Hoppa yfir valmynd
23.03. 2018 Utanríkisráðuneytið

Börn þroskast hvarvetna með svipuðum hætti ef grunnþörfum er fullnægt

Heilbrigð börn þroskast á ótrúlegan svipaðan hátt óháð búsetu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gengur í berhögg við ríkjandi kenningar um þroskaferil barna. Í skýrslu sem birtist í læknatímaritinu the Lancet er komist að þeirri niðurstöðu að helstu þroskaþrep ungbarna eru í meginatriðum þau sömu óháð því hvar barnið er uppalið.

Rannsóknin var viðamikil og náði til fjölda barna þriggja ára og yngri í fjórum ólíkum þjóðríkjum – Argentínu, Indlandi, Suður-Afríku og Tyrklandi. Höfundar greinarinnar segja, samkvæmt frétt The Guardian, að með því að nota alhliða tæki við mælingar á þroska barna hafi þeim tekist að yfirstíga helstu hindrun í greiningu barna í lág- og meðaltekjuríkum, þ.e. skort á áreiðanlegum upplýsingum.

Fyrri rannsóknir á þessu sviði gáfu til kynna að þroskaþrep barna væru ólík eftir kyni og menningu. Skýrsluhöfundar segja að þær rannsóknir hafi ekki gefið heilsu barna nægan gaum og ekki heldur heilsufarslegum áhrifum á þroska barna.

Rannsóknin er hluti af vaxandi áhuga í fátækjum ríkjum á þroska barna. „Þessar óvæntu vísbendingar segja okkur að vænta megi þess að börn í lág- og meðaltekjuríkjum þroskist eðlilega svo fremi að þau fái fullnægt grunnþörfum sínum hvað varðar næringu, öryggi og örvun,“ er haft eftir Dr Roopa Srinivasan, einum greinarhöfunda.

Rannsóknin í The Lancet

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum