Hoppa yfir valmynd
15.01. 2018 Utanríkisráðuneytið

Karlar eru veikara kynið

Vísindin sanna það sem konur hafa alltaf sagt: karlar eru veikara kynið. Þannig hljómar fyrirsögn á vefsvæði The Guardian um þróunarmál sem birtist í dag. Þar segir að rannsóknir hafi sýnt að konur séu líklegri en karlar til að þrauka á tímum hungursneyða og farsótta. Dæmi eru meðal annars nefnd frá tveimur mislingafaröldrum á Íslandi á nítjándu öld.

Í fréttinni segir að lengi hafi verið á allra vitorði að lífslíkur kvenna séu meiri en karla en nú hafi vísindaleg greining á sögulegum gögnum 250 ár aftur í tímann leitt í ljós að konur hafi til dæmis orðið eldri á þrælaökrum í Trínídad, á tímum hungursneyða í Svíþjóð og í mislingafaröldrum á Íslandi, árin 1846 og 1882.

Rannsóknargögn vísindamanna við Duke háskólann í Norður-Karólínu tóku til sjö ólíkra hópa sem áttu það sameiginlegt að lífslíkur þeirra voru minni en tuttugu ár. Í ljós kom að þótt dánartíðni beggja kynja væri há urðu konur að jafnaði eldri en karlar. Munurinn nam allt frá sex mánuðum upp í fjögur ár.

 

Sjá nánar greinina í The Guardian

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum