Hoppa yfir valmynd
11.10. 2017 Utanríkisráðuneytið

Leitað að nýjum ungleiðtogum

Edda_Hamar_YoungLeaders_Gif5Sameinuðu þjóðirnar leita að framúrskarandi ungu fólki til að verða "Ungleiðtogar fyrir Heimsmarkmiðin". Samkvæmt frétt UNRIC verður  n æsta mánuðinn tekið við tilnefningum um ungt fólk sem hefur tekið forystu í að berjast fyrir Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem felast meðal annars í baráttu gegn fátækt, loftslagsbreytingum og ójöfnuði.

Valdir verða 17 ungleiðtogar fyrir hin jafnmörgu Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og munu þeir vinna við hlið sérstaks erindreka ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum, Jayathma Wickramanayake.

Ungleiðtogaátakið (The Young Leaders programme) beinir kastljósi að ungu fólki á aldrinum 18 til 30 ára alls staðar að úr heiminum. Hlutverk ungleiðtoganna er að virkja ungt fólk í viðleitni til að ná Heimsmarkmiðunum.  

Fram kemur í frétt UNRIC að Edda Hamar, íslensk kona sem alin er upp í Ástralíu, hafi verið meðal fyrstu 17 leiðtoganna sem voru valdir fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september 2016. 

"Nýr hópur ungleiðtoga verður valinn árlega þangað til 2030 þega Heimsmarkmiðunum á að vera náð. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og rennur frestur út 3. nóvember 2017. Senda má inn tilnefningu hér en skilyrði er að viðkomandi sé á aldrinum 18 til 30 ára fyrir 31.  desember 2017."

Frétt UNRIC

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum