Hoppa yfir valmynd
06.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Nýr samningur við WoMena um fræðslu til skólastúlkna í Buikwe

https://vimeo.com/175365559 Sendiráð Íslands í Kampala hefur endurnýjað samning við dönsku samtökin WoMena um áframhaldandi stuðning við stúlkur í fiskiþorpum Buikwe héraðs í Úganda. Nýi samningurinn er til tveggja ára.

Samtökin hafa það að markmiði að efla kynheilbrigði ungmenna. Samtökin vinna að því að opna umræðu um blæðingar og veita skólastúlkum fræðslu um auðvelda og viðeigandi stjórnun blæðinga. Kynning á álfabikarnum er hluti af þeirri fræðslu.

WoMena segir í frétt um samninginn að margar stúlkur í fiskiþorpum í grennd við Viktoríuvatn ná ekki að ljúka námi vegna hárra skólagjalda. Einnig flosni þær upp frá námi sökum kostnaðar sem er tilkominn vegna blæðinga. Þá skorti stúlkunum upplýsingar um blæðingar og hvaða lausnir standi þeim til boða á því tímabili.

Samkvæmt samningnum koma 35 kennarar til með að fá sérstaka þjálfun á næsta ári á þessu sviði. Þeir munu síðan fræða 1400 stelpur á aldrinum 13-19 ára í fjórum framhaldsskólum um kynþroskaskeiðið, blæðingar og hvernig nota eigi álfabikarinn og endurnýjanleg dömubindi. Ári síðar fá 300 stelpur til viðbótar í 14 grunnskólum fræðslu um þessi mál. Fram kemur í frétt WoMena að bæði stelpur og strákar komi til með að fá að hluta til sömu fræðslu þannig að allir nemendur í skólum viti hvað gerist hjá stelpum þegar þær verða kynþroska. 

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum