Hoppa yfir valmynd
01.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

#CleanSeas

CleanseasAð óbreyttu verður meira plast en fiskar í sjónum eftir þrjátíu ár, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þrjátíu strandríki hafa nú tekið höndum saman í baráttu gegn plastmengun í höfunum og nota myllumerkið #CleanSeas. Þau leggja áherslu á tvennt: bann við einnota plasti og bann við að fleygja plasti í sjóinn.

Í frétt Om Världen í Svíþjóð kemur fram að á hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna síðastliðið vor hafi komið fram að óbreytt plastnotkun og ofveiði myndu leiða til þess að árið 2050 yrði meira plast í sjónum en fiskar. Frá því ráðstefnan var haldin hafa þrjátíu strandríki bundist samtökum um herferðina #CleanSeas sem á að fanga athygli allrar heimsbyggðarinnar 

Nánar

Vefur herferðarinnar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum