Hoppa yfir valmynd
08.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Nýjar viðmiðunarreglur samþykktar á DAC fundi um innanlandskostnað vegna flóttamanna

OecdlogoÞróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, samþykkti í síðustu viku á fundi háttsettra embættismanna í París nýjar viðmiðunarreglur um það hvaða kostnað vegna flóttamanna framlagsríki geta talið fram sem framlög til þróunarsamvinnu. María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu og Pálína Björk Matthíasdóttir sendiráðsritari í sendiráði Íslands í París tóku þátt í fundinum fyrir Íslands hönd.

Í DAC nefndinni eiga sæti fulltrúar þrjátíu framlagsríkja og hlutverk DAC er meðal annars að setja reglur um það hvaða kostnað má flokka sem framlög til þróunarsamvinnu (ODA). DAC nefndin starfar allan ársins hring og vinnur meðal annars að jafningjarýni eins og þeirri sem birt var fyrr á þessu ári um íslenska þróunarsamvinnu. Fundir háttsettra embættismanna eru að jafnaði haldnir á tveggja ára fresti og breytingar á reglum þurfa samþykki allra fulltrúanna.

Miklar umræður hafa verið síðustu misserin innan DAC og meðal framlagsríkja um það hvaða kostnað megi telja til framlaga til þróunarmála og hvað ekki, bæði í þróunarríkjunum þar sem 86% flóttamanna hafa leitað skjóls frá hörmungum heima fyrir, en ekki hvað síst í þróuðu ríkjunum, framlagsríkjunum sjálfum. Á fundinum í París var samþykktur ítarlegur listi yfir þann kostnað sem telja má fram sem ODA-kostnað. Þar gilda fyrri viðmið um að stuðning við flóttafólk fyrsta árið í gistiríki, frá því umsókn berst, megi reikna sem framlög til þróunarsamvinnu. Hins vegar voru tekin af öll tvímæli um að kostnaður við landamæraeftirlit, miðstöðva hælisleitenda, flutning hælisleitenda til upprunalands og allur kostnaður vegna þeirra flóttamanna eða hælisleitenda sem fá synjun eða er "í bið" eftir að fara til annars lands, fellur EKKI undir framlög til þróunarsamvinnu.

Á Parísarfundinum var ennfremur rætt um viðbrögð við flóttamannavandanum og hvernig ber að tryggja að smáríki sem eru þróunarríki fái nægilegan stuðning til þess að ná Heimsmarkmiðum SÞ. Þá voru samþykkt skjöl um framtíðarsýn og hlutverk nefndarinnar.

DAC HIGH LEVEL COMMUNIQUÉ: 31 OCTOBER 2017 
OECD DAC clarifies rules on in-donor aid spending for refugees/ Devex 
6 highlights from the DAC's high-level meeting on aid rules/ Bond 
Aid donors met to discuss how to change the rules; here is what happened/ ONE 
Donor club set to snub Britain on Caribbean "aid"/ IRINHistoric change to aid rules allows use of funding when lives are at stake/ TheGuardian 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum