Hoppa yfir valmynd
08.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Ill meðferð á börnum opinberuð í tölfræðigögnum UNICEF

AfamiliarfaceBarnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vekur athygli á útbreiddu ofbeldi í garð barna hvarvetna í heiminum í nýrri skýrslu þar sem megin niðurstöðurnar eru þær að þrjú börn af hverjum fjórum hafa upplifað ofbeldi. 

Aðrar athyglisverðar niðurstöður eru þessar:

  • Um það bil 300 milljónir barna í heiminum á aldrinum, tveggja til fjögurra ára, eru beitt líkamlegum refsingum eða hreytt í þau ónotum af foreldrum eða öðrum sem treyst hefur verið fyrir börnunum.
  • Tæplega 130 milljónir nemenda, 13 til 15 ára hafa orðið fyrir einelti.
  • Á hverri sjöundu mínútu er unglingur myrtur. Árið 2015 létust 82 þúsund unglingar vegna ofbeldisverka.
  • Yfir 700 milljónir barna á skólaaldri, 6-17 ára, búa í löndum þar sem líkamleg refsing er ekki bönnuð.
  • Fimmtán milljónir stúlkna hafa við nítján ára aldur upplifað kynferðislega nauðung, meðal annars nauðgun - í flestum tilvikum af geranda sem þær þekkja.
  • Samkvæmt gögnum UNICEF frá 30 þjóðríkjum hefur aðeins 1% stúlkna leitað til fagaðila eftir kynferðislegt ofbeldi.


Skýrslan nefnist A Familiar Face: Violence in the Lives of Children and Adolescents.

Að mati UNICEF dregur ofbeldi í garð barna, fyrir utan ónauðsynlegan sársauka og þjáningu sem það veldur, úr sjálfsöryggi þeirra og truflar eðlilegt þroskaferli. Tölfræðin sem dregin er saman í skýrslu samtakanna sýnir að börn verða fyrir ofbeldi á öllum tímum bernskunnar, á ólíkum stöðum, og oftast af hendi þeirra sem þau treysta og hafa samskipti við dag hvern. Litið er á ofbeldi í hvaða formi sem því er beitt sem brot á réttindum barna. UNICEF segir að fyrsta skrefið til þess að útrýma ofbeldi gegn börnum sé með því að draga fram tölfræðilegar staðreyndir.

UNICEF Report: 300 Million Cases Of Violence Against Children Ages 2 To 4/ NPR 

Violence against children pervasive in homes, schools and communities - UNICEF 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum