Hoppa yfir valmynd
13.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Sjötíu ár liðin á næsta ári frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingarinnar

https://youtu.be/nrIo_a8MVHE Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á Allsherjarþinginu þann 10. desember 1948 og að því tilefni er haldið uppá alþjóðlega mannréttindadaginn þann dag ár hvert. 

Í mannréttindayfirlýsingunni eru mörkuð þau grundvallarréttindi og það undirstöðufrelsi sem allir menn - karlar og konur - eiga skýlausan rétt á. Til þeirra teljast réttur til lífs, frelsis og ríkisfangs; frelsi til hugsana, sannfæringar og trúar; réttur til atvinnu og menntunar; réttur til að njóta matar og húsaskjóls; og réttur til að taka þátt í stjórn síns eigin lands. Mannréttindayfirlýsingin er það skjal sem þýtt hefur verið á flest tungumál í heiminum og hefur verið þýdd á fleiri en 500 tungumál!

Á næsta ári verður mannréttindayfirlýsingin 70 ára og síðastliðinn sunnudag, 10. desember, hófst árslöng herferð til að marka þessi merkilegu tímamót. Mannréttindastofnun SÞ hefur opnað sérstakan vef til að vekja athygli á mannréttindayfirlýsingunni og mannréttindabaráttu almennt.

Í myndbandinu hér að ofan eru skilaboð frá Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins. Íslenskur texti er með myndbandinu sem er á ensku. Neðra myndbandið tengist herferðinni "Stand Up for Human Rights."

https://youtu.be/v3DnYLLfAB8

Everyday heroes who defend human rights worldwide/ UNDP
The Deported - Immigrants Uprooted from the Country They Call Home/ HumanRightWatch
Mannréttindi mæta vaxandi fjandskap/ UNRIC

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum