í þróunarsamvinnu Íslands verði lögð áhersla á svið þar sem sérþekking Íslands getur nýst í baráttunni gegn fátækt og fyrir framgangi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í því samhengi verði unnið að einu yfirmarkmiði og tveimur meginmarkmiðum er láta að uppbyggingu félagslegra innviða og starfa í þágu friðar, og verndunar jarðarinnar og sjálfbærrar nýtingar auðlinda,“ segir í drögunum.</p> <p>Yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Meginmarkmiðin tvö verði annars vegar uppbygging félagslegra innviða og störf í þágu friðar og hins vegar verndun jarðarinnar og sjálfbær nýting náttúruauðlinda. Í drögunum er nánari grein gerð fyrir meginmarkmiðunum báðum og tengingu þeirra við Heimsmarkmiðin.</p> <p><strong>Framlög hækkuð</strong></p> <p>Samkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands frá 2008 á utanríkisráðherra fimmta hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fimm ára í senn. Í drögunum að nýrri stefnu stjórnvalda segir að Ísland styðji framtíðarsýn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og leitist við að uppfylla pólitískar, lagalegar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna með virkri þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fram kemur ennfremur að stefnt sé að því að Ísland auki framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum og að þau verði 0,35% af þjóðartekjum árið 2022.&nbsp;</p> <p>Á gildistíma stefnunnar er áformað að fram fari greining á nýjum samstarfslöndum, áherslulöndum og svæðasamtarfi og mögulega verði tekið upp samstarf við eitthvert landanna og nýjum verkefnum sinnt á gildistímanum.</p>

12.09.2018Utanríkisráðuneytið styður alþjóðleg verkefni UNICEF – mikilvægur liður í þróunarsamvinnu Íslands

<span></span> <p>„Ómetanlegur stuðningur Íslands við börn í Jemen, Rúanda, Malí og Jórdaníu,“ er fyrirsögn á frétt á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi þar sem segir að árlega berist samtökum ánægjulegar fréttir um það hversu mikilvægur stuðningur frá Íslandi hefur verið fyrir börn um allan heim. &nbsp;„Árið 2017 studdi íslenska ríkið UNICEF alþjóðlega með kjarnaframlagi upp á rúmlega milljón Bandaríkjadala. Þökk sé þeim stuðningi náði UNICEF að styðja börn í Jemen, Rúanda, Malí og Jórdaníu meðal annars með bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum, bættri heilbrigðisþjónustu, vetrarfatnaði, endurbyggingu skóla og hreinu vatni,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir ennfremur að samstarf UNICEF og utanríkisráðuneytisins sé mikilvægur liður í þróunarsamvinnu Íslands og að íslensk stjórnvöld hafi veitt framlög til UNICEF alþjóðlega um árabil. „Mikilvægur hluti framlaganna frá íslenska ríkisinu&nbsp;til UNICEF á heimsvísu&nbsp;eru svokölluð kjarnaframlög (e.&nbsp;regular resources) sem ekki eru eyrnamerkt ákveðnum verkefnum.&nbsp;&nbsp;Kjarnaframlög gera UNICEF kleift að skipuleggja sig fram í tímann, bregðast strax við þegar neyðarástand brýst út og vera til staðar þar sem þörfin er mest hverju sinni.“&nbsp; </p> <p><strong>Milljónum barna veitt neyðaraðstoð</strong></p> <p>„Staða barna í Jemen í dag er skelfileg, og nánast hvert einasta barn í landinu þarf á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Til að bregðast við neyð barna í Jemen skiptu kjarnaframlög til UNICEF gríðarlegu máli. Íslenska ríkið hefur stutt dyggilega við neyðaraðgerðir UNICEF í landinu og gert samtökunum kleift að veita milljónum barna aðstoð við gífurlega erfiðar aðstæður. </p> <p>Á síðasta ári bólusetti UNICEF 4,8 milljónir barna undir 5 ára í Jemen gegn mænusótt, og meira en 640 þúsund börn gegn mislingum, þökk sé slíkum framlögum. Báðir sjúkdómarnir geta verið lífshættulegir börnum. Auk þess studdi Ísland endurbyggingu vatns- og hreinlætiskerfa og hjálpaði til við að meðhöndla 226 þúsund börn við alvarlegri bráðavannæringu og tryggja 1,3 milljónum barna menntun, svo nokkuð sé nefnt.</p> <p>Í Jórdaníu var yfir 100 þúsund börnum sem hafa flúið stríðið í Sýrlandi útvegaður hlýr fatnaður, skór og teppi til að verjast vetrarkuldanum í flóttamannabúðum. Leikskólar fyrir börn og nýsköpunarverkefni fyrir ungmenni nutu einnig stuðnings UNICEF og utanríkisráðuneytisins. „Ég kem núna á hverjum degi, og mun halda því áfram. Þetta hjálpar mér að sigrast á áskorunum, ég læri nýja hluti og kennslan hvetur mig áfram,“ segir Reem, 15 ára, sem kemur nú reglulega í nýsköpunarmiðstöð sem UNICEF hefur sett á laggirnar fyrir ungmenni í Jórdaníu.“</p> <p><strong>Framlög frá Íslandi björguðu lífi barna í Malí</strong> </p> <p>„Vanæring er ein helsta dánarorsök barna í Malí. Í Timbúktú, í norðurhluta landsins, þjást 15% barna vegna bráðavannæringar. Áframhaldandi átök og óstöðugleiki í landinu ógna lífi enn fleiri. Framlög frá Íslandi voru því mikilvæg til að bregðast við vannæringu meðal barna í landinu. Þau gerðu UNICEF kleift að meðhöndla yfir 6 þúsund börn við alvarlegri bráðavannæringu og útvega milljónum barna A-vítamín, bætiefni og aformunarlyf. Allt stuðlar þetta að bættri heilsu barna í landinu.</p> <p>Samvinna UNICEF og utanríkisráðuneytisins gerði UNICEF einnig kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem njóta lítillar athygli fjölmiðla og umheimsins almennt og að ná til allra berskjölduðustu barnanna. Í Rúanda vann UNICEF meðal annars að því að bæta gæði mæðra- og ungbarnaverndar til að draga úr tíðni ungbarnadauða. Samstarf við menntamálaráðuneyti landsins&nbsp;&nbsp; lagði áherslu á jöfn tækifæri stúlkna og drengja til menntunar og auk þess aðstoðaði UNICEF ríkisstjórn Rúanda við að tryggja réttindi fatlaðra barna.</p> <p>Framlög frá Íslandi gegna því ómissandi hlutverki í að vernda og bæta líf barna um allan heim, óháð því hvort þörf þeirra hafi vakið athygli alþjóðasamfélagsins.&nbsp;Þökk sé slíkum stuðningi getur UNICEF barist fyrir réttindum allra barna á heimsvísu og stuðlað að varanlegum umbótum í heiminum,“ segir að lokum í frétt UNICEF.</p>

11.09.2018Loftslagsbreytingar auka á hungrið í heiminum

<span></span> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna sveltur 821 milljón jarðarbúa og 150 milljónir barna eru með vaxtarhömlun vegna vannæringar. Varað er við því að annað Heimsmarkmiðið, að útrýma hungri og vannæringu, sé í hættu. Loftslagsbreytingar eru ein helsta skýringin á auknum matarskorti í heiminum.</p> <p>Í nýrri stöðuskýrslu um fæðuöryggi og næringu í heiminum – <a href="http://www.fao.org/state-of-food-security-nutrition/en/">The State of Food Security and Nutrition in the World 2018</a>&nbsp;– sem kom út í morgun kemur fram að hungrið í heiminum heldur áfram að aukast. Á síðasta ári hafi 821 milljón manna búið við sult, eða einn af hverjum níu jarðarbúum. Skýrsluhöfundar segja lítið gert til þess að bregðast við ýmsum birtingarmyndum vannæringar, allt frá vaxtarhömlun barna til offitu fullorðinna, sem ógni heilsu hundruð milljóna manna.</p> <p>Í fjölmörg ár dró sífellt úr hungri í heiminum en á síðustu þremur árum hefur það aftur færst í aukana. Þessi öfugþróun felur í sér skýr aðvörunarmerki um að brýnna aðgerða sé þörf ef ætlunin sé að ná öðru Heimsmarkmiðinu um að útrýma hungri fyrir árið 2030.</p> <p>Ástandið hefur versnað í Suður-Ameríku og víðast hvar í Afríku. Hins vegar hefur dregið markvert úr langvarandi vannæringu sem einkenndi Asíuríki um áratugaskeið.</p> <p>Í skýrslunni eru skýringar á auknum matarskorti sagðar bæði að finna í loftslagsbreytingum, flóðum, þurrkum og ofsaveðri, en einnig í átökum og efnahagslægðum. </p> <p>Fimm stofnanir koma að gerð skýrslunnar, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar (IFAD), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO).</p>

10.09.2018Hálf milljón barna hungurmorða fyrir árslok?

<span></span> <p>Óttast er að rúmlega hálf milljón barna verði hungurmorða fyrir lok þessa árs, segir í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children. At mati samtakanna þurfa 4,5 milljónir barna yngri en fimm ára á lífsnauðsynlegri meðferð að halda gegn vannæringu fyrir áramót en þessi börn draga öll fram lífið á átakasvæðum. Frá árinu 2016 hefur börnum í lífshættu vegna vannæringar á átakasvæðum fjölgað um 20%, segir í frétt samtakanna.</p> <p>Save the Children dregur upp afar dökka mynd af ástandinu og segir af haldi fram sem horfi muni tvö af hverjum þremur alvarlega vannæðrum börnum ekki fá nauðsynlega meðferð. Samtökin óttast að 590 þúsund börn deyi vegna þess að þau fái ekki nauðsynlegan stuðning. </p> <p>„Það þýðir að um 1600 börn yngri en fimm ára deyja af völdum hungurs á hverjum degi, eða eitt barn á hverri mínútu,“ segir í fréttinni.</p> <p>Aðvörunarorð Save the Children koma á sama tíma og mannúðarsamtök glíma við alvarlegan fjárhagsvanda vegna skilgreindra neyðaraðstæðna í átakasvæðum. Jafnframt færist í aukana að stríðandi fylkingar hindri aðgang mannúðarsamtaka að svæðum þar sem börn eru í neyð. </p> <p>Eins og áður hefur komið fram hefur hungruðum fjölgað á nýjan leik á síðustu misserum eftir samfellda fækkun um tveggja áratuga skeið.</p> <p><a href="https://www.savethechildren.org.au/media/media-releases/extreme-hunger-could-kill-children-in-war-zone" target="_blank">Frétt Save the Children</a></p>

07.09.2018UNICEF: Hvetur ríkisstjórnir að bregðast við veðurvá í þágu barna

<span></span><span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur stjórnvöld um heim allan til þess að bregðast strax við fjölgun tilvika „öfgaveðurs“ með öryggi barna að leiðarljósi. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á nýlega dæmi um gífurleg flóð í suðurhluta Indlands, skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna og hitatölur á norðurhveli jarðar sem hafa aldrei verið hærri. Að mati UNICEF setja þessi veðrabrigði börn í hættu bæði í bráð og lengd.</p> <p>„Þegar hætta steðjar að eru börn berskjölduðust og ofsaveður er þar engin undantekning,“ segir Ted Chaiban hjá UNICEF. „Á síðustu mánuðum höfum við séð með áberandi hætti hvernig veröld við erum að skapa fyrir komandi kynslóðir. Öfgar í veðurfari leiða til fjölgunar neyðartilvika og aukinnar mannúðaraðstoðar. Það eru börnin sem kaupa þá þróun dýrustu verði,“ bætir hann við.</p> <p>Í tilkynningu UNICEF kemur þó fram að þótt einstök dæmi um ofsafengin veður stafi ekki endilega af loftslagsbreytingum sé ekki hægt að horfa framhjá því að slíkum tilvikum fjölgi og þau verði ofsafengnari, en hvoru tveggja sé í samræmi við spár um mannleg áhrif á hnattrænt veðurfar. UNICEF bendir á að þessar aðstæður hafi margvísleg áhrif á börn. Þær stuðli meðal annars að útbreiðslu banvænna barnasjúkdóma eins og alvarlegrar vannæringar, malaríu og niðurgangspesta.</p> <p>UNICEF hvetur ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið til að taka ákveðin skref nú þegar til þess að tryggja öryggi barna og rétt þeirra. Aðgerða sé þörf nú þegar. Í nýútgefinni skýrslu samtakanna – <a href="https://www.unicef.org/publications/files/Unless_we_act_now_The_impact_of_climate_change_on_children.pdf">Unless we act now: The Impact of climate change on children</a>&nbsp;– er að finna ýmiss konar tilmæli til stjórnvalda um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til bregðast við veðurvá í þágu barna.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2018/08/1018132">Act now to save children from rise in climate-driven extreme weather – UNICEF</a></p>

06.09.2018Stafræn tækni við manntal í Malaví ​

<span></span> <p>Þessa dagana er tekið manntal í Malaví. Stafræn tækni er notuð við gerð manntalsins í fyrsta sinn og spjaldtölvur leysa af hólmi spurningalista á pappír. Þetta er í sjötta skipti sem manntal er tekið í Malaví en síðasta manntal var tekið árið 2008. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf í síðustu viku en reiknað er með að manntalsgerðin taki þrjár vikur.</p> <p>Yfirskrift verkefnisins er „Be Counted – Leave No One Behind“ en manntalið felur ekki einvörðungu í sér skrá um alla þá einstaklinga sem búa í landinu heldur einnig söfnun ýmiss konar annarra tölfræðilegra gagna um íbúana sem gagnast stjórnvöldum við áætlanagerð.</p> <p> „Upplýsingarnar sem safnað er saman við manntalsgerðina hafa mikið gildi fyrir alla þróun,“ segir Young Hong, fulltrúi UNFPA í Malaví. „Án nákvæmra upplýsinga um fólksfjölda, hvernig hann dreifist og hver lífsskilyrði íbúanna eru, gætu stjórnmálamenn ómögulega vitað hvar þyrfti að fjárfesta í skólum, sjúkrahúsum og samgöngum. Án manntalsins gætu þeir sem þarfnast mestrar hjálpar verið ósýnilegir áfram,“ segir hann.</p> <p>Ágústu Gísladóttur forstöðumanni íslenska sendiráðsins í Lilongve var boðið, af hálfu UNFPA, að fylgjast með manntalsgerðinni í gær í sveitunum fyrir utan höfuðborgina. Ágústa tók þessar meðfylgjandi myndir á vettvangi.</p> <p>Í fyrsta manntalinu sem tekið var árið 1966 voru íbúar Malaví 4 milljónir. Talið er að íbúar Malaví séu núna rétt tæplega 20 milljónir.</p> <p>&nbsp;</p> <p><a href="http://malawi.unfpa.org/en/news/malawi-launches-first-ever-digital-census" target="_blank"><sup>Malawi launches first-ever digital census/ UNFPA</sup></a></p> <p><a href="http://malawi.unfpa.org/en/news/15000-tablets-handed-over-2018-malawi-census" target="_blank"><sup>15000 tablets handed over for 2018 Malawi Census/ UNFPA</sup></a></p>

06.09.2018Betri heimur fyrir alla: viðburður á Lýsu 2018 um Heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra á Íslandi

<span></span> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Allir þurfa að taka þátt og stjórnvöld og sveitarfélög skipta þar gríðarlega miklu máli. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið þau&nbsp;<a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Heimsmarkmid%20S%c3%9e%20(WEB)_lagad(OK).pdf">undirmarkmið</a>&nbsp;sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum. Á málstofunni Betri heimur fyrir alla, sem haldin verður sem hluti af&nbsp;&nbsp;<a href="http://www.lysa.is/">Lýsu</a>&nbsp;2018, gefst tækifæri til þess að kynnast áætlunum ríkisstjórnarinnar við innleiðingu Heimsmarkmiðanna sem og hvernig markviss innleiðing þeirra á vettvangi ríkis og sveitarfélaga getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan íbúa á öllum æviskeiðum.</p> <p>Fanney Karlsdóttir, forsætisráðuneyti kynnir áætlun ríkisstjórnarinnar, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Heimsmarkmiðana kynnir verkefni og aðgerðir utanríkisráðuneytisins, Páll Magnússon kynnir hugmyndir Kópavogs og Gígja Gunnarsdóttir hjá Embætti landlæknis fjallar um Heilsueflandi samfélag og tengingu nálgunarinnar við Heimsmarkmiðin.</p> <p>Fundarstjóri verður Harpa Júlíusdóttir frá Félagi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Málstofan fer fram í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardaginn 8. september 2018 frá kl: 15:00-16:15 (vekjum athygli á breyttum tíma, áður auglýst kl: 13:15). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.</p>

05.09.2018Ísland tekur þátt í svæðaverkefni í vesturhluta Afríku

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna héldu ekki alls fyrir löngu námskeið í notkun og greiningu gagna úr skipaeftirlitskerfum fyrir lykilstarfsmenn sjávarútvegsráðuneyta í Síerra Leone, Líberíu og Gana. Námskeiðið er þáttur í svæðasamstarfi í Vestur-Afríku sem utanríkisráðuneytið tekur þátt í og kallast West Africa Regional Fisheries Program (WARFP). Alþjóðabankinn leiðir samstarfið.</p> <p>Að sögn Péturs Waldorff, sérfræðings í deild svæðasamstarfs og atvinnnulífs á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisin, var tilgangur námskeiðsins að styrkja samstarfslöndin í vöktun fiskveiðilögsögu sinnar. Hann segir að tæknin sé nátengd hafrétti og mikilvægt tæki í baráttunni gegn ólöglegum veiðum innan lögsögu ríkjanna.</p> <p>„Námskeiðið, sem haldið var í Sierra Leone, var hið fyrsta sinnar tegundar, en áætlað er að halda framhaldsnámskeið fyrir sama hóp síðar á árinu og aftur á næsta ári til þess að undirbúa hópinn enn betur í vinnslu gagna úr skipaeftirlitskerfum sínum og túlkun á skilvirkan og áhrifaríkan hátt,“ segir Pétur. „Áhersla er til dæmis lögð á að gögn séu tekin saman og sýnd á myndrænan hátt á korti, en þannig má glögglega greina þegar að skip eru að veiðum innan lögsögu landanna. Með þessum hætti verða gögnin einnig læsileg og nothæf fyrir samstarfsaðila og yfirmenn sem ekki eru sérfræðingar í skipaeftirlitskerfunum og nýtast við eftirfylgni mála og ákvarðanatöku.“ </p> <p>Íslensk reynsla og sérfræðiþekking á sviði skipavöktunar kemur við sögu í þessu verkefni en kennarar námskeiðsins voru þeir Einar Hjörleifsson og Julian Burgos hjá Hafrannsóknarstofnun og Alex Senechal hjá Macalister Elliot and Partnes LTD í Bretlandi. Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna sá um skipulag og utanumhald námskeiðsins. </p> <p>&nbsp;</p>

04.09.2018Samstarf utanríkisráðuneytisins við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina

<span></span> <p>Skrifað hefur verið undir viðbragðssamning milli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Samningurinn er til fimm ára og tilgreinir verkferla við þátttöku Íslands í viðbragðsteymum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar með útsendum íslenskum sérfræðingum. </p> <p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem sinna verkefnum í neyðar- og hættuástandi og einstök samstarfslönd þeirra hafa komið sér upp samstarfsneti um viðbragðsteymi sem hægt er að senda tímabundið á vettvang með skömmum fyrirvara. Hugmyndin á bak við það er að auka viðbragðsgetu stofnana Sameinuðu þjóðanna á stuttum tíma með sérhæfðu og reyndu fólki til að vinna í slíkum aðstæðum. </p> <p>Ísland er í hópi þeirra landa sem heldur úti viðbragðslista sérfræðinga og hefur þegar samstarf við nokkrar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna um að hafa fólk til taks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bætist nú í þann hóp. Það er í samræmi við áherslu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu á heilbrigðismál og aukið vægi samþættingar mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lykilhlutverki að gegna í alþjóðlegu samhengi við að koma í veg fyrir, undirbúa sig fyrir og bregðast við hættu sem steðjar að heilsu manna og ná aftur jafnvægi þegar hættuástand er um garð gengið. Hún fer með yfirumsjón heilbrigðismála innan vébanda stofnana Sameinuðu þjóðanna og leiðir samhæfingu í alþjóðaheilbrigðismálum, vinnur að stefnumótum og veitir aðildarríkjum sínum tæknilega ráðgjöf, auk þess að hafa umsjón með aðgerðum þegar heilsuvá eins og farsóttir dynja yfir. </p>

03.09.2018Skóli í Aleppó opnaður á ný eftir aðstoð Íslendinga

<span></span> <p>Á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi segir að þær gleðifréttir hafi borist í síðustu viku að búið væri að opna á ný Al Thawra grunnskólann í Aleppó í Sýrlandi sem endurbyggður var fyrir fjármagn frá íslenskum styrktaraðilum. Kostnaður við endurbygginguna var um 12 milljónir króna og var hann fjármagnaður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með dyggum stuðningi einstaklinga hér á landi sem lögðu verkefninu lið með frjálsum framlögum.</p> <p>Skólinn er í hverfinu Alsukkari en þangað hafa barnafjölskyldur flutt aftur eftir langan tíma á flótta í því hörmungarástandi sem þar hefur verið. Yfir 500 börn eru nú að hefja nám í skólanum sem er öllum börnum opinn, burtséð frá uppruna þeirra, trú eða afstöðu foreldra í stríðinu. Talið er að 50% barna á aldrinum 5-18 ára í austurhluta Aleppó hafi ekki stundað skólagöngu vegna stríðsástandsins. </p> <p>Al Thawra skólinn er einn af mörgum sem hafa verið notaðir sem fangelsi eða skýli og sumir eru hreinlega orðnir að rústum. Ástandið er orðið stöðugra á sumum svæðum í Sýrlandi og yfirvöld vilja byggja samfélagið upp á ný.</p> <p>Meðal einstaklinga á Íslandi sem studdu við verkefnið var ónefndur einstaklingur sem gaf eina milljón króna og framlag upp á hálfa milljón króna kom úr minningarsjóði Sigurðar Jónssonar sem lést árið 2015, aðeins 43 ára að aldri. Sigurði þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.</p>

31.08.2018Kallað eftir umsóknum til mannúðarverkefna í Sýrlandi

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið kallar eftir umsóknum um styrki til mannúðarverkefna borgarasamtaka til að bregðast við neyðarástandi vegna átakanna í Sýrlandi. Verkefnum er ætlað að falla annað hvort að <a href="https://reliefweb.int/report/syrian-arab-republic/2018-humanitarian-needs-overview-syrian-arab-republic-enar">neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum</a> (OCHA) eða <a href="http://www.3rpsyriacrisis.org/">viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna</a> (UNHCR) vegna neyðarinnar í Sýrlandi. </p> <p>Allt að 45 milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 30. september næstkomandi. Gert er ráð fyrir að umsóknum verði svarað skriflega eigi síðar en mánudaginn 22. október 2018.</p> <p>Til að teljast styrkhæf þurfa borgarasamtök að uppfylla eftirfarandi skilyrði:</p> <ul> <li>Vera löglega skráð á Íslandi.</li> <li>Vera ekki rekin í hagnaðarskyni.</li> <li>Hafa sett sér lög, hafi stjórn og stjórnarformann.</li> <li>Hafa lagt fram ársreikninga áritaða annað hvort af opinberri endurskoðunarstofnun, sem er aðili að INTOSAI eða endurskoðunarfyrirtæki, sem starfar skv. alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (IFAC) sl. tvö ár.</li> <li>Að félagsmenn eða styrktaraðilar séu minnst 30 talsins.</li> <li>Starfa náið með samtökum, alþjóðlegum eða innlendum, sem hafa reynslu af neyðar- og mannúðarstörfum.</li> <li>Hafa í eigin starfi og samstarfsaðila á vettvangi lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi og halda í heiðri grundvallarreglur ummannúðaraðstoð.</li> <li>Hafa mótað sér stefnu sem ekki gengur gegn yfirmarkmiðum íslenskrar þróunarsamvinnu.</li> </ul> <p><span>Umsækjendum er bent á umsóknareyðublað, verklagsreglur utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök vegna mannúðaraðstoðar og aðrar leiðbeiningar á&nbsp;<a href="/verkefni/utanrikismal/althjodleg-throunarsamvinna/samstarf-vid-felagasamtok/styrkir-til-felagasamtaka/">vef&nbsp;ráðuneytisins&nbsp;</a>&nbsp;</span></p> <p>Skila skal eftirfarandi fylgigögnum vegna umsókna:</p> <p>Útfylltu umsóknarblaði, sem finna má á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.</p> <ul> <li>Upplýsingum um umsækjanda og samstarfsaðila.</li> <li>Lýsingu á þeirri neyð sem sótt er um styrk til.</li> <li>Ársskýrslu síðasta starfsárs.</li> <li>Lýsingu á þeirri neyð sem sótt er um styrk til með eftirfarandi efnisþáttum:</li> <li>Tilvísun í það alþjóðlega neyðarkall sem verið er að svara.</li> <li>Fjárhagsáætlun vegna verkþátta á vettvangi og vegna verkþátta er lúta að umsýslu, eftirliti og úttekt (árangursmati).</li> <li>Greinargerð um starfshætti og verklag samtakanna í verkefninu, þar á meðal upplýsingum um undirbúning, framkvæmd og eftirlit.</li> <li>Ársskýrslu síðasta starfsárs.</li> <li>Ársreikningi síðasta starfsárs með áritun löggilts endurskoðanda, sbr. lið 2.2.</li> </ul> <p>Jafnframt ber að skila, eða staðfesta að skil hafi áður farið fram á eftirfarandi gögnum:</p> <ul> <li>Nafnalista yfir skipan stjórnar samtakanna.</li> <li>Upplýsingum um löglega skráningu samtakanna.</li> <li>Afriti af lögum samtakanna.</li> <li>Afriti af stefnu samtakanna.</li> <li>Yfirliti um verkefni og áherslur samtakanna, í hvaða löndum þau starfa og umfang starfseminnar.</li> </ul> <p>Umsækjendur skulu lýsa með greinargóðum hætti markmiðum verkefnis, áætlun um framkvæmd og kostnað verkefnis, tímaáætlun þess, auk annarra upplýsinga sem metnar eru nauðsynlegar. Njóti umsækjandi annarra styrkja eða framlaga vegna verkefnisins skal hann gera grein fyrir slíkum framlögum eða styrkjum. </p> <p>Úthlutun styrkja fer eftir þeim skilmálum sem fram koma í verklagsreglum ráðuneytisins og leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar, sem finna má á ofangreindum vef.&nbsp;</p> <p>Umsóknir sem ekki uppfylla skilyrði auglýsingar og úthlutunarskilmála verða ekki teknar til greina.</p> <p>Um styrkveitingar til verkefna borgarasamtaka í málaflokknum gilda lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og reglugerð nr. 642/2018 um styrkveitingar ráðherra.</p>

30.08.2018Miklar framfarir í menntamálum í Buikwe þakkaðar íslenskum stuðningi

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri könnun í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu í Úganda, hafa orðið meiriháttar framfarir í menntamálum héraðsins á síðustu árum eftir að Íslendingar hófu stuðning við héraðsstjórnina í þessum málaflokki. Á síðasta ári luku 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla samanborið við 40% árið 2011. Brottfall úr skóla hefur einnig minnkað umtalsvert.</p> <p><span>“Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi fyrir okkur, því stuðningur okkar við fiskisamfélögin í Buikwe beinist einmitt að því að bæta gæði grunnmenntunar, og þessi góð árangur er örugglega að hluta til kominn vegna þess,” segir Árni Helgason verkefnastjóri þróunarsamvinnu í sendiráði Íslands í Kampala.</span></p> <p><span>Árni segir að nú þegar hafi vandaðar skólastofur verið byggðar við 25 grunnskóla í Buikwe héraði, ásamt aðstöðu fyrir skólastjórnendur, kennaraíbúðir, skólaeldhús og hreinlætisblokkir fyrir bæði nemendur og kennara. “Við sjáum það þegar við heimsækjum skólana hvað börnin eru glaðari og áhugasamari í þeim skólum við þar sem við Íslendingar höfum aðstoðað við uppbygginguna. Og nú sjáum við það svart á hvítu í þeim tölum sem héraðið birtir um árangur. Mjög ánægjulegt, og hvetur okkur væntanlega til að halda áfram á sömu braut,” segir Árni.</span></p> <p><span>Dagblaðið Daily Monitor í Úganda birti í morgun grein um árangurinn með fyrirsögninni:&nbsp;75% ljúka grunnskólaprófi í Buikwe. Þar er haft eftir Mathias Kigongo héraðsstjóra í Buikwe að námsumhverfi skólanna hafi verið bætt í fjölmörgum skólum og hann segir nemendur ekki lengur þurfa að sitja undir trjám eins og tíðkaðist fyrir þremur árum. Hann segir þennan árangur ekki hafa náðst nema vegna stuðningsins frá Íslandi.</span></p> <p><span>„Héraðið hafði ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess að bæta ástandið í skólunum. En með stuðningnum frá Íslandi hefur okkur tekist að stíga framfaraskref,” segir Kigongo í samtali við Daily Monitor.</span></p> <p><span>Í fréttinni er bent á fjölgun nemenda í mörgum skólum, minna brottfall og aukinn áhuga foreldra á samstarfi við skóla. Nefnt er sem dæmi að foreldrar hafi tekið að sér skólamötueyti og fylgist spenntir með skólastarfinu. Þá er haft eftir Anthony Balagira skólastjóra að auk nýrra skólastofa og kennaraíbúða hafi Íslendingar einnig fært nemendum kennslubækur og íþróttavörur. „Við sjáum ótrúlegar framfarir bæði í bóklegu námi og íþróttum. Við erum afar þakklát héraðinu og ríkisstjórn Íslands fyrir stuðninginn,” segir hann.</span></p> <p><span><a href="http://www.monitor.co.ug/News/National/Buikwe-attains-75-per-cent-completion-rate-in-schools-/688334-4734888-bsmyvi/index.html" target="_blank">Fréttin</a> í Daily Monitor</span></p>

29.08.2018 Börnin mín eru stolt af mér

<span></span> <p><span>Menal Suleyman er þriggja barna móðir sem þurfti að flýja heimaland sitt, Sýrland. Í dag heldur hún til í Tyrklandi en um 1,8 milljónir sýrlenskra kvenna hafa flúið stríðið og halda þar til. Í Tyrklandi heldur flest sýrlenskt flóttafólk til eða um 3,5 milljónir eru skráðir inn í landið. Menal segir sögu sína á vef UN Women á Íslandi.</span></p> <p><span>„Eftir að stríðið braust út vissi ég að það kæmi að þeim tímapunkti að ég þyrfti að leita skjóls annars staðar. Eiginmaður minn var myrtur og heimbær minn, Latakia, logaði í átökum. Þá ákvað ég að flýja með börnin mín þrjú. Ég hélt til Tyrklands í þeirri von að komast á bát áfram til Grikklands og þaðan til Frakklands.“</span></p> <p><span>Eftir lífshættulegan flótta gekk Menal fyrir tilviljun fram á kvennaathvarf á vegum UN Women í borginni Gaziantep í Tyrklandi. Eftir lífshættulegan flótta gekk Menal fyrir tilviljun fram á kvennaathvarf á vegum UN Women í borginni Gaziantep í Tyrklandi. Þar gefst konum á flótta kostur á hagnýtu námi og aðstoð við að komast á vinnumarkað í Tyrklandi. Nú stundar Menal nám í sjúkraskráningu og lærir tyrknesku. Á meðan dvelur yngsti sonur hennar í barnagæslu athvarfsins</span></p> <p><span>„Einn daginn labbaði ég framhjá athvarfi Sada athvarfinu og kíkti inn. Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið í mörg ár. Fólkið hér er mér sem fjölskylda. Hér upplifi ég mig fullkomlega örugga. Í Sýrlandi hefði ég ekki fengið tækifæri til að mennta mig. Það sem meira er, börnin mín eru stolt af mér,“ segir Menal.</span></p> <p><span>Síðan kvennaathvarfið í Gaziantep var opnað í september 2017 hafa hátt í 2500 konur og stúlkur hlotið þar aðstoð. Að minnsta kosti 770 konur hafa hlotið menntun fyrir tilstilli UN Women sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum í nýju landi. Þess ber að geta að Íris Björg Kristjánsdóttir, starfskona UN Women í Ankara, kom að stofnun athvarfsins.</span></p> <p><span>Með því að styrkja verkefni UN Women með mánaðarlegu framlagi styður þú við konur eins og Menal.&nbsp; </span></p>

29.08.2018Þróunarsamvinnustefna kynnt á samráðsgátt stjórnvalda

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið kynnir drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023 á&nbsp;<a href="https://samradsgatt.island.is/">samráðsgátt</a>&nbsp;um opið samráð stjórnvalda.&nbsp;</span></p> <p><span>Stefnan er unnin í samræmi við lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121/2008. Hún byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfismál lögð til grundvallar.&nbsp;</span></p> <p><span>Stefnan er nú til umsagnar hjá þróunarsamvinnunefnd sem er lögbundinn umsagnaraðili. Í þróunarsamvinnunefnd sitja fulltrúar borgarasamtaka, atvinnulífs og háskólasamfélagsins sem og fulltrúar allra þingflokka.&nbsp;</span></p> <p><span>Frestur til að skila umsögnum til rennur út á miðnætti fimmtudaginn 13. september 2018.&nbsp;<a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=113">Sjá stefnu á samráðsgátt.</a><br /> <br /> </span></p> <p style="box-sizing: border-box; margin: 0px 0px 10px; font-family: 'Open Sans', sans-serif; color: #4a4a4a; font-size: 16px; line-height: 25px; background-color: #ffffff;"><span style="box-sizing: border-box; line-height: 25px; font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';">&nbsp;<br /> <br style="box-sizing: border-box; line-height: 25px;" /> </span></p> <div style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Open Sans', sans-serif; background-color: #ffffff;">&nbsp;</div>

28.08.2018Fátækar fjölskyldur í Eþíópíu og Perú fá aðstoð frá Íslandi

<span></span> <p><span>Í nýju fréttabréfi SOS Barnaþorpanna á Íslandi kemur fram að fjölskylduefling er það verkefni samtakanna sem vex hraðast í dag. Verkefnið gengur út á að fátækar barnafjölskyldur á svæði nálægt SOS barnaþorpi fá aðstoð frá samtökunum til sjálfshjálpar, það er að sjá fyrir börnum sínum og mæta grunnþörfum þeirra.</span></p> <p><span>SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármögnuðu fjögurra ára fjölskyldueflingarverkefni í Bissá, höfuðborg Gíneu-Bissá, sem lauk í fyrra með góðum árangri og í kjölfarið hófst tímabundið verkefni í Venesúela og Eþíópíu sem nýttist um 900 fjölskyldum.</span></p> <p><span>SOS á Íslandi fjármagnar nú tvö fjölskyldueflingarverkefni, eitt í Perú og annað í Eþíópíu sem hófst 18. janúar síðastliðinn. Það er á Tulu Moye svæðinu sem er í 175 km fjarlægð frá höfuðborginni Addis Ababa. 556 fjölskyldur á svæðinu sem lifa í sárafátækt hafa verið teknar inn í verkefnið en í þeim eru 1633 börn undir 18 ára aldri. Aðstæður barna eru bágbornar og fólkið þarf svo sannarlega á aðstoð okkar að halda.</span></p> <p><span><strong>Niðurbrotinn yfir því að komast ekki í skóla</strong></span></p> <p><span>Taye er 17 ára strákur sem hefur áhyggjur af framtíð sinni því foreldrar hans hafa ekki lengur efni á menntun fyrir hann. Taye lauk námi í tíunda bekk fyrir nokkrum mánuðum og ætti að vera að undirbúa sig fyrir menntaskóla en hann á fimm yngri systkini sem foreldrarnir þurfa líka að fæða og klæða. Auk þess sem þau hafa ekki lengur efni á menntun fyrir Taye þarf hann nú að leggja sín lóð á vogarskálarnar við að afla tekna fyrir heimilið. „Ég veit að foreldrar mínir eru að reyna sitt besta en lífið er erfitt án peninga. Ég er niðurbrotinn yfir því að komast ekki í menntaskóla,“ sagði Taye í samtali við starfsmann SOS Barnaþorpanna sem sá augu hans fyllast af tárum.</span></p> <p><span>Taye á sér þann draum að verða læknir og hann vonar að SOS Barnaþorpin styrki sig til námsins. „Ég vil verða læknir því það er skortur á þeim hér í Eþíópíu. Svo margar konur deyja af barnsförum og ég vil hjálpa til við að draga úr þeirri dánartíðni.“</span></p> <p><span><strong>Sérþjálfað starfsfólk</strong></span></p> <p><span>SOS Barnaþorpin hafa þjálfað starfsfólk í að hjálpa fjölskyldum sem þessari í Tulu Moye og felst verkefnið m.a. í styðja fjölskyldur til sjálfbærni. Áhersla er lögð á börnin fái menntun og fjölskyldur fá faglega aðstoð við að auka tekjumöguleika sína, meðal annars með námskeiðum í rekstrarháttum og fjármálalæsi. Þá er þeim gert kleift að taka lán á lágum vöxtum til að eiga fyrir grunnþörfum barnanna. Reikna má með að fjölskylda Taye muni með aðstoð fjölskyldueflingar SOS komast á réttan kjöl innan þriggja ára.</span></p> <p><span>Móðir Taye heitir Emebet og er 32 ára. Hún hefur haft tekjur af því að baka flatbrauð og faðir hans vinnur við meðhöndlun á mold til húsabygginga en tekjurnar duga skammt. „Mín von er að SOS teymið muni hjálpa mér við að koma upp smárekstri. Ég stefni á að leggja fyrsta sparnaðinn í reksturinn til að leggja grunn að hagnaði. Eftir það ætla ég að koma börnunum til mennta og kaupa næringarríkan mat en ég hef ekki haft efni á því.“ segir Emebet.</span></p> <p><span><strong>Í fjötrum fátæktar vegna skorts á menntun</strong></span></p> <p><span>Tadese Abebe, framkvæmdastjóri verkefnis fjölskyldueflingar SOS í Tulu Moey, segir að stærsta ástæðan fyrir fátækt fjölskyldna á svæðinu sé skortur á menntun. „Flestar fjölskyldurnar eru í þessari stöðu vegna þess að foreldrarnir eru ólæsir, óskrifandi og lítið menntaðir.“</span></p> <p><span><strong>Þú getur hjálpað</strong></span></p> <p><span>Fjölskyldueflingunni er haldið uppi af Fjölskylduvinum SOS Barnaþorpanna, Til að gerast SOS-fjölskylduvinur getur þú annað hvort hringt á skrifstofu samtakanna í Kópavogi í síma 564 2910 eða einfaldlega farið inn á heimasíðuna sos.is og valið þar að greiða frá 1.000 krónum á mánuði upp í hærri fjárhæðir.</span></p> <p><span><a href="https://issuu.com/sosbarnathorpin/docs/sos_barnathorpin_tlb2_2018_issuu" target="_blank">Fréttabréf</a> SOS Barnaþorpanna á Íslandi, 2. tbl. 24. árg. 2018</span></p>

27.08.2018Mínútu mynd á farsíma í þágu mannréttinda

<span></span> <p>Tuttugu þúsund evrur eða um tvær og hálf milljón íslenskra króna eru í fyrstu verðlaun í stuttmyndasamkeppninni&nbsp;Mobile Film Festival&nbsp;sem hefst í dag. Keppt er um að gera einnar mínútu langa mynd á farsíma um þemað&nbsp;#StandUp 4HumanRights&nbsp;eða með öðrum orðum að láta til sín taka í þágu mannréttinda. Þetta er jafnframt vígorð og myllumerki herferðar til að minnast þess að í ár eru sjötíu ár liðin frá samþykkt&nbsp;<a href="https://www.unric.org/is/upplysingar-um-st/36">Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.</a> Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (<a href="https://www.unric.org/is/frettir/27276-minutumynd-a-farsima-um-mannrettindihttp://" target="_blank">UNRIC</a>) greinir frá.</p> <p><span>Hægt er að senda inn mynd á vefsíðu keppninnar til 11.október 2018.</span></p> <p><span>Tuttugu þúsunda evru-verðlaunin eru í formi styrkjar til fjármögnunar á gerð stuttmyndar með tækjum og tólum atvinnumanna og aðstoð framleiðanda.</span></p> <p><span>Auk verðlauna sem eru eyrnamerkt frönskum og alþjóðlegum þátttakendum eru í boði þrjú þúsunda evru verðlaun fyrir besta handrit og jafn há fjárhæð í verðlaun fyrir bestu leikstjórn.&nbsp;</span></p> <p><span> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fMobileFilmFestival%2fvideos%2f471444620026992%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe><br /> </span></p> <p><span>Þetta er í fjórtánda skipti sem Mobile Film Festival er haldið en að þessu sinni eru samstarfsaðilar YouTube þrír: Creators for Change, Skrifstofa Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið. Keppnin er haldin sem hluti af hátiíðahöldum í París til að minnast sjötugsafmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna í París í desember í ár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

23.08.2018Heil kynslóð Róhingja í hættu

<span></span> <p><span>Einu ári eftir að hundruð þúsunda Róhingja flúðu ofbeldisöldu í heimalandi sínu Mjanmar yfir til Bangladess er framtíð hálfrar milljónar barna og ungmenna í mikilli óvissu. Nú þegar dregið hefur úr straumi flóttafólks yfir landamærin er mikilvægt að huga að langtíma úrræðum og fjárfesta í menntun og tækifærum fyrir þau börn og ungmenni sem búa í flóttamannabúðum og samfélögum þar í kring. Þetta bendir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðannna, á í&nbsp;<a href="https://weshare.unicef.org/Package/2AMZIFIO0F79">alþjóðlegu neyðarákalli</a>&nbsp;fyrir börn Rohingja.</span></p> <p><span>Í dag búa ríflega 900 þúsund Róhingjar, sem eru ríkisfangslaus minnihlutahópur múslima frá Mjanmar, í sunnanverðri Bangladess. Flestir búa í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar fylki og mikill meirihluti, eða um 700 þúsund, flúðu þangað í ágúst á síðasta ári eftir að ofbeldi og ofsóknir gegn þeim í heimalandinu stigmögnuðust. Um 60% flóttafólksins eru börn. UNICEF bendir á að það er ekki einungis verið að ræna þessi börn barnæskunni heldur einnig&nbsp;framtíðinni.</span></p> <p><span><strong>Verður að fjárfesta í menntun</strong></span></p> <p><span>Hryllingurinn sem börnin hafa upplifað er ólýsanlegur. Sárin eftir ofbeldi og grimmd sem þau urðu fyrir eða urðu vitni að munu eflaust aldrei gróa og börn sem hafa týnt fjölskyldum sínum eða horft uppá fjölskyldumeðlimi og vini myrta eða svívirta bera þess varanlegan skaða. Nær ómögulegt er fyrir þá Róhingja sem hafa flúið að snúa aftur heim. Á meðan búa börn og ungmenni við algjöra óvissu um framtíð sína í þröngum og yfirfullum flóttamannabúðum á mjög fátæku svæði þar sem flóð og náttúruhamfarir eru algeng.</span></p> <p><span>Mohamed, 13 ára, missti annan handlegginn þegar hermenn skutu á hann á flóttanum. Hann segir að það mikilvægasta fyrir sig núna sé að fá menntun, það sé mikilvægara en að fá gervihandlegg. „Ég sé yngri krakkana fara í skóla, en það er ekkert fyrir stráka eins og mig,“ segir Mohamed. „Ég er mjög leiður yfir að geta ekki lært hérna.“ Ashadia, 14 ára, bætir við: „Almennileg menntun er besta leiðin fyrir stelpur að bæta líf sitt. Við getum orðið það sem við viljum vera.“</span></p> <p><span>Mörg barnanna höfðu aldrei aðgengi að menntun í heimalandinu og eru því að fara í skóla í fyrsta sinn í flóttamannabúðunum. Í flóttamannabúðunum hefur UNICEF sett upp fjölda barnvænna svæða þar sem börn fá óformlega menntun, sálrænan stuðning og geta leikið sér í öruggu umhverfi. Nú stefnir UNICEF að því að auka aðgengi eldri barnanna í búðunum að menntun og tækifærum til verkmenntunar, en til þess þarf aukinn fjárstuðning.</span></p> <p><span>„Ef við fjárfestum ekki í menntun barna og ungmenna á svæðinu núna þá er veruleg hætta á því að upp vaxi „týnd kynslóð“ barna Rohingja, barna sem hafa ekki þá færni sem þau þurfa til þess að vinna sig út úr þeirri stöðu sem þau búa við núna. Þau munu auk þess eiga erfitt með að takast á við það verkefni að byggja upp samfélag sitt á ný þegar þau geta snúið aftur til Mjanmar,” segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Bangladess.</span></p> <p><span><strong>Hjálp­ar­starfið um­fangs­mikið og þörf­in mikil</strong></span></p> <p><span>Sá mikli fjöldi Rohingja sem flúði á síðasta ári bættist í hóp hundruð þúsunda annarra sem höfðu flúið ofbeldið í Rakhine héraði í Mjanmar áður, en aldrei hafði annar eins fjöldi streymt yfir landamærin í einu. Það var því mikil áskorun fyrir stjórnvöld í Bangladess, UNICEF og samstarfsaðila að tryggja öryggi þeirra og veita neyðaraðstoð.</span></p> <p><span>Aðgerðir sem voru settar í for­gang voru meðal ann­ars að setja upp vatnsdælur og hreinlætisaðstöðu, skima og meðhöndla vannærð börn, tryggja börn­um heilsu­gæslu, koma upp barn­væn­um svæðum í flótta­manna­búðum og veita sál­ræn­a aðstoð. Þökk sé stuðningi frá alþjóðasamfélaginu og almenningi sem svaraði neyðarkalli UNICEF fyrir Rohingja, til dæmis á Íslandi, var unnt að koma hjálpargögnum hratt á svæðið og náðist þannig að afstýra miklum hörmungum, útbreiðslu smitsjúkdóma og hungursneyðar á svæðinu. Frá september til júlí hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð að dreifa mikið af hjálpargögnum og veita börnum og fjölskyldum þeirra þeirra í búðunum lífsnauðsynlega hjálp, meðal annars:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Veita ríflega 25.000 börnum meðferð við bráðavannæringu;</span></li> <li><span>Bólusetja 1,8 milljón börn og fullorðna gegn kóleru;</span></li> <li><span>Tryggja 323.900 manns aðgengi að hreinu drykkjarvatni;</span></li> <li><span>Veita 149.587 börnum sálrænan stuðning;</span></li> <li><span>Tryggja 115.029 börnum á aldrinum 4 til 14 ára óformlega menntun.</span></li> </ul> <p>Í neyðarákalli sínu varar UNICEF við því að staðan sé verulega viðkvæm og mikil þörf sé á auknum alþjóðlegum fjárstuðningi til þess að hægt sé að að huga að úrræðum til lengri tíma, fjáfesta í menntun og bæta gæði kennslunnar til að mæta þörfum stúlkna og unglinga sem eiga á hættu á að einangrast, vera seld í þrælkunarvinnu eða giftast barnung.</p> <p><span>UNICEF kallar einnig eftir langtímalausn á áratuga langri mismunun, útskúfun og ofsóknum gegn Rohingjum og að þeir Rohingjar sem vilja snúa heim aftur geti gert það á öruggan hátt.</span></p> <p><span>Hægt er að styðja neyðaraðgerðir UNICEF fyrir börn Rohingja með því að senda SMS-ið BARN í nr 1900 (1900 krónur) eða leggja inn á reikning 701-26-102020, kt 481203-2950.</span></p> <p><span>Framlög&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar">heimsforeldra</a>&nbsp;hafa einnig runnið til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn á flótta frá Mjanmar.</span></p>

23.08.2018Samhent átak margra þarf til að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>„…innleiðing Heimsmarkmiðanna (er) ekki einungis á hendi stjórnvalda, heldur mun þurfa samhent átak margra ólíkra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika. Í ljósi þess er mikilvægt fyrir stjórnvöld að hvetja til samráðs og samstarfs um innleiðingu markmiðanna,“ segir í fyrstu stöðuskýrsla stjórnvalda um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem kom út fyrr í sumar. Heimsljós birtir á næstunni einstaka kafla skýrslunnar en í inngangsorðum er fjallað almennt um markmiðin, tildrög þeirra og aðalinntak. Einnig er farið nokkrum orðum um aðkomu Íslands að gerð Heimsmarkmiðanna, eftirfylgni þeirra, íslensku verkefnastjórnina og tölfræði Heimsmarkmiðanna.</p> <p>„Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki Heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. </p> <p>Heimsmarkmiðin byggjast um margt á arfleifð Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Ríó+20 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldin var árið 2012. Þúsaldarmarkmiðin voru átta talsins og beindust aðallega að þróunarríkjum heimsins. Markmiðin skiluðu góðum árangri á gildistíma þeirra á árunum 2000-2015, en á þeim tíma minnkaði sárafátækt um meira en helming, verulega dró úr mæðra- og barnadauða, aðgangur að hreinu vatni jókst til muna, sem og aðgangur barna að menntun.<sup>1</sup> Helsti munurinn á Þúsaldar- og Heimsmarkmiðunum felst meðal annars í því að Heimsmarkmiðin gilda um öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna en ekki einungis þróunarríki, þó að vissulega séu forsendur ríkjanna ólíkar. Að auki gegnir sjálfbær þróun, þá sér í lagi er varðar umhverfis- og auðlindamál, stærra hlutverki innan Heimsmarkmiðanna en hún gerði í Þúsaldarmarkmiðunum.</p> <p>Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Því er mikilvægt að ríki horfi ekki eingöngu til meðaltala við mælingar á árangri sínum heldur nálgist innleiðingu markmiðanna á heildstæðan hátt. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast skipulagðrar vinnu af hálfu stjórnvalda en einnig þátttöku og samstarfs milli ólíkra hagsmunaaðila. Þá eru innri tengsl og samþætt eðli markmiðanna afar þýðingarmikil fyrir framkvæmd þeirra. Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heimsins tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað til mikilla muna árið 2030.</p> <p><strong>Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru eftirfarandi:</strong> </p> <p><strong>1: Engin fátækt. </strong>Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar.<strong> </strong></p> <p><strong>2: Ekkert hungur. </strong>Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.<strong> </strong></p> <p><strong>3: Heilsa og vellíðan. </strong>Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.<strong> </strong></p> <p><strong>4: Menntun fyrir alla. </strong>Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi.<strong> </strong></p> <p><strong>5: Jafnrétti kynjanna.</strong> Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld.<strong> </strong></p> <p><strong>6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða. </strong>Tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu.<strong> </strong></p> <p><strong>7: Sjálfbær orka. </strong>Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.<strong> </strong></p> <p><strong>8: Góð atvinna og hagvöxtur. </strong>Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla.<strong> </strong></p> <p><strong>9: Nýsköpun og uppbygging. </strong>Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.<strong> </strong></p> <p><strong>10: Aukinn jöfnuður. </strong>Draga úr ójöfnuði í heiminum.<strong> </strong></p> <p><strong>11: Sjálfbærar borgir og samfélög. </strong>Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg.</p> <p><strong>12: Ábyrg neysla og framleiðsla. </strong>Sjálfbær neysla og framleiðsla.<strong> </strong></p> <p><strong>13: Aðgerðir í loftslagsmálum. </strong>Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.<strong> </strong></p> <p><strong>14: Líf í vatni. </strong>Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt.<strong> </strong></p> <p><strong>15: Líf á landi. </strong>Vernda, endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu, endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.<strong> </strong></p> <p><strong>16: Friður og réttlæti. </strong>Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum.<strong> </strong></p> <p><strong>17: Samvinna um markmiðin. </strong>Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða.</p> <p>Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um markmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á árunum 2012-2015. Í viðræðunum lagði Ísland sérstaka áherslu á jafnréttismál, málefni hafsins, endurnýjanlega orku, landgræðslu og sjálfbæra landnýtingu auk rannsókna og lækningar á taugasjúkdómum. Innleiðing markmiðanna hefur farið vel af stað á alþjóðavísu og gegna Heimsmarkmiðin núorðið stóru hlutverki í öllu starfi Sameinuðu þjóðanna, sem og öðru alþjóðlegu samstarfi Íslands. </p> <p>Hinn eiginlegi vettvangur fyrir eftirfylgni markmiðanna er ráðherrafundur hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, „High Level Political Forum on Sustainable Development“ (HLPF), sem haldinn er í júlí ár hvert. Á fundinum gefst aðildarríkjunum tækifæri til þess að kynna innleiðingu sína á markmiðunum en mælst er til að ríkin efni til slíkrar kynningar a.m.k. þrisvar á gildistíma markmiðanna. Ísland mun efna til sinnar fyrstu kynningar um Heimsmarkmiðin árið 2019. Fyrstu markvissu skref stjórnvalda við innleiðingu Heimsmarkmiðanna á Íslandi voru að setja á laggirnar verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og ákvörðun um ritun stöðuskýrslu. Stöðuskýrslu þessari er ætlað að veita innsýn inn í stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Það felur bæði í sér kortlagningu á helstu verkefnum, áætlunum og áskorunum stjórnvalda í tengslum við tiltekin markmið en jafnframt aðgengi að gögnum fyrir þá mælikvarða sem lagðir hafa verið markmiðunum til grundvallar. Á grunni þeirrar vinnu og ráðgjafar frá sérfræðingum innan Háskóla Íslands eru jafnframt lögð fram forgangsmarkmið sem vísa munu stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin. Nánari útlistun á forgangsmarkmiðunum og aðferðafræðinni sem notuð var við val á þeim má finna aftar í skýrslunni. Þá byggist skýrslan að verulegu leyti á gagnasöfnun sem Hagstofa Íslands hefur unnið í nánu samstarfi við verkefnastjórnina, en niðurstöður þeirrar úttektar má finna í fyrsta viðauka skýrslunnar. </p> <p>Heimsmarkmiðin eru afar víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á lands- og sveitarstjórnarstigi. Hvert yfirmarkmið felur í sér ákveðið þema og undirmarkmiðin endurspegla það. Hins vegar er það ekki svo að hægt sé að einangra ákveðin undirmarkmið við eitt ákveðið yfirmarkmið. Ástæðan er sú að markmiðin tengjast innbyrðis, svo innleiðing á einu undirmarkmiði getur haft áhrif á framgang annars yfir- eða undirmarkmiðs. Áhrifin geta meðal annars falist í óvæntum áhrifum á aðra málaflokka, bæði jákvæð eða neikvæð, en slíkt fer að töluverðu leyti eftir aðstæðum. Farið er nánar yfir þessi samverkandi áhrif síðar í skýrslunni og áform verkefnastjórnarinnar um innleiðingu markmiðanna í gegnum fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Eins og áður hefur verið nefnt er innleiðing Heimsmarkmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda, heldur mun þurfa samhent átak margra ólíkra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika. Í ljósi þess er mikilvægt fyrir stjórnvöld að hvetja til samráðs og samstarfs um innleiðingu markmiðanna. Í skýrslunni má finna umfjöllun um ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og fleiri samstarfsaðila verkefnastjórnarinnar auk þess sem gerðar eru tillögur að framtíðarskipulagi og verklagi í kringum innleiðingu Heimsmarkmiðanna hér á landi. </p> <p>Stöðuskýrsla þessi er mikilvægt upphafsskref í átt að farsælli innleiðingu Íslands á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á núverandi stöðu Íslands, bæði á innlendum og erlendum vettvangi, til undirbúnings skipulagðri og samhæfðri vinnu í átt að markmiðunum á komandi árum. Heimsmarkmiðin eru stórt og viðamikið verkefni en ef ólíkir kraftar koma saman getur sameiginleg framtíðarsýn um þróun í átt að sjálfbæru samfélagi orðið að veruleika. </p> <p><strong>Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna</strong> </p> <p>Á fundi ríkisstjórnarinnar 24. mars 2017 var samþykkt að skipuð yrði verkefnastjórn forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, velferðarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og Hagstofu Íslands, sem halda skyldi utan um greiningu, innleiðingu og kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (hér eftir „verkefnastjórnin“) skipa átta fulltrúar fyrrgreindra ráðuneyta ásamt fulltrúa frá Hagstofu Íslands. Forsætisráðuneytið gegnir formennsku í stjórninni og utanríkisráðuneytið varaformennsku. Til þess að tryggja aðkomu allra ráðuneyta að vinnunni var einnig myndaður tengiliðahópur með fulltrúum annarra ráðuneyta, auk áheyrnarfulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. </p> <p>Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar er meginhlutverk verkefnastjórnarinnar að greina stöðu undirmarkmiða Heimsmarkmiðanna, rita stöðuskýrslu með tillögum um forgangsröðun markmiða til ríkisstjórnarinnar og leggja fram tillögur um framtíðarskipulag og verklag í tengslum við innleiðingu markmiðanna hér á landi. Þá skal verkefnastjórnin sérstaklega horfa til þess hvernig samhæfa megi innleiðingu Heimsmarkmiðanna við stefnu og áætlanagerð Stjórnarráðsins í gegnum málaflokkastefnur fjármálaáætlunar og hvernig vinna megi að innleiðingu markmiðanna í samstarfi við ólíka hagsmunaaðila innanlands, sem og sinna alþjóðlegu samstarfi um markmiðin. </p> <p>Í þessari skýrslu leggur verkefnastjórnin fram yfirlit yfir stöðu Heimsmarkmiðanna 17 hér á landi og alþjóðastarf þeim tengt og gerir tillögur að forgangsmarkmiðum stjórnvalda til næstu ára og um framtíðarverklag við framkvæmd markmiðanna hér á landi. </p> <p><strong>Tölfræði Heimsmarkmiðanna</strong> </p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru á margan hátt langhlaup í átt að mjög metnaðarfullum markmiðum. Yfirmarkmiðin 17 eru afar víðfeðm og því reyndist nauðsynlegt að semja undirmarkmið svo unnt væri að meta stöðu þjóða m.t.t. yfirmarkmiðanna í heild. Undirmarkmiðin (e. targets) eru 169 talsins og eru þau tengd 232 mælikvörðum (e. indicators). Út frá mælikvörðunum hafa Sameinuðu þjóðirnar leitast við að smíða ítarlegt mælaborð fyrir Heimsmarkmiðin svo að þjóðir heimsins hafi sem skýrasta mynd af stöðu sinni gagnvart markmiðunum hverju sinni. Með þessari stöðuskýrslu fylgir tölfræðiviðauki þar sem sjá má fyrstu útgáfu af þessu mælaborði. </p> <p>Hagstofa Íslands hefur átt fulltrúa í verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna til ráðgjafar og stuðnings, þá ekki síst í þeirri grunnvinnu sem nauðsynleg er til að leggja hornsteininn að tölfræði Heimsmarkmiðanna. Sama fyrirkomulag verður áfram og mun Hagstofan halda utan um uppbyggingu á tölfræði Heimsmarkmiðanna. Verkefnastjórnin hefur leitað til fjölda stofnana til að finna áreiðanlegar gagnalindir og einnig hefur verið grandskoðað hvar Ísland kunni að vanta gögn. Verkefnastjórnin gerði samning við Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands um gæðamat á þeim gögnum sem fyrir lágu en mjög mikilvægt er að þau gögn sem lögð eru til grundvallar séu alþjóðlega samanburðarhæf og að allir mælikvarðar séu skýrt skilgreindir. Greiningarvinnan var unnin af víðtæku neti íslenskra fræðimanna þar sem stuðst var við fremstu sérfræðinga á hverju fagsviði. Afurð vinnunnar var ítarleg skýrsla um mat á gögnum og gagnabönkum tengdum Heimsmarkmiðunum sem reyndist traustur grunnur fyrir frekari tölfræðivinnu. </p> <p>Tölfræði Heimsmarkmiðanna á sér einnig alþjóðlega hlið sem er ekki síður áhugaverð til að setja Heimsmarkmiðin í samhengi. Skilgreiningarvinna á mælikvörðum er enn í fullum gangi og starfar sérfræðinefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna (IAEG-SDGs) við það umfangsmikla og flókna verkefni að þróa alþjóðlega tækar mælingar fyrir undirmarkmiðin. Þessa nýju mælikvarða þarf svo að setja í íslenskt samhengi, finna traustar gagnalindir og vinna tölfræði sem sýnir stöðu Íslands gagnvart markmiðunum og um leið öðrum þjóðum út frá sömu mælikvörðum. </p> <p>Hinn alþjóðlegi vettvangur Heimsmarkmiðanna getur verið nokkuð flókinn og jafnvel villandi þar sem fleiri en ein útgáfa af mælikvörðum og markmiðum er til staðar. Því er mikilvægt að átta sig á að mælikvarðar Sameinuðu þjóðanna eiga við um heiminn allan en lönd eða svæði geta líka sett sér eigin mælikvarða til að styðja við sína eigin markmiðasetningu. Þannig verður Evrópusambandið með tölfræðimælikvarða sem snúa að þeirra málefnum og jafnvel gætu orðið til norrænir tölfræðimælikvarðar ef Norðurlöndin taka sig saman. Þótt oft séu notaðir mælikvarðar Sameinuðu þjóðanna til að gæta samræmis er það ekki alltaf svo og því mikilvægt fyrir notendur tölfræðigagna um Heimsmarkmiðin að huga að uppruna og samræmi ef nýta á tölfræðimælikvarða rétt. Hið jákvæða er að gróska er í vinnslu tölfræðilegra upplýsinga um Heimsmarkmiðin og mikil eftirspurn er eftir tölfræði til markmiðasetningar og hagnýtingar bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Þegar fram líða stundir mun tölfræðin mynda sögu utan um framvindu þjóða gagnvart Heimsmarkmiðunum og vonandi verður það vottur um metnað gagnvart Heimsmarkmiðunum í verki.“ </p> <p><sup><sub>1 utanríkisráðuneytið, 6. september 2017, þróunarsamvinna sem fjárfesting og framlag til framtíðar, stjornarradid.is.</sub></sup></p> <p><a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Heimsmarkmid%20S%c3%9e%20(WEB)_lagad(OK).pdf" target="_blank">Stöðuskýrslan í heild</a></p>

22.08.2018CERF veitti neyðaraðstoð í 36 ríkjum á síðasta ári

<span></span> <p><span>Á síðasta ári veitti Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) neyðaraðstoð í 36 þjóðríkjum, að því er fram kemur í nýútgefinni ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2017. Neyðaraðstoð sjóðsins er fyrst og fremst veitt til íbúa á átakasvæðum sem lítið er fjallað um á alþjóðavettvangi. Slík “vanrækt neyð” var meðal annars á síðasta ári í Afganistan, Tjad og Súdan en einnig kom CERF hungruðum íbúum í austurhluta Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen til aðstoðar þegar hungursneyð vofði yfir. Þá kom sjóðurinn fjölmörgum til bjargar í kjölfar náttúruhamfara á Karíbahafi.</span></p> <p><span>Í ársskýrslunni er ítarlega fjallað um það hvernig CERF ráðstafaði á síðasta ári hartnær 420 milljónum bandarískra dala, rúmum 46 milljörðum íslenskra króna, til fólks í neyð.</span></p> <p><span>“Árið 2017 sá ég hvernig CERF breytti lífi margra ... sjóðurinn er án efa eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að ná fljótt til fólks og bjarga lífi," segir Mark Lowcock framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum í inngangsorðum skýrslunnar. </span></p> <p>CERF sjóðurinn var fljótur að bregðast við á árinu og tókst með hjálp samstarfsaðila að hefja fyrstu aðgerðir strax þegar upp komu neyðartilvik. Einn helsti þáttur í skýrslunni fjallar um stuðning CERF við Róhingja flóttamenn frá Mjanmar sem flúðu yfir til Bangladess.</p> <p><span><strong>Framlag Íslands</strong></span></p> <p><span>Neyðarsjóður SÞ, CERF (Central Emergency Response Fund), var stofnaður 2006 til að gera SÞ kleift að bregðast annars vegar hraðar við neyðarástandi og hins vegar til að veita nauðsynlega aðstoð til mannúðarverkefna sem ná minni athygli umheimsins eða hafa ekki náð að laða að sér nægt fjármagn frá framlagsríkjum.&nbsp;Fast framlag Íslendinga til sjóðsins er 50 milljónir króna árlega en á síðasta ári nam heildarframlag Íslands til CERF 84 milljónum króna, segir í ársskýrslunni sem lesa má í heild <a href="https://cerf.un.org/sites/default/files/resources/cerf_ar_2017_en.pdf" target="_blank">hér</a>.</span></p>

21.08.2018Alþjóðadagur til minningar og samstöðu með fórnarlömbum hryðjuverka

<span></span> <p><span>Sameinuðu þjóðirnar halda í fyrsta skipti&nbsp;í dag, 21. ágúst, <a href="http://www.un.org/en/events/victimsofterrorismday/">alþjóðlegan dag til minningar og samstöðu með fórnarlömbum hryðjuverka.&nbsp;</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá.<br /> <br /> „Með því að virða mannréttindi fórnarlambanna og veita þeim stuðning og upplýsingar, drögum við úr þeim skaða sem hryðjuverkamenn valda einstaklingum og samfélögum,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.</span></p> <p><span>Saga Irynu er dæmi um þau áhrif sem hryðjuverk getur haft á líf einstklings. Iryna, þrjátíu og sjö ára gömul móðir, særðist alvarlega þegar flutningabíl var ekið á mannfjölda í Drottninggaatan í miðborg Stokkhólms 7. apríl 2017. Taka varð annan fótinn af henni eftir að flutningabílinn ók yfir hana.</span></p> <p><span>Iryna er frá Úkraínu. Hún fékk bráðabirgðardvalarleyfi í Svíþjóð á meðan málaferli stóðu yfir gegn hryðjuverkamanninum. Umsókn hennar um dvalarleyfi til langframa af mannúðarástæðum var hafnað og hún verður því að yfirgefa landið.<br /> </span></p> <p><span>„Mér líður eins og flutningabíllinn hafi ekið yfir mig á ný,“ sagði hún í viðtali við Dagens Nyheter. „Ég þarf á hjálp, umönnun og endurhæfingu að halda,“ sagði hún.</span></p> <p><span>Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna bera höfuðábyrgð á stuðningi við fórnarlömb hryðjuverka og að standa vörð um réttindi þeirra. Langtíma stuðingur felur í sér sálfræðilega, heilsufarslega, félagslega og fjárhagslega þætti. Mörg fórnarlömb eiga erfitt með að láta í sér heyra og fá stuðning.</span></p> <p><span>„Það er siðferðileg skylda að styðja fórnarlömb og fjölskyldur þeirra, með&nbsp;skírskotun til þess að efla, vernda og virða mannréttindi. Umönnun fórnarlamba og eftirlifenda og að láta raddir þeirra heyrast, grefur undan hatursfullum sundrungarboðskap hryðjuverkamanna. Okkur ber að veita fórnarlömbum langtíma aðstoð, jafnt fjárhagslega, læknisfræðilega, lagalega sem sálfræðilega,“ segir António Guterres.</span></p> <p><span>Philippe Vansteenkiste missti systur sína 22. mars 2016 þegar þrjár hryðjuverkaárásir voru gerðar í Brussel og nágrenni, tvær á flugvellinum í Zaventem og ein í Maalbeek-jarðlestarstöðinni í Evrópuhverfi borgarinnar. 32 létust og 300 særðust. Da´esh lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu.</span></p> <p><span>Fabienne, systir Philippes, lést í árás á flugvellinum. Hann stofnaði í kjölfarið samtök fórnarlamba hryðjuverka í Evrópu. Í viðtali sem sjá má á vef UNRIC, segir hann mikilvægt að fórnarlömb deili reynslu sinni.</span></p> <p><span>Sífellt fleiri ríki verða fyrir barðinu á hryðjuverkum. Margar árásir hafa verið gerðar í Evrópu og á Norðurlöndum, en flest fórnarlambanna eru í örfáum ríkjum. Á síðasta ári voru þrír fjórðu hlutar fórnarlamba hryðjuverka í aðeins fimm ríkjum; Afganistan, Írak, Nígeríu, Sómalíu og Súdan.</span></p> <p><span>Sameinuðu þjóðirnar hafa stofnað stuðningsvef fyrir eftirlifendur og fórnarlömb hryðjuverka um allan heim. Hægt er að finna vefinn og nánari upplýsingar&nbsp;<a href="https://www.un.org/victimsofterrorism/en">hér.</a>&nbsp;</span></p>

20.08.2018Spennt að sjá Úganda með augum unglingsins

<span></span> <p><span>Elíza Gígja Ómarsdóttir fimmtán ára reykvísk stúlka hefur verið valin til að taka þátt í gerð heimildarmyndar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðuneytið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda stendur að í samvinnu við auglýsingastofuna Hvíta húsið og RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti Elízu Gígju óvænt niðurstöðuna í gær á Víkingsvellinum í Fossvogi. “Fimmtán ára stúlka trúði vart sínum eigin augu og eyrum í dag þegar forsætisráðherra tilkynnti henni óvænt að hún færi fyrir Íslands hönd til Úganda,” sagði í frétt RÚV í gærkvöldi.</span></p> <p><span>Elíza Gígja var í hópi rúmlega áttatíu umsækjenda sem svöruðu kalli íslenskra stjórnvalda sem auglýstu í sumar eftir unglingi, fæddum 2003, til þátttöku í verkefni til kynningar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Heimsmarkmiðin voru samþykkt af öllum aðildarþjóðum SÞ haustið 2015 og fela í sér metnaðarfyllstu markmið sem þjóðir heims hafa sett sér til að bæta heiminn í þágu mannkynsins og jarðarinnar, fyrir árslok 2030.</span></p> <p><span>Um er að ræða aðra kynningarherferð stjórnvalda á öllum helstu miðlum landins um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fyrri herferðin fór fram í lok mars og fólst í því að greina frá nokkrum góðum fréttum úr framtíðinni. Að þessu sinni er kastljósinu hins vegar beint að þróunarsamvinnu á vegum utanríkisráðuneytisins.</span></p> <p><span>Elíza Gígja var valin til þess að fara sem fulltrúi íslenskra unglinga til Úganda til að spegla eigin tilveru í samanburði við jafnaldra í Úganda í ljósi Heimsmarkmiðanna. Úganda er eins og flestum er kunnugt annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og ferðin til Úganda verður farin í lok næsta mánaðar.</span></p> <p><span>Í Sjónvarpsfréttinni í gærkvöldi sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það hafi verið sérstaklega gaman að fá að koma Elízu svona á óvart.</span></p> <p><span>„Ég er mjög ánægð með að skynja þann mikla áhuga sem er hjá börnum og ungmennum á þessu mikilvæga verkefni.“</span></p> <p><span>-Hefurðu einhvern tímann komið einhverjum jafnmikið á óvart?</span></p> <p><span>„Nei. Hún Elíza var mjög hissa. Og það er gaman að fá að taka þátt í svona uppákomu. En ég vona að þetta verði mikilvæg reynsla fyrir hana en ekki síður að hún nái að miðla þeirri reynslu til bæði sinna jafnaldra en líka okkar hinna, stjórnmálamannanna ekki síst.“</span></p> <p><span>Sjálf segist Elíza mjög spennt að fara til Úganda.</span></p> <p><span>„Ég er bara að fara að gá hvernig þetta er og sjá þetta með augum unglingsins og miðla því áfram,“ segir hún.</span></p> <p><span>Leikstjóri heimildarmyndarinnar er Sigtryggur Magnason og Hvíta húsið framleiðir.</span></p> <p><span><a href="http://www.ruv.is/frett/thu-varst-valin-og-ert-ad-fara-til-uganda">Þú varst valin og ert að fara til Úganda/ RÚV</a></span></p>

17.08.2018Halló, sveitastjórnarkonur!

<span></span> <p><span>Sendiráðið Íslands í Lilongve skrifaði í dag undir samkomulag við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (e. Hello female Councillor). Verkefnið er hluti stærri herferðar sem nefnist „50:50 Campaign” og miðar að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og fjölga þannig konum sem komast á þing og í sveitarstjórnir í kosningum sem verða haldnar í maí 2019. </span></p> <p><span>Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðumanns íslenska sendiráðsins í Lilongve er 50:50 herferðinni ætlað að auka vitund almennings og stjórnmálaflokka, í öllum héruðum Malaví, um mikilvægi kvenna í forystu og stjórnmálum, hvetja konur í framboð og gera atlögu að því brjóta niður hindranir sem eru í veginum fyrir framgangi þeirra í pólitík.</span></p> <p><span>„Verkefnið sem Ísland styður verður framkvæmt í Mangochi héraði á næstu tíu mánuðum í samvinnu við héraðsyfirvöld, stjórnmálaflokka, og aðra hagsmunaaðila,“ segir Ágústa.</span></p> <p><span>Til þings er kosið í 12 einmenningskjördæmum innan Mangochi héraðs og komust tvær konur á þing í síðustu kosningum. Það er kosið til héraðsstjórnar í 24 kjördeildum. Árið 2014 hlaut engin kona kosningu í héraðsstjórn.</span></p> <p><span><a href="https://www.facebook.com/NorwegianEmbassyLilongwe/posts/761696030527345" target="_blank">Norðmenn</a> eru aðal styrktaraðilar verkefnisins.</span></p> <p><span><a href="https://www.nyasatimes.com/malawi-government-officially-launches-5050-campaign/" target="_blank">Nánar</a></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

17.08.2018Börn föst í vítahring flótta og brottvísana

<span></span> <p><span>Börn og ungmenni, sem flýja ofbeldi, skipulagða glæpastarfsemi og fátækt í Mið-Ameríku, eiga á mikilli hættu að festast í vítahring flótta og brottvísana. Þar eru fylgdarlaus börn og konur í hvað viðkvæmastri stöðu og eiga á verulegri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, seld mansali eða jafnvel drepin á leið sinni. Við þessu varar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í <a href="https://www.unicef.org/publications/index_102963.html">nýrri skýrslu um börn og ungmenni á flótta og faraldsfæti</a> frá Mið-Ameríku og Mexíkó sem kom út í gær.</span></p> <p><span>Ofbeldi, glæpir og gengjastríð, fátækt og skortur á tækifærum til menntunar eru helstu ástæður þess að börn og fjölskyldur í Mið-Ameríku (El Salvador, Gvatemala og Hondúras) og Mexíkó leggja af stað í hættulegt ferðalag í leit að betra lífi, yfirleitt með stefnuna á Bandaríkin. Mörg þeirra hafa borgað smyglurum í upphafi ferðarinnar, standa í mikilli skuld, og eru líklegri til að upplifa enn meiri fátækt, ofbeldi, hótanir og félagslega einangrun ef þeim er vísað aftur til heimalands síns.&nbsp;</span></p> <p><span>„Eins og skýrslan leiðir í ljós þá eru milljónir barna á svæðinu sérlega viðkvæm sökum fátæktar, mismununar, ofbeldis og ótta við brottvísanir,“ segir Marita Perceval, svæðisstjóri UNICEF fyrir Mið-Ameríku og Karíbahaf. „Í mörgum tilvikum eiga börnin, sem send eru aftur til upprunalandsins, ekkert heimili til að snúa aftur til, eru með miklar skuldir á bakinu eða verða skotmörk glæpagengja. Að senda þau aftur í svo ómögulega stöðu gerir það enn líklegra að þau leggist á flótta á ný,“ bætir Perceval við.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Strangara landamæraeftirlit leysir ekki vandann</strong></span></p> <p><span>Frá því í október í fyrra og þangað til í júní á þessu ári voru rúmlega 280 þúsund flóttamenn stöðvaðir eða hand­tekn­ir á landa­mær­um Banda­ríkj­anna, þar af tæplega 40 þúsund fylgdarlaus börn. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa börn og fjölskyldur verið hneppt í varðhald á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og hefur stefna Bandaríkjanna verið harðlega gagnrýnd.</span></p> <p><span>Varðhald og aðskilnaður barna og foreldra á landamærum, svo vikum eða mánuðum skiptir, getur skaðað börn fyrir lífstíð og gert þau enn berskjaldaðri en þau voru upprunalega. UNICEF á Íslandi hefur <a href="https://unicef.is/framkv%C3%A6mdastj%C3%B3ri-unicef-%C3%A1-%C3%ADslandi-ford%C3%A6mir-a%C3%B0skilna%C3%B0-barna-fr%C3%A1-fj%C3%B6lskyldum-s%C3%ADnum">fordæmt þennan aðskilnað barna frá fjölskyldum sínum</a> á landamærum Bandaríkjanna.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>„Strangara landamæraeftirlit kemur í raun ekki í veg fyrir það að börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu freisti þess að komast yfir landamærin, en eykur þess í stað óþarfa þjáningu fólks á flótta. Barn er fyrst og fremst barn, hverjar svo sem aðstæður hans eða hennar eru. Það þarf að ráðast að rót vandans og tryggja um leið öryggi barnanna á ferð sinni,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span><strong>Skýr krafa um aðgerðir</strong></span></p> <p><span>Skýrslan skoðar orsakir og afleiðingar þess að börn og fjölskyldur freista þess að leggja í hættulega ferð, oft með því að fara ólöglegar leiðir með hjálp smyglara, frá Mið-Ameríku og Mexíkó yfir til Bandaríkjanna í leit að betra lífi. Í skýrslunni er að finna aðgerðaráætlun UNICEF um hvernig skuli takast á við orsakir vandans og um leið hvernig tryggja skuli öryggi barna og fjölskyldna á ferðalaginu og áfangastað. Efla þarf þjónustu við börn og fjölskyldur á flótta og faraldsfæti, og styðja önnur úrræði en að hneppa fólk í varðhald.</span></p> <p><span>UNICEF styður verkefni í öllum þeim löndum sem um ræðir sem snúa meðal annars að bættu aðgengi að menntun og atvinnutækifærum, fjölskyldusameiningu og þjónustu við börn og fjölskyldur sem búa við mikla fátækt. Það þarf þó að stórauka slíkar aðgerðir til að mæta þörfum allra þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu.</span></p> <p><span><strong>Aðgerðaráætlun UNICEF fyrir börn á flótta og faraldsfæti</strong></span></p> <p><span>Kallað er eftir því að stjórnvöld og aðrir hluteigandi aðilar vinni saman að orsök vandans og setji í forgang röð aðgerða til að tryggja öryggi og réttindi barna á flótta og faraldsfæti:</span></p> <ul> <li><span>Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu. </span></li> <li><span>Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti. </span></li> <li><span>Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum síðan lagalega stöðu. </span></li> <li><span>Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi, og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu. </span></li> <li><span>Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir hinnar stórfelldu aukningar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum. </span></li> <li><span>Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa.&nbsp; </span></li> </ul> <p><span>Heimsforeldrar taka virkan þátt í baráttu UNICEF fyrir réttindum barna um allan heim. Á Íslandi eru ríflega 27.000 heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breytingar á heimsvísu.</span></p> <p><span>Skýrsluna má nálgast <a href="https://www.unicef.org/publications/index_102963.html">hér</a>. </span></p>

16.08.2018Mánaðarlegir styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrsta sinn yfir tíu þúsund

<span></span> <p><span>Heildarframlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi á árinu 2017 jukust um 19,7% og námu 599,4 milljónum króna. Almenningur leggur mest til starfsins eða 90% af heildarframlögum. Mánaðarlegir styrktaraðilar urðu í fyrsta sinn fleiri en tíu þúsund. Rekstrarkostnaður var með því lægsta sem gerist, aðeins 18%, og því skila sér 82% af söfnunarfénu alla leið í verkefnin. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi.</span></p> <p><span><strong>8,769 styrktarforeldrar</strong></span></p> <p><span>Í árslok voru íslenskir styrktarforeldrar alls 8,769 talsins. Þeir greiða mánaðarlega upphæð sem gefur umkomulausu barni fjölskyldu á ástríku heimili sem samtökin hafa byggt. Barnið fer í skóla og fær öllum grunnþörfum sínum mætt. Framlag styrktarforeldra fer í framfærslu og velferð barnsins.</span></p> <p><span>Barnaþorpsvinir voru alls 694 en þeir styrkja eitt ákveðið barnaþorp úti í heimi með mánaðarlegu framlagi. Framlag barnaþorpsvina fer í að greiða ýmsan kostnað við daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.</span></p> <p><span>Fjölskylduvinir voru alls 955 talsins um áramótin og fjölgaði mest í hópi þeirra eða um 48%. Þessi hópur styrkir fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna en markmið verkefnisins er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína.</span></p> <p><span><strong>Hjálpuðum hundruð þúsundum barna</strong></span></p> <p><span>„Hvað myndir þú gera ef þú gætir ekki séð fyrir barni þínu vegna fátæktar? Eða ef þú værir dauðvona með lítið barn á þínu framfæri? Fólk í öllum löndum stendur frammi fyrir slíkum áskorunum. SOS Barnaþorpin eru til fyrir þessa foreldra og þessi börn og á síðasta ári tókst okkur með hjálp styrktaraðila að hjálpa hundruð þúsundum barna sem höfðu misst foreldra sína eða áttu aðskilnað við þá á hættu,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.</span></p> <p><span>Verkefnastyrkir frá ríkinu drógust saman á milli ára en þó var gerður samningur um fjármögnun á verkefni í Eþíópíu. Sem fyrr studdu einstaklingar og fyrirtæki myndarlega við bakið á okkur. SOS Barnaþorpin fá hvorki rekstarstyrk frá alþjóðasamtökum né íslenska ríkinu. Reksturinn er að langmestu leyti byggður á frjálsum framlögum.</span></p> <p><span><a href="https://www.sos.is/assets/Arsskkyrsla2017_6596950.pdf" target="_blank">Ársskýrslu SOS Barnaþorpanna á Íslandi má sjá hér.</a></span></p>

15.08.2018Áfanga í salernismálum fagnað í sveitarfélaginu Makanjira

<span></span> <p><span>Innan héraðsþróunarverkefnisins í Mangochi (MBSP) er mikil áhersla lögð á heilbrigðismál ekki síst á fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem fjárfestingar og samfélagsvinnu í vatns- og salernismálum. Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve á héraðið enn nokkuð í land með að tryggja gott öllum drykkjarvatn og víða í strjálbýli neyðist fólk til að ganga örna sinn á víðavangi með tilheyrandi smithættu og sóðaskap.</span></p> <p><span>Ágústa segir að niðurgangspestir séu, ásamt malaríu, helsta heilbrigðisvandamálið í dreifbýli og eigi stóran þátt í vannæringu barna. „Með stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum og fleirum ætla héraðsyfirvöld í Mangochi að gera átak í vatns- og salernismálum og ná markmiðum stjórnvalda, að 70 % allra íbúa hafi viðunandi aðgang að drykkjarvatni og salernisaðstöðu, innan fáeinna ára. Það krefst mikillar vinnu, bæði heilbrigðisstarfsmanna, fræðslu sjálfboðaliða og íbúanna sjálfra að tryggja viðunandi salernisaðstöðu á öllum heimilum,“ segir Ágústa.</span></p> <p><span>Nýlega náði Makanjira sveitarfélagið, með um 120 þúsund íbúa, þeim áfanga að teljast “ODF free” sem felur í sér að allir íbúarnir hafi aðgang að salernisaðstöðu. Fulltrúar sveitarfélagsins fengu afhenta viðurkenningu frá heilbrigðisráðuneytinu um síðustu mánaðamót. Þar með hefur því eitt af þremur áherslu sveitarfélögum MBSP verkefninu náð tilætluðum árangri í salernis- og hreinlætismálum.</span></p> <p><span>Ágústa nefnir að í ræðum við þetta tilefni hafi fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins vakið sérstaka athygli á þeirri staðreynd að engin kólerutilfelli hafi komið upp í Mangochi á síðastliðnu ári. Þeir þökkuðu það árangri í salernis- og hreinlætismálum.</span></p> <p><span>Þess má geta hér að Heimsmarkmið 6.2 tekur sérstaklega á salernismálum, “Eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður aðgangur að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu og endir verði bundinn á að menn þurfi að ganga örna sinna utan dyra, þar sem sérstakri athygli er beint að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.</span></p> <p><span>Innan héraðsþróunarverkefnisins í Mangochi verður haldið áfram á sömu braut en að auki verður sjónum beint að bættri salernis- og hreinlætis aðstöðu stúlkna á blæðingum í skólum.</span></p>

03.08.2018Góður árangur af neyðaraðstoð í Mið-Afríkulýðveldinu

<p>Góður árangur náðist af neyðaraðstoð sem SOS Barnaþorpin á Íslandi og í Svíþjóð fjármögnuðu í Mið-Afríkulýðveldinu frá mars 2017 til mars 2018.&nbsp;<span>Meginmarkmið neyðarastoðarinnar var að hjálpa börnum sem bjuggu við stríðsástand og hörmungar. Yfir 20 prósent landsmanna hafa þurft að flýja heimili sín og um 600 þúsund manns voru á vergangi í eigin landi árið 2017. Samkvæmt skýrslunni héldu 438.724 flóttamenn til í nágrannalöndum.</span></p> <p>Þetta er á meðal þess sem fram í lokaskýrslu um aðstoðina og&nbsp;<a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8345/godur-arangur-af-neydaradstod-i-mid-afrikulydveldinu" target="_blank">fjallað er um á vef SOS Barnaþorpa</a>&nbsp;í dag.&nbsp;</p> <p><span>Til marks um hræðilegt ástand í landinu má geta þess að til stóð að senda fulltrúa frá SOS Barnaþorpunum á Íslandi á vettvang til að fylgjast með framvindu verkefnisins, en frá því var horfið af öryggisástæðum eftir að bresk stjórnvöld gáfu út aðvörun og vöruðu við ferðum til landsins. Fram kemur í skýrslunni að ástandið í landinu valdi enn áhyggjum því 11 af 16 sýslum eru ennþá undir yfirráðum vopnaðra sveita og mikið ofbeldi þrífst á þessum svæðum.</span></p> <p><span>Megináhersla verkefnisins var vernd barna, menntun þeirra og næring og þykir vel hafa tekist til með að styrkja stöðu þeirra barna sem þóttu helst berskjölduð fyrir lífshættulegu ástandinu í landinu. Alls voru 23 fjölskyldur þjálfaðar til að taka tímabundið að sér fósturbarn sem orðið hafði viðskila við foreldra sína eða misst þá. Þá tókst að sameina 22 börn við foreldra sína á ný. Tveir skólar voru endurbættir, 5.554 börn sóttu barnvæn svæði verkefnisins og 228 börn fengu sálfræðiaðstoð. Ýmsir erfiðleikar komu þó upp og ekki náðist hámarksárangur, en vandamálin eru talin minniháttar.</span></p> <p><span>Á vef SOS Barnaþorpa á Íslandi er utanríkisráðuneytinu þakkað fyrir stuðninginn við verkefnið, en ráðuneytið styrkti það um 11.943.000 kr.&nbsp;SOS Barnaþorpin á Íslandi lögðu til 6.222.114 kr og var framlag Íslands til neyðaraðstoðarinnar því 18.165.114 kr.&nbsp;</span></p>

03.08.2018Mikill áhugi á þátttöku í heimildarmynd um Heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Alls sóttu 84 ungmenni, fædd árið 2003, um að taka þátt í kynningarverkefni utanríkisráðuneytisins, Hvíta hússins og RÚV á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Um er að ræða gerð heimildarmyndar um <a href="http://www.heimsmarkmidin.is" target="_blank">Heimsmarkmiðin</a>&nbsp;og fara upptökur fram bæði á Íslandi og í Úganda. Verkefnið felur því meðal annars í sér ferð til Úganda þar sem ungmennið speglar eigin tilveru á Íslandi í samanburði við jafnaldra í Úganda í ljósi Heimsmarkmiðanna. </p> <p>Umsóknarfrestur rann út þann 29. júlí síðastliðinn. Dómnefnd hefur nú farið í gegnum umsóknirnar og í kjölfarið verða nokkur ungmenni boðuð í viðtöl á næstu vikum. Ferðin til Úganda verður farin í september eða október 2018 og tekur um það bil tíu daga. Ferðast verður í fylgd tökuliðs og upplýsingafulltrúa Heimsmarkmiðanna. </p> <p>Stefnt er á að sýna heimildarmyndina í sjónvarpi RÚV og á samfélagsmiðlum í haust. </p>

25.07.2018Neysla á fiski aldrei verið meiri á heimsvísu

<span>Fiskframleiðsla hefur aldrei verið jafn mikil á heimsvísu. Árið 2016 var slegið met þegar alls var framleitt 171 tonn af fiski, en 88 prósent af því fór beint á diskinn hjá neytendum. Aukningin er nær öll frá fiskeldi. Þá hefur neysla á fiski aldrei verið jafn mikil því árið 2016 borðaði hver einstaklingur að meðaltali 20,3 kíló af fiski. Vöxturinn í fiskneyslu (3,2 prósent) er raunar orðinn meiri en í neyslu á kjöti (2,8 prósent) frá öllum landdýrum, samanlagt. Þess ber að geta að kjötneysla er enn mun meiri en fiskneysla, eða að meðaltali um 42,9 kíló á mann á heimsvísu, þar af 76,2 kíló á mann í hátekjuríkjum en 33,5 kíló í þróunarríkjum.&nbsp;<br /> <br /> Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýlegri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), <em>The State of World Fisheries and Aquaculture 2018</em>, en í henni er varpað ljósi á mikilvægi sjávarútvegs og fiskeldis í því að fæða, næra og veita milljónum manns atvinnu um allan heim. Eins og José Graziano da Silva, framkvæmdastjóri FAO, bendir á hefur árlegur vöxtur á alþjóðlegri fiskneyslu verið tvisvar sinnum meiri en fólksfjölgun í heiminum frá árinu 1961, sem sýnir fram á mikilvægi sjávarútvegs og fiskeldis í því að ná markmiðinu um heim án hungurs og vannæringar. Þar að auki gegnir atvinnugreinin lykilhlutverki í baráttunni gegn fátækt og í að auka hagvöxt meðal ríkja, en vaxandi eftirspurn eftir fiski og hærra verðlag hefur meðal annars aukið verðmæti fiskútflutnings milli ríkja. Árið 2017 nam útflutningurinn metinn á alls 152 milljarða bandaríkjadali, en þar af er 54 prósent upprunninn frá þróunarlöndum.&nbsp;<br /> <br /> Í skýrslunni er staða fiskveiða og fiskeldis meðal annars skoðuð út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sér í lagi markmiði 14 um að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. Heimsmarkmiðin taka mið af framlagi sjávarútvegs og fiskeldis hvað varðar fæðuöryggi og næringu, en einnig hvað varðar nýtingu greinarinnar á auðlindum jarðarinnar og að sú nýting sé með sjálfbærum hætti. Skýrslan tekur á ýmsum áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir, meðal annars varðandi undirmarkmið 14.4 um að fyrir árið 2020 skuli verða komið á skilvirku eftirliti með afla og tekið fyrir ofveiði og ólöglegar, óskráðar og stjórnlausar fiskveiðar og skaðlegar veiðiaðferðir. Þá skuli vera komin í framkvæmd áætlun um stjórn fiskveiða, sem byggjast á vísindalegum grunni, í því skyni að endurheimta fiskstofna á sem skemmstum tíma. Í skýrslunni segir að erfitt verði að endurheimta fiskstofna á skömmum tíma, slíkt taki tíma, en talið er að of mikið sé veitt í 33,1 prósent af öllum fiskstofnum heims. Eigi markmiðið að nást þurfi því mikla samvinnu hátekjuríkja og þróunarríkja, sér í lagi hvað varðar stefnumótun, fjármögnun, mannauð og tækni, en reynslan sýnir að endurheimt ofveiddra fiskstofna felur jafnan í sér félagslegan, efnahagslegan og vistfræðilegan ávinning fyrir alla.&nbsp;<br /> <br /> <a href="http://www.fao.org/3/I9540EN/i9540en.pdf" target="_blank">Hér má lesa skýrsluna í heild.</a><br /> </span> <div>&nbsp;</div>

24.07.2018Ný ráðherrayfirlýsing um Heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna staðfestu skuldbindingar sínar um að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í nýlegri ráðherrayfirlýsingu sem samþykkt var á ráðherrafundi í Sameinuðu þjóðunum þann 16. júlí síðastliðinn.</p> <p>Lögðu ríkin sérstaka áherslu á að útrýma fátækt og vinna gegn hungri og að samhentar aðgerðir væru nauðsynlegar til þess að ná árangri gagnvart Heimsmarkmiðunum. Þá var einnig lögð áhersla á að framfylgja beri Addis Ababa aðgerðaráætluninni um fjármögnun þróunar eigi Heimsmarkmiðin að nást fyrir 2030.</p> <p>Í yfirlýsingunni kemur fram að 2,1 milljarður manns hafi enn ekki aðgengi að öruggu drykkjarvatni, 4,5 milljarðar hafi ekki aðgengi að vatns- og hreinlætisaðstöðu og 892 milljónir manns hafi ekki aðgengi að salerni. Einnig lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af þeim áskorunum sem margar borgir standa nú frammi fyrir sökum aukins flutnings fólks úr dreifbýli í þéttbýli og að straumur flóttafólks auki enn á þessar áskoranir.</p> <p>Jafnframt er skorað á hagsmunaaðila að tileinka sér sjálfbæra neyslu og matvælaframleiðslu í þeim tilgangi að draga úr matarsóun og sporna við plastmengun. Þá kemur fram að markmiðunum verði ekki náð án víðtækrar þátttöku ólíkra hópa. Þar hafi vísindasamfélagið stóru hlutverki að gegna enda geti tækni og nýsköpun flýtt framförum.</p> <p><a href="http://undocs.org/E/2018/l.20" target="_blank">Hér má lesa ráðherrayfirlýsinguna í heild</a>.</p>

18.07.2018Áhersla á jafnrétti og landgræðslu á ráðherrafundi um Heimsmarkmiðin

<p>Ísland tekur virkan þátt í ráðherrafundi um Heimsmarkmiðin sem fer fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 16.-18. júlí. María Erla Marelsdóttir, sendiherra Heimsmarkmiðanna og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fer fyrir sendinefnd Íslands á fundinum. </p> <p>Ísland hefur um árabil lagt áherslu á að jafnrétti og sjálfbær nýting auðlinda séu lykilþættir í að tryggja efnahagslegar framfarir og sjálfbæra þróun. Á hliðarviðburði Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um langtímaáætlanir til að ná Heimsmarkmiðunum lagði María Erla áherslu á valdeflingu kvenna og mikilvægi kynjajafnréttis í þessu samhengi. </p> <p>Ísland stóð fyrir hliðarviðburði um landeyðingu og þurrka ásamt Kanada, Namibíu og Þýskalandi. Á fundinum var rætt um leiðir til að auka viðnámsþrótt samfélaga sem glíma við áskoranir sem tengar þurrkum. Frá 2013 hefur Ísland, ásamt Namibíu, leitt vinahóp ríkja sem fylkja sér um mikilvægi þess að vinna bug á þurrkum, eyðimerkurmyndun og landeyðingu. María Erla greindi frá starfi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er á Íslandi og mikilvægi þess að þjálfa konur og menn til að takast á við þessar áskoranir.</p> <p>María Erla mun einnig taka þátt í pallborðsumræðum á vegum Kanada um jafnréttismál. Markmið viðburðarins er að styrkja tenginguna milli valdefldra kvenna og stúlkna og friðsælla og viðnámsþolinna samfélaga í samhengi Heimsmarkmiðanna.</p> <p>Fleiri Íslendingar hafa tekið þátt í viðburðum sem haldnir hafa verið í tengslum við ráðherrafundinn. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, tóku þátt í viðburðum tengdum orkumálum þar sem Bjarni ræddi stöðu jafnréttismála í orkugeiranum. Þá hélt Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, kynningu á nálgun sveitarfélagsins á innleiðingu Heimsmarkmiðanna.</p>

17.07.2018Ráðherrafundur um innleiðingu Heimsmarkmiðanna

<p>Árlegur ráðherrafundur um Heimsmarkmiðin stendur yfir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 16.-18. júlí. María Erla Marelsdóttir, sendiherra Heimsmarkmiðanna og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, fer fyrir sendinefnd Íslands á fundinum. Fundurinn er umræðuvettvangur um stöðu innleiðingar Heimsmarkmiðanna (High Level Political Forum, HLPF). </p> <p>Þetta er í þriðja sinn sem fundirnir fara fram frá því Heimsmarkmiðin voru samþykkt árið 2015.&nbsp;Á hverju ári unidirgengst hluti aðildarríkjanna valkvæða landsrýni&nbsp;&nbsp;og í ár&nbsp;kynna alls fjörutíu og sjö ríki landsrýni sína á þremur dögum.&nbsp;Ísland mun halda sína fyrstu kynningu á næsta ári.&nbsp;</p> <p>Í opnunarávarpi sínu lagði Amina J. Mohammed, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, áherslu á að þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið sé vel á veg komið við að ná ákveðnum markmiðum fyrir 2030, til dæmis hvað varðar ungbarna- og mæðradauða, baráttuna gegn barnahjónaböndum, aukið aðgengi að rafmagni og aðgerðir gegn skógareyðingu, þá sé enn langt í land hvað önnur markmið varðar. Í sumum tilfellum hefur staðan jafnvel versnað á undanförnum árum. Í fyrsta skipti í áratug hefur fjöldi vannærðra aukist, í Afríku hefur fjöldi þeirra sem hefur ekki aðgang að hreinni orku við eldamennsku aukist um 250 milljónir frá árinu 2015 og þá er ungt fólk þrisvar sinnum líklegra til að vera án atvinnu en fullorðnir. Amina hvatti ríki því til þess að kafa dýpra og tileinka sér nýjar aðferðir við að innleiða Heimsmarkmiðin. </p>

04.07.2018Konur á götunni í kjölfar eldgoss í Gvatemala

<span></span><span></span> <p>Þúsundir íbúa Gvatemala hafa misst heimili sín og yfir hundrað hafa látið lífið eftir að eldgos hófst í eldfjallinu Fuego skammt frá höfuðborg Gvatemala í byrjun júní. UN Women er á staðnum að mæta þörfum kvenna.</p> <p>Á vef UN Women segir að komið hafi verið upp neyðarskýli fyrir konur og börn þeirra í samstarfi við Gvatemalaborg. Þar skilgreini starfsfólk UN Women þarfir kvenna og stúlkna og tryggi kvenmiðaða neyðaraðstoð á svæðinu líkt og kynjaskipta salernis- og sturtuaðstöðu, örugga svefnaðstöðu og afmörkuð svæði fyrir konur með börn sín þar sem þær fá þá einnig grunnheilbrigðisþjónustu. Allar konur fái sæmdarsett með helstu hreinlætisvörum og nauðsynjum sem gerir konum kleift að viðhalda reisn sinni í þessum erfiðu aðstæðum.</p> <p>Síðan segir:</p> <p>Magdalena Sutamul (33 ára) er ein þeirra þúsunda sem missti heimili sitt í eldgosinu. Hún heldur til í neyðarskýli UN Women þar sem hún starfar einnig sem sjálfboðaliði, styður konur og skipuleggur nú neyðaraðstoð UN Women. „Hér eru konur í áfalli og vita ekki í hvorn fótinn þær eiga að stíga. Nú er nauðsynlegt að búa til verkefni fyrir konur sem bæði dreifa huganum og veita þeim kraft til framtíðar. Við sem hér dveljum þurfum að fá tækifæri til að efla okkur í þessum erfiðu aðstæðum. Við settum því á laggirnar vinnusmiðjur í handavinnu; við saumum, prjónum og málum. Allar konur í neyðarskýlinu fara líka á skyndihjálparnámskeið.“</p> <p>„Við misstum allar okkar eigur. Allt í einu erum við sárafátækar. Okkur bíður risavaxið verkefni. Nú er því mikilvægara en nokkru sinni að byggja okkur upp og fá tækifæri til að uppfæra verkfærakistuna okkar svo að við getum unnið okkur út úr fátæktinni. UN Women er að veita okkur þetta tækifæri, von og kraft,“&nbsp;segir Magdalena.</p> <p>UN Women heldur áfram næstu vikur og mánuði að veita neyðaraðstoð, er að þróa atvinnuúrræði fyrir konur á svæðinu og móta hagnýt námskeið sem efla konur til framtíðar og dreifa huganum í þessum skelfilegu aðstæðum. En til þess þarf fjármagn.</p> <p>Á vef UN Women segir: Þú getur hjálpað&nbsp;– með því að senda sms-ið&nbsp;KONUR&nbsp;í&nbsp;1900&nbsp;(1.900kr.) veitir þú&nbsp;konu sæmdarsett og öruggt skjól.</p>

26.06.2018Rúmlega þrjátíu þúsund barnahjónabönd á degi hverjum

<span></span> <p>Eins og staðan er í dag er ein af hverjum fjórum unglingsstúlkum í hjónabandi í Vestur- og Mið-Afríku. Árlega ganga tólf milljónir stúlkna yngri en 18 ára í hjónaband. Það eru tæplega 33.000 stúlkur á dag eða um 23 stúlkur á hverri mínútu alla daga ársins. Standi tíðni barnahjónabanda í stað munu rúmlega 150 milljónir stúlkna á barnsaldri ganga í hjónaband fyrir árið 2030.</p> <p>Þrátt fyrir að hjónabönd barna séu bönnuð með lögum um allan heim eru þau býsna algeng. Á heimsvísu gengur ein af hverjum fimm stúlkum í hjónaband eða er komin í formlegt samband áður en hún nær átján ára aldri. Í þróunarlöndum tvöfaldast talan en þar hafa fjörutíu prósent stúlkna gengið í hjónaband fyrir átján ára aldur og tólf prósent áður en þær ná fimmtán ára aldri.</p> <p>Þó svo að orðið barnahjónaband sé notað alla jafna er iðulega átt við barnabrúðir. Umfjöllunin hér á einkum við um stúlkur og þann mikla vanda sem að þeim steðjar þegar þær ganga svo ungar í hjónaband. Engu að síður er rétt að minnast á að samkvæmt þeim gögnum sem Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefur aflað um hjónabönd í 82 fátækustu löndum heims kvænist einn af hverjum 25 drengjum fyrir 18 ára aldur. Það er hins vegar nánast óþekkt að þeir gangi í hjónaband áður en þeir ná fimmtán ára aldri. Því miður er raunin, eins og staðan er í dag, allt önnur hvað stúlkur snertir.</p> <p>Réttur stúlkna til að velja sér maka og ráða því hvenær þær ganga í hjónaband er að engu gerður þegar þær giftast á barnsaldri. Flestir geta verið sammála um að hjónabandið er æði stór skuldbinding og meiriháttar ákvörðun í lífi hverrar manneskju. Hjónabandið ætti að vera val hvers og eins og ákvörðun sem tekin er óþvingað.</p> <p>Þó svo að mörg landanna sem um ræðir séu til dæmis aðilar að <a href="http://barnasattmali.is/" target="_blank">Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna</a> viðgengst enn að börn gangi í hjónaband. Það gengur sannarlega í berhögg við sáttmálann og þá skilgreiningu að barn sé einstaklingur yngri en átján ára.</p> <p><strong>Staðan í þeim löndum sem ABC starfar</strong></p> <p>ABC barnahjálp starfar nú í sjö löndum: Bangladess, Búrkína Fasó, Filippseyjum, Indlandi, Kenýa, Pakistan og Úganda. Sé litið til þessara sjö landa má sjá að barnahjónabönd viðgangast í þeim öllum en verst er staðan hjá stúlkunum í Bangladess. Í skýrslu <a href="https://data.unicef.org/data/percentage-women-aged-20-24-years-first-married-union-ages-15-18/" target="_blank">UNICEF </a>frá nóvember 2017 kemur fram að 22% stúlkna í þar í landi gangi í hjónaband áður en þær ná 15 ára aldri. 59% stúlkna undir 18 ára eru í hjónabandi. Þetta er með því mesta sem þekkist í heiminum.</p> <p>Nokkuð fast á hæla Bangladess kemur Búrkína Fasó þar sem 10% stúlkna eru giftar fyrir 15 ára aldur og 52% innan við 18 ára. Í Úganda er talan sú sama fyrir stúlkur undir 15 ára, þ.e. 10%, og 40% fyrir stúlkur innan við 18 ára. Á Indlandi eru 7% stúlkna gengnar í hjónaband áður en þær ná 15 ára aldri og 27% fyrir 18 ára aldurinn. Þar á eftir kemur Kenýa þar sem 4% stúlkna yngri en 15 ára eru í hjónabandi og 23% yngri en 18 ára. Í Pakistan hafa 3% stúlkna innan 15 ára gengið í hjónaband og 21% þeirra sem yngri eru en 18 ára. Filippseyjar eru með lægstu tölurnar af löndunum sjö. Þar eru 2% stúlkna yngri en 15 ára í hjónabandi og 15% stúlkna yngri en 18 ára.</p> <p>Það getur verið erfitt að átta sig á samhengi hlutanna þegar horft er á prósentuhlutfall svo fjölmennra þjóða. Við getum tekið dæmi frá Íslandi í veikri tilraun til að setja þetta í eitthvert samhengi. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að nálgast tölur yfir aldur íslenskra brúðhjóna frá árinu 1971 til 2011. Af þeim rúmlega 32.000 sem gengu í hjónaband hér á landi á þessu 11 ára tímabili voru 184 brúðir 19 ára eða yngri. 35 brúðgumar voru 19 ára eða yngri. Hjónaefni þurfa lögum samkvæmt að hafa náð 18 ára aldri en <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/hjuskapur-og-sambud/" target="_blank">dómsmálaráðuneytið</a> getur veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap en ekki er hægt að ráða af tölum Hagstofunnar hversu oft það var gert.</p> <p>En snúum okkur aftur að barnahjónaböndum og stóru spurningunni: Hvaða ástæður búa að baki? Margar ástæður eru fyrir því að stúlkur á barnsaldri ganga í hjónaband en hvernig sem á það er litið er brot á mannréttindum að þvinga börn í hjónaband. Oftar en ekki er stofnað til slíks hjónabands af sárri fátækt en einnig er útbreidd skoðun að hjónaband geti á einhvern hátt varið heiður fjölskyldunnar, styðji félagsleg norm eða siði auk þess sem barnahjónabönd geta átt sér rætur í trúarreglum þar sem þau viðgangast hvað sem mannréttindum líður.</p> <p>Í milljónum tilvika telja foreldrar ungra stúlkna hjónaband vera eina möguleikann fyrir dætur þeirra. Í hjónabandi séu stúlkur betur varðar fyrir kynferðisofbeldi. Dæmin hafa sýnt að á stríðstímum fjölgar barnahjónaböndum, að því er fram kemur í upplýsingum <a href="https://www.unfpa.org/child-marriage" target="_blank">Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna</a>. Bæði vegna þess að fjölskyldur búa við fjárhagslegt óöryggi og ótta við kynferðisofbeldi í garð dætranna. Hins vegar er raunin sú að upplifun barnungra stúlkna af hjónabandi er í mörgum tilvikum mikið ofbeldi. Líkamlegt-, kynferðislegt- og andlegt ofbeldi.</p> <p>Önnur ástæða fyrir barnahjónabandi sem ekki má líta framhjá getur verið sú að í mörgum löndum þykir mikil hneisa ef unglingsstúlka verður barnshafandi utan hjónabands. Þær eru í sumum tilvikum jafnvel þvingaðar til að giftast nauðgurum sínum, hafi þær orðið barnshafandi eftir nauðgun, til að bjarga heiðri fjölskyldunnar. Þó er það ekki alltaf svo að ungar stúlkur séu þvingaðar til að ganga í hjónaband af foreldrum. Stúlkurnar sjálfar vilja oft giftast unnusta sínum og sýna með þeim hætti fram á eigið sjálfstæði, komast að heiman, flýja fátækt eða jafnvel ofbeldi. Strangar reglur þar sem blátt bann er lagt við kynlífi fyrir hjónaband getur líka verið ein af ástæðunum. Engu að síður er það ekki frjálst val sem drífur daglega um 33.000 stúlkur yngri en 18 ára í hjónaband. Dæmin sýna að þegar stúlkur hafa frjálst val þá giftast þær þegar þær eru orðnar eldri.</p> <p><strong>Girls Not Brides</strong></p> <p>Það er rík ástæða fyrir því að ýmis alþjóðleg samtök og stofnanir berjast gegn barnahjónabandi. Afleiðingar barnahjónabands eru nefnilega margþættar. Stúlkurnar eignast börn afar ungar, þær einangrast, þær hætta í námi og eiga þar af leiðandi síður möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn sem eykur hættuna á heimilisofbeldi, eins og fram kemur í nýlegri skýrslu frá <a href="https://data.unicef.org/resources/child-marriage/" target="_blank">UNICEF</a>.</p> <p>Það er meðal annars af þessum ástæðum sem alþjóðlegu samtökin <a href="https://www.girlsnotbrides.org/" target="_blank">Girls Not Brides</a> hafa það að meginmarkmiði að binda enda á barnahjónabönd. Yfir 900 mannúðarsamtök í 95 löndum tilheyra Girls Not Brides og er fræðsla og vitundarvakning með samvinnu ýmissa stofnana grunnstoðin í hugmyndafræði þeirra.</p> <p>Núna stendur yfir alþjóðleg ráðstefna samtakanna og fer hún fram í Malasíu. Ráðstefnan hófst í gær, 25. júní, og lýkur á morgun. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með beinni útsendingu frá ráðstefnunni en það er gert með því að skrá sig <a href="https://www.girlsnotbrides2018.org/livestreaming/" target="_blank">hér </a>.</p> <p>Þetta er í annað sinn sem samtökin standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu af þessari stærðargráðu um barnahjónabönd og býr gríðarleg vinna að baki. Teymi sérfræðinga og baráttufólks hvaðanæva að úr heiminum leggja lóð sín á vogarskálina.</p> <p><strong>Hvernig menntun getur haft áhrif</strong></p> <p>Þeir sem þekkja til starfs ABC barnahjálpar vita að það snýst um að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar og að hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim menntun og heimili. Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar en menntun er líka mikilvægur þáttur þegar kemur að barnahjónaböndum.</p> <p>Í nýlegri skýrslu sem nálgast má <a href="https://www.girlsnotbrides.org/wp-content/uploads/2018/01/Addressing-child-marriage-through-education-what-the-evidence-shows-knowledge-summary.pdf" target="_blank">hér </a>er fjallað nokkuð ítarlega um hvernig menntun stúlkna getur haft áhrif á barnahjónabönd og jafnvel komið í veg fyrir þau. Mikilvægi þess að fjárfesta í menntun stúlkna er undirstrikað en jafnframt ljósi varpað á ástæður þess að menntun þeirra er ekki alltaf í forgangi.</p> <p>Margt hefur áhrif á að stúlkur fá síður að fara í skóla í þeim löndum sem barnahjónabönd eru algeng. Sumir foreldrar sjá ekki haginn í því að senda dætur í skóla og á það einkum við þar sem ríkjandi gildi eru þau að karlar vinni úti en konur heima. Tímanum sem varið er í skólanum mætti verja við þrif, vinnu eða að gæta yngri systkina. Einnig telja sumir foreldrar það arðbærara að gifta dæturnar en að senda þær í skóla auk þess sem þeir trúa því að fjárhagslegt öryggi dætranna sé betur tryggt með hjónabandi en námi.</p> <p>Með því að sýna fram á hverju menntun getur skilað má smám saman breyta ríkjandi viðhorfi til menntunar stúlkna. Möguleikar á góðri vinnu að námi loknu aukast til muna, launin verða hærri og bæði stúlkurnar og fjölskyldur þeirra geta hugað betur að heilsunni. Að mati skýrsluhöfundar er nauðsynlegt að kynna betur fyrir foreldrum aðra kosti en hjónaband fyrir dætur þeirra. Ef foreldrar eru meðvitaðir um aðra möguleika eru þeir líklegri til að fjárfesta í menntun dætra sinna.</p> <p>Í mörgum tilvikum eru aðstæður fjölskyldna svo bágar að þær eiga ekki möguleika á að senda börnin í skóla og þar koma samtök á borð við ABC barnahjálp í mörgum tilvikum til sögunnar. Fyrir þá sem vilja lesa meira um hvernig nám getur rofið vítahring fátæktar og dregið úr barnahjónaböndum er bent á skýrsluna sem vísað er í að ofan og <a href="http://documents.worldbank.org/curated/en/530891498511398503/Economic-impacts-of-child-marriage-global-synthesis-report" target="_blank">skýrslu Alþjóðabankans</a> frá júní 2017 um fjárhagsleg áhrif barnahjónabanda.</p> <p>Sú staðreynd að mörg hundruð stúlkna yngri en 18 ára hafa gengið í hjónaband á meðan þú, lesandi góður, gafst þér tíma til að lesa þessa grein, fær mann til að leiða hugann að því hvað hver og einn getur gert til að binda enda á barnahjónabönd. Þetta varðar okkur öll og saman getum við gert heiminn að betri stað til að búa í.</p> <p><a href="https://www.abc.is/33-000-barnahjonabond-a-dag/" target="_blank">Greinin</a> birtist fyrst á nýjum vef ABC barnahjálpar</p>

26.06.2018Mikill árangur af vatns- og salernisverkefni með UNICEF í Mósambík

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið ákvað á síðasta ári að halda áfram samstarfsverkefni í Mósambík með Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og ráðast í annað þriggja ára framhaldsverkefni í Sambesíufylki í norðanverðu landinu. Að sögn Vilhjálms Wiium deildarstjóra tvíhliða þróunarsamvinnu í ráðuneytinu er á næstu þremur árum stefnt að því að 150 þúsund manns fái viðunandi salernisaðstöðu, 25 þúsund manns fái aðgengi að nýjum vatnsveitum og að tæplega 6 þúsund nemendur í 15 skólum fái bætta vatns- og salernisaðstöðu.</p> <p>Nýkomin er út lokaskýrsla fyrsta áfanga verkefnisins sem hófst í ársbyrjun 2015. Verkefnið hafði að meginmarkmiði að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að hreinu vatni og salernisaðstöðu í völdum héruðum fylkisins og þar með stuðla að bættri heilsu, menntun og lífskjörum almennt. Áherslan var á grunnskóla og samfélög í grenndinni. UNICEF hafði yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins og samkvæmt lokaskýrslu til utanríkisráðuneytisins kemur fram að þrátt fyrir margvísleg vandamál hefðu allflest markmið verkefnisins náðst. </p> <p>Má þar nefna uppsetningu 285 vatnsveitna sem veittu annars vegar 29.400 nemendum í 84 grunnskólum og hins vegar ríflega 60 þúsund manns í nágrenni skólanna aðgang að hreinu vatni. Einnig voru byggðir kamrar í 29 skólum en í þeim skólum eru nær 20 þúsund nemendur. Mörg námskeið voru haldin til að auka vitund almennings á mikilvægi hreinlætis og þess að ganga ekki örna sinna á víðavangi. Um 115 þúsund manns sóttu þessi námskeið.</p> <p>Vilhjálmur segir að í vatnsmálum hafi náðst betri árangur en áætlað var í upphafi. „Þegar verkefnið hófst var markmiðið að ná til 48 þúsund manns og 14 þúsund skólabarna. Vegna hagstæðrar þróunar gengis varð mögulegt að nálega tvöfalda fjölda skóla sem verkefnið náði til, miðað við upphaflegar áætlanir. Hins vegar gekk ekki eins vel í hreinlætismálum, en þar stóð til að auka vitund um 300 þúsund manns á mikilvægi hreinlætis. Niðurstaðan varð sú að ekki náðist nema tæplega helmingur markmiðsins. Þetta má fyrst og fremst rekja til óeirða sem brutust út annað veifið í mörgum fylkjum Mósambíkur á hluta verkefnistímabilsins,“ segir Vilhjálmur og bætir við að þann tíma var ekki mögulegt að komast á stóran hluta þeirra héraða sem verkefnið náði til. </p> <p>Hann nefnir einnig að ekki hafi verið hægt að fjölga námskeiðum eftir að friður komst á vegna skorts á leiðbeinendum. Við uppbyggingu vatnsveitna hafi hins vegar verið hægt að fjölga verktökum og ná miklum árangri í þeim verkþætti þrátt fyrir róstur á svæðinu.</p> <p>Margvíslegur annar árangur náðist í verkefninu að sögn Vilhjálms, til dæmis voru ráðnir ýmsir sérfræðingar í vatns- og salernismálum til fylkisstjórnar Sambesíu og þeirra héraða sem verkefnið náði til. Héraðsstjórnir fengu aðstoð við framtíðarskipulagningu og stefnumótun. Margvísleg þjálfun var veitt, til dæmis til vatnsnefnda í samfélögunum sem fengu nýjar vatnsveitur, en nefndirnar sjá um innheimtu hóflegra notendagjalda og einfaldar viðgerðir á dælubúnaði. </p> <p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/KvzjOuWCJs4" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe>&nbsp;</p> <p>Myndband frá síðasta ári um verkefnið og viðtal við Americo Muianga verkefnissstjóra UNICEF í Mósambík.</p>

25.06.2018Árleg framvinduskýrsla Heimsmarkmiðanna komin út

<p>Átök, loftslagsbreytingar og ójöfnuður kynjanna eru helstu skýringar á fjölgun fólks sem býr við matarskort eða lendir á vergangi. Sömu þættir tefja framvindu Heimsmarkmiðanna. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um Heimsmarkmiðin: Sustainable Development Report.</p> <p>Góðu fréttirnar eru þær að sífellt færri lifa undir viðmiðunarmörkum sárrar fátæktar, vel miðar í áttina að fækkun barna sem deyja yngri en fimm ára og aðgengi fólks að rafmagni hefur batnað verulega.</p> <p>Við útgáfu skýrslunnar í nýliðinni viku undirstrikaði Francesca Perucci hjá Efnahags- og félagsmálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (DESA) mikilvægi gagnaskráningar og greininga til að fylgjast með framförum.</p> <p>Í framvinduskýrslunni kemur fram að „fleira fólk lifir betra lífi“ en fyrir áratug. Frá árinu 2000 hefur þeim fjölskyldum sem hafa í tekjur innan við 1,90 bandaríska dali á dag (200 krónur íslenskar) fækkað úr 26,9% niður í 9,2%. Einnig hefur atvinnulausum fækkað verulega. Konum sem deyja af barnsförum hefur fækkað um 37% og dregið hefur úr dauðsföllum barna yngri en fimm ára um 47%. Þá hafa núna tvöfalt fleiri í fátækustu ríkjum heims aðgang að rafmagni en í byrjun aldarinnar.</p> <p>Fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að barnabrúðkaupum haldi áfram að fækka í heiminum í samræmi við markmið 5.2. Tekið er dæmi af sunnanverðri Asíu þar sem 40% minni líkur eru á því núna að stelpur giftist á barnsaldri borið saman við árið 2000. Þá segir um 12. markmiðið – Ábyrg neysla og framleiðsla – að rúmlega eitt hundrað þjóðríki hafi núna samþykkt stefnumörkun og aðgerðir til að koma þessum málum í rétt horf.</p> <p>Þrátt fyrir framfarir á ýmsum sviðum segir í skýrslunni að heimurinn standi frammi fyrir verulegum áskorunum í tengslum við Heimsmarkmiðin. Þar er sérstaklega nefnt að bæta þurfi stöðu þeirra hópa sem standa höllustum fæti. Ójöfnuður kynjanna er annað dæmi sem bent er á í skýrslunni að haldi aftur af konum og svipti þær tækifærum og réttindum. Þá er nefnt að ungmenni séu þrisvar sinnum líklegri en aðrir fullorðnir til að vera án atvinnu.</p>

22.06.2018Samnorrænn þjóðhátíðardagur í Kampala

<span></span> <p>Í vikunni var haldinn samnorrænn þjóðhátíðardagur í Kampala í Úganda á vegum sendiráða Danmerkur, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Þetta var í níunda sinn sem Norðurlöndin fjögur bjóða til hátíðahalda af þessu tilefni. Árni Helgason forstöðumaður íslenska sendiráðsins í Kampala segir að hefðin sé orðin sterk fyrir þessum viðburði í höfuðborg Úganda.</p> <p>Mogens Pedersen sendiherra Danmerkur í Úganda hélt <a href="/library/Heimsljos/NND%20Speech%202018-cln2%20(003).pdf">hátíðarræðu</a>&nbsp;fyrir hönd Norðurlandanna fjögurra. Umfjöllunarefni ræðunnar var helgað ungu fólki en þema dagsins var „Æskan - valdefling æskunnar og þáttur hennar í altækri þróun.“ Í ræðunni var vísað til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem segir<span>&nbsp; </span>að „...æskan, bæði menn og konur, eru fulltrúar mikilvægra breytinga í samfélaginu. Í hverju landi er hún fulltrúi framtíðarinnar og gegnir lykilhlutverki í að auka samheldni í samfélaginu, stuðla að efnahagslegri velsæld, og tryggja pólítískan stöðugleika til framtíðar.<span></span>Æskan getur aðeins sinnt þessu hlutverki þar sem stefna stjórnvalda er leiðandi og hvetur<span>&nbsp; </span>til almennra þátttöku í lýðræðislegri framþróun." </p> <p>Í ræðunni kom einnig fram að úgandska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum, 78% þjóðarinnar 30 ára eða yngri. Því sé mikilvægt fyrir jákvæða framþróun í Úganda að tryggja unga fólkinu menntun, atvinnu og tækifæri til að taka þátt í þróun samfélagsins til framtíðar. „Öll Norðurlöndin eru tilbúin til að taka þátt í því starfi með heimamönnum,“ segir Árni Helgason.</p> <p>Aðstoðarráðherra utanríkismála, Hr. Henry Oryem OKello flutti ávarp fyrir hönd stjórnvalda í Úganda og þakkaði langt og farsælt samstarf Úganda við öll Norðurlöndin. </p> <p>Að sögn Árna var fjölmenni við hátíðarhöldin og gestafjöldinn um 4-500 manns. „Það hefur verið hefð fyrir því að Norðurlöndin bjóði upp á þjóðlegar veitingar, og af hálfu Íslands var í boði hangikjöt, reyktur lax, síld, sviðasulta, harðfiskur, kleinur, hverabrauð, flatkökur<span>&nbsp; </span>og örlítill dreitill af íslensku brennivíni. Að hinum Norðurlöndunum ólöstuðum þótti íslenska framlagið bera af, en Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari í mötuneyti utanríkisráðuneytisins hafði veg og vanda af því að setja saman matseðilinn og koma matföngum til Úganda. Starfsfólkið í sendiráði Íslands í Kampala hafði veg og vanda af öllum undirbúningi og reiddi fram matföng til gesta við hátíðahöldin – og brást ekki bogalistin nú fremur en endranær,“ segir Árni.</p> <p>Eins og undanfarin ár flutti blandaður kór frá Makarere háskólanum þjóðsöngva allra Norðurlandanna og gerði það með prýði.</p>

21.06.2018Aukinn heilbrigðisstuðningur við Róhingja í Bangladess

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita rúmlega 15 milljónum króna til stuðnings Róhingjum í Bangladess vegna heilbrigðisverkefnis í flóttamannabúðum á svæðinu. Verkefnið er framkvæmt af Rauða hálfmánanum í Bangladess, í samstarfi við Rauða krossinn í Danmörku og Rauða krossinn á Íslandi. </p> <p>Markmið verkefnisins er að veita fólki sálrænan stuðning í kjölfar mikilla áfalla, s.s. ofbeldis og flótta frá heimkynnum sínum. Sálrænn stuðningur Rauða krossins gerir þolendum ofbeldis og átaka oft betur kleift að takast á við daglegt líf og þær áskoranir sem fylgja því að búa í yfirfullum flóttamannabúðum, en um 700 þúsund Róhingjar hafast við í flóttamannabúðum í Cox´s Bazar í Bangladess. &nbsp;</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur frá því í september á síðasta ári stutt við tjaldsjúkrahús Rauða krossins sem sinnir læknisþjónustu vegna líkamlegra sjúkdóma og áverka meðal Róhingja í flóttamannabúðunum. Alls hafa 24 sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi starfað á sjúkrahúsinu, þökk sé mánaðarlegum framlögum Mannvina Rauða krossins.</p> <p>„Verið er að koma upp svokölluðum öruggum rýmum (e.&nbsp;safe spaces) víða í flóttamannabúðunum en þangað getur fólk leitað vegna sálrænna vandamála. Margir hafa upplifað afar erfiða lífsreynslu fyrir flóttann og á flóttanum auk þess sem lífið í flóttamannabúðunum getur verið erfitt á sál og líkama. Þetta verkefni er viðbót við stuðning okkar við sjúkrahúsið,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi.</p> <p>Verkefnið felst í því að sálfræðingar á vegum Rauða krossins þjálfa sjálfboðaliða úr hópi Róhingja og íbúa Bangladess til þess að veita sálrænan stuðning á svæðinu undir leiðsögn sérfræðinga. &nbsp;„Það er mikilvægt að sjálfboðaliðar komi úr hópi Róhingja sjálfra og heimafólks en séu ekki aðeins utanaðkomandi. Lykilatriði er að þjálfa upp staðbundna getu og að þörfum sé mætt á jafningjagrundvelli,“ segir Atli Viðar.</p> <p>Aðalheiður Jónsdóttir er ein þeirra 24 sendifulltrúa Rauða krossins á Íslandi sem hafa starfað á vettvangi í Bangladess en hún er nýkomin heim eftir fjögurra vikna starf sem fól í sér þarfagreiningu og skipulagningu neyðarviðbragða vegna sálrænna vandamála í flóttamannabúðunum. „Það eru ríkjandi fordómar og ranghugmyndir gagnvart andlegum erfiðleikum og því mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu um orsakir og afleiðingar sálrænna erfiðleika og að fólk eigi kost á því að leita sér faglegrar aðstoðar,“ segir Aðalheiður.</p> <p>Framlag Rauða krossins á Íslandi samanstendur m.a. af söfnunarfé frá almenningi og deildum Rauða krossins á Íslandi, en félagið hóf söfnun vegna Róhingja í Bangladess í nóvember 2017.&nbsp;„Stuðningur Mannvina Rauða krossins sem og almennings skiptir sköpum í öllu okkar hjálparstarfi og er skýrt dæmi um hvað stuðningur frá einstaklingi á Íslandi getur haft mikil og jákvæð áhrif á framtíð einstaklinga á neyðarsvæðum“ segir Atli Viðar.</p>

20.06.2018Hjálparhönd Íslandsbanka styrkir alþjóðlegt hjálparstarf

<span></span> <p>Hjálparhönd Íslandsbanka styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins með stuðningi við verkefnið Digital Divide Initiative. Verkefnið felst í að Rauði krossinn vinnur með landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í yfir tíu Afríkuríkjum við að bæta þekkingu og búnað í upplýsingatækni og efla getu sína til að nýta hana við hjálparstarf sitt.</p> <p>Íslandsbanki styrkir verkefnið bæði með því að lána starfsmenn er hafa þekkingu og þjálfun í upplýsingatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa auk þess að styrkja verkefnið með 1 milljón króna fjárframlagi árlega.</p> <p>Starfsmenn Íslandsbanka hafa nú þegar farið í nokkrar sendifulltrúaferðir til landsfélaga Malaví, Búrundí, Kenía, Tanzaniu, Líberíu og Zambíu.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi fagnar þessu samstarfi við Íslandsbanka, brúun hins stafræna bils er eitt af langtíma þróunarverkefnum Rauða krossins sem einnig er stutt af utanríkisráðuneytinu og unnið í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.</p> <p>„Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. „Í mörgum ríkjum Afríku búa Rauða kross félög við svo bágan kost að það er ekki nein internet tenging út í deildum þar sem sjálfboðaliðar sinna lífsbjargandi hjálparstarfi eða hún mjög óstöðug. Verkefninu er meðal annars ætlað að bæta úr þessu og tryggja betur að nauðsynlegar upplýsingar sé hægt að senda sem varðar hjálparstarf Rauða krossins svo hægt sé að tryggja betur að nauðsynlegt hjálpargögn séu til staðar og að mannúðaraðstoð sé í samræmi við þarfir skjólstæðinga á vettvangi og að hún berist eins skjótt og kostur er á.“</p>

19.06.2018Rúmlega 50% flótta- og farandfólks eru börn – mörg fylgdarlaus

<span></span> <p>Stríð, ofbeldi og ofsóknir ollu því að vegalausu fólki á flótta fjölgaði enn árið 2017, fimmta árið í röð, vegna átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, stríðs í Suður-Súdan og flótta hundruð þúsunda Rohingja frá Mjanmar til&nbsp;Bangladess. Í langflestum tilfellum eru það þróunarríkin sem takast á við afleiðingarnar.</p> <p>Í árlegri skýrslu <a href="http://www.unhcr.org/globaltrends2017/">Þróun á heimsvísu</a>, sem gefin er út í dag, segir&nbsp; UNHCR, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, að 68,5 milljónir hafi verið á flótta í árslok 2017. Af þeim voru 16,2 milljónir sem urðu vegalausar á árinu 2017, annaðhvort í fyrsta skipti eða endurtekið – sem gefur til kynna mikinn farandfólks. Það jafngildir því að 44,500 manns hafi verið á flótta á hverjum degi, eða að einn einstaklingur verði vegalaus á tveggja sekúndna fresti.</p> <p>Aðrar tvær staðreyndir úr Þróun á heimsvísu eru að flestir flóttamenn búa í þéttbýli (58%) en ekki í flóttamannabúðum eða í sveitum; og að flóttamenn eru ungir, 53 prósent eru börn og mörg þeirra eru án fylgdarmanna eða hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar.</p> <p>Flóttamenn sem hafa flúið heimaland sitt vegna átaka og ofsókna voru um 25,4 milljónir af þessum 68,5 milljónum. Það er 2,9 milljónum meira en árið 2016, og mesta aukningin sem UNHCR hefur séð á einu ári. Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem enn biðu niðurstöðu umsóknar sinnar 31. desember 2017, fjölgaði á sama tíma um 300 þúsund, urðu 3,1 milljón. Vegalaust fólk innan eigin lands voru 40 milljónir af heildinni, lítilsháttar fækkun frá 40,3 milljónun 2016.</p> <p><strong>Einn af hverjum 110 jarðarbúum hefur hrakist á flótta</strong></p> <p>Í stuttu máli voru nánast eins margir á þvinguðum flótta í heiminum árið 2017 og allir íbúar Tælands. Á heimsvísu er 1 af hverjum 110 einstaklingum flóttamaður.</p> <p>„Við stöndum frammi fyrir flóðgátt, þar sem árangur við stjórnun þvingaðs flótta á heimsvísu krefst nýrrar og mun áhrifaríkari nálgunar svo lönd og samfélög séu ekki skilin eftir ein með vandann,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „En það eru ástæður sem vekja von. Fjórtán lönd hafa þegar hrint í framkvæmd nýju skipulagi til að takast á við flóttamannavandann og innan nokkurra mánaða mun nýtt hnattrænt samkomulag vera tilbúið til samþykktar hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag, kvöldið fyrir alþjóðlega flóttamannadaginn, bið ég aðildarríkin um að styðja þetta. Enginn verður flóttamaður að eigin vali; en við hin getum valið hvernig við hjálpum.“</p> <p>Skýrsla UNHCR, Þróun á heimsvísu sem gefin er út árlega um allan heim fyrir alþjóðlega flóttamannadaginn, 20. Júní, gefur upplýsingar um þvingaðan flótta og byggir á gögnum sem safnað er af UNHCR, ríkisstjórnum og öðrum samstarfsaðilum. Í henni er umhverfi alþjóðlegrar verndar ekki skoðað, því UNHCR gefur út sérstaka skýrslu um það en árið 2017 sáust tilvik um þvingaðan brottflutning fólks, flóttamenn voru gerðir að blórabögglum og nýttir í pólitískum tilgangi, þeir fangelsaðir og neitað um leyfi til að vinna, og nokkur lönd neita jafnvel að nota orðið „flóttamaður“.</p> <p>Samt sem áður býður skýrslan upp á innsýn, m.a. inn í hvernig þvingaður flótti lítur út og hvernig hann er í raun og veru og hvernig ósamræmi getur verið milli þessara tveggja hugmynda.</p> <p>Meðal þeirra er hugmyndin um að flóttamenn heimsins séu aðallega norðan heimskautsbaugs. Gögnin sýna að hið gagnstæða er rétt – um 85 prósent flóttamanna eru í þróunarríkjunum, sumum sárfátækum og þau fá lítinn stuðning til að sinna þessu fólki. Fjórir af hverjum fimm flóttamönnum eru í löndum sem liggja að þeirra eigin.</p> <p><strong>Tveir af hverjum þremur vegalausir í eigin landi</strong></p> <p>Stórfelldur flótti yfir landamæri er einnig sjaldgæfari en þær 68 milljón flóttamanna sem eru á heimsvísu gefa til kynna. Nær tveir þriðju þeirra sem neyðast til að flýja eru vegalausir í eigin landi og hafa ekki farið frá heimalandi sínu. Af 25,4 milljónum flóttamanna er rúmlega fimmtungur Palestínumenn undir verndarvæng UNRWA, Palestínuflóttamannaaðstoðar SÞ. Af hinum, sem UNHCR ber ábyrgð á, koma tveir þriðju frá einungis fimm löndun: Sýrlandi, Afganistan, Suður Súdan, Mjanmar og Sómalíu. Sé bundinn endir á átök í einhverju þeirra getur það haft mikil áhrif á ástandið í flóttamannamálum um allan heim.</p> <p>En rétt eins og það eru fá lönd sem mikill fjöldi flóttamanna kemur frá, þá eru fá lönd sem taka á móti mörgum flóttamönnum. Tyrkland er það land sem tekur á móti flestum, 3,5 milljónum, aðalega Sýrlendingum. En Líbanon tekur á móti flestum miðað við höfðatölu. Á heildina litið voru 63 prósent allra flóttamanna á vegum UNHCR í aðeins 10 löndum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/1MGRB5ZmKpU" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Því miður er skortur á lausnum á þessu öllu. Stríð og átök eru enn helsta orsökin og lítill sýnilegur árangur í átt til friðar. Um fimm milljónir einstaklinga gátu snúið aftur heim árið 2017 en flestir snéru aftur til að vera vegalausir í eigin landi og meðal þeirra var fólk sem sneri aftur undir þvingun eða í viðkvæmar aðstæður. Vegna þess að færri pláss bjóðast til búferlaflutninga með aðstoð, fækkaði þeim flóttamönnum sem sneru heim með hjálp um 40%; þeir voru um 100 þúsund talsins.</p>

18.06.2018Bráðabirgðaþjónusta veitt í tjöldum á lóð sjúkrahússins

<span></span> <p>Komin eru upp nokkur stór tjöld á lóð héraðssjúkrahússins í Mangochi í Malaví sem kviknaði í um miðjan aprílmánuð. Í tjöldunum er reynt að veita þá þjónustu sem veitt var á mæðra- og ungbarnaeftirlitsdeildinni. Sú deild brann til kaldra kola í eldsvoðanum. „Þótt allir leggi sig fram þá er þjónustan að sjálfsögðu lakari við þær aðstæður en hún var,“ segir Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu.</p> <p>„Tjaldborgin er hluti af þeirri endurbyggingaráætlun sem héraðsyfirvöld og malavísk heilbrigðisyfirvöld hafa útbúið. Nú vinna stjórnvöld að því að reisa nýja byggingu og endurnýja ýmis tæki og tól sem urðu eldinum að bráð. Margir hafa lagt hönd á plóg og búið er að safna peningum fyrir nýjum tækjum og tólum. Hins vegar á enn eftir að fjármagna nýja byggingu,“ segir Vilhjálmur.</p> <p><strong>Íslendingar aðstoða við enduruppbyggingu</strong> </p> <p>María Erla Marelsdóttir sendiherra gagnvart Malaví og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins tilkynnti malavískum yfirvöldum á dögunum um stuðning íslenskra stjórnvalda við endurbygginguna. Í byrjun þessa mánaðar sótti hún héraðssjúkrahúsið heim og sá með eigin augum eyðilegginguna. Þegar eldurinn gaus upp lögðust allir á eitt að reyna að slökkva eldinn og María Erla fékk að heyra sögur af hetjudáðum, til dæmis af nokkrum ungum mönnum <span>&nbsp;</span>sem stukku upp á þak á brennandi byggingunni til að skvetta vatni sem næst eldsupptökum. Aðrir lögðu sig í hættu til að verja næstu byggingu, en þar inni voru lyf ásamt ýmsum eldfimum efnum. Á einhvern undraverðan hátt náðist að koma í veg fyrir að eldurinn bærist þangað, en aðeins er um einn metri á milli bygginganna. Ýmsir náðu að sækja margvíslega hluti sem voru innandyra í brennandi byggingunni og koma þeim út.</p> <p>Íslendingar hafa verið í samstarfi við héraðsyfirvöld í Mangochi um árabil og íslenskum stjórnvöldum barst beiðni eftir brunann um aðstoð við að byggja nýtt húsnæði í stað þess sem brann. Að sögn Vilhjálms munu íslensk stjórnvöld aðstoða við það starf eftir fremsta megni, sendiráð Íslands í Lilongve og héraðsyfirvöld muni í sameiningu vinna það starf á næstu mánuðum. „Malavar lýstu yfir miklu þakklæti til Íslendinga vegna þessarar aðstoðar og þrátt fyrir allt ríkir tilhlökkun yfir nýrri byggingu og bættri starfsemi,“ segir Vilhjálmur og bætir við að byggingin sem deildin var í sé gjörónýt, jafna þurfi hana við jörðu og byggja nýja. </p>

15.06.2018Annað Heimsmarkmiðið til umræðu á stjórnarfundi UNICEF

<span></span> <p><span style="background: white;">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur stýrt mörgum næringarverkefnum fyrir börn víðs vegar um heiminn en á nýafstöðnum stjórnarfundi stofnunarinnar í New York var kynnt mat á þeim verkefnum. Að sögn Hildigunnar Engilbertsdóttur fulltrúa utanríkisráðuneytisins á fundinum kom þar fram að þrátt fyrir að fjármögnun UNICEF á næringarverkefnum hafi meira en tvöfaldast undanfarin áratug hefur stofnunin einungis nýlega byrjað að leggja áherslu á verkefni sem takast á við langvarandi næringarvanda barna. </span></p> <p><span style="background: white;">„Þau verkefni þurfa að taka heildstætt á þeim þáttum sem leiða til vaxtarhömlunar hjá börnum. Aðgangur að næringarríkri fæðu er lykilatriði, en aðrir þættir eins og aðgengi að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu, bólusetningar og aðgangur að grunnheilbrigðisþjónustu hafa einnig mikil áhrif,“ segir hún.</span></p> <p><span style="background: white;">Hildigunnur nefnir að þrátt fyrir að hlutfall barna sem búi við alvarlegan næringarskort hafi lækkað umtalsvert undanfarin ár séu enn um 156 milljónir barna yngri en fimm ára sem ekki nái fullum þroska vegna þess að þau fá ekki nóg af næringarríkum mat. Afleiðingin sé vaxtarhömun. „Slík langvarandi vannæring hjá börnum hefur afar neikvæð áhrif á heilsu og þroska barna sem hefur svo síðar áhrif á framleiðni og þjóðartekjur landa,“ segir Hildigunnur. </span></p> <p><span style="background: white;">Á stjórnarfundinum var einnig samþykkt landaáætlun UNICEF fyrir Malaví en þar búa um 42% barna yngri en fimm ára við mikla vaxtarhömlun. Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og þar í landi hafa íslensk stjórnvöld veitt fé í verkefni eins og öflun hreins vatns, byggingu heilsugæslustöðva, og heimaræktaðar skólamáltíðir fyrir börn. Allt eru þetta þættir sem taldir eru líklegir til að hafa jákvæð áhrif á næringarstöðu og þroska barna. </span></p>

14.06.2018Nauðungarvinna barna færist í aukana

<span></span> <p><span style="background: white;">Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) vakti athygli á því í vikunni að 152 milljónir barna eru fórnarlömb barnaþrælkunar. Helmingur þeirra vinnur hættuleg störf við heilsuspillandi aðstæður sem geta leitt til slysa og jafnvel dauða. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAOI) <a href="http://www.fao.org/news/story/en/item/1140078/icode/" target="_blank">benti</a>&nbsp;á þá óheillaþróun að barnaþrælkun í landbúnaði fer aftur vaxandi eftir að dregið hafði úr henni í rúmlega tíu ár samfleytt. Nú er talið að 108 milljónir barna neyðist til að vinna landbúnaðarstörf. Alþjóðadagur gegn barnaþrælkun var haldinn í vikunni.</span></p> <p>Alþjóðadagurinn var að þessu sinni ekki aðeins helgaður baráttunni gegn barnaþrælkun heldur einnig samtengdur öðrum alþjóðadegi fyrir öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi. Þannig var athyglinni bæði beint að hættulegum störfum sem börn eru í vaxandi mæli látin vinna við vondar aðstæður og almennt um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. (Sjá meðfylgjandi myndband frá ILO).</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/tASc7Y1VZFQ" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Fjallað er um þessi atriði í tveimur undirmarkmiðum Heimsmarkmiðs nr. 8 þar sem segir: „Gerðar verði tafarlausar og árangursríkar ráðstafanir til þess að útrýma nauðungarvinnu, endir bundinn á&nbsp;nútímaþrælahald og mansal og tryggt verði bann við og afnám barnaþrælkunar, meðal annars nýliðunar og&nbsp;notkunar barnahermanna, og eigi síðar en árið 2025 verði bundinn endir á nauðungarvinnu barna í öllum&nbsp;myndum.“ … og „réttindi á vinnumarkaði verði vernduð og stuðlað að öruggu og tryggu vinnuumhverfi fyrir allt launafólk, meðal&nbsp;annars farandlaunþega, einkum konur sem eru á faraldsfæti, og þá sem hafa ótrygga atvinnu.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/OZyDVsyF1Ao" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Samkvæmt skýrslu ILO er tæplega helming barna í nauðungarvinnu að finna í Afríku annars vegar og í Asíu- og Kyrrahafsríkjum hins vegar. Hlutfallslega flest vinnandi börn er að finna í Afríku sunnan Sahara. Í skýrslunni kemur fram að börnin séu sett til vinnu sex eða sjö ára að aldri og vinnuaðstæðurnar verði hættulegri eftir því sem þau eldast. Um 70% hættulegra starfa barna tengjast landbúnaði, en einnig eru slík störf í námagreftri, byggingariðnaði og á heimilum.</p> <p>Guy Rider framkvæmdastjóri ILO <a href="https://www.voanews.com/a/half-the-world-s-152-million-child-laborers-do-hazardous-work/4432362.html" target="_blank">segir</a>&nbsp;heiminn standa frammi fyrir faraldri vinnuslysa og atvinnusjúkdóma. Hann segir í viðtali við VOA fréttaveituna að 2,78 milljónir dauðsfalla megi árlega rekja til vinnuslysa, 374 milljónir slasist við störf eða veikist. Væru þetta fórnarlömb í stríði væri umræðan hávær. Hann segir að börn og ungir starfsmenn séu í meiri hættu en aðrir og að afleiðingarnar séu oft langvinnari.</p> <p>Á alþjóðadegi gegn barnaþrælkun <a href="http://news.trust.org/item/20180612163253-5pd76/" target="_blank">beindi </a>Reuters-fréttastofan sjónum að aukinni barnaþrælkun meðal sýrlenskra flóttabarna í flóttamannabúðum í Líbanon.</p>

13.06.2018Leikur fyrir #öllbörn: Ein milljón á mark!

<span></span> <p>Í tilefni af því að karlalandslið Íslands tekur í fyrsta sinn þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta hefur lyfjafyrirtækið Alvogen ákveðið að styðja baráttu UNICEF á Íslandi með samstarfsverkefni sem sameinar leik og gleði fótboltans og réttindi barna til að stunda tómstundir og leika sér í öruggu umhverfi. Fyrirtækið hefur sett af stað áskorun undir yfirskriftinni&nbsp;Leikur fyrir #öllbörn. Greint er frá þessu á vef UNICEF.</p> <p>Alvogen hefur heitið einni milljón króna á hvert mark sem karlalandsliðið skorar á mótinu. UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim. Áður en flautað verður til leiks á laugardaginn hefur Alvogen heitið að lágmarki þremur milljónum króna á landsliðið. Fyrir eina milljón er hægt að útvega 50 leikjakassa sem nýtast munu fyrir þúsundir barna</p> <p>„Alvogen vill með þessu leggja sitt af mörkum við að tryggja að börn fái að vera börn. Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og barnvænu svæðin eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum,“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.</p> <p>Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Slíkir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen.&nbsp; Á barnvænu svæðunum geta börn haldið&nbsp;menntun sinni áfram, leikið sér og&nbsp;fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum.</p> <p><strong>Alvogen sendir áskorun á íslensk fyrirtæki</strong></p> <p>Alvogen ríður á vaðið með því að heita einni milljón á hvert mark landsliðsins á mótinu. Róbert Wessman skorar auk þess á önnur fyrirtæki að taka þátt og heita á mörk íslenska landsliðsins. „Fótboltinn sameinar heiminn í leik og gleði og við viljum nýta þennan kraft til að leggja okkar af mörkum við að gera heiminn betri fyrir börn. Við skorum á önnur fyrirtæki að ganga til liðs við okkur, boltinn er hjá ykkur,“ segir Róbert.</p> <p>„Þetta samstarf mun hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna og styðja við réttindi þeirra til að stunda íþróttir og tómstundir og gera þeim kleift að fá að vera börn. UNICEF vinnur að velferð og réttindum barna í öllum þeim löndum sem eiga fulltrúa á HM,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Alvogen hefur verið dyggur samstarfsaðili UNICEF á Íslandi í fjölda ára og meðal annars styrkt menntaverkefni á Madagaskar, neyðaraðgerðir UNICEF á Sahel svæðinu í Afríku og staðið fyrir styrktartónleikum fyrir börn í Nepal eftir mannskæðan jarðskjálfta þar í landi.</p> <p><a href="https://unicef.is/" target="_blank">Vefur UNICEF</a></p>

12.06.2018Ályktun 1325: Aðgerðaráætlun stjórnvalda í Mósambík ýtt úr vör

<span></span> <span></span> <p>Fyrsta aðgerðaáætlunar Mósambíkur til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var hleypt af stokkunum í gær af Cidália Chaúque Oliveira ráðherra jafnréttis-, barna- og félagsmála. Aðgerðaáætlunin er framkvæmd í samstarfi við UN Women í Mósambík. Fjárhagslegir bakhjarlar eru íslensk stjórnvöld, gegnum alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, og sendiráð Noregs í Mapútó. </p> <p>„Áætlunin mun auka öryggi kvenna, stuðla að efnahagslegri valdeflingu þeirra, efla getu kvenfélaga til að taka þátt í forvörnum og úrlausnum átaka, auk þess að auka getu stjórnvalda til að samræma, fylgja eftir og framkvæma alþjóðlegar skuldbindingar um konur, frið og öryggi,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir sem tók þátt í undirbúningi verkefnisins fyrir hönd sendiráðs Íslands í Mapútó í fyrra. Hún bætir því við að hugsa megi verkefnið sem frumkvöðlastarf, verkefni sem vísar veg og leggur línur til framtíðar um framkvæmd aðgerðaráætlunar ályktunar 1325 í Mósambík.</p> <p>Viðburðurinn í gær var sóttur af rúmlega hundrað manns frá stjórnvöldum í Mósambík, fulltrúum á mósambíska þinginu, borgarasamfélaginu, einkageiranum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna. </p> <p>Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 viðurkennir sérstöðu kvenna í stríði og átökum og mikilvægi hlutverks þeirra í friðaruppbyggingu. „Í Mósambík ríkti borgarastyrjöld í rúm sextán ár og þar enn eru róstur öðru hverju. Því skiptir ályktunin og framkvæmd hennar gríðarlega miklu máli,“ segir Lilja Dóra.</p> <p>Ísland skrifaði í apríl á síðasta ári undir samstarfssamning við UN Women í Mósambík upp á 2,5 milljónir Bandaríkjadali til fjögurra ára, 2017-2020. Verkefnið beinist að því að aðstoða mósambísk stjórnvöld við framkvæmd þessarar fyrstu aðgerðaáætlunar ályktunar 1325. </p> <p>Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla eiga að friði, öryggi og endurreisn í mósambísku samfélagi leiði til þess að auka jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Að sögn Lilju Dóra verða konur og stúlkur oftar en ekki útundan í þess háttar ferlum og áætlunum. „Verkefnið var byggt þannig upp að auðvelt væri að stækka það og fjölga fylkjum og héruðum til að framkvæma verkþætti ef viðbótarfjármagn fengist frá öðrum framlagsríkjum. Nú hafa Norðmenn slegist í hópinn og bætt tveimur milljónum Bandaríkjadala í verkefnið til þriggja ára sem styrkir verkefnið verulega,“ segir Lilja Dóra.<br /> <br /> </p> <p><span>&nbsp;</span></p>

11.06.2018Hæst framlög frá íslenskum almenningi til UNICEF, eins og síðustu fimm árin!

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur í árlegri skýrslu sinni um framlög þakkað Íslendingum fyrir reglubundinn, fyrirsjáanlegan og örlátan stuðning og traust sem Íslendingar sýna UNICEF og verkefnum stofnunarinnar. Líkt og fimm undanfarin ár tróna Íslendingar langefstir á lista þegar horft er til framlaga frá landsnefndum eftir höfðatölu, með 23 bandaríska dali á hvern mannsbarn. Það svarar til 2.487 króna á gengi dagsins.</p> <p>Þegar opinber framlög til UNICEF bætast við eru Íslendingar komnir upp í 3ja sæti á listanum yfir heildarframlög landsnefnda og ríkisstjórna og hafa tekið fram úr Lúxemborg miðað við listann frá síðasta ári. Noregur og Svíþjóð eru í fyrsta og öðru sæti listans. </p> <p>Milli áranna 2016 og 2017 hækkuðu framlög Íslendinga upp í 3.01 milljón dala, eða rúmlega 325 milljónir íslenskra króna. Miðað við höfðatölu eru heildarframlög hvers Íslendings, samkvæmt skýrslunni, 25,4 dalir, eða 2.746 krónur.</p> <p>Ársfundur UNICEF á Íslandi verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 13. júní.</p> <p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Stofnunin berst fyrir réttindum allra barna og sinnir bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. UNICEF er á vettvangi í yfir 190 löndum og hefur að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.</p> <p><a href="https://www.unicef.org/publicpartnerships/files/2017_Compendium_of_Resource_Partner_Contributions_UNICEF.pdf" target="_blank">Skýrslan</a>&nbsp;(sjá bls. 25).</p>

08.06.2018Íslendingum þakkaður stuðningurinn í Mangochi

<span></span> <p>Íslendingum var þakkaður stuðningurinn við grunnþjónustu í Mangochi héraði í Malaví þegar María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu heimsóttu Malaví í vikunni. Fyrri hluta heimsóknarinnar var farið í vettvangsferð til Mangochi héraðs, helsta samstarfsaðila Íslands í þróunarsamvinnu í landinu en verkefnin snúa einkum að mennta-, heilbrigðis- og vatns- og salernismálum.</p> <p>Í ferðinni var meðal annars heimsóttur Chimbende grunnskólinn sem er einn af tólf áhersluskólum í grunnþjónustuverkefninu. Á síðustu árum hafa verið byggðar níu skólastofur við skólann, keypt skólaborð og bekkir fyrir nemendur, allir nemendur fengið námsgögn og bækur, mæðrahópar eru starfræktir, nýir kennarar menntaðir og aðrir fengið símenntun á sviði kennslu og uppeldisfræði. Á áætlun er að svo að byggja níu skólastofur til viðbótar og verða þá allir nemendur skólans sem eru rúmlega 1.500 komnir inn í skólastofur. Enn eru fimm bekkir sem læra utandyra.</p> <p>Þá var fæðingardeildin í Kadango heimsótt en hún er ein af átta fæðingardeildum með biðskýli sem byggðar hafa verið í dreifbýli í héraðinu fyrir íslenskt þróunarfé. Að meðaltali eru 2-3 fæðingar á dag í Kadango og konur hafa þurft að leita langa leið eftir fæðingarhjálp. Nú er komin sjúkraflutningabíll á staðinn, sem auðveldar og styttir tíma í bráðaþjónustu.</p> <p>Í Heimsókn til Makanjira heilsugæslustöðvarinnar kom fram að á áætlun er að uppfæra heilsugæsluna svo unnt verði að bregðast við bráðatilfellum og framkvæma keisaraskurði. Makanjira er afskekktasta sýslan í héraðinu og vegir oft ófærir á regntímabilinu frá desember til mars. Barnshafandi mæður og fólk sem lendir í slysum þurfa því að ferðast langa og oft ófæra leið til að komast á héraðssjúkrahúsið í Mangochi bæ. Rætt var við heilbrigðisnefnd svæðisins sem hefur kallað eftir uppfærslu á heilsugæslunni frá árinu 2013.</p> <p>Í höfuðstað héraðsins, Mangochi bænum, var skoðuð nýja fæðingadeildin sem áætlað er að taki til starfa í júlí.<span>&nbsp; </span>Reiknað er með að á deildinni verði 20-30 barnsfæðingar daglega eða sem nemur 7-10 þúsund fæðingum á ári hverju. Skoðaðar voru afleiðingar brunans á héraðssjúkrahúsinu en ákveðið hefur verið að verða við beiðni héraðsyfirvalda að fjármagna endurbyggingu húsnæðisins sem brann.</p> <p>Ennfremur var haldinn fundur með framkvæmdateymi héraðsins í verkefninu. Þar var farið yfir framvindu verkefnisins frá því nýr samningur var undirritaður í nóvember á síðasta ári. Eins var farið yfir helstu verkþætti sem eru á áætlun frá júlí 2018 til júní 2019.</p> <p>Í lok ferðarinnar var í höfuðborginni, Lilongve, haldin fundaröð með samstarfsaðilum í landinu – utanríkisráherra, ráðuneytisstjóra sveitastjórnamála, fulltrúum UN Women, Mannfjöldasjóði SÞ (UNFPA), Matvælaáætlun SÞ (WPF), Barnahjálp SÞ (UNICEF) og Action Aid vegna áætlunar um að auka stjórnmálaþátttöku kvenna í landinu. Einnig var haldinn fundur með fulltrúum frá írska sendiráðinu. </p>

08.06.2018Ungt fólk í brennidepli á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Afríkuríkja

<span></span><span></span> <p>Lokið er tveggja daga árlegum fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Afríkuríkja sem var að þessu sinni haldinn í Kaupmannahöfn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á tengsl kynjajafnréttis, friðar og öryggis í erindi sínu og ítrekaði einnig mikilvægi samstarfs þjóðanna í þágu ungs fólks.</p> <p>Á fundinum var meðal annars rædd aukin samvinna Norðurlandanna og Afríkuríkja við að byggja upp öflug samfélög í síbreytilegu hnattrænu umhverfi. Í umræðum í morgun voru öryggis- og friðarmál ofarlega á baugi þar sem aukin aðkoma og mikilvægi kvenna og ungs fólks í friðaruppbyggingu var í brennidepli. Áhersla var lögð á aukna svæðisbundna- og alþjóðlega samvinnu, til dæmis undir hatti Sameinuðu þjóðanna. Ennfremur kom fram að aukin samþætting mannúðarmála, þróunarsamvinnu og friðar- og öryggismála væri lykilatriði þegar kæmi að því að tryggja frið.</p> <p>Utanríkisviðskipti og gildi frjálsra viðskipta, aukinn hagvöxtur, betri lífskjör og sjálfbær þróun voru einnig á dagskránni. Rætt var um hvernig stjórnvöld ríkjanna geta unnið saman að því að fjarlægja flöskuhálsa og hvetja til fjárfestinga og viðskipta í Afríku.</p> <p>Guðlaugur Þór gerði mikilvægi opinna markaða og fríverslunarsamninga að umtalsefni og sagði utanríkisverslun snúast um samvinnu og traust. Hann teldi mikil tækifæri liggja í Afríku og sagði þróunina í átt að fríverslunarsamtökum álfunnar afar jákvæða. Mikið var rætt um hlutverk einkageirans og nauðsyn þess að byggja upp traust og gagnsæi í viðskiptaumhverfi til að laða að erlendar fjárfestingar. Í því samhengi var skilvirkni alþjóðlega viðskiptakerfisins og hlutverk stofnana eins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar undirstrikað af mörgum.</p> <p>Á fundinum var jafnframt rætt um mikilvægi þess að styðja við framtíðarmöguleika ungs fólks og efla atvinnusköpun og atvinnutækifæri við hæfi, ekki síst í ljósi mikillar fólksfjölgunar í Afríku og samfélagslegra breytinga. Fram kom að fjórða iðnbyltingin kallaði á aðlögun að breyttum aðstæðum í takt við örar tækniframframfarir og ríkin þyrftu að vinna saman að því enginn yrði út undan í þeirri þróun.</p>

07.06.2018Fatimusjóðurinn gefur 5 milljónir króna til barna í neyð í Jemen

<span></span> <p>Í gær afhentu fulltrúar Fatimusjóðsins UNICEF á Íslandi 5 milljóna króna framlag sem rennur til stríðshrjáðra barna í Jemen. Afhendingin, sem fór fram á skrifstofu UNICEF, er hluti af söfnunarátakinu „Má ég segja þér soldið“&nbsp;<span>sem UNICEF á Íslandi stendur fyrir. </span></p> <p><span></span>„Eftir margra ára átök ríkir gífurleg neyð í Jemen, einu fátækasta ríki heims, neyð sem hefur farið framhjá mörgum. Nú er svo komið að Jemen er einn versti staður í heimi til að vera barn og nánast hvert einasta barn í landinu þarfnast neyðaraðstoðar. Mörg þúsund börn hafa látið lífið eða verið limlest í borgarastríðinu og lífum og framtíð margfalt fleiri barna er ógnað. UNICEF er á vettvangi og hlúir að börnum og fjölskyldum þeirra og veitir nauðsynlega neyðaraðstoð,“ segir í frétt á vef UNICEF.</p> <p>Fatimusjóðurinn var stofnaður árið 2005 af baráttukonunni Jóhönnu Kristjónsdóttur. Upphaflega var sjóðnum ætlað að styðja við menntun barna í Jemen en síðustu árin hefur hann beitt sér fyrir margvíslegri uppbyggingu og neyðaraðstoð í Mið-Austurlöndum. Sjóðurinn hefur verið í samstarfi við UNICEF undanfarin ár og safnað tugmilljónum króna fyrir börn í neyð, meðal annars í Sýrlandi, Jórdaníu og Jemen. </p> <p><strong>Upphæðin er afrakstur skákmaraþons Hrafns og Hróksins</strong></p> <p>Upphæðin sem fulltrúar Fatimusjóðsins afhentu UNICEF á Íslandi er afrakstur af skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar og Hróksins sem haldið var 11. og 12. maí. Róbert Lagerman og Hrafn Jökulsson tefldu alls 250 skákir fyrir hönd Hróksins. Meðal þeirra sem gáfu áheit voru Íslandsbanki, Penninn, Dominos, Samkaup, Vörður, Vignir S. Halldórsson, Viggó Einar Hilmarsson, Set, Brim, Góa, auk nokkurra sem ekki létu nafns síns getið. Þá urðu fjölmargir til að bregðast við áskorunum Hróksliða um að leggja inn á söfnunarreikning Fatimusjóðsins. Alls söfnuðust 4,8 milljónir króna í skákmaraþoninu, án krónu í tilkostnað, og systkinin Hrafn og Elísabet lögðu saman 200 þúsund í neyðarsöfnunina til að geta afhent UNICEF sléttar 5 milljónir í þágu barnanna í Jemen í dag. </p> <p>Maraþonið var teflt í minningu Jóhönnu Kristjónsdóttur, stofnanda Fatimusjóðsins, en 11. maí var eitt ár liðið frá andláti hennar. Sjálf safnaði Jóhanna framlögum fyrir börn í neyð allt þar til yfir lauk og var ötull málsvari barna á stríðshrjáðum svæðum.</p> <p>„Framlag Fatimusjóðsins er ómetanlegt og við hjá UNICEF á Íslandi erum innilega þakklát fyrir stuðninginn. Hrafn Jökulsson heldur minningu móður sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur, fallega í heiðri með því að veita börnum í Jemen mikilvægan stuðning,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Nýja stjórn Fatimusjóðsins skipa Ragný Guðjohnsen formaður, Margrét Pála Ólafsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kolbrá Höskuldsdóttir og Vera Illugadóttir. Fatimusjóðurinn mun leitast við að starfa í anda stofnandans og gerir kjörorð Jóhönnu að sínum: Til lífs og til gleði.</p> <p>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir Jemen er enn í fullum gangi. Hægt er að styðja hana með því að senda SMS-ið JEMEN í 1900 (1900 krónur) eða gefa frjálst framlag <a href="https://unicef.is/neydarsofnun-born-jemen" target="_blank">hér</a>. </p>

06.06.2018„Konur þurfa að styðja hver aðra til að þrauka hér í búðunum“

<span></span> <p>Á vef UN Women hefur birst frásögn konu sem hefur um langt árabil búið í flóttamannabúðunum við borgina Cox´s Bazar. Eins og flestir vita hafa ofsóknir á hendur Róhingjum staðið yfir áratugum saman en þær færðust í aukana til muna í ágúst 2017. Síðan þá hafa hundruð þúsunda Róhingja flúið frá Mjanmar til Bangladess í flóttamannabúðir við borgina Cox´s Bazar. Frásögn UN Women fer hér á eftir:</p> <p>Noor Nahar&nbsp;er 35 ára gömul Róhingjakona sem þekkir fátt annað en að búa í flóttamannabúðum en þar hefur hún búið undanfarin 28 ár. Hún starfar sem leiðbeinandi í neyðarathvarfi UN Women í búðunum.</p> <p>„Ég var sjö ára þegar ég flúði ásamt mömmu minni frá Mjanmar til Bangladess. Eina sem ég man var að við sigldum á báti yfir og að mamma mín sagði mér að við þyrftum að flýja vegna þess að mjanmarski herinn hafði myrt níu ára gamlan bróður minn.“</p> <p>Noor hefur alltaf trúað því að ofbeldinu myndi linna og að einn daginn gæti hún snúið aftur heim til Mjanmar. En hún er að missa trúna í ljósi þess að ofsóknir og ofbeldi af hendi mjanmarska hersins hefur aukist til muna og aldrei hafa fleiri Róhingjar flúið en núna.</p> <p>„Þar sem ég er flóttakona og veit nákvæmlega hvaða erfiðleikar fylgja því að vera kona hér í búðunum vil ég gefa af mér. Ég er því í stuðningshópi fyrir konur hér í búðunum og brenn fyrir að styðja við aðrar konur sem eru nýkomnar hingað. Ég kenni fjóra daga í viku klæðskurð og saum í neyðarathvarfi UN Women í búðunum, legg mig fram við að verða vinkona kvennanna og veiti þeim upplýsingar um allt hér í búðunum. Konur þurfa að styðja hver aðra til að þrauka hér í búðunum,“ segir Noor og heldur áfram.</p> <p>„Ég þekki vel grunnþarfir kvenna hér í búðunum; dömubindi, slæður til að hylja sig svo þær þori út úr kofum sínu, vasaljós og vistvæn kol. Eins þurfa þær hagnýtt nám, hvatningu, valdeflingu og atvinnutækifæri til að geta aflað tekna fyrir sig og fjölskyldur sínar. Ef við tökum vel á móti konum og styðjum þær – veita þær öðrum konum stuðning. Þannig höfum við fiðrildaáhrif hér í búðunum. Ég veit svo sem ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en ég vil bjartari framtíð fyrir börnin mín og lifa í friði og ró.“</p> <p><a href="https://unwomen.is/" target="_blank">Vefur UN Women á Íslandi</a></p>

06.06.2018Stuðningur við borgarasamtök í Palestínu

<span></span> <p><span>Nýlega hafa verið undirritaðir samningar við tvenn borgarasamtök í Palestínu um rúmlega tíu milljóna króna (100 þúsund bandarískra dala) framlag íslenskra stjórnvalda á ári í þrjú ár. Samtökin hafa bæði notið stuðnings frá Íslandi um árabil.</span> </p> <p>Önnur þessara samtaka eru Women‘s Centre for Legal Aid and Counselling (WCLAC) sem starfað hafa síðan 1991. Þau beita sér fyrir bættu lagaumhverfi í jafnréttismálum og veita stuðning, fræðslu og ráðgjöf gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með rekstri kvennaathvarfs. </p> <p>Hin samstökin eru Palestinian Medical Relief Society (PMRS) sem stofnuð voru 1979 til að bæta veikburða heilbrigðisþjónustu í landinu. Þau leggja áherslu á að veita fátækum og illa stöddum í dreifbýli, þéttbýli og flóttamannabúðum grunnheilsugæslu, meðal annars með færanlegri heilsugæslu. Samtökin annast einnig sjúkraflutninga. Í nýja samningnum er sjónum sérstaklega beint að þátttöku kvenna í samfélagslegri uppbyggingu á sviði heilbrigðismála á Vesturbakkanum. </p> <p>Bæði samtökin eru rótgróin og gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki hvað varðar þjónustu og málsvarastarf í Palestínu. Stuðningur íslenskra stjórnvalda þjónar þeim meginmarkmiðum mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu að lina þjáningar og efla viðnámsþrótt samfélagsins.</p>

05.06.2018Gefa verði hverju barni gott veganesti í vöggugjöf

<span></span> <p>Rúmlega helmingur allra barna í heiminum eru í áhættuhóp gagnvart átökum, fátækt eða kynjamismunun, segir í nýrri skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children (Barnaheilla). Í skýrslunni sem ber yfirskriftina – <a href="https://campaigns.savethechildren.net/sites/campaigns.savethechildren.net/files/report/EndofChildhood_Report_2018_ENGLISH.pdf" target="_blank">The Many Faces of Exclusion</a>&nbsp;(Mörg andlit útskúfunar) – kemur fram að 1,2 milljarður barna hið minnsta standi frammi fyrir einhverri af þessum þremur ógnum, 153 milljónir standi andspænis þeim öllum.</p> <p>„Verði ekki gripið til aðgerða fljótt náum við aldrei að uppfylla loforðið sem við gáfum fyrir þremur árum á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 2015 að fyrir árið 2030 myndu öll börn lifa, læra og fá vernd,“ er haft eftir Helle Thorning-Schmidt framkvæmdastjóra Save the Children í yfirlýsingu. Hún bætir við að ríkisstjórnir geti og verði að gefa hverju barni gott veganesti í vöggugjöf.</p> <p>Um það bil einn milljarður barna býr í löndum þar sem átök eru útbreidd. Um 240 milljónir barna búa á svæðum þar sem vopnaskak er viðvarandi og 575 milljónir stelpna búa í löndum þar sem þeim er kerfisbundið mismunað, að því er fram kemur í skýrslunni. Þriðjungur landanna sem kemur lakast út í skýrslunni er í Afríku og annað árið í röð er Níger í botnsætinu.</p> <p>Í skýrslunni segir þó að framfarir í velferð barna megi sjá meðal 51% þjóða sunnan Sahara í Afríku og 47% meðal þjóða í Miðausturlöndum. Helle Thorning-Schmidt segir að hraða verði þróun velferðarmála fyrir börn og ljóst sé að lönd með svipaðar þjóðartekjur standi sig misvel í þessum málaflokki sem sýni að stefnumörkun, fjárútlát og pólitískar skuldbindingar geti haft mikið að segja.</p> <p>Slóvenía og Singapúr deila eftir sætinu á lista Save the Children en norrænu þjóðirnar eru allar meðal tíu efstu, Ísland í 8. sæti, en athygli vekur að „stórveldin“ Bandaríkin, Rússland og Kína eru í 36., 37. og 40. sæti.</p>

04.06.2018Friðargæsla fyrir hálft prósent hernaðarútgjalda

<span></span> <p>Í síðustu viku var þess minnst af hálfu Sameinuðu þjóðanna að 70 ár voru liðin frá stofnun fyrstu friðargæslusveita samatakanna. Yfirskrift alþjóðadags friðargæsluliða var að þessu sinni „70 ára þjónusta og fórnir“ en þann dag, 29. maí, var þess minnst að rúmlega 3,700 friðargæsluliðar hafa týnt lífi í þjónustu friðarins frá stofnun fyrstu friðargæslusveitanna árið 1948. Þar af létust 129 á síðasta ári.</p> <p>Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að fyrsta friðargæslusveitin hafi verið fámenn sveit eftirlitsmanna sem send var til Mið-Austurlanda á vegum Vopnahléseftirlits Sameinuðu þjóðanna (UNTSO) í því skyni að fylgjast með því að vopnahléssamningur Ísraels og arabískra nágrannaríkja væri virtur.</p> <p>„Síðastliðna sjö áratugi hafa meira en ein milljón karla og kvenna þjónað undir fána Sameinuðu þjóðanna í sjötíu og einu friðargæsluverkefni og haft þannig bein áhrif á líf hundruð milljóna, en fyrst og fremst verndað þá sem höllustum standa fæti og bjargað óteljandi mannslífum. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa fært miklar fórnir, hafa stofnað sér í lífshættu og þjónað friði við oft og tíðum erfið skilyrði,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar kemur fram að Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hafi veitt liðsinni í ríkjum frá Sierra Leone til Kambódíu, í Timor-Leste, Namibíu og El Salvador við að brúa bilið á milli stríðs og friðar. Þess sé líka skemmst að minnast að Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Líberíu (UNMIL) lauk hlutverki sínu eftir árangursríkt starf í mars á þessu ári. </p> <p>Í fréttinni segir að í dag séu rúmlega eitt hundrað þúsund hermenn, lögreglumenn og óbreyttir borgarar í þjónustu friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í 14 friðargæslusveitum í fjórum meginlöndum. Alls leggja 124 aðildarríki samtökunum til mannskap. „Þrátt fyrir fjölda friðargæsluliða og mikla landfræðilega dreifingu kostar starf friðargæslunnar 7 milljarða dollara, eða andvirði hálfs prósents hernaðarútgjalda heimsins,“ segir í frétt UNRIC.&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/zpB5oF6CyYA" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Fyrr á þessu ári beitti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sér fyrir frumkvæði sem nefnist “Aðgerðir í þágu friðargæslu,” (“Action for Peacekeeping”). Það miðar að sögn UNRIC að því að endurskipuleggja&nbsp;friðargæsluna með raunhæf markmið í huga, efla stuðning við pólítískar lausir og efla friðargæslusveitirnar sjálfar og gera þær öruggari með því að beit vel búnum og vel þjálfuðum sveitium, auk þess að fjölga konum í röðum þeirra.</p> <p><strong>Íslenska friðargæslan</strong></p> <p>Framlag Íslands til friðaruppbyggingar er mikilvægur liður í alþjóðasamstarfi Íslands og grundvallarþáttur í störfum innan Sameinuðu þjóðunum. Auk fjárframlaga til alþjóðlegrar friðargæslu SÞ felst þátttaka Íslands í friðargæsluverkefnum í störfum sérfræðinga á vettvangi. Íslenska friðargæslan heyrir undir nýja varnarmálaskrifstofu í utanríkisráðuneytinu. Þróunarsamvinnuskrifstofa annast hliðstæða þátttöku í verkefnum erlendis á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. </p> <p>Á síðasta ári tóku tíu einstaklingar þátt í verkefnum á vegum Íslensku friðargæslunnar á sviði öryggis- og varnarmála, fjórar konur og sex karlar. Sérfræðingarnir starfa í Afganistan þar sem verkefni Atlantshafsbandalagsins halda áfram, á tengiliðaskrifstofu bandalagsins í Georgíu, og í höfuðstöðvum samstöðuaðgerðar bandalagsins í Eistlandi. Þar að auki hefur verið gerð úttekt á þjálfunarverkefni fyrir sprengjueyðingasérfræðinga í Írak og tveir fulltrúar sprengjueyðingasveitar Landhelgisgæslunnar eru þar núna. </p> <p>Borgaralegum sérfræðingum á vegum Íslands í störfum hjá Atlantshafsbandalaginu hefur fjölgað úr fjórum í upphafi árs 2016 í níu við árslok 2017. Stefnt er að því að árið 2018 verði að jafnaði 11 stöður sérfræðinga á vegum Íslands í verkefnum hjá Atlantshafsbandalaginu, auk sprengjueyðingasérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Framlaginu er ætlað styðja við starf bandalagsins samhliða því að efla getu og sérfræðiþekkingu í öryggis- og varnarmálum á Íslandi.</p> <p>Íslenska friðargæslan hefur einnig um árabil annast þátttöku Íslendinga í kosningaeftirliti á vegum Skrifstofu fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi (e. Office for Democratic Institutions and Human Rights, ODIHR) í Varsjá sem er undirstofnun Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Árið 2017 sendi utanríkisráðuneytið alls sex manns í kosningaeftirlit í Armeníu, Albaníu og Georgíu á vegum ODIHR.</p> <p>Friðargæsluliðar sem starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar eru borgaralegir sérfræðingar á ýmsum sviðum. Enginn þeirra ber vopn. Í störfum Íslensku friðargæslunnar er lögð mikil áhersla á jafna kynjaskiptingu í hópi sérfræðinga sem starfa erlendis og allir útsendir sérfræðingar sækja námskeið í jafnréttismálum. Í lok síðasta árs var tekinn í notkun nýr viðbragðslisti og verkefnagrunnur og nú eru rúmlega hundrað einstaklingar samþykktir á viðbragðslistann. Opið er fyrir umsóknir um&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=55b8b449-a801-11e6-940f-005056bc530c">skráningu á viðbragðslistann</a>&nbsp;allt árið.</p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27213-frieargaesla-fyrir-12-hernaearutgjalda" target="_blank">Frétt UNRIC</a></p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27211-frieargaesla-st-er-goe-fjarfesting" target="_blank">Friðargæsla SÞ er „góð fjárfesting”/ UNRIC</a></p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27214-frieargaesla-sterkar-norraenar-kvenfyrirmyndir" target="_blank">Friðargæsla: sterkar norrænar kvenfyrirmyndir (UNRIC)</a></p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/oryggis-og-varnarmal/islenska-fridargaeslan/" target="_blank">Vefur Íslensku friðargæslunnar</a></p> <p>&nbsp;</p>

01.06.2018Íslendingar gefa skó til Nígeríu

<span></span> <p>Á morgun, laug­ar­dag­inn 2. júní, fer fram áhuga­vert fjöl­skyldu­hlaup við Rauðavatn en til­gang­ur þess er að safna íþrótta­skóm fyr­ir börn og ung­menni í Níg­er­íu. Hlaupið verður 3,5 km hindr­un­ar­hlaup kring­um Rauðavatn og er þátt­töku­gjaldið eitt vel með farið par af íþrótta­skóm sem send­ir verða með DHL til SOS Barnaþorp­anna í Níg­er­íu.</p> <p><strong>90 millj­ón­ir ung­menna und­ir 18 ára aldri</strong></p> <p>Níg­er­ía er þétt­býl­asta land Afr­íku og það sjö­unda fjöl­menn­asta í heimi. Þar búa 186 millj­ón­ir manna, þar af 90 millj­ón­ir ung­menna und­ir 18 ára aldri og er það þriðja hæsta ung­menna­hlut­fall allra þjóða í heimi. Þó landið sé ríkt af auðlind­um er mis­skipt­ing mik­il og yfir 60 pró­sent íbúa lifa und­ir fá­tækt­ar­mörk­um. SOS Barnaþorp­in eru stærstu einka­reknu barna­hjálp­ar­sam­tök­in í heim­in­um sem sér­hæfa sig í að út­vega munaðarlaus­um og yf­ir­gefn­um börn­um heim­ili, for­eldra og systkini. Um 9 þúsund Íslend­ing­ar eru SOS styrktar­for­eldr­ar og fá reglu­lega send­ar mynd­ir og frétt­ir af sínu barni úti í heimi. Starf­semi sam­tak­anna á Íslandi miðar að því að afla styrkt­araðila fyr­ir hjálp­ar­starf sam­tak­anna í 126 lönd­um. Um 25 þúsund Íslend­ing­ar styrktu SOS barnaþorp­in á síðasta ári, meðal ann­ars sem styrktar­for­eldr­ar, barnaþorps­vin­ir og fjöld­skyldu­vin­ir. 130 Íslend­ing­ar styrkja verk­efni sam­tak­anna í Níg­er­íu með mánaðarleg­um fram­lög­um. Alls 82% af fram­lög­um Íslend­inga á síðasta ári runnu beint til verk­efna SOS Barnaþorp­anna og kostnaður­inn því lít­ill við starf­semi sam­tak­anna hér á landi.&nbsp;</p> <p><strong>Margþætt mark­mið með hlaup­inu</strong></p> <p>SOS Barnaþorp­in á Íslandi, Morg­un­blaðið, Mbl.is og K100 standa að fyrr­greindu fjöl­skyldu­hlaupi sem er und­ir yf­ir­skrift­inni Skór til Afr­íku. En af hverju varð Níg­er­ía fyr­ir val­inu? „Okk­ur þótti það til­valið því Ísland og Níg­er­ía eru sam­an í riðli á HM í fót­bolta í júní og það eru fjög­ur SOS Barnaþorp í Níg­er­íu. Það eru 320 ein­stak­ling­ar í 46 fjöl­skyld­um í þess­um þorp­um en miklu fleiri njóta aðstoðar okk­ar í gegn­um sér­staka fjöl­skyldu­efl­ingu sam­tak­anna. Þess­ir skór munu því koma að góðum not­um,“ seg­ir Hans Stein­ar Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi SOS Barnaþorp­anna á Íslandi. Hulda Bjarna­dótt­ir, sem stýr­ir verk­efn­inu fyr­ir hönd Árvak­urs seg­ir hug­mynd­inni ætlað að ná utan um heil­brigðan lífstíl og góða sam­veru­stund en einnig að þau verðmæti sem marg­ir Íslend­ing­ar eiga í skáp­un­um sín­um fái nýtt nota­gildi.</p> <p><strong>Vel­gjörðarsendi­herr­ar gefa skó</strong></p> <p>„Það er með ólík­ind­um að fá­tækt­in sé svona mik­il í eins ríku landi og Níg­er­ía er. Og erfitt að horfa á þetta héðan úr norðrinu og geta lítið gert! En lítið er samt betra en ekk­ert og þess­vegna finnst mér þetta fjöl­skyldu­hlaup al­veg bráðsniðug leið til að sýna stuðning og vináttu í verki við þjóð sem teng­ist okk­ur á HM. Svona gera heims­meist­ar­ar! Þetta frá­bært tæki­færi til að gera sér glaðan dag með fjöl­skyld­unni og láta um leið gott af sér leiða í sum­ar­blíðunni“ seg­ir söng­kon­an og fast­eigna­sal­inn Hera Björk sem er einn af þrem­ur vel­gjörðarsendi­herr­um SOS Barnaþorp­anna á Íslandi. Því embætti gegna líka for­setafrú­in El­iza Reid og Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, æv­in­týra­kona og pólfari.</p> <p>Hlaupið hefst klukk­an 10 að morgni laug­ar­dags­ins 2. júní og stend­ur skrán­ing í það yfir á&nbsp;<a href="https://k100.mbl.is/skor-til-afriku/" target="_blank">mbl.is</a>.</p> <p>Fólk getur einnig sýnt verkefninu stuðning með myndatöku og myllumerkinu&nbsp;#skortilafriku&nbsp;á samfélagsmiðlum.&nbsp;<a href="https://k100.mbl.is/frettir/2018/05/17/ithrottaskor_islendinga_til_ungmenna_i_nigeriu_a_hm/" target="_blank">Hér í frétt á Mbl</a>&nbsp;má sjá myndir frá fjölmörgum kunnum Íslendingum sem taka þátt í verkefninu með því að gefa skó til Nígeríu.</p> <p>(Frétt á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8323/islendingar-gefa-sko-til-nigeriu" target="_blank">vef</a>&nbsp;SOS barnaþorpanna á Íslandi)</p>

31.05.2018Sýrlendingar bjóða til matar til styrktar börnum í Jemen

<span></span> <p><span>Talal Abo Khalil, ásamt Kinan Kadouni og fleiri vinum, munu standa fyrir skemmtilegum&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/events/243813953041794/">viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur</a>, laugardaginn 2. júní. Þar munu þeir bjóða upp á sýrlenskt góðgæti og taka í staðinn á móti framlögum í neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen. Talal og Kinan þekkja vel lífið í skugga átaka, en báðir þurftu þeir að flýja heimkynni sín í Sýrlandi. Í krafti bræðralags með þeim sem minna mega sín taka þeir nú höndum saman til að bæta líf barna sem eiga um sárt að binda í Jemen. Allur ágóði rennur til neyðarsöfnunnar UNICEF fyrir börn í Jemen.</span></p> <p><span><a href="https://www.facebook.com/events/243813953041794/">Viðburðurinn</a>&nbsp;er hluti af söfnunarátakinu&nbsp;Má ég segja þér soldið? sem UNICEF á Íslandi stendur fyrir. Eftir margra ára átök ríkir gífurleg neyð í Jemen, einu fátækasta ríki heims, neyð sem hefur farið framhjá mörgum. Nú er svo komið að Jemen er einn versti staður í heimi til að vera barn og nánast hvert einasta barn í landinu þarfnast neyðaraðstoðar. Mörg þúsund börn hafa látið lífið eða verið limlest í borgarastríðinu og lífum og framtíð margfalt fleiri barna er ógnað. Innviðir landsins hafa verið eyðilagðir, aðgangur að hreinu vatni og næringu er takmarkaður, heilbrigðiskerfið er að hruni komið og fjöldi opinberra starfsmanna hefur ekki fengið greidd laun í rúmt ár. Í ofanálag braust út skæður kólerufaraldur í landinu á síðasta ári en fleiri en milljón tilfelli hafa verið greind.</span></p> <p><span>UNICEF er á vettvangi og verður það áfram. Við hlúum að börnum og fjölskyldum þeirra og veitum nauðsynlega neyðaraðstoð. Hægt er að styðja söfnunina með því að senda&nbsp;SMS-ið JEMEN&nbsp;í númerið&nbsp;1900&nbsp;eða leggja inn frjálst framlag&nbsp;á&nbsp;<a href="https://unicef.is/jemen">www.unicef.is/neyd.</a>&nbsp;Fyrir 1900 krónur er t.d hægt að veita barni rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu. Fyrir frekari upplýsingar um söfnun&nbsp;<a href="https://unicef.is/jemen">má finna hér</a>.</span></p>

31.05.2018Neyðaraðstoð til flóttafólks frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

<span></span> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur með stuðningi utanríkisráðuneytisins ákveðið að veita rúmlega 32 miljónum króna til neyðaraðstoðar í þágu flóttafólks frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem hafast við í flóttamannabúðum í vesturhluta Úganda. Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarin tvö ár komið að neyðar- og uppbyggingarstarfi í Úganda í þágu flóttamanna frá Suður Súdan sem leitað hafa skjóls í norðvestur Úganda vegna átaka og ofsókna í heimalandi sínu.</span></p> <p><span>Frá byrjun 2018 hefur fjöldi fólks neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna átaka í Ituri og North Kivu héruðum Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Frá upphafi árs hafa að meðaltali yfir 100 manns komið á dag yfir til Úganda frá Kongó. Í byrjun mars var tala nýkominna flóttamanna orðin 48.500, mun fleiri en búist hafði verið við, og heildarfjöldi flóttamanna frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í Úganda komin upp í um 250.000. Rauði krossinn í Úganda með stuðningi Alþjóða Rauða krossins hefur veitt flóttafólkinu neyðaraðstoð frá því í janúar 2018.</span></p> <p><span>Í febrúar kom upp kólera í flóttamannabúðum sem leiddi til 30 dauðsfalla. Sólrún María Ólafsdóttir verkefnastjóri Rauða krossins er nýkomin úr vettvangsferð til Úganda þar sem hún skoðaði meðal annars aðstæður í flóttamannabúðum. „Rauði krossinn hefur unnið mikilvægt og lífsbjargandi starf í vesturhluta Úganda til að hefta útbreiðslu kóleru, en mikilvægt er að halda áfram að vinna að bættri heilsu og bæta aðgengi hreinu vatni og hreinlæti og þannig stuðla að betri heilsu og velferð flóttafólksins, ekki síst ungra barna og nýbakaðra mæðra,“ segir Sólrún María.</span></p> <p><span>„Neyðaraðstoðin felur einnig í sér vernd fyrir flóttafólk, sérstaklega er gætt að þörfum kvenna og stúlkna og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Reynt er að tryggja þátttöku þeirra sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu meðal flóttamannanna og sálrænn stuðningur veittur, en allt eru þetta áherslur Rauða krossins á Íslandi“ segir Sólrún María ennfremur og bætir við að án dyggilegs stuðnings utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins væri þessi stuðningur ekki gerlegur. Öll framlög skipta máli og í Úganda sést hvað lítil framlög geta skipt miklu&nbsp; máli. </span></p> <p><span>Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins <a href="https://www.raudikrossinn.is/styrkja-starfid/gerast-mannvinur" target="_blank">hér</a>. </span></p> <span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman';"> <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydaradstod-til-flottafolks-fra-lydstjornarlydveldinu-kongo" target="_blank">Frétt</a> Rauða krossins á Íslandi</span>

30.05.2018Nýr Atlas Alþjóðabankans um Heimsmarkmiðin: Framfarir og tækifæri

<span></span> <p>Fólksfjölgun er örari en uppbygging orkuinnviða í Afríku sunnan Sahara, en þar búa nú fleiri án rafmagns en árið 1990. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýútgefnum „Atlas“ Alþjóðabankans um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en í honum er að finna tölulegar upplýsingar um hvert og eitt markmiðanna sautján. Atlasinn inniheldur yfir 180 töflur og kort, sem sett eru fram með myndrænum og aðgengilegum hætti. Markmiðið er að auka skilning á Heimsmarkmiðunum og aðstoða stefnumótandi aðila í verkum sínum. </p> <p>Skýrslan sýnir bæði framfarir og tækifæri. Sem dæmi má nefna að lífslíkur hafa aukist umtalsvert frá árinu 1960, en í sumum þróunarríkjum er þriðjungur allra dauðsfalla ennþá á meðal barna undir fimm ára aldri. Þá sýna ný gögn að einungis 69 prósent fullorðinna einstaklinga í heiminum eiga bankareikning eða hafa aðgang að rafrænni greiðsluþjónustu, en konur, ungmenni, fátækt fólk og ómenntað er ólíklegra til þess að hafa þetta aðgengi.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/sdg7.2.JPG" style="left: 141px; top: 370px; width: 760px; height: 540px;" /><span><strong>Fleiri án rafmagns í Afríku nú en árið 1990</strong></span></p> <p>Sjöunda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fjallar um sjálfbæra orku, en þar segir að tryggja eigi öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Í undirmarkmiði 7.1 segir ennfremur að eigi síðar en árið 2030 verði almennt aðgengi tryggt að nútímalegri og áreiðanlegri orkuþjónustu á viðráðanlegu verði.</p> <p>Á heimsvísu skortir alls þrjá milljarða manns aðgang að hreinum orkugjöfum við matseld. Þess í stað eru notaðir orkugjafar sem eru skaðlegir heilsu fólks. Þessir orkugjafar teljast engu að síður endurnýjanlegir, en oftast er um að ræða hefðbundna brennslu á lífmassa á borð við timbur, kol og dýraúrgang yfir báli. </p> <p>Ísland er tekið sem dæmi í skýrslunni um ríki sem notast við nútímalega og endurnýjanlega orkugjafa í formi jarðhitaorku, en þess má geta að Ísland hefur leitt þróunarsamstarf við ýmis ríki í Austur-Afríku á sviði jarðvarma í samvinnu við Alþjóðabankann og Norræna þróunarsjóðinn.</p> <p><a href="http://blogs.worldbank.org/opendata/2018-atlas-sustainable-development-goals-all-new-visual-guide-data-and-development " target="_blank">Atlas Alþjóðabankans</a></p>

29.05.2018Hundrað milljóna króna framlag til OCHA

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur nýverið lokið greiðslu síðari hluta 100 milljóna króna framlags til Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála (OCHA). Um er að ræða greiðslur í sérstakan sjóð OCHA fyrir óeyrnamerkt framlög en úr þeim sjóði eru veittir fjármunir til hjálparstofnana SÞ og félagasamtaka á þeim svæðum þar sem neyðarástand ríkir.</p> <p>Að þessu sinni voru greiddar 25 milljónir króna til neyðarsjóðs vegna Palestínu og 25 milljónir króna til sjóðs vegna neyðarástandsins á vatnasvæðinu sem kennt er við Tsjad. Á þessu ári þurfa tæplega 11 milljónir íbúa á því svæði í norðanverðri Mið-Afríku á mannúðaraðstoð að halda. Á síðasta ári tókst með naumindum að forða hungursneyð en mikil vannæring er útbreidd meðal íbúa á stríðshrjáðum svæðum í Nígeríu, Níger, Tjad og Kamerún. Þá eru rúmlega fjórar milljónir á vergangi í fyrrnefndum ríkjum.</p> <p>Áður höfðu verið greiddar 50 milljónir króna til tveggja sjóða sem sinna mannúðaraðstoð vegna ástandsins í Sýrlandi, í Líbanon annars vegar og Sýrlandi hins vegar.</p>

28.05.2018Á þriðja tug brautskráðist úr Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p><span>Tuttugu og þrír nemendur með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum útskrifuðust frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands í síðustu viku. Þetta er stærsti útskriftarhópur skólans hingað til en í honum voru nítján konur og fjórir karlar frá fjórtán löndum. Nemendur komu að þessu sinni frá samstarfslöndum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, Malaví, Mósambík, Úganda og Palestínu, auk nema frá Afganistan, Líbanon, Túnis og Nígeríu. Þá&nbsp;stunduðu nemendur frá Búrkína Fasó, Síerra Leóne, Kenía, Serbíu, Svartfjallalandi og Bosníu-Hersegóvínu í fyrsta sinn nám við skólann.</span></p> <p><span>Þessi útskriftarárgangur er sá ellefti frá upphafi en skólinn tók til starfa á haustönn árið 2009 og útskrifaðir nemendur frá skólanum eru nú orðnir 109 talsins. Markmið skólans er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum.</span></p> <p><span>Við útskriftina fluttu ávörp, Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs. Þeir&nbsp;óskuðu&nbsp;báðir nemendum til hamingju með árangurinn og áfangann en Guðmundur þakkaði þeim sérstaklega fyrir að hafa auðgað háskólasamfélagið þessa vorönn.</span></p> <p><span>Amuron Freda Imma frá Úganda var valin af samnemendum sínum til að halda erindi fyrir hönd útskriftarnema. Hún gerði orð Mahatma Ghandi að sínum og sagði samnemendur sína þurfa að byrja á sjálfum sér til að koma af stað þeim breytingum sem þeir vildu&nbsp;sjá í heiminum. Þeirra biði sú ábyrgð að tala fyrir hönd þeirra sem ekki eru jafn lánsamir og útskriftarnemar skólans um aðgengi að námi og þekkingu. Af nógu væri að taka við að rétta hlut kvenna víða um heim. Hún sagði birtu stafa af þessum nemendahópi, þau hefðu kveikt á ljósi, eitt af öðru, sem þau myndu nú láta lifa áfram hvert í sínu heimalandi með sannfæringu sinni og staðfestu.&nbsp;</span></p> <p><span>Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskólans, stýrði athöfninni og afhenti nemendum útskriftarskírteini ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni og Vigdísi Finnbogadóttur.</span></p>

28.05.2018Ungir flóttamenn kenna eldri borgurum í Svíþjóð upplýsingatækni

<span></span> <p><span>Það er laugardagur í Karlskoga, í miðri Svíþjóð. Kerstin og maðurinn hennar Åke komu með snjallsímana sína, spjaldtölvu og fartölvu. Þau hafa endalausar spurningar og viðurkenna að þau spyrji sumra aftur og aftur. En Setrag og Söru, vinnufélaga hans, er alveg sama. Spurning sem er endurtekin er fyrir þeim bara gott tækifæri til að æfa sænskuna.</span></p> <p><span>Þegar hann veitir tækniaðstoð talar Setrag hægt. En það gera eldri borgararnir líka, sem koma á bókasafnið á hverjum laugardegi til að læra að nota tölvurnar sínar og snjallsímana. Þeim er sama þótt kennarinn þeirra sé flóttamaður og það að hann tali hægt auðveldar þeim að skilja hvert annað.</span></p> <p><span>Í bláa tækniaðstoðarbolnum sínum útskýrir Setrag þolinmóður fyrir Kerstin: „En ef þú vilt taka strætó þarft þú að opna annað app, því þetta er bara til að kaupa lestarmiða,“ segir Setrag. Á meðan appið hleðst niður útskýrir Setrag fyrir Kerstin að fyrstu skilaboðin sem birtist í því komi bara einu sinni. „Þú sérð þau bara í fyrsta sinn. Þau eru til að sýna þér hvernig á að nota appið,“ segir hann um leið og hann bendir á staðinn þar sem stendur „Áfram“.</span></p> <p><span>Setrag Godoshian, 20 ára, kom til Svíþjóðar frá Sýrlandi árið 2014. Hann er búinn að vera í þrjú ár í móttökukerfinu að læra sænsku. Hann þurfti að hafa náð ákveðinni færni í sænsku til að geta veitt tækniaðstoð. Núna fær Setrag tækifæri til að tala heilmikla sænsku, hann er kominn með fyrsta mikilvæga starfið sitt í Svíþjóð og tekur meiri þátt í nærsamfélaginu. Að sama skapi hafa margir eldri borgarar bætt tæknikunnáttu sína.</span></p> <p><span>Sara Alaydi, 20 ára, er líka flóttamaður frá Sýrlandi og kom til Svíþjóðar árið 2015. Að veita tækniaðstoð hefur leitt af sér miklar breytingar á þátttöku hennar í sænsku samfélagi. „Það hefur hjálpað mér svo mikið. Til dæmis tek ég meiri þátt í samskiptum, líka í skólanum. Reynslan af því að veita tækniaðstoð hjálpar við alla hópavinnu í skólanum,“ útskýrir hún. „Eldra fólk talar gjarnan aðeins hægar, svo það er auðveldara að skilja það. Þess vegna er ekki eins stressandi að tala við það og við fáum mikið tækifæri til að æfa okkur,“ segir Sara. „Og við erum öruggari með okkur þegar við tölum við þau, jafnvel þótt við gerum mistök,“ bætir Setrag við.</span></p> <p><span>Bæði Kerstin og Åke eru mjög ánægð með tæknileiðbeinendurna sem hjálpa þeim. „Þau hafa kennt okkur svo mikið, allt frá heimabankanum til Google Maps. Yngri kynslóðirnar læra svo hratt. Ég er svo ánægð að við höfum getað komið hingað nokkrum sinnum til að læra tölvufærni af þeim,” segir Kerstin.</span></p> <p><span><a href="http://www.it-guide.se/">Tækniaðstoðin IT Guide Sweden</a>&nbsp;byrjaði árið 2010. Tveir unglingsdrengir, sem báðir voru nýkomnir til Svíþjóðar og þurftu sumarvinnu, komu til stofnandans Gunilla Lundberg. Gunilla spurði þá hverju þeir væru góðir í og þeir sögðu „við erum góðir í tölvum“. Í dag starfar IT Guide í meira en 20 sveitarfélögum og veitir um 200 ungum tæknileiðbeinendum vinnu.</span></p> <p><span>Tilgangur IT Guide Sweden er að hluta til að vera fyrsta starf fyrir unga flóttamenn, eitthvað sem getur verið mjög mikilvægt þegar fram í sækir. Góð meðmæli frá atvinnurekanda eru alltaf gagnleg þegar sótt er um vinnu í framtíðinni. Í framtíðinni langar Segtrag í nám, annað hvort í tölvuverkfræði eða tölvuleikjaþróun. Hann er líka kominn á tæknibraut í framhaldsskóla, svo helgarvinnan hans sem tæknileiðbeinandi á mjög vel við. „Mig langar að halda áfram að hjálpa fólki með það sem því finnst erfitt. Mér finnst þetta skemmtilegt starf. Á sama tíma lærum við sænsku sem hjálpar okkur að eiga samskipti við Svía. Og auðvitað er gott að hafa launað starf,“ bætir Setrag við.</span></p> <p><span>IT Guide Sweden var tilnefnt til sænsku verðlaunanna „Opnar dyr“ árið 2018, verðlaun sem veitt eru bestu verkefnunum á sviðið aðlögunar.</span>&nbsp;</p> <p><span><sup><strong>Frétt á íslensku á <a href="http://www.unhcr.org/neu/is/18421-ungir-flottamenn-kenna-eldriborgurum-i-svithjod-upplysingataekni.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</strong></sup></span></p>

25.05.2018Rauði krossinn á Íslandi veitir stuðning til flóttamanna á Lesbos

<span></span> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að veita rúmum átta milljónum króna til hjálparstarfs í þágu flóttamanna á eynni Lesbos í Grikklandi. Kemur stuðningurinn til viðbótar við áður veittan stuðning við hjálpartarf á Grikklandi árin 2015 til 2017 sem var tilkominn vegna aukins fjölda flóttafólks þar í landi og þá með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins. </span></p> <p><span>Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi flóttafólks og farenda sem koma til Grikklands frá Tyrklandi fjölgað nokkuð miðað við árið 2017 og hafa þarlend stjórnvöld átt erfitt með að skrá alla þá sem óska alþjóðlegrar verndar sem og að veita lágmarksþjónustu til þeirra. Margir þeirra sem leita skjóls í Grikklandi eru meðal annars í þörf fyrir læknisaðstoð og sálfélagslegan stuðning eftir ástands í heimalandi og eftir erfiðan flótta.&nbsp;</span></p> <p><span>Að sögn Sveins Kristinssonar formanns &nbsp;Rauða krossins á Íslandi mun framlag Rauða krossins fyrst og fremst að tryggja sálfélagslegan stuðning til flóttamanna í og við Moria búðirnar í samvinnu og samstarfi við gríska og danska Rauða kross félögin en verkefnið hefur verið í gangi frá því haustið 2015. Framlagið nýtist þó einnig til að styrkja annað starf Rauða kross deildarinnar á Lesbos og verkefni deildarinnar í þágu þeirra sem höllum fæti standa og gera sjálfboðaliðum deildarinnar betur kleyft að takast á við óvænta atburði og hamfarir.</span></p> <p><span>Sveinn segir að aukinn fjöldi flóttafólks og farenda í Grikklandi veki upp áhyggjur hjá Rauða krossinum og minnir á að allt flóttafólk og farendur eigi í senn rétt á mannúðlegri meðferð sem og nauðsynlegri mannúðaraðstoð. “Enda þótt áhersla Rauða krossins á Íslandi í alþjóðlegu hjálparstarfi hafi verið að styðja við bakið á flóttafólki sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna átaka og ofsókna er meginstefið í öllu okkar starfi að styðja áfram samfélög til sjálfshjálpar svo að fólk geti áfram búið í sínu heimalandi en það er einmitt það sem fólk almennt vill,” segir Sveinn. “Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fátæk ríki og brothætt til að tryggja að fólk þurfi ekki að leggja upp í lífshættulegan flótta. Líkt og við gerum á Íslandi þá viljum við með okkar framlagi byggja betra samfélag, bæði hér á Íslandi þar sem meginþunginn af okkar starfi fer fram, en líka með því að leggja okkar af mörkum til að tryggja friðsælli og öruggari heim sem um leið stuðla að því að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náist.”</span></p>

24.05.2018Gavi samtökin leggja áherslu á ná til þeirra 20% barna í heiminum sem enn eru óbólusett

<span></span> <p><span>Talið er að ein og hálf milljón óbólusettra barna yngri en fimm ára látist árlega í fátækustu ríkjum heims af völdum sjúkdóma þar sem virk bóluefni eru til. Gavi, alþjóðlegum samtökum um bólusetningar, hefur tekist frá því samtökin voru stofnuð fyrir átján árum að fjármagna bóluefni fyrir 700 milljónir barna sem ella hefðu ekki verið bólusett gegn banvænum sjúkdómum. </span></p> <p><span>Að sögn Tormod Simensen framkvæmdastjóra hjá samtökunum (sjá meðfylgjandi myndband) hefur Gavi bjargað 9 milljónum mannslífa og sparað milljónir bandarískra dala með því ná fram lækkun á verði bóluefna frá lyfjaframleiðendum.</span></p> <p><span>Gavi hefur frá upphafi helgað sig baráttunni gegn barnasjúkdómum í fátækustu ríkjum heims með fjármögnum á bóluefnum. Tormod segir að samtökin miði við tilteknar þjóðartekjur og þegar þjóðir lyfta sér upp úr fátækt falli þau út af listanum hjá Gavi og fjölmargar þjóðir séu nú betur settar en áður og geti fjármagnað eigin bólusetningar á börnum.</span></p> <p><span>Hann segir að þegar ný lyf gegn alvarlegum niðurgangspestum og lungnabólgu komu á markað hafi þau verið dýr og fyrst og fremst hugsuð fyrir efnaðar þjóðir. Þá hafi viðskiptalíkan Gavi reynst afburða vel því og samtökunum hafi með magninnkaupum tekist að lækka verulega verð á bóluefnum í þágu fátækustu þjóðanna. Tormod nefnir til dæmis HPV bóluefni gegn leghálskrabbameini sem kosti 110 evrur (14 þúsund íslenskar krónur) í Evrópu. Tvö skammta þurfi til að bólusetja hverja stúlku sem kosti þá tæplega 30 þúsund íslenskar krónur. Gavi hafi hins vegar tekist að ná verðinu niður í 4,50 evrur (570 kr.) fyrir fátækar stúlkur í þróunarríkjunum og því kosti einungis rétt rúmlega eitt þúsund íslenskar krónur að bólusetja hverja stúlku gegn leghálskrabbameini.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/3M_7HBcTPxk" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p><span>Tormod segir að Gavi hafi náð til 80% barna í fátækum ríkjum heims og því séu enn um 20% barna óbólusett sem samtökin leggi nú mesta áheslu á að ná til. Með stefnumörkun til ársins 2020 sé markmiðið að bólusetja til viðbótar 300 milljónir barna og forða þannig 6 milljónum barna frá ótímabærum og ónauðsynlegum dauðsföllum.</span></p> <p><span>Hann segir aðspurður að Heimsmarkmiðin séu rauður þráður í starfi Gavi samtakanna, bólusetning sé einn lykilþátturinn í skilvirku heilbrigðiskerfi.</span></p> <p><span>Tormod Siemensen var á ferð hér á landi á dögunum ásamt Carl Björkman frá Bill &amp; Melinda Gates sjóðnum en sá sjóður er einn helsti styrktaraðili Gavi. Erindi þeirra til Íslands var að kynna starfsemi samtakanna fyrir íslenskum stjórnvöldum.</span></p> <p><span><a href="https://www.gavi.org/" target="_blank">Vefur</a> Gavi samtakanna</span></p>

23.05.2018Aukið viðnámsþol nærsamfélaga í Malaví

<span></span> <p>Í vikunni var skrifað undir samstarfssamning milli Rauða krossins á Íslandi og utanríkisráðuneytisins um áframhald verkefnis í Malaví sem heitir „Aukið viðnámsþol nærsamfélaga í Malaví“ en það er samstarfsverkefni Rauða kross félaganna á Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Ítalíu auk Rauða krossins í Malaví sem er framkvæmdaraðili. Verkefnið er dyggilega stutt af utanríkisráðuneytinu.</p> <p><span>Verkefnið hófst í ársbyrjun 2016 og mun ljúka í árslok 2019. Verkefnið er unnið í þremur héruðum: Mangochi, Mwanza og Chikwawa. Að sögn Atla Viðars Thorstensen sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi telur markhópur verkefnisins 150 þúsund manns.</span></p> <p><span>„Grunnmarkmiðið er að efla viðnámsþrótt fólks á verkefnasvæðunum og sérstök áhersla er lögð á þátttöku þeirra sem berskjaldaðastir eru. Verkefnið samtvinnar ýmsa þætti: Bæta heilsufar íbúa til lengri tíma, meðal annars að draga úr mæðra- og ungbarnadauða, draga úr dauðsföllum af völdum malaríu og stuðla að heilbrigðu líferni, tryggja aðgengi fólks að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess, salernisaðstöðu og hreinlæti, stuðla að bættum neyðarvörnum og neyðarviðbrögðum á verkefnasvæðinu,“ segir Atli Viðar.</span></p> <p><span>Verkefninu má skipta í fimm meginþætti; (1) heilbrigði, (2) vatn &amp; hreinlæti, (3) neyðarvarnir &amp; neyðarviðbrögð, (4) aukin félagsleg þátttaka og (5) efling getu landsfélagsins.</span></p> <p><span>Atli Viðar segir að árangurinn í verkefninu hafi til þessa verið mjög góður og framkvæmd að mestu á áætlun. „Verkefnið grundvallast á framlagi sjálfboðaliða Rauða krossins í Malaví og mikil áhersla var lögð á að efla enn frekar getu og þekkingu sjálfboðaliða við framkvæmd verkefnisins sem miðla þekkingu sinni til sinna nærsamfélaga sem þeir tilheyra sjálfir og hafa þannig traust heimamanna. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins hafa meðal annars unnið hörðum höndum að því að koma upp salernisaðstöðu heimili í þorpum,við heilsugæslu og í skólum ásamt því að tryggja íbúum á svæðinu aðgengi að öruggu drykkjarvatni. Þá hefur verið unnið að því að draga úr malaríusmitum og berskjölduð börn hafa fengið ritföng, skó, vasaljós, skólabúninga og skólagjöld greidd til að geta stundað nám,“ segir hann að lokum.</span></p>

22.05.2018Ráðherrar standa vörð um forystuhlutverk Norðurlanda á sviði grænnar orku

<span></span> <p>Orkumálaráðherrar Norðurlanda skuldbinda sig til að efla forystuhlutverk Norðurlanda í heiminum á sviði loftslagsvænnar orku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem ráðherrarnir samþykktu á fundi sínum í dag. Efni yfirlýsingarinnar tengist Clean Energy Ministerial og Mission Innovation alþjóðlegum samtökum ráðherra frá stærstu hagkerfum heims en þeir funda við Eyrarsundið þessa dagana.</p> <p><span>Þar lýsa norrænu ráðherrarnir yfir eindregnum stuðningi við sjálfbæra þróun í orkuframleiðslu í samræmi við Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum frá 2015 og Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Ráðherrarnir heita því að haldið verði áfram að þróa Norðurlönd sem forystusvæði þegar kemur að samþættingu endurnýjanlegra orkugjafa, orkunýtni og loftslagsvænum orkulausnum. Tryggja á forskot landanna hvað varðar samþættar og snjallar orkulausnir.</span></p> <p><span>Ráðherrarnir fagna þeim mikla áhuga sem norræn fyrirtæki og stofnanir hafa sýnt á að stuðla að grænum orkuskiptum og hvetja þeir til aukins samstarfs milli hins opinbera og einkageirans.</span></p> <p><span>„Orka gegnir miðlægu hlutverki í starfinu að sjálfbærri þróun. Norðurlönd eru framarlega í alþjóðlegum samanburði og við viljum halda því forskoti. Við munum leitast við að efla forystuhlutverk Norðurlanda þegar kemur að nýsköpun á sviði hreinnar orku og útflutningi á sjálfbærum orkulausnum,“ segir Ibrahim Baylan, ráðherra stefnusamræmingar og orkumála í Svíþjóð en hann gegnir formennsku í norrænu ráðherranefndinni um orkumál á árinu 2018.</span></p> <p><span>Í yfirlýsingunni er einnig minnst á orkurannsóknir. Ráðherrarnir vilja aukið norrænt samstarf um rannsóknir, þróun og nýsköpun á sviði loftslagsvænnar orku, orkunýtni og orkukerfa. Ráðherrarnir heita því að þeir muni sífellt minna á að minni losun koltvísýring og áframhaldandi hagvöxtur eigi samleið eins og Norðurlönd eru góð dæmi um.</span></p> <p><span>Yfirlýsingin var samþykkt á fundi í Lundi í tengslum við alþjóðlega viku hreinnar orku í Kaupmannahöfn og Malmö þar sem fundir fóru fram í Clean Energy Ministerial 9 og Mission Innovation 3 í þeim tilgangi að greiða fyrir grænum umskiptum. Meðal fundargesta eru orkumálaráðherrar allra G20-landanna og Norðurlanda auk fulltrúa orkumálageirans hvaðanæva úr heiminum. Gefst því einstakt tækifæri til að kynna norrænnar loftslagsvænar orkulausnir.</span></p> <p><span>Norðurlönd, Norræna ráðherranefndin og framkvæmdastjórn ESB standa saman að CEM9 og MI3. Samtímis er haldin vika hreinnar orku, Nordic Clean Energy Week, með fjölbreyttri dagskrá tengd orku alla vikuna frá 21. til 25. maí.</span></p> <p><a href="http://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/radherrar-standa-voerd-um-forystuhlutverk-nordurlanda-a-svidi-graennar-orku" target="_blank">Nánar</a></p> <p><a href="http://www.norden.org/is/norraena-radherranefndin/radherranefndir/norraena-radherranefndin-um-sjalfbaeran-hagvoext-mr-vaekst/yfirlysingar-og-umsagnir/nordic-declaration-on-clean-energy" target="_blank">Yfirlýsingin í heild (á ensku)</a></p> <p class="documentFirstHeading news-title"><span class="hyphen"><a href="http://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/radherrar-vilja-ad-norraen-fyrirtaeki-auki-utflutning-a-orkutaekni" target="_blank">Ráðherrar vilja að norræn fyrirtæki auki útflutning á orkutækni/ Norden.org</a></span></p> <div id="nordic-title-social-share"><span class="st_facebook_large" displaytext="Facebook" st_processed="yes"><span class="stButton" style="display: inline-block; cursor: pointer;"><span class="stLarge" style="background-image: url('http://w.sharethis.com/images/2017/facebook_32.png');"></span></span></span></div> <p>&nbsp;</p>

22.05.2018Heimsmarkmiðaspil gefið út á íslensku fljótlega

<span></span> <p><span>“Það er ekki amalegt að geta kynnt sér þýðingarmikil heimsmál, kennt börnum sínum hvað sjálfbærni er og jafnvel æft sig í erlendu tungumáli í leiðinni og allt þetta á meðan spilað er skemmtilegt borðspil,” segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) þar sem kynnt nýtt borðspil sem UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, hefur hannað og heitir “Áfram Heimsmarkmiðin.”.Spilið verður fljótlega tilbúið á íslensku en þegar má finna ensku útgáfuna á vefsíðunni www.go-goals.org, “og hefja leik og æfa sig til dæmis í ensku í leiðinni,” eins og segir í fréttinni.</span></p> <p><span>„Það er mjög einfalt að byrja að spila og það kostar ekki neitt,“ segir Fabienne Pompey, umsjónarmaður spilsins. „Allt sem þarf til er að hlaða því niður af netinu, prenta, klippa út og spila.“<br /> </span></p> <p><span>Pompey leggur áherslu á að þótt markhópurinn séu börn á grunnskólaaldri geti það gagnast öðrum, til dæmis við að æfa sig í erlendu tungumáli. „Tungumálakennarar geta látið nemendur sína spila og nota það sem tæki til að æfa tungumálið og læra um sjálfbæra framtíð i leiðinni.“</span></p> <p><span>Spilið er nú til á átta tungumálum: ensku, frönsku, þýsku, spænsku, kínversku, hollensku og grísku og Norðurlandamálin við bætast við í júní. Útgáfur á arabísku, rússnesku, úrdu og slóvenska eru í vinnslu.</span></p> <p><span>Auk þess að vera kjörið tækifæri til að æfa sig í tungumálum, gefur spilið innsýn í það hvernig hver og einn hefur hlutverki að gegna sem einstaklingur, hluti af liðsheild og ábyrgur borgari, við að móta framtíð jarðarinnar. Og það sem meira er, spilið gefur börnum hlutverk. Við þurfum á því að halda að unga kynslóðin leiki lykilhlutverk í að byggja upp bjarta framtíð.</span></p> <p><span>„Spilið gefur börnum tækifæri til að skilja heiminn betur og vera virk," segir Fabienne Pompey.</span></p> <p><span>Heimsmarkmiðaspilinu er ætlað að hvetja fólk til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að ná Heimsmarkmiðunum og deila verkum sínum og benda á leðir til þess að ná þeim á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkið #SDGGame. Þátttakendur eru líka hvattir til þess að semja sína eigin spurningar og deila þeim á samskiptamiðlum með sama myllumerki. „Við viljum hvetja fólk til að halda samtalinu áfram líka þegar spilinu lýkur,“ segir Pompey.<br /> </span></p> <p><span>“Þá vitið þið hvað til þarf. Allt sem þarf er prentari, skæri, lím og þið getið byrjað. Svo verður teningunum kastað í þágu betri, sjálfbærari heims!,” segir í lok fréttarinnar.</span></p>

16.05.2018Viljayfirlýsing um aukið samstarf Íslands og Alþjóðabankans á sviði fiskimála

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Lauru Tuck varaforseta hjá Alþjóðabankanum á sviði sjálfbærrar þróunar. Á fundinum var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðabankans um aukið samstarf á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda og málefna hafsins. Í viljayfirlýsingunni felst að Ísland styðji við verkefni bankans á þessu sviði, bæði með íslenskri sérfræðiþekkingu og með stuðningi við fiskimál og fiskimannasamfélög á þeim stöðum þar sem bankinn er með verkefni fyrir, til dæmis í Vestur-Afríku. Samskonar samstarf er nú þegar í gildi á sviði jarðhitanýtingar. </p> <p>„Þetta aukna samstarf við bankann er mikilvægur þáttur í að nýta íslenska sérþekkingu í þróunarverkefnum og koma henni á framfæri innan alþjóðastofnana, en á það var einmitt lögð áhersla í skýrslu stýrihóps um utanríkisþjónustu til framtíðar á síðasta ári,“ segir Guðlaugur Þór. Á fundinum greindi utanríkisráðherra frá áherslu Íslands á málefni hafsins í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og mikilvægi samstarfs Íslands og Alþjóðabankans á því sviði, enda&nbsp; Alþjóðabankinn einn mikilvægasti fjármögnunaraðili sjálfbærrar þróunar. </p> <p>Laura Tuck þakkaði Íslandi fyrir góða samvinnu á sviði sjálfbærrar auðlindanýtingar. Hún tók fram að stuðningur Íslands muni nýtast vel í verkefnum í aðildarríkjum bankans. Mikil þörf sé á sérfræðiaðstoð á þessu sviði. </p> <p>Í síðasta mánuði auglýsti utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Ríkiskaup, eftir ráðgjöfum til að sinna verkefnum á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda og verndunar hafsins í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Listi um ráðgjafa skapar grunn fyrir þá sérþekkingu sem hægt verður að leggja til verkefna á vegum Alþjóðabankans og annarra alþjóðastofnana á komandi árum. Opið er fyrir skráningar á listann til kl. 12:00,&nbsp;25. maí 2018. </p> <ul> <li>Nánari upplýsingar&nbsp;á <a href="https://www.rikiskaup.is/">vef Ríkiskaupa</a></li> </ul>

16.05.2018Neyðarsöfnun UNICEF: Samstaða og meðbyr í samfélaginu

<span></span> <p><span>Yfir 12 milljónir hafa safnast í <a href="file:///C:/Users/gunnars/AppData/Local/Temp/notesB16980/unicef.is/neyd"></a>neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Þar af söfnuðust um fimm milljónir í vel heppnuðu <a href="https://unicef.is/%C3%A1-fimmtu-millj%C3%B3n-safna%C3%B0ist-%C3%AD-sk%C3%A1kmara%C3%BEoni-helgarinnar">skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar</a> og Hróksins sem fór fram í Pakkhúsinu um síðustu helgi.</span></p> <p><span>UNICEF á Íslandi hóf neyðarsöfnun fyrir Jemen undir yfirskriftinni „<a href="https://unicef.is/neydarsofnun-born-jemen">Má ég segja þér soldið?</a>“ síðasta miðvikudag. Um 200 manns mættu þá í Hafnarhúsið til að heyra sögur jemenskra barna í áhrifamiklu myndbandi sem sjá má <a href="https://youtu.be/udrBuD7ZY1I">hér</a>.</span></p> <p><span>Greinilegt er að almenningi er umhugað um að hjálpa börnum í Jemen, en hátt í 2000 manns hafa stutt neyðarsöfnunina. Söfnunin er í fullum gangi og hægt er að leggja henni lið <a href="file:///C:/Users/gunnars/AppData/Local/Temp/notesB16980/unicef.is/neyd">hér</a>.</span></p> <p><span>„Það er ómetanlegt að finna þessa samstöðu og þennan meðbyr í samfélaginu. Við viljum koma fram miklum þökkum til þeirra sem hafa stutt söfnunina með framlögum, með því að mæta á viðburðinn okkar, tefla við Hrafn og styðja málstaðinn með einum eða öðrum hætti,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span>„Börn eru búin að þjást í Jemen allt of lengi, þau hafa misst heimili sín og fjölskyldur og eru beinlínis að deyja úr hungri. Þau hafa deilt sögum sínum með okkur og það er skylda okkar að hlusta og hjálpa þeim.“</span></p> <p><span><strong>Líf barna eru í húfi</strong></span></p> <p><span>Jemen hefur verið lýst sem einu versta landi í heimi til að vera barn. Neyðin er gífurleg og eftir margra ára átök þarfnast næstum hvert einasta barn í Jemen neyðaraðstoðar.&nbsp; Bara á þessu ári hafa 220 börn látist í átökum og yfir 330 börn slasast alvarlega. Milljónir barna svelta, hafa ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni og látast úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Börn eiga aldrei sök í stíði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af átökunum.</span></p> <p><span>„Þó að ástandið virðist yfirþyrmandi megum við ekki gefast upp á meðan líf barna eru í húfi,“ segir Bergsteinn. „UNICEF er á staðnum og hefur náð að veita milljónum barna hjálp síðan átökin brutust út við mjög erfiðar aðstæður. Nú biðlum við til almennings og fyrirtækja á Íslandi að hjálpa okkur að bregðast við neyð barna í Jemen, líf fjölmargra þeirra hanga á bláþræði.“</span></p> <p><span>Framlögin munu veita börnum í Jemen lífsnauðsynlega hjálp, m.a að meðhöndla börn gegn vannæringu, tryggja vatns- og hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, bólusetja börn gegn mænusótt, dreifa skólagögnum og setja upp barnvæn svæði þar sem kennsla getur farið fram og hægt er að veita börnum sálræna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum.&nbsp;</span></p> <p><span>Á síðasta ári hafa UNICEF og samstarfsaðilar meðal annars náð að:</span></p> <ul> <li><span>Bólusetja 4.8 milljón börn gegn mænusótt; </span></li> <li><span>Meðhöndla 82.000 börn við alvarlegri bráðavannæringu; </span></li> <li><span>Tryggja milljónum manna aðgengi að hreinu drykkjarvatni; </span></li> <li><span>Veita hundruð þúsunda barna sálræna aðstoð; </span></li> <li><span>Komið upp barnvænum svæðum þar sem bráðabirgðaskólar hafa verið settir upp.</span></li> </ul> <p><span>UNICEF kallar auk þess á alla aðila að átökunum sem og alþjóðasamfélagið að vinna tafarlaust að friðsamlegri lausn og binda enda á ofbeldið gegn börnum í Jemen.</span></p> <p><span>Hægt er að styðja söfnunina <a href="file:///C:/Users/gunnars/AppData/Local/Temp/notesB16980/unicef.is/neyd">hér</a> eða með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa þannig 1900 krónur til neyðaraðgerða UNICEF í Jemen.&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir 1900 krónur er sem dæmi hægt að veita barni rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu. Með réttri meðhöndlun í tæka tíð má koma í veg fyrir 99% dauðsfalla hjá vannærðum börnum.</span></p>

16.05.2018Bjarghringur fyrir þá sem höllustum fæti standa

<span></span> <p><span>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur gefið út ársskýrslu um nýtingu á sveigjanlegum og fyrirsjáanlegum framlögum sem stofnunin fær frá þjóðum eins og Íslendingum. WFP hefur gefið út ársskýrslur um þessa fjármögnunarleið frá árinu 2012 en í þessari sjöttu ársskýrslu er í fyrsta sinn gagnvirkt kort og frásagnir um það hvar og hvernig fjármagnið hefur nýst í neyðaraðstoð víðs vegar um heiminn. Þessi hluti ársskýrslunar sem er sérhannaður fyrir netið ber yfirskriftina: <a href="https://publications.wfp.org/2017/multilateral-ira-report/" target="_blank">A lifeline for those furthest behind</a><a href="https://publications.wfp.org/2017/multilateral-ira-report/" target="_blank"></a>&nbsp;– Bjarghringur fyrir þá sem höllustum fæti standa.</span></p> <p><span>Miðpunktur skýrslunnar er gagnvirka heimskortið sem sýnir hvernig sveigjanleg og fyrirsjáanleg framlög nýttust í hverjum mánuði á síðasta ári og jafnframt hvaðan og í hversu miklum mæli framlögin bárust. Að mati fulltrúa Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna eru slík framlög nauðsynleg til að stofnunin geti brugðist við skyndilegu neyðarástand, þau stytta undirbúningstíma og nýtast sérlega vel til verkefna á neyðarsvæðum sem hafa af einhverjum ástæðum gleymst, fá litla athygli fjölmiðla og teljast undirfjármögnuð.</span></p> <p><span>Síðasta ár, 2017, var grimmilegt ár, segir í skýrslu WFP. Rifjað er upp að hungursneyð var lýst yfir í hluta af Suður-Súdan á árinu, í Sómalíu, Jemen og í norðausturhluta Nígeríu hafi íbúarnir á stundum verið á barmi hungursneyðar. Stríðið í Sýrlandi hafi haldið áfram með tilheyrandi fjölgun flóttafólks á sama tíma og milljónir Sýrlendinga í flóttabúðum þurftu á áframhaldandi utanaðkomandi stuðningi að halda til að draga fram lífið. Ennfremur er minnt á fellibylji í september sem óðu yfir eyjar í Karíbahafi og ollu miklu tjóni, ofbeldiverkin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Írak og í Mjanmar sem leiddu til flótta þúsunda frá heimilinum sínum, ásamt annarri óöld, loftslagsbreytingum, spillingu og lélegu stjórnarfari. Hörmungarástandið hafi leitt til þess að vannærðum hafi fjölgað og jafnframt þeim sem búa við sult. Þeir hafi í árslok verið 815 milljónir.</span></p> <p><span>Á slíkum tímum, segir í skýrslunni, reiðir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna sig meira en nokkru sinni áður á sveigjanleg framlög. Staðreyndin sé hins vegar sú að meirihluta opinberrra framlaga sé bundin tilteknum verkefnum. Því er skorað á ríkisstjórnir í skýrslunni&nbsp;</span>að veita fjármagni með sveigjanlegum hætti til stofnunarinnar í þeim tilgangi að WFP geti hikstalaust brugðist við skyndilegri neyð þegar slíkar aðstæður skapast.</p> <p><span><a href="http://www.wfp.org/about/funding/governments/iceland" target="_blank">Upplýsingasíða um Ísland</a>&nbsp;</span></p>

15.05.2018Mangochi hérað fær fimm nýja sjúkraflutningabíla

<span></span> <p><span>Um helgina fór fram formleg afhending fimm sjúkraflutningabíla til hérðasstjórnarinnar í Mangochi sem er samstarfshérað Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ágústa Gísladóttir forstöðukona íslenska sendiráðsins í Malaví afhenti bílana og Kondwani Nankhumwa ráðherra sveitastjórnarmála tók við þeim fyrir hönd malavískra stjórnvalda. Hann sagði af því tilefni að malavísku þjóðin og stjórnvöld væru ævinlega þakklát íslensku þjóðinni og íslenskum stjórnvöldum fyrir ómetanlegan stuðning við þá sem minnst mega sín í héraðinu.</span></p> <p><span>Bílarnir eru hluti af bættu tilvísunarkerfi og lífsnauðsynleg þjónusta fyrir hinar dreifðu byggðir héraðsins. Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur verkefnastjóra er víða löng leið á milli heilsugæslustöðva þar sem reknar eru fæðingardeildir og jafnvel enn lengra í næsta sjúkrahús þar sem aðstaða til að gera keisaraskurði og aðra neyðarþjónustu.</span></p> <p><span>„Því er innan lýðheilsuhluta grunnþjónustverkefnisins í Mangochi héraði lögð megin áhersla á að efla þjónustu við verðandi mæður og börn og að tryggja að í þeim heilbrigðisstofnunum sem hafa verið byggðar síðastliðin ár sé veitt góð þjónusta. Öruggir sjúkraflutningar og mæðraskoðun á öllum stigum meðgöngunnar eru hluti af þeirri mikilvægu þjónustu,” segir Lilja Dóra. Hún bætir við að bílarnir séu ekki búnir tækjum og tólum til endurlífgunar eða annarra bráðaaðgerða og því séu þeir kallaðir sjúkraflutningabílar, ekki sjúkrabílar. Tilgangurinn sé fyrst og fremst á að koma sjúkrum hratt og örugglega á næstu heilbrigðisstofnun. Sjúkraflutningamenn eru ekki í bílunum heldur aðeins bílstjóri.</span></p>

14.05.2018Eina ljósið í myrkrinu er neyðarathvarf UN Women

<span></span> <p>„Í Mjanmar bjuggum við fjölskyldan í stóru húsi í sveitinni. Við vorum með kýr, geitur og hænur sem voru á beit á okkar stóra græna landi. Við ræktuðum hrísgrjón og áttum nóg í okkur og á, allt þar til einn góðan veðurdag um miðjan ágúst 2017. Þá réðst Mjanmarski herinn inn í húsið okkar, kveikti í því ásamt öllum moskum í nágrenninu. Hermennirnir nauðguðu hundruð kvenna og myrtu fjöldann allan af fólki. Ég var ein af þeim heppnu og náði að flýja. Ég flúði allslaus ásamt fjögurra ára dóttur minni, systkinum og foreldrum. Við náðum ekki að taka neitt með okkur.”</p> <p><span>Þetta er hluti af frásögn Mianara Begum, rúmlegri tvítugri Róhingjakonu sem býr í flóttamannabúðunum Cox´s Bazar í Bangladess. Frásögnin er birt á vef UN Women á Íslandi. Fram kemur í greininni að undanfarna þrjá áratugi hafi Bangladess hýst Róhingja sem sætt hafi ofsóknum í heimalandinu, Mjanmar. Í ágústmánuði í fyrri hafi átökin harðnað, ofsóknir aukist og hundruð þúsunda hafi neyðst til að flýja.</span></p> <p><span>“Nú halda því til um 800 þúsund Róhingjar í Balukhali-flóttamannabúðunum við Cox´s Bazar í Bangladess. Þar af eru yfir 400 þúsund Róhingjakonur sem flúið hafa gróft ofbeldi Mjanmarska hersins og nauðganir. Nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Nauðganir á konum og stúlkum hafa verið notaðar sem markvisst stríðsvopn í þessum blóðugu ofsóknum hersins gegn Róhingjum í Mjanmar. En ekki tekur endilega betra við. Í búðunum eru konur berskjaldaðar fyrir árásum og lifa í stöðugum ótta við ofbeldi. Um þessar mundir, eða níu mánuðum frá því að hertar ofsóknir á hendur Róhingja í Mjanmar hófust, eru að fæðast þúsundir barna í búðunum, lifandi minnisvarðar um skelfilegt ofbeldi,” segir í greininni.</span></p> <p><span>Saga Minara Begum hefst á tilvitnun: „Ég kvíði regntímabilinu og vona að litla skýlið okkar haldi...“</span></p> <p><span>Minara Begum, er 23 ára Róhingjakona sem tókst að flýja gróft ofbeldi og árásir Mjanmarska hersins á þorp hennar Buchidong í Mjanmar. Nú heldur hún til í næststærstu flóttamannabúðum heims við borgina Cox´s Bazar í Bangladess. Hún sækir daglega neyðarathvarf UN Women í búðunum þar sem hún fær hagnýtt nám, atvinnutækifæri og síðast en ekki síst, vernd.</span></p> <p><span>Eftir flóttann gekk Minara sleitulaust í fimm daga án matar og vatns og fjölskyldan svaf undir berum himni. Hún segir að þegar þau hafi komið að ánni hafi hún selt gulli sleginn neflokk til að komast yfir ána með dóttur sína.</span></p> <p><span>“Nú erum við hér í Balukhali búðunum, en hér er lífið síður en svo auðvelt. Pabbi minn er aldraður og getur ekki unnið. Ég verð því að hætta mér út úr skýlinu okkar og sækja mat og aðrar nauðsynjar fyrir fjölskylduna. Í fyrstu grét dóttir mín mikið, hún fékk ekki fylli sína og var alltaf svöng.</span></p> <p><span>En fyrst og fremst kvíði ég regntímabilinu, þá rignir svakalega. Skýlið okkar stendur á sléttu og miklu láglendi og ég vona innilega að það haldi þegar rigningarnar hefjast.</span></p> <p><span>Eina ljósið í myrkrinu er neyðarathvarf UN Women hér í búðunum. Þar læri ég klæðskurð og að sauma. Þar fæ ég sæmdarsett sem inniheldur meðal annars&nbsp;<a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/gjafaverslun/vasaljos/">vasaljós</a>&nbsp;sem veitir mér mikla öryggiskennd. Ég hef líka verið í sjálfboðastarfi fyrir UN Women og veiti Róhingjakonum í búðunum upplýsingar um neyðarathvarf UN Women og réttindi þeirra hér í búðunum. Ég tala sérstaklega við foreldra ungra stúlkna og hvet þau til að senda stúlkurnar í neyðarathvarf UN Women þar sem þeim gefst sem dæmi tækifæri til að læra lesa, skrifa og sauma auk þess sem þær fá um leið upplýsingar um réttindi þeirra og hvað stendur þeim til boða að gera innan búðanna.</span></p> <p><span>Í neyðarathvarfi UN Women líður mér vel og er örugg. Það er líka ómetanlegt að hitta aðrar konur og stelpur í sömu stöðu auk þess sem ég læri svo ótal margt nýtt á hverjum degi sem mun án efa nýtast mér til framtíðar. Dóttir mín kemur daglega með mér í athvarfið, hér fær hún bæði mat og leikskólamenntun. Ég vona innilega að hennar framtíð verði bjartari einn góðan veðurdag.“</span></p> <p><span>Saga Minara Begum endurspeglar reynslu og sögu fjölmargra Róhingjakvenna sem halda til í Balukhali flóttamannabúðunum í Cox´s Bazar. Til að lýsa upp myrkur Minöru getur þú gefið&nbsp;<a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/gjafaverslun/vasaljos/">vasaljós</a>&nbsp;sem UN Women dreifir í búðunum.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://unwomen.is/un-women-er-ljosid/" target="_blank">Greinin</a> á vef UN Women</span></p>

11.05.2018Tæplega 26 milljónir króna til mannúðaraðgerða í Sýrlandi

<span></span> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, sendi í vikunni 25,7 milljóna króna fjárframlag til mannúðaraðgerða Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi (ICRC) og sýrlenska Rauða hálfmánans. Þetta er þriðja framlagið sem Rauði krossinn á Íslandi sendir á árinu til verkefna í Sýrlandi. Alþjóðaráð Rauða krossins kallaði á dögunum eftir auknum stuðningi ríkja og landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans til mannúðaraðgerða í Sýrlandi og ákvað Rauði krossinn á Íslandi að verða við þeirri beiðni. Samtals hefur Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, styrkt mannúðaraðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sýrlandi um 67 milljónir króna á þessu ári.</span></p> <p><span>Ekki sér enn fyrir endann á átökunum í Sýrlandi sem staðið hafa yfir frá árinu 2011 með tilfallandi eyðileggingu og mannfalli. Heilu íbúðahverfin, verslanir, vatns- og rafveitukerfi eru eyðilögð eða skert á ýmsum svæðum, ásamt skólum, sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Sýrlendingar búa því ekki einungis við daglega ógn átaka heldur einnig takmarkaðan aðgang að helstu lífsnauðsynjum ásamt almennri læknisþjónustu og eru algjörlega háðir utanaðkomandi mannúðaraðstoð. Á þeim svæðum sem dregið hefur úr átökum hafa margir íbúar ákveðið að snúa aftur til sinna heimkynna en mæta þó skertri eða engri þjónustu, á meðan átök brjótast út á nýjum svæðum sem hafa í för með sér enn frekari eyðileggingu og fólksflótta. Milljónir íbúa, bæði fullorðnir og börn hafa flúið heimili sín, særst og látist í átökunum. Þúsundir einstaklinga eru í haldi eða eru horfnir og fjöldi fólks hefur misst samband við fjölskyldumeðlimi. Handahófskennd eyðilegging eigna, ólögleg upptaka þeirra og stuldur er og verður einnig mikilvægt áhyggjuefni framtíðar.</span></p> <p><span>Alþjóðaráð Rauða krossins ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum hefur unnið sleitulaust að því að koma til móts við lífsnauðsynlegar þarfir landsmanna, m.a. hvað varðar mat, vatn og hreinlætisaðstöðu, með stuðningi við starfsemi tjaldbúða fyrir fólk á vergangi og fólk sem snúið hefur aftur til sinna heimkynna. Einnig vinnur Alþjóðaráðið að því að laga vatns- og rafveitukerfi á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti og styður starfsemi heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa sem orðið hafa fyrir árásum og eyðileggingu, allt til að stuðla að ákveðinni samfellu í veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í landinu. Þá aðstoðar Alþjóðaráðið landsmenn við að að hafa upp á horfnum fjölskyldumeðlimum í gegnum leitarþjónustukerfi Rauða kross hreyfingarinnar sem starfar á heimsvísu.</span></p> <p><span>„Ástandið í Sýrlandi er gríðarlega erfitt. Eyðilegging og það flókna stríðsástand sem þar ríkir gerir það að verkum að stór hluti landsmanna hefur ekki aðgang að nauðþurftum til að lifa af, en umfang átaka og eyðileggingar í landinu er talið vera meira en umfang fáanlegrar mannúðaraðstoðar. Því er mjög mikilvægt að taka þátt í því að auka og efla veitingu óháðrar og hlutlausrar mannúðarastoðar Rauða kross hreyfingarinnar í Sýrlandi og tryggja þannig eftir bestu getu að þolendur átakanna hafi aðgang að lífsbjargandi nauðþurftum“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.</span></p> <p><span>Eins og áður segir hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt Alþjóðaráð Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) alls um 67 milljónir króna vegna verkefna í Sýrlandi á árinu, en til viðbótar hafa rúmlega 100 milljónir frá Rauða krossinum á Íslandi, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, runnið til verkefna í nágrannalöndum Sýrlands.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

11.05.2018Neyðarsöfnun UNICEF fer vel af stað

<span></span> <p><span>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen fer vel af stað en hún hófst með viðburði í Hafnarhúsinu á miðvikudag þar sem gestir fengu að heyra um áhrif stríðsins á börnin. Fjölmennt var á viðburðinum og að sögn fulltrúa UNICEF voru gestir djúpt snortnir. </span></p> <p><span>Yfirskrift neyðarátaks UNICEF er „Má ég segja þér soldið?“ sem vísar í algengt talmál barna. Börn eru helstu fórnarlömb átakanna í Jemen og fengu gestir í Hafnarhúsinu að heyra sögur þeirra í áhrifamiklu myndbandi sem sjá má <a href="https://youtu.be/udrBuD7ZY1I">hér</a>.</span></p> <p><span>„Við viljum vekja athygli á hörmungunum í Jemen með því að leyfa röddum barnanna að heyrast. Í stað þess að telja upp hrikalegar tölur og staðreyndir frá Jemen þá lýsa börnin því sjálf hvað þau hafa gengið í gegnum. Þetta eru raunverulegar sögur barna í Jemen sem hafa upplifað stríð sem heimurinn horfir framhjá,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span>&nbsp;„Rúðurnar í húsinu okkar titra. Við erum alltaf svo hrædd við sprengjur á morgnana. Ég get ekki einu sinni farið út að kaupa nammi,“ segir Ammar, sex ára, í myndbandinu. „Einu sinni var lífið fullkomið í Jemen, en svo kom stríð. Vinir mínir voru drepnir. Þegar ég opna Facebook sé ég að fleiri vinir mínir hafa verið drepnir. Ég hata Facebook“, segir Adel sem hefur misst marga vini og fjölskyldumeðlimi í stríðinu.</span></p> <p><span>Sögurnar eru margar og átakanlegar.&nbsp; „Það sem þessi börn eiga sameiginlegt er að þau hafa fengið nóg af stríði. Þau vilja fá að leika úti við vini sína í öryggi, fá að borða þar til þau eru södd, fara í skólann á morgnana og ekki heyra í sprengjum og byssum þegar þau reyna að sofna á kvöldin,“ bætir Steinunn við.</span></p> <p><span><strong>Versti staður í heimi til að vera barn</strong></span></p> <p><span>Eftir margra ára átök þarfnast næstum hvert einasta barn í Jemen neyðaraðstoðar. Mörg þúsund börn hafa látið lífið eða verið limlest í borgarastríðinu og lífum og framtíð margfalt fleiri barna er ógnað. Innviðir landsins hafa verið eyðilagðir, aðgangur að hreinu vatni og næringu er takmarkaður, fjöldi opinberra starfsmanna hefur ekki fengið greidd laun í rúmt ár og heilbrigðiskerfið er að hruni komið. Í ofanálag braust út skæður kólerufaraldur í landinu á síðasta ári en fleiri en milljón tilfelli hafa verið greind.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/udrBuD7ZY1I" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p><span>„Ástandið er grafalvarlegt. Stríðið í Jemen er stríð gegn börnum. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja. Ástandið er skelfilegt og börn eru í bráðri hættu. Við verðum að bregðast við, og það strax,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span><strong>UNICEF er á staðnum</strong></span></p> <p><span>UNICEF er á vettvangi í Jemen og veitir neyðaraðstoð við gífurlega erfiðar aðstæður. Á síðasta ári hafa UNICEF og samstarfsaðilar meðal annars náð að:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Bólusetja 4,8 milljónir barna gegn mænusótt; </span></li> <li><span>Meðhöndla 82 þúsund börn við alvarlegri bráðavannæringu; </span></li> <li><span>Tryggja milljónum manna aðgengi að hreinu drykkjarvatni; </span></li> <li><span>Veita hundruð þúsunda barna sálræna aðstoð; </span></li> <li><span>Koma upp barnvænum svæðum þar sem bráðabirgðaskólar hafa verið settir upp.</span></li> </ul> <p><span>UNICEF kallar auk þess á alla aðila að átökunum sem og alþjóðasamfélagið að vinna tafarlaust að friðsamlegri lausn og binda enda á ofbeldið gegn börnum í Jemen. Við höfum einnig þrýst á að hjálparstofnunum sé tryggður óheftur aðgangur til þess að hægt sé að koma mat, vatni og lyfjum til fólks í landinu.</span></p> <p><span>Það er með hjálp&nbsp;<a href="http://www.unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">heimsforeldra</a> og þeirra sem hafa stutt við neyðaraðgerðir UNICEF í Jemen&nbsp;sem UNICEF hefur&nbsp;tekist að veita milljónum barna hjálp og staðið fyrir umfangsmiklum neyðaraðgerðum í landinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Framlögin úr neyðarsöfnuninni munu fara í að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð í Jemen, m.a að meðhöndla börn gegn vannæringu, tryggja vatns- og hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, bólusetja börn gegn mænusótt, dreifa skólagögnum og setja upp barnvæn svæði þar sem kennsla getur farið fram og hægt er að veita börnum sálræna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum.&nbsp;</span></p> <p><span>Kvika er styrktaraðili neyðarátaksins og velunnari heimsforeldra UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span>Stúdíó Sýrland sá um hljóðsetningu á myndbandinu. Eftirtalin börn sáu um talsetningu: Auður Dóra Arnarsdóttir, Brynjar Örn Pálmason, Finnur Darri Gíslason, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Heiðar Þórðarson, Júlía Guðrún Lovísa Heine, Karen Ólöf Gísladóttir, Kolfinna Tía Steindórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir og Tjaldur Wilhelm Norðfjörð.&nbsp;</span></p> <p><span>Hægt er að styðja söfnunina með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 og gefa 1900 kr. eða leggja inn frjálst framlag <a href="file:///C:/Users/gunnars/AppData/Local/Temp/notesB16980/unicef.is/neyd">hér</a>. Fyrir 1900 krónur er t.d hægt að veita barni rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu. </span></p>

09.05.2018Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen

<span></span> <p><span>Í dag hefur UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen. Eftir þriggja ára átök ríkir þar gífurleg neyð, en nánast hvert einasta barn þarf á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda.</span></p> <p><span>UNICEF er í Jemen og hefur veitt milljónum barna neyðarhjálp síðustu ár við gífurlega erfiðar aðstæður. Framlögin úr neyðarsöfnuninni munu fara í að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð í Jemen, meðal annars að meðhöndla börn gegn vannæringu, tryggja vatns- og hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, bólusetja börn gegn mænusótt, dreifa skólagögnum og setja upp barnvæn svæði þar sem kennsla getur farið fram og hægt er að veita börnum sálræna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum. &nbsp;</span></p> <p><span><strong>Sögur barna í Jemen</strong></span></p> <p><span>Í tilefni af neyðarsöfnuninni hefur UNICEF sett upp óvenjulega sýningu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Um er að ræða óvenjulega upplifun sem markar upphaf neyðarátaks UNICEF fyrir börn í Jemen. Viðburðurinn stendur yfir frá kl. 17:00 til 20:00 í dag, 9. maí og eru allir velkomnir.</span></p> <p><span>Hægt er að styrkja neyðarsöfnunina með því að senda SMS-ið JEMEN í nr. 1900 og gefa þannig 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar t.d. rúmlega tveggja vikna meðferð gegn vannæringu fyrir eitt barn.</span></p> <p><span>Einnig er hægt að leggja upphæð að eigin vali inná reikning UNICEF&nbsp;<a href="https://unicef.is/neyd">hér</a>.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://www.facebook.com/events/2052350641687424/" target="_blank">Má ég segja þér soldið? Facebook síða viðburðarins í Listasafni Reykjavíkur</a></span></p> <p><span><a href="https://www.reuters.com/article/us-health-cholera/cholera-vaccination-campaign-starts-in-yemen-after-year-delay-who-idUSKBN1I8162" target="_blank">Cholera vaccination campaign starts in Yemen after year delay: WHO</a></span></p> <p><span><a href="https://www.pbs.org/newshour/world/i-dont-think-theres-a-safe-place-in-yemen-anymore" target="_blank">‘I don’t think there’s a safe place in Yemen anymore’/ PBS</a></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p>

09.05.2018Útskrift kennara fyrir áhersluskóla í Mangochi héraði í Malaví

<span></span> <p><span>Í þróunarverkefni Íslendinga með héraðsstjórninni í Mangochi í Malaví, sem lýtur að grunnþjónustu við íbúana, styðja íslensk stjórnvöld við uppbyggingu tólf grunnskóla.&nbsp; Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðukonu sendiráðs Íslands í Lilongve er ætlunin að allir skólarnir uppfylli staðla malavískra skólayfirvalda.&nbsp;</span></p> <p><span>“Við fjárfestum í innviðum og tækjum og tólum fyrir nemendur og kennara. Ennfremur kostuðum við þriggja ára kennaranám sextíu ungmenna, flestra frá Mangochi, við kennaraskóla sem félagasamtökin “Þróunaraðstoð frá fólks til fólks” (Development Aid from People to People, DAPP) reka. Námið í kennaraskólum DAPP miðast fyrst og fremst við að mennta kennara fyrir dreifbýlisskóla,” segir Ágústa.&nbsp;</span></p> <p><span>Að hennar sögn er DAPP kennaraskólunum ætlað að skapa nýja kynslóð kennara sem færa eiga nútíma menntun til&nbsp; fátækra samfélaga og stuðla þannig að framþróun þeirra. “Kennslufræðin í kennaraskólanum er framsækin og einstök í aðferðafræði sinni, þar sem sameinaðar eru fræðilegar námsbrautir og hagnýt vinna. Skólinn leggur áherslu á hlutverk kennarans sem lykilaðila í samfélagsþróun í sveitum landsins,” segir hún.</span></p> <p><span>Fræðsluskrifstofan í Mangochi tók þá afstöðu á sínum tíma að þeir kennarar sem yrðu menntaðir í gegnum héraðsþróunarverkefnið færu í DAPP kennaranám frekar en almennt kennaranám.</span></p> <p><span>Á dögunum var haldin útskriftarathöfn í DAPP kennaraskólanum í Thyolohéraði í suður Malaví. Ágústu Gísladóttur var boðið í athöfnina sem og forstöðumanni fræðsluskrifstofunnar í Mangochi. Gestirnir voru fræddir um námið og ýmiss verkefni sem nemendurnir höfðu unnið að á lokaárinu voru til sýnis.</span></p> <p><span>Alls voru útskrifaðir 58 nemendur að þessu sinni. Af þeim voru 6 styrktir til náms gegnum Mangochi verkefnið.</span></p> <p><span><a href="https://www.dapp-malawi.org/education/adpp-teacher-training" target="_blank">Vefur</a> DAPP í Malaví</span></p>

08.05.2018Jarðvarmi framtíðarorkulind Kenía – mikil tækifæri í beinni nýtingu orkugjafans

<strong><span></span></strong> <p>Jarðvarmi er framtíðarorkulind Kenía, segir Johnson P. Ole Nchoe framkvæmdastjóri Jarðhitastofnunar Kenía (GDC) en hann sótti á dögunum Íslensku jarðhitaráðstefnuna sem haldin var í Hörpu. Hann segir í viðtali við Heimsljós (sjá myndband) að nú sé unnið að tilraunaverkefni um kornþurrkun, beina nýtingu jarðvarma í þágu matvælaöryggis í Kenía með fjárhagslegum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Hann kveðst vænta þess að þegar verkefninu lýkur í árslok verði samið um fimm ára stuðning Íslendinga við þetta mikilvæga þróunarstarf.</p> <p>Hann segir að jarðhiti hafi þá kosti vera áreiðanlegur orkugjafi, hreinn og umhverfisvænn, auk þess sem margvísleg tækifæri felist í jarðvarmanum, ekki hvað síst með konur í huga, til að byggja upp og þróa nýtingu á jarðvarma í Kenía.</p> <p>Nchoe segir að Ísland hafi verið á svipuðum stað í efnahagslegu tilliti á sjöunda áratug síðustu aldar og Kenía er í dag. Nú sé munurinn mikill hvað þjóðartekjur áhrærir og því sé vilji fyrir því í Kenía að tileinka sér tækniþekkingu Íslendinga til að þróa jarðhitann með svipuðum hætti og hér hefur verið gert.</p> <p>Meginþema ráðstefnunnar í Hörpu að þessu sinni sneri að þeim hindrunum sem eru í vegi framþróunar í jarðhita. Nchoe nefndi strax tækniþekkingu sem þröskuld í þessari þróun, þekkingin á þessu sviði væri flókin, en með stuðningi Íslands og utanríkisráðuneytisins hafi tekist í Kenía að yfirstíga þessar tálmanir. Þar kvaðst hann ekki hvað síst eiga við beina nýtingu jarðhitans. Þá sagði hann að rúmlega eitt hundrað ungir Keníabúar af báðum kynjum hefðu átt þess kost að vera í námi við háskóla á Íslandi um jarðhita á síðustu tíu árum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/uRpkoN4bx2U" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Á ráðstefnunni flutti Johnson P. Ole Nchoe erindi um beina nýtingu jarðvarma í Kenía. Hann sagði að fæðuöryggi væri eitt af áhersluatriðum í stefnu stjórnvalda í Kenía á næstu fimm árum og mikil tækfæri og áskoranir væri að finna í nýtingu jarðhita í allri virðiskeðjunni. Því vildu Keníabúar tileinka sér þekkingu Íslendinga og annarra af því hvernig hindrunum hefði verið rutt úr vegi með tilliti til fæðuöryggis. Um væri að ræða svið sem kæmi Kenía afskaplega vel.</p> <p>Hann þakkaði Íslendingum fyrir einkar ánægjulegt samstarf síðustu tíu árin og kvaðst vonast til þess að með heimsókn sinni til Íslands sem framkvæmdastjóri GDC hafi hann sýnt vilja til að dýpka sambandið milli þjóðanna.</p> <p>---</p> <p>Frá 2013 hafa íslensk stjórnvöld staðið fyrir umfangsmiklu samstarfi um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku í samstarfi við Norræna þróunarsjóðinn (e. Nordic Development Fund, NDF) en verkefnið er einnig tengt viljayfirlýsingu Íslands og Alþjóðabankans (e. Geothermal Compact) um aukna jarðhitanýtingu á svæðinu. Verkefninu lauk formlega í lok árs 2017 en framkvæmd nokkurra verkþátta, sem ekki hefur náðst að ljúka, mun halda áfram 2018.&nbsp;Verið er að ljúka við undirbúning að verkefni sem felst í því að setja upp þurrkofn á svæði í Menengai, sem er í umsjón jarðhitafyrirtækis Kenía (e. Geothermal Development Company, GDC), til að nýta jarðhita við þurrkun matvæla en talið er að þar felist áhugaverðir möguleikar sem einnig gætu nýst fyrir löndin í kring.&nbsp;</p>

07.05.2018Þrír sendifulltrúar Rauða krossins að störfum í Bangladess

<span></span> <p><span>Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi eru nú að störfum í tjaldsjúkrahúsi Rauða krossins í flóttamannabúðum við Cox´s Bazar í Bangladess. Þau Aðalheiður Jónsdóttir og Orri Gunnarsson héldu til Bangladess í lok apríl og Hildur Ey Sveinsdóttir hélt utan í dag.</span></p> <p><span>Aðalheiður sinnir sálrænum stuðningi og þjálfar sjálfboðaliða í að veita sálrænan stuðning en Orri sinnir tæknimálum á sjúkrahúsinu. Þetta er fyrsta starfsferð Aðalheiðar sem sendifulltrúi fyrir Rauða krossinn&nbsp;en önnur ferð Orra.&nbsp;Hann starfaði á neyðartjaldsjúkrahúsi á Filippiseyjum árið 2013 í kjölfar mannskæðs fellibyls og einnig er hann með reynslu af störfum með friðargæslu utanríkisráðuneytisins í Mósambik.</span></p> <p><span>Þá hélt Hildur Ey Sveinsdóttir í sína aðra starfsferð til Bangladess í dag, en hún var í fyrsta teyminu sem fór á vettvang í september síðastliðnum. Hildur segir það að vissu leyti spennandi að fara aftur, þótt aðstæður séu erfiðar og neyðin mikil. „Þar sem ég var í fyrsta teyminu sem fór á vettvang vorum við aðallega að koma sjúkrahúsinu upp og ég starfaði aðeins í viku á sjúkrahúsinu sjálfu. Ég var að aðstoða við að byggja sjúkrahúsið upp frá grunni og koma tækjum og tólum á sinn stað svo það verður gott að geta starfað við mitt sérsvið núna sem er barnahjúkrun. Þá verður merkilegt að sjá hvernig sjúkrahúsið hefur breyst og hvernig starfið gengur fyrir sig þegar allt er komið í fastari skorður.“</span></p> <p><span>Hjálparsamtök á svæðinu eru búin undir hið versta núna þegar mikið rigningartímabil fer í hönd. „Það getur komið upp kórelufaraldur ef grunnvatn mengast og allt er í hæðum og hólum svo það er hætta á að aurskriður verði, en Rauði krossinn hefur útbúið viðbragðsáætlanir eins vel og hægt er.“</span></p> <p><span><a href="https://fieldhospital360.com/?lang=en">Hér er er 360° heimasíða sem finnski Rauði krossinn bjó til af svæðinu sem tjaldsjúkrahúsið er á</a>.</span></p>

07.05.2018Sjöunda Heimsmarkmiðið í hættu ef fram fer sem horfir

<span></span> <p>Þrátt fyrir töluverðan framgang undanfarin ár mun alþjóðasamfélagið ekki ná Heimsmarkmiði 7 um sjálfbæra orku fyrir árið 2030 ef fram fer sem horfir. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um sjálfbæra orku í Lissabon í Portúgal þar sem skýrslan Tracking SDG7: <a href="http://trackingsdg7.esmap.org/" target="_blank">The Energy Progress Report </a>var kynnt. </p> <p>Á ráðstefnunni komu saman yfir 800 einstaklingar úr atvinnulífinu, opinbera geiranum og borgarasamfélaginu og ræddu aðferðir til að auka aðgengi að rafmagni, heilnæmum orkugjöfum við eldamennsku, hlut endurnýjanlegra orkugjafa og orkunýtingu. </p> <p>Aðgangur að heilnæmum orkugjöfum við eldamennsku hefur því miður ekki aukist nægilega hratt á heimsvísu og um 40% nota enn mengandi eldsneyti við eldamennsku. Um fjórar milljónir einstaklinga deyja á hverju ári af völdum loftsmengunar á heimilum, einkum börn og konur. Enn hefur um einn milljarður einstaklinga ekki aðgang að rafmagni, 600 miljónir þeirra í Afríku. Vivien Foster frá Alþjóðabankanum sagði að það réðist í Afríku hvort sigur ynnist í baráttunni gegn orkufátækt eða ekki. Góður fréttirnar væru þær að loks væri útbreiðsla rafmagns hraðari en fólksfjölgun í Afríku. </p> <p><strong>Fréttir frá Íslandi vekja athygli</strong></p> <p>Á ráðstefnunni var lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og var kynnt ný <a href="http://www.energia.org/cm2/wp-content/uploads/2018/05/Levers-of-Change-How-Global-Trends-Impact-Gender-Equality-and-Social-Inclusion-in-Access-to-Sustainable-Energy.pdf" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;um aðgang kvenna að sjálfbærri orku. Bendir skýrslan til þess að konur hafi færri tækifæri en karlmenn þegar kemur að aðgengi að orku og eru í meiri hættu að vera skildar eftir þegar sjálfbærar orkulausnir breiðast út um Afríku og víðar. </p> <p>Bjarni Bjarnason framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur var einn af fjórum sem átti lokaorðin á ráðstefnunni. Þar sagði hann frá árangri OR á sviði kynjajafnréttis, þar á meðal að allur óútskýrður kynbundinn launamunur heyrði nú sögunni til hjá stofnuninni. Vakti þetta mikla og jákvæða athygli meðal ráðstefnugesta.</p> <p>Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Bjarna Bjarnason framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur ræða við Rachel Kyte framkvæmdastjóra SEforAll og <span>Hajia Alima Mahama ráðherra sveitastjórnar- og þróunarmála í Gana.</span></p> <div><a href="http://seforallforum.org/news" target="_blank">Fréttir af ráðstefnunni</a> <div id="ftn1"> </div> </div>

03.05.2018Mikilvægur stuðningur stjórnvalda við UN Women og íslensku landsnefndina

<span></span> <p>Samanlögð framlög utanríkisráðuneytisins til UN Women árið 2017 námu um 234 milljónum króna, en þar af var um 132 milljónum króna veitt í kjarnaframlag til stofnunarinnar. Ársskýrsla UN Women á Íslandi 2017 sem kom út í gær segir að kjarnaframlagið sé afar mikilvægt UN Women þar sem stofnunin sé ung og í örum vexti. </p> <p>„Framlagið tryggir stofnuninni svigrúm til að veita fé til aðkallandi verkefna á átaka- og hamfarasvæðum þar sem þörfin er mest og bregðast þarf skjótt við,“ segir í skýrslunni. Þá nam framlag til landsnefndar UN Women á Íslandi 13 milljónum króna sem gerir landsnefndinni kleift að styrkja stöðu sína og vaxa enn frekar. </p> <p>Líkt og áður voru einnig veitt framlög til ákveðinna verkefna UN Women. Tæplega 22 milljónum króna var veitt til verkefna UN Women í Afganistan og Palestínu og 37 milljónir króna runnu til svokallaðs 1325-verkefnis UN Women í Mósambík sem tryggir að sjónum sé beint að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í ferlum og áætlunum sem stuðla að friði, öryggi og endurreisn í mósambisku samfélagi. Auk þess nam framlag til verkefna UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu <span>&nbsp;</span>22,5 milljónum króna og sjö milljónum króna var veitt til að kosta útsendan sérfræðings á landsskrifstofu UN Women í Jórdaníu. </p> <p><strong>Ráðherra vekur athygli á skaðlegri karlmennsku</strong></p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerir skaðlega karlmennsku meðal annars að umfjöllunarefni í ávarpi sínu vegna ársskýrslu UN Women á Íslandi. „Þegar við lítum aðeins fáeina áratugi um öxl sjáum við öll að í jafnréttismálum hefur margt áunnist,“ segir ráðherra. „Við sjáum ekki aðeins öflugri og áhrifameiri konur á fleiri sviðum samfélagsins en áður. Við sjáum líka karla í hlutverkum sem áður fyrr voru ekki talin sæma nokkrum karlmanni. Feður ungra manna sem ýta á undan sér barnavögnum hefðu á sama aldri seint farið í þeirra spor. Það hefði einfaldlega þótt <em>ókarlmannlegt</em>, eins og sagt var á þeim tíma. Sama lýsingarorð var notað um drengi sem felldu tár; þeir áttu að vera sterkir, harðir í horn að taka og sýna engin veikleikamerki.“</p> <p>Nú sé vitað að þessi viðhorf til drengja hafi haft skaðleg áhrif. „Staðalímyndir um karlmennsku mótuðu líf margra kynslóða, karlar leituðu síður en konur til læknis, karlar töluðu síður tilfinningar en konur og fleiri karlar tóku eigið líf en konur. Þessar staðalímyndir um karlmennsku eru ekki horfnar en þær eru á undanhaldi. Karlar sem búa í samfélögum þar sem jafnrétti er í öndvegi lifa lengur. Feður sem taka feðraorlof tengjast börnum sínum að jafnaði sterkum böndum.“</p> <p>Guðlaugur Þór segir stöðu Íslands í jafnréttismálum á heimsvísu með þeim hætti að það séu forréttindi að fá að tala fyrir Íslands hönd um jafnrétti á alþjóðavettvangi. Þá bendir hann á að á síðasta ári voru Íslendingar níunda árið í röð í efsta sæti Alþjóðaefnahagsráðsins um stöðu kynjajafnréttis í heiminum. „Það er því eðlilega horft til okkar sem fyrirmyndar og við erum reiðubúin að leiða áframhaldandi framgang á þessu sviði,“ segir hann.</p> <p><a href="https://unwomen.is/wp-content/uploads/2018/04/Arssk2017-UN-Women-Island_Loka%C3%BAtg%C3%A1fa-ilovepdf-compressed.pdf." target="_blank">Ársskýrsla UN Women á Íslandi 2017</a></p>

03.05.2018Tæplega hundrað milljónir til borgarasamtaka vegna þróunarsamvinnuverkefna á árinu

<span></span> <p>Ákveðið hefur verið að veita allt að 93 milljónum króna til þróunarsamvinnuverkefna borgarasamtaka árið 2018, til viðbótar við gildandi skuldbindandi samninga ráðuneytisins við íslensk borgarasamtök um þróunarsamvinnu. Utanríkisráðuneytið minnir á að umsóknarfrestur um styrki fyrir þróunarsamvinnuverkefni íslenskra borgarasamtaka er til miðnættis 1. júní ár hvert. Umsóknir skal senda á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Umsækjendur skulu tilgreina hvort að sótt sé um nýliðastyrk, vegna styttra þróunarsamvinnuverkefnis eða langtímaverkefnis. Einungis borgarasamtök sem sækja um styrki til þróunarsamvinnuverkefna í fyrsta sinn geta sótt um nýliðastyrk.</p> <p>Við þessa styrkúthlutun verður farið eftir <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Umsoknir-og-verklagsreglur-v.-samstarfs-vid-borgarasamtok/150727-Verklagsreglur-2015--throunarsamvinnuverkefni---LOKA.pdf">verklagsreglum</a> ráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök frá 2015. Í reglunum er að finna vinnulag og viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum, auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að teljast styrkhæf. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um hvaða gögnum ber að skila með hverri umsókn. </p> <p>Athygli er vakin á því að ráðuneytið fjallar ekki um umsóknir þeirra sem ekki hafa gert fullnægjandi skil vegna fyrri styrkja.</p> <p>Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvort að aðstoðin sem til stendur að veita sé óhlutdræg og byggist á þörfum haghafa inngripa hverju sinni. Jafnframt er lagt mat á það hvort að verkefni styðji við áherslur íslenskra stjórnvalda í þróunarsamvinnu og samrýmist stefnu stjórnvalda í samstarfsríkjum. Enn fremur er horft til þess hvort að verkefni hafi jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.</p> <p>Ráðuneytið styrkir verkefni sem unnin eru í eigin nafni umsækjanda, verkefni sem unnin eru í samstarfi við samtök í samstarfslandi og til verkefna á vegum alþjóðlegra samtaka eða í samvinnu við önnur samtök.</p> <p>Verklagsreglur utanríkisráðuneytisins byggjast m.a. á alþjóðlegri stefnu og starfsaðferðum við styrkveitingar úr opinberum sjóðum og <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Umsoknir-og-verklagsreglur-v.-samstarfs-vid-borgarasamtok/Stefnumid-i-samstarfi-vid-islensk-borgarasamtok-i-throunarsamvinnu-og-mannudaradstod.pdf" target="_blank" title="stefnumiðum (Opnast í nýjum vafraglugga)">stefnumiðum</a> ráðuneytisins.</p> <p>Einungis verður tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum er finna má á <a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=1875681c-a4ee-11e6-940f-005056bc530c">vef</a> Stjórnarráðsins, en þar má einnig finna nánari upplýsingar um verklagsreglur, sem og aðrar hagnýtar upplýsingar.</p> <p>&nbsp;</p>

02.05.2018Stuðningur við aðgerðir vegna fæðingarfistils í Malaví

<span></span> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa lengi stutt við fæðingarfistilsverkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Sendiráð Íslands í Lilongve styrkti nýlega Mulanje héraðssjúkrahúsið í gegnum UNFPA til að útbúa sérhæfða skurðdeild, þar sem hægt væri að halda fistilsbúðir með reglubundnum hætti og bjóða konum í nágrannahéruðunum að koma í aðgerðir.&nbsp;Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands fólst framlag Íslands í kaupum á rúmum, skurðarborðum og skrifstofuhúsgögnum.</span></p> <p><span>Fæðingarfistlar (obstetric fistula) eru alvarlegir fylgikvillar barnsburðar og myndast þegar fæðingin er erfið og/eða dregst mjög á langinn. Viðvarandi þrýstingur höfuðs barnsins á grind móðurinnar veldur þá skaða á mjúkvefjum og gat (fistill) myndast milli legganga og þvagblöðru og/eða endaþarms. Ágústa segir að fistill sé algengari hjá barnungum mæðrum en þeim sem eldri eru.&nbsp;„Það er ekki aðstaða í fæðingardeildum í dreifbýli til að gera við fistil. Konur með fistil verða gjarnan fyrir aðkasti og í 50% tilfella skilur eiginmaðurinn við þær. Skurðaðgerðir vegna fistils eru töluvert flóknar og í Malaví eru þær eingöngu framkvæmdar á sérhæfðum sjúkrastofnunum í höfuðborginni eða í sérstökum tveggja vikna fistilsbúðum (fistula camps) sem haldnar eru einu sinni eða tvisvar á ári á héraðssjúkrahúsunum,“ segir hún.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrstu aðgerðirnar&nbsp; í nýju deildinni í Mulanje hófust í síðustutu viku. Ráðgert er að framkvæma aðgerðir á 40 konum í þetta sinn, þar af eru 16 frá Mangochi héraði. Aðgerðirnar voru í þetta sinn framkvæmdar af skurðlækni frá Bandaríkjunum sem mun einnig&nbsp; þjálfa innlenda skurðlækna. </span></p> <p><span>Ágústa fór á vettvang í síðustu viku ásamt yfirmanni UNFPA í Malaví og hitti yfirmenn spítalans og skjólstæðingana. „Við hittum einnig konu sem fór í fistilsaðgerð á sjúkrahúsinu árið 2016 en hafði þá þjáðst í 14 ár,“ segir Ágústa og bætir við að í Mangochi héraði séu um það bil 30 þúsund fæðingar á ári og fistilstilfelli gætu verið allt að 300 talsins.</span></p>

02.05.2018Konur í jarðhita: Brautryðjendaverðlaun til tveggja íslenskra kvenna

<span></span> <p>Alþjóðlegu samtökin WING (Women in Geothermal) veittu á dögunum Dr. Bryndísi Brandsdóttur jarðeðlisfræðingi og Dr. Árný Erlu Sveinbjörnsdóttur jarðfræðingi og jarðefnafræðingi brautryðjendaverðlaun fyrir framlag þeirra til rannsókna og þróunar á jarðhita á Íslandi sem og innblástur þeirra til kvenna í jarðhita. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar veitti verðlaunin fyrir hönd WING.</p> <p>Dr. Bryndís Brandsdóttir hefur tekið virkan þátt í að auka þekkingu á skjálftavirkni og uppbyggingu jarðskorpunnar við Ísland í samvinnu við fjölda erlendra háskóla og stofnana.&nbsp; Rannsóknir hennar hafa meðal annars snúið að jarðskjálftum, staðsetningu kvikuhólfa og uppbyggingu jarðskorpu í virkjum eldfjallakerfum.</p> <p>Dr. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir á langan og farsælan rannsóknarferil að baki. Rannsóknir hennar á samsætum í grunnvatni hafa lagt mikið af mörkum til jarðhitarannsókna, en þær geta sagt til um uppruna og forsögu jarðhitavatns og aukið þannig skilning á samsetningu, hegðun og uppruna jarðhitakerfa.</p> <p>Samkvæmt frétt frá Orkuveitu Reykjavíkur er þetta í annað skipti sem WING veitir íslenskum konum viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarf í jarðhitarannsóknum en markmið samtakanna er að vekja athygli á möguleikum kvenna til menntunar, starfa og framgangs innan jarðhitageirans ásamt því að auka sýnileika þeirra. Áður hlutu verðlaunin þær Ragna Karlsdóttir, verkfræðingur og Dr. Hrefna Kristmannsdóttir, jarðfræðingur, fyrir framlög sín til nýtingu jarðhita á Íslandi.</p>

30.04.2018Bókakynning um ungmenni og stjórnmál í Afríku

<span></span> <p>Næstkomandi fimmtudag, 3. maí klukkan 15:00, stendur Norræna Afríkustofnunin (Nordiska Afrika Institutet) ásamt fræðimönnum frá Háskóla Íslands og háskólanum í Helsinki fyrir viðburði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í tilefni af útgáfu bókarinnar: <a href="http://booksandjournals.brillonline.com/content/books/9789004356368" target="_blank">What Politics?: Youth and Political Engagement in Africa.</a>&nbsp;Einn af þremur ritstjórum bókarinnar, Elina Oinas, mun kynna bókina og höfundar ræða rannsóknir og kafla sína í bókinni, þær Þóra Björnsdóttir og Jónína Einarsdóttir, og Henri Onodera. </p> <p>Bókin byggir á átján dæmisögum frá 14 Afríkuríkjum sem eiga það sameiginlegt að fjalla um þá reynslu að vera ungmenni í Afríku samtímans. Í kynningu frá Norrænu Afríkustofnuninni segir: „Ungir tónlistarmenn í Túnis mótmæla friðsamlega vonsviknir yfir ólokinni byltingu. Konur í Kwazulu-Natal háskólanum í Suður-Afríku grípa til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi. Veggjakrot í Addis Ababa háskólanum í Eþíópíu með athugasemdum um kynhneigð sem pólitískt deilumál. Þær eru margvíslegar birtingarmyndir tjáningar um pólítíska þátttöku ungmenna í Afríku samtímans. Verið velkomin á rannsóknarfyrirlestur þar sem við ræðum þessi mál.“</p> <p>Í nýrri <a href="http://nai.uu.se/news/articles/2018/04/27/143025/index.xml" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef Norrænu Afríkustofnunarinnar (NAI) segir í fyrirsögn um þessa nýju bók að margir ungir Afríkubúar hafi snúið baki við hefðbundnum stjórnmálum. Tilfinningin sé sú að þeir hafi verið yfirgefnir af pólitískri elítu sem sýni því lítinn skilning að ungmenni skorti tækifæri í lífinu. Í leit sinni að nýjum leiðum til áhrifa mæti ungmennin oft harkalegum viðbrögðum.</p> <p>Meðalaldur íbúa Afríku er aðeins 19 ár, sá lægsti í öllum heimsálfum. Með örfáum undantekningum er hlutfall ungs fólks í 55 ríkjum Afríku mjög hátt miðað við aðrir þjóðir í heiminum. Haft er eftir Elina Oinas, einum þriggja ritstjóra bókarinnar, að hátt hlutfall ungs fólks leiði til þess að það kemst á fullorðinsár síðar en aðrar kynslóðir, mörg ungmenni þurfi meðal annars vegna skorts á atvinnutækifærum að búa heima hjá foreldrum lengur en þau vilja.</p> <p>Fyrirlesturinn hefst eins og áður kemur fram kl. 15:00 á fimmtudaginn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins flytur ávarpsorð í upphafi. </p> <p>Viðburðurinn er öllum opinn.</p>

27.04.2018Nemendur Jafnréttisskólans kynna málefni tengd jafnréttismálum í Flensborg

<span></span> <p>Þrír nemendur Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, þær Tereza Vujošević frá Svartfjallalandi, Mercy Chaluma frá Malaví og Carmen Keshek frá Palestínu heimsóttu nemendur í kynjafræðitíma í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og ræddu við þau um birtingarmyndir ójafnréttis kynjanna í heimalöndum sínum á dögunum.</p> <p>Tereza fjallaði meðal annars um dræma þátttöku kvenna í pólitík, frumkvöðlastarf og nýsköpun tengdu atvinnulífinu í Svartfjallalandi. Hún ræddi einnig almennan skort á þekkingu á jafnréttismálum í Svartfjallalandi sem hefur áhrif á alla þætti samfélagsins, lagasetningu og stöðu kvenna. </p> <p>Mercy lagði áherslu á menntun stúlkna í fyrirlestri sínum og talaði jafnframt um að uppræta þurfi skaðlegar menningarlegar venjur í litlum sveitasamfélögum í Malaví sem oftar en ekki ógna heilsu kvenna. Hún telur hins vegar að pólitískur vilji sé til staðar til að auka menntun stúlkna og vonast til að sjá framfarir í náinni framtíð. </p> <p>Carmen ræddi um úrelt lög í Palestínu sem varða ofbeldi gagnvart konum og tók sem dæmi að heiðursmorð væru viðurkennd og algeng. Hún tók fram að það hefur nýlega orðið lítilsháttar breyting til batnaðar á lögunum en ennþá sé mjög langt í land í þessum málum. Carmen fjallaði einnig um stöðu palestínskra kvenna undir hernámi Ísraela. Sagði hún hernámið meðal annars vera ástæðu þess að margar stúlkur hætti í námi því feður þeirra vilja síður að þær fari daglega í gegnum eftirlitsstöðvar Ísraela þar sem margt misjafnt á sér stað.</p> <p>Nemendur Jafnréttisskólans sem nú stunda nám á Íslandi hafa heimsótt nemendur í kynjafræði í nokkrum framhaldsskólum til að kynna fyrir þeim stöðu jafnréttismála í sínum heimalöndum. </p>

26.04.2018Fjörutíu ára afmæli Jarðhitaskólans fagnað með afmælisdagskrá í Hörpu

<span></span> <p><span>Á alþjóðlegu jarðhitaráðstefnunni sem stendur yfir í Hörpu þessa dagana var í morgun fagnað með sérstakri afmælisdagskrá 40 ára afmæli Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn tók til starfa í desember 1978 og fertugasta starfsárið hófst á dögunum. Fyrsta árið sem skólinn starfaði voru nemendurnir tveir en á fertugsafmælinu hefur skólinn útskrifað 670 nemendur frá 60 þjóðríkjum víðs vegar um heiminn.</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er býður skólinn upp á sex mánaða þjálfun fyrir starfsfólk í jarðhitageiranum í þróunarríkjum auk styrkja sem hann veitir til meistara- og doktorsnáms við HÍ og HR, auk árlegs námskeiðahalds í þróunarríkjum fyrir jarðhitafólk.&nbsp; Fjárveitingar til Jarðhitaskólans eru hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.&nbsp;</span></p> <p><span>Á afmælishátíðinni í morgun voru undirritaður samningur milli Jarðhitaskólans og jarðhitafyrirtækisins LaGeo, sem er hluti af CEL – Landsvirkjun El Salvador um áframhaldandi samstarf vegna diplómanáms í jarðhitafræðum fyrir rómönsku Ameríku en það hefur verið haldið síðustu ár í háskóla El Salvador. Þá liggja fyrir drög að viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf við KenGen og GDC, tvö helstu jarðhitafyrirtæki Kenía.</span></p> <p><span>Í tilefni afmælisins fluttu starfsmenn skólans í morgun fyrirlestra um sögu hans og stöðu.&nbsp; Þá héldu nokkrir fyrrverandi nemendur skólans, sem nú gegna lykilstöðum í jarðhitageiranum heima fyrir, fyrirlestra um jarðhitanotkun og þátt skólans í eflingu jarðhitanýtingar í heimalöndum sínum og á heimsvísu. Loks héldu núverandi doktors- og meistaranemendur skólans stutta kynningu á þeim rannsóknarverkefnum sem þeir vinna að við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík með styrk frá Jarðhitaskólanum.&nbsp;</span></p> <p><span>Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi utanríkisráðherra og ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar flutti ávarpsorð á afmælishátíðinni.</span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um skólann er að finna á vef skólans, <a href="http://www.unugtp.is" target="_blank">www.unugtp.is</a>.&nbsp; </span></p>

26.04.2018UN Women á Íslandi: Hæsta framlag til verkefna annað árið í röð óháð höfðatölu

<span></span> <p>Umsvif íslenskrar landsnefndar UN Women hafa aukist mikið undanfarin ár og framlög landsnefndarinnar til verkefna UN Women hækkuðu um 40% á milli áranna 2016 og 2017. Árið 2017 sendi íslensk landsnefnd UN Women annað árið í röð hæsta framlag til verkefna UN Women, allra fimmtán landsnefnda og þá óháð höfðatölu. </p> <p>Framlag landsnefndarinnar til alþjóðlegra verkefna árið 2017 var 94 milljónir króna. Bæði söfnunartekjur og tekjur af söluvarningi jukust verulega en 83% aukning var á tekjum af söluvarningi frá fyrra ári. Í frétt á vef UN Women þakkar Landsnefnd UN Women á Íslandi þeim „rúmlega sex þúsund mánaðarlegum styrktaraðilum samtakanna sem styðja við bága stöðu kvenna og stúlkna víða um heim með mánaðarlegu framlagi sem og öðrum styrktaraðilum og velunnurum,“ eins og þar segir.</p> <p>Ný stjórn var kjörin á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í gær. Tveir nýir stjórnarmeðlimir voru kosnir á fundinum, þeir Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðarsmiður og Ólafur Stefánsson hjartisti og frumkvöðull. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögfræðingur og Karen Áslaug Vignisdóttir, hagfræðingur gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Auk Bergs Ebba og Ólafs, sitja sem fyrr í stjórninni Fanney Karlsdóttir, forstöðukona, Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Magnús Orri Schram, ráðgjafi, Soffía Sigurgeirsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, Örn Úlfar Sævarsson, texta-og hugmyndasmiður og Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi. Formaður landsnefndarinnar er Arna Grímsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri. Íslenska landsnefndin er fyrsta landsnefnd stofnunarinnar sem skipuð er til jafns konum og körlum.</p>

25.04.2018Möguleikar á nýtingu jarðvarma að mestu ónýttir

<span></span> <p>„Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langt árabil að styðja frumkvæði á heimsvísu að aukinni nýtingu jarðvarma. Möguleikarnir eru gífurlegir og að mestu leyti ónýttir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opnunarávarpi á Íslensku jarðhitaráðstefnunni sem hófst formlega í morgun í Hörpu á vegum Íslenska jarðvarmaklasans. Rúmlega sex hundruð þátttakendur frá 40 þjóðríkjum sækja ráðstefnuna og fyrirlestrar eru yfir 80 talsins. </p> <p>Utanríkisráðherra gerði að umtalsefni í ávarpi sínu beina nýtingu jarðvarma til húshitunar, í iðnaði, fiskeldi og fiskvinnslu. Hann sagði að samanborið við nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu væri þetta þáttur þar sem tæknilegar hindranir væru færri, kostnaður minni, mikill sýnilegur ávinningur og loftgæði ólíkt betri. Hann kvaðst stoltur nefna sem dæmi jákvæða þróun í Kína á síðustu árum, með aðkomu Íslendinga, þar sem fjárfest væri í húshitun með jarðhita í nýjum borgum og borgarhverfum.</p> <p>„Tengslin milli fæðuöryggis og jarðhita er einnig vert að nefna. Á Íslandi höfum við notað jarðhita í landbúnaði og fiskvinnslu um langt skeið. Þurrkun matvæla er gott dæmi og þekkt um heim allan. Þessir möguleikar eru þó langt frá því að vera fullþróaðir í matvælaframleiðslu og augljóst að nýta má jarðhita á því sviði í auknum mæli í stað jarðefnaeldsneytis,“ sagði ráðherra.</p> <p>Guðlaugur Þór vék jafnframt að áherslu Íslendinga á jarðhitanýtingu í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, samstarfinu við Alþjóðabankann og Norræna þróunarsjóðinn við jarðhitaleit í austanverði Afríku. Hann ítrekaði mikilvægi þess að Íslenska jarðhitaráðstefnan væri vettvangur fyrir íslenska sérþekkingu á jarðhita og tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að sækja fram á alþjóðavettvangi. Ennfremur nefndi hann að Alþjóðabankinn hefði með stuðningi Íslands tryggt 250 milljóna dala framlög í sérstakan áhættusjóð í jarðhitaþróun.</p> <p>Ráðherra fagnaði sérstaklega fjörutíu ára afmæli Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hann sagði að væri móðurskip í útrás Íslendinga á þessu sviði og hefði einnig útskrifað tvö þúsund sérfræðinga frá árinu 1978. Áhrifa skólans gætti ekki hvað síst í Kenía, sem hefði nýlega skotist fram úr Íslendingum í framleiðslu á rafmagni frá jarðhitavirkjunum.</p> <p>Málstofur á ráðstefnunni skiptast í þrjú svið: framtíðarsýn, þróun og rekstur. Einnig verða sérstakar málstofur haldnar á vegum Íslenska orkuháskólans (ISE), Jarðhitaskóla háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-GTP) og Alþjóðabankans (World Bank Group).</p> <p>„Með síauknu mikilvægi umhverfis- og loftslagsmála fyrir heiminn allan getur jarðvarmi leikið stórt hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og aukið orkuöryggi þeirra þjóða sem nýta hann,“ segir Viðar Helgason framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans sem stendur að þessari fjórðu alþjóðaráðstefnu Íslenska jarðhitaklasans.</p> <p>Vefur ráðstefnunnar, <a href="http://www.igc.is/">www.igc.is</a></p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2018/04/25/Avarp-a-jardhitaradstefnu-i-Horpu/" target="_blank">Ræða ráðherra</a></p>

25.04.2018Brugðist við ástandinu í Sýrlandi með hækkun framlaga

<span>Í ljósi skelfilegra aðstæðna sem blasa við í Sýrlandi og stöðu sýrlenskra flóttamanna hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákveðið að bæta 75 milljónum á næstu tveimur árum við framlög Íslands umfram þær 800 milljónir sem áður hafði verið heitið. Á fyrstu ráðstefnunni um málefni Sýrlands í fyrravor tilkynnti ráðherra að árlegt framlag Íslands yrði 200 milljónir króna á ári fram til ársins 2020. <br /> <br /> Nú stendur yfir í Brussel önnur Sýrlandsráðstefnan á vegum Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Þar áréttaði Guðlaugur Þór að framlag Íslands yrði 200 milljónir á þessu ári, myndi hækka í 225 milljónir árið 2019 og verða 250 milljónir árið 2020. Árið 2017 voru framlögin 200 milljónir króna. Samtals hækka því framlög frá íslenskum stjórnvöldum um 75 milljónir vegna Sýrlands.<br /> <br /> „Við hittumst í Brussel í dag, rétt eins og við gerðum fyrir ári, í kjölfar árásar þar sem efnavopn virðast hafa verið notuð. Á síðasta ári var ráðstefnan haldin eftir hræðilegar árásir á bæinn Khan Sheikhoun, og í dag hittumst við í skugga atburðanna í Douma fyrir tveimur vikum,“ sagði Guðlaugur Þór í ávarpi á ráðstefnunni fyrr í dag. <br /> <br /> Ráðherra ítrekaði fordæmingu Íslendinga á notkun efnavopna og sagði að Ísland myndi halda áfram að styðja allar umleitanir að pólitískum lausnum. „Sýrlenska þjóðin hefur búið við þjáningar í sjö ár og horft á hundruð þúsunda falla í valinn. Hver og einn sem er í þeirri stöðu að geta haft áhrif verður að grípa til aðgerða nú þegar. Við skorum á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rísa undir áskoruninni og finna leiðir til lausnar,“ sagði utanríkisráðherra og lauk ávarpi sínu með því að segja að mikilvægustu skilaboðin frá Íslandi væru þau að Íslendingar væru talsmenn fyrir friði, virðingu og von.<br /> <br /> Ráðstefnuna í Brussel sækja rúmlega 85 sendinefndir hvaðanæva úr heiminum en markmið hennar er að fá endurnýjað umboð alþjóðasamfélagsins um öfluga mannúðaraðstoð og pólitískan og fjárhagslegan stuðning við Sýrlendinga og grannríkin sem ógnaröldin bitnar mest á.<br /> <br /> Samhæfingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) áætlar að yfir þrettán milljónir Sýrlendinga þurfi á neyðaraðstoð og vernd að halda. Fjöldi þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín er nánast fordæmalaus en samkvæmt OCHA eru 6,6 milljónir á vergangi í landinu og 5,6 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í grannríkjunum. OCHA telur að jafnvirði 914 milljóna króna þurfi til neyðaraðstoðar í Sýrlandi og grannríkjunum en eins og sakir standa hefur aðeins um fjórðungur þeirrar upphæðar safnast. <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/Syria%20crisis_2018%20Needs%20Overview%20and%20Funding%20Requirements%20%28003%29.pdf">Nánari upplýsingar</a>&nbsp;eru á vefsíðu OCHA.</span>

24.04.2018Rúmlega 600 þátttakendur á jarðhitaráðstefnunni í Hörpu

<span></span> <p>Alþjóðalega jarðhitaráðstefnan, Iceland Geothermal Conference, hefst á morgun í Hörpu og stendur fram á föstudag. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin og þátttakendur eru rúmlega 600 talsins. Fulltrúar fimm þróunarbanka sækja ráðstefnuna.</p> <p>Viðar Helgason framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans sem stendur fyrir ráðstefnunni segir að hún sé eitt stærsta, ef ekki stærsta, viðskiptatækifæri Íslendinga í áraraðir. Hún sendir einnig sterk skilaboð um að virkjun jarðhita geti verið mikilvæg lausn í loftslags- og fæðuöryggismálum. Að sögn Viðars hefur ráðstefnan vaxið stöðugt frá því hún var fyrst haldin árið 2010. Nú eru þátttakendur komnir yfir sex hundruð, þar af um það bil helmingur erlendis frá. </p> <p>Meðal þekktra fyrirlesara má nefna Christinu Figuera fyrrverandi framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), Adnan Z. Amin framkvæmdastjóra alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orkugjafa (IRENA) og Shinichi Kitaoka framkvæmdastjóra japönsku þróunarsamvinnustofnunarinnar JICA, sem er nú í fyrstu heimsókn sinni til Íslands.</p> <p>„Við erum að markaðssetja ráðstefnuna sem alþjóðlegan viðskiptaviðburð, með áherslu á framþróun og uppbyggingu í heiminum, ásamt því að marka jarðvarma sess sem hluta af endurnýjanlegum orkugjöfum. Að mínu mati hefur Íslenska jarðvarmaklasanum tekist mjög vel að koma jarðvarmanum á kortið. Við viljum leggja áherslu á að jarðvarminn geti leikið mjög mikilvægt hlutverk ásamt og með öðrum orkugjöfum, sérstaklega hvað varðar varmaorkuþörf annars vegar og sem grunnafl í raforkuframleiðslu hins vegar. Evrópa, sérstaklega austurhluti hennar, er að vakna til vitundar um að helming orkuþarfar álfunnar má rekja til húshitunar, Kínverjar eru komnir á góðan skrið í þessum efnum, og margar aðrar þjóðir til dæmis í Suður-Ameríku og Afríku horfa mjög til möguleika í fjölnýtingu, svo sem við þurrkun matvæla. Þar eru sóknarfæri sem við þurfum að grípa,“ segir Viðar.</p> <p>Í morgun var einmitt hliðarviðburður í Hörpu um nýtingu jarðvarma og fæðuöryggi. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og Adnan Z. Amin framkvæmdastjóri IRENA fluttu aðalræðurnar.</p> <p>Opnunarhátíð ráðstefnunnar hefst klukkan níu í fyrramálið með ávörpum frá Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra.</p>

23.04.2018Ísland leiðir kjördæmastarf átta ríkja í Alþjóðabankanum

<span></span> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál kom fram að á næsta ári komi Ísland til með að leiða kjördæmisstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðabankanum til tveggja ára. Í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans, sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins, og hins vegar mun deild fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu í þróunarsamvinnuskrifstofu leiða samræmingu á málefnastarfi kjördæmisins í höfuðborgum kjördæmislanda.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Utanríkisráðherra mun eiga sæti í þróunarsamvinnunefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir hönd kjördæmisins árið 2019. Undirbúningur fyrir þessi umfangsmiklu verkefni er þegar hafinn innan ráðuneytisins.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Eins og kunnugt er tekur Ísland virkan þátt í fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en ríkin átta deila stjórnarsæti í bankanum og samræma því málflutning sinn og afstöðu til málefna.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Stór hluti framlaga Íslands til Alþjóðabankasamsteypunnar (World Bank Group) fer til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem er sú stofnun bankans sem veitir fátækustu löndum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum, auk ráðgjafar. Þá veita íslensk stjórnvöld stuðning til sömu ríkja í gegnum áætlun Alþjóðaframfarastofnunarinnar um niðurfellingu á skuldum fátækustu ríkjanna.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Tvíhliða samstarf Íslands við bankann hefur aukist talsvert á síðustu árum þar sem sérstök áhersla er lögð á samstarf á sviði jarðhita, fiskimála, jafnréttis- og mannréttindamála. Ísland veitir framlög í orkusjóð bankans (ESMAP). Ísland hefur fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá bankanum um árabil. Síðasti samningur við sjóðinn var endurnýjaður árið 2016 til fjögurra ára í samræmi við nýja stefnu sjóðsins sem hefur sterka skírskotun til heimsmarkmiðanna. ESMAP hefur reynst einn mikilvægasti vettvangur bankans í greiða fyrir fjárfestingum á sviði jarðhita og vinna að því að efla markaði á þessu sviði víðsvegar í heiminum.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;"><strong>Ráðgjöf á sviði jarðhitamála</strong></span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Utanríkisráðuneytið kom nýverið á fót samstarfi við ESMAP um ráðgjöf á sviði jarðhitamála en með samstarfinu er viðskiptalöndum bankans gert kleift að fá sérfræðiráðgjöf tengda jarðhitaverkefnum til að vinna að afmörkuðum þáttum innan stærri verkefna. Unnið er að því að koma sams konar fyrirkomulagi á fót á sviði fiskimála en sérstakur kynningarfundur var haldinn nýverið í utanríkisráðuneytinu fyrir áhugasama ráðgjafa. Samstarfið samræmist vel tillögum í Utanríkisþjónustu til framtíðar þar sem lögð er áhersla á að nýta íslenska sérþekkingu og koma henni á framfæri í verkefnum innan alþjóðastofnana. Þá hafa Ísland og ESMAP að undanförnu unnið að mótun aukins samstarfs á sviði gagnamála og jarðhita annars vegar og jafnréttis– og jarðhitamála hins vegar.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/xthqiXRf1zU" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Á síðasta ári gerði Ísland samning til fimm ára (2017-2021) við sjóð Alþjóðabankans á sviði fiskimála, PROFISH, sem settur var á laggirnar árið 2005 með það að markmiði að styrkja sjálfbæra fiskveiðistjórnun, stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum, byggja upp fiskistofna og auka afrakstur þeirra. Ísland hefur um árabil lagt áherslu á að Alþjóðabankinn beini sjónum sínum í meira mæli að verkefnum á sviði fiskimála.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;"><strong>Íslenskur sérfræðingur í Gana</strong></span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Því til viðbótar fjármagnar Ísland stöðu sérfræðings á sviði fiskimála í Gana og tók sérfræðingur til starfa við fiskiverkefni bankans í Vestur-Afríku. Ísland veitir framlög í sérstakan jafnréttissjóð (UFGE) innan bankans en á síðastliðnu ári var gerður nýr samningur við sjóðinn til fimm ára (2018-2022). Meginmarkmið sjóðsins er að auka þekkingu á jafnréttismálum innan Alþjóðabankans en sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í stefnumótun bankans á þessu sviði. Sjóðurinn hefur skilað góðum árangri og byggir ný jafnréttisstefna bankans fyrir árin 2017-2023 meðal annars á rannsóknum og verkefnum á vegum UFGE-sjóðsins.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Ísland veitir einnig framlög til norræns mannréttindasjóðs sem ætlað er að auka veg mannréttindamála innan bankans og verkefna hans. Úttekt á sjóðnum lauk í byrjum árs 2018 og stendur nú yfir mótun á framtíð sjóðsins. Niðurstöður úttektarinnar eru almennt jákvæðar og benda til þess að þrátt fyrir smæð sína hafi sjóðurinn átt þátt í að skapa aukna vitund um samspil mannréttinda og þróunarsamvinnu innan bankans.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Þessa dagana standa yfir í Washington vorfundir Alþjóðabankans.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;">Í myndbandinu með fréttinni er rætt við Emil Breka Hreggviðsson fulltrúa Íslands í Alþjóðabankanum.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;"><a href="http://www.iceida.is/utgefid-efni/veftimarit/frettir/althjodabankastofnanirnar-fimm-og-samstarf-islands-vid-bankann" target="_blank">Alþjóðabankastofnanirnar fimm og samstarf Íslands við bankann, eftir Þórarinnu Söebech/ Heimsljós</a></span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;"><a href="http://www.iceida.is/utgefid-efni/veftimarit/frettir/althjodabankinn-lykilstofnun-i-fjolthjodlegu-samstarfi-i-thagu-sjalfbaerrar-throunar" target="_blank">Alþjóðabankinn: lykilstofnun í fjölþjóðlegu samstarfi í þágu sjálfbærrar þróunar, eftir Emil Breka Hreggviðsson/ Heimsljós</a></span></p> <p><span style="font-family: Calibri, sans-serif;"><a href="http://www.iceida.is/islenska/um-thssi/frettir/mikill-ahugi-a-samstarfi-vid-althjodabankann-a-svidi-fiskimala" target="_blank">Mikill áhugi á samstarfi við Alþjóðabankann á sviði fiskimála/ Heimsljós</a></span></p>

23.04.2018Vilja auka útlánagetu Alþjóðabankans til að ná Heimsmarkmiðunum

<span></span> <p>Vorfundir Alþjóðabankans fóru fram í vikunni, en þeim lauk með fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á laugardag. Þróunarnefndin mótar meginstefnu bankans og er skipuð ráðherrum 25 landa, en hún fundar tvisvar sinnum á ári. Ráðherrar í kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna skiptast á að sitja í nefndinni og situr Petteri Orpo, fjármálaráðherra Finnlands í nefndinni þetta árið. Utanríkisráðherra Íslands mun sitja í nefndinni fyrir hönd kjördæmisins árið 2019. </p> <p>Á fundi þróunarnefndarinnar var farið yfir fimm megin málefni: fjárhagslega sjálfbærni bankans í þágu sjálfbærrar þróunar, endurútreikning á hlutafjáreign og atkvæðavægi aðildarríkja, framvindu hvað varðar framtíðarsýn bankans, framvinduskýrslu um samþættingu áhættustjórnunar í starfsemi bankans og stöðuskýrslu um kynjajafnvægi í yfirstjórn bankans. Fyrstu tvö málin voru þau fyrirferðamestu, en Þróunarnefndin samþykkti á fundinum að ráðist verði í hlutafjáraukningu í því skyni að auka útlánagetu bankans þannig að ná megi Heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun og svo bankinn viðhaldi lánshæfiseinkunn sinni. Þá samþykkti nefndin endurútreikning á hlutafjáreign og atkvæðavægi, en á fimm ára fresti eru þessir þættir skoðaðir reglulega í því skyni að efla rödd þróunar- og nývaxtarríkja innan bankans. <span></span><span>&nbsp;&nbsp;</span></p> <p>Í ræðu sinni lýsti fulltrúi kjördæmisins yfir stuðningi við fyrirhugaða hlutafjáraukningu og endurútreikning á atkvæðavægi. Hann lagði jafnframt ríka áherslu á mikilvægi þess að takast á við loftslagsvandann og tryggja jafnrétti kynjanna. Jafnframt ítrekaði hann mikilvægi einkageirans ef ná á Heimsmarkmiðum SÞ og undirstrikaði hlutverk bankans svið uppbyggingu í óstöðugum ríkjum.</p> <p><a href="http://www.worldbank.org/en/news/press-release/2018/04/21/world-bank-group-shareholders-endorse-transformative-capital-package" target="_blank">Fréttatilkynning Alþjóðabankans</a></p> <p><a href="http://www.worldbank.org/en/news/press-release/2018/04/21/world-bankimf-spring-meetings-2018-development-committee-communique" target="_blank">World Bank/IMF Spring Meetings 2018: Development Committee Communiqué</a></p> <p>&nbsp;</p>

20.04.2018Alþjóðaknattspyrnusambandið skorar mörk í þágu loftslagsins

<span></span> <p>Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur ásamt Sameinuðu þjóðunum hleypt af stokkunum herferð til að hvetja knattspyrnuáhangendur til að kolefnisjafna þátttöku sína í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur Evrópu <a href="https://www.unric.org/is/frettir/27183-fifa-skorar-moerk-i-tagu-loftslagsins" target="_blank">greinir</a>&nbsp;frá.</p> <p>Í fréttinni segir að FIFA og knattspyrnuáhangendur muni á þennan hátt leggja sín lóð á vogarskálarnar til að markmiðum&nbsp;<a href="https://unfccc.int/process/the-paris-agreement/the-paris-agreement">Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar&nbsp;</a>verði náð.&nbsp;<br /> Það miðar að því að hitastig á jörðinni hækki ekki umfram tvær gráður og haldist sem næst einni og hálfri gráðu, miðað við hitastigið fyrir iðnbyltingu.<br /> <br /> Í herferðinni felst að mæla, minnka losun og jafna út óhjákvæmilega losun, aðallega vegna ferða á HM í Rússlandi og ferða innan Rússlands.</p> <p>Lionel Messi er einn þeirra knattspyrnumanna sem vinna að málefnum SÞ. Hann gerðist góðgerðasendiherra í þágu ábyrgrar ferðamennsku á vegum Alþjóða ferðamálastofnunarinnar fyrr í þessum mánuði.<br /> <br /> „Ég vil lýsa ánægju minni með að FIFA hafi tekið frumkvæði að því að draga úr loftslagsáhrifum Heimsmeistarakeppninnar 2018 og hvetji knattspyrnuáhangendur til aðgerða í loftslagsmálum,“ segir Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Með því að draga eins mikið úr losun og hægt og er og bæta fyrir þá losun sem óhjákvæmileg er, eru skorðu mörg mörk í þágu loftslagsins og sameiginlegrar framtíðar okkar.“</p> <p>FIFA varð fyrsta alþjóðlega íþróttahreyfingin til að ganga í Kolefnishlutleysisbandalag Sameinuðu þjóðanna (Climate Neutral Now ) árið 2016, en markmið þess er að ná jöfnuði í losun gróðurhúsalofttegunda um miðja þessa öld.<br /> <br /> „Loftslag jarðar er að breytast vegna athafna mannsins. Við verðum að minnka losunina í andrúmsloftinu,“ segir Fatma Samoura, framkvæmdastjóri FIFA. „FIFA tekur umhverfisábyrgð sína alvarlega. Í samræmi við tveggja liða áætlun okkar munu FIFA og skipuleggjendur keppninnar jafna allar aðgerðir sínar með mótvægisaðgerðum sínum í þágu loftslagsins og ætlum að fá áhangendurna til að gera slíkt hið sama.”</p> <p><strong>Tveir miðar á úrslitaleikinn í boði</strong></p> <p>Rússlandsfarar geta tekið þátt í herferðinni sér að kostnaðarlausu og þar að auki geta þeir unnið&nbsp;<a href="http://www.fifa.com/worldcup/news/y=2018/m=4/news=world-cup-ticket-holders-help-the-environment-and-win-two-final-tickets.html">tvo miða á úrslitaleikinn.&nbsp;</a>Allir þeir sem eiga miða á leiki í Rússlandi geta skráð sig á heimasíðunna&nbsp;<a href="https://www.unric.org/is/FIFA.com">FIFA.com</a>&nbsp;og tekið þátt í herferðinni óháð því hvar þeir búa. FIFA mun sjá um kolefnisjöfnun 2, 9 tonna koltvísýrings-ígilda sem er meðal losun sem rekja má til hverrar ferðar erlendra gesta til og innan Rússlands.&nbsp;Um leið og miðahafar skrá sig verða þeir með í happdrætti um tvo miða á úrslitaleikinn á Luzhnikivellinum í Moskvu.<br /> <br /> Listi yfir kolefnisjöfnunarverkefni verður birtur í júní og nær hann til vottaðra lág-kolefnisverkefni í Rússlandi og annars staðar.&nbsp;</p>

18.04.2018Tilraunaverkefni með leikskóladeildir við tvo grunnskóla í Malaví

<span></span> <p>Einungis um eitt prósent af framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í heiminum er varið til menntunar barna á leikskólastigi. Vakin er sérstök athygli á þessum lágu framlögum í nýrri skýrslu og þau sögð lýsa skammsýni. Fátt sé ungum börnum mikilvægara en uppeldi og menntun í vönduðum leikskóla. Íslendingar eru að hefja tilraunaverkefni með leikskóladeildir við tvo grunnskóla í Malaví.</p> <p>Í skýrslunni –<a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/Donor%20Scorecard.pdf" target="_blank"> Donor Scorecard Just Beginning: Addressing inequality in donor funding for Early Childhood Development</a> – er bent á að aukin framlög hafi beinst að yngstu aldurshópunum á síðustu árum, fyrst og fremst að næringu og heilsu eða um 95% framlaga, en til leikskólastarfs hafi aðeins farið um eitt prósent. Skýringin er sögð sú að veitendur viti að árangur af slíku starfi sé lítt sjáanlegur og skili sér ekki fyrr en að löngum tíma liðnum.</p> <p>Til þess er tekið að Hollendingar og Bandaríkjamenn sem verja hvað mestu af framlögum sínum til verkefna sem tengjast þroska barna í þróunarríkjum sniðgangi algerlega leikskólamenntun og Bretland verji innan við prósenti, samkvæmt úttekt háskólans í Cambridge sem vann skýrsluna fyrir bresku góðgerðarsamtökin TheirWorld.</p> <p>Pauline Rose, einn af höfundum skýrslunnar, segir að vekja þurfi alþjóðleg framlagsríki til vitundar um að fjárfesting í börnum nái ekki síður til vandaðrar menntunar á leikskólaaldri en heilsu og næringar. „Það er tímabært að rýna í tölurnar og skuldbinda sig til að bregðast hratt við. Ef framlagsríki gera það ekki munu milljónir barna alast upp án þess að njóta hæfileika sinna til fulls,“ segir hún. </p> <p>Á heimsvísu er talið að 43% barna séu í hættu að þroskast ekki eðlilega sökum fátæktar og vaxtarhömlunar. Það jafngildir 250 milljón börnum. Til þess að mæta stefnumótum um þroska barna í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þurfa veitendur að beita heildrænni nálgun, segir í skýrslunni. Þar er vísað í undirmarkmið 4.2 þar sem segir: „Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir eigi þess kost frá barnæsku að þroskast, fá&nbsp;umönnun og leikskólamenntun þannig að þau verði tilbúin fyrir grunnskólanám.“&nbsp;</p> <p>Það er í anda þessa markmiðs sem Íslendingar eru að hefja tilraunaverkefni í Manghochi, samstarfshérðaðinu í Malaví, þar sem leikskóladeildir verða starfræktar við tvo grunnskóla. „Markmiðið er að auka þroska barna á aldrinum þriggja til fimm ára með leik-<span>&nbsp; </span>og samskiptafærni og byggja þannig brú yfir í grunnskólann,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri við sendiráð Íslands í Lilongve.</p> <p>Hún segir að í Mangochi héraði sé lægsta menntunarstigið í Malaví. Aðeins um helmingur íbúa eldri en fimmtán ára hafi skólagöngu að baki. Þá hafi aðeins 17% barna undir fimm ára aldri aðgang að þátttöku í einhverskonar leikskólastarfi.</p> <p>„Í menntahluta Mangochi verkefnisins er gengið út frá því að höfuðáherslan sé á yngstu börnin, í fyrsta til þriðja bekk grunnskóla. Þannig verði byggðar fyrir þau skólastofur við tólf áhersluskóla og tryggt að hvert og eitt barn fái í hendur nýja kennslubók í öllum greinum. Áherslan er á að tryggja að börnin læri að lesa, skrifa og tileinki sér undirstöðuatriði í reikningi á þessum fyrstu árum,“ segir Lilja Dóra.</p>

17.04.2018Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

<span></span> <p>Pólitískt andrúmsloft alþjóðasamfélagsins hefur tekið stórfelldum breytingum síðastliðin misseri sem hefur áhrif á stöðu Íslands og þær áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Þetta kallar á stöðugt endurmat á hagsmunagæslu Íslands og hlutverki landsins á alþjóðavettvangi. Hvaða áhrif hefur breytt valdajafnvægi í heiminum á stöðu smáríkis í alþjóðakerfinu?<br /> <br /> Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman sérfræðinga og fræðimenn, og ekki síst alla þá sem áhuga hafa á alþjóðamálum á Íslandi, til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum.&nbsp;<br /> <br /> Dagskráin verður fróðleg og fjölbreytt. Umfjöllunarefnin spanna vítt svið alþjóðamála, meðal annars verður rætt um helstu áskoranir Íslands í breyttu öryggisumhverfi, þjóðernishyggju, áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum, norræna módelið, áhrif samfélagsmiðla á grasrótarhreyfingar og alþjóðastjórnmál, svo eitthvað sé nefnt.</p> <p>Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands,&nbsp;Norðurlönd í fókus og utanríkisráðuneytið standa fyrir ráðstefnunni "Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?" í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 18. apríl 2018 frá kl. 9:00 til 18:30.<br /> <br /> Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.<br /> <br /> Nánari&nbsp;<a href="http://ams.hi.is/wp-content/uploads/2018/04/Al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0asamvinna-%C3%A1-krossg%C3%B6tum-2018-Dagskr%C3%A1-A4.pdf" target="_blank">dagskrá</a>&nbsp;og skráning á&nbsp;<a href="https://l.facebook.com/l.php?u=http%3a%2f%2fwww.ams.hi.is%2f&%3bh=ATNm3uq2cdJbHFtjdkwSatD66kxvFEI1mqCgeFkQ0lfU2fFpdyKJ5SQYjiiuHVy7I5AJFK38b42W88oH6Thod98fCreYEWq-ejdwC4FcHX5ndXOuDlg" target="_blank">www.ams.hi.is</a></p> <p><span></span></p>

16.04.2018Sendiráðið býður fram aðstoð sína eftir stórbruna í héraðssjúkrahúsinu í Mangochi

<span></span><span></span> <p>Íslenska sendiráðið í Lilongve og skrifstofan í Mangochi héraði hafa boðið fram aðstoð sína og eru í nánu sambandi við starfsmenn héraðsins eftir stórbrunann í héraðssjúkrahúsinu í Mangochi bænum í gærmorgun. Mangochi er samstarfshérað Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu eins og kunnugt er. Sambyggð fæðinga- og vökudeild og barnaverndardeild sjúkrahússins brann til grunna.</p> <p>Mikill eldur gaus upp um klukkan hálf ellefu í gær að staðartíma. Ekkert slökkvilið er í Mangochibænum og eldvarnir engar á sjúkrahúsinu en lögreglu og heimamönnum tókst að hefta útbreiðslu eldsins og verja nálægar deildir, meðal annars lyfjadeildina við hliðina á fæðingardeildinni þar sem mikinn eldsmat er að finna. </p> <p>Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í höfuðborginni komust allir sjúklingarnir út heilu og höldnu en nærliggjandi deildir sjúkrahússins voru einnig rýmdar meðan reynt var að ráða niðurlögum eldsins. Rúmliggjandi sjúklingar voru meðal annars fluttir til sjúkrahússins í Apaflóa (Monkey Bay) sem Íslendingar byggðu upp á sínum tíma.<span>&nbsp; </span>Að minnsta kosti tvær konur fæddu börn utandyra við sjúkrahúsið í gær. </p> <p>Ágústa segir að öll tæki og tól sem tilheyra viðkomandi deildum séu <span></span>gjörónýt. Héraðsstjórnin og fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu hafa setið á neyðarfundum í dag og hafa tekið saman lista um tjónið ásamt neyðaráætlun þar sem greind verða nauðsynleg<span>&nbsp; </span>skammtíma- og langtímaúrræði.</p> <p>„Ný fæðingardeild og barnaverndardeild við Mangochi spítalann, sem byggðar var innan Mangochi héraðsþróunarverkefnisins, eru um það bil tilbúnar til notkunar,“ segir Ágústa og bætir við að ráðið hafi verið starfsfólk og ennfremur að allur tækjabúnaðar sé fyrir hendi.<span>&nbsp; </span>Einungis séu örfá atriði sem verktakinn á eftir að ganga frá og hann hafi tvær vikur til verksins. Að sögn Ágústu getur starfsemi fæðingardeildarinnar þá flust í nýju bygginguna til langframa og starfsemi barnaverndardeildarinnar gæti hafist ennþá fyrr.</p> <p>Ágústa segir að sendiráðið hafi nú þegar tekið að sér að fjármagna flutninga á bóluefnum og ísskápum fyrir bóluefni frá Lilongwe til Mangochi.</p>

13.04.2018Virkja þarf atvinnulífið betur í þátttöku í þróunarstarfi

<span></span> <p>Ríkisstjórnin styður öfluga þróunarsamvinnu, aukin opinber framlög til verkefna í þróunarríkjunum og að markvisst verði leitað eftir aðkomu íslensks atvinnulífs að þróunarsamvinnuverkefnum. -Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál sem hann lagði fram til Alþingis fyrr í dag.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að stór hluti af fjárveitingum til utanríkisþjónustunnar renni til þróunarsamvinnu og alþjóðastofnana, eða tæplega sjö milljarðar króna. Ráðherra benti á að framlög hins opinbera væru hins vegar ekki eina leiðin til að fjármagna þróunarsamvinnu. „Virkja þarf atvinnulífið betur til þátttöku í þróunarstarfi í samræmi við ákall alþjóðasamfélagsins og hvetja til fjárfestinga og viðskipta. Þetta eru skilaboðin í niðurstöðum alþjóðlegu ráðstefnunnar um fjármögnun þróunar í Addis Ababa árið 2015 og, hvað Ísland varðar, í samræmi við nýlegri jafningjarýni þróunarsamvinnunefndar OECD. Nú er unnið að því að gera íslenskum sérfræðingum og sérhæfðum fyrirtækjum, t.d. í jarðvarma og sjávarútvegi, betur kleift að nota þekkingu sínu í þágu fátækra þjóða, ekki síst fyrir atbeina Alþjóðabankans og Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar,“ sagði Guðlaugur Þór og bætti við að mikils væri vænst af nýrri deild „Svæðasamstarfs og atvinnulífs“ innan þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins í þeim efnum. </p> <p>Í skýrslu ráðherra kemur fram að í <span></span>tengslum við aukið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu sé hafin skoðun og undirbúningur á svokölluðum „Heimsmarkmiðasjóði“ sem meðal annars er ætlað að virkja samstarf við einkageirann til þátttöku í verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðum SÞ til hagsbóta fyrir fátæk lönd.</p> <p>Ráðherra nefndi einnig að nú væri komið að því beina sjónum til Afríku í tengslum við viðskipti. Hann sagði að ákveðið hafi verið, samkvæmt tillögum í skýrslunni „Utanríkisþjónusta til framtíðar“ að færa út verksvið sendiráða Íslands í Úganda og Malaví, fyrst með því að skipa sendiherra í Kampala í Úganda. „Þar með styrkist mjög staða sendiráðsins til að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, einkanlega á sviði stjórnmálasamskipta og viðskipta í Austur-Afríku. Er þetta liður í því að hjálpa íslenskum fyrirtækjum til athafnasemi í álfunni. Í sigdalnum mikla í Austur-Afríku eru miklir möguleikar til jarðhitanýtingar og þörf á tækniþekkingu á svæðinu. Fyrirhugað er að sendiráðið í Kampala byggi upp öflugt net kjörræðismanna í Austur-Afríku sem sinni íslenskum viðskiptahagsmunum og borgaraþjónustu. Sendiráðið verður einnig með fyrirsvar gagnvart Eþíópíu og Afríkusambandinu en það er með höfuðstöðvar í Addis Ababa. Með fyrirsvari þar er hægt ná til allra ríkja álfunnar og rækta betur sambandið við einstaka ríkjahópa, til að mynda með framboð Íslands til setu í stjórnum stofnana Sameinuðu þjóðanna í huga,“ sagði Guðlaugur Þór.</p> <p>Eins og áður hefur komið fram hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum og stefnir að því að þau verði 0,35% af vergum þjóðartekjum (VÞT) eftir fimm ár. <span></span></p> <p><span><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/UTN/Skyrsla%20utanrikisradherra_april%202018_Final.pdf" target="_blank">Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis</a></span></p>

13.04.2018Tímamótasamningur sem eykur skilvirkni og viðbragðsflýti

<span></span> <p><span class="myndatexti"></span>„Þetta er tímamótasamningur af því leyti að þetta eykur skilvirkni og viðbragðsflýti þeirrar mannúðaraðstoðar sem á að veita. Hingað til hefur Rauði krossinn á Íslandi þurft að sækja um styrki til utanríkisráðuneytisins og þá í fyrsta lagi að bíða eftir umsóknarglugga og í öðru lagi að bíða eftir niðurstöðu sem hefur tekið nokkrar vikur og ferlið samtals jafnvel nokkra mánuði,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Í síðustu viku var skrifað undir rammasamning um stuðning utanríkisráðuneytisins við alþjóðlega mannúðaraðstoð Rauða krossins á Íslandi. „Með samningnum veit Rauði krossinn hvað hann hefur, sem eykur fyrirsjáanleika, og getur brugðist við neyðarbeiðnum innan örfárra daga í stað vikna og jafnvel mánaða áður, og um leið haft meiri áhrif á hjálparstarfið á vettvangi – meðal annars með því að tala enn frekar fyrir kynja- og jafnréttissjónarmiðum og að þau verði innbyggð inn í allar neyðarbeiðnir Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans,“ segir Atli.</p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum gert rammasamninga við nokkrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna um fyrirsjáanleg framlög eða framlög í ómerkta sjóði, meðal annars Matvælaáætlun SÞ og Flóttamannastofnun SÞ eins og fram hefur komið í fréttum Heimsljóss síðustu daga. Sambærilegur rammasamningur við Rauða krossinn er hins vegar sá fyrsti sem gerður er við íslensk borgarasamtök og gildir til ársloka 2020.</p> <p><img alt="" src="/lisalib/getfile.aspx?itemid=1a880a4f-3f1f-11e8-942b-005056bc530c" style="left: 115px; width: 745px; height: 431px; top: 345px;" />„Áherslusvæði okkar eru aðallega Afríka og Miðausturlönd og við erum afar ánægð með að geta haldið okkar góða starfi áfram á þessum svæðum með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og svo má bæta því við að við fögnum sömuleiðis hækkun ríkisstjórnarinnar til þróunarsamvinnumála næstu árin og vonum að haldið verði áfram á sömu braut. Það er bjargföst trú Rauða krossins að þessi rammasamningur muni verða til þess að bjarga mannslífum og lina þjáningar þeirra sem þjást vegna hamfara, vopnaðra átaka og annarra svipaðra aðstæðna. Hin góða samvinna milli utanríkisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi síðastliðna áratugi mun því halda áfram og saman munum við leggja okkar lóð á vogarskálarnar við að gera heiminn aðeins betri í dag en hann var í gær.“</p>

12.04.2018Flótta- og farandfólki fækkar en hættum fjölgar

<span></span> <p>Þrátt fyrir að flótta- og farandfólki sem kemur til Evrópu hafi fækkað á síðasta ári hefur hættunum á leiðinni síst fækkað, jafnvel fjölgað, segir í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem kom út í gær. Í skýrslunni – <a href="https://data2.unhcr.org/en/documents/details/63039#_ga=2.179370338.757434901.1523531757-361261461.1485940448" target="_blank">Desperate Journeys</a>&nbsp;– kemur fram að flóttafólki á sjóleiðinni til Ítalíu, aðallega frá Líbíu, hafi fækkað verulega frá júlímánuði í fyrra. Fækkunin hafi haldið áfram fyrstu þrjá mánuði þessa ár þegar 74% færra flóttafólk lagði í þennan stórhættulega leiðangur yfir hafið.</p> <p>Á síðasta ári fórst einn af hverjum 29 flóttamönnum á sjóleiðinni yfir Miðjarðarhafið en það sem af er ári er hlutfallið einn á móti 14. Í skýrslu UNHCR er lýst afar bágbornu heilsufari þeirra flóttamanna sem komið hafa þessa fyrstu mánuði og þeir almennt sagðir mjög veikburða og magrir.</p> <p>Þótt flótta- og farandfólki hafi í heild fækkað í samanburði við árið 2016 er bent á fjölgun þeirra sem komu til Spánar og Grikklands, einkum síðari hluta ársins 2017. Til Spánar komu alls 28 þúsund einstaklingar á síðasta ári sem er 101% fjölgun frá fyrra ári. Þróunin er svipuð þessa fyrstu þrjá mánuði og aukningin 13% miðað við sama tíma í fyrra. Marokkómönnum og Alsíringum hefur fjölgað mikið en Sýrlendingar eru þó enn stærsti innflytjendahópurinn sem ferðast yfir landamærin til Spánar, segir í skýrslunni.</p> <p>Í samanburði við árið 2016 fækkaði flótta- og farandfólki á síðasta ári sem kom sjóleiðina til Grikklands. Síðari hluta ársins varð hins vegar vart við fjölgun en þá komu til Grikklands tæplega 25 þúsund flóttamenn á móti rúmlega 18 þúsund árið áður, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan, meðal annars margar fjölskyldur með börn. Þeirra beið dapurleg vist í yfirfullum búðum á grískum eyjum, að því er fram kemur í skýrslu Flóttamannastofnunar.</p> <p>Talið er að 3,100 einstaklingar hafa týnt lífi á sjóleiðinni yfir Miðjarðarhafið í fyrra og 5,100 árið 2016. Það sem af er ári hefur 501 látist eða horfið á leiðinni yfir hafið, auk 75 annarra sem látist hafa á landi eftir komuna til Evrópu.</p> <p>Þá kemur fram í skýrslunni að 17 þúsund fylgdarlaus börn hafi verið í hópi flótta- og farandfólks og flest hafi komið sjóleiðina alræmdu.</p> <p><a href="http://www.unhcr.org/5acdc3e64?utm_source=&%3butm_medium=email&%3butm_content=UNHCR+Field+Press+Officers&%3butm_campaign">Nánar</a></p>

11.04.2018Flóttamannastofnun SÞ þakkar Íslendingum fyrir framlög í ómerkta sjóði

<span></span> <p>Vissir þú að hálf milljón Róhingja hefur flúið Mjanmar á innan við tveimur mánuðum? Hefurðu heyrt að 75% íbúa í Jemen svelti núna? Eða að meira en ein milljón manns hafi verið neydd til að flýja hrikalegt ofbeldi í Mið-Afríkulýðveldinu. – Þetta eru aðeins nokkur dæmi. Meira en 65 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, stríðsástands og mannréttindabrota. Helmingur þeirra eru börn!</p> <p>Á þessum orðum hefst kynningarmynd með íslenskum skýringartexta um starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þar sem áhersla er lögð mikilvægi þess að framlög til stofnunarinnar séu ekki sérmerkt tilteknum hamförum.</p> <p>Í myndbandinu segir: </p> <p>„Aðalverkefni Flóttamannastofnunar SÞ er að vernda fólk sem hefur neyðst til þess að flýja. Og að hjálpa þeim að skapa sér nýja framtíð! Með því að veita aðstoð í þessum hörmungum reynir Flóttamannastofnunin að gera líf fólks þolanlegt þegar allt annað er í óreiðu.</p> <p>Því miður fær Flóttamannastofnun ekki nægt fé til að hjálpa öllu því flóttafólki sem þarf aðstoð. Stofnunin þarf fé sem ekki er sérmerkt neinum tilteknum hamförum svo hún geti veitt aðstoð þar sem þörfin er mest.</p> <p>Ríkisstjórnir víða um heim, þar með talin ríkisstjórn Íslands, veita fé til þessara ómerktu sjóða. Flóttamannastofnunin getur með íslenskum fjármunum veitt tafarlausa aðstoð til bjargar mannslífum og til verndar þeim sem eiga um hvað sárast að binda. Fjármunir sem ekki eru sérmerktir heimila stofnuninni að skipuleggja aðstoð til allra flóttamannasvæða í heiminum, jafnvel þeirra sem hafa gleymst eða njóta ekki áhuga almennings. Þetta gerir einnig Flóttamannastofnuninni kleift að bregðast við neyðartilfellum eða vaxandi neyðarástandi.</p> <p>Veita má fjármagni mörgum sinnum á ári úr þeim sjóðum sem ekki eru sérmerktir. Framlög sem ekki eru sérmerkt bjarga lífi flóttafólks og byggja grundvöll að nýrri framtíð. Þannig öðlast fólk sjálfsvirðingu og von. – Takk!“</p> <p><strong>Framlög til Flóttamannastofnunar SÞ</strong></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/7DAketiubGY" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Ísland leggur fé til Flóttamannastofnunar SÞ með reglubundnum hætti. Árið 2016 fjórfaldaði Ísland stuðning sinn við Flóttamannastofnunar SÞ með hæsta framlagi sínu til Flóttamannastofnunarinnar, samtals 2,4 milljónum Bandaríkjadala vegna neyðarástandsins í Sýrlandi, sem gerir Ísland að sjöunda stærsta veitanda Flóttamannastofnunarinnar miðað við höfðatölu. &nbsp;</p>

11.04.2018Fyrsti fundur Ungmennaráðs Heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna kom saman á sínum fyrsta fundi í forsætisráðuneytinu í síðustu viku. Tólf fulltrúar á aldrinum þrettán til átján ára hafa verið skipaðir í ráðið og munu þeir funda reglulega undir handleiðslu sérfræðings í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi.</p> <p>Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á Heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Hlutverk ráðsins verður að fræðast og fjalla um Heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið mun jafnframt veita stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn.<br /> <br /> Hægt verður að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/" target="_blank">Facebook síðu þess</a></p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=04f8c5fb-329e-42b5-9aa7-1b263a738e64">Sjá kynningarefni um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna</a></p>

10.04.2018Rúmlega 140 milljónir króna til Sýrlands og nágrannaríkja

<span></span> <p>Það sem af er ári hefur Rauði krossinn á Íslandi sent samtals 142,6 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi og annarra ríkja sem tengjast átökunum í Sýrlandi með beinum og óbeinum hætti.</p> <ul> <li>20 milljónir króna hafa farið almennt til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) í Sýrlandi, með sérstaka áherslu á að aðstoð og vernd fyrir almenna borgara.</li> <li>Í lok janúar voru 20 milljónir króna sendar sem sérstaklega voru eyrnamerktar baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi, en mikil hætta er á slíku á átakasvæðum.</li> <li>20,5 milljónir króna fóru til blóðbanka líbanska Rauða krossins sem tryggir örugga blóðgjöf handa sýrlensku flóttafólki sem og berskjölduðu fólki í Líbanon. Þá fóru 32.5 milljónir króna til fjárhagsaðstoðar til einstæðra mæðra (aðallega flóttafólks) í Líbanon. </li> <li>31 milljón króna hafa farið til Rauða hálfmánans í Jórdaníu til barnaverndar og ofbeldisforvarna meðal sýrlenskra flóttamanna og viðtökusamfélaga í Jórdaníu.</li> <li>18,6 milljónir króna hafa þá farið til Rauða hálfmánans í Tyrklandi til verndar flóttafólki frá Sýrlandi í Tyrklandi.</li> </ul> <p>Alþjóðleg hjálparsamtök hafa átt í erfiðleikum með aðgang að átakasvæðum líkt og í Sýrlandi, en hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans nýtur jafnan sérstöðu hvað varðar aðgang að svæðum, enda hreyfingin hlutlaus og óhlutdræg og vinnur með öllum aðilum að því að veita nauðsynlega hjálp. </p> <p>Ljóst er að almennir borgarar í Sýrlandi þurfa enn á umfangsmikilli utanaðkomandi aðstoð að halda og hafa nýlegar fregnir af eiturvopnahernaði gegn óbreyttum borgurum valdið óhug. Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi ítrekar að samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er notkun efnavopna bönnuð, hvar og hvenær sem er og telst notkun þeirra stríðsglæður samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.</p> <p>„Rauði krossinn á Íslandi þakkar með stolti þeim sem hafa lagt félaginu lið í að lina og koma í veg fyrir þjáningar almennra borgara í Sýrlandi og nágrannaríkjum Sýrlands, en ljóst er að þörfin er gríðarleg fyrir aðstoð á svæðinu og verður um ókomin ár, bæði vegna átaka en einnig uppbyggingar“ segir Atli Viðar. </p> <p>Almenningur getur stutt við starf Rauða krossins í Sýrlandi með því að senda SMS-ið HJALP í 1900 og 2.900 krónur dragast af símreikningi.</p>

09.04.2018Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna þakkar fyrirsjáanleg framlög

<span></span> <p>Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hrósar í frétt um sveigjanleg og fyrirsjáanleg framlög. Slík framlög – sem ekki eru eyrnamerkt tilteknum verkefnum – gefa WPF tækifæri til að mæta skyndilegri og óvæntri neyð sem kallar á skjóta mannúðaraðstoð en slíkum aðstæðum hefur fjölgað á síðustu árum, eins og segir í fréttinni.</p> <p>„Þökk sé þessum framlagsríkjum sem gerðu okkur kleift á dögunum að ráðstafa 180 milljónum Bandaríkjadala til verkefna meðal sextíu þjóða,“ segir WFP og bendir á að framlögin hafi meðal annars verið nýtt til að bjarga enn fleiri mannslífum í stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Jemen, Miðafríkuríkinu og Lýðræðislega lýðveldinu Kongó. Framlögin eru líka nýtt í þróunarverkefni og við dreifingu matvæla til flóttafólks og þeirra sem eru á vergangi.</p> <p>„Sveigjanleg framlög veita okkur það frelsi að geta brugðist við í skyndi, þau draga úr kostnaði, gefa okkur tækifæri til langtíma skipulagningar og koma í veg fyrir röskun á starfi okkar við björgun mannlífa,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WPF. Hann hvetur aðrar framlagsþjóðir til þess að hætta að eyrnamerkja framlög og fara þá leið sem Íslendingar og nokkrar aðrar þjóðir hafa farið með sveigjanlegum og fyrirsjáanlegum framlögum til margra ára. </p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur á síðustu misserum þurft að bregðast við áður óþekktu umfangi neyðartilvika á sama tíma en matvælaskortur og neyð ríkir á sex mismunandi stöðum í heiminum. Í fréttinni segir að WFP sé mikilvæg stofnun í alþjóðlegri viðleitni við að bjarga fólki frá hungurvofunni hvort heldur það sé í Suður-Súdan þar sem þjóðin er á barmi hungursneyðar eða í Bangladess þar sem þess er freistað að bjarga lífi Róhingja á flótta.</p> <p>„Sveigjanleg framlög gera WFP kleift að starfa á skjótvirkan og og skilvirkan hátt, en ríkisstjórnir sem veita slíka fjármögnun eru ennþá <span></span>í miklum minnihluta og flestar tilgreina hvernig og hvar fjármagninu á að verja,“ segir í lok fréttarinnar.</p> <p>Íslendingar gerðu stefnumarkandi samstarfssamning til fimm ára við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna haustið 2016 um sveigjanleg framlög byggða á svonefndri “Grand Bargain” tillögu sem lögð var fram á leiðtogafundi um mannúðarmál það ár þar sem veitendur skuldbundu sig til að hafa framlög sveigjanlegri og hjálparstofnanir skuldbundu sig til að auka gagnsæi og kostnaðarvitund. Þar var gert ráð fyrir að minnsta kosti 50 milljóna króna framlagi ár hvert frá íslenskum stjórnvöldum.</p>

06.04.2018Fimmtíu milljónum einstaklinga forðað frá sárafátækt

<span></span> <p>Um fimmtíu milljónum einstaklinga hefur fyrir tilstuðlan félagslegra velferðarkerfa verið forðað frá sárafátækt, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, The State of Social Safety Nets 2018. Úrræði í slíkum félagslegum öryggisnetum geta verið allt frá lífeyrisgreiðslum til matargjafa.</p> <p>Þótt slíkum úrræðum hafi fjölgað til muna á síðustu árum ná þau aðeins til 2,5 milljarða manna á heimsvísu, „þrátt fyrir verulegt framlag þeirra til að binda enda á örbirgð,“ eins og segir í frétt Alþjóðabankans. Þar er haft eftir Michael Rutkowski, framkvæmdastjóra á þessu sviði innan bankans, að félagsleg velferðarúrræði skipti máli í baráttunni við fátækt og ójöfnuð. Annar starfsmaður bankans, Annette Dixon, segir að án slíkra úrræðna verði fátækt fólk enn fátækara verði það fyrir áföllum og neyðist þá að selja eigur sínar eða auka skuldir.</p> <p>Fyrsta Heimsmarkmiðið felur í sér að útrýma sárri fátækt alls staðar fyrir árið 2030 en Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í ársbyrjun 2016. Frá árinu 1990 hefur sárafátækum fækkað um rúmlega helming og teljast nú vera um 770 milljónir – eða einn af hverjum tíu í heiminum. Þar er viðmiðunarmörkin 1,90 bandarískir dalir.</p> <p>Mestu útgjöld til félagslegra velferðarkerfa hafa verið í Evrópu og Mið-Asíu en lægst í Afríku og Suður-Asíu, miðað við hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu í þeim löndum sem rannsókn Alþjóðabankans náði til. Að mati fulltrúa bankans ná slík úrræði til of fárra einstaklinga í hópi fátækra og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. Aðeins einn af hverjum fimm einstaklingum í lágtekjuríkjum nýtur slíkra úrræða.</p>

06.04.2018Landhnignun ógnar rúmum þremur milljörðum jarðarbúa

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu er landhnignum af mannavöldum komin á „alvarlegt stig“ í mörgum heimshlutum og ógnar velferð 3,2 millljarða mannkyns, stuðlar að útrýmingu dýrategunda og kyndir undir loftslagsbreytingar. Í skýrslunni er ennfremur talið að landhnignum eigi stóran þátt í auknum fólksflutningum og fjölgun átaka í heiminum.</p> <p><a href="https://www.ipbes.net/news/media-release-worsening-worldwide-land-degradation-now-%E2%80%98critical%E2%80%99-undermining-well-being-32" target="_blank">Skýrslan</a> er gefin út af alþjóðlegri stofnun um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi, Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services (IPBES). Hún kemur út þriðja hvert ár og höfundarnir eru að þessu sinni á annað hundrað sérfræðingar frá 45 þjóðríkjum. Fram kemur í skýrslunni að tjónið af völdum landhnignunar sé álíka mikið og 10% af þjóðarframleiðslu heimsins árið 2010.</p> <p>Mikil útþensla og ósjálfbær stjórnun á ræktunar- og beitilöndum eru víðtækustu orsakir landhnignunar og valda því að líffræðilegur fjölbreytileiki þverr og þjónusta vistkerfisins dvínar með þekktum afleiðingum fyrir matvælaöryggi, hreinsun vatns, orkuframboð og aðra þætti sem eru lífsnauðsynlegir fólki. Undirliggjandi áhrifaþættir í landhnignun eru neysluhyggja í þróuðum ríkjum ásamt aukinni neyslu í þróunarríkjum og nýmarkaðsríkjum.</p> <p>Votlendi í heiminum hefur orðið sérstaklega illa úti, segir í skýrslunni. Þegar hafa glatast um 87% votlendis, þar af um 54% frá árinu 1900.</p> <p>Landgræðsluskólinn er einn fjögurra skóla sem íslensk stjórnvöld reka undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Landgræðsluskólinn er <span style="color: black; background: white;">hýstur af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðslu ríkisins.</span></p>

05.04.2018Rammasamningur við Rauða krossinn á Íslandi

<span></span> <p>Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, skrifuðu í morgun undir rammasamning um stuðning ráðuneytisins við alþjóðlega mannúðaraðstoð Rauða krossins á Íslandi. Samningurinn gildir til loka árs 2020 og felur í sér fyrirsjáanleg framlög til mannúðarverkefna Rauða krossins yfir tímabilið. Hann er gerður í framhaldi af samstarfsyfirlýsingu beggja aðila frá því í febrúar 2017.&nbsp; </p> <p>Markmið rammasamningsins er að auka skilvirkni og árangur mannúðaraðstoðar íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins á Íslandi í samstarfi við Alþjóðaráð Rauða krossins og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans, auk annarra leiðandi alþjóðlegra stofnana í mannúðarmálum. </p> <p>Jafnframt er leitast við að gera fjármögnun mannúðarstoðar RKÍ fyrirsjáanlegri og auðvelda skipulagningu hennar til lengri tíma með það að markmiði að auka áhrifamátt aðstoðar við berskjaldað fólk. </p> <p>Mannúðaraðstoð grundvallast á þörfum hverju sinni og felur í sér björgun mannslífa, vernd óbreyttra borgara, útvegun nauðþurfta, annarri aðstoð til nauðstaddra og að auðvelda þeim afturhvarf til eðlilegra lífshátta í kjölfar náttúruhamfara og hamfara af mannavöldum.&nbsp; </p> <p>Upphæð samningsins er tiltekið hlutfall af heildarupphæð framlaga ráðuneytisins til mannúðarverkefna íslenskra borgarasamtaka á samningstímabilinu og nemur rúmlega 93 milljónum króna árið 2018. </p> <p>Frekari upplýsingar um samstarf ráðuneytisins við íslensk borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, m.a. verklagsreglur og upplýsingar varðandi styrkveitingar og stefnumið í málaflokknum, má finna <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/borgarasamtok/verklagsreglur-og-umsoknir/">hér</a>.&nbsp; </p>

04.04.2018Nýr nemendahópur í Landgræðsluskólanum

<p>Nýr hópur nema hefur hafið nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ) en skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, hýstur af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðslu ríkisins.</p> <p>Nemarnir í ár eru alls sautján og koma frá níu löndum í Afríku og Asíu. Þeir eru allir starfandi sérfræðingar í sínum heimalöndum og hafa fengið hálfs árs leyfi frá störfum til að sækja sex mánaða námskeið Landgræðsluskólans&nbsp; um landhnignun og afleiðingar hennar, sjálfbæra landnýtingu og vistheimt. </p> <p>Nemarnir koma frá Gana, Eþíópíu, Úganda, Lesótó og Malaví í Afríku og frá Mongólíu, Kirgistan, Tadsíkistan og Úsbekistan í Mið-Asíu. </p> <p>Í heimalöndum sínum starfa þau á sviði landnýtingar og landverndarmála, ýmist við rannsókna- og eftirlitsstofnanir, héraðsstjórnir, ráðuneyti eða háskóla, en einnig starfa sum þeirra á vegum borgarasamtaka. Að loknu námi við Landgræðsluskólann fara þau aftur til starfa sinna, þar sem námið mun nýtast þeim í þeim áskorunum sem þau þurfa að takast á við í vinnu sinni.</p>

04.04.2018Íslendingar fá aðgengi að rafrænum ritum um Afríku

<span></span> <p>Norræna Afríkustofnunin (NAI) hefur opnað Íslendingum aðgang að hartnær fimm þúsund ritum um Afríku sem hlaða má ókeypis niður frá bókasafni stofnunarinnar í Uppsölum gegnum íslenska leitarvefinn, Leitir. Samkvæmt frétt Norrænu Afríkustofnunarinnar geta ritin gagnast fræðafólki, fréttamönnum, þingmönnum og almenningi.</p> <p>Aðgengi að safninu til allra norrænu þjóðanna hefur verið langtímamarkmið Åsu Lund Moberg forstöðumanns Norrænu Afríkustofnunarinnar. Hún segir að innlendir vefir bókasafna séu lykillinn að því að ná þessu markmiði.</p> <p>"Safnið okkar er aðgengilegt í gegnum margar mismunandi leiðir á Netinu, þar á meðal auðvitað okkar eigin leitarvél, Africalitplus, sem er opin öllum. Hver sem er getur skoðað efni frá okkur og hlaðið niður rafrænum ritum úr gagnagrunninum. En þótt möguleikarnir til að sækja efnið séu margir hefur það lítil raunveruleg áhrif þar sem fólk þekkir ekki til leitarvélanna. Þess vegna förum þá leið að bjóða efnið á leitarvélum í hverju landi sem fólk þekkir,” segir Åsa Lund Moberg.</p> <p>Hún nefnir sem dæmi að millisafnalán til danskra notenda hafi verið 25 talsins á ári fram til ársins 2007 þegar safnið varð aðgengilegt í gegnum danska bókasafnsvefinn “bibliotek.dk”. Næsta árið hafi notendur verið eitt þúsund og frá þeim tíma hafi svipaður fjöldi sótt efni til Norrænu Afríkustofnunarinnar.</p> <p>Í fréttinni er haft eftir Pétri Waldorff rannsakanda við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna&nbsp;(UNU-GEST) að aðgengi að rafrænum ritum Norrænu Afríkustofnunarinnar á Íslandi í gegnum Leitir sé afar mikilvægt fyrir rannsóknir um Afríku á Íslandi. „Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi fjölgunar alþjóðlegra nemenda á síðustu árum, meðal þeirra nema frá Afríkuþjóðum, en það er einnig vaxandi áhugi á rannsóknum um Afríku og á alþjóðlegum þróunarrannsóknum við Háskóla Íslands."&nbsp;</p> <p>Norræna Afríkustofnunin í Uppsölum í Svíþjóð er norræn stofnun sem sér um rannsóknir, skráningar- og upplýsingastarf um Afríku nútímans. Íslendingar eru aðilar að stofnuninni.</p>

03.04.2018Fjáröflun fyrir milljónir soltinna og stríðshrjáða í Jemen

<span></span> <p>Ein milljón manna bætist í hóp þeirra sem lifa við hungurmörk í Jemen á hverju ári meðan stríðsátök geisa, segir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) í aðdraganda fjáröflunarviðburðar sem haldinn er í Genf í dag á vegum Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórna Svíþjóðar og Sviss. Rúmlega 60% jemensku þjóðarinnar þurfa þegar á matvælaaðstoð að halda, um 18 milljónir manna.</p> <p>Að mati fulltrúa WPF hafa átökin í Jemen leitt af sér skelfilegt ástand sem birtist í þjáningu og hungri af áður óþekktri stærð. Hvarvetna í landinu er matarskortur, sjúkdómar og fátækt. „Í dag biðjum við alla sem að átökunum koma að stöðva ofbeldið<span>&nbsp;</span>og jafnframt biðjum við öll framlagsríki og veitendur að halda áfram örlæti sínu til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir að enn fleiri fjölskyldur í Jemen verði hungurvofunni að bráð,“ segir&nbsp;<span>Muhannad Hadi svæðisstjóri WFP í Mið-Austurlöndum.</span></p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur aukið viðbúnað sinn á þessu ári og nær stuðningurinn til allt að tíu milljóna íbúa auk þess sem samtökin veita stuðning við önnur hjálparsamtök á svæðinu og halda úti neyðarlínu í landinu. </p> <p>WFP varar við því að heil kynslóð sé í hættu vegna alvarlegrar vannæringar þriggja milljóna barna í landinu auk þess sem þungaðar konur og mæður með börn á brjósti fái ekki nauðsynlega næringu. Þá segir að fimmtungi allra skóla í Jemen hafi verið lokað og nemendurnir, tæplega 2 milljónir, fái því enga formlega menntun. Á þessu ári hyggst WFP bjóða skólamáltíðir fyrir rúmlega hálfa milljón barna.</p> <p>Fjárþörf WFP á þessu ári í Jemen er 1 milljarður bandarískra dala en heildarfjárhæðin sem Sameinuðu þjóðirnar óska eftir vegna ástandsins í Jemen nemur tæplega þremur milljörðum dala.</p> <p><a href="https://www.unocha.org/2018-yemen-high-level-pledging-event" target="_blank">2018 Yemen High-Level Pledging Event/ UNOCHA</a></p> <p><a href="http://www.fao.org/emergencies/resources/documents/resources-detail/en/c/1113449/" target="_blank">Yemen Plan of Action 2018-2020/ FAO</a></p>

30.03.2018Herferð til kynningar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fela í sér fyrirheit um friðsælli, öruggari og almennt betri heim þar sem bæði velferð jarðarbúa og jarðarinnar sjálfrar eru í öndvegi. Þessi metnaðarfyllstu markmið sem þjóðir heims hafa sett sér um brýnustu viðfangsefni samtímans verða hins vegar ekki að veruleika nema við sjálf, íbúarnir á þessum hnetti, tökum markmiðin alvarlega. Til þess þarf almenningur að þekkja til þeirra og það er einmitt tilgangurinn með yfirstandandi herferð stjórnvalda þar sem kynntar eru fréttir úr framtíðinni, frá árinu 2030, sem vonandi flestir hafa séð á síðustu dögum.</p> <p>Þegar Heimsmarkmiðin voru samþykkt af aðildarþjóðum Sameinuðu <span></span>síðla árs 2015 sem framhald þúsaldarmarkmiðanna var lögð á það áhersla að markmiðin væru fólksins, ákveðin eftir mesta samráð sögunnar með beinni þátttöku milljóna manna og í þágu allra jarðarbúa. Kynning á sautján heimsmarkmiðum og 169 mælanlegum undirmarkmiðum hefur hins vegar víðast hvar í heiminum reynst erfitt og flókið verkefni sem sést best á því að á heimsvísu hafa skoðanakannanir sýnt að aðeins 28-45% fólks hafa heyrt af þeim. Það segir hins vegar ekkert til um það hvort fólkið þekkir markmiðin og fyrir hvað þau standa.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ETv-VCiK4Cg" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Verkefnastjórn íslenskra stjórnvalda um Heimsmarkmiðin undir forsæti forsætisráðuneytisins gekk til samstarfs við auglýsingastofuna Hvíta húsið um þessa fyrstu herferð til kynningar á Heimsmarkmiðunum. Markmiðin var að gera Heimsmarkmiðin „fræg“ á Íslandi, að allur þorri almennings vissi eftir herferðina af tilvist markmiðanna og gæti – ef áhugi væri fyrir hendi – aflað sér upplýsinga um innihald þeirra. Innan tíðar verður kannað hvernig til hefur tekist, hversu margir hafi heyrt af Heimsmarkmiðunum.</p> <p>Eins og þið vitið sem hafið séð auglýsingar um Heimsmarkmiðin er í svokölluðum „Heimsfréttum“ sagðar fréttir frá árinu 2030, lokaári markmiðanna, í bæði gamansömum og alvarlegum tón. Logi Bergmann Eiðsson fréttaþulur, útvarps- og sjónvarpsmaður, les sjónvarpshluta fréttanna, sem birtast hafa líka á samfélagsmiðlum, en einnig hafa birst dagblaðaauglýsingar og netborðar á vinsælustu fréttaveitunum, mbl.is og visir.is. </p> <p>Á vefnum – <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/heimsmarkmidin" target="_blank">heimsmarkmidin.is </a>– er hægt að sjá allt kynningarefnið sem birst hefur undanfarna daga auk þess sem þar er hægt að lesa sér til um markmiðin. </p>

23.03.2018Börn þroskast hvarvetna með svipuðum hætti ef grunnþörfum er fullnægt

<span></span> <p>Heilbrigð börn þroskast á ótrúlegan svipaðan hátt óháð búsetu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gengur í berhögg við ríkjandi kenningar um þroskaferil barna. Í skýrslu sem birtist í læknatímaritinu the Lancet er komist að þeirri niðurstöðu að helstu þroskaþrep ungbarna eru í meginatriðum þau sömu óháð því hvar barnið er uppalið.</p> <p>Rannsóknin var viðamikil og náði til fjölda barna þriggja ára og yngri í fjórum ólíkum þjóðríkjum – Argentínu, Indlandi, Suður-Afríku og Tyrklandi. Höfundar greinarinnar segja, samkvæmt <a href="https://www.theguardian.com/global-development/2018/mar/21/health-wealth-child-development-study//" target="_blank">frétt</a>&nbsp;The Guardian, að með því að nota alhliða tæki við mælingar á þroska barna hafi þeim tekist að yfirstíga helstu hindrun í greiningu barna í lág- og meðaltekjuríkum, þ.e. skort á áreiðanlegum upplýsingum.</p> <p>Fyrri rannsóknir á þessu sviði gáfu til kynna að þroskaþrep barna væru ólík eftir kyni og menningu. Skýrsluhöfundar segja að þær rannsóknir hafi ekki gefið heilsu barna nægan gaum og ekki heldur heilsufarslegum áhrifum á þroska barna.</p> <p>Rannsóknin er hluti af vaxandi áhuga í fátækjum ríkjum á þroska barna. „Þessar óvæntu vísbendingar segja okkur að vænta megi þess að börn í lág- og meðaltekjuríkjum þroskist eðlilega svo fremi að þau fái fullnægt grunnþörfum sínum hvað varðar næringu, öryggi og örvun,“ er haft eftir Dr Roopa Srinivasan, einum greinarhöfunda.</p> <p><a href="http://www.thelancet.com/journals/langlo/article/PIIS2214-109X(18)30003-2/fulltext" target="_blank">Rannsóknin í The Lancet</a></p> <p>&nbsp;</p>

22.03.2018Alþjóðlegi vatnsdagurinn: Mikill munur á aðgengi að vatni

<span></span> <p>Tæplega 850 milljónir manna þurfa að ganga eða bíða í biðröð í meira en hálftíma eftir góðu neysluvatni, segir í nýrri stöðuskýrslu UNWater um vatnsmálin í heiminum. Alþjóðadagur vatnsins er í dag, 22. mars. Þrátt fyrir miklar framfarir í vatnsmálum í heiminum sýnir skýrslan mikinn mun á aðgengi að vatni innan þjóða og milli þjóða. Fátæk samfélag hafa áberandi lakara aðgengi að heilnæmu vatni en þau efnameiri.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að þótt fjölmiðlar hafi einblínt á þurrkana í Höfðaborg í Suður-Afríku séu samfélög víða í heiminum þar sem íbúar hafi árum saman þurft að standa í biðröð eftir vatni og búið við takmarkanir á vatnsnotkun. </p> <p>Langverst er ástandið í Eritreu. Þar hafa einungis 19% íbúa aðgang að drykkjarvatni. Vatnsmál eru líka í ólestri í Papúa Nýju-Gíneu, Úganda, Eþíópíu, Lýðræðislega lýðveldinu Kongó og Sómalíu en í öllum þessum löndum hafa aðeins 37-40% íbúanna aðgang að vatni. „Það er engin tilviljun að margar þessara þjóða hafa tekið á móti flóttafólki í miklum mæli sem búa í tímabundnum skýlum,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Vakin er athygli á því í skýrslunni á þeim mikla ójöfnuði sem ríkir innan landa þegar horft er á aðgengi að vatni, ekki síst með tilliti til tekna. Í Níger hafa til dæmis 41% fátækra aðgengi að vatni en 72% þeirra efnameiri. Í nágrannaríkinu Malí er sambærilegar tölur 45% á móti 93%.</p> <p>„Ójöfnuður hvað varðar aðgengi að vatni eykst fyrst vegna vegna skorts á pólitískum vilja,“ segir Lisa Schechtman hjá WaterAid í <a href="https://www.theguardian.com/global-development/2018/mar/21/more-than-800m-people-need-to-travel-30-mins-for-safe-water-report-finds" target="_blank">frétt</a>&nbsp;The Guardian. Hún bætir við að hætta sé á því að fólk verði útundan, sérstaklega í sveitum, auk þeirra þjóðfélagshópa sem eru í viðkvæmri stöðu, fólk með fötlun, aldraðir, veikir og þeir sem eru á vergangi.</p> <p>Ójöfnuður hvað varðar hlutverk kynjanna er líka áberandi í vatnsmálum því konur hafa víða það tímafreka hlutverk að sækja vatn. Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna verja konur að jafnaði tveimur og hálfum mánuði ár hvert í vatnsburðinn miðað við 50 lítra af vatni til heimilisnota.</p> <p>Fram kemur í skýrslu UNWater að talsverðar framfarir hafi orðið frá síðustu aldamótum. Um 89% jarðarbúa hafa nú aðgengi að neysluvatni í grennd við heimili sín en sú tala stóð í 81% árið 2000. Þær þjóðir sem hafa náð mestum árangri eru Afganistan, Jemen, Laos, Mósambík og Malí. </p> <p>Enn vantar þó talsvert upp á að sjötta Heimsmarkmiðið náist en tvö fyrstu undirmarkmiðin fela í sér að eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður almennur og réttmætur aðgangur að heilnæmu drykkjarvatni á&nbsp;viðráðanlegu verði – og að eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður jafn aðgangur að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu og&nbsp;endir verði bundinn á að menn þurfi að ganga örna sinna utan dyra, þar sem sérstakri athygli er beint að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.</p> <p><a href="http://worldwaterday.org/http://" target="_blank">Vefur alþjóðadags vatnsins</a></p> <p><a href="https://washmatters.wateraid.org/sites/g/files/jkxoof256/files/The%20Water%20Gap%20State%20of%20Water%20report%20lr%20pages.pdf" target="_blank">Skýrslan: The Water Gap/ UNWater</a></p>

22.03.2018Um 124 milljónir búa við alvarlegan matarskort

<span></span> <p>Um 124 milljónir manna í 51 þjóðríki búa við alvarlegan matarskort, segir í árlegri yfirlitsskýrslu Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem kom út í dag. Í skýrslunni – <a href="http://www.wfp.org/content/global-report-food-crises-2018" target="_blank">Global Report on Food Crises 2018</a>&nbsp;– kemur fram að átök eru meginskýring matarskorts í 18 löndum þar sem 74 milljónir manna draga fram lífið. Loftslagsbreytingar hafa líka leitt til matarskorts.</p> <p>Í sambærilegri skýrslu á síðasta ári var talið að 108 milljónir manna hafi liðið matarskort í 48 löndum. Samanburður í 45 löndum sem fjallað er um í báðum skýrslunum sýnir að einungis í þeim löndum fjölgaði hungruðum um 11 milljónir en milli ára nemur heildarfjölgunin 16 milljónum.</p> <p>Ástandið var verst á síðasta ári í austurhluta Nígeríu, Sómalíu, Jemen og Suður Súdan. Í þessum löndum voru 32 milljónir við hungurmörk stóran hluta ársins og í febrúar á síðasta ári var lýst yfir hungursneyð í Suður Súdan. Með mikilli mannúðaraðstoð tókst að forða hungursneyð en eins og tölurnar bera með sér þarf gífurlega mikinn áframhaldandi stuðning í mannúðaraðstoð til að mæta vaxandi þörf.</p> <p>Eftir áratuga fækkun hungraðra í heiminum hefur á síðustu árum sigið á ógæfuhliða með fjölgun þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Samkvæmt skýrslu FAO fer enginn heimshluti varhluta af þessari þróun. Átök innan Afríku, meðal þjóða í Mið-Austurlöndum og á svæðum í sunnanverði Asíu hafa leitt til matarskorts og þurrkar á Horni Afríku, flóð í Asíu og fellibyljir í Rómönsku Ameríku og Karíbahafi hafa ennfremur leitt til þess að fólk býr við sáran sult.</p> <p><a href="http://vam.wfp.org/sites/data/GRFC_2018_Full_Report_EN.pdf?_ga=2.54144616.1329743724.1521709724-1002700891.1520248542" target="_blank">Skýrslan í heild (pdf)</a></p> <p>&nbsp;</p>

21.03.2018Um 140 milljónir flosna upp vegna loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu frá Alþjóðabankanum er varað við því að 140 milljónir manna í þremur heimshlutum muni að óbreyttu um miðja öldina hafa flosnað upp vegna loftslagsbreytinga. Skýrslan nefnist: <a href="https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/29461" target="_blank">Groundswell: Preparing for Internal Climate Migration</a> og dregur upp sviðsmyndir frá Afríku sunnan Sahara, Suður-Asíu og Rómönsku Ameríku.</p> <p>Fólk hefur tekið sig upp og farið milli staða á öllum tímum sögunnar af ýmsum ástæðum, efnahagslegum, félagslegum og pólitískum. Nú bætast loftslagsbreytingar við sem ein meginástæða þess að fólk flytur frá einum stað til annars. Samkvæmt nýju skýrslu Alþjóðabankans verða þessir fólksflutningar fyrst og fremst innan lands, fólk flytur frá óöruggum svæðum til svæða þar sem það telur framtíð sinni betur borgið.</p> <p>Í skýrslunni er horft til þriggja heimshluta sem ná til 55% íbúafjölda þróunarríkja. Greiningin leiðir til þeirrar niðurstöðu að talið er að 86 milljónir manna kunni að hafa flosnað upp fram til ársins 2050 í sunnanverðri Afríku, um 40 milljónir í sunnanverðri Asíu og 17 milljónir í Rómönsku Ameríku. Samtals gætu því loftslagsbreytingar – þurrkar, uppskerubrestur, hækkun sjávarmáls og stormar –<span>&nbsp; </span>á þessum þremur svæðum eingöngu leitt til fólksflutninga 140 milljóna einstaklinga.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/d6ijhQn_ww4" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Skýrsluhöfundar árétta þó að enn sé leið út úr ógöngunum. Þeir telja að með samhæfðum aðgerðum, þar á meðal alþjóðlegu átaki um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda, væri hægt að afstýra því að 100 milljónir manna flosni upp.</p> <p><a href="https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/29461" target="_blank">Skýrslan</a></p>

20.03.2018Barn er fyrst og fremst barn - ekki útlendingur

<span></span> <p>Stjórnvöld þurfa að tryggja betur að börnum sé ekki mismunað á grundvelli þess að þau séu umsækjendur um alþjóðlega vernd,&nbsp;samkvæmt&nbsp;<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/un0185899.pdf">nýrri rannsókn UNICEF</a>&nbsp;um stöðu barna sem leita eftir alþjóðlegri vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan, sem ber heitið &nbsp;Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd,&nbsp;var kynnt á opnum fundi í Norræna húsinu í hádeginu í dag þar sem fullt var út úr dyrum.</p> <p>Á fundinum voru pallborðsumræður þar sem meðal annars var rætt um hvernig við uppfyllum Barnasáttmálann í raun, hvernig við tryggjum eftirfylgni með nýjum lögum um útlendinga og hvernig við styrkjum þjónustu við börn sem sækja hér um alþjóðlega vernd.</p> <p>Ingibjörg Broddadóttir og Haukur Guðmundsson, fulltrúar stjórnvalda, tóku á móti tillögum UNICEF á Íslandi um umbætur.</p> <p><strong>Margt við móttöku barna ábótavant</strong></p> <p>„Barn er fyrst og fremst barn, hverjar svo sem aðstæður hans eða hennar eru,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, sem stýrði fundi í Norræna húsinu í dag. „Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður skýrt á um að öll börn eiga sömu réttindi. Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga því sömu mannréttindi og öll önnur börn hér á landi“.</p> <p>Norðurlöndin hafa lengi verið talin til fyrirmyndar þegar kemur að móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd. Hröð fjölgun flóttafólks til Norðurlanda á síðustu árum hefur hins vegar leitt til breytinga á kerfum ríkjanna. Tilgangur skýrslunnar er að leiða í ljós hver staða barnanna er nú og hvernig réttindi barna eru uppfyllt í raun.</p> <p>Það var rannsóknarmiðstöð UNICEF – Innocenti – sem sá um framkvæmd skýrslunnar fyrir landsnefndir UNICEF á Norðurlöndunum. Í ljós kom að ekkert Norðurlandanna stenst fyllilega alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar um að tryggja réttindi barna í leit að vernd, þar á meðal Ísland. Margt við móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd er ábótavant og nauðsynlegt að ráðast í tafarlausar úrbætur og tryggja að þeim ákvæðum laga um útlendinga er varðar réttindi og hagsmuni barna sé framfylgt með fullnægjandi hætti.</p> <p>Í skýrslunni er einnig bent á það sem vel hefur tekist til, og er Barnahús á Íslandi nefnt sem dæmi um góða framkvæmd. Þar eru fylgdarlaus börn til að mynda tekin í sérhæfð viðtöl í barnvænu umhverfi og þurfa bara að segja sögu sína einu sinni.</p> <p>„Staðan var ekki góð þegar fjölgun flóttafólks var sem mest, en það hefur margt breyst til batnaðar. Hér á Íslandi höfum við tekið mikilvæg skref í rétta átt og getum gert enn betur með því að bæta framfylgd laganna og tryggja rétt barnanna á öllum stigum umsóknarferilsins,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF á Íslandi.</p> <p><strong>Barnaverndaryfirvöld eiga að taka fulla ábyrgð</strong></p> <p>Skýrslan undirstrikar mikilvægi þess að börnum sé ekki mismunað á grundvelli lagalegrar stöðu þeirra. „Þegar teknar eru ákvarðanir sem varða líf barna ætti að líta til Barnasáttmálans fyrst og fremst, og þeirra laga sem vernda börn hér á landi. Af því leiðir að barnaverndaryfirvöld taki forystu í málaflokknum og taki fulla ábyrgð á að réttindi allra barna séu virt,” segir Eva.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að löggjöfin á Íslandi eigi að vernda rétt barna á meðan þau dvelja hér sé staðan þó sú að þeim sé ekki fyllilega framfylgt þegar kemur að börnum sem sækja hér um alþjóðlega vernd. Því þurfi að breyta viðhorfum og tryggja að lögunum sé framfylgt.</p> <p>&nbsp;„Niðurstöður skýrslunnar endurspegla þörfina fyrir þessa viðhorfsbreytingu og um leið tækifærin til að gera betur,“ segir Bergsteinn.&nbsp;</p> <p>Niðurstöður um stöðuna á Íslandi eru meðal annars:</p> <ul style="list-style-type: square;"> <li>Skortur er á tækifærum fyrir börn til að tjá skoðanir sínar, sérstaklega börn sem koma í fylgd fjölskyldu sinnar;</li> <li>Börn þurfa að fá betri upplýsingar um réttindi sín og umsóknarferlið, í samræmi við aldur sinn og þroska;</li> <li>Í skýrslunni kemur fram að barn hafi „gleymst“ á móttökumiðstöðinni. Barnaverndaryfirvöld þurfa að tryggja skýra ábyrgð á fylgdarlausum börnum og gæta að velferð þeirra og hagsmunum í gegnum allt umsóknarferlið;</li> <li>Aldursgreiningar byggja ekki á heildstæðu mati, líkt og lög gera ráð fyrir, og börnin eiga ekki kost á því að áfrýja niðurstöðu aldursgreiningar;</li> <li>Þrátt fyrir að aðgengi barna að grunnskólamenntun hafi verið bætt á síðasta ári eru til staðar stjórnsýslulegar hindranir varðandi menntun barna. Til dæmis velja sveitarfélög sjálf hvort og hversu mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd þau veita þjónustu. Menntun barna sem njóta ekki þjónustu sveitarfélags er háð samningum Útlendingastofnunar við sveitarfélögin, í stað þess að vera tryggð í lögum;</li> <li>Börn hafa aðeins rétt á takmarkaðri heilbrigðisþjónustu, en ekki t.d. tannlæknaþjónustu;</li> <li>Það hefur enginn sjálfstæður aðili á sviði mannréttinda eftirlit með umsóknarferli barna um alþjóðlega vernd;</li> <li>Börnum er mismunað eftir aldri. Til dæmis má vista börn 15 ára og eldri í mótttökumiðstöð, og börn 15 ára &nbsp;og yngri fá síður að tjá sig um eigin málefni;</li> <li>Fylgdarlaus börn eru í mótttökumiðstöð án viðeigandi umönnunar;</li> <li>Aðstaða fyrir börn í fylgd með foreldrum er ábótavant í mótttökumiðstöðinni;</li> <li>Mat á því sem barninu er fyrir bestu í umsóknarferlinu þarf að skýra og bæta;</li> <li>Aðgerðaráætlun um mansal hefur ekki verið uppfærð, en hún rann út árið 2016.</li> </ul> <p>UNICEF vinnur að því að tryggja réttindi&nbsp;allra&nbsp;barna. Skýrslan helst í hendur við alþjóðlegt ákall UNICEF um aðgerðir til að tryggja öryggi allra barna á flótta og í leit að alþjóðlegri vernd.</p> <p><a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/un0185899.pdf" target="_blank">Skýrslan</a></p>

19.03.2018Alvarlegar blikur á lofti í vatnsmálum í heiminum

<span></span> <p>Rúmlega fimm milljarðar jarðarbúa gætu glímt við vatnsskort um miðja öldina vegna loftslagsbreytinga, aukinnar eftirspurnar og mengunar, segir í nýrri árlegri stöðuskýrslu um ástandið í vatnsmálum í heiminum. Vatnsþróunarskýrslan var gefin út í dag í Brasilíu á ráðstefnunni World Water Forum sem haldin er þriðja hvert ár. Í skýrslunni er varað við því að átök geti brotist út verði ekkert að gert til að draga úr álagi á ár, vötn, votlendi og lón.</p> <p>Gilbert Houngbo yfirmaður UN Water segir í inngangi skýrslunnar að með hliðsjón af aukinni neyslu, aukinni landeyðingu og fjölþættum áhrifum loftslagsbreytinga þurfi greinilega að fara nýjar leiðir til að stýra samkeppni um ferskvatnslauðlindir heimsins.</p> <p>Jarðarbúar nota um 4,600 rúmkílómetra af vatni ár hvert. Um 70% vatns er notað í landbúnaði, 20% í iðnaði og 10% til heimila, að því er fram kemur í skýrslunni. Á einni öld hefur vatnsnotkun sexfaldast og hún eykst um 1% ár frá ári. Álagið á birgðir jarðar af hreinu vatni á því eftir að aukast jafnt og þétt en samkvæmt mannfjöldaspám verða íbúar jarðarinnar 9,4 til 10,2 milljaðar árið 2050 en þeir eru í dag 7,7 milljónir. Um miðja öldina verða líka tveir af hverjum þremur íbúum jarðarinnar borgarbúar.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að spurnin eftir vatni kemur til með að aukast mest í þróunarríkjum. Á sama tíma leiða loftslagsbreytingar til þess að álagið eykst því vot svæði verða blautari og þurr svæði verða enn þurrari. Þar segir líka að mesta hættan á náttúruhamförum tengist þurrkum og jarðvegseyðingu og sú hætta eigi eftir að aukast.</p> <p>Nýjasta og alvarlegasta dæmið um vatnsskort vegna þurrka er Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem undanfarna mánuði hafa verið miklar takmarkanir á vatnsnotkun vegna yfirvofandi vatnsskorts. Deginum sem vatnið þrýtur algerlega – <span>&nbsp;</span>Núlldeginum (Day Zero) - hefur reyndar verið seinkað nokkrum sinnum frá því að vera fyrst 16. apríl, þá 11. maí og nýjasta dagsetningin er 9. júlí. Ástandið í Brasílíu, þar sem vatnsþróunarskýrslan er kynnt, er líka grafalvarlegt og hartnær tvær milljónir manna fá ekkert neysluvatn einn dag af hverjum fimm vegna langvinnra þurrka.</p> <p> Samkvæmt skýrslunni koma á milli 4,8 milljarðar til 5,7 milljarðar manna til með að búa árið 2050 á svæðum þar sem vatnsskortur verður mikill að minnsta kosti einn mánuð á ári. Og þeim kemur til með að fjölga sem eiga hættu á verða fyrir búsifjum vegna flóða.</p> <p><a href="http://unesdoc.unesco.org/images/0026/002614/261424e.pdf" target="_blank">Skýrslan</a></p>

19.03.2018Vernduð í raun? Réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi

<span></span> <p>Í hádeginu á morgun, þriðjudag, 20. mars, verður ný skýrsla UNICEF um stöðu barna sem sækja um alþjóðlega vernd kynnt í Norræna húsinu á milli 12:00 og 13:15. Um er að ræða opinn fund á vegum UNICEF á Íslandi og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.</p> <p>Skýrslan, sem ber heitið „Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd“, greinir stöðu barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Norðurlöndunum, þar á meðal á Íslandi. Skýrslan byggir á viðtölum sem tekin voru við lykilaðila á þessum vettvangi og greiningu á löggjöf ríkjanna. Það voru landsnefndir UNICEF á Norðurlöndunum sem stóðu að rannsókninni og sá Innocenti, rannsóknarmiðstöð UNICEF, um framkvæmd hennar.&nbsp; Skýrslunni fylgja tillögur um umbætur til Norðurlandanna sem heild og til einstakra ríkja.&nbsp;</p> <p><strong>Hver er tilgangur skýrslunnar?</strong></p> <p>Norðurlöndin hafa lengi verið talin til fyrirmyndar þegar kemur að móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd. Hröð fjölgun flóttafólks í Evrópu leiddi hins vegar til breytinga á kerfum ríkjanna og er tilgangur skýrslunnar að leiða í ljós hver staða barnanna er nú og hvernig réttindi barna eru uppfyllt í raun. Í ljós kom að ekkert ríkjanna stenst fyllilega alþjóðlegar og innlendar skuldbindingar um að tryggja réttindi barna í leit að vernd, þar á meðal Ísland.</p> <p>UNICEF vinnur að því að tryggja réttindi&nbsp;allra&nbsp;barna. Skýrslan helst í hendur við alþjóðlegt ákall UNICEF um aðgerðir til að tryggja öryggi allra barna á flótta og í leit að alþjóðlegri vernd.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Skýrslunni fylgja ítarlegar tillögur um hvað þurfi að bæta í móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi.</p> <p>Hvað gerist á viðburðinum?</p> <p>12:00 – 12:20 Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur UNICEF á Íslandi, kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar.</p> <p>12:20 – 12:30 Ísold Uggadóttir, leikstjóri, talar um reynslu sína við gerð myndarinnar Andið eðlilega</p> <p>12:30 – 13:00 Pallborðsumræður með fulltrúum frá Rauða krossi Íslands, Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og UNICEF.</p> <p>UNICEF mun síðan afhenda fulltrúa stjórnvalda þessar tillögur og krefjast umbóta.</p>

17.03.2018Áhrif skuggastjórnenda á afrísk stríðsátök og endurreisn samfélaga

<span style="font-size: 11pt; font-family: Calibri, sans-serif; font-size: 11pt; font-family: Calibri, sans-serif;">Í kjölfar stríðsátaka í Afríku leggur alþjóðasamfélagið fram áætlanir um endurreisn samfélagsins og gerir kröfur um stuðning stjórnvalda við þær. Afrísk efnahagskerfi og stjórnkerfi eru þó gjarnan óformleg og einstaklingar, þar á meðal svokallaðir Big Men, nýta sér oft áhrif sín til að ná sínu fram innan stjórnkerfisins, sér og sínum til framdráttar.<br /> <br /> Á opnum fundi á vegum Höfða friðarseturs og Afríku 20:20 á mánudaginn, 19. mars kl. 16-17, mun Mats Utas fjalla um áhrif skuggastjórnenda og tengslanets þeirra á uppbyggingu og stjórnun ríkja á tímum stríðsátaka og enduruppbyggingar. Mats mun í erindi sínu koma með dæmi úr sínum eigin rannsóknum í Líberíu og Síerra Leóne en einnig frá Malí, Nígeríu og Sómalíu.<br /> <br /> Mats Utas er dósent í menningarlegri mannfræði við Háskólann í Uppsala. Utas hefur skrifað fjölda bóka og greina um átök, aðallega í Vestur-Afríku. Utas hefur stundað rannsóknir í Líberíu, Síerra Leóne, á Fílabeinsströndinni og í Sómalíu.<br /> <br /> Fundarstjóri: Geir Gunnlaugsson, formaður Afríku 20:20 og prófessor í hnattrænni heilsu.<br /> <br /> Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Hann er haldinn í stofu VHV-008 í Veröld – húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.</span>

17.03.2018Trú, kyn og stjórnmál í ljósi mannréttinda

<span></span> <p>Linda Hogan, prófessor í samkirkjulegri guðfræði, er sjötti fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Fyrirlestur hennar nefnist: „Trú, kyn og stjórnmál í ljósi mannréttinda. Sifjafræðileg greining“ og verður fluttur í&nbsp;Hátíðasal Háskóla Íslands mánudaginn 19. mars á milli kl. 12.00 og 13.00.</p> <p>„Sambandið á milli trúar og mannréttinda er umdeilt hitamál, ekki síst þegar fjallað er um jafnrétti kynjanna og mannréttindi kvenna. Í fyrirlestrinum er því haldið fram að trúarbrögð geti verið mikilvægur bakhjarl í baráttu fyrir mannréttindum kvenna en því aðeins að sifjafræðilegri gagnrýni sé beitt á trúarbrögðin. Slík gagnrýni skorar á hólm eðlishyggjulegan skilning á menningu, einsleitni samfélaga og óbreytanleika hefða,“ eins og segir í frétt frá UNU-GEST.</p> <p>Linda Hogan er prófessor í samkirkjulegri guðfræði við Trinity-háskóla í Dublin og fyrrverandi aðstoðarrektor við skólann. Hún kennir og rannsakar siðfræði fjölmenningar og samskipti trúarbragða, kyn og mannréttindi. Síðasta bókin hennar heitir&nbsp;Keeping Faith with Human Rights&nbsp;og kom út hjá Georgetown University Press, 2016.</p> <p>Fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt.</p> <p>Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð.</p> <p>Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2018 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.</p> <p>Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.</p> <p>Finndu viðburðinn á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/events/818661208333245/" target="_blank">Facebook</a>!</p> <p>Sjá&nbsp;<a href="https://www.hi.is/frettir/fagna_afmaeli_mannrettindayfirlysingar_med_fundarod" target="_blank">frétt um fyrirlestraröðina á síðu Háskóla Íslands</a>. &nbsp; &nbsp;</p>

16.03.2018Aðkallandi að grípa til aðgerða til að forða hungursneyð í Suður Súdan

<span></span> <p>Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í vikunni að rúmlega sjö milljónir íbúa Suður Súdan, tveir íbúar af hverjum þremur, komi til með að verða því sem næst matarlausar á komandi mánuðum án viðvarandi mannúðaraðstoðar. Komi til þessa hafa aldrei fleiri búið við matvælaóöryggi í Suður Súdan, segir í sameiginlegri frétt frá Matvælastofnun SÞ (WFP), Barnahjálp SÞ (UNICEF) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO).</p> <p>Mesta hættan á matarskorti er frá maí til júlí. Þá verða að mati stofnananna 155 þúsund einstaklingar í alvarlegri neyð, þar af 29 þúsund börn, sem líða mest þegar hungrið sverfur að. </p> <p>Í ársbyrjun áttu 5,3 milljónir íbúa Suður Súdan, hartnær helmingur þjóðarinnar, í erfiðleikum með að útvega mat frá degi til dags. Miðað við sama tíma fyrir ári hafði matarlitlum fjölgað um 40%. Skömmu síðar, eða í febrúar 2017, var hungursneyð lýst yfir í hluta landsins en með mestu mannúðaraðstoð í sögu WFP, Unicef, FAO og samstarfsaðila tókst að halda þjóðinni rétt fyrir ofan hungurmörk það sem eftir lifði árs. Núna í upphafi þessa árs hefur útlitið hins vegar aldrei verið svartara, segir í fréttinni. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/hvpP3PLZaH0" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Stofnanirnar óttast að aðgerðir sem þegar hefur verið gripð til á síðustu misserum til þess að forða íbúum Suður Súdan frá því að verða hungurmorða verði til lítils þegar við blasi að enn fleiri horfa fram á sult á tímabilinu frá maí til júlí. Því verði að grípa til aðgerða strax. "Staðan er afar viðkvæm og við erum nálægt því að horfa upp á aðra hungursneyð. Útlitið er dökkt. Ef við hunsum þessa hættu þurfum við takast á við aukinn harmleik. Ef bændur fá stuðning til að halda áfram með lífsviðurværi sitt, sjáum við meiri umbætur í matvælaöryggi landsins vegna aukinnar staðbundinnar framleiðslu," segir Serge Tissot fulltrúi FAO í Suður-Súdan.</p>

16.03.2018Dansveisla í Hörpu í hádeginu: Milljarður rís 2018

<span></span><span></span> <p>Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi verður í Hörpu í dag. 16. mars kl. 12-13 í boði UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík. „Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum!,“ segir í frétt frá UN Women.</p> <p>Fram kemur í fréttinni að í <span></span>ár eigi konur af erlendum uppruna sviðið.</p> <p>„Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. </p> <p>Undanfarið hafa konur úr ólíkum geirum stigið fram í krafti #MeToo byltingarinnar og lýst kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær hafa þurft að þola. Í ár tileinkar UN Women á Íslandi dansinn konum af erlendum uppruna sem þurft hafa að þola margþætta mismunun, kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi. Þær munu eiga sviðið í Hörpu og flytja nafnlausar frásagnir hugrakkra kvenna sem deilt hafa reynslu sinni. Bylting er hafin og ofbeldi gegn konum verður ekki liðið – Hingað og ekki lengra!</p> <p>Í sjötta sinn ætlum við að sameinast og dansa fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og sýna þeim samstöðu. Í ár verður dansað af krafti í Hörpu í Reykjavík, Hofi Akureyri, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Hljómahöllinni á Suðurnesjum, Íþróttahúsinu Neskaupstað, Þrykkjunni Vöruhúsi, Íþróttahúsinu Egilsstöðum, Félagsheimilinu Hvammstanga og Óðali Borgarnesi. Samtakamátturinn verður allsráðandi! </p> <p>DJ Margeir heldur uppi stuðinu í Hörpu líkt og undanfarin ár og óvænta atriðið verður magnað!</p> <p>UN Women á Íslandi og Sónar Reykjavík skora á alla; vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og rísa upp fyrir heimi án ofbeldis, mæta og veita konum af erlendum uppruna hljómgrunn og um leið vekja fólk til vitundar um það margþætta ofbeldi sem konur af erlendum uppruna hér á landi hafa þurft að þola.</p> <p>Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og gefum ofbeldi fingurinn!“</p> <p>Myllumerkið er #milljardurris #fokkofbeldi</p>

15.03.2018Rætt um tengsl aðgerða gegn landeyðingu og þurrkum við valdeflingu kvenna og stúlkna

<span></span> <p>Þessa dagana stendur yfir 62. fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (e. Commission of the Status of Women, CSW). Að þessu sinni fjallar fundurinn um áskoranir og tækifæri við vinnu að auknu kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna í dreifbýli.&nbsp;Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra sem leiðir sendinefnd Íslands á fundinum tók á þriðjudag þátt í viðburði um hvernig styðja megi við valdeflingu stúkna og kvenna í dreifðum byggðum með aðgerðum gegn landeyðingu og þurrkum. </p> <p>Að viðburðinum stóðu, ásamt Íslandi, Namibía, UN Women, Stofnun um samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD) og vinahópur um eyðumerkurmyndun, landeyðingu og þurrka (DLDD) sem Ísland og Namibía eru bæði aðilar að, en Namibía er það ríki Afríku sunnan Sahara sem glímir við hvað mesta þurrka. Ásamt Ásmundi tóku þátt á fundinum fulltrúar frá ríkisstjórn Namibíu, UNCCD og Landesa, sem er stofnun um þróun í dreifðum byggðum og réttindi kvenna sem snúa að landaeign. </p> <p>Á viðburðinum deildu þátttakendur meðal annars reynslu og dæmum frá heimalöndum sínum um tengslin á milli eyðimerkurmyndunar, landeyðingar og þurrka annars vegar og valdeflingu kvenna og stúlkna í dreifðum byggðum hins vegar. Rætt var um hinar ýmsu hindranir sem konur og stúlkur mæta í þessu samhengi. Á það sérstaklega við um þróunarlönd þar sem stór hluti kvenna vinnur við landbúnað og þar sem hann er mjög mikilvægur hluti af fæðuöryggi íbúa. Markmið viðburðarins var meðal annars að reyna að skilja betur áhrif sem landeyðing og þurrkar hafa á konur og stúlkur og eiga skoðanaskipti um mikilvægi þess að styrkja kynjajafnrétti á svæðum sem glíma við þurrka og landeyðingu.</p> <p>Félags- og jafnréttismálaráðherra rakti reynslu Íslendinga og talaði um mikilvægi ræktarlands, sérstaklega fyrir íbúa í dreifðum byggðum. Hann undirstrikaði að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 15.3 sem miðar að því að heimsbyggðin stöðvi landeyðingu fyrir árið 2030, hafi bein áhrif á mörg önnur þróunarmarkmið, t.d. fátækt, hungur og heilsu og ekki síst jafnrétti kynjanna. Rannsóknir sýna að landeyðing og þurrkar hafi neikvæðari áhrif á stöðu kvenna heldur en karla. Þá talaði ráðherra einnig um mikilvægi virkrar þátttöku kvenna í öllu starfi sem miðar að því að sporna gegn landeyðingu. &nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>Á Íslandi hefur frá árinu 2007 verið starfræktur Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna. Skólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum, sem glíma við jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga, í landgræðslu og sjálfbærri nýtingu lands. Starfsemi skólans, sem er einn af fjórum skólum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er dæmi um það hvernig íslensk sérþekking nýtist í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. <span></span></p>

14.03.2018Afnám barnahjónabanda umræðuefni á hliðarviðburði á vegum íslenskra, malavískra og sambískra stjórnvalda

<span></span> <p>Leiðir til þess að afnema barnahjónabönd í Afríkuríkjum verður meginefni hliðarviðburðar á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna á morgun, 15. mars, í New York. Stjórnvöld á Íslandi standa að viðburðinum ásamt stjórnvöldum í tveimur Afríkuríkjum, Malaví og Sambíu í samstarfi við Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) við Háskóla Íslands.</p> <p>„Áskoranir og tækifæri við að ná fram kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna í dreifbýli“ er yfirskrift fundar Kvennanefndarinnar í ár. Í því samhengi verður rætt um leiðir sem Malaví og Sambía hafa farið til að koma í veg fyrir að börn, aðallega stúlkur, séu giftar á barnsaldri. </p> <p>Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á að vera búið að afnema alla skaðlega siði, þar á meðal barnahjónabönd, fyrir árið 2030. Nýjar tölur Sameinuðu þjóðanna um fjölda barnahjónabanda sýna að dregið hefur úr þeim <span>&nbsp;</span>en einungis<span>&nbsp; </span>um 15% á einum áratug. Siðvenjan er rótgróin og mjög útbreidd en í kringum 70 milljónir núlifandi kvenna og stúlkna í heiminum hafi verið giftar fyrir átján ára aldur. Í mörgum Afríkuríkjum eru fjórar af hverjum tíu stúlkum komnar í hjónaband áður en þær ná átján ára aldri og spár benda til þess að árið 2030 verði þær orðnar 750 milljónir að óbreyttu. Þriðjungur barnabrúða mun eiga heima í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Í frétt frá Jafnréttisskólanum (UNU-GEST) segir að barnahjónabönd sé venja sem beinist í nær öllum tilfellum að ungum stúlkum og sé ein birtingarmynd kynbundins ofbeldis. "Barnungar stúlkur eru þvingaðar af foreldrum eða aðstæðum, oftar en ekki vegna fátæktar, í hjónaband og hætta þá oftast í námi og missa af tækifærum til að hafa áhrif á framtíð sína. Þessi hræðilegi siður hefur auk þess mikil áhrif á heilsu stúlkna þegar þær barnungar verða barnshafandi og eiga á aukinni hættu að þjást af meðgöngukvillum og eiga erfiða fæðingar. Mæðradauði sé algengasta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í sunnanverðri Afríku," segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir ennfremur:</p> <p>"Afríkusambandið hefur bæði haldið sérstakan leiðtogafund um afnám barnahjónabanda og staðið fyrir herferðum gegn þessari siðvenju. Ríkisstjórnir landa eins og Malaví og Sambíu hafa báðar verið í fararbroddi baráttunnar og viðburðurinn í New York á morgun er ekki hvað síst haldinn til þess að sýna þær leiðir sem stjórnvöld í þessum tveimur Afríkuríkjum hafa farið. Í Malaví eru 42% stúlkna giftar fyrir átján ára aldur og í Sambíu er sambærileg tala 31%.</p> <p>Í Malaví var á síðasta ári samþykkt stjórnarskrárbreyting sem felur í sér að giftingaraldur var hækkaður úr fimmtán árum í átján. Í báðum löndunum hefur verið ötullega unnið með þorpshöfðingjum, kennurum, trúarleiðtogum og foreldrum, en malavíski þorpshöfðinginn Tereza Kachindamoto, sem ógilt hefur rúmlega 800 barnahjónabönd í Malaví, verður meðal fyrirlesara á málstofunni í <span>&nbsp;</span>New York."</p> <p>Kristín Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála í utanríkisráðuneytinu, heldur erindi á viðburðinum svo og ráðherrar jafnréttismála frá Malaví og Sambíu auk sérfræðinga frá báðum Afríkuþjóðunum, UN Women og Afríkusambandinu. </p>

13.03.2018Að óbreyttu verður árið 2018 það mannskæðasta í Sýrlandi

<span></span> <p>Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í sjö ár og árásir á óbreytta borgara halda áfram að kosta börn lífið eða slasa þau alvarlega. Aldrei hafa fleiri börn látið lífið vegna stríðsins í Sýrlandi en á síðasta ári og á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2018 hafa eitt þúsund börn látið lífið eða særst alvarlega í sprengjuárásum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Að óbreyttu verður árið 2018 það mannskæðasta í sögu stríðsins.</p> <p>Á vef UNICEF á Íslandi kemur fram að eftir sjö ára stríðsrekstur þurfi 5,3 milljónir barna neyðaraðstoð innan Sýrlands og 2,6 milljónir barna sem eru á flótta í nágrannaríkjunum. UNICEF vekur sérstaka athygli á stöðu barna sem eru fötluð vegna stríðsins. Sprengjum hefur verið varpað á skóla, sjúkrahús og íbúðarhverfi í Sýrlandi. Fjöldi barna hefur týnt lífi og enn fleiri særst og örkumlast. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 360 börn hafi særst alvarlega í sprengjuárásum á síðasta ári, og mörg þeirra misst útlimi. Ætla má að raunveruleg tala sé mun hærri.</p> <p>“Þegar átök geisa eru fötluð börn þau allra viðkvæmustu,” segir Geert Cappelaere, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum og Norður Afríku. “Þau þurfa oft mjög sérhæfða meðferð og þjónustu. Sem börn hafa þau einnig aðrar þarfir en fullorðnir. Án aðgengis að þjónustu, skóla og hjálpartækjum eins og hjólastólum eru mörg fötluð börn í mikilli hættu á að einangrast, vera vanrækt og vera útskúfuð í samfélaginu á meðan átök halda fram að geisa.”</p> <p>Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, bendir á að fötluð börn séu í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi og eiga erfiðara með að fá aðgengi að grunnþjónustu, þar á meðal heilsuvernd og menntun.</p> <p>“UNICEF einsetur sér að vernda öll börn, og sérstaklega þau allra viðkvæmustu. Börn sem hafa misst útlimi í sprengjuárásum á heimili sín og skóla þurfa aðstoð fagfólks við að vinna úr andlegum og líkamlegum áföllum og byggja upp líf sitt á ný. Endurteknar árásir á heilsugæslustöðvar og skóla hafa hindrað það að þessi börn fái þá aðstoð og þjónustu sem þau þurfa. Binda þarf enda á árásirnar og veita hjálparstofnunum óheft aðgengi að þeim börnum sem þurfa hjálp,” segir Bergsteinn.</p> <p>UNICEF ákallar alla stríðandi aðila, áhrifavalda þeirra og alþjóðasamfélagið allt að tryggja tafarlausa pólitíska lausn á stríðinu í Sýrlandi. Enn fremur krefjast samtökin þess að hætt verði að þverþrjóta réttindi barna – „hættið að drepa þau, særa þau, fá þau til liðs við herflokka og hættið árásum á skóla og sjúkrahús. Aflétta verður öllum umsátrum um byggðarlög og veita þarf óheft aðgengi hjálparsamtaka að börnum í neyð, hvar sem þau eru í Sýrlandi,“ eins og segir í yfirlýsingu UNICEF.</p> <p>Hægt er að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi með því að senda&nbsp;sms-ið STOPP í nr 1900&nbsp;(1.900 krónur) eða með því að styðja&nbsp;<a href="https://unicef.is/syrland" target="_blank">hér</a>.</p> <p><a href="https://unicef.is/sjo-ar-fra-upptokum-ataka-%C3%AD-syrlandi" target="_blank">Sjö ár frá upptökum átaka í Sýrlandi/ UNICEF</a></p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27163-fleiri-boern-letust-i-syrlandi-2017-en-nokkru-sinni" target="_blank">Fleiri börn létust í Sýrlandi 2017 en nokkru sinni/ UNRIC</a></p> <p><span></span></p>

12.03.2018Konur krefjast úrbóta hjálparsamtaka vegna kynbundins ofbeldis

<span></span> <p>Rúmlega eitt þúsund konur í hjálparstarfi frá öllum heimshornum hafa skrifað nafn sitt undir opið bréf þar sem krafist er endurskoðunar á viðbrögðum við kynferðislegri áreitni og misnotkun. Kallað er eftir því að endir verði bundinn á „núverandi menningu þöggunar, refsi- og aðgerðarleysis.“ Ellefu íslenskar konur skrifa nafn sitt á listann.</p> <p><a href="http://www.sexualexploitationreport.org/openletter.html" target="_blank">Bréfinu</a> var dreift með tölvupóstum og innan hópa á samfélagsmiðlum áður en það var gert opinbert á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í síðustu viku, 8. mars. Alls skrifa 1,111 konur frá 81 landi undir bréfið. Flestar kvennanna voru tilbúnar að setja nafn sitt við áskorunina en rúmlega 200 konur kusu að vera ónafngreindar.</p> <p>Í bréfinu er krafist endurskoðunar á þremur meginþáttum: samtök verði að treyst konum, taka ásakanir þeirra alvarlega og bregðast skjótt við; þau eigi að hvetja og vernda uppljóstrara sem veita upplýsingar um misbeitingu; og þau eiga að veita skilvirka forystu með nauðsynlegu fjármagni til að koma endurbótunum í höfn.</p> <p>Upphafleg drög að bréfinu má rekja til fjögurra kvenna í hjálparstarfi, Alexíu Pepper de Caires, Söru Martin, Önnu Quesney og Daniellu Spencer – en þær eiga það sameiginlegt að hafa barist gegn kynferðislegu ofbeldi innan hjálparstarfs árum saman. Boðskapur þeirra hefur fengið byr undir vængi á síðustu vikum þar sem fjöldi kvenna hefur stigið fram með <a href="https://www.devex.com/news/uk-aid-chiefs-agree-safeguarding-action-plan-as-dfid-uncovers-new-incidents-92248" target="_blank">frásagnir</a>&nbsp;af kynferðislegri áreitni og misnotkun.</p> <p>Konurnar sem skrifa undir bréfið hvetja starfsmenn hjálparsamtaka til þess að deila bréfinu með samstarfsfólki og nota myllumerkin #AidOpenLetter, #AidToo, og #ReformAid“ á Twitter. Þá er stuðningsfólk hvatt til þess að þrýsta á samtök/stofnanir til þess að fylgja eftir þeim meginatriðum sem lýst er í bréfinu.</p> <p><a href="http://www.sexualexploitationreport.org/" target="_blank">Skýrslan: HARASSMENT, ABUSE AND EXPLOITATION IN THE AID SECTOR: COWBOYS AND CONQUERING KINGS, eftir Danielle Spencer/ Sexualexploitationreport.org</a></p> <p><a href="https://www.irinnews.org/in-depth/exploitation-and-abuse" target="_blank">In-Depth: Exploitation and Abuse/ IRIN</a></p>

09.03.2018Afganskur flóttamaður verður að sérfræðingi um fisk í Noregi

<span></span> <p>Þegar honum var boðið að kaupa vinsæla fiskbúð í norður Noregi hélt Asif að það væri brandari. „Ég vissi ekkert um fisk!“ hlær hann. „Núna er ég eigandi Fiskebua og öllum vinum mínum finnst það fyndið að afganskur flóttamaður sé nú orðinn fisk sérfræðingur.“</p> <p>Hann hefur ekki alltaf haft það auðvelt en Asif segir að Noregur sé góður staður fyrir flóttafólk sem er tilbúið að læra tungumálið og leggja hart að sér.</p> <p>&nbsp;Asif hafði aldrei áður séð hafið. Sem flóttamaður ferðaðist hann langar leiðir í gegnum Íran og Tyrkland en fór svo í fyrsta skiptið á bát, til þess að komast frá Tyrklandi yfir til Grikklands.</p> <p>Þegar hann kom til Noregs í fyrsta sinn árið 2004 hafði Asif dvalið í móttökumiðstöð hælisleitenda í fimm ár. Þar lærði hann norsku á meðan hann beið eftir að umsókn hans um hæli yrði meðhöndluð.</p> <p>Hann segir að biðtíminn hafi verið erfiður og að hann hafi verið ólmur í að komast burt frá miðstöðinni og byrja að vinna fyrir sér og fá svo eiginkonu sína til Noregs frá Afganistan.</p> <p>Árið 2007 flutti Asif til Mo i Rana, sem er lítill bær í norður-Noregi, rétt sunnar við norðurheimskautsbaug. Fyrsta vinnan hans var í matvörubúð í bænum.</p> <p>„Yfirmaður minn sagði mér að hann gæti bara boðið mér hlutastarf þegar ég byrjaði að vinna hjá honum – en fljótlega eftir það fór hann að biðja mig um að vinna meira. „Ég vildi vinna mikið svo ég gæti safnað pening – mig langaði að kaupa hús og hjálpa konunni minni að komast hingað til Noregs,“ segir Asif. „Ég var ekki hræddur við að vinna mikið og viðskiptavinum líkaði vel við mig.“</p> <p>Merete Torsteinstein, forstöðumaður endurmenntunarstofnunarinnar í Mo i Rana hefur unnið með flóttafólki í fjöldamörg ár. Sveitafélagið hefur verið vandræðum með að finna fólk sem langar að setjast að í Mo i Rana, þannig að könnun var lögð fyrir flóttafólk á svæðinu til að komast að því hvað það væri sem myndi fá þau til að vilja að búa á svæðinu. „Niðurstöðurnar sýndu fram á þrjú meginatriði sem flóttafólk taldi nauðsynlegt til þess að setjast að á svæðinu. Það voru: tækifæri til þess að vinna fyrir sér og sínum, tækifæri til þess að kaupa hús og að það væri auðeldur aðgangur að góðum leikskólum og skólum fyrir börnin,“ segir Merete. „Það er svo auðvelt að gleyma því að þetta fólk er alveg eins og ég og þú og ég held að það væri hægt að framkvæma sömu könnun hvar sem er í heiminum og fá sömu niðurstöður.“</p> <p>Asif vann í matvörubúðinni í 6 ár og hafði kynnst viðskiptavinunum og heimamönnum mjög vel og var hamingjusamur. Árið 2011 hafði hann keypt hús í Mo i Rana og hafði tekist að koma konunni sinni, Freshta til Noregs frá Afganistan á grundvelli fjölskyldusameiningar.</p> <p>Einn daginn kom Rolf Skjærvöld, eigandi Fiskebua, frægu fiskbúðarinnar við hliðina á matvörubúðinni, til Asif og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að taka yfir reksturinn. Rolf og meðeigandi hans Inger-Lise Kristiansen höfðu ákveðið eftir að hafa unnið lengi og mikið, að tími væri til kominn að fara á eftirlaun.</p> <p>„Fyrst hélt ég að hann væri að grínast – ég vissi ekkert um fisk!,“ segir Asif hlæjandi. „Og svo útskýrði Rolf að hann var viss um að fyrirtækið myndi passa mér vel þannig ég og konan mín ákváðum að taka af skarið og kaupa fiskbúðina.“</p> <p>Margir hefðu komið til Rofl og Inger og sýnt rekstrinum áhuga, en þau vildu engan annan en Asif.</p> <p>„Að eiga fiskbúð er mjög erfitt og krefst ákveðni og áhuga, eitthvað sem Asif hefur. Hann er fljótur að læra, hann er vingjarnlegur maður með mikla þjónustulund. Að vinna með honum hefur verið mjög gefandi og ánægjulegt,“ segir Inger-Lise Kristiansen.</p> <p>Í dag blómstrar Fiskebua. Með Asif og Freshta bakvið búðarborðið og með stuðning fyrrum eigenda sem hafa m.a. kennt þeim allt sem þau vita um fisk og hvernig það virkar að reka fyrirtæki í Noregi, hafa sölutölur risið og fastakúnnar búðarinnar eru ánægðari sem aldrei fyrr.</p> <p>Sojborg Ulriksen er eldri borgari sem hefur búið í Mo i Rana allt sitt líf. Hún hefur verið fastakúnni Fiskebua í fjöldamörg ár. „Þegar við viljum kaupa fisk – þá komum við hingað“ segir hún „Asif er alltaf almennilegur og hann veit mikið um fisk. Það að hann er frá Afganistan gerir þetta bara skemmtilegt – hann er augljóslega búin að læra heilmikið!“</p> <p>Nánar á íslensku á <a href="http://www.unhcr.org/neu/is/17322-afganskur-flottamadur-verdur-ad-serfraedingi-um-fisk-i-noregi.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR)</p>

09.03.2018Stærsta ólokna verkefni heimsins er að tryggja jafnrétti kynjanna

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnar því að jafnvægi hafi náðst á milli kynjanna í æðstu stjórn samtakanna. Þetta kemur fram í grein sem birtist í dagblöðum víða um heim í gær í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8.mars. </p> <p>Í greininni segir Guterres:</p> <p>„Við stöndum á tímamótum hvað varðar réttindi kvenna. Kúgun og mismunun, sem hefur þrifist í skjóli sögulegs og kerfisbundins ójöfnuðar, er nú opinberuð sem aldrei fyrr. Hvort heldur sem er í Suður-Ameríku, Evrópu eða Asíu, á samfélagsmiðlum, í verksmiðjum eða á götum úti; alls staðar eru konur að krefjast varanlegra breytinga. Þær krefjast þess að hvers kyns kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun verði útrýmt.</p> <p>Stærsta mannréttindaáskorun heimsins og stærsta ólokna verkefni heimsins er að tryggja jafnrétti kynjanna og efla völd kvenna.</p> <p>Virkni og málflutningur margra kynslóða kvenna hefur uppskorið árangur.</p> <p>Fleiri stúlkur sækja skóla en nokkru sinni fyrr. Fleiri konur vinna launaða vinnu og gegna ábyrgðarstöðum í einkageiranum, háskólasamfélaginu, í stjórnmálum og alþjóðlegum samtökum, þar á meðal hjá Sameinuðu þjóðunum. Jafnrétti kynjanna hefur verið lögfest og skaðlegar aðgerðir á borð við limlestingar á kynfærum og barnahjónabönd hafa víða verið bannaðar.</p> <p>En alvarlegar hindranir standa í vegi fyrir því að leiðrétta sögulegan halla, sem liggur til grundvallar mismunun og misnotkun.</p> <p>Meir en milljarð kvenna skortir lagalega vernd gegn kynferðislegu heimilisofbeldi. Launamunur kynjanna er 23% á heimsvísu, og allt að 40% í dreifbýli, auk þess sem ólaunuð vinna kvenna er ekki viðurkennd. Að meðaltali er hlutfall kvenna á þjóðþingum fjórðungur og enn lægra í stjórnum fyrirtækja. Án samhæfðra aðgerða munu milljónir stúlkna sæta kynfæralimlestingum á næsta áratug.</p> <p>Þar sem lög hafa verið sett er oft ekki farið eftir þeim og konur eru oft virtar að vettugi, málflutningur þeirra dreginn í efa og þær smánaðar, þegar þær leita réttar síns. Við vitum sífellt betur að kynferðisleg áreitni og mismunun hefur viðgengist á vinnustöðum, á opinberum vettvangi og á einkaheimilum, jafnvel í löndum sem telja sig hafa náð góðum árangri í jafnréttismálum.</p> <p><strong>Sameinuðu þjóðunum ber að vera öðrum fyrirmynd</strong></p> <p>Sameinuðu þjóðunum ber að vera öðrum fyrirmynd í heiminum.</p> <p>Ég viðurkenni að þetta hefur ekki alltaf verið tilfellið. Frá því ég tók við starfi mínu hef ég ýtt úr vör ýmsum aðgerðum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, í friðargæslusveitum okkar og skrifstofum um allan heim.</p> <p>Við höfum nú náð jafnvægi á milli kynjanna í æðsta stjórnunarteymi mínu og ég er ákveðinn í að ná sama árangri innan samtakanna í heild sinni. Ég er staðráðinn í að útrýma kynferðislegri áreitni og hef tekið saman áætlanir til að bæta kæruleiðir og auka ábyrgð.</p> <p>Við vinum náið með ríkjum um allan heim til þess að koma í veg fyrir og taka á kynferðislegri misnotkun og afbrotum starfsfólks í friðargæslusveitum og veita fórnarlömbum stuðning.</p> <p>Við hjá Sameinuðu þjóðunum stöndum þétt að baki konum um allan heim sem berjast fyrir því að brjóta á bak aftur óréttlæti sem þær mega þola. Hvort sem það eru konur í dreifbýli sem krefjast sömu launa og karlar, konur í borgum sem berjast fyrir breytingum, flóttakonur sem eiga á hættu misnotkun og áreitni eða konur sem þola margt af þessu í senn: ekkjur, frumbyggjakonur, konur með fötlun og konur sem falla ekki inn í hefðbundin kynjahlutverk.</p> <p>Aukin völd kvenna eru hluti af kjarna Áætlunar 2030 um sjálfbæra þróun – eða svokallaðra Heimsmarkmiða. Árangur í Heimsmarkmiðunum þýðir árangur fyrir konur, alls staðar. Kastljós-frumkvæðið (Spotlight) sem við stöndum að ásamt Evrópusambandinu beinir sjónum sínum að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum, en slíkt er forsenda jafnréttis og valdeflingar kvenna.</p> <p>Velkjumst ekki í vafa: við erum ekki að gera konum greiða. Jafnrétti kynjanna snýst um mannréttindi, en það er í líka í allra þágu: karla og drengja, kvenna og stúlkna. Ójafnrétti og mismunun gagnvart konum skaðar okkur öll.</p> <p>Það eru skýr dæmi um að fjárfesting í konum er skilvirkasta leiðin til þess að efla samfélög, fyrirtæki og jafnvel ríki. Þátttaka kvenna styrkir friðarsamkomulög, eykur þolgæði samfélaga og þrautseiglu hagkerfisins. Þar sem konum er mismunað þrífast oft siðir og hefðir sem valda öllum tjóni. Feðraorlof, lög gegn heimilisofbeldi og lög um jöfn laun eru allra hagur.</p> <p>Á þessu þýðingarmikla augnabliki í réttindabaráttu kvenna, er tímabært fyrir karla að taka sér stöðu við hlið kvenna; hlusta á þær og læra af þeim. Gagnsæi og ábyrgð vega þungt ef tryggja skal að konur njóti hæfileika sinna til fullnustu og er öllum lyftistöng í samfélögum okkar, þjóðfélögum og hagkerfum.</p> <p>Ég er stoltur af því að vera hluti af þessari hreyfingu og ég vona að rödd hennar haldi áfram að hljóma innan Sameinuðu þjóðanna og um allan heim.“</p>

07.03.2018Yfir hálfur milljarður barna býr í löndum þar sem skortir algerlega tölfræðigögn

<span></span> <p>Að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) blasir við gífurlegur skortur á tölfræðigögnum til þess að unnt sé að meta framfarir í ljósi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF er tilfinnanlegur skortur á gögnum í 64 löndum. Í 37 löndum þar sem unnt er að meta árangur með tölfræðigögnum að einhverju leyti er niðurstaðan sú að Heimsmarkmiðin eiga langt í land.</p> <p>„Rúmlega helmingur barna í heiminum býr í löndum þar sem við getum alls ekki metið framfarir með tilliti til Heimsmarkmiðanna og þar sem við getum lagt mælistiku á árangur erum við langt frá því að ná settu marki,“ segir Laurence Chandy yfirmaður rannsókna og tölfræði hjá UNICEF. </p> <p>Skýrslan – <a href="https://data.unicef.org/wp-content/uploads/2018/03/Progress_for_Every_Child_in_the_SDG_Era.pdf" target="_blank">Progress for Children in the SDG Era</a>&nbsp;– er fyrsta þemaskýrslan þar sem freistað er að leggja mat á árangur Heimsmarkmiðanna með tilliti til barna og ungmenna. Í skýrslunni segir að 520 milljónir barna búi í löndum þar sem algerlega skortir tölfræðigögn í að minnsta kosti tveimur af hverjum þremur atriðum sem á að mæla og ástæða sé til að óttast að börn komi til með að búa við lakari aðstæður eftir 2030 en núna. </p> <p>Matsatriðin fimm sem lögð voru til grundvallar skýrslugerðinni varðandi réttindi barna voru þessi: heilsa, nám, vernd gegn ofbeldi og misnotkun, öruggt umhverfi og jöfn tækifæri.</p> <p>„Fyrir tveimur árum samþykktu þjóðir heims metnaðarfull markmið til að veita hverju og einu barni bestu tækifæri í lífinu með háþróaðri gagnagreiningu til að varða leiðina að settu marki. Og nú sýnir ítarleg skýrsla okkar um framfarir í tengslum við Heimsmarkmiðin gífurlegan skort á gögnum. Flestar þjóðir skortir meira að segja upplýsingar um það hvort um framfarir sé að ræða eða afturför. Börn í heiminum reiða sig á okkur – og við vitum ekki einu sinni hver þau eru,“ segir Chandy.</p> <p>Nánar á <a href="https://www.unicef.org/media/media_102738.html" target="_blank">vef </a>UNICEF</p>

06.03.2018Umtalsverð fækkun barnahjónabanda í heiminum

<span></span> <p>Baráttan gegn barnahjónaböndum hefur skilað þeim árangri að á síðasta áratug var komið í veg fyrir 25 milljón hjónabönd barnungra stúlkna, samkvæmt nýrri samantekt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Hvarvetna í heiminum sést að dregið hefur úr barnahjónaböndum og meðal nokkurra þjóða hefur fækkunin verið umtalsverð. Á einum áratug telur UNICEF að stúlkum sem giftast á barnsaldri hafi fækkað um 15%. Enn giftist þó fimmtungur stúlkna í heiminum áður en átján ára aldri er náð.</p> <p>Mestur hefur árangurinn orðið í suðurhluta Asíu á síðustu tíu árum. Líkurnar á því að stúlkur gangi í hjónaband fyrir átján ára aldur hafa minnkað í þeim heimshluta um rúmlega þriðjung, úr 50% niður í 30%, segir í skýrslu UNICEF. Þar kemur fram að Indverjar eigi hvað mestan þátt í þessari breytingu. Á Indlandi hafi verið lögð áherslu á menntun stúlkna, stjórnvöld hafi stutt við bakið á unglingsstúlkum og send hafi verið sterk skilaboð út í samfélagið um ólögmæti slíkra hjónabanda og skaðsemi.</p> <p>Anja Malhotra kynjaráðgjafi hjá UNICEF segir í frétt frá samtökunum að stelpa sem giftist sem barn standi strax frammi fyrir afleiðingum fyrir lífstíð. Líkurnar á því að hún ljúki skólagöngu minnki en líkurnar á því að hún verði misnotuð af eiginmanni og þjáist af fylgikvillum á meðgöngu aukist. Hún bendir líka á samfélagslegar afleiðingar barnahjónabanda og þá hættu að vítahringur fátæktar festist í sessi kynslóð eftir kynslóð. „Í ljósi þeirra gífurlegu áhrifa sem barnahjónaband hefur á líf ungra stúlkna fögnum við fréttum af því að dregið hafi úr slíkum hjónaböndum en við eigum engu að síður langa leið fyrir höndum,“ segir Anja.</p> <p>Miðað við að fækkun barnahjónabanda um 25 milljónir á einum áratug giftast nú ár hvert samkvæmt gögnum UNICEF um 12 milljónir stúlkna yngri en átján ára. Þótt dragið hafi úr slíkum nauðungarhjónaböndum er fækkunin fjarri því að vera viðundandi sé litið til Heimsmarkmiðanna en samkvæmt markmiði 5.3 á að vera búið að afnema alla skaðlega siði, eins og barnahjónabönd, fyrir árið 2030. Eins og staðan er núna koma 150 milljónir stúlkna til með að giftast fyrir 18 ára afmælisdaginn fram til ársins 2030, segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Mestar áhyggjur eru af stöðunni í Afríku sunnan Sahara. Hlutfall barnahjónabanda í þeim heimshluta fer hratt vaxandi bæði vegna mikillar fólksfjölgunar og vegna fækkunar barnahjónabanda annars staðar í heiminum. Fimmtungur allra hjónabanda barnungra stúlkna var í sunnanverðri Afríku fyrir tíu árum en þriðjungur í dag. Þar eru þó að finna þjóðir sem hafa náð miklum árangri, til dæmis hefur barnahjónaböndum fækkað í Eþíópíu um þriðjung á einum áratug.</p> <p><a href="https://www.unicef.org/media/media_102735.html" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p>

05.03.2018Allt að 70 milljónir til mannúðarverkefna borgarasamtaka

<span></span> <p>Ákveðið hefur verið að veita allt að 70 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Þar af mun ráðuneytið veita allt að 42,5 milljónum króna til annarra verkefna en þeirra sem bregðast við neyð fólks vegna ástandsins í Sýrlandi. Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna þessara mannúðarverkefna. Umsóknir skal senda á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a> fyrir kl. 23:59 fimmtudaginn 5. apríl næstkomandi.</p> <p>Við þessa styrkúthlutun verður farið eftir <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Umsoknir-og-verklagsreglur-v.-samstarfs-vid-borgarasamtok/150720-Verklagsreglur---mannudaradstod---LOKA.pdf">verklagsreglum</a> ráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök frá 2015. Í reglunum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að geta sótt um styrki.</p> <p>Horft er til gæða og væntanlegs árangurs verkefna. Sérstök athygli er vakin á því að búist er við að verkefnin svari alþjóðlegum neyðarköllum (e. appeal), s.s. frá samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála (<a href="http://www.unocha.org/" target="_blank" title="UNOCHA (Opnast í nýjum vafraglugga)">UNOCHA</a>/<a href="https://reliefweb.int/" target="_blank" title="ReliefWeb (Opnast í nýjum vafraglugga)">ReliefWeb</a>) og Alþjóðaráði Rauða krossins og Rauða hálfmánans (<a href="https://www.icrc.org/en" target="_blank" title="ICRC (Opnast í nýjum vafraglugga)">ICRC</a>). Einnig er mikilvægt að inngrip og framkvæmd verkefna íslenskra borgarasamtaka sé samhæft aðgerðum annarra aðila á vettvangi. Litið er á skilvirkni og kröfur gerðar um vönduð og fagleg vinnubrögð, sem eru lykilatriði við ákvarðanatöku um framlög. Við mat á umsóknum verður m.a. stuðst við viðmið <a href="http://www.spherehandbook.org/en/" target="_blank" title="SPHERE handbókarinnar (Opnast í nýjum vafraglugga)">SPHERE handbókarinnar</a> til að tryggja lágmarksaðstoð við haghafa.</p> <p>Verklagsreglur utanríkisráðuneytisins byggjast m.a. á alþjóðlegri stefnu og starfsaðferðum við styrkveitingar úr opinberum sjóðum og <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Umsoknir-og-verklagsreglur-v.-samstarfs-vid-borgarasamtok/Stefnumid-i-samstarfi-vid-islensk-borgarasamtok-i-throunarsamvinnu-og-mannudaradstod.pdf" target="_blank" title="stefnumiðum (Opnast í nýjum vafraglugga)">stefnumiðum</a> ráðuneytisins.</p> <p>Einungis verður tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á <a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=1875681c-a4ee-11e6-940f-005056bc530c">vef</a> Stjórnarráðsins, en þar má einnig finna nánari upplýsingar um verklagsreglur, sem og aðrar hagnýtar upplýsingar.</p>

05.03.2018Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja

<span></span> <p>Norrænu þjóðirnar raða sér í efstu sæti Lýðræðisvísitölunnar fyrir árið 2017 og skipa fjögur af fimm efstu sætunum. Norðmenn tróna á toppnum, Íslendingar eru í öðru sæti og Svíar í þriðja. Eina þjóðin utan Norðurlanda í efstu sætum er Nýja-Sjáland í fjórða sæti, sjónarmun ofar en Danir í fimmta sæti. Vísitala lýðræðis er tekin saman árlega af hagfræðideild The Economist.</p> <p>Samkvæmt þessari nýju lýðræðisvísitölu er lýðræði ekki í sókn í heiminum því niðurstöðurnar sýna þvert á móti mestu hnignun lýðræðis í fjölda ára, eða frá efnahagskreppunni á árunum 2010 til 2011. Sérstaka er talið að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja eins og sjá í meðfylgjandi myndbandi.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/lPQBVnfMXzM" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Vestur-Afríkuríkið Gambía fær sérstaka umfjöllun í skýrslunni fyrir mestu umbætur í lýðræðisátt á síðasta ári en þar voru haldnar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar um langt árabil og einræðisherranum Yahya Jammeh steypt af stóli.</p> <p>Lýðræði er metið samkvæmt vísitölu The Econmist Intelligence Unit út frá fjölmörgum þáttum. Vísitalan nær til 156 ríkja sem skipt er upp í fjóra flokka, allt frá fullu lýðræði niður í harðstjórn. Skýrsluhöfundar segja að þótt um það bil helmingur jarðarbúa búi við einhverskonar lýðræði njóti aðeins 4,5% íbúa jarðarinnar fulls lýðræðis. Þessi tala var í 8,9% árið 2015. Meginástæðan fyrir þessari lækkun er sú að Bandaríkin hafa fallið um flokk, úr fullu lýðræði í það sem vísitalan nefnir „gallað lýðræði“ (flawed domocracy). Önnur vestræn ríki sem hafa fallið niður í þann flokk eru Frakkland og Ítalía.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að þriðjungur jarðarbúa búi við harðstjórn. Minnst lýðræði er í Norður-Kóreu en önnur ríki í fimm neðstu sætunum eru Sýrland, Tjad, Miðafríkulýðveldið og Lýðræðislega lýðveldið Kongó.</p> <p><a href="http://www.eiu.com/topic/democracy-index" target="_blank">Nánar</a></p>

02.03.2018Forseti Íslands afhenti prófskírteini í útskrift Sjávarútvegsskólans

<span></span> <p>Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaði 21 nemanda í vikunni að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands sem afhenti prófskírteini og ávarpaði samkomuna. Þetta var 20. árgangur nemenda í skólanum en fyrstu nemendurnir voru brauðskráðir árið 1998. Í meðfylgjandi kvikmyndabroti frá athöfninni er rætt við þrjá nemendur skólans.</p> <p>Á þessu skólaári tók 21 nemandi þátt í sex-mánaða þjálfunarnámi Sjávarútvegsskólans. Þeir komu frá 15 löndum í Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafi. Konur voru að þessu sinni í meirihluta, eða 13 talsins. Átta sérhæfðu sig á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar, sjö á sviði stofnmats og veiðafæratækni og sex á sviði sjálfbærs fiskeldis. Alls hafa 368 nemendur lokið námi frá skólanum frá upphafi.</p> <p>Formaður stjórnar Sjávarútvegsskólans, Sigurður Guðjónsson, stýrði athöfninni.</p> <p>Tumi Tómasson forstöðumaður skólans gerði grein fyrir starfseminni og hvernig hún hefur vaxið að umfangi frá því árið 1998, þegar nemendur komu frá aðeins þremur löndum, til dagsins í dag, þegar haldið er úti margbrotnu samstarfi við yfir 50 þróunarlönd. Tumi ræddi einnig þær risastóru áskoranir sem sjávarútvegur á heimsvísu stendur frammi fyrir, meðal annars ofnýtingu auðlinda og spillingu hráefnis. Hann sagði að með hliðsjón af þessu væri ljóst að Sjávarútvegsskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að því að styðja Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávarpaði þessu næst samkomuna. Hann fór meðal annars yfir það hvernig sjávarútvegur varð að undirstöðuatvinnugrein landsins á síðustu öld. Í gegnum þá reynslu hefði þjóðin öðlast verðmæta þekkingu sem gætir nýst öðrum. „Og það er einmitt af þessum ástæðum sem Sjávarútvegsskólinn er svo mikilvægur,“ sagði hann.</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: Calibri;">&nbsp;</span><span style="font-size: 11pt; font-family: Calibri;"><iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Wno0JZ8shVw" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe>&nbsp;</span></p> <p>Eftir ræðu forsetans kallaði Þór Ásgeirsson aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskólans nemendur upp til að taka við brautskráningarskírteinum sínum, sem forsetinn afhenti hverjum og einum. Að því loknu tóku þeir í hönd Sigurðar og Tuma sem óskuðu þeim til hamingju.</p> <p>Athöfnin endaði með leiftrandi ræðu Romauli Napitupulu frá Indónesíu fyrir hönd útskriftarnema. „Þegar við snúum aftur heim erum við ekki bara nemendur,“ sagði hún „heldur erum við boðberar breytinga í okkar nánasta umhverfi“.</p> <p>Eftir brautskráningu var efnt til móttöku fyrir gesti í salarkynnum Hafrannsóknastofnunar.</p> <p><a href="http://www.unuftp.is/" target="_blank">Vefur skólans</a></p>

01.03.2018Óttast að markmið um útrýmingu vannæringar náist ekki

<span></span> <p>Ítarleg kortlagning á hæð og þyngd barna og menntun kvenna á barneignaaldri í Afríkuríkjum leiðir í ljós að ekkert ríki er á réttri leið með að útrýma vannæringu fyrir árið 2030. Það er eitt Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þetta kemur fram í grein í vísindatímaritinu Nature um langtímarannsókn sem unnin var á fimmtán ára tímabili meðal flestra þjóða í Afríku.</p> <p>Hins vegar sýna rannsóknirnar, sem veita nákvæmar upplýsingar frá einstaka þorpum víðs vegar um álfuna, að nánast hjá öllum afrísku þjóðunum er að minnsta kosti eitt hérað í hverju landi þar sem heilsa barna fer batnandi.</p> <p>Rannsóknirnar tvær, annars vegar á hæð og þyngd barna og hins vegar á menntunarstigi kvenna á barneignaaldri, náðu til 51 ríkis yfir fimmtán ára tímabil, frá 2000 til 2015. Vísindamennirnir rannsökuð sérstaklega þessa tvo þætti vegna þess að þeir eru sagðir hafa mikilvægt forspárgildi í tengslum við barnadauða.</p> <p>„Þegar þessir tveir þættir eru skoðanir saman veita þér mjög gagnlegar vísbendingar um það hvaða samfélög standa sig vel og hvaða samfélög hafa verið skilin eftir,“ segir Simon Hay prófessor í alþjóðlegum heilbrigðisrannsóknum við Washingtonháskóla í Bandaríkjunum í <a href="http://www.bbc.com/news/science-environment-43173614" target="_blank">BBC</a>&nbsp;frétt.</p> <p> Fram kemur í fréttinni að meðal flestra Afríkuþjóðanna, einkum þjóða sunnan Sahara og í austur- og suðurhluta álfunnar, hafði dregið úr vannæringu barna. Gögnin sýna hins vegar mikið misræmi innan einstakra þjóða. Bent er á að með kortlagningu á stöðunni í smáatriðum hafi stjórnvöld sannanir í höndunum til að dreifa fjármagni til byggðarlaga sem hafa dregist aftur úr.</p> <p> Kofi Annan, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Nóbelsverðlaunahafi, lagði áherslu á þetta atriði í <a href="https://www.nature.com/articles/d41586-018-02386-3" target="_blank">pistli</a>&nbsp;sem hann skrifaði um greinina í Nature og sagði: „Án góðra tölfræðigagna fljúgum við blindandi. Ef þú getur ekki séð vandann geturðu ekki leyst hann.“</p> <p><a href="https://www.nature.com/articles/nature25760" target="_blank">Mapping child growth failure in Africa between 2000 and 2015/ Nature</a></p>

27.02.2018Dregið hefur úr ungbarnadauða í Malaví um tæplega helming frá aldamótum

<span></span> <p>Malaví er það land í heiminum þar sem einna mestur árangur hefur náðst í baráttunni við ungbarnadauða. Þar hefur tekist á innan við tveimur áratugum að draga úr ungbarnadauða um tæplega helming. Um síðustu aldamót lést 41 barn af hverjum þúsund fæddum en sú tala er komin niður í 23 börn. Þetta kemur fram í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/02/27/Mikill-arangur-i-barattunni-vid-ungbarnadauda-i-Malavi/" target="_blank">pistli</a>&nbsp;Lilju Dóru Kolbeinsdóttur verkefnastjóra í sendiráði Íslands í Lilongve. Hún segir að staðbundinn árangur við að draga úr mæðra- og nýburadauða í Mangochi héraði í Malaví sé að miklu leyti íslensku þróunarfé að þakka.</p> <p>Lilja Dóra segir í pistlinum að aukið aðgengi verðandi mæðra að gæða heilbrigðisþjónustu skýri þessar miklu breytingar. Um síðustu aldamót hafi rúmlega helmingur allra kvenna fætt börn án þess að þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn kæmu þar nærri en árið 2016 hafi níu af hverjum tíu mæðrum eignast börn sín að viðstöddum þjálfuðum heilbrigðisstarfsmönnum. </p> <p>Lilja Dóra minnir á að Íslendingar hafi í tólf ár frá aldamótum byggt upp sveitasjúkrahús í Monkey Bay í Mangochi héraði, með öflugri fæðingardeild, og síðustu fimm árin hafi heilbrigðismál í héraðinu notið stuðnings þróunarsamvinnu Íslands. „Helstu áherslurnar hafa verið á að auka aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu sem miða að mæðra- og ungbarnaeftirliti og fæðingarhjálp. Markmið samstarfsins er að auka aðgengi að gæða heilbrigðisþjónustu fyrir verðandi mæður og tryggja aðgengi að kynheilbrigði og réttindum, til að draga úr mæðradauða í Mangochi héraði,“ skrifar Lilja Dóra.</p> <p>Fram kemur í pistlinum að byggðar hafi verið átta fæðingardeildir og ellefu biðskýli fyrir verðandi mæður í verkefni héraðsstjórnarinnar með Íslendingum, auk héraðsfæðingardeildar sem risin er í Mangochi bænum. Starfsemi hefst í þessum nýju deildum fljótlega því nýlega réðu malavísk stjórnvöld 166 heilbrigðisstarfsmenn til starfa í Mangochi héraði sem taka til starfa í apríl. „Alls fæðast um 30.000 börn á ári hverju í Mangochi héraði en til samanburðar fæðast rúmlega 4.000 börn á á Íslandi á ári,“ segir Lilja Dóra.</p> <p>&nbsp;</p>

26.02.2018Rúmlega sex af hverjum tíu Dönum fylgjandi alþjóðlegri þróunarsamvinnu

<p>Tæplega tveir af hverjum þremur Dönum styðja alþjóðlega þróunarsamvinnu danskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun um þekkingu og viðhorf Dana til þróunarsamvinnu. </p> <p>Ulla Tørnæs ráðherra þróunarmála í dönsku ríkisstjórninni fagnar þessari niðurstöðu og segir í fréttatilkynningu danska utanríkisráðuneytisins að það sé mjög jákvætt að svo margir Danir styðji þróunarsamvinnu. Hún bendir á að danska þjóðin átti sig á því að með hjálparstarfi á alþjóðavísu sé verið að gæta danskra hagsmuna.</p> <p>Skoðanakönnunin leiðir einnig í ljós að þekking á Heimsmarkmiðunum sautján sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samykkti árið 2015 hefur aukist úr 12% í 16%. Þekkingin er marktækt meiri meðal yngri hópa þjóðfélagsins eins og sést á því að 33% aðspurðra í aldurshópnum 18-24 ára þekktu til Heimsmarkmiðanna.</p> <p><a href="http://um.dk/da/nyheder-fra-udenrigsministeriet/NewsDisplayPage/?newsID=82334EB9-CEAC-4C9E-8FCA-B556560E361D" target="_blank">Fréttatilkynning danska utanríkisráðuneytisins</a></p>

24.02.2018Lim­lest­ar til að forðast út­skúf­un

<span></span> <p>For­eld­ar stúlku­barna víða í Afr­íku og Asíu líða oft vít­isk­val­ir yfir því að þurfa að láta dæt­ur sín­ar gang­ast und­ir lim­lest­ing­ar á kyn­fær­um (e. female genital mu­tilati­on). Aðgerð sem er ekki bara sárs­auka­full og brot á mann­rétt­ind­um, held­ur get­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér, jafn­vel leitt til dauða. Þrýst­ing­ur frá sam­fé­lag­inu og stór­fjöl­skyld­unni er þó oft svo mik­ill að for­eldr­ar telja sig eiga ekki annarra kosta völ svo að þau sjálf og dótt­ir þeirra verði ekki út­skúfuð úr sam­fé­lag­inu. Þetta seg­ir yf­ir­maður verk­efn­is sem hef­ur það að mark­miði að út­rýma slík­um lim­lest­ing­um á næstu árum eða ára­tug­um.</p> <p>Tölu­verður ár­ang­ur hef­ur náðst á síðustu tíu árum í að draga úr lim­lest­ing­um á kyn­fær­um stúlkna og kvenna, sem gjarn­an eru fram­kvæmd­ar í þeirri trú að þannig megi viðhalda mey­dómi þeirra og koma í veg fyr­ir að þær verði ótrú­ar eig­in­mönn­um sín­um. Um er að ræða aðgerðir sem fela í sér að ytri kyn­færi kvenna eru fjar­lægð að hluta til eða öllu leyti og jafn­vel saumað fyr­ir leggöng. Mik­ill fjöldi kvenna verður fyr­ir óbæt­an­leg­um skaða, bæði lík­am­lega og and­lega, vegna lim­lest­ing­anna. Inn­an margra sam­fé­laga í Afr­íku, og á fleiri svæðum, er þetta tal­inn nauðsyn­leg­ur und­ir­bún­ing­ur fyr­ir full­orðins­ár og hjóna­band.</p> <p>68 millj­ón­ir stúlkna í hættu&nbsp;</p> <p>Árið 2008 hófst sam­starfs­verk­efni á milli UNICEF (Barna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna) og UN­FPA (Mann­fjölda­sjóðs Sam­einuðu þjóðanna) sem hef­ur það að mark­miði að út­rýma þess­um lim­lest­ing­um og hraða þeirri vinnu eins og hægt er. Verk­efnið nær til 17 Afr­íkulanda, en lang­flest­ar þeirra kvenna sem lim­lest­ar hafa verið eru frá lönd­um Afr­íku.</p> <p>UN­FPA áætl­ar að rúm­lega 200 millj­ón­ir stúlkna og kvenna í 30 lönd­um séu á lífi í dag sem hafi verið lim­lest­ar með þess­um hætti. Flest­ar á tíma­bil­inu frá fæðingu til 15 ára ald­urs. Ótt­ast er að um 68 millj­ón­ir stúlkna eigi á hættu að verða lim­lest­ar fyr­ir árið 2030 verði ekk­ert að gert.</p> <p>Nafissatou Diop, yf­ir­maður sam­starfs­verk­efn­is­ins, var stödd hér á landi í vik­unni til að end­ur­nýja stuðning Íslands við verk­efnið, en ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur stutt verk­efnið frá ár­inu 2011. Nafi, eins og hún er alltaf kölluð, seg­ir stuðning landa eins og Íslands mjög mik­il­væg­an, ekki bara fjár­hags­lega held­ur líka póli­tísk­um vett­vangi.</p> <p>Ítarlegri <a href="https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/02/24/limlestar_til_ad_fordast_utskufun/" target="_blank">grein</a>&nbsp;á Mbl.is</p> <p>&nbsp;</p>

23.02.2018Sjávarútvegsskólinn útskrifar nemendur í tuttugasta sinn

<span></span> <p>Næstkomandi mánudag fer fram brautskráning nemenda Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í tuttugasta sinn en að þessu sinni útskrifast 21 nemandi úr sex mánaða þjálfunarnámi skólans. Nemendurnir koma frá 15 löndum í Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafi. Konur eru meirihluti nemenda, 13 talsins. Átta nemendur sérhæfðu sig á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar, sjö á sviði stofnmats og veiðafæratækni og sex á sviði sjálfbærs fiskeldis.</p> <p>Alls hafa 368 nemendur lokið námi frá skólanum frá því hann var stofnaður árið 1998. Þeir koma frá yfir 50 löndum, flestir frá Víetnam, Úganda, Kína, Kenía, Sri Lanka og Tansaníu. Skólinn hefur einnig útskrifað nemendur frá fölmörgum smáum eyríkjum þar sem sjávarútvegur er mikilvægur, eins og Kúbu, Jamaíku, Grænhöfðaeyjum og Fídjíeyjum.</p> <p>Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1998 á grundvelli þríhliða samkomulags milli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, utanríkisráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunar. Hann er rekinn í nánu samstarfi háskólasamfélagsins, stjórnvalda og atvinnulífs. Meðal samstarfsaðila á Íslandi má nefna Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Hólaháskóla.</p> <p>Meginviðfangsefni Sjávarútvegsskólans er að byggja upp færni og þekkingu meðal sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum. Umfangsmesti liðurinn í starfsemi skólans er sex-mánaða þjálfunarnámið, en það er haldið á hverjum vetri frá september til febrúar. Í náminu eru sérfræðingarnir efldir faglega og búnir undir að hafa áhrif á uppbyggingu sjávarútvegs í því starfsumhverfi er þeir koma frá.</p> <p>Útskriftarathöfnin á mánudag fer fram í sal Hafrannsóknarstofnunnar, Skúlagötu 4 - 1. hæð og hefst kl. 15:00. Strax að henni lokinni, eða kl. 16:00, verður móttaka fyrir gesti á sama stað.</p> <p><sup></sup><span style="vertical-align: super;"><sub>Á myndinni eru nemendur Sjávarútvegsskólans sem útskrifast eftir helgi. Myndin tekin á Snæfellsnesi við Gufuskála síðstliðið haust:</sub></span></p> <p><sup>(Efsta röð t.f.v.) Oluwatosin Mayowa Akande frá Nígeríu, Keith Johanis Bennett Wilson frá Níkaragva, Ndjonjip Yves Merlin frá Kamerún, Lu Hang frá Kína, Zhang Qian frá Kína, Victor Wendulika Agostinho frá Angóla&nbsp;</sup></p> <p><sup><span style="vertical-align: sub;">(Fyrir framan efstu röðina, frá miðju til hægri) Yetunde Elizabeth Ibiwoye frá Nígeríu, Vasana Tutjavi frá Namibíu.</span></sup></p> <p><sup>(Miðröð t.f.v.i) Ritha Haika John Mlingi frá Tansaníu, Adeseye Olufemi Olusola frá Nígeríu, Indira Nyoka Brown frá Bahamaeyjum, Suama Niinkoti frá Namibíu, Kate Shanda St. Mark frá Sankti Lúsíu, Shamal OʼReilly Connell frá Sankti Vinsent og Grenadínum, Moe Pwint Phyu Oo frá Mjanmar, Aysha Akhtar frá Bangladess, May Zun Phyo frá Mjanmar, Simon Peter Kigongo Sserwambala frá Uganda.</sup></p> <p><sup>(Sitjandi t.f.v.) Koena Gloria Seanego frá Suður-Afríku, Astri Suryandari frá Indónesíu, Romauli Juliana Napitupulu frá Indónesíu.</sup></p>

22.02.2018Vel heppnuð vinnustofa um viðskipti í þróunarlöndum

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa stóðu í dag fyrir vel heppnaðri vinnustofu um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs í þróunarsamvinnu. Að sögn Davíðs Bjarnasonar, deildarstjóra atvinnulífs og svæðasamstarfs á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, var vinnustofan meðal annars hugsuð til að stofna til aukins samtals við atvinnulífið um það hvernig örva megi þátttöku þess í þróunarsamvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar og atvinnusköpunar í þróunarlöndum </p> <p>Í kjölfar skýrslu stýrihóps um utanríkisþjónustu til framtíðar hefur utanríkisráðuneytið eflt samvinnu við atvinnulífið og einkafyrirtæki um þróunarverkefni svo íslenskt sérþekking geti betur nýst í þágu sjálfbærrar þróunar og til þess að greiða leið þeirra fyrirtækja sem vilja nýta sér viðskiptatækifæri í þróunarríkjum. </p> <p>Fjölbreyttur hópur fulltrúa úr íslensku atvinnulífi tók þátt í vinnustofunni á Grand hótel í Reykjavík og skapaðist góður vettvangur til skoðanaskipta og til þekkingarmiðlunar, að sögn Davíðs. Fjallað var um tækifæri og hindranir hvað varðar þátttöku fyrirtækja í viðskiptum í þróunarlöndum og hvernig íslenskt atvinnulíf og hið opinbera geta unnið betur saman m.a. í gegnum tengslamyndum og upplýsingamiðlun. </p> <p>Unnið verður úr niðurstöðum fundarins og þær nýttar í áframhaldandi útfærslu á samstarfi og samráði utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu við atvinnulífið.</p>

22.02.2018Umsóknir borgarasamtaka vegna fræðslu- og kynningarverkefna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið vekur athygli á því að umsóknarfrestur fyrir styrkumsóknir frá íslenskum borgarasamtökum vegna fræðslu- og kynningarverkefna um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð er til miðnættis fimmtudagsins 15. mars 2018.</p> <p>Farið verður eftir&nbsp;<a href="https://www.utanrikisraduneyti.is/media/throunarsamvinna/felagasamtok/150630-Verklagsreglur-2015-fraedslu--og-kynningarmal---LOKA.pdf" target="_blank" title="verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök frá 2015 (PDF) (PDF)">verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök frá 2015</a>&nbsp;við úthlutun styrkja. Í reglunum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að geta talist styrkhæf.&nbsp;</p> <p>Fræðsluverkefni snúa að samtökunum sjálfum og henta sérstaklega samtökum sem hyggjast efla getu sínu til að starfa að málaflokknum og kunna að koma til með að sækja um verkefnastyrki til utanríkisráðuneytisins eða annarra aðila. Þeim er ætlað að efla starf borgarasamtaka, styrkja uppbyggingu þeirra til frambúðar, auka stofnanafærni og efla faglega þekkingu þeirra.</p> <p>Kynningarverkefni eru ætluð til að auka þekkingu almennings á þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, sem og til kynningar á starfi samtakanna við málaflokkinn. Ekki er gerð krafa um að umsækjendur um styrki til kynningarverkefna hafi sjálfir reynslu af framkvæmd verkefna á sviði þróunarsamvinnu eða mannúðaraðstoð</p> <p>Kynningarstyrkir eru ekki ætlaðir til kynningar á einstökum verkefnum sem þegar hafa hlotið styrki frá utanríkisráðuneytinu,&nbsp;<a href="http://www.iceida.is/borgarasamtok/umsoknir/">sbr. verklagsreglur ráðuneytisins</a>&nbsp;þar um. </p> <p>Við mat á umsóknum er litið til ofangreindra þátta og <a href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Umsoknir-og-verklagsreglur-v.-samstarfs-vid-borgarasamtok/Stefnumid-i-samstarfi-vid-islensk-borgarasamtok-i-throunarsamvinnu-og-mannudaradstod.pdf">stefnumiða ráðuneytisins í samstarfi við íslensk borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð 2015-2019</a>, auk þess sem horft er til þess að verkefnin séu óhlutdræg, byggist á virðingu og hafi kynja- og jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.</p> <p>Nánari upplýsingar um samstarf utanríkisráðuneytisins við borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð má finna á&nbsp;<a href="http://www.iceida.is/borgarasamtok/">vef alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands</a>. Einungis verður tekið við umsóknum sem skilað er inn á&nbsp;þar til gerðum eyðublöðum&nbsp;og sendar eru á netfangið [email protected] fyrir kl. 23:59 þann 15. mars 2018.&nbsp;</p>

21.02.2018Endurnýjaður samningur við Mannfjöldasjóð SÞ um FGM

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra skrifaði í gær undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (<a href="https://www.unfpa.org/" target="_blank">UNFPA</a>) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. </p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur lagt áherslu á baráttuna gegn limlestingu á kynfærum kvenna og stutt verkefnið frá árinu 2011. Female Genital Mutilation/Cutting (FGM/C) nær til allra aðgerða sem fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að hluta til eða algerlega og þeirra áverka, andlegra og líkamlegra, sem koma til sökum slíkra aðgerða. Flestar stúlkur eru limlestar á aldrinum frá fæðingu til fimmtán ára aldurs og skaðinn er óbætanlegur.</p> <p>„Limlesting á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu ójafnrétti og ofbeldi, og því mikilvægt að styðja við verkefni sem berjast gegn þessum skaðlegu siðum,“ segir Guðlaugur Þór.</p> <p>UNFPA áætlar að rúmlega 200 milljónir kvenna í 30 löndum hafi orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Langflest þessara landa eru í Afríku. Óttast er að 68 milljónir stúlkna verði limlestar með þessum hætti fyrir árið 2030 að óbreyttu. Menningarlegar ástæður og siðir liggja til grundvallar og styðja við þá hugmynd að FGM/C sé öllum stúlkum nauðsynleg sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir hjónaband og fullorðinsár. </p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og UNFPA hafa frá 2008 unnið saman í baráttunni gegn FGM/C. Samstarfsverkefni UNICEF og UNFPA hefur það að meginmarkmiði að hraða afnámi FGM/C í sautján áherslulöndum verkefnisins.</p>

21.02.2018Ísland og Afganistan: Afstæður veruleiki

<span></span> <p>Mér vefst tunga um tönn þegar ég spurð hvernig ástandið sé í Afganistan, nú síðast í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Spurningin hljómar einföld, en svarið svo margslungið að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Erum við að tala um hernaðarlegt ástand, pólitískt, félagslegt? Ástand öryggismála? Líðan almennings? Árangur NATO? Stutta svarið er svo sem ekkert flókið: Ástandið er slæmt. En það er bæði verra og betra en það hefur verið.</p> <p>Síðustu tvær vikurnar mínar í Afganistan voru mjög blóðugar, með röð hryðjuverkaárása dag eftir dag. Í þeirri mannskæðustu sprengdu talíbanar sjúkrabíl í miðborg Kabúl, þar sem yfir 100 manns dóu. Þremur dögum áður höfðu ISIS gert s.k. “complex attack” á skrifstofur Save the Children. Sjúkrabíll. Hjálparsamtök fyrir börn. Manni fallast hendur yfir grimmdinni. Þessi vetur er nú þegar sagður sá ofbeldisfyllsti í Afganistan síðan 2001. Bara í janúar gerðu talíbanar 472 árásir í landinu.</p> <p><strong>Hundsaði allar beiðnir fjölmiðla</strong></p> <p>Það er í mannlegu eðli að láta sig fyrst og fremst varða það sem stendur manni nærri og atburðir í fjarlægum löndum ná frekar athygli fólks ef þeir hafa einhverja tengingu við þeirra eigin veruleika. Þess vegna leit ég m.a. á það sem hluta af mínu starfi að nýta tækifærið til að vekja athygli Íslendinga á Afganistan á meðan ég var þar, í landi sögunnar endalausu sem fæstir nenna að hlusta á lengur. En eftir því sem leið á starfsárið missti ég meira og meira lystina á því að tala um ástandið, “út frá mínum sjónarhóli”. Undir lokin hundsaði ég allar beiðnir fjölmiðla heima um viðtöl eftir árásahrinuna blóðugu. Mér fannst ég ekki í aðstöðu til að tjá mig um þennan ömurlega veruleika fólks sem ég var bara áhorfandi að, jafnvel þótt ég horfði á úr meiri nálægð en aðrir.</p> <p>Það rifjast upp fyrir mér þegar ég fór í fyrsta skipti í kistulagningu, 15 ára gömul. Tvítugur frændi minn lést af slysförum uppi á jökli. Foreldrar hans sátu gegnt mér í kapellunni, líkkista einkasonarins á milli okkar, og sorgin í svip þeirra var svo átakanleg að það þyrmdi yfir mig og mér fannst ég ekki eiga neinn rétt á því að gráta sjálf. Mín líðan var hjóm eitt samanborið við harm þeirra. Það hljómar órökrétt, en ég man að ég hélt aftur af tárunum, því þau væru hvort eð er svo léttvæg.</p> <p>Mér líður einhvern veginn svipað gagnvart hörmungum almennings í Afganistan. Ég var farin að fá óbragð í munninn þegar ég fékk spurningarnar að heiman: “Er allt í góðu hjá þér? Hvernig líður þér? Upplifir þú þig örugga? Hvernig er að búa við svona ástand?”</p> <p><strong>Í öruggum faðmi Atlantshafsbandalagsins</strong> </p> <p>Ég bjó ekkert við þetta ástand. Þótt það sé bara múrveggur sem skilur á milli þá er hann algjörlega afstæður. Nándin er fjarlæg, því minn veruleiki, í öruggum faðmi Atlantshafsbandalagsins, var víðsfjarri veruleika fólksins hinum megin við vegginn, sem hefur ekkert val um annað en að kalla þetta land sitt heima. Þegar sjúkrabílssprengjan sprakk fyrir mánuði síðan var ég í brunch í bandaríska sendiráðinu í Kabúl, að borða benediktar-egg. Við heyrðum sprenginguna, við sáum reykinn. En við vorum í öruggu skjóli og máttum ekki fara þaðan. Svo ég fékk mér bara ameríska múffu með rjómaostkremi í eftirrétt og beið róleg, þótt ég hefði reyndar smá áhyggjur af því að missa af þyrlunni sem ég átti bókaða síðdegis. Á sama tíma voru 100 manns að deyja, rétt hjá okkur. Mér fannst ég engan rétt hafa á því að tjá mig um þeirra veruleika og að jafnvel þótt ég reyndi væri ómögulegt að koma því til skila í íslenskan veruleika.</p> <p>Ástandið í Afganistan er sem sagt slæmt, en það hefur verið verra áður og það gæti líka versnað aftur. Það myndi ekki batna við að alþjóðaliðið pakkaði saman og slökkti ljósin. Það er heldur ekki víst að það muni batna með þeim aðferðum sem verið er að beita núna, en ég held þó að þær séu líklegri til árangurs en margt það sem hefur verið reynt áður. Það er engin einföld lausn til við ástandinu í Afganistan. Enginn veit hvað væri best að gera, en þar mun allavega ekki spretta fram sæmilega stöðugt, öruggt samfélag án þess að til staðar séu grunnstoðir: Löggæsla, her, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, dómstólar. Þetta eru stofnanir sem voru einfaldlega ekki til fyrir rúmum áratug, og það tekur tíma að koma þeim á fót; byggja upp verklag og stofnanaminni. Samfélagssáttmála. Það tekur kynslóðir.</p> <p><strong>Milljónir á flótta</strong></p> <p>Á Rás 2 í gær talaði ég um hversu hvetjandi það gat verið að hitta unga, menntaða Afgani sem hafa metnað fyrir því að leggja sitt að mörkum við að byggja upp betra samfélag. Ég nefndi hinsvegar ekki þær milljónir Afgana sem eru á flótta, bæði í eigin landi og öðrum. Við viljum þetta fólk ekki til Evrópu, svo þau eru send héðan til baka í stórum stíl. Ákjósanlegast væri hinsvegar, fyrir alla, að það takist að skapa þannig ástand í Afganistan að fólk sjái sér ekki þann kost nauðugan að flýja eigið land.</p> <p>Sjálf vona ég innilega að ég muni einhvern daginn fara til Afganistan aftur, við allt aðrar aðstæður. Njóta þess að heimsækja þetta fallega land og ferðast þar um tiltölulega örugg. Því miður líða sennilega einhverjir áratugir áður en svo getur orðið.</p> <p>Ég veit þetta er langloka um málefni sem snertir fáa hér á Facebook. Ég hef bara þörf fyrir að skrifa mig frá þessu. Nú þegar ég er farin þaðan verð ég líklega ekki beðin um það framar að svara fyrir ástandið í Afganistan. En hugurinn er þar enn.</p> <p>Meðfylgjandi eru myndir af Afganistan eins og ég kynntist því: Út um þyrlu. Gegnum bílrúðu. Innan öryggishliðs og varnarmúra.</p> <p><sub>(Pistill sem Una Sighvatsdóttir fyrrverandi friðargæsluliði í Afganistan skrifaði sem færslu á Facebook 20. febrúar 2018. Birt með góðfúslegu leyfi hennar.)</sub></p>

20.02.2018Sjö þúsund nýburar deyja á degi hverjum

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Nýburar sem fæðast í Japan, á Íslandi og í Singapúr eiga bestu lífslíkurnar, á meðan nýburar sem fæðast í Pakistan, Afganistan og Miðafríkulýðveldinu eru líklegastir til að láta lífið.</p> <p>Skýrslan, sem er kynnt í dag, markar upphafið að alþjóðlegu átaki UNICEF sem hefur það markmið að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða og umbóta fyrir hönd nýbura heimsins.</p> <p><strong>Ójöfnuður hefur mikil áhrif á lífslíkur barna</strong></p> <p>Þrátt fyrir að stórlega hafi dregið úr barnadauða í heiminum hefur ójöfnuður enn mikil áhrif á lífslíkur barna á fyrstu dögum þeirra frá fæðingu. Það er mikið áhyggjuefni að ennþá deyja 7,000 nýburar á hverjum degi af orsökum sem auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir, með betra aðgengi að færu heilbrigðisstarfsfólki og grunnheilsugæslu á meðgöngu og við fæðingu.</p> <p>„Tíðni nýburadauða eru gífurlegt áhyggjuefni, einkum meðal fátækustu ríkja heims“, segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Í ljósi þess að meirihluti þessara dauðsfalla er fyrirbyggjanlegur þá er augljóslega verið að bregðast fátækustu börnunum og þeim sem búa á jaðri samfélaga. Þar á ég til dæmis við dauðsföll af völdum sýkinga sem koma upp vegna slæms hreinlætis og vegna skorts á hreinu vatni í fæðingu,“ segir Bergsteinn.</p> <p><strong>Ójafnt upphaf</strong></p> <p>Í skýrslunni kemur fram að í efnaminni ríkjum heimsins er meðal tíðni nýburadauða 27 börn af hverjum 1,000. Í efnamiklum ríkjum er sama dánartíðni 3 börn af hverjum 1,000. Þar er einnig bent á að 8 af 10 hættulegustu stöðum í heiminum til að fæða börn eru í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Hæsta tíðni nýburadauða&nbsp; &nbsp;-&nbsp; &nbsp;Lægsta tíðni nýburadauða</p> <p>1. Pakistan: 1 af 22&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; -&nbsp; 1. Japan: 1 af 1,111<br /> 2. Miðafríkulýðveldið: 1af 24&nbsp; &nbsp;-&nbsp; 2. Ísland: 1 af 1,000<br /> 3. Afganistan: 1 af 25&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; -&nbsp; 3.&nbsp;Singapúr: 1 af 909<br /> 4. Sómalía: 1 af 26&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; -&nbsp; 4. Finnland: 1 af 833<br /> 5. Lesótó: 1 af 26&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; -&nbsp; &nbsp;5.&nbsp; Eistland: 1 af 769<br /> 6. Gínea-Bissá: 1 af 26&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; -&nbsp; 5.&nbsp;&nbsp;Slóvenía: 1 af 769<br /> 7. Suður-Súdan: 1 af 26&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;-&nbsp; 7.&nbsp;&nbsp;&nbsp;Kýpur: 1 af 714<br /> 8. Fílabeinsströndin: 1 af 27&nbsp; &nbsp; &nbsp; -&nbsp; 8. Hvíta-Rússland: 1 af 667<br /> 9. Malí: 1 af 28&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;-&nbsp; &nbsp;8. Lúxembúrg: 1 af 667<br /> 10. Tsjad: 1 af 28&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;-&nbsp; 8.&nbsp;Noregur: 1 af 667<br /> &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;-&nbsp; 8. Suður-Kórea: 1 af 667</p> <p>Meira en 80 prósent af dauðsföllum nýfæddra barna má rekja til fæðinga fyrir tímann, vandamála sem koma upp í fæðingu eða sýkinga á borð við lungnabólgu, heilahimnubólgu og blóðeitrunar, segir í skýrslunni. Flest þessara dauðsfalla má koma í veg fyrir með aðgengi að vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki ásamt hreinu vatni, sótthreinsun, ódýrum lyfjum, aðstoð við brjóstagjöf og með góðri næringu.</p> <p><strong>Hægt að bjarga lífi 16 milljón barna</strong></p> <p>Ef dánartíðni nýfæddra barna á heimsvísu næði meðaltali hátekjuríkja fyrir árið 2030 væri hægt að bjarga lífi 16 milljón barna. Skortur á vel þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki og ljósmæðrum þýðir þó að á hverjum degi fá þúsundir verðandi mæðra og nýbura ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að lifa af. Sem dæmi má nefna að í Noregi eru 218 læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem þjóna 10,000 manns á meðan hlutfallið er 1 á hverja 10,000 íbúa í Sómalíu.</p> <p>„Þetta undirstrikar ójöfnuðinn”, segir Bergsteinn Jónsson. „Konur eignast oft börn sín án nokkurrar aðstoðar fagfólks, sökum fátæktar, átaka og veikra innviða. Við höfum tæknina og þekkinguna sem þarf, en hún er utan seilingar fyrir þá sem verst standa.“</p> <p>Til þess að vekja athygli á tíðni nýburadauða og krefjast aðgerða fyrir hönd nýbura heimsins hefur UNICEF sett af stað alþjóðlegt átak sem hefst í dag (e.&nbsp;Every Child ALIVE&nbsp;). Með þessu átaki vill UNICEF senda brýn tilmæli til ríkisstjórna, heilbrigðisstarfsmanna, einkageirans og foreldra til að tryggja að fleiri ungabörn lifi af og dafni. Með ákallinu felst krafa um að ná til allra barna með því að:</p> <p>Ráða og þjálfa nægilegan fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með sérfræðiþekkingu í mæðra- og nýburavernd;</p> <p>Tryggja öllum verðandi mæðrum hagnýta og viðráðanlega heilbrigðisaðstöðu með hreinu vatni, sápu og rafmagni;</p> <p>Gera það að forgangsverkefni að veita öllum mæðrum og börnum þau lyf og aðbúnað sem þarf til að lifa af og dafna;</p> <p>Efla ungar konur og stúlkur, verðandi mæður og fjölskyldur þeirra til að krefjast umbóta og umönnunar.</p> <p><a href="http://unicef.is/heimsforeldrar">Heimsforeldrar</a>&nbsp;taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars á sviði mæðraverndar og heilsuverndar barna. Á Íslandi eru yfir 27.000 heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF að þrýsta á um breytingar á heimsvísu.</p> <p><sub>Frétt frá landsnefnd Unicef á Íslandi.</sub></p>

19.02.2018Vinnustofa um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið og&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Islandsstofa/">Íslandsstofa</a>&nbsp;bjóða til vinnustofu og samtals um viðskipti í þróunarlöndum og þátttöku atvinnulífs í þróunarsamvinnu þann 22. febrúar á Grand Hótel Reykjavík (Gullteig A) kl 9-12. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl. 08:30.</span><br /> <br /> Fyrir liggur áhersla utanríkisráðuneytisins á að skoða möguleika á samvinnu við atvinnulífið og einkafyrirtæki um þróunarverkefni og reyna jafnframt að nýta íslenska sérþekkingu sem best í samvinnu við þróunarríki.&nbsp;<br /> <br /> Markmið vinnustofunnar er að stofna til samtals við atvinnulífið um það hvernig örva megi þátttöku þess í þróunarsamvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar, uppbyggingar og atvinnusköpunar í þróunarlöndum. Reynslan hefur sýnt að með því að styrkja þessa&nbsp;þætti og bæta lífsgæði og lífsafkomu í þróunarlöndunum, styrkjast markaðir og margvíslegir möguleikar skapast til viðskipta og fjárfestinga.&nbsp;<br /> <br /> Umræðan sem stofnað er til skiptir því miklu máli fyrir þróunarsamvinnuna, svæðin sem hennar njóta og fyrirtæki sem gætu haft hag af framtíðarviðskiptum.<br /> <br /> Vinna hefur verið í gangi á vegum utanríkisráðuneytisins við að kortleggja mögulega fleti slíks samstarfs með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Utanríkisráðuneytið og Íslandsstofa, fengu m.a. Gallup til að framkvæma fyrir sig könnun sem lögð var fyrir fyrirtæki sl. haust með það að leiðarljósi að kortleggja athafnasemi íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum ásamt því að kanna áhuga íslenskra fyrirtækja á tækifærum og þátttöku í verkefnum og fjárfestingum í þróunarlöndum. Vinnustofan er haldin í framhaldi af þeirri könnun og er hugsuð sem innlegg í yfirstandandi vinnu við að útfæra ramma fyrir samstarf við atvinnulíf í þróunarsamvinnu og viðskipti í þróunarlöndum.&nbsp;<br /> <br /> Vinsamlegast skráið þátttöku hér:&nbsp;<a href="http://www.islandsstofa.is/vidburdir/vidskiptai-i-throunarlondum-og-thatttaka-atvinnulifs-i-throunarsamvinnu-/1163" target="_blank">http://www.islandsstofa.is/vidburdir/vidskiptai-i-throunarlondum-og-thatttaka-atvinnulifs-i-throunarsamvinnu-/1163</a><br /> <br /> Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Erna Arnórsdóttir utanríkisráðuneytinu á netfangið [email protected] og Andri Marteinsson forstöðumaður hjá Íslandsstofu, <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>.</p> <p>Sjá viðburð á Facebook:</p> <p><a href="https://www.facebook.com/events/2303668336313694/">https://www.facebook.com/events/2303668336313694/</a></p>

19.02.2018Fyrirlestrarröð Jafnréttisskólans á vormisseri beinist að mannréttindum

<span></span> <p><span>Fyrirlestraröð&nbsp; Jafnréttissskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna&nbsp;og RIKK, Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum&nbsp;á vormisseri 2018 er tileinkuð Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í ár eru 70 ár síðan hún var samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin nær yfir grundvallarréttindi sem allir menn – karlar og konur – eiga tilkall til. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að fjalla um þá þætti sem viðhalda kynjamismunun og ójafnrétti í ólíkum samfélögum og vekja athygli á gildi mannréttinda sem verkfæris til að takast á við viðvarandi kynjaójöfnuð.</span></p> <p>Fyrsti fyrirlesturinn var fluttur 11. janúar og fjallaði Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um mótun mannréttindayfirlýsingarinnar í fyrirlestrinum: „Veröld ný og betri. Mótun Mannréttindayfirlýsingarinnar“. Hinn 25. janúar flutti svo Ulrike E. Auga, prófessor við Humboldt-háskóla í Berlín og gestaprófessor við Salzburg-háskóla í Austurríki fyrirlesturinn „Mannréttindi, kyn og trú. Álitamál í orðræðu um stjórn-, félags-, menningarmál“. Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerði mannlega reisn í íslenskum rétti að umfjöllunarefni í sínu erindi hinn 8. febrúar.</p> <p>Næsta fimmtudag, 22. febrúar er komið að Elizabeth Klatzer, hagfræðingi og sérfræðingi í kynjaðri hagstjórn, og mun hún fjalla um kynjaða fjárlagagerð í erindi sínu „Fjárlagagerð í þágu kvenréttinda: Skattaréttlæti og kynjajafnrétti“.&nbsp; Þá er komið að Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College, hinn 8. mars og nefnist hans erindi „Réttindabarátta egypskra kvenna í kjölfar arabíska vorsins“ og hinn 19. mars flytur Linda Hogan, fyrrverandi aðstoðarrektor Trinity-háskóla í Dublin, fyrirlesturinn „Trú, kyn og pólitík í ljósi mannréttinda. Sifjafræðileg greining“ í Hátíðarsal Háskóla Íslands.</p> <p>Viviane Namaste, prófessor við Concordia-háskóla í Montreal fjallar um „Skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir konur: Lærdómur úr samfélagi innflytjenda frá Haíti í Montréal“ hinn 12. apríl, í stofu 101 í Odda og síðust á dagskránni er Andrea Peto, prófessor í kynjafræði við Central European-háskólann í Búdapest með erindið „Andfemínískar hreyfingar sem ögrun við mannréttindi“ hinn 8. maí, í Veröld — húsi Vigdísar.</p> <p>Hádegisfyrirlestraröðin er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og eru flestir fyrirlestrarnir haldnir í fyrirlestrasal safnsins í hádegi á fimmtudögum. Allir fyrirlestrarnir eru fluttir á ensku, aðgangur er ókeypis og er allt áhugafólk um þróunarmál og mannréttindi hvatt til að mæta á þessa áhugaverðu viðburði.</p>

18.02.2018Enginn ætti að þurfa að hætta lífi sínu til að vera með fjölskyldu sinni

<span></span> <p>Í eldhúsinu í Kaupmannahöfn eru Manal og börnin hennar þrjú glöð yfir að vera saman. Manal hefur fengið pólitískt hæli og börnin hennar tímabundna vernd í Danmörku, sem þýðir að þau geta loks búið saman. En þegar þau segja frá því sem þau þurftu að ganga í gegnum til að komast á þennan stað breytist andrúmsloftið. „Ég veit ekki einu sinni hvort það er gott fyrir mig að muna, eða ekki,“ segir Manal. „Ég finn fyrir því í líkamanum.“</p> <p>Manal var að vinna í dómsmálaráðuneyti Sýrlands þegar átökin í landinu bárust óþægilega nálægt. Hún átti fárra kosta völ og tók ákvörðun sem engin móðir ætti að þurfa að taka: hún flúði til að bjarga lífi sínu en skildi börnin sín þrjú eftir.</p> <p>Heimili Manal var eyðilagt með sprengjum og skotum þegar átökin hörðnuðu. Þegar henni barst bein hótun frá uppreisnarmanni og dómari var drepinn gerði hún sér ljóst að líf hennar var í hættu. Það var of lítill tími og peningar til að skipuleggja ferðina fyrir þau öll fjögur, svo hún ákvað að fara ein í þeirri trú að börnin kæmu strax á eftir henni. Það leið rúmt ár þar til að hún sá þau aftur.</p> <p>Manal komst í öruggt skjól í Danmörku í desember 2014, en áhyggjum hennar var langt í frá lokið. Hún komst að því að hún yrði að bíða í þrjú ár til að öðlast rétt á að fá fjölskylduna til sín. Það þýddi þrjú ár enn af áhyggjum af börnunum í Sýrlandi og þeim möguleika að þau legðu sjálf í hættuförina til Evrópu.</p> <p><strong>„Það vill enginn vera án barnanna sinna.“</strong></p> <p>„Ég átti mér eina ósk,“ sagði hún. „Að sjá börnin mín. Ég gat aldrei hugsað mér að lifa án þeirra. Enginn vill vera án barnanna sinna.“</p> <p>Full örvæntingar snéri Manal sér til smyglara til að koma fjölskyldunni sem fyrst til Danmerkur.</p> <p>Ferðalag þeirra hófst í október 2015 þegar Sarah, elsta dóttir Manal, skrifaði að þau hefðu fundið einhvern til að koma þeim yfir landamærin inn í Tyrkland og þaðan með báti til Grikklands. Manal var spennt þegar Sarah skrifaði að þau hefðu loksins komist niður að ströndinni og myndu fara um borð í bátinn í dögun.</p> <p>Eftir það heyrði Manal ekkert. Hún fór í háttinn og óttaðist hið versta og vaknaði upp við fréttir um að bátur á leið til Lesbos frá Tyrklandi hefði bilað. Margir þeirra sem voru um borð hefðu farið í sjóinn. Það var báturinn sem hún vissi að börnin hennar væru á.</p> <p>Veröld Manal hrundi meðan fréttamenn töluðu um fjölda karla, kvenna og barna sem hefðu drukknað. Alein í hælismiðstöðinni, miður sín af sektarkennd, hnipraði hún sig saman, skjálfandi og ófær um að hreyfa sig.</p> <p>Frásögnin á íslensku í heild á<a href="http://www.unhcr.org/neu/is/16858-enginn-aetti-ad-thurfa-ad-haetta-lifi-sinu-til-ad-vera-med-fjolskyldu-sinni.html" target="_blank"> vef</a> UNHRC</p>

16.02.2018Framfarir í jafnréttismálum óviðunandi hægfara, segir í skýrslu UN Women

<span></span> <p>UN Women telur að framfarir í jafnréttismálum séu „óviðunandi hægfara“ þegar horft sé til Heimsmarkmiðanna. Stofnunin kallar meðal annars eftir betri gögnum til að knýja fram breytingar og vill að aðgerðum verði einkum beint að tveimur þáttum: ólaunuðum umönnunarstörfum og ofbeldi gegn konum. Mestur árangur náist með áherslu á þetta tvennt.</p> <p>Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) gaf í vikunni út vöktunarskýrslu um fyrirheit og efndir í tengslum við fimmta Heimsmarkmiðið sem felur í sér að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Skýrslan nefnist „Turning Promises into Action.“ Að mati UN Women stendur fimmta Heimsmarkmiðið ekki einungis eitt og sér heldur er það þverlægt og hefur tengingu við öll hin markmiðin sextán.</p> <p>„Framfarir í þágu kvenna og stúlkna eru enn óviðunandi hægfara," segir Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women í skýrslunni og bætir við að „ný gögn og greining þeirra undirstriki að komist ekki mikill skriður á jafnrétti kynjanna blasi við að alþjóðasamfélagið nái ekki markmiðum sínum.“</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að þótt árangur hafi náðst að einhverju leyti á síðustu árum sé niðurstaða skýrsluhöfunda sú að áherslan á konur og stúlkur í Heimsmarkmiðunum hafi ekki skilað sér í aðgerðum í þágu þeirra. Enn séu til dæmis 15 milljónir stelpna á grunnskólaaldri utan skóla samanborið við 10 milljónir stráka; konur á þingi séu aðeins 24% allra þingmanna; launamunur kynjanna sé enn 23%; og kynbundið ofbeldi enn „heimsfaraldur“ eins og segir í skýrslunni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-OY1ugtU4zU" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Að mati skýrsluhöfunda sýna gögn að tækifæri kvenna og stúlkna í sama landi geti verið afar mismunandi. Indland er tekið sem dæmi. Kona á aldrinum 20-24 ára í fátæku sveitahéraði er sögð 21,8 sinnum ólíklegri til að hafa gengið menntaveginn og 5 sinnum líklegri til að hafa gengið í hjónaband fyrir 18 ára aldur en ung kona á sama aldri úr vel stæðri fjölskyldu í þéttbýli. Slík mismunun í menntun og tækifærum er einnig að finna meðal þróaðra þjóða, segir í skýrslu UN Women.</p> <p><a href="http://www.unwomen.org/en/news/stories/2018/2/press-release-launch-of-sdg-monitoring-report-gender-equality-in-the-2030-agenda" target="_blank">Fréttatilkynning</a> UN Women:</p>

15.02.2018Nemendur Jafnréttisskólans í heimsókn á Bessastöðum

<span></span> <p>Í gær heimsóttu nemendur Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands og Elizu Reid forsetafrú á heimili þeirra að Bessastöðum.</p> <p>Að sögn fulltrúa skólans fékk hópurinn góðar móttökur. Forsetinn hélt stutta tölu í upphafi þar sem hann fjallaði um mikilvægi baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna á Íslandi og lagði áherslu á kjör Vigdísar Finnbogadóttur til forseta árið 1980. Hann sagði kjör hennar hafa markað tímamót því hún varð fyrsti kvenþjóðhöfðingi veraldar sem kosin var með lýðræðislegum hætti. </p> <p>Þrír nemendur tóku til máls fyrir hönd hópsins. Sophia Nabukenya sem&nbsp; starfar sem&nbsp; æskulýðsfulltrúi í heimalandi sínu, Úganda, fjallaði um starf sitt heima fyrir og hvernig námið á Íslandi mun koma til með að hafa áhrif á þau samfélög sem hún starfar með.&nbsp;Luka Lazović frá Serbíu ávarpaði einnig forsetann og forsetafrúna og fjallaði hann um uppbyggingu námsins og þau viðfangsefni sem nemendur fást við á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur. Að lokum tók Maaref Fadel frá Líbanon til máls og skýrði frá því hvernig námið gerir henni og öðrum nemendum kleift að fást við viðfangsefni sem eru viðkvæm í heimalöndum þeirra. Sjálf einblínir hún á hvernig bæta má stöðu kvenna og stúlkna þegar kemur að mansali.</p> <p>Í lok heimsóknarinnar var nemendum boðið að þiggja rammíslenskar veitingar, pönnukökur og kleinur.&nbsp;„Heimsóknin er öllum minnisstæð, enda einstakt tækifæri að hitta þjóðhöfðingja og ræða leiðir til að jafna tækifæri kynjanna,“ segja fulltrúar skólans.</p> <p>Þetta er í annað sinn sem nemendur Jafnréttisskólans heimsækja Bessastaði.</p>

15.02.2018Ofbeldi gegn börnum kemur öllum við

<span></span> <p>Annað hvert barn í heiminum hefur orðið ofbeldi og 18 milljónir stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. - Þetta kom fram í gær á fyrstu&nbsp;<a href="http://www.end-violence.org/summit">alþjóðaráðstefnu</a>&nbsp;háttsettra ráðamanna um ofbeldi gegn börnum sem haldin er í Stokkhólmi á vegum sænsku stjórnarinnar. Upplýsingaskrifstofa SÞ (UNRIC) greinir frá og segir að ráðstefnuna sæki ráðherrar frá 75 ríkjum, háttsettir embættismenn stofnana Sameinuðu þjóðanna, fulltrúar ungmenna, borgarasamtaka og háskólasamfélagsins, svo dæmi séu nefnd.</p> <p>„Ofbeldi gegn börnum kemur öllum við,“ sagði Amina Mohamed, vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í opnunarræðu ráðstefnunnar. „Sumir kunna að halda að það sé eingöngu hlutverk ríkisstjórna og borgaralegs samfélags að uppræta ofbeldi gegn börnum. En það krefst líka forystu atvinnulífsins að tryggja að heimurinn verði laus við ofbeldi, misnotkun, pyntingar og mansal barna.” Hún segir í frétt UNRIC að fyrirtæki hafi miklu hlutverki að gegna, ekki síst með því að berjast gegn barnavinnu, barnaþrælkun og misnotkun.”</p> <p>„Vonandi er þetta upphaf hreyfingar til þess að binda á hvers kyns ofbeldi gegn börnum,“ sagði Silvía Svíadrottning, sem lagði áherslu á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða. „Ofbeldi gegn börnum er mannréttindamál, og er jafn mikilvægt mál og menntun, heilbrigði og næring.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/KjGgdb9cRbg" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía vitnaði til sinnar eigin reynslu í ræðu sinni. „Við höfum brugðist börnum í áranna rás, þegar þau hafa verið falin ofbeldisfullum fjölskyldum eða vondum barnaheimilum. En okkur hefur líka tekist að tryggja mörgum börnum betri og bjartari framtíð en nokkurn hefði órað fyrir,“ sagði Löfven. „Ég þekki það af eigin reynslu, því ég var eitt þessara barna. Þjóðfélagið greip inn í, þegar móðir mín gat ekki sinnt mér og ég fékk flutti til ástríkrar fósturfjölskyldu, og fékk tækifæri til að alast upp öruggur og sæll, tækifæri til að standa hér á meðal ykkar í dag.“</p> <p>Þjóðarleiðtogar hafa samþykkt að ná skuli 17 Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun fyrir 2030. Eitt undirmarkmiðanna er að stöðva ofbeldi gegn drengjum og stúlkum um allan heim. Heimilisofbeldi er þó aðeins hluti af stærri mynd. Þannig er talið að 250 til 300 þúsund börn í heiminum séu þvinguð til herþjónustu á átakasvæðum í heiminum.</p> <p>Bein úsending frá ráðstefnunni í Stokkhólmi</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/mTaxVK4L2Tc" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Nánar á <a href="https://unric.org/is/frettir/27147-ofbeldi-gegn-boernum-kemur-oellum-vie" target="_blank">vef </a>UNRIC</p>

14.02.2018Mikilvægt að vinna með fátækari þjóðum

<span></span> <p>„Háskóli Íslands tekur þátt í fjölbreyttu háskólasamstarfi víða um heim en mest við háskóla í nágrannalöndum okkar og hátekjuríkjum innan OECD. Minna fer fyrir samstarfi við háskóla í fátækum löndum, til dæmis í Afríku sunnan Sahara eins og í þessu tilviki. Það er því jákvætt fyrir Háskóla Íslands að Aladje Baldé, rektor Jean Piaget háskólans í Bissá, komi hingað og kynnist starfi Háskólans og fái samtímis tækifæri til að segja frá háskólastarfi í heimalandinu.“</p> <p>Þetta segir Geir Gunnlaugsson, prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands, sem tók ásamt fleirum á móti á Aladje Baldé á dögunum þegar hann heimsótti&nbsp;Háskóla Íslands til að kynnast starfinu hér. Sagt er frá heimsókninni á vef Háskóla Íslands en heimsóknin var liður í samstarfi skólanna sem hefur verið sérstaklega styrkt af Evrópusambandinu. Rætur þessa samstarfs liggja í rannsókn um heilsu og líðan unglinga í Gíneu-Bissá en að því koma Geir Gunnlaugsson ásamt Jónínu Einarsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.</p> <p>Um heimsókn rektorsins til Íslands segir Geir í fréttinni:<br /> „Fyrir Jean Piaget háskólann í Bissá, ekki síður en Háskóla Íslands, er mikilvægt að vera í fjölbreyttu samstarfi við háskóla sem víðast um heim. Þetta er nýr háskóli í litlu og einu fátækasta ríki heims þar sem framtíð þess byggist m.a. á því að geta boðið upp á góða háskólamenntun. Að fá tækifæri að kynnast starfi, starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands styrkir því skólann í þessu uppbyggingarstarfi sínu. Það er einnig mikilvægt fyrir Jean Piaget háskólann að kynnast háskóla á Norðurlöndum sem býður upp á fjölbreytt nám sem hefur tekið áratugi að byggja upp.“</p> <p>Geir Gunnlaugsson er fyrrverandi landlæknir Íslendinga og þekkir vel til mikilvægi þess að styðja við þróunarstarf, ekki hvað síst á sviði heilbrigðismála í löndunum sunnan Sahara. Hann hefur starfað sem læknir og við rannsóknir í Gíneu-Bissá frá árinu 1982, meðal annars í verkefnum tengdum kólerufaröldrum og uppbyggingu heilsugæslu á landsbyggðinni. „Slík uppbygging er mikilvæg til að bæta heilsu og líðan landsmanna&nbsp;en einnig til að takast á við erfiðar áskoranir eins og til dæmis þá ógn sem landinu stafaði af Ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku,” segir Geir.</p> <p><span style="color: #000000;"><strong>Einungis sex háskólamenntaðir í öllu landinu</strong></span><br /> Að sögn Geirs hitti rektorinn frá Bíssá fjölda starfsmanna við Háskóla Íslands í ferð sinni hingað, m.a. Jón Atla Benediktsson&nbsp;rektor og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, aðstoðarrektor vísinda. Hann átti auk þess fund með sviðsforsetunum Daða Má Kristóferssyni&nbsp;frá Félagsvísindasviði og Ingu Þórsdóttur frá Heilbrigðisvísindasviði. „Hann átti einnig fundi með samstarfsfólki við Rannsóknir og greiningu hjá Háskólanum í Reykjavík&nbsp;og&nbsp;sérfræðingum&nbsp;á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins,&nbsp;Embætti landlæknis og í veirufræði á Landspítalanum.“</p> <p>Nánar á <a href="https://www.hi.is/frettir/mikilvaegt_ad_vinna_med_fataekari_thjodum" target="_blank">vef</a>&nbsp;Háskóla Íslands</p>

13.02.2018Mikill áhugi á samstarfi við Alþjóðabankann á sviði fiskimála

<span></span> <p>Í dag fór fram í utanríkisráðuneytinu vel sóttur kynningarfundur og samtal við aðila atvinnulífsins um ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála í samstarfi við Alþjóðabankann. Xavier Vincent&nbsp; leiðandi sérfræðingur á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins hjá Alþjóðabankanum kynnti fiskiverkefni Alþjóðabankans og þörf bankans fyrir sérhæfða ráðgjöf. Þá kynntu fulltrúar þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins núverandi samstarf ráðuneytisins við Alþjóðabankann á sviði fiskimála og einnig fyrirhugaðan stuðning við fiskiverkefni bankans og mögulega aðkomu íslenskra aðila.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p> <p>Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur um árabil verið lögð áhersla á stuðning við fiskimál og uppbyggingu í fiskimannasamfélögum. Á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu hefur Ísland lagt ríka áherslu á fiskimál innan Alþjóðbankans og kom meðal annars að stofnun styrktarsjóðs um fiskimál árið 2005, PROFISH, sem ætlað er meðal annars að auka fjármögnun til verkefna á þessu sviði. Þá hefur Ísland jafnframt kostað stöðu sérfræðings á sviði fiskimála hjá Alþjóðabankanum, fyrst 2009-2010 hjá PROFISH, og síðar í Gana þar sem íslenskur sérfræðingur, Steinar Ingi Matthíasson,x hóf störf við fiskiverkefni bankans í Vestur Afríku síðastliðið sumar.&nbsp;<br /> <br /> <span>Alþjóðabankinn er nú með allmörg fiskiverkefni í undirbúningi og framkvæmd víða um heim. Oft er þörf fyrir sérhæfða þekkingu í afmarkaðri ráðgjöf í tengslum við framkvæmd þeirra. Því&nbsp; hefur utanríkisráðuneytið unnið að samkomulagi við Alþjóðabankann um að Ísland gæti aðstoðað við framkvæmd þessara verkefna með því að leggja til tæknilega aðstoð við tiltekna afmarkaða þætti.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Fyrirhugað er að verkefnin verði unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá verkefnisteymum Alþjóðabankans eða sem hluta af sameiginlegum verkefnum bankans og Íslands.&nbsp;</span></p>

13.02.2018Endurskoðið óheilbrigt samband við einnota plast!

<span></span> <p>Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur fólk til þess að endurskoða „óheilbrigt samband“ sitt við einnota plast og finna sér „nýja ást“ með því að leita á sjálfbær mið í tilefni af Valentínusardeginum sem haldið er upp á í ýmsum löndum í heiminum á morgun, 14. febrúar. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá.</p> <p>Brugðið er nýju ljósi á plastnotkun og plastmengun stranda í nýju myndbandi frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í myndbandi sem nefnist „Það er ekki ég heldur þú.“ Þar er hvatt til þess að minnka notkun einnota plasts til dæmis í hnífapörum, vatnsflöskum, matarboxum og innkaupapokum.</p> <p>Í frétt UNRIC segir: „Þetta er liður í átaki Umhverfisstofnunarinnar um hreinsun sjávar #CleanSeas en einnota plast endar oft sem rusl á ströndum og ógnar líf fiska, fugla, skjaldbaka og annarra lífvera sem ýmist leggja sér plast til munns eða festast í því. Plastúrgangur hefur rutt sér leið inn í fæðukeðjuna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Auk þess að ógna heilsu manna og dýra, skaðar slík mengun atvinnulífið, ekki síst ferðaþjónustu, ekki einungis þar sem mengað er heldur á fjarlægum slóðum. Hafstraumar bera til dæmis plastúrgang á óbyggða staði eins og Hornstrandir eða litlar eyjar í Kyrrahafinu, norður- og suðurheimskautin.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-DEc16dEMns" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Herferð UNEP „Hrein höf“ ( #CleanSeas) stefnir að því að snúa við þróuninni í notkun plasts með því að vekja yfirvöld, fyrirtæki og einstaklinga til vitundar um mengun hafsins. Boðskapurinn er sá að einfaldar en meðvitaðar aðgerðir geti skipt sköpum og nota megi gler- eða járnglös eða bolla, og sömuleiðis endurnýjanlega poka.</p>

12.02.2018Kenningunni um að þróunarsamvinna dragi úr fólksflutningum kollvarpað?

<span></span> <p>Kenningar um að þróunarfé nýtist í því skyni að sannfæra fólk um að halda kyrru fyrir í eigin landi eru dregnar í efa í nýrri rannsókn. Leiddar eru líkur að því að stefnan geti haft þveröfug áhrif og aukið fólksflutninga. Rannsóknin var unnin af þróunarhagfræðingunum Michael Clemens og Hannah Postel fyrir fræðasetrið Center for Global Development. </p> <p>Getur þróunaraðstoð dregið úr fólksflutningum? (Can Development Asssistance Deter Migration?) er heiti ritgerðarinnar þar sem grundvallar kenningunni, sem sögð er vera stefna Evrópusambandsins, er kollvarpað, eins og segir í frétt The Guardian.</p> <p>Höfundarnir segja í <a href="https://www.cgdev.org/publication/can-development-assistance-deter-emigration" target="_blank">kynningu</a>&nbsp;á rannsókn sinni að stofnanir í alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafi fengið skipunina að draga úr fólksflutningum frá fátækum ríkjum í ljósi flóttamannastraumsins yfir Miðjarðarhafið og að landamærum Bandaríkjanna í suðvestri. Þeir benda á að Evrópusambandið hafi til dæmis heitið þremur milljörðum evra til þróunarsamvinnu í því skyni að ráðast að rót þessa vanda. Að mati höfundanna þarf þróunarsamvinna að hafa sérstakar og víðtækar breytingar í för með sér til þess að draga úr fólksflutningum. Þess sjáist ekki merki. Ekki sé heldur sjáanlegur munur á nýtingu þróunarfjár í löndum þar sem fólksflutningar eru tíðir og í öðrum þróunarríkjum.</p> <p style="text-align: left;"><img alt="" src="/library/Heimsljos/cgdev0218.JPG" /></p> <p style="text-align: left;">„Þróunarsamvinna getur aðeins í takmörkuðum mæli stuðlað að hagvexti, atvinnu og öryggi. Að auki hefur árangursrík þróun í nærfellt öllum fyrrverandi lágtekjuríkjum leitt til aukinna fólksflutninga. Í þriðja lagi benda rannsóknir okkar til þess að framlagsríki gætu náð meiri áhrifum með því að draga úr viðleitni til að hefta fólksflutninga og leggja fremur áherslu á það að móta gagnkvæman ávinning,“ segja höfundarnir.</p> <p><a href="https://www.theguardian.com/global-development/2018/feb/12/foreign-aid-less-effective-than-expected-at-curbing-migration-study-says" target="_blank">Foreign aid 'less effective than expected' at curbing migration, study says/ The Guardian</a></p> <p><a href="https://www.cgdev.org/publication/deterring-emigration-foreign-aid-overview-evidence-low-income-countries" target="_blank">Deterring Emigration with Foreign Aid: An Overview of Evidence from Low-Income Countries/ CGDev</a></p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

12.02.2018Fulltrúar Oxfam á fundi með ráðherra þróunarmála

<span></span> <p>Yfirmenn Oxfam hjálparsamtakanna eiga í dag fund með Penny Mordaunt ráðherra þróunarmála í bresku ríkisstjórninni. Tilefni fundarins hefur ekki farið framhjá neinum því &nbsp;fjölmargar fréttir hafa birst á síðustu dögum um heim allan þess efnis að starfsmenn samtakanna hafi keypt kynlífsþjónustu þegar þeir voru að störfum á Haítí eftir stóra jarðskjálftann árið 2010. </p> <p>Samtökin ætla að kynna fyrir ráðherranum ýmsar tillögur til endurbóta en fjölmiðlar í Bretlandi hafa meðal annars haldið því fram að Oxfam hafi reynt að hylma yfir ásakanirnar.</p> <p>Ráðherrann hefur sagt að ríkisstjórnin gæti gripið til þess að skerða framlög til Oxfam fáist ekki haldbærar skýringar á því hvernig á málinu var tekið innan samtakanna. Í viðtali við BBC í gær, sunnudag, sagði Mordaunt, að hún myndi eiga fund með fulltrúum samtakanna og „þeir fá þá tækifæri til þess að segja við mig augliti til auglitis hvað þeir gerðu í kjölfar þessara atburða, og ég horfi til þess hvort þeir hafi sýnt nauðsynlega siðferðilega leiðsögn.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9mToukRhp_U" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Fregnir af ósæmilegri hegðan starfmanna Oxfam á Haítí birtust fyrst síðastliðinn föstudag í dagblaðinu The Times með tilvísun í innanhúss skýrslu frá 2011. Þar var greint frá rannsókn sem meðal annars fól í sér kaup starfsmanna á kynlífsþjónustu. Fjórir starfsmenn voru að rannsókn lokinni reknir frá samtökunum og þremur öðrum gefið tækifæri til að segja upp, að því er fram kom í blaðinu. Blaðið sagði síðan frá því daginn eftir að umræddir starfsmenn hefðu ráðið sig hjá öðrum góðgerðarsamtökum.</p> <p><a href="https://www.devex.com/news/oxfam-announces-reforms-due-to-meet-uk-aid-chief-after-sexual-misconduct-scandal-92089" target="_blank">Nánar á Devex</a></p>

09.02.2018UN Women styður kvennaathvarf fyrir Jasída konur

<span></span> <p>Þegar keyptar eru FO húfur UN Women felst í því stuðningur við Jasída konur í héruðum Kúrda í Írak sem þurft hafa að þola gróft kynbundið ofbeldi. UN Women vinnur að því að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, fræðir almenning um skaðlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis, tryggir þolendum viðeigandi aðstoð og stuðlar að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Þetta kemur fram í frétt frá Landsnefnd UN Women á Íslandi.</p> <p>Þar segir að UN Women styðji við kvennaathvarf fyrir Jasída konur sem neyddar hafa verið í kynlífsþrælkun og hafi þolað nauðganir oft á dag af hendi liðsmanna vígasveita Íslamska ríkisins undanfarin ár. „Þar fá þær áfallahjálp og aðstoð við að vinna úr skelfilegri reynslu og koma sér aftur af stað út í lífið. Hver og ein kona fær þriggja mánaða sálfræðiaðstoð í athvarfinu og áframhaldandi aðhlynningu ef þarf, rætt er við fjölskyldumeðlimi kvennanna sem fá einnig ráðleggingar um hvernig styðja megi við þær,“ segir í fréttinni.</p> <p>Pari Ibrahim er stofnandi og framkvæmdastýra athvarfsins. Hún er aðeins 27 ára gömul og er sjálf Jasída kona og segir að fólk sitt hafi þjáðst óheyrilega í höndum vígasveita Íslamska ríkisins. „Karlmennirnir voru skotnir til bana en konurnar hnepptar í kynlífþrælkun til margra ára og eru margar enn í ánauð. Konum var og er enn nauðgað oft á dag af fjölda ólíkra liðsmanna vígasveitanna. Þær konur sem sækja athvarfið í dag hafa upplifað martröð sem enginn á að þurfa að þola. Þess vegna stofnaði ég kvennaathvarfið – til að útvega þessum konum öruggt skjól og aðstoð við að takast á við áföllin sem þær hafa orðið fyrir, valdefla þær og gera þeim kleift að halda áfram með líf sitt.“</p> <p>Jasídar er fólk af kúrdískum uppruna sem sætt hefur miklum ofsóknum undanfarin ár af hendi vígasveita íslamska ríkisins.&nbsp; Enn er þúsundum Jasída stúlkum haldið í kynlífsþrælkun bæði í Mósúl í Írak og Raqqa í Sýrlandi.</p>

08.02.2018Framtíðaráætlun um sjálfbæra þróun í borgum

<span></span> <p><span class="right"></span>Stærsta ráðstefna sögunnar um framtíð borgarasamfélaga hófst í gær í Kúala Lúmpúr. Rúmlega 20 þúsund þátttakendur sækja níundu World Urban Forum (WUF) í Malasíu og freista þess að móta tuttugu ára framtíðaráætlun um sjálfbæra þróun í borgum. Meðal þátttakenda er Maimunah Mohd Sharif, nýr framkvæmdastjóri UN-Habitat, Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Þess er vænst að á ráðstefnunni verði samþykktur óskuldbindandi vegvísir, New Urban Agenda, sem fulltrúar 160 þjóða hafa teiknað upp til að koma borgarsamfélögum, sem vaxa alltof hratt, á braut sjálfbærni. Eins og kunnugt er fjölgar íbúum á þéttbýlissvæðum með ógnarhraða. Nú þegar býr meirihluti jarðarbúa í borgum og samkvæmt spám Sameinuðu þjóðanna koma 66% íbúa jarðarinnar til með að búa í borgum um miðja öldina.</p> <p>Meðal atriða í þessari nýju áætlun fyrir borgir eru ákvæði um að borgirnar valdi ekki umhverfisspjöllum og tekið verði upp samráð við íbúa um skipulagningu borgarhverfa sem oftast nær eru fátækrahverfi og hafa að mestu leyti orðið til og stækkað án aðkomu borgaryfirvalda á hverjum stað. </p> <p><span class="left"><img alt="" src="/library/Heimsljos/wuf9.JPG" style="width: 303px; height: 346px;" /></span></p> <p><span class="left"></span>Ellefta Heimsmarkmiðið fjallar um sjálfbærar borgir og samfélög. Í fyrsta undirmarkmiðið segir: „Eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður aðgangur að fullnægjandi, öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði og&nbsp;grunnþjónusta og fátækrahverfi endurbætt.“ Í þriðja undirmarkmiði er kveðið á um að „eigi síðar en árið 2030 verði efld sjálfbær þéttbýlismyndun fyrir alla og geta til skipulagningar og stýringar, sem&nbsp;byggist á þátttöku, á samþættum og sjálfbærum íbúðasvæðum í öllum löndum.“</p> <p>Ljóst er að verkefnið er risavaxið því talið er að tæplega milljarður manna búi í fátækrahverfum eitt hundrað þúsund stórborga. Í flestum hverfanna er skortur á hreinu drykkjarvatni, orku, mat, salernisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu. Og fram til ársins 2030 telja Sameinuðu þjóðirnar að íbúafjöldi fátækrahverfa komi til með að þrefaldast.</p> <p><a href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=58547#.WnwO9Khl-70" target="_blank">Well-planned and managed cities can drive sustainable development – UN agency chief/ UNNewsCentre</a></p> <p><a href="http://wuf9.org/" target="_blank">Heimasíða ráðstefnunnar</a></p> <p><a href="http://habitat3.org/the-new-urban-agenda/" target="_blank">The New Urban Agenda</a></p> <span></span> <p><a href="https://www.theguardian.com/cities/2018/feb/09/national-governments-neglecting-development-needs-of-cities-report" target="_blank">National governments neglecting development needs of cities: report/ TheGuardian</a></p> <p>&nbsp;</p>

07.02.2018Ráðherra á fundum með þremur framkvæmdastjórum SÞ stofnana

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra átti í vikunni fundi með framkvæmdastjórum þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld eru í samstarfi við, þ.e. Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Hann undirritaði rammasamning um áframhaldandi stuðning við UNFPA og UNRWA en rammasamningur við UNICEF er nú þegar í gildi.</p> <p>„Ísland hefur einsett sér að styrkja stoðir þessara mikilvægu stofnana með kjarnaframlögum og sveigjanlegu, fyrirsjáanlegu fjármagni,“ sagði Guðlaugur Þór. „Samningarnir sem við undirrituðum nú gera stofnunum betur kleift að bregðast við neyð þar sem þess er þörf en jafnframt skipuleggja starfsemina til lengri tíma svo fjármagnið nýtist sem best.“ Hann sagði að þó að áherslurnar væru ólíkar, björguðu allar þessar samstarfsstofnanirnar mannslífum á hverjum degi og tryggðu milljónum menntun og heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Peter Mulrean, forsvarsmaður UNRWA í New York, undirritaði samninginn fyrir hönd stofnunarinnar. Utanríkisráðherra ræddi við hann stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og brýn störf UNRWA á svæðinu. Fimm milljónir palestínskra flóttamanna búa á Gaza, Vesturbakkanum, í Líbanon, Jórdaníu og Sýrlandi. Á hverju ári veitir UNRWA 3 milljónum þeirra heilbrigðisaðstoð og sér hálfri milljón barna fyrir menntun. Með átökunum í Sýrlandi hefur þörfin á aðstoð UNRWA aukist enn frekar.</p> <p>Vegna langvarandi átaka þurfa nú 13 milljónir Sýrlendinga á aðstoð að halda. UNFPA tryggir aðgengi þúsunda kvenna að mæðravernd og fæðingaraðstoð auk þess að stuðla að öryggi og velferð kvenna og stúlkna á flótta. Samkomulagið sem Guðlaugur Þór og Natalia Kanem, framkvæmdastýra UNFPA, undirrituðu í dag felur í sér milljón Bandaríkjadala framlag Íslands til UNFPA í Sýrlandi sem greitt verður á næstu fimm árum. Er það í samræmi við skuldbindingar Íslands um aðstoð við sýrlenska flóttamenn og áherslu stjórnvalda á mikilvægi þjónustu og réttindavörslu á borð við þá sem UNFPA veitir.</p> <p>Þá hittu utanríkisráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri landsnefndar UNICEF á Íslandi, varaframkvæmdastjóra UNICEF, Justin Forsyth.&nbsp;Ræddu þeir áframhaldandi stuðning íslenskra stjórnvalda og mögulega aðkomu einkageirans að starfi stofnunarinnar.&nbsp;UNICEF er lykilstofnun í að tryggja velferð barna í þróunarríkjum og á átakasvæðum og leggja íslensk stjórnvöld áherslu á að styrkja störf hennar. Sem dæmi um árangur stofnunarinnar má nefna að á árinu 2016 tryggði hún 11,7 milljónum barna á átakasvæðum aðgang að menntun, bólusetti 85 milljón börn við mislingum og aðstoðaði 4,5 milljón alvarlega vannærð börn.</p> <p>Auk kjarnaframlags til UNICEF, styðja íslensk stjórnvöld m.a. vatns- og salernisverkefni í Mósambík og heilbrigðisverkefni í Palestínu. Þegar saman eru talin framlög ríkisins og landsnefndarinnar skipar Íslandi í fjórða sæti framlagaríkja miðað við höfðatölu.</p>

06.02.2018Sameinuðu þjóðirnar okkur mikilvægari en margan grunar

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í gær fund með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðvum stofnunarinnar í New York. Hann hitti einnig Miroslav Lajcak, forseta allsherjarþingsins, og Jeffrey Feltman, yfirmann stjórnmáladeildar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Guterres hefur nú verið rúmt ár við stjórnvölinn í Sameinuðu þjóðunum. Á þeim tíma hefur hann beitt sér fyrir yfirgripsmiklum umbótum á starfsemi stofnunarinnar til að gera hana skilvirkari og hraða viðbragðsgetu , enda verkefnin mörg og krefjandi. Á fundi sínum með aðalframkvæmdastjóranum lýsti utanríkisráðherra stuðningi íslenskra stjórnvalda við áherslur Guterres og mikilvægi þess að stofnunin geti sinnt því hlutverki sem hennir er ætlað í að tryggja frið og öryggi og sjálfbæra þróun. Hann benti einnig sérstaklega á mikilvægi þess að aðalframkvæmdastjórinn beiti sér áfram fyrir aukinni virðingu fyrir þjóðarétti og mannréttindum.</p> <p>„Sameinuðu þjóðirnar eru okkur mikilvægari en margan grunar. Á þeim vettvangi eru öll ríki jafn rétthá og saman geta smáríki staðið vörð um sameiginlega hagsmuni, þ.m.t. virðingu fyrir þjóðarétti sem sjálfstæði okkar er byggt á,“ sagði Guðlaugur Þór. „Heimsmarkmiðin sem við samþykktum fyrir rúmum tveimur árum setja greinilega mark sitt á allt starf stofnunarinnar. Ég var stoltur að geta sagt frá því að samhliða vinnu stjórnvalda að Heimsmarkmiðunum hafi mörg íslensk fyrirtæki einsett sér að vinna að.</p> <p>Guterres lagði áherslu á að Ísland geti haft mikil áhrif á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem oft sé litið til Íslands sem sáttasemjara, enda sé Ísland forysturíki á sviði jafnréttis og mannréttinda sem njóti trausts. Hann þakkaði einnig mikilvæg framlög til lykilstofnana.</p> <p><span>Miroslav Lajcak f</span>orseti allsherjarþingsins þakkaði ráðherra framlag Íslands í mannréttindanefnd allsherjarþingins, en Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands, gegndi formennsku í nefndinni sl. haust og áframhaldandi ábyrgðarstörfum. Þeir ræddu hlutverk smáríkja innan stofnunarinnar, stuðning við endurbætur aðalframkvæmdastjórans og hvernig heimsmarkmiðin mynda umgjörð um alþjóðlegt samstarf. Framundan eru umræður um endurskoðun samvinnu um ósmitbæra sjúkdóma og nefndi ráðherra áherslu Íslands á taugasjúkdóma í því sambandi. Þá er ljóst að miklu skiptir að alþjóðlegar samningaviðræður um fólksflutninga, sem framundan eru, skili árangri en þeim á að ljúka á þessu ári.</p> <p>Stjórnmáladeild Sameinuðu þjóðanna fylgist með þróun mála á átakasvæðum og þar sem hætta er á að til ófriðar komi, veitir aðalframkvæmdastjóra og erindrekum hans ráðgjöf og vinnur að forvörnum og friðarumleitunum um allan heim. Á fundi með Jeffrey Feltman, yfirmanni deildarinnar, var gengið frá samningi um tveggja ára framlag til hennar. Guðlaugur Þór sagði deildina vinna þýðingarmikið starf; takmarkið væri að koma í veg fyrir átök en á meðan þau geisa gegni pólitísk greining og ráðgjöf lykilhlutverki.</p>

06.02.2018Alþjóðadagur baráttunnar gegn FGM

<p>Talið er að í heiminum séu að minnsta kosti 200 milljónir kvenna sem hafa sætt limlestingu á kynfærum á barnsaldri eða unglingsárum. Óttast er að 15 milljónir stúlkna bætist í þann hóp fyrir árið 2030. Í dag, 6. febrúar, er alþjóðadagur baráttunnar gegn FGM (female genital mutilation).</p> <p>Að mati fulltrúa samtaka sem berjast gegn þessari skaðlegu siðvenju ættu frásagnir með myllumerkinu #MeToo að innihalda sögur kvenna sem hafa lifað af slíkt ofbeldi því limlesting á kynfærum stúlkna sé ein alvarlegasta tegund kynferðislegs ofbeldis. Jafnframt eru konur sem eru reiðubúnar að stíga fram og segja sögu sína í dag hvattar til að nota #MeToo myllumerkið.</p> <p>Limlesting á kynfærum kvenna (FGM) er siðvenja þar sem hluti eða öll ytri kynfæri stúlkna eru skorin burt með rakvélablaði eða hníf, yfirleitt á aldrinum frá fæðingu fram til fimmtán ára aldurs. Verknaðurinn er þekktur í þrjátíu Afríkuríkjum og einnig í Miðausturlöndum og meðal þjóða í Asíu. Í þremur löndum, Sómalíu, Djíbútí og Gíneu, eru nánast allar stelpur skornar. </p> <p>Limlestingin er réttlætt á menningarlegum eða trúarlegum forsendum bæði meðal kristinna og múslima – en grundvallast á löngun til þess að stýra kynhvöt kvenna. Verknaðurinn getur haft mjög alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar og skaðinn er óbætanlegur.</p> <p>Barátta síðustu ára gegn FGM hefur leitt til þess að víða hefur verið lögfest bann við verknaðinum en hins vegar gengur erfiðlega að ráða niðurlögum hans.</p> <ul> <li>Survivors of female genital mutilation say #MeToo/ Reuters<br /> <a href="https://www.reuters.com/article/us-women-socialmedia-fgm/survivors-of-female-genital-mutilation-say-metoo-idUSKBN1FP1YA">https://www.reuters.com/article/us-women-socialmedia-fgm/survivors-of-female-genital-mutilation-say-metoo-idUSKBN1FP1YA</a></li> <li>Female genital mutilation continues as change comes slowly/ WashingtonPost<br /> <a href="https://www.washingtonpost.com/world/africa/female-genital-mutilation-continues-as-change-comes-slowly/2018/02/06/ead46638-0b25-11e8-998c-96deb18cca19_story.html?utm_term=.e8c792aaec5a">https://www.washingtonpost.com/world/africa/female-genital-mutilation-continues-as-change-comes-slowly/2018/02/06/ead46638-0b25-11e8-998c-96deb18cca19_story.html?utm_term=.e8c792aaec5a</a></li> <li>Female genital mutilation/ WHO<br /> <a href="http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs241/en/">http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs241/en/</a></li> </ul> <div> </div>

06.02.2018Skrifað undir rammasamning við UN Women

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) undirrituðu í morgun rammasamning um áframhaldandi samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women. Guðlaugur Þór er staddur í New York þar sem hann mun funda með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og forsvarsmönnum helstu samvinnustofnana Íslands á vettvangi SÞ.</p> <p>Í þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á samstarf við UN Women og þrjár aðrar fjölþjóðlegar stofnanir. UN Women vinnur ötullega að því að auka virðingu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim og auka vægi jafnréttismála hvort sem er í einstökum ríkjum eða í störfum Sameinuðu þjóðanna enda lýtur fimmta Heimsmarkmiðið sérstaklega að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.</p> <p>Árangurinn af störfum UN Women felst m.a. í lagabreytingum í einstaka ríkjum sem fela í sér aukið jafnrétti og taka á kynbundnu ofbeldi, aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og efnahagslega valdefingu kvenna – allt aðgerðir sem geta haft djúpstæð áhrif á réttarstöðu milljóna kvenna um allan heim.</p> <p>„Framlög Íslands til UN Women skipta verulegu máli og eru í takt við forystu Íslands í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi,“ sagði Guðlaugur Þór. „Bætt staða kvenna er ekki eingöngu mannréttindamál, heldur grundvöllurinn fyrir sjálfbærri þróun og árangri á öðrum sviðum. Við getum ekki tekist á við áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir með hálft lið á vellinum,“ sagði hann.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa stutt starfsemi UN Women, þar með talið landsnefnd UN Women á Íslandi, með fjárframlögum um árabil, að mestu leyti í formi kjarnaframlaga en einnig framlaga sem renna m.a. til verkefna í Mósambík, Afganistan, Palestínu og flóttamannabúðum í Jórdaníu. Ennfremur hafa allmargir íslenskir starfsmenn verið sendir utan til starfa á vegum UN Women. Samkvæmt samningnum munu íslensk stjórnvöld verja að minnsta kosti 170 milljónum króna árlega í framlög til stofnunarinnar til viðbótar við sérstakan stuðning við verkefni UN Women í Mósambík um konur, frið og öryggi, sem hófst á síðasta ári.</p>

02.02.2018Alvarlegur matarskortur á átta svæðum í heiminum

<span></span> <p>Sársoltnu fólki fjölgar á átakasvæðum. Á átta svæðum í heiminum býr fólk við mikið fæðuóöryggi þar sem að minnsta kosti fjórðungur íbúanna hefur ekki ofan í sig. Þetta kom fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum þar sem fulltrúar FAO og WFP kynntu alvarlegan fæðuskort í ákveðnum heimshlutum sem kortlagður hefur verið í nýrri skýrslu. </p> <p>Í Jemen eru 17 milljónir manna við hungurmörk, eða 60% þjóðarinnar. Ástandið er lítið skárra í Suður Súdan þar sem 45% þjóðarinnar býr við sult, eða 4,8 milljónir manna. Í sem öðrum heimshlutum, í Sýrlandi, Líbanon, Miðafríkulýðveldinu, Úkraínu, Afganistan og Sómalíu er ástandið sagt grafalvarlegt. </p> <p>Fram kemur í skýrslunni að í nokkrum öðrum löndum hafi matvælaóöryggi aukist mjög á skömmum tíma. Í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó eru nú taldar vera tæplega 8 milljónir manna í bráðri neyð og í Súdan fer ástandið hratt versnandi. Af sextán heimshlutum sem tilgreindir eru í skýrslunni er aðeins hægt að merkja framfarir í einu landi, Sómalíu.</p> <p>Á árinu 2016 fjölgaði hungruðum í fyrsta sinn frá aldamótum og voru þá 815 milljónir. Rúmlega helmingur þeirra, 489 milljónir, var á átakasvæðum. Fjölgun átaka er meginástæða þess að hungruðum fjölgar eftir fækkun um áratugaskeið.</p> <p><a href="http://www.fao.org/3/I8343EN/i8343en.pdf" target="_blank">Skýrslan</a></p>

01.02.2018Davos: Aðgerðaráætlun til verndar lífríki hafsins

<span></span> <p>Málefni sem tengjast þróun og baráttunni fyrir betri heimi eru ávallt fyrirferðarmikil á Davos ráðstefnunni í Sviss. Rúmlega þrjú þúsund leiðtogar í stjórnmálum og viðskiptalífi frá rúmlega eitt hundrað þjóðríkjum tóku þátt í þessari árlegu ráðstefnu á dögunum, þar af 70 þjóðhöfðingjar og 45 framkvæmdastjórar alþjóðlegra stofnana. Ráðstefnan – World Economic Forum (WEF 48) stóð yfir í þrjá daga og lauk í vikunni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru þar í brennidepli.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ocmOi_n5TZY" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Að þessu sinni var áhersla á umræðu um sameiginlega framtíð mannkyns í brothættum heimi í ljósi örra tæknibreytinga. Samkvæmt frétt IISD voru haldnar um 400 málstofur sem skiptust á milli sex málaflokka. Leiðtogarnir ræddu brýn málefni um allt himins og jarðar í bókstaflegri merkingu, loftslagsmál, hafið, stafrænu gjána, salernismál og jafnrétti, svo fátt eitt sé talið. </p> <p>Á Davos ráðstefnunni var meðal annars tilkynnt um aðgerðaráætlun um verndun hafsins en í myndbandinu má sjá upptöku frá blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um „Friends of the Ocean Action“ sem byggir á stefnumótun á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafið sem haldin var síðastliðið sumar. Peter Thomson frá Fiji eyjum, sérlegur erindireki hafsins hjá Sameinuðu þjóðunum, og Isabella Lövin aðstoðarforsætisráðherra Svíþjóðar kynntu verkefnið í Davos en um að ræða óformlegt bandalag fjölmargra aðila til verndar lífríki hafsins.</p>

30.01.2018Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum býr í landi þar sem geisar stríð eða aðrar hörmunga

<span></span> <p> Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sent frá sér <a href="https://www.unicef.org/hac2018/?utm_source=facebook&%3butm_medium=social&%3butm_campaign=hac2018">alþjóðlega neyðaráætlun</a> fyrir árið 2018. Þar kemur fram að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búa á átaka- eða hörmungarsvæðum. Um 50 milljónir barna hafa þurft að leggja á flótta frá heimilum sínum sökum ofbeldis, fátæktar eða náttúruhamfara. Átök sem hafa varað í fleiri ár, eins og t.d í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Írak, Nígeríu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen, halda áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi. Fyrir þau börn sem búa á þessum átakasvæðum er daglegt líf algjör martröð.</p> <p>Vaxandi ofbeldi og átök hafa stóraukið þörfina á mannúðaraðstoð. Neyðaráætlun UNICEF gerir ráð fyrir að ná til 48 milljón barna í 51 landi árið 2018 - barna sem búa við neyð vegna stíðsátaka, afleiðinga náttúruhamfara og annarra hörmunga.</p> <p><strong>Börn geta ekki beðið</strong></p> <p>„Það er ekki hægt að láta börn bíða þar til stríðsátökunum ljúki, á meðan átök halda áfram að ógna lífi þeirra og hafa hörmuleg áhrif á framtíð barna og ungmenna,“ segir Manuel Fontaine, yfirmaður neyðaráætlunar UNICEF. Börn eru hvað viðkvæmust þegar átök eða hamfarir valda því að grunnþjónusta samfélaga hrynur, svo sem heilbrigðisþjónusta, vatns- og hreinlætisaðstaða. Auk heilsugæslustöðva og spítala hafa skólar gjöreyðilagst í árásum.</p> <p>Um 117 milljónir manna sem búa á átaka- og hörmungarsvæðum skortir aðgengi að öruggu vatni. „Í mörgum löndum þar sem stríð og átök geisa deyja fleiri börn úr sjúkdómum sem orsakast af óhreinu vatni og slæmri hreinlætisaðstöðu en vegna ofbeldis," sagði Fontaine. Fontaine bendir jafnframt á að ef alþjóðasamfélagið bregst ekki strax við til að hjálpa þessum börnum, á meðan átökin geisa, þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum.</p> <p><strong>Mengað vatn stærsta ógnin</strong></p> <p>Útbreiðsla sjúkdóma sem smitast með menguðu vatni er ein stærsta ógn við líf barna í neyð. Árásir á vatns- og hreinlætisaðstöðu, umsátur um borgi og bæi og ofbeldi sem hrekur börn og fjölskyldur á flótta, veldur því að börn og fjölskyldur þurfa að reiða sig á mengað drykkjarvatn sem getur dregið börn til dauða. Konur og ungar stúlkur standa frammi fyrir auknum ógnum, þar sem þær fá yfirleitt það hlutverk að safna vatni fyrir fjölskyldur sínar í hættulegum aðstæðum.</p> <p>UNICEF er leiðandi í vatns- og hreinlætisverkefnum þegar neyð brýst út. Áhersla er lögð á að tryggja aðgang að öruggu drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu og dreifa hreinlætisvörum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Þúsundir lítra af vatni eru fluttir í flóttamannabúðir daglega og vatnsdælur hafa verið settar upp á svæðum þar sem skortir hreint drykkjarvatn.</p> <p><strong>Mikill árangur þrátt fyrir erfiðar aðstæður</strong></p> <p>UNICEF vinnur á átaka- og hörmungasvæðum út um allan heim og sinnir neyðaraðstoð við oft mjög erfiðar aðstæður. „Verkefnin eru stór en gífurlega mikilvæg. Það er með hjálp heimsforeldra og þeirra sem hafa stutt neyðaraðgerðir UNICEF sem okkur hefur tekist að veita milljónum barna hjálp, koma í veg fyrir dauðsföll og sjúkdóma og hjálpa börnum í neyð að halda áfram í námi,” segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Sem dæmi má nefna að á fyrstu tíu mánuðum ársins 2017 fengu 2,5 milljónir barna meðhöndlun gegn bráðavannæringu, 13,6 milljónir barna voru bólusett gegn mislingum og 29,9 milljónum var tryggt aðgengi að hreinu drykkjarvatni.</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar stefna að því ná til enn fleiri barna á þessu ári. Neyðaráætlun UNICEF fyrir 2018 gerir ráð fyrir að:</p> <p>- Veita 35,7 milljónum aðgang að hreinu vatni; </p> <p>- Ná til 8,9 milljónir barna með formlegri eða óformlegri grunnmenntun; </p> <p>- Bólusetja 10 milljónir barna gegn mislingum; </p> <p>- Veita yfir 3,9 milljónum barna sálrænan stuðning; </p> <p>- Meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Neyðaráætlun UNICEF fyrir börn í neyð má nálgast <a href="https://www.unicef.org/hac2018/?utm_source=facebook&%3butm_medium=social&%3butm_campaign=hac2018">hér</a>.&nbsp; &nbsp;</p>

30.01.2018Tuttugu milljóna króna aukaframlag til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna

<p><span>Gífurleg aukin fjárþörf til mannúðarmála leiðir til þess að Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) hefur rúmlega tvöfaldað söfnunarmarkmið sín til mannúðaraðstoðar, úr 450 milljónum bandarískra dala árlega upp í einn milljarð dala fyrir árið 2018. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við neyðarbeiðni sjóðsins með 20 milljón króna aukaframlagi.<br /> </span></p> <p><span>Neyðarsjóður SÞ (CERF) er ein af áherslustofnunum Íslands á sviði mannúðaraðstoðar. Sjóðurinn var stofnaður 2006 til að gera SÞ kleift að bregðast annars vegar hraðar við neyðarástandi og hins vegar til að veita nauðsynlega aðstoð til mannúðarverkefna sem ná takmarkaðri athygli umheimsins eða hafa ekki náð að laða að sér nægt fjármagn frá framlagsríkjum. Sjóðurinn heyrir undir Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) en hefur aðskilinn fjárhag og yfirstjórn.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Ráðuneytið og CERF gerðu á síðasta ári rammasamning til þriggja ára, 2017–2019, sem tekur mið af úthlutunarreglum CERF og áherslum Íslands í mannúðarmálum. Samningurinn felur í sér loforð um að veita að lágmarki 50 milljónir króna í óeyrnamerkt kjarnaframlög á ári, sem greidd verða í upphafi hvers árs.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.01.2018Angelina Jolie: mannréttindi lykill að friði

<span></span> <p>Angelina Jolie, sérstakur erindreki Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segir að taka verði tillit til mannréttinda og sæmdar allra Sýrlendinga, þar á meðal milljóna flóttamanna, í friðarviðræðum.</p> <p>Sjö árum eftir upphaf átakanna eru 6 milljónir manna uppflosnaðir innan landamæra Sýrlands en 5,48 milljónir hafa flúið til nágrannaríkjanna. „Mesti flóttamannavandi sem um getur frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar,“ segir í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC).</p> <p>Þar segir að Angelina Jolie hafi heimsótt flóttamannabúðir í Jórdaníu um helgina í fimmta skipti frá upphafi átakanna. Za’atari búðirnar eru stærstu flóttamannabúðir í Mið-Austurlöndum og hýsa 80 þúsund Sýrlendinga.</p> <p>„Það ber aldrei að gleyma því að stríðið hófst í kjölfar krafna Sýrlendinga um aukin mannréttindi,“ sagði Angelina Jolie á blaðamannafundi í Za‘atari búðunum í gær.&nbsp;„Friður í landinu byggir á því...Það er ekki hægt að byggja frið á refsileysi allra stríðandi fylkinga sem hafa gert óbreytta borgara að skotmarki, sprengt skóla og sjúkrahús, varpað tunnusprengjum, beitt efnavopnum og notað nauðganir sem vopn í stríði.“</p> <p>Sjá <a href="http://unric.org/is/frettir/27134-angelina-jolie-mannrettindi-lykill-ae-friei" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC</p>

29.01.2018Kynningarfundur og samtal um ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála í samstarfi við Alþjóðabankann

<span></span> <p><span style="background-color: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Þriðjudaginn 13. febrúar næstkomandi mun þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins kynna fyrirhugaðan stuðning við fiskiverkefni Alþjóðabankans og mögulega aðkomu íslenskra aðila, á morgunverðarfundi í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, Garði-suður og Garði-norður. Fundurinn hefst klukkan 9:00.</span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur&nbsp; um árabil verið lögð áhersla á stuðning við fiskimál og uppbyggingu í fiskimannasamfélögum. Á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu hefur Ísland lagt ríka áherslu á fiskimál innan Alþjóðbankans og kom m.a. að stofnun styrktarsjóðs um fiskimál árið 2005, PROFISH, sem m.a. hefur að markmiði að auka fjármögnun til verkefna á þessu sviði. Þá hefur Ísland jafnframt kostað stöðu sérfræðings á sviði fiskimála hjá Alþjóðabankanum, fyrst 2009-2010 hjá PROFISH, og síðar í Gana þar sem íslenskur sérfræðingur hóf störf við fiskiverkefni bankans í Vestur Afríku sl. sumar.&nbsp; </span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Alþjóðabankinn er nú með allmörg fiskiverkefni í undirbúningi og framkvæmd víða um heim. Oft er þörf fyrir sérhæfða þekkingu í afmarkaðri ráðgjöf í tengslum við framkvæmd þeirra og því hefur sú hugmynd verið rædd við bankann að Ísland gæti aðstoðað við framkvæmd þessara verkefna með því að leggja til tæknilega aðstoð við tiltekna afmarkaða þætti. Reiknað er með að stór hluti verkefna tengist smábátaútgerð og vinnslu í fiskisamfélögum. </span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Þau svið sem sérstaklega hafa verið nefnd í þessu sambandi eru m.a.: </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Fiskveiðistjórnun og eftirlit</span></li> <li><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Vinnsla og gæðamál</span></li> <li><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Jafnréttismál í virðiskeðju fiskveiða</span></li> <li><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Stefnumótun og regluverk</span></li> <li><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Öryggismál</span></li> <li><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Fiskeldi og innviðir</span></li> </ul> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Fyrirhugað er að verkefnin verði unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá verkefnisteymum Alþjóðabankans eða sem hluta af sameiginlegum verkefnum bankans og Íslands. Ráðuneytið mun halda utan um skrá áhugasamra ráðgjafa og fyrirtækja og fjármagna ráðgjafavinnuna. Umfang og eðli þessa samstarfs mun því markast af eftirspurn verkefnateyma bankans eftir tiltekinni sérfræðiþekkingu. Miðað er við að verkin yrðu unnin samkvæmt ráðgjafatöxtum Alþjóðabankans og bankinn eða viðskiptavinir hans hafi umsjón með framkvæmd ráðgjafavinnunar í hverju verkefni. Markmið fundarins er kynna þessar hugmyndir frekar og kanna áhuga íslenskra aðila á slíku samstarfi og hugmyndum þeirra um framkvæmd þess og mögulega aðkomu. </span></p> <p><strong><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">DAGSKRÁ</span></strong></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">9:00&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Morgunverður </span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">9:10&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Samstarf ráðuneytisins við Alþjóðabankann á sviði fiskimála, Þórarinna Söebech, <em>deildarstjóri fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu, þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins </em></span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">9:20&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Kynning á fiskiverkefnum Alþjóðabankans og þörf bankans fyrir sérhæfða ráðgjöf</span></p> <p><em><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Xavier Vincent, Lead Fisheries Specialist &amp; Global Lead Fisheries and the Blue Economy hjá Alþjóðabankanum</span></em></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">10:00&nbsp;&nbsp; </span><span style="font-family: 'Times New Roman', serif;">Mögulegar útfærslur á samstarfi við íslenska aðila, umræður. <em>Davíð Bjarnason, deildarstjóri svæðasamstarfs og atvinnulífs, þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins</em></span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">10:15 &nbsp; Umræður og fyrirspurnir</span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">10:30&nbsp;&nbsp; Fundarlok</span></p> <p><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hjá Lilju Jónsdóttur (</span><span><a href="mailto:[email protected]"><span style="background: white; font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">[email protected]</span></a></span><span style="background: white; font-family: 'Times New Roman', serif;">) eigi síðar en föstudaginn 9. febrúar</span></p>

29.01.2018Stutt mæðranámskeið í Malaví geta skipt sköpum um velferð barna

<span></span> <p>Vísindamenn sem rannsökuðu vannærð börn í Malaví hafa komist að raun um að þriggja vikna námskeið fyrir mæður um mataræði geti skipt sköpum fyrir líf barna og forðað þeim frá banvænum sjúkdómum eins og niðurgangspestum. </p> <p>Vannæring er útbreidd í Malaví, einu fátækasta ríki heims. Eitt af hverjum sex börnum yngri en fimm ára er talið vera undir kjörþyngd. Nýjustu tölur frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) benda til þess að helmingur allra barna í Malaví búi við vaxtarhömlun sem er bein afleiðing vannæringar.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.reuters.com/article/us-malawi-nutrition-children/mother-to-mother-training-in-malawi-helps-battle-child-malnutrition-idUSKBN1F81HQ" target="_blank">Reutersfrétt</a>&nbsp;byggir rannsóknin á börnum kvenna sem sóttu stutt námskeið fyrir mæður og þungaðar konur þar sem áhersla er lögð á að hreinlæti við matargerð og lítilsháttar breytingar á hefðbundum barnamat. Niðurstöðurnar benda til að með litlum kostnaði eins og slíku námskeiðahaldi megi forða börnum frá sjúkdómum eins og niðurgangspestum og fá þau til að þyngjast eðlilega á fyrstu tveimur árunum. &nbsp;Rannsóknin náði til 179 barna í tveimur sveitahéruðum í Malaví.</p> <p>Vaxtarhömlun hefur alvarlegar afleiðingar fyrir bæði andlegan og líkamlegan þroska barna, skólaganga þeirra barna eru almennt styttri en annarra og tekjumöguleikar á fullorðinsárum jafnframt minni. </p> <p><a href="https://www.cambridge.org/core/journals/public-health-nutrition/article/how-immediate-and-significant-is-the-outcome-of-training-on-diversified-diets-hygiene-and-food-safety-an-effort-to-mitigate-child-undernutrition-in-rural-malawi/A9218C98E8CA6AECE1EE867A01AD16D6" target="_blank">Rannsóknin </a>var samstarfsverkefni International Crops Research Institute for the Semi-Arid Tropics (ICRISAT) og háskólans í Lilongve, höfuðborg Malaví.</p> <p>Samkvæmt Heimsmarkmiði 2.2&nbsp;<span>á eigi síðar en árið 2030 að vera búið að útrýma vannæringu í hvaða mynd sem er, "þar á meðal verði árið 2025 búið að ná&nbsp;alþjóðlegum markmiðum um að stöðva kyrking í vexti og uppdráttarsýki barna undir 5 ára aldri, og hugað verði&nbsp;að næringarþörfum unglingsstúlkna, þungaðra kvenna, kvenna með börn á brjósti og aldraðra," eins og segir þar orðrétt.</span></p>

26.01.2018Utanríkisráðuneytið og UNICEF bregðast við neyð barna

<span></span> <p>Samstarf UNICEF og utanríkisráðuneytisins er mikilvægur liður í þróunarsamvinnu Íslands og íslensk stjórnvöld hafa veitt framlög til UNICEF alþjóðlega um árabil. Mikilvægur hluti framlaganna frá íslenska ríkisinu&nbsp;til UNICEF á heimsvísu&nbsp;eru svokölluð kjarnaframlög (e.&nbsp;regular resources) sem ekki eru eyrnamerkt ákveðnum verkefnum.&nbsp;&nbsp;Árið 2016 studdi íslenska ríkið UNICEF alþjóðlega með kjarnaframlagi upp á tæplega milljón bandaríkjadala, og þökk sé þeim stuðningi náði UNICEF að sinna neyðaraðgerðum á svæðum sem náðu til milljóna barna.</p> <p>Óeyrnamerkt framlög gera UNICEF kleift að skipuleggja sig fram í tímann, bregðast strax við þegar neyðarástand brýst út og vera til staðar þar sem þörfin er mest hverju sinni. Þau gera UNICEF kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem njóta lítillar athygli fjölmiðla og umheimsins almennt og að ná til allra berskjölduðustu barnanna. Jafnframt gera framlögin UNICEF kleift að takast á við orsakir og afleiðingar hamfara með því að styðja við innviði samfélaga og uppbyggingu sem hjálpa fjölskyldum og samfélögum að vera betur í stakk búin til að takast á við hamfarir sem kynnu að skella á í framtíðinni.</p> <p>Framlög frá Íslandi gegna því ómissandi hlutverki í að vernda og bæta líf barna um allan heim, óháð því hvort þörf þeirra hafi vakið athygli alþjóðasamfélagsins.&nbsp;Þökk sé slíkum stuðningi getur UNICEF barist fyrir réttindum allra barna á heimsvísu og stuðlað að varanlegum umbótum í heiminum.</p> <p>Ómetanlegur stuðningur við börn í Jemen, Eþíópíu og Nígeríu</p> <p>Árið 2016 nýttist stuðningur frá íslenska ríkinu á svæðum þar sem neyð barna er gífurleg:</p> <p>Í Jemen&nbsp;var 1,7 milljónum barna hjálpað að&nbsp;halda áfram námi, meðal annars í bráðabirgðaskólum sem settir voru upp eftir að skólarnir þeirra voru gjöreyðilagðir í átökum. Auk þess tryggði UNICEF 165.000 manns&nbsp;aðgengi að hreinu drykkjarvatni&nbsp;í borginni Dhamar með því að setja upp vatnsdælur og útvegaði 10.200 manns í borginni Sana hreint vatn og hreinlætisvörur.</p> <p>Eftir mikla þurrka ásamt miklum flóðum&nbsp;í Eþíópíu&nbsp;voru mörg börn í mjög viðkvæmri stöðu. UNICEF og samstarfsaðilar brugðust við neyðarástandinu og þökk sé framlögum m.a frá Íslandi náðist að tryggja&nbsp;153.600 manns hreint drykkjarvatn&nbsp;og hreinlætisaðstöðu,&nbsp;1,6 milljón grunnskólabörn&nbsp;byrjuðu aftur í skóla og 9,3 milljónir barna um allt landið&nbsp;fengu næringarþjónustu.&nbsp; Auk þess setti UNICEF á laggirnar 13 hópa af heilsu- og næringarsérfræðingum sem ferðuðust á milli svæða með hæstu tíðni ungbarnadauða og sinntu&nbsp;ungbarnavernd og fræðslu&nbsp;fyrir verðandi mæður.</p> <p>Skortur á uppskeru, hækkandi matvælaverð og stórfelldur fólksflótti vegna árása vígahreyfingarinnar Boko Haram skapaði algjört&nbsp;neyðarástand í Nígeríu&nbsp;á árinu, og mikill fjöldi barna var í lífshættu sökum vannæringar og smitsjúkdóma. Óeyrnamerkt framlög skiptu sköpum í að ná til barna sem þurftu nauðsynlega hjálp. Meðal annars voru&nbsp;56 milljón börn bólusett gegn mænusótt&nbsp;og 25 milljón börn fengu&nbsp;alhliða heilsu- og næringarþjónustu.</p> <p>Almenn framlög frá Íslandi nýttust einnig í baráttu UNICEF fyrir börn í Palestínu, Mósambík og Sýrlandi.&nbsp;Nú rétt fyrir jólin ákvað utanríkisráðuneytið einnig að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Jemen um 30 milljónir.</p> <p>Þessi stuðningur er ómetanlegur og gerir UNICEF kleift að vera til staðar fyrir börn og gæta að velferð þeirra um allan heim.</p>

25.01.2018Styrkur til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi

<p>Rauði krossinn á Íslandi hefur sent rúmlega 21 milljón króna til mannúðaraðstoðar Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) í Sýrlandi. – Þetta kemur fram í frétt frá Rauða krossinum. Þar segir:</p> <p>„Átök í Sýrlandi hafa skapað einhvern mesta mannúðarvanda í heiminum í seinni tíð og fátt bendir til þess að þeim linni í bráð. Átök geisa enn í landinu og enn er langt í að Sýrlendingar geti snúið til síns heima. Áætlað er að um 13 milljón einstaklinga innan landamæra Sýrlands þurfi á mannúðaraðstoð að halda, þar af eru um 5,6 milljónir einstaklinga sem eru í bráðri lífshættu. Þá er ótalið allt fólkið sem flúið hefur heimkynni sín vegna átakanna en 5,1 milljón sýrlensks flóttafólks er skráð hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í Tyrklandi, Líbanon, Jórdaníu, Írak og Egyptalandi. Þá er tæp milljón sýrlenskra umsækjenda um alþjóðlega vernd í Evrópu. Verkefni Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Sýrlandi eru stærstu einstöku mannúðaraðgerðir hreyfingarinnar í dag.</p> <p>Fjármagninu sem Rauði krossinn á Íslandi hefur sent út er ætlað að aðstoða þolendur átakanna í landinu, þ.e. dreifingu hjálpargagna, aðstoð við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar, aðstoð við særða og sjúka ásamt líkamlegri og samfélagslegri endurhæfingu þolenda átakanna.</p> <p>Með þessu framlagi styður Rauða krossinn á Íslandi við aðgerðir Alþjóðaráðsins (ICRC) en sérstaða Rauða krossins er að grundvallarhugsjónir hreyfingarinnar eru m.a. mannúð og hlutleysi og þannig er ekki tekin afstaða í átökum. Það gerir hreyfingunni kleift að efla traust við aðila átaka sem gerir það að verkum að oft fær Rauði krossinn aðgang að svæðum sem aðrir fá ekki aðgang að til að veita mannúðaraðstoð. Alþjóðaráðið er verndari Genfarsamninganna og er ætlað að stuðla að virðingu fyrir ákvæðum alþjóðlegra mannúðarlaga.</p> <p>„Það er ljóst að gríðarleg uppbygging þarf að eiga sér stað í Sýrlandi á næstu árum og áratugum og átökum linnir ekki enn. Það er mikilvægt að við aðstoðum núna og til framtíðar. Við megum ekki gleyma átaka- og hamfarasvæðum þótt átök hafi staðið yfir í langan tíma. Aðstæðurnar eru enn erfiðar og verða áfram þrátt fyrir að um sjö ár séu brátt liðin frá því átök brutust fyrst út“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.“</p>

25.01.2018Mannfall kallar á breyttar áherslur

<span></span> <p>Yfirmaður friðargæslu Sameinuðu þjóðanna segir að friðargæsluliðar samtakanna sæti sífellt fleiri árásum og verði að breyta áherslum sínum. Upplýsingaveita Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) greinir frá.</p> <p>Jean-Pierre Lacroix, framkvæmdastjóri friðargæslustarfs Sameinuðu þjóðanna segir að samtökin verði að aðlagast nýjum aðstæðum. „Vígasveitir sem fara um rænandi og ruplandi, drepandi og nauðgandi og hafa engan áhuga á friðsamlegum lausnum, ráðast í sívaxandi mæli á friðargæsluliða,“ sagði Lacroix á blaðamannafundi þar sem kynnt var ný skýrsla um aukið mannfall í friðargæsluliðinu.</p> <p>Hann hvatti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og aðildarríki þeirra til að sjá til þess að friðargæslusveitir samtakanna og þar með fólkið sem þær eiga að þjóna, njóti meiri verndar.</p> <p>Í skýrslunni segir að Sameinuðu þjóðirnar verði að breyta áherslum sínum því fáni samtakanna sé engin trygging gegn árásum. Þar er hvatt til bættrar þjálfunar, tæknivæðingar liðsmanna og aukinna heimilda til að svara þeirri hættu sem stafar af vígahópum.</p> <p>„Því miður skilja vígasveitir ekkert annað tungumál en valdbeitingu,“ segir í skýrslunni. Þar er því haldið fram að það tryggi betur öryggi jafnt hermanna sem óbreyttra borgara í þjónustu Sameinuðu þjóðanna að beita valdi fremur en að forðast áhættu.&nbsp;</p> <p>Frá 1948 hafa meir en 3.500 týnt lífi við störf í þágu friðargæslunnar, þar af 943 í átökum. Frá 2013 hafa árásir aukist til muna og hafa 195 látist af völdum ofbeldisverka sem er mesta mannfalla á nokkru fimm ára tímabili í sögunni.</p> <p>Af þessum sökum skipaði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri, Carlos Alberto dos Santos Cruz fyrrverandi yfirmann friðargæslusveita til að skila skýrslu um málið í nóvember síðastliðnum, með það í huga að leita leiða til að draga úr mannfalli.</p> <p>&nbsp;</p>

25.01.2018Úttekt á jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu

<p><span>Úttekt á jafnréttisstefnu á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016 var framkvæmd 2017. Úttektin var unnin af ráðgjafafyrirtækinu IPE Triple Line að loknu alþjóðlegu útboði, undir stjórn Dr. Sarah Forti. </span></p> <p><span>Úttektaraðilum var ætlað að skoða hvort og hvaða árangur hafi náðst og að hvaða leyti stefnan hafi stuðlað að jafnrétti kynjanna, valdeflingu kvenna og aukinni kynjasamþættingu í þróunarsamvinnu Íslands. Úttektaraðilum var enn fremur falið að benda á hvernig styrkja mætti þessa sömu þætti og leggja til hvaða aðferðir og verkfæri væru best til þess fallin að ná fram betri árangri í bæði tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. </span></p> <p><span>Niðurstöður úttektarinnar benda til þess að marktækur árangur hafi náðst með starfi Íslands í jafnréttismálum, bæði í gegnum tvíhliða- og marghliða þróunarsamvinnu, en einnig eru settar fram í úttektarskýrslunni, ýmsar ábendingar um hvernig megi styrkja þetta starf enn frekar.&nbsp;</span></p> <p><span><a href="http://www.iceida.is/media/pdf/Evaluation-of-Iceland_s-Gender-Equality-Policy---Final-Report-Nov-2017.pdf" target="_blank">Úttektin</a></span></p>

23.01.2018Rúmlega 50 milljónir til mannúðarverkefna Rauða krossins vegna Sýrlands

<p><span></span><span>Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað 55,5 milljónum króna til þriggja verkefna Rauða krossins á Íslandi vegna átakanna í Sýrlandi. Um er að ræða verkefni í þágu sýrlenskra flóttamanna í&nbsp; Líbanon og Tyrklandi en einnig fá bágstaddir heimamenn stuðning í tveimur verkefnanna.</span></p> <p><span>Eitt verkefnanna snýr að því að veita einstæðum mæðrum og fjölskyldum þeirra í Líbanon fjárstuðning í því skyni að bæta lífskjör þeirra. Markhópurinn telur 150 fjölskyldur, um 750 einstaklingar, 120 fjölskyldur sýrlenskra flóttamanna og 30 líbanskar fjölskyldur sem búa við örbirgð.&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefni um vernd flóttafólks frá Sýrlandi í Tyrklandi er víðtækt og nær til mannúðaraðstoðar í víðtækustu merkingu. Verkefnið lýtur einkum að vernd einstaklinga og hópa flóttamanna frá Sýrlandi í viðkvæmri stöðu en skráðir flóttamenn í Tyrklandi eru 3,4 milljónir. Verkefnið er hluti af stærra verkefni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og samningi hennar við tyrknesk stjórnvöld um ferðir flóttafólks frá Sýrlandi til Evrópu.</span></p> <p><span>Þriðja verkefnið lýtur að öruggri blóðgjöf, bæði fyrir sýrlenskt flóttafólki í Líbanon og heimamenn sem búa við kröpp kjör. Blóðgjöf er hvergi í boði nema hjá Rauða krossinum og hluti flóttafólks þarf á blóðgjöf að halda. Rauði krossinn telur mikilvægt að veita bágstöddu heimafólki sambærilega aðstoð til að draga úr spennu milli flóttamanna og heimafólks.</span></p> <p><span>Verkefnin er unnin í samstarfi við landsfélög Rauða krossins, Rauða hálfmánann og Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).</span></p>

18.01.2018Íslendingar veita 18 milljónir til griðastaða UN Women í Zaatar

<span></span> <p>„Ánægjulegt er að segja frá því að við vorum að afhenda griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</p> <p>Með söfnunarfénu sem Íslendingar létu af hendi í átaki landsnefndarinnar verður þrjátíu konum í búðunum veitt atvinna og laun í heilt ár auk þess sem rúmlega 1250 nýbökuðum mæðrum í Zaatari verður afhentur Mömmupakki UN Women sem inniheldur ungbarnaföt, burðarrúm og ullarsjal fyrir mömmuna. Þess má geta að á bilinu 60-80 börn fæðast á viku í Zaatari búðunum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/PVxz0BtUVb8" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Síðastliðið haust heimsótti UN Women á Íslandi ásamt Elizu Reid forsetafrú Íslands, Evu Maríu Jónsdóttur verndara UN Women á Íslandi og tökuteymi, griðastaði UN Women í Zaatari búðunum. Þar eru konur öruggar, fá atvinnutækifæri, menntun og daggæslu fyrir börn sín. Vegna þeirra mörg hundruð kvenna sem eru á biðlista eftir menntun og atvinnu á griðastöðum UN Women efndi UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar. Zaatari búðirnar eru staðsettar í eyðimörk í Jórdaníu, aðeins nokkrum kílómetrum frá landamærum Sýrlands. Þar halda til um 82 þúsund Sýrlendingar sem flúið hafa heimahagana og eru atvinnutækifæri fyrir konur í búðunum af skornum skammti. </p> <p>„Það var magnað að sjá með eigin augum hvernig griðastaðirnir hafa breytt lífi kvenna í Zaatari sem búa við stöðugan ótta við ofbeldi, fá atvinnu- og menntunartækifæri. Allar þær konur sem við hittum og ræddum við líta á griðastaði UN Women sem sitt annað heimili, þar eru þær öruggar, fá tækifæri til að brjótast út úr einangrun og þunglyndi með því að mennta sig og starfa,“ segir Stella. </p> <p>UN Women á Íslandi færir landsmönnum þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Auk þess fær fyrirtækið Alvogen kærar þakkir fyrir að standa straum af kostnaði við átakið.&nbsp;</p>

17.01.2018Þrjár milljónir barna hafa fæðst í Jemen síðan stríðið braust út

<span style="font-size: 14px; background-color: #ffffff; font-family: Helvetica, Arial, sans-serif; color: #1d2129;"></span> <p>Staða barna í Jemen er skelfileg. Eftir meira en 1000 daga af linnulausum átökum er Jemen talið einn af verstu stöðum á jörðinni til að vera barn. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja, m.a úr vannæringu, kóleru og niðurgangspestum. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!</p> <p>Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF,&nbsp;<a href="https://www.dropbox.com/sh/k838x4f9xa4uxf1/AADEGgT80hOcxe0xsabiFW1ea?dl=0&%3bpreview=UNICEF+Report_Born+Into+War_Final_en.pdf" target="_blank">Born into War</a>&nbsp;sem gefin var út í dag.</p> <p>Borgarastyrjöld hefur geisað í Jemen síðan 2015. Ofbeldið bitnar hvað verst á börnunum. Milljónir hafa flúið landið eða eru á vergangi innan Jemen. Landið var fyrir eitt af fátækustu ríkjum heims og alvarleg bráðavannæring var mjög útbreidd meðal ungra barna áður en átökin brutust út.</p> <p><strong>Stríð gegn börnum</strong></p> <p>Stríðið í Jemen er því miður stríð gegn börnum. Eftir átök síðustu ára eru innviðir landsins í rúst. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Nærri 5.000 börn hafa verið drepin eða slasast alvarlega síðastliðin tvö og hálft ár. Þúsundir skóla og heilsugæslustöðva hafa verið skemmd eða gjöreyðilögð. Rúmlega átta milljónir manns þarfnast mataraðstoðar og tæpar tvær milljónir barna þjást af vannæringu.&nbsp;</p> <p>Það hefur verið erfitt fyrir hjálparstofnanir að koma hjálpargögnum til barna sem þurfa á að halda. Hafnir og flugvellir hafa verið lokaðir og linnulaus átök valdið því að erfitt er að flytja hjálpargögn á vettvang.&nbsp;</p> <p>Nánar á <a href="https://unicef.is/3-millj%C3%B3nir-barna-hafa-f%C3%A6%C3%B0st-%C3%AD-jemen-s%C3%AD%C3%B0an-str%C3%AD%C3%B0i%C3%B0-braust-%C3%BAt" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF</p>

17.01.2018Opinber framlög til þróunarsamvinnu aldrei hærri

<span></span><span></span><span></span> <p style="background: white;"><span style="font-size: 13pt; font-family: Arial, sans-serif; color: #383838;">Samkvæmt nýbirtum gögnum OECD um opinber framlög til þróunarsamvinnu árið 2016 námu þau 145 milljörðum bandarískra dala og hafa aldrei verið hærri. Hækkunin milli ára var 10,7%.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 13pt; font-family: Arial, sans-serif; color: #383838;">Að meðaltali voru framlögin 0,32% af þjóðartekjum þeirra 29 þjóða sem eru meðlimir í DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD. Framlögin námu 0,30% árið 2015.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 13pt; font-family: Arial, sans-serif; color: #383838;">Í frétt OECD kemur fram að innanlandskostnaður vegna flóttafólks hafi árið 2016 verið 16 milljarðar bandarískra dala. Að þessum kostnaði frátöldum hækkuðu framlög til þróunarsamvinnu engu að síður um 8,6% milli ára.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 13pt; font-family: Arial, sans-serif; color: #383838;">Fátækustu þjóðirnar fengu 43,1 milljarð dala í sinn hlut, hækkun um 0,5%, en hins vegar dró úr fjárhagsstuðningi við þjóðirnar sunnan Sahara í Afríku um 1,5%.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 13pt; font-family: Arial, sans-serif; color: #383838;">Sex þjóðir voru yfir 0,7% viðmiðunarmörkum Sameinuðu þjóðanna um framlög til þróunarsamvinnu, Danir, Þjóðverjar, Lúxemborgarar, Norðmenn, Svíar og Bretar.</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 13pt; font-family: Arial, sans-serif; color: #383838;">Sjá nánar <a href="http://www.oecd.org/development/financing-sustainable-development/final-ODA.htm">frétt</a>&nbsp;OECD</span></p> <p style="background: white;"><span style="font-size: 13pt; font-family: Arial, sans-serif; color: #383838;">&nbsp;</span></p>

16.01.2018Samstarfsverkefni með Matvælaáætlun SÞ í Malaví og Mósambík

<span></span> <p><span style="font-family: Helv, sans-serif;">Samið hefur verið við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um þátttöku Íslands í tveimur verkefnum á vegum WFP sem bæði eru liður í baráttunni gegn hungri og vannæringu. Annars vegar er um að ræða stuðning við skólamáltíðir í Malaví en WFP og sendiráð Íslands í Malaví hafa frá árinu 2012 haft með sér samstarf um heimaræktaðar skólamáltíðir í nokkrum grunnskólum í einu héraði í landinu, Mangochi. Fleiri skólar eru að bætast í hópinn og nemendur allra þeirra tólf grunnskóla sem utanríkisráðuneytið styður í gegnum þróunaráætlun með héraðsstjórnvöldum fá nú mat í skólanum. Rúmlega fimm milljónum ísl. króna verður varið í verkefnið. </span></p> <p><span style="font-family: Helv, sans-serif;">Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur sendiráðunautar á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins skipta skólamáltíðir gríðarlegu máli fyrir nemendur í landi eins og Malaví þar sem fátækt er útbreidd og djúpstæð og matarskortur á mörgum heimilum.&nbsp;&nbsp; </span></p> <p><span style="font-family: Helv, sans-serif;">Í Mósambík er WFP að setja á laggirnar kerfi í tilraunaskyni í sex mánuði sem gerir viðtakendum aðstoðar frá stofnuninni kleift að láta vita hvernig til tekst og senda inn tillögur um úrbætur. "Þetta er hugsað til að tryggja að fólk sem njóti matvælaaðstoðar lendi ekki í vandræðum eða sæti árásum og ofbeldi af þeim sökum. Sambærilegt kerfi hefur verið notað í Malaví með góðum árangri," segir Þórdís.</span></p> <p><span style="font-family: Helv, sans-serif;">Utanríkisráðuneytið hefur samþykkt að taka þátt í fjármögnun þessa verkefnis og verður tæpum tveimur milljónum ísl. króna varið til þess. Að sögn Þórdísar er Mósambík eitt af þeim löndum þar sem iðulega skapast neyðarástand, oftast ýmist vegna þurrka eða flóða, sem aftur leiðir til uppskerubrests og matarskorts. Gert er ráð fyrir að yfir hálf milljón manna þurfi matvælaaðstoð í Mósambík á næstu mánuðum</span><span style="font-family: 'Times New Roman', serif;">.</span></p>

16.01.2018Undirbúningur að stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Greint var frá fyrirhugaðri stofnun ungmennaráðs Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ríkisstjórnarfundi í þriðjudaginn 16. janúar. Forsætisráðuneytið mun óska eftir umsóknum í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 31. janúar nk. og mun sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi halda utan um skipulag og vinnu ráðsins.</p> <p>Eitt af meginstefum Heimsmarkmiðanna er samvinna milli ólíkra hagsmunaaðila, þ.á m. ungmenna, við innleiðingu markmiðanna. Í ljósi þess, og einnig 12. og 13. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveða skýrt á um rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif á málefni er þau varða, var ákveðið að virkja þátttöku ungmenna á Íslandi í gegnum ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Er það í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framfylgja skuli ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, m.a. um aukin áhrif barna í samfélaginu.</p> <p>Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna mun samanstanda af tólf fulltrúum, frá öllum landshlutum, á aldursbilinu 13-18 ára. Hlutverk ráðsins verður að fræðast og fjalla um Heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið mun jafnframt veita stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn Heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.</p> <p>Meginmarkmið ungmennaráðsins verður að vekja athygli á Heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal jafningja sinna sem og samfélagsins í heild sinni. Ungmennum er með þessum hætti gefinn vettvangur til að vekja athygli á Heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun og skapa þannig jafningjum tækifæri til að láta rödd sína heyrast um fyrrgreind málefni.</p> <p>Forræði, utanumhald og eftirfylgni með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna hér á landi er á hendi verkefnastjórnar sem leidd er af forsætisráðuneytinu í nánu samstarfi við utanríkisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, velferðarráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Hagstofu Íslands.</p>

15.01.2018Karlar eru veikara kynið

<span></span> <p style="margin: 0px 0px 6px; font-family: Helvetica, Arial, sans-serif; color: #1d2129; font-size: 14px; background-color: #ffffff;">Vísindin sanna það sem konur hafa alltaf sagt: karlar eru veikara kynið. Þannig hljómar fyrirsögn á vefsvæði The Guardian um þróunarmál sem birtist í dag. Þar segir að rannsóknir hafi sýnt að konur séu líklegri en karlar til að þrauka á tímum hungursneyða og farsótta. Dæmi eru meðal annars nefnd frá tveimur mislingafaröldrum á Íslandi á nítjándu öld.</p> <p style="margin: 6px 0px; font-family: Helvetica, Arial, sans-serif; color: #1d2129; font-size: 14px; background-color: #ffffff;">Í fréttinni segir að lengi hafi verið á allra vitorði að lífslíkur kvenna séu meiri en karla en nú hafi vísindaleg greining á s<span class="text_exposed_show" style="display: inline; font-family: inherit;">ögulegum gögnum 250 ár aftur í tímann leitt í ljós að konur hafi til dæmis orðið eldri á þrælaökrum í Trínídad, á tímum hungursneyða í Svíþjóð og í mislingafaröldrum á Íslandi, árin 1846 og 1882.</span></p> <div class="text_exposed_show" style="display: inline; font-family: Helvetica, Arial, sans-serif; color: #1d2129; font-size: 14px; background-color: #ffffff;"> <p style="margin: 0px 0px 6px; font-family: inherit;">Rannsóknargögn vísindamanna við Duke háskólann í Norður-Karólínu tóku til sjö ólíkra hópa sem áttu það sameiginlegt að lífslíkur þeirra voru minni en tuttugu ár. Í ljós kom að þótt dánartíðni beggja kynja væri há urðu konur að jafnaði eldri en karlar. Munurinn nam allt frá sex mánuðum upp í fjögur ár.</p> <p style="margin: 0px 0px 6px; font-family: inherit;">&nbsp;</p> <p style="margin: 0px 0px 6px; font-family: inherit;">Sjá nánar <a href="https://www.theguardian.com/global-development/2018/jan/15/scientists-confirm-what-women-always-knew-men-really-are-the-weaker-sex">greinina</a>&nbsp;í The Guardian</p> </div>

15.01.2018Vinna barna og barnahjónabönd bein afleiðing aukinnar fátækar

<span></span> <p><span style="font-size: 13.5pt; color: #444444;">Aukin hætta er á að foreldrar sýrlenskra barna í flóttamannasamfélögum í Líbanon sendi börn sín til vinnu og gifti dætur sínar barnungar, að mati fulltrúa þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er aukin fátækt meðal flóttafólks frá Sýrlandi en tæpum sjö árum frá því borgarastyrjöld braust út í landinu hafa kjör flóttafólksins aldrei verið krappari.</span></p> <p><span style="font-size: 13.5pt; color: #444444;">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) gerðu könnun nýverið á högum sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. „Staða flóttafólksins fer versnandi, fátækt er að aukast. Fólkið er á mörkum þess að sjá sér farborða,“ segir Scott Craig talsmaður UNHCR í Reutersfrétt. Könnunin leiddi í ljós að rúmlega þrír af fjórum flóttamönnum í Líbanon þurfa að lifa af minna en rúmlega 400 krónum dag hvern.</span></p> <p><span style="font-size: 13.5pt; color: #444444;">Hálf önnur milljón sýrlenskra flóttamanna býr í Líbanon, fjórðungur íbúa landsins. Ríkisstjórnin hefur lengi forðast að setja upp sérstakar flóttamannabúðir. Fjöldi Sýrlendinga býr því í tjaldbúðum við bág kjör og fólkið hefur takmörkuð réttindi, meðal annars til vinnu. </span></p> <p><span style="font-size: 13.5pt; color: #444444;">„Vinna barna og snemmbúin hjónabörn eru bein afleiðing fátæktar,“ segir Tanya Chapuisat fulltrúi UNICEF í fréttinni. „Við óttumst að fátæktin leiði til þess að börn verði gefin í hjónabönd eða gerist fyrirvinnur í stað þess að sækja skóla,“ bætir hún við.</span></p> <p><span style="font-size: 18px; color: #444444;"><a href="http://news.trust.org/item/20180109183151-0cjas/" target="_blank">Nánar</a></span></p>

12.01.2018Stuðningur Íslands við konur og börn á flótta

<span></span> <p>Ísland leggur sitt af mörkum til valdeflingar flóttakvenna og flóttabarna, segir á sérstöku vefsvæði hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem birt er samantekt á íslensku um samstarf Íslendinga og UNHCR. „Vissir þú að konur og stúlkur eru um helmingur allra flóttamanna, vegalauss fólks innan eigin lands eða ríkisfangslausra? Konur og börn á flótta, sem njóta ekki verndar innan heimila sinna, eru í sérstakri hættu, þ.m.t. að verða þolendur kynferðisofbeldis. Þær sem eru einar, þungaðar, fatlaðar, aldraðar eða einu fyrirvinnur heimilis síns eru sérstaklega berskjaldaðar,“ segir í textabroti.</p> <p>„Þess vegna vinnur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að því að styðja og efla vegalausar konur og stúlkur, þökk sé rausnarlegum styrktaraðilum eins og ríkisstjórn Íslands. Árið 2016 var Ísland sjöundi stærsti styrktaraðili Flóttamannastofnunar SÞ miðað við höfðatölu. Frá 2017 hefur Ísland einnig lagt til fjármagn sem ekki er eyrnamerkt sérstaklega, sem er afar mikilvægt Flóttamannastofnun SÞ svo hægt sé að veita samfellda og tafarlausa aðstoð þar sem hennar er mest þörf, þar með talin verkefni þar sem undirfjármögnun eykur á hættuástand.“</p> <p>Á vefsvæðinu er rakin eftirfarandi þrjú dæmi um aðstoð Íslendinga í þágu flóttakvenna og flóttastúlkna um allan heim.</p> <p><strong>Búrkínó Fasó</strong></p> <p>Aðstoð við konur að endurbyggja lífsafkomu sína, er yfirskrift kaflans frá Búrkína Fasó. „Í nóvember 2017 höfðu um 133.000 flóttamenn frá Malí flúið undir átökum í Norður-Malí, til nágrannaríkja (57.000 til Níger, 52.000 til Maritaníu og 24.000 til Búrkína Fasó). Í Búrkína Fasó eru margir að reyna að jafna sig á þeim erfiðleikum sem fylgja flótta í annarri af tveimur flóttamannabúðum á Norður-Sahel svæðinu. Verkefni sem nýtur stuðnings Flóttamannastofnunar SÞ færir saman vefnaðarkunnáttu Tuareg-flóttakvenna og gefur tekjur sem ekki veitir af. Hadija, 27 ára malísk þriggja barna móðir, vinnur að handgerðum ofnum lömpum á vefstofu Tuareg-kvenna í Goudcubo-flóttamannabúðunum í Búrkína Fasó. Í Malí vann Hadija við að vefa hefðbundnar körfur. Hér fær hún þjálfun, aðstöðu og hráefni til að búa til og selja vörur sínar. „Ég er ekki ánægð með að hafa þurft að yfirgefa heimili mitt, en hér hef ég þó fundið frið,“ segir hún.</p> <p><strong>Jórdanía</strong></p> <p>Kaflinn um Jórdaníu ber yfirskriftina: Aðstoð við mæður að vernda fjölskyldur sínar. „Í Jórdaníu hefur stuðningur Íslands gert Flóttamannastofnun SÞ kleift að veita varnarlausum sýrlenskum flóttamönnum beinan fjárhagsstuðning til að borga leigu og aðrar lífsnauðsynjar. Það hjálpar mæðrum eins og Boudoor að veita börnunum sínum sjö skjól. Boudoor getur séð þeim fyrir öruggum samastað vegna þeirrar fjárhagsaðstoðar sem hún fær í hverjum mánuði frá Flóttamannastofnun SÞ. „Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við fengjum ekki fjárhagsaðstoðina – ég get ekki einu sinni ímyndað mér það,“ segir hún.“</p> <p><strong>Tsjad</strong></p> <p>„Sjálfstæði kvenna eflt“ er fyrirsögnin á kaflanum um Tsjad. „Í Tsjad veitir landbúnaðarverkefni Flóttamannastofnunar SÞ konum valdeflingu með því að gefa súdönskum flóttakonum eins og Biney það sem þær þurfa til þess að rækta sína eigin uppskeru. Í dag er hún ein af 462 bændum – aðallega konum – sem taka þátt í verkefninu í þorpinu hennar. „Með því litla sem ég þéna á að selja hluta uppskerunnar get ég hugsað um (börnin mín) og þau geta einbeitt sér að lærdómnum,“ segir Biney. Frá því að verkefnið hófst síðla árs 2014 hefur það hjálpað meira en 5.000 flóttamönnum og 3.000 Tsjödum á þessu eina svæði og hjálpað þessum tveimur samfélögum að lifa saman í sátt og samlyndi um leið og sjálfstæði kvennanna er eflt.“</p> <p>Sjá nánar á <a href="http://www.unhcr.org/neu/is/rikisstjornir-og-samstarfsadilar/icelandic-government">vef</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.<a href="http://www.unhcr.org/neu/is/rikisstjornir-og-samstarfsadilar/icelandic-government" target="_blank"></a></p>

11.01.2018Lágmarka þarf skaða og hámarka ávinning af Netinu fyrir ÖLL börn

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur til þess í árlegri stöðuskýrslu sinni um börn í heiminum - State of the World Children - að stafræni heimurinn verði gerður öruggari fyrir börn en einnig að aukið verði aðgengi að Netinu í þágu barna sem eiga hvað erfiðast í veröldinni.<br /> <br /> "Þrátt fyrir að börn séu mikið á Netinu - einn af hverjum þremur netnotendum er barn - er of lítið gert til þess að vernda þau gegn hættum í stafræna heiminum og jafnframt er of lítið gert til að auka aðgengi þeirra að öruggu efni á Netinu," segir í skýrslu UNICEF, Börn í stafrænum heimi <a href="/lisalib/getfile.aspx?itemid=6c492b9a-f6d8-11e7-9424-fb0d4427fafc" target="_blank">( Children in a Digital World)</a><br /> <br /> <img alt="" src="/library/Heimsljos/Heimsmarkmid/09_nyskopunoguppbygging_300dpi.jpg?amp%3bproc=heimsmarkmid" style="margin-right: 20px; margin-bottom: 20px;" />Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur ekki áður með jafn ítarlegum hætti rýnt í afleiðingar fjölbreyttrar stafrænnar tækni fyrir börn og líf þeirra.<br /> <br /> Í skýrslunni eru bæði skilgreindar hætturnar sem af tækninni stafar og ný tækifæri sem opnast. Að mati samtakanna hafa hvorki ríkisstjórnir né einkafyrirtæki náð að fylgja þróuninni eftir og því telur UNICEF að börn séu útsett fyrir nýjum hættum og skaða auk þess sem milljónir barna sem standa höllum fæti séu utangarðs í stafrænum heimi. <h2> Þriðjungur ungmenna í heiminum án Netsins</h2> <img alt="" src="/lisalib/getfile.aspx?itemid=6c492b99-f6d8-11e7-9424-fb0d4427fafc&%3bproc=SmallImage" />"Hvort sem okkur líkar betur eða verr er starfræn tækni óumdeilanleg staðreynd í lífi okkar," segir Antony Lake framkvæmdastjóri UNICEF í frétt frá samtökunum. Hann bætir við að í stafrænum heimi felist tvíþætt áskorun, annars vegar hvernig lágmarka megi skaða og hins vegar hvernig unnt sé að hámarka ávinninginn af Netinu í þágu allra barna.<br /> <br /> Í skýrslunni er fjallað um kosti stafrænnar tækni fyrir börn sem standa höllum fæti, þar á meðal þau sem vaxa upp í fátækt eða búa á hörmungasvæðum. Bent er á að auka þurfi aðgengi þessara barna að upplýsingum, byggja upp hæfileika þeirra fyrir framtíðina á vinnustað sem nýtir sér stafræna tækni og gefa þeim vettvang til að tengjast öðrum og miðla skoðunum sínum.<br /> <br /> Fram kemur í skýrslunni að milljónir barna standi utan við stafræna heiminn. Um það bil þriðjungur ungmenna í heiminum - 346 milljónir - sé ekki á Netinu. Það feli í sér aukinn ójöfnuð og dragi úr getu barna til að vera þátttakendur í hagkerfi sem byggir í auknum mæli á stafrænni tækni.<br /> <br /> Í skýrslunni er einnig fjallað um það hvernig Netið eykur varnarleysi barna gegn hættum og skaða, þar með talið misnotkun á persónuupplýsingum, aðgengi að skaðlegu efni og Neteinelti. Stöðug nálægð við nettengd tæki hefur að mati skýrsluhöfunda aukið eftirlitsleysi með netnotkun margra barna og þar með gert þau berskjaldaðri fyrir hugsanlegum hættum.<br /> <br /> <strong>Nánar </strong><br /> <a href="https://www.globalcitizen.org/en/content/Sex-Trafficking-Cyberbullying-Privacy-UN-Internet/?utm_source=twitter&%3butm_medium=social&%3butm_content=global&%3butm_campaign=general-content&%3blinkId=45823520">Digital World Provides Benefits and Risks for Children/ VOA<br /> 70% of Kids in This Country Have Been Harassed Online as Digital Bullying Grows</a>

13.12.2017Lágmarka þarf skaða og hámarka ávinning af Netinu fyrir ÖLL börn

<p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/stateofchidlren.PNG" alt="Stateofchidlren">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur til þess í árlegri stöðuskýrslu sinni um börn í heiminum - State of the World Children - að stafræni heimurinn verði gerður öruggari fyrir börn en einnig að aukið verði aðgengi að Netinu í þágu barna sem eiga hvað erfiðast í veröldinni.</strong></p><p>"Þrátt fyrir að börn séu mikið á Netinu - einn af hverjum þremur netnotendum er barn - er of lítið gert til þess að vernda þau gegn hættum í stafræna heiminum og jafnframt er of lítið gert til að auka aðgengi þeirra að öruggu efni á Netinu," segir í skýrslu UNICEF, Börn í stafrænum heimi (&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/publications/files/SOWC_2017_ENG_WEB.pdf" linktype="1" target="_blank">Children in a Digital World</a>).<br><br>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur ekki áður með jafn ítarlegum hætti rýnt í afleiðingar fjölbreyttrar stafrænnar tækni fyrir börn og líf þeirra.</p><p>Í skýrslunni eru bæði skilgreindar hætturnar sem af tækninni stafar og ný tækifæri sem opnast. Að mati samtakanna hafa hvorki ríkisstjórnir né einkafyrirtæki náð að fylgja þróuninni eftir og því telur UNICEF að börn séu útsett fyrir nýjum hættum og skaða auk þess sem milljónir barna sem standa höllum fæti séu utangarðs í stafrænum heimi.</p></p><p><strong>Þriðjungur ungmenna í heiminum án Netsins</strong></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/large/1in3child.PNG" alt="1in3child" class="right">"Hvort sem okkur líkar betur eða verr er starfræn tækni óumdeilanleg staðreynd í lífi okkar," segir Antony Lake framkvæmdastjóri UNICEF í frétt frá samtökunum. Hann bætir við að í stafrænum heimi felist tvíþætt áskorun, annars vegar hvernig lágmarka megi skaða og hins vegar hvernig unnt sé að hámarka ávinninginn af Netinu í þágu allra barna.<br></p><p>Í skýrslunni er fjallað um kosti stafrænnar tækni fyrir börn sem standa höllum fæti, þar á meðal þau sem vaxa upp í fátækt eða búa á hörmungasvæðum. Bent er á að auka þurfi aðgengi þessara barna að upplýsingum, byggja upp hæfileika þeirra fyrir framtíðina á vinnustað sem nýtir sér stafræna tækni og gefa þeim vettvang til að tengjast öðrum og miðla skoðunum sínum.</p><p>Fram kemur í skýrslunni að milljónir barna standi utan við stafræna heiminn. Um það bil&nbsp; þriðjungur ungmenna í heiminum - 346 milljónir - sé ekki á Netinu. Það feli í sér aukinn ójöfnuð og dragi úr getu barna til að vera þátttakendur í hagkerfi sem byggir í auknum mæli á stafrænni tækni.<br>Í skýrslunni er einnig fjallað um það hvernig Netið eykur varnarleysi barna gegn hættum og skaða, þar með talið misnotkun á persónuupplýsingum, aðgengi að skaðlegu efni og Neteinelti. Stöðug nálægð við nettengd tæki hefur að mati skýrsluhöfunda aukið eftirlitsleysi með netnotkun margra barna og þar með gert þau berskjaldaðri fyrir hugsanlegum hættum.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_102303.html" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.voanews.com/a/digital-world-privides-benefits-and-risks-for-children/4158112.html" linktype="1" target="_blank">Digital World Provides Benefits and Risks for Children/ VOA</a><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.globalcitizen.org/en/content/Sex-Trafficking-Cyberbullying-Privacy-UN-Internet/?utm_source=twitter&%3butm_medium=social&%3butm_content=global&%3butm_campaign=general-content&%3blinkId=45823520" shape="rect" linktype="1" target="_blank">70% of Kids in This Country Have Been Harassed Online as Digital Bullying Grows</a>&nbsp;</p>

13.12.2017UNRWA sinnir fimm milljónum flóttamanna frá Palestínu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/HealthUNRWA.jpg" alt="HealthUNRWA">Ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, hefur beint sjónum alþjóðasamfélagsins að botni Miðjarðarhafs á ný. Deila Ísrael og Palestínu er enn óleyst og engin skýr lausn í sjónmáli.<br><br>Ákvörðunin hefur ekki aðeins aukið spennu í Ísrael og Palestínu heldur teygir hún sig til nágrannaríkjanna. Ákvörðun Trumps hefur verið&nbsp;fordæmd víða um heim og í Jórdaníu hefur verið mótmælt nánast upp á hvern einasta dag síðan ákvörðunin var gerð kunn.&nbsp;<br></p><p>Segja má að Jórdanía&nbsp;sé nánasta nágrannaþjóð Palestínumanna. Í&nbsp;stríði Araba við Ísraelsmenn 1948 tók Jórdanía yfirráð Vesturbakka Jórdanar og þúsundir Palestínumanna flúðu frá herteknum svæðum Ísraelsmanna yfir til austurbakka Jórdanar. Í sex daga stríðinu 1967 hörfuðu Jórdanar frá Vesturbakkanum og á ný flúðu þúsundir Palestínumanna yfir til Jórdaníu.&nbsp;<b><br></b></p><p><b>Engin skýr mörk hvar flóttamannabúðir byrja og enda</b></p><p>Eftir þessi stríð voru stofnaðar samtals 10 flóttamannabúðir í norðvesturhluta Jórdaníu sem allar áttu að vera til skamms tíma. Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, sá um flóttamannabúðirnar en árið 1949 fékk stofnunin umboð til þriggja ára til að tryggja grunnþjónustu, menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir Palestínuflóttamenn í Jórdaníu, Sýrlandi, Líbanon, Vesturbakkanum og Gaza. Nú, 69 árum eftir fyrra stríð Ísraelsmanna og Araba, 50 árum eftir sex daga stríðið 1967, og 22 endurnýjanir á umboði UNRWA, eru skráðir palenstínskir flóttamenn í Jórdaníu 2,2 milljónir. Flóttamannabúðirnar, sem áður voru í útjöðrum borga og bæja, eru nú orðnar hluti af þeim. &nbsp;</p><p>Búðirnar eru opnar og það eru engin skýr mörk um hvar flóttamannabúðirnar byrja eða enda. Samkvæmt manntali jórdanskra stjórnvalda árið 2015 var íbúafjöldi Jórdaníu 9,5 milljónir en samkvæmt óformlegum tölum á um helmingur íbúa landsins ættir sínar að rekja til Palestínu. Það er því ekki að furða að samstaða með Palestínumönnum sé mikil í Jórdaníu.</p><p></p><p>Staða Palestínuflóttamanna í Jórdaníu er önnur en á hinum fjórum starfsstöðvum UNRWA, sem eru í Líbanon, Sýrlandi, Gaza og á Vesturbakkanum. Palestínumenn sem flúðu frá herteknum svæðum Palestínu og yfir til austurbakka Jórdanar fengu jórdanskt ríkisfang. Undanskildir eru Palestínumenn sem flúðu frá Gaza eftir stríðið 1967 og telja þeir um 150.000 af 2,2 milljónum skráðum flóttamönnum frá Palestínu í Jórdaníu. Þrátt fyrir jórdanskt ríkisfang voru þeir flóttamenn sem höfðu þurft að yfirgefa heimili sín og þráðu ekkert frekar en að snúa heim. Staða Palestínuflóttamanna erfist í karllegg og það er algengt að nú 50-70 árum síðar, njóti þriðja kynslóð Palestínuflóttamanna menntunar í einum af 171 skólum UNRWA í Jórdaníu. Í skólana 171 ganga 121.000 börn í fyrsta til tíunda bekk en þar að auki rekur UNRWA í Jórdaníu 25 heilsugæslur, tvo iðn- og tækniskóla og tæplega 60.000 einstaklingar fá lágmarksstyrki í gegnum félagsþjónustu UNRWA. Hjá vettvangsskrifstofu UNRWA í Jórdaníu starfa um 7.000 manns, langflestir Palestínumenn.</p><p><br><b>Erfiður hallarekstur</b></p><p>Á síðustu árum, á tímum ófriðar í Miðausturlöndum, hefur róður UNRWA orðið þyngri, ekki aðeins í Jórdaníu heldur á öllum starfsstöðvunum fimm. Þörfin fyrir þjónustu stofnunarinnar hefur aukist með vaxandi mannfjölda og þar með eykst rekstrarkostnaður stofnunarinnar. Neyðin er mikil í Miðausturlöndum og sjóðir ríkja og stofnanna, sem ætlaðir eru í hjálparstarf, eru jafnan uppurnir. Langvarandi deila Ísraels og Palestínu fellur gjarnan í skugga annarra ófriða og á síðastliðnum þremur árum hefur UNRWA verið rekið í miklum halla.&nbsp;</p><p>UNRWA reiðir sig alfarið á frjáls framlög ríkja Sameinuðu þjóðanna en aðeins örfáar fastar stöður alþjóðlegs starfsfólks eru fjármagnaðar af sjóðum Sameinuðu þjóðanna (af tæplega 7.000 starfsmönnum UNWRA í Jórdaníu eru innan við 10 alþjóðleg föst stöðugildi. Þar eru undanskilnar stöður, líkt og mín, sem fjármagnaðar eru beint af samstarfslöndum og stofnunum). Þrátt fyrir úrbætur og hagræðingu í rekstri stofnunarinnar eykst hallinn ár frá ári. Fjárhagsstaða UNRWA versnar með hverjum mánuði sem líður og í upphafi desember var óljóst hvaða áhrif það hefði á rekstur stofnunarinnar í ár.</p><p>Þann 11. desember, örfáum dögum eftir ákvörðun Trump,&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unrwa.org/newsroom/official-statements/statement-unrwa-commissioner-general-pierre-kr%C3%A4henb%C3%BChl-0" shape="rect" linktype="1" target="_blank">tilkynnti</a>&nbsp;Pierre Krahenbuhl, framkvæmdastjóri UNRWA, að þrátt fyrir 49 milljón dala halla stofnunarinnar yrði starfi hennar ekki raskað í ár. Það er þjónustu fyrir 5 milljónir Palestínuflóttamenn í Jórdaníu, Sýrlandi, Líbanon, Gaza og á Vesturbakkanum. Yfir þrjátíu þúsund starfsmenn, hálf milljón nemenda í 711 skólum og milljónir sjúklinga á 143 heilsugæslum UNRWA anda því örlítið léttar - í bili.</p><p></p>

13.12.2017RADI-AID verðlaunin tilkynnt

<p><strong> <a href="https://youtu.be/mseCGY_10jQ" class="videolink">https://youtu.be/mseCGY_10jQ</a> Tilkynnt var um sigurvegara Radi-Aid verðlaunanna í síðustu viku en þau verðlaun eru veitt af norskum samtökum og felast í einskonar skammarverðlaunum fyrir versta myndband ársins - Rusty Radiator - og besta myndband ársins - Golden Radiator. Myndbörnin þurfa að &nbsp;tengjast hjálparstarfi. Í hvorum flokki voru fjögur myndbönd tilnefnd.</strong><br></p><p>Batman myndband hollensku War Child samtakanna og myndband Comic Relief fyrir fjölmörg bresk hjálparsamtök með tónlistarmanninum Ed Sheeran í aðalhlutverki voru fyrirfram talin sigurstranglegust í hvorum flokki - Golden Radiator og Rusty Radiator - og sú varð einmitt niðurstaðan. Í meðfylgjandi myndbandi er greint frá úrslitunum og birt brot úr nokkrum myndböndunum sem höfðu fengið tilnefningar.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ruv.is/frett/fataektarklam-i-jolalagi" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Fátæktarklám í jólalagi/ RÚV</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/dette-er-fattigdomsturisme/" linktype="1" target="_blank">Radi-Aid Awards 2017: «Fattigdomsturisme»/ Bistandsaktuelt</a>&nbsp;

13.12.2017Samstaða um mengunarsnauðan heim

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/beatpollultion.jpg" alt="Beatpollultion">Ríki heims stigu mikilvæg skref í baráttunni fyrir mengunarsnauðum heimi við lok Umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í síðustu viku í Næróbí í Kenía.<br></p><p>UNRIC segir að á fundinum hafi verið kynnt fyrirheit og samþykktar ályktanir um aðgerðir til að bæta líf milljarða manna um allan heim með því að hreinsa andrúmsloft, land og haf.<br>&nbsp;&nbsp;</p><p>"Ef staðið verður við öll fyrirheitin og aðgerðirnar verða að veruleika mun tæpur einn og hálfur miljlarður manna geta andað að sér hreinu lofti, 480 þúsund kílómetrar (um 30%) af strandlengju jarðar verða hreinar og andvirði tæpra 19 milljarða Bandaríkjadala varið í rannsóknir og þróun til að berjast gegn mengun," segir í fréttinni.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://unric.org/is/frettir/27104-samstaea-um-mengunarsnauean-heim" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://web.unep.org/environmentassembly/beat-pollution" linktype="1" target="_blank">Beat Pollution/ UNEP</a>&nbsp;</p>

13.12.2017Ungmenni í Kalangala á helgarnámskeiðum í kjúklinga- og svínarækt

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/kalangalanamskeid.jpg" alt="Kalangalanamskeid">Á vegum sendiráðs Íslands í Kampala og héraðsstjórnarinnar í Kalangala hafa verið haldin í smáum stíl svokölluð "verkmenntanámskeið" fyrir unglinga sem hafa fallið út úr skólakerfinu í Kalangala. Þeir hafa meðal annars fengið að kynnast kjúklinga- og svínarækt.&nbsp;&nbsp;<br></p><p>Að sögn Stefán Jóns Hafstein forstöðumanns sendiráðsins er um að ræða þriggja mánaða námskeið sem haldin eru um helgar í tengslum við landbúnaðarskóla í Kalangala. Markmiðið er að að koma ungmennunum á vinnumarkað eða kynda undir áhuga hjá þeim á því að hefja sjálf ræktun til eigin nota og sölu.&nbsp;<br></p><p>Stefán Jón segir tilraunaverkefnið hafa gefist vel og hann kvaðst vel geta trúað því að framhald yrði á þessu námskeiðahaldi.</p>

13.12.2017Afhjúpun á hrottafengnu ofbeldi gegn piltum og körlum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/wekeepitinourhearts.PNG" alt="Wekeepitinourhearts" class="center">Ný rannsókn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) afhjúpar hrottafengið kynferðislegt ofbeldi í Sýrlandi gegn ungum piltum og körlum. Skýrsla sem var unnin upp úr viðtölum við fórnarlömb í Írak, Líbanon og Jórdaníu kom út í síðustu viku. Titill skýrslunnar vísar til þeirrar þöggunar sem einkennt hefur þessi ofbeldismál:&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://data2.unhcr.org/es/documents/download/60864#_ga=2.121844236.641198675.1512507880-2095888809.1417795315" linktype="1" target="_blank">We Keep It In Our Hearts</a>.</strong><br></p><p>Í rannsókninni voru tekin viðtöl við rúmlega 73 starfsmenn 34 hjálparsamtaka og hópsamræður við tæplega tvö hundruð flóttamenn.&nbsp;<br>Viðtölin leiddu í ljós átakanlegar frásagnir af harðræði og ofbeldisverkum sem mennirnir höfðu verið beittir eða þeir heyrt af. Yngstu fórnarlömbin voru tíu ára aldri og þau elstu á níræðisaldri. Flestir upplifðu ofbeldið þar sem þeir voru í haldi, ýmist í fangelsi eða sérstökum búðum.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/news/press/2017/12/5a27a6594/unhcr-study-uncovers-shocking-sexual-violence-against-syrian-refugee-boys.html" linktype="1" target="_blank">UNHCR study uncovers shocking sexual violence against Syrian refugee boys, men/ UNHCR</a></p>

13.12.2017Frásagnaflóð um kynferðislega áreitni og ofbeldi í hjálparstarfi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/bistandsaktuelt12.PNG" alt="Bistandsaktuelt12">Umræða um #Metoo hefur verið fyrirferðarmikil á síðustu vikum. Sýnt hefur verið fram á að kynferðisleg áreitni, einkum gegn konum, hefur viðgengist á mörgum sviðum samfélagsins. Eins og sagt frá í&nbsp; síðasta Heimsljósi hefur bandaríski vefmiðillinn Devex kallað eftir frásögnum af slíkum tilvikum meðal starfsfólks hjálparstofnana og þeirra sem vinna að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Norski vefmiðillinn Bistandsaktuelt hefur einnig leitað eftir upplýsingum frá fólki um kynferðislega áreitni og þegar hafa 264 starfsmenn hjálparsamtaka svarað og nefnt dæmi um slíka hegðan.</strong><br><br>Í frétt Bistandsaktuelt segir að kynferðisleg áreitni sé ekki nýtt vandamál meðal þeirra sem starfa í þessum málaflokki og þess sé skemmst að minnast að alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hafi á síðasta ári rekið 22 starfsmenn eftir að rannsókn leiddi í ljós að þeir höfðu beitt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.<br></p><p>Bistandsaktuelt rifjar líka upp á árið 2015 voru stofnuð samtökin Report the Abuse þar sem leitað var eftir frásögnum af kynferðislegri áreitni meðal fólks sem sinnti mannúðarstörfum. Þau samtök voru hýst af International Women´s Right Project í Kanada en voru síðan skráð sjálfstæð borgarasamtök í Sviss en neyddust til þess að loka samnefndum vef -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://reporttheabuse.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Report the Abuse</a>&nbsp;- í ágúst síðastliðnum sökum fjárskorts. Þá höfðu yfir eitt þúsund einstaklingar í hjálparstarfi svarað spurningum á vefnum og níu af hverjum tíu kváðust þekkja til samstarfsmanns sem hefði upplifun af kynferðislegri áreitni.<br></p><p>Þegar frétt Bistandsaktuelt var skrifuð í lok síðustu viku höfðu 264 svarað spurningum á netinu um þessi mál en vefmiðillinn naut stuðnings 6-7 norskra hjálparstofnana sem hvöttu félagsmenn sína til að taka þátt í könnuninni. Konur voru 76% þeirra sem svöruðu og karlar 24%.<br>Af þessu úrtaki höfðu 35% kvenna og 7% karla upplifað kynferðislega áreitni í eitt skipti eða fleiri. Helmingur þeirra hafði orðið fyrir þeirri reynslu í núverandi starfi. Sex af hverjum tíu sem höfðu upplifað áreiti þögðu um það. Þau sem tilkynntu um áreitið segja að í 76% tilvika hafi upplýsingarnar ekki leitt til neinna afleiðinga fyrir gerandann. Þá kom í ljós í 75% tilvika gerðust atvikin erlendis.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/mannen-ville-ha-sex/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/arkiv-kommentarer/2017/joda-metoo-gjelder-ogsa-oss/" linktype="1" target="_blank">Joda, #metoo gjelder også oss/ Bistandsaktuelt</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/bistandsansatte-krever-nulltoleranse/" linktype="1" target="_blank">Lanserer opprop mot seksuell trakassering i bistandsbransjen/ Bistandsaktuelt</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/et-problem-i-var-bransje-ogsa/" linktype="1" target="_blank">- Et problem i vår bransje også/ Bistandsaktuelt</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/opinion-the-development-community-needs-to-to-stand-up-for-dignity-91690" linktype="1" target="_blank">Opinion: The development community needs to to stand up for dignity, eftir Carrie Hessler-Radelet/ Devex</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://unric.org/en/latest-un-buzz/30884-european-women-say-metoo" linktype="1" target="_blank">European women say #MeToo/ UNRIC</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/generalsekretarer-om-sex-trakassering2/" linktype="1" target="_blank">- Funnene må være en vekker for oss alle/ Bistandsaktuelt</a>&nbsp;

13.12.2017Milljónir á barmi hungursneyðar

<p> <a href="https://youtu.be/aXmuvRkTVaU" class="videolink">https://youtu.be/aXmuvRkTVaU</a> Yfir átta milljónir Jemena eru á barmi hungursneyðar að sögn embættismanns Sameinuðu þjóðanna. Líf þeirra veltur á aðgangi hjálparstarfsmanna með mat, hreint vatn, skjól og heilbrigðisþjónustu, sagði í frétt RÚV í gær, með tilvísun í&nbsp;yfirlýsingu Jamie McGoldrick, yfirmanni mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Jemen.&nbsp;<br></p><p><a shape="rect">"Al Jazeera</a>&nbsp;&nbsp;hefur eftir honum að kallað sé eftir auknu aðgengi neyðaraðstoðar til landsins, en hernaðarbandalag Sádi-Arabíu lokar enn öllum leiðum að landinu. Bandalagið greip fyrst til þess ráðs í október eftir að flugskeyti uppreisnarmanna í Jemen var skotið niður nærri höfuðborg Sádi-Arabíu, Riyadh," sagði í fréttinni.<br><br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/milljonir-a-barmi-hungursneydar" linktype="1" target="_blank">Frétt RÚV</a><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bbc.com/news/world-middle-east-29319423" linktype="1" target="_blank">Yemen crisis: Who is fighting whom?/ BBC</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/world/2017/dec/12/bombed-into-famine-how-saudi-air-campaign-targets-yemens-food-supplies" linktype="1" target="_blank">Bombed into famine: how Saudi air campaign targets Yemen's food supplies/ TheGuardian</a>&nbsp;</p>

13.12.2017Sjötíu ár liðin á næsta ári frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingarinnar

<p><strong> <a href="https://youtu.be/nrIo_a8MVHE" class="videolink">https://youtu.be/nrIo_a8MVHE</a> Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á Allsherjarþinginu þann 10. desember 1948 og að því tilefni er haldið uppá alþjóðlega mannréttindadaginn þann dag ár hvert.&nbsp;</strong><br></p><p>Í mannréttindayfirlýsingunni eru mörkuð þau grundvallarréttindi og það undirstöðufrelsi sem allir menn - karlar og konur - eiga skýlausan rétt á. Til þeirra teljast réttur til lífs, frelsis og ríkisfangs; frelsi til hugsana, sannfæringar og trúar; réttur til atvinnu og menntunar; réttur til að njóta matar og húsaskjóls; og réttur til að taka þátt í stjórn síns eigin lands. Mannréttindayfirlýsingin er það skjal sem þýtt hefur verið á flest tungumál í heiminum og hefur verið þýdd á fleiri en 500 tungumál!</p><p>Á næsta ári verður mannréttindayfirlýsingin 70 ára og síðastliðinn sunnudag, 10. desember, hófst árslöng herferð til að marka þessi merkilegu tímamót. Mannréttindastofnun SÞ hefur opnað sérstakan&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.standup4humanrights.org/en/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;til að vekja athygli á mannréttindayfirlýsingunni og mannréttindabaráttu almennt.</p><p>Í myndbandinu hér að ofan eru skilaboð frá Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins. Íslenskur texti er með myndbandinu sem er á ensku. Neðra myndbandið tengist herferðinni "Stand Up for Human Rights."</p><p> <a href="https://youtu.be/v3DnYLLfAB8" class="videolink">https://youtu.be/v3DnYLLfAB8</a> <br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://medium.com/@UNDP/everyday-heroes-defending-womens-rights-worldwide-a38fcf28c2d5" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Everyday heroes who defend human rights worldwide/ UNDP</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.hrw.org/report/2017/12/05/deported/immigrants-uprooted-country-they-call-home" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The Deported - Immigrants Uprooted from the Country They Call Home/ HumanRightWatch</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://unric.org/is/frettir/27105-mannrettindi-maeta-vaxandi-fjandskap-" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Mannréttindi mæta vaxandi fjandskap/ UNRIC</a></p>

13.12.2017Minnihluti almennings í heiminum hefur heyrt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/heimsmhrigur.PNG" alt="Heimsmhrigur" class="right">Samkvæmt&nbsp;</strong><strong><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.oecd.org/dev/pgd/SDG_Awareness_Attitudes_DevCom_2017.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">samantekt</a></strong>&nbsp;<strong>um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í heiminum um vitneskju almennings um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa 35 til 45 prósent aðspurðra heyrt um Heimsmarkmiðin. Þetta er niðurstaða samantektar af hálfu DevCom samtaka OECD, tengslahóps kynningarfulltrúa þjóða sem sinna alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</strong><br></p><p>Að mati DevCom er samt hæpið að fullyrða að vitneskja um Heimsmarkmiðin jafngildi þekkingu á markmiðunum því skoðanakönnun Glocalities (2016) sem náði til 24 þjóðríkja sýndi að einungis einn af hverjum eitt hundrað kvaðst þekkja Heimsmarmiðin "mjög vel" - og 25% kváðust aðeins þekkja til nafnsins.</p><p>Í nýjustu viðhorfskönnun Eurobarometer frá þessu ári þekkir aðeins tíundi hver íbúi Evrópu Heimsmarkmiðin. Um það bil sex af hverjum tíu kváðust hvorki hafa heyrt af markmiðunum né lesið um þau. Um það bil þrír af hverjum tíu kváðust vita af markmiðunum en varla vita nokkuð hvað þau fælu í sér. Hlutfall svarenda sem hafði einhverja hugmynd um Heimsmarkmiðin hafði hækkað um 5% frá könnun 2015. Flestir höfðu heyrt af Heimsmarkmiðunum í Finnlandi (73%), Lúxemborg (62%) og Hollandi (61%) en fæstir í Bretlandi (24%), Kýpur (25%) og Lettlandi (27%).</p><p> <a href="https://youtu.be/WX8bdIVLvIM" class="videolink">https://youtu.be/WX8bdIVLvIM</a> <br></p><p>Í samantekt DevCom kemur fram að mikill munur sé á milli landa. Aðeins tveir af hverjum tíu í Þýskalandi og Frakklandi þekktu EKKI til Heimsmarkmiðanna í könnun á síðasta ári en fjórir af hverjum tíu Bretum og Bandaríkjamönnum. DevCom telur hins vegar ríka ástæðu til þess að gjalda varhug við niðurstöðum þessara kannana því rík tilhneiging sé til þess hjá svarendum að ofmeta eigin vitneskju (social desirability bias/ félagslegur æskileiki) um Heimsmarkmiðin.</p><p>Engu að síður er það mat DevCom að þekking á Heimsmarkmiðunum fari vaxandi. Samtökin byggja þá staðhæfingu meðal annars á því að bæði í könnunum Eurobarometer og Globescan hafi fleiri heyrt af Heimsmarkmiðunum tveimur árum eftir gildistöku en Þúsaldarmarkmiðunum á sínum tíma.</p><p>Í samantekt DevCom er rýnt í ýmsar kannanir sem snúa að öðrum þáttum Heimsmarkmiðanna eins og hvaða markmið almenningur telji mikilvægust, hverjir eigi að bera ábyrgð á innleiðingu markmiðanna og hverjir eigi að greiða fyrir markmiðin.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://gulfnews.com/news/uae/environment/90-of-humanity-not-aware-of-sustainable-development-goals-1.1962324" shape="rect" linktype="1" target="_blank">90% of humanity not aware of Sustainable Development Goals/ GulfNews</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://globescan.com/new-poll-of-experts-finds-slow-start-towards-sustainable-development-goals/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">New Survey of Experts Finds Slow Start Towards Sustainable Development Goals/ GlobeScan</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://ec.europa.eu/eurostat/documents/3217494/8461633/KS-04-17-780-EN-N.pdf/f7694981-6190-46fb-99d6-d092ce04083f" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Sustainable development in the European Union: MONITORING REPORT ON PROGRESS TOWARDS THE SDGS IN AN EU CONTEXT</a></p>

13.12.2017Jafningjarýni um Finnland

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/1800px-Flag_of_Finland_-1918-1920-.svg.png" alt="1800px-Flag_of_Finland_-1918-1920-.svg" class="right">Skert framlög finnskra stjórnvalda til þróunarsamvinnu á síðustu árum hefur leitt til þess að hlutfall þjóðartekna til málaflokksins eru nú þau lægstu um áratugaskeið, segir í jafningjarýni DAC (Þróunarsamvinnunefndar OECD) um Finnland sem birt var í síðustu viku.&nbsp;<br></p><p>Þróunarsamvinnunefndin hvetur finnsku ríkisstjórnina til þess að setja sér áætlun um hækkun framlaga til stuðnings fátækustu þjóðum heims og ná viðmiðunarmörkum Sameinuðu þjóðanna um láta 0,7% af þjóðtekjum renna til þróunarsamvinnu.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.development-today.com/magazine/Frontpage/oecd_urges_finland_to_restore_it_flagging_development_aid" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.oecd.org/newsroom/finland-needs-a-plan-to-restore-flagging-development-aid.htm" linktype="1" target="_blank">Finland needs a plan to restore flagging development aid/ OECD</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.oecd.org/development/oecd-development-co-operation-peer-reviews-finland-2017-9789264287235-en.htm" linktype="1" target="_blank">Skýrslan</a>&nbsp;</p>

13.12.2017Tvíhliða þróunarsamvinna í Mósambík í rúmlega tvo áratugi

<p> <a href="https://youtu.be/UukrithEU9I" class="videolink">https://youtu.be/UukrithEU9I</a> Í þessu kvikmyndabroti er rætt við&nbsp;<strong>Vilhjálm Wiium</strong>&nbsp;forstöðumann sendiráðs Íslands í Mapútó um samstarf Íslendinga og stjórnvalda í Mósambík í þróunarsamvinnu um rúmlega tuttugu ára skeið, en eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að loka sendiráðinu í Mapútó en sinna þróunarsstarfi áfram í landinu með öðrum hætti, gegnum fjölþjóðastofnanir eins og UNICEF og UN Women.&nbsp;</p>

06.12.2017Fundur með framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/sturlaogarancha.jpg" alt="Sturlaogarancha">Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri átti í síðustu viku fund með Arancha González framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvar&nbsp;innar (International Trade Centre, ITC) sem er sameiginleg stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunari&nbsp;nnar (World Trade Organisation, WTO) og Sameinuðu þjóðanna og er eina alþjóðlega þróunarstofnunin sem leggur sérstaka áherslu á alþjóðavæðingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja.&nbsp;<br><br></p><wbr><wbr><p>Á fundinum var meðal annars rætt um stöðuna í alþjóðaviðskiptum og jafnréttismál og þróunarsamvinnu.</p>

06.12.2017Aðgerðir í loftslagsmálum taldar mikilvægasta málefni samtímans

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/loftslagsbrsdg.jpg" alt="Loftslagsbrsdg">Góð menntun var langefst á lista í umfangsmestu skoðanakönnun sem gerð hefur verið og lagði grunn að Heimsmarkmiðunum á sínum tíma. Nýlega var gerð sambærileg könnun meðal þjóða heims og þá kom á daginn að miklar viðhorfsbreytingar hafa orðið á skömmum tíma því áhersluatriðið sem var í fyrri könnun í neðsta sæti (16. sæti) er víðast hvar komið upp í efstu sæti og víða einfaldlega í efsta sætið. Það áhersluatriði er "Aðgerðir í loftslagsmálum."</strong><br><br>Oft er vísað til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem markmiða þjóða heims, fólksins sem býr á þessari jörð. Ástæðan er sú að við undirbúning áætlunar 2030 (Agenda 2030) sem er annað heiti á Heimsmarkmiðunum var leitað álits hjá milljónum manna og slegin heimsmet í samráði. Alls tóku til dæmis um 10 milljónir manna þátt í stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið. Hún var framkvæmd á vefnum My World. Þar bar hverjum og einum að forgangsraða atriðum á lista og segja álit sitt á því hvaða atriði hefðu mesta þýðingu fyrir viðkomandi, fjölskyldu og samfélag. Könnunin var á vegum Sameinuðu þjóðanna og leiðarljós í víðtæku samráðsferli við gerð Heimsmarkmiðanna -&nbsp; sjálfbæru þróunarmarkmiðanna (Sustainable Development Goals).</p><p>Eins og margoft hefur komið fram var góð menntun langefst á þessum lista yfir sextán forgangsatriði. Betri heilbrigðisþjónusta, fleiri atvinnutækifæri og heiðarleg, ábyrg stjórnvöld voru í sætunum þar fyrir neðan. Aðgerðir í loftslagsmálum voru neðstar á blaði, í sextánda sæti.<br>Eins og áður segir var gerð önnur sambærileg könnun á My World vefnum og þá kom í ljós að mikil breyting hafði orðið meðal fólks á skömmum tíma til mikilvægustu málefna samtímans. Aðgerðir í loftslagsmálum er hvarvetna í heiminum orðið eitt það allra mikilvægasta.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://sdgactioncampaign.org/category/my-world-result/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Action Taken on Climate Change: previously ignored, has soared to the top of people's priorities around the world./ SDGCampaign</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://sdg.iisd.org/commentary/policy-briefs/sdg-knowledge-weekly-4-december-2017/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">SDG Knowledge Weekly - 4 December 2017/ IISD</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://sdg.iisd.org/commentary/generation-2030/african-youth-take-action-on-climate-change/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">African Youth Take Action on Climate Change/ IISD</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.sei-international.org/-news-archive/3803" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Enabling effective and ambitious action on climate change and the SDGs/ SEI</a></p>

06.12.2017Brugðist verði strax við þrælasölu í Líbíu

<p> <a href="https://youtu.be/Bp6eTK0MmeE" class="videolink">https://youtu.be/Bp6eTK0MmeE</a> Um áttatíu þjóðarleiðtogar Afríku- og Evrópuríkja samþykkti í síðustu viku að loknum tveggja daga fundi í Abidjan á Fílabeinsströndinni að flýta aðgerðum til að leysa þúsundir flótta- og farandfólks úr fjötrum í Líbíu. Þar hefur fólkið verið strandaglópar og margir búið við ömurlegar aðstæður. Leiðtogarnir sammæltust líka um það í lok fundarins að herða baráttuna gegn mansali.<br></p><p>Talið er að allt að 700 þúsund flótta- og farandfólk hafist við í búðum í Líbíu og frásagnir síðustu vikna um þrælasölu hafa vakið heimsathygli og hneykslan.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.voanews.com/a/european-union-africa-leaders-speed-up-repatriation-migrants-from-libya/4144713.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">EU, Africa Leaders to Speed Up Repatriation of Migrants From Libya/ VOA</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.aljazeera.com/news/2017/12/outrageous-reality-libya-171201085605212.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">'Slavery is an outrageous reality in Libya'/ AlJazeera</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/11/28/thraelahald_vidgengst_i_libiu/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Flóttamenn ganga kaupum og sölum í Líbíu/ Mbl.is</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.visir.is/g/2017171128937" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu/ Vísir.is</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ruv.is/frett/hyggjast-frelsa-flottafolk-ur-klom-thraelasala" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Hyggjast frelsa flóttafólk úr klóm þrælasala/ RÚV</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.aljazeera.com/programmes/countingthecost/2017/11/migrants-sale-slave-trade-libya-171126063748575.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Migrants for sale: Slave trade in Libya/ AlJazeera</a>

06.12.2017Íslensk kvikmynd um hælisleitanda sýnd á Sundance

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/andidedlilega.jpg" alt="Andidedlilega">Íslenska kvikmyndin&nbsp;Andið eðlilega&nbsp;í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni á hinni virtu&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">Sundance kvikmyndahátíð</a>&nbsp;í Park City í Bandaríkjunum í janúar. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Þetta er í annað skipti sem íslensk mynd er valin í aðalkeppni hátíðarinnar.<br><br>Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo.</p><p>Andið eðlilega&nbsp;fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum.</p><p>Andið eðlilega&nbsp;er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd. Áður hefur hún leikstýrt stuttmyndunum&nbsp;Góðir gestir,&nbsp;Njálsgata,&nbsp;Clean&nbsp;og&nbsp;Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011.<br>Andið eðlilega&nbsp;verður frumsýnd á Íslandi í febrúar 2018.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.kvikmyndamidstod.is/frettir/andid-edlilega-valin-til-adalkeppni-a-sundance-kvikmyndahatidinni" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.icelandicfilmcentre.is/news/and-breathe-normally-selected-for-sundance" linktype="1" target="_blank">AND BREATHE NORMALLY selected for Sundance/ IcelandicFilmCentre</a>

06.12.2017Helen Clark á fundi í utanríkisráðuneytinu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/hclark.jpg" alt="Hclark">Helen Clark fráfarandi yfirmaður Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) til margra ára og fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands átti á dögunum óformlegan fund með starfsfólki á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fulltrúum háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi og fulltrúum Landsnefnda Sameinuðu þjóða stofnana. Helen var hér á landi í tilefni af ársfundi Women Political Leaders.&nbsp;Myndin af Helen Clark og Maríu Erlu Marelsdóttur skrifstofustjóra þróunarsamvinnuskrifstofu var tekin í lok fundarins.</p>

06.12.2017Auglýst eftir háskólamenntuðum fulltrúum á sviði þróunarsamvinnu og upplýsingafulltrúa Heimsmarkmiðanna

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/17dd.jpg" alt="17dd">Utanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða háskólamenntaða fulltrúa til starfa á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu s.s. á sviði tvíhliða og fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu,&nbsp; svæðasamstarfs, samstarfs við atvinnulífið og borgarasamtök auk Heimsmarkmiða SÞ.</p><p>Ennfremur óskar ráðuneytið eftir að ráða upplýsingafulltrúa á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Upplýsingafulltrúinn þróar og vinnur upplýsingaefni til að auka meðvitund og skilning á Heimsmarkmiðunum og hugar sérstaklega að samþættingu þeirra við starfsemi Stjórnarráðsins.&nbsp;<br><br>Umsóknarfrestur um stöðurnar er til og með 18. desember 2017. Umsóknir skulu berast á netfangið&nbsp;<a shape="rect">[email protected]</a>, merkt&nbsp; annars vegar "Háskólamenntaðir fulltrúar á sviði þróunarsamvinnu 2017" og hins vegar "Upplýsingafulltrúi á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 2017."<br>Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um störfin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir um ráðningar hafa verið teknar.</p><p>Nánari upplýsingar um fulltrúana í alþjóðlegri þróunarsamvinnu veitir Þórarinna Söebech&nbsp;<br>([email protected]), s. 5459900 en Urður Gunnarsdóttir ([email protected]) veitir upplýsingar um fulltrúa Heimsmarkmiðanna.</p>

06.12.2017Vilja virkja afrískar konur í frumkvöðlastarfi í orkumálum

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/kvenorka.PNG" alt="Kvenorka">Utanríkisráðuneytið er styrktaraðili verkefnisins Africa Women Energy Entrepreneur Framework (AWEEF) sem hleypt var af stokkunum í aðdraganda Umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna (UN Environment Assembly) sem stendur yfir þessa dagana í Næróbí í Kenía. Verkefnið er leitt af Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).<br><br>Að sögn Péturs Waldorffs frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er verkefnið vettvangur til að virkja afrískar konur í frumkvöðlastarfi sem tengist orkumálum og til að hasla sér völl í ákvarðanatöku um orkumál og sem lykil hagsmunaaðilar í virðiskeðju orku innan álfunnar. "Verkefninu er ætlað að taka á þeim áskorunum og hindrunum sem koma í veg fyrir fulla þátttöku kvenna innan orkugeirans í álfunni. Þannig eru leiddir saman kvenfrumkvöðlar í afríska orkugeiranum, orkustofnanir, ríkisstofnanir, fjármálastofnanir, vísinda- og fræðimenn, einkageirinn, aðilar úr viðskiptalífinu og frjáls félagasamtök," segir Pétur.<br><br>Hann bendir á að þótt konur í Afríku gegni lykilhlutverki sem framleiðendur, dreifingaraðilar og neytendur orku bæði i þéttbýli og til sveita í Afríku hafi þær lítil áhrif á ákvarðanatöku í orkumálum álfunnar sem og á þær lausnir sem í boði eru þegar kemur að hreinni og sjálfbærri orkunýtingu. Að sögn Péturs tengir AWEEF þörfina á endurnýjanlegri orku við jafnréttismál og félagslega og efnahagslega þróun með því að auka aðgengi kvenna að ódýrri, sjálfbærri og hreinni orku og með aðkomu kvenna að lausnum í orkumálum. "Með því að taka á þessum samþættu málum á heildstæðan hátt tekur verkefnið til ýmissa Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þar á meðal til markmiðs nr. 5 um jafnrétti kynjanna, markmiðs 7 um sjálfbæra orku og markmiðs13 um verndun jarðarinnar.</p><p>Viðstaddir setningu AWEEF voru Davíð Bjarnason frá þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu auk Péturs Waldorffs frá Jafnréttisskólanum en hann tók einnig þátt í pallborðsumræðum fyrir hönd UNU-GEST á þessum viðburði.<br>Staðreyndir um orkumál í Afríku:</p><ul><li>600 milljón manns hafa ekki aðgang að rafmagni</li><li>730 milljón manns notast við eldivið og/eða kol sem megin orkugjafa</li><li>Um 600 þúsund manns deyja á ári hverju vegna loftmengunar innan afrískra heimila. 60% þeirra eru konur.</li><li>Miðað við framgang mála í dag mun taka til ársins 2080 að veita öllum íbúum Afríku aðgengi að rafmagni og ekki næst að veita aðgengi að hreinni orku til eldunar fyrr en um miðja 22. öldina.</li></ul><p>(Atlas of Energy Resources 2016)<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://aweef.theargeo.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánari upplýsingar um AWEEF</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://wedocs.unep.org/bitstream/handle/20.500.11822/22205/Concept%20note%20and%20Agenda%20-AWEEF%20Launch%20and%20follow%20up%20panel%20discussion%20.pdf?sequence=37&%3bisAllowed=y" shape="rect" linktype="1" target="_blank">AFRICAN WOMEN ENERGY ENTREPRENEURS FRAMEWORK (AWEEF) AND PANEL SESSION ON INNOVATIVE SOLUTIONS TO EMPOWER WOMEN ENTERPREUNERS IN ENERGY SECTOR - Concept Note</a>&nbsp;

06.12.2017Fjórir milljarðar jarðarbúa án félagslegrar verndar

<p><strong> <a href="https://youtu.be/SZfy_CztIZQ" class="videolink">https://youtu.be/SZfy_CztIZQ</a> Þrátt fyrir verulegar framfarir á sviði almannatrygginga í mörgum heimshlutum fer því fjarri að slík félagsleg réttindi séu tryggð fyrir alla jarðarbúa. Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðavinnumála-stofnunarinnar (ILO) hefur meirihluti íbúa í heiminum enga félagslega vernd, eða um fjórir milljarðar einstaklinga. Margt er því ógert í baráttunni fyrir félagslegum réttindum, eins og segir í skýrslunni.&nbsp;</strong></p><p>Markmið 1.3 í Heimsmarkmiðunum vísar til almannatrygginga en þar segir orðrétt: "Ráðstafanir verði gerðar til samræmis við aðstæður í hverju landi til að innleiða félagsleg tryggingakerfi og vernd öllum til handa, þar með talin lágmarksframfærsluviðmið, og eigi síðar en árið 2030 verði stuðningur við og vernd fátæks fólks og fólks í viðkvæmri stöðu stóraukinn."<br><br>Í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna segir að allir þjóðfélagsþegnar eigi rétt til almannatrygginga (22. gr.) Samkvæmt skýrslu ILO eru þessi mannréttindi þó aðeins í boði fyrir 45% íbúa jarðarinnar. Það er hlutfall þeirra sem hafa viðurkenndan rétt til einhverrar félagslegrar verndar. Ef horft er hins vegar til þeirra sem hafa víðtækar almannatryggingar er einungis verið að vísa til 29% mannkyns. Og það þýðir að mikill meirihluti, 72% eða 5,2 milljarðar manna, hefur alls enga eða mjög takmarkaða félagslega vernd.</p><p>Skýrsla ILO nefnist:&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ilo.org/global/about-the-ilo/newsroom/news/WCMS_601903/lang--en/index.htm" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World Social Protection Report 2017/19: Universal social protection to achieve the Sustainable Development Goals.</a></p><p>"Skortur á félagslegri vernd leiðir til þess að margir eru illa staddir alla ævina ef eitthvað bjátar á eins og fátækt, ójöfnuður eða félagsleg útilokun. Að neita fjórum milljörðum einstaklinga um þessi mannréttindi felur í sér verulega hindrun fyrir efnahagslega og félagslega þróun. Þótt mörg ríki hafi náð langt í að styrkja félagsleg öryggisnet er brýnt að kosta kapps um að tryggja öllum rétt til félagslegrar verndar," sagði Guy Ryder framkvæmdastjóri ILO þegar skýrslan var kynnt á dögunum.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=58191#.WiEYeEpl-70" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Four billion people have no social security protection - UN labour agency/ UNNewsCentre</a>&nbsp;</p>

06.12.2017Óðaverðbólga í Suður-Súdan og hálf þjóðin við hungurmörk

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/southsudanrit.PNG" alt="Southsudanrit" class="right">Enn eru því miður engin teikn á lofti um frið í Suður-Súdan sem sex árum eftir sjálfstæði er meðal þeirra þjóða heims sem býr við mestan óstöðugleika. Vopnuð átök eru daglegt brauð og hálf þjóðin - um sex milljónir manna - hefur vart til hnífs og skeiðar.&nbsp;</strong><br></p><p>Hungursneyð var lýst yfir í febrúar á þessu ári en þótt henni hafi verið afstýrt með gífurlegri utanaðkomandi mannúðaraðstoð er matvælaóöryggi áfram útbreitt í landinu.<br><br>Um tvær milljónir Suður-Súdana hafa flúið land og svipaður fjöldi er á vergangi innanlands. Í nýju riti Alþjóðabankans um leiðir til þess að koma á efnahagslegum stöðugleika segir að samdráttur í hagkerfinu nemi á einu ári um 11 prósentum vegna átaka, minnkandi olíuframleiðslu og minnkandi landbúnaðarframleiðslu sem hvoru tveggja eru afleiðingar borgarastyrjaldarinnar í landinu. Skuldir þjóðarinnar, verðbólga og markaðsverð á vörum hafa stórhækkað. Almenningur hafi í fæstum tilvikum ráð á því að kaupa í matinn.</p><p>Í ritinu&nbsp; sem heitir - Taming the Tides of High Inflation in South Sudan - segir að fátækt í borgum hafi aukist úr 49% árið 2015 í 70% árið 2016. Með rýrnandi kaupmætti hafi margir launþegar og fólk á vinnumarkaði verið dregið niður í sárustu fátækt. Sömu sögu megi segja af þeim sem rekið hafi eigin fyrirtæki. Skýrsluhöfundar segja að ástandið í fjármálum sé skelfilegt, vangoldin laun opinberra starfsmanna hlaðist upp og ríkisstjórnin stundi seðlaprentun með tilheyrandi óðaverðbólgu.</p>

06.12.2017Nýr samningur við WoMena um fræðslu til skólastúlkna í Buikwe

<p><strong> <a href="https://vimeo.com/175365559" class="videolink">https://vimeo.com/175365559</a> Sendiráð Íslands í Kampala hefur endurnýjað samning við dönsku samtökin WoMena um áframhaldandi stuðning við stúlkur í fiskiþorpum Buikwe héraðs í Úganda. Nýi samningurinn er til tveggja ára.</strong><br><br>Samtökin hafa það að markmiði að efla kynheilbrigði ungmenna. Samtökin vinna að því að opna umræðu um blæðingar og veita skólastúlkum fræðslu um auðvelda og viðeigandi stjórnun blæðinga. Kynning á álfabikarnum er hluti af þeirri fræðslu.</p><p>WoMena segir í frétt um samninginn að margar stúlkur í fiskiþorpum í grennd við Viktoríuvatn ná ekki að ljúka námi vegna hárra skólagjalda. Einnig flosni þær upp frá námi sökum kostnaðar sem er tilkominn vegna blæðinga. Þá skorti stúlkunum upplýsingar um blæðingar og hvaða lausnir standi þeim til boða á því tímabili.</p><p>Samkvæmt samningnum koma 35 kennarar til með að fá sérstaka þjálfun á næsta ári á þessu sviði. Þeir munu síðan fræða 1400 stelpur á aldrinum 13-19 ára í fjórum framhaldsskólum um kynþroskaskeiðið, blæðingar og hvernig nota eigi álfabikarinn og endurnýjanleg dömubindi. Ári síðar fá 300 stelpur til viðbótar í 14 grunnskólum fræðslu um þessi mál. Fram kemur í frétt WoMena að bæði stelpur og strákar komi til með að fá að hluta til sömu fræðslu þannig að allir nemendur í skólum viti hvað gerist hjá stelpum þegar þær verða kynþroska.&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://mailchi.mp/7d06dcc22abf/womena-newsletter-impact-results" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>

06.12.2017Rannsókn á kynferðislegu ofbeldi í hjálparstarfi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/devex.PNG" alt="Devex">Síðustu vikur hafa einkennst af frásögnum kvenna af kynferðislegri áreitni og nú hefur bandaríski fréttamiðillinn Devex sem sérhæfir sig í fréttum af þróunar- og hjálparstarfi ákveðið að kalla eftir ítarlegri frásögnum um áreitni og ofbeldi á þessu sviði.&nbsp;</strong>Samkvæmt könnun sem Devex vitnar til í frétt þekkja 86% starfsmanna í þróunar- og hjálparstarfi til samstarfsfélaga sem hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi í tengslum við vinnu sína.</p><p>Myllumerki er #aidtoo.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/we-re-investigating-sexual-violence-in-the-aid-industry-91638" linktype="1" target="_blank">We're investigating sexual violence in the aid industry/ Devex</a>&nbsp;<br><br></p>

06.12.2017Radi-Aid tilnefningar: Ed Sheeran myndbandið í hópi þeirra verstu?

<p><p><strong> <a href="https://youtu.be/PIKewZLeWU8" class="videolink">https://youtu.be/PIKewZLeWU8</a> Í einni af krækjunum í Heimsljósi í síðustu viku var sagt frá því hvaða kvikmyndabrot kæmu helst til álita sem "versta herferðin" í tengslum við hjálparstarf. Með krækjunni fylgdi kvikmyndabrot frá mörgum breskum hjálparsamtökum með tónlistarmanninn Ed Sheeran í aðalhlutverki þar sem hann gaf sig á tal við götubörn í Líbíu og veitti þeim stuðning.</strong><br></p><p>Svokölluð&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.rustyradiator.com/rusty-radiator-award-2017" linktype="1" target="_blank">Radi-Aid</a>&nbsp;verðlaun eru veitt af af Saih, samtökum norskra háskólastúdenta sem hvetja hjálparsamtök og aðra sem vinna að baráttunni gegn fátækt til þess að hverfa frá staðalímyndum og fátæktarklámi, eins og það er kallað. Verðlaun er veitt í tveimur flokkum, góðu herferðirnar í "Golden Radiator" og þær vondu í "Rusty Radiator."</p>Myndbandið með Ed Sheeran þykir sigurstranglegt til verðlauna í ár í Rusty-flokknum, en eins og fram kemur í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/dec/04/ed-sheeran-comic-relief-film-poverty-porn-aid-watchdog-tom-hardy-eddie-redmayne" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;the Guardian er það að margra mati miður gott með einfeldningslegri áherslu á hvítan bjargvætt þar sem götubörnin njóta engrar lágmarks virðingar. Myndin var framleidd af Comic Relif and the Disasters Emergencies Committee (DEC) og var hluti af fjáröflunarherferð þrettán hjálparsamtaka í Bretlandi, meðal annars Save the Children, Oxfam og Action Aid.<br></p><p>Beathe Øgård forseti Saih segir í The Guardian að bresku kvikmyndirnar frá Líbíu sýni heimamenn sem fórnarlömb og þetta sé alltof einföld, forneskjulega aðferð til að segja frá þróunarstarfi. "Við höfum séð álíka myndir allt frá árinu 1980," segir hún. "Hræðilegt að horfa á þær. Fólk er búið að sjá svona myndir svo oft að þær kalla fram tilfinningu um vonleysi og sýna þróun í neikvæðu ljósi."</p><p>Kosning um bestu og verstu herferðirnar lauk í fyrradag og úrslit verða tilkynnt formlega á morgun, fimmtudag. Myndbandið hér að ofan - Batman - er á listanum yfir bestu herferðirnar, framleitt fyrir hollensku samtökin War Child.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://oxfamblogs.org/fp2p/vote-now-for-the-bestworst-charity-ads-of-2017/" linktype="1" target="_blank">Vote now for the best/worst charity ads of 2017/ DuncanGreen</a></p>

06.12.2017Skapa þarf samfélög sem bjóða raunveruleg tækifæri fyrir alla

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/IDPWD-2016-600x249.jpg" alt="IDPWD-2016-600x249">Ryðja verður burt jafnt áþreifanlegum sem menningarlegum hindrunum til þess að skapa samfélög, sem bjóða upp á raunveruleg tækifæri fyrir alla, alls staðar, sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna á a<a shape="rect">lþjóðlegum degi fatlaðra&nbsp;</a>síðastliðinn sunnudag, 3. desember. Upplýsingaskrifstofa SÞ, UNRIC, greindi frá.</strong><br><br>"Fólk sem býr við fötlun hefur hlutverki að gegna í viðleitni til að ná Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun sem tryggja víðtæka þátttöku. Mikilvægt atriði í svokallaðri áætlun 2030 um sjálfbæra þróun er "að engan beri að skilja eftir," segir í frétt UNRIC.<br></p><p>"Samt sem áður er fólk sem býr við fötlun, of oft útilokað frá því að semja, gera áætlanir og hrinda í framkvæmd stefnumörkun og áætlunum sem hafa áhrif á líf þeirra. Fatlaðir sæta of oft mismunun á vinnumarkaði og hvað varðar aðgang að menntun og annarri þjónustu," sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi.&nbsp;"Við verðum að beisla kraft og kunnáttu þessa hóps til að hanna og þróa viðráðanlegar og frumlegar lausnir til að tryggja jafnrétti fyrir alla," segir Guterres.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/en/events/disabilitiesday/index.shtml" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br></p>

06.12.2017Fyrir hvað stendur CFS?

<p> <a href="https://youtu.be/-MKo-DtFLjw" class="videolink">https://youtu.be/-MKo-DtFLjw</a> Hér á vettvangi í Róm, eins og svo víða í Sameinuðu þjóða kerfinu er eins og ekkert hafi merkingu eða tilgang nema það fái skammstöfun. Það á við um Fæðuöryggisnefndina "Committee on World Food Security", sem er nánast aldrei kölluð neitt annað en CFS. Síðan líður tíminn og þeim fækkar sem vita hvað CFS stendur fyrir, nema nánustu aðstandendur. Til upprifjunar og fróðleiks fyrir áhugasama um fæðuöryggismál verður hér farið nokkrum orðum um þessa nefnd, CFS. Í lokin er bent á nokkrar slóðir sem vert er að skoða fyrir þá sem vilja kynna sér betur starf CFS.<br></p><p>Það er margt sérstakt við þessa nefnd sem Fæðuráðstefna FAO í Róm árið 1974 lagði til að stofnuð yrði sem viðbrögð við alvarlegu ástandi sem skapast hafði þá í fæðuöryggismálum í heiminum. Ári síðar stofnaði Aðalráðstefna FAO CFS sem eina af sínum fagnefndum. CFS var ætlað að endurskoða og fylgja eftir stefnum í fæðuöryggismálum þar með talið framleiðslu, aðgengi að og næringu matvæla.</p><p>Það er kannski ekki í frásögu færandi að einhver nefnd hafi gleymst eða runnið sitt skeið innan SÞ. CFS varð ein þeirra, hún tapaði mikilvægi sínu og varð ein af þessum nefndum sem ekki þjónaði miklum tilgangi í breyttum heimi. En það sem vert er að segja frá er að aðildarlönd FAO settu árið 2008 af stað heildar endurskoðun á nefndinni og hlutverki hennar. Þessari endurskoðun lauk árið 2009 og hefur CFS síðan starfað með gjörbreyttu sniði og með nýju hlutverki.</p><p>Ekki verða hér taldar upp allar þær breytingar sem gerðar voru á nefndinni einungis sagt frá því sem gerir hana sérstaka og vert er að skoða í ljósi stefnu SÞ til 2030 og Heimsmarkmiðanna. Fram til 2009 fundaði CFS aðeins einu sinni á ári og voru aðildarlöndin einu raunverulegu þátttakendurnir. Þessi SÞ nefnd var ekki öðruvísi en aðrar, löndin töluðu þar til allur fundartíminn var nánast liðinn. Það var því oft til málamynda að áheyrnaraðilum sem málið varðar var gefið orðið.</p><p><strong>Samráðs- og samstarfsvettvangur um fæðuöryggismál</strong></p><p>Mikilvægasta breytingin sem gerð var á nefndinni fólst í því að hún var gerð að raunverulegum samráðs- og samstarfsvettvangi um fæðuöryggismál. Þar sem aðildarlöndin, hagsmunaaðilar, SÞ stofnanir, alþjóðlegar rannsóknastofnanir, fjölþjóða fjármálastofnanir, félagasamtök og einkageirinn taka öll þátt í störfum hennar.<br><br>Við endurbæturnar varð til breiðari þátttaka en þekkist annarsstaðar í milliríkjanefndum á vegum SÞ. Reynt var að tryggja að sjónarmið sem flestra hópa heyrðust og að þátttaka þeirra væri á jafnréttisgrunni. Í þessu augnamiði voru sett á fót heildarsamtök frjálsra félagasamtaka annars vegar og einkageirans hins vegar, sem komu fram og töluðu fyrir þeirra hönd í nefndinni. Enn fremur var sérstök ráðgjafanefnd sett á laggirnar til þess að vera framkvæmdaráði CFS til aðstoðar um efnisleg málefni. Þar eiga sæti fulltrúar frá FAO, WFP, IFAD, félagasamtökum, einkageiranum, SÞ stofnunum og nefndum, alþjóðlegum fjármálastofnunum, alþjóðlegum rannsóknastofnunum í landbúnaði og einkarekinna mannúðarfélaga. &nbsp;<br></p><p>Nefndin í heild sinni fundar í eina viku á hverju ári en milli funda starfar framkvæmdaráð sem í eiga sæti 12 aðildarríki og fundar minnst 6 sinnum á ári. Auk þess eru fjöldi óformlegra vinnuhópa að störfum þar sem allir sem aðild eiga að nefndinni geta tekið þátt á jafnréttisgrunni. Aðalfundur nefndarinnar eru vel sóttir, en í október sl. sóttu um 1.500 fulltrúar fundinn og á meðan á honum stóð voru haldnir um 60 hliðarviðburðir. Á eftir aðildarlöndunum eru fulltrúar félagasamtaka fjölmennastir þar á eftir eru fulltrúar einkageirans en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.&nbsp;<br></p><p>En hver eru svo verkefni þessa umræðuvettvangs og hvernig vinnur hann? Í stuttu máli þá má segja að vettvangurinn vinni að því að ná samstöðu um stefnur og pólitíska leiðsögn í fæðuöryggismálum fyrir aðildarríkin. Þetta er gert m.a. með því að fela hópi óháðra og virtra sérfræðinga að gera ítarlega skýrslu til nefndarinnar um ákveðin málefni. Sérfræðingarnir eiga að grundvalla vinnu sína og ráðleggingar á rannsóknum og gögnum sem aflað hefur verið með vísindalegum hætti. Ráðleggingar sérfæðinganna eru síðan lagðar fyrir óformlegan vinnuhóp nefndarinnar þar sem samið er um ráðleggingar sem síðan eru lagðar fyrir aðalfund CFS. Hér er rétt að endurtaka að í þessu samningaferli standa allir sem eiga aðild að nefndinni að baki endanlegum ráðleggingum. Með öðrum orðum aðildarríkin, félagasamtök og einkageirinn standa að baki niðurstöðunni.<br></p><p>Ekki verður fjölyrt hér hver getur verið ávinningurinn af þessari aðferð til þess að ná samstöðu um leiðir í fæðuöryggismálum aðeins vakin athygli á því að þetta er ekki hefðbundin aðferð innan SÞ og að ekki er allir alltaf jafn sáttir við hana. Það er ekki einfalt mál né auðvelt að ná sameiginlegri niðurstöðu um hvernig hátta skuli fæðuframleiðslu þar sem við borðið sitja, svo tekið sé dæmi, bæði fulltrúar smábænda í fjallahéruðum Suður-Ameríku og fulltrúar einkageirans sem tala máli milliliða á borð við Neslé eða Monsanto sem þróar og selur aðföng fyrir landbúnaðinn.</p><p><strong>Fórnarlamb eigin velgengni?</strong></p><p>Undanfarin tvö ár hefur nefndin verið mikið í sviðsljósinu í Róm. Erfitt hefur reynst að tryggja fjárframlög til hennar, en hún hefur föst framlög frá SÞ stofnununum í Róm FAO, WFP og IFAD, auk frjálsra framlaga aðildarríkjanna. Einnig má segja að nefndin hafi orðið fórnarlamb eigin velgengni þar sem allt of mörg málefni hafa verið sett í vinnslu inn í nefndina. Það hefur svo valdið því að aðildarlöndin hafa ekki náð að sinna störfum hennar sem skildi. Á sama tíma fékk nefndin byr undir báða vængi þegar skýrsla framkvæmdastjóra SÞ, í aðdraganda samþykktar SÞ um yfirlýsingu um stefnumið til 2030 og Heimsmarkmiðin, tók nefndina sem dæmi um hvernig skuli auka þátttöku, samráð og samvinnu allra aðila máls við að ná Heimsmarkmiðunum.</p><p>Enn og aftur urðu tímamót í sögu CFS þegar árið 2015 var ákveðið, að mestu sem viðbrögð við fjárhagsvanda hennar, að fara skyldi fram óháð úttekt á störfum CFS. Þessari úttekt lauk á miðju ári 2016 og síðan þá hefur á vettvangi nefndarinnar verið unnið úr úrbótatillögum úttektaraðilanna. Margt mátti betur fara í störfum nefndarinnar að þeirra mati, en þar bar hæst óljós heildarstefna og ákvarðanaferli við verkefnaval sem hefur ekki tekið mið af tiltækum fjármunum. Hvaða breytingum starf nefndarinnar tekur verður ekki vitað fyrr en á næsta ári, en eitt er víst, af áhuga aðildarlandanna og annarra meðlima nefndarinnar að dæma, að dagar hennar eru ekki taldir og að mikilvægi hennar kann að aukast takist samstaða um frekari endurbætur. En eitt er víst að verkefnin vantar ekki í heimi þar sem 815 milljón manns búa við fæðuskort og tíundi hver jarðarbúi er undir fátæktarmörkum. Vandi sem einungis verður leystur með samstilltu átaki allra sem aðild eiga að landbúnaði og fæðuframleiðslu. Í heimi sem stendur frammi fyrir loftslagsbreytingum sem kalla á gerbreytingu á fæðukerfum mannsins og umgengni við náttúruna.</p><p><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.fao.org/cfs/en/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">CFS - Committee on World Food Security</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.fao.org/cfs/cfs-hlpe/en/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">HLPE - High Level Panel of Experts on Food Security and Nutrition</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.csm4cfs.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">CSM - Civil Society Mechanism for relations to the UN Committee on World Food Security</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://agrifood.net/private-sector-mechanism" shape="rect" linktype="1" target="_blank">PSM- Private Sector Mechanism</a>&nbsp;</p>

06.12.2017Sameinuðu þjóðirnar óska eftir rúmum tveimur milljörðum í neyðarhjálp

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/gloablappeal.jpg" alt="Gloablappeal">Sameinuðu þjóðirnar óska eftir 22,5 milljörðum Bandaríkjadala til hjálparstarfa á næsta ári. Samtökin hafa aldrei fyrr óskað eftir jafn háum framlögum til þessa málaflokks, en þetta svarar til sem nemur 2.350 milljarða króna á núgildandi gengi, eins og fram kom í frétt RÚV á dögunum. "Sameinuðu þjóðirnar biðla til allra aflögufærra aðildarríkja um framlög, en markmiðið er að koma brýnustu nauðsynjum til þeirrar 91 milljónar jarðarbúa sem eru í mestri neyð," sagði þar ennfremur.</strong><br><br>Að sögn RÚV er um þriðjungur þessara fjármuna, 7,7 milljarðar dala, hugsaður til að lina þjáningar þrautpíndra Sýrlendinga, jafnt innan landamæra Sýrlands sem utan. Hálfur þriðji milljarður til viðbótar er nauðsynlegur til að bjarga lífi þeirra sem verst eru sett í hinu stríðshrjáða Jemen, en Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna að markmið þeirra miðist við að samtökin geti einungis hjálpað um helmingi þeirra 20 milljóna Jemena sem þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda. Samtals þarf því yfir 10 milljarða dala, ríflega 1.000 milljarða króna, til að sinna brýnustu verkefnum í þessum tveimur löndum.</p><p>Þá fer þörfin fyrir neyðarhjálp vaxandi í nokkrum Afríkulöndum, segir RÚV, og er talin þörf á yfir einum milljarði Bandaríkjadala, ríflega eitt hundrað milljörðum króna, til neyðaraðstoðar í hverju landi um sig Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Sómalíu, Súdan og Suður-Súdan. Söfnunarmarkmið yfirstandandi árs var litlu lægra, eða 22,2 milljarðar dala. Um 13 milljarðar höfðu safnast í nóvember, sem er nýtt met.&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/sth-oska-eftir-2350-milljordum-i-neydarhjalp" linktype="1" target="_blank">Nánar á RÚV</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/Press%20Release%20GHO%202018_FINAL.pdf" linktype="1" target="_blank">GLOBAL HUMANITARIAN APPEAL HITS RECORD $22.5 BILLION, AIMING TO REACH 91 MILLION PEOPLE WITH ASSISTANCE IN 2018</a>

29.11.2017Öðruvísi jóladagatal

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/abcmydn.png" alt="Abcmydn" class="center">Í&nbsp;&nbsp;desember bjóða SOS Barnaþorpin nemendum í 1. - 7. bekk grunnskóla að taka þátt í verkefninu Öðruvísi jóladagatal en þetta er í annað sinn sem verkefnið fer fram. Öðruvísi jóladagatal færir athyglina frá því að þiggja yfir í að gefa en nemendur horfa á eitt stutt myndband á dag, dagana 4.-15. desember, þar sem þeir kynnast lífi barna frá ýmsum löndum. Með myndböndunum fylgja upplýsingar fyrir kennara og hugmyndir að umræðuspurningum.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8281/odruvisi-joladagatal" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi</a></p>

29.11.2017Sextán daga átakið hófst með Ljósagöngu UN Women

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ljosaganga2017.jpg" alt="Ljosaganga2017">Mörg hundruð manns mættu í Ljósagönga UN Women sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.</strong><br></p><p>Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár var -&nbsp;Höfum hátt. Í frétt Landsnefndar UN Women á Íslandi segir:<br><br>"Kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár voru Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir og flutti Nína Rún hugvekju fyrir þeirra hönd. Þær spiluðu aðalhlutverk í atburðarásinni sem leiddi til ríkisstjórnarslita og er þetta í fyrsta skiptið sem þær koma allar saman síðan #höfumhátt fór af stað í sumar eftir að Robert Downey var veitt uppreist æra af íslenskum yfirvöldum."<br></p><p>Í hugvekju Nínu Rúnar sagði meðal annars:"Við vitum um fleiri brotaþola sem ekki hafa skilað skömminni og þessvegna höfum við hátt, og við munum hafa hátt þangað til að stjórnarskránni verður breytt og enginn þarf að ganga í gegnum það sama og við höfum þurft að ganga í gegnum. En Höfum Hátt er ekki bara okkar, heldur líka ykkar. Kvenna, karla, mæðra, feðra, systra og bræðra. Nú höfum við tækifæri til að breyta því hvernig samfélagið okkar tekur á kynferðisofbeldi... Hvernig samfélag viljum við fyrir börnin okkar?<br></p><p>Við brotnum ekki undan storminum og mótlætinu. Við viljum réttlæti! Við erum gosið! Við erum stormurinn!"</p>

29.11.2017Góður árangur af samstarfsverkefni Íslands og Úganda í Buikwe héraði

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/bornbuikwe.jpg" alt="Bornbuikwe"></b>Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Kampala lögðu nýlega land undir fót og fóru í vettvangsferð í öll þorp, skóla og heilsugæslustöðvar í Buikwe héraði, þar sem unnið hefur verið að verkþáttum og uppbyggingu á síðustu þremur árum í héraðsþróunarverkefni sem Íslendingar vinna með héraðsstjórninni. Það voru æði margir staðir sem voru heimsóttir, því verkefnin hafa komið víða við og uppbyggingin margþætt:</p><ul><li>Byggðar 15 vatnsveitur með borholum, dæluhúsum og dreifikerfi með samtals 51 AQTap vatnspóstum í 16 þorpum;</li><li>Grafnir 15 brunnar með handælum og tæknibúnaður til vatnstöku settur upp við 17 vatnslindir;</li><li>Byggðar 137 salernisblokkir við skóla, heilsugæslustöðvar og til almennra nota með aðskildri aðstöðu fyrir karla og konur og sérstöku hreinlætisherbergi fyrir konur;</li><li>Byggðar 19 kennslubyggingar við 10 grunnskóla með samtals 57 kennslustofum og 11 skólaskrifstofum;</li><li>Byggð 13 kennarahús með samtals 39 kennaraíbúðum;</li><li>Unnið að endurbótum á 15 starfsmannahúsum með 24 íbúðim fyrir kennara;</li><li>Byggð 18 skólaeldhús með orkusparandi eldstæðum og nægu geymslurými fyrir matvæli.</li></ul><b>Hérðasverkefni með fiskisamfélögum</b><br>Buikwe hérað er um 50 km austan við höfuðborgina Kampala og liggur þjóðbrautin frá Rúanda til strandar í Kenía um héraðið. Buikwe er frjósamt og landbúnaður helsta atvinnugreinin, en þar eru einnig tvö stærstu raforkuver landsins á ánni Níl og talsverður iðnaður hefur byggst upp í nágrenni við þau. Fiskveiðar og fiskverkun eru einnig mikilvægar atvinnugreinar, enda liggur héraðið að Viktoríuvatni að sunnanverðu. Íbúafjöldi héraðsins er um 440.000 og þar af búa 50.000 manns í 39 fiskiþorpum við strendur vatnsins.<br><br>Árið 2014 var undirritað samkomulag milli stjórnvalda á Íslandi og í Úganda, sem beinir íslenskri þróunaraðstoð við Úganda að margvíslegri uppbyggingu og bættum lífskjörum í&nbsp; fiskisamfélögunum í Buikwe héraði (Buikwe District Fishing Community Development Programme eða BDFCDP). Framkvæmd verkefnastoðarinnar hófst fyrir um það bil þremur árum með vatns- og hreinlætisverkefin í 19 fiskiþorpum og síðan menntaverkefin í grunn- og framhaldsskólum á sama svæði sem hófst fyrir einu og hálfu ári. Framkvæmdir hafa gengið vel og verulegur hluti af þeirri uppbyggingu sem áætluð var er nú vel á veg komin eða þegar lokið - og komin í fulla notkun.<br><br><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/arnibuikww.jpg" alt="Arnibuikww" class="right">Að sögn Árna Helgasonar verkefnisstjóra í sendiráði Íslands í Kampala er yfirmarkmið verkefnisins að stuðla að betri lífskjörum fyrir íbúana í fátækum fiskiþorpum Buikwe héraðs, en hann segir þau víðast hvar bágborin og í ýmsu tilliti verri en gengur og gerist í landinu.&nbsp; "Við undirbúning verkefnisins var mikið verk unnið við að greina stöðuna og ákveða hvar ætti að bera fyrst niður. Af nógu var að taka því í fiskiþorpunum vantar nær allt grunnvirki og samfélagslega þjónustu sem sjálfsagt þykir að sé til staðar í hverju samfélagi. Eftir ítarlegt samtal við héraðsyfirvöld og fólkið í fiskiþorpunum var ljóst að í forgangi væri að bæta aðgengi að neysluhæfu vatni, bæta almenna hreinlætisaðstöðu fyrir þorpsbúa, byggja upp kennsluaðstöðu í grunnskólum á svæðinu og standa fyrir ýmiskonar þjálfun og fræðslu hjá héraðs- og skólayfirvöldum til að tryggja eðlilegan rekstur og viðhald á mannvirkjum og betri þjónustu á sviði menntunar og vatns- og hreinlætismála," segir Árni.<br><b><br></b><b>Vatns- og hreinlætisverkefnið lengst komið</b><br>Vatns- og hreinlætisverkefnið í Buikwe er lengst á veg komið og verklegum framkvæmdum fyrsta áfanga að mestu lokið. Allar 137 salernisblokkirnar eru þegar komnar í fulla notkun og á næstu vikum verða vatnsveitur í 16 þorpum komnar í notkun. Margvíslegt þjálfunar- og fræðslustarf verður unnið með samfélögunum&nbsp; á næstu misserum, sem vonandi mun tryggja sjálfbærni og varanleika í rekstri í framtíðinni.<br>Menntaverkefninu er skemmra á veg komið en þó er talsverður hluti af byggingaframkvæmdum þegar lokið og kennslublokkir með 57 kennslustofum og 11 skólaskrifstofum þegar komnar í notkun, bygging 12 kennarahúsa með 36 íbúðum og skólaeldhúsa við 14 grunnskóla á lokastigi.&nbsp; Auk nauðsynlegra innviða, sem lýst er hér að ofan er einnig í gangi margvísleg starfsþjálfun í þágu skólastjórnenda og kennara í skólunum, efling foreldrafélaga og stofnun þorpsráða, sem munu veita skólastjórnendum aðhald og vinna með þeim að frekari eflingu skólastarfsins.<br><p></p><p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/byggingBuikwe.jpg" alt="ByggingBuikwe">Nkombwe</b></p><p>"Nkombwe í&nbsp;vesturhluta Buikwe er gott dæmi um fiskiþorp sem hefur notið stuðnings frá BDFCDP verkefninu og árangurinn þar sýnilegur," segir Árni. Íbúafjöldi í Nkobwe eru tæplega 1.200 manns og flestir hafa lífsviðurværi sitt af störfum tengdum fiskveiðum og verkun auk ræktunar til heimabrúks. Í þorpinu er einn grunnskóli, sem í upphafi var með um 150 nemendur, en er í dag með nær 600 nemendur, og er hann einn&nbsp; af 14 skólum sem valdir voru fyrir víðtækan stuðning frá menntaverkefninu.&nbsp; Nú þegar hafa verið byggðar tvær kennslublokkir með samtals sex fullbúnum kennslustofum, skrifstofuhúsnæði fyrir skólastjórnendur og kennara og bygging íbúðarblokkar með íbúðum fyrir allt að sex kennara er á lokastigi. Nýtt skólaeldhús mun komast í gagnið á næstu vikum og skólinn mun síðan tengjast vatnsveitunni sem byggð var fyrir þorpið."</p><p>Að sögn Árna leynir sér ekki af samtölum við þorpsbúa, skólastjórnendur, kennara og nemendur að stuðningur BDFCDP verkefnisins hefur breytt miklu fyrir þetta litla samfélag. "Áður sóttu þorpsbúar óhreint vatn til heimilisnota í Viktoríuvatn en hafa nú aðgang að hreinu vatni á vægu verði úr AQtap vatnspóst á þremur stöðum í þorpinu. Áður var engin almenn hreinlætisaðstaða til staðar, en nú eru fjórar salernisblokkir, sem allir hafa aðgang að.</p><p>Í Nkombwe skólanum voru áður um 150 nemendur og öll aðstaða til kennslu afar bágborin. Skortur var á kennsluhúnæði og kennslugögnum, og erfiðlega gekk að ráða kennara við skólann vegna þess hversu afskekkt Nkobwe þorpið er og allur aðbúnaðar fyrir kennara var lélegur.</p><p>Í dag er skólinn fullmannaður ungum og frískum kennurum, sem greinilega hafa áhuga á sínu starfi og geta nú búið á staðnum í nýjum kennaraíbúðum með sínar fjölskyldur. Aðstaða til kennslu hefur stórbatnað með tilkomu nýrra kennslubygginga og allir nemendur fá nú skólabækur í öllum aðalfögum til eigin nota, í stað þess að vera allt að 10 nemendur um hverja skólabók. Nemendafjöldi við skólann hefur fjórfaldast á framkvæmdatíma verkefnisins, því foreldrar í þorpinu eru nú mun áfjáðari um að halda börnum sínum í skólanum og foreldrar í nærliggjandi þorpum sækast eftir því að senda sín börn þangað sem aðstaða til kennslu er nú mun betri en gengur og gerist," segir Árni.<br></p><p>Þótt fyrsta áfanga vatns- og hreinlætisverkefnisins sé nú nær lokið er þegar hafinn undirbúningur að öðrum áfanga. Áformað er að halda áfram á sömu braut og byggja vatnsveitur og almenna hreinlætisaðstöðu í þeim 20 fiskiþorpum sem ekki voru valin í fyrsta áfanga.&nbsp;Menntahluta verkefnisins er um það bil hálfnaður, en að sögn Árna er þegar farið að huga að frekari uppbyggingu við grunnskólana sem þjóna fiskisamfélögunum í Buikwe héraði að honum loknum.</p><br>

29.11.2017Engin samræmd alþjóðalög til gegn kynbundu ofbeldi

<p><p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/violenceagainstwomen.PNG" alt="Violenceagainstwomen" href="">Í 150 löndum er að finna lög þar sem konum og körlum er mismunað og í 63 löndum er slíka mismunun að finna í fleiri en fimm lögum. Í nýlega útgefnum "<a rel="nofollow" track="on" href="http://datatopics.worldbank.org/sdgatlas/SDG-05-gender-equality.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Atlas</a>" um Heimsmarkmiðin frá Alþjóðabankanum segir að slík kerfisbundin mismunun viðhaldi kynjamun sem birtist meðal annars í því að konur hafi síður en karlar rétt til eigna. Einnig er á það bent að þessi mismunun viðhaldi því órétti að konur vinni ólaunuð heimilisstörf í miklu meira mæli en karlar sem dragi úr efnahagslegri valdeflingu kvenna. Í fimmta heimsmarkmiðinu eru tækifæri til þess að grípa aðgerða til umbreytinga til að takast á við þessi mál og flýta framförum í átt að sterkara hagkerfi, eins og segir í formálanum.</strong><br></p><p>Í tilefni af upphafi sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi rýndi Heimsljós í Atlasinn frá Alþjóðabankanum um fimmta markmiðið - Jafnrétti kynjanna -&nbsp; en á þessum vef er að finna tölfræðilegar upplýsingar um hvert og eitt markmiðanna sautján.</p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/16dagaSvithjod.PNG" alt="16dagaSvithjod" href="" class="right">"Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar," segir orðrétt í undirmarkmiði 5.1. Í Atlasinum segir að útbreiddur kynbundinn lagalegur munur geri konum erfitt fyrir að eiga húseignir, opna bankareikning, stofna fyrirtæki og starfa í tilteknum atvinnugreinum. Þjóðir í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hafi að meðaltali sextán lagabókstafi í tengslum við starfshætti og frumkvöðlastarf sem feli í sér ólík ákvæði eftir því hvort í hlut eigi karl eða kona, í Suður-Asíu séu slík ákvæði í 8 lagagreinum og í 6 lagagreinum meðal þjóða í sunnanverðri Afríku, en færri í öðrum heimshlutum.<br>Í undirmarkmiði 5.2 segir að a&nbsp;llt ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þar með talið mansal og&nbsp;kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði afnumið.&nbsp;Í Atlasinum segir að lög gegn kynbundnu ofbeldi séu ekki alþjóðleg. "Í 49 löndum eru engin sérstök lög gegn heimilisofbeldi, í 45 löndum eru engin lög gegn kynferðislegri áreitni, og í 112 löndum er nauðgun ekki saknæm innan hjónabands.</p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unwomen33.PNG" alt="Unwomen33" class="right" href="">Í kafla sem fjallar um að brjóta upp vítahring fátæktar er bent á að aðgengi að menntun og atvinnutækfærum síðar á lífsleiðinni sé oft á tíðum ógnað með snemmbúnu hjónabandi. Þessi atriði eru undirstrikuð í undirmarkmði 5.3 þar sem segir að allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og sköddun kynfæra kvenna,&nbsp;verði afnumdir. Í Atlasinum segir að giftar barnungar stelpur sem hafi hrökklast úr námi skorti of þá þekkingu og færni sem krafist sé í atvinnulífi og þær neyðist því til þess að vinna erfiðari og oft hættulegri störf fyrir lægri laun en ella.</p><p>Þá er fjallað í riti Alþjóðabankans um ólaunuð störf og hvernig unnt sé að stuðla að því að deila ábyrgðinni milli kynjanna á slíkum störfum. "Konum verja að jafnaði mun meiri tíma en karlar í ólaunuð heimilsstörf og umönnunarstörf. Í undirmarkmiði 5.3 er nánar kveðið á um þessi atriði en þar segir að "ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviði og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan heimilis og fjölskyldu eins og við á í hverju landi."&nbsp;</p><p>Með vísan í tölfræðilegar upplýsingar um þessi atriði segir Alþjóðabankinn að konur verji að jafnaði milli 13 (Tæland) og 28 (Mexíkó) prósentum af tíma sínum í ólaunuð heimilis- og umönnunarstörf en karlar allt frá 3 (Japan) prósentum upp í 13 (Svíþjóð) prósent. "Þessi ójafna skipting á ábyrgð tengist kynjamun hvað varðar efnahagsleg tækifæri, þar með talið dræma þátttöku kvenna á vinnumarkaði, mismunandi atvinnuþátttöku kynjanna og tekjumun," segir í Atlas Alþjóðabankans um fimmta Heimsmarkmiðið.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://interactive.unwomen.org/multimedia/infographic/violenceagainstwomen/en/index.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Violence Against Women - Facts everyone should know/ UNWomen</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://plan-international.org/ending-violence/16-ways-end-violence-towards-girls" shape="rect" linktype="1" target="_blank">16 WAYS TO END VIOLENCE TOWARDS GIRLS/ PlanInternational</a>&nbsp;</p>

29.11.2017Þakkir til Íslendinga frá kennara í Kalangala

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/schoolkalangala.jpg" alt="Schoolkalangala">Að gera við skóla og byggja upp menntakerfi í fátæku landi er risavaxið verkefni. En þau kunna að meta aðstoð Íslands sem hana fá og hér með er þökkum komið til skila, skrifaði Stefán Jón Hafstein forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala á Fésbókarsíðu sína á dögunum og birti bréf kennarans:</strong><br></p><p>,,Bridge of hope community based school Kalangala ssese islands, would like tp extends its joyful and thankful massage to the all Iceland community, for supporting our school, in books, water tank, latrine and now classroom block, which it could take this school more ten years to get such a standard buildings!!&nbsp;!!, you are really for Kalangala pupils!!!!,&nbsp;&nbsp;we had buildings which when it rains water just wet pupils and teachers run for protection in the administration room and living the children to wet!!!, but, now if this on going classroom is completed, it will give children protection hence increase the quality of education at school.<br>So as the school staff, let me take this opportunity to thank you, for all who contributes to the underserved children of Uganda ,please thank you for loving us, mostly Bridge of hope school !!!! Be blessed as you have been a blessing to us. Lweera Lawrence (staff ) "</p>

29.11.2017Talið að þrjú þúsund manns hafi farist á Miðjarðarhafi á þessu ári

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unhcrmynd323.jpg" alt="Unhcrmynd323">Flótta- og farandfólk fer nú fjölbreyttari leiðir en áður til þess að komast til Evrópu, segir í nýrri skýrslu frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að á síðustu mánuðum hafi fleiri en áður farið sjóleiðina til Grikklands, fækkun hafi orðið á fólksflutningum til Ítalíu, og almennt velji flótta- og farandfólk fjölbreyttari leiðir að landamærum Evrópu en áður hafi tíðkast, eins og haft er eftir Pascale Moreau, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Flóttamannastofnunar í frétt UNHCR.</strong></p><p>Ríflega tuttugu þúsund manns komu sjóleiðina frá Líbíu til Ítalíu á tímabilinu frá júlí til september á þessu ári, færri en dæmi eru um á síðustu fjórum árum. Samkvæmt skýrslunni voru flestir þeirra sem komu á þriðja ársfjórðungi þessa árs til Ítalíu að ferðast frá Túnis, Tyrklandi og Alsír, meirihlutinn Sýrlendingar, Marokkóbúar og Nígeríumenn.<br><br>Sífellt fleiri hafa fyrstu viðkomu í Grikklandi, samkvæmt skýrslunni, og stöðugur straumur hefur legið þangað frá því í sumar. Tæplega fimm þúsund manns komu að landi í Grikklandi í september, fleiri en dæmi eru um á einum mánuði frá því í mars 2016. Átta af hverjum tíu sem komu til Grikklands voru Sýrlendingar, Írakar eða Afganar, þar af konur og börn í miklum meirihluta.</p><p>Einnig varð mikil aukning á straumi flótta- og farandfólks til Spánar, 90% aukning á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tíma fyrir ári. Flestir þeirra tæplega átta þúsund einstaklinga sem komu til Spánar voru frá Marokkó, Fílabeinsströndinni og Gíneu en þorri þeirra sem komu landleiðina voru Sýrlendingar.</p><p>Þá segir einnig í skýrslunni frá því að flóttafólk hafi farið frá Tyrklandi til Rúmeníu gegnum Svartahafið sem ekki séu dæmi um síðan í febrúar 2015 og ennfremur hefur orðið mikil fjölgun á komu flótta- og farandfólks til Kýpur allt þetta ár.</p><p><strong>Mikið mannfall og mörg börn ein</strong></p><p>Moreau segir að þrátt fyrir að flótta- og farandfólki hafi fækkað sem haldið hafi í örvæntingu yfir Miðjarðarhafið á síðustu mánuðum sé sjóleiðin sem fyrr yfir til Evrópu afar hættuleg. Hún segir að á árinu séu talið að nálægt þrjú þúsund einstaklingar hafi farist eða týnst á þessari sjóleið og 57 til viðbótar hafi látist eftir að hafa náð til Evrópu. Hún segir að því miður megi telja fullvíst að þessar tölur séu of lágar.</p><p>Í skýrslunni kemur eru einnig undirstrikaðar erfiðar aðstæður margra kvenna og stúlkna sem eru fórnarlömb mansals, auk aðstæðna þeirra rúmlega fimmtán þúsund barna sem hafa komið án foreldra eða fylgdarmanna til Evrópu á þessu ári.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/en-us/news/press/2017/11/5a168bae4/unhcr-report-details-changes-refugee-migrant-risky-journeys-europe.html" linktype="1" target="_blank">UNHCR report details changes in refugee and migrant risky journeys to Europe/ UNHCR</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://data2.unhcr.org/en/documents/details/60865#_ga=2.181196455.129099573.1511859790-361261461.1485940448" linktype="1" target="_blank">Skýrslan: Desperate Journeys - July to September 2017/ UNHCR</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.nbcnews.com/storyline/europes-border-crisis/15-200-children-arrive-europe-own-migrant-crisis-deepens-n824106" linktype="1" target="_blank">15,200 children arrive in Europe on own as migrant crisis deepens/ NBCNews</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unhcr.org/news/latest/2017/9/59ca7e474/survivors-tell-kidnap-torture-along-route-europe.html?query=libya" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Survivors tell of kidnap and torture along route to Europe/ UNHCR</a>&nbsp;

29.11.2017Íslensk viðvera í Mósambík í rúmlega tuttugu ár

<table id="content_LETTER.BLOCK24"><tbody><tr><td rowspan="1" colspan="1"><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/hi3.jpg" alt="Hi3">Skrefin til vinnu hafa verið ögn þyngri undanfarnar vikur heldur en venjulega. Nú hef ég nefnilega það verkefni með höndum að loka endanlega sendiráði Íslands í Mapútó. Markar það þáttaskil, en sendiráðið var á sínum tíma fyrsta sendiráð Íslands á suðurhveli jarðar og fyrsta sendiráð okkar í Afríku. Lokunin kemur í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að ljúka samstarfssamningi um þróunarsamvinnu við stjórnvöld í Mósambík. Formlega lýkur samstarfinu 31. desember næstkomandi. Þetta þýðir lok beins samstarfs, þar sem Ísland stýrir verkefnum og er með puttana í framkvæmd. Hins vegar verður áfram stutt við að minnsta kosti tvö verkefni í landinu sem stofnanir Sameinuðu þjóðanna framkvæma, annars vegar Unicef og hins vegar UN Women.&nbsp;<br><br>Ísland hefur haft samfellda viðveru í Mósambík frá 1995, mestmegnis í gegnum starf Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), en frá 2016 í gegnum utanríkisráðuneytið eftir að starfsemi ÞSSÍ rann inn í ráðuneytið. Er ekki óvarlegt að áætla að einhver hundruð þúsunda manna hafi á einn eða annan hátt notið góðs af íslenskri þróunarsamvinnu í Mósambík. Stærstu verkefnin hafa verið tengd fiskimálum, t.d. var til margra ára unnið að uppbyggingu gæðaeftirlits með sjávarafurðum, með að markmiði að Mósambík gæti flutt þess háttar afurðir inn á markaði Evrópusambandsins. Mikið og fjölbreytt þróunarstarf var unnið í tengslum við fiskveiðar í Cahora Bassa lóninu og hin síðustu ár hefur Ísland átt í samvinnu við Noreg um almennan, og mjög fjölbreyttan, stuðning við fiskimál í Mósambík. Hluti af þeirri samvinnu var uppbygging rannsóknastöðvar í fiskeldi, sem nefnist CEPAQ (Centro de Pesquisa de Aquacultura). Hinn 9. nóvember síðastliðinn var stöðin vígð með pompi og prakt af forseta Mósambíkur, Filipe Nyusi. Er vel við hæfi að ljúka samstarfinu á þann hátt.&nbsp;<br><br>Auk fiskimála hefur Ísland stutt við margskonar önnur verkefni í Mósambík. Nefna má verkefni á sviði heilbrigðismála, fullorðinnafræðslu og menntamála almennt. Verkefni á sviði jafnréttismála vógu þungt um langt skeið og undanfarið hefur verið stutt við vatns- og salernismál við sveitaskóla og nærliggjandi samfélög.&nbsp;<br><br>Eins og eðlilegt er þykir okkur sem unnið hafa í landinu á vegum Íslands sárt til þess að hugsa að viðveru okkar sé að ljúka. En þó er huggun harmi gegn að í gegnum Unicef verður haldið áfram að vinna að vatns- og salernismálum í skólum og nýhafið er samstarf í landinu við UN Women. Það samstarf snýr að friði og öryggi fyrir konur og styður við framkvæmd ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. Þessi tvö verkefni verða unnin til að minnsta kosti árins 2020. Einnig má nefna að hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna starfa um þessar mundir tveir íslenskir sérfræðingar og annar þeirra verður í Mósambík til 2019.&nbsp;<br><br>En þrátt fyrir allt er erfitt að loka sendiráðinu og hætta beinni aðstoð við Mósambík. Ég hugga mig við að hafa þó fengið tækifæri að búa í landinu og kynnast mósambísku fólki og mósambískri menningu. Hér hefur mér liðið vel.&nbsp;<br></td></tr></tbody></table><table><tbody><tr></tr></tbody></table>

29.11.2017Heilbrigðisráðherra í Bangladess

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/oproppe.PNG" alt="Oproppe" class="center">Óttarr Proppé starfandi heilbrigðisráðherra er í Bangladess í fylgd fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) að kynna sér aðstæður flóttafólks og heimsækja flóttamannabúðir Róhingja í landinu.&nbsp;</b><br></p><p>Hundruð þúsunda Róhingja hafa flúið þjóðernishreinsanir hersins í nágrannaríkinu Mjanmar síðustu mánuði. Í vikubyrjun hitti hann aðstoðar utanríkisráðherra í Dhaka, höfuðborg Bangladess, og ræddi við hann um nýtt samkomulag á milli Bangladess og Mjanmar um að flóttafólki verði heimilt að snúa aftur heim. Fréttastofa RÚV segir að Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af því að öryggi og mannréttindi flóttafólksins séu ekki tryggð með samkomulaginu.</p><p>Í Fésbókarfærslu á sunnudag sagði Óttarr: "Það þarf aðkomu alþjóðasamfélagins að því að finna lausn sem tryggir fólki öryggi, mannréttindi og mannsæmandi framtíð. Við heimsækjum stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossinn og vonandi fleiri sem vinna mikið starf við mjög erfiðar aðstæður. Þau bjarga mannslífum og gera kraftaverk á hverjum degi en það þarf mikið meira til."</p><p>Í gær skrifaði Óttarr á Fésbók:"Er loks kominn suður til Cox's Bazar í suðaustur Bangladesh næst landamærum Myanmar. Það er hér sem mesta neyðarhjálparstarfið fer fram en hundruð þúsunda Rohingya hafast við á þessu svæði í misformlegum búðum við mjög erfiðar aðstæður. Það er sérstakt áhyggjuefni hve gríðarlega stór hluti hópsins eru börn.<br>Ferðin er farin í samvinnu við Unicef á Íslandi og eftir þeirra skipulagi. Það auðveldar aðgang að svæðum og innsýn inn í þeirra starf og annarra stofnana Sameinuðu þjóðann&nbsp;a. Til þess að fyrirbyggja misskilning sem virðist hafa komið upp þá vil ég koma því skýrt fram að auðvitað ber Unicef engan kostnað af mínum ferðum. Ég er hér á eigin vegum þó ég fái að fylgja þeim.</p><p>Í dag vorum við í höfuðborginni Dhaka og þar hitti ég Shahriar Alam undirráðherra utanríkismála í Bangladesh. Við ræddum alvarleika flóttamannamálsins og ástandsins í Myanmar. Hann ítrekaði hvað það væri mikilvægt að njóta aðstoðar alþjóðasamfélagsins við þetta risaverkefni. Hann var vel meðvitaður um þátt litla Íslands, þakkaði og bað fyrir kveðjur. Það var ekki laust við að bráðnaði aðeins hjarta í þessum bráðum fyrrverandi ráðherra. Ást og friður!"<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.irinnews.org/feature/2017/11/27/bangladesh-refugee-camps-nascent-rohingya-insurgency-commands-support-and-sows" linktype="1" target="_blank">In Bangladesh refugee camps, the nascent Rohingya insurgency commands support and sows fear/ IRIN</a>-<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/news/briefing/2017/11/5a16fe014/unhcr-rohingya-refugee-returns-must-meet-international-standards.html" linktype="1" target="_blank">UNHCR&nbsp;</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/news/briefing/2017/11/5a16fe014/unhcr-rohingya-refugee-returns-must-meet-international-standards.html" linktype="1" target="_blank">Rohingya refugee returns must meet international standards</a>-<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=22459&%3bLangID=E" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Myanmar: UN experts request exceptional report on situation of women and girls from northern Rakhine State/ OHCHR</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.doctorswithoutborders.org/article/bangladesh-hundreds-thousands-rohingya-seek-refuge-violence-myanmar" linktype="1" target="_blank">Timeline: Looking Back at the Rohingya Refugee Crisis/ Læknar án landamæra</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://abtassocgovernancesoapbox.wordpress.com/2017/11/29/reading-between-the-lines-of-the-bangladesh-myanmar-mou/" linktype="1" target="_blank">Reading between the lines of the Bangladesh-Myanmar MOU, eftir Jim Della-Giacoma</a>&nbsp;</p>

29.11.2017Fjárfest í framtíðinni... á þriðjudaginn í næstu viku!

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/fif-kubbur.jpg" alt="Fif-kubbur">Hvernig getur Global Compact, sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð og Heimsmarkmiðin 17 um betri heim opnað fyrirtækjum leið inn á nýja markaði&nbsp;á sama tíma og þau sýna samfélagsábyrgð í verki?</strong><br></p><p>Opinn morgunfundur verður á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudaginn 5. desember kl. 8.30-10.<br></p><p>Boðið verður upp á hagnýta vinnustofu um Global Compact að loknum fundi kl. 10.15-12.Allir áhugasamir velkomnir - ekkert þátttökugjald.Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA.<br><strong><br></strong></p><p><strong>DAGSKRÁ</strong>&nbsp;<br><br>Ábyrgt atvinnulíf&nbsp; -&nbsp;&nbsp;Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins<br>Ábyrgar fjárfestingar -&nbsp;&nbsp;Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, forstöðumaður markaða hjá Landsbankanum<br>Heimsmarkmið SÞ og Ísland -&nbsp;&nbsp;Hildigunnur Engilbertsdóttir, sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins<br>Hvers vegna Global Compact?EFLA verkfræðistofa -&nbsp;&nbsp;Ingunn Ólafsstjóri, mannauðsstjóri&nbsp;&nbsp;IsaviaHrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu.&nbsp;<br><br>Fundarstjóri er&nbsp;Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri FÓLK&nbsp;<br><br>VINNUSTOFA UM SAMFÉLAGSÁBYRGÐ KL.&nbsp;10.15-12Hagnýt tæki og tól til að vinna með Global Compact og samfélagsábyrgð fyrirtækjaErika Eriksson frá sænska ráðgjafafyrirtækinu Enact stýrir vinnustofunni.<br>Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.Að fundinum standa Samtök atvinnulífsins, Íslandsstofa, Festa og Global Compact Nordic Newtwork.</p><p>Nánar á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.sa.is/frettatengt/vidburdir/fjarfest-i-framtidinni" linktype="1" target="_blank">vef&nbsp;</a>Samtaka atvinnulífsins</p>

29.11.2017Heimsmarkmiðin á forsíðunni á nýjum vef stjórnarráðsins

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/heimsmarkmidforsida.PNG" alt="Heimsmarkmidforsida">"Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030," segir á forsíðunni á vef stjórnarráðsins.&nbsp;</p><p>Þar segir enn fremur: "Áætlun þessi er framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Ljóst er að útrýming fátæktar í öllum sínum myndum og umfangi, að meðtalinni sárafátækt, er stærsta verkefnið á heimsvísu og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun.&nbsp;</p><p>Öll lönd og allir haghafar munu, í gegnum samstarfsverkefni, hrinda þessari áætlun í framkvæmd. Við ásetjum okkur að losa mannkynið undan ánauð fátæktar og að græða jörðina og auka öryggi hennar. Við einsetjum okkur að stíga afgerandi skref til breytinga sem nauðsynleg eru í því skyni að koma veröldinni á braut sjálfbærni og auka viðnámsþol hennar. Þau 17 markmið sjálfbærrar þróunar og 169 undirmarkmið, sem sett eru fram í skjali þessu, vitna um umfang þessarar nýju, altæku og metnaðarfullu áætlunar.&nbsp;</p><p>Með markmiðunum er leitast við að byggja á þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ljúka því sem ekki náðist með þeim. Með þessum markmiðum er leitast við að tryggja öllum mannréttindi og ná fram kynjajafnrétti og efla vald kvenna og stúlkna. Þau eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu.&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.stjornarradid.is/" linktype="1" target="_blank">Vefur stjórnarráðsins</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.oecd.org/dac/sustainable-development-goals.htm" shape="rect" linktype="1" target="_blank">OECD and the Sustainable Development Goals: Delivering on universal goals and targets&nbsp;</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://unric.org/en/latest-un-buzz/30866-implementation-of-sdgs-calls-for-further-mobilization-with-more-concrete-actions" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Implementation of #SDGs calls for further mobilization with more concrete actions/ UNRIC</a>&nbsp;</p>

15.11.2017Neyðarsöfnun UN Women stendur sem hæst

<p> <a href="https://youtu.be/PVxz0BtUVb8" class="videolink">https://youtu.be/PVxz0BtUVb8</a> Neyðarsöfnun Landsnefndar UN Women í þágu kvenna í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu stendur nú sem hæst. Birt hafa verið nokkur áhrifamikil kvikmyndabrot úr ferð fulltrúa UN Women með Elizu Reid forsetafrú og Evu Maríu Jónsdóttur verndara samtakanna. Hér er eitt þeirra sem sýnir Elizu Reid hitta 18 ára stúlku, Zaad Alkhair, sem missti bróðir sinn í stríðinu í Sýrlandi. Zaad kenndi sjálfri sér ensku eftir að hún komst í kynni við griðastaði UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum.<br></p><p>Kon­ur og bön eru um 80% íbúa í Za­at­ari-flótta­manna­búðunum í Jórdan­íu og eiga þar erfitt upp­drátt­ar. Flest­ar kon­ur í búðunum eru margra barna mæður sem sár­lega þurfa vernd, ör­yggi og stuðning til að koma und­ir sig fót­un­um á ný.</p><p>UN Women á Íslandi hef­ur hrint af stað neyðarsöfn­un fyr­ir kon­ur og stúlk­ur frá Sýr­landi sem dvelja í flótta­manna­búðunum að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.</p><p>Um 80 þúsund Sýr­lend­ing­ar dvelja í Za­at­ari-búðunum eft­ir að hafa flúið stríðsátök og of­beldi í heimalandi sínu. Búðirn­ar eru þær næst­stærstu í heim­in­um og jafn­framt fjórða fjöl­menn­asta borg Jórdan­íu.<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://unwomen.is/forsetafru-islands-heimsaekir-gridastadi-un-women-zaatari/" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef UN Women</a>&nbsp;</p>

15.11.2017Rétt undir sólinni

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ferdumafriku.PNG" alt="Ferdumafriku">Ekki alls fyrir löngu kom út bókin Rétt undir sólinni eftir Halldór Friðrik Þorsteinsson, ferða- og mannlífssögur höfundarins af ferðalagi um Afríku. Í bókakynningu segir:<br><br></p><p>"Flest látum við okkur dreyma um að ferðast. Heimsækja staðina sem við höfum heyrt nefnda og kannski velt fyrir okkur um stund hvernig gætu litið út, staðir sem hafa framandleg heiti eins og Ouagadougou eða Gondar: hvernig ætli sé að vera þar? Halldór Friðrik Þorsteinsson lét ekki þessar hugsanir nægja, heldur hélt af stað. Í hálft ár ferðaðist hann frá vesturströnd Afríku austur á bóginn og síðan suður að syðsta odda álfunnar. Á leiðinni hitti hann fyrir fjölskrúðuga flóru fólks sem fæst við allt frá frönskukennslu til pálmavínbruggs, frá sölu fórnardýra til leigubílaaksturs. Hann heyrir af vonum og væntingum íbúa þessarar miklu álfu og stendur sjálfur á hæsta tindi hennar og skyggnist yfir.</p><p>Heiti bókarinnar, Rétt undir sólinni, er fengið úr frásögn Jóns Indíafara sem sigldi framhjá Afríku á leið sinni austur á bóginn fyrir 400 árum. Þótt þekkingu okkar á löndum heims hafi auðvitað stórfleygt fram frá því að Jón sagði Íslendingum frá furðum heimsins, minnir titillinn á að þrátt fyrir allt skiljum við heiminn best þegar við heyrum sögur sem taka mið af því lífi sem við lifum sjálf. Tónn bókarinnar er geðþekkur, jarðbundinn og yfirlætislaus. Það er hvergi dregin fjöður yfir þau fjölmörgu vandamál sem steðja að íbúum Afríku en við erum líka minnt á að álfan er stór og menningarheimar hennar margir, og þeir eru forvitnilegir og heillandi.<br>Halldór Friðrik Þorsteinsson er menntaður í heimspeki og viðskiptum og starfaði við verðbréfamiðlun um árabil. Hann hefur á undanförnum árum ferðast vítt og breitt um heiminn, yfir Asíu og Afríku og Suður- og Mið-Ameríku. Rétt undir sólinni er fyrsta bók hans."</p><p>Heimsljós birtir á öðrum stað einn kafla úr bókinni.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.penninn.is/is/book/rett-undir-solinni" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

15.11.2017Skrifað undir nýjan samstarfssamning við Mangochi hérað í Malaví

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/bladafregnmalavi.jpg" alt="Bladafregnmalavi">Íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning við stjórnvöld í Malaví um grunnþjónustu við íbúa Mangochi héraðs til fjögurra ára. Ágústa Gísladóttir forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongve skrifaði undir samninginn fyrir hönd Íslands en Kondwani Nankhumwa ráðherra sveitastjórnarmála og Moses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fyrir hönd Malaví.</b><b><br></b><br>Yfirmarkmið þróunarsamvinnu ríkjanna tveggja er að styðja við viðleitni stjórnvalda í Malaví og héraðsstjórnvalda í Mangochi til að bæta félags- og efnahagsleg lífsskilyrði í héraðinu. Um er að ræða verkefni á ýmsum sviðum grunnþjónustu, svokallaða verkefnastoð, framhaldsáfanga af verkefnastoð sem er að ljúka. Helstu verkþættir eru uppbygging í heilbrigðismálum, með áherslu á mæðra- og ungbarnaheilsu; uppbygging í grunnskólum, með áherslu á stuðning við yngsta aldursstigið; uppbygging í vatns- og salernismálum; bætt atvinnutækifæri og valdefling kvenna og ungmenna; og almennur stuðningur við héraðsskrifstofuna með áherslu á deildir fjármála og eftirlits.<br><br>Verkefnastoðin er liður í aðgerðaáætlun Malaví og framkvæmd innan ramma tvíhliða samkomulags ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Malaví á sviði þróunarsamvinnu. Hún leggur jafnframt sinn skerf af mörkum til Heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun, ekki síst til markmiðs nr. 3 um heilsu og vellíðan; markmiðs nr. 4 um menntun fyrir alla; markmiðs nr. 5 um jafnrétti kynjanna; og markmiðs nr. 6 um hreint vatn og salernisaðstöðu.<br></p><p>Heiti verkefnastoðarinnar er "Mangochi Basic Services Programme 2017-2021" og samstarfsaðilinn er héraðsstjórn Mangochi héraðs. Verkefninu verður hleypt af stokkunum í desember á þessu ári. Kostnaðaráætlun fyrir Ísland nemur rúmum 16,3 milljónum Bandaríkjadala á fjórum árum.</p><p>Megináhersla í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands er að stuðla að bættum lífskjörum með því að styðja við áætlanir stjórnvalda í samstarfslöndunum um að draga úr fátækt. Malaví er í hópi fátækustu ríkja heims og hefur verið eitt helsta samstarfsland Íslands allt frá árinu 1989. Frá byrjun hefur verið lögð áhersla á svæðisbundna nálgun í Malaví og einkum verið starfað í Mangochi héraði. Árið 2012 var fyrst undirritaður samstarfssamningur við ráðuneyti sveitarstjórnarmála og héraðsstjórnvöld í Mangochi um eflingu grunnþjónustu í héraðinu.&nbsp;</p>

15.11.2017Veruleikinn birtist þjóðflokkum án ríkisfangs í mismunun, útilokun og ofsóknum

<p><strong> <a href="https://youtu.be/RWC_BhzVNcM" class="videolink">https://youtu.be/RWC_BhzVNcM</a> Mismunun, útilokun og ofsóknir. Í þessum þremur hugtökum birtist veruleiki þeirra einstaklinga sem eru án ríkisfangs. Í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er dregin upp dökk mynd af stöðu fólks sem hefur ekki ríkisfang. Í skýrslunni er hvatt er til tafarlausra aðgerða til að tryggja öllum rétt á ríkisfangi.</strong><br><br>Rúmlega 75% þeirra sem eru án ríkisfangs tilheyra minnihlutahópum, segir í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda er ástæða til að óttast að verði ekki breyting á högum þessa hóps kunni það að leiða til aukinnar gremju sem elur af sér ótta og kyndir undir&nbsp; óstöðugleika og flótta í í alvarlegustu tilvikum.Skýrslan er að mestu leyti byggð á rannsóknum sem flestar voru gerðar áður en stærsti hópur ríkisfangslausra hóf að flýja frá Mjanmar yfir til Bangladess. Hér er að sjálfsögðu átt við Róhingja en staða þeirra er birtingarmynd þeirra vandamála sem ríkisfangslausir glíma við, mismunun og langvarandi útilokun vegna skorts á ríkisfangi.<br></p><p>"Fólk án ríkisfangs er einfaldlega að leita réttar síns, sama réttar og allir borgarar eiga að njóta. En ríkisfangslausir minnihlutahópar, eins og Róhingjar, búa við mikla mismunun og kerfisbundna afneitun á réttindum sínum," segir Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar SÞ í frétt um skýrsluna.<br></p><p>Skýrslan nefnist "This is our home": Stateless minorities and their search for citizenship" og kemur út á sama tíma og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ýtir úr vör í þriðja sinn herferðinni #IBelongCampaign sem hefur það markmið að útrýma ríkisfangsleysi. Dæmi í skýrslunni eru einkum frá minnihlutahópum í Makedóníu og Kenía en sjá má á meðfylgjandi myndbandi sögu Makonde fólksins í Kenía. Sá minnihlutahópur kom upphaflega til Kenía frá Mósambík á fjórða áratug síðustu aldar - og var án ríkisfangs þangað til í október í fyrra. Þá var Makonde fólkið skilgreint sem 43. þjóðflokkurinn í Kenía. Í myndbandinu er rætt við Amina Kassim um erfiðleikana sem hún glímdi við meðan hún var án ríkisfangs.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/en-us/news/press/2017/11/59fc27514/unhcr-report-exposes-discrimination-pervading-life-stateless-minorities.html" linktype="1" target="_blank">UNHCR report exposes the discrimination pervading the life of stateless minorities worldwide</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ipsnews.net/2017/11/nations-without-nationality-unseen-stark-reality/" linktype="1" target="_blank">Nations without Nationality - An 'Unseen' Stark Reality/ IPS</a>&nbsp;</p>

15.11.2017Meirihluti barna utan skóla eru stelpur

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/oneskyrsla4.PNG" alt="Oneskyrsla4" class="right">Rúmlega 130 milljónir stúlkna fá enga formlega skólagöngu. Að mati hjálpar-samtakanna ONE geta stúlkur sem fá haldgóða menntun vænst þess að lifa heilbrigðara og betra lífi með fleiri atvinnu- tækifæri en þær stúlkur sem fá ekki að fara í skóla.</b><br><br>"Menntun getur einnig gefið stúlkur meiri tækifærði til að berjast fyrir rétti sínum, leggja meira af mörkum til fjölskyldunnar og samfélagins, og efla hagvöxt í heimabyggð og á heimsvísu," eins og segir í nýrri skýrslu samtakanna:&nbsp;<b><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.one.org/international/the-toughest-places-for-a-girl-to-get-an-education/?utm_source=twitter&%3bsource=twitter&%3butm_medium=social&%3butm_campaign=poverty-is-sexist" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Toughest Places for a Girl to Get an Education.</a></b><br><br>Í inngangi skýrslunnar segir að fyrir utan þær 130 milljónir stelpna sem sækja ekki skóla séu aðrar sem fari í skóla og sitji í skólastofu án þess að kennari láti sjá sig, eða þar sem engar skólabækur er að hafa til að styðja við námið. "Þess vegna er um hálfur milljarður kvenna árið 2017 enn ólæs," segir í skýrslunni sem gefin er út til þess að tryggja að allar stúlkur fái tækifæri til menntunar.<br></p><p>Eins og titillinn gefur til kynna er í skýrslunni að finna lista yfir þær þjóðir sem erfiðast er fyrir stelpur að fara í skóla. Topp tíu listinn lítur svona út: Suður Súdan, Miðafríkulýðveldið, Afganistan, Tjad, Malí, Gínea, Burkina Fasó, Líbería og Eþíópía.<br></p><p>Í þessum löndum eru 57%&nbsp; líkur á því að stelpur fremur en strákar séu utan skóla á grunnskólaaldri og 83% á framhaldsskólaaldri. Þessi munur sýnir að mati ONE að fátækt sé kynbundin.</p>

15.11.2017Að sjá og upplifa

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ftpsnaefellsnes.PNG" alt="Ftpsnaefellsnes">Eins og venjulega eru nemendur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna búnir að vera önnum kafnir í haust. Fyrir utan námið sjálft sem er mjög&nbsp; krefjandi þurfa þeir að leggja hart að sér til að aðlagast framandi umhverfi.</strong><br></p><p>En að sjálfsögðu gefst annað slagið stund á milli stríða. Vettvangsferðirnar sem skólin skipuleggur eru t.d.&nbsp; kærkomnar til að sjá, upplifa, slaka á og mynda tengsl, eins og skólinn tístaði um á dögunum.<br>Á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.flickr.com/photos/156928287@N08/albums/with/72157665914545709" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Flickr</a>-vefnum er að finna margar skemmtilegar myndir úr ferðinni. Ein þeirra er hér að ofan, tekin á Snæfellsnesi.</p>

15.11.2017Danadrottning til Gana

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/danadrottning.PNG" alt="Danadrottning" class="right">Í næstu viku fer Margrét Þórhildur Danadrottning í opinbera heimsókn til Gana. Með í för verður viðskiptasendinefnd í anda stefnu Dana að tengja opinbera þróunarsamvinnu í auknum mæli samstarfi á viðskiptalegum forsendum. Á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://globalnyt.dk/content/dronningen-besoger-ghana" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;Globalnyt í Danmörku segir að þegar drottningin komi til vesturafríska landsins Gana sé það til marks um náin samskipti landanna. Milli Gana og Danmerkur séu löng söguleg tengsl því fyrstu Danirnir hafi komið upp að Gullströndinni árið 1659, segir í fréttinni beint uppúr tilkynningu frá konungshöllinni. Svæðið var dönsk nýlenda fram til árins 1850 þegar það var selt Bretum - og því eru sögulegu tengslin meiri við Gana en flest önnur ríki álfunnar.<br></p>

15.11.2017Matvælastefna leiðir saman hugsjónafólk og athafnafólk á COP23

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/image_16_9_bigger.png" alt="Image_16_9_bigger">Hvernig geta Norðurlöndin tekst á við alþjóðlegar áskoranir eins og matarsóun, ósjálfbært mataræði og minnkandi líffræðilegra fjölbreytni? Þessi stóra spurning var lögð til grundvallar á Norræna matvæladeginum sem haldinn var í síðustu viku í tengslum við yfirstandandi loftslagsviðræðurnar í Bonn.</strong><br></p><p>Á þessum 23. fundi Sameinuðu þjóðanna um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (COP 23) lagði Norræna ráðherranefndin í fyrsta skipti áherslu á matvæli sem lið í alþjóðlegu loftslagsumræðunni.<br><br>Á vef um norrænt samstarf segir að skilningur ríki á loftslagstengdum áskorunum. "Á fundinum í ár er megináherslan lögð gagnlegar og nýstárlegar lausnir í samræmi við Parísarsamninginn, og að vinna í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun."<br></p><p>Ennfremur segir í fréttinni:<br>"Matvælaframleiðsla og neysla hafa mikil áhrif á loftslagið. Staðreyndin er sú að nær þriðjung losunar gróðurhúsalofttegunda má rekja til matvælakerfis heimsins og gerir það mótun matvælastefnu að algeru forgangsmáli. Um leið hafa loftslagsbreytingar alvarleg áhrif á matvælakerfið sem knýr enn frekar á um að framleiðsla matvæla verði sjálfbær. Matvælakerfi heimsins er beint og óbeint tengt hverju og einu sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna sem gerir&nbsp;matvæli að grundvallaratriði í sjálfbærri þróun."<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/matvaelastefna-leidir-saman-hugsjonafolk-og-athafnafolk-a-cop23" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef norrænnar samvinnu/ Norden.org</a><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.odi.org/odi-on/3064-cop23-bonn-climate-conference" shape="rect" linktype="1" target="_blank">COP23: Bonn climate conference/ ODI</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.ndf.fi/news/cop23-resilience-business" linktype="1" target="_blank">COP23 Resilience as a Business/ NDF</a>&nbsp;

15.11.2017Frásagnir af ferðalagi um álfu margra menningarheima

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/rus.PNG" alt="Rus" class="right">Heimsljós birtir brot úr bók Halldórs Friðriks Þorsteinssonar, Rétt undir sólinni, þar sem hann drepur niður fæti í Gana á ferð sinn um Afríku.&nbsp;</p><p></p><p><b>Marel í Accra</b><br></p><p><p>Höf­uð­borg Gana, Accra, fengi seint feg­urð­ar­verð­laun, ekki frekar en aðrar afrískar borg­ir. Fjöl­skrúð­ugt mann­lífið og strand­lengjan bæta það upp. Ég tékka inn á Palóma­hót­el­ið, snyrti­legt hótel á góðum stað, og rölti um nágrenn­ið. Finn leigu­bíla­þjón­ustu á vegum hót­els­ins og kanna verð á bíl og bíl­stjóra. Umsjón­ar­mað­ur­inn, Alex, er geðug­asti maður í fal­legri síð­erma skyrtu. Í miðjum samn­inga­við­ræðum verður mér litið á skyrtu­brjóst­ið. Þar stendur rauðum stöfum með kunn­ug­legu vöru­merki: Marel Food System. Já, litli heim­ur! Fata­söfnun Rauða kross­ins er greini­lega að skila sér. Ég segi honum í óspurðum fréttum að faðir minn hafi verið fyrsti stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins. Samn­ingar nást. Á rölt­inu um nær­liggj­andi hverfi blasir fátæktin við í sinni ljós­ustu mynd. Hreysi við hreysi, mor­andi mann­líf og allir að sýsla eitt­hvað í sinni litlu ver­öld, sem er full af ærslum og gleði. Svo snýr maður til baka á hót­el­her­bergið þar sem nóttin kostar á við árs­tekjur hjá fólk­inu handan við hornið og spyr sig: Er ekki eitt­hvað bogið við þetta allt sam­an? Eða stóð kannski svarið á skyrtu­brjóst­inu fyrr um dag­inn? Er ekki menntun og þekk­ing ásamt auknum við­skiptum lyk­ill­inn að því að bæta þetta? Í fyll­ingu tím­ans.</p><p><b>Messað yfir mér</b></p><p>Á leið­inni í sunnu­dags­messu klukkan sjö að morgni er kallað til mín yfir göt­una:&nbsp;Hey, Mr. White, whass­up?&nbsp;Í næstu mal­ar­götu eru karl­menn í fót­bolta. Kirkju­bygg­ingin er nýleg og stór. Hvíta­sunnu­söfn­uðir eru í öru­stum vexti í land­inu, með tvær millj­ónir með­lima. Þeir rekja sig til írska trú­boð­ans James McKeown sem kom til Gana 1937 á vegum bresku post­u­la­kirkj­unn­ar. Flokka­drættir gerj­uð­ust, McKeown hélt velli og stofn­aði eigin söfn­uð. Sal­ur­inn er gímald, hér er allt fyrsta flokks, sætin eins og í bíósal, stórir sjón­varps­skjáir og mik­ill hljóm­bún­að­ur. Full kirkja, 500 manns. Ég fæ mér sæti og bók­artitl­inum&nbsp;Svört messa&nbsp;skýtur upp í huga mér. Ég er hvítur hrafn. Prest­ur­inn, Pétur að nafni, kemur fljót­lega aðvíf­andi í tein­óttum jakka­fötum og heilsar upp á mig. Heldur yfir mér tölu um kjarn­ann í trúnni sem ég gríp ekki alveg en skilst þó að hann hafi snúið einum múslíma fyrir skemmstu. Pétur þjón­aði áður í norð­ur­hluta Gana þar sem hann segir að ríki villu­trú og galdr­ar.</p><p>− Það hljómar spenn­andi, segi ég. Pétur hvá­ir. Síðan hefst messu­haldið með presti, þremur söngv­urum og sex manna hljóm­sveit sem er í gler­búri til hliðar við alt­ar­is­svið­ið.&nbsp;Byrj­unin er ærandi hall­elú­ja-­söng­ur, fólk hoppar og syng­ur, veifar vasa­klút­um. Pétur prestur leiðir með sker­andi hrópum og kirkju­gestir bylgj­ast í hreyf­ingum fagn­að­ar­ins. Þessu slotar eftir dágóða stund, fólk kemur upp á svið eitt af öðru og segir sögur af veik­indum ætt­ingja sinna og fær við­brögð í sam­úð­arstunum úr sal. Einn segir af getn­aði sem heppn­að­ist óvænt fyrir til­stilli almætt­is­ins. Þá tekur hljóm­sveitin við og hávær múgsefj­un­ar­söng­ur. Pétur prestur stendur afsíðis og virð­ist ekki nenna þessu leng­ur. Fólk fellur í gólf­ið, baðar út hönd­um. Hátal­arar ískra, hljóð­himnur strekkj­ast. Svo lækkar þetta og hefst þá pen­inga­söfnun þar sem fólk kemur dans­andi inn á sviðið og stingur seðlum í stóran söfn­un­ar­kassa á hjól­um.</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/rettimdors.PNG" alt="Rettimdors">Þegar búið er að plokka söfn­uð­inn er komið að predikun dags­ins sem fjallar um vænt­ingar eig­in­kon­unnar til eig­in­manns­ins. Að henni lok­inni koma eig­in­kon­ur, hver af annarri og lýsa reynslu sinni. Ein þeirra segir karl­menn vera stöðugt blaðr­andi utan heim­ilis en svo sé ekki hægt að draga stakt orð upp úr þeim þegar þeir eru heima hjá sér. Sú lýs­ing fellur í góðan jarð­veg. Hljóð­nemi gengur um sal­inn og sögur af sam­búð kynj­anna koma á færi­bandi, með reglu­legum hlátra­sköllum úr sal. Eftir þriggja stunda messu held ég heim á hót­el, upp­veðr­aður eins og eftir góða leik­sýn­ingu og fátæktin allt í kringum mig hefur skipt lit­um.</p><p><b>And­ófs­maður</b></p><p>Þegar Gull­ströndin fékk sjálf­stæði fyrst Afr­íku­ríkja 1957 og end­ur­vakti 11. aldar gull­ald­ar­nafn­gift, Gana, voru miklar vonir bundnar við þetta nýfrjálsa ríki. Fyrrum fangi og frels­is­hetja, Kwame Nkrumah, varð for­sæt­is­ráð­herra og naut heims­at­hygli fyrir aðsóps­mikla fram­komu. En hann fór offari, landið sökk í skulda­fen og níu árum eftir sjálf­stæði var það komið á helj­ar­þröm. Nkrumah var steypt af stóli. Við tóku erfið ár þar sem her­inn réð ríkj­um. Árið 1979 kom inn á hið póli­tíska svið flug­maður í hern­um, Jerry Rawl­ings, hálfur Gani, hálfur Skoti. Hann tal­aði máli alþýð­unn­ar, ögraði hernum og stóð fyrir aftöku nokk­urra valda­manna. Rawl­ings stjórn­aði með harðri hendi í 18 ár, bann­aði aðra flokka og sendi and­ófs­menn í fang­elsi. Einn þeirra heitir Kwame Pianim.</p><p>Í úthverfi Accra býr Kwame Pianim ásamt hol­lenskri konu sinni. Hann kom til Reykja­víkur árið 1994 á þing frjáls­lyndra stjórn­mála­flokka og kynnt­ist nokkrum Íslend­ing­um, þar á meðal föður mín­um. Þá var Pianim nýlega laus eftir tíu ára fang­els­is­vist, sak­aður um valda­ránstil­raun. Hann situr á móti mér með grá­sprengt hár, virðu­legt yfir­bragð. Mennt­aður í hag­fræði frá Yale og hefur verið áber­andi í stjórn­mála- og við­skipta­lífi Gana und­an­farna ára­tugi. Hann segir að sér hafi verið varpað í fang­elsi vegna stjórn­ar­and­stöðu sem hafi verið fylli­lega lög­mæt. Ég spyr hvernig sú reynsla hafi ver­ið.</p><p>− Það var erfitt, fyrsti dag­ur­inn, fyrsta vikan, fyrsti mán­uð­ur­inn, fyrsta árið. Svo aðlag­ast mað­ur. Ég átti góða fjöl­skyldu. Ég sat ekki auðum höndum í fang­els­inu heldur fékk ég leyfi til að rækta græn­meti og fékk styrk frá kaþ­ólsku kirkj­unni til að koma því á legg. Í lokin hafði sú ræktun skilað ríf­lega 100 millj­ónum króna inn á banka­bók fang­els­is­ins. Þá var ég færður um set til Elm­ina sem er við strönd­ina. Ég fékk nunnur til að lána fang­els­inu fyrir bát sem kost­aði 30 millj­ónir og við fórum í útgerð sem borg­aði bát­inn upp á sex mán­uð­um. Við náðum að fæða fang­elsið og afgang­inn seldum við á mark­aði. Fang­els­is­vistin betr­aði mig sem ein­stak­ling, jafn­vel þótt mér blöskr­aði að sitja inni fyrir órétt­mætar sak­ir. Ég kom út betri mað­ur. Ég kynnt­ist því líka hvernig sak­laust fátækt fólk situr inni eftir órétt­láta máls­með­ferð og fær enga lög­fræði­að­stoð. Það er sárt að horfa upp á.&nbsp;</p><p>Und­an­farin ár hefur Pianim verið atkvæða­mik­ill í atvinnu­líf­inu í Gana og beitt sér fyrir ýmiss­konar nýsköp­un. Synir hans starfa í London og annar þeirra var giftur dóttur fjöl­miðla­mó­gúls­ins Róberts Mur­doch.</p></p>

15.11.2017Mósambík verður áhersluland í þróunarsamvinnu í stað tvíhliða samstarfsríkis

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/maputo99.jpg" alt="Maputo99">Þróunarsamvinna Íslands við Mósambík mun taka breytingum um næstu áramót þegar Mósambík breytist úr tvíhliða samstarfslandi í áhersluland, en önnur áherslulönd Íslands eru Palestína og Afganistan. Sendiráði Íslands í Mapútó verður lokað en þó er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum samdrætti í heildarframlögum til verkefna í landinu.</strong><br></p><p>Stuðningi við áherslulönd er beint í gegnum fjölþjóðastofnanir, skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og borgarasamtök og verður sinnt af þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem fylgist með að fjármunum sé ráðstafað í samræmi við áætlanir og sinnir reglubundnu eftirliti um framvindu. Fjármagni sem annars hefði verið varið í rekstur sendiráðs í Mapútó verður varið til annarra verkefna á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum eða svæðaverkefna. Markmið breytinganna er að auka skilvirkni og bæta árangur af þróunarframlögum Íslands.<br></p><p>Ákvörðun þessi var tekin í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem fram fór á árunum 2014-2016 þar sem litið var til ýmissa þátta, með það að augnamiði að þróunarframlög Íslands nýttust sem best. Þar á meðal var litið til umfangs þróunarsamvinnu við landið, fjölda framlagsríkja, mati á mikilvægi þróunarframlaga Íslands og stjórnarfars.</p><p>Ísland mun þannig halda áfram stuðningi við Mósambík í gegnum samstarfsverkefni með Barnahjálp SÞ um vatn og salernisaðstöðu og nýtt samstarfsverkefni með UN Women um konur, frið og öryggi. Jafnframt munu sérfræðingar frá Mósambík halda áfram að stunda nám við Jafnréttisskóla Háskóla SÞ og Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ á Íslandi. Því til viðbótar er veittur stuðningur til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, WFP, í formi framlaga og útsendingu sérfræðinga á sviði mannúðaraðstoðar, en sem stendur eru tveir íslenskir sérfræðingar að störfum fyrir WFP í Mósambík.</p>

15.11.2017Asíuþjóðir í takt við fyrsta Heimsmarkmiðið en fátækum fjölgar hins vegar í Afríku

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/worldpovertyclock.PNG" alt="Worldpovertyclock">Góðu fréttirnar eru þær að sárafátækum í heiminum heldur áfram að fækka á þessu ári. Reiknað er með að þeim fækki um 38 milljónir á árinu, örlítið meira en árið 2016 þegar þeim fækkaði um 34 milljónir. Vondu fréttirnar eru þær að með sama áframhaldi tekst ekki að útrýma fátækt árið 2030 eins og fyrsta Heimsmarkmiðið kveður á um. Til þess að útrýma fáækt fyrir þann tíma þurfa 90 einstaklingar að lyfta sér upp úr fátækt á hverri mínútu, eða 1,5 á hverri sekúndu. Með sömu þróun og síðustu árin verða enn 9,5 milljónir manna sárafátækir í árslok 2030.</strong><br><br>Þannig lýsa þeir Homi Kharas og Wolfgang Fengler horfunum um fyrsta Heimsmarkmiðið, að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Þeir skrifuðu á dögunum athyglisverða grein á vef Brookings stofnunarinnar þar sem þeir benda á að þegar Heimsmarkmiðin voru samþykkt af þjóðarleiðtogum heims árið 2015 hafi líka verið kallað eftir tölfræðibyltingu. Þeir segja að sú bylting kristallist í tveimur spurningum þegar horft sé á fyrsta Heimsmarkmiðið, annars vegar spurningunni hversu margir einstaklingar búi núna við sárafátækt - þar sem viðmiðið er 1,90 bandarískir dalir í tekjur á dag; og hins vegar hvort þróunin sé nægilega hröð til þess að markmiðið sé raunhæft.</p><p>"Við settum á laggirnar World Poverty Clock í maí á þessu ári til þess að svara þessum tveimur spurningum," segja þeir í greininni. "Markmiðið var að þróa tól til að fylgjast með fyrsta Heimsmarkmiðinu í rauntíma&nbsp;með því að&nbsp;nota tölfræðilegt líkan til að taka mælanleg söguleg gögn fyrir mat á stöðunni frá degi til dags og spám fyrir um framtíðina."</p><p>Frá þessu verkefni var&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="/utgefid-efni/veftimarit/frettir/fataektarklukka-a-vefnum-telur-tha-sem-lyfta-ser-upp-ur-sarafataekt" linktype="1" target="_blank">sagt</a>&nbsp;í Heimsljósi í vor en auk þess að telja í rauntíma fjölda sárafátækra og hversu vel miðar miðað við lokatakmarkið árið 2030 að útrýma fátækt með öllu er í þessu verkefni upplýsingagrunnur um stöðu allra þjóða fram til ársins 2030.</p><p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/littleboy.PNG" alt="Littleboy"></strong></p><p><strong>Samstarfsþjóðir Íslands illa á vegi staddar</strong><br>Þegar litið er til samstarfslanda okkar Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu kemur í ljós að Malaví á langt í land með að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Þar eru 65,7% íbúanna sárafátækir, eða rúmlega 12 milljónir af 18,5 milljónum íbúa. Talan fyrir þróun er mínustala upp á 24.<br>Staðan er lítið betri í Mósambík. Af tæplega 30 milljónum íbúa eru rúmlega 19 milljónir sárafátæktir eða 64,9%. Litlar líkur eru fyrir því að fyrsta Heimsmarkmiðið náist því mikið vantar upp á til þess að þróunin sé í takt við markmiðið, mínustala upp á 16.</p><p>Úganda er líka fjarri því að ná takmarkinu um útrýmingu fátæktar fyrir árið 2030. Af rúmlega 42 milljónum íbúa eru núna rúmlega 13 milljónir sárafátækir og talan um þróunina er mínus 8,7.</p><p><strong>Tæplega milljarður enn sárafátækur árið 2030?</strong></p><p>Homi Kharas og Wolfgang Fengler segja í grein sinni að hjá þjóðum þar sem sárafátækum fækkar á þessu ári nemi fækkunin 47 milljónum einstaklinga. Hins vegar fjölgi sárafátækum í 30 löndum og 9 milljónir einstaklinga sem áður voru fyrir ofan tekjumarkið lendi fyrir neðan línuna á þessu ári. Fram kemur í greininni að Asíuþjóðir séu á réttum hraða að útrýma sárafáækt - 77 einstaklingar á hverri mínútu - en öfugþróun sé hins vegar í Afríku þar sem sárafátækum kemur til með að fjölga á þessu ári um 2,4 milljónir. Þar skiptir mestu að fjölmennustu ríkin í Afríku, Nígería og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, eru að dragast aftur úr og þar bætast við 9,3 einstaklingar í hóp sárafátækra á hverri mínútu.</p><p>Niðurstaða greinarinnar um horfurnar á því að ná fyrsta Heimsmarkmiðinu er því ekki uppörvandi: okkur mun ekki takast að útrýma fátækt fyrir árið 2030. Þá verða enn 438 milljónir sárafátækir, eða 5% jarðarbúa. Asíuþjóðum mun að mestu leyti takast að útrýma fátækt samkvæmt spánni en Afríkuþjóðum mun einungis takast að draga úr fátækt úr 34% í álfunni árið 2017 niður í 23% árið 2030. "Vegna fólksfjölgunar í Afríku verður þó aðeins óveruleg fækkun í einstaklingum talið í álfunni," segir þeir Homi Kharas og Wolfgang Fengler í greininni. Þeir minna þó á að um spá sé að ræða.</p><br></p>

15.11.2017Hungursneyð yfirvofandi í Jemen þrátt fyrir tilslakanir Sáda

<p> <a href="https://youtu.be/dzRyJxhzltw" class="videolink">https://youtu.be/dzRyJxhzltw</a> Sádi-Arabar og bandamenn ætla að opna að nýju einhverjar hafnir og flugvelli í Jemen sem þeir lokuðu eftir að flugskeyti var skotið frá Jemen að&nbsp;Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í síðustu viku. Fyrr í vikunni sagði Mark Lowcock aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að mesta hungursneyð í áratugi væri yfirvofandi í Jemen opni hernaðarbandalag Sáda ekki landamæri landsins fyrir neyðaraðstoð. Að mati fulltrúa Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) eru aðeins til vistir í landinu sem duga í rúmlega eitt hundrað daga. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið telja að tilslakanir Sáda séu skref í rétt átt en dugi engan veginn.<br><br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/opna-flugvelli-og-hafnir-ad-nyju" linktype="1" target="_blank">Opna flugvelli og hafnir að nýju/ RÚV&nbsp;</a></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/sth-neydaradstod-verdur-ad-berast-til-jemen" linktype="1" target="_blank">SÞ: Neyðaraðstoð verður að berast til Jemen/ RÚV</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bbc.com/news/world-middle-east-41968111" linktype="1" target="_blank">Yemen war: Saudi-led coalition 'to reopen some ports'</a>&nbsp;/&nbsp;BBC</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.reuters.com/article/us-yemen-saudi-un/u-n-warns-if-no-yemen-aid-access-world-will-see-largest-famine-in-decades-idUSKBN1D839T" linktype="1" target="_blank">U.N. warns if no Yemen aid access, world will see largest famine in decades/ Reuters</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=58058#.WgljvGi0O70" linktype="1" target="_blank">Yemen facing largest famine the world has seen for decades, warns UN aid chief/ UNNewsCentre</a></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/world/2017/nov/12/millions-on-brink-of-famine-in-yemen-as-saudi-arabia-tightens-blockade" linktype="1" target="_blank">'Only God can save us': Yemeni children starve as aid is held at border/ TheGuardian</a>&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://reliefweb.int/report/yemen/yemen-key-messages-continued-closure-yemen-s-ports-13-november-2017" linktype="1" target="_blank">Yemen: Key messages on the continued closure of Yemen's ports - 13 November/ ReliefWeb</a></p>

08.11.2017Stríð & hungur

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/conflicthunger.PNG" alt="Conflicthunger">Vopnuðum átökum fjölgar og þau verða sífellt flóknari. Átök torvelda baráttuna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Átök eru líka meginástæða hungurs í heiminum því rúmlega helmingur allra þeirra sem eru á barmi hungursneyðar er fólk á átakasvæðum, milljónir íbúa í Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen. Á sama tíma kyndir hungrið undir átök - og leiðir til langvarandi misklíðar og deilna um land, búfénað og aðrar eigur.<br></p><p>Eitthvað á þessa leið hefst kynning á athyglisverðu málþingi norrænunar skrifstofu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í Kaupmannahöfn 16. nóvember næstkomandi með yfirskriftinni "Átök &amp; hungur" og fjallar um tengslin á milli hungurs, átaka, flóttafólks og friðar. Meðal sérfræðinga í pallborði eru fulltrúar dönsku kirkjunnar, Alþjóðastofnunar Dana (DIIS), Alþjóðastofnunar um fólksflutninga (IOM) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).</p><p>Umræðurnar fara fram á ensku - þessu er sérstaklega beint til ykkar sem eigið leið um Kaupmannahöfn um þetta leyti og aðra þá sem hafa tök á því að fara á málstofuna.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://bit.ly/2gZuGjM" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Skráning</a>&nbsp;hér</p>

08.11.2017Börn fá orðið á alþjóðadegi barna

<p>Á alþjóðadegi barna, 20. nóvember, munu börn um allan heim fá orðið í fjölmiðlum, stjórnmálum, íþróttum og listum, í þeim tilgangi að tala fyrir menntun, réttindum og öryggi allra barna. Dagurinn, sem haldinn er 20. nóvember ár hvert, er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í tilefni dagsins fá fyrstu Réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli og Laugarnesskóli ásamt frístundaheimilunum Dalheimum, Laugaseli og Krakkakoti. Í samstarfi við UNICEF leggja þessir skólar og frístundaheimili Barnasáttmálann til grundvallar í öllu sínu í starfi.<br></p><p>UNICEF á Íslandi hvetur fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið alla daga, og vill nýta alþjóðadag barna til þess að minna á það. UNICEF á Íslandi vill að 20. nóvember fái börn tækifæri til að tjá skoðanir sínar, og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu.&nbsp;</p><p>"Nú þegar kosningar eru nýafstaðnar þykir okkur mikilvægt að hlustað sé eftir skoðunum barna" segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. "Börn eru ekki með kosningarétt, en eru hins vegar sá þjóðfélagshópur sem treystir hvað mest á vilja stjórnvalda til að tryggja menntun þeirra og öryggi."</p><p>Börn fá orðið um allan heimÍ aðdraganda 20. nóvember mun UNICEF gefa börnum um allan heim orðið svo þau geti talað fyrir réttindum sínum og annarra barna, því þrátt fyrir miklar framfarir undanfarinna áratuga er staðan í heiminum enn sú að:</p><ul><li>385 milljón börn búa við mikla fátækt</li><li>264 milljón börn og ungmenni eru utan skóla</li><li>5,6 milljón börn undir fimm ára aldri létust á síðasta ári af fyrirbyggjanlegum orsökum</li></ul><p>Alþjóðlega munu þekktir leikarar, íþróttafólk og þjóðarleiðtogar taka þátt í deginum. Sem dæmi má nefna að:</p><p>David Beckham, góðgerðarsendiherra UNICEF, mun spyrja börn út í skoðanir þeirra á stöðu heimsmála í stuttmynd sem gefin verður út á alþjóðadegi barna.</p><p>Börn munu taka yfir verkefni ríkisstjórna, borgarstjóra, íþróttafólks og leikfangafyrirtækja á borð við Lego;Leikkonurnar Dafne Keen (Logan) og Isabela Moner (Transformers: the Last Knight), ásamt Nickelodeon munu stýra samkomu 150 barna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.</p><p>Hér á Íslandi má búast við skemmtilegum uppákomum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sem fylgjast má með undir myllumerkinu #börnfáorðið. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi er einnig að vinna að myndböndum með nokkrum börnum þar sem þau velta fyrir sér framtíðinni og verður spennandi að fylgjast með.&nbsp;</p><p>UNICEF á Íslandi hlakkar til að fagna alþjóðadegi barna og hvetur alla til að taka þátt!</p><p>Kynningarmyndband um alþjóðadag barna má sjá&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.dropbox.com/s/xkcqiu572e70ng7/WCD_OCT_TEASER_ENG_SUBS.mov?dl=0" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér</a>#börnfáorðið</p><p><br><a rel="nofollow" track="on" href="https://unicef.is/born-fa-ordid-althjodadegi-barna" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Við teljum niður dagana/ UNICEF</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unicef.org/world-childrens-day/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Universal Children's Day 20 November/ UNICEF</a>&nbsp;<br></p>

08.11.2017Næring í öndvegi þróunarsamvinnu og baráttunnar gegn fátækt

<p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/globalnutritionreport.PNG" alt="Globalnutritionreport">Leitun er að þeirri þjóð sem ekki glímir við vanda sem tengist næringu, ýmist vannæringu eða offitu, segir í árlegri alþjóðlegri skýrslu um næringu - The Global Nutrition Report 2017. Á alþjóðlegri ráðstefnu í Mílanó um síðustu helgi, þar sem skýrslan var lögð fram, var samþykkt að setja næringu bæði í öndvegi í baráttunni gegn fátækt og í allri alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þá voru þjóðir heims hvattar til þess að leggja fram fjármagn til að útrýma vannæringu og staðhæft að slíkt myndi stuðla að öllum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/2017-global-nutrition-summit-milan-cov.jpg" alt="2017-global-nutrition-summit-milan-cov" class="left">Eins og áður hefur komið fram hefur hungruðum í heiminum fjölgað í fyrsta sinn um langt árabil. Vannærðum fjölgaði úr 777 milljónum í 815 milljónir milli áranna 2015 og 2016 sem sagt er sýna hversu brýnt sé að stemma stigu við þeirri óheillaþróun. Í skýrslunni er reyndar bent á að ofþyngd og offita breiðist líka út nánast meðal allra þjóða. Fram kemur að hvorki meira né minna en 2 milljarðar af þeim 7 milljörðum sem búa á jarðarkringlunni séu ýmist of þungir eða glíma við offitu, þar af 41 milljón barna bæði í hátekju- og lágtekjuríkjum. Meðal annars er nefnt að 10 milljónir barna í Afríku séu of þungar.<p></p><p>Skýrslan byggir á viðamiklum rannsóknum í 140 þjóðríkjum. Skýrsluhöfundar skilgreindu sérstaklega þrjú mikilvæg atriði í tengslum við vannæringu sem hafa alvarlegar afleiðingar: 1) vaxtarhömlun barna (stunting); 2) blóðleysi kvenna á barneignaaldri; og 3) yfirþyngd fullorðinna kvenna. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að meðal 88% þjóðanna væru tvö af &nbsp;þessum þremur atriðum í alvarlegum ólestri sem þyrfti að bregðast við hið fyrsta.<br><br>Góðu fréttirnar eru þær að vannæring barna er á undanhaldi á heimsvísu en hins vegar eru framfarirnar ekki nægilegar til þess að raunhæft sé að ná Heimsmarkmiði 2.2. þar sem segir: "Eigi síðar en árið 2030 verði vannæringu í hvaða mynd sem er útrýmt, þar á meðal verði árið 2025 búið að ná&nbsp;alþjóðlegum markmiðum um að stöðva kyrking í vexti og uppdráttarsýki barna undir 5 ára aldri, og hugað verði&nbsp;að næringarþörfum unglingsstúlkna, þungaðra kvenna, kvenna með börn á brjósti og aldraðra."</p><p>Til marks um alvarleika vannæringar kemur fram í skýrslunni að helmingur allra dauðsfalla barna yngri en fimm ára megi rekja til hennar. Auk þess rænir vannæring á barnsaldri börn eðlilegum líkamlegum og andlegum þroska með tilheyrandi námserfiðleikum og lakari tekjumöguleikum til framtíðar, að því ógleymdu að vannæring veikir ónæmiskerfið með þekktum afleiðingum.</p><p>Að mati Kofi Annans fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem sótti ráðstefnuna í Mílanó er vannæring á heimsvísu ógn við bæði líkamlega og andlega vellíðan þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi og þær kynslóðir sem á eftir koma. "Það er ákaflega brýnt að lagðir verði fram fjármunir til að bregðast við þessum vanda þannig að fólk, samfélög og þjóðir geti nýtt getu sína til fulls," sagði Kofi Annan.</p><p>Framlagsríki, alþjóðastofnanir og borgarasamtök gáfu vilyrði um fjárstuðning á Mílanófundinum fyrir 3,4 milljörðum bandarískra dala, þar á meðal 640 milljóna dala skuldbindingu til nýrra verkefna í því skyni að bæta næringu fólks.&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/global-nutrition-summit-sees-new-funding-political-commitments-91461" linktype="1" target="_blank">Global Nutrition Summit sees new funding, political commitments/ Devex</a><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.globalnutritionreport.org/2017/11/03/press-release/" linktype="1" target="_blank">Global Nutrition Report - Press Release</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://allafrica.com/stories/201711050001.html" linktype="1" target="_blank">Africa: Global Nutrition Crisis Threatens Human Development, Demands 'Critical Step Change' in Response - Report</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://nutritionforgrowth.org/global-nutrition-summit-2017/" linktype="1" target="_blank">Global Nutrition Summit 2017: Milan</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://medium.com/@melindagates/overcoming-hidden-hunger-ebf78f02c8b4" linktype="1" target="_blank">Overcoming "Hidden Hunger", eftir Melindu Gates/ Medium</a><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/nutrition-is-first-and-foremost-a-political-challenge-says-gates-nutrition-lead-91389" linktype="1" target="_blank">Nutrition is first and foremost a political challenge, says Gates nutrition lead/ Devex</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://ecdpm.org/wp-content/uploads/Save-Children-ECDPM-Oct-2017.pdf" linktype="1" target="_blank">Ending hunger and malnutrition: the role of public-private partnerships/ SaveTheChildren-ECDMP</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.kofiannanfoundation.org/combatting-hunger/global-nutrition-targets/" linktype="1" target="_blank">Celebrating Progress Toward the Global Nutrition Targets/ KofiAnnanFoundation</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://medium.com/@Brookings/the-world-is-off-track-to-end-hunger-so-whats-the-solution-4cae7b296d26" linktype="1" target="_blank">The world is off track to end hunger, so what's the solution?, eftir Homi Kharas and John McArthur/ Medium</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.dw.com/en/conflict-in-south-sudan-with-hyperinflation-food-insecurity-threatening-famine-for-2018/a-41252547" linktype="1" target="_blank">Conflict in South Sudan with hyperinflation, food insecurity threatening famine for 2018/ DW</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.latimes.com/world/la-fg-sudan-20171106-story.html" linktype="1" target="_blank">1.25 million face starvation in war-torn South Sudan, officials say/ AP</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://qz.com/1121083/africas-malnutrition-problem-for-chi-is-the-only-continent-where-children-are-growing-both-stunted-and-fat/" linktype="1" target="_blank">This is the only continent where children have both stunted growth and a rising obesity problem/ Qz</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://documents.worldbank.org/curated/en/222101499437276873/An-overview-of-links-between-obesity-and-food-systems-implications-for-the-agriculture-GP-agenda?CID=AGR_TT_agriculture_EN_EXT" linktype="1" target="_blank">An overview of links between obesity and food systems : implications for the agriculture GP agenda (English), eftir Htenas, Aira Maria ofl./ Alþjóðabankinn</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fao.org/emergencies/fao-in-action/stories/stories-detail/en/c/1052793/" linktype="1" target="_blank">Harvest season provides meagre respite to South Sudan's hunger crisis/ FAO</a>&nbsp;</p>

08.11.2017Nýjar viðmiðunarreglur samþykktar á DAC fundi um innanlandskostnað vegna flóttamanna

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/myndalisti/oecdlogo.jpeg" alt="Oecdlogo" class="right">Þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, samþykkti í síðustu viku á fundi háttsettra embættismanna í París nýjar viðmiðunarreglur um það hvaða kostnað vegna flóttamanna framlagsríki geta talið fram sem framlög til þróunarsamvinnu. María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu og Pálína Björk Matthíasdóttir sendiráðsritari í sendiráði Íslands í París tóku þátt í fundinum fyrir Íslands hönd.</p><p>Í DAC nefndinni eiga sæti fulltrúar þrjátíu framlagsríkja og hlutverk DAC er meðal annars að setja reglur um það hvaða kostnað má flokka sem framlög til þróunarsamvinnu (ODA). DAC nefndin starfar allan ársins hring og vinnur meðal annars að jafningjarýni eins og þeirri sem birt var fyrr á þessu ári um íslenska þróunarsamvinnu. Fundir háttsettra embættismanna eru að jafnaði haldnir á tveggja ára fresti og breytingar á reglum þurfa samþykki allra fulltrúanna.<br><br>Miklar umræður hafa verið síðustu misserin innan DAC og meðal framlagsríkja um það hvaða kostnað megi telja til framlaga til þróunarmála og hvað ekki, bæði í þróunarríkjunum þar sem 86% flóttamanna hafa leitað skjóls frá hörmungum heima fyrir, en ekki hvað síst í þróuðu ríkjunum, framlagsríkjunum sjálfum. Á fundinum í París var samþykktur ítarlegur listi yfir þann kostnað sem telja má fram sem ODA-kostnað. Þar gilda fyrri viðmið um að stuðning við flóttafólk fyrsta árið í gistiríki, frá því umsókn berst, megi reikna sem framlög til þróunarsamvinnu. Hins vegar voru tekin af öll tvímæli um að kostnaður við landamæraeftirlit, miðstöðva hælisleitenda, flutning hælisleitenda til upprunalands og allur kostnaður vegna þeirra flóttamanna eða hælisleitenda sem fá synjun eða er "í bið" eftir að fara til annars lands, fellur EKKI undir framlög til þróunarsamvinnu.</p><p>Á Parísarfundinum var ennfremur rætt um viðbrögð við flóttamannavandanum og hvernig ber að tryggja að smáríki sem eru þróunarríki fái nægilegan stuðning til þess að ná Heimsmarkmiðum SÞ.&nbsp;Þá voru samþykkt skjöl um framtíðarsýn og hlutverk nefndarinnar.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.oecd.org/dac/DAC-HLM-2017-Communique.pdf" linktype="1" target="_blank">DAC HIGH LEVEL COMMUNIQUÉ: 31 OCTOBER 2017&nbsp;</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/oecd-dac-clarifies-rules-on-in-donor-aid-spending-for-refugees-91433" shape="rect" linktype="1" target="_blank">OECD DAC clarifies rules on in-donor aid spending for refugees/ Devex</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.bond.org.uk/news/2017/11/6-highlights-from-the-dacs-high-level-meeting-on-aid-rules" shape="rect" linktype="1" target="_blank">6 highlights from the DAC's high-level meeting on aid rules/ Bond</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.one.org/international/blog/aid-donors-met-to-discuss-how-to-change-the-rules-here-is-what-happened/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Aid donors met to discuss how to change the rules; here is what happened/ ONE</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.irinnews.org/news/2017/10/30/donor-club-set-snub-britain-caribbean-aid" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Donor club set to snub Britain on Caribbean "aid"/ IRIN</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/nov/01/historic-change-aid-rules-funding-when-lives-at-stake" linktype="1" target="_blank">Historic change to aid rules allows use of funding when lives are at stake/ TheGuardian</a>&nbsp;

08.11.2017Samstarfsverkefni Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna að hefjast á fjórum átakasvæðum

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ssudan3_1510149291142.jpg" alt="Ssudan3_1510149291142" href="">Sífellt fleira fólk undir fátæktarmörkum býr í óstöðugum ríkjum þar sem blóðug átök leiða til fólksflótta. Vegna þessarar óheillaþróunar hefur Alþjóðabankinn ákveðið að tvöfalda framlög sín til óstöðugra ríkja. Bankinn hefur tekið upp samstarf við Sameinuðu þjóðirnar með það að markmiði að samtvinna neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu.</b></p><p>Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði danska utanríkisráðuneytisins um alþjóða- og þróunarmál en blaðið sem hét Udvikling hefur nú fengið heitið 360°.<br></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/frankb.jpg" alt="Frankb" class="right">"Ef við gerum ekki neitt annað en það sem við gerum venjulega munum við sjá á næstu árum að 60% fátækra í heiminum eiga heima í óstöðugum ríkjum," segir Franck Bousquet nýr forstöðumaður þeirrar deildar Alþjóðabankans sem fer með málefni óstöðugra ríkja þar sem stríðsátök og ofbeldi er daglegt brauð.</p><p>Á næstu þremur árum áformar Alþjóðabankinn að tvöfalda framlög til verkefna í óstöðugum ríkjum, hækka framlögin úr sjö milljörðum bandarískra dala upp í fjórtán milljarða. Auk Bankans eru fulltrúar annarra stofnana á vettvangi og áhersla verður lögð á einskonar viðvörunarkerfi til að freista þess að afstýra ofbeldisfullum átökum. Tvær Sameinuðu þjóða stofnanir verða helstu samstarfsaðilar bankans, Þróunaráætlun SÞ (UNDP) og Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) auk staðbundinna samtaka.<br>Af fyrrnefndum fjórtán milljörðum verða tveir nýttir til að styðja þróunarríki sem hafa tekið við tugþúsundum flóttamanna á síðustu misserum.<br><br>"Eins og flestir vita búa 90% flóttamanna í nágrannaríkjum, sem eru þróunarríki," segir Franck Bousquet í viðtalinu við 360°.</p><p>Frá árinu 2010 hefur orðið mikil fjölgun stríðsátaka í heiminum og átökin orðið langvinnari. Fram kemur í fréttinni að tveir milljarðar manna búi á óstöðugum átakasvæðum og rúmlega tuttugu milljónir séu á flótta, fleiri en frá dögum síðari heimsstyrjaldar. Víða sé matarskortur og gistiríkin sem taka á móti flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum eigi í erfiðleikum með að taka við fólki, ekki síst þar sem flóttafólk fær aðgang að vinnumarkaði og annarri þjónustu sveitarfélaga.<br></p><p>Samstarf Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna þar sem neyðaraðstoð og langtíma þróunarsamvinna samtvinnast hefst í fjórum ríkjum, Sómalíu, Súdan, Jemen og Nígeríu.<br></p><p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.netpublikationer.dk/UM/360_verden_i_udvikling_okt_2017/Html/kap11.html" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p></p>

08.11.2017Neyðarsöfnun fyrir konur í Zaatari flóttamannabúðunum hafin á vegum UN Women

<p>Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun fyrir konur í Zaatari flóttamannabúðunum. Þú getur hjálpað konu á flótta með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.490 kr.)&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">#konuráflótta</a>&nbsp;&nbsp;<br></p><p>Meira um Zaatari flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á <a href="/utgefid-efni/veftimarit/frettir/syrlenskar-konur-a-flotta-thra-nytt-upphaf" class="internal">öðrum stað</a> í Heimsljósi.</p>

08.11.2017Sýrlenskar konur á flótta þrá nýtt upphaf

<p><strong> <a href="https://youtu.be/DTO51wYbnlI" class="videolink">https://youtu.be/DTO51wYbnlI</a> UN Women hefur hrint af stað neyðarsöfnun fyrir konur og stúlkur frá Sýrlandi sem dvelja í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Flestar konur í búðunum eru margra barna mæður sem sárlega þurfa vernd, öryggi og stuðning til að koma undir sig fótunum á ný.</strong>&nbsp;<br></p><p>Fyrir skömmu heimsóttu fulltrúar UN Women á Íslandi Zaatari flóttamannabúðirnar og kynntu sér starfsemi UN Women í búðunum. Eva María Jónsdóttir verndari UN Women á Íslandi og Eliza Reid forsetafrú heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari þar sem konur fá hvíld frá stöðugum áhyggjum og ótta.<br><br></p><p>Vissir þú að:</p><ul><li>1&nbsp;af hverjum&nbsp;3&nbsp;konum í Zaatari búðunum hefur verið gift á&nbsp;barnsaldri</li><li>Konur og stúlkur á flótta eru berskjaldaðar fyrir&nbsp;ofbeldi</li><li>1&nbsp;af hverjum&nbsp;5&nbsp;konum í búðunum er fyrirvinna fjölskyldu sinnar</li><li>Atvinnutækifæri fyrir konur í Zaatari eru sárafá.</li></ul><p>Um 80 þúsund Sýrlendingar dvelja í Zaatari eftir að hafa flúið stríðsátök og ofbeldi í heimalandi sínu. Búðirnar eru þær næststærstu í heiminum og jafnframt fjórða fjölmennasta borg Jórdaníu.</p><p>Konur og börn&nbsp;eru um&nbsp;&nbsp;80%&nbsp;íbúa Zaatari og eiga erfitt uppdráttar í búðunum. Flestar konur í Zaatari glíma við áfallastreituröskun, þunglyndi og einangrun. Þær hafa orðið fyrir skelfilegum áföllum; misst börn sín, maka og ástvini. Margar þeirra eru ekkjur og einstæðar margra barna mæður. Það er staðreynd að konur og stúlkur á flótta eiga í meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegu áreiti og kynbundnu ofbeldi.</p><p><strong>Griðastaðir UN Women í Zaatari</strong></p><p>Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækir UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og stúlkur. Hver griðastaður samanstendur af níu gámum. Þar eru konur og stúlkur óhultar fyrir ofbeldi, fá atvinnutækifæri, menntun og börnin daggæslu, þar fá konur einnig sálrænan stuðning eftir áföll og ofbeldi. Á griðastöðunum fer einnig fram öflugt fræðslu- og forvarnarstarf þar sem konur og karlmenn á öllum aldri hljóta fræðslu um skaðlegar afleiðingar þess að gifta barnungar stúlkur.</p><p>Á griðastöðum UN Women gefst konum einnig kostur á að stunda hagnýtt nám t.d. í ensku, arabísku, mósaík, tölvukennslu, saumi, klæðskurði og hárgreiðslu. Komið hefur verið upp klæðskera- og saumastofum ásamt tölvustofu og hárgreiðslustofum. Á saumastofunni eru ungbarnaföt og burðarrúm saumuð fyrir sjúkrahús búðanna sem dreift er til nýbakaðra mæðra. Þar er smálánasjóður sem konur greiða í og geta sótt í ef þær eða börn þeirra veikjast. Auk þess setti UN Women á laggirnar kven&nbsp;nanefnd sem á sæti í stjórn flóttamannabúðanna - og kemur áhyggjuefnum og sjónarmiðum kvenna á framfæri við yfirvöld Zaatari búðanna.</p><p>Færri konur komast að en vilja og hundruð kvenna eru á biðlista eftir aðstoð. Til að starfrækja griðastaði UN Women þarf því fjármagn og þess vegna þurfa konur og stúlkur í Zaatari á hjálp þinni að halda!<strong><br></strong></p><p><strong>Hafðu áhrif!</strong></p><p>Sendu sms-ið KONUR í 1900 og veittu konum í Zaatari atvinnu, öruggt skjól og nýtt upphaf.&nbsp;Einnig er hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á bankareikning&nbsp;0101-05-268086, kt. 551090-2489&nbsp;ásamt skýringunni Neyð.</p><p> <a href="http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/heimsokn-elizu-reid-til-jordaniu">Umfjöllun Kastljóss 7. nóvember</a> </p>

08.11.2017Fermingarbörn safna fyrir vatni

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Fermingarbsofnun_myndir_009_240--1-.jpg" alt="Fermingarbsofnun_myndir_009_240--1-" class="right">Börn í fermingarfræðslu ganga í hús um land allt vikuna 6.-10. nóvember með söfnunarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd og safna fyrir vatnsverkefnum í Eþíópíu.&nbsp;<br></p><p>Áður en börnin fara af stað fræðast þau um verkefnin og um gildi samhjálpar og náungakærleiks. Prestar, annað starfsfólk kirkna, foreldrar og síðast en ekki síst börnin sjálf leggja á sig mikla vinnu við söfnunina og er framlag þeirra ómetanlegt, segir í frétt á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.help.is/" linktype="1" target="_blank">vef</a>Hjálparstarfsins.&nbsp;<br></p>

08.11.2017Loftslagsráðstefna í Bonn til að fylgja eftir Parísarsamkomulagi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/cop23.png" alt="Cop23" class="right">Þjóðir heims komu saman til loftslagsráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í gær.&nbsp;</strong>&nbsp;<strong>Markmiðið er að finna leiðir til að ná þeim markmiðum sem samið var um&nbsp; í Parísar-samkomulaginu um loftslagsmál.&nbsp;</strong></p><p>Á vef upplýsingaskrifstofu SÞ segir að ráðstefnan sem kölluð er COP23 sé tækifæri fyrir þjóðir heims til að sýna metnað sinn í loftslagsmálum og staðfestu í að standa við gefin loforð.&nbsp;</p><p>&nbsp;"Parísarsamkomulagið náðist á einum af þeim augnablikum þegar besti hluti mannkynsins náði að koma sér saman um samkomulag sem var þýðingarmikið fyrir framtíðina. Fundurinn í Bonn snýst um hvernig við höldum áleiðis til að standa við loforðin," segir Patricia Espinosa, forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC).&nbsp;&nbsp;</p><p>Parísarsamkomulagið var samþykkt af 196 aðilum að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í desember 2015. Þar setja aðilar sér það mark að aukning hitastigs jarðar haldist innan tveggja gráða á selsíus og leitast við að takmarka hlýnunina við 1.5 gráður.&nbsp;<br><br>Viku áður en ráðstefnan hófst tilkynnti Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að magn koltvíserings í andrúmsloftinu hefði aldrei aukist jafn hratt og árið 2016.&nbsp;</p><p>Þá gaf Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna út&nbsp;<a shape="rect">&nbsp;árlega skýrslu&nbsp;</a>þar sem mat er lagt á hve stórt bil er á milli fyrirheita um niðurskurð losunar kolvtvíserings í Parísar-samkomulaginu og raunverulegs niðurskurðar.&nbsp; Þar er komist að þeirri niðurstöðu að&nbsp; "bilið valdi áhyggjum."&nbsp;Jafnvel þótt staðið væri við allar landsáætlanir eða fyrirheit einstakra ríkja um niðurskurð, myndi losunin valda að minnsta kosti þriggja gráðu hækkun hitastigs jarðar fyrir lok þessarar aldar.&nbsp;</p><p>"Einu ári eftir að Parísar-samkomulagið tók gildi, stöndum við frammi fyrir því&nbsp; enn einu sinni að við höfum ekki gert næstum nógu mikið til að forða hundruð milljónum manna frá ömurlegri framtíð, segir Erik Solheim, forstjóri UNEP, Umhverfisstofnunar SÞ.&nbsp;&nbsp;</p><p>Fiji-eyjar sitja í forsæti ráðstefnunnar í Bonn sem hófst í gær og stendur til 17. nóvember. Oddvitar ríkja og ríkisstjórna, ásamt António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna taka þátt í síðustu dögum ráðstefnunnar, 15.og 16. nóvember.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://unric.org/is/frettir/27078-loftslagsraestefna-i-bonn-til-ae-fylgja-eftir-parisarsamkomulagi" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Frétt UNRIC</a>

08.11.2017Börn í meirihluta þeirra Róhingja sem koma í flóttamannabúðir í Bangladess

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/savethechildrenheimsoknrohingja.jpg" alt="Savethechildrenheimsoknrohingja">"Helle Thorning-Schmidt framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children International hélt fyrir stuttu til Bangladess til að kynna sér ástandið í flóttamannabúðum Róhingja sem flúið hafa ofsóknir og grimmdarverk gegn þeim í Mjanmar. Nærri 600 þúsund Róhingjar hafa komið í búðirnar síðan í ágúst. Þetta er mesti flóttamannavandi í heimi frá því þjóðarmorðin áttu sér stað í Rúanda árið 1994," segir í frétt á vef Barnaheilla, Save the Children á Íslandi.</strong></p><p>Þar segir ennfremur:"Meira en helmingur þeirra sem komið hafa í flóttamannabúðirnar eru börn. "Það eru börn alls staðar, að leika sér í drullunni, berfætt og fáklædd. Fjölskyldur hafa komið allslausar og búa í frumstæðum skýlum. Allar aðstæður eru mjög bágbornar og gróðrarstía fyrir alvarlega smitsjúkdóma.</p><p>Skortur er á hreinu vatni og fólk hefur enga möguleika á að sjá sér fyrir nauðþurftum og er því algjörlega háð utanaðkomandi aðstoð. Í það minnsta 50.000 börn þjást af vannæringu. Mörg börn eru ein á ferð og í mikilli þörf fyrir vernd.</p><p>Barnaheill - Save the Children reka öflugt starf í Bangladess sem hefur auðveldað hraða uppbyggingu hjálparstarfs. Á tveggja mánaða tímabili hefur starfsmönnum í flóttamannabúðunum fjölgað úr 15 í 150."<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.barnaheill.is/Frettir/Frett/mestiflottamannavandiiheimisidan1994/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef Barnaheilla</a>

08.11.2017Ill meðferð á börnum opinberuð í tölfræðigögnum UNICEF

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/afamiliarface.PNG" alt="Afamiliarface">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vekur athygli á útbreiddu ofbeldi í garð barna hvarvetna í heiminum í nýrri skýrslu þar sem megin niðurstöðurnar eru þær að þrjú börn af hverjum fjórum hafa upplifað ofbeldi.&nbsp;</strong></p><p>Aðrar athyglisverðar niðurstöður eru þessar:<br></p><ul><li>Um það bil 300 milljónir barna í heiminum á aldrinum, tveggja til fjögurra ára, eru beitt líkamlegum refsingum eða hreytt í þau ónotum af foreldrum eða öðrum sem treyst hefur verið fyrir börnunum.</li><li>Tæplega 130 milljónir nemenda, 13 til 15 ára hafa orðið fyrir einelti.</li><li>Á hverri sjöundu mínútu er unglingur myrtur. Árið 2015 létust 82 þúsund unglingar vegna ofbeldisverka.</li><li>Yfir 700 milljónir barna á skólaaldri, 6-17 ára, búa í löndum þar sem líkamleg refsing er ekki bönnuð.</li><li>Fimmtán milljónir stúlkna hafa við nítján ára aldur upplifað kynferðislega nauðung, meðal annars nauðgun - í flestum tilvikum af geranda sem þær þekkja.</li><li>Samkvæmt gögnum UNICEF frá 30 þjóðríkjum hefur aðeins 1% stúlkna leitað til fagaðila eftir kynferðislegt ofbeldi.</li></ul><p><br>Skýrslan nefnist&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unicef.de/blob/152356/b1c11747e12a2310f4136513ec28619a/a-familiar-face--violence-in-the-lives-of-children-and-adolescents-data.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">A Familiar Face: Violence in the Lives of Children and Adolescents</a>.<br></p><p>Að mati UNICEF dregur ofbeldi í garð barna, fyrir utan ónauðsynlegan sársauka og þjáningu sem það veldur, úr sjálfsöryggi þeirra og truflar eðlilegt þroskaferli. Tölfræðin sem dregin er saman í skýrslu samtakanna sýnir að börn verða fyrir ofbeldi á öllum tímum bernskunnar, á ólíkum stöðum, og oftast af hendi þeirra sem þau treysta og hafa samskipti við dag hvern. Litið er á ofbeldi í hvaða formi sem því er beitt sem brot á réttindum barna. UNICEF segir að fyrsta skrefið til þess að útrýma ofbeldi gegn börnum sé með því að draga fram tölfræðilegar staðreyndir.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.npr.org/sections/goatsandsoda/2017/11/01/561356427/unicef-report-300-million-cases-of-violence-against-children-ages-2-to-4" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UNICEF Report: 300 Million Cases Of Violence Against Children Ages 2 To 4/ NPR</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=58009#.WgHP5Wi0O70" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Violence against children pervasive in homes, schools and communities - UNICEF</a>&nbsp;</p>

08.11.2017Lungnabólga banvænasti sjúkdómurinn sem leggst á börn

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/fightingforbreathSTC.PNG" alt="FightingforbreathSTC">Tvö börn deyja af völdum lungnabólgu á hverri mínútu, segir í nýrri skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children. Þegar umreiknað er yfir heilt ár kemur í ljós að lungnabólga - "gleymdi barnamorðinginn" eins og hún er stundum kölluð - hefur leitt til dauðsfalla rúmlega einnar milljónar barna, meira en nokkur annar sjúkdómur og meira en malaría, mislingar og niðurgangspestir samanlagt.</strong></p><p>Það sem gerir þessar tölur skelfilegri en ella er sú staðreynd að lungnabólgu má með litlum tilkostnaði lækna með sýklalyfi eins og Amoxicillin sem kostar innan við 50 krónur íslenskar.<br><br>Í skýrslu Save the Children -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/fighting-for-breath-low-res_0.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Fight For Breath</a>&nbsp;-&nbsp; kemur fram að sérfræðingar telja að lungnabólga greinist árlega hjá um það bil 120 milljónum barna. Af þeim fái um 40 milljónir barna enga meðferð og sjúkdómurinn leggst svo þungt á 14 milljónir barna að þau liggja milli heims og helju. Flest barnanna sem látast af völdum sjúkdómsins eru innan við tveggja ára.</p><p>Flest dauðsföllin verða í lágtekjuríkjum eins og Pakistan, Angóla, Eþíópíu, Afganistan, Tjad og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, en meðal tveggja aðeins efnaðri þjóða og fjölmennari deyja þó flest börn úr lungnabólgu: á Indlandi og Nígeríu.</p><p>Útgáfa skýrslunnar í síðustu viku markaði upphaf alþjóðlegrar<a rel="nofollow" track="on" href="http://stoppneumonia.org/save-children-2017-report/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">herferðar</a>&nbsp;Save The Children og vitundarvakningar um lungnabólgu sem ætlað er að bjarga þúsundum barna.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.dailymail.co.uk/news/article-5040049/Pneumonia-kills-two-children-five-minute.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://blogs.savethechildren.org.uk/2017/11/fighting-for-breath/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">FIGHTING FOR BREATH, eftir Kevin Watkinson</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/nov/02/gasping-for-breath-pneumonia-deadly-toll-hungry-children-kenya-malnutrition" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Gasping for breath: pneumonia's deadly toll among the hungry children of Kenya/ TheGuardian</a></p>

01.11.2017Íslendingar í efsta sæti nýrrar vísitölu um konur, frið og öryggi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ranking.PNG" alt="Ranking">Ný alþjóðleg vísitala um konur, frið og öryggi (WPS) sýnir mikinn svæðisbundinn og alþjóðlegan mismun á velferð kvenna í heiminum en jafnframt víðtækan skort á kyngreinanlegum gögnum um lykilþætti. Samkvæmt vísitölunni eru Íslendingar í efsta sæti listans, Norðmenn og Svisslendingar sjónarmun á eftir. Í neðstu sætunum eru Sýrland, Afganistan og Jemen og þar búa konur við minnst öryggi, bæði innan og utan heimilis.</strong><br></p><p>Nýja vísitalan er gefin út af hálfu Sameinuðu þjóðanna en þróuð af Georgetown Institute for Women, Peace and Security (GIWPS) og Friðarrannsóknarstofnuninni í Osló (PRIO).</p><p>WPS vísitalan mælir með víðtækari hætti en áður hefur verið gert velferð kvenna með áherslu á frið og öryggi. Undirliggjandi gögn ná til 153 ríkja og 98% jarðarbúa. Á sérstökum vef um nýju vísitöluna má sjá nákvæmar upplýsingar um hvert og eitt land.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://giwps.georgetown.edu/the-index/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Women, Peace, and Security Index</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/regional-global-gaps-magnified-in-first-index-to-monitor-women-peace-and-security-91403" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Regional, global gaps magnified in first index to monitor women, peace, and security/ Devex</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=57979#.WfhjDGi0O73" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Security Council debate on 'women, peace and security' spotlights prevention and gender equality links/ UNNewsCentre</a></p>

01.11.2017#CleanSeas

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/cleanseas.jpg" alt="Cleanseas" class="right">Að óbreyttu verður meira plast en fiskar í sjónum eftir þrjátíu ár, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu strandríki hafa nú tekið höndum saman í baráttu gegn plastmengun í höfunum og nota myllumerkið #CleanSeas. Þau leggja áherslu á tvennt: bann við einnota plasti og bann við að fleygja plasti í sjóinn.<br></p><p>Í frétt Om Världen í Svíþjóð kemur fram að á hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna síðastliðið vor hafi komið fram að óbreytt plastnotkun og ofveiði myndu leiða til þess að árið 2050 yrði meira plast í sjónum en fiskar. Frá því ráðstefnan var haldin hafa þrjátíu strandríki bundist samtökum um herferðina #CleanSeas sem á að fanga athygli allrar heimsbyggðarinnar&nbsp;<br><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.omvarlden.se/Branschnytt/nyheter-2017/nu-ska-plasten-forbjudas/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://cleanseas.org/news" linktype="1" target="_blank">Vefur herferðarinnar</a>&nbsp;</p>

01.11.2017Iceland Airwaves og Sameinuðu þjóðirnar taka höndum saman

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/together.png" alt="Together" class="right">Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves og Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið höndum saman til stuðnings átaki í þágu farand- og flóttafólks og gegn útlendingahatri og mismunun.&nbsp;Átakið nefnist Saman eða Together og var ýtt úr vör af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Íslandi, á sérstökum leiðtogafundi samtakanna í september 2016.<br></p><p>"Það er okkur hjá Iceland Airwaves mikil ánægja að gerast aðilar að þessu átaki. Okkur er málið skylt enda eru margir þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni úr hópi þessa fólks," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.&nbsp;</p><p>Tilgangur Saman er að efla virðingu, öryggi og reisn flóttamanna og farandfólks. Undanfarin tvö ár hafa aðildarríki, einkageirinn, borgaralegt samfélag og einstaklingar fylkt liði undir merki átaksins í því skyni að breyta neikvæðri umræðu um fólksflutninga og efla félagslega samheldni á milli gistiríkja og flóttamanna og farandfólks.</p><p>Iceland Airwaves hátíðin hefst í dag, 1. nóvember og stendur til 5. nóvember. Ein helsta stjarna hátíðarinnar Lido Pimienta er fædd í Kólombíu og á rætur að rekja bæði til afrískra Kólombíumanna og Indíana, en hún býr í Kanada. Breski söngvarinn Micahel Kiwanyuka er Úgandamaður að uppruna en foreldrar hans flúðu ógnarstjórn einræðisherrans Idi Amin til Bretlands. Landi hans, söngkonan Nilüfer Yanya er svo af tyrknesku bergi&nbsp;brotin og bandaríska listakonan Káryyn er af sýrlensk-armenskum uppruna.</p><p>"Við Íslendingar þekkjum vel jákvætt framlag flótta- og farandfólks&nbsp;á íslenskt samfélag og ekki síst íslenska tónlist og menningu," segir Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. "Það nægir að nefna&nbsp; allt það hæfileikafólk sem flúði til Íslands fyrir síðari heimsstyrjöldina, að ekki sé minnst á Vladimir Azhkenazy."&nbsp;&nbsp;"Fólk á faraldsfæti hefur líka sest hér að og auðgað menningu okkar.&nbsp;Það væri að æra óstöðugan að nefna alla.&nbsp;Þeir bræður Tolli og Bubbi Morthens eru þannig danskir í móðurættina, og nær okkur í tíma eru hinir hálf-angólsku&nbsp; Stefánssynir í&nbsp; Retro Stefson, auk þess sem John Grant heiðrar okkur með búsetu sinni.&nbsp; Og í myndlistinni skulum við ekki gleyma Svisslendingnum Dieter&nbsp;Roth, Barböru Árnason hinni bresku og Katalónanum Baltasar Samper sem hefur átt hér glæstan listaferil sem og ættbogi hans allur í myndlist, kvikmyndagerð og leikhúsi."</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://unric.org/is/frettir/27065-iceland-airwave-og-st-taka-hoendum-saman" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Sjá nánar frétt UNRIC</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://icelandairwaves.is/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Dagskrá Iceland Airwaves</a></p>

01.11.2017Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/verdurheimurinnbetri33.PNG" alt="Verdurheimurinnbetri33">Árið 2015 samþykktu leiðtogar heimsins metnaðarfyllstu og stórfenglegustu framtíðaráætlun sem nokkurn tíma hefur komið fyrir augu heimsins. Á fimmtán árum - fram til ársins 2030 - á að uppræta fátækt og hungur. Öll börn eiga að fá góða menntun, berjast á gegn óréttlæti milli karla og kvenna, fátækra og ríkra, borga og landsbyggðar, útrýma á HIV, malaríu og berklum í heiminum. Öll framleiðsla og neysla á að verða sjálfbær og umhverfisvæn.</strong><br></p><p>Þúsaldarmarkmiðin voru fyrsta sameiginlega tilraunin til að gera hnattræna áætlun um þróun. Á tímabilinu 1990 til 2015 átti meðal annars að helminga fátækt, veita öllum börnum tækifæri til að ganga í skóla og draga úr dánartíðni barna um tvo þriðju (hægt er að sjá hvernig gekk á bls. 26-30 í bókinni).&nbsp;</p><p>Þúsaldarmarkmiðin áttu ekki að vera lokamarkmið. Umræður um framhald Þúsaldarmarkmiðanna tóku mörg ár áður en niðurstaðan var endanlega samþykkt í september 2015.</p><p>Nýju markmiðin eru enn víðtækari og metnaðarfyllri en Þúsaldarmarkmiðin voru. Nýja áætlunin felur í sér 17 ný markmið og 169 hlutamarkmið sem eiga að nást fyrir árið 2030. Þar er meiri áhersla lögð á hugtakið sjálfbæra þróun og markmiðið er að uppræta fátækt í öllum myndum og að bæta lífskjör fyrir alla íbúa jarðarinnar.</p><p>Að samningaferlinu vegna nýju þróunaráætlunarinnar komu fleiri en vegna Þúsaldarmarkmiðanna eða nokkru öðru alþjóðlegu samkomulagi. Samráðsfundir, áköll úr öllum heimshlutum og víðtækar umræður áttu sér stað fyrir opnum tjöldum á meðan á ferlinu stóð. Aldrei áður hafa svo margir tekið þátt í alþjóðlegu ákvarðanaferli.</p><p><strong>Engin markmið fjarlægð</strong></p><p>Öll þau svið sem Þúsaldarmarkmiðin náðu til eru enn til staðar. Á sviðum þar sem hafa náðst, eins og að helminga fátækt og helminga hlutfall þeirra sem skortir hreint drykkjarvatn, er haldið áfram og stefnt að því að framfarirnar nái til allra íbúa jarðarinnar árið 2030. Á sviðum þar sem árangur hefur náðst en markmiðin ekki náðst að fullu, eru sett fram ný og metnaðarfyllri markmið. Að vísu voru þrjú markmið um heilbrigðismál sameinuð í eitt, en inntak Þúsaldarmarkmiðanna er enn á sínum stað.</p><p><strong>Aukin áhersla á sjálfbæra þróun</strong></p><p>Undanfarin 25 ár hefur minnstur árangur náðst varðandi sjálfbæra þróun. Eins og kemur fram í kaflanum hér á undan er það einkum varðandi hlýnun jarðar sem ákvarðanataka á heimsvísu hefur brugðist. Á sama tíma og framfarir hafa orðið á félags- og efnahagssviði í flestum löndum og fyrir flest fólk, hafa aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verið fjarri því að nægja til að draga úr losun í heiminum. Margir hafa einnig haldið því fram að umhverfismál hafi orðið útundan í Þúsaldarmarkmiðunum, hlutamarkmið séu fá og veik og framsetning óskýr. Þetta er allt öðruvísi í nýju markmiðunum. Sex af sautján markmiðum tengjast sjálfbærri þróun beint og eru mun ítarlegri en áður. Nú er sérstakt markmið um loftslagsbreytingar, eitt fyrir sjálfbærar borgir, eitt fyrir sjálfbær vistkerfi á landi og eitt fyrir lífkerfi hafsins og að auki sérstakt markmið sem snýr að sjálfbærri neyslu.</p><p><strong>Aukin áhersla á misskiptingu</strong></p><p>Í almennri umræðu um hnattræna þróun hefur lítið verið fjallað um misskiptingu - sem hindrun í vegi þróunar, orsök fátæktar og annarra vandamála, og sem sjálfstætt vandamál. Nú er aukinn jöfnuður, jafnt innanlands sem milli landa, í fyrsta sinn gerður að opinberu markmiði.</p><p><strong>Meiri áhersla á orsakir fátæktar og hagvaxtarbrests</strong></p><p>Nýju markmiðin fela í sér, auk heildarsýnar um hversu langt við ætlum að hafa náð eftir 15 ár, skýr markmið þar sem bent er á hvernig á að ná þeim. Eða öllu heldur, markmið sem beinast að því að sigrast á hindrunum í vegi þróunar. Þau snúast um góð störf og hagvöxt, fjárfestingar í nauðsynlegum innviðum en einnig ójöfnuð. Þetta er sömuleiðis nýnæmi. Áður var litið á mörg þessara sviða sem möguleg verkfæri til að ná markmiðunum.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://vefir.nams.is/flettibaekur/namsefni/verdurheimurinn/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Verður heimurinn betri? (rafbók)</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/sustainabledevelopment/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">SDG - 17 Goals to Transform the World/ Sameinuðu þjóðirnar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://unsdn.org/2017/10/30/sdg-advocates-why-we-should-care-about-the-global-goals/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">SDG Advocates: Why we should care about the Global Goals/ UNSDN</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://unric.org/en/latest-un-buzz/30839-how-do-you-explain-the-sdgs-to-children" shape="rect" linktype="1" target="_blank">How do you explain the SDGs to children?/ UNRIC</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://go-goals.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Borðspilið Go-Goals</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://worldslargestlesson.globalgoals.org/introduce-the-global-goals/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">INTRODUCE THE GLOBAL GOALS/ WorldLargestLesson</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://un.is/skolavefur" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Skólavefur Félags Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;</p>

01.11.2017Mat á árangri verkefna SOS Barnaþorpanna á Íslandi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Systurnar-Hannah-og-Elizabeth.png" alt="Systurnar-Hannah-og-Elizabeth" class="center">"SOS Barnaþorpin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að sjá árangur," segir í frétt á vef SOS Barnaþorpa. "Ekki er nóg að einungis starfsfólk og skjólstæðingar sjái hann heldur er krafa um að töluleg gögn séu til og að þau gögn séu aðgengileg almenningi. Til að mæta þessum kröfum létu SOS Barnaþorpin meta árangur verkefna á nokkrum stöðum; Hawassa í Eþíópíu, Mbabane í Svasílandi, Abobo-Gare á Fílabeinsströndinni, Dakar í Senegal, Kara í Tógó, Surkhet í Nepal og Zanzibar í Tansaníu. Óháðir aðilar voru fengnir í verkið en starfsfólk SOS var þeim innan handar," segir í fréttinni.</strong><br></p><p>Þar kemur fram að bæði hafi verið rætt við börn sem höfðu verið skjólstæðingar Fjölskyldueflingar og uppkomin börn sem höfðu fengið ný heimili í SOS Barnaþorpum. "Að jafnaði voru fyrrum SOS börnin eldri. Í báðum tilvikum voru átta þættir metnir; umönnun, lífsviðurværi, fæðuöryggi, húsaskjól, menntun, vernd, líkamleg heilsa og félagslegir þættir. Skor þáttanna var ákvarðað bæði eftir því sem skjólstæðingar sögðu en einnig því sem matsmenn sáu og heyrðu."<br></p><p>Síðan segir orðrétt:<br>"Niðurstöður sýndu að alls voru 79% fyrrverandi skjólstæðinga Fjölskyldueflingar með mjög gott skor í að minnsta kosti sex af þessum átta þáttum. 84% fyrrverandi SOS barna voru þá með mjög gott skor í að minnsta kosti sex þáttum. Þeir þættir sem komu best út hjá báðum hópum voru líkamleg heilsa og félagslegir þættir en lífsviðurværi var sá þáttur sem kom síst út hjá báðum hópum. Þá var öruggt húsaskjól sá þáttur sem fyrrum skjólstæðingar Fjölskyldueflingar skoruðu lægst í en 37% svarenda töldu sig ekki búa við góð húsakynni.</p><p>Ekki er mikill munur á milli kynja en þó skoruðu karlar hærri í báðum hópum. Af skjólstæðingum Fjölskyldueflingar voru 80% karla sem skoruðu hátt í að minnsta kosti sex þáttum og 78% kvenna. Aðeins meiri munur var hjá fyrrum SOS börnum þar sem 87% karla skoruðu hátt í að minnsta kosti sex þáttum en 80% kvenna. Að jafnaði fannst konum þær standa verr þegar kom að atvinnu og tekjum.</p><p>Þessar niðurstöður sýna að mikill meirihluti skjólstæðinga SOS Barnaþorpanna er á góðum stað og líður almennt séð vel. Af niðurstöðunum má því ætla að árangur verkefna SOS í þessum löndum sé afar góður."</p>

01.11.2017Allt að 250 þúsund börn gætu dáið úr sulti á næstu mánuðum, segir WFP

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ruv311017.PNG" alt="Ruv311017">Talið er að 3,2 milljónir íbúa Kasai héraðsins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DRC) séu á barmi hungursneyðar og þurfi á brýnni aðstoð að halda. Þetta kemur fram í frétt frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna í framhaldi af fjögurra daga heimsókn David Beasley framkvæmdastjóra stofnunarinnar til þessa stríðshrjáða héraðs.</strong><br></p><p>"Allt að 250 þúsund börn gætu orðið hungurmorða í Kasai á næstu mánuðum berist þeim engin næringarrík fæða innan tíðar," segir David Beasley í frétt frá WFP. "Við verðum að ná til þessara barna og við þurfum fjármagn - strax," bætti hann við.</p><p>Langvinn vannæring hefur verið í Kasai héraði um árabil en ástandið versnaði mjög á síðasta ári þegar skálmöld hófst milli kynþátta með morðum, eyðileggingu margra þorpa og árásum á sjúkrahús og skóla. Að mati WFP eru 40% vannærðra í landinu í þessu eina héraði.<br>Unnið hefur verið að skipulagningu neyðaraðstoðar á svæðinu af hálfu WFP frá því í ágústmánuði en stofnunin væntir þess að ná til hálfrar milljóna íbúa í héraðinu fyrir miðjan desembermánuð - og enn fleiri í upphafi næsta árs. Tugir starfsmanna hafa verið ráðnir til verkefnisins, bætt hefur verið við 80 stórum flutningabílum til að flytja matvæli til afskekktra svæða og aukið hefur verið við matvælasendingar með flugi en WFP rekur svokallaða UN Humanitarian Air Service til að fljúga með vistir og fólk á neyðarsvæði.</p><p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna vekur athygli á því í fréttinni að neyðaraðstoðin er veitt með lánsfé því alþjóðasamfélagið hafi til þessa aðeins veitt til verkefnisins sem nemur einu prósenti af þeim 135 milljónum bandarískra dala sem þörf er á samkvæmt mati stofnunarinnar.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/hungursneyd-yfirvofandi-i-kongo" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Frétt Sjónvarpsins í gærkvöldi/ RÚV</a>&nbsp;&nbsp;<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://content.jwplatform.com/videos/HND02a3k-owG8ISvN.mp4" linktype="1" target="_blank">Fréttaskýringarmyndband WFP&nbsp;</a></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.un.org/press/en/2017/sc13048.doc.htm" linktype="1" target="_blank">Security Council Press statement on Democratic Republic of Congo/ Sameinuðu þjóðirnar</a>&nbsp;</p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.irinnews.org/analysis/2017/10/31/rebellion-fears-grow-eastern-congo" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Rebellion fears grow in eastern Congo/ IRIN</a>&nbsp;<br><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.bbc.com/news/world-africa-41793821" shape="rect" linktype="1" target="_blank">DR Congo's Kasai conflict: 'Millions face starvation without aid'/ BBC</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.irinnews.org/news/2017/10/27/congo-chemical-weapons-and-sex-work-crisis-settings-cheat-sheet" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Congo, chemical weapons, and sex work in crisis settings: The Cheat Sheet/ IRIN</a><br>

01.11.2017Stjórnvöld veita 15 milljónum króna til Róhingja í flóttamannabúðum

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Rohinga-UNHCR.jpg" alt="Rohinga-UNHCR">Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur veitt 15 milljónum króna til aðstoðar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna við Róhingja múslima, sem búa við afar erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Bangladess. Tilkynnt var um framlögin á ráðstefnu sem haldin var í síðustu viku í Genf á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, Flóttamannastofnunarinnar og Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar þar sem óskað var eftir stuðningi ríkja við Róhingja. Þá hefur Rauði krossinn á Íslandi ákveðið að hefja neyðarsöfnun fyrir Róhingja frá Mjanmar í flóttamannabúðum.<p><br>Aðbúnaður flóttafólksins í Bangladess er mjög slæmur og mikill skortur á allri mannúðaraðstoð, s.s. skýlum, matvælaaðstoð, hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Unnið er að því í samstarfi við stjórnvöld í Bangladess að koma upp flóttamannabúðum á nýju landsvæði sem getur tekið á móti vaxandi fjölda flóttafólks og þar sem aðgengi að lífsnauðsynlegri aðstoð verður í boði.&nbsp;&nbsp;<br><br>Róhingja múslimar hafa sætt ofsóknum frá því Mjanmar öðlaðist sjálfstæði árið 1948. Í ágúst síðastliðnum brutust út átök í Rakhine-héraði þar sem flestir þeirra hafa verið búsettir og hefur um hálf milljón Róhingja flúið yfir til Bangladess undanfarna tvo mánuði. Mjög stór hluti flóttafólksins eru börn, eða um 250 þúsund. Fyrir í flóttamannabúðunum í Bangladess eru um 300 þúsund Róhingjar sem komu þangað í kjölfar átaka á tíunda áratugnum.</p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/redcrossrohingja.PNG" alt="Redcrossrohingja"></strong></p><p><strong>Neyðarsöfnun Rauða krossins</strong></p><p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að fara af stað með neyðarsöfnun fyrir&nbsp; Róhingja, flóttafólk frá Mjanmar, sem farið hefur yfir landamærin til Bangladess. Yfir hálf milljón einstaklinga hafa þurft að flýja blóðug átök.&nbsp;Flóttafólkið þarf að ferðast nokkur hundruð kílómetra til þess að komast yfir landamærin, langflestir fótgangandi, oft og tíðum berfætt, með aleiguna og börn meðferðis.<br></p><p>Lilja Óskarsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi sem verið hefur á svæðinu sl. mánuð lýsir aðstæðum svo:<br></p><p>"Í dag horfði ég á endalausa röð af uppgefnu fólki sem gekk hægum skrefum framhjá. Það var mikið af börnum, þeir fullorðnu voru með aleiguna á höfðinu eða hangandi á stöng sem lá á öxlunum. Konur báru yngstu börnin. Flestir gengu berfættir. Ég táraðist þegar ég horfði á röðina líða rólega hjá, fólk sem ekkert á og hvergi á heima. Í hvíldarbúðunum var hlúð að fólkinu, sumir voru skinnlausir á fótunum með flakandi sár eftir langa göngu. Allir þjáðir af hungri og vökvaskorti."&nbsp;Alls 8 sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi hafa verið að störfum á vettvangi og útlit er fyrir að fleiri fari út til aðstoðar. Tjaldsjúkrahúsi hefur verið komið upp þar sem heilbrigðisaðstoð til flóttafólks er veitt, auk matarúthlutunar og aðstoðar.&nbsp;Hægt er að leggja sö&nbsp;fnuninni&nbsp;lið með eftirfarandi hætti:</p><ul><li>Senda sms-ið TAKK í 1900 og styrkt söfnunina um 1900 kr.</li><li>Senda sms-ið HJALP í 1900 og styrkt söfnunin um 2900 kr.</li><li>Leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins 0342-26-12, kt. 530269-2649.</li><li>Fara inn á heimasíðuna, raudikrossinn.is</li><li>Hringja í síma - Söfnunarsímar 904 1500 (gefa 1500 kr.), 904 2500 (gefa 2500 kr.) og 904 5500 (gefa 5500 kr). &nbsp;</li><li>Nota Kass appið frá Íslandsbanka og nota KassTag-ið takk@redcross</li></ul>

01.11.2017Óskað eftir styrkumsóknum frá borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/wfp.jpg" alt="Wfp">Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna. Umsóknir skal senda á netfangið&nbsp;<a shape="rect">[email protected]</a>&nbsp;fyrir kl. 23:59 miðvikudaginn 29. nóvember næstkomandi.</strong><br></p><p>Ákveðið hefur verið að veita allt að 100 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka sem bregðast við neyð fólks vegna ástandsins í Sýrlandi.</p><p>Við þessa styrkúthlutun verður farið eftir<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=b74474cc-5b35-11e7-941c-005056bc530cundefined" shape="rect" linktype="1" target="_blank">verklagsreglum</a>&nbsp;frá 2015. Í reglunum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að geta sótt um styrki.</p><p>Horft er til gæða og væntanlegs árangurs verkefna. Sérstök athygli er vakin á því að búist er við að verkefnin svari alþjóðlegum neyðarköllum (e. appeal), s.s. frá samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna vegna mannúðarmála&nbsp;(&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unocha.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UNOCHA</a>&nbsp;&nbsp;/&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://reliefweb.int/" linktype="1" target="_blank">ReliefWeb</a>&nbsp;)&nbsp;og Alþjóðaráði Rauða krossins og Rauða hálfmánans (&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.icrc.org/en" shape="rect" linktype="1" target="_blank">ICRC</a>). Einnig er mikilvægt að inngrip og framkvæmd verkefna íslenskra borgarasamtaka sé samhæft aðgerðum annarra á vettvangi. Litið er á skilvirkni og kröfur gerðar um vönduð og fagleg vinnubrögð, sem eru lykilatriði við ákvarðanatöku um framlög. Við mat á umsóknum verður m.a. stuðst við viðmið&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.spherehandbook.org/en/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">SPHERE handbókarinnar</a>&nbsp;til að tryggja lágmarksaðstoð við haghafa.</p><p>Verklagsreglur utanríkisráðuneytisins byggjast m.a. á alþjóðlegri stefnu og starfsaðferðum við styrkveitingar úr opinberum sjóðum og&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="/library/03-Verkefni/Utanrikismal/Umsoknir-og-verklagsreglur-v.-samstarfs-vid-borgarasamtok/Stefnumid-i-samstarfi-vid-islensk-borgarasamtok-i-throunarsamvinnu-og-mannudaradstod.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">stefnumiðum</a>.&nbsp;</p><p>Einungis verður tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="/borgarasamtok/umsoknir/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">vef</a>alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands, en þar má einnig finna nánari upplýsingar um verklagsreglur, sem og aðrar hagnýtar upplýsingar.&nbsp;</p>

01.11.2017Landsnefndafundur UN Women haldinn á Íslandi

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Forsetaheimsokn.jpg" alt="Forsetaheimsokn">Á dögunum var haldinn landsnefndafundur UN Women hér á landi. Fulltrúar fimmtán landsnefnda um víða veröld ásamt starfshópi höfuðstöðva UN Women frá New York áttu fundi á Suðurlandi í þrjá daga. Farið var yfir aðgerðaráætlanir og stefnumótun í starfi landsnefndanna í starfi þeirra í þágu kvenna og kynjajafnréttis um heim allan.<br><br>Af því tilefni tóku Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú á móti fulltrúum UN Women og forsetinn ávarpaði hópinn með hvatningarræðu í tilefni Kvennafrídagsins, sagði frá tímamótum í jafnréttisbaráttunni og minntist þess sérstaklega þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti og þar með fyrsti þjóðkjörni kvenleiðtogi heims.<br></p><p>Þess má geta að Landsnefnd UN Women á Íslandi legg­ur stofnun UN Women til hæsta fjár­fram­lag allra lands­nefnda, óháð höfðatölu.</p>

01.11.2017Djúpstæð, langvarandi og lamandi áhrif þurrka á samfélög og atvinnulíf

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unchartedwater.PNG" alt="Unchartedwater">Hver eru áhrif þurrka og flóða á samfélög, fjölskyldur og fyrirtæki? Áhrifin eru alvarlegri og flóknari en áður hefur verið vitneskja um, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans - '<a rel="nofollow" track="on" href="https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/28096" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Uncharted Waters - The New Economics of Water Scarcity and Variability</a>'.</b></p><p>Í skýrslunni segir að ný gögn sýni hvernig sífellt óreglulegri úrkoma, lélegar vatnsveitur og langvarandi skortur á vatni geti haft alvarleg áhrif á líf fólks, skaðað býli og skóga og haft vond áhrif á fyrirtæki og borgir. Þar segir ennfremur að síendurteknir þurrkar víðs vegar um heiminn hafi gífurlegar og oft á tíðum ósýnilegar afleiðingar, meðal annars hafi þurrkar eyðilagt landbúnaðarframleiðslu sem hefði ella dugað til að fæða 81 milljón manna á hverjum degi í heilt ár. Einnig sé hætta á því að þurrkar leiði til þess að kynslóðir barna festist í viðjum fátæktar.</p><p>Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að þurrkar hafi djúpstæðari, langvarandi og lamandi afleiðingar, meiri en áður hafi verið talið.</p><p>"Þessi áhrif sýna að það er sífellt mikilvægara að meðhöndla vatn eins og þá dýrmætu viðkvæmu auðlind sem hún er," segir Guangzhe Chen hjá Alþjóðabankanum. "Við verðum að skilja vatnsskort betur en gert er og horfast í augu við að hann verður stöðugt alvarlegri vegna mannfjölgunar og loftslagsbreytinga."<br><br>Áhrif þurrka á fjölskyldur geta verið svo langvinn að margar kynslóðir verði fyrir skakkaföllum, segir í skýrslunni. Dæmi eru tekin af sveitafólki í Afríkuríkjum þar sem t.d. kona fædd á þurrkatímabili ber þess merki alla ævi, vex úr grasi vannærð og veikluleg með vaxtarhömlun sem nær bæði til líkamslegs og andlegs þroska. Fram kemur í skýrslunni að ný gögn sýni að konur fæddar á þurrkatímum fái jafnframt minni menntun og minni tekjur en aðrar konur, þær eignist hins vegar fleiri börn og verði frekar fyrir heimilisofbeldi. Þjáningar þeirra berast síðan oft til næstu kynslóðar sem eignast að líkindum lasleg börn með vaxtarhömlun - og þannig sé viðhaldið vítahring fátæktar.</p><p>Í skýrslu Alþjóðabankans koma fram tillögur um það hvernig takast á við þessar brýnu áskoranir og eins er kallað eftir nýrri stefnumörkun, nýsköpun og samstarfi - og ekki síst öryggisneti fyrir fátækar fjölskyldur sem verða fyrir tjóni, hvort heldur er vegna þurrka eða flóða.</p>

01.11.2017Starfsmenn GDC í Kenía í starfsþjálfun á Íslandi

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/geobor.jpg" alt="Geobor" class="right">Í nýliðnum mánuði voru staddir á Íslandi nítján starfsmenn frá Geothermal Development Company í Kenía. Þeir tóku þátt í starfsþjálfun í tengslum við samstarfsverkefni Íslands og Kenía í jarðhitaþróun.&nbsp;<br></p><p>Starfsmennirnir hlutu þjálfun á sérfræðisviðum sínum hjá ólíkum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í verkefninu. Þar má nefna ÍSOR, Verkís, Mannvit, Vatnaskil, Matís og Háskóla Íslands. Þjálfunarverkefnin sem unnið var að voru m.a. innleiðing gæðastaðla á rannsóknarstofum, hönnun og rekstur gufuveitna, dreifilíkön fyrir loftmengun og borholumælingar. Verkefni voru sértæk fyrir hvert teymi sérfræðinga og miðuðust við vandamál og verkefni sem þau fást við í störfum sínum í Kenía með það að markmiði að þessu þjálfun nýtist beint við úrlausn og frekari framgang í þróun jarðhita í landinu.&nbsp;</p><p>Hér er um að ræða áhugaverða samstarfstilraun á sviði jarðhitaþjálfunar og töldu hlutaðeigandi að almennt hefði tekist vel til.&nbsp;</p>

01.11.2017Sjöundu hverja mínútu deyr barn af völdum ofbeldis

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ofbeldiunicefskysrsla.PNG" alt="Ofbeldiunicefskysrsla">Ofbeldisverk gegn börnum, allt niður í eins árs, eru útbreidd á heimilum, skólum og öðrum stöðum um allan heim, segir í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna sem kom út í morgun. Á síðasta ári létust 82 þúsund börn og ungmenni yngri en 19 ára af völdum ofbeldisverka, ýmist í stríði, vopnuðum átökum eða að þau voru myrt. Nánar í Heimsljósi í næstu viku.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://data.unicef.org/resources/a-familiar-face/" linktype="1" target="_blank">Skýrsla UNICEF</a>

01.11.2017Málstofa um stíflur og þróun á Nílarsvæðinu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/nile-map-large.jpg" alt="Nile-map-large" class="right">Á morgun, fimmtudaginn 2. nóvember, standa Norræna Afríkustofnunin (Nordic Africa Institute) og Háskóli Íslands fyrir málþingi um stíflur og þróun í þeim löndum sem liggja að Níl, sem löngum hefur verið talin lengsta á heims.&nbsp;</p><p>Málstofan gengur undir nafninu: Dams, decisions, discourses and developments in Nile Basin Countries og hefst í Norræna húsinu klukkan 9. Mæting á málþingið er gjaldfrjáls og öllum opin.&nbsp;<br>Stíflur og áveitukerfi hafa á síðustu misserum hlotið aukinn pólitískan forgang í þróunarmálum í mörgum löndum Afríku. Fjölmargar ástæður eru fyrir þessu. Afrískar þjóðir hafa verið í vandræðum við að 1) sjá þegnum sínum fyrir nægu magni heilsusamlegrar og næringarríkrar fæðu, og 2) útvega orku til að svara kalli aukinnar iðnvæðingar og hraðrar borgvæðingar innan álfunnar. Þar að auki kallar loftlagsbreytingar á breytingar landbúnaðkerfa. Með tilliti til þessa hafa áherslur á grænar umhverfisvænar lausnir með áherslu á viðnám við umhverfisbreytingum verið haldið á lofti sem helsta stefnumáli í þessum málum. Þar af leiðandi hafa afrískar þjóðir stóraukið fjárfestingar í vatns innviðum með það að markmiði að styrkja hagkerfi sín. Stórar og fjölnýtanlegar stíflur og áveitukerfi eru því á teikniborðinu og í byggingu í álfunni.&nbsp;<br></p><p>Markmið málstofunnar er að 1) dýpka skilning á hlutverki stíflna í þróunaráætlunum afrískra ríkja og 2) taka fyrir helstu þekkingargloppur á þessu sviði og fjalla um af hverju sumar virkjanaáætlanir eru framkvæmdar og aðrar ekki, og rökin sem notuð eru í ákvörðunartökuferlum þegar valið er að virkja orku úr fallvatni, byggja áveitukerfi og fjölnota stíflur. Málstofan leiðir saman rannsakendur sem skoða stíflur út frá fræðilegu sjónarhorni og frá mismunandi löndum í Nílardalnum, sem eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu af stórtækri stíflugerð og viðamiklum áveitukerfum.<br><br>Dagskrá:<br>09.00-0930: Welcome and opening&nbsp;<br><br>Opening welcome by Ambassador, Mrs. Sigríður Snævarr&nbsp;<br><br>Opening remarks by Iina Soiri, director of the Nordic Africa Institute&nbsp;<br><br>Introduction by Kjell Havnevik, Terje Oestigaard, Atakilte Beyene and Helga Ögmundardóttir&nbsp;<br><br>09.30-10.00: What are rivers for? Some theoretical issues of building dams and nations - Dr. Helga Ögmundardóttir&nbsp;<br><br>10.00-10.30:The Old Aswan Dam in Egypt - A useful pyramid? Imperialists and archaeologists, cotton and complaints - Dr. Terje Oestigaard&nbsp;<br><br>10.30-11.00:Coffee *&nbsp;<br><br>11.00-11.30:Storing Nile waters upstream: the hydropolitical implications of dam building in Sudanand Ethiopia - Dr. Ana Cascão&nbsp;<br><br>11.30-12.00:Large-scale irrigation dams and collective management: the case of Koga Damand Irrigation scheme, Ethiopia - Dr. Atakilte Beyene&nbsp;<br><br>12.00-13.30:Lunch&nbsp;<br><br>Venue Part 2: Conference hall at the National museum (Þjóðminjasafnið)&nbsp;<br><br>13.30-14.00:A billion dollar ritual? Diviners, disputes and spirit appeasement ceremonies behind the Bujagali Dam, Uganda - Dr. Terje Oestigaard&nbsp;<br><br>14.00-14.30: The Stiegler's Gorge Dam in Tanzania - the dam that never was built - Prof. Kjell Havnevik&nbsp;<br><br>14.30-15.00:Coffee&nbsp;<br><br>15.00-16.00: Round table discussion - Dr. Pétur Skúlason Waldorff, Dr. Jón Geir Pétursson, Dr. Sanna Ojalammi and Dr. ShilpaAsokan/<br><br>16.00-16.30: Summary and conclusions - Kjell Havnevik, Terje Oestigaard, Atakilte Beyene and Helga Ögmundardóttir<br><br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://gest.unu.edu/en/news/dams-decisions-discourses-and-developments-in-nile-basin-countries" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>

01.11.2017Börn fædd í Afríku helmingur allra barna í heiminum í lok aldar?

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/barnagrafafrica.PNG" alt="Barnagrafafrica">Hvergi í heiminum eru börn hlutfallslega jafn mörg og í Afríkuríkjum. Þar eru börn 47% allra íbúa. Fjölgun barna í álfunni hefur verið gífurleg á síðustu áratugum. Árið 1950 voru börn 110 milljónir í þessum heimshluta eða rétt ríflega 10% af öllum börnum i heiminum. Nú eru þau fimmfalt fleiri og samkvæmt nýjustu tölum eru börn í Afríku alls 580 milljónir talsins, fjórum sinnum fleiri en öll börn í Evrópu - og 25% allra barna í heiminum.<br></b><br>Frá þessu greinir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://data.unicef.org/wp-content/uploads/2017/10/Generation_2030_Africa_2.0_Executive_Summary_25Oct17_ENGLISH.pdf" linktype="1" target="_blank">Generation 2030, Africa 2.0</a>. Í skýrslunni segir að á árabilinu frá 2016 til 2030 sé reiknað með að börnum fjölgi um 170 milljónir og íbúafjöldi álfunnar verði 750 milljónir. Þegar horft er lengra inn í framtíðina blasir við að árið 2055 verði Afríka heimkynni eins milljarðs barna, eða 40% allra barna í heiminum. Og þegar reiknað er enn lengra inn í framtíðina er líkum leitt að því að helmingur allra barna verði í lok aldar afrísk.</p><p><p>"Mikil fjölgun barna í Afríku endurspeglar íbúafjölgun álfunnar sem kemur til með að tvöfaldast frá því núna og fram á miðja öldina. Á þessu tímabili fjölgar íbúum Afríku um 1,3 milljarð og íbúafjöldinn verður kominn í 2,5 milljarða árið 2050," segir í skýrslunni en tölurnar eru byggðar á reiknilíkönum um frjósemi í álfunni frá UN Population Division. Þar er tekið mið af horfum á minnkandi frjósemi í Afríku á næstu árum og spám um frjósemi í öðrum heimshlutum.<strong><br></strong></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/generation2030.PNG" alt="Generation2030">Skortir ellefu milljónir lækna, hjúkrunarfólks og kennara</strong><br>Afríkuþjóðir þurfa vegna fjölgunar barna ellefu milljónir nýrra lækna, hjúkrunarfólks og kennara til að afstýra "félagslegum&nbsp; og efnhagslegum hörmungum" sem gætu leitt til flóðbylgju farandfólks, að því er fram kemur í skýrslunni.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_101150.html" linktype="1" target="_blank">Dividend or Disaster: UNICEF's new report into population growth in Africa/ UNICEF</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://af.reuters.com/article/africaTech/idAFL8N1N036S?feedType=RSS&%3bfeedName=nigeriaNews" linktype="1" target="_blank">Wanted: 11 million professionals to save Africa from "disaster"/ Reuters</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://data.unicef.org/wp-content/uploads/2017/10/Generation_2030_Africa_2.0_Executive_Summary_25Oct17_ENGLISH.pdf" linktype="1" target="_blank">Skýrsla UNICEF</a></p><br></p>

11.10.2017Alþjóðadagur stúlkubarnsins - Stúlkur í dreifbýli

<p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ingadoraMos.jpg" alt="IngadoraMos">Þegar ég sóttist eftir starfi jafnréttisráðgjafa hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme, WFP) í Mósambík síðasta vor vissi ég í hreinskilni sagt ekki í hverju starfið fælist. Þegar ég hugsaði um WFP sá ég fyrir mér þyrlur sem dreifðu matarpokum til fólks úr lofti á hamfarasvæðum. Það er vissulega rétt að WFP er leiðandi í matargjöfum á hamfarasvæðum en umboð stofnunarinnar er mun breiðara.<br></p><p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur tvöfalt hlutverk: að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu sem og að bjarga mannslífum. WFP gegnir veigamiklu hlutverki í Mósambík þar sem ýmist flóð og þurrkar skella á nánast árlega og meirihluti þjóðarinnar býr við fæðuóöryggi allan ársins hring. Í Mósambík búa 28 milljónir á landsvæði sem er tíu sinnum stærra en Ísland, meirihluti þjóðarinnar býr í dreifbýli og landið er eitt af fátækustu ríkjum heims. Matvælaáætlun SÞ vinnur allan ársins hring að því að bæta fæðuöryggi og næringu þjóðarinnar ásamt því að vera leiðandi í viðbrögðum þegar náttúruhamfarir skella á.</p><p>Í stefnuskrá WFP kemur skýrt fram að stofnunin geti ekki uppfyllt hlutverk sitt nema markvisst sé unnið samtímis að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Á heimsvísu er uppskera kvenna um 20-30 prósent minni en uppskera karla þar sem konur hafa ekki sama aðgang að fræjum, verkfærum og áburði. Rannsóknir sýna að með valdeflingu kvenna í dreifbýli væru að minnsta kosti 100-150 milljónir færri hungraðir í heiminum. Þegar hamfarir skella á eru konur og stúlkur í sérstaklega viðkvæmri stöðu, ekki aðeins með tilliti til aðgangs að neyðargögnum, heldur er konur og stúlkur í hættu að verða fyrir ofbeldi, kynferðisofbeldi og misnotkun. Rannsóknir sýna einnig að konur sýna fyrst einkenni næringarskorts ef matarskortur ríkir þar sem konur láta þarfir fjölskyldunnar ganga fyrir sínum eigin.<br></p><p><p>Í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins, 11. október, ætla ég að draga athyglina að mikilvægi þess að bæta mataröryggi stúlkna og kvenna í Mósambík. Landlæg og langvarandi vannæring meðal kvenna og stúlkna á barneignaaldri ógnar lífi þeirra, ófæddra barna þeirra og viðheldur vítahring vannæringar frá móður til barna hennar.</p><p>Frjósemi er há í Mósambík en mæður eignast að meðaltali sex börn um ævina (5,6) og leggja sig í lífshættu við hverja meðgöngu og/eða fæðingu. Áætlað er að 500 af hverjum 100.000 konum og stúlkum láti lífið vegna vandkvæða við barnsburð en líklegt er þó að þær séu mun fleiri en að röng dánarorsök sé gefin upp eða þær láta lífið heima og andlát þeirra hvergi skráð. Helsta ástæða mæðra- og ungbarnadauða er takmarkað aðgengi að heilbrigðisþjónustu og vannæring og/eða blóðleysi mæðra. Barnungar mæður eru í sérstakri hættu við meðgöngu og við fæðingu.</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/idpMOS.jpg" alt="IdpMOS" class="right">Í Mósambík er tíunda hæsta tíðni barnahjónabanda í heiminum en önnur hver stúlka er gift á barnsaldri. Unglingsstúlkur eru í sérstaklega mikilli hættu á vannæringu en líkamar þeirra breytast geiysihratt á þessum árum og þær þurfa sérstaklega á járni og próteini að halda. Skortur á joði getur meðal annars hamlað andlegum og líkamlegum þroska þeirra. Tæplega helmingur allra stúlkna (40%) sem giftast fyrir 15 ára aldurinn eignast líka sitt fyrsta barn áður en þær verða 15 ára. Líkamar barnungra mæðra keppa við fóstur um næringarefni en vannæring mæðra hamlar gjarnan eðlilegum fósturþroska. Barnungar mæður eru í meiri hættu en aðrar mæður að deyja af barnsförum þar sem líkamar þeirra eru ekki fullþroskaðir og þær eru líka líklegri til að eignast of létt börn eða missa börn sín við fæðingu. Dánartíðni barna undir fimm ára aldri er einnig mun hærri meðal þeirra sem áttu barnunga og vannærða móður. Vítahringur vannæringar er kominn af stað, þar sem stúlkubörn vannærðra mæðra eru líklegri til þess að eignast sjálfar of létt börn og lenda í lífshættu við barnsburð.</p><p>Barnahjónabönd og ískyggilega hár ungbarna- og mæðradauði er birtingarmynd ófjafnréttis kynjanna. Til þess að ná árangri verður að vinna heildrænt að samfélagi þar sem allir fá jöfn tækifæri, óháð kyni; samfélagi þar sem hungri er útrýmt og fæðuöryggi ríkir. Þannig björgum við mannslífum. En það eru ekki verkefni einnar stofnunar Sameinuðu þjóðanna heldur verkefni alls alþjóðasamfélagsins. Verkefni WFP í Mósambík á þessu sviði á næstu árum eru til dæmis að standa fyrir viðamikilli vitundarvakningu um mikilvægi bættrar næringar stúlkna, útvega skólamáltíðir til að halda stúlkum í námi lengur, sérstakar næringarlausnir og meðferðir fyrir vannærðar stúlkur og útvega matarpakka á mæðrastöðvum og á fæðingarheimilum.</p><br></p></p>

11.10.2017Ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðgjaldeyrissjóðsins

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/funduralthjodabankans.PNG" alt="Funduralthjodabankans">Ársfundir Alþjóðabankasamsteypunnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fara fram 13. - 15. október í Washington DC, en þá hittist jafnframt sameiginleg Þróunarnefnd stofnananna.&nbsp;</strong><br></p><p>Á fundunum verða m.a. til umfjöllunar ný Þróunarskýrsla bankans (World Development Report) um ástand í menntamálum - (sem sagt var frá í síðasta Heimsljósi) og skýrsla um hámörkun fjármögnunar til þróunar með aðkomu einkageirans auk umræðna um endurútreikning á atkvæðavægi, hlutafjáraukningu og framtíðarsýn bankans.&nbsp;</p><p>Ulla&nbsp;Tørnæs&nbsp;þróunarmálaráðherra Danmerkur situr í Þróunarnefndinni fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Hún situr fund nefndarinnar og flytur sameiginlegt ávarp kjördæmisins.&nbsp;</p>

11.10.2017Stelpur taka völdin!

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/SterkarStelpur-Info2.jpg" alt="SterkarStelpur-Info2">Í dag, 11. október er alþjóðadagur stúlkubarnsins. Í sextíu þjóðríkjum munu stúlkur taka við völdum og setjast í stól þjóðhöfðingja, ráðherra, forstjóra til að sýna völd og getu ungra stúlkna. Myllumerki dagsins er&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://plan-international.org/girls-takeover" linktype="1" target="_blank">#GirlsTakeover</a>. Í löndum Evrópusambandsins er svokölluð "<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://europeanweekofactionforgirls.org/" linktype="1" target="_blank">European Week of Action&nbsp; for Girls</a>" þar sem valdefling stúlkna er í hávegum höfð og efnt verður til "Girls Summit" í dag í Brussel.</strong><br></p><p>Í tilefni dagsins kom á dögunum út skýrsla Plan International samtakanna:&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://plan-international.org/girlsnow" linktype="1" target="_blank">Unlock the Power of Girls Now</a>. Samkvæmt frétt samtakanna vilja stúlkur í heiminum stjórna lífi sínu en ofbeldi og mismunun leiðir til þess að þær upplifa sig bældar og valdlausar.</p><p>"Hræðilegar frásagnir stúlkna sýna að reynsla þeirra í nánast öllum tilvikum - gildir þá einu hvort það er á heimili, í skóla, í almenningssamgöngum, eða á samfélagsmiðlum - er sú að þær eru minntar á það að samfélagið lítur á þær sem óæðri strákum," segir Anne-Birgitte Albrectsen framkvæmdastjóri Plan International.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://plan-international.org/news/2017-10-02-violence-and-discrimination-keep-girls-powerless" linktype="1" target="_blank">VIOLENCE AND DISCRIMINATION KEEP GIRLS POWERLESS</a><a rel="nofollow" track="on" href="https://plan-international.org/blog/2017/10/girlstakeover-time-turn-girls-whisper-roar" shape="rect" linktype="1" target="_blank">#GIRLSTAKEOVER: TIME TO TURN GIRLS' WHISPER INTO A ROAR/ PlanInternational</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unwomen.org/en/news/stories/2017/10/statement-un-women-day-of-the-girl-child" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UN Women statement: International Day of the Girl Child, 11 October/ UNWomen</a>&nbsp;

11.10.2017Fundur um heimsmarkmiðin 25. október - taktu daginn frá!

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/heimsmarkmidin1_1507734556622.jpg" alt="Heimsmarkmidin1_1507734556622">Hvaða markmið eru þetta? Af hverju skipta þau máli?&nbsp;&nbsp;<br><br>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og hafa 169 undirmarkmið. Þau voru samþykkt af Allsherjarþinginu í september 2015 og ná til ársins 2030. Tilgangur markmiðanna er að útrýma fátækt og hungursneyð, stuðla að friði og auknum jöfnuði, vernda lífriki jarðar og sporna gegn hlýnun jarðar.&nbsp;<br><br>Heimsmarkmiðin snerta okkur öll og það er mikilvægt að allir þekki til þeirra. Ekki er verra ef að sem flestir taka þátt í að uppfylla markmiðin.&nbsp;<br><br>Fræðslufundurinn um Heimsmarkmiðin er haldinn á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Fundurinn er opinn öllum og hefst klukkan 17:00 í sal Barnaheilla, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.</p>

11.10.2017Leitað að nýjum ungleiðtogum

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Edda_Hamar_YoungLeaders_Gif5.jpg" alt="Edda_Hamar_YoungLeaders_Gif5">Sameinuðu þjóðirnar leita að framúrskarandi ungu fólki til að verða "Ungleiðtogar fyrir Heimsmarkmiðin". Samkvæmt frétt UNRIC verður&nbsp; n&nbsp;æsta mánuðinn tekið við tilnefningum um ungt fólk sem hefur tekið forystu í að berjast fyrir Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem felast meðal annars í baráttu gegn fátækt, loftslagsbreytingum og ójöfnuði.<br></p><p>Valdir verða 17 ungleiðtogar fyrir hin jafnmörgu Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og munu þeir vinna við hlið sérstaks erindreka ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum, Jayathma Wickramanayake.</p><p>Ungleiðtogaátakið (The Young Leaders programme) beinir kastljósi að ungu fólki á aldrinum 18 til 30 ára alls staðar að úr heiminum. Hlutverk ungleiðtoganna er að virkja ungt fólk í viðleitni til að ná Heimsmarkmiðunum.&nbsp;&nbsp;</p><p>Fram kemur í frétt UNRIC að&nbsp;<a shape="rect">Edda Hamar,&nbsp;</a>íslensk kona sem alin er upp í Ástralíu, hafi verið meðal&nbsp;<a shape="rect">fyrstu 17 leiðtoganna&nbsp;</a>sem voru valdir fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september 2016.&nbsp;</p><p>"Nýr hópur ungleiðtoga verður valinn árlega þangað til 2030 þega Heimsmarkmiðunum á að vera náð. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og rennur frestur út 3. nóvember 2017. Senda má inn tilnefningu&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://sdgyoungleaders.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér</a>&nbsp;en skilyrði er að viðkomandi sé á aldrinum 18 til 30 ára fyrir 31.&nbsp; desember 2017."<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unric.org/is/frettir/27054-leitae-ae-nyjum-ungleietogum" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Frétt UNRIC</a>

11.10.2017Góður árangur og mikil námsgæði helsta niðurstaða úttektar á skólum Háskóla SÞ hér á landi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unuftpny.jpg" alt="Unuftpny">Fjórir skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi hafa náð góðum árangri og sýnt fram á mikil námsgæði, samkvæmt nýrri óháðri úttekt á árangri skólanna. Um er að ræða fyrstu óháðu úttektina sem fram fer á árangri skólanna og jafnframt umfangsmestu úttekt sem framkvæmd hefur verið í tengslum við alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Úttektin var unnin af alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu NIRAS fyrir utanríkisráðuneytið.</strong></p><p>Meginniðurstöður úttektarinnar eru þær að mikil námsgæði og góður árangur hafi náðst með starfi skólanna í þágu þróunarríkja, námið samrýmist stefnu Íslands, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stefnu þróunarríkja. Í úttektinni koma fram ýmsar ábendingar sem snúa bæði að skólunum og ráðuneytinu um það hvernig styrkja megi starfið enn frekar. Einnig er fjallað um áhrif mögulegrar sérstakrar stofnunar Háskóla SÞ á Íslandi. Unnið verður úr þeim á næstu vikum í samstarfi ráðuneytisins og skólanna.</p><p>Úttektaraðilum var falið, í samræmi við ábendingar í þróunarsamvinnuáætlun og jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD um þróunarsamvinnu Íslands, að meta árangur skólanna og sýna fram á hvernig námið á Íslandi hefði stuðlað að uppbyggingu þekkingar í þróunarríkjum. Margvíslegum matsaðferðum var beitt og úttektarhópurinn rýndi meðal annars námið í skólunum hér á landi og fór í vettvangsferðir til átta þróunarríkja.<br><strong><br></strong></p><p><strong>Tæplega 40 ára saga</strong></p><p>Skólarnir fjórir sem um ræðir eru Jarðhitaskólinn sem stofnaður var 1979 og hefur aðstöðu hjá Orkustofnun, Sjávarútvegsskólinn sem stofnaður var 1979 og hefur aðstöðu hjá Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluskólinn sem stofnaður var 2010 og hefur aðstöðu hjá Landbúnaðarháskólanum og Landgræðslu ríkisins og Jafnréttisskólinn sem stofnaður var 2013 og hefur aðstöðu hjá Háskóla Íslands. Allir skólarnir eru að mestu leyti fjármagnaðir af utanríkisráðuneytinu af framlögum til þróunarsamvinnu.<br><br></p><p>Skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Íslandi byggja á sérþekkingu Íslendinga á sviði jarðhita, sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis. Hlutverk þeirra allra er að stuðla að þekkingaruppbyggingu í þróunarríkjum. Skólarnir fjórir bjóða fimm til sex mánaða námskeið árlega á Íslandi fyrir sérfræðinga í þróunarríkjum. Frá árinu 1979 til ársloka 2016 höfðu 1149 nemar frá 101 landi útskrifast frá skólunum, þar af 30% konur. Fram kemur í skýrslu úttektaraðila að Jarðhitaskólinn og Sjávarútvegsskólinn, elstu skólarnir, bjóði líka með reglubundnum hætti námskeið í samstarfslöndum og hafi um árabil styrkt útskrifaða nemendur til háskólanáms á Íslandi sem skilað hafi góðum árangri.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="/media/iceida-media/media/pdf/Evaluation-of-the-UNU-Programmes-in-Iceland.pdf" linktype="1" target="_blank">Úttektin</a>

11.10.2017Sveitirnar eru ekki fátæktargildrur - umbylting í landbúnaði er lausnin!

<p><strong> <a href="https://youtu.be/ogqlEaQRKoE" class="videolink">https://youtu.be/ogqlEaQRKoE</a> </strong></p><p><strong>Sveitirnar eru lykillinn að hagvexti í flestum þróunarríkjum að mati Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem gaf á mánudag út árlega skýrslu sína um stöðu matvæla og landbúnaðar. Skilaboðin eru skýr frá FAO: Heimsmarkmiðin standa og falla með því hvort tekst að koma á verulegum breytingum í sveitum þróunarríkjanna því fólksfjölgun í þeim ríkjum byggist á aukinni landbúnaðarframleiðslu.</strong></p><p>Við unga fólkið segir FAO: ekki flýja sveitirnar, þær eru ekki fátæktargildrur - þvert á móti. Samkvæmt skýrslunni koma milljónir ungmenna inn á vinnumarkaðinn á næstu áratugum og skýrsluhöfundar segja að þessar kynslóðir þurfi ekki að flýja landbúnaðarhéruðin og fara á mölina til að forðast fátækt. Miklir möguleikar séu einmitt fólgnir í umbótum í landbúnaði og sækja þurfi aukinn hagvöxt í meiri matvælaframleiðslu og afleidd störf í landbúnaði.<br><br>Að mati FAO hefur verið sýnt fram á að breytingar í hagkerfi dreifbýlis geti haft meiriháttar áhrif. Milljónir íbúa í sveitum hafi á síðustu áratugum lyft sér upp úr fátækt með þeim hætti. Í ljósi þess að meirihluti fátækra og hungraðra búi í sveitum, fólksfjölgun sé mikil og borgir stækki ört, muni Heimsmarkmiðin standa eða falla með því hvort tekst að gera nauðsynlegar breytingar í sveitum með aukinni framleiðni og meiri iðnþróun í landbúnaði. Þetta er að mati FAO áskorun sem þróunarríkin standa frammi fyrir til að tryggja nægan mat og atvinnu fyrir borgarana.<br><br>Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2015 til 2030 fjölgi ungmennum á aldrinum 15-24 ára um 100 milljónir, verði í lok tímabilsins 1,3 milljarðar talsins. Aukningin er nánast öll í sama heimshlutanum, í sunnanverðri Afríku, og að mestu leyti til sveita. Þar hafa hins vegar tækninýjungar verið litlar og að óbreyttu væri fá ný atvinnutækifæri að hafa fyrir unga fólkið sem streymir inn á vinnumarkaðinn.</p><p>Hættan er því sú að unga fólkið til sveita leiti ekki tækifæra í landbúnaði heldur taki sig upp, fari til borganna og bætist þar í ört vaxandi hóp fátækra - eða fari í atvinnuleit annað og lendi tímabundið eða varanlega í öðrum ört vaxandi hópi, þ.e. sem farandfólk.</p><p>Þetta eru ástæðurnar fyrir skilaboðum FAO um stefnumótun og fjárfestingu í sveitum þróunarríkja til að skapa gróskumikla fjölbreytta matvælaframleiðslu með því að skapa atvinnu í sveitum og gefa fleirum kost á því að blómstra.</p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.fao.org/state-of-food-agriculture/en/?utm_source=twitter&%3butm_medium=social+media&%3butm_campaign=faoknowledge" shape="rect" linktype="1" target="_blank">2017 The State of Food and Acriculture/ FAO</a>&nbsp;

11.10.2017Samkeppni um land og landgæði fer harðnandi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/glo.PNG" alt="Glo">Sameinuðu þjóðirnar sendu nýlega frá sér skýrslu sem kallast Global Land Outlook og fjallar um notkun landgæða í heiminum og framtíð þeirra út frá mörgum hliðum. Vilmundur Hansen fjallar ítarlega um skýrsluna í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Hann segir í grein sinni að í skýrslunni séu landgæði og landnotkun skoðuð út frá mörgum hliðum eins og fjölgun mannkyns, fólksflutningum, loftslagsbreytingum, líffræðilegum fjölbreytileika, þéttbýlismyndun, átökum um fæðu, og orku- og vatnsbúskap.</strong><br></p><p>"Global Land Outlook er viðamikil skýrsla en í samantekt segir að álag á land sé mikið og að það eigi eftir að aukast. Samkeppni um land og landgæði er þegar mikið og fer harðnandi þegar kemur að framleiðslu á matvælum og nýtingu á orku og vatni og öðrum gæðum sem eru nauðsynleg til að viðhalda hringrás lífsins," segir Vilmundur í grein sinni.<br>Fram kemur að Bændablaðið muni á næstu vikum fjalla um einstaka þætti Global Land Outlook og birta útdrætti úr henni. Í þessu tölublaði birtist hins vegar texti sem er lausleg þýðing á lykilatriðum skýrslunnar.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bbl.is/frettir/frettir/landnotkun-i-heiminum/18287/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;

11.10.2017Alþjóðleg ráðstefna: Feminísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlisma

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ring.jpg" alt="Ring">Jafnréttisskólinn var einn af þremur skipuleggjendum alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin var í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns dagana 4.-6. október 2017 undir yfirskriftinni "femínísk andspyrna gegn uppgangi þjóðernishyggju og popúlísma".&nbsp;</b><br></p><p>Hér var um að ræða þriðju ráðstefnu RINGS (The International Research Association of Institutions of Advanced Gender Studies) sem er alþjóðlegt samstarfsnet rannsóknastofnana á sviði kynja- og jafnréttisfræða með þátttakendum frá Afríku, Ástralíu, Karíbahafinu, Evrópu og Norður-Ameríku.&nbsp; Rannsóknasetrið EDDA, RIKK - rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem eru stofnaðilar að RINGS, skipulögðu ráðstefnuna. Frá því að samstarfsnetið var stofnað árið 2014 við Örebru-háskóla hafa verið haldnar tvær ráðstefnur á vegum þess, önnur í Prag árið 2015 og hin í Höfðaborg árið 2016.</p><p>Markmið RINGS-ráðstefnunnar í Reykjavík var að kynna femínískar rannsóknir og gagnrýni á uppgang þjóðernisstefnu og popúlisma út frá fjölþjóðlegu sjónarhorni; að miðla kynjafræðilegum rannsóknum sem unnar eru á vegum aðildarstofnanna RINGS um pólitíska strauma og stefnur, samfélagsleg málefni og menningu og að takast á við takmarkanir á samstarfi fræðastofnanna í ólíkum heimshlutum vegna margþættrar mismununar sem m.a. landfræðileg staðsetning felur í sér.<br></p><p>Meðal fyrirlesara voru fræðakonur frá samstarfsháskólum Jafnréttisskólans. Tamara Shefer, prófessor við University of Western Cape í Suður Afríku flutti erindi um andspyrnu ungra kvenna og jafnréttisbaráttu þeirra í Suður Afríku. Lina Abirafeh, forstöðukona Institute for Women's Studies in the Arab World í Lebanese American University fjallaði um jafnréttislöggjöfina í Líbanon og velti upp þeirri spurningu hvort að um raunverulegar framfarir væri að ræða eða hvort að löggjöfin endurspeglaði sýndargjörning. Meðal íslenskra fyrirlesara var Erla Hlín Hjálmarsdóttir, rannsóknarstjóri Jafnréttisskólans, en hún fjallaði um þann þátt í starfsemi skólans sem snýr að valdeflingu kvenna í þróunarlöndum og tók dæmi af árangri af verkefnum nemenda í heimalöndum þeirra.<br></p><p>Að sögn Erlu Hlínar hefur þjóðernishyggja og popúlismi ólík birtingarform í mismunandi heimshlutum en ljóst sé að þar sem orðræða sem tengist þessum hreyfingum fær þrifist sé hætta á bakslagi í jafnréttisbaráttu.&nbsp; &nbsp;<br>Dagskrá ráðstefnunnar í heild má sjá hér:&nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://rikk.hi.is/wp-content/uploads/RINGS-2017-Programme_FIN.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">RINGS 2017 - Dagskrá.</a></p>

11.10.2017Einstæðar atvinnulausar mæður í öndvegi hjá Enza í Suður-Afríku

<p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/enza10112.jpg" alt="Enza10112">Hjálparsamtökin Enza fengu á dögunum styrk frá utanríkisráðuneytinu vegna langtímaverkefnis samtakanna til valdeflingar og aukinnar atvinnuþátttöku kvenna í fátækrahverfum í Suður-Afríku. Heildarupphæðin nam tæplega 15 milljónum króna.</strong></p><p>Hjálparsamtökin Enza voru stofnuð árið 2008. Fyrstu árin fór starfsemi samtakanna fram í Mbekweni fátækrahverfinu, 50 km norður af Höfðaborg í Suður-Afríku, en í dag eru samtökin með starfsemi á fimm stöðum í landinu í samvinnu við önnur þarlend samtök. Nafn samtakanna, "Enza", hefur jákvæða tilvísun og merkir að framkvæma eða gera á Zulu og Xhosa, sem eru móðurmál meirihluta landsmanna.</p>Enza er með starfandi stjórnir á Íslandi og í Suður-Afríku. Stofnandi samtakanna er Ruth Gylfadóttir, sem er búsett ásamt fjölskyldu sinni í Cape Town. Systrasamtök Enza eru Suður-afrísku samtökin TCB eða The Clothing Bank en þau samtök vinna að sama markmiði og Enza sem er félags -og fjárhagsleg valdefling fátækra kvenna. Saman reka Enza og TCB fræðslumiðstöðvar. Þar fer fram atvinnuskapandi uppbyggingarstarf fyrir konur sem hafa sökum bágborins efnahags og annarra samfélagsmeina ekki fengið tækifæri til að mennta sig og efla.</p><p>Starfsstöðvar Enza og TCB eru ýmist í eða mjög nálægt þeim fátækrahverfum sem flestar kvenna landsins búa. Staðarvalið helgast af því að þessi svæði eru þéttbýlust, þar eru fátækrahverfin fjölmennust.&nbsp;</p><p>Í fræðslumiðstöðvum Enza og TCB fer fram starfsmenntun sem miðar að því að veita haghöfum brautargengi í rekstri smáfyrirtækja. Starfsmenntun þessi felur meðal annars í sér, tölvukennslu, fjármálalæsi og lífsleikni svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk Enza í samstarfinu er meðal annars rekstur og fjáröflun tölvuvera sem eru hluti af fræðslumiðstöðvunum.</p><p>Að sögn Ruth Gylfadóttur stofnanda samtakanna var upphaflegur kjarnahópur Enza konur sem höfðu neyðst til að gefa frá sér barn til ættleiðingar vegna fátæktar. "Í dag þjóna samtökin konum sem búa við háa glæpatíðni, gríðarlega fátækt, atvinnuleysi og landlæga sjúkdóma á borð við HIV og berkla, en vilja fræðast og auka tækifæri sín til innihaldsríkara lífs og bættra lífsskilyrða. Forgangshópur samtakanna eru einstæðar atvinnulausar mæður," segir hún.</p><p><strong>Tölvurnar aflvaki kvenna</strong></p><p>"Enza-konur sýna takmarkalaust hugrekki og leggja mikið á sig til að brjótast undan oki fátæktar og bjargleysis. Tölvukunnátta og þekking á interneti er gríðarlega mikilvægt vopn í þágu jafnréttis fyrir þær, einkum hvað varðar félags- og fjárhagslega valdeflingu. Fæstar eða engar kvennanna eiga eigin tölvu eða hafa aðgang að interneti heima fyrir. Tölvurnar hjá Enza eru þeim því mikill aflvaki og eru þær óspart nýttar allt árið um kring. Á það jafnt við um rekstur þeirra smáfyrirtækja sem konurnar stofna, sem og í atvinnueflingu og atvinnuleit þeirra," segir Ruth.</p><p>Hún segir að núna hafi um 720 konur daglegan aðgang að tölvuverum Enza.</p><p>"Allt frá stofnun hefur Enza haft það að markmiði sínu að færa verkefnið nær, og að lokum alfarið í hendur heimamanna á vettvangi, undir eftirliti íslenskrar stjórnar. Farsælt samstarf Enza og TCB er stór áfangi á þeirri vegferð, en hjá TCB starfa eingöngu heimakonur og menn."</p>

11.10.2017Fiskeldis- og rannsóknarsetrið CEPAQ verður formlega opnað í lok þessa árs

<p><strong> <a href="https://youtu.be/WahEe1caB00" class="videolink">https://youtu.be/WahEe1caB00</a> Íslendingar hafa um árabil stutt við uppbyggingu og þróun á fiskeldis- og rannsóknarsetri</strong>&nbsp;<strong>&nbsp;í Chokwe héraði í&nbsp; Gaza fylki í Mósambík, sem nefnist CEPAQ. Stuðningur við fiskeldi er hluti af verkefnastoð sem Norðmenn og Íslendingar hafa tekið þátt í með stjórnvöldum í Mósambík frá árinu 2008. Metnaðarfyllstu áformin hafa á síðustu árum verið í fiskeldinu og stjórnvöld gera sér vonir um allt að 200 þúsund tonna framleiðslu innan 10 ára. Verið er að undirbúa lagaramma sem gerir fjárfestingar í fiskeldi meira aðlaðandi en áður var, með niðurfellingu tolla og skatta, undanþágu um fjármagnstekjuskatt og heimildir til að flytja fé út úr landinu þrátt fyrir ströng gjaldeyrishöft.</strong><br><br>Stöðin hefur verið í þróun frá 2012 en verður formlega opnuð í lok árs 2017. Að sögn Alberto Halare framkvæmdastjóra CEPAQ er lögð mikil áhersla á alþjóðlega samvinnu og bestu tæknilegu ráðgjöf sem fáanleg er við uppbyggingu stöðvarinnar.&nbsp; Á tilraunatímabilinu voru markmiðin meðal annars þau að finna út hvaða afbrigði tilapíu henti best til eldis í Mósambík, hvaða fóður henti best, tryggja framboð á góðum seiðum til ræktunar á landsvísu ásamt því að veita þjálfun í hagnýtum fiskeldisfræðum. Á ræktunarsvæðinu eru núna alls 39 tjarnir en áður hafði seiðum verið safnað til tilraunaræktunar bæði innanlands og frá Tælandi.</p><p><strong>Skortur á þekkingu og reynslu innanlands</strong></p><p>Alberto segir að sex sérfræðingar hafi verið þjálfaðir sem komi til með að starfa að uppbyggingu og þróun setursins. Þjálfunin er skipulögð af norskum ráðgjöfum og fór fram í Gaza fylki en einnig í Brasilíu, Tælandi og Egyptalandi. Hann nefnir að einn megin áhættuþátturinn sé skortur á þekkingu&nbsp; og reynslu innanlands á fiskeldi til að tryggja gæði framleiðslunnar. Einungis örfáar litlar fiskeldisstöðvar eru komnar í gagnið í Mósambík og skortur hefur verið á innlendu fiskeldisfóðri og framboð á eldisseiðum takmarkað. Meðal annars af þessum ástæðum eru núna einungis uppi áform um að rækta tilapíu en ekki margar tegundir eins og upphaflega var ráðgert. Markmiðið er að fá góðan grunnstofn með erfðafræðilega fjölbreytni til að framleiða kynbreytt hágæða seiði sem færu til dreifingar og sölu til annarra fiskræktenda.<br></p><p>CEPAQ stöðin er hönnuð með tilliti til loftslags- og umhverfisaðstæðna - og öll öryggismál eru tekin mjög alvarlega: seiðaeldi er ofur viðkvæmt og kallar á vöktun allan sólarhringinn. Hér er ýmiss konar útbúnaður, pumpur, stíflur og varaorkugjafar, til að bregðast við ef flóð eða aðrar náttúruhamfarir verða sem gætu til dæmis leitt til rafmagnsleysis. Alberto segir einnig að stöðin sé hönnuð með það í huga að allar deildir starfi sjálfstætt og miklar öryggisvarnir séu til staðar til að draga úr smithættu milli deilda.&nbsp;&nbsp;<br></p><p>Skammt frá stöðinni hér í Chokwe héraði eru um 10 þúsund hektarar af söltum jarðvegi. Ríkið mun taka frá sex þúsund hektara af þeim undir fiskeldi en svæðið kallast dauða jörðin eða "terra morta" á portúgölsku. Þar sem jarðvegurinn er saltur hentar svæðið því betur til fiskeldis en til hefðbundinnar ræktunar í landbúnaði. Að sögn Alberto er áformað að hefja þar mikla tilapíuræktun með aðkomu einkafyrirtækja og fjárfesta. Einnig hefur verið rætt um að bjóða rekstur CEPAQ út til einkaaðila en stöðin mun þurfa fjárstuðning næstu fimm til tíu árin ef vel á að takast að þróa tílapíuræktun í Mósambík sem eina af undirstöðum næringar og fæðuöryggis í landinu.&nbsp;&nbsp;</p><p><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.facebook.com/morten.hoyum/videos/10154841124117725/" linktype="1" target="_blank">Myndband</a>&nbsp;gert af Norðmanninum Morten Holt Hoyum sýnir vel framkvæmdasvæðið í&nbsp;Chokwe héraði.</p>

04.10.2017Við breytum trú nemendanna á eigin getu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/sjvarutvegss.jpg" alt="Sjvarutvegss">"Við breytum því hvaða sýn þeir hafa, nemarnir okkar," segir Tumi Tómasson skólastjóri Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fiskifrettir.is/frettir/kynt-upp-i-nemendunum/141466/" linktype="1" target="_blank">samtali</a>&nbsp;við Fiskifréttir á dögunum. "Þetta er held ég það sem er mikilvægast við námið. Við breytum trú þeirra á sína eigin getu til að framkvæma og breyta hlutum, kyndum aðeins upp í þeim," segir hann í viðtalinu.<br></p><p>Fram kemur í viðtalinu að &nbsp;verið sé að ljúka úttekt á fjórum skólum Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfa hér á landi og að niðurstaðan sé sú að&nbsp; þeir hafi allir komið vel út.<br></p><p>"Við erum sérstaklega ánægð með þennan árangur. Eðlilega er fullt af hlutum sem við getum bætt, en ef við ættum að segja í einni setningu hvaða áhrif þetta hefur haft á nemana sem koma hingað til Íslands í sex mánaða nám, þá skilgreina þeir sinn starfsferil sem fyrir og eftir Ísland. Þetta verða hreinlega vatnaskil í þeirra þróun sem fagfólk. Og þetta vissum við, en við vissum ekki að það væri svona afgerandi," er haft eftir Tuma.<br></p><p>Skólinn fagnaði sem kunnugt er nýlega tuttugu ára starfsafmæli en 350 nemendur hafa útskrifast frá skólanum á þessum tveimur áratugum.</p><p><strong>Ekkert sældarlíf</strong>&nbsp;<br>Tumi segir afstöðu fyrrverandi nema til skólans óneitanlega hlýja sér og samstarfsfólki sínu í skólanum um hjartaræturnar.<br></p><p>"Við erum alveg ofboðslega kát með þetta. Þetta er líka svo skemmtileg vinna. Maður getur alltaf verið góði gæinn, jafnvel þótt við skömmum þau mikið meðan þau eru hérna. Þau eru hérna bara í sex mánuði. Það eru engin próf en nóg af verkefnum."<br></p><p>Hann segir jafnt nemendur sem kennara við skólann leggja mikið á sig til þess að sem mest komi út úr náminu.<br></p><p>"Þetta er ekkert sældarlíf hjá þeim hér á Íslandi um hávetur. Við erum að píska þau áfram og við erum ekkert að gera rosalega vel við þau peningalega. Þau svelta svo sem ekkert en þau eru heldur ekkert að kaupa sér merkjavörur eða fara á skrall. Þau eru bara að vinna. Þetta er bara fólk sem veit hvað það vill og áttar sig á hvað það getur viljað, að það geti sett sér ný markmið. Við erum ekkert að taka við neinum nýstúdentum. Við viljum fá fólk með reynslu."</p>

04.10.2017Fátækt í tölum: Úganda

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/gulubarn.jpg" alt="Gulubarn">Nýjasta mannfjöldarannsókn Úganda (<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ubos.org/onlinefiles/uploads/ubos/pdf%20documents/UNHS_VI_2017_Version_I_%2027th_September_2017.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UBOS, Uganda National Household Survey</a>) sýnir að þurrkar og önnur náttúruöfl skertu lífskjör verulega á síðastu árum og fátækum landsmönnum fjölgaði úr 19% af fólkinu í 27%.&nbsp; (Miðað við mælingu 2013.) Samkvæmt þessu búa 10 milljónir manna nú við fátækt, sem jafngildir því að hafa innan við 130 krónur á dag til ráðstöfunar.&nbsp;</strong>&nbsp;<br><br>Þetta er verulegt hrap og sýnir svo ekki verður um villst að landið býr við óstöðugan efnahag í mörgu tilliti. 75% landsmanna eiga mikið undir akuryrkju, beint sem sjálfsþurftarbændur, eða óbeint í óformlega hagkerfinu. En landbúnaður stendur aðeins undir 23% af landsframleiðslu. Verði skakkaföll af völdum náttúruafla eða markaða sveiflast hagsældartölurnar gríðarlega á stuttum tíma.<strong><br></strong></p><p><strong>Ung láglaunaþjóð</strong></p><p>Úgandar eru taldir vera um 38 milljónir manna, en þar af er helmingur undir 15 ára! Á hverju ári bætist við ein milljón barna svo skólakerfi og heilsuþjónusta hafa ekki undan. Aðeins helmingur fullorðinna er í fastri vinnu. Miðgildi mánaðarlauna í landinu er innan við 5000 IKR, mun lægra í sveitum en borgum. Hins vegar eru mánaðarleg útgjöld heimila meiri,&nbsp; eða um 9-10.000 krónur á mánuði, sem þýðir að fólk þarf að hafa úti allar klær til að afla aukatekna eða aukaafurða með ræktun.<br><br>Úgandíska þjóðin er illa nærð. Hitaeininganeysla á dag er kringum 1500 á mann (miðgildi), og sagt að þriðjungur landsmanna stríði við ,,óviðunandi" næringarástand, sem varðar bæði orkuþörf og fjölbreytni í fæðuvali.&nbsp; Þriðja hvert barn er vaxtarskert.<br></p><p><strong>Óheilnæmt umhverfi</strong></p><p>Höfuðborgin Kampala er sögð ein mengaðasta borg heims sem ekki kemur á óvart þeim sem gengur um götur. En malarían er helsta veikindaorsök (27%) og þar á eftir öndunarfærasjúkdómar (18%), meðal annars vegna þess að yfir 90% landsmanna nota eldivið til matargerðar. Skógareyðing í landinu nemur næstum 100 þúsund hekturum á ári. Nýjstu tölur sýna að skógarþekja landsins fór úr 25% frá árinu 1990, niður í 11% 2015, og hefur nú á aðeins tveimur árum minnkað enn og stendur í 9%. Landið verður skóglaust á innan við 20 árum ef svo&nbsp; heldur áfram.<strong><br></strong></p><p><strong>Tæknibyltingin bíður</strong></p><p>Þó svo að 73% heimila hafi aðgang að farsíma er staðan sú að einungis 40% landsmanna búa á svæðum þar sem internet er aðgengilegt. Aðeins 4% landsmanna höfðu notað tölvu síðustu þrjá mánuði þegar könnunin var gerð. Sem er skiljanlegt þegar að því er gætt að innan við 10% landsmanna eru tengd rafkerfinu og aðeins 3% eiga sjónvarpstæki.</p><p><strong>Markmið næst ekki</strong></p><p>Yfirlýst stefna stjórnvalda er að Úganda komist í flokk meðaltekjuríkja árið 2020. Það mun ekki takast miðað við þessar tölur enda hefur hægt á hagvexti og fátækt aukist verulega.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.monitor.co.ug/News/National/34-million-Ugandans-poverty-income-prices/688334-4115106-mulfd7z/index.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">3.4 million more Ugandans slip into poverty/ Monitor</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.monitor.co.ug/OpEd/Editorial/Uganda-losing-battle-poverty/689360-4116522-153edqm/index.html" linktype="1" target="_blank">Is Uganda losing battle on poverty? DailyMonitor</a></p></p>

04.10.2017Ísland leiðir hóp 39 ríkja í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/icelandgenf.jpg" alt="Icelandgenf">Ísland hefur tekið virkan þátt í umræðu á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf um þróun mála á Filippseyjum. Í febrúar síðastliðnum flutti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræðu í mannréttindaráðinu, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra og vakti máls á stöðu mála í Filippseyjum. Í maí á þessu ári flutti fulltrúi Íslands sérstaka ræðu um ástandið á Filippseyjum þegar Filippseyjar undirgengust svokallaða jafningjarýni mannréttindaráðsins. Þar beindu fjölmörg ríki sérstökum tilmælum til Filippseyja um úrbætur í mannréttindamálum.&nbsp;<br><br>Ísland hlaut lof líkt þenkjandi þjóða fyrir ræðuna í maí. Á júnífundi mannréttindaráðsins áréttuðu íslensk stjórnvöld gagnrýni sína á stöðu mannréttinda á Filippseyjum og tóku 32 ríki undir þá ræðu. Nú í september, þegar jafningjarýni Filippseyja var afgreidd formlega, þótti ljóst að ástand mannréttindamála í landinu hefði ekki breyst til batnaðar og að stjórnvöld þar í landi hygðust hundsa þorra tilmæla um breytingar sem til þeirra hefði verið beint.&nbsp;<br><br>Í því ljósi var ákveðið að ítreka enn frekar mikilvægi þess að stjórnvöld á Filippseyjum virði almenn mannréttindi þegna sinna og standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Alls tóku 39 ríki undir málflutning Íslands.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.iceland.is/iceland-abroad/efta/islenska/frettir/raeda-islands-um-astand-mannrettindamala-a-filippseyjum/13643/" linktype="1" target="_blank">Ræðan og listi yfir þau ríki sem tóku undir hana</a>.

04.10.2017Allsherjarþing SÞ: Einar stýrir fundum um mannréttindi og mannúðarmál

<p>Einar Gunnarsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, opnaði á mánudag þriðju nefnd Allsherjarþings SÞ sem fer með mannréttinda- og mannúðarmál. "Við erum stolt af því að stýra þessari mikilvægu nefnd næsta árið sem ræðir allt frá mannréttindum í einstökum ríkjum líkt og Sýrlandi og Norður-Kóreu til þematískra málefna líkt og aðgerðir gegn pyntingum og ofbeldi gegn konum," sagði í Fésbókarfærslu frá fastanefndinni.<br></p><p>Á myndinni eru þeir Einar Gunnarsson t.h. og Þorvarður Atli Þórsson sendiráðsritari.</p>

04.10.2017Kristniboðssambandið: Langtímamarkmið verkefnisins að öll börn á svæðinu gangi í skóla

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/sik.jpg" alt="Sik">Meðal verkefna sem hlutu stuðning utanríkisráðuneytisins í haust er "Menntun á jaðarsvæðum" Pókotsýslu í norðvesturhluta Kenía.&nbsp;&nbsp;</strong><br></p><p>Kristniboðssambandið hefur starfað á svæðinu meira og minna í tæpa fjóra áratugi en eins og vera ber hefur ábyrgð og stjórn færst til heimamanna á þessum tíma. Mikil áhersla hefur verið á skólagöngu og uppbyggingu menntakerfisins í samstarfi við yfirvöld. Samstarfsaðili Kristniboðssambandsins, ELCK (Evangelical Lutheran Church of Kenya) styður nú um eitt hundrað grunnskóla og um tuttugu framhaldsskóla. Yfirvöld reka skólana, þ.e. ráða kennara og greiða þeim laun, en Kristniboðssambandið er meðal þeirra sem&nbsp; aðstoða við uppbyggingu skólanna sem yfirvöld ráða ekki við nema að mjög litlu leyti. Allir skólarnir eru að sjálfsögðu öllum opnir.</p><p>Af þessum skólum hafa um tíu grunnskólar og fimm framhaldsskólar að miklu leyti verið fjármagnaðir frá Íslandi, bæði með beinum stuðningi Kristniboðssambandsins og einstaklinga, annarra samtaka, ÞSSÍ og utanríkisráðuneytisins. Helsti stuðningsaðili ELCK á þessu sviði var Norwegian Lutheran Mission sem rak umfangsmikið þróunarverkefni í sýslunni í áraraðir sem NORAD fjármagnaði.</p><p><strong>Verkefni á jaðarsvæðum sem hafa einkennst af þjóðflokkadeilum</strong></p><p>Verkefnið "Menntun á jaðarsvæðum" miðar að því að halda þessari uppbyggingu áfram á þeim svæðum sem hafa orðið útundan og eru ekki beint í alfaraleið. Skólarnir eru viðurkenndir og skráðir af yfirvöldum, enda langt í aðra skóla, og stefna yfirvalda skýr, að öll börn njóti menntunar.<br><br>Markmið verkefnisins er að koma upp samtals átta einföldum kennslustofum, tveimur við hvern skóla og þar með fjölga þeim börnum á viðkomandi svæðum sem sækja skóla og ljúka grunnskólanámi og þeim fjölgi sem sækja framhaldsskóla. Skólarnir fjórir falla undir jaðarsvæði, þar sem bein samskipti við umheiminn eru lítil eða erfið vegna lélegra og ótryggra samgangna. Tveir skólanna eru í fjalllendi, hinir tveir á heitri, þurri sléttunni sem teygir sig norður eftir Túrkana. Ólæsi er mjög mikið á þessum svæðum. Jaðarsvæðin hafa einkennst af þjóðflokkadeilum og kúaþjófnaði en á liðnum árum hefur tekist að koma á friði sem er forsenda flestra framfara.</p><p>Langtímamarkmið er að draga úr ólæsi, ná öllum börnum inn í skóla og með góðum aðbúnaði koma í veg fyrir brottfall, ekki síst stúlkna en brottfall úr skóla er algengara meðal þeirra. Með þessu batnar menntun til muna. Árangurinn verður mælanlegur ef fylgst er með fjölda nemenda, fjölda brottfallinna nemenda og árangri á prófum.</p><p>Verkefnið snýr einvörðungu að uppbyggingu skólanna, ekki rekstri. Hann er í höndum yfirvalda sem hafa samþykkt þessa skóla og ætla að senda kennara til að sinna skólastarfinu. Verkefnið er afmarkað og sjálfbært. Framlag utanríkisráðuneytisins er 8 milljónir en heildarfjárhagsáætlunin er upp á 11,6 milljónir króna.&nbsp; Mismunurinn skiptist milli Kristniboðssambandsins og heimamanna en þeir munu einkum leggja fram vinnu og efnisöflun. Hugsunin þar að baki er að byggja skólastofurnar með heimamönnum, ekki fyrir þá.&nbsp;</p>

04.10.2017Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn Rohingja sem flýja ofbeldisöldu í Mjanmar

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unicefrohinga.PNG" alt="Unicefrohinga"></b>Á síðastliðnum vikum hafa yfir 429 þúsund Rohingjar flúið ofbeldisöldu í Rakhine héraði í Mjanmar og leitað skjóls í Bangladess, þar af um 60% börn. Þúsundir til viðbótar koma örmagna í bátum eða fótgangandi yfir landamærin á hverjum einasta degi. UNICEF er á staðnum til að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð í bráðabirgða flóttamannabúðum sem hafa byggst upp á landamærum Bangladess og Mjanmar.<br></p><p>Neyðin er gífurleg og börn eru í hættu. UNICEF á Íslandi hefur&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">neyðarsöfnun</a>&nbsp;til að veita þessum börnum hjálp og fjöldi fólks hefur lagt henni lið um helgina.&nbsp;Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 renna 1.500 krónur til neyðaraðgerða UNICEF.&nbsp;Einnig er hægt að styðja neyðarsöfnunina&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">hér</a>.<br><b><br>Börnin eru hrædd, veik og svöng</b></p><p>"Þörfin er yfirþyrmandi, börnin eru hrædd, veik og svöng og þurfa öryggi og vernd. Við hjá UNICEF á Íslandi höfum þegar ákveðið að senda rúmar fimm milljónir til Bangladess, þökk sé stuðningi heimsforeldra, en ljóst er að mikil þörf er fyrir stórauknar neyðaraðgerðir á svæðinu", segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.<br></p><p>UNICEF áætlar að á milli þrjú og fjögur þúsund börn séu alvarlega vannærð. Þau þurfa að fá meðhöndlun tafarlaust. Meira en þúsund börn eru í mjög viðkvæmri stöðu eftir að hafa&nbsp; orðið viðskila við fjölskyldur sínar og eiga á hættu að vera misnotuð.<br></p><p>Starfsfólk UNICEF dreifir nú hjálpargögnum í Cox's Bazar í Bangladess þangað sem Rohingjar hafa flúið frá Mjanmar á síðustu vikum. Allt kapp er lagt í að ná til vannærða barna og barna sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma.<b><br></b></p><p><b>UNICEF biðlar til almennings að styðja við neyðaraðgerðir</b><br></p><p>Rohingjar eru ríkisfangslaus minnihlutahópur múslima sem búa í Rakhine héraði í Mjanmar, rétt við landamæri Bangladess. Þeir hafa í áratugi orðið fyrir mismunun og útskúfun í landinu. Stigvaxandi og öfgafullt ofbeldi gegn Rohingjum síðustu vikur hefur leitt til einnar mestu mannúðarkrísu fyrir börn síðustu ár. Meira en 250.000 börn hafa flúið yfir til Bangladess, en slíkur fjöldi barna á flótta hefur ekki sést þar áður og er meira en ríkisstjórn Bangladess og hjálparstofnanir ráða við án aðstoðar.<br></p><p>Með því að flýja hafa börnin náð að bjarga lífi sínu en ekki bíður þeirra mikið betra. "Bráðabirgða flóttamannabúðirnar sem hafa byggst upp í Cox Bazar eru á einu viðkvæmasta svæði Bangladess þar sem flóð og náttúruhamfarir eru algeng. Hætta er á að smitsjúkdómar breiðist hratt út ef ekki er brugðist við strax. Auk þess er mikill skortur á vatni, mat og öruggu skjóli fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við biðlum því til almennings að hjálpa okkur að veita þessum börnum þá aðstoð sem þau þurfa" segir Bergsteinn.<br></p><p>UNICEF hefur nú þegar sent yfir 100 tonn af hjálpargögnum til Bangladess, meðal annars vatnshreinsitöflur og hreinlætisvörur, veitt börnum sálræna aðstoð og komið vannærðum og veikum börnum undir læknishendur. Auk þess er UNICEF að undirbúa bólusetningarátak gegn mislingum, rauðum hundum og mænusótt sem ná mun til 150.000 barna.<br>Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda sms-ið UNICEF í nr. 1900 (1500 krónur), gefa með kreditkorti&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">hér</a>&nbsp;eða leggja inn á reikning 701-26-102050, kt 481203-2950.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://unicef.is/unicef-hefur-neydarsofnun-fyrir-born-rohingja" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.reuters.com/article/us-myanmar-rohingya/rohingya-refugees-doubt-myanmars-assurances-on-going-home-idUSKCN1C80NH?feedType=RSS&%3bfeedName=topNews&%3butm_source=twitter&%3butm_medium=Social" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Rohingya refugees doubt Myanmar's assurances on going home/ Reuters</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/uk/news/latest/2017/10/59d395f6b/hindus-myanmar-find-welcome-bangladesh.html" linktype="1" target="_blank">Hindus from Myanmar find welcome in Bangladesh</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicefusa.org/mission/emergencies/bangladesh?utm_campaign=2017_misc&%3butm_medium=social&%3butm_source=20170929_facebook-unicefusa&%3butm_content=na&%3bms=social_soc_2017_misc_20170929_facebook-unicefusa&%3binitialms=social_soc_2017_misc_20170929_facebook-unicefusa" linktype="1" target="_blank">Join the George Harrison Fund for UNICEF to Help the Rohingya Children/ UNICEF</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/world/2017/oct/04/rohingya-crisis-aid-groups-seek-400m-to-help-a-million-people-in-bangladesh" linktype="1" target="_blank">Rohingya crisis: aid groups seek $434m to help refugees in Bangladesh/ TheGuardian</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://news.sky.com/story/myanmar-could-take-back-rohingyas-who-fled-to-bangladesh-after-violence-11065557" linktype="1" target="_blank">Myanmar could take back Rohingyas who fled to Bangladesh after violence/ Sky</a>&nbsp;</p>

04.10.2017Hjálparstarf kirkjunnar: Hjálp til sjálfshjálpar með enn fleiri sjálfsþurftarbændum í Eþíópíu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/hjalparstarf.jpg" alt="Hjalparstarf">Hjálparstarf kirkjunnar hefur fengið vilyrði utanríkisráðuneytisins fyrir styrk til&nbsp; þróunarsamvinnuverkefnis til þriggja ára í Kebri Beyahhéraði í Sómalífylki í Eþíópíu. Heildarupphæð styrksins nemur 80,7 milljónum króna. Verkefnið byggir á grunni verkefnis sem Hjálparstarfið hefur starfað að með sárafátækum sjálfsþurftarbændum í Jijigahéraði í Sómalífylki í tíu ár.</strong></p><p>Markmið starfsins eru að bæta aðgengi fólksins að fæðu og hreinu vatni og að konur hafi meiri áhrif í samfélaginu og ákvörðunarvald yfir tekjum sem þær afla. Í öllu starfi er sjálfbærni og umhverfisvernd höfð að leiðarljósi.<br><br>Vel heppnuðu verkefni með sjálfsþurftarbændum í Jijigahéraði lýkur á árinu 2017. Hjálparstarfið og Lútherska heimssambandið sem er samstarfaðili á vettvangi ákváðu að hefja samskonar samstarf við sjálfsþurftarbændur í nágrannahéraðinu Kebri Beya.</p><p>Markmiðið á nýju verkefnasvæði er að tryggja fæðuöryggi með sjálfbærri fæðuöflun, efla völd og áhrif kvenna og auka aðgengi að vatni og bæta hreinlætisaðstöðu. Í heild taka 1.634 fjölskyldur (8.175 manns) í sex þorpskjörnum (kebele) þátt í verkefninu.&nbsp;<br></p><p>Eþíópía er næstfjölmennasta ríki Afríku með 94,4 milljónir íbúa. Langflestir íbúanna eða 80% búa í dreifbýli. Um 45% þjóðarinnar er yngi en 15 ára og um 65% yngri en 24 ára að aldri. Eþíópía er eitt af fátækustu ríkjum heims, númer 174 af 188 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (HDI skýrsla, mars 2017). Um 82% þjóðarinnar lifa af landbúnaði.<br></p><p><strong>Annað stærsta fylkið</strong></p><p>Sómalífylki er næst stærsta fylki Eþíópíu og þekur 144.000 km2. Íbúar fylkisins eru 5.748.998 samkvæmt Hagstofu Eþíópíu en aðeins 14% þeirra búa í þéttbýli. Þurrkar eru tíðir og úrkoma stopul. Sómalífylki er eitt af fjórum fátækustu fylkjum í Eþíópíu. Vatnsskortur er í fylkinu og fæðuöflun ótrygg.&nbsp;</p><p>Kebri Beyahhérað er í Fafansýslu (zone) í Sómalífylki. Í héraðinu búa 214.417 íbúar. Aðeins 61% af íbúunum hafa nægt aðgengi að drykkjarhæfu vatni. 84% íbúanna eru hirðingjar og hálfhirðingjar. 98.8% eru múslímar.</p><p>Bændur stunda búfjárrækt og og jarðrækt. Maís, sorghum og hveiti eru helstu korntegundur sem ræktaðar eru en laukur, tómatar og vatnsmelónur það grænmeti sem ræktað er. Framleiðslan er háð regni sem fer þverrandi. Búfé er nautgripir, sauðfé, geitur og kameldýr.&nbsp; &nbsp;</p><p>Íbúar sækja vatn fyrst og fremst í vatnsþrær eða "birkur" sem eru háðar úrkomu. Mikill vatnsskortur er alvarlegasta vandamál íbúanna á þurrkatímum. Vatnsskortur orsakar skort á hreinlætisaðstöðu sem getur haft alvarleg áhrif á heilsufar íbúanna.&nbsp; Samkvæmt íbúunum eru sjúkdómar af völdum óhreins drykkjarvatns tíðir en ekki eru til opinberar tölur um tíðni þeirra.</p><p>Jafnrétti kynjanna er ábótavant í fylkinu. Konur eru háðar eiginmönnum sínum um flest í daglegu lífi. Ójafnréttið má rekja til rótgróinnar menningar á svæðinu mun frekar en til trúarinnar. Konur sjá um að selja framleiðslu á markaði, sjá um eldamennsku, sækja eldivið og sækja vatn ásamt því að sjá um börnin. Þær hafa samt ekki völd til að taka ákvarðanir um land, búfénað eða fjármál. Þær fá ekki tilboð um þjálfun eða fræðslu frá stjórnvöldum og fá ekki sæti&nbsp; við ákvarðanatökuborðið um sveitarstjórnarmál. Konur hafa ekki aðgengi að fjármagni til að hefa eigin atvinnurekstur.</p><p>LWF DWS hefur starfað í Eþíópíu frá árinu 1973. Heimssambandið hefur haft mikla og góða samvinnu við stjórnvöld en fyrst og fremst við fólkið sjálft sem býr við mikla fátækt að því að byggja upp samfélög sem eru sjálfbær, farsæl, þrautseig og réttlát.<br>&nbsp;</p>

04.10.2017Útrýmum mansali

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mansal_kambodia_UNODC_Mattia_Insolera1.jpg" alt="Mansal_kambodia_UNODC_Mattia_Insolera1">Tími er kominn til að útrýma mansali að sögn António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</strong>&nbsp;<strong>Allsherjarþingið samþykkti í síðustu viku pólitíska yfirlýsingu um stuðning við aðgerðaáætlun samtakanna.</strong><br></p><p>Fundur Allsherjarþingsins var sóttur af háttsettum fulltrúum aðildarríkjanna og var skorið upp herör gegn því sem Guterres kallaði&nbsp; "viðurstyggilegan glæp.<br></p><p>Í frétt UNRIC segir að talið sé að fórnarlömb mansals um allan heim séu tugir milljóna og "nú er kominn tími til að sýna samstöðu og útrýma mansali," var haft eftir Guterres.&nbsp;&nbsp;<br></p><p>Mansal nær til þvingaðrar vinnu eða þrælahalds, kynlífsþrælkunar, notkunar barna í hernaði svo eitthvað sé nefnt. "Mansal tíðkast í öllum heimshornum. Nú þegar milljónir karla, kvenna og barna leita út fyrir landsteina í leit að öryggi, bíða þeirra miskunnarlaus öfl," sagði Guterres.&nbsp;<br>Hann sagði að glæpahringir sem stæðu að baki mansali væri vel skipulagðir, vel tækjum búnir og færðu sér í nyt veikar stofnanir.&nbsp;<br></p><p>Vonir eru bundnar við að árangri verði náð í krafti sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn skipulagðri glæpastarfsemi og spililngu, og ekki síður sáttmála um örugga og skipulagða fólksflutninga sem unnið er að í samræmi við ályktun Allsherjarþingsins á síðasta ári.&nbsp;<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unric.org/is/frettir/27030-goengum-a-milli-bols-og-hoefues-a-mansali-" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><br></p>

04.10.2017Milljónir skólabarna geta ekki lesið, skrifað eða leyst einföld reiknidæmi

<p></p><h4><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/learning.PNG" alt="Learning" class="right"></b></h4><b>"Milljónir ungmenna í lágtekju- og meðaltekjuríkum standa frammi fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að þeir hafa glatað tækifærum og afla því lægri launa á fullorðinsaldri vegna þess að menntunin sem þeim stóð til boða í grunn- og framhaldsskóla gaf þeim ekki möguleika til þess að ná árangri í lífinu."&nbsp;&nbsp;</b><p></p><p>Á þessa leið hefst fréttatilkynning Alþjóðabankans um&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.worldbank.org/en/news/press-release/2017/09/26/world-bank-warns-of-learning-crisis-in-global-education" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World Development Report 2018</a>, flaggskip bankans sem kom út í síðustu viku, og fjallar eingöngu um námslegan vanda í skólum. "Skólavist án lærdóms felur ekki aðeins í sér glötuð tækifæri til þróunar heldur felur hún einnig í sér gífurlegt óréttlæti gagnvart börnum og ungmennum um heim allan," segir í skýrslunni.</p><p>Í Þróunarskýrslu Alþjóðabankans sem nefnist "Learning to Realize Education´s Promise" er því haldið fram að án menntunar hafi sjálft fyrirheitið um að með menntun sé unnt að útrýma sárafátækt og skapa sameiginleg tækifæri og velmegun fyrir alla orðið að engu. "Jafnvel eftir nokkur ár í skóla geta milljónir barna ekki lesið, skrifað eða leyst einföld reiknidæmi," segir í skýrslunni.</p><p>Þar er því haldið fram að námslegi vandinn í skólum auki á félagslegan ójöfnuð í stað þess að draga úr honum. Börn sem standi í bernsku höllum fæti vegna fátæktar, ófriðar, kynferðis eða fötlunar verði unglingar án þess að hafa tileinkað sér grundvallar lífsleikni.</p><p><b>Hrópandi óréttlæti</b></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/skolaborn.jpg" alt="Skolaborn">Að mati Jim Yong Kim forseta Alþjóðabankans er námsvandinn bæði af siðferðislegum og efnahagslegum toga. "Þegar allt er eins og það á að vera veitir menntun vilyrði um störf, betri tekjur, góða heilsu og líf án fátæktar. Í samfélögum kyndir menntun undir nýsköpun, styrkir stofnanir og stuðlar að félagslegri samheldni. En þessi ávinningur er háður því að börn læri í skólum, skólaganga án lærdóms er sóun. Og meira en það: óréttlætið er hrópandi. Börnin sem samfélagið bregst mest eru þau sem þurfa sérstaklega á því að halda að fá góða menntun til að ná árangri í lífinu." &nbsp;<br><br>Dæmi eru nefnd í skýrslunni um fákunnáttu barna í þriðja bekk í skólum í Kenía, Tansaníu og Úganda. Þau áttu að lesa setninguna "Hundurinn heitir Puppy" (The name of the dog is Puppy") bæði á ensku og Kiswahili. Tvö börn af hverjum þremur skildu ekki setninguna. Í sveitahéruðum Indlands gátu því sem næst tvö börn af hverjum þremur í þriðja bekk ekki leyst tveggja stafa reiknidæmi eins og "46-17" og í fimmta bekk gat helmingur barnanna ekki svarað rétt.&nbsp;<br></p><p>Í skýrslunni segir á einum stað að þótt 15 ára unglingum í Brasilíu hafi farið námslega fram þá megi gera því skóna að með sömu þróun og undanfarin ár taki það brasilísk ungmenni 75 ár að ná meðaltali barna meðal ríkari þjóða heims í stærðfræði en í lestri komi það til með að taka 263 ár.<br></p><p>Auk þróunarskýrslu Alþjóðabankans kom út í vikunni fyrsta greining UNESCO á fjórða Heimsmarkmiðinu um menntun fyrir alla með fyrirsögn sem rímar vel við niðurstöður Alþjóðabankans: "More Than One-Half of Children and Adolescents Are Not Learning Worldwide."<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://uis.unesco.org/sites/default/files/documents/fs46-more-than-half-children-not-learning-en-2017.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">More Than One-Half of Children and Adolescents Are Not Learning Worldwide/ UNESCO</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.irishtimes.com/news/education/state-urged-to-step-up-aid-over-global-education-crisis-1.3240050" shape="rect" linktype="1" target="_blank">State urged to step up aid over global education crisis/ Irish Times</a>

27.09.2017Íslensk landsnefnd UN Women undirbýr stórátak til stuðnings konum í Zaatari flóttamannabúðunum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unwomanzaatari.png" alt="Unwomanzaatari">Fulltrúar landsnefndar UN Women á Íslandi eru nýkomnir heim eftir vel heppnaða ferð í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu þar sem tekið var upp efni í heimsóknum á griðastaði fyrir konur sem reknir eru af UN Women.&nbsp;</strong><br></p><p>Zaatari búðirnar eru aðrar stærstu flóttamannabúðir í heiminum og í griðastöðunum fá konur í búðunum atvinnuskapandi tækifæri til þess að geta séð fyrir sér og börnum sínum.&nbsp;<br></p><p>"Við fengum innsýn inn í líf margra æðislegra kvenna og hvað UN Women er að vinna magnað starf í búðunum.&nbsp;Hlökkum til að leyfa ykkur að sjá meira í nóvember," sagði í Fésbókarfærslu um helgina.<br></p><p>Utanríkisráðuneytið hefur um árabil stutt sérstaklega verkefni UN Women í þágu kvenna í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Verkefnið felst m.a. í því&nbsp;að auka efnahagslegt sjálfstæði kvenna og veita þeim vernd og aðstoð hafi þær verið beittar ofbeldi.<br></p>

27.09.2017Menntun í ferðatösku (Education in a Suitcase)

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/broskallar2.PNG" alt="Broskallar2">Styrktarfélagið Broskallar fékk á dögunum samþykki utanríkisráðuneytisins fyrir menntaverkefni í Kenía. Verkefnið nefnist Menntun í ferðatösku, eða "Education in a Suitcase" og markmið þess er að styrkja börn sem búa við sára fátækt á völdum svæðum í Kenía og aðstoða þau við að ljúka fyrst grunnskóla og síðan framhaldsskóla, þannig að þau eigi möguleika á að ná inntökuskilyrðum í háskóla.</p><p>&nbsp;Verkefnið á uppruna í rannsóknaverkefni um vefstudda kennslu, en vefkerfið "tutor-web" hefur verið notað við kennslu og sem rannsóknatæki um vefstudda kennslu á Íslandi og erlendis allt frá árinu 2004. Það vefkerfi var kynnt aðilum í Kenía á árunum 2010-2012, m.a. á ráðstefnu í Naíróbí og síðan þróað áfram með samstarfsaðilum, til að taka tillit til aðstæðna í Kenía. Um 2012 hófst samstarf við nokkra aðila í Kenýa, mest við hóp sem tengist háskólanum í Maseno, en sá hópur hefur verið aðalhvatinn að African Maths Initiative. Nemendur á Íslandi og í Kenía eiga margt sameiginlegt, m.a. þurfa allir nemendur aðgang að góðu námsefni sérstaklega kemur öllum til góða æfingakerfi, t.d. fyrir menntaskólastærðfræði en einmitt þar er sterkasta hlið "tutor-web". Niðurstöður rannsókna með "tutor-web" kerfinu hafa verið kynntar á ráðstefnum um menntamál og birtar t.d. í tímaritum um sálfræði, menntun, tölvumál og tölfræði. Sérílagi hafa niðurstöður verið kynntar oft á fundum og ráðstefnum í Kenía.&nbsp;<br></p><p>Augljóslega eru aðstæður samt um flest ólíkar á Íslandi og í Kenía, og alveg sérstaklega í fátækustu hlutum Kenía. Má nefna óstöðugt rafmagn og oft algeran skort á Internet aðgangi. Því hefur verið þróuð útgáfa af "tutor-web" kerfinu, sem má nota við slíkar aðstæður. Samstarfsaðilar í Kenía mæltu sérstaklega með því að fyrstu raunverulegu prófanir færu fram á eyjunni Takawiri í Viktoríuvatni, því þar hafa fæst hús rafmagn og hvorki er aðgangur að þráðlausu neti né Interneti og símasamband afar lélegt. Ummælin voru "ef þetta gengur á Takawiri þá gengur þetta alls staðar" (og þá líka t.d. í Tanzaníu, Gambíu, Eþíópíu og Gana). Eyjan er dæmigert lágtekjusvæði. Aðaltekjur fjölskyldna á Takawiri eru af fiskveiðum, fá atvinnutækifæri og afar fáir nemendur hafa komist áfram í langskólanám.&nbsp;Áherslan í Kenía þarf að vera á stærðfræði framhaldsskóla því hún stendur nemendum einna mest fyrir þrifum hvað varðar aðgang að háskólanámi. Grunnskólamenntun er orðin skylda og þannig kunna allir nemendur að lesa og skrifa, en helsti vandi menntakerfisins liggur í framhaldsskólum þar sem m.a. vantar góða kennara og nemendur falla unnvörpum á inntökuprófum í háskóla.&nbsp;</p><p><strong>Broskallar</strong></p><p>Verkefnið fékk heitið Education in a Suitcase (EIAS) og er stundum kallað Menntun í ferðatösku. Styrktarfélagið Broskallar er almennt félag (non-profit) sem var stofnað árið 2015 til að sjá um fjársöfnun til verkefnisins. Styrkfé var safnað 2015-2016 og eingöngu notað til að kaupa spjaldtölvur til handa nemendum, tölvuþjóna fyrir fjóra skóla og til að setja upp endanlegar útgáfur af hugbúnaði. Kerfið var fyrst sett upp á Takawiri árið 2016 og síðan var verkefninu fylgt eftir 2017. Bæði árin styrktu HÍ og Félag prófessora verkefnið dyggilega og greiddu m.a. allan ferðakostnað.&nbsp;</p><p>Hugmyndafræðin byggir þannig á reynslu aðstandenda félagsins af kennslu og kennsluhugbúnaði ásamt samvinnu í Kenía. Kerfið í heild hefur verið þróað í samvinnu við Maseno og er nú þannig að það er vel nothæft þótt ekkert þráðlaust net sé fyrir hendi, ekkert Internet sé á svæðinu og rafmagn sé stopult.&nbsp;</p><p>Nemendur fá í hendur æfingakerfið "tutor-web", sem hópurinn hefur þróað, en það er öllum opið og aðgangur ókeypis. Að auki fylgir kerfinu öll Wikipedia, almennt námsefni frá Khan Academy og í ár verður bætt við Gutenberg bókasafninu sem inniheldur 50 þúsund bókatitla. Allt efnið og allur hugbúnaðurinn er afhent með opnu leyfi til almennrar notkunar og dreifingar.&nbsp;</p><p>Ýmis verkefni tengjast EIAS verkefninu. Má t.d. nefna rafmyntina Broskalla (Smileycoin eða SMLY), sem notuð er innan "tutor-web" kerfisins til að umbuna nemendum fyrir árangur. Myntin er aðallega til gamans, en er samt rafmynt eins og Bitcoin og Auroracoin, en hönnuð með "tutor-web" í huga.&nbsp;</p><p>Hingað til hefur framkvæmdin verið þannig að nemendum hafa verið gefnar spjaldtölvurnar. Með þessu er reynt að forðast þekkta tilhneigingu skólayfirvalda og kennara í sumum skólum til þess að einoka nýja tækni eða misnota aðstöðu á annan hátt. Þjónarnir eru hins vegar gefnir skólunum. Sama aðferð verður notuð áfram.<strong><br></strong></p><p><strong>Tilraunin lofar góðu&nbsp;</strong></p><p>Þegar þetta er ritað er fyrsti árgangurinn kominn í framhaldsskóla og helsta niðurstaða tilraunarinnar var sú að hér gekk allt upp. Svo vitnað sé í kennarann: "Thank you very much for the project. My students are using the tutor web daily. I have seen a remarkable improvement in their performance in mathematics". Á árinu 2017 var farið með spjaldtölvur fyrir tvo árganga til að kanna, hver áhrifin verða af því að grunnskólanemendur hafi tölvurnar aðeins lengur. Síðan mun hitt koma í ljós á næstu árum, hvort og hvernig spjöldin nýtast þessum sömu nemendum í framhaldsskólum sínum.&nbsp;</p><p>Árið 2017 var einnig reynt að setja upp öflugra loftnet til að kanna hvort unnt væri að tengja þjóninn betur við farsímakerfið og ná þannig Internet tengingu. Þetta mun einfalda verulega gagnasöfnun því áður þurfti að fara með þjóninn með ferju í næsta þorp til að komast í Internetsamband og hlaða upp gögnum eða lagfæra hugbúnaðinn. Fyrstu prófanir bentu til að þetta væri vel gerlegt og verið er að vinna úr byrjunarhnökrum til að tölvuþjónn verkefnisins verði miðstöð Internetsins í skólanum. Sú nettenging verður alltaf mjög hægvirk og því er ekki hægt að sleppa þjóninum, sem gerir allar staðbundnar tengingar nothæfar.&nbsp;</p><p>Samstarfsaðilar í Kenía völdu næsta skóla fyrir verkefnið, en það er&nbsp; Shivanga skólinn sem er verst staddi framhaldsskólinn í Kakamega héraði Kenía. Þar, eins og á Takawiri er samt til staðar áhugasamur kennari sem getur séð um að fylgja eftir notkun spjaldtölvanna og tengiliðir í Maseno/AMI þekkja vel til aðstæðna. Aðstæður eru um margt svipaðar og á Takawiri eyju, en hér er um framhaldsskóla að ræða, svo hér verður hægt að fylgja nemendum eftir alveg fram að umsóknum um aðgang að háskólum. Að auki er reiknað með því að bæta a.m.k. þriðja skólanum við árið 2018.</p>

27.09.2017Fiskveiðisafnið í Mapútó

<p> <a href="https://youtu.be/CbyIBUH6grc" class="videolink">https://youtu.be/CbyIBUH6grc</a> Fiskveiðisafnið stendur við höfnina í Mapútó, höfuðborg Mósambíkur, og var formlega opnað í nóvember árið 2014 af forseta landsins. Byggingin sjálf er teiknuð af einum þekktasta arkitekt Mósambíkur, José Forjaz. Íslendingar og Norðmenn lögðu safninu til fjármagn á undirbúningstímanum sem hluta af verkefnastoð í fiskimálum en eftir opnun safnsins tók mósambíska ríkið alfarið yfir reksturinn. Safnið er það eina sem reist hefur verið á vegum stjórnvalda eftir sjálfstæði landsins.<br></p><p>Cassimo Marojo sýningarstjóri segir að sögu safnsins megi rekja rúmlega þrjátíu ár aftur í tímann. Sagan hefjist í raun fljótlega eftir sjálfstæði Mósambíkur þegar fyrsta ríkisstjórn hins nýfrjálsa lýðveldis ákvað að draga þyrfti fram í dagsljósið nýja hlið á fiskveiðum í landinu. Áherslan átti að vera á svokallaðar hefðbundnar veiðar í vötnum og við strendur landsins - og gæta þess að sýna ólíkar veiðiaðferðir og ólík veiðarfæri eftir landssvæðum, með öðrum orðum: menningu og sögu fiskveiða í landinu. Hann segir að nefndin sem fékk verkefnið hafi byrjað söfnun á munum og minjum sem tengdust fiskiveiðum landsmanna í þeim tilgangi að varðveita gamla muni áður en þeir glötuðust. Hann viðurkennir hins vegar að söfnunin hafi ekki verið forgangsmál í neinum skilningi, borgarastríðið og hörð lífsbarátta hafi sett strik í reikninginn, en smám saman hafi tekist að ná mikilvægum munum með sögulegt og menningarlegt gildi sem vísi að safni. Með samstarfi stjórnvalda við Noreg og Ísland hafi undirbúningur að formlegu fiskveiðasafni orðið að veruleika.<br></p><p>Auk þess að draga fram menningar- og sögulegar minjar um fjölbreytilegar fiskveiðar í landinu, og ekki síst fólkið sem kom að veiðum og verkun, er þar líka aðstaða til fundahalda og algengt er að skólar komi með barnahópa í safnið, að sögn sýningarstjórans. Samkvæmt TripAdvisor er Fiskveiðisafnið fimmta vinsælasta safnið í Mósambík.<br><br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.tripadvisor.co.za/Attraction_Review-g293819-d7886411-Reviews-Fisheries_Museum_Museu_das_Pescas-Maputo_Maputo_Province.html" linktype="1" target="_blank">Fisheries Museum (Museu das Pescas)/ TripAdvisor</a>&nbsp;</p>

27.09.2017Sendifulltrúi frá Rauða krossinum til aðstoðar eftir Irmu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/solrun_1506520845633.JPG" alt="Solrun_1506520845633">Sólrún María Ólafsdóttir sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karabíska hafið þar sem hún mun starfa í&nbsp;svokölluðu&nbsp;FACT neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem er nú að störfum á eyjunum sem verst urðu úti vegna fellibyljsins Irmu.</strong>&nbsp;<br></p><p>Frá þessu segir á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/sendifulltrui-til-adstodar-eftir-irmu" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;Rauða kross Íslands en þar kemur einnig fram að Sólrún María verði einnig í stuðningi við þær eyjar sem nú búa sig undir komu fellibylsins Maríu.&nbsp;Sólrún María mun sinna svokallaðri PMER stöðu (Planning, Monitoring, Evaluation and Reporting position) og verður starfsstöð hennar í Trinídad &amp; Tóbagó.</p><p>Sólrún María&nbsp;er með mannfræði-&nbsp;og stjórnmálafræðimenntun auk&nbsp;mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum&nbsp;með&nbsp;áherslu á&nbsp;þróunarsamvinnu.&nbsp;Hún&nbsp;starfaði lengi í Palestínu fyrir UNICEF&nbsp;og í Malaví bæði fyrir&nbsp;Þróunarmálastofnun SÞ&nbsp;og sendiráð Noregs í landinu.&nbsp;Þetta er fyrsta sendifulltrúaferð hennar fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi&nbsp;en frá því í janúar 2017 hefur hún sinnt starfi verkefnastjóra á landsskrifstofu Rauða krossins á Íslandi.&nbsp;<br></p><p>Að sögn Kristínar S. Hjálmtýsdóttur framkvæmdastjóra Rauða krossins verður ferð Sólrúnar að öllum líkindum fimm til sex vikur. "Sólrún er gríðarlega reynslumikil þegar kemur að mati á aðstæðum og skipulagningu hjálparstarfs á vettvangi" segir Kristín. "Rauði krossinn á Íslandi er þess fullviss að starfskraftar hennar verði fullnýttir í þágu þeirra sem standa höllum fæti í kjölfar þessara veðurhamfara."</p>

27.09.2017Flestar fjölskyldurnar í Tulu Moye lifa undir fátæktarmörkum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/sos.jpg" alt="Sos">SOS Barnaþorpin fengu á dögunum styrk frá utanríkisráðuneytinu vegna fjölskyldueflingar í Tulu Moye í Eþíópíu. Styrkurinn er til fjögurra ára og verður framlag ráðuneytisins alls 67,6 milljónir króna.</strong><br></p><p>Á síðasta ári styrkti utanríkisráðuneytið hagkvæmniathugun SOS á Tulu Moye svæðinu og er verkefnið núna beint framhald þeirrar athugunar, enda leiddi hún í ljós mikla þörf fyrir aðgerðir á svæðinu. Flestar fjölskyldurnar á svæðinu lifa undir fátæktarmörkum sem gerir það að verkum að vannæring barna er algeng ásamt því að þau eiga mörg hver ekki skó eða fatnað. Þá eru húsakynni fjölskyldna ekki góð.<br>HIV smit er algengt á svæðinu og þekking á sjúkdómnum ásamt smitleiðum er lítil. Þá eru siðir líkt og barnabrúðkaup og umskurður á kynfærum kvenna iðkaðir í samfélaginu.<br><br>Aðaláhersla samtakanna er að vinna náið með héraðsyfirvöldum, stofnunum, samtökum og öðru heimafólki við að efla hæfni og getu þeirra til að mæta þörfum barna þannig að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum og tryggt velferð barna sinna til framtíðar. Verkefnið er þáttur í að byggja upp&nbsp;sterkara samfélag með sjálfbærum hætti sem getur&nbsp;brugðist betur við þörfum barna og bætt&nbsp;lífsviðurværi fjölskyldna&nbsp;svo þær geti einnig verndað börn sín og mætt þörfum þeirra.<br></p><p>Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna í Tulu Moye mun styðja við 1500 börn og forráðamenn þeirra á svæðinu sem berjast við fátækt. Áhersla er lögð á að efla börn, konur og ungmenni svo þau geti tekið fullan þátt í og notið góðs af félagslegum, hagrænum og pólitískum ferlum ásamt því að tryggja velferð og réttindi barna.<br></p><p>Skjólstæðingar verkefnisins fá meðal annars aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, mataraðstoð, menntun og fræðslu ásamt því að þeir geta fengið örlán frá SOS Barnaþorpunum. Þá fá allar fjölskyldurnar í verkefninu sólarorkuknúið vatnshreinsitæki sem metur hvenær vatn er orðið drykkjarhæft.&nbsp;Starfsmenn SOS heimsækja fjölskyldurnar reglulega og útbúa áætlun í samráði við foreldrana. Áætlunin tekur mið af aðstæðum, þekkingu og hæfileikum hverrar fjölskyldu og tilgreinir í smáatriðum leið hennar til fjárhagslegs sjálfstæðis.SOS Barnaþorpin hafa mikla reynslu af hjálparstarfi í Eþíópíu en fyrsta barnaþorpið þar í landi hóf starfsemi sína árið 1976. Fjölskylduefling SOS hefur verið starfandi síðan árið 2007 í Eþíópíu með góðum árangri en í dag eru tæplega 14 þúsund börn sem fá aðstoð í gegnum "Fjölskyldueflingu í Eþíópíu."<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.sos.is/" linktype="1" target="_blank">Vefur</a>&nbsp;SOS Barnaþorpanna á Íslandi

27.09.2017Vandaðir stjórnunarhættir og frjáls viðskipti forsenda framfara

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/gththun.PNG" alt="Gththun">Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði í síðustui viku allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðu sinni gagnrýndi Guðlaugur Þór meðal annars eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar og lýsti áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Þá lagði utanríkisráðherra áherslu á virðingu fyrir mannréttindum og valdeflingu kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Sagði ráðherra mannréttindi samofin sjálfbærri þróun og undirstöðu friðar og því nauðsynlegt að gefa öllu fólki tækifæri á að lifa mannsæmandi lífi. Minnti ráðherra á framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í því tilliti.</b><br></p><p>Utanríkisráðherra gerði einnig áhrif loftslagsbreytinga að umtalsefni og áréttaði skuldbindingar Íslands um að standa við Parísarsamninginn. Sagði ráðherra loftslagsbreytingar mjög sýnilegar á norðurslóðum en minnti á að áhrifin næðu til alls heimsins. Utanríkisráðherra sagði jafnframt að helstu áskoranir okkar tíma væru til komnar af mannavöldum og því væru vandaðir stjórnunarhættir og frjáls viðskipti forsenda framfara. Benti ráðherra á gildi fríverslunar í baráttunni gegn fátækt, og sögu Íslands í því samhengi. "Á hverju ári komum við saman hér í höfuðborg frjálsrar verslunar og ræðum mikilvægi þess að binda endi á fátækt í veröldinni. Við getum endalaust rætt og lofað, en getum við fylgt orðum með gjörðum?", spurði Guðlaugur Þór í ræðu sinni og minnti jafnframt á bágbornar aðstæður flóttafólks.&nbsp;&nbsp;<br><br><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.3129" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/3320b450-3d79-4f0b-8db0-0441d1c025d0.jpg?a=1128993644160" class="right">Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funduðu jafnframt fyrr í dag þar sem helstu viðfangsefni alþjóðastjórnmála voru til umræðu, þ.m.t. málefni Norður-Kóreu og Miðausturlanda. Einnig funduðu utanríkisráðherrar Norðurlandanna með utanríkisráðherrum Mið-Ameríkuríkja þar sem Heimsmarkmiðin og loftslagsmál, m.a. með hliðsjón af ofsaveðrum í þessum heimshluta, voru meðal umfjöllunarefna.&nbsp;<br><br>Utanríkisráðherra átti tvíhliða fund með starfsbróður sínum frá Singapúr þar sem viðskipti, samgöngur og norðurslóðamál voru á dagskrá. Ráðherra hitti einnig utanríkisráðherra Georgíu og undirrituðu þeir endurviðtökusamning milli ríkjanna, sem auðveldar samstarf vegna hælisleitenda sem þaðan koma. Þá hitti ráðherra fulltrúa UN Women til að ræða áframhaldandi leiðtogahlutverk Íslands í jafnréttismálum og frekari samvinnu, m.a. í gegnum HeForShe-verkefnið.&nbsp;<br><br>"Þær áskoranir sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir krefjast alþjóðlegrar samvinnu. Það á jafnt við um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og hryðjuverkum og baráttuna fyrir mannréttindum og gegn fátækt. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að standa vörð um Sameinuðu þjóðirnar og gildi þeirra, og þar hefur Ísland ávallt hlutverki að gegna", segir Guðlaugur Þór Þórðarson.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unric.org/is/frettir/27026-opnum-markaei-til-ae-vinna-a-fataekt" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Opnum markaði til að vinna á fátækt/ UNRIC</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://gadebate.un.org/en/72/iceland" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Statement Summary/ UN</a>&nbsp;</p>

27.09.2017Norðurlönd: alþjóðasamvinna, umbætur og viðskipti

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Wallstrom.jpg" alt="Wallstrom">Norðurlöndin lýstu almennum stuðningi við fjölþjóðlega samvinnu, umbætur á starfi Sameinuðu þjóðanna, heimsviðskipti og áframhaldandi þróunaraðstoð í ræðum sínum í árlegum almennum umræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem lauk í gær.&nbsp;</strong><br></p><p>Árni Snævarr hjá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna tók saman pistil og birti á vef UNRIC þar sem hann rýndi í ræður norrænna ráðherra á allsherjarþinginu.&nbsp;<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unric.org/is/frettir/27029-noreurloend-altjoeasamvinna-umbaetur-og-vieskipti" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

27.09.2017Einar Gunnarsson stýrir nefnd á allsherjarþinginu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/EinarG2.jpg" alt="EinarG2">Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum stýrir mannúðar- félagsmála og menningarnefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;Nefndin sem gengur undir heitinu "þriðja nefndin" kaus Einar formann síðastliðið vor en hann tekur við formennskunni nú þegar 72. þingið er hafið.&nbsp;<br></p><p>Einar hefur verið fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 2014 og var einn af varaforsetum Allsherjarþingsins 2014-2015. Áður var hann ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og stjórnarerindreki í fastanefnd Íslands hjá stofnunum SÞ í Genf, hjá Evrópusambandinu í Brussel, auk starfa á viðskipta- og varnarmálaskrifstofum ráðuneytisins.&nbsp;&nbsp;Einar er lögfræðingur frá Háskóla Íslands.<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unric.org/is/frettir/27028-einar-styrir-trieju-nefnd-" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UNRIC</a>&nbsp;greinir frá.<br></p>

27.09.2017Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar taka höndum saman og leggja 65 milljarða króna í verkefnið

<p><strong> <a href="https://youtu.be/VpsfYKdGFso" class="videolink">https://youtu.be/VpsfYKdGFso</a> Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum stórátaki til höfuðs ofbeldi gegn konum og verja til þess 500 milljónum evra, eða um 66 milljörðum íslenskra króna.&nbsp;António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í frétt á vef upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC) að aldrei fyrr hafi jafn miklum fjármunum verið varið til þessa málaflokks en ofbeldi gegn konum er&nbsp;talið til umfangsmestu mannréttindabrota í heiminum. Átakið nefnist Kastljós (Spotlight).</strong>&nbsp;<br></p><p>"Umfangið er einnig fordæmalaust því hér er á ferð heildstætt átak sem nær jafnt til forvarna, sem verndar fórnarlamba og aðgangs að réttarkerfi," sagði Guterres þegar átakið var kynnt í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Evrópusambandið verður langstærsti bakhjarl verkefnisins.<br><br>"Fjöldi ríkja sem það nær til á enga hliðstæðu, en ætlunin er að hafa djúp og óafturkræf áhrif. Sá metnaður að ná varanlegum, langtíma árangri í þágu kvenna og stúlkna er einnig fordæmalaus," er haft eftir Guterres.<br>Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði að Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar myndu sameinast um átakið en samtökin væru &nbsp;"fullkomið par." &nbsp;&nbsp;</p><p>"Við munum sameina alla okkar miklu krafta," sagði Mogherini . "Allar hinar ólíku stofnanir Sameinuðu þjóðanna og mismunandi starfssvið Evrópusambandsins munu leggjast á eitt. Þegar þessi vél hefur verið ræst er hún býsna kraftmikil." &nbsp;</p><p>Á næstu árum verður heildstæðum áætlunum hrint í framkvæmd í því skyni að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum, svo sem kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og skaðlegt framferði, mansal og efnahagslega misnotkun, stúlknadráp og heimilisofbeldi.&nbsp;Stefnt er að því að greiða fyrir lagasetningu, stefnumörkun og stofnanavæðingu, fyrirbyggjandi aðgerðir, aðgengi að þjónustu og upplýsingasöfnun í Afríku, Suður-Ameríku, Asíu, Kyrrahafinu og Karíbahafinu.</p><p>Guterres sagði að frumkvæðið myndi efla viðleitni til að hrinda í framkvæmd Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Kastljós-frumkvæðið er "sannarlega sögulegt" sagði Guterres. &nbsp;"Þegar við beinum kastljósi að því að auka völd kvenna, er framtíð allra bjartari."&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/en/spotlight-initiative/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

27.09.2017Stuðningur við foreldra fyrstu árin skiptir mestu máli fyrir börn

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unicefskyrsla0917.PNG" alt="Unicefskyrsla0917">Þ<strong>rennt skiptir mestu máli í stuðningi við foreldra kornabarna sem styður andlegan þroska þeirra, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Einungis 15 þjóðir í heiminum hafa innleitt þessi þrjú atriði og framfylgja þeim á landsvísu. Hins vegar eru 32 þjóðir með ekkert þessara þriggja atriða í framkvæmd og í þeim löndum býr eitt af hverjum átta börnum í heiminum.</strong><br><br></p><p>Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF -&nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/files/UNICEF_Early_Moments_Matter_for_Every_Child_report.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Early Moments Matter for Every Child</a>&nbsp;- &nbsp;en þar er rýnt í opinberan stuðning við foreldra ungra barna sem stuðlar að heilbrigðum andlegum þroska barnanna. Umrædd þrjú atriði sem UNICEF telur mikilvæg til þess að foreldrar hafi tíma og tækifæri til að styðja við eðlilegan þroska heilans eru tveggja ára leikskólamenntun, sex mánaða brjóstagjöf á launum og fæðingarorlof: sex mánuðir fyrir móður og fjórar vikur fyrir föður. "Þessi atriði gefa foreldrum kost á að vernda barnið sitt og veita því betri næringu ásamt leik- og lærdómsreynslu á þessum mikilvægu fyrstu árum þegar heili barnsins þroskast hraðar en á nokkru öðru æviskeiði," segir í skýrslunni.&nbsp;</p><p>Meðal þjóðanna sem eru til fyrirmyndar að þessu leyti og uppfylla öll þrjú skilyrðin eru Kúba, Frakkland, Portúgal, Rússland og Svíþjóð. Í hópi hinna þjóðanna sem bjóða foreldrum og börnum þeirra ekkert þessara þriggja atriði eru 40% barnanna í aðeins tveimur ríkjum: Bangladess og Bandaríkjunum.&nbsp;"Við þurfum að gera meira til að gefa foreldrum og þeim sem annast ung börn þann stuðning sem börnin þurfa á þessu mikilvægasta tímabili heilaþroska," er haft eftir Anthony Lake framkvæmdastjóra UNICEF.&nbsp;</p><p>Fram kemur í skýrslunni að milljónir barna yngri en fimm ára verja mótunarárunum í óöruggu umhverfi þar sem tækifæri til andlegs þroska eru af skornum skammti.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_100893.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p>

27.09.2017Fimm umsóknir íslenskra borgarasamtaka um þróunarsamvinnuverkefni samþykktar

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/brothers3.PNG" alt="Brothers3">Fimm umsóknir íslenskra borgarasamtaka um styrki til þróunarsamvinnuverkefna hafa verið samþykktar í utanríkisráðuneytinu. Fjárhæð þeirra nemur 175 milljónum króna, þar af koma 56 milljónir til ráðstöfunar á þessu ári.</b><b><br></b><br>Verkefnin sem fengu úthlutun verða unnin af Hjálparstarfi kirkjunnar, SOS Barnaþorpunum á Íslandi, Enza, Sambandi íslenskra kristniboðssamtaka og styrktarfélaginu Brosköllum. Verkefnin verða unnin í þremur Afríkuríkjum, Eþíópíu, Kenía og Suður-Afríku.<br></p><p>Alls bárust tíu umsóknir frá sjö borgarasamtökum að þessu sinni. Verkefnin fimm sem samþykkt voru eru í einstaka tilvikum háð fyrirvörum ráðuneytisins um úttektir eða upplýsingar um árangur fyrri verkefna.<br></p><p>Verkefnin sem hljóta styrki eru þessi - en frásagnir um verkefnin verður bæði að finna í Heimsljósi í dag og í næstu viku:</p><p>Langtímaverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar um stuðning við sjálfbæra lifnaðarhætti og matvælaöryggi á afskekktum svæðum í Austur-Eþíópíu til þriggja ára að heildarupphæð 80,7 m.kr, þar af verði 20 m.kr. til úthlutunar árið 2017.</p><p>Langtímaverkefni SOS Barnaþorpanna á Íslandi til fjölskyldueflingar í Eþíópíu til fjögurra ára að heildarupphæð 67,6 m.kr., þar af verði 20 m.kr. til úthlutunar árið 2017.</p><p>Langtímaverkefni samtakanna Enza til valdeflingar og aukinnar atvinnuþátttöku kvenna í fátækrahverfum í Suður-Afríku að heildarupphæð 14,8 m.kr, þar af verði 4 m.kr. til úthlutunar fyrir árið 2017.<br></p><p>Verkefni Sambands íslenskra kristniboðssamtaka til menntunar á jaðarsvæðum í Kenía að heildarupphæð 8 m.kr.</p><p>Nýliðaverkefni Styrktarfélagsins broskalla til menntaverkefnis í Kenía að heildarupphæð 4 m.kr. &nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/borgarasamtok/verklagsreglur-og-umsoknir/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Borgarasamtök - umsóknir/ ICEIDA</a>&nbsp;</p>

21.09.2017Meiri þekking á Heimsmarkmiðunum en Þúsaldarmarkmiðunum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/heimsmarkmidin1_1505990360545.jpg" alt="Heimsmarkmidin1_1505990360545">Samkvæmt&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.oecd.org/development/pgd/International_Survey_Data_DevCom_June%202017.pdf" linktype="1" target="_blank">samantekt</a>&nbsp;DevCom samtakanna á skoðanakönnunum víðs vegar um heiminn er almenn vitneskja um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna meiri en var á sínum tíma þegar Þúsaldarmarkmiðin voru í gildi. Viðhorfs- og þekkingarkannanir sem gerðar hafa verið um Heimsmarkmiðin sýna að milli 28 og 45 prósent aðspurðra hafa heyrt Heimsmarkmiðin nefnd.</strong></p><p>&nbsp;Í samantektinni segir að vitneskja um Heimsmarkmiðin þurfi ekki endilega að merkja þekkingu á markmiðunum sjálfum. Könnun Glocalities (2016) sem náði til 24 þjóðríkja hafi til dæmis leitt í ljós að aðeins einn af hverjum hundrað hafi þekkt "mjög vel" til Heimsmarkmiðanna og 25% hafi viðurkennt að þekkja aðeins hugtakið. Samkvæmt síðustu mælingu "Eurobarometer" fyrr á þessu ári þekkir aðeins einn af hverjum tíu Evrópubúum til Heimsmarkmiðanna.<br></p><p>Munurinn milli landa er mjög mikill. Samkvæmt könnun Hudson &amp; vanHeerde-Hudson (2016) kváðust 2 af hverjum 10 í Þýskalandi og Frakklandi EKKI þekkja til Heimsmarkmiðanna en 4 af hverjum 10 í Bretlandi og Bandaríkjunum. DevCom segir að tölur sem þessar verði að taka með miklum fyrirvara, ætla megi að margir ofmeti í slíkum könnunum eigin þekkingu á Heimsmarkmiðunum.<br></p><p>Í könnun sem IPSOS gerði árið 2015 og náði til 16 landa kom í ljós að fólk taldi öll sautján Heimsmarkmiðin mikilvæg og stuðningur við þau öll var mikill meðal allra þjóðanna. Þegar spurt var um mikilvægustu markmiðin kom á daginn að fólk setti markmiðin um útrýmingu fátæktar, útrýmingu hungurs og hreint vatn/ salernisaðstöðu á oddinn.<br></p><p>IPSOS spurði líka um það hver ætti að fjármagna Heimsmarkmiðin. Tæplega fjórir af hverjum tíu töldu það vera í verkahring allra ríkisstjórna en aðeins 5% töldu að einkageirinn ætti að greiða fyrir markmiðin.<br>DevCom segir í samantektinni: "Heimsmarkmiðin eru oft kölluð markmið fólksins. Ríkisstofnanir sem styðja Heimsmarkmiðin þurfa að fá borgarana til liðs við sig, hlusta á þá og hvetja þá til aðgerða."<br></p><p>DevCom (Development Communication Network) eru samtök á vegum OECD.</p>

21.09.2017Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík fær viðurkenningu PRME

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/prme.PNG" alt="Prme" class="right">PRME, samráðsvettvangur háskóla sem var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum, hefur veitt viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík viðurkenningu fyrir framúrskarandi framgangsskýrslu. Í skýrslunni sýnir deildin fram á árangur sinn í að ná þeim sex markmiðum sem sett eru fram af samtökunum PRME (Principles for Responsible Management Education) og tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.<br>Fram kemur á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.ru.is/haskolinn/frettir/vidskiptadeild-hlytur-vidurkenningu-prme" linktype="1" target="_blank">vef&nbsp;</a>HR að með því að skrifa undir viljayfirlýsingu PRME hafi viðskiptadeild HR skuldbundið sig til að leggja áherslu á kennslu í samfélagsábyrgð og ábyrgri stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti.</p>

21.09.2017Svört skýrsla Matvælaáætlunar SÞ um vaxandi hungur í heiminum

<p> <a href="https://youtu.be/yLARhuGlYz8" class="videolink">https://youtu.be/yLARhuGlYz8</a> Í rúmlega tíu ár hefur hungruðum í heiminum fækkað með ári hverju. Nú fjölgar þeim á ný. Samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) voru 815 milljónir manna undir hungurmörkum á síðasta ári, 38 milljónum fleiri en árið áður.&nbsp;<br><br>Skýringar er fyrst og fremst að finna í auknum stríðsátökum og afleiðingum hamfara vegna loftslagsbreytinga.<br></p><p>Skýrsla WFP -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.wfp.org/content/2017-state-food-security-and-nutrition-world-sofi-report" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The State of Food Security and Nutrition in the World 2017</a>&nbsp;- kom út í síðustu viku, sú fyrsta sem gefin er út eftir að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt með til dæmis markmiðunum að útrýma fátækt og hungri fyrir árið 2030.<br></p><p>Fram kemur í skýrslunni að 155 milljónir barna búa við vaxtarskerðingu og 52 milljónir barna eru of létt miðað við hæð. Þá er talið að um 41 milljón barna séu í yfirþyngd.</p>

21.09.2017Tíu milljónir til neyðarsjóðs SÞ vegna afIeiðinga fellibylsins Irmu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/irma_1505990836083.jpg" alt="Irma_1505990836083">Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra veitti á dögunum rúmum 10 milljónum króna til neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (Central Emergency Response Fund, CERF) vegna skelfilegra afleiðinga fellibylsins Irmu sem gekk yfir eyjar Karíbahafsins fyrr í mánuðinum. Alþjóðlegar mannúðarstofnanir eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) gera ráð fyrir að sækja fjármagn til CERF til þess að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð til þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum.&nbsp;</strong><br><br>Tilgangur Neyðarsjóðs SÞ er að tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist fórnarlömbum náttúruhamfara og átaka tímanlega og á sem skilvirkastan hátt.&nbsp;Sjóðurinn fjármagnar skyndiviðbrögð, neyðaraðstoð og viðbrögð við hamförum af völdum stríðs eða náttúruhamfara.<br></p><p>Af dæmum um undirfjármagnaða neyð sem sjóðurinn hefur stutt síðustu vikurnar má nefna 45 milljónir Bandaríkjadala framlag til fjögurra mannúðarverkefna í Afganistan, Mið-Afríkulýðveldinu, Tjad og Súdan sem gert er ráð fyrir að veiti lífsbjargandi aðstoð til rúmlega 20 milljóna manna. Þá ákvað CERF nýlega að veita 7 milljónir Bandaríkjadala til aðstoðar við þær þúsundir manna sem nú flýja ofbeldið í Mjanmar.</p>

21.09.2017Konur í heiminum hafa aldrei átt færri börn að meðaltali

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/san2.jpg" alt="San2">Á heimsvísu fæðir hver kona í dag því sem næst helmingi færri börn en fyrir hálfri öld. Fyrir fimmtíu árum áttu konur að jafnaði 4,5 börn en í dag eiga konur 2,1 barn að meðaltali. Engu að síður fjölgar mannkyninu, fyrst og fremst vegna hárrar fæðingartíðni í mörgum Afríkuríkjum. Önnur skýring er vitskuld sú að með auknum mannfjölda í heiminum eru konur á barneignaaldri fleiri en nokkru sinni og þær eignast börn sem lifa lengur en áður.&nbsp;<a shape="rect">Karitte Lind Bejer</a>&nbsp;skrifar um þessi mál í pistli á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.kristeligt-dagblad.dk/udland/aldrig-har-verdens-kvinder-faaet-faerre-boern" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;Kristilega dagblaðsins í Danmörku.</p>

21.09.2017Nemendafjöldi Landgræðsluskólans kominn yfir eitt hundrað á tíu árum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/utskrift1309_1505991302533.jpg" alt="Utskrift1309_1505991302533" />Fjórtán nemar útskrifuðust frá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku eftir sex mánaða nám á Íslandi. Heildarfjöldi nemenda skólans frá upphafi er nú kominn yfir eitt hundrað en skólinn hóf starfsemi árið 2007. Að þessu sinni útskrifuðust nemendur frá átta þjóðríkjum, flestir frá Gana og Mongólíu, þrír frá hvoru landi, tveir frá bæði Úganda og Lesótó, og einn frá Malaví, Eþíópíu, Níger og Úsbekistan, alls tíu karlar og fjórar konur.</strong></p> <p>Markmið Landgræðsluskólans er að byggja upp færni sérfræðinga frá þróunarlöndum í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Þetta er gert með því að þjálfa sérfræðinga sem starfa við landgræðslu- og landnýtingarmál í samstarfslöndum Landgræðsluskólans í Afríku og Mið-Asíu. Allir nemendurnir hafa háskólagráðu sem tengist viðfangsefnum skólans og starfa við stofnanir í heimalandi sínu.<br /> <br /> Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskólans kvaddi nemendur með ávarpi en einnig tóku til máls við útskriftina Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Árni Bragason formaður stjórnar Landgræðsluskólans og landgræðslustjóri, og Björn Þorsteinsson rektor Landbúnaðarháskólans, sem flutti lokaorð. Fyrir hönd nemenda fluttu ávörp þau Badam Ariya frá Mongólíu og Emmanuel Lignule frá Gana.</p> <p><strong>Heimsmarkmiðin og Parísarsamningurinn</strong></p> <p>Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri sagði meðal annars í ávarpi sínu að nemarnir hefðu á síðustu sex mánuðum fengið tækifæri til að læra af kennurum sínum og samnemendum, en einnig hefðu þeir komið til Íslands með þekkingu og reynslu sem þeir hefðu deilt með öðrum. Hann sagði að útskriftarnemarnir fjórtán væru nú orðnir hluti af miklu stærra tengslaneti fræðimanna, stefnumótandi aðila og sérfræðinga. "Þið deilið öll sameiginlegri sýn og markmiði: að stýra landnýtingu á sjálfbæran hátt þannig að auðlindin nýtist komandi kynslóðum fremur en til skamms tíma; að endurheimta svæði sem áður voru horfin og ónothæf; að breyta viðhorfum til náttúrunnar og hvernig hún samtvinnast inn í öll samfélög," sagði Sturla.</p> <p>Hann minnti á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamninginn um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, sem hann sagði viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á mikilvægi sjálfbærrar þróunar og baráttunnar gegn lofslagsbreytingum. Samfélög þjóða stæðu sameinuð að þessum sáttmálum og hefðu sett fram forgangsröðun til að starfa eftir. "Á vegferð okkar til að útrýma hungri og fátækt og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika munum við standa frammi fyrir þeim sem véfengja málstað okkar, efast um þátt mannsins í breytingum á vistkerfum og afneita sameiginlegri ábyrgð okkar til að takast á við þessar áskoranir," sagði Sturla.<strong><br /> </strong></p> <p><strong>Rannsóknarverkefni</strong></p> <p><strong> <a href="https://youtu.be/O6YUZFstumY" class="videolink">https://youtu.be/O6YUZFstumY</a> <br /> </strong></p> <p> <a href="https://youtu.be/5uW9frSzAso" class="videolink">https://youtu.be/5uW9frSzAso</a> Í byrjun mánaðarins stóðu nemendurnir fjórtán fyrir kynningu á lokaverkefnum í skólanum, rannsóknarverkefnum sem þeir hafa unnið að síðustu mánuði undir leiðsögn fræðimanna frá fjölmörgum stofnunum og háskólum, m.a. Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, Listaháskólanum og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, auk tveggja verkfræðistofa, EFLA og Verkís.&nbsp;</p> <p>Í meðfylgjandi myndböndum má sjá tvo af nemendum skólans, þau&nbsp;<strong>Zalfa Businge</strong>&nbsp;frá Úganda og&nbsp;<strong>Emmanuel Mwathunga</strong>&nbsp;frá Malaví lýsa lokaverkefnum sínum.</p> <p>Landgræðsluskólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Skólinn er hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og einn fjögurra háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfa hér á landi.</p> <p>Því er við að bæta að tveir nemendur fluttu frumsamið&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unulrt.is/static/files/newsletter/connect_final.mp3" linktype="1" target="_blank">lag</a>&nbsp;við útskriftina: Beatrice Dossah frá Gana og Emmanuel Mwathunga frá Malaví. Lagið og textinn er eftir Beatrice en það var &nbsp;hluti af hennar verkefnavinnu við Landgræðsluskólann.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

21.09.2017Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í gær

<p><strong> <a href="https://youtu.be/sWpufmFFQj4" class="videolink">https://youtu.be/sWpufmFFQj4</a> Flestir þjóðarleiðtogar heims er komnir til New York á árlegan fund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í gær. Allsherjarþingið er vettvangur þjóðarleiðtoga til þess að ræða brýnustu málefni samtímans, þingið hefst jafnan þriðja þriðjudag í september og stendur fram í desember.</strong><br></p><p>Þetta er 72. Allsherjarþing SÞ en margir sækja nú þingið í fyrsta sinn, þar á meðal Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Íbúar jarðarinnar eru í brennidepli á allsherjarþinginu eins og sjá má á einkunnarorðunum:&nbsp;'Focusing on People - Striving for Peace and a Decent Life for All on a Sustainable Planet.<br></p><p>Fyrir fundinn töldu fréttaskýrendur að mesta eftirvæntingin væri bundin við ávarp Bandaríkjaforseta eins og fram kemur í meðfylgjandi fréttaskýringu á myndbandinu. Í ræðunni endurtók Trump það sem hann hafði áður sagt að skrifræði væri of mikið innan Sameinuðu þjóðanna og samtökin hefðu liðið fyrir skrifræði og slælega stjórnun.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.irinnews.org/feature/2017/09/18/six-major-humanitarian-challenges-confronting-un-general-assembly" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Six major humanitarian challenges confronting the UN General Assembly/ IRIN</a>-<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/09/18/skrifraedi_heldur_aftur_af_sth_2/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">"Skrifræði" heldur aftur af SÞ/ Mbl.is</a>-<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.visir.is/g/2017170918904/kallar-eftir-umbotum-a-sameinudu-thjodunum" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Kallar eftir umbótum á Sameinuðu þjóðunum/ Vísir</a>&nbsp;<br>-<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/09/18/putin_sleppir_fundi_sth_fyrir_stridsleiki/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Pútín sleppir fundi SÞ fyrir stríðsleiki/ Mbl.is</a>&nbsp;<br><br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.usatoday.com/story/news/politics/2017/09/19/fact-check-trump-makes-misleading-boasts-economy-and-foreign-issues-u-n-speech/683568001/" linktype="1" target="_blank">Fact check: Trump makes misleading boasts on economy and foreign issues in U.N. speech/ USAToday</a>&nbsp;<br></p>-<p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.economist.com/blogs/democracyinamerica/2017/09/trump-warns-rocket-man?fsrc=scn%2ftw%2fte%2fbl%2fed%2fanamericafirstpresidentaddressestheunitednations" linktype="1" target="_blank">An America First president addresses the United Nations/ Economist</a>&nbsp;<br><br></p>

21.09.2017Konur á flótta: Femínismi og stefnumótun í málefnum flóttamanna

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/feminisk.jpg" alt="Feminisk" class="right" />Hrefna Ragnhildur Jóhannesdóttir fjallar í nýlegri lokaritgerð sinni til BA-gráðu í stjórnmálafræði um stöðu kvenna á flótta og ýmis vandamál sem þær standa frammi fyrir, svo sem kynbundna mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem eykst á tímum flótta og átaka. Hún segir að ýmislegt hafi verið reynt til að bæta stöðu kvenkyns flóttamanna og stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hafi viðurkennt að breytinga sé þörf en heimur utanríkis- og öryggismála hafi ætíð verið karllægur.</strong></p> <p>"Hugsanleg lausn á þessum vanda er femínísk utanríkisstefna, með slíkri stefnu er áhersla lögð á að binda enda á kynbundið ofbeldi og að auka þátttöku kvenna í utanríkismálum en stefnan er umdeild. Íslenska ríkið hefur byggt móttöku kvótaflóttamanna á jafnréttissjónarmiðum og talað fyrir jafnrétti á alþjóðasviðinu en ekki gengið eins langt í þessum málaflokki og til dæmis sænska ríkisstjórnin sem hefur yfirlýsta femíníska stefnu. Markmið beggja ríkja er það sama en stigsmunur er á nálgun þeirra," skrifar Hrefna í útdrætti ritgerðarinnar.</p> <p>Hrefna segir að íslenska ríkið hafi lagt áherslu á að aðstoða konur og viðkvæmari hópa kvótaflóttamanna þó ekki sé að finna neina heildræna femíníska stefnu í málefnum flóttamanna á Íslandi. Hún nefnir að erfitt sé til dæmis að nálgast upplýsingar um slíkar áherslur í málefnum hælisleitenda hér á landi.<br /> <strong><br /> Verkin látin tala</strong></p> <p>"Ísland hefur lagt áherslu á málefni kvenna og jafnrétti í sinni utanríkisstefnu, tekið á móti flóttamönnum með jafnréttissjónarmið í huga, reynt að efla einstæðar mæður og bjóða hinsegin flóttamönnum öruggara líf þó án þess að vera með heildræna eða yfirlýsta femíníska stefnu. Það má velta því fyrir sér hvort það sé kannski bara betra að láta verkin tala heldur en að tala endilega um femínisma og femíníska stefnu. Það er í það minnsta tilfinningin sem maður fær þegar þessi mál eru rædd á sviði íslenskra stjórnvalda. Það virðast allir sammála um mikilvægi jafnréttis og kvenfrelsis en enginn hefur sérstaka þörf fyrir að hafa um það mörg orð eða ögra hefðbundnum og "viðurkenndum" aðferðum."<br /> Ritgerðina í heild má nálgast&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://skemman.is/bitstream/1946/27159/1/BA_Hrefna_2017.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér</a>.</p> <p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.regeringen.se/regeringens-politik/en-feministisk-utrikespolitik/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">En feministisk utrikespolitik/ Sænska ríkisstjórnin</a>&nbsp;</p>

21.09.2017Lýðræði hindrar átök og stuðlar að friði

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/International-Day-of-Democracy-15-September-Picture.jpg" alt="International-Day-of-Democracy-15-September-Picture">Lýðræði á undir högg að sækja víða um heim. Mannréttindi, málfrelsi, umburðarlyndi og jafnrétti eru dregin í efa og þar með grafið undan friði og stöðugleika.</strong></p><p>Þema&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">Alþjóðadags lýðræðis</a>, sem haldinn var í síðustru viku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru forvarnir gegn átökum og nauðsyn þess að efla lýðræði &nbsp;til þess að efla frið og stöðugleika. "Á alþjóðalýðræðisdaginn er ástæða til að gaumgæfa stöðu lýðræðis í heiminum í dag," sagði í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unric.org/is/frettir/27020-lyeraeei-hindrar-atoek-og-stuelar-ae-friei" shape="rect" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC.<br><br>Þar segir ennfremur að lýðræði sé jafnt ferli sem markmið og það verði trauðla að veruleika alls staðar og í þágu allra án stuðnings alþjóðasamfélagsins, innlendra stofnana á hverjum stað, borgaralegs samfélags og einstaklinga. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna bendir á að á þesum degi sé ástæða til að ítreka stuðning við heim þar sem friður, réttlæti, virðing, mannréttindi, umburðarlyndi og samstaða ráði ríkjum. &nbsp;</p><p>"Gjá á milli fólks er djúp og fer vaxandi &nbsp;og sama gildir um gjána á milli fólksins og pólitískra stofnana, sem eiga að vera fulltrúar þeirra. Ótti býr í of miklum mæli að baki ákvörðunum. Þetta er ógn við lýðræðið,"&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">segir&nbsp;</a>Guterres. &nbsp;</p>

21.09.2017Ný stefna UNICEF til næstu fjögurra ára samþykkt á stjórnarfundi

<p><strong><img alt="" name="ACCOUNT.IMAGE.3125" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/e4fccfb3-e7e3-4c49-863d-3af59a31e160.jpg?a=1128931368747" style="margin: 5px;" />Á stjórnarfundi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í síðustu viku í New York var samþykkt ný stefna UNICEF fyrir 2018-2021. Að sögn Hildigunnar Engilbertsdóttur sem sat fundinn fyrir hönd utanríkisráðuneytisins mun starfsfólk UNICEF nú undirbúa innleiðingu og framkvæmd stefnunnar. "Þótt nýja stefnan boði einhverjar breytingar á starfsskipulagi hjá UNICEF, þá hafa áherslur stofnunarinnar ekki breyst mikið milli ára. Áfram er lögð áhersla á að ná til þeirra barna sem búa við lökustu kjörin. Mannréttindi eru enn höfð að leiðarljósi og kynjajafnrétti og jafnræði eru samþætt öllum markmiðum stefnunnar," segir Hildigunnur.</strong></p> <p>Stjórnin samþykkti einnig samþætta fjárhagsáætlun UNICEF fyrir 2018-2021. Í skýrslu UNICEF sem fjallar um fjármögnun stefnunnar kemur fram að stefnt er að 21% tekjuvexti á tímabilinu til þess að stofnunin geti framkvæmt stefnuna. Í því skyni mun UNICEF leita allra leiða til að stækka þann hóp sem veitir framlög til UNICEF, þá sérstaklega einkageirann og einstaklinga sem veita framlög til landsnefnda UNICEF. Þess ber að geta að íslenska UNICEF landsnefndin safnaði hlutfallslega hæsta framlagi allra landsnefnda árið 2016.</p> <p>Íslensk stjórnvöld styðja við ýmis verkefni UNICEF, svo sem verkefni í Sambesíufylki í Mósambík þar sem UNICEF byggir upp vatns-, hreinlætis- og salernisaðstöðu fyrir íbúa í sex héruðum. Einnig má nefna að íslensk stjórnvöld hafa um árabil stutt við verkefni UNICEF í Palestínu, en stjórn UNICEF samþykkti á áðurnefndum stjórnarfundi svæðaáætlun fyrir Palestínu og palestínsk börn og konur í nærliggjandi löndum.</p> <p>Íslensk stjórnvöld veittu sömuleiðis kjarnaframlag til UNICEF að upphæð 123 miljónir króna árið 2017, en slík framlög gera stofnunum kleift að veita fé til þeirra svæða sem mest þurfa á aðstoð að halda og veita svigrúm þegar bregðast þarf skjótt við. Á síðasta ári notaði UNICEF kjarnaframlög til að m.a. meðhöndla 200 þúsund börn í Afganistan sem þjáðust af bráðri vannæringu og bólusetja meira en eina milljón barna undir eins árs aldri í Úganda.</p> <p>Áhugasamir geta skoðað gögn um úthlutun UNICEF á kjarnaframlögum á svokallaðri&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://open.unicef.org/" linktype="1" target="_blank">gagnsæisgátt.</a>&nbsp;</p>

21.09.2017UNICEF: Mikilvægi úrbóta á útlendingalögum til að tryggja mannréttindi barna

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/un0121214.jpg" alt="Un0121214">UNICEF á Íslandi hvetur Alþingi til að sameinast um breytingar á útlendingalögum fyrir kosningar, til að tryggja réttindi allra barna sem leita hingað eftir alþjóðlegri vernd. "Nauðsynlegt er að ráðast í tafarlausar úrbætur á yfirstandandi þingi og tryggja að þeim ákvæðum laganna er varðar réttindi og hagsmuni barna sé framfylgt með fullnægjandi hætti," segir í yfirlýsingunni.</strong><br></p><p>Þar segir ennfremur: "Eitt af yfirlýstum markmiðum nýrra útlendingalaga (nr. 80/2016), sem unnin voru af þverpólitískri nefnd þingmanna og tóku gildi 1. janúar 2017, var að uppfylla með skýrari hætti mannréttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi og samræma löggjöf alþjóðlegum skuldbindingum, m.a. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var hér á landi 2013. Síðustu mánuði hefur hins vegar komið í ljós að talsverðir annmarkar eru á framfylgd laganna og nauðsynlegt er að skýra betur inntak þeirra með tilliti til mannréttinda og hagsmuna barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi.</p><p>Mál tveggja ungra stúlkna sem synjað hefur verið um vernd og vísa á úr landi hafa hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðlum síðustu mánuði. Þó svo að sérstaklega hafi verið rætt opinberlega um mál einstaka barna má ekki gleymast að fleiri börn hér á landi eru í sömu sporum. Tryggja þarf að öll börn njóti mannúðar og mannréttinda.</p><ul><li>Að mati UNICEF á Íslandi er brýnt að ráðast í eftirfarandi aðgerðir:</li><li>Gera breytingar á útlendingalögum til að skýra betur réttindi og hagsmuni barna</li><li>Setja á laggirnar þverpólitíska nefnd til að fylgjast með og bæta framfylgd útlendingalaga</li><li>Auka stuðning við stofnanir sem koma að framfylgd laganna</li></ul><p>Yfirlýsing þessi helst í hendur við alþjóðlegt ákall UNICEF þar sem kallað er eftir aðgerðum til að tryggja öryggi allra barna á flótta og á vergangi.</p>

21.09.2017Mafalala - litríkt hverfi í Mapútó með mikla sögu

<p> <a href="https://youtu.be/QPJXc4ttvhc" class="videolink">https://youtu.be/QPJXc4ttvhc</a> Ivan er ungur leiðsögumaður samtakanna IVERCA sem skipuleggur ferðir um Mafalala í Mapútó, einn elsta óskipulagða bæjarhlutann í höfuðborginni. Samtökin styðja einnig fjárhagslega aðgerðir til að varðveita sögulegar- og menningarlegar minjar í hverfinu. Mafalala er höfuðborg Mapútó, segir Ivan í upphafi ferðar, og vísar til þess að hér hafi draumurinn um sjálfstæði fæðst, hér hafi andspyrnan gegn nýlenduherrunum frá Portúgal verið litrík og kröftug, hér hafi verið vagga mósambískrar menningar, skáld og listamenn á hverju götuhorni, og hér hafi meðal annarra stórmenna fæðst knattspyrnusnillingurinn Eusébio de Silva Ferreira - svarti pardusinn.</p> <p>Líkt og í öðrum óskipulögðum hverfum blökkumanna í Mapútó á nýlendutímanum máttu íbúarnir ekki byggja hús sín með múrsteinum eða úr öðru varanlegu efni; aðeins með bárujárni og timbri - og Mafalala með sína tuttugu þúsund íbúa ber þess enn merki að þetta er hverfi fátækra þar sem grunnþjónusta er takmörkuð, innviðir óburðugir og atvinnuleysi mikið. En á móti kemur að hér á þjóðarstoltið lögheimili, hér er menningar- og stjórnmálasaga við hvert fótmál, við heimsækjum fæðingarstað skáldkonunnar Noémia de Sousa og heyrum frásagnir af því hvernig Mafalala varð þungamiðja í uppreisn svarta fólksins gegn hvítu nýlenduherrunum í höfuðborginni sem þá hét Lourenço Marques. Hér í Mafalala fæddust tveir fyrstu forsetar þessa nýfrjálsa ríkis, þeir Samora Machel og Joaquim Chissano, hetjur í augum þjóðar sinnar fyrir þátt þeirra í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins sem varð að veruleika í september 1975.</p> <p>Hér í þessu litríka hverfi Mafalala er líka að finna listform sem tvinnar saman tónlist- og dans og kallast Marrabenta; þetta er blanda af þjóðlegum mósambískum töktum, portúgalskri þjóðlagatónlist og vinsælli vestrænni tónlist. Þetta er listform sem þykir lýsa vel þeirri fjölmenningu sem einkennt hefur hverfið frá upphafi og tekið fagnandi fólki með ólíkan bakgrunn. &nbsp;</p> <p>Komið með í skoðunarferð um Mafalala - horfið á kvikmyndabrotið með því að smella á myndina.</p>

21.09.2017Næstu ár í þróunarsamvinnu Íslands

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/geo4.jpg" alt="Geo4" />Ísland hefur ásamt öðrum ríkjum tekið á sig skuldbindingar um að bregðast við þeim miklu áskorunum sem l&nbsp;úta að lofslagsbreytingum, fæðuóöryggi, ófriði, vannæringu, ójöfnuði, flóttamannavanda o.fl. með því að vinna að heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun bæði innanlands og í alþjóðasamstarfi til ársins 2030.</p> <p>Heimsmarkmiðin og sjálfbærniáhersla þeirra eru undirstaða þróunarsamvinnunnar og hornsteinn í íslenskri utanríkisstefnu. Það felast tækifæri í því fyrir utanríkisþjónustuna að vinna að heimsmarkmiðunum og leggja þannig íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátttöku á þessu sviði uppfyllir Ísland pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og mun mögulega verða öðrum þjóðum fyrirmynd hvað varðar árangursríka þróunarsamvinnu og vandað verklag. Fyrirhugað er að utanríkisráðherra leggi fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2018-2022, byggða á heimsmarkmiðum SÞ, ásamt aðgerðaráætlun 2018-2019 þar sem framkvæmd stefnunnar verður útlistuð. Lögð er áhersla á að stefnan og framkvæmdin verði betur samþætt heildstæðri utanríkisstefnu Íslands og samningsgerð við framkvæmdaraðila falli innan gildistíma stefnunnar á hverjum tíma til þess að stuðla að hagvexti í þróunarríkjum.<br /> Heimsmarkmiðin munu ekki nást fyrir 2030 nema með aukinni aðkomu einkageirans enda byggjast efnahagslegar framfarir fyrst og fremst á verðmæta- og atvinnusköpun atvinnulífsins. Það felast mikil tækifæri í að koma íslenskri sérþekkingu á framfæri og fyrir íslenskt atvinnulíf að leggja sitt af mörkum.</p> <p>Ein af meginniðurstöðum jafningjarýni DAC er sú að þrátt fyrir að Ísland sé lítið framlagaríki í samanburði við önnur lönd hafi okkur tekist að forgangsraða og nýta styrkleika okkar á sviðum þar sem við búum yfir íslenskri sérþekkingu á skilvirkan hátt. Með því að leggja áherslu á þessi svið í þróunarsamvinnu Íslands felast tækifæri fyrir íslenskar stofnanir og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum til málaflokksins og taka þátt í verkefnum alþjóðasamfélagsins.</p> <p><strong>Íslensk sérþekking og reynsla nýtist fátækum þjóðum</strong></p> <p>Í starfinu fram undan verður lögð áhersla á að virkja atvinnulífið betur til þátttöku í þróunarstarfi í samræmi við ákall alþjóðasamfélagsins, hvetja til fjárfestinga og viðskipta, og tefla fram íslenskri þekkingu í hin stóru verkefni alþjóðastofnana og á vettvangi skóla Háskóla SÞ. Mikilvægt er að aukin áhersla verði lögð á atvinnulífið í framkvæmd nýrrar þróunarsamvinnustefnu næstu árin og að búið verði svo um hnútana að íslensk sérþekking og reynsla, t.d. hvað varðar nýtingu á jarðvarma og sjálfbærum sjávarútvegi, geti nýst í þágu fátækra þjóða. Í því samhengi er mikilvægt að utanríkisþjónustan efli samstarf sitt við atvinnulífið og skilvirk upplýsingamiðlun til hagsmunaaðila innanlands er lykilatriði í því samhengi. Þessi markmið eru staðfest í nýlegri jafningjarýni DAC á þróunarsamvinnu Íslands þar sem fram kemur að íslensk stjórnvöld hafi náð miklum árangri í rekstri verkefna í samstarfi við atvinnulífið, sér í lagi á sviði nýtingar jarðvarma, og að færa megi þá nálgun á önnur svið þróunarsamvinnu. Því er lögð áhersla að sett verði á fót deild innan þróunarsamvinnuskrifstofu sem sinnir þessum verkefnum í samvinnu við viðskiptaskrifstofu og Íslandsstofu.</p> <p>Í dag sinna sendiráð Íslands í Afríku nær eingöngu verkefnum á sviði þróunarsamvinnu. Til þess að koma til móts við fyrrgreindar áherslur um að efla enn frekar samskipti við ríki í álfunni er mikilvægt að útvíkka starfsemi þeirra þannig að þau sinni fleiri sviðum, t.d. viðskiptum og stjórnmálum. Jafnframt er mikilvægt að undir þau falli umdæmislönd í Afríku og að kjörræðismönnum verði fjölgað.</p> <p>Það felast tækifæri í því fyrir Ísland að uppfylla fyrrgreindar skyldur sínar með því að vera ábyrgt gjafaríki sem vinnur eftir bestu starfsvenjum á sviði þróunarsamvinnu. Það að vera ábyrgt og traust gjafaríki hefur stuðlað að alþjóðlegri viðurkenningu fyrir Ísland. Þetta var staðfest í nýlegri jafningjarýni DAC þar sem Ísland er hvatt til að halda áfram á sömu braut og bæta enn frekar. Í rýninni er að finna tilmæli um að gera þróunarsamvinnu Íslands enn skilvirkari og árangursríkari. Í samræmi við alþjóðlegar áherslur í þróunarsamvinnu er talið brýnt að efla upplýsingamiðlun um málaflokkinn. Með öflugri miðlun upplýsinga eykst eignarhald og skilningur almennings á málaflokknum. Þá er talin þörf á að endurskoða lög og reglugerðu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands m.a. til þess að samræma ákvæðin um fjármál þróunarsamvinnu við lög nr. 123/215 um opinber fjármál.</p> <p><strong>Formennska í kjördæmasamstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna hjá Alþjóðabankanum</strong></p> <p>Að lokum ber að geta þess að árið 2019 mun Ísland taka við umfangsmikilli formennsku í kjördæmasamstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna hjá Alþjóðabankanum og gegna því í tvö ár. Því er lögð áhersla á að sett verði á fót tímabundin deild innan þróunarsamvinnuskrifstofu til þess að sinna þessu umfangsmikla verkefni. Að lokum er lögð áhersla á að styrkja sendiráðið í París og fastanefndina í New York með útsendum fulltrúum á sviði þróunarsamvinnu. Ísland varð aðili að DAC árið 2013 og aðildarríki DAC eru með sérstakan DAC fulltrúa í sendiráðunum í París sem sinna nefndinni. Ísland hefur sinnt DAC frá þróunarsamvinnuskrifstofu en reynslan hefur sýnt að þörf er á því að hafa sérstakan DAC-fulltrúa sem staðsettur er í París þar sem starfið á sér stað. Einnig hefur verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar fjölgað og álagið á fastanefndina í Genf aukist og því er ástæða til að huga að fulltrúinn í París sinni einnig verkefnum í Genf. Fastanefndin í New York fer með fyrirsvar gagnvart þeim stofnunum SÞ sem eru áherslustofnanir Íslands á sviði þróunarsamvinnu og ýmsum öðrum stofnunum og nefndum á þessu sviði sem Ísland leggur áherslu á. Fram til þessa hefur þessu að mestu verið sinnt af þróunarsamvinnuskrifstofu þar sem fastanefndin hefur ekki haft nægt bolmagn til þess að sinna málaflokknum sem skyldi. Því er lagt til að styrkja fastanefndina í New York."</p>

13.09.2017Sameinuðu þjóðirnar vilja alþjóðlega rannsókn á Jemen

<p><strong> <a href="https://youtu.be/7lreEMTQfTA" class="videolink">https://youtu.be/7lreEMTQfTA</a> Mannréttindabrot halda áfram án afláts í Jemen, auk alvarlegra brota á alþjóðlegum mannúðarlögum. Óbreyttir borgarar eru fórnarlömb "hamfara af mannavöldum," að því er fram kemur í nýrri mannréttindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út í síðustu viku.</strong></p> <p>Að minnsta kosti 5.144 óbreyttir borgarar hafa týnt lífi og 8.749 særst þar af &nbsp;hafa 1.184 börn &nbsp;dáið og 1.541 særst. Loftárásir bandalags undir forystu Sádi-Arabíu hafa grandað flestum, jafnt börnum sem öðrum sem týnt hafa lífi.&nbsp;Auk árása á markaðstorg, sjúkrahús, skóla, íbúðahverfi og borgaraleg mannvirki, hafa undanfarið ár verið gerðar loftárásir á jarðarfarir og lítil ferðaskip.&nbsp; Zeid Ra'ad Al Hussein mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir brýnt að skipa óháða, alþjóðlega nefnd til að rannsaka átökin í Jemen. UNRIC - Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna - greinir frá í&nbsp;<a track="on" shape="rect" href="http://unric.org/is/frettir/27015-st-vilja-altjoelega-rannsokn-a-jemen" linktype="1" alt="http://unric.org/is/frettir/27015-st-vilja-altjoelega-rannsokn-a-jemen" target="_blank">frétt</a>.</p>

13.09.2017Hlutfall barna utan skóla hefur verið nánast óbreytt í heilan áratug

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/bornmoz.jpg" alt="Bornmoz" />Mikil fátækt, langvarandi átök og fjölþætt neyðarástand víðs vegar um heiminn hefur leitt til þess að stöðnun hefur orðið í baráttunni fyrir því að öll börn gangi í skóla. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar á frekari fjárfestingar til að fækka börnum utan skóla.</strong>&nbsp;</p> <p>Fréttaveita Sameinuðu þjóðanna segir að 11,5% barna á grunnskólaaldri - eða 123 milljónir barna - fái ekki þá grunnmenntun sem börnin eiga rétt á. Hlutfall barna utan skóla standi nánast í stað frá því fyrir tíu árum, árið 2007, þegar 12,8% barna voru utan skóla.&nbsp;</p> <p>Haft er eftir Jo Bourne yfirmanni menntamála hjá UNICEF að fjárfestingar sem miða að því að fjölga skólum og kennurum til samræmis við mannfjöldaþróun sé ekki fullnægjandi. Sú aðferðafræði nái ekki til bágstöddustu barnanna. "Þau fá ekki þann stuðning sem þau þurfa til að blómstra meðan þau eru áfram föst í fátæktargildru," segir hann.</p> <p>Börn utan skóla eru einkum í fátækustu ríkjunum og á átakasvæðum. Af þessum 123 milljónum barna sem njóta engrar formlegrar skólagöngu eru 40% í fátækum ríkjum, þorri þeirra í sunnanverðri Afríku og sunnanverðri Asíu, og 20% á átakasvæðum, einkum í Miðausturlöndum og norðanverðri Afríku.&nbsp;Óverulegur hluti af framlögum til mannúðarmála rennur til menntamála, eða 2,7%, segir í&nbsp;<a track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=57466#.WbEjhshJa70" shape="rect" linktype="1" alt="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=57466#.WbEjhshJa70" target="_blank">fréttinni</a>.&nbsp;</p>

13.09.2017Kristján Andri ávarpaði jarðhitaráðstefnu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/irena17.PNG" alt="Irena17">Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, ávarpaði jarðhitaráðstefnu&nbsp;<a shape="rect">International Renewable Energy Agency (IRENA)</a>&nbsp;í gær. &nbsp;Ráðstefnan er haldin í Flórens á Ítalíu. Þar ræddi hann hin fjölmörgu tækifæri sem skapast hafa í tengslum við nýtingu jarðhita auk þess sem hann sagði jarðvarma vera lykilatriði fyrir orkuöryggi og aukin lífsgæði. Sagði hann að íslenskir sérfræðingar búi yfir einstakri þekkingu sem nýta mætti þar sem jarðhita væri að finna.</p><p><a track="on" shape="rect" href="http://www.thinkgeoenergy.com/first-ministerial-conference-of-global-geothermal-alliance-sept-11-2017/" linktype="1" alt="http://www.thinkgeoenergy.com/first-ministerial-conference-of-global-geothermal-alliance-sept-11-2017/" target="_blank">First Ministerial Conference of Global Geothermal Alliance, Sept. 11, 2017/ ThinkGeoEnergy</a></p>

13.09.2017Tuttugu ára afmæli Sjávarútvegsskólans minnst með margvíslegum hætti

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/UNU-FTP_Nemendur2.jpg" alt="UNU-FTP_Nemendur2" class="right" />Á þessu skólaári munu 21 nemandi taka þátt í sex-mánaða námi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, meirihluti þeirra eru konur eða 13 talsins.&nbsp;</strong><strong>Alls koma nemendurnir frá 15 löndum í Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafinu.</strong>&nbsp;</p> <p>Átta þeirra ætla að sérhæfa sig á sviði gæðastjórnunar, sjö á sviði stofnmats, og sex á sviði sjálfbærs fiskeldis.&nbsp;Námið er&nbsp;<a shape="rect">skipulagt í þrjá ólíka hluta</a>: Inngangur (sex vikur); sérhæfing (sex vikur); og þriggja mánaða rannsóknarvinna /lokaverkefni.&nbsp;</p> <p>Í inngangnum fá nemendur heildstætt yfirlit um sjávarútveg í heiminum og innsýn inn í hin ýmsu svið greinarinnar og hvernig þau tengjast. Í sérhæfingunni byggja nemendurnir upp færni á einu sviði með því að sækja fyrirlestra, vinna verkefni og heimsækja valin fyrirtæki og stofnanir.&nbsp;Í lokaverkefninu vinna þeir undir handleiðslu umsjónarkennara - taka að sér rannsókn eða verkefni sem hefur mikla þýðingu fyrir heimaland þeirra og tengist starfi þeirra þar.&nbsp;</p> <p><strong>Tuttugu ár</strong></p> <p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/former-fellows.jpg" alt="Former-fellows" />Sjávarútvegsskólinn tekur nú á &nbsp;móti nýjum hópi nemenda í tuttugasta sinn frá því hann var stofnaður árið 1997. Haldið verður upp á þann áfanga með ýmsum hætti, en einna hæst ber þátttöku á ráðstefnunni World Seafood Congress 2017.&nbsp;Á vegum skólans taka til dæmis um 50 núverandi og fyrrverandi nemendur virkan þátt með framsögum og kynningum. Skólinn á einnig veg og vanda að því að fá á ráðstefnuna Ray Hilborn einn frægasta sjávarlíffræðing heims. Sjávarútvegsskólanum hefur frá upphafi verið ætlað mikilvægt hlutverk í aðstoð Íslands við þróunarlönd.</p> <p>"Veigamikill hluti af því námi og þjálfun sem skólinn býður upp á snýr að meðferð og vinnslu afla, en það er einmitt mjög mikilvægur liður í að tryggja almenningi í þróunarríkjum aðgang að hollum og öruggum matvælum og einnig lykilforsenda árangurs á sviði útflutnings sjávarafurða. Á sama tíma hefur alltaf verið ljóst að skólinn getur, t.d. með uppbyggingu á tengslanetum innan sjávarútvegs á alþjóðavísu, haft mikið gildi fyrir íslenskan sjávarútveg og skyldar greinar og styrkt stöðu okkar sem einnar af leiðandi fiskveiði- og fiskvinnsluþjóðum heims," segir í frétt frá skólanum.</p> <p>Haldið er upp á tuttugu ára starfsafmæli skólans ýmsum hætti, m.a. með því að bjóða 22 eldri nemendum að taka þátt í ráðstefnunni World Seafood Congress (WSC) og Íslensku sjávarútvegssýningunni (Icefish) sem báðar fara fram í þessari viku.</p> <p>Nemendurnir hafa verið önnum kafnir síðan þeir komu til landsins um síðustu helgi - hlýða á erindi, ganga frá veggspjöldum fyrir ráðstefnuna, halda fyrirlestra, styrkja tengsl við kollega og - að sjálfsögðu - skemmta sér.</p> <p>Alls hafa 347 nemendur lokið námi frá skólanum frá upphafi, þ.e. útskrifast á árunum 1999-2017. Þessu til viðbótar koma svo þeir nemendur sem hófu nám í síðustu viku og&nbsp; útskrifast næsta vor (2018) alls 21 nemandi.Þeir koma frá alls 53 löndum. Flestir frá Víetnam, eða 26, og tuttugu eða fleiri hafa komið frá Úganda, Kína, Kenía, Sri Lanka og Tansaníu. Hingað hafa komið nemendur frá Nárú og Vanúatú, Súrínam og Sankti Lúsíu, svo fátt eitt sé talið. Og sex hafa komið frá Norður-Kóreu.</p>

13.09.2017Meirihluti ungmenna á flótta utan skóla - aðeins 1% í háskólanámi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/leftbehindunhcr.PNG" alt="Leftbehindunhcr" />Rúmlega 3,5 milljónir flóttabarna á aldrinum fimm til sautján ára hafa ekki fengið tækifæri til að sækja skóla á síðasta skólaári. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem birt var í gær. Um er að ræða &nbsp;1,5 milljón flóttabarna sem fara ekki í grunnskóla og&nbsp;tvær milljónir flóttaunglinga sem eru ekki í framhaldsskóla, segir í skýrslunni.</strong></p> <p>"Af þeim 17,2 milljónum flóttamanna sem UNHCR hefur umsjón með er helmingurinn börn," sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi SÞ. "Menntun þessa unga fólks er lykilforsenda friðsamlegrar og sjálfbærrar þróunar landanna sem hafa tekið á móti þeim sem og heimalanda þeirra þegar þau geta snúið aftur. En í samanburði við önnur börn og unglinga á heimsvísu verður munurinn á tækifærum þeirra og flóttamanna sífellt meiri."&nbsp;</p> <p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unhcrskyrsla.PNG" alt="Unhcrskyrsla" class="right" />Skýrslan ber yfirskriftina: "<a track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/left-behind/?utm_source=20170912+Education+Report+PRESS+RELEASE+-" linktype="1" alt="http://www.unhcr.org/left-behind/?utm_source=20170912%20Education%20Report%20PRESS%20RELEASE%20-" target="_blank">Skilin eftir: Menntun flóttafólks í kreppu.</a>&nbsp;Þar kemur fram að 91% barna í heiminum ganga í grunnskóla. Meðal flóttafólks er þessi tala mun lægri, aðeins 61% og í lágtekjulöndum er hún innan við 50 prósent. Þegar börn flóttafólks eldast aukast hindranirnar: aðeins 23% flóttaunglinga eru skráðir í framhaldsskóla, samanborið við 84% á heimsvísu. Í lágtekjulöndum geta aðeins 9% flóttamanna farið í framhaldsskóla. Á háskólastigi er ástandið alvarlegt. Á heimsvísu er skráning á háskólastigi 36%. Hjá flóttafólki kemst hlutfallið ekki upp fyrir 1 prósent, þrátt fyrir mikla aukningu í heildarfjölda vegna fjárfestinga í styrkjum og öðrum aðgerðum.</p> <p>Alþjóðasamfélagið mun ekki ná markmiðum sínum um sjálfbæra þróun - 17 markmiðum sem miða að því að umbreyta heiminum fyrir árið 2030 - ef ekkert er gert til að snúa þessari þróun við, segir í skýrslunni. Markmið fjögur, "Tryggja gæðamenntun fyrir alla og stuðla að símenntun", mun ekki nást án þess að uppfylla menntunarþarfir viðkvæmra hópa, þar á meðal flóttafólks og veglauss fólks. Og grafið verður undan mörgum öðrum þróunarmarkmiðum sem snúast um heilbrigði, velmegun, jafnrétti og frið ef menntun er vanrækt.&nbsp;</p> <p>Þetta er önnur ársskýrslan um menntamál frá UNHCR. Sú fyrsta, "<a track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/57beb5144" linktype="1" alt="http://www.unhcr.org/57beb5144" target="_blank">Að missa af</a>", var gefin út í tengslum við &nbsp;leiðtogafund allsherjarþings SÞ um flóttamenn og farandfólk í september síðastliðnum. New York-yfirlýsingin um flóttamenn og farandfólk sem undirrituð var af 193 löndum, setti menntun á oddinn í alþjóðlegum viðbrögðum.&nbsp;"Þrátt fyrir mikinn stuðning við New York-yfirlýsinguna er flóttafólk, einu ári seinna, í raunverulegri hættu á að vera skilið eftir hvað varðar menntun," sagði Grandi. "Að tryggja að flóttamenn hafi sanngjarnan aðgang að gæða menntun er á ábyrgð okkar allra. Það er kominn tími til að fara frá orðum til athafna."</p>

13.09.2017Nýtt kvennaathvarf í Palestínu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Palestine-onestopcentre-2-675x450-300x200.jpg" alt="Palestine-onestopcentre-2-675x450-300x200" class="right" />"Ég var gengin sjö mánuði á leið þegar ég flúði heimilið ásamt þriggja ára syni mínum. Þá var eiginmaður minn búinn að beita mig grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi alla meðgönguna og gott betur," segir hin 23ja ára gamla Sana Ali sem fann skjól í nýstofnuðu kvennaathvarfi í Ramallah þar sem boðið er upp á alhliða aðhlynningu fyrir þolendur ofbeldis. Þremur árum áður hafði hún fætt son sinn í kvennaathvarfi styrkt af UN Women í Betlehem. Þar dvaldi hún fyrsta ár sonar síns - áður en hún treysti sér til að flytja aftur heim.</p> <p>Þannig hefst frétt á vef UN Women á Íslandi.</p> <p>"Nýja kvennaathvarfið í Ramallah á Vesturbakkanum er ólíkt öðrum athvörfum - þar er að finna alla þá aðstoð sem konur og unglingsstelpur þurfa í kjölfar ofbeldis líkt og læknisskoðun, lagalega ráðgjöf, sálfræðiaðstoð, tilvísanir fyrir langtíma búsetuúrræði og vernd lögreglu. Þar er meira að segja leikherbergi fyrir börn, þar sem sonur minn leikur sér." segir þar ennfremur.</p> <a track="on" href="https://unwomen.is/nytt-kvennaathvarf-palestinu/" shape="rect" linktype="1" alt="https://unwomen.is/nytt-kvennaathvarf-palestinu/" target="_blank">Fréttin í heild</a>

13.09.2017Gleðisnauð samfélög

<p> <a href="https://youtu.be/oKhIrcKoQRI" class="videolink">https://youtu.be/oKhIrcKoQRI</a> "Verkefni okkar í fylkinu er að aðstoða samfélög í sveitum, einkum samfélögin sem námavinnslan hefur hrakið af jörðum sínum. Við vinnum að mannréttindamálum, einkum kvenna, og sinnum málsvarnarstarfi í þágu þeirra. Við upplýsum skjólstæðinga okkar um lagalegan rétt sinn, meðal annars jarðarlög og lög sem tengjast umhverfisþáttum," segir María Cussaia framkvæmdastjóri samtaka kvenna í Tete-fylki sem bjóða fram lögfræðiaðstoð fyrir efnalítil samfélög, einkum konur. Samtökin hafa sinnt málefnum samfélaga sem hafa neyðst til að flytja búferlum eftir að mósambísk yfirvöld hafa veitt erlendum námafyrirtækjum leyfi til kolavinnslu á jörðum þeirra.</p> <p>Tete-fylki er ríkt af kolum. Stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Rio Tinto, Riversdale og Vale hafa því fengið leyfi til kolavinnslu á þessum slóðum gegn því meðal annars að skapa brottreknum íbúum betri eða sambærilegar aðstæður á öðru svæði, 40 kílómetrum fjarri fyrri heimkynnum. Það hefur ekki gengið eftir nema að litlu leyti. Reist voru hús í hundraðatali en fyrirheit um búpening, atvinnu og margt annað hefur ekki verið efnt.&nbsp;</p> <p>Mörg húsanna sem byggð voru fyrir fáeinum árum standa nú auð og yfirgefin því eins og ein konan sagði: Hvað er hús án matar? Sú tilvitnun rataði sem fyrirsögn á skýrslu mannréttindasamtakanna Human Right Watch sem fjallaði fyrir fjórum árum ítarlega um aðstæður þessa fólks. Samtökin Oxfam hafa líka látið málefni þessa fólks til sín taka og birtu árið 2015 skýrslu um líf 736 fjölskyldna, tæplega 4000 einstaklinga, sem var komið fyrir hér á þessu hrjóstuga landi árið 2010. Vinnsluleyfin hafa gengið kaupum og sölum, Riversdale fékk leyfið fyrst, seldi það ári síðar til Rio Tinto, sem þremur árum síðar seldi það indversku námafyrirtæki, ICVL.</p> <p>Fólkið var flutt hreppaflutningum frá frjósömum árbökkum Revuboe árinnar inn á þetta afskekkta gróðurlitla land þar sem ræktunarmöguleikar eru litlir, samgöngur nánast engar, enga atvinnu að hafa í nágrenninu - og fólkinu komið fyrir án þess að eiga í raun kost á að framfleyta sér og sínum. Aðstæðurnar hafa skapað gremju og þá er vægt til orða tekið; matarleysi, atvinnuleysi, nauðungarflutningar - allt þetta og fleira til hefur leitt til þess að fátæka fólkið sem hélt að auðævin í heimabyggð þeirra myndu skapa þeim betri framtíð hefur aukið á vansæld þeirra og örbirgð. Á síðustu misserum hefur reyndar verð á kolum hríðfallið og auðlindin ekki jafn ábatasöm fyrir mósambíska ríkið og vonir stóðu til.&nbsp;</p> <p>Á íbúafundi hér í Chirondizi er hiti í heimamönnum. Þeir hafa neitað að flytja sig og staðið í málaferlum við ríkið vegna námavinnslunnar í nágrenninu. Heilsuleysi og margvísleg óþægindi eru rakin til mengandi umhverfis frá vinnslusvæðinu. Dómstóll í Tete úrskurðaði fyrr á árinu um lokun á vinnslunni en indverska fyrirtækið sem rekur námuna hefur ekki hlítt úrskurðinum; kveðst þurfa tíma til að bregðast við dómnum. Fólkið í Chirondizi hefur líka unnið málið í Hæstarétti í Mapútó og hyggst fara áfram með málið fyrir alþjóðadómstóla. Þá íhuga þeir frekari aðgerðir.</p> <a track="on" href="https://www.hrw.org/report/2013/05/23/what-house-without-food/mozambiques-coal-mining-boom-and-resettlements" shape="rect" linktype="1" alt="https://www.hrw.org/report/2013/05/23/what-house-without-food/mozambiques-coal-mining-boom-and-resettlements" target="_blank">"What is a House without Food?" Mozambique's Coal Mining Boom and Resettlements/ HRW</a><br /> <a track="on" href="http://www.irinnews.org/report/97694/resettlement-conflicts-follow-mozambiques-mining-boom" shape="rect" linktype="1" alt="http://www.irinnews.org/report/97694/resettlement-conflicts-follow-mozambiques-mining-boom" target="_blank">Resettlement conflicts follow Mozambique's mining boom/ IRIN</a><br /> <a track="on" href="https://www.oxfam.org.au/wp-content/uploads/2015/04/mining-resettlement-and-lost-livelihoods_eng_web.pdf" shape="rect" linktype="1" alt="https://www.oxfam.org.au/wp-content/uploads/2015/04/mining-resettlement-and-lost-livelihoods_eng_web.pdf" target="_blank">Mining, resettlement and lost livelihoods/ Oxfam</a><br /> <p><a track="on" href="https://macauhub.com.mo/2017/06/07/pt-terminal-de-carvao-de-grupo-indiano-em-mocambique-mandado-encerrar-por-decisao-judicial/" shape="rect" linktype="1" alt="https://macauhub.com.mo/2017/06/07/pt-terminal-de-carvao-de-grupo-indiano-em-mocambique-mandado-encerrar-por-decisao-judicial/" target="_blank">Court orders coal terminal of Indian group in Mozambique to be closed/ Macauhub</a></p>

13.09.2017Ganga til liðs við vígasveitir vegna aðgerða stjórnvalda - ekki vegna trúarbragða

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/undpskyrslaSEPT17.PNG" alt="UndpskyrslaSEPT17" />Hundruð fyrrverandi vígamanna í Afríkjuríkjum segjast hafa gengið til liðs við öfgasamtök vegna aðgerða ríkisstjórna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNDP, Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna.</strong>&nbsp;</p> <p>Meðlimir vígasveitanna segja að vendipunkturinn í ákvörðun þeirra að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin hafi verið aðgerðir af hálfu stjórnvalda, t.d. morð eða handtaka á vini eða fjölskyldumeðlimi en ekki trúarbrögð eins og margir álíta.&nbsp;</p> <p>Skýrslan nefnist&nbsp;<strong>Journey to Exstremism</strong>. Hún byggir á viðamestu rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessum málaflokki og kemur líkast til með að verða umdeild, segir breska dagblaðið The Guardian. Reuters fréttastofan segir fátækt og aðgerðir stjórnvalda leiða til þess að ungt fólk gengur til liðs við öfgasamtök.&nbsp;</p> <p>Vígasveitirnar sem stjórnvöld beina spjótum sínum að, oft með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja, eru jihad-sveitir eins og Boko Haram í vesturhluta Afríku og al-Shabaab í austanverði álfunni, svo og Íslamska ríkið og al-Qaida. Vígasveitir hafa samkvæmt&nbsp;<a track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/world/2017/sep/07/african-governments-actions-push-people-into-extremism-study-finds" linktype="1" alt="https://www.theguardian.com/world/2017/sep/07/african-governments-actions-push-people-into-extremism-study-finds" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Guardian myrt 33 þúsund einstaklinga á síðustu sex árum, valdið því að þúsundir hafa flosnað upp af heimilinu sínum, skapað neyðarástand á mörgum fjölmennum svæðum og dregið úr efnahagslegum vexti í álfunni.&nbsp;Af rúmlega 500 fyrrverandi liðsmönnum vígasveita sem rætt var við vegna skýrslunnar nefndu 71% aðgerðir stjórnvalda sem meginástæðu fyrir ákvörðuninni um að ganga til liðs við öfgasveitir.&nbsp;</p> <p ><a class="videolink" href="https://www.youtube.com/results?search_query=joruney+to+extremism">https://www.youtube.com/results?search_query=joruney+to+extremism"</a>Á vef&nbsp;UNDP á YouTube er að finna nokkur myndbönd með viðtölum við liðsmenn vígasveita.</p> <a track="on" shape="rect" href="https://www.reuters.com/article/us-africa-poverty-extremists/poverty-and-state-abuse-not-religion-push-africans-to-militants-u-n-idUSKCN1BI270" linktype="1" alt="https://www.reuters.com/article/us-africa-poverty-extremists/poverty-and-state-abuse-not-religion-push-africans-to-militants-u-n-idUSKCN1BI270" target="_blank">Poverty and state abuse, not religion, push Africans to militants: U.N</a><br /> <a track="on" shape="rect" href="https://www.crisisgroup.org/africa/west-africa/sierra-leone/251-double-edged-sword-vigilantes-african-counter-insurgencies" linktype="1" alt="https://www.crisisgroup.org/africa/west-africa/sierra-leone/251-double-edged-sword-vigilantes-african-counter-insurgencies" target="_blank">Double-edged Sword: Vigilantes in African Counter-insurgencies/ CrisisGroup</a>

13.09.2017Þremur af hverjum fjórum börnum misþyrmt á flótta

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/harrowing.PNG" alt="Harrowing" class="center" />Ríflega þremur af hverjum fjórum börnum og ungmennum sem freista þess að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið er misþyrmt á leiðinni, segir í frétt frá RÚV í gær.&nbsp;</strong></p> <p>Þar segir að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða fólksflutningastofnunin upplýsi þetta í skýrslu um málefni barna á flótta og vergangi, sem birtist í gær. Fram kemur að börn og unglingar frá Afríku sunnan Sahara séu enn líklegri en önnur til að sæta misþyrmingum á ferðum sínum, og það megi að líkindum rekja til kynþáttahaturs.</p> <p>Skýrslan ber heitið "Harrowing Journeys" (Svaðilfarir).</p> <p>"Í rannsókn sinni leitaði starfsfólk stofnananna til 22.000 flótta- og förufólks. Þar af voru 11.000 börn og ungmenni. "Blákaldur veruleikinn er sá, að það er viðtekin venja að misnota, selja, misþyrma og mismuna börnum á leið yfir Miðjarðarhafið," segir í yfirlýsingu Afshan Khans, framkvæmdastjóra Evrópudeildar Barnahjálparinnar.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að 77 af hverjum 100 börnum sem reynt hafa að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu hafi orðið fyrir ofbeldi, misnotkun og meðferð sem flokkast geti sem mansal á þessum ferðum sínum. Hlutfallið sé síðan enn hærra í hópi þeirra sem komi frá Afríkulöndum sunnan Sahara, og kynþáttahatur sé líklegasta skýringin á því. Verst og hættulegast er ástandið á flóttaleiðinni í gegnum Líbíu, þar sem lögleysa er algjör og vígasveitir og glæpagengi bítast um völdin," segir í&nbsp;<a track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/77-barna-a-flotta-yfir-midjardarhaf-misthyrmt" linktype="1" alt="http://www.ruv.is/frett/77-barna-a-flotta-yfir-midjardarhaf-misthyrmt" target="_blank">fréttinni</a>.</p> <p><a track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_100813.html" linktype="1" alt="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_100813.html" target="_blank">Up to three quarters of children and youth face abuse, exploitation and trafficking on Mediterranean migration routes - UNICEF, IOM</a></p> <a track="on" shape="rect" href="https://www.reuters.com/article/us-un-migrants-children/just-like-slaves-african-migrant-children-face-highest-risk-of-abuse-report-idUSKCN1BN003" linktype="1" alt="https://www.reuters.com/article/us-un-migrants-children/just-like-slaves-african-migrant-children-face-highest-risk-of-abuse-report-idUSKCN1BN003" target="_blank">'Just like slaves': African migrant children face highest risk of abuse: report/ Reuters</a><br />

13.09.2017Safngripir

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/haki.jpg" alt="Haki" />Þegar ég flutti til Malaví í fyrrahaust og byrjaði að horfa í kringum mig&nbsp; á ferðum um sveitirnar í Dedsa og Mangochi héruðum rann upp fyrir mér hin bókstaflega merking orðatiltækisins "að vinna baki brotnu". Á hinni 240 kílómetra leið frá Lilongwe til Mangochi báru fyrir augu endalausir maísakrar (litlir og stórir) sem verið var að undibúa fyrir sáningu (þegar regnið hæfist í desember) en engin landbúnaðartæki voru sýnileg. Ég spurði kollega mína; hvar eru traktorarnir? Hvar eru allavega uxaplógarnir? Svarið var einfalt og mjög sjokkerandi fyrir sveitamanneskju frá Íslandi; "nei ekkert slíkt er notað, allir þessir maísakrar hafa verið plægðir með handafli kvenna".&nbsp; Konurnar nota haka sem er kallaður "handheld - hoe" sjá myndina hér fyrir ofan.</p> <p>Ég varð eiginlega öskureið, hvað á það eiginlega að þýða að bjóða fólki upp á landbúnaðaráhöld aftan úr forneskju þegar uxaplógurinn var fundinn upp á tólftu öld?&nbsp; Hvar eru allar framfarirnar í landbúnaði í Malaví sem ég hafði heyrt um?&nbsp;Auðvitað er Malaví ekkert einstakt í þessu efni, akrarnir eru bara svo sýnilegir.&nbsp; Landbúnaður í Afríku er borinn uppi af konum og eru þær í&nbsp; miklum&nbsp; meirihluta þeirra smábænda sem stunda matjurtaræktun.&nbsp; Þessir smábændur plægja með höndum, sá með höndum, reita illgresi með höndunum og uppskera með höndunum. Talið er að 65% af orkunni sem notuð er við landbúnað í Afríku sunnan Sahara komi frá handafli kvenna en einungis 15% frá traktorum.</p> <p>Fáir hafa efni á traktorum en maður skyldi halda að uxar væru meira notaðir.&nbsp; Tsetse flugan sem veldur svefnsýki setur þó strik í reikninginn hún fylgir nefnilega nautgripum.&nbsp; Það er líka ýmiss kostnaður sem fylgir dýrahaldi. Reyndar er lítið um búfjárhald í Malaví helst að fólk eigi nokkrar geitur og hænur. Fólksfjölgun í landinu hefur verið mikil á undanförnum áratugum og pláss fyrir graslendur er alltaf minna og minna.&nbsp;</p> <p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/maisakur.jpg" alt="Maisakur" />Fátækar malavískar sveitafjölskyldur eiga ekkert val því án þess, að rækta maís á öllu&nbsp; landinu sínu og eiga birgðir fram að næstu uppskeru, munu þær svelta.&nbsp;&nbsp; Ofan á þetta bætist mikil ómegð, hætta á vannæringu barna og verðandi mæðra og brottfall barna úr skóla því allir verða að hjálpa til.&nbsp; Þannig verður til vítahringur fátæktarinnar.&nbsp;</p> <p>Hartnær 85% íbúa Malaví, sem nú telja 17,2 milljónir, búa í strjálbýli og hafa aðal viðurværi sitt af&nbsp; sjálfþurftar ræktun á maís og öðrum matjurtum.&nbsp; Um 3 milljónir malavískra kvenna (helmingur íbúa er undir 15 ára aldri) standa því undir maís framleiðslunni í landinu.&nbsp; Að frelsa þessar konur frá mesta stritinu ætti að vera helsta jafnréttismálið í Malaví.&nbsp;</p> <p>Þegar ég leitaði upplýsinga á vefnum um nútímavæðingu landbúnaðar í Afríku og einkum í Malaví snérust allar greinarnar um úrbætur á maís útsæði, áburðafræði, illgresiseitur og betri geymslur.&nbsp; Ekki stafkrókur um vélvæðingu á ökrunum til að minnka þrældóm kvenna.&nbsp; Ég ræddi líka þessi mál við aðra "þróara"&nbsp; í Lilongwe sem helst höfðu áhyggjur af því, hvað konurnar ættu þá að hafa fyrir stafni.&nbsp; Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því að bóndakonur í Malaví hafi ekki nóg að gera þótt vinnan á ökrunum verði léttari.&nbsp;</p> <p>Ég bind vonir við nýja þróunar- og hagvaxtaráætlun Malaví en þar er minnst á vélvæðingu landbúnaðarins og í&nbsp;fyrra hófst jafnréttisátak á vegum Afríkusambandsins sem miðar að því að hætta notkun "handheld hoes" fyrir árið 2025 - þeirra tími sé loksins liðinn.</p> <p>Ljósmyndir: ÁG</p> <p><a track="on" shape="rect" href="http://www.africaunionfoundation.org/en/projects/hand-held-hoe" linktype="1" alt="http://www.africaunionfoundation.org/en/projects/hand-held-hoe" target="_blank">Handheld hoe project/ AfricaUnionFoundation</a><br /> <a track="on" shape="rect" href="https://www.jica.go.jp/jica-ri/publication/booksandreports/l75nbg0000004aet-att/l75nbg0000004aik.pdf" linktype="1" alt="https://www.jica.go.jp/jica-ri/publication/booksandreports/l75nbg0000004aet-att/l75nbg0000004aik.pdf" target="_blank">Agricultural Mechanization and Agricultural Transformation/ Jica</a></p>

13.09.2017Vöxtur í bláa lífhagkerfinu ein helsta forsenda Heimsmarkmiðanna

<p><strong>Meginþema ráðstefnunnar World Seafood Congress 2017 sem lýkur í Hörpu í dag er vöxtur í bláa lífhagkerfinu. Hugtakið er tilvísun í mikilvægi hafsins þar sem veruleg tækifæri liggja til vaxtar, nýsköpunar, rannsókna, markaðssetningar með matvælaöryggi, fæðuöryggi, sjálfbærni og matarheilindi að leiðarljósi. Áhersluatriðin eru nýsköpun í sjávarútvegi - nýjar vörur og möguleikar til fjárfestinga; matvælaöryggi - forsenda nýsköpunar í matvælaframleiðslu og alþjóðlegrar verslunar með mat; og í þriðja lagi matarheilindi - baráttan gegn svikum í matvælaframleiðslu og -sölu á tímum netverslunar, matartengdrar ferðaþjónustu og ósk neytenda um rekjanleika í matvælaframleiðslu.</strong>&nbsp;</p> <p>Bláa lífhagkerfið og breytingar í vinnslu sjávarafurða voru meginstefin í ræðum á upphafsdegi World Seafood Congress 2017 (Heimsráðstefnu um sjávarfang) sem hófst í Hörpu á mánudag. Talið er að bláa lífhagkerfið sé eitt lykilatriðanna í því að ná Heimsmarkmiðunum en nú er sjávarfang aðeins um 5% af matvælum sem neytt er í heiminum.&nbsp;</p> <h2>Utanríkisráðherra á tveimur viðburðum</h2> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í tveimur fundum í vikunni í tengslum við World Seafood Congress (WSC). "Nýtt tækifæri fyrir höfin" var yfirskrift hliðarviðburðar WSC í hádeginu í gær, þriðjudaginn 12. september, sem haldinn var í boði utanríkisráðuneytisins, atvinnuvega- og&nbsp; nýsköpunarráðuneytisins, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) og Matís í Rímusalnum.</p> <p>Meginumræðuefni fundarins var heimsmarkmið SÞ nr. 14, sem fjallar um hafið: "Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun". Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti inngangsorð og ræddi áherslur íslenskra stjórnvalda í þessu samhengi. Að loknu ávarpinu tók dr. Manuel &nbsp;Barange, aðstoðarskrifstofustjóri fiskideildar FAO, við og stjórnaði pallborðsumræðum um 14. heimsmarkmiðið. Aðrir þátttakendur voru: Carey Bonnell, International Association of Fish Inspectors (IAFI), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Mary Frances Davidson, Sjávarútvegsskólanum, og Sveinn Margeirsson, Matís.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur einnig inngangsorð á ráðherrafundi að lokinni World Seafood Congress en sá fundur fer fram í Háuloftum í Hörpu síðar í dag, kl. 13:30-16:30. Í fundinum taka þátt sendinefndir frá Bangladess, Grænhöfðaeyjum, Kostaríka, Nígeríu, Malasíu, Kanada, Nova Scotia, Nýfundnalandi og Labrador,&nbsp; Prince Edward-eyju í Kanada, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðabankanum, Norrænu ráðherranefndinni, Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Iðnþróunarstofnun SÞ (UNIDO).&nbsp;</p> <p>Meginumræðuefni fundarins lýtur að því hvernig vinna megi að framgangi bláa hagkerfisins og nýta á bestan hátt möguleika hafsins (Promoting the Blue Bioeconomy - Making Best Use of Ocean Opportunities).&nbsp;Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í forsæti fyrir Íslands hönd á fyrri hluta fundarins, en þá mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra taka við. Ráðherrarnir og aðrir formenn sendinefnda munu ræða um bláa hagkerfið undir leiðsögn dr. Ray Hilborn prófessors í háskólanum í Washingtonfylki í Bandaríkjunum, sem fjallar um fiskveiðistjórnun, og dr. Önnu Kristínar Daníelsdóttur, yfirmanni rannsókna og &nbsp;nýsköpunar hjá MATÍS, sem ræðir um það, hvað þurfi til, til að skapa öflugt blátt hagkerfi.&nbsp;</p>

06.09.2017Flóð í Afríku kostuðu 25 sinnum fleiri mannslíf en Harvey

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/fjoldagrofReuters.jpg" alt="FjoldagrofReuters" />Þegar aðeins er horft til dauðsfalla af völdum flóða í Afríku í nýliðnum ágústmánuði kemur í ljós að flóð í álfunni kostuðu 25 sinnum fleiri mannslíf en fellibylurinn Harvey í Texas. Qartz fréttaveitan vekur athygli á þessari staðreynd og segir í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://qz.com/1068790/floods-in-africa-in-august-killed-25-times-more-people-than-hurricane-harvey-did/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að fjölmiðlar hafi ekki gert þessum hamförum hátt undir höfði. Sama gildi um alvarleg flóð í sunnanverðri Asíu sem hafi valdið miklu manntjóni.</strong></p> <p>Þótt tæplega hefði verið unnt að afstýra eyðileggingunni í Houston gildir annað um hamfarirnar í Afríku sem urðu verri vegna þess hversu skipulag frárennslismála er slæmt, segir í fréttinni. Þá megi líka benda á að björgunarsveitir hafi bjargað ófáum mannslífum í Houston en engum slíkum sveitum hafi verið til að dreifa víðs vegar í Afríku og aukið á mannskaðann.</p> <p>Alls hafi 50 manns farist í Texas en flóð og aurskriður hafi orðið 1.240 að aldurtila í Afríku í ágústmánuði.</p> <p>Myndin sýnir gerð fjöldagrafar í Afríkuríki - ljósmynd: Reuters/&nbsp;&nbsp;Afolabi Sotunde</p>

06.09.2017Dönsk stjórnvöld: 0,7% af þjóðartekjum til þróunarmála næstu 3 árin

<p>Samkvæmt danska fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í síðustu viku vilja dönsk stjórnvöld að framlög til þróunarmála verði nákvæmlega 0,7% af þjóðartekjum næstu þrjú árin. Það þýðir að á næsta ári ætla Danir að verja 15,9 milljörðum danskra króna - 275 milljörðum íslenskra króna - til málaflokksins. Heildarfjárhæðin er nýtt í&nbsp; baráttunni gegn fátækt, til að fyrirbyggja að fólk fari á vergang og til þess að aðstoða flóttafólk, segir í tilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu.</p> <p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://um.dk/da/danida/om-danida/nyheder/newsdisplaypage/?newsID=4D76F846-1144-40F0-A38C-0E26178B5450" linktype="1" target="_blank">Regeringen udgiver publikation om Danmarks udviklingsbistand og udgifter til flygtningemodtagelse</a>&nbsp;</p>

06.09.2017Fimmtíu flótta­menn til Íslands árið 2018, flestir frá Jórdaníu og Líbanon

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/flottamenn4.jpg" alt="Flottamenn4" />Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um móttöku fimmtíu flóttamanna árið 2018. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu þessa efnis á fundi sínum í síðustu viku. Ákvörðunin byggist á tillögum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og íslensku flóttamannanefndarinnar.</strong><br /> <br /> </p> <p>Miðað er við að stærstur hluti flóttafólksins sem tekið verður á móti komi úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu en einnig verði tekið á móti fimm til tíu hinsegin flóttamönnum sem dvelja í flóttamannabúðum í Kenía, eins og segir í frétt frá velferðarráðuneytinu. Þar segir líka að staða hinsegin flóttafólks sé sérstaklega viðkvæm "þar sem fordómar gagnvart hinsegin fólki eru almennt miklir í Afríku og því algengt að þetta fólk og fjölskyldur þess sæti einnig ofsóknum og ofbeldi þegar í flóttamannabúðirnar er komið."&nbsp;<br /> <br /> Í fréttinni segir ennfremur:</p> <p>"Stríðsátökin í Sýrlandi hafa nú staðið frá því í byrjun árs 2011 og eru afleiðingar þeirra víðtækar, bæði fyrir sýrlenska borgara, nágrannaríki og flóttafólk um heim allan. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skilgreinir alls 22,5 milljónir einstaklinga sem flóttamenn, þar af er 5,1 milljón Sýrlendingar og eru flestir þeirra staðsettir í nágrannaríkjum Sýrlands.<br /> <br /> Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á að aðstoða sýrlenskt flóttafólk enda hlutfall Sýrlendinga meðal flóttamanna á heimsvísu mjög hátt. Þá er mikill ótti við að átökin í landinu breiðist út til nágrannaríkjanna og því hefur verið reynt að létta álagi af þeim ríkjum. Af þeim 125.835 einstaklingum sem fluttust sem svokallað kvótaflóttafólk til öruggra ríkja árið 2016 voru Sýrlendingar 47.930 eða 38% alls kvótaflóttafólks.</p> <p>Í ljósi þess mikla neyðarástands sem hefur myndast vegna stríðsátaka í Sýrlandi hefur flóttafólk frá öðum ríkjum lent í enn frekari biðstöðu en í því sambandi má nefna að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að 1,2 milljónir einstaklinga þurfi að komast til öruggs ríkis á næsta ári, þar af um 530.000 frá Miðausturlöndum og 545.000 frá Afríku.</p> <p>Með framangreint í huga fór flóttamannanefnd þess á leit við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að koma með tillögur til íslenskra stjórnvalda um hvar framlag Íslands vegna móttöku flóttafólks myndi nýtast best á komandi ári. Niðurstaða flóttamannanefndar og ákvörðun stjórnvalda um móttöku flóttafólks á næsta ári byggist á þeirri tillögu.</p> <p>Næstu skref felast í því að upplýsa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Stofnunin leggur í framhaldi af því fram upplýsingar um þá einstaklinga sem hún telur koma til greina að bjóða til Íslands og er unnið úr þeim upplýsingum hér á landi, meðal annars með aðkomu Útlendingastofnunar. Þegar fyrir liggur hvaða einstaklingum verður tekið á móti og þar með upplýsingar um samsetningu hópsins, aldur, fjölskyldusamsetningu og fleira tengt aðstæðum þeirra og þörfum semur velferðarráðuneytið við tiltekið sveitarfélag eða sveitarfélög um móttöku fólksins.</p> <p>Stefnt er að því að því flóttafólki sem boðið verður til landsins komi hingað snemma á næsta ári."</p> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/08/31/Mottaka-kvotaflottafolks-arid-2018/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Móttaka kvótaflóttafólks árið 2018/ Velferðarráðuneytið</a>&nbsp;<br /> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.visir.is/g/2017170839763" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn/ Vísir</a>&nbsp;<br /> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ruv.is/frett/55-flottamonnum-bodid-hingad-til-lands-2018" shape="rect" linktype="1" target="_blank">55 flóttamönnum boðið hingað til lands 2018</a>&nbsp;<br /> <p><a rel="nofollow" track="on" href="http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/09/02/rikisstjorn-a-rettri-leid/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Ríkisstjórn á réttri leið, eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur/ Eyjan</a></p>

06.09.2017Rúmlega hundrað starfsmenn hjálparsamtaka myrtir á síðasta ári

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/aidworker.PNG" alt="Aidworker" />Rúmlega eitt hundrað starfsmenn hjálparsamtaka voru myrtir á síðasta ári í 158 árásum. Í þessum árásum særðust 98 og 89 var rænt. Í nýrri samantekt samtakanna Aid Workers Security kemur fram að árásum á starfsfólk hjálparsamtaka hafði fjölgað lítillega frá árinu áður en þeir sem drepnir voru fækkaði örlítið, úr 109 í 101.</strong></p> <p>Annað árið í röð var Suður-Súdan hættulegasta landið fyrir starfsfólk hjálparsamtaka sem endurspeglar átökin í landinu og refsileysi fyrir vopnaðar sveitir. Flestar árásirnar voru gerðar af innlendum vopnuðum samtökum sem berjast fyrir völdum í viðkomandi ríki og þjóna því tilgangi þeirra að hrella þjóðina og lítillækka valdhafa.</p> <p>Stærri vígasveitir eins og Íslamska ríkið og Al Qaeda voru ábyrgar fyrir færri árásum en meira mannfalli. "Tilgangur þeirra er að myrða marga og þær beina spjótum sínum oftar að alþjóðlegum starfsmönnum hjálparsamtaka," segir í skýrslunni.<br /> <br /> Þegar mannfallið er hins vegar greint með tilliti til gerenda kemur í ljós að ábyrgðin er mest hjá ríkisvaldi. Á árunum 2015 og 2016 féllu 54 starfsmenn hjálparsamtaka vegna aðgerða ríkja, flestir í loftárásum Rússa og Bandaríkjamanna á Sýrland og Afganistan.</p> <p>Fram kemur í fréttaskýringunni að aldrei í sögunni hafi samtímis verið jafn margar, flóknar og langvarandi hörmungar eins og núna, allt frá Vestur-Afríku til Asíu. Alls hafa um 40 milljónir manna flosnað upp og flóttafólk telur 20 milljónir. Frá síðari heimsstyrjöld hafa viðlíka tölur ekki sést.</p> <p><a rel="nofollow" track="on" href="https://aidworkersecurity.org/sites/default/files/AWSR2017.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Aid Worker Security Report 2017: Behind the attacks: A look at the perpetrators of violence against aid workers/ AidWorkersSecurity</a></p>

06.09.2017Þær eru kallaðar fiskdrottningar á markaðnum í héraðshöfuðborginni

<p><strong> <a href="https://youtu.be/lxea4kpN9Fw" class="videolink">https://youtu.be/lxea4kpN9Fw</a> Konurnar frá Nova Chikoa við Cahora Bassa uppistöðulónið eru kallaðar fiskdrottningar á markaðnum í héraðshöfuðborginni Tete í samnefndu fylki í Mósambík. Þær koma langt að með fiskinn ísaðan og ferskan á markaðinn - og þar sem Mósambíkanar vilja ferskan fisk á diskinn sinn fá þær gott verð fyrir tilapíuna. Þannig hefur það ekki alltaf verið: sú var tíð að þær fóru þessa tvö hundruð kílómetra leið í 35 til 40 stiga hita með fiskinn í strigapokum; þá var verðið í samræmi við útlit og óþef. Nú bjóða fiskdrottningarnar upp á gæðavöru, hafa í kringum sig unga aðstoðarmenn, en semja sjálfar um verð og taka á móti peningum.</strong></p> <p>Við Íslendingar eigum drjúgan þátt í þessu ævintýri með konunum frá Nova Chikoa. Hluti af þriðja og síðasta áfanganum í Cahora Bassa verkefni okkar með mósambískum stjórnvöldum er að styrkja atvinnuþátttöku kvenna sérstaklega í fiskisamfélögum við lónið. Vandinn sem þær glímdu við var að koma fiskinum ferskum á markað. Vegna skorts á frysti- og kæliaðstöðu skemmdist fiskurinn á leiðinni til Tete-borgar. Ákveðið var að styrkja þrjú kvenfélög í þorpum við lónið og veita þeim styrki til kaupa á stórum plastkössum til að flytja ísaðan fisk á markaðinn; sjálfar fengu þær síðan smálán til kaupa á frystikistum.</p> <p>Á ferð okkar um Cahora Bassa lónið tökum við land í grennd við Nova Chikoa. Skammt frá þorpinu er verið að þurrka tilapíur sem seldar eru til útflutnings: þessi fiskur fer að sögn heimamanna yfir landamærin til Sambíu, Simbabve, Kongó og jafnvel alla leið til Angóla. Á heimamarkaði er eftirspurnin eftir ferskfiski hins vegar mikil og kælikassarnir hafa gerbreytt lífi kvennanna; þær líta til okkar sem velgjörðarmanna og undirbúa veislu með nýveiddri tilapíu sem elduð er á hlóðum við hús sem eitt kvenfélagið rekur, bæði sem matstofu fyrir fiskimenn og ferðalanga - og litla nýlenduvöruverslun. Hér selja konurnar mat- og drykkjarvörur, sápur, olíur, salt og margt annað smálegt.</p> <p>Súaria er formaður 1. júní félagsins með tíu konur innan sinna vébanda. Hún segir að viðskiptin hafi blómstrað, salan aukist mikið og sölustöðum fjölgað, eftir að kælikassarnir og frystikistur komu til sögunnar. Í hverjum mánuði selji þær um tvö tonn af fiski. Nú hafi þær peninga til að kaupa föt á börnin og greiða fyrir menntun þeirra, eins hafi þær byggt lítið hús í Tete-borg og komið þar fyrir frystikistu, að ógleymdri uppbyggingunni í atvinnurekstrinum hér heima í þorpinu. Hún nefnir að þær nýti ferðirnar til stórborganna til að kaupa inn fyrir bæði heimilið og verslunina. Hún segir þær stórhuga, hafa mikinn áhuga á því að koma fiskinum til annarra fylkja í Mósambík og einnig yfir til nágrannalanda, en flutningar á vörunni sé óleystur vandi. Hún segir konurnar afskaplega ánægðar með stuðninginn og þakkar fyrir þeirra hönd.</p>

06.09.2017Samráðsfundur með UNFPA og UNICEF í Úganda um tilraunaverkefni í Buikwe

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/sjhunfpaunicef.jpg" alt="Sjhunfpaunicef" />Íslenska sendiráðið í Kampala hefur fylgst vel með starfi Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Úganda sem berjast gegn limlestingum á kynfærum kvenna og barnahjónaböndum. Í framhaldi af ráðstefnu fyrr á árinu um þessi málefni ákváðu sendiráðið og UNFPA að hittast og fara nánar yfir stöðu mála, sérstaklega vegna þess að Ísland hefur stutt þennan málstað svo eftir hefur verið tekið.&nbsp;</strong></p> <p>Ísland styður tilraunaverkefni dönsku samtakanna WoMena í Buikwe héraði sem er hluti af menntaverkefni Íslendinga með héraðsyfirvöldum en um er að ræða verkefni sem snýr að kynheilbrigði og aðstoð við unglingsstúlkur að stjórna blæðingum. Markmið verkefnisins er að gera stúlkum kleift að mæta í skóla allan ársins hring, óháð tíðahring þeirra.<br /> WoMena fjallaði nýlega á vef sínum um verkefnið.</p> <a rel="nofollow" track="on" href="http://womena.dk/womena-is-facilitating-a-menstrual-health-pilot-intervention-among-adult-volunteers-in-the-buikwe-district/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">WoMena is facilitating a menstrual health pilot intervention among adult volunteers in the Buikwe District</a><br /> <a rel="nofollow" track="on" href="/islenska/um-thssi/frettir/alfabikarinn-nyr-og-svolitid-skrytinn-en-fellur-undir-jakvaeda-throun-1" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Álfabikarinn nýr - og svolítið skrýtinn - en fellur undir jákvæða þróun/ ICEIDA</a>

06.09.2017Aukinn áhugi á vatns- og salernismálum

<p>Að mati sérfræðinga sem sóttu heimsþing um vatn í Stokkhólmi í síðustu viku gætir meiri áhuga en áður meðal stjórnmálamanna og fólks úr viðskiptum og fjármálum fyrir því að ná alþjóðlegum mælikvörðum Heimsmarkmiðanna um vatns- og salernismál. Þeir bentu reyndar einnig á skort á fjármagni og takmarkaðri heildarsýn þeirra sem koma að þessum málum í þróunarríkjunum auk þess sem sérfræðingarnir telja of litla áherslu lagða á það að ná til fátækasta fólksins.</p> <p>Stockholm World Water Week stóð yfir alla &nbsp;síðustu viku í höfuðborg Svíþjóðar. Þátttakendur voru 3,200 talsins frá 133 þjóðlöndum.</p> <p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/5-takeaways-from-stockholm-world-water-week-90939" shape="rect" linktype="1" target="_blank">5 takeaways from Stockholm World Water Week/ Devex</a></p>

06.09.2017Sextán milljónir barna og fjölskyldur þeirra í mikilli neyð vegna flóða

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/flodsasiaunicef.PNG" alt="Flodsasiaunicef" />Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að um 16 milljón börn og fjölskyldur þeirra þurfi á lífsnauðsynlegri hjálp að halda eftir mikil flóð af völdum monsúnrigninga í Suður-Asíu undanfarnar vikur. Milljónir fleiri eru í hættu að mati samtakanna.</strong>&nbsp;<br /> <br /> Í frétt íslensku landsnefndarinnar segir að frá því um miðan ágúst hafi að minnsta kosti 1288 manns látið lífið í miklum flóðum í Nepal, Indlandi og Bangladess og óttast sé að ástandið eigi enn eftir að versna.&nbsp;&nbsp;Hundruð þúsunda heimila hafi skemmst eða eyðilagst og skólar séu á kafi í vatni. Um sé að ræða ein mestu flóð í Suður-Asíu í áratugi.&nbsp;<br /> <br /> "Flóðin hafa gengið yfir svæði sem eru viðkvæm fyrir og munu hafa langvarandi áhrif, meðal annars vegna eyðileggingar á uppskeru. Mörg svæði eru enn óaðgengileg þar sem vegir, brýr og flugvellir hafa eyðilagst í hamförunum," segir í fréttinni.<strong><br /> </strong></p> <p><strong>Heimsforeldrar hjálpa á flóðasvæðunum</strong><br /> "UNICEF er á staðnum og vinnur náið með ríkisstjórnum og samstarfsaðilum í Nepal, Indlandi og Bangladess við að veita neyðaraðstoð. Með hjálp&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">heimsforeldra</a>&nbsp;hefur UNICEF náð að útvega hjálpargögn, meðal annars vatnshreinsitöflur, mat og teppi, og vinnur nú að því að setja á fót tímabundna kennsluaðstöðu þar sem þarf til þess að skólastarf raskist sem minnst.</p> <p>Börn eru hvað viðkvæmust gagnvart náttúruhamförum sem þessum og mikilvægt að tryggja þeim nauðsynlega læknisaðstoð, næringu, ómengað drykkjarvatn og vernd. UNICEF leggur nú áherslu á að bregðast við brýnustu þörfum barnanna á svæðinu - tryggja hreint vatn og hreinlætisvörur til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma - auk þess sem starfsfólk vinnur að því að dreifa matvælum og koma á fót öruggum neyðarskýlum sem börn og fjölskyldur þeirra geta leitað til.<br /> Aðstæður eru erfiðar og eyðileggingin mikil og þörf er á að auka neyðaraðgerðirnar," segir í frétt UNICEF.</p>

06.09.2017Sendifulltrúar Rauða krossins í Úganda

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/redcrossuganda1.jpg" alt="Redcrossuganda1" />Sálfræðingarnir og sendifulltrúarnir Jóhann Thoroddsen og Elín Jónasdóttir eru stödd í Úganda þar sem þau þjálfa sjálfboðaliða og starfsfólk Rauða krossins í Úganda í sálrænum stuðningi og að bregðast við áföllum, en mikill fjöldi flóttamanna hefur leitað skjóls í Úganda síðastliðna mánuði. Þau hafa lagt áherslu á kynjajafnrétti í fræðslu sinni og hvernig eigi að mæta fólki sem orðið hefur fyrir kynferðislegri áreitni.</p> <p>Á vef Rauða krossins kemur fram að þau fóru til Úganda í apríl síðastliðnum og eru nú að fylgja þeirri ferð eftir, kanna hvernig áætlanir hafa gengið eftir, auk þess hvað megi betur fara. Leiðbeinendur sem þau hafa hitt undanfarið höfðu allir þá sögu að segja að námskeiðið sem þau héldu í maí hefði styrkt þau sem manneskjur og sjálfboðaliða og gert þeim auðveldara að mæta flóttafólkinu og takast á við þær erfiðu áskoranir sem því fylgja. Jóhann segir þau Elínu "hafa verið eins og stolta foreldra þegar sjálfboðaliðarnir voru að segja frá, því þau voru svo flott og við sáum að þetta hafði breytt þeim."</p> <p>Með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt Rauða krossinn í Úganda við að taka á móti hundruð þúsunda flóttamanna í samvinnu við stjórnvöld og aðra aðila.&nbsp;</p> <p>"Takk fyrir ykkar stuðning utanríkisráðuneytið og Mannvinir."</p>

06.09.2017Þróunarsamvinna sem fjárfesting og framlag til framtíðar

<p>"Meginmarkmið þróunarsamvinnu Íslands er að draga úr fátækt og stuðla að almennri velferð á grundvelli jafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Miklu fé er varið í þennan málaflokk á heimsvísu og skilvirk þróunarsamvinna er, þegar öllu er á botninn hvolft, fjárfesting til framtíðar. Frá aldamótum hefur þróunarsamvinna skilað árangri sem er að verulegu leyti byggður á skuldbindingum þúsaldarmarkmiða SÞ sem Ísland var aðili að. Sárafátækt hefur minnkað um meira en helming, mæðra- og barnadauði hefur stórminnkað, aðgangur að hreinu vatni stóraukist og fleiri börn njóta nú skólagöngu en nokkru sinni fyrr. Hagvöxtur í þróunarlöndum hefur á þessu tímabili verið meiri en í efnameiri löndum og ný millistétt hefur orðið til. Árin frá aldamótum fram til 2015 eru þannig talin eitthvert mesta framfaraskeið sem orðið hefur í fátækum löndum. Þótt ekki sé hægt að þakka þróunarsamvinnu allan þann árangur er almennt viðurkennt að hún skiptir miklu máli, einkum í fátækari löndunum."</p> <p>Þannig hefst kafli um þróunarsamvinnu í skýrslunni "Utanríkisþjónusta til framtíðar" sem utanríkisráðherra kynnti síðastliðinn föstudag. Skýrslan er unnin af stýrihóp sem ráðherra skipaði fyrr á árinu til að fara í saumana á skipulagi og starfsemi utanríkisþjónustunnar, utanríkisráðuneytisins og sendiskrifstofanna, og gera tillögur um það sem betur mætti fara.<strong><br /> </strong></p> <p><strong>Þróunaraðstoð framtíðarinnar snúist um Afríku</strong></p> <p>Í kaflanum um þróunarsamvinnu er sérstaklega fjallað um Afríku, hún sögð vera fátækasta heimsálfan og sú sem mesta þörf hefur fyrir aðstoð. "Af þeim liðlega þrjátíu ríkjum sem OECD hefur skilgreint sem bágstödd og hafi þörf fyrir langtíma þróunaraðstoð eru nær öll í Afríku. Þróunaraðstoð framtíðarinnar þarf því í vaxandi mæli að snúast um Afríku, eftir því sem lönd í öðrum heimsálfum ná bjargálnum. Álfan dregur minna einkafjármagn til sín en aðrar álfur, m.a. vegna skorts á menntuðu vinnuafli, vöntunar á efnahagslegum innviðum og vegna veikleika í stjórnarfari, sem m.a. skapa mikla óvissu fyrir fjárfesta."</p> <p><strong>Loftslagsbreytingar og ófriður</strong></p> <p>Þá er vikið að þeim erfiðu tímum sem framundan eru, lofslagsbreytingum sem ógna meðal annars fæðuöryggi, og ófriði á viðkvæmum svæðum, sem ýtir undir stórvaxandi flóttamannavanda. "Í fyrsta sinn um langt árabil hefur vannærðum fjölgað í fátækari ríkjum heimsins. Vaxandi skortur á vatni er einnig áhyggjuefni. Innan tveggja áratuga verða, samkvæmt úttekt Barnahjálpar SÞ (UNICEF), um 600 milljónir barna í heimshlutum þar sem sárlega skortir vatnsauðlindir og barist verður um hvern dropa. Alþjóðastofnanir telja vaxandi fjölda flóttafólks vera einhverja stærstu áskorun sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. Þörf fyrir mannúðaraðstoð hefur aldrei verið meiri. Áætlað er að yfir 65 milljónir manna séu á hrakhólum, annað hvort innan landamæra eigin ríkja eða hafi neyðst til þess að flýja til annarra ríkja."<strong><br /> </strong></p> <p><strong>Krefst meira fjármagns</strong></p> <p>Í skýrslunni segir að ljóst sé að við þessum nýju áskorunum verði ekki brugðist nema með samræmdum aðgerðum alþjóðasamfélagsins og með samstöðu um sanngjarna dreifingu fjárhagsbyrða af þeim kostnaði sem aðgerðum fylgir. "Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið um baráttu gegn loftslagsbreytingum og Addis Ababa-samkomulagið um fjármögnun þróunar frá 2015 er nú sá rammi sem afmarkar aðgerðir, með svipuðum hætti og þúsaldarmarkmið SÞ gerðu á sínum tíma. Ljóst er að barátta gegn fátækt og hungri samhliða aðgerðum til að draga úr og takast á við áhrif loftslagsbreytinga krefst mun meira fjármagns en áður.<strong><br /> </strong></p> <p><strong>Kallað á einkageirann</strong></p> <p>Fram kemur að þar sem opinberir fjármunir duga engan veginn til að standa straum af nauðsynlegum aðgerðum í fátækum löndum hafi alþjóðasamfélagið kallað á einkageirann/atvinnulífið í efnaðri löndum til að gera meira í formi fjárfestinga og viðskipta við þróunarlönd. "Til viðbótar við opinbert þróunarfé (ODA) þarf einnig að stuðla að auknum fjárfestingum í lág- og millitekjulöndum og gegnir atvinnulífið/einkageirinn þar lykilhlutverki. Opinber þróunaraðstoð mun þó áfram vera miðlæg, einkum í fátækustu löndunum, því hún stuðlar að uppbyggingu vinnuafls með fjárfestingum í menntun, vatni og heilbrigðismálum, bætir efnahagslega innviði, einkum rafmagn og samskipti, og styrkir starfsumhverfi atvinnulífsins með því að styðja við umbætur í stjórnsýslu," segir í skýrslunni.<br /> <br /> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/09/01/-Utanrikisthjonusta-til-framtidar-hagsmunagaesla-i-sibreytilegum-heimi/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Utanríkisþjónusta til framtíðar; hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi/ Utanríkisráðuneytið</a>&nbsp;</p> <p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.visir.is/g/2017170909850" shape="rect" linktype="1" target="_blank">150 tillögur um það sem mætti betur fara í utanríkisþjónustunni/ Vísir</a>&nbsp;</p> <p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/breytingar-i-utanrikisthjonustunni" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Breytingar í utanríkisþjónustunni/ RÚV</a>&nbsp;<br /> <br /> <a rel="nofollow" track="on" href="https://kjarninn.is/skyring/2017-09-01-islandi-verdi-morkud-ny-stada-i-breyttum-heimi/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Íslandi verði mörkuð ný staða í breyttum heimi/ Kjarninn</a>&nbsp;<br /> <br /> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/09/01/varnarmalaskrifstofa_verdi_endurreist/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Varnarmálaskrifstofa verði endurreist/ Mbl.is</a>&nbsp;<br /> <br /> <a rel="nofollow" track="on" href="https://kjarninn.is/skodun/2017-09-04-nyjar-tengingar-i-breyttum-heimi/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nýjar tengingar í breyttum heimi, leiðari Kjarnans</a></p>

06.09.2017Breytt verksvið sendiráða Íslands í Úganda og Malaví

<strong><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/sendiradug_1504708435807.jpg" alt="Sendiradug_1504708435807" />Meðal þeirra breytinga sem boðaðar eru í skýrslu um utanríkisþjónustu til framtíðar, sem kynnt var í síðustu viku, er breytt verksvið núverandi sendiráða í Úganda og Malaví.&nbsp;</strong></strong> <p >Ætlunin er að færa út verksviðið, fyrst með skipun sendiherra í Úganda, þannig að það nái meðal annars til pólítískra og viðskiptalegra viðfangsefna. Í tillögunum segir að í Úganda verði fyrirsvar gagnvart þessum tveimur ríkjum og öðrum ríkjum í álfunni sem og svæðisbundnum samtökum. Um leið verði kjörræðismönnum í Afríku fjölgað.<br /> <br /> Í tengslum við þróunarsamvinnu eru einnig tillögur í skýrslunni um að bæta við útsendum fulltrúum við fastanefndina í New York og sendiráðið í París sem sinni málefnum á sviði þróunarsamvinnu. Fulltrúinn í París myndi einnig sinna verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar hjá fastanefndinni í Genf, segir í skýrslunni.</p> <p>Ennfremur er lagt til að gangskör verði gerð að aukinni upplýsingamiðlun hérlendis og erlendis um tilgang, tilhögun og árangur í íslenskri þróunarsamvinnu. Miðað sé við að 1% af heildarframlögum til utanríkisráðuneytisins á sviði þróunarsamvinnu verði notuð í þessu skyni.</p> <p>Með þessum tillögum eins og öðrum í skýrslunni fylgja ítarlegar greinargerðir.</p> <p>Myndin er af sendiráðsbyggingunni í Kampala, höfuðborg Úganda, þar sem sendiráð Dana og Íslendinga deila húsnæði.&nbsp;</p> Skýrslan: <p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/09/01/-Utanrikisthjonusta-til-framtidar-hagsmunagaesla-i-sibreytilegum-heimi/" linktype="1" target="_blank">Utanríkisþjónusta til framtíðar; hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi</a>&nbsp;</p>

30.08.2017Rúmir sjö milljarðar á síðasta ári til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Framlog-til-throunarsamvinnu-2016_skifurit.JPG.png" alt="Framlog-til-throunarsamvinnu-2016_skifurit.JPG">Endanlegar tölur um framlög til alþjóðlegrar þróunaramvinnu Íslands á síðasta ári liggja nú fyrir. Árið 2016 námu framlögin 7,1 milljarði kr. sem svarar til 0,29% af vergum þjóðartekjum (VÞT). Framlög til flóttamanna og hælisleitenda hækkuðu um tæpa 1,3 milljarða kr. milli ára. Til samanburðar námu framlögin tæplega 5,3 milljörðum kr. á árinu 2015 eða 0,24% af VÞT.<br></p><p>Utanríkisráðuneytið ráðstafaði tæplega 5 milljörðum króna, eða 4.992,3 milljónum (71%), en önnur ráðuneyti rúmlega 2 milljörðum, þ.e. þau ráðuneyti sem hafa umsjón með þeim kostnaði við hælisleitendur og flóttamenn sem talinn er með til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Framlög til nokkurra alþjóðastofnana eru einnig á hendi annarra ráðuneyta en utanríkisráðuneytisins.</p><p>Á skífuritinu má sjá hvernig framlög Íslands til þróunarsamvinnu á árinu 2016 skiptust en einnig er ítarlegt yfirlit að finna&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="/media/iceida-media/media/pdf/ODA-2006-2016.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér</a>&nbsp;í öðru skjali.&nbsp;&nbsp;<br><br><strong>Kafli um framlög Íslands á síðasta ári</strong></p><p>Þróunarsamvinnuskýrsla OECD árið 2017 kemur út í október með tölfræðigögnum um framlög þjóðanna sem eiga aðild að DAC, þróunarsamvinnunefnd OCED. Hins vegar hafa verið birtar á vef samtakanna yfirlitskaflar með bráðabirgðartölum frá einstaka löndum um skiptingu framlaga eftir ýmiss konar skilgreiningum. Þar á meðal er&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.oecd-ilibrary.org/docserver/download/4317041ec025.pdf?expires=1503999086&%3bid=id&%3baccname=guest&%3bchecksum=D5832BDD632286F7152F79D5625F8D00" shape="rect" linktype="1" target="_blank">kafli</a>&nbsp;um framlög Íslands á árinu 2016.</p>

30.08.2017Íslenskur verkefnastjóri fiskimála hjá Alþjóðabankanum í Gana

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/steinar.jpg" alt="Steinar" class="right">Ísland fjármagnar stöðu sérfræðings á sviði fiskimála hjá Alþjóðabankanum með aðsetur í Accra, höfuðborg Gana.</strong><br></p><p>Á undanförnum árum hafa íslensk stjórnvöld fjármagnað stöðu sérfræðinga hjá Alþjóðabankanum á sviði jarðhita og fiskimála, og koma þannig sérþekkingu Íslands betur á framfæri innan bankans. Nú starfar íslenskur sérfræðingur, Þráinn Friðriksson, að jarðhitamálum innan orkusjóðs bankans í Washington DC og fyrr á þessu ári var ákveðið að fjármagna stöðu sérfræðings á sviði fiskimála á skrifstofu bankans í Accra, Gana.&nbsp;<br></p><p>Staðan var auglýst 18. mars sl. og sóttu 11 manns um starfið. Alþjóðabankinn ákvað að ráða Steinar Inga Matthíasson og hélt hann utan í síðustu viku. Steinar Ingi er með mastersgráðu í auðlindafræðum og hefur áralanga reynslu af störfum á sviði fiskimála. Hann starfaði hjá sjávarútvegsráðuneytinu 2003-2015, þar af síðustu fimm árin sem fulltrúi þess í sendiráði Íslands í Brussel, en frá árinu 2015 hefur hann starfað hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.<br></p><p>Steinar mun m.a. starfa að margþættu verkefni bankans um fiskimál í Vestur-Afríku (West-African Regional Fisheries Project - WARFP), sem m.a. felur í sér lán og styrki frá bankanum auk þess sem bankinn veitir löndum á þessu svæði tæknilega aðstoð á ýmsum sviðum fiskimála.&nbsp;<br></p><p>Verkefnið nær nú til Cabo Verde, Gana, Gíneu Bissá, Líberíu, Máritaníu, Senegal og Síerra Leóne og er ætlað að auka hagrænan ávinning frá auðlindum sjávar með betri fiskveiðistjórnun, minni ólöglegum fiskveiðum og auknum gæðum og virði þeirra sjávarafurða sem veiðast á þessu svæði. Steinar mun einnig koma að uppbyggingu samstarfs við Nígeríu og að nýju verkefni sem ætlað er að ná yfir löndin fyrir austan og sunnan Nígeríu, þ.e. frá Cameroon til Angóla og jafnvel Namibíu. &nbsp;&nbsp;</p>

30.08.2017Þögul neyð flóttafólks sem snýr aftur heim til Mósambík

<p><strong> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Pbg5dPUJj7g&%3bfeature=youtu.be" class="videolink">https://www.youtube.com/watch?v=Pbg5dPUJj7g&amp;feature=youtu.be</a> Orlando Aviso er bæjarstjóri í Nkondezi þorpi í Mósambík skammt frá landamærunum að Malaví. Hann er á skrifstofu sinni, skoðar lista yfir mósambíska flóttamenn sem hafa snúið heim frá Malaví eftir rúmlega tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum. Frá þessu segir í meðfylgjandi myndbandi frá Mósambík.</strong><br></p><p>Aviso segir að flóttamenn hafi í lok ársins 2016 verið tæplega sex þúsund. Á þessu ári hafa rúmlega 350 bæst í hópinn. Alls er talið að um tíu þúsund íbúar á þessum slóðum hafi árið 2015 &nbsp;leitað skjóls í Malaví eftir að skærur blossuðu upp milli gömlu erkifjendanna Frelimo &nbsp;og Renamo, samtakanna sem börðust í sextán ára blóðugri borgarastyrjöld. Henni lauk árið 1992 og kostaði eina milljón mannslífa.<br></p><p>Eftir ágreining um úrslit sveitastjórnarkosninga árið 2014 kom aftur til átaka, vígasveitir lögðu undir sig þorp, brenndu hús og flæmdu íbúana á brott. Margar fjölskyldur sáu þann kost vænstan að flýja yfir til nágrannaríkisins Malaví.<strong><br></strong></p><p><strong>Gengur ekki að heimili vísu</strong></p><p>Nú þegar fólkið snýr aftur heim til Mósambík - gengur það ekki endilega að heimili vísu. Það býr einhvers staðar og hvergi, eins og einn orðaði það. Í þessum hópi í Nkondezi þorpinu er fólk sem af ýmsum ástæðum getur ekki farið inn á heimili sitt aftur, húsið gæti verið brunnið, yfirtekið af skæruliðum eða óttinn við ofbeldismenn er svo sterkur að heimilisfólkið vill ekki snúa aftur.<strong><br></strong></p><p><strong>Þögul neyð</strong></p><p>Margir þessara flóttamanna í eigin landi eru því upp á aðra komnir. Sumir hafa fengi inni hjá ókunnugum gegn því að greiða fyrir gistingu með vinnu, aðrir hafa fengið inni í þessu yfirgefna nunnuklaustri og enn aðrir eru á vergangi. Verst er að þetta er þögul neyð. Engar alþjóðastofnanir eru hér að störfum til að hlynna að fólkinu, sjá fyrir grunnþörfum þess, og opinber stuðningur dugar ekki til framfærslu. Matarskortur er mikill.<br>Aviso segir mikilvægt að börn fái skólamáltíðir, þau hafi vanist því í Malaví, og verið sé að ýta á stjórnvöld að bregðast við. Sama gildi um hreint vatn, núverandi ástand sé óboðlegt en þar sem flestir flóttamanna hafist við sé ekki annað að hafa en skítugt vatn í nærliggjandi á; við ána er eins og sjá má hópur kvenna og barna við þvotta og böð.</p><p>Við bíðum eftir varanlegum friði, segir Aviso. Vopnahlé er í gildi en óttinn er ennþá til staðar.&nbsp;</p>

30.08.2017Sjálfsefling stelpna með tónlist

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/solitogo0817.jpg" alt="Solitogo0817">Um miðjan mánuðinn, dagana 16.-20. ágúst voru Tógórokkbúðirnar fyrir stelpur haldnar í annað sinn. Á Facebook síðu samtakanna Sól í Tógó segir að fjörtíu tógólísur hafi tekið þátt ásamt búðarstýrum sínum í gistibúðum í Kpalime í fjöllunum fyrir norðan Lome.<br></p><p>"Stelpurnar sem eru á aldrinum tíu til tvítugs voru óstöðvandi og fórnuðu röddum sínum og svefni og unnu kraftmikla dagskrá á fimm dögum og fluttu rapp, súkk, reggae, popp, rokk og gospel á lokatónleikum búðanna. Það var byrjað að æfa sjö á morgnanna og spilað fram á kvöld. Í rokkbúðunum fengu stúlkurnar næði og aðstæður til þess að efla tjáningu og sköpunarkrafta sína og láta ljós sitt skína. Í þessum búðum ríkti sérstakur samhugur og var mjög áhugavert að sjá hvað stelpurnar voru duglegar að hvetja hvora aðra og höfðu getu til þess að vinna og starfa saman með sameiginlega hagsmuni og markmið í huga. Talandi um sjálfseflingu stúlkna þá eru rokkbúðirnar í Tógó mjög gott fordæmi þar sem stelpurnar efldust og styrktust við hvert lag sem rann út úr smiðju þeirra. Galdurinn virtist vera að vinna saman og styrkjast saman.</p><p>Það sem við lærðum af tógólískum stúlkum í þetta sinn er að við heima á Fróni mættum dansa aðeins meira og vera örlíðið hressari á sviði en orka stelpnanna var óþrjótandi. Sól í Tógó eru himinlifandi yfir ánægjulegu samstarfi við Stelpur Rokka! Mirlindu Kuakuvi og tógólísurnar sem rokka," segir í pistlinum.</p>

30.08.2017Norðmenn upplýstir um Heimsmarkmiðin

<p><strong>Fjallganga að næturlagi var farin öðru sinni á dögunum í Noregi í því augnamiði að upplýsa norsku þjóðina um Heimsmarkmiðin. Það voru NORAD - þróunarsamvinnustofnun Norðmanna - og Ferðafélag Noregs sem stóðu fyrir næturgöngunni til stuðnings Heimsmarkmiðunum. Gífurleg þátttaka var í göngunni eins og sjá má meðfylgjandi mynd.</strong></p> <p>Þetta er í annað sinn sem efnt er til næturgöngu upp á Gustatoppen í Þelamörk en fimm þúsund manns fóru í þessa fjallgöngu fyrir tveimur árum þegar þjóðir heims höfðu nýverið samþykkt einróma sautján metnaðarfull markmið um betri heim, svokölluð Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Á vef NORAD segir að vinna við markmiðin sé komin af stað en til þess að Heimsmarkmiðin náist þurfi allir að þekkja til þeirra. "Þess vegna förum við saman í göngu, á ný."<br /> Önnur fjallganga er&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.facebook.com/events/889852884488241/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">fyrirhuguð</a>&nbsp;en þá verður gengið upp á Keiservarden í Bodø. Sú ganga er dagsett laugardaginn 9. september.</p>

30.08.2017Milljarður flosnaður upp af völdum loftslagsbreytinga árið 2050?

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/climate-refugee-orig.jpg" alt="Climate-refugee-orig">Ímyndið ykkur ástandið í heiminum þegar einn milljarður manna stendur frammi fyrir ofsafengnum áhrifum loftslagsbreytinga sem leiða til hrikalegra þurrka eða flóða, öfgafulls veðurfars, eyðileggingu náttúruauðlinda - og afleiðingarnar birtast í erfiðum lífsskilyrðum, hungursneyð og sulti.</strong><br></p><p>Þótt þessi sviðsmynd sé ekki enn byggð á vísindalegum spám gætu loftslagsbreytingar leitt til þess að slíkt ástand skapaðist í heiminum fyrir árið 2050, segir í fréttaskýringu IPS fréttaveitunnar. Þá yrði níundi hver jarðarbúi á vergangi.<br></p><p>Spár um fjölda fólks sem flýr vegna breytinga á umhverfi fyrir árið 2050 eru misvísandi, allt frá 25 milljónum manna til eins milljarðs. Notað er hugtakið "environmental migrants" og vísað í fólk sem neyðist til að taka sig upp vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og fara á vergang, ýmist innan lands eða utan, tímabundið eða varanlega. Flestar spárnar gera að sögn IPS ráð fyrir að 200 milljónir manna verði í þeim sporum árið 2050.<br></p><p>Samkvæmt öðrum heimildum má reikna með að á hverri sekúndu fari ein manneskja á vergang vegna hamfara. Á grundvelli þess reiknilíkans áætlaði norska flóttamannaráðið (NRC) í skýrslu fyrir nokkrum árum að tæplega 20 milljónir manna myndu flýja hörmungar í 113 þjóðríkjum, þrefalt fleiri en neyðast til að flýja vegna stríðsátaka í heiminum.<br></p><p>Fram kemur í fréttaskýringunni að aldrei í sögunni hafi samtímis verið jafn margar, flóknar og langvarandi hörmungar eins og núna, allt frá Vestur-Afríku til Asíu. Alls hafa um 40 milljónir manna flosnað upp og flóttafólk telur 20 milljónir. Frá síðari heimsstyrjöld hafa viðlíka tölur ekki sést.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ipsnews.net/2017/08/climate-migrants-might-reach-one-billion-by-2050/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Climate Migrants Might Reach One Billion by 2050/ IPS</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://actions.oxfam.org/international/stand-as-one/petition/?utm_source=petition&%3butm_medium=twitter&%3butm_term=Rights&%3butm_content=StartAgain&%3butm_campaign=migration" shape="rect" linktype="1" target="_blank">STAND AS ONE WITH PEOPLE FORCED TO FLEE/ Oxfam</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.irinnews.org/feature/2017/08/14/recovery-lending-helps-disaster-stricken-african-farmers-get-back-track" shape="rect" linktype="1" target="_blank">"Recovery lending" helps disaster-stricken African farmers get back on track/ Irin</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.urbangateway.org/news/cities-set-pace-fighting-poverty-climate-change-who-will-pay-0" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Cities Set the Pace on Fighting Poverty, Climate Change but Who Will Pay?/ UrbanGateway</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://africatimes.com/2017/08/23/changing-climate-already-changing-africa-are-we-really-prepared/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Changing Climate Already Changing Africa: Are We Really Prepared?, eftir Dr. Richard Munang/ AfricaTimes</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://agrf.org/agra-2017-new-site/africas-smallholder-farmers-among-the-most-hurt-by-climate-change/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">AFRICA'S SMALLHOLDER FARMERS AMONG THE MOST HURT BY CLIMATE CHANGE/ AGRF</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://en.rfi.fr/africa/20170821-Could-disasters-DRC-Sierra-Leone-have-been-avoided-climate-change-urban-planning" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Floods in DRC, Sierra Leone linked to climate change/ RFI</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.undispatch.com/somalia-dangerous-nexus-climate-change-violent-conflict/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">In Somalia, there is a dangerous nexus between climate change and violent conflict/ UNDispatch</a>&nbsp;</p>

30.08.2017Ray Hilborn gestafyrirlesari Sjávarútvegsskólans í ár

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/ray_hilborn2.jpg" alt="Ray_hilborn2" class="right">Hinn heimsþekkti sjávarlíffræðingur Ray Hilborn verður gestafyrirlesari Sjávarútvegsskólans í ár.</p><p>Hilborn mun m.a. halda tvenna opna fyrirlestra á sal Sjávarútvegshússins Skúlagötu 4, 1. hæð. Þeir eru sérstaklega ætlaðir nemendum Sjávarútvegsskólans en einnig öllu áhugafólki um sjávarútvegsmál.</p><ul><li>Miðvikudaginn 13. september kl. 9:00 -11:30 fjallar hann um ástand fiskistofna í heiminum og áhrif fiskveiðistjórnunarkerfa á þá.</li><li>Fimmtudaginn 14. september kl. 9:00 - 11:30 talar hann um mat á ástandi fiskistofna í löndum þar sem fyrirliggjandi gögn eru takmörkuð.</li></ul><p>Sjá nánar um&nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unuftp.is/static/files/hilborn-lecture-summaries.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">fyrirlestra</a>&nbsp;Ray Hilborn í Sjávarútsegshúsinu.<br>Auk þessa mun Hilborn flytja fyrirlestur á opnunardagskrá&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">World Seafood Congress</a>&nbsp;mánudaginn 11. september kl. 8:30.<br></p>

30.08.2017Íslenskur stuðningur við rannsóknir og veiðieftirlit samfellt í fjórtán ár

<p><strong> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EJ71duD88kE&%3bfeature=youtu.be" class="videolink">https://www.youtube.com/watch?v=EJ71duD88kE&amp;feature=youtu.be</a> Í meðfylgjandi myndbandi er frásögn í myndum og máli af siglingu á Cahora Bassa lóninu í Tete fylki í norðurhluta Mósambík sem er í raun risavaxið stöðuvatn, hvorki meira né minna en 250 kílómetrar að lengd og breiðast um 40 kílómetrar. Lónið varð til þegar Portúgalar byggðu samnefnda vatnsaflsvirkjun í Zambezi fljótinu um 1970 meðan Mósambík var enn nýlenda þeirra í Afríku. Virkjunin er sú stærsta sinnar tegundar í sunnanverði álfunni og rafmagnið er að mestu leyti flutt til Suður-Afríku.</strong><br></p><p>Íslendingar hafa í þróunarsamvinnu stutt við rannsóknir á fiskistofnum og vistkerfi uppistöðulónsins allt frá árinu 2003. Við erum í vöktunarferð með Claque Jone Maunde yfirmanni Hafrannsóknarstofnunar Mósambík í útibúinu í Songo á bátskænu sem heitir Kapenda eftir smágerða silfurfiskinum sem mest er veitt af í lóninu. Tilapía er líka mikið veidd og í vaxandi mæli koma sportveiðimenn til Cahora Bassa til að egna fyrir tígrisfisk. Annars er talið að um tuttugu fisktegundir lifi í lóninu.<br>Fyrsti viðkomustaðurinn er í fiskeldisstöð í eigu útlendinga og ræktar tilapíu sem er góður matfiskur og eftirsóttur. Fiskeldi er tiltölulega ný grein í Mósambík en stjórnvöldum er mikið í mun að fiskeldi takist vel, bæði vegna ofveiði í sjó og vötnum, en ekki síður vegna þess að fiskur er hollur næringarríkur matur og ein af undirstöðum fæðuöryggis fjölmennrar fátækrar þjóðar.</p><p><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.3082" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/1c2cb9ae-1218-4ef3-8107-8d93890cd156.jpg?a=1128738913685">Claque segir að verkefnið snúi aðallega að rannsóknum á umhverfisáhrifum við vatnið og veiðieftirliti með hagsmuni samfélaganna við vatnið að leiðarljósi. Markmiðið sé að stýra veiðunum betur og nýta vatnið á sjálfbæran hátt, fyrir íbúana og fyrirtækin sem gera út á silfurfiskinn. Fyrirtæki með leyfi fyrir slíkum veiðum eru um 50 við uppistöðulónið og fer fjölgandi. Við heimsóttum eitt slíkra fyrirtækja í ferðinni: það gerir út níu pramma til veiðanna sem fara fram að næturlagi í niðamyrkri. Ljós eru notuð til að lokka fiskinn í hringnótina og í hverri veiðiferð er kastað nokkrum sinnum yfir nóttina.</p><p>Claque segir að rannsóknir á lóninu feli meðal annars í sér söfnun gagna, bæði hvað varðar hefðbundnar fiskveiðar á smábátum, oftast eintrjánungum, og einnig í samvinnu við fyrirtækin sem gera út á smáfiskinn. Gott samstarf er við báða aðila um söfnun sýna sem síðan eru greind á rannsóknarstofunni í Songo og veita upplýsingar um stærð, aldur, kyn fiskanna og svo framvegis. Hann bætir við að fjórum sinnum á ári fari fram bergmálsdýptarmælingar, meðal annars til að meta stofnstærð fiskitegunda í lóninu og sjá hvar einstaka tegundir halda sig. Þessar rannsóknir eru afar mikilvægar til að styrkja stjórnun fiskveiða í lóninu en í núverandi þriðja áfanga verkefnisins milli Íslendinga og Mósambíkana er áhersla lögð á útfærslu og innleiðingu á heildstæðu fiskveiðistjórnunarkerfi.</p><p>Að sögn Claque er óvíst að öll fyrirtækin sem gera út á smáfiskinn lifi af. Hann telur hins vegar að kapendan þrauki þrátt fyrir ofveiði, en leggur áherslu á að ná betri tökum á stjórn veiðanna, ekki síst þeirra ólöglegu sem sagðar eru stundaðar í allmiklum mæli.</p>

30.08.2017Flóttamenn í Úganda frá Suður-Súdan komnir yfir eina milljón

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ssudan.PNG" alt="Ssudan">Flóttamenn frá Suður-Súdan sem leita skjóls í Úganda eru komnir yfir eina milljón. Hvergi í heiminum er flóttamannavandinn meiri, segir í fréttaskýringu IRIN fréttaveitunnar. Sérfræðingar telja litlar líkur á friði. Stríðið heldur því áfram og örvæntingarfullir flóttamenn streyma yfir landamærin til nágrannaríkja, flestir yfir til Úganda. Þangað koma að jafnaði dag hvern um 1800 flóttamenn.</strong></p><p>Þrátt fyrir velvild heimamanna og stuðning alþjóðasamfélagsins til að bregðast við neyð fólksins sem flýr óhugnanlegt ofbeldi skortir mikið á fjármagn til að veita þann stuðning sem þyrfti. Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur aðeins &nbsp;tekist að fá fimmtung þess fjár sem til þarf.</p><p>Auk Úganda leitar flóttafólk frá Suður-Súdan til Eþíópíu, Kenía, Lýðræðislega lýðveldisins Kongó og Miðafríkulýðveldisins.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.irinnews.org/analysis/2017/08/17/war-without-end-neighbours-carry-burden-south-sudan-s-fleeing-millions" shape="rect" linktype="1" target="_blank">A war without end: Neighbours carry the burden of South Sudan's fleeing millions/ IRIN</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unhcr.org/news/stories/2017/8/59944a0b4/khaled-hosseini-marks-millionth-south-sudanese-refugee-uganda.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Khaled Hosseini marks one millionth South Sudanese refugee in Uganda/ UNHCR</a></p>

30.08.2017Nýr sendiherra Namibíu hjá forseta Íslands

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/forsetinam.PNG" alt="Forsetinam">Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti á dögunum fund með nýjum sendiherra Namibíu, frú Morina Muuondjo, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á vef forseta kemur fram að þau hafi meðal annars rætt um sögu þróunaraðstoðar í Namibíu og hlutdeild Íslendinga. Namibía var samstarfsland Íslendinga í tvo áratugi í þróunarsamvinnu en samstarfinu lauk árið 2010 í kjölfar efnahagshrunsins hér á landi. Á vef forseta segir að sendiherrann hafi einnig rakið hvernig tekist hefur að byggja upp réttarríki í landinu og virðingu fyrir leikreglum lýðræðis, eftir nýlenduok og átök.</p>

05.07.2017Heimsókn í skóla - minning frá Malaví

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/evah.PNG" alt="Evah">Þrátt fyrir að hafa lagt af stað löngu fyrir sólarupprás virðast nær allir borgarbúar hafa vaknað á undan okkur. Ógrynni af fólki, ýmist hjólandi eða gangandi, með fangið fullt af pinklum og pökkum, gengur á undan eða við hlið bílsins sem ég sit í. Við silumst áfram, stýrumst bæði af mönnum og dýrum sem teppa göturnar. Glugginn er opinn og ég anda að mér morgunlyktinni sem mér er farið að þykja undarlega vænt um. Minningar um reykjarlykt og ryk í bland við morgunsöng nágrannakvenna minna eiga eftir að lifa með mér um ókomna tíð.</p><p>Ég er á ferðalagi með norska sendiherranum og leið okkar liggur í lítið þorp rétt utan við höfuðborg Malaví. Þar ætlum við að heimsækja grunnskóla og ná tali af kennurum og skólastjóra. Skólinn var nýlega valinn til þátttöku í verkefni sem snýr að því að efla menntun stúlkna í landinu. Reyndar verða hátt í 300 skólar með í verkefninu en í þessum tiltekna skóla er ætlunin að hefja verkefnið formlega innan fárra vikna - að viðstaddri Ernu Solberg nýkjörnum forsætisráðherra Noregs. Sendiherrann er þar af leiðandi helst upptekinn af því að mæla tímann sem það tekur að keyra frá borginni, leggja mat á holóttan og illfæran veginn að skólanum og finna út úr því hvar hægt væri að gera pissustopp á leiðinni - ef til þess kæmi að forsætisráðherranum yrði mál.</p><p>Ég er hins vegar í öðrum þönkum. Sokkin djúpt í hugsanir sem verða sífellt ágengari. Ég er búin að starfa á skrifstofu UNICEF í Malaví í rétt tæpa fjóra mánuði og hef þegar kynnst því hversu slæmt ástandið er fyrir börn og ungmenni í landinu, sér í lagi stúlkur. Tölur og staðreyndir sem ég las um áður en ég steig upp í flugvél raungerðust fyrir augum mér strax á leiðinni heim frá flugvellinum og urðu enn áþreifanlegri á fyrstu vikum mínum í starfi. Hér eru fleiri en 100 börn að meðaltali í bekk, skólastofur fáar og að hruni komnar, engar bækur eða skrifföng, kennarar alltof fáir, lítils metnir og nær ólaunaðir. Mikill meirihluti stúlkna í Malaví fellur frá námi áður en þær ná 10 ára aldri. Einungis tæp 30% stúlkna ná að ljúka átta ára skólagöngu. Flestar eru giftar nauðugar og ófrískar fyrir 18 ára aldur. Nýleg&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/malawi/resources_16305.html" linktype="1" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;frá UNICEF um ofbeldi gegn börnum í Malaví sýnir að börn eru síst örugg í skólum landsins. Kennarar beita enn líkamlegu ofbeldi og margar stúlkur verða fyrir kynferðislegri áreitni á leið í skólann eða í nágrenni hans.</p><p>Við erum komin út fyrir borgarmörkin og þjótum nú áfram á malbikuðum þjóðveginum. Frá veginum má greina aragrúa af litlum húsaþyrpingum, ýmist hlaðin múrsteinshús með bárujárnsþaki eða hringlaga leirkofar með stráþökum. Blaktandi fánar, húsdýr á vappi og fólk að sinna morgunverkunum. Landið er hrjóstrugt enda fá tré orðin eftir sökum mikilla&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/malawi/resources_16305.html" linktype="1" target="_blank">skógareyðingar</a>.&nbsp;&nbsp;Þrátt fyrir ýmis lög og reglur sem takmarka skógarhögg er erfitt fyrir íbúa Malaví að ná sér í eldivið annan en þann sem fellur til af trjám. Ástandið er hins vegar grafalvarlegt sem birtist meðal annars í því að&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://malawi.savethechildren.net/news/struggling-survive-effects-el-ni%C3%B1o-malawi" linktype="1" target="_blank">náttúruhamfarir</a>&nbsp;á borð við flóð og þurrka verða sífellt skæðari&nbsp;&nbsp;og afdrifaríkari fyrir fleira fólk.</p><p>"Þetta snýst um&nbsp;<em>að forgangsraða</em>" sagði yfirmaður minn við mig í síðustu viku þegar ég kom inn á skrifstofu til hans og lýsti því yfir að vandinn væri bara hreinlega of stór til þess að það væri hægt að finna skynsamlegar og varanlegar lausnir. Hvar byrjum við þegar rót vandans er allt í senn kerfislæg, efnahagsleg, félagsleg, menningarleg og ekki síst pólitísk?&nbsp;<strong>Forgangsröðun!</strong>&nbsp;Hugsa ég þegar við leggjum bílnum og norski sendiherrann hrópar ánægður: "What a lovely mountain view". Já, fjöllin í þessum hluta Malaví eru svo sannarlega falleg og það eru börnin sem taka á móti okkur með hrópum og köllum líka. Ég dreg andann djúpt og einbeiti mér að verkefninu. Skólinn samanstendur af gamalli byggingu sem rúmar fjórar skólastofur og skrifstofu skólastjórans, einni nýlegri skólastofu sem var byggð fyrir nokkrum árum fyrir tilstuðlan bandarískrar þróunarsamvinnu, bambusskýli þar sem krakkar á aldrinum 10 til 12 ára halda til og stóru tréi sem þjónar hlutverki skólastofu fyrir yngri börnin. Forgangsröðun, hugsa ég og hripa niður lýsingu á staðháttum.</p><p>Ég er búin að fara í nokkrar skólaheimsóknir nú þegar og er farin að kannast við rútínuna. Fyrst göngum við inn á skrifstofu skólastjórans þar sem hann býður okkur sæti á trébekkjum og bendir okkur á handskrifuð blöð sem hanga uppi á veggjum með ýmsum tölum úr skólastarfinu. Hér eru tæplega 2000 nemendur skráðir og 8 starfandi kennarar; þar af 6 með kennsluréttindi. Forgangsröðun, hugsa ég og tek mynd af upplýsingunum á veggnum. Skólastjórinn segir að nemendum hafi fjölgað eftir að nýja skólastofan kom og þess vegna vanti ennþá fleiri hús sem og salernisaðstöðu. Við skólann eru nú 4 salerni fyrir bæði kynin, stúlkur veigra sér hins vegar við að nota klósettin sökum þess að þau snúa beint að skólanum.&nbsp;<em>Forgangsröðun</em>, hugsa ég og bý til sérstakt minnisblað í símanum mínum um staðsetningu salerna. Þá deilir skólinn vatnsbrunni með kirkjunni og vatnið því oft af skornum skammti.</p><p>Menntamálaráðuneytið hefur ekki sent skólanum bækur eða skrifföng í þrjú ár. Á síðasta ári fékk skólinn um það bil 20,000 íslenskar krónur í viðhaldsstyrk. Skólastjórinn ákvað að nota féð til að kaupa skólabækur á svörtum markaði fyrst enginn sending barst frá ráðuneytinu. Hann réttir mér eina bók og opnar fyrstu síðuna: "This book is not for sale" les hann af blaðsíðunni og hlær. Mér er ekki hlátur í huga en hlæ honum til samlætis enda varla annað hægt þegar aðstæður eru þessar.&nbsp;<em>Forgangsröðun</em>, hugsa ég og ákveð símtal upp í ráðuneyti um leið og ég kem til baka. Fæstir kennaranna fengu útborgað um síðustu mánaðarmót eða þarsíðustu og margir eru í annarri vinnu - sem oft gengur fyrir kennslunni, að sögn skólastjórans. Skólastjórinn leggur til að byggja fleiri kennarahús á skólalóðinni - þá kæmu þeir kannski oftar til vinnu segir hann. Nú þurfa flestir að leigja sér húsnæði í þorpinu og leigan er ekki ódýr.&nbsp;<em>Forgangsröðun</em>, hugsa ég og skrifa niður athugasemdir skólastjórans.</p><p>Skólastjórinn vill sýna okkur nýju skólastofuna og notagildi hennar. Við göngum því þvert yfir lóðina í átt að nýju skólastofunni. Ég fæ smá kvíðahnút í magann því ég kannast líka orðið við þessar aðstæður. Hér hefur alltof mörgum börnum verið komið fyrir inni í nýlegri en afskaplega hrörlegri skólastofu. Þau sitja í mannlegri hrúgu á steingólfinu. Um það bil 150 líkamar 6 til 8 ára barna í rými sem er líklega hugsað fyrir um það bil 40 nemendur. Inni fyrir stendur kennarinn, snýr baki í börnin, skrifar á töfluna og snýr sér svo öðru hvoru við til að láta börnin endurtaka einstök orð sem hann kallar yfir hópinn. Börnin eru hvorki með bækur né skriffæri. Í stofunni er ekkert sem minnir á líflega og skapandi skólastofu, engar myndir á veggjum, engir litir, form, kubbar, leir eða annar efniviður. Í stofunni er gamalt kennaraborð, þrír stólar og krítartafla. Forgangsröðun, hugsa ég og brosi afsakandi til kennarans þegar við komum í dyragættina. Skólastjórinn vill sýna okkur nýju skólastofuna og notagildi hennar. Við göngum því þvert yfir lóðina í átt að nýju skólastofunni. Ég fæ smá kvíðahnút í magann því ég kannast líka orðið við þessar aðstæður. Hér hefur alltof mörgum börnum verið komið fyrir inni í nýlegri en afskaplega hrörlegri skólastofu. Þau sitja í mannlegri hrúgu á steingólfinu. Um það bil 150 líkamar 6 til 8 ára barna í rými sem er líklega hugsað fyrir um það bil 40 nemendur. Inni fyrir stendur kennarinn, snýr baki í börnin, skrifar á töfluna og snýr sér svo öðru hvoru við til að láta börnin endurtaka einstök orð sem hann kallar yfir hópinn. Börnin eru hvorki með bækur né skriffæri. Í stofunni er ekkert sem minnir á líflega og skapandi skólastofu, engar myndir á veggjum, engir litir, form, kubbar, leir eða annar efniviður. Í stofunni er gamalt kennaraborð, þrír stólar og krítartafla.&nbsp;<em>Forgangsröðun</em>, hugsa ég og brosi afsakandi til kennarans þegar við komum í dyragættina.</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uttektarskyrslur/dans.jpg" alt="Þjóðdans"><br>"Good morning" segi ég og lít yfir hópinn. Á sama augnabliki sprettur mannlega hrúgan samtaka á fætur og æpir fullum hálsi - langt yfir hávaðamörk: "Good morning madam, how are you?" Í fyrstu skólaheimsókninni minni brá mér óneitanlega við þessar móttökur þar sem ég vissi ekki hvernig ætti að bregðast við þessu herópi. En nú er ég undirbúin og hrópa hátt á móti: "I am fine thank you, please sit down". Þau setjast aftur í hrúgu, klessast saman og mæna á kennarann sem heldur einhæfri kennslunni áfram. Forgangsröðun, hugsa ég enn og aftur.<br>Í lok þessarar heimsóknar, sem var að mörgu leyti eins og margar aðrar fyrri og síðari skólaheimsóknir mínar í sveitum Malaví, gerðist hins vegar dálítið merkilegt. Ég sat á skólalóðinni og hugsaði í vonleysi mínu um ómögulegustu forgangsröðun í heimi. Þá sé ég hvar kennari, kona á mínum aldri, kemur út úr einni skólastofunni með um það bil 100 börn á eftir sér. Hún gengur með þau yfir á stórt opið svæði og skiptir þeim þar í nokkra hringi. Þau klappa og stappa á leiðinni og syngja lag sem þau virðast flest kunna. Börnin mynda hringina þannig að innri hringurinn snýr að ytri og þau horfast í augu. Þau halda áfram að syngja og ganga í hringi - í sitt hvora áttina. Kennarinn klappar og börnin stöðva - finna sér félaga og ræða eitthvað á sínu tungumáli við þann sem þau lentu á móti. Þau brosa, hlægja og nota handahreyfingar til að tala saman. "Kokkurinn" hugsa ég og brosi út að eyrum. Þau eru að dansa kokkinn og síðan eru þau að ræða eitthvað við félaga sinn. Við klapp kennarans halda þau áfram að ganga í hring, dansa og klappa þangað til að þau stöðva að nýju og ræða málin við nýjan félaga. Á einu augnabliki breytist vonleysi mitt og vantrú í gleði og tiltrú á skólastarfi og kennslu - óháð aðstæðum. Á þessu litla augnabliki varð ég vitni að umhyggju, virðingu, samvinnu og góðri kennslu. Rétti barna til að vera til, njóta, læra og taka þátt í samfélagi jafningja.</p><p><em>Forgangsröðun</em>, hugsaði ég og smellti af þeim mynd.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://skolathraedir.is/2017/06/27/heimsokn-i-skola-minning-fra-malavi/" linktype="1" target="_blank">Greinin birtist áður á vefsetrinu Skólaþráðum, tímariti Samtaka áhugafólks um skólaþróun</a>&nbsp;</p>

05.07.2017Snortin yfir öryggi og frelsi íslensku stelpnanna í samskiptum og sköpun

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/solitogo2.jpg" alt="Solitogo2">Mirlinda söngkona frá Tógó og rokkbúðastýra í Togo dvaldi síðastliðna viku í rokkbúðunum í Reykjavík hjá 13 - 16 ára stúlkum með styrk frá utanríkisráðuneytinu. Að sögn Aldísar Lóu Leifsdóttur hjá Sól í Tógó kom hún hingað til þess að deila reynslu sinni af stelpu rokkbúðunum í Togó og "taka inn strauma og stefnur í stelpu rokkbúðunum sem voru haldnar í Tónlistarskóla Sigursveins vikuna 26. - 30. júní," eins og hún orðar það. Til stóð að Modestine, gítarleikari og kennari, kæmi líka en vegabréfsáritun fékkst ekki fyrir hana. Að sögn Aldísar Lóu er unnið að því að fá Modestine í rokkbúðirnar í október í staðinn.</strong></p><p>"Mirlinda var snortin yfir því hvað íslensku stelpurnar voru öruggar og frjálsar bæði í samskiptum og sköpun. Hún segir líka unaðslegt að sjá hvað þær voru óhræddar við sautján sjálfboðaliða og tónlistarkonur sem stjórnuðu rokkbúðunum í Hraunbergi," segir Aldís Lóa.</p><p>"Mirlinda segir samskipti á milli kynslóða einkennast af ójöfnuði í Tógó þar sem unglingum og börnum beri að sýna hinum eldri skilyrðislausa virðingu og hlýðni hvað sem tautar og raular og það hefti unga fólkið til þess að tjá sig og skapa. Sjálf hafi hún alist upp við það sem barn að mega ekki horfa í augun á móður sinni þegar hún yrti á hana. Uppeldið og skólakerfið í Tógó er gegnsýrt af þessu viðhorfi, að beygja sig fyrir yfirboðaranum, en sem betur fer er þetta að breytast hægt og rólega. Hún hlakkar til þess að fara heim og halda stelpu rokkbúðirnar í ágúst í Kpalime og leggja áherslu á það við tónlistarkennarana í búðunum að þær sem leiðbeina og stúkurnar sjálfar sem taka þátt séu jafnar og beri að virða og sýna hlýhug til hvor annarrar. Hún segist sjá fyrir sér að sumar stúlknanna í Tógó sem eiga eftir að sækja rokkbúðirnar í ágúst eigi eftir að geta skapað eigin músík en aðrar muni styðja sig við músík sem þær þekkja af YouTube. Hún ætlar sannarlega að hvetja þær til þess að skapa eigið efni," segir Aldís Lóa.</p><p>Á síðasta ári sóttu 30 stúlkur rokkbúðirnar hjá Mirlindu í Kpalime og vilja þær allar koma aftur í ár. Mirlinda telur það vera kost að fá sömu stúlkur aftur af því að þær kynntust á síðasta ári kvennarýminu og frelsinu sem fylgir því að vinna innan þess og geti því gengið ferskar til verks núna þegar þær koma í annað sinn. Aldís Lóa segir að Mirlinda hafi fjölgað plássum í búðirnar um 10 þannig að í ár komi 40 stúlkur.</p><p>"Vinsældir stúlkna rokkbúðanna í Togó er sannarlega miklar og ef efni væru til þá væri hægt að hafa fleiri búðir á ári. Fljótlega í haust verður aftur ráðist í hljóðfærasöfnun á Íslandi til þess að mæta þörfum búðanna í Tógó. En hljóðfæraskortur er aðal fyrirstaðan útbreiðslu stelpurrokksins," segir Aldís Lóa.&nbsp;</p>

05.07.2017Ekki til umræðu að breyta reglum um opinbera þróunarsamvinnu vegna öryggismála, segir formaður DAC

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/charlotta.jpg" alt="Charlotta" class="right">Breska ríkisstjórnin vill breyta reglum um opinbera þróunarsamvinnu hvað öryggismál áhrærir en Charlotte Petri Gornitzka formaður DAC - þróunarsamvinnunefndar OCED - segir slíkt ekki til umræðu. Samkvæmt frétt Devex fréttaveitunnar var reglum um opinbera þróunarsamvinnu (ODA) síðasta breytt varðandi öryggismál árið 2016 og þá féllust fulltrúar 30 aðildarríkja DAC á tillögur um að heimila að fleiri þættir tengdir öryggismálum falli undir ODA skilgreiningar, meðal annars útgjöld tengd baráttunni gegn ofbeldisfullri öfgahyggju.</strong><br></p><p>Breski íhaldsflokkurinn hvatti að sögn Devex mjög til þessara breytinga og hét því í aðdraganda kosninganna í Bretlandi á dögunum að rýmka þessar reglur enn frekar. Charlotta Petri Gornitzka formaður DAC sagði hins vegar í samtali við Devex að önnur mál væru í forgangi hjá DAC, meðal annars innanlandskostnaður vegna flóttamanna og aðkoma einkageirans. Krafa Breta væri ekki til umræðu.</p><p>"Við viljum ekki taka nýjar ákvarðanir á hverju ári. Það væri veikleiki í sjálfu sér," sagði hún í samtali við Devex. Sjálf var hún mótfallinn breytingunum í fyrra en þá var hún fulltrúi Svía og framkvæmdastjóri SIDA, sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar.</p><p>Charlotta Petri var hér á Íslandi fyrir nokkru þegar hún kynnti fyrstu jafningjarýni DAC á íslenskri þróunarsamvinnu. Myndin af henni hér til hliðar var tekin í Safnahúsinu við Hverfisgötu þegar DAC skýrslan var kynnt.<strong><br></strong></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/uk-s-bid-to-change-aid-rules-not-up-for-discussion-says-dac-chief-90574" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>

05.07.2017Árið 2030 er síðasti söludagur fyrir misrétti kynjanna

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/hildaE.jpg" alt="HildaE">Hildigunnur Engilbertsdóttir fulltrúi utanríkisráðuneytisins á stjórnarfundi UN Women í síðustu viku sagði Ísland leggja áherslu á að auka vægi kjarnaframlaga og mikilvægi þess að ná til karla og drengja til þess að ná fram raunverulegum samfélagsbreytingum. Stjórnarfundurinn var haldinn dagana 27.-28. júní 2017 í aðalstöðvum Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) í New York.</strong><br></p><p>Framkvæmdarstjórn UN Women er samansett at 41 aðildarríki, kjörin til þriggja ára í senn af efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu Þjóðanna (ECOSOC). Úthlutun sæta í stjórninni er svæðisbundin, en lönd í Afríku fá til dæmis tíu sæti á meðan lönd í Vestur-Evrópu og líkt þenkjandi íkja (WEOG) fá fimm sæti. Að sögn Hildigunnar átti Ísland síðast sæti í framkvæmdastjórn UN Women 2015 en samkvæmt nýrri formúlu um skiptingu sæta Vesturlandahópsins í stjórn UN Women er Íslandi tryggt eitt sæti á næstu sex árum. Fastanefnd Íslands í New York tekur þátt í starfi óformlegs vinahóps líkt þenkjandi ríkja á vettvangi SÞ sem styðja starf UN Women.</p>Hildigunnur segir að íslensk stjórnvöld hafi meðal annars veitt kjarnaframlög til UN Women og þegar þau hafi verið skoðuð miðað við höfðatölu hafi komið í ljós að Ísland var fjórða stærsta gjafaríki stofnunarinnar árið 2015.<p></p><p>"Á fundinum voru meðal annars kynnt ný drög að stefnu UN Women 2018-2021, farið yfir hverju var áorkað á tímabili undangenginnar stefnu 2014-2017, kynntar niðurstöður mats á stefnumótandi samstarfi UN Women við aðrar stofnanir sem og ársskýrslu um innri endurskoðun og rannsóknir," segir Hildigunnur og bætir við að einnig hafi verið flutt samantekt um verkefni UN Women í Sómalíu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þar í landi hafi UN Women unnið ötullega að því að auka hlutfall kvenna á þingi.</p><p><strong>Starfsemi í 74 löndum</strong></p><p>Í ræðu framkvæmdastýru UN Women, Phumzile Mlambo-Ngcuka, kom fram að UN Women er með starfsemi í 74 löndum þar sem aðallega er unnið að því að auka efnahagsleg áhrif og mátt kvenna en einnig að breytingum í stefnumótun ríkja sem og lagaumhverfi. Af niðurstöðum á því sviði má nefna að 72 lög í 61 landi voru samþykkt eða breytt árið 2016 með aðstoð UN Women, en 1,6 miljarður kvenna og stúlkna búa á því svæði. Phumzile lagði einnig áherslu á þatttöku einkageirans í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og nefndi þar sérstaklega áhrif farsímavæðingar á atvinnuþátttöku kvenna. "Sem dæmi um þetta fjallaði Phumzile um verkefni UN Women í Rúanda sem hefur tengt saman þrjú þúsund kvenkyns bændur og samvinnufélög í gegnum farsíma og gerir þeim þar af leiðandi kleift að sækja upplýsingar til að mynda um markaðsverð á ýmsum vörum," segir Hildigunnur.</p><p>Á stjórnarfundinum tóku til máls fulltrúar 42 landa og gerðu grein fyrir afstöðu landa sinna til nokkurra málaflokka.</p><p>"Phumzile, sem nýlega var endurskipuð framkvæmdastýra UN Women, lokaði fundinum með því að lýsa því yfir að síðasti söludagur fyrir misrétti kynjanna yrði að vera árið 2030 og hvatti stjórnarmeðlimi til að láta kynjajafnrétti sig varða á öllum sviðum lífsins, ekki bara á stjórnarfundum," segir Hildigunnur.&nbsp;<br></p>

05.07.2017Verkefni með Landsvirkjun þar sem áhersla verður lögð á kynjajafnrétti

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/seforall.jpg" alt="Seforall">Í Kröflustöð var í síðustu viku haldin vinnustofa á vegum SEforALL (Sustainable Energy for All - Endurnýjanleg orka fyrir alla). Um er að ræða samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna sem stofnuð voru í kjölfar loftslagsfundarins í París í desember 2015. Samtökin hafa að markmiði að tryggja aðgengi mannkyns að orku, tvöfalda hlut endurnýjanlegrar orku í orkuvinnslu í heiminum og tvöfalda framfarir í orkunýtingu fyrir árið 2030. Rachel Kyte framkvæmdastjóri SEforALL og fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sótti&nbsp;vinnustofuna&nbsp;ásamt á fjórða tug fundargesta víðsvegar að úr heiminum.</strong><br></p><p>Samkvæmt frétt Landvirkjunar fóru Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Stella Marta Jónsdóttir forstöðumaður verkefnastofu á ráðstefnu samtakanna í New York í síðasta mánuði og þar tók Ragna þátt í pallborðsumræðum. Hún kynnti endurnýjanlega orkuvinnslu Íslendinga, orkuskipti síðustu áratuga og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í orku- og loftslagsmálum. "Niðurstaða ráðstefnunnar var að setja á fót hraðal - verkefni sem ætlað væri að styðja við kynjajafnrétti, samfélagsþátttöku og eflingu kvenna í orkugeiranum í heiminum. Fundurinn, sem Landsvirkjun hýsir í Kröflu í dag og á morgun, er framhald á undirbúningi hraðalsins," segir í fréttinni.<br></p><p>Markmið&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.se4all.org/" linktype="1" target="_blank">SEforALL</a>&nbsp;falla vel að þeim áherslum Landsvirkjunar sem kynntar voru á&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">opnum fundi um samfélagslega ábyrgð í vor</a>, að því er segir í fréttinni. "Fyrirtækið mun leggja áherslu á þrjú Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna; verndun jarðarinnar (loftslagsmál), sjálfbæra orku og jafnrétti kynjanna. Vinna SEforALL í hraðlinum, sem stefnt er á að taka muni formlega til starfa í lok árs, mun m.a. miða að því að auka áherslu á kynjajafnrétti, samfélagsþátttöku og valdeflingu kvenna&nbsp;, auk þess að kortleggja hagsmunaaðila og mynda bandalög í þeim tilgangi að stuðla að kerfisbreytingum.<br></p><p>SEforALL hefur einnig að markmiði að bæta aðgengi almennings í þróunarríkjunum að rafmagni og auka þátttöku kvenna í því að finna endurnýjanlegar orkulausnir. Þá er markmiðið að samhæfa vinnu hagsmunaaðila á sviði orku- og jafnréttismála og tryggja fjármögnun frá opinberum aðilum og einkaaðilum til verkefna sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu."<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/frettir/frett/seforall-fundar-i-kroflu/" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef Landsvirkjunar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://seforall.org/content/seforall-hosts-first-working-meeting-people-centered-accelerator-promoting-gender-equality" linktype="1" target="_blank">SEforALL hosts first working meeting of People-Centered Accelerator, promoting gender equality, social inclusion and women’s empowerment/ SEforALL</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.landsvirkjun.is/fyrirtaekid/fjolmidlatorg/frettir/frett/vel-heppnadur-fundur-um-samfelagsabyrgd-og-heimsmarkmid-sth/" linktype="1" target="_blank">Vel heppnaður fundur um samfélagsábyrgð og Heimsmarkmið SÞ/ Landsvirkjun</a>

05.07.2017"Þeim er fjandans sama um þetta fólk"

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/sjhOJ.jpg" alt="SjhOJ">Ógnaröld ríkir í Suður-Súdan og flóttafólk, aðallega konur og börn flýja yfir til Úganda. Áheitaráðstefna SÞ og ríkisstjórnar Úganda vegna flóttamannavandans varð ekki jafn árangursrík og vonir stóðu til. Fyrirheit voru gefin um 360 milljónir dollara, sem hrökkva skammt. Íslendingar lofuðu ekki sérstöku framlagi, en Stefán Jón Hafstein, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, sat ráðstefnuna og ræddi flóttamannavandann á Morgunvaktinni á Rás 1 í vikunni.<br></p><p>Á vef RÚV segir: "&nbsp;Málefni flóttafólks eru meðal stærstu vandamála heimsins. Þrjú helstu gistiríki flóttafólks eru Tyrkland, Pakistan og Úganda. Ekkert ríki Afríku fær fleira flóttafólk eins og Úganda. Líklega verða flóttamenn þar um ein og hálf milljón talsins fyrir árslok. Stefán Jón Hafstein segir að það kosti um 800 milljónir dollara á ári að reka þau samfélög flóttafólks sem orðið hafa til í Norður-Úganda. Flóttamannasamfélögin þekja sem svarar áttföldu höfuðborgarsvæði Íslands.&nbsp; Vel hefur verið staðið að verki og hafa Úgandamenn hlotið lof fyrir. Hugsanlega eru Úgandamenn fórnarlömb velgengninnar - að hafa ekki kvartað nógu mikið. En vandinn er nú orðinn yfirþyrmandi og áfram streymir fólk&nbsp; yfir ógreinileg landamærin frá Suður-Súdan, þar sem hörmungar ríkja. &nbsp;Í Úganda vantar alla innviði til að taka við þessu fólki, konum og börnum að meirihluta. Þegar hafa matarskammtar verið minnkaðir um helming. Við það eykst spennan, og óánægja heimafólksins með áganginn kraumar undir.<br></p><p>En flóttamannastraumurinn stöðvast ekki á meðan ógnarástand varir í Suður-Súdan. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að vandinn í Suður-Súdan, sem er af mannavöldum, sé sá mesti sem átt hefur verið við í Afríku frá stríðinu í Rúanda. "Í Suður-Súdan eru klíkur sem eru að ræna landið. Helmingur landsmanna sveltur. Það virðist vera algjör fyrirlitning á samborgurunum frá hinum ráðandi herrum. Þeim er bara fjandans sama um allt þetta fólk. Þeir ætla að ræna landið." Suður-Súdan fékk sjálfstæði 2013 og síðan hefur ríkt þar ógnaröld. Tekist er á um olíulindir og aðrar auðlindir. "Ráðandi klíkur eru að þurrka það upp," eins og Stefán Jón orðaði það á Morgunvaktinni.<br></p><p>Óðinn Jónsson fréttamaður tók myndina af Stefáni Jóni.<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/theim-er-fjandans-sama-um-thetta-folk" linktype="1" target="_blank">Nánar á RÚV</a>&nbsp;</p>

05.07.2017Hungur í heiminum hefur aukist á síðustu tveimur árum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/faofundur.PNG" alt="Faofundur">Baráttan gegn hungri í heiminum hefur síðasta aldarfjórðunginn leitt til þess að sífellt færri búa við sult. Þetta framfaraskeið er á enda. Hungrið í heiminum hefur aukist á síðustu tveimur árum. Á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem hófst í Rómaborg í gær kom fram að matvælaskorturinn í heiminum er sá mesti frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar.</strong><br></p><p>"Ég vildi að ég gæti sagt einhverjar góðar fréttir hér í dag um baráttuna gegn hungri... en því miður er það ekki raunin," sagði Jose Graziano da Silva framkvæmdastjóri FAO við opnun ráðstefnunnar í gær.</p><p>Nítján þjóðir búa samkvæmt skilgreiningu FAO við alvarlegan matarskort sem bæði er tilkominn vegna átaka og loftslagsbreytinga. Meðal þjóðanna eru Suður-Súdan, norðausturhluti Nígeríu, Sómalía og Jemen en í síðastnefnda landinu eru 20 milljónir manna við hungurmörk. Þótt nýlega hafi því verið lýst yfir að hungursneyð ríki ekki lengur í Suður-Súdan eru milljónir manna í landinu sem hafa ekki ofan í sig.</p><p>Um 60% hungraðra í heiminum búa á átakasvæðum eða heimshlutum þar sem loftslagsbreytingar hafa gert óskunda. Graziano da Silva sagðist í ávarpi sínu að ástæða væri til þess að óttast að þetta fólk færi á vergang og talan yfir flóttafólki í heiminum myndi þá tvöfaldast.</p><p>Um eitt þúsund þátttakendur er á ráðstefnu FAO sem haldin er annað hvert ár. Þetta 40. ráðstefnan og þar eru á dagskrá ýmiss stefnumótandi málefni sem tengjast alþjóðlegu matvælaöryggi.&nbsp;<strong><br></strong></p><strong><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ipsnews.net/2017/07/progress-world-hunger-reversed/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><br></strong><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fao.org/news/story/en/item/902489/icode/" linktype="1" target="_blank">World hunger on the rise again, reversing years of progress/ FAO</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fao.org/news/story/en/item/902483/icode/" linktype="1" target="_blank">Achieving Zero Hunger by 2030 requires turning political will into concrete actions/ FAO</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fao.org/news/story/en/item/899683/icode/" linktype="1" target="_blank">FAO Conference 40th Session: 9 Things to Know/ FAO</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=57110#.WVt9HWjyi70" linktype="1" target="_blank">Turning national pledges into action crucial in fight against hunger, stresses head of UN agency/ UN</a><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://ec.europa.eu/europeaid/news-and-events/root-exodus-food-security-conflict-and-international-migration_en" linktype="1" target="_blank">At the root of exodus: Food security, conflict and international migration/ EC</a>&nbsp;</p>

05.07.2017Mannfjöldinn í Afríku og leiðir til að draga úr barneignum í álfunni

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/barnafjoldi.jpg" alt="Barnafjoldi">Helstu umræðuefni fulltrúa Afríkusambandsins á fundi í Addis Ababa í vikubyrjun tengdust ungu fólki og íbúafjölda álfunnar, spám um mannfjölgun, nýtingu mannaflans og síðast en ekki síst með hvaða hætti unnt sé að draga úr fæðingartíðni.</strong>&nbsp;</p><p>Í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.dw.com/en/africa-population-growth-key-at-au-summit/a-39505136" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Deutsche Welle segir að margir óttist íbúafjölgun álfunnar en hafni engu að síður öllum takmörkunum á barneignum. Eins og fram kom í síðasta Heimsljósi sýna mannfjöldaspár að í 26 Afríkuríkjum verða íbúarnir tvöfalt fleiri árið 2050 en þeir eru í dag.</p><p>"Markmiðið er að draga úr fæðingum," segir Kaffa Rékiatou Christian Jackou ráðherra frá Níger og segir markmiðið að í hverju ríki séu sterkir einstaklingar, ábyrgir og virkir í atvinnulífinu. Jackou fer fyrir ráðuneyti mannfjölgunar í Níger en hvergi í heiminum er fæðingartíðnin jafn mikil eða 7,6 börn að jafnaði á hverja konu.Hann segir að mannfjöldi ætti í sjálfu sér ekki að vera vandamál nema því aðeins að efnahagsleg tækifæri skorti í viðkomandi ríki. Í fréttinni segir að allt sem lýtur að því að hafa áhrif á fæðingartíðni sé viðkvæmt umræðuefni í Afríku, álfu þar sem ríkidæmi er víða skilgreint á grundvelli fjölda barna.</p><p>Afríkusambandið vill hins vegar taka á þessu viðkvæma málefni og ræddi það í þaula á fundinum síðastliðinn mánudag með áherslu á unga fólkið í álfunni, 226 milljónir ungamenna á aldrinum 15 til 24 ára.</p><p>Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna fjórfaldast íbúafjöldi Afríku því sem næst fram að næstu aldamótum. Þá verða íbúarnir alls 4,5 milljarðar talsins borið saman við 1,2 milljarð í dag. Nígería er nefnd sem dæmi um fjölgun íbúa. Þar búa núna um 180 milljónir en verða 800 milljónir í lok aldarinnar. Mörgum þykir óvissa ríkja um það að allt þetta fólk hafi í sig og á.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.voanews.com/a/african-union-summit-opens-in-ethiopia/3926672.html" linktype="1" target="_blank">African Union Summit Opens in Ethiopia/ VOA</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/africarenewal/magazine/special-edition-youth-2017/youth-dividend-or-ticking-time-bomb" linktype="1" target="_blank">Youth dividend or ticking time bomb?/ AfricaRenewal, sérútgáfa um ungt fólk</a><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=57108#.WVt81Gjyi71" linktype="1" target="_blank">Deputy UN chief highlights stronger AU-UN partnership to benefit Africa's youth/ UN</a>&nbsp;</p>

05.07.2017Hæsta framlagið frá Íslandi - óháð höfðatölu!

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unwomenannual.PNG" alt="Unwomenannual" href="">Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu UN Women 2016, sendir landsnefnd UN Women á Íslandi hæsta fjárframlag til verkefna UN Women allra landsnefnda, óháð höfðatölu.</strong></p><p>Landsnefndir UN Women eru fimmtán talsins og starfa víðs vegar um heiminn. Undanfarin tvö ár hefur íslenska landsnefndin sent annað hæsta framlag landsnefnda, á eftir Ástralíu. Í ár trónir hins vegar sú íslenska á toppnum.</p><p>"Starfsemi landsnefndarinnar hefur vaxið ört á undanförnum árum. Síðasta ár var engin undantekning og jukust framlög landsnefndarinnar um 41% á milli áranna 2015 og 2016. Um helmingur af heildarframlagi landsnefndarinnar rann til verkefna sem miða að því bæta lífsgæði og öryggi kvenna á flótta. Þá hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi og aldrei áður hafa jafn margir karlmenn tilheyrt þeim hópi," segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</p><p>"Það er því rík meðvitund og velvild landsmanna sem gerir UN Women á Íslandi kleift að senda hæsta framlagið fyrir árið 2016. Þessar gleðifregnir sýna svart á hvítu að almenningi hér á landi er svo sannarlega umhugað um hag og bága stöðu kvenna víða um heim og beita sér fyrir því að bæta stöðu kvenna og jafna hlut kynja, með því að styrkja verkefni UN Women með sínu mánaðarlegu framlagi. Fyrir þennan stuðning erum við starfsfólk og stjórn landsnefndarinnar gríðarlega þakklát," segir Hanna.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://unwomen.is/haesta-fjarframlag-til-un-women-fra-islenskum-almenningi/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

28.06.2017Breytir viðhorfum Vesturlandabúa til Afríku - vefsíðan "Everyday Africa"

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ted.PNG" alt="Ted">Afríka hefur löngum verið einsleit í augum Vesturlandabúa. Tilhneiging er til þess að tala um Afríku sem eitt og sama landið, eina heild, fólkið, menninguna, landsvæðin, stríðin eitt og sama stríðið. Everyday Africa er Instagram síða sem virðist vera að breyta ímynd Afríku á Vesturlöndum.</strong><br></p><p>Anna Gyða Sigurgísladóttir dagskrárgerðarmaður á RÚV sagði á dögunum frá Everyday Africa í þættinum Lestinni á Rás 1. "Everyday Africa samanstendur af ljósmyndurum sem koma víðs vegar að úr álfunni og taka myndir af hversdagslífi í ríkjum hennar. Stofendur síðunnar, ljósmyndarinn Peter DiCampo, og blaðamaðurinn Austin Merrill, hyggjast sýna Afríku í nýju ljósi - sýna hana í því ljósi sem fréttamiðlar gera ekki, og geta ekki. Á&nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.instagram.com/everydayafrica/?hl=en" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Instagram síðunni</a>, sem þrjúhundruð fjörtíu og fimm þúsund fylgjendur skoða reglulega, er nú að finna hátt í fjögur þúsund myndir," sagði Anna Gyða í þættinum.</p><p>Í Lestinni er vitnað í Chimamanda Ngozi Adichie sem segir að ef við segjum eina sögu af fólki, aftur og aftur og aftur, þá verði fólkið óhjákvæmilega að þeirri einu sögu, og að það sé mikilvægt að tala um völd er við tölum um einsleitar frásagnir. "Einsleita sagan býr til staðalmyndir, og vandamálið við staðalmyndir er ekki að þær séu ekki sannar, heldur að þær séu ófullkomnar. Þær gera eina sögu að einu sögunni," segir Adichie í fyrirlestri sínum (sjá <a href="https://www.ted.com/talks/chimamanda_adichie_the_danger_of_a_single_story">myndbandið</a> hér að ofan).<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://ruv.is/frett/breytir-vidhorfum-vesturlandabua-til-afriku" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar á RÚV</a>&nbsp;</p>

28.06.2017Íbúafjöldi 26 Afríkuríkja tvöfaldast fram til 2050

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/manfj0ldi.jpg" alt="Manfj0ldi">Árið 2050 er því spáð að jarðarbúar verði um tíu milljarðar. Um næsta aldamót verða þeir orðnir rúmlega ellefu milljarðar. Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna sem kom út í síðustu viku - World Population Prospects: The 2017 Revision - eru jarðarbúar 7,6 milljarðar um þessar mundir en voru 7,4 milljarðar árið 2015. Fjölgunin er langmestu leyti bundin þróunarríkjum því víðast hvar annars staðar í heiminum eignast fólk færri börn en áður.</strong><br></p><p>Í skýrslunni eru sjónum fyrst og fremst beint að þróunarríkjunum þar sem fæðingar eru flestar. Þjóðir heims hafa ákveðið með samþykkt Heimsmarkmiðanna að útrýma fátækt og vernda jörðina. Því blasa við áskoranir um að draga úr barneignum fátækra þjóða en samkvæmt mannfjöldaspám er líklegt að íbúafjöldi 26 ríkja Afríku tvöfaldist fyrir árið 2050, að því er fram kemur í skýrslunni.<br></p><p>"Það bætast við á hverju ári rúmlega 83 milljónir manna og reiknað er með að íbúum jarðarinnar fjölgi áfram þrátt fyrir að þess megi vænta að frjósemi haldi áfram að minnka," segja skýrsluhöfundar.</p><p><strong>Indverjar fjölmennastir</strong></p><p>Athygli vekur að eftir innan við sjö ár verða íbúar Indlands orðnir fleiri en íbúar Kína. Þetta mun gerast árið 2024 þegar íbúar Indlands verða orðnir 1,4 milljaðar og Kínverjar 1,3 milljarðar.</p><p>Þá kemur fram í skýrslunni að helmingur mannfjölgunarinnar fram til ársins 2050 verður bundinn við aðeins níu þjóðir: Indland, Nígeríu, Kongó, Pakistan, Eþíópíu, Tansaníu, Bandaríkin, Úgnda og Indónesíu.&nbsp; Enn fremur segir í skýrslunni að um miðja öldina verði Nígería þriðja fjölmennasta ríki heims en ekki Bandaríkin eins og nú er.<br></p><p>Samkvæmt skýrslunni dregur talsvert úr barneignum í fátækustu ríkjum Afríku. Á árunum 2000 til 2005 áttu konur í álfunni að meðaltali 5,1 barn en meðaltalið var komið niður í 4,7 börn á árabilinu 2010 til 2015. Til samanburðar eignuðust konur í Evrópu að meðaltali 1,6 börn á sama tíma.<br></p><p>Þessi þróun leiðir eðlilega af sér fjölgun í elstu aldurshópunum. Fram kemur í skýrslunni að reiknað er með að sextugir og eldri verði tvöfalt fleiri árið 2050 miðað við í dag og þrefalt fleiri árið 2100, eða 3,1 milljarður á móti 962 milljónum í dag.<br></p><p>Þótt meðalaldur íbúa Afríku verði fyrirsjáanlega á næstu áratugum í lægri kantinum verður engu að síður mikil fjölgun meðal eldri kynslóða í áflunni. Frá þessu ári og fram til ársins 2050 er reiknað með að aldraðir verði orðnir 9% íbúafjöldans borið saman við 5% í dag. Og þeir verða í lok aldarinnar orðnir 20% íbúanna.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=57028#.WUzdH2jyi70" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World population to hit 9.8 billion by 2050, despite nearly universal lower fertility rates - UN</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.un.org/development/desa/en/news/population/world-population-prospects-2017.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World population projected to reach 9.8 billion in 2050, and 11.2 billion in 2100/ UN</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://esa.un.org/unpd/wpp/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World Population Prospects 2017/ ESA</a>&nbsp;</p>

28.06.2017Brýnt að draga úr heimafæðingum til að lækka dánartíðni nýbura

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/barnmangochi.jpg" alt="Barnmangochi">Tæplega sextán þúsund ung börn deyja á hverjum degi víðs vegar um heiminn, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Helmingur barnanna eru nýburar.</strong><br></p><p>Fréttaveitan Voice of America segir að rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna á dánartíðni kornabarna hafi leitt í ljós að dánartíðnin hafi verið hæst í Afríku, að jafnaði 28 dauðsföll af hverjum 100 þúsund lifandi fæddum börnum. Ítarlegri greining Sue Grady í Michigan State háskólanum og annarra fræðimanna - sem náði til fjórtán Afríkuþjóða sunnan Sahara - sýndi að dauðsföll kornabarna voru marktækt tengd heimafæðingum þar sem börn fæddust án þess að þjálfað fagfólk kæmi við sögu.<br></p><p>Grady segir í samtali við VOA að margir nýburanna kafni strax eftir fæðingu eða nái aldrei að draga fyrsta andann. Önnur algeng dánarmein eru sýkingar og niðurgangspestir vegna mengaðs vatns. Að mati Grady mætti draga verulega úr dánartíðni nýbura ef fæðingar færu fram á sjúkrahúsum eða heilsugæslustöðvum að viðstöddu þjálfuðu heilbrigðisstarfsfólki. Hún segir að einblína þurfi á hreinlætisaðstæður við fæðingu barna, hreinsa vandlega naflastrenginn og gæta þess sérstaklega að vatnið sem barnið fær sé ómengað.<strong><br></strong></p><p><strong>Börn eldri kvenna og stúlkubörn í meiri áhættu</strong></p><p>Markmið rannsóknar Grady og samstarfsfólks hennar hefur það markmið að veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar til grundvallar baráttunni fyrir því að draga úr barnadauða. Á tíma þúsaldarmarkmiðanna, frá 1990 til 2015, tókst að minnka barnadauða um 53%, úr tæplega tólf milljónum árlegum dauðsföllum niður í sex milljónir. Með nýju Heimsmarkmiðunum er stefnt að því "að eigi síðar en árið 2030 verði bundinn endir á dauða nýbura og barna undir 5 ára aldri sem hægt er að koma í veg fyrir og stefni öll lönd að því að lækka dánartíðni nýbura að minnsta kosti niður í 12 af hverjum 1.000&nbsp;fæðingum lifandi barna og dánartíðni barna undir 5 ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000&nbsp;fæðingum lifandi barna," eins og segir í markmiði 3.2.<br></p><p>Rannsókn Michigan háskólans leiddi í ljós að börn eldri mæðra eru í áhættuhópi og deyja fremur fyrsta sólarhringinn eftir fæðingu en börn yngri mæðra og eins sýndi rannsóknin að stúlkubörn eru í meiri áhættu en piltbörn. Ástæðurnar þessa eru ekki kunnar en vilji til að rannsaka þær, segir í frétt VOA.<strong><br></strong></p><p><strong>Áherslur í íslenskri þróunarsamvinnu</strong></p><p>Í íslenskri þróunarsamvinnu hefur verið lögð mikil áhersla á þennan þátt í Malaví, fyrst með uppbyggingu sveitasjúkrahússins í Monkey Bay þar sem reist var glæsileg fæðingardeild, og síðar í héraðssamstarfinu við Mangochi þar margar nýjar fæðingardeildir hafa risið í þorpum og ný fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið er risin. Hún verður væntanlega tekið í notkun með haustinu. Malaví hefur verið í fremstu röð Afríkuþjóða í baráttunni við barnadauða og náð einstökum árangri, meðal annars með tilstuðlan Íslendinga, og heimafæðingum hefur til dæmis fækkað stórlega.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.voanews.com/a/study-examines-factors-associated-with-high-african-infant-mortality-rate/3891662.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.who.int/pmnch/media/iceida-media/media/publications/aonsection_I.pdf" linktype="1" target="_blank">Africa's newborns- counting them and making them count/ WHO</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://medicalxpress.com/news/2017-06-africa-neonatal-mortality-problem.html" linktype="1" target="_blank">How to attack Africa's neonatal mortality problem/ MedicalXpress</a>&nbsp;

28.06.2017Fjársöfnun til flóttamanna í Úganda mun minni en vænst hafði verið

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/AntonioGuterres-703x422.jpg" alt="AntonioGuterres-703x422">"Áheitaráðstefna SÞ og ríkisstjórnar Úganda vegna stigvaxandi flóttamannavanda í landinu leiddi ekki til þess árangurs sem vænst hafði verið," segir Stefán Jón Hafstein forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. Hann segir að fyrir ráðstefnuna í síðustu viku hafði verið gefið út að vonast væri eftir tveimur milljörðum dollara í áheit en niðurstaðan varð nær&nbsp;</strong><strong><a shape="rect">360&nbsp; milljónum dollara</a></strong>&nbsp;<strong>. &nbsp;"Þetta er varla helmingur þess sem talin er þörf á, aðeins í ár.&nbsp; Evrópuríkin voru lang öflugust í áheitum með nær 300 milljónir dollara samtals. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland lögðu mikið af mörkum," segir hann.</strong>&nbsp;</p><p>Ráðstefnan hófst fyrri daginn á ferð margra fyrirmenna til flóttamannasamfélaganna, en síðari dagurinn byrjaði á persónulegum sögum ungra og aldinna sem leitað hafa hælis í Úganda. Stefán segir að það hafi verið áhrifaríkar sögur sem varpað hafi ljósi á að bak við þessar háu tölur séu einstaklingar með vonir og þrár um betra og öruggara líf en það sem bjóðist í heimalandi þeirra.&nbsp;&nbsp;<br><br>Úganda er gistiríki fleiri flóttamanna en nokkurt ríki Afríku og er þriðja í röðinni á heimsvísu á eftir Tyrklandi og Pakistan. Heildarfjöldi flóttamanna í landinu nálgast 1,3 milljónir og stefnir í 1,5 milljónir í árslok. Innan grannríkisins Suður-Súdan er talið að 2-4 milljónir manna séu uppflosnaðar.&nbsp; Úganda er griðarstaður fyrir flóttamenn frá Suður-Súdan, þaðan koma langflestir, en einnig koma til landsins flóttamenn frá Kongó, Búrúndi, Eritreu og Sómalíu. Um 80% flóttamanna frá Suður-Súdan eru konur og börn.&nbsp; Meira en sex hundruð þúsund manns hafa bæst í hópinn á innan við einu ári.&nbsp;<br><br>"Svonefnt&nbsp;<strong>Solidarity Summit</strong>&nbsp;átti að draga athygli heimsbyggðarinnar að þessum mikla vanda, undirrót hans og því að Úganda hefur að margra mati rekið mjög framsækna flóttamannastefnu. Úganda hefur ,"opnað dyr" og veitir flóttamönnum margvísleg réttindi sem væru þeir innfæddir, ferðafrelsi, atvinnuréttindi og margvísleg önnur "fríðindi" sem leitt hafa til þess að ekki er talað um "flóttamannabúðir" heldur "samfélög" þar sem vonast er til að flóttamenn og heimamenn nái að búa í samlyndi. Úganda hefur uppskorið talsvert hrós fyrir," segir Stefán Jón.&nbsp;<br><br><strong>Markmið náðist ekki</strong></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/ugandaradstefna.jpg" alt="Ugandaradstefna" class="right">Alþjóðlegur stuðningur og skuldbinding er fjarri því að sögn Stefáns Jóns að vera nægjanleg og hlýtur að vera SÞ og Úganda vonbrigði. Áheitafé kemur ekki allt í einu og&nbsp; ljóst er eftir ráðstefnuna að það sem lofað var nær ekki að greiða fyrir þarfir upp á 800-900 milljónir dollara í ár.&nbsp; Hann segir að Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) sé þegar byrjuð að skera niður matarskammta til flóttamanna um 50%.&nbsp;<br><br>"Fjárþörf til samfélaganna er því gríðarleg ennþá og vaxandi straumur flóttamanna enn. Talið er 2000 manns komi yfir frá Suður-Súdan daglega að jafnaði.&nbsp; Skýr merki eru um aukna spennu milli flóttamana innbyrðis og í samskiptum við heimamenn. Sú jákvæða mynd sem dregin er af framsækinni flóttamannastefnu Úganda er í hættu vegna innbyrðis streitu og álags í heimahéruðum."&nbsp;<br><br>Stefán Jón segir enga pólitíska lausn á undirrót vandans í Suður Súdan. Antonio Gueterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi alþjóðasamfélagið með beinskeyttum hætti að leita friðar í landinu. "Ákall um "friðsamlega" lausn hefur nú hljómað í fjögur ár á meðan blóðsúthellingar stigmagnast og kreppan er nú sú stærsta í Afríku síðan fjöldamorðin í Rúanda, 1994, að mati Guterres," segir Stefán Jón.&nbsp;<br><br>Hann kveðst óttast að ástandið gæti farið úr óstöðugu í verulega slæmt í Úganda á stuttum tíma. Forseti Úganda og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafi hins vegar lýst ráðstefnunni sem "góðri byrjun."<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.amnesty.org/en/latest/news/2017/06/donors-failing-almost-a-million-south-sudanese-refugees-in-uganda/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Donors failing almost a million South Sudanese refugees in Uganda/ Amnesty International</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/q-a-uganda-s-refugee-minister-seeks-solidarity-in-first-of-its-kind-summit-90506" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Q&amp;A: Uganda's refugee minister seeks solidarity in first-of-its-kind summit/ Devex</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://allafrica.com/stories/201706270071.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">East Africa: Refugee Summit Leaves Uganda Still in Need of More Shs5 Trillion/ AllAfrica</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.newvision.co.ug/new_vision/news/1456419/refugee-donations-uganda-breakdown-contributors" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Refugee donations to Uganda: A breakdown of contributors/ NewVision</a></p>

28.06.2017Barnahjónabönd dýru verði keypt

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/eicm_global_conference_edition_june_27_final_-_cover.jpg" alt="Eicm_global_conference_edition_june_27_final_-_cover" class="right">Á hverju ári giftast 15 milljónir stúlkna áður en þær ná 18 ára aldri. Barnahjónabönd hafa margar skaðlegar afleiðingar eins og brotthvarf úr skóla, snemmbúnar þunganir, heimilisofbeldi og ungbarnadauða.&nbsp; Fjölmarg samtök og alþjóðastofnanir berjast gegn barnahjónaböndum og Alþjóðabankinn efndi til ráðstefnu í gær um efnahagslegar afleiðingar barnahjónabanda undir yfirskriftinni: Dýru verði keypt? (At What Cost?)<br></p><p>Kristín Friðsemd Sveinsdóttir skrifaði BA&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://skemman.is/en/item/view/1946/23535" shape="rect" linktype="1" target="_blank">ritgerð</a>&nbsp;um barnahjónabönd í fyrra og sagði meðal annars í inngangi:<br></p><p>"Hin ýmsu hjálparsamtök hafa verið ötul í baráttunni gegn barnahjónaböndum síðustu ár enda geta þau haft skaðleg áhrif, sérstaklega á stúlkubörn. Áhrifin eru bæði af félagslegum, andlegum, efnahagslegum og heilsufarslegum toga. Hvernig stendur á því að það sé enn við lýði víðsvegar um heiminn að börn séu gift löngu áður en þau eru andlega og líkamlega tilbúin til þess? Hvaða afleiðingar hefur þessi hefð og hvað er hægt að gera? Þetta eru spurningar sem leitast er við að svara í ritgerðinni.<br></p><p>Mikilvægt er að skilja þær margþættu ástæður sem liggja að baki barnahjónaböndum sem geta verið pólitískar, menningarlegar og efnahagslegar. Etnógrafískar rannsóknaraðferðir mannfræðinnar geta komið að góðu gagni við það. Hjálparsamtök hafa hinsvegar fengið gagnrýni á sig fyrir að einfalda vandamálið sem og að horfa á barnahjónabönd út frá vestrænu sjónarhorni. Mikilvægt er að átta sig á því hversu ólíkar hjúskaparhefðir eru í mismunandi samfélögum og á ólíkum tímabilum og að hugmyndir um barnæskuna geti sömuleiðis verið fjölbreyttar.&nbsp;<br></p><p>Fyrsta skrefið til þess að uppræta barnahjónabönd er að setja reglugerðir gegn þeim en einnig skiptir máli að efla fræðslu almennings sem og leiðtoga samfélaga og löggæsluaðila. Eins er mikilvægt að bæta skráningu fæðinga og giftinga í þróunarlöndum þar sem barnahjónabönd eru algengust. Barnahjónabönd verða þó líklegast aldrei upprætt að fullnustu fyrr en ráðist hefur verið á rót vandans sem er fátækt og misrétti."<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/news/press-release/2017/06/26/child-marriage-will-cost-developing-countries-trillions-of-dollars-by-2030-says-world-bankicrw-report" linktype="1" target="_blank">Child Marriage Will Cost Developing Countries Trillions of Dollars by 2030, Says World Bank/ICRW Report</a>&nbsp;<br>-<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://the rippling economic impacts of child marriage/" linktype="1" target="_blank">The rippling economic impacts of child marriage, eftir Quentin Wodon/ Alþjóðabankablogg</a>&nbsp;<br>-<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2017/06/26/infographic-putting-a-price-tag-on-child-marriage" linktype="1" target="_blank">Infographic: Putting a Price Tag on Child Marriage/ Alþjóðabankinn</a>&nbsp;</p>

28.06.2017Sjávarútvegsskólinn og Heimsmarkmiðin

<p> <a href="https://youtu.be/2uuWN20Lc4E" class="videolink">https://youtu.be/2uuWN20Lc4E</a> Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem nýlega var haldin í New York, gæti markað&nbsp; straumhvörf í sambúð manns og sjávar. Vonir standa til þess að héðan í frá munum við nálgast viðfangsefni hafsins út frá langtímahagsmunum alls mannkyns, ekki hvað síst þróunarlanda. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna ætlar að leggja sitt af mörkum til að svo verði.&nbsp;</p><p>Ráðstefnan var tileinkuð Fjórtánda Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem snýr að verndun og sjálfbærri nýtingu hafsins. Markmið voru reifuð í málstofum og kynntu þátttakendur síðan viljayfirlýsingar um framlag sitt til þeirra.&nbsp;</p><p>Mikið er í húfi -- við þurfum jú heilbrigt haf til að tempra veðurkerfin á Jörðinni; til að framleiða lungann af því súrefni er við öndum að okkur; og til að tryggja umtalsverðum hluta jarðarbúa atvinnu, matvæli og næringu.&nbsp;</p><p>Það gefur auga leið að ef við sláum slöku við er kemur að verndun og sjálfbærri nýtingu hafsins mun reynast erfitt að ná mörgum af hinum Heimsmarkmiðunum sextán, svo sem eins og markmiðunum um útrýmingu fátæktar, ekkert hungur, góða heilsu, góða atvinnu o.s.frv.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p><p>Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ tók virkan þátt í málstofum Hafráðstefnunnar. Héldu starfsmenn hans m.a. á lofti mikilvægi þess að byggja upp þekkingu og færni innan stofnana sjávarútvegs þróunarlanda til að styðja við sjálfbæra nýtingu þeirra á auðlindum hafs og vatna.&nbsp;</p><p>Á ráðstefnunni kynntu þeir tvær viljayfirlýsingar skólans sem tengjast þessari áherslu:&nbsp;</p><p>Fjallar sú fyrri um "rannsóknir og menntun til stuðnings fjórtánda Heimsmarkmiði SÞ, sjálfbærum veiðum og bláa lífhagkerfinu í smáum þróunar-eyríkjum";en sú seinni um "rannsóknir og menntun til að bæta lífskjör, fæðuöryggi og hollustu matvæla í strandhéruðum Afríku".&nbsp;</p><p>Í báðum tilvikum skuldbindur skólinn sig til þess, á næstu fimm árum, að bjóða fjórum nemendum á ári frá viðkomandi löndum að taka þátt í sex-mánaða námskeiði á Íslandi svo og til þess að halda a.m.k. þrjú örnámskeið sérhönnuðum fyrir aðstæður landanna.&nbsp;</p><p>Hægt er að kynna sér viljayfirlýsingarnar betur, bæði á vef Sjávarútvegsskólans (&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unuftp.is/en/about-us-frontpage/frettir/unu-ftp-attends-un-oceans-conference-supporting-sdg-14" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér</a>) og á vef Sameinuðu þjóðanna (&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://oceanconference.un.org/commitments/?id=17286" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér</a>).<br></p>

28.06.2017Hægt að styðja 235 malavískar stelpur fyrir íslenskt söfnunarfé

<p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/unnamed1.jpg" alt="Unnamed1">Hægt verður að styðja 235 malavískar stelpur fyrir fé sem safnaðist á "Bjór &amp; bindi" viðburðinum á Kex Hostel í síðustu viku. Alls söfnuðust tæpar 120 þúsundir króna á viðburðinum en þar komu fram rappararnir Tay Grin frá Malaví og Tiny og Gísli Pálmi frá Íslandi ásamt tónlistarkonunni Hildi. Mesta athygli fjölmiðla vakti dans Elísar Reid forsetafrúar með malavíska rapparanum og rapp bresku sendiherrahjónanna, Michaels og Sawako Nevin.<br></p><p>Tay Grin er He for She-leiðtogi og ferðast um heim­inn til að vekja at­hygli á málstaðnum.<br></p><p>Tónleikarnir á Kex voru haldnir til þess að safna fé til kaupa á marg­nota dömu­bind­um fyr­ir stúlk­ur í Mala­ví til að þær geti mætt í skóla meðan á blæðing­um stend­ur og flosni síður upp úr námi.<br>Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra og Elísa Reid for­setafrú­ ávörpuðu gesti . Michael Nevin sendiherra kynnti Malaví og sagði meðal annars frá þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Sjálfur var hann þar um árabil sem sendiherra Breta.</p><p></p>

28.06.2017Versti kólerufaraldur sögunnar í Jemen

<p><strong> <a href="https://youtu.be/hS9oF93F3K4" class="videolink">https://youtu.be/hS9oF93F3K4</a> Kólerufaraldurinn í Jemen er sá versti í sögunni. Sjúkdómurinn breiðist hratt út og skráð tilfelli eru komin yfir 200 þúsund. Fimm þúsund ný tilvik eru skráð daglega.</strong><br></p><p>Á innan við tveimur mánuðum hefur faraldurinn náð til nánast allra héraða í þessu stríðshrjáða landi. Þegar hafa rúmlega 1300 látist úr sjúkdómum, fjórðungur látinna eru börn, og dánartölur hækka dag hvern.<br>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) keppast við ásamt fjölmörgum öðrum samtökum að því að hefta útbreiðslu plágunnar, unnið er myrkranna á milli til að ná til fólks og lögð áhersla á hreint vatn, viðunandi salernisaðstöðu og lyfjagjöf.&nbsp;</p><p>Bráðabjörgunarsveitir eru að störfum og fara hús úr húsi til að veita meðal annars upplýsingar um sjúkdóminn og varnir gegn honum.</p><p>Samkvæmt&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_96544.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF er kólerufaraldurinn bein afleiðing tveggja ára vopnaðra átaka í landinu. Á fimmtándu milljón manna hefur ekki lengur aðgang að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og salernisaðstöðu, en skortur á öllum þessum þáttum kyndir undir útbreiðslu kólerunnar. Þá hefur aukin vannæring barna í för með að ónæmiskerfi þeirra verður veikara. Í fréttinni segir að um þrjátíu þúsund innlendir heilbrigðisstarfsmenn berjist gegn sjúkdómnum og hafi verið án launa í tíu mánuði.</p><p>UNICEF hvetur ekki aðeins stjórnvöld í Jemen til að greiða fólkinu umsamin laun heldur hvetur alla hlutaðeigendur til þess að slíðra vopnin og koma á friði.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.vox.com/world/2017/6/26/15872946/yemen-war-cholera-outbreak-saudi-arabia-us-airstrikes" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The war in Yemen has led to the worst cholera outbreak in the world/ VOX</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.npr.org/sections/thetwo-way/2017/06/24/534236954/yemen-now-faces-the-worst-cholera-outbreak-in-the-world-u-n-says" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Yemen Now Faces 'The Worst Cholera Outbreak In The World,' U.N. Says</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.reuters.com/article/us-yemen-security-cholera-idUSKBN19I2B2" linktype="1" target="_blank">WHO hopes Yemeni cholera outbreak is half done at 218,000 cases// Reuters</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://en.wikipedia.org/wiki/2016%E2%80%9317_Yemen_cholera_outbreak" linktype="1" target="_blank">2016-17 Yemen cholera outbreak/ Wikipedia</a>&nbsp;

21.06.2017Árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenna þróunarsamvinnu Íslands

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/gththogcharlotte1.jpg" alt="Gththogcharlotte1" />Niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar á íslenskri þróunarsamvinnu eru góður vitnisburður um framlag Íslands í málaflokknum. Í skýrslunni, sem kynnt var í dag, kemur fram að fyrirkomulag, aðferðir og stefnumið í þróunarsamvinnu Íslands séu til þess fallin að leiða til framfara í samstarfslöndum. Þetta hámarki áhrif samvinnunnar auk þess sem árangur, gagnsæi og ábyrgð einkenni starfið.</strong></p> <p>"Þetta er jákvæð niðurstaða fyrir opinbera þróunarsamvinnu Íslands. Hún er góður vitnisburður um að í þessum málaflokki hafi Íslendingar margt fram að færa sem við megum vera stolt af en hún nefnir einnig atriði sem betur mega fara og við því munum við reyna að bregðast," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, en hann tók þátt í kynningu skýrslunnar með Charlotte Petri Gornitzka formanni Þróunarsamvinnunefndarinnar. Þau áttu fyrr í morgun tvíhliða fund um niðurstöður rýninnar.</p> <p> </p> <p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/forsidaDACPeer.PNG" alt="ForsidaDACPeer" />Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þrátt fyrir að framlög Íslands séu ekki há í samanburði við önnur lönd hafi tekist að forgangsraða í þágu þeirra sem minnst mega sín og nýta styrkleika á sviði þróunarsamvinnu á skilvirkan hátt. Stjórnvöld hafi nýtt sér smæðina í stefnumótun og framkvæmd og því beri að hrósa. Í skýrslunni eru ennfremur gerðar tillögur um hvernig bæta megi íslenska þróunarsamvinnu enn frekar, m.a. hvernig megi efla almenna og pólitíska vitund um það sem Ísland hefur áorkað í þróunarmálum.</p> <p>Ísland varð aðili að DAC árið 2013 að undangenginni sérstakri rýni á þróunarsamvinnu Íslands. Á síðasta ári var komið að fyrstu reglubundnu jafningjarýninni en aðildarríki nefndarinnar gera úttekt á þróunarsamvinnu hvers annars á fimm ára fresti. Rýniteymi DAC samanstóð af fjórum fulltrúum frá skrifstofu nefndarinnar og fulltrúum Slóveníu og Grikklands sem höfðu verið tilnefnd úttektarríki.</p> <p> </p> <p>Áður en teymið kom til Íslands í september 2016 hafði utanríkisráðuneytið skilað inn ítarlegri greinargerð um skipulag, stefnumótun og framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Rýniteymið átti m.a. fundi með utanríkisráðherra, starfsmönnum utanríkisráðuneytisins og annarra ráðuneyta, fulltrúum þróunarsamvinnunefndar, borgarasamtaka og fleirum. Jafningjarýnin felur m.a. í sér skoðun á almennri stefnumótun í málaflokknum; skipulagi, fyrirkomulagi og stjórnun; pólitískri forystu; framlögum; verkefna- og fjármálastjórnun; árangursstjórnun; neyðar- og mannúðarmálum; samræmingu stefnumiða; mannauðsmálum; upplýsingagjöf og samstarfi við aðra aðila.</p> <p>Skýrslan er ítarleg og skiptist í tvo hluta, hluta I, sem er stutt yfirferð og felur í sér tilmæli rýninefndar eftir úttekt, og hluta II, sjálfa úttektina, sem er lengri og ítarlegri. </p> <p><a href="http://www.oecd.org/dac/peer-reviews/Main-findings-recommendations-Iceland-2017-EN.pdf" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">The DAC's main findings and recommendations/ OECD</a> <br /><a href="http://www.oecd.org/newsroom/iceland-has-influence-beyond-its-size-in-global-development.htm" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Iceland has influence beyond its size in global development/ OECD</a><a href="http://www.oecd.org/dac/oecd-development-co-operation-peer-reviews-iceland-2017-9789264274334-en.htm" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Skýrslan í heild</a><a href="http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/06/19/segja_island_sterkt_i_throunarsamvinnu_2/" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Segja Ísland sterkt í þró­un­ar­sam­vinnu/ Mbl.is</a></p> <p> </p> <p> </p>

21.06.2017Ekki lengur fyrrum Sovétlýðveldi

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Biltmore-Hotel-Tbilisi-hero-_downsize_8979-1180x740.jpg" alt="Biltmore-Hotel-Tbilisi-hero-_downsize_8979-1180x740">"Georgía er ekki lengur "fyrrum" ríki. Við&nbsp;verðum að&nbsp;losa okkur undan&nbsp;þessum "fyrrum" klisjum. Við&nbsp;erum einfaldlega Austur-Evrópu ríki".&nbsp;Þessi orð&nbsp;Giorgis Kvirikashvili, forsætisráðherra Georgíu,&nbsp;á&nbsp;ráðstefnu í Bratislava í lok maí vöktu mig til umhugsunar. Ég veit nefnilega upp á mig skömmina. Satt best að segja taldi ég mig vera setjast að&nbsp;í einhvers konar "diet" útgáfu af Sovétríkjunum þegar ég lagði land undir fót í september. Veruleikinn sem blasti við var allt annar.<br></p><p>Ég skil gremju forsætisráðherrans yfir&nbsp;því&nbsp;að&nbsp;landið&nbsp;hans skuli&nbsp;í&nbsp;sífellu vera tengt við&nbsp;kommúnískt ráðstjórnarríki sem leystist upp fyrir hartnær&nbsp;þremur&nbsp;áratugum. Svona eins og Mæja væri sífellt kölluð&nbsp;"Mæja hans Nonna"&nbsp;þótt hún hafi skilið&nbsp;við&nbsp;Nonna&nbsp;árið&nbsp;1991 og vilji ekkert með&nbsp;hann hafa. Georgía er nefnilega&nbsp;þræláhugavert dæmi um (hingað&nbsp;til) farsæla&nbsp;þróun lýðræðis og markaðsbúskapar.&nbsp;Það&nbsp;sem gerir dæmið&nbsp;enn&nbsp;áhugaverðara er að&nbsp;þessar umbætur eru gerðar&nbsp;í&nbsp;trássi við&nbsp;vilja fyrrum drottnarans.&nbsp;Því, svo vitnað&nbsp;sé&nbsp;í&nbsp;dæmið&nbsp;hér að&nbsp;ofan,&nbsp;þótt Mæja vilji ekkert með&nbsp;Nonna hafa og reynir af&nbsp;öllum mætti byggja upp nýja tilveru eftir löngu tímabæran skilnað,&nbsp;þá&nbsp;gerir Nonni allt sem&nbsp;í&nbsp;hans valdi stendur til að&nbsp;bregða fyrir hana fæti&nbsp;á&nbsp;þessari nýju vegferð.</p><p><strong>Blóðlaus bylting vendipunkturinn</strong></p><p>Þessi vegferð&nbsp;hefur siður en svo gengið&nbsp;þrautalaust fyrir sig, bæði vegna utanaðkomandi afskipta og innanmeina. Rúmlega tveir&nbsp;áratugir eru síðan Georgía var&nbsp;á&nbsp;barmi&nbsp;þess að&nbsp;vera þrotríki ("failed state"). Blóðug borgarastyrjöld holaði innviði landsins að&nbsp;innan,&nbsp;íbúar máttu búa við&nbsp;viðvarandi rafmagnsleysi og glæpagengi réðu lögum og lofum hvort sem var á götunum eða við&nbsp;stjórn landsins. Enda var forsetinn, Eduard Shevardnadze, lítið&nbsp;annað&nbsp;en afsprengi Sovétríkjanna og fylgitungl ráðamanna&nbsp;í&nbsp;Kreml.&nbsp;Eftir grímulaust kosningasvindl&nbsp;í&nbsp;þingkosningunum 2003 fengu&nbsp;íbúar landsins sig fullsadda af spillingu og vanhæfni Shevardnadzes og efndu til byltingar, Rósabyltingarinnar. Shevardnadze neyddist til að&nbsp;segja af sér og efnt var til kosninga&nbsp;þar sem leiðtogi byltingarsinna, hinn ungi og aðsópsmikli Mikheil Saakashvili, var kjörinn forseti. Saakashvili gjörbreytti stefnu landsins.&nbsp;Áherslan var sett&nbsp;á&nbsp;aðild að&nbsp;NATO og Saakashvili lagði mikla rækt við&nbsp;sambandið&nbsp;vid Bandaríkin, Rússum til megnrar&nbsp;óánægju.&nbsp;</p><p><strong>Róttækar umbætur</strong></p><p>Eitt helsta afrek Saakashvilis var&nbsp;án efa umbætur&nbsp;í&nbsp;stjórnsýslu landsins, einkum og sér&nbsp;í&nbsp;lagi löggæslunni. Hann skipti&nbsp;út umferðarlögreglunni eins og hún lagði sig, enda lögreglumenn&nbsp;þess tima lítið&nbsp;annað&nbsp;en fantar&nbsp;í&nbsp;einkennisbúningi. Fjöldi embættismanna hlaut sömu&nbsp;örlög.&nbsp;Þeir sem komu&nbsp;í&nbsp;staðinn fengu hærri laun og aukin fríðindi til að&nbsp;draga&nbsp;úr hvata til spillingar. Landið&nbsp;er nú&nbsp;í&nbsp;44. sæti&nbsp;á&nbsp;spillingarlista Transparency International, samanborið&nbsp;við&nbsp;133. sæti&nbsp;árið&nbsp;2004.&nbsp;&nbsp;</p><p>Efnahagsumbæturnar skiluðu sömuleiðis&nbsp;árangri&nbsp;því&nbsp;Georgía er&nbsp;í&nbsp;44. sæti&nbsp;á&nbsp;lista Forbes yfir riki&nbsp;þar sem best er að&nbsp;stunda viðskipti.&nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/georgia.PNG" alt="Georgia">Áhrifa umbóta Saakashvilis gætir vissulega enn, en&nbsp;öllu sýnilegri&nbsp;áhrif hafði sú&nbsp;undarlega&nbsp;árátta Saakashvilis að&nbsp;skilja eftir sig minnisvarða í&nbsp;formi skrautlegra bygginga. Smekkur Saakashvilis er&nbsp;í&nbsp;besta falli umdeilanlegur og víða&nbsp;í&nbsp;Tbilisi og Batumi má&nbsp;sjá&nbsp;byggingar sem eru algjörlega&nbsp;úr takti við&nbsp;umhverfið. Og veruleikann ef&nbsp;út&nbsp;í&nbsp;það&nbsp;er farið. Er nærtækast að&nbsp;nefna hið&nbsp;hryllilega Biltmore hótel sem gnæfir yfir borgina eins og turn Saurons, tónlistarhúsið&nbsp;sem stendur eins og rotþró við Mtkvari&nbsp;ána og síðast en ekki síst Hetjutorg, sem er&nbsp;í&nbsp;sjalfu sér ekki afleitt&nbsp;útlits, en algjörglega gagnlaust sem samgöngumannvirki.&nbsp;</p><p><strong>Rússar minna á sig</strong></p><p>En&nbsp;þessar umbætur Saakashvilis höfðu hliðarverkanir. "Zero Tolerance" stefna hans gagnvart glæpum&nbsp;þótti&nbsp;í&nbsp;besta falli harðneskjuleg og&nbsp;ýmsum meðölum var beitt til að&nbsp;þvinga fram játningar, jafnvel fyrir minnstu glæpi.&nbsp;Þeir sem voru leiddir fyrir dómara voru nær undantekningalaust sakfelldir enda urðu fangelsi landsins fljótt yfirfull.</p><p>Hvatvísi Saakashvilis kom honum einnig&nbsp;um&nbsp;koll&nbsp;þegar uppreisnarmenn i Suður-Ossetíu, dyggilega studdir af Rússum, hófu að&nbsp;herja&nbsp;á&nbsp;þorp innfæddra Georgíumanna. Saakashvili brást við&nbsp;af fullri hörku sem varð&nbsp;til&nbsp;þess að&nbsp;rússneski herinn, sem var grunsamlega reiðubúinn til innrásar hinu megin við&nbsp;landamærin,&nbsp;óð&nbsp;inn&nbsp;í&nbsp;Georgíu af fullu afli (Hvort sú&nbsp;staðreynd, að&nbsp;einungis nokkrum vikum&nbsp;áður hafði NATO gefið&nbsp;Georgíu vilyrði um aðild aðbandalaginu, hafi skipt sköpum&nbsp;þegar&nbsp;þarna var komið&nbsp;skal&nbsp;ósagt látið).&nbsp;Átökin stóðu fram&nbsp;í&nbsp;byrjun október&nbsp;þegar rússneski herinn dró&nbsp;sig til baka og með&nbsp;stuðningi Rússa lýstu Abkhazía og Suður-Ossetía yfir sjálfstæði, nokkuð&nbsp;sem enginn viðurkennir nema fjögur leppriki Rússa. 192&nbsp;þúsund manns af georgískum uppruna voru hrakin frá&nbsp;heimilum sínum og hafa enn&nbsp;í&nbsp;dag stöðu flóttamanna.&nbsp;</p><p>Alla tíð&nbsp;síðan hafa Rússar leynt og ljóst hert tök sin&nbsp;á þessum tveimur héruðum sem ná&nbsp;yfir 20% landssvæði Georgíu. Rússneskum hermönnum&nbsp;á&nbsp;svæðunum fjölgar stöðugt&nbsp;og rússneskir landamæraverðir eru sífellt að&nbsp;færa til línuna sem aðskilur héruðin frá&nbsp;yfirráðasvæði Tbilisi. Mörg dæmi eru&nbsp;þess að&nbsp;bændur sem lögðust til hvílu&nbsp;í&nbsp;Georgíu hafa vaknað&nbsp;innan víggirtrar girðingar,&nbsp;á&nbsp;rússnesku yfirráðasvæði. Ekki er að&nbsp;sjá&nbsp;að&nbsp;Rússar græði mikið&nbsp;á&nbsp;þessu brölti sínu&nbsp;í&nbsp;Abkhazíu og Suður-Ossetíu, enda lítið&nbsp;þangað&nbsp;að&nbsp;sækja.&nbsp;Þeir sjá&nbsp;hins vegar mikinn pólitískan&nbsp;ávinning&nbsp;í&nbsp;að&nbsp;halda héruðunum&nbsp;þar sem&nbsp;þeir líta svo&nbsp;á&nbsp;að&nbsp;núverandi&nbsp;ástand geri Georgíu&nbsp;það&nbsp;ómögulegt að&nbsp;gerast fullgildur aðili að&nbsp;NATO og síðar meir Evrópusambandinu.&nbsp;</p><p><strong>Tími Bidzina rennur upp</strong></p><p>Vinsældir Saakashvilis minnkuðu&nbsp;ört eftir&nbsp;því&nbsp;sem leið&nbsp;á&nbsp;valdatíma hans og&nbsp;í&nbsp;árslok 2012 tók ný&nbsp;valdablokk, Georgíski draumurinn, við&nbsp;stjórnartaumunum. Stjórnarskiptin mörkuðu tímamót að&nbsp;því&nbsp;leyti að&nbsp;þarna urðu stjórnarskipti&nbsp;þar sem ríkjandi stjórn steig sjálfviljug til hliðar eftir tap&nbsp;í&nbsp;kosningum. Stjórnarskiptin höfðu hins vegar lítil&nbsp;áhrif&nbsp;á&nbsp;stefnu landsins. Efnahagsstefnan var og er enn nokkurn veginn sú&nbsp;sama og&nbsp;áfram var stefnt að&nbsp;virkri&nbsp;þátttöku&nbsp;í&nbsp;samfélagi vestrænna&nbsp;þjóða.&nbsp;Saakashvili flúði aftur á móti land þegar hin nýja ríkisstjórn hugðist sækja hann til saka fyrir spillingu.&nbsp;</p><p>Í&nbsp;stað&nbsp;Saakashvilis kom olígarki að&nbsp;nafni Bidzina Ivanishvili, sem er&nbsp;í&nbsp;meira lagi skrautlegur karakter. Hann auðgaðist &nbsp;gríðarlega í stjórnleysingu í Rússlandi á 10. áratug síðustu aldar, fyrst&nbsp;á&nbsp;takkasímum sem voru iPhone&nbsp;þess tíma og síðar&nbsp;á&nbsp;kaupum&nbsp;á&nbsp;rússneskum ríkisfyrirtækjum. Bidzina&nbsp;þessi er eins og klipptur&nbsp;út&nbsp;úr James Bond mynd, enda ekki&nbsp;aðástæðulausu sem&nbsp;Daily Mail gaf honum viðurnefnið&nbsp;"hinn georgíski Scaramanga". Hann býr&nbsp;í&nbsp;risavaxinni höll i hlíðinni fyrir ofan miðbæ&nbsp;Tbilisi, sankar að&nbsp;sér rándýrum listaverkum, hann&nbsp;á&nbsp;hákarla, mörgæsir og bleika flamingóa og hefur blæti fyrir trjám. Tveir sona hans eru albínóar og annar&nbsp;þeirra er frægur rappari.&nbsp;</p><p>Bidzina stofnaði Georgíska drauminn&nbsp;árið&nbsp;2012 og varð&nbsp;sjálfur forsætisráðherra. Hann steig til hliðar&nbsp;ári síðar en andstæðingar hans vilja meina að&nbsp;ekkert gerist&nbsp;í&nbsp;georgísku samfélagi nema með&nbsp;hans samþykki.&nbsp;</p><p><strong>Vin í eyðimörkinni</strong></p><p>Heilt yfir má&nbsp;segja að&nbsp;framfarirnar&nbsp;í&nbsp;Georgíu&nbsp;á&nbsp;umliðnum&nbsp;árum hafi verið&nbsp;stórkostlegar. Georgía er orðin eins konar vin&nbsp;í&nbsp;eyðimörkinni&nbsp;þegar horft er til nágrannarikjanna, Armeníu og Aserbaídsjan, svo ekki sé&nbsp;minnst&nbsp;á&nbsp;héruðin Rússlandsmegin&nbsp;í&nbsp;Norður-Kákasusinu. Einkum og sér&nbsp;í&nbsp;lagi&nbsp;er lýtur að&nbsp;mannréttindum. En&nbsp;það&nbsp;er mikið&nbsp;verk&nbsp;óunnið. Fátækt er enn mikil og framundan er nauðsynleg&nbsp;uppbygging innviða. Lýðræðið&nbsp;er enn viðkvæmt -&nbsp;þingið&nbsp;stendur afar höllum fæti gagnvart framkvæmdavaldinu og eftirlitshlutverk&nbsp;þess er ekkert.&nbsp;Þetta&nbsp;á&nbsp;einkum við&nbsp;um leyniþjónustuna sem sætir litlu sem engu aðhaldi.&nbsp;</p><p>Persónulega er&nbsp;áhugavert að&nbsp;upplifa hversu gríðarlegan&nbsp;áhuga almenningur hefur&nbsp;á&nbsp;NATO og&nbsp;öðrum vestrænum stofnunum. 70 prósent landsmanna eru hlynnt NATO-aðild, nærri 80 prósent styðja aðild að&nbsp;Evrópusambandinu. Fjölmargir sækja&nbsp;þá&nbsp;viðburði sem NATO stendur fyrir.&nbsp;Þessi&nbsp;áhugi sprettur ekki upp af engu&nbsp;því&nbsp;í&nbsp;augum Georgíumanna er aðild að&nbsp;NATO eina leiðin til að&nbsp;losna undan oki nágrannans&nbsp;í&nbsp;norðri. 60 prósent&nbsp;þeirra líta&nbsp;á&nbsp;Rússa sem helstu&nbsp;ógnina við&nbsp;öryggi landsins og&nbsp;áróðursstarfsemi af hálfu Rússa og fylgihnatta&nbsp;þeirra færist sífellt&nbsp;í&nbsp;aukana og skipar&nbsp;æ&nbsp;veigameiri sess&nbsp;í&nbsp;starfsemi NATO&nbsp;í&nbsp;Georgíu.&nbsp;</p><p>Fyrir Georgíumenn skiptir mestu að&nbsp;sjá&nbsp;framfarir, að&nbsp;þeir finni&nbsp;á&nbsp;eigin skinni að&nbsp;þeir tilheyri samfélagi Evrópuþjóða en séu ekki bara einn eitt "fyrrum Sovétlýðveldið". Stór&nbsp;áfangi náðist&nbsp;í&nbsp;mars&nbsp;þegar opnað&nbsp;var fyrir&nbsp;ferðalög án vegabréfsáritunarinn&nbsp;á&nbsp;evrópska efnahagssvæðið.&nbsp;Því&nbsp;fögnuðu Georgíumenn eins og heimsmeistaratitli. Sýnilegur&nbsp;árangur er&nbsp;þess vegna besta vörnin gegn undirróðursstarfsemi Rússa.&nbsp;</p>

21.06.2017Hlauptu gegn ofbeldi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/hlauptu.jpg" alt="Hlauptu" class="right">UN Women styrkir One stop athvörf Panzi spítalans í Austur-Kongó fyrir konur sem þolað hafa gróft kynbundið ofbeldi. Þar er bráðavakt sem veitir læknisþjónustu, áfallahjálp, sálfræðilega og lagalega þjónustu auk þess sem konur fá aðstoð við að fara aftur af stað út í lífið og aðlagast fjölskyldum sínum og samfélagi upp á nýtt.</strong><br></p><p>Um 40-60% kvenna sem hlotið hafa aðhlynningu í One-Stop athvörfunum geta ekki snúið aftur heim í ofbeldið eða glíma við langvarandi veikindi í kjölfar ofbeldis. Þeim konum býðst að fara í árs langa meðferðá Panzi spítalanum þar sem þeim er úthlutað húsnæði, sjálfsstyrkingu, lestrar- og stærðfræðikennslu, atvinnuráðgjöf og jafnvel smærri styrki og lán sem gerir konum kleift að hefja rekstur sem skapar þeim lífsviðurværi.<br>Með því að hlaupa í nafni UN Women eða heita á hlaupara UN Women veitir þú konum í Austur Kongó sem beittar hafa verið ofbeldi nauðsynlega vernd, áfallahjálp, uppbyggingu og kraft til framtíðar. Hver króna skiptir máli.<br></p><p>Hlaupum gegn ofbeldi - hlaupum í nafni UN Women.Þú getur skráð þig til leiks&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/taka-thatt/" linktype="1" target="_blank">hér</a>&nbsp;&nbsp;eða heitið á hlaupara UN Women með því að smella á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/352/un-women-a-islandi" linktype="1" target="_blank">þennan hlekk.</a>.Þinn stuðningur skiptir máli!<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://unwomen.is/hlauptu-gegn-ofbeldi/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

21.06.2017Valdefling stúlkna í Malaví

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/malavi-stelpur.jpg" alt="Malavi-stelpur">Fyrir rétt tæpu ári síðan sat ég fund þorpsbúa lítils þorps í Chikwawa-héraði í Malaví þar sem ung móðir óskaði aðstoðar Rauða krossins við að fæða fjölskyldu sína. Hún hafði fundið sig knúna til þess að veita karlmönnum aðgang að táningsdóttur sinni í skiptum fyrir mat. Fleiri mæður stóðu upp og tóku undir. Það er sorgleg staðreynd að fátækt bitnar mest á stúlkum og konum. Þær eru líklegri til að lifa í fátækt, síður líklegar til þess að hljóta menntun, líklegri til að stríða við heilsufarsvandamál og ef þær fæðast í fátækt er mun erfiðara fyrir þær og fjölskyldur þeirra að vinna sig út úr henni. Melinda Gates hittir naglann á höfuðið þegar hún segir "Poverty is sexist". Á meðan Ísland trónir efst þjóða á lista yfir jafnrétti kynjanna situr Malaví í 67. sæti.<br></p><p></p><p>Hátt brottfall stúlkna úr skólum í Malaví er mikið áhyggjuefni. Vel hefur til tekist að fá foreldra til þess að skrá börn sín í skóla við sex ára aldur, bæði stúlkur og drengi. En eins og svo víða í þróunarlöndum er heimilið og fjölskyldan talin meginábyrgð kvenna og því til lítils talið að útvega stúlkum menntun. Malavískar stúlkur hætta oft skólagöngu fljótt og talið er að allt að 32% stúlkna séu hættar skólagöngu á tólfta aldursári. Táningsaldurinn reynist mörgum stúlkum erfiður því við kynþroska upplifa þær mikla skömm og fordóma. Stúlka á blæðingum er talin óhrein og má til dæmis ekki nota sama klósett og aðrar stúlkur. Þær þurfa að fara í sérstaka skúra til þess að komast á klósettið og þar er oft ekki eiginlegt klósett heldur þurfa þær að gera sitt á flatt moldargólf. Skúrarnir eru gluggalausir, dimmir og óhreinir. Svo hjálpar það ekki til við að aflétta skömminni að skúrarnir eru svo sérstakir og áberandi að það er augljóst hvaða stúlka er á blæðingum hverju sinni. Það gefur auga leið að stúlkur kjósa frekar að vera heima hjá sér en í skóla þá daga sem þær eru á blæðingum.&nbsp;<br><br><b>Skólaganga stúlkna&nbsp;</b><br>Konur og stúlkur í Malaví bera ábyrgð á því að útvega heimili sínu vatn og þurfa margar þeirra að ganga langar vegalengdir daglega til þess að sækja drykkjarhæft vatn á meðan bræður þeirra sækja skóla. Þær eyða þannig dýrmætum tíma í heimilishald sem annars gæti nýst til skólagöngu. Gönguleiðin getur verið hættuleg ungum stúlkum sem eru mjög berskjaldaðar einar á gangi með þungar vatnsfötur.&nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/gudny.jpg" alt="Gudny" class="right" title="Höfundur greinarinnar: Guðný Nielsen">Mikil áhersla er lögð á það í skólum að stúlkur séu skírlífar fram að hjónabandi. Í skólastofum víða um Malaví hanga veggspjöld sem segja stúlkum við hverju þær megi búast ef þær verða þungaðar, s.s. að upplifa mikla depurð sem svo leiðir þær til sjálfsvígs eða þær muni neyðast til að hætta í skóla og lifa við mikla fátækt ef þær verði þungaðar. Fari þær í ólöglega fóstureyðingu eru skilaboðin yfirleitt þau að þær muni einfaldlega deyja. Drengjum er sjaldnast kennt að þeir beri ábyrgð. Fókusinn er ávallt á stúlkurnar og mikilvægi þess að þær viðhaldi hreinleika sínum. Algeng ástæða brottfalls stúlkna úr skóla er þannig þungun. Gríðarlega mikil skömm fylgir því fyrir ungar stúlkur að verða þungaðar og hætta þær flestar fljótt skólagöngu og snúa ekki aftur. Oft er eina leiðin fyrir þær að aflétta skömminni að giftast barnsföðurnum. Þungunarrof er ólöglegt í Malaví svo þær eiga engra annarra kosta völ en að ala barn. Þá eru ótalmargar stúlkur einfaldlega of ungar til að fæða börnin sín og deyja við barnsburð því oft er enga heilbrigðisþjónustu að fá. Malaví situr í 24. sæti yfir þau lönd þar sem mæðradauði er mestur.&nbsp;<br><br><b>Barnahjónabönd&nbsp;&nbsp;</b><br>Malaví er eitt þeirra landa þar sem barnahjónabönd eru hvað algengust. Talið er að um 46% stúlkna í Malaví séu giftar fyrir 18 ára aldur og um 9% fyrir 15 ára aldur. Fátæktin er einn helsti drifkrafturinn í þessum hjónaböndum. Margar fjölskyldur hafa oft ekki efni á því að hafa öll börnin á heimilinu og bregða því á það ráð að gifta stúlkur frá sér. Í sumum héruðum er hefð fyrir því að láta ungar stúlkur ganga upp í skuld sem fjölskyldur geta ekki borgað og er stúlkan þá gefin lánadrottnum í hjónaband - sannkallað brúðkaup.&nbsp;<br><br>Þar til í febrúar 2017 heimilaði stjórnarskrá landsins foreldrum að gifta börn sín fyrir 18 ára aldur en forseti landsins, Peter Mutharika, hefur nú skorið upp herör gegn þessari venju. Hann fer persónulega fyrir baráttunni og má sjá myndir af honum á veggspjöldum víða um landið þar sem hann hvetur íbúa landsins til þess að láta af þessu. Þrátt fyrir að gjörningurinn sé orðinn ólöglegur mun það ekki eitt og sér koma í veg fyrir barnahjónabönd. Það mun taka tíma að vinda ofan af rótgrónum venjum og hefðum. Efla þarf eftirlit og grípa hratt inn í ef upp kemst um lögbrot. Viðurlög þurfa að vera afdráttarlaus og hjálpa þarf ungum stúlkum að hefja nám að nýju og vera aftur teknar í sátt í samfélaginu, sem oft hafnar þeim.&nbsp;</p><b>Starf Rauða krossins&nbsp;&nbsp;</b><br>Rauði krossinn í Malaví vinnur mikið og gott starf með skólum víða á strjálbýlum svæðum í Malaví. Með stuðningi Rauða krossins á Íslandi, fyrir tilstilli Mannvina og utanríkisráðuneytisins undanfarin ár, hefur landsfélaginu tekist að styðja hundruð stúlkna til skólagöngu. Rauði krossinn greiðir fyrir þær skólagjöld, skólabækur, skólabúninga og skó. Svo hafa þær einnig fengið vasaljós til þess að læra við og margnota dömubindi sem reynist mjög mikilvægur þáttur í því að viðhalda reisn þeirra.&nbsp;<br><br>Þá hefur Rauði krossinn einnig brugðið á það ráð að grafa vatnsbrunna og byggja vatnsdælur á skólalóðunum sjálfum. Það hefur reynst fjölskyldum hvatning til að senda stúlkur til náms því þær geta borið vatnið heim að skóla loknum. Rauði krossinn hefur hafið mikla uppbyggingu salerna með rennandi vatni á skólalóðum og er sérstaklega passað upp á að stúlkur á blæðingum hafi góða aðstöðu. Sjálfboðaliðar fara hús úr húsi, milli þorpa, í skóla og á fundi öldunga og yfirvalda til þess að sinna málsvarastarfi fyrir stúlkur og hvetja alla til þess að róa í sömu átt, skilaboðin eru að skólasókn stúlkna sé þjóðinni nauðsynleg.&nbsp;<br><br>Mikil áhersla hefur verð lögð á að veita stúlkunum sjálfum stuðning og hvatningu til þess að halda áfram námi með myndun svokallaðra stúlknaklúbba í skólunum. Klúbbarnir hittast daglega og er yfirsetukona sem stýrir dagskránni. Klúbbavinnan miðar að því að efla stúlkurnar, auka sjálfstraust þeirra og trú á því að þær séu færar um að stýra eigin lífi. Þær fá fræðslu um réttindi sín og áhersla er lögð á að þær njóti frelsis til þess að neita körlum um kynlíf og að fjölskyldur þeirra megi ekki gifta þær fyrir 18 ára aldur. Stúlkurnar veita hver annarri einnig mikinn stuðning. Líkt og annars staðar eru fyrirmyndir mjög mikilvægar, enda er erfitt fyrir stúlkurnar að sjá tilgang með námi þegar þær þekkja engin dæmi þess að kona hafi bætt líf sitt með menntun. Sjálfboðaliðum hefur tekist að finna nokkrar konur sem koma frá sömu svæðum og hafa gengið menntaveginn. Ein slík starfar sem læknir í Lilongwe, höfuðborg Malaví, og hefur hún verið reglulegur gestur stúlknaklúbbs í gamla skólanum hennar.&nbsp;<br><br>Í dag, 19. júní, fögnum við Kvenréttindadeginum. Við minnumst þess að eitt sinn þóttu konur ekki jafnar körlum. Þær höfðu ekki réttinn til að kjósa, þær máttu ekki sækja háskóla, þær höfðu ekki jafnan erfðarétt og karlar og þar langt fram eftir götunum. Baráttan fyrir jöfnum réttindum var löng og erfið. Við megum ekki gleyma því að þótt við Íslendingar stöndum öðrum þjóðum fremri núna þegar kemur að jafnrétti kynjanna er baráttan er ekki unnin. Hún verður ekki unninn fyrr en jafnrétti er komið á fyrir kynsystur okkar um allan heim. Við þurfum áfram að berjast.&nbsp;<br><br>Mannvinir Rauða krossins á Íslandi styðja starf Rauða krossins dyggilega með mánaðarlegum framlögum. Án þeirra væri þetta starf Rauða krossins ómögulegt.<br><sub>Greinin er skrifuð í tilefni af Kvenréttindadeginum, 19. júní.</sub><p></p>

21.06.2017Fræðsluherferð um griðarstaði UN Women í flóttamannabúðum og námskeið um jafnrétti og loftslagsbreytingar í Úganda

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/jafnrettissjodur2017.jpg" alt="Jafnrettissjodur2017">Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, úthlutaði á mánudag &nbsp;tæpum 100 milljónum króna í styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Veittir voru styrkir til 26 verkefna og rannsókna sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna.&nbsp;Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður árið 2015 með ályktun Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.</strong></p><p>UN Women hlaut meðal annars fimm milljóna króna styrk vegna verkefnisins "<strong>Kraftur til kvenna á flótta</strong>." Um er að ræða vitundarvakningarverkefni og fræðsluherferð um griðastaði UN Women í flóttamannabúðunum Za'atari í Jórdaníu. Tilgangur verkefnisins er að vekja landsmenn til vitundar um jaðarsetta stöðu kvenna á flótta í kjölfar stríðsins í Sýrlandi, fræða um alvarlegar afleiðingar ofbeldis og áfalla í kjölfar stríðsátaka en á sama tíma sýna fram á hvernig stuðla megi að valdeflingu kvenna á áhrifaríkan hátt. Um leið er markmiðið að vinna gegn fordómafullum hugmyndum um flóttafólk sem kunna að vera skjóta rótum hér á landi og mun fræðslugildi og hughrif verkefnisins aukast með því tefla saman íslenskum og sýrlenskum konum og sjá þær ræða saman á jafningjagrundvelli á griðastöðum UN Women í Za´atari.<br><br></p><p>Pétur Skúlason Waldorff fékk styrk upp á 3.6 milljónir króna en hann ætlar að skoða virðiskeðju í fiskeldisverkefni sem Íslendingar styðja í Gaza héraði í Mósambík út frá kynjasjónarhorni. Verkefnið nefnist á ensku: "&nbsp;<strong>Gender Focused Value Chain Development of Aquaculture in Gaza Province, Mozambique</strong>"</p><p>Þá hlaut Erla Hlín Hjálmarsdóttir verkefnastjóri hjá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 700 þúsund króna styrk fyrir verkefið "&nbsp;<strong>Námskeið um jafnrétti og loftslagsbreytingar í Úganda</strong>." &nbsp;Verkefnið byggir á námskeiðum sem mótuð voru og framkvæmd 2011-2013 í samvinnu við samstarfsaðila í Úganda og Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Árangurinn af námskeiðunum var umtalsverður. Árið 2015 sendu stjórnvöld í Úganda beiðni til Þróunarsamvinnustofnunar um áframhaldandi samstarf, sem ekki hefur reynst unnt að bregðast við fram að þessu. Tilgangur verkefnisins er að bregðast við þessari beiðni og byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram. Meðal annars verður byggt á kennsluefni sem búið var til fyrir námskeiðin. Meginmarkmið verkefnis er að vekja þátttakendur til meðvitundar um jafnréttis- og loftslagsmál og að byggja upp getu á því sviði í Úganda en samkvæmt umhverfisáætlun SÞ er getuupbygging fyrsta skrefið til að samþætta jafnréttismál í stefnu og verkefnum sem tengjast loftslagsmálum, bæði þau sem miða að því að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga, sem og koma í veg fyrir frekari loftslagsbreytingar. Verkefnið styður sér í lagi við tvö heimsmarkmiðanna, annars vegar við hið fimmta sem snýr að jafnrétti kynjanna og hins vegar við hið þrettánda sem miðar að verndun jarðarinnar.<br></p><p>Loks má geta þess að Arnar Gíslason hlaut sex milljóna króna styrk fyrir verkefnið "&nbsp;<strong>Íslenskar lausnir og alþjóðleg tækifæri"</strong>. Í verkefnalýsingu segir: "Þátttaka karla á vettvangi jafnréttismála" Ísland hefur skapað sér talsverða sérstöðu á alþjóðavettvangi þegar kemur að árangri í jafnréttismálum og má þar nefna stöðu Íslands efst á heimslista WEF undanfarin ár þar sem jafnrétti kynjanna er mælt (World Economic Forum, 2016), og þá verðskulduðu athygli sem hið íslenska kvennafrí og áætlanir um jafnlaunavottun hafa vakið. En Ísland hefur einnig vakið athygli fyrir þær aðferðir sem beitt hefur verið til að virkja karla á vettvangi jafnréttismála. Þar má nefna fæðingarorlof feðra, rakarastofu ráðstefnu Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og metþátttöku íslenskra karla í HeForShe átaki UN Women. Þá hefur þátttaka karla birst með ýmsum öðrum hætti á Íslandi, og er því gagnlegt að skoða vandlega þær aðferðir sem hafa verið teknar til gagns á Íslandi og hvernig hefur til tekist. Markmið þessa verkefnis er að bæta við þekkingu um þátttöku karla í jafnréttismálum, skoða hvernig framkvæmdin hefur verið, finna hagnýtar leiðir til að styðja við þessa þróun og kanna möguleika á nýtingu íslenskra lausna á alþjóðavettvangi. Ennfremur að gera grein fyrir þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á vettvangi jafnréttismála þegar kemur að áherslu á karla og jafnrétti, og á aukna þátttöku karla og aðkomu þeirra að umræðu um jafnréttismál."<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/06/19/Fra-uthlutun-styrkja-ur-Jafnrettisjodi-a-kvennadaginn-19.-juni/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

21.06.2017Ársfundur UNICEF: Hlutfallslega hæsta framlag allra landsnefnda á Íslandi

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/framlogUNICEF2017.PNG" alt="FramlogUNICEF2017">Ársfundur UNICEF á Íslandi var&nbsp;haldinn&nbsp;á mánudag í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þar kom fram að UNICEF á Íslandi&nbsp;safnaði alls rúmlega&nbsp;630&nbsp;milljónum&nbsp;króna árið 2016. Líkt og undanfarin ár&nbsp;safnaði íslenska landsnefndin&nbsp;hlutfallslega hæsta&nbsp;framlagi&nbsp;allra landsnefnda. Langstærsti hluti söfnunarfjársins, eða um 80%, kom&nbsp;frá einstaklingum&nbsp;sem láta sig málefni barna varða:&nbsp;<a shape="rect">Heimsforeldrum UNICEF</a>.&nbsp;</strong><br></p><p>Dagskrá fundarins hófst&nbsp;&nbsp;með því að Guðrún Ögmundsdóttir, formaður stjórnar UNICEF á Íslandi, bauð gesti velkomna.</p>Þá hélt Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, tölu og fór yfir starf UNICEF á síðasta ári. Þar kom meðal annars fram að þjónustuver UNICEF var sett á laggirnar snemma á árinu, þar sem þjónustufulltrúar eiga í samskiptum við heimsforeldra og aðra sem láta sig málið varða.<br>UNICEF út skýrslu í upphafi árs um&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">efnislegan skort barna á Íslandi</a>, en um hana hefur mikið verið fjallað&nbsp;í opinberri umræðu. Í henni kom fram að um 6,100 börn á aldrinum 1-15 ára líða efnislegan skort hér á landi. Höfundur skýrslunnar er Lovísa Arnardóttir en ritstjóri Sigríður Víðis Jónsdóttir.<br><p></p><p>Auk þess var tilraunaverkefninu&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">réttindaskólar</a>&nbsp;komið á laggirnar á árinu með góðum árangri, en verkefnið felst í að þátttökuskólar leggja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar í öllu sínu starfi.&nbsp;<br><br>Bergsteinn sagði ennfremur frá vel heppnuðum söfnunarátökum ársins 2016. Þar á meðal var herferðin&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">Segjum stopp</a>&nbsp;þar sem safnað var fyrir börn frá Sýrlandi og átakið&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">Ekki horfa</a>&nbsp; fyrir vannærð börn í Nígeríu. Þá gekk sala sannra gjafa fyrir jólin framar öllum vonum, en landsmenn keyptu sannar gjafir að andvirði rúmlega 24 milljóna króna. Það er um 71% vöxtur frá árinu 2015.<br></p><p>Ungmennaráð UNICEF réðst einnig í átak á árinu sem bar nafnið&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">#30sek</a>&nbsp;þar sem þau vöktu athygli á því að á hálfrar mínútu frest neyðist barn til að leggja á flótta sökum stríðs, fátæktar eða umhverfisáhrifa.&nbsp;<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://unicef.is/arsfundur-unicef-a-Islandi-verdur-manudaginn-19-juni-kl-10-11" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

21.06.2017Aldrei fleiri á flótta í heiminum - 84% þeirra eru í fátækum ríkjum

<p></p><p><span id="tmp_1498053991430_3"></span><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/skyrslaunhcr.jpg" alt="Skyrslaunhcr">Fjöldi þeirra sem þvingaðir hafa verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna var sá mesti sem nokkru sinni hefur verið skráður árið 2016, samkvæmt skýrslu sem Flóttamannastofnun SÞ gaf út í gær, á alþjóðlegum degi flóttafólks.&nbsp;<br><br>Samkvæmt skýrslunni,&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unhcr.org/global-trends-2016-media.html?utm_source=20170619_GTR_IS&%3butm_medium=email&%3butm_term=gsal%40iceida.is&%3butm_content=http%3a%2f%2fwww.unhcr.org%2fglobal-trends-2016-media.html&%3butm_campaign=" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Þróun á heimsvísu</a>, árlegri könnun stofnunarinnar á fjölda fólks á flótta, voru í árslok 2016 um allan heim 65,6 milljónir einstaklinga sem þvingaðir höfðu verið á flótta - um 300 þúsund fleiri en árið áður. Þessi fjöldi er til vitnis um þann gríðarlega fjölda fólks sem þarfnast verndar um heim allan.&nbsp;<br><br>Talan 65,6 milljónir er samsett úr þremur mikilvægum þáttum. Í fyrsta lagi er það fjöldi flóttamanna, en 22,5 milljónir eru mesti fjöldi sem sést hefur. Af þeim eru 17,2 milljónir á ábyrgð Flóttamannastofnunar SÞ og hinir eru palestínskir flóttamenn sem skráðir eru hjá Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ (UNRWA). Flestir flóttamenn koma vegna átakanna í Sýrlandi (5,5 milljónir), en árið 2016 var stærsta nýja uppsprettan í Suður-Súdan þar sem hörmuleg endalok friðaraðferlis í júlí sama ár leiddi til þess að 739.900 manns flúðu fyrir lok árs (1,87 milljónir til dagsins í dag).&nbsp;<br><br>Í öðru lagi er það fólk sem er á vergangi innan eigin lands, en það voru 40,3 milljónir í lok 2016 samanborið við 40,8 milljónir ári áður. Sýrland, Írak og umtalsverður fjöldi veglausra sem enn eru innan Kólumbíu, voru stærstu hóparnir, en veglausir í eigin landi er alheimsvandamál og á við um tvo þriðju allra þeirra sem þvingaðir eru á flótta.&nbsp;&nbsp;<br><br>Í þriðja lagi eru það hælisleitendur, fólk sem hefur flúið land sitt og leitar alþjóðlegrar verndar sem flóttamenn. Í árslok 2016 var heildarfjöldi þeirra sem leitaði hælis 2,8 milljónir.&nbsp;</p>Að samanlögðu er þetta sá gríðarlegi mannlegi kostnaður sem hlýst af stríði og ofsóknum á heimsvísu: 65,6 milljónir þýðir að meðaltali að einn af hverjum 113 einstaklingum um allan heim í dag er veglaus - fleiri en íbúar Bretlands, sem er 21. fjölmennasta land heims&nbsp;<br><br>"Þetta er óásættanlegur fjöldi, sama hvernig á það er litið, og sýnir enn frekar en áður þörfina fyrir samstöðu og sameiginleg markmið við að koma í veg fyrir og leysa neyðarástand og tryggja í sameiningu að flóttafólk heimsins, veglausir í eigin landi og hælisleitendur, fái viðeigandi vernd og umönnun á meðan fundin er lausn," sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. "Við verðum að gera betur fyrir þetta fólk. Heimur í átökum þarf ákveðni og hugrekki, ekki ótta."&nbsp;<br><br>Meginniðurstöður Þróunar á heimsvísu eru þær að ný tilfelli fólks á flótta er enn í hámarki. Af þeim 65,6 milljónum manna sem neyddust til að flýja lögðu 10,3 milljónir á flótta árið 2016, um það bil tveir þriðju þeirra (6,9 milljónir) eru á flótta innan eigin lands. Þetta jafngildir því að ein manneskja fari á flótta á 3 sekúndna fresti - sem er styttri tími en tekur að lesa þessa setningu.&nbsp;<br><br>Á sama tíma vöktu endurkomur flóttafólks og fólks sem var veglaust í eigin landi til upprunalands, ásamt öðrum lausnum svo sem búsetu í þriðja landi, vonir hjá sumum um að ástandið væri að batna árið 2016. Ein 37 lönd tóku á móti 189.300 flóttamönnum til búsetu. Um hálf milljón annars flóttafólks gat snúið til heimalands síns og um 6,5 milljónir veglausra í eigin landi til upprunasvæða sinna - þó að margir gerðu það við aðstæður sem ekki voru eins og best væri á kosið og framtíðarhorfur þeirra séu ótryggar.&nbsp;<br><br>Á heimsvísu voru flestir flóttamenn, eða 84%. í lág- eða meðaltekjumarlöndum í lok 2016 og einn af hverjum þremur (4,9 milljónir) er í fátækustu ríkjunum. Þetta mikla ójafnvægi endurspeglar nokkra hluti svo sem viðvarandi skort á samstöðu á alþjóðavettvangi þegar kemur að móttöku flóttamanna til búsetu og nálægð margra fátækra landa við átakasvæði. Það undirstrikar einnig mikilvægi öflugs stuðnings við lönd og samfélög sem styðja flóttamenn og annað veglaust fólk, því skortur á stuðningi getur valdið óstöðugleika, haft áhrif á mannúðarstarf sem bjargar mannslífum eða leitt til frekari flótta.&nbsp;&nbsp;<br><br>Miðað við fólksfjölda er Sýrland enn helsta uppspretta fólks á flótta þar sem um 12 milljónir einstaklinga (um tveir þriðju hlutar íbúanna) eru annaðhvort veglausir í eigin landi eða hafa flúið erlendis sem flóttamenn eða hælisleitendur. Fyrir utan langvarandi ástand palestínskra flóttamanna eru Afganar næst fjölmennastir (4,7 milljónir) og síðan Írakar (4,2 milljónir) og Suður-Súdanar (sá hópur sem hraðast vex en 3,3 milljónir hafa flúið heimili sín í árslok).&nbsp;<br><br>Börn, sem eru helmingur flóttafólks í heiminum, bera enn óhóflega byrðar þjáningar, aðallega vegna þess hve varnarlaus þau eru. Það er átakanleg staðreynd að 75 þúsund beiðnir um hæli voru lagðar fram af börnum sem ferðuðust ein eða höfðu orðið viðskila við foreldra sína. Í skýrslunni kemur fram að jafnvel þessi tala sé líklega vanmat á raunverulegu ástandi.&nbsp;<br><br>Flóttamannastofnunin áætlar að í árslok 2016 hafi að minnsta kosti 10 milljónir verið án ríkisfangs eða í hættu á að missa ríkisfang sitt. Hins vegar ná gögn sem ríki miðluðu til Flóttamannastofnunar SÞ aðeins yfir 3,2 milljónir ríkisfangslausra einstaklinga í 74 löndum.&nbsp;<br><br>Þróun á heimsvísu er tölfræðilegt mat á umfangi flótta og sem slíkt nær það ekki yfir suma lykilþætti flóttamannavandans árið 2016. Þar á meðal er vaxandi notkun hælismála í pólitískum tilgangi í mörgum löndum og vaxandi takmarkanir á aðgangi að vernd á sumum svæðum, en einnig jákvæða þróun, svo sem sögulegar ráðstefnur um flóttamenn og innflytjendur í september 2016 og tímamóta New York-yfirlýsingin sem kom í kjölfar þeirra<br>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, gefur árlega út skýrsluna Þróun á heimsvísu byggða á eigin gögnum, sem hún fær frá samstarfsaðilanum sínum hjá Miðstöð um eftirlit með veglausu fólki í eigin landi, og gögnum sem hún fær frá ríkisstjórnum.<br><p></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unhcr.org/news/press/2017/6/5943ec594/war-violence-persecution-push-displacement-new-unprecedented-high.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">War, violence, persecution push displacement to new unprecedented high/ Flóttamannastofnun SÞ (UNCHR)</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.globalpartnership.org/blog/5-things-you-need-know-about-refugee-education?utm_source=gpe_social_en&%3butm_medium=twitter_en&%3butm_campaign=daily_blog" shape="rect" linktype="1" target="_blank">5 things you need to know about refugee education/ GlobalPartnership</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://qz.com/1009886/world-refugee-day-armed-conflicts-in-sub-saharan-africa-drove-the-displacement-and-refugee-crisis-in-2016/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">These charts break down the troubling trends with displaced people across Africa/ Qz</a>&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.dw.com/en/world-refugee-day-un-honors-germanys-humanitarian-efforts/a-39322404" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World Refugee Day: UN honors Germany's humanitarian efforts/ DW</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://ewn.co.za/2017/06/20/the-cost-of-conflict-65-million-displaced-people" shape="rect" linktype="1" target="_blank">THE COST OF CONFLICT: 65 MILLION DISPLACED PEOPLE/ EWN</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://news.trust.org/item/20170619152134-53zrd/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">No exit: Jordan's most vulnerable refugees/ Reuters</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.voanews.com/a/unhcr-global-displacement-refugees/3906247.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Global Forcible Displacement at Unprecedented High/ VOA</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/mikilvaegast-ad-hjalpa-folki-ad-vera-heima" linktype="1" target="_blank">"Mikilvægast að hjálpa fólki að vera heima"/ RÚV</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8248/althjodlegur-dagur-flottamannsins" linktype="1" target="_blank">Alþjóðlegur dagur flóttamannsins/ SOS Barnaþorpin á Íslandi</a>&nbsp;</p>

21.06.2017Geta Heimsmarkmiðin bætt stöðu barna á Íslandi?

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/bornisland.PNG" alt="Bornisland">UNICEF, verkefnastjórn um heimsmarkmið SÞ, Hagstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi um heimsmarkmiðin og börn í Öskju 132 í Háskóla Íslands á morgun, fimmtudaginn 22. júní frá kl. 12:00 til 13:15.&nbsp;</p><p>Á dögunum kom út skýrsla UNICEF, Building the Future: Children and the Sustainable Development Goals in Rich Countries. Í skýrslunni er staða barna í efnameiri ríkjum skoðuð í samhengi við... heimsmarkmiðin. Ísland stendur sig vel á mörgum sviðum þegar kemur að velferð barna, en geta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna bætt stöðu barna á Íslandi enn frekar?<br></p><p>Á fundinum verður skýrsla UNICEF kynnt og fjallað verður sérstaklega um vinnu stjórnvalda í tengslum við heimsmarkmiðin, hvernig mælingar á lífsgæðum barna fara fram og hvernig heimsmarkmiðin og mælingar á þeim geta gagnast börnum.</p><p><strong>Dagskrá</strong></p><p>12:00 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF&nbsp;<br>&nbsp;12:15 Héðinn Unnsteinsson, formaður verkefnastjórnar stjórnarráðsins um heimsmarkmið SÞ&nbsp;<br>&nbsp;12:30 Kolbeinn Stefánsson, sérfræðingur á Hagstofu Íslands&nbsp;<br>&nbsp;12:45 Erla Björg Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri gæða og rannsókna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.</p><p>Fundarstjóri verður Katrín Oddsdóttir lögfræðingur</p>

21.06.2017Bjór & bindi á Kex í kvöld

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/tay_school_visit2.jpg" alt="Tay_school_visit2">Malavíski rapparinn og HeForShe leiðtoginn Tay Grin kemur fram á styrktartónleikum ungmennaráðs UN Women á Íslandi í kvöld, miðvikudagskvöldið 21. júní, á Kex ásamt tónlistarkonunni Hildi og rapparanum Tiny. Viðburðurinn nýtur stuðnings breska sendiráðsins og ICEIDA, alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.</strong>&nbsp;</p><p>Tónleikagestum verður einnig veitt innsýn í líf stúlkna og kvenna í Malaví og þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir.&nbsp;Hátt brottfall stúlkna úr námi í Malaví má að hluta til rekja til tíðablæðinga og skorts á dömubindum. Malavískar stúlkur hafa takmarkaðan aðgang að dömubindum og öðrum hreinlætisvörum tengdar tíðablæðingum. Algengt er því að stúlkur mæti ekki í skólann og haldi sig heima fyrir&nbsp; meðan á blæðingum stendur. Stúlkur sem missa mánaðarlega nokkra daga úr skóla eru líklegri til að hætta námi varanlega. Þar sem stúlkurnar hljóta ekki grunnmenntun aukast líkurnar á að þær verði giftar barnungar eldri mönnum og verða þar með berskjaldaðri fyrir ofbeldi, fátækt og mæðradauða. Því yngri sem þær eru giftar því líklegra er að þær eignist börn á barnsaldri en lífshættulegir fylgikvillar fylgja meðgöngu og fæðingum ungra mæðra.&nbsp;Með því að mæta á tónleikana á Kex gefst almenningi kostur á að styðja við kaup á fjölnota dömubindum fyrir malavískar skólastúlkur &nbsp;og upplifa um leið malavískt eðalrapp frá vinsælasta hip hop listamanni landsins.&nbsp;Ekkert kostar inn á tónleikana en fólki er boðið að styrkja verkefnið um 1000 kr. sem jafngildir einum pakka af bindum fyrir eina stúlku.</p><p>Auk þess er aldrei að vita nema að breski sendiherrann á Íslandi og eiginkona hans rífí í hljóðnemann ásamt Tay Grin sem tróð nýverið upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.<br><br></p><p>Hvað: Malavískt rapp og bjór til styrktar menntun stúlkna í Malaví</p><p>Hvar: Kex</p><p>Hvenær: 21. júní kl.19:30 - 22:00.&nbsp;</p><p>Hlökkum til að sjá þig!</p><p><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.mbl.is/folk/frettir/2017/06/21/safna_fyrir_fjolnota_domubindum/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Safna fyr­ir fjöl­nota dömu­bind­um/ Mbl.is</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://malawi24.com/2017/06/21/tay-grin-advocate-girls-education-internationally/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Tay Grin to advocate for girls education internationally/ Malawi24</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://allafrica.com/stories/201706210057.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Malawi: Tay Grin Meets to Reykjavik Mayor, Rapper Rick Ross - to Raise Awareness of Girls' Education in Malawi/ NyasaTimes</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://malawi24.com/2017/06/19/tay-grin-surprises-rick-ross-with-a-gift-in-iceland/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Tay Grin surprises Rick Ross with a gift in Iceland/ Malawi24</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.visir.is/g/2017170629948/malaviskt-edalrapp-a-kex" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Malavískt eðalrapp á KEX/ Vísir</a>&nbsp;</p>

14.06.2017Jafningjarýni DAC um Ísland kynnt samtímis á mánudag í París og Reykjavík

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/IMG_1641.jpg" alt="IMG_1641" class="right">Næstkomandi mánudag, 19. júní, verða birtar á sama tíma í París og á Íslandi, niðurstöður fyrstu jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC) á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Rýnin nær yfir tímabilið 2013-2016 og felur í sér úttekt á helstu þáttum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands, s.s. laga- og stofnanaumgjörð, stefnumótun og framkvæmd</strong>.&nbsp;&nbsp;<br><br>Kynningarfundur um jafningjarýnina hefst í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 12.00. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Charlotte Petri Gornitzka, formaður DAC kynna niðurstöður rýniskýrslunnar og svara fyrirspurnum.&nbsp;<br><br>Áhugafólk um þróunarsamvinnu er hvatt til þess að koma á fundinn. &nbsp;Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected] eða hakið við á viðburði á Facebooksíðu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.<br></p><p>Takið daginn frá!</p>

14.06.2017Rödd Íslands sterk á hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York

<p></p><p> <a href="https://vimeo.com/220289475" class="videolink">https://vimeo.com/220289475</a> "Íslendingar lögðu fram viljayfirlýsingu um að draga úr plastmengun í sjó með skipulögðu átaki, að auka þekkingu á afleiðingu súrnunar sjávar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum með fjölþættum aðgerðum sem muni meðal annars stuðla að minni losun frá samgöngum og sjávarútvegi," segir Jóhann Sigurjónsson sérstakur erindreki um málefni hafsins hjá utanríkisráðuneytinu sem sótti hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York.<br></p><p>Jóhann segir að einnig hafi verið kynnt viljayfirlýsing um að ljúka kortlagningu hafsbotnsins innan íslenskrar efnahagslögsögu og koma á nýtingaráætlunum fyrir mikilvægustu fiskistofnana við landið, hvorutveggja til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlindanna í hafinu í kringum Ísland. "Þá er Ísland meðal þjóða sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að stefna að því að banna örplast í snyrtivörum, en örplast er meðal mengunarefna sem geta haft neikvæð áhrif á lífríki hafsins," segir hann.</p>Ráðstefnan fór fram dagana 5.-9. júní og fjallaði í raun um 14. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem snýr að málefnum hafsins, bæði vernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Ráðstefnan var afar fjölsótt þar sem fyrir mörgum sendinefndum ríkja fóru þjóðarleiðtogar og ráðherrar, en ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum SÞ í New York undir forystu forseta allsherjarþings SÞ, Peter Thomson frá Fiji eyjum, en forsetar ráðstefnunnar voru Isabella Lövin þróunarmálaráðherra Svíþjóðar og&nbsp;Semi Koroilavesau&nbsp;sjávarútvegsráðherra Fiji.<p></p><p>Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar samanstóð þessi fimm daga ráðstefna af almennri umræðu og sjö þemamálstofum, þar sem fjallað var um helstu hafáherslur Heimsmarkmiða SÞ: mengun heimshafanna, stjórn og verndun strandsvæða, súrnun sjávar, sjálfbærar fiskveiðar, stöðu smáeyríkja, vísindi og tæknilausnir og miðlun þekkingar, og framkvæmd Hafréttarsáttmála SÞ.&nbsp;</p><p>Þá hafa ríki Sameinuðu þjóðanna að sögn Jóhanns sameinast um ákall um aðgerðir til að bæta ástand heimshafanna, treysta samstarf og efla rannsóknir, vöktun hafsins og miðlun þekkingar og reynslu. Að síðustu lögðu þátttakendur ráðstefnunnar fram 1328 viljayfirlýsingar um aðgerðir, sem snúa að hreinna hafi, minni mengun, verndun lífríkis og sjálfbærum fiskveiðum.&nbsp;</p><p>"Ástand heimshafanna og lífríki sjávar skiptir Ísland afar miklu máli í bráð og lengd," segir Jóhann. "Þess vegna var ákveðið að taka virkan þátt í ráðstefnunni og það hefur verið unnið að undirbúningi hennar síðustu misserin í samstarfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis undir forystu utanríkisráðuneytisins, bæði fastanefndarinnar í New York og í ráðuneytinu heima í Reykjavík."<br></p><p>Þessi þrjú ráðuneyti skipuðu sendinefnd Íslands undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þorgerður Katrín stýrði ásamt fulltrúa Perú málstofu um hafvísindi og tækni í sjávarútvegi, en auk þess átti íslenska sendinefndin sérstakt framlag í málstofu um súrnun hafsins þar sem Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra talaði.&nbsp;</p><p></p><h3>Málstofa um bláa hagkerfið</h3><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/thorgerdur.PNG" alt="Thorgerdur">Ísland stóð fyrir málstofu í samvinnu við Færeyjar og Norrænu ráðherranefndina um bláa hagkerfið. Málstofan var ein í röð þriggja um það efni, var sú síðasta í röðinni og bar heitið „Realising the Blue Bioeconomy in Small Island States: Building on Governance and Innovation. Henni var stjórnað af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra. Aðalniðurstaða málstofunnar var tilkynning um samstarf smárra eyríkja á svið bláa lífhagkerfisins, Small Island Blue Bioeconomy Forum, sem haldið verður í tengslum við „Our Oceans“ ráðstefnuna á Möltu í október. Þar verða kynnt dæmi um þá möguleika sem liggja í blá lífhagkerfinu og þá erfiðleikar sem smá eyríki eiga sameiginleg. Þetta verður gert með því að lítil eyríki úr suðri og norðri koma með raunveruleg dæmi um verkefni eða fyrirtæki.</p><p></p><p>Þá tóku fulltrúar Íslands þátt í málstofu um sjálfbærar fiskveiðar, og um hafréttarmál. Jafnframt því tók íslenska sendinefndin þátt í fjölda hliðarviðburða um málefni hafsins. Því má segja að íslensk rödd hafi verið óvenju áberandi á þessari miklu ráðstefnu.<br></p><p>"Íslenska sendinefndin lagði áherslu á að mikilvægt væri að þjóðir heims tækju höndum saman til að bæta ástand heimshafanna með átaki í baráttunni gegn plastmengun og annarri mengun, eftirfylgni við Parísarsamkomulagið með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda og síðast en ekki síst með því að tileinka sér ábyrga fiskveiðistjórnun, sem í dag væri mjög vel mögulegt á grundvelli vísinda og tækni, eins og dæmin sanna. Stjórnmálamenn þyrftu líka að styðja við vísindin, jafnvel þegar ráðgjöfin væri ekki svo auðveld í framkvæmd. Íslendingar væru reiðubúnir til að miðla af reynslu sinni í þessum efnum og gerðu það m.a. með starfsemi Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ, sem rekinn væri á Íslandi."&nbsp;Fulltrúar skólans sóttu einnig ráðstefnuna og kynntu starfsemi hans.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://oceanconference.un.org/commitments/?id=16733" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Viljayfirlýsing Íslands</a>&nbsp;&nbsp;<b><br></b><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.atvinnuvegaraduneyti.is/sjavarutvegs-og-landbunadarmal/frettir/rodd-islands-sterk-a-hafradstefnu-sameinudu-thjodanna-i-new-york" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Rödd Íslands sterk á hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York/ Atvinnuvegaráðuneyti</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/radherra-avarpar-hafradstefnu-sameinudu-thjodanna" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Ráðherra ávarpar hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna/ Umhverfis- og auðlindaráðuneytið</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/un-ocean-conference-could-bring-next-big-thing-in-development-90459" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UN Ocean Conference could bring 'next big thing' in development/ Devex</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/research-solutions-needed-for-looming-oceans-catastrophes-un-leaders-say-90438?utm_source=website&%3butm_medium=box&%3butm_campaign=linking_strategy" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Research, solutions needed for looming oceans catastrophes, UN leaders say/ Devex</a>&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.vox.com/2016/5/30/11789552/protect-oceans-regulations" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The way we protect the oceans is badly outdated. Here's how to change that, eftir Liza Gross/ Vox</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.omvarlden.se/Branschnytt/nyheter-2017/sa-mar-haven/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Så illa mår haven - här är frågorna för FN:s havkonferens/ OmVärlden</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/africarenewal/magazine/may-july-2017/it-time-save-our-oceans?platform=hootsuite" shape="rect" linktype="1" target="_blank">It is time to save our oceans/ AfricaRenewal</a>&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/26843?CID=ENV_TT_Environment_EN_EXT" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The Potential of the Blue Economy : Increasing Long-term Benefits of the Sustainable Use of Marine Resources for Small Island Developing States and Coastal Least Developed Countries/ Alþjóðabankinn</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56947#.WT6qGmjyi70" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UN Ocean Conference wraps up with actions to restore ocean health, protect marine life/ UNNewsCentre</a>

14.06.2017Framlögum verður að mestu ráðstafað í þágu kvenna og stúlkna

<p></p><p><strong> <a href="https://youtu.be/wBlcj5q6l3k" class="videolink">https://youtu.be/wBlcj5q6l3k</a> Samkvæmt nýrri femínískri stefnu stjórnvalda í Kanada í þróunarmálum verða 95% af öllum opinberum framlögum ráðstafað í þágu kynjajafnréttis kvenna og stúlkna, árið 2022. Ríkisstjórnin ákveður með öðrum orðum að setja fimmta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í öndvegi. Samkvæmt hugmyndafræðinni er stuðningur við konur, stuðningur við alla, eins og kanadíska stórblaðið The Star orðaði það.</strong><br></p><p>Í frétt blaðsins segir að þetta sé róttæk ný sýn í þróunarsamvinnu Kanada sem kynroðalaust tali fyrir femíniskum áherslum sem leið til að útrýma fátækt í heiminum með því að styðja við bakið á konum í fátækum þjóðum veraldarinnar.</p><p></p><p>Í tilkynningu frá stjórnvöldum segir að ríkisstjórn Kanada hafi samþykkt femíníska stefnu í alþjóðlegri þróunarsamvinnu til að stuðla að jafnrétti kynjanna og styrkja allar konur og stúlkur.&nbsp;<br></p><p>Marie-Claude Bibeau þróunarmálaráðherra Kanada segir það mat ríkisstjórnar Kanada að þetta sé árangursríkasta leiðin til að draga úr fátækt og byggja upp heim þar sem ríkir meiri friðsæld og velsæld.<br>Á sérstakri vefsíðu um nýju stefnuna segir að þegar konur og stúlkur fái jöfn tækifæri til að ná árangri geti þær orðið kyndilberar mikilla breytinga, styrkt efnahaginn, stuðlað að friði og samvinnu, og aukið lífsgæði fyrir fjölskyldur þeirra og samfélög.<br></p><p>Fjögur áherslusvið nýju stefnunnar eru þessi:<br></p><ul><li>takast á við kynbundið ofbeldi;</li><li>styðja staðbundin samtök og hreyfingar sem tala fyrir réttindum kvenna;</li><li>bæta færni opinberra stofnana í almannaþágu; og</li><li>hjálpa til við að byggja upp sterkan grundvöll sönnunargagna til stuðnings jafnréttisaðgerðum.</li></ul><p><br>Eftir fimm ár verði 95% framlaga Kanada til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu ráðstafað til verkefna sem tengjast kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Helmingur framlaganna fari til þjóða í sunnanverðri Afríku og framlög til heilbrigðismála og kyn- og frjósemismála verði tvöfaldaður.</p><p>Þótt Kanada sé fyrsta þjóðin sem ákveður að einblína á konur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu má geta þess að Svíar kynntu femíníska stefnu í öllum utanríkismálum sínum árið 2015.<br></p><p>Samkvæmt fimmta Heimsmarkmiðinu á að tryggja&nbsp; jafnrétti kynjanna og efla völd allra kvenna og stúlkna. Í undirmarkmiðum segir meðal annars: Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar; allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og sköddun kynfæra kvenna,&nbsp;verði afnumdir; og ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviði og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan heimilis og fjölskyldu eins og við á í hverju landi.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.international.gc.ca/gac-amc/campaign-campagne/iap-pai/index.aspx?lang=eng" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Vefur um stefnuna:</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://international.gc.ca/world-monde/issues_development-enjeux_developpement/priorities-priorites/policy-politique.aspx?lang=eng" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Canada's feminist international assistance policy/ InternationalGC</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/canada-s-new-foreign-aid-policy-puts-focus-on-women-rights-90458" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Canada's new foreign aid policy puts focus on women, rights/ Devex</a>&nbsp;</p>

14.06.2017Malavískur rappari á Secret Solstice hátíðinni

<p><strong> <a href="https://youtu.be/_8qhbfeaRMY" class="videolink">https://youtu.be/_8qhbfeaRMY</a> Malavíski hiphop listamaðurinn Tay Grin er einn af fjölmörgum tónlistar-mönnum sem koma fram á sumarsólstöðuhátíðinni Secret Solstice í Reykjavík síðar í vikunni en hátíðin hefst á morgun og stendur yfir helgina. Tay Grin verður á sviðinu kl. 17:00 á laugardag, 17. júní</strong>.<br></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/tay.PNG" alt="Tay" class="right">Tay Grin, sem heitir fullu nafni Limbani Kalilani, er vinsælasti tónlistarmaðurinn í Malaví um þessar mundir. Auk tónlistarinnar hefur hann vakið athygli í heimalandi sínu og víðar fyrir að leggja baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið og hann er fulltrúi UN Women í HeForShe herferðinni&nbsp;.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://secretsolstice.is/tay-grin-mw/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><br></p>

14.06.2017Norræni dagurinn í Kampala

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/norraenidagurinn.jpg" alt="Norraenidagurinn">Áttunda árið í röð fögnuðu Norðurlandaþjóðirnar sameiginlega þjóðhátíðardegi í Kampala á dögunum.&nbsp; Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Ísland eiga öll þjóðhátíðardaga í maí og júní og hafa því tekið þann kostinn að láta af sér vita og gleðjast með vinum í Úganda á sameiginlegri hátíð.&nbsp;</strong></p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/nordicday.PNG" alt="Nordicday">Þá hafa sendiráðin jafnan sameinast um að senda frá sér blaðagrein sem tekur á einhverju sem þau telja til framfara horfa í Úganda. Að þessu sinni var umræðuefni upplýsinga- og tjáningarfrelsi.&nbsp; Sama þema var í ræðu kvöldsins þar sem Sam Kutesa utanríkisráðherra var heiðursgestur.&nbsp;<br><p></p><p>Talsvert stór hópur Norðurlandabúa er í Úganda og einnig fólk sem kemur að þróunarsamvinnu, viðskiptum, félagasamtökum og hefðbundinni utanríkisþjónustu. Gestalistinn var því langur, um 500 manns.&nbsp;&nbsp;<br></p><p>Að sögn Stefáns Jóns Hafstein forstöðumanns íslenska sendiráðsins í Úganda hefur sú hefð skapast að ríkin sameinast ekki bara um eitt málefni sem þau vilja leggja áherslu á heldur hafa þau líka kappkostað að bjóða upp á mat og drykk frá heimalöndum sem er ákaflega vel þokkað. &nbsp;<br>Á myndinni eru t.f.v. Mogens Petersen sendiherra Dana, Stefán Jón Hafstein forstöðumaður íslenska sendiráðsins, Urban Andersson sendiherra Svía og&nbsp; Susan Eckey sendiherra Noregs.</p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.newvision.co.ug/digital_assets/0f6ff36f-00df-4b8f-b0dd-bc804842d28e/ST1NV010617.p36.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar - blaðaauki með The Vision</a>

14.06.2017Dagur rauða nefsins: Hátt í tvö þúsund nýir Heimsforeldrar

<p><strong> <a href="https://youtu.be/mblC3ngtlzY" class="videolink">Sigríður Thorlacius í Dakar, höfuðborg Bangladess - áhrifaríkt kvikmyndabrot.</a> Dagur rauða nefsins hjá UNICEF á Íslandi náði hámarki síðastliðið föstudagskvöld í rúmlega þriggja klukkustunda skemmti- og söfnunarþætti í beinni útsendingu á RÚV. Meginmarkmið átaksins var að gleðja landsmenn, fræða þá um baráttu UNICEF í þágu barna um allan heim og bjóða þeim að gerast&nbsp;</strong><strong><a shape="rect">heimsforeldrar</a></strong>&nbsp;<strong>.</strong><br></p><p>Átakið gekk framar öllum vonum, að því er fram kemur á vef UNICEF á Íslandi. Rúmlega 1850 manns gengu til liðs við heimsforeldra UNICEF og mikill fjöldi núverandi heimsforeldra hækkuðu mánaðarlegt framlag sitt. Auk þess söfnuðust um 5,5 milljónir í stökum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Miðað við reynslu fyrri ára má áætla að heildarvirði söfnunarinnar sé um 220 milljónir, segir á vefnum.<br></p><p>Þar segir ennfremur:<br>"Heimsforeldrar eru hjartað í lífsnauðsynlegu starfi UNICEF um allan heim og eru nú orðnir tæplega 28.000 talsins á Íslandi. UNICEF starfar í yfir 190 löndum og heimsforeldrar eru hlutfallslega hvergi fleiri í heiminum en á Íslandi. Skráningar halda áfram eftir dag rauða nefsins á&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">https://unicef.is/skraning</a>.&nbsp;</p><p>"Við gætum ekki verið ánægðari með niðurstöðuna sem er framar okkar björtustu vonum. Við bjóðum alla nýja heimsforeldra UNICEF hjartanlega velkomna og erum þakklát og hrærð yfir því hversu stór hluti þjóðarinnar leggur baráttu UNICEF lið," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p><p>Á vef UNICEF segir að landsmenn hafi brugðist við sláandi umfjöllun um starf UNICEF víða um heim. "Í forgrunni var ferð söngkonunnar Sigríðar Thorlacius til Bangladess þar sem hún kynnti sér aðstæður barna. Þar hitti hún meðal annars götubörn, sem búa við afar hættulegar aðstæður, og börn sem vinna mikla erfiðisvinnu, en varð einnig vitni að því hvernig UNICEF ásamt heimsforeldrum beita sér af alefli á hverjum degi fyrir bættum lífskjörum barna þar í landi," segir í fréttinni.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://unicef.is/dagur-rau%C3%B0a-nefsins-gekk-framar-vonum-fleiri-en-1850-n%C3%BDir-heimsforeldrar" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

14.06.2017Brýnt að draga úr fátækt og stríðsátökum í álfunni

<p></p><p><strong> <a href="https://youtu.be/WzSQx7H9hXQ" class="videolink">https://youtu.be/WzSQx7H9hXQ</a> Tvennt bar hæst í ávarpi Angelu Merker Þýskalandskanslara í sérstökum leiðtogafundi með þjóðhöfðingum Afríku á mánudaginn: annars vegar að draga úr fátækt og hins vegar að fækka átökum í álfunni. Þýskalandskanslari efndi til leiðtogafundarins með þjóðhöfðingjum Afríku í aðdraganda leiðtogafundar G20 ríkjahópsins í næsta mánuði þar sem Þjóðverjar eru í forsæti.</strong><br></p><p>Merkel hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að berjast gegn fátækt í Afríku til þess að forðast straum flóttafólks til Evrópu. Hún hefur samkvæmt frétt Deutsche Welle gert tengslin við Afríkuþjóðir að áhersluatriði þann tíma sem Þjóðverjar fara með forsæti í G20 ríkjahópnum.<br></p><p>Fundurinn á mánudag var haldinn í Berlín og hann sóttu meðal annars þjóðhöfingjar frá Gíneu, Egyptalandi, Fílabeinsströndinni, Malí, Gana, Túnesíu og Rúanda. Tilgangur fundarins var meðal annars að ræða svokallaðan "&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.dw.com/en/at-a-glance-the-compact-with-africa/a-39093671" shape="rect" linktype="1" target="_blank">samning við Afríku</a>" sem felur í sér samstarfsverkefni G20 ríkjanna og þeirra Afríkuþjóða sem hafa skuldbundið sig til efnahagslegra umbóta með einkafjárfestum í því skyni að auka atvinnu og örva viðskipti.</p>"Jákvæð þróun í heiminum verður ekki nema allar álfurnar séu þátttakendur," sagði Merkel á Berlínarfundinum "Við þurfum framtak sem ekki talar um Afríku heldur með Afríku," sagði hún.<br><p></p><p>Kanslarinn gerði ólíka aldurssamsetningu Afríku og Evrópu að umtalsefni, benti á að meðalaldur í Þýskalandi væri 43 ár en í Níger og Malí væri meðalaldur íbúanna 15 ár. "Ef við gefum ekki unga fólkinu tækifæri, ef við fjárfestum ekki í menntun og hæfileikum þeirra, ef við styrkjum ekki stöðu stúlkna og ungra kvenna, munu markmið okkar í þróunarsamvinnu ekki nást," sagði Merkel. &nbsp;<br></p><p>Fjármálaráðherra Þýskalands tilkynnti á fundinum um samstarfssamninga við Túnis, Fílabeinsströndina og Gana um 300 milljóna evru fjárfestingaráform til stuðnings afrísku þjóðunum.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://germany's merkel promotes african development ahead of g20/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Germany's Merkel promotes African development ahead of G20/ AP</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.dw.com/en/g20-and-africa-mixed-expectations/a-39166806" shape="rect" linktype="1" target="_blank">G20 and Africa: Mixed expectations/ DW</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://news.trust.org/item/20170612093625-5xroa" linktype="1" target="_blank">G20-Africa Partnership Conference Berlin 2017: The scramble to empower Africa's youth boom/ Reuters</a>

14.06.2017Upplifun flóttamannsins

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/redcrosssalaskoli.JPG" alt="Redcrosssalaskoli">Á dögunum var leikurinn "Upplifun flóttamannsins" prófaður með nemendum níunda bekkjar Salaskóla í Kópavogi. Markmið leiksins er að auka þekkingu ungs fólks á aðstæðum flóttafólks. Áhersla er lögð á verklegar æfingar svo þátttakendur geti sett sig í spor annarra.&nbsp;<br></strong>Leikurinn er hannaður út frá verkefni Rauða krossins í Bandaríkjunum&nbsp;<em><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://redcrossyouth.org/2016/05/03/experience-the-journey-of-a-refugee/" linktype="1" target="_blank">Losing your most prized posession.</a></em><strong><br></strong></p><p><strong>Fara í hlutverk flóttafólks</strong></p><p>Í leiknum fara nemendur í hlutverk flóttafólks og þurfa að fara yfir stríðssvæði þar sem leynist fjöldi jarðsprengja. Þátttakendur velja fjóra hluti eða einstaklinga sem eru þeim kærir til að taka með sér. Ferðin er þó ekki hættulaus því ef rekist er á jarðsprengju þá missir viðkomandi einn af þeim hlutum eða einstaklingum sem valdir voru. Að því loknu fara hóparnir í umræðu með leiðbeinanda og ræða upplifanir sínar og það varnarleysi sem fólgið er í að missa það sem er þeim kærast. Ýmsar spurningar vöknuðu upp í samræðunum til dæmis: "Hvað er nauðsynlegt að taka með sér á flótta?", "Hvað skilur fólk eftir þegar það flýr?", "Má skjóta hvern sem er í stríði?", "Hverjir eru það sem hljóta sérstaka vernd?", "Er algengt að börn týnist í stríði?". Í þessum umræðum leggja leiðbeinendur sérstaka áherslu á alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög sem gilda í stríði.&nbsp;<br></p><p>Nemendur í Salaskóla tóku leiknum vel og bentu á ýmislegt sem betur má fara í framkvæmdinni. Fram kemur á vef Rauða krossins að það sé gott fyrir félagið að fá ungt fólk með sér í að prófa leiki í fyrsta sinn til að laga það sem þarf. "Nemendurnir voru opnir og jákvæðir með spurningar&nbsp; sem sýna hvað þau eru vel upplýst og þroskuð í vangaveltum sínum," segir í fréttinni.</p><p>Leikurinn verður hluti af Mannúðarfræðslu sem grunnskólar í Kópavogi hafa möguleika á að bjóða upp á sem valgrein í tíunda bekk í samstarfi við Rauða krossinn í Kópavogi. Kársnesskóli hefur nú þegar tekið upp áfangann og boðið upp á sem valgrein og hafa nú þegar þrír aðrir skólar í Kópavogi sýnt áhuga á gera slíkt hið sama í haust. Stefnt er að því að bjóða öllum skólum í Kópavogi samstarf árið 2018.<br></p>

14.06.2017Frumkvöðlakonur í sjálfbærri orku funda í Gabon - fjármögnun í brennidepli

<p></p><p>Utanríkisráðuneytið, Jafnréttisskóli Háskóla SÞ (UNU-GEST)&nbsp; og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Environment) skipulögðu vinnufund fyrir frumkvöðlakonur sem starfa við sjálfbæra orku í Afríku, sem haldinn er þessa dagana í Libreville í Gabon. Aðrir samstarfsaðilar eru Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Pan-afríska bandalagið um loftslagsréttindi (PACJA). &nbsp;Þema fundarins er Afríka 2030: nýting tækifæra fyrir konur í sjálfbærri orku - leiðir til að ná Heimsmark&nbsp;miðum SÞ og markmiðum Afríkusambandsins&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.au.int/web/en/agenda2063" linktype="1" target="_blank">2063</a>&nbsp;.&nbsp;</p><p> <a href="https://youtu.be/_sVKCEBU_Go" class="videolink">https://youtu.be/_sVKCEBU_Go</a> Fundurinn er haldinn í tengslum við árlegan fund afrískra umhverfisráðherra (AMCEN) &nbsp;og er markmið vinnufundarins að móta tillögur sem lagðar verða fyrir umhverfisráðherra álfunnar til samþykktar.</p><p>Á fundinum koma saman frumkvöðlar alls staðar að úr álfunni, auk sérfræðinga og fulltrúa alþjóðastofnana, en sérstök áhersla er á þrjá málaflokka: (1) orkustefna sem hefur sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi, (2) aðgangur að fjármagni og markaði fyrir frumkvöðlakonur í allri virðiskeðjunni, og (3) getuuppbygging, hæfni og valdefling. Vinnufundinn sækja rúmlega 100 þátttakendur frá 24 Afríkulöndum, en Hildigunnur Engilbertsdóttir sækir fundinn fyrir hönd utanríkisráðuneytisins og Erla Hlín Hjálmarsdóttir fyrir hönd Jafnréttisskólans.<br></p><p>Ljóst er að orkumál eru ákaflega knýjandi í Afríku, sem hefur setið eftir ef miðað er við aðra heimshluta. Aðgangur að sjálfbærri orku og þátttaka kvenna tengist beint Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem snúa að kynjajafnrétti, hreinni orku og umhverfismálum, en tengjast einnig öðrum markmiðum þar sem aðgangur að sjálfbærri orku er gjarnan grunnforsenda fyrir árangri á öðrum sviðum. Til að ná árangri á sviði þróunar er því mikilvægt að leita leiða til að nýta kraft kvenna innan álfunnar.</p><p></p><p>Þátttakendur vinnustofunnar leiða mörg áhugaverð verkefni í ólíkum svæðm Afríku og hafa vandamál tengd fjármögnun verið í brennideplinum. Sem dæmi má nefna að Phemelo Charity Segoe frá Suður Afríku (sjá mynd) starfar fyrir fyrirtækið Rethaka sem nýtir sólarrafhlöður á endurunnar skólatöskur barna. Hún telur helstu áskoranir sem hún standi frammi fyrir vera sjálfbærni fjármögnunar fyrirtækisins, en töskurnar eru of dýrar til að lágtekjufjölskyldur hafi bolmagn til að kaupa þær og þarf fyrirtækið því að reiða sig á fjármögnun frá gjafastofnunum - og ríkjum.&nbsp;<br><br><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/phemelo.jpg" alt="Phemelo" class="right">Energia er alþjóðlegt netverk um jafnréttismál og sjálfbæra orku. Sheila Oparaocha sem starfar fyrir Energia í Kenía bendir réttilega á að ekki er hægt að leita einhliða lausna fyrir flókinn vanda. Þegar öllu er á botninn hvolft þurfi að lokum að stóla á markaði og ná sjálfbærni í orkulaunsum. Með hennar eigin orðum: "Afríka mun ekki þróast með ókeypis fjármagni." Þegar upp er staðið þurfa lítil orkufyrirtæki - hvort sem þau eru rekin af körlum eða konum - að standa undir rekstrinum. Diana Mbogo frá Tansaníu er gott dæmi um þetta. Hún rekur nú lítið orkufyrirtæki sem nefnist Millennium Engineers en það &nbsp;þjónar þörfum kvenna og sinnir fjölbreytilegum verkfræðilegum verkefnum. Meðal annars framleiðir fyrirtækið hverfla fyrir vindorku úr staðbundnum hráefnum, en þess má geta að Diana var útnefnd frumkvöðull ársins í Tansaníu úr röðum námsmanna á síðasta ári. Hún gagnrýnir að hafa lítinn sem engan stuðning fengið þegar hún var að koma fyrirtækinu á laggirnar. Nú þegar fyrirtækið hefur sannað sig, standa fjármálastofnanir í röðum að bjóða henni lán og annan stuðning, loks þegar hún þarf ekki lengur á því að halda.<br><br>Þátttakendur vinnufundar hafa nú þegar vakið athygli hjá háttsettum fulltrúum Afríkulanda sem sækja AMCEN. Hadijatou Jallow, umhverfisráðherra og framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Síerra Leóne, sem er jafnframt formaður Félags afrískra kvenráðherra og leiðtoga í umhverfismálum hefur setið vaktina með frumkvöðlakonunum og tekið virkan þátt í fundinum. Sömuleiðis funduðu tveir ráðherrar frá Gabón með frumkvöðlakonunum, Estelle Ondo umhverfisráðherra og Biendi Maganga ráðherra lítilla fyrirtækja. Seinni dagur vinnustofunnar er helgaður vinnufundum um sértæk málefni og er markmiðið að koma efnisatriðum inn í ályktun umhverfisráðherra Afríku þegar árlegum fundi þeirra lýkur nú í lok vikunnar. Því er ákaflega dýrmætt að hafa pólitískan stuðning meðal þátttakenda ráðherrafundarins.<br><br>Af vinnufundinum að dæma er ljóst að frumkvöðlakonur í orkugeiranum víða í Afríku standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Hins vegar er einnig ljóst að mörg sóknarfæri eru til staðar, sér í lagi ef að auður og framlag kvenna er nýtt til fullnustu, sem er gunnforsenda fyrir því að þróun Afríku komist á skrið á sviði orkumála.</p><p></p><p></p>

08.06.2017Börn án bernsku

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/heimsmarkmidin2.jpg" alt="Heimsmarkmidin2">Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svipt því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim.</strong></p><p>Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children er nefnist&nbsp;<a shape="rect">Stolen Childhoods</a>. Þar eru reifaðar helstu ástæður þess að börn njóta ekki bernskunnar og lögð áhersla á mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið bregðist við. Samtökin munu árlega héðan í frá gefa út skýrslu um málefnið.</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/julia.jpg" alt="Julia" class="right">Meginástæður þess að börn fá ekki að njóta bernsku sinnar eru vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd, þau búa við stríðsátök, ofbeldi, eða barnaþrælkun, fá ekki að ganga í skóla, eru látin giftast á barnsaldri og þunganir ungra stúlkna. Þessir þættir hafa afdrifarík áhrif á velferð barnanna, ekki einungis þegar þau eru börn heldur alla ævi. Þeir eru því árás á framtíð þeirra.</p><p>Í bernsku eiga börn að njóta öryggis og verndar, þau eiga að fá að ganga í skóla og leika sér. Þau eiga að njóta ástar, umhyggju og stuðnings þeirra fullorðnu svo þau geti þroskast og nýtt hæfileika sína.<br></p><p>Í hartnær heila öld, eða frá stofnun samtakanna árið 1919, hafa Save the Children barist gegn fátækt og mismunun barna. Nú vilja samtökin enn frekar beina sjónum sínum að aðstæðum þeirra barna sem búa við þá mismunun að fá ekki að njóta bernsku sinnar. Það er um fjórðungur barna heimsins.</p><p></p><p>Stór hluti þessara barna býr í þróunarlöndum og býr við margs konar mismunun vegna uppruna eða stöðu, vegna kyns, tilheyra minnihlutahópi, eða þeirrar stöðu að vera barn á flótta undan átökum og eymd. Um 28 milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín og&nbsp; vaxandi fjöldi barna býr við stríðsátök og það eitt tvöfaldar líkurnar á að barnið nái ekki fimm ára aldri.&nbsp; Á árinu 2015 voru meira en 75.000 börn myrt, 59 prósent þeirra voru unglingar á aldrinum 15 til 19 ára. Fyrir hvert þessara morða eru hundruð eða jafnvel þúsundir barna sem búa við ofbeldi. Að búa við ofbeldi eða ótta við ofbeldi ætti ekki að vera hluti af uppvexti neinna barna.</p><p>Þrátt fyrir að fjöldi þeirra barna sem eru utan skóla í heiminum hafi lækkað undanfarin ár, eru enn 263 milljónir barna utan skóla. Það skerðir möguleika þeirra barna og eykur líkur á því að þau muni búa við fátækt í framtíðinni. Börn með fötlun, einkum stúlkur, eru líklegri til að vera utan skóla, ekki síst í fátækari löndum. Flóttabörn eru fimm sinnum líklegri til að vera utan skóla en börn sem eru ekki á flótta. Mörg börn eru utan skóla því þau þurfa að vinna til að sjá fjölskyldu sinni farboða og missa þá af því að þroskast í leik og fá gjarnan ekki næga hvíld.</p><p>Þessar ógnir barnæskunnar eru einnig til staðar í hátekjulöndum og í raun er ekkert land sem tryggir öllum börnum bernskuna. Ísland býr almennt vel að börnum sínum og kemur vel út í samanburði við önnur lönd. Ísland er í 8. sæti í skýrslunni af þeim þjóðum sem standa sig hvað best við verndun bernskunnar. Noregur er í 1. sæti og svo koma Slóvenía, Finnland, Holland, Svíþjóð, Portúgal og Írland.</p><p>Í Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna, SDG2030, eru loforð um að börnum heims séu tryggð bernska. Þess vegna skora Save the Children samtökin á alþjóðasamfélagið og stjórnvöld hvers ríkis að tryggja öllum börnum bernsku sína.</p><p></p>

08.06.2017Rauði krossinn á Íslandi veitir 200 milljónum til nauðstaddra í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Somaliland_Raudi-krossinn.jpg" alt="Somaliland_Raudi-krossinn">"Ísland fékk í raun umfangsmikla efnahagsaðstoð í kjölfar seinni heimsstyrjaldar sem gerði okkur kleift að brjótast úr fátækt og til vel stæðs samfélags. Við erum því lifandi og gott dæmi um hvernig utanaðkomandi stuðningur skiptir höfuðmáli til að verða sjálfbjarga og geta svo lagt að mörkum til annarra þjóða sem standa í þeim sporum sem við áður gerðum að hluta til," segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi en hún er&nbsp;</strong><strong>&nbsp;nýlega komin frá Sómalíu þar sem hún kynnti sér aðstæður á vettvangi.</strong>&nbsp;<br><br>"Ástandið er hræðilegt og miklu verra en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Börn, þungaðar konur og gamalmenni verða verst úti í svona ástandi og það er hópurinn sem við reynum mest að hlúa að og veita stuðning. Mér fannst verst að horfa á lítil börn, nokkurra mánaða, með alvarlega vannæringu en það var líka huggum harmi gegn að horfa á starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Sómalíu bjarga lífi þessara barna með jarðhnetumauki og bólusetningum. Við erum að bjarga lífum á hverjum einasta degi og það kostar oft ekki nema þúsund krónur að koma vannærðu barni til heilbrigðis með þessu jarðhnetumauki. Sá sem leggur þannig þúsund krónur til Rauða krossins er að bjarga barni og hver Mannvinur Rauða krossins bjargar meira en tíu börnum. Og það eru einmitt Mannvinir Rauða krossins, almenningur og íslensk stjórnvöld sem hafa gert okkur kleift með okkar framlagi að bjarga þúsundum og kannski tugþúsundum barna. Það er ekki lítið og við getum verið stolt af því."&nbsp;<br>Kristín segir jafnframt íslenskan almenning skilja svona aðstæður ágætlega því ekki er langt síðan Ísland taldist fátækt ríki, aðeins nokkrir áratugir.<br><br><strong>Hundrað milljónir úr eigin sjóði</strong></p><p>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið veita allt að 100 milljónum króna af eigin sjóði félagsins til aðgerða Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Áður hefur verið veitt 16,6 milljónum til Jemen og 11 milljónum til Sómalíu vegna fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyða í þessum löndum. Auk þess hafa deildir Rauða krossins á Íslandi lagt um 6,7 milljónir til verkefnisins auk tæplegra 4 milljóna króna sem safnast hafa meðal almennings.<br></p><p>Þá hlaut Rauði krossinn nýlega styrki frá utanríkisráðuneytinu að upphæð 45 milljóna króna vegna fæðuóöryggis í Jemen og Sómalíu sem kemur til viðbótar framlagi Rauða krossins og almennings. Rauði krossinn hlaut að auki styrk upp á 15 milljónir króna til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi í Suður-Súdan en þar í landi hafa geisað vopnuð átök sem hafa meðal annars valdið miklu fæðuóöryggi og hungursneyð á afmörkuðu svæði.<br></p><p>Samtals mun Rauði krossinn, utanríkisráðuneytið og íslenskur almenningur leggja tæpar&nbsp;&nbsp;197&nbsp;&nbsp;milljónir&nbsp;til neyðaraðstoðar í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen. Sú tala er afar há miðað við verkefni sem Rauði krossinn á Íslandi hefur unnið að á undanförnum árum, enda neyðin afar brýn.</p><p><strong>Fyrsta framlagið úr neyðarsjóði til verkefna erlendis frá 2005</strong></p><p>Rauði krossinn hefur ekki tekið af neyðarsjóði sínum til erlendra verkefna síðan árið 2005 þegar aðstoð var veitt til Pakistan vegna gríðarmikils jarðskjálfta en fé hefur verið veitt úr honum vegna hamfara innanlands, meðal annars vegna snjóflóða á Flateyri og í Súðavík, jarðskjálfta og eldgosa.<br></p><p>Neyðarsjóðurinn er ætlaður að nýtast sem tryggingarsjóður vegna áfalla sem íslenskt samfélag og Rauði krossinn á Íslandi verða fyrir og geta þannig&nbsp; brugðist við stóráföllum innan- og utanlands og að&nbsp;fjármagna viðamikil verkefni sem aðalfundur ákveður. "Það er þannig ekki léttvæg ákvörðun sem liggur að baki því að taka af þessum sjóð, sem aðeins er nýttur í ýtrustu neyð líkt og nú er í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen," segir í frétt frá Rauða krossinum.</p><p>Ástandið í Suður-Súdan, Sómalíu og Jemen er á öllum stöðum mestmegnis til komið vegna átaka, en þurrkar hafa einnig haft áhrif á fæðuskortinn. Ekki hefur enn verið lýst yfir hungursneyð í löndunum, nema á ákveðnum svæðum í Suður-Súdan, og vonir standa til að alþjóðasamfélagið geti komið í veg fyrir að hungursneyð verði lýst yfir. Rauði krossinn á Íslandi leggur sitt af mörkum til þessa mikilvæga verkefnis, en síðast var lýst yfir hungursneyð árið 2011 og þá í Sómalíu.</p><p>Ljósm. Rauði krossinn.<br><br></p>

08.06.2017Empwr peysa til styrktar konum á flótta

<p> <a href="https://youtu.be/Qjl0QhLchr4" class="videolink">https://youtu.be/Qjl0QhLchr4</a> Íslenska barnafatamerkið iglo+indi í samstarfi við landsnefnd UN Women á Íslandi kynna&nbsp;empwr&nbsp;peysuna. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og er þetta í fyrsta sinn sem iglo+indi hanna einnig flík fyrir fullorðna. Prent peysunnar er unnið úr mynstri sprottið frá Kamerún þar sem UN Women starfrækja griðastaði fyrir konur á flótta.<br></p><p>Í frétt frá UN Women segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum og nú séu um 65 milljónir manna á flótta eða á vergangi þar af helmingur konur. "Þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og mansali en oftar en ekki eru atvinnutækifæri kvenna á flótta af skornum skammti," segir í fréttinni.<br></p><p>"UN Women starfrækir griðastaði fyrir konur á flótta víða um heim, þar á meðal í Kamerún, Austur-Kongó, Serbíu, Makedóníu, Jórdaníu og Írak. Þar gefst þeim kostur á að vinna, stunda hagnýtt nám í tungumálum, tölvuvinnslu, klæðskurði og saumaskap, viðskiptaáætlanagerð og bókhaldi. Um leið hljóta þær félagsskap og jafningjastuðning hver af annarri en margar þeirra glíma við félagslega einangrun. Griðastaðirnir eru grundvöllur fjárhagslegrar valdeflingar kvenna þar sem konum býðst einnig að fá smærri lán til eigin reksturs og koma undir sig fótunum til lengri tíma. Á griðastöðunum hljóta konurnar áfallahjálp og sálrænan stuðning auk þess sem þeim er gert kleift að finna kraft, von og gleði á ný," segir á vef UN Women.<br></p><p>Þar kemur fram að ágóði peysunnar renni til styrktar reksturs griðastaða UN Women. "Með þínum stuðningi geta konur á flótta komið undir sig fótunum og fundið öryggi á ný. Empwr peysan fæst í verslunum iglo+indi og á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.igloindi.com/" linktype="1" target="_blank">www.igloindi.com</a>,&nbsp;segir í fréttinni.<br></p>

08.06.2017Hjálparstarf kirkjunnar veitir mannúðaraðstoð í Sómalíu vegna þurrka og uppskerubrests

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Vannaering-i-Somaliu.jpg" alt="Vannaering-i-Somaliu">Í júníbyrjun sendi Hjálparstarf kirkjunnar 15,8 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Sómalíu vegna þurrka og langvarandi ófriðar í landinu. Markmiðið er að tryggja 60.600 manns nægan aðgang að fæðu, vatni og hreinlætisaðstöðu. Utanríkisráðuneytið veitti 15 milljóna króna styrk til aðstoðarinnar en það er Hjálparstarf norsku kirkjunnar sem stýrir starfinu á vettvangi.</strong>&nbsp;</p><p>Veðurfyrirbrigðið El Nino hefur nú valdið mestu öfgum í veðurfari í Sómalíu í 50 ár. Stopul úrkoma síðan um mitt ár 2015 hefur leitt til vatnsskorts sem hefur valdið alvarlegum uppskerubresti. Skepnur hafa fallið úr hor og fólkið hefur neyðst til að selja eigur sínar og taka lán til þess að lifa af. Langvarandi ófriður í landinu gerir ástandið enn verra þar sem hann hefur leitt til þess að fólk hefur þurft að flýja heimkynni sín. Nú er talið að um helmingur þjóðarinnar þurfi á mannúðaraðstoð að halda.&nbsp;Hjálparstarf kirkjunnar í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og Lútherska heimssambandið hafa skipulagt heildræna aðstoð í Puntland og Somalíland til loka febrúar 2018. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://actalliance.org/wp-content/uploads/2017/03/Appeals_03_2017_-Drought-Emergency-Response-in-Somalia_SOM171.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">neyðarbeiðni</a>&nbsp;frá ACT Alliance&nbsp;</p>

08.06.2017SOS: Tólf þúsund stríðshrjáð börn í Miðafríkulýðveldinu fá stuðning

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/midafriklydveldid.jpg" alt="Midafriklydveldid">Átökin í Miðafríkulýðveldinu er eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan þau sem eru mest vanrækt í heiminum að mati Norska flóttamannaráðsins. Einn af sex styrkjum sem utanríkisráðuneytið veitti á dögunum til mannúðarmála fer til Miðafríkulýðveldisins þar sem SOS Barnaþorpin á Íslandi eru með verkefni.</strong><br></p><p>Í samtali við Heimsljós segir Sunna Stefánsdóttir kynningarstjóri SOS Barnaþorpanna að neyðin í landinu sé gríðarleg og talin í hópi tíu alvarlegustu neyða í heiminum í dag. "Yfirvöld í landinu ráða ekki við ástandið sem meðal annars einkennist af fólki á flótta, skipulögðum drápum á ættbálkum og mannréttindarbrotum," segir hún.<br></p><p>Verkefnið sem SOS Barnaþorpin fengu styrk fyrir er í Bangui héraði og mun að minnsta kosti standa yfir til vors 2018.<br></p><p>"Áhersla er lögð á opnun barnvænna svæða, sálfræðiaðstoð fyrir börn, menntun, skimun og aðgerðum gegn vannæringu barna og þungaðra kvenna ásamt heilbrigðisþjónustu. Þá er mikil áhersla lögð á að fylgdarlaus börn fái skjól og/eða sameinist fjölskyldu sinni. Áætlaður fjöldi beinna skjólstæðinga verkefnisins er 12 þúsund börn," segir Sunna.<br>Styrkurinn frá utanríkisráðuneytinu nemur 12 milljónum króna.</p>

08.06.2017Vika rauða nefsins hófst í gær

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/dnef.PNG" alt="Dnef">Fjölmörg fyrirtæki hafa ákveðið að setja upp rauða nefið og sprella með starfsfólki í tilefni af viku rauða nefsins sem hefst í dag. Má þar nefna Vodafone, Kviku, Lindex, Icelandair Hotels, Creditinfo og 66° Norður. Sjálfur dagur rauða nefsins hjá UNICEF er næsta föstudag, 9. júní.<br></p><p>Vika rauða nefsins er skemmti- og góðgerðarvika sem haldin er í fyrsta sinn í ár meðal fyrirtækja hér á landi. Hún er innblásin af góðgerðarvikum framhaldsskólanna, þar sem starfsfólk fyrirtækja mun taka ýmsum fyndnum áskorunum og styðja um leið við baráttu UNICEF fyrir réttindum barna. Markmið viku rauða nefsins er að skapa fjör og góðan móral og fá starfsmenn til að&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">gerast heimsforeldrar UNICEF</a>&nbsp;- mánaðarlega styrktaraðila sem hjálpa börnum um allan heim.<br></p><p>Vika rauða nefsins nær hámarki föstudaginn 9. júní í nokkurra klukkustunda beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn munu búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.<br>Hægt verður að fylgjast með öllu fjörinu á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #rauttnef og #heimsforeldri.</p>

08.06.2017Babatunde Osotimehin framkvæmdastjóri UNFPA bráðkvaddur

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Babatune-3_3_0.gif" alt="Babatune-3_3_0">"Ég harma andlát framkvæmdastjóra UNFPA, Dr Babatunde Osotimehin. Heimurinn hefur misst mikilhæfan leiðtoga sem barðist fyrir velferð allra, sérstaklega kvenna og stúlkna," sagði Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar sú harmafregn barst á mánudag að Osotimehin væri látinn. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu í New York á mánudaginn, 68 ára að aldri.<br></p><p>Babatunde Osotimehin var framkvæmdastjóri Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, mikilhæfur og litríkur baráttumaður fyrir málsstað sjóðsins, baráttu fyrir heilsu og réttindum kvenna og stúlkna um heim allan. Osotimethin var áður heilbrigðisráðherra í heimalandi sínu, Nígeríu, en hann var læknir að mennt.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.reuters.com/article/us-nigeria-unfpa-idUSKBN18W1Z8" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unfpa.org/press/unfpa-mourns-passing-executive-director" linktype="1" target="_blank">UNFPA mourns passing of Executive Director/ UNFPA</a>&nbsp;</p>

08.06.2017The Ocean Conference: Fyrsti leiðtogafundur SÞ um úthöfin

<p><strong>Rúmlega fimm þúsund þátttakendur eru komnir til New York á fyrsta leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um málefni úthafanna. Átta þjóðarleiðtogar sækja ráðstefnuna, sjö forsætisráðherrar og 77 aðrir ráðherrar. Til marks um umfang ráðstefnunnar eru hliðarviðburðir 150 talsins.</strong><br><img vspace="0" name="ACCOUNT.IMAGE.3005" hspace="0" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/03568c05-ab4a-49ee-8d2f-6e2c76bd39fd.png?a=1128129271152" class="right"></p><p>Ráðstefnan snýst öðru fremur um 14. Heimsmarkmiðið: Líf&nbsp;í vatni - Markmið: Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.<br></p><p>Meðal Íslendinga sem sækja ráðstefnuna má nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra, Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra, Jóhann Sigurjónsson sérlegur erindreki í málefnum hafsins hjá utanríkisráðuneytinu, Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum og Tuma Tómasson yfirmann Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.<br>Ráðstefnan hófst á mánudag og lýkur á föstudag.&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://oceanconference.un.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Vefur ráðstefnunnar</a><a rel="nofollow" track="on" href="/heimsmarkmid/14.-lif-i-vatni/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">14. Heimsmarkmiðið</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56905#.WTalH2jyi70" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UN Ocean Conference opens with calls for united action to reverse human damage/ UNNewsCentre/ UN</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/fish-finance-and-trump-what-to-expect-at-the-un-ocean-conference-90397" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Fish, finance and Trump: What to expect at the UN Ocean Conference/ Devex</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/all-hands-on-deck-trends-in-funding-for-marine-conservation-90398" shape="rect" linktype="1" target="_blank">All hands on deck: Trends in funding for marine conservation/ Devex</a>&nbsp;</p>

08.06.2017Eitt hundrað milljónum króna úthlutað til þriggja borgarasamtaka vegna mannúðarverkefna

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/ugandagsal.png" alt="Ugandagsal">Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað ríflega 100 milljónum kr. til þriggja íslenskra borgarasamtaka til mannúðaraðstoðar. Ráðuneytið auglýsti í mars eftir styrkumsóknum og var umsóknarfresturinn til 15. apríl.&nbsp; Alls bárust þrettán styrkumsóknir frá fjórum borgarasamtökum að heildarupphæð ríflega 270 milljónum króna.</strong>&nbsp;<br></p><p>Eftirfarandi sex styrkir voru samþykktir.</p><ul><li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð í Sómalíu vegna þurrka og ófriðar - 15.000.000 kr.</li><li>Rauði krossinn á Íslandi - Neyðaraðstoð vegna fæðuskorts og vopnaðra átaka í Jemen - 30.000.000 kr.</li><li>Rauði krossinn á Íslandi - Barátta gegn kynferðislegu ofbeldi í Suður-Súdan - 15.000.000 kr.</li><li>Rauði krossinn á Íslandi - Barátta gegn kynferðislegu ofbeldi í Sýrlandi - 15.000.000 kr.</li><li>Rauði krossinn á Íslandi - Neyðaraðstoð vegna fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar í Sómalíu - 15.000.000 kr.</li><li>SOS Barnaþorpin á Íslandi - Neyðaraðstoð í Miðafríkulýðveldinu - 12.000.000 kr.</li></ul><p>Þá var úthlutað einum styrk til kynningar- og fræðslustarfa. Félagið Sól í Tógó hlaut 500 þúsund kr. styrk vegna kynningar á rokkbúðum og tónlistarmiðstöð kvenna og stúlkna í Tógó.<br></p>

08.06.2017Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum rænt bernskunni

<p><strong>Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og þau eru í raun svipt því tækifæri að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja.&nbsp;Ísland er í áttunda sæti lista um hvar bernsku barna er síst ógnað í heiminum. Í efstu sætunum eru Noregur, Slóvenía og Finnland. Níger er hins vegar í botnsæti listans á eftir Angólu og Malí.</strong><br></p><p>Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save the Children,&nbsp;Börn án bernsku,&nbsp;eða&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">End of Childhood Report:&nbsp;Stolen Childhoods&nbsp;</a>sem kom út á alþjóðlegum degi barna fyrir nokkrum dögum. Skýrslan verður gefin út árlega og er arftaki skýrslunnar um stöðu mæðra sem samtökin gáfu út í 16 ár. Í nýju skýrslunni er farið yfir helstu ástæður þess að börn njóta ekki bernskunnar og lögð áhersla á mikilvægi þess að&nbsp;alþjóðasamfélagið bregðist við, að því er fram kemur í frétt Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.Þar segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd, þau búi við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun, fái ekki að ganga í skóla, séu látin giftast á barnsaldri og þunganir ungra stúlkna. "Þessir þættir hafa afdrifarík áhrif á velferð barnanna, ekki einungis þegar þau eru börn heldur alla ævi. Þeir eru því árás á framtíð þeirra," segir í fréttinni.<br></p><p>Í skýrslunni er fjöldi raunverulegra dæma um það harðræði sem mörg börn búa við. Samtökin skoðuðu í fyrsta sinn fjölda barnamorða og komust að því að á hverjum degi eru meira en 200 börn myrt. Flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador þar sem ofbeldi hefur færst mjög í vöxt.<br></p><p>Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er:<br></p><ul><li>185 milljónir barna eru í ánauð vinnuþrælkunar, þar af 85 milljónir við hættuleg störf</li><li>Á hverju ári eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 gefnar í hjónaband eða sambúð, þar af 15 milljónir sem eru undir 15 ára aldri</li><li>263 milljónir barna ganga ekki í skóla</li><li>16 milljónir stúlkna undir 19 ára aldri fæða börn á ári hverju og milljón stúlkur undir 15 ára aldri</li><li>6 milljónir barna undir fimm ára aldri deyja árlega</li><li>Nærri 28 milljónir barna eru á flótta</li><li>Meira en 75 þúsund börn og ungmenni undir 20 ára aldri voru myrt árið 2015</li><li>Vannæring hamlar vexti 156 milljón barna undir fimm ára aldri</li></ul><p>"Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.<br><br></p><p>Samtökin standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem þrýst er á ríkisstjórnir heimsins að fjárfesta í börnum og tryggja þeim réttindi sín á síðunni&nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.endofchildhood.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">endofchildhood.org</a><br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.visir.is/g/2017170609817/700-milljonir-barna-i-heiminum-fa-ekki-ad-njota-bernskunnar" shape="rect" linktype="1" target="_blank">700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar/ Vísir</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://news.trust.org/item/20170531180124-cx49l/?utm_source=twitter&%3butm_medium=social+media" shape="rect" linktype="1" target="_blank">War, marriage and hunger: one in four childhoods cut short/ Reuters</a>

08.06.2017Fjögur verkefni Rauða krossins á Íslandi fá styrk frá ráðuneytinu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/south-sudan-ICRC.jpg" alt="South-sudan-ICRC">Rauði krossinn á Íslandi hlaut styrki frá utanríkisráðuneytinu að upphæð 75 milljónir króna vegna fjögurra mannúðarverkefna. Verkefnin eru í Jemen, Suður-Súdan, Sýrlandi og Sómalíu. Verkefnin eru þessi:</p><p><b>Neyðaraðstoð vegna fæðuskorts og vopnaðra átaka í Jemen (30 milljónir)</b></p><p>Verkefni þessu er ætlað að bregðast við neyðarbeiðni Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) vegna fæðuskorts og vopnaðra átaka í Jemen. Meginmarkmið verkefnisins er að bregðast við þeim fjölþætta mannúðarvanda sem viðvarandi er í Jemen. Verkefnið felur í sér þverfaglega neyðaraðstoð sem stuðlar að því að efla viðnámsþrótt almennra borgara sem líða fyrir fæðuskort á átakasvæðum. Í nafni alþjóðlegra mannúðarlaga er verkefninu sérstaklega ætlað að svara grunnþörfum og tryggja vernd þeirra sem ekki geta talist beinir þátttakendur í átökunum.&nbsp;</p><p> Markmið verkefnisins eru þannig eftirfarandi:</p><p> *Tryggja óbreyttum borgurum vernd gagnvart átökum stríðandi fylkinga, í samræmi við ákvæði alþjóðlegra mannúðarlaga.&nbsp;<br> *Stuðla að auknu aðgengi að nauðsynlegri og tímanlegri læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu.&nbsp;<br> *Fólk á vergangi og aðrir íbúar fá grunnþörfum sínum fullnægt, m.a. með dreifingu matvæla.&nbsp;<br> *Stuðla að sameiningu fjölskyldna sem hafa orðið viðskila vegna átakanna.&nbsp;<br> *Tryggja að lífsskilyrði og meðhöndlun fanga séu viðunandi og samræmis alþjóðlegum mannúðarlögum.&nbsp;</p><p><b>Neyðaraðstoð vegna fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar í Sómalíu (15 milljónir)</b></p><p>Verkefni þessu er ætlað að bregðast við neyðarbeiðni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) vegna fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar í Sómalíu.</p><p>Markmið verkefnisins er tvíþætt:</p><p>*Bregðast við brýnni næringarþörf berskjaldaðs fólks, með áherslu á þungaðar konur, konur með börn á brjósti, börn undir 5 ára aldri og fjölskyldur sem misst hafa ráð sín til lífsviðurværis.&nbsp;<br> *Draga úr heilbrigðisáhættu íbúa til lengri tíma, þar sem áhersla er lögð á að koma í veg fyrir vatnsborna sjúkdóma og hindra útbreiðslu smitsjúkdóma.&nbsp;</p><p><b>Barátta gegn kynferðislegu ofbeldi í Sýrlandi (15 milljónir)</b></p><p>Verkefni þessu er ætlað að bregðast við sérstakri neyðarbeiðni Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) gegn kynferðislegu ofbeldi í viðvarandi átökum í Sýrlandi. Meginmarkmið verkefnisins er að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi í Sýrlandi, með það að augnamiði að:</p><p> *Draga úr aukningu kynferðislegs ofbeldis.&nbsp;<br> *Fyrirbyggja og takmarka langvarandi og alvarlegar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis með því að auka og, eftir fremsta megni, tryggja aðgengi fórnarlamba að heilbrigðisþjónustu.&nbsp;<br> *Auka viðbúnað, sýnileika og afkastagetu heilbrigðisþjónustu svo mögulegt sé að mæta lífsnauðsynlegum þörfum fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis.&nbsp;<br> *Vekja viðeigandi valdhafa, s.s. stjórnvöld og stríðandi fylkingar, til vitundar um ákvæði alþjóðlegra mannúðarlaga, þ.m.t. viðurlög, lögbundna ábyrgð og skyldur þeirra í vopnuðum átökum í samræmi við Genfarsamninga og þá sérstaklega skyldur er varða virðingu og vernd til handa óbreyttum borgurum, með áherslu á kynferðislegt ofbeldi.&nbsp;</p><p><b>Barátta gegn kynferðislegu ofbeldi í Suður-Súdan (15 milljónir)</b></p><p>Verkefni þessu er ætlað að bregðast við sérstakri neyðarbeiðni Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) gegn kynferðislegu ofbeldi í viðvarandi átökum í Suður-Súdan. Meginmarkmið verkefnisins er að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi í Suður-Súdan, með það að augnamiði að:</p><p> *Draga úr aukningu kynferðislegs ofbeldis.&nbsp;<br> *Fyrirbyggja og takmarka langvarandi og alvarlegar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis með því að auka og, eftir fremsta megni, tryggja aðgengi fórnarlamba að heilbrigðisþjónustu.&nbsp;<br> *Auka viðbúnað, sýnileika og afkastagetu heilbrigðisþjónustu svo mögulegt sé að mæta lífsnauðsynlegum þörfum fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis.&nbsp;<br> *Vekja viðeigandi valdhafa, s.s. stjórnvöld og stríðandi fylkingar, til vitundar um ákvæði alþjóðlegra mannúðarlaga, þ.m.t. viðurlög, lögbundna ábyrgð og skyldur þeirra í vopnuðum átökum í samræmi við Genfarsamninga og þá sérstaklega skyldur er varða virðingu og vernd til handa óbreyttum borgurum, með áherslu á kynferðislegt ofbeldi.</p><p>&nbsp;</p>

08.06.2017Þekking þróar sjávarútveg

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/Frystihus_small_%C2%A9Larus_Karl_Ingvarsson_A129438.jpg" alt="Frystihus_small_©Larus_Karl_Ingvarsson_A129438">Fyrir nokkru kom út&nbsp;</strong><strong><a shape="rect">grein</a></strong>&nbsp;<strong>í Journal of Food Engineering um áhrif umhverfishita og bið hráefnis við flakavinnslu. Greinin byggir á rannsókn sem unnin var í tengslum við&nbsp;</strong><strong><a shape="rect">áherslur Íslendinga</a></strong>&nbsp;<strong>í þróunarsamvinnu, hvar lagt er upp með að nýta sérþekkingu Íslendinga á sviði fiskvinnslu. Að rannsókninni unnu einkafyrirtæki og opinberir aðilar í sameiningu en slíkt samstarf er liður í því að Íslendingar leggi sitt af mörkum til að mæta heimsmarkmiðunum.</strong><br></p><p>Í grein sem Matís birtir af þessu tilefni segir að samstarf um rannsóknir og þróun í sjávarútvegi sé liður í þróunarsamvinnu Íslendinga. "Með þeim hætti er lagt upp með að nýta sérþekkingu Íslendinga á sviði þar sem Íslendingar standa framarlega svo stuðla megi m.a. að bættu fæðuöryggi á grunni sjálfbærrar auðlinda nýtingar. Slíkt samstarf leiddi nýverið í ljós niðurstöður sem&nbsp;styrkja rökin fyrir mikilvægi vandaðra og agaðra vinnubragða við framleiðslu á fiskflökum," segir í greininni.<br></p><p>Þar segir ennfremur:</p><p>Kínverskur nemandi við&nbsp;<a shape="rect">Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;(UNU-FTP), Mu Gang, vann að rannsókninni undir handleiðslu íslenskra leiðbeinenda meðan á námsdvöl hans stóð hér á landi. Leiðbeinendur Mu Gang voru dr. Kristín Anna Þórarinsdóttir hjá&nbsp;<a shape="rect">Marel</a>, Ásbjörn Jónsson og Arnljótur Bjarki Bergsson hjá Matís og var rannsóknin unnin hjá Matís.<br></p><p>Í greininni má sjá niðurstöður sem styrkja rökin fyrir mikilvægi vandaðra og agaðra vinnubragða við framleiðslu á fiskflökum. Markviss kæling gegnir lykilhlutverki við varðveislu gæða. Eins mikilvægt og það er að lágmarka hnjask sem fiskurinn verður fyrir frá veiðum að neyslu er jafnframt mikilvægt að draga úr töfum sem kunna að verða í vinnsluferlinu. Eins og komið hefur fram á&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">öðrum vettvangi</a>&nbsp;skiptir blóðgun, blæðing (blóðtæming), þvottur og kæling miklu máli um borð í fiskiskipum, sama máli gildir um skilvirkni og viðhald lágs hitastigs við flakavinnslu.&nbsp;<br></p><p>Þó allt kapp sé lagt á að vanda vel til verka við vinnslu fisks í flök, kann það að koma fyrir að fiskur rati ekki eins hratt í gegnum vinnsluna og ráð er fyrir gert eða að fiskur fari um rými sem er hlýrra en best væri á kosið. Niðurstöður rannsókninnar sýna vel afleiðingar þess&nbsp;ef vikið er frá upplögðu verklagi þ.e. að viðhalda lágu hitastigi í gegnum vinnsluferlið, jafnvel þó frávikið sé skammvinnt.&nbsp;Hár umhverfishiti og tafir við vinnslu leiða til rýrnunar á þyngd og verðmætum afurða. Því er mikilvægt að forðast flöskuhálsa sem leiða til uppsöfnunar fisks í vinnslurásum, sér í lagi við lítt kældar aðstæður. Auk þess er bent á að mikilvægt sé að hitastig afurða við pökkun sé sem næst geymsluhitastigi.&nbsp;<br></p><p>Þekkingin sem skapaðist með rannsókninni er dæmi um ávexti langs og farsæls samstarfs Matís og&nbsp;<a shape="rect">Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna&nbsp;</a>við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem og fyrirtæki sem þjónusta íslenskan sjávarútveg, s.s. Marel.&nbsp;Mikil þekking skapast í háskólasamfélaginu og hafa vísindamenn unnið í víðtæku samstarfi að þróun og innleiðingu hennar hjá öflugum ábyrgum sjávarútvegsfyrirtækjum. Samstarf um hagnýtingu þekkingar hefur gert íslenskum fiskiðnaði kleift að taka stórstígum framförum svo eftir hefur verið tekið víða um veröld. Það hefur gert íslenskan sjávarútveg að þeim&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">þekkingariðnaði</a>&nbsp;sem hann er í dag og býr í haginn fyrir þróun hans til framtíðar.<br></p><p>Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til fiskvinnslu.<br></p><p>Matís veitir ráðgjöf og þjónustu um allan heim til viðskiptavina s.s. fyrirtækja í&nbsp;<a shape="rect">sjávarútvegi</a>&nbsp;og landbúnaði.&nbsp; Matís aðstoðar viðskiptavini við þróun og innleiðingu þekkingar þ.m.t. nýrra ferla fyrir fyrirtæki með hagnýtingu vísinda.<br></p><p>Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vinna að verðmætasköpun með sjálfbærni að leiðarljósi, líffræðilegri, efnahagslegri og samfélagslegri.&nbsp;<br>Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er einn af fjórum skólum Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hýstur er á Íslandi og hefur að markmiði að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi; fiskveiðum og fiskvinnslu í þróunarríkjum.<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.matis.is/matis/frettir/thekking-throar-fiskidnad" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

08.06.2017Hvað vekur minnstu athygli heimsins í mannúðarmálum?

<p><strong> <a href="https://vimeo.com/219811852" class="videolink">https://vimeo.com/219811852</a> Hvað vekur minnstu athyglina í heiminum þegar kemur að mannúðarmálum? Norræna flóttamannaráðið (NRC) hefur svarið: Þegar Afríkubúar neyðast til að flýja heimili sín. "Sú staðreynd að fæst af þessu fólki birtist við útidyrnar heima hjá okkur gefur okkur engan rétt til þess að loka augunum fyrir þjáningu þeirra og tekur ekki frá okkur þá ábyrgð að styðja við bakið á þeim," segir Jan Egeland framkvæmdastjóri NRC í yfirlýsingu.</strong><br></p><p>Tilefnið er árleg útgáfa á lista yfir vanrækt átakasvæði í veröldinni með flesta flóttamenn í eigin heimalandi.Miðafríkulýðveldið er í efsta sæti. Þar á eftir koma Lýðstjórnarlýðveldið Kongó (DRC), Súdan, Suður-Súdan, Nígería, Jemen, Palestína, Úkraína, Mjanmar og Sómalía.</p><p>Að mati Norræna flóttamannaráðsins er það sammerkt átakasvæðum í ofangreindum löndum að þar er lítill pólítískur vilji til þess að koma á friði, fjölmiðlaumfjöllun er í lágmarki, og fjárstuðningur til mannúðarmála er af skornum skammti. "Langvinn átök vígahópa í löndum eins og Miðafríkulýðveldinu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó gætu leitt til mikillar fjölgunar í þessum vopnuðu sveitum," segir Richard Skretteberg hjá NRC í samtali við Reuters fréttaveituna og bendir á að slíkt ástand &nbsp;- þar sem stjórnsýsla sé veikburða, þúsundir á flótta innanlands, lítil vernd og stuðningur fyrir borgara - sé frjósamt ræktunarsvæði fyrir öfgahyggju.&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.reuters.com/article/us-africa-displacement-idUSKBN18R3EE" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Crisis? What crisis? World ignores displaced Africans - aid agency/ Reuters</a><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.nrc.no/the-worlds-most-neglected-displacement-crises/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The Worlds Most Negected Displacement Crisis/ NRC</a>&nbsp;

31.05.2017Fundur með framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/memwto.PNG" alt="Memwto">María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu og Högni S. Kristjánsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf áttu í dag fund með frú Arancha Gonzáles Laya, framkævmdastjóra Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (International Trade Centre, ITC) í Genf.</strong><br><br>ITC er sameiginleg stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna og er eina alþjóðlega þróunarstofnunin sem leggur sérstaka áherslu á alþjóðavæðingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja.&nbsp;<br>ITC gerir fyrirtækjum á mörkuðum í þróunarríkjum að verða samkeppnishæfari og tengjast alþjóðamörkuðum á sviði viðskipta og fjárfestinga og stuðla þannig að vexti og sköpun atvinnutækifæra, sérstaklega fyrir konur, ungt fólk og fátæk samfélög.<br><br></p><p>Auk Maríu Erlu og Arancha González eru á myndini &nbsp;Högni S. Kristjánsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf, Edda Björk Ragnarsdóttir og Ragnhildur Arnórsdóttir, Vanessa Erogbogbo og Zeynep Ozgen.&nbsp;</p>

31.05.2017Félags- og efnahagsleg afkoma kvenkyns sölumanna á fiskimarkaðnum í Panyimur, Úganda

<p><sup><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/paniymur.jpg" alt="Paniymur">(Grein þessi er samantekt úr rannsókn sem sneri að afkomu kvenkyns sölumanna á Panyimur fiskimarkaðnum í Úganda)</sup><br></p><p>Við norðanvert Albert vatn í Úganda er markaður sem kenndur er við sýsluna sem hann er staðsettur í, Panyimur.&nbsp;Á markaðsdögum, sem eru vanalega á fimmtudögum, er mikið líf á markaðnum enda kemur fólk langt að til að versla varning þar.&nbsp;Uppistaða þess sem selt er á markaðnum er saltaður, sólþurrkaður og reyktur fiskur sem að mestu hefur verið veiddur í Albert vatni. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) endurbætti markaðinn, þar sem ÞSSÍ útvegaði meðal annars skýli til að selja varning, sólarorkuþyljur og hreinlætisaðstöðu. Verkefni þetta var hluti af stærra verkefni sem kallaðist Quality Assurance for Fish Marketing Project (QAFMP) og stóð frá 2009 til 2014. Markmið QAFMP var að bæta innviði nokkurra fiskimannasamfélaga vítt og breytt um Úganda, nánari upplýsingar um QAFMP má finna á heimasíðu ICEIDA.<br></p><p>Flestir sölumenn á markaðnum eru konur, en eins og víða um Afríku eru konur meginþorri þess vinnuafls sem sér um verkun og endursölu á fiski sem veiddur er af artisanal veiðimönnum í Úganda. Í rannsókninni sem þessi grein byggir á var athygli beint að þeim konum sem vinna á markaðnum og hafa lifibrauð sitt af því selja fisk. Til að mæla áhrif markaðarins á líf þessara kvenna var litið til menntunarstigs barna þeirra og samanburður gerður á menntunarstigi almennt í Úganda. Bætt menntun og hátt menntunarstig eru ein af grunnforsendum fyrir bættri félagslegri og efnahaglegri aðstöðu fólks. Til að undirstrika mikilvægi menntunar má nefna að bætt menntun var markmið númer tvö í Þúsaldarmarkmiðunum og er markmið númer fjögur í Heimsmarkmiðunum.</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/large/pan3.jpg" alt="Pan3" class="right">Í rannsókninni var stuðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Farið var tvisvar á vettvang og viðtöl tekin við 20 konur. Einnig voru tekin viðtöl við umsjónarmenn markaðarins og opinbera starfsmenn sýslunnar. Viðtölin voru svo kóðuð með svokallaðri opinni kóðun þar sem vísar voru greindir sem mynda þemu. Niðurstöður voru svo túlkaðar út frá þeim þemum sem fundust í viðtölunum.<br></p><p>Þær konur sem vinna á markaðnum hafa ólíkan bakgrunn, þær eru á mismunandi aldri, hafa ólíkan efnahagslegan bakgrunn og koma frá mismunandi svæðum í Norð-Vestur Úganda. Sumar koma jafnvel frá Kongó (DRC) til að selja fisk sem veiddur hefur verið af fiskimönnum frá Kongó, en landamæri Úganda og Kongó þvera Albert vatn endilangt. Fjölbreytni þeirra sem versla á markaðnum er jafnvel ennþá meiri, og er fiskur seldur til Kongó, Suður Súdan og jafnvel alla leið til Mið-Afríkulýðveldisins. Vegna þess fjölbreytileika sem finna má á markaðnum er mikla dýnamík þar að finna.<br></p><p>Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þær konur sem rætt var við áttu færri börn en meðalkona í Úganda. Að auki var skólasókn á meðal barna kvennanna hærri en gengur og gerist í Úganda. Álykta má að ástæða þess að tíðni barneigna sé minni á meðal kvenna sem vinna á markaðnum er að þær eru efnahagslega sjálfstæðar, með sjálfstæða innkomu. Að auki eyða þær miklum tíma á ytra sviði samfélagsins sem takmarkar veru þeirra innan veggja heimilisins. Flestar konurnar sögðu að markaðurinn væri sérlega mikilvægur fyrir efnahagslega velferð þeirra og að án hans væru fá&nbsp; tækifæri í boði.<br></p><p>Þrátt fyrir þau auknu lífsgæði sem enduruppgerður markaðurinn veitir þessum konum, standa þær frammi fyrir mörgum áskorunum. Konurnar töluðu oftar en ekki um að eiginmenn þeirra mættu leggja meira til heimilisins, bæði efnahagslega og í verki. Góð tengsl og sambönd við aðra á markaðnum eru mikilvæg fyrir aðgengi kvennanna að markaðnum. Vegna þessa eiga konur sem sækja á markaðinn frá svæðum sem eru lengra frá, sérstaklega frá Kongó, á hættu að vera jaðarsettar. Mikilvægt er að góð og sanngjörn stjórnun eigi sér stað til að jafnt aðgengi sé fyrir alla sem vilja selja varning á markaðnum.<br></p><p>Til að sjá alla greinina, þá má nálgast hana&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://docs.wixstatic.com/ugd/0f17c8_eb267df25a6043b88d6f5f9bf36ef83d" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér.</a></p>

31.05.2017Áframhaldandi stuðningur Íslands við jarðhitanýtingu í Afríku í samstarfi við Umhverfisstofnun SÞ

<p><b>Ákveðið hefur verið að verja rúmlega eitt hundrað milljónum króna úr jarðhitaverkefni utanríkisráðuneytisins og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í áframhaldandi stuðning við jarðhitanýtingu í austanverðri Afríku á næstu tveimur árum. Skrifað var undir samkomulag þessa efnis í síðustu viku. Erik Solheim framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Environment) og María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins skrifuðu undir samninginn.</b></p> <p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/argep4.jpg" alt="Argep4">"Í orkunni er fólginn kjarninn í umbreytingu Afríku. Hún er nauðsynleg fyrir iðnað, menntun, heilsu og önnur svið samfélagsins. Með þessu samstarfi koma Íslendingar til með að veita bestu þekkingu til Afríkuríkja og stuðla að því að þau geti þróað jarðhitaauðlindir&nbsp; til að mæta orkuþörf&nbsp; sinni," sagði Erik Solheim yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna&nbsp; við undirritun samkomulagsins í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Næróbí í Kenía.</p> <p>"Við höfum átt gott samstarf við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Kenía er leiðandi þjóð í jarðhitamálum Afríku og með þessu samkomulagi getur jarðhitaþróun orðið að veruleika í öðrum löndum í þessum heimshluta," sagði María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.<br><b><br>Svæðaverkefni Íslands og NDF að ljúka</b></p> <p>Svæðaverkefni um jarðhitaleit og jarðhitanýtingu í Afríku, sem Íslendingar hafa leitt um árabil í samvinnu við Norræna þróunarsjóðinn (NDF) og Alþjóðabankann, lýkur um næstkomandi áramót. Verkefnið hefur miðað að því að aðstoða lönd í sigdalnum í Austur Afríku við rannsóknir og mannauðsuppbyggingu á sviði jarðhitanýtingar með það að markmiði að auka möguleika þjóðanna til framleiðslu sjálfbærrar og hreinnar orku. Með nýja samningnum við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna verður haldið áfram stuðningi við sjálfbæra þróun jarðhitanýtingar í Afríku með aðkomu íslenskrar sérþekkingar.<b><br></b></p> <p><b>Öndvegissetur rís í Kenía</b></p> <p>Fjárhagslegi stuðningurinn frá jarðhitaverkefni Íslands og NDF verður nýttur til að ljúka yfirborðsrannsóknum í aðildarríkjum verkefnisins og ennfremur verður veittur áfram stofnanastuðningur við uppbyggingu á öndvegissetri um jarðhita í Afríku.&nbsp; Ákvörðun um slíkt rannsóknar- og fræðasetur var tekin af afrísku aðildarþjóðunum á síðasta ári og setrið kemur til með að rísa í Kenía. Stýrihópur hefur starfað um nokkurt skeið undir forystu fulltrúa Afríkusambandsins.</p> <p>Öndvegissetrinu er ætlað að verða ein meginstoð sjálfbærrar jarðhitaþróunar í álfunni. Því er ætlað að byggja upp getu ungra vísindamanna á þessu sviði en einnig ná til verkfræðinga, bormanna, tæknimanna og þeirra sem sérhæfa sig í fjármálum og rekstri.<b><br></b></p> <p><b>Mikil orkuþörf og mikil vannýtt orka í álfunni</b></p> <p>Samkvæmt mánaðarritinu Atlas of Africa Energy Resources, sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og Afríski þróunarbankinn gefa út sameiginlega, er orkunotkun í Afríku sú minnsta í heiminum. Miðað við höfðatölu íbúa álfunnar hefur hún nánast verið óbreytt frá árinu 2000. Núverandi orkuframleiðsla í Afríku er engan veginn nægjanleg til að mæta eftirspurn. Þriðjungur allra íbúa hefur ekki ennþá aðgang að raforku og 53% íbúanna reiða sig á jarðefnaeldsneyti til eldunar, upphitunar og þurrkunar. Hins vegar býr álfan yfir mikilli ónýttri orku, meðal annars vatnsorku, vindorku, sól og lífrænu eldsneyti, auk jarðvarmans.</p> <p>Talið er að Afríka búi yfir rúmlega 20 gígavatta jarðhitaauðlindum en þessi endurnýjanlegi og hreini orkugjafi er nýttur beint í orkuframleiðslu til að mæta vaxandi orkuþörf álfunnar. Kenía framleiðir nú þegar 600 megavött af raforku með jarðhita.</p> <p><a href="http://www.unep.org/africa/news/un-environment-partners-iceland-boost-geothermal-development-africa" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Frétt UN Environment</a><a href="http://www.worldbank.org/en/topic/energy/brief/sustainable-development-goal-on-energy-sdg7-and-the-world-bank-group?cid=EXT_WBSocialShare_EXT" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Sustainable Development Goal on Energy (SDG7) and the World Bank Group/ Alþjóðabankinn</a>&nbsp;</p>

31.05.2017Sex barna einstæð móðir í eigin rekstri

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/DRC_Florence_1_675x450-300x200.jpg" alt="DRC_Florence_1_675x450-300x200" class="right">Florence Luanda Maheshe stóð allt í einu uppi slypp og snauð, vonlítil einstæð móðir eftir að flóttamannabúðunum sem hún hélt fyrir í var lokað. Fyrir tilstilli UN Women fékk hún von og kraft á ný og hóf eigin rekstur. Í dag sér hún fyrir níu manna fjölskyldu.</p><p>Þannig hefst frásögn á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://unwomen.is/sex-barna-einstaed-modir-eigin-rekstri/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women. Þar segir:<br></p><p>Óeirðir höfðu brotist út í þorpi hennar Ufamundu í Austur-Kongó. Eiginmaður hennar hafði yfirgefið hana stuttu áður svo hún flúði ein ásamt sex börnum þeirra í flóttamannabúðir nálægt höfuðborginni Goma. Þegar búðunum var lokað stóð hún uppi ein án alls stuðnings."Á flóttanum frá þorpinu okkar yfir í flóttamannabúðirnar urðum við fyrir hrottalegu ofbeldi. Á leiðinni mættum við flokki vopnaðra hermanna sem nauðguðu dóttur minni, hún var 18 ára. Mánuði síðar þegar við komum í búðirnar var annarri dóttur minni nauðgað er hún safnaði eldiviði í skóginum sem umkringir búðirnar. Hún var 14 ára," segir Florence.<br><br>"Lífið í flóttamannabúðunum var aldrei auðvelt. Mér reyndist mjög erfitt að fæða alla þessa munna, sex unglinga og sjálfa mig. Dætrum mínum tveimur sem hafði verið nauðgað, voru þá orðnar óléttar. Þetta var hræðilega erfiður tími," segir Florence. Brátt lærði hún að vefa körfur sem hún seldi einu sinni í viku á markaði búðanna. Þannig náði hún að koma mat á borðið, sem dugði þó aldrei öllum. Að endingu fór svo að yfirvöld ákváðu að loka flóttamannabúðunum. "Á þeim tímapunkti fylltist ég algjöru vonleysi. Eftir að hafa flúið átökin heima með öll börnin mín, horft upp á kynferðislegt ofbeldi gagnvart dætrum mínum og horft í hungruð augu barna minna þá gat ég ekki meir. En einmitt þá bauðst mér sú aðstoð sem bjargaði lífum okkar!"</p><p>Fyrir tilstilli UN Women var Florence úthlutaður landskiki þar sem hún gat ræktað korn. Andvirði fyrstu uppskerunnar voru um 15 þúsund íslenskra króna sem gerði henni kleift að senda dætur sínar í skóla og kaupa efni í fleiri körfur. Áður en langt um leið veittu samtökin Florence lán til að auka umsvifin í körfugerðinni auk þess sem hún fékk stærra ræktunarland, í ljósi þess hve vel ræktunin gekk. Í dag gengur kornræktin og reksturinn eins og í sögu, hún selur núorðið 500 kílóa poka af korni og fær um 30 þúsund krónur fyrir hvern."Nú get ég brauðfætt alla munnana á mínu heimili. Börnin mín og barnabörn fá tvær heitar máltíðir á dag og ég get sent öll börnin mín í skóla. Mig óraði aldrei fyrir því að komast á þennan stað í lífinu. Við erum glöð og horfum björtum augum til framtíðar."<br></p><p>Þú getur styrkt konur eins og Florence með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women.</p>

31.05.2017Þjóðir heims vanbúnar undir faraldra

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/skyrslafaraldrar.PNG" alt="Skyrslafaraldrar" class="right">"Fjölmargir faraldrar, ótal sjúkdómstilvik, þúsundir tapaðra mannslífa og milljarða króna tekjutap þjóða - allt á fáeinum árum þessarar nýju aldar, á aðeins rúmlega sautján árum - og samt sem áður eru fjárfestingar í heiminum til að bregðast við faröldrum ennþá af skornum skammti. Við vitum að heimurinn kemur til með að standa frammi fyrir heimsfaraldri í náinni framtíð."</strong><br></p><p>Á þessa leið hefjast formálsorð nýrrar skýrslu þar sem vakin er athygli á því að þrátt fyrir framfarir sem hafi orðið með Zika og Ebólu faröldrunum á síðustu árum leiði könnun á vegum undirstofnunar Alþjóðabankans í ljós að flestar þjóðir eru ekki í stakk búnar til að mæta faraldri. Þar segir ennfremur að alþjóðasamfélagið hafi lagt lítið fé af mörkum til að fjármagna aðgerðir til að bregðast við þegar næsti heimsfaraldur gýs upp.<br>Fátækar þjóðir eru sérstaklega berskjaldaðar gagnvart faröldrum eins og bent er á í skýrslunni.<br></p><p>Skýrslan nefnist "&nbsp;<strong>Frá ógn og vanrækslu í fjárfestingu heilbrigðisöryggis: Fjármögnun heimsfaraldurs á landsvísu" (<a shape="rect">From Panic and Neglect to Investing in Health Security: Financing Pandemic Preparedness at a National Level</a>)</strong>&nbsp;&nbsp;gefin út af Working Group on Financing Preparedness (IWG). Í henni er að finna tólf tillögur um nauðsynlega fjárfestingu þjóða til að bregðast við heilsuvá á borð við faraldra. Í skýrslunni kemur fram að 37 þjóðir hafi svarað svokallaðari Joint External Evaluation (JEE) matskönnun um viðbrögð en beðið sé svara frá 162 þjóðum.<br><br>Í nýlegri handbók frá embætti landlæknis, sóttvarnalækni, ríkislögreglustjóranum og almannavarnadeild Landspítala um heilbrigðisþjónustu og almannavarnir segir:<br></p><p>"Faraldrar hafa farið um heiminn öldum saman. Allt frá 16. öld hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir heiminn að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á öld. Á 20. öldinni riðu þrír heimsfaraldrar inflúensu yfir. Sá fyrsti geisaði 1918 og var afar mannskæður. Hann var nefndur spánska veikin en talið er að 50-100 milljón manns hafi látið lífið af hans völdum, en talið er að um 60% Reykvíkinga hafi veikst og allt að 500 manns hafi látist á landinu öllu. Hinir tveir heimsfaraldrarnir riðu yfir 1957 og 1968 en ollu mun minna manntjóni. Áður óþekktar sýkingar af völdum nýrra eða breyttra veira geta greinst og smitað manna á milli, dæmi um slíkt er heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL/SARS), sem greindist fyrst árið 2003. Veikin orsakast af nýjum stofni kórónaveiru sem hefur ekki verið þekktur til að valda sýkingum í mönnum. Ekki er hægt að segja fyrir um hvenær næsti heimsfaraldur inflúensu verður eða sýkingar af völdum nýrra eða breyttra sýkingavalda fara að berast manna á milli. Nýjar óvæntar farsóttir og atvik geta því komið upp og náð útbreiðslu, óháð eðli og uppruna farsóttarinnar."</p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/news/press-release/2017/05/25/after-ebola-zika-most-countries-still-not-prepared-for-a-pandemic" linktype="1" target="_blank">After Ebola and Zika, Most Countries Still Not Prepared for a Pandemic/ Alþjóðabankinn</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item31274/2017-handb%C3%B3k%20_heilbrig%C3%B0i_almannavarnir_2.%20%C3%BAtg.pdf" linktype="1" target="_blank">Heilbrigðisþjónustan og almannavarnir - handbók</a>

31.05.2017Guterres fordæmir árásir á heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarfólk

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/b2d6db5b3ac888dc758f2426e4a8763b200099b4.jpg" alt="B2d6db5b3ac888dc758f2426e4a8763b200099b4">Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna greindi frá því á dögunum að í vopnuðum átökum hefðu árásir á sjúkrahús og heilsugæslustöðvar færst í aukana. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt fund í síðustu viku um vernd óbreyttra borgara á átakasvæðum. Guterres hvatti í opnunarávarpi sínu vígasveitir til þess að hlífa óbreyttum borgurum og takmarka skaða almennings.</strong><br><br>Fram kom í máli hans að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefði gögn sem sýndu að í 20 þjóðríkjum voru á síðasta ári gerðar árásir á sjúkrastofnanir og heilbrigðisstarfsfólk, m.a. sjúkrahús, sjúkrabíla og lækna.&nbsp; Slíkum árásum hefði fjölgað verulega í Sýrlandi og í Afganistan.<br>Í Sýrlandi hafa verið gerðar að minnsta kosti 400 árásir á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrahús á síðustu sex árum. Þar væri helmingur sjúkrahúsa ýmist ekki í rekstri eða aðeins að takmörkuðu leyti og tveir af hverjum þremur heilbrigðisstarfsmönnum væru flúnir úr landi. Svipaða sögu væri að segja frá Suður-Súdan þar sem minna en helmingur heilsugæslustöðva á átakasvæðum væri opinn almenningi.<br></p><p>Alls hafa á fyrri hluta þessa árs verið gerðar 88 árásir á heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarfólk á fjórtán átakasvæðum. Áttatíu hafa fallið í þessum árásum og svipaður fjöldi særst.<br></p><p>&nbsp;"Ég hvet deilendur til að taka ákveðin skref til að takmarka skaðann gagnvart almenningi í hernaðaraðgerðum eins og þeim ber skylda til samkvæmt alþjóðalögum", sagði Guterres.</p><a rel="nofollow" track="on" href="http://pulse.ng/world/antonio-guterres-un-chief-decries-attacks-targeting-medical-facilities-id6736120.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.medscape.com/viewarticle/880531" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Attacks on Health Sites Occurring 'With Alarming Frequency'/ Medscape</a>

31.05.2017Fátæktarklukka á vefnum telur þá sem lyfta sér upp úr sárafátækt

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/faaetkarkukka.PNG" alt="Faaetkarkukka">Sárafátækum í heiminum fækkar ört. Frá árinu 1990 hefur þeim sem búa við sárafátækt fækkað um rúmlega helming. Þrátt fyrir þessar framfarir býr fimmti hver íbúi margra þróunarríkja við sárafátækt sem er tekjuleg viðmiðun og var á síðasta ári breytt úr 1,25 bandarískum dölum upp í 1,90 - eða sem svarar til rúmlega 200 króna íslenskra á dag, 6000 króna mánaðarlauna.</p>Milljónir manna eru rétt fyrir ofan þessi tekjumörk og stór hópur er á einum tíma ofan við mörkin og á öðrum tímum í hópi sárafátækra. World Data Lab í Austurríki hefur útbúið vefsetur sem heitir The World Poverty Clock en þessi "klukka" sýnir hversu margir brjótast út úr fátækt og jafnframt hversu margir falla ofan í neðsta flokkinn og lenda meðal sárafátækra.<br><br>Í grein sem skrifuð er í GlobalNyt í Danmörku segir að það gangi hægt að lyfta fólki í þróunarríkjunum upp úr fátækt, það sé greinilegt á fátæktarklukkunni, sem sýni bæði fjölda þeirra sem komast yfir viðmiðunarmörkin og þann fjölda sem ÞYRFTI að lyfta upp úr sárafátækt til að Heimsmarkmiði númer eitt verði náð fyrir árið 2030 - að útrýma sárafátækt!<br><br>Fram kemur í greininni að það séu sérstaklega afrísku þjóðirnar Tjad, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Angóla, Sambía, Sómalía, Suður-Súdan og Líbía, þar sem öfugþróun á sér stað og sama gildi um fáeinar þjóðir í Suður-Ameríku, Súrínam, Kólombíu og Venesúela. Hins vegar sýni "fátæktarklukkan" að afrískar þjóðir eins og Eþíópía, Máritanía og Fílabeinsströndin eru á réttri leið og ættu með sama áframhaldi að ná því marki að útrýma fátækt fyrir árið 2030.<br><br>Ef skoðaðar eru sérstaklega samstarfsþjóðir Íslendinga í þróunarsamvinnu kemur eftirfarandi í ljós:<br><ul><li>Í Malaví búa rúmlega 12 milljónir manna í sárafátækt eða 66,7% þjóðarinnar;</li><li>Í Mósambík búa rúmlega 19 milljónir í sárafátækt eða 64,7% þjóðarinnar;</li><li>Í Úganda eru sárafátækir tæplega 13 milljónir eða liðlega 30% íbúanna.</li></ul><br>Klukkan segir að um 650 milljónir manna búi við sárafátækt, 9% jarðarbúa. Um miðjan dag hafa 75 þúsund einstaklingar lyft sér upp fyrir viðmið sárafátæktar frá miðnætti en rúmlega 20 þúsund fallið niður í flokk sárafátækra.<br>Nánar:&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://worldpoverty.io/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">WorldPoverty</a>

31.05.2017Erfitt ástand í Suður-Súdan

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/13.-Baby-suffers-from-severe-acute-malnutrition-in-Chinaksen--2-.png" alt="13.-Baby-suffers-from-severe-acute-malnutrition-in-Chinaksen--2-" class="right">SOS Barnaþorpin hafa brugðist við versnandi ástandi í Suður-Súdan meðal annars með neyðaraðstoð til fjölskyldna og opnun á barnvænu svæði í höfuðborg landsins, Juba, að því er fram kemur á vef samtakanna.</strong><br><br></p><p>Þar segir:"Barnvæna svæðið í Juba gefur 120 börnum tækifæri á að leika sér, læra, fá áfallahjálp og hitta önnur börn. Þá eru SOS einnig að aðstoða 140 börn við að ganga í skóla, meðal annars með því að borga skólagjöld. Þá veita samtökin almenna neyðaraðstoð og reka heilsugæslustöðvar fyrir vannærð börn.</p><p>"Ástandið í Suður-Súdan er að versna. Matarverð er að hækka og þurrkarnir eru slæmir. Vannæring barna verður sífellt stærra vandamál," segir Alberto Fait, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Suður-Súdan.Neyðarverkefni SOS í landinu hefur nú verið í gangi undanfarið ár og mun halda áfram á meðan þörf er á. Samtökin munu þó einnig bæta við Fjölskyldueflingarverkefni í Juba en 120 barnafjölskyldur fá þar hjálp til sjálfshjálpar. Þá verða settir upp nokkrir vatnsbrunnar sem tryggja yfir tíu þúsund manns hreint drykkjarvatn.</p><p>Suður-Súdan hefur átt í miklum erfiðleikum vegna þurrkanna sem hafa herjað á Austur-Afríku. Mataróöryggi er mikið og vannæring verða sífellt stærra vandamál. Talið er að tólf milljónir manna hafi flúið landið vegna ástandsins."</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8242/erfitt-astand-i-sudur-sudan" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

31.05.2017Dagur rauða nefsins 9. júní

<p> <a href="https://youtu.be/tAU7Y4HnBzU" class="videolink">https://youtu.be/tAU7Y4HnBzU</a> Fyrsti skets dags rauða nefsins er nú kominn í loftið en þar leika strákarnir í Sturla Atlas leikstjóra auglýsingar fyrir rauða nefið hjá UNICEF og hönnuði nefsins.&nbsp;</p><p>Sturla Atlas hefur síðustu misseri hannað ilmvötn, vatnsflöskur, flíspeysur og buff. Með þeim er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem hefur gert garðinn frægan sem Ellý Vilhjálms í Borgarleikhúsinu. Smelltu á myndina&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">til að horfa á sketsinn.</a>&nbsp;&nbsp;&nbsp;<br>&nbsp;&nbsp;<br>Í sketsinum má meðal annars sjá Ragnar Kjartansson, Halldóru Geirharðsdóttur, Aron Can, Sveppa og Kristbjörgu Kjeld ásamt öllum helstu stjörnum Íslands pósa með rautt nef.&nbsp;<br><br>Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir eru grínstjórar dags rauða nefsins en um er að ræða langstærsta viðburð ársins hjá UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í nokkurra klukkustunda beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní. Í þættinum verða sýndir ótal sketsar sem Dóra og Saga ásamt fjölda listamanna eiga heiðurinn af en vel yfir 100 manns koma fram í þeim. Það er Tjarnargatan sem framleiðir grínefnið.<br>&nbsp;<br>Með degi rauða nefsins vill UNICEF skemmta fólki og vekja um leið athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa saman til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og&nbsp;<a shape="rect">gerast heimsforeldrar UNICEF</a>.<br><br><a rel="nofollow" track="on" href="https://unicef.is/sturla-atlas-hannar-tr%C3%BA%C3%B0anef" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef UNICEF</a></p>

31.05.2017Aukin skilvirkni og aðrar innri aðgerðir ekki síður mikilvæg en aukning hlutafjár

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/gththjimkim.jpg" alt="Gththjimkim" class="right">Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á dögunum þátt í árlegum samráðsfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum með Jim Young Kim forseta bankans.</strong><br></p><p>Mikilvægi fjárhagslegrar styrkingar Alþjóðabankans var ofarlega á baugi, en ljóst þykir að þörfin fyrir aðstoð og fjármagn hefur nær aldrei verið meiri. Lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi þess að bankinn kanni allar leiðir til fjármagnsaukningar þar sem aukin skilvirkni og aðrar innri aðgerðir væru ekki síður mikilvæg en aukning hlutafjár. Hann lagði einnig áherslu á að með styrkingu bankans þyrfti jafnframt að efla starf hans á sviði kynjajafnréttis.<br><br>Aukin samhæfing þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar var einnig til umræðu og hlutverk bankans í því samhengi. Ljóst er að samstarf Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum misserum, enda kallar breytt landslag á breytta starfshætti og aukna samvinnu allra aðila sem starfa á þessum vettvangi. Í því samhengi lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn nýtti skilgreinda styrkleika sína, s.s. sérfræðiþekkingu, rannsóknar- og greiningarvinnu og vogarafl hans til að koma mörgum aðilum að borðinu. Þá væri lykilatriði að vinna að uppbyggingu viðnámsþróttar og að koma í veg fyrir neyð.</p><p>Í lok fundar bauð Guðlaugur Þór forseta bankans og ráðherrum kjördæmisríkjanna til fundar á Íslandi að ári, en Norðurlöndin skiptast á að halda hinn árlega samráðsfund.<br></p><p>Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.<br></p><p>Nánar á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/aukin-skilvirkni-og-adrar-innri-adgerdir-ekki-sidur-mikilvaeg-en-aukning-hlutafjar" shape="rect" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins.</p>

31.05.2017Norræn nálgun Heimsmarkmiðanna

<p><strong> <a href="https://youtu.be/lm_pNfkAb4E" class="videolink">https://youtu.be/lm_pNfkAb4E</a> Á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem stendur yfir í Bergen í Noregi var ákveðið að stofna sameiginlegt norrænt verkefni undir yfirheitinu "Nordic Solutions to Global Challenges" (Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum). Í átakinu felst samvinna norrænu þjóðanna fimm um norrænar lausnir í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem eiga að nást fyrir árið 2030. Forsætisráðherrar Norðurlandanna kynna verkefnið í meðfylgjandi myndbandi.</strong><br><br></p><p>Verkefnið &nbsp;"Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum" hefur í för með sér sex meginaðgerðir sem eru: græn Norðurlönd, norræn jafnréttisáhrif og norrænn matur og velferð (Nordic Green, Nordic Gender Effect og Nordic Food &amp; Welfare).&nbsp;</p><p>Allar byggjast þessar aðgerðir &nbsp;á norrænum lausnum á alþjóðlegum áskorunum. Þá áttu forsætisráðherrar Norðurlanda fund með forseta Norðurlandaráðs og framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem meðal annars var fjallað um norræna samvinnu í tengslum við stafræna tækni, loftslagsmál, framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og verkefnið sem forsætisráðherrarnir hleyptu af stokkunum fyrr um daginn "Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum".</p>

24.05.2017Verkefnið í Sambesíu komið á fulla ferð eftir tafir á síðasta ári

<p><strong> <a href="https://youtu.be/KvzjOuWCJs4" class="videolink">https://youtu.be/KvzjOuWCJs4</a> Eftir nokkrar tafir á framkvæmdum á síðasta ári í Sambesíufylki í Mósambík er verkefni UNICEF sem Íslendingar styðja myndarlega komið á fulla ferð að nýju í sex héruðum: Gurué, Gilé, Milange, Molumbo, Mulevala og Pebane. Í meðfylgjandi kvikmyndabroti er rætt við Americo Muianga verkefnisstjóra UNICEF í Mósambík en hann var tekinn tali í Mapútó, höfuðborg Mósambík, í síðustu viku.</strong></p><p>Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2014 að taka þátt í metnaðarfullu verkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Mósambík, sem þá var að hefjast í Sambesíufylki. Íslendingar hafa síðan verið stærsti einstaki veitandinn sem styður verkefnið og utanríkisráðuneytið leggur til eina milljón bandarískra dala árlega. Sjálft verkefnið snýr að vatni, salernisaðstöðu og hreinlæti, og nær bæði til þorpa í Sambesíu og skóla, alls sex héraða. Mikið og náið samstarf er við heimafólk, bæði fylkisstjórn og héraðsstjórnir.</p><p>Americo Muianga verkefnastjóri segir að frá árinu 2014 hafi verið reist 182 vatnsból í héruðunum sex sem þjóni rúmlega 44 þúsund íbúum, bæði í þorpum og skólum. Hann segir að byggð hafi verið 46 náðhús við skóla en um er að ræða staðlaða kynskipta salernisaðstöðu og skólarnir sem fengu slíka aðstöðu eru því 23 talsins, alls 80 þúsund nemendur og kennarar.<br></p><p>Americo segir að þjálfun og fræðsla til heimamanna sé veigamikill verkefnisþáttur og lögð áhersla á sjálfbærni þeirra mannvirkja sem reist er í þágu íbúanna, einnig sé veitt fræðsla um meðferð á handpumpum vatnsbólanna og viðhaldi þeirra, auk þess sem héraðsstjórnir fái sérstaka þjálfun í að reka slíkar vatnsveitur.</p><p>Skærurnar í héraðinu á síðasta ári leiddu til þess að stöðva þurfti framkvæmdir um skeið, óheimilt var að ferðast um Sambesíufylki og framkvæmdum og eftirliti því áfátt á þeim tíma. Verkefnið er þar af leiðandi talsvert á eftir áætlun. Stríðandi fylkingar í landinu hafa hins vegar slíðrað sverðin, í gildi er vopnahlé og öruggt talið að ferðast um á þessum slóðum. Flóð settu einnig strik í reikninginn á síðasta ári en Americo segir að þess verði freistað að vinna upp töfina og nú sé unnið að öllum verkþáttum samkvæmt áætlun.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="/media/iceida-media/media/verkefnagagnabanki/Annex_IFINAL_UNICEF_WASH_proposal_for_Zambezia_(SUBMITTED).pdf" linktype="1" target="_blank">Verkefnaskjalið</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.dandc.eu/en/article/ceasefire-fuels-hopes-peace?platform=hootsuite" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Mozambique's "mini-war"/ D+C</a>

24.05.2017Námskeiðahald í Úganda um loftslagsbreytingar og landnýtingu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/malthingharpalrs.jpg" alt="Malthingharpalrs">"Það er spennandi að fara inn á þessar nýju brautir og halda námskeið í Úganda," segir Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna en hún greindi frá því á málþingi í Hörpu í síðustu viku að í september á þessu ári verði haldið níu daga námskeið í Úganda um loftslagsbreytingar og landnýtingu.</strong><br><br></p><p>Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur unnið með Úganda í tíu ár og sautján nemendur hafa sótt sex mánaða námskeið skólans á þeim tíma. Helstu samstarfsaðilar Landgræðsluskólans í Úganda eru Makarere háskólinn og Umhverfisstofnun Úganda (NEMA).</p><p>Námskeiðið verður haldið í samstarfi við samstarfsstofnanir skólans og umhverfisfulltrúar héraðsstjórna verða sérstaklega boðnir á námskeiðið en allmargir þeirra eru fyrrverandi nemendur skólans.</p><p> <a href="https://youtu.be/tRQnvaJ7EgY" class="videolink">https://youtu.be/tRQnvaJ7EgY</a> <br>Á málþinginu var Jerome Lugumira aðalfyrirlesari en hann er jarðvegsfræðingur við Umhverfisstofnun Úganda. Hann fjallaði um áhrif loftlagsbreytinga á ræktarland og þær áskornir sem heimamenn standa frammi&nbsp;fyrir við að framfylgja þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa sett til að takast á við þessa nýju ógn. "Við höfum fengið að kenna á umfangsmiklum og skæðum þurrkum í norðurhluta landsins með alvarlegum afleiðingum fyrir búfjárrækt. Það bitnar illilega á samfélögunum, fólk missir mjólkina sem það hafði, það missir tekjur og þurrkarnir hafa margvíslegar aðrar afleiðingar fyrir íbúa á þessum svæðum," segir Jerome.<br><strong><br></strong></p><p><strong>Breytingar á veðurfari</strong></p><p>Regntímabil í Úganda hafa jafnan verið í desember til febrúar og svo aftur í júní til ágúst. Á síðustu árum hefur orðið breyting á veðurfarinu, regntímabilið hefst ýmist síðar en venjulega eða fyrr, þurrkar verða skæðari og langvinnari með uppskerubresti og hungursneyð. Fram kom í erindi Jerome að í janúar á þessu ári þurftu 9 milljónir íbúa Úganda á matvælaaðstoð að halda samanborið við 1,2 milljónir haustið 2016. Verst er ástandið í Karamajo héraði og þar hafa hirðingjar farið um langan veg í leit að haga fyrir skepnurnar og margir misst nautgripi af völdum þurrkana.</p><p>Jerome segir að öfgarnar í veðurfari lýsi sér ennfremur í miklum og mannskæðum flóðum. Hann birti tölur á málþinginu sem sýndu að rúmlega 1500 manns hafa farist vegna flóða á síðustu árum, 11 þúsund látist úr kóleru og 150 þúsund manns hafi misst heimili sín og farið á vergang. Þá hafa loftslagsbreytingarnar haft áhrif á gróðurfar og matvælaframleiðslu með til dæmis aukinni sýkingu í plöntum. Einnig hafi orðið vart við fjölgun sýkinga í dýrum, malaríutilvikum hafi fjölgað og margvísleg neikvæð áhrif séu sýnileg á vistkerfin.</p><p>Jerome segir að stefnumörkun af hálfu stjórnvalda til að bregðast við loftslagsbreytingum sé töluverð og hann nefnir mikilvægi þess að viðbrögðin nái til aðgerðaáætlana á öllum sviðum umhverfismála um land allt. Hann segir mikla samvinnu á þessum sviðum við fræðastofnanir, ekki síst Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem hafi tekið á móti mörgum nemendum frá Úganda og aðspurður kveðst hann afar spenntur fyrir námskeiðinu sem ákveðið hefur verið að halda í heimalandi hans í haust.</p><p>Evelyn Mugume er einn af fyrrverandi nemendum skólans en hún starfar sem umhverfisfræðingur í Úganda. Hún segir að þekkingin sem hún hafi öðlast í náminu á Íslandi hafi nýst mjög vel í heimahéraði hennar, Kasese, þar sem hún hefur hafið samstarf við heimafólk um viðbrögð við þeim ógnum sem stafa af loftslagsbreytingum og hvernig unnt sé að bæta landnýtingu, til dæmis með skógrækt.&nbsp;</p>

24.05.2017UN Women á Íslandi hvetur almenning til að taka þátt í að uppræta barnahjónabönd í Malaví

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/malawiborn3.PNG" alt="Malawiborn3" href="">"Önnur hver stúlka í Malaví hefur verið gift fyrir 18 ára aldur og ein af hverjum átta hefur verið gift fyrir 15 ára aldur. Algengt er að allt niður í 12 ára gamlar stúlkur eigi barn auk þess sem algengt er að 15 ára gamlar stelpur séu orðnar tveggja barna mæður. Tíðni barnahjónabanda í Malaví er með þeim hærri í heiminum. Auk þess sem mæðradauði táningsstúlkna er gríðarlegt vandamál í Malaví," segir Hanna Eiríksdóttir, starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.&nbsp;UN Women á Íslandi hvetur almenning til að taka þátt í að uppræta barnahjónabönd í Malaví með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.000 kr.)</strong><br></p><p>Í frétt frá UN Women segir: "Nú í febrúar 2017 var veigamikið jafnréttisskref stigið til fulls í Malaví þegar lögræðisaldur var hækkaður úr 15 í 18 ár. En árið 2015 var lagabreyting sem kveður á um hækkun giftingaraldurs stelpna og stráka úr 15 í 18 ár samþykkt og fyrir vikið barnabrúðkaup bönnuð. Síðastliðin tvö ár hefur því verið auðvelt að komast framhjá lögunum þar sem lögræðisaldurinn var enn 15 ár."</p><p>UN Women ásamt öðrum stofnunum gegndu lykilhlutverki í að tala eindregið fyrir þessu nauðsynlega skrefi. "Lagabreytingin er stór sigur en nú er gríðarlega mikilvægt að veita almenningi, kennurum og foreldrum í Malaví fræðslu og vekja til vitundar um alvarlegar afleiðingar þessa skaðlega siðar og framfylgja lögum," segir Hanna. UN Women veitir 300 héraðshöfðingjum í Malaví fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. UN Women styrkir bæði héraðs-&nbsp;og þorpshöfðingja til að leiða baráttuna gegn barnahjónaböndum og tryggja að nýlegum lagabreytingum sé framfylgt alls staðar í bæjum og til sveita. Undanfarin sex ár hefur til að mynda einn héraðshöfðinginn&nbsp;látið ógilda 1500 barnahjónabönd.<br></p><p>Rannsóknir sýna að þessi óhugnanlegi siður hefur varanleg og skaðleg áhrif á stöðu og heilsu ungra stúlkna. Oftast hætta þær námi, missa af tækifærinu til að verða sjálfstæðar konur og koma sér út úr fátækt. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni eru barnungar stelpur í hjónabandi líklegri til að verða fyrir heimilisofbeldi, eiga á hættu að fá lífshættulega fylgikvilla á meðgöngu og eignast oft og tíðum barnungar börn. Þessi óhugnanlegi siður viðheldur bæði fátækt og ofbeldi.<br></p><p>"Góðir hlutir gerast hægt en með fræðslu og vitundarvakningu má útrýma þessum skaðlega og óhugnanlega sið en til þess þarf aukið fjármagn", segir Hanna og hvetur almenning til að leggja átakinu lið með því að senda sms-ið KONUR í 1900 og gefa 1000 krónur.<br>Þeir sem geta ekki sent sms úr símanum sínum geta lagt 1.000 kr. inn á reikning 0101-05-268086 kt. 551090-2489.<br></p>

24.05.2017Kyngreining starfsemi WFP í Jemen

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/mohammed_hamoud_007.jpg" alt="Mohammed_hamoud_007">Í þessari grein hyggst ég segja frá áhugaverðasta og jafnframt erfiðasta verkefninu sem ég vann á meðan ég starfaði sem jafnréttisráðgjafi á Svæðisskrifstofu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Sþ) (e. World Food Programme (UN WFP)) í Kairó, frá nóvember 2016 til maí 2017, en ég var þar í láni frá Íslensku friðargæslunni (e. stand by partner). Verkefni þetta fólst í því að kynjagreina starfsemi WFP í hinu stríðshrjáða Jemen og kanna hvernig kynjabreytan (kynjamisrétti) hefur áhrif á mataröryggi og næringu (e. Food and nutrition security (FNS)) landsmanna og þar með hvort WFP þjóni öllum jafnt; konum, körlum, stelpum og strákum. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði það komið í hlut landsskrifstofunnar að sinna því verki eins og skýrt er kveðið á um í jafnréttisstefnu WFP (Gender Policy 2015 - 2020) en sökum ástandsins var ég fengin í verkið. Nánar tiltekið til að vinna forvinnuna fyrir kynjaða aðgerðaráætlun landsskrifstofunnar í Jemen (e. Country Office Gender Action Plan).</strong><strong>&nbsp;</strong></p><p>Ég fékk þetta verkefni í hendur eftir að hafa unnið þar í hálfan annan mánuð. Ég var hæstánægð, því mér fannst ég loks hafa fengið &nbsp;tækifæri til að láta ljós mitt skína. Fram að þessu hafði mér fundist ég hafa lítið fram að færa, enda nýgræðingur, reynslulaus á sviði mannúðarmála og með afar takmarkaða þekkingu á WFP, en kynjafræðina þóttist ég kunna!&nbsp;Eftir að hafa viðað að mér bunkum af lesefni um ástand mannúðarmála í Jemen, og um yfirgripsmika starfsemi WFP síðustu árin fóru að renna á mig tvær grímur og nýendurheimta sjálfsöryggið fór veg allrar veraldar. Ég áttaði mig á því að til að geta kynjagreint ástandið yrði ég að skilja og hafa vit á ýmsum þáttum. Allt frá flutningamálum (e. logistics), skilgreiningum á ólíkum stigum neyðarástands (Phases 3, 4 and 5) svo og mataróöryggi (FNS) og vannæringu (e. malnutrition),&nbsp;að ógleymdri hugtaka- og skammstöfunarsúpu sem ég var tilneydd til að hafa á takteinum (s.s. EMOP, PRRO, FSN, IPC, VAM, EFSNA, GAM, SAM, MAM, GIH!). En nóg af hugarangist og sjálfsvorkunn þarna á fyrstu vikunum í Kairó. Ný skyldi ég reyna að gera gagn á nýja vinnustaðnum.&nbsp;</p><p><strong>Jemen: Versti staður að vera kona</strong></p><p>Óhætt er að fullyrða að ástandið í Jemen sé hörmulegt enda landið á barmi hungursneyðar samkvæmt Sþ (e. Phase 5, Famine). Ástandið fer síversnandi og hefur áhrif á alla landsmenn og tækifæra þeirra til að afla lífsviðurværis (e. Livelihood). Þó er ástandið verst hjá kynsystrum mínum sem að auki þurfa að þola afturhaldssamt feðraveldi í menningu sem byggir á íhalds- og kvenfjandsamlegri túlkun á Íslam. Jemen er versti staður heims til að vera kona samkvæmt Gender Global Index, árið 2015 í 144. sæti af 144 sætum alls, staða sem Jemen hefur haldið óbreyttri um árabil. Börn, minnihlutahópar, innflytjendur og flóttamenn eiga einnig undir högg að sækja.</p><p>Allt frá því að allsherjar stríðsátök brutust út í Jemen við innrás Sádí Arabíu og bandalagsins í mars 2015 hefur ástandið hríðversnað en þar áður hafði þegar ríkt neyðarástand, m.a. vegna viðvarandi fátæktar og vanþróunar, svæðisbundinna átaka, veiks réttarkerfis og margs konar mannréttindabrota. Jemen var þegar í 8. sæti yfir þau lönd sem ríkir mesta mataróöryggi heims samkvæmt Global Hunger Index. Í október 2015 þótti WFP ljóst að breyta yrði áherslum í neyðaraðstoð eingöngu (Emergency Operation (EMOP)). Nú yrði að leggja kapp á að bjarga mannslífum og lífsviðurværi (e. Objective 1) og ekki lengur möguleiki að sinna öðrum verkefnum.&nbsp;</p><p>Í dag er talið að af 27.4 milljónum landsmanna búi 17.1 milljón við mataróöryggi og þar af 7.3 milljónir við alvarlegt mataróöryggi (e. severe food insecurity) og vannæring á meðal barna ein sú mesta í heiminum. Alls 3.3 milljónir landsmanna þjást af vannæringu og er stærstur hluti þeirra konur og börn. Segja má að Jemen sé í lamasessi. Fjöldi stofnana lokaðar og þjónusta við borgarana nær engin. Skólar og spítalar lokaðir og fáir dómstólar virkir. Innflutningur matar og nauðsynja gengur erfiðlega, bæði vegna hruns gjaldmiðilsins og eyðileggingar á helstu samgönguæðum, einkum hafna sem hafa verið eyðilagðar af stríðandi fylkingum. Þær gera WFP og annarra stofnana lífið leitt og koma í veg fyrir að þær geti sinnst skyldum sínum, m.a. með að stöðva bílalestir með mat og nauðsynjar, handtaka starfsmenn Sþ og koma í veg fyrir að Jemenar geti sótt sér aðstoð. Sífellt fleiri Jemenar þrauka vegna mannúðaraðstoðar með hagkerfi í molum og skert tækifæri til að &nbsp;afla sér lífsviðurværis. Yfir tvær milljónir manna eru nú á vergangi innan landmæra Jemen (e. Internally displaced people (IDPs)) og eiga konur á hættu að vera hlunnfarnar, einkum einstæðar mæður sem hafa enga vernd karlkyns ættingja (eiginmanns, föður, bróður) og þær konur sem tilheyra minnihlutahópum og búa í bráðabirgðaflóttamannabúðum.&nbsp;</p><p>Ástandið bitnar illa á konum eins og gefur að skilja í ljósi landlægrar kvenfyrirlitningar. Fullyrt er að tíðni kynferðisbrota á konum hafi aukist eftir að stríðsátök hófust fyrir rúmum tveimur árum. Einnig giftingar á stúlkubörnum og fjölkvæni. Konur hafa enn takmarkaðri möguleika á að afla sér lífsviðurværis og lágt hlutfall auðlinda í þeirra eigu, sem skýrir varnarleysi þeirra þegar kemur að vannæringu. Í jemensku stjórnarskrá eru konur ekki lögráða þær eru skilgreindar sem "systur karlmanna" (e. sisters of men) en ekki sjálfstæðar persónur. Eins og gefur að skilja hefur það áhrif á allt lífshlaup þeirra og hamlar frelsi að öllu leyti en til að komast á milli staða, sækja um nám eða vinnu eða leita sér læknisaðstoðar þarf nákominn ættingi að vera með í för eða samþykkja.&nbsp;</p><p>Ljóst er að verkefnið neyddi mig til þess að læra heil ósköp á stuttum tíma og brátt jókst sjálfstraustið þegar hlutir skýrðust. Ég áttaði mig loks á hlutverki hinnar risavöxnu maskínu Sþ og þá einkum umboðsstofnunar minnar WFP til að berjast gegn hungri í heimum. Í því samhengi skipti ég og mitt viðkvæma egó engu.</p>

24.05.2017Dagur rauða nefsins nálgast

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/rauda-nefid_palli.png" alt="Rauda-nefid_palli" class="right">Dagur rauða nefsins nálgast óðfluga en hann verður haldinn hátíðlegur þann 9. júní næstkomandi.&nbsp;Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.</strong><br></p><p>Með átakinu vill UNICEF skemmta fólki og vekja um leið athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. "Þetta verður skemmtun sem sannarlega skiptir máli," segir á vef UNICEF.<br>"Rauða nefið táknar gleði og hlátur, nokkuð sem ætti að vera stór hluti af lífi allra barna. Í rauninni ættu allir að hafa rautt nef. Það er gaman að gefa og hláturinn getur lengt lífið ... í bókstaflegri merkingu," segir þar ennfremur.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://unicef.is/dagur-rau%C3%B0a-nefsins-n%C3%A1lgast" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>

24.05.2017Sérþekking Íslendinga og samvinna við einkafyrirtæki og atvinnulíf

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/large/Gudlaugur-skorin.jpg" alt="Gudlaugur-skorin" class="right"></b>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leggur áherslu á tvennt í &nbsp;þróunarsamvinnu. "Annars vegar að við vinnum á þeim vettvangi þar sem við höfum meira og betra fram að færa en aðrir. Þannig nýtist sérþekking Íslendinga best í aðstoð og samvinnu við þróunarríkin. Á þetta einkum við um sérþekkingu í fiskveiðum og sjávarútvegi annars vegar og nýtingu jarðvarma hins vegar. Þegar er komin góð reynsla á starf okkar á þessum sviðum í þróunarlöndunum sem hvetur okkur til dáða frekar. Munum við starfa að þessu ýmist tvíhliða með samstarfsríkjum og í samvinnu við viðkomandi fjölþjóðastofnanir, eins og Matvæla- og landbúnaðarstofnunina og Alþjóðabankann. Hins vegar er mikil þörf á því að skoða alla möguleika á samvinnu við einkafyrirtæki og atvinnulífið um þróunarverkefni þar sem það er hægt, auk áframhaldandi góðrar samvinnu við frjáls félagasamtök."<br></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/framlogislands2016.PNG" alt="Framlogislands2016"></p><p>Ráðherra sagði á Alþingi þegar hann gaf þinginu skýrslu um utanríkismál að ljóst væri að opinbert fjármagn nægi ekki til að ná heimsmarkmiðunum. "Einkafjármagn þarf til," sagði hann. "Flest helstu framlagaríki og fjölþjóðastofnanir í þróunarsamvinnu hafa nú innan sinna vébanda virkar starfseiningar sem sinna samvinnu við atvinnulífið og einkafyrirtæki. Huga þarf að myndun slíkrar einingar í þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem eigi gott samstarf við viðskiptaþjónustu ráðuneytisins og Íslandsstofu og njóti þekkingar þessara aðila og sambanda þeirra við atvinnulífið."</p><p><b>Heimsmarkmiðin leiðarljós</b></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/heimsmarkmidin2.jpg" alt="Heimsmarkmidin2">Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands. Í skýrslu ráðherra kom fram að hin metnaðarfullu markmið, sem eru 17 talsins, beinist hvort tveggja að innanlandsstarfi og starfi Íslands á alþjóðavettvangi. "Íslensk stjórnvöld hafa það að yfirmarkmiði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli kynjajafnréttis, mannréttinda og sjálfbærrar þróunar. Heimsmarkmiðin eru einnig leiðarljós að meginmarkmiðum þróunarsamvinnunnar: Að bæta lífsskilyrði og auka tækifæri fólks með sterkari félagslegum innviðum, með jafnrétti að leiðarljósi, að bæta fæðuöryggi og örva hagþróun á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlindanýtingar, að auka viðnámsþrótt samfélaga og flýta endurreisn með aukinni samhæfingu mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.</p><p><b>Ný þróunarsamvinnuáætlun</b></p><p>Í skýrslunni var greint frá því að unnið sé að mótun nýrrar stefnu stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu fyrir tímabilið 2017-2021, sem lögð verði fyrir Alþingi, ásamt aðgerðaráætlun fyrir árin 2017-2018. Þá kom einnig fram að framkvæmd hafi verið fyrsta jafningjarýni um íslenska þróunarsamvinnu á vegum þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC). Jafningjarýni er fastur liður í störfum nefndarinnar, unnin af fulltrúum tveggja aðildarríkja, ásamt starfsmönnum DAC.Í skýrslunni segir ennfremur:<br></p><p>"Á síðustu árum hefur þróunarsamvinna Íslands haft þrjú áherslusvið: Uppbygging félagslegra innviða, bætt stjórnarfar og endurreisn og sjálfbær nýting náttúruauðlinda. Tvö málefni hafa verið þverlæg: Jafnrétti kynjanna og umhverfismál. Starfað hefur verið í Afríku í Malaví, Mósambík og Úganda, og auk í Afganistan og Palestínu þar sem stuðningi var beint í gegnum fjölþjóðastofnanir og borgarasamtök. Fjölþjóðlegar áherslustofnanir hafa verið eftirfarandi: Alþjóðabankinn, Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), Barnahjálp SÞ (UNICEF) og Háskólar Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) og í mannúðaraðstoð: Matvælaáætlun SÞ (WFP), Neyðarsjóður SÞ (CERF) og Samræmingarskrifstofa SÞ í mannúðarmálum (OCHA).</p><p><b>Íslenska friðargæslan</b></p><p>Árið 2016 voru 15 ár liðin frá stofnun Íslensku friðargæslunnar sem starfar samkvæmt lögum 73/2007. Umfangsmesta verkefni Friðargæslunnar var þátttaka í aðgerðum alþjóðasamfélagsins (ISAF) í Afganistan 2002-2014. Á síðasta ári voru 20 einstaklingar í verkefnum á vegum Friðargæslunnar, þar af tólf konur og átta karlar. "Miklar breytingar og þróun hafa átt sér stað í hinu alþjóðlega umhverfi og er mikilvægt að starf Friðargæslunnar taki mið af því og þjóni áfram framgangi utanríkisstefnunnar.&nbsp;<b><br></b></p><p><b>Neyðar- og mannúðaraðstoð&nbsp;</b></p><p>Ísland hefur lagt umtalsvert fé til mannúðarstarfs á síðustu misserum. Þörfin fyrir mannúðaraðstoð hefur aldrei verið meiri en í dag, enda hefur aldrei verið jafnmikill fjöldi fólks í heiminum á flótta, flestir vegna langvarandi stríðsátaka, ofbeldis og ofsókna. Um síðustu áramót var áætlað að 65 milljónir manna væru á flótta í heiminum. Þessi mikla fjölgun flóttafólks síðustu ár hefur m.a. átt þátt í að auka straum þess til Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Eina leiðin til að stöðva þennan straum flóttafólks, sem langflest er frá óstöðugum svæðum í Mið-Austurlöndum, Afríku og Mið-Asíu, er að binda enda á drifkraftana sem knýr fólkið áfram, hvort sem það er stríð, hungursneyð eða almenn fátækt. Heimsmarkmiðin byggja á þeirri forsendu að friður og sjálfbær þróun séu órjúfanlega tengd, enda er 16. markmiðið helgað friðarmálum og réttarríkinu."<b><br></b></p><p><b>Markmið í þróunarmálum</b></p><p>Samkvæmt skýrslunni eru þrjú meginmarkmið í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands:</p><p>1: Bæta lífsskilyrði og auka tækifæri fólks með sterkari félagslegum innviðum, með jafnrétti að leiðarljósi.2: Bæta fæðuöryggi og örva hagþróun á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlindanýtingar m.a. með nýtingu á íslenskri sérþekkingu.3: Auka viðnámsþrótt samfélaga og flýta endurreisn með aukinni samhæfingu mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.utanrikisraduneyti.is/media/iceida-media/media/gudlaugur-thor/UTR---Islensk-Utanrikismal-2017.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Úrdráttur úr skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 2017</a>&nbsp;</p>

24.05.2017Norræni loftslagssjóðurinn höfðar til einkageirans

<p> <a href="https://youtu.be/h99hPs11FkQ" class="videolink">https://youtu.be/h99hPs11FkQ</a> Norræni loftslagssjóðurinn auglýsir síðar á árinu eftir tillögum að verkefnum sjöunda árið í röð. Að þessu sinni er þemað "Climate as business - Testing innovative green business concepts" Sérstök áhersla er lögð á að reyna að ná enn betur til einkageirans. Opið verður fyrir tillögur á tímabilinu 28. ágúst til 29. september 2017.&nbsp;Norræni loftslagssjóðurinn (e. Nordic Climate Facility) er vistaður hjá Norræna þróunarsjóðnum (NDF) og veitir styrki til verkefna sem vinna að takmörkun áhrifa loftslagsbreytinga. Sjóðurinn tengir aðila á Norðurlöndunum og í þróunarríkjum, t.d. með upplýsingaskiptum um tæknilega þekkingu og nýsköpun á sviði loftslagsbreytinga. Markmið sjóðsins er að auka getu þróunarríkjanna til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga, aðlaga að áhrifum þeirra og vinna að sjálfbærri þróun og útrýmingu fátæktar.</p><p></p><p>&nbsp;Sjá nánari&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ndf.fi/project/nordic-climate-facility-ncf" linktype="1" target="_blank">upplýsingar</a>&nbsp;um sjóðinn, umsóknarferlið og hverjir geta sótt um.</p><br><p></p>

24.05.2017Átján nemendur útskrifast frá Jafnréttisskólanum - fjölmennasti hópurinn frá upphafi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/gestutskrift.PNG" alt="Gestutskrift" class="right">Í gær útskrifuðust átján nemendur með diplómagráðu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þetta er fjölmennasti hópur nemenda sem skólinn útskrifar. Nemendurnir komu frá 12 löndum, Afganistan, Eþíópíu, Írak, Jamaíka, Líbanon, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Sómalíu, Túnis og Úganda. Á þeim níu árum sem Jafnréttisskólinn hefur starfað hefur hann útskrifað 86 nemendur.</strong></p><p>Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins flutti ávarp við útskriftina í gær og sagði að ef fram færi sem horfi verði jafnrétti kynjanna náð árið 2133. "Við verðum að gera betur en svo," sagði hann. "Við þurfum að ná til fleiri aðila og haghafa, þar á meðal karlmanna, til að hraða jafnrétti kynjanna. Með því að vinna samhent að verkefninu náum við betri, fljótari og varanlegri lausnum", sagði Stefán Haukur og vakti athygli á árangri Íslands á sviði jafnréttismála á alþjóðlegum vettvangi, m.a. í gegnum Rakarastofu-ráðstefnur þar sem karlmönnum gefst færi á að ræða og skiptast á skoðunum um jafnréttismál.</p><p>Stefán Haukur nefndi í ávarpi sínu að skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi kynnu að vera smáir í alþjóðlegum samanburði og sagði þá hafa verið og halda áfram að vera stoðir alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.</p><p>Markmið Jafnréttisskólans er að veita sérfræðingum frá þróunarríkjum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sérsviði sínu og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Eliza Jean Reid forsetafrú ávörpuðu einnig útskriftarnemana, auk Irmu Erlingsdóttur forstöðumanns Jafnréttisskólans og Caroline Kalagala Kanyago frá Úganda sem talaði fyrir hönd útskriftarnema.</p><p> <a href="https://youtu.be/9NJsVQaEm7U" class="videolink">https://youtu.be/9NJsVQaEm7U</a> <br></p><p>Eliza afhenti verðlaun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir framúrskarandi lokaverkefni nemenda. Að þessu sinni hlaut Yeshiwas Degu Belay verðlaunin fyrir rannsókn á þátttöku kvenna í eþíópískum friðargæsluverkefnum.</p><p>Upplýsingar um lokaverkefni útskriftarnema má finna á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://gest.unu.edu/" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;skólans.&nbsp;</p>

24.05.2017Endurfundir eftir þrjú ár

<p> <a href="https://youtu.be/QPzdh67y_kQ" class="videolink">https://youtu.be/QPzdh67y_kQ</a> Mikil fagnaðarlæti brutust út í Abuja í Nígeríu um helgina þegar liðsmenn vígasamtakanna Boko Haram slepptu úr haldi 82 stúlkum í skiptum fyrir fimm liðsmenn samtakanna sem höfðu verið settir bak við lás og slá.</p><p>Stúlkunum var rænt fyrir þremur árum úr skóla í bænum Chibok. Af þeim 276 stúlkum sem liðsmenn Boko Haram höfðu á brott með sér eru enn um eitt hundrað á valdi mannræningjanna og engin vitneskja um dvalarstað þeirra.</p><p><br>Ránið á stelpunum í Chibok vakti heimsathygli og margir muna eftir slagorðinu: Bring Our Girls Back.</p><p><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/05/21/sameinud_a_ny_eftir_thrju_ar/" linktype="1" target="_blank">Sameinuð á ný eftir þrjú ár/ Mbl.is</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://apnews.com/1b71b643b06a443ebc9618cacdaed216?utm_campaign=SocialFlow&%3butm_source=Twitter&%3butm_medium=AP" linktype="1" target="_blank">Freed Nigerian schoolgirls meet families after 3 years/ AP</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/82-chibok-stulkur-aftur-i-fadm-fjolskyldunnar" linktype="1" target="_blank">82 Chibok-stúlkur aftur í faðm fjölskyldunnar/ RUV</a>&nbsp;</p>

03.05.2017Alþjóðabankinn: lykilstofnun í fjölþjóðlegu samstarfi í þágu sjálfbærrar þróunar

<p></p><p></p><p></p><p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/images.jpg" alt="Images">Alþjóðabankinn var settur var fót í kjölfar hörmunga síðari heimstyrjaldarinnar en stofnun hans var undirbúin á ráðstefnu í Bretton Woods í New Hampshire árið 1944. Tilgangur ráðstefnunnar var að greiða fyrir efnahagslegri endurreisn Evrópu og Japan og ásamt því að stuðla að aukinni samvinnu ríkja á milli.&nbsp; Ísland var stofnaðili að Alþjóðabankanum líkt og að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þáðu íslensk stjórnvöld lán frá Alþjóðabankanum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar til styrkingu innviða á Íslandi (meðal annars á sviði landbúnaðar og hitaveituframkvæmda).</strong><br></p><p>Alþjóðabankinn (World Bank Group) samanstendur í dag af fimm stofnunum en hver þeirra gegnir sérstöku og afmörkuðu hlutverki í baráttunni gegn fátækt og bættum lífskjörum á alþjóðavísu. Þetta eru:<br>- Alþjóðabanki til enduruppbyggingar og framþróunar (International Bank for Reconstruction and Development, IBRD),- Alþjóðaframfarastofnunin (International Development Association, IDA),- Alþjóðalánastofnunin (International Finance Cooperation, IFC),- Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðarstofnunin (Multilateral Investment Guarantee Agency, MIGA) og- Alþjóðastofnun um lausn fjárfestingardeilna (International Center for Settlement of Investment Disputes, ICSID).<br>Í dag eru aðildarríki Alþjóðabankans 189 talsins. Höfuðstöðvar Alþjóðabankans eru í Washington D.C. en um það bil helmingur starfsmanna bankans er staðsettur í þróunarlöndunum.<br></p><p> <a href="https://youtu.be/xthqiXRf1zU" class="videolink">https://youtu.be/xthqiXRf1zU</a> Alþjóðabankinn er lykilstofnun í fjölþjóðlegu samstarfi í þágu sjálfbærrar þróunar en hann er einn helsti fjármögnunaraðili fátækustu þróunarlandanna. Áherslur hans hafa tekið breytingum í tímans rás en með nokkurri einföldun má segja að meginverkefni Alþjóðabankans í dag sé að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlandanna - að útrýma sárafátækt í heiminum.</p>Alþjóðabankinn veitir þróunarríkjum margþætta aðstoð í formi lána á lágum vaxtakjörum, styrkja og ráðgjafar. Lánveitingar og styrkir Alþjóðabankans eru meðal annars á sviði styrkingar innviða, menntamála, félagslegra stuðningsneta, heilbrigðisþjónustu, umbóta á samgöngukerfum, aðgerða í þágu bættrar stjórnsýslu, umbóta í landbúnaði ásamt því að styðja aukna aðkomu einkageirans að fjármögnun þróunar og uppbyggingu í þróunarlöndunum svo að dæmi séu nefnd.<br><p></p><p>Stigvaxandi alþjóðavæðing efnahagskerfa heimsins hefur á undanförnum árum leitt til áherslubreytinga innan Alþjóðabankans sem miða að því að stofnunin geti betur brugðist við áskorunum líðandi stundar og náð settum markmiðum. Núverandi forseti Alþjóðabankans, sem kemur frá Bandaríkjunum, Dr. Jim Kim, hefur þannig lagt ríka áherslu á að Alþjóðabankinn verði í auknum mæli lausnamiðaður, praktískur og skilvirkur í starfi sínu við að styrkja innviði í þróunarlöndunum og að tryggja sjálfbæran hagvöxt í sessi til lengri tíma. Alþjóðabankinn sé alþjóðleg lausnaveita fyrir styrkingu innviða í þróunarlöndunum.<br></p><p><strong>Styrkileiki Alþjóðabankans að þróa lausnir</strong><br></p><p>Styrkleiki Alþjóðabankans felst meðal annars í getu hans til að þróa lausnir til að koma til móts við þarfir þróunarlandanna og þær áskoranir sem þau þurfa að takast á við að tryggja þegnum sínum bætt lífskjör. Þetta starf byggir á traustum grunni þeirrar gífurlegu uppsöfnuðu reynslu og sérþekkingar sem í bankanum býr. Nefna má að heildarlánveitingar bankans hafa farið vaxandi undanfarin ár en eftirspurn eftir lánum og sérfræðiþekkingu Alþjóðabankans hefur sjaldan verið meiri. Hér gegnir sú tæknilega aðstoð til handa þróunarlöndum sem fylgir lánveitingum frá Alþjóðabankanum afar þýðingarmiklu hlutverki og má telja einn helsta styrkleika hans.<br></p><p>Á vorfundi Alþjóðabankans í apríl síðastliðnum var áréttað að styrkja þurfi bankann enn frekar fjárhagslega til að hann geti gegnt hlutverki sínu og tekist á við þær áskoranir sem blasa við. Rík áhersla var á að efla hlutverk einkageirans í fjármögnun þróunarverkefna til að skapa ný störf og leggja grunn að auknum hagvexti til framtíðar, ekki síst í Afríku. Í því samhengi gegnir Alþjóðalánastofnunin, IFC, lykilhlutverki innan Alþjóðabankahópsins.</p>En nánar um skilgreind markmið Alþjóðabankans. Á ársfundi bankans árið 2013 varð samkomulag um að endurskilgreina markmið hans sem eru nú eftirfarandi:<br><p></p><p>Binda enda á sárafátækt í heiminum þ.e. að hlutfall heimsbyggðar sem lifir á minna en 1.25 bandaríkjadölum á dag verði lækkað í 3% árið 2030.<br></p><p>Stuðla að aukinni hagsæld og velmegun fyrir þá fátækustu (e. Promote shared prosperity) - þ.e. að hlutfallslega meiri tekjuhækkun verði á meðal þeirra 40% sem eru hvað fátækastir í þróunarlöndunum.<br></p><p>Auk samþykktar ofangreindra meginmarkmiða áttu sér stað skipulagsbreytingar innan bankans og margvíslegar endurbætur á innri verkferlum í því skyni að gera starf hans hnitmiðaðra og skilvirkara auk þess að minnka skrifræði og tilkostnað. Breytingarnar miða að því að gera bankann árangursmiðaðri og afkastameiri.<br></p><p></p><p><b>Samstarf við fjölþjóðlegar fjármálastofnanir og Sameinuðu þjóðirnar</b></p><p></p><p>Ofangreind markmið Alþjóðabankans eru afar metnaðarfull og njóta víðtæks stuðnings allra aðildarríkja hans.&nbsp; Ljóst er þó að þeim verður ekki náð nema með nánu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og aðrar fjölþjóðlegar fjármálastofnanir sem sinna þróun og fjármögnun innviðauppbyggingar í þróunarlöndunum.<br></p><p>Skilvirk samvinna Alþjóðabankans við Innviðafjárfestingarbanka Asíu (Asian Infrastructure Investment Bank, AIIB) sem stofnaður var árið 2015 er afar þýðingarmikil. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt á vorfundi Alþjóðabankans í apríl sl. með undirritun viljayfirlýsingar um aukið og dýpkað samstarf bankanna vegna verkefnaþróunar. Þegar þetta er ritað hafa verið samþykkt fimm sameiginlega fjármögnuð þróunarverkefni bankanna beggja í Pakistan, Aserbaídsjan og Indónesíu.<br></p><p>Náið samstarf Alþjóðabankans við stofnanir Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur þáttur í starfi bankans á sviði þróunarmála og órjúfanlegur hluti af samþykktri framtíðarsýn bankans (Forward Look). Hér liggja Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarmarkmiðin til grundvallar og þar er fullur samhljómur með markmiðum bankans.<br></p><p>Þegar litið er til samvinnu Alþjóðabankans og stofnana Sameinuðu þjóðanna þá hefur hún á undanförnum árum farið stigvaxandi á fjöldamörgum áherslusviðum. Hún hefur jafnframt orðið dýpri, hagnýtari og skilvirkari. Alþjóðabankinn hefur lagt áherslu nýta styrkleika sína er byggja á sérfræðiþekkingu, rannsóknar- og greiningarvinnu,&nbsp; magni lánveitinga ásamt vogarafli hans til að koma aðilum að borðinu. Skilvirkt samstarf stofnananna í þróunarlöndunum er nauðsynlegt&nbsp; til að tryggja betri árangur þeirra á vettvangi og koma í veg fyrir mögulega samkeppni og tvíverknað.<br></p><p><strong>Áhersla á samvirkni og tengsl þróunar- og neyðaraðstoðar</strong><br></p><p>Dæmi um málefnasvið sem eru áberandi í umræðu innan Alþjóðabankans og vitna um lausnamiðaða nálgun, aukna samvinnu við kerfi Sameinuðu þjóðanna og samvirkni þróunar- og mannúðaraðstoðar, eru aðgerðir Alþjóðabankans til að efla framlag sitt til að tryggja stöðugleika í fátækum og óstöðugum ríkjum, aukin aðstoð vegna flóttamannavandans í heiminum og á sviði mannúðaraðstoðar líkt og í tilfelli ebólu-faraldursins. <br></p><p>Á þessum sviðum leggur bankinn áherslu á að nýta sérþekkingu sína, rannsóknar- og greiningargetu og fjárhagslegt bolmagn í náinni samvinnu við viðeigandi stofnanir Sameinuðu þjóðanna - undirbyggja og styðja starfsemi þeirra, þróa ný úrræði, án þess að til tvíverknaðar komi.&nbsp;<br>Alþjóðabankinn leggur þannig áherslu á samvirkni þróunar- og neyðaraðstoðar til að takast á með fyrirbyggjandi hætti við þau verkefni sem skapast á hvoru sviði fyrir sig. Ekki sé hægt að líta þessa málaflokka sem aðskilda. Átjánda endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunar, IDA, sem samþykkt var í desember sl. gegnir hér mikilvægu hlutverki en IDA er sú stofnun bankans sem vinnur með fátækustu ríkjunum, veitir þeim styrki og lán. Þar var framlag Alþjóðabankans til óstöðugra ríkja og flóttamannavandans í heiminum aukið verulega, auk þess sem lögð var áhersla á loftlagsbreytingar, jafnrétti kynjanna, atvinnumál og hagþróun ásamt stjórnsýslu og stofnanir. Lögð er áhersla á að nýta með skipulagðari og skilvirkari hætti sérþekkingu og landaskrifstofur Alþjóðabankans í óstöðugum ríkjum í nánu samstarfi við viðeigandi stofnanir Sameinuðu þjóðanna.<br></p><p>Þegar kemur að viðbrögðum við flóttamannavandanum í heimunum leggur Alþjóðabankinn áherslu á rannsóknir, kerfisbundna söfnun og greiningu upplýsinga um ástæður og þróun vandans auk þess að veita ríkjum ráðgjöf um úrræði sem og að veita fjármagni til aðstoðar við flóttamenn í móttökulöndum. Alþjóðabankinn hefur þannig í stefnuáætlun sinni gagnvart Mið-Austurlöndum þróað hugvitsamleg fjármögnunartæki (WBG Global Concessional Facility) til að aðstoða stjórnvöld í Jórdaníu og Líbanon við að hýsa og mennta flóttamenn frá Sýrlandi en þessi ríki hafa ekki verið í aðstöðu til að taka lán á markaðsvöxtum til að fjármagna aðstoð við flóttamenn. Við þróun slíkra úrræða vinnur Alþjóðabankinn í náinni samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR).<br></p><p>Á sviði mannúðar- og neyðaraðstoðar hefur Alþjóðabankinn á þessu ári varið 1.6 milljörðum bandaríkjadala til stuðnings við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til að stemma stigu við hungursneyð í Austur-Afríku og Jemen. Einnig ber að nefna sértækt starf bankans að fjármögnun vegna hættulegra faraldra og heilbrigðisógna í þróunarlöndunum. Vinna er í undirbúningi sem miðar að því að gera bankanum kleift að veita fjármagn með skjótvirkari hætti til neyðarsvæða blasi alvarlegur faraldur við í þróunarlöndunum.<br></p><p>Alþjóðabankinn gegndi þannig mikilvægu stuðningshlutverki í fjármögnun aðgerða alþjóðasamfélagsins gegn ebólu-faraldrinum sem kostaði þúsundir mannslífa og lamaði efnahags- og atvinnulíf í Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu. Alþjóðabankinn varði meira en milljarði Bandaríkjadala úr neyðarsjóðum bankans til að stemma stigu við útbreiðslu &nbsp;ebólu, með því að styðja við og undirbyggja aðgerðir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) gegn ebólu.<br></p><p><strong>Áherslur Íslands innan Alþjóðabankans</strong><br></p><p>Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland hefur ávallt tekið virkan þátt í stefnumótun bankans með reglulegri stjórnarsetu og þátttöku í starfi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í bankanum. Í hnotskurn má segja að Ísland hafi lagt áherslu á jarðhita, fiskimál, jafnréttis- og mannréttindamál og veitt eru framlög til sjóða innan bankans á þessum sviðum.<br></p><p>Ísland og Alþjóðabankinn hafa átt farsælt samstarf í jarðhitamálum um nokkurt skeið og beitt sér fyrir því að bankinn hefur gert stuðning við jarðhitanýtingu að forgangsverkefni. Ísland er virkur þátttakandi í ESMAP verkefninu (Energy Sector Management Program) sem hefur það hlutverk að veita þróunarríkjum tæknilega ráðgjöf á sviði orkumála.<br>Ísland leggur ríka áherslu á jafnréttismál í allri starfsemi Alþjóðabankans og til að styðja framgang þeirra hefur Ísland veitt framlög til verkefnis um kynjajafnrétti og málefni kvenna (UFGE). Meginmarkmið þess er að auka þekkingu á jafnréttismálum innan bankans og efla samþættingu jafnréttissjónamiða í verkefnum á hans vegum.<br></p><p>Að síðustu má nefna áherslur Íslands á sviði fiskimála í því skyni að styrkja sjálfbæra fiskveiðistjórnun, vinna að efnahagslegum og félagslegum framförum, byggja upp fiskistofna og auka afrakstur þeirra. Nánari umfjöllun um áherslur Íslands innan Alþjóðabankans má finna í <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://myemail.constantcontact.com/Heimslj-s---veft-marit-um--r-unarm-l.html?soid=1102056362425&%3baid=WCQWiOfEbM0" target="_blank">Heimsljósi</a> 22. febrúar síðastliðinn.<br></p><br><p></p>

03.05.2017Gerbreytt aðstaða fyrir fæðingarhjálp og verðandi mæður

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/faedingardeildin.jpg" alt="Faedingardeildin"><b>Í mjög afskekktum hluta Mangochihéraðs í Malaví þar sem íslensk stjórnvöld vinna með héraðsyfirvöldum að umbótum í grunnþjónustu eru þrjár heilsugæslustöðvar, syðst og vestast. Á regntímanum er oft ófært á þessa staði svo vikum skiptir í senn, að minnsta kosti akandi. Því er mikilvægt að hægt sé að veita sem mest af almennri heilbrigðisþjónustu á stöðunum sjálfum.&nbsp;<br></b></p><p>Undanfarin misseri hefur verið unnið að bættri aðstöðu fyrir verðandi mæður og fyrir fæðingarhjálp. Á þessum stöðum hafa verið reistar tvær fæðingardeildir og þrjú biðskýli, auk þess sem gerðar hafa verið fylgjuholur, brennsluofnar og salerni fyrir íslenskt þróunarfé.<br></p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/bidskyli.jpg" alt="Biðskýlið í Mtimabi er reist eftir staðlaðri teikningu. Þar eru tvö herbergi, auk eldhússins lengst til vinstri. Annað herbergið er ætlað sængurkonum en hitt aðstandendum. Undanfarin ár hafa verið reist 16 slík biðskýli.">Við heilsugæslustöðina í Mtimabi hefur verið tekin notkun glæsileg fæðingardeild. Þar fæðast nú að sögn<b> </b><b>Guðmundar Rúnars Árnasonar</b> verkefnastjóra um 130 börn á mánuði, sem annars hefðu fæðst við mun frumstæðari aðstæður. "Biðskýlið tryggir aðstöðu fyrir verðandi mæður á meðan þær bíða. Þær þurfa oft að ferðast um langan veg til að fæða, fótgangandi eða fluttar á reiðhjóli. Í biðskýlinu er auk þess aðstaða fyrir aðstandendur kvennanna, sem sjá um að elda fyrir þær og þvo og veita þeim annan stuðning," segir hann. <br><br>Biðskýlið í Mtimabi er reist eftir staðlaðri teikningu. Þar eru tvö herbergi, auk eldhússins lengst til vinstri. Annað herbergið er ætlað sængurkonum en hitt aðstandendum. Undanfarin ár hafa verið reist 16 slík biðskýli.<br><p></p><p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/eldhus.jpg" alt="Eldhus">Samskonar einingar eru tilbúnar til notkunar á sjö öðrum afskekktum stöðum í héraðinu. Verið er að ráða starfsfólk og þær verða opnaðar að því búnu. Gera má ráð fyrir að um allt að tíu þúsund börn fæðist á þessum fæðingardeildum en í héraðinu öllu fæðast um 30 þúsund börn á ári.</p><p><br></p>

03.05.2017Mestu matvælaaðstoð í Malaví lokið og uppskerutími hafinn

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/haettadrigna.jpg" alt="Haettadrigna">M</strong><strong>estu matvælaaðstoð í sögu Malaví lauk í byrjun apríl.&nbsp; Þá höfðu 6,7 milljón manns fengið aðstoð allt frá því í júlí á síðasta ári.&nbsp; Horfur um fæðuöryggi næsta árið eru góðar en frá apríl til júní er uppskerutími í Malaví og flestir íbúanna fá þá mat frá eigin ræktun. Þorri fullorðinna íbúa Malaví eru sjálfsþurftarbændur.</strong><strong>&nbsp;</strong></p><p>Frá því mannskæð flóð urðu í Malaví árið 2015 hafa náttúruhamfarir staðið yfir linnulítið með tilheyrandi matarskorti. Í kjölfar flóðanna kom langur þurrkatíma á síðasta ári þar sem tæplega 7 milljónir manna þurftu á matvælaaðstoð að halda en í landinu öllu er íbúafjöldi um 17 milljónir.<br></p><p>Síðustu mánuði hefur ástandið í landinu verið að lagast og núna í upphafi uppskerutímans lauk aðgerðum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. WPF hefur annast matvælaaðstoð allt tímabilið og bæði í sunnanverðu landinu og miðhluta landsins hafa allir nóg að bíta og brenna en uppskerutími er ekki hafinn í norðanverðu landinu þar sem rigningar létu á sér standa. Þar ætti þó að rætast úr matarskorti von bráðar.</p>

03.05.2017Íslenskir sálfræðingar til Bidibidi

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Sendifulltruar-i-Uganda-april-2017.jpg" alt="Sendifulltruar-i-Uganda-april-2017">Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi fóru til Úganda í lok aprílmánaðar, sálfræðingarnir<strong> </strong><strong>Jóhann Thoroddsen, Elín Jónsdóttir og Matthías Matthíasson.</strong>&nbsp;</p>Þau munu þjálfa sjálfboðaliða og starfsfólk Rauða krossins í Úganda í sálrænum stuðningi og viðbrögðum við áföllum vegna mikils fjölda flóttamanna sem leitað hefur skjóls í landinu undanfarna mánuði.<br><p>Flóttafólk frá Suður-Súdan auk annarra landa hefur streymt til Úganda vegna átaka og fæðuskorts og flóttamannasamfélög hafa verið reist á nokkrum stöðum í Yumbe héraði, m.a. í Bidibidi í þar sem sendifulltrúarnir verða við störf. Það fylgir því gríðarlegt andlegt álag að flýja heimili sitt, jafnvel eftir átök, hungur, missi ástvina og búa í flóttamannasamfélögum í nýju landi.&nbsp;"Sendifulltrúunum er ætlað að leiðbeina starfsfólki og sjálfboðaliðum við að styðja við fórnarlömb og þolendur og takast á við erfiðar aðstæður í kjölfar flóttans og svo nýrra aðstæðna," eins og segir<a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/sendifulltruar-til-uganda" target="_blank"> frétt</a> frá Rauða krossinum á Íslandi.<br></p><p>Með stuðningi utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt Rauða krossinn í Úganda við að taka á móti hundruðum þúsunda flóttamanna í samvinnu við stjórnvöld og aðra aðila. Eitt af því sem Rauði krossinn gerir er að framleiða gríðarlegt magn af drykkjarvatni fyrir flóttafólkið, meðal annars með því að dæla því upp úr ánni Níl.</p>

03.05.2017Auglýst eftir verkefnastjóra í Malaví

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/malawiauglysing.jpg" alt="Malawiauglysing">Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa í þróunarsamvinnu í Malaví. Starfið felst í stuðningi við héraðsstjórn Mangochi-héraðs í suðurhluta Malaví þar sem íslensk stjórnvöld styrkja verkefni í lýðheilsu-, vatns- og menntamálum, auk stjórnsýslu.</p>Starfsmaður vinnur undir stjórn forstöðumanns sendiráðsins í Lilongwe og er búsettur þar, en starfið krefst mikillar viðveru í Mangochi sem er 260 km fjarlægð frá Lilongwe. Ráðið verður til&nbsp;tveggja ára með möguleika á framlengingu og er reiknað með að starfsmaðurinn hefji störf eigi síðar en í september nk. <br><br>Nánar á <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.starfatorg.is/serfraedistorf/verkefnastjori-utanrikisraduneytid-malavi-201704-827" target="_blank">Starfatorgi</a>

03.05.2017Verkefni SOS Barnaþorpanna í Gíneu-Bissá fær lofsamlega umsögn

<p><b><img class="center" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/sos.png" alt="Sos">Afar gott og vel unnið verkefni, segir í úttekt Geirs Gunnlaugssonar prófessors og fyrrverandi landlæknis um verkefni SOS Barnaþorpanna í Gíneu-Bissá. Hann segir í úttekt að starfsfólk SOS bæði hér heima og úti í Gíneu-Bissá hafi staðið mjög faglega að verki og umfram allt, að hjálpin frá Íslandi hafi skilað sér. Athugasemdir voru þó gerðar við að mögulega hafi markmið verkefnisins verið full háleit þegar litið er til lengdar verkefnisins og fjármagns.</b><br></p><p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undanfarin fjögur ár fjármagnað fjölskyldueflingu í Bissá, höfuðborg Gíneu-Bissá þar sem fátækar barnafjölskyldum fá aðstoð til sjálfshjálpar. Nú er verkefninu lokið og Geir Gunnlaugsson var fenginn sem óháður aðili til að meta árangurinn, aðallega fyrir samtökin sjálf, en einnig fyrir utanríkisráðuneytið sem hefur styrkt verkefnið. Geir var fenginn í verkið en hann þekkir vel til Gíneu-Bissá þar sem hann starfaði í landinu í nokkur ár og heimsækir það reglulega.</p><p>Í frétt SOS Barnaþorpanna segir að Geir hafi farið til Bissá í byrjun mars til að taka út verkefnið og að hann hafi skilað af sér skýrslu undir lok aprílmánaðar. "Skýrslan gaf góða mynd af verkefninu, hvað var vel gert og hvað hefði mátt betur fara. Um er að ræða fyrsta fjölskyldueflingarverkefnið sem SOS á Íslandi fjármagnar alfarið og því er afar gagnlegt að fá svo ítarlega og góða greiningu á því," segir í fréttinni.</p><p>Fram kemur að samtöl skýrsluhöfundar og skjólstæðinga gefi til kynna að mikið traust ríki á milli starfsfólks verkefnisins og íbúa á svæðinu. Þá sinni starfsfólk SOS í Bissá starfinu vel og heiðarlega. Skýrsluhöfundur metur það þó þannig af samtölum sínum við starfsfólk að of mikill tími hafi farið í pappírsvinnu og skýrslugerðir og mögulega sé hægt að einfalda verkferla.Í heildina sé verkefnið gott og hafi bætt aðstæður skjólstæðinga. Hann telur að SOS á Íslandi hafi sýnt hugrekki á sínum tíma þegar ákveðið hafi verið að byrja með fjölskyldueflingu í Bissá þar sem aðstæður þar eru erfiðar. Hugrekkið hafi skilað sér þó svo að áskoranirnar hafi verið margar, t.d. ebóla og órói í stjórnarháttum landsins.<br></p><p>Síðan í lok árs 2012 hafa yfir 400 börn í 100 fjölskyldum fengið aðstoð í gegnum fjölskyldueflingu SOS í Bissá. Um mitt ár 2016 voru 66% fjölskyldnanna orðnar fjárhagslega sjálfstæðar en að öllum líkindum er hlutfallið enn hærra núna við lok verkefnisins.<br></p><p>Úttektarskýrslan er opin öllum og hana má nálgast <a href="http://www.sos.is/asset/6963/SOS%20FSP%20Bissau%20External%20evaluation%20April%202017%20FINAL.PDF">hér</a> .<br></p><p></p>

03.05.2017Veit granni þinn eitthvað um Heimsmarkmiðin?

<p></p><p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/final-bubble-central.jpg" alt="Final-bubble-central">"Ég get ekki sagt að ég þekki nágrannakonu mína. Ég veit þó að hún getur orðið dálítíð pirruð þegar börnin mín eru of hávaðasöm. Ég veit líka að hún notar endurvinnslutunnuna. En hvað finnst henni um Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun? Ég hef ekki grænan grun um það. Því verður að breyta."</strong><br></p><p>Þannig hefst í lauslegri þýðingu grein Felix Zimmermanns hjá DevCom sem eru samtök á vegum Þróunarmiðstöðvar OECD í París um kynningarmál í þróunarsamvinnu. Hann segir í greininni - sem birtist á bloggvefnum Development Matters - að brýnt viðfangsefni sé að fá almenna borgara til að grípa til aðgerða í tengslum við Heimsmarkmiðin.</p>"Ef það á að vera einhver von um að ná Heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 þurfum við að fá alla borgara til þess að breyta hegðan sinni og gildir þá einu hvar þeir búa. Áherslur Heimsmarkmiðanna eru ólíkar frá einni þjóð til annarrar en við þurfum að fá alla borgara í öllum löndum til þess að hvetja ríkisstjórnir, fyrirtæki - og nágranna - til aðgerða.<br>Lesið endilega <a rel="nofollow" href="https://oecd-development-matters.org/2017/04/27/does-your-neighbour-know-about-the-sustainable-development-goals/" shape="rect" target="_blank">hvatningarorð</a> Felix í Development Matters.<br><p></p>

03.05.2017Konur á flótta meginviðfangsefni UN Women á síðasta ári

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/unwomenarsskyrsla2016.PNG" alt="Unwomenarsskyrsla2016">Aldrei hafa fleiri manneskjur neyðst til að flýja heimkynni sín líkt og nú. Um þessar mundir eru 65 milljónir manna á flótta og á vergangi í heiminum. Því miður virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Fyrir vikið beindi landsnefndin fyrst og fremst sjónum að konum á flótta á árinu.</strong><strong><br></strong>Þannig hefst frétt landsnefndar UN Women þar sem tilkynnt er um útgáfu á<a rel="nofollow" shape="rect" href="https://unwomen.is/wp-content/uploads/2017/04/A%CC%81rssky%CC%81rsla-UN-Women-a%CC%81-I%CC%81slandi_Final-ilovepdf-compressed.pdf" target="_blank"> ársskýrslu</a> félagsins fyrir árið 2016. <br></p><p>Þar segir ennfremur: "Árið var viðburðaríkt og hófst á neyðarsöfnun fyrir konur á flótta í Evrópu. Dyggur stuðningur landsmanna lét ekki á sér standa var fjármununum varið í setja upp örugg athvörf fyrir konur og börn þeirra á landamærastöðvum í Makedóníu og Serbíu. Í ljósi harkalegra átaka í Írak, seinni hluta árs, efndi landsnefndin til neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta frá Mósul, höfuðvígi vígasveita íslamska ríkisins í Írak. Átakinu var gríðarlega vel tekið hér á landi en við lok árs dreifði UN Women í Írak sæmdarsettum til kvenna að andvirði sex milljóna króna sem söfnuðust með neyðarsöfnuninni og sölu á jólagjöf UN Women á Íslandi.<br></p><p>Árið 2016 var einnig stórt HeForShe ár og efndi landsnefndin til átaks á vordögum í samstarfi við KKÍ og Domino´s á Íslandi. Átakið miðaði að því að hvetja karlmenn til að skrá sig á HeForShe.is en rúmlega fjögur þúsund manns skráðu sig og hétu því að beita sér fyrir kynjajafnrétti í sínu nærumhverfi. Landsnefndin blés einnig til HeForShe - fræðslu átaksins #Ekkihata í október sem miðaði að því að vekja fólk til vitundar um alvarlegra afleiðinga netofbeldis gegn konum og stúlkum. Þess má geta að starfskonur og ungmennaráð UN Women á Íslandi héldu einnig úti öflugu kynningarstarfi um verkefni og starfsemi UN Women árinu auk þess sem fastir viðburðir áttu sér stað; Milljarður rís, Hvatningarverðlaun jafnréttismála og Ljósaganga.<br></p><p>Starfsemi landsnefndarinnar hefur vaxið ört á undanförnum árum. Síðasta ár var engin undantekning og jukust framlög landsnefndarinnar um 41% á milli áranna 2015 og 2016. Um helmingur af heildarframlagi landsnefndarinnar rann til verkefna sem miða að því bæta lífsgæði og öryggi kvenna á flótta. Þá hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi og aldrei áður hafa jafn margir karlmenn tilheyrt þeim hópi.Við hjá UN Women á Íslandi færum öllum þeim sem studdu við starf landsnefndarinnar á árinu kærar þakkir fyrir að taka þátt í að bæta við líf kvenna og stúlkna um allan heim."</p>

03.05.2017Hlér Guðjónsson fer sem sendifulltrúi Rauða krossins til Sómalíu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Hler-Gudjonsson_2017.jpg" alt="Hler-Gudjonsson_2017">Hlér&nbsp;Guðjónsson&nbsp;sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi hélt til&nbsp;Næróbí í Kenía um helgina og þaðan til Sómalíu&nbsp;á vegum&nbsp;Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans.&nbsp;</strong><br></p><p>Hlér er þaulreyndur sendifulltrúi og&nbsp;var valinn úr hópi umsækjenda til að sinna störfum í&nbsp;Sómalíu&nbsp;vegna yfirvofandi hungursneyðar&nbsp;þar í landi.&nbsp;Hlér mun meta þarfir og greina hvernig skipuleggja skuli áframhaldandi hjálparstarf með hliðsjón af vaxandi neyð vegna óvenjumikilla þurrka og hungurs.</p><p>Hlér hefur undanfarin tvö ár starfað í Peking í Kína sem upplýsingafulltrúi&nbsp;á vegum Alþjóða Rauða krossins en þar áður meðal annars í Síerra Leone, Palestínu og víðar.<br></p><p>"Hlér er mjög reyndur sendifulltrúi Rauða krossins og við vitum að reynsla hans og þekking mun nýtast sómalska Rauða hálfmánanum og Alþjóða Rauða krossinum vel í þessu erfiða verkefni sem við stöndum frammi fyrir að afstýra hungursneyð í Sómalíu," segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins. "Það gerir Rauði krossinn samt ekki einn, allir þurfa að leggjast á eitt en munum að saman getum við unnið að kraftaverki og bjargað hundurðum þúsunda eða jafnvel milljónum manna frá hungri og vannæringu og þannig að auki fjárfest í framtíðinni. Rauði krossinn á Íslandi mun fyrir sitt leyti ekki láta sitt eftir liggja og við hvetjum almenning til að leggja okkur lið með því að senda&nbsp;sms&nbsp;í númerið 1900 og leggja þannig kr. 1900 af mörkum en sú upphæð dugar til að bjarga tveimur börnum frá alvarlegri vannæringu."&nbsp;<br></p><p>Rauði krossinn á Íslandi er með neyðarsöfnun í gangi vegna ástandsins í Afríku og er starf Hlés einn liður í framlagi Rauða krossins á Íslandi vegna ástandsins.</p>

03.05.2017Stella Samúelsdóttir ný framkvæmdastýra UN Women á Íslandi

<p><strong><img class="center" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/SS.jpg" alt="SS">Stella Samúelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ingu Dóru Pétursdóttur.</strong><br></p><p>Stella er mannfræðingur en er einnig með menntun á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu, alþjóðasamskiptum og hagfræði. Auk þess hefur hún D vottun í verkefnastjórnun. Hún hefur víðtæka starfsreynslu bæði á sviðum þróunarsamvinnu, reksturs og viðskipta. Hún starfaði í fimm ár á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví þar sem hún meðal annars stjórnaði verkefnum er lutu að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna, starfaði sem sérfræðingur hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York þar sem hún hafði umsjón með þróunarverkefnum, stofnunum og sjóðum Sameinuðu þjóðanna, jafnréttismálum og umhverfismálum. Þess má geta að hún tók þátt í hinum ýmsu samningaviðræðum fyrir hönd Íslands í allsherjarþingi SÞ, þar á meðal var hún þátttakandi í samningaviðræðum um stofnun UN Women. Hún hefur einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi í þróunarmálum.&nbsp;<br></p><p>Síðastliðin þrjú ár hefur hún rekið eigið fyrirtæki í Bandaríkjunum sem flytur út Saltverk sjávarsalt frá Íslandi til Bandaríkjanna og er saltið nú til sölu í Whole Foods Market, á Amazon, hjá smærri sérverslunum og á veitingastöðum.&nbsp;</p><p>Starfsemi landsnefndar UN Women á Íslandi hefur vaxið ört á undanförnum árum. Síðasta ár var engin undantekning og jukust framlög landsnefndarinnar um 41% á milli áranna 2015 og 2016. Stella tekur við góðu búi Ingu Dóru Pétursdóttur sem leitt hefur landsnefndina undanfarin sjö ár og snýr sér nú að öðrum verkefnum í Mósambík.&nbsp;UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim. Landsnefndir UN Women starfa í fimmtán löndum að því að vekja athygli almennings á þörfum kvenna í fátækum löndum og starfi UN Women, afla fjár til starfsins og hvetja ríkisstjórnir sínar til að taka þátt í því. Landsnefnd UN Women á Íslandi er ein slíkra landsnefnda.</p>

26.04.2017Ræddu farsælt samstarf Íslands og UN Women

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/vorfundurWB17d.jpg" alt="VorfundurWB17d">María Erla Marelsdóttir</b> skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins átti fund um síðustu helgi með <b>Lakhsmi Puri</b> aðstoðarframkvæmdastjóra UN Women. Þær ræddu um farsælt samstarf Íslands og UN Women, en stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.&nbsp; <br> <br> Puri undirstrikaði mikilvægi framlags Íslands í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ekki síst hvað varðar áherslu Íslands á mikilvægi þess að karlar og drengir taki þátt í baráttunni. Auk þess hrósaði hún Íslandi fyrir mikilvæg skref til að útrýma kynbundnum launamun.</p>

26.04.2017Malaví meðal þriggja Afríkuríkja sem prófa bóluefni gegn malaríu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/malawigirl4.PNG" alt="Malawigirl4">Fyrsta bóluefnið gegn malaríu verður prófað í þremur Afríkuríkjum á næsta ári, Gana, Kenía og Malaví. Eftir áratugalangar rannsóknir var greint frá því fyrir tveimur árum að tekist hefði að þróa mótefni gegn malaríu (mýrarköldu) og á næsta ári er komið að því að reyna á notagildi RTS,S bóluefnisins. Það gæti bjargað tugþúsundum mannslífa á hverju ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), en tæplega helmingur jarðarbúa er í áhættuhóp gagnvart malaríusýkingum.</strong> <br></p><p> Samkvæmt frétt BBC er þó enn óljóst hversu gagnlegt bóluefnið reynist í fátækustu ríkjum heims. Gefa þarf bóluefnið fjórum sinnum, einu sinni í mánuði í þrjá mánuði og síðan í fjórða sinn átján mánuðum síðar. Bóluefnið styrkir ónæmiskerfið gegn frumdýri sem veldur malaríu og berst með biti moskítóflugunnar. <br></p><p> Á hverju ári deyr um hálf milljón manna af völdum malaríu, rúmlega níu af hverjum tíu í Afríku og mikill meirihluti þeirra börn. Talsvert hefur þó á síðustu árum dregið úr nýgengi sjúkdómsins og samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fækkaði malaríutilvikum í heiminum um 21% á árunum 2010-2015. Dauðsföllum af völdum malaríu fækkaði um 29% á sama tímabili. <br></p><p> Alþjóðlegi malaríudagurinn var í gær, 25. apríl. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://unric.org/en/latest-un-buzz/30537-malaria-threatens-nearly-half-of-the-worlds-population" linktype="1" target="_blank">Malaria threatens nearly half of the world's population/ UNRIC</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://qz.com/967030/ghana-kenya-and-malawi-will-test-out-the-worlds-first-malaria-vaccine-made-by-glaxosmithkli" linktype="1" target="_blank">It took decades of research, but the world's first malaria vaccine is finally ready for showtime/ Qz</a> <br> <p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2017/world-malaria-day/en/" linktype="1" target="_blank">Prevent malaria - save lives: WHO push for prevention on World Malaria Day, 25th April/ WHO</a></p>

26.04.2017Um 25 milljónir barna utan skóla á átakasvæðum í heiminum

<p><strong>Stríðsátök í heiminum hafa leitt til þess að 25 milljónir barna á aldrinum 6 til 15 ára, eða um 22% barna á þeimi aldri, fá enga formlega menntun. Í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kemur fram að börn á 22 stríðshrjáðum svæðum í heiminum eru utan skóla, flest þeirra stúlkubörn.</strong></p><p>"Menntun er aldrei mikilvægari en einmitt á tímum stríðsátaka," segir <strong>Josephine Bourne</strong> yfirmaður menntamála hjá UNICEF í fréttinni. &nbsp;Hún bendir á að skólar séu griðarstaður barna, verndi þau gegn vígasveitum&nbsp; sem vinni þeim mein og því miður fjölgi börnum ört á átakasvæðum sem sækja ekki lengur skóla. <br></p><p> Samkvæmt gögnum UNICEF eru flest grunnskólabörn utan skóla í Suður-Súdan, eða um 72% allra barna. Helmingur barna í Tjad er utan skóla og 46% barna í Afganistan. Í öllum löndunum þremur eru hlutfall stúlkna utan skóla hærra en stráka. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56610#.WP8Q5YiLTRZ" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Girls worst affected as conflict keeps more than 25 million children out of school - UNICEF/ UNNewsCentre</a> <a rel="nofollow" track="on" href="https://qz.com/966833/unicef-says-over-25-million-children-are-missing-school-due-to-conflict/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Over 25 million kids in conflict zones are missing out on education/ Qz</a> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/apr/24/eu-urgent-protection-23000-unaccompanied-child-refugees-squalid-camps-greece-italy" linktype="1" target="_blank">'Horrific' levels of child abuse in unsafe refugee camps, warns EU/ TheGuardian</a>

26.04.2017Yfir þúsund flóttamenn hafa farist á Miðjarðarhafi frá áramótum

<p><strong> <a href="https://youtu.be/8NKJxcVlFRM" class="videolink">https://youtu.be/8NKJxcVlFRM</a> Rúmlega eitt þúsund flóttamenn hafa drukknað á Miðjarðarhafinu það sem af er þessu ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur frá áramótum skráð 1,073 einstaklinga sem ýmist hafa drukknað eða er saknað á sjóleiðinni hættulegu á milli Líbíu og Ítalíu. Á síðasta ári var komið undir lok maímánaðar þegar dauðsföllin voru komin yfir þúsund.</strong> <br></p><p> Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að börn í þessum hópi séu að minnsta kosti 150 en líkast til séu börnin miklu fleiri sem hafa drukknað því algengt sé að dauðsföll foreldralausra barna séu ekki skráð. Breska dagblaðið <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.independent.co.uk/news/world/europe/refugee-crisis-migrants-asylum-seekers-mediterranean-see-libya-italy-ngos-smugglers-accusations-a7696976.html" linktype="1" target="_blank">Independent</a> segir að hættan í þessum ferðum sé svo mikil að hælisleitendur á óöruggum bátkoppum skrifi símanúmer á björgunarvesti til að tryggja að aðstandendur fái að vita um örlög þeirra finnist sjórekið lík. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p>Blaðið segir að 8,300 flóttamönnum hafi verið bjargað um páskahelgina og þeir hafi greint frá því að um eitt hundrað einstaklingar með þeim í för hafi dáið á leiðinni. Margir bátanna séu yfirfullir og fólk drukkni, kafni eða svelti til bana á leiðinni yfir hafið. <br></p><p> Batnandi veður og orðrómur um að líbanska landhelgisgæslan grípi senn til aðgerða gegn smyglurum í Líbíu leiða til þess að smyglarar hvetja nú sífellt fleiri til að leggja í hættuförina yfir hafið, segir í frétt Independent. <br> Blaðið segir líka frá því að nokkur borgarasamtök hafi vegna þess hræðilega ástands sem skapast hefur sent björgunarskip með heilbrigðisstarfsfólk og vistir á vettvang til viðbótar við aðgerðir Evrópusambandsins. Borgarasamtökunum hafi verið vel tekið af evrópskum stjórnvöldum en þau sæti gagnrýni frá öfga hægrisinnum og öðrum hópum sem ásaki þau um leynilegt samstarf við smyglara.&nbsp; <br></p><p> Fulltrúi Lækna án landamæra sem eru með tvö skip á Miðjarðarhafi segir ásakanirnar byggðar á sandi. "Þetta eru fáránlegar ásakanir settar fram til að draga athyglina frá raunverulega vandanum," hefur blaðið eftir Stefano Argenziano hjá Læknum án landamæra. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p>

26.04.2017Styrkja þarf Alþjóðabankann fjárhagslega til að hann geti gegnt hlutverki sínu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/vorfundurWB2017b.jpg" alt="VorfundurWB2017b" class="right">Styrkja þarf Alþjóðabankann fjárhagslega til að hann geti gegnt hlutverki sínu, náð settum markmiðum og tekist á við þær áskoranir sem blasa við. Þetta var meðal þess sem fram kom á vorfundum Alþjóðabankans sem haldnir voru í síðustu viku og lauk með fundi þróunarnefndar bankans og Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins á laugardag.</strong> <br></p><p> Þróunarnefndin mótar meginstefnu bankans og er skipuð ráðherrum 25 landa, en hún fundar tvisvar sinnum á ári. Ráðherrar í kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna skiptast á að sitja í nefndinni og <strong>Ulla Tørnæs</strong> þróunarmálaráðherra Danmerkur, situr í nefndinni þetta árið.&nbsp; Utanríkisráðherra Íslands mun sitja í nefndinni fyrir hönd kjördæmisins árið 2019. <br></p><p> Á fundi þróunarnefndarinnar var farið yfir þrjú megin málefni: framvindu hvað varðar framtíðarsýn bankans (Forward Look), endurútreikning á hlutafjáreign aðildarríkja (Shareholding Review) og styrkingu bankans (A Stronger World Bank Group for All). <br></p><p> Forseti bankans lýsti yfir ánægju sinni með 18. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA18) sem er nýlokið, en IDA er sú stofnun bankans sem veitir styrki og lán á hagkvæmum kjörum til fátækustu ríkjanna. Sagði hann niðurstöður samningaviðræðnanna <br> endurspegla sterkan stuðning við fjölþjóðlegt samstarf í þágu sjálfbærrar þróunar. Hann undirstrikaði jafnframt nauðsyn fjárhagslegrar styrkingar bankans (IBRD og IFC) og vísaði þá bæði til mögulegrar hlutafjáraukningar auk innri aðgerða til að losa um fjármagn, s.s. að draga úr rekstrarkostnaði og auka skilvirkni. Að lokum minnti hann á mikilvægi yfirstandandi vinnu við endurútreikning á hlutafjáreign ríkja. Þótt ljóst sé að hlutur sumra ríkja muni dragast saman séu allir sammála um tilganginn, eða að efla rödd þróunarríkja innan bankans. &nbsp; &nbsp;</p><p> Í ræðu sinni ítrekaði fulltrúi kjördæmisins, Ulla Tørnæs, m.a. mikilvægi þess að takast á við loftslagsvandann og tryggja jafnrétti kynjanna, m.a. með stuðningi við kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi, enda hvort tveggja grundvöllur þess að ná megi Heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun.&nbsp; <br></p><p> Meðan á vorfundum Alþjóðabankans stóð áttu fulltrúar Íslands margvíslega tvíhliða fundi og tóku þátt í fjölbreyttum viðburðum. Má þar nefna ráðherrafundum um málefni ungs fólks, mikilvægi félagslegra stuðningsneta, flóttamannavandann og um málefni fátækustu ríkjanna auk funda tengdum starfsemi Alþjóðaframfarastofnunarinnar og aukinni aðkomu einkageirans að uppbyggingu í þróunarríkjum.&nbsp; <br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2017/04/22/an-essential-role-a-new-approach" linktype="1" target="_blank">An Essential Role, a New Approach/ Alþjóðabankinn</a></p>

26.04.2017Vonin enn til staðar

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/papp.png" alt="Papp" class="right">Andreas Papp, yfirmaður neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna á heimsvísu, hélt fyrirlestur þann 19. apríl síðastliðinn í Háskóla Íslands sem bar yfirheitið "Is there a hope for a traumatized generation? The war in Syria and how it affects children." <br></p><p> Andreas hefur yfir tveggja áratuga starfsreynslu á sviði neyðaraðstoðar, þar á meðal starfaði hann í tíu ár hjá Læknum án landamæra. Í marsmánuði var hann staddur í Sýrlandi til að skoða aðstæður og fylgjast með neyðaraðgerðum SOS í Aleppo og Damaskus. <br></p><p> Á fyrirlestrinum kom fram að Andreas hafi aldrei séð aðra eins eyðileggingu og í Aleppo. Ekkert rennandi vatn er í austurhluta borgarinnar en SOS Barnaþorpin hafa komið upp vatnstönkum fyrir almenning. Þá eru 14 skólar gjöreyðilagðir í austurhluta borgarinnar sem Andreas segir mjög mikilvægt að endurreisa svo börnin komist aftur í skóla. <br></p><p> Hann sagði vonina þó vera til staðar. Það þyrfti þó að hjálpa sýrlenskum börnum, þá sér í lagi með áfallaaðstoð og menntun. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8233/vonin-enn-til-stadar" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef SOS</a>

26.04.2017Mikilvægi kvenna í friðaruppbyggingu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/hermennmoz.jpg" alt="Hermennmoz" class="center">Þann 20. apríl síðastliðinn undirritaði Ísland samstarfssamning við UN Women í Mósambík uppá 2.5 milljón bandaríkjadali til fjögurra ára (2017-2020). Beinist verkefnið að því að aðstoða mósambísk stjórnvöld við framkvæmd fyrstu aðgerðaáætlunar sinnar til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi.&nbsp; <br></p><p> Sú ályktun viðurkennir sérstöðu kvenna í stríði og mikilvægi hlutverks þeirra í friðaruppbyggingu. Í Mósambík þar sem borgarastyrjöld ríkti í rúm sextán ár og enn eru róstur öðru hverju skiptir ályktunin og framkvæmd hennar gríðarlega miklu máli. Verkefninu var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn þar sem rúmlega hundrað manns tóku þátt frá hinum ýmsu hagaðilum. Lögreglukórinn tók lagið eftir ræðuhöld og undirritun samstarfssamningsins.&nbsp; &nbsp; <br></p><p> Helsti samstarfsaðili UN Women er Jafnréttis-, barna- og félagsmálaráðuneyti í Mósambík sem fer með málefnið að hálfu stjórnvalda. Vegna eðli verkefnisins eru verkþættir sem beinast að þjálfun og&nbsp; samstarfi við innanríkis- og varnarmálaráðuneyti (lögreglu og her) landsins.&nbsp; Hefur verkefnið fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun og þakka framkvæmdastýra UN Women í Mósambík og ráðherra jafnréttismála þennan góða stuðning Íslands við málefnið. &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p></p><p>Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og endurreisn í mósambísku samfélagi leggi sitt að mörkum til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en oft verða þær útundan í þess háttar ferlum og áætlunum. Verkefnið verður unnið í fjórum til fimm héruðum í fjórum fylkjum í mið og norður Mósambík, Manica, Tete, Sofala og Zambézia. Er verkefnið byggt þannig upp að auðvelt er að stækka það og fjölga fylkjum og héruðum ef viðbótarfjármagn fæst frá öðrum gjafaríkjum. Hugsa má verkefnið sem frumkvöðlastarf, verkefni sem vísar veg og leggur línur til framtíðar um framkvæmd aðgerðaráætlunar ályktunar 1325 í Mósambík. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/maputoUNWomen2.jpg" alt="MaputoUNWomen2" class="right">Markmið (e. outcome) verkefnisins eru þrjú: öryggi, líkamleg og andleg heilsa kvenna og stúlkna bætt og mannréttindi þeirra varin; félags- og efnahagsleg endurreisn í þágu kvenna og stúlkna aukin á fyrrum átakasvæðum og hvetjandi umhverfi fyrir sjálfbæra framkvæmd á skuldbindingum á Konur, friður og öryggi styrkist. Helstu afurðir (e.outputs) eru eftirfarandi: <br></p><p><b> Afurð 1.1:</b> Konur og stúlkur sem orðið hafa fyrir ofbeldi hafi aðgang að fjölþættri aðstoð, þar á meðal viðeigandi vernd, heilbrigðis-, sálfélagslegri og lögfræðiþjónustu á flóttamanna- og endurreisnarsvæðum&nbsp;</p><p><b>&nbsp;Afurð 2.1:</b> Konur og stúlkur hafi betra aðgengi að efnahagslegum tækifærum í tengslum við endurreisn frá átökum&nbsp;</p><p><b>&nbsp;Afurð 2.2:</b> Konur og stúlkur hafi aukin tækifæri til að taka með virkum hætti þátt í hindrun og úrlausn átaka&nbsp;</p><p><b>&nbsp;Afurð 3.1:</b> Geta ráðuneytis jafnréttismála til að samræma, hafa eftirlit með framkvæmd aðgerðaáætlunar um 1325 og gera grein fyrir framvindu aukin&nbsp;</p><p><b>&nbsp;Afurð 3.2</b>: Aukin innlend kunnátta og geta til að innleiða og skapa þekkingu á sviðinu Konur, friður og öryggi. &nbsp;&nbsp;</p><p>Verkefnið hefst strax í þessari viku og lýkur í árslok 2020. Á fyrstu sex mánuðum verður safnað bakgrunnsupplýsingum, grunngildi mælikvarða ákvörðuð og nákvæmt umfang verkefnisins ákveðið ásamt sértækum markmiðum mælikvarða. Þar er gert ráð fyrir að UN Women njóti aðstoðar Eduardo Mondlane háskólans í Mósambík og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNU-GEST).&nbsp;</p><p>Verkefnið samræmist vel áherslum þróunarsamvinnuáætlunar og hinum ýmsu jafnréttis- og mannréttindastefnum Íslands almennt. Verkefnið leggur sitt að mörkum til Heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun, ekki síst til markmiðs nr. 5 um jafnrétti kynjanna og markmiðs nr. 16 um frið og réttlæti. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p></p><p></p>

26.04.2017Mesta mannúðarógnin í Jemen

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/jemen17.jpg" alt="Jemen17">Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss efndu í gær til ráðstefnu í Genf til að vekja athygli á hrikalegri mannúðarógn sem við blasir í Jemen. Í þessu fátæka ríki Mið-Austurlanda þar sem geisar borgarastríð þurfa um 75% íbúa, eða tæplega 20 milljónir manna, á nauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda og 25% íbúanna eru á barmi hungursneyðar, 7 milljónir. Af þeim eru tvær milljónir barna alvarlega vannærðar. &nbsp;&nbsp;</p><p>Ráðstefnunni í Genf var ætlað að tryggja fjármögnun hjálparstarfs en alþjóðastofnunum og hjálparsamtökum hefur reynst erfitt að fá fjármagn vegna hörmunganna í Jemen þrátt fyrir að vandinn sé síður en svo nýr af nálinni. Fram kom á ráðstefnunni í gær að einungis hafði náðst að safna 15% af þeim 2,1 milljarði bandaríkjadala sem Samræmingarskrifstofa mannúðarmála SÞ (OCHA) hafði óskað eftir til mannúðaraðstoðar. Á ráðstefnunni í gær voru gefin fyrirheit um framlög sem nema rúmum einum milljarði dala. &nbsp;&nbsp;</p><p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (UNCERF), sem Íslendingar styrkja fjárhagslega, lagði í gær til 25 milljónir dala til mannúðaraðstoðar í Jemen. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p class="small"></p><p></p><p><br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unocha.org/top-stories/all-stories/yemen-we-must-act-now-prevent-humanitarian-catastrophe" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Yemen: We must act now to prevent a humanitarian catastrophe/ OCHA</a> </p> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unocha.org/yemen/high-level-pledging-event" shape="rect" linktype="1" target="_blank">High-level Pledging Event for the Humanitarian Crisis in Yemen - Geneva, 25 April 2017/ OCHA</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/04/25/astandid_i_jemen_ordid_obaerilegt_3/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Ástandið í Jemen orðið "óbærilegt"/ Mbl.is</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bbc.com/news/world-middle-east-39694234" linktype="1" target="_blank">Yemen aid summit seeks to pull nation from brink/ BBC</a>° <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/jemen-tveir-thridju-ibua-i-neyd" linktype="1" target="_blank">Jemen: Tveir þriðju íbúa í neyð/ RÚV</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.reuters.com/article/us-yemen-security-un-idUSKBN17R18K" linktype="1" target="_blank">U.N., Russia warn against assault on main Yemeni port/ Reuters</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/world/2017/apr/25/yemen-humanitarian-appeal-un-antonio-guterres?CMP=twt_a-global-development_b-gdndevelopment" linktype="1" target="_blank">Yemen aid not reaching intended recipients, say activists on ground/ TheGuardian</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/news/latest/2017/4/58fe21e44/unhcr-braces-further-displacement-yemen-conflict-intensifies.html" linktype="1" target="_blank">UNHCR braces for further displacement as Yemen conflict intensifies/ UNHCR</a><br> <p></p><h4><br></h4><p></p>

26.04.2017Aðstoða á mósambísk stjórnvöld við framkvæmd aðgerðaráætlunar um konur, frið og öryggi

<p></p><p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/undirritunsamningsMaputo.jpg" alt="UndirritunsamningsMaputo">Sendiráð Íslands í Mapútó hefur skrifað undir samstarfssamning við UN Women í Mósambík. Að sögn Vilhjálms Wiium forstöðumanns sendiráðsins beinist samstarfið að því að aðstoða mósambísk stjórnvöld við framkvæmd fyrstu aðgerðaáætlunar sinnar til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi.</b>&nbsp; <br></p><p> Sú ályktun viðurkennir sérstöðu kvenna í stríði og mikilvægi hlutverks þeirra í friðaruppbyggingu. "Í Mósambík þar sem borgarastyrjöld ríkti í rúm sextán ár og enn eru róstur öðru hverju skiptir ályktunin og framkvæmd hennar gríðarlega miklu máli," segir Vilhjálmur. <br></p><p> Samstarfsverkefnið nefnist á ensku "Promoting women and girls' effective participation in peace, security and recovery in Mozambique" og jafnréttis-, barna- og félagsmálaráðuneyti Mósambíkur verður helsti samstarfsaðili UN Women. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri í sendiráði Íslands segir að meginmarkmið verkefnisins sé að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og endurreisn í mósambísku samfélagi stuðli að jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna sem oft verða útundan í þess háttar ferlum og áætlunum. Verkefnið verður unnið í nokkrum héruðum í fjórum fylkjum Mósambíkur. <br><p></p><p> "Verkefnið er þannig byggt upp að auðvelt er að stækka það og fjölga fylkjum og héruðum ef viðbótarfjármagn fæst frá öðrum framlagsríkjum. Það má hugsa verkefnið sem frumkvöðlastarf, verkefni sem vísar veg og leggur línur til framtíðar um framkvæmd ályktunar 1325 í Mósambík," segir Lilja Dóra. <br></p><p> Verkefnið samræmist vel áherslum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og ýmsum jafnréttis- og mannréttindastefnum &nbsp;sem Ísland er aðili að. Verkefnið leggur sitt að mörkum til Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun, ekki síst til markmiðs nr. 5 um jafnrétti kynjanna og markmiðs nr. 16 um frið og réttlæti.<br></p><p><sup>Myndatexti: Vilhjálmur Wiium forstöðumaður sendiráðs Íslands í Mapútó og Florence Raes staðarfulltrúi UN Women í Mósambík. Ljósmynd: UNWomen</sup></p><p></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://apanews.net/en/news/mozambique-iceland-and-un-women-ink-deal-on-women-empowerment" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Mozambique, Iceland and UN Women ink deal on women empowerment/ APA</a></p>

26.04.2017Harðnandi átök í Afganistan

<p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Una2.jpg" alt="Una2">Á föstudaginn var, þann 21. apríl, frömdu Talíbanar sína mannskæðustu árás gegn afganska hernum frá upphafi stríðsins árið 2001. Yfir 140 hermenn voru stráfelldir í óvæntri innrás á herstöðina Shaheen í norðurhluta landsins, þar sem þeir ýmist sátu yfir hádegismat eða bænastund, óvopnaðir. Rétt rúmri viku áður, 13. apríl, varpaði Bandaríkjaher öflugustu sprengju vopnabúrs síns, að kjarnorkuvopnum undanskildum, á neðanjarðarherbúðir ISIS-K hryðjuverkasamtakanna í austurhluta Afganistan og er þetta í fyrsta skipti sem gripið er til þess vopns. Það var 6 vikum eftir að ISIS lýstu yfir ábyrgð á stríðsglæp sem framinn var 6. mars, með blóðugri hryðjuverkaárás á Sardar Dauda Khan hersjúkrahúsið í miðborg Kabúl, en fram að því var ekki talið að ISIS hefðu nægilega fótfestu í Afganistan til að framkvæma svo flókna árás. <br></p><p> Þessi snarpa röð alvarlegra atburða á stuttu tímabili vormánaða ber með sér teikn á lofti um versnandi ástand í Afganistan, 16 árum eftir að harðstjórn Talíbana var felld með innrás Bandaríkjahers. Ábyrgð öryggismála landsins hvílir nú að öllu leyti á herðum Afgana sjálfra, eftir að alþjóðalið NATO dró sig formlega út úr vopnuðum átökum í landinu í árslok 2014, en sú byrði er þung fyrir tiltölulega nýstofnað her- og lögreglulið. Afganistan reiðir sig því enn mjög á einarðan stuðning NATO ríkja. Markmið núverandi verkefnis alþjóðaliðsins er fyrst og fremst að veita afgönskum stjórnvöldum, her og lögreglu ráðgjöf, þjálfun og stuðning. Yfirlýst lokatakmark er að Afganistan verði sjálfbært samfélag og sjálfráða um eigin framtíð þar sem stöðugleiki ríkir og almenningur hefur traust á grunnstoðum samfélagssáttmálans. <br></p><p> Friður í Afganistan er lykill að stöðugleika í heimshlutanum öllum, en því miður virðist enn langt í land með að það markmið náist. NATO vinnur því leynt og ljóst að því að hjálpa afgönskum her- og lögreglumönnum að öðlast sjálfstraust til þess að takast á við þær miklu áskoranir sem bíða þeirra, því meðal viðvarandi vandamála í átökunum er að hermennirnir einfaldlega leggi niður vopn og flýi af hólmi þegar vígamenn Talíbana nálgast. &nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/Helmand-Shooting-Range.jpg" alt="Helmand-Shooting-Range"><strong>Myndar þjálfun hermanna</strong>&nbsp;</p><p></p><p>Undirrituð hefur meðal annars unnið að því að mynda og segja frá þjálfun afganskra hermanna á vetrarmánuðum, nú síðast í Helmand héraði. Þar hafa átökin í landinu verið einna hörðust, sem meðal annars má rekja til þess að Helmand er helsta framleiðslusvæði ópíums í heiminum. Því fylgdu blendnar tilfinningar að ræða við ungu mennina sem fylla 215. sveit afganska hersins í Helmand. Flestir eru á þrítugsaldri, eða yngri. Þeir virtust trúa á málstaðinn og hafa metnað fyrir að standa sig vel, en þeir hafa ekki mikið val um annað. Á æfingasvæði, þar sem útskriftarverkefnið var að finna og grafa upp heimatilbúnar sprengjur (IEDs), hitti ég pilt sem beitti fyrir sig þýsku þegar hann sá mig. Hann hafði flúið land og dvalið um nokkurra mánaða skeið í Bæjaralandi, þar til honum var neitað um hæli og snúið aftur til heimalandsins, líkt og þúsundum afganskra flóttamanna í Evrópu á síðasta ári. Við heimkomuna sá hann þann kost vænstan að ganga í herinn og sagðist vonast til að gera gagn þar. Hann var málglaður og félagar hans grínuðust með það við mig að einhvern daginn myndi hann slá í gegn í Hollywood. &nbsp; <br></p><p> Líkurnar eru þó því miður ekki með honum, eða hinum ungu mönnunum. Að lokinni þjálfun verða þeir sendir út á vígvelli Helmand í sumar. Yfir 6700 afganskir hermenn létust í átökum árið 2016 og hefur mannfallið aldrei verið meira, eða ríflega þrefalt allt mannfall Bandaríkjahers samanlagt frá innrásinni 2001.</p><p>Engu að síður hafa afganskar öryggissveitir jafnt og þétt náð framförum, sem sýna að þjálfun og ráðgjöf alþjóðaliðsins skilar árangri. Ný kynslóð ungra Afgana sem er mun hæfari í stjórnunarstöðum en fyrirrennarar þeirra vekur góða von um framtíðarárangur, þótt í of mörgum tilfellum flækist eldri kynslóðin enn fyrir og haldi aftur af þeim. Og það eru ekki aðeins Afganir sem læra af samstarfinu við NATO. Ég hef lagt mig eftir því að spyrja líka ráðgjafana úr alþjóðaliðinu hvort þeir persónulega dragi einhvern lærdóm af verkefninu í Afganistan og flestir hafa svipaða sögu að segja: Þeir hafi lært að þeirra nálgun að heiman er ekki endilega alltaf sú eina rétta í þessum aðstæðum, að í sumum tilfellum vilji Afganir gera hlutina með öðrum hætti og vænlegast til árangurs sé að hlusta og leyfa þeim að gera það. <br></p><p> Þannig má kannski segja að alþjóðalið NATO nálgist verkefnið í Afganistan af aukinni auðmýkt, enda hefur sýnt sig undanfarin 16 ár að það er engin einföld lausn til við þeirri gríðarflóknu stöðu sem uppi er eftir áratugi stríðs í landinu. Vonin er auðvitað sú að NATO geti á endanum dregið sig með öllu út og skilið þannig við Afganistan að það standi á eigin fótum til framtíðar. Með ráðstefnunum í Varsjá og Brussel á síðasta ári hefur alþjóðasamfélagið ítrekað skuldbindingu sína til þess að styðja áfram við þróunarstarf í Afganistan næstu árin, til þess að það megi verða að veruleika. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p>Ljósmyndir: Kay Nissen</p>

26.04.2017Flóttamannavandinn alvarlegur en ekki óyfirstíganlegur, að mati fræðimanna

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/flottamananskyrsla.PNG" alt="Flottamananskyrsla" class="right">Flóttamannavandinn er til umfjöllunar í nýrri skýrslu frá fræðasetrinu Central for Global Development og alþjóðlegu flóttamannanefndinni (International Rescue Committee). Þar eru settar fram tillögur til að mæta þeim áskorunum sem við blasa í veröldinni þar sem 65 milljónir manna hafa flúið heimili sín og eru ýmist á vergangi innanlands eða hafa stöðu flóttamanna en síðarnefndi hópurinn telur 21 milljón.&nbsp;</strong> <br></p><p> Skýrsluhöfundar segja vandann alvarlegan en ekki óyfirstíganlegan. Með sameiginlegu átaki alþjóðasamfélagsins sé unnt að bregðast við þeirri ógn sem við blasir. Höfundarnir benda á að flóttamenn séu einungis 0,3% mannkyns og að þeir dreifist landfræðilega ekki á marga staða.&nbsp;</p><p> <strong>Þorri flóttamanna í þróunarríkjum</strong></p><p> Fram kemur í skýrslunni að 88% flóttamanna séu í lágtekju- og meðaltekjuríkjum. Straumur flóttamanna inn í fátæk ríki ógni þróun og stöðugleika í þessum löndum, bæði með svæðisbundum afleiðingum og alþjóðlegum. Hins vegar megi með góðri stjórnun koma því þannig fyrir að gistiríkið njóti ávinnings af komu flóttafólk. <br></p><p> Átök og hörmungar hafa leitt til þess að 21 milljón manna hafa leitað hælis utan föðurlandsins þar af 5 milljónir manna sem flúið hafa Sýrland frá því borgarastyrjöldin hófst árið 2011. Í skýrslunni segir að um það bil 76% flóttamanna séu ekki í flóttamannabúðum sem leiði til þess að erfiðara en ella er að hafa upp á þeim og bregðast við þörfum þeirra. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Þá séu sífellt fleiri á flótta í langan tíma. Það sjáist á því að flóttamenn eru að jafnaði 10 ár fjarri heimilum sínum og þeir sem hafa verið flóttamenn lengur en fimm ár snúi ekki heim fyrr en að 21 ári liðnu að meðaltali.&nbsp;</p><p> Sérfræðingar Center for Global Development leggja til að ríkisstjórnir heims, þróunar- og mannúðarsamtök, einkageirinn og borgarasamtök &nbsp;taki höndum saman undir forystu þeirra þjóðríkja sem hýsa flesta flóttamenn og vinni að sjálfbærri lausn fyrir flóttafólkið og samfélögin þar sem þeir búa. Sérfræðingarnir leggja til þrjár meginreglur og tíu tilmæli fyrir stjórnmálamenn til að byggja upp árangursríka samninga í þágu þeirra þjóða sem hýsa þorra flóttamanna. <br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.cgdev.org/sites/default/files/Refugee-Compacts-Report.pdf" linktype="1" target="_blank">Skýrslan: REFUGEE COMPACTS - Addressing the Crisis of Protracted Displacement/ CGDev og International Rescue Comittee</a></p>

26.04.2017MOOC námskeið - Landgræðsla til sjálfbærrar þróunar með aðkomu viðskiptalífsins

<p><strong> <a href="https://youtu.be/ajv540N59kg" class="videolink">https://youtu.be/ajv540N59kg</a> Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur, ásamt samstarfsaðilum, þróað netnámskeið um þau tækifæri sem landgræðsla skapar til að stuðla að sjálfbærri þróun. Námskeiðið nefnist </strong> <strong><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.rsm.nl/enable/business4landscapes-our-mooc/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Landscape Restoration for Sustainable Development: a Business Approach</a></strong><strong>.&nbsp; Það gefur heildstæða þekkingu á landhnignun og landgræðslu bæði út frá sjónarhóli náttúruvísinda annars vegar og viðskipta- og atvinnulífs hins vegar. Í námskeiðinu er útskýrt hvernig landgræðsla bætir landgæði og frjósemi lands sem skilar &nbsp;sér í fjárhagslegum og samfélagslegum ávinningi og styður þannig við afkomu og velferð einstaklinga og samfélaga. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að nemendum og sérfræðingum í viðskiptum og stjórnun en er í boði fyrir alla sem hafa áhuga á að viðhalda og endurheimta landgæði.</strong> <br></p><p> Námskeiðið er svokallað MOOC-námskeið (Massive Open Online Course) sem fer alfarið fram á netinu og er opið öllum án endurgjalds. Það er því hægt að ná til mikils fjölda fólks í einu og gefa&nbsp; breiðum hópi einstaklinga tækifæri til að mennta sig óháð staðsetningu og efnahag. Jafnframt skapar þessi gerð námskeiða sóknarfæri til að vekja athygli á aðkallandi málefnum samtímans. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/IMG_3168.JPG" alt="IMG_3168" class="right">Landeyðing og hnignun landgæða er eitt af þeim málefnum sem takast þarf á við til að tryggja sjálfbæra þróun. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 15 er tileinkað þessu málefni, en það lýtur að því að <em>stöðva landeyðingu, vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu landvistkerfa</em>. Landeyðing hefur víðtæk neikvæð áhrif á afkomu einstaklinga og samfélaga. Hún dregur úr tækifærum fólks til að lifa af landinu og hefur neikvæð áhrif á heilsu fólks þar sem henni fylgja oft slæm loft- og vatnsgæði og mengun.&nbsp; Með landgræðslu er hægt að endurheimta gæði landsins, sem til framtíðar getur skapað atvinnu- og viðskiptatækifæri og bætt afkomu og heilsufar fólks. Landgræðsla bindur einnig kolefni í jarðvegi og gróðri og dregur því úr styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Það er því margvíslegur ávinningur af því að græða upp land og hindra landhnignun. Mikilvægt er að miðla þessari þekkingu til þeirra sem geta stuðlað að landbótum í sínum störfum. Þess vegna er MOOC-námskeiðið sniðið að nemendum og sérfræðingum í viðskipta- og atvinnulífinu, til að virkja þann kraft sem þar er til sjálfbærrar þróunar.&nbsp;<br></p><p> MOOC-námskeiðið er þróað í samstarfi <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unulrt.is/static/files/Publications/Brochures/2017_enable_brochure.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">ENABLE</a> verkefnisins sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Auk <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unulrt.is/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Landgræðsluskólans</a> eru það Rotterdam School of Management, Commonland, Estoril Conferences og Spanish National Research Council sem standa að ENABLE verkefninu. Við þróun og gerð námskeiðsins átti Landgræðsluskólinn einnig mjög gott samstarf við sérfræðinga Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins, sem miðla í námskeiðinu af þekkingu sem þessar stofnanir búa yfir. ENABLE hópurinn mun halda áfram að þróa námsefni bæði fyrir vefumhverfi og hefðbundnari kennslu á komandi misserum. <br><br></p><p> MOOC-námskeiðið verður aðgengilegt á vef <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.coursera.org/learn/landscape-restoration-sustainable-development" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Coursera</a>&nbsp;þann 1. maí. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>

26.04.2017Salernisaðstaða sem alþjóðleg réttindi

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/goingtothetoilet.PNG" alt="Goingtothetoilet" class="right">Mannréttindavaktin (Human Right Watch) hvatti ráðherra og aðra fulltrúa á alþjóðlegri ráðstefnu um vatns- og salernismál í síðustu viku til að beina sjónum að hindrunum sem torvelda rétt fólks til að ganga örna sinna í næði og með mannlegri reisn.</strong>&nbsp;&nbsp;</p><p>Mannréttindavaktin gaf í liðinni viku út skýrsluna: <strong>Going to the Toilet When You Want: Sanitation as a Human Right</strong> (Að fara á klósettið þegar þú þarft: Salernisaðstaða sem mannréttindi). &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p>Þetta 46 blaðsíðna rit samtakanna byggir á rúmlega tíu ára skýrslugerð um margvíslega misnotkun, mismunun og vandkvæði sem fólk upplifir við það að framkvæma þá einföldu athöfn að létta á sér við öruggar aðstæður með reisn. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2015 bjuggu 2,4 milljarðar manna við ófullnægjandi salernisaðstöðu. Um milljarður manna hafði ekki um annað að velja en að ganga örna sinna úti á víðavangi með tilheyrandi hættu á heilsufarskvillum fyrir allt samfélagið eins og vannæringu, vaxtarhömlun og niðurgangspestum, svo dæmi séu nefnd. <br><p></p><p> Hvernig fólk stýrir líkamsstarfsemi sinni er kjarninn í mannlegri reisn," segir Amanda Klasing hjá Mannréttindavaktinni í frétt samtakanna. "Fyrir utan það hvað fólki er misboðið felur skert aðgengi að salernisaðstöðu í sér að önnur mannréttindi skerðast líka eins og heilsa og kynjajafnrétti," segir hún. <br></p><p> Rétturinn til að hafa aðgang að salerni byggir á réttinum til að njóta viðunandi lífsgæða og felur í sér að allir eiga að njóta salernisaðstöðu sem veitir nauðsynlegt næði og tryggir reisn, er aðgengileg fötluðum sem ófötluðum, örugg, hrein og bæði félagslega og menningarlega ásættanleg. Fjölmargir fá hins vegar ekki notið þessara mannréttinda eins og tölurnar hér að ofan sýna glöggt. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p>

18.04.2017Matreiðslubók með breyttum þjóðlegum réttum vegna loftslagsbreytinga

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/cq5dam.web.221.289--1-.png" alt="Cq5dam.web.221.289--1-" class="right">Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf á dögunum út nýja matreiðslubók. Í bókinni er lögð áhersla á áhrif loftslagsbreytinga á fæðuöryggi í þróunarríkjum og hvernig samfélög aðlagast breytingunum með nýjum útfærslum á hefðbundnum réttum til þess að þrauka. Nýja bókin nefnist "Adaptive Farms, Resilient Tables" og inniheldur uppskriftir af þjóðlegum réttum frá sex löndum - Grænhöfðaeyjum, Kambódíu, Haítí, Malí, Níger og Súdan.<br></p><p>Í bókinni eru sagðar persónulegar sögur fólks, hvernig það aðlagar máltíðir sínar að breyttum forsendum þegar uppistaðan í fæðunni tekur breytingum.Nokkur samfélaganna sem koma við sögu í bókinni njóta stuðnings Kanada og aðlögunarsjóðs UNDP um loftslagsbreytingar. Íbúar fá aðstoð við að leita nýrra leiða í fæðisöflun og landbúnaði vegna aðkallandi breytinga í veðurfari.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.undp.org/content/undp/en/home/presscenter/pressreleases/2017/04/04/undp-releases-new-cookbook-with-climate-resilient-recipes.html" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

18.04.2017Noregur: Tvöföldun framlaga til endurnýjanlegrar orku og aukið samstarf við einkageirann

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/borgebrende.jpg" alt="Borgebrende" class="right">Ætlunin er að tvöfalda framlög til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í nýrri þróunaráætlun Norðmanna. Norska ríkisstjórnin vill aukið samstarf við einkageirann, borgarasamtök, fjölþjóða stofnanir og innlend samtök í samstarfslöndum í baráttunni gegn fátækt og neyð. Þetta kom fram í skýrslu sem Børge Brende utanríkisráðherra Noregs gaf Stórþinginu í síðustu viku og fjallar um áherslur norskra stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.<br></p><p></p><p>Í stefnumörkun Norðmanna eru dregnar fram tengingar milli annarra þátta í stefnu stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum og lögð áhersla á að þróunarmál snúist ekki eingöngu um framlög til fátækra ríkja heldur séu þau ekkert síður viðfangsefni hefðbundins málsvarnarstarfs í samræmi við áherslur Heimsmarkmiðanna.</p><p>Gert er ráð fyrir að styrkja mannréttindaþátt stefnunnar í málaflokknum, meðal annars varðandi tjáningarfrelsi, stuðning við trúarlega minnihlutahópa og réttindi kvenna, sérstaklega kyn- og frjósemisréttindi. Ætlunin er líka að auka umtalsvert framlög til Norfund til að styrkja atvinnuskapandi verkefni í einkageira þróunarríkjanna. Áfram er lögð áhersla á heilbrigðismál, menntun, loftslagsmál og að viðhalda regnskógum. Auk þess er gert ráð fyrir að auka framlög til óstöðugra ríkja og til mannúðaraðstoðar.</p><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.regjeringen.no/no/aktuelt/pm_utviklingspolitikk/id2548651/" linktype="1" target="_blank">Felles innsats for bærekraftsmålene i utviklingspolitikken/ Norska ríkisstjórnin</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.regjeringen.no/no/aktuelt/pm_energi/id2548670/" linktype="1" target="_blank">Regjeringen dobler bistanden til fornybar energi/ Norska ríkisstjórnin</a>&nbsp;<br><p></p><p><b><br></b></p><p><b><br></b></p>

18.04.2017Neyðarsöfnun UNICEF fyrir vannærð börn í fjórum löndum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/unicefsofnun.PNG" alt="Unicefsofnun">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hóf á mánudag&nbsp;<a shape="rect">neyðarsöfnun fyrir vannærð börn í Suður-Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu</a>. Nærri 1,4 milljónir barna eru í lífshættu í löndunum fjórum og gætu dáið af völdum alvarlegrar vannæringar. Ástandið nú má að miklu leyti rekja til stríðs og átaka en einnig til mikilla þurrka.</strong><br></p><p>Alls ógnar hungursneyð nú lífi allt að 20 milljóna manna. &nbsp;Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum, segir í frétt frá UNICEF, og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Það hefur aldrei gerst áður frá stofnun SÞ.<br>UNICEF er á vettvangi í öllum fjórum ríkjunum og heldur úti gríðarlega umfangsmiklum neyðaraðgerðum, bæði með hjálp&nbsp;<a shape="rect">heimsforeldra</a>&nbsp;og þeirra sem styðja neyðarsöfnun UNICEF.<strong><br></strong></p><p><strong>Yngstu börnin berskjölduðust</strong><br>"Þegar hafa fjölmargir hér á landi stutt við neyðaraðgerðir UNICEF í Suður-Súdan og það veitir okkur von að finna þann mikla stuðning. Þar sem hungursneyð vofir nú yfir í þremur ríkjum til viðbótar höfum við ákveðið að blása til sérstakrar neyðarsöfnunar til að bregðast við þessum fordæmalausu aðstæðum," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.<br><br>Barn sem þjáist af alvarlegri bráðavannæringu - hættulegasta formi vannæringar - er níu sinnum líklegra til að deyja af völdum sjúkdóma en önnur börn sem veikjast. Þetta geta til dæmis verið malaría, lungnabólga og niðurgangspestir.</p><p>Niðurgangspestir og mislingar voru megindánarorsökin í hörmungunum í Sómalíu fyrir sex árum þar sem börn voru helmingur þeirra sem létust. Það sama á við nú og þá að börn deyja ekki einungis vegna skorts á mat. Þau látast einnig vegna þess að þau drekka mengað vatn sem orsakar niðurgangspestir, hafa ekki aðgang að heilsugæslu og missa af lífsnauðsynlegum bólusetningum. Allt gerir þetta þau útsettari en ella fyrir margvíslegum sjúkdómum.</p><p>"UNICEF leggur af þessum sökum þunga áherslu á að veita margþátta neyðarhjálp: Bjarga lífi vannærðra barna með því að veita þeim nauðsynlega meðferð, dreifa hreinu vatni, bólusetja börn, tryggja þeim heilsugæslu og sjá til þess að hreinlætismál séu í lagi," segir Bergsteinn.<br>Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda sms-ið BARN í nr. 1900, gefa með kreditkorti&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://unicef.is/neyd" linktype="1" target="_blank">hér</a>&nbsp;og leggja inn á reikning 701-26-102050, kt 481203-2950.</p>

18.04.2017Framlög til þróunarmála aldrei hærri en á síðasta ári

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/oda2016.PNG" alt="Oda2016">Opinber framlög til þróunarsamvinnu námu á síðasta ári 142,6 milljörðum bandarískra dala og hafa aldrei verið hærri. Milli ára hækkuðu framlög um 8,9%. Fram kemur í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.oecd.org/development/development-aid-rises-again-in-2016-but-flows-to-poorest-countries-dip.htm" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;OECD, sem birti tölur frá árinu 2016 í gær, að framlög vegna flóttamanna í gistiríkjunum hafi hækkað heildartöluna um 7,1%. Það þýðir að raunhækkun til þróunarmála var engu að síður talsverð.<br></p><p>Framlög til tvíhliða þróunarsamvinnu drógust saman milli ára um 3,9% sem þýðir að fátækustu þjóðirnar í heiminum fengu minna í sinn hlut en árið áður og framlög til Afríkuríkja drógust saman um 0,5%.<br>Að meðaltali ráðstöfuðu DAC-ríkin, sem eru 29 talsins, 0,32% af vergum þjóðartekjum til þróunarmála.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/aldrei-meira-fe-varid-til-throunarsamvinnu" linktype="1" target="_blank">Aldrei meira fé varið til þróunarsamvinnu/ RÚV</a></p>

18.04.2017Álfabikarinn nýr - og svolítið skrýtinn - en fellur undir jákvæða þróun

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/womena-training.jpg" alt="Womena-training" class="center">Í héraðsþróunarsamstarfi Íslands og Buikwe héraðs er leitast við að innleiða lausnir og nýjungar samhliða hefðbundnum "stórum verkþáttum" eins og byggingum, kennaraþjálfun og vatnsmálum.&nbsp; Eitt þessara verkefna snýr að kynheilbrigði og aðstoð við unglingsstúlkur að stjórna blæðingum, sem er eilíft vandamál hjá fátækum stúlkum.&nbsp;&nbsp;</strong></p><p>Félagasamtökin WoMena hafa tekið þátt í undirbúningi verkefnis á þessu sviði með sendiráði Íslands og héraðsskrifstofunni og héldu þau nýlega samráðsfund á vettvangi til að kynna hugmyndina um innleiðingu álfabikarsins (e. menstrual cup).&nbsp; Þar er miðað við framhaldsskóla héraðsins sem njóta stuðnings íslenska sendiráðsins í Kampala.&nbsp;<br></p><p>Eins og Heimsljós greindi frá í síðustu viku komst sendiráðið í kynni við WoMena eftir að rannsókn á brottfalli framhaldsnemenda í Buikwe leiddi í ljós að blæðingar höfðu lamandi áhrif á aðsókn stúlknanna í skóla. Eitt af helstu markmiðum WoMena er að gera stúlkum kleift að mæta í skóla allan ársins hring, óháð tíðahring þeirra.<br></p><p>Fundurinn í Buikwe var vel sóttur af um 60 manns. Þar á meðal voru skólastjórar, kennarar, heilbrigðisstarfsmenn, fulltrúar héraðsyfirvalda og trúarleiðtogar. "Eins og við mátti búast mynduðust miklar og áhugaverðar umræður um álfabikarinn og hvort það væri mögulegt og jafnvel viðeigandi að kynna hann fyrir skólastúlkum héraðsins. Flestir voru jákvæðir í garð álfabikarsins og sögðu að stúlkur héraðsins ættu að fá tækifæri til að kynnast bikarnum sjálfar, með hjálp WoMena, og sjá hvort hann hentaði þeim. Þá sögðu fundarmeðlimir að þó að álfabikarinn væri nýr fyrir þeim - jafnvel svolítið skrýtinn - þá félli hann vissulega undir jákvæða þróun. Sögðu fundargestir þá að áður fyrr hefðu konur notað hluti á borð við lauf og pappír til að stjórna blæðingum sínum, og því bæri að taka nýjungum á borð við álfabikarinn fagnandi," segir Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir sérfræðingur í sendiráði Íslands sem sótti fundinn.</p><p></p><p>Sigrún Björg segir að þær áhyggjuraddir sem heyrðust hafi aðallega snúið að hreinlæti og alls ekki af tilefnislausu. "Álfabikarinn samræmist því vel helstu verkefnum sendiráðs Íslands sem ganga út á að bæta hreinlæti, einkum aðgengi að vatni og tryggja viðeigandi salernisaðstæður í samstarfsskólum sínum," segir Sigrún Björg. Hún bætir við að þar að auki hljóti stúlkur og kennarar þeirra skóla sem fá álfabikarinn frá WoMena þjálfun og fræðslu í hreinlæti og viðeigandi notkun á álfabikarnum og það hafi, samkvæmt WoMena, gengið að óskum.<br></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/nomoneyforsanitarypads.jpg" alt="Nomoneyforsanitarypads" class="left">"Eftir þennan jákvæða og áhugaverða fund virðist því ekkert vera því til fyrirstöðu að skoða frekara samstarf WoMena, Buikwe héraðs og sendiráðs Íslands með það að markmiði að tryggja það að stúlkur geti sótt nám óháð blæðingum þeirra," segir hún.&nbsp;<br></p><p>Nýlunda er að þessi mál eru nú stöðugt til umræðu í fjölmiðlum í Úganda eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af nýlegri frétt í úgöndsku dagblaði. Þar segir Janet Muzeveni menntamálaráðherra og forsetafrú að ekki sé unnt að útvega ókeypis dömubindi eins og lofað var í kosningabaráttunni fyrir rúmu ári, engin efni væru á slíku hjá hinu opinbera. "Vænta má að þetta þýði að æ fleiri séu móttækilegir fyrir öðrum lausnum," segir Sigrún Björg.</p><p></p>

18.04.2017Vatnsskortur alvarlegur vandi í stórborgum Afríku

<p><strong> <a href="https://youtu.be/3tQ2SzSEBnU?list=PL59FB6C9C9D741D01" class="videolink">https://youtu.be/3tQ2SzSEBnU?list=PL59FB6C9C9D741D01</a> Sífellt fleiri íbúar borga í Afríku hafa aðgang að kranavatni en á sama tíma fækkar íbúum borga hlutfallslega sem hafa aðgang að vatni á krana. Skýringin á þessari þversögn er einföld: fjölgun íbúa í borgum er langt umfram getu borgaryfirvalda til að bæta við vatnslögnum og tryggja íbúunum hreint og gott vatn.</strong><br></p><p>Á árunum milli 2000 og 2015 fjölgaði borgarbúum í Afríku um 80%, úr 206 milljónum í 373 milljónir. Íbúum sem áttu þess kost að fá kranavatn í borgum fjölgaði á sama tíma úr 80 milljónum í 124 milljónir. Þrátt fyrir þessa fjölgun varð hlutfallsleg fækkun borgarbúa með aðgang að kranavatni sem sést á því að árið 2000 voru 40% með vatn en aðeins 33% árið 2015.<br></p><p>Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðabankans halda vatnsveitur borganna engan veginn í við fólksfjölgunina. Þær hafa takmarkað fjármagn til rekstrar og viðhalds hvað þá að auka við þjónustuna með lagningu vatns til nýrra hverfa. Fram kemur í skýrslu Alþjóðabankans að skortur sé á rannsóknum á þessu sviði.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/26186" linktype="1" target="_blank">Performance of Water Utilities in Africa/ Alþjóðabankinn</a><br></p>

18.04.2017Ellefu milljónir til viðbótar í neyðaraðstoð vegna fæðuskorts í Sómalíu

<p><strong> <a href="https://youtu.be/n25bpjt6kD8" class="videolink">https://youtu.be/n25bpjt6kD8</a> Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að senda um ellefu milljónir króna í neyðaraðstoð til Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts þar í landi. Langvarandi þurrkar og óreglulegar rigningar hafa haft ófyrirséðar afleiðingar á þessu svæði.&nbsp;</strong><br></p><p>Rauði krossinn á Íslandi hefur starfrækt verkefni í Sómalíu undanfarin ár, m.a. séð um uppbyggingu heimilis fyrir munaðarlaus börn og starfrækt færanlega heilsugæslu í Sómalílandi.<br></p><p>Um miðjan marsmánuð sendi Rauði krossinn á Íslandi um 16,5 milljónir til Jemen vegna sambærilegs ástands þar.<br></p><p>Enn hefur ekki verið lýst yfir hungursneyð í Sómalíu og standa vonir til þess að hægt verði að afstýra því að svo verði gert ef alþjóðasamfélagið bregst nógu hratt við. Nú þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á ákveðnum svæðum í Suður-Súdan, en það var gert í fyrsta sinn í heiminum í 6 ár nú í febrúar. Hungursneyð er skilgreind samkvæmt alþjóðlegu kerfi, en a.m.k. 20% mann­fjölda á ákveðnu svæði þarf að hafa mjög tak­markaðan aðgang að grunnmat­væl­um, þegar al­var­leg vannær­ing nær til um 30% mannfjölda og fleiri en tveir af hverj­um 10.000 deyja á hverj­um degi.<br></p><p>Rauði krossinn er einnig með neyðarsöfnun í gangi vegna þessa sem almenningur getur stutt við með því að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og fara þá 1900 krónur af símreikningi. Auk þess er&nbsp;hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/hungursneyd-vofir-yfir" linktype="1" target="_blank">Hungursneyð vofir yfir/ RÚV</a>&nbsp;

17.04.2017Atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum Kampala

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/IMG_3172.JPG" alt="IMG_3172">Hjálparstarf kirkjunnar hefur hafið fjársöfnun fyrir verkefni í þágu barna og ungmenna í Kampala höfuðborg Úganda en þangað liggur þungur straumur ungs fólks í von um betra líf. "Því miður bíður flestra þeirra hins vegar atvinnuleysi og eymdarlíf í fátækrahverfum og mörg ungmenni leiðast út í smáglæpi og vændi til að lifa af," segir í &nbsp;blaðinu <a href="http://help.is/id/110">Margt smátt</a> sem Hjálparstarfið gefur út og var dreift með Fréttablaðinu á dögunum.<br></p><p>Kampalaverkefni Hjálparstarfsins er í þremur fátækrahverfum í höfuðborginni og stendur yfir í þrjú ár. Áætlaður heildarkostnaður er um 33 milljónir króna.<br></p><p>Markhópurinn eru 1500 börn og ungmenni á aldrinum 13-24 ára en markmiðið er að unga fólkið öðlist verkkunnáttu sem það geti nýtt til að sjá sér farborða, að það taki þátt í uppbyggilegum tómstundum og námskeiðum sem styrkja sjálfsmyndina og að þau séu upplýst um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu.<br></p><p>Verkefnið er unnið í samstarfi við Lútherska heimssambandið og samtökin UYDEL (Ugandan Youth Development Link) með góðum stuðningi utanríkisráðuneytisins.<br></p><p>UYDEL hefur rúmlega tuttugu ára reynslu af því að vinna með ungu fólki í fátækrahverfum Kampala. Þau reka verkmenntamiðstöðvar þar sem ungmennin &nbsp;geta valið sér ýmis svið og öðlast nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð.</p><p>Anna Nabylua félagsráðgjafi er aðstoðarframkvæmdastjóri Uganda Youth Development Link (UYDEL) og stýrir Kampalaverkefni Hjálparstarfsins. Hún hefur áralanga reynslu af starfi með börnum og unglingum sem eru í viðkvæmri stöðu í samfélaginu og útsett fyrir mansali og annarri misnotkun. Anna segir að til þess að ná mestum árangri í starfinu hafi reynslan kennt að best sé að virkja unglingana og efla sjálfsmynd þeirra með því að fá þeim viðráðanleg verkefni sem samt séu krefjandi. Hún leggur ríka áherslu á að unglingarnir læri um rétt sinn til heilbrigðisþjónustu og um kynheilbrigði. HIVsmit eru tíðari í fátækrahverfunum en annars staðar í Kampala og nýsmit eru tíðust meðal vændiskvenna. Anna og annað starfsfólk UYDEL leitast við að koma unglingunum sem hafa lokið námi í iðngrein í starfsnemastöður í fyrirtækjum en þannig á unga fólkið von um betra líf.<br></p><br>

16.04.2017Sérskólar fyrir óléttar stelpur

<p><br><a class="videolink" href="https://youtu.be/5SYkA8tzzYE">https://youtu.be/5SYkA8tzzYE</a>&nbsp;<br>Sérskólar fyrir barnshafandi stúlkur í Síerra Leone hafa verið gagnrýndir af mannréttindasamtökum. Slíkt úrræði hefur verið í gangi að frumkvæði stjórnvalda um tveggja ára skeið en áður höfðu óléttar skólastúlkur setið með jafnöldrum sínum í bekk.<br></p><p>Eftir að skólar opnuðu að nýju þegar ebólufaraldurinn var um garð genginn vorið 2015 fengu sjáanlega ófrískar stúlkur ekki lengur að sækja skóla eins og jafnaldrar þeirra því litið var á þær sem slæma fyrirmynd, að þær kynnu að hafa neikvæð áhrif á "saklausar stelpur" eins og menntmálaráðherrann orðaði það, samkvæmt frétt Al Jazeera.<br></p><p>Þess í stað var komið upp skólaúrræði af hálfu ríkisins með minni skólasókn og minni námskröfum fyrir barnshafandi stúlkur. Mannréttindasamtökin, Amnesty International, gagnrýna þá ráðstöfun og telja að farið sé á svig við mannréttindaákvæði með því að synja ófrískum stelpum um menntun í almennum skólum.<br></p><p>Menntamálaráðuneytið telur hins vegar að úrræðið hafi gefið góða raun. Af 14,500 stúlkum sem hafi sótt slíka skóla hafi 5 þúsund þeirra snúið til baka í almenna skóla eftir barnsburð. Þá segir ráðuneytið að um framfarir sé að ræða því ella hefðu stelpurnar líkast til hrökklast úr námi vegna þeirrar hneisu sem því fylgir að verða barnshafandi.</p>

15.04.2017UNICEF vill vernda réttindi barna sem neyðast til að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga

<b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/IMG_3167.PNG" alt="IMG_3167">Þeim börnum fjölgar ört sem neyðast til að yfirgefa heimili sín vegna loftslagsbreytinga. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur með nýrri skýrslu -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unicef.org.uk/publications/no-place-to-call-home/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">No Place To Call Home</a>&nbsp;- í fyrsta sinni varpað ljósi á réttarstöðu barna sem þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga.</b><br><b><br></b><p>Þar kemur fram að metfjöldi barna er á vergangi í heiminum. Eitt af hverjum 45 börnum hefur verið rifið upp með rótum af heimilum sínum vegna hættulegra aðstæðna.&nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/IMG_3168.JPG" alt="IMG_3168" class="right">Loftslagsbreytingar koma sífellt oftar við sögu. Öfgar í veðurfari og bráðnun jökla eru dæmi um ástæður þess að fjölskyldur þurfa að flýja heimili. UNICEF minnir á að í öllum hörmungum séu börn sérstaklega berskjölduð.</p><p>Í skýrslunni er bent á að þrátt fyrir þá gífurlegu hættu sem börnum stafar af loftslagsbreytingum hafi algerlega verið horft framhjá smáfólkinu í orðræðu, rannsóknum og stefnumörkun um þessi mál. Í skýrslunni eru tillögur um mikilvæg skref sem ríki verða að innleiða í stefnumörkun á þessu sviði þar sem réttindi barna eru höfð í öndvegi.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://business-humanrights.org/en/unicef-report-protecting-childrens-rights-including-from-economic-exoloitation-when-climate-change-forces-them-to-flee" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UNICEF report: Protecting children, including from economic exploitation, when climate change forces them to flee</a><br>

14.04.2017Berjast þarf gegn samþykktum viðhorfum og rótgrónum hefðum

<p></p><p><a class="videolink" href="https://youtu.be/LqyBvm2_ioI">https://youtu.be/LqyBvm2_ioI</a></p>"Ljóst er að það mun taka nokkrar kynslóðir að breyta viðhorfum samfélaga til fullnustu og afnema barnahjónabönd og limlestingar á kynfærum stúlkna, ef marka má umræður á ráðstefnu um þessi mál sem nýlega var haldin í Kampala," segir Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir sérfræðingur í sendiráði Íslands í Kampala. Í síðustu viku fór fram árleg ráðstefna Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna (UNICEF) um aðgerðir gegn barnahjónaböndum og limlestingu á kynfærum stúlkna. (FGM/C).<br><p></p><p>Saman leiða þessar tvær stofnanir stærsta alþjóðlega verkefnið sem snýr að afnámi slíkra limlestinga og í ár var ráðstefna þeirra haldin sem hluti af árlegri ráðstefnu stofnanna um baráttuna gegn barnahjónabandi. Það var gert vegna tilkomu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, en undirmarkmið 5.3 segir að allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og sköddun kynfæra kvenna verði afnumdir.<br></p><p>Á ráðstefnunni var haldinn sameiginlegur fundur aðila sem vinna að báðum málaflokkum og var fulltrúum sendiráðs Íslands í Kampala boðið að sitja þann fund. Þar sátu einnig fulltrúar frá aðalskrifstofum UNICEF og UNFPA í þeim löndum sem verkefnin tvö ná til, en verkefnið gegn limlestingu á kynfærum stúlkna nær til 17 landa og verkefnið gegn barnahjónaböndum nær til 12 landa. Af samstarfslöndum Íslands falla Úganda og Mósambík undir þau lönd sem baráttan gegn barnahjónaböndum nær til, Úganda fellur einnig undir þau lönd sem baráttan gegn limlestingu á kynfærum stúlkna nær til.<br></p><p><b>Upplýsa og fræða</b></p><p>Að sögn Sigrúnar Bjargar gafst á fundinum tækifæri til að taka saman árangur undanfarinna ára. "Áhersla var lögð á hvað væri sameiginlegt með þessum málaflokkum og hvernig væri hægt að berjast gegn þeim báðum í einu. Ljóst er að báðir þættir eru keyrðir áfram af fátækt og skorti á tækifærum til menntunar meðal annars, en einnig spila samþykkt viðhorf og rótgrónar hefðir samfélaga inn í.&nbsp;<br></p><p>Á fundinum var því talað um mikilvægi þess að stuðla að breyttum viðhorfum þeirra samfélaga þar sem barnahjónabönd og limlestingar á kynfærum stúlkna eru hvað algengust og hvaða leiðir væru líklegastar til árangurs. Þar er unnið að heildrænni nálgun á málefninu þar sem ekki einungis er barist fyrir því að löndin setji bann gegn þessum þáttum í lög, heldur er lögð áhersla á að grafa niður að rótinni - fara í samfélögin og upplýsa og fræða um skaðsemi limlestinga á kynfærum stúlkna og barnahjónabanda á ungar stúlkur. Þá var lögð áhersla á aukna félags- og heilbrigðisþjónustu til samfélaga, styrkingu kvenna og menntun stúlkna - það hefur sýnt sig að stúlkur í skóla eru ólíklegri til að giftast og menntaðar mæður eru ólíklegri til að láta skera dætur sínar. Mönnum hefur orðið ágengt en betur má ef duga skal," segir Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir í Kampala.<br></p>

13.04.2017Útflutningsvara nr. 1

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/medium/IMG_3165.PNG" alt="IMG_3165" class="right" />Jafnrétti kynjanna er eitt áherslumál Íslands sem má finna í öllu starfi okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Jafnréttismál eru tekin upp hvort sem er í umræðum um öryggismál, þróunarmál eða hvar sem því er komið við.&nbsp;</p> <p>Þegar vinna hófst við ný markmið til að taka við þúsaldarmarkmiðunum var stefna Íslands því skýr, reynsla okkar og annarra hefði sýnt á skýran hátt að jafnrétti væri lykill að árangri á flestum sviðum sem voru til umræðu. Fastanefndin beitti sér því á markvissan hátt í samstarfi við Norðurlöndin, UN Women og önnur líkt þenkjandi ríki með atburðum tengdum jafnréttismálum, bakgrunnsskjölum öðrum ríkjum til upplýsinga, sameiginlegum yfirlýsingum og fleira.</p> <p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/IMG_3166.JPG" alt="IMG_3166" class="right" />Það var því mikil ánægja eftir margra ára vinnu til stuðnings því að jafnrétti yrði lykilatriði í nýju markmiðunum að ný heimsmarkmið voru samþykkt haustið 2015. Ólíkt þúsaldarmarkmiðunum þá er jafnréttið bæði með sitt eigið markmið og einnig þverlægt áherslumál í gegnum öll markmiðin. Var Íslandi þakkað sérstaklega af UN Women og mannfjöldasjóði SÞ (UNFPA) fyrir þrotlausa vinnu til stuðnings jafnrétti og sérstaklega áherslu okkar á kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi. Mikilvægi orðsporðs Íslands og sú reynsla sem við búum að skiptu hér höfuðmáli.</p> <p>Einn sá atburður sem Ísland skipulagði til að hafa áhrif á umræðuna var rakarastofuráðstefnan (Barbershop). Þrátt fyrir að meginmarkmið ráðstefnunnar hafi verið að koma af stað umræðu um hlutverk karla í jafnréttisumræðunni þá hafði það einnig mjög jákvæð áhrif að þar komu saman rúmlega 100 sendiherrar víðs vegar að og ræddu opinskátt um mikilvægi jafnréttismála, aðeins örfáum mánuðum fyrir samþykkt nýrra markmiða.&nbsp;</p> <p>Rakarastofuráðstefnur hafa nú verið haldnar víðs vegar um heiminn og hefur verið einstaklega vel tekið af öllum sem hafa komið að eða tekið þátt í ráðstefnunum. Sú nálgun sem hugmyndin byggir á, að hvetja karla til samtals við aðra karla á jákvæðan hátt, passar einnig vel inn í framlag okkar til HeforShe átaksins.</p> <p>Hluti af þessu framlagi okkar til HeforShe var að útbúa svokallaða verkfærakistu í samstarfi við landsnefnd UN Women á Íslandi til að leyfa öðrum að nota þau tól sem við og aðrir höfðu þróað til að skapa það umhverfi sem hvetur til umræðu á milli karla um jafnréttismál. Fyrir áhugasama þá má finna verkfærakistuna hér.&nbsp;</p> <p>Var hinni nýju verkfærakistu hleypt af stokkunum á alþjóðadegi 8. mars síðastliðinn af forsætisráðherra fyrir fullum sal fólks í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna hér í New York. Viku síðar á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna kynnti velferðarráðherra hina nýju verkfærakistu, einnig við gríðarlega góðar undirtektir. Færri komust að en vildu og 600 manns höfðu horft á vefsendingu frá atburðinum örfáum tímum síðar.&nbsp;</p> <p>Líkt og í starfi okkar fyrir jafnrétti í hinum nýju markmiðum þá skipti orðspor og þekking Íslands gríðarlega miklu máli við þróun verkfærakistunnar og áhuga annarra á að byggja á okkar grunni.&nbsp;<br /> Er það ekki síst þar sem samstarfaðilar sjá það í öllu starfi okkar, hvort sem það er sú vinna sem ég hef minnst á hér á alþjóðavettvangi, stuðningur Íslands við stofnanir líkt og UN Women, mannfjöldasjóðinn (UNFPA), starf jafnréttisskóla SÞ á Íslandi og tvíhliða aðgerðir gegn t.d. mæðradauða á Monkey Bay svæðinu í Malaví og Mangochi héraðinu öllu, að Ísland er að meina það sem það segir þegar kemur að jafnréttismálum.&nbsp;</p> <p>Má því segja að þegar kemur að Íslandi og jafnréttismálum þá velti lítil þúfa þungu hlassi.</p> <br />

05.04.2017Innleiðing álfabikarsins í Úganda

<p> <a href="https://vimeo.com/175365559" class="videolink">https://vimeo.com/175365559</a> Í haust stóð sendiráð Íslands í Kampala fyrir rannsókn á brottfalli nemenda í Buikwe, samstarfshéraði Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar komu ekki á óvart - nemendur flosnuðu helst úr námi vegna of hárra skólagjalda. Aðrar niðurstöður sem vöktu athygli okkar voru þær að 13% þeirra stúlkna sem tóku þátt sögðust hafa hætt í námi vegna kostnaðar sem fylgir blæðingum.&nbsp;</p><p>Þetta er í takt við sambærilegar rannsóknir, en rannsókn í Rukungiri héraði í vestur Úganda sýndi sömuleiðis tengsl milli fjarveru stúlkna úr skóla og blæðinga þeirra. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þær stúlkur sem mættu í skólann á meðan á blæðingum stóð áttu erfitt með einbeitingu vegna stöðugs ótta við að fá blóð í fötin.</p><p>Ástæður þessa eru margþættar, en einna helst má nefna mikla fátækt þar sem það er ekki í forgangi að kaupa hreinlætisvörur tengdar blæðingum. Þá eru blæðingar einnig tabú í úgönsku samfélagi sem gerir það að verkum að stúlkur fá takmarkaða fræðslu, bæði heima fyrir og í skóla, sem gerir þeim erfiðara fyrir að biðja um pening fyrir viðeigandi hreinlætisvörum. Þær grípa því til þeirra úrræða að nota meðal annars efnisbúta úr fötum, blaðsíður úr bókum, svampa úr dýnum og laufblöð til að hafa stjórn á blæðingum sínum, en allt getur þetta valdið sýkingum sem oft hafa langvarandi afleiðingar. Þá hefur þetta einnig í för með sér áhrif á andlega og félagslega velferð stúlknanna þar sem þær óttast stöðugt að tíðablóð leki og að þær verði sér til skammar. Þær kjósa því frekar að sitja heima á meðan á blæðingum stendur.</p><p></p><p>Í kjölfar rannsóknarinnar í Buikwe héraði hóf sendiráð Íslands í Kampala að grafast fyrir um þróunarverkefni sem taka á þessum vanda. Í ljós kom að blæðingar eru málefni sem frjáls félagasamtök og önnur þróunaraðstoð virðast eiga til að halda sig fjarri - sennilega vegna þess hversu erfið þau eru viðfangs í úgöndsku samfélagi. Við komumst þó loks í kynni við dönsku frjálsu félagasamtökin WoMena.<br></p><p>WoMena starfa í Austur-Afríku og hafa það að markmiði að efla kynheilbrigði ungmenna. Samtökin vinna að því að opna umræðuna um blæðingar og veita ungum konum fræðslu um auðvelda og viðeigandi stjórnun blæðinga - en það hafa þau m.a gert með því að kynna konur fyrir álfabikarnum.</p><p>Álfabikarinn (e. menstrual cup) er sílíkon-bikar sem safnar tíðablóði. Bikarinn þarf yfirleitt ekki að tæma nema 2-3 á sólarhring og hentar því úgönskum skólastúlkum sem hafa takmarkaðan aðgang að snyrtingum og vatni afar vel. Að jafnaði endist bikarinn í u.þ.b. 10 ár og losar því stúlkurnar við allan kostnað sem fylgir blæðingum á meðan þær stunda nám, auk þess að vera afar umhverfisvænn. &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Samtökin hafa nú þegar úthlutað álfabikurum til stúlkna í nokkrum skólum í Úganda og veitt þeim kennslu í notkun bikarins ásamt fræðslu í kynheilbrigði. Könnun meðal&nbsp; þátttakenda sýndi almenna ánægju með álfabikarinn. Stúlkurnar sögðust færar um að sinna daglegu amstri - ganga, hjóla, mæta í skóla - samhliða notkun bikarins, rétt eins og þegar þær voru ekki á blæðingum.&nbsp; Þær fundu til öryggis, frelsis og þeim leið vel, samkvæmt könnuninni. Þá fengu þær stuðning frá vinum og fjölskyldu, en mikilvægt er að bikarinn sé samfélagslega samþykktur svo að stúlkurnar finni til öryggis.</p><p>Minnkar brottfall stúlkna úr skóla við að nota álfabikarinn? Enn er of stutt frá innleiðingu bikarins meðal þátttakenda WoMena til að fullyrða slíkt.&nbsp; Þó var þegar í stað ljóst að mikil ánægja var með bikarinn á meðal stúlknanna og verður því áhugavert að fylgjast með framgangi rannsókna WoMena í úgönskum skólum og mögulega hægt að koma á samstarfi við samstarfsskóla Íslands í Buikwe.<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://womena.dk/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Womena</a>&nbsp;<br>&nbsp;</p><br><p></p>

05.04.2017Bandaríkjastjórn hættir fjárhagslegum stuðningi við Mannfjöldasjóð SÞ

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/UNFPA_Guttmacher_Infographic_20141124-02--1-.png" alt="UNFPA_Guttmacher_Infographic_20141124-02--1-">"Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna harmar þá ákvörðun Bandaríkjanna að veita ekki lengur nein framlög til lífsnauðsynlegra verkefna um heim allan. Ákvörðunin er byggð á röngum fullyrðingum þess efnis að UNFPA "styðji, eða taki þátt í að stýra verkefni um þvingandi þungunarrof eða óbeinar ófrjósemisaðgerðir" í Kína. UNFPA hafnar þessari fullyrðingu því í öllu starfi sjóðsins er stuðlað að mannréttindum einstaklinga og para sem taka sjálfstæðar ákvarðanir, án þvingana eða mismununar."</p><p>Á þennan hátt hljóðar&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unfpa.org/press/statement-unfpa-us-decision-withhold-funding" linktype="1" target="_blank">yfirlýsing</a>&nbsp;sem Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gaf út í gær, degi eftir að ljóst var að ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi hætta að styðja fjárhagslega við starfsemi sjóðsins.&nbsp;</p><p>RÚV sagði í frétt í gær að Bandaríkin veiti mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna ekkert fjármagn næstu ár. Þar segir að stofnunin styrki fjölskylduáætlanir í yfir 150 ríkjum. "Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir mannfjöldasjóðinn styðja við eða taka þátt í &nbsp;að neyða konur í fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðum án samþykkis. Stofnunin harmar ákvörðun Bandaríkjanna og segist engin lög hafa brotið, að sögn breska ríkisútvarpsins.&nbsp;<a shape="rect">Ákvörðunin</a>&nbsp;er í samræmi við tilskipun Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að hætta fjárveitingum til alþjóðlegra stofnana sem veita fóstureyðingaþjónustu eða -ráðgjöf. Auk þess lofaði hann niðurskurði í fjárútlátum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna og er þetta fyrsta skrefið í þeim niðurskurði," sagði í frétt RUV</p><p>Talsmenn UNFPA segja að með stuðningi Bandaríkjanna hafi sjóðnum verið gert kleift að bjarga lífi þúsunda kvenna á meðgöngu eða við fæðingu, koma í veg fyrir óviljandi meðgöngu og veita örugga fóstureyðingaþjónustu. RÚV segir að Bandaríkjastjórn ætli sjálf að úthluta því fé sem eyrnamerkt hafði verið Mannfjöldasjóði til heilbrigðisstofnana í þróunarlöndum.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.odi.org/news/821-statement-us-withdraws-funding-united-nations-population-fund-odi-response?utm_source=twitter&%3butm_medium=social+media" linktype="1" target="_blank">STATEMENT: US withdraws funding from United Nations Population Fund - ODI response</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/bandarikin-haetta-greidslum-til-mannfjoldasjods" linktype="1" target="_blank">Bandaríkin hætta greiðslum til mannfjöldasjóðs/ RÚV</a>&nbsp;</p>

05.04.2017Rúmlega hundrað milljónir manna vannærðar - mikil fjölgun milli ára

<strong>Vannærðum í veröldinni fjölgaði mikið milli áranna 2015 og 2016. Þeim fjölgaði um 28 milljónir, samkvæmt nýrri úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Í lok síðasta árs voru vannærðir 108 milljónir en 80 milljónir árið á undan. Þessi mikla fjölgun fólks sem býr við matvælaóöryggi og fær ekki nóg að borða á sér margar skýringar en vopnuð átök eru meginskýringin í mörgum tilvikum.</strong><p><strong><br></strong><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2610" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/1a8502b0-47f1-4ec8-aca5-a77c113ecc45.jpg?a=1127624973740" class="right">Aðrar helstu ástæður sem skýra þessa miklu fjölgun eru hátt matvöruverð á staðbundnum mörkuðum og öfgar í veðurfari sem spillt hafa uppskeru, bæði þurrkar og flóð. Borgarastyrjaldir eru hins vegar lykilþáttur í níu af tíu heimshlutum þar sem neyðarástand ríkir og undirstrikar bein tengsl milli friðar og matvælaöryggis, eins og sagt er í skýrslunni: Global Report on Food Crisis 2017.<br></p><p>Óttast er að á þessu ári komi ástandið til með að versna enn frekar. Hungursneyð blasir við í fjórum löndum, Suður-Súdan, Sómalíu, Jemen og norðurhluta Nígeríu og nokkrar aðrar þjóðir þurfa á mikilli matvælaaðstoð að halda á næstu mánuðum eins og Írak, Sýrland og nágrannaríki sem hýsa flóttafólk, Malaví og Simbabve, að því er fram kemur í skýrslu FAO.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fao.org/emergencies/fao-in-action/stories/stories-detail/en/c/876575/" linktype="1" target="_blank">108 million people in the world face severe food insecurity - situation worsening/ FAO</a>&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.euractiv.com/section/development-policy/interview/monday-un-food-organization-deputy-general-famine-is-back/" linktype="1" target="_blank">UN Food Organisation deputy chief: 'Famine is back'</a>

05.04.2017Utanríkisráðherra á ráðstefnu í Brussel um framtíð Sýrlands

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/gudlaugursyra.jpg" alt="Gudlaugursyra">Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tekur í dag þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem fram fer í Brussel. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina "Stuðningur við framtíð Sýrlands og nágrannaríki þess" er haldin á vegum Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bretlands, Katar, Kúveit, Noregs og Þýskalands.</strong><br></p><p>"Í ljósi þess að alþjóðasamfélagið er að koma saman til að ræða ástandið í Sýrlandi og viðbrögð við því, eru skelfilegar fréttir sem berast frá Sýrlandi um enn eina árás á óbreytta borgara; árás þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt," segir Guðlaugur Þór.<br></p><p>Á ráðstefnunni verður farið yfir árangur af starfi alþjóðasamfélagsins við að finna pólitíska lausn til að koma á friði í Sýrlandi og við alþjóðlegt mannúðarstarf á vettvangi. Ljóst er að betur má ef duga skal og er ráðstefnunni ætlað að vera vettvangur til að endurnýja stuðning alþjóðasamfélagsins við friðarferlið og mannúðarstarfið sem fram fer í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess.</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/twittersyriaconf2017.jpg" alt="Twittersyriaconf2017">Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar þeirra hafa óskað eftir verulega auknum fjárveitingum til sýrlenskra flóttamanna í nágrannaríkjum Sýrlands. Alþjóðleg ráðstefna um stuðning við Sýrland og nágrannaríkin stendur yfir í Brussel í dag og á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tekur þátt í ráðstefnunni.</p><b>Fjárskortur ógnar hjálparstarfi</b><p></p><p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar þeirra hafa óskað eftir verulega auknum fjárveitingum til sýrlenskra flóttamanna í nágrannaríkjum Sýrlands. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Þróunarstofnunin (UNDP) hafa fyrir hönd 240 alþjóðlegra og innlendra samstarfsaðila og ríkisstjórna nágrannaríkjanna lýst gríðarlegum áhyggjum af hversu lítils fjár hefur verið aflað til að sinna milljónum sýrlenskra flóttamanna í nágrenninu og styðja við bakið á þeim samfélögum sem skotið hafa skjólshúsi yfir þá. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að talið sé að 4,63 milljarða bandarískra dala þurfi til að halda áfram að sinna fullnægjandi vernd og aðstoð við flóttamennina og samfélögin sem þá hýsa. Hingað til hafa aðeins borist fjárframlög að upphæð 433 milljóna dala, eða aðeins 9% af áætlaðri þörf.</p><p>Í fréttinni kemur fram að rúmlega fimm milljónir sýrlenskra flóttamanna séu í Egyptalandi, Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi, auk þeirra sem hafa lagt á sig lífshættulega ferð til Evrópu og jafnvel enn lengra.<br><strong><br></strong></p><p><strong>Mesti mannúðarvandi heimsins</strong></p><p>"Án frekari fjárveitinga, verður að draga úr allri aðstoð í ár. Matar- og fjárstuðning verður að minnka eða stöðva um mitt árið en slíkt felur í sér ógn við stöðugleika og öryggi í þessum heimshluta," segir í yfirlýsingu Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) og Þróunarstofnunar SÞ (UNDP).<br>"Ástandið er orðið mjög alvarlegt," segir Filippo Grandi, flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna. "Nú þegar horfum við upp á börn sem geta ekki sótt skóla og fjölskyldur sem hafa hvorki þak yfir höfuðið né geta séð sér fyrir brýnustu nauðsynjum."<br>"Það er sama sagan í öllum þessum heimshluta, það er mikið álag á vatns- og salernisaðstöðu, og vinnu- og húsnæðismarkaði," segir Helen Clark, forstjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.<br>Ráðstefnan í Brussel um stuðning við framtíð Sýrlands og heimshlutans er haldin í dag og á morgun. Átökin í Sýrlandi eru mesti mannúðarvandi heims, segir í frétt UNRIC, en auk flóttamannanna þurfa 13,5 milljónir karla, kvenna og barna innan landamæra Sýrlands einnig á aðstoð að halda.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://unric.org/is/frettir/27009-syrlenskir-flottamenn-aeeins-9-nauesynlegs-fjar-aflae" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/news/latest/2017/4/58e347288/unhcr-warns-funding-cuts-threaten-aid-syrian-refugees-hosts.html" linktype="1" target="_blank">UNHCR warns funding cuts threaten aid to Syrian refugees, hosts/ UNHCR</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unric.org/is/frettir/27010-guterres-bieur-um-aukna-aestoe-vegna-syrlands" linktype="1" target="_blank">Guterres biður um aukna aðstoð vegna Sýrlands/ UNRIC</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unmultimedia.org/radio/english/2016/04/syria-envoy-claims-400000-have-died-in-syria-conflict/#.WOTZ3Yjyi70" linktype="1" target="_blank">yria envoy claims 400,000 have died in Syria conflict/ UN</a>&nbsp;</p>

05.04.2017Landluktar þjóðir búa við verri lífskjör en þær sem búa við höf

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/dcapril2017.PNG" alt="Dcapril2017">Landluktar þjóðir búa við margskonar hindranir í þróun í samanburði við lönd sem liggja að hafi. Í nýju&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.dandc.eu/en/article/landlocked-developing-countries-struggle-high-trade-costs-and-depend-transit-countries?platform=hootsuite" linktype="1" target="_blank">tölublaði</a>&nbsp;þýska þróunartímaritsins, Development &amp; Cooperation (D+C), er ítarlega fjallað í mörgum greinum um samfélög við strendur en þar er líka áhugaverð grein um þær þjóðir sem búa fjarri höfum. Þar kemur meðal annars fram að þriðjungur allra ríkja sem voru neðst á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna árið 2015 séu landlukt.</strong><br></p><p>Lífslíkur íbúa umræddra þjóða voru minnstar, menntun minnst og tekjur lægstar. Þá segir að hagvöxtur landluktra þjóða hafi að jafnaði verið minni en þeirra þjóða sem búa við haf. Vísað er í rannsókn sem leiddi líkur að því að landlukt ríki búi vegna stöðu sinnar fjarri hafi við 1,5% minni hagvöxt en aðrar þjóðir.</p><p>Bent er á að landlukt ríki hafi sum hver nýtt tækifæri sín sem miðlægt sett í viðkomandi álfum og Rúanda nefnt sem dæmi um slíkt ríki. Það sé hins vegar í flestum tilvikum dýru verði keypt að hafa ekki aðgang að sjó eða eigin höfn. Viðskipti kalli á hafnir. Þjóðir án hafna greiða hærra flutningsgjald fyrir vörur, hafnir leggja á gjöld og oft bætast síðan vegatollar á varning með tilheyrandi kostnaðarhækkun fyrir neytendur.<strong><br></strong></p><p><strong>Tímafrekur inn- og útflutningur</strong></p><p>Í greininni er ennfremur bent á áhyggjur sem tengjast töfum á flutningi varnings til landluktra þjóða, ekki aðeins vegna lélegra innviða heldur líka vegna tollafgreiðslu og skattamála og annars skrifræðis. Vörur eins og grænmeti þoli ekki slíkar tafir. Fram kemur að hjá landluktum þjóðum taki að meðaltali 42 daga að flytja inn vörur og útflutningur taki að jafnaði 37 daga. Meðal þjóða sem búa við haf sé þessi tími helmingi styttri.<br></p><p>Fyrir þjóðir sem reiða sig á aðrar þjóðir við innflutning á vörum er mikilvægt að í síðara landinu ríki pólítískur stöðugleiki og þokkalegir stjórnarhættir. Komi upp óstöðugleiki eða átök þarf að finna nýjar hafnir og nýjar leiðir fyrir varninginn. Slíkt getur verið afar kostnaðarsamt með tilheyrandi vegagerð eða járnbrautarkerfi. Dæmi er tekið af tveimur samstarfslöndum okkar Íslendinga í þessu samhengi, Malaví og Mósambík, en stjórnvöld í Malaví neyddust til þess á tímum borgarastyrjaldarinnar í Mósambík að hætta innflutningi gegnum hafnirnar í Beira og Nacala og fá vörur til landsins gegnum Durban í Suður-Afríku og Dar es Salaam í Tansaníu.</p><p>Hár flutningskostnaður endurspeglast í háu vöruverði og þar á meðal háu verði á matvöru og almennt er því dýrara að lifa í landluktum löndum en þeim sem eru við haf.&nbsp;</p>

05.04.2017Langvarandi vannæring hefur áhrif á bæði andlegan og líkamlegan þroska

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/katwe5.PNG" alt="Katwe5">Samkvæmt nýjum rannsóknum á þroska ungbarna eru um 250 milljónir barna undir fimm ára aldri, börn í lág- og meðaltekjuríkjum, með vaxtarhömlun (kyrking) vegna vannæringar sem hefur varanleg áhrif á bæði andlegan og líkamlegan þroska.&nbsp;</p><p>Í Heimsmarkmiðunum eru skýr áform um að kveða niður vannæringu í hvaða mynd sem er, þar á meðal "verði árið 2025 búið að ná&nbsp;alþjóðlegum markmiðum um að stöðva kyrking í vexti og uppdráttarsýki barna undir 5 ára aldri, og hugað verði&nbsp;að næringarþörfum unglingsstúlkna, þungaðra kvenna, kvenna með börn á brjósti og aldraðra," eins og segir orðrétt í öðru undirmarkmiði Heimsmarkmiðs nr. 2 - Ekkert hungur.</p><p>"Efnahagslegt tjón samfélaga af vaxtarhömlun getur verið mjög mikið," segir Asli Demirguc-Kunt forstöðumaður rannsókna hjá Alþjóðabankanum og bendir á að vaxtarhömlun hafi áhrif á þroska heilans, skerði andlega og félagslega færni og tilfinningaþroska og leiði til þess að börn nái minni árangri í námi sem síðan hefur áhrif á tekjur á fullorðinsárum.<strong><br></strong></p><p><strong>Mikilvægast að ná til barna á viðkvæmasta þroskaskeiðinu</strong></p><p>Emanuela Galasso hagfræðingur Alþjóðabankans og annar skýrsluhöfunda, bendir á mikilvægi þess að ná til barna á viðkvæmasta þroskaskeiðinu, fyrstu tveimur árum ævinnar, því náist ekki til barna á því tímabili sé skaðinn varanlegur. Hún segir að efnahagslega tjónið réttlæti frekara fjármagn til úrbóta á þessu sviði, ekki aðeins vannæringuna eina og sér, heldur þurfi líka að vernda börn gegn sýkingum og eiturefnum og skapa þeim örvandi uppvaxtarskilyrði.</p><p>Í skýrslunni eru tillögur um úrbætur miðaðar við fyrstu þúsund daga lífsins&nbsp; og þær ná til 34 þjóðríkja. Mat skýrsluhöfunda á árangri af úrræðunum fela þó einungis í sér að unnt verði að fækka börnum með vaxtarhömlun um 20% fyrir árið 2025.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/research/brief/policy-research-note-no5-the-economic-costs-of-stunting-and-how-to-reduce-them?CID=POV_TT_Poverty_EN_EXT" linktype="1" target="_blank">Policy Research Note No.5: The Economic Costs of Stunting and How to Reduce Them/ Alþjóðabankinn</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2017/03/30/well-designed-early-childhood-development-programs-can-pay-big-dividends" linktype="1" target="_blank">Well-Designed Early Childhood Development Programs Can Pay Big Dividends/ Alþjóðabankinn</a></p>

05.04.2017Ný bloggfærsla frá Pétri Waldorff, "Left Out to Dry? Gender and Fisheries on Lake Tanganyika"

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/pwal3.PNG" alt="Pwal3">Pétur Waldorff, rannsakandi við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST), birti á dögunum rannsóknarblogg í bloggritröðinni&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.merit.unu.edu/gender-full-spectrum/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Gender Full Spectrum</a>&nbsp;sem Jafnréttisskólinn stendur að í samvinnu við UNU-MERIT (Maastricht Economic and Social Research Institute on Innovation and Technology). Hann fjallar um rannsóknarverkefni sitt:&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://gest.unu.edu/en/research/gendered-value-chain-analysis" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Kynjuð virðiskeðjugreining fisks og fiskverkunar við strendur Tanganyikavatns í Tansaníu</a>.Svæðið einkennist af sárafátækt en&nbsp;íbúarnir við vatnið&nbsp;eru&nbsp;þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa aðgang að próteinríkum&nbsp;fiski. Rannsóknarverkefnið er unnið í samvinnu við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP).<br></p><p>Í grein sinni fjallar Pétur um reynslu sína í Tansaníu og beinir kastljósinu að ákveðnum þáttum úr vettvangsrannsókn sinni við strendur Tanganyikavatns þar sem hann og samstarfsmenn hans unnu í nánu sambandi við fiskimannasamfélögin við öflun gagna. Rannsóknin fjallar um mismunandi aðstæður kynjanna innan virðiskeðju fisks og hið mikilvæga framlag kvenna sem hefur í gegnum tíðina verið vanmetið. Pétur birtir rök fyrir því að "þar sem störf í fiski eru oft kynjaskipt getur virðiskeðjugreining hjálpað okkur að skilja, ekki einvörðungu viðskiptalega þætti virðiskeðjunnar, heldur einnig kynjaða verkaskiptingu, mismunun og félagsleg áhrif vegna breytinga innan virðiskeðjunnar. Einungis karlar stunda til dæmis veiðar við Tanganyika vatn á meðan að konur eru í meirihluta þegar kemur að fiskverkun, þurrkun, reykingu og sölu fisks".</p><p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/peturwaldorff.PNG" alt="Peturwaldorff">Vinna kvenna álitin lítils virði</strong></p><p>Pétur bendir m.a. á að "kynjamismunun innan virðiskeðjunnar má rekja til hversu lítils virði vinna kvenna er álitin [miðað við vinnu karla] - vandamál sem stigmagnast með tilliti til skerts aðgengis kvenna að fjármagni, fiskvinnslu- og fiskgeymslutækni, og starfsþjálfun. Því er staðreyndin sú að þó svo konur séu í lykilhlutverki í þessum geira, hafa þær takmarkað aðgengi að fjármagni, eignum og ákvarðanatöku sem að einskorða þær oft við neðstu hlekki virðiskeðjunnar og hinn svokallaða óformlega geira sem er að finna í þróunarlöndum."<br></p><p>Rannsókn Péturs sýnir að konur eru þær fyrstu sem hverfa af vettvangi og missa vinnuna þegar fiskveiði minnkar og þegar fiskvinnsla og -verkun er vélvædd. Við höfum séð slíka þróun meðfram strandlengju Viktoríuvatns (norðaustan við Tanganyikavatn) þar sem tæknivæðing og -þróun samhliða aukinni einkavæðingu hefur leyst fjölmargar fiskverkunar- og fisksölukonur af hólmi.<br></p><p>Finna má greinina í heild sinni&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.merit.unu.edu/left-out-to-dry-gender-and-fisheries-on-lake-tanganyika/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér</a>&nbsp;og heimasíðu Gender Full Spectrum bloggsins má finna&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.merit.unu.edu/gender-full-spectrum/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">hér.</a></p><p></p>

05.04.2017Orkumálin á eftir áætlun í öllum meginþáttum, segir í skýrslu SÞ

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/gtf-2.jpg" alt="Gtf-2">Miðað við Heimsmarkmiðin í orkumálum eru framfarirnar á því sviði enn of litlar til þess að markmiðin muni nást fyrir árið 2030. Í nýrri úttekt Alþjóðabankans -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/topic/energy/publication/global-tracking-framework-2017" linktype="1" target="_blank">Global Tracking Framework</a>&nbsp;(GTF) - segir að þrjú meginmarkmiðin um aðgang að rafmagni, endurnýjanlega orkugjafa og skilvirkni séu öll á eftir áætlun.</strong><br></p><p>Í skýrslunni segir að nýir rafmagnsnotendur séu færri en áætlanir gera ráð fyrir. Að óbreyttu geri spár því aðeins ráð fyrir að 92% jarðarbúa hafi aðgang að rafmagni árið 2030. Heimsmarkmiðin mæla hins vegar fyrir um að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði fyrir þann tíma.</p><p></p><p>Þótt úttekt Alþjóðabankans leiði í ljós að flestar þjóðir séu á eftir áætlun í orkumálum er bent á að nokkrar þjóðir sýni framfarir til fyrirmyndar: Afganistan, Kenía, Malaví, Súdan, Úganda, Sambía og Rúanda. "Þessar þjóðir sýna að unnt er að hraða framförum í átt að aðgengi fyrir alla með réttri stefnumörkun, öflugri fjárfestingu opinberra aðila og einkageirans, og nýjungum í tækni," segir í skýrslunni.<br></p><p>"Ef við eigum að tryggja aðgang að hreinni, öruggri orku á viðráðanlegu verði þarf pólitíska forystu til að stýra aðgerðum," segir Rachel Kyte sérlegur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um endurnýjanlega orku. "Þessi nýju gögn eru viðvörun fyrir leiðtoga heimsins til að grípa til markvissari aðgerða nú þegar um aðgang að orku og ómengandi eldstæði sem hefðu í för með sér aukna skilvirkni og nýtingu á endurnýjanlegri orku sem er takmarkið. Okkur miðar áfram en of hægt - tæknin er fyrir hendi og markmiðin skýr í mörgum tilvikum - en við skuldbundum okkur til að grípa til aðgerða. Og með hverjum deginum sem líður verður þessi vegferð bæði sársaukafyllri og kostnaðarsamari," segir hún.<strong><br></strong><br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/news/press-release/2017/04/03/more-action-needed-to-meet-energy-goals-by-2030-new-report-finds" linktype="1" target="_blank">More Action Needed to Meet Energy Goals by 2030, New Report Finds/ Alþjóðabankinn</a></p><br><p></p>

29.03.2017Sérstök verkefnastjórn fimm ráðuneyta og Hagstofunnar skipuð vegna Heimsmarkmiðanna

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/UN-SDG-Metsa-Group.jpg" alt="UN-SDG-Metsa-Group">Skipuð verður verkefnastjórn til þess að halda utan um greiningu, innleiðingu og kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu forsætisráðherra þessa efnis á fundi í síðustu viku.</strong><br></p><p>Að verkefnastjórninni standa forsætisráðuneytið, utanríkisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Hagstofa Íslands. Til að tryggja aðkomu allra ráðuneyta verður jafnframt myndaður sérstakur tengiliðahópur verkefnastjórnar og þeirra ráðuneyta sem ekki eiga þar fulltrúa.<br>Meginhlutverk verkefnastjórnar er að ljúka við greiningarvinnu og rita stöðuskýrslu þar sem meðal annars verða lagðar fram tillögur að forgangsröðun markmiða til ríkisstjórnar. Samkvæmt frétt á vef forsætisráðuneytisins skal verkefnastjórn jafnframt gera tillögur um framtíðarskipulag og verklag í tengslum við innleiðingu markmiðanna hér á landi. Þá skal hún sérstaklega horfa til þess hvernig samhæfa megi innleiðingu Heimsmarkmiðanna og stefnu og áætlanagerð Stjórnarráðsins í samræmi við ný lög um opinber fjármál.&nbsp;<br></p><p>Einnig mun verkefnastjórnin huga að því hvernig vinna megi að innleiðingu markmiða í samstarfi við háskólasamfélagið, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni og hafa yfirsýn yfir og sinna alþjóðlegu samstarfi um Heimsmarkmiðin.&nbsp;Ríkisstjórnin samþykkti að verja fimmtán milljónum króna í verkefnið af ráðstöfunarfé sínu.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/framkvaemd-heimsmarkmida-sameinudu-thjodanna-um-sjalfbaera-throun-efld" linktype="1" target="_blank">Nánar á vef forsætisráðuneytis</a></p>

29.03.2017Niðurgangspest: Ódýrt og hitaþolið bóluefni gæti bjargað milljónum barna

<img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/brv2.PNG" alt="Brv2">Á hverjum degi látast um 1300 börn vegna niðurgangspesta. Samtökin Læknar án landamæra tilkynntu í vikunni að komið sé fram á sjónarsviðið nýtt bóluefni sem sýnt hafi gildi sitt. "Bóluefnið breytir öllu," er haft eftir Michaela Serafini, lyfjafræðingi samtakanna í frétt Lækna án landamæra.<p><br>Í fréttinni kemur fram að þegar ung börn deyja sé það í mörgum tilvikum vegna niðurgangspesta sem er önnur helsta dánarorsök barna í heiminum. Nú sé hins vegar búið að þróa nýtt bóluefni sem geti komið í veg fyrir þúsundir slíkra ótímabærra dauðsfalla.<br>Samkvæmt frétt samtakanna er það niðurstaða tilrauna í Níger með bóluefnið að það breyti öllu. Bóluefnið - BRV-PV - vinnur gegn banvænni rótavírus sýkingu sem er meginástæðan fyrir því að í börnum þróast alvarleg niðurgangspest.</p><p>Bóluefnið er ódýrt og hitaþolið, segir í frétt Lækna án landamæra. Þar segir að bóluefnið sé ódýrara en önnur bóluefni á markaðnum og það þolir aukin heldur mikinn hita í marga mánuði, sem er augljós kostur í mörgum þróunarríkja. Flest dauðsföll barna af völdum niðurgangspesta verða einmitt í sunnanverðri Afríku og Suður-Asíu. "Við teljum að nýja bólefnið gegn rótavírus verndi þau börn sem mjesta þörf hafa fyrir bóluefnið," er haft eftir Micaelu.</p><p>Samkvæmt fréttinni er beðið eftir grænu ljósi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Hver skammtur kostar um 300 krónur íslenskar og því ættu lágtekjuríki að ráða við að kaupa bóluefnið og þar með afstýra þúsundum dauðsfalla ungra barna. Betri fréttir er nú varla hægt að segja!<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://msf.dk/nyheder/ny-vaccine-kan-redde-tusindvis-af-boerns-liv/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Frétt Lækna án landamæra</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.nejm.org/doi/full/10.1056/NEJMoa1609462#t=article" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Efficacy of a Low-Cost, Heat-Stable Oral Rotavirus Vaccine in Niger/ TheNewEnglandJournalOfMedicine</a></p>

29.03.2017OECD: Alþjóðleg ráðstefna um þróun í byrjun apríl

<p> <a href="https://youtu.be/WvulA-bGMtw" class="videolink">https://youtu.be/WvulA-bGMtw</a> Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) efnir í byrjun aprílmánaðar til alþjóðlegrar ráðstefnu um þróunarmál - OECD Global Forum on Development.&nbsp;<br></p><p>Fjármögnun Heimsmarkmiðanna verður meginviðfangsefni ráðstefnunnar og sjónum einkum beint að einkageiranum því eins og segir í kynningartexta fyrir ráðstefnuna er ljóst að ríkisstjórnir og opinberar lánastofnanir hafi ekki burði til þess að fjármagna Heimsmarkmiðin. Samstarf við einkageirann þurfi að koma til en talið er að fjárfesta þurfi fyrir 3,3 til 4,5 trilljónir Bandaríkjadala árlega til að ná settu marki árið 2030 í samræmi við Heimsmarkmiðin.<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.oecd.org/site/oecdgfd/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Vefur ráðstefnunnar</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="https://oecd-development-matters.org/2017/03/28/encouraging-entrepreneurship-in-africa-is-vital-to-achieving-the-global-goals/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Encouraging entrepreneurship in Africa is vital to achieving the Global Goals, eftir Amy Jadesimi/ DevelopmentMatters</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://oecd-development-matters.org/2017/03/20/how-we-all-benefit-when-women-have-access-to-finance/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">How we all benefit when women have access to finance, eftir Mary Ellen Iskenderian/ Development Matters</a>&nbsp;</p>Meginmál

29.03.2017Brosað gegnum tárin

<p>Á hamingjuvoginni &nbsp;-&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://worldhappiness.report/" linktype="1" target="_blank">World Happiness Report</a>&nbsp;- sem kynnt var fyrir skömmu kom í ljós að óhamingjan var útbreidd í Afríku, álfu sem telur 16% mannkyns. Alls voru 155 þjóðir á lista&nbsp; sem unnin var upp úr greiningu á skoðanakönnun sem mældi hamingjustig þjóða. Í ljós kom að þar voru 44 Afríkuþjóðir í mínus, þ.e. þær voru undir meðaltali í atriðum sem lúta að velferð og hamingju, eins og til dæmis frelsi, góðri stjórnsýslu, lýðheilsu og tekjujöfnuði, svo dæmi séu tekin.<br></p><p>Vefritið Quartz bendir hins vegar á að þótt fólk lifi undir fátæktarmörkum eða við harðstjórn þýði það ekki endilega að það sama fólk horfi dökkum augum á framtíðina. Blaðið bendir á að í Afríkukafla hamingjuskýrslunnar sé sérstaklega tekið fram að Afríkubúar séu "einstaklega" vongóðir og &nbsp;sýni mikla þrautseigju gagnvart slæmum aðstæðum eins og afleitum innviðum, vatnsskorti, matarskorti, rafmagnsskorti - og almennt vondum kjörum.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://qz.com/942184/some-of-the-worlds-most-unhappy-countries-are-also-the-most-optimistic/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

29.03.2017Tíu sjónvarpsþættir um Heimsmarkmiðin og Parísarsamninginn

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/heimsmarkmidin1.jpg" alt="Heimsmarkmidin1">Um eða upp úr næstu áramótum verða sýndir íslenskir fræðsluþættir á RÚV um Heimsmarkmiðin og Parísarsamninginn. Ríkisstjórnin samþykkti á föstudag að veita Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi styrk til framleiðslu þáttanna sem bæði verða gerðir fyrir sjónvarp og samfélagsmiðla og fjalla um þessa metnaðarfullu alþjóðasáttmála, annars vegar Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hins vegar Parísarsamninginn um skuldbindingar í loftslagsmálum til ársins 2030.</strong><strong>&nbsp;</strong></p><p>Félag Sameinuðu þjóðanna hefur&nbsp;í samvinnu við Sagafilm ehf. ákveðið að framleiða þættina.<br></p><p>Að sögn Þrastar Freys Gylfasonar formanns stjórnar félagsins verður þróunar- og rannsóknarvinna við þáttaröðina unnin í samstarfi við stjórnvöld, en einnig verður leitað eftir góðu samstarfi við atvinnulífið, við fyrirtæki, einstaklinga, sveitarstjórnir, félög og stofnanir. "Vönduð þróunar- og rannsóknarvinna er mikilvæg til þess að gera þættina bæði trúverðuga og áhugaverða. Við viljum leita til helstu sérfræðinga á ólíkum sviðum, m.a. til greiningar á tækifærum sem í markmiðunum felast út frá hugviti og tækniþróun. Myndræn framsetning þáttanna er mikilvægur þáttur sem við hugum&nbsp;að," segir Þröstur Freyr í samtali við Heimsljós.</p><p>Samhliða undirbúningsferlinu verða að sögn Þrastar Freys til gögn sem nýta má í kynningu þáttanna eða afmarkaðri hluta. Góð tengsl séu mikilvæg við stjórnvöld, sveitarfélög og skóla á öllum stigum. "Við Íslendingar líkt og aðrar þjóðir heims þurfum vitundarvakningu til að taka á sameiginlegum viðfangsefnum. Verkefnin verða best leyst í samvinnu stjórnmála, atvinnulífs og samfélagsins alls. Í þessu verkefni felast mikil kynningartækifæri fyrir málefnið með sjónvarpsþáttaröð í RÚV, en allt efni verður jafnframt unnið með notkun á samfélagsmiðlum í huga. Við viljum setja þættina fram á upplýsandi og skemmtilegan hátt svo þeir verði áhorfendum skýrir og skiljanlegir," segir hann.&nbsp;</p>

29.03.2017Loftslagsbreytingar: Fjórðungur barna býr við vatnsskort árið 2040

<p><strong> <a href="https://youtu.be/JBOmV6xaTTc" class="videolink">https://youtu.be/JBOmV6xaTTc</a> Árið 2040 kemur eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum til með að búa þar sem vatn verður af skornum skammti vegna loftslagsbreytinga, segir í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út á alþjóðlegum degi vatnsins fyrr í mánuðinum.</strong></p><p>Innan tveggja áratuga verða samkvæmt úttekt UNICEF um 600 milljónir barna í heimshlutum þar sem sárlega skortir vatnsauðlindir og barist verður um hvern dropa. Þá munu þeir fátækustu og bágstöddustu líða mest, segir í skýrslunni sem heitir: Þyrstir eftir framtíð: Vatn og börn á tímum loftslagsbreytinga - Thirsting for a Future: Water and Children in a Changing Climate.</p><p></p>Þurrkar og átök magna banvænan vatnsskort í Eþíópíu, Nígeríu, Sómaliu, Suður-Súdan og Jemen. UNICEF óttast að rúmlega 9 milljónir manna verði án ómengaðs drykkjarvatns í Eþíópíu einni á þessu ári. Þá segir í skýrslunni að hartnær 1,4 milljónir barna séu við dauðans dyr vegna bráðavannæringar í Suður-Súdan, Nígeríu, Sómalíu og Jemen.<br>Samkvæmt skýrslunni er skortur á vatni áhyggjuefni í 36 löndum. Ennfremur segir að loftslagsbreytingar með hlýnun jarðar, hækkun yfirborðs sjávar, fleiri flóð og þurrkar, bráðnun jökla og fleiri þættir hafi allir áhrif á gæði og framboð á vatni.<br><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/publications/index_95074.html" linktype="1" target="_blank">Skýrsla UNICEF</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://blogs.unicef.org/blog/children-thirst-for-future/" linktype="1" target="_blank">Children thirst for a future, eftir Anthony Lake/ UNICEF</a>&nbsp;<br><p></p>

29.03.2017Afríka: Þrisvar sinnum fleiri með farsíma en aðgang að salerni

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/farsimi.jpg" alt="Farsimi">Þótt hreint neysluvatn og viðunandi salernisaðstaða séu lykillinn að góðri heilsu og efnahagslegri velferð eru þessir þættir ekki í forgangi stjórnvalda í Afríku til þess að mæta brýnum þörfum milljóna manna.</strong><br></p><p>Þetta segir Mike Muller sérfræðingur í vatnsmálum í viðtali við IPS fréttaveituna þar sem hann segir Afríkuþjóðirnar hafa vilja til þess að reisa innlendar vatnsveitur en hafi á hinn bóginn ekki efnahagslega burði til þess að byggja upp nauðsynlega innviði og koma vatni og salernisaðstöðu til allra íbúa.Þjóðirnar sunnan Sahara í Afríku nota minna en 5% af vatnsauðlindum sínum en uppbygging vatnsbóla og salernisaðstöðu er kostnaðarsöm fyrir flestar þjóðirnar. Í grein IPS segir að World Water Council, alþjóðasamtök um vatn, telji að verja þurfi árlega 650 milljörðum bandarískra dala fram til ársins 2030 til þess að byggja upp nauðsynlega innviði til að tryggja öllum jarðarbúum ómengað neysluvatn.</p>Könnun Afrobarometer frá því í fyrra sýndi að þrisvar sinnum fleiri Afríkubúar hafa aðgang að farsíma en salerni - og segir sína sögu um áherslurnar í álfunni. Aðeins 30% íbúanna höfðu aðgang að salerni, 63% aðgang að vatnsbóli en 93% aðgang að farsímaþjónustu.<br><p></p><p>Fram kemur í grein IPS að ríkisstjórnir þurfi að fjárfesta í vatnsverkefnum til að tryggja öllum aðgengi að hreinu neysluvatni en 800 milljónir jarðarbúa búa við þau skertu lífsgæði að þurfa að neyta mengaðs vatns en afleiðingarnar sjást í þeirri óhugnanlega háu tölu að 3,5 milljónir dauðsfalla má rekja árlega til vatnsborinna sjúkdóma.<br></p><p>Á alþjóðlega vatnsdeginum í síðustu viku benti World Water Council á að vatn væri nauðsynlegur þáttur í allri félagslegri og efnahagslegri þróun á því sem næst öllum sviðum, meðal annars væri vatn forsenda matvælaframleiðslu og lykilþáttur í stöðugri orkuframleiðslu. Þá var bent á að engin fjárfesting væri ábatasamari, fyrir hverja krónu sem fjárfest væri í vatni kæmu rúmlega fjórar á móti í minnkandi kostnaði við heilbrigðisþjónustu.&nbsp;<br></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ipsnews.net/2017/03/three-times-as-many-mobile-phones-as-toilets-in-africa/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

29.03.2017Stærsti nemendahópurinn til þessa í Landgræðsluskólanum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/group_long_pic_skorin2.jpg" alt="Group_long_pic_skorin2">Um miðjan mars hóf nýr hópur nám í árlegu 6-mánaða námi í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.</strong><br></p><p>Hópurinn í ár er sá stærsti frá upphafi og hafa nemendur aldrei komið frá jafn mörgum löndum en alls telur hópurinn 14 manns frá átta löndum. Að þessu sinni koma nemarnir frá Eþíópíu, Ghana, Lesótó, Malaví, Mongólíu, Níger, Úganda og Úsbekistan. Mestur hluti kennslunnar fer fram í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti en nemarnir dvelja einnig drjúgan hluta sumarsins í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum.</p><p>Nemar Landgræðsluskólans eru öll starfsmenn samstarfsstofnanna Landgræðsluskólans í sínum heimalöndum þar sem þau vinna að landgræðslu, landvernd og/eða stjórnun og eftirliti landnýtingar. Samstarfsstofnanir Landgræðsluskólans eru einkum ráðuneyti, umhverfisstofnanir og héraðsstjórnir, en einnig háskólar og aðrar rannsóknastofnanir. Náminu líkur með kynningu á rannsóknaverkefnum sem nemarnir vinna að á meðan þau dvelja hér á landi. Útskrift hópsins í ár fer fram um miðjan september.&nbsp;<br></p><p>Að Landgræðsluskólanum standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Háskóli Sameinuðu þjóðanna og utanríkisráðuneytið, en skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.<br><br>Frekari upplýsingar eru á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unulrt.is/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">vef</a>&nbsp;skólans.</p>

29.03.2017Mæðradauði horfinn?!

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/monkeybayMD.PNG" alt="MonkeybayMD">Líkast til hefur ekki áður með einni mynd verið sýnt betur fram á árangur af íslenskri þróunarsamvinnu. Myndin hér til hliðar birtist á Fésbókinni um helgina og margir deildu henni áfram því tölurnar um lækkun mæðradauða á Monkey Bay svæðinu í Malaví eru einu orði sagt stórkostlegar. Eins og flestir lesenda Heimsljóss vita tóku Íslendingar að sér í byrjun aldar að reisa svæðissjúkrahús við Apaflóa sem afhent var malavískum stjórnvöldum árið 2012. Einn af lokaáföngum verksins var að reisa fæðingardeild en áður hafði m.a. verið opnuð skurðdeild sem sinnti keisaraskurðum fyrir nánast allt héraðið.<br></p><p>Samkvæmt súluritinu á myndinni létust 128 konur af barnsförum áður en fæðingardeildin opnaði, miðað við 100 þúsund fæðingar, en strax næsta ár er þessi tala komin niður í 59. Frá júlí 2014 til 2015 dró áfram úr mæðradauða, þá létust 45 konur, en á síðasta tólf mánaða tímabili, frá júlí 2015 til 2016 lést engin kona!<br></p><p>Samhliða uppbyggingu fæðingardeildarinnar í Monkey Bay og fleiri slíkum deildum við minni heilsugæslustöðvar í Mangochi héraði, sem reistar voru fyrir íslenskt þróunarfé, var reynt að stemma stigu við heimafæðingum þar sem ómenntaðar yfirsetukonur tóku á móti börnum úti í sveitum. Verðandi mæður voru hvattar til að koma á fæðingardeildir sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva - og samkvæmt upplýsingum frá Mangochi voru konur fljótar að átta sig á örygginu sem fylgdi því að fæða á fæðingardeild.</p>

29.03.2017Þörf á vitundarvakningu um þjóðfélagshópa sem lenda utangarðs

<p></p><p><strong><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/salim.jpg" alt="Salim">Þrátt fyrir að lífskjör hafi almennt batnað síðustu ár hefur sú þróun ekki verið jöfn og einstaklingar, hópar og heil samfélög hafa orðið útundan. Brýn þörf er á vitundarvakningu um hvað veldur jaðarsetningu svo hægt sé að leiðrétta þá kerfisbundnu mismunun sem á sér stað. Skortur á umburðarlyndi í samfélögum og aukin eigna- og valdatengsl ákveðinna hópa koma í veg fyrir bætt lífskjör jaðarsettra hópa. Loftslagsbreytingar, ójöfnuður, farsóttir, fólksflutningar, átök og ofbeldi eru helstu áskoranir samtímans.</strong></strong><br></p><p>Þetta eru helstu niðurstöður þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna, Human Developing Report 2016, en dr. Selim Jahan aðalritstjóri skýrslunnar kynnti hana á fjölmennum fundi í Hannesarholti síðastliðinn föstudag. Þetta er annað árið í röð sem Selim kemur hingað til lands til að kynna þetta metnaðarfulla verk Þróunarstofnunar SÞ, UNDP, sem unnið er af níu manna teymi undir hans stjórn.<br></p><p>Í erindi hans kom fram að undanfarin 25 ár hafa miklar framfarir orðið og lífskjör í heiminum batnað umtalsvert. Meðal annars má nefna að fólk lifir að meðaltali lengur, fleiri börn ganga í skóla, dregið hefur verulega úr barnadauða, fleiri hafa aðgang að grunnþjónustu líkt og heilsugæslu og hreinu vatni, og dregið hefur verulega úr fjölda tilvika HIV, malaríu og berkla. Selim sagði að þrátt fyrir þessar framfarir hafi þróun lífskjara ekki verið jöfn og samfélagshópar, bæði smærri hópar innan samfélaga og heilu samfélögin, hafi orðið útundan.<br><strong><br></strong></p><p><strong>Jaðarsettir hópar</strong></p>Skýrslan í ár fjallar einkum um þá þjóðfélagshópa sem af ýmsum ástæðum hafa lent utangarðs, eru skilgreindir sem jaðarsettir hópar, og skýrsluhöfundar segja að mæti sérstökum hindrunum sem komi í veg fyrir bætt lífskjör. Í skýrslunni er lögð áhersla á að til þess að tryggja að þróun nái til allra sé brýn þörf á vitundarvakningu um orsakir jaðarsetningar.<br>Það sem helst hindrar að jaðarhópar nái jafnrétti er: 1) skortur á umburðarlyndi gagnvart&nbsp; trú, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum, kyni eða þjóðerni; 2) aukin eigna- og valdatengsl ákveðinna hópa ýtir undir hugmyndir um að lífsgildi tiltekins hóps séu öðrum æðri; 3) veik samningsstaða eða takmarkaðir möguleikar á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á opinberum vettvangi og þar með hafa áhrif á löggjöf og stefnumótun; og 4) þröng skilgreining sjálfsmyndar. Á sama tíma og þörf er á samstilltu átaki og samstarfi virðast sjálfsmyndir þjóða þrengjast. Brexit er nýlegt dæmi um hvernig þjóðernishyggja ryður sér til rúms þar sem&nbsp; einstaklingar finna til einangrunar í kjölfar alþjóðlegra breytinga.<p></p><p>Skýrsluhöfundar benda ennfremur á að árangur lífskjaraþróunar sé ekki einungis metinn af árangri stjórnvalda í hverju landi fyrir sig heldur einnig af uppbyggingu og vinnu á alþjóðavettvangi. Gallar hnattvæðingar og alþjóðlegra áhrifa megi einkum rekja til þriggja þátta. Í fyrsta lagi hafi afleiðing ójafnrar dreifingar auðs þar sem 1% mannkyns á 46% af auðæfum veraldar ýtt undir velmegun ákveðinna hópa og skilið aðra eftir í fátækt og viðkvæmri stöðu. Í öðru lagi hafi hnattvæðingin skert afkomumöguleika þeirra sem eftir sitja og í þriðja lagi búa þessir hópar oft við langvarandi átök.<br></p><p>Niðurstaða skýrslunnar er þó sú að þróun og bætt lífskjör fyrir alla sé raunhæft markmið en til þess þurfi m.a. að skilgreina og ná til þeirra sem orðið hafa útundan í lífskjaraþróun, nýta þau stefnumið sem þegar eru til staðar, jafna stöðu kynjanna, innleiða Heimsmarkmiðin og aðra alþjóðasamninga og vinna að endurbótum á alþjóðastofnunum og þeim kerfum sem þær vinna eftir.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://report.hdr.undp.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Human Developing Report - Human Development for&nbsp;</a></p>

29.03.2017Úganda komið að þolmörkum vegna flóttamannastraumsins

<p>Ríkisstjórn Úganda og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sendu á dögunum út sameiginlegt ákall til alþjóðasamfélagsins um að bregðast skjótt við og styðja myndarlega við þær þúsundir flóttamanna frá Suður-Súdan sem koma daglega yfir landamærin til Úganda á flótta frá grimmdarverkum og matarskorti.<br></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/ugandagsal.png" alt="Ugandagsal">Nú þegar eru í Úganda rúmlega 800 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan. Flestir þeirra, 572 þúsund, hafa komið inn í landið frá því í júlí á síðasta ári þegar átök blossuðu upp að nýju. Með sama áframhaldi verða flóttamennirnir komnir yfir eina milljón um mitt ár. Á fyrstu mánuðum þessa árs hafa 172 þúsund íbúar Suður-Súdan komið yfir til Úganda, að meðaltali 2,800 dag hvern í marsmánuði.</p><p>"Úganda heldur áfram að hafa landamærin opin," segir Ruhakana Rugunda forsætisráðherra Úganda í fréttatilkynningu frá Flóttamannastofnun SÞ. "Hins vegar leiðir þessi mikli straumur flóttafólks til gríðarlegs álags á opinbera þjónustu og staðbundna innviði. Við höldum áfram að taka vel á móti nágrönnum okkar sem búa við neyð en við hvetjum alþjóðasamfélagið til að bregðast í skyndi við þessum aðstæðum sem stefna í það að verða óviðráðanlegar."<br></p><p>Að mati Filippo Grandi framkvæmdastjóra UNHCR er komið að þolmörkum. Úganda geti eitt og sér ekki leyst mesta flóttamannavanda Afríku upp á eigin spýtur. "Með áhugaleysi alþjóðasamfélagsins á þjáningu Suður-Súdana er verið að bregðast hluta af bágstaddasta fólkinu í heiminum þegar það þarf sárlega á aðstoð okkar að halda," segir Grandi.<br>Íslensk stjórnvöld styðja flóttafólk frá Suður-Súdan með framlögum til Flóttamannastofnunar SÞ og beinum framlögum til íslenskra borgarasamtaka sem starfa í flóttamannasamfélögum í norðurhluta Úganda.&nbsp;<b><br></b></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/news/press/2017/3/58d3abab4/breaking-point-imminent-government-uganda-unhcr-say-help-south-sudan-refugee.html" linktype="1" target="_blank">Frétt UNHCR</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="/islenska/um-thssi/frettir/island-styrkir-flottamannastofnun-sameinudu-thjodanna-med-thriggja-ara-samkomulagi-um-studning-vid-flottamenn?CacheRefresh=1" linktype="1" target="_blank">Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamen</a>n

29.03.2017Úttektir á þróunarsamstarfi

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/malawivatn45.jpg" alt="Malawivatn45">Í takt við hefðbundið verklag í þróunarsamvinnu eru reglulega framkvæmdar úttektir á verkefnum í þróunarsamstarfi Íslands. Þær eru mikilvægar til að meta hvort og hvernig aðstoð skilaði sér til framfara, t.d. í menntun, vatnsöflun, heilbrigðisþjónustu, hreinni orku og bættri nýtingu &nbsp;fiskafla. Vel unnar úttektir veita einnig mikilvæga leiðsögn um hvernig bæta megi áherslur og framkvæmd í þróunarsamvinnu.<br></p><p>Eftir sameiningu Þróunarsamvinnustofnunar við þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins (ÞSS), hefur verið unnið að því að sameina og samþætta verklag við úttektir, og innan ÞSS starfar teymi sem sérstaklega sinnir úttektum. Úttektamál voru eðlilega eitt af þeim málum sem rýnihópur DAC lagði áherslu á í rýni sinni á íslenskri þróunarsamvinnu og í takt við það hefur nú verið sett saman&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="/media/iceida-media/media/pdf/Evaluation-Policy_Iceland_Final.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">stefna</a>&nbsp;ÞSS í úttektarmálum.<br></p><p>Segja má að markmið úttekta séu þríþætt: að sýna fram á árangur, að standa skil á framkvæmd verkefna og fjármunum sem í þau er varið gagnvart skattgreiðendum og öðrum hlutaðeigandi, og að draga lærdóm til framtíðar, bæði hvað varðar innleiðingu verkefna en einnig með tilliti til stefnumótunar í málaflokknum. Úttektir eru þannig tæki sem við höfum til að safna gögnum og þekkingu um hvernig við náum sem bestum árangri í starfi okkar. Sú gagnrýni heyrist reyndar nokkuð oft að stofnunum gangi illa að draga lærdóm af úttektum og ráðleggingar þeirra skili sér ekki sem skyldi inn í starf og stefnumótun. Því er það mikilvægt hlutverk úttektateyma að fylgja eftir ráðleggingum og vinna náið með þeim er sjá um framkvæmd og tryggja þannig að þessi vinna skili sér í starfið.<br>Almenna reglan er sú að úttektir eru framkvæmdar af óháðum utanaðkomandi ráðgjöfum, sem valdir eru til verksins í samkeppnisferli. Slík nálgun skilar okkur óháðum niðurstöðum og njóta þannig trausts allra hlutaðeigandi. Áhersla er lögð á að fá reynda úttektarsérfræðinga til starfa, enda skilar slík áhersla sér í gæðum úttekta og auknum ávinningi og þekkingu sem af þeim hlýst fyrir íslenskt þróunarsamstarf.<br></p><p></p><p><strong>Úttekt á skólum Háskóla Sameinuðu þjóðanna</strong></p><p>Á árinu 2017 eru fjölmargar úttektir á dagskrá hjá ÞSS sem spanna ólík svið þróunarsamstarfsins. Fyrst má þar nefna fyrstu óháðu úttektina á skólum Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Hér er um að ræða víðtækt úttektarverkefni sem framkvæmt er af sænska ráðgjafafyrirtækinu NIRAS-Indevelop, sem mikla reynslu hefur af úttektum á mennta- og þjálfunarverkefnum í þróunarsamvinnu. Úttektinni er ætlað að skoða þann árangur sem náðst hefur í tengslum við starf skólanna fjögurra, og hvernig menntun sérfræðinga á viðkomandi sviðum hefur skilað sér í framförum og breytingum í viðkomandi málaflokkum í löndunum. Nokkur lönd verða skoðuð sérstaklega og tekin verða ítarleg viðtöl við fyrrum nemendur í Kenía, Úganda, Malaví, Gana, Eþíópíu, Víetnam og El Salvador. Í síðastliðinni viku hélt ráðgjafateymið einnig vinnufund með fulltrúum allra skólanna og starfsfólki UTN um árangursstjórnun í þróunarsamstarfi, en mikilvægur liður í úttektarvinnunni er að þróa sameiginlegan árangursramma fyrir starfsemina til næstu ára. Starf skóla HSÞ á Íslandi er mikilvægur og stór liður í þróunarsamstarfi Íslands, og því er beðið með eftirvæntingu eftir niðurstöðum úttektarinnar.<strong><br></strong></p><p><strong>Aðrar úttektir á árinu</strong></p><p>Nú nýlega hófst einnig lokaúttekt á Fiskgæðaverkefni í Úganda, en það verkefni var framkvæmt á árunum 2009-2016 í samstarfi við stjórnvöld í Úganda. Úttektin mun skoða árangur verkefnisins í fiskisamfélögum í Úganda, m.a. með tilliti til þess að hvaða marki verkefnið náði þeim markmiðum að auka gæði og verðmæti afla og bæta lífsgæði íbúa í fiskiþorpum.</p><p>Á næstu vikum fer einnig af stað úttekt á árangri við innleiðingu jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu 2013-2016. Jafnréttismál eru áherslumál í þróunarsamvinnu Íslands, bæði sem þverlægt málefni en einnig sem sértækt markmið. Hér er um að ræða fyrstu þverlægu úttektina sem framkvæmd er í tengslum við þróunarsamstarf Íslands, og mun verða skoðað upp að hvaða marki áherslur um jafnrétti kynjanna hafa skilað sér í tvíhliða og marghliða þróunarsamstarfi. Margar erlendar úttektir hafa á síðustu árum leitt í ljós að samþætting jafnréttismála hefur ekki skilað sér sem skyldi í þróunarsamstarfi. Mikilvægur þáttur í þessari úttekt er því einnig að skilgreina leiðir til úrbóta og benda á mögulegar sértækar aðgerðir í &nbsp;jafnréttismálum innan þess þróunarsamstarfs sem Ísland er aðili að. Við lok úttektarinnar mun ráðgjafinn halda námskeið fyrir starfsfólk ÞSS og samstarfsaðila í þróunarsamvinnu um samþættingu jafnréttismála í þróunarsamvinnu með tilvísun í niðurstöður og ráðleggingar úttektarinnar.</p><p>Aðrar úttektir sem einnig er vert að nefna hér eru annars vegar úttekt á samstarfi við borgarasamtök, en þar verður litið til verkefna sem Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði Kross Íslands hafa staðið að fyrir íslenskt þróunarfé. Í þeirri úttekt verður sjónum einnig beint að því hvaða virðisauki felst í samstarfi við félagasamtök í þróunarsamstarfi og hvernig megi gera slíkt samstarf enn skilvirkara. Hins vegar er á dagskrá síðar á árinu úttekt á héraðssamstarfi í Malaví 2012-2017 sem og í Kalangala héraði í Úganda frá 2005 til 2016.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="/utgefid-efni/uttektir/uttektaskyrslur/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Úttektarskýrslur</a>&nbsp;eru birtar á vef þróunarsamvinnuskrifstofu.</p><p></p>

22.03.2017Sendiráðið í Lilongve stýrir íslenskum fjárfestingum í Malaví

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/agpistill.PNG" alt="Agpistill">Vonandi rekur einhvern í rogastans við þessa fyrirsögn því það er tilgangurinn með þessum pistli.</p><p>Ég hef oft lent í vandræðum með að útskýra starfsemi okkar þ.e. tvíhliða alþjóðlega þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda&nbsp; sem rekin er af þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sendiráðum Íslands í Afríku (hér eftir nefnd ÞSS).&nbsp; Meirihluti þeirra sem spyrja halda að við, sem vinnum í sendiráðunum, séum að sinna góðgerðarstarfi. Ég vil hinsvegar kalla vinnuna mína "eftirlit með fjárfestingum í Malaví, sem fjármagnaðar eru með íslensku skattfé."<br></p><p>Allt fram á síðasta áratug var mesta áherslan í tvíhliða þróunarsamvinnu á að telja krónurnar sem fóru í verkefnin og afraksturinn, svo sem að telja vatnsbólin sem voru tekin í notkun og telja leshringina sem voru settir upp. Það voru ekki gerðar strangar kröfur á samstarfsaðilana að sýna árangur af þróunarsamstarfinu, en auðvitað var vonast til þess að inngripin breyttu einhverju í lífi haghafanna til hins betra.&nbsp; Það má segja að þess konar inngrip hafi kallast með réttu þróunaraðstoð eða þróunarhjálp og verið nálægt því að kallast góðgerðarstarf.<strong><br></strong></p><p><strong>Samstarf jafningja</strong></p><p>Íslensk þróunarsamvinna hefur smám saman færst frá þróunaraðstoð sem getur haft birtingarmynd sem "yfirlætisleg góðvild" (e. patronizing), yfir í samstarf á jafningja grundvelli. Í landslagi Heimsmarkmiðanna má segja að öll lönd, líka samstarfslönd ÞSS, séu að stuðla að alþjóðlegri þróun, styðja sjálfbærni og draga úr fátækt á staðnum, innanlands, svæðisbundið og á heimsvísu.<br></p><p>Í nútíma tvíhliða þróunarsamvinnu gerir ÞSS miklar kröfur um árangur samstarfsins, að það verði virkilega breyting til batnaðar hjá haghöfunum og því viljum við sjá einskonar "arð" af fjárfestingunum. Auðvitað er Ísland líka að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóð­anna.</p><p>Sem dæmi má nefna samstarfsverkefni íslenskra stjórnvalda við Mangochi hérað hér í Malaví (sömu lögmál gilda um samstarfið við Buikwe og Kalangala héruð í Úganda). &nbsp;Gerður var árangurssamningur til fjögurra ára og samþykkt áætlun/verkefnastoð (e. programme) á sviði heilsu-, mennta- og vatns- og salernismála. Verkefnastoðin byggir á þróunaráætlun Mangochi héraðs. Á þriggja mánaða fresti sendir héraðsstjórnin beiðni um framlag (inn á reikning héraðsins) sem byggist á ofangreindri áætlun. Framlögin geta verið sundurgreind eftir málaflokkum.&nbsp; Héraðið framkvæmir svo þróunarverkefni sín; s.s. útboð og eftirlit með byggingum fæðingardeilda og skólastofa; útboð og kaup á tækjum og tólum, útboð og eftirlit með borun eftir vatni og gerð vatnsbóla, þjálfun starfsfólks ásamt umsjón og eftirliti.&nbsp; Héraðsyfirvöld skila skýrslu um framkvæmdir á undangengnu þriggja mánaða tímabili og gera skil á fjárreiðum viðfangsefnanna á hverjum tíma, sem sendiráðið setur sem skilyrði fyrir greiðslu á næsta framlagi. Sendiráðið er svo með eigið eftirlit með fjárreiðum og árangri.&nbsp; Árangur er t.d. metinn í minnkaðri dánartíðni mæðra og ungbarna í héraðinu, betri árangri grunnskólabarna í skólunum sem við styrkjum, og fækkun kóleru tilfella í sveitarfélögum sem hafa betri aðgang að hreinu drykkjarvatni og bættri salernisaðstöðu.&nbsp;</p><p><strong>Fjárfest í innviðum</strong>&nbsp;</p><p>Mangochi er þannig að nýta íslenskt þróunarframlag til að fjárfesta í innviðum á sviði heilsu, menntunar, vatns- og salernismála sem og í uppbyggingu mannauðs meðal héraðsstarfsmanna, og samstarfsaðila þeirra í minni sveitarfélögunum og í samfélögunum.&nbsp;<br></p><p>Það skiptir auðvitað ekki máli hvort við tölum um þróunarsamvinnu eða fjárfestingar, svo fremi að inntakið komist til skila. ÞSS og sendiráðin vinna við að koma íslensku skattfé til skila á sem skilvirkasta hátt til að bæta lífskjör fátæks fólks í samstarfslöndum okkar. Í dag er talið best að gera árangurssamninga og fylgja þeim strangt eftir. Ísland hefur valið, vegna þess að við erum lítil þjóð, að gera oftast samninga á sveitarstjórnarstiginu frekar en við stjórnvöld almennt þ.e. að vera með fjárlaga- eða geirastuðning.<br></p><p>Umræða um þróunarsamvinnu og/eða opinberar fjárfestingar í þróunarlöndum er ekki mikil.&nbsp; Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan pistil rakst ég þó á&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.theguardian.com/global-development/2015/aug/05/aid-should-be-seen-as-foreign-public-investment-not-just-charity" shape="rect" linktype="1" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vefgátt The Guardian um þróunarmál &nbsp;frá því árið 2015 sem ber heitið "Það á að líta á þróunaraðstoð (e. aid) sem erlenda opinbera fjárfestingu, ekki bara góðgerðarstarfsemi."<br></p><p>Höfundar þeirrar greinar voru m.a. að skoða þróunarlandslagið eins og það er núna, ekki síst þátt BRICS (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka) landanna, sem eru umfangsmikil í þróunarlöndunum, en taka ekki þátt í alþjóðasamvinnu um skilvirkni þróunarsamvinnu. Þessi lönd koma á ská inn í þróunarumræðuna - og kollvarpa hefðbundnum "norður-suður" vinkli á þróunarmál. BRICS löndin eiga erfitt með að skilgreina sig sem gjafaríki. Er það hugtak kannski líka orðið úrelt?<br></p><p>Bestu kveðjur frá áhugamanneskju um þróunarumræðu.&nbsp;<br>&nbsp;</p>

22.03.2017Alþjóðadagur vatnsins í dag

<p><strong> <a href="https://youtu.be/UrJhsH0Sz_o" class="videolink">https://youtu.be/UrJhsH0Sz_o</a> Á degi vatnsins í dag er athyglinni beint að sóun á vatni. Fullyrt er að 80% alls neysluvatns renni aftur til náttúrunnar ónotað með mengandi afleiðingum fyrir umhverfið og sóun á mikilvægum auðlindum. Hvatning dagsins: drögum úr vatnssóun og endurnýtum vatnið!</strong><br></p><p>Í tilefni dagsins hefur Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) gefið út&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unesco.org/new/en/natural-sciences/environment/water/wwap/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;um fráveituvatn sem ber yfirskriftina: Hin vannýtta auðlind. Fjallað er um skýrsluna og dag vatnsins í<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.vedur.is/um-vi/frettir/dagur-vatnsins-22-mars" shape="rect" linktype="1" target="_blank">grein</a>&nbsp;á vef Veðurstofu Íslands í dag.</p><p></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2017/03/22/world-water-day-2017?CID=POV_TT_Poverty_EN_EXT" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World Water Day: Take Action around the World to Tackle a Water Crisis/</a>&nbsp;&nbsp;Alþjóðabankinn&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://news.trust.org/item/20170322055505-tkjle/" linktype="1" target="_blank">Most wastewater released is untreated, putting millions at risk/ Reuters</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unesco.org/new/en/natural-sciences/environment/water/wwap/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The World Water Development Report 2017/ UNESCO</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.irishaid.ie/news-publications/news/newsarchive/2017/march/world-water-day-2017/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World Water Day 2017: Water Aid in Humanitarian Crises/ IrishAid</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://news.trust.org/item/20170321122747-i47ku/?cid=social_20170321_70951076&%3badbid=844165542000828416&%3badbpl=tw&%3badbpr=15762575" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Number of rural Indians without clean water equivalent to UK population - charity/ Reuters</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://global.nature.org/content/beyond-the-source?src=share.nature.global.twitter" shape="rect" linktype="1" target="_blank">A Natural Solution to Water Security/ GlobalNature</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=21418&%3bLangID=E&%3butm_content=buffera2a48&%3butm_medium=social&%3butm_source=twitter.com&%3butm_campaign=buffer" shape="rect" linktype="1" target="_blank">"Development cooperation is key to realizing rights to safe drinking water and sanitation" / UN</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.sustainablegoals.org.uk/obstacles-to-wash/" linktype="1" target="_blank">Obstacles to WASH/ SusatainableGoalsUK</a>&nbsp;</p><br><p></p>

22.03.2017Aðgerða þörf til að uppræta hatursorðræðu og hatursglæpi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/utnhopur.jpg" alt="Utnhopur">Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær til aðgerða til að uppræta hatursorðræðu og hatursglæpi í tilefni af Alþjóðadegi útrýmingar kynþáttamismununar. Starfsfólk utanríkisráðuneytisins fór í hópmyndatöku í tilefni dagsins eins og sjá má hér að ofan.</strong><br></p><p>"Dagurinn er árleg áminning til okkar allra um að efla starf okkar við að berjast gegn kynþáttahatri, mismunun kynþátta, útlendingahatri, hatursáróðri og hatursorðræðu,"&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">segir&nbsp;</a>Zeid Ra'ad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu SÞ.<br></p><p>"Okkur ber ekki að líta á innflytjendur einvörðungu í neikvæðu ljósi, þó vissulega sé hér á ferðinni alheimsvandi, heldur þvert á móti sem hugsanlega lausn á mörgum áskorunum sem við er að glíma í dag. Nú þegar útlendingahatur fer vaxandi er nauðsynlegt að hafa skýran skilning á staðreyndum," segir Antónío Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ í fréttinni.&nbsp;<br><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2883" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/ce255075-0f39-4e11-aa56-6416b704e21d.jpg?a=1127505116915" class="right"></p><p>"Og hverjar eru staðreyndirnar? Útlendinga- og kynþáttahatur færist vissulega í vöxt og mörg dæmi mætti nefna, svo sem 23% aukningu hatursglæpa í Bretlandi í&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">kjölfar Brexit&nbsp;</a>og vaxandi andúð í Bandaríkjunum í garð múslima eftir að kosningabaráttan hófst árið 2015.&nbsp;Um alla Evrópu má finna dæmi um aukningu kynþátta- og útlendingahaturs. Í Þýskalandi hefur árásum á farandfólk fjölgað um 42% á milli áranna 2015 og 2016. Fjöldi hatursglæpa þrefaldaðist á Spáni frá 2012 til 2016. Í Finnlandi tvöfaldaðist fjöldi kæra vegna hatursglæpa á milli 2014 og 2015, en þá bárust tilkynningar um 1704 mál. Róma-fólk er allt að þrisvar sinnum oftar&nbsp;<a shape="rect">spurt um skilríki e</a>n aðrir í Evrópu&nbsp;&nbsp;og kynþáttahatur og hatursáróður fer vaxandi í Búlgaríu svo einhver dæmi séu nefnd."<br></p>

22.03.2017Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamenn

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/unhcrfrettisl.PNG" alt="Unhcrfrettisl">Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur birt á íslensku&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/neu/is/9795-iceland-strengthens-unhcr-partnership-with-3-year-agreement-on-additional-support-to-refugees.html" linktype="1" target="_blank">fréttatilkynningu</a>&nbsp;sem stofnunin sendi frá sér fyrr í mánuðinum eftir að skrifað var undir þriggja ára samkomulag milli UNHCR og íslenskra stjórnvalda. Fréttatilkynningin er hér í heild sinni:<b><b><br></b></b></p><p><b><b>Þann 27. febrúar 2017, skrifaði Ísland undir þriggja ára samning við Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) sem einnig telur viðbótarstuðning að lágmarki 50 milljónir ISK, sem er mikilvægur áfangi í samstarfi Íslands og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</b><br></b></p><p>Stuðningur Íslands við UNHCR hefur aukist talsvert á undanförnum árum og hæsta framlagið frá Íslandi var árið 2016, þegar 2,4 milljónir Bandaríkjadala voru veittir til Sýrlands, en þar með komst Ísland í sjöunda sæti yfir hæstu framlagsríki UNHCR, miðað við höfðatölu.Mannlegur harmleikur nauðungaflutninga eykst stöðugt í heiminum og yfir 65 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, stríðs og ofsókna, rúmlega helmingur þeirra börn. 90% flóttamanna heimsins og fólks sem er á vergangi innan landamæra búa í þróunarríkjunum sem telja fjórðung fátækustu landa heims.<b><br></b></p><p><i>Á tímum átaka þurfa flóttamenn og hælisríki mest á stuðningi okkar að halda. Stuðningur Íslendinga og skuldbinding þeirra til þess að hjálpa flóttamönnum og nauðungarfluttum sýnir mikilvægan samhug og merki um ábyrgð gagnvart löndum í stríðshrjáðum hluta heimsins, segir Pia Prytz Phiri, svæðisfulltrúi UNHCR í Norður-Evrópu.</i><br></p><p>Á síðasta ári jukust ofbeldisfull átök á mörgum svæðum, sérstaklega í Nígeríu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen, þar sem flestir flýja innan landanna. Í Suður-Súdan hefur ástandið stigmagnast og þar ríkir nú alvarlegt neyðarástand því rúmlega 1,5 milljón manna hefur neyðst til að flýja landið til að leita öryggis. Í Suður-Súdan ríkir nú mesti flóttamannavandi Afríku og er hann sá þriðji mesti í heiminum öllum, á eftir Sýrlandi og Afganistan; en Suður-Súdan hefur fengið minni athygli og langtum minni fjárframlög.</p><p>Meirihluti flóttamannanna, rúmlega 1,1 milljón manna eru í Úganda. 86% þeirra eru konur og börn sem koma uppgefin og alvarlega vannærð eftir að hafa gengið og leynst í skóginum dögum saman. Sidah Hawa og börnin hennar sex komu nýlega til Úganda eftir að hafa gengið í þrjá daga án matar. Hún er nú komin til Palorinya-byggðarinnar þar sem hverri fjölskyldu er úthlutaður jarðarskiki til skjóls.</p><p class="imgcenter"><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/unhcrmyndsidah.jpg" alt="Unhcrmyndsidah"></p><b><i><sub>"Ég óttaðist um öryggi fjölskyldu minnar, svo ég neyddist til að yfirgefa heimili mitt. Ferðin var erfið því ég var ekki með neinn mat og ég þurfti að gefa börnunum hráa kassavarót og vatn"</sub></i></b><b><i><sub>&nbsp;Sidah Hawa, 30, sem flúði með börnin sín sex frá Suður-Súdan til Úganda</sub></i></b><br><p></p><p>Þegar flóttamenn koma til Úganda er forgangsatriði UNHCR að bjarga mannslífum og tryggja nauðsynjar með því að útvega mottur, teppi og hreinlætisvörur, og börn eru bólusett gegn mislingum og mænusótt. Síðan úthluta yfirvöld í Úganda þeim landi í nálægum byggðum; brautryðjendastarf sem bætir aðlögun og gefur flóttamönnum og þeim samfélögum sem taka á móti þeim kost á friðsamlegri sambúð. Að auki er flóttamönnunum veitt réttindi og frelsi til þess að vinna, eiga í viðskiptum og ferðast um landið.</p><p>Engu að síður geta yfirvöld í Úganda ekki tekist á við vandann hjálparlaust og því er bráðnauðsynlegt að alþjóðasamfélagið styðji við þau. Árið 2016 hlaut mannúðarákall vegna vandans í Suður-Súdan minna en 75% af umbeðnum framlögum. Þess vegna veitir framlag Íslands lífsnauðsynlegan stuðning til flóttamanna eins og Siduh og barna hennar, með því að hjálpa þeim að eiga líf og von með öryggi og reisn í Úganda. Ísland hefur lagt UNHCR til um 4 milljónir Bandaríkjadala frá árinu 2011 og árið 2017 leggur Ísland fram 220,000 Bandaríkjadala til Sýrlands.</p>

22.03.2017Fimmtíu milljónir árlega til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/CERF-undirskrift-I.jpg" alt="CERF-undirskrift-I">&nbsp;</b>Utanríkisráðuneytið, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, mun greiða 50 milljónir króna árlega til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) samkvæmt nýjum þriggja ára samningi sem skrifað var undir í New York í gær. Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Stephen O'Brien framkvæmdastjóri CERF skrifuðu undir samninginn sem gildir fyrir árin 2017 til 2019.<br></p><p>"Ísland og fleiri framlagsríki eru sammála um nauðsyn þess að framlög til neyðaraðstoðar séu fyrirsjáanlegri en verið hefur. Gerð þessa samnings er liður í því að tryggja það," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p><p></p><p><b>CERF áherslustofnun&nbsp;</b></p><p>CERF er ein af áherslustofnunum Íslands fyrir mannúðaraðstoð. Sjóðurinn var stofnaður árið 2006 til að gera Sameinuðu þjóðunum kleift að bregðast annars vegar hraðar við neyðarástandi og hins vegar til að veita nauðsynlega aðstoð til mannúðarverkefna sem hafa ekki náð að laða að sér nægt fjármagn frá framlagsríkjum. Til marks um viðbragðsgetu sjóðsins liðu aðeins tíu klukkustundir frá jarðskjálftanum á Haítí árið 2010 þangað til sjóðurinn var búinn að veita fyrstu greiðslu vegna neyðaraðstoðar. Af dæmum um undirfjármagnaða neyðaraðstoð sem sjóðurinn hefur nýlega stutt við má nefna framlög í þágu flóttamanna í Úganda, Kenía og Tansaníu vegna átaka í nágrannaríkjum, í Suður-Súdan, Kongó og Búrúndí.&nbsp;</p><p></p><p>Frá upphafi var markmið sjóðsins að safna 450 milljónum Bandaríkjadölum á ári til að veita í mannúðaraðstoð en markmiðið var nýlega aukið í einn milljarð dala fyrir árið 2018. Gífurleg aukin fjárþörf til mannúðarmála kallar á þá hækkun en verkefni sjóðsins eru meðal annars í Eþíópíu, Nígeríu, Sómalíu, Búrúndí og Mjanmar.&nbsp;</p><p><br>Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum formfest samstarf við fjórar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna með gerð rammasamninga líkt og önnur Norðurlönd hafa þegar gert. Gerðir hafa verið slíkir samningar við Matvælaáætlun SÞ (WFP), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) og núna við Neyðarsjóðinn.&nbsp;</p><p><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://us12.campaign-archive1.com/?u=5b1863917c0a3cf627f643592&%3bid=bf9a51d619&%3be" shape="rect" linktype="1" target="_blank">2017: CERF Highlights</a>&nbsp;</p><br><p></p><br><p></p>

22.03.2017Hverjir hafa orðið útundan og hvers vegna?

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/hdr2016.PNG" alt="Hdr2016">Á undanförnum áratugum hafa orðið óviðjafnanlegar framfarir þegar horft er til þróunar lífskjara í heiminum. Milljónir manna hafa hins vegar ekki notið góðs af þessari þróun. Hverjir hafa orðið útundan og hvers vegna? Þessar tvær spurningar eru meginviðfangsefni Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna,&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/2016_human_development_report.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Human Development Report 2016</a>, sem kom út í gær og verður formlega kynnt á Íslandi með fundi í Hannesarholti á föstudag klukkan 16:00.</strong></p><p><strong>Dr. Selim Jahan</strong>, aðalritstjóri Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2016 (Human Development Report 2016: Human Development for everyone), kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar á fundinum og&nbsp;&nbsp;<strong>Stefán Haukur Jóhannesson</strong>, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flytur opnunarávarp.&nbsp;</p>Í pallborði verða&nbsp;&nbsp;<strong>Jónína Einarsdóttir</strong>, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og&nbsp;&nbsp;<strong>Engilbert Guðmundsson</strong>,&nbsp;&nbsp;&nbsp;ráðgjafi utanríkisráðuneytisins um þróunarmál.&nbsp;<br><br>Fundarstjóri er&nbsp;<strong>Þórunn Elísabet Bogadóttir</strong>, aðstoðarritstjóri Kjarnans.&nbsp;<br><br>Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Hjólastólaaðgengi er í Hannesarholti.&nbsp;<br><br>Boðið verður upp á kaffi meðan á fyrirlestri stendur og léttar veitingar að fundi loknum.&nbsp;<br><br><strong>Greining á þjóðfélagshópum sem lenda utangarðs</strong>&nbsp;<br><p></p><p>Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin er út af Þróunaráætlun SÞ (UNDP) er að finna greiningu á því hvers vegna ákveðnir hópar eru líklegri en aðrir til að lenda utangarðs. Í skýrslunni er líka að finna athyglisverða greiningu á því hvaða hindranir eru í veginum fyrir sjálfbærri þróun samfélaga fyrir alla og bent er á leiðir sem samfélög geta farið í þeirri viðleitni. Fram koma í skýrslunni stefnumarkandi tillögur fyrir þjóðir heims og horft er til úrræða - einkum hjá alþjóðastofnunum - sem gætu gert baráttuna fyrir því að skilja engan útundan skilvirkari.</p><p><strong>Ísland hækkar milli ára</strong></p><p>Ísland hækkar verulega á lífskjaralistanum milli ára. Á síðasta ári vorum við í 16. sæti en erum komin í 9. sætið. Samstarfsríki okkar í þróunarsamvinnu, Malaví, Mósambík og Úganda, eru öll í neðri hluta listans. Mósambík er neðst þeirra eins og áður, fellur um eitt sæti niður í 181, Malaví hækkar hins vegar um þrjú sæti og situr í 170. sæti og Úganda stendur í stað milli ára, nr. 163.</p><a rel="nofollow" track="on" href="http://hdr.undp.org/en/content/world%E2%80%99s-most-marginalized-still-left-behind-global-development-priorities-undp-report" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World's most marginalized still left behind by global development priorities: UNDP report/ UNDP</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://unric.org/is/frettir/27000-island-upp-um-7-saeti-a-lifsgaeealista" linktype="1" target="_blank">Ísland upp um 7 sæti á lífsgæðalista/ UNRIC</a>&nbsp;</p>

22.03.2017Fjörutíu Afríkuþjóðir sýna merki um hættulega skuldsetningu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/mozambiquedept.jpg" alt="Mozambiquedept">Mósambíkanar eru fyrsta stóra þjóðin í Afríku á síðustu árum sem ræður ekki við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum kröfuhöfum. Liðinn er rúmlega áratugur frá því að margar afrískar þjóðir fengu stórkostlega skuldaniðurfellingu. Nú sýna tölur um skuldir Afríkuþjóða að margar þeirra stefna aftur í vandræði.</strong><br></p><p>Í síðustu viku hittust fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G20 ríkjanna, áhrifamestu iðn- og nýmarksríkja, á fundi í Þýsklandi. Á þeim fundi var vakin athygli á nýjum og vaxandi skuldavanda margra þróunarríkja og staðhæft að allt að 40 þjóðir í Afríku sýndu merki um mikla skuldsetningu. Fram kom að hagtölur lýsi nú svipuðu ástandi og var í lok áttunda og byrjun níunda áratugarins sem leiddi til skuldakreppu í þróunarríkjunum. Vextir í auðugum iðnríkjum hafa verið lágir en fjárfestar í Afríku hafa sótt sér ávöxtun frá 7-15% og þessi þróun hefur leitt til gífurlegs fjármagnsflæðis frá norðri til suðurs, eins og segir í frétt Deutsche Welle.&nbsp;&nbsp;Var skuldaafléttingin á sínum tíma aðeins skammgóður vermir?<strong><br></strong></p><p><strong>HIPC ekki varanleg lausn</strong></p><p>Blaðið segir að blikur um nýja skuldakreppu þróunarríkja kunni að koma mörgum á óvart því skuldir margra þeirra voru færðar niður fyrir og eftir síðustu aldamót gegnum HIPC átakið, Debt Relief Under the Heavily Indebted Poor Countries. Þá var talið að skuldaafléttingin sem var að frumkvæði Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og G8 ríkjahópsins væri varanleg lausn á skuldavanda þróunarríkjanna. Nú er annað að koma á daginn.</p>

22.03.2017HeForShe kynningarmyndband utanríkisráðherra

<p> <a href="https://youtu.be/ZlMKq4lQsAg" class="videolink">https://youtu.be/ZlMKq4lQsAg</a> "Þú hélst að kynjajafnrétti væri kvennamál. Hugsaðu þig um aftur! Það bætir hag okkar allra, jafnt karla sem kvenna, stráka sem stelpna." Þannig hefst stutt kynningarmynd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um rakarastofuhugmyndina sem er samstarfsverkefni milli utanríkisráðuneytisins og UN Women í HeForShe átakinu.&nbsp;</p><p>Sérstök verkfærakista - Barber Shop Toolkit" var kynnt á dögunum í New York um þessa nýstárlegu leið til að virkja og hvetja stráka og karla til að ræða jafnréttismál.</p>

22.03.2017Kynjajafnrétti er keppnis vekur athygli í New York

<p> <a href="https://youtu.be/Y9ioS2lpwbQ" class="videolink">https://youtu.be/Y9ioS2lpwbQ</a> Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fjallaði um það á fundi kvennanefndar SÞ hvernig landsnefnd UN Women á Íslandi, með stuðningi stjórnvalda, hefur unnið með HeForShe hreyfingunni að vitundarvakningu um mikilvægi þess að karlmenn og strákar taki virkan þátt í baráttunni fyrir auknu kynjajafnrétti með ólíkum leiðum.&nbsp;<br></p><p>Hún sýndi myndbandið&nbsp;&nbsp;<a shape="rect">Kynjajafnrétti er keppnis</a>&nbsp;en einnig sýndi hún myndband<a href="https://youtu.be/hWoedQfflGA" class="videolink">myndband</a> Pámars Ragnarssonar, körfuboltaþjálfara í KR sem tók upp á því að eigin frumkvæði að beita sér fyrir kynjajafnrétti í sínu nærumhverfi.&nbsp;</p><p>"Pálmar er frábær fyrirmynd yngri kynslóðarinnar &nbsp;en hann vinnur markvisst að því að skapa ungum strákum kvenfyrirmyndir í körfunni með breyttri orðræðu, hvetur strákana til að sækja kvennaleiki og þjálfa þá í að skjóta eins og stelpur," segir í pistli á vef UN Women og þar er því bætt við að myndböndin hafi fengið mikla athygli og lófaklapp.<br></p><p>Fundur kvennanefndar SÞ (CSW61) stendur yfir í New York en meginþemað í ár er efnahagsleg valdefling. Umræðuefnið snýst um það hvernig styðja megi við konur og stúlkur og valdefla þær efnahagslega á öllum sviðum um allan heim út frá ólíkum sjónarhornum.&nbsp;<br><br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://unwomen.is/kynjajafnretti-er-keppnis-myndbandid-synt-sth-new-york/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

15.03.2017Neyðarsöfnun hafin á vegum Rauða krossins vegna alvarlegs fæðuskorts

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/mynd-2656-2180.jpg" alt="Mynd-2656-2180">Rauði krossinn á Íslandi tók í vikunni ákvörðun um að senda um 16,5 milljónir króna til Jemen í neyðaraðstoð vegna alvarlegs fæðuskorts. "Jemen er það ríki sem býr við hvað verst mannúðarástand í heiminum öllum, en ástandið þar hefur ekki verið mikið til umfjöllunar undanfarið," segir á vef Rauða krossins á Íslandi. <br> </p><p>Samhliða hófst í vikunni neyðarsöfnun fyrir Suður-Súdan og Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts og yfirvofandi hungursneyðar, en þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á afmörkuðu svæði í Suður-Súdan.&nbsp; <br> "Uppskerubrestur og fæðuskortur eru vegna óreglulegra rigninga og langvarandi þurrka en vopnuð átök sem geisað hafa í þessum löndum hafa einnig sín áhrif. Rauði krossinn á Íslandi hefur átt í samstarfi við Alþjóða Rauða krossinn og aðstoðað við verkefni í Suður-Súdan og Sómalíu og þekkir því vel til aðstæðna í þessum ríkjum. Hjálparbeiðnir hafa verið sendar út frá Alþjóða Rauða krossinum þar sem landsfélög um allan heim voru beðin um að styðja við aðgerðir fyrir fólk sem býr við fæðuskort og hungur og tók Rauði krossinn ákvörðun um að svara því neyðarkalli," segir í fréttinni. <br> </p><p>"Ástandið er afar slæmt og við verðum að bregðast við og styðja við þessi samfélög. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið að byggja upp m.a. heimili fyrir munaðarlaus börn í Sómalíu og færanlega heilsugæslu og auk þess sent sendifulltrúa til Suður-Súdan sem hafa starfað þar við heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. barna- og mæðravernd. Núna þurfum við að gera enn meira og aðstoða fólk sem stendur frammi fyrir gríðarlegum erfiðleikum vegna fæðuskorts. Ég hef fulla trú á að Íslendingar sýni samstöðu og hjálpi bræðrum okkar og systrum, bæði í Sómalíu og Suður-Súdan. Hvert framlag skiptir mjög miklu máli og getur sannarlega bjargað lífi," sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. <br> </p><p>Hægt er að styrkja neyðarsöfnunina með því að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og fara þá 1900 krónur af símreikningi. Auk þess er hægt að borga með AUR appinu í númer 123 788 1717. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.&nbsp;</p>

15.03.2017Nýir þingmenn í þróunarsamvinnunefnd

<p>Töluverð endurnýjun varð á þróunarsamvinnunefnd eftir síðustu kosningar og nýir fulltrúar hafa verið skipaðir í nefndina frá öllum þingflokkum nema Vinstri hreyfingunni, grænu framboði. <strong>Steinunn Þóra Árnadóttir</strong> situr áfram í þróunarsamvinnunefnd fyrir VG en nýir fulltrúar eru <strong>Vilhjálmur Bjarnason</strong>, Sjálfstæðisflokki, <strong>Nichole Leigh Mosty</strong>, Bjartri Framtíð, <strong>Jón Steindór Valdimarsson</strong>, Viðreisn, <strong>Birgitta Jónsdóttir</strong>, Pírötum, <strong>Silja Dögg Gunnarsdóttir,</strong> Framsóknarflokki og <strong>Guðjón Brjánsson,</strong> Samfylkingu. <br> <strong>Valgerður Sverrisdóttir</strong> fyrrverandi utanríkisráðherra er áfram formaður og fulltrúar borgarasamtaka, atvinnulífsins og fræðasamfélagsins eru þeir sömu og áður.</p>

15.03.2017Kvennanefnd SÞ ræðir efnahagslega valdeflingu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/csw61.png" alt="Csw61">Starfskonur landsnefndar UN Women á Íslandi sækja þessa dagana 61. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW61) í New York þar sem sjónum verður beint að efnahagslegri valdeflingu kvenna. <br> </p><p>"Fundurinn er einn af fjölmennustu og viðamestu fundum heims þar sem þjóðarleiðtogar, frjáls félagasamtök, aðilar einkageirans, stofnanir SÞ og meðlimir grasrótarhreyfinga hvaðanæva úr heiminum koma saman, deila reynslu sinni og bera saman bækur sínar," segir í&nbsp; <a rel="nofollow" href="https://unwomen.is/efnahagsleg-valdefling-kvenna-brennidepli-fundi-kvennanefndar-sth-ar/" shape="rect" target="_blank">frétt</a> á vef UN Women. Í ár verður rætt um stöðu og réttindi kvenna á vinnumörkuðum og hvaða leiðir séu greiðfærastar við að tryggja konum óheft aðgengi að atvinnu, tekjuöflun og efnahagslegri valdeflingu.</p><p></p><p>"Efnahagsleg valdefling kvenna gerir ekki eingöngu konum og stúlkum kleift að blómstra heldur samfélaginu í heild sinni. Við lifum á breyttum tímum atvinnulífs og vinnumarkaða, á tímum nýsköpunar, alþjóðavæðingar og fólksflutninga. En á sama tíma stendur heimsbyggðin frammi fyrir loftslagsbreytingum, gríðarlegum fólksflótta og neyð, auknu vinnumansali og efnahagslegu kynjamisrétti. Það er allra hagur að skapa samfélög þar sem fullkomið kynjajafnrétti ríkir. Þar sem konur eru efnahagslega valdefldar og veitt jöfn tækifæri á við karlmenn er samfélagið heilbrigt og sjálfbært. Með því að útrýma kynbundnum launamun og dreifa þeirri ábyrgð sem felst í að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum, sem yfirleitt falla í skaut kvenna og stúlkna, og fjárfesta í þeim mannauði sem konur búa yfir strax í dag - er talið að verg þjóðarframleiðsla heimsins muni aukast um 12 trilljónir bandaríkjadollara fyrir árið 2025," segir í fréttinni. <br> </p><p>Hægt verður að fylgjast með framgangi mála á fundum á Facebook og Twitter-síðu UN Women. Myllumerkið fyrir fundinn er #CSW61 <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56343#.WMfJsjvyi71" shape="rect" target="_blank">UN Commission on Status of Women opens with calls for more men to stand up for equality/ UN</a> <br> - <a rel="nofollow" href="http://www.unwomen.org/en/news/stories/2017/3/press-release-as-the-world-of-work-transforms-csw-to-focus-on-its-impact-on-women-and-girls" shape="rect" target="_blank">As the world of work transforms, UN's largest inter-governmental meeting to focus on its impact on women and girls/ UN Women</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/opinion-it-s-time-for-donors-to-embrace-women-s-equality-here-s-how-89785" target="_blank">Opinion: It's time for donors to embrace women's equality. Here's how./ Devex</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/charlotte-petri-gornitzka-on-female-leadership-in-development-89782" target="_blank">Charlotte Petri Gornitzka on female leadership in development/ Devex</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.oecd.org/development/gender-development/Aid-to-Gender-Equality-Donor-Charts-2017.pdf" target="_blank">Aid in Support of Gender Equality and Women's Empowerment - DONOR CHARTS/ OECD</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/brende-pa-kvinnedagen/" target="_blank">Lover kompromissløs kamp for jenters og kvinners rettigheter/ Bistandsaktuelt</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://theconversation.com/planet-50-50-is-not-quite-light-years-away-but-theres-still-a-mountain-to-climb-74202" target="_blank">Planet 50:50 is not quite light years away - but there's still a mountain to climb, eftir Kaye Richards/ TheConversation</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://fortune.com/2017/03/09/women-leaders-world-pew/" target="_blank">Despite Progress, Women Still Represent a Small Portion of the World's Leaders/ Fortune</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.svd.se/kvinnor-maste-fa-valja-nar-de-vill-ha-barn" target="_blank">"Kvinnor måste få välja när de vill ha barn"/ SVD</a> <br> - <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.weforum.org/agenda/2017/03/day-without-women-international-womens-day-gender/?ET_CID=1603876&%3bET_RID=001b000000FwYOlAAN" target="_blank">A day without women? This is what it would look like/ WEF</a> <br> - <a rel="nofollow" href="http://www.sida.se/Svenska/aktuellt-och-press/nyheter/2017/mars-2017/kvinnors-ekonomiska-egenmakt/" shape="rect" target="_blank">Fler kvinnor måste få bestämma över sin ekonomi/ SIDA</a><br><p></p>

15.03.2017Forsætisráðherra afhenti og kynnti verkfærakistu HeForShe í New York

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/030917-HeForShe-228_F.jpg" alt="030917-HeForShe-228_F">Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er einn tíu málsvara HeForShe átaks UN Women úr&nbsp;hópi þjóðarleiðtoga. Hann tók í síðustu viku þátt í viðburðum á vegum UN Women í New York og Washington.&nbsp; HeForShe listaviku var formlega hleypt af stokkunum í Lincoln Center, með samtali forsætisráðherra, leikarans og góðgerðarsendiherrans Edgars Ramirez og leikstjórans Oskars Eustis um jafnréttismál og listir.&nbsp; </p> <p>Samkvæmt frétt&nbsp;á vef forsætisráðuneytisins lagði forsætisráðherra í máli sínu áherslu á þrennt: launajafnrétti, mikilvægi þess að brjóta niður staðalímyndir, og að virkja karla í jafnréttisbaráttunni.&nbsp; Síðar um morguninn flutti forsætisráðherra ávarp á sérstökum hátíðarfundi SÞ í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þar voru einnig á meðal þátttakenda forseti allsherjarþings SÞ, varaframkvæmdastjóri SÞ, og framkvæmdastýra UN Women, ásamt leikkonunni Anne Hathaway góðgerðarsendiherra UN Women sem kynnti baráttumál sitt; &nbsp;launað fæðingarorlof fyrir mæður og feður.&nbsp;</p> <p><b>Verkfærakista HeForShe&nbsp;</b> </p> <p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/barbershop.PNG" alt="Barbershop">Forsætisráðherra kynnti og afhenti svokallað " <a href="http://www.heforshe.org/en/barbershop" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Barbershop Toolbox</a>" á fundinum en Ísland skuldbatt sig gagnvart HeForShe til að&nbsp;þróa slíka verkfærakistu til að hjálpa öðrum að skipuleggja jafnréttisviðburði sem nái til karla og drengja.&nbsp;Bjarni lagði meðal annars áherslu á launajafnrétti kynjanna og mikilvægi jafnlaunastaðalsins í þeim aðgerðum. </p> <p>Daginn eftir tók forsætisráðherra þátt í viðburði á vegum UN Women og Alþjóðabankans í Washington, þar sem forseti Alþjóðabankans, Jim Yong Kim, var boðinn velkominn í hóp HeForShe leiðtoga á vegum alþjóðastofnana. Forsætisráðherra, ásamt leikaranum og góðgerðarsendiherranum Edgar Ramirez og framkvæmdastýru UN Women, Phumzile Mlambo-Ngcuka, fluttu ávörp og buðu forsetann velkominn í hóp jafnréttisleiðtoga.</p> <p>Í ávarpi forsætisráðherra lagði hann áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og að kynjajafnrétti væri mikilvægur hlekkur við að þeim yrði náð. Alþjóðabankinn hefði mikilvægu hlutverki að gegna. Þá fjallaði hann um stöðu jafnréttismála á Íslandi og mikilvægi þess að gera enn betur. Bjarni átti einnig tvíhliða fund með Kim forseta Alþjóðabankans, þar sem farið var yfir gott samstarf, áherslur og stöðu mála. Þá var sérstaklega vikið að jafnréttismálum og mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í umræðunni og legðu sitt af mörkum.&nbsp;&nbsp; </p> <p>Þá átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Phumzile framkvæmdastýru UN Women þar sem HeForShe átakið var efst á baugi. <br> Myndin er tekin í Alþjóðabankanum, t.f.v. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans, Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women og Edgar Ramirez góðgerðarsendiherra.&nbsp; </p> <p align="left"><a href="http://Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2017- forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York - HeForShe" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2017- forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York - HeForShe/ Forsætisráðuneytið</a> <br> <a href="https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/forsaetisradherra-tekur-thatt-i-heforshe-vidburdi-hja-althjodabankanum-i-washington" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Forsætisráðherra tekur þátt í HeForShe viðburði hjá Alþjóðabankanum í Washington/ Forsætisráðuneytið</a> <br> <a href="http://www.heforshe.org/en/impact/iceland" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Head of State IMPACT Champion: Bjarni Benediktsson, Prime Minister Iceland/ Heforshe</a> <br> <a href="https://www.unric.org/is/frettir/26989-noreurloend-fyrimynd-i-jafnrettismalum" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">Norðurlönd fyrirmynd í jafnréttismálum/ UNRIC</a><br></p><p align="left"><a href="http://www.economist.com/blogs/graphicdetail/2017/03/daily-chart-0?fsrc=scn%2ftw%2fte%2fbl%2fed%2f" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">The best and worst places to be a working woman/ TheEconomist</a></p>

15.03.2017Ellefu nemendur skólans hafa lokið doktorsnámi á Íslandi

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/utskriftunuftp.jpg" alt="Utskriftunuftp">Í fyrradag útskrifaðist 19. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna eftir sex mánaða nám á Íslandi. Með þeim sem útskrifuðust á mánudag hafa alls 347 sérfræðingar frá um 50 löndum lokið sex mánaða náminu á Íslandi og og rúmlega 1200 manns tekið þátt í styttri námskeiðum í samstarfslöndunum. Þá hafa 18 nemar lokið framhaldsnámi við Háskóla Íslands og frá Háskólanum á Akureyri, þar af hafa ellefu lokið doktorsnámi.&nbsp;</strong></p><p><br> Markmið skólans er að aðstoða þróunarríki við að móta og hrinda í framkvæmd stefnu sinni um þróun á sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar og vatna. Að þessu sinni útskrifuðust 22&nbsp; nemar frá 16 löndum. Þeir koma frá tíu Afríkulöndum (14), þremur eyríkjum Karíbahafs (3) og&nbsp; þremur löndum í Asíu (5). Tíu konur eru meðal þeirra sem útskrifuðust, en að meðaltali er þátttaka kvenna í sex mánaða náminu á Íslandi&nbsp; tæplega 40%</p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unuftp117.jpg" alt="Unuftp117">Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var sérstakur gestur við útskriftina. Ráðherra sagði í ávarpi sínu við útskriftarnema að námið væri fjárfesting í framtíðinni, í framtíð nemendanna sjálfra og í framtíð sjálfbærra fiskveiða. Í samstarfi gætu nemendur og íslensk stjórnvöld lagt af mörkum þýðingarmikið framlag í átt að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra hrósaði starfsfólki Sjávarútvegsskólans fyrir að bæta stöðugt námskrána og hvatti það sérstaklega til þess að halda áfram á jafnréttisbrautinni því kynjajafnrétti hefði lykilhlutverki að gegna í velmegun samfélaga. <strong><br></strong><p></p><p><strong>22 nemar frá 16 löndum</strong><br></p><p> Sex mánaða nám á Íslandi fyrir starfandi sérfræðinga í samstarfslöndum er helsta verkefni skólans, en markmið skólans er að aðstoða samstarfslönd við að móta og hrinda í framkvæmd stefnu sinni um þróun á sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar og vatna.&nbsp;</p>Sjávarútvegsskólinn býður upp á sex sérsvið og voru þrjú þeirra kennd í ár; gæðastjórnun í vinnslu og meðhöndlun fisks, veiðafærafræði og veiðitækni, og veiðistjórnun og þróun sjávarútvegs. Helmingur námsins er einstaklings verkefni sem unnið er í nánu samstarfi með íslenskum sérfræðingum. Rannsóknarverkefnin spanna vítt svið, en öll tengjast þau með beinum hætti þeim viðfangsefnum sem nemarnir sinna í störfum sínum heima fyrir. Mörg lokaverkefnanna nýtast einnig beint við stefnumótun sjávarútvegs í heimalöndum þeirra. <strong> <br> </strong> <p></p><p>Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur vaxið og aukið starfsemi sína í samstarfslöndum sínum á undanförnum áratug. Styttri námskeið hafa verið þróuð og haldin í samstarfi við þarlenda sérfræðinga, fyrrum nema og samstarfsstofnanir og Sjávarútvegsskólinn styður einnig við þátttöku fyrrum nema í alþjóðlegum ráðstefnum&nbsp; á sviði sjávarútvegs. Því til viðbótar styrkir Sjávarútvegsskólinn fyrrum nema skólans til framhaldsnáms hér á landi í greinum tengdum sjávarútvegi. Jafnframt því að styrkja sérfræðiþekkingu og færni í samstarfslöndum og sjávarútvegsstofnunum, þá leggur skólinn ríka áherslu á að afla og þróa þekkingu sem nýtist við stefnumótun í sjávarútvegsmálum. <strong><br></strong></p><p><strong>Skólinn hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands</strong> <br></p><p>Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem hluti af þróunarsamvinnu Íslendinga. Hann er rekinn af Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum, en auk þeirra koma fjöldi annarra stofnana og fyrirtækja að starfseminni með einum eða öðrum hætti. Velgengni Sjávarútvegsskólans í gegnum árin er ekki síst vegna góðrar samvinnu við fjölda stofnana á Íslandi og fyrirtækja í sjávarútvegi, og hefur sú samvinna í seinni tíð opnað í auknu mæli tækifæri íslenskra fyrirtækja og stofnana í samstarfslöndunum.</p>

15.03.2017Óttast að 70 milljónir manna þurfi á matvælaaðstoð að halda á árinu

<b> <a href="https://youtu.be/dbfvTzIWoIQ" class="videolink">Fréttaskýring frá AlJazzera um ástæður hungursneyðarinnar.</a> </b>Á síðustu öld létust 75 milljónir manna vegna hungursneyðar en á síðustu áratugum hefur slíkt ástand afar sjaldan komið upp. Hungursneyðin sem lýst var yfir í einu héraði Suður-Súdan í síðasta mánuði var sú fyrsta í sex ár en skyndilega blasa við margir aðrir heimshlutar þar sem fólk sveltur og líklegt er að formlega verði lýst yfir að hungursneyð ríki. Verst er ástandið í Sómalíu, Nígeríu og Jemen - og Suður-Súdan. <br> <br>Stephen O´Brian yfirmaður mannúðar- og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti yfir því á fundi með fréttamönnum um síðustu helgi að aldrei í 45 ára sögu samtakanna hafi sambærilegt ástand skapast þar sem rúmlega 20 milljónir manna líða sult. "Þetta er ögurstund í sögu okkar," sagði hann og benti á að án samstillts átaks alþjóðasamfélagsins myndi fólk einfaldlega svelta til bana.<br><br><p>Að mati O´Brians þarf 4,4 milljarða bandaríkjadala - tæplega 500 milljarða íslenskra króna - fyrir júnílok á þessu ári til að bjarga mannslífum í Jemen, Suður-Súdan, Sómalíu og norðausturhluta Nígeríu. <br></p><p>Athygli vekur að hungursneyðin í þessum fjórum heimshlutum er hvergi tilkomin vegna matarskorts heldur vegna átaka. "Öll þessi fjögur lönd eiga eitt sameiginlegt: átök," sagði Stephen O´Brian. "Það þýðir að við höfum möguleika á að koma í veg fyrir og binda enda á frekari eymd og þjáningu."&nbsp;<br></p><p>Ástandið versnar hratt í Jemen en þar hefur íbúum sem vita ekki hvenær þeir fá næstu máltíð fjölgað um þrjár milljónir frá því í janúar.</p><p></p><p>Stofnun sem heldur utan um fæðuskort í heiminum - Famine Early Warning System (FEWSNET) telur að 70 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda á þessu ári. Þessi tala hefur hækkað um helming á innan við tveimur árum. Margir velta fyrir sér hver skýringin sé á þessum hörmugum í ljósi þess að á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir og stöðug fækkun sárafátækra í heiminum - einn þeirra sem hefur nýlega skrifað áhugaverða grein um ástandið er <a shape="rect">Daniel Maxwell</a> sem skrifar í tímaritið The Conversation - " <a rel="nofollow" href="https://theconversation.com/famines-in-the-21st-century-its-not-for-lack-of-food-73587" shape="rect" target="_blank">Famines in the 21st century? It´s not for lack of&nbsp;food</a>." <br> </p><p>Í grein hans kemur meðal annars fram að stórfelldar hungursneyðir hafi verið á horni Afríku á árunum 1984 og 85, og aftur 1992, en síðan hafi aðeins einu sinni verið lýst yfir hungursneyð, í suður Sómalíu árið 2011 sem varð 250 þúsund manns að aldurtila. <b><br></b></p><p><b>Stuðningur íslenskra stjórnvalda við Matvælaáætlun SÞ (WFP)</b></p><p> Fyrr í mánuðinum ákvað Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan sem flúið hefur yfir landamærin til Úganda, og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu þar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa tvístrað samfélögum. Af þessum 40 milljónum verður 23 milljónum varið til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og 17 milljónum til norðaustur Nígeríu.&nbsp; <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.npr.org/sections/thetwo-way/2017/03/11/519832515/world-faces-largest-humanitarian-crisis-since-1945-u-n-official-says" shape="rect" target="_blank">World Faces Largest Humanitarian Crisis Since 1945, U.N. Official Says/ NPR</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.ictsd.org/bridges-news/bridges/news/food-crisis-worsens-across-several-african-countries-un-agencies-warn" shape="rect" target="_blank">Food Crisis Worsens Across Several African Countries, UN Agencies Warn/ ICTSD</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://Versta hung¬urs¬neyð frá stofn¬un SÞ/%20Mbl.is%20http:/www.mbl.is/frettir/erlent/2017/03/11/versta_hungursneyd_fra_stofnun_sth/" shape="rect" target="_blank">Versta hungursneyð frá stofnun SÞ/ Mbl.is</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://um.dk/en/news/NewsDisplayPage/?newsID=571EED32-ED06-4EA3-9245-6C38E7122E2C#ZeroHunger" shape="rect" target="_blank">DKK 300 million to combat the acute hunger crisis in the Horn of Africa/ Danska utanríkisráðuneytið</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56339#.WMfn0DuLS70" shape="rect" target="_blank">UN aid chief urges global action as starvation, famine loom for 20 million across four countries</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.dw.com/en/germanys-gabriel-urges-aid-to-prevent-africa-famine/a-37912625" shape="rect" target="_blank">Germany's Gabriel urges aid to prevent Africa famine/ DW</a> <p> <a rel="nofollow" href="http://'Countless lives at stake' warn NGOs as hunger in east Africa prompts major appeal" shape="rect" target="_blank">'Countless lives at stake' warn NGOs as hunger in east Africa prompts major appeal/ TheGuardian</a></p><br><p></p><br><br>

15.03.2017Nýtt samstarfsverkefni með UN Women og stjórnvöldum í Mósambík á lokastigi

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/mosambikfundur.jpg" alt="Mosambikfundur">Sendiráð Íslands í Mósambík undirbýr þessa dagana viðamikið samstarfsverkefni með landsnefnd UN Women og ráðuneyti jafnréttis- og félagsmála. Verkefnið snýr að framkvæmd verkþátta í fyrstu aðgerðaráætlun mósambískra stjórnvalda um framkvæmd ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Áætlað er að verkefnið hefjist á öðrum ársfjórðungi 2017 og verði til ársloka 2020. </strong></p>Fyrsta aðgerðaráætlun Mósambíkur verður að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur verkefnastjóra í sendiráði Íslands í Mapútó líkast til samþykkt innan skamms af hálfu stjórnvalda. Hún segir að kallað hafi verið eftir slíkri áætlun í mörg ár, allt frá árinu 2012, bæði af hálfu UN Women og fulltrúum borgarasamtaka. "Vegna viðkvæmra friðarviðræðna milli stjórnvalda og RENAMO hreyfingarinnar hefur umræðan ekki fengið mikinn meðbyr. Þess vegna eru það ákveðin tímamót í Mósambík einmitt núna þar sem aðgerðaráætlunin er langt á veg komin og vilji stjórnvalda skýr til að vinna að áætlun og aðgerðum til framkvæmda," segir Lilja Dóra. <br> <p></p><p>Hluti af undirbúningi verkefnisins var vinnustofa með hagaðilum fyrr í mánuðinum. Alls mættu um þrjátíu manns frá mismunandi stofnunum, borgarasamtökum, ráðuneytum og framlagsríkjum. Að sögn Lilju Dóra skapaðist lífleg umræða&nbsp; um drögin að verkefninu bæði um innihald og framkvæmd. &nbsp;"Viðstaddir voru sammála um að mikil þörf sé á verkefninu og mikilvægi þess að vinna að þátttöku kvenna í friðarviðræðum, öryggi kvenna og stúlkna á átakasvæðum ásamt því að sporna gegn mögulegum átökum í landinu í framtíðinni." <br> </p><p>Unnið er að því að ljúka við verkefnaskjalið á næstu vikum.</p>

15.03.2017Miðstéttarfólk meirihluti íbúa jarðar á allra næstu árum

<p><strong>Í lok síðasta árs voru 3,2 milljarðar jarðarbúa hluti af ört vaxandi miðstétt í heiminum. Haldi svipuð þróun áfram verður þess skammt að bíða að meirihluti jarðarbúa verði kominn í flokk með mið- eða hástéttinni. Í nýrri skýrslu Brookings stofnunarinnar er talað um tvö til þrjú ár. Aldrei í sögunni hefur miðstéttarfólki fjölgað jafn hratt.</strong> <br> </p><p>Skýrslan nefnist The Unprecedented expansion of the global middle class. Eins og titillinn ber með sér hefur miðstéttarfólki fjölgað miklu hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Fjölgunin er langt umfram væntingar - bæði í nýmarks- og þróunarríkjum og þar er rúmur hálfur milljarður íbúa þegar kominn í þennan þjóðfélagshóp. Hins vegar leiðir fjölgun miðstéttarfólks ekki endilega til þess að félagsleg velferðarþjónusta aukist eins og gerðist í Bandaríkjunum og Þýskalandi þegar þau ríki fóru í gegnum sambærilegar þjóðfélagsbreytingar.</p><p>Til lengri tíma litið er áætlað að fjölgun í miðstétt geti árlega verið nálægt 4 prósentum. Fjölgunin hefur mest verið í svokölluðum nýmarkaðsríkjum. Í þróuðum ríkjum fjölgar minna í miðstéttum eða einungis um 0,5-1,0% árlega. Spár gera hins vegar ráð fyrir að fjölgun miðstéttarfólks verði mest í þróunarríkjum á næstu árum eða um 6% að jafnaði árlega. Þar er uppsveiflan langmest í Asíuríkjum. Í skýrslunni segir að 88% af þeim sem koma nýir inn í miðstéttina á næstu árum verði Asíubúar.</p><p></p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.brookings.edu/research/the-unprecedented-expansion-of-the-global-middle-class-2/" target="_blank">The unprecedented expansion of the global middle class, eftir Homi Kharas/ Brookings</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.fao.org/news/story/en/item/522759/icode/" shape="rect" target="_blank">Europe and Central Asia transitioning to new forms of malnutrition/ FAO</a> <p></p>

15.03.2017Endurnýjaður samningur við Landsnefnd UNICEF á Íslandi

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/P3090010a.jpg" alt="P3090010a">Utanríkisráðuneytið og Landsnefnd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning til næstu þriggja ára. Skrifað var undir samninginn í heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til Miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna að Laugavegi 176 í Reykjavík en þar eru til húsa Landsnefndir UNICEF og UN Women, auk Félags Sameinuðu þjóðanna.</strong> <br> </p><p>"Landsnefndirnar hafa verið öflugir og góðir samherjar við upplýsingagjöf á starfi Sameinuðu þjóðanna og því mikilvæga fjáröflunarstarfi sem fram fer innanlands á málasviðum þeirra eins og þorri almennings hefur tekið eftir, nú síðast með árangursríkri herferð UNICEF í þágu barna í austurhluta Nígeríu og Suður-Súdan. Danshátíð UN Women, Milljarður rís, gegn ofbeldi í garð kvenna er öllum líka í fersku minni," segir Guðlaugur Þór.</p><p></p><p>Utanríkisráðuneytið, Landsnefndirnar tvær og Félag Sameinuðu þjóðanna gera með sér samstarfssamninga til þriggja ára um upplýsingagjöf og kynningarmál. Samningurinn sem undirritaður var í dag milli ráðuneytisins og UNICEF hefur það markmið að skapa grundvöll fyrir samráð og samvinnu utanríkisráðuneytisins og landsnefndarinnar, stuðla að umfjöllun um alþjóðamál með hugsjónir og markmið UNICEF að leiðarljósi, fjalla um þátttöku Íslands hvað varðar málefni barna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, efla umfjöllun á Íslandi um málefni barna í þróunarríkjum og efla þátt Íslands í málefnastarfi UNICEF. <strong><br></strong></p><p><strong>Þríþættur stuðningur utanríkisráðuneytisins</strong> <br></p><p> Stuðningur ráðuneytisins við starfsemi Barnahjálpar SÞ er þríþættur, auk samningsins við Landsnefndina felur hann bæði í sér almenn og sértæk framlög til samtakanna. Almennu framlögin hækkuðu á síðasta ári um 16% og nema nú 875 þúsundum bandarískra dala á ári, eða jafnvirði 96 milljóna króna. Ennfremur er Ísland stærsti einstaki stuðningsaðili þriggja ára verkefnis í Sambesíufylki í Mósambík þar sem UNICEF byggir upp vatns-, hreinlætis- og salernisaðstöðu í sex héruðum sem eru meðal þeirra fátækustu í landinu. Sá stuðningur nemur á þremur árum 3,5 milljónum Bandaríkjadala eða tæpum 400 milljónum íslenskra króna. <br></p><p><sub>Mynd: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Landsnefndar UNICEF á Íslandi.</sub><br></p><br><p></p>

15.03.2017Staða barna í Sýrlandi hefur aldrei verið jafnslæm og núna - sex árum eftir að stríðið hófst

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/unicefsyrland2.jpg" alt="Unicefsyrland2">Lífi barna í Sýrlandi hefur verið umturnað í stríðinu og þjáningar þeirra náðu nýjum hæðum í fyrra þegar ofbeldið í landinu stigmagnaðist. Nú sex árum eftir að stríðið hófst hafa aðstæður barna í landinu aldrei verið verri. Þetta segir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í frétt.</strong> <strong>&nbsp;</strong> <br></p><p>"Eftir sex ár af stríðsátökum þurfa nærri sex milljónir barna á mannúðaraðstoð að halda. Það er tólfföldun frá árinu 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja að heiman og dæmi eru um börn sem hrakist hafa allt að sjö sinnum á milli staða. UNICEF var í Sýrlandi fyrir stríðið og er þar nú. Neyðaraðgerðirnar í Sýrlandi og nágrannaríkjunum eru þær umfangsmestu frá stofnun UNICEF fyrir sjötíu árum. &nbsp; UNICEF náði í fyrra að skima nærri eina milljón barna í Sýrlandi fyrir vannæringu. Þau 460.000 börn sem greindust vannærð fengu í kjölfarið meðferð. Fleiri en ein milljón barna fengu sálrænan stuðning og 3,6 milljónir barna fengu aðstoð til að halda áfram námi. &nbsp; Hægt er að styðja neyðaraðgerðirnar með því að senda sms-ið STOPP í nr. 1900 (1.900 kr) og <a shape="rect">styrkja á heimasíðu UNICEF á Íslandi</a>. &nbsp; Alls búa 280.000 börn á 13 svæðum í Sýrlandi sem enn er haldið í herkví. Eina leið hjálparsamtaka til að ná til þeirra er með bílalestum með hjálpargögn. Dæmi eru um að þær hafi verið stöðvaðar og samtökum þannig meinað að veita særðum og sjúkum hjálp. Þrátt fyrir þetta náði UNICEF í fyrra að koma hjálpargögnum til 820.000 manna sem haldið er í herkví, í alls 86 aðgerðum. &nbsp; <strong><br></strong></p><p><strong>Börn eru hvergi örugg</strong> &nbsp; <br></p><p>Milljónir barna líða fyrir stríðið á hverjum einasta degi og börn eru hvorki örugg heima hjá sér, í skólum, á leiksvæðum, né á sjúkrahúsum. Í fyrra voru að minnsta kosti 338 árásir gerðar á sjúkrahús í Sýrlandi og heilbrigðisstarfsfólk. Alls voru 255 börn drepin í og við skóla. Fleiri börn voru drepin í Sýrlandi í fyrra en áður og fleiri þvinguð til að taka þátt í stríðinu.</p><p></p><p>Fyrir utan þau börn sem láta lífið af sárum sínum deyja börn í Sýrlandi vegna sjúkdóma sem undir venjulegum kringumstæðum hefði mátt koma í veg fyrir. &nbsp; "Ástandið er skelfilegt og allar aðstæður á vettvangi mjög erfiðar. Það veitir okkur hins vegar von að sjá árangurinn af hjálparstarfinu. UNICEF hefur þegar náð að hjálpa milljónum og aftur milljónum barna. Það hefur meðal annars verið gert með aðstoð tugþúsunda Íslendinga, bæði <a shape="rect">heimsforeldra</a> og allra þeirra fjölmörgu sem stutt hafa <a shape="rect">neyðarsöfnunina</a> okkar," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. &nbsp; "Þrátt fyrir hörmungarnar gerast kraftaverk í Sýrlandi á hverjum degi og börn þar í landi hafa sýnt ótrúlegt hugrekki. Fleiri en 12.000 börn fóru til dæmis í fyrra yfir átakalínurnar til að taka lokapróf í skólunum sínum. Mörg fóru um langan veg og ferðuðust í marga daga til að ná að taka prófin. Börnin vilja læra og hafa sýnt gríðarlega þrautseigju, hafa jafnvel lært í skólum sem komið hefur verið upp í göngum neðanjarðar." &nbsp; <strong><br></strong></p><p><strong>Hættið að brjóta á börnum</strong> &nbsp; <br></p><p> UNICEF ákallar alla aðila stríðsins, þá sem hafa áhrif yfir þeim og alþjóðasamfélagið allt að tryggja tafarlausa pólitíska lausn á stríðinu í Sýrlandi. Enn fremur að hætta að brjóta á börnum - hætta að drepa þau, særa þau, fá þau til liðs við herflokka og hætta árásum á skóla og sjúkrahús. Hætta verður að halda byggðarlögum í herkví og veita þarf óheft aðgengi hjálparsamtaka að börnum í neyð, hvar sem þau eru í Sýrlandi. &nbsp; UNICEF bendir enn fremur á mikilvægi þess að styðja við þau ríki og samfélög sem tekið hafa á móti flestu flóttafólkinu og halda áfram stuðningi við lífsnauðsynlegar aðgerðir UNICEF. &nbsp; </p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.visir.is/alheimsljos/article/2017170319399" target="_blank">Alheimsljós, eftir Magnús Guðmundsson/ Leiðari í Fréttablaðinu</a>&nbsp; <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/born-i-syrlandi-eru-hvergi-orugg" target="_blank">Börn í Sýrlandi eru hvergi örugg/ RÚV</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://reliefweb.int/report/syrian-arab-republic/syria-six-years-brutal-war-world-leaders-must-bring-end-suffering-syria" target="_blank">Syria, six years of brutal war: World leaders must bring an end to suffering in Syria</a> <br><p></p>

15.03.2017Ýmsar nýjungar og áherslubreytingar

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/smilinggirl.jpg" alt="Smilinggirl">Vinna við nýtt verkefnaskjal vegna samstarfs við Mangochihérað í Malaví er nú á lokastigi. Í megindráttum er samstarfið á sömu sviðum og á sama grunni og á tímabilinu 2012-2016 (sem var framlengt til júníloka 2017). Þrátt fyrir það, er þar að finna ýmsar nýjungar og nýjar áherslur. Hér á eftir verður þeim að nokkru lýst, með þeim fyrirvara þó, að vinnunni er ekki lokið að fullu og ferli samþykkta allra hlutaðeigandi er eftir. Þótt eitthvað kunni því að breytast lítillega frá því sem nú er áformað, eru þau drög sem liggja fyrir að mestu byggð á óskum og hugmyndum heimamanna í Mangochi og náið samráð hefur verið haft við héraðsstjórnina við mótun verkefnisins á öllum stigum. &nbsp; Ein mikilvæg breyting, sem þó lætur ekki mikið yfir sér, er að nú eru allar verkefnastoðirnar í einu skjali. Litið er á þær allar sem hluta af Grunnþjónustuverkefninu í Mangochi (Mangochi Basic Services Programme). &nbsp; <b><br></b></p><p><b>Mikil aukning í vatns- og hreinlætishluta</b> <br></p><p> Í vatns-&nbsp; og hreinlætisverkefninu var einungis unnið í einu Traditional Authority (TA Chimwala) á tímabilinu 2012-2016. Þar var áætlað að gera 350 vatnsveitur virkar, með nýjum borholum, haldgröfnum lokuðum brunnum og endurgerðum borholum. Niðurstaðan varð nær 380 (auk 120 í framlengingunni til árs). Í drögum að verkefnaskjali er miðað við 680 vatnsveitur, þar af 500 nýjar. Það er talið raunhæft, m.a. vegna þeirrar reynslu sem hefur byggst upp hjá vatnsskrifstofunni undanfarin ár. &nbsp; Framgangur hreinlætishluta verkefnisins var ekki jafn góður og vatnshlutans. Aðgerðir héldu ekki í við vatnshlutann og það sem gert var, var ekki nægjanlega varanlegt í öllum tilvikum. Í framlengingunni var ákveðið að gera átak í að ljúka að mestu hreinlætisþættinum í TA Chimwala og jafnframt að flytja forræði hans frá vatnsskrifstofunni yfir til heilbrigðisskrifstofunnar, en það er sama fyrirkomulag og á landsvísu. &nbsp; <b><br></b></p><p><b>Næstu skref í lýðheilsu</b><br></p><p> Á tímabilinu 2012-2016 var mikið fjárfest í nýbyggingum. Byggð var stór fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið, fjórar fæðingardeildir í dreifbýli, ellefu biðskýli fyrir verðandi mæður, tíu heilsuskýli í dreifbýli og tíu starfsmannahús við heilbrigðisstofnanir. Í framlengingunni var bætt um betur, byggðar fjórar fæðingardeildir til viðbótar í dreifbýli og fimm biðskýli. &nbsp; Á komandi verktímabili verður áfram lögð áhersla á að efla þjónustu við mæður og börn og reynt að tryggja að í þeim heilbrigðisstofnunum sem hafa verið byggðar, verði veitt góð þjónusta. Nú er unnið að því að ráða fagfólk til starfa við fæðingardeildir og heilsuskýli sem reist hafa verið og byggð verða starfsmannahús víða í dreifbýli til að hýsa væntanlegt starfsfólk. Stærsta einstaka framkvæmdin verður að bæta verulega aðstöðu í heilsugæslustöðinni í Makanjira, m.a. með því að reisa skurðstofu. Makanjira er um 100 km frá Mangochibæ við austanvert Malavívatn. Þetta hefði í för með sér að ekki þyrfti að flytja eins marga til héraðssjúkrahússins í Mangochibæ og í dag, en leiðin er stundum ógreiðfær og erfið, einkum á regntímanum. Talið er að í dag þurfi sjúkrabílar að fara þessa leið með sjúklinga að jafnaði tvisvar á dag, en með þessu mætti fækka þeim ferðum verulega.</p><p></p><p>Gangi allt þetta eftir, ættum við að sjá stórfellda fækkun dauðsfalla mæðra og ungra barna í héraðinu á næstu árum. Þessar áherslur eru eðlilegt framhald af þeirri gríðarlegu uppbyggingu í innviðum sem samstarfið í lýðheilsu hefur gengið út á undanfarin ár. &nbsp; Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum, til að styðja enn frekar við markmiðin. Þannig er fyrirhugað að gera tilraun með að útbýta næringarviðbót fyrir 6-18 mánaða börn í öllum heilsugæslustöðvum og styrkja fræðslu um mikilvægi þess að draga úr fólksfjölgun og kynna aðferðir í því sambandi. Að lokum verður lögð aukin áhersla á að efla vitund og þekkingu fólks úti í dreifbýlinu á grundvallaratriðum í lýðheilsu. &nbsp; <b><br></b></p><p><b>Nýjar áherslur í menntahlutanum</b> <br></p><p>Stórvægilegustu nýjungarnar og breytingarnar eru fyrirhugaðar í menntahluta verkefnisins, þótt þær byggi vissulega á því sem áður hefur verið gert. Áfram verður unnið í sömu 12 skólum og á árunum 2012-2016. Á því tímabili voru byggðar 52 kennslustofur, 36 kennarahús og 48 kamrar. Því til viðbótar var ýmiss konar þjálfun fyrir kennara og skólastjórnendur, kaup á kennslugögnum og skólaborðum og fleira sem er nauðsynlegt til að skólastarf geti gengið eðlilega fyrir sig. &nbsp; Þegar verkefnið fór af stað, voru um 20.000 nemendur í þessum 12 skólum. Núna - tæpum fimm árum síðar - eru þeir um 25.000. Það er líklega ekki nema að litlu leyti vegna þess að skólunum haldist betur á nemendum sínum vegna þessara inngripa, heldur fyrst og fremst vegna risastórra nýrra árganga. Á sama tíma og nemendum fjölgaði um fjórðung, fjölgaði kennslustofum um 50%. Það þýðir, að væntanlega njóta fleiri börn þess að kennsla fer fram innandyra en áður, þótt óneitanlega gangi hægt að koma þeim öllum undir þak. &nbsp; <b><br></b></p><p><b>Áhersla á yngstu börnin</b> <br></p><p>Nú er gengið út frá því, að höfuðáhersla verði lögð á yngstu börnin, fyrsta og annan bekk. Þannig verði byggðar fyrir þau skólastofur, tryggt að hvert og eitt fái í hendur nýja kennslubók í öllum greinum. Reynt verði að tryggja að þau læri að lesa, skrifa og undirstöðuatriði í reikningi á þessum fyrstu árum. Það muni síðan skila sér inn í efri bekkina í framhaldinu. Til að þetta verði hægt, þarf enn að byggja talsverðan fjölda kennslustofa. Í framlengingunni er verið að reisa 18 stofur og ekki ósennilegt að á komandi tímabili verði reistar a.m.k. tvöfalt fleiri til viðbótar. Jafnframt eru í skoðun möguleikar á að fjölga aðstoðarfólki í yngstu bekkjunum og skipta þeim og taka þannig upp tvísetningu eins og þá sem lögð var af á Íslandi fyrir nokkrum árum. Með því fengist betri nýting húsnæðis og starfsfólks. Þetta er þó ekki alveg eins einfalt og gæti virst, þar sem ná þyrfti sátt í samfélögunum um fyrirkomulagið, ekki síst við trúarleiðtoga. Ein nýjung til viðbótar, er að gera tilraun með forskóladeildir við tvo skóla, til að undirbúa börnin og til að bæta þjónustu í samfélögunum. &nbsp; <b><br></b></p><p><b>Aftur í skóla</b> <br></p><p>Undanfarið hefur verið mikil umræða um ungmennahjónabönd í Malaví. Svo virðist sem það sé að verða vakning um mikilvægi þess að koma í veg fyrir þau, en hjónabönd ungmenna hafa verið mjög algeng og dragbítur á þróun og möguleika margra ungmenna til menntunar. Fyrir því liggja margvíslegar menningarlegar og efnahagslegar ástæður. Í komandi verkefni er gert ráð fyrir því að styðja við viðleitni til að koma í veg fyrir barnahjónabönd. Það verður m.a. gert í gegnum skólana 12 sem unnið er með, en einnig með stuðningi við héraðsyfirvöld, við að upplýsa höfðingja, mæðrahópa og aðra sem geta haft áhrif til góðs. Meðal annars er horft til fyrirmyndar Chief Kachindamoto, sem áður hefur verið sagt frá í Heimsljósi. &nbsp; <b><br></b></p><p><b>Fleira í deiglunni</b> <br></p><p>Meðal annarra nýmæla í samstarfinu eru aðgerðir til valdeflingar kvenna og ungmenna. Undirbúningur þeirra er skemmra á veg kominn en ofangreint og fer væntanlega fyrst í stað í gang sem greiningarvinna. Gerð verður nánari grein fyrir þessum áhersluþáttum síðar.</p><br><p></p>

08.03.2017Utanríkisráðherra bregst við neyðinni í Suður-Súdan og norðaustur Nígeríu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/ssudan.PNG" alt="Ssudan">Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 40 milljónum íslenskra króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan sem flúið hefur yfir landamærin til Úganda, og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu þar sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa tvístrað samfélögum. Af þessum 40 milljónum verður 23 milljónum varið til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og 17 milljónir fara til norðaustur Nígeríu.</strong></p><p><br><strong>Flestir flóttamenn í Úganda</strong></p><p>Ekkert lát er á stríðsátökunum í Suður-Súdan sem hófust árið 2013 og hafa leitt af sér flóðbylgju flóttamanna til nágrannaríkja, einkum Úganda, sem er eitt af þremur samstarfsríkjum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Yfir landamærin hafa farið yfir 700 þúsund flóttamenn frá upphafi átakanna, þar af rúmlega hálf milljón frá því átökin hörðnuðu um mitt síðasta ár. Úganda er samkvæmt nýjustu tölum orðið það land í Afríku sem hefur tekið á móti flestum flóttamönnum í álfunni. Fjárskortur hamlar mannúðaraðstoð í flóttamannasamfélögunum í norðurhluta Úganda og því hefur utanríkisráðherra ákveðið að bregðast við neyðinni með sérstakri fjárveitingu til WFP í þágu flóttafólksins.</p><p></p><p><strong>Hörmungar af völdum Boko Haram</strong>&nbsp;<br>Í norðurhluta Nígeríu hefur ríkt vargöld um langt skeið vegna vígasveita Boko Haram sem hafa hrakið á þriðju milljón manna á flótta. WFP telur að 4,5 milljónir manna hafi þörf fyrir matvælaaðstoð, þar af 2 milljónir íbúa í héruðunum Borno og Yobe sem lengi voru óaðgengileg hjálparstarfsfólki. Framlag Íslands til mannúðaraðstoðar í þessum heimshluta verður fyrst og fremst varið til að styðja við konur og börn í þessum héruðum þar sem hungursneyð er að óbreyttu yfirvofandi.</p><p><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.wvi.org/uganda/article/uganda-now-home-million-refugees-and-asylum-seekers" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Uganda now home to a million refugees and asylum-seekers/ WVI</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://reliefweb.int/report/south-sudan/un-relief-chief-appeals-urgent-funds-and-access-people-need-aid-famine-hit-south" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UN Relief Chief appeals for urgent funds and access to people in need of aid in famine-hit South Sudan/ Reliefweb</a><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.dw.com/en/wfp-shocked-by-destruction-in-northeast-nigeria/a-37803148" linktype="1" target="_blank">WFP shocked by 'destruction' in northeast Nigeria/ DW</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/this-is-what-it-s-like-to-deliver-aid-in-south-sudan-89736" shape="rect" linktype="1" target="_blank">This is what it's like to deliver aid in South Sudan/ Devex</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.theguardian.com/global-development-professionals-network/2017/mar/02/uganda-welcomes-refugees-environmental-cost-trees" shape="rect" linktype="1" target="_blank">'Switched on' Uganda welcomes refugees - but at an environmental cost/ TheGuardian</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.reuters.com/article/us-uganda-southsudan-refugees-idUSKBN1692AY" shape="rect" linktype="1" target="_blank">U.N. says tide of refugees from South Sudan rising fast/ Reuters</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="https://radiotamazuj.org/en/article/unhcr-says-15-million-south-sudan-refugees-fled-neighbouring-countries" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UNHCR says 1.5 million South Sudan refugees fled to neighbouring countries</a><br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.irinnews.org/opinion/2017/02/27/politicised-humanitarian-aid-fuelling-south-sudans-civil-war" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Politicised humanitarian aid is fuelling South Sudan's civil war/ IRIN</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.dw.com/en/as-war-persists-south-sudans-children-suffer/a-37831189" shape="rect" linktype="1" target="_blank">As war persists, South Sudan's children suffer/ DW</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.dw.com/en/the-women-of-boko-haram-driven-to-extremism/a-37843804" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The women of Boko Haram: Driven to extremism/ DW</a>&nbsp;</p><p></p>

08.03.2017Fyrsta jafningjarýni DAC um íslenska þróunarsamvinnu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/paris1.jpg" alt="Paris1">Í dag var haldinn fundur um fyrstu drög að jafningjarýni um íslenska þróunarsamvinnu á vegum þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC). &nbsp;Ísland varð fullgilt aðildarríki að DAC árið 2013.&nbsp;<br><br>Rýnin hefur verið í vinnslu umliðið ár, en jafningjarýni er fastur liður í störfum nefndarinnar, unnin af fulltrúum tveggja aðildarríkja, að þessu sinni Grikklands og Slóveníu, ásamt starfsmönnum DAC. Fyrir svörum af Íslands hálfu voru Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins &nbsp;ásamt öðrum starfsmönnum raðuneytisins.<br>Fulltrúar Íslands svöruðu spurningum nefndarinnar og gerðu grein fyrir afstöðu Íslands til þeirra atriða sem bent hefur verið á. Ráðuneytisstjóri sagði að það væri við hæfi að halda fundinn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem jafnrettismál væru eitt af &nbsp;áherslusviðum Islands á sviði þróunarsamvinnu. Einnig sagði hann &nbsp;að vilji íslenskra stjórnvalda væri að auka stuðning við fátækustu ríki heims og gera íslenska þróunaraðstoð enn skilvirkari.</p><p>Þá þakkaði hann fulltrúum Grikklands og Slóveníu og starfsmönnum DAC fyrir vel unnin drög að skýrslu.&nbsp;</p>

08.03.2017Enginn Afríkuleiðtogi útnefndur til Mo Imbraham verðlaunanna

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/mif-widget-thumb.jpg" alt="Mif-widget-thumb">Einhver eftirsóttasta viðurkenning sem stjórnmálaleiðtogar í Afríku geta vænst að fá er jafnframt sú sem sjaldnast er veitt. Á ellefu árum hefur aðeins fjórum þjóðarleiðtogum í Afríku hlotnast viðurkenning Mo Ibrahim stofnunarinnar fyrir framúrskarandi leiðtogahæfni en verðlaununum fylgir dágóð fjárhæð: rúmur hálfur milljarður íslenskra króna. Niðurstaða stofnunarinnar fyrir árið 2016 var sú að enginn verðskuldaði viðurkenninguna.</p><p>Þrír þjóðarleiðtogar í Afríku eru sagðir hafa komið til álita: Ian Khama forseti Botsvana, Macky Sall forseti Senegal og Ellen Johnson Sirleaf forseti Líberíu.</p><p>Síðasti þjóðhöfðinginn sem hreppti verðlaunin var Hifikepunye Pohamba, forseti Namibíu, árið 2014, Petro Prires forseti Grænhöfðaeyja hlaut viðurkenninguna árið 2011, Festus Mogae forseti Botsvana fékk verðlaunin 2008 og Joaquim Chissano forseti Mósambík árið 2007. Heiðursverðlaun féllu í skaut Nelsons Mandela árið 2007.</p><br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://mo.ibrahim.foundation/news/2017/mo-ibrahim-foundation-announces-no-winner-2016-ibrahim-prize-achievement-african-leadership/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

08.03.2017Óskað eftir styrkumsóknum frá borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna

<p>Utanríkisráðuneytið óskar eftir styrkumsóknum frá íslenskum borgarasamtökum vegna mannúðarverkefna. Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2017.</p><p>Ákveðið hefur verið að veita allt að 100 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Við úthlutun verður sérstaklega litið til verkefna sem bregðast við neyð fólks á flótta undan átökum, sem og verkefna tengdum ástandinu í Sýrlandi.<br></p><p>Við þessa styrkúthlutun verður farið eftir&nbsp;<a shape="rect">verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök</a>&nbsp;frá 2015. Í reglunum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að geta sótt um styrki.&nbsp;&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="/islenska/um-thssi/frettir/oskad-eftir-styrkumsoknum-fra-borgarasamtokum-vegna-mannudarverkefna" linktype="1" target="_blank">Nánar á ICEIDA</a></p>

08.03.2017Umhverfismengun veldur fjórðungi dauðsfalla barna í heiminum

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/ss78.jpg" alt="Ss78">Um 1,7 milljón barna undir fimm ára aldri láta lífið í heiminum á hverju ári vegna umhverfismengunar. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem kom út á mánudag og RÚV sagði frá. Í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ruv.is/frett/mengun-veldur-fjordungi-daudsfalla-barna" shape="rect" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;sagði að mengað vatn, skortur á hreinlæti og mengun bæði innan- og utandyra væru meðal ástæðna dauðsfallanna. Tölur sýni að fjórða hvert dauðsfall barna frá eins mánaða til fimm ára aldurs sé vegna mengunar.</p><p>"Auk fyrrgreindra þátta hefur WHO vaxandi áhyggjur af mengun af völdum raftækja- og rafmagnsúrgangs. Sé þeim ekki fargað á réttan hátt geta börn orðið berskjölduð fyrir alls kyns úrgangi sem getur skaðað heilsu þeirra. Hvers kyns mengun hefur sérlega slæm áhrif á ung börn. Líkami og líffæri þeirra eru enn að þroskast og þau því viðkvæmari fyrir því sem getur skaðað þau. Þannig eru hvítvoðungar sem búa við óbeinar reykingar og aðra loftmengun líklegri til þess að fá lungnabólgu og í aukinni hættu á að fá varanlega öndunarfærasjúkdóma. &nbsp;Talið er að yfir 90 prósent mannkyns andi að sér lofti sem brýtur gegn loftgæðaviðmiðum WHO," sagði í frétt RÚV.</p><p>Þá kom fram að b&nbsp;<a shape="rect">andaríska fréttastofan CNN</a>&nbsp;hefði eftir Maria Neira, yfirmanni lýðheilsudeildar WHO, að með því að fjárfesta í bættu neysluvatni og með notkun hreinni orkugjafa batni heilsa fólks um leið.&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.theguardian.com/environment/2017/mar/06/pollution-quarter-of-deaths-of-young-children-who?CMP=twt_gu" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Pollution responsible for a quarter of deaths of young children, says WHO/ TheGuardian</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://who.int/mediacentre/news/releases/2017/pollution-child-death/en/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The cost of a polluted environment: 1.7 million child deaths a year, says WHO/ WHO</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://news.trust.org/item/20170306000734-t30rx/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Polluted environments kill 1.7 million children a year -WHO/ Reuters</a>&nbsp;</p>

08.03.2017Vatnsveitur í fiskiþorpum Buikwe héraðs uppfærðar

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/buikwevatn.png" alt="Buikwevatn">Ísland og Úganda vinna sameiginlega að því að bæta lífskjör og afkomu íbúa í fiskiþorpum í Buikwe héraði í Úganda, með inngripum og uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum. Sendiráð Íslands í Kampala annast verkefnið fyrir Íslands hönd en héraðsstjórnin í Buikwe fyrir hönd Úganda.</strong><br></p><p>Uppbygging í vatns- og hreinlætismálum eru fyrirferðamiklir þættir í samstarfsverkefni Buikwe og Íslands, en eins og alþjóð veit, þá er aðgangur að ómenguðu neysluvatni og viðunandi hreinlætisaðstöðu grundvallaratriði, sem verða að vera í lagi fyrir heilbrigði fólks og þar með til að stuðla að jákvæðri þróun í þeim þáttum mannlífsins sem áhrif hafa á lífskjör og afkomu.&nbsp;Markhópur verkefnisins eru 19 af 39 fiskiþorpum í þeim fjórum hreppum Buikwe héraðs, sem liggja að Viktoríuvatni og ánni Níl. Um 40.000 manns búa í þessum 19 þorpum eða 75% af öllum íbúum Buikwe héraðs, sem byggja afkomu sína á fiskveiðum og fiskverkun.<br>Vatnsnámi og hönnun á vatnsveitum er lokið fyrir öll 19 þorpin og framkvæmdir við dreifkerfi eru að hefjast og verður lokið fyrir mitt ár 2017.&nbsp;</p><p><strong>Stuttur endingartími og ósjálfbær rekstur</strong></p><p>Eilíft vandamál við mannvirki sem ætlað er að veita samfélagslega þjónustu er stuttur endingartími og ósjálfbær rekstur. Framkvæmdir eru oftast kostaðar af þróunarframlögum erlendra ríkja eða gjafafé og eignarhald að loknum framkvæmdum gjarnan óljóst. Algengast er að þær eru afhentar samfélaginu til eignar og umsjár, án þess að nauðsynleg tæknikunnátta eða fjármagn til að sinna rekstrinum fylgi með.&nbsp;</p><p>Niðurstaðan verður því gjarnan sú að mannvirki og tæknibúnaður drabbast niður og hættir að þjóna hlutverkinu mun fyrr en eðlilegt getur talist. Þetta á því miður við um margvísleg mannvirki sem byggð eru fyrir nauðsynlega samfélagslega þjónustu, og þar með eru vatnsveitur.<br>Þegar vatnsveitur eru byggðar eru þær almennt afhentar samfélaginu til eignar og reksturinn settur undir vatnsnefnd sem kosin er af íbúum þorpsins. Hinir kjörnu fulltrúar búa oftast ekki yfir tækniþekkingu til að reka vatnsveitur, er ætlað að sinna vatnsnefndarstarfinu launalaust og héraðsyfirvöld hafa ekki tæknilegt eða fjárhagslegt bolmagn til að aðstoða. Afleiðingin er síðan að mannvirkin drabbast niður, tækjabúnaður bilar og vatnsveitan hættir að lokum að þjóna sínu hlutverki og vatnsmál samfélagsins eru aftur komin á byrjunarreit.&nbsp;</p><p>Til að forðast þau örlög sem lýst er hér að ofan fyrir vatnsveiturnar í&nbsp; samstarfsverkefni Íslands og Úganda í Buikwe héraði hafa sendiráð Íslands í Kampala og héraðsstjórnin í Buikwe ákveðið að færa dreifingu á vatni í fiskiþorpunum í héraðinu í nútímalegra horf með innheimtu á vatnsgjöldum og þróa rekstrarumgjörð, sem getur axlað ábyrgð á fjárhagslegum og tæknilegum rekstri vatnsveitanna. Þar til grundvallar er lagt að vatnsgjaldi verði stillt í hóf og innan þeirra marka sem íbúar hafa efni á og geta sætt sig við, en þó nægilega hátt til að tryggja rekstrartekjur sem þarf til að standa undir rekstrinum.&nbsp;Innleiðing á vatnsdreifikerfum með gjaldtöku færist í vöxt víða í þróunarríkjum og nokkur slík kerfi eru þegar til staðar í Úganda. Það er því þegar komin nokkur reynsla á þetta rekstrarform í landinu og ekki ástæða til að ætla annað en að það verði árangursríkt í fiskiþorpunum í Buikwe héraði.&nbsp;</p><p><strong>Danskt hugvit</strong></p><p>Tæknibúnaður fyrir vatnsdreifingu með gjaldtöku er þegar fáanlegur frá ýmsum framleiðendum, en búnaðurinn sem verður notaður í Buikwe héraði er frá danska fyrirtækinu Grundfos, sem hefur þróað vatnspósta með rafrænni gjaldtöku undir heitinu nafni&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.grundfos.com/products/find-product/aqtap.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">AQtap</a>, en þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir litlar vatnsveitur í dreifbýli í þróunarlöndum.&nbsp;Eitt slíkt kerfi er þegar í notkun í Buikwe héraði, en það var sett upp af landsskrifstofu Water Mission International í Úganda (WMU), en<a rel="nofollow" track="on" href="https://watermission.org, https/web.facebook.com/WaterMissions?_rdr" shape="rect" linktype="1" target="_blank">WMI</a>&nbsp;eru alþjóðleg frjáls félagasamtök sem sérhæfa sig í að byggja vatnsveitur í þróunarlöndum.&nbsp;Sendiráð Íslands í Kampala, héraðsstjórnin í Buikwe, WMU og Grundfos munu standa sameiginlega að því að setja upp 51 AQtap vatnspósta við vatnsveiturnar 15 í fiskiþorpunum í Buikwe.&nbsp;</p><p>Grundfos mun útvega AQtap tæknibúnaðinn og sérhæfða þjálfun honum tengdum, en WMU mun annast uppsetningu á búnaðinum, margvíslega þjálfun og uppfræðslu á öllum stigum frá grasrótinni upp í héraðsstjórn.&nbsp; Framkvæmdir við vatnsdreifikerfin eru þegar hafnar og uppsetning á öllum búnaði á að vera lokið fyrir sumarlok 2017. Endanleg verkefnislok verða síðan innan 2ja ára og þá væntanlega með 15 sjálfbærum vatnsveitum.&nbsp;Tæknibúnaður AQtap kerfisins er tiltölulega einfaldur. Um er að ræða vatnspósta með rafrænum búnaði þar sem neytendur geta fengið 20 lítra skammt af hreinu vatni á brúsa fyrir ákveðið gjald. Neytandi greiðir með sérstöku greiðslukorti, sem er forhlaðið með ákveðnum fjölda vatnseininga, sem korthafi fyrirframgreiðir hjá söluaðila vatnsveitunnar.&nbsp;</p><p>Vatn er eingöngu afhent gegn rafrænni greiðslu og reiðufé eingöngu þegar vatnseiningar eru keyptar og hlaðið inn á neytendakortin. Kerfið heldur rafrænt bókhald um seldar og afhentar vatnseiningar og skilar gögnum inn í miðlægt kerfi á vatnsskrifstofu viðkomandi hrepps (sub-county).&nbsp;<br></p>

08.03.2017Sjónum beint að konum í atvinnulífinu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

<p>"Réttindi kvenna eru mannréttindi en á þessum erfiðu óvissu- og upplausnartímum er gengið á réttindi kvenna og stúlkna og áunninn réttindi afnumin eða takmörkuð.&nbsp;Eina leiðin til að auka áhrif kvenna og stúlkna er að vernda réttindi þeirra og tryggja að þær geti nýtt hæfileika sína til fullnustu," segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sem&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.visir.is/althjodlegur-barattudagur-kvenna--nu-verdum-vid-ad-standa-vid-storu-ordin/article/2017170309025" linktype="1" target="_blank">birtist</a>&nbsp;meðal annars í Fréttablaðinu í morgun.<br></p><p> <a href="https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10155049888693454&%3bid=69621718453" class="videolink">https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10155049888693454&amp;id=69621718453</a> Guterres segir að konur hafi hvergi staðið jafnfætis karlmönnum. Sótt sé að lagalegum réttindum kvenna og réttur þeirra til að ráða yfir eigin líkama sé dreginn í efa og grafið undan honum. "Sótt er að konum jafnt í netheimum sem í daglegu lífi. Þegar verst lætur reisa öfgasinnar og hryðjuverkamenn lífssýn sína á undirokun kvenna. Þær sæta kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, eru þvingaðar í hjónaband og í raun hnepptar í þrældóm," segir hann.<br></p><p>Í lok greinarinnar kveðst Guterres innan Sameinuðu þjóðanna vinna að vegvísi með áfangamarkmiðum til að tryggja jafnrétti kynjanna með það fyrir augum að allir þeir sem við vinnum fyrir eigi sér málsvara. "Fyrri markmiðum hefur ekki verið náð. Nú verðum við að standa við stóru orðin," skrifar hann. "Við skulum heita því á alþjóðlegum baráttudegi kvenna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna gegn rótgrónum fordómum, styðja viðleitni og baráttu og efla jafnrétti og valdeflingu kvenna."</p><p></p><p><b>Öll störf eru kvennastörf</b></p><p>Jafnréttisstofa efndi í hádeginu til málþings á Grand hótel með yfirskriftinni "Öll störf eru kvennastörf - brjótum upp kynbundið náms- og starfsval" en alþjóðleg einkunnarorð dagsins beina einmitt sjónum að atvinnumálum: "Women in the Changing World of Work: Planet 50-50 by 2030."<br></p><p>"Ekkert í umhverfi barna á að gefa til kynna að stúlkur séu að einhverju leyti síðri en drengir, segir Phumzile Mlambo-Ngcuka yfirmaður UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna,&nbsp; í ávarpi í tilefni dagsins en þar vekur hún sérstaka athygli á ólaunuðum vanmetnum umönnunarstörfum og húsverkum sem konur og stúlkur sinna í miklu meira mæli en karlar.</p><p>Una Sighvatsdóttir friðargæsluliði í Afganistan birtir í tilefni dagsins þrjú viðtöl við jafnmargar konur á vinnumarkaði. Brot úr þessum viðtölum er að finna í stiklunni hér að ofan, "On International Women´s Day 2017."<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unwomen.org/en/news/stories/2017/2/statement-ed-phumzile-iwd-2017" linktype="1" target="_blank">Women in the Changing World of Work: Planet 50-50 by 2030, eftir Phumzile Mlambo-Ngcuka / UN Women</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://unric.org/is/frettir/26985-breyta-ber-viehorfum-strax-i-barnaesku" linktype="1" target="_blank">Breyta ber viðhorfum strax í barnæsku/ UNRIC</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://globalportalen.org/artiklar/reportage/internationella-kvinnodagen" linktype="1" target="_blank">Internationella kvinnodagen/ GlobalPortalen</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://blogs.oxfam.org/en/blogs/17-03-02-solidarity-international-womens-strike" linktype="1" target="_blank">Standing in Solidarity with the International Women's Strike, eftir Bethan Cansfield/ Oxfamblogg</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unwomen.org/en/news/in-focus/international-womens-day" linktype="1" target="_blank">International Women's Day 2017/ UNWomen</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ipsnews.net/2017/03/for-societies-to-thrive-we-must-ensure-gender-equality/" linktype="1" target="_blank">For Societies to Thrive, We Must Ensure Gender Equality/ IPS</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://blogs.worldbank.org/endpovertyinsouthasia/women-s-voices-should-help-shape-afghanistan-s-future" linktype="1" target="_blank">Women's voices should help shape Afghanistan's future, eftir NANDINI KRISHNAN/ Alþjóðabankablogg</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.rebelmouse.com/worldbank/httpwrldbgtcdz309u8fv-2295657838.html" linktype="1" target="_blank">Facebook Live Event: Does Gender Matter in Fighting Climate Change?/ Alþjóðabankinn</a><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.ipsnews.net/2017/03/womens-rights-activists-nevertheless-we-persist/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Women's Rights Activists: "Nevertheless, We Persist"/ IPS</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.huffingtonpost.com/entry/girl-wall-street-bull_us_58bf1091e4b0f0c1cf96d4ff" shape="rect" linktype="1" target="_blank">There's Now A Statue Of A Young Girl Facing Wall Street's Famous Charging Bull/ HuffingtonPost</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.utviklingsfondet.no/nyheter/unge_kvinner_kan" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Unge kvinner kan!/ Utviklingsfondet</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unwomen.org/en/digital-library/multimedia/2017/2/photo-world-of-work" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Photo essay: Changing world, changing work/ UNWomen</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/fn-om-kvinnedagen/" linktype="1" target="_blank">Skal vi vente 170 år på likelønn?/ Bistandsaktuelt</a>&nbsp;<br><p></p>

08.03.2017Íslendingar þrefalda framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA)

<p> <a href="https://youtu.be/FgMv9j13oIE" class="videolink">https://youtu.be/FgMv9j13oIE</a> Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að þrefalda framlag ríkisstjórnar Íslands til mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og styðja þannig meðal annars við aðgengi að öruggum fóstureyðingum sem er mikilvægt mannréttindamál og snýr ekki síst að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Málaflokkurinn gegnir veigamiklu hlutverki í þróunarsamvinnu okkar. Ísland styður jafnframt heilshugar frumkvæði Hollands, Belgíu, Svíþjóðar og Danmerkur sem kennt er við SHE DECIDES sjóðinn en fyrsti fundur samtakanna fór fram í Brussel í gær og var fulltrúi Íslands á meðal þátttakenda.<br></p><p></p><p>Ljóst er að fjárframlög til samtaka og stofnana á sviði mæðra- og ungbarnaverndar, kynfræðslu, aðgengi að getnaðarvörnum og heilbrigðisþjónustu vegna kynsjúkdóma á borð við HIV/alnæmi munu dragast saman á næstu misserum. Að mati íslenskra stjórnvalda er hér um að ræða mikilvægt heilbrigðismál þar sem aðgerðir gegn löglegum og öruggum fóstureyðingum munu ekki leiða til fækkunar fóstureyðinga, heldur leiða til hins gagnstæða, fjölgunar fóstureyðinga sem framkvæmdar eru með vafasömum hætti og leggja þannig líf fjölda kvenna í hættu. Þetta á ekki síst við um fátækustu ríkin þar sem slík grunnþjónusta er víða af afar skornum skammti.&nbsp;<br></p><p>"Ísland hefur verið í fararbroddi í þessum málum, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og mun verða áfram. Ég hef ákveðið að þrefalda stuðning okkar til mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem íslensk stjórnvöld hafa stutt um árabil, en UNFPA er stærsta og mikilvægasta stofnun SÞ á þessu sviði. Við styðjum frumkvæði Hollendinga og annarra ríkja og teljum að samtakamáttur þessara ríkja verði til þess að efla enn frekar þennan málaflokk. Öll vinna þessi ríki að sama marki og þessari verulegu aukningu á framlögum Íslands til málaflokksins er best varið með því að styrkja enn frekar UNFPA," segir Guðlaugur Þór.&nbsp;<br></p><p>Framlagið sem um ræðir hækkar úr tæpum 11 milljónum króna í rúmar 32 milljónir. Þessu til viðbótar veita íslensk stjórnvöld stuðning við mæðraheilsu og fjölskylduáætlanir í tvíhliða samstarfslöndum, t.d. í Malaví.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.cgdev.org/blog/she-decides-who-pays" shape="rect" linktype="1" target="_blank">She Decides, But Who Pays?/ CGDev</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/trump-issues-first-guidelines-on-global-gag-rule-implementation-89762" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Trump issues first guidelines on 'global gag rule' implementation/ Devex</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.canada.ca/en/global-affairs/news/2017/03/backgrounder_-_canadassupportforsexualandreproductivehealthandri.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Canada's support for sexual and reproductive health and rights/ Kanadíska ríkisstjórnin</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.globalcitizen.org/en/content/canada-20-million-she-decides/?utm_source=twitter&%3butm_medium=social&%3butm_content=global&%3butm_campaign=general-content&%3blinkId=35109370" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Canada Just Gave $20M to Fight Trump's 'Global Gag Rule' Funding Gap/ GlobalCitizen</a><br><p></p>

08.03.2017Rannsókn hafin á næringarstöðu og námsárangri barna í Buikwe héraði

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/rannsoknbuikwe.jpg" alt="Rannsoknbuikwe">Í síðustu viku fór af stað rannsókn sem skoðar möguleg tengsl næringarstöðu og námsárangurs barna 12 ára og yngri í samstarfsskólum Íslands í Buikwe héraði. Rannsóknin er hluti af viðameira menntaverkefni til fjögurra ára í héraðinu.</b><br></p><p>Rannsóknir sýna að vannærð börn eiga erfiðara með að læra en önnur börn. Í Buikwe héraði ríkir fátækt og er matarskortur heimila oft eftir því, og í skólum héraðsins hefur skólaaðsókn og námsárangur verið afar slakur. Sendiráð Íslands í Kampala ákvað því að láta rannsaka hvort mögulega megi útskýra lélegan námsárangur barnanna með hungri.</p><p>Næringarstaða barnanna verður mæld samkvæmt BMI stuðli þeirra, ásamt spurningalista um tegund og magn fæðu þeirra. Þá er næringarstaðan borin saman við námsárangur sem metinn er eftir að prófað er úr tilteknu efni sem börnunum er kennt á meðan á rannsókninni stendur af kennurum á vegum rannsakenda, ásamt niðurstöðum úr samræmdum prófum.<br></p><p>Sendiráð Íslands vinnur samhliða þessu að verkefnum sem eiga að tryggja fæðuöryggi barna á skólatíma og mun þessi rannsókn á næringarstöðu nemenda varpa skýrara ljósi á þá þörf. Þá er lagt upp með að hægt verði að leggja rannsóknina fyrir sömu börn eftir þrjú ár og sjá þá hvort með auknu fæðuöryggi sé námsárangur betri.<br></p><p>Rannsóknin er í höndum Dr. Hedwig Acham, næringarfræðings við Makerere háskólann í Kampala. Hún hefur áður framkvæmt sambærilegar rannsóknir á næringarstöðu skólabarna í bágstöddum héruðum Úganda.&nbsp;<br></p>

08.03.2017Fimmtán sjálfbærar vatnsveitur settar upp í Buikwe héraði

<p><strong>Sendiráð Íslands í Kampala og héraðsstjórnin í Buikwe hafa ákveðið að færa dreifingu á vatni í fiskiþorpum í héraðinu í nútímalegra horf með innheimtu á&nbsp;</strong>&nbsp;<strong>vatnsgjöldum. Jafnframt á að þróa rekstrarumgjörð sem getur axlað ábyrgð á fjárhagslegum og tæknilegum rekstri vatnsveitanna. Lagt er til grundvallar að vatnsgjaldi verði stillt í hóf og verði innan þeirra marka sem íbúar hafa efni á og geta sætt sig við en þó nægilega hátt til að tryggja rekstrartekjur sem þarf til að standa undir rekstrinum.</strong></p><p>Í grein sem Árni Helgason verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala skrifar í Heimsljós segir hann að innleiðing á vatnsdreifikerfum með gjaldtöku færist í vöxt víða í þróunarríkjum og nokkur slík kerfi séu þegar til staðar í Úganda. "Það er því þegar komin nokkur reynsla á þetta rekstrarform í landinu og ekki ástæða til að ætla annað en að það verði árangursríkt í fiskiþorpunum í Buikwe héraði," skrifar hann.</p><p>Sendiráð Íslands í Kampala, héraðsstjórnin í Buikwe, Water Mission Uganda og danska fyrirtækið Grundfos munu standa sameiginlega að því að setja upp 51 AQtap vatnspósta við vatnsveiturnar 15 í fiskiþorpunum í Buikwe. Grundfos mun útvega AQtap tæknibúnaðinn og sérhæfða þjálfun honum tengdum, en WMU mun annast uppsetningu á búnaðinum, margvíslega þjálfun og uppfræðslu á öllum stigum frá grasrótinni upp í héraðsstjórn, að því er fram kemur í greininni.&nbsp;<br></p><p>Þá segir Árni að framkvæmdir við vatnsdreifikerfin séu þegar hafnar og uppsetning á öllum búnaði verði lokið fyrir sumarlok 2017. Endanleg verkefnislok verði síðan innan tveggja ára og þá væntanlega með 15 sjálfbærum vatnsveitum.</p><p>"Mjúki" hluti verkefnisins er flóknari en&nbsp; sá tæknilegi og mun taka lengri tíma. Í fyrsta lagi þarf að þróa hentugt rekstrarform með héraðsyfirvöldum, sem tryggir gagnsætt tekjustreymi af starfseminni til að standa undir starfseminni og þjálfa væntanlega rekstrararaðila í rekstri og viðhaldi vatnsveitanna. Í öðru lagi þarf að vinna mjög náið með íbúum fiskiþorpanna þannig að allir skilji hugmyndafræðina á bak við gjaldtökuna og að þessi nálgun er sennilega ódýrari kostur fyrir íbúana, þegar til lengri tíma er litið, en "ókeypis vatn" úr ósjálfbærri vatnsveitu, sem drabbast síðan niður og verður ónýt á 1-2 árum.</p><p>WMU mun bera hitann og þungann af uppsetningu AQtap vatnspóstanna og jafnframt annast "mjúka" hluta verkefnisins að mestu leyti í nánu samstarfi með sendiráði Íslands í Kampala og héraðsyfirvöldum í Buikwe. WMU mun einnig annast eftirfylgni og tæknilegan stuðning við rekstur og viðhald vatnsveitanna í 2-3 ár.</p><p>Miklar vonir eru bundnar við þetta verkefni, og ef vel tekst til, þá má ætla að þessi nálgun við að koma á sjálfbærum vatnsveitum í fátækum samfélögum gæti orðið fyrirmynd að sambærilegri uppbyggingu í vatnsmálum víðar í Buikwe héraði og í Úganda í heild.&nbsp;</p>

02.03.2017Loftslagsbreytingar og þverrandi náttúruauðlindir ógna framtíð mannkyns

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/FAOSkyrsla2.PNG" alt="FAOSkyrsla2">Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telur að framtíð mannkyns sé ógnað vegna þess að náttúruauðlindir fari þverrandi og breytingar á loftslagi skapi þær aðstæður að matvælaskortur gæti orðið að veruleika. Þessi sterka viðvörun er sett fram í nýrri skýrslu FAO - &nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.fao.org/publications/fofa/en/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The Future of Food and Agriculture: Trends and Challenges</a>&nbsp;- þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að grípa í taumana meðan jarðarbúar hafa enn möguleika á því að framleiða mat fyrir alla. Að mati skýrsluhöfunda þarf að gera gagngerar breytingar til að tryggja sjálfbæra framleiðslu á mat í þágu alls mannkyns.</strong></p><p>Í skýrslunni segir að raunverulegar og marktækar framfarir hafi orðið á síðustu þrjátíu árum í baráttunni gegn hungri en þær framfarir hafa oft á tíðum verið á kostnað náttúrunnar. "Um það bil helmingur skóga sem eitt sinn klæddi lönd heimsins er horfinn. Ört er gengið á grunnvatnsbirgðir. Líffræðilegur fjölbreytileiki minnkar," segir í skýrslunni.</p><p></p><p>Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að íbúar jarðarinnar verði 10 milljarðar árið 2050. Í ljósi þess segir FAO að þörfin í heiminum fyrir landbúnaðarafurðir gæti aukist um 50% miðað við framleiðsluna í dag. Það merkir hins vegar aukið álag á náttúruauðlindir sem þegar eru undir álagi.<br></p><p>Í skýrslunni segir ennfremur að þeim komi til með að fjölga sem borða minna kornmeti en meira af kjöti, ávöxtum, grænmeti og unnum matvælum. Þetta sé hluti af breyttu mataræði í heiminum sem auki álag á náttúruauðlindir, leiði til aukinnar skóga- og landeyðingar og aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda.<br></p><p></p><p>Að mati FAO er brýnt að fjárfesta í matvælaframleiðslu heimsins og endurskipuleggja hana því að óbreyttu fjölgi þeim sem svelta fram til ársins 2030, en það ár á samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna að vera búið að uppræta hungur í heiminum.&nbsp;<br></p><p>Skýrsluhöfundar segja hins vegar að 600 milljónir manna verði enn vannærðar árið 2030 verði ekkert aðhafst til að styrkja matvælaframleiðsluna í heiminum.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56221#.WK6tU-KdoUd" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a><br><p></p><p></p>

02.03.2017Lýst yfir stríði gegn plasti í hafinu

<p> <a href="https://youtu.be/wAJk7K2d_A8" class="videolink">https://youtu.be/wAJk7K2d_A8</a> Tilgangurinn með því að lýsa yfir stríði gegn plasti í hafinu er að útrýma annars vegar plasteindum í snyrtivörum og hins vegar binda enda á notkun einnota plasts fyrir árið 2022, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).&nbsp;<br><br>Herferðin #HreintHaf eða&nbsp;<a shape="rect">#CleanSeas&nbsp;</a>hefur að markmiði að fá ríkisstjórnir heims til að setja skýr markmið um að minnka plastnotkun, hvetja fyrirtæki til að draga úr notkun plastumbúða og endurhanna vörur. Þá eru neytendur hvattir til þess að hætta að fleygja hlutum umhugsunarlaust áður en óbætanlegur skaði hefur verið unninn á hafinu.<br></p><p>Erik Solheim, forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Environment, segir: "Það er kominn tími til að við ráðust til atlögu við plastvandann sem er að eyðileggja höfin. Plastmengun er alls staðar, hvort heldur sem er á ströndum Indónesíu eða á hafsbotni á Norðurpólnum og fer upp fæðukeðjuna og endar á kvöldverðarborðum okkar. Við höfum staðið aðgerðarlaus of lengi á meðan vandinn hefur aukist. Þetta verður að stöðva."<br></p><p>Til ársloka mun verða tilkynnt á vettvangi herferðinnar #HreintHaf með reglubundnu millibili um aðgerðir ríkja og fyrirtækja um að stöðva notkun örplasts í snyrtivörum, bann við notkun einnota plastpoka og minnkandi notkun annars konar plastumbúða . Búast má við að margir noti tækifærið til að tilkynna um aðgerðir á Alheimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafið 5.-9. júní í New York.<br><br></p><p><a rel="nofollow" track="on" href="https://www.unric.org/is/frettir/26975-lyst-yfir-striei-gegn-plasti-i-hafinu" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

02.03.2017Um tuttugu þjóðir stofna sjóð um öruggar fóstureyðingar

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/abortionfrett2.jpg" alt="Abortionfrett2">Hollenska ríkisstjórnin kveðst vera vongóð um að Bretar taki þátt í samstarfi rúmlega 20 þjóða sem áforma að setja upp myndarlegan sjóð um öruggar fóstureyðingar. Hugmyndin er sú að fylla upp í gatið sem myndaðist þegar Donald Trump forseti Bandaríkjanna innleiddi tilskipun sem kennd er við "global gag" og felur í sér bann við að nota opinbera bandaríska fjármuni í verkefni sem tengjast á einhvern hátt fóstureyðingum.</strong></p>Lilianna Poloumen, ráðherra þróunarmála í hollensku ríkisstjórninni, hefur verið í forystu alþjóðlegrar herferðar fyrir stofnun sjóðsins. Honum er ætlað að hafa til ráðstöfunar 600 milljónir bandarískra dala - 66 milljarða íslenskra króna - til að vega upp fjárhagstjónið sem tilskipun Bandaríkjaforseta gagnvart borgarasamtökum leiddi af sér.<p></p><p>Belgar, Danir og Norðmenn hafa líkt og Hollendingar heitið því að leggja sjóðnum til 10 milljónir dala hver þjóð - rúman milljarð íslenskra króna - og önnur lönd sem hafa lýst yfir stuðningi við sjóðinn eru meðal annars Kanada, Grænhöfðaeyjar, Eistland, Finnland og Lúxemborg.<br></p><p>Samkvæmt frétt The Guardian hafa bresk stjórnvöld enn ekki ákveðið hvort þau taki þátt í átakinu af ótta við að bann Bandaríkjaforseta geti grafið undan verkefnum DfID (bresku þróunarsamvinnustofnunarinnar) á sviði heilsu og menntunar í þágu fátækra kvenna víðs vegar um heiminn.<br></p><p>Fram kemur að 3 milljónir óöruggra fóstureyðinga séu gerðar ár hvert hjá ungum stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára. Aðgerðin leiði oft til langvarandi heilsuvanda stúlknanna og í alltof mörgum tilvikum til dauða.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/feb/24/dutch-minister-calls-on-uk-to-join-campaign-for-safe-abortion-fund" linktype="1" target="_blank">Dutch minister calls on UK to join safe abortion fund after Trump ban/ The Guardian</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/jan/25/netherlands-trump-gag-rule-international-safe-abortion-fund" linktype="1" target="_blank">Dutch respond to Trump's 'gag rule' with international safe abortion fund/ TheGuardian</a>

02.03.2017Tuttugu milljónir manna í fjórum löndum við hungurmörk

<p>Svæðin fjögur þar sem hungrið sverfur að eru 1) Unityríki í Suður-Súdan þar sem þegar hefur verið formlega lýst yfir hungursneyð, 2) norðausturhluti Nígeríu, 3) Sómalía og 4) Jemen.<br></p><p>Í þremur tilvikum er matarskorturinn tilkominn fyrst og fremst vegna vopnaðra átaka en í einu tilviki, Sómalíu, eru langvarandi þurrkar meginskýringin. Þurrkar eru reyndar einnig hluti af neyðarástandinu á hinum þremur svæðunum.<br></p><p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að 1,4 milljónir barna séu í bráðri hættu.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.un.org/sg/en/content/sg/press-encounter/2017-02-22/full-transcript-secretary-generals-joint-press-conference" linktype="1" target="_blank">Full transcript of Secretary-General's Joint Press Conference on Humanitarian Crises in Nigeria, Somalia, South Sudan and Yemen/ Sameinuðu þjóðirnar</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56223#.WK6qheKdoUc" linktype="1" target="_blank">Tackling hunger crises in South Sudan, Somalia, Nigeria and Yemen requires $4.4 billion - UN</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.oxfam.org.uk/media-centre/press-releases/2017/02/threat-of-four-famines" linktype="1" target="_blank">Threat of four famines "a catastrophic betrayal of our common humanity"/ Oxfam</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/commentisfree/2017/feb/23/the-guardian-view-on-famine-sitting-by-as-disaster-unfolds" linktype="1" target="_blank">The Guardian view on famine: sitting by as disaster unfolds/ Leiðari í TheGuardian</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.dandc.eu/en/article/clean-drinking-water-hard-get-south-sudan?platform=hootsuite" linktype="1" target="_blank">Suður-Súdan: No access to clean water/ D+C</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/insecurity-jeopardizes-south-sudan-famine-relief-89720" linktype="1" target="_blank">Insecurity jeopardizes South Sudan famine relief/ Devex</a>

02.03.2017HIV/Alnæmi: Mismunun þrífst í heilsugæslu í 60% Evrópuríkja

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/Zero_discrimination_day1.jpg" alt="Zero_discrimination_day1">Dæmi eru um í 60% Evrópuríkja að fordómar og mismunun innan heilsugæslu komi í veg fyrir að lykilhópar njóti úrræða vegna HIV/Alnæmi. Alþjóðadagur engrar mismununar var 1. mars&nbsp;</p><p>Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu segir að tölur frá 50 ríkjum á lista samtaka fólks sem lifir með HIV sýni að áttunda hverjum manni sem smitaður er af HIV hafi verið neitað um heilbrigðisþjónustu. Í Evrópuríkjum - ESB og EES-ríkjum- komi fordómar og mismunun af hálfu heilbrigðisstarfsmanna í garð karla sem sænga hjá körlum og sprautufíkla, í veg fyrir að árangur náist."Heilsgæslan á að vera öruggt stuðnings-umhverfi. Það er ólíðandi að mismunun skuli enn hindra aðgang,"&nbsp;<a shape="rect">segir&nbsp;</a>Michel Sidibé, forstjóri&nbsp;Alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS)."Það er brýnt að útrýma fordómum innan heilbrigðisþjónustunnar og við hljótum að krefjast þess að það verði gert."<br><br></p><p><a shape="rect">Alþjóðadagur engrar mismununar&nbsp;</a>var haldinn fyrst á síðasta ári, 2016. Deginum er ætlað að sameina hagsmunaaðila í því skyni að allir, alls staðar geti fengið þau úrræði sem þeir þurfa á að halda heilsu sinnar vegna án nokkurra fordóma.</p>

02.03.2017Oslóarráðstefnan: Fyrirheit um rúmlega 670 milljarða króna stuðning við bágstadda

<p></p><p><b>Fjórtán framlagsríki hétu fjárstuðningi við sautján milljónir nauðstaddra íbúa svæðanna í grennd við Chad vatnið sem upplifa miklar hörmungar, mestanpart vegna ofbeldisverka vígasveita Boko Haram, á ráðstefnu sem haldin var í Osló í síðustu viku. Samkvæmt frétt Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) liggja fyrir fyrirheit eftir ráðstefnuna um 458 milljónir bandarískra dala á þessu ári - 50 milljarða íslenskra króna - og&nbsp; 214 milljónir dala - 23 milljarða íslenskra króna - á næstu árum.</b></p><p> <a href="https://youtu.be/AGt_QuTra0I" class="videolink">https://youtu.be/AGt_QuTra0I</a> Um 170 fulltrúar frá 40 þjóðríkjum, fulltrúar Sameinuðu þjóða stofnana, borgarasamtaka og svæðastofnana í umræddum heimshluta en ráðstefnan nefndist á ensku "Oslo Humanitarian Conference on Nigeria and the Lake Chad Region." Að henni stóðu stjórnvöld í Noregi, Nígeríu, Þýsklandi og Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OCHA). Þjóðirnar fjórtán sem hétu fjárhagsstuðningi á ráðstefnunni voru Noregur, Þýskaland, Japan, Svíþjóð, Sviss, Frakkland, Ítalía, Írland, Finnland, Danmörk, Lúxemborg, Holland, Suður-Kórea og Evrópusambandið.</p>Hörmungarnar á þessu svæði eru með þeim alvarlegri sem sést hafa en álitið er að um 17 milljónir íbúa í Nígeríu, Tjad, Níger og Kamerún þurfi á mannúðaraðstoð að halda, þar af 11 milljónir sem eru í bráðri hættu. Í þeim hópi eru að minnsta kosti helmingurinn alvarlega vannærð börn. Auk neyðaraðstoðar var á fundinum lögð rík áhersla á langtíma stuðning við fólk á vergangi ásamt vernd fyrir konur, börn og ungmenni. Á fundinum var settur á laggirnar sérstakur sjóður fyrir íbúa norðurhluta Nígeríu -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://secure.globalproblems-globalsolutions.org/site/Donation2?df_id=12641&%3b12641.donation=form1" linktype="1" target="_blank">Nigeria Humanitarian Fund</a>.<br><p></p><p>"Evrópubúar geta trauðla skellt skolleyrum við neyðarástandi í norðurhluta Nígeríu," segir Toby Lanzer sem samræmir neyðaraðstoð á Sahel svæðinu fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. "Ríkisstjórnir landanna í þessum heimshluta eru ekki í stakk búna til að takast á við þann vanda sem felst í því að 11 milljónir manna þurfa á mannúðaraðstoð að halda, auk orsakanna sem eru loftslagsbreytingar, ofbeldi öfgaafla og fátækt."</p><p>Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu SÞ hafa um 2,3 milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka eða matarskorts. Stór hluti hinna hrjáðu landsvæða eru í norðaustur Nígeríu þar sem hernaður Boko Haram hefur bæst ofan á efnahagsþrengingar og leitt til mikilla hörmunga og þjáninga.&nbsp;<br><br>"Við viljum koma fólkinu til hjálpar en við viljum líka sjá það rétta úr kútnum til þess að það þurfi ekki að flýja undan ofbeldi og leita sér tækifæra annars staðar," segir Lanzer. "Árið 2016 var mestur hluti þess farandfólks sem lenti á ströndum Ítalíu frá Nígeríu. Sum ríki gera sitt besta bæði í mannúðar- og þróunarmálum, en sum Evrópuríki hafa gert of lítið til að takast á við þessi vandamál, þótt hér gefist möguleiki til þess í einu vetfangi að láta gott af sér leiða í mannúðarmálum og takast á við fólksflutningavandann."&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://allafrica.com/stories/201702240607.html" linktype="1" target="_blank">Central Africa: Lake Chad - Building Walls or Bridges?/ Fréttaskýring - Reuters</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://lcb.unocha.org/" linktype="1" target="_blank">Lake Chad Basin Emergency/ OCHA</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unric.org/is/frettir/26977-670-milljonir-dala-soefnueust-i-oslo" linktype="1" target="_blank">670 milljónir dala söfnuðust í Osló/ UNRIC</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56220#.WK6r-OKdoUc" linktype="1" target="_blank">Humanitarian agencies seek $1 billion to provide life-saving aid to millions in northeast Nigeria - UN</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://uk.reuters.com/article/uk-nigeria-security-idUKKBN1631N4" linktype="1" target="_blank">Boko Haram and famine hit efforts to rebuild lives in Nigeria's northeast/ Reuters</a>

02.03.2017Ofbeldi daglegt brauð barna á leið þeirra til Evrópu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/deadlyjourney.PNG" alt="Deadlyjourney">Börn á flótta, börn innflytjenda og konur verða reglulega fyrir kynferðisofbeldi, misneytingu og misnotkun, auk þess að vera sett í varðhald, þegar þau flýja frá Norður-Afríku, yfir Miðjarðarhafið og til Ítalíu. Við þessu varar UNICEF í&nbsp;<a shape="rect">nýrri skýrslu</a>&nbsp;sem kom út í vikunni.</strong><br></p><p>Í frétt frá UNICEF segir að skýrslan veiti innsýn í þær hörmungar sem blasa við börnum á flótta og faraldsfæti á því hættulega ferðalagi sem þau takast á hendur þegar þau ferðast frá Afríku sunnan Sahara og þaðan sjóferðina til Ítalíu. Í ljós kom að þrjú af hverjum fjögur börnum sem rætt var við höfðu á einhverjum tímapunkti ferðalagsins orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða yfirgangi af hálfu fullorðinna. Helmingur kvennanna og barnanna sögðu að þau hefðu orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á leiðinni - í mörgum tilfellum oft og á mismunandi stöðum.<br></p><p>Að minnsta kosti 4.579 manns létust á síðasta ári við að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu, eða 1 af hverjum 40. Áætlað er að minnst 700 börn hafi verið meðal hinna látnu.<strong><br></strong></p><p><strong>Neyð barnanna verður að féþúfu smyglara</strong></p><p>"Leiðin yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til Evrópu er meðal hættulegustu og mannskæðustu leiða í heiminum og sú hættulegasta fyrir konur og börn," segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF sem samhæfir aðgerðir UNICEF í flóttamannamálum í Evrópu. "&nbsp;Leiðinni er aðallega stjórnað af smyglurum, þeim sem stunda mansal og öðrum sem nýta sér neyð örvæntingarfullra barna og kvenna sem eru einfaldlega að leita hælis eða betra lífs. Við þurfum örugga og löglega leið, sem og öryggisráðstafanir til að vernda börn á flótta, tryggja öryggi þeirra og halda þeim í burtu sem ætla sér að níðast á þeim."&nbsp;<br><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2607" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/babd6719-ad7d-4cb2-9d09-24a2589c08cf.jpg?a=1127326009324" class="right">Nýleg könnun sem gerð var á högum barna innflytjenda og kvenna í Líbíu árið 2016 afhjúpar skelfilegt ofbeldi á þessari leið. Þegar könnunin var gerð sýndu gögnin að fjöldi fólks á flótta í Líbíu var 256.000. Þar af voru 30.803 konur og 23.102 börn. Þriðjungur barnanna var fylgdarlaus. Raunverulegar tölur eru hins vegar taldar vera í það minnsta þrisvar sinnum hærri.<br></p><p>Flest börnin og konurnar gáfu til kynna að þau hefðu borgað smyglurum í upphafi ferðarinnar og voru því mörg þeirra skuldbundin þeim. Þetta er samningur sem kallast "pay as you go" sem setur þau í enn meiri hættu á að verða fyrir misnotkun, mannráni eða mansali.&nbsp;<br></p><p>Konur og börn sögðu einnig frá harkalegum skilyrðum, þrengslum, skorti á næringarríkum mat og viðunandi aðbúnaði í skýlum í Líbíu sem rekin eru bæði af yfirvöldum þar í landi og herflokkum.<br></p><p>"Börn ættu ekki að vera neydd til þess að setja líf sitt í hendur smyglara vegna þess eins að það eru engin önnur úrræði," segir Khan hjá UNICEF.&nbsp;</p><p>"Það þarf að takast á við þetta mál á heimsvísu og í sameiningu þurfum við að finna öruggt kerfi, kerfi sem tryggir öryggi og réttindi barna á ferðinni, hvort sem um ræðir börn á flótta eða faraldsfæti."<strong><br></strong></p><p><strong>Aðgerðaáætlun UNICEF</strong></p><p>UNICEF leggur til að gripið sé tafarlaust til aðgerða á sex sviðum:</p><ol><li>Verja þarf börn á flótta og faraldsfæti, sérstaklega fylgdarlaus börn, gegn ofbeldi og misneytingu.</li><li>Hætta þarf að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flóttamanns eða eru á faraldsfæti.</li><li>Halda þarf fjölskyldum saman en það er sterkasta vopnið til að tryggja öryggi barna, veita þarf fjölskyldunum síðan lagalega stöðu.</li><li>Halda þarf öllum börnum á flótta og faraldsfæti í námi, og veita þeim heilbrigðisþjónustu sem og aðra grunnþjónustu.</li><li>Þrýsta þarf á aðgerðir til að takast á við undirliggjandi orsakir hinnar stórfelldu aukningar flóttamanna og fólks á faraldsfæti í heiminum.</li><li>Vinna þarf gegn útlendingahatri, mismunun og jaðarsetningu minnihlutahópa.&nbsp;</li></ol><p>UNICEF hvetur ríkisstjórnir heimsins og Evrópubandalagið til að styðja og tileinka sér þessa aðgerðaáætlun.&nbsp;<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_94941.html" linktype="1" target="_blank">A deadly journey for children: The migration route from North Africa to Europe/ UNICEF</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://xn--skrsla unicef: uprooted-c4c: The growing crisis for refugee and migrant children/" linktype="1" target="_blank">Skýrsla UNICEF: Uprooted: The growing crisis for refugee and migrant children</a>&nbsp;

02.03.2017Fimmtíu milljóna króna árlegt framlag til Flóttamannastofnunar

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/genf1.jpg" alt="Genf1">Íslensk stjórnvöld ætla að verja að minnsta kosti 50 milljónum króna árlega á næstu þremur árum í almenn framlög til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði undir samkomulag þessa efnis á fundi með Filippo Grandi framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar SÞ á mánudag.</strong></p><p>Áður hafa íslensk stjórnvöld gert sambærilega samninga við Matvælastofnun SÞ (WFP) og Barnahjálp SÞ (UNICEF) og á morgun skrifar ráðherra undir slíkan samning við Samræmingarskrifstofu SÞ í mannúðarmálum (OCHA). Almenn framlög, eða óeyrnamerkt kjarnaframlög, eru í samræmi við áherslur stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p><p><strong>Þakklæti til Íslendinga</strong><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2852" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/e1d279c2-ca2d-45fd-856e-6f3b89c731cf.png?a=1127326009324">Grandi þakkaði á fundinum íslenskum stjórnvöldum fyrir þann mikla stuðning sem þau hefðu veitt undanfarið ár, meðal annars með 325 milljóna króna framlagi í fyrra sem var liður í aukafjárveitingum ríkisstjórnar og Alþingis til flóttamannavandans haustið 2015. Grandi sagði þennan stuðning mikils metinn, sem og móttaka Íslendinga á meira en eitt hundrað sýrlensku kvótaflóttafólki á undanförnu ári. Blikur væru á lofti í flóttamannamálunum og því væri mikilvægt að ríki eins og Ísland héldu ekki að sér höndum andspænis gríðarmiklum vanda, en 65 milljónir manna eru nú á flótta frá heimilum sínum í heiminum. Samkvæmt tvíti frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greiddu Íslendingar 2,4 milljónir bandarískra dala vegna átakanna í Sýrlandi á síðasta ári og varð þar með sjöundi stærsti styrktaraðili samtakanna miðað við höfðatölu.</p><p>Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpaði einnig Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna á mánudag og lagði áherslu á að mannréttindi væru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra Íslands sækir árlega ráðherraviku mannréttindaráðsins frá því að það var sett á fót í núverandi mynd fyrir um tíu árum.&nbsp;&nbsp;Í ræðu sinni sagði Guðlaugur Þór að ekki væri hægt að ætlast til að mannréttindi séu virt í fjarlægum löndum ef ekki er hugað fyrst að stöðu mannréttinda heima fyrir. Þess vegna fögnuðu íslensk stjórnvöld því að fá tækifæri til að undirgangast þá jafningjarýni sem fram fer á vegum Mannréttindaráðsins, en Ísland var tekið fyrir í annað skipti hjá ráðinu sl. haust. Margar góðar ábendingar hefðu borist frá öðrum aðildarríkjum SÞ í jafningjarýninni, bæði nú og síðast þegar Ísland undirgekkst rýnina, árið 2011.&nbsp;<br></p><p>Ráðherra átti einnig fund með Zeid Ra'ad Al Hussein mannréttindafulltrúa SÞ og þakkaði honum sérstaklega fyrir starf sitt í þágu mannréttinda í heiminum í ræðu sinni: "Þú hefur verið óhræddur við að varpa ljósi á mannréttindabrot hvar í heimi sem þau viðgangast og ljáð þeim rödd sem ekki hafa hana."&nbsp;<br><br><strong>Hækkun á almennum framlögum til OCHA</strong><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2853" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/51d48f0d-28ca-4e3a-9924-b784a7b879a0.png?a=1127326009324">Í gærmorgun átti utanríkisráðherra svo fund í Genf með Rudolf Muller, framkvæmdastjóra UN OCHA, Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum. Þeir skrifuðu á fundinum undir samkomulag um framlög Íslands til stofnunarinnar næstu þrjú árin.&nbsp;Á síðasta ári voru almenn framlög Íslands til OCHA 10 milljónir króna en jafnframt lagði Ísland til 36 milljónir króna í Sýrlandssjóð OCHA.&nbsp;</p><p>Á árinu 2017 er gert ráð fyrir 25 milljónum króna í almenn framlög auk þess sem að minnsta kosti 50 milljónum króna verður ráðstafað í svæðisbundna sjóði samtakanna.&nbsp;Í samningnum er einnig gert ráð fyrir árlegum samráðsfundum sem tengjast framlögum Íslands og samstarfinu við OCHA<br>.</p>

02.03.2017Matarskortur hjá 30% íbúa Úganda

<p></p><p>Stjórnvöld í Úganda hafa tilkynnt að 30% þjóðarinnar búi við matarskort vegna þurrka, að því er fréttaveita BBC greindi frá í morgun. "Ljóst hefur verið í nokkrar vikur að umfang þessa vanda vex en ekki &nbsp;hafa komið fram áður svo ógnvænlegar tölur", segir&nbsp;<b>Stefán Jón Hafstein</b>, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala.&nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/IMG_2348.jpg" alt="IMG_2348">Stefán Jón segir að undanfarin ár hafi hinir hefðbundnu regntímar í Úganda breyst, regn verið óreglulegra og löng óvænt þurrkatímabil komið. "Í umræðunni er að Úganda, sem er ákaflega frjósamt land, geti ekki lengur byggt smábændalandbúnað sinn á úrkomu einni.&nbsp; Áveitur þykja ákjósanlegur kostur fyrir bændasamfélögin en þar er langt í land ennþá.&nbsp; Úganda hefur ekki farið að ráði sumra Afríkuríkja og bannað matvælaútflutning vegna ástandsins, enda býr landið við mikinn gjaldeyrisskort. Raddir um slíkt bann ágerast nú, og kröfur gerast háværari um að ríkisvaldið komi til hjálpar með því að úthluta matvælum," segir Stefán Jón.&nbsp;Matvælaskortur er nú víða í austurhluta Afríku eins og fram kemur í annarri frétt í Heimsljósi.</p>

02.03.201735 milljónir í neyðarverkefni SOS Barnaþorpanna

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/sosmynd1.png" alt="Sosmynd1" class="center">SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 35 milljónir til neyðarverkefna samtakanna í sex löndum. Um er að ræða lönd þar sem neyðin er mikil; Suður-Súdan, Írak, Mið-Afríkulýðveldið, Ekvador, Nígería og Níger. Fimm milljónir fara til hvers lands nema til Írak, þangað fara tíu milljónir.</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.sos.is/sos-sogur/nanar/8216/35-milljonir-i-neydarverkefni-sos-barnathorpanna" linktype="1" target="_blank">Nánar</a>&nbsp;</p>

02.03.2017Netvæðingin langt á eftir áætlun meðal Afríkuþjóða

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/WF-site-AR.png" alt="WF-site-AR">Á þessu ári verða þau tímamót í netvæðingu heimsins að meirihluti jarðarbúa er kominn með aðgang að Netinu. Mikill kostnaður við gagnaflutninga kemur hins vegar í veg fyrir að margir íbúar fátækra ríkja fái aðgang að internetinu. Samkvæmt nýrri skýrslu - 2017 Affordability Report - eru rúmlega fjórir milljarðar jarðarbúa án netsambands. Í þeim hópi eru konur í fátækum ríkjum langfjölmennastar, sér í lagi konur til sveita.</strong><br></p><p>Tryggja átti öllum jarðarbúum netsamband fyrir árið 2020 en að mati skýrsluhöfunda eru íbúar lágtekju- og millitekjuríkja um tuttugu árum eftir áætlun sem þýðir að takmarkinu um netaðgang fyrir alla verður ekki náð fyrr en árið 2042.</p><p><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2768" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/1b36d17d-b86d-4360-b60b-33eb854d5077.jpg?a=1127326009324" class="right">Í Afríkuríkjum kostar eitt gígabæti af fyrirframgreiddu gagnamagni um farsíma að jafnaði 18% af meðaltekjum. Í Bandaríkjunum og í Evrópu greiða farsímanotendur að meðatali innan við 1% af tekjum sínum fyrir sambærilegt gagnamagn. Af 27 Afríkjuríkjum voru aðeins fimm þar sem eitt gígabæti kostaði innan við 2% af meðallaunum mánaðar.<br><br></p><p>Samkvæmt skýrslunni eru margir þættir sem hafa áhrif á hægari útbreiðslu Netsins en ráð hafði verið fyrir gert en einkanlega beina skýrsluhöfundar þó spjótum sínum að stjórnvöldum Afríkuríkja sem hafa ekki fjárfest í innviðum til að greiða fyrir aukinni netnotkun. Löndum eins og Benin og Botsvana er hrósað í skýrslunni fyrir umbætur í stefnumörkun á þessu sviði og frumkvæði í þá átt að gefa almenningi kost á netaðgengi, með til dæmis ókeypis wi-fi á opinberum stöðum eins og sjúkrahúsum, flugvöllum, strætisvagnastöðvum og skrifstofum stjórnarráðsins.<br>Þá er varað við þeirri þróun að sífellt fleiri ríkisstjórnir í Afríku grípa til skyndilokana á Netinu þegar það hentar þeim.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://qz.com/915159/alliance-for-affordable-internet-government-inaction-prevents-millions-of-africans-from-accessing-the-internet/" linktype="1" target="_blank">Government dithering prevents millions of Africans from accessing the internet/ Qz</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://a4ai.org/affordability-report/report/2017/" linktype="1" target="_blank">2017 Affordability Report</a>&nbsp;</p>

02.03.2017Öruggt leik- og íþróttasvæði opnað börnum í Jalazone flóttamannabúðunum í Palestínu

<p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/pal1.jpg" alt="Pal1">Öruggt leik- og íþróttasvæði fyrir börn og ungmenni í Jalazone flóttamannabúðunum í Palestínu hefur verið tekið í notkun en framkvæmdirnar voru kostaðar af framlögum Íslands til þróunarmála.&nbsp;</b></p><p>Samkvæmt&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="/media/iceida-media/media/pdf/2016-Iceland---Jalazone-Final-report_WB-31.01.2017.pdf" linktype="1" target="_blank">lokaskýrslu</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA) var með verkefninu unnt að skapa öruggt svæði fyrir börn og ungmenni innan Jalazone flóttamannabúðanna þannig að þau hafa nú tækifæri til ýmiss konar íþrótta og leikja sem stuðlar bæði að betri líkamlegri og andlegri heilsu.<br></p><p>Endurbætur á svæðinu fólu meðal annars í sér að reisa veggi umhverfis leiksvæðið, lagfæra vatns- og skólplagnir og byggja litla áhorfendastúku. Í umsögn UNRWA segir að endurbætur á íþróttasvæðinu gefi börnum og unglingum í Jalazone búðunum og foreldrum þeirra langþráð tækifæri til að eiga samverustundir, leika sér og taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Með þessa aðstöðu geti íbúarnir un stund gleymt daglegu amstri og erfiðleikum sem einkennir lífið í búðunum.<br></p><p></p><p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/pal4.jpg" alt="Pal4">Herseta í hálfa öld</b></p><p>Á þessu ári verður hálf öld liðin frá því herseta Ísraels hófst á Vesturbakkanum. Í fimmtíu ár hefur palestínska þjóðin verið í herkví og þurft að þola frelsisskerðingu, takmarkaða þjónustu og margvísleg mannréttindabrot. Samkvæmt nýjustu tölum býr meira en fjórðungur þjóðarinnar, 27%, við matvælaóöryggi.<br></p><p>Að því er fram kemur í skýrslunni um verkefni eru Jalazone búðirnar - sem eru meðal nítján flóttamannabúða á Vesturbakkanum - í hópi þeirra sem verða verst úti í átökum. Öryggissveitir Ísrala (ISF) beita iðulega skotvopnum við búðirnar og ungt fólk er meðal þeirra sem hafa fallið eða særst.</p><p>Palestína hefur verið skilgreint sem áhersluland Íslands á sviði þróunarsamvinnu frá því tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands var samþykkt á Alþingi 2011.&nbsp;Stuðningurinn er í gegnum fjölþjóðastofnanir og borgarasamtök m.a &nbsp;á sviði jafnréttismála og &nbsp;félagslegra innviða t.d. heilbrigðis- og menntamála. Hann takmarkast ekki við landamæri Palestínu heldur tekur einnig til palestínskra flóttamanna í nágrannaríkjunum Jórdaníu, Sýrlandi &nbsp;og Líbanon.</p><p><i><sub>Myndatextar:</sub></i></p><p><sub>Efri myndin: María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis og sendiherra Íslands gagnvart Palestínu og&nbsp;Scott Anderson, yfirmaður UNRWA Operations í Palestínu (Vesturbakkanum).</sub></p><p><sub>Neðri myndin: &nbsp;Ánægjulegt er að sjá hve mikil áhrif lítil verkefni, líkt og uppbygging á íþróttavellinum í Jalazone flóttamannabúðunum, geta haft fyrir stóran hóp fólks. Ljósmyndir: AH</sub></p><p></p>

23.02.2017Stórt skref stigið í baráttunni gegn barnahjónaböndum í Malaví

<p><b> <a href="https://youtu.be/hXwB2FeDazo" class="videolink">https://youtu.be/hXwB2FeDazo</a> </b>Malavíska þingið tók stórt skref í baráttunni gegn barnahjónaböndum á dögunum þegar stjórnarskrárbreyting um hækkun lögræðisaldurs einstaklinga úr 15 árum upp í 18 ár var samþykkt. Breytingin fór í gegn með miklum meirihluta, 131 þingmaður sagði já en aðeins 2 þingmenn voru á móti.&nbsp;</p><p> Árið 2015 voru sett lög í landinu sem bönnuðu hjónabönd einstaklinga undir 18 ára aldri en þar sem lögræðisaldurinn var enn 15 ár var auðvelt að komast framhjá þessum lögum og börn gátu enn gengið í hjónaband með leyfi foreldra.&nbsp;</p><p>"Umræðan um samfélagsmeinið sem barnahjónabönd eru hefur farið hátt í Malaví undanfarið og þessi stjórnarskrárbreyting er afleiðing vinnu bæði innlendra og erlendra afla sem hafa barist fyrir auknum réttindum barna, og sérstaklega stúlkna," segir Ása María H. Guðmundsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sendiráðs Íslands í Lilongve.</p><p></p><p>Hún segir að Care International sé ein þeirra stofnana sem hafi látið sig málið varða sérstaklega og nefnir sem dæmi að stofnunin hafi verið með herferð ungs fólks í Malaví gegn barnahjónaböndum. <br></p><p>"Þessi hópur ungs fólks safnaði meðal annars yfir 42 þúsund undirskriftum fólks frá yfir 30 löndum sem lýstu yfir samstöðu með málstaðnum og færði forsetafrúnni listann með undirskriftunum. Þessi breyting er að flestra dómi mjög mikilvæg fyrir komandi kynslóðir barna í Malaví og þótt vandamálið sé langt í frá úr sögunni þá styrkir þetta réttindastöðu einstaklinga undir átján ára aldri og lokar því lagalega gati sem hægt var að nýta sér til að neyða börn í hjónabönd," segir Ása María. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.times.mw/parliament-amends-child-age-to-18-years/" shape="rect" target="_blank">Parliament amends child age to 18 years/ Times</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.nyasatimes.com/malawi-parliament-raise-child-age-definition-14-18-years-illegal-marry-girl-18/" shape="rect" target="_blank">Malawi Parliament raise child age definition from 14 to 18 years: Illegal to marry a girl before 18</a> <br> <p> <a rel="nofollow" href="https://plan-international.org/news/2017-02-14-malawi-changes-law-end-child-marriage" shape="rect" target="_blank">Malawi changes law to end child marriage/ PlanInternational</a></p><br><p></p>

23.02.2017Farsímatæknin flýtir mjög fyrir aðstoð við nauðstadda

<p><strong><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/wfpe.PNG" alt="Wfpe">Ný tækni og aukin farsímanotkun í þróunarríkjum og á átakasvæðum hefur leitt til þess að hjálparstofnanir, eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), geta með auðveldari hætti en áður metið þörfina fyrir matvælaaðstoð og þar með hafið fyrr dreifingu á mat til þeirra sem brýnast er að veita slíka aðstoð.</strong> <br> </p><p>Samtökin settu á laggirnar verkefni árið 2013 með það að markmiði aðbyggja upp kerfi til að safna á rauntíma ýmiss konar fæðutengdum upplýsingum á þeim svæðum í heiminum þar sem matvælaóöryggi er mest. Gaganöflun fór áður þannig fram að fólk var sent á umrædd svæði og skráði niður með heimsóknum á heimili hvernig ástandið var. Í stað þessarar tímafreku kortlagningu er þessum upplýsingum safnað saman á fljótvirkan hátt gegnum farsíma. "Það hefur gert kortlagningu á hungri í heiminum miklu ódýrari, miklu skilvirkari og miklu nákvæmari," segir <strong>Anne Poulsen</strong> forstöðumaður norrænu skrifstofu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í frétt sem birtist á danska vefnum: Verdens Bedste Nyheter.</p><p></p><p>Anne segir að áður en stofnunin ráðist í aðgerðir við tilteknum hörmungum sé safnað saman svörum við lykilspurningum eins og hverjir búi við hungur, hversu margir þeir séu, hvar þeir búi og hvers vegna þeir svelti - auk spurningarinnar um það hvernig stofnunin geti sem best komið til bjargar. "Í dag getum við safnað þessum gögnum mjög hratt með skilvirkum og ódýrum hætti, með síma- og sms-könnunum, og það gerir okkur kleift að bregðast við skjótt og koma þeim til bjargar sem eru í brýnni neyð sökum matarskorts." Í úttekt á þessu nýja kerfi á síðasta ári kom í ljós að greining á matarþörf á tilteknu svæði liggi nú fyrir á einni til tveimur vikum sem áður tók sex til átta vikur. Þessi tímasparnaður getur vitaskuld skilið á milli lífs og dauða. <strong><br></strong></p><p><strong>Stórbætir áhættumat</strong> <br></p><p>Annar stór kostur við þessa nýju farsímatækni lýsir sér í því að hjálparsamtök fá upplýsingar um aðstæður á átakasvæðum sem ekki voru fáanlegar áður og leiddu til þess að starfsmenn hjálparsamtaka settu sig á stundum í hættulega aðstöðu með því að fara inn á svæði sem voru óörugg. Með farsímatækninni er miklu betur hægt að meta hvort viðkomandi svæði sé þokkalega öruggt eða ekki. <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2610" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/1a8502b0-47f1-4ec8-aca5-a77c113ecc45.jpg?a=1127267888867" hspace="5" vspace="5"> Í fréttinni er vitnað til þess að í ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku árið 2014 hafi sms-kannanir verið veigamikill þáttur í því að meta þörfina fyrir matvælaaðstoð. Þá er Malaví tekið sem dæmi en samkvæmt fulltrúum WFP tekur núorðið innan við sólarhring að safna gögnum á tilteknum svæðum og svipaða sögu er að segja frá lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem greining á matvælaaðstoð er framkvæmd gegnum farsíma. Kerfið - sem kallast mVAM - hefur verið tekið í notkun í 28 þjóðríkjum, meðal annars í Sýrlandi, Írak, Malaví og Malí. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://vam.wfp.org/sites/mvam_monitoring/" shape="rect" target="_blank">mVAM: Mobile Vulnerability Analysis and Mapping (mVAM): Delivering real-time food security data through mobile technology/ vam.wfp.org</a> <br> <br><a rel="nofollow" href="http://documents.wfp.org/stellent/groups/public/documents/ena/wfp290168.pdf" shape="rect" target="_blank">MALAWI mVAM Bulletin #12: December 2016/ WFP</a> <a rel="nofollow" href="http://www.humanityx.nl/events/vam-global-meeting-zero-hunger/" shape="rect" target="_blank">Action Lab for Zero Hunger/ Humanityx</a> <br><p></p>

23.02.2017Forsætisráðherra verður í forsvari HeForS­he

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/milljardurris2017.PNG" alt="Milljardurris2017">Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra Íslands, verður einn tíu þjóðarleiðtoga í for­svari fyr­ir HeForS­he, kynn­ingar­átak UN Women, þar sem karl­menn um all­an heim eru hvatt­ir til að taka þátt í bar­átt­unni fyr­ir jafn­rétti kynj­anna. <br> </p><p>Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn­inni, en tveir for­ver­ar Bjarna í embætt­inu, þeir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, voru einnig í for­svari fyr­ir átakið. <br> </p><p>Á föstudag fór fram árlegur viðburður UN Women á Íslandi gegn kynbundnu ofbeldi - Milljarður rís. Meðal annars var dansað í Hörpu og Hljómahöll.</p>

23.02.2017Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna með mikinn viðbúnað í Suður-Súdan

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/uncefmynd.PNG" alt="Uncefmynd">Hungursneyð var í vikunni lýst yfir í Unity-fylki í Suður-Súdan þar sem 100 þúsund manns eiga á hættu að deyja úr hungri. Ein milljón manna til viðbótar er að auki á barmi hungursneyðar. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er með mikinn viðbúnað í landinu, enda gríðarmörg börn í lífshættu. Hungursneyðin er sú fyrsta sem lýst er yfir í heiminum í tæplega sex ár. <br> </strong> </p><p>Neyðaraðgerðir UNICEF miða að því að meðhöndla börn gegn vannæringu og koma í veg fyrir að fleiri verði vannærð. UNICEF styður 620 næringarmiðstöðvar vítt og breitt um landið og 50 vannæringarspítala. Mælist 15% barna bráðavannærð er talað um neyðarástand. Ástandið er grafalvarlegt, enda eru á sumum svæðum í Unity-fylki nú allt að 42% barna með bráðavannæringu. <br> </p><p>Í forgangi hjá UNICEF er einnig að dreifa hreinu vatni, þar sem vatn er af skornum skammti á þurrkatímabilinu sem nú stendur yfir. Mikilvægt er sömuleiðis að koma í veg fyrir að börn veikist af sjúkdómum og áhersla er því lögð á bólusetningar og almenna heilsugæslu.</p><p> <a href="https://youtu.be/WlQWPxneY-0" class="videolink">https://youtu.be/WlQWPxneY-0</a> UNICEF, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) vöruðu í vikubyrjun við því að tafarlausra aðgerða væri þörf til að koma í veg fyrir að fleiri deyi úr hungri. Stofnanirnar þrjár hefðu þegar hjálpað milljónum manna í landinu. Óheftur aðgangur hjálparstofnana að öllum þeim sem væru í hættu vegna hungursneyðar væri hins vegar lykilatriði, auk þess sem nauðsynlegt væri að stórauka enn við allar neyðaraðgerðir. Um 4,9 milljónir manna búa nú við fæðuóöryggi í Suður-Súdan eða um 40% landsmanna. Búist er við að sú tala hækki enn frekar er nær dregur sumri ef ekki verður brugðist skjótt við.</p><p></p><p><strong>Neyðaraðgerðir í Nígeríu björguðu ótal börnum</strong> <br></p><p>Suður-Súdan er yngsta ríki heims. Það klauf sig frá ríkinu Súdan eftir áratugalanga borgarastyrjöld sem lauk með friðarsamningum árið 2005. Sögulegar kosningar fóru síðan fram árið 2011 þar sem íbúar Suður-Súdan kusu sig frá Súdan. Átök brutust hins vegar út í Suður-Súdan í lok árs 2013 og hafa nú staðið yfir í rúm þrjú ár. Í fyrrasumar hörðnuðu þau enn frekar, með hrikalegum afleiðingum. <br> </p><p>Ástæður hungursneyðarinnar nú eru ekki síst stríðsátökin sem hafa hindrað matvælaframleiðslu og búskap hjá almenningi og stökkt fólki á flótta. Verðbólga upp á 800% og afar slæmt efnahagsástand hafa gert illt verra.</p><p></p><p>"Það gerist ekki á hverjum degi að hungursneyð er lýst yfir í heiminum og í dag er því sorgardagur. Hungursneyð er lýst yfir með svokallaðri Integrated Food Security Phase Classification (IPC). Um algjört efsta stig er að ræða. Formleg yfirlýsing sem þessi þýðir að fólk er þegar farið að svelta til dauða. Það á ekki síst við um börn og yngstu börnin eru alltaf þau sem eru veikust fyrir," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. <br> </p><p>"Í nóvember á seinasta ári sendi UNICEF út neyðarákall vegna Nígeríu þar sem ástandið jaðraði við hungursneyð víða í norðausturhluta landsins. Gríðarlega umfangsmiklar neyðaraðgerðir voru settar í gang, meðal annars með hjálp héðan frá Íslandi. Góðu fréttirnar eru þær að staðan er miklu betri í dag. Þarna var ekki lýst yfir hungursneyð og það tókst að bjarga afar mörgum börnum. Nú ríður á að veita neyðarhjálp í Suður-Súdan hratt og örugglega og samstarfsfólk okkar úti er vakið og sofið yfir þeirri miklu ábyrgð," segir Bergsteinn.&nbsp;</p><p>Heimsforeldrar gegna lykilhlutverki við neyðaraðgerðir UNICEF og hér á landi eru vel yfir 25.000 heimsforeldrar. Þau sem vilja styðja neyðaraðgerðirnar sérstaklega geta gert það með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr). Einnig er hægt að leggja inn á neyðarreikning UNICEF á Íslandi, 701-26-102050, kt 481203-2950. <br> <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/02/20/hungursneyd_af_mannavoldum/" shape="rect" target="_blank">Hungursneyð af mannavöldum/ Mbl.is</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.fao.org/news/story/en/item/471251/icode/" shape="rect" target="_blank">Famine hits parts of South Sudan/ FAO</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.itv.com/news/2017-02-20/famine-declared-in-south-sudan-as-almost-one-million-stand-on-brink-of-starvation/" shape="rect" target="_blank">Famine declared in South Sudan as almost one million stand on brink of starvation/ ITV</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/02/20/fludi_fotgangandi_med_bornin/" shape="rect" target="_blank">Flúði fótgangandi með börnin/ Mbl.is</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.gov.uk/government/news/uk-outlines-new-humanitarian-support-and-urges-international-community-to-save-lives-before-its-too-late" target="_blank">UK outlines new humanitarian support and urges international community to save lives before it's too late/ Breska ríkisstjórnin</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.mercycorps.org/articles/south-sudan/quick-facts-what-you-need-know-about-south-sudan-crisis" target="_blank">QUICK FACTS: WHAT YOU NEED TO KNOW ABOUT THE SOUTH SUDAN CRISIS/ MercyCorps</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.msf.org/en/article/south-sudan-protracted-conflict-root-nutrition-crisis" target="_blank">South Sudan: Protracted conflict at root of nutrition crisis/ Læknar án landamæra</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://kjarninn.is/skodun/2017-02-17-og-hjartad-haetti-ad-sla/" target="_blank">"... og hjartað hætti að slá"/ Kjarninn</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://amediaagency.com/building-peace-through-video-games-in-south-sudan/" shape="rect" target="_blank">BUILDING PEACE THROUGH VIDEO GAMES IN SOUTH SUDAN</a> <br> <p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://news.trust.org/item/20170216140607-3t0xx/" target="_blank">Nearly 15,000 lost children seek parents in chaos of South Sudan's war/ Reuters</a></p><br><p></p><br><p></p>

23.02.2017Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn

<p>Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um reglubundið framlag utanríkisráðuneytisins við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins, svo og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál. <strong>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sveinn Kristinsson</strong>, <strong>formaður Rauða krossins</strong>, undirrituðu yfirlýsinguna í gær í húsakynnum RKÍ.&nbsp; <br> </p><p>"Samstarf okkar við Rauða krossinn á Íslandi hefur reynst afskaplega vel og þessi yfirlýsing rammar ekki aðeins inn hefðbundin framlög okkar til Alþjóðaráðs Rauða krossins, heldur kveður einnig á um ákveðið faglegt samtal okkar í milli. Það leikur enginn vafi á að skoðanaskipti og samstarf við Rauða krossinn hefur brýnt okkur í málsvörninni á alþjóðavettvangi fyrir virðingu fyrir mannúðarlögum," segir Guðlaugur&nbsp;Þór.&nbsp; <br> </p><p>Samstarfsyfirlýsingin gildir út árið 2019. Hún kveður m.a. á um gerð rammasamnings um framlög stjórnvalda til alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar á vegum Rauða krossins, aðstoðar við flóttafólk og hælisleitendur. &nbsp;&nbsp; <br> <br></p><p><a rel="nofollow" href="https://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/endurnyja-samstarfsyfirlysingu-vid-rauda-krossinn" shape="rect" target="_blank">Nánar á vef utanríkisráðuneytis</a> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/samstarfsyfirlysing-undirritud" target="_blank">Samstarfsyfirlýsing við utanríkisráðuneytið undirrituð/ RauðiKrossinn</a></p>

22.02.2017Birtir til í Gambíu eftir langvarandi myrkur og einangrun þjóðarinnar

<p><strong> <a href="https://youtu.be/c6xLBUqTynA" class="videolink">https://youtu.be/c6xLBUqTynA</a> Nýr forseti er tekinn við völdum í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Nýi forsetinn, Adama Barrow, var formlega settur í embætti við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag við mikinn fögnuð landa sinna. Gambía er aðeins 10 þúsund ferkílómetrar að stærð, eða tæplega tíundi hluti Íslands, en telur engu að síður hartnær tvær milljónir íbúa.</strong> <br></p><p> Nýja forsetans bíða mörg verkefni eftir langvarandi einangrun og harðstjórn fráfarandi forseta, Yahya Jammeh, sem hrökklaðist frá völdum fyrir fáeinum vikum. Hann hafði sig ekki á brott fyrr en herir nágrannaríkja voru komnir að landamærunum og hótuðu innrás. Jammeh tapaði í forsetakosningum í desember fyrir Barrow en neitaði að yfirgefa forsetahöllina eftir rúma tvo áratugi á valdastóli. Loksins þegar hann sá sæng sína uppreidda var hann sagður hafa farið með fúlgur fjár úr landi. <br></p><p>Samt birtir til í Gambíu eftir langvarandi myrkur. Þjóðin er vongóð um breytingar. Einræðisherrann skilur eftir sig hagkerfi í molum, tveggja áratuga skjalfest mannréttindabrot og 40% atvinnuleysi ungs fólks. Ofan í kaupið bætast við spár um áhrif loftslagsbreytinga sem gera ráð fyrir að höfuðborgin, Banjul, hverfi í hafið á innan við hálfri öld.&nbsp;</p><p><strong>Nýja Gambía</strong></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/gambia.PNG" alt="Gambia">"Nýja Gambía" var kosningaslagorð Barrows og nú bíður heimurinn eftir því að sjá hvernig og hvenær nýi forsetinn innleiðir fyrirheitin, eins og Molly Anders fréttakona Devex fréttaveitunnar orðar það í nýlegri grein. Hún segir að framlagsríki séu þegar farin að sýna Gambíu áhuga en gamli harðstjórinn lokaði á alla alþjóðlega þróunarsamvinnu á sínum tíma með þeim orðum að þar væri á ferðinni afturgöngur nýlendustefnunnar. <br> Nýi forsetinn kveðst hafa erft nánast gjaldþrota hagkerfi sem strax þurfi að koma til bjargar. Hann sér fyrir sér beinan fjárlagastuðning frá framlagsríkjum til að afstýra þjóðargjaldþroti. Samkvæmt greininni í Devex eru ekki miklar líkur á því að stuðningur framlagsríkja á sviði þróunarsamvinnu verði beinar greiðslur inn í ríkissjóð Gambíu.&nbsp;</p><p>Evrópusambandið, Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hétu strax 275 milljónum bandarískra dala í stuðning - rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna - þegar óopinber innsetningarhátíð Barrows fór fram í Dakar í Senigal í síðasta mánuði. Hins vegar er þetta fjármagn, að sögn Devex, aðallega verkefnabundið og eyrnamerkt tilteknum afmörkuðum verkefnum eins og flóðavörnum, næringarátaki meðal skólabarna og valdeflingu kvenna, svo dæmi séu nefnd. <br></p><p> Óvíst er með hvaða hætti Bretar koma til með að styðja ný stjórnvöld í Gambíu en þar er jákvæður tónn eins og víðast hvar annars staðar meðal framlagsríkja. Bretar eru samt líkt og margar aðrar rausnarlegar þjóðir í þróunarsamvinnu brenndar af beinum fjárlagastuðningi og því þykir ólíklegt að ríkissjóður Gambíu fá beinar greiðslur frá Bretlandi. <br></p><p> Í fréttaskýringu Devex er líka ítarlega fjallað um viðhorfin í Gambíu til samkynhneigðra og framtíðarspána um hvarf höfuðborgarinnar í hafið. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/the-new-gambia-what-s-on-and-off-the-aid-agenda-89640" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The New Gambia: What's on and off the aid agenda/ Devex</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://thepoint.gm/africa/gambia/article/barrow-sets-transition-team" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Barrow sets transition team/ ThePoint</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://europe.newsweek.com/gambia-yahya-jammeh-adama-barrow-vanguard-550031" shape="rect" linktype="1" target="_blank">How an American Consultancy Helped Oust Gambia´s Dictator/ Newsweek</a> <br> <a track="on" href="https://ui.constantcontact.com/rnavmap/emcf/email/create?copyCampaign=9a2259f6-6d71-4bda-bcff-e8bbc8cc5ba8" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The Gambia: President Barrow sworn in at packed stadium/ BBC</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.dw.com/en/gambias-new-president-barrow-sworn-in-for-second-time/a-37616047?maca=en-Twitter-sharing" linktype="1" target="_blank">Gambia's new President Barrow sworn in, for second time/ DW</a> <br> <p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://africanarguments.org/2017/02/15/gambia-first/" linktype="1" target="_blank">Gambia First, eftir Marika Tsolakis/ AfricanArguments</a></p>

22.02.2017Mörg þróunarríki í forystu endurnýjanlegrar orku

<p><strong> <a href="https://youtu.be/pB4-ZCZgMy8" class="videolink">https://youtu.be/pB4-ZCZgMy8</a> Fjölmörg þróunarríki eru í forystu þjóða sem leiða orkuskipti í heiminum með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Þessar þjóðir eru Mexíkó, Kína, Tyrkland, Indland, Víetnam, Brasilía og Suður-Afríka, að því er fram kemur í nýrri skýrslu - og nýjum gagnvirkum vef - &nbsp;Alþjóðabankans á stöðu þessara mála í heiminum.</strong> <strong><br></strong> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2609" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/4b7c9612-5c0e-4356-aa99-8e1b8ec5a059.jpg?a=1127267888867" hspace="5" vspace="5" class="right"></p><p>Ofangreindar þjóðir hafa samþykkt róttækar stefnur um stuðning við aukið aðgengi að orku, endurnýjanlega orkugjafa og orkunýtingu, segir í RISE (Regulatory Indicators for Sustainable Energy) fyrstu alþjóðlegu kortlagningunni á þessu sviði. Skýrslan nær til þriggja sviða: aðgengi að orku, orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum.&nbsp;<br></p><p> Að mati skýrsluhöfunda er mikið rými fyrir framfarir í hverjum heimshluta og sérstaklega í sunnanverðri Afríku. Skýrslunni er ætlað að styðja við bakið á stjórnvöldum og veita leiðsögn um það hvort fyrir hendi séu stefnumótandi skjöl og regluverk til þess að kynda undir framfarir í átt að endurnýjanlegum orkugjöfum - og sérstaklega benda á atriði sem skortir til að laða að fjárfesta úr einkageiranum. <br></p><p> Með skýrslunni fæst líka samanburður milli þjóða og þróuninni verður fylgt eftir á nýjum gagnvirkum vef - RISE. Því er við að bæta að Ísland er því miður ekki meðal þjóðanna sem listinn nær til. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" href="http://rise.worldbank.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Global scorecard on energy policies/ RISE-Alþjóðabankinn</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.worldbank.org/en/news/press-release/2017/02/15/world-bank-scores-sustainable-energy-policies-in-111-countries" shape="rect" linktype="1" target="_blank">World Bank Scores Sustainable Energy Policies in 111 Countries/ Alþjóðabankinn</a> <br> <p> <a rel="nofollow" track="on" href="https://blogs.worldbank.org/energy/story-behind-rise-numbers" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The story behind RISE numbers, eftir Yao Zhao/ Alþjóðabankablogg</a></p>

22.02.2017Strumparnir til liðs við Heimsmarkmiðin

<p> <a href="https://youtu.be/GYwZwaM7iUI" class="videolink">https://youtu.be/GYwZwaM7iUI</a> Strumparnir eru í aðalhlutverki í nýrri herferð sem Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum til að virkja börn, ungmenni og fullorðna í baráttunni fyrir friðsælli, jafnari og heilbrigðari heimi.&nbsp;Herferðinni "<a shape="rect">Stóru markmið strumpanna" &nbsp;</a>er ætlað að hvetja alla til að kynna sér og styðja <a shape="rect">17 Sjálfbær þróunarmarkmið </a>sem öll 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu árið 2015 og ganga undir nafninu Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir V-Evrópu (UNRIC) greinir frá.</p><p></p><p>Boðskapur herferðarinnar er skýr: hversu lítil og smá sem við erum ein og sér, getum við sem lið, í sameiningu, þokað Heimsmarkmiðunum áleiðis. Á þennan hátt leita Strumparnir litlu til barna og ungmenna sérstaklega til að leggja áherslu á hlutverk þeirra við að berjast fyrir þeim málefnum sem þeim eru kærust. "Herferðinni er ætlað að veita börnum og ungu fólki vettvang til að láta rödd sína heyrast," segir Paloma Escudero, upplýsingafulltrúi UNICEF.&nbsp;</p><p>&nbsp; Strumpa-liðið munu fylkja sér að baki Heimsmarkmiðunum 17 á Alþjóðadegi hamingjunnar 20. mars í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þegar herferðin nær hámarki.&nbsp;</p><p>Að þessu sinni er <a shape="rect">Hamingjudagurinn</a> helgaður Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum. Leikararnir sem ljá Strumpunum raddir sínar í væntanlegri kvikmynd " <a shape="rect">Strumparnir: týnda þorpið"&nbsp; </a>taka þátt í atburðum dagsins.</p><p></p>

22.02.2017Alþjóðabankastofnanirnar fimm og samstarf Íslands við bankann

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/world-bank-reu-l-1.jpg" alt="World-bank-reu-l-1">Þegar rætt er um Alþjóðabankann er líklegt að flestir sem ekki þekkja til, telji að um sé að ræða eina stofnun. Raunin er þó sú að Alþjóðabankastofnanirnar (World Bank Group) eru fimm talsins, en hver þeirra gegnir sérstöku og afmörkuðu hlutverki í baráttunni gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum á heimsvísu. <br></p><p> Elsta stofnunin er Alþjóðabankinn til enduruppbyggingar og framþróunar (International Bank for Reconstruction and Development, IBRD), en hann var settur á laggirnar árið 1945 með það markmið að stuðla að efnahagslegri endurreisn í Evrópu og Japan eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Eftir að því starfi lauk breyttust áherslurnar og veitir IBRD nú lán með niðurgreiddum markaðsvöxtum auk tæknilegrar aðstoðar til millitekjuríkja og burðugri lágtekjuríkja. <br></p><p> Næst, eða árið 1956, var Alþjóðalánastofnunin (International Finance Corporation, IFC) sett á stofn. IFC styður við framþróun einkageirans í þróunarlöndum með lánveitingum til fjárfesta og með hlutafjárkaupum. Ólíkt IBRD og IDA starfar IFC á samkeppnisgrunni við viðskiptabanka sem veita fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum. Hlutverk IFC er þó fyrst og fremst að einbeita sér að verkefnum sem hafa gildi fyrir efnahags- og félagslega framþróun í hlutaðeigandi landi, sem einkageirinn hefur vanrækt eða talið of áhættusöm. <br></p><p> Árið 1960 var svo Alþjóðaframfarastofnunin (International Development Association, IDA) stofnuð, en hún hefur það hlutverk að aðstoða fátækustu ríki heims í baráttunni gegn örbirgð með styrkjum, lánum og ábyrgðum til þróunarverkefna auk tæknilegrar aðstoðar. Lönd með verga þjóðarframleiðslu á íbúa lægri en 1.215 Bandaríkjadalir eiga rétt á lánum frá IDA, en sem stendur er um 77 ríki að ræða, flest þeirra í Afríku. Lán IDA eru vaxtalaus, án afborgana fyrstu tíu árin og greiðast upp á 25 til 40 árum. Frá miðju ári 2002 urðu þáttaskil í starfi IDA þegar stofnunin hóf að veita aðstoð byggða á styrkjum til þróunarlanda. Þá felst hluti af stuðningi IDA við fátækustu ríkin jafnframt í skuldaniðurfellingu. Ólíkt IBRD, hvers fjármagn kemur frá hlutafé og endurgreiðslum af lánum er starfsemi IDA endurfjármögnuð á þriggja ára fresti. Í desember 2016 lauk samningaviðræðum vegna 18. framlagatímabilsins (IDA18) og voru niðurstöður viðræðnanna afgerandi, en heildarfjármagnið sem mun renna til aðstoðar fátækustu ríkjunum í gegnum stofnunina hefur aldrei verið jafn hátt. Heildarfjármagnið nemur alls 75 milljörðum dala, en það kemur ekki síst til vegna nýjunga í fjármögnun stofnunarinnar, enda haldast framlög gjafaríkja nokkuð svipuð milli tímabila. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p></p><p>Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðarstofnunin (Multilateral Investment Guarantee Agency - MIGA) var svo sett á laggirnar árið 1966, en hún veitir ábyrgðir vegna fjárfestinga einkaaðila í þróunarlöndum gegn áföllum sem ekki eru viðskiptalegs eðlis (t.d. vegna ófriðar, eignaupptöku eða gjaldeyristakmarkana). Nýjasta stofnunin var svo stofnuð árið 1989, en Alþjóðastofnunin um lausn fjárfestingardeilna (International Center for Settlement of Investment Disputes - ICSID) veitir aðstoð til sáttagerðar og gerðardóma í lausnum fjárfestingardeilna og stuðlar þannig að gagnkvæmu trausti milli ríkja og erlendra fjárfesta. <br> <b><br></b></p><p><b>Samstarf Íslands og Alþjóðabankans í gegnum Kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna</b></p><p> Alþjóðabankinn er frábrugðinn stofnunum Sameinuðu þjóðanna að því leyti að atkvæðavægi fer eftir stofnfjáreign. Ríki sem eiga smærri hluti í bankanum mynda kjördæmi og skipar hvert kjördæmi aðalfulltrúa (e. Executive Director) í 25 manna stjórn hans. Stjórnarfulltrúinn talar máli kjördæmislandanna og fer með atkvæði þeirra. Atkvæðinu er ekki hægt að skipta, sem þýðir að mjög náið samstarf fer fram á milli höfuðborga kjördæmislandanna við samræmingu á afstöðu þeirra í málefnum bankans. Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú mynda sameiginlegt kjördæmi og skipta löndin með sér verkum hvað viðvíkur málefnastarfi og stöðum. Ísland er virkur þátttakandi í starfi kjördæmisins, bæði frá Reykjavík og í gegnum starfsmann á skrifstofu kjördæmisins í Alþjóðabankanum. Þá mun Ísland skipa stöðu aðalfulltrúa í stjórninni til tveggja ára frá og með árinu 2019, en síðast skipaði Ísland í stöðuna árin 2003-2006. Þess ber að geta að Ísland er fámennasta aðildarríki bankans sem skipar í stöðu aðalfulltrúa í stjórn hans og felst mikill styrkur í nánu samstarfi við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Sú staðreynd að kjördæmislöndin hafa allflest skapað sér góðan orðstír á alþjóðavettvangi fyrir að vera virk í þróunarstarfi styrkir mjög stöðu ríkjanna innan bankans. <b><br></b></p><p><b>Tvíhliða samstarf Íslands og Alþjóðabankans</b> <br> Ísland á jafnframt gott og aukið tvíhliða samstarf við bankann þar sem lögð hefur verið áhersla á jarðhita, fiskimál, jafnréttis- og mannréttindamál og veitt eru framlög til sjóða innan bankans á þeim sviðum. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p></p><p>Þannig er Ísland virkur þátttakandi í ESMAP verkefninu (Energy Sector Management Program) sem hefur það hlutverk að veita þróunarríkjum tæknilega ráðgjöf á sviði orkumála og gera þeim kleift að stuðla að hagvexti og draga úr fátækt með áherslu á sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda. Samstarf Íslands og ESMAP hefur einkum snúið að nýtingu jarðhita, en auk framlaga hefur Ísland fjármagnað stöðu sérfræðings í jarðhitamálum hjá ESMAP frá árinu 2009. Unnið er að því að auka möguleika íslenskra ráðgjafa og fyrirtækja í verkefnum bankans á sviði jarðhita. <br></p><p>Jafnréttismál eru ávallt ofarlega á baugi í tvíhliða samskiptum Íslands og bankans og til að auka framgang þeirra hefur Ísland veitt framlög til verkefnis um kynjajafnrétti og málefni kvenna (UFGE) en markmið þess er m.a. að auka þekkingu á jafnréttismálum innan bankans og efla samþættingu jafnréttissjónarmiða í verkefnum á hans vegum. Ísland er einnig meðal styrktaraðila að Norrænum sjóði um mannréttindi sem ákveðið var að stofna í júní 2006. Markmið hans er að auka þekkingu á mannréttindum innan bankans og fjölga verkefnum sem stuðla að framgangi þeirra, en sjóðurinn hefur reynst mjög eftirsóttur innan bankans. Að lokum hefur Ísland lagt ríka áherslu á að bankinn fjármagni í auknum mæli verkefni á sviði fiskimála, en í því skyni var PROFISH verkefnið sett á stofn innan Alþjóðabankans árið 2005 að undirlagi Íslands. Markmið verkefnisins er að styrkja sjálfbæra fiskveiðistjórnun, stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum, byggja upp fiskistofna og auka afrakstur þeirra.&nbsp;</p><p> Þrátt fyrir að Alþjóðabankinn sé stærsta þróunarstofnun heims hefur Ísland greiða leið að virkri þátttöku á vettvangi hans. Skýrist það m.a. af reglulegri og beinni aðkomu að stjórnarstarfinu og málefnavinnu í fyrrnefndum samstarfsverkefnum. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p></p><p></p>

22.02.2017Óljósar reglur um innanlandskostnað vegna flóttafólks af opinberum framlögum til þróunarmála

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/skyrslaODAflottamenn.PNG" alt="SkyrslaODAflottamenn">Í viðamikilli nýrri skýrslu er varað við því að engar nákvæmar leiðbeiningar séu til um það hvernig aðildarríki Evrópusambandsins geta fært til fjármuni af framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu yfir á kostnað innanlands við að taka á móti flóttafólki.</strong> <br></p><p> Að mati skýrsluhöfunda eru framlög til þróunarsamvinnu (ODA) í húfi en aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að verja 0,7% af þjóðartekjum til málaflokksins. Spurningin snýst um það&nbsp; hversu stóran hluta framlaganna megi ráðstafa til að hýsa flóttafólk, einkum frá Sýrlandi, sem hefur komið yfir til Evrópuríkja, fremur en að ráðstafa því fé í þróunarríkjunum. <br> Í frétt EurActiv segir að á ensku kallist framlög sem nýtt eru innanlands "in-donor" en greining frá ECDPM (European Centre for Development Policy Management) sýni að tölfræðilega er lítið samræmi í því hvað aðildarríki Evrópusambandsins telji fram sem innanlandskostnað af heildarframlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. <br></p><p>Í 263 blaðsíðna skýrslu - Making Waves: Implications of the Irregular Migration and Refugee Situation on Official Development Assistance Spending and Practices in Europe - er bent á að leiðbeiningar OECD um þennan innanlandskostnað séu óljósar og því margar leiðir færar til þess að nýta þær glufur sem eru í regluverkinu.&nbsp;</p><p> Höfundar skýrslunnar, Anna Knoll, Andrew Sheriff, hverja til þess að reglur verði samræmdar. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.euractiv.com/section/development-policy/news/new-report-warns-on-creative-accounting-diverting-aid-to-housing-refugees-within-eu/" linktype="1" target="_blank">New report warns on 'creative accounting' diverting aid to housing refugees within EU/ Euractiv</a> <br> <br> <p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://ecdpm.org/wp-content/uploads/ECDPM-EBA-Making-Waves-Migration-Refugee-ODA-Europe-2017.pdf" linktype="1" target="_blank">MAKING WAVES: IMPLICATIONS OF THE IRREGULAR MIGRATION AND REFUGEE SITUATION ON OFFICIAL DEVELOPMENT ASSISTANCE SPENDING AND PRACTICES IN EUROPE, eftir Anna Knoll, Andrew Sheriff/ ECDPM</a></p>

15.02.2017Neyðarástandi lýst yfir í Kenía vegna yfirvofandi hungursneyðar

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/keniathurrkar.PNG" alt="Keniathurrkar">Síðustu mánuði hafa reglulega birst fréttir um alvarlegar öfgar í veðurfari í sunnanverðri Afríku, flestar tengdar langvarandi þurrkum en einnig fregnir af skyndilegu úrfelli og flóðum í framhaldinu. Í samstarfsríkjum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, Malaví, Mósambík og Úganda, eru ýmist flóð eða þurrkar en hvoru tveggja veldur spjöllum á landi og uppskerubresti.</p><p> <a href="https://youtu.be/YOB1POHVjH8" class="videolink">https://youtu.be/YOB1POHVjH8</a> Langvarandi þurrkar í stórum hluta Kenía leiddu til þess um síðustu helgi að Uhuru Kenyatta forseti lýsti yfir neyðarástandi. Hátt í þrjár milljónir manna verða við hungurmörk að óbreyttu verði ekki brugðist við með matvælaaðstoð. Forsetinn heitir því að auka slíka aðstoð af hálfu stjórnvalda en hvetur alþjóðasamfélagið til að bregðast við og veita stuðning. Ástandið í grannríkinu, Sómalíu, er einnig mjög alvarlegt og hálf þjóðin sögð búa við uppskerubrest.&nbsp; Reyndar er sömu sögu að segja um alla austanverða Afríku, þar hafa þurrkar valdið miklum búsifjum á síðustu mánuðum og Reuters fréttaveitan bendir til dæmis á það í <a rel="nofollow" href="http://news.trust.org/item/20170214081757-dig2p/" shape="rect" target="_blank">frétt</a> í vikunni að matvælaverð í þessum heimshluta hafi stórhækkað vegna þurrka. <br></p><p>Flóð í Malaví</p><p>Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve hefur úrkoma í Malaví verið með mesta móti í ár og valdið flóðum og meðfylgjandi vandræðum í 27 héruðum. Um 22 þúsund heimili hafa orðið fyrir skaða af völdum flóða. Hún segir að eftir miklar rigningar í höfuðborginni Lilongve síðastliðinn föstudag hafi komið skyndiflóð í Lingazi ána með hörmulegum afleiðingum. Tvö skólabörn sem lentu í flóðinu á leiðinni í skólann björguðust naumlega með aðstoð þyrlu en að minnsta kosti þrír Malavar drukknuðu. Ágústa segir að aukin flóð á regntímanum á undanförnum árum séu meðal annars rakin til mikillar skógareyðingar í landinu. </p><p>Þurrkar í Úganda <br></p><p> Stefán Jón Hafstein forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala segir að Úgandabúar hafi gengið í gegnum erfitt þurrkaskeið undanfarna mánuði og nú sé talið að hátt í ein og hálf milljón manna glími við fæðuskort vegna uppskerubrests.&nbsp; Hann segir mataraðstoð hafa hafist á afmörkuðum stöðum í norður Úganda.&nbsp; Það veki miklar áhyggjur að vatnsborð stöðuvatna hafi lækkað mikið og þar með dregið úr möguleikum í að afla vatns og veita á akra. Stefán segir að enn hafi ekki verið lýst yfir neyðarástandi en ljóst sé af umfjöllun fjölmiðla að áhyggjur fari mjög vaxandi. Bregðist rigningar í mars og apríl eins og flest bendi til verði ástandið mjög alvarlegt.&nbsp;</p><p><br> Þurkar og flóð í Mósambík <br></p><p>Eftir mikla þurrkatíð 2015-16 í Mósambík er aðeins að rofa til, að sögn Vilhjálms Wiium forstöðumanns sendiráðs Íslands í Mapútó. Hann segir að uppskera síðasta árs hafi brugðist á mörgum stöðum vegna þurrka og hátt í tvær milljónir manna þiggi nú mataraðstoð vegna þessa. "Eins og oft gerist hér þá er skammt stórra högga á milli. Frá því í desember hefur rignt ágætlega á mörgum stöðum í landinu. En, sumstaðar í suður- og miðhluta landsins hefur rigningin verið töluvert meiri en í meðalári og hefur valdið staðbundnum flóðum því ár hafa flætt yfir bakka sína," segir hann. Vilhjálmur nefnir að einhverjir hafi látist í flóðunum, fólk hafi þurft að flýja heimili sín, ræktarland hafi eyðilagst og skólar og heilsugæslustöðvar hafi skemmst. Þá er óttast að flóðin muni aukast á næstunni. Á sama tíma sé vatnsskortur allra syðst í landinu og allra nyrst hafi rigningin komið mun seinna en í meðalári og hafi verið lítil. Uppskerutímabilið - apríl, maí - nálgist og menn óttist að bæði þurrkar og flóð valdi slakri uppskeru í ár. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.bbc.com/news/world-africa-38934847" shape="rect" target="_blank">Kenya's Uhuru Kenyatta declares drought a national disaster/ BBC</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.roguechiefs.com/2017/02/08/parts-africa-worst-drought-decades-expect-yearly-disasters-floods-diseases-now-experts-warn/" shape="rect" target="_blank">For Parts Of Africa, It's Been Worst Drought In Decades: Expect More Yearly Disasters, Floods, And Diseases, Now Experts Warn</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.news24.com/Africa/News/mozambique-floods-death-toll-hits-44-schools-closed-railway-line-damaged-20170125" shape="rect" target="_blank">Mozambique floods: Death toll hits 44, schools closed, railway line damaged</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.nation.co.ke/oped/Opinion/Raging-drought-crisis-/440808-3810528-30yj36/index.html" target="_blank">Raging drought crisis and its mega challenges and lessons/ Nation</a> <br> <p> <a rel="nofollow" href="http://africa.cgtn.com/2017/02/15/uganda-seeking-over-14-millionto-feed-more-than-a-million-starving-people/" shape="rect" target="_blank">Uganda seeking over $14 million to feed more than a million starving people/ CGTN</a></p><br><br><b><br></b>

15.02.2017Sýrland eða seinni heimsstyrjöldin?

<img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/amedogharry.PNG" alt="Amedogharry">UNICEF frumsýndi nýverið&nbsp; <a shape="rect">áhrifaríkt myndband</a>&nbsp;þar sem tvinnaðar eru saman sögur sýrlensks drengs á flótta&nbsp;og drengs&nbsp;sem flúði í&nbsp;seinni heimstyrjöldinni. &nbsp; <br><br><p> <a shape="rect">Myndbandið</a>&nbsp;sýnir glöggt þann viðvarandi vanda sem steðjar að börnum á flótta.&nbsp;&nbsp;</p><p><br> <a shape="rect">Í þessari tveggja mínútna löngu mynd </a>skiptast á sögur hins 12 ára gamla Ahmeds frá Damaskus í Sýrlandi og hins 92 ára gamla Harrys frá Berlín í Þýskalandi um hvernig þeir neyddust til þess að flýja heimili sín. Þeir segja frá átakanlegu ferðalagi sínu í leit að öryggi. Þrátt fyrir að 70 ár skilji þá að þá eiga þessar tvær sögur margt sameiginlegt og brugðið er&nbsp;upp myndefni af sýrlensku flóttafólki í bland við sögulegt myndefni úr seinni heimsstyrjöldinni. <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://unicef.is/syrland-eda-seinni-heimsstyrjoldin" target="_blank">Nánar</a></p><br>

15.02.2017Airbnb veitir flóttafólki húsaskjól

<p>Forráðamenn Airbnb vefsíðunnar hafa tekið upp samstarf við alþjóðlegu björgunarsamtökin - <a rel="nofollow" href="https://www.rescue.org/" shape="rect" target="_blank"> International Rescue Committee (IRC)</a> - um skammtíma gistingu fyrir flóttafólk. Airbnb er því komið í hóp fjölmargra fyrirtækja sem hafa ákveðið að styðja við bakið á flóttafólki sem flýr stríðsátök, að því er segir í frétt Reuters fréttaveitunnar. <br> </p><p>Að sögn talsmanna Airbnb er ætlunin að hýsa 100 þúsund manns tímabundið á næstu fimm árum, þeirra á meðal flóttafólk, fólk á vergangi, þá sem lifa af hamfarir og útlent starfsfólk sem vinnur að hjálparstarfi og mannúðarmálum. Fyrirtækið hefur aukin heldur lagt fram 4 milljónir bandarískra dala til IRC.</p>

15.02.2017Brýnt að gera borgir í sunnanverðri Afríku aðlaðandi fyrir fjárfesta

<p><b><strong> <a href="https://youtu.be/PtT2RA4sDMA" class="videolink">https://youtu.be/PtT2RA4sDMA</a> Borgir í sunnanverðri Afríku eru fjölmennar, ótengdar og kostnaðarsamar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans sem ber yfirskriftina: Africa´s Cities: Opening Doors to the World. <br></strong></b></p><p><b><strong>Í þéttbýliskjörnum í þessum heimshluta búa 472 milljónir manna en samkvæmt mannfjöldaspám er reiknað með að þeir verði tvöfalt fleiri eftir aldarfjórðung. Eins og nafn skýrslunnar gefur til kynna er það álit sérfræðinga bankans að borgirnar geti stuðlað að vexti og "opnað dyrnar" að alþjóðamörkuðum svo fremi að þeim sé vel stjórnað.</strong></b><br></p><p>Borgarsamfélög í Afríku sunnan Sahara geta orðið uppspretta kröftugra breytinga sem geta aukið framleiðni og efnahagslega samþættingu, segir í skýrslunni. Þar segir að borgir geti stuðlað að vexti og þannig "opnað dyr" alþjóðamarkaða með tvennum hætti, annars vegar með því að skapa aðlaðandi umhverfi alþjóðlegra fjárfesta og hins vegar með því að gæta þess að afstýra hækkun kostnaðar þótt íbúum fjölgi. </p> Borgir í þessum heimshluta eru að mati skýrsluhöfunda einhverjar þær dýrustu í heiminum fyrir viðskiptalífið, miðað við tekjur, og verða áfram "lokaðar heiminum" nema stjórnvöld fjárfesti í innviðum þéttbýlisstaða. Að mati höfundanna eru stórborgir eins og Lagos í Nígeríu, Dar es Salaam í Tansaníu og Kampala í Úganda fremur óaðlaðandi fyrir fjárfesta og frumkvöðla, sem þýðir að innan borganna er tiltölulega lítið framboð af vöru og þjónustu til sölu á bæði alþjóða- og svæðisbundnum mörkuðum. <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/region/afr/publication/africa-cities-opening-doors-world?CID=ECR_FB_worldbank_EN_EXT" target="_blank">Productive, Livable Cities Will Open Africa's Doors to the World/ Alþjóðabankinn</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/african-cities-will-remain-closed-to-the-world-without-reform-and-investment-world-bank-says-89624" target="_blank">African cities will remain 'closed to the world' without reform and investment, World Bank says/ Devex</a>

15.02.2017Drög að stefnu UNICEF 2018-2021 kynnt á stjórnarfundi samtakanna í New York

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/uniceffundur.PNG" alt="Uniceffundur">Stjórnarfundur UNICEF var haldinn dagana 7. og 8. febrúar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Framkvæmdastjórn UNICEF er samansett af 36 aðildarríkjum, kjörin til þriggja ára í senn af efnhags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC).&nbsp; <br> </p><p>Úthlutun sæta í stjórninni er svæðisbundin, en lönd í Afríku fá til dæmis 8 sæti á meðan lönd í Vestur-Evrópu og líkt þenkjandi ríkja (WEOG) fá 12 sæti. Ísland átti síðast sæti í framkvæmdastjórn UNICEF 2010, en fylgist með störfum og tekur þátt í stjórninni sem áheyrnarfulltrúi. <br> <br> Á fundinum voru m.a. kynnt ný drög að stefnu UNICEF 2018-2021, mat á friðartengdu menntaverkefni (PBEA), staða HIV/Alnæmis verkefnis UNICEF, niðurstöður skýrslu endurskoðenda og staða innleiðingar stofnunarinnar á árangurstengdri fjárhagsáætlun og stjórnun. Flestir dagskrárliðir voru til upplýsingar en Haítí og Botswana kynntu nýja landaáætlun, sem var samþykkt án athugasemda.&nbsp; <br> </p><p>Þá tóku til máls fulltrúar 25 landa og gerðu grein fyrir afstöðu landa sinna til nokkurra málaflokka, s.s. samþættingu og samvirkni stofnana SÞ, aukna samþættingu þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar og ákvörðun framlaga til landa. Fulltrúar nokkurra millitekjuríkja tóku til máls og töluðu fyrir því að nota í auknum mæli margvíða fátæktarvísitölu (MPI) í formúlunni sem ákvarðar framlög til landa.&nbsp; <br> </p><p>Ísland tók undir ræðu Noregs um mat á PBEA verkefninu og árangurstengdri stjórnun og fjárhagsáætlun sem og ræðu Sviss um nýja stefnumörkun UNICEF. <br> <br> Hildigunnur Engilbertsdóttir, starfsmaður þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sótti fundinn, ásamt því að sækja fundi með Fastanefnd Íslands, UNDP, UNFPA og UN Women. Hún sótti einnig heils dags vinnufund þar sem aðildarríki og áheyrnarfulltrúar fengu tækifæri til þess að hafa áhrif á nýja stefnu UNICEF.&nbsp;&nbsp;</p><p>Fyrir áhugasama er hægt að horfa á stjórnarfundinn í heild sinni <a rel="nofollow" href="http://webtv.un.org/watch/2nd-meeting-unicef-executive-board-first-regular-session-2017-7-9-february-2017/5314680695001" shape="rect" target="_blank">hér</a></p>

15.02.2017Stuðningur Neyðarsjóðs SÞ við fórnarlömb Boko Haram í Nígeríu

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/nigeriacerf2.PNG" alt="Nigeriacerf2">Af þeim tólf milljörðum íslenskra króna sem Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) hefur fengið til ráðstöfunar á þessu ári verða 2,5 milljarðar nýttir í norðausturhluta Nígeríu þar sem vígasveitir Boko Haram hafa hrellt íbúa með ofbeldisverkum á síðustu árum.</p><p></p><p>Neyðarsjóðurinn styrkir í ár sérstaklega vanfjármögnuð neyðarsvæði í heiminum eins og áður hefur verið greint frá. Stærsti hluti fjárins rennur til fólksins á þeim svæðum Nígeríu þar sem afleiðingar grimmdarverka liðsmanna Boko Haram lýsa sér meðal annars í gífurlegri vannæringu íbúa. Vígasveitirnar hafa farið um með ránum og morðum, brennt heilu þorpin til grunna og skilið eftir sig sviðna jörð í bókstaflegri merkingu. <br> Að mati CERF eru engin teikn á lofti um að ástandið í þessum heimshluta sé að batna. Mikil þörf er á mannúðaraðstoð og talið að á þessu ári þurfi 8,5 milljónir íbúa í norðausturhluta Nígeríu, í Borno, Adamawa og Yobe fylkjum, á slíkri aðstoð að halda. Þá telja samtökin að 120 þúsund manns séu við hungurmörk og 5,1 milljón íbúa þurfi á matvælaaðstoð að halda um mitt ár. Ennfremur eru 450 þúsund börn á þessu svæði alvarlega vannærð.</p><p></p><p>Stuðningur Neyðarsjóðsins nær fyrst og fremst til 2,6 milljóna íbúa í fyrrnefndum fylkjum. Ísland hefur veitt framlög til sjóðsins frá upphafi. Á síðasta ári nam framlag Íslands til CERF 35 milljónum króna. &nbsp; <br> Því er við að bæta að fréttaveitan Voice Of America sýnir þessa dagana heimildamyndir um Boko Haram og varar við því að myndefnið sé ekki fyrir viðkvæma. Myndaröðin kallast: Terror Unmasked. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.unocha.org/cerf/sites/default/files/CERF/UFE_2016_SAR_Nigeria.pdf" shape="rect" target="_blank">Nánar</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://hir.harvard.edu/rise-fall-rise-boko-haram/" shape="rect" target="_blank">The Rise, Fall, and Rise Again of Boko Haram, eftir Eeben Barlow/ Harvard International Review</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://saharareporters.com/2017/02/11/many-missing-boko-haram-razes-community-southern-borno" shape="rect" target="_blank">Many Missing As Boko Haram Razes Community In Southern Borno/ SaharaReporters</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.reuters.com/article/nigeria-bokoharam-women-idUSL5N1FO2KI" shape="rect" target="_blank">Power, sex and slaves: Nigeria battles beliefs of Boko Haram brides Read more at: http://www.vanguardngr.com/2017/02/power-sex-slaves-nigeria-battles-beliefs-boko-haram-brides/ Reuters</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/lake-chad-crisis/" shape="rect" target="_blank">Når terror rammer verdens fattigste/ Bistandsaktuelt</a> <br><p></p><br><p></p>

15.02.2017Palestína sem áhersluland í þróunarsamvinnu Íslands

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/mariaerlapalestina.jpg" alt="Mariaerlapalestina">Hinn 15. desember 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. &nbsp;Palestína hefur verið skilgreint sem áhersluland Íslands á sviði þróunarsamvinnu frá því tillaga til þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands var samþykkt á Alþingi 2011.&nbsp;&nbsp;</p><p>Stuðningurinn er í gegnum fjölþjóðastofnanir og borgarasamtök m.a &nbsp;á sviði jafnréttismála og &nbsp;félagslegra innviða t.d. heilbrigðis- og menntamála. Hann takmarkast ekki við landamæri Palestínu heldur tekur einnig til palestínskra flóttamanna í nágrannaríkjunum Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon.&nbsp;</p><p>Í dag renna framlög Íslands m.a. til Stofnunar SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), Barnahjálpar SÞ (UNICEF), Flóttamannastofnunar SÞ fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA), Jafnréttisskóla Háskóla SÞ, Norsku flóttamannahjálparinnar (NRC) og borgarasamtaka.&nbsp;</p><p><b>Stuðningur Íslands við jafnréttismál</b> <br></p><p> Hvað varðar stuðning á sviði jafnréttismála hefur Ísland í gegnum UN Women stutt kvennaathvarfið "The Mehwar Centre" á Vesturbakkanum sem veitir fórnarlömbum ofbeldis vernd og aðstoð. Í athvarfinu fá konur og börn þeirra húsaskjól, læknisaðstoð, félagslega ráðgjöf og sálgæslu, lagalega aðstoð auk aðstoðar við að taka þátt í samfélaginu að nýju. Á hverjum tíma geta 35 konur dvalið í Mehwar. Konurnar komu frá Vesturbakkanum og meirihluti þeirra er undir 25 ára aldri.&nbsp;&nbsp;</p><p>Þá hefur Ísland stutt verkefni á vegum UN Women sem hefur það markmið að draga úr ofbeldi gegn konum og börnum þeirra á hernumdu svæðunum m.a. með innleiðingu alþjóðlegra staðla og verklags sem byggja á virðingu fyrir mannréttindum og afnámi hvers kyns ofbeldis. Það umhverfi sem blasir við fórnarlömbum kynbundins ofbeldis í Palestínu er mjög erfitt. Lagaumhverfið er mjög flókið og ýmis atriði hafa áhrif á gang dómsmála á þessu sviði m.a. takmarkanir á ferðafrelsi bæði fórnarlamba og lögfræðinga þeirra. Í þessu umhverfi vantar sárlega marghliða stuðning við fórnarlömb kynbundins ofbeldis; lagalegan, félagslegan og efnahagslegan.&nbsp;</p><p>Ísland hefur einnig stutt Palestínu á sviði jafnréttismála með því að bjóða sérfræðingum frá Palestínu að stunda nám við Jafnréttisskóla Háskóla SÞ. Frá árinu 2010 hafa tuttugu Palestínumenn, karlar og konur, hlotið þjálfun hér á landi. Sérfræðingarnir sem um ræðir starfa flestir hjá alþjóðastofnunum á borð við UNRWA eða hjá borgarasamtökum. Einnig hefur Ísland stutt borgarasamtökin Women's Centre for Legal Aid and Counselling (WCLAC) sem veitir palestínskum konum m.a. lagalega ráðgjöf.&nbsp;</p><p><b>Stuðningur Íslands við félagslega innviði</b><br></p><p> Hvað varðar stuðning á sviði félagslegra innviða þá hefur framlag Íslands til UNICEF í Palestínu m.a. runnið til verkefnis á Gasa sem snýr að mæðra- og ungbarnavernd. Verkefnið snýst um að veita fræðslu um umönnun ungbarna og mikilvægi brjóstagjafar, meðal annars með erindum og heimsóknum heilbrigðis­starfsfólks. Mæður og aðrir fjölskyldumeðlimir fá afar mikilvæga fræðslu í umönnun nýbura og mæðranna sjálfra. Heimsóknirnar og fræðslan hefur m.a. haft þau áhrif að oft hefur verið snúið frá blandaðri fæðu brjóstamjólkur og þurrmjólkur yfir í brjóstagjöf eingöngu. Verkefnið er orðið vel þekkt á Gasa og alls staðar er vel tekið á móti heilbrigðisstarfsfólkinu og fjölskyldur ákaflega þakklátar fyrir fræðsluna og stuðninginn. Verkefnið hefur skilað árangri, tölur yfir mæðradauða eru á niðurleið á Gasa og er að hluta til hægt að þakka þessu verkefni.&nbsp;</p><p>UNRWA, var komið á fót árið 1948, og veitir samkvæmt umboði SÞ, um 5 milljónum palestínskra flóttamanna félagslega aðstoð, menntun, heilbrigðisþjónustu og húsaskjól. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru á Vesturbakkanum, á Gasa, í Líbanon, Jórdaníu og Sýrlandi. Auk beinna fjárframlaga Íslands til UNRWA hafa íslenskir sérfræðingar á vegum Íslensku friðargæslunnar verið sendir til starfa hjá stofnuninni. Átökin í Sýrlandi og langvarandi neyðarástand á Gasa hafa síðustu ár þyngt mjög róðurinn hjá stofnuninni en um hálf milljón Palestínumanna í Sýrlandi hefur flúið til Jórdaníu og Líbanon og kemur í hlut UNRWA að veita þeim brýnustu aðstoð.&nbsp;</p><p>Ísland styður einnig borgarasamtökin Palestinian Medical Relief Society (PMRS) sem eru grasrótarsamtök á sviði heilbrigðismála. Frá árinu 2012 hafa íslensk stjórnvöld stutt við heilsugæslustöð og færanlega heilsugæslu PMRS í Qalqilya á Vesturbakkanum sem sinnir 100.000 íbúum, en svæðið er umlukið múrnum sem Ísrael hefur byggt og aðgengi íbúa að heilsugæslu því mjög takmarkað.&nbsp;</p><p>Einnig styður Ísland skólastarf í skólum á Vesturbakkanum í gegnum NRC. Um er að ræða sérstakt átak sem NRC stendur fyrir til stuðnings við skólastarf á Vesturbakkanum þar sem mikil truflun hefur orðið vegna versnandi öryggisástands og árása á skóla á svæðinu. Framlag Íslands beinist að stuðningi við þá skóla sem verst standa og styðja við áframhaldandi kennslu og skólastarf m.a. með sérstökum sálrænum stuðningi og kennslugögnum sem tryggja að skólar hafi getu til að bregðast við því ástandi sem skapast í kjölfar árása eða annars neyðarástands sem hefur áhrif á skólahald.&nbsp;</p><p>Þá hafa nokkur verkefni sem borgarasamtök á Íslandi hafa unnið að með samtökum í Palestínu hlotið stuðning m.a. á sviði heilbrigðismála.<br></p><p><br></p><p><sup>Myndin er frá Qalqilya á Vesturbakkanum. Ljósmynd: MEM</sup><br></p><br><p></p>

15.02.2017Landsbankinn verðlaunar framúrskarandi fyrirtæki með sönnum gjöfum UNICEF

<img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/namsgogn_adal.jpg" alt="Namsgogn_adal">Í lok janúar&nbsp;var listi yfir þau 624 fyrirtæki sem hlutu viðurkenningu Creditinfo fyrir framúrskarandi árangur í rekstri kynntur. Þar sem meira en helmingur fyrirtækjanna eiga í&nbsp;viðskiptasambandi við Landsbankann sendi bankinn öllum fyrirtækjunum hamingjuóskir með góðan árangur og gaf&nbsp;í þeirra nafni&nbsp; <a shape="rect">sannar gjafir</a>&nbsp;hjá UNICEF fyrir hvorki meira né minna en&nbsp;þrjár milljónir króna.&nbsp; <br><br><p>"Við erum innilega þakklát fyrir þetta ótrúlega rausnarlega framlag,"&nbsp;segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF á Íslandi í frétt á vef samtakanna.&nbsp; <br> </p><p>"Það er gleðilegt til þess að vita að börn vítt og breitt um heiminn fái nú hjálpargögn sem gefin voru í nafni fjölmargra&nbsp;fyrirtækja á Íslandi. Við þökkum Landsbankanum hjartanlega fyrir og óskum fyrirtækjunum öllum sem fengu viðurkenninguna&nbsp;til hamingju með árangurinn." <br> </p><p>Sannar gjafir&nbsp;UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn og er ætlað að bæta líf barna um allan heim.&nbsp; <br> </p><p>Að sögn Völu Karenar Viðarsdóttur, fjáröflunarfulltrúa hjá UNICEF á Íslandi, voru hjálpargögn af öllum stærðum og gerðum í sendingunni frá Íslandi. " Við höfum aldrei fengið jafnstóra pöntun af sönnum gjöfum og erum hæstánægð með þetta,"&nbsp;segir Vala. " Gjöfunum verður nú&nbsp;dreift til barna og fjölskyldna þeirra með milligöngu birgðastöðvar UNICEF. Framtakið hjá Landsbankanum&nbsp;er frábært og mun sannarlega koma í afar&nbsp;góðar þarfir." <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://unicef.is/landsbankinn-verdlaunar-framurskarandi-fyrirtaeki-med-sonnum-gjofum" target="_blank">Nánar</a></p>

15.02.2017Ástandið í Jemen hríðversnar dag frá degi

<p><strong> </strong> <a href="https://youtu.be/4Qu0JjncZFQ" class="videolink">https://youtu.be/4Qu0JjncZFQ</a> Skortur á matvælum í Jemen eykst dag frá degi. Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna sendu á mánudag frá sér ákall um skjóta aðstoð til að forða hörmungum. Að mati þeirra hafa átökin í landinu leitt til þess að rúmlega tveir af hverjum þremur íbúum eiga í erfiðleikum með að útvega mat fyrir sjálfa sig. <br></p><p></p><p><strong>Á síðustu sjö mánuðum hefur þeim sem búa við matvælaóöryggi í Jemen fjölgað um þrjár milljónir. Það þýðir að alls eru í landinu rúmlega 17 milljónir íbúa sem eiga erfitt með fæðuöflun, þar af eru 7,3 milljónir við hungurmörk. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum af viðamikilli könnun á matvælaástandi þjóðarinnar, svokölluðu "Emergency Food Security and Nutrition Assessment (EFSNA)" mati, hríðversnar matvælaöryggi og næringarástand vegna átakanna í landinu.&nbsp;</strong></p><p><strong>Skelfilegt ástandið í landinu sést best á því að tveir af hverjum þremur íbúum þjóðarinnar - sem telur &nbsp;27,4 milljónir manna - skortir nú aðgang að mat og fær ekki viðhlítandi næringu.</strong></p><p></p><p><strong>EFSNA matið var unnið sameiginlega af hálfu þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Barnahjálp SÞ (UNICEF) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) í samvinnu við stjórnvöld í Jemen. Þetta er fyrsta umfangsmikla könnun af þessu tagi, sem gerð hefur verið frá því átök blossuðu upp fyrir hartnær tveimur árum. Hún náði til allra heimila í landinu.&nbsp; <br> </strong></p><strong> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.fao.org/news/story/en/item/470024/icode/" target="_blank">Nánar</a> <br> </strong><strong> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.wfp.org/news/news-release/yemen-food-crisis-deteriorates-un-agencies-appeal-urgent-assistance-avert-catastro" target="_blank">As Yemen Food Crisis Deteriorates, UN Agencies Appeal For Urgent Assistance To Avert A Catastrophe/ WFP</a> <br> </strong><strong> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/feb/08/yemen-food-crisis-we-are-broken-bombing-hunger" target="_blank">Yemen's food crisis: 'We die either from the bombing or the hunger'/ TheGuardian</a> <br> </strong><strong> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.nrc.no/yemen-war-causing-worlds-worst-food-crisis" target="_blank">Yemen war causing world's worst food crisis/ NRC</a> <br> </strong><strong> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=56143#.WKF-nTuLS70" target="_blank">Yemen: As food crisis worsens, UN agencies call for urgent assistance to avert catastrophe/ UN</a> </strong><strong><br><p></p><br></strong><p></p>

15.02.2017Fokk ofbeldi húfan 2017

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/FO_OFBELDI_150-Eva-Unnsteinn.jpg" alt="FO_OFBELDI_150-Eva-Unnsteinn">UN Women á Íslandi kynnir með stolti nýja Fokk ofbeldi húfu. Húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um stöðuga ofbeldið sem konur og stelpur þurfa að þola á almennings-svæðum í borgum heimsins.</strong> <strong><br></strong> </p><p>Ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er vandamál um allan heim. Konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og Reykjavík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi fyrir það eitt að vera konur. Víða um heim er slíkt ofbeldi daglegt brauð sem hamlar konum að lifa eðlilegu lífi eins og að ferðast til og frá vinnu, ganga í skóla eða eiga sér félagslíf. <br></p><p>Með verkefninu Öruggar borgir (Safe Cities&nbsp; Global Initiative) vinnur UN Women að því að gera borgir heimsins öruggari fyrir konur og stúlkur með sértækum lausnum út frá svæðisbundnum veruleika. <br><br></p><p>Það er ósk UN Women á Íslandi að landsmenn taki þátt í að auka öryggi kvenna og stúlkna í borgum um allan heim með því að kaupa Fokk ofbeldi húfuna. Ágóðinn rennur til verkefnis UN Women Öruggar borgir en vert er að taka fram að Vodafone styrkti framleiðsluna svo allur ágóði rennur til verkefnisins. <br> </p><p>Fokk ofbeldi húfan er ætluð fullorðnum. Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. <br> </p><p>Fokk ofbeldi húfan fæst í verslun Vodafone í Kringlunni dagana 10. - 24. febrúar og í&nbsp; <a shape="rect">vefverslun okkar.</a> <br> </p><p>Húfan kostar 4.500 krónur og er aðeins til í takmörkuðu upplagi. <br> UN Women á Íslandi hvetur alla til að næla sér í húfu og gefa um leið ofbeldi fingurinn.</p><p></p><br>

15.02.2017Stjórnvöld í Tansaníu hvött til að krefjast miskabóta af Þjóðverjum

<p></p><p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/tansaniagermanyDownluke.jpg" alt="TansaniagermanyDownluke">Þingmenn á tansaníska þinginu hvöttu ríkisstjórnina í síðustu viku til að þrýsta á stjórnvöld í Þýskalandi að greiða miskabætur vegna grimmdarverka sem framin voru í svokallaðri Maji Maji uppreisn fyrir rúmri öld. Ríkisstjórn Tansaníu hyggst fara fram á miskabætur vegna þeirra tugþúsunda íbúa sem sveltir voru til bana, pyntaðir og drepnir af þýskum hermönnum sem börðu niður uppreisn Maji Maji ættbálksins á árunum 1905 til 1907, að því er fram kemur í frétt Deutsche Welle.</strong></p>Þjóðverjar réðu yfir Tansaníu frá því seint á nítjándu öldinni fram til 1919. Landið var á þeim tíma nefnt Tanganyika.<p></p><p> <a href="https://youtu.be/Hb3O45bFwGo" class="videolink">https://youtu.be/Hb3O45bFwGo</a> Þetta er önnur miskabótakrafa sem þýsk stjórnvöld standa frammi fyrir vegna óhæfuverka þýskra nýlenduherra í Afríku í upphafi tuttugustu aldar. Eins og fram hefur komið í Heimsljósi áður hafa samningaviðræður verið í gangi milli þýskra og namibískra stjórnvalda vegna þjóðarmorða á Nama og Herero ættbálkunum. Í meðfylgjandi myndbandi er fjallað um það mál og rætt fyrir fulltrúa beggja ættbálkanna sem eru ósáttir við að eiga ekki fulltrúa við samningaborðið. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.dw.com/en/tanzania-to-press-germany-for-damages-for-colonial-era-atrocities/a-37479775" shape="rect" target="_blank">T</a> <a rel="nofollow" href="http://www.dw.com/en/tanzania-to-press-germany-for-damages-for-colonial-era-atrocities/a-37479775" shape="rect" target="_blank">anzania to press Germany for damages for colonial era 'atrocities'/ DW</a>

09.02.2017Alþjóðlegt öndvegissetur um loftslagsmál rís í Hollandi

<p>Hollensk stjórnvöld greindu frá því á mánudag að þau myndu í samstarfi við japönsku ríkisstjórnina og Umhverfissstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) setja á laggirnar alþjóðlegt öndvegissetur. Tilangurinn er að styðja við bakið á þjóðum, stofnunum og öðrum í viðleitni við að bregðast við hlýnun jarðar sem í auknum mæli leiðir til náttúruhamfara. &nbsp; Öndvegissetrið - The Global Centre of Excellence on Climate Adaptation - verður miðstöð alþjóðlegra samstarfsaðila, fræðastofnana, borgarasamtaka og fjármögnunarfyrirtækja.&nbsp; <br></p><p><a rel="nofollow" href="http://www.unep.org/NewsCentre/default.aspx?DocumentID=27093&%3bArticleID=36346&%3bl=en" shape="rect" target="_blank">Nánar</a></p><br>

09.02.2017UNICEF segir milljónir barna í lífshættu vegna vannæringar

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unicef2017.jpg" alt="Unicef2017">Milljónir barna á átakasvæðum - eða á öðrum svæðum þar sem kreppuástand ríkir - eru í alvarlegri hættu að deyja af vannæringu fái þau ekki lífsnauðsynlega læknisaðstoð, segir í&nbsp; <a rel="nofollow" href="https://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_94542.html" shape="rect" target="_blank">tilkynningu</a> frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin birtu á dögunum ákall um 3,3 milljarða dala fjármögnun - sem svarar til 380 milljarða íslenskra króna - vegna lífsnauðsynlegrar aðstoðar við 81 milljón manna í 41 þjóðríki. Af þessum fjölda er meirihlutinn börn en um er að ræða neyðarsvæði ýmist vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. &nbsp; <br></p><p>Af þessum fjármunum er ætlunin að 160 milljarðar ísl. króna fari til 17 milljóna flóttamanna frá Sýrlandi sem hafast við í fimm nágrannaríkjum: Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon, Írak og Egyptalandi. &nbsp; Í ákalli beina fulltrúar UNICEF athyglinni sérstaklega að "þögulli ógn" vannæringar. Að mati samtakanna eru 7,5 milljónir barna í bráðahættu vegna vannæringar í 48 löndum þar sem neyð ríkir. Ástandið er verst í Nígeríu, Jemen, Suður-Súdan og Sómalíu. &nbsp; <br></p><p>Í tilkynningu UNICEF segir að hartnær fjórða hvert barn í heiminum búi við átök, þ.e. í löndum eins og Sýrlandi, Jemen, Írak, Suður-Súdan og Nígeríu. Í öllum þessum löndum séu börn í stöðugri hættu á að árásir séu gerðar á heimili þeirra, skóla eða samfélög.&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" href="http://www.voanews.com/a/unicef-severe-acute-malnutrition-appeal-for-assistance/3700093.html" shape="rect" target="_blank">UN: Millions of Children Caught in Conflict Risk Death From Malnutrition/ VOA</a></p>

09.02.2017"UN Delivering As One"

<p> <a href="https://vimeo.com/54472724" class="videolink">https://vimeo.com/54472724</a> Hugmyndin að UN Delivering As One eða One UN, eins og það er einnig kallað, varð til árið 2006 í kjölfar pallborðsumræðna nefndar hátt settra embættismanna um aukið samræmi innan Sameinuðu þjóða kerfisins. Pallborðsumræðurnar voru að frumkvæði aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á&nbsp; þeim tíma, Kofi Annan, í samræmi við niðurstöður lokaskýrslu leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna árið 2005. Í skýrslunni ályktaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi kerfislægra breytinga og aukinnar samhæfingar til að styrkja hæfni Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við áskorunum 21. aldarinnar. <br> </p><p>Niðurstöðurnar sýndu að þörf var á heildrænni stjórnun á sviði þróunar, mannúðaraðstoðar og umhverfismála og var ráðlagt að Sameinuðu þjóðirnar ættu að vinna sem ein heild í hverju landi, með einn leiðtoga, eina áætlun, eina fjárhagsáætlun og eina skrifstofu. Átta lönd lýstu yfir áhuga á að prófa verkefnið: Albanía, Grænhöfðaeyjar, Mósambík, Pakistan, Rúanda, Tansanía, Úrúgvæ og Víetnam og lauk tilraunaferlinu árið 2012 með óháðri úttekt á verkefninu. <br> </p><p>Löndin átta samþykktu að vinna með Sameinuðu þjóðunum að því að færa í nyt styrkleika og hlutfallslega yfirburði einstakra Sameinuðu þjóða stofnana og í sameiningu var reynt að komast að því hvernig auka mætti áhrif stofnana og minnka kostnað með því að auka samhæfingu. Niðurstöðurnar sýndu fram á góðan árangur, hagkvæmni og góða aðlögun í ólíkum löndum og safnaðist dýrmæt reynsla og lærdómur í hverju landi. UN Delivering as One var í kjölfarið viðkennt af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna sem vel ígrunduð nálgun og árangursríkt viðskiptamódel. <br> </p><p>Í kjölfar úttektarinnar árið 2012 voru þróaðar staðlaðar verklagsreglur (e.Standard Operative Procedures) byggðar á reynslu landanna átta sem eiga að aðstoða önnur lönd við innleiðinguna á UN Delivering As One. Í verklagsreglunum má meðal annars finna ráðleggingar um sameiginlegan útgjaldaramma stofnana Sameinuðu þjóðanna á landsgrundvelli, m.a. til að auka gagnsæi, yfirsýn og kostnaðarhagkvæmni.</p><p></p><p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem starfa á sviði þróunarsamvinnu eru margar og sérhæfðar og hver og ein samanstendur af einstakri samsetningu hæfileika, sérhæfingar og samstarfsaðila. One UN leitast við að samræma störf ólíkra stofnana SÞ og straumlínulaga verkferla til að koma í veg fyrir tvíverknað og hámarka afköst mannauðs og fjármagns í þeim tilgangi að hámarka heildarárangur á sviði þróunar. Lykillinn að góðum árangri er náið samstarf Sameinuðu þjóðanna við stjórnvöld og aðra innlenda aðila og sterkt eignarhald stjórnvalda í markmiðasetningu er einnig mjög mikilvægt.&nbsp;</p><p>Sameiningarhlutverk Sameinuðu þjóðanna í UN Delivering As One nálguninni auðveldar aðgengi allra viðeigandi hagsmunaaðila að samstarfinu og eykur samhæfingu milli hefðbundinna stofnana Sameinuðu þjóðanna, sérhæfðari stofnana, borgarasamtaka og stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa í löndunum. Með því að sameina sérþekkingu stofnananna og setja á laggirnar sameiginlega aðgerðaráætlun þar sem stjórnvöld og sveitarfélög, borgarasamtök, samfélög og einkageirinn vinna öll saman að sameiginlegu markmiði og tala einni röddu eru lönd betur undir það búin að takast á við margþætt og flókin forgangsverkefni. Það hefur sýnt sig að leiðtogahæfileikar og reynsla stjórnanda samræmingasskrifstofu hvers lands geta skipt sköpum þegar kemur að árangi One UN þar sem um er að ræða samhæfingu marga ólíkra aðila með mismunandi markmið og áherslur.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p><p>Í dag er UN Delivering as One orðinn mikilvægur partur af umbótaferli Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega á sviði þróunarsamvinnu, sem eykur gagnsæi og fyrirsjáanleika í kerfinu. Framkvæmd hinna metnaðarfullu Heimsmarkmiða krefst sameiginlegs og þverfaglegs átaks fjölda aðila og er One UN nálgunin því mjög viðeigandi í því samhengi.&nbsp;</p><p>Fjölmörg lönd hafa bæst í hóp One UN landa, í september 2016 höfðu 55 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna óskað opinberlega eftir því að Sameinuðu þjóðirnar innleiði UN Delivering As One nálgunina í sínu landi og enn fleiri lönd hafa innleitt aðferðafræði One UN að einhverju leyti. Langstærstur hluti One UN landa halda því fram að nálgunin hjálpi Sameinuðu þjóðunum við að skilgreina betur forgangsröðun og þarfir landanna á sviði þróunar og mörg lönd hafa einnig lýst því yfir að nálgunin auðveldi samskipti og samvinnu stjórnvalda við Sameinuðu þjóðirnar. Reynslan sýnir að þó að enn séu einhverjir flöskuhálsar til staðar og enn sé verið að læra af reynslu nálgunarinnar, sé One UN vel til þess fallið að auka heildaráhrif Sameinuðu þjóðanna á sviði þróunar.&nbsp;</p><br><p></p>

09.02.2017Evrópusambandssríki boða upphaf að nýju samstarfi við Afríkuþjóðir

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/marshall2.PNG" alt="Marshall2">Aðildarríki Evrópusambandsins vilja endurskilgreina grundvöll samvinnu Evrópuþjóðanna við Afríkuríki með nýjum samstarfssamningi sem kynntur var á dögunum og kallast Marshall aðstoð með Afríku. "Núna er tíminn til að finna nýjar lausnir með nýjum áskorunum," segir í inngangi að viðamikilli skýrslu sem þýska þróunarsamvinnu-stofnunin, BMZ, gefur út og ber yfirskriftina: Afríka og Evrópa - nýtt samstarf um þróun og frið.</strong>&nbsp; <br></p><p> Í inngangi skýrslunnar er fjallað um hugmyndafræðina að baki nýja samstarfinu og minnt á að álfurnar tvær séu nágrannar, bundnar sameiginlegri sögu og íbúar beggja álfanna séu ábyrgir fyrir því að ákvarða hvernig sameiginleg framtíð er mótuð. "Hvernig okkur tekst til með helstu áskoranir sem framundan eru mun ekki aðeins marka framtíð og örlög Afríku - íbúa og umhverfi - heldur einnig framtíð Evrópu. Og þessar áskoranir má leysa með árangri - og með því að færa samstarf okkar upp í nýjar víddir sem gagnast báðum heimsálfunum." &nbsp; Fram kemur að bæði Þýskaland og Evrópusambandið beina kastljósinu að Afríku á þessu ári. Þjóðverjar setji álfuna í forgang á þessu ári þegar þeir gegna formennsku í G20 ríkjahópnum. Og Evrópusambandið vinni að nýrri Afríkustefnu. &nbsp; "Það er engin ein lausn, engin ein áætlun, engin besta leið til að bregðast við þeim áskorunum sem Afríka stendur frammi fyrir. Þessar aðstæður eru að sjálfsögðu ekki alveg sambærilegar við þær áskoranir sem við blöstu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. En þær eiga það sameiginlegt að kalla á sameiginlegt átak," segir í skýrslunni.</p><p></p><p>Þá segir að með þessari Marshall aðstoð sé einnig látinn í ljós vilji og bjartsýni um að finna leið til friðar og þróunar í samvinnu Evrópu og Afríku. Aðstoðin verði að vera heildstæð og samþætt stefnu Evrópusambandsins og aðildarríkja þess og ríkja Afríkusambandsins. Áhersla verði lögð á heiðarleg viðskipti, meiri fjárfestingu einkafyrirtækja, meiri efnahagsþróun frá grasrótinni og upp samfélagsstigann, meiri frumkvöðlastarfsemi og umfram allt annað fleiri störf. &nbsp; "Eignarhald Afríku þarf að styrkja og dagar "þróunaraðstoðar" og "veitenda og viðtakenda" eru að baki. Evrópusambandið og aðildarríki þess vilja taka þátt í þessu samstarfi á jafningjagrunni. Það merkir að ná nýju samkomulagi um pólítíska, efnahagslega, félagslega og menningarlega samvinnu. Upphafsreiturinn markast af þróunaráætlun Afríku: African Union´s Agenda 2063. <br> </p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.bmz.de/en/publications/type_of_publication/information_flyer/information_brochures/Materialie270_africa_marshallplan.pdf" target="_blank">Africa and Europe - A new partnership for development and peace/ BMZ</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://includeplatform.net/question/question-week-23/" target="_blank">If a Marshall plan were to be installed for development cooperation between Africa and Europe, what would be required to make this plan inclusive?/ Include</a> <br> <p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.howwemadeitinafrica.com/defence-germanys-marshall-plan-africa/57485/" target="_blank">In defence of Germany's Marshall Plan with Africa/ HowWeMadeItInAfrica</a></p><br><p></p>

09.02.2017Heimsmarkmiðin og umbætur á kerfi Sameinuðu þjóðanna rædd á fundi NORDIC+

<p>Fundur ráðuneytisstjóra Nordic Plus ríkjanna fór fram í London dagana 6. og 7. febrúar. Nordic Plus hópurinn samanstendur af átta líkt þenkjandi ríkjum á sviði þróunarsamvinnu, Norðurlöndunum, ásamt Bretlandi, Írlandi og Hollandi.&nbsp; <br></p><p> María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri á þróunarsamvinnuskrifsstofu var staðgengill ráðuneytisstjóra í London og tók þátt í fundinum fyrir Íslands hönd. Umræður á fundinum fóru um víðan völl þar sem snert var á hinum ýmsu málefnum líðandi stundar á sviði þróunarsamvinnu og farið yfir helstu áskoranir og tækifæri sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir.&nbsp; <br> Fulltrúar ríkjanna sögðu frá helstu áherslum sinna ríkja á sviði þróunarsamvinnu og deildu reynslu hvert með öðru. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru áberandi í allri umræðu og umbætur á kerfi Sameinuðu þjóðanna skipuðu stóran sess í dagsskrá fundarins. Þá voru umræður um það helsta á sviði jafnréttis- og lofslagsmála og rætt var um hlutverk og mikilvægi einkageirans í þróunarsamvinnu.</p>

09.02.2017Flestar fóstureyðingar meðal þjóða sem banna fóstureyðingar

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/Abortion--008.jpg" alt="Abortion--008">Ný rannsókn sýnir að meðal þjóða sem viðhafa bann og refsingar við fóstureyðingum eru fóstureyðingar fleiri en meðal þjóða sem leyfa og styðja slíkar aðgerðir.</strong>&nbsp;</p><p> Læknaritið The Lancet <a rel="nofollow" href="http://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PII%20S0140-6736(16)30380-4%20/abstract" shape="rect" target="_blank">birti</a> ekki alls fyrir löngu grein sem sýndi að fóstureyðingum hefur fækkað stórlega í þróuðum ríkjum þar sem slíkar aðgerðir eru heimilaðar. Hins vegar eru fóstureyðingar áfram gerðar í svipuðum mæli og áður í þróunarríkjum þar sem viðurlög eru við aðgerðunum og þær oft framkvæmdar ólöglega við hættulegar aðstæður.</p><p></p><p>"Margt bendir til þess að aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og nútíma getnaðarvörnum séu mikilvægustu þættirnir til að draga úr fóstureyðingum," segir Gilda Sedgh í viðtali við <a rel="nofollow" href="http://www.scidev.net/global/systems/news/abortion-rates-highest-developing-world.html" shape="rect" target="_blank">SciDev</a> fréttaveituna en hún leiddi rannsóknarteymi Gutthacher stofnunarinnar sem vann rannsóknina. "Okkur sýnist að í þróunarríkjunum sé ófullnægjandi þjónusta varðandi fjölskylduáætlanir miðað við vaxandi löngun fyrir færri börn í fjölskyldu. Rúmlega 80% af óviljandi þungunum gerast hjá konum sem myndu vilja getnaðarvarnir en hafa ekki kost á þeim. Margar þessara óæskilegu þungana leiða til fóstureyðinga," segir hún.&nbsp;</p><p>Rannsóknin leiddi í ljós að í fátækum ríkjum þar sem litið er á fóstureyðingar sem glæp eru um 37 konur af hverjum 1000 sem fara í fóstureyðingu á ári hverju. Þetta hlutfall hefur verið nánast óbreytt frá árinu 1990. &nbsp; Í Evrópu og Bandaríkjunum hefur hins vegar þróunin verið sú að fóstureyðingar eru orðnar hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og þar hefur fóstureyðingum fækkað verulega frá árinu 1990. Þá fóru að meðaltali 35 konur af hverjum 1000 í fóstureyðingu á ári en árið 2014 var hlutfallið komið niður í 25 konur.&nbsp; <br></p><p>"Augljós túlkun þessara niðurstaða er sú að refsiverðar fóstureyðingar koma ekki íveg fyrir slíkar aðgerðir heldur reka konur af stað í leit að ólöglegri þjónustu," segir Diana Greene Foster sem starfar að heilsurannsóknum við Kaliforníuháskóla í frétt SciDev.</p><br><p></p>

09.02.2017Söguleg skuldbinding þjóðhöfðingja í Afríku um bólusetningar

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/boluefni2.PNG" alt="Boluefni2" height="273" width="240">Þjóðhöfðingjar á leiðtogafundi Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu skrifuðu á dögunum undir sögulega skuldbindingu um bólusetningar fyrir alla íbúa álfunnar, óháð kynþætti eða búsetu. Samkomulagið er kennt við fundastaðinn og kallast "Addis yfirlýsingin."</strong></p><p></p><p>Í <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.emro.who.int/media/iceida-media/media/news/historic-commitment-from-african-heads-of-state-to-advance-immunization-in-africa.html" target="_blank">frétt</a> frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir að þótt mikill árangur hafi náðst hvað varðar aðgengi að bólusetningum í Afríku á síðustu fimmtán árum sé nú svo komið að stöðnun blasi við og hætta sé á því að markmið fyrir álfuna náist ekki. Nefnt er sem dæmi að eitt barn af hverjum fimm fái ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar. Af því leiði að mörg dauðsföll megi rekja til þess að fólk fær banvæna sjúkdóma þar sem bólusetningar myndu bjarga lífi. Mislingar eru dæmi um slíkan sjúkdóm en afstýra mætti 61 þúsund dauðsföllum með bólusetningum á ári hverju, segir í frétt WHO. &nbsp; <br></p><p>Með Addisar-yfirlýsingunni eru þjóðir Afríku hvattar til að auka ónæmisaðgerðir heima fyrir, bæði með pólítískum áherslum og fjármagni. Tíu skuldbindingar er að finna í yfirlýsingunni, meðal annars um fjármögnun aðgerða til að fjölga bólusetningum, styrkingu verkferla hvað varðar framboð og dreifingu, og mikilvægi þess að setja aðgang að bóluefni í öndvegi á sviði lýðheilsu og þróunar.</p><strong><br></strong><p></p>

09.02.2017Alþjóðadagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/EndFGM_Logo_English.jpg" alt="EndFGM_Logo_English">Síðastliðinn mánudag var alþjóðlegur dagur gegn limlestingu á kynfærum stúlkna (FGM - Female Genital Mutulation). Rúmlega 130 milljónir stúlkna og kvenna eru á lífi í dag sem hafa orðið fyrir slíkri limlestingu. Þessi útbreidda og hræðilega aðgerð er algengust í 29 ríkjum Afríku og Miðausturlanda og felur í sér skýlaust mannréttindabrot á stúlkum. Þær eru flestar skornar fyrir fimm ára aldur.</strong> <br> </p><p>Að óbreyttu bætast 86 milljónir stúlkna við þennan hóp fyrir árið 2030 samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna. "Limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna ræna þær virðingu, valda óþarfa sársauka og þjáningu með óbætanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum fyrir lífstíð," sagði Antóníó Guterres í yfirlýsingu í tilefni dagsins. <br> </p><p>Samkvæmt einu af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðsins á að afnema fyrir árið 2030 alla skaðlega siði, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og sköddun kynfæra kvenna. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.voanews.com/a/united-nations-female-genital-mutilation-must-end/3708326.html" shape="rect" target="_blank">UN: Harmful Traditional Practice of Female Genital Mutilation Must End/ VOA</a> <a rel="nofollow" href="http://nawmagazine.com/7291-2/" shape="rect" target="_blank">#ENDFGM: THESE VOICES SHALL BE HEARD!/ NAW</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://edition.cnn.com/2017/02/06/africa/africa-view-egypt-fgm/index.html" shape="rect" target="_blank">Cut in secret: the medicalization of FGM in Egypt/ CNN</a> <br> <p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.dw.com/en/raising-fgm-awareness-in-africa/a-37426023" target="_blank">Raising FGM awareness in Africa/ DW</a></p>

09.02.2017Fyrirlestur um Heimsmarkmiðin og kynjajafnrétti

<p></p><p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/keicko.jpg" alt="Keicko">Keiko Nowacka&nbsp;heldur annan fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 9. febrúar, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12-13.</p>Fyrirlestur hennar nefnist: <b>Að ná heimsmarkmiðum SÞ um kynjajafnrétti: Starf þróunarsamvinnunefndar Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) að félagslegum viðmiðum, kynjatölfræði og umbreytandi stefnumótun.</b> &nbsp; <br><p></p><p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem öll aðildarríki eiga að vinna að til ársins 2030 gefa góð fyrirheit um að hægt sé að ná fram jafnrétti kynjanna. <br> </p><p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/ljosmyndir/frontboxes/heimsmarkmid5.jpg" alt="">Heimsmarkmiðin eru sautján, með 169 undirmarkmiðum og gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ Þau marka mikil tímamót þar sem ríki heims hafa ekki fyrr sett sér svo víðtæk, sameiginleg markmið. Fimmta heimsmarkmiðið snýr að því að tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna, og hafa mælikvarðar verið settir sem taka tillit til þeirra kerfisbundnu hindrana í lífi stúlkna og kvenna sem varða jafnrétti, tækifæri og velferð þeirra. Mikilvægar umbætur má sjá í heimsmarkmiðunum frá þúsaldarmarkmiðunum sem unnið var að fram til 2015 en heimsmarkmiðin fela í sér viðurkenningu á að félagsleg&nbsp; viðmið og aðstæður séu mikilvægir áhrifavaldar fyrir réttindi og velferð stúlkna og kvenna. <br> <br> Undirmarkmið heimsmarkmiðs númer fimm er varða ólaunuð umönnunarstörf, skaðlega siði og snemmbær hjónabönd eru dæmi um samþættingu félagslegra viðmiða inn í þróunarrammann. Mælingar og eftirlit með þeim breytingum sem verða á tímabilinu eru lykilatriði til að ná slíkum félagslegum viðmiðum. <br> <br> Keiko Nowacka hefur frá árinu 2013 starfað fyrir þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og stýrir nú því starfi sem snýr að málefnum kynjajafnréttis, þar á meðal&nbsp; <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.oecd.org/dev/development-gender/BrochureSIGI2015-web.pdf" target="_blank">Social Institutions and Gender Index</a>&nbsp;(SIGI) og&nbsp; <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.wikigender.org/" target="_blank">Wikigender</a> . Áður en hún hóf störf hjá OECD var hún ábyrg fyrir kynjasamþættingu á menningarsviði Menningarmála-stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og ritstýrði einnig fyrstu skýrslunni um kynjajafnrétti og menningu (Global Report on Gender Equality and Culture) sem kom út árið 2014. Hún hefur einnig starfað hjá frjálsum félagasamtökum í sunnanverðri Afríku sem vinna að menntun stúlkna. Nowacka lauk doktorsprófi frá Cambridge-háskóla og er ástralskur ríkisborgari. <br> </p><p>Fyrirlesturinn, sem haldinn er á ensku, er öllum opinn. <br> <br> Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskólans á vormisseri 2017 er haldin&nbsp; í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.</p>

09.02.2017Gísli Pálsson fallinn frá

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/gp.PNG" alt="Gp" height="364" width="272">Gísli Pálsson, einn reyndasti starfmaður íslenskrar þróunarsamvinnu, lést í síðustu viku eftir erfið veikindi, rétt liðlega fimmtugur að aldri. Gísli starfaði á sviði íslenskrar þróunarsamvinnu bæði erlendis og á Íslandi í 22 ár. Þar af starfaði hann í 18 ár á vettvangi í þróunarríkjum, lengst af sem umdæmissstjóri Þróunarsamvinnustofnunar. &nbsp; <br></p><p>Á ferlinum starfaði hann á Grænhöfðaeyjum, í Mósambík, Namibíu, Níkaragva og Úganda. Lengst af vann hann fyrir&nbsp; Þróunarsamvinnustofnun Íslands en síðasta starfsárið hjá utanríkisráðuneytinu, í kjölfar skipulagsbreytinga í þróunarsamvinnu. &nbsp; <br></p><p>Útför Gísla fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudag, og hefst klukkan 15:00.</p>

09.02.2017Hans Rosling látinn

<p><strong><strong> <strong> Hinn heimskunni læknir og fyrirlesari, Hans Rosling, lést í gærmorgun af völdum krabbameins, 68 ára að aldri. Hans varð heimsþekktur fyrir sjónræna framsetningu tölfræðigagna um þróun heimsins. </strong> </strong> </strong> <br> <br> Margir Íslendingar minnast hans frá haustdögum 2014 þegar hann fyllti Eldborgarsal Hörpu og flutti erindi um heimsmynd byggða á staðreyndum. Rosling var afburða fyrirlesari en hann gerði&nbsp; einnig allmarga sjónvarpsþætti og stofnaði fyrirtækið Gapminder með syni sínum og tengdadóttur.&nbsp; <br> </p><p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/dagurrosling.PNG" alt="Dagurrosling">Margir hafa síðasta sólarhringinn minnst þessa mikla frumkvöðuls og mannvinar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði til dæmis á Facebook í gær:</p><p></p><p>"Sorglegt að lesa að sá mæti læknir, mannvinur og málsvari réttlætis í heiminum, Hans Rosling, hafi látist í morgun. Öllum sem hittu hann var ljós snilld hans í að setja flóknar en mikilvægar upplýsingar og samhengi heimsmálanna við lýðheilsu og heilbrigði fram á hátt þannig að allir skildu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að bjóða honum í hádegismat þegar hann heimsótti borgina 2014. Hann var ekki síður eftirminnilegur í mínum huga fyrir þá ríku réttlætiskennd og mannúðlegu sýn sem nánast var áþreifanlegt að dreif hann áfram og maður fann að bjó að baki lífsstarfi hans. Blessuð sé minning Hans Rosling!"&nbsp;</p><p></p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.aftonbladet.se/nyheter/a/gmb2a/varlden-sorjer-hans-rosling" target="_blank">Gates: "Rosling var en fantastisk vän och utbildare"/ Aftonbladed</a><br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://medium.com/@hjalli/rest-in-peace-professor-rosling-ebc39ce0399#.yazopumbt" target="_blank">Rest in peace professor Rosling, eftir Hjálmar Gíslason</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.bbc.com/news/world-europe-38900572" target="_blank">Hans Rosling: Data visionary and educator dies aged 68/ BBC</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/feb/07/hans-rosling-obituary" target="_blank">Hans Rosling, statistician and development champion, dies aged 68/ TheGuardian</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/rosling-latinn-trudi-a-batnandi-heim" target="_blank">Rosling látinn - Trúði á batnandi heim/ RUV</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.thelocal.se/20170208/a-great-loss-for-sweden-and-the-world-tributes-pour-in-for-hans-rosling" target="_blank">'A great loss for Sweden and the world': tributes pour in for Hans Rosling/ TheLocal</a> <br><p></p><br><p></p>

09.02.2017Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna kemur bágstöddum til bjargar

<p><b> </b> <a href="https://youtu.be/zXcawTuSrbc" class="videolink">https://youtu.be/zXcawTuSrbc</a> Á nýjum lista breska utanríkisráðuneytisins er Malí í níunda sæti yfir hættulegustu lönd heimsins. Í umsögn segir að þar sé gríðarleg hryðjuverkaógn og hætta á mannránum, einkum í norðurhluta landsins, þótt ógnin sé raunar hvarvetna í landinu. Malí er eitt af þeim "gleymdu" átakasvæðum heims sem Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) ætlar að veita mannúðaraðstoð á þessu ári. <br></p><p></p><p>Samkvæmt <a rel="nofollow" href="http://bit.ly/2jLEjSU" shape="rect" target="_blank">áætlun</a> sjóðsins fara 7 milljónir bandarískra dala - rúmlega 800 milljónir íslenskra króna - &nbsp;til nauðstaddra í Malí en þeir búa einkum í mið- og norðanverðu landinu. Talið er að 3,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda á þessu ári. Af rúmlega 3,5 milljónum sem þurfa matvælaaðstoð eru tæplega hálf milljón manna við hungurmörk. Þá er 442 þúsund börn yngri en fimm ára alvarlega vannærð, að mati CERF. <br> Stuðningur CERF mun einkum beinast að því að mæta þörfum 40 þúsund nauðstaddra íbúa á svæðum þar sem átök og ofbeldi eru daglegt brauð. Ætlunin er að ná til samfélaga þar sem matvælaóöryggi er mikið, vannæring algeng og þar sem fólk fær ekki grunnþjónustu, skjól og vernd. Sérstaklega munu bágstaddir í Timbuktu, Gao, Ménaka, Kidal, Mopti og Ségou njóta aðstoðarinnar. <br> </p><p>Starfsmenn hjálparsamtaka eru fráleitt óhultir á þessum slóðum. Vopnaðar vígasveitir hafa bæði stolið bílum og búnaði en einnig ráðist gegn fólki. Í byrjun árs var starfsmaður hjálparsamtaka drepinn af í Gao og vígasveitir AQIM tóku hjálparstarfsmann í gíslingu í Gao á aðfangadag jóla sem er enn í haldi mannræningjanna. Ljóst er að hryðjuverkaógn og ofbeldisverk hamla hjálparstarfi á þessum slóðum, sérstaklega í Sikasso héraði.</p><p></p><p>Eins og margir muna náðist friðarsamkomulag milli stríðandi fylkinga sumarið 2015 en þá hafði borgarastríð staðið yfir á þriðja ár með mannskæðum átökum í Malí. Upphafið má rekja til sjálfstæðisbaráttu Tuareg fólksins í héraði sem það kallar Azawad og nær meðal annars til Kidal, Gao og Timbuktu. &nbsp; Friðarsamkomulagið heldur tæpast nema að nafninu til og ofbeldisverk eru algeng. Þannig féllu á tveimur mánuðum síðastliðið sumar rúmlega 70 manns í ýmsum átökum og árásum í norðanverðu landinu. <br> </p><p>Ofbeldisverkin í Malí ná hins vegar sjaldnast inn í fréttir fjölmiðla og þess vegna er Malí á listanum hjá Neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF)&nbsp; og fær hluta af þeim 100 milljónum dala sem sérstaklega eru ætlaðir "gleymdum" átakasvæðum á þessu ári. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.unocha.org/cerf/sites/default/files/CERF/UFE_2016_SAR_Mali.pdf" shape="rect" target="_blank">Underfunded crisis - MALI/ CERF</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.acaps.org/country/mali/crisis-analysis" shape="rect" target="_blank">Yfirlit yfir stjórnmálaástand og öryggismál/ ACAPS</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.acaps.org/country/mali/crisis-analysis#datacard-21108" shape="rect" target="_blank">Yfirlit yfir stöðu mannúðarmála/ ACAPS</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.voanews.com/a/new-law-glimmer-hope-womens-land-rights-mali/3702920.html" shape="rect" target="_blank">New Law a Glimmer of Hope for Women's Land Rights in Mali/ VOA</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.globalis.is/Atoek/Mali" shape="rect" target="_blank">Malí/Globalis.is</a> <br> <p> <a rel="nofollow" href="https://www.hrw.org/world-report/2017/country-chapters/mali" shape="rect" target="_blank">Mali: Human Right Report 2017/ HRW</a></p><br><p></p><br><p></p>

02.02.2017Samfélögin sjálf brugðust við sjúkdómnum og höfðu sigur

<p><strong> <img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ebola.PNG" alt="Ebola">Þremur árum eftir að ebóla gaus upp í þremur ríkjum í vestanverði Afríku er enn verið að draga lærdóm af faraldrinum. Athygli er vakin á því í fréttaskýringu IRIN að óvæntustu tíðindin komi ekki frá vísindamönnum heldur innan úr samfélögunum sem verst urðu úti þegar faraldurinn geisaði; hvernig samfélögin, óstudd að mestu, brugðust við sjúkdómnum og höfðu sigur. &nbsp; <br></strong></p><p><strong> </strong> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2794" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/87dd74a1-d0f4-4a1e-a6f9-ee58c8f620dc.png?a=1127083405781" hspace="5" vspace="5"> "Einn forvitnilegasti þáttur faraldursins sem geisaði í Gíneu, Líberíu og Síerra Leone, var sá hvernig smituðum tók að fækka áður en alþjóðasamfélagið brást við. Á einu svæði eftir öðru smituðust margir á skömmum tíma - og síðan gerðist það skyndilega að smituðum tók að fækka," segir í grein IRIN. "Ebólan lét fyrst á sér kræla í Gíneu og barst þaðan inn í Lofa sýslu í Líberíu í marsmánuði 2014. Skyndimeðferðarstöð í Foya, á landamærunum, varð fljótt sneisafull. Í september það ár voru þar sjötíu sjúklingar í senn. Síðla októbermánaðar var stöðin tóm." &nbsp; <strong><br></strong></p><p><strong>Vísindi fólksins</strong> <br> IRIN vitnar til Paul Richards sem er breskur mannfræðingur og kennari við Njala háskólann í Síerra Leone. Í fréttaskýringunni segir að Paul sé sannfærður um að lykilatriðið við að draga úr úrbreiðslu sjúkdómsins hafi verið það sem hann kallar "vísindi fólksins", sú staðreynd að fólk á smituðu svæðunun hafi nýtt reynslu sína og brjóstvit til að skilja hvað væri að gerast og í beinu framhaldi byrjað að breyta hegðun sinni til samræmis.</p><p> Á fundi nýverið í Lundúnum sagði Paul Richards: "Eitt það helsta sem styður þá skoðun mína að viðbrögð heimafólks hafi verið mikilsverð er sú staðreynd að sjúkdómstilvikum fækkaði fyrst þar sem faraldurinn hófst, sem þýðir að því meiri reynsla sem fékkst af sjúkdómnum því meiri líkindi voru til þess að tölurnar færu lækkandi. Þannig að það var einhver að læra... Fólk spyr mig: hversu langan tíma tekur að læra? Við vitum ekki svarið en byggt á þessari reynslu þá eru það um sex vikur." <br></p><p><a rel="nofollow" href="http://www.irinnews.org/feature/2017/01/26/%E2%80%9Cpeople%E2%80%99s-science%E2%80%9D-how-west-african-communities-fought-ebola-epidemic-and-won" shape="rect" target="_blank">Nánar</a></p>

02.02.2017Malaví í öðru sæti á lista Afríkuþjóða á eftir Suður-Afríku

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/stunted.jpg" alt="Stunted">Verulegur munur er á viðleitni stjórnvalda í Afríkuríkjum þegar horft er til skuldbindinga sem þjóðirnar hafa gert til að binda enda á hungur og vannæringu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var á dögunum. Athygli vekur að Malaví er í öðru sæti á þessum lista. Suður-Afríka er sjónarmun ofar en Madagaskar hreppir þriðja sæti listans.</strong> <br> </p><p>Listanum er ætlað að vekja þjóðarleiðtoga í álfunni til vitundar um stöðu þessa málaflokks en eins og alkunna er búa milljónir Afríkubúa við alvarlega vannæringu og jafnvel sult. Samkvæmt frétt á vefnum HANCI-Index -þar sem er að finna listann í heild og aðferðarfræðina að baki rannsókninni - kemur fram að 220 milljónir Afríkubúa líða fyrir varanlega vannæringu og 58 milljónir barna búa við vaxtarskerðingu. <br> </p><p>Í umsögn um bæði Suður-Afríku og Malaví kemur fram að báðar þjóðirnar hafa stjórnarskrárvarinn rétt þegnanna til að njóta matar auk þess sem báðar þjóðirnar hafa stórbætt heilbrigðisþjónustu. Í Suður-Afríku er einnig almannatryggingakerfi. Hins vegar er aðgengi íbúa beggja þjóðanna að viðunandi salernisaðstöðu ófullnægjandi líkt og víða annars staðar en þriðjung íbúa þjóðanna sunnan Sahara skortir sómasamleg náðhús. Vakin er athygli á því að skuldbinding stjórnvalda í Malaví sé mikilvæg nú á tímum matvælaskorts af völdum gífurlega þurrka. <br> </p> <a rel="nofollow" href="http://africa.hancindex.org/2017/01/16/hanci-africa-launched/" shape="rect" target="_blank">Nánar</a> <br> <p> <a rel="nofollow" href="http://africa.hancindex.org/wp-content/uploads/sites/2/2017/01/HANCI-InfoMap_English_web.pdf" shape="rect" target="_blank">How committed are African countries to tackling hunger and improving undernutrition?/ HanciIndex</a></p>

02.02.2017Þrjátíu sæta fall Mósambíkur á spillingarlista

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/CPI_regional_maps_white_SSA_copy.jpg" alt="CPI_regional_maps_white_SSA_copy">Fyrir örfáum dögum birti Transparency International - Alþjóðagegnsæis-samtökin - spillingarlista sinn fyrir 2016. Listinn sýnir allflest lönd heims og er huglægur mælikvarði á spillingu. Huglægur, því hann byggir á skoðanakönnunum þar sem fólk, og forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana, er beðið um álit á margskonar spillingu í sínu landi. Einhvers konar upplifunar- eða skynjunarmæling. Hæsta gildið á kvarðanum er 100 - engin spilling - og lægsta gildið er 0 - algjört spillingarbæli.&nbsp;</p><p>Mósambík hefur alltaf verið frekar neðarlega á listanum. Síðustu 4-5 ár hefur landið fengið annað hvort 30 eða 31 stig á spillingarkvarðanum. Spilling í landinu hefur verið álitin margskonar, t.d. svokölluð stórtæk spilling þar sem háttsettir embættis- og stjórnmálamenn hafa sankað að sér fúlgum fjár, iðulega með svindli í opinberum innkaupum. Svo er ýmisleg skriffinnskuspilling þar sem skriffinnar og möppudýr misnota aðstöðu sína og heimta peninga, mútur, fyrir að vinna vinnuna sína. Lögreglan er illa liðin af almenningi, en hún sektar fólk fyrir allskonar, t.d. að hafa olnbogann út um bílgluggann. Síðan eru allskonar vinargreiðar í gangi og þá skiptir máli að þekkja rétta fólkið.&nbsp;</p><p>Miðað við önnur lönd var Mósambík í 119. sæti á listanum 2013 og hafði mjakast upp í 112. sæti 2015. En á nýútgefna listanum fyrir síðasta ár þá hrapar Mósambík um heil 30 sæti og situr nú í 142. sæti.&nbsp;</p><p>Meginástæðan fyrir hrapinu er án efa sú að á síðastliðnu ári hafa komið í ljós gríðarleg spillingarmál fyrri ríkisstjórnar og forseta. Upphæðirnar sem um ræðir eru þvílíkar að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa lýst því yfir að þeir hafi aldrei séð annað eins. Í stuttu máli voru ríkisábyrgðir veittar á lán þriggja einkafyrirtækja, ábyrgðir fyrir samtals um 2,2 milljörðum bandaríkjadala. Í okkar ástkæru krónum eru þessar ábyrgðir einhvers staðar á bilinu 250-300 milljarðar. Ekkert er vitað um hvert stærsti hluti þessara lána fór. Mósambíska þingið veitti ekki heimild fyrir ríkisábyrgðum og var lánunum haldið leyndum í á annað ár. Nú standa stjórnvöld frammi fyrir þeim veruleika að þurfa að borga og hefur ríkissjóður engin tök á því. Stjórnvöld hafa lýst yfir að þau geti ekki staðið skil á afborgunum og vilja endursemja við lánadrottna. Enginn veit hvernig þetta mun enda.&nbsp;</p><p>Út af þessu máli álíta fræðingar að fólk meti spillingu meiri en áður og það skýrir þetta 30 sæta fall.&nbsp;</p><p>Áleitin spurning er, hins vegar, hvort eitthvað raunverulegt hafi breyst frá síðustu mælingum. Nú veit fólk meira en áður. Ekki leikur efi á að þessi lán, sem eru kölluð leynilánin, hafa svift stjórnvöldum öllum trúverðugleika og því er ekki undarlegt að huglæg mæling á spillingu taki stórt stökk til hins verra. En hvort spillingin sé í alvöru verri, veit ég hins vegar ekki.</p>

02.02.2017Neyðarsjóður SÞ fær 12 milljarða króna til að rétta 6 milljónum hjálparhönd

<p><strong>"Neyðarsjóðurinn er líflína fyrir fólk sem lendir í hremmingum sem vekja litla eftirtekt þótt neyðin sé jafn mikil," sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á mánudag þegar hann afhenti Neyðarsjóði samtakanna (CERF) 100 milljónir bandarískra dala - um 12 milljarða íslenskra króna - sem ráðstafað verður til stuðnings sex milljónum manna á átakasvæðum í níu löndum.&nbsp;</strong>&nbsp;</p><p>Um er að ræða átakasvæði sem jafnan fer lítið fyrir í opinberri umræðu og CERF vísar einfaldlega til sem vanrækta neyð. <br> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2787" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/ab8dc040-18d0-4698-9a28-7c8999da2ed9.jpg?a=1127083405781" hspace="5" vspace="5"> Mannleg þjáning á þessum svæðum er yfirþyrmandi en fjárhagslegur stuðningur við fólk af skornum skammti. Neyðarsjóðurinn mun ráðstafa umræddu fjármagni til sex milljóna manna í Nígeríu, Kamerún, Níger, Úganda, Líbíu, Malí, Sómalíu, Madagaskar og Norður-Kóreu. <br> </p><p>Tvisvar á ári fær Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna fjármagn sem sérstaklega er ætlað að fjármagna bráðnauðsynlega aðstoð við fólk á átakasvæðum sem býr við mikla neyð og fær minnstan stuðning. Af hálfu samræmingarstjóra Sameinuðu þjóðanna um neyðaraðstoð er metið á hvaða átakasvæðum brýnast er að veita aðstoð og byggir það mat á nákvæmri greiningu og samráði við ýmsa aðila. <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2647" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/5946125c-dfbb-4535-9aa8-f363e3797a98.jpg?a=1127083405781" hspace="5" vspace="5"> <br></p><p>Af þeim sex milljónum manna sem koma til með að njóta stuðnings Neyðarsjóðs SÞ á næstunni eru langflestir í löndunum þar sem vígasveitir Boko Haram hafa hrellt íbúana, þ.e. í Nígeríu, Kamerún og Níger en þúsundir flóttamanna í Úganda, Líbíu og Sómalíu fá einnig stuðning með fjárframlaginu. <br> </p><p>Neyðarsjóður SÞ, CERF (Central Emergency Response Fund), var stofnaður 2006 til að gera SÞ kleift að bregðast annars vegar hraðar við neyðarástandi og hins vegar til að veita nauðsynlega aðstoð til mannúðarverkefna sem ná minni athygli umheimsins eða hafa ekki náð að laða að sér nægt fjármagn frá framlagsríkjum. Nefna má sem dæmi um viðbragðsgetu sjóðsins að aðeins liðu tíu klukkustundir frá því jarðskjálfti skall á Haítí árið 2010 þangað til sjóðurinn var búinn að veita fyrstu greiðslu til neyðaraðstoðar þar. Af dæmum um undirfjármagnaða neyð sem sjóðurinn hefur nýlega stutt við má nefna framlög í þágu flóttamanna í Úganda, Kenía og Tansaníu vegna átaka í nágrannaríkjum, í Suður-Súdan, Kongó og Búrúndí. <br> </p><p>Frá upphafi var markmið sjóðsins að safna 450 milljónum Bandaríkjadölum á ári til að veita í mannúðaraðstoð en markmiðið var nýlega aukið í einn milljarð dala fyrir 2018. Gífurleg aukin fjárþörf til mannúðarmála kallar á þá hækkun. <br> <strong><br></strong></p><p><strong>35 milljónir frá Íslandi á síðasta ári</strong> <br> Frá upphafi hafa helstu framlagsríki CERF verið Norðurlöndin, Bretland, Holland, Kanada, Belgía og Írland. Ísland hefur veitt framlög til sjóðsins frá upphafi. Á síðasta ári nam framlag Íslands til CERF 35 milljónum króna. &nbsp; </p> <a rel="nofollow" href="http://www.unocha.org/cerf/sites/default/files/CERF/UFE_2016_SAR_overview_methodology.pdf" shape="rect" target="_blank">2017 UNDERFUNDED EMERGENCIES</a><br> <p> <a rel="nofollow" href="http://reliefweb.int/report/world/un-s-global-emergency-response-fund-releases-us100-million-world-s-most-neglected" shape="rect" target="_blank">UN's Global Emergency Response Fund releases US$100 million for the world's most neglected crises</a></p>

02.02.2017"Fjarri lagi að bann sé besta leiðin"

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/gthth.PNG" alt="Gthth">"Ég tel það fjarri lagi að bann við komu flóttafólks og íbúa ákveðinna ríkja sé besta leiðin til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, sem er yfirlýst markmið tilskipunarinnar," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Í frétt á vef ráðuneytisins segir hann öryggissjónarmið skipta þegar miklu máli á sama tíma og hryðjuverkaógnin á Vesturlöndum fari vaxandi. "En að loka landamærum fyrir fólki sem er á flótta undan stríði, og gera upp á milli fólks á grundvelli þjóðernis eða trúar, getur ekki verið rétta leiðin og gefur röng skilaboð," segir Guðlaugur Þór. "Í innflytjendum og flóttafólki felst&nbsp;framar öðru mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samfélög."</strong> &nbsp; <br></p><p> Í frétt Morgunblaðsins í vikunni kom fram að ut­an­rík­is­ráðherra ætl­ar að ræða við nor­ræna starfs­bræður sína næstu daga og ræða hvort til­skip­un Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að banna fólki frá ákveðnum ríkj­um í Miðaust­ur­lönd­um að koma til Banda­ríkj­anna verði mót­mælt sam­eig­in­lega á nor­ræn­um vett­vangi. <strong><br></strong></p><p><strong>Sýrlenskir flóttamenn til Íslands</strong> &nbsp; <br></p><p>Á sama tíma og Bandaríkjastjórn lokar landinu fyrir flóttafólki frá Sýrlandi tóku Íslendingar á móti fimm fjölskyldum, alls 22 einstaklingum. Guðni Th. Jóhannesson og eignkona hans, Eliza Reid, tóku á móti hópnum á Bessastöðum ásamt ráðherra velferðarmála og borgarstjóranum í Reykjavík, auk fulltrúa frá Rauða krossi Íslands. </p> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/thungar-ahyggjur-af-afleidingum-tilskipunar-bandarikjaforseta" shape="rect" target="_blank">Þungar áhyggjur af afleiðingum tilskipunar Bandaríkjaforseta/ UTN</a><br> <a rel="nofollow" href="http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/01/30/skoda_sameiginleg_norraen_motmaeli/" shape="rect" target="_blank">Skoða sameiginleg norræn mótmæli/ Mbl.is</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.unric.org/is/frettir/26958-st-gagnryna-aegereir-trump" shape="rect" target="_blank">SÞ gagnrýna aðgerðir Trump/ UNRIC</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.irinnews.org/analysis/2017/01/30/updated-trump-action-derails-global-refugee-resettlement-efforts" shape="rect" target="_blank">UPDATED*: Trump action derails global refugee resettlement efforts/ IRIN</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.theguardian.com/us-news/live/2017/jan/29/donald-trump-us-travel-ban-refugees-airports?CMP=twt_gu" shape="rect" target="_blank">US travel ban: Trump warns of threat of 'bad dudes' as row over UK visit deepens - live/ TheGuardian</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://europe.newsweek.com/trump-immigration-ban-loss-democracy-549858" shape="rect" target="_blank">TRUMP'S IMMIGRATION BAN AND THE LOSS OF OUR DEMOCRACY/ Newsweek</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.vox.com/the-big-idea/2017/1/30/14429866/trump-refugee-ban-executive-order-annotated" shape="rect" target="_blank">Trump's "refugee ban" - annotated by a former top Department of Homeland Security lawyer/ Vox</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.devex.com/news/why-trump-s-draft-executive-order-to-slash-un-funding-should-be-treated-seriously-though-with-caution-89466" shape="rect" target="_blank">Why Trump's draft executive order to slash UN funding should be treated seriously, though with caution/ Devex</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.bbc.com/news/business-38793248" shape="rect" target="_blank">Starbucks CEO pledges to hire 10,000 refugees globally/ BBC</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.vox.com/2017/1/27/14370854/trump-refugee-ban-order-muslim" shape="rect" target="_blank">Trump's executive order on refugees closes America to those who need it most/ Vox</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.vox.com/policy-and-politics/2017/1/31/14451502/center-right-message-trump-immigration-ban" shape="rect" target="_blank">The center right's simple message for Trump: it didn't have to be this way/ Vox</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.dailymail.co.uk/news/article-4168928/PIERS-MORGAN-Trump-s-immigration-ban.html?ITO=1490&%3bns_mchannel=rss&%3bns_campaign=1490" shape="rect" target="_blank">More Americans were killed last year by toddlers with guns than by Muslim terrorists, Mr President - where is the executive order to stop THAT?, eftir Pierre Morgan/ DailyMail</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://theconversation.com/trumps-america-first-pledge-has-echoes-of-rhodesias-racist-white-nationalists-71815" shape="rect" target="_blank">Trump's 'America first' pledge has echoes of Rhodesia's racist white nationalists/ TheConversation</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.dw.com/en/opinion-one-week-of-trump-alternative-facts-and-fairytales/a-37320402?maca=en-Twitter-sharing" shape="rect" target="_blank">Opinion: One week of Trump - alternative facts and fairytales/ DW</a><br> <a rel="nofollow" href="https://www.nytimes.com/2017/01/27/opinion/trumps-immigration-ban-is-illegal.html?action=click&%3bcontentCollection=Opinion&%3bmodule=RelatedCoverage&%3bregion=Marginalia&%3bpgtype=article" shape="rect" target="_blank">Trump's Immigration Ban Is Illegal, eftir David J. Bier/ NYT</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://kjarninn.is/skodun/2017-01-29-latid-i-ykkur-heyra/?utm_content=buffer64339&%3butm_medium=social&%3butm_source=twitter.com&%3butm_campaign=buffer" shape="rect" target="_blank">Látið í ykkur heyra - leiðari í Kjarnanum/ Kjarninn</a> <a rel="nofollow" href="http://europe.newsweek.com/google-crisis-campaign-immigration-ban-trump-550247?rm=eu" shape="rect" target="_blank">GOOGLE CREATES LARGEST EVER CRISIS CAMPAIGN IN RESPONSE TO IMMIGRATION BAN/ Newsweek</a> <br> <p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=21136&%3bLangID=E" target="_blank">US travel ban: "New policy breaches Washington's human rights obligations" - UN experts/ OHCHR</a></p>

02.02.2017Menntun hvarvetna talin mikilvægasta verkefni í þróunarstarfi

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ugandamenntun.jpg" alt="Ugandamenntun">Á síðustu fimm árum hafa á vegum Alþjóðabankans verið gerðar kannanir meðal rúmlega 25 þúsund álitsgjafa á sviði þróunarmála í öllum ríkjum þar sem bankinn starfar.</strong>&nbsp;</p><p>Spurt var: Hvað er mikilvægasta svið þróunar í landi þínu? <br></p><p>Fulltrúar ríkisstjórna, sveitarstjórna, tvíhliða- og marghliða þróunarsamvinnustofnana, fjölmiðla, fræðafólks, einkageirans og borgarasamfélagins hafa verið spurðir og niðurstaðan er sú að "menntun" er hvarvetna talin meðal tveggja mikilvægustu þáttanna þegar kemur að þróun. <br> </p><p>Eins og flestir vita er "menntun fyrir alla" fjórða Heimsmarkmiðið. Fyrsta undirmarkmiðið er orðað á þennan hátt: "Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki á jafnréttisgrundvelli gæðamenntun á&nbsp;grunnskólastigi&nbsp; án endurgjalds sem leiðir til góðs námsárangurs miðað við stöðu hvers og eins." <br> </p><p>Í aðdraganda Heimsmarkmiðanna fór fram viðamesta skoðanakönnun sem um getur með þátttöku hundruð þúsunda. Þar varð "menntun" einnig efst á blaði.</p><p><a rel="nofollow" href="http://blogs.worldbank.org/opendata/education-development-priority-global-regional-and-country-levels" shape="rect" target="_blank">Nánar</a><br></p>

02.02.2017Mótmælum íslenskra stjórnvalda komið á framfæri

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/GThTh-og-Benjamin-G.-Ziff.jpg" alt="GThTh-og-Benjamin-G.-Ziff">Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kom í vikunni á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna á fundi með Benjamin Ziff, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, sem staddur er hér á landi. Gerði ráðherra meðal annars grein fyrir þeim afleiðingum sem bannið hefði hérlendis á íslenska ríkisborgara með tvöfalt ríkisfang sem eiga uppruna sinn að rekja til þeirra ríkja sem bannið nær til.&nbsp;&nbsp;</p><p>"Bandaríkin hafa ætíð, og framar flestum öðrum, tekið opnum örmum á móti innflytjendum sem hafa mótað samfélagsgerðina þar í landi með mjög jákvæðum og afgerandi hætti. Tilskipun Bandaríkjaforseta er því mjög fjarri því sem við höfum átt að venjast frá Bandaríkjunum, og þeim gildum sem við eigum sameiginleg. Í því felast mikil vonbrigði og því var mikilvægt að koma skilaboðum á framfæri með skýrum hætti og milliliðalaust. Sá er vinur er til vamms segir," segir Guðlaugur Þór. <br><br></p><p>Utanríkisráðherra kom einnig á framfæri mótmælum við tilskipun Bandaríkjaforseta um að ekki megi veita fé til samtaka eða stofnana sem veita upplýsingar um fóstureyðingar eða veita aðgang að öruggum fóstureyðingum erlendis.</p><p>"Aðgengi að öruggum fóstureyðingum er mikilvægt mannréttinda- og heilbrigðismál og því veldur sú tilskipun Bandaríkjaforseta sömuleiðis miklum vonbrigðum," segir Guðlaugur Þór.</p><p><a rel="nofollow" href="https://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/tilskipun-bandarikjaforseta-motmaelt" shape="rect" target="_blank">Nánar á vef utanríkisráðuneytis</a><br></p><p></p>

02.02.2017Kvenbændur í Austur-Kongó takast á við loftslagsbreytingar

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/Awa-Ndiaye-Seck-DRC_02_675x450-600x400.jpg" alt="Awa-Ndiaye-Seck-DRC_02_675x450-600x400">UN Women hefur sett á laggirnar verkefni í Austur-Kongó (DRC) sem er fyrsta sinnar tegundar. Markmiðið er að takast á við breyttan landbúnað vegna loftslagsbreytinga og um leið auka jafnrétti kynjanna með því að styðja við og valdefla kvenbændur í Austur-Kongó, fyrst og fremst með fræðslu- og leiðtogahæfnisnámskeiðum, að því er fram kemur á <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://unwomen.is/kvenbaendur-austur-kongo-takast-vid-loftslagsbreytingar/" target="_blank">vef</a> UN Women á Íslandi.&nbsp;</p><p>Einnig er markmiðið að þrýsta á lagaumbætur sem tryggja konum aðgang að ræktunarlandi, nýjustu tækni og upplýsingum. "Þannig geta þær orðið sér út um nýjustu ræktunaraðferðir og tækni, veðurspá og aðgang að lánsfé. Verkefnið verður starfrækt í sex héruðum landsins og hefur bein áhrif á líf 600 þúsund kvenna á næstu fimm árum. Beint verður sjónum að kvenbændum sem koma að ræktun fimm algengustu ræktunartegunda í Kongó; maís, cassava, baunir, hnetur og hrísgrjón," segir í fréttinni. <br></p><p>Awa Ndiaye Seck starfar fyrir UN Women í Austur-Kongó, hún segir konur verða verr fyrir barði loftslagsbreytinga en karlmenn, bæta þurfi ræktunaraðferðir, starfsumhverfi þeirra og síðast en ekki síst veita þeim sömu tækifæri til atvinnu og sjálfbærni. Efnahagur Austur-Kongó byggir fyrst og fremst á landbúnaði og skógrækt. <br></p><p>Loftslagsbreytingar hafa leitt til hærra hitastigs í heiminum, aukinna flóða og þurrka sem hafa gríðarleg áhrif á uppskeru og fæðuöflun þar í landi sem og víðar, segir í frétt UN Women.</p>

02.02.2017Guterres hrósar Afríkuríkjum fyrir að hafa landamæri opin fyrir flóttafólk

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/mpopup/ssudan2.PNG" alt="Ssudan2">António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hrósar Afríkuríkjum fyrir að opna landamæri sín fyrir flóttafólki og öðrum sem flýja ofbeldi á sama tíma og skellt er í lás og byggðir múrar í öðrum heimshlutum, þar á meðal í þróuðum ríkjum Vesturlanda. </strong> <strong><br></strong> </p><p>Guterres lét þessi orð falla á mánudag í Addis Ababa þar sem tugir þjóðarleiðtoga Afríkuríkja eru saman komnir á leiðtogafundi Afríkusambandsins, að því er fram kemur í&nbsp; <a rel="nofollow" href="http://www.nytimes.com/aponline/2017/01/30/world/africa/ap-af-african-union-refugees.html?WT.mc_id=SmartBriefs-Newsletter&%3bWT.mc_ev=click&%3bad-keywords=smartbriefsnl&%3b_r=0" shape="rect" target="_blank">frétt</a>&nbsp; frá AP. <br></p><p>"Afríkuþjóðir eru meðal þeirra þjóða í heiminum sem taka við flestum flóttamönnum og sýna mestu gestrisni," sagði Guteeres en hann sækir leiðtogafundinn í Eþíópíu í fyrsta sinn sem yfirmaður Sameinuðu þjóðanna. "Landamæri Afríkuþjóða standa opin fyrir þá sem þurfa á vernd að halda á sama tíma og mörgum landamærum hefur verið lokað, jafnvel meðal þróuðustu þjóða í heiminum." &nbsp; <br></p><p>Fram kemur í fréttinni að Guterres hafi ekki með beinum hætti vísað í tilskipun Bandaríkjaforseta um byggingu múrs á landamærunum við Mexíkó né ferðabannsins gegn fólki frá sjö múslimaríkjum, þeirra á meðal þremur í Afríku. Ummælunum var hins vegar afar vel tekið af þeim 2,500 þátttakendum sem sóttu leiðtogafundinum.</p><p></p><p><strong>Rúmlega fjórðungur allra flóttamanna í Afríku</strong> <br></p><p>Á blaðamannafundi kvaðst Guterres vonast til þess að ferðabannið til Bandaríkjanna yrði aðeins tímabundið. "Það er alveg ljóst í mínum huga að vernd flóttamanna er eitthvað sem er algerlega ómissandi... og &nbsp;það er löng hefð í Bandaríkjunum fyrir flóttamannavernd." &nbsp; <br></p><p>Fjölmennustu flóttamannabúðir í heiminum eru &nbsp;í Dadaab í Kenía með álíka marga íbúa og á öllu Íslandi, rúmlega 300 þúsund manns, flestir frá nágrannaríkinu Sómalíu. Í sunnanverðri Afríku eru rúmlega 18 milljónir flóttamanna eða um 26% allra flóttamanna í heiminum, samkvæmt tölum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Flestir þeirra hafa flúið átök í Sómalíu, Miðafríkulýðveldinu, Nígeríu, Suður-Súdan og Búrúndí. &nbsp; Á leiðtogafundinum í Addis var Moussa Faki Mahamat utanríkisráðherra Tjad kjörinn yfirmaður framkvæmdastjórnar Afríkusambandsins. Hann tekur við af Nkosazana Dlami-Zuma frá Suður-Afríku. <br></p><p>Forseti Gíneu, Alpha Conde, hefur tekið við sem forseti Afríkusambandsins af Idris Deby, forseta Tjad. Beiðni Marokkó um aðild að sambandinu var samþykkt á fundinum í Addis. <strong><br></strong> </p> <a rel="nofollow" href="http://www.un.org/africarenewal/magazine/december-2016-march-2017/africa-most-affected-refugee-crisis" shape="rect" target="_blank">Africa most affected by refugee crisis/ AfricaRenewal</a> <br> <p> <a rel="nofollow" href="http://www.gga.org/chads-moussa-faki-mahamat-elected-au-commission-chair/?utm_content=bufferf8abb&%3butm_medium=social&%3butm_source=twitter.com&%3butm_campaign=buffer" shape="rect" target="_blank">Chad's Moussa Faki Mahamat elected AU Commission chair/ GGA</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.voanews.com/a/african-union-expresses-concern-us-immigration-ban/3698808.html" target="_blank">African Union Expresses Concern About US Immigration Ban/ VOA</a></p><p></p>

01.02.2017Aðgerðaáætlun SÞ fyrir Sýrland og nágrannaríkin

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/syriarefugees.PNG" alt="Syriarefugees">Finnsk stjórnvöld og Sameinuðu þjóðirnar boðuðu á dögunum til fundar í Helsinki þar sem aðgerðaáætlun um mannúðaraðstoð í nágrannaríkjum Sýrlands var kynnt, eins og fram í síðasta Heimsljósi. Fulltrúar nágrannaríkjanna og framlagsríkja - þar á meðal Íslands - og yfirmenn helstu undirstofnana SÞ sem vinna að mannúðarmálum sóttu fundinn.</strong> <br> </p><p>Sameinuðu þjóðirnar gera tvær aðskildar aðgerðaáætlanir um mannúðaraðstoð fyrir Sýrland og nágrannaríki þess. Áætlunin fyrir Sýrland nefnist á ensku Syria Humanitarian Response Plan (HRP) og áætlunin um aðstoð vegna flóttamannavandans í nágrannaríkjum Sýrlands nefnist á ensku Regional Refugee and Resilience Plan (3RP). Áætlunin fyrir Sýrland var ekki opinberlega kynnt í Helsinki, þar sem beðið er samþykki stjórnvalda í Sýrlandi. <br> </p><p>HRP aðgerðaáætlunin fyrir Sýrland gerir ráð fyrir að veita 13,5 milljónum Sýrlendinga innan landamæranna aðstoð en af þeim eru&nbsp; 4,6 milljónir á svæðum sem erfitt er að ná til, þ.m.t. svæðum undir yfirráðum íslamska ríkisins, og um 700 þúsund íbúar búa á umkringdum/lokuðum svæðum, m.a. svæðum í borgunum Aleppó, Idlib og Damaskus. Rúmlega 3,4 milljarða Bandaríkjadala þarf til að fjármagna alla áætlunina innan Sýrlands, þar af rúmlega 1,3 milljarða vegna matvælaaðstoðar, sem er langumfangsmesti málaflokkurinn. <strong><br></strong></p><p><strong>86% undir fátæktarmörkum</strong> <br></p><p>Til marks um stærð vandans meðal íbúanna innan Sýrlands áætla Sameinuðu þjóðirnar að 86% landsmanna séu undir fátæktarmörkum, atvinnuleysi sé 57% og ekki minna en 7 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda. Tæpar tvær milljónir skólabarna geta ekki sótt skóla og tæpar 13 milljónir þurfa aðstoð við heilbrigðisþjónustu eða lyf. Hjálparstarfi á svæðinu er gert erfiðara um vik þegar aðgengi SÞ og hjálparsamtaka er síendurtekið hindrað af bæði stjórnvöldum og uppreisnarmönnum. <br> </p><p>Flóttamannastraumurinn til nágrannaríkjanna hefur haft gríðarlegar afleiðingar á samfélag og efnahag þeirra. Í Helsinki var kynnt aðgerðaáætlun SÞ (3RP) fyrir nágrannaríkin Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu, Írak og Egyptalandi. Áætlunin samþættir aðgerðir 240 samstarfsaðila en þar á meðal eru undirstofnanir SÞ, borgarasamtök, opinberir aðilar og aðrir aðilar sem veita mannúðaraðstoð. Áætlunin gerir ráð fyrir að ná til 9,3 milljóna manna sem þurfa á aðstoð að halda í nágrannaríkjunum, 4,8 milljónir eru sýrlenskt flóttafólk og 4,4 milljónir eru íbúar gistiríkjanna sem þurfa aðstoð vegna flóttamannavandans. <br> </p><p>Tæplega 4,7 milljarða Bandaríkjadala þarf til að fjármagna 3RP áætlunina fyrir nágrannaríkin á árinu 2017: 2,6 milljarða til neyðaraðstoðar fyrir flóttafólk og 2,1 milljarða til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum af átökunum í Sýrlandi og flóttamannastraumnum. Sex árum eftir að átökin í Sýrlandi hófust, hafa áhrifin einungis aukist og staða bæði flóttafólksins og íbúa gistiríkjanna hefur stöðugt versnað. Aðgerðaáætlunina fyrir nágrannaríkin og frekari upplýsingar um hana má nálgast <a rel="nofollow" href="http://www.3rpsyriacrisis.org/" shape="rect" target="_blank">hér</a>.</p>

25.01.2017Lífsstílssjúkdómar ógna heilsufari í Afríkuríkjum í vaxandi mæli

<p></p><p><strong><b><strong><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uttektarskyrslur/frontboxes/folk.jpg" alt="">Heilsufar í Afríkuríkjum hefur löngum mótast af smitsjúkdómum eins og malaríu, HIV/alnæmi og ebólu sem varð að faraldri í þremur ríkjum álfunnar fyrir skemmstu. Með aukinni þróun hefur tekist að draga verulega úr mörgum smitsjúkdómum í álfunni og bætt lífsskilyrði milljóna Afríkubúa hafa meðal annars verið staðfest með tölum um auknar lífslíkur, umfram það sem áunnist hefur með minni barnadauða.</strong> <br> <br> Annars konar heilsufarsógn er yfirvofandi. Líkt og aðrar þjóðir taka íbúar Afríku upp lifnaðarhætti og lífsstíl sem ógnar heilsufari. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) birti nýverið skýrslu um helstu áhættuþætti í heilsufari Afríkubúa sem ekki tengjast smitsjúkdómum. Þar segir að flestir fullorðinna í Afríku hafi að minnsta kosti einn af þeim fimm hættulegustu en þeir eru: reykingar, óhollt mataræði, hreyfingarleysi, þyngdaraukning og hár blóðþrýstingur. Samkvæmt rannsókn WHO eru að minnsta kosti fjórðungur íbúa Afríku með þrjá af þessum fimm áhættuþáttum, en rannsóknin náði til 33 landa. <br> <br> Mikil aukning</strong> <br> </b>Á næstu tíu árum munu lífsstílssjúkdómar verða 44 milljónum einstaklinga að aldurtila á heimsvísu. Það er aukning um 15% frá árinu 2010, sú mesta í sögunni. Í Afríku vera slíkir sjúkdómar banamein 3,9 milljóna manna árið 2020, að mati WHO. Tíu árum síðar, árið 2030, er talið að lífsstílssjúkdómar leiði til flestra dauðsfalla í álfunni. <br> Dr. Matshidiso Moeti svæðisstjóri WHO í Afríku bendir á að í gildandi heilbrigðisstefnum flestra ríkja sé áherslan á viðbrögð við farsóttum en mikilvægt sé í stefnumótun í heilbrigðismálum að huga að viðnámi við lífsstílssjúkdómum, með annars vegar með betri lifnaðarháttum og hins vegar með breyttri hegðan. <br> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.google.com/url?sa=t&%3brct=j&%3bq=&%3besrc=s&%3bsource=web&%3bcd=1&%3bved=0ahUKEwii-bf70NDRAhXCuRoKHa52BhMQFggbMAA&%3burl=http%3a%2f%2fwww.afro.who.int%2findex.php%3foption%3dcom_docman%26task%3ddoc_download%26gid%3d10675%26Itemid%3d2593&%3busg=AFQjCNHQsuPr3W3FRZ7aqJd5UuJdYa9oKA&%3bcad=rja" shape="rect" target="_blank">Report on the Status of Major Health Risk Factors for Noncommunicable Diseases/ WHO</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://southernafrican.news/2017/01/17/we-can-improve-health-systems-in-africa-dr-matshidiso-moeti/" shape="rect" target="_blank">We can improve health systems in Africa - Dr Matshidiso Moeti/ SouthernAfrican</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://Strengthen African health systems to help achieve SDGs/%20SciDev%20http:/www.scidev.net/sub-saharan-africa/sdgs/news/strengthen-african-health-systems-achieve-sdgs.html" shape="rect" target="_blank">Strengthen African health systems to help achieve SDGs/ SciDev</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.un.org/africarenewal/magazine/december-2016-march-2017/lifestyle-diseases-pose-new-burden-africa" shape="rect" target="_blank">Lifestyle diseases pose new burden for Africa/ UN</a></strong></p><strong><br></strong><p></p>

25.01.2017Heimsmarkmiðin - hnattrænn samfélagssáttmáli

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uttektarskyrslur/frontboxes/Heimsmarkmidin---yfirlit-li.jpg" alt="">Nú er rúmt ár liðið síðan <a rel="nofollow" shape="rect" href="/heimsmarkmid" target="_blank">Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun</a>&nbsp;voru sett. Leiðtogar ríkja heims samþykktu árið 2015 á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 17 markmið sem stefna skuli að því að ná &nbsp;árið 2030.&nbsp; <br> Heimsmarkmiðin gilda frá 2016 og leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem unnið var að tímabilið 2000-2015. Þúsaldarmarkmiðin kváðu m.a. á um að draga um helming úr sárri fátækt í heiminum - sem reyndar tókst. Heimsmarkmiðin eru mun víðtækari en Þúsaldarmarkmiðin og beinast að öllum ríkjum, ekki bara þeim fátækari. Heimsmarkmiðin 17 &nbsp;samanstanda af 169 undirmarkmiðum með tilheyrandi mælikvörðum sem nota á til að mæla stöðuna á hverjum tíma. Áhersla er lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir sjálfbærrar þróunar og útgangspunkturinn er að markmiðin nái til allra og skilji engann eftir. <strong><br></strong></p><p><strong>Skuldbinding</strong> <br></p><p> Nýlunda er að leiðtogar allra ríkja heims setji sér svo áþreifanleg sameiginleg markmið um þróun á heimsvísu. Þeir hafa skuldbundið sig til að fylkja sér á bak við Heimsmarkmiðin og bera ábyrgð á innleiðingu þeirra í sameiningu. Aðdragandinn hefur vissulega verið langur, fjöldi sáttmála og samkomulaga sem undirrituð hafa verið á vettvangi S.þ. í gegnum tíðina og sýna vaxandi áhyggjur af stöðu margra málefna sem varða okkur öll og komandi kynslóðir. En jafnframt endurspegla markmiðin vilja til og trú á að með sameiginlegu átaki takist að ráða bót á helstu úrlausnarefnum og gera heiminn betri. Það má því líta á þau sem einskonar hnattrænan samfélagssáttmála. <br> Heimsmarkmiðin markast af þeim tækifærum og áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir núna. Eitt af því sem einkennir samtíma okkar eru margofin tengsl fólks um víða veröld og upplýsingaflæði sem er öflugra og víðtækara en nokkru sinni fyrr. Upplýsingar æða með áður óþekktum hraða og styrk vítt og breitt um heiminn án mikillar fyristöðu. Heimssamfélagið er þannig samofnara en áður og möguleikarnir fyrir sameiginleg verkefni því miklir en hættumerkin eru líka mörg. <strong><br></strong></p><p><strong>Brothætt ástand</strong> <br></p><p>Sá málaflokkur sem hvað augljósast er að snýr að okkur öllum eru umhverfis- og loftslagsmálin. Ástandið er brothætt, við höfum þegar farið yfir eða erum nálægt hættumörkum á mörgum sviðum. Flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig við umgöngumst jörðina og hvert annað og hvernig við skilum búinu til næstu kynslóða. Vissulega eru mörg þeirra málefna sem fást þarf við flókin og erfið en við höfum tæpast nokkuð val ef við ætlum okkur að stuðla að jafnvægi á jörðinni og leitast við að koma í veg fyrir frekari loftslagsbreytingar sem skaða umhverfið.&nbsp;</p><p><strong>Raunhæf?</strong> <br></p><p> Spyrja má hvort Heimsmarkmiðin séu raunhæf. Fyrsta markmiðið segir að vinna skuli bug á fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Það er sannarlega stór áskorun, því fátækt í einu eða öðru formi finnst um allan heim, en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðabankanum búa um 13% jarðarbúa við sárafátækt, þ.e.a.s. þeir sem hafa til lífsviðurværis undir 1,9 dollara á dag. Fátækt hefur reyndar verið að minnka hlutfallslega á undanförnum áratugum, einkum í austanverðri Asíu. Á sama tíma hafa heildarauðæfi í heiminum aukist gríðarlega. Svarið snýst því um hvernig við deilum auðæfunum með okkur en ekki um það hvort nóg sé fyrir alla. Fyrir liggur að viðvarandi fátækt og misskipting eru ein helstu merki um skort á sjálfbærri þróun. Það ætti því að vera raunhæft að ná meiri árangri í baráttunni gegn fátækt og samstaða um það þvert á landamæri hlýtur að vera svarið.</p><p> <strong>Ísland og heimsmarkmiðin</strong> <br></p><p>Heimsmarkmiðin voru samþykkt af íslenskum stjórnvöldum rétt eins og öðrum aðildarríkjum S.þ. Þau beinast bæði að innanlandsstarfi og því hvað Íslendingar gera á alþjóðavettvangi og í þróunarsamvinnu. Hafist hefur verið handa í stjórnarráðinu við að meta stöðuna á Íslandi gagnvart markmiðunum og leiða forsætis- og utanríkisráðuneytið þá vinnu. Von er á fyrstu greiningarskýrslunni á næstunni um hvernig staðan er hér á landi gagnvart hverju markmiði. Markmiðin ná þó ekki aðeins til aðgerða stjórnvalda. Það þurfa allir að leggjast á árarnar, þar með talið atvinnulífið, borgaralegt samfélag, menntastofnanir og aðrir. Eigi markmiðin að nást þarf að vinna hratt og skipulega að því að innleiða þau. Fylgst er með stöðunni og því hvernig Ísland tekst á við þetta verkefni, bæði heima fyrir og erlendis. Heimsmarkmiðin kalla á að upplýsingaöflun og upplýsingagjöf, greiningarstarf, áætlanagerð og eftirfylgni sem byggist á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag að takast á við verkefnið af metnaði og í góðri samvinnu allra aðila.</p>

25.01.2017Sæmdarsettum að andvirði sex milljóna króna dreift í Írak fyrir íslenskt söfnunarfé

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unwomenkonumblaedir.png" alt="Unwomenkonumblaedir">Samtökin UN Women í Írak dreifa um þessar mundir sæmdarsettum að andvirði sex milljóna króna sem söfnuðust í neyðarsöfnun UN Women á Íslandi í nóvember á síðasta ári.</strong> <br>&nbsp; <br></p><p>"Í ljósi þess skelfilega ástands sem ríkir í Mosul, Írak efndum við til neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta í Írak. Við hvöttum almenning til að senda sms-ið KONUR í 1900 og þar með veita konu á flótta frá Mosul sæmdarsett sem inniheldur helstu nauðsynjar líkt og dömubindi, sápu og vasaljós," segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi. <br> </p><p>Til að vekja athygli á þeim grimma veruleika sem konur í Írak búa við, birti landsnefndin myndband sem unnið var af auglýsingastofunni Döðlur. Óhætt er að segja að myndbandið hafi vakið ómælda athygli ef tekið er mið af þeim mikla stuðningi almennings við átakið. Í desember hóf svo landsnefndin sölu á jólagjöf UN Women, veglegu sæmdarsetti sem er táknræn gjöf og andvirði eins sæmdarsetts Í Mosul. Sæmdarsettin gera konum kleift að viðhalda sjálfsvirðingunni og reisn sinni. Almenningur tók virkilega vel í jólagjöfina, sæmdarsettið sem landsmenn gáfu í nafni vina og vandamanna. <br> <strong><br></strong></p><p><strong>Kvenmiðuð neyðaraðstoð</strong> <br></p><p>Konur í Mosul hafa búið við skelfilegan veruleika undanfarin þrjú ár, síðan vígasveitir íslamska ríkisins lögðu borgina undir sig. Nú um miðjan október réðust íraskar öryggissveitir ásamt hersveitum Kúrda inn í Mosul með það að markmiði að ná borginni úr höndum vígasveita íslamska ríkisins. Hörð átök geysa enn í borginni og á undanförnum þremur mánuðum hafa um 148 þúsund manns flúið heimili sín í Mosul og eru nú á vergangi. Fólk hefur flúið meðal annars til Ninewa svæðisins suðaustur af Mosul þar sem unnið er að uppsetningu búða fyrir flóttafólk sem fjölgar óðum. UN Women dreifir þar sæmdarsettum til kvenna og samhæfir aðgerðir á svæðinu og tryggir að veitt sé kvenmiðuð neyðaraðstoð. Neyðin í Mosul og kring er mikil og virðist eingöngu vera að aukast. <br> </p><p>"Ástandið í Írak er hræðilegt. Aftur á móti er gleðilegt að segja frá þeim mikla meðbyr og velvilja sem almenningur hér á landi sýndi í neyðarsöfnuninni," segir Inga Dóra og vill koma á framfæri þökkum við TM á Íslandi sem styrkti gerð myndbandsins auk þess sem hún vill koma á fram þakklæti til allra þeirra sem styrktu herferðina með kaupum á sæmdarsetti.&nbsp; <br> </p><p>Neyðin í Írak er mikil og ekkert lát virðist á fólksflóttanum. Enn er hægt að</p>

25.01.2017Tvær flóttafjölskyldur komnar til landsins

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/libanon.jpg" alt="Libanon">Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi eru komnar til landsins, en þær eru hluti af hópi flóttamanna sem íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að veita hæli hér á landi. RÚV greinir frá.&nbsp;</p><p>Þorsteinn Víglundsson félags-og jafnréttismálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, skrifuðu undir samning um móttöku fólksins síðdegis á mánudag. <br> <br> Fjölskyldurnar hafa samkvæmt frétt RÚV dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon. "Von er á þriðju fjölskyldunni austur 30. janúar. Þann dag koma 33 flóttamenn. Fimm þeirra fara til Akureyrar og 21 til Reykjavíkur. Um helgina var unnið að því hörðum höndum að gera íbúðir fjölskyldnanna klárar þannig að allt verði tilbúið í kvöld fyrir nýju íbúana," segir í fréttinni.&nbsp;</p><p><sub>Ljósmynd:Amelia Rule:CARE International</sub><br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/tvaer-flottafjolskyldur-komnar-til-landsins" target="_blank">Nánar</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://medium.com/@UNDP/where-are-the-syrians-refugees-c31937539e74#.ixo51g4tp" target="_blank">Where are Syrian refugees?/ UNDP</a></p>

25.01.2017Palestínuflóttamenn: UNRWA metur þörfina í ár á rúmlega 46 milljarða króna

<p><b><strong> <a href="https://youtu.be/kYTfR-D3EJs" class="videolink">ABEER, 13 - #ImagineaSchool </a> Flóttamannastofnun SÞ fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA) metur fjárhagslegu þörfina á þessu ári fyrir stuðning við palestínska flóttamenn vegna Sýrlandsstríðsins vera 411 milljónir bandarískra dala sem jafngildir rúmlega 46 milljörðum íslenskra króna. Talsmenn UNRWA gáfu opinberlega út ofangreinda fjárhæð á tveggja daga ráðstefnu sem hófst í gær í Helsinki en á ráðstefnunni er fjallað um stöðu mannúðarmála vegna átakanna í Sýrlandi.&nbsp;</strong></b></p><p></p><p>Samkvæmt frétt frá UNRWA er stuðningur og þjónusta við Palestínuflóttamenn meginverkefni stofnunarinnar. Á síðasta ári varð ekkert lát á hernaðinum í Sýrlandi með enn frekara mannfalli óbreyttra borgara og eyðileggingu. Af þeim 450 þúsund Palestínuflóttamönnum sem eru enn eftir í Sýrlandi eru 95% - 430 þúsund manns - á vonarvöl og þurfa nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda til að lifa. <br> <br>Um 280 þúsund þessara flóttamanna eru á vergangi innan Sýrlands og talið er 43 þúsund þeirra séu lokaðir inni á stöðum þar sem óhægt er um vik að koma til þeirra vistum. <br> <br> Fram kemur í frétt UNRWA að rúmlega 120 þúsundir Palestínumanna hafi flúið Sýrland, þar af eru 31 þúsund flóttamenn í Líbanon og 16 þúsund í Jórdaníu.</p><p><b>Gagnvirk heimildamynd frá UNICEF</b></p><strong><p></p><p><b><strong> <a href="https://youtu.be/4vp2OvgXmD0" class="videolink">MAKING OF #ImagineaSchool </a> Í aðdraganda Helsinkifundarins gaf Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) út gagnvirka heimildamynd með frásögnum nítján barna sem búa í flóttamannabúðum í Líbanon. Frásagnirnar fjalla um þá erfiðleika sem blasa við börnunum í tengslum við menntun, #ImagineaSchool, og viðtölin við börnin eru tekin af Héðni Halldórssyni</strong> </b>upplýsingafulltrúa UNICEF í Líbonon.&nbsp;</p><p>Nánar verður fjallað um fundinn í Helsinki í Heimsljósi að viku liðinni. <br> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/01/23/myndid_ykkur_skola/" shape="rect" target="_blank">Ímyndið ykkur skóla/ Mbl.is</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.unrwa.org/newsroom/press-releases/unrwa-commissioner-general-tell-helsinki-conference-%E2%80%9Cdon%E2%80%99t-forget-over-half" shape="rect" target="_blank">UNRWA Commissioner-General to Tell Helsinki Conference "Don't Forget Over Half a Million Palestinians from Syria"/ UNRWA</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.reuters.com/article/us-mideast-crisis-syria-unicef-idUSKBN15712F" shape="rect" target="_blank">Syrian child refugees struggle to get an education: U.N./ Reuters</a></p><br><p></p><br></strong><p></p>

25.01.2017Átján nýnemar í Jafnréttisskólanum

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unugest2017.jpg" alt="Unugest2017">Átján nemendur frá tólf þjóðríkjum eru komnir til Íslands og hafa þegar hafið nám við Jafnréttisskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) sem er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem þáttur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Nemendurnir eru allir sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í heimalöndum sínum. <b><br></b></p><p>Námið er 20 vikna diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum þar sem sérstök áhersla er lögð á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu, allt frá verkefnastjórnun til kynjaðrar hagstjórnar. <br> </p><p>Nemendur átján koma frá eftirtöldum tólf löndum: Eþíópíu, Malaví, Mósambík, Palestínu, Líbanon, Úganda, Írak, Afganistan, Sómalíu, Nígeríu, Jamaíku og Túnis. <br> <br> <b>Jafnrétti og valdefling kvenna</b> <br>Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í fátækari ríkjum og á átakasvæðum. Starfið byggir á þeirri forsendu að jafnrétti kynjanna sé grundvallarmannréttindi og skilyrði fyrir sjálfbærni samfélaga. Jafnréttisskólinn rekur 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á hverju vormisseri. Sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu allt frá verkefnastjórnun til kynjaðrar hagstjórnar. Í náminu er lögð áhersla á að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í samhengi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Einnig er lögð áhersla á jafnréttis­sjónarmið við friðaruppbyggingu í samræmi við ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Loks er sjónum beint að samþættingu kynjasjónarmiða í umhverfismálum og við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. <br> <br> Nemendahópur Jafnréttisskólans er sá stærsti fram að þessu, en alls hafa 68 nemendur útskrifast úr skólanum. Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://gest.unu.edu/" target="_blank">vef</a> skólans.</p>

25.01.2017Veist þú um Íslendinga í Gambíu?

<p> <a href="https://youtu.be/ptaHnwGu5KQ" class="videolink">Íbúar Gambíu fönguðu þegar forsetinn fór.</a> Þannig var spurt í síðustu viku þegar ástandið í Vestur-Afríkuríkinu Gambíu var afar ótryggt. Mörg sendiráð erlendra ríkja hvöttu þá fólk til þess að yfirgefa landið hefði það ekki brýna ástæðu til að halda kyrru fyrir. Einnig var fólki ráðlagt að ferðast ekki til Gambíu meðan hættuástand varir. <br> <br> Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi í síðustu viku ástandið í landinu. Herir nágrannaríkja voru í viðbragðsstöðu við landamæri sökumi þess að Yahya Jammeh fyrrverandi forseti landsins neitaði að láta af völdum. Hann tapaði í forsetakosningum í desember.&nbsp;&nbsp;</p><p>Sigurvegari kosninganna, Adama Barrow, tók formlega við embætti í síðustu viku en embættistakan fór fram í sendiráði Gambíu í nágrannaríkinu Senegal. Þegar loks Jammeh sá sæng sína uppreidda yfirgaf hann landið en samkvæmt fréttum tók hann drjúgan hluta ríkissjóðs með sér í útlegðina. Hermt er að hann hafi fengið inni í Miðbaugs-Gíneu.&nbsp;</p><p>Tugþúsundir íbúa flúðu landið í síðustu viku, flestir til Senegal, en margir þeirra hafa snúið aftur heim. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unhcr.org/uk/news/latest/2017/1/588719bf4/gambia-crisis-passes-displaced-return-senegal.html" target="_blank">As Gambia crisis passes, displaced return from Senegal/ UNHCR</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://foreignpolicy.com/2017/01/23/the-fall-of-africas-loneliest-despot-yahya-jammeh-gambia/" target="_blank">The Fall of Africa's Loneliest Despot/ FP</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.nytimes.com/2017/01/23/world/africa/yahya-jammeh-gambia-exile.html?smid=tw-nytimes&%3bsmtyp=cur&%3b_r=0" target="_blank">As Gambia's Yahya Jammeh Entered Exile, Plane Stuffed With Riches Followed/ NYTIMES</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://news.trust.org/item/20170118132524-j2oas/" target="_blank">TIMELINE: Who is Yahya Jammeh?/ Reuters</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://theconversation.com/a-turning-point-for-the-gambia-the-smiling-face-of-africa-71229" target="_blank">A turning point for The Gambia, the smiling face of Africa?/ TheConversation</a></p>

25.01.2017Mikill munur á skólagöngu kristinna og múslima í sunnanverðri Afríku

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/arsskyrsla/frontboxes/8371464600_33365a2656_b.jpg" alt="">Í fjölmörgum löndum sunnan Sahara í Afríku búa kristnir og múslimar í sátt og samlyndi við svipaðar aðstæður. Á einu sviði er þó mikill munur á samfélögum þessara hópa: menntun. Ný rannsókn Pew Research Center sýnir að kristnir eru rúmlega tvöfalt fleiri með formlega skólagöngu að baki en múslimar.</strong> <br> <br> Í <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://assets.pewresearch.org/wp-content/uploads/sites/11/2016/12/21094148/Religion-Education-ONLINE-FINAL.pdf" target="_blank">rannsókninni</a> var litið til árafjölda í skóla út frá aldri og kyni. Í ljós kom að 65% múslima í sunnanverðri Afríku höfðu ekki fengið neina formlega skólagöngu - hlutfallið það hæsta í heiminum. Til samanburðar höfðu 30% kristinna í þessum heimshluta ekki fengið formlega menntun. <br> <br> Niðurstöður rannsóknarinnar eru fengnar með gögnum frá 151 þjóðríki - þar af 36 í Afríku sunnan Sahara. Greind var skólaganga sex mismunandi trúarhópa, kristinna, íslamista, hindúa, búddista, gyðinga og annarra. Í 18 af 27 ríkjum þar sem bæði kristnir og múslimar voru fjölmennir höfðu þeir síðarnefndu að minnsta kosti tíu prósent minni skólagöngu. <br> <br> Eina helstu skýringinu á þessum mun er að leita í fortíðinni, til nýlendutímans, segir í frétt Quartz. Á nýlendutímanum fjölmenntu kristniboðar til Afríkuríkja og voru frumkvöðlar í menntamálum. Múslimar sendu börn sín aldrei í kristniboðsskólana af ótta við trúarlegan viðsnúning. Sú ákvörðun hefur haft djúpstæð áhrif á kynslóðir síðari tíma. <br> <br> Fram kemur í frétt Quartz skrifar að kristindómur og íslam eru ríkjandi trúarbrögð meðal þjóða í sunnanverðri Afríku og nái til 93% íbúa. Að því gefnu að barnadauði haldi áfram að minnka og fæðingatíðni verði enn há má reikna með því, segir blaðið, að kristnum og múslimum fjölgi stórlega í þessum heimshluta. Þannig hafi verið reiknað út að árið 2050 muni fjórði hver kristinn í heiminum búa í sunnanverðri Afríku.</p>

25.01.2017Miklar áhyggjur borgarasamtaka vegna umdeildrar tilskipunar gegn fóstureyðingum

<p><b> </b>Á annað hundrað borgarasamtök hafa <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.refugeesinternational.org/advocacy-letters-1/global-gag-rule" target="_blank">undirritað</a> andmæli gegn umdeildri tilskipun sem bandarísk stjórnvöld innleiddu á nýjan leik á mándag. Samkvæmt henni er borgarasamtökum óheimilað nýta bandarískt styrktarfé til að styðja við framkvæmd eða ráðgjöf um fóstureyðingar. Það þýðir að þau fjölmörgu borgarasamtök sem starfa í þróunarríkjum að fjölskylduráðgjöf er óheimilt að nýta það fé til framkvæma fóstureyðingar eða veita stuðning sem mælir með fóstureyðingum. Ólöglegar óöruggar fóstureyðingar í þróunarríkjum leiða til dauða tugþúsunda kvenna á hverju ári.&nbsp;</p><p><b> <a href="https://youtu.be/DepknwYf2Is" class="videolink">Frétt France24 um málið.</a> Hollendingar svara</b> <br></p><p>Hollenska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að áform séu uppi af þeirri hálfu að eiga frumkvæði að stofnun alþjóðlegs sjóðs til að fjármagna aðgang kvenna í þróunarríkjum að fóstureyðingum - og brúa þannig bilið sem myndast við ákvörðun Trumps. "Bann við fóstureyðingum þýðir ekki færri fóstureyðingar," er haft eftir Lillane Ploumen ráðherra þróunarmála í hollensku ríkisstjórninni. "Slíkt leiðir til fleiri óábyrgra aðgerða í bakherbergjum og fleiri dauðsfalla."&nbsp;</p><p>Tilskipunin með banninu þykir ávallt mikill sigur fyrir þann stóra þjóðfélagshóp í Bandaríkjunum sem er andvígur fóstureyðingum en samtök sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum og þau sem vinna í þróunarríkjum að fækkun barneigna telja að gróflega sé brotið á rétti kvenna. Sagt er að bannið komi til með að þýða að þúsundir kvenna víðs vegar í heiminum muni deyja og að milljónir kvenna gangi ekki lengur að öruggri fóstureyðingu.&nbsp;&nbsp;</p><p>Umrædd tilskipun var fyrst sett í tíð Reagans árið 1984, Clinton var á öndverðum meiði og tók út ákvæðið um bannið, Bush setti aftur á bann og Obama sneri þeirri ákvörðun við.&nbsp;</p><p><br> <a rel="nofollow" href="https://www.theguardian.com/world/2017/jan/23/trump-abortion-gag-rule-international-ngo-funding" shape="rect" target="_blank">'Global gag rule' reinstated by Trump, curbing NGO abortion services abroad/ TheGuardian</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://Trump executive order reverses foreign abortion policy/%20BBC" shape="rect" target="_blank">Trump executive order reverses foreign abortion policy/ BBC</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.visir.is/trump-kemur-i-veg-fyrir-fjarframlog-til-fostureydinga/article/2017170129534" shape="rect" target="_blank">Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga/ Vísir</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.vox.com/identities/2017/1/23/14356582/trump-global-gag-rule-abortion" shape="rect" target="_blank">Trump just reinstated the global gag rule. It won't stop abortion, but it will make it less safe/ VOX</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://Trump makes early move on restricting abortions around the world/%20Reuters" shape="rect" target="_blank">Trump makes early move on restricting abortions around the world/ Reuters</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/jan/24/how-the-us-trump-global-gag-rule-threatens-health-clinics-across-kenya-and-uganda?utm_source=dlvr.it&%3butm_medium=twitter" shape="rect" target="_blank">How the US global gag rule threatens health clinics across Kenya and Uganda/ TheGuardian</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.buzzfeed.com/jinamoore/trump-just-slapped-an-anti-abortion-rule-on-foreign-aid?utm_term=.apYGelWaqK#.jv5v561Ay0" shape="rect" target="_blank">Here's How Trump's Anti-Abortion Rule Will Affect Women Worldwide/ Buzzfeed</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.who.int/bulletin/volumes/89/12/11-091660/en/" shape="rect" target="_blank">United States aid policy and induced abortion in sub-Saharan Africa/ WHO</a> <b><br> </b> <a rel="nofollow" href="https://www.refugeesinternational.org/advocacy-letters-1/global-gag-rule" shape="rect" target="_blank">COALITION STATEMENT ON OPPOSING THE GLOBAL GAG RULE/ RefugeesInternational</a></p>

25.01.2017Ætlar þú þá bara ekki að hjálpa fátæku fólki í þróunarlöndum?"

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/arsskyrsla/frontboxes/maputo1a.jpg" alt="">"Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að alþjóðleg þróunarsamvinna þjóni hagsmunum allra, þ.e. gjafaríkja og viðtökuríkja, og ljóst er að smáríki á borð við Ísland eiga kost á því að njóta sérstaklega góðs af þróunarsamvinnu," segir Ívar Schram í nýrri meistaraprófsritgerð í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði sem ber yfirskriftina: "Ætlar þú þá bara ekki að hjálpa fátæku fólki í þróunarlöndum?" Undirheiti ritgerðarinnar er: Viðhorf fagfólks til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</strong> <br> <br> Ívar segir í inngangi að ritgerðinni að alþjóðleg þróunarsamvinna sé margbreytilegur málaflokkur sem gengið hafi í gegnum tíðar stefnu- og áherslubreytingar. "Eðli hennar í dag er að miklu leyti andstætt upprunalegum einkennum málaflokksins. Sá lærdómur, sem dreginn hefur verið af þróunarstörfum síðustu áratuga, með Sameinuðu þjóðirnar í fararbroddi, hefur þannig fært málaflokknum þau vopn sem þurfa þykir til að ná upprunalegum markmiðum hans; að útrýma fátækt fyrir fullt og allt. Aukinn óstöðugleiki í alþjóðasamfélaginu hefur þó vakið upp gömul viðmið, sem gæti reynst alþjóðasamfélaginu dýrkeypt," segir í innganginum.</p>

18.01.2017Úttekt á háskólum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/banki2.jpg" alt="Banki2">Háskóli Sameinuðu þjóðanna hóf störf á Íslandi árið 1975 með það fyrir augum að styrkja samstarfið milli Sameinuðu þjóðanna (SÞ), háskóla og þeirra sem koma að vísindarannsóknum á einhvern hátt, með sérstakri áherslu á þróunarríki. Markmiðið með þessu samstarfi var að efla tengsl vísindamanna víðs vegar að úr heiminum og einnig að námið gæti nýst til þess að efla rannsóknir sem eru ofarlega á baugi SÞ, til að mynda umhverfismál og sjálfbæra þróun annars vegar og hins vegar frið og góða stjórnunarhætti. Háskólar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi eru hluti af alþjóðlegu neti háskóla Sameinuðu þjóðanna og eru nú um 16 slíkir skólar starfandi víðs vegar um heiminn í aðildarríkjum SÞ.</p><p></p><p>Á Íslandi eru fjórir skólar starfandi innan vébanda Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (HSÞ) en þeir eru: Jarðhitaskólinn, sem hefur verið starfandi frá árinu 1979 en Orkustofnun hýsir skólan og ber rekstrarlega ábyrgð á honum, Sjávarútvegsskólinn tók til starfa árið 1998 og liggur rekstrarleg ábyrgð hans hjá Hafrannsóknarstofnum en skólinn er einnig í samstarfi við Matís auk annarra stofnanna og fyrirtækja, Landgræðsluskólinn varð hluti af neti HSÞ árið 2010 og er hann samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins, Jafnréttisskólinn bættist svo síðast við árið 2013 en hafði verið tilraunaverkefni utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands síðan 2009.&nbsp;<br>Allir skólarnir bjóða upp á sex mánaða námskeið fyrir starfandi sérfræðinga frá þróunarlöndum en starfsemi skólanna er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslendinga.</p><p></p><p>Nú fer fram óháð úttekt utanríkisráðuneytisins á háskólum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en í þróunarsamvinnuáætlun Íslands fyrir árin 2013-2016 er kveðið á um að slík úttekt verði framkvæmd á skólunum fjórum. Þann 19. desember síðastliðinn var skrifað undir samning þess efnis við sænska fyrirtækið Niras/Indevelop, eftir útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Fundur með fulltrúum skólanna var haldinn í ráðuneytinu í beinu framhaldi þar sem ráðgjafar fyrirtækisins kynntu áform sín fyrir úttektina og það sem framundan er.&nbsp;</p><p>Næstu skref úttektarteymisins eru svo meðal annars að heimsækja allnokkur þeirra þróunarlanda sem senda nemendur til skólanna fjögurra og taka viðtöl við fyrrverandi nemendur ásamt viðtölum við núverandi nemendur og starfólk á Íslandi. Markmið úttektarinnar er meðal annars að hún gefi af sér óháð, sjálfstætt og hlutlaust mat á háskólum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og skoða árangur skólanna í þróunarlöndum, en einnig að hún nýtist til að styrkja ábyrgðarskyldu þegar kemur að þróunarsamvinnu og að hægt sé að draga lærdóm af því starfi sem unnið hefur verið fyrir framtíðina. Úttektarteymið mun svo birta sínar niðurstöður í lokaskýrslu í júnímánuði.&nbsp;</p><p></p><br><p></p>

18.01.2017Þróunarríkin styðja myndarlega við bakið á ríku þjóðunum

<p><b>Komið hefur á daginn að flæði fjármagns frá þróunarríkjum til ríkari þjóða heims nemur miklu hærri fjárhæðum en öll sú vestræna þróunaraðstoð sem veitt er til þróunarríkjanna. Með öðrum orðum: þróunarríkin styðja myndarlega við bakið á þróuðu ríkjunum! &nbsp;Eins og Jason Hickel segir í&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development-professionals-network/2017/jan/14/aid-in-reverse-how-poor-countries-develop-rich-countries?CMP=share_btn_tw" linktype="1" target="_blank">grein</a>&nbsp;í Guardian: fjármagnsflæðið frá ríku þjóðunum til þeirra fátæku fölnar í samanburði við flæðið í hina áttina.<br></b></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/malawisveit.jpg" alt="Malawisveit">Þversögnin í þróunaraðstoð: hvernig fátæku ríkin þróa ríku þjóðirnar, er yfirskrift greinarinnar í The Guardian. Þar segir Jason Hickel að nýjar rannsóknir sýni að þróunarríkin sendi trilljón sinnum fleiri bandaríska dali til vesturlanda en fara í hina áttina. Samt sé okkur öllum kennt hið gagnstæða: að ríku þjóðirnar styðji þróunarríkin og sýni mikla gjafmildi við að uppræta fátækt og tosa fátæku þjóðirnar upp þróunarstigann - &nbsp;með þróunaðaraðstoð upp á 125 milljónir dala árlega.<br></p><p>Veruleikinn er hins vegar allt annar, segir Hickel og bendir á að í nýlega birtum&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://new report on unrecorded capital flight finds developing countries are net-creditors to the rest of the world/%20GFIntegrity" linktype="1" target="_blank">gögnum</a>&nbsp;frá Global Financial Integrity (GFI) í Bandaríkjunum og Centre for Applied Research í Noregi hafi verið birtar tölur um fjármagnsflæði milli ríkra þjóða og fátækra á hverju ári. Þar hafi ekki aðeins verið tíundaðir fjármunir sem lagðir eru til í þróunaraðstoð, heldur líka annars konar fjármagnsflutningar, skuldaniðurfellingar, heimgreiðslur brottfluttra og fleira.</p><p>Hagfræðingarnir komust að raun um að árið 2012 (nýrri gögn ekki tiltæki) fengu þróunarríkin alls 1,3 trilljónir dala í þróunaraðstoð, fjárfestingar og tekjur utan lands frá. Á sama ári "flutu" frá þeim 3,3 trilljónir dala - sem þýðir að þróunarríkin sendu 2 trilljónum dala meira til annarra heimshluta en þau fengu í sinn hlut. Og þegar reiknað er lengra aftur í tímann, til ársins 1980, kemur í ljós að stuðningur þróunarríkjanna við ríku löndin nemur 16,3 trilljónum dala!<br></p><p>Fram kemur í úttektinni að langstærsti hluti af þessum fjármunum er illa fenginn, fjármunir sem eru óskráðir og oftast ólöglegir, að því er fram kemur í grein Jason Hickels. Um er að ræða rúmlega þrettán trilljónir af þessum rúmlega sextán.</p>

18.01.2017Mesta ógnin af umhverfisþáttum

<p><strong> <a href="https://youtu.be/su_qgPiFiOU" class="videolink">https://youtu.be/su_qgPiFiOU</a> Í árlegri áhættuskýrslu World Economic Forum segir að helstu ógnanir sem heimurinn stendur frammi fyrir séu ekki lengur að finna í hagkerfum heimsins heldur í umhverfisþáttum. Þetta er niðurstaða sem dregin er af tíu ára mælingum WEF á helstu áhættum sem blasa við í heiminum.</strong></p><p>Í frétt Quartz segir að efnahagslegir þættir eins og verðfall á olíu og samdráttur í kínverska hagkerfinu hafi fyrir árið 2011 verið áhættuþættir sem heiminum stóð mest ógn af. Þá hafi umhverfisþættir eins og öfgafullt veðurfar og náttúruhamfarir verið neðar á blaði. Þetta hafi hins vegar breyst á síðustu sex árum og nú séu áhyggjur af umhverfisþáttur meiri en áhyggjur af efnahagslegum þáttum samkvæmt hundruð álitsgjafa World Economic Forum sem spurðir eru ár hvert.</p><p></p><p>Þegar horft er á meðfylgjandi myndband sem kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar má sjá að fimm áhættuþættir eru settir í öndvegi og talið brýnt að bregðast við þeim. Þeir eru 1) hagvöxtur og umbætur (áhersla á að draga úr tekjuójöfnuði); 2) enduruppbygging samfélaga; 3) stjórnun á þeirri röskun sem tækniframfarir leiða til; 4) aukin alþjóðleg samvinna og 5) hröðun aðgerða í loftslagsmálum.<br>World Economy Forum hefur gefið út áhættuskýrslu sem þessa í meira en áratug. Samtökin er þekktust&nbsp; fyrir árlega ráðstefnu um heimsmálin sem jafnan er haldin í Davos í Sviss. Ráðstefnan í ár hófst í gær.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://qz.com/882954/world-economic-forum-global-risks-report-2017-environmental-factors-top-the-list-surpassing-economic-ones/" linktype="1" target="_blank">The world is now more likely to be ravaged by environmental, not economic, catastrophes/ Qz</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www3.weforum.org/docs/GRR17_Report_web.pdf" linktype="1" target="_blank">Áhættuskýrslan: The Global Risks Report 2017 12th Edition/ WEF</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.nytimes.com/aponline/2017/01/11/world/europe/ap-eu-davos-global-risks.html?_r=0" linktype="1" target="_blank">World Economic Forum Says Capitalism Needs Urgent Change/ NYT</a><a rel="nofollow" track="on" href="https://qz.com/882954/world-economic-forum-global-risks-report-2017-environmental-factors-top-the-list-surpassing-economic-ones/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">The world is now more likely to be ravaged by environmental, not economic, catastrophes/ Qz</a>&nbsp;<br><p></p><p><br></p>

18.01.2017Óttast að neyðin í þeim heimshluta sé meiri en í Sýrlandi

<p><strong> <a href="https://youtu.be/nNT83G1dGIE" class="videolink">https://youtu.be/nNT83G1dGIE</a> Umfang neyðarinnar í löndunum sem kennd er við horn Afríku, í Sómalíu, Eþópíu, Eritreu og Djíbútí, er smám saman að koma í ljós. Hún sýnist vera miklu alvarlegra en áður var talið. Samkvæmt&nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="http://www.newstatesman.com/world/africa/2016/01/world-s-next-crisis-drought-and-famine-horn-africa" shape="rect" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;breska vikuritsins The Statesman hafa aðeins fáeinir fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi hungursneyð í þessum heimshluta og þá jafnan í tengslum við matvælaskort hjá tíu milljónum Eþíópíumanna. Það er sá fjöldi sem stjórnvöld í landinu veita matvælaaðstoð. Hins vegar segir í frétt The Statesman að vandinn sé umfangsmeiri og þörfin fyrir mannúðaraðstoð hugsanlega meiri en vegna átakanna í Sýrlandi.</strong><br></p><p>Blaðið segir að stjörnvöld í Eþíópíu hafi haft hugrekki til þess að kalla eftir aðstoð. Sama gildi ekki um stjórnvöld í Eritreu.</p><p></p><p>Stofnun sem greinir yfirvofandi hungur í heiminum -&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" href="https://www.fews.net/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Famine Early Warning System</a>&nbsp;- hefur frá því um miðjan desember talið að 15 milljónir Eþíópíumanna séu í mestri þörf fyrir matvælaaðstoð. Hvergi í heiminum séu fleiri í jafn mikilli neyð. Hins vegar væru íbúar í norður Sómalíu og Afar í svipaðri stöðu, gætu ekki séð sér farborða "og við blasi vannæring og dauði." Þá segir í frétt The Statesman að allt bendi til þess að ástandið sé jafn alvarlegt í Eritreu og Djíbútí.</p><p>Í meðfylgjandi myndbandi frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hartnær tólf milljónir íbúa í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu séu matarþurfi vegna þurrka. Shukri Ahemd, hagfræðingur FAO, útskýrir í myndbandinu matvælaóöryggið, þörfina fyrir stuðning og viðbrögð FAO.<br></p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.aljazeera.com/programmes/rewind/2017/01/crisis-horn-africa-somalia-famine-170117081319175.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Crisis in the Horn of Africa: Somalia's Famine/ AlJazzera</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://edition.cnn.com/2017/01/11/africa/africa-silent-refugee-crisis/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">With continued drought, Horn of Africa braces for another hunger season</a></p><br><p></p>

18.01.2017Norska utanríkisráðneytið vill auka styrki til samtaka í þróunarríkjum

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/tone-skogen-ud.jpg" alt="Tone-skogen-ud">Norska utanríkisráðuneytið skoðar nú möguleika á því að styrkja í auknum mæli innlend samtök í þróunarríkjunum. Samkvæmt&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2017/ud-mer-til-lokale-aktorer/" linktype="1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;í Bistandsaktuelt í Noregi er vilji til þess í ráðuneytinu að auka þannig hlutfall þróunarfjár sem ráðstafað er beint til innlendra aðila. Haft er eftir Tone Skogen aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu að samtök í ríku löndunum séu í mörgum tilvikum dýrir milliliðir.</p><p></p><p>"Við erum þreytt á að vera betlarar í eigin landi," sagði Degan Ali fulltrúi samtakanna African Development Solutions í samtali við Bistandsaktuelt fyrr í mánuðinum. Í viðtalinu skoraði hann á framlagsríki að ráðstafa miklu meira af þróunarfé beint til innlendra samtaka í "suðrinu", í stað þess að láta þá fjármuni í hendur á stórum samtökum í "norðrinu" sem hann sagði í mörgum tilvikum kostnaðarsama milliliði. Að mati Degan Ali ætti fjórðungur þróunarfjár framlagsríkja að fara beint til innlendra samtaka í þróunarríkjunum sjálfum.</p><p>"Það er mikilvægt að styðja við innlend samtök. Ekki aðeins vegna þess að kostnaður í þessum löndum eru oft lægri en í Ósló og öðrum höfuðborgum. En ekki síður vegna nálægðarinnar við ákvarðanir sem styrkir eignarhald þeirra sem njóta stuðningsins," segir Tone Skogen aðstoðarráðherra í tölvupósti til norska veftímaritsins.</p><p>Hún leggur þó áherslu á að meginmarkmiðið með styrkjum til borgarasamtaka í Noregi sé einmitt að styrkja getu borgaralegra samtaka í fátækum ríkjum. Hún sé því ekki alveg sammála Degan Ali sem máli ástandið of dökkum litum.</p><p><sub>Ljósmynd Bistandsaktuelt: Tone Skogen aðstoðarráðherra</sub></p><br><p></p>

18.01.2017Eftirlitsstofnun hvetur Breta til að auka beingreiðslur til fátækra

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/icaimynd.JPG" alt="Icaimynd">Breska ríkisstjórnin ætti að íhuga að auka beinar peningagreiðslur til fátækra fjölskyldna í heiminum og einstaklinga, að mati eftirlitsstofnunar með alþjóðlegri þróunarsamvinnu Breta. Stofnunin - The Independent Commission for Aid Impact (Icai) - birti í síðustu viku skýrslu þar sem staðhæft er að beinar peningagreiðslur til fátækra hafi bætt líf milljóna manna og reynst "góð nýting fjármuna". Því er beint til stjórnvalda að auka við þær tvær milljónir punda sem árlega er ráðstafað beint til fátækra en sú upphæð nemur aðeins um 2% af heildarframlögum Breta til þróunarsamvinnu.</strong></p><p>Þessar beinu peningagreiðslur hafa verið gagnrýndar í háværri umræðu um þróunarsamvinnu í Bretlandi síðustu vikurnar en bæði Theresa May forsætisráðherra og eftirlitsstofnunin Icai hafa varið verkefnin og fyrrnefnd skýrsla bætir um betur og hvetur til aukinna útgjalda með beingreiðslum til fátækra.<br><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2619" hspace="5" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/abcfb553-0e81-44d8-81fa-5e8497b6afbd.jpg?a=1126951717892" class="right"></p><p>Dæmi eru nefnd í grein The Guardian á dögunum þar sem segir að viðtakendur séu meðal annars barnshafandi konur í Nígeríu sem fá peninga til að nærast betur, foreldrar í Pakistan sem fái peninga til að geta sent börn sín í skóla og aldraðir í Úganda sem fái peninga til að forðast fátækt. Greiðslurnar nema allt frá 6 pundum fyrir fjölskyldur í Úganda upp í 19 pund fyrir fimm manna fjölskyldu í Simbabve.<br></p><p>Þessi stuðningur Breta með beinum peningagreiðslum til fátækra nær til sex milljóna manna.<br></p><p>Því er við að bæta að með fjármuni frá Evrópusambandinu hófust í síðustu viku slíkar beingreiðslur til flóttafólks í Tyrklandi en það fær inneign upp á eitt hundrað tyrkneskar lírur (rúmlega 3 þúsund kr. ísl.) á debetkort mánaðarlega fyrir nauðsynjum, samkvæmt frétt frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/jan/12/uk-aid-watchdog-encourages-direct-cash-support-people-poor-countries-icai?CMP=twt_a-global-development_b-gdndevelopment" linktype="1" target="_blank">UK aid watchdog encourages direct cash support for people in poor countries/ The Guardian</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.gov.uk/government/case-studies/cash-transfers-help-for-those-who-need-it-most" linktype="1" target="_blank">Cash transfers: Help for those who need it most/ Breska ríkisstjórnin</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2017/jan/12/uk-aid-watchdog-encourages-direct-cash-support-people-poor-countries-icai?CMP=twt_a-global-development_b-gdndevelopment" linktype="1" target="_blank">UK aid watchdog encourages direct cash support for people in poor countries/ TheGuardian</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.independent.co.uk/news/uk/politics/theresa-may-foreign-aid-cash-handouts-daily-mail-attack-response-a7507136.html" linktype="1" target="_blank">Theresa May defends foreign aid cash handouts after Daily Mail attacks 'dole' scheme/ TheIndependent</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.dailymail.co.uk/news/article-4082734/Queue-UK-s-1bn-foreign-aid-cashpoint-Just-thought-couldn-t-worse-cash-doled-envelopes-ATM-cards-loaded-money.html" linktype="1" target="_blank">Queue here for UK's £1bn foreign aid cashpoint: Just when you thought it couldn't get any worse... YOUR cash is doled out in envelopes and on ATM cards loaded with money/ Daily Mail</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://icai.independent.gov.uk/html-report/effects-dfids-cash-transfer-programmes-poverty-vulnerability/" linktype="1" target="_blank">Icea skýrslan:The effects of DFID's cash transfer programmes on poverty and vulnerability/ Independent</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.wfp.org/news/news-release/eu-supports-refugees-turkey-through-innovative-nationwide-cash-programme" linktype="1" target="_blank">EU Supports Refugees In Turkey Through Innovative Nationwide Cash Programme/ WFP</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.economist.com/news/britain/21713862-cuts-home-and-spending-abroad-provoke-calls-rethink-grumbles-grow-over-britains-generous" linktype="1" target="_blank">Grumbles grow over Britain's generous foreign aid budget/ Economist</a><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.irinnews.org/opinion/2017/01/11/welcome-global-war-aid" linktype="1" target="_blank">Welcome to the global war on aid/ IRIN</a>&nbsp;<br><sub>Ljósmynd: ICAI</sub>

18.01.2017Miðað við fjölda flóttamanna eru tvöfalt fleiri á vergangi í eigin landi

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/idmc1.png" alt="Idmc1">Rúmlega 40 milljónir manna eru á flótta eða á vergangi innan eigin lands vegna stríðsátaka, fleiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt nýjum tölum frá deild norska flóttamannaráðsins sem birt var á dögunum. Tæplega þriðjungur þessa fólks er á hrakhólum í Afríkuríkjum. Þar eru 12,4 milljónir manna í 21 þjóðríki á vergangi eftir að hafa hrakist burt af heimilum sínum vegna vopnaðra átaka og ofbeldis miðað við nýjustu upplýsingar, frá árslokum 2015.</p><p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/idmcforsida.JPG" alt="Idmcforsida" class="right">Þetta kemur fram í ársskýrslu - the Global Report on Internal Displacement (GRID) - þeirrar deildar norska flóttamannaráðsins sem hefur yfirsýn í þessum málum, Displacement Monitoring Centre (IDMC). Þar er vakin athygli á þeirri lítt þekktu staðreynd að miðað við fjölda flóttafólks í álfunni eru rúmlega tvöfalt fleiri á vergangi í eigin landi. Alls eru í Afríku um 5,4 milljónir flóttamanna&nbsp; en sú skilgreining nær einvörðungu til fólks sem flýr yfir landamæri. &nbsp;<br></p><p>"Við erum alltaf jafn undrandi á því hvað fólk hefur í raun og veru litla vitneskju um þessi mál," segir Alexandra Bilak, yfirmaður IDMC, í frétt frá CNN. "Það eru tvöfalt fleiri á vergangi vegna átaka innan eigin lands miðað við fjölda flóttamanna í heiminum. Þótt tölurnar séu ægilegar eru vandinn miklu meiri," segir hún.<br></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/idmc.JPG" alt="Idmc">Fólki á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis hefur fjölgað ár hvert frá árinu 2003. Í þessum hópi fjölgaði á árinu 2015 um 8,6 milljónir manna eða að jafnaði um 24 þúsund manns á hverjum degi. Í Miðausturlöndum einum lentu 4,8 milljónir á vergangi, fleiri en samanlagt í öllum öðrum heimshlutum. Rúmlega helmingur þessa fólks er í Jemen, Sýrlandi og Írak. Af öðrum löndum þar sem fólki á vergangi fjölgaði verulega má nefna Úkraínu, Nígeríu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Kolumbíu, Miðafríkulýðveldið og Suður-Súdan.</p><p></p><p>Alls fjölgaði fólki á hrakhólum í eigin landi um 2,8 milljónir milli áranna 2014 og 2015. Á síðustu átta árum hafa 203,4 milljónir manna á einhverjum tíma lent á vergangi eða að jafnaði um 25,4 milljónir á ári hverju. Á síðasta ári voru einstaklingar frá 127 þjóðríkjum skráðir á hrakhólum í eigin landi.</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://edition.cnn.com/2017/01/11/africa/africa-silent-refugee-crisis/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Africa's silent refugee crisis: 12.4 million on the run in their own countries/ CNN</a></p><p><strong><br></strong></p>

18.01.2017Ársskýrsla Mannréttindavaktarinnar komin út

<p> <a href="https://youtu.be/AEreEj_qrWE" class="videolink">https://youtu.be/AEreEj_qrWE</a> Kosning Donald Trumps sem forseta Bandaríkjanna og vaxandi vinsældir popúlista í Evrópu skapa "djúpstæða ógn" við mannréttindi, segir í ársskýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna, Human Rights Watch, sem kom út í síðustu viku..Skýrslan er mikili að vöxtum, 687 síður, og tekur til mannréttindamála í níutíu þjóðríkjum.<br></p><p>"Trump og ýmsir stjórnmálamenn í Evrópu leitast&nbsp; við að komast til valda með kynþáttahatri, útlendingahatri, kvenfyrirlitningu og þjóðernishyggu," sagði Ken Roth, framkvæmdastjóri Human Rights Watch þegar hann kynnti skýrsluna. "Aukinn popúlismi er djúpstæð ógn við mannréttindi," bætti hann við.</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/world_report_2017_cover_3d_trans.png" alt="World_report_2017_cover_3d_trans"><br></p>

18.01.2017Átta ríkustu eiga jafnmikið og helmingur mannkyns

<p> <a href="https://youtu.be/SRPbLhT7XOE" class="videolink">https://youtu.be/SRPbLhT7XOE</a> Það hefur tæpast farið fram hjá neinum að átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Flestir fjölmiðlar hafa greint frá þessari staðreynd sem kom fram í skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam.&nbsp;<br></p><p>Skýrslan er gefin út aðdraganda árlegs fundar World Economic Forum í Davos sem hófst í gær. Þar stinga saman nefjum auðmenn, stjórnmálamenn og forstjórar margra af stærstu fyrirtækjum heims.&nbsp;<br><br>Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 milljarða bandarískra dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar.&nbsp;<br></p><p>Hægt er að fylgjast með&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.weforum.org/events/world-economic-forum-annual-meeting-2017" linktype="1" target="_blank">beinni útsendingu</a>&nbsp;frá fundunum í Davos. Í meðfylgjandi myndbandi er ávarp söngkonunnar Shakiru sem hún flutti við upphaf fundarins.&nbsp;</p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.ruv.is/frett/8-rikustu-eiga-jafnmikid-og-helmingur-mannkyns" linktype="1" target="_blank">8 ríkustu eiga jafnmikið og helmingur mannkyns/ RUV</a><br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.oxfam.org/en/pressroom/pressreleases/2017-01-16/just-8-men-own-same-wealth-half-world" linktype="1" target="_blank">Just 8 men own same wealth as half the world/ Oxfam</a>&nbsp;<br><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://money.cnn.com/2017/01/15/news/economy/oxfam-income-inequality-men/index.html" linktype="1" target="_blank">These 8 men are richer than 3.6 billion people combined/ CNN</a>&nbsp;<br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/opinion-what-the-development-community-can-expect-from-davos-89462" linktype="1" target="_blank">Opinion: What the development community can expect from Davos, eftir Raj Kumar/ Devex</a>&nbsp;</p>

18.01.2017Finnar til fyrirmyndar

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/cgdevindex.JPG" alt="Cgdevindex">Bandarísk fræðastofnunin um þróunarmál, Center For Global Development, birtir jafnan í ársbyrjun lista yfir ríkustu þjóðir heims og gæðamat á þróunarsamvinnu þeirra. &nbsp;<br></p><p>Á nýjum lista eru Finnar í efsta sæti, sjónarmun á undan Dönum, en næstu þjóðir eru Svíar, Frakkar og Portúgalar.&nbsp;<br></p><p>Listinn tekur til 27 ríkustu þjóðanna.&nbsp; Pólland, Japan og Sviss eru í neðstu sætunum.<br></p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.cgdev.org/commitment-development-index" linktype="1" target="_blank">Commitment to Development Index 2016</a>&nbsp;<br><br><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.cgdev.org/blog/2016-commitment-development-index-rankings-how-all-countries-can-do-more-protect-global" linktype="1" target="_blank">2016 Commitment to Development Index Rankings: How All Countries Can Do More to Protect Global Progress, eftir Oven Barder og Anitu Kappelli/ CGDev</a>&nbsp;</p>

11.01.2017Skólar, leiguhúsnæði og leiðtogar morgundagsins

<p><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/jordan0.jpg" alt="Jordan0">Kennari opnar dyr á kennslustofu til hálfs og smeygir sér inn. Dyrnar opnast aðeins í hálfa gátt af því að skólabekkur er fyrir. Á bekknum sitja þrír drengir, þétt upp við hvern annan. Kennslustofan er ekki stærri en meðal íslensk borðstofa og þar sitja yfir 20 drengir. Skólinn er Quosor skóli í Norður Amman, einn af 171 skóla fyrir börn á aldrinum 6-16 ára sem reknir eru á vegum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Jórdaníu, yfirleitt þekkt sem UNRWA.&nbsp;</p><p><br> UNRWA starfar á Gaza, Vesturbakkanum, Líbanon, Sýrlandi og í Jórdaníu en skráðir palestínskir flóttamenn í Jórdaníu eru 2,2 milljónir eða 42% allra skráðra flóttamanna hjá stofnuninni. UNRWA í Jórdaníu rekur auk grunnskólanna, 25 heilsugæslustöðvar, tvo iðnskóla, einn kennaraskóla og félagsþjónustu sem býður fjármagnsaðstoð fyrir þau sem helst þurfa. Tæplega 7000 manns starfa fyrir stofnunina í Jórdaníu, meirihlutinn í skólakerfinu.&nbsp;</p><p>Fjöldi barna í UNRWA skólum í Jórdaníu jafnast á við þriðjung allra Íslendinga. Skólaárið 2016-2017 eru yfir 120 000 börn skráð í skóla stofnunarinnar. Einn vandi menntakerfisins er húsnæðisskortur. Lýsingin á húsnæðinu hér að framan á við um 57 af 171 skóla UNRWA í Jórdaníu. Þeir skólar eru reknir í íbúðarhúsnæði í stað viðeigandi skólabygginga. Vegna mikillar eftirspurnar eftir skólavist og húsnæðisskorts á áttunda áratuguinum var gripið til þess ráðs að reka skóla í íbúðarhúsnæði. Þetta átti að vera tímabundin lausn en nú, 40 árum síðar, starfa skólarnir þar enn. Eftirspurn eftir skólaplássum eykst svo að nú eru skólastofurnar þétt setnar. Yfir 90% af öllum UNRWA skólum í Jórdaníu eru tvísetnir, fyrir og eftir hádegi. Ferðalög í myrkri til og frá skólum að vetrarlagi hafa áhrif á brottfall nemenda og þétt stundaskrá bitnar á tómstundastarfi í skólunum.&nbsp;&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>UNRWA í Jórdaníu leggur áherslu á að afla fjár til nýrra skólabygginga, sérstaklega í stað leiguhúsnæðisins. Bygging nýs húsnæðis veltur á að land fáist undir það frá jórdönskum stjórnvöldum. Með bygginu nýrra skóla má lækka rekstrarkostnað skólanna verulega, bæði með því að hafa fleiri nemendur í hverjum bekk í betri aðstöðu og að losna við leigukostnað. Ekki alls fyrir löngu var stofnun nýs skóla fagnað. Jabal Taj skóli er ný skólabygging sem tekur við af leiguhúsnæði á þrem stöðum. Skólinn var fjármagnaður af bandarískum stjórnvöldum á landi sem jórdönsk stjórnvöld veittu. Skólinn er með gott aðgengi og mun framleiða eigið rafmagn með sólarorkustöð á þakinu. Yfir 1300 börn sem áður stunduðu nám í þröngu skólahúsnæði njóta nú viðeigandi skólaumhverfis.&nbsp;</p><p>Ásættanlegt vinnuumhverfi er forsenda þess að umbætur geti átt sér stað í menntakerfinu. Á síðustu árum hefur UNRWA lagt ríka áherslur á einstaklingsbundið nám og fjölbreytileika. Unnið er að því að bæta aðgengi að skólabyggingum auk þess sem áhersla er lögð á að hvetja til frumkvæðis og að efla leiðtogahæfni nemenda. Sett hefur verið á fót verkefni sem hvetur til þekkingar nemenda til mannréttinda, sérstaklega í starfi skólaþinga hvers skóla. Í hverjum skóla starfar skólaþing þar sem kosnir fulltrúar hvers bekks sitja. <br> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2716" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/2153081a-f3f4-4318-a3b7-739b5f5ebfe4.jpg?a=1126891745825" hspace="5" vspace="5"> Málefni skólaþinganna eru margs konar, þau skapa tengsl við skólann sinn, nærsamfélagið og sveitarfélag sitt auk þess sem þau taka á ágreningsmálum samnemenda sinna. Nemendurnir sýna frumkvæði og styrk og eru tákn um það sem koma skal. Þau benda á þarfir fyrir umbætur í skólaumhverfi sínu, líkt og minnkun úrgangs, bætt aðgengi og aðbúnað. Þau hafa nú óskað eftir að sinna ráðgjafarhlutverki í hönnun nýrra skólabygginga. UNRWA í Jórdaníu, sem er skipt upp í fjögur svæði, hefur nú starfandi fjögur svæðisþing, þar sem forsetar hvers skóla á svæðinu starfa saman. Hvert svæðisþing velur sér síðan forseta sem svo starfar í skólaráði UNRWA Jórdaníu.&nbsp;</p><p>Síðastliðið haust tókst í fyrsta skipti að setja á fót þing fyrir fulltrúa skólaþinganna frá hverju landi. Í Beirút í Líbanon komu saman fulltrúar allra landanna þar sem UNRWA starfar, þ.e. frá Sýrlandi, Líbanon, Jórdaníu, Gaza og Vesturbakkanum. Öll tala þau sama tungumál en alast upp í gjörólíku umhverfi. Öll eiga þau sögu frá sama landsvæði, þótt minnihluti þeirra hafi heimsótt Palestínu þar sem afar þeirra og ömmur fæddust.&nbsp;</p><p>Þrátt fyrir stöðugan skort á húsnæði og takmarkað vinnuumhverfi eykst eftirspurn eftir plássi í UNRWA skólum frá degi til dags. Nemendur skólanna þroskast og vaxa og mörg barnanna blómstra í leiðtogahlutverki í skólaþingunum. Mörg þeirra taka virkan þátt í viðburðum á vegum UNRWA, koma fram og kynna hugmyndir sínar og starf. Það er einstakt tækifæri að fá að starfa með leiðtogum morgundagsins.</p>

11.01.2017Tæpum 800 milljónum varið til mannúðaraðstoðar 2016

<p></p><p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/syriaIprickettunhcr.jpg" alt="SyriaIprickettunhcr">Á árinu 2016 námu heildarframlög Íslands til mannúðaraðstoðar um 770 milljónum króna. Þar af voru 500 milljónir króna af sérstöku framlagi&nbsp;sem samþykkt var í ríkisstjórn haustið 2015 og síðar í fjárlögum á Alþingi 2016 um að verja allt að einum milljarði króna til að bregðast við vaxandi vanda í málefnum flóttamanna í kjölfar átakanna í Sýrlandi. Framlögin til mannúðaraðstoðar skiptast á milli borgarasamtaka, 175 milljónir króna og alþjóðastofnana, 595 milljónir króna.</strong><br></p><p>Utanríkisráðuneytið veitir árlega styrki til íslenskra borgarasamtaka sem starfa á sviði mannúðaraðstoðar. Mannúðaraðstoð felur í sér björgun mannslífa, vernd óbreyttra borgara, útvegun nauðþurfta og annarrar aðstoðar sem auðveldar afturhvarf til eðlilegs lífs í kjölfar hamfara og átaka. Íslensk stjórnvöld reiða sig meðal annars á borgarasamtök til að koma mannúðaraðstoð sinni til skila og er styrkjum vegna mannúðaraðstoðar ætlað að svara alþjóðlegum neyðarköllum allt árið um kring. <br> <br> Í júní var tæpum 90 milljónum króna veitt sérstaklega til sex verkefna til að bregðast m.a. við flóttamannastraumnum sem átökin í Sýrlandi hafa leitt af sér og í Eþíópíu og Malaví. Þar af voru 50 milljónir hluti af fyrrgreindu 500 milljón króna framlagi. Þau borgarasamtök sem hlutu styrk voru Rauði kross Íslands, Barnaheill, SOS Barnaþorp og Hjálparstarf kirkjunnar.</p><p></p><p>Í nóvember var svo 85 milljónum króna úthlutað til fimm verkefna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða kross Íslands og SOS Barnaþorpa. &nbsp;Þau varða aðstoð við flóttamenn frá Sýrlandi, mannúðaraðstoð í Sýrlandi, vegna fellibylsins Matthíasar á Haíti og flóttafólks frá Suður Súdan í Úganda.&nbsp; <br> <br> Meginframlög Íslands til mannúðarmála fara til stofnana SÞ sem starfa á sviði mannúðaraðstoðar.&nbsp;Ísland greiðir árlega almenn og eynarmerkt framlög til helstu alþjóðlegu samstarfsstofnana og sjóða á sviði mannúðarmála, m.a. til Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir mannúðarmál (OCHA), Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF), Matvælaáætlunar SÞ (WFP), Barnahjálpar SÞ (UNICEF) og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC).&nbsp; <br> <br> Þær stofnanir sem fengu framlög á líðandi ári eru; WFP, OCHA, UNICEF, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), Flóttamannastofnun SÞ fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA), sérstakir neyðarsjóðir fyrir Líbanon og Sýrland (OCHA Country-Based Pooled Funds) og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), auk ICRC. Á árinu fór stærstur hluti af framlögum í mannúðaraðstoð vegna afleiðinga átakanna í Sýrlandi. Einnig voru veitt framlög vegna jarðskjálftans í Ekvador og fellibylsins sem gekk yfir Haítí.&nbsp; <br> <br> Þá hefur utanríkisráðherra ákveðið að ráðstafa 52 milljónum í byrjun árs 2017 til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. <br> <br> <strong>Framlög til alþjóðastofnana nánst öll vegna Sýrlands</strong> Framlögin til alþjóðastofnana voru nánast öll vegna Sýrlands, að undanskildum 10 milljónum vegna jarðskjálftanna í Ekvador í apríl. <br> Framlögin skiptast á milli eftirtaldra alþjóðastofnana: </p><ul><li>Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) - 325 milljónir kr. </li><li>Barnahjálp SÞ (UNICEF) - 55 milljónir kr. </li><li>Flóttamannastofnun SÞ fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA) og neyðarsjóður fyrir Líbanon og Sýrland (CBPF) &nbsp;- 50 milljónir kr. </li><li>Matvælaaðstoð SÞ (WFP) - 50 milljónir kr. </li><li>Samhæfingarskrifstofa SÞ fyrir mannúðarmál (OCHA) - 45 milljónir kr. </li><li>Neyðarsjóður SÞ (CERF) - 35 milljónir kr. </li><li>Stofnun SÞ um kynjajafnréttindi og valdeflingu kvenna (UNWOMEN) - 25 milljónir kr. </li><li>Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) - 10 milljónir kr.</li></ul><p> Framlög til borgarasamtaka vegna mannúðaraðstoðar 2016: </p><ul><li>Rauði kross Íslands - 87,8 milljónir kr. </li><li>Hjálparstarf kirkjunnar - 40 milljónir kr. </li><li>SOS Barnaþorpin á Íslandi - 27,5 milljónir kr. </li><li>Barnaheill (Save the Children) - 19,6 milljónir kr.</li></ul>

11.01.2017Skyndilokanir afrískra stjórnvalda á Netinu vaxandi áhyggjuefni

<p><strong><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/whocutofftheinternet.JPG" alt="Whocutofftheinternet">Netið verður stöðugt útbreiddara meðal Afríkuþjóða, veitir fólki ný tækifæri til að afla sér þekkingar og nýta kosti fjármálaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Ýmsir fjölmiðlar hafa hins vegar á síðustu vikum vakið athygli á því að ríkisstjórnir allmargra Afríkuþjóða grípa í auknum mæli til þess að loka fyrir Netið tímabundið. Samkvæmt mælingum vöktunarfyrirtækisins Access Now voru tíu slíkar skyndilokanir gerðar á síðasta ári meðal þjóðanna sunnan Sahara.</strong> <br> </p><p>Eins og sést á myndinni - sem Brooking stofnunin birti - gripu stjórnvöld í Eþíópíu til Netlokana fjórum sinnum á síðasta ári, í tvígang var lokað fyrir Netið í bæði Gambíu og Úganda, einu sinni í Tjad, lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Gabon, Malí, Sambíu og Simbabve. <br> </p><p>Þessar aðgerðir beinast fyrst og fremst að því að hindra umfjöllun og skoðanaskipti á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga eða á tímum pólítískra átaka.&nbsp;</p><p>Brookings stofnunin segir að slíkar lokanir hafi ekki aðeins áhrif á upplýsingaflæði til umræddra þjóða heldur hafi einnig í för með sér efnahagslegt tjón - og vísar í skýrslu sem einn af fræðimönnum hennar birti í október síðastliðinum. Þar kom fram að tjónið vegna skyndilokana á Netinu á heimsvísu nam árið 2015 alls tæpum 2,4 milljörðum bandarískra dala. Mest var tjónið í lýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Tjad og Úganda. <br> </p> <a rel="nofollow" href="https://www.brookings.edu/blog/africa-in-focus/2017/01/06/figure-of-the-week-internet-shutdowns-in-sub-saharan-africa-in-2016/?utm_medium=social&%3butm_source=twitter&%3butm_campaign=global" shape="rect" target="_blank">Nánar</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.dw.com/en/internet-shutdowns-an-explainer/a-36731481" shape="rect" target="_blank">Internet shutdowns - an explainer/ DW</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.vocativ.com/386042/internet-access-shut-off-censorship/" shape="rect" target="_blank">Governments Loved To Shut Down The Internet In 2016 - Here's Where/ Vocativ</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://qz.com/875729/how-african-governments-blocked-the-internet-to-silence-dissent-in-2016/" shape="rect" target="_blank">More African governments blocked the internet to silence dissent in 2016/ Qz</a> <br> <p> <a rel="nofollow" href="https://www.brookings.edu/wp-content/uploads/2016/10/intenet-shutdowns-v-3.pdf" shape="rect" target="_blank">Internet shutdowns cost countries $2.4 billion last year/ Brookings</a></p>

11.01.2017Friðarboðskapur í fyrsta ávarpinu

<h4> <a href="https://youtu.be/nowp-vg3ip4" class="videolink">Ávarp frá nýjum aðalframkvæmdastjóra SÞ</a> </h4><p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem tók við embætti á nýársdag flutti fyrsta ávarp sitt þann sama dag. "Á þessum nýársdegi bið ég ykkur öll að taka höndum saman með mér um eitt sameiginlegt nýársheit: Setjum frið í öndvegi."<br> </p><p>António Guterres var tilefndur aðalframkvæmdastjóri SÞ í október á nýliðnu ári og situr fimm ár í embætti, til 31. desember 2021.</p>

11.01.2017Flóttafólk á gleymdum átakasvæðum fær stuðning frá Dönum

<p><strong><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ulla_toernaes.png" alt="Ulla_toernaes">"Rúmlega 65 milljónir manna í heiminum neyðast til að flýja heimili sín og þurfa á aðstoð okkar að halda. Við heyrum sjaldnast af mörgum þessara átaka. En það dregur ekki úr þörfinni fyrir mannúðaraðstoð. Þvert á móti. Hættan er sú að alþjóðasamfélagið gleymi þeim," sagði Ulla Tørnæs utanríkisráðherra Dana í fréttatilkynningu þegar hún greindi frá ákvörðun dönsku ríkisstjórnarinnar að verja síðasta styrk ársins 2016 til "gleymdra" átakasvæða í heiminum, einkum í Afríku.</strong> <strong><br></strong> </p><p>Á <a rel="nofollow" href="https://globalnyt.dk/content/118-millioner-til-verdens-glemte-kriser" shape="rect" target="_blank">vef</a> Globalnyt í Danmörku segir að átök víðs vegar í heiminum leiði til þess að milljónir manna fari á vergang en þessa sé sjaldan getið í dönskum og alþjóðlegum fréttamiðlum. <br> </p><p>Alls nemur styrkur dönsku ríkisstjórnarinnar 118 milljónum danskra króna, eða um 2 milljörðum íslenskra króna. Fjármununum verður fyrst og fremst ráðstafað til afrískra þjóða eins og Miðafríkulýðveldisins, Suður-Súdan og Búrúndi, auk Jemen á sunnanverðum Arabíuskaganum. <strong><br></strong></p><p><strong><a rel="nofollow" href="http://um.dk/da/nyheder-fra-udenrigsministeriet/NewsDisplayPage/?newsID=3EDE4F04-437C-4783-AE81-070C6A9B086F" shape="rect" target="_blank">Frétt danska utanríkisráðuneytisins</a></strong></p>

11.01.2017Sannar gjafir fyrir 27 milljónir

<p><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/takkunicef.JPG" alt="Takkunicef">Sannar gjafir Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) voru vinsælli en aldrei fyrr í desember og fjöldi fólks lagði neyðarsöfnunum samtakanna fyrir&nbsp; <a shape="rect">Sýrland</a>&nbsp;og&nbsp; <a shape="rect">Nígeríu</a>&nbsp;lið á aðventunni, að því er segir á vef UNICEF á Íslandi. <br> </p><p>Alls seldust&nbsp; <a shape="rect">sannar gjafir</a>&nbsp;fyrir yfir 27 milljónir króna árið 2016 og er það algjört met. Ríflega 22 milljónir króna söfnuðust auk þess fyrir Sýrland í desember. <br> </p><p>Meðfylgjandi mynd birtist með fréttinni á <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://unicef.is/takk-fyrir-ometanlegan-studning" target="_blank">vef</a> UNICEF.</p>

11.01.2017Frétt um starfsnema mest lesin á Fésbók á liðnu ári

<p>Af 439 fréttum sem birtust á <a href="https://www.facebook.com/throunarsamvinna/">Fésbókarsíðu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands</a> á nýliðnu ári var vinsælasta fréttin um þá þrjá starfsnema sem valdir voru síðastliðið sumar til fjögurra mánaða dvalar í þremur samstarfsríkjum Íslands í Afríku. "Ása María, Anna Guðrún og Sigrún Björg á leið til samstarfslanda Íslands" en sú frétt kom fyrir augu 3.400 lesenda síðunnar.</p><p>Önnur mest lesna frétt ársins 2016 var frá loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í New York í apríl með fyrirsögninni "Einbeitið ykkur að endurnýjanlegri orku," en setningin var höfð eftir Jeffrey D. Sachs og fól í sér skilaboð til ríkisstjórna í heimnum.&nbsp;&nbsp;</p><p>Þriðja mest lesna fréttin fjallaði um plastpokabann í Úganda, pistill Sigrúnar Bjargar Aðalgeirsdóttur starfsnema í Úganda og fjórða mest lesna fréttin var líka frá Úganda með myndasyrpu frá hátíð sem markaði upphaf formlegs samstarfs Íslands við héraðsyfirvöld í Buikwe héraði.</p>

11.01.2017Svíar vilja fyrirbyggja átök og tryggja þátttöku kvenna í friðarumleitunum

<p><strong><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/sviaroryggisrad.jpg" alt="Sviaroryggisrad">Svíar ætla að leggja áherslu á að fyrirbyggja átök og tryggja þátttöku kvenna í friðarumleitunum þann tíma sem þeir gegna formennsku í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, segir Margot Wallström utanríkisráðherra Svía í grein sem hún birti á dögunum í Dagens Nyheter. Svíþjóð hreppti sem kunnugt er sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar og fulltrúar Svía gegna formennsku í ráðinu í janúar. <br> </strong> </p><p>Fram kemur í greininni að Svíar vilja stuðla að uppbyggjandi nýju sambandi milli Antonío Guterres nýs framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðsins. <br></p><p><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.government.se/opinion-pieces/2017/01/sweden-takes-its-seat-on-the-un-security-council/" target="_blank">Sweden takes its seat on the UN Security Council/ Sænska ríkisstjórnin</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.thelocal.se/20170102/sweden-to-focus-on-women-and-peace-during-un-security-council-presidency" target="_blank">Sweden to focus on women and peace during UN Security Council presidency/ TheLocal</a></p>

11.01.2017Afríkukeppnin hefst í vikulokin

<p><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/2017_Africa_Cup_of_Nations_logo.png" alt="2017_Africa_Cup_of_Nations_logo">Verið er að leggja lokahönd á undirbúning Afríkukeppninnar í knattspyrnu en keppnin hefst í Libreville, höfuðborg Vestur-Afríkuríkisins Gabon, næstkomandi laugardag, 14. janúar. Keppnin fer fram á fjórum íþróttaleikvöngum í borginni en fyrsti leikurinn verður á milli gestgjafanna og landsliðs Gínea Bissá. <br> </p><p>Landslið Úganda tekur nú í fyrsta sinn um langt skeið þátt í Afríkukeppninni en liðið var á dögunum valið besta landslið Afríku á árlegri hátíð (GLO CAF) þar sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þá var markvörður liðsins, Denis Onyango, valinn besti knattspyrnumaður álfunnar, þ.e. af þeim sem spila innan Afríku. Af alþjóðlegum stjörnum bar Riyad Mahres frá Alsír sigur úr býtum en hann leikur sem kunnugt er með Englandsmeisturum Leicester. <br> </p><p>Þrír leikmenn Leicester taka þátt í Afríkukeppninni en mörg önnur ensk félagslið verða fyrir blóðtöku meðan keppnin stendur yfir, en henni lýkur ekki fyrr en með úrslitaleik 5. febrúar. <br> </p><p>Þjóðirnar sextán sem taka þátt í Afríkukeppninni 2017 eru Gabon, Fílabeinsströndin, Gana, Alsír, Túnis, Malí, Búrkína Fasó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Kamerún, Senegal, Marokkó, Egyptaland, Tógó, Úganda, Simbabve og Gínea Bissá. <br></p><p><a rel="nofollow" href="http://www.africanews.com/2017/01/07/gabon-in-final-preparations-to-host-2017-cup-of-nations/" shape="rect" target="_blank">Gabon in final preperations to host 2017 Cup of Nation/ AfricaNews</a> <br> - <a rel="nofollow" href="http://www.visir.is/enska-urvalsdeildin-kvedur-thessa-leikmenn-i-bili/article/2017170109707" shape="rect" target="_blank">Enska úrvalsdeildin kveður þessa leikmenn í bili/ Vísir</a> <br> - <a rel="nofollow" href="http://allafrica.com/stories/201701060022.html" shape="rect" target="_blank">Africa: CAF - Onyango, Uganda Cranes Best in Africa in 2016/ AllAfrica</a></p>

11.01.2017Metfjöldi flóttamanna í heiminum og gildistaka Parísarsamningsins fréttir ársins

<p>Alþjóðabankinn birti á dögunum lista með tólf grafískum myndum sem bregða ljósi á nokkrar helstu fréttir nýliðins árs. Efst á blaði er metfjöldi flóttamanna í heiminum, næst kemur gildistaka Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál, því næst samdráttur í heimsviðskiptum og í fjórða sæti er sú staðreynd að fleira fók hefur aðgengi að farsíma en rafmagni og hreinu vatni.&nbsp; Bankinn birti einnig myndband sem það gerði af þessu tilefni.&nbsp;</p><p></p><h4> <a href="https://youtu.be/dHSm2a718ao" class="videolink">10 Best World Bank Moments 2016</a> </h4>Af öðrum atriðum sem Alþjóðabankinn telur fréttnæmast frá árinu 2016 er að þriðjungur jarðarbúa er yngri en 20 ára, 600 milljón störf þarf að skapa á næstu tíu árum, þriðjungur íbúa jarðarinnar hafa ekki aðgang að klósetti og flestir sárafátækra í heiminum búa í sunnanverðri Afríku og sunnanverðri Asíu.<p></p>

11.01.2017Kynningarfundur um ráðgjafaverkefni á sviði jarðhita í samstarfi við Alþjóðabankann

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/kynningarfundur.JPG" alt="Kynningarfundur">Í morgun efndi þróunarsamvinnuskrifstofa utanríkisráðuneytisins til kynningarfundar um fyrirhugaðan stuðning við jarðhitaverkefni Alþjóðabankans og mögulega aðkomu íslenskra aðila.&nbsp; <br> </p><p>Ísland hefur frá 2005 stutt við starfsemi Energy Sector Management Assistance Programme (ESMAP) við Alþjóðabankann og frá 2009 hefur staða íslensks jarðhitasérfræðings verið kostuð við bankann. Markmiðið hefur verið að styðja við starf bankans í jarðhitaverkefnum og auka hlut þeirra í fjármögnunarverkefnum bankans.&nbsp; <br> </p><p>Nú er svo komið að Alþjóðbankinn er með allmörg jarðhitaverkefni í undirbúningi og framkvæmd víða um heim. Þrátt fyrir að þessi verkefni séu stór í sniðum hefur það sýnt sig að oft á tíðum er þörf fyrir sérhæfða þekkingu í afmarkaðri ráðgjöf í tengslum við framkvæmd þeirra. Því hefur sú hugmynd verið rædd við bankann að Ísland gæti aðstoðað við framkvæmd þessara verkefna með því að leggja til tæknilega aðstoð við tiltekna afmarkaða þætti sem voru kynntir á fundinum í morgun.</p>

11.01.2017Almenningssalerni og hreint vatn stórbæta lífsgæði íbúanna

<p>Muyubwe er eitt af fiskimannaþorpunum í Buikwehéraði í Úganda sem Íslendingar styðja í þróunarverkefni í samstarfi við héraðsyfirvöld. Þorpið er það afskekktasta í héraðinu, vegurinn endar í útjaðri þorpsins og þramma þarf yfir trjádrumba til þess að komast inn í sjálft þorpið. Íbúarnir eru liðlega fimmtán hundruð talsins og eiga allt undir silfurfiskinum, mukene, sem er sólþurrkaður og fluttur á markað á mótorhjólum.&nbsp;</p><p></p><h4> <a href="https://youtu.be/YNSEi-b4Uuc" class="videolink">Muyubwe - afskekkta þorpið</a> </h4>Vegna mikillar fjarlægðar við næsta byggða ból og afleitar samgöngur hafa margir íbúanna ekki séð annað af heiminum. Sveitarfélagið rekur engan skóla í þessu afskekkta samfélagi og áður en samstarfið við Íslendinga kom til var ekkert hreint vatn, enginn kamar. Samt er þar aðkomufólk í fiskverkun, ung kona eins og Summer Harriet hélt að hún gæti aflað tekna fyrir framhaldsnámi með því að sólþurrka silfurfiskinn, en annað kom á daginn. Rætt er við hana í meðfylgjandi kvikmyndabroti en hún segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við útgerðina, krafist sé hárra skráningargjalda af verkafólki, konurnar þurfi sjálfar að kaupa netin sem fiskurinn er þurrkaður á - og tekjurnar séu nánast engar.&nbsp;&nbsp;<p></p><p></p><p>Í verkefni Íslendinga og héraðsstjórnarinnar hafa verið reist fimm almenningssalerni í þorpinu og búið er að bora fyrir vatni skammt utan bæjarmarkanna sem leitt verður innan tíðar inn í þorpið. Eftirlitsmaður frá héraðsstjórninni segir breytingarnar ánægjulegar og nefnir að dregið hafi úr vatnsbornum sjúkdómum og einn af íbúum þorpsins lýsir yfir mikilli ánægju með stuðninginn.&nbsp;</p><p>Þótt opinberir aðilar bjóði börnunum í þorpinu enga formlega menntun hafa foreldrar sjálfir séð til þess að smáfólkið fái fræðslu. Af litlum efnum hafa þeir sett á fót foreldrarekinn grunnskóla og öll börnin eiga því&nbsp; kost á menntun í fáeinar klukkustundir á dag. Rétt ofan við þorpið er vatnsbólið þar sem borað hefur verið eftir vatni; þar er fólk að þvo sér og næla sér í vatn þótt enginn sé kraninn. Innan tíðar verður vatnsdreifikerfi leitt inn í þorpið níu kranar með hreinu vatni aðgengilegir fyrir íbúa Muyubwe eins og Árni Helgason verkefnastjóri segir frá í kvikmyndabrotinu.</p><b><br></b><p></p>

11.01.2017Tæplega 100 styrkir á fimm árum - fjárhæðin tæplega 1,3 milljarður

<p><strong> <img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/styrkirborgarasamtok.JPG" alt="Styrkirborgarasamtok">Utanríkisráðuneytið hefur veitt tæplega hundrað styrki til þrettán íslenskra borgarasamtaka á síðustu fimm árum, 2012 til 2016. Heildarupphæð styrkjanna nemur tæplega 1,3 milljarði króna. Meirihluta styrkjanna var ráðstafað til verkefna í Afríku en viðtökuríkin voru alls 29 talsins. <br> </strong> </p><p>Á meðfylgjandi <a href="https://batchgeo.com/map/verkefni_borgarasamtaka"> gagnvirku heimskorti </a> má sjá yfirlit yfir þá styrki sem utanríkisráðuneytið hefur veitt til borgarasamtaka á síðustu fimm árum og hvar í heiminum þeim hefur verið varið. Verkefnin eru 97 talsins. Flest verkefnanna tengjast þróunarsamvinnu, 50, en 45 styrkir hafa runnið til mannúðaraðstoðar. Tvö verkefnanna voru fræðslu- og kynningarverkefni. Þrettán borgarasamtök hafa fengið umrædda styrki og heildarfjárhæð þeirra nemur 1,270 milljónum króna. Með því að smella á myndina má kalla fram ítarlegri upplýsingar um verkefni í hverju landi.</p><p></p><p><strong>Flest verkefnanna í Afríku</strong> <br></p><p>Flest verkefnin sem fengið hafa opinbera styrki hafa verið á vegum Rauða krossins á Íslandi, Hjálparstarfs kirkjunnar og SOS Barnaþorpa. Flest verkefnanna, alls 55 talsins, hafa verið framkvæmd í Afríku sunnan Sahara en 24 voru framkvæmd í Asíu. Ef miðað er við einstök ríki voru flestir styrkir veittir vegna verkefna í Sýrlandi, 12 talsins, en 11 verkefni í Úganda fengu styrk og 9 í Malaví.&nbsp;</p><p>Sá eðlismunur er á verkefnum í þessum þremur helstu viðtökuríkjum að öll studd verkefni í Sýrlandi voru vegna mannúðaraðstoðar en tæplega 80% verkefna í Úganda og Malaví voru þróunarsamvinnuverkefni. <br> Þótt flest verkefnanna hafi verið í ofangreindum þremur ríkjum hafa mestir fjármunir farið til verkefna í Eþíópíu, rúmlega 192 milljónir króna, tæplega 162 milljónum hefur verið varið til mannúðarverkefna borgarasamtaka í Sýrlands, 144 milljónum til verkefna í Malaví og 97 milljónum til verkefna í Úganda. <strong><br></strong></p><p><strong>Fleiri mannúðarverkefni á síðasta ári</strong> <br></p><p>Árið 2016 var meira en helmingur styrkja sem utanríkisráðuneytið veitti til borgarasamtaka vegna verkefna í Afríku sunnan Sahara, flest þeirra í Úganda og Eþíópíu. Rúmlega helmingur verkefna borgarasamtaka sem utanríkisráðuneytið styrkti á nýliðinu ári voru vegna mannúðaraðstoðar, eða tólf verkefni af tuttugu. Rúmlega tveimur þriðju hlutum heildarupphæðar styrkja til borgarasamtaka á árinu var varið til mannúðaraðstoðar.&nbsp;</p><p>Þróunarsamvinnuverkefni borgarasamtaka sem utanríkisráðuneytis studdi á liðnu ári snéru að menntamálum, vatns-, salernis- og hreinlætismálum, styrkingu félagslegra innviða og eflingu samskiptagetu borgarasamtaka í Afríku sunnan Sahara. Mannúðaraðstoð sem veitt var í gegnum verkefni borgarasamtaka fólst einkum í stuðningi við að bæta aðbúnað fólks.</p><br><p></p><p><br></p>

11.01.2017Frumbyggjar í Namibíu höfða skaðabótamál gegn Þjóðverjum

<p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/Herero-Postcards-01.jpg" alt="Herero-Postcards-01">Fulltrúar tveggja ættbálka frumbyggja í Namibíu, Ovaherero og Nama, hafa höfðað mál vegna meintra þjóðarmorða nýlendustjórnar Þjóðverja á árunum 1904-1905 og krefjast skaðabóta. Málið er höfðað fyrir dómstól í New York.</strong> <br> </p><p>Auk kröfunnar um skaðabætur fara fulltrúar ættbálkanna tveggja fram á að fulltrúar þeirra eigi sæti í samningaviðræðum milli stjórnvalda í Þýskalandi og Namibíu. Slíkar viðræður hafa verið í gangi á síðustu árum en hingað til hafa þýsk stjórnvöld ítrekað neitað að viðurkenna þjóðarmorðin og hafnað kröfunni um skaðabætur. <br> </p><p>Talið er að 100 þúsund frumbyggjar í Namibíu hafi verið myrtir í útrýmingarherferð Þjóðverja. Talsverð umræða um málið hefur verið í Þýskalandi á síðustu árum eins og sjá í <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://blog.pressan.is/heimsljos/2015/06/08/thjodarmordin-i-namibiu-vidurkennd/" target="_blank">frétt</a> sem birtist í Heimsljósi árið 2015. <br></p><p><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://consciousness.co.za/the-herero-and-namaqua-genocide/" target="_blank">The Herero and Namaqua Genocide</a></p>

14.12.2016Sagan á bak við capulana

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/annagudruncapulana.jpg" alt="Annagudruncapulana"></p><p></p><p>Eitt af því sem einkennir Mósambík er litríkur fatnaður heimamanna sem fer varla fram hjá neinum sem sækir landið heim. Hvert sem litið er sér maður konur sveipaðar í litrík og mynstruð efni, svokölluð capulana, sem þær binda um sig miðja og nota sem einskonar pils, eða sem burðarpoka fyrir börnin sín, höfuðklúta og fleira. Bæði konur og karlar klæðast einnig sérsniðnum fötum úr capulana og það er hægt að gleyma sér alveg í að virða fyrir sér fallega og litríka kjóla, skyrtur, pils og fleira og fleira. En capulana er miklu meira en bara efni, það hefur djúpa félags- og menningarlega merkingu sem er táknræn fyrir Mósambíka og það er jafnvel hægt að segja að það sé partur af sjálfsmynd mósambískra kvenna. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Það fer misjöfnum sögum um hvaðan capulana er upprunnið, en svipuð efni má einnig finna í öðrum löndum Afríku og kannast kannski margir við kanga úr Swahili menningu Austur Afríku. Flestum ber einmitt saman um að capulana hafi komið með Portúgölum sem fluttu það inn til Kenýa frá Indlandi á 19. öld. Indverskur vefnaður var mikilvæg tekjulind í viðskiptum á austurströnd Afríku og notuðu Portúgalar litla áprentaða efnisbúta sem verslunarvöru í Mombasa í Kenía. Sagan segir að Swahili konur hafi keypt efnin og bundið þau saman svo úr varð stærri klútur sem þær svo sveipuðu um sig miðja og notuðu sem pils. Það var ódýrara að gera þetta svona en að kaupa efni af þessari stærð. Indverskir og arabískir kaupmenn hafi svo fært viðskipti sín niður til Mósambík þar sem sagan af capulana byrjaði. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Upprunalega voru capulana í Mósambík í þremur litum, rauð, hvít eða svört. Hvítur táknaði verndun forfeðranna, svartur táknaði hið illa og rauður táknaði stríð. Fyrstu prentin voru yfirleitt fyrirbæri úr náttúrunni, sól, plöntur eða dýr. Þessar týpur af capulana voru allsráðandi fyrir nýlendutímann en í dag eru þær aðallega notaðar af "curandeiros", einskonar andalæknum og græðurum, og eru dýrari á mörkuðum bæjarins þar sem þau eru álitin vera mikils virði og einnig einstaklega falleg. Í dag má finna capulana í allskyns litum og mynstrum sem eru ólík eftir svæðum og siðum. Þau hafa enn táknræna merkingu og eru notuð við ýmis tækfæri, í vígsluathöfnum, á dansviðburðum og jafnvel til að koma pólitískum skilaboðum áleiðis. Capulana sem gjöf er þýðingarmikið og hefur mikla merkingu bæði fyrir þann sem gefur og þann sem þiggur. Það færir gleði og vináttu og styrkir oft félagslega stöðu viðkomandi. Mæður geyma capulana fyrir dætur sínar sem þær gefa þeim þegar þær giftast og segja þeim þá söguna af hverri flík, hvenær capulanað var gefið upprunalega, hver gaf það og við hvaða tilefni. &nbsp;&nbsp;</p><p>Capulana geyma þannig sögur og varðveita menningu Mósambíka - sögur sem fylgja kynslóðum og ganga munnlega mann fram af manni. Það eru til orðatiltæki sem eru tengd við capulana og vísa oft til kvenleika (e. womanhood). Valdamikil og félagslega sterk kona er til dæmis sögð "vera í þéttu capulana" og þegar kona stendur frammi fyrir krefjandi áskorun á hún að "binda capulanað vel". Samkvæmt Paulu Chiziane, mósambískum rithöfundi, gefa menn konunum sínum blóm í Evrópu, en í Mósambík fá þær capulana. Ástæðan er sú að blóm fölna og deyja en capulana endast að eilífu. &nbsp; Sjálf lét ég loksins sauma á mig kjól úr capulana um daginn svo jólakjóllinn í ár verður fallega gulur með rauðu mynstri - kjóll sem á eftir að geyma mína sögu frá Mósambík. &nbsp; Heimildir &nbsp; </p> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.mozambiquemosaic.com/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Henrik Ellert. 2013. Moçambique mosaic: the material culture of moçambique. Publisher: Hakata books.</a> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.almalink.org/documents/capuho.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">CAPULANAS ... CAPULANAS ... CAPULANAS ... CAPULANAS ... CAPULANAS</a> <a rel="nofollow" track="on" href="http://aervilhacorderosa.com/2008/07/a-historia-da-capulana/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">a história da capulana/ Rosa Pomar</a> <br><p></p>

14.12.2016Námskeið Jarðhitaskólans til stuðnings Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

<p><i>Jarðhitaskólinn er ein af fjölmörgum kennslueiningum innan Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSþ).&nbsp; Höfuðstöðvarnar eru staðsettar í Tókýó, en kennslustofnanir og -einingar eru dreifðar út um hnöttinn, þar af fjórar á Íslandi:&nbsp; Jarðhitaskólinn (stofnaður 1978), Sjávarútvegsskólinn (1998), Landgræðsluskólinn (2007/2010) og Jafnréttisskólinn (2009/2013).&nbsp; Skólinn starfar samkvæmt þríhliða samkomulagi HSþ, utanríkisráðuneytis og Orkustofnunar.&nbsp; Fjárveitingar til grunnstarfseminnar koma frá íslenska ríkinu í gegnum utanríkisráðuneytið og flokkast undir opinbera þróunaraðstoð, en skólinn hefur frá upphafi verið hýstur innan Orkustofnunar.</i></p><p></p><p><b>Starfsemin á Íslandi&nbsp;</b></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/jardhitamyndir.jpg" alt="Jardhitamyndir">Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna var stofnaður á Íslandi í lok árs 1978 með það að markmiði að styðja við rannsóknir og nýtingu á jarðhita í þróunarlöndum.&nbsp; Þetta skyldi gert með því að bjóða jarðvísindafólki og verkfræðingum frá hlutaðeigandi stofnunum og fyrirtækjum í samstarfslöndum til 6 mánaða sérhæfðs náms á Íslandi undir handleiðslu íslenskra sérfræðinga.&nbsp; Frá árinu 1979 hefur 6 mánaða námið verið kjarninn í starfsemi skólans og eiga nemendur þess kost að innritast á eina af átta mismunandi sérhæfðum námsbrautum sem keyrðar eru frá apríl til október ár hvert.&nbsp; Alls hafa 647 sérfræðingar frá 60 löndum útskrifast úr náminu frá upphafi og á skólinn stóran þátt í menntun og eflingu þess mannauðs sem víða vinnur að framgangi jarðhitarannsókna og -nýtingar í þróunarlöndunum. &nbsp;&nbsp;</p><p>Um aldamótin hófu Jarðhitaskólinn og Háskóli Íslands samstarf um framhaldsmenntun fyrir fyrrverandi 6 mánaða nema, og Háskólinn í Reykjavík bættist síðar við sem samstarfsaðili.&nbsp; Nemendur sem lokið hafa 6 mánaða þjálfuninni hafa því um langt skeið átt þess kost að sækja um styrk til Jarðhitaskólans til að standa straum af kostnaði við meistaranám á Íslandi við annan hvorn háskólann, og jafnvel doktorsnám við Háskóla Íslands.&nbsp; Alls hafa 52 lokið MSc námi og 2 hafa varið doktorsverkefni sín við HÍ. &nbsp;&nbsp;</p><p>Þó starfsemin hafi framan af að mestu farið fram á Íslandi, hefur hún frá árinu 2005 jafnframt færst út til samstarfslandanna í auknum mæli, sér í lagi Kenía og El Salvador.&nbsp; Eiga námskeið sem haldin hafa verið til stuðnings þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna átt stóran þátt í þeirri þróun. &nbsp;&nbsp;</p><p><b>Þúsaldarnámskeiðin í Kenía&nbsp;</b></p><p>Á fundi æðstu ráðamanna aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn var í Jóhannesarborg árið 2002 tilkynnti ríkisstjórn Íslands aukin framlög til Jarðhitaskólans sem nýta skyldi í vinnuþing og námskeið sem haldin yrðu í þróunarlöndunum til stuðnings þúsaldarmarkmiðunum.&nbsp; Fyrsti atburðurinn var vinnuþing sem haldið var í Kenía í nóvember 2005 og var markhópurinn aðilar sem höfðu aðkomu að og áttu þátt í ákvarðanatöku vegna jarðhitaverkefna í Afríku.&nbsp; Á þinginu kom m.a. fram samdóma álit þessara aðila um að mikil þörf væri á styttri námskeiðum á svæðinu þar sem áhersla væri lögð á jarðhitarannsóknir.&nbsp; Slík námskeið myndu gagnast öllum þeim löndum álfunnar þar sem jarðhita er að finna, enda voru flest löndin enn að rannsaka og meta jarðhitaauðlindir sínar og sum hver voru á byrjunarreit, en jarðhitavirkjanir höfðu þó verið settar upp í Kenía (127 MW) og Eþíópíu (8,5 MW).&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Hið fyrsta í röð námskeiða til stuðnings þúsaldarmarkmiðunum í Afríku var haldið í Kenía árið 2006 í samstarfi við helsta raforkufyrirtæki landsins, KenGen.&nbsp; Námskeiðin urðu árlegur viðburður og þróuðust og efldust eftir því sem árunum fjölgaði.&nbsp; Árið 2009 bættist jarðhitaþróunarfyrirtæki Kenía (Geothermal Development Company - GDC), sem þá var nýstofnað, við sem samstarfsaðili og hafa námskeiðin síðan þá verið haldin í nánu samstarfi Jarðhitaskólans, KenGen og GDC.&nbsp; Auk íslenskra sérfræðinga skipa fyrrverandi 6 mánaða nemar Jarðhitaskólans, sem margir hverjir hafa jafnframt að baki framhaldsnám á Íslandi, veigamikinn sess í kennslu og leiðbeiningarstörfum á námskeiðunum.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Á síðustu árum hafa námskeiðin í Kenía staðið yfir í þrjár vikur.&nbsp; Fyrsta vikan hefur verið helguð vettvangsvinnu á Bogoria svæðinu í Sigdalnum mikla og hafa kenísku samstarfsaðilarnir alfarið séð um þann kafla.&nbsp; Síðari tvær vikurnar hafa námskeiðin verið haldið við Naivashavatn, í námunda við Olkaria jarðhitasvæðið þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað á síðustu árum, enda svæðið eitt hið gjöfulasta sem um getur.&nbsp; Þessi kafli námskeiðanna hefur einkennst af fyrirlestrum, verkefnavinnu, vettvangsferðum um Olkaria svæðið og umfjöllun um stöðu jarðhitamála í Afríku.&nbsp; Frá árinu 2010 hafa á milli 55 og 70 manns tekið þátt í námskeiðunum á hverju ári, um helmingur frá löndum utan Kenía, en hinn helmingurinn frá gestgjafalandinu.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Uppbyggingin hefur verið mjög hröð undanfarið í Kenía og er nú svo komið að landið hefur tekið fram úr Íslandi á hinni alþjóðlegu stigatöflu uppsetts afls jarðhitavirkjana (677 MW á móti 665 MW).&nbsp; Það er því óumdeilanlegt að Kenía býður upp á besta vettvang sem völ er á fyrir námskeiðin í Afríku.&nbsp; Kennarar og þekking eru til staðar, en jafnframt fá þátttakendur frá öðrum löndum álfunnar tækifæri til þess að sjá með eigin augum dæmi um það hverju nýting jarðhita getur áorkað. &nbsp;&nbsp;</p><p>Möguleikar til nýtingar jarðhita í Afríku eru miklir, en misjafnlega er gefið á milli landa.&nbsp; Þannig er austari grein austur afríska rekbeltisins gjöfulli á jarðhita en sú vestari og það sama má segja um samanburð við greinina sem teygir sig til suðurs frá Tansaníu í gegnum Malavívatn og áfram til Mósambík.&nbsp; Þá er djúpan lághita að finna víða í norður Afríku og staðbundinn jarðhita kann að vera finna á öðrum svæðum, s.s. í Kamerún.&nbsp; Möguleikar til raforkuframleiðslu eru því mestir austan til og þá sérstaklega í Kenía og Eþíópíu, en jafnframt horfa lönd á borð við Djibútí, Eritreu, Úganda og Tansaníu til jarðhitans sem uppsprettu raforku.&nbsp; Á lághitasvæðum kann að vera mögulegt að framleiða raforku með tvívökvatækni, en margvísleg tækifæri liggja jafnframt í beinni nýtingu á borð við þurrkun matvæla, ylrækt, fiskeldi, gerilsneyðingu mjólkur, baðlón og heilsutengda ferðaþjónustu. &nbsp;&nbsp;</p><p><b>Þúsaldarnámskeiðin í El Salvador</b></p><p>Í mörgum löndum Rómönsku Ameríku og Karíbahafsins er jarðhita að finna, en nýting til raforkuframleiðslu hefur til þessa verið bundin við einstök lönd Mið-Ameríku og Mexíkó.&nbsp; Eldfjallaeyjar Antilles eyjabogans í Karíbahafi búa margar hverjar yfir jarðhita sem mögulega má nýta til raforkuframleiðslu og Andes fjallgarður Suður Ameríku hefur að geyma mörg jarðhitasvæði.&nbsp;&nbsp; Að auki eru enn ónýtt jarðhitasvæði í Mið-Ameríku og Mexíkó.&nbsp; Vegna möguleikanna sem til staðar eru og þarfar almennings þessara landa fyrir orku varð þetta svæði því fyrir valinu sem vettvangur annarrar námskeiðaraðar til stuðnings þúsaldarmarkmiðunum. &nbsp;&nbsp;</p><p>Í lok nóvember 2006 var haldið í El Salvador vinnuþing fyrir aðila frá Mið-Ameríku og Mexíkó sem þátt áttu í ákvarðanatöku vegna jarðhitaverkefna í heimalöndum sínum, á svipuðum nótum og námskeiðið í Kenía árið áður.&nbsp; Vinnuþinginu var síðan fylgt eftir með námskeiðaröð í samstarfi við jarðhitafyrirtækið LaGeo í El Salvador til stuðnings þúsaldarmarkmiðunum og var hið fyrsta helgað forðamati og umhverfismálum, haldið ári eftir vinnuþingið.&nbsp; Námskeiðin í El Salvador hafa að ýmsu leyti verið frábrugðin námskeiðunum í Afríku vegna annarra þarfa.&nbsp; Í upphafi var markhópurinn sem fyrr segir lönd Mið-Ameríku og Mexíkó sem þegar voru komin nokkuð á veg með nýtingu jarðhita, enda voru jarðhitavirkjanir þá til staðar í El Salvador (204 MW), Kosta Ríka (163 MW), Níkaragva (83 MW), Gvatemala (44 MW) og Mexíkó (953 MW !).&nbsp; Námskeiðin voru því styttri en í Kenía (vikulöng, með undantekningum þó) og voru yfirleitt byggð upp með fyrirlestrum.&nbsp; Umfjöllunarefnið breyttist á milli ára í samræmi við óskir fulltrúa þátttökulanda.&nbsp; Með árunum hefur þátttaka í námskeiðunum breiðst út til Karíbahafsins og Suður Ameríku og hefur áhugi á jarðhitanýtingu farið vaxandi á svæðinu.&nbsp; Líkt og í Kenía hafa íslenskir sérfræðingar komið að kennslu, en jafnframt sjá fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans frá svæðinu um stóran hluta hennar.&nbsp; Fyrirlestrar eru ýmist á ensku eða spænsku, eftir því sem fyrirlesari kýs, en boðið er upp á samtímatúlkun á milli tungumálanna tveggja fyrir þá sem þess þurfa við.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Þar sem innlendar orkulindir smærri eyja Karíbahafsins eru takmarkaðar eru ríkin gjarnan í þeirri stöðu að þurfa að flytja inn kolefnaeldsneyti til að knýja rafstöðvar.&nbsp; Nokkrar eldfjallaeyjar sitja þó á dýrmætum jarðhitaauði sem mögulega má nýta til raforkuframleiðslu og hafa ríkisstjórnir sumra þessara eyja unnið að því á síðustu árum að gera slíkt að veruleika.&nbsp; Með þessu eygja íbúar von um lægra raforkuverð til lengri tíma, meiri stöðugleika í orkuverði og mun minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.&nbsp; Áhrifin til lengri tíma gætu því mögulega orðið á borð við jákvæð áhrif hitaveituvæðingar á Íslandi.&nbsp; Eins og gengur tekur þó töluverðan tíma að koma jarðhitaverkefnum á koppinn og er fjármögnun þar oft hár þröskuldur sem þarf að yfirstíga.&nbsp; Þá eru möguleikar til jarðhitanýtingar i Suður Ameríku töluverðir og víða álitleg jarðhitasvæði að finna.&nbsp; Í sumum tilfellum skapar mikil hæð svæðanna og fjarlægð frá raforkukerfi þó ákveðin vandamál sem þarf að yfirstíga og eins eru regluverk landanna jarðhitanýtingu mis hliðholl.&nbsp; Hvað sem því líður hefur aukins áhuga gætt á jarðhitanýtingu í Suður Ameríku á síðustu árum, sem m.a. hefur komið fram í aukinni aðsókn á þúsaldarnámskeiðin.</p><p><b>Vinnuþing í Kína - Vísir sem ekki varð&nbsp;</b></p><p>&nbsp;Árið 2008 var haldið í Kína vinnuþing fyrir stjórnendur í ætt við þingin sem áður höfðu verið haldin í Kenía og El Salvador og var vonin sú að hægt yrði að fylgja því eftir með námskeiðaröð eins og í hinum löndunum, enda jarðhita að finna víða í Asíu og nýtingarmöguleikar miklir.&nbsp; Hrunið setti þó strik í þau áform þar sem fjárveitingar næstu ára reyndust ekki nægja til þess að þetta yrði að veruleika.&nbsp; Áhugi á samstarfi við Jarðhitaskólann hefur þó áfram verið mikill í Kína og víðar í Asíu.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p><b>Þúsaldarnámskeiðin - Horft til baka&nbsp;</b></p><p>&nbsp;Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna runnu sitt skeið í lok árs 2015, en við tóku markmið sjálfbærrar þróunar - heimsmarkmiðin - sem verða í gildi til ársins 2030.&nbsp; Áhugi var á að halda námskeiðunum í Kenía og El Salvador áfram, en ljóst var að breyta þyrfti kennimerkingu þeirra við þessi tímamót.&nbsp; Síðustu þúsaldarnámskeiðin voru því haldin árið 2015.&nbsp; Sé litið um öxl voru haldin 11 námskeið á árabilinu 2006-2016 í Afríku, þar af eitt í Úganda en hin í Kenía, auk vinnuþingsins 2005.&nbsp; Þátttakendur voru alls 554 frá 21 Afríkulandi (Algeríu, Búrúndí, Kamerún, Kómóróeyjum, Lýðveldinu Kongó, Djibútí, Egyptalandi, Eritreu, Eþíópíu, Kenía, Marokkó, Mósambík, Níger, Nígeríu, Rúanda, Súdan, Tansaníu, Úganda, Sambíu og Simbabwe) auk Jemen.&nbsp; Í El Salvador voru haldin 7 námskeið á árabilinu 2007-2015, auk vinnuþingsins 2006.&nbsp; Þátttakendur voru 411 frá 15 löndum (Bólivíu, Síle, Kólombíu, Kosta Ríka, Dóminiku, El Salvador, Ekvador, Gvatemala, Hondúras, Mexíkó, Montserrat, Skt. Kitts og Nevis, Níkaragva, Perú og Skt. Vinsent og Grenadíneyjum), auk nokkurra þátttakenda frá alþjóðastofnunum.&nbsp; Að vísu er rétt að halda því til haga að í einhverjum tilfellum hefur sama fólk setið fleiri en eitt námskeið í El Salvador sem kemur til af því að breytt er um umfjöllunarefni frá ári til árs. &nbsp;&nbsp;</p><p>Ljóst er að með námskeiðunum hefur Jarðhitaskólinn náð til mun fleiri starfandi og upprennandi jarðhitasérfræðinga en mögulegt hefði verið í gegnum 6 mánaða námið á Íslandi.&nbsp; Námskeiðin hafa nýst til þess að deila mikilvægri þekkingu á milli heimsálfa og kynslóða, þau hafa í mörgum tilfellum verið fyrsti snertiflötur margra við hið alþjóðlega jarðhitasamfélag, tengsl hafa myndast á milli þátttakenda og kennara sem jafnvel hafa orðið kveikja að samstarfi síðar meir, og síðast en ekki síst hafa námskeiðin reynst mikilvægur vettvangur fyrir val á nemum í 6 mánaða námið á Íslandi.&nbsp; Þannig má segja að forval 6 mánaða nema fari fram í aðdraganda námskeiðanna, en þátttakendur eru síðan teknir í ítarleg viðtöl á meðan á námskeiðunum stendur.&nbsp; Námskeiðin eru því til þess fallin að bæta val á nemendum inn í 6 mánaða námið og lækka kostnað við valferlið. &nbsp;&nbsp;</p><p><b>Sérsniðin námskeið</b>&nbsp;</p><p>&nbsp;Í kjölfar velgengni þúsaldarnámskeiðanna í Kenía og El Salvador fór Jarðhitaskólinn að fá fyrirspurnir um möguleikann á því að skipuleggja og halda námskeið í þróunarlöndunum gegn greiðslu.&nbsp; Opnað var á þennan kost árið 2010 og voru það ár haldin fjögur sérsniðin námskeið:&nbsp; tvö í Indónesíu sem fjármögnuð voru í gegnum þróunarsjóði og tvö í Kenía sem fjármögnuð voru af jarðhitafyrirtækjunum tveimur sem Jarðhitaskólinn hafði átt farsælt samstarf við vegna þúsaldarnámskeiðanna.&nbsp; Vegna hraðrar uppbyggingar í Kenía var þörfin fyrir þjálfun mikil og meiri en svo að henni væri annað með þúsaldarnámskeiðunum eða 6 mánaða náminu á Íslandi. &nbsp;Þessi þáttur starfseminnar - sérsniðnu námskeiðin - hefur síðar vaxið töluvert og hafa nú 37 námskeið, vinnuþing og þjálfunarlotur verið haldin undir þessum formerkjum í fjórum heimsálfum og er lengdin allt frá degi upp í mánuði.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Auk þess að ýta undir hugmyndina um sérsniðnu námskeiðin gerðu þúsaldarnámskeiðin þau möguleg þar sem þróunarvinna hafði þegar farið fram og kennsluefni var að miklu leyti til.&nbsp; Þvi var hægt að setja saman námskeiðsdagskrár um tiltekið efni að beiðni utanaðkomandi aðila með lítilli fyrirhöfn, kennsluefni var tiltækt og kennarar voru í þjálfun.&nbsp; Án þúsaldarnámskeiðanna er ólíklegt að þróunin hefði orðið eins og raun ber vitni. &nbsp;&nbsp;</p><p><b>Námskeið til stuðnings Heimsmarkmiðunum&nbsp;</b></p><p>&nbsp;Við þau tímamót sem urðu við samþykkt og innleiðingu nýrra Heimsmarkmiða var sú ákvörðun tekin innan Jarðhitaskólans að hefja nýjar námskeiðaraðir í Kenía og El Salvador Heimsmarkmiðunum til stuðnings, enda námskeiðin sérlega vel til þess fallin að styðja við markmið 7 um aðgang allra að áreiðanlegri orku á viðráðanlegu verði og nútímalegu formi (raforka) með sjálfbærni að leiðarljósi.&nbsp; Að auki styður jarðhitanýting, og þar með námskeiðin, við markmið 13 um bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, auk þess sem námskeiðin styðja við fjölmörg önnur markmið, s.s. markmið um vinnu og hagvöxt, markmið um iðnað, nýsköpun og innviði, markmið um útrýmingu fátæktar, markmið um samvinnu, og síðast en ekki síst markmið um kynjajafnrétti.&nbsp; Jarðhitaskólinn hefur lagt áherslu á tilnefningu kvenna á námskeiðin og konur njóta jafnan forgangs við val á þátttakendum að því tilskildu að þær uppfylli þær kröfur sem almennt eru gerðar til þátttakenda. &nbsp;&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Fyrsta "sjálfbærninámskeiðið" var haldið í El Salvador í septemer 2016.&nbsp; Uppbygging námskeiðsins var mjög í anda fyrri námskeiða í El Salvador, en umfjöllunarefnið var helgað sjálfbærni, stjórnun nýtingar jarðhitaauðlinda út frá umhverfisnálgun og hlutverki jarðhitans í baráttu við loftslagsbreytingar (e. SDG Short Course I on Sustainability and Environmental Management of Geothermal Resource Utilization and the Role of Geothermal in Combatting Climate Change).&nbsp; Umfjöllunarefnið var mjög við hæfi í ljósi nýju námskeiðaraðarinnar og virtist falla vel í kramið hjá þátttakendum sem að þessu sinni voru 68 talsins frá 14 löndum, sem er metfjöldi á námskeiðunum í El Salvador.&nbsp; Auk fyrirlestra og vettvangsferðar í jarðhitavirkjanir sem kenndar eru við bæinn Berlin gafst þátttakendum kostur á að skrá sig í eitt af fimm hópverkefnum sem boðið var upp á: 1) Leyfisveitingaferli og umhverfismat; 2) Eftirlit, skýrslugerð og staðfesting á kolefnisútblæstri jarðhitavirkjana; 3) Setning vinnslumarka sjálfbærrar nýtingar; 4) Mat á jarðhitaverkefni út frá sjálfbærniviðmiðum; og 5) Innleiðing umhverfisstjórnunarkerfis í jarðhitafyrirtæki.&nbsp; Þó svo að umfjöllunarefni næstu námskeiða verði önnur, verður áfram leitast við að styðja sem best við heimsmarkmiðin í útfærslu þeirra. &nbsp;&nbsp;</p><p>Á síðustu árum hefur Jarðhitaskólinn komið að uppbyggingu diplóma náms í jarðhitafræðum við Háskólann í El Salvador, fyrst í ráðgjafarhlutverki, en í ár sem beinn aðili að þessari námsleið sem kennd er á spænsku og gagnast þ.a.l. nemendum frá Rómönsku Ameríku sérlega vel, ásamt LaGeo og háskólanum.&nbsp; Námsleiðin er fjármögnuð af norræna þróunarsjóðnum og standa vonir til þess að hægt verði að bjóða upp á hana áfram á komandi árum, þó fjármögnun sé ekki tryggð til framtíðar.&nbsp; Auk salvadorískra kennara koma íslenskir kennarar á vegum Jarðhitaskólans að.&nbsp; Framlag Jarðhitaskólans er margþætt, en m.a. er sjálfbærninámskeiðið lagt fram sem hluti af námsskránni.&nbsp; Nemendur diplóma námsins sóttu því allir námskeiðið sem haldið var í september og er stefnt að sama fyrirkomulagi á næsta ári. &nbsp;&nbsp; </p><p>Fyrsta námskeið nýrrar námskeiðaraðar í Kenía var haldið í nóvember 2016 og var það byggt á styrkum stoðum fyrri námskeiða með nokkrum skipulagsbreytingum og nýjungum þó.&nbsp; Sem fyrr var námskeiðið þriggja vikna langt og var fyrsta vikan sem haldin er í nágrenni Bogoriavatns óbreytt frá þúsaldarnámskeiðunum eins og þau hafa verið útfærð síðustu ár.&nbsp; Á tveimur síðustu vikunum við Naivashavatn var þó meiri áhersla en áður lögð á sjálfbærni, og nýjum fyrirlestrum um borholujarðfræði, forðafræði og verkefnastjórnun var bætt við dagskrána.&nbsp; Í verkefnavinnunni sem nær yfir þrjá daga fengu þátttakendur nasasjón af jarðhitarannsóknum á lághitasvæðum jafnt sem háhitasvæðum, en fram að því hafði háhitinn verið í fyrirrúmi í verkefnavinnunni.&nbsp; Með vaxandi vitund um eðlismun jarðhitakerfa í austari og vestari greinum Austur-Afríska rekbeltisins, sem m.a. kom fram í niðurstöðum vinnuþings um jarðfræðilega þróun og jarðeðlisfræði vestari greinar hins mikla Austur-Afríska rekbeltis sem haldið var í Kigali í Rúanda í mars á þessu ári, er tilhlýðilegt að veita þátttakendum aukna innsýn í fyrirkomulag rannsókna á lághitasvæðum, en rannsóknaraðferðirnar geta á stundum verið frábrugðnar eftir þvi hvort um lág- eða háhita er að ræða.&nbsp; Þá var boðið upp á spurningaleik á lokadegi námskeiðsins með spurningum byggðum á efni námskeiðsins og upplifunum ýmsum, og mæltist hann vel fyrir.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p>Um nokkurt skeið hafa verið uppi áform um stofnun jarðhitaseturs fyrir Afríkulönd í Kenía þar sem boðið verður upp á margvíslega þjálfun og nám í jarðhitafræðum.&nbsp; Þar hefur m.a. verið rætt um að Jarðhitaskólinn komi að, en sem stendur er óljóst með útfærsluna. &nbsp;Þó er líklegt að námskeiðin verði tengd setrinu ef af stofnun þess verður.&nbsp; Hugmyndin kallast vissulega á við hlutverk Jarðhitaskólans í diplóma náminu við Háskólann í El Salvador og er það vissulega ánægjuleg tilhugsun ef námskeiðin geta stutt við eða jafnvel orðið vísir að varanlegum þekkingarmiðstöðvum í samstarfslöndunum. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;<br></p><p>Hvað sem þessu líður er vonin sú að námskeiðin muni eiga þátt í því að Heimsmarkmiðin verði að veruleika eigi síðar en árið 2030. Sér í lagi er horft til þess að þau u.þ.b. 15% Jarðarbúa sem nú hafa engan aðgang að raforku, muni hafa þann aðgang árið 2030, en jafnframt er horft til áreiðanleika og hagkvæmni raforkuframleiðslu jarðhitavirkjana og þeirra jákvæðu áhrifa sem þær hafa á loftslag og hnattræna hlýnun ef þær eru valkostur við virkjanir sem byggja á notkun kolefnaeldsneytis.&nbsp; Mörg lönd sem hafa yfir drjúgum jarðhitaauðlindum að ráða hafa enn sem komið er lítið sem ekkert nýtt þær - m.a. vegna þess að þekkingu er ábótavant - og aðrar þjóðir hafa einungis tekið sín fyrstu skref á sviði jarðhitanýtingar.&nbsp; Starf Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér heima og erlendis, sem grundvallast á áratugareynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita til margvíslegra nota, er til þess fallið að stuðla að nýtingu þessara auðlinda, þegnum landanna og heimsbyggðinni allri til framdráttar - og þar skipa námskeiðin veigamikinn sess. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><br><p></p>

14.12.2016Moldin og Heimsmarkmiðin

<p> <a href="https://youtu.be/403sT9CGRl0" class="videolink">https://youtu.be/403sT9CGRl0</a> <br></p><p>Ár hvert er 5. desember tileinkaður moldinni og þá er tækifærið notað til að vekja athygli á mikilvægi hennar. Þrátt fyrir okkar tæknivædda heim þá er afkoma okkar háð vistkerfum jarðar og þar með moldinni. Við fáum fæðu, klæði, orku, hreint vatn og margt fleira frá vistkerfunum. Þessu virðumst við gjörn að gleyma þrátt fyrir að einn af stóru umhverfis-samningum Sameinuðu þjóðanna, <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www2.unccd.int/" linktype="1" target="_blank">Eyðimerkursamningurinn</a> vinni gegn land- og jarðvegseyðingu og hafi gert það frá undirritun samningsins árið 1992.&nbsp;&nbsp;</p><p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað árið 2013 að tileinka 5. desember ár hvert moldinni og árið 2015 var jafnframt alþjóðlegt ár jarðvegs hjá Sameinuðu þjóðunum. Eitt af 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er svo tileinkað verndun og sjálfbærri nýtingu landvistkerfa (markmið 15) en þar er moldin í lykilhlutverki. Þetta markmið er hjartans mál Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.</p><p></p><p>Markmið 15: VERNDA, ENDURHEIMTA OG STUÐLA AÐ SJÁLFBÆRRI NÝTINGU LANDVISTKERFA, SJÁLFBÆRRI STJÓRNUN SKÓGA, BERJAST GEGN EYÐIMERKURMYNDUN, STÖÐVA OG SNÚA VIÐ JARÐVEGSEYÐINGU OG SPORNA VIÐ HNIGNUN LÍFFRÆÐILEGS FJÖLBREYTILEIKA <br><br></p><p> En hvað er svona einstakt við moldina? Jú, hún geymir og miðlar vatni og næringarefnum til plantna og er því afar mikilvæg gróðri, til að mynda matjurtum og fóðurplöntum. Fæðuframleiðsla okkar á þurrlendi byggir því á því að við höfum frjósama mold til ræktunar. Moldin hreinsar einnig vatn og er því mikilvæg til að viðhalda og tryggja góð vatnsgæði. Enn fremur geymir moldin meira kolefni en andrúmsloftið og allur gróður á landi samanlagt. Breytingar á magni þess hefur áhrif á loftslagið. Þannig minnkar kolefnisforðinn í moldinni við landhnignun og jarðvegsrof og eykur á hlýnun jarðar, en um fjórðungur af auknu kolefni í andrúmslofti er vegna landhnignunar og landeyðingar af manna völdum. Landhnignun leiðir einnig til minnkandi frjósemi moldarinnar og skertrar getu til að miðla og geyma vatn og næringarefni. Land sem hefur tapað frjósemi sinni gefur af sér minni afurðir. Árlega tapast &nbsp;um 12 milljónir hektara af frjósömu landi - rúmlega stærð Íslands - vegna rangra aðferða við ræktun, skógareyðingar og ofnýtingar, svo sem ofbeitar. Jarðvegur myndast mjög hægt og því er mikilvægt að sporna við landeyðingu og minnkaðri frjósemi moldarinnar með landbótum og vistheimt. <br><br></p><p>Með því að vinna að Heimsmarkmiði 15, stöðva landeyðingu, vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu landvistkerfa, vinnum við einnig að því að ná mörgum hinna Heimsmarkmiðanna, s.s. að útrýma fátækt (1), tryggja fæðuöryggi (2) og nægt hreint vatn (6), draga úr loftslagsbreytingum (13) og vernda hafið (14). Jafnframt stuðlum við að sjálfbærri efnahagslegri hagsæld (8) þar sem stór hluti hagkerfisins byggir á nýtingu náttúruauðlinda eins og moldarinnar. &nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www2.unccd.int/" linktype="1" target="_blank">Eyðimerkursamningurinn</a></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/en/events/soilday/" linktype="1" target="_blank">Word soil day 2016/ SÞ</a></p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fao.org/publications/card/en/c/9c759f86-195d-4cde-a3a7-7bcd477d4213/" linktype="1" target="_blank">Skýrsla um Ástand jarðvegsauðlindar heimsins sem gefin var út í tilefni af ári jarðvegs 2015/ FAO</a>&nbsp;&nbsp; <br>Mikilvægi jarðvegauðlindarinnar og landeyðing á Íslandi/ Landgræðsla ríkisins&nbsp;<a href="https://youtu.be/h5GqZz7KUuw" class="videolink">kvikmyndabrot</a><br><p></p>

14.12.2016UNICEF fagnar 70 ára baráttu í þágu barna heimsins

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/UNICEF-veitti-umfangsmikla-.jpg" alt="UNICEF-veitti-umfangsmikla-">Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fagnaði 70 ára afmæli á dögunum og þeim mikla árangri sem náðst hefur í þágu barna í heiminum síðastliðna áratugi. Sá árangur sést ef til vill best í þeirri staðreynd að helmingi færri börn láta lífið fyrir fimm ára aldur nú en fyrir 25 árum.&nbsp;Um leið ítreka samtökin ákall sitt um hjálp handa þeim milljónum barna sem eru í hættu vegna átaka, fátæktar og ójöfnuðar.</strong>&nbsp;</p><p>"Sleitulaus vinna UNICEF á mörgum af erfiðustu og fátækustu stöðum heims á þátt í þeim gríðarlegu framförum sem orðið hafa fyrir börn vítt og breitt um veröldina síðastliðna áratugi," segir í frétt frá landsnefnd UNICEF á Íslandi. "Hundruð milljóna barna hafa brotist út úr fátækt og þeim börnum sem ekki ganga í skóla hefur fækkað um 40% síðan 1990." &nbsp;&nbsp; </p><p>UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, var komið á fót af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að veita stríðshrjáðum börnum í Evrópu, Kína og Miðausturlöndum neyðarhjálp eftir seinni heimsstyrjöldina. Markmiðið var að ná til allra barna í neyð, óháð því hvaða afstöðu landið þeirra hefði haft í styrjöldinni. Samtökin voru fjármögnuð með frjálsum framlögum, stækkuðu fljótt og voru árið 1955 farin að hjálpa börnum í yfir 90 ríkjum. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;+</p><p></p><p>Í dag vinnur UNICEF í yfir 190 ríkjum - nærri öllum ríkjum heims, og eru langstærstu barnahjálparsamtök heims. Markmiðið er sem fyrr að ná til allra barna, enda eiga öll börn sömu réttindi, óháð því hvar þau fæðast og hvar þau búa. &nbsp;&nbsp;</p><p> <strong>Heimur þar sem börn fá að blómstra</strong>&nbsp;</p><p>&nbsp;Frá því að UNICEF hóf starfsemi sína fyrir 70 árum hafa samtökin brugðist mörg þúsund sinnum við þegar neyðarástand hefur skapast, svo sem eftir náttúruhamfarir eða vegna stríðsátaka. <br> "Án alls þess hugrakka fólks sem gerir allt sem það getur til að ná til þeirra barna sem eru mest berskjölduð - og án stuðning frá <a shape="rect">heimsforeldrum</a>, fyrirtækjum, stjórnvöldum og öllum þeim sem styðja UNICEF um allan heim hefði UNICEF aldrei náð þeim mikla árangri sem við höfum orðið vitni að. Á afmælinu erum við því fyrst og fremst þakklát," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.&nbsp;</p><p>&nbsp; <br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://unicef.is/unicef-70-ar-i-thagu-barna" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UNICEF fagnar 70 ára baráttu í þágu barna heimsins/ UNICEF</a></p>&nbsp;&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;<p></p>

14.12.2016Næturfrost í Írak - UN Women dreifir hlýjum teppum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/Hlyteppi_mosul.png" alt="Hlyteppi_mosul">UN Women í Írak dreifði aukalega þrjú þúsund þykkum teppum til kvenna og barna þeirra í flóttamannabúðum austur af Mosul fyrir síðustu helgi. Veður kólnaði snögglega og kvörtuðu konur í búðunum sérstaklega undan næturfrosti.</strong></p><p> Enn geisa hörð átök í Mosul, fyrrum helsta vígi vígasveita íslamska ríkisins í Írak. Um miðjan október síðastliðinn réðust íraskar öryggissveitir ásamt hersveitum Kúrda inn í Mosúl með það að markmiði að ná borginni úr höndum ISIS. Nýjustu tölur herma að 85 þúsund manns hafi nú þegar flúið borgina og virðist talan því miður eiga eftir að hækka næstu daga miðað við hið skelfilegt ástand sem ríkir í borginni.&nbsp;"Ég er svo þakklát fyrir teppin, nú get ég hlýjað mér og barnabörnunum mínum á nóttunni," segir ónefnd kona sem lagði á flótta frá Mosul í síðastliðnum mánuði.&nbsp;</p><p>Í frétt á <a rel="nofollow" track="on" href="https://unwomen.is/konum-er-kalt-mosul/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">vef</a> UN Women segir að samtökin dreifi sæmdarsettum til kvenna og stúlkna í Mosul og nágrenni sem innihalda meðal annars þykk teppi en undanfarna tvo mánuði hefur UN Women nú þegar dreift 20 þúsund sæmdarsettum til kvenna og stelpna, þökk sé meðal annars neyðarsöfnunar landsnefndar UN Women á Íslandi og rausnarlegra framlaga almennings á Íslandi sem studdi dyggilega við átakið. Sæmdarsettin innihalda dömubindi, sápu, tannbursta, tannkrem, hlý teppi, barnaföt, tvo pakka af bleium, uppþvottasápu, handklæði og vasaljós.&nbsp;</p><p>Dr. Paulina Chiwangu starfandi svæðisstýra UN Women í Írak segir sæmdarsettin gera konum á flótta í Mosul og kring kleift að viðhalda sjálfsvirðingu sinni og reisn. "Eins verð ég að minnast á að í ljósi þess að alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi var að ljúka, þá vil ég minnast allra þeirra kvenna sem misst hafa lífið og fagna innilega öllum þeim konum sem lifðu af gróft ofbeldi vígasveita íslamska ríkisins. Þessar konur eru sannar hetjur. Eins vil ég þakka öllum þeim styrktaraðilum um allan heim sem gera UN Women kleift að dreifa sæmdarsettum áfram í Írak. Neyðin er mikil."&nbsp;</p><p>UN Women á Íslandi safnar nú fyrir dreifingu sæmdarsetta í Írak með sölu á jólagjöf UN Women. Jólagjöf UN Women er táknræn gjöf og um leið&nbsp; jólaskraut sem veitir ljós. Um er að ræða blað sem er brotið í þrennt og myndar eins konar tjald sem stendur. Inni í tjaldinu er stuttur texti um gjöfina, pláss fyrir persónulega kveðju og lítið ljósprik (glowstick) sem veitir birtu. Ljósið táknar þá von og þann kraft sem gjöfin veitir. Ein jólagjöf er andvirði sæmdarsetts fyrir konu á flótta í Írak. &nbsp;&nbsp;</p><p>Gjöfin kostar 3.990 krónur og fæst á unwomen.is eða í síma 552-6200. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p>

14.12.2016Beinar peningagreiðslur til fátækra til að bæta lífskjör gefast vel

<p><strong> <a href="https://youtu.be/pwanpdGopzE" class="videolink">https://youtu.be/pwanpdGopzE</a> Beinar peningagreiðslur til fátækra hafa færst í vöxt sem leið til að bæta lífskjör. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa komist að þeirri niðurstöðu að árangursrík aðferð og skilvirk sé einfaldlega að láta fátæka fá reiðufé. Stundum er slíkar greiðslur skilyrtar af hálfu stjórnvalda eins og að foreldrar nýti fjármunina til að senda börn í skóla eða krafa sé gerð um bólusetningar. En þess eru líka dæmi að greiðslurnar séu án nokkurra skilyrða.</strong>&nbsp;</p><p>Andstætt því sem flestir álíta fara þessir peningar ekki til kaupa á sígarettum og áfengi eða í aðrar ónauðsynjar. Í grein í Qartz segir að áratugum saman hafi þær áhyggjur verið áberandi en samkvæmt nýrri skýrslu þar sem fjölmargar rannsóknarniðurstöður eru greindar hafi þvert á móti komið í ljós að þar sem beinar peningagreiðslur til fátækra tíðkist hafi samdráttur mælst í verslun með áfengi og tóbak.&nbsp;</p><p>Samantektin um niðurstöður rannsókna birtist nýlega í tímaritsgrein frá háskólanum í Chicago en höfundar hennar eru starfsmenn Alþjóðabankans, þau David Evans og Anna Popova. Þau rýndu nítján rannsóknir þar sem kannað var sérstaklega hvort peningagreiðslur til þeirra efnaminni hefðu áhrif á sölu á áfengi og tóbaki. Engin könnun leiddi í ljós aukna neyslu á áfengi og tóbaki en hins vegar reyndust margar þeirra leiða í ljós samdrátt í sölu á þessum varningi.&nbsp;</p><p>David og Anna veltu einnig fyrir sér hugsanlegri skýringu á þessari niðurstöðu. Ein tilgáta þeirra er sú að beinar peningagreiðslur breyti hugsunarhætti fátækra til efnahags. Áður en greiðslurnar komu til sögunnar hafi lítilræðið sem varið var til menntunar og heilsu verið litað vonleysi, en eftir að greiðslurnar hófust hafi foreldrar séð skynsemina í því að fjárfesta tildæmis í menntun barna sinna. Til þess að nýta fjármunina sem best hafi þeir ákveðið að draga úr reykingum og áfengisneyslu.&nbsp;</p><p>Þá nefna greinarhöfundar annan þekktan hagfræðilegan þátt sem kallast <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://faculty.chicagobooth.edu/richard.thaler/research/pdf/the%20flypaper%20effect.pdf" linktype="1" target="_blank">The Flypaper Effect</a>&nbsp;og felur í sér hagfræðikenningu um breytta hegðun viðtakenda þegar peningar eru látnir af hendi í sérstökum tilgangi. Þá sé tilhneiging til þess bæði hjá fólki og samtökum að nota þá peninga á þann hátt sem ætlast er til, þótt enginn neyði þá til þess. Hjá stjórnvöldum sem veita beinar peningagreiðslur til fátækra heimila er viðkomandi yfirleitt sagt að um sé að ræða stuðning við velferð fjölskyldunnar.&nbsp;</p><p>Síðast en ekki síst nefna þau David og Anna skýringuna sem ef til vill er lílklegust, þ.e. að peningagreiðslur til fátækra fjölskyldna fara yfirleitt í gegnum hendurnar á konum. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að þegar konur ráða yfir tekjum heimilanna eru líkurnar meiri en ella á því að þeir peningar séu notaðir til kaupa á mat eða í heilsuvernd barna. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.journals.uchicago.edu/doi/abs/10.1086/689575" linktype="1" target="_blank">Cash Transfers and Temptation Goods/ University of Chicago Press Journal</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.foreignaffairs.com/articles/show-them-money" linktype="1" target="_blank">Show Them the Money-Why Giving Cash Helps Alleviate Poverty, eftir Christopher Blattman and Paul Niehaus/ ForeignAffairs</a>

14.12.2016Vopnuð átök í heiminum færri en mannskæðari

<p></p><p><b><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/statesoffragility2016.JPG" alt="Statesoffragility2016">Vopnuðum átökum fækkar í veröldinni en þau eru mannskæðari en áður. Samkvæmt nýútkominni skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) hafa ofbeldisverk&nbsp; á síðastliðnum fimmtán árum með einum eða öðrum hætti haft áhrif á 3,34 milljaðra manna, eða tæplega helming mannkyns. Í&nbsp; <a shape="rect">formála</a> &nbsp;skýrslunnar - State of Fragility 2016 - fullyrðir&nbsp; Douglas Frantz aðstoðarframkvæmdastjóri OECD að ofbeldi fari vaxandi í veröldinni og bregðast verði við með endurskoðun á alþjóðlegri þróunarsamvinnu.&nbsp;</b></p><p>Í skýrslunni kemur fram að dauðsföll af völdum vopnaðra átaka séu nú þrefalt fleiri en árið 2003. Gögn sýna að árið 2014 var annað versta árið frá dögum kalda stríðsins þegar litið er á fjölda dauðsfalla á átakasvæðum og árið 2015 það þriðja versta. Í fyrra voru dauðsföll tengd vopnuðum átökum 167 þúsund talsins, þar af 55 þúsund í Sýrlandi.&nbsp;</p><p>Í skýrslunni kemur einnig fram að starfsemi ofbeldisfullra öfgasamtaka og hryðjuverkastarfsemi færist í aukana. Douglas Frantz segir að efnahagslegt tjón af völdum ofbeldisverka vaxi að sama skapi, það sé nú metið á 13,6 trilljónir bandarískra dala sem jafngildir 13,6% af þjóðartekjum í heiminum. "Og borgararnir, einkum börn og konur, eru í mestri hættu," segir hann.&nbsp;</p><p>Samkvæmt skýrslunni telur OECD að 1,6 milljarður manna, eða um 22% allra jarðarbúa, hafi búfestu á svæðum sem skilgreind eru óstöðug. Á sama tíma og fólki fækki í heiminum sem býr við sárafátækt sé fyrirsjáanleg fjölgun sárafátækra í óstöðugum heimshlutum, úr 480 milljónum á síðasta ári upp í 542 milljónir árið 2035.&nbsp;</p><p> <b>Hvað skýrir aukið ofbeldi?</b>&nbsp;</p><p>&nbsp;Skýrsluhöfundar rýna í ástæður þessarar þróunar og hvernig unnt sé að bregðast við henni, en undirheiti skýrslunnar er einmitt "Understanding Violence." Það er mat höfundanna að viðleitni til að auka þróun, frið og öryggi hafi ekki haldið í við það sem þeir kalla "veruleika ofbeldis." Og þeir hvetja til þess að ofbeldisverkum verði gefinn meiri gaumur - og sett verði meira fjármagn til að stemma stigu við því.&nbsp;&nbsp;</p><p>Douglas Franzt minnir á það í inngangi skýrslunnar að alþjóðasamfélagið hafi tekið höndum saman á síðasta ári með sögulegum samþykktum, annars vegar Parísarsamkomulaginu og hins vegar Heimsmarkmiðunum, í því skyni að bæta heiminn. Öll þau áform kunni að vera í hættu vegna þess að fjármagn sem ætti að fara í uppbyggingarstarf yrði nýtt til að leysa bráðavanda sem tengdist fátækt, ofbeldi og óstöðugleika. Slíkt komi til með að hafa í för með sér tafir á aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og tafir á framgangi Heimsmarkmiðanna, milljónir manna búi áfram við örbirgð og átök, flóttamannavandinn verði ekki leystur og öfgafull ofbeldisstarfsemi aukist.&nbsp;</p><p>Franzt telur nauðsynlegt að brjóta upp þessa banvænu hringrás og til þess þurfi hvorki meira né minna en að hugsa alþjóðlega þróunarsamvinnu upp á nýtt. Það merki að þróa þurfi nýtt fjölvítt líkan til að mæla og fylgjast með óstöðugleika. Markmiðið sé að skilgreina öflin að baki fátækt og átökum, allt frá fjölgun vígasveita í borgum upp í víðtæka spillingu. Aðeins með slíkri greiningu sé unnt að komast að því hvað sé í ólagi og hvernig standa megi að viðgerð.&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" href="http://www.theonlinecitizen.com/2016/12/01/using-aid-for-structural-change-in-fragile-states-could-help-curb-rising-instability-says-oecd/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Using aid for structural change in fragile states could help curb rising instability, says OECD/ TheOnlineCitizen&nbsp;</a></p><br><p></p>

14.12.2016Mikill stuðningur ríkisstjórna við Flóttamannastofnun SÞ

<p> <a href="https://youtu.be/L24Ed4ndVBs" class="videolink">https://youtu.be/L24Ed4ndVBs</a> Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR)&nbsp; hefur aldrei fyrr fengið jafn ríkulegan stuðning ríkisstjórna í heiminum, að því er segir í frétt frá stofnuninni. Þegar hafa ríkisstjórnir skuldbundið sig til að greiða 700 milljónir bandaríkjadala til verkefna stofnunarinnar á árinu 2017. Verkefnin eru viðamikil eins og sést á tölum um flóttafólk og fólk án ríkisfangs, tæplega 69 milljónir manna.</p><p>&nbsp; <br>Skuldbindingar um framlagsgreiðslur voru samþykktar á fundi framlagsríkja í Genf á dögunum og samkvæmt frétt UNHCR verða framlögin nýtt til stuðnings fólki sem er á flótta vegna langvinnra átaka eins og í Írak, Jemen, Suður-Súdan og á svæðinu í kringum Tjad vatnið í Afríku. Þá rekur stofnunin verkefni í rúmlega 100 þjóðríkjum um allan heim. Fjárþörf Flóttamannastofnunar fyrir allt næsta ár nemur 7.3 milljörðum dala.&nbsp;</p><p>&nbsp; <br>Í frétt UNHCR segir að meiri áhersla sé lögð í samstarf við aðrar stofnanir í stefnumörkun fyrir næsta ár og það sé helsta nýlunda í verklaginu. Þar er meðal annars um að ræða samstarf við Alþjóðabankann, Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).&nbsp;</p><p>"Við hvetjum framlagsríki og stofnanir þeirra til þess að taka höndum saman með okkur til að tryggja að allt fólk á flótta geti fengið vernd og byggt upp örugga framtíð," er haft eftir Filippo Grandi yfirmanni UNHCR í fréttinni.&nbsp;</p><p>"Forgangsverkefni hjá okkur er að bjarga mannslífum og vernda bæði rétt og reisn flóttafólks, fólks sem er á vergangi innan eigin lands, og fólks án ríkisfangs. Það merkir að bjóða hagnýta aðstoð til langs tíma, meðal annars til þeirra þjóða og samfélaga sem hýsir fólkið," bætti hann við. <br> Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur á þessu ári sérstaklega vakið athygli á börnum á flótta. Myndbandið hér að ofan fjallar einmitt um börn á flótta og nefnist "Raddir í myrkrinu." Samkvæmt tölum stofnunarinnar voru 112 þúsund foreldralaus börn meðal hælisleitenda á síðasta ári. <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unhcr.org/en-us/news/latest/2016/12/58482ec94/states-pledge-us700-million-unhcr-2017-operations.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

14.12.2016Antonio Guterres sver embættiseið og heitir umbótum í starfi SÞ

<p><strong>António Guterres sór í vikubyrjun embættiseið sem níundi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í ávarpi á allsherjarþingi SÞ að samtökin verði að laga sig að breyttum heimi. Guterees tekur við embættinu af Ban Ki-moon um næstu áramót.</strong> <br> <br> Guterres, sem er 67 ára að aldri, var forsætisráðherra Portúgals frá 1995 til 2002 og flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna frá 2005 til ársloka 2015.&nbsp;</p><p>Guterres lagði mikla áherslu á það í ræðu sinni að friður og öryggi væru kjarni allrar starfsemi Sameinuðu þjóðanna og kvaðst ætla að beita sér fyrir umbótum í starfi Sameinuðu þjóðanna. Hann nefndi sérstaklega að þörf væri á umbótum á sviði upplýsingamiðlunar og samskipta, að veita þyrfti uppljóstrurum vernd, hraða ráðningarferli starfsfólks og vinna gegn íþyngjandi skriffinnsku. Þá hét hann því að beita sér fyrir jafnrétti kynjanna hjá samtökunum, þar á meðal með því að tryggja að jafn margar konur og karlar væru í æðstu stöðum.&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55783#.WFEcTtWLS70" linktype="1" target="_blank">Taking oath of office, Antonio Guterres pledges to work for peace, development and a reformed United Nations/ UNNewsCentre</a></p>

14.12.2016Stutt við landsfélög SÞ og verkfærakistu í jafnréttismálum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/midstodSTh.jpg" alt="MidstodSTh">Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, undirritaði í gær samning við landsnefnd Barnahjálpar SÞ (UNICEF), landsnefnd UN Women og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um áframhaldandi stuðning við rekstur Miðstöðvar SÞ á Íslandi. Miðstöðin var opnuð árið 2004 og er mikilvægur samstarfsvettvangur félaganna sem hefur styrkt kynningarstarf, upplýsingagjöf og vitundarvakningu um margþætta starfsemi Sameinuðu þjóðanna.</strong>&nbsp;</p><p>Þá undirritaði ráðuneytisstjóri samkomulag við Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru landsnefndar UN Women, um að ráðast í gerð rafrænnar verkfærakistu til að vinna að jafnrétti kynjanna. Verkfærakistan er hluti átaks til að auka þátttöku karla í baráttunni fyrir jafnrétti. Hún byggist á svokölluðum Rakarastofuráðstefnum sem utanríkisráðuneytið hefur staðið að erlendis síðastliðin tvö ár og vilja Sameinuðu þjóðirnar hvetja fleiri til að standa að slíkum viðburðum. &nbsp;</p><p>Verkfærakistan verður heimasíða með margs konar upplýsingum fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja nýta sér hugmyndina svo auka megi vitund karla um ávinning allra af jafnrétti og valdeflingu kvenna. Gert er ráð fyrir að hugtakið verði þar útskýrt, umræðuleiðbeiningar verði aðgengilegar um ýmis málefni sem vert er að ræða, t.d. ofbeldi gegn konum, aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi. Efnið verður meðal annars unnið í samstarfi við þá erlendu sérfræðinga sem komið hafa að rakarastofuráðstefnum ráðuneytisins. UN Women mun hafa umsjón með verkinu. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>

14.12.2016Íslenskur stuðningur við bágstaddar stúlkur í Úganda

<p><strong> <a href="https://youtu.be/i3qeEsDs4ok" class="videolink">https://youtu.be/i3qeEsDs4ok</a> <br></strong></p><p><strong>Skammt utan við höfuðborgina Kampala í Úganda reka samtökin Candle Light verkmenntaskóla fyrir unglingsstúlkur, skóla sem íslensk kona. Erla heitin Halldórsdóttir, stofnaði upphaflega árið 2001. Skólinn hefur um árabil notið stuðnings íslenskra stjórnvalda og íslenskra samtaka sem nefnast Alnæmisbörn. Upphaflega var skólinn eingöngu fyrir ungar stúlkur sem misst höfðu foreldra sína úr alnæmi en nú eru í skólanum stúlkur sem hafa átt erfitt uppdráttar af ýmsum ástæðum.</strong>&nbsp;</p><p>&nbsp; <br>Meðal kennara í matreiðslu er Lawino Florence, 24 ára, fyrrverandi nemandi í skólanum. Hún er fædd og uppalin í Gulu, í norðurhluta Úganda, fjórða í röðinni af sjö systkinum. Hún missti báða foreldra sína úr alnæmi á barnsaldri. Rætt er við Lawino í meðfylgjandi kvikmyndabroti. </p><p><strong><br></strong></p><p><strong>Saga Lawino Florence</strong>&nbsp;</p><p>Þar kemur fram að eftir foreldramissinn flutti Lawino til höfuðborgarinnar Kampala, til móðurbróður síns sem starfaði sem lögregluþjónn.&nbsp; Hann átti vin sem þekkti til Kertaljósa-samtakanna, Candle Light Foundation. Samtökin buðust til að greiða götu Lawino í skóla. Eins og hún segir sjálf, þá var hún ung að árum með háleita framtíðardrauma. Hún ætlaði að verða læknir eða&nbsp; sinna einhverjum störfum tengdum heilbrigðismálum. En þegar hún var að ljúka&nbsp; grunnskólanámi kom strik í reikninginn: Móðurbróðir hennar lést.&nbsp; Eftir að frændinn féll frá var fátt til bjargar, ekkjan atvinnulaus og hafði fyrir eigin börnum að sjá, og átti þess ekki lengur kost að styðja við bakið á Lawino með greiðslu skólagjalda. Um tíma dimmdi yfir í lífi ungu stúlkunnar en aftur kom ljós inn í líf hennar þegar Candle Light Foundation bauð henni að koma í verkmenntanám í skólanum; þá fór Lawino&nbsp; á matreiðslubraut og eftir námið hóf hún störf á hóteli í Kampala þar sem hún fór fyrst sem starfsnemi. Launin voru hins vegar ekki ásættanleg, segir hún, og því fékk hún annað starf í mötuneyti, í höfuðstöðvum lögreglunnar í Kampala. Allt segir hún þetta Candle Light að þakka - og hún vilji sýna þakklæti sitt í verki með því að hjálpa öðrum.&nbsp;</p><p></p><p> <strong>Starfið ástríða</strong>&nbsp;</p><p>&nbsp;Rosette Nabuuma hefur veitt verkmenntaskólanum forstöðu frá upphafi. Hún viðurkennir fúslega að starfið sé henni ástríða. Hún kveðst hafa átt samleið með Candle Light lengi, upphaflega með Erlu Halldórsdóttur &nbsp;fyrir fimmtán árum þegar þær ákváðu að grípa til aðgerða í þágu bágstaddra stúlkna í Úganda. Hún segir að fyrstu árin hafi verið erfið, sjálf hafi hún verið ung kona en verkefnið hafi verið heillandi og þörfin fyrir stuðning hafi verið mikil meðal ungra stúkna sem sumar hverjar hafi ekki átt annan samanstað en götuna. "Þær urðu hluti af mér, hlutskipti þeirra varð hlutskipti mitt og vandamál þeirra eru vandamálin mín," segir hún. &nbsp; <br> Nýlega flutti skólinn í ný húsakynni og aðstæðurnar eru gjörbreyttar frá því sem áður var. Rosette er hæstánægð með breytingarnar og segir að íslensk stjórnvöld hafi veitt skólanum styrki til húsbygginga og skólinn geti ávallt reitt sig á stuðning Alnæmisbarna sem hafi lengi verið ein helsta kjölfestan í rekstri skólans. <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://candlelightfoundation-ug.org/" linktype="1" target="_blank">Vefur Candle Ligth Foundation</a> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://hiv-born.is/" linktype="1" target="_blank">Félagið Alnæmisbörn</a><p></p>&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;<p></p>

07.12.2016Chief Kachindamoto

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/pistillasa2.jpg" alt="Pistillasa2">Í síðustu viku lá leið okkar í sendiráðinu í Lilongwe í dagsferð til Kachindamotobæjar í Dedza héraði. Héraðshöfðingi Dedza, Theresa Kachindamoto, hafði boðið okkur í heimsókn en hún er nýjasti samstarfsaðili okkar hérna í Malaví og ætlar að aðstoða höfðingja í Mangochi að finna leiðir til að takast á við barnahjónabönd sem eru mikið vandamál í héraðinu og í landinu öllu. <br> <br> <strong>Hefur ógilt yfir 1500 barnahjónabönd</strong> <br>Theresa Kachindamoto er yngst tólf systkina og kemur úr fjölskyldu héraðshöfðingja. Þar sem hún var yngst og þar að auki kona bjóst hún ekki við því að verða höfðingi sjálf og reyndi meira að segja sem best hún gat að afþakka stöðuna þegar hún bauðst. Hún hafði unnið sem ritari guðfræðiháskólans í Zomba hátt í 30 ár þegar hún fékk kallið og sagði okkur að hún hefði snúið heim í hérað full efasemda um að hún væri að gera rétt og ekki sannfærð um að nokkur vildi hafa hana sem höfðingja. Henni til mikillar undrunar tók fólkið á móti henni með fagnaðarlátum og eftir að hafa rætt örstutt við guð sagðist hún hafa áttað sig á því að þetta væri það sem hún ætti að gera. Þetta var árið 2003 og síðan þá hefur Kachindamoto komið í veg fyrir eða ógilt yfir 1500 barnahjónabönd, hvort sem það er á milli tveggja barna eða barns og fullorðins einstaklings. Hún hefur einnig barist ötullega á móti skaðlegum vígsluhefðum sem stundaðar eru sums staðar í Malaví og miða að því að undirbúa börn undir hjónaband í gegnum kynlífsathafnir.&nbsp;&nbsp;</p><p>Eins og áður sagði eru barnahjónabönd mikið vandamál í landinu. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar - fátækt veldur því oft að foreldrar sjá einfaldlega bara hag sinn í að gifta dætur sínar en þannig er munninum færri að fæða og jafnvel fylgir einhver greiðsla frá eiginmanninum tilvonandi; börn sem eignast börn saman eru látin giftast eða gera það af fúsum og frjálsum vilja; trúarbrögð og hefðir þeim tengdar geta hvatt til giftinga o.s.frv. Hver sem ástæðan er þá eru þau skaðleg barninu og samfélaginu í heild en lang oftast leiða þau til þess að börnin hætta í skóla og fara að sinna heimilinu og eignast börn. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p></p><p>Það að ráðast gegn rótgrónum hefðum eins og þeim sem barnahjónabönd byggja oft á er ekki auðvelt og sérstaklega ekki ef það er kona sem er að rísa upp gegn hefðum jafn karllægs samfélags og Kachindamoto stendur frammi fyrir. Hún sagði okkur frá því að þegar hún fyrst tilkynnti það að hún ætlaði sér að stöðva barnahjónabönd og misnotkun á börnum í héraðinu þá mætti hún mikilli mótstöðu og var hreinlega spurð að því hvort hún vildi deyja. Hún glotti óhrædd þegar hún sagði okkur frá þessu en svar hennar var á þann veg að þeir mættu drepa hana þegar hún væri búin með þetta verkefni sem hún ætlar sér að klára og að hún muni þá sitja sátt hjá guði, stolt af sínu ævistarfi. Í malavískum lögum eru hjónabönd einstaklinga undir átján ára aldri bönnuð en vandamálið er að í stjórnarskrá landsins er einstaklingur sagður gjaldgengur í hjónaband þegar hann nær fimmtán ára aldri. Þetta ósamræmi auðveldar fólki að komast framhjá lögum en einnig eru mörg hjónaböndin svokölluð hefðarhjónabönd eða "customary marriages" sem þýðir að þau eru ekki endilega viðurkennd af ríkinu heldur þurfa þau einungis samþykki þorpshöfðingjans. Fjölkvæni er til dæmis þó nokkuð algengt í Malaví en fjölkvænishjónabönd eru alltaf hefðarhjónabönd hér þar sem þau eru bönnuð með lögum.&nbsp;</p><p>&nbsp; <br> <strong>Hjálög í héraði</strong> <br>Til að ná fram þeim árangri sem raun ber vitni hefur Kachindamoto þurft að vera ákveðin, hörð af sér og staðföst. Hún sagði okkur frá því að hún hafi komið á hjálögum í sínu héraði sem bannar þorpshöfðingjum að gefa leyfi fyrir barnahjónaböndum og hún hefur verið hörð á því að þessum hjálögum skuli fylgt eftir. Fljótlega eftir að hjálögin voru sett á urðu nokkrir þorpshöfðingjar uppvísir að því að hundsa þau - þeir létu múta sér til að leyfa hjónabönd sem samkvæmt lögunum er harðbannað. Kachindamoto kallaði umrædda höfðingja á fund með sér og leysti þá frá störfum sem þorpshöfðingjar fyrir brot sín - hún gerði þeim það strax ljóst að hún ætlaði ekki að sýna neina linkind í þessari baráttu. Hún tekur það þó fram að hún trúi á það að fólk geti bætt sig og þorpshöfðingjarnir óþekku fengu annað tækifæri eftir að hafa ógilt hjónaböndin sem þeir leyfðu og hún var búin að fá staðfestingu frá skólastjórum í þorpunum þeirra þess efnis að stúlkurnar væru mættar aftur í skólann. Í þessari heimsókn okkar til Kachindamoto voru þessir þorpshöfðingjar sem höfðu fengið annað tækifæri einnig viðstaddir. Mæðrahópur í þorpinu setti upp leiksýningu fyrir okkur sem sýndi afleiðingar þess að brjóta hjálögin en leikritið fjallaði einmitt um þorpshöfðingja sem samþykkti að unglingsstúlka mætti giftast náunga sem lofaði henni gulli og grænum skógum fyrir - og höfðinginn átti að sjálfsögðu að fá smá fyrir sinn snúð líka. Til að gera langa sögu stutta þá komst þetta brask hans upp þrátt fyrir það að hann hefði beðið alla um að hafa hljótt um þetta svo Kachindamoto kæmist ekki að því og hann var að sjálfsögðu rekinn með skömm. Ég neita því ekki að það var lúmskt gaman að fylgjast með raunverulegu höfðingjunum á meðan á leiksýningunni stóð en þeir hafa þó lært sína lexíu og fulltrúi þeirra hélt fyrir okkur ræðu eftir sýninguna þar sem hann ræddi brot sín og yfirbót.&nbsp;</p><p>&nbsp; <br>Kachindamoto er ótrúlega heillandi kona, ástríða hennar fyrir málefninu var augljós og hreif okkur auðveldlega með þegar hún sagði okkur sögununa sína. Hún trúir því staðfast að menntun spili lykilhlutverk fyrir heiminn allan og þá sérstaklega menntun stúlkna - "Educate a girl and you educate the whole area...you educate the world!" segir hún. Við hlökkum mjög til að fá að vinna meira með henni, og höfðingjunum í Mangochi, að því mikilvæga takmarki að útrýma barnahjónaböndum. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>&nbsp;&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;<p></p>

07.12.2016Ungar konur og unglingsstúlkur í mestri smithættu vegna HIV

<p><strong> <a href="https://youtu.be/v1qDtQQODFk?list=PLm24qjjmwsqqKxVE3UlEB8Tvh5yrrFKn_" class="videolink">https://youtu.be/v1qDtQQODFk?list=PLm24qjjmwsqqKxVE3UlEB8Tvh5yrrFKn_</a> Knýjandi þörf er fyrir skjóta aðstoð til verndar stúlkum og ungum konum í sunnanverðri Afríku gegn alnæmi því þúsundir þeirra smitast af HIV veirunni í hverri viku.</strong>&nbsp;</p><p>Samkvæmt tölum sem birtar voru í Windhoek í Namibíu á dögunum þegar UNAIDS gaf út skýrsluna "Fast-Track" smituðust í hverri viku á síðasta ári 7.500 stúlkur og ungar konur á aldrinum 15 til 24 ára í þessum heimshluta. Níu af hverjum tíu unglingum sem smitast af veirunni eru stúlkur og dánartíðnin er há. <br> <strong><br></strong> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2686" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/83db5dc6-f5c2-41b4-9636-4ac46a4f5a11.jpg?a=1126604265002" hspace="5" vspace="5" class="right" href=""> Í frétt UNAIDS segir að mörgum unglingsstúlkum sé ókunnugt um að þær beri veiruna og þær leiti því ekki eftir aðstoð eða fái meðferð. Skýringin er sögð sú að stúlkurnar geti ekki sagt foreldrum sínum að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við eldri karlmann. <br> <br> Á árabilinu frá 2010 til 2015 tókst að fækka nýsmituðum lítillega eða um 6% meðal þjóðanna sunnan Sahara, úr 420 þúsundum niður í 390 þúsund. Ólíklegt þykir hins vegar að markmiðið um að fækka nýsmituðum niður í 100 þúsund fyrir árið 2020 náist. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/at-last-an-hiv-prevention-tool-women-can-control-89243" linktype="1" target="_blank">At last, an HIV prevention tool women can control?/ Devex</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unaids.org/en/resources/presscentre/pressreleaseandstatementarchive/2016/november/20161121_PR_get-on-the-fast-track" linktype="1" target="_blank">UNAIDS announces 18.2 million people on antiretroviral therapy, but warns that 15-24 years of age is a highly dangerous time for young women/ UNAIDS</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/society/2016/nov/21/un-calls-for-urgent-action-to-protect-young-women-from-hivaids-in-africa" linktype="1" target="_blank">UN calls for urgent action to protect young women from HIV/Aids in Africa/ TheGuardian</a></p>

07.12.2016Ný stefnumið fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP

<p> <a href="https://youtu.be/K5EGPxntaOQ" class="videolink">https://youtu.be/K5EGPxntaOQ</a> Nýverið samþykkti framkvæmdastjórn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme, WFP) ný stefnumið fyrir árin 2017-2021. WFP er stærsta mannúðarstofnun í heimi með höfuðstöðvar í Róm á Ítalíu og skrifstofur í um 80 löndum. Hjá stofnuninni starfa um 11 þúsund manns, langflestir á hamfarasvæðum þar sem fæðuaðstoðar er þörf til fórnarlamba stríðsátaka eða náttúruhamfara. Á hverju ári veitir stofnunin að meðaltali 80 milljón manns fæðuaðstoð sem er að öllu leyti fjármögnuð með frjálsum framlögum frá aðildarríkjunum. &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p></p><p>Áætluð framlög til verkefna WFP árið 2016 eru um 5,6 milljarðar Bandaríkjadala (dollara) sem eru um 626 milljarðar íslenskrar króna, sem er upphæð nálægt því að vera jöfn öllum ríkisútgjöldum á Íslandi. Bandaríkin hafa alltaf verið stærsta framlagaríkið en frá þeim komu um 40% allra framlaga árið 2015. Norðurlöndin leggja mikla áherslu á samstarfið við WFP, en framlög þeirra það ár námu um 275 milljónum dollara sem voru um 5,4% af heildar framlögum. Borið saman eftir höfðatölu voru framlög hvers íbúa á Norðurlöndunum í dollurum á ári, í Noregi 18, Danmörk 10, Svíþjóð 9, Finnland 6 og Ísland 3, samanborið við Bandaríkin þar sem framlagið er um 6 dollarar. <br> <br> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2610" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/1a8502b0-47f1-4ec8-aca5-a77c113ecc45.jpg?a=1126604265002" hspace="5" vspace="5" class="right"> <b>Rammasamningur við utanríkisráðuneytið</b> <br>Nýverið var skrifað undir stefnumarkandi rammasamning milli utanríkisráðuneytisins og WFP um framlög Íslands til verkefna stofnunarinnar. Í samningnum skuldbindur Ísland sig til að veita fyrirsjáanleg framlög og gefur um leið stofnuninni svigrúm til þess að beina þeim þangað þar sem mest er þörf á neyðaraðstoð og bjarga þarf mannslífum. <br></p><p>Á næstu fimm árum greiðir Ísland, á grundvelli samningsins, að minnsta kosti 250 milljónir króna í framlög til WFP. <br> <br> <b>Stefnumið fyrir WFP</b> <br>Gerð nýrra stefnumiða fyrir WFP voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð, en endurskoðunin fór af stað skömmu eftir að SÞ samþykktu nýHeimsmarkmið í september 2015. Stofnunin er því ein af þeim fyrstu innan SÞ sem fer í gegnum slíka heildarendurskoðun eftir að heimsmarkmiðin tóku gildi. Eitt af grundvallar atriðum hinna nýju heimsmarkmiða er að öll markmiðin 17 eru samþætt og órjúfanleg, þau eru hluti af heild þar sem þau styðja við hvort annað og árangur þarf að vera á öllum sviðum. <br> <br> Þegar WFP lagði fram fyrstu drög að stefnumiðunum í upphafi árs kom í ljós að stofnunin tók hugmyndafræði hinna nýju heimsmarkmiða alvarlega. Fyrstu drög voru harðlega gagnrýnd fyrir að ætla að sveigja WFP frá því að vera mannúðarstofnun, sem bregst við bráða hungursneið og næringarskorti, yfir í stofnun sem veitir þróunaraðstoð ríkjum sem búa við bágt ástand í fæðuöryggismálum. <br> <br> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2647" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/5946125c-dfbb-4535-9aa8-f363e3797a98.jpg?a=1126604265002" hspace="5" vspace="5" class="right"> Norðurlöndin gerðu strax athugasemdir við þessar áherslur í fyrstu drögum að stefnumiðunum, þróunaraðstoðin væri einungis 6,9% af verkefnum WFP þegar mannúðaraðstoðin væri 80,5% (neyðar- og framhaldsaðstoð, 42% + 38,5%), séraðstoð 7,6% (svo sem fjarskipti og flutningar) og að lokum 5% í önnur verkefni.&nbsp;</p><p>Alls voru átta útgáfur að stefnumiðunum lagðar fyrir aðildarríkin en þau breyttust smátt og smátt í þá veru sem aðildarríkin voru tilbúin að samþykkja á framkvæmdastjórnarfundi í nóvember sl. Stefnumiðin leggja áherslu á að WFP leggja sitt af mörkum til tveggja heimsmarkmiða, númer 2 um að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði og númer 17 um að styrkja framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. <br> <br> Við gerð stefnumiðanna kom berlega í ljós að það getur verið grýttur vegur fyrir stofnanir SÞ að aðlaga stefnu sína að heimsmarkmiðunum. Það kom líka á daginn þegar seint í ferlinu yfirstjórn FAO lagðist yfir drögin og gerði sínar athugasemdir. Í þeirra huga var WFP að fara langt út fyrir sitt verksvið og þannig að sælast í fjármuni sem annars færu til FAO. WFP neitaði þessu staðfastlega en afstaða FAO varð samt til þess að stefnumiðin breyttust töluvert á seinni stigum, þar sem tekið var mikið tillit til sjónarmiða þeirra. <br> <br> Segja má að innrás FAO í umræðuna hafi fært stefnumiðin nær hagsmunum framlagaríkjanna sem líta á WFP sem mannúðarstofnun og veita henni framlög í samræmi við það. Aftur á móti studdu þróunarríkin sjónarmið WFP, hagsmunir þeirra voru að tryggja að áfram væru skrifstofur og verkefni WFP í sem flestum ríkjum. Hreinar línur hvað varðar verksvið stofnana SÞ var ekki mikilvægasta málið fyrir þeim, þau vilja geta valið sér samstarfsaðila og segja ekki nei við þróunarverkefnum WFP. &nbsp; Stefnumið WFP má finna á <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.wfp.org/" shape="rect" linktype="1" target="_blank"> vef</a> stofnunarinnar. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;<p></p>

07.12.2016Silfurfiskurinn á meiri virðingu skilið - ekki aðeins fæði fyrir fátæklinga og ferfætlinga

<p></p><p></p><p><strong> <a href="https://youtu.be/x1k0VNQun_o" class="videolink">https://youtu.be/x1k0VNQun_o</a> Konur í fiskimannaþorpinu Kiyindi í Buikwe héraði í Úganda stofnuðu samtök árið 2010 í því skyni að auka verðmæti silfurfisksins: mukene. Þær vildu líka auka virðingu fyrir þessum smágerða fiski sem almennt var talinn fóður fyrir fátæklinga og ferfætlinga. Og þær vildu með stofnun samtakanna afla fiskverkakonum aukinna tekna. Í upphafi voru konurnar fimmtán í samtökunum Kiyindi Women Fish Processors Association, nú eru þær áttatíu.</strong> <br></p>Logose Perus framkvæmdastýra KWFPR segir að samtökin hafi tekið frumkvæði að viðhorfsbreytingu í samfélaginu með því að kynna mukene sem hollustufæði fyrir alla. Samtökin hafi líka staðið fyrir vöruþróun með því að meðhöndla fiskinn með mismunandi hætti og koma afurðum á markað: í duftformi, steiktur sem snakk, framleiddur heitreyktur og loks með hefðbundnu sniði: sólþurrkaður. <br> <br> Logose segir vandað til vinnslunnar, allur fiskur sé þurrkaður á grindum en ekki á jörðinni með tilheyrandi óþrifnaði. Hún segir að flestar konurnar í samtökunum séu einstæðar mæður, hafi ekki fasta atvinnu og bæti lífsafkomu sína með starfi á vegum samtakanna. Að sögn hennar hafa samtökin náð þó nokkrum árangri í sölu á vörum sínum, nóg til þess að hafa átt þess kost að leggja dálítið fé til hliðar og hugmyndin sé að treysta reksturinn með því að hefja hænsnarækt. <br> <br> <strong>Vilja vernda vatnið</strong> <br> Starf kvennanna í Kiyindi, sem er eitt af stærstu fiskimannasamfélögum í Buikwe, hefur vakið talsverða athygli í Úganda, ekki síst fyrir frumkvæði þeirra að þurrkgrindum fyrir silfurfiskinn sem áður var eingöngu sólþurrkaður á jörðinni. Logose hefur einnig talað ákveðið um gæði matvæla, um mikilvægi þess að konur standi saman í baráttunni fyrir betri lífskjörum og hún vill að gripið verði til aðgerða til verndar Viktoríuvatni og fiskistofnum þess. Þá sér hún fyrir sér að samtökin eignist hugsanlega í framtíðinni bát og þá fyrst geti hugsast að karlar fái inngöngu. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;<p></p><br><p></p>

07.12.2016Þróunarsamvinna byggð á staðreyndum

<b>Inngangur:</b><p> Snoturt hjartalag tilheyrir allri þróunarsamvinnu en gerir hana ekki árangursríka. Ekki frekar en hugsjónir, trúboð eða aðrar tegundir af góðvilja. Samvinna byggð á staðreyndum leggur grunn að mögulegum árangri og þjónar kröfunni sem kallast á ensku "evidence based" - um skipulagðar aðgerðir og mælanlegan árangur. &nbsp; &nbsp;</p><h4>1. Rannsóknavinna:</h4><p>Við undirbúning menntaverkefna sem Ísland styður í tveimur héruðum í Úganda hefur verið leitast við að afla góðra opinberra gagna, en ekki bara það, heldur líka stunda frumrannsóknir, enda skortir oft haldbærar staðreyndir um stöðu mála. Hér verður rakið stuttlega hvernig unnið hefur verið skipulega að rannsóknum til að byggja undir verkefni okkar í Kalangala og Buikwe, en þar er leitast við að bæta gæði menntunar í grunnskólum og gagnfræðaskólum. Þegar undirbúningur að samstarfi við Buikwe hérað hófst var gerð stöðumatskönnun (e. situation analysis) á héraðinu af írskum ráðgjafa (Dr. Kiernan), sem skilaði ítarlegri greinargerð 2014. Þar var dregin upp dökk mynd af ástandinu í fátækum fiskimannaþorpum og beinlínis sagt að börnin lærðu varla nokkurn skapaðan hlut, jafnvel þótt þau kæmu í skóla, þá sjaldan. Sem dæmi má taka að brottfall barna úr 1.-7. bekk er 70% og allt upp í 90% þar sem verst er.&nbsp;</p><p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/grafSJH.JPG" alt="GrafSJH">Í framhaldi var héraðið stutt til að gera stefnumótunaráætlun í menntamálum, sem fól í sér mikla upplýsingaöflun og greiningu á fyrirliggjandi gögnum. Í Kalangalahéraði dró hins vegar að leiðarlokum eftir 10 ára samstarf við Ísland og ákveðið að ráðast í svokallaða ,,innri greiningu" á verkefninu til að meta hvort ætti að fram halda ákveðnum þáttum - þar sem festa mætti í sessi árangur (mars 2015). <br> <br> Úgandískur sérfræðingur í mennta- og sveitarstjórnarmálum, Dr. Odoch, var fenginn til verksins ásamt starfsmanni ÞSSÍ, Stefáni Jóni Hafstein. Niðurstaða þeirra var að árangur væri talsverður í skólamálum og þar væri vænlegt að halda áfram áður en samstarfi yrði formlega lokið. Um miðbik 2015 lágu því fyrir all góðar greiningar á ástandi í báðum héruðum og fjöldi samráðsfunda. Ári síðar voru svo samþykkt ítarleg verkefnaskjöl fyrir stuðning við skóla í Kalangala og Buikwe og gilda næstu fjögur ár hið minnsta. <br> <br> <b>Rannsóknarspurningar</b>&nbsp;</p><p>&nbsp;Meðal þess sem stakk í augun við rýni á Kalangalaverkefninu var að þrátt fyrir að grunnskólabörn sýndu betri árangur á samræmdum prófum, fjölgaði ekkert þeim sem héldu áfram í gagnfræðaskóla (e. secondary) sem þjónar 13-18 ára nemendum (á tveimur skólastigum). Betri einkunnir leiddu ekki til lengra náms. &nbsp;&nbsp;</p><p></p><p>Spurningar leituðu á undirbúningsteymið: Hvað er að baki bættum árangri á prófum í grunnskólum í Kalangala (og myndi verða leiðbeinandi í Buikwe) og hvers vegna halda börnin ekki áfram, þau fáu, sem þó standast lokapróf í barnaskóla (12-13 ára) ? Hvað skýrir hið mikla brottfall almennt? &nbsp; Dr. Odoch var falið að gera sérstaka framhaldsrannsókn í Kalangala (júlí 2015) um þetta efni. Sú rannsókn leiddi í ljós með sannfærandi hætti að umtalsvert batnandi árangur barna í Kalangala frá því að aðstoð við skóla hófst byggði á mörgum samverkandi þáttum, enginn einn var afgerandi. Og ástæðan fyrir því að börnin héldu ekki áfram upp í gagnfræðaskóla var yfirgnæfandi ,,of há skólagjöld" -í landi þar sem grunnmenntun á að vera ókeypis og almenn. Ekki var munur á piltum og stúlkum hvað varðar árangur eða brottfall. Sjá mátti að hugsanlega höfðu skólamáltíðir áhrif á bættar einkunnir.&nbsp;</p><p>Skólagjaldaþátturinn var sláandi, því skólarnir rukka foreldra ótæpilega vegna þess að ríkisvaldið leggur alltof litla peninga til þeirra og engin leið að standa undir rekstri af opinberum framlögum. Hér var dreginn fram ,,hinn duldi kostnaður við ókeypis skóla". Auðvitað eru þessi gjöld á allra vitorði, líka stjórnvalda, en greining á þeim og hvernig skólarnir nota þau er mjög í skötulíki.&nbsp;</p><p> <a href="https://youtu.be/AgNTG-zAoeM" class="videolink">https://youtu.be/AgNTG-zAoeM</a> <br> <b>Rökleiðslan</b>&nbsp;</p><p>Þessar staðreyndir höfðu áhrif á undirbúning verkefna í Buikwe og Kalangala og má draga hugsunina saman í þetta: Samkvæmt ábendingu frá mati Dr. Kiernans þarf fyrst og fremst að huga að gæðum menntunar fyrir þau börn sem þó koma í skóla og veita þeim lágmarksfærni - því annars er allt fyrir gíg. Samkvæmt athugun Dr. Odochs virtist margþættur stuðningur bæta frammistöðu (t.d. þjálfun kennara, skólaeftirlit, skólabækur handa öllum, betri aðbúnaður). Og samkvæmt foreldrum eru hin tilfinnanlegu skólagjöld helsti hemillinn á lengri skólagöngu. &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p></p><p>Hin hliðin á röksemdafærslunni er nöturleg: Það vinnst ekkert við að minnka brottfall og fjölga nemendum ef skólarnir kenna þeim ekkert. Og í þessu svartholi er engin ein töfralausn - einungis blóð sviti og tár, sem á fagmáli kallast "margþættur stuðningur". <br> <br> Til lengri tíma litið halda rökin vonandi: Með því að bæta gæði skólastarfsins og sýna fram á að börnin geti lært, og samhliða leitast við að lækka skólagjöld á viðkvæmum ,,brottfallspunktum," má gera sér vonir um lágmarks árangur og aukinn stuðning samfélaganna við menntun. <br> <br> Það má því segja að staðreyndir málsins hafi verið all vel kortlagðar. Og umfang vandans ógnvekjandi. &nbsp; &nbsp;</p><h4>2. Bætt um betur</h4><p>Þegar kom að framkvæmd tveggja fjögurra ára verkefna um miðbik ársins 2016 var ákveðið að gera ítarlegar grunngildarannsóknir (e. baseline) í báðum héruðum - stöðutöku. Ekki bara með því að safna opinberum gögnum með tölulegum gildum, enda lágu þau fyrir þegar, heldur með eigindlegum rannsóknum (e. qualitative). Regnhlífarsamtök í menntamálum í Úganda, FENU, gengust fyrir skoðanakönnunum og gæðamati meðal kennara, foreldra og nemenda þar sem kafað var dýpra í þann raunveruleika sem býr að baki talnabankanum. Þessar niðurstöður segja ekki bara til um raunverulega stöðu þegar verkefnin hefjast, heldur gefa þær færi á samanburði síðar meir með endurtekningu, þannig að breyting á viðhorfum og gæðavitund á verkefnistímanum verði mæld.</p><p></p><p><br> <b>Ítargreining</b><br> Einnig var ráðist í ítarlega greiningu í hverjum þeirra sjö gagnfræðaskóla sem verkefnið tekur til í Kalangala og Buikwe á því hvers vegna og fyrir hvað skólarnir krefja foreldra um gjöld. Dr. Odoch framkvæmdi þá greiningu sem afhjúpaði þungar byrðar á fátæk heimili, en einnig ógagnsæja stjórnsýslu og fjárreiður. Mikið samráð var haft við skólana, fræðsluyfirvöld á hvorum stað og áreiðanleiki gagna staðfestur. Markmiðið var líka að meta ávinning hvers skóla af framlögum Íslands innan verkefnisins og hvort og þá hvernig skólarnir gætu létt hluta gjaldanna af foreldrum.&nbsp;&nbsp; Ekki er vitað til að svona vinna hafi verið unnin áður í tengslum við skólaverkefni í Úganda. Úrlausna er nú leitað.&nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/myndsjh.JPG" alt="Myndsjh">&nbsp;<b>Nemendur spurðir</b><br> Samtímis gekkst sendiráðið fyrir sérstakri úttekt á brottfalli nemenda úr gagnfræðaskóla með því að starfsmaður þess, Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, spurði úrtak nemenda sem fallið höfðu úr skóla á síðustu árum út í ástæður þess. Var farið á vettvang með spurningalista. Aftur var ríkt samráð við skólana.&nbsp;&nbsp; Nemendur staðfestu með svörum sínum það sem áður var vitað, að skólagjöldin voru helsta ástæða brottfalls og svipað hlutfall meðal stúlkna og pilta. Ítarspurningar leiddu hins vegar í ljós meira um viðhorf þeirra og aðstæður og þá kom í ljós munur eftir kynjum. Þar með er komin mun gleggri mynd af því hvað býr að baki þessu mikla brottfalli sem verður í gagnfræðaskóla, þótt gjöldin séu aðal orsakavaldurinn.&nbsp;</p><p><b>Næring og námsgeta</b> <br></p><p>Sendiráðið vinnur nú að undirbúningi enn einnar rannsóknarinnar sem mun ef allt gengur eftir bæta mjög skilning á aðstæðum barnanna. Rannsaka á næringarástand skólabarna á tilteknum aldri og bera saman við lærdómsgetu (e. cognitive ability). Þetta verður gert í Buikwe af prófessor Acham, en hún hefur áður gert frumherjarannsóknir á þessu sviði og birt niðurstöður. Af rannsókninni munum við væntanlega sjá hvort börnin í skólunum séu yfirleitt í viðunandi líkamlegu og andlegu ásigkomulagi til að læra, og einnig, með sambærilegum rannsóknum síðar, hvort staðan hafi batnað með tilkomu skólaeldhúsa og fyrirhugaðra skólagarða. <br> </p><h4> 3. Niðurstöður </h4><p> Undirbúningur og fyrsta stig framkvæmda hefur því verið lærdómsferli allra sem vinna saman að verkefnunum og beinlínis lagt grunninn að verkefnahönnun með staðreyndum sem við blasa. Munu fjölbreytt rannsóknargögn gera fært að vinna ítarlegt árangursmat síðar meir. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><p></p><p></p><p></p>&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;<p></p>&nbsp;&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;<p></p>

07.12.2016Aukin framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á næsta ári

<p><strong>Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi i gær er stefnt að því að verja 0,25% af vergum þjóðartekjum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands árið 2017, sem er óbreytt prósenta frá yfirstandandi ári. Hins vegar er stefnt að því að hækka framlögin upp í 0,26% árið 2018 og það hlutfall gildi áfram til ársins 2021.</strong><br><br><img vspace="5" name="ACCOUNT.IMAGE.2628" hspace="5" src="https://mlsvc01-prod.s3.amazonaws.com/9b19da79001/02a6a792-24aa-49e3-89a4-d66d43b22be0.jpg">"Frumvarpið gerir því ráð fyrir að framlög sem teljast til opinberrar þróunaraðstoðar ( e. ODA ) nemi 6,2 milljörðum.kr. árið 2017 og hækki um 9% á milli ára. Munu þá framlögin hafa hækkað um 17% frá árinu 2015 og um 48% frá 2014," eins og segir orðrétt í frumvarpinu.<br>Um markmið með alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands segir:<br><br>"Markmið íslenskra stjórnvalda taka mið af Heimsmarkmiðum S.þ. um sjálfbæra þróun.Yfirmarkmiðið er að draga úr fátækt og stuðla að almennri velferð á grundvelli jafnréttis og sjálfbærrar þróunar með því að:<br>* Bæta lífsskilyrði og auka tækifæri fátæks fólks með sterkari félagslegum innviðum í samstarfslöndum, með jafnrétti að leiðarljósi.* Bæta fæðuöryggi og hagþróun á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlindanýtingar í samstarfslöndum.* Auka viðnámsþrótt og getu samfélaga til endurreisnar með mannúðaraðstoð og starfi í þágu friðar.<br>Jafnrétti og sjálfbærni er leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands og íslensk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til þess að aukin hagsæld samfélaga skili sér til þeirra fátækustu og leiði til jafnaðar. Enn fremur þykir mikilvægt að saman fari íslensk þekking og þarfir fátækustu ríkjanna, á þeirra eigin forsendum. Áhersla er lögð á að efla samlegðaráhrif tvíhliða og fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu og tryggja eignarhald heimamanna til að festa framfarir í sessi."</p>

07.12.2016Unnið með héraðsstjórn Buikwe við að styrkja grunnþjónustu í fiskimannasamfélögum

<p><b> <a href="https://youtu.be/ScOIcBTOWFo" class="videolink">https://youtu.be/ScOIcBTOWFo</a> Íslendingar hafa á síðustu árum mótað og þróað verklag í alþjóðlegri þróunarsamvinnu sem vakið hefur athygli annarra framlagsríkja. Þetta verklag eða aðferðarfræði kallast héraðsnálgun. Hún felst eins og nafnið gefur til kynna í samstarfi Íslendinga við héraðsstjórnir, þróunaráætlanir héraða í samstarfsríkjunum. Slíkt samstarf hefur gefið góða raun, bæði í Malaví og Úganda - og Stefán Jón Hafstein forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala var á dögunum beðinn um að lýsa fyrirbærinu... á mannamáli.</b></p><p>Þá lýsir Árni Helgason verkefnastjóri í sendiráðinu í Kampala héraðsnálgunarverkefninu í Buikwe héraði en þar styðja íslensk stjórnvöld héraðsstjórnina við að innleiða betri grunnþjónustu í þágu íbúanna. Um er að ræða stuðning við 19 fiskimannasamfélög, öll þau stærstu í héraðinu sem telja um 75% íbúanna, samtals um 60 þúsund manns. Árni lýsir fyrstu tveimur árum samstarfsins sem hófst árið 2014 og felur í sér stuðning við vatns-, salernis- og hreinlætismál annars vegar og stuðning við menntamál í fiskimannasamfélögunum hins vegar. <br></p>

07.12.2016Íslenskur stuðningur við flóttafólk frá Suður-Súdan í Úganda

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/Hofi_Elin_SSUDAN2016.JPG" alt="Hofi_Elin_SSUDAN2016">Tvenn íslensk mannúðarsamtök, Rauði kross Íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar, fengu á dögunum styrki frá utanríkisráðuneytinu vegna mannúðarverkefna við stríðshrjáða flóttamenn frá Suður-Súdan sem leita skjóls í nágrannaríkinu Úganda. Framlagið til Rauða krossins nemur 20 milljónum króna og framlagið til Hjálparstarfs kirkjunnar 10 milljónum. Íslendingar styðja einnig flóttafólkið í Úganda fjárhagslega með framlögum til alþjóðastofnana eins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).</strong> <br> <br> <strong>Bidibidi</strong> Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sendu nýverið út neyðarkall vegna fjölgunar flóttamanna frá Suður-Súdan yfir landamærin til Úganda en IFRC er samstarfsaðili í verkefninu ásamt Rauða krossinum í Úganda (URCS). Talið er að allt að 300 þúsund manns hafi fallið í átökunum í Suður-Súdan og hátt í tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra. Framlag Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins veitir rúmlega 11 þúsund einstaklingum í flóttamannasamfélögunum í Bidibidi nauðsynlega og lífsbjargandi mannúðaraðstoð. Þar á meðal má nefna aðgang að hreinu vatni og dreifingu hreinlætispakka, aðgang að neyðarskýlum og aðgang að heilsugæslu til að takmarka heilsufarslega áhættuþætti. Í Bidibidi eru um 85% flóttamanna konur og börn og 40% hafa verið skilgreind sem einstaklingar með sérþarfir og alvarlega veikir. <br> <br> Verkefnið stendur yfir í sex mánuði. &nbsp; <strong>Adjumani</strong> Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar er unnið í samstarfi við skrifstofu Lútherska heimssambandsins í Kampala, höfuðborg Úganda, sem starfar náið með Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Markmiðið með verkefninu er að veita flóttafólki öryggi, skjól, aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Markhópurinn telur rúmlega 27 þúsund flóttamenn og 70% af þeim eru börn í flóttamannasamfélögunum í Adjumani héraði. Um ræða styrk í samfjármögnunarsjóð Lútherska heimssambandsins sem er m.a. styrktur af hjálparstofnun finnsku kirkjunnar. Hún er jafnframt framkvæmdaraðili ásamt LWF í Úganda og annast menntunarþáttinn í verkefninu. <br> <br>Verkefnið er til eins árs. <br> <br> </p> <a rel="nofollow" track="on" href="http://xn--styja vi suur-sdanskt flttaflk-rndhf9ke1z/%20Rau%C3%B0i%20krossinn%20https:/www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/raudi-krossinn-og-utanrikisraduneytid-stydja-vid-sudur-sudanskt-flottafolk" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Styðja við suður-súdanskt flóttafólk/ Rauði krossinn</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55693#.WEbA_0b5OFl" shape="rect" linktype="1" target="_blank">International community has obligation to prevent 'ethnic cleansing' in South Sudan - UN rights experts/ UN</a> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.aljazeera.com/indepth/features/2016/12/life-south-sudan-refugees-nyumanzi-uganda-161205071145184.html" linktype="1" target="_blank">New life for South Sudan refugees in Nyumanzi, Uganda/ AlJazeera</a>

07.12.2016Aldrei verið óskað eftir hærri framlögum til mannúðaraðstoðar

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/ghoverview2017.JPG" alt="Ghoverview2017">Aldrei í sögunni hafa Sameinuðu þjóðirnar óskað eftir hærri framlögum til mannúðaraðstoðar vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Á mánudag birtu fulltrúar SÞ tölur um þörfina fyrir framlög á næsta ári, alls 22,2 milljarða dala. Framlögin eiga að nýtast 93 milljónum manna í 33 ríkjum sem búa við átök og afleiðingar náttúruhamfara.</strong><br></p><p></p><p>Rúmlega helmingur framlaganna mun renna til stríðshrjáðra íbúa í Sýrlandi, Jemen, Írak og Suður-Súdan, að því er fram kom í máli fulltrúa OCHA, samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum. <br> <br> <strong>Þörfin þrefaldast á fáeinum árum</strong> <br>Frá árinu 2011 hefur þörfin fyrir fjárframlög til mannúðaraðstoðar vaxið jafnt og þétt, frá því að vera tæpir 8 milljarðar bandaríkjadala upp í rúmlega 22 milljarða, sem er því sem næst þreföldun. "Sífellt fleira fólk þarfnast mannúðaraðstoðar, ekki síst vegna þess að átök dragast sífellt á langinn," sagði Stephan O´Brien fulltrúi OCHA. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>Nokkur ríki hafa sent út neyðarkall því sem næst árlega síðasta aldarfjórðunginn og sum ríkjanna horfa fram á verra ástand á næsta ári en því sem er að líða. Meðal þessara óstöðugu ríkja eru Afganistan, Búrúndí, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Sómalía. <br> <br> Á síðasta ári óskuðu Sameinuðu þjóðirnar eftir örlítið lægri fjárhæð til mannúðaraðstoðar, eða 22,1 milljarð dala. Síðasta dag nóvembermánaðar höfðu Sameinuðu þjóðirnar fengið 51% af því fjármagni. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.google.com/search?q=%2422.2+billion+humanitarian+appeal&%3bie=utf-8&%3boe=utf-8" linktype="1" target="_blank">U.N. launches record $22.2 billion humanitarian appeal for 2017/ UNNewsCentre</a>&nbsp;<p></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unocha.org/top-stories/all-stories/record-international-humanitarian-appeal-requires-222-billion-2017" linktype="1" target="_blank">Record international humanitarian appeal requires $22.2 billion for 2017</a></p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2016/12/05/u-n-appeals-for-22-2-billion-in-humanitarian-funds-its-highest-appeal-ever/?utm_term=.d09ab22c816e" linktype="1" target="_blank">U.N. appeals for $22.2 billion in 2017 humanitarian funds, its highest request ever/ WashingtonPost</a></p>

02.12.2016Mikil samvinna norrænu sendiráðanna í Kampala

<p><strong> <a href="https://youtu.be/W5EOU8UncP8" class="videolink">https://youtu.be/W5EOU8UncP8</a> <br></strong></p><p><strong>Íslenska sendiráðið í Kampala er í sambúð með danska sendiráðinu. Þar blaktir íslenski fáninn við bláan himin flesta daga því veðursæld er mikil í þessari perlu Afríku eins og heimamenn kynna landið sitt gjarnan.&nbsp;</strong> <br><br>Íslenska sendiráðið er í miðborg höfuðborgar Úganda, Kampala, og ber ábyrgð á alþjóðlegri þróunarsamvinnu milli Íslands og Úganda sem felur fyrst og fremst í sér samvinnu við tvær héraðsstjórnir í landinu, í Buikwe og Kalangala. Þar er um að ræða stuðning við grunnþjónustu héraðanna við íbúana sem flestir hverjir lifa á fiskveiðum úr Viktoríuvatni.<br><br> Starfsmenn sendiráðsins eru níu talsins og þeir kynna sig með nafni og starfsheiti í meðfylgjandi myndbandi auk þess sem rætt er við Stefán Jón Hafstein forstöðumann sendiráðsins um sambúðina við Dani og norrænt samstarf í Úganda. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/" target="_blank">Fésbókarsíða sendiráðsins í Kampala</a></p>

30.11.2016Héraðshöfðingi í Malaví öflugur andstæðingur barnahjónabanda

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/malavikraftaverkakona.jpg" alt="Malavikraftaverkakona">"Í dag fóru starfsmenn sendiráðsins á fund með <strong>Theresu Kachindamoto</strong> en hún er héraðshöfðingi í Dedza. Kachindamoto er öflugur andstæðingur barnahjónabanda og hefur komið í veg fyrir og ógilt yfir 1000 giftingar á þeim tíma sem hún hefur verið héraðshöfðingi. <br> <br>Barnahjónabönd eru alvarlegt og algengt vandamál í Malaví en samkvæmt UNICEF eru allt að helmingur malavískra stúlkna giftar áður en þær ná 18 ára aldri. Í þróunarsamvinnu sinni við Malaví leggur Ísland áherslu á valdeflingu ungs fólks og kvenna og er þessi barátta mikilvægur liður í því. Héraðshöfðingjarnir spila stórt hlutverk í því að vinna gegn barnahjónaböndum og því er það frábært skref að fá konu eins og Kachindamoto til liðs við okkur." <br> <br>Þetta skrifaði <strong> Ágústa Gísladóttir</strong> forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví í Fésbókarfærslu á dögunum og birti eftirfarandi mynd með.</p>

30.11.2016Ahlan wa sahlan - Velkomin

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/amman.jpg" alt="Amman">Konungsríkið Jórdanía kúrir í eyðimörkinni og teygir anga sína í átt til nágrannaríkjanna. Landið, sem er tæpir 90 þúsund ferkílómetrar að stærð og er örlítið minna en Ísland, á syðsta hluta sinn að Rauðahafi, vesturhlutinn liggur að Palestínu og Ísrael, norðurhlutinn að Sýrlandi og Írak og austurhlutinn að Sádí Arabíu. Jórdanía er lognið í storminum á þeim ófriðartímum sem ríkja árið 2016 og erfitt að ímynda sér hörmungar nágrannaríkjanna á hversdagslegu vappi um höfuðborgina Amman.<br><br> Aðstæður konungsríkisins Jórdaníu eru vissulega athyglisverðar. Í Jórdaníu er stöðugleiki sem er annar en í nágrannaríkjunum. Jórdaníu er stjórnað af konunginum Abduallah II sem tók við af föður sínum Hussein árið 1999. Abduallah II er virtur í ríki sínu sem og í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir ríkjandi stöðugleika í Jórdaníu ógna honum átök nágrannaríkjanna og gríðarlegur straumur fólks á flótta. &nbsp;Í manntali Jórdaníu árið 2015 voru 9,5 milljónir manna en þar af eru einungis 6,6 milljónir með jórdanskt ríkisfang. Af 6,6 milljónum einstaklinga með jórdanskt ríkisfang eru 2,2 milljónir skráðir palestínskir flóttamenn. Jórdanía hýsir 42% af öllum skráðum palestínskum flóttamönnum hjá Flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna fyrir Palestínumenn (58% í Palestínu, Líbanon og Sýrlandi). Þær 2,9 milljónir manna sem dvelja í Jórdaníu og eru ekki með jórdanskt ríkisfang eru bæði einstaklingar sem eru skráðir hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en einnig aðrir einstaklingar með erlend ríkisföng. Stærsti hluti þeirra 2,9 milljóna útlendinga sem eru í Jórdaníu eru Sýrlendingar, næstflestir eru Egyptar, svo Palestínubúar (sem ekki eru skráðir sem flóttamenn eða flóttamenn sem komu til Jórdaníu eftir 1967) og Írakar.</p><p></p><p><strong>Aukin spenna vegna flóttamanna</strong><br>Mikil aukning á íbúafjölda Jórdaníu á undanförnum árum hefur skapað spennu í landinu bæði efnahagslega og pólitíska. Samkeppni um störf eykst sem og ágangur á náttúruauðlindir landsins. Jórdanía býr ekki að olíuuppsprettum eins og olíuauðug nágrannaríkin. Lengi gátu Jórdanir keypt ódýra olíu frá Írak en viðskiptunum lauk í kjölfar innrásarinnar í Írak árið 2003. Þrátt fyrir næstum 3000 sólskinsstundir á ári (meira en tvöfalt fleiri en á Íslandi) þá nýtir Jórdanía ekki sólarorkuna og landið er háð nágrannaríkjum sínum um aðgengi að orkugjöfum. Á síðustu árum hafa stjórnvöld þó lækkað skatta á vörum tengdum sólarraforku til að hvetja til endurnýjanlegrar orkunýtingar en einnig til að auka sjálfstæði landsins í orkuframleiðslu. Jórdanía er eitt þurrasta land í heimi og lítið er eftir af vatni í vatnsbólum landsins.<br><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/petra.jpg" alt="Petra">Með auknum fjölda fólks í landinu, eykst samkeppni um atvinnu, sérstaklega á meðal yngri kynslóða. Einn helsti atvinnuvegur Jórdaníu var lengi vel ferðaþjónusta en nú eru helstu ferðamannastaðir Jórdaníu tómir. Hin sögufræga borg Petra sem 3000 ferðamenn heimsóttu daglega, telur daglegar heimsóknir sínar nú í tugum eða hundruðum. Það sama má segja um Wadi Rum, þar sem Arabíu Lawrence fór um í hinni frægu kvikmynd frá 1962.</p><p></p><p><strong>Leitast við að halda stöðugleika</strong><br>Stjórnvöld Jórdaníu verja miklu fjármagni í öryggis- og varnarmál landsins enda leitast þau við að halda stöðugleika í landinu, bæði fyrir Jórdaníu og alþjóðasamfélagið. Þrátt fyrir að óöldur nágrannaríkjanna hafi ekki flætt til Jórdaníu þá hafa ýmis atvik skapað ólgu. Menntamálaráðuneytið kynnti nýlega endurskoðaða námskrá sem dregur meðal annars úr trúartilvitnunum og leggur aukna áherslu á skilning á umburðalyndi og fjölbreytileika. Breytingarnar voru gagnrýndar víða um land, bæði á götum úti og á samfélagsmiðlum þar sem bent er á að námskráin stígi frá íslamskri menningu og þjóðararfi. Nýr samningur Jórdaníu við Ísrael um gasinnflutning &nbsp;varð til þess að mikið var mótmælt sem og þingkosningar í september en líkt og fram hefur komið á stór hluti fólks í Jórdaníu ættir sínar að rekja til Palestínu. Í september var virtur rithöfundur myrtur við dómshúsið í Amman en hann hafði birt teiknimynd af Múhammed spámanni og DEASH liðum á facebook síðu sinni. Morðið olli ugg í Jórdaníu sem og víðar og sjónir alþjóðafjölmiðla beindust að Jórdaníu. Eftir stöðugt flæði fólks frá Sýrlandi til Jórdaníu frá árinu 2011 hefur landamærum Jórdaníu og Sýrlands nú verið lokað eftir að jórdanskir hermenn dóu í sjálfsmorðsárás á landamærunum í júní síðastliðnum.<br><br> En dagarnir líða einn af öðrum og hversdagsleikinn hefur yfirhöndina. Með auknum fjölda flóttamanna eykst einnig fjöldi hjálparstarfsmanna og þrátt fyrir gríðarlega fólksfjölgun í landinu er aðkomufólki að mestu tekið með bros á vör. Skilaboð heimamanna eru yfirleitt þau hin sömu: "Velkomin".</p><p></p><p></p><br>

30.11.2016Jákvæð frétt frá Afganistan

<p> <a href="https://youtu.be/Eqb1XQEfQuE" class="videolink">https://youtu.be/Eqb1XQEfQuE</a> Þær fáu fréttir sem berast frá Afganistan eru oftar en ekki neikvæðar; sjálfsmorðsárásir, vaxandi áhrif uppreisnarmanna, valmúarækt og bág staða kvenna. Þegar fjallað er um konur, sérstaklega konur á suðurhveli jarðar, er í mörgum tilfellum fjallað um konur sem einsleitan hóp: undirokaðar, fórnarlömb aðstæðna, trúarbragða, landsvæðisins sem þær búa á eða slæðunnar sem þær bera, fremur en gerendur í eigin lífi. Ætlunin er ekki að mála hér einhverja glansmynd af stöðu mála. Afganistan á enn langt í land og margt þarf að breytast: enn er gjá á milli stöðu kvenna í borgum og hinum dreifðari byggðum, stór hluti afganskra kvenna verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni, almenningsálit er oft óvægið: konur sem hætta sér inn á hið almenna svið þurfa ekki einungis að kljást við viðhorf sinna nánustu og samfélagsins, heldur mæta oft áreitni frá karlkyns vinnufélögum eða á götum úti. Þetta gerir afganskar konur ekki sjálfkrafa að fórnarlömbum, margar afganskar konur eru ekki aðeins gerendur í eigin lífi, heldur fulltrúar breytinga sem láta raddir sínar óma, hvort sem er í sínu nánasta umhverfi eða á öðrum og stærri vettvangi.</p><p></p><p><strong>Unnið að því að bæta hlut kvenna</strong><br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2592" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/d6860ee8-eff2-4272-a408-ad2d2c017238.jpg?a=1126537742024" hspace="5" vspace="5"> Alþjóðasamfélagið hefur undanfarin ár unnið að því jöfnum höndum að stuðla að öryggi og þróun í Afganistan, þ.m.t. að auka hlut kvenna í afgönsku samfélagi, sú vinna skilar sér ekki á einni nóttu. Það er sýnilegur og merkjanlegur árangur af þessari vinnu og auðvelt er að þylja upp tölur því til stuðnings. Mæðradauði og ungbarnadauði hefur lækkað verulega, meðalaldur hefur hækkað, hlutfall stúlkna í skólum landsins hefur margfaldast. Stúlka sem hlýtur menntun er mun líklegri til að styðja og stuðla að menntun sinna barna og þá sérstaklega dætra síðar meir. Þetta segir þó einungis hluta sögunnar, sú breyting sem er hvað mikilvægust og verður ekki mæld í tölum eða fjárframlögum eru smitáhrifin: fjárfesting í einni stúlku eða konu getur haft margföld áhrif umfram þau augljósu og mælanlegu til lengri tíma. Breytingar á viðhorfum sem verða fyrir tilstilli þeirra fjölmörgu kvenna og manna, sem hafa á einn eða annan hátt haft hag af þessari vinnu verða seint mæld. Einstaklingar sem storka algengum viðhorfum og gildum samfélagsins og þar með feðraveldinu sjálfu.<br><br> <strong>Kyndilberar breytinga</strong><br>Konan sem starfar í hefðbundnum karllægum geirum, t.d. lögreglu eða her, á ekki eingöngu þátt í að stuðla að auknu öryggi og hreyfanleika kvenna í nærumhverfi sínu heldur storkar hún hugmyndum um hefðbundin kynjahlutverk og þar með hugmyndum þeirra drengja og stúlkna sem verða á vegi hennar um hvað konur eigi, geti og megi. Faðirinn sem ákveður að leyfa unglingsdóttur sinni að halda áfram menntun sinni, þrátt fyrir ákúrur karlkyns ættingja og vina um að slíkt sé ekki viðeigandi. Hópur ungra manna í Kabúl sem gengur um götur og mótmælir kynbundnu ofbeldi og áreitni gegn konum. Þetta fólk er dæmi um hina raunverulegu kyndilbera breytinga, nýrra hugmynda og vonandi nýrrar framtíðar í Afganistan. Fræunum hefur verið sáð, þetta fólk ber þau áfram og plantar, stundum í móttækilegan svörð og stundum ekki - en garðurinn sprettur ekki á einni nóttu. <br><br>Þetta er hluti þess fólks sem hefur orðið á vegi mínum hér í Kabúl undanfarna mánuði. Þetta er jákvæð frétt frá Afganistan.</p><br><p></p>

30.11.2016Eitt erfiðasta hlutskipti heims að fæðast í Miðafríkulýðveldinu?

<p><strong> <a href="https://youtu.be/GwzYa4_FD9Y" class="videolink">https://youtu.be/GwzYa4_FD9Y</a> Hætta er við hvert fótmál á þroskaskeiði barna og unglinga: frá því að lifa af barnasjúkdóma, ganga í skóla, sleppa við þjónustu við vígamenn, og kynferðislegt ofbeldi, svo eitthvað sé nefnt. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið, rétt eins og nánast öll opinber þjónusta, sem varð illa úti í ofbeldisöldunni sem gekk yfir landið á árunum 2012-2014. </strong> <strong><br></strong> <strong><br></strong> Þannig hefst <a rel="nofollow" href="http://unric.org/is/frettir/26909-eitt-erfieasta-hlutskipti-heims" shape="rect" target="_blank">frásögn</a> á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um Miðafríkulýðveldið. Þar segir ennfremur: <br> <br>"Ofbeldi hefur ekki verið með öllu upprætt þrátt fyrir beitingu alþjóðlegs herafla og lýðræðislegra kosninga fyrr á þessu ári. <br>Fyrsta þolraunin á æviskeiðinu er að lifa af fæðingu. Samkvæmt tölum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, deyja 9 af hverjum þúsund konum af barnsförum og eitt barn af hverjum sjö deyr fyrir fimm ára aldur. Þetta er ein hæsta dánartíðni á þessu aldursbili í heiminum. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2686" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/83db5dc6-f5c2-41b4-9636-4ac46a4f5a11.jpg?a=1126537742024" height="244" hspace="5" vspace="5" width="244"> Af þeim sem lifa til fimm ára aldurs þjást 41% af vannæringu en slíkt hefur varanlegar afleiðingar og skaðar jafnt líkamlegan sem vitsmunalegan þroska. Landið allt glímir við fæðuóöryggi og börn eru fyrstu fórnarlömbin. <br> <strong>Versti staðurinn að alast upp?</strong> <br> Hundruð þúsunda barna alast upp fjarri heimahögum og hafa bæst í hóp uppflosnaðra, annað hvort innan landamæra ríkisins eða hafa flúið til nágrannaríkjanna. Um hálf milljón íbúa Mið-Afríkulýðveldisins búa utan landamæranna og nærri fjögur hundruð þúsund eru á vergangi innanlands. <br> <br> Jafnvel áður en síðasta vargöldin gekk í garð gekk aðeins þriðjungur barna í skóla samkvæmt tölum frá 2011-12. Stúlkur ganga sjaldnar í skóla en drengir. Þær sæta of ofbeldi, eru giftar á unga aldri og eignast börn enn á barnsaldri. Nærri þriðjungur stúlkna giftast fyrir fimmtán ára aldur. <br> <br> Þúsundir barna eru þvingaðar til að þjóna í vígasveitum. 2,679 börn voru þvinguð til slíkrar "herþjónustu" á síðasta ári að því er fram kemur í skýrslu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á síðasta ári. <br> <br> Mið-Afríkulýðveldið var í síðasta sæti á <a rel="nofollow" href="http://thecommonwealth.org/YDI2016" shape="rect" target="_blank">lista</a> yfir þau lönd þar sem best væri - og verst- að alast upp, sem <a shape="rect"> skrifstofa breska samveldisins</a> gaf út. <br> <br> Þetta kemur fram í athyglisverðri <a shape="rect">grein IRIN</a>, fréttastofu mannúðarmála, þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort versti staður í heimi til að alast upp sé Mið-Afríkulýðveldið. <br> <br> Stofnanir Sameinuðu þjóðanna veita ríkisstjórn landsins stuðning í viðleitni sinni til að hlúa að ungu kynslóðinni. <br> <br> Fyrr í mánuðinum var haldin í Brussel ráðstefna og fjáröflunarsamkoma sem Evrópusambandið skipulagði.&nbsp; Sameinuðu þjóðirnar tóku þátt í henni og forseti Miðafríkulýðveldisins, Faustin Archange, kynnti <a rel="nofollow" href="https://eeas.europa.eu/headquarters/headquarters-homepage/12902/national-plan-for-recovery-and-peacebuilding---central-african-republic_en" shape="rect" target="_blank">Landsáætlun</a> u m endurreisn og friðaruppbyggingu sem talið er að muni kosta þrjá milljarða bandaríkjadala næstu fimm árin." <br> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.irinnews.org/analysis/2016/11/11/central-african-republic-worst-place-be-young" shape="rect" target="_blank">Fréttaskýring IRIN: Central African Republic: The worst place to be young?</a></p>

30.11.2016Afnám ofbeldis gegn konum og stúlkum - konur á flótta aldrei fleiri

<p></p><p><strong><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ljosgangaunwomen2016.jpg" alt="Ljosgangaunwomen2016">Ljósaganga UN Women var farin síðastliðinn föstudag á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi sem einnig markaði upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár var - Konur á flótta. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women eru 65 milljónir manna á flótta í heiminum núna og konur á flótta hafa aldrei verið fleiri. "Við þær hörmulegu aðstæður og neyð sem fólk býr við eru konur og stúlkur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi," segja fulltrúar UN Women.</strong> <br> <br> <strong> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2592" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/d6860ee8-eff2-4272-a408-ad2d2c017238.jpg?a=1126537742024" hspace="5" vspace="5"> Ofbeldi gegn konum eitt útbreiddasta mannréttindabrotið</strong> Ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum en ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Hvert einasta samfélag í heiminum er þjakað af kynbundnu ofbeldi - á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Kynbundið ofbeldi hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- sem og félagslegu tilliti en þegar konur eru heilbrigðar eru samfélög heilbrigð.</p>Landsnefnd UN Women á Íslandi styrkir Styrktarsjóð Sameinuðu þjóðanna ( <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unwomen.org/en/trust-funds/un-trust-fund-to-end-violence-against-women" target="_blank">UN Trust Fund to End Violence against Women</a>). Sjóðurinn hefur starfað undanfarin tuttugu ár um allan heim að upprætingu á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Helstu áherslur sjóðsins eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. <br>Styrktarsjóðurinn hefur alla tíð lagt ríka áherslu á að styrkja grasrótarsamtök sem berjast fyrir bættri stöðu kvenna. Sjóðurinn styður starf frjálsra félagasamtaka og samstörf félagasamtaka og stjórnvalda víða um heim. Árlega berast sjóðnum yfir tvö þúsund umsóknir um styrki til verkefna en aðeins 25 verkefni hljóta styrk. Um þessar mundir er 33 virk verkefni starfrækt, segir á vef UN Women á Íslandi. <br> <br> UN Women starfar í þágu kvenna um allan heim og styður m.a. við konur á flótta. UN Women dreifir t.d. sæmdarsettum til kvenna sem innihalda helstu nauðsynjar. UN Women á Íslandi hvetur alla til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.490 kr.) og veita konum á flótta frá Mosul vasaljós, dömubindi og sápu.&nbsp;<p></p><p><br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://kjarninn.is/skodun/2016-11-25-sameiginleg-yfirlysing-althjodadegi-gegn-kynbundnu-ofbeldi-25-november-2016/" target="_blank">Sameiginleg yfirlýsing á Alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi, 25. nóvember 2016/ Framkvæmdastjórn ESB I Kjarninn</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unesco.org/new/en/unesco/events/prizes-and-celebrations/celebrations/international-days/international-day-for-the-elimination-of-violence-against-women/quiz-violence-against-women/" target="_blank">Violence against Women and Girls and Climate Change/ UNESCO</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unwomen.org/en/news/in-focus/end-violence-against-women" target="_blank">Invest and mobilize to end violence against women/ UNWomen</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://mo.ibrahim.foundation/news/2016/increase-laws-protecting-women-violence/?utm_source=twitter&%3butm_medium=social&%3butm_term=ViolenceAgainstWomen%2bBlog&%3butm_campaign=news" target="_blank">Increase in Laws Protecting Women Against Violence/ MoIbrahim</a></p>

30.11.2016200 börn deyja á dag, segir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna

<p><strong> <a href="https://youtu.be/JvX4fP5PsY4" class="videolink">https://youtu.be/JvX4fP5PsY4</a> Hálf millj­ón barna í Níg­er­íu er í lífs­hættu vegna vannær­ing­ar og stór hluti þeirra gæti látið lífið á næstu mánuðum ber­ist ekki hjálp. Fleiri en 200 börn lát­ast nú á dag á svæðinu. Þetta kem­ur fram í ákalli UNICEF á Íslandi sem stend­ur fyr­ir neyðarsöfn­un vegna hörm­ung­ar­ástands­ins í Níg­er­íu og ná­granna­ríkj­un­um.</strong> <br> <br> Yfir 130.000 börn í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu, þar sem ástandið er verst, hafa fengið meðferð við vannær­ingu síðastliðna mánuði. Börn sem eru vannærð eru marg­falt lík­legri til að deyja af völd­um sjúk­dóma en önn­ur börn sem veikj­ast, til dæm­is af malaríu, lungna­bólgu og niður­gangspest­um. <br> <br> Til að mæta þessu hef­ur UNICEF með hjálp heims­for­eldra og þeirra sem stutt hafa söfn­un­ina lagt áherslu á að styrkja grunn­heil­brigðis­kerfið á svæðinu, svo fólk geti sótt sér hjálp þegar börn þess veikj­ast. Slík þjón­usta, studd af UNICEF, nær nú til yfir 3,3 millj­óna manna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá UNICEF. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2610" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/1a8502b0-47f1-4ec8-aca5-a77c113ecc45.jpg?a=1126537742024" hspace="5" vspace="5"> Mörg þúsund manns hafa stutt <a shape="rect">neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi</a> vegna hörmungarástandsins í Nígeríu og nágrannaríkjunum þar sem hálf milljón barna er í lífshættu vegna vannæringar. Fjölmargir hafa auk þess skipulagt viðburði til styrktar neyðaraðgerðum UNICEF.&nbsp; <br> "Hingað á skrifstofuna hefur fólk komið með stórar gjafir sem smáar, sem er ákaflega gleðilegt. Hvert einasta framlag skiptir máli. Sá elsti sem hefur heimsótt okkur er 87 ára og sá yngsti í leikskóla," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. <br> <br> Neyðarsöfnunin stendur enn sem hæst. Hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr) - sem jafngildir vikulangri meðferð fyrir vannært barn. Þörf er á að stórauka neyðaraðgerðir UNICEF á vettvangi. <br> <br> <strong>Tölfræðin segir ekkert um sorgina</strong> Nærri hálf milljón barna í fjórum ríkjum í Vestur- og Mið-Afríku er í bráðri hættu vegna vannæringar og stór hluti þeirra gæti látið lífið á næstu mánuðum berist ekki hjálp. <br> <br> "Tölurnar eru sláandi: Mörg hundruð þúsund börn í lífshættu vegna vannæringar og 65.000 manns sem búa við aðstæður sem svipar til hungursneyðar. En tölfræðin segir þér aðeins hvert umfang vandans er, ekkert um mannlegu hliðina á honum, sorgina eða angistina," segir Arjan de Wagt, yfirmaður næringarmála hjá UNICEF í Nígeríu.&nbsp; <br> <br> "Tölurnar segja þér ekki hvernig það er að vera inni í sjúkratjaldi þar sem mæður eru með veik og vannærð börn sín. Í yfirfullu tjaldi halda tugir örvilna mæðra á veikburðum börnum sínum með vonarblik í auga. Ég hef verið í hundruðum slíkra tjalda og í hvert einasta sinn snertir það mig. Ég hugsa um mín eigin börn og hvernig það væri að vera í jafnmikilli örvæntingu. Hugsa um sívaxandi skelfinguna sem ég myndi upplifa ef ég horfði upp á börnin mín léttast og léttast þangað til þau væru einungis skinn og bein."&nbsp; &nbsp; <strong>Grunnheilsugæsla stórefld</strong> Börn sem eru vannærð eru margfalt líklegri til að deyja af völdum sjúkdóma en önnur börn sem veikjast, til dæmis af malaríu, lungnabólgu og niðurgangspestum. Til að mæta þessu hefur UNICEF með hjálp <a shape="rect">heimsforeldra</a> lagt áherslu á að styrkja grunnheilbrigðiskerfið á svæðinu, svo fólk geti sótt sér hjálp þegar börn þess veikjast. <br> <br> Slík þjónusta, studd af UNICEF, nær nú til yfir 3,3 milljóna manna. <br>Ástandið hvað varðar vannæringu barna er verst í norðausturhluta Nígeríu þar sem talið er að nærri 75.000 vannærð börn muni láta lífið fái þau ekki meðferð. Það eru fleiri en 200 börn á dag.&nbsp; Hægt er að styrkja neyðarhjálp UNICEF með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr).&nbsp; Einnig er hægt að styrkja neyðarsöfnunina <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unicef.is/neyd" target="_blank">hér</a> eða með því að leggja inn á neyðarreikninginn: 701-26-102050 (kt. 481203-2950). <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/world/2016/nov/25/displaced-people-refugee-nigeria-starvation-death-un-boko-haram?CMP=twt_a-global-development_b-gdndevelopment" target="_blank">Tens of thousands of children at risk of starvation in Nigeria/ TheGuardian</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.svd.se/lakare-svaltdoden-i-nigeria-maste-stoppas" target="_blank">Läkare: Svältdöden i Nigeria måste stoppas/ SVD</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.trtworld.com/in-depth/why-malnutrition-is-crippling-nigeria-236688" target="_blank">Why malnutrition is crippling Nigeria/ TRTWorld</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://cctv-africa.com/2016/11/26/un-warns-75000-children-in-nigeria-could-die-of-malnutrition-within-months/" target="_blank">UN warns 75,000 children in Nigeria could die of malnutrition within months/ CCTV</a></p>

30.11.2016Vinir Little Bees á Íslandi

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/littlebees.jpg" alt="Littlebees">Í stöðufærslu á Fésbókinni birtist á dögunum þessi texti: "Little Bees skólinn á marga góða vini á Íslandi. Einn þeirra er <a shape="rect">Bjarni Hákonarson</a>. Hann átti frumkvæði af því að safna saman fartölvum sem hætt var að nota á vinnustað hans, hlóð niður í þær þroskandi kennsluhugbúnaði fyrir börn á öllum aldri og gaf skólanum. Little Bees skólinn er því loksins kominn með lítið tölvuver :) Kærar þakkir Bjarni fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að auðga líf og menntun hjá hundruðum barna. <br> <br> <a shape="rect"><img class="left" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/koplittlebees.jpg" alt="Koplittlebees">Bjarni Hákonarson</a> svaraði af hógværð: "Látum lofið beinast þangað sem það á heima. Ég fullyrði að þetta verkefni er það mest gefandi sem við starfsmenn Kópavogsbæjar ásamt frábærum sjálfboðaliðum Little Bees höfum tekið þátt í. Við vonum að þessi littla gjöf geti orðið til þess að hjálpa "Littlu Flugunum" okkar að skapa sér góða framtíð. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt." Og hjarta fylgdi með.</p>

30.11.2016Ein milljón flóttamanna frá Suður-Súdan býr í Úganda

<p><strong> <a href="https://youtu.be/ZlX4tdWgzXA" class="videolink">https://youtu.be/ZlX4tdWgzXA</a> Allt frá því átök brutust út í Suður-Súdan í desember 2013 hafa íbúarnir, einkum konur og börn, flúið yfir til nágrannaríkja, flestir til Úganda. Ófriðurinn magnaðist í júlí á þessu ári og síðan þá hafa hundruð þúsunda lagt á flótta. Nú er svo komið að ein milljón flóttamanna frá Suður-Súdan hefst við í Úganda. </strong> <strong><br></strong> <strong><br></strong> Ný flóttamannasamfélög rísa í Yumbe héraði, en í Adjumani héraði (sjá myndband) býr flóttafólk sem kom yfir landamærin á síðasta ári eða fyrr. Þótt stjórnvöld og héraðsyfirvöld í Úganda fái hrós fyrir móttöku flóttamanna og velvild í þeirra garð er lífið fjarri því að vera dans á rósum: lífsbaráttan er hörð og flestar kvennanna eru einstæðar mæður með mörg börn. Komið hefur fram að um 85% flóttamanna eru konur og börn.</p><p></p><p><strong>Með níu börn á framfæri <br> </strong> Achol Anuol kom í Pakele flóttamannabyggðirnar í nóvember fyrir einu ári, hrakin á flótta vegna átakanna með sjö börn - án eiginmannsins. Hún kveðst ekkert vita um afdrif hans, hvort hann sé lífs eða liðinn. Hún segist líka hafa tekið að sér tvö munaðarlaus börn og því séu börnin á hennar framfæri alls níu talsins. - Hún segir stuðning alþjóðastofnana og héraðsins við flóttafólk af skornum skammti, fjölskylda hennar hafi átt kýr í Suður-Súdan og átt auðvelt með að fá fiskmeti en hvorki nautakjöt né fiskur sé á boðstólum fyrir flóttafólk í Úganda. Hún kveðst ánægð með að börnin geti gengið í skóla en kvartar undan því að þau fái of lítið að borða, matarskammtarnir séu of litlir. Þá segir Achol að hún óttist að hún snúi ekki aftur heim til Suður-Súdan á næstu árum; meðan ófriðurinn geisar sé betri kostur að búa í Úganda. <br> <br> Í nágrenninu býr Martha Nyapot sem kom yfir til Úganda í febrúar. Hún hefur komið sér upp afdrepi fyrir sjálfa sig og fimm börn en hún flúði átökin í Suður-Súdan eftir að eiginmaður hennar var myrtur. -Hún segir að lífsbaráttan sé hörð og miklu erfiðari en hún hafi áður kynnst, einkum vegna þess að hún eigi enga peninga og stuðningurinn sé takmarkaður. Hún lýsir hins vegar yfir ánægu með skólana sem börnin sækja. Martha segir aðspurð að hún geti ekki hugsað til þess að fara aftur heim til Suður-Súdan fyrr en tryggt sé að hún geti boðið börnum sínum öruggt umhverfi - því miður séu engar líkur á því að það gerist í bráð.</p><p></p><p><strong>Landið afhent gjaldfrjálst til flóttafólks</strong> <br> Jacob Opiyo sem stýrir neyðaraðstoð UNICEF segir að landið þar sem flóttamannasamfélögin rísa sé ekki í eigu ríkisins heldur séu það héruðin sjálf sem eigi landið og látið það af hendi gjaldfrjálst til flóttafólks. Hins vegar stýri skrifstofa forsætisráðherra aðgerðum á vettvangi og hlutist til um að fá land til umráða en þess séu líka dæmi að héraðsstjórnir bjóði landið að fyrra bragði í þágu flóttamanna. <br> <br>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og fjölmargar aðrar alþjóðastofnanir koma síðan að framkvæmdum við að undirbúa landið undir komu flóttamanna, búa til vegi, skilgreina landskika fyrir hverja fjölskyldu, reisa heilsugæslustöðvar og skóla, byggja varanleg almenningssalerni og vatnsveitur, svo dæmi séu nefnd. <br> <br> Stefán Jón Hafstein forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda hreifst af skipulagningu heimamanna þegar hann kynnti sér flóttamannasamfélögin á dögunum eins og fram kemur í meðfylgjandi kvikmyndabroti.&nbsp;</p><p><br> <a rel="nofollow" href="http://www.voanews.com/a/south-sudan-refugees/3608796.html" shape="rect" target="_blank">South Sudanese Flee One of Country's Last Peaceful Towns/ VOA</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.cfr.org/south-sudan/ending-south-sudans-civil-war/p38510?cid=soc-twitter-Ending+South+Sudan%26rsquo%3bs+Civil+War-112816" shape="rect" target="_blank">Ending South Sudan's Civil War / CFR</a></p><br><p></p><br><p></p>

30.11.2016Plastflöskuhús í Úganda

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/plastic-bottle-construction.jpg" alt="Plastic-bottle-construction">Á undanförnum mánuðum hef ég kynnst ótal ólíkra verkefna og samtaka í Úganda sem öll hafa það að markmiði að gera landið að betri stað að búa á. &nbsp; Þá eru ein samtök sem ég tel að séu sérstaklega til eftirbreytni en þau kallast SINA (The Social Innovation Academy). Samtökin byrjuðu upphaflega sem frjáls félagasamtök sem veittu munaðaralausum börnum fjárhagslegan stuðning til að ljúka framhaldsmenntun. Eftir að börnin luku framhaldsmenntun héldu þau út á vinnumarkaðinn, án árangurs-en Úganda er ein yngsta þjóð í heimi með um 77% íbúa landsins undir 30 ára aldri. Atvinnuleysi er eftir því, en 83% úganskra ungmenna á aldrinum 15-24 ára eru án vinnu. &nbsp; Þegar ljóst var hversu erfitt ungmennin áttu með að fá vinnu að loknu námi urðu samtökin að því sem þau eru í dag; vettvangur til að veita ungu fólki sem kemur úr erfiðum aðstæðum tækifæri til frumkvöðlastarfs með því að skapa sér vinnu í stað þess að leita að vinnu.</p><p>Ástæða þess að ég tel SINA skera sig frá flestum öðrum samtökum sem ég hef kynnst er hversu umhverfismiðuð þau eru. Þau nota umhverfið sem innblástur með því að líta á umhverfisleg vandamál sem vettvang til að skapa störf. &nbsp; <br></p><p>Besta dæmið úr starfi SINA tel ég vera endurnýtingu þeirra á plastflöskum. Í Úganda er endurvinnsla lítil sem engin en áætlað er að einungis um 1% plasts sé endurunnið. Algengast er að plastið sé brennt með tilheyrandi loftmengun sem ekki einungis er slæm fyrir umhverfið, heldur getur slík loftmengun haft mjög skaðleg áhrif á heilsu fólks. &nbsp; <br></p><p>Það sem SINA gerir er að þau safna plastflöskum sem liggja á víð og dreif um allt landið og byggja úr þeim hús. Að sögn SINA eru hús byggð úr plastflöskum jafn sterkbyggð og þau sem byggð eru úr múrsteinum; þau þola jarðskjálfta og eru skotheld, ásamt því að eiga að endast í 2000 ár. SINA hefur nú þegar byggt nokkur plastflöskuhús og rekur meðal annars gistiheimili þar sem gestir geta sofið í húsi byggðu úr plastflöskum. &nbsp; <br></p><p>Helstu umhverfislegu áhrif þess að nýta plastflöskur til að byggja hús eru augljós; að endurnýta plast í stað þess að brenna það og þar af leiðandi að minnka loftmengun. &nbsp; <br></p><p>Önnur jákvæð umhverfisleg áhrif eru að skipta múrsteinum, sem eru eitt algengasta byggingarefnið í Úganda, út fyrir plastflöskur. Múrsteinar eru búnir til úr leir sem er brenndur með við sem fæst úr skógum landsins. Eyðing skóga er stórt vandamál á heimsvísu og þar er Úganda engin undantekning, en talið er að ef ekki verði gripið inn í eyðingu skóga landsins verði þeir svo gott sem horfnir eftir um 50 ár.<br></p>

23.11.2016Þokast áfram í jarðhitaþróun í Austur Afríku

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/argeo-c6-3.jpg" alt="Argeo-c6-3">Alls komu um 500 manns frá 40 löndum saman á sjöttu Argeo jarðhitaráðstefnuni, sem haldin var í Addis Ababa, Eþíópíu 1.-5. nóvember. Þátttakendur voru að mestu sérfræðingar á sviði jarðhitarannsókna og nýtingar. Markmiðið var að kynna nýjar rannsóknir og ræða um tækifæri til jarðhitanýtingar í Austur Afríku sigdalnum og skilgreina leiðir til að hraða þróun orku frá jarðhitaauðlindum. Það var UNEP ásamt stjórnvöldum í Eþíópíu sem höfðu veg og vanda að skipulagi ráðstefnunnar. <br> <br> Lengi hefur verið talað um möguleika jarðhitans í Austur Afríku, en hingað til hefur einungis Kenía náð að virkja með góðum árangri, en þar eru nú yfir 600 MW af ragmagni framleidd með jarðhita. Kenía hefur þar með skipað sér í framvarðarsveit jarðhitanýtingar í heimunum. Væntingar landa hafa hins vegar verið all miklar, og ljóst er að niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á síðustu árum hafa ekki verið í samræmi við þær væntingar. Frá því að fyrsta ARGeo ráðstefnan var haldin árið 2006, hefur hins vegar bæst mikið við þekkingu á eðli jarðhitans í Austur Afríku, og mögulegum svæðum til nýtingar og voru einmitt kynntar niðurstöður fjölda rannsókna á ráðstefnunni. Helst er nú horft til möguleika í austari hluta sigdalsins, varðandi raforkuframleiðslu, landa eins og Eþíópíu, Kenía, Erítreu og Djíbúti, þar sem jarðhitaleit og rannsóknir síðustu ára hafa staðfest að til staðar eru vænleg jarðhitasvæði til raforkunýtingar. Vissar vonir eru einnig bundnar við jarðhita í Tansaníu.&nbsp;</p><p>Jarðhiti er að mörgu leyti tæknilega snúið viðfangsefni, og margir óvissuþættir sem fléttast inn í áætlanir landa og á ráðstefnunni komu saman bæði jarðhitasérfræðingar og fjármögnunaraðilar til að ræða leiðir til að yfirstíga þær hindranir sem virðast vera í vegi frekari framþróun jarðhitanýtingar í álfunni. Verkefni Utanríkisráðuneytisins og Norræna þróunarsjóðsins, hefur miðað að því að aðstoða lönd við að klára fyrstu skref jarðhitarannsókna, og fá úr því skorið hvort að líklegt sé að nýtanlega jarðhita megi finna í viðkomandi löndum. Á þessu stigi er fólgin talsverð áhætta og allt eins líklegt að niðurstöður leiði í ljós að ekki sé til staðar nægjanlegur jarðhiti til frekari þróunar. Í þeim tilfellum sem jákvæðar niðurstöður fást, taka svo við tilraunaboranir þar sem verkefni Alþjóðabankans og Afríkusambandsins og fleiri aðila, taka við keflinu og aðstoða lönd við að taka á og lágmarka þá áhættu sem felst í tilraunaborunum.</p><p></p><p>Á ráðstefnunni voru einnig kynntar niðurstöður frá vinnufundi um jarðhita í vestari hluta sigdalsins, en þar er ljóst að um mun lægri hita er að ræða og varla virkjanlegan til raforku, og því er nú frekar horft til möguleika þeirra landa að nýta jarðhita með beinum hætti, s.s. við þurrkun matvæla, og mögulega orkuframleiðslu í litlum mæli með tvívökavirkjunum. Enn hefur ekki verið sýnt fram á með beinum hætti hagkvæmni slíkrar nýtingar í Afríku, en verkefni UTN og NDF mun á næstunni, í samvinnu við MATÍS, leggja í þróunarverkefni með jarðhitafyrirtæki ríkisins í Kenía, Geothermal Development Company (GDC), um matvælaþurrkun með jarðhita. Vonir standa til að með því verkefni verði hægt að sýna fram á hagkvæmni slíkrar lausnar í Afríku. Byrjað verður með tilraunir í þurrkun á maís, með vonum um að geta gert tilraunir með fleiri afurðir eftir því sem reynslan gefur tilefni til. <br> <br> Utanríkisráðuneytið og NDF stóðu, í samvinnu við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fyrir námskeiði um verkefnastjórnun í jarðhitaverkefnum í tengslum við ráðstefnuna. En nú þegar huga þarf að næstu skrefum í þróun jarðhitans er mikilvægt að sérfræðingar skilji vel ferli í jarðhitaverkefnum, og hvernig bregðast má við óvissu og áhættuþáttum. Leiðbeinendur í námskeiðinu komu bæði frá Íslandi og Kenía, en eitt af markmiðum ráðstefnunnar er einmitt að hvetja til frekara svæðasamstarfs og þess að löndin á svæðinu deili þekkingu sín á milli. <br> <br><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/argeo-c6---women-in-geother.jpg" alt="Argeo-c6---women-in-geother">Þá er einnig vert að nefna að á ráðstefnunni var formlega stofnuð Afríkudeild samstaka kvenna í jarðhita (Women in Geothermal), sem eru alþjóðleg samtök sem vilja auka menntun og veg kvenna innan jarðhitageirans. Í tengslum við verkefni sem Jafnréttisskóli SÞ á Íslandi er aðili að, var einnig kvikmyndatökufólk á ráðstefnunni sem vinnur að gerð heimildamyndar um konur í jarðhitageiranum. <br> <br>Fulltrúar UTN á ráðstefnunni áttu einnig tvíhliðafundi, m.a. með Tanzaníu, Kenía, Djíbútí og UNEP, þar sem fjallað var um samstarf landanna í jarðhitamálum og framgang verkefna.</p><p>Efri myndin: Þráinn Friðriksson sérfræðingur í jarðhitamálum hjá Alþjóðabankanum í pallborði á ráðstefnunni.</p><p>Neðri myndin: Á ráðstefnunni var formlega stofnuð Afríkudeild samtaka kvenna í jarðhita.<br></p><p></p>

23.11.2016"Foreldrar mínir voru drepnir af skæruliðum"

<p><strong> <a href="https://youtu.be/WlQWPxneY-0" class="videolink">https://youtu.be/WlQWPxneY-0</a> Fyrir þremur mánuðum var Bidibidi lítið þorp í norðurhluta Úganda. Nú er hér fjórða fjölmennasta samfélag flóttafólks í heiminum. Með rútum sem þessum koma stríðshrjáðir íbúar Suður-Súdan í móttökustöðina í Yumbe héraði. Þeir flýja borgarastríðið, einhverjar grimmilegustu þjóðernishreinsanir síðari ára. Meðal þeirra eru fjölmörg börn sem hafa misst föður eða móður, eða báða foreldra.</strong> <br> <br>Jura Scovia er sautján ára, hún er nýkomin í mótttökustöðina í Bidibidi. Spurningunni um það hvort hún hafi komið með foreldrum sínum svarar hún:&nbsp;</p><p>"Foreldrar mínir voru drepnir af skæruliðum."&nbsp;</p><p>Jura lýsir því hvernig hún og bróðir hennar földu sig í trjágróðri í tíu daga á leið að landamærunum til Úganda því enga hjálp hafi verið að hafa heima í þorpinu þeirra. Svöng og sorgmædd eru þau komin hingað til Bidibidi, munaðarlaus, allslaus. Fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hlustar á frásögn stúlkunnar en systkinunum verður síðan komið í hendur samtakanna World Vision sem sérhæfa sig í tilvikum sem þessum og leita að fósturforeldrum. Sextíu og fimm prósent allra flóttamanna frá Suður-Súdan eru börn yngri en átján ára, mörg þeirra hafa orðið viðskila við foreldra sína í átökunum og enn fleiri koma til Úganda vegna þess að foreldrarnir eru látnir. Við erum að tala um þúsundir barna.&nbsp;</p><p><br>UNICEF leggur áherslu á að koma upp skólum í flóttamanna-samfélögunum í Úganda og hjálpa börnum að vinna úr sorg og áföllum gegnum leik, umræður um frið, með því að teikna... og síðast en ekki síst með söng. Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Dorothy Birungi frá UNICEF í Úganda.&nbsp;</p><p><br> <a rel="nofollow" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55453#.WCBpYlWLS70" shape="rect" target="_blank">Funding shortfall for UN emergency response fund could have 'devastating impact'/ SÞ</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.voanews.com/a/south-sudan-mines-juba-hazards-unmas/3581414.html" shape="rect" target="_blank">Explosive Hazards in South Sudan Put Residents at Risk/ VOA</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2016/10/28/three-months-ago-it-was-a-tiny-ugandan-village-now-its-the-worlds-fourth-largest-refugee-camp/?postshare=9911477829680064&%3btid=ss_tw" shape="rect" target="_blank">Three months ago, it was a tiny Ugandan village. Now it's the world's fourth-largest refugee camp/ WashingtonPost</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.economist.com/blogs/economist-explains/2016/10/economist-explains-24?fsrc=scn%2ftw%2fte%2fbl%2fed%2f" shape="rect" target="_blank">Why Uganda is a model for dealing with refugees/ Economist</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://news.xinhuanet.com/english/2016-11/08/c_135814760.htm" shape="rect" target="_blank">UN warns of growing food crisis in South Sudan in 2017/ Xinhuanet</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.washingtonpost.com/classic-apps/south-sudanese-civilians-fear-the-un-cant-protect-them-from-a-massacre/2016/08/06/4220b132-4eb0-11e6-bf27-405106836f96_story.html" shape="rect" target="_blank">South Sudanese civilians fear the U.N. can't protect them from a massacre/ WashingtonPost</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.wfp.org/news/news-release/wfp-delivers-food-52000-people-cut-aid-south-sudan" shape="rect" target="_blank">WFP Delivers Food To 52,000 People Cut Off From Aid In South Sudan/ WFP</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://bigstory.ap.org/article/5c1a7dcf8c93428fa2778e4e0f4ba316/un-warns-south-sudan-risks-spiraling-genocide" shape="rect" target="_blank">UN warns that South Sudan risks spiraling into a genocide/ AP</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://cctv-africa.com/2016/11/21/children-in-south-sudan-call-for-end-to-conflict/" shape="rect" target="_blank">Children in South Sudan call for end to conflict/ CCTV</a></p>

23.11.201685 milljónum króna úthlutað til borgarasamtaka vegna mannúðarverkefna

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ssudan.JPG" alt="Ssudan" />Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað 85 milljónum króna til íslenskra borgarasamtaka vegna mannúðaraðstoðar. Mannúðaraðstoð felur í sér björgun mannslífa, vernd óbreyttra borgara, útvegun nauðþurfta og annarrar aðstoðar sem auðveldar afturhvarf til eðlilegs lífs í kjölfar hamfara. Hana ber ætíð að veita með ábyrgum og samhæfðum hætti samkvæmt alþjóðlegum viðmiðunum og grundvallarreglum um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi og sjálfstæði.</p> <p> </p> <p>Íslensk stjórnvöld reiða sig meðal annars á borgarasamtök til að koma mannúðaraðstoð sinni til skila og er styrkjum vegna mannúðaraðstoðar ætlað að svara alþjóðlegum neyðarköllum allt árið um kring. Þrettán umsóknir bárust að þessu sinni um styrki til mannúðarverkefna frá fimm borgarasamtökum að heildarupphæð rúmlega 183 milljónum króna. Úthlutunin nær til fimm verkefna, þrjú til aðstoðar flóttafólks, eitt vegna stríðsátaka í Sýrlandi og eitt vegna náttúruhamfara á Haítí eins og sjá má í eftirfarandi yfirliti um styrkina.</p> <ul> <li>20 milljónir - Hjálparstarf kirkjunnar vegna mannúðaraðstoðar í kjölfar fellibylsins Matthíasar á Haítí.</li> <li>20 milljónir - Rauði krossinn á Íslandi vegna stuðnings við flóttafólk frá Suður-Súdan í Úganda.</li> <li>20 milljónir - Rauði krossinn á Íslandi vegna björgunar flóttafólks og farenda á Miðjarðarhafi.</li> <li>15 milljónir - SOS Barnaþorpin á Íslandi vegna neyðaraðstoðar í Sýrlandi.</li> <li>10 milljónir - Hjálparstarf kirkjunnar vegna neyðaraðastoðar við flóttafólk frá Suður-Súdan í Úganda.</li> </ul> <p>Nánari upplýsingar um samstarf utanríkisráðuneytisins við borgarasamtök á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, þ. á m. verklagsreglur, stefnumið og umsóknareyðublöð, má finna á <a href="/borgarasamtok/umsoknir/" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">vef</a> alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands (ICEIDA). </p> <p> </p> <p> </p>

23.11.2016Flóttafólk velkomið og fær tækifæri til að koma undir sig fótunum í nýju landi

<p><strong> <a href="https://youtu.be/sdYw1tIzMgk" class="videolink">Þúsundir flóttamanna koma daglega yfir landamærin frá Suður-Súdan til Úganda þar sem þeir eru boðnir velkomnir. Í myndbandinu eru svipmyndir frá flóttamannasamfélögum og rætt við Titus Jogo fulltrúa stjórnvalda á staðnum og Stefán Jón Hafstein forstöðumann sendiráðs Íslands í Úganda</a> Síðustu vikur hafa að meðtaltali 3.500 flóttamenn frá Suður-Súdan komið daglega í mótttökustöðvarnar í BidiBidi í norðurhluta Úganda. Á hverjum degi koma margar rútur frá landamærastöðvum fullar af fólki, einkum þó konum og börnum, sem flýja grimmdarverkin í heimalandinu sem færðust mjög í aukana í júlí þegar vopnahlé stríðandi fylkinga rann út í sandinn. <br><br></strong>Flestir koma nánast allslausir, með eina eða tvær litlar töskur, og sumir með hænu eða tvær eða geit. Frá því í águstmánuði hafa komið tæplega 200 þúsund flóttamenn. Þeir eru allir boðnir velkomnir af stjórnvöldum sem hafa þá stefnu í málefnum flóttamanna að veita þeim nánast öll réttindi til jafns við heimamenn ef ríkisfang er undanskilið. <br> <br>Þessi stefna hefur bæði vakið athygli og aðdáun: fulltrúar Alþjóðbankans og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru meðal þeirra sem hafa hrósað stjórnvöldum í Úganda fyrir örlæti sitt í garð flóttafólks. Mikill fjöldi Sameinuðu þjóða stofnana og alþjóðastofnana eru að stöfum á svæðinu en björgunarstarfinu er stýrt af fulltrúum frá skrifstofu forsætisráðherra Úganda. <br> <br> <strong>Flóttamannasamfélög, ekki flóttamannabúðir</strong> <br>Titus Jogo yfirmaður stjórnvalda á vettvangi segir í meðfylgjandi kvikmyndabroti að flóttafólk sé ekki sett í búðir heldur byggðir, það fái landspildu til umráða og réttindi&nbsp; eins og ferðafrelsi, aðgengi að vatns- og salernisaðstöðu, menntun og heilusgæslu, atvinnuréttindi og kosningarétt og kjörgengi innan héraðsins. Skýringuna á þessum jákvæðu mótttökum segir hann vera reynslu Úgandabúa: þeir þekki margir hverjir af eigin raun þá stöðu að vera flóttafólk og það hafi mótað stefnu stjórnvalda. <br> <br> Landspildan sem flóttafólk fær úthlutað nemur 90 fermetrum, það fær tækifæri til að koma sér upp smáhýsi og hefja ræktun á matjurtum - með öðrum orðum: að koma undir sig fótunum og verða að mestu sjálfbjarga. <br> <br> Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, bauð Stefáni Jóni Hafstein forstöðumanni íslenska sendiráðsins í Úganda að kynna sér aðstæður á vettvangi. Hann segir að stjórnvöld í Úganda sýni flóttafólkinu skilning og samstöðu. Hann bendir á að velviljinn komi líka fram í því að alþjóðasamfélagið komi með stuðning sem gagnast heimamönnum, héraðsstjórnum og íbúum héraðanna sem hýsa flóttafólkið. Stefán Jón nefnir líka alvarleika borgarastríðsins í Suður-Súdan, segir engar friðarlíkur sjáanlegar á næstunni og það komi til með að ýta undir flóttamannastrauminn til Úganda. <br> <br>Íslensk stjórnvöld styðja alþjóðasamtök á vettvangi eins og UNICEF og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP)&nbsp; með kjarnaframlögum auk þess sem Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar hafa nýlega fengið samtals 30 milljónir króna til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan í Úganda, eins og lesa má á öðrum stað í Heimsljósi. <br> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.frettatiminn.is/afriku-blaedir-i-hjartastad/" shape="rect" target="_blank">Afríku blæðir í hjartastað, eftir Egil Bjarnason/ Fréttatíminn</a><br><a rel="nofollow" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55606#.WDLFyUb5OFk" shape="rect" target="_blank">Security Council 'deeply alarmed' over escalation of ethnic violence in South Sudan/ UNNewsCentre</a><br><a rel="nofollow" href="https://www.irinnews.org/analysis/2016/11/14/who-can-stop-threat-genocide-south-sudan" shape="rect" target="_blank">Who can stop the threat of genocide in South Sudan?/ IRIN</a><br><a rel="nofollow" href="http://www.ibtimes.co.uk/unicef-brokers-release-145-child-soldiers-south-sudan-says-16000-still-armed-forces-1588466" shape="rect" target="_blank">Unicef brokers release of 145 child soldiers in South Sudan, says 16,000 still in armed forces/ IBTimes</a><br><a rel="nofollow" href="https://medium.com/lemming-cliff/in-plain-sight-the-worlds-refugee-crisis-as-seen-from-space-f74defe9d87a#.r5nneznwl" shape="rect" target="_blank">In Plain Sight: The World's Refugee Crisis As Seen From Space/ MediumCom</a><br><a rel="nofollow" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55475#.WCBpNVWLS70" shape="rect" target="_blank">Some 3,500 people fleeing South Sudan each day due to ongoing conflict - UN refugee agency</a><br><a rel="nofollow" href="http://www.voanews.com/a/humanitarian-crisis-in-south-sudan-worsening-as-famine-looms/3580926.html" shape="rect" target="_blank">S. Sudan Humanitarian Crisis Worsening as Famine Looms/ VOA</a><br><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://reliefweb.int/report/south-sudan/we-did-not-believe-we-would-survive-killings-rape-and-looting-juba" target="_blank">"We did not believe we would survive": Killings, rape and looting in Juba/ Amnesty International</a></p>

23.11.2016Konum í blæðir í Mosul - Neyðarsöfnun UN Women

<p><a class="videolink" href="https://youtu.be/dCYRfK2ZDdU">https://youtu.be/dCYRfK2ZDdU</a> Í ljósi skelfilegs ástands í Mosul efnir UN Women á Íslandi til sms-neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta í Írak. UN Women hvetur alla til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1490 kr.) og veita konu á flótta sæmdarsett sem inniheldur dömubindi, sápu og vasaljós. </p> <p>Yfir 600 þúsund konur og stelpur hafa lent í átökum í Mosul og nágrenni. Þær sárvantar neyðaraðstoð og þeim fer fjölgandi með hverjum deginum, að því er fram kemur í frétt frá UN Women á Íslandi. Þar segir að konur í Mosul og nærliggjandi svæðum hafi verið innilokaðar og einangraðar síðastliðin tvö ár eftir að vígasveitir sem kenna sig við íslamskt ríki náðu borginni yfir á sitt vald. "Þær hafa þurft að þola gróft ofbeldi, verið teknar sem gíslar og kynlífsþrælar og giftar hermönnum vígasveitanna en margar hafa horfið sporlaust. Þær skortir mat og aðrar nauðsynjavörur og flýja nú borgina."</p> <p> </p> <p>"Konur í Mosul eru í hræðilegri stöðu og eiga ekkert. Þær hafa verið innilokaðar heima hjá sér undanfarin tvö ár og hvorki mátt eiga né nota síma, snjallsíma, internet, horfa á sjónvarp né eiga í samskiptum við umheiminn á nokkurn hátt. Þær hafa verið sviptar lífsviðurværi sínu, reisn sinni og valdi yfir eigin lífi. Neyðin er gríðarleg og nú er mikilvægara en nokkru sinni að að hlúa að þessum hópi. UN Women vinnur að því að veita konum og stúlkum á svæðinu aftur rödd, lífsviðurværi, tilgang og aðstoða þær við að koma undir sig fótunum á ný. Nýlega settum við á fót griðastaði í búðum á Ninewa-svæðinu þar sem konur hljóta vernd og öryggi, áfallahjálp í kjölfar kynferðisofbeldis, sálrænan stuðning en fyrsta skrefið er að veita þeim sæmdarsett með helstu nauðsynjum sem gera konum kleift að halda í virðingu sína. Aftur á móti skortir fjármagn til að geta brugðist við neyðinni og haldið því áfram," segir <strong>Inga Dóra Pétursdóttir</strong>, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi sem efnir til neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta í Mosul og kring. </p> <p>Nú um miðjan október réðust íraskar öryggissveitir ásamt hersveitum Kúrda inn í Mosúl með það að markmiði að ná borginni úr höndum vígasveita íslamska ríkisins. Hörð átök geysa í borginni og sem hafa gert það að verkum að íbúar borgarinnar flýja. Fólk hefur flúið meðal annars til Ninewa svæðisins suðaustur af Mosul þar sem unnið er að uppsetningu búða fyrir flóttafólk sem fjölgar óðum. UN Women samhæfir aðgerðir á svæðinu og tryggir að veitt sé kvenmiðuð neyðaraðstoð þar sem tekið er tillit til þarfa kvenna á svæðinu. Konurnar eiga ekkert og sárvantar nauðsynjar. Neyðin í Mosul er gríðarleg og virðist eingöngu vera að aukast. </p> <p><br />UN Women hvetur almenning til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1490 kr.) og veita konu á flótta sæmdarsett sem inniheldur dömubindi, sápu og vasaljós. #Konumblæðir </p> <p> </p> <p> </p>

23.11.2016Mannréttindadagur barna - nýr fræðsluvefur Barnaheilla

<p><a class="videolink" href="https://youtu.be/PUFlsB3dKbA">https://youtu.be/PUFlsB3dKbA</a> Á sunnudag var alþjóðlegur dagur barna og afmælisdagur Barnasáttmálans. Alþingi ákvað síðastliðið vor að þessi dagur yrði helgaður fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Barnaheill - Save the Children á Íslandi - setti af þessu tilefni upp sérstakt <a href="http://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna" target="_blank" rel="nofollow" shape="rect">vefsvæði</a> í samvinnu við innanríkisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem helgað þessari fræðslu. Þar sem skólar voru lokaðir á sunnudag var þess vænst að fræðan færi fram á föstudag. <br /> <br /> Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) minnir á þá staðreynd að á hverjum degi deyja 16 þúsund börn undir fimm ára aldri, flest vegna sjúkdóma sem hægt er að meðhöndla, en einnig vegna skorts á mat, vatni og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. UNDP minnir líka á þær miklu framfarir sem orðið hafa á síðustu áratugum þegar litið er til barnadauða í heiminum. Árið1990 létust 13 milljónir barna fyrir fimm ára aldur eða 9% allra barna í heiminum. Á árinu 2015 létust 5,9 milljónir barna eða 4,3% allra barna í heiminum. <br /> <br /> Samkvæmt Heimsmarkmiðunum er ætlunin að binda enda á dauða nýbura og barna undir fimm ára aldri fyrir árið 2030. Þá er stefnt að því að öll lönd lækki dánartíðni nýbura að minnsta kosti niður í 12 af hverjum 1.000 fæðingum lifandi barna og dánartíðni barna undir 5 ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000 fæðingum lifandi barna.</p>

23.11.2016Allt gert til að koma í veg fyrir mænusóttarfaraldur í Nígeríu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/bolusetning.jpg" alt="Bolusetning">Umfangsmikið bólusetningarátak gegn mænusótt stendur nú yfir í Nígeríu eftir að þrjú tilvik af veikinni greindust í norðausturhluta landsins þar sem mörg hundruð þúsund börn er í lífshættu vegna vannæringar. Yfir 40 milljón börn verða bólusett til að hindra að mænusóttarfaraldur brjótist út, enda hafði ekkert tilfelli komið upp í Afríku í tvö ár þegar þetta gerðist og í sjónmáli er að útrýma þessum skæða sjúkdómi á heimsvísu, segir í frétt frá UNICEF á Íslandi.</p><p>Um leið og börnin í Borno-héraði í Nígeríu eru bólusett eru þau skimuð fyrir vannæringu og vísað í meðferð við henni ef þörf krefur. Í gegnum bólusetningarátakið er þannig hægt að ná til barna sem eru vannærð og veita þeim hjálp. &nbsp; <br></p><p><a shape="rect">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna vannærðra barna í Nígeríu og nágrannaríkjunum</a> er enn í fullum gangi og hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr). Einnig er hægt að styrkja neyðarsöfnunina <a shape="rect">hér</a> eða með því að leggja inn á neyðarreikninginn: 701-26-102050 (kt. 481203-2950). &nbsp; <br></p><p>Ómetanlegur stuðningur &nbsp; <br></p><p>Yfir 12 milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnuninni hér á landi."Mörg þúsund manns hafa stutt söfnunina og það er okkur mjög mikilvægt að finna þennan mikla stuðning. Þetta er ómetanlegt, enda er neyðin á svæðinu gríðarleg og þörf á að stórauka aðgerðir UNICEF. Í húfi eru raunveruleg líf, raunveruleg börn og raunverulegur möguleiki á að koma í veg fyrir að þau láti lífið," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. <br> <br> Síðastliðna mánuði hafa 131.349 börn fengið meðferð gegn vannæringu í norðausturhluta Nígeríu, þar sem ástandið er verst. Auk þess hafa börn annars staðar í landinu fengið hjálp, sem og í nágrannaríkjunum. &nbsp; Árangri í baráttu við mænusótt ógnað &nbsp; Mænusóttartilfellin sem upp komu nýverið bætast ofan á einstaklega erfiða stöðu á svæðinu. Sums staðar í Borno-héraði í Nígeríu eru allt að 15% barna alvarlega bráðavannærð. &nbsp; Þar sem margir flóttamenn eru á ferð yfir landamærin er hætta á að mænusótt breiðist út til nágrannaríkjanna og því mikilvægt að hafa hraðar hendur á til að hemja útbreiðslu veikinnar. Bólusetningarnar fara af þessum einnig fram í Níger, Tsjad, Kamerún og Mið-Afríkulýðveldinu. <br></p><p>&nbsp;"Við gerum allt sem við getum ásamt samstarfsaðilum okkar til að koma í veg fyrir að veikin breiðist út. Umfang viðbragðanna sýnir alvarleika aðstæðnanna," segir Bergsteinn Jónsson. &nbsp; Gríðarlegur árangur hefur náðst í baráttunni gegn mænusótt á heimsvísu og Nígería er eina landið í Afríku þar sem ekki hefur tekist að útrýma sjúkdómnum. Ríki er talið laust við hann þegar engin tilfelli hafa greinst þar í þrjú ár. Í Nígeríu hafði náðst tímamótaárangur og ekki orðið vart við mænusótt í tvö ár þegar tilfellin þrjú komu upp í norðausturhluta landsins. Mikið kappsmál er því að hindra frekari útbreiðslu sjúkdómsins, samhliða því að meðhöndla börn gegn vannæringu. &nbsp; <br></p><p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unicef.is/nigeria" target="_blank">Nánari upplýsingar um ástandið í Nígeríu</a><br><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/11/17/kynslod_barna_hefur_horfid_daid/" target="_blank">Kynslóð barna hefur horfið, dáið/ Mbl.is</a><br><a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/world/2016/nov/20/boko-haram-forgotten-victimd-humanitarian?CMP=share_btn_tw" target="_blank">Boko Haram's forgotten victims return to a humanitarian disaster/ TheGuardian</a></p><b><br></b><p></p>

23.11.2016Ráðherra sveitarstjórnarmála í Malaví heimsækir Mangochihérað

<p>Á dögunum heimsótti ráðherra sveitarstjórna- og þróunarmála í Malaví Mangochihérað, gagngert til að kynna sér þau verkefni sem héraðsstjórnin vinnur að í samvinnu við íslenska sendiráðið. Ráðherrann heimsótti nýju fæðingardeildina í Mangochibæ og eina af fjórum minni fæðingardeildum í dreifbýli. Auk þess heimsótti hann tvo grunnskóla og vatnsból. <br> <b><br></b> <img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/malavigra2.jpg" alt="Malavigra2">Heimsóknin hófst á skrifstofu héraðsstjórans í Mangochi, þar sem þróunarstjóri héraðssins og Guðmundur Rúnar Árnason verkefnisstjóri sögðu ráðherranum frá verkefnum undanfarinna ára og undirbúningi fyrir framhaldið. Að því búnu var nýja fæðingardeildin í Mangochibæ skoðuð. Allmargir slógust í för eins og myndirnar bera með sér, sums staðar með söng og trumbuslætti.&nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/malawigra1.jpg" alt="Malawigra1">Að loknum heimsóknum og lokafundi, þar sem ráðherrann, formaður héraðsstjórnarinnar og Ágústa Gísladóttir, forstöðumaður sendiráðsins í Lilongwe fluttu ávörp, lauk formlegri heimsókn. Ráðherrann lýsti mikilli ánægju með það sem hann hafði séð og þau verkefni sem unnið hefur verið að með stuðningi Íslands. Í ræðu hans kom m.a. fram, að umfang þessara verkefna er talsvert meira en hann hafði gert sér grein fyrir.&nbsp;</p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/gramynd4.jpg" alt="Gramynd4"><br> <br> <img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/tiundamynd.jpg" alt="Tiundamynd">Í lok formlegrar dagskrár bauð ráðherrann starfsfólk sendiráðsins að koma með sér til TA Nankumba og vera viðstödd athöfn þar sem höfðinginn í Nankumba var hækkaður í tign, í Senior Chief Nankumba. Þar var mikið fjölmenni samankomið og áhugavert að fylgjast með. Höfðingjanum voru færðar góðar gjafir, ný rúmdýna, geit og ýmislegt fleira.</p>

23.11.2016Þróunarríkin hundrað árum eftir þróuðum ríkjum í menntun

<p><b>Líkurnar á því að barn sem fæðist í þróunarríki - stórum hluta Asíu, Suður-Ameríku, Afríku og hluta af Miðausturlöndum - eigi kost á vandaðri menntun eru miklu minni en hjá barni sem fæðist í þróuðu ríkjum heimsins - í Evrópu, Japan, enskumælandi hlutum Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Rebecca Winthrop sem stýrir alþjóðlega menntasetrinu hjá bandarísku Brookingsstofnuninni heldur því fram í nýrri grein að munurinn á þessum tveimur heimum hvað menntun áhærir sé 100 ár, ein öld.</b>&nbsp;</p><p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/ljosmyndir/frontboxes/heimsmarkmid4.jpg" alt="">Ójöfnuður innan þróunarríkjanna skýrir þennan mun að mestu leyti, segir Rebecca. "Í Afríku tekst aðeins þriðjungi barna að komast upp í framhaldsskóla - eða svipað hlutfall og bandarískra barna fyrir rúmum hundrað árum. Þegar horft er á getu barna í lestri og stærðfræði sést að kunnátta barna í þróunarríkjunum er svipuð og 8% þeirra lökustu í þróuuðu ríkjunum. Og það sem er líkast til verst er að miðað við hraða breytinganna tekur það nemendur í þróunarríkjunum meira en hundrað ár að komast á þann stað sem nemendur þróuðu ríkjanna eru núna," segir hún. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://ssir.org/articles/entry/how_can_we_leapfrog_educational_outcomes" target="_blank">How Can We "Leapfrog" Educational Outcomes?, eftir Rebecca Winthrop/ SSIR</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://ssir.org/articles/entry/rethinking_education_in_a_changing_world" target="_blank">Rethinking Education in a Changing World, eftir Rebecca Winthrop og Eileen McGivney/ SSIR</a></p><br><p></p>

23.11.2016Ferðalag um Mósambík - vatn, klósett og skólar

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/mariaerla3.JPG" alt="Mariaerla3">Heyrt í bíltúr um sveitir Mósambíkur: "Fyrir mig er mjög skrýtið að hugsa til þess að geta ekki fengið mér vatnsglas hvar og hvenær sem ég vil og farið svo á klósettið að pissa þegar ég hef drukkið of mörg. Ég tala nú ekki um þegar maður er þreyttur í skólanum og tekur nokkrar pissupásur til að komast út úr tíma og jafnvel fylla á vatnsflöskuna. Það er þó aftur á móti raunveruleikinn á mörgum stöðum í heiminum að börn og fullorðnir líða skort á vatni og viðunandi salernisaðstöðu með tilheyrandi hreinlætisvandamálum." Þeir sem í bílnum sátu, og voru búnir að heimsækja nokkur mósambísk samfélög þegar þetta var, gátu ekki annað en kinkað kolli.&nbsp; <br></p><p> Í byrjun nóvember sótti María Erla Marelsdóttir Mósambík heim. María Erla er skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins og er m.a. sendiherra Íslands í samstarfslöndunum þremur í Afríku, þeim Malaví, Úganda og Mósambík. Sem sendiherra heimsækir hún þessi lönd reglulega. Nú var röðin sem sagt komin að Mósambík. &nbsp; Í Mósambík fundaði hún með ýmsum, t.d. öðrum sendiherrum Norðurlanda í landinu, nokkrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og einnig átti hún fund í mósambíska utanríkisráðuneytinu. En meginástæða heimsóknarinnar var þó að skoða vatns- og salernisverkefni sem Ísland styður í fimm héruðum í Sambesíu-fylki í norðanverðri Mósambík. Um 25% barna í Mósambík búa í þessu fylki en þrátt fyrir það er fylkið eitt það vanþróaðasta í landinu þegar kemur að velferð barna. &nbsp; <b><br></b></p><p><b>Heilbrigði og hagsæld</b><br>Verkefnið hófst í byrjun árs 2014 og lýkur því í árslok 2017. Megintilgangur þess er að bæta aðgang barna að hreinu vatni og með því bæta heilbrigði, menntun og hagsæld í dreifbýli í Sambesíu-fylki. Mikilvægur þáttur verkefnisins er að gera íbúana meðvitaða um mikilvægi hreinlætis. Á verkefnistímanum verður vatns- og salernisaðstaða bætt í 40 dreifbýlisskólum og hjá samfélögum í kringum þessa skóla. Allt í allt er gert ráð fyrir að 14.000 nemendur njóti góðs af verkefninu og að 48.000 manns hafi betri aðgang að hreinu vatni en áður. Einnig er áætlað að 300.000 manns öðlist aðgang að salernum.</p><p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/mariaerla1.JPG" alt="Mariaerla1">Ásamt því að stuðla að hreinlæti og koma þannig í veg fyrir ýmsa sjúkdóma hafa viðunandi salernisaðstaða í skólum og greiður aðgangur að hreinu vatni í þorpum áhrif á mætingu barna og jafnvel kennara í skólann. Mikill tími og líkamlegt álag fylgir því að þurfa að fara langar vegalengdir til að sækja vatn, eitthvað sem leggst aðallega á stúlkur og konur. Einnig hefur sýnt sig að kynjaskipt salerni/kamrahús í skólum eru mikilvæg þegar kemur að mætingu barna, sérstaklega unglingsstúlkna, í skólann. &nbsp; Verkefnið er unnið í gegnum skrifstofu UNICEF í Mósambík, en UNICEF er með margskonar verkefni sem tengjast börnum í nokkrum fylkjum landsins og eru með skrifstofu í hinni fallegu Quelimane, sem er fylkishöfuðborg Sambesíu. Framkvæmd verkefnisins liggur hjá fylkisyfirvöldum og veitir UNICEF þeim margs konar stuðning til að tryggja að allt sé gert á réttan hátt. &nbsp; <br></p><p>Fjarlægðir í Mósambík eru miklar. Strandlengja landsins er um 2.700 km að lengd. Til samanburðar má nefna að á Vísindavef Háskóla Íslands er sagt að stysta siglingaleið umhverfis Ísland sé um 1.500 km. Þótt ferðast sé með flugi hluta leiðar tekur nær heilan dag að komast frá höfuðborginni Mapútó til Gilé héraðs í Sambesíu-fylki, þar sem heimsækja átti skóla og samfélög sem njóta góðs af verkefninu. En á endanum komst nú sendiherrann, og fylgdarlið, á leiðarenda.<br><br> Við, í sendinefndinni, heimsóttum nokkra skóla þar sem búið er að byggja salernisaðstöðu og einnig nokkur þorp þar sem búið er að koma upp vatnsveitum með handdælum. Það var vel tekið á móti okkur og allir virtust hæstánægðir, enda mikil þörf á aðgengi að hreinu vatni og salernisaðstöðu bæði fyrir fólkið í þorpunum og börnin í skólunum. Heimsóknirnar í skólana og þorpin voru mjög áhugaverðar og lærdómsríkar. Mikilvægt er að fara í slíkar eftirlitsferðir til að fylgjast með framvindu mála, bæði til að sjá árangur en einnig til þess að greina hvað betur mætti fara. Til dæmis vantaði sums staðar upp á samskipti milli aðila sem bersýnilega tefur árangur.</p><p><b>Vatnsnefndir sjá um viðhald</b><br>Mikilvægt er að efla þátttöku íbúanna sjálfra í hreinlætis- sem og menntamálum. Í þorpunum sem eru búin að fá vatnsveitur hafa verið stofnaðar svokallaðar vatnsnefndir sem sjá um viðhald. Fyrirkomulagið er þannig að hver fjölskylda í þorpinu borgar vissa fjárhæð á mánuði til nefndarinnar og gjaldkerinn heldur utan um peninginn. Peningurinn er svo til dæmis nýttur í að byggja girðingu utan um vatnsveituna/dæluna til þess að verja hana fyrir ágangi geita og barna að leik. Íbúarnir voru almennt ánægðir með vatnsveituna og töldu upp margar ástæður fyrir mikilvægi þess að hafa aðgang að hreinu vatni nær heimilinu sínu. &nbsp; <br></p><p><b>Of fáar kennslukonur</b><br>Einn liður verkefnisins er að stuðla að menntun barna. Þrátt fyrir athyglisverðan árangur í aukningu barna í grunnskóla lýkur aðeins helmingur þeirra náminu. Margir detta út á fyrstu fimm árunum, fleiri stelpur en strákar. Ástæðurnar eru ýmsar, til dæmis fátækt, en einnig félags- og menningarleg gildi eins og það að stúlkur giftast oft og eignast börn ungar. Við ræddum það einnig að nauðsynlegt er að stúlkur hafi fyrirmyndir í náminu, en miklu fleiri karlar en konur eru kennarar. Það er því nauðsynlegt að auka hlutfall kvenkyns kennara við skólana. Ástæðan fyrir brottfalli ungra drengja úr námi er oft sú að þeir hætta að mæta í skólann til þess að leita að dýrmætum steinum til að selja, en mikið af gimsteinum er að finna í Gilé. Þeir eru jafnvel sendir af foreldrum sínum til að afla smá auka tekna svo það er ekki síður mikilvægt að hamra á mikilvægi menntunar barna við foreldrana.</p><p>Við heyrðum dæmi af því að oft gerist það að yngsta barnið er ekki sent í skóla þar sem þau eldri fengu ekki vinnu strax næsta dag og náminu lauk, og sjá foreldrarnir því ekki tilgang í að senda yngsta barnið líka í skóla. Það er aldrei of oft minnst á mikilvægi menntunar og að hún sé grunnurinn að framtíð einstaklinga sem og samfélaga í heild sinni. &nbsp; <br></p><p>Við dvöl okkar í Gilé var hluti sendinefndarinnar svo heppinn að fá gistingu í nunnuklaustrinu en nunnurnar sem búa þar reka einnig heimavistarskóla fyrir stúlkur, bæði grunn- og framhaldsskóla - eitthvað sem þær sáu mikla þörf á. Það er pláss fyrir 60 stúlkur en aðeins um 45 pláss eru í notkun og vonast nunnurnar til að geta fyllt plássin. Það er meðal annars boðið upp á úrræði fyrir stúlkur sem koma úr fátækari fjölskyldum að fá styrk frá klaustrinu fyrir skólagjöldum svo foreldrarnir þurfa aðeins að greiða fyrir skólabúningana úr eigin vasa. Stúlkurnar koma allstaðar að úr héraðinu og þær sem við spjölluðum við undu sér vel. Þær fá mikilvægt aðhald við námið, aðgang að bókum og aðstoð við heimanám, sem er eitthvað sem ekki er hlaupið að heiman fyrir. Samkvæmt Systur Simu hefur námið í skólanum þeirra sýnt árangur og margar stúlknanna halda áfram námi eftir veru sína hjá nunnunum. &nbsp; <br></p><p>Heimsóknin var gagnleg. Þarna sáum við íslenskt þróunarfé að störfum og getum við verið stolt af afrakstrinum. Þótt hægt sé að benda á eitt og annað sem þarf að laga og gera betur, þá hefur verkefnið gríðarleg áhrif til hins betra fyrir þá sem verkefnið snertir. Enda er vatn undirstaða alls.<br></p><br><p></p>

23.11.2016Kenna þarf fólki að nota almenningssalerni, segir íbúi í Kikondo

<p><b> <a href="https://youtu.be/Zm3f5n_fF8k" class="videolink">https://youtu.be/Zm3f5n_fF8k</a> Alþjóðlegi klósettdagurinn var haldinn síðastliðinn laugardag, 19. nóvember. Í tilefni dagsins birtum við á Fésbókarsíðu alþjólegrar þróunarsamvinnu Íslands meðfylgjandi myndband frá þorpinu Kikondo í Úganda sem hefur nýlga fengið almenningssalerni byggt fyrir íslenskt þróunarfé.</b> <br> <br> Á alþjóðlega klósettdeginum er athyglinni jafnan beint að þeim jarðarbúum sem hafa ekki greiðan aðgang að salernisaðstöðu og þeim sem neyðast til að ganga örna sinna á úti á víðavangi. Fyrrnefndi hópurinn telur 2,4 milljarða og sá síðarnefndi 1 milljarð.</p><p></p><p>Aðgengi að viðunandi salernisaðstöðu er fyrst og fremst heilbrigðismál eins og sést best á því að þar sem þessi málaflokkur er óviðunandi glímir fólk við margs konar sjúkdóma, auk þess sem efnahagsleg áhrif eru gífurleg vegna minni framleiðni sökum veikinda. Þau kalla líka á lyf sem margir hafa ekki efni á. <br> <br> Samkvæmt 6. Heimsmarkmiðinu á eigi síðar en árið 2030 að vera búið að tryggja öllum jafnan aðgang að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu "og&nbsp;endir verði bundinn á að menn þurfi að ganga örna sinna utan dyra, þar sem sérstakri athygli er beint að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu," eins og segir orðrétt í einu af undirmarkmiðunum. <br> <br> Fyrir íslenskt þróunarfé er í öllum þremur samstarfsríkjum okkar, Malaví, Mósambík og Úganda, verið að styðja héruð í vatns- og salernismálum. Í Úganda hafa á síðustu misserum verið byggð almenningssalerni í fiskimannaþorpum í Buikwe héraði og við marga grunnskóla. Í þorpinu Kikondo lýsa íbúar því í meðfylgjandi myndbandi hversu mikilvægt það er að fá almenningssalernin því áður hafi fólk gert þarfir sínar hvar sem er. Eins og ein kvennanna lýsir ástandinu þarf engu að síður að kenna fólki að nota almenningssalerni og ganga snyrtilega um þau; bæta þurfi hreinlætið mikið og það vanti sápu. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://blogs.worldbank.org/water/addressing-urban-sanitation-crisis-time-radical-shift?cid=EXT_WBBlogSocialShare_D_EXT" target="_blank">Addressing the urban sanitation crisis: Time for a radical shift, eftir Martin Gambrill/ Alþjóðabankablogg</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://blogs.worldbank.org/water/helping-children-survive-and-thrive-how-toilets-play-part?cid=EXT_WBBlogSocialShare_D_EXT" target="_blank">Helping children survive and thrive: How toilets play a part, eftir Claire Chase/ Alþjóabankablogg</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55593#.WDLFdUb5OFl" target="_blank">On World Toilet Day, UN spotlights impact of sanitation on peoples' livelihoods/ UN</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/6-key-challenges-to-achieving-universal-access-to-sanitation-by-2030-89058" target="_blank">6 key challenges to achieving universal access to sanitation by 2030/ Devex</a></p><br><p></p>

16.11.2016Verst setti þjóðfélagshópurinn í Úganda að mati fulltrúa kirkjunnar

<p><b><strong> <a href="https://youtu.be/wEG7xYsrR_A" class="videolink">Ungt fólk í fátækrahverfum stórborga</a> Utanríkisráðuneytið veitti fyrir nokkru Hjálparstarfi kirkjunnar tæplega 40 milljóna króna styrk til að styðja við bakið á ungu fólki í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, en verkefnið nær til þriggja ára og hefst í ársbyrjun 2017. Hvergi er fátækt jafn bersýnileg og í skítugum óskipulögðum hverfum stórborga eins og í Kampala - og samt er ljótasti hluti hennar ósýnilegur: unga fólkið sem ánetjast fíkniefnum, vændi og glæpastarfsemi.</strong></b></p><p></p><p>Ný Disney kvikmynd er sprottin uppúr þessum jarðvegi: myndin um skákdrottninguna frá Katwe, þessu fátækrahverfi í Kampala, sagan af Phionu Mutesi,ungri stúlku sem ólst upp við aðstæður sem þessar og reyndist búa yfir miklum skákhæfileikum. Margir vænta þess að vinsældir myndarinnar leiði til þess að fátækrahverfi stórborga fái meiri athygli og sett verði meira fjármagn í verkefni til að bæta lífskjör íbúanna.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; <br> <br> Verkefnið verður unnið í þremur fátækrahverfum Kampala og umsjón verður í höndum samtakanna Uganda Youth Development Link. <br> <br> Í meðfylgjandi myndbandi segir Paul Onyait á skrifstofu Lútherska heimssambandsins í Kampala að líkast til sé unga fólkið í fátækrahverfunum verst staddi þjóðfélagshópurinn í öllu landinu. Hann segir ungmennin upp til hópa ómenntuð, flest hafi þau sjálfsagt reynt fyrir sér í skóla annað hvort í Kampala eða í sveitaþorpum, en í þessu umhverfi sé enga atvinnu að hafa nema fyrir þá sem kunni eitthvað fyrir sér; aðeins þeir geti séð fyrir sér með því að bjóða fram starfskrafta sína og þekkingu. Komi ungmennin í fátækrahverfin án nokkurrar menntunar séu þau ákaflega varnarlaus og auðveld bráð fyrir þá sem vilja nýta sér bágindi þeirra. Þau ánetjist auðveldlega eiturlyfjum, vændi og glæpum - og því séu þau miklu berskjaldaðri en ungmenni í sveitaþorpum.</p><p></p><p>Samtökin UYDEL sem koma til með að hafa umsjón með verkefninu hafa rúmlega tuttugu ára reynslu af því að vinna með ungu fólki í fátækrahverfum Kampala. Samtökin reka verkmenntabúðir þar sem unglingarnir geta valið sér ýmiss konar svið til að öðlast nægilega hæfni til að vera gjaldgeng á vinnumarkaði, eins og hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, skapandi listir og fleira. Diana Namwanje félagsráðgjafi lýsir því að ungmennin fái gegnum samtökin starfsnemastöður sem oft leiði til atvinnutækifæra. Linda Samúel ungmennaleiðtogi segir krakkana lenda auðveldlega í misnotkun af ýmsu tagi, margir komi til höfuðborgarinnar úr sveitunum með miklar væntingar en veruleikinn sé allt annar og verri. <br>Eins og nærri má geta er fótbolti vinsæl íþrótt meðal unga fólksins í fátækrahverfunum og þar mátti sjá ungan mann í rauðum íþróttabúningi merktum Gudjohnsen og tölustöfunum 22; það gladdi okkur Íslendingana. <br> <br> Paul Onyait segir verkefnið ná til þriggja hverfa í Kampala og ætlunin sé að valdefling nái til 1500 ungmenna - 500 í hverju hverfi - með áherslu á starfsþjálfun. Markhópurinn er á aldrinum 12 til 24 ára. Um 77% íbúa Úganda eru yngri en þrjátíu ára, atvinnuleysi er mikið í hópi ungs fólks eða yfir 60% - og meira meðal stúlkna en pilta. Af þeim 1500 ungmennum sem koma til með að fá sérstakan stuðning í verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar verða kynjahlutföllin þau að stelpur verða 60% en strákar 40%. <br> <br> Í myndbandinu reka tvær stúlkur sögu sína og ástæður þess að þær höfnuðu í fátækrahverfi Kampala.</p><p></p><p></p>

16.11.2016Ísland áttunda árið í röð í efsta sæti í kynjajafnrétti

<p> <a href="https://youtu.be/ApBRFdI3xZQ" class="videolink">5 Surprising Gender Gap Facts</a> Áttunda árið í röð eru Íslendingar í efsta sæti á lista yfir þjóðir heims þegar horft er til jafnréttis kynjanna. Samkvæmt árlegri skýrslu - <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www3.weforum.org/docs/GGGR16/WEF_GGGR16_Full_Report.pdf" target="_blank">Global Gender Gap Report 2016</a> - hafa Íslendingar náð að draga að mestu úr kynjamismun, eða um 87%. Launamunur kynjanna ræður mestu um að árangurinn er þó ekki meiri. Norðurlandaþjóðirnar raða sér í efstu sæti listans, að Dönum undanskildum, en athygli vekur að Afríkuríkið Rúanda er í fimmta sæti. <br> <br> Haldi þróun í jafnréttismálum áfram með sama hætti og verið hefur getur stúlkubarn sem fæðist í dag vænst þess að jafnrétti kynjanna verði að fullu náð þegar hún verður 83 ára. <br> <br> Jemen, Pakistan og Sýrland eru í neðstu sætum listans</p>

16.11.2016Alvarlegar afleiðingar náttúru-hamfara, sérstaklega fyrir fátæka

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unbreakable.JPG" alt="Unbreakable">"Ofviðri, flóð og þurrkar hafa bæði skelfilegar afleiðingar fyrir fólk og efnahag og fátækir verða oftast verst úti," segir Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um áhrif náttúruhamfara á efnahag og lífsafkomu fólks. </strong> <br> </p><p>Í skýrslunni - <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/9781464810039.pdf" target="_blank">Unbreakable: Building Resilience of the Poor in the Face of Natural Disasters</a> - kemur fram að efnahagstjón af völdum alvarlegra náttúruhamfara er metið á 520 milljarða bandaríkjadala árlega. Þá leiða hamfarirnar til þess að 26 milljónir manna bætast í hóp fátækra ár hvert. <br> <br> Eins og nafn skýrslunnar gefur til kynna leggur Alþjóðabankinn höfuðáherslu á að auka viðnámsþrótt gegn hamförum og Jim Young Kim segir það ekki aðeins efnahagslega skynsamlegt heldur líka siðferðilega mikilvægt. "Alvarlegar náttúruhamfarir vegna loftslagsbreytinga gætu svipt burt framförum síðustu áratuga í baráttunni gegn fátækt," segir hann. <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.devfinance.net/disaster-resilience-cop22/" target="_blank">Disaster resilience measures could unlock US$100 billion in developing economies, World Bank says</a></p>

16.11.2016UNICEF: Allt kapp lagt á að ná til vannærðra barna í Vestur- og Mið-Afríku

<p><strong> <a href="https://youtu.be/JZb0TzG3BXg" class="videolink">Ekki horfa... hjálpaðu!</a> Allt kapp er nú lagt á að koma í veg fyrir frekari hörmungar í Vestur- og Mið-Afríku þar sem hálf milljón barna er í lífshættu vegna vannæringar. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur stóraukið aðgerðir sínar og er með mikinn viðbúnað á svæðinu. <br></strong></p><p></p><p><strong>UNICEF á Íslandi hóf á mánudag <a shape="rect"> neyðarsöfnun vegna ástandsins í Nígeríu og nágrannaríkjunum</a>. Viðbrögðin voru afar sterk og mörg þúsund manns studdu söfnunina strax í gær, að því er segir í frétt frá samtökunum. Ástandið er grafalvarlegt en í norðausturhluta Nígeríu látast fleiri en 200 börn á dag vegna vannæringar og með réttri meðhöndlun má koma í veg fyrir 99% dauðsfallanna. <br> <br>Eitt sms jafngildir sem dæmi vikulangri meðferð fyrir vannært barn. Hægt er að styrkja söfnunina með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr). <br> <strong><br>65.000 manns svelta</strong> Tölur frá Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu benda til þess að ástandið jaðri við hungursneyð á ákveðnum svæðum. Borno-hérað er á stærð við Ísland og um það bil 65.000 manns búa þar við aðstæður sem svipa til hungursneyðar, þótt hungursneyð hafi ekki verið formlega lýst þar yfir. Það þýðir að fjöldi manns er í raunverulegri hættu á að deyja vegna matarskorts - nokkuð sem sjaldan sést í heiminum. Til að hungursneyð sé formlega lýst yfir þurfa til dæmis tveir fullorðnir eða fjögur börn á hverja 10.000 íbúa að deyja á dag og 20% fólks að líða mjög alvarlegan matarskort. <br> <br> Börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára eru í mestri hættu. Þar af eru börn 6 mánaða til 2 ára viðkvæmust og fyrst til að láta lífið. Barn sem þjáist af alvarlegri bráðavannæringu er margfalt líklegra til að deyja af völdum sjúkdóma en önnur börn sem veikjast, til dæmis af malaríu, lungnabólgu og niðurgangspestum. <br> <br> <strong>Ótrúlegur árangur</strong> UNICEF leggur nú allt kapp á að ná til barna sem þjást af vannæringu. "Með þremur pökkum á dag af vítamínbættu jarðhnetumauki, ásamt saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf - ná flest börn sér á einungis fáeinum vikum. Það er magnað að sjá árangurinn," segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. <br>"Tíminn er hins vegar naumur og við verðum að bregðast hratt við. Við heyrum í gegnum samstarfsfólk okkar á vettvangi af dauðsföllum þar sem börn hafa hreinlega soltið til dauða. Nauðsynlegt er að fara hús úr húsi til að finna börn og koma þeim í meðferð. Sem betur fer eru 15.000 sjálfboðaliða á svæðinu með okkur í þessu." <br> <br> Hægt er að styrkja neyðarhjálp UNICEF með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.000 kr). Einnig er hægt að styrkja neyðarsöfnunina <a shape="rect">hér</a> eða með því að leggja inn á neyðarreikninginn: 701-26-102050 (kt. 481203-2950).&nbsp;</strong></p><p><strong><br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://unicef.is/neyd" target="_blank">Vannærð börn í lífshættu/ UNICEF</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.visir.is/ekki-horfa/article/2016161108737" shape="rect" target="_blank">Ekki horfa, eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur/ Fréttablaðið</a></strong></p><strong><br></strong><p></p>

16.11.201625 milljónir til Neyðarsjóðs SÞ vegna Haítí og Sýrlands

<p><strong> <a href="https://youtu.be/BIZmNHRNckY" class="videolink">10 ára afmæli CERF</a> Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 25 milljónum króna til Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna, m.a. vegna hamfaranna á Haítí og afleiðinga átakanna í Sýrlandi. Fyrr á árinu veittu íslensk stjórnvöld 10 milljón króna framlag til neyðarsjóðsins. Með þessu framlagi leggja íslensk stjórnvöld sitt af mörkum til að mæta mikilli og sívaxandi þörf fyrir mannúðaraðstoð en mjög er lagt að ríkjum heims að hækka framlög til Neyðarsjóðsins.</strong> <br> <br> Tilgangur Neyðarsjóðs SÞ er að tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist fórnarlömbum náttúruhamfara og átaka tímanlega og á sem skilvirkastan hátt. Í kjölfar afleiðinga fellibylsins Matthew sem gekk yfir Haítí fyrr í mánuðinum, hefur sjóðurinn þegar veitt fimm milljónum Bandaríkjadala til mannúðaraðstoðar og 8 milljón dala lán til&nbsp; Barnahjálpar SÞ til að berjast gegn kólerufaraldri í landinu. Samkvæmt sameiginlegu mati stofnana Sameinuðu þjóðanna á Haítí er þörf á allt að 119 milljónum dala í mannúðaraðstoð fyrir 750 þúsund manns næstu þrjá mánuðina. Þá hefur Neyðarsjóður SÞ veitt há framlög til mannúðaraðstoðar vegna átakanna í Sýrlandi og til neyðaraðstoðar í Chad, Mið-Afríkulýðveldinu og Jemen. <br> <br> Þeim sem þarfnast mannúðar- og neyðaraðstoðar hefur fjölgað mjög á síðustu árum og gert er ráð fyrir að sú tala muni halda áfram að hækka. Fórnarlömb vopnaðra átaka og hamfara eru fleiri en nokkru sinni. Í lok september sl. hafði neyðarsjóðurinn veitt 360 milljónum dala í mannúðaraðstoð í 43 löndum þar sem ástandið var talið alvarlegast. Í septembermánuði einum var 69 milljónum dollara veitt til aðstoðar í tíu löndum.</p>

16.11.2016Eyðing skóga í Malaví

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/skogaeyding.jpg" alt="Skogaeyding">Síðustu viku eyddi ég í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví. Tilgangur heimsóknarinnar var að hitta sviðsstjóra þeirra sviða sem samvinnuverkefnin okkar snúa að og ræða við þá um stöðu mála. Þó nokkur vegalengd er á milli höfuðborgarinnar Lilongwe og Mangochi, aksturinn tekur um þrjár klukkustundir en á þeirri keyrslu gefst manni tækifæri á að sjá mikið af hinu fjölbreytta og fallega landslagi Malaví. Allt frá kröppum beygjum upp og niður brött fjöll til beinna og að því er stundum virðist óendanlegra vegakafla á víðum sléttum - margt grípur augað og manni þarf ekki að leiðast ferðalagið. Það er þó þannig, því miður, að náttúran lætur alvarlega á sjá vegna mikillar skógaeyðingar í landinu. &nbsp; Eyðing skóga er alvarlegt vandamál, ekki bara í Malaví heldur í heiminum öllum. Tréin eru okkur lífsnauðsynleg, ekki einungis framleiða þau súrefnið okkar heldur geta þau hjálpað til við að milda loftslagsbreytingar með því að draga í sig og geyma koltvíoxíð sem annars færi út í andrúmsloftið. Tré gegna einnig því hlutverki að binda jarðveginn þannig að minni hætta er á t.d. flóðum og aurskriðum. Ekki má gleyma því heldur að skógar og tréin sjálf eru heimili og "vinnustaðir" óteljandi dýrategunda og eru þau því mikilvæg fyrir afkomu fjölbreyttrar flóru dýraríkisins. Því meira sem tré eru höggvin til að nýta sem eldsneyti eða til að rýma fyrir landbúnaði t.d., því meiri áhrif hefur það á framtíð jarðarinnar okkar og framtíð þeirra sem hana byggja. &nbsp;&nbsp;</p><p>Skógaeyðing er mikil í Malaví og nokkuð hröð. Viður og viðarkol eru afar mikið notuð, t.d. við eldamennsku en stór hluti heimila í Malaví notar enn hefðbundna eldunaraðstöðu búna til úr steinum yfir eldi. Viðurinn og kolin eru einnig notuð til að brenna múrsteina sem eru aðal byggingarefnið í Malaví. Tréin eru svo höggvin og brennd til að búa til land fyrir ræktun og það skilur jarðveginn eftir viðkvæman og næringarlausan. Öll þessi eyðing hefur orðið til þess að landið er nú enn viðkvæmara, t.d. fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Í byrjun árs 2015 urðu svakaleg flóð í suðurhéruðum landsins og hluti af ástæðunni fyrir því að þau urðu jafn alvarleg og raun bar vitni var að rótarlaus jarðvegurinn var óbundinn og viðkvæmur fyrir þungri rigningunni. &nbsp; Malavar eru háðir trjánum á svo margan hátt en lítið er um áætlanir til að koma í veg fyrir eyðingu skóga né til að efla skógrækt. Sala á viðarkolum er bönnuð í Malaví og hefur verið síðan landið öðlaðist sjálfstæði en því banni er lítið fylgt eftir og eitt af því sem algengt er að sjá á ferðalaginu milli Lilongwe og Mangochi er fólk í vegaköntum að selja kol. Kolasalan, þrátt fyrir að vera bönnuð, er stór iðnaður og sér mörgum heimilum fyrir lífsnauðsynlegri innkomu. &nbsp; Þetta er risavaxið vandamál og á sér margar víddir sem mikilvægt er að taka tillit til þegar lausna er leitað. Hröð fólksfjölgun og hraðar breytingar á loftslaginu gera vandamálið enn meira aðkallandi og erfitt er að sjá fyrir hvað verður ef ekki verður á þessu tekið.</p>

16.11.2016Hvers vegna hætta úgandskir unglingar námi?

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ugandaklf.jpg" alt="Ugandaklf">Aðeins níu af hverjum hundrað nemendum í Úganda ljúka framhaldsskóla. Hinir flosna úr námi. En hvaða ástæður gefa fyrrum nemendur fyrir brottfallinu? Í lok síðasta mánaðar hélt ég til fjögurra samstarfsskóla í Buikwe héraði. Markmiðið var að ræða við nemendur sem höfðu hætt námi á aldrinum 13 -18 ára, sem telst framhaldsskólaaldur í Úganda. Viðmælendur voru 76 talsins, hver með sína sögu af brotinni skólagöngu. &nbsp; Skólagjöld voru sá þáttur sem nemendur nefndu oftast; ríflega 76 prósent aðspurðra hættu vegna fjárhagserfiðleika. Þar er ekki um eiginleg skólagjöld að ræða - en þau eru ekki til staðar í opinberum skólum í Úganda - heldur ýmsan kostnað á borð við skólabúninga, mat, bækur o.fl. sem flestar fjölskyldur hafa einfaldlega ekki efni á. <br></p><p>Eitt af verkefnum sendiráðsins er að lækka þessi skólagjöld í samstarfsskólunum með ýmsum sjálfbærum leiðum og er því von á að þetta breytist á komandi árum. &nbsp; Að skólagjöldum undanskildum er ljóst að það eru fleiri áhrifaþættir á brottfall stúlkna heldur en drengja og eru afleiðingarnar oft meiri fyrir þær. Af þeim 36 drengjum sem ég talaði við höfðu 86 prósent hætt skólagöngu vegna skólagjalda og hafði brottfallið leitt til þess að 8 þeirra eignuðust börn. Af þeim 40 stúlkum sem ég talaði við höfðu 70 prósent þurft að hætta vegna skólagjalda, 6 þurftu að hætta vegna þess að þær urðu ófrískar og 5 hættu vegna annarra gjalda. Helmingur stúlknanna höfðu eignast barn fyrir 18 ára aldur og 9 þeirra voru þegar í hjónabandi. &nbsp;&nbsp; <br></p><p>Það sem kom mér mest á óvart voru þessar 5 stúlkur sem sögðust hafa þurft að hætta vegna annarra gjalda. Þegar ég spurði nánar út í hver þau gjöld væru kom í ljós að þau eru kostnaður í tengslum við blæðingar. &nbsp; Talið er að ein af hverjum 10 stúlkum í Afríku sunnan Sahara missi úr eða hætti í skóla vegna blæðinga. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á skólastúlkum í Úganda kom í ljós að þær missa að meðaltali af 24 skóladögum á ári, eða um 11 prósent af skólaárinu, vegna blæðinga. Þá kom í ljós í áðurnefndri rannsókn - nokkuð sem ég greindi einnig hjá mínum viðmælendum - að það tíðkaðist að ungar stúlkur skiptu á kynlífi fyrir dömubindi eða giftust til að eiginmaðurinn gæti séð þeim fyrir dömubindum, í sumum tilfellum að frumkvæði foreldra þeirra. &nbsp; <br></p><p> Helsta ástæða þess að stúlkurnar missa úr eða hætta í skóla vegna blæðinga er skortur á aðgengi að hreinlætisvörum sem tengjast blæðingum. Í dreifbýlum Úganda er langt að fara í næstu matvörubúð til að kaupa viðeigandi hreinlætisvörur og þar kostar pakki af dömubindum um 150 íslenskar krónur, sem getur hreinlega verið of mikið fyrir bændur sem hafa lítið á milli handanna. Það er því ekki óalgengt að stúlkur bjargi sér með því að nota einhverskonar efnisbúta, sem geta valdið miklum sýkingum. Þar að auki er efnisbúturinn ekki alltaf nóg til að koma stúlkunum í gegnum daginn og búa þær því við þann stöðuga ótta að blóðblettur myndist í fötunum þeirra í skólanum með tilheyrandi niðurlægingu vegna þess hversu mikið tabú blæðingarnar eru. &nbsp; <br></p><p>Önnur ástæða þess að stúlkurnar geta ekki mætt í skólann á meðan blæðingum stendur er skortur á salernisaðstæðum til að þvo sér almennilega, skipta um dömubindi eða skola efnisbútinn sem er notaður. Þetta er eitthvað sem sendiráðið hefur verið að vinna að með því að láta reisa kynjaskipt salerni, útbúin rými fyrir stúlkur til að sinna þessum þörfum. Nú þegar er búið að reisa nokkur slík rými og fleiri á teikniborðinu. &nbsp; Það er því ljóst að áhugaleysi er ekki eingöngu um að kenna þegar kemur að fámennum útskriftarárgöngum í Buikwe héraði. <br></p><p>Sendiráð Íslands hefur þannig einbeitt sér að áhrifaþáttum á borð við skólagjöld og bættri salernisaðstöðu til þess að jafna tækifæri barna og unglinga í héraðinu til menntunar.</p>

16.11.2016Fiskur á disk landsmanna! Markmið tilapíufiskeldis í Mósambík með stuðningi Íslands og Noregs

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/moztilapia.jpg" alt="Moztilapia">Þann 27. september síðastliðinn héldum við í sendiráði Íslands í Maputo í eftirlitsferð til Gaza fylkis, nánar tiltekið til Chokwe héraðs, til að fylgja eftir framvindu framkvæmda og uppbyggingar rannsóknar- og fiskeldisstöðvarinnar, CEPAQ, verkefnis sem Ísland styður ásamt Noregi í fiskimálum í Mósambík. Ferðin var farin með aðilum úr norska sendiráðinu ásamt ráðgjöfum frá CDCF (e. Centre for Development Cooperation in Fisheries), Norges Vel og Norad (e. Norwegian Agency for Development Cooperation) frá Noregi. Rannsóknar- og fiskeldisstöðin er tilbúin til afhendingar svo tilgangur ferðarinnar var að skoða aðstæður og kynnast því hvað verður gert á næstu misserum. Við fengum leiðsögn um ræktunarsvæðið og kíktum inn í sjálfa rannsóknarstöðina, og hlustuðum á kynningu um áætlun ræktunarinnar. Einnig heimsóttum við bónda sem rekur fyrirtækið Papa Pesca, sem upphaflega var ætlað til fiskeldis en eins og stendur er þar kjúklingaræktun, á landsvæði nálægt sem kallast "terra morta" eða dauða jörðin. Það landsvæði er talið hafa mikla möguleika fyrir þróun fiskeldis, en landið er ekki gott sem ræktunarland þar sem jarðvegurinn er saltur. Áætlað er að tilapíuræktunin verði á sex hektara landsvæði. &nbsp; CEPAQ stöðin hefur verið kölluð "climate smart facility" þar sem hún er hönnuð með tilliti til loftslags- og umhverfis-aðstæðna. <br></p><p>Upplýsingar frá veðurstofunni í Chokwe voru greindar áður en stöðin var hönnuð og þróuð, og má til dæmis sjá pumpu, stíflu og vara orkugjafa ef ske kynni að rafmagn fari af vegna flóða eða annara áhættuþátta. &nbsp;&nbsp; Upphaf CEPAQ má rekja til ársins 2012 þegar ráðgjafar hjá CDCF voru beðnir um að gera úttekt á yfirstandandi verkefnum skipulögðum undir Áætlun fiskimálaráðuneytisins (e. Fisheries Master Plan). Á þessum tíma voru þrjú rannsóknar- og fiskeldis/þróunar-setur (R&amp;D centres) hluti af Áætluninni, eitt í Marracuene og tvö í Gaza. Rannsóknar- og fiskeldisstöð í Gaza, sú sem núna er CEPAQ, var komin lengst á veg hvað framkvæmd varðar en það vantaði þó ýmislegt upp á. CDCF var því beðið um að aðstoða fiskimálaráðuneytið við að þróa nýtt plan fyrir CEPAQ og skilgreina hlutverk þess í þróun fiskeldis til skamms og lengri tíma litið. Með hliðsjón af úttekt CDCF var ný áætlun gerð fyrir CEPAQ stöðina. Nýja áætlunin lagði til að aðeins verði ræktuð tilapía á ræktunarstöðinni en ekki margar tegundir í einu þar sem mikill skortur var á mannauð, þekkingu og reynslu, auk þess sem að stafaði mikið óöryggi af því að rækta fleiri en eina fiskitegund í sömu stöðinni. Hugsunin var sú að það þarf að byrja að læra að ganga áður en farið væri að hlaupa, það er, að ætla sér ekki of mikið í einu.<br><br> <strong>Fiskur og næring&nbsp;</strong> &nbsp; <br></p><p>Ræktun og þróun fiskeldis er eitt af forgangsatriðum fiskimálaráðuneytisins og er samkvæmt mósambískum stjórnvöldum mikilvægur liður í að efla heilbrigði landsmanna þar sem mikil næring fæst með því að leggja sér fisk til munns. &nbsp; Tíu milljón seiði er nóg til að framleiða þrjú til fimm þúsund tonn af tilapíu. Í öðrum orðum er það fimmtán sinnum meira en árleg framleiðsla í öllu landinu er núna. Þannig að framleiðslan sem nú er í bígerð á eftir að hleypa tilapíu framleiðslu af stokkunum á "terra morta" svæðinu í Chokwe. &nbsp; CEPAQ er ætlað að vera "three-in-one"<a shape="rect">[1]</a> aðstaða sem hefur að minnsta kosti 50 ára líftíma ef það verður almennilegt viðhald á stöðinni. Í grundvallaratriðum er enginn hátæknibúnaður til staðar og flestur tækjabúnaðurinn er keyptur á staðnum með staðbundinni þjónustu og ábyrgu fyrirkomulagi - sem er liður í að þróa samfélagið í kringum stöðina. &nbsp; <br></p><p> Tegundirnar af tilapíu sem verða ræktaðar eru Mossambicanus og Niloticus. Ástæðan fyrir því er að sérstök áhersla verður lögð á ræktun Mossambicanus er sú að hún er innfædd (staðbundin) tegund í Mósambík svo ræktunarskilyrðin eru góð, hún hefur mikið salt þol og það er markaður fyrir hana bæði innanlands og í nágrannalöndunum. Mossambicanus finnst villt á tveimur stöðum í Inhambane fylki - í Govuro ánni og Ximite vatni í Vilankulo, í Gaza fylki, í Bilene vatni sem er ekki svo langt frá Chokwe, og svo í Maputo fylki, í Pandejne vatni, Catuane ánni. Eins á svæðum norðan Zambéziu árinnar, en sökum pólitísks ástands í landinu verður byrjað að safna villtum fiski í suðurhluta landsins. &nbsp; <br></p><p>Mökunarferlið á Mossambicanus verður í lotum þ.e.a.s. þrjár samsetningar verða í hverri lotu og tíu fjölskyldur í hverri samsetningu. Það eru 50 seiði í hverri fjölskyldu. Seiðin eru valin eftir frammistöðu og út frá DNA og merkinga (e. PIT tags). Reynt er að varast innrækt eða skyldraæxlun. Markmiðið er að fá góðan grunnstofn með erfðafræðilega fjölbreytni og til að fá fram góða og söluvæna vöru/stofn. Ef þörf er á væri einnig hægt að framleiða seiði sem væru síðan dreifð út til gróðrastöðva/fiskræktenda. Slík seiði er auðveldlega hægt að flytja á milli langar vegalengdir í bíl, rútu eða flugvél. Það er aðeins spurning um þjálfun og stjórnun á CEPAQ. &nbsp; Helstu verkefni og deildir innan CEPAQ stöðvarinnar eru; genastyrking (e. genetic enhancement), ræktunarmarkmið (e. breeding objectives), og fiskeldisstöð (e. hatchery) sem krefst starfsfólks allan sólarhringinn til að framleiða kynbreytt hágæða seiði, auk ræktunarstöðvar (e. grow-out area) þar sem verður aðstaða til þjálfunar bænda og prófunar á aðferðum sem og rannsóknaraðstaða fyrir nemendur, flóðavarnir, og lífvarnir (e. biosecurity). Stöðin er hönnuð með það í huga að allar deildir starfa sjálfstætt og það eru háar öryggis lífvarnir svo ekki sé hætta á að smit berist milli deilda. &nbsp; <br></p><p>Tæknilega er stöðin einföld þar sem að hún var hönnuð út frá tækni sem hefur sýnt árangur í marga áratugi aðallega í Asíu. Áherslan hefur því verið á að þróa sterkbyggt kerfi sem nýtist í Afríku og sérstaklega fyrir mósambískar aðstæður. &nbsp; </p><strong>Sjálfstæð stofnun?</strong><p>Það er einhljóma álit fiskimálaráðuneytisins og samstarfsaðilanna að CEPAQ eigi að vera sjálfstæð stofnun sem sér um eigið starfsfólk og sjái til þess að einhver standi vaktina allan sólarhringinn í fiskeldinu. Aftur á móti samþykkti fjármálaráðuneyti Mósambíkur ekki CEPAQ sem sjálfstæða stofnun og þar af leiðandi hefur starfsemin ekki farið af stað samkvæmt áætlun. Upphaflega var CEPAQ ætlað að framleiða sex milljón seiði árið 2015 og svo 30 milljón árið 2017. Fjármálaráðuneytið hefur verið að taka fiskimálaráðuneytið í gegn sem hefur í för með sér fækkanir á sjálfstæðum stofnunum og fékk CEPAQ að gjalda þess. Núna hefur CEPAQ einhverskonar sjálfræði en það þarf að skila skýrslum og þess háttar til yfirmanna sem þýðir að stjórnunin og ákvarðanir fara í gegnum fleiri stig sem eykur skrifræði og hægir á framleiðsluferlinu. Ákveðið hefur verið að bjóða rekstur CEPAQ út til einkaaðila til að koma seiðaframleiðslunni af stað, en stöðin mun þurfa fjárstuðning næstu fimm til tíu árin ef vel á að takast að þróa tílapíu iðnað í Mósambík. &nbsp; <br></p><p>Stefna stjórnvalda er að einbeita sér algjörlega að tilapíu rækt fyrir framtíðina. Unnið er að gerð aðgerðaráætlunar fyrir fiskeldi og að því að gera lagarammann aðlaðandi fyrir fjárfesta úr einkageiranum. Mósambísk stjórnvöld munu þróa "terra morta" svæðið enn frekar þar sem það er talið að um mikla möguleika sé að ræða fyrir þróun fiskeldis fyrir bændur, eða svokallaða "aquaparks". Hlutirnir eru því loksins farnir að þokast í rétta átt eftir þó nokkuð langa biðstöðu sem stafaði meðal annars af endurskipulagningu í fiskimálaráðuneytinu. &nbsp; </p><hr><p> <a shape="rect">[1]</a> "Three-in-one" aðstaða þýðir að CEPAQ er "climate smart", "bio-secure", og "robust facility", byggt til að endast í 50 ár.</p>

16.11.2016Loftslagsráðstefnan í Marrakesh: Nánari útfærsla á ýmsum ákvæðum Parísarsamningsins

<p><strong> <a href="https://youtu.be/n4Tv4ZGBWmQ" class="videolink">Frétt EURONEWS</a> Þessa dagana stendur yfir 22. aðildarríkjaþing Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Marrakesh í Marokkó. Það verður jafnframt fyrsta aðildarríkjaþing Parísarsamningsins, en hann er byggður á grunni Rammasamningsins, sem hefur að geyma almenn ákvæði um losunarbókhald og skyldu ríkja heims að bregðast við loftslagsbreytingum af manna völdum.</strong> <br> <br>Fyrir þinginu liggur meðal annars að útfæra nánar ýmis ákvæði Parísarsamningsins, svo sem um bókhald ríkja varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis með skógrækt og öðrum aðgerðum, aðlögun að breytingum, fjármál og fleira, að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis. <br></p><p>Ríkisstjórnin samþykkti sóknaráætlun í loftslagsmálum í aðdraganda Parísarfundarins 2015 til að efla starf í loftslagsmálum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur tekið saman yfirlit yfir framkvæmd sóknaráætlunar. Áætlunin byggir á sextán verkefnum, sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka kolefnisbindingu, efla þátttöku í alþjóðlegum verkefnum og styrkja innviði loftslagsmála til að takast á við hertar skuldbindingar. Áætlunin gildir til þriggja ára og er starf undir hennar hatti hugsað sem viðbót við fyrri áætlanir og markmið. Sóknaráætlun er fyrsta heildstæða áætlun Íslands í loftslagsmálum sem byggir á fjármögnuðum verkefnum og er ekki síst ætlað að virkja fleiri til góðra verka á því sviði - fulltrúa atvinnulífs, vísindamenn, stofnanir og almenning, segir í fréttinni. <br> <br></p><p><a rel="nofollow" href="http://www.ipsnews.net/2016/11/world-to-cut-gas-emissions-by-25-percent-more-than-paris-agreement/" shape="rect" target="_blank">World to Cut Gas Emissions by 25 Percent More Than Paris Agreement/ IPS</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://allafrica.com/stories/201611060235.html" shape="rect" target="_blank">Africa: After Years of Delay, Climate Talks Face a New Problem - Speed/ AllAfrica</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.undp.org/content/undp/en/home/librarypage/climate-and-disaster-resilience-/scaling-up-climate-action-to-achieve-the-sdgs.html" shape="rect" target="_blank">Skýrsla: Scaling Up Climate Action to achieve the SDGs/ UNDP</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://kjarninn.is/skyring/2016-11-09-parisarsamkomulagid-i-uppnami-eftir-kjor-trumps/" shape="rect" target="_blank">Parísarsamkomulagið í uppnámi eftir kjör Trumps/ Kjarninn</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.huffingtonpost.com/entry/cop22-climate-change-morocco_us_581f0a8fe4b0e80b02ca9a32" shape="rect" target="_blank">4 Big Questions For This Year's Climate Change Conference, eftir Nick Visser/ HuffingtonPost</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55482#.WCBpE1WLS70" shape="rect" target="_blank">MARRAKECH: UN climate conference to continue momentum after Paris Agreement comes into force</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://cop22.ma/en/#actualites/the-worlds-youth-gathered-in-marrakech-for-the-occasion-of-coy12" shape="rect" target="_blank">Vefur ráðstefnunnar: The world's youth gathered in Marrakech for the occasion of COY12</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.theguardian.com/global-development-professionals-network/2016/oct/31/12-ways-environment-development-sectors-work-together-sdgs?CMP=share_btn_tw" shape="rect" target="_blank">12 ways environment and development sectors can collaborate to meet the SDGs</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55477#.WCBqZ1WLS70" shape="rect" target="_blank">'Climate action starts in the kitchen,' says UN, launching #Recipe4Change campaign/ UN</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2016/11/07/2016-world-bank-group-moves-fast-to-support-stepped-up-global-climate-ambition?cid=CCG_TT_climatechange_EN_EXT" shape="rect" target="_blank">2016: World Bank Group Moves Fast to Support Stepped Up Global Climate Ambition/ Alþjóðabankinn</a></p>

16.11.2016Sameinuðu þjóða safn í Kaupmannahöfn á teikniborðinu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/unlivemuseeum.jpg" alt="Unlivemuseeum">UN Live safnið byggir á þremur stoðum: gagnvirkri og stafrænni virkni á netinu, útstöðvum um allan heim og safni sem mun rísa í Kaupmannahöfn. "Ætlunin er að skapa vettvang þar sem fólk getur fræðst um starf og markmið Sameinuðu þjóðanna, átt í innbyrðis samskiptum og við Sameinuðu þjóðirnar sjálfar um þessi markmið og gildi," segir Jan Mattsson, forstjóri safnsins í viðtali við norrænt fréttabréf UNRIC <br> </strong> <strong>&nbsp;</strong> <br>Í <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://unric.org/is/newsletter/26897-un-live-musem-safn-sem-er-ekki-bara-stafraent-i-orei" target="_blank">fréttabréfinu</a> kemur fram að stafrænt starf hefjist strax á næsta ári þótt byggingin rísi síðar. Fjársöfnun stendur enn yfir en fimm ára fjárhagsáætlun hljómar upp á 350 milljónir evra, þar á meðal byggingin í Kaupmannahöfn.&nbsp;</p><p>Þrír menn úr ólíkum áttum eru forsprakkar verkefnisins. Svíinn Jan Mattsson fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forstjóri UNOPS, danski kaupsýslumaðurinn Henrik Skovby formaður Dalbert og íslensk-danski listamaðurinn Ólafur Elíasson sem stýrir hönnun verkefnisins.&nbsp; <br> <br> Það er ekki síst sú staðreynd að heimsþekktur listamaður, Ólafur Elíasson, er á meðal þátttakenda, sem vekur athygli, segir í frétt UNRIC. "Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur fylkir sér að baki hugsjónum Sameinuðu þjóðanna og nægir að nefna frægt verk hans og Grænlendingsins Minik Rosing, Ísúrið, í París í tengslum við COP21, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir ári." <br> <br> "Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið stórvirki á síðustu 70 árum, en almenningur virðist ekki lengur geta tengt sig tilfinningalega við þessi útbreiddu samtök," segir Ólafur. "Þau eru svo stór og þau miðast við samskipti á milli þjóða, með þeim afleiðingum að einstaklingar hafa ekki raunverulegan aðgang, og það hefur í för með sér að fólki finnst það ekki hafa nein áhrif og verður sinnulaust.Það verður rými þar sem gestir og notendur geta fræðst, átt í samskiptum og verið virkir í krafti UN Live, en jafnframt nýst Sameinuðu þjóðunum í því að hlusta á og læra af fólkinu." <br>Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðilar að verkefninu, en í hópi á þriðja hundrað manns sem eru virkir, eru margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði tilkynningunni í yfirlýsingu. <br> <br>"Aðalframkvæmdastjórinn hlakkar til samvinnu Sameinuðu þjóða-kerfisins og safnsins í viðleitni til að auka vitund um og afla stuðnings við Heimsmarkmiðin og starf okkar við að skapa betri framtíð fyrir alla," sagði hann. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unlivemuseum.org/" target="_blank">Vefur verkefnisins</a> <strong><br></strong></p>

16.11.2016Samstarfssamningur við Mangochi hérað framlengdur

<p><strong>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Lilongwe, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, skrifuðu á dögunum undir samning um framlengingu á verkefnum sem íslenska ríkið hefur verið að styrkja í Mangochi héraði í suðurhluta Malaví síðan árið 2012.</strong> <strong><br></strong> <strong><br></strong> Sveitastjórnarráðuneyti Malaví er einnig aðili að samningnum, fyrir hönd malavíska ríkisins, ásamt héraðsstjórn Mangochi. <br> <br> Í maí 2012 samþykktu þessir aðilar fjögurra ára verkefnaáætlun sem miðaði að bættri getu héraðsstjórnar Mangochi til að stuðla að auknu aðgengi íbúa héraðsins að menntun, heilbrigðis-þjónustu og hreinu vatni. Því verkefni lauk þann 30. júní síðastliðinn en af óviðráðanlegum orsökum var ekki hægt að skrifa undir nýja fjögurra ára áætlun á þeim tíma og því var ákveðið að framlengja hluta verkefnisins sem var að klárast um eitt ár eða fram til 30. júní 2017.</p>

16.11.2016Dollar street: þar sem staðalímyndir hrynja

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/dollarstreet.JPG" alt="Dollarstreet">Sænska baráttukonan Anna Rosling Rönnlund segir að persónulegt markmið hennar með starfi sínu hjá hinu fræga frumkvæði Rosling-fjölskyldunnar, Gapminder, sé að auðvelda fólki að skilja heiminn á myndrænan hátt. Fjallað er um "Dollar street" nýtt netverkefni fjölskyldunnar í nýju norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu SÞ, UNRIC.</strong> <br> <br>Þar segir að Anna, eiginmaður hennar Ola Rosling, og tengdafaðirinn Hans Rosling séu kjarninn í&nbsp; <a shape="rect">Gapminder</a>, óháðri sænskri stofnun sem hefur það að markmiði að "berjast gegn skaðlegum misskilningi um þróun heimsins með staðreynda-miðaðri heimssýn sem allir geta skilið." <br> <br> "Læknirinn, samstarfsmaður hennar og tengdafaðir, Hans Rosling, er orðinn heimskunnur sem ræðumaður og er frægð hans ekki síst að þakka framúrskarandi myndrænni matreiðslu ýmissa staðreynda. Þetta er einmitt helsta hlutverk Önnu í starfi Gapminder hópsins, sem hefur unnið mikið með Sameinuðu þjóðunum, háskólasamfélaginu, ríkisstjórnum og almannasamtökum. Anna er sjálf heilinn á bakvið Dollar Street verkefnið sem hóf göngu sína á netinu nú í október. <br> <br> "Markmið okkar með Dollar Street er að gera öllum kleift að sjá hvernig fólk lifir raunverulega í heiminum," segir Anna Rosling. "Við reynum að sjá í gegnum staðalímyndir og klisjur. Við vinnum úr tölfræði á þann hátt að enginn þarf að lesa talnarunur. Myndirnar leika hlutverk talnanna, ókeypis fyrir alla sem vilja nota og skoða." <br> <br> Dollar Street er netsíða þar sem safnað er myndum af heimilum um víða veröld. Sýnd eru 200 heimili í um 50 löndum eða í allt 30 þúsund ljósmyndir og 10 þúsund myndbönd af heimilum. Hún segir að þetta verkefni eigi erindi við Sameinuðu þjóðirnar sem samþykktu Heimsmarkmiðin fyrir ári.</p>

16.11.2016Utanríkisráðuneytið styrkir fræðsluverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/hk6.JPG" alt="Hk6">Hjálparstarf kirkjunnar hefur hlotið 500 þúsund króna styrk vegna fræðsluverkefnisins Stefnumót við fólk frá Eþíópíu. Verkefnið snýr að því að fólk frá Eþíópíu komi til Íslands til að hitta og uppfræða íslensk ungmenni um líf, aðstæður og menningu í Eþíópíu. Einnig gera gestirnir grein fyrir því hvernig þróunarsamvinnuverkefni getur skilað árangri og eflt samfélög. Stefnt er að því að gestirnir hitti allt að tvö þúsund íslensk ungmenni í fermingarfræðslu, auk ungmenna í framhaldsskólum og fullorðna. <br> <br> </strong> Fræðslu- og kynningarstyrkir utanríkisráðuneytis um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð eru liður í viðleitni&nbsp;ráðuneytisins&nbsp;til að auka stofnanafærni íslenskra borgarasamtaka og efla faglega þekkingu þeirra á málaflokknum. Enn fremur er þeim ætlað að auka þekkingu almennings á þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð og aðkomu borgarasamtaka á þeim vettvangi.&nbsp;</p><p>Tekið er við umsóknum vegna fræðslu- og kynningarstyrkja tvisvar á ári og er umsóknarfrestur til miðnættis 15. mars og 15. september ár hvert. Að þessu sinni bárust þrjár umsóknir um styrk vegna fræðslu- og kynningarverkefna og þótti ein umsókn uppfylla öll skilyrði sem gerð eru samkvæmt&nbsp;stefnumiði og&nbsp;verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök.&nbsp;</p><p><br>Nánari upplýsingar um umsóknarferlið sem og öll viðvíkjandi stuðningsgögn má finna á <a rel="nofollow" shape="rect" href="/borgarasamtok/umsoknir/" target="_blank"> vef</a> alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands.</p>

16.11.2016Áskorun borgarasamtaka til nýrrar ríkisstjórnar

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/gsalmynduganda.jpg" alt="Gsalmynduganda">Í morgun birtu framkvæmdastjórar níu borgarasamtaka sem starfa að alþjóðlegu mannúðar- og hjálparstarfi <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.visir.is/askorun--aukin-throunarsamvinna-og-ny-rikisstjorn/article/2016161119231" target="_blank">grein</a> í Fréttablaðinu með áskorun til nýrrar ríkisstjórnar um hærri framlög til þróunarsamvinnu. <br> <br>"Um áratugaskeið hafa íslensk stjórnvöld stutt markmið Sameinuðu þjóðanna um að velmegunarríki verji sem samsvarar 0,7% af vergum þjóðartekjum til að styðja við fátæk og óstöðug ríki. Á síðasta ári vörðu íslensk stjórnvöld hins vegar 0,24% af vergum þjóðartekjum til málaflokksins og 0,23% árið 2014. Hæst var framlag Íslands 0,37% árið 2008. <br> <br> Markmið með þróunarsamvinnu Íslands er tvíþætt: Í fyrsta lagi að "styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun" og í annan stað að "tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð." <br> <br> Það eru viðsjárverðir tímar. Átök geysa víða og af þeim sökum neyðist fólk jafnvel til að flýja heimili sín. Náttúruhamfarir, fátækt og skortur á menntun (einkum stúlkna) verða til þess að ástandið versnar. Ein afleiðing er aukinn fjöldi flóttafólks sem leitar til Evrópu og þar með talið Íslands. Er ekki kominn tími til að snúa vörn í sókn? <br> <br> Við undirrituð, sem erum í forsvari fyrir hjálpar- og mannúðarsamtök í alþjóðlegu hjálparstarfi, skorum á verðandi ríkisstjórn og nýkjörið Alþingi að verða við yfirlýstum vilja þings og þjóðar og hækka framlög Íslands til þróunarsamvinnu þannig við getum aðstoðað fólk á heimslóðum þess, greitt götu kynjajafnréttis og eflt menntun stúlkna og drengja sem er forsenda aukinnar velferðar og velmegunar. Enginn vill þurfa að flýja, hvorki heimili sitt né heimaland, og hvað þá að láta lífið vegna fátæktar, hungursneyðar eða hamfara sem má koma í veg fyrir með aukinni samvinnu ríkra þjóða og fátækra. <br> <br> Standið við stóru orðin. Það er löngu orðið tímabært - og aldrei þarfara en nú." <br> <br> <strong>Bergsteinn Jónsson</strong> <br>frkvstj. UNICEF á Íslandi <br> <strong>Bjarni Gíslason</strong> <br>frkvstj. Hjálparstarfs kirkjunnar <br> <strong>Erna Reynisdóttir</strong> <br>frkvstj. Barnaheilla - Save the Children á Íslandi <br> <strong>Fríður Birna Stefánsdóttir</strong> <br>frkvstj. ABC barnahjálpar <br> <strong>Inga Dóra Pétursdóttir</strong> <br>framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á Íslandi <br> <strong>Kristín S. Hjálmtýsdóttir</strong> <br>frkvstj. Rauða krossins á Íslandi <br> <strong>Ragnar Gunnarsson</strong> <br>frkvstj. Kristniboðssambandsins <br> <strong>Ragnar Schram</strong> <br>frkvstj. SOS Barnaþorpa <br> <strong>Selma Sif Ísfeld Óskarsdóttir</strong> <br>formaður Alnæmisbarna <br></p>

16.11.2016Endurfjármögnun IDA á lokametrunum: Rík áhersla Íslands að fátæku ríkin séu ávallt í forgrunni

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ida2.JPG" alt="Ida2">IDA er sú stofnun Alþjóðabankans sem vinnur með fátækustu ríkjunum og veitir þeim styrki og lán á hagkvæmum kjörum. Stofnunin er endurfjármögnuð á þriggja ára fresti og eru samningaviðræður vegna 18. endurfjármögnunarinnar nú á lokametrunum, en síðasti samningafundurinn fer fram 14. - 15. desember næstkomandi. <br> <br> </strong> Hefð hefur skapast fyrir því að drögin að lokaskjali samningafulltrúanna sé birt og tekið á móti athugasemdum frá almenningi. Opið var fyrir athugasemdir til 11. nóvember en samantekt samningaviðræðna síðastliðna 9 mánuði er hægt að nálgast <a rel="nofollow" href="http://ida.worldbank.org/financing/replenishments/draft-ida-18-deputies-report" shape="rect" target="_blank">hér.</a> <br></p><p> Að sögn Þórarinnu Söebech leiðandi sérfræðings á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins er á 18. endurfjármögnunartímabilinu gert ráð fyrir nokkuð svipuðum áherslum og á því 17. en lögð verður áhersla á fimm málaflokka: loftslagsbreytingar, jafnrétti kynjanna, atvinnumál og hagþróun, stjórnsýslu og stofnanir auk óstöðugra ríkja. "Hvað fjármögnunina áhrærir er þó gert ráð fyrir sögulegum breytingum, enda hafa meiriháttar breytingar átt sér stað á umliðnum árum hvað varðar þörf á fjármagni, markmið sem sett hafa verið á alþjóðavettvangi og framboð af opinberri þróunaraðstoð," segir hún. <br> <br> "Frá upphafi hefur IDA verið fjármögnuð með framlögum gjafaríkja í formi styrkja og endurgreiðslum af útistandandi lánum auk millifærslna frá öðrum stofnunum bankans (IBRD og IFC). Þar sem ljóst þykir að fjármagnið sem þörf er á verður ekki sótt eingöngu til þessara gátta er í 18. endurfjármögnunni að finna tillögur um sögulegar breytingar á fjármögnun stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir svipuðum framlögum frá gjafaríkjum í IDA18 og IDA17, en til þess að auka vogarafl sjóða stofnunarinnar hefji stofnunin útgáfu skuldabréfa á almennum markaði og fjölgi lánum með hærri vexti sem veitt eru til burðugri ríkja innan IDA. Þess ber að geta að stofnunin hefur nýlega hlotið lánshæfiseinkunnina AAA frá matsfyrirtækjunum Standard and Poor´s og Moody´s." <br> <br> <strong>Ætlunin að auka framlög til fátækustu þjóðanna</strong> <br>Þórarinna segir að með auknu fjármagni verði stofnuninni svo gert kleift að takast á við þær áskoranir sem blasa við og uppfylla loforð sem gefin hafa verið í tengslum við Heimsmarkmiðin, enda gert ráð fyrir að í stað þess að einn bandaríkjadalur framlagsríkja verði að tveimur í meðferð stofnunarinnar verði hann að þremur með nýjum fjármögnunaraðferðum. "Með auknu fjármagni er ætlunin að auka framlög til fátækustu þróunarríkjanna, tvöfalda framlög til óstöðugra ríkja, veita fjármagni til þróunarlanda til að takast á við flóttamannavandann og auka framlög til sjóðs vegna hamfara. Þá mun fé verða varið til Alþjóðalánastofnunarinnar (IFC) og Fjölþjóðlegu fjárfestingaábyrgðarstofnunarinnar (MIGA) til að auka þátttöku einkageirans í uppbyggingu í þróunarlöndum og auka þannig fjárfestingu á því sviði í fátækustu löndunum og þeim óstöðugu. Í umræðunni hefur Ísland, líkt og önnur ríki, hrósað IDA, enda hafi stofnunin sýnt bæði frumkvæði og metnað með tillögunum. Á sama tíma þurfi að stíga varlega til jarðar og vera sveigjanleg þegar kemur að framkvæmdinni. Þá sé nauðsynlegt að framkvæma endurmat og gera breytingar ef þörf er á og skoða fjármögnun bankans og dótturstofnana hans á heildstæðan hátt sem allra fyrst. Ísland hefur jafnframt lagt ríka áherslu á að fátækustu ríkin séu ávallt í forgrunni og aukinn metnaður sé lagður í jafnréttismál og hefur fylgt þessu eftir á öllum fundunum sem fram hafa farið."</p>

19.10.2016Fátækt viðheldur hungri og hungur viðheldur fátækt

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/littlechild.jpg" alt="Littlechild">Spegillinn á Rás 1 fjallaði um fátækt og hungur á mánudaginn í tilefni af alþjóðlegum degi baráttunnar um útrýmingu fátæktar. Þar var rætt við Engilbert Guðmundsson ráðgjafa hjá utanríkisráðuneytinu og fyrrverandi framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Í máli hans kom fram að baráttan gegn fátækt hungri og næringarskorti sé flókin. Þar rekist&nbsp;menn á vítahringi sem þurfi að greiða úr. "Málið er auðvitað það að hungrið viðheldur fátæktinni og fátæktin viðheldur hungrinu. Þarna er vítahringur sem verður að rjúfa. Og ef það tekst að útrýma hungurtengdu fátæktinni mun allt hitt fylgja nokkuð vel á eftir," sagði Engilbert.</strong> <br> <br>&nbsp;Fátæktinni tengist svo það að grunnþjónusta eins og menntun og heilbrigðisþjónusta er ekki í boði. Og jafnvel þótt einhver skólaganga bjóðist nýtist hún illa börnum sem þjást af næringarskorti. Það er þarna vítahringur líka, að mati Engilberts. "Það er oft talað um 1000 daga gluggann, það er að segja 1000 dagana frá getnaði og áfram. Það sé í rauninni mikilvægasti tíminn því þá sé lagður grunnur að því hvort viðkomandi nær fullum þroska, sleppur við þroskahömlun. Þetta þarf allt að tengja saman," sagði hann. <br> </p><h3> Loftslagsbreytingar ný ógn </h3><p> Á vef RÚV segir: "Við allt þettta bætist svo ný ógn, sem stafar frá náttúrunni en ekki stríðsátökum. Sem dæmi má nefna að í samstarfslandi &nbsp;Íslands, Malaví, hafa þurrkar valdið algjörum uppskerubresti og meginhluti þjóðarinnar er háður matvælaaðstoð. Þarna hefur El Nino bæst við gróðurhúsaáhrifin og afleiðingar þeirra. Þessa gætir einkum í austur og suður Afríku og suður Asíu. Þetta gerir baráttuna gegnt fátækt örðugri og því er mikilvægt að takast á við þessi vandamál á heimaslóðum því annars munum sjá stríða strauma umhverfisflóttafólks á næstu árum til viðbótar við straum þess flóttafólks sem er að flýja stríðsátök." <br> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.ruv.is/frett/vitahringi-fataektarinnar-tharf-ad-rjufa" shape="rect" target="_blank">Nánar á vef RÚV</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.ipsnews.net/2016/10/eradicating-poverty-a-lofty-ideal-or-achievable-goal/?utm_source=rss&%3butm_medium=rss&%3butm_campaign=eradicating-poverty-a-lofty-ideal-or-achievable-goal" shape="rect" target="_blank">Eradicating Poverty - a Lofty Ideal or Achievable Goal?/ IPS</a></p>

19.10.2016Málstofur um hnattræna heilsu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/fyrirlesari.JPG" alt="Fyrirlesari">Málstofur um hnattræna heilsu verða haldnar í Hátíðasal Háskóla Íslands, föstudaginn 28. október nk kl. 13-17, á Þjóðarspegli Félagsvísindasviðs. Gestafyrirlesari er prófessor Cheikh Ibrahima Niang (sjá mynd), mannfræðingur við Cheikh Anta Diop háskólann í Dakar, Senegal, en hann var í ráðgjafahópi WHO um viðbúnað vegna Ebólufaraldursins í Vestur Afríku.</p>

19.10.2016Jafnrétti á átakasvæðum

<p><i><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/nadiya-SavchenkoSvanh.jpg" alt="Nadiya-SavchenkoSvanh">Jafnrétti og valdefling kvenna eru hornsteinar framfara í þróunarríkjum og lykilatriði að útrýmingu fátæktar. Konur sem hljóta menntun skila henni til barna sinna og huga betur að heilsu þeirra og varða þannig leiðina til aukins hagvaxtar og framfara. En raddir kvenna heyrast oft ekki.</i> <br> <br> <i>"Ég hef upp raust mína - ekki til að hrópa, heldur til þess að bergmála raddir þeirra sem ekki heyrast. Við náum aldrei árangri ef haldið er aftur af helmingi okkar." -Malala Yousafzai</i> <br> <br> Í ríkjum þar sem stjórnarfar er veikt, ríkir oft stöðnun og óvissa sem eru uppspretta ófriðar og þar eiga konur sérstaklega erfitt uppdráttar. Átök hafa ólík áhrif á konur og karla og sagt er að það sé erfiðara að vera kona á stríðstímum heldur en karl. Við heyrum allt of oft í fréttum hvernig ofbeldi og nauðganir eru markvisst notaðar til að brjóta niður samfélög; konum er beitt sem stríðstólum. Þar sem aðgangur kvenna að herjum er víða takmörkum háður fara karlarnir á vígvöllinn en konurnar reyna að halda daglegu lífi gangandi. Auk venjubundinna starfa sinna þurfa þær að bæta á sig þeim störfum sem karlarnir stunduðu. Þessi veruleiki virðist oft fjarlægur á okkar afskekktu eyju en hluti af vandanum flyst heim til okkar með flóttamönnum sem yfirgefa heimalönd sín og reyna að byggja nýtt líf á Íslandi. Væru þau örugg í heimahögum sínum vildu þau síst af öllu flýja. Það er því liður í þróunarsamvinnu að styðja slík ríki og undanfarin ár höfum við beint stuðningi okkar til Afganistan og Palestínu. &nbsp;&nbsp;</p><p> <b>Kynjajafnrétti og valdefling kvenna</b> <br> Kynjajafnrétti og valdefling kvenna er gegnumgangandi í þróunarsamvinnu Íslands og undir hana fellur einnig friðargæsla. Um árabil hefur Íslenska friðargæslan sent sérfræðinga til starfa á hamfarasvæðum til að vinna með stofnunum sem falið er að gæta friðar eða eru lykilaðilar í uppbyggingu eftir hamfarir hvort heldur er af völdum manna eða náttúru. Fyrsta "1325" áætlun Íslands er frá árinu 2008 en nú fer fram önnur endurskoðun á framkvæmd áætlunarinnar. Öllum sérfræðingum friðargæslunnar ber skylda til að fylgja eftir því sem við köllum í daglegu tali "Ályktun 1325" í störfum sínum. <br> <br> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2592" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/d6860ee8-eff2-4272-a408-ad2d2c017238.jpg?a=1126126380841" hspace="5" vspace="5"> Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun nr. 1325 um konur frið og öryggi árið 2000, en þar var í fyrsta skipti viðurkennt lykilframlag kvenna við friðarumleitanir og friðarsamninga og uppbyggingu eftir átök. Ályktunin varð til fyrir áeggjan borgarasamtaka, ekki síst þeirra sem sinntu mannúðarstarfi og byggði reynsla þeirra af vanvirtu hlutskipti kvenna þegar "stóru" aðilarnir koma að samningaborðinu. Á þessum 16 árum sem liðin eru hafa sjö nýjar <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://actionplans.inclusivesecurity.org/stories/" target="_blank">ályktanir</a> verið samþykktar til að hnykkja á því að konur séu bæði fórnarlömb og gerendur í átökum, að þær hafi hlutverki að gegna sem karlmenn geta síður sinnt. <br> <br> Árið 2012 tilnefndi framkvæmdastjóri NATO sérstakan fulltrúa sinn í málefnum kvenna, friðar og öryggis. Því starfi gegnir nú Marriet Schuurman sem er sendiherra frá hollensku utanríkisþjónustunni. Hún er málsvari NATO um málaflokkinn bæði út á við og inn á við, en að áætlun NATO um innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 1325 standa öll aðildarríki NATO auk 27 samstarfsríkja. <br> <br> Íslendingar hafa löngum verið meðal dyggustu stuðningsmanna áætlunarinnar innan NATO og hafa sýnt stuðning sinn með framlögum til málaflokksins og sérfræðingum til starfa við innleiðingu áætlunarinnar. Starf mitt hjá NATO er í beinu samhengi við núverandi aðgerðaáætlun Íslands um Konur, frið og öryggi.&nbsp;&nbsp; Ýmsum kemur á óvart að NATO hafi slíka áætlun en það er ekki að ástæðulausu. Grunngildi stofunarinnar eru "að varðveita frelsi, sameiginlega arfleifð og menningu aðildarþjóðanna sem byggja á grunni lýðræðis, frelsi einstaklingsins og virðingu fyrir lögum og reglu".&nbsp;</p><p>Hernaðarsamstarfinu fylgja tengsl við átakasvæði og þátttaka í uppbyggingu eftir stríð. Mönnum hefur orðið ljóst að það gerist ekki án þátttöku kvenna. Herir þátttökuríkjanna þufa að geta unnið saman og samhæfing staðla og áherslna auðveldar slíkt samstarf. <br> <br> Í grunninn snýst þetta um jafnrétti kynjanna. Að konur hafa aðgang að störfum innan hersins til jafns við karla og að heraflinn fái til liðs við sig hæfileikafólk af ólíku tagi. Konur og karlar hafa msimunandi félagslegum hlutverkum að gegna og búa yfir ólíkum upplýsingum sem gagnast til að tryggja frið, og ógna síður hefðbundnu samfélagsmynstri. Á ófriðarsvæðum er lykilatriði að ná til heimafólks en slíkur aðgangur er oft kynbundinn. <br> <br> Miðað við aðrar alþjóðastofnanir hefur NATO gengið vel að innleiða ályktun 1325, en betur má ef duga skal. Að hluta til er herskipunum fyrir að þakka. Þegar herforingjar skipa fyrir, hlýða undirmenn og framkvæma. Þannig að þrátt fyrir að 90% hermanna aðildarríkjanna séu karlmenn þurfa þeir að hlýða þessum sem öðrum samþykktum tilskipunum. Það er ekki þar með sagt að þeir séu sáttir eða skilji um hvað málið snýst, en reynslan á eftir að leiða það betur í ljós. Hjá NATO eru einnig borgaralegir starfsmenn sem ekki heyra undir herskipanir. Þar hefur verið á brattan að sækja að koma konum til æðstu starfa, en unnið er að því hörðum höndum að breyta því og aðferðirnar eru ýmiss konar og snúa meðal annars að foreldraorlofi, vinnutíma og starfsmati svo eitthvað sé nefnt. Næstu ár munu leiða í ljós hvernig til tekst að breyta "heimafyrir". <br> <br> <b>Úkraína</b>&nbsp;</p><p>Meðal mikilvægustu samstarfsríkja NATO er Úkraína. Eitt af því merkilegra sem ég hef upplifað í þessu starfi er þátttaka í vinnustofu í Kiev sem átti að greina kynjajafnréttisstefnu stjórnvalda í tengslum við átökin í austurhluta landsins (Donbas héraði). Þar sást glögglega hvað átök hafa ólík áhrif á konur og karla ekki síst þar sem nútíma hernaður er mun víðtækari en vopnuð átök. Hann fer fram í netheimum og með óbeinum aðgerðum sem beinast að sjálfri samfélagsgerðinni.&nbsp;</p><p>Við mættum á hefðbundna ráðstefnu, ráðgjafar héðan og þaðan sem mættu til að segja Úkraínukonum og mönnum hvernig ætti að gera hlutina. En áberandi var að á fremstu bekkjunum annars vegar í salnum voru konur og fáeinir karlar í herbúningum. Þegar leið á ráðstefnuna fóru ýmsir af bekkjunum að biðja um orðið og á endanum röðuðu þau sér á pallborðið. Skemmst er frá því að segja að þau "rændu" fundinum. Erindi þeirra var að segja þessu alþjóðaliði að þau hefðu öll barist á vígvellinum í Donbas héraði en fengu enga viðurkenningu fyrir framlag sitt. Þetta voru mest konur sem sendar höfðu verið á vettvang sem bókarar eða hreingerningalið en þegar á hólminn var komið voru þeim fengin vopn í hendur og þau beðin að berjast. Þegar heim var komið voru ýmsir sárir bæði á sál og líkama en þar sem þau voru ekki formlegir "hermenn" var engar bætur að fá eða viðurkenningu á framgöngu. Flest vildu þau vera hermenn og fá þjálfun en vegna eldgamalla reglna voru flestar stöður í hernum lokaðar konum. Þær máttu t.d. ekki vera "lúðraþeytarar", en þó máttu þær fljúga þotum og þyrlum. Og fyrir nýgræðing í þessum heimshluta var áhugavert að heyra málflutning kvenna sem sögðust "hafa farið á vígvöllinn til að sinna þörfum hinna hraustu hermanna sinna" og karla sem sögðu að það væri ekki við hæfi að konur "tækju þátt í hernaði sem skaðað gæti hæfni þeirra til að eignast börn". <br> <br> Á síðustu misserum hefur þessi hópur bundist böndum og kallar sig "Ósýnilegu hersveitina" <a shape="rect">(Invisible Battalion)</a> og hefur með stuðningi UN-Women í Kiev unnið að <a shape="rect">skýrslu</a> um hvernig unnið skuli gegn kynjamisrétti í úkraínska hernum. <br> <br> Við munum eftir því hvað úkraínskar konur voru áberandi í átökunum á Maidan torgi 2014 og ljóst er að þær láta víða til sín taka, en samhliða þessu er ímynd úkraínskra kalrmanna mjög gamaldags og karlmennsku þeirra virðist ógnað. Kerfislægar breytingar þarf til að jafna þennan leik. Vandi vegna spillingar er kerfislægur og samstarfssamningurinn við NATO gengur mikið út á endurbætur í öryggismálum landsins. Kynjajafnréttið er liður í því og næsta atlaga er í undirbúningi að því að samþætta kynjajafnrétti í samstarfssamninginn við NATÓ. <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.facebook.com/NATO1325" target="_blank">Fésbókarsíða@NATO1325</a></p>

19.10.2016Vaxandi loftmengun í Afríku mikið áhyggjuefni

<p><b>Loftmengun í Afríku eykst jafnt og þétt og leiðir til heilsutjóns og efnahagslegs tjóns í síauknum mæli, segir í nýrri skýrslu Þróunarseturs OECD sem heitir einfaldlega: </b> <b><a rel="nofollow" href="http://www.oecd-ilibrary.org/docserver/download/5jlqzq77x6f8.pdf?expires=1476788195&%3bid=id&%3baccname=guest&%3bchecksum=06552D101617B4503BAFB4A9EF2F8241" shape="rect" target="_blank">Cost of Air Pollution in Africa</a></b><b>. Í frétt um útgáfu skýrslunnar segir að kostnaðurinn við loftmengun sé þegar orðinn hærri en kostnaður vegna óviðunandi salernisaðstöðu og vannærðra barna. "Án róttækra stefnubreytinga um þéttbýlismyndun í Afríku gæti þessi kostnaður orðið himinhár," segir í fréttinni.</b> <br> <br> <img src="/media/iceida-media/media/arsskyrsla/keynumbers/mengun2.JPG" alt="">Í skýrslunni kemur fram að á árabilinu frá 1990 til 2013 hafi dauðsföllum af völdum loftmengunar utanhúss fjölgað um 36% og farið í 250 þúsund. Á sama tíma hafi loftmengun innanhúss - vegna mengandi orkugjafa við eldun - aukist um 18% og dauðsföllin farið í 450 þúsund.</p><p></p><p>"Áætlaður fjárhagslegur kostnaður fyrir Afríku í heild vegna þessara ótímabæru dauðsfalla er um 215 milljarðar bandaríkjadala fyrir loftmengun utanhúss og 232 milljarðar bandaríkjadala fyrir mengun á heimilum. Og þetta gerist þrátt fyrir að iðnvæðingin sé hægfara og fari jafnvel í öfuga átt í mörgum löndum," segir í skýrslunni. <br> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.oecd.org/dev/emea/air-pollution-africa.htm" shape="rect" target="_blank">The increased cost of air pollution in Africa calls for urgent mitigation action, says new OECD Development Centre study/ OECD</a></p><br><p></p>

19.10.2016Á annað hundrað stelpur sagðar neita að yfirgefa Boko Haram

<p><strong> <a href="https://youtu.be/bqyXpVMy7lc" class="videolink">Frétt BBC</a> Samningamenn nígerískra stjórnvalda sem ræða við hryðjuverkasamtökin Boko Haram um frelsun stúlknanna sem samtökin rændu fyrir tveimur og hálfu ári segja að viðræður standi yfir um frelsun 83 stúlkna til viðbótar en að rúmlega eitt hundrað stúlkur séu ófúsar að yfirgefa öfgasamtökin.</strong> <br> <br> Talið er líklegt að skýringin felist í því að stúlkurnar hafi gerst málsvarar samtakanna eða skammist sín of mikið til að snúa heim eftir að hafa neyðst til að giftast meðlimum samtakanna eða eignast með þeim börn. Í frétt AP fréttastofunnar segir að stúkurnar sem voru leystar úr haldi samtakanna í síðustu viku komi til með að menntast erlendis því þær myndu að líkindum verða fyrir fordómum í heimalandinu. Þeim stúlkum, 21 að tölu, var sleppt lausum í framhaldi af samningaviðræðum stjórnvalda við fulltrúa Boko Haram. <br> <br> Alls var 276 stelpum rænt frá Chibok í apríl 2014. Nokkrar náðu að flýja strax en langflestar hafa verið í haldi mannræningjanna allar götur síðan. Hermt er að sex stúlkur eða fleiri hafi látist í vistinni hjá Boko Haram. &nbsp; <br> <a rel="nofollow" href="http://www.news24.com/Africa/News/chibok-leader-over-100-girls-unwilling-to-leave-boko-haram-20161018" shape="rect" target="_blank">Chibok leader: Over 100 girls unwilling to leave Boko Haram/ AP</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.theguardian.com/world/2016/oct/13/boko-haram-frees-21-schoolgirls-from-group-abducted-in-chibok" shape="rect" target="_blank">Boko Haram frees 21 schoolgirls from group abducted in Chibok/ TheGaurdian</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://qz.com/808396/boko-haram-21-of-nigerias-kidnapped-chibok-girls-have-been-released-a-sign-they-might-all-be-coming-home/" shape="rect" target="_blank">Boko Haram has released 21 kidnapped Chibok girls-a sign they might all be coming home/ Qz</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://ruv.is/frett/fleiri-stulkur-frelsadar-fljotlega" shape="rect" target="_blank">Fleiri stúlkur frelsaðar fljótlega/ RUV</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.dw.com/en/chibok-girls-give-much-needed-boost-to-buharis-leadership/a-36034261" shape="rect" target="_blank">Chibok girls give much-needed boost to Buhari's leadership/ DW</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.bbc.com/news/world-africa-37674597" shape="rect" target="_blank">Chibok girls: Freed students reunite with families in Nigeria/ BBC</a></p>

19.10.2016Samstarf Alþjóðabankans og Íslands á sviði jarðhita

<img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/geo1.jpg" alt="Geo1">Við Íslendingar þekkjum vel kosti jarðhitans sem orkugjafa enda hefur hann haldið á okkur hita, velflestum, áratugum saman og þar að auki er rúmur fjórðungur af öllu rafmagni sem framleitt er á landinu upprunninn frá jarðhitavirkjunum. Það eru heldur engin tíðindi að þessu er ekki allstaðar svona farið. Víða um lönd eru jarðhitaauðlindir sem eru ónotaðar eða vannýttar á meðan rafmagn er framleitt með jarðefnaeldsneyti sem er í öllum tilfellum skaðlegt vegna CO2 losunar og í mörgum tilfellum dýrt. Þó að vatnsaflsvirkjanir séu víða hafa þær í seinni tíð reynst ótryggar vegna breytinga á úrkomumynstri og þurrka. Kostir jarðhitans í samanburði við þessa orkugjafa, þ.e. lágur rekstrarkostnaður, hlutfallslega lítil losun gróðurhúsaloftegunda og áreiðanleiki eru ótvíræðir. <br><p> <br>Á hinn bóginn eru tveir megin ókostir við jarðhitann sem hafa mjög hægt á nýtingu þessarar ágætu auðlindar. Í fyrsta lagi er hann ekki alls staðar að finna og í öðru lagi þarf miklar og áhættusamar fjárfestingar í jarðhitaleit og tilraunaborunum til að staðfesta að nýtanlegur jarðhiti sé til staðar og í hvað miklu magni og enn frekari fjárfestingar áður en hægt er að virkja. Hár fjárfestingakostnaður í upphafi með mikilli áhættu hefur orðið til þess að einkaaðilar og stjórnvöld í fátækum ríkjum hafa ekki bolmagn til að leggja út í virkjun jarðhita þrátt fyrir von um umtalsverðan ábata ef vel tekst til og nýtanleg auðlind reynist vera fyrir hendi. Við þessar aðstæður er gott tækifæri fyrir alþjóðlega þróunarbanka, eins og Alþjóðabankann, að koma að málum og aðstoða lönd við að rannsaka og nýta sínar jarðhitaauðlindir. <br> <br><strong>Rúmir fjórir milljarðar dala til jarðhitaverkefna í þróunarríkjum</strong> <br>Alþjóðabankinn hefur tekið þátt í fjármögnun jarðhitaverkefna í þróunarlöndum frá því á áttunda áratug síðustu aldar þegar bankinn lánaði fé til byggingar á Olkaria I orkuverinu í Kenía. Síðan þá hefur Alþjóðabankinn og aðrar sambærilegar stofnanir lánað sem nemur rúmum fjórum milljörðum Bandaríkjadala til jarðhitaverkefna í þróunarlöndum víða um heim og er hlutur Alþjóðabankans þar af rúmur helmingur. Framan af lánaði bankinn fyrst og fremst til áhættuminni þátta í uppbyggingu jarðhitavirkjana, þ.e. byggingu orkuveranna sjálfra og gufuveitna en vék sér undan því að veita lánsfé til borana en borkostnaður getur numið um 40% af heildarkostnaði við virkjun jarðhita og því er aðgengi að fjármunum til borana ein af megin forsendum þess að unnt sé að koma jarðhitavirkjunum á koppinn. <br> <br> <strong>GGDP</strong> <br>Á síðustu árum hefur Alþjóðabankinn unnið að því að vekja athygli á því innan þróunarsamfélagsins að takmarkað aðgengi að fjármagni til borana, og þá einkum til rannsóknaborana, sé einn af megin flöskuhálsunum sem tefja vöxt á nýtingu jarðhita til rafmagnsframleiðslu í þróunarlöndum. Þetta hefur m.a. skilað sér í því að árið 2015 var fé til rannsóknaborana 17% af því fé sem alþjóðlegir þróunarbankar vörðu til jarðhita en árið 2012 var þetta hlutfall einungis 6%. Á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Hörpu í mars 2013 hleypti Alþjóðabankinn af stokkunum sérstöku átaksverkefni, the Global Geothermal Development Plan (GGDP), til að afla fjár til jarðhitaverkefna. GGDP verkefnið er rekið af ESMAP (Energy Sector Management Assistance Program). Um 250 milljónir bandaríkjadala hafa nú þegar fengist til þessa verkefnis frá CTF (Clean Technology Fund) og er þessu fé ætlað að örva fjárfestingu einkaaðila í jarðhitavirkjunum en gert er ráð fyrir að á móti þessu fé komi allt að 1,5 milljarðar dala frá einkageiranum. Þess skal getið að fleiri alþjóðlegir þróunarbankar svo sem Evrópski Þróunarbankinn (EBRD) og Ameríski Þróunarbankinn (IADB) geta einnig ráðstafað því fé sem safnast innan GGDP. <br> <br> Stuðningur Alþjóðabankans við jarðhitaverkefni í einstökum löndum er sniðinn að aðstæðum í hverju landi. Í Tyrklandi þar sem jarðhitageirinn hefur verið í miklum vexti á síðustu árum með þátttöku fjölda innlendra fjárfesta kemur bankinn að því að fjármagna lánalínur fyrir innlenda banka sem framlána til vinnsluborana og byggingu orkuvera. Þar er einnig unnið að því að koma á fót sjóði, innan ramma GGDP, sem hefur það hlutverk að tryggja hluta af þeim fjármunum sem einkaaðilar leggja í rannsóknaboranir. Er þetta hugsað til að auka enn frekar áhuga einkaaðila til að fjárfesta í virkjun jarðhita. Alþjóðabankinn er einnig að undirbúa að setja á fót samskonar sjóð í Indónesíu. Í löndum þar sem jarðhitageirinn er ekki eins langt á veg kominn veitir Alþjóðabankinn fé til borana; í gegnum GGDP styrki eins og t.d. í Djibouti og í Armeníu eða með lánum til langs tíma og á lágum vöxtum, t.d. í Eþíópíu. <br> <br> <strong>Ísland og Alþjóðabankinn</strong> <br>Ísland og Alþjóðabankinn hafa átt farsælt samstarf í jarðhitamálum um nokkurt skeið. Íslensk stjórnvöld hafa sem hluthafar í Alþjóðbankanum og aðilar að ESMAP beitt sér fyrir því að bankinn geri stuðning við jarðhitanýtingu að forgangsverkefni. Þannig studdu íslensk stjórnvöld undirbúning GGDP dyggilega. Alþjóðabankinn og Ísland gerðu einnig með sér samkomulag um samstarf í jarðhitamálum í Austur Afríku árið 2012. Það samstarf felst í því að Ísland fjármagnar yfirborðsrannsóknir í samstarfi við Norræna Þróunarsjóðinn en Alþjóðbankinn fylgir í kjölfarið og fjármagnar rannsóknaboranir. Þetta samstarf hefur heppnast sérlega vel í Eþíópíu þar sem undirbúningur að tilraunaborunum stendur nú yfir. <br> <br> Íslensk stjórnvöld hafa ennfremur kostað stöðu jarðhitasérfræðings innan ESMAP síðan 2009. Íslenskir sérfræðingar innan ESMAP hafa stutt við starf verkefnisteyma sem vinna að jarðhitaverkefnum innan bankans og skrifað fagrit um jarðhitamál sem nýtast í starfi bankans svo sem handbók um skipulag og fjármögnun jarðhitaverkefna og nýlega skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðhitavirkjunum. Annar þessara sérfræðinga átti einnig drjúgan þátt í þeirri hugarfarsbreytingu varðandi stuðning bankans við boranir sem getið er að framan og mótun GGDP. Íslenska utanríkisráðuneytið og ESMAP vinna nú að mótun frekara samstarfs á sviði jarðhita á næstu árum.</p>

19.10.2016Borðspil í þróun um Heimsmarkmiðin

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uttektarskyrslur/frontboxes/Heimsmarkmidin---yfirlit-li.jpg" alt="">Félag Sameinuðu þjóðanna er að vinna að borðspili sem nefnist Friðarleikarnir. Borðspilið er ætlað fyrir börn í 4 og 5. bekk og gefur þeim tækifæri til þess að leysa vandamál heimsins með hjálp Heimsmarkmiðanna.</strong> <br> <br> Í fréttabréfi félagsins segir að á alþjóðadegi friðar í ár - 21. september - hafi verið lögð sérstök áhersla á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem grunnstoð friðar. "Samkeppni um takmarkaðar auðlindir leiðir oft til átaka og til að fyrirbyggja slíkt og ná varanlegum friði í heiminum er sjálfbær þróun þar nauðsynlegur þáttur. Við þurfum að vernda jörðina okkar og aðeins með því að vinna saman getum við gert sameiginlegt heimili okkar öruggt fyrir komandi kynslóðir," segir í fréttabréfinu. Þar segir ennfremur: "Við hvetjum alla til að kynna sér nánar Heimsmarkmiðin 17 því öll getum við tekið þátt í því að vinna að sjálfbærri þróun; að hver og einn lifi í jafnrétti og reisn, að enginn sé skilinn útundan og að vernda jörðina okkar. Í von um að kynna og kveikja áhuga á Heimsmarkmiðunum og hinum ýmsu heimsvandamálum er Félag Sameinuðu þjóðanna að vinna að borðspili sem nefnist Friðarleikarnir. Borðspilið er ætlað fyrir börn í 4 og 5. bekk og gefur þeim tækifæri til þess að leysa vandamál heimsins með hjálp Heimsmarkmiðanna. <br></p><h4>Samvinna við Landakotsskóla</h4><p> Verið er að þróa spilið í samvinnu við 4. bekk í Landakotsskóla og nú í síðastliðnum mánuði var það prufukeyrt í fyrsta skipti. Nemendur voru fengnir til að búa til land, sem þau nefndu Ævintýraland, og leysa vandamál með hjálp Heimsmarkmiðanna og stuðla að sjálfbærri þróun. Í Ævintýralandi hafði ekki verið hugsað til sorpvinnslu og því var landið hægt og rólega að fyllast af rusli. Nemendurnir ákváðu að fjárfesta í endurvinnslustöð og ruslafötum ásamt því að búa til störf í sorpvinnslu. Þar að auki komu upp hugmyndir um að endurvinna rusl í listaverk, steypu og ræktarland með hjálp sérfræðinga. Þessum lausnum átti síðan að ná fram með því að nýta menntakerfi og nýsköpun í landinu. <br> <br> Í lokin tókst nemendunum að leysa sorpvandann í Ævintýralandi, hlúa að landinu sínu og þjóð og um leið stuðla að 12 Heimsmarkmiðum af 17. Fyrsta prufukeyrslan kom því afar vel út og stóðu nemendurnir sig einstaklega vel. Þau voru áhugasöm og frumleg í lausnum og var helsta vandamálið það að ekki náðist að vinna úr öllum hugmyndunum í tíma. Við hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna erum virkilega spennt fyrir áframhaldandi þróun á Friðarleikunum og vonumst til þess að vera komin með lokaútgáfu í hendurnar á næstu önn," segir í fréttabréfinu.&nbsp;</p>

19.10.2016Sögulegt samkomulag í loftslagsmálum í Rúanda

<p><strong>Sögulegt samkomulag náðist á alþjóðlegum fundi í Rúanda á dögunum um að útrýma notkun efna í fjölda kæliskápa og loftkælikerfa sem skaðleg eru andrúmsloftinu. Útrýma á notkun vatnsflúorkolefna á næstu áratugum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í frétt á Stöð 2 að mikilvægt skref hafi verið stigið í baráttunni gegn skaðlegum loftslagsbreytingum á jörðinni.</strong> <br> <br> <img name="ACCOUNT.IMAGE.2657" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/793cadfd-6fc2-415f-8f08-8e3057c4d1d9.jpg?a=1126126380841" hspace="5" vspace="5"> Samkvæmt samkomulaginu verða ríki flokkuð í þrjá flokka varðandi niðurskurð á notkun tækja sem nota vetnisflúorkolefni en það eru einkum kæliskápar og loftkælikerfi. <br> <br> Þróuð ríki í Evrópu og Norður-Ameríku munu draga úr notkun hinna skaðlegu efna um 10 prósent fyrir árið 2019 og um 85 prósent fyrir árið 2036. <br> <br> Fulltrúar um tvö hundruð þjóðríkja sátu fundinn sem haldinn var í Kigali. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.visir.is/sogulegt-samkomulag-i-loftslagsmalum/article/2016161019067" target="_blank">Sögulegt samkomulag í loftslagsmálum/ Vísir </a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" target="_blank">Climate protection: new momentum, slow implementation, eftir Hans Dambowski/ D+C</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=55310#.WAYCr0b5OFk" target="_blank">Green transformation 'unstoppable' as countries agree to curb powerful greenhouse gases - UN / UNNewsCentre</a></p>

19.10.2016Alþjóðlegi matvæladagurinn: Loftslagsbreytingar

<p><strong><span id="tmp_1476888334462_3"></span> <a href="https://youtu.be/IP-4TsrIIZc" class="videolink">Kynningarmyndband frá FAO.</a> Bregðast verður við loftslagsbreytingum, hungri og fátækt heildstætt til þess að ná Heimsmarkmiðum alþjóðasamfélagsins, segir í skilaboðum Matvæla- og Landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) á Alþjóða matvæladeginum síðastliðinn sunnudag, 16. október.</strong> <br><br> José Graziano forstjóri FAO segir að hlýnun jarðar og óstöðugleiki í veðurfari sé nú þegar farin að grafa undan því mikilvægasta í landbúnaði og fæðuöryggi, þ.e. jarðvegi, skógum og úthöfum. "Eins og ævinlega eru það þeir fátæku og svöngu sem líða mest og þorri þeirra eru smábændur í dreifbýli þróunarríkjanna," segir Graziano í frétt frá FAO. <br> <br> Bent er á að þurrkar og flóð séu tíðari og öfgafyllri en áður og vísað til áhrifa El Nino á svæðum í Afríku, Asíu og Mið-Ameríku, m.a. nýlegt ofsaveður af völdum fellibylsins Matthíasar á Haítí. <br> <br> Yfirskrift dagsins er: Loftslagsbreytingar. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.fao.org/world-food-day/2016/home/en/" linktype="1" target="_blank">Nánar</a></p>

19.10.2016Afríkuþjóðir samþykkja aðgerðir til að berjast gegn ofbeldi í garð barna

<p><strong> <a href="https://vimeo.com/174196634" class="videolink">https://vimeo.com/174196634</a> Ofbeldi gegn börnum er enn útbreitt í Afríkuríkjum þrátt fyrir áralangar tilraunir til þess að uppræta það. "Mörg börn verða enn fyrir ofbeldi, þar með töldu banvænu ofbeldi, á heimilum, í skólum og einnig í samfélögunum þar sem þau búa og á vinnustöðum," segir í </strong> <strong><a rel="nofollow" track="on" href="https://gallery.mailchimp.com/30fc8ce3edcac87cef131fc69/files/VAC_Joint_Statement_ACPF_and_GPEVAC.pdf?ct=t(VAC_Statment10_16_2016)" shape="rect" linktype="1" target="_blank">yfirlýsingu</a></strong> <strong> fundar sem haldinn var í Addis Ababa í Eþíópíu nýlega.</strong> <br><br> Á þeim fundi voru ræddar leiðir til að herða baráttuna gegn ofbeldi í garð barna. Alls tóku þátt í fundinum 106 fulltrúar frá 32 löndum Afríku, fulltrúar ríkisstjórna, svæðasamtaka og borgarasamtaka sem láta sig málið varða. Fundurinn bar yfirskriftina - <strong>Committing Africa for Action for Ending Violence against Children</strong>. Í yfirlýsingu fundarins segir að ýmsir þættir stuðli að því ófremdarástandi sem ríki í þessum málum þar á meðal ófullnægjandi framkvæmd við stefnumörkun í málaflokknum, takmarkað fjármagn og takmarkaður mannauður, áhersla á skyndiviðbrögð fremur en forvarnir og skortur á því að ráðast að rót vandans, svo dæmi séu tekin. <br> <br> Fundurinn samþykkti samhljóða að setja á laggirnar samstarfsvettvang "African Partnership to End Violence against Children" sem hefði það hlutverk að binda enda á ofbeldi gegn börnum í álfunni. Helstu áhersluþættir í aðgerðaráætlun og rekstarfyrirkomulagið voru einnig rædd svo og ákvæði í undirmarkmiðum Heimsmarkmiðanna (16.2) og þróunarmarkmiðum Afríkusambandsins, Agenda 2063, sem tengjast ofbeldi gegn börnum. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.end-violence.org/index.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Vefsíða alþjóðasamtakanna End Violence Against Children - The Global Partnership</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://arabspring-news.com/unicef-to-work-with-journalists-to-tackle-violence-against-children/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UNICEF to work with journalists to tackle violence against children/ ArabSpringNews</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.gov.uk/government/news/uk-steps-up-support-to-end-modern-slavery-and-child-exploitation-globally" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UK steps up support to end modern slavery and child exploitation globally/ Breska ríkisstjórnin</a></p>

19.10.2016Wonder Woman í stað framkvæmdastjóra

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/wonderwoman.jpg" alt="Wonderwoman">"Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega hafnað sjö kvenkyns frambjóðendum sem gáfu kost á sér í leiðtogahlutverk samtakanna. Núna, í því skyni að efla konur og stúlkur, velja þau teiknimyndapersónu sem lukkudýr: Wonder Woman. Já, teikniblaðapersónu." <br> <br> Þannig hefst grein í New York Times en Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa verið gagn­rýnd­ar fyr­ir að velja of­ur­hetj­una Wond­er Wom­an til að leiða her­ferð sam­tak­anna um valdeflingu kvenna og stúlkna. Gagn­rýn­end­ur segja valið niðurlægjandi, að því er fram kemur í frétt á Mbl.is. <br>Þar segir að Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, muni á föstu­dag vera viðstadd­ur at­höfn þar sem Wond­er Wom­an verður form­lega út­nefnd heiðurs­sendi­full­trúi valdefling­ar kvenna og stúlkna. <br> <br> "Valið var til­kynnt nokkr­um dög­um eft­ir að Ant­onio Guter­res, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Portúgal, var út­nefnd­ur arftaki Ban. Sú út­nefn­ing olli ýms­um kvenna­sam­tök­um von­brigðum, þar sem von­ast hafði verið til að fyr­ir val­inu yrði fyrsta kon­an til að sinna starfi fram­kvæmda­stjóra," segir í fréttinni. <br> <br> "Þetta er út í hött," seg­ir Shazia Rafi, einn leiðtoga She4SG her­ferðar­inn­ar og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Parlia­ment­ari­ans for Global Acti­on. <br> <br> "Tákn­mynd her­ferðar­inn­ar fyr­ir efl­ingu kvenna er teikni­mynda­per­sóna, á meðan hægt var að velja á milli margra raun­veru­legra kvenna." <br> <br> Rafi, sem hef­ur ritað Ban bréf og hvatt hann til að sniðganga at­höfn­ina, krefst þess að fallið verði frá ákvörðun­inni. &nbsp;&nbsp;</p><p>&nbsp; <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/10/17/wonder_woman_i_stad_framkvaemdastjora/" linktype="1" target="_blank">Wonder Woman í stað framkvæmdastjóra/ Mbl.is</a>&nbsp;&nbsp;</p><p><a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.bistandsaktuelt.no/nyheter/2016/wonder-woman-til-fn/" linktype="1" target="_blank">Superdama i hotpants skal fronte kvinners rettigheter/ Bistandsaktuelt</a>&nbsp; <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.nytimes.com/2016/10/13/world/americas/wonder-woman-united-nations.html?_r=1" linktype="1" target="_blank">U.N. Picks Powerful Feminist (Wonder Woman) for Visible Job (Mascot)</a>&nbsp; <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://newsinfo.inquirer.net/826342/un-under-fire-for-picking-wonder-woman-to-lead-campaign" linktype="1" target="_blank">UN under fire for picking Wonder Woman to lead campaign/ AFP</a>&nbsp;&nbsp;<a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/books/2016/oct/12/wonder-woman-named-un-girls-empowerment-ambassador" linktype="1" target="_blank">Wonder Woman named UN girls' empowerment ambassador/ TheGuardian</a></p>

19.10.2016Dauðsföll vegna náttúruhamfara verða langflest í þróunarríkjum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/povertyanddisasterskyrsla.JPG" alt="Povertyanddisasterskyrsla">Rúmlega 1,3 milljónir manna hafa farist í náttúruhamförum á síðustu tuttugu árum í rúmlega sjö þúsund hamförum. Athygli vekur að dauðsföllin verða fyrst og fremst í lág- og millitekjuríkum eða yfir níu af hverjum tíu dauðsföllum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem nefnist: Poverty &amp; Disaster Mortality 1996-2015.</strong>&nbsp;</p><p>Greining á gögnum um náttúruhamfarir á þessum tveimur áratugum leiðir í ljós að manntjón er mest í jarðskjálftum og flóðbylgjum en dauðsföll af völdum hamfara sem tengjast loftslagsbreytingum sækja í sig veðrið og hafa tvöfaldast á tímabilinu. Slíkar hamfarir hafa raunar, eftir því sem skýrslan segir, leitt til flestra dauðsfalla á síðustu fimmtán árum. Þar er um að ræða dauðsföll af völdum þurrka, hitabylgna, flóða og fárviðris. <br> <br> Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir skýrsluna skólabókardæmi um ójöfnuð. Á sama tíma og ríkar þjóðir verði fyrir miklu eignatjóni vegna náttúruhamfara gjaldi fólk í fátækum ríkjum með lífi sínu. <br> <br> "Það er kaldhæðnislegt að þær þjóðir sem eiga minnstan þátt í loftslagsbreytingum eru þær sem verða verst úti þegar litið er til manntjóns af völdum veðurfars, þessara ofsafengnu sívaxandi veðrabrigða sem tengjast loftslagsbreytingum," segir Robert Glass sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjóra í viðbrögðum við náttúruvá. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.voanews.com/a/un-says-most-deaths-from-natural-disasters-occur-in-poor-countries/3548871.html?utm_content=socialflow&%3butm_campaign=en&%3butm_source=voa_news&%3butm_medium=twitter" shape="rect" linktype="1" target="_blank">UN: Most Deaths From Natural Disasters Occur in Poor Countries/ VOA</a></p>

19.10.2016Setur auðmýkt, samkennd og valdeflingu kvenna í öndvegi

<p><strong> <a href="https://youtu.be/_lLBZu9G4Og" class="videolink">Viðtal við Guterres á CNN</a> Eins og áður hefur verið sagt frá tekur Antonio Guterres fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals við af Ban Ki-Moon sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá og með byrjun næsta árs. Guterres verður níundi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá upphafi.</strong> <br> <br> Í nýju fréttabréfi Sameinuðu þjóðanna er farið yfir ferlið um val á framkvæmdastjóra og þar segir: "Val á framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna fer þannig fram að Öryggisráðið mælir með frambjóðanda við Allsherjarþingið sem staðfestir valið með kosningu. Ekki er hefð fyrir því að Allsherjarþingið kjósi gegn meðmælum Öryggisráðsins. Þetta fyrirkomulag þýðir að fastaríkin fimm, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, sem sitja í Öryggisráðinu hafa neitunarvald við val á framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Í gegnum tíðina hefur valið farið fram fyrir luktum dyrum og mikil leynd ríkt yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem að valið fer fram fyrir opnum dyrum og var öllum ríkjum boðið að tilnefna frambjóðanda. Allsherjarþingið hélt opna fundi í apríl með öllum frambjóðendum þar sem þeim gafst færi á að kynna sýn sína á starfið og aðildarríkjum gafst tækifæri til að spyrja þá spurninga. <br> </p><h3>Þrýstingur frá Austur-Evrópu</h3><p> Það var mikill þrýstingur frá Austur-Evrópu blokkinni að næsti framkvæmdastjóri kæmi þaðan. Flestir framkvæmdastjórar hafa komið frá Vestur-Evrópu og er Austur-Evrópa eina svæðið sem ekki hefur átt framkvæmdastjóra. Það var einnig mikil pressa á að kona yrði fyrir valinu þar sem að engin kona hefur áður gegnt starfinu. Hvorugt varð þó raunin að þessu sinni og hafði Antonio Guterres betur í öllum sex óformlegu kosningunum í Öryggisráðinu. Þau ríki sem sitja í ráðinu mæla með, mæla gegn eða lýsa engri skoðun á frambjóðendum í þessum óformlegu kosningum og ekki er mælt með frambjóðanda fyrr en að ekkert ríki mælir gegn framboðinu. Því var náð þann 5. október og hlaut Guterres 13 meðmæli og 2 ríki lýstu engri skoðun. <br></p><h3>Flóttamannafulltrúi</h3><p> Antonio Guterres er fæddur 30. apríl 1949 í Lissabon, Portúgal. Hann útskrifaðist með gráðu frá Instituto Superior Técnico tækniskólanum í Lissabon árið 1971 og hóf feril sinn í opinberum störfum árið 1973. Hann gekk í flokk jafnaðarmanna og gegndi ýmsum stöðum innan flokksins, þar á meðal oddvitastöðu. Árið 1991 stofnaði Guterres flóttamannaráð Portúgals. Hann gegndi stöðu forsætisráðherra Portúgals frá 1995-2002 og var flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2005-2015. Talið er að reynsla hans sem flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sé ein helsta ástæða þess að hann hafi nú verið kjörinn sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, enda hafi flóttamenn aldrei verið jafn margir á heimsvísu og er það eitt aðalmál Sameinuðu þjóðanna um þessar mundir. Guterres hefur lýst því yfir að eitt af hans megin stefnumálum sé að setja tímasetta aðgerðaráætlun til að jafna hlutfall kynjanna í æðstu stöðum Sameinuðu þjóðanna og verður spennandi að fylgjast með og þrýsta á að svo verði." &nbsp; <br></p><p> <a rel="nofollow" href="https://samskipti.zenter.is/l/browser_preview/38524/177735364/8447991d5d193de16239566a44ac8811b256c83b" shape="rect" target="_blank">Fréttabréf Sameinuðu þjóðanna</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.unric.org/is/frettir/26886-guterres-sigurvegarinn-er-truvereugleiki-st" shape="rect" target="_blank">Guterres: "Sigurvegarinn er trúverðugleiki SÞ" </a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.mprnews.org/story/2016/10/15/npr-new-un-leader-sets-goals" shape="rect" target="_blank">New U.N. leader sets goals: Humility, empathy, empowering women</a></p>

19.10.2016Af listum og menningu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/AnnaGudrun2.jpg" alt="AnnaGudrun2">Það er mikið um hina ýmsu menningarviðburði í Maputo - danssýningar, listasýningar og lifandi músík - viðburðir sem ég hef mjög gaman af að mæta á til að sýna mig og sjá aðra og kynnast því frekar hvað er á döfinni í mósambísku menningarlífi. Ég hef tekið eftir því að samtímalistamenn hérna eru margir hverjir umhverfisvænir og notast við efnivið í listsköpun sína sem aðrir myndu oft flokka sem drasl. Þannig leggja þeir sitt af mörkum til umhverfisverndar, á sama tíma og þeir vekja aðra til umhugsunar um slík málefni. Ég sá eina slíka sýningu um daginn þar sem listamaðurinn Gonza notar meðal annars málma, víra og dekk sem hann safnaði saman af götunni, endurnýtti og leyfir nú gestum og gangandi að njóta. <br> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.mimate-maputo.com/?page_id=51" shape="rect" target="_blank">Mima-te</a> er fatamerki sem er hugmyndasmíð mósambískra systra og er fyrsta mósambíska fatamerkið sem notast við endurunnin föt. Systurnar þræða markaði borgarinnar til þess að finna second-hand föt sem þær endurvinna svo úr verða nýtískulegar og einstakar flíkur. Með þessu vilja þær vekja athygli á endurvinnslu út frá umhverfissjónarmiðum sem og búa til nýja mynd af mósambískri tísku. Önnur systirin, <a rel="nofollow" href="http://www.nelsaguambe.com/" shape="rect" target="_blank">Nelsa</a>, er einnig myndlistakona og er með sýningu núna í október í fransk-mósambíska menningarsetrinu sem ég fór að sjá í síðustu viku. Sýningin, "Status Quo", er túlkun Nelsu á kreppunni og stjórnmálaástandinu í Mósambík og er hennar framlag til að vekja athygli á mikilvægi þess að leita sameiginlegra lausna á ágreiningi og öðrum samfélagslegum vandamálum. <br> <br>Efnahagsástandið leikur margan Mósambíkan grátt þessa dagana þar sem verð á vörum og þjónustu fer sí hækkandi sem erfitt er fyrir meðalmanninn að eiga við. Stjórnmálaskandalar sem litið hafa dagsins ljós eru á allra vörum þó að fólk virðist halda ró sinni út á við. Almenn mótmæli gagnvart stjórnvöldum eru sjaldgæf þar sem það er ekkert sérstaklega vinsælt að vera opinberlega á móti yfirvöldum hérna. <br> <br> Ég var hrifin af sýningu Nelsu en það sem vakti helst athygli mína var að með verkum sínum dregur hún upp mynd af áhrifum efnahagsástandsins á fólkið í landinu og beinir spurningum um næstu skref að yfirvöldum. Hún sýnir fram á þjáningu og skapraunir meðborgara sinna en á sama tíma jákvæðnina og gleðina sem ríkir og einkennir Mósambíka. Ég talaði við Nelsu sjálfa sem var á staðnum og hún útskýrði fyrir mér að henni finnst mikilvægt að sýna ekki aðeins neikvæðu hliðina á veruleikanum heldur að sýna einnig fram á vilja fólksins til að tjá sig og taka þátt í að breyta samfélaginu til hins betra. <br> <br> Fólk talar nefnilega mikið sín á milli og hefur skoðanir sem komast ekki til skila þar sem lítið er um vettvang til að koma þeim á framfæri. Framtak Nelsu finnst mér því mikilvægt þar sem hún skapar vettvang fyrir þjóðfélagslega umræðu og fær fólk til þess að hugsa. Þó að listræn tjáning sé ekki allra er listin þó fjölbreytt, hún nær oft til ólíkra hópa og getur því verið gott tæki til að koma skilaboðum áleiðis ásamt því að skapa umræðu, hvort sem það er um umhverfisvernd og endurvinnslu, stjórnmál eða bara eitthvað allt annað.</p>

19.10.201671% farandfólks sætir þrælkun eða mansali, segir í könnun IOM

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/ljosmyndir/frontboxes/heimsmarkmid16.jpg" alt="">Nærri þrír fjórðu hlutar þess farandfólks sem leitar yfir Miðjarðarhafið sjóleiðina í leit að betra lífi í Evrópu hefur sætt illri meðferð og í sumum tilfellum mansali, að því er fram kemur í <a shape="rect">viðamikilli könnun</a> Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM) sem <a rel="nofollow" href="http://segir meðal annars í fréttinni. https:/www.unric.org/is/frettir/26887-miejarearhaf-71-saetir-traelkun-eea-mansali" shape="rect" target="_blank">birt</a> er í dag og upplýsingaveita SÞ (UNRIC) greinir frá.</strong> <br> <br> "Rannsóknin byggist á um 9 þúsund svörum farandfólks sem spurt var við komu til suður Ítalíu eftir ferð án tilskilinna leyfa yfir Miðjarðarhafið. Reynt var að komast að raun um hvort fólkið hefði sætt mansali eða verið beitt þvingunum svo sem að stunda vinnu án greiðslu eða verið haldið föngnu af öðrum en yfirvöldum. <br></p><p>Af þeim sem höfðu haldið yfir Miðjarðarhafið hafði nærri helmingur, 49%, verið haldið föngnum frá því fólkið lagði af stað úr heimahögunum við aðstæður sem flokkast undir mannrán enda fólkið krafið um greiðslu gegn því að fara frjálst ferða sinna. <br> <br> Langflest tilvik slæmrar meðferðar af þessu tagi voru í Líbíu en þar hefur ríkt óöld um langt skeið," segir meðal annars í fréttinni.</p>

19.10.2016Söguleg samþykkt um hert öryggi í efnahagslögsögu Afríkuríkja

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/AUfundurTogo.jpg" alt="AUfundurTogo">Afríkusambandið hefur samþykkt að auka öryggi og eftirlit í efnahagslögsögu álfunnar í baráttunni við útbreidda sjóræningjastarfsemi og ólöglegar fiskveiðar sem hafa kostað sjávarútveginn og efnahag þjóðanna tugmilljarða króna á undanförnum áratugum. Rúmlega fjörutíu þjóðir Afríku samþykktu bindandi samkomulag þessa efnis á fundi síðastliðinn laugardag en samningurinn er sagður sögulegur.</strong> <br> <br> Óvenjumargir þjóðarleiðtogar, átján talsins, hittust á fundi í Lome, Tógó, um þetta brýna hagsmunamál álfunnar og fréttaskýrendur segja það til marks um mikilvægi málsins, að því er fram kemur í frétt <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.dw.com/en/african-leaders-sign-historic-deal-to-curb-piracy-illegal-fishing/a-36053813" target="_blank">DW</a>. Erfiðlega hefur gengið að setja bönd á sjóræningjastarfsemi, ólöglegar veiðar, smygl og aðrir glæpi á sjó en 90% af inn- og útflutningi Afríkuþjóða fer sjóleiðina og því er siglingavernd afar mikilvæg efnahagslegri velgengni í álfunni. Af 54 aðildarríkjum Afríkusambandsins eiga 38 þjóðir landamæri að sjó. <br> <br> Að minnsta kosti fimmtán ríki þurfa að fullgilda samninginn áður en hann kemst til framkvæmda. Samkvæmt samningnum þurfa ríki að greiða inn í sérstakan sjóð sem settur verður á laggirnar til að auka öryggi á hafi úti.</p>

19.10.2016Kosningaeftirlit í Georgíu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/greinsnorra.jpg" alt="Greinsnorra">Kosningaeftirlit er í dag mikilvægur hluti af starfsemi Íslensku friðargæslunnar og íslenskri þróunarsamvinnu. Eftirlitið, sem fer fram á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) er mikilvægur liður í lýðræðisþróun aðildarríkja ÖSE. Fyrir kosningar bjóða aðildarlöndin ÖSE að sinna kosningaeftirliti til þess að tryggja að kosningarnar fari fram með frjálsum hætti. ÖSE metur þá hvort nægilegt traust fyrir framkvæmd kosninga er til staðar hjá lykilhópum í samfélaginu, eins og stjórnmálaflokkum, fjölmiðlum, og frjálsum félagssamtökum. Ef efasemdir liggja fyrir boðar ÖSE í kosningaeftirlit og senda aðildarlöndin, á eigin kostnað, fulltrúa sem sinna annað hvort langtíma eða skammtíma kosningaeftirliti.<br><br> Undanfarnar vikur hefur Ísland sent fjóra fulltrúa í skammtíma kosningaeftirlit til Georgíu og Montenegró. Undirritaður fór til Georgíu ásamt Lilju Margréti Olsen, lögfræðingi. Við komu til landsins fengum við tækifæri til þess að skoða aðeins höfuðborgina Tbilisi og kynntumst yndislegri matarmenningu landsins. <br> <br> En strax næsta dag hófst undirbúningur fyrir kosningaeftirlitið, í boði starfshóps ÖSE í Tbilisi. Kynningarnar voru ítarlegar og fóru yfir helstu þróanir í stjórnmálum, fjölmiðlum og kosningalögum landsins. Næsta dag voru nánari kynningar um framkvæmd kosningaeftirlitsins, og notkun á sérstökum rafrænum penna sem er notaður til þess að fylla út form á kjörstað. Penninn sendir (með Bluetooth) upplýsingar um það sem maður skrifar á sérstök form yfir í snjallsíma, sem svo notar farsímanet til þess að senda upplýsingarnar beint til Tibilisi þar sem tölfræðingar ÖSE geta strax rýnt tölurnar. <br> <br>Að kynningu lokinni hittum við okkar samstarfsfélaga í eftirlitinu. ÖSE hefur í sínu kosningaeftirliti þá reglu að einn karl og ein kona sinna eftirliti saman, og að þau eru aldrei frá sama landi. Með sér í för hafa þau túlk og bílstjóra, helst frá svæðinu þar sem eftirlitið fer fram. Minn samstarfsfélagi var kona frá Bandaríkjunum sem hafði farið í margar slíkar eftirlitsferðir áður og gat leiðbeint mér vel í gegnum verkefnin. Við nýttum daginn fyrir kosningar í að kynna okkur svæðið þar sem við áttum að sinna eftirliti (vestan við borgina Gori, fæðingarstaður Stalínar), og gerðum áætlun um hvaða kjörstaði átti að heimsækja. <br> <br> Í kosningaeftirliti er mikilvægt að fylgjast grannt með á kjörstað, hafa augu fyrir smáatriðum, og halda fullkomnu hlutleysi í starfi. Verkefni eftirlitsmanns er aðeins eftirlit og skýrslugjöf til ÖSE, en alls ekki ráðgjöf, þrátt fyrir að margir starfsmenn á kjörstað líta oft til eftirlitsfulltrúa með spurningar um framkvæmd! <br> <br> Við hófum kosningaeftirlitið klukkan sjö um morguninn og fylgdumst með kjörstað í sveitinni þegar opnað var fyrir kjósendur. Á kosningadegi heimsóttum við rúmlega 10 kjörstaði, og enduðum daginn á kjörstað númer 11 í Khashuri þar sem við fylgdumst með talningu. Við reyndumst vera heppin með kjörstað fyrir talningu, en hún fór fram með skipulögðum hætti og lauk rétt fyrir miðnætti eftir að kjörstaður lokaði á slaginu átta. Kosningaeftirlitsmenn ÖSE eiga að fylgjast með talningu á einum kjörstað til enda, og fylgja svo formanni kjörstaðs til yfirkjörstjórnar þar sem niðurstöður eru tilkynntar. Þar fylgdumst við nánar með framkvæmd talninga þangað til við fórum aftur á hótelið rúmlega klukkan þrjú - eftir 20 klukkustunda eftirlit. <br> <br> Næsta dag var svo haldinn samantektarfundur með langtímaeftirlitsmönnum, og farið var yfir helstu niðurstöður. Á okkar svæði urðum við ekki vitni að neinum alvarlegum mistökum, kosningasvindli eða illgjörnum verkum. Helstu vandamál voru að eftirlitsmenn stjórmálaflokkana sem skiptu sér of mikið af framkvæmd kosninga og stjórn á kjörstað, sem reyndist vera vandamál um allt land. Síðasta daginn fyrir brottför var svo haldinn fundur og móttaka í Tbilisi fyrir alla eftirlitsmennina á vegum ÖSE, þar sem það kom fram að kosningar fóru friðsamlega fram og án alvarlegra athugasemda. Þá kom fram að sendiherra Bandaríkjanna sagði að hann vildi óska að kosningar í landi hans væru eins friðsamlegar og kosningar í Georgíu.</p><p>Myndatexti: Snorri (l.t.v.) og samstarfsfélagar hans á neðri myndinni og á efri myndin er tekin á kjörstað í Georgíu.<br></p>

19.10.2016Kínverjar leiðandi í útrýmingu fátæktar

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/poverty-series1.jpg" alt="Poverty-series1">Á mánudag, á alþjóðadegi um útrýmingu fátæktar, beindust augu margra að Kína og þeim árangri sem náðst hefur í því fjölmenna landi í baráttunni gegn fátækt. Engin þjóð hefur lagt jafn mikið af mörkum við að útrýma fátækt og Kínverjar. Þúsaldarmarkmiðin um að fækka um helming sárafátækum á tímabilinu frá 1990 til 2015 náðu Kínverjar þegar árið 2011. Þá hafði fækkað í hópi sárafátækra um 439 milljónir manna. <br> <br>Kínverjar höfðu löngu fyrir daga Þúsaldarmarkmiða og Heimsmarkmiða sett sér eigin markmið um útrýmingu fátæktar. <a shape="rect">Chengwei Huang</a> skrifar á bloggsíðu Alþjóðabankans í dag og rekur þessa sögu allt aftur til ársins 1982 þegar kínversk stjórnvöld kynntu "Sanxi áætlunina" en með henni hófst markviss útrýming fátæktar á landsvísu í fátækustu héruðum landsins, Gansu og Ningxia. Fjórum árum síðar voru skilgreind fátæk héruð og fátæktarmörk og sérstakir sjóðir fjármagnaðir til að draga úr fátækt.&nbsp;</p><p>Að mati Huang getur heimurinn margt lært af hugmyndafræði Kínverja í þessum efnum en pistilinn í heild má lesa <a rel="nofollow" href="https://blogs.worldbank.org/eastasiapacific/ending-poverty-in-china-lessons-for-other-countries-and-challenges-still-ahead" shape="rect" target="_blank">hér.</a>.</p>

12.10.2016Upplifun af markaðinum

<p><img class="right" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/pistillasa.jpg" alt="Pistillasa">Hey sister, I have something just for you! Sister, I want to show you something in my shop! Come on sister, you will get a good price! Please sister, sharing is caring! <br> <br> Um daginn fór ég í sunnudagsferð til Salima sem er niðri við Malavívatn. Á dagskránni var heimsókn í Kuti Wildlife Reserve sem er eins konar mini-safari en þar búa m.a. gíraffi og kameldýr, og einnig skyldi sunnudagurinn nýttur í smá sand, sól og almenna leti við vatnið. <br> <br>Í Kuti var þurrkurinn og hitinn svakalegur, flest vatnsbólin voru skraufþurr og aðeins stöku sebrahestar og antilópur létu sjá sig en sennilega hafa flestir íbúar þjóðgarðsins verið að bíða af sér heitt hádegið einhversstaðar á skuggsælli stöðum. <br> <br>Malavívatn og ströndin voru dásamlegt, það var geggjað að rölta í heitum sandinum og horfa á krakkana sprikla og skemmta sér í tæru vatninu. Á leiðinni heim stoppuðum við svo á markaði í Salima og þar biðu bræðurnir tilbúnir að selja bláeygðu systurinni alls konar varning - sérstaklega ætlaðan henni og á alveg sérstaklega góðu verði. <br> <br>Búðirnar voru margar en þær voru í litlum kofum hver við hliðina á annarri - eiginlega mætti frekar kalla þetta bása en búðir - og þær lágu meðfram veginum þannig að von var á að ökumenn létu freistast á leið sinni framhjá. Systirin þræddi bás eftir bás og skoðaði allt það sem sérstaklega var handa henni og meira til. Fílastyttur, fjársjóðsbox, hálsmen, Jesú á krossinum, vínrekkar, grímur, bílar, flugvélar, hárspennur og hattar - hvað sem hugurinn girntist (innan ákveðinna marka) var að finna í þessum básum og svo sannarlega margt sem var akkúrat fyrir mig. <br> <br>Ég endaði með að festa augun á mjög fallegu útskornu taflborði og leikmönnum í stíl, litlu fílahálsmeni og kistli úr ilmandi sedrusvið og var alveg staðráðin í að vera dálítið hörð í horn að taka þegar kom að því að prútta. Prútt er ákveðin stemning á svona mörkuðum, ákveðið leikrit sem á að spilast og sem eykur á upplifunina - muzunguarnir fá kannski aðeins hærra byrjunarverð en báðir aðilar verða að vera tilbúnir að ganga frá borði ef rétta verðið næst ekki og hvorugur má vera of gráðugur. <br> <br>Það versta er að ég er afspyrnu léleg í svona leikjum. Það þurfti ekki meira til en smá blikk, og örlítinn sorgartón í röddina þegar sagt var "Please sister, sharing is caring!" og ég greiddi næstum uppsett verð með glöðu geði. Þegar við spóluðum svo í burtu, á leið heim í loftkældu huggulegheitin okkar, varð mér litið til baka þar sem eyðileg og fámenn markaðsgatan hvarf í rykið og malavíska síðdegissólin brann eldrauð yfir básunum, og allt í einu fannst mér aukaþúsundköllunum vel varið og var bara ánægð með það að vera lélegur prúttari - því það er nefnilega einmitt þannig að "sharing is caring".</p>

12.10.2016Heimsmarkmiðin, flóttafólk og loftslagsbreytingar

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/liljaban.JPG" alt="Liljaban">"Það er sérstaklega ánægjulegt að fá Ban Ki-moon hingað til lands á síðustu mánuðum hans í starfi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun og framlag hans til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum bera glöggt merki um framsýni hans og stjórnvisku. Þá hefur Ban alla tíð verið afar öflugur málsvari jafnréttisbaráttunnar og beitt sér mjög í þeim efnum. Hann hefur verið óþreytandi við að færa starfshætti Sameinuðu þjóðanna, þessarar mikilvægustu alþjóðastofnunar heims, til skilvirkari og betri vegar. Það verður ekki auðvelt að feta í fótspor Ban Ki-moon," segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.<br><br></strong>Hún átti fund með Ban Ki-moon um síðustu helgi þar sem ástandið í Sýrlandi og straumur flóttamanna, jafnréttismál, Heimsmarkmiðin, loftslagsbreytingar og málefni norðurslóða og hafsins&nbsp;voru meðal umræðuefna. <br> <br>Lilja og Ban fögnuðu því að skilyrðum fyrir alþjóðlegri fullgildingu Parísarsamningsins um loftslagsmál hefur nú verið náð og gengur hann í gildi í næsta mánuði. Ísland var á meðal fyrstu 30 ríkjanna sem fullgiltu samninginn og afhenti utanríkisráðherra Ban Ki-moon fullgildingarskjal Íslands í höfuðstöðvum SÞ í síðasta mánuði. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><br>F<strong>leiri konur, meiri friður</strong><p>Á fundi sínum ræddu Lilja og Ban Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun fram til 2030 sem aðildarríki SÞ settu sér 2015 en aðalframkvæmdastjórinn hefur stutt mjög við gerð þeirra og framkvæmd. Megináherslur Íslands í þróunarsamvinnu; jafnrétti, hafið, endurnýjanleg orka og landgræðsla ríma vel við markmiðin og lagði Lilja áherslu á að til þess að þau yrðu að veruleika væri jöfn aðkoma kvenna og karla lykilatriði. Hún áréttaði einnig virðingu fyrir mannréttindum og mikilvægi ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi og sagðist vilja sjá fleiri konur koma að sáttaumleitunum og friðaruppbyggingu á átakasvæðum. "Öll gögn sýna að friður er mun líklegri til að komast á ef konur sitja við samningaborðið og mun líklegra að friður haldist ef konur taka virkan þátt í friðaruppbyggingu. Fleiri konur, meiri friður," segir Lilja. <br> <br> Þau ræddu einnig mannréttindamál, þar á meðal fullgildingu Íslands á samningi um réttindi fatlaðs fólks sem væri mikið fagnaðarefni. Þau ræddu ýmis málefni SÞ, meðal annars umbætur á starfsemi öryggisráðs SÞ. Ástandið í Sýrlandi og fyrir botni Miðausturlanda var ennfremur til umræðu og greindi utanríkisráðherra frá framlögum Íslands vegna flóttamannavandans, en fyrirséð er að Ísland taki á móti rúmlega 100 flóttamönnum frá Sýrlandi á þessu ári. Þá ræddu þau einnig stöðu mála á Kóreuskaganum. <br> <br> Áhrif loftslagsbreytinga og norðurslóðir voru megininntak ræðu Ban Ki-moon á Hringborði norðurslóða í Hörpu. Aðalframkvæmdastjórinn sat einnig kynningarfund með fulltrúum Háskóla Sameinuðu þjóðanna á sviði jarðhitanýtingar, sjávarútvegsmála, landgræðslu og jafnréttismála. Þá flutti Ban ávarp á ráðstefnu um arfleifð og áhrif leiðtogafundarins í Höfða, sem haldin var í Háskóla Íslands. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;<br></p>

12.10.2016Heimsmarkmiðin fyrir framhaldsskóla nást að óbreyttu árið 2084

<p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/eduacationforpeopleandplanet.JPG" alt="Eduacationforpeopleandplanet">Breyta þarf menntun í grundvallaratriðum ef ætlunin er að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, að mati Menningar-, mennta- og vísindastofnunar SÞ (UNESCO). Þetta kemur fram í viðamikilli úttektarskýrslu um stöðu menntunar - <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.unesco.org/new/en/media-services/single-view/news/education_needs_to_change_fundamentally_to_meet_global_devel/#.V_0GU0b5OFn" linktype="1" target="_blank">Global Education Monitoring (GEM)</a> - sem kom út fyrir nokkru. Þar segir að miðað við núverandi þróun blasi við að markmið um grunnmenntun náist árið 2042, markmið um efri bekki grunnskóla árið 2059 og um framhaldsskólanám árið 2084. Síðasta ártalið gefur til kynna að Heimsmarkmiðin myndu nást hálfri öld síðar en stefnt er að.</strong></p><p></p><p>Undirtitill skýrslunnar er "Education for People and Planet" með tilvísun í eitt helsta áhyggjuefni UNESCO: að menntakerfi gefi umhverfismálum ekki nægilegan gaum. "Þótt í flestum löndum sé menntun besti mælikvarðinn á vitund um loftslagsbreytingar er ekki að finna stafkrók um loftslagsmál eða sjálfbærni í umhverfismálum í námskrám hjá helmingi þjóðanna í veröldinni," segir í skýrslunni. Bent er á að könnun í OECD ríkjunum hafi leitt í ljós að rétt um 40% nemenda á sextánda ári hafi aðeins haft grunnþekkingu á umhverfismálum. <br> <br> "Þörf er grundvallarbreytingu á því hvernig við hugsum um hlutverk menntunar í alþjóðlegri þróun, vegna þess að það hefur hvetjandi áhrif á velferð einstaklinga og framtíð jarðar okkar," segir Irina Bokova framkvæmdastjóri UNESCO. Hún segir að mikilvægara sé nú en nokkru sinni fyrr að menntun takist á við áskoranir og væntingar samtímans og stuðli að réttum gildum og færni sem muni leiða til leiða sjálfbærni og friðsældar í veröldinni. <br> <br> Í skýrslunni segir að menntakerfi verði að gæta þess að vernda og virða menningu og tilheyrandi tungumál minnihlutahópa. Bent er á að 40% jarðarbúa fái kennslu á tungumáli sem þeir skilja ekki. Af öðrum tölulegum upplýsingum sem fram koma í skýrslunni má nefna að fjármálalæsi skortir hjá tveimur af hverjum þremur jarðarbúum, 37% fullorðinna í ESB ríkjum hafi sótt fullorðinnafræðslu en aðeins 6% íbúa í fátækustu löndunum. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p><br><p></p><p></p>

12.10.2016Stelpur verja 160 milljónum klukkutíma á dag umfram stráka í ólaunaða vinnu í þágu fjölskyldunnar

<p></p><p></p><p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/unicefskyrslagirls.JPG" alt="Unicefskyrslagirls">Stelpur á aldrinum 5 til 14 ára verja 40% meiri tíma en strákar á sama aldri í ólaunuð húsverk eða til að sækja vatn og eldivið fyrir fjölskylduna. Munurinn er 160 milljón klukkutímar á dag! Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem birt var í aðdraganda Alþjóðadags stúlkubarnsins í dag, 11. október.</strong><br></p>Skýrslan ber yfirskriftina: <a rel="nofollow" track="on" href="https://data.unicef.org/wp-content/uploads/2016/10/Harnessing-the-Power-of-Data-for-Girls-Brochure-2016-1-1.pdf" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Harnessing the Power of Data for Girls</a> og vísar til mikilvægis tölfræðilegra upplýsinga til að sýna fram á hvað stelpur verja miklum tíma til húsverka eins og að elda og þrífa, annast aðra í fjölskyldunni, að ógleymdum öllum stundunum sem fara í að sækja vatn og eldivið. <br> <br> Gögnin sýna að þessi óhóflega byrði sem lögð er á stelpur umfram stráka í tengslum við heimilisstörf hefst mjög snemma. Stelpur á aldrinum 5-9 ára verja 30% meiri tíma í þessi störf en strákar - 40 milljónum klukkustundum lengur á dag - og á aldrinum 10-14 ára er munurinn kominn í 50% og klukkustundirnar 120 milljónir á dag umfram strákana. <br> <br> "Ólaunaða vinnan á heimilinum hefst í barnæsku og eykst jafnt og þétt fram yfir unglingsárin," segir Anju Malhotra hjá UNICEF. "Afleiðingin er sú að stelpur glata mikilvægum tækifærum til að mennta sig, þroskast og einfaldlega að njóta þess að vera börn. Þessi ójafna dreifing á húsverkum milli kynjanna lýsir einnig staðalímyndum og þeirri tvöföldu byrði sem lögð er á stúlkur og konur kynslóð eftir kynslóð." <br> <br> Í skýrslunni kemur fram að störf stelpna séu oft á tíðum ósýnileg og vanmetin. Þá séu ábyrgðarmikil fullorðinsstörf lögð á herðar ungra stelpna eins og umönnun annarra í fjölskyldunni. Þá er bent á að í sumum löndum felist hætta á kynferðislegu ofbeldi þegar stelpur sækja vatn og eldivið. <br> <br> <p></p><strong>Skýrsla Save the Children</strong>Á hverjum sjö sekúndum er stúlka undir fimmtán ára aldri leidd í hjónaband samkvæmt nýrri <a shape="rect">skýrslu </a>Barnaheilla - Save the Children sem sýnir fram á umfang barnabrúðkaupa og alvarlegra afleiðinga þeirra á líf stúlkna. Allt niður í 10 ára gamlar stúlkur eru þvingaðar í hjónabönd með mönnum sem oft eru mun eldri en þær. Þetta gerist í löndum eins og Afghanistan, Yemen, Indland og Sómalíu, segir í <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.barnaheill.is/Frettir/Frett/nybarnabrudura7sekuntnafresti" linktype="1" target="_blank">frétt</a> á vef Barnaheilla. <br> <br>Skýrslan <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.barnaheill.is/media/iceida-media/media/PDF/EVERY_LAST_GIRL_REPORT_FINAL.PDFundefined" linktype="1" target="_blank">Every Last Girl: Free to live, free to learn, free from harm</a>, var gefin út í gær í tilefni alþjóðadags stúlkubarnsins. Skýrslan flokkar lönd eftir því hvar best eða verst er að vera stúlka og byggir á upplýsingum um barnabrúðir, menntun, þunganir unglingsstúlkna, mæðradauða og fjölda kvenkyns þingmanna. Ísland er ekki í úttektinni þar sem ekki fengust opinberar tölur um barnabrúðkaup hér á landi. <br> <br>Samkvæmt skýrslunni er best að vera stúlka í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi en verst í Miðafríkuríkinu, Tjad og Níger. <br> <br> <strong>Snemmbúin og þvinguð hjónabönd</strong><p></p><p>Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Félag Sameinuðu þjóðanna að alþjóðadegi stúlkubarna sé fagnað 11. október ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar helguðu daginn réttindum stúlkna í desember 2011. "Stefnt er að því að útrýma mismunun í garð stúlkna og kvenna og tryggja að sömu möguleikar standi báðum kynjum til boða," segir þar. <br> <br> Síðan segir: "Réttindum kvenna, og þá sérstaklega ungra stúlkna, er víða ábótavant. Yfir 700 milljónir giftra kvenna í heiminum í dag voru neyddar í hjónaband á barnsaldri. Um 250 miljónir þeirra voru giftar fyrir 15 ára aldur. Möguleikar ungra stúlkna til að láta rödd sína heyrast og stuðla að breyttum viðhorfum eru skertir með snemmbúnum og þvinguðum hjónaböndum, ótímabærum þungunum og kynbundnu ofbeldi. Margar þessara stúlkna trúa því að eiginmenn þeirra hafi fullan rétt á að kúga þær, beita þær ofbeldi og stjórna lífi þeirra algjörlega. <br> <br> Það er í samræmi við Heimsmarkmið nr. 5 sem að Sameinuðu þjóðirnar beita sér fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna. Tryggja verður að ungar stúlkur fái að njóta þess að vera börn, ganga í skóla og eiga möguleika á að verða seinna meir leiðandi í ákvarðanatöku á öllum stigum í stjórnmálalífi, efnahagslífi og opinberu lífi." <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_92884.html" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Girls spend 160 million more hours than boys doing household chores everyday - UNICEF</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://news.trust.org/item/20161010132032-rfzq2/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Give girls a voice and let them change their world/ Reuters</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.hrw.org/EndChildMarriage" shape="rect" linktype="1" target="_blank">End Child Marriage/ Mannréttindavaktin (HRW)</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://plan-international.org/girls-rights-gazette-2016" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Girls' Rights Gazette 2016/ PlanInternational</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.savethechildren.org.uk/sites/default/files/images/Every_Last_Girl.pdf" linktype="1" target="_blank">Skýrslan Every Last Girl/ SaveTheChildren</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.washingtonpost.com/news/worldviews/wp/2016/10/10/why-you-should-give-your-sons-more-chores-than-your-daughters/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Why you should give your sons more chores than your daughters/ WashingtonPost</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.aworldatschool.org/news/entry/Action-needed-to-get-Syrian-refugee-girls-in-Turkey-in-school-2860" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Action needed to get 370,000 Syrian refugee girls into school says Theirworld/ AWorldAtSchool</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.whydev.org/its-time-to-end-the-term-girl-child/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">It's time to end the term "girl child"/ WhyDev</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="http://www.un.org/en/events/girlchild/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Girls' Progress = Goals' Progress: What Counts for Girls/ SÞ</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://plan-international.org/blog/2016/10/advancing-girls-equality-more-one-day" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Advancing girls' equality for much more than one day/ PlanInternational</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.devex.com/news/tackling-menstrual-health-taboo-in-uganda-88872?utm_content=bufferd9e27&%3butm_medium=social&%3butm_source=twitter.com&%3butm_campaign=buffer" shape="rect" linktype="1" target="_blank">Tackling menstrual health taboo in Uganda/ Devex</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.standard.co.uk/news/world/international-day-of-the-girl-child-emma-watson-issues-impassioned-plea-on-child-marriage-a3366101.html" linktype="1" target="_blank">International Day of the Girl Child: Emma Watson issues impassioned plea on child marriage/ EveningStandard</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2016/oct/11/us-united-states-ranks-lower-than-kazakhstan-algeria-gender-equality-international-day-of-the-girl" linktype="1" target="_blank">US ranks lower than Kazakhstan and Algeria on gender equality/ TheGuardian</a></p>

12.10.2016Dönskum fyrirtækjum boðin þátttaka í alþjóðlegri þróunarsamvinnu

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/kjensen.jpg" alt="Kjensen">Danska ríkisstjórnin hefur sett á laggirnar nýjan sjóð með sjö milljóna króna framlagi (123 milljónir ísl. kr.) sem hefur það markmið að auka þátttöku danskra fyrirtækja í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hugmyndin er að styðja samstarf danskra fyrirtækja við stofnanir í þróunarríkjum.</strong></p><p>Haft er eftir Kristian Jensen utanríkisráðherra í <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://um.dk/da/nyheder-fra-udenrigsministeriet/NewsDisplayPage/?newsID=0919BC4A-4939-439D-8E50-284DB6E24795" linktype="1" target="_blank">frétt</a> dönsku ríkisstjórnarinnar að án einkageirans verði ekki unnt að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Með úthlutun sjö milljóna í sérstakan sjóð sé ríkisstjórnin að bjóða dönskum fyrirtækjum að taka þátt í vinnu við að skapa betri umgjörð á ýmsum sviðum í þróunarríkjum, svo sem í umhverfismálum, mannréttindum, lífskjörum og fleiru. "Þetta er bæði í þágu þjóðanna sjálfra og dönsku fyrirtækjanna í samkeppni á hlutaðeigandi mörkuðum," segir ráðherrann.&nbsp;<br></p><p>Að mati danska utanríkisráðherrans eru einkaaðilar, þar á meðal bæði alþjóðleg og dönsk fyrirtæki, fjárfestar, góðgerðarsjóðir auðmanna, samtök atvinnurekenda og launþega, sífellt að auka hlutdeild sína í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. "Einkageirinn stendur að baki um það bil 90% allra starfa í þróunarríkjum og hann er þar með mikilvægur í baráttunni gegn fátækt," segir Kristian Jensen. &nbsp; &nbsp;</p>

12.10.2016Alþjóðabankinn ætlar að auka framlög til að koma í veg fyrir stríð og átök

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/wbisl.jpg" alt="Wbisl">Ein af niðurstöðum ársfundar Alþjóðabankans sem haldinn var á dögunum í Washington felst í fyrirheitum um að auka verulega framlög til að koma í veg fyrir stríð og átök. Bankinn hyggst leggja meira fé af mörkum en áður til svonefndra óstöðugra ríkja sem voru áberandi í umræðunni á ársfundinum. „Árið 2030 gæti rúmlega helmingur allra fátækra í heiminum verið með búsetu í óstöðugu ríki,“ sagði Jim Young Kim framkvæmdastjóri bankans. </p><p>Kim benti á að flóttamannastraumurinn til Evrópu hafi leitt í ljós mikilvægi þess að takast á við rót vandans, stríð og átök. Þótt þetta væru gömul sannindi og ný meðal margra þjóða væri vaxandi skilningur á þessu hvarvetna í heiminum og gæti leitt til öflugri og sveigjanlegri þróunarsamvinnu. </p><p>Alþjóðabankinn er risastór alþjóðleg þróunarsamvinnustofnun sem hefur það hlutverk að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarríkja. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Bankinn hefur sett sér þá stefnu að sigrast á fátækt í heiminum fyrir árið 2030 og draga úr ójöfnuði í samræmi við heimsmarkmið SÞ. Á næstu þremur árum er til dæmis ætlunin að tvöfalda eyrnamerkt framlög til fátækustu ríkjanna.&nbsp;</p><p>Þá er ætlunin að breyta verklagi bankans á þann hátt að hann geti brugðist fljótt og vel við neyðaraðstæðum en hann hefur ekki haft það hlutverk til þessa. Ebólufaraldurinn í vesturhluta Afríku er dæmi um aðstæður sem geta komið upp og kallað á fljótvirkan stuðning Alþjóðabankans. Í mótun eru nýjar verklagsreglur sem draga úr skrifræði og gera bankanum kleift að bregðast við með skjótum hætti. Lögð er áhersla á samstarf við stofnanir SÞ á þessu sviði og að stofnanirnar einbeiti sér að sviðum þar sem þær hafa skýrt umboð. Bankinn er hins vegar ekki að fara að sinna hlutverki Sameinuðu þjóðanna á neyðarsvæðum heldur aðstoða ríkin sjálf við að takast á við farsóttir og áföll.&nbsp;</p><p>Að sögn íslensku fulltrúanna á aðalafundinum var framtíðarstefna bankans rædd á fundinum og einnig grunnur að endurútreikningum á hlutum aðildarríkjanna 189, svokölluð Dynamic Formula, sem hefur aukna rödd þróunarríkja og nývaxtarríkja að markmiði. Íslendingar eiga víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan bankans en saman mynda þau eitt af kjördæmum hans. Framlög Íslands til Alþjóðabankans og stofnana hans nema á þessu ári tæplega 780 milljónum króna.</p><p>Því er við að bæta að Jim Young King var á dögunum endurráðinn í embætti framkvæmdastjóra bankans til næstu fimm ára.</p>

12.10.2016Noregur: Eitt prósent þjóðartekna til þróunarsamvinnu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/norway-printed-poly.jpg" alt="Norway-printed-poly">Norðmenn ætla að verja einu prósenti af þjóðartekjum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2017. Í <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.regjeringen.no/no/aktuelt/pm_budsjett2017_bistand/id2513613/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">frétt</a> norsku ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðunin sé söguleg á margan hátt: í tíð ríkisstjórnarinnar hafi verið tvöfölduð framlög til menntunar, mannúðaraðstoð hafi aukist um 50% og stuðningur við lýðheilsu hafi aukist um 600 milljónir norskra króna. Þessu til viðbótar höldum við áfram að styðja við efnhagsþróun, atvinnusköpun, loftslagsmál, umhverfismál og endurnýjanlega orkugjafa, segir Børge Brende utanríkisráðherra Noregs í tilkynningu frá ríkisstjórninni. <br> <br> Samkvæmt frumvarpinu verður framlag Noregs til þróunarsamvinnu 33,9 milljarðar norskra króna á næsta ári, eða sem svarar til 490 milljarða íslenskra króna. Norðmenn hafa í samræmi við tilmæli í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um aukna skilvirkni fækkað samstarfsríkjum og samningum um verkefni. Samstarfsríkin eru nú 88 en voru 113 og verkefnum hefur fækkað úr 6000 í 4400. <br> <br> Af heildarupphæðinni til þróunarsamvinnu verður á næsta ári varið 3,7 milljörðum í aðstoð við flóttafólk í Noregi, eða 10,9%, sem er helmingi lægri fjárhæð en á síðasta ári þegar hælisleitendur voru fleiri en nokkru sinni. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://globalnyt.dk/content/norge-vil-levere-dobbelt-saa-meget-bistand-som-danmark-i-2017" linktype="1" target="_blank">Norge vil levere dobbelt så meget bistand som Danmark i 2017/ GlobalNyt</a>&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>

12.10.2016Noregur: Eitt prósent þjóðartekna til þróunarsamvinnu

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/norway-printed-poly.jpg" alt="Norway-printed-poly">Norðmenn ætla að verja einu prósenti af þjóðartekjum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2017. Í <a rel="nofollow" track="on" href="https://www.regjeringen.no/no/aktuelt/pm_budsjett2017_bistand/id2513613/" shape="rect" linktype="1" target="_blank">frétt</a> norsku ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðunin sé söguleg á margan hátt: í tíð ríkisstjórnarinnar hafi verið tvöfölduð framlög til menntunar, mannúðaraðstoð hafi aukist um 50% og stuðningur við lýðheilsu hafi aukist um 600 milljónir norskra króna. Þessu til viðbótar höldum við áfram að styðja við efnhagsþróun, atvinnusköpun, loftslagsmál, umhverfismál og endurnýjanlega orkugjafa, segir Børge Brende utanríkisráðherra Noregs í tilkynningu frá ríkisstjórninni. <br> <br> Samkvæmt frumvarpinu verður framlag Noregs til þróunarsamvinnu 33,9 milljarðar norskra króna á næsta ári, eða sem svarar til 490 milljarða íslenskra króna. Norðmenn hafa í samræmi við tilmæli í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um aukna skilvirkni fækkað samstarfsríkjum og samningum um verkefni. Samstarfsríkin eru nú 88 en voru 113 og verkefnum hefur fækkað úr 6000 í 4400. <br> <br> Af heildarupphæðinni til þróunarsamvinnu verður á næsta ári varið 3,7 milljörðum í aðstoð við flóttafólk í Noregi, eða 10,9%, sem er helmingi lægri fjárhæð en á síðasta ári þegar hælisleitendur voru fleiri en nokkru sinni. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://globalnyt.dk/content/norge-vil-levere-dobbelt-saa-meget-bistand-som-danmark-i-2017" linktype="1" target="_blank">Norge vil levere dobbelt så meget bistand som Danmark i 2017/ GlobalNyt</a>&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p>

12.10.2016Lífslíkur hafa aukist um tíu ár á síðustu 35 árum

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/old4.jpg" alt="Old4">Bættum lífslíkum er ógnað í vaxandi mæli af heilsubresti sem tengist offitu, háum blóðsykri og misnotkun á áfengi og eiturlyfjum. Þetta kemur fram í nýrri viðamikilli alþjóðlegri greiningu á sjúkdómum – New Global Burden of Desease – sem náði til 195 þjóðríkja og 300 sjúkdóma. Greint var frá niðurstöðum í læknaritinu The Lancet og þar kemur fram að umbætur í salernisaðstöðu, bólusetningar, loftgæði innandyra og næring hafi á síðasta aldarfjórðungi stuðlað að því að börn í fátækum ríkjum lifa lengur en áður. </p><p>Rannsóknin sýnir að þótt tekjur, menntun og fæðingartíðni sé mikilvæg í heilsufarslegu tilliti ráði aðrir þættir líka miklu. „Við sjáum þjóðir sem sýna meiri framfarir en reikna mætti með miðað við tekjur, menntun og fæðingartíðni. Og við sjáum þjóðir eins og Bandaríkin þar sem heilsufar er verra en ætla mætti miðað við sömu þætti,“ segir Dr. Christopher Murrey framkvæmdastjóri Health Metrics &amp; Evaluation (IHGME) í Washingtonháskóla í Seattle.</p><p>Á heimsvísu hafa lífslíkur aukist úr 62 árum árið 1980 upp í 72 ár árið 2015. Meðalævilengd kvenna er&nbsp; komin í 75 ár en karla 69 ár. Hratt dregur úr barnadauða og dauðsföllum fækkar vegna smitsjúkdóma. Fram kemur í skýrslunni að sérhver þjóð hefur sérstöðu að þessu leyti &nbsp;eins og fækkun sjálfsvíga í Frakklandi, fækkun dauðaslysa í umferðinni í Nígeríu og fækkun á dauðsföllum í tengslum við astma í Indónesíu.</p><p>Víðast hvar í heiminum eru fæðingar öruggari fyrir mæður og nýbura en nokkru sinni á síðasta aldarfjórðungi. Tölur um konur sem deyja af barnsförum hafa lækkað um 29% frá 1990, úr 282 dauðsföllum af hverjum hundrað þúsund fæddum börnum niður í 196 dauðsföll. Enn eru þó 24 ríki þar sem yfir 400 konur deyja af barnsförum miðað við 100 þúsund fædd börn og hæsta dánartíðnin er 1,074 mæður í Miðafríkulýðveldinu. Í Afganistan og Síerra Leone eru sambærilegar tölur 789 og 696. Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á meðaltalið að vera færri en 70 mæður miðað við 100 þúsund lifandi börn árið 2030.</p><p>Af einstaka niðurstöðum skýrslunnar má nefna að dauðsföllum af völdum ýmissa sjúkdóma hefur fækkað einstaklega hratt á síðasta áratug. Milli áranna 2005 og 2015 fækkaði dauðsföllum af völdum HIV/alnæmis um 42% og malaríu um 43%. Dauðsföllum vegna fylgikvilla fyrirburafæðinga fækkaði um 30% á sama tíma og dauðsföllum á meðgöngu og fæðingu almennt um 29%.</p><p>Þá staðfestir skýrslan að barnadauði er á undanhaldi. Á síðasta ári létust 5,8 milljónir barna yngri en fimm ára eða 52% færri börn en árið 1990. Ungbarnadauði minnkaði um 42% og andvana fædd börn voru 47% færri á síðasta ári en árið 1990.</p><p>Ísland heilsusamlegasta þjóð í heimi</p><p>Samkvæmt gögnum í fyrrnefndri rannsókn var reiknað út hvaða þjóðir væru heilsusamlegastar og þar höfnuðu fimm þjóðir með 85 stig af 100 mögulegum: Ísland, Singapúr, Svíþjóð, Andorra og Bretland. Ísland reyndist þó við nánari skoðun hafa örlítið forskot á hinar fjórar og hafnaði því í efsta sæti, samkvæmt frétt á WEForum. Skýringarnar eru sagðar vera tvær: reglur stjórnvalda í umhverfismálum og gott framboð af ferskum fiski.</p>

12.10.2016Næstu endurfjármögnun IDA lýkur fyrir áramót

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/ida.jpg" alt="Ida">Þriðja samningafundi um 18. endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) lauk í gær en ráðgert er að samningaviðræðunum ljúki í desember næstkomandi. Alþjóðaframfarastofnunin er sú stofnun Alþjóðabankans sem veitir styrki og lán á hagstæðum kjörum til fátækustu þróunarríkjanna. </p><p>Að sögn Þórarinnu Söebech leiðandi sérfræðings í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu verða áherslur á 18. fjármögnungartímabilinu, sem hefst árið 2017, á jafnrétti kynjanna, loftslagsmál, stjórnarfar og stofnanir, atvinnumál og hagþróun auk &nbsp;óstöðug ríki. „Í þessari fjármögnun er enn fremur að finna nýjungar í fjármögnun stofnunarinnar, en stofnunin gerir ráð fyrir að margfalda fjármagn sitt á tímabilinu miðað við fyrra tímabil, meðal annars í gegnum útgáfu skuldabréfa á almennum markaði. Eitt af því sem Ísland leggur áherslu á í samningaviðræðunum eru umbreytandi aðgerðir í þágu jafnréttis kynjanna og valdeflingar kvenna, enda lykilþáttur í hagvexti og sjálfbærri þróun,“ segir hún.</p>

12.10.2016Ban Ki-moon á kynningarfundi um Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

<p></p><p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/keynumbers/BanMH9.jpg" alt="BanMH9">Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á sérstökum kynningarfundi í Þjóðminjasafninu á laugardag. <br> <br>Á fundinum kynnti Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskólans skólana fjóra sem starfa hér á landi, en þeir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn. Nemendur frá skólunum fjórum höfðu stutta framsögu um nám sitt, tveir sem eru hér á landi og tveir gegnum myndbönd sem tekin voru í heimalöndum þeirra.&nbsp;</p><p>Eftir kynninguna skoðaði Ban Ki-moon og eiginkona hans, Ban Soon Taek, Þjóðminjasafnið í fylgd Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar. &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</p><p></p>

12.10.2016Guterres tekur við af Ban

<p></p><p> <a href="https://youtu.be/byQffQS1LMI" class="videolink">https://youtu.be/byQffQS1LMI</a> Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað enróma í síðustu viku að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, verði næsti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann tekur við starfi Ban Ki-moon um næstu áramót. Guterres hefur á síðustu árum verið framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna síðastliðin tíu ár. Ráðningarferli aðalframkvæmdastjóra SÞ var nú í fyrsta sinn opið og gagnsætt og samtökin hafa fengið hrós fyrir framkvæmda frá ýmsum eins og fram kemur í <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://edition.cnn.com/2016/10/05/world/un-secretary-general-antonio-guterres/" linktype="1" target="_blank">frétt</a> CNN. <br> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.devex.com/news/un-security-council-selects-antonio-guterres-as-next-secretary-general-88869" linktype="1" target="_blank">UN Security Council selects Antonio Guterres as next secretary-general/ Devex </a><br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="http://www.africanews.com/2016/10/07/kofi-annan-and-the-elders-support-un-top-job-nominee-despite-women-snub/" linktype="1" target="_blank">Kofi Annan and The Elders support UN top job nominee despite women snub/ AfricaNews</a> <br> <a rel="nofollow" track="on" shape="rect" href="https://www.odi.org/comment/10448-four-priorities-new-un-secretary-general#disqus_thread" linktype="1" target="_blank">Four priorities for the new UN Secretary-General/ ODI</a></p><p></p>

05.10.2016Mótorhjólataxar í Kampala

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/bodaboda001egill.jpg" alt="Bodaboda001egill">Fólksfjölgun í Úganda hefur verið gríðarleg síðustu ár, þá sérstaklega í höfuðborginni Kampala. Árið 2010 voru Úgandamenn 32,608 milljónir talsins en nú, sex árum síðar, telja landsmenn rétt tæplega 40 milljónir. Samgöngur hafa ekki þróast í takt við þessa miklu og hröðu fólksfjölgun og er ein afleiðing þess tíðar umferðarteppur í höfuðborginni sem geta valdið því að fólk situr fast í bílum sínum tímunum saman. &nbsp; <strong><br></strong></p><p><strong>Boda Boda</strong><br>Vegna þessara miklu umferðarteppa njóta móturhjólataxar, kallaðir Boda Boda, sífellt aukinna vinsælda og eru nú orðin ein helsta samgönguleið borgarbúa. Í Úganda eru nú skráð um 200 þúsund Boda Boda ökutæki og líklegt að ökumennirnir séu öllu fleiri. Meðal ungra karlmanna er starfið eitt það eftirsóttasta því þó vissulega séu bílstjórarnir margir, eru farþegarnir líka alltof margir og því þekkist það varla að bílstjóri fari auralaus heim í lok dags.&nbsp;&nbsp; <br><br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2623" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/fc7b748e-8eb9-499d-b5e6-fc79c3c8359f.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> Boda Boda eru þeim kostum gæddir að þeir komast hratt á milli staða, þrátt fyrir umferðarteppur, og þeir eru ódýr ferðamáti. Það er oft ótrúlegt að fylgjast með þeim smeygja sér á milli bíla þar sem bilið á milli er svo þröngt að maður heldur niðri í sér andanum og bíður eftir að þeir keyri niður bílspegil, sem þeir yfirleitt gera ekki. Að nota Boda Boda er því einkar hentugt í Kampala, en það getur líka verið sem rússnesk rúlletta. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Makarere Háskólanum á Mulagi sjúkrahúsinu í Kampala er helsta ástæða þess að fólk sæki bráðamóttökuna þar ekki malaría eða aðrir sjúkdómar, heldur Boda Boda umferðarslys. Um 40% allra alvarlegra tilfella sem koma á tiltekið sjúkrahús eru vegna Boda Boda slysa og látast árlega þúsundir Úgandamanna í slíkum slysum eða hljóta alvarlega höfuðáverka og jafnvel aflimun. &nbsp; World Health Organization (WHO) segir að árið 2030 verði umferðarslys líklegri dánarorsök í lágtekjulöndum heimsins heldur en HIV/alnæmi. Segja þeir jafnframt að notkun hjálms þegar á tveggja hjóla ökutæki í umferðinni geti minnkað líkurnar á dauða eða alvarlegum höfuðmeiðslum um 40% fyrir farþega og 70% fyrir ökumenn. Í Úganda eru lög sem segja að bæði farþegum og ökumönnum beri skylda til að nota hjálm þegar ferðast er um á móturhjóli. Þeim lögum er þó í fæstum tilfellum fylgt eftir og segir tölfræðin að í Kampala noti innan við 1% farþega og innan við 30% ökumanna hjálm. Það var þess vegna sem hugmyndin um Safe Boda kviknaði. &nbsp; <strong><br></strong></p><p><strong>Snjallsímaappið Safe Boda</strong><br>Safe Boda var stofnað í árslok 2014 og markmiðið er að bjóða upp á Boda Boda sem öruggan ferðamáta. Safe Boda er snjallsíma-app, en með því er reynt að höfða til yngri kynslóðar landsins. Úganda er ein yngsta þjóð í heimi - um 24% þjóðarinnar eru á aldrinum 10-19 ára og notast ungmenni borgarinnar mörg við snjallsíma. Með Safe Boda snjallsíma-appinu er pantaður Boda Boda ökumaður sem sækir þig hvert sem þú vilt, íklæddur appelsínugulu vesti merktu fyrirtækinu. Ökumennirnir nota alltaf hjálm og hafa meðferðis auka hjálm fyrir farþegana - þeir bjóða meira að segja upp á einnota hárnet fyrir þá allra pjöttuðustu sem vilja ekki setja upp notaða hjálma. Ökumennirnir hljóta allir þjálfun í umferðaröryggi og -reglum, ásamt kennslu á viðhaldi á hjóli. Þetta er gert í samstarfi við Rauða Kross Úganda og er svo fylgt eftir af yfirmönnum Safe Boda. </p><p> Appið nýtur nú mikilla vinsælda í höfuðborginni og samkvæmt vefsíðu Safe Boda voru ökumenn þess orðnir rúmlega 1000 talsins í lok ágústmánaðar og fer þeim stöðugt fjölgandi vegna mikillar eftirspurnar. Appelsínuguluklæddu ökumennirnir sem þeytast um götur borgarinnar virðast því vekja verðskuldaða athygli og verður það vonandi til þess að Safe Boda takist markmið sitt - að fækka umferðarslysum og bjarga lífum.</p><p>Ljósmynd frá Kampala: Egill Bjarnason.</p><p><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://edition.cnn.com/2015/03/25/africa/the-smart-way-to-get-back-on-a-bike----safebodas-in-kampala/" target="_blank">'Uber for motorbikes' - the smart way to get around in a bustling capital/ CNN</a><br><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.safeboda.com/home" target="_blank">Safe Boda</a><br><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.theeastafrican.co.ke/business/Motorcycles-set-to-become-main-mode-of-transport-in-Africa/2560-3395016-kyqncl/index.html" target="_blank">Motorcycles set to become main mode of transport in Africa/ EastAfrican</a><br><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://data.worldbank.org/country/uganda" target="_blank">Tölfræðigögn um Úganda/ Alþjóðabankinn</a><br></p>

05.10.2016Stjórnarhættir hafa lítið breyst í Afríku síðasta áratuginn

<p><strong> <a href="https://youtu.be/rPlNIs2K5gs" class="videolink">Hvað er Mo Ibrahim vísitalan?</a> Stjórnarhættir í Afríkuríkjum hafa lítið breyst síðustu tíu árin. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar á vegum <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://mo.ibrahim.foundation/iiag/" target="_blank">stofnunar</a> Mo Ibrahim sem hefur um langt árabil rýnt í góða og vonda stjórnsýslu í álfunni. Á 100 stiga mælikvarða - svokölluðum Ibrahim Index of African Governance - hafa stjórnarhættir 54 ríkja álfunnar aðeins þokast upp um eitt stig á einum áratug</strong>. <br> <br> Þótt meðaltalið hafi lítíð breyst hafa einstök ríki verið ofarlega á þessari vísitölu um langt árabil, eyjan Máritíus á Indlandshafi hefur verið í efsta sæti árum saman og Botsvana, Grænhöfðaeyjar, Seychelleseyjar, Namibía og Suður-Afríka fylgja þar á eftir. Mestu framfarirnar á síðasta ári voru á Fílabeinsströndinni. Í neðstu sætum vísitölunnar í ár eru hins vegar Sómalíla, Suður-Súdan, Miðafríkulýðveldið og Líbía. <br> <br> Skortur á öryggi og hnignun réttaríkisins draga flest löndin niður, segir í niðurstöðum könnunarinnar. Þar segir ennfremur að jákvæð þróun hafi orðið á síðasta áratug hvað útbreiðslu farsíma og Internetsins áhrærir en meðal þess neikvæða er nefnt að aðgengi að rafmagni hafi minnkað frá árinu 2006. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.voanews.com/a/africa-governance-improves-slight-since-2006/3535132.html" target="_blank">Africa's Governments Improve Slightly, Survey Finds/ VOA</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.theguardian.com/global-development/2016/oct/03/rule-of-law-declines-70-per-cent-africans-over-past-decade-ibrahim-index-governance" target="_blank">Rule of law declines for 70% of Africans over past decade, warns Ibrahim index/ TheGuardian</a></p>

05.10.2016Rúmlega sex af hverjum tíu íbúum borga í Afríku búa í fátækrahverfum

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/habitatiii.JPG" alt="Habitatiii">Á næstu áratugum verða nokkrar borgir í Afríku meðal þeirra þéttbýlisstaða sem stækka mest. Að mati Greg Fosters aðstoðarforstjóra samtakanna Habitat for Humanity blasir við að óbreyttu að milljónir manna flæði inn til borga og bætist við íbúafjöldann sem fyrir er í óskipulögðum yfirfullum fátækrahverfum. Síðar í mánuðinum verða þessi mál í brennidepli þegar Sameinuðu þjóðirnar efna til leiðtogafundar um húsnæðismál og sjálfbæra þróun í borgum sem kallast Habitat III - United Nations Conference on Housing and Sustainable Urban Development. <br> <br> </strong> Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar á tuttugu ára fresti, sú fyrsta 1976. Þriðja ráðstefnan er boðuð í Quito, Ekvakdor, dana 17.-20. október og þar verður einkum rætt stefnumörkunarskjal um þróun borga, svokölluð New Urban Agenda. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2612" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/2bb93697-7341-4528-825a-ae44c9f72107.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> Greg Fosters segir í grein sem birtist á vef OECD að markmiðin fyrir leiðtogafundinn Habitat III hljómi skynsamlega: að þróa vel skipulagðar og sjálfbærar borgir, uppræta fátækt og skapa atvinnu fyrir alla ásamt því að virða mannréttindi. Hann segir að í ört vaxandi borgarsamfélögum gegni þéttbýlisstaðir lykilhlutverki í sjálfbærri þróun. Á fundinum í Ekvador verði leitast við að sammælast um pólítískar skuldbindingar um þá sýn og niðurstaða fundarins geti skipt miklu máli fyrir þróun borga í Afríku.&nbsp;</p><p>Fram kemur í greininni að 62% íbúa í borgum Afríku búi í fátækrahverfum eða óskipulögðum hverfum og eigi vart til hnífs og skeiðar. Efnahagslega hafi álfan dregist aftur úr, einkum hvað iðnað áhrærir, og langt hagvaxtarskeið með háum prósentutölum sé liðið sem sjáist best á því að á síðasta ári hafi hagvöxtur verið kominn niður í 3,4%. Það endurspegli lægra vöruverð, alþjóðlegan samdrátt og óvissu í fjármálakerfinu. Mikill skortur sé á fjárfestingu í innviðum stórborga, atvinnuleysi mikið og stefna í húsnæðismálum víða í ólestri. Sama gildi um borgarskipulag sem að mati Fosters er forsenda þess að íbúar hafi rafmagn, hreint vatn- og salernisaðstöðu og viðunandi samgöngur. Slík skipulagsáætlun væri aukin heldur atvinnuskapandi og hvatning fyrir einkafyrirtæki að ógleymdum auknum lífsgæðum fyrir íbúana, færri veikindadögum, lægri lyfjakostnaði og hærri ráðstöfunartekna. Bættar og skilvirkar samgöngur myndu einnig leiða af sér tímasparnað og minni loftmengun sem víða er banvæn í stórborgum þróunaríkja. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://oecd-development-matters.org/2016/09/20/habitat-iii-decisions-crucial-for-the-future-of-africas-cities/#more-1097" target="_blank">Habitat III decisions crucial for the future of Africa´s&nbsp;cities / OECD</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://citiscope.org/habitatIII/explainer/2015/06/what-new-urban-agenda" target="_blank">New Urban Agenda</a>/ SÞ</p><a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.unric.org/is/frettir/26875-fullnaegjandi-husnaeei-er-mannrettindi" target="_blank">Fullnægjandi húsnæði er mannréttindi/ UNRIC</a> <br><p> <a rel="nofollow" href="http://www.wbgu.de/en/flagship-reports/fr-2016-urbanization/" shape="rect" target="_blank">Humanity on the move: Unlocking the transformative power of cities/ WBGU</a></p>

05.10.2016Kallað eftir tölfræðigögnum um raunverulega stöðu stúlkna

<p><strong> <a href="https://youtu.be/HFlyDl-TP-0" class="videolink">Kynningarmyndband frá Plan International</a> Milljónir stúlkna eru "ósýnilegar" vegna þess að skortur er á tölfræðilegum upplýsingum um þær, segja samtökin Plan International og eiga við að hvorki stjórnvöld né aðrir sem koma að stefnumörkun í málaflokkum sem varðar stúlkur viti nákvæmlega um stöðu þeirra. Samtökin gáfu í vikunni út skýrsluna "Counting the Invisible" (Teljum þær ósýnilegu) til að vekja athygi á mikilvægi tölfræðilegra gagna um stúlkur í baráttunni fyrir réttlátari heimi og jafnrétti fyrir alla.</strong> <br> <br> Í skýrslunni er rýnt í stöðu stúlkna og dregið fram í dagsljósið hvar skortur á tölfræðigögnum er áberandi. Fram kemur að gögn skorti um það hversu margar stelpur hrökklast úr námi vegna snemmbúinna giftinga, hversu margar stelpur eignist börn fyrir 15 ára aldur, hversu marga klukkutíma á dag þær þurfi að vinna, hvers konar vinna það er og hvort þær fái greitt fyrir þær vinnustundir. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2592" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/d6860ee8-eff2-4272-a408-ad2d2c017238.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> Í formála skýrslunnar segir að miklar framfarir hafi almennt orðið í lífi stúlkna og kvenna á síðustu áratugum. Dregið hafi úr dauðsföllum af barnsförum, fleiri stelpur séu skráðar í grunnskóla, barnahjónaböndum fækki og kvenkyns þingmönnum fjölgi. "Og, dag hvern, bætast við nýjar raddir sem tala fyrir því ákveðið að ekki einungis verði tryggð staða kvenna og stúlkna í þróunaráætlunum heldur verði þær leiddar til öndvegis," segir skýrsluhöfundur og bætir við að leiðin hafi alls ekki verið greið. Enn eigi jafnrétti langt í land og valdefling kvenna og stúlkna sé enn fyrirheit sem ekki hafi verið staðið við í mörgum heimshlutum. <br> <br> "Árið 2014 voru rúmlega 100 milljónir ungra kvenna í lágtekju- og millitekjuríkjum ólæsar. Stúlkur utan skóla eru líklegri en strákar að vera meinað um menntun. Konur hvarvetna í heiminum verja fleiri klukkustundum en karlar í ólaunuð störf við ummönnun eða heimilsverk eins og eldamennsku eða þrifnað sem leiðir til þess að þær fá minni tíma til náms, hvíldar og til að hugsa um sig sjálfar. Þá segja tölfræðigögn að hvarvetna í heiminum hafi konur lægri laun en karlar." <br> </p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://plan-international.org/because-i-am-a-girl/counting-invisible-girls?platform=hootsuite" target="_blank">Counting the Invisible Girls/ PlanInternational</a> <br>Málstofa á næstunni: <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.odi.org/events/4408-transformative-potential-girls-education" target="_blank">The transformative potential of girls' education</a> (ODI)

05.10.2016Um 600 börn hafa drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/myndbarnaheilla.jpg" alt="Myndbarnaheilla">Að minnsta kosti 600 flóttabörn hafa látist á þessu ári við að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi í Evrópu. Barnaheill - Save the Children hafa tekið saman gögn sem sýna að tvö börn hafa að meðaltali látist eða horfið á hverjum degi frá upphafi árs til loka septembermánaðar.</strong> <br> <br> Í <a rel="nofollow" href="http://www.barnaheill.is/Frettir/Frett/600bornhafadrukknadimidjardarhafi2016/" shape="rect" target="_blank">frétt</a> Barnaheilla á mánudag segir: "Tölurnar eru birtar í tilefni af því að í dag eru þrjú ár liðin frá því að rúmlega 300 flóttamenn og hælisleitendur létust í sjóslysi við strendur ítölsku eyjarinnar Lampedusa. <br> <br> Meira en 3.500 manns hafa látist í Miðjarðarhafinu það sem af er árinu, næstum 600 fleiri en á sama tímabili á síðasta ári. Rúmlega 20.600 flóttabörn hafa komið til Ítalíu frá upphafi þessa árs, af þeim eru 18.400 ein á ferð. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2607" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/babd6719-ad7d-4cb2-9d09-24a2589c08cf.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> "Það er óásættanlegt að tvö börn látist eða hverfi á hverjum einasta degi í Miðjarðarhafi. Alþjóðasamfélagið getur ekki haldið áfram að líta framhjá þeim hörmungum sem þar eiga sér stað. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, hvort sem það er hér á Íslandi eða annars staðar þar sem þau eru á flótta undan ömurlegum aðstæðum," segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. <br> <br> "Í dag minnumst við 368 flóttamanna sem týndu lífi sínu í tilraun til að komast í öruggt skjól í Evrópu. Fyrir þremur árum lofuðu Evrópuleiðtogar því að aldrei aftur myndi þetta gerast þegar myndir af skipsflakinu og líkkistum voru birtar í fjölmiðlum sem vöktu heimsathygli. En síðan þá hafa meira en 10,400 menn, konur og börn týnt lífi eða horfið við að reyna að komast sjóleiðina til Evrópu," segir Kevin Watkins, framkvæmdastjóri Save the Children. <br> <br> Barnaheill - Save the Children hafa unnið að hjálparstarfi við strendur Ítalíu í rúmlega átta ár, þar sem áhersla hefur verið lögð á að hjálpa börnum sem eru ein á ferð að fá þá hjálp sem þau þurfa. Í byrjun september tóku samtökin í notkun björgunarskipið <a shape="rect">Vos Hestia</a> sem&nbsp;gert er út frá Sikiley og er ætlað að bjarga flóttafólki og hælisleitendum í neyð á Miðjarðarhafi.&nbsp;Skipið hefur nú þegar bjargað meira en 600 manns í neyð, þar af 85 börnum sem sum eru yngri en fimm ára að aldri. <br> <br> Söfnunarsími Barnaheilla fyrir sýrlensk börn er 904-1900 fyrir 1.000 krónur."</p>

05.10.2016Færri sárafátækir en áfram gríðarmikill ójöfnuður

<p></p><p><b>Sárafátækum heldur áfram að fækka í heiminum. Um 767 milljónir manna drógu fram lífið á minna en 1,90 bandaríkjadölum á dag árið 2013 eða um 100 milljónum færri jarðarbúar en árið á undan. </b> <br> <br> <img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/skyrslaAB.JPG" alt="SkyrslaAB">Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans - <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.worldbank.org/en/publication/poverty-and-shared-prosperity" target="_blank">Poverty and Shared Prosperity</a>. Flestir þeirra sem hafa lyft sér upp úr sárri fátækt eru Asíubúar, fólk í Kína, Indónesíu og á Indlandi. Frá árinu 1990 hefur sárafátækum fækkað um 1,1 milljarð.&nbsp;</p><p><br> <b>Flestir sárafátækra í sunnanverðri Afríku</b> <br>Helmingur þeirra sem áfram býr við örbirgð er í sunnanverðri Afríku, þriðjungur í sunnanverðri Asíu. Í 60 löndum af 83 sem rannsókn Alþjóðabankans náði til hafa meðaltekjur fátækustu 40% íbúanna aukist á árunum frá 2008 til 2013. <br><img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2619" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/abcfb553-0e81-44d8-81fa-5e8497b6afbd.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5">Flestir sárafátækra eru í hópi ungs fólks með takmarkaða menntun, með búsetu í sveitahéruðum og mörg börn á heimili. <br>"Það er eftirtektarvert að mörgum þjóðum hefur tekist að draga úr fátækt og stuðla að hagvexti á sama tíma og hagkerfi heimsins hafa verið að hægja á sér," sagði Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans þegar hann kynnti skýrsluna. Hann sagði að þrátt fyrir framfarir byggju alltof margir enn við of þröngan kost. Stefna Alþjóðabankans væri skýr: að binda enda á fátækt. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2622" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/fc2a22bb-8fe3-4598-826c-4629fd2b47e4.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> "Ein öruggasta leiðin til að útrýma fátækt er að draga úr ójöfnuði, einkum&nbsp; meðal þeirra þjóða þar sem fátækir eru flestir," sagði Kim. <br> <br> Skýrsluhöfundar lýsa yfir áhyggjum af auknum ójöfnuði meðal margra þjóða, einkum í Suður-Ameríku og Afríku. Í 34 löndum af fyrrnefndum 83 löndum hækkuðu tekjur 60% þeirra auðugustu meira en meðal almennings. <br> <b><br></b></p><p><b>Börn í meirihluta sárafátækra</b></p><p> Í sameiginlegri skýrslu Alþjóðabankans og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem byggir á sömu rannsóknum kemur fram að börn eru tvöfalt líklegri en fullorðnir til að búa við sárafátækt. Árið 2013 voru 19,5% allra barna í þróunarríkjum á heimilum sem höfðu vart til hnífs og skeiðar og lifðu á 1,95 dölum eða minna en sambærilegt hlutfall fullorðinna var 9,2%. Í heiminum öllum voru 385 milljónir barna í hópi sárafátækra.&nbsp;</p><p><br> <a rel="nofollow" href="http://www.worldbank.org/en/publication/poverty-and-shared-prosperity" shape="rect" target="_blank">Nánar</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://blogs.worldbank.org/developmenttalk/let-s-take-inequality-seriously-seriously" target="_blank">Let's take on inequality seriously, seriously, eftir Mario Negre/ Alþjóðabankablogg</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unicef.org/media/iceida-media/media/media_92856.html" target="_blank">Nearly 385 million children living in extreme poverty, says joint World Bank Group - UNICEF study</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.unicef.org/publications/files/Ending_Extreme_Poverty_A_Focus_on_Children_Oct_2016.pdf" target="_blank">Ending Extreme Poverty: A Focus on Children/ UNICEF</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://cctv-africa.com/2016/10/04/tanzania-ranked-high-in-bridging-economic-inequality/" target="_blank">Tanzania ranked high in bridging economic inequality/ CCTV</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.iied.org/how-serious-are-sdgs-about-tackling-inequality" target="_blank">How serious are the SDGs about tackling inequality?, eftir Sarah Colenbrander og Andrew Norton/ IIED</a> <a rel="nofollow" href="https://www.theguardian.com/global-development/2016/oct/05/nearly-half-all-children-sub-saharan-africa-extreme-poverty-unicef-world-bank-report-warns?CMP=twt_gu" shape="rect" target="_blank">Nearly half all children in sub-Saharan Africa in extreme poverty, report warns/ TheGuardian</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.worldbank.org/en/news/video/2016/10/02/to-end-extreme-poverty-by-2030-we-need-to-tackle-inequality?CID=POV_TT_Poverty_EN_EXT" shape="rect" target="_blank">To End Extreme Poverty by 2030, We Need to Tackle Inequality/ Alþjóðabankinn </a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.weforum.org/agenda/2016/10/the-world-bank-has-a-new-way-to-measure-inequality" shape="rect" target="_blank">The World Bank has a new way to measure inequality/ Alþjóðabankinn</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.forbes.com/sites/timworstall/2016/09/28/wto-warns-that-trade-and-globalisation-are-slowing-down-after-greatest-poverty-reduction-in-history/#6803effa645f" shape="rect" target="_blank">WTO Warns That Trade And Globalization Are Slowing Down After Greatest Poverty Reduction In History/ Forbes</a></p>

05.10.2016Kynning á bókinni "Verður heimurinn betri?"

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/verdurheimurinnbetri2.JPG" alt="Verdurheimurinnbetri2">Bókin "Verður heimurinn betri?" verður senn kynnt í framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla um land allt. Bókin á að vekja börn og unglinga til umhugsunar um mikilvægi þróunar með því að útskýra hvað felst í "þróun", bera kennsl á vandamál sem standa í vegi fyrir þróun, ákvarða leiðir til þess að stuðla að þróun bæði heima fyrir og á heimsvísu og að lokum að kynna "</strong> <strong>Heimsmarkmiðin".</strong> <br><br>Kennslustund hefur verið útbúin fyrir kennara sem þeim er frjálst að nota en miklir möguleikar eru fyrir hendi við að kynna nemendum efni bókarinnar, til dæmis í tengslum við 70 ára aðildarafmæli Íslands að Sameinuðu þjóðunum í næsta mánuði. <br><br>Nánari upplýsingar um bókina og kennslustundina má finna á <a rel="nofollow" href="http://un.is/namsefni/verdurheimurinnbetri" shape="rect" target="_blank">skólavef</a> Félags Sameinuðu þjóðanna.</p>

05.10.2016Landsfundur Framsóknar leggur áherslu á mannréttinda- og jafnréttismál í þróunarsamvinnu

<p>"Mannréttinda- og jafnréttismál skipi áfram veglegan sess í utanríkisstefnu Íslands á vettvangi alþjóðastofnana og samskiptum Íslands við önnur ríki og ríkjasambönd. Því er mikilvægt að Ísland sýni gott fordæmi í þessum málarflokki á heimsvísu og beiti sér gegn mannréttindabrotum," segir í ályktun um utanríkismál frá landsfundi Framsóknarflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. &nbsp; <br></p><p>Þar segir ennfremur að Ísland eigi að tala máli hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og að Ísland eigi að vera virkt í samtali þjóða um framtíð heimsins. "Ísland ætti að stefna að því innan þróunarsamvinnu að miðla sem mest þeirri einstöku þekkingu sem byggð hefur verið upp innanlands á vettvangi Háskóla sameinuðu þjóðanna, í sjálfbærum sjávarútvegi, jarðhita, jafnrétti og landgræðslu. Unnið skal áfram að uppbyggingu í tvíhliða þróunarsamvinnu með fátækustu ríkjum heims. Ísland skal áfram beita sér í bættu aðgengi fátækra ríkja að alþjóðaviðskiptum og afnámi hindrana. Unnið verði að því að framlög Íslands til þróunarsamvinnu endurspegli markmið Sameinuðu þjóðanna," segir í ályktun fundarins.&nbsp; <br></p><p> Að lokum segir í ályktuninni að valdefling kvenna sé mikilvægt efnahagslegt baráttumál fyrir þjóðir heims. Sýnt hafi verið fram á aukinn efnahagslegan ávinning fyrir ríki heims með virkri þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins. "Mikilvægt er að Ísland beiti sér áfram fyrir þróunarsamvinnuverkefnum sem stuðla að jafnrétti kynjanna."<br><br><a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/34.-flokks%C3%BEing-dr%C3%B6g-lokaskjal.pdf" target="_blank">Nánar</a></p>

05.10.2016Rúmlega sex af hverjum tíu íbúum borga í Afríku búa í fátækrahverfum

<p><b><img class="center" src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/habitatiii.JPG" alt="Habitatiii">Á næstu áratugum verða nokkrar borgir í Afríku meðal þeirra þéttbýlisstaða sem stækka mest. Að mati Greg Fosters aðstoðarforstjóra samtakanna Habitat for Humanity blasir við að óbreyttu að milljónir manna flæði inn til borga og bætist við íbúafjöldann sem fyrir er í óskipulögðum yfirfullum fátækrahverfum. Síðar í mánuðinum verða þessi mál í brennidepli þegar Sameinuðu þjóðirnar efna til leiðtogafundar um húsnæðismál og sjálfbæra þróun í borgum sem kallast Habitat III - United Nations Conference on Housing and Sustainable Urban Development. <br> <br> </b> Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar á tuttugu ára fresti, sú fyrsta 1976. Þriðja ráðstefnan er boðuð í Quito, Ekvakdor, dana 17.-20. október og þar verður einkum rætt stefnumörkunarskjal um þróun borga, svokölluð New Urban Agenda. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2612" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/2bb93697-7341-4528-825a-ae44c9f72107.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> Greg Fosters segir í grein sem birtist á vef OECD að markmiðin fyrir leiðtogafundinn Habitat III hljómi skynsamlega: að þróa vel skipulagðar og sjálfbærar borgir, uppræta fátækt og skapa atvinnu fyrir alla ásamt því að virða mannréttindi. Hann segir að í ört vaxandi borgarsamfélögum gegni þéttbýlisstaðir lykilhlutverki í sjálfbærri þróun. Á fundinum í Ekvador verði leitast við að sammælast um pólítískar skuldbindingar um þá sýn og niðurstaða fundarins geti skipt miklu máli fyrir þróun borga í Afríku.&nbsp;</p><p>Fram kemur í greininni að 62% íbúa í borgum Afríku búi í fátækrahverfum eða óskipulögðum hverfum og eigi vart til hnífs og skeiðar. Efnahagslega hafi álfan dregist aftur úr, einkum hvað iðnað áhrærir, og langt hagvaxtarskeið með háum prósentutölum sé liðið sem sjáist best á því að á síðasta ári hafi hagvöxtur verið kominn niður í 3,4%. Það endurspegli lægra vöruverð, alþjóðlegan samdrátt og óvissu í fjármálakerfinu. Mikill skortur sé á fjárfestingu í innviðum stórborga, atvinnuleysi mikið og stefna í húsnæðismálum víða í ólestri. Sama gildi um borgarskipulag sem að mati Fosters er forsenda þess að íbúar hafi rafmagn, hreint vatn- og salernisaðstöðu og viðunandi samgöngur. Slík skipulagsáætlun væri aukin heldur atvinnuskapandi og hvatning fyrir einkafyrirtæki að ógleymdum auknum lífsgæðum fyrir íbúana, færri veikindadögum, lægri lyfjakostnaði og hærri ráðstöfunartekna. Bættar og skilvirkar samgöngur myndu einnig leiða af sér tímasparnað og minni loftmengun sem víða er banvæn í stórborgum þróunaríkja. <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://oecd-development-matters.org/2016/09/20/habitat-iii-decisions-crucial-for-the-future-of-africas-cities/#more-1097" target="_blank">Habitat III decisions crucial for the future of Africa´s&nbsp;cities / OECD</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://citiscope.org/habitatIII/explainer/2015/06/what-new-urban-agenda" target="_blank">New Urban Agenda</a>/ SÞ</p><p> <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://www.unric.org/is/frettir/26875-fullnaegjandi-husnaeei-er-mannrettindi" target="_blank">Fullnægjandi húsnæði er mannréttindi/ UNRIC</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.wbgu.de/en/flagship-reports/fr-2016-urbanization/" shape="rect" target="_blank">Humanity on the move: Unlocking the transformative power of cities/ WBGU</a></p>

05.10.2016UNICEF vekur athygli á neyð í Nígeríu

<p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að hungursneyð í norðausturhluta Nígeríu þar sem vígasveitir Boko Haram hafa ráðið ríkjum gæti orðið 75 þúsund börnum að aldurtila verði þeim ekki veitt aðstoð. <br> <br> Í <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://news.trust.org/item/20160929150146-ippwe/" target="_blank">frétt</a> Reuters kemur fram að um 15 þúsund einstaklingar hafi verið myrtir og 2 milljónir manna neyðst til að fara á vergang á þeim sjö árum sem íslömsku öfgasamtökin hafa vaðið uppi. Þar segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi óskað eftir vernd hersins fyrir starfsmenn hjálparsamtaka til að komast inn í þau fylki þar sem ástandið er verst, Borno, Yobe og Admawa. Einnig er nefnt að matvælaverð hafi hækkað vegna uppskerubrests. <br> <br> Samtökin telja að allt að 400 þúsund börn yngri en fimm ára geti liðið fyrir alvarlega vannæringu í fyrrnefndum fylkjum. Þá hafa samtökin óskað eftir meiri fjárhagsstuðningi því þau hafa aðeins fengið brot af því fé sem þarf til að forða börnunum frá því að vera hungurmorða.</p>

05.10.2016Ásókn í fílabein veldur mikilli fækkun fíla í Afríku

<p><strong> <a href="https://youtu.be/STwlCeyR0FE" class="videolink">https://youtu.be/STwlCeyR0FE</a> Ólögleg viðskipti með fílabein hafa aukist á síðustu árum og leitt til þess að fílum hefur fækkað verulega í Afríku. Viðskiptin hafa verið blómleg í Kína en stjórnvöld þar í landi heita því að loka mörkuðum með fílabein. Alþjóðlegt bann með verslun fílabeina hefur verið í gildi um langt árabil.</strong> <br> <br> Þessar upplýsingar komu fram á ráðstefnu um samninga sem tengjast alþjóðaviðskiptum með dýr og plöntur í útrýmingarhættu en sautjánda ráðstefna um það efni var haldin á dögunum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Á ráðstefnunni voru ræddar leiðir til þess að sporna gegn slíkum viðskiptum og vernda tegundir í útrýmingarhættu. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2614" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/09315630-fe38-41ef-b6c7-0b2313dbe59f.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> Upplýst var á ráðstefnunni að tölur um stærð fílastofnsins í Afríkuríkjum bendi til þess að ásókn í fílabein hafi aukist og fílum hafi fækkað á tíu árum úr 526 þúsundum árið 2006 niður í 415 þúsund á þessu ári. Fækkunin er tilkomin að langmestu leyti vegna veiðiþjófa sem sækja í fílabein. Verslun með fílabein hefur verið mikil í Asíulöndum, einkum Kína, þar sem beinin eru eftirsótt verslunarvara og notuð í útskurði og skrautmuni. Kínversk yfirvöld hafa hins vegar ákveðið að grípa til aðgerða til að draga úr eftirspurninni, hefja lögsókn gegn þeim sem taka þátt í ólöglegum viðskiptum og loka smásölumörkuðum. <br> <br> Lamine Sebago sérfræðingur samtakanna World Wide Fund for Nature segir í <a rel="nofollow" href="http://www.dw.com/en/africas-elephant-population-drops-to-415000-due-to-poaching/a-35885978" shape="rect" target="_blank"> frétt</a> DW að veiðiþjófar hafi fellt allar fílahjarðir í löndum Vestur-Afríku og útrýming bíði fíla í Miðafríkuríkjum nema því aðeins að stjórnvöld þeirra ríkja herði sóknina gegn veiðiþjófum, gegn þeim sem höndla með þennan varning og gegn þeirri spillingu sem viðheldur þessari glæpastarfsemi. <br> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.voanews.com/a/africa-seized-ivory-sell-destroy/3523234.html" shape="rect" target="_blank">Africa's Elephant Ivory: Sell or Destroy? </a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.voanews.com/a/wildelife-convention-aims-to-save-great-small-weird-and-ugly/3536050.html" target="_blank">Wildlife Convention Aims to Save Great, Small, Weird and Ugly / VOA</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://unctad.org/en/pages/newsdetails.aspx?OriginalVersionID=1340#.V_NdXWOlyxM.twitter" shape="rect" target="_blank">Illegal trade accelerates wild plant extinctions, more transparency needed/ UNCTAD</a> <br> <a rel="nofollow" href="https://www.foreignaffairs.com/gallerys/2016-09-28/burning-down-ivory-trade?cid=soc-tw-rdr" shape="rect" target="_blank">Burning Down the Ivory Trade/ ForeignAffairs</a> <br> <a rel="nofollow" href="http://www.bbc.com/news/science-environment-37513707?ocid=socialflow_twitter" shape="rect" target="_blank">New data shows 'staggering' extent of great ape trade/ BBC</a></p>

05.10.2016Ný herðferð WHO gegn banvænustu sjúkdómunum: hjarta- og æðasjúkdómum

<p><strong> <a href="https://youtu.be/hzSAUnUxCh4" class="videolink">https://youtu.be/hzSAUnUxCh4</a> "Global Hearts" er heitið á herferð sem hleypt var af stokkunum af hálfu Alþjóðaheilbrigðis-stofnunarinnar (WHO) og samstarfsaðila á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Markmiðið er að freista þess að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum sem eru banvænustu sjúkdómar í veröldinni.</strong> <br> <br> Alls deyja 17 milljónir einstaklinga árlega úr hjarta- og æð<img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2615" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/eb4f4f38-db9f-4ff2-8e9b-cfdbf938f03e.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5">asjúkdómum, margir vegna óheilsusamlegra lífshátta eins og reykinga, hreyfingarleysis eða vegna þess að saltmikil matur er borðaður í óhófi. WHO segir í frétt um herferðina að mörgum mætti líka bjarga ef þeir hefðu betri aðgang að heilsugæslu til að fá blóðþrýsting mældan. Of hár blóðþrýstingur, hátt kólestról í blóði og fleiri þættir auka hættur á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. <br>&nbsp; <br> Herferðin er hluti af átaki WHO til að auka forvarnir og fækka hjarta- og æðasjúkdómum, einkum í þróunarríkjum. <br> <br> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://www.who.int/cardiovascular_diseases/global-hearts/Global_hearts_initiative/en/" target="_blank">New initiative launched to tackle cardiovascular disease, the world's number one killer/ WHO</a> <br> <a rel="nofollow" shape="rect" href="http://Bæklingur um átakið/%20WHO" target="_blank">Bæklingur um átakið/ WHO</a></p>

05.10.2016Í Malaví er rafmagn munaður

<p><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/bodaboda001egill.jpg" alt="Bodaboda001egill">Þegar farið er inn á vefsíðu malavísku rafmagnsveitunnar, blasir við ljósmynd af upplýstum, nútímalegum skrifstofubyggingum. Á myndinni standa einkunnarorð rafveitunnar "Towards power all day every day", sem gæti útlagst einhvern veginn svona: Rafmagn allan daginn, alla daga. Þetta metnaðarfulla slagorð er a.m.k. eitthvað sem stefnt er að. Það er langt í land, því innan við 10% Malava hafa aðgang að rafmagni. Þeir sem eru tengdir fá skammtað rafmagn og þeim klukkustundum sem straumur er á dag hvern, fer ört fækkandi. Samkvæmt auglýsingu í dagblaði 4. október verður straumur tekinn af alla daga vikunnar - ýmist einu sinni í sex klukkustundir, eða tvisvar og þá samtals í tólf klukkustundir. Þetta er að lágmarki, en tekið er fram í auglýsingunni að hugsanlega verði rafmagnslaust lengur.<br><br> Um 95% af öllu rafmagni sem er framleitt í Malaví koma frá vatnsaflsstöð í Shire-ánni, sem rennur úr Malavívatni. Í eðlilegu árferði, er framleiðslugetan um 350 MW. Vegna vatnsleysis í kjölfar tveggja regntímabila sem brugðust að miklu leyti, er framleiðslugetan núna um 200MW. Samkvæmt upplýsingum rafmagnsveitunnar má búast við því að ástandið versni enn á næstu vikum, eða þar til regntíminn hefst í október/nóvember - að því gefnu að allt verði með felldu. Spár gera jafnvel ráð fyrir því að áður en regntíminn hefst, verði framleiðslugetan ekki nema um þriðjungur af getunni í eðlilegu árferði, eða um 120 MW. &nbsp; <strong> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2609" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/4b7c9612-5c0e-4356-aa99-8e1b8ec5a059.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> <br></strong></p><p><strong>Misjöfn áhrif rafmagnsskorts</strong><br></p><p> Ef að líkum lætur, hefur rafmagnsleysið lítil sem engin áhrif á stærstan hluta Malava, því innan við tíundi hluti þjóðarinnar hefur aðgang að rafmagni, samkvæmt nýlegum upplýsingum Alþjóðabankans. Fólk er helst tengt í borgum og bæjum og nágrenni þeirra. En langflestir, eða um 90%, hafa ekkert rafmagn og hafa aldrei haft. Og það sem meira er, fátt bendir til að það breytist hratt í náinni framtíð. Þar kemur einkum tvennt til: Skortur á rafmagni og fátækt. Aðgangur að rafmagni er því munaður í fleiri en einum skilningi.<br><br> Þeir sem eru vanir að geyma matinn sinn í ísskápum, eða kaupa mat í verslunum með matarkælum, geta ekki lengur verið öruggir. Óstaðfestar sögur eru á sveimi um að tilvikum matareitrunar hafi fjölgað verulega undanfarið, enda er það ein vísasta leiðin til að eyðileggja mat að láta hann frjósa og þiðna á víxl - og það í yfir 30 gráðu hita. &nbsp; <strong><br></strong></p><p><strong>Aðgerðir til úrbóta</strong> <br></p><p>Rafmagsnveitan er með ýmislegt á prjónunum til að bregðast við ástandinu, jafnt til skamms tíma, sem lengri tíma. Til skamms tíma eru nokkur inngrip í undirbúningi. Samningar eru í gangi um að kaupa 10 MW frá Mósambik. Áformað er að kaupa díselrafstöðvar með 26 MW framleiðslugetu. Fyrirtækið telur jafnframt að hægt verði að ná fram 40 MW sparnaði með því að innleiða sparperur. Til lengri tíma er ráðgert að byggja 300 MW kolaraforkuver. Áætlað er að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun árið 2019. Viðræður eru í gangi um kaup á raforku (10MW) frá nágrannaríkinu Zambíu, en mestar vonir eru bundnar við framfarir í raforkuframleiðslu með sólarorku. Samkvæmt upplýsingum frá rafmagnsveitunni, eru á þriðja tug fyrirtækja á sviði raforkuframleiðslu með sólarorku í landinu. Samningar við þrjú þeirra eru í burðarliðnum og aðrir í undirbúningi. Björtustu vonir gera ráð fyrir því að þessi fyrirtæki geti lagt 565 MW inn í kerfið. Hvort þessi áform duga til að tryggja rafmagn allan daginn alla daga, er svo annað mál. Og hvort það dugar fyrir alla - líka 90 prósentin sem hafa ekkert rafmagn, er svo enn önnur spurning. Ein spurning til viðbótar er svo hvenær meirihluti Malava verður svo vel stæður að til greina kæmi að kaupa rafmagn, væri það til reiðu.<br><br> Svo er bara að vona að það rigni duglega yfir regntímann. Ekki bara út af rafmagninu.</p>

05.10.2016Ekki dóttir mín

<p><strong><img src="/media/iceida-media/media/uncategorized/frontboxes/ekkidottirmin.jpg" alt="Ekkidottirmin">Ndyandin Dawara frá Gambíu tók nýlega þá örlagaríku ákvörðun að láta dóttur sína ekki ganga í gegnum það sama og hún sjálf þurfti að þola þegar hún var lítil stelpa, limlestingu á kynfærum sínum, segir í grein á vef UN Women á Íslandi. Þar segir ennfremur:</strong>&nbsp;</p><p><br> &nbsp; "Ég sat námskeið sem styrkt er af UN Women þegar það rann upp fyrir mér hve afleiðingar þessa skaðlega siðar eru hræðilegar. Í fyrstu vissum við ekki hvernig við áttum að ræða um þetta, því að limlesting á kynfærum er mikið feimnismál hér í Gambíu. Sem betur fer er búið að rjúfa þögnina og fyrsta skrefið er að breyta hugarfari fólks. Ég og maðurinn minn erum hjartanlega sammála um að dóttir okkur eigi ekki upplifa það sama og ég. Nú vinnur hann að því að uppræta þennan skaðlega sið með því að fræða karlmenn og stráka um alvarlegar afleiðingar hans," segir Ndyandin bjartsýn. <br> <br> <img class="right" name="ACCOUNT.IMAGE.2592" src="http://files.constantcontact.com/9b19da79001/d6860ee8-eff2-4272-a408-ad2d2c017238.jpg?a=1126041347956" hspace="5" vspace="5"> Ndyandin Dawara er í hópi 75% kvenna í Gambíu sem þurft hafa að þola limlestingu á kynfærum sínum. Heilar kynslóðir kvenna hafa lifað nánast allt sitt líf við sársauka vegna þessa skaðlega siðar, hafa ekki haft völd yfir eigin líkama og skort kynlífslöngun. Þar að auki búa konur við aukna hættu á hvers kyns heilsufarsvandamálum og jafnvel lífshættu. UN Women styrkir námskeiðið sem Ndyandin sótti og er hluti af baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna í Gambíu. Aukin fræðsla og umfjöllun um þennan skaðlega sið hefur orðið til þess að bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í desember 2015. Sú lagabreyting markar tímamót í baráttunni fyrir auknu kynjajafnrétti í Gambíu. <br> <br> Undanfarið ár hafa þrjú hundruð konur setið námskeið UN Women og 64% þeirra mæðra sem sóttu námskeiðið sögðust ekki vilja láta dætur sínar ganga í gegnum það sama og þær þurftu að þola. <br> "Við þurfum að byrja á því að breyta hugarfari fólks," segir Ndyandin, þolandi limlestingar. <br> <br> Til að gera líf kvenna eins og Ndyandin og dóttur hennar betra er hægt að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women á Íslandi. <br> <br>Greinin á <a rel="nofollow" shape="rect" href="https://unwomen.is/index.php/frettir-oklaradh/729-ekki-dottir-min" target="_blank"> vef</a> UN Women&nbsp;</p>

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum