Hoppa yfir valmynd
15.11. 2017 Utanríkisráðuneytið

Veruleikinn birtist þjóðflokkum án ríkisfangs í mismunun, útilokun og ofsóknum

https://youtu.be/RWC_BhzVNcM Mismunun, útilokun og ofsóknir. Í þessum þremur hugtökum birtist veruleiki þeirra einstaklinga sem eru án ríkisfangs. Í nýrri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) er dregin upp dökk mynd af stöðu fólks sem hefur ekki ríkisfang. Í skýrslunni er hvatt er til tafarlausra aðgerða til að tryggja öllum rétt á ríkisfangi.

Rúmlega 75% þeirra sem eru án ríkisfangs tilheyra minnihlutahópum, segir í skýrslunni. Að mati skýrsluhöfunda er ástæða til að óttast að verði ekki breyting á högum þessa hóps kunni það að leiða til aukinnar gremju sem elur af sér ótta og kyndir undir  óstöðugleika og flótta í í alvarlegustu tilvikum.Skýrslan er að mestu leyti byggð á rannsóknum sem flestar voru gerðar áður en stærsti hópur ríkisfangslausra hóf að flýja frá Mjanmar yfir til Bangladess. Hér er að sjálfsögðu átt við Róhingja en staða þeirra er birtingarmynd þeirra vandamála sem ríkisfangslausir glíma við, mismunun og langvarandi útilokun vegna skorts á ríkisfangi.

"Fólk án ríkisfangs er einfaldlega að leita réttar síns, sama réttar og allir borgarar eiga að njóta. En ríkisfangslausir minnihlutahópar, eins og Róhingjar, búa við mikla mismunun og kerfisbundna afneitun á réttindum sínum," segir Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar SÞ í frétt um skýrsluna.

Skýrslan nefnist "This is our home": Stateless minorities and their search for citizenship" og kemur út á sama tíma og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ýtir úr vör í þriðja sinn herferðinni #IBelongCampaign sem hefur það markmið að útrýma ríkisfangsleysi. Dæmi í skýrslunni eru einkum frá minnihlutahópum í Makedóníu og Kenía en sjá má á meðfylgjandi myndbandi sögu Makonde fólksins í Kenía. Sá minnihlutahópur kom upphaflega til Kenía frá Mósambík á fjórða áratug síðustu aldar - og var án ríkisfangs þangað til í október í fyrra. Þá var Makonde fólkið skilgreint sem 43. þjóðflokkurinn í Kenía. Í myndbandinu er rætt við Amina Kassim um erfiðleikana sem hún glímdi við meðan hún var án ríkisfangs.

UNHCR report exposes the discrimination pervading the life of stateless minorities worldwide 
Nations without Nationality - An 'Unseen' Stark Reality/ IPS 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum