Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fréttaannáll samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2019

Úr fréttaannál ráðuneytisins 2019 - mynd

Nýliðið ár var viðburðaríkt í öllum málaflokkum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Mikilvæg þingmál voru samþykkt, unnið var að nýrri stefnumörkun á ýmsum sviðum og ráðstefnur og fundir haldnir um fjölbreytt viðfangsefni.

Á nokkrum sviðum var ný heildarlöggjöf samþykkt eftir margra ára undirbúning. Þannig voru ný umferðarlög samþykkt á árinu, ný heildarlöggjöf um póstþjónustu og ný heildarlög um skráningu einstaklinga. Þá voru samþykkt lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða og ennfremur lög um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta. 

Stefna í fjarskiptum fyrir tímabilið 2019-2033 og fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019-2033 var samþykkt í júní. Á haustdögum var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga, sú fyrsta sinnar tegundar á Alþingi. Loks var þingsályktunartillaga lögð fram á Alþingi í byrjun desember um endurskoðaða samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 með tillögum um aukin framlög og flýtingu framkvæmda. Í nýrri samgönguáætlun eru einnig drög að fyrstu flugstefnu fyrir Ísland og drög að stefnu í almenningssamgöngum milli byggða. Á árinu hélt ráðuneytið fundi eða ráðstefnur um almenningssamgöngur, umferðaröryggi, konur og siglingar, netöryggismál og börn og samgöngur svo nokkuð sé nefnt.

Fréttaannáll

  • Úr fréttaannál ráðuneytisins 2019 (maí-júní)
  • Úr fréttaannál ráðuneytisins 2019 (júlí-október)
  • Úr fréttaannál ráðuneytisins 2019 (nóv.-des.)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira