Hoppa yfir valmynd
15.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Neyðarsöfnun UN Women stendur sem hæst

https://youtu.be/PVxz0BtUVb8 Neyðarsöfnun Landsnefndar UN Women í þágu kvenna í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu stendur nú sem hæst. Birt hafa verið nokkur áhrifamikil kvikmyndabrot úr ferð fulltrúa UN Women með Elizu Reid forsetafrú og Evu Maríu Jónsdóttur verndara samtakanna. Hér er eitt þeirra sem sýnir Elizu Reid hitta 18 ára stúlku, Zaad Alkhair, sem missti bróðir sinn í stríðinu í Sýrlandi. Zaad kenndi sjálfri sér ensku eftir að hún komst í kynni við griðastaði UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum.

Kon­ur og bön eru um 80% íbúa í Za­at­ari-flótta­manna­búðunum í Jórdan­íu og eiga þar erfitt upp­drátt­ar. Flest­ar kon­ur í búðunum eru margra barna mæður sem sár­lega þurfa vernd, ör­yggi og stuðning til að koma und­ir sig fót­un­um á ný.

UN Women á Íslandi hef­ur hrint af stað neyðarsöfn­un fyr­ir kon­ur og stúlk­ur frá Sýr­landi sem dvelja í flótta­manna­búðunum að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Um 80 þúsund Sýr­lend­ing­ar dvelja í Za­at­ari-búðunum eft­ir að hafa flúið stríðsátök og of­beldi í heimalandi sínu. Búðirn­ar eru þær næst­stærstu í heim­in­um og jafn­framt fjórða fjöl­menn­asta borg Jórdan­íu.
Nánar á vef UN Women 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum