Hoppa yfir valmynd
13.12. 2017 Utanríkisráðuneytið

Frásagnaflóð um kynferðislega áreitni og ofbeldi í hjálparstarfi

Bistandsaktuelt12Umræða um #Metoo hefur verið fyrirferðarmikil á síðustu vikum. Sýnt hefur verið fram á að kynferðisleg áreitni, einkum gegn konum, hefur viðgengist á mörgum sviðum samfélagsins. Eins og sagt frá í  síðasta Heimsljósi hefur bandaríski vefmiðillinn Devex kallað eftir frásögnum af slíkum tilvikum meðal starfsfólks hjálparstofnana og þeirra sem vinna að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Norski vefmiðillinn Bistandsaktuelt hefur einnig leitað eftir upplýsingum frá fólki um kynferðislega áreitni og þegar hafa 264 starfsmenn hjálparsamtaka svarað og nefnt dæmi um slíka hegðan.

Í frétt Bistandsaktuelt segir að kynferðisleg áreitni sé ekki nýtt vandamál meðal þeirra sem starfa í þessum málaflokki og þess sé skemmst að minnast að alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hafi á síðasta ári rekið 22 starfsmenn eftir að rannsókn leiddi í ljós að þeir höfðu beitt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Bistandsaktuelt rifjar líka upp á árið 2015 voru stofnuð samtökin Report the Abuse þar sem leitað var eftir frásögnum af kynferðislegri áreitni meðal fólks sem sinnti mannúðarstörfum. Þau samtök voru hýst af International Women´s Right Project í Kanada en voru síðan skráð sjálfstæð borgarasamtök í Sviss en neyddust til þess að loka samnefndum vef - Report the Abuse - í ágúst síðastliðnum sökum fjárskorts. Þá höfðu yfir eitt þúsund einstaklingar í hjálparstarfi svarað spurningum á vefnum og níu af hverjum tíu kváðust þekkja til samstarfsmanns sem hefði upplifun af kynferðislegri áreitni.

Þegar frétt Bistandsaktuelt var skrifuð í lok síðustu viku höfðu 264 svarað spurningum á netinu um þessi mál en vefmiðillinn naut stuðnings 6-7 norskra hjálparstofnana sem hvöttu félagsmenn sína til að taka þátt í könnuninni. Konur voru 76% þeirra sem svöruðu og karlar 24%.
Af þessu úrtaki höfðu 35% kvenna og 7% karla upplifað kynferðislega áreitni í eitt skipti eða fleiri. Helmingur þeirra hafði orðið fyrir þeirri reynslu í núverandi starfi. Sex af hverjum tíu sem höfðu upplifað áreiti þögðu um það. Þau sem tilkynntu um áreitið segja að í 76% tilvika hafi upplýsingarnar ekki leitt til neinna afleiðinga fyrir gerandann. Þá kom í ljós í 75% tilvika gerðust atvikin erlendis.

Nánar 
Joda, #metoo gjelder også oss/ Bistandsaktuelt 
Lanserer opprop mot seksuell trakassering i bistandsbransjen/ Bistandsaktuelt 
- Et problem i vår bransje også/ Bistandsaktuelt 
Opinion: The development community needs to to stand up for dignity, eftir Carrie Hessler-Radelet/ DevexEuropean women say #MeToo/ UNRIC 
- Funnene må være en vekker for oss alle/ Bistandsaktuelt 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum