Hoppa yfir valmynd
06.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Aðgerðir í loftslagsmálum taldar mikilvægasta málefni samtímans

LoftslagsbrsdgGóð menntun var langefst á lista í umfangsmestu skoðanakönnun sem gerð hefur verið og lagði grunn að Heimsmarkmiðunum á sínum tíma. Nýlega var gerð sambærileg könnun meðal þjóða heims og þá kom á daginn að miklar viðhorfsbreytingar hafa orðið á skömmum tíma því áhersluatriðið sem var í fyrri könnun í neðsta sæti (16. sæti) er víðast hvar komið upp í efstu sæti og víða einfaldlega í efsta sætið. Það áhersluatriði er "Aðgerðir í loftslagsmálum."

Oft er vísað til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem markmiða þjóða heims, fólksins sem býr á þessari jörð. Ástæðan er sú að við undirbúning áætlunar 2030 (Agenda 2030) sem er annað heiti á Heimsmarkmiðunum var leitað álits hjá milljónum manna og slegin heimsmet í samráði. Alls tóku til dæmis um 10 milljónir manna þátt í stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið. Hún var framkvæmd á vefnum My World. Þar bar hverjum og einum að forgangsraða atriðum á lista og segja álit sitt á því hvaða atriði hefðu mesta þýðingu fyrir viðkomandi, fjölskyldu og samfélag. Könnunin var á vegum Sameinuðu þjóðanna og leiðarljós í víðtæku samráðsferli við gerð Heimsmarkmiðanna -  sjálfbæru þróunarmarkmiðanna (Sustainable Development Goals).

Eins og margoft hefur komið fram var góð menntun langefst á þessum lista yfir sextán forgangsatriði. Betri heilbrigðisþjónusta, fleiri atvinnutækifæri og heiðarleg, ábyrg stjórnvöld voru í sætunum þar fyrir neðan. Aðgerðir í loftslagsmálum voru neðstar á blaði, í sextánda sæti.
Eins og áður segir var gerð önnur sambærileg könnun á My World vefnum og þá kom í ljós að mikil breyting hafði orðið meðal fólks á skömmum tíma til mikilvægustu málefna samtímans. Aðgerðir í loftslagsmálum er hvarvetna í heiminum orðið eitt það allra mikilvægasta.

Action Taken on Climate Change: previously ignored, has soared to the top of people's priorities around the world./ SDGCampaign 
SDG Knowledge Weekly - 4 December 2017/ IISD 
African Youth Take Action on Climate Change/ IISD 

Enabling effective and ambitious action on climate change and the SDGs/ SEI

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum