Hoppa yfir valmynd
06.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Íslensk kvikmynd um hælisleitanda sýnd á Sundance

AndidedlilegaÍslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni á hinni virtu  Sundance kvikmyndahátíð í Park City í Bandaríkjunum í janúar. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar. Þetta er í annað skipti sem íslensk mynd er valin í aðalkeppni hátíðarinnar.

Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo.

Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum.

Andið eðlilega er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd. Áður hefur hún leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011.
Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í febrúar 2018.

Nánar 
AND BREATHE NORMALLY selected for Sundance/ IcelandicFilmCentre

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum