Hoppa yfir valmynd
13.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Afhjúpun á hrottafengnu ofbeldi gegn piltum og körlum

WekeepitinourheartsNý rannsókn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) afhjúpar hrottafengið kynferðislegt ofbeldi í Sýrlandi gegn ungum piltum og körlum. Skýrsla sem var unnin upp úr viðtölum við fórnarlömb í Írak, Líbanon og Jórdaníu kom út í síðustu viku. Titill skýrslunnar vísar til þeirrar þöggunar sem einkennt hefur þessi ofbeldismál: We Keep It In Our Hearts.

Í rannsókninni voru tekin viðtöl við rúmlega 73 starfsmenn 34 hjálparsamtaka og hópsamræður við tæplega tvö hundruð flóttamenn. 
Viðtölin leiddu í ljós átakanlegar frásagnir af harðræði og ofbeldisverkum sem mennirnir höfðu verið beittir eða þeir heyrt af. Yngstu fórnarlömbin voru tíu ára aldri og þau elstu á níræðisaldri. Flestir upplifðu ofbeldið þar sem þeir voru í haldi, ýmist í fangelsi eða sérstökum búðum.

UNHCR study uncovers shocking sexual violence against Syrian refugee boys, men/ UNHCR

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum