Hoppa yfir valmynd
15.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Matvælastefna leiðir saman hugsjónafólk og athafnafólk á COP23

Image_16_9_biggerHvernig geta Norðurlöndin tekst á við alþjóðlegar áskoranir eins og matarsóun, ósjálfbært mataræði og minnkandi líffræðilegra fjölbreytni? Þessi stóra spurning var lögð til grundvallar á Norræna matvæladeginum sem haldinn var í síðustu viku í tengslum við yfirstandandi loftslagsviðræðurnar í Bonn.

Á þessum 23. fundi Sameinuðu þjóðanna um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (COP 23) lagði Norræna ráðherranefndin í fyrsta skipti áherslu á matvæli sem lið í alþjóðlegu loftslagsumræðunni.

Á vef um norrænt samstarf segir að skilningur ríki á loftslagstengdum áskorunum. "Á fundinum í ár er megináherslan lögð gagnlegar og nýstárlegar lausnir í samræmi við Parísarsamninginn, og að vinna í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun."

Ennfremur segir í fréttinni:
"Matvælaframleiðsla og neysla hafa mikil áhrif á loftslagið. Staðreyndin er sú að nær þriðjung losunar gróðurhúsalofttegunda má rekja til matvælakerfis heimsins og gerir það mótun matvælastefnu að algeru forgangsmáli. Um leið hafa loftslagsbreytingar alvarleg áhrif á matvælakerfið sem knýr enn frekar á um að framleiðsla matvæla verði sjálfbær. Matvælakerfi heimsins er beint og óbeint tengt hverju og einu sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu þjóðanna sem gerir matvæli að grundvallaratriði í sjálfbærri þróun."

Nánar á vef norrænnar samvinnu/ Norden.orgCOP23: Bonn climate conference/ ODICOP23 Resilience as a Business/ NDF 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum