Hoppa yfir valmynd
29.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Talið að þrjú þúsund manns hafi farist á Miðjarðarhafi á þessu ári

Unhcrmynd323Flótta- og farandfólk fer nú fjölbreyttari leiðir en áður til þess að komast til Evrópu, segir í nýrri skýrslu frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram að á síðustu mánuðum hafi fleiri en áður farið sjóleiðina til Grikklands, fækkun hafi orðið á fólksflutningum til Ítalíu, og almennt velji flótta- og farandfólk fjölbreyttari leiðir að landamærum Evrópu en áður hafi tíðkast, eins og haft er eftir Pascale Moreau, framkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Flóttamannastofnunar í frétt UNHCR.

Ríflega tuttugu þúsund manns komu sjóleiðina frá Líbíu til Ítalíu á tímabilinu frá júlí til september á þessu ári, færri en dæmi eru um á síðustu fjórum árum. Samkvæmt skýrslunni voru flestir þeirra sem komu á þriðja ársfjórðungi þessa árs til Ítalíu að ferðast frá Túnis, Tyrklandi og Alsír, meirihlutinn Sýrlendingar, Marokkóbúar og Nígeríumenn.

Sífellt fleiri hafa fyrstu viðkomu í Grikklandi, samkvæmt skýrslunni, og stöðugur straumur hefur legið þangað frá því í sumar. Tæplega fimm þúsund manns komu að landi í Grikklandi í september, fleiri en dæmi eru um á einum mánuði frá því í mars 2016. Átta af hverjum tíu sem komu til Grikklands voru Sýrlendingar, Írakar eða Afganar, þar af konur og börn í miklum meirihluta.

Einnig varð mikil aukning á straumi flótta- og farandfólks til Spánar, 90% aukning á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tíma fyrir ári. Flestir þeirra tæplega átta þúsund einstaklinga sem komu til Spánar voru frá Marokkó, Fílabeinsströndinni og Gíneu en þorri þeirra sem komu landleiðina voru Sýrlendingar.

Þá segir einnig í skýrslunni frá því að flóttafólk hafi farið frá Tyrklandi til Rúmeníu gegnum Svartahafið sem ekki séu dæmi um síðan í febrúar 2015 og ennfremur hefur orðið mikil fjölgun á komu flótta- og farandfólks til Kýpur allt þetta ár.

Mikið mannfall og mörg börn ein

Moreau segir að þrátt fyrir að flótta- og farandfólki hafi fækkað sem haldið hafi í örvæntingu yfir Miðjarðarhafið á síðustu mánuðum sé sjóleiðin sem fyrr yfir til Evrópu afar hættuleg. Hún segir að á árinu séu talið að nálægt þrjú þúsund einstaklingar hafi farist eða týnst á þessari sjóleið og 57 til viðbótar hafi látist eftir að hafa náð til Evrópu. Hún segir að því miður megi telja fullvíst að þessar tölur séu of lágar.

Í skýrslunni kemur eru einnig undirstrikaðar erfiðar aðstæður margra kvenna og stúlkna sem eru fórnarlömb mansals, auk aðstæðna þeirra rúmlega fimmtán þúsund barna sem hafa komið án foreldra eða fylgdarmanna til Evrópu á þessu ári.

UNHCR report details changes in refugee and migrant risky journeys to Europe/ UNHCR 
Skýrslan: Desperate Journeys - July to September 2017/ UNHCR15,200 children arrive in Europe on own as migrant crisis deepens/ NBCNews 
Survivors tell of kidnap and torture along route to Europe/ UNHCR 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum