Hoppa yfir valmynd
23.01. 2019 Utanríkisráðuneytið

Áslaug Arna og Logi kynna sér þróunarstarf í Malaví

Ágústa Gísladóttir, sendifulltrúi Íslands í Malaví, Magdalena Schroder, þingkona Svíþjóðar, Atupele Muluzi heilbrigðisráðherra Malaví, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Anders Österberg, þingmaður Svíþjóðar, Merethe Scheelsbeck, þingkona Danmerkur og Logi Einarsson.  - mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, og Logi Einarsson, annar varaformaður í utanríkismálanefnd, eru nú stödd í Malaví í heimsókn sem er meðal annars skipulögð af Bill & Melinda Gates-stofnunarinnar, The Global Fund, GAVI og UNICEF. Tilgangur ferðarinnar er að sjá afrakstur alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Malaví á sviði heilbrigðismála, en þingmenn frá Danmörku og Svíþjóð eru einnig með í för. Áslaug Arna og Logi halda síðan til ferðinni áfram til Mangochi héraðs á morgun þar sem þau munu skoða þau verkefni sem unnið er að í tvíhliða þróunarstarfi Íslands í héraðinu. 

Áslaug Arna hefur fjallar ítarlega um ferðina og verkefni alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands í Malaví á Instagram-síðu sinni. Þá var eining fjallað um heimsóknina í malavíska blaðinu The Daily Times í morgun. Þar segir að norrænu þingmennirnir hafi lagt áherslu á valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti á fundum sínum með ráðherrum Malaví í gær. Haft er eftir Áslaugu Örnu að á þó svo að miklar framfarir séu í heilbrigðismálum í ríkinu sé hröð fólksfjölgun enn stór áskorun. 

Heimsljós fjallaði um það nýverið að íbúum í Malaví hafi fjölgað um 35 prósent á síðustu átta árum. Til samanburðar fjölgaði Íslendingum um rúmlega tíu prósent á sama tímabili. Ísland er á meðal þeirra framlagsríkja og stofnana sem styrktu gerð manntals í Malaví síðasta haust, en réttar upplýsingar eru grundvöllur þess að hægt sé að skipuleggja áframhaldandi þróunarstarf í ríkinu. Ísland lagði fram tæpar eitt hundrað milljónir króna til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem nýtist einkum við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis. 

Í Malaví búa nú um 17,6 milljón manns. Þar af eru 51 prósent undir 18 ára aldri og 45 prósent fæðast móður sem er 18 ára eða yngri. Á undanförnum árum hefur Ísland stóraukið framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), í þágu kyn- og frjósemisréttinda og -heilbrigðis en meðal verkefna UNFPA er að tryggja réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, tryggja ungbarnavernd, dreifingu getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum