Hoppa yfir valmynd
05.03. 2018 Utanríkisráðuneytið

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja

Norrænu þjóðirnar raða sér í efstu sæti Lýðræðisvísitölunnar fyrir árið 2017 og skipa fjögur af fimm efstu sætunum. Norðmenn tróna á toppnum, Íslendingar eru í öðru sæti og Svíar í þriðja. Eina þjóðin utan Norðurlanda í efstu sætum er Nýja-Sjáland í fjórða sæti, sjónarmun ofar en Danir í fimmta sæti. Vísitala lýðræðis er tekin saman árlega af hagfræðideild The Economist.

Samkvæmt þessari nýju lýðræðisvísitölu er lýðræði ekki í sókn í heiminum því niðurstöðurnar sýna þvert á móti mestu hnignun lýðræðis í fjölda ára, eða frá efnahagskreppunni á árunum 2010 til 2011. Sérstaka er talið að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja eins og sjá í meðfylgjandi myndbandi.

Vestur-Afríkuríkið Gambía fær sérstaka umfjöllun í skýrslunni fyrir mestu umbætur í lýðræðisátt á síðasta ári en þar voru haldnar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar um langt árabil og einræðisherranum Yahya Jammeh steypt af stóli.

Lýðræði er metið samkvæmt vísitölu The Econmist Intelligence Unit út frá fjölmörgum þáttum. Vísitalan nær til 156 ríkja sem skipt er upp í fjóra flokka, allt frá fullu lýðræði niður í harðstjórn. Skýrsluhöfundar segja að þótt um það bil helmingur jarðarbúa búi við einhverskonar lýðræði njóti aðeins 4,5% íbúa jarðarinnar fulls lýðræðis. Þessi tala var í 8,9% árið 2015. Meginástæðan fyrir þessari lækkun er sú að Bandaríkin hafa fallið um flokk, úr fullu lýðræði í það sem vísitalan nefnir „gallað lýðræði“ (flawed domocracy). Önnur vestræn ríki sem hafa fallið niður í þann flokk eru Frakkland og Ítalía.

Fram kemur í skýrslunni að þriðjungur jarðarbúa búi við harðstjórn. Minnst lýðræði er í Norður-Kóreu en önnur ríki í fimm neðstu sætunum eru Sýrland, Tjad, Miðafríkulýðveldið og Lýðræðislega lýðveldið Kongó.

Nánar

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum