Hoppa yfir valmynd
01.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Íslendingar í efsta sæti nýrrar vísitölu um konur, frið og öryggi

RankingNý alþjóðleg vísitala um konur, frið og öryggi (WPS) sýnir mikinn svæðisbundinn og alþjóðlegan mismun á velferð kvenna í heiminum en jafnframt víðtækan skort á kyngreinanlegum gögnum um lykilþætti. Samkvæmt vísitölunni eru Íslendingar í efsta sæti listans, Norðmenn og Svisslendingar sjónarmun á eftir. Í neðstu sætunum eru Sýrland, Afganistan og Jemen og þar búa konur við minnst öryggi, bæði innan og utan heimilis.

Nýja vísitalan er gefin út af hálfu Sameinuðu þjóðanna en þróuð af Georgetown Institute for Women, Peace and Security (GIWPS) og Friðarrannsóknarstofnuninni í Osló (PRIO).

WPS vísitalan mælir með víðtækari hætti en áður hefur verið gert velferð kvenna með áherslu á frið og öryggi. Undirliggjandi gögn ná til 153 ríkja og 98% jarðarbúa. Á sérstökum vef um nýju vísitöluna má sjá nákvæmar upplýsingar um hvert og eitt land.

Women, Peace, and Security Index 
Regional, global gaps magnified in first index to monitor women, peace, and security/ Devex 
Security Council debate on 'women, peace and security' spotlights prevention and gender equality links/ UNNewsCentre

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum