Hoppa yfir valmynd
29.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Heimsmarkmiðin á forsíðunni á nýjum vef stjórnarráðsins

Heimsmarkmidforsida"Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030," segir á forsíðunni á vef stjórnarráðsins. 

Þar segir enn fremur: "Áætlun þessi er framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Ljóst er að útrýming fátæktar í öllum sínum myndum og umfangi, að meðtalinni sárafátækt, er stærsta verkefnið á heimsvísu og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun. 

Öll lönd og allir haghafar munu, í gegnum samstarfsverkefni, hrinda þessari áætlun í framkvæmd. Við ásetjum okkur að losa mannkynið undan ánauð fátæktar og að græða jörðina og auka öryggi hennar. Við einsetjum okkur að stíga afgerandi skref til breytinga sem nauðsynleg eru í því skyni að koma veröldinni á braut sjálfbærni og auka viðnámsþol hennar. Þau 17 markmið sjálfbærrar þróunar og 169 undirmarkmið, sem sett eru fram í skjali þessu, vitna um umfang þessarar nýju, altæku og metnaðarfullu áætlunar. 

Með markmiðunum er leitast við að byggja á þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ljúka því sem ekki náðist með þeim. Með þessum markmiðum er leitast við að tryggja öllum mannréttindi og ná fram kynjajafnrétti og efla vald kvenna og stúlkna. Þau eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. 

Vefur stjórnarráðsins 
OECD and the Sustainable Development Goals: Delivering on universal goals and targets 
Implementation of #SDGs calls for further mobilization with more concrete actions/ UNRIC 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum