Hoppa yfir valmynd
22. október 2014 Matvælaráðuneytið

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um raflínur

Raflínur
Raflínur

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Bæði þessi þingmál lúta að flutningskerfi raforku og voru drög að þeim áður birt á heimasíðu ráðuneytisins (27. júní og 19. ágúst) og var öllum gefið færi á að senda inn umsagnir og ábendingar. 

Alls bárust ráðuneytinu 20 umsagnir við frumvarpsdrögin og 14 umsagnir vegna þingsályktunartillögunnar. 

Hér að neðan má sjá samanburðarskjöl sem sýna þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu og þingsályktunartillögunni með hliðsjón af innsendum umsögnum og ábendingum. 

Ráðuneytið þakkar öllum þeim sem sendu inn umsagnir.


Umsagnir um þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína:

Umsagnir um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum