Hoppa yfir valmynd
06.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Skapa þarf samfélög sem bjóða raunveruleg tækifæri fyrir alla

IDPWD-2016-600x249Ryðja verður burt jafnt áþreifanlegum sem menningarlegum hindrunum til þess að skapa samfélög, sem bjóða upp á raunveruleg tækifæri fyrir alla, alls staðar, sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegum degi fatlaðra síðastliðinn sunnudag, 3. desember. Upplýsingaskrifstofa SÞ, UNRIC, greindi frá.

"Fólk sem býr við fötlun hefur hlutverki að gegna í viðleitni til að ná Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun sem tryggja víðtæka þátttöku. Mikilvægt atriði í svokallaðri áætlun 2030 um sjálfbæra þróun er "að engan beri að skilja eftir," segir í frétt UNRIC.

"Samt sem áður er fólk sem býr við fötlun, of oft útilokað frá því að semja, gera áætlanir og hrinda í framkvæmd stefnumörkun og áætlunum sem hafa áhrif á líf þeirra. Fatlaðir sæta of oft mismunun á vinnumarkaði og hvað varðar aðgang að menntun og annarri þjónustu," sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi. "Við verðum að beisla kraft og kunnáttu þessa hóps til að hanna og þróa viðráðanlegar og frumlegar lausnir til að tryggja jafnrétti fyrir alla," segir Guterres.

Nánar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum