Hoppa yfir valmynd
13.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Ungmenni í Kalangala á helgarnámskeiðum í kjúklinga- og svínarækt

KalangalanamskeidÁ vegum sendiráðs Íslands í Kampala og héraðsstjórnarinnar í Kalangala hafa verið haldin í smáum stíl svokölluð "verkmenntanámskeið" fyrir unglinga sem hafa fallið út úr skólakerfinu í Kalangala. Þeir hafa meðal annars fengið að kynnast kjúklinga- og svínarækt.  

Að sögn Stefán Jóns Hafstein forstöðumanns sendiráðsins er um að ræða þriggja mánaða námskeið sem haldin eru um helgar í tengslum við landbúnaðarskóla í Kalangala. Markmiðið er að að koma ungmennunum á vinnumarkað eða kynda undir áhuga hjá þeim á því að hefja sjálf ræktun til eigin nota og sölu. 

Stefán Jón segir tilraunaverkefnið hafa gefist vel og hann kvaðst vel geta trúað því að framhald yrði á þessu námskeiðahaldi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum