Hoppa yfir valmynd
06.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Auglýst eftir háskólamenntuðum fulltrúum á sviði þróunarsamvinnu og upplýsingafulltrúa Heimsmarkmiðanna

17ddUtanríkisráðuneytið óskar eftir að ráða háskólamenntaða fulltrúa til starfa á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu s.s. á sviði tvíhliða og fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu,  svæðasamstarfs, samstarfs við atvinnulífið og borgarasamtök auk Heimsmarkmiða SÞ.

Ennfremur óskar ráðuneytið eftir að ráða upplýsingafulltrúa á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Upplýsingafulltrúinn þróar og vinnur upplýsingaefni til að auka meðvitund og skilning á Heimsmarkmiðunum og hugar sérstaklega að samþættingu þeirra við starfsemi Stjórnarráðsins. 

Umsóknarfrestur um stöðurnar er til og með 18. desember 2017. Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected], merkt  annars vegar "Háskólamenntaðir fulltrúar á sviði þróunarsamvinnu 2017" og hins vegar "Upplýsingafulltrúi á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna 2017."
Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um störfin. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvarðanir um ráðningar hafa verið teknar.

Nánari upplýsingar um fulltrúana í alþjóðlegri þróunarsamvinnu veitir Þórarinna Söebech 
([email protected]), s. 5459900 en Urður Gunnarsdóttir ([email protected]) veitir upplýsingar um fulltrúa Heimsmarkmiðanna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum