Hoppa yfir valmynd
29.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Engin samræmd alþjóðalög til gegn kynbundu ofbeldi

ViolenceagainstwomenÍ 150 löndum er að finna lög þar sem konum og körlum er mismunað og í 63 löndum er slíka mismunun að finna í fleiri en fimm lögum. Í nýlega útgefnum "Atlas" um Heimsmarkmiðin frá Alþjóðabankanum segir að slík kerfisbundin mismunun viðhaldi kynjamun sem birtist meðal annars í því að konur hafi síður en karlar rétt til eigna. Einnig er á það bent að þessi mismunun viðhaldi því órétti að konur vinni ólaunuð heimilisstörf í miklu meira mæli en karlar sem dragi úr efnahagslegri valdeflingu kvenna. Í fimmta heimsmarkmiðinu eru tækifæri til þess að grípa aðgerða til umbreytinga til að takast á við þessi mál og flýta framförum í átt að sterkara hagkerfi, eins og segir í formálanum.

Í tilefni af upphafi sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi rýndi Heimsljós í Atlasinn frá Alþjóðabankanum um fimmta markmiðið - Jafnrétti kynjanna -  en á þessum vef er að finna tölfræðilegar upplýsingar um hvert og eitt markmiðanna sautján.

16dagaSvithjod"Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar," segir orðrétt í undirmarkmiði 5.1. Í Atlasinum segir að útbreiddur kynbundinn lagalegur munur geri konum erfitt fyrir að eiga húseignir, opna bankareikning, stofna fyrirtæki og starfa í tilteknum atvinnugreinum. Þjóðir í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hafi að meðaltali sextán lagabókstafi í tengslum við starfshætti og frumkvöðlastarf sem feli í sér ólík ákvæði eftir því hvort í hlut eigi karl eða kona, í Suður-Asíu séu slík ákvæði í 8 lagagreinum og í 6 lagagreinum meðal þjóða í sunnanverðri Afríku, en færri í öðrum heimshlutum.
Í undirmarkmiði 5.2 segir að a llt ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þar með talið mansal og kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði afnumið. Í Atlasinum segir að lög gegn kynbundnu ofbeldi séu ekki alþjóðleg. "Í 49 löndum eru engin sérstök lög gegn heimilisofbeldi, í 45 löndum eru engin lög gegn kynferðislegri áreitni, og í 112 löndum er nauðgun ekki saknæm innan hjónabands.

Unwomen33Í kafla sem fjallar um að brjóta upp vítahring fátæktar er bent á að aðgengi að menntun og atvinnutækfærum síðar á lífsleiðinni sé oft á tíðum ógnað með snemmbúnu hjónabandi. Þessi atriði eru undirstrikuð í undirmarkmði 5.3 þar sem segir að allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og sköddun kynfæra kvenna, verði afnumdir. Í Atlasinum segir að giftar barnungar stelpur sem hafi hrökklast úr námi skorti of þá þekkingu og færni sem krafist sé í atvinnulífi og þær neyðist því til þess að vinna erfiðari og oft hættulegri störf fyrir lægri laun en ella.

Þá er fjallað í riti Alþjóðabankans um ólaunuð störf og hvernig unnt sé að stuðla að því að deila ábyrgðinni milli kynjanna á slíkum störfum. "Konum verja að jafnaði mun meiri tíma en karlar í ólaunuð heimilsstörf og umönnunarstörf. Í undirmarkmiði 5.3 er nánar kveðið á um þessi atriði en þar segir að "ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviði og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan heimilis og fjölskyldu eins og við á í hverju landi." 

Með vísan í tölfræðilegar upplýsingar um þessi atriði segir Alþjóðabankinn að konur verji að jafnaði milli 13 (Tæland) og 28 (Mexíkó) prósentum af tíma sínum í ólaunuð heimilis- og umönnunarstörf en karlar allt frá 3 (Japan) prósentum upp í 13 (Svíþjóð) prósent. "Þessi ójafna skipting á ábyrgð tengist kynjamun hvað varðar efnahagsleg tækifæri, þar með talið dræma þátttöku kvenna á vinnumarkaði, mismunandi atvinnuþátttöku kynjanna og tekjumun," segir í Atlas Alþjóðabankans um fimmta Heimsmarkmiðið.

Violence Against Women - Facts everyone should know/ UNWomen 
16 WAYS TO END VIOLENCE TOWARDS GIRLS/ PlanInternational 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum