Hoppa yfir valmynd
08.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Lungnabólga banvænasti sjúkdómurinn sem leggst á börn

FightingforbreathSTCTvö börn deyja af völdum lungnabólgu á hverri mínútu, segir í nýrri skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children. Þegar umreiknað er yfir heilt ár kemur í ljós að lungnabólga - "gleymdi barnamorðinginn" eins og hún er stundum kölluð - hefur leitt til dauðsfalla rúmlega einnar milljónar barna, meira en nokkur annar sjúkdómur og meira en malaría, mislingar og niðurgangspestir samanlagt.

Það sem gerir þessar tölur skelfilegri en ella er sú staðreynd að lungnabólgu má með litlum tilkostnaði lækna með sýklalyfi eins og Amoxicillin sem kostar innan við 50 krónur íslenskar.

Í skýrslu Save the Children - Fight For Breath -  kemur fram að sérfræðingar telja að lungnabólga greinist árlega hjá um það bil 120 milljónum barna. Af þeim fái um 40 milljónir barna enga meðferð og sjúkdómurinn leggst svo þungt á 14 milljónir barna að þau liggja milli heims og helju. Flest barnanna sem látast af völdum sjúkdómsins eru innan við tveggja ára.

Flest dauðsföllin verða í lágtekjuríkjum eins og Pakistan, Angóla, Eþíópíu, Afganistan, Tjad og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, en meðal tveggja aðeins efnaðri þjóða og fjölmennari deyja þó flest börn úr lungnabólgu: á Indlandi og Nígeríu.

Útgáfa skýrslunnar í síðustu viku markaði upphaf alþjóðlegrarherferðar Save The Children og vitundarvakningar um lungnabólgu sem ætlað er að bjarga þúsundum barna.

Nánar 
FIGHTING FOR BREATH, eftir Kevin Watkinson 

Gasping for breath: pneumonia's deadly toll among the hungry children of Kenya/ TheGuardian

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum