Hoppa yfir valmynd
01.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun

Verdurheimurinnbetri33Árið 2015 samþykktu leiðtogar heimsins metnaðarfyllstu og stórfenglegustu framtíðaráætlun sem nokkurn tíma hefur komið fyrir augu heimsins. Á fimmtán árum - fram til ársins 2030 - á að uppræta fátækt og hungur. Öll börn eiga að fá góða menntun, berjast á gegn óréttlæti milli karla og kvenna, fátækra og ríkra, borga og landsbyggðar, útrýma á HIV, malaríu og berklum í heiminum. Öll framleiðsla og neysla á að verða sjálfbær og umhverfisvæn.

Þúsaldarmarkmiðin voru fyrsta sameiginlega tilraunin til að gera hnattræna áætlun um þróun. Á tímabilinu 1990 til 2015 átti meðal annars að helminga fátækt, veita öllum börnum tækifæri til að ganga í skóla og draga úr dánartíðni barna um tvo þriðju (hægt er að sjá hvernig gekk á bls. 26-30 í bókinni). 

Þúsaldarmarkmiðin áttu ekki að vera lokamarkmið. Umræður um framhald Þúsaldarmarkmiðanna tóku mörg ár áður en niðurstaðan var endanlega samþykkt í september 2015.

Nýju markmiðin eru enn víðtækari og metnaðarfyllri en Þúsaldarmarkmiðin voru. Nýja áætlunin felur í sér 17 ný markmið og 169 hlutamarkmið sem eiga að nást fyrir árið 2030. Þar er meiri áhersla lögð á hugtakið sjálfbæra þróun og markmiðið er að uppræta fátækt í öllum myndum og að bæta lífskjör fyrir alla íbúa jarðarinnar.

Að samningaferlinu vegna nýju þróunaráætlunarinnar komu fleiri en vegna Þúsaldarmarkmiðanna eða nokkru öðru alþjóðlegu samkomulagi. Samráðsfundir, áköll úr öllum heimshlutum og víðtækar umræður áttu sér stað fyrir opnum tjöldum á meðan á ferlinu stóð. Aldrei áður hafa svo margir tekið þátt í alþjóðlegu ákvarðanaferli.

Engin markmið fjarlægð

Öll þau svið sem Þúsaldarmarkmiðin náðu til eru enn til staðar. Á sviðum þar sem hafa náðst, eins og að helminga fátækt og helminga hlutfall þeirra sem skortir hreint drykkjarvatn, er haldið áfram og stefnt að því að framfarirnar nái til allra íbúa jarðarinnar árið 2030. Á sviðum þar sem árangur hefur náðst en markmiðin ekki náðst að fullu, eru sett fram ný og metnaðarfyllri markmið. Að vísu voru þrjú markmið um heilbrigðismál sameinuð í eitt, en inntak Þúsaldarmarkmiðanna er enn á sínum stað.

Aukin áhersla á sjálfbæra þróun

Undanfarin 25 ár hefur minnstur árangur náðst varðandi sjálfbæra þróun. Eins og kemur fram í kaflanum hér á undan er það einkum varðandi hlýnun jarðar sem ákvarðanataka á heimsvísu hefur brugðist. Á sama tíma og framfarir hafa orðið á félags- og efnahagssviði í flestum löndum og fyrir flest fólk, hafa aðgerðir gegn loftslagsbreytingum verið fjarri því að nægja til að draga úr losun í heiminum. Margir hafa einnig haldið því fram að umhverfismál hafi orðið útundan í Þúsaldarmarkmiðunum, hlutamarkmið séu fá og veik og framsetning óskýr. Þetta er allt öðruvísi í nýju markmiðunum. Sex af sautján markmiðum tengjast sjálfbærri þróun beint og eru mun ítarlegri en áður. Nú er sérstakt markmið um loftslagsbreytingar, eitt fyrir sjálfbærar borgir, eitt fyrir sjálfbær vistkerfi á landi og eitt fyrir lífkerfi hafsins og að auki sérstakt markmið sem snýr að sjálfbærri neyslu.

Aukin áhersla á misskiptingu

Í almennri umræðu um hnattræna þróun hefur lítið verið fjallað um misskiptingu - sem hindrun í vegi þróunar, orsök fátæktar og annarra vandamála, og sem sjálfstætt vandamál. Nú er aukinn jöfnuður, jafnt innanlands sem milli landa, í fyrsta sinn gerður að opinberu markmiði.

Meiri áhersla á orsakir fátæktar og hagvaxtarbrests

Nýju markmiðin fela í sér, auk heildarsýnar um hversu langt við ætlum að hafa náð eftir 15 ár, skýr markmið þar sem bent er á hvernig á að ná þeim. Eða öllu heldur, markmið sem beinast að því að sigrast á hindrunum í vegi þróunar. Þau snúast um góð störf og hagvöxt, fjárfestingar í nauðsynlegum innviðum en einnig ójöfnuð. Þetta er sömuleiðis nýnæmi. Áður var litið á mörg þessara sviða sem möguleg verkfæri til að ná markmiðunum.

Verður heimurinn betri? (rafbók) 
SDG - 17 Goals to Transform the World/ Sameinuðu þjóðirnar 
SDG Advocates: Why we should care about the Global Goals/ UNSDNHow do you explain the SDGs to children?/ UNRICBorðspilið Go-Goals 
INTRODUCE THE GLOBAL GOALS/ WorldLargestLesson 

Skólavefur Félags Sameinuðu þjóðanna 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum