Hoppa yfir valmynd
08.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Stríð & hungur

ConflicthungerVopnuðum átökum fjölgar og þau verða sífellt flóknari. Átök torvelda baráttuna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Átök eru líka meginástæða hungurs í heiminum því rúmlega helmingur allra þeirra sem eru á barmi hungursneyðar er fólk á átakasvæðum, milljónir íbúa í Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen. Á sama tíma kyndir hungrið undir átök - og leiðir til langvarandi misklíðar og deilna um land, búfénað og aðrar eigur.

Eitthvað á þessa leið hefst kynning á athyglisverðu málþingi norrænunar skrifstofu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í Kaupmannahöfn 16. nóvember næstkomandi með yfirskriftinni "Átök & hungur" og fjallar um tengslin á milli hungurs, átaka, flóttafólks og friðar. Meðal sérfræðinga í pallborði eru fulltrúar dönsku kirkjunnar, Alþjóðastofnunar Dana (DIIS), Alþjóðastofnunar um fólksflutninga (IOM) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).

Umræðurnar fara fram á ensku - þessu er sérstaklega beint til ykkar sem eigið leið um Kaupmannahöfn um þetta leyti og aðra þá sem hafa tök á því að fara á málstofuna.

Skráning hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum