Hoppa yfir valmynd
01.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Landsnefndafundur UN Women haldinn á Íslandi

ForsetaheimsoknÁ dögunum var haldinn landsnefndafundur UN Women hér á landi. Fulltrúar fimmtán landsnefnda um víða veröld ásamt starfshópi höfuðstöðva UN Women frá New York áttu fundi á Suðurlandi í þrjá daga. Farið var yfir aðgerðaráætlanir og stefnumótun í starfi landsnefndanna í starfi þeirra í þágu kvenna og kynjajafnréttis um heim allan.

Af því tilefni tóku Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú á móti fulltrúum UN Women og forsetinn ávarpaði hópinn með hvatningarræðu í tilefni Kvennafrídagsins, sagði frá tímamótum í jafnréttisbaráttunni og minntist þess sérstaklega þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti og þar með fyrsti þjóðkjörni kvenleiðtogi heims.

Þess má geta að Landsnefnd UN Women á Íslandi legg­ur stofnun UN Women til hæsta fjár­fram­lag allra lands­nefnda, óháð höfðatölu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum