Hoppa yfir valmynd
03.04. 2018 Utanríkisráðuneytið

Fjáröflun fyrir milljónir soltinna og stríðshrjáða í Jemen

Ljósmynd: WFP/ Marco Frattin - mynd

Ein milljón manna bætist í hóp þeirra sem lifa við hungurmörk í Jemen á hverju ári meðan stríðsátök geisa, segir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) í aðdraganda fjáröflunarviðburðar sem haldinn er í Genf í dag á vegum Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórna Svíþjóðar og Sviss. Rúmlega 60% jemensku þjóðarinnar þurfa þegar á matvælaaðstoð að halda, um 18 milljónir manna.

Að mati fulltrúa WPF hafa átökin í Jemen leitt af sér skelfilegt ástand sem birtist í þjáningu og hungri af áður óþekktri stærð. Hvarvetna í landinu er matarskortur, sjúkdómar og fátækt. „Í dag biðjum við alla sem að átökunum koma að stöðva ofbeldið og jafnframt biðjum við öll framlagsríki og veitendur að halda áfram örlæti sínu til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir að enn fleiri fjölskyldur í Jemen verði hungurvofunni að bráð,“ segir Muhannad Hadi svæðisstjóri WFP í Mið-Austurlöndum.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur aukið viðbúnað sinn á þessu ári og nær stuðningurinn til allt að tíu milljóna íbúa auk þess sem samtökin veita stuðning við önnur hjálparsamtök á svæðinu og halda úti neyðarlínu í landinu.

WFP varar við því að heil kynslóð sé í hættu vegna alvarlegrar vannæringar þriggja milljóna barna í landinu auk þess sem þungaðar konur og mæður með börn á brjósti fái ekki nauðsynlega næringu. Þá segir að fimmtungi allra skóla í Jemen hafi verið lokað og nemendurnir, tæplega 2 milljónir, fái því enga formlega menntun. Á þessu ári hyggst WFP bjóða skólamáltíðir fyrir rúmlega hálfa milljón barna.

Fjárþörf WFP á þessu ári í Jemen er 1 milljarður bandarískra dala en heildarfjárhæðin sem Sameinuðu þjóðirnar óska eftir vegna ástandsins í Jemen nemur tæplega þremur milljörðum dala.

2018 Yemen High-Level Pledging Event/ UNOCHA

Yemen Plan of Action 2018-2020/ FAO

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið Sþ: 16 Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum