Hoppa yfir valmynd
06.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Radi-Aid tilnefningar: Ed Sheeran myndbandið í hópi þeirra verstu?

https://youtu.be/PIKewZLeWU8 Í einni af krækjunum í Heimsljósi í síðustu viku var sagt frá því hvaða kvikmyndabrot kæmu helst til álita sem "versta herferðin" í tengslum við hjálparstarf. Með krækjunni fylgdi kvikmyndabrot frá mörgum breskum hjálparsamtökum með tónlistarmanninn Ed Sheeran í aðalhlutverki þar sem hann gaf sig á tal við götubörn í Líbíu og veitti þeim stuðning.

Svokölluð Radi-Aid verðlaun eru veitt af af Saih, samtökum norskra háskólastúdenta sem hvetja hjálparsamtök og aðra sem vinna að baráttunni gegn fátækt til þess að hverfa frá staðalímyndum og fátæktarklámi, eins og það er kallað. Verðlaun er veitt í tveimur flokkum, góðu herferðirnar í "Golden Radiator" og þær vondu í "Rusty Radiator."

Myndbandið með Ed Sheeran þykir sigurstranglegt til verðlauna í ár í Rusty-flokknum, en eins og fram kemur í frétt the Guardian er það að margra mati miður gott með einfeldningslegri áherslu á hvítan bjargvætt þar sem götubörnin njóta engrar lágmarks virðingar. Myndin var framleidd af Comic Relif and the Disasters Emergencies Committee (DEC) og var hluti af fjáröflunarherferð þrettán hjálparsamtaka í Bretlandi, meðal annars Save the Children, Oxfam og Action Aid.

Beathe Øgård forseti Saih segir í The Guardian að bresku kvikmyndirnar frá Líbíu sýni heimamenn sem fórnarlömb og þetta sé alltof einföld, forneskjulega aðferð til að segja frá þróunarstarfi. "Við höfum séð álíka myndir allt frá árinu 1980," segir hún. "Hræðilegt að horfa á þær. Fólk er búið að sjá svona myndir svo oft að þær kalla fram tilfinningu um vonleysi og sýna þróun í neikvæðu ljósi."

Kosning um bestu og verstu herferðirnar lauk í fyrradag og úrslit verða tilkynnt formlega á morgun, fimmtudag. Myndbandið hér að ofan - Batman - er á listanum yfir bestu herferðirnar, framleitt fyrir hollensku samtökin War Child.

Vote now for the best/worst charity ads of 2017/ DuncanGreen

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum