Hoppa yfir valmynd
01.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Börn fædd í Afríku helmingur allra barna í heiminum í lok aldar?

BarnagrafafricaHvergi í heiminum eru börn hlutfallslega jafn mörg og í Afríkuríkjum. Þar eru börn 47% allra íbúa. Fjölgun barna í álfunni hefur verið gífurleg á síðustu áratugum. Árið 1950 voru börn 110 milljónir í þessum heimshluta eða rétt ríflega 10% af öllum börnum i heiminum. Nú eru þau fimmfalt fleiri og samkvæmt nýjustu tölum eru börn í Afríku alls 580 milljónir talsins, fjórum sinnum fleiri en öll börn í Evrópu - og 25% allra barna í heiminum.

Frá þessu greinir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna - Generation 2030, Africa 2.0. Í skýrslunni segir að á árabilinu frá 2016 til 2030 sé reiknað með að börnum fjölgi um 170 milljónir og íbúafjöldi álfunnar verði 750 milljónir. Þegar horft er lengra inn í framtíðina blasir við að árið 2055 verði Afríka heimkynni eins milljarðs barna, eða 40% allra barna í heiminum. Og þegar reiknað er enn lengra inn í framtíðina er líkum leitt að því að helmingur allra barna verði í lok aldar afrísk.

"Mikil fjölgun barna í Afríku endurspeglar íbúafjölgun álfunnar sem kemur til með að tvöfaldast frá því núna og fram á miðja öldina. Á þessu tímabili fjölgar íbúum Afríku um 1,3 milljarð og íbúafjöldinn verður kominn í 2,5 milljarða árið 2050," segir í skýrslunni en tölurnar eru byggðar á reiknilíkönum um frjósemi í álfunni frá UN Population Division. Þar er tekið mið af horfum á minnkandi frjósemi í Afríku á næstu árum og spám um frjósemi í öðrum heimshlutum.

Generation2030Skortir ellefu milljónir lækna, hjúkrunarfólks og kennara
Afríkuþjóðir þurfa vegna fjölgunar barna ellefu milljónir nýrra lækna, hjúkrunarfólks og kennara til að afstýra "félagslegum  og efnhagslegum hörmungum" sem gætu leitt til flóðbylgju farandfólks, að því er fram kemur í skýrslunni.

Dividend or Disaster: UNICEF's new report into population growth in Africa/ UNICEFWanted: 11 million professionals to save Africa from "disaster"/ Reuters 

Skýrsla UNICEF


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum