Hoppa yfir valmynd
29.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra í Bangladess

OproppeÓttarr Proppé starfandi heilbrigðisráðherra er í Bangladess í fylgd fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) að kynna sér aðstæður flóttafólks og heimsækja flóttamannabúðir Róhingja í landinu. 

Hundruð þúsunda Róhingja hafa flúið þjóðernishreinsanir hersins í nágrannaríkinu Mjanmar síðustu mánuði. Í vikubyrjun hitti hann aðstoðar utanríkisráðherra í Dhaka, höfuðborg Bangladess, og ræddi við hann um nýtt samkomulag á milli Bangladess og Mjanmar um að flóttafólki verði heimilt að snúa aftur heim. Fréttastofa RÚV segir að Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af því að öryggi og mannréttindi flóttafólksins séu ekki tryggð með samkomulaginu.

Í Fésbókarfærslu á sunnudag sagði Óttarr: "Það þarf aðkomu alþjóðasamfélagins að því að finna lausn sem tryggir fólki öryggi, mannréttindi og mannsæmandi framtíð. Við heimsækjum stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossinn og vonandi fleiri sem vinna mikið starf við mjög erfiðar aðstæður. Þau bjarga mannslífum og gera kraftaverk á hverjum degi en það þarf mikið meira til."

Í gær skrifaði Óttarr á Fésbók:"Er loks kominn suður til Cox's Bazar í suðaustur Bangladesh næst landamærum Myanmar. Það er hér sem mesta neyðarhjálparstarfið fer fram en hundruð þúsunda Rohingya hafast við á þessu svæði í misformlegum búðum við mjög erfiðar aðstæður. Það er sérstakt áhyggjuefni hve gríðarlega stór hluti hópsins eru börn.
Ferðin er farin í samvinnu við Unicef á Íslandi og eftir þeirra skipulagi. Það auðveldar aðgang að svæðum og innsýn inn í þeirra starf og annarra stofnana Sameinuðu þjóðann a. Til þess að fyrirbyggja misskilning sem virðist hafa komið upp þá vil ég koma því skýrt fram að auðvitað ber Unicef engan kostnað af mínum ferðum. Ég er hér á eigin vegum þó ég fái að fylgja þeim.

Í dag vorum við í höfuðborginni Dhaka og þar hitti ég Shahriar Alam undirráðherra utanríkismála í Bangladesh. Við ræddum alvarleika flóttamannamálsins og ástandsins í Myanmar. Hann ítrekaði hvað það væri mikilvægt að njóta aðstoðar alþjóðasamfélagsins við þetta risaverkefni. Hann var vel meðvitaður um þátt litla Íslands, þakkaði og bað fyrir kveðjur. Það var ekki laust við að bráðnaði aðeins hjarta í þessum bráðum fyrrverandi ráðherra. Ást og friður!"

In Bangladesh refugee camps, the nascent Rohingya insurgency commands support and sows fear/ IRIN-UNHCR Rohingya refugee returns must meet international standards-Myanmar: UN experts request exceptional report on situation of women and girls from northern Rakhine State/ OHCHR 
Timeline: Looking Back at the Rohingya Refugee Crisis/ Læknar án landamæra 

Reading between the lines of the Bangladesh-Myanmar MOU, eftir Jim Della-Giacoma 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum