Hoppa yfir valmynd
17.04. 2018 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

Pólitískt andrúmsloft alþjóðasamfélagsins hefur tekið stórfelldum breytingum síðastliðin misseri sem hefur áhrif á stöðu Íslands og þær áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Þetta kallar á stöðugt endurmat á hagsmunagæslu Íslands og hlutverki landsins á alþjóðavettvangi. Hvaða áhrif hefur breytt valdajafnvægi í heiminum á stöðu smáríkis í alþjóðakerfinu?

Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman sérfræðinga og fræðimenn, og ekki síst alla þá sem áhuga hafa á alþjóðamálum á Íslandi, til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum. 

Dagskráin verður fróðleg og fjölbreytt. Umfjöllunarefnin spanna vítt svið alþjóðamála, meðal annars verður rætt um helstu áskoranir Íslands í breyttu öryggisumhverfi, þjóðernishyggju, áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum, norræna módelið, áhrif samfélagsmiðla á grasrótarhreyfingar og alþjóðastjórnmál, svo eitthvað sé nefnt.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norðurlönd í fókus og utanríkisráðuneytið standa fyrir ráðstefnunni "Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?" í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 18. apríl 2018 frá kl. 9:00 til 18:30.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánari dagskrá og skráning á www.ams.hi.is

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum