Hoppa yfir valmynd
01.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Starfsmenn GDC í Kenía í starfsþjálfun á Íslandi

GeoborÍ nýliðnum mánuði voru staddir á Íslandi nítján starfsmenn frá Geothermal Development Company í Kenía. Þeir tóku þátt í starfsþjálfun í tengslum við samstarfsverkefni Íslands og Kenía í jarðhitaþróun. 

Starfsmennirnir hlutu þjálfun á sérfræðisviðum sínum hjá ólíkum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í verkefninu. Þar má nefna ÍSOR, Verkís, Mannvit, Vatnaskil, Matís og Háskóla Íslands. Þjálfunarverkefnin sem unnið var að voru m.a. innleiðing gæðastaðla á rannsóknarstofum, hönnun og rekstur gufuveitna, dreifilíkön fyrir loftmengun og borholumælingar. Verkefni voru sértæk fyrir hvert teymi sérfræðinga og miðuðust við vandamál og verkefni sem þau fást við í störfum sínum í Kenía með það að markmiði að þessu þjálfun nýtist beint við úrlausn og frekari framgang í þróun jarðhita í landinu. 

Hér er um að ræða áhugaverða samstarfstilraun á sviði jarðhitaþjálfunar og töldu hlutaðeigandi að almennt hefði tekist vel til. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum