Hoppa yfir valmynd
08.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Börn í meirihluta þeirra Róhingja sem koma í flóttamannabúðir í Bangladess

Savethechildrenheimsoknrohingja"Helle Thorning-Schmidt framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children International hélt fyrir stuttu til Bangladess til að kynna sér ástandið í flóttamannabúðum Róhingja sem flúið hafa ofsóknir og grimmdarverk gegn þeim í Mjanmar. Nærri 600 þúsund Róhingjar hafa komið í búðirnar síðan í ágúst. Þetta er mesti flóttamannavandi í heimi frá því þjóðarmorðin áttu sér stað í Rúanda árið 1994," segir í frétt á vef Barnaheilla, Save the Children á Íslandi.

Þar segir ennfremur:"Meira en helmingur þeirra sem komið hafa í flóttamannabúðirnar eru börn. "Það eru börn alls staðar, að leika sér í drullunni, berfætt og fáklædd. Fjölskyldur hafa komið allslausar og búa í frumstæðum skýlum. Allar aðstæður eru mjög bágbornar og gróðrarstía fyrir alvarlega smitsjúkdóma.

Skortur er á hreinu vatni og fólk hefur enga möguleika á að sjá sér fyrir nauðþurftum og er því algjörlega háð utanaðkomandi aðstoð. Í það minnsta 50.000 börn þjást af vannæringu. Mörg börn eru ein á ferð og í mikilli þörf fyrir vernd.

Barnaheill - Save the Children reka öflugt starf í Bangladess sem hefur auðveldað hraða uppbyggingu hjálparstarfs. Á tveggja mánaða tímabili hefur starfsmönnum í flóttamannabúðunum fjölgað úr 15 í 150."

Nánar á vef Barnaheilla

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum