Hoppa yfir valmynd
15.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Meirihluti barna utan skóla eru stelpur

Oneskyrsla4Rúmlega 130 milljónir stúlkna fá enga formlega skólagöngu. Að mati hjálpar-samtakanna ONE geta stúlkur sem fá haldgóða menntun vænst þess að lifa heilbrigðara og betra lífi með fleiri atvinnu- tækifæri en þær stúlkur sem fá ekki að fara í skóla.

"Menntun getur einnig gefið stúlkur meiri tækifærði til að berjast fyrir rétti sínum, leggja meira af mörkum til fjölskyldunnar og samfélagins, og efla hagvöxt í heimabyggð og á heimsvísu," eins og segir í nýrri skýrslu samtakanna: Toughest Places for a Girl to Get an Education.

Í inngangi skýrslunnar segir að fyrir utan þær 130 milljónir stelpna sem sækja ekki skóla séu aðrar sem fari í skóla og sitji í skólastofu án þess að kennari láti sjá sig, eða þar sem engar skólabækur er að hafa til að styðja við námið. "Þess vegna er um hálfur milljarður kvenna árið 2017 enn ólæs," segir í skýrslunni sem gefin er út til þess að tryggja að allar stúlkur fái tækifæri til menntunar.

Eins og titillinn gefur til kynna er í skýrslunni að finna lista yfir þær þjóðir sem erfiðast er fyrir stelpur að fara í skóla. Topp tíu listinn lítur svona út: Suður Súdan, Miðafríkulýðveldið, Afganistan, Tjad, Malí, Gínea, Burkina Fasó, Líbería og Eþíópía.

Í þessum löndum eru 57%  líkur á því að stelpur fremur en strákar séu utan skóla á grunnskólaaldri og 83% á framhaldsskólaaldri. Þessi munur sýnir að mati ONE að fátækt sé kynbundin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum