Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks
Í mars 2024 samþykkti Alþingi fyrstu landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Hún var lögð fram sem tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027.
Alþingi hafði áður samþykkt tvær framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks, fyrir árin 2017-2021 og 2012-2014, en landsáætlun var á hinn bóginn hluti af heildstæðri stefnumótun í þjónustu og þróun réttinda fatlaðs fólks. Henni er ætlað að ná til allra þeirra málefnasviða sem undir samninginn heyra.
- Sjá nánar: Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks
Framkvæmdaáætlun 2017-2021
Þann 31. maí 2017 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu félags- og jafnréttismálaráðherra um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017–2021. Framkvæmdaáætlunin tók við af fyrri þingsályktun sem unnið var eftir árin 2012-2017.
Leiðarstef framkvæmdaáætlunarinnar var að full mannréttindi fatlaðs fólks yrðu efld, varin og tryggð til jafns við aðra og skilyrði sköpuð til að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Áætlunin innihélt fjölbreyttar aðgerðir á sjö málefnasviðum sem sneru að aðgengismálum, atvinnu, heilsu, ímynd og fræðslu, menntun, sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks og þróun þjónustu.
Skýrslur og rannsóknir sem fylgdu framkvæmdaáætlun 2017-2022
Málefni fatlaðs fólks
Sjá einnig:
Yfirlit um lög
Yfirlit um lög er að finna á vef Alþingis
Yfirlit um reglugerðir
Úrskurðarnefndir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.