Hoppa yfir valmynd
13.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Minnihluti almennings í heiminum hefur heyrt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

HeimsmhrigurSamkvæmt samantekt um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í heiminum um vitneskju almennings um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa 35 til 45 prósent aðspurðra heyrt um Heimsmarkmiðin. Þetta er niðurstaða samantektar af hálfu DevCom samtaka OECD, tengslahóps kynningarfulltrúa þjóða sem sinna alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Að mati DevCom er samt hæpið að fullyrða að vitneskja um Heimsmarkmiðin jafngildi þekkingu á markmiðunum því skoðanakönnun Glocalities (2016) sem náði til 24 þjóðríkja sýndi að einungis einn af hverjum eitt hundrað kvaðst þekkja Heimsmarmiðin "mjög vel" - og 25% kváðust aðeins þekkja til nafnsins.

Í nýjustu viðhorfskönnun Eurobarometer frá þessu ári þekkir aðeins tíundi hver íbúi Evrópu Heimsmarkmiðin. Um það bil sex af hverjum tíu kváðust hvorki hafa heyrt af markmiðunum né lesið um þau. Um það bil þrír af hverjum tíu kváðust vita af markmiðunum en varla vita nokkuð hvað þau fælu í sér. Hlutfall svarenda sem hafði einhverja hugmynd um Heimsmarkmiðin hafði hækkað um 5% frá könnun 2015. Flestir höfðu heyrt af Heimsmarkmiðunum í Finnlandi (73%), Lúxemborg (62%) og Hollandi (61%) en fæstir í Bretlandi (24%), Kýpur (25%) og Lettlandi (27%).

https://youtu.be/WX8bdIVLvIM

Í samantekt DevCom kemur fram að mikill munur sé á milli landa. Aðeins tveir af hverjum tíu í Þýskalandi og Frakklandi þekktu EKKI til Heimsmarkmiðanna í könnun á síðasta ári en fjórir af hverjum tíu Bretum og Bandaríkjamönnum. DevCom telur hins vegar ríka ástæðu til þess að gjalda varhug við niðurstöðum þessara kannana því rík tilhneiging sé til þess hjá svarendum að ofmeta eigin vitneskju (social desirability bias/ félagslegur æskileiki) um Heimsmarkmiðin.

Engu að síður er það mat DevCom að þekking á Heimsmarkmiðunum fari vaxandi. Samtökin byggja þá staðhæfingu meðal annars á því að bæði í könnunum Eurobarometer og Globescan hafi fleiri heyrt af Heimsmarkmiðunum tveimur árum eftir gildistöku en Þúsaldarmarkmiðunum á sínum tíma.

Í samantekt DevCom er rýnt í ýmsar kannanir sem snúa að öðrum þáttum Heimsmarkmiðanna eins og hvaða markmið almenningur telji mikilvægust, hverjir eigi að bera ábyrgð á innleiðingu markmiðanna og hverjir eigi að greiða fyrir markmiðin.

90% of humanity not aware of Sustainable Development Goals/ GulfNews 
New Survey of Experts Finds Slow Start Towards Sustainable Development Goals/ GlobeScanSustainable development in the European Union: MONITORING REPORT ON PROGRESS TOWARDS THE SDGS IN AN EU CONTEXT

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum