Hoppa yfir valmynd
12.01. 2018 Utanríkisráðuneytið

Stuðningur Íslands við konur og börn á flótta

Ísland leggur sitt af mörkum til valdeflingar flóttakvenna og flóttabarna, segir á sérstöku vefsvæði hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þar sem birt er samantekt á íslensku um samstarf Íslendinga og UNHCR. „Vissir þú að konur og stúlkur eru um helmingur allra flóttamanna, vegalauss fólks innan eigin lands eða ríkisfangslausra? Konur og börn á flótta, sem njóta ekki verndar innan heimila sinna, eru í sérstakri hættu, þ.m.t. að verða þolendur kynferðisofbeldis. Þær sem eru einar, þungaðar, fatlaðar, aldraðar eða einu fyrirvinnur heimilis síns eru sérstaklega berskjaldaðar,“ segir í textabroti.

„Þess vegna vinnur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að því að styðja og efla vegalausar konur og stúlkur, þökk sé rausnarlegum styrktaraðilum eins og ríkisstjórn Íslands. Árið 2016 var Ísland sjöundi stærsti styrktaraðili Flóttamannastofnunar SÞ miðað við höfðatölu. Frá 2017 hefur Ísland einnig lagt til fjármagn sem ekki er eyrnamerkt sérstaklega, sem er afar mikilvægt Flóttamannastofnun SÞ svo hægt sé að veita samfellda og tafarlausa aðstoð þar sem hennar er mest þörf, þar með talin verkefni þar sem undirfjármögnun eykur á hættuástand.“

Á vefsvæðinu er rakin eftirfarandi þrjú dæmi um aðstoð Íslendinga í þágu flóttakvenna og flóttastúlkna um allan heim.

Búrkínó Fasó

Aðstoð við konur að endurbyggja lífsafkomu sína, er yfirskrift kaflans frá Búrkína Fasó. „Í nóvember 2017 höfðu um 133.000 flóttamenn frá Malí flúið undir átökum í Norður-Malí, til nágrannaríkja (57.000 til Níger, 52.000 til Maritaníu og 24.000 til Búrkína Fasó). Í Búrkína Fasó eru margir að reyna að jafna sig á þeim erfiðleikum sem fylgja flótta í annarri af tveimur flóttamannabúðum á Norður-Sahel svæðinu. Verkefni sem nýtur stuðnings Flóttamannastofnunar SÞ færir saman vefnaðarkunnáttu Tuareg-flóttakvenna og gefur tekjur sem ekki veitir af. Hadija, 27 ára malísk þriggja barna móðir, vinnur að handgerðum ofnum lömpum á vefstofu Tuareg-kvenna í Goudcubo-flóttamannabúðunum í Búrkína Fasó. Í Malí vann Hadija við að vefa hefðbundnar körfur. Hér fær hún þjálfun, aðstöðu og hráefni til að búa til og selja vörur sínar. „Ég er ekki ánægð með að hafa þurft að yfirgefa heimili mitt, en hér hef ég þó fundið frið,“ segir hún.

Jórdanía

Kaflinn um Jórdaníu ber yfirskriftina: Aðstoð við mæður að vernda fjölskyldur sínar. „Í Jórdaníu hefur stuðningur Íslands gert Flóttamannastofnun SÞ kleift að veita varnarlausum sýrlenskum flóttamönnum beinan fjárhagsstuðning til að borga leigu og aðrar lífsnauðsynjar. Það hjálpar mæðrum eins og Boudoor að veita börnunum sínum sjö skjól. Boudoor getur séð þeim fyrir öruggum samastað vegna þeirrar fjárhagsaðstoðar sem hún fær í hverjum mánuði frá Flóttamannastofnun SÞ. „Ég veit ekki hvað við myndum gera ef við fengjum ekki fjárhagsaðstoðina – ég get ekki einu sinni ímyndað mér það,“ segir hún.“

Tsjad

„Sjálfstæði kvenna eflt“ er fyrirsögnin á kaflanum um Tsjad. „Í Tsjad veitir landbúnaðarverkefni Flóttamannastofnunar SÞ konum valdeflingu með því að gefa súdönskum flóttakonum eins og Biney það sem þær þurfa til þess að rækta sína eigin uppskeru. Í dag er hún ein af 462 bændum – aðallega konum – sem taka þátt í verkefninu í þorpinu hennar. „Með því litla sem ég þéna á að selja hluta uppskerunnar get ég hugsað um (börnin mín) og þau geta einbeitt sér að lærdómnum,“ segir Biney. Frá því að verkefnið hófst síðla árs 2014 hefur það hjálpað meira en 5.000 flóttamönnum og 3.000 Tsjödum á þessu eina svæði og hjálpað þessum tveimur samfélögum að lifa saman í sátt og samlyndi um leið og sjálfstæði kvennanna er eflt.“

Sjá nánar á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum